HÆSTARÉTTARDÓMAR 1969 Efnisskrá til bráðabirgða Aðild, aðildarskortur .........0..0...00.0..2 0 843, Aðstöðugjald ..............0....20 000 Áfengislög 1, 14, 23, 82, 88, 211, 215, 219, 403, 412, 416, 494, 499, 897, 1302, 1312, Afsögn vÍxgils .............0...00 00. Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar, brot gegn .. Barnsfaðernismál ..............020.0000 0. Bifreiðar: a) Refsimál, 1, 14, 20, 23, 82, 88, 211, 215, 219, 403, 412, 416, 836, 897, 1266, 1302, b) Skaðabótamál 96, 169, 174, 180, 370, 449, 555, 873, 1245, c) Kaup og sala ............00000. 200. Birting stjórnvaldaerinda ........ 1288, 1292, 1296, 1423, Blóðrannsókn: a) Bifreiðarstjórn 1, 14, 23, 82, 88, 211, 215, 219, 403, 412, 416, 897, 1302, b) Faðerni ..........2.2002002 000. Bókhaldsbrot ............20020..0 0 Byggingameistarar, ábyrgð .............0000. 0000... Byggingarsamþykkt, brot gegn ..........0.0..00 0000... Dagsektir ............0.2..2000200 000 57, Dánarbú .........0.200.0002 00. 110, Dánarbætur .............00..0.. 20 Dánar- og félagsbú .............20.00000 0000 r Dómarar „............20.2 0... 141, 464, 891, 1092, Endurgreiðsla ................2...0000.. 00 sn Erfðaskrá ..............22..00.2.00. ess Fasteign ...........000200.0 00 1149, 1163, 1361, Fébætur .............0202 0000 305, Félagsdómur ...................... s.s Firmanafn ..............2.20000.00.0es sn Bls. 1467 1408 1330 208 1312 348 1330 1260 663 1431 1330 348 26 1163 829 1213 1224 671 110 1201 1486 469 1394 1492 570 Fiskveiðabrot .............. 1009, 1288, 1292, 1296, 1423, Fiskverð, fiskverzlun ................. 0... 65, 393, Fjárdráttur .........0.......0 935, Fjárnám .... 5, 135, 597, 843, 1095, 1116, 1205, 1380, 1386, Fjársvik „........0... 020 „.. 10, Forkaupsréttur .............0020 00 Frávísun 208, 241, 267, 345, 425, 432, 505, 570, 612, 790, 816, 839, 845, 894, 916, 935, 1070, 1090, 1097, 1099, 1101, 1103, 1113, 1186, 1189, 1192, 1233, 1237, 1278, 1281, 1305, Frestir ........0..0.. 00 sr Fyrning ... 2... .. 131, 225, 663, Gagntilboð .........0.....2.000 0. . Geðheilbrigðisrannsókn ... ..........20. 00... . Gengi ......00..00. .. 708, Gjaldbþrotaskipti ............0..00.0. 0... Gæzluvarðhald 690, 692, 694, 697, 931, 1076, 1078, 1083, 1435, Handhafaskuldabréf ............. Heimvísun ........22.00 0. 135, 141, Hlutafélög ........20..0000 00. Hús, brottflutningur .......2.02002 0000. Húsaleiga ...........022.00 00. Húsbyggingar .............0200.00 000 1163, Innsetningargerð, synjun .........0000. 000. Knupgjaldsmál 5, 92, 128, 305, 579, 588, 597, 604, 721, 1104, 1342, Kaup og sala .......2..22.00.. 00. 278, Kaupsamningur, niðurfelling ...........00.00.0.0 000... Kröfusamlag ........0...0000 00. Kærumál: a) Dómarar ........22000 0 464, 891, b) Frávísun 432, 505, 570, 790, 816, 916, 1090, 1097, 1099, 1101, 1103, 1113, 1237, ce) Fresti7 ..........00. 0000. d) Geðheilbrigðisrannsókn ..........0.20.0. 0000 00. ec) Gæzluvarðhald ... .... 690, 692, 694, 697, 931, 1076, f) Kröfusamlag .......0....00.0 00. -. g) Málskostnaður, trygging .................. 265, 798, h) Vitni .........000200 000 Landamerkjamál ........22000000 00. Lóðamörk .........00000. Löghaldsgerð ..........0022000...0 Lögtak .........0.02000 0 145, 153, 1125, Lögveð ........22000000 0. Málskostnaður, trygging .......0..000.0 0... 265, 798, Manndðráp ......0.00.. 00 Bls. 1431 1443 1437 1419 407 1361 1492 1469 886 160 1078 163 1272 1452 385 1345 1443 829 1224 1394 1307 1349 663 1486 432 1092 1305 1469 1078 1078 432 1338 1481 öl0 1251 894 1408 1245 1338 1025 Nytjastuldur .....0.......000 2. 14, 20, Ómaksbætur .. 127, 128, 492, 493, 494, 576, 577, 578, 826, Ómerking 135, 141, 208, 231, 241, 267, 425, 839, 845, 894, 1070, 1163, 1192, 1233, 1279, Ómerking ummæla Opinberir starfsmenn ...........0.000 0... 305, Ráðskonukaup .............200.. 0... Rán ..........2.0 000 ee Samningar ............00 00. 65, 278, 393, 1135, Sératkvæði .................... 117, 570, 624, 750, 1125, Setudómaralaun .............2.0.. 000 Sjóveð, sjóveðréttur 579, 588, 597, 604, 652, 671, 1104, 1342, Skaðabótamál 65, 96, 117, 160, 169, 174, 180, 360, 370, 442, 449, 555, 612, 624, 663, 671, 728, 750, 820, 873, 1149, 1245, 1260, 1394, Skattamál .......0.0...0.. 00. 145, 153, 225, 231, Skipstjóralaun ...............2. 000... Skipti .........2.0.0.. 110, 780, 921, Skipulagslög, brot gegn ...............0.0 000 Skjalafals ..............2..20%. le 502, Skuldamál .. 278, 490, 699, 708, 843, 845, 886, 1205, 1213, Slysatrygging ................2.. 0. Stjórnvaldaerindi, birting ........ 1288, 1292, 1296, 1423, Stóreignaskattur ..........0.02...22 000 225, Synjunareiður ..........2..2....20. 0... Tékkamisferli .................. 0... 10, Tilboð > 2... Tolllög ...........2.00. 494, Tollvörugjald, undandráttur ............0..0..0. 000... Tómlæti ..............0 2 Traustnám .........0.0. 0 Umferðarlög 1, 14, 23, 82, 88, 211, 215, 219, 403, 412, 416, 836, 897, 1266, 1302, Uppboð lll... 225, 231, 763, 1189, 1345, Uppboðsafsal ............22..00 0... Uppbætur á fiskverð ..........2.2....000 0. Upptaka eigna ...........0000.0 0. Útboð ......00%.000.00nn Útburðarmál .............0..00.. 0 643, Úthlutun, úthlutunargerð ............0000000.000.. 776, Útivist, útivistardómar 1, 5, 127, 128, 262, 263, 264, 492, 493, 494, 576, 577, 578, 826, 827, 828, 894, 1112, 1113, 1205, 1243, 1244 1278, 1281, Vangeymsla ........2200000 0 Vanhæfi dómara ...........0..0. 0 141, 891, Bls. 1302 827 1345 652 935 1224 897 1213 1135 1201 1386 1452 1408 652 1092 829 935 1375 188 1431 231 348 1437 160 1333 26 663 385 1330 1414 716 1443 1312 1135 782 780 1360 1361 1092 Veðband, lausn .............0..0.0.000 sn 1213 Veðskuldabréf .............0...000 000. 385, 663 Veitingasala ....................0.0 0... 1312 Verksamningar ..........20.20....2.0 0. 335, 845, 1492 Verktakar, ábyrgð ...............2002. 000. 1163 Vinnulaun ...............020 00 ns 1386 Vinnusamningar ..............00. ss 721 Vinnuslys ........2.00... 00 442, 624, 728, "750 Vitni 00.02.0020... 1481 Víxilmál ..........0....0.0 00. 131, 208 Þjófnaður ..................00 00 ss 1302 Þrotabú ..........00....02 0... 11i6 Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. L. árgangur 1969 Miðvikudaginn 8. janúar 1969. Nr. 74/1968. Jón Sæmundsson gegn Jónasi Þór Guðmundssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sæmundsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 10. janúar 1969. Nr. 138/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Kjartani Runólfi Gíslasyni (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Jón ÞP. Emils, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, og samdómsmennirnir Einar Guttormsson yfirlæknir og Kristján Eyjólfsson læknir hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. 2 Framhaldsrannsókn hefur verið háð í málinu eftir upp- sögu héraðsdóms, sem staðfesta ber með skirskotun til for- sendna hans. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verj- anda sins, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Kjartan Runólfur Gíslason, greiði allan kostn- að af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda síns, Jóns Hjalta- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 23. júlí 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 12. febrúar s.l., er af ákæru- valdsins hálfu höfðað gegn ákærða, Kjartani Runólfi Gíslasyni fisksala, Birkihlíð 20 hér í bæ, „fyrir að aka laugardaginn 13. maí 1967 undir áhrifum áfengis bifreiðinni V 215 að heiman frá sér í Klauf og aftur þaðan áleiðis heim til sín, þar til bifreiðin vegna gáleysislegs aksturs ákærða fór út af veginum og valt. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 37. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr, 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæðdur 21. júlí 1916 í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hann hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Málavextir eru þeir, að laugardaginn 13. maí 1967 var tilkynnt á lögreglustöðina, að bifreiðaslys hefði átt sér stað þá rétt áður á Höfðavegi móts við húsið Krók. Tveir lögreglumenn fóru að sinna þessu. Þegar þeir komu á 3 slysstaðinn, var bifreiðin V 215 á hvolfi utan við veginn, og lá hún á toppinum. Yfirbygging bifreiðarinnar var mikið brotin, enda er vegkanturinn þarna ca. 2 metrar á hæð. Eigandi og öku- maður bifreiðarinnar, ákærði í máli þessu, var farinn af staðnum ásamt þremur farþegum. Þegar lögreglumennirnir komu aftur á lögreglustofuna, bauð varðstjóri þeim að sækja ákærða á heimili hans. Hann fór góð- fúslega með lögreglumönnunum á varðstöðina, þar sem tekin var af honum varðstjóraskýrsla. Einnig var ákærða tekið blóð- sýnishorn til alkóhólákvörðunar. Niðurstöður alkóhólrannsóknar voru á þann veg, að í blóði ákærða fundust reducerandi efni, er samsvara 2.02%, af alkóhóli. Um drykkju sína segir ákærði, að hann hafi skömmu eftir hádegi óhappadaginn drukkið úr tveim glösum af geneverblöndu og lokið þeirri drykkju kl. 1530 sama dag. Hann hafi þá fundið lítillega til áfengisáhrifa. Hann kveðst hins vegar hafa drukkið allmikið af víni kvöldið og nóttina fyrir óhappadaginn. Ákærði fór að heiman frá sér um 5 leytið óhappaðaginn ásamt Þremur farþegum. Hann kveðst ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Ferðinni var heitið í kálgarð við svonefnda Klauf. Á leiðinni heim valt svo bifreiðin út af veginum á Höfðavegi á móts við húsið Krók. Með ákærða í bifreiðinni voru þeir Högni Magnússon verka- maður, Vestmannabraut 10, og Karl Guðmundsson skipstjóri, Sól- eyjargötu 4, Einnig var með Í bifreiðinni þriggja ára gamall sonur Högna. Þeir Högni og Karl hafa borið það með eiðfestum framburðum, að þeir hafi ekki merkt áfengisáhrif á ákærða í þessari ökuferð. Vitnið Ragnar Axel Helgason lögregluþjónn var annar þeirra, sem sóttu ákærða heim. Vitninu virtist ákærði eðlilegur í alla staði óhappadaginn. Vitnið Óskar Pétur Einarsson lögregluþjónn sótti einnig ákærða heim óhappadaginn. Vitnið sá engin áfengisáhrif á ákærða, og enga áfengislykt fann vitnið af ákærða, enda þótt hann sæti við hlið lögreglumannanna á leið til varðstofunnar. Hins vegar sá vitnið, að ákærði var rjóður í andliti og taugaspenntur. Þessi einkenni setti vitnið í samband við ökuóhappið. Eins og fram kemur hér að framan, virðist mikið ósamræmi milli alkóhólrannsóknar og vitnaframburða. Með hliðsjón af þessu var ákveðið að senda málið í heild til umsagnar Lækna- 4 ráðs. Var ráðið um það spurt, hvort hið mikla áfengismagn í blóði ákærða samkvæmt alkóhólrannsókn gæti samrýmzt vitnafram- burðum og öðrum gögnum málsins. Læknaráð svaraði þessari fyrirspurn með fyrirspurn um um- búnað blóðsins og hvaða aðferð hefði verið notuð við rannsókn þess og fleiri atriði í því sambandi. Eftir beztu getu var reynt að svara þessum fyrirspurnum Læknaráðs. En síðan bregður svo við, að Læknaráð endursendir skjöl málsins án þess að gefa neina umsögn. Tók dómarinn því það ráð að skipa tvo læknis- fróða menn til að dæma málið sem samdómsmenn. Það er sameiginlegt álit hinna sérfróðu samdómsmanna, að alkóhólákvörðunin verði ekki vefengd. Þeir benda á, að hafa beri í huga rannsóknir réttarlækna á svörun mismunandi ein- staklinga við áfengisáhrifum til skýringar á ósamræmi framburða vitna og alkóhólrannsóknar. Samkvæmt framansögðu verða því niðurstöður alkóhólrann- sóknar lagðar til grundvallar í dómi þessum, Með því að aka svo óvarlega, að bifreiðin V 215 valt út af veginum á móts við húsið Krók, hefur ákærði gerzt brotlegur við 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 37. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Með því að aka bifreiðinni V 215 undir áhrifum áfengis laugar- daginn 13, maí 1967 hefur ákærði gerzt sekur um brot á 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Telst refsing hans hæfilega ákveðin varðhald í 12 daga. Þá ber með tilvísun til 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga að svipta ákærða ökuleyfi í eitt ár frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dráttur sá, sem orðið hefur á uppsögu dóms þessa, stafar af miklu annríki dómenda, einkum samdómsmanna. Dómsorð: Ákærði, Kjartan Runólfur Gíslason, sæti varðhaldi í 12 daga. Ákærði er frá lögbirtingu dóms þessa sviptur ökuleyfi í eitt ár. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin 5 málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Jóns Hjaltasonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 13. janúar 1969. Nr. 59/1968. Guðmundur Þórðarson gegn Stefáni Leó Hólm og gagnsök. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kaupgjaldskrafa. Fjárnám. Útivist aðaláfrýjanda. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. janúar 1968. Það áfrýjunarmál féll niður vegna útivistar aðaláfrýjanda 1. marz 1968. Samkvæmt heimild í 36. gr. laga nr. 57/1962 áfrýjaði aðaláfrýjandi málinu af nýju með stefnu 29. marz 1968. Var það mál þingfest 1. apríl 1968 og því frestað til 2. október s. á. Gagnáfrýjandi fékk áfrýjunar- leyfi 24. september 1968 og skaut málinu af sinni hendi til Hæstaréttar með stefnu 27. september 1968 til þingfestingar 9. október s. á. Þann dag voru áfrýjunarmálin sameinuð og síðan frestað með samkomulagi aðilja sem hæstaréttarmáli nr. 59/1968 fyrst til 2. desember 1968 og því næst til 8. janúar 1969. Er málið var þann dag tekið fyrir í Hæstarétti, var þing eigi sótt af hendi aðaláfrýjanda. Ber þvi að fella aðalsök niður, sbr. 39. gr. laga nr. 57/1962. Gagnáfrýjandi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms ásamt fjárnámsgerð og málskostnaðar úr hendi aðaláfryj- anda hér fyrir dómi. Á hinum áfrýjuðu dómsathöfnum eru engir þeir gallar, er staðið geti í vegi fyrir kröfu gagnáfrýjanda um staðfest- ingu þeirra, og verður hún því tekin til greina. Málsskot aðaláfrýjanda veittu tilefni til áfrýjunar af hendi 6 gagnáfrýjanda, sem því verður dæmdur málskostnaður hér fyrir dómi úr hendi aðaláfrýjanda, kr. 15.000.00. Dómsorð: Aðalsök í máli þessu fyrir Hæstarétti er felld niður. Í gagnsök er héraðsdómur og fjárnámsgerð staðfest. Aðaláfrýjandi, Guðmundur Þórðarson, greiði gagn- áfrýjanda, Stefáni Leó Hólm, málskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Sauðárkróks 21. október 1967. Ár 1967, laugardaginn 21. október, var á bæjarþingi Sauðár- króks, sem haldið var í skrifstofu bæjarfógeta að Víðigrund 5 af Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur Í málinu nr. 4/1967: Stefán Leó Hólm gegn Guðmundi Þórðarsyni. Mál þetta, sem dómtekið var 7. f. m., er höfðað fyrir bæjar- þinginu af Stefáni Leó Hólm, Freyjugötu 24, Sauðárkróki, með stefnu, útgefinni 3. marz 1967 og birtri 13. s. m., gegn Guðmundi Þórðarsyni, Skagfirðingabraut 35, Sauðárkróki, til greiðslu van- goldinna vinnulauna að fjárhæð kr. 85.457.26 ásamt 7% ársvöxt- um af kr. 27.555.62 frá 31. júlí til 31. ágúst 1966, af kr. 42.031.03 frá þeim degi til 30. nóvember 1966 og af kr. 85.457.26 frá þeim degi til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að í júní 1965 réðst stefnandi til verk- stjórastarfa hjá stefnda. Vann hann við frystihús stefnda á Eyri á Sauðárkróki. Kveður stefnandi umsamið kaup sitt hafa verið 65% yfir almennt verkamannakaup hér á staðnum og auk þess endurgjaldslaust húsnæði. Stefnandi fékk vinnulaun sín greidd til 31. maí 1966. Í júlímánaðarlok 1966 nam inneign stefnanda hjá stefnda kr. 27.555.62 samkvæmt reikningsskilum stefnda sjálfs. Stefnandi kveður vinnu við frystihúsið hafa verið litla sem enga í ágústmánuði s. á., en hann kveðst hafa beðið átekta að tilmælum stefnda. Stefnandi kveður sér eigi hafa verið sagt löglega upp starfi hjá stefnda. Telur hann sig því eiga kaup til ágústloka 1966 og enn fremur fyrir 3 mánuði s. á. vegna upp- sagnarfrests. 7 Kaupkröfu sína sundurliðar stefnandi þannig: 1. Eftirstöðvar miðaðar við 31. júlí 1966. kr. 27.555.62 2. Laun fyrir ágúst 1966 .. .. .. .. .. .. — 14.475.41 3. Laun 3 mánuði frá 1. september 1966 .. — 43.426.23 Samtals kr. 85.457.26 Er sú fjárhæð stefnukrafa málsins. Stefnandi kveður starfsemi hafa farið fram í frystihúsi stefnda í júní 1966 og þar þá unnið af og til um 14 manns. Voru þá framleiddir um 300 kassar af fiski, en það hráefni var aðeins af einum báti, eign stefnda, sem síðan hætti róðrum nokkra daga í byrjun júlí, en hóf þá aftur róðra og lagði þá upp afla hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Í júlí kveðst stefnandi hafa komið daglega í frystihúsið og mælt frost á fisk- inum og fært í dagbók. Kveðst stefnandi hafa átt tal við stefnda um húsið og telur sig hafa mátt á honum heyra, að úr mundi rætast og væru möguleikar til að fá erlent skip með hráefni eða ná í ufsa í húsið. Við þetta segir stefnandi hafa setið fram í ágúst. Kveðst stefnandi þá hafa spurt stefnda, hvort eigi væri lokið viðskiptum þeirra, en stefndi hafi svarað því til, að svo væri eigi, því að hann þyrfti að láta ýmislegt gera án þess að tilgreina það nánar. Talaðist svo milli aðiljanna, að stefndi léti stefnanda vita, ef eitthvað þyrfti að gera, Eftir þetta samtal kveðst stefn- andi lítið hafa verið í frystihúsinu, enda hafi hann ekkert kaup fengið greitt frá því í maí. Fór hann þá að vinna að beitingu á línu til þess að gera eitthvað, en fastréð sig ekki vegna stefnda. Stefndi gerir þær dómkröfur, að málið verði dæmt í samræmi við reikningsskil sín, sem stefndi hefur lagt fram á dskj. nr. 3, og enn fremur að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að skaðlausu. Að öðru leyti hefur stefndi gert eftirfarandi grein fyrir máli sínu: Hann kveður stefnanda hafa verið ráðinn verkstjóra hjá sér frá í júní 1965. Eigi telur hann neinn ráðningarsamning hafa verið gerðan við stefnanda, en hann hafi sagt stefnda, að verk- stjórataxti væri verkamannakaup með 65% álagi, auk þess hafi hann gert kröfu um gjaldlaust húsnæði og hafi hann fengið það. Kveðst stefndi iðulega hafa beðið stefnanda að koma með samn- inga verkstjórafélagsins, en það hafi hann eigi gert, og kveðst stefndi vefengja, að stefnandi hafi verið félagsmaður í því félagi. Stefndi kveður starfsemi hafa verið hætt í frystihúsinu í júnílok 1966. Segir stefndi, að þá hafi stefnandi farið að vinna við beit- 8 ingu hjá bróður sínum og hafi þeir farið 27 róðra í júlí og ágúst og lagt upp fisk hjá Fiskiðju Sauðárkróks fyrir kr. 122.621.31 auk þess sem þeir hafi selt beint í fiskverzlanir. Auk þess vefengir stefndi, að stefnandi hafi komið daglega í frystihúsið til þess að mæla frost og færa í dagbók. Fullyrðir stefndi, að á þeim tíma, sem um ræðir, hafi stefnandi verið ýmist suður í Reykjavík, vestur í Húnavatnssýslu eða á Hólum (í Hjaltadal) svo að dögum skipti, að vísu með sínu leyfi oftast nær. Loks segir stefndi, að sig minni, að stefnandi hafi snemma í ágúst fengið reikningsyfirlit það, sem lagt hefur verið fram á dskj. nr. 3, og hafi þeir þá verið um það á einu máli, að það sýndi endanlega niðurstöðu og lok við- skipta þeirra, enda stefnanda í því reiknað kaup fyrir einn mánuð, þ. e. til 1. ágúst 1966, umfram það, sem um hafi verið samið. Báðir aðiljar hafa gefið skýrslur fyrir dómi, og skulu þær nú nokkuð raktar. Stefnandi hefur staðfest greinargerð lögmanns síns vera rétta. Varðandi greinargerð stefnda tekur hann sérstaklega fram eftir- farandi: Viðvíkjandi staðhæfingu stefnda um fjarvistir stefnanda frá starfi kveðst hann eitt sinn hafa verið á Hólum frá föstudags- kvöldi fram á sunnudag, og til Reykjavíkur kveðst hann hafa farið um helgi í ágústmánuði og hafi það ferðalag með sunnudegi tekið 3 daga. Hólaferðin var farin á undan Reykjavíkurferðinni. Til Húnavatnssýslu kveðst stefnandi aðeins hafa farið í frítím- um sínum. Kveðst hann oftast nær hafa haft samþykki stefnda til þessara ferða. Stefnandi kveðst hafa verið félagsmaður í Verk- stjórafélagi Íslands. Um reikningsyfirlit stefnda á dskj. nr. 3 kveður stefnandi það vera rétt svo langt sem það nær, en það sýni eigi endanlega niðurstöðu um viðskiptin. Telur hann fram- hald á ráðningu sinni þá hafa legið milli hluta, þ. e. óumtalað. Stefnandi viðurkennir að hafa unnið við beitingu hjá bróður sínum 3 skipti í júlí 1966 og nokkur skipti í ágúst s. á. Þessa vinnu kveðst hann í flestum tilfellum hafa unnið að nóttu til, en hann kveðst jafnan hafa verið reiðubúinn til vinnu hjá stefnda, þegar til hans væri kallað. Stefnandi kveður samninga um vinnu sína hjá stefnda hafa verið reista á samningum verkstjórafélagsins og Vinnuveitendasambandsins, en þeir samningar eigi legið fyrir skriflega, er samið var. Eigi kveðst stefnandi muna til þess, að stefndi hafi óskað að fá að sjá þá samninga fyrr né síðar. Telur stefnandi starfssamkomulag milli sín og stefnda hafa verið gott. Hann kveðst hafa tekið ákvörðun um að gera frekari kröfur á hendur stefnda en greinir í yfirliti hans á dskj. nr. 3 á fundi 9 Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu 19. nóvember 1966 og hafi hann einn tekið þá ákvörðun. Stefndi hefur staðfest greinargerð sína. Hann kveður stefnanda enga vinnu hafa innt af hendi fyrir sig eftir 1. ágúst 1966, er uppgjör á dskj. nr. 3 var gert, að undanskilinni vinnu við út- skipun refafóðurs í m/s Goðafoss 16. ágúst 1966. Hann kveður starf stefnanda hafa verið í því fólgið að stjórna vinnu og gæta hagsmuna húsbónda síns. Hann tekur fram, að umrædd Reykja- víkurferð stefnanda hafi verið farin í júní 1966. Af hálfu stefnanda hefur verið lagt fram vottorð Árna Hansens, ritara Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, þess efnis, að stefnandi máls þessa hafi á aðalfundi félagsins á Blöndu- ósi 18. apríl 1964 verið samþykktur félagsmaður í félaginu, Af því, sem að framan er rakið, þykir rétt að álykta, að stefn- andi hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla, að hann væri í starfi hjá stefnda í ágúst 1966, þó að verkefni virðist hafa verið lítil í þeim mánuði. Ber því að dæma stefnda til að greiða stefnanda kaup fyrir þann mánuð. Samkvæmt 14. gr. í samningi milli Vinnu- veitendasambands Íslands og Verkstjórasambands Íslands, dags. 15. júní 1966, sem lagður hefur verið fram í málinu og telja ber stefnanda aðilja að, ber stefnanda kaup vegna uppsagnarfrests 3 mánuði, og þykir rétt að reikna honum það kaup frá 1. septem- ber 1966. Með því að útreikningur á kröfunni hefur út af fyrir sig eigi verið vefengdur, þykir rétt að leggja hann til grund- vallar úrslitum málsins. Verða því kröfur stefnanda teknar til greina að öllu leyti, þar á meðal framlögð málskostnaðarkrafa. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Þórðarson, greiði stefnanda, Stefáni Leó Hólm, kr. 85.457.26 með 7% ársvöxtum af kr. 27.555.62 frá 31. júlí til 31. ágúst 1966, af kr. 42.031.03 frá þeim degi til 30. nóvember 1966 og af kr. 85.457.62 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 20.835.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Sauðárkróks 13. desember 1967. Ár 1967, miðvikudaginn 13. desember, var fógetadómur Sauð- árkróks settur í skrifstofu embættisins að Víðigrund 5 og hald- inn af Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta með undirrituð- um vottum. 10 Fyrir var tekið nr. 41/1967: Stefán Leó Hólm gegn Guðmundi Þórðarsyni. Fyrir gerðarbeiðanda sækir þing Árni Þorbjörnsson héraðs- dómslögmaður og leggur fram nr. 1—2 fjárnámsbeiðni og endur- rit af dómi. Gerðarþoli sækir þing sjálfur. Lögmaður gerðarbeiðanda krefst fjárnáms í eignum gerðarþola til tryggingar dómkröfunni, kr. 85.457.26, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 27.555.67 frá 31. júlí til 31. ágúst 1966, af kr. 42.031.03 frá þeim degi til 30. nóvember 1966 og af kr. 8.457.26 frá þeim degi til greiðsludags, kr. 20.835.00 í málskostnað, kr. 160.00 fyrir endurrit og birtingu auk alls kostnaðar við fjárnámið og eftirfar- andi uppboð, ef til kemur, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Fógeti skoraði á gerðarþola að greiða kröfuna, en það kvaðst hann eigi geta að svo stöddu. Þá skoraði fógeti á gerðarþola að benda á eignir til fjárnáms, og benti hann þá á hraðfrystihús sitt norðan hafnargarðs hér í bæ. Lögmaður gerðarbeiðanda tók eign þessa gilda til fjárnáms. Fallið er frá virðingu og samþykkt, að gerðin fari hér fram í skrifstofunni. Fógeti lýsti þá fjárnámi í téðu hraðfrystihúsi gerðarþola til tryggingar framangreindum kröfum. Gerðarþola er kunn þýðing gerðarinnar. Mánudaginn 13. janúar 1969. Nr. 124/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Segn Birgi Árnasyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjársvik. Tékkamisferli. Dómur Hæstaréttar, Framhaldspróf hafa verið háð eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms. Ingólfur Ísebarn kom fyrir dóm og skýrði frá, að 11 fjárhæð tékka nr. 85203 á ávísanareikning í Verzlunarbanka Íslands h/f hafi að nokkru átt að ganga til greiðslu gjald- fallinnar húsaleigu, en að öðru leyti skyldi fjárhæðin renna til hans sem fyrirframgreiðsla húsaleigu. Tékkávísun þessa kvað Ingólfur hafa verið dagsetta þremur dögum eftir af- hendingu hennar og hefði ákærði beðið um, að hún yrði ekki framseld fyrr en á dagsetningardegi. Þrjú vitni önnur komu og fyrir dóm og staðfestu skýrslur sinar í málinu. Þá hefur verið lagt fyrir Hæstarétt bréf Seðlabanka Íslands til saksóknara ríkisins, dags. 6. janúar 1969, varðandi tékk- ávísanir ákærða, sem mál þetta er af risið, og kemur þar fram þetta: 1. Tékki sá, er í 1. lið ákæru greinir, að fjárhæð kr. 25.000.00, var innleystur í Seðlabankanum af framseljanda hans, Ingólfi Ísebarn. 2. Ákærði greiddi Seðlabankanum upp í tékka þann, sem 2. liður ákæru tekur til, kr. 51.000.00, en ákærða var á bæjar- þingi dæmt að greiða eftirstöðvar tékkafjárhæðarinnar. Tveir nafngreindir menn tóku að sér að greiða hluta dómkröf- unnar, kr. 68.274.00, en eftirstöðvarnar voru greiddar af geymslufé ákærða vegna ábyrgðar í Útvegsbanka Íslands. 3. Fjárhæð tékka þess, sem í 3. lið ákæru getur, greiddi ákærði Seðlabankanum að fullu, eins og í héraðsdómi greinir. Samkvæmt þessu og forsendum héraðsdóms ber að stað- festa hann. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 15.000.00, og laun verj- anda sins, kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Birgir Árnason, greiði allan kostnað af áfrýj- un málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 15.000.00, og laun verjanda sins, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 12 Dómur sakadóms Reykjavíkur 10. apríl 1968. Ár 1968, miðvikudaginn 10. apríl, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 250/1968: Ákæruvaldið gegn Birgi Árnasyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dagsettri 27. f. m., gegn Birgi Árnasyni framkvæmdastjóra, Háaleitisbraut 119, fæddum 24. desember 1930 að Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi, „fyrir tékkasvik og annað tékkamisferli með því að gefa út í marz 1968 eftirtalda tékka á ávísanareikning sinn nr. 41084 í Verzlunar- banka Íslands og nota þá í viðskiptum í Reykjavík, svo sem rakið verður, án þess að innstæða væri fyrir þeim: 1. N. Nr. 85203, kr. 25.000.00, til Ingólfs Isebarn, dagsettur 4, marz. Fyrirframgreiðsla á húsaleigu ákærða til Ingólfs Isebarn, Drápuhlíð 46. 2. N. Nr. 85219, kr. 164.122.70, til Útvegsbanka Íslands, dag- settur 2. marz. Þennan tékka notaði ákærði til greiðslu hluta and- virðis vörusendingar, hurða og hurðakarma, frá Tjura Trevare- fabrikk/Sagbruk, Noregi, en innheimtu andvirðisins hafði bank- inn með höndum. Með afhendingu tékkans, sem tekið var við sem greiðslu, fékk ákærði í hendur afhendingarskjöl fyrir vörunni og fékk framgengt afhendingu hennar. 3. N. Nr. 85221, kr. 93.399.00, til tollstjóra, dagsettur 2. marz. Þennan tékka notaði ákærði til greiðslu aðflutningsgjalda til tollstjóraskrifstofunnar í Reykjavík af vöru þeirri, sem um ræðir í lið 2. Með afhendingu tékkans, sem tekið var við sem greiðslu, fékk ákærði í hendur skilríki um, að vegna greiðslu aðflutnings- gjaldanna mætti afhenda vöruna, og fékk ákærði framgengt af- hendingu hennar. Verknaðir þeir, sem lýst er í liðum 2 og 3, þykja varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en verknaður sá, sem lýst er í lið 1, þykir varða við 261. gr. sömu laga. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og sakar- kostnaðargreiðslu““. Málavextir. Ákærði hefur fengizt við innflutningsverzlun og veitt forstöðu fyrirtækinu Hurðum ér Panel h/f. Hann hefur haft ávísanareikning nr. 41084 í Verzlunarbanka Íslands. Ákærði greiddi Ingólfi Isebarn, Drápuhlíð 46, húsaleigu með 13 tékka að fjárhæð kr. 25.000.00 á reikning þennan, Tékki þessi er dagsettur 4. marz s.l. Þegar tékkinn var sýndur í banka, var búið að loka reikningnum sakir annarra tékka, er ákærði hafði áður gefið út á reikninginn umfram innstæðu, en þeim verður lýst hér á eftir. Fékkst tékki Ingólfs þannig ekki greiddur, en á reikningnum var þó innstæða að fjárhæð kr. 83.533.00, er reikn- ingnum var lokað. Í marzbyrjun var vörusending, sem ákærði hafði pantað, komin til landsins. Ákærði hafði ekki fé handbært til þess að leysa út vöruna og greiða af henni aðflutningsgjöld, en almennt verk- fall átti að hefjast 4. marz, og vildi ákærði fyrir hvern mun ná vörunni út fyrir þann tíma. Greip hann þá til þess ráðs að nota tékka á reikning sinn, enda þótt honum væri ljóst, að næg inn- stæða var ekki fyrir hendi, Greiddi hann Útvegsbanka Íslands hluta af kaupverði vörunnar með tékka að fjárhæð kr. 164.122.70, dags. 2. marz, og tollstjóranum í Reykjavík aðflutningsgjöld af vörunni með tékka að fjárhæð kr. 93.399.99, dags. sama dag. Tókst honum þannig að fá vöruna afhenta. Þegar tékkar þessir bárust greiðslubankanum, var innstæða næg fyrir hvorugum tékkanum, sbr. það sem áður var sagt. Var reikningnum þá lokað. Fé það, sem á reikningnum var, gekk til greiðslu upp Í andvirði innstæðulausra tékka ákærða, og sam- kvæmt bréfi Seðlabankans, dagsettu 5. þ. m., var ákærði búinn að greiða að fullu tékkann kr. 93.399.00 og kr. 51.000.00 upp í tékkann að fjárhæð kr. 164.122.70 svo og tvo smátékka, sem málshöfðun þessi tekur ekki til. Ákærði kveðst hafa treyst því, að greiðslur, sem hann hafi átt von á, bærust á hverri stundu og gæti hann þá lagt inn á reikninginn í tæka tíð. En vonir þessar um greiðslur hafi brugðizt. Niðurstöður. Með notkun tékkanna, sem lýst er Í ákæruliðum 2 og 3, hefur ákærði brotið gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Með notkun tékkans í ákærulið 1 hefur hann unnið til refsingar samkvæmt 261. gr. hegningarlaga, enda var hann, er hann notaði þann tékka, búinn að ávísa á reikninginn langt umfram innstæðu. Ákærði hefur 13 sinnum sætzt á greiðslu sekta, þar á meðal þriggja sekta fyrir misnotkun tékka. Þá var hann 19. apríl f. á. dæmdur í 70 þúsud kr. sekt fyrir brot gegn 261. gr. hegningar- laga. Enn er þess að geta, að á árinu 1957 var ákæru á hendur honum fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga frestað skilorðs- bundið. 14 Með hliðsjón af þessum ferli ákærða og af 77, gr. almennra hegningarlaga er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 6 mánuði. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða allan kostnað sakar- innar. Dómsorð: Ákærði, Birgir Árnason, sæti fangelsi 6 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 13. janúar 1969. Nr. 145/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Elíasi Bjarna Jóhannssyni (Sveinn Snorrason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Sýknað af ákæru um nytjastuld og ölvun við akstur. Dómur Hæstaréttar. Framhaldspróf hafa verið háð í málinu eftir uppsögu héraðsdóms. Eins og í ákæru og héraðsdómi greinir, er ákærði í máli þessu sakaður um að hafa hinn 18. nóvember 1967 að kvöldi, er dimmt var orðið, heimildarlaust og ölvaður tekið bifreiðina R 22342, þar sem hún stóð mann- laus við húsið Laugarnesveg 81 í Reykjavík með lykil í kveikjulás, ekið henni á kyrrstæða bifreið þar í grennd og síðan inn á Laugalæk, Er nefndri bifreið var ekið frá Laug- arnesvegi 81 með greindum hætti, bar þar að í bifreiðinni R 21933 þá Guðlaug Þór Þorsteinsson húsgagnasmiðanema og Jón Snorrason verkamann, Héldu þeir af þessu efni á lög- reglustöðina og tilkynntu atburð þenna þar kl. 1825. Í hin- 15 um áfrýjaða dómi eru raktar skýrslur þeirra, þær er þá voru fram komnar. Hinn 21. nóvember 1967 er í skýrslu Hellerts Jóhannes- sonar lögreglumanns skráð þetta: „Þá mættu á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar Jón Snorrrason og Guðlaugur Þorsteinsson, sem eru vitni í máli þessu. Kváðust þeir hafa séð ökumann bifreiðarinnar R 22342, er hann var undir stýri bifreiðarinnar í akstri sínum frá hús- inu Laugarnesvegur 81 og á kyrrstæðu bifreiðina, Vitnunum voru sýndar þrjár myndir, og þar á meðal var mynd af meintum ökumanni R 22342, Elíasi Bjarna Jó- hannssyni, Laugarnesvegi 81, og bentu vitnin strax og óhik- andi á myndina af nefndum Elíasi og kváðu hann hafa verið ökumann R 22342, þegar óhappið skeði. Vitnin kváðust ekki vita nafn ökumannsins né þekkja hann að öðru. leyti“. Hinn 4. nóvember 1968 komu vitni þessi fyrir dóm af nýju, en þau voru einu sjónarvottar að akstri bifreiðarinnar R 22342, þeim sem mál þetta er af risið, svo vitað sé. Vitnið Guðlaugur Þór var um það spurt, „hvernig þvi hefði verið hagað, er það var beðið að reyna að þekkja ökumann R 22342 af mynd“. Taldi vitnið þetta hafa farið þannig fram, að fyrir það og Jón Snorrason hefðu verið lögð þrjú ökuskirteini með myndum eigenda þeirra, og hafði vitnið „bent á eina af þessum myndum sem líklegasta til að vera af ökumann- inum. Þrátt fyrir það kveðst vitnið ekki alveg geta fullyrt, að hér hafi verið um ökumanninn að ræða. Vitnið kveðst hafa byggt ábendingu sína einkum á aldri mannsins og á hári hans“. Jón Snorrason bar m. a. á þessa leið: „Vitnið segir, að þrjú ökuskírteini hafi verið lögð fyrir Guðlaug og vitnið samtímis. Vitnið kveðst hafa bent á eina myndina, enda verið Öruggt um, að hún væri af manninum, sem það sá í bifreið- inni“, Mynd sú, sem vitnin bentu á, var í ökuskirteini ákærða, eins og áður getur. Skýrslur greindra vitna, sem bæði hafa staðfest vætti sitt með eiði, hníga þannig að því, að ákærði hafi ekið bifreiðinni. Annað vitnið fullyrti þó ekki, að um- 16 rædd mynd væri af ökumanni bifreiðarinnar, en hitt vitnið taldi öruggt, að svo hefði verið. Sönnunargildi vættis þessara vitna rýrir hins vegar aðferð sú, sem notuð var til prófunar því, hvort ákærði væri maður sá, er þau höfðu séð aka bif- reiðinni, enda er hún brýnt brot á ákvæðum 2. mgr. 2. tl. 35. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 82/1961. En eftir nefndu ákvæði bar að haga prófuninni þannig, að hvoru vitninu um sig væri sýndur ákærði í hópi manna, sem það þekkti ekki áður og allir væru líkt á sig komnir sem ákærði. Samkvæmt skýrslum málsins virðast og myndirnar hafa ver- ið lagðar fyrir vitnin saman og umsögn þeirra um myndirnar fengin í viðurvist hvort annars, en slík prófun vitna er and- stæð upphafsákvæði 3. mgr. 102. gr. sömu laga. Þegar virt er það, sem nú var rakið, svo og önnur sakar- gögn, sem lýst er í héraðsdómi, þykja ákæruatriði málsins eigi sönnuð á hendur ákærða. Verður honum þvi dæmd sýkna og allur sakarkostnaður lagður á ríkissjóð, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði, kr. 6.000.00, og laun verjanda hans hér fyrir dómi, kr. 8.000.00. Það athugast, að fingrafara var ekki leitað í bifreiðinni R 22342. Dómsorð: Ákærði, Elías Bjarni Jóhannsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði, Jóhanns Þórðarson- ar héraðsdómslögmanns, kr. 6.000.00, og laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Sveins Snorrasonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 8.000.00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 1. apríl 1968. Ár 1968, mánudaginn 1. apríl, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ármanni Kristinssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr.223/1968: 17 Ákæruvaldið gegn Elíasi Bjarna Jóhannssyni, sem tekið var til dóms 28. f. m. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 26. febrúar 1968, höfðað á hendur Elíasi Bjarna Jóhannssyni sjómanni, Laugarnesvegi 81, Reykjavík, fæddum 20. september 1948 í Reykjavík, fyrir að hafa laugardaginn 18. nóvember 1967 heimildarlaust tekið bif- reiðina R 22342 og undir áhrifum áfengis ekið henni frá Laugar- nesvegi 81 aftur á bak út á nefnda götu án nægilegrar aðgæzlu, þannig að bifreið hans rakst á bifreiðina R 21979, er stóð mann- laus utan við áðurnefnt hús, síðan brott af vettvangi án þess að sinna um ákeyrslua, unz hann skildi við bifreiðina á Laugalæk. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1956, 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., Í. mgr. 37. gr., 1. og 2. mgr. 41. gr. og 4. mgr. 46. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1, mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sakavottorð ákærða hljóðar svo: 1967 1/3 í Reykjavík: Sátt, 2.500 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í 3 mánuði frá 28. nóvember 1966. 1967 15/12 í Hafnarfirði: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Málavextir eru þessir: Laugardaginn 18. nóvember 1967 klukkan 1825 var lögreglu til- kynnt, að bifreiðinni R 22342 hefði þá litlu fyrr verið ekið á kyrr- stæða bifreið, R 21979, á móts við húsið Laugarnesveg 81 hér í borg, en síðan á brott af vettvangi. Töldu tilkynnendur, að öku- maður hefði verið ölvaður. Lögreglan fór á staðinn, og kom í ljós, að nýlega hafði verið ekið á afturhöggvara, ljós og bretti bifreiðar- innar R 21979, sem stóð mannlaus andspænis húsinu Laugarnes- vegi 81. Klukkan 1902 fann lögreglan bifreiðina R 22342 á Lauga- læk móts við Júpiter og Marz, en hjá því fyrirtæki vann ákærði á þessum tíma. Var bifreiðin mannlaus, opin, biðljós tendruð, lyklar í kveikjulási og vél vel heit. Lögreglan frétti, að um sama leyti og áreksturinn varð, hefði ákærði, sem býr að Laugarnes- vegi 81, farið að heiman áberandi ölvaður, og beindist því grunur hennar að honum. Handtók lögreglan ákærða laust eftir klukkan 2 18 1900 í stigagöngum hússins nr. 81 við Laugarnesveg, og virtist hann þá nýlega kominn inn í húsið, þar sem hann var blautur og kaldur. Lögreglu sýdist ákærði áberandi ölvaður, og talaði hann um, að hann hefði ekið nefndri bifreið út í skurð, en vissi ekki hvar. Við yfirheyrslu hjá lögregluvarðstjóra kvaðst ákærði ekki geta gert sér grein fyrir, að hann hefði ekið bifreið þá rétt áður, en minnti það þó. Hann viðurkenndi að finna vel til áhrifa áfengis, en gat ekki eða kvaðst ekki muna nánar um ferðir sínar. Eigandi bifreiðarinnar R 22342 kvaðst hafa skilið hana eftir á móts við Laugarnesveg 81 klukkan um 1800 og lykillinn þá staðið í kveikjulás hennar. Hann kvað bifreiðina hafa verið tekna í algeru heimildarleysi. Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi, að hann hefði komið í land af togaranum Júpiter um klukkan 2300 föstudagskvöldið 17. nóvember 1967, litlu síðar tekið til að neyta áfengis, og bar hann fyrir sig algeru minnisleysi um atburði eftir klukkan 1400 næsta laugardag og þar til hann var kominn á lögreglustöðina. Vitnið Snæbjörn Aðalsteinsson lögreglumaður, Hraunbæ 128 hér í borg, kvaðst hafa handtekið ákærða greint sinn, hann þá augsýnilega verið mjög ölvaður og nýkominn inn í húsið, þar sem hann var blautur og kaldur. Vitnið sagði, að ákærði hefði ýmist játað akstri bifreiðarinnar eða borið fyrir sig algeru minn- isleysi um það, sem gerzt hafði. Vitið Magnús Einarsson lögregluvarðstjóri, Mávahlíð 3 hér í borg, kvað ákærða greinilega hafa verið undir áhrifum áfengis og ýmist játað að hafa ekið bifreiðinni eða borið fyrir sig minnis- leysi. Vitnið Guðlaugur Þór Þorsteinsson iðnaðarmaður, Vesturgötu 57 A, Reykjavík, kvaðst hafa séð bifreiðinni R 22342 ekið aftur á bak úr innakstri húss við Laugarnesveg út á akbrautina, en vitnið mundi ekki númer hússins. Bifreiðin stöðvaðist á miðri götu, þar sem á vél hennar mun hafa drepizt, en síðan var henni að nýju ekið aftur á bak og á kyrrstæða bifreið, sem þarna var, og kastaðist sú bifreið upp að gangstéttinni. Vitnið sagði, að öku- maður bifreiðarinnar R 22342, sem því virtist ölvaður, hefði verið einn í henni og þegar ekið brott af árekstrarstað. Vitninu voru hjá rannsóknarlögreglu sýndar þrjár myndir af þrem mönn- um og benti þar á mynd af ákærða sem ökumanni bifreiðar- innar. Vitnið Jón Snorrason verkamaður, Skipasundi 1 hér í borg, sagði, að bifreiðinni R 22342 hefði skyndilega verið ekið aftur 19 á bak frá húsi nr. 81 við Laugarnesveg og lokað götunni, en vitnið átti leið um hana í sama mund. Vél bifreiðarinnar hafði stöðvazt, en ökumaður, sem hallaðist fram á stýrið, reyndi að ræsa hana nokkrum sinnum, kom henni í gang, og rykktist bifreiðin þá aftur á bak og hafnaði á kyrrstæðri bifreið, sem kastaðist til við áreksturinn, en R 22342 var ekið brott á miklum hraða. Vitnið taldi, að ökumaður hefði verið undir áhrifum áfengis. Það kvaðst hafa sett á sig útlit hans, þar sem hann ók á brott af árekstrar- stað, og þekkti það ákærða úr hópi þriggja mynda, sem honum voru sýndar á skrifstofu rannsóknarlögreglu. Í blóði ákærða reyndust vera reducerandi efni, sem samsvara 2.00%, af alkóhóli. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknarinnar, með hliðsjón af framburði ákærða sjálfs, með vættum vitnanna Guðlaugs Þórs Þorsteinssonar og Jóns Snorrasonar og að öðru leyti með vísan til gagna málsins telst sannað, að ákærði hafi gerzt sekur um háttsemi þá, sem rakin er í ákæruskjali og þar þykir rétt færð til refslákvæða. Refsing ákærða þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin varðhald 45 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga ber að svipta ákærða ökuréttindum ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhanns Þórðarsonar héraðsdómslögmanns, krónur 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Elías Bjarni Jóhannsson, sæti varðhaldi 45 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum ævilangt frá birtingu dóms- ins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Jóhanns Þórðarsonar héraðs- dómslögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 20 Mánudaginn 13. janúar 1969. Nr. 182/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Birgi Kristjánssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Nytjastuldur. Dómur Hæstaréttar. Arnar G. Hinriksson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Páll Þórðarson löggæzlumaður kom fyrir dóm hinn 9. janúar 1969. Hann skýrði þá m. a. svo frá, að bifreið sú, sem í málinu greinir, „hafi ekki borið með sér, að hún væri lög- reglubifreið, ekki haft nein merki eða sirenu. Þetta hafi verið gamall herjeppi“, sem ekki hafi verið unnt að læsa, „og hafi hann staðið ólæstur við gamla læknisbústaðinn niður við höfn“. Löggæzlumaðurinn staðfesti skýrslur sínar í málinu með eiði. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta héraðsdóm- inn. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verj- anda sins, kr, 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Birgir Kristjánsson, greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, Þorvalds Þórarins- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 21 Dómur sakadóms Keflavíkur 20. maí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var þann 30. apríl s.l., er af ákæru- valdsins hálfu höfðað með ákæruskjali, útgefnu þann 9. febrúar 1968, gegn Birgi Kristjánssyni, Vesturgötu 12, Keflavík, fyrir að hafa laugardagsnóttina 9. júlí 1966 ásamt Magnúsi Þorsteini Karls- syni, Kleppsvegi 26, Reykjavík, heimildarlaust tekið lögreglu- bifreiðina J 14 og farið á henni um Þórshöfn og nágrenni, en nefndur Magnús Þorsteinn ók bifreiðinni í umrætt sinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1956. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði, sem fæddur er 18. september 1942 í Reykjavík, hefur samkvæmt sakaskrá ríkisins sætt þessum refsingum: 1959 í Keflavík: Uppvís að broti gegn 244. gr. hegningar- laga. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 1. 9. 1959. 1960 28/11 í Reykjavík: Kærður fyrir brot á 244. gr. og 259. gr. hegningarlaga, sbr. lög nr. 20/1956. Ákæru frestað í 3 ár frá d.u.s. 1962 16/4 í Keflavík: Sátt, 90 kr. sekt fyrir brot á reglugerð nr. 128/1954 um vegabréf á varnarsvæðum NATO. 1962 2/7 í Keflavík: Dómur: Fangelsi í 3 mánuði, skilorðs- bundið í 2 ár, fyrir brot gegn 155., 209. og 225. gr. hegningarlaga. 1963 28/8 í Keflavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 49. gr. um- ferðarlaga. 1964 9/4 í Keflavík: Dómur: 5.000 kr. sekt og tveggja ára öku- leyfissvipting fyrir ölvunar- og gáleysisakstur frá 9. 2. 1964 að telja. 1965 13/10 í Keflavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1966 25/4 í Keflavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. Málavextir eru þessir. Laugardagsmorguninn 9. júlí 1966 um kl. 0800 kom Páll Þórðar- son löggæzlumaður að lögreglubifreiðinni J 14 á Þórshöfn á Langa- nesi. Inni í bifreiðinni var sofandi maður, sem reyndist vera 22 Magnús Þorsteinn Karlsson, Kleppsvegi 26, Reykjavík, og reyndist hann vera ofurölvi. Fékk nú lögreglumaðurinn aðstoð til að koma Magnúsi heim til sín, þar sem honum fannst þetta ekkert grun- samlegt og taldi, að Magnús hefði einungis leitað sér skjóls þarna. Þó hafði nefndur Magnús komið að máli við hann fyrr um nóttina og spurt hann, hvort hann vildi aka honum og ákærða í máli þessu inn í Gunnarsstaði, en þar þekkti ákærði kvenmann, eða lána þeim bílinn. Þessu neitaði lögreglumaðurinn. Ekki setti lögreglumaðurinn dvöl Magnúsar í bílnum á nokkurn hátt í sam- band við þessa beiðni hans. Um hádegisbilið, er lögreglumaðurinn hugðist nota bifreiðina, veitti hann því athygli, að einhverjir óviðkomandi hefðu notað bifreiðina. Grunaði lögreglumanninn þá, að þarna hefðu verið á ferð nefndur Magnús og ákærði. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni seinna um daginn skýrði ákærði svo frá: Það atvikaðist einhvern veginn svo, að við Maggi fórum út að lögreglubílnum og inn í hann. Á einhvern hátt tókst Magga að koma bílnum í gang. Síðan ók Maggi af stað. Var fyrst farið út að Sauðanesi, snúið þar við og haldið inn eftir í gegnum þorpið og inn í Þistilfjörð. Ekki sagðist ákærði muna eftir því, að nokkur ákvörðunarstaður væri ákveðinn, en minnti þó, að þeir hefðu ætlað inn í Gunnars- staði, en hætt við það, þegar bifreiðin lenti út af veginum. Reyndi þá ákærði að koma Magnúsi úr ökumannssætinu, þar sem hann taldi sig betur færan til aksturs, en það tókst ekki. Þegar ökuferðinni lauk, gekk ákærði frá bifreiðinni, eins og hún var um morguninn. Síðan fór ákærði heim til sín að sofa. Ákærði skýrði svo frá fyrir sakadómi Keflavíkur, að hann hefði ekki áttað sig á því, hvað hann var að gera, er þeir tóku bif- reiðina, og sagðist hafa verið mjög ölvaður. Samkvæmt játningu ákærða og öðrum gögnum málsins þykir sannað, að ákærði hafi með háttsemi sinni í umrætt sinn gerzt sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali og er þar rétt færð til refsiákvæða. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin varðhald í 60 daga. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans, Þorvalds Þór- arinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. 23 Dómsorð: Ákærði, Birgir Kristjánsson, sæti varðhaldi í 60 daga. Ákærði greiði sakarkostnað allan, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 13. janúar 1969. Nr. 155/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Kristni Marinó Gunnarssyni (Guðm, Ingvi Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Lögreglumennirnir Ívar Pétur Hannesson og Björn Ey- steins Kristjánsson hafa eftir áfrýjun málsins komið fyrir dóm og staðfest skýrslur um sakaratriði. Héraðsdómari hefur vottað, að varðhaldsrefsingu sam- kvæmt dómi sakadóms Reykjavíkur 23. janúar 1959 hafi með náðun 5. október 1963 verið breytt í sekt, er ákærði hafi greitt á árinu 1964, sbr. 3. mgr. 71. gr. laga nr. 19/1940. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta héraðsdóm- inn. ' Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, kr. 8.000.00. 24 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Kristinn Marinó Gunnarsson, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 20, marz 1968, Ár 1968, miðvikudaginn 20. marz, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 203/1968: Ákæruvaldið gegn Kristni Marinó Gunnarssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 8. þ. m., gegn Kristni Marinó Gunnarssyni bifvélavirkja, Höfðaborg 9 hér í borg, fæðd- um 23. ágúst 1934 á Akureyri, „fyrir að aka þriðjudagsnóttina 30. janúar 1968 undir áhrifum áfengis bifreiðinni R 4943 frá Bif- reiðaverkstæðinu Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík, eftir Múlavegi og Þvottalaugavegi að Reykjavegi. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Aðfaranótt þriðjudagsins 30. janúar s.l. ók ákærði bifreið frá Bifreiðaverkstæðinu Múla við Suðurlandsbraut um Múlaveg og Þvottalaugaveg að Reykjavegi. Þar komu lögreglumenn að hon- um í bifreiðinni, og þar sem þeim virtist ákærði mundu vera með áfengisáhrifum, tóku þeir ákærða og færðu hann á lögreglustöð- ina og síðan til blóðtöku. Í blóði hans reyndust reducerandi efni, er svara til 1.33% af alkóhóli. Ákærði kannast við, að hann hafi neytt áfengis, áður en hann ók bifreiðinni. Þó telur hann sig ekki hafa fundið áfengishrif að marki, kannske þó einhverja smábreyt- ingu. Með akstri bifreiðar í því ástandi, er nú hefur verið lýst, hefur 25 ákærði unnið til refsingar samkvæmt þeim ákvæðum, sem talin eru í ákæru. Ákærði hefur áður sætt þessum refsidómum: 1952 14/3 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 244. og 254. gr. hegningarlaga. Sviptur ökuleyfi 2 ár. 1955 22/2 3 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244., 248. og 254. gr. hegningarlaga. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1956 9/11 1 árs fangelsi fyrir brot gegn 244., 248. og 259. gr. alm. hegningarlaga. Sviptur rétti til ökuleyfis ævi- langt. 1959 23/1 20 daga varðhald, sviptur rétti til ökuleyfis ævilangt fyrir brot gegn áfengis. og umferðarlögum. Ákærða hefur síðar verið veitt ökuleyfi af nýju. Hinn 3. febrúar s.l. var hann sviptur því til bráðabirgða. Refsing ákærða verður ákveðin varðhald 15 daga. Svipta ber ákærða ökuleyfi sínu ævilangt frá 3. febrúar s.l. að telja. Samkvæmt 5. mgr. 81. gr. umferðarlaga og 178. gr. laga nr. 82/1961 ber að ákveða, að áfrýjun fresti eigi framkvæmd öku- leyfissviptingarinnar. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Kristinn Marinó Gunnarsson, sæti varðhaldi 15 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi sínu ævilangt frá 3. febrúar 1968 að telja. Áfrýjun frestar ekki áhrifum þessa dóms- ákvæðis. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 26 Miðvikudaginn 15. janúar 1969. Nr. 202/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Þorsteini Þorsteinssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Undandráttur innlends tollvörugjalds. Dómur Hæstaréttar. Eftir áfrýjun málsins hafa komið fyrir dóm Magnús Kristjánsson bakarameistari og Þórir Finnur Helgason húsa- smiður. Skýrði Magnús frá því, að hann hefði rekið Lakkrís- gerðina Kólus á árunum 1946— 1962, og kvað hann reynslu sína þá, „að úr einu kg. af hráefni hafi fengizt um það bil 1 kg. af fullunninni vöru“. Þórir Finnur bar, að hann hefði keypt af ákærða, meðan hann rak lakkrísgerð við Fiífu- hvammsveg, hveiti og strásykur til heimilis síns gegn stað- greiðslu og á heildsöluverði. Gizkar hann á, að kaup þessi hafi numið sex sekkjum af hveiti og allt að átta sekkjum af sykri. Vann vitnið eið að vætti sinu. Sakaratriðum er lýst í héraðsdómi, og er háttsemi ákærða færð þar til réttra refsiákvæða. Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða ber að staðfesta, þó svo, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birt- ingu dóms þessa. Þegar virtir eru allir málavextir, þar á meðal óvissa um hlutfall milli magns hráefnis og framleiddrar vöru, rýrnun hráefnis og fullunninnar vöru og svo sala ákærða á hráefni, þykir hæfilegt, að ákærði greiði samkvæmt 7. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 60/1939 gjald í ríkissjóð, kr. 12.677.226.40, og gjald samkvæmt 1. gr. laga nr. 25/1962 í Styrktarsjóð fatl- aðra, kr. 237.636.00. 27 Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og málskostnað verða staðfest. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr, 60.000.00, og laun verjanda sins, kr. 60.000.00. Dómsorð: Ákærði, Þorsteinn Þorsteinsson, greiði kr. 20.000.00 sekt í ríkissjóð, og komi varðhald 20 daga í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði í ríkissjóð kr. 12.677.226.40 og í Styrkt- arsjóð fatlaðra kr. 237.636.00. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttinda og máls- kostnað eru staðfest. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 60.000.00, og laun verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstarétt- arlögmanns, kr. 60.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11. október 1968. Ár 1968, föstudaginn 11. október, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 502/1968: Ákæruvaldið gegn Þorsteini Þor- steinssyni, en málið var tekið til dóms 20. f. m. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 18. apríl 1967, höfðað á hendur Þorsteini Þorsteinssyni sælgætisgerðarmanni, Nönnugötu 8, Reykjavík, fæddum 6. janúar 1905 á Seyðisfirði, fyrir brot gegn lögum nr. 60/1939 um gjald af innlendum tollvörutegund- um, lögum nr. 25/1962 um aðstoð til fatlaðra og reglugerð nr. 9/1935 um innlenda tollvörugerð, í sambandi við rekstur Lakkrís- gerðarinnar Póló að Fífuhvammsvegi í Kópavogi, með því að hafa: 28 I. Á árunum 1961, 1962, 1963 og 1964 sagt rangt til um lakkrís- gerð sína og sölu með því að telja fram í því sambandi aðeins 18.900 kg., en miðað við magn keyptra hráefna og sölu af hans hálfu hefði framleiðslan átt að nema allt að 188.282 kg., þannig að samkvæmt þessu nam óframtalið og undandregið framleiðslu- magn af hans hálfu á nefndu tímabili allt að 169.382 kg., er hann greiddi ekkert gjald af samkvæmt lögum nr. 60/1939, né heldur greiddi hann gjald samkvæmt lögum nr. 25/1962 af 132.020 kg. af lakkrísframleiðslu sinni árin 1962, 1963 og 1964. Telst þetta varða við 2. gr., 7. tölulið, 1. kafla, sbr. 7. gr. laga nr. 60/1939, sbr. 1. gr. laga nr. 26/1947, og 6. gr. reglugerðar nr. 8/1835, sbr. enn fremur 1. og 2. gr. laga nr. 25/1962. II. Á árunum 1961 til 1964 eigi fært né haldið lögskipað bók- hald um rekstur lakkrísgerðar sinnar í samræmi við 1. mgr. 4. gr., sbr. 1. gr. og 5. tölulið 2. gr. bókhaldslaga nr. 62/1938 né heldur fært dagbók um framleiðslu, sölu og afhendingu vöru sinnar samkvæmt ákvæðum 5. gr. reglugerðar nr. 9/1935. Varðar þetta refsingu samkvæmt 19. gr. bókhaldslaganna og 8. gr. reglu- gerðar nr. 9/1935, sbr. 7. gr. laga nr. 60/1939. Enn fremur teljast bókhaldsbrot þessi varða við 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Krafizt er: 1. Að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt framan- greindum refsiákvæðum. 2. Að ákærði verði dæmdur til að greiða ríkissjóði hið undan- dregna tollvörugjald, allt að kr. 21.128.710.68, samkvæmt því, sem fyrir er mælt í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 60/1939. 3. Að ákærði verði dæmdur til greiðslu undandregins gjalds samkvæmt 1. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 25/1962 frá árunum 1962—1964 að upphæð kr. 396.060.00 til Styrktarsjóðs fatl- aðra. 4. Að ákærði verði sviptur leyfisbréfum til iðju og tollvöru- gerðar samkvæmt 2. mgr. 68. gr. hegningarlaganna og 8. gr. reglugerðar nr. 9/1935, sbr. 19. gr. bókhaldslaganna. 5. Að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt sakaskrá ríkisins hefur ákærði hvorki sætt ákæru né refsingu, sem áhrif gætu haft á refsimat í máli þessu. Málsatvik eru svofelld: 29 1. Snemma á árinu 1965 hóf rannsóknardeild ríkisskattstjóra at- hugun á viðskiptum nokkurra verzlana við Sælgætisgerðina Póló í Kópavogi. Við rannsóknina kom í ljós, að fyrirtækið wirtist lítið bókhald hafa fært, og einnig taldi rannsóknardeild, að það hefði ekki staðið réttilega skil á opinberum gjöldum, einkum gjaldi af innlendum tollvörutegundum. Í bréfi, sem ákærði ritaði rann- sóknardeild ríkisskattstjóra til skýringar hinn 26. febrúar 1965 og hann síðar staðfesti í dómi, segir meðal annars svo: ,,... Lakk- rísgerð mín, þ. e. Sælgætisgerðin Póló, framleiðir eingöngu LAKKRÍS. — Jeg hefi ekki haldið bókhald yfir kúnnana, þar sem mjer ber ekki að greiða söluskatt. — Jeg hefi ekki ráð á að hafa skrifstofu fyrir þennan lítilfjörlega iðnað minn, enda bæri hann ekki skrifstofumann, gæti þá eins lokað og hætt starf- semi minni, en hæpið, að jeg gæti útvegað mjer og fólki mínu aðra atvinnu. — Vegna þessarar atvinnu hefi jeg greitt tolla og skatta, sem gengið hafa svo nærri mjer, að tvísýnt hefir horft til mannsæmandi lífsafkomu ...“. Rannsóknardeild ríkisskatt- stjóra aflaði nokkurra gagna um hráefnakaup Sælgætisgerðar- innar Póló á árunum 1961— 1964, og kom þá í ljós, að ákærði hafði í rekstrarreikningum sínum mjög vantalið þessi hráefna- kaup. Var málið síðan sent sakadómi Reykjavíkur til meðferðar vegna gruns um, að ákærði hefði eigi greitt til ríkissjóðs lög- skipað gjald af framleiðsluvöru sinni samkvæmt lögum nr. 60/ 1939 um gjald af innlendum tollvörutegundum, en í 8. gr. lag- anna segir, að mál vegna þeirra skuli rekin sem almenn lögreglu- mál. Á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var hinn 14. maí 1965, skýrði ákærði svo frá, að hann hefði stofnað fyrirtækið Póló árið 1951 og frá þeim tíma verið einkaeigandi þess. Kvaðst ákærði hafa fengið leyfi réttra yfirvalda til sælgætisgerðar, skrá- sett fyrirtækið á sínum tíma í Reykjavík, en flutt reksturinn í Kópavogskaupstað fyrir um 6 árum. Við fyrirtækið hefði hann sjálfur starfað, kona hans og einn fastur starfsmaður auk laus- ráðins starfsfólks, eftir því sem þörf var hverju sinni. Ákærði kvað framleiðslu fyrirtækisins á árunum 1961— 1964 eingöngu hafa verið fólgna í lakkrísgerð, lakkrísinn verið unninn í vélum og mótaður í 8 eða 9 mismunandi form, en sjálft efnið í honum ætíð verið hið sama og Í sömu blöndu, en ekki vildi ákærði skýra frá, hvernig samsetning hennar væri. Ákærða voru kynnt gögn þau, sem rannsóknardeild ríkisskatt- 30 stjóra hafði aflað um hráefnakaup áranna 1961—1964 frá fyrir- tækjunum H. Ólafsson ér Bernhöft og Sig. Þ. Skjaldberg h/f, og vildi hann ekki rengja réttmæti þeirra, enda hefði hann eða starfsfólkið kvittað fyrir móttöku varanna, Ekki sagðist ákærði hafa keypt hráefni frá öðrum aðiljum nema eitthvað af „essens- um“ frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Ákærði kvað hér einasta um að ræða hráefnakaup til lakkrísgerðarinnar, en tók þó fram, að hann hefði selt nokkurt magn af sykri og hveiti til kunningja sinna. Gengið var á ákærða um að skýra frá, hverjir þessir kunningjar hans væru, en hann neitaði að gefa upp nöfn Þeirra, Ekki kvaðst hann ítrekað aðspurður geta sagt, hversu mikið magn hefði verið um að ræða, og vildi ekki gizka á neinar tölur í því sambandi. Ákærði kvað þessa kunningja sína hafa komið í lakkrísgerðina og náð þar í vöruna, en söluskatt hefði hann engan greitt vegna þessara viðskipta. Ákærði sagði, að í sjálfri framleiðslunni hefði ekki verið um að ræða rýrnun eða eyðileggingu á efni. Hann kvaðst ætíð hafa reiknað með að fá sama magn af fullunnum lakkrís úr sama magni af hráefnum. Um sölu fyrirtækisins sagði ákærði, að um helmingur hennar hefði farið fram gegn staðgreiðslu, en hitt verið lánsviðskipti. Þá er um staðgreiðslu var að ræða, ritaði ákærði staðgreiðslunótu í einriti, sem hann lét kaupanda fá. Þegar lánsviðskipti áttu sér stað, skrifaði ákærði reikning á kaupanda, sem kvittaði á hann fyrir móttöku vörunnar, og fékk ákærði svo reikninginn greiddan síðar. Ákærði kvaðst hafa þurft að taka aftur allmikið af lakkrís, sem harnað hefði hjá kaupendum. Taldi hann, að magn þetta hefði getað farið upp í allt að 25% af heildarframleiðslu, en í slíkum tilvikum hefðu kaupendur fengið sama magn af nýjum lakkrís í stað þess gamla. Komið hefði fyrir, að gamli lakkrísinn væri bræddur upp, en slíkt ekki ætíð verið unnt, svo sem ef mygla hefði verið komin í hann. Ákærði sagði, að verðlagsákvæði hefðu verið á lakkrísvörum þar til fyrir um 2 árum, að því er hann minnti, og hugði ákærði, að heildsöluverð hefði þá verið um kr. 60.00 kg., en eftir að verðlagsákvæðin voru niður felld, kvaðst ákærði hafa selt lakkrís- kílóið á kr. 130.00. Ákærði játaði, að bókhald hans væri ekki í lögskipuðu formi. Hann kvaðst einasta hafa fært bækur yfir daglega framleiðslu fyrirtækisins að magni til og samkvæmt þeim sjálfur samið mán- 31 aðarskýrslur til réttra yfirvalda vegna gjalds af innlendum toll- vörutegundum. Ákærði var að því spurður, hvort hann hefði ekki undir höndum nefndar framleiðslubækur, en hann svaraði því svo til, að eitthvað lítið mundi vera til af þeim. Dómara þótti nauðsyn til bera að kanna bókhaldsgögn þau, sem ákærði kynni að hafa undir höndum. Ákærði vildi ekki fallast á, að húsleit færi fram, og var því samstundis kveðinn upp úrskurður á dómþinginu um leit á heimili ákærða og í húsa- kynnum fyrirtækisins. Húsleitir samkvæmt úrskurðinum fóru þegar fram, og önnuðust þær rannsóknarlögreglumennirnir Magnús Eggertsson aðalvarðstjóri, Jón Halldórsson varðstjóri og Vernharður Kristjánsson, en einnig voru þeir ákærði og Einar Hjaltason frá rannsóknardeild ríkisskattstjóra viðstaddir leit- irnar. Í húsakynnum fyrirtækisins fannst ekkert, sem að gagni mætti koma við rannsókn máls þessa, en á heimili ákærða fannst allmikið af bókhaldsgögnum, sem tekin voru í vörzlur dómsins. Ákærði kom aftur fyrir dóm og var inntur nánar eftir fram- leiðslubókum þeim, sem hann sagðist hafa fært, en engar slíkar bækur höfðu fundizt. Ákærði kvaðst ekki geta bent á frekari gögn, þar sem dómurinn hefði nú fengið í hendur öll þau gögn, sem hann hefði haft varðandi framleiðsluna. Ákærði játaði, að rétt mundi vera, að hráefnakaup lakkrís- gerðarinnar Póló árin 1961— 1964 hefðu verið of lágt tilfærð sem og framleiðsluvörur og framleiðslugjald, en ekki kvaðst hann geta sagt um, hversu munaði á þessu og á því, sem raunverulega hefði verið framleitt og selt hjá fyrirtækinu á nefndum árum. Hinn 17. maí 1965 voru gögn þau, sem tekin höfðu verið úr vörzlum ákærða, send Ragnari Ólafssyni, hæstaréttarlögmanni og löggiltum endurskoðanda, til frekari rannsóknar. Beindist rann- sókn hans að því að finna grundvöll að álagningu tollvörugjalds á framleiðslu fyrirtækisins árin 1961—-1964. Í ítarlegri álitsgerð, sem lögð var fram í dómi hinn 4. janúar 1966, segir Ragnar Ólafs- son, að grundvöll þenna megi finna annars vegar með því að reikna út það framleiðslumagn, sem hefði átt að nást úr inn- keyptum hráefnum, og hins vegar með því að reikna út fram- leiðslumagnið í hlutfalli við söluna. Samkvæmt skýrslu Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns reyndust hráefnakaup ákærða samkvæmt innkaupareikningum, sem fundust við húsrannsókn, og samkvæmt þeim gögnum, sem rannsóknardeild ríkisskattstjóra hafði áður aflað, þessi: cN AN 009g69T 00TT OOTT 1u3 þ asoonj9 00 LET GG G6 InoJo9 pOo,4 0p Þ68 9T — 90Þ 90 sq 9T 19fuus020 3 00'900'09 - 866 866 gong dorIonbrr7 00'GL7'6 ÞéeTT ÞElT — €g INSÁSIOT I GL 9699 T6gESl 166 €1 — 0L6 MÁSgINS 00'GGp GG — GÞ66 GÞ6'6 35 007 HIÐAH GL LI6'GlG GL'606'$0 CL'69G'€ 06 0g9'8 009'TT Gó Tól GLE GL asoy JUEITJIg 09'686 oT ot unoTjoBT UNnpIoy 00'G99'Þ ot or "IJTTJ EIJOSTUY Þó þEg8G 006 008 "UT s$0209 00 0048 06 06 eIÁsINsJO LIN 09 606 G9 9661 9gggT "pN.0 "YIIÁÐÁT9 HXy 00'0LG'Þ og Og wnorJogT wNpIoy 00 G60 00T 00T Prlo(y,) 'uowiuy G6 ÞLO'G €p0 T Sp0'l gg Insjásegn Ge'609'G 089 089 — EI INSÁSIOTA 06 160 Gl 6666 666 "5 oG M3ÁSEI)S 04199'6G 0081 0081 "1u} 9 asoonJn) G6'GT0'€Þ 0998 0g9'8 — LT HIÐAH GC G90'66 — 8IGL TG L 35 GGT MHÁSgIS 7 "3 sIIe SyTuga 57 34 93 "fjel 7415 :punsanIoA gæyddp use sWA "sInyJofN HIÐAHINNÁS dNVIYNNIVNAAVUYUH HJaUUIGg Æ UOSSJEJO "H "op “ op SlogprefsS 'q '$1S Z961 -op -op SUTSTII UNJZIÐASISUÐJy euuegJaFsTyrTIo {us "157y UOSsjEJO TugN "op -op J/U UÐSsu9IBIOUY I, URJAIS -op -op 3/U tppA 139uu.19g 8 UOSSJETO 'H "op “ S.ogprelys 'q 818 "Ipuefjas 1961 33 GO 06ITeÞ 66l 86 SIG 0Gg'91 SEL LT 00'Gg9 é0G oG O9'LLEÞ 6068 06 00 908'T Sv Et 00'029'T 06 06 00'G6L'G 0001 0001 00 088'G ot ot 00'000'€ ot ot GL 666 Þl Gz9 G69 0069 61 0051 O06l 00'996'%1 OL 04 00'ÞEv0c 806 806 Ob gcG Et 68Þ 6gv 08'9gG8p 816 8L6 00'90pTó 0081 008T 00'80p'Þ91 988'GT 988'GT 0g'L98'88 060 GT OG GT Cc EEG0GG 81682 8606 or Gp6'6 Gc6 GT G9'EGÞÞ 4i006 006 00'1Þ6 6 G G 00'068'Þ OGL 0GL 00'009'6 0GL 0GL 00'090'T ot ot 00'0G6'Þ 007 00% GÞ 808 Þ v ss 1 "UT 35 07 '1u} þ — 06 — 08 'S1 Op — 16 — 806 #5 G0E UT — EI 35 GT INSÁSIOT, A $0909 STIsTsEr| STIsJsJErJ HIÐAH adájan11, astuy JApMOG 109 PrIoTUð 'Uovuwuy asoonJ9) In070 pOo,J Tolurs020) ITs3JO LO STATE I aonmf aotIonbrr7 INJÁSIOJA INsÁse IS HIÐAH 5020) aðájanad|, astuy INSÁSIOJ,A msÁsgIS wunoTJotT 'Þroy PrlorUyð 'uowwuy aqsed aotJonbrT ureng- 7 euuegIagsTIrJJoltus "1877 so}ody InyrAtfsjá9y sjaJody SJTOH '00 UOSSJJIpIUAg "H "op SUISTyII UNJZJÐASIðUÐ FY J/U U9sua1e.JOy,T, ugJa(s -op op op MOUUIOg N UOSSJEJO "H op -op SJagprelys 'q 815 £961 euuepJaSsTArJJO lus "19Jy SUISTyII unJZIÐAsIðuÐFy J/U uOseJstð Ie0.1e 9) 3/U €ppA -op J/U UÐsuÐIEIOYJ, UEJAIS op 09'GG0'TT9 G'Zgg PG GgIT'9 0T 000'0% 00L8% 00'002'£g LETI LET 00'96T'$1 — 00pT 00p'T "35 92 00'2cg'9 gl el 0g'g18 z z 00'GL8'Þ gl el 0G'g1g 1 1 0G'Ggp'T 01 01 OG'6I6'6 2006 006 1u} 7 00'090'6T 000 000'g — 09 00'086'8G —00g9 00g'9 "5 OgT 00'000'02 á(Adney Je nnIg) 00'363'TI 0081 0081 —9 OG TIL Gg Gg 0028, 009 009 '1u1 g 0Þ'8G6'001 0961 096 SH 09 00'Gpg'8g 0gG0% 0g0'z — Ip 00'GZz'ÞI1 (0001 000'LT — 0p8 00'9g8 GI zI 00'0T0'Gg8T OGL$T OGLgST ";SGLg "IT "ðysjje Syrujo sy 31 93 "Je sTsJ AS gæyddn use suÁ 'smyjofjAr IÐA HINJÁS PIdoly 3 uowwuy MJÁSsgIIS III} IO poastuy Po uejTtig adÁjan1)J, astuy HOBIq auTTO}9I wnaTjoET uNnpoy 0903 HAH INMsJÁsg)S TMHOLOSTISIErJ TelueIe In0o7o9 POO,1 asoonf) aomf aoraonbrT IMSÁSIOT,A HIÐAH II}KJARB Ta INMJÁSgIIS :pungaqn.1oA dl VANNIVNAAVYH J/U UÐsuÐIBIOUY I, UEJIIS 3/U eppA -op -op -op -op SuIsTagII UNJZIÐASIðUOFy guuegIaSSsTIrTIOÍLus "197 op 1/u UOSseTste) 1206) J/U BIvI9U,Q op -op -op 1J0Uu.J9g Q UOSSJEJQ "H -op op op SJagprefss gq 815 Tpuefjag Þ96I 3ð Um sölu fyrirtækisins segir í bókhaldsrannsókn Ragnars Ólafs- sonar m. a. svo: „Á fylgiskjölum 6—-10 er sala Lakkrísgerðarinnar Póló árin 1961 til 1964 og janúar og febrúar 1965, að svo miklu leyti sem hægt er að rekja hana eftir þeim gögnum, sem fyrir hendi eru. Gögnin, sem farið er eftir, eru „stílabækur“, sem meginhluti sölu, önnur en sala gegn staðgreiðslu, virðist hafa verið færð inn í daglega, svo og laus blöð, þar sem staðgreiðsla virðist hafa verið færð inn á daglega, einnig innkomnar greiðslur Í peningum og víxlum fyrir aðra sölu. Mætti kalla þessi blöð innborgunarblöð. Sala til Mjólkursamsölunnar og sala til Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis er ekki færð inn í „stílabæk- urnar“. En á innborgunarblöðunum eru greiðslur frá þessum fyrirtækjum, og hægt er að rekja, fyrir hvaða mánuði hver greiðsla er, sjá fskj. II. Á innborgunarblöðunum eru afslættir, sem gefnir hafa verið, færðir, og er það einnig talið upp. Þetta er fært eftir árum inn á fskj. 6—10. Af fylgiskjölunum sést, að öll sala Lakkrísgerðarinnar Póló nefnt tímabil er ekki fyrir hendi. T., d. vantar sölu gegn stað- greiðslu mánuðina janúar — febrúar 1961, og sala fáeina mánuði til Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis er ekki færð, sjá fskj. 11. Það getur stafað af því, að týnzt hafi inn- borgunarblaðið fyrir þann dag, sem innborgun frá þessum fyrir- tækjum vegna viðkomandi mánaðarúttekta átti sér stað. Innfærslurnar í „stílabækurnar“ eru heillegar. Innborgunar- blöðin eru nokkuð heilleg, en þó kann að vera, að eitthvað af þeim hafi glatazt, og er þá sala gegn staðgreiðslu þá daga ekki talin. Í skjölunum, sem tekin voru við húsrannsókn, var stílakompa með skrá yfir víxla, sem Lakkrísgerðin Póló virðist hafa eignazt. Meðal þessara víxla eru allmargir samþykktir af Ásbirni Ólafs- syni, sjá fskj. 12. Af öðrum gögnum sést ekki, að viðskipti hafi átt sér stað við Ásbjörn Ólafsson, og sala til hans er ekki inni- falin á fskj. nr. 6—10. Upplýsingar um, hvaða söluverð hafi verið á hverju framleiddu kílói af lakkrís á hverjum tíma, liggja ekki fyrir annar en fram- burður kærða, og Kristjáns Sigtryggssonar, í sakadómi 14. maí s.1. En mér virðist þeir ekki nógu nákvæmir, til að unnt sé að reikna út framleiðslumagn í hlutfalli við sölu samkvæmt þeim upplýsingum““. Samkvæmt rannsókninni reyndust sala og kostnaður árin 1961 36 — 1964 eftirfarandi, en yfirlitin eru mjög saman dregin frá því, sem er í skýrslu Ragnars Ólafssonar: 1961: Gjöld: Tekjur: Sala samkvæmt „stílabók- um“.. .. ... .. 2. 2. 1.135.817.00 Sala gegn staðgreiðslu, skortir gögn fyrir fyrstu 4 mánuði ársins .. .. #171.085.00 Sala til KRON, skortir gögn fyrir "7 mánuði ársins .. .. .. ..... 16.210.00 Sala til Samsölunnar, skortir gögn fyrir 7 mánuði ársins .. .. .. 85.357.50 1.395.843.50 Ýmis kostnaður .. .. .. 207.541.24 Framleiðslugjald sam- kvæmt framtali .. 17'7.879.24 Hráefni samkvæmt fyrir- liggjandi nótum .. .. #192.256.09 Hráefni að auki samkv. uppgjöf H. Ólafsson ár Bernhöft .. .. .... 23.661.70 215.917.79 601.338.27 Mismunur .... .... 794.505.23 Kr.1.395.843.50 1.395.843.50 1962: Gjöld: Tekjur: Sala samkvæmt „stíla- bókum“ .. ... .. .. .. 1.318.557.50 Sala, staðgr. samkvæmt „dagbókarblöðum'“ .. 407.194.00 Afslættir .... ...... 36.329.50 Sala til KRON .. .... 72.351.00 Sala til Samsölunnar, vantar Í júnímánuð .. 173.712.25 1.935.485.25 Ýmis kostnaður .. .... 304.680.96 Framleiðslugjald sam- kvæmt framtali .. 187.171.74 Hráefni samkvæmt fylgiskjölum .. Hráefni að auki sam- kvæmt uppgjöf Sig. Þ. Skjaldberg .. .. .... Hráefni að auki sam- kvæmt uppgjöf H. Ól- afsson ér Bernhöft .. .. Mismunur Sala samkvæmt „stílabók- um“..... Sala, staðgr. samkvæmt „dagbókarblöðum“ ... Afslættir .. .. ...... Sala til KRON.. Sala til Samsölunnar, vantar nóvember og desember .. Ýmis kostnaður .. .. .. Framleiðslugjald sam- kvæmt framtali .. Hráefni samkvæmt fylgiskjölum .. - Hráefni að auki, sam- kvæmt uppgjöf Sig. Þ. Skjaldberg .. .. .... Hráefni að auki, sam- kvæmt uppgjöf H. Ól- afsson ár Bernhöft .... Mismunur .. 37 Gjöld: Tekjur: 197.087.60 36.551.25 16.894.40 250.533.25 742.385.95 1.193.099.30 Kr.1.935.485.25 1.935.485.25 1963: Gjöld: Tekjur: „- 1.710.999.00 520.121.50 78.100.45 78.955.00 -. 207.881.75 2.439.856.80 350.063.05 213.716.52 392.368.65 15.300.00 23.522.40 431.191.05 994.970.62 1.444.886.18 Kr. 2.439.856.80 2.439.856.80 38 1964: Gjöld: Tekjur: Sala samkvæmt „stíla- bókum“... .. .. ... .. 2.473.535.75 Sala, staðgreitt sam- kvæmt „dagbókar- blöðum“ .. .. .. .. T57.718.40 Afslættir „. .. .. .. .. C147.600.75 Sala til KRON .. .... 74.585.00 Sala til Samsölunnar, vantar júnímánuð . ... 328.443.50 3.486.681.90 Ýmis kostnaður .. ..... 449.886.23 Framleiðslugjald sam- kvæmt framtali .. .. 246.304.50 Hráefni samkvæmt fylgiskjólum .. .. .. 518.992.10 Hráefni að auki sam- kvæmt uppgjöf Sig. Þ. Skjaldberg .. .. .... 34.091.00 Hráefni að auki sam- kvæmt uppgjöf H. Ól- afsson ér Bernhöft .. .. 57.972.00 611.055.10 1.307.245.83 Mismunur .. .. .. .. 2.179.436.07 Kr.3.486.681.90 3.486.681.90 Samkvæmt uppgjöri frá Heildverzlun Ásbjarnar Ólafssonar h/f hefur ákærði á árunum 1961—1964 selt því fyrirtæki lakkrís- vörur fyrir eftirtaldar fjárhæðir, en sala þessi kemur ekki fram í skýrslu Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns: árið 1961: kr. 123.690.00; árið 1962: kr. 111.710.00; árið 1963: kr. 175.240.00; og árið 1964: kr. 268.705.00. Leitað var upplýsinga verðlagsstjóra um verð á lakkrísvörum áranna 1961— 1964. Í svarbréfi sínu, dags. 4. janúar 1966, segir Kristján Gíslason verðlagsstjóri m. a. svo: „„... Um nokkur und- anfarin ár, eftir að almennt var dregið úr opinberum afskiptum af verði vöru og þjónustu, hefur ekki verið fylgzt með eða tak- 39 markað verð á lakkrísvörum fremur en ýmissi annarri smærri iðnaðarframleiðslu. Fyrir því hefur skrifstofan ekki undir hönd- um nein gögn um söluverð umrædds aðila á framleiðsluvörum hans á þeim tíma, sem um er að ræða ...“. Ákærði bar fyrir dómi hinn 14, maí 1965, að heildsöluverð á lakkrís hefði verið um 60 krónur þar til fyrir um tveim árum, enda lakkrísverð þá verið háð verðlagsákvæðum. Eftir það kvaðst hann hafa selt lakkrískílóið á 130 krónur. Þessi framburður ákærða er í algerri mótsögn við áðurnefnt bréf verðlagsstjóra. Kristján Sigtryggsson, bókara ákærða, minnti, að verð á hverju lakkrískílógrammi hefði verið kr. 110.00—-130.00 á árunum 1961 — 1964. Loks kemur fram í skilagrein frá Heildverzlun Ásbjarnar Ólafssonar h/f, að verðið hafi verið mismunandi pr. kíló, eftir því um hverja hinna 9 tegunda lakkrísvörunnar var að ræða. Engin bókhaldsgögn eru fyrir hendi um, hversu miklu vörusala ákærða nam árin 1961— 1964 að magni til. Vörusala virt til fjár- verðmætis nefndan tíma er og eigi viðhlítandi, og vitneskja fékkst ekki um ákveðið einingarverð framleiðslunnar á hverjum tíma. Örðugt virtist því að finna hæfan grundvöll að álagningu toll- vörugjalds ákærða með því að byggja á þeim upplýsingum, sem fyrir hendi voru um söluna. Á dómbþingi hinn 4. janúar 1966 voru því dómkvaddir tveir sér- fróðir menn, efnaverkfræðingarnir Aðalsteinn Jónsson og Jóhann Jakobsson, til þess að rannsaka eins ítarlega og auðið væri, hvert framleiðslumagn fullunninnar vöru lakkrísgerðarinnar árin 1961 — 1964 hefði átt að vera með hliðsjón af keyptum hráefnum fyrir- tækisins á sama tíma. Í álitsgerð sinni, sem dagsett er hinn 13. apríl 1966, segja efna- verkfræðingarnir m. a.: „Á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir liggja, verður samsetning framleiðslunnar á einstökum árum, svo sem sýnt er á töflu hér á eftir. Aðalefni framleiðslunnar eru hveiti og sykurefni. Þessi efni eru nokkuð breytileg hvort um sig, en summa þeirra er hins vegar tiltölulega jöfn. Það má því gera ráð fyrir, að samsetning vörunnar hafi verið nokkuð breyti- leg að þessu leyti, án þess að það rýri gæði framleiðslunnar. Sam- kvæmt upplýsingum framleiðanda, dskj. 7, er samsetning sú sama fyrir framleiðsluna alla, þ. e. hvort sem um er að ræða rör, bita, rúllur, reimar, staura eða borða. Kremstangir munu þó hafa sér- stöðu að þessu leyti. Samsetning framleiðslu í % miðað við efniskaup einstakra ára: 40 Hráefni: 1961 1962 1963 1964 Hveiti .. .. .. .. .. 36.17 34.39 42.54 36.22 Sykurefnil) .. .. .. 56.04 58.86 49.57 56.32 Hrálakkrís........ 5.67 3.46 4.03 4.25 Kokosmjöl ........ 1.25 1.40 1.32 0.91 Kokosfeiti.. .. .... 1.03 0.65 Amm.kloríð .. .. .. 1.41 0.69 1.75 2.13 Mjólkursýra .. .. .. 0.37 0.03 0.02 Anísolía.. ........ 0.04 0.02 0.03 0.05 Matarlitur .. .. .. .. 0.02 0.09 0.20 0.05 Blandaðir ávextir ... 0.02 Við athugun þessarar töflu og með hliðsjón af innkaupanótum er ljóst, að nokkur flutningur milli ára á sér stað á hinum smærri efnisþáttum. Rétt þykir því að miða samsetningu við heildar- magn innkeyptra efna á árunum 1961— 1964. Samkvæmt ofanskráðu er samsetning, reiknuð út frá heildar- innkaupum ('61—'64), þessi: Hveiti .. .. .. 37.50% Sykur ...... 50.57% Sykurefni .. .. 55.02%1{ Glukos..... 3.21% Karamel.. .. 1.23% Hrálakkrís .. .. 4.27% Önnur efni .. .. 3.20% Samtals 99.99% Sykurefni og hveiti samtals 92.52%. Samkvæmt töflu um samsetningu framleiðslu einstakra ára, miðað við innkaup, eru sykurefni og hveiti samtals í % sem hér segir: 1961 .. 2. 2... 9221 1962 .. 2. 0... .. 93.25 1963 .. 2. 0... 211 1964 .. 2... 2.54 Um framleiðslu á lakkrís. Lakkrísvörur eru að jafnaði gerðar úr hveiti, sykri og svo miklu af hrálakkrís, að bragðið sé greinilegt lakkrísbragð 1) Sykurefni innifela sykur, glukos, karamel. 41 (2—69%). Enn fremur er bætt í öðrum efnum, bragðefnum, litar- efnum og bindiefnum (gelatín). Efnin eru blönduð vatni, hituð upp, hrærð og hnoðuð. Síðan eru efnin mótuð í bita, rör, borða o. s. frv. og þurrkuð við vægan hita. Raki í fullunninni vöru verður þó ætíð allmiklu hærri en í hráefnunum. Þetta sést greinilega við samanburð hér á eftir. Hráefni 1961— 1964 Magn kg. Þurrefni % Þurrefni kg. Sykur .. .. .. 2... 73.961 100 73.961 Hveiti .. .. .. .. .. 54.845 851) 46.618 Glukos .. .. 2... 4.700 85 3.995 Karamel „. .. .. .. 1.800 66 1.188 Hrálakkrís .. .. .. .. 6.246 83 5.184 Kokosmjöl .. .. .. .. 1.214 96.6 1.173 Kokosfeiti .. .. .... 1.050 100 1.050 Amm. kloríð .. .... 2.112 100 2.112 Mjólkursýra „. .... 110 96 106 Anísolía .. .. .. .. 50 100 50 Matarlitur .. .. .. .. 136 100 136 Samtals 143.224 135.573 Meðalraki í hráefni er þannig: (146.224 — 135.573) 100 146.224 = 18% Til að finna réttan raka í framleiddum lakkrísvörum voru tekin sýnishorn af hverri tegund framleiðslunnar, eins og hún er nú, tvisvar sinnum, dags. 22/2 '66 og 4/3 '66. Sýnishornin voru rannsökuð á Rannsóknarstofnun Iðnaðarins. Niðurstöður voru þessar (sjá einnig meðfylgjandi skýrslu stofnunarinnar): Raki í lakkrísvörum % Dags. 22/2 Dags. 4/3 Reimar .. .. 0... 28.22 32.65 Bitar .. 2... 29.65 32.27 Borðar .. .. .. 2... 29.64 28.89 Staurar .. .. .. 2... 29.19 32.52 RÖr 2... 25.98 28.30 Rúllur .. .. ...... 27.89 29.88 Kremstengur .. .. .. 17.89 20.97 1) Talan 15% raki er tekin úr bókinni: Beythien, Einfúhrung in die Lebensmittelchemie. 42 Samkvæmt þessum mælingum er meðalraki framleiðslunnar 28.07%, hér reiknað með 28.00%, þ. e. þurrefni 72%. Þessi þurrefnishlutföll, þ. e. 92.7 í hráefni og 72.0 í framleiddri vöru, má nú nota til að reikna þunga framleiddrar vöru pr. Þungaeiningu hráefna þannig: Hráefni 1 kg. Framleiðsla 1 x 0.927 —-—— = 1.2875 0.72 Framleiðsla Hráefni, kg. Unnin vara, kg. 1961 23.909 30.782 1962 28.918 37.231 1963 38.199 49.181 1964 55.214 71.088 188.282 Sé reiknað með, að enginn tilflutningur á efni milli ára hafi átt sér stað, fæst samt sama heildartala, eða 188.28 tonn, en svo lítill munur verður á framleiðslunni einstök ár, hæst 1962 370 kg., eða sem hér segir: 1961 .......... 30.688 kg. 1962...... .. 2. 37.601 — 1963 .. .. ... .. .. 49.030 — 1964... ... ...... .. 70.958 — Í öllum ofanskráðum framleiðslutölum er ekki tekið tillit til rýrnunar á hráefnum. Einhver rýrnun er þó óhjákvæmileg. Hana verður að áætla við endanleg uppgjör málsins“. Samkvæmt lögum nr. 60/1939, sbr. lög nr. 26/1947, 4/1960, 79/1960, 104/1961, 90/1962 og 73/1963 bar ákærða að greiða vörumagnsgjald kr. 41.58 af hverju lakkrískílógrammi, „áður en varan er látin burt, seld eða send til umboðssölu“. Sigurgeir Jóns- son, bæjarfógeti í Kópavogi, hefur með bréfi, dagsettu 8. desem- ber 1966, látið dóminum í té skýrslu um gjöld þau, sem Lakkrís- gerðin Póló hefur greitt af innlendum tollvörum fyrir tímabilið 1961— 1964, og eru gjöldin byggð á eigin framtali ákærða sjálfs: Fyrir janúar .. .. .... febrúar marz .. apríl maí júní ágúst .. september ...... október .. nóvember ...... desember .. .... janúar ... febrúar .. ...... marz .. apríl .. mai... JÚNÍ .. 2... ágúst ... september ...... október nóvember ...... desember .... janúar .. febrúar .. ...... marZ .. apríl .. mal... júní .. .. ágúst .. september... .... október .... nóv. og des. 43 1961: 396 kg. á 41.58 #16.465.68 „396 — - — 16.465.68 „308 — - — 15.717.24 „318 — - — 15.717.24 „387 — - — 16.091.46 „386 — - — 16.049.88 „3988 — - — 16.548.84 386 — - — 16.049.88 „3988 — - — 16.548.84 386 — - — 16.049.88 389 — - — 16.174.62 4.278 kg. 177.879.24 1962: . 386 kg. á 41.58 16.049.88 389 — - — 16.174.62 „380 — - — 16.174.62 „380 — - — 16.174.62 3988 — - — 16.548.84 389 — - — 16.174.62 38) — - — 16.174.62 389 — - — 16.174.62 „389 — - — 16.174.62 398 — - — 16.548.84 „3988 — - — 16.548.84 4.303 kg. 178.918.74 1963: . 389 kg. á 41.58 16.174.62 389 — - — 16.174.62 „380 — - — 16.174.62 3988. — - — 16.548.84 389 — - — 16.174.62 „3988 — - — 16.174.62 „3988 — - — 16.548.84 398 — - — 16.548.84 40 — - — 16.798.32 „1251 — - — 52.016.58 4.794 kg. 199.334.52 44 1964: Fyrir janúar .. ... .. .. 445 kg. á 41.58 18.503.10 — febrúar........ 453 — - — 18.835.74 — marz .. .. .. .. 458 — - — 19.043.64 — apríl.......... 460 — - — 19.126.80 — maí... .. ...... 465 — - — 19.334.70 — júní.......... 480 — - — 19.958.40 — ágúst .. .. .. .. 484 — - — 20.124.72 — september...... 530 — - — 22.037.40 — október .. .. .. 530 — - — 22.037.40 — nóvember...... 560 — - — 23.284.80 — desember .... .. 660 — - — 27.442.80 5.525 kg. 229.729.50 Ákærði hefur samkvæmt þessari skrá bæjarfógeta á árunum 1961— 1964 greitt tollvörugjald af samtals 18.900 kg., þ. e. kr. 785.862.00. Samkvæmt álitsgerð efnaverkfræðinganna Aðalsteins Jónssonar og Jóhanns Jakobssonar hefði ákærði hins vegar átt að greiða af 188.282 kg. þ. e. kr. 7.828.785.56, og munar því greiðslu fyrir 169.382 kg., þ. e. kr. 7.042.903.56. Efnaverkfræðingarnir Aðalsteinn Jónsson og Jóhann Jakobs- son voru dómkvaddir til að láta í té álit sitt um eðlilega rýrnun vegna framleiðslu ákærða. Í matsgerð beirra, sem dagsett er hinn 29. ágúst 1967, segir m. a. svo:,,... Í fyrri matsgerð undirritaðra, dags. 13. apr. 1966, er vikið almennt að framleiðslu á lakkrís (bls. 2). Varan, fullunnin, byggist á blöndun allmargra efnis- þátta og síðan meðhöndlun blöndunnar, mótun og þurrkun. Slík meðhöndlun hlýtur ætíð að leiða til rýrnunar, reiknað á „basis“ þurrefni. Þætti rýrnunar má gróft tekið flokka í tvennt. Annars vegar rýrnun í framleiðslu, hér nefnd Rýrnun I, og hins vegar í rýrnun í dreifingu, hér nefnd Rýrnun II. Rýrnun I felst í eftirtöldum þáttum: 1. Afgangur í umbúðum (sekkjum, kössum, dósum, dunkum, flöskum) og vegna smærri tapa í meðhöndlun. 2. Töp á blöndunni í meðhöndlun, viðloðun við vélar og tæki, sem blandan fer í gegnum. 3. Úrgangur vöru á lokastigi framleiðslu, endar og mismótuð stykki. Við framleiðslu á sælgæti almennt, súkkulaði, brjóstsykri o. fl., 45 taka tollyfirvöld þetta til greina, og samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa tollstjórans í Reykjavík, hr. Gunnari Eggertssyni, er miðað við, að rýrnunin geti numið 6—7% af hráefni. Rýrnun Il felst í eftirtöldum þáttum: 1. Langri geymslu á dreifingarstöðum (verzlunum) og inn- Þornun vörunnar af þeim sökum (lakkrís er viðkvæmari að þessu leyti en t. d. súkkulaði eða brjóstsykur. Varan inni- heldur tiltölulega mikið vatn og er ekki í sérstökum um- búðum stykki fyrir stykki, lakkrísborðar, stengur, bitar o. s. frv.). 2. Beinar skemmdir á vörunni (aðrar en innþornun) vegna slæmra geymsluskilyrða og/eða mjög langrar geymslu (hátt rakainnihald í lakkrísvörum gerir þær viðkvæmari fyrir myglu en margar aðrar sælgætisvörur). Varðandi rýrnunarþætti I-3 og II-1, endar, mismótun og inn- Þornun í geymslu, er bein rýrnun fyrirbyggð með endurvinnslu vörunnar. Í dskj. nr. 7, bls. 19, er vikið að þessu og staðfest af framleiðanda, enda hafi ekki verið um aðrar skemmdir að ræða. Við slíka endurvinnslu má gera ráð fyrir smávægilegri rýrnun vegna breytinga á eiginleikum. Endursoðin efni halda síður raka en ný framleiðsla. Hér getur þó aðeins verið um óverulegan þátt að ræða, sbr. rannsóknir á rakainnihaldi, dskj. nr. 30. Sé um myglu að ræða, verður varan, m. a. af heilbrigðis- og hreinlætisástæðum, ekki endursoðin. Að jafnaði munu skemmdir af völdum myglu vera lítill hluti dreifingarskemmda. Miðað við hámark talið innþornað, dskj. nr. 7, bls. 19, þykir eðlilegt að meta myglað 20% af innþornuðu, þ. e. 5% af framleiðslu. Niðurstöður: Á grundvelli framangreindra þátta rýrnunar og með skýrskotun til ályktana um hugsanlega rýrnun telja undirritaðir rýrnun á framleiðslu sem hér segir: Rýnun I 7% af hráefni. Rýnun II 5% af framleiðslu. Samkvæmt þessu sundurliðast heildarrýrnunin (I og 11) á framleiðslu sem hér segir (sjá greinargerð, dags. 13. apr. 1966): Hráefni, alls.. .. .. .. .. ... .. 146.224 kg. Rýrnun, 19 2... 10.236 — 46 Hráefni .. .. ...... ........ 1385.988 kg. Framleiðsla (135.988 x 1.2875) .. 175.085 — Rýrnun v/hráefnistaps (I) .. .. 13.197 — 13.197 kg. Rýrnun v/geymsluskemmda (II). 8.754 — Samtals 188.282 kg. 21.951 kg. Heildarrýrnun % == 21.951 x 100 ae 188.282 — '0% Matsmenn komu fyrir dóm og staðfestu matsgerðir sínar. Þeir kváðust hafa farið í lakkrísgerðina, kynnt sér starfrækslu þar eftir föngum, en ekki talið sér heimilt að fá vitneskju um hana í einstökum atriðum, þar sem þeir töldu slíkt framleiðsluleyndar- mál. Í bréfi til dómsins, dagsettu 12. júlí 1967, nafngreindi skipaður verjandi ákærða allmarga aðilja, sem hann kvað ákærða hafa látið í té hráefni, sykur og hveiti, og óskaði verjandi frekari rann- sóknar varðandi þetta atriði. Kom ákærði fyrir dóm dagana 4. og 5. október 1967 og var þá inntur nánar eftir afhendingum þessum. Ákærði kvaðst hafa selt Friðþjófi Þorsteinssyni bæði sykur og hveiti á árunum 1961—-1964, sem Friðþjófur hefði notað við framleiðslu í efnagerð sinni, Val. Ítrekað aðspurður sagðist ákærði ekki seta borið um, hversu mikið magn af hvorri vöru- tegund hefði verið að ræða, en Friðþjófur fengið afhenta nokkra 50—60 kg. poka, bæði af sykri og hveiti, öðru hverju allt nefnt tímabil. Gat ákærði ekki greint þetta nánar, en sagði, að af- hendingar hefðu að jafnaði verið nokkrar á mánuði og farið þannig fram, að Friðþjófur hefði komið í sendiferðabifreið, sem hann ók, fengið vörurnar hjá ákærða persónulega, en síðan sjálfur borið varninginn út í bifreiðina. Ákærði kvað Friðþjóf ætíð hafa fengið vörurnar lánaðar í bili, en greitt þær í peningum, venju- lega 1—2 mánuðum eftir móttöku. Ekkert var um viðskiptin skráð og söluskattur ekki af þeim greiddur. Ástæðuna til við- skiptanna kvað ákærði hafa átt rót sína að rekja til skorts á vörunni, og þó einkum sykri. Sagði ákærði, að iðulega hefði verið erfitt að fá sykur hjá heildsölum tíma og tíma, sem staðið hefði í sambandi við flutning vörunnar til landsins. Hins vegar taldi ákærði, að ekki hefði verið skortur á hveiti. Öðrum þræði kvaðst ákærði og hafa afhent Friðþjófi vörurnar í greiðaskyni við hann og til stuðnings honum fjárhagslega, enda fjárhagur Friðþjófs 47 verið bágborinn. Ákærði var að því spurður, hvers vegna hann hefði ekki fyrr við rannsókn málsins greint frá viðskiptum þeirra, og svaraði ákærði því á þann veg, að hann hefði hvorki viljað koma Friðþjófi né öðrum í nein vandræði, en Friðþjófur væri gamall starfsmaður sinn. Vitnið Friðþjófur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Efnagerðar- innar Vals, Kársnesbraut 124, Kópavogi, kvaðst aldrei hafa fengið hveiti frá ákærða. Hins vegar sagðist vitnið hafa fengið sykur afhentan hjá ákærða af og til, en framburður vitnisins um við- skipti þeirra ákærða var mjög óljós. Þó hugði vitnið, að það hefði á árunum 1961— 1964 einu sinni til tvisvar í mánuði fengið af- henta 4—5 sykursekki, en sekkurinn væri 50 kg. að þyngd. Vitnið kvaðst hafa pantað sendiferðabifreiðar og látið bifreiðarstjóra þeirra ná í sykurinn til ákærða, en fyrir hefði komið, að ákærði hefði sjálfur flutt sykurinn til vitnisins. Vitnið sagðist hafa fengið vöruna lánaða við afhendingu, en síðar greitt ákærða, sem væri gamall húsbóndi vitnisins, hana í reiðufé. Vitnið var beðið um að gera nánari grein fyrir lengd gjaldfrestsins. Svör vitnisins voru óljós, en það taldi þó, að liðið hefðu nokkrir mán- uðir. Ekkert var um viðskiptin ritað, og kvaðst vitnið því engin gögn hafa í höndum varðandi þau. Verðið sagði vitnið, að hefði verið hið sama og hjá heildsölum, og um vexti var ekki að ræða. Ástæðurnar til viðskiptanna kvað vitnið að nokkru fjárhagsörðug- leika þess, en að nokkru tímabundin ekla á sykri hjá heildsöl- um, en sykurskortur hefði verið oft á ári nefnt tímabil. Ákærði kvaðst hafa selt Valgerði Magnúsdóttur sykur og hveiti á heildsöluverði allt það tímabil, sem um ræðir í málinu. Val- gerður væri dóttir konu hans og fósturdóttir sín, gift kona, og ættu þau hjón 4 börn. Ekkert gat ákærði sagt til um magn, en eiginmaður Valgerðar hefði ætíð sótt vörurnar til ákærða, greiðsla ýmist farið fram við móttöku eða síðar og ekkert verið um viðskiptin skráð. Vitnið Valgerður Magnúsdóttir húsfrú, Stigahlíð 28 hér í borg, kvaðst vera dóttir konu ákærða, en hefði ekki alizt upp hjá þeim og væri ekki fóstur- eða kjördóttir hans. Vitnið sagðist vera gift og hefðu verið 3 börn á heimilinu árin 1961— 1964, en á því tíma- bili var keypt bæði sykur og hveiti af ákærða til heimilishaldsins. Ekki gat vitnið greint nákvæmlega frá magni, en gizkaði á, að um 2—3 poka hefði verið að ræða af hvorri tegund árlega. Maður vitnisins sótti vöruna til ákærða, og mundi hún hafa verið borguð eftir hendinni, en ekkert um viðskiptin bókað. 48 Vitnið Þorgeir Jóhannsson verzlunarmaður, Stigahlíð 28, Reykjavík, eiginmaður vitnisins Valgerðar Magnúsdóttur, kvað þau hjónin hafa fengið sykur og hveiti hjá ákærða árin 1961— 1964. Ekki gat vitnið sagt til um magn, en gizkaði á 25 lbs. af hveiti á viku og annað eins eða meira af sykri. Náði vitnið í varn- inginn til ákærða, greiðsla fór ýmist fram við móttöku eða síðar, verðið var hið sama og hjá heildsölum, en ekkert var um við- skiptin skráð. Vitnið sagðist oft hafa hjálpað ákærða á kvöldin og minntist þess að hafa oftlega farið á þessum árum með sykur og hveiti, m. a. til systur ákærða og konu, sem bjó í sama húsi og hann, en ekki treystist vitnið til að bera um magn það, er hann afhenti. Ákærði kvað Einar Magnússon hafa fengið hjá sér sykur og hveiti til heimilishalds á heildsöluverði á árunum 1961—1964, en þrennt var þar í heimili. Ákærði sagði, að þeir Einar væru kunn- ingjar og hefðu búið í sama húsi um nokkurra ára skeið. Ekki gat ákærði borið um magn, en það hefði ekki verið mikið. Einar náði í vöruna til ákærða, greiddi að jafnaði við móttöku, en aldrei var um viðskiptin bókað. Vitnið Einar Magnússon verzlunarmaður, Bergstaðastræti 48 hér í borg, sagði, að þeir ákærðu væru vinir og hefðu verið sam- býlismenn um langt skeið. Vitnið kvaðst árin 1961—1964 hafa fengið hjá ákærða sykur og hveiti til heimilishaldsins, en þrennt verið þá á heimili vitnisins. Vitnið gat ekkert sagt til um magn, en vörurnar sótti það til ákærða og fékk þær gegn staðgreiðslu á heildsöluverði. Ákærði kvaðst hafa selt Magnúsi Oddssyni, kunningja sínum, sykur og hveiti á árunum 1961— 1964, en vissi ekki hversu mikið. Magnús sótti vöruna til ákærða og greiddi hana við móttöku. Ekkert var um viðskiptin skráð, en verðið var hið sama og í heildsölu. Vitnið Valdimar Magnús Oddsson bifreiðarstjóri, Kleppsvegi 6, Reykjavík, kvað þá ákærða vera kunningja. Á árunum 1961— 1964 var þrennt í heimili vitnisins, en auk þess mikil gestakoma, m. a, dvalarfólk utan af landi. Ákærði seldi vitninu á þessum árum sykur og hveiti með heildsöluverði, sem það sótti til hans og greiddi að jafnaði við móttöku. Vitnið var spurt um magn. Það kvaðst alloft hafa fengið einn poka af hvorri vörutegund hjá ákærða, en treysti sér ekki til að svara nánar um þetta atriði. Ákærði kvaðst hafa selt kunningja sínum og sambýlismanni, Þorbergi Jóhannssyni, bæði hveiti og sykur á nefndum árum 49 gegn staðgreiðslu og á heildsöluverði, en Þorbergur sótt vöruna til ákærða, og ekkert verið um viðskiptin ritað. Sökum sjúkleika var ekki hægt að yfirheyra nefndan Þorberg Jóhannsson fyrir dómi. Ákærði kveðst hafa selt Valdísi Tryggvadóttur, systur sinni, sykur og hveiti árin 1961—-1964, og hugði hann, að 6 manns hefðu verið á heimili hennar þau árin. Ákærði gat ekki sagt um magn, en tengðasonur hans hefði að jafnaði flutt varninginn til Val- dísar. Ekkert var um viðskpitin skráð, en venjulega var um staðgreiðslu að ræða. Með vísan til 89. gr. laga nr. 82/1961 óskaði vitnið Valdís Tryggvadóttir húsmóðir, Skúlagötu 56 hér í borg, ekki eftir að bera vætti í málinu. Ákærði kvaðst hafa selt kunningja sínum, Þórarni Jónssyni, sem ætti konu og 2—3 börn, sykur og hveiti á árunum 1961— 1964, en ekki gat hann sagt til um magn. Sótti Þórarinn vöruna til ákærða, sem hann greiddi heildsöluverði við móttöku, en ekkert var um viðskiptin ritað. Vitnið Þórarinn Jónsson bifreiðarstjóri, Álfamýri 42 hér í borg, kvaðst vera kunningi ákærða. Á árunum 1961—1964, en þá voru 5—6 manns í heimili vitnisins, sagðist það hafa keypt hveiti og sykur af ákærða til heimilisnota. Fór vitnið til ákærða og náði í vörurnar, en þær fékk það á heildsöluverði og greiddi við móttöku. Ítrekað aðspurt sagðist vitnið ekkert geta sagt til um magn það, sem keypt var. Ákærði kvaðst hafa selt bræðrunum Böðvari, Eyvindi og Gunnari Árnasonum sykur og hveiti með heildsöluverði og gegn staðgreiðslu og hefðu þeir sjálfir farið heim með varninginn, en þeir ráku á nefndu tímabili verksmiðju í sama húsi og ákærði rak sælgætisgerð sína. Ákærði sagði, að þeir bræður væru allir kvæntir, og taldi hann, að um 25 manns væru í heimilum þeirra. Ekkert var um viðskiptin skráð, og ákærði gat ekkert um magn vörunnar borið. Vitnið Böðvar Árnason iðnaðarmaður, Reynihvammi 38, Kópa- vogi, sagðist hafa unnið á sama stað og ákærði á tímabilinu 1961— 1964 og nokkrum sinnum fengið hveiti og sykur hjá honum til heimilisnota, en 6 voru þá í heimili þess. Vitnið kvaðst hafa keypt einn 50 kg. sekk í senn, en gat ekki greint nánar til um magn, en minnti þó, að það hefði fegið minna af hveiti en sykri. Vitnið sótti vöruna til ákærða, greiddi stundum við móttöku, en stundum síðar. 4 50 Vitnið Eyvindur Árnason iðnaðarmaður, Löngubrekku 3, Kópa- vogi, starfaði og á sama stað og ákærði. Vitnið sagði, að í heimili þess hefðu verið 7 manns á árunum 1961— 1964. Keypti vitnið þá sykur og hveiti af ákærða til heimilisþarfa öðru hverju, en gat ekki skýrt nánar frá magni. Vitnið fékk vöruna á heildsölu- verði, greiddi við móttöku og sótti sjálft vöruna til ákærða. Nánar aðspurt kveðst vitnið einasta hafa fengið einn sekk í einu, gat ekki sagt, hversu oft þetta var, en taldi, að það hefði verið alloft. Vitnið Gunnar Árnason verkamaður, Digranesvegi 101, Kópa- vogi, kvaðst á árunum 1961—-1964 hafa unnið á sama stað og ákærði rak lakkrísgerð sína og á þeim tíma keypt af honum hveiti og sykur til heimilisnota eftir þörfum, en á heimili vitnisins voru þá 5 manns og stundum fleiri. Vitnið gat ekki sagt nánar um, hversu mikið magn var að ræða. Vitnið tók varninginn hjá ákærða og greiddi hann við móttöku eða stuttu síðar. Verðið var heild- söluverð, og ekkert var um viðskiptin bókað. Ákærði kvaðst hafa látið Ragnhildi Magnúsdóttur, fóstursystur konu sinnar, í té til heimilisþarfa bæði sykur og hveiti árin 1961 — 1964 á heildsöluverði og gegn staðgreiðslu. Ákærði sagði, að fernt væri í heimili Ragnhildar, tengdasonur hans hefði flutt varninginn til hennar, en ekki vissi ákærði um, hversu mikið magn var að ræða, og ekkert var um viðskiptin bókað. Vitnið Ragnhildur Magnúsdóttir, Njarðargötu 41 hér í borg, kvaðst vera fóstursystir konu ákærða. Vitnið fékk á árunum 1961— 1964, en þá voru 4—S5 í heimili þess, sykur og hveiti til heimilisnota hjá ákærða, og kom Þorgeir Jóhannsson með vör- urnar. Vitnið gat ekki sagt nákvæmlega til um magn, gizkaði á 2—3 sekki af hvorri tegund árlega. Ákærði kvað Þorbjörgu Sigurðardóttur, sem byggi í sama húsi og hann ásamt systur sinni, hafa fengið sykur og hveiti hjá sér, en þær systur fengust við heimabakstur, þótt sá rekstur væri ekki í miklum mæli. Ákærði sagði tengdason sinn hafa flutt vörurnar til Þorbjargar, þær verið greiddar við afhendingu, verðið verið hið sama og hjá heildsölum, en ekkert verið um viðskiptin skráð. Ekki sagði ákærði, að um mikið vörumagn hefði verið að ræða. Vitnið Þorbjörg Sigurðardóttir, Nönnugötu 8, Reykjavík, sagð- ist ásamt systur sinni leggja stund á heimabakstur og byggju þær systur í sama húsi og ákærði. Á árunum 1961— 1964 fengu bær sykur og hveiti hjá ákærða til bakstursins. Sagði vitnið, að um býsna mikið magn hefði verið að ræða, en gat ekki tiltekið öl það nánar. Vitnið kvað Þorgeir Jóhannsson ætíð hafa flutt vör- una heim til þeirra systranna, og var hún greidd við móttöku. Nánar aðspurt kvaðst vitnið hafa fengið 2—3 sekki hverju sinni. Vitnið sagði, að þá er þær systur bökuðu sem mest, en það hefði verið á árunum 1961— 1964, hefði komið fyrir, að þær eyddu einum sekk af hveiti og öðrum af sykri á einni viku. Vitnið sagði, að það hefði einu sinni fengið 8 poka í einu, en stundum aðeins 1 poka. Ákærði sagði, að Sverrir Jónsson, sem kvæntur væri systur- dóttur hans og ætti tvö börn, hefði fengið hjá sér bæði sykur og hveiti árin 1961—-1964 á heildsöluverði, en ekki gat ákærði sagt hversu mikið. Sverrir sótti vörurnar sjálfur, greiddi gegn stað- greiðslu, en ekkert var um viðskiptin skráð. Vitnið Sverrir Jónsson afgreiðslustjóri, Fellsmúla 13 hér í borg, kvað konu sína vera systurdóttur ákærða. Á árunum 1961—-1964 var fernt í heimili þeirra hjóna, en á þeim tíma keyptu þau af ákærða sykur og hveiti eftir þörfum. Vitnið gat ekki greint nákvæmlega frá magni, það hefði náð í vöruna til ákærða, greitt hana við móttöku á heildsöluverði. Ákærði kvað Braga Lárusson, sem væri sonur konu sinnar, kvæntur og ætti tvö börn, hafa fengið bæði hveiti og sykur á árunum 1961—-1964, en um lítið magn hefði verið að ræða. Bragi sótti vöruna til ákærða, greiddi hana við móttöku á heildsölu- verði, en ekkert var um viðskiptin bókað. Vitnið Bragi Lárusson skrifstofumaður, Stigahlíð 28, Reykja- vík, kvaðst vera sonur konu ákærða, en hvorki kjör- né fóstur- sonur hans. Vitnið fékk á árunum 1961— 1964 hveiti og sykur hjá ákærða. Hugði vitnið, að þetta hefði verið tvisvar sinnum og samtals hefði það fengið 200 kg. af varningnum. Vitnið kvaðst þó ekki alveg öruggt um fyrrgreint magn, en taldi, að ekki gæti miklu munað. Ákærði kvaðst hafa selt Magnúsi Matthíassyni bæði hveiti og sykur á árunum 1961--1964. Ákærði sagði, að Magnús væri mágur vitnisins Braga Lárussonar, kvæntur og ætti tvö börn. Magnús sótti vöruna til ákærða og greiddi við móttöku á heildsöluverði. Ekkert var um viðskiptin skráð, og ekki gat ákærði sagt um magn. Vitnið Magnús Matthíasson, starfsmaður í lakkrísgerð ákærða, Hraunbæ 142 hér í borg, kvaðst hafa unnið hjá ákærða um hálfs árs skeið, þeir ákærði hefðu þekkzt lengi, enda tengdir. Vitnið sagði, að á árunum 1961—-1964 hefði þrennt verið í heimili þess. 52 Kvað vitnið ákærða á þeim árum hafa gefið því hveiti, en vitnið hjálpaði ákærða þá öðru hverju á kvöldin. Ekki sagðist vitnið hafa fengið sykur hjá ákærða, en hins vegar lakkrís við og við. Vitnið gat ekki sagt til um magnið á hveitinu, en það hefði fengið það, sem það þurfti til heimilisins. Ákærði lýsti yfir því fyrir dómi, að á tímabili því, sem hér er um að ræða, hefði hann ekki selt fleirum en að ofan greinir hveiti eða sykur. Vitnið Aðalheiður Dís Þórðardóttir húsmóðir, Flókagötu 58 hér í borg, kvaðst hafa starfað í lakkrísgerð ákærða öðru hverju á árunum 1961—1964 og þá búið í sama húsi og ákærði að Nönnu- götu 8. Vitnið kvaðst á þessum tíma hafa orðið vart við, að ákærði hefði afhent kunningjum sínum poka og poka af sykri og hveiti, en ekki gat vitnið sagt nánar um magn né um greiðslu í því sambandi, og sjálft sagðist vitnið aldrei hafa afhent nokkr- um aðilja hráefni frá lakkrísgerðinni. Fulltrúi saksóknara og skipaður verjandi ákærða lýstu yfir því Í dóminum, að þeir óskuðu ekki eftir, að frekari vitnaleiðslur færu fram né að vitni yrðu samprófuð við ákærða, en svo sem af framburðum sést hér að framan, ber þeim allmjög á milli í ýmsum greinum. Lagi hefur verið fram í málinu bréf, dags. 3. nóvember 1967, frá Klemenz Tryggvasyni hagstofustjóra, svohljóðandi: „Til svars bréfi yðar, dags. 2. þ. m., skal það upplýst, að sykurneyzla laun- Þegafjölskyldu í Reykjavík samkvæmt neyzlurannsókn 1964— 1965 er talin vera sem hér segir, á ársgrundvelli: Strásykur .. .. .. .. .. .. '70.91 kg. Molasykur .. .. .. .. .. .. 12.35 — Flórsykur .. .. .. .. 2... 520 — Púðursykur .. .. .. .. ,. 6.64 — Í fjölskyldu þeirri, er hér um ræðir, eru hjón og 2 börn undir 16 ára aldri“. Leitað var álits Verzlunarráðs Íslands á því, hvort um skort á sykri og/eða hveiti hefði verið að ræða hjá heildsölum á ár- unum 1961— 1964, og hefði svo verið, í hve ríkum mæli. Í svari ráðsins, sem dagsett er 24. nóvember 1967, segir m. a.:,,... Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Verzlunarráðið hefur aflað sér, var ekki um að ræða skort á hveiti og sykri á umræddu tíma- bili ...“. Verzlunarráð sendi dóminum samhljóða álit Sambands öð íslenzkra samvinnufélaga og Innflytjendasambandsins, þar sem ekki var talið, að um skort hefði verið að tefla, en í álitsgerð hins síðarnefnda segir þó, að hugsanlegt væri, að einhverjar teg- undir af nefndum vörum hefðu verið útseldar fáa daga milli skipaferða, en jafnvel þótt svo hefði verið, sem þá ræki ekki minni til, yrði slíkt að teljast alger undantekning. Ákærði hefur fyrir dómi játað, að á árunum 1961— 1964 hafi hann í mánaðarlegum skýrslum til skattayfirvalda vantalið lakkrís- varning þann, sem hann framleiddi. Með því þannig að segja rangt til um vörugerð sína hefur hann brotið gegn ákvæðum 2. gr., 7. tl. 1. kafla laga nr. 60/1939 um gjald af innlendum toll- vörutegundum, sbr. 1. gr. laga nr. 26/1947 og 6. gr. reglugerðar nr. 9/1935, sbr. nú 9. gr. reglugerðar nr. 41/1968, enda er játning ákærða í samræmi við önnur gögn málsins og réttilega lýst í ákæru. Með þessari háttsemi sinni hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt 7. gr. laga nr. 60/1939. Þar sem um fram- haldsbrot er að ræða, samkynja og samfellda brotaröð, verður ekki talið, að atferli ákærða sé að hluta fyrnt, svo sem verjandi hans hefur haldið fram, en dómsrannsókn hófst í málinu hinn 14. maí 1965. Í 7. gr. laga nr. 60/1939 segir meðal annars svo: „,„..., og auk þess (þ. e. sektar) ber að greiða þrefalda upphæð gjalds þess, sem reynt hefur verið að draga undan. Nú verður eigi sannað, hve há sú upphæð hefir verið, og skal þá ákveða hið þrefalda gjald eftir málavöxtum“. Svo sem að framan er rakið, hefur ákærði á árunum 1961— 1964 goldið lögboðin tollgjöld af 18.900 kg. með krónum 785.862.00, en samkvæmt álitsgerð efnaverkfræðinganna Aðalsteins Jónssonar og Jóhanns Jakobssonar hefði gjaldskyld framleiðsla hans á lakkrís, miðað við keypt hráefni, átt að nema á nefndu tímabili 169.328 kg. meira magni og honum því borið að greiða kr. 7.042.903.56 auk fjárhæðar þeirrar, kr. 785.862.00, sem hann Í raun galt, en ákærði hefur ekki borið brigður á gögn þau, sem geyma upplýsingar um hráefnakaup og lögð hafa verið til grund- vallar í máli þessu. Ljóst er, að hér er um að ræða hámark undan- dregins gjalds eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja í málinu. Við ákvörðun tollvörugjalds verður tekið tillit til nokkurrar óvissu, sem ætíð hlýtur að vera við mat á því, hversu mikið magn full- unninnar vöru fæst úr ákveðnu magni hráefnis. Einnig verður byggt á eðlilegri rýrnun samkvæmt álitsgerð áðurnefndra efna- verkfræðinga, enda þótt ákærði hafi sjálfur borið fyrir dómi, að od engin rýrnun hefði orðið í framleiðslunni. Þá þykir og rétt að taka nokkurt tillit til framburða ákærða og vitna varðandi hráefna- sölu, þrátt fyrir að framburðir þessir séu mjög óljósir og sjálfum sér ósamkvæmir, en ákærði neitaði að láta í té efnasamsetningu fullunninnar vöru sinnar og kom þannig í veg fyrir, að unnt væri að komast nánar að raun um sölu hans á vissum hráefna- tegundum. Loks þykir við ákvörðun gjaldsins rétt að hafa hlið- sjón af þeim gögnum, sem lúta að sölu ákærða á fullunninni vöru nefnt tímabil, enda þótt þau gögn séu, svo sem að framan er rakið, hvergi nærri tæmandi. Hið undandregna tollvörugjald verður samkvæmt framan- sögðu og eftir málavöxtum talið hæfilega ákvarðað krónur 4.930.032.49, og ber að dæma ákærða til að greiða þrefalda þá fjár- hæð, eða krónur 14.790.097.47, til ríkissjóðs Íslands. Eins og orðan 7. gr. laga nr. 60/1939 er háttað, verður gjald þetta ekki talið sekt í skilningi almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og verður vararefsing samkvæmt V. kafla þeirra laga því eigi ákvörðuð, og af sömu sökum kemur krafa skipaðs verjanda ákærða um beitingu 81. gr. laganna ekki frekar til úrlausnar. II. Með lögum nr. 25 frá 16. apríl 1962 um aðstoð til fatlaðra, sem öðluðust þegar gildi, var lakkrísframleiðendum gert að greiða í Styrktarsjóð fatlaðra kr. 3.00 af hverju kílógrammi af full- unnum lakkrís. Hóf ákærði greiðslur þessar frá og með maí- mánuði 1962 og greiddi þær til ársloka 1964 af sama magni og hann gaf upp til tollvörugjalds. Samkvæmt upplýsingum Sigur- geirs Jónssonar, bæjarfógeta í Kópavogi, hefur ákærði þannig goldið fyrir 13.069 kg. með krónum 39.207.00 á nefndu tímabili. Félagsmálaráðuneytið, sem hefur með höndum vörzlur Styrktar- sjóðs fatlaðra, hefur krafizt þess, að ákærða verði gert að greiða vangoldið gjald til sjóðsins, allt að krónum 396.000.00 (sic), og er bá byggt á matsgerð efnaverkfræðinganna Aðalsteins Jónssonar og Jóhanns Jakobssonar um vantalið framleiðslumagn, 132.020 Kg. frá 1. maí 1962—31. desember 1964. Skipaður verjandi ákærða hefur haldið því fram, að þessum lið ákæru bæri að vísa frá, Þar sem lög nr. 25/1962 væru „lex imperfecta“, refsiheimild skorti í lögin, og væri sakadómur af þeim sökum ekki fær um að dæma um gjaldskylduna. Fallizt verður á þá skoðun skipaðs verjanda, að lög nr. 25/1962 séu algerlega sjálfstæð og óháð lögum nr. 60/1939 sem og að ákærði hafi ekki gerzt sekur um öð refsiverða háttsemi með vangreiðslu á gjaldi til Styrktarsjóðs fatlaðra. Ber samkvæmt því að sýkna ákærða af ákæru saksókn- ara að þessu leyti. Hins vegar er fram komið, að Styrktarsjóður fatlaðra hefur beðið tjón vegna annarrar refsiverðrar háttsemi ákærða í máli þessu, þ. e. sökum þess, að ákærði hefur í blóra við lög nr. 60/1939 sagt rangt til um vörugerð sína. Samkvæmt 145. gr. laga nr. 82/1961 gat því félagsmálaráðuneytið sem fyrir- svarsaðili sjóðsins komið að bótakröfu sinni Í málinu. Krafan var borin undir ákærða, sem fól verjanda sínum að taka afstöðu til hennar, en svo sem fyrr greinir, hefur hann mótmælt henni. Rétt þykir að taka bótakröfu þessa til greina að nokkru, og verður Í þeim efnum byggt á sömu viðmiðunarreglum og þá er vangreitt tollvörugjald var ákvarðað í I hér að. framan, þ. e. kröfuupphæð að frádregnum 30 af hundraði. Verður ákærði samkvæmt því dæmdur til að greiða Styrktarsjóði fatlaðra bætur samtals að fjárhæð kr. 277.200.00. Ill. Ákærði var bókhaldsskyldur samkvæmt 5. tl. 2. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 62/1938. Ákærði játaði fyrir dómi, að bókhald hans væri eigi í lögskipuðu formi. Við húsleit komu ekki fram önnur gögn, sem ákærði hafði fært, en „stílabækur“ með hluta af innfærðri sölu og „laus blöð“, sem sala var einnig færð á. Ákærði hefur þannig vanrækt að halda bækur þær og reikninga, sem boðið er í lögum nr. 62/1938 um bókhald, og því ekki fært þá tvíhliða skráningu á viðskiptum sínum, sem boðið er í 1. mgr. 4. gr. laganna. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 9/1935, sbr. nú reglugerð nr. 41/1968, 8. gr., sbr. 6. gr. laga nr. 60/1939, bar ákærða að færa dagbækur um framleiðslu, sölu og afhendingu vöru sinnar. Á dómbþingi hinn 14. maí 1965 kvaðst ákærði hafa fært slíkar bækur yfir daglega framleiðslu fyrirtækisins að magni til. Við húsleit fundust þær bækur ekki, og þá er hann var inntur nánar eftir þeim síðar á dómþinginu, kvað hann dóminn hafa fengið í hendur öll þau gögn, sem hann hefði haft varðandi framleiðsluna, og gat ekki bent á nein frekari bók- haldsgögn. Verður því að telja, að ákærði hafi einnig vanrækt bókhald þetta. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði þannig unnið til refsingar samkvæmt 19. gr. laga nr 62/1938, 8. gr. reglugerðar nr. 9/1935, sbr. nú 11. gr. reglugerðar nr. 41/1968, sbr. 7. gr. laga nr. 60/1939, og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða samkvæmt lagaákvæðum þessum sem og fyrir 56 brot gegn 7. gr. laga nr. 60/1939, sem fjallað er um í I hér að framan, þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin 20.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, en vararefsing varðhald í 20 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. IV. Lögð hafa verið fram í málinu leyfisbréf til ákærða frá toll- stjóranum í Reykjavík, þar sem honum er heimilað að reka vöru- gerð á innlendum tollvörutegundum, sem og iðjuleyfi, útgefið til ákærða af lögreglustjóranum í Reykjavík. Samkvæmt 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, 8. gr. reglugerðar nr. 9/1935, sbr. nú 10. gr. reglugerðar nr. 41/1968, sbr. 6. gr. laga nr. 60/1939 og 19. gr. laga nr. 62/1938 þykir verða að svipta ákærða leyfisbréfum þessum ævilangt, svo sem krafizt er í ákæruskjali. Í dómi Hæstaréttar Íslands hinn 29. maí 1968, þar sem dómur sá, er upp var kveðinn í málinu í sakadómi Reykjavíkur 5. marz 1968, var ómerktur, segir, að kostnað „af áfrýjun“ málsins skuli greiða úr ríkissjóði. Þykir því nú rétt að ákvarða saksóknar- og málsvarnarlaun fyrir sakadómi í heild vegna máls þessa, þannig að ákærði verður dæmdur til að greiða saksóknarlaun í ríkissjóð, samtals að fjárhæð kr. 50.000.00, sem og kr. 50.000.00 af launum skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstarétt- arlögmanns, en kr. 10.000.00 af launum hans greiðast úr ríkis- sjóði. Dæma ber ákærða til að greiða allan annan kostnað sakar- innar. Að ósk saksóknara ríkisins fór fram skrifleg sókn og vörn í máli þessu samkvæmt ákvæðum 131.— 136. gr. laga nr. 82/1961, áður en það var tekið til dóms hinn 16. febrúar s.l. Lögmenn kröfð- ust ekki frekari rannsóknar, eftir að málinu var heimvísað, en munnleg sókn og vörn fór fram í því fyrir dómtöku þess hinn 20. f. m. Dóm þenna kveða upp Ármann Kristinsson sakadómari og með- dómendurnir Hallgrímur Björnsson efnaverkfræðingur, forstjóri sælgætisgerðanna Nóa h/f og Síríus h/f, og Sveinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur, forstjóri Iðnaðarmálastofnunar Íslands. Dómsorð: Ákærði, Þorsteinn Þorsteinsson, greiði 20.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, en sæti varðhaldi 20 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. ð7 Ákærði greiði ríkissjóði kr. 14.790.097.47. Ákærði greiði Styrktarsjóði fatlaðra kr. 277.200.00. Ákærði er ævilangt sviptur leyfisbréfum iðju og tollvöru- gerðar. Málsvarnarlaun Guðmundar Ingva Sigurðsson hæstaréttar- lögmanns, skipaðs verjanda ákærða, ákveðast kr. 60.000.00, og greiði ákærði af þeirri fjárhæð kr. 50.000.00, en ríkissjóður kr. 10.000.00. Ákærði greiði allan annan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 50.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 17. janúar 1969. Nr. 34/1968. Örn Eyjólfsson og Snorri Ásmundsson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn Sigurgeiri Sigurjónssyni f. h, Volkswagen- werk Aktiengesellschaft og gagnsök (Sigurgeir Sigurjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Firmanafn. Dagsektir. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. febrúar 1968, krefjast sýknu og málskostn- aðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 5. marz 1968. Hann gerir þær dómkröfur, að fjárhæð málskostnaðar í héraði úr hendi aðaláfrýjanda verði hækkuð, að héraðs- dómur verði að öðru leyti staðfestur og svo að aðaláfrýjend- um verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. öð Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Örn Eyjólfsson og Snorri Ásmunds- son, greiði gagnáfrýjanda, Sigurgeiri Sigurjónssyni f. h. Volkswagenwerk Aktiengesellschaft, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Kópavogs 21, desember 1967. Mál þetta, sem tekið var til dóms 18. þ. m., hefur Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður, Reykjavík, höfðað fyrir hönd Volkswagenwerk Aktiengesellschaft, Wolfsburg, Þýzkalandi, fyrir sjó- og verzlunardómi Kópavogs gegn Erni Eyjólfssyni, Skálaheiði 5, Kópavogi, og Snorra Ásmundssyni, Sogavegi 126, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði að viðlögðum dagsektum dæmdir til þess að láta afmá firmanafnið „Fólksvagn sf.“ úr firmaskrá Kópavogs svo og að þeim verði talið óheimilt að auglýsa firma sitt með myndum af „Volkswagen“ bifreið og með bókstöfunum „V.W.“ á þann hátt, sem þeir gera og lýst er í málinu. Þá er og krafizt málskostnaðar úr hendi stefndu að mati dómsins. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefn- andi verði dæmdur til greiðslu alls málskostnaðar að mati dóms- ins. Málavextir eru þessir: Hinn 23. október 1956 fékk stefnandi skrásett hér á landi vöru- merki, sem lýst er þannig: „Innan í hring er bókstafurinn W, en fyrir ofan hann bókstafurinn V“. Er vörkumerkið skráð nr. 138/1956. Sama dag fékk stefnandi skrásett hér á landi sem vörumerki orðið „Volkswagen“, og er vörumerkið skrásett nr. 139/1956. Í tilkynningu í Stjórnartíðindum eru bæði vörumerkin skrá- sett „fyrir farartæki á landi, í lofti og á sjó, bifreiðar, varahluti ö9 til bifreiða, hluta í vagna, varahluti til farartækja, og sjálfstæða bremsuhreyfla“. Hinn 4. febrúar 1966 var skráð í firmaskrá Kópavogs firmað „Fólksvagn sf.“. Tilkynning um skrásetningu firmans var birt í Lögbirtingablaðinu, sem út kom 19. febrúar 1966. Var tilkynn- ingin svohljóðandi: „Við undirritaðir, Örn Eyjólfsson, Skálaheiði 5, Kópavogi, og Snorri Ásmundsson, Sogavegi 126, Reykjavík, tilkynnum hér með til firmaskrár Kópavogs, að við rekum bifreiðaverkstæði að Borg- arholtsbraut 69, Kópavogi, undir nafninu Fólksvagn s.f. Fyrirtæk- ið rekum við með ótakmarkaðri ábyrgð. Fyrirtækið er sjálfstæður skattaðili. Hvor okkar um sig getur ritað nafnið þannig: Fólksvagn s.f. Örn Eyjólfsson. Fólksvagn s.f. Snorri Ásmundsson. Kópavogi, 4. febrúar 1966. Örn Eyjólfsson. Snorri Ásmundsson“. Nokkru áður, eða 18. janúar 1966, birtist í Morgunblaðinu aug- lýsing frá Bílaverkstæðinu Fólksvagni s/f, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi. Í auglýsingu þessari segir m. a.: „V.W. eigendur, at- hugið, látið okkur annast viðhald og viðgerðir á bifreið yðar. Sérþjálfaðir menn. Höfum varahluti á staðnum“. Með bréfi, dags. 23. maí 1966, ritaði lögmaður stefnanda stefndu bréf, þar sem segir m. a.: „Nú fyrir nokkru munuð þér hafa fengið skráð firmað „Fólks- vagn S.F.“. Sömuleiðis munuð þér hafa auglýst firma með þessu nafni í dagblöðunum, ásamt mynd af „Volkswagen“ og áskorun til VW. eigenda um að láta firma yðar annast viðhald og við- gerðir bíla sinna. Umbj. mínir, Volkswagenwerk Aktiengesellschaft, Wolfsburg, Þýzkalandi, eru eigendur íslenzku vörumerkjanna nr. 139/1958 „Volkswagen“ og nr. 138/1956 „V.W.“. Telja umbj. m., að nefnd skráning yðar á firmanafninu „Fólksvagn“ svo og nefnd notkun yðar á bókstöfunum „V.W.“ ásamt áskorun yðar í dagblöðunum um að láta firma yðar annast viðhald og viðgerðir á V.W. bif- reiðum brjóti í bág við rétt sinn sem eigenda ofangreindra vöru- merkja, auk þess sem hér sé um óréttmæta verzlunarhætti að ræða, sem í bága fari við lög nr, 84/1933 um bann gegn órétt- 60 mætum verzlunarháttum. Ég leyfi mér því hér með að skora á yður að láta nú þegar afmá firmanafnið „Fólksvagn s.f.“ úr firmaskránni og jafnframt, að þér hættið að misnota nefnd vöru- merki umbj. m. ásamt myndum af V.W. bifreiðum þeim, sem umbj. m. einir framleiða. Verðið þér ekki við þessum tilmælum mínum fyrir n. k. mán- aðamót, neyðast umbj. m. til þess að leita aðstoðar dómstólanna til þess að fá leiðréttingu á framangreindu athæfi yðar“. Eigi munu stefndu hafa svarað þessu bréfi, og hinn 1. júní 1966 lét stefnandi því gefa út réttarstefnu, sem birt var 14. júní 1966. Undir rekstri málsins hafa stefndu komið fyrir dóm og gefið skýrslur. Stefndi Snorri Ásmundsson skýrði svo frá, að hann hafi lært bifvélavirkjun hjá fyrirtækinu P. Stefánssyni h/f. Hafi þar ein- göngu verið unnið við viðgerðir á Volkswagen-bifreiðum og Land- rover. Stefndi lýsti því yfir, að honum hafi verið kunnugt um það, að vörumerki nr. 138/1956 og 139/1956 hafi verið vernduð. Þá lýsti hann því yfir, að vel megi vera, að margir kalli Volks- wagen-bifreiðar „fólksvagna“, og kvaðst hann hafa heyrt þá nefnda svo. Stefndi Örn Sævar Eyjólfsson kvaðst einnig hafa lært bifvéla- virkjun hjá P. Stefánssyni h/f. Þar hafi til að byrja með aðallega verið unnið við Volkswagen-bifreiðar og Landrover, en á síðari hluta námstímans eingöngu við þæfr bifreiðar. Stefndi kvað sér kunnugt um það, að hringlaga merkið með stöfunum VW hafi verið verndað, en ekki annað. Stefndi taldi, að yfirleitt væri orðið Volkswagen notað um þær bifreiðar, en hins vegar sé því ekki að neita, að einhverjir noti orðið fólksvagn um þær gerðir hif- reiða. Við yfirheyrslur þessar kom fram, að stefndu nota mynd af Volkswagen-bifreið á reikningum fyrirtækisins. Af hálfu stefnanda hafa verið lögð fram vottorð þriggja bif- reiðasala, Halldórs Snorrasonar, Bergþórugötu 61, Reykjavík, Davíðs Sigurðssonar, Skaftahlíð 3, Reykjavík, og Guðmundar Jónatans Guðmundssonar, Miklubraut 13, Reykjavík. Í vottorð- um þessum segir, að bílar af Volkswagen-gerð séu oft í daglegu tali manna á meðal nefndir „fólksvagnar“, enda sé ekki átt við aðra gerð bíla, þegar talað er um „fólksvagna“. Komu bifreiða- salar þessir allir fyrir dóm og staðfestu vottorð sín. Vitnið Guðmundur Jónatan Guðmundsson kvaðst nota orðið 61 „fólksvagn“ alltaf í afsölum fyrir Volkswagen-bifreiðum, er það gangi frá afsölum fyrir slíkum bifreiðum. Aðspurt, hvers vegna vitnið notaði orðið „fólksvagn“, skýrði það svo frá, að það áliti það rétta þýðingu á nafninu Volkswagen, og kvaðst vitnið alltaf hafa skilið orðið Volkswagen sem fólksvagn. Vitnið skýrði svo frá, að þegar kaupandi kemur og spyr um Volkswagen-bifreið, sé í flestum tilfellum spurt eftir „fólksvögnum“. Loks skýrði vitnið svo frá, að þegar það auglýsti Volkswagen-bifreiðar, hringi það í blöðin og noti þá orðið fólksvagn. Vitnið Halldór Snorrason skýrði svo frá, að það noti ætíð orðið Volkswagen í afsölum, sem það gangi frá, um þær gerðir bifreiða og sama gilti um auglýsingar. Þá skýrði vitnið svo frá, að þegar spurt sé um „fólksvagn““, sé í öllum tilvikum átt við Volkswagen- bifreið, en ekki annan bíl. Skýrði vitnið svo frá, að jöfnum hönd- um séu notuð orðin Volkswagen og fólksvagn. Vitnið Davíð Sigurðsson skýrði svo frá, að þegar það gangi frá afsölum bifreiða, noti það orðið Volkswagen um þær gerðir bifreiða. Í daglegu tali taldi vitnið, að þessar bifreiðar séu jafnvel oftar kallaðar fólksvagn. Í stefnu og við munnlegan málflutning hefur því verið haldið fram af stefnanda, að skráning firmans „Fólksvagn sf.“ svo og auglýsingaaðfarir þær, sem lýst hefur verið hér að framan, brjóti í bága við rétt hans til vörumerkjanna nr. 138/1956 og 139/1956, en auk þess sé um að ræða brot gegn lögum nr. 42/1903 um verzlanaskrár, firmu og prókúruumboð, 10. gr., og lögum nr. 84/1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, 9. gr., sbr. og lög nr. 102/1961 (8. gr. Parísarsamþykktar um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar). Enn fremur hefur umboðsmaður stefnanda rökstutt kröfur sínar með tilvísun til laga nr. 49/1943 um breyting á lögum nr. 13 20. október 1905 um rithöfundarétt og prentrétt svo og til ákvæða Bernarsáttmálans, 1. og 2. gr. Stefnandi byggir kröfur sínar í fyrsta lagi á 10. gr. laga um verzlanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42/1903, en þar segir m. a.: „Enginn má í firma sínu hafa nafn annars manns eða nafn á fasteign annars manns á hans leyfis“. Heldur stefnandi því fram, að enda þótt lagagrein þessi banni ekki berum orðum, að vörumerki séu tekin upp í firmanöfn, þá hafi greinin, sem sé samhljóða ákvæði í dönskum lögum um sama efni, verið skýrð svo í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndum, að óheimilt sé að taka vörumerki annars manns upp í firmanafn hans. Svo sem þegar hefur komið fram, á stefnandi skráð vörumerkið 62 „Volkswagen“. Firmanafnið „Fólksvagn sf.“ er að áliti stefnanda beinlínis stæling og þýðing á vörumerkinu „Volkswagen“, og því telur stefnandi, að firmanafn stefndu sé af þessum ástæðum ólöglegt og óheimilt samkvæmt lögjöfnun frá 10. gr. laga nr. 42/1903. Bendir stefnandi í þessu sambandi á, að stefndu noti firmanafn sitt í sambandi við atvinnurekstur varðandi farartæki á landi, bifreiðar og varahluti til bifreiða. Af þessum ástæðum og einnig öðrum sé því mikil hætta á ruglingi milli firma stefndu og firmanafns stefnanda og vörumerkisins „Volkswagen“. Stefn- andi telur, að stefndu hafi í rauninni tekið vörumerkið „Volks- wagen“ upp í firmanafn sitt með því að nota orðið fólksvagn, enda sé þetta orð skilið og notað af almenningi hér á landi um Volkswagen-bifreiðar og sé þetta eitt út af fyrir sig nóg ástæða til þess að banna stefndu að nota orðið „fólksvagn“ í firmanafni sínu. Í öðru lagi heldur stefnandi því fram, að firmaskráningin brjóti segn lögum nr. 102/1961 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd Parísarsamþykktina um vernd eignar- réttinda á sviði iðnaðar, en samkvæmt auglýsingu nr. 5/1962 hefur samþykktin öðlazt lagagildi á Íslandi. Í 8. gr. samþykktarinnar segir: „Firmanafn er verndað í öllum löndum sambandsins, án þess að þörf sé að sækja um það eða skrásetja það, hvort sem það er hluti af vörumerki eða ekki“. Bendir stefnandi á, að firma- nafn hans sé skráð í Þýzkalandi, sem einnig sé aðili að samþykkt þessari, og njóti það því þeirrar réttarverndar, sem greinin veitir þýzkum borgurum og þýzkum firmum hér á landi. Í þessari vernd felist vernd gegn því, að aðrir taki upp í firmanafn sitt, firma- nöfn eða vörumerki þeirra firma, sem hér eru skráð eða notuð. Samþykkt þessi hafi ekki aðeins lagagildi hér á landi, heldur sé um að ræða milliríkjasamning, sem Ísland sé aðili að, og sé Íslenzkum stjórnvöldum því skylt að veita erlendum ríkis- borgurum og firmum þá vernd, sem í samþykktinni felist. Þá bendir stefnandi á, að vörumerki hans, „Volkswagen“, sé hluti af firmanafni hans, og auki þetta á vernd stefnanda á firma- nafninu. Loks bendir stefnandi á, að 8. gr. samþykktarinnar hafi verið skýrð mjög rúmt, þannig að hún verndi ekki aðeins firma- nafnið, eins og það er skráð, heldur líka allar stælingar á því og enn fremur þýðingar á því og þau nöfn, sem almenningur kann að kalla firmun með styttingu á hinu skráða nafni og þess háttar. Enn hefur stefnandi haldið því fram, að stefndu hafi brotið 63 ákvæði 9. gr. laga nr. 84/1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, en þar segir: „Bannað er að nota í atvinnu- skyni nafn, firmanafn, verzlunarmerki eða því um líkt, sem sá hefur ekki rétt til, er notar, eða reka atvinnu undir nafni, sem gefur villandi upplýsingar um eignarrétt eða ábyrgð atvinnu- rekenda“. Í sambandi við þetta ákvæði hefur stefnandi m. a. vikið að reglum Alþjóða-verzlunarráðsins í Tokyo frá 1955, en þar er m. a. talið til óréttmætra verzlunarhátta stælingar á vöru- merki eða nafni keppinautar, myndum hans eða öðru, sem hann notar í viðskiptum sínum. Auk þess sem stefnandi telur á hlut sinn gengið með notkun stefndu á firmanafninu „Fólksvagn sf.“ telur hann, að stefndu hafi brotið rétt á sér með auglýsingu þeirri, sem getið hefur verið hér að framan, Með auglýsingu þessari hafi stefndu snúið sér sérstaklega til eigenda Volkswagen-bifreiða og þá notað skamm- stöfun og vörumerki stefnanda. Verði ekki um villæt, að verið sé að vekja athygli almennings á því, að hér sé eingöngu eða aðallega gert við þá bifreiðategund og varahluti til hennar, sem stefnandi framleiðir. Auglýsing þessi sé mjög til þess fallin að vekja hjá almenningi þá villu, að náið viðskiptasamband sé á milli stefndu og stefnanda eða að einhvers konar löggilding sé fyrir hendi af hálfu stefnanda á starfsemi stefndu. Af hálfu stefndu hefur því verið haldið fram, að ekki verði séð, að firmanafn þeirra, „Fólksvagn sf.“, brjóti á nokkurn hátt í bága við rétt stefnanda til vörumerkisins „Volkswagen“. Rit- háttur orðanna sé mismunandi og framburður allt annar auk þess sem bætt sé aftan við firmanafn þeirra stöfunum „sf.“. Firmanafn þeirra sé sett saman úr tveimur Íslenzkum orðum, sem stefnandi hafi engan einkarétt á, hvorki einstökum hlutum þess né í samsetningu, þar sem einkaréttur stefnanda nái aðeins til þýzka orðsins Volkswagen. Að því er varðar vörumerkið „V.W.“, benda stefndu á, að stefnandi hafi í sjálfu sér engan einkarétt á stöfunum V og W. Einkaréttur stefnanda til þessara stafa byggist á því, að þeir séu samsettir á vissan og sérkennilegan hátt, þ. e. innan í hring er bókstafurinn W, en fyrir ofan hann bókstafurinn V. Þá er því mótmælt af stefndu, að þeir hafi brotið í bága við rétt stefnanda til nefndra vörumerkja, þótt þeir noti í auglýs- ingum sínum mynd af Volkswagen-bifreið. Ekki sé vitað til þess, að stefnandi hafi nokkurn einkarétt á mynd af Volkswagen-bifreið, enda séu þess mörg dæmi, að bifreiðaverkstæði noti slíka mynd 64 í auglýsingum sínum, a, m. k. eitt dagblað í Reykjavík birti slíka mynd nær daglega í auglýsingadálki sínum yfir bifreiðaviðgerðir. Stefndu hafa haldið því fram, að það hafi aldrei verið ætlun þeirra að skerða á nokkurn hátt rétt stefnanda til nefndra vöru- merkja, og er bent á það, að stefnandi noti merki þessi sem fram- leiðslumerki, en stefndu hafi alls enga framleiðslu með höndum. Með vísan til þessa er því haldið fram af stefndu, að taka beri til greina sýknukröfu þeirra. Það er álit dómsins, m. a. með vísun til framburða þeirra bifreiðasala, sem vitni hafa borið í málinu, og viðurkenningar stefndu, að orðið „fólksvagn“ sé manna á meðal notað í íslenzku máli um Volkswagen-bifreiðar, og þá tegund bifreiða eina, og er orðið fólksvagn að áliti dómsins íslenzkuð alþýðleg orðmynd hins þýzka orðs. Með tilliti til þessa svo og til þess, hversu lík orðin „fólksvagn“ og „Volkswagen“ eru í framburði og í rit- hætti, telur dómurinn, að notkun orðsins „fólksvagn“ í firma- nafninu „Fólksvagn sf.“ sé til þess fallin að vekja hjá almenn- ingi þá trú, að um viðskiptasamband milli stefndu og stefnanda sé að ræða eða að einhvers konar löggilding sé fyrir hendi af hálfu stefnanda á starfsemi stefndu. Með því að eigi er í ljós leitt, að stefnandi hafi heimilað stefndu notkun orðsins „fólks- vagn“ í sambandi við atvinnurekstur þeirra, og með vísun til þeirra lagaákvæða, sem stefnandi byggir kröfur sínar á og lýst hefur verið, þykir verða að fallast á það með stefnanda, að stefndu sé óheimilt að nota hið umdeilda firmanafn. Skrásetning firma- nafnsins „Fólksvagn sf.“ er því brot á rétti stefnanda til firma- nafns síns og vörumerkisins „Volkswagen“, og ber stefndu því að kröfu stefnanda að láta afmá firmanafnið úr firmaskrá Kópa- vogs innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að við- lögðum 300 króna dagsektum til stefnanda, sbr. 193. gr. laga nr. 85/1936. Þá þykir einnig verða að fallast á það með stefnanda, að notkun stefndu á bókstöfunum „V.W.“ ásamt með notkun þeirra á mynd af Volkswagen-bifreið í auglýsingu þeirra um firmað, sem greint er frá í málinu, hafi, eins og auglýsingunni var háttað, verið til þess fallin að vekja hjá almenningi þá trú, að um viðskiptasam- band milli aðilja sé að ræða eða einhvers konar löggilding stefn- anda á starfsemi stefndu liggi fyrir. Telur því dómurinn, að fallast verði á kröfur stefnanda, einnig að því er varðar þessa notkun stefndu. 65 Samkvæmt þessum málalokum ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 10.000.00. Ólafur W. Stefánsson deildarstjóri kvað upp dóm þenna sem setubæjarfógeti í Kópavogi ásamt samdómendunum Jóni L. Arnalds deildarstjóra og Knúti Hallssyni deildarstjóra. Dómsorð: Stefndu, Erni Eyjólfssyni og Snorra Ásmundssyni, er óheimilt að nota firmanafnið „Fólksvagn sf.“, svo og er þeim óheimilt að auglýsa firma sitt með myndum af Volkswagen- bifreið og með bókstöfunum „V.W.“ á þann hátt, sem þeir hafa gert og lýst er í málinu. Stefndu skal skylt að láta afmá firmanafnið „Fólksvagn sf.“ úr firmaskrá Kópavogs innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlögðum 300 króna dagsektum, er renni til stefnanda, Volkswagenwerk Aktiengesellschatt. Stefndu greiði stefnanda kr. 10.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 20. janúar 1969. Nr. 172/1967. Guðmundur Albertsson og Hörður G. Albertsson (Gunnar M, Guðmundsson hrl.) Segn Jóni Gíslasyni s/f og gagnsök (Haukur Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Samningar. Fiskverzlun. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. október 1967, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. nóvem- ber 1967 og gert þær dómkröfur, að þeim verði dæmd sýkna 5 66 af kröfum gagnáfrýjanda og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 22. nóv- ember 1967 og gert þær dómkröfur, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða honum kr. 1.161.416.17 ásamt 9.5% árs- vöxtum frá 1. janúar 1965 til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá er kaupendur á Ítalíu höfðu veitt viðtöku nokkrum hluta skreiðar þeirrar, sem aðaláfrýjendur höfðu staðfest í bréfi til gagnáfrýjanda, dass. 24. júlí 1963, að þeir hefðu selt til Ítalíu, hófu hinir ítölsku kaupendur upp mótmæli á þeim grundvelli, að skreiðin fullnægði eigi þeim kröfum, sem gerðar væru um þann gæðaflokk, er um var samið. Fór aðaláfrýjandi Guðmundur Albertsson þá til Ítalíu í því skyni að miðla málum, en tókst það ekki, enda kvaðst hann hafa gengið úr skugga um, að 250 pakkar af skreið, sem sendir voru til Ítalíu í tilraunaskyni í sambandi við för hans, hefðu reynzt gölluð vara. Í máli þessu krefst gagnáfrýjandi skaðabóta, vegna þess að aðaláfrýjandi hafi eigi efnt samninginn frá 24. júlí 1963 um sölu, að því er varðar 1.681 pakka skreiðar, sem gagn- áfrýjandi hafi því orðið að selja við lægra verði en í nefnd- um samningi greindi, svo og vegna aukakostnaðar af van- efndunum. Þar sem nokkrar líkur voru fyrir hendi um það, að hin umsamda skreið fullnægði eigi samningsgæðum, var gagn- áfrýjanda, sem hafði eftirstöðvar skreiðarinnar í vörzlum sínum, nauðsyn að láta fara fram könnun og mat á henni, þá er hann vildi sækja aðaláfrýjendur til skaðabóta, enda breytir samningsákvæðið, að „rikismatið“ sé „endanlegt“, eigi þessari niðurstöðu. Þetta gerði gagnáfrýjandi eigi. Ber því að sýkna aðaláfrýjendur af kröfum gagnáfrýjanda í málinu. Aðaláfrýjendur kröfðust heldur eigi könnunar og mats á eftirstöðvum skreiðarinnar í vörzlum gagnáfrýjanda, þá er tilefni gafst. Ber því að fella niður málskostnað í báðum dómum. 67 Dómsorð: Áðaláfryjendur, Guðmundur Albertsson og Hörður G. Albertsson, eiga að vera syknir af kröfum gagnáfrýjanda, Jóns Gíslasonar s/f, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 22. júní 1987. Mál þetta, sem dómtekið var 23. maí 1967, hefur stefnandi, Jón Gíslason s/f, Hafnarfirði, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 28. október 1965, á hendur þeim Guðmundi Al- bertssyni forstjóra, Miðtúni 4, Reykjavík, og Herði G. Albertssyni, Litlagerði 4, Reykjavík, eigendum fyrirtækisins G. Albertsson, Hafnarhúsinu, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta in soliðum að fjárhæð kr. 1.171.196.16 auk 812% ársvaxta frá 1. janúar 1965 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Undir rekstri málsins hefur stefnandi sundurliðað dómkröfur sínar, og liggur sú sundurliðun fyrir á dskj. nr. 37. Samkvæmt því eru endanlegar dómkröfur stefnanda kr. 1.161.416.17. Stefndu krefjast algerrar sýknu af kröfum stefnanda og að þeim verði dæmdur hæfilegur málskostnaður eftir mati dómsins. Til vara krefjast þeir lækkunar á kröfum stefnanda eftir mati dómsins og að málskostnaður verði látinn niður falla. Við munnlegan málflutning lýsti lögmaður stefndu því yfir, að hann hreyfði engum andmælum gegn samaðild stefndu. Málavextir eru þessir: Með samkomulagi, dags. 24. júlí 1963, staðfestu stefndu, að fyrirtæki þeirra hefði selt fyrir stefnanda 9.000—10.000 pakka af skreið, framleiddri 1963. Samkomulag þetta liggur fyrir á dskj. nr. 3 og er á þessa leið: „Hr. Jón Gíslason, Hafnarfirði. Staðfestum hér með að hafa selt fyrir yður til ítalskra kaup- enda eftirfarandi: Magn. Tegund. Gæði. Vigt: 9/10.000 pk. af „Roundcod“ 50/70 cm. Africa quality, framl. 1963 ásamt allri þeirri skreið, er við mat framleiðsl- unnar reyndist „Italiano“ að gæðum eða betri. Samkomulag er um, að framleiðandi lætur við pökkun taka frá óheilbrigð- 68 an, jarðsleginn og/eða frosinn fisk. Allt að einu er ríkismatið endanlegt. Verð: Fyrir „Africa Quality“ £ 295.0.0d og fyrir „ltaliano“ £ 360.0.0d., hvorttveggja per 1000 kg. cif. Ítalíu. Umboðs- laun 2.5%. Afskipun: 1500/1700 pk. á mánuði ágúst, september, október, nóvember, desember 1963 og janúar 1964, — eftir því sem framleiðsla reynist. Lofað er af kaupanda hálfu að gjöra allt sem mögulegt er til að afskipunarmagnið verði allt að tvöfalt fyrstu tvo afskipunarmánuðina svo og að flýta eftirstöðv- unum svo sem unnt er. Pökkun: „Italiano“ í 50 kg. en „Africa“ í 45 kg. pk., hvorttveggja nettó. Greiðsla: Óafturkræf bankaábyrgð opnuð fyrir hverri afskipun um sig, Greiðsla innst því af hendi, þegar er bankinn hefur innleyst útflutningsskjólin. Reykjavík, 24. júlí 1963. G. Albertsson“. Með þessu telur stefnandi, að komizt hafi á bindandi samningur milli aðilja. Svo fór, að efndir á þessu samkomulagi urðu ekki eftir efni þess. Útskipað var þann 19. september 1963 1.900 pk., 31. október 1963 1.500 pk., í nóvember og desember 1963 engu, í janúar 1964 engu, í febrúar 1964 1.395 pk., hinn 29, maí 1964 129 pk. og í júlí 1964 894 pk. Samtals 5.818 pk. „Africa Quality“. Eftir voru þá 1.681 pk. af þessari skreið, sem samið hafði verið um. Þegar skreið þessi kom á markað í Ítalíu, tóku að berast kvart- anir frá ítölsku kaupendunum þess efnis, að gæðum skreiðarinnar væri ábótavant. Töldu hinir ítölsku kaupendur galla vörunnar vera svo verulega, að þeir ættu ekki annars kost en rifta kaup- unum. Vegna þessara umkvartana kaupenda skreiðarinnar tók fyrir frekari vörusendingar til þeirra. Til þess að staðreyna, hvort kvartanir hinna ítölsku kaupenda hefðu við rök að styðjast, var svo ákveðið milli stefnanda og stefndu, að forstjórar fyrirtækjanna, Guðmundur Albertsson og Jón Gíslason, færu til Napolí á Ítalíu og yrðu viðstaddir, er 250 skreiðarpakkar, sem valdir voru af handahófi úr vörubirgðum stefnanda, yrðu opnaðir. Þessi ráðagerð snerist þó á þann veg, að Guðmundur Albertsson fór einn til Napolí og var viðstaddur, er ofangreindir skreiðar- 69 pakkar voru opnaðir, og hefur hann staðfest, að skoðun sín hafi leitt í ljós, að í hverjum einstökum pakka hafi reynzt vera frá 5 og upp í 7 fiskar af lélegri gæðum en þar áttu að vera. Þessari skoðunargerð hefur stefnandi mótmælt sem þýðingar- lausri fyrir málið, þar sem honum hafi ekki veitzt kostur á að vera viðstaddur skoðunargerðina. Ástæðuna fyrir því, að útskipun hófst ekki fyrr en í septem- ber, segja stefndu vera þá, að fiskmat ríkisins hafi ekki leyft af- fermingu skreiðarinnar fyrr, sökum þess að hún hafi þá ekki verið orðin fullþurr. Stefnandi telur, að sökum áðurgreinds móttökudráttar hafi hann orðið fyrir verulegu vaxtatapi, skreiðin rýrnað, umpökk- unarkostnaður skapazt og að lokum hafi hann orðið að selja þá 1.681 pk. sem afgangs urðu, fyrir lægra verð en samningurinn hljóðaði um. Þann 14. ágúst 1964 ritaði stefnandi stefnda bréf, þar sem hann gerði grein fyrir því tjóni, sem þegar hefði orðið vegna vanefnda á samkomulaginu frá 24. júlí 1963, og lýsti því þar yfir, að hann teldi fyrirtæki sitt leyst frá áðurgreindu samkomulagi. Jafnframt lýsti hann ábyrgð á hendur stefndu og tilkynnti, að þeir yrðu krafðir bóta vegna aukakostnaðar við sölu á þeirri skreið, sem afgangs varð eða ef hún reyndist óseljanleg, mundu þeir krafðir bóta fyrir því tjóni. Þessu bréfi svara stefndu með símskeyti 17. ágúst, þar sem þeir mótmæla, að þeir hafi verið aðiljar að samningnum við stefnda frá 24. júlí 1963. Með bréfi, dags. 10. september 1964, tilkynna stefndu stefn- anda, að vegna breytts fyrirkomulags um skil greiðslna fyrir út- fluttar afurðir í bönkum hafi orðið dráttur á lokum skilagreinar, en skilagrein muni verða lokið innan tveggja vikna. Sama dag ritar stefnandi stefndu bréf, þar sem hann tilkynnir, að enn sé óselt af því skreiðarmagni, sem samkomulagið frá 24. júlí 1963 fjallar um, cirka 1.600 pakkar. Umrætt magn hafi fyrir- tæki sínu ekki tekizt að selja fyrir verð það, er í samkomulaginu greinir. Eigi fyrirtæki sitt því ekki annars úrkosta á verði því, sem stefndu hafi skuldbundið sig til að selja skreiðina fyrir, og því verði, er endalega kynni að fást fyrir hana. Ef stefndu geti útvegað hagstæðara tilboð og þar með dregið úr bótaábyrgð þeirra, skorar hann á þá að leggja slíkt tilboð fram ekki síðar en 25, júní 1965. Þessu bréfi svara stefndu með bréfi, dags. 21. júní 1965, þar 70 sem þeir tilkynna, að umrædd skreið sé þeim óviðkomandi með öllu og stefnanda í sjálfsvald sett, hvað hann geri við hana. Framkvæmdastjóri stefnanda, Jón Jónsson, hefur komið fyrir dóm þann 26. apríl 1966, Hann var framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Jóns Gíslasonar s/f, þegar viðskipti þau, sem mál þetta fjallar um, áttu sér stað, en faðir hans, Jón Gíslason, sem lézt, áður en málaferli þessi hófust, var einnig framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Hann skýrir svo frá, að milli þeirra feðga hafi verið góð samvinna og þeir hafi vitað um störf hvor annars. Hann heldur því fram, að skreiðarframleiðsla fyrirtækis síns hafi reynzt mjög vel árið 1962. Sams konar viðskipti áttu sér stað milli stefn- anda og stefnda árin 1962 og 1963. Er Jón kom fyrir rétt, eins og áður segir, hélt hann því fram, að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um viðskipti aðilja árið 1962, og virðist honum ekki hafa verið kunnugt um þann samning, fyrr en samningurinn á dskj. nr. 23 var lagður fram í því sama réttarhaldi. Jón hélt því fram, að þeim feðgum hafi ekki verið kunnugt um, að kvartanir komu frá hinum ítölsku kaupmönnum, fyrr en í janúar 1964, er þeir feðgar komu á skrif- stofu stefndu og ræddu við Hörð Albertsson. Hann skýrði þeim þá frá kvörtunum kaupendanna og ætlaði að sýna þeim bréf frá þeim því til stuðnings, en það bréf hafi ekki fundizt þá. Er hann var nánar spurður um það fyrir dómi, fullyrti hann, að þeim feðgum hafi algerlega verið ókunnugt um, að umkvartanir vegna gæða skreiðarinnar hafi borizt fyrir áramótin 1963—64. Hann kveðst á þessum fundi hafa komið fram með þá tillögu, að sendir yrðu 250 pakkar af skreið til Ítalíu og faðir sinn og Guðmundur Albertsson færu utan og yrðu viðstaddir, þegar þeir yrðu opnaðir, Þessir 250 pakkar voru svo sendir án þess að vera skoðaðir sérstaklega, en svo hafi farið, að faðir sinn hafi aldrei verið kvaddur til Ítalíuferðarinnar. Er hann spurðist nánar eftir þessu á skrifstofu stefndu, hafi honum verið sagt, að ekki hefði verið unnt að ná til föður hans í tæka tíð. Fyrir dómi lét hann það álit í ljós, að kvartanir ítölsku kaup- mannanna hafi í rauninni ekki byggzt á því, að gæðum skreiðar- innar hafi verið áfátt, heldur mikið frekar á því, að haustið 1963 hafi markaður á Ítalíu fyllzt, og hafi þá kaupmennirnir gripið til þess ráðs að segja skreiðina gallaða til þess að geta knúið fram verðlækkun. Þessi skreið hafi verið metin eftir nákvæmlega sömu reglum og skreiðin frá 1962. Þá bárust engar kvartanir og ekki heldur árið 1964, en þá var skreið sú, sem 7 fyrirtækið framleiddi, metin á sama hátt. Bæði þessi ár hafi fram- leiðslunni verið hagað á sama hátt. Sömu mennirir unnu sömu störfin ár eftir ár. Af þessum ástæðum vísi hann algerlega á bug öllum fullyrðingum um, að gæðum skreiðarinnar frá 1963 hafi verið áfátt. Hann kveðst alltaf hafa litið á fyrirtækið G. Al bertsson sem kaupanda að skreiðinni og ekki séð neina samninga við ítalska kaupendur né nokkuð frá þeim heyrt fyrr en Í janúar eða febrúar 1964. Þá fyrst hafi hann fengið að vita, hverjir þeir voru. Fyrir dómi var Jón sérstaklega spurður, hvort honum hefði verið kunnugt um, að faðir hans hefði veitt stefnda Guðmundi heimild til þess að selja skreið til Afríku. Hann svaraði því til, að vel mætti vera, að hann eða faðir hans hefðu gefið stefndu heimild til að selja á Afríkuverði til Vestur-Afríku. Í framhaldi af þessari spurningu tók hann fram, að hann vissi til þess, að skreið, sem metin var „Afrika-Quality“ og hæf á Ítalíumarkað, hafi farið til Vestur-Afríku og hafi hún verið gerð upp á Ítalíuverði. Stefndi Guðmundur Albertsson kaupmaður hefur komið fyrir dóm 16. september 1966, Hann skýrir svo frá, að fyrirtæki sitt sé umboðssala, sem starfræki aðallega sölu á mjöli, lýsi og svo skreið og öðru, sem til falli. Fyrirtækið selji skreið og aðrar afurðir fyrir aðra, en kaupi ekki í sínu nafni. Vegna sérstöðu landsins gagnvart markaðslöndunum og þróunar nútímaviðskipta sé alger ómöguleiki á að reka fyrirtæki þannig, að það uppfylli í raunverulegri merkingu eða eins og venjulega er skilgreint orðið miðlun (,commission“). Framleiðendur skreiðarinnar séu smáir og margir. Auk þess séu þeir dreifðir um allt landið, við hafnir og hafnleysur, þar sem ekki eru neinar fastar áætlanir skipa og því alger óvissa um afskipunarmögu- leika. Hlutverk fyrirtækis síns sé að sameina þessa aðilja og gera mögulega afskipun frá fleirum. Gagnvart erlendum aðiljum hafi reynslan sýnt, að óframkvæmanlegt sé annað en að fyrir- tækið komi fram sem formlegur aðili. Hinir erlendu kaupendur krefjist, að svo sé, vegna þess að ógerningur sé að hafa marga smáa seljendur. Erlendum kaupmönnum sé ávallt ljóst, að fyrir- tæki sitt starfi í umboði framleiðendanna hér á landi, og inn- lendir framleiðendur hafi einnig óskað eftir þessu fyrirkomulagi. Þá hafi fyrirtæki sitt einnig fyrir hönd íslenzkra framleiðenda séð um allar afskipanir, öll skjöl, allar greiðslur, innheimtur og skil til eigenda vörunnar hverju sinni. Um sölu á skreið þeirri, sem mál þetta fjallar um, segir hann, að þeir feðgar hafi báðir 12 fjallað. Þegar ítölsku kaupendurnir neituðu að taka við meiri skreið frá stefnanda, hafi hann strax talað við Jón Gíslason sjálfan. Þeir feðgar hafi síðar mætt á skrifstofunni hjá sér og þar hafi þeim verið sýnt bréf frá ítalska kaupandanum Sarcen og það þýtt fyrir þá. Í þessu sambandi var honum sýnt dskj. nr. 18, og segir hann það vera bréfið, sem var þýtt fyrir þá feðga. Báðir neituðu þeir að viðurkenna, að neitt væri að skreiðinni. Málið var síðan rætt fram og aftur, og varð að samkomulagi, að sendir yrðu 250 pakkar af skreið til Ítalíu og mætti yrði þar við- staddur, er þeir yrðu opnaðir. Jón Jónsson stakk þá upp á, að faðir sinn færi einnig til Ítalíu, og kveðst hann ekkert hafa haft við það að athuga, Ekki varð þó af því, að Jón Gíslason færi til Ítalíu. Hann kveðst hafa hringt í Jón, nokkru áður en hann lagði af stað, en Jón svaraði því til, að það skipti ekki máli, hvort hann færi eða ekki. Þegar skreiðarpakkarnir voru opnaðir, kveðst hann hafa gert sér fyllilega grein fyrir, að varan fullnægði ekki þeim kröfum, sem áskildar voru. Í hverjum pakka reyndust vera 5 og upp í 7 fiskar af lélegum gæðum. Hann var að því spurður fyrir dómi, hvort hann áliti, að ítölsku kaupmennirnir hafi verið strangari gagnvart gæðum skreiðarinnar vegna þess, að markaðurinn hafi yfirfyllzt. Því svaraði hann þannig, að hann áliti, að svo hafi ekki verið, heldur hafi kvartanirnar átt rót sína að rekja til galla vörunnar. Þá hefur stefndi Hörður Albertsson komið fyrir dóm þann 30. marz 1966. Hann hefur skýrt svo frá, að tildrög þess, að sam- komulagið á dskj. nr. 3 var gert, um framleiðslu ársins, hafi verið þau, að árið 1962 seldi fyrirtækið nokkuð af „Africa-Quality“ skreið fyrir stefnanda til Ítalíu. Í þeim samningi var tilskilið, að framleiðandi skyldi við pökkun láta taka frá allan óheilbrigðan, jarðsleginn eða frosinn fisk. Þar sem hið opinbera mat gerði ekki ráð fyrir slíkri flokkun skreiðarinnar, fól stefnandi einum starfsmanna sinna það sérstaka verk að taka frá allan þann fisk, sem eitthvað virtist athugavert við. Var þetta gert með Ítalíu- markaðinn sérstaklega í huga. Árangurinn varð sá, að öll skreið, sem seld var fyrir stefnanda til Ítalíu 1962, líkaði mjög vel, svo að hinir ítölsku kaupendur vildu gjarnan halda áfram viðskipt- unum. Við samkomulagsgerðina 24. júlí 1963 var í öllu miðað við sama grundvöll vörugæða og sömu framleiðsluhætti og árið áður. Var þetta alger forsenda kaupanna af hálfu Ítalanna fyrir auknum vörukaupum. 73 Að áliti Fiskmats ríkisins var fiskur stefnanda ekki fullþurr til útskipunar fyrr en í byrjun september 1963. Pökkun var fyrst leyfð hjá stefnanda 10. september, og fyrsta sendingin fór með m/s Kong Alf 19. september. Af kaupenda hálfu var gæðum þessarar vörusendingar strax mótmælt. Næsta sending fór með m/s Rangá 30. október 1963. Mótmæli kaupenda gegn vörugæðum þessarar sendingar bárust með bréfi frá ítalska kaupandanum Sarcen, dagsettu þann 6. desember 1963. Tilkynnir kaupandinn það, að gæði skreiðarinnar séu svo léleg, að hann neyðist til að rifta kaupunum. Bæði Jón heitinn Gíslason og sonur hans, Jón, hafi fylgzt með gangi þessara mála að staðaldri, ýmist í gegnum símtöl eða munnleg samtöl á skrifstofu stefndu. Þegar framan. greint bréf barst fyrir áramótin 1963—1964, voru þeir feðgar boðaðir á skrifstofuna og bréfið þýtt fyrir þá á íslenzku. Þessar viðræður leiddu til þess, að þeir feðgar óskuðu eftir, að allt, sem hægt væri, yrði gert til þess að fá kaupendurna til að falla frá riftun, Svo virtist sem þeir feðgar gætu ekki trúað því, að gæðum skreiðarinnar væri jafnáfátt og af var látið. Allan janúar- mánuð voru samningstilraunir gerðar, en árangurslaust, og Í byrjun febrúar tilkynntu kaupendurnir Sarcen og Bonarrigo með bréfi, dags. 2. febrúar, að þeir riftu endanlega samningnum vegna frámunalega slæmra gæða skreiðarinnar. Eftir þetta var ákveðið að senda einn vagn, eða 250 pakka, af skreið til Ítalíu, og frásögn Harðar af þeirri ferð er samhljóða frásögn föður hans. Síðara hluta marzmánaðar 1964 hafi þeir feðgar verið boðaðir á skrifstofu sína og þeim tilkynnt, að árangurinn af viðræðunum við ítölsku kaupmennina hafi orðið neikvæður. Áður hafi þeim verið tilkynnt, að þeir mundu sitja fyrir sölumöguleikum, sem kynnu að finnast hjá öðrum smærri ítölskum kaupendum. Þá var einnig svo um talað, að reynt yrði að selja talsvert magn af „Round Cod“ 50/70 em, sem upprunalega var ætlað á Ítalíu- markað til Vestur-Afríku. Þeir hafi svo haldið áfram tilraunum til að selja skreið þá, sem óseld var, í smásendingum til ýmissa kaupenda á Sikiley og í Napólí. En það hafi gengið illa, sökum þess hve illt orð framleiðslumerki stefnanda hafði á sér. Fyrir dóm hefur komið sem vitni þann 3. maí 1966 Einar Ás- mundsson, starfsmaður stefnanda. Vitnið skýrði svo frá, að sá háttur hefði verið hafður á í vinnustöð stefnanda að setja skreið- ina í stæður eftir því, sem þeir álitu, að ríkismatið mundi fara. 74 Sé þá sú skreið, sem á Afríkumarkað á að fara, höfð sér og einni sú skreið, sem á að fara á Ítalíumarkað. Síðan komi ríkismatið til og flokki skreiðina endanlega. Þá segir vitnið, að það minnist þess, að árið 1963 og 1964 hafi verið flutt út frá fyrirtækinu skreið, sem eftir núgildandi flokk- un muni vera næst flokknum „Edda“. Þessi flokkun var þannig gerð, að ljótasti fiskurinn var tekinn frá svo og stórfiskur og ýsa. Þá hafi það, sem eftir var, verið flokkað af ríkismatinu og það, sem af þeim fiski fór ekki í flokkinn „Ítalíano“, hafi verið flutt út sem flokkur, sem að gæðum mundi vera næst því sem flokkurinn „Edda“ er í dag. Ekki segir vitnið, að annar fiskur hafi verið fluttur út til Ítalíu. Þá segir vitnið, að aldrei hafi verið hróflað við flokkun- inni, eftir að ríkismatið var búið að leggja sinn dóm á skreiðina. Þá kom fyrir dóm þann 17. maí 1966 Gísli Hvanndal Jónsson, verkstjóri hjá stefnanda. Vitnið kvaðst hafa unnið hjá Jóni Gísla- syni samfleytt frá 1962. Það segir, að sá háttur hafi verið hafður á, að maður að nafni Einar Ásmundsson hafi séð um að taka út jarðsleginn fisk og frosinn og of stóran. Það, sem eftir var, ætluð- ust þeir til, að metið yrði á Ítalíumarkað. Síðan líti ríkismatið á hvern einstakan fisk, sem pakkað sé, og segi til um, í hvern flokk hann skuli fara. Aðspurt segir vitnið, að skreið, sem metin var „Ítalíano“ og „Africa-Quality“ hafi farið á Ítalíumarkað. Nú sé þetta breytt, þannig að „Africa Quality“ kallist „Edda“ og sé flokkurinn „Edda“ mjög líkur „Africa-Quality“ að gæðum. Ríkismatið komi til, þegar verið sé að pakka á viðkomandi markað, en aldrei hafi verið pakkað í einu á Ítalíumarkað og Afríkumarkað. Þá fullyrti vitnið, að hvorki jarðsleginn né frosinn né skemmdur fiskur hefði slæðzt með á Ítalíumarkað. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að með samningnum á dskj. nr. 3, þar sem stefndu staðfesta að hafa selt fyrir stefnanda til ítalskra kaupmanna ákveðið magn af skreið fyrir tiltekið verð, hafi komizt á bindandi samningur og séu stefndu skuldbundnir til að efna hann eða bæta stefnanda fébótum þann skaða, sem hann hefur orðið fyrir vegna vanefnda þeirra. Stefndu hafi komið fram í sambandi við samninginn frá 24. júlí 1963 að öllu leyti sem sjálfstæðir kaupendur. Hinir ítölsku kaupmenn séu ekki tilgreindir í samningnum og stefnanda því ókunnugt um, hverjir þeir séu. Í þeim kafla samningsins, sem merktur sé „afskipun“, hafi 75 kaupandi átt að gera allt, sem mögulegt var, til að afskipunar- magnið yrði allt að tvöfalt o. s. frv. Sýni þetta, að kaupandi sé enginn annar en Guðmundur Albertsson, enda hafi hann litið á sig sem slíkan, en hvorki umboðsmann kaupenda né seljanda. Breyti engu um þá réttarstöðu, þótt hann hafi áskilið sér 2.5% umboðslaun úr hendi stefnanda. Hljóti hann því að bera ábyrgð á efndum samningsins gagnvart sér, þar sem þeir séu tveir aðiljar að samningnum og ekkert réttarsamband skapist milli sín og viðsemjanda G. Albertssonar. Verði hins vegar litið á stefndu sem umboðsmenn, hafi réttarstaða þeirra skapað þeim skyldu til þess að koma strax á framfæri kvörtunum kaupenda, hafi þær ein- hverjar verið út af ásigkomulagi vörunnar. Stefndu hafi verið sem umboðsmönnum óheimilt að semja við hina ítölsku kaupendur um annað en í samningnum á dskj. nr. 3 stóð, hvort heldur var um ásigkomulag eða afhendingu. Stefndu hafi einnig af sömu ástæðu verið óheimilt að þola kaupendum einhliða riftun á samningnum. Hafi samningurinn orðið annars efnis en hinir ítölsku kaupendur ætluðust til, t. d. hvað snertir ríkismat sem endanlegt, beri stefndu ábyrgð á því. Sem umboðs- manni beri honum einnig að bæta þann skaða, sem stefndi varð fyrir vegna vanefnda á samningnum (sic). Stefndu reisa kröfur sínar á eftirfarandi rökum: Þegar málsaðiljar gerðu með sér samkomulagið á dskj. nr. 3, var gengið út frá, að gæði skreiðarinnar yrðu samsvarandi og árið áður, en þá var framleiðsla stefnanda vinsæl á Ítalíumark- aði. Kaup hinna ítölsku kaupmanna væru algerlega háð því skil- yrði, að gæði skreiðarinnar yrðu ekki lakari en verið hafði. Síðar hafi komið í ljós, að gæði skreiðarinnar voru ekki í samræmi við samninginn, og olli það því, að ítölsku kaupendurnir riftu kaupunum. Af þessu sé ljóst, að tjón það, sem stefnandi kunni að hafa beðið í sambandi við skreiðarsöluna, eigi rætur að rekja til van- efnda hans sjálfs á samningnum vegna ófullnægjandi gæða skreið- arinnar, Þá halda stefndu því fram, að þeir séu ekki kaupendur að skreiðinni, heldur milligöngumenn um sölu hennar. Sjálft samkomulagið á dskj. nr. 3 taki af allan vafa um þennan ágrein- ing. Alls staðar sé talað um, að stefndu hafi selt skreiðina fyrir stefnanda. Stefndu hafi áskilið sér umboðslaun, og samrýmist það á engan hátt því, að þeir séu kaupendur. Enn fremur halda stefndu því fram, að þeir hafi rækt um- boðsstörf sín óaðfinnanlega í þessu tilviki sem öðrum. Þeir hafi 76 gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að vernda hagsmuni stefnanda, eftir að samningar voru komnir í óefni vegna lélegra gæða skreiðarinnar. Varakröfu sína styðja stefndu þeim rökum, að ósannað sé, að stefnandi hafi beðið það tjón, sem hann vill vera láta. Eins og málsatvikum hefur nú verið lýst, kemur fyrst til úr- lausnar, hvort stefndu hafi verið kaupendur að skreið þeirri, sem mál þetta fjallar um, eða komið fram sem umboðsmenn. Það er ekki fyrr en 12. marz 1965 sem stefnandi krefur um andvirði skreiðarinnar. Í öllum bréfaviðskiptum, sem farið höfðu fram áður, talar stefnandi um skreið þá, sem stefndu seldu fyrir hann. Þá kemur einnig fram á skilagrein frá stefndu til stefnanda, að stefnandi greiðir allan kostnað við söluna, svo sem flutningsgjald, vátryggingu o. s. frv. Virðist þetta benda til þess, að stefnandi hafi litið á stefndu sem umboðsmenn sína gagnvart hinum ítölsku kaupendum. Verður þá, eins og þessum viðskiptum er háttað, að telja starfsemi stefndu umsýslustörf (commission). Kemur þá að því úrlausnarefni, hvers konar réttarsamband hafi skapazt á milli málsaðilja með samkomulaginu á dskj. nr. 3. Samkvæmt því skuldbinda stefndu sig til að selja fyrir stefnanda magn það af skreið, sem þar er tilgreint, fyrir ákveðið verð „Africa-Quality“ £ 295-0-0 og fyrir „Ítalíanó“ £ 360-0-0, hvort tveggja pr. 1.000 kg. cif. Ítalíu gegn umboðslaunum 2.5% svo og öðrum skilyrðum, sem þar greinir. Hins vegar skuldbinda stefndu sig til þess að láta við pökkun taka frá óheilbrigðan, jarðsleginn og/eða frosinn fisk og hafa hið tilskilda fiskmagn til á þeim tíma, er greinir í samkomu- laginu. Stefndu sömdu beint við hina ítölsku kaupmenn, án þess að stefnanda væri þar getið eða samþykki hans kæmi til. Hefur því ekkert réttarsamband skapazt milli hans og kaupenda vörunnar. Stefndu eru því eini aðilinn, sem stefnandi gat sótt að lögum til efnda á samkomulaginu á dskj. nr. 3, þar sem þeir, eins og áður segir, sömdu um sölu á ákveðnu magni skreiðar fyrir tiltekið verð án þess að gera nokkurn fyrirvara þar um, hljóta stefndu að bera ábyrgð gagnvart stefnanda, að því er þessum atriðum viðkemur um efndir samningsins, að svo miklu leyti sem stefnandi sjálfur hefur ekki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi leyst þá undan ábyrgðinni. Skal þá vikið að þeirri mótbáru stefndu, að vanefndir á samn- ingnum séu stefnanda sjálfum að kenna, vegna þess að skreiðin 77 hafi ekki uppfyllt það gæðamat, sem áskilið var. Í samningnum á dskj. nr. 3 stendur: „Allt að einu er ríkismatið endanlegt“. Öll sú skreið, sem mál þetta snýst um, var metin af ríkismatinu á sama hátt og skreið framleidd 1962 samkvæmt vottorðum Kristjáns Elíassonar yfirfiskimatsmanns. Sönnunarbyrðin fyrir því, að gæði skreiðarinnar hafi verið önnur en ríkismatið segir til, hvílir því á stefndu. Gegn mót- mælum stefnanda verður skoðunargerð stefnda Guðmundar Al- bertssonar á Ítalíu, sem áður greinir frá, ekki lögð til grundvallar í málinu, þar sem stefnandi var ekki tilkvaddur. Liggja því ekki fyrir lögfullar sannanir til staðfestingar kvörtunum hinna ítölsku kaupenda um það, að skreiðin hafi ekki fullnægt þeim gæðakröf- um, sem tilskildar voru, enda kom í ljós, þegar afgangsskreiðin var seld sumarið 1965, að verðlag hennar hafði ekki lækkað meira en ca. 7% frá hinu upphaflega verði. Eins og áður greinir, hafa stefndu haldið því fram, að sam- komulag hafi orðið á milli þeirra og stefnanda þess efnis, að stefnandi skyldi sitja fyrir þeim möguleikum, sem skapast kynnu um sölu til smærri kaupenda á Ítalíu, og einnig skyldi reynt að koma í kring sölu til Vestur-Afríku. Um þetta atriði er framburður Jóns Jónssonar ekki afgerandi, svo sem áður er rakið. Hann hefur borið fyrir dómi, að vel megi vera, að hann eða faðir hans hafi gefið stefndu heimild til að selja á Afríkuverði til Vestur-Afríku. Með hliðsjón af þessum óljósa framburði Jóns Jónssonar þykir, eins og málum er háttað, rétt að leggja til grundvallar varðandi þetta atriði framburð stefndu. Ósannað er, að stefnandi hafi hreyft neinum mótmælum gegn sölu skreiðarinnar til Vestur- Afríku og smærri kaupenda á Ítalíu fyrr en með bréfi sínu, dags. 14. ágúst 1964, enda þótt honum væri ljóst, að þar var um óhag- stæðari sölu að ræða en samkomulagið á dskj. nr. 3 gerði ráð fyrir. Í þessu verður að telja, að felist beint eða óbeint samþykki, og getur hann því ekki haft uppi bótakröfur af þeim sökum. Hins vegar verður ekki fallizt á, að mótmæli stefnanda gegn van- efndum stefndu á samkomulaginu á dskj. nr. 3 varðandi skreið þá, sem afgangs varð, séu of seint fram komin. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, bera stefndu ábyrgð á tjóni því, sem stefnandi varð fyrir í sambandi við sölu þeirrar skreiðar, sem afgangs varð, er viðskiptum þeirra og stefnanda lauk, sbr. bréf stefndu frá 21. júní 1965. 78 Skulu nú kröfur stefnanda teknar til meðferðar í sömu röð sem þær eru fram settar á dskj. nr. 37: 1. Stefnandi telur, að í árslok 1964 hafi birgðir af „Round Cod“ 50/70 numið 1.681 pakka. Þessi skreið hafi stöðugt haldið áfram að rýrna, þar til hún var seld. Þá varð að færa saman í pökk- unum vegna rýrnunar, og nam hún 1.980 kg. á kr. 29.79, eða samtals kr. 58.984.20. Þessi skreið var seld lægra verði, eða £ 275-0-0 pr. tonn. Verðmismunur á söluverði og verði því, sem tilgreint var Í samningnum á dskj. nr. 3, nemi því kr. 212.585.42. Kröfuliður þessi er því samtals kr. 271.569.62. Hér er um að ræða skreið þá, sem afgangs varð, eftir að viðskiptum stefnanda og stefndu lauk. Í bréfi frá 21. júní 1965 lýstu stefndu því yfir, að skreið þessi væri þeim óviðkomandi. Fyrri liður kröfunnar, kr. 58.984.20, er rýrnun sú, sem stefn- andi telur, að átt hafi sér stað á skreiðinni, meðan hún lá óseld í vörzlum hans. Að áliti hins sérfróða dómara er hér ekki um óeðlilega rýrnun að ræða, þegar litið er til þess, hve langan tíma skreiðin beið í fiskverkunarstöð stefnanda, eða nær tvö ár, og að henni þurfti að umpakka. Ber því að taka þennan lið til greina með vísan til þess, sem að framan er sagt, enda er honum í hóf stillt. Skal þá vikið að síðari hluta kröfunnar, sem er verðmismunur á skreið þeirri, sem S. Í. S. seldi fyrir stefnanda, og því meðal- verði, sem stefnandi telur sig hafa fengið fyrir þá skreið, sem stefndu seldu fyrir hann. Samkvæmt skilagrein frá S. Í. S., dags. 26. ágúst 1965, er skreið þessi gerð upp á £ 275-0-0 pr. tonn, en samkvæmt samningi aðilja á dskj. nr. 3 skyldi tonnið seljast á £ 295-0-0. Kemur þar fram verulegur verðmismunur, sem svarar £ 20-0-0 pr. tonn, og nemur þessi mismunur kr. 176.536.30 á því magni, sem hér um ræðir, Hins vegar þykja stefndu ekki bera ábyrgð á því, að meiri kostnaður varð við sölu þessarar skreiðar en þeirrar, sem seld var af stefndu, þar sem aðiljar sömdu um brúttósöluverð skreiðarinnar, enda hér um erlendan kostnað að ræða. Með vísan til þess, sem að framan segir, verður að telja stefndu ábyrga fyrir þessum mismun, og ber því að taka þennan kröfu- lið til greina. 2. Vinna við breytingu á merkingu og tilfærslu á skreiðar- pökkum, sbr. dskj. nr. 4 og 8, á kr. 31.292.46. Kröfuliður þessi er að sögn stefnanda vinna við að merkja pakka upp á nýtt og bæta í þá. Hafi kostnaður við þetta reynzt vera kr. 15.03 á pakka. 19 Hér er um að ræða skreið, sem annað hvort var seld á Afríku- eða Ítalíumarkað. Skreið þessi var seld með vitund stefnanda, og ósannað er, að hann hafi hreyft neinum mótmælum gegn sölu hennar. Með vísan til þess, sem að framan er sagt um sölu þessarar skreiðar, verður þessi kröfuliður ekki tekinn til greina. 3. Undir þennan lið tilfærir stefnandi vinnu við að umpakka og færa saman í pökkum vegna rýrnunar á skreið þeirri, sem óseld var. Telur hann, að það verk hafi tekið 120 vinnustundir og numið kr. 5.482.68. Þar sem hér er um að ræða kostnað við skreið þá, sem af- gangs varð og stefndu bar að selja eftir gerðum samningi, en lýstu sér óviðkomandi, verður þessi kröfuliður tekinn til greina, enda virðist honum í hóf stillt. 4. Hér er um að ræða efni í umbúðir vegna breyttra merkja vörunnar, eftir að nýir kaupendur gengu inn í samninginn. Telur stefnandi, að í þetta hafi farið strigi að verðmæti kr. 4.299.75. Með vísan til þess, sem segir um kröfulið tvö, verður þessi liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 5. Þessi kröfuliður er vegna rýrnunar á „Round Cod“ 50/70, er átti að afskipa í nóvember 1963 og janúar 1964, 3.133 pakkar, en þeir hafi ekki farið fyrr en í maí—ágúst 1964. Á þessu tíma- bili hafi skreið þessi rýrnað um 1.5 kg. pr. pk., eða samtals kr. 140.013.00. Með vísan til þess, sem segir um kröfulið tvö, verður þessi liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 6. Undir þennan lið fellir stefnandi rýrnun á „Ítaliener“ skreið, sem átti að afskipa í ágúst 1963 til janúar 1964. Var hér um að ræða 641 pakka, sem ekki fóru fyrr en í apríl til september 1964. Á þessu tímabili rýrnaði skreiðin um 1.5 kg. pr. pakka, þ. e. 961.5 kg. á kr. 36.83 pr. kg., kr. 35.412.00. Með vísan til þess, sem segir um kröfulið tvö, verður þessi liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 7. Kröfuliður þessi er til orðinn vegna þess, að þann 16. júlí 1964 afskipa stefndu með Goðafossi 194 pökkum af skreið „Round Cod“ 50/70, þ. e. 8.730 kg. nettó. Umsamið verð á þessari skreið var £ 295-0-0 pr. tonn til Ítalíu og umboðslaun 2.5%. Stefndu seldu skreiðina til Afríku á £ 253-2-0 fob. og reikna umboðslaun 3%. Mismunur á meðalverði á skreið, er stefndu sendu á Ítalíumarkað og afreiknað var á réttu verði og ofan- greindu nettó-verði þessarar skreiðar til Afríku, var kr. 2.77 pr. kg., eða samtals kr. 24.182.10. 80 Með vísan til þess, sem segir um kröfulið tvö, verður þessi liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 8. Þessi kröfuliður er þannig til orðinn, að þann 24. júlí 1964 afskipa stefndu 400 pökkum, þ. e. 18.000 kg., af skreið með Tungufossi og afreikna hana á Afríkuverði. Mismunur á því verði og meðalverði á Ítalíu seldri skreið er því kr. 2.19 pr. kg. nettó, eða kr. 39.420.00. Af sömu ástæðum og tilgreindar eru undir lið 2 verður þessi kröfuliður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 9. Þennan kröfulið telur stefnandi þannig til orðinn, að sam- kvæmt yfirlitsskilagrein, dags. í október 1964, frá stefndu er stefnandi debetfærður fyrir kr. 65.941.24. Þessi færsla sé ekki rétt, sbr. skilagrein frá 15. febrúar 1964. Hins vegar sé það rétt, sem of- greitt er talið á leiðréttri skilagrein Í desember 1964, kr. 3.000.00, þannig að vangreitt sé samkvæmt skilagrein kr. 62.941.24. Kröfuupphæð þessa liðs er þannig til komin, að stefndu hafa á dskj. nr. 49 fært stefnanda til tekna 43.875 kg. af skreið á £ 295-0-0 pr. tonn. Þeir hafa haldið því fram, að skreiðin hafi afvangá verið reiknuð á Ítalíuverði, en verið seld á Afríku- verði. Síðan hafi þeir á dskj. nr. 45 fært stefnanda til skuldar Þennan mismun, sem nemur kr. 65.941.24. Frá þessari fjárhæð dregst leiðréttingarfærsla, kr. 3.000.00, og kemur þá fram kröfu- liðurinn kr. 62.941.24. Óumdeilt er, að skreið þessi var seld til Afríku, og með vísan til þess, sem segir um kröfulið tvö, verður þessi kröfuliður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 10. Undir þennan lið tilfærir stefnandi flutningsgjald reiknað á Afríku í stað Ítalíu. Þann 15. febrúar 1964 selja stefndu 1.140 pakka af skreið og sendu þá með Laxá til Afríku. Af þessari skreið séu 975 pakkar, 43.865 kg. nettó, sem stefndu sömdu um að selja til Ítalíu, enda reikni stefndu þessa skreið á £ 295-0-0 pr. tonn, sem er samningsverð, en flutningsgjald sé reiknað til Afríku, sem ekki fái staðizt, þar sem samningurinn hljóði um sölu til Ítalíu. Mismunur á þessu flutningsgjaldi sé kr. 1.24 pr. kg. X 43.835 kg., eða kr. 54.405.00. Af sömu ástæðum og greinir undir lið 2 verður þessi kröfu- liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 11. Þessi liður fjallar um ofreiknuð sölulaun af sölu á 300 pökkum, sem sendir voru með m/s Laxá þann 1. ágúst 1964. Reikn- uð voru 3% sölulaun í stað 2.5%, sbr. dskj. 3. Nemi mismunur þessi kr. 2.384.92. 81 Stefndu voru samningsbundnir um 2.5% sölulaun. Ekki verður talið, að neitt það sé fram komið í málinu, sem leysi þá undan beirri skuldbindingu. Ber því að taka þennan kröfulið til greina. 12. Liður þessi fjallar um 4% sölulaun, sem Jóhann Karlsson tók fyrir sölu á „Round Cod“ 50/70, 13.500 kg., sem stefndu höfðu samið um sölu á. Nemur þessi mismunur kr. 5.253.00. Af sömu ástæðum og greinir undir lit eitt verður þessi liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 13. Þessi liður er varðandi 4% sölulaun, er Steinavör tók fyrir sölu á 100 pökkum af „Round Cod“ 50/70 af þeirri skreið, sem stefndu sömdu um sölu á. Nemur mismunurinn kr. 2.384.91. Af sömu ástæðum og greinir undir lið eitt verður þessi liður ekki tekinn til greina gegn mótmælum stefndu. 14. Sundurliðun á kröfulið þessum er að finna á dskj. nr. 40. Kröfuliður þessi er þannig fram settur, að stefndu eru skuld- færðir fyrir 9%2% ársvöxtum af meðalverði skreiðarinnar sam- kvæmt skilagreinum þeirra frá umsömdum útskipunarmánuðum og til ársloka 1964. Síðan eru stefndu færðir til tekna 972% vextir af greiðslum frá greiðsludegi til ársloka 1964. Nemur bótakrafan þannig reiknuð kr. 482.375.49. Af því, sem að framan hefur verið rakið, er ljóst, að stefnandi hefur orðið fyrir vaxtatapi og þó einkum vegna dráttar á sölu á skreið þeirri, sem endanlega var seld af S. Í. S., rýrnun henn- ar og af því að hún var að lokum seld á lægra verði en um var samið í upphafi. Skilagrein yfir sölu á skreið þessari er dagsett 26. ágúst 1965. Síðasta útskipun, sem samið var um samkvæmt dskj. nr. 3, átti að fara fram í janúar 1964. Ekki verður það vitað með vissu, hvenær stefnandi hefði fengið greiðslu skreiðarinnar, ef hún hefði verið seld af stefndu, og ekki liggur fyrir, hvenær stefn- andi móttók endanlega greiðslu fyrir þessa skreið. Af þessum ástæðum verður vaxtatjón hans ekki reiknað nákvæmlega. Rétt þykir að miða við 7% ársvexti. Þegar þessi atvik eru höfð í huga, þykir vaxtatap stefnanda hæfilega ákveðið kr. 210.000.00. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber stefndu til þess að greiða stefnanda kr. 58.984.20 - 176.536.30 5.482.68 2.384.92 og kr. 210.000.00, eða samtals kr. 453.388.10, auk 6% ársvaxta frá 28. október 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvaxta frá þeim tíma til greiðsludags og kr. 60.500.00 í málskostnað. Dóm þennan kváðu upp Kristján Jónsson borgardómari, Guð- mundur Skaptason viðskiptafræðingur og Már Elísson skrifstofu- 6 82 stjóri, en dráttur hefur orðið á uppkvaðningu dómsins vegna fjarveru eins dómarans úr bænum. Dómsorð: Stefndu, Guðmundur Albertsson, Miðtúni 4, Reykjavík, og Hörður G. Albertsson, Litlagerði 4, Reykjavík, greiði in solid- um stefnanda, Jóni Gíslasyni s/f, Hafnarfirði, kr. 453.388.10 auk 6% ársvaxta frá 28. október 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvaxta frá þeim tíma til greiðsludags og kr. 60.500.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 22. janúar 1969. Nr. 210/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ole Nordman Olsen (Einar B. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. 1. Akstur ákærða 23. apríl 1967. Vitnið Ólafur Ægir Ólafsson sjómaður kveðst hinn 23. april 1967 hafa séð ákærða aka bifreiðinni Í 1100 á Ísafirði í átt til hafnarinnar, þar sem hann hefði „snarstöðvað bif- reiðina á kantbrúninni“. Vitnið, sem sýndist ákærði með áhrifum áfengis, gerði lögreglumanni viðvart um það og gá- lausan akstur ákærða. Er lögreglumennirnir Kristján Jón Kristjánsson og Oddur Oddsson því næst komu á vettvang, sat ákærði ölvaður undir stýri bifreiðar sinnar. Samkvæmt vætti lögreglumannanna játaði ákærði fyrir þeim, að hann hefði neytt áfengis, áður en hann ók „niður á höfn“. Er 83 ákærði hinn 24. maí 1967 kom fyrir sakadóm, kvaðst hann í fyrstu „ekki minnast þess“, að hann hefði neytt áfengis, áður en hann hóf aksturinn, en hann taldi sig hins vegar hafa drukkið um hálfflösku af sterku víni í bifreiðinni eftir að hafa stöðvað hana á hafnarbakkanum. Í lok þinghaldsins staðhæfði ákærði loks, að hann hefði ekki drukkið vin, áður en umræddur akstur hófst. Ákærði kvaðst halda, að hann hefði að lokinni drykkju kastað vinflösku sinni í sjóinn. Lögreglumenn urðu áfengis eða flösku eigi varir í bifreið ákærða né fórum hans. Vitnið Ólafur Ægir, er áður getur, kveðst ekki hafa séð ákærða neyta vins, „á meðan hann sat í bilnum“. Vitnið Guðjón Loftsson, sem ákærði kvaddi til viðtals við sig í bifreiðinni og sat þar um stund, sá ákærða ekki hafa vin um hönd. Framangreind vitni hafa öll staðfest vætti sitt með eiði. Áfengismagn í blóði, er ákærða var tekið þegar eftir handtöku hans nefndan dag, reyndist 1.9%e, eins og í héraðsdómi greinir. Þegar virt eru sakargögn og allar aðstæður, þykir verða við það að miða, að ákærði hafi við aksturinn verið með áhrifum áfengis í þeim mæli, að við lagaboð varði, eins og í ákæru segir. II. Akstur ákærða 30. júní 1967. Hátisemi ákærða, sem hér er um að tefla, er með skir- skotun til forsendna héraðsdóms færð þar til réttra refsi- ákvæða. 111. Samkvæmt því, sem rakið var, ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, kr. 8.000.00. Það er aðfinnsluvert, að lögreglumenn þeir, sem handtóku ákærða, framkvæmdu ekki leit eftir áfengi í bifreið hans. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Ole Nordman Olsen, greiði kostnað af áfrýjun 84 málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda síns, Einars B. Guðmundsson- ar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Ísafjarðar 5. ágúst 1968. Ár 1968, mánudaginn 5. ágúst, var í sakadómi Ísafjarðar, sem haldinn var af Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var 10. júlí s.l. Mál þetta er höfðað af saksóknara ríkisins með ákæru, dags. 20. desember 1967, gegn Ole Nordman Olsen framkvæmdastjóra, Fjarðarstræti 59, Ísafirði, fyrir að aka sunnudaginn 23. apríl og föstudaginn 30. júní 1967 undir áhrifum áfengis bifreiðinni Í 1100 um götur á Ísafirði, í fyrra skiptið frá Rækjuverksmiðju Ole Olsen að Ísafjarðarhöfn og í seinna skiptið frá Tangagötu 6 að útibúi Landsbanka Íslands við Hafnarstræti, þar sem lögreglan kom í veg fyrir frekari akstur hans. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði, sem er fæddur 13. nóvember 1935 á Ísafirði, hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1953 10/12 í Ísafjarðarsýslu: Áminning fyrir bifreiðalagabrot. 1961 22/12 í Ísafjarðarsýslu: Áminning fyrir brot á 51., sbr. 65. gr. umferðarlaga. 1963 9/5 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1963 19/8 í Ísafjarðarsýslu: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 1964 24/4 í Ísafjarðarsýslu: Dómur: 2.000 kr. sekt, sviptur öku- leyfi í 3 mánuði frá lögbirtingu dóms fyrir brot á áfengislögum og umferðarlögum. (Dómsbirting 29. 4. 764). 1964 15/9 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1965 11/5 í Ísafjarðarsýslu: Áminning fyrir brot á 18. og 19. gr. umferðarlaga. Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 23. apríl 1967 kl. 1800 var lögreglan á Ísafirði á eftirlitsferð í Aðalstræti. Hjá Bátahöfninni stóð bifreiðin Í 1100, 85 og sat ákærði undir stýri. Við athugun sást greinilega, að ákærði var undir áhrifum áfengis. Hann var fluttur í lögregluvarðstof- una, og tók héraðslæknirinn þar úr honum blóðsýnishorn. Reynd- ust vera í því reducerandi efni, er samsvara 1.90%0 af alkóhóli. Ákærði ók bifreiðinni frá rækjuverksmiðju sinni og niður að Bátahöfn. Kvaðst hann hafa neytt slatta af koníaki í rækjuverk- smiðjunni og á Bátahöfninni, en neitaði að hafa fundið til áfengis- áhrifa. Ákærði kom fyrir dóm og neitaði þá að hafa gefið þessa viðurkenningu og hélt því fram, að hann hefði ekki neytt áfengis, fyrr en hann var kominn niður að Bátahöfn. Hefði hann verið að bíða eftir vélbát og neytt áfengisins, meðan á Þiðinni stóð. Hefði hann setið í bifreiðinni, meðan hann neytti áfengisins, en ekki gert neina tilraun til að aka henni. Kvaðst hann hafa verið búinn að biðja mann þann, sem sat inni í bifreiðinni hjá honum, að aka henni, vegna þess að hann hefði neytt áfengis, og hefur maður þessi staðfest það. Föstudaginn 30. júní 1967 var lögregluþjónn nr. 2 á eftirlits- ferð um bæinn. Hjá Landsbankanum í Hafnarstræti sá hann bif- reiðina Í 1100 á ferð, og var ákærði við stýri. Vegna þess að honum virtist akstur ákærða óðöruggur, hafði lögregluþjónninn tal af honum. Sá hann ölvunareinkenni á ákærða. Lagði af honum áfengisþef, augun voru rauð og þrútin. Var farið með ákærða í lögregluvarðstofuna, og læknir tók blóðsýnishorn úr honum. Við rannsókn reyndust vera Í því reducerandi efni, sem samsvara 2%, af alkóhóli. Þessi vitni hafa komið í dóm og staðfest vætti sitt með eiði: Guðjón Loftsson skýrði frá því, að ákærði hefði kallað á hann, er hann var staddur niður við Bátahöfn, og beðið sig að tala við sig inni í bifreiðinni Í 1100. Röbbuðu þeir saman nokkra stund, og sat ákærði undir stýri, en enga tilraun gerði hann til að aka. Ákærði bað vitnið að aka sér heim, en hann kvaðst ekki hafa. getað það. Vitnið kvaðst hafa veitt því athygli, að ákærði var nokkuð undir áhrifum áfengis, þegar vitnið settist inn í bílinn, en ekki sá það ákærða neyta áfengis. Vitnið sagði, að ákærði hefði ekki verið inni í bifreiðinni, þegar hann bað vitnið að tala við sig. Vitnið Ólafur Ægir Ólafsson kvaðst hafa séð ákærða aka bif- reiðinni niður að höfn og hefði því sýnzt ákærði vera undir áhrifum áfengis. Ákærði sat kyrr í bifreiðinni, en ekki sá vitnið hann neyta áfengis í henni. Vitnið Sigurður Jósef Gunnar Ólafsson kvaðst hafa séð ákærða 86 aka bifreiðinni niður með Bátahöfn, en ekki geta sagt um það, hvort ákærði var undir áhrifum áfengis. Oddur Oddsson lögregluþjónn kvaðst hafa komið að bifreið- inni Í 1100 niður við Bátahöfn, og sat ákærði undir stýri, greini- lega ölvaður. Var ekið með hann í lögregluvarðstofuna, og tók læknir þar úr honum blóðsýnishorn. Ákærði hefur viðurkennt að hafa verið að drekka áfengi, áður en hann ók bifreiðinni frá verksmiðju sinni í Sundstræti niður að Bátahöfn, en ekki viður- kennt, að hann hafi fundið til áfengisáhrifa, meðan á akstrinum stóð. Önnur einkenni á ákærða voru þau, að andlit var rjótt, þrætugjarn í framkomu, augu vot, rauð og blóðhlaupin, jafnvægi óstöðugt, málfar þvöglulegt og framburður ruglingslegur. Vitnið sagði fyrir dómi, að ákærði hefði verið mikið ölvaður, Þegar hann var handtekinn. Vitnið Kristján Jón Kristjánsson lögregluþjónn kvaðst ásamt Oddi lögregluþjóni hafa komið að bifreiðinni Í 1100 niður við Bátahöfn. Ákærði sat undir stýri og var greinilega undir áhrif- um áfengis. Var ekið með hann í lögregluvarðstofuna, og tók læknir þar úr honum blóðsýnishorn. Ákærði hefur viðurkennt, að hann hafi drukkið áfengi, áður en hann ók bifreiðinni frá verksmiðju sinni við Sundstræti niður að Bátahöfn, en ekki viður- kennt, að hann hafi fundið til áfengisáhrifa meðan á akstrinum stóð. Önnur einkenni á ákærða voru þau, að andlit var rjótt, Þrætugjarn í framkomu, augu vot, rauð og blóðhlaupin, jafnvægi óstöðugt, málfar þvöglulegt og framburður ruglingslegur. Föstudaginn 30. júní 1967 var vitnið á eftirlitsferð um bæinn. Í Hafnarstræti sá það bifreiðina Í 1100, og var ákærði undir stýri. Virtist hann óöruggur við stjórn bifreiðarinnar, og fór vitnið til hans og sá þá, að á honum voru sjáanleg ölvunarein- kenni, lagði af honum áfengisþef, og augun voru rauð og þrútin. Farið var með ákærða í lögregluvarðstofuna, og þurfti að beita hann valdi, sakir þess að hann vildi ekki fara þar inn. Læknir tók blóðsýnishorn úr ákærða, og reyndust við rannsókn vera Í því reducerandi efni, er samsvara 2.00%, af alkóhóli. Önnur einkenni á ákærða við handtökuna voru þau, að áfengis- þefur af andliti var talsverður, litarháttur eðlilegur, framkoma var kurteis og æst, augu vot og rauð, jafnvægi stöðugt, málfar skýrt og framburður greinargóður. Vitnið sagði fyrir dómi, að ákærði hefði verið sjáanlega ölvaður. Vitnið Geir Elvar Bærings- son kvaðst ekki hafa séð ákærða neyta áfengis, áður en lagt var á stað, en það var farþegi í bifreiðinni, er lögreglan handtók 87 ákærða og ók henni að lögregluvarðstofunni. Það kvaðst ekki hafa veitt því sérstaka athygli, að áfengisþef legði af ákærða, og ekki tekið eftir því, hvort hann var undir áhrifum áfengis. Það kvaðst hafa verið starfsmaður ákærða og vitað til þess, að hann neytti oft áfengis og þess vegna hafa verið hætt að veita því sérstaka atygli, í hvernig ástandi ákærði var. Ákærði hefur haldið því fram, að taka hans við Bátahöfnina hafi verið byggð á röngum forsendum. Hann kvaðst ekki hafa verið búinn að neyta áfengis, áður en hann ók niður að Bátahöfn 23. apríl 1967, og sé einhver misskilningur í skýrslu lögreglunnar um það, að hann hafi viðurkennt að hafa verið að drykkju í verksmiðjunni, áður en hann lagði af stað. Hins vegar kvaðst hann hafa drukkið áfengi í bílnum niður við Bátahöfnina, en þar kvaðst hann hafa beðið um hálfa klukkustund til þrjá stundar- fjórðunga. Ætlun hans hafi verið að hreyfa ekki bifreiðina sjálfur eftir það. Þá hefur hann haldið því fram, að 30. júní 1967 hafi hann alls ekki verið undir áhrifum áfengis, þegar lögreglan stanzaði hann og lét taka úr honum blóðsýnishorn. Hljóti að hafa orðið einhver ruglingur með blóðið eða alkóhólrannsóknin röng. Kvaðst hann ekki hafa neytt neins áfengis. Hann vakti athygli á því ósam- ræmi milli niðurstöðu blóðrannsóknar og lögregluskýrslu, að jafnvægi væri stöðugt og málfar skýrt, en 2.00%, alkóhólmagn í blóði. Ákærði krafðist algerrar sýknu. Samkvæmt upphaflegum upplýsingum ákærða og skýrslu lög- reglunnar hefur liðið um fjórðungur stundar, frá því að ákærði ók frá rækjuverksmiðjunni í Sundstræti og þangað til lögreglu- þjónarnir komu niður að Bátahöfn að bifreið ákærða. Eins og áður greinir, fundust í blóði ákærða, sem tekið var úr honum 23. apríl, reducerandi efni, sem samsvara 1.90%0 af alkó- hóli, en 2.00% í blóði því, er tekið var úr honum 30. júní. Ákærði hefur ekki gert sennilegt, að mistök hafi orðið við rannsókn á blóðsýnishorni, sem tekið var úr honum 30. júní, þó að nokkurt misræmi virðist milli útlitslýsingar og niðurstöðu blóðrannsóknar. Með gögnum þeim, sem fram eru komin í málinu, verður að telja í ljós leitt, að ákærði hafi verið með áfengisáhrifum, er hann ók bifreið sinni í umræðd skipti, enda verður ekki tekið mark á breytingum ákærða á framburði hans um vínnautn hans fyrir þessum dómi 24. maí 1967 frá því, sem hann viðurkenndi fyrir lögreglumönnunum 23. apríl s. á., og yfirlýsingu hans um það, 88 að hann hafi fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Hefur ákærði með þessu atferli brotið gegn lagaákvæðum þeim, sem greind eru í ákæruskjali, 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958, nú sömu gr. umferðarlaga nr. 40/1968, og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Refsing ákærða fyrir þetta atferli þykir hæfilega ákveðin með tilliti til lagafyrirmæla um ítrekunaráhrif 15 daga varðhald. Þá ber að svipta hann ökuleyfi ævilangt samkvæmt 81. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, nú 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Ákærði afhenti öku- skýrteini sitt nr. 970 30. júní 1967 í dóminum. Dráttur hefur orðið á að ljúka málinu, sakir þess að ekki náðist til ákærða, er var fjarverandi mánuðum saman, og vegna anna dómarans. Dómsorð: Ákærði, Ole Nordman Olsen, sæti varðhaldi í 15 daga. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 22, janúar 1969. Nr. 233/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Eyþóri Magnúsi Kjartanssyni (Sveinbjörn Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Framhaldsrannsókn hefur verið háð í málinu eftir upp- sögu héraðsdóms. Lögreglumennirnir Björn H. Björnsson og Helgi Daniels- 89 son, sem á eftirlitsferð í lögreglubifreið veittuathygli akstri ákærða og stöðvuðu hann, hafa staðfest skýrslur sinar um sakarefni. Þá hefur Brandur Fróði Einarsson lögreglumaður borið um athuganir sínar á skemmdum, sem bifreið ákærða, M 852, olli á bifreiðinni E 678. Loks hefur eigandi síðar- nefndu bifreiðarinnar, Ingvar Þorleifsson verzlunarmaður, lýst akstri ákærða, árekstri bifreiðanna og spjöllum á bif- reiðinni E 678. Skýrslur þessar, sem koma heim við atvika- lýsingu héraðsdóms, hafa nefnd vitni staðfest með eiði. Háttsemi ákærða varðar við lagaboð þau, sem í ákæru greinir, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin varðhald 10 daga. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og málskostn- að ber að staðfesta. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, kr. 8.000.00. Það athugast, að í héraðsdómi er ákærða mælt sektar- refsing, enda þótt brot hans sé þar réttilega fært til 4. mgr. 25. gr. laga nr. 26/1958. Dómsorð: Ákærði, Eyþór Magnús Kjartansson, sæti varðhaldi 10 daga. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuleyfis og máls- kostnað eru staðfest. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, Sveinbjörns Jónssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 17. október 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 15. maí s.l., hefur saksóknari ríkis- ins höfðað með ákæru, útgefinni 22. apríl s.l., á hendur Eyþóri Magnúsi Kjartanssyni, Lækjarkoti, Borgarhreppi, Mýrasýslu, fyrir 90 að aka laugardaginn 27. janúar 1968 undir áhrifum áfengis og án þess að hafa meðferðis ökuskírteini sitt bifreiðinni M 852 frá heimili sínu, Lækjarkoti, Borgarhreppi, sem leið liggur til Akraness og síðan víðsvegar um götur þar í bænum, m. a. um Skólabraut, þar sem ákærði ók utan í bifreiðina E 678 vegna gáleysislegs og of hraðs aksturs miðað við aðstæður, er hann ók fram úr henni á mótum Skólabrautar og Kirkjubrautar, og síðan áfram án þess að sinna frekar um óhappið, þar til lögreglunni tókst að stöðva ákærða á Skagabraut. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr., 1. og 2. mgr. 41. gr. og 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 7. maí 1946 að Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Hann hefur ekki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Málsatvik eru þessi: Um kl. 2230 laugardaginn 27. janúar 1968 veittu tveir lög- reglumenn á Akranesi, sem voru á eftirlitsferð, athygli ljósri Volkswagen-bifreið með skrásetningareinkenninu M 852, þar sem henni var ekið á allmiklum hraða vestur Kirkjubraut þar í bæ og öfugu megin umferðareyju, sem skiptir akreinunum gegnt gatnamótum Skagabrautar. Veittu þeir bifreið þessari eftirför og sáu hana aka á miklum hraða fram úr annarri bifreið í beygju á mótum Kirkjubrautar og Skólabrautar, og virtist þeim öku- maður M 852 missa þar vald á bifreiðinni, því að hún rann að nokkru út á hlið með þeim afleiðingum, að hún lenti utan í bif- reiðinni E 678, sem var á leið niður Kirkjubraut í sömu aksturs- stefnu og M 852, sem ók óhikað áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Við áreksturinn beyglaðist bæði hægra frambretti og stuðari E 678. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn þessir bifreiðina M 852 á Skagabraut. Ökumaður hennar reyndist vera ákærði. Hann hafði ekki ökuskírteini sitt né önnur skilríki meðferðis. Þar sem lögreglumennirnir töldu ákærða sjáanlega undir áhrifum áfengis, færðu þeir hann til blóðtöku. Með ákærða var farþegi, Haukur bróðir hans, sem var einnig drukkinn. an Lögreglumenn, sem skoðuðu bifreiðina M 852 umrætt sinn, fundu skemmd á afturbretti hennar vinstra megin, sem virtist koma heim og saman við skemmdirnar á bifreiðinni E 678. Við yfirheyrslu hjá lögregluvarðstjóra viðurkenndi ákærði ekki að hafa neytt áfengis fyrir aksturinn eða við hann umrætt sinn. Hins vegar leiðrétti ákærði þann framburð fyrir rétti 18. marz s.l. og játaði þá að hafa neytt áfengis fram að hádegi aksturs- daginn, en kvaðst alls ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn greint sinn. Vitnið Björn H. Björnsson lögregluvarðstjóri, sem handtók ákærða, ber hins vegar, að ákærði hafi sjáanlega verið undir áhrifum áfengis, þegar lögreglumennirnir komu að honum undir stýri bifreiðarinnar M 852 eftir að hafa veitt henni eftirför um götur á Akranesi. Niðurstaða alkóhólrannsóknar á blóðsýnishorni úr ákærða var sú, að í því voru reducerandi efni, er samsvara 1.72%, af alkóhóli, en samkvæmt dskj. nr. 5 var blóðsýnishorn tekið úr ákærða kl. 2325, eða u. þ. b. hálfri klukkustund eftir handtöku hans. Þá er enn fremur tilgreint í skýrslu varðstjóra á dskj. nr. 4, að talsverður áfengisþefur hafi verið af andardrætti ákærða, jafnvægi hans óstöðugt og málfar þvöglulegt. Samkvæmt eigin játningu ákærða um áfengisneyzlu sína, af niðurstöðu alkóhólrannsóknar og skýrslum löggæzlumanna þykir sannað, að ákærði hafi gerzt sekur um háttsemi þá, sem hann er borinn í ákæru, og er brot hans rétt heimfært þar til refsi- ákvæða. Með hliðsjón af öðru því, sem fram hefur komið í mál- inu, þykir sannað, að ákærði hafi enn fremur ekið utan Í bif- reiðina E 678 vegna gáleysislegs og of hraðs aksturs miðað við aðstæður greint sinn. Þrátt fyrir gagnstæðan framburð ákærða fyrir rétti 18. marz s.l. þykja gögn málsins og af þeim leiddar sterkar líkur jafngilda sönnun þess, að ákærði hafi gegn betri vitund ekið brott af árekstrarvettvangi án þess að sinna lög- skyldum sínum. Eru þessi brot hans rétt heimfærð til refslákvæða í ákæru. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af efnahag söku- nauts þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 2.500.00 sekt í ríkissjóð, og komi 8 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga ber að svipta ákærða ökuleyfi í 1 ár frá birtingu dómsins að telja að frádreg- 92 inni 2 mánaða bráðabirgðasviptingu hans frá 15. maí til 15. júlí s.l. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Þorvaldur G. Einarsson fulltrúi kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Eyþór Magnús Kjartansson, Lækjarkoti, Borgar- hreppi, Mýrasýslu, greiði 2.500.00 króna sekt í ríkissjóð, og komi 8 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 1 ár að frádreginni tveggja mánaða bráðabirgðasviptingu. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 27. janúar 1969. Nr. 143/1968. Sigrun Karin Holdal (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). gegn Pétri G. Jónssyni (Benedikt Blöndal hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kaupgjald. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. ágúst 1968, krefst þess, að stefnda verði dæmt að greiða henni kr. 325.668.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Vangoldin laun áfrýjanda fyrir störf, er í málinu greinir, þykja hæfilega ákveðin kr. 120.000.00. Ber stefnda að greiða þá fjárhæð ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðslu- dags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 46.000.00. gr Dómsorð: Stefndi, Pétur G. Jónsson, greiði áfrýjanda, Sigrun Karin Holdal, kr. 120.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 46.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júní 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 6. þ. m., hefur Sigrun Karin Holdal, til heimilis að Túngötu 42, Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 3. nóvember 1967, á hendur Pétri G. Jónssyni, Goðheimum 6, Reykjavík, til greiðslu ráðskonukaups að fjárhæð kr. 325.668.00 með 8% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur látið sækja þing í málinu, og lögð hefur verið fram greinargerð af hans hálfu. Í þeirri greinargerð gerir stefndi þær kröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skað- lausu. Málavextir eru þeir að sögn stefnanda, að á tímabilinu frá 1. nóvember 1960 til 10. janúar 1966 var hún starfandi sem ráðs- kona á heimili stefnda, þá til heimilis fyrst að Eskihlíð 33 og síðan að Goðheimum 6, Reykjavík. Kveðst stefnandi hafa annazt öll venjuleg ráðskonustörf á heimilinu, sem verið hafi mjög um- svifamikil, enda hafi stefndi á umræddu tímabili og sé enn for- stjóri fyrir stóru fyrirtæki hér í borg, Véltækni h/f. Með stefnda eignaðist stefnandi tvö börn, Sunnevu, fædda 10. júlí 1962, og Steinunni, fædda 23. nóvember 1963. Ól stefndi önn fyrir börnunum að sínum hluta, á meðan stefnandi dvaldist á heimili hans, eða til 10. janúar 1966, en síðan hefur stefndi greitt meðalmeðlag með börnunum frá 1. febrúar 1966. Stefnandi hefur borið fyrir réttinum, að hún hafi annazt venju- leg húsmóðurstörf á heimili stefnda, meðan hún bjó með honum, svo sem matseld, þvotta, ræstingu íbúðar og þjónustu. Sagði stefn- andi, að á sambýlistíma þeirra hefði ekki verið um aðkeypta heimilishjálp að ræða, en hins vegar muni hafa verið sent í Þvottahús einu eða tvisvar sinnum, meðan hún hafi verið lasin vegna barnsburðar. 94 Stefnandi hefur borið, að þegar hún hóf störf hjá stefnda, hafi verið lauslega um það rætt þeirra í milli, að stefndi mundi greiða henni kr. 2.000.00 á mánuði í kaup. Aldrei hafi þó verið endan- lega frá þessu gengið og um reglulegar kaupgreiðslur af hendi stefnda til stefnanda hafi ekki verið að næða. Hins vegar sagði stefnandi, að stefndi hefði látið henni í té fé til persónulegra þarfa, þegar hún hafi þurft á því að halda. Ekki gat stefnandi greint frá því, hversu mikið fé hér hefði samtals verið um að ræða á sambýlistíma þeirra, enda kvaðst hún ekki hafa haldið bókhald um þessar greiðslur. Hún kvað stefnda hafa á sambýlis- tíma þeirra gefið sér saumavél og strauvél, og kvaðst hún hafa haldið þessum munum, þegar sambúð þeirra slitnaði. Enn fremur tók stefnandi fram, að stefndi hefði gefið henni einhvern fatnað á sambýlistímanum, og mundi sérstaklega eftir í því sambandi tveim kjólum og kápu. Hún kvað stefnda aldrei hafa gefið sér skartgripi á sambýlistíma þeirra og kvaðst ekki muna eftir fleiri gjöfum frá stefnda en að ofan greinir. Lögmaður stefnanda hefur fengið Þóri Bergsson, cand. act., til þess að reikna út verðmæti ráðskonukaups stefnanda fyrir fram- angreint tímabil. Miðar tryggingafræðingurinn við, að ráðskonu- kaup hafi breytzt á sama hátt og mánaðarkaup kvenna samkvæmt Iðjutaxta. Jafnframt notar hann við útreikninginn innlánsvexti af venjulegum sparisjóðsbókum. Út frá þessu hefur trygginga- fræðingurinn fundið út tvær formúlur, þar sem annars vegar er gert ráð fyrir meðalheimili allan tímann, en þá fékkst eftir- farandi formúla fyrir verðmæti kaupsins pr. 1. júlí 1967: 1. Verðmæti kaups sama sem 12 X L X 3.877.00. Sé hins vegar gert ráð fyrir að mánaðarkaupið hafi verið hálft L, meðan heimilið var barnlaust, og % L með eitt barn, þá fæst þessi formúla: 2. Verðmæti kaups sama sem 12 X L X 3.306.00. L í formúlum þessum táknar laun stefnanda í krónutölu á mánuði á núverandi kauplagi. Er þá eftir að ákveða, hvaða mán- aðarlaun á núgildandi kauplagi beri að leggja til grundvallar svo og við hvora formúluna á að miða. Í stefnu miðar stefnandi kröfu sína við það, að mánaðarlaunin séu í dag kr. 7.000.00 auk fæðis og húsnæðis. Telur stefnandi, að hér sé um sízt of háa fjárhæð að ræða bæði með tilliti til verð- lags svo og launa annarra stétta í dag, t. d. hjá Iðju. Stefnandi miðar einnig kröfu sína við fyrri formúluna, þar sem hún telur, 95 að sú formúla gefi sannari og réttlátari mynd af starfi því, sem hún innti af hendi á heimili stefnda, enda sé alls ekki einhlítt að miða eingöngu við barnafjölda til að dæma um starfsmagn, sem hvíli á ráðskonu. Þar komi einnig til greina íbúðarstærð, atvinna heimilisföður o. fl. Samkvæmt þessu er stefnukrafan reiknuð út á eftirfarandi hátt: 12 X 7.000.00 X 3.877.00 == 325.668.00. Með bréfi, dags. 13. október 1967, krafði lögmaður stefnanda stefnda um greiðslu ofangreindrar fjárhæðar. Í kröfubréfi þessu er þess vænzt, að fjárhæð þessi verði greidd fyrir 25. október 1967 eða samið um greiðslu hennar. Þar sem svar hafi eigi borizt frá stefnda við kröfubréfi þessu, kveður stefnandi sér nauðsyn að höfða mál þetta á hendur stefnda til innheimtu kröfu sinnar. Svo sem fyrr er getið, hefur verið lögð fram greinargerð í máli þessu af hálfu stefnda. Þegar þingað var í málinu hinn 6. þ. m. og stefnandi kom fyrir réttinn til skýrslugjafar, var hins vegar ekki sótt þing af hálfu stefnda. Hafði lögmanni hans þó verið tilkynnt um réttarhald þetta með venjulegum hætti, en ekki boðað forföll. Er stefnandi hafði gefið aðiljaskýrslu sína fyrir réttinum, sem rakin hefur verið hér að framan, krafðist lögmaður hennar þess, að málið yrði tekið til dóms. Var málið því dóm- tekið samkvæmt kröfu lögmanns stefnanda. Vegna útivistar af hálfu stefnda í nefndu réttarhaldi er mál þetta því flutt skriflega samkvæmt 2. mgr. 118. gr. laga nr. 85/ 1936. Í greinargerð þeirri, sem lögð hefur verið fram af hálfu stefnda í málinu, er sýknukrafa hans studd þeim rökum, að stefnandi hafi fengið fé til heimilishalds og eigin þarfa úr hendi stefnda, meðan á sambúð þeirra hafi staðið. Hafi stefndi séð um heimilið fjárhagslega að öllu leyti. Kröfu stefnanda nú um ráðskonukaup mótmælir stefndi, enda hafi stefnandi ekki verið ráðskona hjá stefnda, heldur sambýliskona hans. Sérstaklega mótmælir stefndi framangreindum útreikningi tryggingafræðingsins sem röngum og óstaðfestum og máli þessu óviðkomandi. Fallast verður á það með stefnanda, að hún eigi rétt á launum fyrir störf sín í þágu heimilis hennar og stefnda á samvistartím- anum. Hins vegar þykir eigi unnt að leggja útreikning trygginga- fræðingsins til grundvallar við ákvörðun á þessum launum til handa stefnanda vegna þeirrar dómvenju, sem myndazt hefur hér á landi í slíkum málum sem þessum. (Sbr. t. d. Hæstaréttar- 96 dóma, í 25. bindi, bls. 577, í 34. bindi, bls. 41, og í 35. bindi, bls. 843. Enn fremur má nefna dóma bæjarþings Reykjavíkur, upp- kveðna 15. júlí 1965 og 3. september 1965). Þegar þetta er haft í huga, þykir launakrafa stefnanda eftir öllum atvikum hæfilega ákveðin kr. 70.000.00. Verður stefndi dæmdur til að greiða þá fjárhæð ásamt vöxtum, er þykja hæti- lega ákveðnir 7% ársvextir frá 1. júlí 1967 til greiðsludags. Eftir þessum málalokum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 14.500.00. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Pétur G. Jónsson, greiði stefnanda, Sigrun Karin Holdal, kr. 70.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda kr. 14.500.00 í máls- kostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Nr. 195/1967: Föstudaginn 31. janúar 1969. Dánarbú Helgu Hafsteinsdóttur (Benedikt Blöndal hrl.) Segn Bernhard Petersen h/f (Guðmundur Pétursson hrl). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Helga Hafsteinsdóttir áfrýjaði máli þessu með stefnu 11. desember 1967. Hún andaðist 13. júní 1968, og hefur dánar- bú hennar tekið við aðild málsins. 97 Áfrýjandi gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 100.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá Í. marz 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, 7% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1965 og 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags svo og málskostnaði í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Eins og í héraðsdómi greinir, varð slys það, sem mál þetta er af risið, hinn 3. marz 1952 með þeim hætti, að Helga heitin Hafsteinsdóttir, þá sjö ára að aldri, á leið sinni norður yfir Hringbraut í Reykjavík rakst á vörubifreiðina R 1880, sem ekið var austur nyrðri akbraut Hringbrautar og nálgaðist vegamót hennar og Hofsvallagötu. Á suðurjaðri nefndrar akbrautar stóðu bifreiðar. Á milli þeirra hafði Helga heitin hlaupið inn á akbrautina. Lenti hún á bifreiðinni, féll í göt- una og hlaut lemstur, sem krafizt er bóta fyrir og síðar greinir. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík tók þegar eftir slysið hinn 3. marz 1952 skýrslu af Friðriki Jónssyni, er ók bif- reiðinni, og er sú skýrsla svohljóðandi: „Ég hætti vinnu laust fyrir kl. 1200 í dag, en ég vinn í lýsisstöð, sem er til húsa að Sólvallagötu 80. Lýsisstöð þessi á vörubifreiðina R 1880. Ég ók bifreið þessari oft og fer heim á henni í mat. Ég lagði því af stað frá stöð þessari um kl. 1200 á áðurnefndri bifreið, og voru þrir vinnufélagar mínir með mér, og eru nöfn þeirra í skýrslu lögreglunnar. Einn þessara manna sat við hlið mér í stýrishúsinu, en hinir tveir stóðu á vörupalli fram við stýrishúsið. Bifreiðin er með vinstri handar stýri, og er hún öll í fyllsta lagi. Ég ók austur Hringbraut á alls ekki yfir 20 kílómetra hraða, miðað við klukkustund, og ók ég á miðjum vegi, því klaka- hryggur lá við gangstéttina vinstra megin við bifreið mína. Er ég var kominn rétt að satnamótum Hofsvallagötu, þá heyrði ég, að mennirnir á vörupallinum börðu í þak stýris- hússins, og þá hemlaði ég og beygði til vinstri og stöðvaði bifreið mína í þeirri stöðu, sem uppdrátturinn sýnir. Ég fór strax út úr bifreiðinni, eða um leið og hún stöðv- 7 98 aðist, og sá ég þá, að annar mannanna af vörupallinum var kominn að ungri telpu, sem lá á götunni fyrir aftan bifreið- ina. Ég fór þá einnig að telpunni, en hún vildi standa upp, en félagi minn hélt henni niðri og bað hana að liggja kyrr. Telpan lá langsum á götunni með fæturna í austur, en höf- uðið í vestur, og lá hún á bakinu. Gerðar voru strax ráð- stafanir til að tilkynna lögreglunni um þetta, og kom lög- reglan og sjúkrabifreið á staðinn. Ég heyrði það á tali vinnufélaga minna, að telpan hefði hlaupið út á götuna milli tveggja bifreiða, er stóðu á hægri vegjaðri við stykkið, sem skifti brautinni. Ég sá telpuna ekki, fyrr en eftir að ég kom út úr bifreiðinni, en eftir því sem vinnufélagar mínir sögðu, þá hafði telpan hlaupið á bif- reiðina og lent á hægri hlið vörupallsins, en nánar get ég ekki um það sagt. Ég varð ekki var, að bifreiðin eða hjól hennar færu yfir neitt, er ég ók þarna, og því þykir mér ósennilegt, að telpan hafi orðið fyrir hjólum bifreiðarinnar. Telpan var með meðvitund og kannaðist strax við móður sína, er hún kom þarna að. Ef mennirnir á vörupallinum hefðu ekki bankað í stýris- húsið, þá hefði ég ekki haft hugmynd um slys þetta. Ég var í alla staði vel á mig kominn, er ég ók bifreið minni í umrætt skipti, og beindi allri athygli minni að akstrinum og veginum framundan. Engin bifreið var á undan mér, er þetta skeði, eða það nálægt, að ég tæki eftir því. Telpan lá þannig á götunni, að hún virtist liggja í eða við hjólfarið eftir hægra hjól bifreiðarinnar. Lögreglumenn þeir, sem komu á staðinn, reyndu ástand bifreiðarinnar, og töldu þeir hana í fyllsta lagi. Ég hef séð uppdrátt lögreglunnar og skýrsluna, og er það hvort tveggja rétt. Frekari upplýsingar get ég ekki gefið í máli þessu“. Aðrar skýrslur hafa ekki komið fram í málinu af hendi ökumannsins. Er vörubifreiðin R 1880 nálgaðist hinar kyrrstæðu bif- reiðar og var ekið fram hjá þeim, bar ökumanninum að gæta ýtrustu varkárni og huga m. a. eftir föngum að um- 99 ferð af syðri akbraut Hringbrautar norður í milli bifreið- anna, enda jafnan hætta á vangæzlu vegfarenda við slíkar aðstæður, einkum ef í hlut eiga börn eða unglingar. Af skýrslu ökumannsins, sem rakin var, eða öðrum gögnum málsins verður ekki ráðið, að hann hafi að þessu leyti sýnt fulla aðgæzlu, heldur bendir það, sem rannsóknarlögreglan hefur skráð eftir honum, frekar í þá átt, að athygli hans hafi einvörðungu beinzt að „veginum framundan“. Sam- kvæmt þessu ber að fella ábyrgð á tjóni af slysinu að hluta á stefnda, sbr. 1. mgr. 34. gr. laga nr. 23/1941, er í gildi voru, þá er slysið varð. Ferð Helgu heitinnar, er slysið bar að höndum, var mjög sálausleg. Er og af þeim sökum af hendi áfrýjanda játað ábyrgð á tjóni á slysinu að % hlutum. Þegar virt eru öll atvik að slysinu, þykir rétt, að áfrýjandi beri tjónið að % hlutum, en stefndi bæti það að % hluta. Lemstur Helgu heitinnar reyndust mjög alvarlegs eðlis. Hún leitaði læknishjálpar og dvaldist í sjúkrahúsum heima og erlendis. Páll tryggingayfirlæknir Sigurðsson mat örorku hennar. Sjúkrasaga hennar er ýtarlega rakin í skýrslu yfir- læknisins, sem dagsett er 8. júlí 1963, og segir þar m. a.: „Það liggur fyrir læknisvottorð frá Friðriki Einarssyni yfirlækni, dags. 9. 3. 1952, en telpan var lögð á Landspital- ann samdægurs, og er vottorðið svohljóðandi: „Þann 3. marz 1952, um kl. 12%, var komið á Landspítal- ann með Helgu Hafsteinsdóttur, sem sögð er fædd 30/1 1945... Við skoðun fannst höfuðkúpubrot ofan og aftan við vinstra eyra. Var þar brotið allstórt stykki og því þrýst inn á við. Litils háttar blæddi úr annarri nösinni. Fleiður fannst ofan við bæði hné, á vinstri mjöðm og hægri rasskinn. Rétt eftir komu missti sjúklingurinn meðvitund, en rakn- aði við eftir nokkrar mínútur. Síðan engin yfirlið. Fyrstu dagana var hún nokkuð dauf og syfjuleg, kvartaði um höfuðverk og kastaði upp við og við. Síðan hefur líðan farið dagbatnandi, og nú eru engar kvartanir. 100 Höfuðkúpubrotið verður látið gróa, eins og það er nú, þótt það sé ekki í réttum skorðum, því að hætta getur verið á að hreyfa við því. Hins vegar er ekki hægt að segja um, nema það kunni að valda óþægindum seinna í lífinu og krefjist þá aðgerðar“. Samkvæmt vottorði frá próf. Snorra Hallgrímssyni, 20/1 1956, þá hefur telpan verið nokkuð frisk 6—8 mánuði fyrst eftir slysið, en eftir það fór að bera á óþægindum frá höfði, og skoðun leiddi í ljós, að beingarður hafði myndazt innan á höfuðkúpunni í brotstaðnum, og var hann talinn þrýsta á heilann, en vottorð próf. Snorra frá 20/1 1956 er svo- hljóðandi: „Helga Hafsteinsdóttir, f. 30/1 1945, til heimilis að Hring- braut 90, Reykjavík, vistaðist á IV. deild Landspitalans hinn 3/3 1952 vegna meiðsla, er hún hafði hlotið samdægurs. Að sögn hafði hún hlotið meiðslin á þann hátt, að er hún var að hlaupa út á götu milli tveggja bíla, er stóðu við gangstétt- ina, þá hafi hún hlaupið á pall vörubifreiðar, sem ók framhjá. Hún mun hafa verið flutt, strax eftir að slysið vildi til, á IV. deild Landspítalans og kom þangað kl. 12.15. Ekki er vitað, hvort hún hafi misst meðvitund við höggið, sem hún fékk. Við komuna var hún með fullri meðvitund, en frekar sljó- leg og hreyfði sig lítið. Hún kvartaði um verki í vinstri mjöðm. Aftan og ofan við vinstra eyra var hörð kúla í hársverðinum, um 3 X 3 X 2 em að stærð. Nokkur eymsli voru á þessu svæði. Lítið eitt blæddi úr vinstri nös. Á vinstra kinnbeini var smáfleiður, þá var og smáfleiður á hægri rasskinn, vinstri mjöðm og ofan við vinstra eyra, og hafði kúlan dældast lítið eitt inn á við. Skömmu eftir komuna fór að siga höfgi á sjúkling, og var hún að mestu meðvitundarlaus í klukkutíma. Eftir það fór hún að hressast, en kastaði nokkru síðar upp, og voru uppköstin blóði blandin, sennilega vegna blæðingarinnar úr vinstri nös. Fyrstu 2—3 dagana eftir komuna kastaði hún nokkrum sinnum upp, en leið að öðru leyti vel og var vel hress. Hún 101 útskrifaðist á ellefta degi eftir komuna og var þá vel hress. Stúlkan var til athugunar hjá undirrituðum í april s.l. Móðirin upplýsti, að fyrstu 6—8 mán. eftir slysið hafi stúlkan verið vel frísk, en úr því fór að bera á óþægindum frá höfði, sem lýstu sér með svima og að henni sortnaði fyrir augum, og stundum fannst stúlkunni eins og liði yfir hana augna- blik. Skoðun leiddi í ljós, að beingarður hafði myndazt innan á höfuðkúpunni á brotstaðnum aftan og ofan við vinstra eyra, og var augljóst, að sá beingarður þrýsti á heilann. Þar eð líklegt þótti, að óþægindi sjúklings stöfuðu af þessum breytingum á höfuðkúpunni, var stúlkan send til sérfræðings í heilaskurðaðgerðum til skoðunar og aðgerðar. Hún var tekin inn á Rigshospitalets neurokirurgiskafdeling, Köbenhavn, 15/5 1955“. Eins og kemur fram í vottorði próf. Snorra, þá var telpan send á taugaskurðdeild í Kaupmannahöfn, og það liggur fyrir afrit af læknabréfi þaðan, en þar lá hún frá 15/5—1/6 1955, og er sjúkdómsgreining deildarinnar meningo cerebral cicatrice, depressionsfractur, og á deildinni er gerð excision og knogleplastik ... Það liggur fyrir vottorð frá Gunnari Guðmundssyni, sér- fræðingi í taugasjúkdómum, dags. 14/3 1962, og er það svo- hljóðandi: „Helga Hafsteinsdóttir ... hefur verið hjá mér til rann- sóknar vegna afleiðinga slyss, er hún varð fyrir 1952... Eftir að sjúklingur kom heim af Landspitalanum, var hún óþægindalaus a. ö. 1. en því, að hún hafði mjög þrálátan höfuðverk. Er hún var 10 ára, fór hún að detta niður og missa meðvitund, en ekki bar þó á neinum krömpum hjá henni. Mun hún hafa fengið nokkur slík köst ... Síðan hún var ópereruð í Kaupmannahöfn, hefur hún fengið allslæm höfuðverkjaköst. Heyrn á vinstra eyra er nánast upphafin. Sjúklingur hefur um lengri tíma fengið eins og óróleika- köst, og er skapgerð hennar mjög erfið og fer versnandi. Þolir hún að sögn mjög illa allan hávaða og er mjög eirðar- 102 laus. Vegna skapbrestanna hefur hún verið um tíma á heimili á vegum barnaverndarnefndar. Skoðun: Við skoðun er sjúklingur mjög óróleg, greinilega óeðlilega „irriteruð“. Nn. kranialis: Heyrn er mjög mikið minnkuð á vinstra eyra. A. ö. L eru heilataugar eðlilegar. Motorik: Tonus, trofik, krafta, reflexar eðlil. Babinski negat. blat. Koordination: Eðlileg. Ronberg negat. Sensibilitet: Eðll. Sfinterfunktion: Eðlil. Blóðþr.: 140/80. Eeg.: 6/9 1961: „„... Grunsamlegt um epilepsi“. Álit: Sjúklingur hefur fengið slæman höfuðáverka með contusio cerebri, og verð ég að telja, að heyrnartapið á vinstra eyra, breytingar á heilalinuritinu, höfuðverkjaköstin svo og skapgerðarbreytingarnar séu afleiðingar þess. Ósennilegt tel ég, að hún lagist neitt að ráði úr þessu, og tel ég því ástandið, eins og það er nú, nánast varanlegt“. Stúlkan kom til skoðunar og viðtals hjá undirrituðum 6/6 1963. Aðspurð kveðst hún hafa verið í barnaskóla og tvo vetur í kvennaskóla, en s.l. vetur var hún í skóla í Dan- mörku. Vinnur nú sem starfsstúlka á hóteli í vaktavinnu. Kveðst ekki nota nein lyf. Kvartar um, að hún hafi stöð- ugan höfuðverk. Kvartar einnig um, að hún þoli illa að vera úti í sól og í roki. Aðspurð kveðst hún hafa reykt í síðustu 5 ár og reykir nú að staðaldri 1 pakka á dag og hefur gert það undanfarið ár. Skoðun: Stúlkan kemur eðlilega fyrir. Svarar spurningum hiklaust og af skynsemi. Við skoðun er ekkert athugavert að finna nema vel gróið ör á höfði og annað á læri eftir aðgerðir, sem nefndar hafa verið í vottorðum. Auk þeirra vottorða, er fyrr getur, þá liggur fyrir vottorð frá Eyþóri Gunnarssyni, sérfræðingi í háls-, nef- og eyrna- sjúkdómum, dags. 14/6 1963: „Hef í dag rannsakað Helgu Hafsteinsdóttur ... Hún hlaut höfuðkúpubrot fyrir ca. 11 árum. Var fjórum árum seinna gerður uppskurður á höfði í Kaupmannahöfn vegna 103 afleiðinga slyssins. Eftir það fór að bera á versnandi heyrn á vinstra eyra. Við rannsókn í dag reyndist heyrnin eðlileg á hægra eyra, en á vinstra eyra nokkurt heyrnartap. Heyrir hvísl ca. 1 m. Ekki virðist um verulega skemmd á heyrnar- tauginni að ræða, heldur leiðsluitruflun, (heyrir illa lága tóna). Mér er ekki unnt að segja til um, hvort þetta heyrnar- tap er afleiðing operationarinnar eða byrjandi otosclerosis. (Móðir hennar hefur haft otosclerosis). Væri rétt að fylgj- ast með heyrninni síðar“. Ályktun: Hér er um að ræða 18 ára gamla stúlku, sem varð fyrir bíl, er hún var 7 ára gömul, og hlaut brot á höfuðkúpu, Er fram liðu stundir, myndaðist beingarður á brotstaðnum, og olli hann þvi, að gera varð aðgerð á tauga- skurðdeild í Kaupmannahöfn rúmum 3 árum eftir slysið. Sérfræðingur í taugasjúkdómum, sem skoðað hefur stúlk- una, telur, að hún hafi vafalaust fengið slæman höfuðáverka með heilamari. Hann telur heyrnartapið á vinstra eyra, breyt- ingar á heilalínuriti, höfuðverkjaköst og skapgerðarbreyt- ingar afleiðingar slyssins. Hann telur ekki, að stúlkunni muni batna neitt að ráði héðan af. Af þessum sökum verður að meta stúlkunni örorku vegna slyssins 3. marz 1952, og tel ég eðlilegast að meta henni varanlega örorku frá 16 ára aldri 25%“. Þórir Bergsson tryggingafræðingur mat hinn 27. apríl 1964 tjón Helgu heitinnar vegna örorku hennar. Hann áætlaði vinnutekjur með hliðsjón af kauptöxtum Iðju, félags verk- smiðjufólks, þannig að laun á 16. og 17. aldursári eru miðuð við unglingataxta félagsins, en laun á 18. aldursári talin 80% af kvennakaupi, sem síðan er hækkað um 5% árlega til 22 ára aldurs og jafnframt litið til launahækkana sam- kvæmt úrskurði launajafnaðarnefndar. Þá er miðað við 7% ársvexti, dánarlíkur íslenzkra kvenna samkvæmt reynslu ár- anna 1941—-1950 og líkur fyrir starfsorkumissi eftir sænskri reynslu, en ekkert dregið frá vegna opinberra gjalda. Þegar síðan er gert ráð fyrir, að tjónið sé sami hundraðshluti áætl- aðra vinnutekna sem orkutjónið, þ. e. 25%, telst það á 15 ára afmælisdegi Helgu heitinnar, 30. janúar 1960, nema kr. 104 241.367.00, sé einungis reiknað með dagvinnu, en kr. 277.425.00, sé gert ráð fyrir 5 eftirvinnutímum á viku. Tryggingafræðingurinn áætlaði hinn 16. september 1965 tjónið af nýju á sama grundvelli að öðru leyti en því, að tekið var tillit til launabreytinga, sem orðið höfðu eftir 27. apríl 1964, og nýrrar vitneskju um dánarlíkur íslenzkra kvenna samkvæmt reynslu áranna 1951—-1960 og svo miðað við 6% ársvexti. Samkvæmt þessum reikningi nam tjónið kr. 315.863.00 miðað við dagvinnu, en kr. 368.012.00 væri að auki gert ráð fyrir 5 eftirvinnutímum á viku. Loks hefur tryggingafræðingurinn hinn 25. janúar 1969 áætlað örorkutjón Helgu heitinnar „fram til dánardægurs“ hennar, 13. júní 1968, á sama hátt að öðru leyti en því, að reiknað er með 7% ársvöxtum, og taldist heildartekjumissir hennar kr. 99.351.00 miðað við dagvinnu, en kr. 114.193.00, ef gert er ráð fyrir 5 eftirvinnutímum að auki. Eftir málflutningi áfrýjanda teljast fullar bætur fyrir tjón Helgu heitinnar: 1. Bætur fyrir orkumissi .. .. .. .. .. .. kr. 200.000.00 2. Þjáningabætur og bætur fyrir röskun á stöðu og högum „. .. ... .. 2. 2. 2. 2. — 95.000.00 3. Bætur vegna útlagðs kostnaðar .. .. .. — 5.000.00 Samtals kr. 300.000.00 Um 1. lið. Með hliðsjón af greinargerð trygg- ingafræðings og reikningum, sem raktir hafa verið, þykir tjón samkvæmt þessum lið hæfi- lega metið. -. . — 100.000.00 Um 2. lið. Með tilvísun til læknisgagna, < er rakin hafa verið, er fjárhæð þessa liðar í hóf stillt, og verður hún því (óð til grund- vallar .. ... „=. — 95.000.00 Um 3. lið. Fj árhæð þessa liðar er viðurkennd af hendi stefnda .. .. ... .. .. 2... 2. 2. — 53.000.00 Kr. 200.000.00 105 er stefnda ber að greiða áfrýjanda að % hluta, þ. e. kr. 50.000.00, ásamt vöxtum, eins og síðar greinir. Eftir þessum úrslitum á stefndi að greiða áfrýjanda máls- kostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 39.000.00. Dómsorð: Stefndi, Bernhard Petersen h/f, greiði áfrýjanda, dán- arbúi Helgu Hafsteinsdóttur, kr. 50.000.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 30. janúar 1960 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, 7% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1965 og 6% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 39.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. september 1967. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, höfðaði Hafsteinn Ólafsson f. h. ólögráða dóttur sinnar, Helgu Hafsteinsdóttur, fyrir bæjar- þinginu með utanréttarstefnu, birtri 2. marz 1962, gegn Bernhard Petersen stórkaupmanni, Reykjavík. Dómur í málinu var upp- kveðinn hinn 24. september 1965, en með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum hinn 8. marz 1967, var sá dómur og meðferð málsins ómerkt frá og með þinghaldi 12. apríl 1962, þar eð stefndi hafði andazt 8. apríl s. á. Í þinghaldi hér fyrir dómi hinn 4. september 1967 lýsti lögmaður stefnanda því yfir, að Helga Hafsteinsdóttir væri orðin fjárráða og tæki hún því við aðild málsins. Lögmaður stefnda lýsti því yfir í sama þinghaldi, að hlutafélagið Bernhard Petersen hafi varnaraðild í málinu, og var það samþykkt af lögmanni stefnanda. Var heiti málsins breytt í samræmi við þetta. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 100.000.00 með 6% ársvöxtum frá 1. marz 1958 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Síðan lækkaði stefnandi hæð vaxtakröfunnar í 6% frá 1. janúar 1965 til 1. janúar 1966, en krafðist áfram 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Trolle ér Rothe h/f í Reykjavík hefur verið stefnt til réttar- 106 gæzlu í málinu, en engar sjálfstæðar kröfur gerðar á hendur fé- laginu, Hefur það og ekki gert kröfur í málinu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómarans. Til vara hefur hann krafizt lækkuar á kröfum hans og að málskostnaður verði látinn niður falla. Málsatvik eru þau, að klukkan rúmlega 1200 mánudaginn 3. marz 1952 ók Friðrik Jónsson vörubifreiðinni R 1880, eign stefnda, austur Hringbraut. Með honum í bifreiðinni voru þrír menn. Sat einn þeirra við hlið hans í bifreiðinni, en hinir tveir stóðu á palli hennar. Er hann nálgaðist gatnamót Hofsvallagötu, hljóp stefnandi, þá 7 ára, á bifreiðina og slasaðist töluvert. Ökumaðurinn hefur skýrt svo frá, að hann hafi ekið á miðri akbrautinni nyrðri, þar eð klakahryggur hafi verið við gang- stéttina vinstra megin við bifreiðina. Hafi hann alls ekki ekið yfir 20 kílómetra hraða miðað við klukkustund. Er hann hafi verið rétt kominn að gatnamótunum, hafi mennirnir uppi á palli bifreiðarinnar barið í þak stýrishússins. Kvaðst hann þá strax hafa hemlað og beygt til vinstri og stöðvað bifreiðina. Hann hafi farið strax út úr bifreiðinni og hafi hann þá séð telpuna liggja á götunni fyrir aftan bifreiðina. Hann kvaðst ekki hafa séð telp- una, fyrr en eftir að hann kom út úr bifreiðinni. Ekki kvaðst hann hafa orðið þess var, að bifreiðin eða hjól hennar færu yfir neitt, og því taldi hann ósennilegt, að telpan hefði orðið fyrir hjólum bifreiðarinnar. Hann kvaðst í umrætt sinn hafa verið vel á sig kominn og beint allri athygli sinni að akstrinum. Vitnið Kjartan Einarsson, starfsmaður stefnda, kvaðst hafa staðið hægra megin á palli bifreiðarinnar fram við stýrishúsið. Er bifreiðinni hafi verið ekið austur Hringbrautina, hafi henni verið ekið nálægt miðju akbrautarinnar á ca. 15 km hraða. Er bifreiðin hafi verið komin á móts við húsið nr. 74, hafi svo hagað til í götunni, að þrjár bifreiðar stóðu á hægri vegjaðri brautar- innar við stykkið, sem skiptir akbrautunum. Hafi bifreiðar þessar staðið þannig, að á milli þeirra myndaðist sund. Er R 1880 var komin með framenda á móts við sundið á milli bifreiðanna, hafi hann séð barn koma hlaupandi frá stykkinu milli brautanna og út á götuna í gegnum sundið á milli bifreiðanna. Hafi barnið hlaupið hratt og stefnt beint út á götuna. Hafi það engum togum skipt, að hann hafi heyrt og séð, að barnið lenti með höfuðið á vörupallinum hægra megin og hafi barnið lent á pallinum rétt aftan við stýrishúsið. Hann kvaðst ekki hafa séð, hvernig barnið 107 féll í götuna, en hann hafi séð það falla niður með bifreiðinni. Hann kvaðst hafa barið í þak stýrishússins, um leið og þetta hafi skeð. Hann kvaðst ekki geta um það fullyrt, hvort hjól bif- reiðarinnar hafi farið yfir einhverja mishæð á veginum, um leið og hann sá barnið falla í götuna, en hann kvað sér hafa fundizt sem bifreiðin hafi lyfzt aðeins hægra megin að aftan. Hann kvað stjórnanda R 1880 hafa ekið eðlilega í alla staði, er atvik þetta skeði, og að það hafi verið útilokað fyrir hann að sjá til ferða barnsins, þar sem stýrishúsið hafi verið komið fram hjá sundi því, er barnið kom úr. Vitnið Sumarliði Kristmann Ólason, starfsmaður stefnda, kvaðst hafa setið við hlið ökumannsins hægra megin í stýrishúsinu. Hann kvað bifreiðinni hafa verið ekið eftir miðri akbrautinni með alls ekki meiri hraða en 15 km. Hann kvaðst ekki hafa veitt því athygli, hvort klaki hafi legið við vinstri gangstéttina út á götuna. Er bifreiðin hafi verið að nálgast húsið nr. 74, hafi svo hagað til, að nokkrar bifreiðar hafi staðið á hægri hluta akbrautarinnar norðan við stykkið, sem skiptir akbrautunum, og hafi nokkurt bil verið á milli þeirra. Er bifreiðin hafi verið komin á móts við sundið á milli bifreiðanna og framendi hennar hafi verið að fara fram hjá sundinu, þá hafi hann séð út um rúðuna í hægri framhurðinni, að hönd, sem á var vettlingur, kom að hægri hlið bifreiðarinnar og hafi verið eins og höndin væri teygð fram að bifreiðinni. Hann kvaðst hafa séð höndina aðeins augnablik, því að hún hafi verið fyrir aftan sæti hans, en rétt um leið og hann hafi séð höndina, þá hafi hann heyrt, að sitt- hvað skall utan í hægri hlið vörupallsins rétt aftan við slýris- húsið. Um leið og hann hafi heyrt Þetta, hafi hann rekið upp óp og Í sömu andrá hafi verið barið í þak stýrishússins. Ökumann- inum hafi auðsjáanlega komið þetta mjög á óvart, en hann hafi hemlað og beygt til vinstri og stöðvað bifreiðina við vinstri gang- stéttarbrún. Er bifreiðin var stöðvuð, hafi hann farið út úr henni og séð, að ung telpa lá á bakinu á götunni, ca. 6—10 metra fyrir aftan bifreiðina. Hann kvaðst ekki hafa orðið þess var, að hjól bifreiðarinnar hafi farið yfir neina ójöfnu á götunni, eftir að hann sá höndina né eftir að hann heyrði höggið. Vitnið kvaðst oft hafa ekið með umræddum ökumanni og hafi sér virzt hann gætinn og góður ökumaður. Vitnið Gunnar Jónsson, starfsmaður stefnda, kvaðst hafa staðið á vörupallinum við stýrishúsið vinstra megin, Hafi bifreiðinni verið ekið eftir miðri akbrautinni, svo sem venja sé á einstefnu- 108 akstursgötum, og hafi hraðinn verið ca. 15—20 km. Á hægri vegjaðri akbrautarinnar við stykkið, sem skilur akbrautirnar, hafi staðið nokkrar bifreiðar og á móts við húsið nr. 74 hafi tvær þeirra staðið þannig, að á milli þeirra hafi verið nokkurt bil. Er framendi bifreiðarinnar hafi verið kominn á hlið við sundið, þá hafi það engum togum skipt, að hann hafi séð veru í rauðri flík koma að hægri hlið bifreiðarinnar og um leið hafi hann heyrt, að eitthvað skall utan í hægri hlið vörupallsins. Hafi hann þá þótzt vita, að hér væri um barn að ræða. Hann kvaðst ekki geta um það sagt, hvar barnið hafi lent á pallinum eða hvort það hafi verið fyrir framan eða aftan hægra afturhjólið. Um leið og hann hafi séð barnið hverfa niður með pallinum, hafi hann barið í þak stýrishússins. Stjórnandi bifreiðarinnar hafi þá beygt til vinstri og stöðvað við vinstri gangstéttina. Hann kvað telpuna hafa legið á götunni ca. 6 metra aftan við bifreiðina og að því er honum virtist, mjög nálægt hægri hjólförum bifreiðarinnar. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við, að hjól bifreiðarinnar hafi farið yfir neina ójöfnu á götunni, eftir að hann heyrði höggið, er telpan lenti á bifreiðinni. Þó að hann hafi ekki séð það, þá taldi hann engan vafa vera á því, að telpan hafi komið hlaupandi út á götuna á milli bifreiðanna. Níu dögum eftir slysið var tekin skýrsla af stefnanda. Hún kvaðst hafa verið að koma frá húsinu nr. 81 við Hringbraut, en í því húsi hafi hún verið í skóla. Hún kvaðst hafa hlaupið yfir syðri akbrautina og yfir stykkið á milli akbrautanna. Er hún hafi hlaupið í nyrðri akbrautina, hafi hún ekki séð til ferða R 1880. Hún kvaðst hafa hlaupið út í þá akbraut á milli tveggja bifreiða, sem staðið hafi kyrrar við syðri vegjaðarinn. Hún kvaðst hafa hlaupið á vörupall bifreiðarinnar og fallið aftur yfir sig á götuna, en bifreiðin hafi hvergi lent á henni. Bifreiðin hafi síðan stöðvazt, rétt um leið og þetta hafi skeð. Stefnandi byggir kröfu sína í málinu á því, að ökumaður bifreiðarinnar hefði getað forðast slysið, ef hann hefði sýnt fyllstu aðgæzlu og bifreið hans hefði verið í fullkomnu lagi. Sam- kvæmt uppdrætti af vettvangi, sem gerður var af lögreglunni og ekki sætt andmælum ökumanns eða vitna, hefur bifreiðin stöðvazt um 10 metra frá slysstaðnum. Bifreiðaeftirlitsmenn reyndu bif- reiðina, og samkvæmt prófunum þeirra stöðvaðist bifreiðin á 5 metra vegalengd, ef henni var ekið með 25 km hraða. Megi því af þessu tvennu ætla, að hraði bifreiðarinnar hafi í umrætt sinn verið allnokkru meiri en ökumaður og vitni hafa skýrt frá. Þá 109 bendi og allt til þess, að stefnandi hafi lent á bifreiðinni framan við stýrishúsið. Vitni það, sem sat í bifreiðinni, sá hönd hennar út um hliðarrúðu bifreiðarinnar. Eitt vitnanna telur bifreiðina hafa farið yfir einhverja ójöfnu með hægra afturhjól. Með það í huga svo og hin miklu meiðsl stefnanda benda allar líkur til þess, að hún hafi orðið undir hjólinu. Því hefði ökumaðurinn átt að geta forðað, ef hann hefði hemlað, strax og stefnandi lenti á bifreiðinni. Einnig komi í ljós við prófun á bifreiðinni, að sá galli hafi verið á henni, að hemilsfetillinn gekk alveg niður að gólfi, Þegar fullu átaki var beitt, en það bendi til þess, að hemlun verði minni en ella. Hins vegar er viðurkennt, að stefnandi hafi sýnt verulega óvarkárni í umrætt sinn og eigi af þeim sökum að bera hluta af tjóninu, Telur stefnandi hæfilegt að skipta sök á tjóninu þannig, að stefndi beri % hluta þess. Er fjárkrafa hennar í málinu við það miðuð. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að orsök slyssins eigi að öllu leyti rætur að rekja til óaðgæzlu stefnanda. Öku- maður bifreiðarinnar hafi sýnt fyllstu aðgæzlu og varkárni við akstur hennar. Hann hafi ekið á hægri ferð og beint allri athygli sinni að akstrinum. Ekki hafi verið aðfinnsluvert að aka á miðri akbrautinni, en hún er einstefnuakstursbraut. Bifreiðin hafi verið komin með stýrishúsið fram fyrir sundið milli hinna kyrrstæðu bifreiða, er stefnandi hljóp þar í milli og á vörubifreiðina. Öku- maðurinn hafi því ekki getað séð til ferða hennar. Hann hafi og beitt hemlum þegar í stað, er slysið skeði, og beir hafi verið í fullkomnu lagi, svo sem prófun beri með sér. Engin líkindi séu og til þess, að hjól bifreiðarinnar hafi farið yfir stefnanda. Í málinu liggur fyrir vottorð frá Bifreiðaeftirlitinu, en það lét prófa bifreiðina sama daginn og slysið skeði. Þar segir m. a., að hún hafi verið „reynd í akstri á ca. 25 km hraða (hraðamælir ekki virkur) á láréttri malborinni götu, þar sem snjólaust var, og stöðvaðist bifreiðin á 5 metra færi, þegar fóthemlum var beitt. Greinileg hemlaför sáust eftir öll hjólin, enda verkuðu hemlarnir jafnt og vel. En þar sem hemilsfetillinn gekk alveg að gólfi, þegar fullu átaki var beitt á fóthemla, var fyrirskipuð lagfæring á því, að öðru leyti virtist bifreiðin vera í lagi“. Af skýrslum þeim, sem hér að framan hafa verið raktar, er ljóst, að stefnandi hafi í umrætt skipti hlaupið út á milli hinna kyrrstæðu bifreiða og lent á hlið R 1880. Enn fremur er ljóst, að bifreiðinni hafi verið ekið fremur hægt og hemlar og annar út- búnaður hennar hafi verið í lagi. Þá er ósannað, að hjól bifreiðar- 110 innar hafi farið yfir stefnanda. Að þessu athuguðu svo og atvikum að öðru leyti þykir verða talið í ljós leitt, að ökumaður bifreiðar- innar hefði eigi getað afstýrt slysinu, ef hann hefði sýnt fulla aðgærzlu og bifreiðin hefði verið í lagi, sbr. 1. mgr. 34. gr. laga nr. 23/1941. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Bernhard Petersen h/f, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Helgu Hafsteinsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Föstudaginn 31. janúar 1969. Nr. 184/1967: Sigurður Ingvar Hannesson og Sigríður Friðriksdóttir (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Dánar- og félagsbúi Hannesar Sigurðssonar og Ingunnar Ívarsdóttur, Valdemar, Stefáni og Ívari Hannessonum og Freyju Rögnu Gamalíelsdóttur f. h. barna hennar, Sigrúnar Heiðu Ragnarsdóttur og Hannesar Ragnars- sonar og ófjárráða dóttursona, Ragnars og Sigurðar Magnússona (Kristinn Gunnarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skipti. Krafa í dánar- og félagsbú. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. nóvember 1967, að fengnu áfrýjunarleyfi 31. októ- ber s. á. 111 Dómkröfur áfrýjanda Sigurðar Ingvars Hannessonar eru þær, að hann fái greidda skuld að fjárhæð kr. 120.451.44 ásamt 7% ársvöxtum frá 31. desember 1964 til greiðsludags, af eignum dánar- og félagsbús Hannesar Sigurðssonar og Ingunnar Ívarsdóttur. Af hálfu beggja áfrýjenda er þess krafizt, að öllum hinum stefndu, öðrum en dánarbúinu, verði dæmt að greiða óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, en að öðru leyti krefjast áfrýjendur staðfestingar úrskurðar skiptadóms. Stefndu krefjast staðfestingar úrskurðar skiptadóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Samkvæmt þessum kröfugerðum aðilja er aðeins ágrein- ingur um kröfu Sigurðar Ingvars Hannessonar á hendur dánarbúinu að fjárhæð kr. 138.361.44, en upp í hana hafa verið greiddar kr. 17.907.00 (52.200.00 = 34.293.00). Eftir öllum atvikum þykir mega fallast á úrlausn skiptadóms og taka kr. 30.000.00 af kröfunni til greina. Skal því greiða Sigurði Ingvari Hannessyni kr. 12.093.00 af eignum dánar- búsins. Að öðru leyti verður hinn áfrýjaði úrskurður stað- festur. Rétt þykir að taka til greina kröfu áfrýjanda Sigurðar Ingvars um málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 12.000.00, en að öðru leyti fellur málskostnaður þar niður. Dómsorð: Greiða skal áfrýjanda Sigurði Ingvari Hannessyni kr. 12.093.00 með 7% ársvöxtum frá 8. júlí 1965 til greiðslu- dags af eignum dánar- og félagsbús Hannesar Sigurðs- sonar og Ingunnar Ívarsdóttur. Að öðru leyti er hinn áfrýjaði úrskurður skiptadóms staðfestur. Stefndu, Valdemar, Stefán og Ívar Hannessyni og Freyja Ragna Gamalíelsdóttir f. h. barna hennar, Sig- rúnar Heiðu Ragnarsdóttur og Hannesar Ragnarssonar, og ófjárráða dóttursona, Ragnars og Sigurðar Magnús- 112 sona, greiði áfrýjanda Sigurði Ingvari Hannessyni kr. 12.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 1. nóvember 1966. Af hálfu sóknaraðiljans Sigríðar Friðriksdóttur, Ánanausti E hér í borg, eru þær réttarkröfur gerðar, að viðurkenndur verði gagnvart búinu eignarréttur hennar að % hluta húseignarinnar Ánanaust E ásamt meðfylgjandi lóð að tiltölu, en að undanskil- inni viðbyggingu, eign sóknaraðiljans Sigurðar Ingvars Hannes- sonar. Af hálfu sóknaraðiljans Sigurðar Ingvars Hannessonar, Ána- nausti E, eru þessar réttarkröfur gerðar: Að viðurkenndur verði gagnvart búinu eignarréttur hans að viðbyggingu við húsið Ána- naust E, að viðurkenndur verði eignarréttur hans að Y hluta búsins alls og að hann fái greiddar úr búinu kr. 120.454.44 með 7T% ársvöxtum frá 31. desember 1964 til greiðsludags. Þá er þess krafizt, að varnaraðiljum Valdemar Hannessyni, Stefáni Hannessyni, Ívari Hannessyni og Freyju Rögnu Gamalíels- dóttur f. h. barna hennar, Sigrúnar Heiðu og Hannesar, og dóttur- sona hennar, Ragnars og Sigurðar Magnússona, verði in soliðum gert að greiða sóknaraðiljum málskostnað að skaðlausu. Varnaraðiljarnir hafa gert þessar réttarkröfur: Að hafnað verði með öllu kröfum sóknaraðiljans Sigurðar 1. Hannessonar fram yfir hans lögmæta arfahluta, að hafnað verði kröfum sóknaraðilj- ans Sigríðar Friðriksdóttur að öðru leyti en við kemur eignarrétti hennar að móðurarfahluta varnaraðiljans Stefáns Hannessonar og loks að sóknaraðiljum verði in solidum gert að greiða málskostnað. Skiptaréttarmál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munn- legum flutningi, sem fór fram 18. október s.l. Hinn 16. apríl 1929 andaðist hér í borg Ingunn Ívarsdóttir, Ánanausti E. Eiginmaður hennar, Hannes Sigurðsson, andaðist 20. júlí 1957. Félagsbúi þeirra hjónanna var ekki skipt að Ingunni látinni, en viðurkennt er í málinu, að Hannes aflaði ekki leyfis til setu í óskiptu búi. Uppskrift á eignum dánar- og félagsbús þessa fór fram 27. nóvember 1959. Þar var upplýst, að erfingjarnir væru þessir: Fjárráða synir hinna látnu, Sigurður Ingvar Hannesson, Ána- 113 nausti E, Valdimar Hannesson, Garðaholti í Garðahreppi, Stefán Hannesson, Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi, og Ívar Hannesson, Granaskjóli 11, enn fremur ófjárráða börn Ragnars, sonar hinnar látnu, María Katrín, Sigrún Heiða og Hannes, þá öll búsett að Kaplaskjólsvegi 62 á vegum móður sinar, Freyju Rögnu Gamalíels- dóttur. María Katrín Ragnarsdóttir er nú látin og lætur eftir sig 2 ólögráða börn, Ragnar og Sigurð Magnússyni. Við uppskriftina var bent á sem eignir búsins húseignina Ána- naust E, hús og tilheyrandi eignarlóð, samtals að fasteignamati kr. 81.500.00. Erfinginn Sigurður Ingvar Hannesson mótmælti því, að búið ætti eign þessa, og hefði sambýliskona hans, Sig- ríður Friðriksdóttir, keypt eignina af föður hans, Hannesi Sig- urðssyni, árið 1937 fyrir 7.000.00 kr. og greitt eitthvað af kaup- verðinu til Stefáns Hannessonar. Þessari yfirlýsingu var mótmælt við uppskriftina. Þá komu fram við uppskrift þessa sem eignir búsins 2 spari- sjóðsbækur með innstæðum samtals kr. 249.57. Á aðrar eignir var ekki bent. Bókað er í uppskriftargerð, að búið sé skuldlaust, og var það síðan tekið til opinberra skipta. Á skiptafundi í búinu hinn 6. desember 1962 lét Sigurður 1. Hannesson bóka, að hann teldi Sigríði Friðriksdóttur eiganda allrar eignarinnar Ánanausts E. Var þeirri staðhæfingu enn mót- mælt af öðrum erfingjum, og var ákveðið, að sérstakt skipta- réttarmál skyldi rekið um þennan ágreining. Í skiptaréttarmálinu var, eins og að framan getur, að miklu leyti fallið frá þessari staðhæfingu af hálfu Sigríðar Friðriksdóttur. Sóknaraðilinn Sigríður Friðriksdóttir vísar fyrst og fremst til yfirlýsingar varnaraðiljans Stefáns Hannessonar, sem lögð er fram í málinu sem rskj. 1 og er á þessa leið: „Ég undirritaður viðurkenni, að hafa fengið greiddan minn hluta í eigninni Ánanaust E, Rvk., af kaupanda Sigríði Friðriks- dóttur, Árnanaustum E, með krónum fimm þúsund 5.000.00 kr. Reykjavík, 15/9 1948. Stefán Hannesson, Arabæ“. Telur sóknaraðilinn Sigríður Friðriksdóttir sig hafa með þess- um "gerningi eignast allan þann hluta, sem Stefán Hannesson mundi hafa erft af fasteign þessari við skipti alls dánar- og félags- búsins. En þá sé um leið tekið tillit til þess, að búið eigi ekki viðbótarbyggingu þá, er Sigurður I. Hannesson hafi reist. 8 114 Sigurður Ingvar Hannesson skýrir svo frá, að faðir hans hafi á árinu 1928 og aftur árið 1935 gefið sér leyfi tilað byggja við hús- ið Ánanaust E, þar á meðal leyfi til að byggja vandaðan kjallara undir húsinu. Kveðst Sigurður hafa kostað verkið, keypt timbur, miðstöðvarefni, glugga og rafleiðslur og unnið raflögn sjálfur. Þannig eigi hann langsamlega meiri part hússins. Þá heldur Sigurður I. Hannesson því fram, að með því að Stefán Hannesson hafi með gerningi sínum á rskj. 1 afsalað sér hvers konar tilkalli til húseignarhluta þess, sem búið á, en engar eignir til í búinu utan þess hluta, verði erfingjar búsins aðeins 4. Á þessu sjónarmiði byggir hann kröfu sína um það, að viðurkennt verði tilkall hans til % hluta búsins fyrir arf. Þá hefur Sigurður lagt fram reikning til búsins, sjá rskj. 2 í málinu. Telur hann sér þar kr. 172.654.44, en kveður kr. 52.200.00 hafa greiðzt upp í kröfurnar, svo að niðurstaðan verður skuld að upphæð kr. 120.454.44. Um er að ræða fasteigna- og bruna- bótagjöld fyrir Ánanaust E árin 1957—-65, samtals kr. 17.072.00, þinggjöld árin 1959—64, samtals kr. 13.786.00, fæði og þjónustu fyrir Hannes Sigurðsson árin 1956—57, samtals kr. 138.361.44, og loks jarðarfararkostnað, kr. 3.435.00. Sóknaraðili telur, að ekki sé þörf rökstuðnings fyrir því, að búinu beri að endurgreiða sér þau opinber gjöld, sem hann hafi innt af hendi eftir dauða föður hans, enda hafi það verið gert beinlínis í þágu búsins. Hann hefur lagt fram fylgiskjöl með reikningum hér að lútandi, sjá rskj. 4—18, sem eru kvittaðir reikningar. Hann skýrir svo frá, að faðir hans hafi síðustu æviárin fengið fæði og þjónustu á heimili þeirra sóknaraðiljanna. Bendir hann á, að Hannes Sigurðsson varð 73 ára árið 1945, er þessi kostn- aður er fyrst talinn á reikningnum á rskj. 2, og hafi hann ekki getað lifað sæmilegu lífi á ellistyrk sínum og því litla, sem hann hafi getað unnið. Hefur sóknaraðili lagt fram til hliðsjónar hér að lútandi vistgjaldartaxta Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, sjá rskj. 19 og 20. Loks krefst sóknaraðili endurgreiðslu á jarðarfararkostnaði, kr. 3.435.00, og vísar þar til reikninga á rskj. 2. Eins og áður segir, ber reikningurinn á rskj. 2 með sér, að upp í hann hafa greiðzt kr. 52.200.00. Svo er skýrt frá af hálfu sóknaraðilja, að sonur hans Geir hafi þegið þessa fjárhæð að láni af Hannesi Sigurðssyni til bílkaupa og hafi Geir síðan endur- 115 greitt lánsféð til föður síns og að því er Geir hefur skýrt frá, annað hvort árið 1957 eða 1958. Varnaraðiljar mótmæla því, að Stefán Hannesson hafi með yfirlýsingu sinni á rskj. 1 verið að afsala sér öðru og meiru en arfahlut þeim, sem þá var fallinn, sem sé móðurarfahlut sínum í dánar- og félagsbúinu. Öðru og meiru hafi hann ekki getað ráð- stafað lögum og eðli málsins samkvæmt en arfi, sem fallinn var, enda aldrei látið annað í veðri vaka. Þeir mótmæla því, að Sigurður Ingvar Hannesson hafi kostað viðbyggingu við húsið Ánanaust E. Sú viðbygging hafi verið gerð að tilhlutan Hannesar Sigurðssonar og fyrir hans fé, en synir hans, sem þá voru í heimahúsum, hafi aðstoðað hann við bygg- inguna. Öllum fjárkröfum Sigurðar er mótmælt með öllu. Því er haldið fram, að Hannes Sigurðsson hafi allt til dauðadags kostað uppi- hald sitt. Hann hafi lengst af starfað hjá Reykjavíkurborg og hann hafi notið ellilífeyris og þar eð hann bjó í eigin húsi, hafi hann getað lifað lífi sínu af eigin rammleik. Hafi hann og enga hjúkrun fengið þar á heimilinu. Aftur á móti megi segja, að Sigurður hafi frekar verið þiggjandi af honum fyrir sig og fólk sitt, enda lengst af vinnulítill. Varnaraðiljarnir benda á það, að sóknaraðiljar hafi notað húseign búsins til íbúðar fyrir sig sjálf allt frá andláti Hannesar, og fyrir það skuldi þau búinu leigu og Sigurður hafi ekki síður haft not af lóðinni, sem hann hafi fyllt af alls konar rusli. Gegn mótmælum varnaraðiljanna þykir Sigurður Ingvar Hann- esson ekki hafa gert grein fyrir því, að hann hafi kostað eða eignazt viðbyggingu þá, er gerð hefur verið við húsið Ánanaust E. Verður krafa hans um það, að sá hluti húseignarinnar verði talinn búinu óviðkomandi, þegar af þeirri ástæðu ekki tekin til greina. Því hefur ekki verið mótmælt, að Sigurður Ingvar hafi innt af hendi þau opinber gjöld, fasteignaskatta og þinggjöld, sem hann hefur krafizt endurgreiðslu á, enda hefur hann lagt fram kvittanir fyrir þeim, og ber þeim saman við reikninginn. Þessar greiðslur hans nema samtals kr. 30.858.00, og ber að úrskurða, að hann fái þær fjárhæðir endurgreiddar. Þá þykir verða að úrskurða, að sóknaraðili fái endurgreiðslu á útfararkostnaði, kr. 3.435.00. Varnaraðiljar hafa fastlega mótmælt því, að Hannes Sigurðsson 116 hafi þurft eða fengið þjónustu þá og fæði, er sóknaraðili nú gerir búinu reikning fyrir. Þó verður að telja eftir öllum atvikum, að svo miklar líkur séu fyrir því, að Hannes hafi fengið þjónustu og aðra fyrirgreiðslu á heimili sóknaraðiljanna síðustu æviár sín, að rétt sé að úrskurða Sigurði Ingvari nokkra fjárhæð úr búinu, enda verður ekki talið, að hann hafi eftir atvikum vangeymt rétt til að heimta slíka greiðslu. Telja má sanngjarnt, að sú fjárhæð verði ákveðin kr. 30.000.00. Samtals fær Sigurður I. Hannesson af óskiptu búinu samkvæmt framansögðu kr. 54.293.00, en eins og áður getur, hefur hann tekið við greiðslu á skuld þeirri, er Hannes Sigurðsson átti að heimta úr hendi Geirs Sigurðssonar, kr. 52.200.00. Sú fjárhæð hefur ekki komið fram við uppskrift á búinu né heldur vextir af henni og hefði þó verið rétt að benda á þessa eign. Skipta- réttur þykir ekki hafa vald til að úrskurða, að upphæð þessi og vextir skuli greidd inn í búið, en við uppgjör á því ber að taka tillit til þess, að sóknaraðili hefur fengið nefnda upphæð upp í kröfur sínar. Með tilliti til þessa þykir ekki rétt að úrskurða, að fjárhæð sú, sem sóknaraðili fær úr búinu, skuli bera vexti, nema af því sem hún fer fram úr kr. 52.200.00 og þá frá 8. júlí 1965, er reikningurinn á rskj. 2 kom fram. Sigurður Ingvar Hannesson fær þannig greiddar úr búinu kr. 54.293.00 -- 52.200.00, eða kr. 2.093.00, með 7% ársvöxtum frá 8. júlí 1965. Yfirlýsing Stefáns Hannessonar á rskj. 1 segir, að Sigríður Friðriksdóttir hafi keypt „hluta“ hans í Ánanausti E. Stefán hefur skýrt svo frá, að með gerningi þessum hafi hann aðeins verið að ráðstafa þeim hluta, sem falla mundi til hans í arf eftir móður hans. Með tillititil þess, að frekari arfur úr búinu var ekki fallinn á þessum tíma og sóknaraðili þykir ekki hafa gert full- nægjandi grein fyrir öðrum skilningi á yfirlýsingu þessari, ber að líta svo á, að Stefán hafi afsalað í hendur sóknaraðilja Sigríði Friðriksdóttur rétti til þess hluta fasteignarinnar aðeins, sem til hans mundi falla sem móðurarfur við skipti á dánar- og félagsbúi foreldra hans. Af þessu leiðir jafnframt, að vísað verður á bug þeirri kröfu sóknaraðiljans Sigurðar Ingvars, að eignarréttur hans að % hluta alls búsins verði viðurkenndur. Rétt þykir, að málskostnaður verði látinn falla niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. 117 Því úrskurðast: Sóknaraðili Sigurður Ingvar Hannesson fær greiddar úr dánar- og félagsbúi þessu óskiptu kr. 2.093.00 með 7% árs- vxtum frá 8. júlí 1965 til greiðsludags. Hafnað er kröfum hans um, að viðurkenndur verði eignar- réttur hans að 74 hluta dánar- og félagsbúsins og að viðbygg- ingu við húsið Ánanaust E verði sem hans eign haldið fyrir utan búskiptin. Sigríður Friðriksdóttir telst eigandi að hálfum þeim hluta fasteignarinnar Ánanaust E, sem við skiptin kann að falla til erfingjans Stefáns Hannessonar. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 31. janúar 1969. Nr. 27/1968. Einar Björnsson (Sigurður Sigurðsson hrl.) gegn Prentverki Odds Björnssonar h/f og gagnsök (Friðrik Magnússon hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfryjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. febrúar 1968. Hann serir þær dómkröfur, að gagn- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 14.132.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 31.132.00 frá 30. janúar 1966 til 1. april 1966, en frá þeim degi af kr. 14.132.00 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 26. febrúar 1968. Hann krefst sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og máls- kostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum sam- dómendum, eru atvik máls þessa rakin. Þar er og lýst ann- 118 mörkum á gerð og festingu þakhluta þess, er fauk af húsi sagnáfrýjanda hinn 30. janúar 1966 og olli spjöllum þeim á Þifreið aðaláfrýjanda, A 2494, sem bóta er krafizt fyrir. Þykir við það eiga að miða, að fok þaksins hafi átt rót sína að rekja til nefnds vanbúnaðar, sem braut í bága við 23. gr. byggingarsamþykktar fyrir Akureyri nr. 6/1928. Samkvæmt þessu þykir rétt, eins og gögnum málsins að öðru leyti er háttað, að gagnáfrýjandi bæti tjón aðaláfrýjanda. Hinn 8. febrúar 1966 nefndi bæjarfógeti Akureyrar bif- vélavirkjameistarana Magnús Jónsson og Svanlaug Ólafsson til þess að framkvæma mat á skemmdum bifreiðarinnar A 2494. Í matsgerð 2. marz 1966, sem matsmenn hafa staðfest fyrir dómi, telja þeir kostnað af viðgerð bifreiðarinnar hæfi- lega ákveðinn kr. 31.139.00. Þar af greiddi vátryggingafélagið Samvinnutryggingar hinn 1. apríl 1966 kr. 17.000.00, og nemur óbætt tjón aðaláfrýjanda því kr. 14.139.00. Samkvæmt kröfu aðaláfrýjanda verður gagnáfrýjanda því dæmt að greiða honum kr. 14.132.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 31.932.00 frá 30. janúar 1966 til 1. april 1966, en frá þeim degi af kr. 14.132.00 til greiðsludags. Með bréfi dómsmálaráðherra 13. janúar 1967 var aðal- áfrýjanda veitt gjafsókn fyrir héraðsdómi. Laun skipaðs tals- manns aðaláfrýjanda í héraði, kr. 25.000.00, og annan kostn- að aðaláfrýjanda þar, kr. 9.338.00, á því að greiða úr ríkis- sjóði. Eftir úrslitum málsins er rétt, að gagnáfrýjandi greiði málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 50.338.00. Þar af hljóti ríkissjóður kr. 34.338.00, en gagn- áfrýjandi kr. 16.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Prentverk Odds Björnssonar h/f, greiði aðaláfrýjanda, Einari Björnssyni, kr. 14.132.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 31.932.00 frá 30. janúar 1966 til 1. apríl 1966, en frá þeim degi af kr. 14.132.00 til greiðslu- dags. 119 Laun talsmanns aðaláfrýjanda fyrir héraðsdómi, Ás- mundar S. Jóhannssonar héraðsdómslögmanns, kr. 25.000.00, og annar kostnaður aðaláfrýjanda í héraði, kr. 9.338.00, greiðist úr ríkissjóði. Gagnáfrýjandi greiði málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 50.338.00, þar af ríkissjóði kr. 34.338.00, en aðaláfrýjanda kr. 16.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði Einars Arnalds hæstaréttardómara. Í héraðsdómi er rækilega lýst veðurfarinu á Akureyri, þegar atburður sá átti sér stað, sem mál þetta fjallar um. Var veðra- hamurinn ekki meiri en jafnan má búast við hér á landi. Verður fébótaábyrgð gagnáfrýjanda ekki felld niður af þeim sökum, að um vis major hafi verið að ræða. Eins og atvikum var háttað, tel ég eðlilegt og rétt, að húseigandi, gagnáfrýj- andi, beri fébótaábyrgð á tjóni aðaláfrýjanda án tillits til þess, hvort um sök húseiganda eða annarra, sem hann bar ábyrgð á um vanbúnað þaksins, var að tefla eða ekki. Með þessari athugasemd er ég samþykkur forsendum og dóms- orði meiri hluta dómenda. Dómur bæjarþings Akureyrar 4. desember 1967. Mál þetta hefur Einar Björnsson, Hafnarstræti 88, Akureyri, höfðað með stefnu, dags. 8. júní 1966, fyrir bæjarþingi Akureyrar á hendur Prentverki Odds Björnssonar h/f, Akureyri. Málið var þingfest 13. s. m. af þáverandi reglulegum dómara, Friðjóni Skarp- héðinssyni, sem tók við dómsskjölum 1—-31, en veik síðan í sama binghaldi úr dómarasæti með úrskurði. Með bréfi dómsmálaráðu- neytisins, dags. 28. september s. á., var Björn Halldórsson bóndi, Syðra-Brennihóli, Glæsibæjarhreppi, skipaður til þess sem „setu- dómari“ á Akureyri að fara með og dæma mál þetta. Hinn 22. maí s.l. tóku sæti í dóminum sem meðdómendur eftir tilnefningu dómara þeir Páll Friðfinnsson húsasmíðameistari og Pétur Pálma- 120 son verkfræðingur, báðir heimilisfastir á Akureyri. Í því sama binghaldi lýstu málflytjendur beggja aðilja yfir því, að gagna- söfnun væri lokið. Málið var þá tekið til flutnings, var flutt hinn 8. júní s.l. og samdægurs tekið til dóms. Síðan leið sumarið til ofanverðs októbermánaðar, án þess að dómendum auðnaðist að ljúka verkefni sínu. Að svo komnu þótti hæfa, að málið yrði flutt af nýju, og hinn 20. f. m. var málið flutt og lagt í dóm öðru sinni. Síðan gerðist það, að dómsformaður tekur málið aftur upp, og nú samkvæmt 120. gr. einkamálalaga, og bendir málflytjendum, einkum umboðsmanni stefnanda, á nokkur atriði, er horfa þóttu til umbóta á framsetningu málsins. Var nú enn af þessu tilefni þingað í málinu hinn 6. nóvember og málflytjendum m. a. gefinn kostur á að flytja málið um af nýju. Ábendingum dómsformanns var að nokkru sinnt, og síðan var málið flutt hinn 14. nóvember í 3. sinn. Meðal þess, er gerðist í þessari síðustu atrennu, var það, að umboðsmaður stefnanda kom nýrri skipan á kröfugerð sína, þannig að hann nam kr. 6.200.00 burt úr aðalstefnukröfunni (kr. 20.332.00) og færði á dskj. 64, þ. e. málskostnaðarreikning, er enginn hafði áður verið. Með þessu lækkaði hann aðalkröfu sína niður í kr. 14.132.00, Áður hafði hann lækkað vaxtakröfu sína af aðalkröfunni úr 1% pr. mánuð niður í 7% p. a. Að svo komnu virðist vaxtakrafa stefnanda vera sú, að hann krefst 7% p. a. af kr. 31.132.00 frá 30. janúar 1966 til 1. apríl s. á. og síðan af kr. 14.132.00 til greiðsludags. Þá hefur umboðsmaður stefnanda krafizt málskostnaðar eftir reikningi eða mati dómara, sbr. stefnu, greinargerð og gjafsóknarbréf. Á fyrrgreindum málskostnaðar- reikningi umboðsmanns stefnanda eru ekki tilfærð nein ómaks- laun honum til handa, en í málflutningi sínum hefur hann jafnan krafizt málflutningslauna eftir mati dómenda, svo sem honum ber að gera samkvæmt dskj. 43. Virðist í þessu sambandi enginn gaumur gefandi kröfu umboðsmanns stefnanda í greinargerð dskj. 5 um „þóknun“ honum til handa að upphæð kr. 2.634.00, heldur sé ákvörðun málflutningslauna hans komin undir frjálsu mati dómenda. Umboðsmaður stefnda hefur hins vegar andmælt sök umbjóð- anda síns sem og ábyrgð hans á verkum annarra manna og krafizt sýku af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefn- anda eftir mati dómara, en til vara lækkunar á kröfunni eftir mati dómara. Eftir framkomnum gögnum og skýrslum eru málavextir þessir: Hinn 30. janúar 1966 að morgni gerði hér á Akureyri svo sem 121 víða um land mikið hvassviðri af norðaustri, sem olli verulegum skemmdum á verðmætum hér í bæ. Meðal annars fauk um kl. 1030 þak af prentsmiðjuhúsi stefnda að Hafnarstræti 88 B og féll niður í tætlum, stærri og minni, aðallega í sundið milli fyrr- nefnds húss og Hafnarstrætis 88, sem stendur beint vestan við hitt í nokkurra metra fjarlægð. Fokið skemmdi þarna a. m. k. tvo bíla, annan eign stefnda, en hinn eign stefnanda. Bíll stefnanda stóð á lóð Hafnarstrætis 88, sem stefndi og faðir stefnanda áttu hvor sinn hlut í án staðarmarka. Stefnandi telur sig hafa átt heima í húsporti föður síns í Hafnarstræti 88. Þessi bíll stefnanda var af Volkswagen-gerð, árgerð 1955. Hann skemmdist mjög mikið, en hlaut þó viðgerð. Samkvæmt vottorði Veðurstofu Íslands, dskj. 52, mældist vindhraðinn á vestanverðri Oddeyri, lögreglustöðinni, kl. 1030 9 vindstig, en vindátt ekki greind, en af öðrum gögnum og ummerkjum má ráða, að þá hefur áttin verið nærri austri á sjávarbakkanum við Hafnarstræti, en þar stendur prentsmiðjuhúsið, mjög áveðurs gegn austanátt. Í þessu sambandi er athugunarverð vitnaskýrsla Þorsteins Stefáns- sonar, þáverandi hafnarvarðar og fyrrverandi skipstjóra. Hann kveður veðrið hafa aukizt mjög um kl. hálf níu um morguninn og hafi hann þá tekið til að sinna skyldustarfi sínu að tryggja öryggi skipa, sem lágu við Torfunesbryggiu og Í kvínni. Mun Þetta starf hafa tekið talsvert langan tíma, en ekki kveðst vitnið hafa litið á klukku, meðan á því stóð. Að því búnu kveðst vitnið hafa gengið upp bryggjuna og staldrað við sunnan undir suðaustur- horni tollstöðvarinnar, sem er fremsta hús á uppfyllingunni, sem bryggjurnar ganga út frá. Þarna sunnanundir húsveggnum kveður vitnið, að rokið hafi mætt á því svo til óbrotið, 10—11 vindstig að þess mati eftir sjómennskureynslu sinni. Vitnið kveður hvass- viðrið hafa gengið á með hörðum byljum og eitt sinn, er það horfði yfir Pollinn, sá það á sjórokinu, að hviða var í aðsigi, og varð það þá að gripa um húshornið sér til stuðnings. Hviða þessi varð mjög hörð, og um leið og hún gekk yfir, varð vitninu litið í suðurátt og sá þá, að stór fylla fauk af þaki prentsmiðjuhúss- ins Hafnarstræti 88 B (fjarlægð ca. 100 m, ekkert ber í milli). Vitnið kveðst oft hafa haft samband við lögreglustöðina, þar sem veðurathuganir fara fram, og hafi það myndað sér þá skoðun, að mælirinn þar á stöðinni sýni a. m. k. stundum minni vindstyrk en vitninu virðist vera í það og það skiptið. Vitnið kveðst ekki vera visst um, hvort það muni eftir jafn hvössu veðri á 15 ára starfstíma sínum sem hafnarvörður. Um veður þetta er ritað í 122 Morgunblaðinu 1. febrúar 1966 af fregnritara þess hér í bæ, Sverri Pálssyni gagnfræðaskólastjóra. Þar segir m. a.: „Um kl. 1030 á sunnudagsmorguninn rauk hann upp aftur hálfu hvassari en nokkru sinni áður, og var þá gersamlega óstætt veður víða í bænum, þessi hrina hélzt fram yfir hádegi, og á tæpum 3 tímum olli fárviðrið gífurlegu tjóni á húsum og bílum. Var stórhættu- legt að vera á ferli úti við, þar sem járnplötur, tættlur af hús- þökum og margs konar lauslegt dót var eins og fjaðrafok víðs vegar o. s. frv.“. Í Akureyrarblaðinu Degi 2. febrúar, dskj. 34, segir svo: „Um síðustu helgi geisaði fárviðri af norðri um allt land. Á Norður- landi var stórhríð, veðurofsi svo mikill, að mönnum var naum- lega stætt ... Akureyri, á sunnudagsmorguninn náði rokið há- marki. Þá fauk hluti af þaki Prentverks Odds Björnssonar h.f., og þeyttist brak úr því upp á Hafnarstræti, braut rúður og skemmdi þrjá bíla. Á sama tíma fuku 70—80 þakplötur af ný- byggingu Gagnfræðaskólans, og einnig fauk nokkuð af þakplöt- um hér og hvar í bænum... Við höfnina var sjógangur og austan rok“. Blöð þessi birta einnig fréttir víðar af landinu um meiri háttar fok, m. a. Morgunblaðið frásögn með mynd af foknu þaki af nýbyggðu stórhýsi Heildverzlunarinnar Heklu í Reykjavík. Tekið er fram, að menn hefðu undrazt það, „hvernig slíkt gæti átt sér stað með svo stórt og nýbyggt hús, þó að veðurhæðin væri vissulega mikil“, Af myndinni má sjá, að þakhalli þessa húss hefur verið mjög lítill, sízt meiri en á prentsmiðjuhúsinu. Oddur Kristjánsson húsameistari hefur vottað um þakplötu- fokið af nýbyggingu Gagnfræðaskólans á Akureyri, dskj. 50, og komið fyrir dóm. Kveður vitni þetta, að þakið hafi verið nýlega smíðað (sumarið 1965) og gerð þess og frágangur verið sam- kvæmt byggingarreglum. Hafi þakið verið þilklætt með 1“ borð- um og pappalagt undir járnið, sperrur voru festar niður í steypu með járnbeygjum, en járnsaumurinn verið óhnykktur. Ekki fuku bakplötur af eldri hluta hússins, og þakkar vitnið það því, að þar hafi verið notaðir hrufóttir naglar, sem hafi sérstaklega gott hald. Þá getur vitnið þess, að þakið á eldra húspartinum hafi verið mun flatara en hitt, sem fauk, að því er virðist af samband- inu („auk þess“) í þeirri veru, að hallalítið þak standist að öðru jöfnu betur veður en rismikið. Af dskj. 35, sbr. dskj. 63, verður ráðið, að húshluti sá, sem þakið fauk af 30. janúar 1966, var Í smíðum hinn 27. október 1944, þó svo, að samkvæmt dskj. 37, dags. 4. apríl 1945, sbr. dskj.36, dags. 123 26. marz s. á., er efri hæð þess þá enn óreist, en ætla verður, að 2. hæðin (þ. e. aðalhlutinn) hafi verið reist á árinu 1945, enda upp- lýsti umboðsmaður stefnda við málflutninginn, að þakhlutinn, sem fauk, hefði verið lagður fyrir um það bil 21 ári, er fokið varð. Þó var innskot í efri hæðina, sunnan til að vestan, sbr. dskj. 63, sem ekki var fyllt upp í fyrr en 1962 eða 1963, sbr. dskj. 23 og 39. Af ljósmynd, dskj. 49, er sjáanlegt, að sá hluti þaksins fauk ekki. Stefnandi reisir málssókn þessa á því, að gerð eldra hluta þaksins, þ. e. þess hluta, sem fauk, hafi ekki verið samkvæmt byggingarsamþykkt fyrir Akureyri frá 1. febrúar 1928, 23. gr. Þótt ekki sé nákvæmlega upplýst, hvenær fokna þakið var lagt, virðist vafalaust, að það hafi gerzt í tíð fyrr téðrar byggingarsamþykktar og fyrir gildistöku núgildandi byggingar- samþykktar frá 1. marz 1947. Aðgerðir af hálfu stefnanda í máli þessu hefjast samkvæmt dskj. 22 hinn "7. febrúar 1966 með fyrir- töku dómkvaðningarbeiðni í bæjarþingi Akureyrar að tilkvöðdum umboðsmanni væntanlegs gagnaðilja. Hinir dómkvöddu skoðunar- og matsmenn, Bjarni Sveinsson og Jón Sigurjónsson, skyldu skoða og lýsa gerð fokna þaksins, og er árangur þessarar fram- kvæmdar birtur í dskj. 7 og í þinghaldi í máli þessu hinn 21. nóvember 1966. Þegar skoðunarmenn komu á staðinn hinn 10. febrúar 1966, stóð yfir hreinsun timburs af plötunni. Skoðunar- menn minnast á nýviðgert þak og hlýtur að vera um að ræða Þakhlutann, sem ekki fauk og áður greinir, sbr. dskj. 54. Í skýrsl- unni dskj. 7 taka skoðunarmenn m. a. fram: 1) Að þakið hafi hvílt á steyptri plötu. 2) Sperrur hafi verið úr 2"X4“ furu og styttur úr sams konar efni, negldar í sperrur. Þeir fundu tvö langbönd, sem sýndu 135 og 154 cm milli sperra. 3) Langbönd úr sams konar efni og sperrurnar hafa verið negld flöt ofan á sperrur með 34—48 cm bili. 4) Festingar fyrir þakið inni á plötunni hafi þeir ekki séð nema á 4 stöðum á suðurhluta hússins. Sver saulujárn (4 í stað) hafi verið beygð yfir sperrukjálka (mynd 5, dskj. 13). Á suðurstafni hafi verið 10 skotnaglar með ójöfnu millibili, fastir í steinplötunni, enn fremur í steypustyrkt- arjárn (mynd 6, dskj. 14). Viðir af suðurstafni fundust engir. Á austurbrún hafi langbandið verið sett á röð á plötubrúnina og það fest niður með galvaníseruðum vír á 11 stöðum á „allri plötulengdinni“, þar af 8 sunnan útskots (sbr. myndir), en 3 norðan þess. Á öllum þessum stöðum sáu skoðunarmenn merki þess, að tvöfaldur vír hafi verið notaður til festingar langbanda við steypuplötuna. Þeim „fannst“, að vírinn á festingunum þrem- 124 ur hafi verið úr öðru og verra efni en vírarnir á suðurhlutanum, sbr. mynd 9 (dskj. 17), enda mikið ryðgaðir. Hinir (8) vírarnir hafi verið að mestu óryðgaðir. Á norðurstafni hafi verið sjáanleg- ar 3 festingar úr galvaníseruðum vír, að mestu óryðgaðar. Á vesturbrún plötunnar „virtist“ skoðunarmönnum hafa verið 4 festingar, vírar í járnkróka, hvort tveggja tætt og brotið, sbr. sýnishorn. Þakhalla telja skoðunarmenn sem næst 1:8 (mynd 10, dskj. 18). Skoðunarmönnum var (sbr. dskj. 22) aðeins falin hlutleg skoðun, en engin álitsgerð. Þeir staðfestu dskj. 7 í bæjar- þingi 21. nóvember 1966. Annar þeirra, Bjarni Sveinsson, var þá spurður um nokkur atriði til aukins skilnings á skýrslunni. Kemur þá fram m. a., að hann telur festingar á þakbrúnum ekki vera „múrankeri“. Þá lýsti hann yfir því að gefnu tilefni frá umboðsmanni stefnanda, að hann telji gerð þaksins ekki full- nægja byggingarsamþykkt Akureyrar með skírskotun til dskj. 7, einkum um festingar við plötuna. Jón Sigurjónsson staðfestir dskj. 7, sem áður greinir, en var einskis spurður að öðru leyti, enda þótt málefnið tilheyrði hans iðngrein, en síður Bjarna. Jón G. Ágústsson, núverandi byggingarfulltrúi Akureyrar, kom fyrir dóm. Kveðst hann samkvæmt tilmælum Sigurðar M. Helgasonar, þáverandi fulltrúa bæjarfógeta Akureyrar, hafa komið á fokstað- inn einhvern næstu daga eftir fokið til athugunar. Af myndum þeim, er hann tók á staðnum, dskj. 46—49, virðist hann hafa verið fyrr á ferðinni en framangreindir skoðunarmenn. Vitnið kveðst hafa snúið sér að því að gera sér grein fyrir gerð þaksins, og virðist lýsing þess af stærð viða og bila milli þeirra mjög á sömu leið og á fyrrgreindri skýrslu skoðunarmanna. Af myndum þess er sjáanlegt, að reim á þakbrún hefur ekki fokið, a. m. k. ekki öllu, en eins og vitnið tekur fram, var vinna við hreinsun á plötunni hafin, þegar það kom á staðinn og tók mynd- irnar. Þá tekur vitnið fram, að reimin hafi verið fest utarlega á þakbrún, en kvaðst að öðru leyti ekki hafa getað gert sér grein fyrir frágangi á þakbrún. Að gefnu tilefni tók vitnið fram, að algengur praxis nú sé að festa reimar við steinsteyptar loftplötur með múrboltum (ankerum) með 80—120 cm millibili. Vitnið Þórður Friðbjarnarson húsasmíðameistari minnist þess, að það ynni við neglingu platnanna (asbestplatna), en við þakstólinn hafi það unnið lítið eða ekkert. Vitnið kveðst ekkert sérstakt muna um festinguna á sperruendum, en gerir ráð fyrir, að sperruendar hafi verið festir á brúnir, eins og venja var til, með múrboltum. Vitnið kveðst hafa unnið undir yfirstjórn Snorra 125 Guðmundssonar, en múrarameistari hafi verið Stefán Halldórs- son. Vitnið Snorri Guðmundsson kveðst hafa verið byggingameistari í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga á þeim tíma, sem margumrætt hús var byggt, en hafi ekkert starfað að smíði þess húss né sinnt þar verkstjórn. Vitnið telur, að húsið hafi verið þakið á árinu, eftir að það var steypt. Gerir vitnið ráð fyrir, að fullgildir smiðir hafi starfað að smíði þaksins, þ. e. a. s. smiðir frá Kaupfélagi Eyfirðinga, m. a. Þórður Friðbjarnarson. Þá staðhæfir vitnið, að sér hafi aldrei verið falið af Kaupfélagi Eyfirðinga að stjórna smíði þessa húss, enda þótt vera kunni, að forráðamenn félagsins hafi ætlazt til þess af því. Kveðst vitnið hafa á þessum tíma starfað mikið utanbæjar. Vitnið Stefán Halldórsson múrarameistari kom fyrir dóm og kvaðst hafa séð um járnalögn og steypu við prentsmiðjuhúsið. Ekkert kveðst það hafa unnið við þakstólinn. Það kveður það hafa verið venju á þeim tíma, að járn hafi verið látið standa upp úr plötunni til þess að festa þakstólinn. Það kveður, að á mynd- unum, dskj. 13, 14, 17, 19 og 15, komi fram þær aðferðir, er á þeim tíma hafi tíðkazt við festing þakstóla. Aðaleigandi hins stefnda fyrirtækis, Sigurður O. Björnsson, kom fyrir dóm og lýsti yfir að gefnu tilefni frá umboðsmanni stefn- anda, að Kaupféiag Eyfirðinga hefði að öllu leyti séð um bygg- ingu prentsmiðjuhússins, útvegað mannafla og efni, en síðan krafið POB h/f um tilkostnaðinn eftir reikningi, lóðina hafi hluta- félagið átt fyrir. Sigurður kveður Stefán Halldórsson hafa verið múrarameistara og heldur, að Snorri Guðmundsson hafi verið yfirsmiður að húsinu. Tilætlunin hafi verið að byggja 3. hæðina ofan á húsið. Af því, sem hér að framan hefur verið rakið, virðist ljóst, að gerð þaksins, sem fauk, hafi verið annmörkum háð frá upphafi. Festingum þakviða hafi verið áfátt og ekki um viðhald eða endur- bætur að ræða. Þakviðir voru ekki í samræmi við byggingarsam- Þþykktina. Ekki verður fallizt á, að fokið hafi skeð fyrir óviðráðan- legar náttúruhamfarir (fors major). Umboðsmaður stefnanda hefur stutt kröfu sína með almennum skaðabótareglum. Þessar reglur eru, eins og kunnugt er, að litlu leyti formlega lögfestar, enda greinir fræðimenn á um mörg atriði í túlkun þeirra. Reglur þessar hafa þróazt fyrir þörf á aðhaldi gagnvart viljandi skaðavöldum fyrst og fremst, en nýtast síður í sambandi við vanrækslu-,syndir“. Þessum reglum er þannig 126 ætlað það hlutverk að auka þjóðfélagslegt öryggi og réttlæti, en þó eru einnig ýmis önnur úrræði meira notuð til að ná þeim tilgangi. Í máli þessu er um að ræða kröfu um bætur fyrir tjón, er stafaði frá húseign stefnda. Segja má, að hús í bæjum séu hvort tveggja í senn eign húseiganda og hluti af bænum, þ. e. húsin eru háð bæjarfélaginu með ýmsum hætti. M. a. er lögboðið, að bær eins og Akureyri hafi byggingarsamþykkt, er geymir ýmsar reglur um smíði húsa. Samþykktin fyrir Akureyri, staðfest 1. febrúar 1928, geymir ýmsar reglur um gerð húsa, en þó eru þessar reglur hvorki nákvæmar né tæmandi, enda er byggingarfagið mjög margbrotið viðfangsefni og síbreytilegt á síðustu áratugum. Byggingarsamþykktin mælir fyrir um yfirumsjón byggingar- nefndar og byggingarfulltrúa með húsbyggingum og fullgilding meistara úr iðnaðarstéttum, til að þeir megi veita húsbyggingum forstöðu. Hvergi í byggingarsamþykkt finnst dæmi um, að gert sé ráð fyrir fokhættu sérstaklega. Afstaða húsa og útlitsprýði virðist sitja í fyrirrúmi sem og almennur styrkleiki. Dæmi um grandaleysi reglugerðar höfunda gagnvart fokhættu er það, að hvergi er varað við flötum (hallalitlum) þökum. Hins vegar er hámarksbratti á þökum ákveðinn. Af orðum Odds Kristjánssonar húsameistara (hann mun raunar hafa oftitlað sig) má ráða, að hann telur rislág þök öruggari gagnvart stormi en hin rishærri. Og Reykvíkingar, sbr. Morgunblaðið, undrast, að þakið skyldi fjúka af Hekluhúsinu. Öll þessi 3 mestu þakfok, sem urðu í veðr- inu 30, janúar, bitnuðu á næsta hallalitlum þökum, og kemur þetta ekki kunnandi mönnum á óvart. Sogkraftur stormsins nær sterkari tökum á flötu en hallandi þaki. Fyrirsvarsmaður stefnda og aðaleigandi POB h/f, Sigurður O. Björnsson, lýsti því fyrir dómi, að tiltekið fyrirtæki, Kaupfélag Eyfirðinga, eitt meðal traustustu og stærstu fyrirtækja hérlendis, hefði að öllu leyti séð um byggingu hússins, útvegað allan mann- afla og efni og greitt út kostnaðinn, en síðan endurkrafið POB, sem greiddi samkvæmt reikningum. Hann kveðst enn fremur halda, að Snorri Guðmundsson hafi verið þarna yfirsmiður, en þessu neitar Snorri, með nokkrum fyrirvara þó. Í máli þessu er ekkert upplýst um afskipti byggingarfulltrúa Akureyrar né bygg- ingarnefndar í sambandi við húsbygginguna, en full ástæða er til að ætla, að ekki hafi mikið farið fyrir þeim afskiptum, a. m. k. að því leyti sem gerð þaksins varðar. Stórfelldar bótakröfur af því tagi, sem hér um ræðir, geta komið mjög illa við og reynzt 127 hæpnar til innheimtu hjá misjafnlega fjáðum aðiljum og skapa því í mörgum tilfellum ekki réttaröryggi innan þjóðfélagsins, heldur hið gagnstæða. Þá virðist það heldur ekki koma vel heim við eðli og tilgang almennra bótareglna, að smávægilegar og máske óbeinar vanrækslur, svo sem léleg negling á einni þak- plötu, geti bakað húseigendum gífurleg útlát, en því er þetta dæmi tekið, að plötufokið eitt getur valdið mannsbana, ef ólukkan er með. Slíkt „réttlæti“ mundi ekki miða að réttaröryggi innan þjóð- félagsins, heldur hinu gagnstæða. Sterkt og öruggt eftirlit af hálfu yfirvalda með húsagerð ásamt staðgóðri kunnáttu húsa- gerðarmanna í víðri merkingu virðist rétta leiðin í þessu efni ásamt vátryggingum eftir atvikum. Samkvæmt ofanrituðu hlýtur máli þessu að ljúka hér fyrir dómi með sýknu stefnda. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Ásmundar $S. Jó- hannssonar héraðsdómslögmanns, ákveðast kr. 25.000.00 og greið- ast úr ríkissjóði ásamt útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi, kr. 9.338.00. Dómsorð: Stefndi, Prentverk Odds Björnssonar h/f, á að vera sýkn af kröfu stefnanda, Einars Björnssonar. Málskostnaður fellur niður. Málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Ásmund- ar S. Jóhannssonar héraðsdómslögmanns, kr. 25.000.00, greið- ast úr ríkissjóði ásamt útlögðum kostnaði, kr. 9.338.00. Mánudaginn 3. febrúar 1969. Nr. 211/1968. Ragnar Kristjánsson gegn Kristjáni Júlíussyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ragnar Kristjánsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 128 Einnig greiði hann stefnda, Kristjáni Júlíussyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 2.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 3. febrúar 1969. Nr. 217/1968. Karl Ó. Jónsson gegn Oddvita Kjalarneshrepps f. h. hreppsins, Jóni Trausta Karlssyni og Áka Jakobssyni til réttargæzlu. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Karl Ó. Jónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, oddvita Kjalarneshrepps f. h. hreppsins, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 2.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 3. febrúar 1969. Nr. 69/1968. Fjöliðjan h/f (Gústaf A. Sveinsson hrl.) gegn Margeiri Guðmundssyni Gísli Ísleifsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kaupgjaldsmál. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn kvað upp Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjar- fógeti á Ísafirði. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. apríl 1968 og krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi fyrir Hæstarétti. 129 Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins var stefndi starfsmaður áfryj- anda. Telur stefndi, að framkvæmdastjóri áfrýjanda hafi vikið honum frá störfum án saka 11. desember 1967. Kröfur sínar Í málinu hefur stefndi sundurliðað þannig: 1. Vangoldin laun fyrir nóvembermánuð 1967 kr. 15.000.00 2. Vangoldið orlofsfé fyrir tímabilið frá 1. júní til 30. nóvember 1967... .............. — 6.000.00 3. Bætur vegna óheimillrar uppsagnar .. .. .. — 40.214.35 Kr. 61.214.35 Um 1. Áfrýjandi, sem hefur viðurkennt, að stefndi hafi eigi fengið að fullu greidd laun fyrir vinnu unna í nóvember- mánuði 1967, hefur hér fyrir dómi lagt fram yfirlit um laun stefnda í þeim mánuði og telur, að þau hafi átt að nema alls kr. 14.191.90. Frá þeirri fjárhæð beri að draga greiðslur, sem inntar hafi verið af höndum vegna stefnda, upp í útsvar kr. 1.500.00, upp í skatta kr. 1.012.00 og upp í vörukaup stefnda kr. 1.000.00. Samtals nemi fé þetta kr. 3.512.00. Telur áfrýj- andi, að vangoldin laun stefnda að þessu leyti nemi því að- eins kr. 10.679.90. Stefndi hefur engin rökstudd andmæli haft uppi gegn þessum gögnum, sem verður því að leggja til grundvallar að þessu leyti. Verður því þessi kröfuliður stefnda aðeins tekinn til greina með kr. 10.679.90. Um 2. Af hendi áfryjanda er viðurkennt, að stefndi eigi inni orlofsfé, 7% af kr. 79.473.00, eða alls kr. 5.563.00. Stefndi hefur engin rökstudd andmæli haft uppi gegn reikningum áfrýjanda að þessu leyti, og verður því þessi kröfuliður tek- inn til greina með kr. 5.563.00. Um 3. Stefndi telur, að honum hafi verið vísað úr starfi af framkvæmdastjóra áfrýjanda 11. desember 1967. Beri honum því laun fyrir % hluta desembermánaðar og auk þess laun fyrir samningsbundinn uppsagnarfrest í tvo mán- uði. 9 130 Af hendi áfrýjanda hefur því verið algerlega mótmælt, að stefnda hafi verið vísað úr starfi, hann hafi hætt störfum án nokkurrar ástæðu. Hvorki stefndi né framkvæmdastjóri áfrýjanda hafa gefið skýrslur fyrir dómi í máli þessu. Til stuðnings máli sínu hefur stefndi lagt fram hér fyrir dómi vottorð manns eins, sem kveðst hafa hlýtt á, er framkvæmdastjóri áfrýjanda vísaði stefnda úr starfi. Gegn andmælum af hendi áfrýjanda verður eigi talið, að stefndi hafi sannað, að honum hafi verið vísað úr starfi, og verður áfrýjandi þvi sýknaður af kröfu stefnda að þessu leyti. Samkvæmt þessum málalokum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda kr. 16.242.90 með 7% ársvöxtum frá 1. desember 1967 til greiðsludags. Eftir þessari niðurstöðu ber áfrýjanda, sem eigi sótti þing í héraði, að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 12.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Fjöliðjan h/f, greiði stefnda, Margeiri Guð- mundssyni, kr. 16.242.90 með 7% ársvöxtum frá 1. des- ember 1967 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 21. marz 1968. Mál þetta er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 12. marz 1968 af Kristni Einarssyni héraðsdómslögmanni, Hverfisgötu 50, Reykjavík, f. h. Margeirs Guðmundssonar, Grundargötu 6, Ísafirði, gegn Fjöliðjunni h/f, Ísafirði, til greiðslu vinnulauna og orlofsfjár, samtals kr. 61.214.35 ásamt 1% vanskilavöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1. desember 1967 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómarans. Stefnandi hefur skýrt frá því, að stefnukrafan sé vangoldin vinnulaun fyrir nóvember, kr. 15.000.00, orlofsfé 1. júní til 30. 131 nóvember 1967, kr. 6.000.00, og kr. 40.214.35 bætur fyrir 2ja mán- aða uppsagnarfrest, sem hann kveðst eiga rétt á. Stefnandi hefur sundurliðað og gert nákvæma grein fyrir kröfum sínum. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnukröfurnar. Stefndi mætti ekki í málinu og enginn af hans hálfu, og er honum þó löglega stefnt. Málatilbúnaði stefnanda þykir í engu áfátt, og ber því að dæma málið samkvæmt skjölum og skilríkjum eftir 118. gr. laga nr. 85/1936. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnukröfurnar. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn 9.100.00 krónur, og ber að dæma stefnda til að greiða hann. Dómsorð: Stefndi, Fjöliðjan h/f, greiði stefnanda, Kristni Einarssyni f. h. Margeirs Guðmundssonar, kr. 61.214.35 ásamt 1% van- skilavöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1. desember 1967 til greiðsludags og 9.100.00 krónur í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 3. febrúar 1969. Nr. 114/1968. Theodór Árnason (Sigurður Baldursson hrl.) gegn Ásgeiri Sigurðssyni (Jóhannes Lárusson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Víxilmál. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 10. júni 1968, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. s. m. Krefst hann þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum stefnda, að löghaldsgerð sú, sem fram fór á hendur honum 14. des- 132 ember 1967, verði úr gildi felld, að fjárnámsgerð sú, sem gerð var í eignum hans hinn 15. marz 1968, verði felld úr gildi og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur og hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum fjárnámskostnað og málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Réttarstefna í máli þessu í héraði, útgefin 16. desember 1967, var birt 6. janúar 1968. Voru þá meira en þrjú ár liðin frá gjalddaga víxilsins. Var vixilkrafan þá því fyrnd sam- kvæmt skýlausum ákvæðum 70. gr. og 71. gr. vixillaga nr. 93/1933, en nefnd 71. gr. er um riftun fyrningar í samræmi við aðalreglu 11. og 12. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Samkvæmt þessu ber að dæma áfrýjanda sýknu af kröf- um stefnda og fella hina áfrýjuðu löghaldsgerð og svo hina áfrýjuðu fjárnámsgerð úr gildi. Þar sem þingsókn féll niður af hendi áfrýjanda fyrir hér- aðsdómi, er rétt að fella niður málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Theodór Árnason, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Ásgeirs Sigurðssonar, í máli þessu. Hin áfrýjaða löghaldsgerð og hin áfrýjaða fjárnáms- gerð eru úr gildi felldar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. febrúar 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 23. janúar s.l., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 6. janúar 1968, af Ásgeiri Sigurðssyni, Hávallagötu 7, Reykjavík, gegn Theodór. Árnasyni, Sólvallagötu 25, Reykjavík, til greiðslu víxils að fjárhæð samtals krónur 100.000.00, útgefins 20. ágúst 1964 af stefnanda og samþykkts af stefnda til greiðslu í Samvinnubanka Íslands h/f hér í bæ 20. desember 1964, en á víxli þessum er stefnandi ábekingur. 133 Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 100.000.00, með 9% ársvöxtum frá 20. desember 1964 til 12. júní 1965, en með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðslu- dags, kr. 240.00 í stimpilkostnað og málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í, þar af kr. 3.187.00 í löghalds- kostnað. Jafnframt hefur stefnandi krafizt staðfestingar á lög- haldi, sem gert hafi verið í húseign stefnda að Álfhólsvegi 101, Kópavogi, en löghald þetta hafi verið framkvæmt af fógetarétti Kópavogs þann 14. desember 1967. Stefndi hefur látið sækja þing, en þingsókn féll niður, án þess að varnir kæmu fram. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem stefnandi hefur lagt fram frumrit víxilsins með löglegri heimild, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti, Það athugast, að gjalddagi víxilsins var 20. desember 1964, en stefna í máli þessu var birt 6. janúar 1968. Samkvæmt 1. mgr. 77. gr. laga nr. 93 frá 1933 hefði því víxillinn verið fyrndur. Nú er hins vegar á það að líta, að löghald var gert út af hinum umstefnda víxli, og var það löghaldsmál tekið fyrir í fógetaréttinum 14. desember 1967, eins og áður er minnzt á. Það er skoðun dómarans, að fyrirtekt málsins í fógetaréttinum megi öldungis jafna til þeirra réttargerða, sem nefnd 1. mgr. 77. gr. fjallar um, sbr. C. Rasting i Den danske veksel og schecklovgivning, 1928, bls. 218. A. Helper i Veksel og checkloven, bls. 261, og P. Lyngsö í Check og veksellovene 1967, bls. 262. Ber því að líta svo á, að fyrirtekt málsins í fógetarétti hafi slitið fyrningu. Vextir ákveðast 9% frá 20. desember 1964 til 1. janúar 1965, en 8% ársvextir frá þeim degi til 12. júní 1965. Málskostnaður ákveðst kr. 16.000.00. Stefán M. Stefánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Framangreint löghald er staðfest. Stefndi, Theodór Árnason, greiði stefnanda, Ásgeiri Sig- urðssyni, kr, 100.000.00 með 9% ársvöxtum frá 20. desember 1964 til 1. janúar 1965, 8% frá þeim degi til 12. júní 1965, en með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags, kr. 240.00 í stimpilkostnað og 134 kr. 16.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Löghaldsgerð fógetadóms Kópavogs 14, desember 1967. Ár 1967, fimmtudaginn 14. desember, var fógetaréttur Kópa- vogs settur að Álfhólsvegi 101 og haldinn þar af fulltrúa bæjar- fógeta, Jóni Eysteinssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið Ásgeir Sigurðsson gegn Theodór Árnasyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 víxil. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jóhannes Lárusson hæstaréttarlög- maður og krefst löghalds fyrir kr. 100.000.00 með 9% ársvöxtum frá gjalddaga víxilsins til 12. júní 1965 og 1% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags, /4% í þóknun, kr. 240.00 í afsagnarkostnað, kr. ... (sic) í málskostnað samkvæmt gjald- skrá L. M. F. Í, kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð, staðfestingarmál, innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeið- anda, en á kostnað gerðarþola. Gerðarþoli á þessa eign, og fyrir hann mætir Ísleifur Péturs- son, sem er hér staddur. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki greiða. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir löghaldi í eignarhluta gerðarþola, Álfhóls- vegi 101. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá löghaldinu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni, sem að nokkru reyndist árangurslaus, lokið. Fjárnámsgerð fógetadóms Kópavogs 15. marz 1968. Ár 1968, föstudaginn 15. marz, var fógetaréttur Kópavogs settur að Álfhólsvegi 101 og haldinn þar af fulltrúa bæjarfógeta, Jóni Eysteinssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið Ásgeir Sigurðsson gegn Theodór Árna- syni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur, mál nr. 5036/1968. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jóhannes Lárusson hæstaréttarlög- maður og krefst fjárnáms fyrir kr. 100.000.00 með 9% ársvöxtum frá 21. desember 1964 til 1. janúar 1965 og 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til 12. júní 1965 og 1% mánaðarvöxtum frá 12. 135 júní 1965, kr. 430.00 í birtingar-, endurrits- og stimpilkostnað, kr. 16.000.00 í málskostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í., kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda, en á kostnað gerðarþola. Gerðarþoli er ekki viðstaddur, en fyrir hann mætir Ásgerður Ásgeirsdóttir, sem býr hér. Áminnt um sannsögli kveðst hún ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í eign gerðarþola, Álfhólsvegi 101, vesturhelmingi. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mætta að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni, sem að nokkru reyndist árangurslaus, lokið. Miðvikudaginn 5. febrúar 1969. Nr. 48/1968. Vestmannaeyjakaupstaður (Björn Sveinbjörnsson hrl.) gegn Sigurlaugu Sigurjónsdóttur og gagnsök (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Heimvíisun. Fjárnámsgerð felld úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Pétur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. marz 1968. Gerir hann þær dómkröfur, að hann verði einungis dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda kr. 88.510.00 með 7% ársvöxtum frá 10. október 1967 til greiðslu- dags. Þá krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi. Loks krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjanda og að málskostnaður í héraði verði látinn falla niður. 136 Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 14. marz 1968. Krefst hún þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða kr. 130.510.00 með 8% ársvöxtum frá 24. júní 1966 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hún krefst og staðfestingar fjárnámsgerðar, sem fór fram hinn 13. janúar 1968. Svo. sem lýst er í héraðsdómi, var nokkur hluti lóðar gagnáfrýjanda tekinn undir götu. Gerir hún af þeim sökum meðal annars fébótakröfu á hendur aðaláfrýjanda vegna verðrýrnunar íbúðarhúss hennar, sem á lóðinni stendur. Í sambandi við gatnagerðina voru reistar nýjar tröppur við húsið og girðing um lóðina. Samkvæmt kröfugerð aðaláfrýj- anda féllst hann á að greiða kostnað við þessa tröppugerð og girðingu. Hins vegar heldur hann þvi fram, að þessi mannvirki séu verðmætari þeim fyrri. Þá hafi og malbikun götu og gangstéttarhellur aukið verðgildi hússins. Telur hann alla þessa mannvirkjagerð vega upp lóðarskerðinguna. Í málinu hefur verið lögð fram matsgerð dómkvaddra kunn- áttumanna um rýrnun á verðmæti hússins. Samkvæmt framansögðu er málinu því svo háttað, að rétt var, að héraðsdómari kveddi sérfróða menn til að dæma það með sér, sbr. 3. tölulið 200. gr. laga nr. 85/1936. Þá skortir og ótvíræð gögn um stærð þess hluta lóðarinnar, sem tekin var undir götu, en ágreiningur er um stærðina. Þykir þvi verða að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Samkvæmt þessu verður að fella hina áfrýjuðu fjár- námsgerð úr gildi. Eftir atvikum verður málskostnaður fyrir Hæstarétti lát- inn falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er felld úr gildi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 137 Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 15, desember 1967. Mál þetta, sem dómtekið var 13. þ. m., er höfðað fyrir bæjar- þinginu, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun sáttamanna 9. október s.l., af Sigurlaugu Sigurjónsdóttur ekkjufrú, Kirkjuvegi 64 hér í bæ, með stefnu, útgefinni 10. október s.l. og birtri sama dag, á hendur Vestmannaeyjakaupstað, þ. e. bæjarstjóranum í Vest- mannaeyjum f. h. hans, til heimtu skaðabóta vegna lóðarskerð- ingar o. fl. að fjárhæð kr. 130.510.00 með 8% ársvöxtum frá 24. júní 1966 til greiðsludags auk alls málskostnaðar að skaðlausu, með áskilnaði um hækkun bótakröfu með framhaldsstefnu eða í sjálfstæðu máli og um framkvæmd eignarnámsmats. Máli sömu aðilja vegna sömu lögskipta var upphaflega stefnt fyrir bæjarþingið með stefnu, útgefinni 5. júní s.l., en er fram kom frávísunarkrafa í greinargerð stefnda, vegna þess að gengið hafi verið fram hjá sáttanefnd, var það mál hafið hér fyrir dómi hinn 5. október s.l., og er því mál þetta höfðað. Málavexti kveður stefnandi þá, að þegar stefndi lagði götuna Birkihlíð og ákvað götulínu hússins Kirkjuvegar 64, eign stefn- anda, við Hvítingaveg og Kirkjuveg fyrir nokkrum árum vegna malbikunarundirbúnings, hafi stefndi tekið af lóð stefnanda verulegan hluta undir götu án þess að greiða né bjóða greiðslu fyrir. Hafi vegna þessara framkvæmda orðið að breyta inngangi í húsið, fjarlægðar hafi verið girðingar og snúrustaurar og eyði- lögð garðblóm o. fl. Þá hafi við gröft myndazt sprunga á austur- hlið og þar um gengið rotta. Hafi stefnandi leitað bóta við bæjar- völd munnlega og jafnan vel í tekið, en efndir engar orðið. Þá ritaði stefnandi bæjarráði bréf hinn 24. júní 1966 og bauð stefnda húseignina til kaups, en ekki er að sjá af skjölum málsins, að undirtektir hafi orðið nokkrar. Með beiðni, dags. 6. janúar s.l., beiddist stefnandi þess, að bæjarfógeti dómkveddi matsmenn til að meta tjón hennar af lóðartökunni og annarri röskun. Hinn 17. s. m. fór svo umrædd dómkvaðning fram, og voru tilkvaddir húsasmíðameistararnir Ólafur Á. Kristjánsson og Guðlaugur Guð- jónsson. z Dómkröfur kveður stefnandi allar byggðar á mati hinna dóm- kvöddu matsmanna, en matsgerðin fór fram hinn 25. janúar s.l., og sundurliðast kröfurnar svo: I) Kostnaður við tröppugerð, kr. 48.000.00; 1I) Steinsteypt girðing við Hvítingaveg, kr. 18.000.00; III) Verðrýrnun húss vegna fjórðungsskerðingar lóðar, 5% af 138 áætluðu matsverði (1.200 þús.), kr. 60.000.00; IV) Kostnaður matsmálsins, kr. 510.00; V) Þóknun matsmanna, kr. 4.000.00. Stefnandi telur sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni og meiru en matsmenn mátu, svo sem vegna fjarlægingar girðingar við Kirkjuveg, fjarlægingar snúrustaura og eyðileggingar ýmissa garðblóma og nytjajurta. Þá hafi hún orðið fyrir tjóni vegna áðurnefndrar sprungumyndunar á austurvegg við undirstöðu- röskun þar við gröft og þar af jafnframt tilkomins rottugangs. Stefnandi telur bótafjárhæðir matsgerðar of lágar og hefur áskilið sér rétt til yfirmats. Telur stefnandi verðrýrnun húss, sem svipt er fjórðungi jafnlítillar lóðar (240 m?), er því var ætlað með lóðarleigusamningi, svo tilfinnanlega og stórkostlega, að jafngildi eignarnámi. Er hér enn áskilnaður til þess að framhaldsstefna til þess að skylda stefnda til að kaupa fasteignina, sem séu raunar hinar einu bætur, er telja megi fullar vegna margtéðrar röskunar, enda hafi við röskun þessa í upphafi verið vanrækt að fara eftir ákvæð- um skipulagslaga nr. 55/1921 (sbr. nú lög nr. 19/1964) og greiða fullar bætur, þ. e. eignarnámsbætur. Samkvæmt 26. gr. nefndra laga (sbr. nú 3. mgr. i.f. 29. gr. laga nr. 19/1964) sé stefnda því skylt að kaupa eignina alla. Þá kveðst stefnandi að eigin rammleik hafa orðið að hefja framkvæmdir við inngangsbreytingar og girðingu lóðar og hafi stefndi ekki fengizt til þess að greiða upp í bætur. Engar af ofangreindum áskilnaðarkröfum stefnanda, sem öll- um er mótmælt af stefnda, hafa verið gerðar að dómkröfum í máli þessu, og verður því eigi um þær fjölyrt. Í þinghaldi hinn 20. janúar s.l. lagði stefndi fram greinar- gerð. Kom þar fram aðallega krafa um frávísun á þeim grund- velli, að ákvæði 4. gr. lóðarsamnings téðs húss, er kveður á um greiðslu gjalda fyrir land, sem látið sé undir veg og ákveðið skuli af atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu, fæli í sér gerðar- dómsákvæði, þannig að málið heyrði eigi undir úrlausn dóm- stóla. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 1. nóvember s.l., var frávís- unarkröfu þessari hrundið. Upphaflega krafðist stefndi þess efnislega, að hann yrði ein- ungis dæmdur til að greiða kr. 66.000.00 með venjulegum banka- vöxtum frá stefnudegi hins höfðaða máls, en að málskostnaður yrði látinn niður falla, enda kvað stefnandi matsmenn hafa byggt mat sitt á röngum forsendum, en bótaskylda er viðurkennd. 159 Síðan breytti stefndi kröfum sínum svo, að til viðbótar téð- um krónum 66.000.00, er samsvari kröfuliðum nr. I og II, komi kr. 18.000.00, er sé áætluð fjárhæð til girðingar við Kirkjuvesg, og teldust fjárhæðir þessar fullnaðarbætur. Kvað stefndi þetta „tilboð“ miðað við venju hér í kaupstað: að bæta lóðarhöfum skerðingu vegna skipulagsbreytinga með því að setja upp á sinn kostnað steinsteyptar girðingar við húsin í stað eldri girðinga, svo sem í þessu tilfelli. Þá hafi verið lagfærðar skemmdir á húsum og mannvirkjum og nauðsynlegar breytingar gerðar á kostnað bæjarsjóðs. Við munnlegan málflutning breytti stefndi enn kröfum sínum og krafðist þess nú, að hann yrði einungis dæmdur til að greiða kr. 88.510.00, er sundurliðaðist svo, að kr. 48.000.00 væru sam- kvæmt kröfulið nr. I í stefnu, kr. 18.000.00 samkvæmt kröfulið nr. 11, kr. 510.00 samkvæmt kröfulið nr. IV, kr. 4.000.00 sam- kvæmt kröfulið nr. V, en þær kr. 18.000.00, sem þá væru umfram, kæmu upp í kröfulið nr. 111, þó þannig, að samkvæmt kröfu stefnda væri liðurinn byggður á öðrum grundvelli en í matsgerð, þ. e. að raunveruleg spjöll væru bætt, þ. m. t. girðing við Kirkjuveg. Þá krafðist stefndi þess og, að auk þess sem málskostnaður félli niður, yrði stefndi einungis dæmdur til að greiða venjulega bankavexti frá útgáfudegi stefnu þessa (síðara) máls. Stefndi hefur þegar viðurkennt bótaskyldu sína í þessu máli. Jafnframt hefur stefndi fallizt á, að hann verði dæmdur til að greiða stefnukröfu samkvæmt kröfuliðunum nr. 1, II, IV og V. Ber þegar af þeirri ástæðu að taka liði þessa til greina. Um kröfulið nr. III. Frammi í máli þessu liggur matsgerð dómkvaddra matsmanna, er eigi hefur verið hnekkt, hvorki með yfirmati né með rökum sýnt fram á, að réttra sjónarmiða hafi eigi verið gætt við gerð- ina. Ber því að leggja matsgerð þessa til grundvallar við úrlausn málsins, og með því að dómkrafa stefnanda er, einnig að því er kröfulið þennan varðar, í samræmi við téða matsgerð, ber að taka hana til greina. Dæma ber stefnda til að greiða stefnanda vexti af hinum til- dæmdu fjárhæðum til greiðsludags, og ákveðst vaxtahæðin 7%. Vexti þykir sanngjarnt að reikna frá dagsetningu dómkvaðn- ingarbeiðni. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til greiðslu máls- kostnaðar, er þykir eftir atvikum hæfilega metinn kr. 20.000.00. 140 Því dæmist rétt vera: Stefndi, Vestmannaeyjakaupstaður, greiði Sigurlaugu Sig- urjónsdóttur kr. 130.510.00 með 7% ársvöxtum frá 6. janúar 1967 til greiðsludags og kr. 20.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Vestmannaeyja 13. janúar 1968. Í fógetarétti í fyrradag benti umboðsmaður gerðarþola á fast- eignina Njarðarstíg 10 til fjárnáms til tryggingar dómskuld sinni við gerðarbeiðanda. Umboðsmaður gerðarbeiðanda kvaðst eigi þurfa að sætta sig við fjárnám í fasteign, þar sem gerðarþoli ætti nægilegt lausafé til að benda á til fjárnáms. Vísaði umboðsmaðurinn í þessu sam- bandi á 2. mgr. 24. gr. aðfararlaga. Umboðsmaður gerðarþola krafðist úrskurðar um þetta atriði. Hann benti á, að öll líkindi væru fyrir því, að bæjarþingsdóm- inum yrði vísað til Hæstaréttar, og þess vegna sé nægilegt fyrir gerðarbeiðanda að fá tryggingu í fasteign, á meðan málið verði útkljáð. Ákvæðin í 2. mgr. 24. gr. laga um aðför taka af öll tvímæli um það, að gerðarbeiðandi á rétt á að fá fjárnám í lausafé, ef það er fyrir hendi, áður en bent er á fasteign. Óumdeilt er, að gerðar- þoli í þessu máli hefur yfir að ráða nægilegu lausafé til trygg- ingar fjárnámskröfunni. Með tilvísun til framanritaðs verður að fallast á þá kröfu gerðar- beiðanda, að hann eigi rétt á að fá fjárnám í lausafé gerðarþola. Eftir þessum úrslitum ber gerðarþola, Vestmannaeyjakaup- stað, að greiða gerðarbeiðanda, Sigurlaugu Sigurjónsdóttur, kr. 3.000.00 í málskostnað. Jón P. Emils fulltrúi bæjarfógeta kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Gerðarbeiðandi, Sigurlaug Sigurjónsdóttir, á rétt til að fá fjárnám í lausafé gerðarþola, Vestmannaeyjakaupstaðar. Gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda kr. 3.000.00 í málskostnað. Úrskurði þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 141 Föstudagur 7. febrúar 1969. Nr. 193/1968. Björn Pálsson (Sigurður Ólason hrl.) gegn Jóni Jónssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vanhæfi dómara. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Jón Ísberg, sýslumaður Húnavatnssýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30, október 1968, krefst þess, að honum verði með innsetningargerð „afhent hin brúnskjótta hryssa, sem um ræðir í málinu“. Hinn 3. desember 1967 ritaði stefndi héraðsdómaranum m. a. á þessa leið: „Þar sem eigi ber saman markadómunum og því óút- kljáð, hver eigandi hryssunnar er, leyfi ég mér, hr. sýslu- maður, að fara þess á leit við yður, að þér við fyrstu hentug- leika skipið yfirmarkadóm til að skoða margnefnda hryssu, svo úr því verði skorið, hver réttur eigandi hennar skal teljast“. Hinn 12. janúar 1968 er skráð í þingbók, að fógeti hafi „tilnefnt fjóra menn til þess að segja álit sitt á marki á umræddri hryssu“, og síðar í sama þinghaldi er í þingbók- ina skráð þetta: „Skoðunarmenn ásamt fógeta skoðuðu mark hryssunnar mjög vel, en hryssan var mjög róleg og gott að skoða eyru hennar“. Þá segir svo í forsendum hins áfrýj- aða úrskurðar: „Markadóminn skipuðu með fógeta dýra- læknar Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu og tveir valin- kunnir menn, þaulvanir mörkum“. Því næst er í hinum áfrýjaða úrskurði lýst niðurstöðu hins svokallaða marka- dóms. 142 Samkvæmt því, sem nú var rakið, hefur héraðsdómari ásamt fjórum mönnum, er hann hafði kvatt til þess, fram- kvæmt skoðun og mat í málinu á byrjunarstig þess. Að svo komnu mátti hann ekki fara með málið og dæma það, sbr. 4. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, og bar honum að vikja úr dómarasæti í því. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða úr- skurð ásamt málsmeðferð í héraði og heimvísa málinu til löglegrar meðferðar. Hvor aðilja hefur krafizt málskostnaðar úr hendi hins. En málskostnaður hér fyrir dómi þykir eiga að falla niður. Dómsorð: Hinn reglulegi héraðsdómari, Jón Ísberg, víkur sæti í máli þessu. Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur ásamt meðferð málsins í héraði, og er málinu heimvísað til löglegrar meðferðar. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Húnavatnssýslu 14. ágúst 1968. Gerðarbeiðandi, Björn Pálsson alþingismaður, Ytri-Löngumýri, óskar eftir því með bréfi, dags. 27. nóvember s.l., að hryssa, sem dregin var gerðarþola, Jóni Jónssyni, fyrrverandi bónda í Öxl í Sveinsstaðahreppi, verði tekin úr vörzlu hans og fengin honum, gerðarbeiðanda, í hendur. Forsaga þessa máls er sú, að í stóðrétt í Auðkúlurétt 1. október s.l. var brúnskjótt hryssa dregin Jóni Jónssyni, fyrrverandi bónda í Öxl, gerðarþola, eftir að markaskoðun hafði farið fram á henni. Þegar heim kom, taldi gerðarþoli sig ekki eiga þessa hryssu og bað um, að markaskoðun færi aftur fram heima, og var það gert, en sama niðurstaða varð. Mark hans var á hryssunni, blað- stýft framan og vaglskora aftan vinstra. Gerðarþoli taldi sig ekki eiga þessa hryssu og auglýsti því í dagblaðinu Tímanum eftir hugsanlegum eiganda. Enginn gaf sig fram samkvæmt þessari auglýsingu, en kvisast fór, að hryssan mundi hafa verið í vörzlu Björns Pálssonar alþingismanns, gerðar- beiðanda. 143 Gerðarbeiðandi sendi þrjá menn til að markaskoða hryssuna, og töldu þeir sig finna markaleysu aftan hægra og að vaglskoran væri greinilega fjöður, sem dottið hefði ofan af. Samkvæmt þess- ari markalýsingu hefði hryssan verið með nokkuð sæmilegu marki gerðarbeiðanda. Þegar hér var komið sögu, biður gerðar- beiðandi, eins og fyrr segir, um innsetningagerð, og gerðarþoli biður um, að markadómur fjalli um mark hryssunnar. Vegna fjarveru gerðarbeiðanda á Alþingi og erfiðs tíðarfars varð ekki úr markaskoðun fyrr en 12. janúar. Markadóminn skip- uðu með fógeta dýralæknar Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu og tveir valinkunnir menn, þaulvanir mörkum. Úrskurður markadóms var á þann veg, að hægra eyra sé heilt, ekki sé hægt að finna ummerki eftir mark og hafi biti verið markaður á hægra eyra, hefði brjóskið ekki verið sært, þ. e. hægra eyra sé óskert. Á vinstra eyra er glögg blaðstýfing að framan, að aftan er vaglskora, og ber markið ekki þess merki, að fjöður hafi kalið eða skemmzt af mývargi, þ. e. sárið virðist hreint. Samkvæmt þessu er glöggt mark gerðarþola, Jóns Jóns- sonar, fyrrverandi bónda í Öxl, á hryssunni. Þegar gerðarþoli sat uppi með hryssuna, rifjaðist upp fyrir honum, að hann hafði tapað brúnskjóttu mertryppi upp úr 1950, en það haust, sem tryppið kom ekki af fjalli, hafði hann heyrt um brúnskjótt hross, sem hafði farið ofan í fram af Sauðadal. Ekki var athugað — enda ekki hægt — hver ætti, og taldi gerðar- boli, að það væri sitt brúnskjótta tryppi. Gerðarbeiðandi ve- fengdi að vísu, að slíkt minni gæti átt sér stað, en samkomulag varð um það með aðiljum að kanna í framtölum gerðarþola, hvort hann hefði tapað mertryppi um þetta leyti. Upplýst er sam- kvæmt símskeyti frá ríkisskattstjóra, að árið 1952 tapaði gerðar- þoli hryssu þriggja vetra, sem engar nytjar voru af. Má því telja nokkurn veginn sannað með hliðsjón af þessu vottorði svo og öðrum vottorðum, að gerðarþoli hafi átt brúnskjótt tryppi um þetta leyti. Af gerðarþola hálfu hefur ekki verið gefið í skyn, að gerðar- beiðandi hafi komizt yfir hryssuna á ólöglegan hátt, heldur taldi umboðsmaður gerðarþola sennilegast, að tryppi gerðarbeiðanda hefði farizt þetta sama sumar og þar sem liturinn var líkur og á tryppi gerðarþola og það sennilega komið fyrir í Auðkúlurétt, hefði gerðarbeiðandi talið það vera sitt tryppi og aldrei marka- skoðað það, sem ekki er óeðlilegt, því að algengt er, að stóð- hrossaeigendur gangi hross sín úr að haustinu, án þess að þau 144 séu rekin til réttar, og telja sig þekkja þau, þetta gera velflestir, og er það látið óátalið. Samkvæmt fjallskilareglugerð Austur-Húnavatnssýslu nr. 19 frá 23. janúar 1961 helgar mark markeiganda kind og hross. Þessi ákvæði eru í 45. gr. 1. mgr. og 7. mgr. Ef ekkert annað kæmi til, ætti að synja um hina umbeðnu innsetningagerð þegar af þessari ástæðu. Þar sem nú eru liðin 16 ár, frá því að gerðarþoli taldi sig vanta brúnskjótt tryppi, og telja má sannað, að gerðarbeiðandi hafi haft umráð fyrir margnefndri brúnskjóttri hryssu allan Þennan tíma átölulaust og í þeirri trú, að þar hafi verið um að ræða hans eigin brúnskjóttu hryssu, getur komið til greina, að gerðarbeiðandi hafi unnið hefð á brúnskjónu samkvæmt lögum um hefð nr. 46 frá 10. nóvember 1905. Ef um venjulegan lausafjármun væri að ræða, væri hefð ótví- ræð, en hér er um að ræða lifandi skepnu, sem mörkuð er ákveðn- um eiganda, en taka hryssunnar af hendi þess, sem hefðina vill gera gildandi, kemur í veg fyrir, að hinn rétti eigandi marksins geti tekið eign sína til sín. Hér er gengið út frá því, að markið hafi ætíð verið eins og því er lýst í markadómi. Hafi markið hins vegar skaddazt og gróið eða bitinn aftan á hægra eyra aldrei verið markaður, hefði slíkt átt að koma fram við markaskoðun. Hrossa og fjáreigendur eiga sjálfir að ganga úr skugga um, að ekkert ókunnugt sé hjá þeim og allar þeirra skepnur með réttu marki, enda er ekki til siðs að markaskoða hjá mönnum, nema að þjófkenna þá um leið. Þess vegna verður að gera þá kröfu, að hver og einn gangi úr skugga um, að eingöngu hans peningur sé í hans vörzlu, og — af þeirri ástæðu — getur eðli málsins vegna ekki unnizt hefð á markaðri kind eða hrossi, enda sennilegast, að höfundar hefðar- laganna hefðu ekki getað látið sér til hugar koma þann mögu- leika, að fjár- og hrossaeigendur markaskoðuðu ekki allan pen- ing sinn svo mjög sem það var litið alvarlegum augum að eigna sér eða hagnýta kind, sem annar átti. Af framangreindum forsendum þykir ekki rétt að viðurkenna, að gerðarbeiðandi hafi unnið eignarrétt með hefð yfir umræddri hryssu, og á því hin umbeðna innsetningargerð ekki að fara fram. Vegna málsatvika þykir rétt, að málskostnaður falli niður. 145 Ályktunarorð: Hin umbeðna innsetningargerð á ekki að fara fram. Málskostnaður falli inður. Mánudaginn 10. febrúar 1969. Nr. 141/1968. Gjaldheimtan í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.) gegn Tómasi Ó. Tómassyni (Guðmundur Skaftason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skattamál. Synjað lögtaks. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 19. ágúst 1968. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt fyrir fógeta að framkvæma lögtak hjá stefnda til tryggingar opinberum gjöldum álögðum 1966, samtals að fjárhæð kr. 83.707.00, með 12% ársvöxtum frá 8. febrúar 1968 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi máls- kostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Málsatvikum er rækilega lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Eins og þar er rakið, reisti stefndi ásamt öðrum manni iðn- aðarhús að Súðarvogi 50 hér í borg. Hluta þess húss seldu stefndi og sameigandi hans 15. júlí 1965 og höfðu þá eigi átt það í fimm ár. Nam söluhagnaður stefnda vegna þessara viðskipta kr. 151.990.00, en til þess hagnaðar eiga rót sína að rekja gjöld þau, sem lögtaks er krafizt fyrir í máli þessu. Stefndi keypti síðan íbúð í fjölbýlishúsi að Álfaskeiði 98, Hafnarfirði, með kaupsamningi 19. apríl 1966. Íbúð þessa 10 146 kveðst stefndi hafa tekið til notkunar 1. október 1966, en eigi fengið afsal fyrir henni fyrr en 20. april 1967. Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. E-liðs 7. gr. laga nr. 90/1965, sbr. 1. tl. 1. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er hagn- aður af sölu fasteignar, sem seljandi hefur eigi átt í fimm ár, ekki skattskyldur, ef hann innan árs kaupir aðra fast- eign, sem er jöfn eða hærri að fasteignamati en hin selda. Telja veður, að regla þessi gildi einnig, þegar um er að tefla hluta fasteigna. Umræddur söluhagnaður stefnda er því eigi skattskyldur, enda er því eigi haldið fram í málinu, að við- skipti þessi geti talizt atvinnurekstur stefnda eða gerð í sér- stöku hagnaðarskyni, og hin keypta íbúð er talin jöfn eða hærri að fasteignamati en hinn seldi húshluti. Samkvæmt því, sem nú var rakið, ber að staðfesta niður- stöðu hins áfrýjaða úrskurðar. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjanda dæmt að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er staðfestur. Áfrýjandi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði stefnda, Tómasi Ó. Tómassyni, kr. 15.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Hafnarfjarðar 30. júlí 1968. Í máli þessu, sem þingfest var hinn 8. febrúar s.l. og tekið var til úrskurðar hinn 25. þ. m., hefur gerðarbeiðandinn, Gjaldheimt- an í Reykjavík, krafizt þess, að lögtak verði heimilað hjá gerðar- þola, Tómasi Ó, Tómassyni, Álfaskeiði 98, Hafnarfirði, áður til heimilis að Bárugötu 40, Reykjavík, til tryggingar eftirstöðvum opinberra gjalda, álagðra 1966, að fjárhæð kr. 83.707.00 ásamt 12% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þingfestingardegi til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Gerðarþoli, Tómas Ó. Tómasson, hefur mótmælt lögtakskröfunni sem rangri og gert þær dómkröfur, að synjað verði um fram- kvæmd umbeðins lögtaks og sér tildæmdur málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda. 147 Upphaflega beiddist gerðarbeiðandi lögtaks fyrir hærri fjár- hæð, eða kr. 169.766.00 ásamt 12% ársvöxtum af kr. 143.993.00 frá 15. október 1966 og af kr. 169.766.00 frá þingfestingardegi, hvort tveggja til greiðsludags, auk málskostnaðar að mati dóms- ins. Gerðarþoli krafðist þess þar á móti upphaflega, að einungis yrði heimilað lögtak fyrir kr. 86.059.00, og málskostnaðar að mati réttarins, en til vara, að hann yrði felldur niður. Við munnlegan málflutning breyttu svo aðiljar kröfum sínum í það horf, er fyrr greinir, þar eð gerðarþoli hefði undir rekstri málsins greitt kr. 86.059.00, en um skyldu gerðarþola til að greiða þá fjárhæð var aldrei deilt. Höfuðstóll þeirrar kröfu, sem lögtaks er beiðzt fyrir, sundur- liðast þannig: Tekjuskattur .. .. „. .. .. kr.39.741.00 Tekjuútsvar .. .. .. .. .... — 43.317.00 Kirkjugarðsgjald .. .. .. .. — 649.00 Kr. 83.707.00 Eru þessi gjöld öll fyrir gjaldárið 1966. Mótmæli sín og kröfur reisir gerðarþoli á því, að gjöld þau, sem hér um ræðir, hafi verið lögð á hagnað að fjárhæð kr. 151.990.00, er hann hafi haft af sölu eignarhluta síns í fyrstu hæð fasteignarinnar að Súðarvogi 50, Reykjavík. Hann hafi hins vegar innan árs keypt íbúð að Álfaskeiði 98, Hafnarfirði, sem sé mun verðmætari eign en hinn seldi eignar- hluti. Hann hafi því eigi verið skattskyldur vegna hagnaðar af þessari sölu, enda falli umræddur söluhagnaður undir undanþáguákvæði E-liðs 7. gr. laga nr. 90/1965 um tekju- og eignarskatt, en í 2. mgr. E-liðs nefndrar lagagreinar segir m. a. svo: „Nú selur skattþegn fasteign, sem verið hefur í eigu hans skemur en 5 ár, en kaupir aðra innan árs eða byggir hús, áður en 3 ár eru liðin frá söludegi, og skal sölugróði þá ekki skatt- skyldur, ef hin keypta fasteign eða hið nýreista hús er að fast- eignamati jafnhátt eða hærra hinu selda“. Um málavexti segir umboðsmaður gerðarþola m. a. eftirfarandi: „Á árunum um og fyrir 1960 rak gerðarþoli trésmíðaverkstæði í félagi við Kristján Pálsson, Miðbraut 26, Seltjarnarnesi. Var verkstæðið til húsa að Nesvegi 14 hér í borginni. Á árinu 1960 eða 1961 var þeim sagt upp afnotum af húsnæðinu, þar sem rífa 148 átti húsið. Sóttu þeir þá um lóð undir iðnaðarhúsnæði til borgar- yfirvalda, og var þeim úthlutuð lóðin nr. 50 við Súðarvog. Er leigusamningur um lóðina dagsettur 15. febrúar 1963. Á lóðinni skyldi byggja iðnaðarhús allt að 3 hæðir. Þeir hófu bygginguna á árinu 1961 og munu hafa verið langt komnir með að byggja aðra hæð á miðju ári 1963. Var húsið í óskiptri sameign þeirra og ætlað til nota fyrir rekstur trésmíðaverkstæðisins. Um þetta leyti veiktist Kristján. Ágerðust síðan veikindi hans svo, að hann andaðist í marzbyrjun 1964. Þegar svo var komið, treysti gerðar- þoli sér ekki að eiga húsið framvegis, og varð því að ráði með honum og ekkju Kristjáns heitins, Helgu Sæmundsdóttur, að selja allt húsið. Var það gert fokhelt og selt síðan. Með afsali, dags. 15. júlí 1965, er fyrsta hæð hússins seld Járniðjunni s/f fyrir kr. 750.000.00. Stærð fyrstu hæðar er talin 516 mö, sbr. dskj. nr. 17. Er því hluti gerðarþola af hæðinni 258 mð og hans hluti af söluverðinu kr. 375.000.00. Kostnaðarverð eignarhluta gerðarþola að meðtalinni þóknun fyrir sölu húshlutans var kr. 223.010.00. Mismunur söluverðsins og kostnaðarverðsins er kr. 151.990.00, og er það sú fjárhæð, sem um er deilt í málinu. Sala á 2. ogð. hæð fór ekki fram fyrr en á árinu 1966 og skiptir því ekki máli hér. Í aprílmánuði 1966 kaupir gerðarþoli 5 herbergja íbúð við Álfaskeið 98 í Hafnarfirði. Íbúð þessi var tilbúin undir tréverk og málningu, þegar gerðarþoli keypti hana, og var verð hennar kr. 825.000.00. Afsal fyrir þessari eign fékk gerðarþoli 20. 4. 1967. Íbúðin er 393 mö og fasteignamatsverð kr. 72.300.00. Fast- eignamatsverð mun ekki vera til á Súðarvogi 50, en mat á h% 1. hæð húss þess hlýtur að vera lægra en áðurgreint matsverð íbúðarinnar“. Við álagningu 1966 færði skattstjórinn í Reykjavík gerðarþola til tekna umræddan söluhagnað af Súðarvogi 50. Gerðarþoli kærði álagninguna bæði til skattstjóra og síðan til ríkisskattanefndar, en án árangurs, hvað við kom þessu atriði. Í úrskurði ríkisskattanefndar segir m. a.: „Eins og að framan greinir, seldi kærandi á árinu 1965 sinn hluta í 1. hæð húseignarinnar Súðarvogur 50. Byggingu þessarar húseignar virðist kærandi hafa hafið að einhverju leyti á árinu 1961 og fram haldið framkvæmdum, og er húseignin enn í bygg- ingu, þegar seldur var hluti hennar, þ. e. 1. hæð, á árinu 1965. Meðeigandi kæranda var Kristján Pálsson og síðar Helga Sæ- mundsdóttir, ekkja Kristjáns. Skv. þeim upplýsingum, sem ríkis- 149 skattanefnd hefir aflað sér, er hér um iðnaðarhúsnæði að ræða að öllu leyti og húseignin í allt 3 hæðir. Þessar upplýsingar eru staðfestar af kæranda í viðtali hans við skrifstofustjóra ríkis- skattstjóra hinn 11. sept. s.l. Skv. því, sem fram hefir komið, er eigi deilt um fjárhæð sölu- hagnaðar, enda ákvarðaður af kæranda sjálfum, sbr. upplýsingar í D-lið framtals 1966. Skv. húsbyggingarskýrslu með framtali kæranda 1966 er bygg- ingarframkvæmdum að Súðarvogi 50 framhaldið af kæranda og meðeiganda hans, eftir að greindur eignarhluti hafði verið seldur. Í svarbréfi sínu og kæru til skattstjóra gerir kærandi kröfu til þess, að umræddur söluhagnaður verði ekki talinn til skatt- skyldra tekna, þar sem hann hafi þegar keypt aðra húseign, sem er 5 herbergja íbúð að Álfaskeiði 98, Hafnarfirði. Virðist kærandi skv. því telja, að skattfrelsi söluhagnaðar af Súðarvogi 50 falli undir undanþáguákvæði 2. mgr. E.liðar 7. gr. laga nr. 90, 1965, um tekjuskatt og eignarskatt. Þegar litið er til þess, sem fram hefur komið af hálfu kæranda um ástæður fyrir sölu hluta húseignarinnar, og þess, að álíta má, að söluhagnaði hafi verið varið til áframhaldandi framkvæmda við söru fasteign, verður að álíta, að söluhagnaður þessa eignar- hluta falli ekki undir undanþáguákvæði 2. mgr. E-liðar 7. gr. laga nr. 90, 1965 og sé því skattskyldur. Með hliðsjón af framangreindu þykir því verða að synja kröfu kæranda þess efnis, að greindur söluhagnaður teljist ekki til skattskyldra tekna“. Gerðarbeiðandi rökstyður kröfur sínar, auk þess að vísa til forsendna í tilvitnuðum úrskurði ríkisskattanefndar, einkum með eftirfarandi atriðum, er hann telur leiða til þess, að ákvæði 2. mgr. E-liðs 7. gr, laga nr. 90/1965 um undanþágu sölugróða frá skattskyldu eigi ekki við. 1. Andvirði hins selda verði að renna beint til kaupa eða ný- byggingar á annarri fasteign. Í því tilviki, sem hér um ræðir, hafi andvirði hins selda farið til að byggja upp sömu fasteign, þ. e. efri hæðirnar að Súðarvogi 50. Það megi sjá af gögnum í málinu, að féð, er fékkst fyrir 1. hæð Súðarvogs 50, hafi verið notað til að byggja upp efri hæðirn- ar Í sama húsi, en gerðarþoli hafi aflað fjár til kaupa á íbúðinni með öðrum hætti, m. a. með lánum, svo sem sjá megi af skatt- framtölum hans. Undanþága frá skattskyldu komi því aðeins til greina, að 150 hagnaðinum sé varið strax til kaupa á annarri íbúð, en fjármagnið sé ekki notað í brask áður. 2. Gerðarþoli uppfylli ekki það skilyrði að hafa keypt innan árs, en það telur gerðarbeiðandi, að hann hefði orðið að gera til að njóta undanþágu frá skattskyldu af söluhagnaðinum, því að bygging hinnar keyptu íbúðar hafi verið það langt komin, að ekki verði talið, að um byggingu hússins hafi verið að ræða, heldur kaup fullgerðrar fasteignar. Kaup fasteignar miðist við afsalsdag, en í þessu tilviki hafi 1. hæð Súðarvogs verið seld með afsali, dags. 15. júlí 1965, en afsal fyrir Álfaskeiði 98 hafi ekki verið gefið út fyrr en 20. apríl 1967, þótt kaupsamningur sé dagsettur 19. apríl 1966. Til rökstuðnings þeirri skoðun, að miða beri kaup og sölu fast- eignar við afsalsdag, vitnar gerðarbeiðandi til 15. greinar reglu- gerðar nr. 245 frá 1963, en þar segir, að sölugróði sé skattskyldur það ár, sem afsal er gefið út fyrir hinni seldu eign. Bendi það ótvírætt til þess, að löggjafinn vilji miða sölu fasteignar við af- salsdag. 3. Sölugróði geti því aðeins verið undanþeginn skattskyldu, að um skipti á íbúðum sé að ræða. Meining löggjafans hafi aðeins verið sú að heimila skattfrelsi að öðrum skilyrðum fullnægðum, ef um íbúðarhúsnæði væri að ræða. Það falli utan við anda og tilgang laganna að viðurkenna skatt- frelsi, ef skipt sé á iðnaðar- og íbúðarhúsnæði. Í umræðum á Alþingi um margnefnda lagagrein hafi glögglega komið í ljós, að þingmenn hafi haft í huga skipti á íbúðum. Til- gangur löggjafans sé því augljós, enda í samræmi við eðli máls. Þá hafi skattayfirvöld um áratuga skeið skilið og beitt marg- nefndri 2. mgr. E.liðs 7. gr. laga nr. 90/1965 á þann veg, að með orðinu fasteign væri eingöngu átt við íbúðir, en hliðstætt ákvæði hafi verið í tekjuskattslögunum frá upphafi, þ. e. síðan 1921. 4. Þá miðist undanþágan við, að keypt sé eða seld heil fast- eign, en ekki hluti fasteignar, eins og í þessu tilviki. Einnig verði söluhagnaðinum að vera varið til kaupa eða bygg- ingar á annarri fasteign, en ekki sömu fasteign. Það hafi aldrei verið til þess ætlazt, að maður gæti t. d. fengið sér lóð, slegið upp fyrir kjallara, selt hann og byggt næstu hæð og síðan koll af kolli, unz hann ætti risíbúðina eftir sem hreinan sölugróða, skattfrjálsan. 5. Loks er á það bent af hálfu gerðarbeiðanda, að umrædda 151 lagagrein beri að skýra þröngt, hvað snertir nefnda undanþágu frá skattskyldu. Hún sé undantekning frá þeirri aðalreglu, að sölugróði af fast- eign, sem hefur verið skemur en fimm ár Í eigu skattgreiðanda, sé skattskyldur. Af hálfu gerðarþola er því haldið fram, að hann uppfylli öll þau skilyrði, sem talin eru í margnefndri lagagrein, til að njóta undanþágu frá skattskyldu af söluhagnaði af Súðarvogi 50. Ákvæði laganna séu augljós og auðskýrð og skattayfirvöld hafi enga heimild til að auka við þau nýjum efnisatriðum, Þannig sé heimildarlaust að þrengja hugtakið fasteign og skýra það á þann veg, að um skipti á íbúðum eða a. m. k. samkynja fasteignum verði að vera að ræða. Ekki sé það skilyrði heldur í lögunum, að andvirði hins selda verði að ganga beint til kaupa á viðkomandi fasteign: Það skipti ekki máli, hvort peningarnir séu geymdir og ávaxtaðir með því að leggja þá í bankastofnanir, verðbréf, lausafé, fasteignir eða fasteignahluta eða önnur algeng verðmæti, aðeins ef þeir séu innan tilskilins tíma lagðir í kaup á annarri fasteign eða byggingu húss. Kröfur gerðarþola séu því á því byggðar og því sé haldið fram af hans hálfu, að hann uppfylli öll þau skilyrði, sem tilvitnuð lagagrein mæli fyrir um, enda sé hún skýrð eftir eðlilegum og venjulegum lögskýringarsjónarmiðum. Útilokað sé að telja, að salan á Súðarvogi 50 falli undir at- vinnurekstur gerðarþola, enda hafi skattayfirvöld viðurkennt í verki, að svo væri ekki, þar sem þau hafi fellt niður aðstöðu- gjald, er lagt hafði verið á gerðarþola sama ár, vegna byggingar- innar í Súðarvogi. Engin atvik hafi komið fram í málinu, er bendi til þess, að gerðarþoli hafi byggt húsið Súðarvog 50 í því skyni að selja það aftur með hagnaði, hann hafi þvert á móti neyðzt til að selja það vegna fráfalls sameiganda síns. Hvað snerti 1—3ja ára tímamörkin, þá sé því skilyrði af fleiri en einni ástæðu fullnægt af gerðarþola. Eðlilegast sé að miða við 3ja ára mörkin: Gerðarþoli hafi keypt íbúðina tilbúna undir tréverk og málningu, eins og fram komi í kaupsamningi, er lagður hefur verið fram í málinu. Það sé venja, m. a. ríkisskattanefndar, að telja, að kaup húsa á því byggingar- stigi falli undir 3ja ára markið. Þetta skipti þó í þessu tilviki ekki máli, þar eð gerðarþoli hafi 152 selt í Súðarvogi 15. júlí 1965, en keypt á Álftaskeiði í apríl árið eftir, því að raunveruleg eigendaskipti að fasteign fari fram, er kaupsamningur komist á. Álit réttarins. Því er ekki haldið fram í málinu, að salan á 1. hæð í Súðarvogi 50 falli undir atvinnurekstur gerðarþola, og ósannað, að eignar- innar hafi verið aflað í því skyni að selja hana aftur með ágóða. Ekki verður séð, að tilgangur löggjafans, réttarvenja eða andi laganna geri þá lögskýringarleið færa að telja, að hugtakið fast- eign í því lagaákvæði, sem á reynir í máli þessu, beri að þrengja svo, að það eigi aðeins við íbúðir, eða að telja, að í ákvæðinu felist áskilnaður um, að um samkynja fasteignir sé að ræða. Gerðarþoli seldi hluta fasteignar að Súðarvogi 50. Ekki verður talið, að máli skipti, hvort seldur var hluti fast- eignar eða heil fasteign, enda óvefengt, að einstakar íbúðir, t. d. í sambýlishúsum, falli undir ákvæðið, og eru þær þó hlutar fast- eigna. Það atvik, að eignarréttur gerðarþola náði einnig til annarra hluta þeirrar fasteignar, sem selt var af, skiptir heldur ekki máli um úrslit málsins. Í íslenzkum rétti hefur sá skilningur á sambandi kaupsamnings og afsals verið ríkjandi, að kaupsamningur geri kaupanda að eig- anda hinnar seldu eignar. Sá eignarréttur er að vísu oft skilorðsbundinn, þ. e. bundinn því skilyrði, að kaupandi fullnægi skilmálum kaupsamningsins. Afsalið, sem að öllum jafnaði er einhliða yfirlýsing seljandans og undirritað af honum einum, er eðlilegast að skilja sem viður- kenningu seljandans á því, að kaupandinn hafi fullnægt skyldum sínum samkvæmt kaupsamningnum, þ. e. kvittun seljanda til kaupanda fyrir efndum kaupsamningsins og þá um leið yfirlýs- ingu hans um, að eignarréttur kaupandans sé ekki lengur skilorðs- bundinn. Það hefur þannig verið talið, að þýðing afsals sé ekki sú, að það yfirfæri eignarréttinn, heldur hin, að það geri eignarrétt kaup- anda, sem áður var skilorðsbundinn, óskilyrtan. Því þykir verða að miða kaupin að Álfaskeiði 98 við dagsetn- ingu kaupsamnings. Rétturinn lítur því svo á, að gerðarþoli hafi uppfyllt skilyrði laganna um sölu fasteignar og kaup annarrar innan árs. Að öðrum skilyrðum fullnægðum, þar á meðal því, að eignar- 153 innar hafi ekki verið aflað í því skyni að selja hana aftur með ágóða, verður það ekki talið ráða úrslitum málsins, hvernig gerð- arþoli varði andvirði hins selda né hvernig hann aflaði kaupverðs hins keypta. Það er því niðurstaða réttarins, að margnefndur söluhagnaður gerðarþola af 1. hæð í Súðarvogi 50 sé ekki lögmætur gjaldstofn fyrir álagningu tekjuskatts. Af því leiðir, að eigi er heldur heimilt að leggja á hann útsvar, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Söm verður niðurstaðan varðandi kirkjugarðsgjald, þar sem bað er miðað við álagt tekjuútsvar. Fyrir því þykir bera að synja um framgang hinnar umbeðnu gerðar. Málskostnaður ákveðst kr. 19.000.00. Már Pétursson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp úrskurð bennan. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð skal ekki ná fram að ganga. Gerðarbeiðandi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði gerðar- þola, Tómasi Ó. Tómassyni, kr. 19.000.00 í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 10. febrúar 1969. Nr. 11/1969. Stefán Sigmundsson (Guðmundur Skaftason hrl.) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skattamál. Synjað lögtaks. Dómur Hæstaréttar. Halldór S. Rafnar, borgarfógeti í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 17. janúar 154 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 13. s. m. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og synjað um framkvæmd hinnar umbeðnu lögtaksgerðar og að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Áfrýjandi átti íbúð að Guðrúnargötu 6 hér í borg, en seldi hana 17. maí 1963. Íbúð þessa virðist hann hafa keypt á árinu 1961. Hann fékk 14. júlí 1964 loforð fyrir leigulóð hjá Reykjavíkurborg að Sæviðarsundi 26 og hóf þar byggingar- framkvæmdir á næsta ári. Á skattframtali sínu 1966 taldi áfrýjandi, að á árinu 1965 hefði hann unnið sjálfur við bygg- inguna 1.269 vinnustundir, sem hann taldi kr. 107.865.00 að verðmæti. Þá taldi áfrýjandi á skattframtali sínu 1967, að á árinu 1966 hefði hann sjálfur unnið við bygginguna 753 vinnustundir, sem hann taldi kr. 67.770.00 að verðmæti. Telur áfrýjandi, að hér sé um skattfrjálsa eigin vinnu að ræða. Skattayfirvöld töldu hins vegar, að verðmæti eigin vinnu þessarar væri einungis skattfrjálst að því marki sem íbúðin að Sæviðarsundi 50 væri stærri en íbúðin að Guðrúnargötu 6. Væru því skattskyld 80.55% af verðmæti eigin vinnu þeirrar, sem framan er getið, og bæri að meta áfrýjanda það fé til tekna. Til þessarar ákvörðunar eiga rót sína að rekja gjöld þau, sem krafið er um í máli þessu. Reglur um skattfrelsi eignaauka, sem stafar af aukavinnu íbúðarbyggjanda, eru í E-lið 10. gr., sbr. niðurlagsákvæði E-liðs 7. gr. laga nr. 90/1965. Þar segir, að til tekna teljist ekki eignaauki, „sem stafar af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu ibúða til eigin nota“. Þá segir, að ívilnun þessi falli þó burt, „að því leyti sem vinnan kann að fást endurgreidd með sölu- hagnaði af íbúðinni samkv. E-lið 7. gr.“. Í lagareglu þessari kemur ekki fram, að það skuli skerða ívilnun þessa, að skattþegn hefur áður átt íbúðarhúsnæði. Verður eigi talið, að fjármálaráðherra hafi með niðurlagsákvæðum F-liðs 10. 155 gr. öðlazt heimild til að bjóða með reglugerð skerðingu á ivilnun þessari. Samkvæmt þessu og atvikum málsins verður því verðmæti framangreindrar eigin vinnu áfrýjanda við ibúð hans að Sæviðarsundi 26 eigi talið skattskylt, enda er því eigi mótmælt, að vinna þessi hafi að öðru leyti fullnægt skilyrðum laga til að njóta þessa hagræðis. Verður hinn áfrýjaði úrskurður því úr gildi felldur og synjað um fram- gang lögtaksins. Samkvæmt þessum úrslitum verður stefnda dæmt að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 35.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er synjað lögtaks. Stefndi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði áfryjanda, Stefáni Sigmundssyni, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 35.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 30. október 1968. Tildrög máls þessa eru sem hér segir: Gerðarþoli í máli þessu, Stefán Sigmundsson, nafnnr. 8361-1138, átti íbúð að Guðrúnargötu 6 hér í borg, sem hann seldi á árinu 1963 og byggir sér síðar aðra íbúð að Sæviðarsundi 26. Hinn 1. nóvember 1967 sendi skattstjórinn í Reykjavík gerðar- þola bréf, þar sem hann spyr um, hve margir rúmmetrar íbúð sú hafi verið, sem gerðarþoli átti að Guðrúnargötu 6, og hve margir rúmmetrar íbúð sú sé, sem hann eigi í smíðum að Sæ- viðarsundi 26. Á húsbyggingarskýrslu fyrir Sæviðarsund 26, sem fylgdi fram- tali gerðarþola 1967, telur gerðarþoli sig hafa í aukavinnu unnið 753 klst. við Sæviðarsund 26 á árinu 1966 og metur hverja vinnu- stund á kr. 90.00, eða eigin vinnu samtals á kr. 67.770.00. -Sam- kvæmt húsbyggingarskýrslu, sem fylgdi framtali gerðarþola 1966, telur gerðarþoli sig hafa unnið 1.269 klst. í aukavinnu að Sæviðar- sundi 26 á árinu 1965 og metur hverja klst. á 85.00 kr., eða eigin vinnu samtals kr. 107.865.00. 156 Hinn 23. nóvember 1967 sendi skattstjórinn í Reykjavík gerðar- bola bréf, þar sem hann tilkynnir honum, að tekjur hans fyrir árið 1966 hafi verið hækkaðar um kr. 54.588.00 og á árinu 1965 um kr. 85.885.00 og sé þetta skattskyld eigin vinna við hús- byggingu, þar sem hann hafi átt íbúð áður. Þessari tekjuhækkun var mótmælt með bréfi, dagsettu 28. nóv- ember 1967. Með skattbreytingarseðlum frá 23. febrúar s.l. eru þinggjöld gerðarþola hækkuð, svo sem hér segir: Fyrir skattárið 1966, tekju- skattur um kr. 23.698.00, kirkjugarðsgjald um kr. 371.00 og tekju- útsvar um kr. 24.750.00, eða samtals kr. 48.819.00, og fyrir skatt- árið 1967, tekjuskattur um kr. 14.862.00, kirkjugarðsgjald um kr. 231.00 og tekjuútsvar um kr. 15.440.00 að frádreginni lækkun ríkisskattanefndar, kr. 44.00, eða hækkun alls kr. 30.493.00. Með bréfi umboðsmanns gerðarþola til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, dagsettu 21. marz s.l., tilkynnir hann, að skattahækkun þessi muni ekki verða greidd án undangengis úrskurðar dómstóla. Gerðarþoli kærir skattahækkun þessa til ríkisskattanefndar 2. apríl s.l., er hann hafði árangurslaust kært hana til skattstjór- ans Í Reykjavík, Ríkisskattanefnd kveður síðan upp úrskurð sinn 14. júní s.l. og synjar þar um lækkun á þessum skattahækkunum. Í úrskurði ríkisskattanefndar er meðal annars bent á, að gerðar- þoli hafi selt eignarhluta sinn í Guðrúnargötu 6 á árinu 1963 og samkvæmt framtölum gerðarþola hefji hann þegar byggingar- framkvæmdir eða undirbúning byggingarframkvæmda að Sæ- viðarsundi 26 og sé kostnaður við þær talinn kr. 80.425.00 pr. 31. desember 1963 (timbur, járn og fl.). Verði því ekki annað séð en bygging kæranda á Sæviðarsundi 26 sé í beinu framhaldi af sölu hans á eignarhluta hans í Guðrúnargötu 6. Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík krefst þá lögtaks fyrir hinum vangoldnu skattahækkunum, og var málið þingfest hér fyrir fó- getaréttinum hinn 18. júlí s.l. Umboðsmaður gerðarbeiðanda gerir þær réttarkröfur í málinu, að fógeti heimili lögtak hjá gerðarþola, Stefáni Sigmundssyni, Sæviðarsundi 26 hér í borg, til tryggingar vangreiddum opin- berum gjöldum vegna gjaldáranna 1966 og 1967, samtals að fjár- hæð kr. 79.312.00, auk 12% ársvaxta frá þingfestingardegi máls þessa til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Í mál- flutningi sínum rakti hann ítarlega aðdraganda og gang ofan- nefndrar skattahækkunar. Benti hann meðal annars á, að ekki væri deilt um stærðarhlutföll áðurnefndra íbúða, enn fremur væri 157 ekki deilt um þann tímafjölda, sem gerðarþoli teldi sig hafa unnið við íbúð sína að Sæviðarsundi 26, né mat hans á hverri vinnu- stund. Hann leggur á það megináherzlu, að skattahækkanir þessar séu Í fyllsta samræmi við lög og reglugerðir, er gildi um skatta- ákvarðanir vegna eigin vinnu við íbúðarbyggingar. Er löggjafi hafi á sínum tíma lögfest ákvæði um skattfríðindi við byggingu eigin húsnæðis, hafi það verið meginsjónarmið hans að aðstoða efnalitla borgara við að koma upp húsnæði yfir sig og fjölskyldu sína, en mörgum þeirra hafi reynzt um megn að halda íbúðarhús- næði sínu, sem þeir höfðu byggt með því að leggja á sig mikla aukavinnu, og þurfa síðan að greiða fulla skattálagningu af öllu þessu erfiði sínu. Tilgangurinn hafi frá upphafi verið sá, að skattfríðindi þessi kæmu eingöngu slíkum mönnum til góða, og beri því að túlka þau þröngt, enda hafi skattayfirvöld jafnan gert það í úrskurðum sínum. Þá liggi það ljóst fyrir af gögnum málsins, að beint framhald sé milli sölu gerðarþola á húsnæði hans að Guðrúnargötu 6 og síðari húsbyggingarframkvæmdum hans að Sæviðarsundi 26. Umboðsmaður gerðarþola gerir þær réttarkröfur, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar og honum dæmdur málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda eftir mati rétt- arins. Í málflutningi sínum leggur hann á það megináherzlu, að gerð- arþoli í máli þessu hafi selt íbúð sína að Guðrúnargötu 6 sam- kvæmt afsali 17. maí 1963, og síðan hafi hann ekki fengið út- hlutun fyrir lóðinni Sæviðarsundi 26 fyrr en 14. júlí 1964 og loks hafi samkvæmt vottorði byggingarfulltrúans í Reykjavík ræsi við þá lóð ekki verið tekið út fyrr en 26. maí 1965. Megi því öllum vera fullljóst, að gerðarþoli hafi ekki átt íbúðar- húsnæði, er hann hóf umræddar byggingarframkvæmdir, þar sem um það bil tvö ár líði milli sölu og upphafs nýrra byggingar- framkvæmda. Engin ákvæði séu í lögum um tekju- og eignarskatt né reglu- gerð þeirra, sem firri mann rétti til að fá vinnu sína við eigin íbúð skattfrjálsa, þó að viðkomandi hafi einhvern tíma áður átt íbúð, ef hann hafi ekki lagt fram eigin vinnu við þá íbúð. En Þannig sé einmitt ástatt í máli þessu. Hann benti á, að skattálagning sú, sem um sé deilt í máli þessu, sé talin gerð með heimild í 1. málslið 6, mgr., 10. tl., 20. gr. reglu- 158 gerðar nr. 245/1963 um tekju- og eignarskatt og sé því ljóst, að áðurgreint reglugerðarákvæði nái ekki til þess tilviks, sem hér sé um að ræða. Enn fremur hélt hann því fram, að umrætt reglu- gerðarákvæði hafi ekki stoð í lögum, þar sem í lögum um tekju- skatt og eignarskatt segi, að til tekna teljist ekki eignarauki, sem stafi af aukavinnu, sem einstaklingar leggi fram utan reglulegs vinnutíma við bygggingar íbúða til eigin afnota, sbr. 10. gr. e. Umboðsmaður gerðarþola hélt því fram, að ákvæði þetta væri alveg skýrt og fortakslaust og að ekki yrði séð, að ráðherra hefði neina heimild til að binda þessa undanþágu frá skattskyldunni neinum skilyrðum á þá lund, sem gert sé í 20. gr. reglugerðar- innar, og breyta með því verulega efni laðaákvæðisins. Fógeti reyndi sættir í málinu, en án árangurs. Lagaákvæði þau, er varða skattálagningu þessa, er nú að finna í lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90 frá 7. október 1965, en þar segir í upphafi 10. gr.: „ Til tekna telst ekki...“, og í E-lið sömu greinar segir svo: „Eign- arauki, sem stafar af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúðar til eigin afnota. Þessi ívilnun fellur þó burt að því leyti sem vinnan kann að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni samkv. E.-lið 7. gr. Fjár- málaráðherra setur um þetta nánari reglur“. Í reglugerð um tekjuskatt og eignarskatt nr. 245 frá 1963, 20. gr., 10. tl., segir m. a. í 1. málslið 6. mgr.: „Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota, skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda“, Eins og fram kemur í flutningi máls þessa, er hér ekki deilt um stærðarhlutföll ofannefndra íbúða, þann vinnustundafjölda, er gerðarþoli telur sig hafa unnið við hina nýju íbúð sína, né mat það, er hann leggur á hverja unna vinustund. Hér er einungis krafizt úrskurðar um það, hvort öll eigin vinna hans skuli vera skattfrjáls eða einungis sá hluti hennar, er miðast við stærðar- mismun íbúðanna. Elztu ákvæði um skattívilnun vegna eigin vinnu við byggingu íbúðar til eigin afnota er að finna í lögum nr. 16 frá 16. marz 1949 um breyting á lögum nr. 6 9. janúar 1935 um tekjuskatt og eignarskatt. Rétturinn verður að líta svo á, að tilgangur löggjafans með þessari lagabreytingu hafi verið sá að hjálpa efnalitlum borgur- um, sem ekki höfðu bolmagn til að koma upp íbúðarhúsnæði yfir 159 sig og fjölskyldu sína, nema með því að leggja á sig aukavinnu við það að koma upp og eignast eigin íbúðarhúsnæði. Þeir, sem þegar höfðu getað eignazt eigið íbúðarhúsnæði án þess að leggja fram við það eigin vinnu, og einnig þeir, sem síðar gátu eignazt eigið húsnæði án þess að leggja til eigin vinnu, hvort sem það stafaði af vangetu þeirra til þess eða öðrum ástæðum, virðast ekki hafa átt að njóta slíkra skattfríðinda. Í lögum nr. 16 frá 1949 og einnig í lögum nr. 90/1965 er svo kveðið á, að fjármálaráðherra skuli setja nánari reglur um áður- nefnd skattívilnunarákvæði. Ekki fær rétturinn séð, að fjármála- ráðherra hafi farið yfir valdsvið sitt í þeim reglugerðum, er settar hafa verið um þetta ákvæði. Á skattframtali gerðarþola 1964, sem miðað er við 31. desember 1963, stendur orðrétt undir lið nr. 11 — Aðrar eignir, Hverjar? „Timbur, járn og fl. v/væntanlegrar húsbygg. kr. 80.423.00“. Rskj. nr. 8. Rétturinn verður að líta svo á, að beint samband sé milli sölu gerðarþola á eldra húsnæði og væntanlegrar nýbyggingar. Samkvæmt framangreindu þykir verða að leyfa framgang hinnar umbeðnu lögtaksgerðar fyrir kr. 79.312.00 ásamt 12% ársvöxtum frá 12. júlí 1968 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt að láta málskostnað niður falla. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á fram að ganga fyrir kr. 79.312.00 ásamt 12% ársvöxtum frá 18. júlí 1968 til greiðslu- dags. Allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður falli niður. 160 Föstudaginn 14. febrúar 1969. Nr. 71/1967. Ágúst Fjeldsted f. h. Roberts Bechsgaards (Ágúst Fjeldsted hrl.) gegn Póst- og símamálastjórninni og gagnsök (Sveinbjörn Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Einar Arnalds. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Tilboð. Gagntilboð. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. maí 1967 og gert þessar dómkröfur: Aðalkrafa, að dæmt verði, að gagnáfrýjandi sé skaðabóta- skyldur gagnvart honum á tjóni hans vegna vanefnda á lof- orði um sölu og afhendingu á 50.000 samstæðum af Evrópu- frímerkjum þeim, sem gagnáfrýjandi gaf út hinn 18. sept- ember 1961. Varakrafa, að gagnáfrýjanda verði dæmd á hendur skaða- bótaábyrgð vegna vanefnda á afhendingu hlutfallslegs magns af þeim 600.000 samstæðum af Evrópufrimerkinu 1961, sem seldar voru af „Frímerkjasölunni“. Þrautakrafa, að gagnáfrýjanda verði dæmd bótaskylda vegna vanefnda á afhendingu á 19.000 samstæðum af nefnd- um merkjum. Loks krefst aðaláfryjandi málskostnaðar úr hendi gagn- áfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 3. mai 1967. Krefst hann sýknu og að aðaláfrýjanda verði dæmi að greiða honum málskostnað í héraði og flyrir Hæstarétti. Hinn 12. júlí 1961 sendi Frímerkjasala gagnáfrýjanda aðal- áfrýjanda umburðarbréf, þar sem frá því er skýrt, að hinn 18. september 1961 verði gefin út „Evrópufrímerki 1961“. Frímerkjunum var lýst, getið verðs þeirra og sagt, að pöntun 161 á fyrsta dags umslögum skuli berast fjórtán dögum fyrir útgáfudag. Hinn 19. ágúst 1961 ritaði aðaláfrýjandi Fri- merkjasölunni bréf, þar sem segir m. a., að hann þurfi af þessari útgáfu „á að halda mun meiri eintakafjölda en af öðrum útgáfum“ og að hann „geri ráð fyrir“, að hann „þurfi að nota milli 30.000 og 50.000 samstæður“. Jafnframt spurð- ist hann fyrir, hvort hann gæti „fengið minni háttar afslátt, t. a. m. 5--10%, við kaup á ofangreindum eintakafjölda“. Þá fór aðaláfrýjandi þess á leit í bréfinu, að Frímerkjasalan sendi frímerkin til Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn, þannig að aðaláfrýjandi „gæti vitjað merkjanna á sjálfum útgáfudeginum“. Loks bauðst aðaláfrýjandi til að greiða merkin fyrirfram. Í svarbréfi Frímerkjasölunnar frá 25. ágúst 1961 segir: „Vér höfum móttekið heiðrað bréf yðar, dags. 19. ágúst s.l., varðandi Evrópuútgáfu þessa árs. Vér höfum skráð pöntun yðar á henni, allt að 50.000 samstæður. Vér veitum engan afslátt. Vér getum ekki afgreitt merkin fyrr en á útgáfudeginum“. Leið nú og beið, unz aðaláfrýjandi sendi Frímerkjasölunni með bréfi 15. september 1961, sem henni barst að morgni þess 18. s. m., tvær ávísanir að fjár- hæð kr. 576.000.00. Frímerkjasalan svaraði með símskeyti 18. september, þar sem segir m. a.: „Pöntun yðar á 50.000 samstæðum Evrópufrímerkja er ekki hægt að afgreiða. Fri- merkjabirgðir búnar“. Með bréfi sama dag endursendi Fri- merkjasalan aðaláfryjanda nefndar tvær ávísanir. Í málaleitun aðaláfrýjanda 19. ágúst 1961 er frimerkja- magn það, sem hann kveðst þurfa, eigi fastákveðið, heldur er greint einungis lágmark og hámark þess. Í svarbréfi Fri- merkjasölunnar frá 25. ágúst 1961 er sagt, að skráð hafi verið hámarksmagn það, sem greinir í málaleitun aðal- áfrýjanda, og hafnað er tilmælum hans um afslátt af kaup- verði, afgreiðslustað og afgreiðslutíma. Þar sem slíkt ósam- ræmi var milli málaleitunar aðaláfrýjanda frá 19. ágúst 1961 og svars Frímerkjasölunnar frá 25. ágúst 1961, var aðaláfrýjanda nauðsynlegt, ef hann vildi skuldbinda gagn- áfrýjanda áfram samkvæmt bréfi Frímerkjasölunnar frá 25. ágúst 1961, að tilkynna henni það, svo fljótt sem kostur var. 11 162 Þetta gerði aðaláfrýjandi ekki, heldur dró tilkynningu sína, svo sem áður sagði. Leiðir af þessum tilkynningardrætti aðal- áfrýjanda, að gagnáfrýjandi varð laus mála í skiptum þeirra. Ber af þessum sökum að staðfesta héraðsdóminn. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 27. apríl 1967. Mál þetta, sem dómtekið var 6. apríl 1967, hefur stefnandi, Robert Bechsgaard, Jul Thomsensgade 7, Kaupmannahöfn, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni "7. október 1962, á hendur póst- og símamálastjórninni í Reykjavík til greiðslu skaðabóta að fjárhæð danskar kr. 591.600.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dóms- ins. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að upphæð sú, sem krafizt er, verði lækkuð að mati réttarins og vextir aðeins dæmdir frá þeim degi, er stefnandi sannar, að hann hafi getað selt frímerkin, sem mál þetta snýst um. Í báðum föllum er þess krafizt, að stefnandi verði dæmdur til að greiða málskostnað að mati réttarins. Við munnlegan flutning málsins óskuðu lögmenn aðilja og með vísan til 71. greinar, 5. mgr., einkamálalaganna að skipta sakar- efninu að svo stöddu þannig, að málið verði nú aðeins sótt og varið um skaðabótaskyldu stefnda að áskildum rétti til að ræða síðar fjárhæð bótakröfunnar og annað, er hana varðar. Varð dómurinn við þeim tilmælum. Dómkröfur stefnanda í þessum þætti málsins eru: Að viður- kennt verði með dómi, að stefndi, póst- og símamálastjórnin, beri fébótaábyrgð gagnvart stefnanda á tjóni hans vegna vanefnda á loforði stefnda um sölu og afhendingu á 50.000 samstæðum af Evrópumerkjum þeim, sem stefndi gaf út 18. september 1961, eða til vara minna magni að mati dómsins. Þá krefst hann hæfi- legs málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi krefst í þessum þætti málsins algerrar sýknu og máls- kostnaðar að mati dómsins. 163 Málavextir eru þessir: Hinn 12. júlí 1961 sendi Frímerkjasalan, sem rekin er af póst- og símamálastjórninni, frá sér prentaða orðsendingu, þar sem m. a. er tilkynnt, að 18. september verði gefin út Evrópufrímerki 1961. Verðgildi frímerkjanna var kr. 5.50 og kr. 6.00. Frímerkja- salan sendi stefnanda eina af orðsendingum þessum ritaða á dönsku. Í tilkynningunni er getið útgáfudags frímerkjanna, verðgildis þeirra, myndar (mótívs), prentaðferðar, stærðar, fjölda frímerkja í hverri örk, teiknara merkjanna, fjölda útgefinna merkja og prentsmiðju þeirrar, sem prentaði frímerkin. Síðan segir í orð- sendingunni: „Evrópufrímerkin 1961 eru gefin út af mörgum aðildarríkja Evrópusambands pósts- og síma til að kynna hug- myndina um sameinaða Evrópu. Opinber fyrstadagsumslög eru seld á kr. 2.00, en óáprentuð umslög á kr. 1.00. Pantanir á fyrstadðagsumslögum skulu hafa bor- izt fjórtán dögum fyrir útgáfudaginn. Sérstakt gjald skal greiða fyrir álímingu frímerkja á umslög, sem einstaklingar senda, 50 aura fyrir hvert umslag, ef send eru fleiri en fimm. Sérstaklega skal greiða 50 aura fyrir að rita heimilisfang á hvert fyrstadags- umslag umfram fyrstu fimm umslögin. Greiðslur á pöntunum, burðargjaldi og skrásetningargjaldi annaðhvort sendar með alþjóðapóstávísun eða ávísun til greiðslu í banka í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjum Norður- Ameríku, Englandi eða Þýzkalandi“. Í tilkynningunni eru svo tilgreindir sex bankar í þessum löndum, sem hægt er að greiða til beint á reikning stefnda. Þann 19. ágúst 1961 skrifar stefnandi Frímerkjasölunni bréf, sem er á þessa leið í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Varðandi: Ísland Evrópa 1961. 2 gildi ísl. 11.50. Þakka dreifibréf yðar varðandi útgáfu þessa. Af þessari útgáfu þarf ég á að halda mun meiri eintakafjölda en að öðrum útgáfum. Mér berast daglega pantanir frá samböndum mínum úti um heim, og geri ég ráð fyrir, að ég þurfi að nota milli 30.000 og 50.000 samstæður. Með því að hér er um að ræða þjónustu á sviði nýjunga, en ég verð oft að láta af hendi merki á kostnaðarverði án umboðs- þóknunar, leyfi ég mér að spyrjast fyrir um Það, hvort ég geti fengið minni háttar afslátt, t. a. m. 5—10%, við kaup á ofan- greindum eintakafjölda. Jafnframt vil ég mega spyrjast fyrir um það, hvort afhending 164 á merkjunum gæti af hagkvæmnisástæðum átt sér stað á þann hátt, að þér sendið þau til sendiráðs yðar hér, þannig að ég gæti vitjað merkjanna á sjálfum útgáfudeginum., Greiðsla getur farið fram fyrirfram með ávísun í ísl. krónum eða jafnvirði greitt hér í reikning yðar við Privatbanken á daggengi, og bið ég yður að veita mér upplýsingar um gengið. Til upplýsingar fyrir yður skal þess getið, að ég fæ afgreidd merki frá Sviss og Austurríki á þann hátt, að ég hefi þau í hendi á sjálfum útgáfudeginum. Ég vona, að þér getið einnig af hag- kvæmnisástæðum komið því þannig fyrir, enda hefur það í för með sér allmikla vinnu að pakka merkjunum til hinna fjölmörgu viðskiptavina minna, vinnu, sem þér losnið við, þar sem ég geri ráð fyrir, að ef til kæmi, gæti ég látið yður í té skrá og beðið yður að afgreiða sendingarnar beint til kaupenda minna. Ég væri þakklátur að fá svar yðar þegar, en jafnframt vonast ég eftir velviljaðri athugun á tillögu minni, Með beztu kveðju, Robert Bechsgaard“. Þessu bréfi svarar Frímerkjasalan með bréfi, dags. 21. ágúst 1961, sem er þannig í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „Vér höfum móttekið heiðrað bréf yðar, dags. 19. ágúst s.l., varðandi Evrópuútgáfu þessa árs. Vér höfum skráð pöntun yðar á henni, allt að 50.000 samstæður. Vér veitum engan afslátt. Vér getum ekki afgreitt merkin fyrr en á útgáfudeginum“. Næst skeður það, að með bréfi, dags. 15. september 1961, sendir stefnandi stefnda tvær ávísanir að upphæð kr. 576.000.00. Bréf þetta var sent með express-loftpósti. Þann 19. september fékk stefnandi svohljóðandi símskeyti, sem sent var frá Reykjavík kl. 1951 þann 18. september. „Pöntun yðar á 50.000 samstæðum Evrópufrímerkja er ekki hægt að afgreiða. Frímerkjabirgðir búnar. Greiðsla móttekin. Bíð- um eftir frekari fyrirmælum“. Stefnandi svaraði þessu skeyti þegar í stað þannig: „Ég krefst afhendingar á 50.000 samstæðum Evrópufrímerkja samkvæmt loforði yðar í bréfi, dags. 25. ágúst. Þarf að afhendast samstundis. Verði það ekki gert, mun skaðabóta krafizt“. Þessu símskeyti svaraði Frímerkjasalan þannig 20. september: „Varðandi símskeyti yðar og bréf 19. 9. verður engin pöntun móéttekin hér í Reykjavík eftir 4. 9. tekin til greina. Pöntun því aðeins gild, að greiðsla fylgi. Óskir yðar í bréfi 19. 8. voru 165 skráðar, samanber bréf vort 25. 8., en þar sem greiðsla, sem skilyrði var fyrir gildi pöntunarinnar, kom of seint, var því miður ómögulegt að verða við óskum yðar. Mótmælum hvers konar skaðabótakröfum“. Með bréfi, dags. 18. september, endursendir Frímerkjasalan stefnanda tékkana að upphæð kr. 576.000.00. Í bréfinu er tekið fram, að frímerkin séu uppseld. Þann 19. september skrifar stefnandi Frímerkjasölunni bréf, þar sem hann ítrekar kröfu sína um að fá Evrópufrímerkin af- hent. Jafnframt getur hann þess, að hann hafi treyst á loforð hennar og haldið áfram að taka á móti pöntunum viðskiptavina sinna, muni hann því halda til streitu rétti sínum til skaðabóta, með málssókn, ef nauðsyn krefji. Eftir að bréfaviðskipti þessi höfðu farið fram, gerði stefnandi sér ferð til Íslands í þeim tilgangi að fá leiðréttingu mála sinna. Átti hann tal við forráðamenn póst- og símamálastjórnarinnar, en þær viðræður leiddu ekki til neinnar niðurstöðu. Stefnandi kveðst í trausti þess, að pöntun hans yrði afgreidd, eins og lofað hafði verið, tekið við pötunum frá viðskiptavinum víðs vegar um heim á 24.300 seríum af Evrópumerkjum. Þegar hann fékk ekki pöntunina afgreidda, neyddist hann til þess að kaupa svo sem hægt var af merkjum á frjálsum markaði til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Tókst honum að losa sig undan þeim skuldbindingum með því að afhenda 21.500 seríur til viðskiptavina sinna fyrir meðalverð kr. 16 danskar fyrir seríuna, en markaðsverð var þá ca. 22 danskar krónur pr. seríu. Á þessum 21.500 telur stefnandi sig því hafa tapað 6.00 dönskum krónum á seríu, eða samtals 129.000 dönskum krónum. Af þeim 50.000 seríum, sem stefnandi pantaði, ætlaði hann sjálfum sér til síðari sölu 25.700 seríur. Verð póststjórnarinnar var 1.55 danskar kr. á seríu, en markaðsverðið komst fljótlega upp í danskar kr. 22.00. Reiknað með kostnaði í sambandi við kaupin, ca. 10%, telur stefnandi tjón sitt danskar kr. 18.00 fyrir seríuna, eða samtals danskar kr. 462.600. Nemi því heildartjón sitt sam- tals dönskum kr. 591.600, og er það stefnukrafan í málinu. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að bindandi samningur milli hans og stefnda hafi verið kominn á um afhendingu 30.000 til 50.000 samstæða af Evrópufrímerkjum 1961. Þeim samningi geti stefndi ekki riftað einhliða án þess að baka sér skaðabóta- skyldu. 166 Stefndi hafi gefið út tvö dreifibréf, annað á dönsku en hitt á ensku. Þessi dreifibréf séu samhljóða að öðru leyti en því, að í danska dreifibréfinu sé ekki setning, sem standi í enska dreifi- bréfinu, þess efnis, að greiðsla skuli fylgja pöntun. Allir þeir, sem pantað hafi eftir enska dreifibréfinu, hafi fengið pantanir sínar að fullu afgreiddar, enda sent greiðslur með pöntuninni. Þá hafi stefnda borið að tilkynna þeim, sem pantað höfðu frí- merki, þegar í stað þá ákvörðun, að yrði greiðsla ekki send fyrir 4. september, mundi pöntunin ekki verða tekin til greina og hefði þá verið rétt að skipta pöntununum niður hlutfallslega þannig, að allir fengju eitthvað. Stefndi reisir sýknukröfu sína á eftirfarandi rökum: Stefndi hafi á venjulegan hátt tilkynnt viðskiptavinum sínum með aug- lýsingum og dreifibréfi útkomu frímerkjanna. Bæði stefnanda og stefnda hafi þá verið fullljóst, að ómögulegt var að segja um það fyrirfram, hvort unnt yrði að fullnægja öllum þeim pöntunum, sem fram kynnu að koma á grundvelli auglýsinganna. Bréf stefnanda frá 19, ágúst 1961 hafi engin pöntun verið, heldur aðeins frásögn um það, hve væntanleg pöntun hans kynni að verða há. Í bréfinu fari hann fram á breytta skilmála frá því, er greinir Í dreifibréfinu, þar sem hann biðji um afslátt og breyt- ingu á greiðslustað. Þetta sýni, að um raunverulegt tilboð var ekki að ræða, heldur öllu fremur undirbúning undir tilboð. Þar sem stefnandi hafi ekki svarað bréfi stefnda frá 21. ágúst, þar sem synjað var tilmælum hans um afslátt og breytingu á greiðslu- stað, hafi stefndi hlotið að líta svo á, að endanleg pöntun væri ekki fram komin fyrr en með bréfi hans frá 15. september. Það hafi styrkt stefnda í þeirri trú, að stefnandi væri ekki fullráðinn með pöntun sína, að Í millitíðinni hafi stefnandi sent pöntun á fyrsta dags umslögum og greitt fyrir þau. Pöntun og greiðsla hafi borizt fyrir 4. september og í sambandi við þá pöntun hafi stefnandi ekkert minnzt á hér umdeilda frímerkjapöntun. Framkoma stefnda hafi því í öllu verið í samræmi við eðli þessara viðskipta. Samkvæmt dskj. nr. 35 er Frímerkjasölu pósts og síma ætlað það hlutverk að annast sölu frímerkja til safnara innanlands og utan. Auk þessa er Frímerkjasölunni ætlað að svara bréfum, annast útsendingu tilkynninga um ný frímerki og annað, sem frímerkjasafnarar kynnu að hafa áhuga á, enn fremur að gefa upplýsingar um íslenzk frímerki. Sölu- og afgreiðsluskilmálar Frímerkjasölunnar eru birtir á hinum prentuðu eyðublöðum hennar og að því er ný frímerki snertir á sérstökum tilkynn- 167 ingum. Gert er ráð fyrir staðgreiðslu, þ. e. að greiðsla fylgi pönt- un, Þó. er unnt að hafa sérstakan reikning með innstæðu, og innanlands eru pantanir sendar gegn póstkröfu, ef óskað er. Frí- merkjasalan fær frímerki á sama hátt og pósthús landsins frá aðalfrímerkjaverzluninni. Hún sér um, að ný frímerki séu jafnan fyrir hendi í öllum póststöðum og póstafgreiðslum á útgáfudegi. Eins og að framan greinir, snýst mál þetta um það, hvort komizt hafi á bindandi samningar milli stefnanda og stefnda um af- hendingu á allt að 50.000 samstæðum af hinum umdeildu frí- merkjum, og skírskotar stefnandi þar einkum til dskj. nr. 5, orðanna: „Vi har noteret Deres bestilling af den op til 50.000 sæt“. Leitað hefur verið álits Verzlunarráðs Íslands, hvað orðalag þetta tákni samkvæmt íslenzkri verzlunarvenju. Umsögn Verzl- unarráðsins liggur fyrir á dskj. nr. 27. Þar segir: „Verzlunarráðið er þeirrar skoðunar, að orðatiltækið „Vi har noteret Deres be- stilling“ tákni, að pöntun hafi verið skráð, og þar með viður- kennt, að pöntunin hafi komizt til hlutaðeigandi aðila“. Dómurinn er sammála um, að hér á landi hafi ekki skapazt neinar viðteknar verzlunarvenjur í sambandi við kaup og sölu íslenzkra frímerkja. Verður því að leita úrlausnar þessa máls til ríkjandi viðskiptareglna og með hliðsjón af þjónustu þeirri, sem póststjórninni er ætlað að leysa af hendi með útgáfu frí- merkja. Eftir efni orðsendingar þeirrar, sem Frímerkjasala pósts og síma sendi frá sér 12, júlí 1961, dskj. nr. 3, verður ekki talið, að í henni felist tilboð til sölu ónotaðra frímerkja af þessum út- gáfum né heldur áskorun um að gera tilboð í slík merki, heldur einungis tilkynning um útgáfu þeirra. Breytir engu þar um, þótt í tilkynningunni sé mönnum boðin þjónusta gegn ákveðnu gjaldi, sem almennt tíðkast við útgáfu nýrra frímerkja, þ. e. að hægt sé að fá þau límd á umslög og síðan stimpluð með sérstökum stimpli, fyrsta dags umslög. Upplýst er í málinu, að stefnandi er gamall og reyndur frí- merkjakaupmaður. Honum mátti því vera ljóst, er hann ritaði bréf sitt 19. ágúst og móttók bréf stefnda frá 25. ágúst, að ómögu- legt var að vita, hvort Frímerkjasalan gæti afgreitt allar þær pantanir, sem kynnu að berast. Einnig mátti honum vera ljóst, að stefnda var heimilt, hvenær sem var, að takmarka afgreiðslu á pöntuðum frímerkjum fyrir útgáfudag þeirra, svo að hægt væri að dreifa þeim til sölu á pósthúsum landsins, svo sem lög og 168 reglur mæla fyrir. Ekkert er heldur fram komið í málinu, sem bendir til þess, að stefndi hafi gefið honum neitt það í skyn, sem vekti hjá honum hugmynd um, að hann nyti neinna sér- réttiða fram yfir aðra. Stefnanda bar því með tilliti til, að hér var ekki um viðskipti að ræða, sem í öllu gátu lotið venjulegum viðskiptareglum, að ítreka pöntun sína, eftir að stefndi hafnaði tilmælum hans um afslátt, og kynna sér greiðslutíma og fyrir- komulag, Í stað þessa hefst hann ekkert að, fyrr en hann sendir greiðslu með bréfi, dags. 15. september 1961. Þegar litið er yfir málavexti, eins og þeim hefur verið lýst hér að framan, lítur dómurinn svo á, að með orðunum: „Vi har noteret Deres bestilling af den op til 50.000 sæt“, hafi stefndi, eins og málum er háttað, ekki gefið stefnanda bindandi loforð eða vakið hjá honum réttmætt traust um afhendingu frímerkjanna, er rétt- lætt geti aðgerðarleysi hans til 15, september. Ber því þegar af þessum ástæðum að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dóminn skipuðu Kristján Jónsson borgardómari ásamt Guð- mundi Skaptasyni viðskiptafræðingi og Jóhanni J. Ólafssyni kaup- manni. Dómsorð: Stefni, póst- og símamálastjórnin, skal vera sýkn af kröf- um stefnanda, Roberts Bechsgaards, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Sératkvæði Jóhanns J. Ólafssonar kaupmanns. Ég er samþykkur niðurstöðu dómsins, en byggi hann á eftir- farandi rökstuðningi: Telja verður dreifibréf Frímerkjasölunnar, dagsett 12. júlí 1961, á dskj. nr. 3 áskorun um að gera tilboð þess efnis, sem í því stendur. Bréf stefnanda á dskj. nr. 4 er ekki tilboð. Til þess er það of óákveðið. Ber því að líta svo á, að svar stefnanda á dskj. nr. 4 sé fyrirspurn. Svar Frímerkjasölunnar við þessari fyrir- spurn er á dskj. nr. 5, dagsettu 25. ágúst 1961, og er því haldið fram, að með því sé kominn á bindandi samningur milli aðilja um kaup á fimmtíu þúsund settum af umdeildum frímerkjum með tilvísun til orðanna „Vi har noteret Deres bestilling“. Þetta orðalag er í sjálfu sér ekki skuldbindandi, heldur aðeins viður- kenning á móttöku dskj. nr. 4. Á dskj. nr. 5 er tveimur veiga- 169 miklum atriðum í umleitan stefnanda á dskj. nr. 4 hafnað, þ. e. afslætti, afhendingarstað og afhendingartíma, og er því ekki hægt að skilja bréf stefnda á dskj, nr. 5 sem samþykki á til- mælum stefnanda, heldur sem nýtt tilboð á fimmtíu þúsund sett- um af Evrópufrímerkjum, að öðru leyti samhljóða dreifibréfinu frá 12. júlí 1961 á dskj. nr. 3, sem krafðist samþykkis stefnanda, er bindandi samningur átti að komast á. Þetta samþykki sendi stefnandi með bréfi sínu, dagsettu 15. september 1961, á dskj. nr. 6, en þá var það orðið of seint, og var stefnanda skýrt frá því með símskeyti og bréfi, samanber dskj. nr. 7 og 8, og í sam- ræmi við 2. mgr. 4. gr. laga nr. 7/1936. Telja verður, að tilboð stefnda hafi takmarkazt af því magni, sem um getur í dreifibréfinu á dskj. nr. 3, þ. e. innan við eina milljón frímerkja af hvorri tegund, og hann hafi ekki viljað skuld- binda sig lengur en birgðir entust. Þetta mátti stefnanda vera ljóst, og bar honum að senda samþykki sitt tímanlega, ef hann vildi tryggja sér hluta af birgðunum, en hann sendir það á síðustu stundu, þegar birgðir eru uppseldar. Vegna mistaka stefnda, þar sem niður féll í dönsku útgáfu dreifibréfsins á dskj. nr. 3 það skilyrði, að greiðsla skyldi fylgja pöntun, verður að líta svo á, að skilyrði þetta sé ekki bildandi gagnvart stefnanda. Þessi mis- tök leiddu til ósamræmis í þeim kjörum, er viðskiptavinum stefnda var boðið upp á, en ekki verður séð, að stefndi beri neina ábyrgð gagnvart stefnanda þess vegna í máli þessu. Föstudaginn 14. febrúar 1969. Nr. 139/1968. Sigurjón Sigurbjörnsson (sjálfur) gegn Magnúsi Magnússyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. ágúst 1968. Krefst hann þess, að stefnda verði 170 dæmt að greiða honum kr. 23.338.80 ásamt 8% ársvöxtum frá 27. júní 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað hér fyrir dómi. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sigurjón Sigurbjörnsson, greiði stefnda, Magnúsi Magnússyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 6.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. júní 1968. Mál þetta var tekið til dóms í dag. Það var höfðað með stefnu, sem birt var 27. júní 1966 og þingfest 30. sama mánaðar. Stefn- andi málsins er Sigurjón Sigurbjörnsson, Lindarhvammi 7, Kópa- vogi. Hann stefnir Magnúsi Magnússyni, Einholti 7, Reykjavík, og krefst greiðslu á skaðabótum að fjárhæð kr. 23.338.80 með 8% vöxtum p.a. frá 27. júní 1966 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu Magnúsar Magnússonar er aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, en til vara lækkunar á kröfu stefnanda og þess, að málskostnaður verði látinn falla niður. Stefnandi hefur stefnt Vátryggingafélaginu h/f, Reykjavík, til réttargæzlu. Ekki eru gerðar kröfur á hendur félaginu, og það hefur engar kröfur sett fram. Þess er að geta, að í stefnu gerði stefnandi kröfu um kr. 25.838.00, en sú fjárhæð hefur verið lækk- uð í kr..23.338.80 vegna reikningsvillu. Málavextir eru þeir, að árekstur varð um kl. 1300 fimmtuðag- inn 16. desember 1965 á mótum Þvervegar og Shellvegar í Reykjavík milli bifreiða aðilja. Bifreiðarnar skullu saman á mót- um gatnanna, eins og sjá má á lögregluuppdrætti. Þorsteinn J. Jónsson lögreglumaður gerði uppdráttinn. Hörður Valdimarsson lögreglumaður, sem fór á staðinn ásamt Þorsteini, ritaði skýrslu um atburðinn, þar sem segir m. a.: 171 „Árekstur þessi mun hafa skeð með þeim hætti, að bifr. Y 307 var ekið austur Þverveg og beygt suður Shellveg, en bifr. R 762 var ekið norður Shellveg og beygt vestur Þverveg. Eins og sjá má á meðf. teikningu var bifr. Y 307 allmikið rangstæð á akbrautinni til hægri, er hún beygði. Ökumaður bifr. Y 307 kvaðst hafa verið að aka austur Þverveg og beygt til hægri niður Shell- veg. Hann sagðist ekki hafa séð neitt til ferða bifr. R 762, fyrr en á sömu stundu og áreksturinn varð. Ökumaður bifr. R 762 kvaðst hafa verið að aka norður Shellveg og ætlað að beygja vestur Þverveg, hann sagðist hafa ekið eins mikið til vinstri og mögulegt hafi verið til þess að forðast árekstur við bifr. Y 307. Það skal tekið fram, að þarna var mikil hálka af ísingu á ak- brautinni og akbrautin, þarna á beygjunni, hallar nokkuð til vesturs ...“. Stefnandi gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni 21. desember 1965, og var þá m. a, bókað: „Mætti segir framanritaða lögregluskýrslu og uppdrátt rétt með þeirri athugasemd, að hann hafi ekki verið farinn að beygja, er áreksturinn varð. Mætti skýrir enn fremur svo frá: Ég ók eftir miðjum veginum, er ég kom að umræddri beygju, og var þá ekki kominn nógu langt til að taka beygjuna, er ég sá til ferða R 762, sem ég tel, að hafi verið ekið hraðara en ég ók. Veginum hallar á beygjunni til hægri frá mér séð, eða miðað við þá stefnu, sem var á mínum bÞbíl. Því taldi ég ekki gott að vera úti á vinstri brún hans í beygjunni, þar sem mikil hálka var á henni. Ég var ekki með snjókeðjur eða snjódekk á bíl mínum, en dekk hans voru góð og lítið slitin. Er ég sá bílinn, hemlaði ég, en rétt á því augnabliki skall framendi R 762 á hægra frambretti og hægri hurð bifreiðar minnar, og eyðilagðist hvort tveggja við það. Höggið kom ekki á framenda bifreiðar minnar, enda eru báðar ljósluktir heilar á henni. Ég vil svo taka það fram, að þarna er ekki um blindbeygju að ræða, vel sést yfir beygjuna, og einnig tel ég, að ökumaður R 762 hefði getað beygt til vinstri út af í beygjukverkinni án þess að stofna bíl sínum eða sér sjálfum í hættu með því. Ég tel því, að hann hefði getað forðast árekstur- inn á þann veg, en ég átti enga undankomuleið, er ég sá til ferða bílsins“. Stefndi gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni sama dag og stefnandi. Var þá m. a. bókað: „Mættum er birt skýrsla lögreglu og sýndur uppdráttur af vettvangi, og segir hann það allt rétt, nema að á uppdrætti sé 172 bifreiðin Y 307 sýnd frá bifreið mætta, en þannig hafi bifreiðin ekki verið eftir áreksturinn, ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi fært bifreiðina til, meðan beðið var eftir lögreglu. Mætti sagðist hafa verið kominn í beygju þá, er hér um ræðir, er hann hafi séð til ferða hinnar bifreiðarinnar, sem hafi verið ekið alveg á vegarhelmingi hans, það er á hægri vegarhelmingi Y 307, miðað við stefnu Y 307. Mætti sagðist hafa hemlað og getað stöðvað bifreiðina strax, þar sem snjóhjólbarðar og auk þess negldir hafi verið undir bif- reiðinni, Mætti sagði, að bifreið hans hafi verið kyrrstæð, er snertingin varð, og við höggið hafi bifreið hans snúizt til hægri í líka stöðu og uppdrátturinn sýnir. Mætti segir, að ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi fært bifreið sína eftir áreksturinn og sýni því uppdrátturinn ekki rétta stöðu bifreiðarinnar, eins og hún var eftir áreksturinn. Mætti sagði, að ökumaður Y 307 hafi ekki virzt ráða við bif- reið sína, en þarna hafi verið fljúgandi hálka á veginum og bifreiðin Y 307 hafi ekki verið með neitt á hjólum til aksturs í hálku“. Aðiljar gáfu báðir skýrslur á bæjarþingi í dag. Stefnandi kvað ísingu og hálku hafa verið, en þó hafi verið braut á miðri göt- unni, þar sem ekki hafi verið hálka. Hann taldi sig hafa ekið með 35 km hraða miðað við klukkustund og stefnda hafa ekið með töluverðum hraða. Hann sagðist hafa hemlað og stöðvað bifreið sína á stuttum tíma. Hann hefði ekki getað sveigt til hliðar vegna hálku á vinstri vegarhluta og girðingar, sem þar sé skammt hjá. Magnús Magnússon sagðist hafa ekið á sáralítilli ferð á vinstri vegarbrún. Hann kvaðst hafa séð bifreið stefnanda, er skammt var á milli bifreiðanna, og þá hafa stigið á hemlana. Hefði hann stöðvað bifreið sína á stuttu færi, enda hefði hún verið búin nýjum snjóhjólbörðum með nöglum. Bifreið stefnanda kvað hann hafa runnið beint áfram. Magnús sagði bifreið sína alls ekkert eða mjög lítið hafa færzt inn á götuna við hemlunina og alls ekki út af sínum vegarhelmingi. Hann taldi bifreið sína hafa stöðvazt Í sama mund og áreksturinn varð. Þegar Magnúsi var á það bent, að um þetta gætti ekki fulls samræmis við skýrslu þá, sem hann gaf skömmu eftir áreksturinn hjá rannsóknarlögreglunni, sagðist hann nú ekki muna þetta með vissu, en telja, að bifreiðin hefði stöðvazt í sama mund og áreksturinn varð. Magnús sagðist ekki hafa fært sína bifreið neitt til, meðan beðið var komu lögregl- 173 unnar, en hann kvað stefnanda hafa fært sína bifreið lítið eitt. Málsástæður og lagarök. Stefnandi heldur því fram, að hann hafi ekið með þeim hætti sem eðlilegt hafi verið eftir aðstæðum. Hálka hafi verið á göt- unni, en þó lítil sem engin á henni miðri, og að auki hafi henni hallað út frá miðju til beggja hliða. Hafi því verið eðlilegt að fara eftir miðjunni. Þá hafi ekki verið til neins að hafa útbúnað til aksturs í snjó, þar sem snjór hafi nær enginn verið á jörðu, heldur aðeins ísing. Stefnandi kveðst hafa farið rólega og haft fullkomna stjórn á bifreið sinni. Hann heldur því fram, að stefndi hafi getað forðast árekstur með því að víkja til vinstri á autt svæði, sem þarna sé, og með því að fara hægar. Stefnandi hefur sundurliðað kröfur sínar. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ljóst megi vera, að stefnandi eigi sjálfur alla sök á tjóni sínu. Hann hafi engan umbúnað haft á hjólum til varnar gegn hættum af akstri í hálku, þó að flughálka hafi verið. Þá hafi stefnandi ekið á röngum helm- ingi götunnar, sem jafnan sé næsta alvarlegt brot, en þó sérstak- lega í þeim aðstæðum, er voru við beygjuna, þar sem árekstur- inn varð. Þá sé ljóst, að stefnandi hafi ekki veitt bifreið stefnda athygli, fyrr en áreksturinn varð, þó að hann hefði góðar að- stæður til að fylgjast með ferðum hennar. Loks hafi stefnandi stigið á hemla bifreiðar sinnar, þó að ljóst sé, að það hefði þær afleiðingar, að hann mundi missa stjórn á henni, sem og hafi orðið. Af hálfu stefnda hefur ýmsu, er varðar einstaka liði Í kröfum stefnanda, verið mótmælt. Niðurstaða. Fallast verður á það með stefnda, að stefnandi hafi átt að hafa búnað til aksturs í hálku, að hann hafi átt að halda sig vinstra megin á götunni og veita bifreið stefnda fyrr athygli á beygjunni. Ekki er hins vegar nægilega fram komið, að rangt hafi verið af stefnanda að stíga á hemla bifreiðar sinnar. Ekki verður talið sannað í máli þessu, að stefndi hafi brugðizt þannig við aðstæðum, að saknæmt verði kallað. Ekki er í ljós leitt, að hann hafi ekið hraðar en rétt var, og vegna hinnar óvenju- legu stöðu bifreiðar stefnanda á götunni verður ekki talið fram komið, að stefnda verði gefið að sök, að hann sveigði ekki til vinstri út af götunni. Byggja verður á, að báðar bifreiðarnar hafi verið á ferð, er þær skullu saman, en akstur stefnanda var svo sérstæður og andstæður því, er rétt var, að ekki þykir unnt að líta svo á, að það verði metið stefnda Magnúsi til sakar, að Honum 174 auðnaðist ekki að stöðva bifreið sína, áður en áreksturinn varð. Samkvæmt því, er nú hefur verið sagt, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 177. greinar laga nr. 85/1936 þykir eiga að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 2.500.00. Þór Vilhjálmsson, dómari samkvæmt sérstakri umboðsskrá, kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, Magnús Magnússon, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Sigurjóns Sigurbjörnssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 2.500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 17. febrúar 1969. Nr. 17/1968. Norðurleið h/f (Gunnar M. Guðmundsson hrl) gegn Magnúsi Guðlaugssyni og gagnsök (Árni Gunnlaugsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 7. febrúar 1968. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 14. maí 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 16. apríl s. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 35.191.00 með 6% ársvöxtum frá 30. október 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 175 Málsatvikum er rækilega lýst í héraðsdómi. Eins og þar er rakið, var frambrún umræddrar klukku í lóðléttri línu miðað við gangstéttarbrún, og hæð hennar yfir götuyfirborð var 2.90 m. Þessi staðsetning klukkunnar var óforsvaranleg, þegar þess er sætt, að vænta mátti, að um götuna færu öku- tæki allt að 3.80 m á hæð. Samkvæmt þessu og þar sem eigi er í ljós leitt, að ökumaður R 4721 hafi sýnt af sér ógætni í akstri sínum í umrætt sinn, er aðaláfrýjandi eigi fébóta- skyldur vegna skemmda þeirra, sem á klukkunni urðu. Ber því að sýkna hann af kröfum gagnáfrýjanda. Eftir þessum úrslitum ber að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 12.000.00. Dómsorð: Aðaláfryjandi, Norðurleið h/f, skal vera sýkn af kröf- um gagnáfrýjanda, Magnúsar Guðlaugssonar, í máli þessu. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, að viðlagðri að- för að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. nóvember 1967. Mál þetta, sem dómtekið var 3. október 1967, hefur stefnandi, Magnús Guðlaugsson úrsmiður, Mánagötu 3, Hafnarfirði, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 2. apríl 1966, á hendur Norðurleið h/f, Reykjavík, til greiðslu á skuld að fjárhæð kr. 35.209.00 auk 1% vaxta á mánuði eða broti úr mánuði frá 30. október 1965 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eftir mati réttarins. Á hendur réttargæzlustefnda eru ekki gerðar sjálfstæðar dómkröfur. Stefndi krefst sýknu og að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða málskostnað að skaðlausu eftir mati dómara. Til vara er krafizt lækkunar á fjárhæð stefnukröfunnar og að málskostn- aður falli niður. Að tilhlutan dómsins var málið endurupptekið Þann 23. október 1967. Voru þá ýmis ný skjöl lögð fram. Við munnlegan málflutning lækkaði stefnandi kröfu sína niður í kr. 176 35.191.00, en aðrar kröfur hans voru óbreyttar. Stefndi lýsti því yfir, að hann vefengdi ekki kröfu stefnanda tölulega, en mót- mælti skaðabótaskyldu stefnda. Að öðru leyti voru kröfur hans óbreyttar. Málsatvikum er þannig lýst í stefnu og greinargerð: Laugardaginn 10. apríl 1965 um kl. 1245 ók langferðabifreiðin R 4721 austur Strandgötu í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðarinnar var Jón Gestsson, Lækjarkinn 10, Hafnarfirði. Þegar bifreiðin kom á móts við verzlun stefnanda, mætti hún stórri kranabifreið og sveigði þá alveg upp að gangstéttinni. Um leið og bifreiðin rann fram með verzluninni, rakst yfirbygging hennar í strætis- klukku, er fest var utan á húsið nr. 19 við Strandgötu. Við höggið eygðilagðist klukkan algerlega. Umrædd klukka var eign Alpina Union Horlogere SA, og kveðst stefnandi vera ábyrgur fyrir henni og skyldur til þess að setja upp nýja klukku á sinn kostnað, þar sem klukkan gegndi aug- lýsingarhlutverki fyrir hið erlenda firma. Stefnukrafan er kostn- aðarverð nýrrar klukku, er kaupa varð í stað þeirrar, sem eyði- lagðist. Í skýrslu hjá lögreglunni í Hafnarfirði skýrir stefnandi þannig frá atvikum: Laugardaginn 10. apríl 1965 kl. 1245 var hann stadd- ur í verzlun sinni í Strandgötu 19. Heyrði hann þá brothljóð fyrir utan húsið og leit út. Kom þá í ljós, að klukka, sem er utan á húsinu, hafði brotnað, og sá hann á eftir langferðabifreið, sem nam staðar þar skammt frá. Hann kveðst hafa haft tal af öku- manni hennar, sem viðurkenndi að hafa ekið á klukkuna og kvaðst mundu gefa tryggingafélagi bifreiðarinnar skýrslu um atburðinn. Nokkru seinna kom svo skoðunarmaður frá Vátrygg- ingafélaginu h/f og skoðaði skemmdirnar. Þegar stefnandi svo síðar framvísaði reikningi fyrir skemmdunum, neitaði félagið greiðslu. Ökumaður bifreiðarinnar, Jón Gestsson, hefur skýrt svo frá atvikum í skýrslu til Vátryggingafélagsins h/f. Hann kveðst hafa ekið upp Linnetsstíg að Strandgötu. Er að gatnamótunum kom, stöðvaði hann bifreiðina, er stór kranabifreið kom á móti honum. Kranabifreiðin nam einnig staðar, og gaf ökumaður hennar hon- um merki um að halda áfram. Þar sem þröngt var á götunni, varð hann að aka alveg að gangstéttarbrún. Er hann ók meðfram húsinu Strandgötu 19, rakst afturendi bifreiðarinnar í klukku, sem fest var á horn hússins. Hann staðhæfir að hafa ekki ekið upp á gangstéttarbrúnina. 177 Stefnandi reisir bótakröfu sína á 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. 1. mgr. 67. gr. þeirra laga. Hann bendir á, að klukka sú, sem hér um ræðir, hafi verið sett upp fyrir ca. ári. Lögreglan hafi aldrei fundið að staðsetningu hennar og í lög- reglusamþykkt bæjarins séu engin ákvæði, er banni staðsetningu hennar. Allan þann tíma, sem klukkan hafi verið uppi, hafi aldrei borizt nein kvörtun út af því, að hún truflaði umferð eða hindraði, og ekki hafi hún heldur orðið fyrir neinu hnjaski af völdum umferðar á akbrautinni. Þetta sýni, að staðsetning klukk- unnar sé ekki aðfinnsluverð. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að klukka sú, sem hér um ræðir, hafi ekki verið í nægilegri hæð frá götu. Óhjákvæmi- lega verði að gera þær kröfur til þeirra, sem hengja slíka hluti utan á hús, að þeir séu í hæfilegri hæð frá götu, sérstaklega þar sem um miklar umferðargötur er að ræða, svo sem Strandgötuna í Hafnarfirði, sem er aðalumferðargata þess kaupstaðar. Vísar hann í þessu sambandi til 66. gr., 5. mgr., umferðarlaga nr. 26/ 1958. Þá bendir hann á, að bifreiðarstjórinn hafi verið knúður til þess að aka alveg upp að gangstéttinni, þar sem hann var að mæta öðru farartæki, en við það kom nokkur halli á bifreiðina, svo að yfirbygging hennar snerti klukkuna. Bifreiðarstjórinn hafi ekki ekið upp á gangstéttina, en engin fyrirmæli séu til í um- ferðarlögum eða reglugerðum, sem banni akstur fast að gang- stéttarbrún, ef nauðsyn ber til. Enn fremur bendir stefndi á, að ekki liggi fyrir í málinu leyfi réttra aðilja til staðsetningar klukkunnar. Varakröfu sína reisir stefndi á því, að stefnufjárhæðin eigi að lækka verulega. Í fyrsta lagi sökum þess að ósannað sé, að klukkan hafi ónýtzt. Telur hann, að unnt hefði verið að gera við klukkuna og eigi því stefnandi aðeins rétt til að fá greiddan viðgerðarkostnaðinn. Í öðru lagi hljóti það að valda lækkun stefnufjárhæðarinnar, að ný klukka kemur í stað gamallar. Lagt hefur verið fram vottorð bæjarverkfræðings Hafnarfjarðar, þar sem fram kemur, að umrædd klukka sé í 2.90 m hæð yfir götuyfirborði, þar sem kantsteinn og gata mætast, en halli götu- yfirborðs sé 1% frá miðju að kantsteini. Fremsta brún klukkunn- ar reyndist vera lóðrétt yfir neðri brún kantsteins, þegar hún var í sinni eðlilegu stöðu. Þá hefur verið lögð fram útlitsteikn- ing af framhlið hússins Strandgötu 19. Dómarar ásamt málflutn- ingsmönnum hafa farið á vettvang og skoðað allar aðstæður. Með- 12 178 fram gangstétt er rennusteinn ca. 23 cm á breidd, 4 cm á dýpt við götu og 7 cm við gangstéttarbrún. Svo sem sjá má af uppdrætti og ljósmyndum, er húsið Strand- gata 19 hornskakkt við götuna. Stefnandi hefur valið klukkunni stað á suðausturhorni hússins, sem nær lengst fram Í gangstétt- ina. Leggja verður til grundvallar mælingar bæjarverkfræðings Hafnarfjarðar, en samkvæmt þeim er klukkan í 2.90 m hæð yfir götuyfirborði, þar sem kantsteinn og gata mætast. Í 3. mgr. 55. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 er hámarkshæð ökutækja ákveðin 3.8 m. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Árnessýslu var hæð bifreiðarinnar 3.23 m. Ekki var með merkjum eða á annan hátt gefin nein sérstök fyrirmæli um hámarkshæð ökutækja, er fara mættu um Strandgötuna í Hafnarfirði, framar en segir í um- ferðarlögum. Stefnandi mátti því gera ráð fyrir umferð öku- tækja, sem næðu þeirri hámarkshæð, sem leyfð er. Hann mátti einnig gera ráð fyrir, að þau atvik gætu skapazt, að ökutækjum yrði nauðsyn að aka alveg að gangstéttarbrún. Var því nauðsynlegt að staðsetja klukkuna, sem var í lóðréttri línu frá gangstéttarbrún, í þeirri hæð, að undir hana kæmust lögleyfð ökutæki, þótt þau yrðu að aka að gangstéttarbrún. Ekki voru sjáanleg nein tormerki á því að staðsetja klukkuna ofar. Þar sem stefnandi staðsetti klukkuna aðeins 2.90 m frá götu, verður að telja, að hann beri að nokkru leyti áhættuna, sem því var samfara. Er hann því meðábyrgur á tjóni því, sem hann beið. Ekki verður talið, að máli skipti um ábyrgð stefnanda, hvort hann hafi fengið leyfi réttra aðilja til staðsetningar klukkunnar. Hins vegar verður ekki talið, að ökumaður bifreiðarinnar R 4721 hafi gætt þeirrar varúðar, sem honum bar, eins og á stóð. Ekki er nægilega í ljós leitt, að honum hafi borið nauðsyn til þess að aka fast að gangstéttarbrún, en þótt svo hefði verið, bar honum að sýna sérstaka varkárni, er hann ók fram hjá klukk- unni, þar sem honum mátti vera ljóst, að hún var í hættu vegna hinnar háu yfirbyggingar bifreiðarinnar. Með hliðsjón af því, hvernig málsatvik liggja fyrir, þykir hæfi- legt, að stefnandi beri sjálfur tjón sitt að % hlutum, en stefndi bæti honum það að % hlutum. Að beiðni stefnanda voru þeir August Hákansson málarameist- ari og Eyjólfur Sveinsson úrsmíðameistari dómkvaddir þann 9. nóvember 1966 til þess að meta skemmdir á umræddri klukku. August Hákansson gat vegna forfalla ekki framkvæmt matið, og 179 var þá Daníel Þorkelsson málarameistari dómkvaddur í hans stað. Mat þeirra er dags. 3. febrúar 1967. Þar lýsa þeir yfir því, að viðgerð á klukkunni, þannig að hún verði sú sama og fyrir skemmdirnar, sé óframkvæmanleg hér á landi og að verðmæti klukkunnar í núverandi ástandi sé ekkert. Hinn sérfróði dómari hefur kynnt sér ásigkomulag klukkunnar eftir skemmdirnar og telur viðgerð óframkvæmanlega og verð- mæti hennar ekkert. Stefnandi hefur lagt fram aðflutningsskýrslur og önnur skjöl til sönnunar innkaupsverði nýrrar klukku. Hefur lögmaður stefnda lýst því yfir, að hann vefengi ekki kröfu stefnanda tölu- lega. Þá er það skoðun hins sérfróða dómara, að verðmunur hinnar eyðilögðu klukku, sem aðeins var ársgömul, og nýrrar klukku hafi engin áhrif til lækkunar kröfu stefnanda. Samkvæmt þessu ber að leggja kröfu stefnanda til grundvallar í málinu, svo sem hún var fram sett í síðari flutningi málsins, eða kr. 35.191.00. Ekki þykja efni standa til að taka til greina kröfu stefnanda um vanskilavexti. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber stefnda til þess að greiða stefnanda kr. 21.114.60 ásamt 6% ársvöxtum frá 30. október 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags og kr. 4.900.00 í málskostnað. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt meðdómendum Hirti Björnssyni úrsmíðameistara og Guðmundi Skaptasyni viðskiptafræðingi. Dómsorð: Stefndi, Norðurleið h/f, greiði stefnanda, Magnúsi Guð- laugssyni, kr. 21.114.60 ásamt 6% ársvöxtum frá 30. október 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags og kr. 4.900.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 180 Mánudaginn 17. febrúar 1969. Nr. 132/1968. Ólafur Bachmann Haraldsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) Segn Hrólfi Smára Jónassyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 24. júlí 1968. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða hon- um kr. 125.260.00 með 8% ársvöxtum frá 5. ágúst 1965 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ólafur Bachmann Haraldsson, greiði stefnda, Hrólfi Smára Jónassyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júlí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 13. þ. m., hefur Haraldur Bach- mann, Fagurgerði 9, Selfossi, f. h. ólögráða sonar síns, Ólafs Bachmanns Haraldssonar, Fagurgerði 9, Selfossi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 3. janúar 1968, á hendur Hrólfi Smára Jónassyni, Bjargi, Vík í Mýrdal, Vestur-Skaftafells- 181 sýslu, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 125.260.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 5. ágúst 1965 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur aðallega gert þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaðar úr hans hendi að mati dómara. Til vara krefst stefndi þess, að stefnufjár- hæðin verði stórlækkuð og málskostnaður látinn niður falla. Samvinnutryggingum g/t hefur verið stefnt til rættargæzlu í máli þessu. Á hendur réttargæzlustefnda eru engar kröfur gerðar, og hann hefur heldur engar kröfur gert. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þeir, að fimmtudaginn 5. ágúst 1965, klukkan tæplega 6 að morgni, ók stefndi bifreið sinni, 2 329, á brúarstólpa við Víkurá í Vík í Mýrdal. Með stefnda í bifreiðinni var einn farþegi, sóknaraðili málsins, Ólafur Bachmann Haraldsson. Sat hann við hlið stefnda. Við áreksturinn skemmdist bifreiðin veru- lega, og báðir mennirnir, sem Í bifreiðinni voru, slösuðust, þó einkum bifreiðarstjórinn. Héraðslæknirinn í Vík í Mýrdal var Þegar kvaddur á vettvang. Skoðaði hann mennina, veitti þeim fyrstu hjálp, en síðan voru þeir báðir fluttir í sjúkraflugvél til Reykjavíkur og lagðir inn á handlækningadeild Landspítalans. Slysið var rannsakað aðallega í sakadómi Skaftafellssýslu, en einnig að nokkru í sakadómi Árnessýslu. Verður nú rakið það helzta, sem fram hefur komið við rannsókn málsins. Stefndi hefur skýrt svo frá, að kvöldið fyrir slysið hafi hann ekið bifreið sinni um götur Víkurkauptúns. Fimm farþegar hafi þá verið í bifreiðinni, þau Elín Tómasdóttir, Kristín Rútsdóttir, Ólafur Bachmann Haraldsson, Sigríður Kristín Einarsdóttir og Tómas Pálsson. Um kl. 2315 hafi verið tekin upp rommflaska, sem stefndi og Tómas Pálsson áttu. Hafi innihaldinu verið blandað í þrjár Coca-Cola flöskur, og hafi verið blandað um það bil til helminga með rommi og Coca-Cola. Áður en þetta varð, hafi Sigríður Kristín Einarsdóttir tekið við stjórn bifreiðarinnar. Stefndi sagði, að þau hin fimm í bifreiðinni hafi síðan drukkið áfengið úr hinum fyrrnefndu Coca-Cola flöskum, en hins vegar gat stefndi ekki sagt frekar um, hve mikils magns hann hafi neytt. Um kl. 0030 kvaðst stefndi hafa sofnað og sofið í bifreið- inni þar til kl. rúmlega 0400. Áður en hann. hafi sofnað, kveðst hann hafa fundið til lítilla áfengisáhrifa, en engra, er hann vakn- aði. Hafi áfengið þá verið þrotið, en einhver gosdrykkur verið 182 kominn á flöskuna. Er stefndi vaknaði, segir hann, að Sigríður Kristín Einarsdóttir hafi ein verið með sér í bílnum. Hafi hún ekið bílnum til heimilis síns, Gamla spítalans í Vík, þar sem hún hafi farið úr, en stefndi tekið við stjórn bifreiðarinnar. Stefndi kvaðst síðan hafa ekið vestur eftir aðalgötunni í Vík. Þar hafi hann mætt Ólafi Bachmann Haraldssyni, sem þá hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Síðan kveðst stefndi hafa ekið nokkra hringi um Víkurkauptún. Þá hafi þeir Ólafur verið orðnir vindlingalausir og drepið á dyr hjá Runólfi Sæmundssyni bif- reiðarstjóra þeirra erinda að fá þar vindlinga. Kona Runólfs, Sigríður Karlsdóttir, hafi komið til dyra og látið stefnda hafa pakka af vindlingum. Síðan kveðst stefndi aftur hafa tekið til við að aka um Víkurkauptún og eina ferð austur að Fagradals- vegi og til baka. Síðan hafi þeir Ólafur drepið á dyr í húsinu Skuld í Vík, þar sem Björn Sigurjónsson hafi búið, og þar hafi þeir dvalið um stund. Um áfengisneyzlu þar hafi ekki verið að ræða. Þaðan hafi þeir Ólafur farið aftur út í bifreiðina og enn á ný tekið til við að aka um kauptúnið. Í þeirri ökuferð kveðst stefndi hafa séð mjólkurbílstjórana Garðar Bergendal Bjarnason og Magnús Kristjánsson. Tók stefndi þá upp í bíl sinn og ók þeim til stæðis mjólkurbílanna. Síðan kveðst stefndi hafa ekið austur götuna og á fyrrnefndan brúarstöpul. Orsök árekstrarins kveður stefndi hafa verið þá, að plötuspilari, sem í bifreiðinni var, fór úr sambandi. Kvaðst stefndi þá hafa beygt sig niður til að lag- færa þetta, en er hann hafi litið upp, hafi áreksturinn orðið. Gizkaði stefndi á, að ökuhraðinn hafi þá verið 50—55 km miðað við klukkustund. Stefndi neitaði alveg, að hann hefði neytt nokk- urs áfengis eftir svefn sinn í bifreiðinni um nóttina, en hann kvaðst hafa verið þreyttur, enda hefði hann lítið sofið næturnar áður. Stefnandi, Ólafur Bachmann Haraldsson, kveðst hafa slegizt í för með ökumanni 2 329 í bifreið hans milli kl. 2100 og 2200, kvöldið áður en umrætt slys varð. Það hafi komið til tals að út- vega áfengi og fljótlega hafi rommflaska verið komin í bifreiðina. Hafi Sigríður K. Einarsdóttir þá tekið við stjórn bifreiðarinnar, en hinir, sem í bifreiðinni voru, hafi byrjað að drekka. Kvaðst Ólafur Bachmann hafa drukkið mest og fljótlega orðið ölvaður. Skömmu eftir miðnætti hafi hann farið út úr bifreiðinni og haldið áfram vindrykkju annars staðar í Víkurkauptúni, en undir morg- un hafi hann hitt Hrólf Smára Jónasson aftur og stigið upp Í bifreið hans. Hafi þá einhver dreitill verið eftir á rommflöskunni 183 frá kvöldinu áður. Stefnandi kvaðst ekki muna, hvað síðan gerð- ist. Hann kvað Hrólf Smára Jónasson hafa drukkið eitthvað úr rommflöskunni, en kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir því, hvort hann hafi komizt undir áfengisáhrif. Stefnandi minnist ekki, að Hrólfur Smári hafi drukkið, eftir að stefnandi kom í bifreiðina í seinna skiptið. Stefnandi kvaðst ekkert muna um heimsóknir í hús um morguninn né heldur að aðrir farþegar kæmu í bifreiðina. Stefnandi vissi ekki til þess, að annað áfengi hefði verið haft um hönd í bifreiðinni en úr umræddri romm- flösku. Sigríður Karlsdóttir húsfreyja kveður þá Hrólf Smára Jónas- son og Ólaf Bachmann Haraldsson hafa kvatt hjá sér dyra um kl. 0500 umræddan morgun og falazt eftir vindlingum. Vitnið kvaðst halda, að Hrólfur Smári hafi verið undir áhrifum áfengis, en ekki mikið drukkinn. Um ástand Ólafs Bachmanns að þessu leyti gat vitnið ekki borið. Vitnið Elín Tómasdóttir var farþegi í bifreiðinni 2 329 kvöldið fyrir slysið. Laust fyrir kl. 2330 hafi einhver í bifreiðinni dregið upp rommflösku, sem allir í bifreiðinni hafi tekið að drekka úr nema Sigríður K. Einarsdóttir, sem þá hafi tekið við stjórn bif- reiðarinnar. Um kl. 0030 hafi Hrólfur Smári sofnað í bifreiðinni. Virtist vitninu, að hann væri undir áhrifum áfengis, en ekki mikið ölvaður. Er vitnið fór út úr bifreiðinni kl. 0230, hafi Hrólf- ur Smári enn verið sofandi. Vitnið Sigríður Kristín Einarsdóttir kveðst hafa komið í bif- reið stefnda um kl. 2300 fyrrnefnt kvöld. Hálftíma síðar kveðst vitnið hafa tekið við stjórn bifreiðarinnar að beiðni Hrólfs Smára, þar sem þá hafi verið hafin víndrykkja í bifreiðinni og Hrólfur Smári verið þátttakandi í henni. Um kl. 0030 hafi Hrólfur Smári sofnað og vaknað aftur um kl. 0300. Þá kvaðst vitnið ekki hafa getað merkt áfengisáhrif á honum. Vitnið kvaðst hafa hætt að aka bifreiðinni kl. 0400, en þá hafi Hrólfur Smári tekið við. Vitnið kvaðst ekki hafa séð Hrólf Smára neyta áfengis, eftir að hann vaknaði. Vitnið Björn Sigurjónsson kveður þá Hrólf Smára og Ólaf Bachmann hafa komið í heimsókn til sín klukkan að byrja að ganga 6 umræddan morgun. Kveðst vitnið ekki hafa getað merkt áfengisáhrif á þeim, en bætti því við, að áfengi hefði getað verið í þeim, án þess að vitnið vissi um það. Vitnið kvaðst hafa verið ódrukkið og vín hafi ekki verið haft um hönd. Mennirnir hafi farið frá sér klukkan tæplega 0600 um morguninn. 184 Vitnið Rútur Skæringsson kveðst hafa orðið var við ferðir þeirra Hrólfs Smára og Ólafs Bachmanns í og við hús vitnisins umgetinn morgun um kl. 0500. Vitnið kvaðst hafa átt orðaskipti við Ólaf Bachmann og hafa séð, að hann var undir áfengisáhrif- um. Hins vegar gat vitnið ekki borið um ástand Hrólfs Smára að þessu leyti, þar sem það ræddi ekki við hann, heldur sá hann álengdar, er Hrólfur Smári var að koma út úr kjallaranum á húsi vitnisins. Vitnið Magnús Kristjánsson var annar þeirra mjólkurbílstjóra, sem tóku sér far með stefnda í bifreið hans, 2 329, skömmu áður en slysið varð. Vitninu virtust líkur benda til, að Hrólfur Smári og Ólafur Bachmann hafi verið drukknir. Þeir hafi verið með áfengisflösku, en vitnið mundi ekki, hvort þeir drukku úr henni. Vitnið var komið úr bifreiðinni, er slysið varð. Vitnið var sjónarvottur af því, þegar bifreiðinni var ekið á brúarstólp- ann. Hins vegar gat vitnið ekki borið um hraða bifreiðarinnar fyrir slysið. Vitnið segir, að eftir verksummerkjum á slysstaðnum hafi bifreiðinni verið ekið beint austur aðalgötuna í kauptúninu og á hægri brúarstöpulinn. Hafi bifreiðin verið hálf út af veg- inum og hallazt, en verið á hjólunum. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þá hafa áfengi um hönd, svo að öruggt sé, en hins vegar kvað vitnið, að þeir hefðu verið með áfengisflösku, en mundi ekki, hvort þeir hafi sopið úr henni. Vitnið mundi ekki orðaskipti, sem fram fóru á milli þeirra, en sagði, að þeir hefðu verið gamansamir. Vitnið Garðar Bergendal Bjarnason var annar fyrrgreindra mjólkurbílstjóra, sem far tóku sér með bifreið stefnda, 2 329, skömmu fyrir slysið. Vitninu virtust þeir Hrólfur Smári og Ólafur Bachmann vera undir áhrifum áfengis, en Ólafur öllu meira. Áfengisflaska hafi verið í framsætinu milli þeirra, en vitnið kvaðst ekki muna, hvort þeir supu úr flöskunni. Svo sem fyrr er getið, voru þeir Hrólfur Smári og Ólafur Bach- mann fluttir á handlækningadeild Landspítalans eftir slysið. Komið var með þá á spítalann kl. 1010 5. ágúst 1965. Í vottorði Hannesar Finnbogasonar læknis, dags. 15. október 1965, segir m. a. svo um ástand Hrólfs Smára við komu hans á handlækn- ingadeildina: „Við komuna hingað er sjúkl. við fulla meðvitund, en greinilega undir áhrifum áfengis. Hann hafði ekki einkenni um lost. Við skoðun kom í ljós, að vinstri mjaðmarliður hafði gengið úr augnkarlinum. Auk þess hafði hann hlotið brot á fjórum rifjum vinstra megin og 10 cm langt sár til vinstri ofar- 185 lega á brjóstkassa. Þá hafði og greinilega skaddazt lungað, þar sem mikil blæðing var í brjóstholi vinstra megin“. Í vottorði sama læknis, dags. 15. október 1965, segir svo um ástand Ólafs Bachmanns við komu hans á handlækningadeildina: „Við komuna hingað á deildina var hann rólegur og dasaður. Kvartaði hann ekki um nein veruleg óþægindi, en var mjög byrstur, og við fyrstu skoðun þóttu einkenni benda til þess, að hann væri líklega undir áhrifum áfengis. Svaraði þó öllu eðli- lega, þegar við hann var rætt, og var samvinnuþýður. Hann hafði nokkur smásár á andliti. Voru þau öll grunn nema sár á neðri vör, en það sár var í gegnum vörina. Framtennur í neðri góm höfðu brotnað og ýtzt aftur á við. Þá hafði og brotnað úr fram- tönnum efri góms. Hann hafði og greinilega fengið heilahristing. Skömmu eftir komuna voru sárin saumuð og framtennur neðri góms réttar. Honum heilsaðist vel, sárin á andliti höfðust vel við, kvartaði hvorki um höfuðverk né svima, og fékk hann að fara af sjúkrahúsinu þ. 9. 8. Var ráðlögð hvíld frá vinnu næstu 3 vikurnar eftir útskrift“. Eigi verður séð af gögnum málsins, að blóðsýnishorn hafi verið tekin úr mönnunum til alkóhólrannsóknar. Stefnandi sundurliðar dómkröfur sínar þannig: 1. Atvinnutjón .. .. .. .. .. .. kr. 9.990.00 2. Læknishjálp .. .. .. .. .. — 13.770.00 3. Fataskemmdir .. .. .. .. .. -— 2.500.00 4. Þjáninga- og lýtabætur .. .. — 100.000.00 Samtals kr. 125.260.00 Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að stefndi hafi átt alla sök á slysinu með óvarlegum akstri undir áhrifum áfengis. Beri stefnanda því fébótaábyrgð samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins á slysi stefnda, sbr. 3. mgr. 69. gr. laga nr. 26 frá 1958. Kröfum sínum til frekari áréttingar bendir stefnandi á, að hann hafi verið það ölvaður, þegar hann settist upp í bifreið stefnda framangreindan morgun, að hann hafi ekki veitt því eftirtekt, að stefndi var þá undir áhrifum áfengis. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að atvik að umræddu slysi hafi verið þannig vaxin, að tjón stefnanda af völdum slyss- ins varði stefnda eigi bótaskyldu. Það sé að fullu leitt í ljós með þeim upplýsingum, sem áður hafa verið raktar hér í dóminum, 186 að stefndi hafi verið ófær um að aka bifreið sinni vegna undan- farandi neyzlu áfengis, svefnleysis, þreytu og sljóleika, sbr. 24. gr. og 25. gr. umferðarlaga nr. 26 frá 1958. Megi rekja slysið beinlínis til þessa. Það framferði stefnda að aka bifreið svo al- gerlega vanhæfur til slíks, sem raun beri vitni um, hafi að sjálf- sögðu verið mjög ámælisvert og hættulegt. Í þessu hafi stefnandi verið honum algerlega samsekur. Þeir hafi báðir verið í bifreið- inni, kvöldið áður en slysið varð, og tekið þátt í víndrykkjum með öðrum farþegum. Þegar stefnandi tók sér far með bifreiðinni nokkrum klukkustundum seinna, hafi hann vitað fullvel um augljóst vanhæfi stefnda til aksturs. Mótmælir stefndi því sér- staklega sem röngu, að stefnandi hafi eigi vitað um áfengisneyzlu stefnda, enda hljóti sú fullyrðing að vera borin fram gegn betri vitund, þar sem stefnandi hafi verið viðstaddur í bifreiðinni, er áfengisneyzlan í henni hófst fyrrgreint kvöld. Því sé borið við af hálfu stefnanda, að vegna ölvunar hafi dómgreind hans verið skert, og jafnframt sé því haldið fram, að stefndi hafi verið betur á sig kominn. Framangreind læknisvottorð svo og vætti mjólkur- bílstjóranna tveggja, sem rakin hafa verið hér að framan, gefi Þó gleggstan vitnisburð um þetta. Það sé því hvort tveggja stað- reyndir í málinu, að stefnanda hafi verið fullkunnugt um van- hæfi stefnda til akusturs, er hann tók sér far með bifreiðinni í seinna skiptið, og að hann hafi haft næga dómgreind til þess að gera sér fulla grein fyrir þeirri miklu hættu, sem hann stofnaði sér í með því að gerast farþegi í bifreiðinni við þessar aðstæður. Það geti því ekki farið á milli mála, að stefnandi hafi verið fullkomlega meðábyrgur fyrir tjóni sínu af völdum slyssins. Að svo vöxnu máli telur stefndi það vafalaust, að stefnandi eigi engan bótarétt á hendur stefnda vegna þess tjóns, er hann kunni að hafa beðið af völdum slyssins. Vísar stefndi hér um til 3. mgr. 67. gr. umferðarlaganna, enda sé hér um dæmigert tilvik að ræða, er falli undir bótalausnarákvæði þetta. Stefndi bendir enn fremur á máli sínu til frekari stuðnings, að umferðarlögin leggi mjög víðtæka fébótaábyrgð á bifreiðaeig- endur. Að baki þeirrar ábyrgðar sé tryggingarskylda, sem ætlað sé að tryggja, að tjónþoli fái fullnustu bótaréttar síns. Tilgangur- inn með þessum ströngu reglum, sem lengi hafi verið við lýði í löggjöf, sé að tryggja sem bezt hagsmuni þriðja manns og grund- vallist á þeirri hættu, sem ávallt hafi verið talin samfara notum bifreiða. Þegar þriðji maður hins vegar vísvitandi og af fúsum vilja, svo sem stefnandi þessa máls, stofni öryggi sínu í bráða og 187 yfirvofandi hættu með því að vera farþegi í bifreið við þess konar aðstæður og hér um ræðir og gerist þá jafnframt hlut- deildarmaður í alvarlegu broti bifreiðarstjórans, þá hljóti hann þar með að fyrirgera að öllu þeim hlunnindum, sem felist í hinum víðtæku bótareglum umferðarlaganna. Ástæðurnar, sem liggi til grundvallar hinni ríku bótaábyrgð, séu þá eigi lengur fyrir hendi. Þessi niðurstaða sé ekki aðeins í samræmi við lagabókstafinn, heldur sé hún einnig í fullu samræmi við tilgang og rök laganna, sanngirnissjónarmið og réttarvitund. Samkvæmt áðurgreindum vitnisburðum mjólkurbílstjóranna, Garðars Bergendals Bjarnasonar og Magnúsar Kristjánssonar, svo og læknisvottorði Hannesar Finnbogasonar verður að telja sannað, að stefndi hafi verið undir áhrifum áfengis, er framangreint slys vildi til. Þykir mega rekja orsakir slyssins til gálauslegs aksturs stefnda undir þessum kringumstæðum. Stefnandi vissi, að stefndi hafði tekið þátt í víndrykkjunni nóttina fyrir slysið. Stefnandi mátti því gera ráð fyrir, að stefndi væri óhæfur til að aka bifreið árla morguninn eftir. Úr því að stefnandi alit að einu settist af frjálsum vilja upp í bifreið stefnda við þessar aðstæður, gerði hann það á eigin áhættu og hefur með því fyrirgert rétti sínum til bóta. Það breytir eigi þessari niður- stöðu, þótt dómgreind stefnanda kunni í umrætt sinn að hafa verið skert sakir ölvunar. Úrslit málsins verða því þau, að sýkna ber stefnda af dómkröf- um stefnanda, en eftir atvikum öllum þykir rétt, að málskostn- aður falli niður. Magnús Thoroddsen borgarðómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hrólfur Smári Jónasson, á að vera sýkn af kröfum stefnandans, Haralds Bachmanns f. h. ófjárráða sonar síns, Ólafs Bachmanns Haraldssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. 188 Föstudaginn 21. febrúar 1969. Nr. 153/1968. Trygging h/f (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Síldarútvegsnefnd f. h. Guðrúnar Gunnars (Benedikt Blöndal hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Einar Arnalds. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Slysatrygging. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. september 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. s. m., krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar hér fyrir dómi úr hendi áfrýjanda. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjanda dæmt að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 100.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Áfrýjandi, Trygging h/f, greiði stefnda, Sildarútvegs- nefnd f. h. Guðrúnar Gunnars, málskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 100.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. maí 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 19. f. m., hefur Síldar- útvegsnefnd höfðað vegna frú Guðrúnar Gunnars, Kleppsvegi 46 hér í borg, með stefnu, útgefinni hinn 22. marz 1965, á hendur Tryggingu h/f hér í borg til greiðslu tryggingarfjár að fjárhæð kr. 1.000.000.00 auk 7.5% ársvaxta frá 25. júlí 1964 til greiðslu- dags og málskostnaðar að mati dómsins. Við munnlegan flutning 189 málsins var þess krafizt, að stefnda verði gert að greiða 7/0.% ársvexti frá 24. júlí 1964 til 31. desember 1965 og 812% ársvexti frá 1. janúar 1966 til greiðsludags. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómarans. Málavextir eru þessir: Síldarútvegsnefnd hafði frá því á árinu 1954 keypt hjá stefnda slysatryggingu fyrir sig og starfsmenn sína. Hafði Síldarútvegs- nefnd boðið tryggingu þessa út og síðan tekið tilboði stefnda. Hinn 10. marz 1964 gaf stefndi út tryggingarskírteini til endurnýj- unar fyrra skírteini um þessa tryggingu. Samkvæmt hinu nýja skírteini skyldi tryggingin gilda frá 25. marz 1964 til 24. marz 1965 að báðum dögum meðtöldum. Var trygging þessi tekin fyrir nefndarmenn Síldarútvegsnefndar og starfsmenn hennar. Voru nöfn einstaklinga þeirra, sem tryggðir voru samkvæmt þessu, skráð á skírteinið. Var heildartryggingarfjárhæðin samkvæmt skírteininu ákveðin kr. 20.000.000.00 og þar af fyrir dauðaslys kr. 1.000.000.00 fyrir hvern mann, Í meginmáli skírteinisins er þess getið, að tryggingin nemi allt að kr. 1.000.000.00 fyrir hvert dauðaslys. Samkvæmt sérstökum ákvæðum skírteinisins skyldi tryggingin gilda sem persónuleg trygging fyrir sérhvern þeirra manna, sem þar voru skráðir, hvort heldur þeir yrðu fyrir slysi við störf í þágu Síldarútvegsnefndar eða við aðrar aðstæður, og reiknast allt að kr. 500.000.00. Í hinum almennu skilmálum tryggingarskírteinisins er svofellt ákvæði um áhættur þær, sem stefndi hafði undanskilið ábyrgð sinni: „UNDANSKILDAR ÁHÆTTUR: Félagið greiðir ekki bætur fyrir slys, sem stafa af: a) sjúkdómum (sjá nánar 1. gr.) og læknisaðgerðum, nema þær séu framkvæmdar í því skyni að ráða bót á afleiðing- um slyss. b) þungun konu eða barnsburði. c) persónulegri þátttöku tryggða í hernaðarátökum. d) sjálfsmorði, tilraun til sjálfsmorðs, eða ef tryggði viljandi veldur sjálfum sér slysi eða áverka. e) geðbilun eða við að fremja glæpi“. Sams konar fyrirvari hafði verið í tryggingarskírteinum þeim, sem gefin höfðu verið út um þessa tryggingu Síldarútvegsnefndar og gilt höfðu til 24. marz 1962. Síðasta tryggingarskírteinið á þessu tímabili hafði verið gefið út hinn 27. marz 1961, og hafði gildistími þess verið frá 25. marz 1961 til 24. marz 1962 að báðum 190 dögum meðtöldum. Hinn 12. marz 1963 hafði stefndi gefið út tryggingarskírteini um tryggingu þessa, og skyldi það gilda frá 25. marz 1963 til 24. marz 1964 að báðum dögum meðtöldum. Í hinum almennu skilmálum skírteinis þessa var svofellt ákvæði um áhættur þær, sem stefndi undanskildi ábyrgð sinni: „UNDANSKILDAR ÁHÆTTUR: Félagið greiðir ekki bætur fyrir slys, sem stafa af: a) sjúkdómum (sjá nánar 1. gr.) og læknisaðgerðum, nema þær séu framkvæmdar í því skyni að ráða bót á afleiðing- um slyss. b) þungun konu eða barnsburði. c) persónulegri þátttöku tryggða í hernaðarátökum. d) sjálfsmorði, tilraun til sjálfsmorðs, eða valdi tryggði sjálfum sér af ásettu ráði eða stórkostlegu gáleysi dauða eða áverka. e) geðbilun eða við að fremja glæpi“. Gísli Jóhannsson, eiginmaður frú Guðrúnar Gunnars, hafði um árabil verið starfsmaður Síldarútvegsnefndar, og er hann skráður starfsmaður nefndarinnar á framangreindum tryggingarskírtein- um og því einn hinna tryggðu. Síðdegis föstudaginn 24. júlí 1964 fór Gísli til veiða í Ölfusá. Keypti hann þar veiðileyfi um kvöldið þann sama dag. Var Gísla saknað næsta morgun, og var leit hafin að honum skömmu síðar. Um kl. 1800 sunnudaginn 26. júlí fundu leitarmenn lík Gísla í Ölfusá. Eiginkona Gísla heitins kveður hann hafa farið til vinnu sinnar á venjulegum tíma um morguninn hinn 24. júlí, eða um kl. 0900. Er hann kom heim um hádegið, kveður hún hann hafa skýrt sér frá því, að hann væri að hugsa um að fara austur að Ölfusá til veiða síðari hluta dagsins eða um kvöldið. Kveður hún hann síðan hafa farið til vinnu sinnar um kl. 1300. Um kl. 1500 kveður hún Gísla hafa hringt heim. Hann hafi þá verið ákveðinn í að fara í veiðiferðina og beðið sig um að taka til nesti og fatnað. Milli kl. 1700 og 1800 kveður Guðrún Gísla hafa komið heim, haft fataskipti og tekið veiðiáhöld sín. Kveður hún hann hafa gert ráð fyrir að koma heim milli kl. 2300 og 2400. Guðrún kveðst alls ekki hafa getað merkt áfengisáhrif á Gísla þennan dag og kveðst aldrei hafa samþykkt, að hann færi þessa ferð, ef hún hefði haft grun um slíkt. Guðrún kveður Gísla hafa stundað nokk- uð veiðar og hafi hann m. a. farið alloft austur að Ölfusá til veiða. Við rannsókn þá, sem lögreglan á Selfossi framkvæmdi út af hvarfi Gísla, kom fram, að Jörundur Brynjólfsson, bóndi í Kald- 191 aðarnesi, hefði um morguninn hinn 25. júlí tilkynnt lögreglunni, að hann óttaðist, að Gísli hefði drukkað í Ölfusá sunnan við Kaldaðarnes. Nánar skýrði Jörundur svo frá við rannsókn þessa, að hann leigði út veiði í Ölfusá fyrir landi Kaldaðarness. Föstu- dagskvöldið 24. júlí milli kl. 1900 og 2000 hefði Gísli Jóhannsson komið einn í bifreiðinni R 12525 og fengið hjá sér veiðileyfi. Taldi Jörundur ekkert hafa verið athugavert við Gísla og kvaðst alls ekki hafa greint nein einkenni um áfengisneyzlu hjá honum. Um kl. 2100 um kvöldið kvaðst Jörundur hafa selt tveimur mönnum veiðileyfi, sem komið hafi þarna í bifreiðinni R 1224, hafi það verið tæplega miðaldra maður og unglingspiltur með honum. Þeir hafi ætlað að stunda veiðar daginn eftir og hafi þeir tjaldað um nóttina. Ekki kvað Jörundur sér hafa verið kunnugt um aðra þarna niður frá um nóttina. Jörundur kvað eiginkonu Gísla hafa hringt í sig um kl. 0900 á laugardagsmorguninn og hafi hún verið farin að undrast um Gísla, þar eð ætlun hans hafi verið að koma heim um nóttina. Kvaðst Jörundur hafa farið að svipast um eftir Gísla og kvaðst hafa fundið bifreið hans, R 12525, niðri undir svonefndu Straumnesi og veiðitösku hans opna á árbakkanum, en engin merki um það, hvað af Gísla hafði orðið. Jörundur kvað næsta mann, sem hann seldi veiðileyfi, hafa ekið fram á veiðisvæðið, skömmu áður en hann fór að huga að Gísla. Löggæzlumenn fóru á vettvang, og leiddi rannsókn þeirra eftirfarandi í ljós: Allgreiðfært var suður Ölfusárbakkann frá Kaldaðarnesi nokkra kílómetra suður fyrir bæinn. Bifreiðinni R 12525 hafði verið ekið eins langt og hægt var á slíkri bifreið. Um 100 m sunnan við bifreiðina var veiðitaska Gísla opin á ár- bakkanum og maðkadós hjá. Löggæzlumennirnir kveða stað þennan nefndan Straumnes, enda liggi stríður strengur árinnar þar við bakkann. Nokkrum metrum sunnan við þann stað, er taskan fannst, er efsti afrennslisskurður Flóaáveitunnar. Ekki sáu lögreglumennirnir nein merki, sem bent gætu til afdrifa Gísla. Höfðu þeir nú tal af mönnum þeim, sem voru við veiðar þarna við ána, Maður sá og piltur, sem áður eru greindir, höfðu tjaldað um 500 m norðan við bifreiðina R 12525. Kváðust þeir hafa komið Þarna að ánni á föstudagskvöldið milli kl. 2100 og 2200, en gátu ekki gefið frekari upplýsingar. Maður, er þarna var við veiðar milli bifreiðarinnar R 12525 og fyrrgreindra manna, kvaðst hafa komið þarna um kl. 0830 á laugardagsmorguninn. Hann gat held- ur engar upplýsingar gefið. Fáeinir veiðimenn voru allmiklu ofar 192 við ána en þeir, sem hér hefur verið getið. Höfðu löggæzlumenn- irnir ekki tal af þeim. Var nú hafin leit. Fannst þá húfa, sem talin var vera húfa Gísla, rekin við bakka árinnar nokkru neðan við Straumnes. Skammt þar frá fannst whiskyflaska í viki á ár- bakkanum, og var í henni rúmlega % af innihaldi. Á sunnudaginn var leit haldið áfram. Um kl. 1800 þann dag fannst svo lík Gísla í álnum 200 m neðan við veiðitöskuna, en um 100 m neðan við flöskuna. Níels Dungal prófessor framkvæmdi krufningu á líki Gísla heitins. Í skýrslu prófessorsins af því tilefni segir m. a. svo: „e.. Líkið kemur hingað í öllum fötum, sem eru rennandi blaut. Það er fært úr fötunum, og sést ekkert sérstaklega athuga- vert við þau. Undir fötunum, milli þeirra og húðarinnar, var töluvert af sandi og einnig dálítið af slýi.... Brjóst og kviðarhol opnað: Vinstra lunga var dálítið vaxið við ofanverðan framanverðan brjóstvegginn og einnig vaxið dálítið við pericardium. Hægra lunga var fastvaxið í toppnum og einnig aftur við hrygg á parti í neðstu löbus. Enginn vökvi var í brjóst- holinu. Hjartað vó 450 gr. Gollurshúsblöðin voru fastvaxin saman, en ekki þó fastara en svo, að unnt væri að losa þau í sundur, og sáust greinilega merki þess, að þarna hafði verið fibrinsbólga, og rifnuðu fibrintægjurnar í sundur, þegar gollurshúsið var flegið frá hjartanu. Þegar vinstri ventriculus var opnaður, sást, að hann var þykkur, allt að 2 cm á þykkt, rauðbrúnn og ekkert flekkóttur, elastiskur. Ekkert athugavert við endacardium eða lokur. Þegar kransæðarnar voru klipptar upp, fannst töluverður vottur af athercmatosis í vinstri kransæð, sérstaklega ramus descendens, en einnig dálítið í umfeðmingsgreininni og í hægri kransæð. Hvergi voru þó nein þrengsli. Á einum stað um 7 cm frá upptökum á v. kransæð, ramus descendens, fannst athermon blettur, sem þrengdi þó dálítið af æðinni þar. Þegar hjartað var athugað að utan, sást, að atriumveggirnir voru dálítið þykknaðir af fibrinexudati, sem var utan á hjartanu, en annars var hjartað allt dálítið tægjótt eftir samvextina. Hægra lunga vó 1060 gr. og vinstra lunga 860 gr. Bæði lungu voru svipuð að útliti: Bæði mjög stór og fyrirferðarmikil, en elastisk og þung. Hvergi sást interstitiellt emphysem á lungunum, sem voru frekar ljósrauðbláleit á litinn, sums staðar bleik eða bleikbláflekkótt. Á gegnskurði voru lungun mjög vökvamikil, og freyddi úr þeim, þegar í var skorið, en hvergi fannst nein con- 193 solidation. Í hægra lungnatoppi fannst ysting, sem var á stærð við rúsínu, og var það frekar linur ostur, sem ekkert kalk fannst í, en þessi ostur var í holu, sem var klædd sléttum gráleitum vegg, og fyllti osturinn alveg út í holuna. Ekki sáust annars staðar neinar slíkar breytingar. Ekki fundust neinar breytingar í hilus- eitlum lungnanna. ... Hálslíffæri: Þegar brjóstholið var opnað fundust töluverðar blæðingar í umsculus pectoralis bæði vinstra og hægra megin, en þó meira hægra megin. Í hægra musculus sternocleidomastoi- deus fundust einnig töluverðar blæðingar, og í vöðvunum framan á hálsinum, sérstaklega fyrir ofan glandulae thyreoideus, fundust einnig blæðingar, aðallega í musculus hyo-thyreoideus, sem liggur utan á skjaldarbrjóskinu. Í munninum sást áberandi mikill lymphatiskur vefur á tungu- rótinni, og tonsillurnar voru stórar. Á hálsinum fundust greini- lega leifar af thymus, ca. 20 gr. á þyngd. ... Kviðarhol: Enginn vökvi í peritoneum, sem var spegilslétt. Í maganum var mikið af vatnskenndu, þunnu innihaldi, og virðist greinilegt, að maðurinn hafi drukkið töluvert vatn. Magaslím- húðin var fellingarrík og eðlileg, bleik á litinn, ekkert sérlega blóðrík. Í görnunum fannst slímhúðin blóðhlaupin, og úr því fór að nálgast valvula ilecoecalis og þar fyrir ofan á um meters löngu svæði var slímhúðin öll dökkrauðleit og innihaldið allt blóð- litað. Í efri hluta garnanna, í jejunum sást ekkert áberandi athugavert. Í colon sást ekkert áberandi athugavert. ,.. Þvagblaðran var tóm, slímhúðin bleik, en eðlileg. ... Þegar kviðarholið var opnað, fannst greinilegur vottur af alco- hollykt upp úr líkinu. Heilabúið opnað: Ekkert athugavert við höfuðsvörð eða höfuð- bein. Ekkert að sjá á heilabastinu. Heili var tekinn út og vó 1580 gr. Ekkert sást athugavert við heilaæðarnar á basis. Enginn conus var á litla heilanum. Þegar heilinn var skorinn í sundur fannst hvergi neitt áberandi athugavert við hann. Alcohol í blóði: 2.4%,. ÁLYKTUN: Við krufninguna fundust greinileg einkenni þess, að maðurinn hefur komið lifandi í vatnið og drukknað. Auk þess fundust blæðingar í brjóstvöðvum báðum megin og einnig í háls- vöðvum, sem gæti bent til þess, að hann hafi lent í einhverri viðureign, áður en hann dó. Maðurinn hefur verið mjög ölvaður, er hann lézt“. 13 194 Í dánarvottorði því, sem prófessorinn gaf, er dánarorsök til- greind „Submersio“, þ. e. drukknun, og undanfarandi orsök „Alchoholismus acutus (2.4% í blóði)“, þ. e. bráð alchoholeitrun. Í þeim hluta vottorðsins, þar sem gera skal nánari grein fyrir slysfaradauða, er síðan þetta skráð: „Fannst á botni Ölfusár, daginn eftir að hann hafði verið að veiða þar. Greinileg drukkn- unareinkenni“. Í dánarvottorðinu er dánardægur skráð 25. júlí 1964. Í framhaldi af þessu var að frumkvæði lögmanns stefnanda aflað frekari upplýsinga um rannsókn á alkóhólmagni í blóði Gísla heitins. Í svari dr. med. Ólafs Bjarnasonar, yfirlæknis Í Rannsóknarstofu Háskólans, við fyrirspurn lögmannsins kemur fram, að blóð til rannsóknar alkóhólmagnsins hafi verið hjarta- blóð og hafi rannsókn á vínandamagninu verið gerð í Rannsókn- arstofu Jóns Steffensens, en ekki verði séð af krufningarskýrsl- unni, að efnainnihald í maga hafi verið rannsakað. Varðandi þá spurningu lögmannsins, ef miðað sé við það, að Gísli heitinn hafi drukknað kl. 2150 hinn 24. júlí 1964 og líkið hafi legið í vatni til kl. 1800 hinn 27. júlí s. á., hvort talið sé, að slíkt hafi áhrif á vínandamagn í blóði, tók yfirlæknirinn fram, að æskilegt væri að fá úrskurð dómkvaddra manna eða Læknaráðs um það efni, Sem svar við frekari fyrirspurn lögmanns stefnanda um blóðsýnishorn það, sem notað var til ákvörðunar vínandamagns í blóði Gísla heitins, skýrir dr. med. Ólafur Bjarnason svo frá í bréfi, dags. 3. júní 1965: „cc. Samkvæmt venju mun blóðmagn það, sem tekið var og sent, hafa verið um 35 ml. Blóðið var sent í glasi, sem merkt var: Section 225/64. Vottorð um greinda rannsókn er ekki fyrir hendi hér, en endurrit af niðurstöðum rannsóknarinnar ætti að vera unnt að fá í Rannsóknarstofu prófessors Jóns Steffensen. Blóðið mun hafa verið sent í glerglasi með skrúfuðu loki. Umbúðirnar munu hafa verið þvegnar í sápuvatni og skolaðar í ómenguðu vatni og síðan þurrkaðar“. Lögmaður stefnanda óskaði nú eftir, að prófessor Níels Dungal gerði frekari grein fyrir því, af hverju hann byggði þá skoðun sína, að orsakasamband hefði verið milli drukknunar og ölvunar Gísla heitins Jóhannssonar. Í svari prófessorsins við fyrirspurn þessari, dags. 1. september 1965, segir svo: „ Maður, sem hefir 2.4% alkóhól í blóði sínu, er svo drukk- 195 inn, að hann stendur ekki öruggur á fótum sínum. Ef hann fer út í á í streymandi vatn, er honum miklu hættara við en öðrum að detta, sérstaklega ef hann veður djúpt, svo að mikill vatns- þungi hvíli á honum af straumnum. Þá er mjög hætt við, að drukkinn maður detti og geti ekki komið fótunum undir sig aftur, svo að hann drukknar. Þetta virðist hafa gerzt, er Gísli fór út í ána eftir að hafa drukkið flösku af brennivíni. Þannig hefir vafalaust verið samband hjá honum á milli ölvunar og drukknunar ...“. Lögmaður stefnanda óskaði nú eftir upplýsingum frá Rann- sóknarstofu prófessors Jóns Steffensens um meðferð hennar á blóðsýnishorni frá Rannsóknarstofu Háskólans, merktu „Section 255/1964“. Í svari forstöðumanns rannsóknarstofunnar, pró- fessors Jóns Steffensens, dags. 18. júní 1965, segir m. a. svo: „... Rannsókn á blóði merktu „section 255/1964“ var gerð á rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen 28/7 ?64 af mér undirrit- uðum. Rannsóknarniðurstaðan mun samkvæmt venju liggja með máls- skjölunum, og mun yður sem sakaraðila frjáls aðgangur að henni bar. Ef svo skyldi vilja til, að svarið hafi glatazt, þá vil ég taka fram, að í umræddu blóði fundust reducerandi efni, er sam- svara 2.40% af alkóhóli. Tvær rannsóknir voru gerðar á blóðinu, og kom út úr þeim 2.44%, og 2.37%. Blóðsýnishorni, magni þess og umbúnaði, er því aðeins nánar lýst í svari og plöggum rannsóknarstofunnar, að því hafi verið í einhverju áfátt, t. d. ónóg blóð til rannsóknarinnar eða umbún- aður þannig, að hugsast gæti, að hann hafi haft áhrif á rann- sóknarniðurstöðu, tappi lekur, glas óhreint, annarleg lykt af blóð- inu o. þ. u. 1. Við blóðsýnishorn merkt „section 255/1964“ er engin athugasemd gerð í bók rannsóknarstofunnar, sem táknar, að því hafi ekki verið áfátt í ofangreindum atriðum“. Í bréfi til lögmannsins, dags. hinn 3. september 1965, gerði prófessor Jón Steffensen nánari grein fyrir rannsóknaraðferð þeirri, sem beitt hafði verið til að ákvarða vínandamagn blóð- sýnishornsins. Segir þar m. a. svo: „... Vegna þess að þér talið enn um rannsóknaraðferðir, vil ég taka það fram, að aðeins er um eina aðferð að ræða, sem rannsóknarstofan notar við áfengismagnsmælingar og sem notuð var við blóðsýnishorn merkt „section 255/1964“. Aðferðin byggist á hæfileika alkóhóls til að reducera kalium 186 dikromat á sterkari brennisteinssýru upplausn (0.214K, Cr, 07 er leyst upp í 1 ml. H,0 dest. og síðan þynnt upp í 100 ml. með H,S0, cone.). Oxyðerandi máttur þessarar upplausnar er mældur með 0,0IN- natrium thiosulfat upplausn, þannig að 3 ml. af krormatupplausn- inni er þynnt með um 25 mil. af vatni, síðan er bætt í 1 ml. af 10% kalium jodid upplausn, og myndast þá frítt joð svarandi til oxydations getu dikromatsins. Magn fría joðsins er fundið með 0,0IN-natrium thiosulfat titration og sterkju upplausn notuð sem indikator. Alkóhólmælingin fer fram á þann hátt, að á botninn á víðu tilraunaglasi er látinn uppvafningur úr filterpappír og hann síðan látinn drekka í sig % ml. af blóðinu, sem á að rannsaka. Ofan á uppvafninginn er nú látið smáglas með 3 ml. af dikromat upplausn Í, og því næst er tilraunaglasinu vandlega lokað með gúmmítappa. Annað tilraunaglas er útbúið á sama hátt, nema í stað blóðsins er látinn % ml. af aq.d. í filterpappírinn, og er þetta nefnd blindprufa. Bæði tilraunaglðsin eru síðan höfð í sjóð- andi vatnsbaði í eina klukkustund til þess að eima rokgjörn efni eins og alkóhól yfir í dikromat upplausnina, sem þá reducerast að því skapi sem alkóhólið er mikið, en oxyðerandi máttur hennar þverrar tilsvarandi. Hve miklu það nemur, er mælt með thiosul- fat titration á dikromat upplausnunum úr báðum tilraunaglös- unum á þann hátt, sem að ofan er lýst, og draga titrationstölu blóðsins frá gildi blindprufunnar. Með því að rannsaka alkóhólupplausnir af þekktum styrkleika, hefur fundizt, að % ml. af 1%, upplausn reducerar dikromat upp- lausnina, sem samsvarar 4.36 ml. af 0.0IN-natrium thiosulfat upp- lausn, og út frá því er reiknað út, hve mikið alkóhólmagn hafi verið í blóðinu. Að lokum vil ég vekja athygli á því, að aðferð sú, er hér hefur verið lýst, mælir ekki eingöngu alkóhólið í blóðinu, heldur heildar- magn rokgjarnra, reducerandi efna Í því. Í blóði heilbrigðra manna er aðeins óverulegt magn af rokgjörnum, reducerandi efnum (um 0.3%), sem enga raunhæfa þýðingu hafa fyrir ölvunarmál, en við nokkra sjúkdóma, s. s. sykursýki og lifrarskemmdir, geta redu- cerandi efni aukizt svo mjög í blóðinu, að þau hafi verulega þýðingu fyrir mat á alkóhólmagni í því“. Hinn 8. apríl 1965 dómkvaddi yfirborgardómarinn í Reykjavík að beiðni lögmanns stefnda matsmenn til að taka afstöðu til eftirfarandi spurninga: 197 „a. Er það réttmæt ályktun af hendi lögmanns sóknaraðila, að áfengismagn það, 2,4 pro mille, er um getur í fyrrgreindri krufningarskýrslu Níelsar Dungals, verði dregin í efa. b. Er það réttmæt ályktun, að blóð tekið úr líki, er legið hefur í vatni í ca. 3 sólarhringa, gefi aðra svörun við reducerandi efnum en blóð tekið úr lifandi manni? Ef svo er, hver er þá munurinn? c. Ef höfð er í huga fyrrgreind ályktun prófessors Dungals, að maðurinn hafi verið mjög ölvaður, er hann lézt, hvað er þá sennilegasta áfengismagn í blóði hans á dánardægri, ef það skyldi reynast rétt, að blóð tekið úr líki og lifandi manni gefi aðra svörun við reducerandi efnum en blóð tekið úr lifandi manni? d. Er það réttmæt ályktun af hendi lögmanns sóknaraðila frá sjónarmið læknisfræðinnar, ef höfð er í huga krufningarskýrsla prófessors Dungals, að eigi hafi verið um að ræða undanfarandi áfengisneyzlu af hendi Gísla heitins, er hann drukknaði?“ Hinir dómkvöðdu matsmenn, Davíð Davíðsson prófessor og Þorkell Jóhannesson læknir, skiluðu sameiginlegri matsgerð og einnig hvor fyrir sig séráliti. Er matsgerð og sérálit matsmann- anna, dags. 22. marz 1966, svohljóðandi: „Etýlalkóhól er reducerandi efni, og er sá eiginleiki oft nýttur til þess að ákvarða magn þess í blóði eða þvagi. Aðferð þessi er venjulega kennd við Widmark, Geta má þó í þessu sambandi, að til er önnur og sérhæfðari aðferð til ákvörðunar á etýlalkóhóli en aðferð Widmarks. Er það svokölluð alkóhóldehydrógenasa- aðferð, sem oftast er nefnd ADH-aðferð. Hefur sú aðferð veru- lega kosti umfram aðferð Widmarks. Etýlalkóhól er rokgjarnt efni. Með aðferð Widmarks má þannig ákvarða önnur rokgjörn, reducerandi efni sem etýlalkóhól væri. Þessi efni geta því eðlilega truflað ákvarðanir á etýlalkóhóli. Slík efni geta myndazt in vivo í líkama manna með sykursýki eða fyrir eituráhrif vissra efna, t. d. metýlalkóhóls og metýl- klóríds. Metýlalkóhól sjálft getur einnig truflað ákvarðanir á etýlalkóhóli. Í þessu sambandi má geta, að samkvæmt Stolmar. and Stewart (Toxicology, vol. Il p. 126, Academic Press, 1961) veldur jafnvel sykursýki á mjög háu stigi (acetonemi) hverfandi litlum truflunum á etýlalkóhólákvörðunum í blóði. Líkami manna rotnar eftir dauðann, Ýmsir gerlar valda rotn- uninni. Rotnun á sér stað bæði þar, sem loft leikur um (erób rotnun), og eins þar, sem loft er ekki til staðar (anerób rotnun). Rotnun er háð ytra hitastigi. Reynslan staðfestir óvefengjanlega, 198 að rotnun er mjög lítil fyrstu dagana eftir andlás, ef lík eru seymd við -þ 4“ C. Hinn látni lá, að því er virðist, í mesta lagi 3 daga í vatni, sem að mestu leyti er jökulvatn. Var þetta að sumarlagi og því erfitt að áætla hitastig vatnsins. Ef að líkum lætur, sbr. meðal- lofthita á sumrum og hinn stutta tíma, er hinn látni lá í vatninu, hefur hann ekki verið rotinn að marki, er blóð var tekið við krufninguna. Um þetta atriði skortir þó nánari upplýsingar. Enda þótt hinn látni hafi ekki neytt áfengra drykkja í lifanda lífi, girðir það ekki fyrir, að etýlalkóhól geti fundizt í litlu magni í líkama hans. Vafalítið má skýra þetta fyrirbæri á þann veg, að etýlalkóhól myndist í vefjunum við rotnun eftir andlát, enda virðist magnið þá standa í hlutfalli við rotnunina. Þannig myndast mjög lítið etýlalkóhól í blóði, sem geymt er í opnum glösum í kæliskáp við venjulegt hitastig (ca. - 4 C.). Ætla má, að etýl- alkóhól hafi verið ákvarðað fljótlega í blóði hins látna, eftir að hann var krufinn. Engar upplýsingar er þó að finna um þetta atriði í meðfylgjandi gögnum né heldur um geymslu blóðsýnisins. Enn skortir heimildir um það, hve margar ákvarðanir voru gerðar eða hver var meðalskekkja á tölugildum ákvarðananna (standard error of the mean). Ef maður hefur neytt etýlalkóhóls skömmu fyrir dauða sinn, eru við venjulegar aðstæður líkur til þess, að etýlalkóhólmagnið í vefjunum minnki eftir dauðann. Virðist minnkunin vera háð eróbri rotnun. Þannig breytist alkóhólmagnið mjög lítið við 4* fyrstu 7 dagana eftir andlát, en lækkar verulega við stofuhita (ca. 229 C.) á sama tímabili (um helming eða meira). Hins vegar virðist nefnd þverrun ekki verða að sama marki í vefjum drukkinna manna, er drukknað hafa og lengi legið á kafi í vatni eða sjó. Í slíkum tilfellum virðist svo sem etýlalkóhólmagnið sé með ólíkindum mikið í vefjum hinna látnu, og er þá vitanlega miðað við sem sannastar upplýsingar um áfengisneyzlu hinna drukknuðu í lifanda lífi. Engum getur þó dulizt, að slíkar upp- lýsingar eru oft ónákvæmar. Í þessu sambandi má ennfremur geta þess, að sennilega myndast mun meira etýlalkóhól við aneróba rotnun undir vatni en við eróba rotnun. Því fer þó fjarri, að þetta atriði sé nægilega rannsakað, né heldur hitt, hvern þátt önnur rokgjörn reducerandi efni, er myndast post mortem við rotnun, kunna að eiga í alkóhólákvörðunum með aðferð Wid- marks. Hinn látni hefur, ef að líkum lætur, ekki verið rotinn að marki, 199 er hann var krufinn (sbr. að framan). Líffæri manna rotna þó misfljótt, og er talið, að heilinn rotni síðast allra líffæra. Í til- fellum sem þessum ber því að ákvarða etýlalkóhól í heila, og jafnvel í fleiri líffærum, og bera saman við niðurstöðutölur ákvarðana á etýlalkóhóli í blóði og þvagi (sjá síðar). Sé þetta gert, og einungis þannig, má gera sér grein fyrir því, hvort og hversu mikils magns hinir látnu kunni að hafa neytt og hver áhrif breytingar post mortem kunni að hafa haft á ákvarðanir etýl- alkóhóls. Við mat málsgagna ber að minnast þess, að etýlalkóhólmagnið í blóði hins látna var mikið (2.4%0). Í þessu sambandi ber að geta, að við klíniskt mat á 2438 mönnum (mest megnis ökumenn), er höfðu drukkið áfenga drykki, voru liðlega 90% þeirra, er höfðu 2.5%, af etýlalkóhóli í blóði, taldir ölvaðir, Þessi rannsókn leiddi ennfremur í ljós, að 75% þeirra, er höfðu 1.5%o af etýl- alkóhóli í blóði, töldust ölvaðir. (Andresen, P. H.: Juristen 1939, 21. 577.). Aðalheimild: T. A. Gonzales, M. Vance, M. Helpern ér C. J. Umberger: Legal Medicine, Pathology ér Toxicology. Sérálit Davíðs Davíðssonar. Með tilliti til framanskráðs og síðar getinnar heimildar, verður svar mit eftirfarandi: Að, a. Já. Að, b. Já. Ekki er hægt að segja fyrir um muninn. Að,c. Að svo miklu leyti sem ályktun próf. Dungals er byggð á alkóhólákvörðun í blóði hins látna hlýt ég að draga hana í efa, sbr. (svar við a og b). Að, d. Nei. Ég finn ekkert í krufningarskýrslu próf. Dungals, sem útilokar möguleika á undanfarandi áfengisneyslu af hendi Gísla heitins, er hann drukknaði. Heimildir: Bonnichsen, Halström, Möller ér Theorell: Acta pharmacologica et toxicologica 1953, 9 p. 352—361. Sérálit Þorkels Jóhannessonar, Sé tekið tillit til þess, hve mikið etýlalkóhól mældist í blóði, verður þannig að áliti undirritaðs að öllu jöfnu að teljast líklegt, að hinn látni hafi neytt áfengra drykkja í lifanda lífi og verið ölvaður, er hann lézt. Ógerlegt er þó að kveða nánar á um, eins og gögn málsins liggja fyrir, hve mikils magns hann kann að hafa neytt, þar eð etýlalkóhól var ekki ákvarðað í þvagi (útskilið etýlalkóhól) eða hver áhrif breytingar post mortem kunni að hafa haft á magn etýlalkóhóls í blóði og vefjum hins látna (sjá 200 að framan). Ólíklegt er þó, að breytingar post mortem hafi verið miklar, þar eð maðurinn lá stutt í vatninu (í mesta lagi 3 sólar- hringa). Þá er þess enn að gæta, að jafnvel þótt breytingar post mortem hafi verið svo miklar á þann veg, að innihald blóðsins mældist 1.0%, meira en rétt væri, myndu líkur þó engu að síður styðja þá ályktun, að maðurinn hafi verið ölvaður, er hann lézt, sbr. niðurstöðutölur Andresens, er áður getur um“. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 30. júní 1966, var málið lagt fyrir Læknaráð og óskað eftir svörum við eftirfarandi spurning: um: „1. Fellst Læknaráð á ákvörðun Níelsar heitins Dungals pró- fessors í krufningarskýrslunni á dskj. nr. 6, þegar virt eru gögn málsins? Ef svo er ekki, óskast álit Læknaráðs á þeim atriðum, er þar greinir. 2. Fellst Læknaráð á ákvörðun Níelsar heitins Dungals pró- fessors á dánarvottorðinu á dskj. nr. 10, sbr. dskj. nr. 19 og 20, að því er varðar dánarorsakir, sérstaklega að því er varðar undanfarandi orsakir? Ef svo er ekki, óskast sér- stök ákvörðun Læknaráðs. 3. Telur Læknaráð, að rannsóknir Jóns Steffensens prófessors samkvæmt dskj. nr. 22 og 23 á blóðsýnishorni því, er þar um ræðir, sýni örugglega innihald þess af vínanda (etýl- alkóhóli)? 4. Fellst Læknaráð á álit Davíðs Davíðssonar prófessors, álit Þorkels Jóhannessonar læknis eða hvorugt? Ef Læknaráð fellst á hvorugt álit þessara, er óskað umsagnar Læknaráðs um atriði þau, er þar koma fram. 5. Telur Læknaráð, að við athugun á gögnum málsins verði fullyrt um, hvort Gísli heitinn Jóhannsson var ölvaður, er hann lézt, og ef svo verður talið, þá að hve miklu marki? 6. Álit Læknaráðs um önnur þau atriði, sem fram koma í skjölum málsins, er það telur hér máli skipta“. Ályktun Læknaráðs varðandi spurningar þessar er svohljóð- andi: „Ad. 1. Læknaráð fellst á þá ályktun prófessors Níelsar Dungal, að dánarorsök Gísla Jóhannssonar hafi verið drukknun, en telur, að ekki verði fullyrt um, hversu ölvaður hann hafi verið, er hann lézt. Ad. 2. Með vísan til liðs 1 fellst læknaráð á, að dánarorsökin hafi verið drukknun. Hins vegar verður ekkert fullyrt um, hvort eða hve mikinn þátt ölvun Gísla heitins hafi átt í dauða hans. 201 Ad.3. Eins og fram kemur í bréfi prófessors Jóns Steffensen, dagsettu 3. september 1965, mælir aðferð sú, er hann notar við ákvörðun alkóhóls í blóði, „ekki eingöngu alkóhólið í blóðinu, heldur heildarmagn rokgjarnra reducerandi efna í því“ — „en við nokkra sjúkdóma, svo sem sykursýki og lifrarskemmdir, geta reducerandi efni aukizt svo mjög í blóðinu, að þau hafi verulega þýðingu við mat á alkóhólmagni í því“. Í líkum, einkum þeim, sem legið hafa í vatni og farin eru að rotna, má einnig búast við auknu magni af reducerandi efnum. Ad. 4. Læknaráð fellst á álit Þorkels Jóhannessonar læknis. Ad.5. Af gögnum málsins má ráða, að Gísli heitinn hafi verið undir áhrifum áfengis, er hann lézt, sbr. hér að framan“. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að samkvæmt vátrygg- ingarsamningi Síldarútvegsnefndar og stefnda hafi Síldarútvegs- nefnd keypt slysatryggingu fyrir nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar. Samkvæmt vátryggingarskírteini því, sem gefið var út í því sambandi af stefnda hinn 10. marz 1964 og gilti frá 25. marz 1964 til 24. marz 1965, hafi einn hinna tryggðu verið Gísli Jóhannsson. Hinn 24. júlí 1964 hafi Gísli látizt af slysförum og beri stefnda því að greiða hina umstefndu fjárhæð, sem sé tryggingarfjárhæð hvers einstaklings við dauðaslys. Því er haldið fram af hálfu stefnanda, að skilmálar umrædds vátryggingar- skírteinis séu með nokkuð öðrum hætti en venja sé um slíka skilmála hér á landi og tryggingarsvið tryggingar þessarar mun víðara en annarra tryggingafélaga. Hér sé hvorki undanþegið bótaskyldu stórkostlegt vítavert gáleysi hins tryggða né slys, sem verða, er tryggði er undir áhrifum eiturlyfja eða áfengis, svo sem gert sé í hinum almennu skilmálum fyrir slysatryggingar Sambands slysatryggenda. Því muni stefndi hafa safnað miklum slysatryggingum beint sökum þess, hve tryggingarsvið slysa- trygginga hans var miklu víðara en flestra annarra trygginga- félaga. Er því haldið fram, að jafnvel þótt svo yrði litið á, að stefndi hefði breytt vátryggingarskilmálunum með skírteini því, sem út var gefið hinn 12. marz 1963, þá hafi að nýju verið horfið að hinum fyrri skilmálum með skírteini því, sem gefið var út hinn 10. marz 1964. Er því haldið fram í þessu sambandi, að ósannað sé með öllu, að um mistök hafi verið að ræða hjá fyrir- svarsmönnum eða starfsfólki stefnda við útgáfu þess skírteinis, enda sé fram komið, að þetta sé ekki eina skírteinið, sem gefið hafi verið út með þessum skilmálum á þessum tíma. Er því einnig haldið fram af hálfu stefnanda, að jafnvel þótt hér hafi 202 verið um að ræða mistök af hálfu fyrirsvarsmanna eða starfs- manna stefnda, þá verði stefndi að bera ábyrgð á þeim mistökum og sé hann því við skilmálana bundinn. Þá er því einnig mótmælt af hálfu stefnanda, að Gísli heitinn hafi sýnt af sér stórfellt gá- leysi, er hann lézt, eða hafi verið undir áhrifum áfengis, en jafnframt er því haldið fram, að jafnvel þótt svo væri, þá skipti það ekki máli, því að í skilmálum vátryggingarskírteinis þess, sem í gildi var, hafi stefndi ekki undanþegið sig bótaskyldu á tjónum við slíkar aðstæður. Er því og mótmælt af hálfu stefnanda, að Gísli heitinn hafi neytt áfengis í umrætt sinn og að hann hafi átt vínflösku þá, sem löggæzlumenn fundu. Er því mótmælt, að áfengismagn það, sem tilgreint er í krufningarskýrslunni, sé rétt. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að í máli þessu verði ekki byggt á skilmálum tryggingarskírteinis þess, sem út var gefið hinn 10. marz 1964, heldur beri að byggja á skilmálum skírteinis þess, sem út var gefið hinn 12. marz 1963, og þá beita fyrirvörum þeim, sem 4. gr. þeirra hefur að geyma. Er því haldið fram, að á stjórnarfundi stefnda hinn 28. júlí 1961 hafi skilyrðum fyrir slysatryggingarábyrgð stefnda verið breytt og svið hennar tak- markað frá því, sem áður var, í það horf, sem fram kemur á skírteini því, sem út var gefið hinn 12. marz 1963. Er á það bent, að í 17. gr. hinna almennu skilmála þess skírteinis sé þessa setið á eftirfarandi hátt: „Þessir skilmálar voru samþykktir á stjórnarfundi í Tryggingu h/f hinn 28. júlí 1961, og gilda fyrir öll slysatryggingarskírteini Tryggingar h/f, útgefin eftir þann dag, þar með talin framlengingarskírteini“. Hins vegar hafi fyrir- svarsmönnum stefnda orðið á þau mistök við útgáfu tryggingar- skírteinis til Síldarútvegsnefndar hinn 10. marz 1964 að nota gamalt eyðublað með tryggingarskilmálum, sem felldir höfðu verið úr gildi hinn 28. júlí 1961, en slík eyðublöð hafi fyrir löngu átt að vera búið að eyðileggja. Er því haldið fram, að hér hafi orðið veruleg mistök, sem eigi hafi verið uppgötvuð, fyrr en krafið var um bætur þær, sem fjallað er um í máli þessu, en þessi mistök beri stefndi fyrir sig. Í þessu sambandi er á það bent af hálfu stefnda, að fyrirsvarsmenn Síldarútvegsnefndar hafi áður verið búnir að fá í hendur tryggingarskírteini, þar sem stefndi hafi undanþegið sig ábyrgð, ef tryggði ylli sjálfum sér dauða eða áverka af stórkostlegu gáleysi. Því hafi fyrirsvarsmenn Síldarútvegsnefndar vitað eða mátt vita um þessi mistök fyrir- svarsmanna stefnda, Er því haldið fram af hálfu stefnda, að 205 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. laga nr. 7/1936 sé stefndi því eigi bund- inn við þessi ákvæði skilmála tryggingarskírteinis þess, sem út var gefið hinn 10. marz 1964. Við munnlegan flutning málsins var á það bent, að einnig hafi í skírteininu orðið ósamræmi varð- andi tryggingarfjárhæð hvers einstaklings, eins og hún er skráð í meginmáli skírteinisins, kr. 1.000.000.00, og í hinum sérstöku ákvæðum þess, kr. 500.000.00. Hljóti þetta að styðja þá niður- stöðu, að við útgáfu skírteinisins hinn 10. marz 1964 hafi starfs- fólki stefnda orðið á mistök, sem hann sé ekki bundinn af. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi byggð á því, að dauðdaga Gísla heitins hafi borið að vegna stórfellds gáleysis hans sjálfs, en á slíkum verknaði hafi stefndi undanþegið sig ábyrgð sam- kvæmt því, sem hér hefur verið rakið. Er því haldið fram í þessu sambandi, að Gísli hafi vegna undanfarandi bráðrar áfengis- eitrunar eða ölæðis komið sér í það hættuástand, sem leitt hafi til drukknunar. Þá er því og haldið fram, að Gísli heitinn hafi af stórfelldu gáleysi látið hjá líða að gera þær ráðstafanir, sem sanngjarnt hafi verið að ætlazt til, að hann eftir atvikum gerði til þess að varna því, að vátryggingaratburðurinn gerðist, og því sé stefndi samkvæmt ákvæði 124. gr. laga nr. 20/1954 ekki bóta- skyldur. Eins og fram er komið, hafði stefndi slysatryggt starfsmenn Sildarútvegsnefndar allt frá því á árinu 1954. Hafði Síldarútvegs- nefnd leitað tilboða í vátryggingu þessa og tilboð stefnda verið hagstæðast. Lögmenn aðilja lýstu því yfir við rekstur málsins, að bréfaskipti hafi farið fram milli Síldarútvegsnefndar og stefnda um þessi viðskipti, en eftir að þeir höfðu athugað bréfaskipti Þessi, lýstu þeir yfir, að þau hefðu ekki að geyma neitt það, sem þýðingu hefði fyrir úrslit máls þessa. Það verður að fallast á það með stefnanda, að skilmálar þeir, sem gilt höfðu um trygg- ingu þessa og m. a. fylgdu skírteini því, sem út var gefið hinn 10. marz 1964, hafi verið víðtækari en skilmálar annarra trygg- ingafélaga. Má ætla, að það hafi m. a. átt þátt í því, að Síldar- útvegsnefnd í upphafi tók tilboði stefnda. Það kom fram af hálfu stefnda við munnlegan flutning málsins, að ákvörðun stjórnar stefnda hinn 28. júlí 1961 um breytingar á tryggingarskilmálun- um hafi ekki verið kynnt fyrirsvarsmönnum Síldarútvegsnefndar með sérstakri tilkynningu. Verður þó að telja, að það hafi fyrir- svarsmönnum stefnda borið að gera, þar sem ætlunin var að breyta þætti í tryggingarsamningi aðiljanna. Það er eigi komið fram, að fyrirsvarsmenn Síldarútvegsnefndar hafi haft ástæðu til 204. að kynna sér sérstaklega tryggingarskilmála þá, sem fylgdu trygg- ingarskírteinum þeim, sem út voru gefin eftir hinn 28. júlí 1961, enda máttu þeir ætla, að skilmálarnir væru óbreyttir frá því, sem áður var. Það er fram komið, að fleiri tryggingarskírteini hafi verið gefin út af stefnda eftir umrædda samþykkt aðalfundarins hinn 28. júlí 1961, sem hafi haft að geyma sömu skilmála og þá, sem fylgdu skírteini því, sem gefið var út til Síldarútvegsnefndar hinn 10. marz 1964, m. a. annað skírteini til stefnanda, útgefið hinn 13. marz 1964. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þykir ákvæði 1. mgr. 31. gr. laga nr. 7/1936 ekki verða beitt um útgáfu tryggingarskírteinis þess, sem út var gefið til Síldarút- vegsnefndar hinn 10. marz 1964. Verður því að telja, að stefndi sé í vátryggingarsamningi sínum við Síldarútvegsnefnd bundinn við þá takmörkun áhættu sinnar, sem gerð var í 4. gr. þeirra skilmála og áður eru raktir. Þykir í því sambandi ekki skipta máli ósamræmi það, sem orðið hefur á skráningu tryggingar- fjárhæðarinnar fyrir hvert dauðaslys í meginmáli skírteinisins og hinum sérstöku ákvæðum þess, enda er því út af fyrir sig ekki andmælt, að heildartryggingarfjárhæðin hafi numið kr. 20.000.000.00 fyrir 20 nefndarmenn Síldarútvegsnefndar og starfs- menn hennar, þar af fyrir hvert dauðaslys kr. 1.000.000.00. Krufningarskýrsla prófessors Níelsar Dungals getur um sjúk- legar breytingar á lungum og hjarta. Sjúk líffæri rotna fyrr en heilbrigð og gefa því frá sér meira af rokgjörnum reducerandi efnum. Þessi staðreynd og lýsing krufningarskýrslunnar á hjarta leiðir til þess, að búast má við auknu magni af rokgjörnum, redu- cerandi efnum í hjartablóði hins látna en ella hefði verið, einnig sökum diffusionar. Lýsingar á blæðingum í vöðvum og hálsi benda til þess, að hinn látni hafi lent í átökum. Næst hendi er að álíta, að þær stafi af átökum, sem hann hafi átt við straum- þungann, eftir að hann féll í ána, enda eru engir áverkar á húð né skemmdir á fötum, sem stutt gætu þá ályktun, að þær væru af mannavöldum. Fagbækur í meinafræði og lyflækningum eru samhljóða um, að ekki séu fyrir hendi einhlítar meinafræðilegar breytingar, sem alltaf séu til staðar hjá þeim, sem deyja af langvarandi ofdrykkju. Séu þær fyrir hendi, eru þrjár helztar: Bjúgur í heila, bjúgur í lungum og bólga og aukin blóðsókn til maga og efri hluta smágirnis. Í krufningarskýrslunni er heila lýst eðlilegum. Lungun með tilliti til þessara breytinga eru ekki til umræðu vegna drukknunar. Breytingar á efri hluta meltingar- 205 færa eru eigi heldur fyrir hendi. Þvert á móti er aukin blóðsókn og blóðlitað innihald í neðri hluta smágirnis, og verður það ekki skýrt sem áhrif bráðrar alkóhóleitrunar, og er orsaka að leita annars staðar, Þessar staðreyndir styðja því ekki ályktunina um bráða alkóhóleitrun, en afsanna hana heldur ekki. Hið eina úr krufningarskýrslunni, sem styður keninguna um bráða alkóhól- eitrun, er því það magn, sem fannst af rokgjörnum, reducerandi efnum í hjartablóði hins látna, þ. e. 2.4%0. Við rannsókn þá, sem fram fór út af hvarfi Gísla heitins, var ekki rannsakað, hvert var innihald flöskunnar, sem fannst á árbakkanum. Um stærð hennar er ekki getið, og ekki var það rannsakað, hvort Gísli hafi handleikið hana. Er það því ósannað, hvort hann hafi eða hafi ekki snert flöskuna, og engar líkur færðar fyrir því, hvort hann hafi eða hafi ekki neytt af innihaldi hennar. Enga ályktun er því hægt að draga af flöskunni um hugsanlega vínneyzlu Gísla. Líkur benda til þess, að Gísli hafi drukknað í Ölfusá að kvöldi hins 24. júlí. Lík hans var slætt upp úr ánni laust fyrir kl. 1800 á sunnudegi 26. júlí (í skýrslu lögreglunnar stendur 27. júlí). Krufning var gerð á líkinu 27. júlí, á mánudegi, og þá tekið blóð úr hjarta og sent í alkóhólmælingu, sem gerð var 28. júlí. Í blóðinu mældust 2.4%, af alkóhóli samkvæmt aðferð Widmarks. Samkvæmt þessari mælingarniðurstöðu einni var ályktað, að Gísli hefði verið mjög ölvaður, þegar hann drukknaði. Ölvun er metin ýmist með mælingu á alkóhólmagni í blóði eða með kliniskri skoðun. Við stjórn ökutækja, skipa, flugvéla 0. s. frv. er mæling á alkóhólmagni í blóði höfð sem mælikvarði og einstaklingur talinn ölvaður, fari alkóhólmagn í blóði upp fyrir ákveðin mörk. Þessi mörk eru sett við það lágmark (0.5%0) alkóhóls í blóði, sem þarf til þess, að alkóhóláhrifa fari að gæta á aksturshæfni, og við hámark (1.0%, hérlendis, sums staðar er- lendis 1.5%0), þar sem alkóhóláhrifa á hæfni gætir alltaf, enda þótt um verulegan áhrifamun geti verið að ræða milli einstakl- inga. (Progress in Chemical Toxicology Í bindi, 1963, Academic Press, New York, bls. 105—107, bls. 64—65). Rannsóknir sýna, að klinisku mati á ölvun ber ekki í öllum tilfellum saman við niðurstöður alkóhólmælinga. Samkvæmt at- hugunum í Þýzkalandi á 450 einstaklingum, sem athugaðir voru við löggæzlu, kom í ljós, að af þeim voru 105 ekki ölvaðir við kliniska skoðun. Úr þeim hópi voru þó 35% með alkóhólmagn milli 1.1 og 1.8%0, 12% með alkóhólmagn milli 1.9 og 2.5%,, og 2% höfðu meira en 2.5%, alkóhól í blóði. (Handbuch der ge- 206 samten Arbeitsmedicin I. bindi, 1961, Urban ér Schwarzenberg, Minchen, bls. 533). Einnig kom í ljós, að af 35 mönnum, sem við kliniska skoðun voru allir taldir vera mjög ölvaðir, reyndust 6% hafa undir 1% af alkóhóli í blóði, Ber þessum rannsóknum saman við aðrar sams konar rannsóknir sem og í dskj. nr. 25, mats- gerð Davíðs Davíðssonar prófessors og dr. med. Þorkels Jóhannes- sonar. Af þessu verður að álykta, að það sé mjög varhugavert að dæma um ölvun einstaklings, sé ekkert vitað um hann nema alkóhólmagn í blóði og hafi hann ekki gerzt brotlegur við laga- ákvæði, sem skilgreina ölvun samkvæmt mældu alkóhólmagni eingöngu. Mæling á alkóhólmagni í blóði Gísla var gerð með aðferð Wid- marks, sbr. dskj. nr. 23 og dskj. nr. 25. Í báðum þessum skjölum er gerð grein fyrir aðferðinni og tekið fram, að með henni séu mæld öll reducerandi, rokgjörn efni í blóði, en ekki eingöngu etýlalkóhól. Lík Gísla heitins lá í Ölfusá á annan sólarhring, eða sennilega nær tveimur sólarhringum. Það var síðan flutt í líkhús og krufið, er liðið var á þriðja sólarhring frá drukknun hans. Þau skilyrði voru því fyrir hendi, að við rotnun gætu myndazt rokgjörn, redu- cerandi efni í líkinu, Þess er ekki getið í dómsskjölum, hvort í blóðsýnið, sem rannsakað var daginn eftir krufningu, hafi verið látin efni til hindrunar á myndun reducerandi, rokgjarnra efna í sjálfu sýninu, og ekki er getið geymslumáta á því (kæling). Af Þessu leiðir, að ekki verður neitt fullyrt um, hvort eða að hve miklum hluta rokgjörn, reducerandi efni kunni að hafa mælzt sem alkóhól í umgetinni alkóhólmælingu. Svo sem fram kemur í dskj. nr. 25, eru líkur fyrir því, að venjulega lækki alkóhólmagn í blóði úr líki manns, sem neytti alkóhóls skömmu fyrir andlátið. Slíkrar lækkunar verður ekki vart, hafi viðkomandi drukknað stuttu eftir alkóhólneyzlu, heldur virðist hið gagnstæða oft koma fyrir, að alkóhólmagn mælist með ólíkindum mikið. Mörg atrið þetta varðandi og um mat á alkóhól- mælingum í blóði úr líkum eru ekki fullrannsökuð. Rannsóknir hafa verið gerðar til samanburðar á mælingarniður- stöðum á alkóhóli í líkum með mismunandi aðferðum. Þegar að- ferð Widmarks hefur verið borin saman við ADH aðferðina, kemur í ljós, að mælingarniðurstöður verða yfirleitt hærri með Widmarks-aðferð en ADH-aðferð í blóði úr líkum, en slíks munar gætir ekki í blóði úr lifandi fólki. Munur getur orðið mikill á niðurstöðum, einkum ef lík eru tekin að rotna og í líkum, sem 207 legið hafa í vatni. Þannig er þess getið, að Widmarks-aðferð hafi gefið 0.71—-0.80%, hærri mælingarniðurstöðu en ADMH-aðferð líkum, sem legið höfðu í vatni. Jafnvel er getið meiri munar mikið rotnuðum líkum. (Elbel, H. og Schleyer, F, Blutalkohol, 2. útgáfa, 1956, G. Thieme, Stuttgart, bls. 125—126 og 117 og 121). Þess er getið, að alkóhólmælingar í hjartablóði úr líkum verði hærri (0.5%, munur, Huber, 1943) en í periferblóði (venjulega átt við æðar á handleggjum eða fótum). Tilgátur eru um það, en rannsóknum ber ekki saman, að alkóhól úr maga geti síazt yfir í hjarta að einstaklingum látnum. (Elbel, H. og Schleyer F. Blutalkohol, 2. útgáfa, 1956, G. Thieme, Stuttgart, bls. 125—126 og 117— 121). Fleira getur valdið mun, svo sem atvik við dauða (Progress in Chemical Toxicology, I. bindi, 1963, Academic Press, New York, bls. 105—107, bls. 64—65), rotnun og gerjun í alkóhóli (Eibel, H., og Schleyer, F., Blutalkohol, 2. útgáfa, 1956, G. Thieme, Stuttgart, bls. 125— 126 og 117— 121). Af framansögðu leiðir: Að niðurstöðumælingar á alkóhóli í blóði úr hjarta úr líki Gísla er ekki hægt að nota sem mælikvarða á hugsanlega áfengisneyzlu hans og ölvun kvöldið, sem hann drukknaði. Það verður að skoðast ósannað, hvort hann hafi neytt áfengis, en þó að fallast á, að líkur bendi til þess. Engum getum verður leitt að því, hver hugsanleg áhrif þeirrar áfengisneyzlu hafi verið, en vísa verður til þess, að jafnvel þó að raunverulegt alkóhólmagn í blóði sé 2.5%, eða meira í lifandi manni, þá eru líkur fyrir því, að hann mundi ekki talinn undir áhrifum áfengis við kliniska skoðun. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður að telja, að andlát Gísla Jóhannssonar hafi borið að með þeim hætti, að Það falli undir tryggingarsvið tryggingar þeirrar, sem Síldarút- vegsnefnd keypti fyrir starfsmenn sína hjá stefnda. Jafnframt verður eigi talið í ljós leitt, að þau atvik hafi verið fyrir hendi við andlát Gísla heitins, sem leysi stefnda undan greiðsluskyldu samkvæmt þeim tryggingarskilmálum, sem í gildi voru, er vá- tryggingaratburðurinn varð, eða samkvæmt ákvæði 124. gr. laga nr. 20/1954. Verður því stefndi dæmdur til að greiða stefnanda hina um- stefndu fjárhæð, kr. 1.000.000.00, sem ekki hefur sætt tölulegum andmælum. Af hálfu stefnda var mótmælt þeirri hækkun vaxta, sem höfð var uppi við munnlegan flutning málsins. Samkvæmt því verður stefnda með hliðsjón af ákvæði 3. mgr. 24. gr. laga í í 208 nr. 20/1954 gert að greiða vexti af hinni dæmdu fjárhæð þannig: 711/% ársvexti frá 25. júlí 1964 til 1. janúar 1965, 7% ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7!/2% ársvexti frá þeim degi til greiðsludags. Þá verður stefnda og gert að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 100.000.00. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum dr. med. Eggert Jóhannssyni og Einari Helga- syni lækni. Dómsorð: Stefndi, Trygging h/f, greiði stefnanda, Síldarútvegsnefnd f. h. Guðrúnar Gunnars, kr. 1.000.000.00 með 712% ársvöxt- um frá 25. júlí 1964 til 1. janúar 1965, með 7% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 72 % ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 100.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 24. febrúar 1969. Nr. 180/1968. Sparisjóður Hafnarfjarðar (Guðjón Steingrímsson hrl.) gegn Birni Pálssyni Birni Pálssyni f. h. Húna h/f og Hákoni Magnússyni (Kristinn Sigurjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Víxilmál. Afsögn. Ómerking. Frávisun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. október 1968 og krafizt þess, að stefndu verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 120.000.00 ásamt „1% vaxta fyrir hvern byrjaðan mánuð“ frá 30. april 1968 til 209 greiðsludags, kr. 170.00 í afsagnarkostnað og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi Björn Pálsson f. h. sjálfs sín og Húna h/f krefst frávísunar málsins, en til vara sýknu. Stefndi Hákon Magnússon krefst sýknu. Stefndu krefjast allir málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Héraðsdómsstefna í máli þessu á hendur Birni Pálssyni vegna sjálfs sín og Húna h/f var Þirt hinn 7. júní 1968 í húsinu nr. 39 við Njarðargötu, Reykjavik, fyrir dóttur Bjarn- ar, Áslaugu. Þar sem Björn Pálsson átti samkvæmt vottorði Hagstofu Íslands heima á Ytri-Löngumyri, Svínavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu, og heimili Húna h/f er talið á sama stað, var nefnd stefnubirting eigi fullnægjandi að lögum, sbr. 95. og 96. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og frávisa málinu frá héraðs- dómi, að því er varðar kröfur á hendur stefnda Birni Páls- syni f. h. sjálfs sín og Húna h/f. Lagt hefur verið fram í Hæstarétti bréf, dags. 23. septem- ber 1968, frá bæjarfógetafulltrúa þeim, sem framkvæmdi af- sagnargerð víxils þess, sem í máli þessu greinir. Kveðst hann hafa afsagt víxilinn hinn 3. maí 1968, en misritazt hafi í afsagnargerðinni, að hún hafi farið fram „Ár 1968 þann 3/4“. Var misritun þessi svo stórvægileg mistök, að nefnd réttarhöfn fulltrúans verður eigi talin hafa réttarverkanir lög- mætrar afsagnargerðar, Leiðir af þessu, að vixilhafi hefur glatað víxilrétti sínum á hendur úgefanda og ábekingum nefnds vixils, sbr. 53. gr. víxillaga nr. 93/1933. Ber af þessum sökum að sýkna stefnda Hákon Magnússon af kröfum áfrýj- anda í málinu. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í máli áfrýjanda, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, á hendur stefnda Birni Páls- syni f. h. sjálfs sín og Húna h/f eiga að vera ómerk, og er máli þessara aðilja frávísað frá héraðsdómi. 14 210 Stefndi Hákon Magnússon á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 15. júlí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 25. júní s.l, hefur Guðjón Steingrímsson hæstaréttarlögmaður, Hafnarfirði, f. h. Sparisjóðs Hafnarfjarðar höfðað fyrir dóminum með stefnu gegn Kristjáni Gíslasyni, birtri 10. júní s.l., Húna h/f og Birni Pálssyni, Löngu- Mýri, persónulega, birtri 7. júní s.l., og Hákoni Magnússyni, Hof- teigi 19, Reykjavík, birtri sama dag, til greiðslu víxils að fjárhæð kr. 120.000.00, sem er útgefinn 20. febrúar 1968 af Húna h/f og samþykktur til greiðslu af Kristjáni Gíslasyni hinn 30. apríl 1968 í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Auk útgefanda hafa Björn Pálsson, Hákon Magnússon og Lýsi éc Mjöl h/f ábekt víxilinn. Víxillinn er afsagður sökum greiðslufalls 3. apríl s.l. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in soliðum dæmd- ir til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 120.000.00, með 1% vöxtum fyrir hvern mánuð eða byrjaðan mánuð frá 30. apríl 1968 til greiðsludags, að þeim verði gert að greiða kr. 170.00 í afsagnar- kostnað, að þeim verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu og að þeim verði gert að greiða allar fjárhæðir in solidum. Stefndu hafa hvorki sótt þing né sækja látið, og er þeim þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Stefnandi hefur lagt fram frumrit víxilsins með eyðuframsali til sín svo og afsagnargerð, er framkvæmd var hinn 3. apríl s.l. Gjalddagi víxilsins var hins vegar, eins og áður segir, eigi fyrr en hinn 30. apríl 1968. 3. migr. 44. gr. laga nr. 93 frá 1933 hljóðar svo: „Afsögn vegna greiðslufalls á víxli, er greiðast á á tilteknum degi, eða tilteknum tíma eftir útgáfuðag eða sýningu, skal gerð á öðrum þeirra tveggja virku daga, sam næstir koma á eftir gjalddaga“. Þar sem afsögn víxilsins fór eigi fram innan þeirra tímamarka, er lögin setja, hafði hún eigi réttar verkanir afsagnar. Ber því að sýkna útgefanda og ábekinga af kröfum stefnanda. Málskostnaður ákveðst kr. 15.000.00. . Jón Ingvarsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. 211 Dómsorð: Stefndi Kristján Gíslason, Svalbarða, Vestmannaeyjum, greiði stefnanda, Sparisjóði Hafnarfjarðar, kr. 120.000.00 með 1% vöxtum fyrir hvern mánuð eða byrjaðan mánuð frá 30. apríl 1968, kr. 170.00 í afsagnarkostnað og kr. 15.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefndu Húni h/f, Björn Pálsson og Hákon Magnússon skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, í máli þessu. Mánudaginn 24. febrúar 1969. Nr. 228/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sveini Jónassyni (Ágúst Fjeldsted hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Freyr Ófeigsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, kvað upp hinn áfryjaða dóm. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafa vitni staðfest vætti sín fyrir dómi. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málssóknarlaun fyrir Hæstarétti, er renni í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og málsvarnarlaun verjanda hans fyrir Hæstarétti, sem ákveðast kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Sveinn Jónasson, greiði allan áfrýjunarkostn- 212 að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og málsvarnarlaun verjanda hans fyrir Hæstarétti, Ágústs Fjeldsteds hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Akureyrar 23. september 1968. Mál þetta hefur saksóknari ríkisins höfðað með ákæru, útgef- inni 30. október 1967, á hendur Sveini Jónassyni sjómanni, Banda- gerði 2, Akureyri, fyrir að aka miðvikudaginn 5. júlí 1967 undir áhrifum áfengis bifreiðinni A 1468 heiman að frá sér að húsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1984. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur, fæddur 15. maí 1924 að Lynghóli, Glæsi- bæjarhreppi, og hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1943 23/11 á Akureyri: Dómur: 1 mánaðar fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi, fyrir brot gegn 244. gr. hegn- ingarlaga. 1947 31/7 á Akureyri: Dómur: 10 daga varðhald og sviptur öku- réttindum í 3 mánuði fyrir brot gegn umferðarlögum, bifreiðalögum, áfengislögum og lögreglusamþykkt Akureyrar. 1948 18/5 á Akureyri: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun og ryskingar. 1952 12/2 á Akureyri: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1955 26/5 á Akureyri: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi, 1957 14/2 á Akureyri: Sátt, 200 kr. sekt fyrir tolllagabrot. 1967 30/1 á Akureyri: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 37. gr. og 1. og 2. mgr. 49. gr. umferðarlaga. Málsatvik eru þessi: Miðvikudaginn 5. júlí 1967, kl. 1320, var lögreglunni á Akur- eyri tilkynnt um, að ákærði hefði verið að koma að húsi Út- 213 gerðarfélags Akureyringa og væri hann ölvaður. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn og handtóku ákærða, sem þá var inni á skrifstofu Útgerðarfélags Akureyringa. Bifreið ákærða, A 1468, stóð úti fyrir húsinu, og var vél hennar í gangi. Tekið var blóðsýnishorn úr ákærða, sem við rannsókn reyndist innihalda 1.93%, alkóhóls. Vitnið Halldór Jónsson verkamaður skýrði svo frá: Vitnið kvaðst hafa verið statt fyrir utan við frystihús Ú. A. rétt eftir kl. 1300 greindan dag og þá séð bifreiðina A 1468, þar sem henni var ekið fram hjá vitninu, sem stóð nyrzt við húsið, en bifreiðin var síðan stöðvuð syðst við húsið. Vitnið kvaðst hafa séð, að ökumaður var ákærði, og þótti vitn- inu hann undarlegur við stýrið, en hann var hálf stjarfur og lá hálfgert fram á stýrið. Vitnið kvaðst hafa séð ákærða fara út úr bifreiðinni og ganga inn á skrifstofur Ú. A., sem eru syðst í hús- inu. Vitnið kvað ákærða hafa verið greinilega mjög ölvaðan og reikað í spori. Vitnið kvað lögregluna hafa komið skömmu síðar og handtekið ákærða. Vitnið Gunnar Björnsson Aspar verkamaður kvaðst hafa komið út úr frystihúsi Ú. A. í greint sinn, og stóð þá bifreið ákærða framan við dyr þær, er vitnið kom út um, og var hún í gangi, og sat ákærði undir stýri. Ákærði fór síðan út úr bifreiðinni þarna, og virtist vitninu hann nokkuð ölvaður. Vitnið kvað ákærða hafa reikað í spori, er hann gekk frá bifreiðinni og upp tröppurnar inn í húsið. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða aka að húsinu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða neyta víns, þar sem hann sat í bif- reiðinni. Vitnið Bjarni Baldursson verkamaður kvaðst hafa verið statt við nyrztu dyr frystihúss Ú. A. í greint sinn og séð bifreiðina A 1468 koma að frystihúsinu áleiðis frá Slippnum. Bifreiðinni var ekið rétt fram hjá vitninu og að syðstu dyrum hússins, þar sem hún var stöðvuð. Vitnið kvaðst hafa þekkt ákærða við stjórn bif- reiðarinnar, er hann ók fram hjá því. Vitnið sagði, að því hefði strax fundizt ákærði vera ölvaður, þegar það kom auga á hann við aksturinn. Vitnið kvað ákærða hafa „sikksakkað“ á götunni. Þegar ákærði ók fram hjá vitninu, sá vitnið, að hann hallaðist óeðlilega mikið fram á stýrið. Vitnið kvað ákærða hafa farið út úr bifreiðinni, er hann hafði stöðvað hana, og sá vitnið, að hann 214 var greinilega ölvaður, þar sem hann slagaði, er hann gekk frá bifreiðinni. Vitnið Guðmundur Ingi Gestsson skýrði svo frá við yfirheyrzlu hjá lögreglunni: Það kvaðst hafa verið statt úti fyrir vélasal frystihúss Ú. A. laust eftir hádegi greindan dag ásamt nokkr- um starfsmönnum frystihússins, er það veitti athygli jeppabif- reiðinni A 1468, sem þá stóð fyrir framan skrifstofudyr Ú. A. og sneri til suðurs. Það kvað einn mann hafa verið í bifreiðinni, undir stýri, sem síðan opnaði hurðina og steig út úr bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa þekkt, að það var ákærði. Vitnið kvað ákærða síðan hafa gengið frá bifreiðinni og inn í húsið og slangrað til, er hann gekk frá bifreiðinni. Vitninu virtist hann greinilega ölvaður eftir göngulagi hans að dæma. Ákærði skýrði svo frá, að hann hefði ekið bifreiðinni A 1468 í greint sinn heiman að frá sér og beina leið að Útgerðarfélags- húsinu, þar sem hann stanzaði og tók vínflösku og teygaði úr henni og gekk síðan upp á skrifstofur Ú. A., en þar kom lögreglan og handtók hann. Ákærði kvaðst hafa skilið bifreiðina eftir í gangi, vegna þess að startræsir væri bilaður, og kvaðst hann hafa ætlað að fá einhvern til að aka bifreiðinni fyrir sig. Ákærði neitaði að hafa neytt víns, fyrr en að framan greinir, en þá hafa drukkið upp undir hálfa flösku þarna í einum teyg, en ákærði kvað venju sína að drekka þannig. Ákærði kvaðst hafa verið við drykkju nóttina áður og verið timbraður við aksturinn. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, þykir brot ákærða nægilega sannað, eins og því er í ákæru lýst, og varðar það við þar greind lagaákvæði, sbr. nú lög nr. 40/1968, og samkvæmt þar töldum refsiákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 15 daga. Með vísun til 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengis- laga ber að svipta ákærða ökuleyfi í 1 ár frá birtingu dómsins. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Sveinn Jónasson, sæti varðhaldi í 15 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 1 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 215 Mánudaginn 24. febrúar 1969. Nr. 6/1969. — Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Erni Geirdal Gíslasyni (Benedikt Blöndal hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa lögreglumennirnir Haf- steinn Bergmann Sigurðsson og Stefán Steinar Tryggvason, sem handtóku ákærða, borið um málsatvik fyrir dómi, stað- fest vætti sín og lögregluskýrslu, en efni hennar og málsatvik að öðru leyti eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Hefur ákærði með háttsemi sinni gerzt brotlegur við laga- ákvæði þau, er í ákæru getur, en gangsetning bifreiðar er þáttur í akstri hennar. Eins og sakavottorð ákærða ber með sér, var hann hinn 23. apríl 1963 með dómi sakadóms Barðastrandarsýslu dæmdur í 10 daga varðhald og sviptur ökuréttindum eitt ár frá 25. júlí 1962. Með náðun var refsivist þessari hinn 18. júlí 1963 breytt í sekt, er ákærði greiddi að fullu hinn 30. ágúst 1963. Samkvæmt 3. mgr. 71. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. mgr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, hefur sá dómur ítrekunarverkun á mat refsingar og Ökuleyfissviptingar í máli því, sem hér er fjallað um. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin varðhald 15 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengis- laga nr. 58/1954 ber að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt. Dæma ber ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda hans í héraði, kr. 5.000.00, málssóknar- laun fyrir Hæstarétti, er renni í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. 216 Dómsorð: Ákærði, Örn Geirdal Gíslason, sæti varðhaldi 15 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans í héraði, Benedikts Sveinssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 5.000.00, saksóknarlaun fyrir Hæsta- rétti, er renni í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, Benedikts Blöndals hæstréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 26. nóvember 1968. Ár 1968, þriðjudaginn 26. nóvember, var í sakadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem háður var á skrifstofu réttarins að Strand- götu 31, Hafnarfirði, af Jóni Ingvarssyni, fulltrúa sýslumanns, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 485/1968: Ákæruvaldið gegn Erni Geirdal Gíslasyni. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Erni Geirdal Gíslasyni, Fiskimjölsverksmiðjunni, Innri-Njarðvík, fyrir að hafa sunnuðagsnóttina 30. júní 1968 undir áhrifum áfengis ekið eða reynt að aka bifreiðinni G 4445 á Hótel Íslands planinu í Reykjavík með því að setjast undir stýri bifreiðarinnar og gangsetja vél hennar, en ákærði var sofnaður í bifreiðinni, er lögreglumenn bar að. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur, fæddur 30. september 1940 í Hrísey, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1957 15/7 á Siglufirði: Áminning fyrir brot á umferðarlögum. 1962 í Reykjavík: Uppvís að broti á 244. gr. hegningarlaga. . Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 16. 10. 1962. 1963 23/4 í Barðastrandarsýslu: Dómur: 10 daga varðhald, svipt- ur ökuréttindum í 1 ár frá 25. 7. 1962 fyrir brot á 217 áfengislögum, umferðarlögum og lögreglusamþykkt Siglufjarðar. Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 30. júní 1968, kl. 0545, er tveir lögreglumenn voru á varðgöngu á Lækjargötu í Reykjavík, var þeim tilkynnt, að ölvaður maður hefði komið út frá Hótel Vík og farið inn í bif- reiðina G 4445, er væri Í gangi og stæði á bifreiðastæðinu fyrir framan Hótel Vík, Hröðuðu þeir sér á vettvang, og er þangað kom, var þar fyrir hin fyrrnefnda bifreið, og var maður sofandi undir stýri hennar, sem reyndist vera ákærði í mál þessu. Er lögreglumennirnir opnuðu bifreiðina, lagði á móti þeim sterkan áfengisþef, og virtist þeim ákærði vera mjög ölvaður. Færðu þeir ákærða á lögreglustöðina og fyrir varðstjóra. Aðspurður af varð- stjóra kvaðst ákærði eigi hafa ætlað að aka bifreiðinni, heldur hafi honum sinnazt við félaga sína, er voru með honum á Hótel Vík, og hann hefði því ætlað að sofa í bifreiðinni og gangsett hana til þess að hita hana upp. Ákærði kvaðst hafa drukkið nokkur glös af áfengi fyrr um nóttina. Var ákærði síðan færður á slysavarðstofuna til blóðtöku, og reyndist vera í blóðsýnishorni úr ákærða reducerandi efni, sem samsvara 1.56%, af alkóhóli. Ákærði hefur hér fyrir dómi lýst málavöxtum svo, að aðfara- nótt sunnudagsins 30. júní 1968 hafi hann verið ásamt kunningj- um sínum á dansleik í Klúbbnum við Borgartún og hafi hann drukkið talsvert magn af áfengi þar. Að dansleiknum loknum hafi hann farið í leigubíl að Hótel Vík, þar sem hann hafði her- bergi á leigu til næsta dags. Bifreið sína, G 4445, kvað ákærði hafa staðið á bifreiðastæðinu fyrir framan Hótel Vík. Kvaðst ákærði hafa beðið næturvörðinn á Hótel Vík að líta eftir bifreið sinni, meðan hann væri á dansleiknum. Er ákærði hafi verið kominn á Hótel Vík að loknum dansleiknum, hafi hann hitt fyrir tvo kunningja sína, er setið hafi við drykkju í næsta herbergi. Að- spurður kvaðst ákærði ekki muna nöfn þeirra, en kvaðst halda, að þeir væru hásetar á b/v Neptúnusi. Ákærði kvaðst aðspurður hafa setzt að drykkju með þeim, fyrst í herbergi þeirra, en síðan hafi þeir allir farið í herbergi ákærða. Ekki kvaðst ákærði muna, hversu lengi þeir hafi setið að drykkju þar, en kvaðst hafa verið orðinn þreyttur og syfjaður. Ákærði kvað þá félaga sína ekki hafa verið á því að hætta drykkju og yfirgefa herbergi mætta. Hafi þá kastazt í kekki með þeim og ákærða, sem þó hafi ekki viljað hringja á aðstoð sér til handa til þess að vísa mönnunum út úr herberginu. Ákærði kvaðst þá hafa tekið það til bragðs að 218 fara út í bifreið sína og sofa þar um nóttina, þar eð hann hafi verið orðinn mjög þreyttur og slæptur. Kvaðst ákærði hafa sofnað mjög fljótlega, en vaknað eftir skamma stund og hafi sér þá verið mjög kalt. Kvaðst þá ákærði hafa gangsett bifreiðina til þess að hita hana upp nokkra stund, en síðan hafi hann ætlað að drepa á henni aftur. Kvaðst ákærði hafa síðan sofnað fljótlega aftur án þess að drepa á bifreiðinni. Gangsetning bifreiðar er að vísu í flestum tilvikum þáttur í akstri hennar, en gegn neitun ákærða í máli þessu verður eigi talið sannað, að ákærði hafi með gangsetningu bifreiðarinnar G 4445 í umrætt sinn ekið eða reynt að aka bifreiðinni og gerzt með því brotlegur við þau refsiákvæði, sem í ákæruskjali greinir og honum eru gefin að sök. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan sakarkostnað á ríkis- sjóð, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Benedikts Sveinssonar héraðsdómslögmanns, kr. 5.000.00. Dómsorð: Ákærði, Örn Geirðal Gíslason, skal vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Benedikts Sveinssonar héraðsdómslög- manns, kr. 5.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 219 Mánudaginn 24. febrúar 1969. Nr. 13/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gunnari Víkingi Guðnasyni (Ingi R. Helgason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og laun skip- aðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Í hinum áfrýjaða dómi er rekstur málsins í héraði rakinn. Í Hæstarétti hefur verið lagt fram siglingavottorð ákærða, sem ber með sér, að hann var lögskráður skipverji á m/s Önnu Borg frá 21. október 1965 til 28. september 1968 að undanskildu tímabilinu frá 16. september 1966 til 6. apríl 1967 og 8. október 1967 til 8. april 1968. Þá hefur verið lagt fram í Hæstarétti vottorð Skipaleiða h/f um viðkomudag skipsins í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavik á tímabilinu frá 20. október 1965 til 1. október 1968. Ber vottorð þetta með sér, að á þessu tímabili hefur skipið mjög oft verið í höfn í Reykjavík, allt frá 2 að 9 dögum í einu. Ber að vita hinn óhæfilega drátt á rekstri máls þessa í héraði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Gunnar Víkingur Guðnason, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verj- 220 anda síns fyrir Hæstarétti, Inga R. Helgasonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadáms Reykjavíkur 28. nóvember 1968. Ár 1968, fimmtudaginn 28. nóvember, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 550/1968: Ákæruvaldið gegn Gunnari Víkingi Guðnasyni, sem tekið var til dóms 22. þ. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 25. marz s.l., gegn ákærða, „Gunnari Víkingi Guðnasyni sjómanni, Moshvoli, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, fæddum 2. maí 1945 að Moshvoli, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, fyrir að aka mánu- dagsnóttina 2. ágúst 1965 undir áhrifum áfengis og án ökurétt- inda bifreiðinni L 278 nokkurn spöl um Húsadal í Þórsmörk. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Samkvæmt vottorði frá sakaskrá ríkisins hefur ákærði hvorki sætt kæru né refsingu. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt mánudagsins 2. ágúst 1965, um kl. 0300, voru tveir lögreglumenn, er voru við löggæzlu í Þórsmörk, á gangi um Húsadal. Veittu þeir athygli jeppabifreiðinni L 278, sem var ekið eftir götuslóða sunnan við dansflötina á staðnum. Var þar fjöl- margt fólk á gangi og þröng mikil og akstursskilyrði því erfið. Það vakti sérstaka athygli lögreglumannanna, að farþegi í bif- reiðinni, er sat við hlið ökumanns, var sofandi vegna ölvunar og slóst í hliðarrúðuna. Lögreglumennirnir stöðvuðu bifreiðina og höfðu tal af ökumanni, sem var Gunnar Víkingur Guðnason, ákærði í máli þessu. Virtist þeim hann greinilega með áfengis- áhrifum. Ákærði var færður til yfirheyrslu hjá Greipi Kristjáns- syni lögregluvarðstjóra, er var á staðnum, en að því búnu tók læknir, er þar var staddur, blóðsýnishorn úr ákærða til alkóhól- rannsóknar. Ákærði kvaðst ekki hafa öðlazt ökuleyfi. Við yfirheyrslu hjá Greipi Kristjánssyni lögregluvarðstjóra 221 viðurkenndi ákærði að hafa verið að aka bifreiðinni, en kvað óákveðið, hvert ferðinni hefði verið heitið. Ákærði kvaðst hafa drukkið alls heila flösku af whisky svo og hvítvín frá því kl. 1400 daginn áður, unz hann var handtekinn, og viðurkenndi að hafa fundið lítils háttar til áfengisáhrifa við aksturinn. Í skýrslu varðstjóra segir, að talsverður áfengisþefur hafi verið af andar- drætti ákærða, hann hafi verið æstur, augu hans verið vot og dauf, en jafnvægi stöðugt og málfar skýrt, Ákærði hefur skýrt frá því, að faðir sinn hafi átt bifreiðina L 278. Kveðst hann hafa farið frá Moshvoli inn í Þórsmörk á bifreiðinni laugardaginn 31. júlí ásamt Jóhannesi Halldóri Péturs- syni og hafi Jóhannes Halldór ekið. Gistu þeir þar í tvær nætur. Kvöldið áður en ákærði var handtekinn, kveðst hann hafa neytt áfengis og gerir ráð fyrir, að hann hafi verið eitthvað undir áfengisáhrifum, er hann fór að sofa. Ákærði kveður bifreiðina hafa staðið við tjald þeirra félaga í gilskorningi. Vöknuðu þeir um nóttina og var kalt. Settust þeir því inn í bifreiðina. Kveðst ákærði hafa ræst vélina til að fá miðstöðina í gang. Ákærði vill ekki kannast við að hafa verið beinlínis að aka innan um fólks- fjöldann, en vera kunni, að hann hafi ekið eitthvað aftur á bak eða hreyft bifreiðina, þar sem hún hafi staðið illa. Ákærði kveðst telja, að hann hafi verið eitthvað með áfengisáhrifum, þegar lög- reglan hafði afskipti af honum. Ákærði las í dóminum skýrslu lögregluvarðstjóra. Var hann jafnframt að því spurður, hvort hann vildi vefengja hana, en samkvæmt skýrslu þessari játar hann að hafa ekið bifreiðinni. Kvaðst ákærði ekkert geta um þetta sagt. Við þingfestingu máls þessa tók ákærði fram, að hann mótmælti því að hafa verið að aka bifreiðinni L 278 í umrætt sinn, en annars kvaðst hann ómögulega muna um þetta. Vitnið Jóhannes Halldór Pétursson verkamaður, Hamrahlíð 5, er að Íraman greinir, kveðst hafa unnið með ákærða við brúar- gerð umrætt sumar og vart séð hann síðan. Vitnið kveður þá hafa átt frí um verzlunarmannahelgina og hafi þeir farið austur á Hvolsvöll sunnudaginn 1. ágúst, að það minnir. Heima hjá ákærða fengu þeir lánaða bifreið föður hans með því skilyrði, að vitnið æki, þar sem ákærði var próflaus. Vitnið ók bifreiðinni inn í Þórsmörk. Lagði það bifreiðinni í brekku og slógu þeir félagar upp tjaldi þar skammt frá. Þeir tóku síðan að neyta áfengis og rangluðu eitthvað þarna um. Vitnið man síðan, að það vaknaði einhvern tíma í bifreiðinni, og var hún þá annars 222 staðar en það hafði lagt henni, að því er það minnir. Vitnið kveðst hafa verið eitt í bifreiðinni, er það vaknaði þar. Hélt það að tjaldi þeirra, og var ákærði þar. Sagði hann því, að lögreglan hefði haft afskipti af sér. Vitnið kveðst ekkert muna eftir því atviki, en fengið lykla bifreiðarinnar hjá lögreglunni daginn eftir og ekið bifreiðinni að Moshvoli. Vitnið Sigurður Þórhallsson, fyrrverandi lögreglumaður, var annar þeirra lögregluþjóna, er handtóku ákærða í umrætt sinn, og undirritar það lögregluskýrsluna. Vitnið las skýrslu sína í dómi og kvaðst staðfesta hana, en um málsatvik kvaðst það muna óljóst. Vitnið Ármann Jakob Lárusson, fyrrverandi lögreglumaður, var með Sigurði Þórhallssyni í Þórsmörk í framangreint skipti. Vitnið kveðst minnast þess, að þeir hafi séð jeppabifreið ekið þar eftir troðningi, þar sem mikið var af gangandi fólki. Stöðvuðu þeir bifreiðina, og kom í ljós, að ökumaðurinn var ölvaður. Í blóðsýnishorninu, sem tekið var úr ákærða, fundust reducer- andi efni, er samsvara 2.58%, af alkóhóli. Með framburði vitnanna í máli þessu svo og þegar virtur er framburður ákærða sjálfs, telst sannað, að hann hafi ekið bif- reiðinni L 278 í umrætt skipti, en hann var með áfengisáhrifum samkvæmt eigin játningu, sem studd er niðurstöðu alkóhólrann- sóknarinnar á blóðsýnishorninu úr honum og öðrum gögnum í máli þessu. Þegar framangreindur akstur fór fram, hafði ákærði ekki öðlazt ökuréttindi. Atferli ákærða varðar við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og Í. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. 1. mgr. 24. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Verjandi ákærða í máli þessu, Ingi R. Helgason hæstaréttar- lögmaður, hefur krafizt þess í málsvörn sinni, að ákærði verði sýknaður af atferli því, er í ákæru greinir, vegna þess að sök ákærða sé fyrnd. Segir hann í málsvörninni á þessa leið: „Hinn 3. júlí 1967 kom að vísu skjólstæðingur minn ekki fyrir dómar- ann, en dómþing sakadóms er sett, lagt fram eins árs gamalt fyrirskipunarbréf frá saksóknara, lögregluskýrslur og önnur gögn. Eitt vitni mætir í þessu réttarhaldi, en það er lögreglumaðurinn, sem gaf hina upprunalegu skýrslu í málinu 2. ágúst 1965. Nokkru síðar kemur skjólstæðingur minn fyrir rannsóknar- dómarann, eða 25. júlí 1967. Gefur hann skýrslu eftir beztu sam- vizku og minni. Síðan skeður ekkert í málinu í rúmlega sjö mánuði. Við réttar- 223 rannsókn er gersamlega hætt, og málið liggur í sjö mánuði. Hinn 28. febrúar 1968 er þingað í málinu að nýju fyrir rétti, tvö vitni yfirheyrð og málið sent saksóknara, sem gefur út ákæru hinn 25. marz 1968“. Vegna þessarar kröfu lögmannsins þykir verða að rekja sögu máls þessa í höfuðdráttum. Samkvæmt gögnum málsins sendi sakadómur Reykjavíkur sýslumanni Rangárvallasýslu niðurstöðu alkóhólrannsóknarinnar á blóðsýnishorninu úr ákærða með bréfi, dags. 24. júní 1966. Með bréfi, dagsettu 29. sama mánaðar, sendi sýslumaðurinn saksóknara ríkisins skjöl málsins. Segir í bréfi þessu, að ákærði sé farinn á brott úr héraði fyrir löngu, þótt hann sé skráður á manntali heimilisfastur á Moshvoli. Starf hans sé farmennska og muni hann vera skráður skipverji á m/s Önnu Borg. Fyrir því sé óskað fyrirgreiðslu saksóknara um frekari afgreiðslu máls- ins. Saksóknari ríkisins ritaði dóminum bréf, dags. 5. júlí 1966, er fylgdu skjöl máls þessa. Er í bréfi þessu krafizt þess, að mál þetta verði tekið til rannsóknar hér í borg, þar sem ákærði sé talinn skipverji á Önnu Borg, sem hingað muni koma öðru hverju. Jón A. Ólafsson fulltrúi fékk málið til rannsóknar, eftir að bréfið barst frá saksóknara. Þingaði hann í því hinn 3. júlí 1967, og kom Sigurður Þórhallsson þá fyrir dóm. Hefur rannsóknar- dómarinn bókað í þingbók framangreindan dag sem hér segir: „Dómarinn lætur þess getið, að hann hafi fyrir alllöngu falið boðunardeild ránnsóknarlögreglunnar að boða kærða Gunnar, sem er skipverji á m/s Önnu Borg. Skip þetta kemur sjaldan til landsins og þá iðulega aðeins á hafnir úti á landi. Rannsókn málsins verður haldið áfram, strax og næst til kærða“. Næst var þingað í málinu hinn 25. sama mánaðar, og kom ákærði þá fyrir. Með kvaðningu, dags. 16. október, var maður sá, sem var með ákærða í bifreiðinni, boðaður fyrir dóm miðvikudaginn 18. samá mánaðar, en ákærði hafði gefið upp nafn hans, Halldór Péturs- son, sennilega til heimilis í Hamrahlíð 8. Maður þessi fannst ekki á þessum stað, og er skráð á kvaðninguna, að hann sé ekki til þar. Við nánari eftirgrennslanir kom í ljós, að maður þessi heitir fullu nafni Jóhannes Halldór Pétursson og býr í Hamrahlíð 5. Mætti hann í sakadómi hinn 28. febrúar 1968 og einnig vitnið Ármann Jakob Lárusson. Málið var sent saksóknara til ákvörðunar með bréfi, dags. 20. 224 marz. Gaf saksóknari út ákæru í málinu hinn 25. sama mánaðar. Í bréfi, dags. sama dag, er fylgdi ákærunni, gerir saksóknari kröfu til þess, að lokið verði rannsókn málsins og það síðan tekið til dómsálagningar samkvæmt ákærunni. Dómari máls þessa fékk það fyrst í hendur eftir útgáfu ákæru. Hefur hann frá beim tíma í nokkur skipti falið lögreglunni að reyna að hafa upp á ákærða. Það tókst ekki fyrr en 3. Í. m., en þá kom ákærði fyrir dóm, og málið var þingfest. Skýrði ákærði frá því, að hann hefði verið í siglingum frá í apríl s.l. Ingi R. Helgason hæstaréttarlögmaður var skipaður verjandi ákærða með bréfi, dags. 8. október s.1. Átti hann að skila máls- vörn hinn 14. sama mánaðar. Vörnin barst ekki frá lögmanninum, og hinn 15. þ. m. ritaði dómurinn honum annað bréf og saf hon- um frest á að skila vörn í málinu til 22. þ. m. Mætti verjandinn þá, skilaði vörn og lagði málið í dóm. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, er eigi unnt að fallast á þá skoðun verjanda ákærða, að sök í máli þessu sé fyrnd. Dráttur sá, sem orðið hefur á málinu, stafar fyrst og fremst af fjarveru ákærða, en hann er skráður búsettur í Rangár- wallasýslu og hefur verið meira og minna Í siglingum til útlanda. Með réttarrannsókn, er hófst hinn 3. júlí 1967, var fyrningar- frestur málsins rofinn, og síðan er rannsókninni haldið áfram að kröfu saksóknara, unz henni lýkur hinn 28. febrúar s.l. Er því eigi um það að ræða, að rannsókn máls þessa hafi verið hætt um óákveðinn tíma. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 10 daga varðhald. Ákærði hefur öðlazt ökuleyfi, eftir að framangreint atferli gerð- ist. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga ber að svipta hann ökuleyfi, og þykir ökuleyfissviptingin hæfilega ákveðin í 1 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Inga R. Helgasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Víkingur Guðnason, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði skal sviptur ökuleyfi í 1 ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 225 Miðvikudaginn 26. febrúar 1969. Nr. 161/1968. Tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Ármann Jónsson hrl.) gegn Timburverzluninni Skógi h/f og gagnsök (Gústaf A. Sveinsson hrl.). Dómendur: Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari, Ármann Snævarr pró- fessor, Bjarni K. Bjarnason borgardómari, Emil Ágústsson borgardómari og Halldór Þorbjörnsson sakadómari. Stóreignaskattur. Uppboð. Um fyrningu. Dómur Hæstaréttar. Sigurður M. Helgason borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. september 1968. Hann gerir þær dómkröfur, að heimilað verði „uppboð á Hildibrand timburþurrkofni, eign Sagnáfrýjanda, sem tekinn var lögtaki 2. maí 1961 fyrir skatti á stóreignir, er gagnáfrýjanda var gert að greiða“ samkvæmt lögum nr. 44/1957, að fjárhæð kr. 53.210.00 ásamt 6% árs- vöxtum frá 1. janúar 1964 til greiðsludags, lögtakskostnaði, kr. 760.00, og uppboðskostnaði. Þá krefst aðaláfrýjandi og málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagn- áfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 26. sept- ember 1968. Hann krefst þess, að synjað verði um framgang uppboðs og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 2. maí 1961 framkvæmdi fógeti lögtak hjá gagn- áfrýjanda í Hildibrand timburþurrkofni í þurrkskýli við Klapparstíg 1 í Reykjavík til tryggingar skattskuld gagn- áfrýjanda, er í málinu greinir, ásamt vöxtum og kostnaði. Dómveð það, sem þannig skapaðist í nefndum þurrkofni, hefur haldizt, hvað sem líður fyrningu skattkröfunnar al- mennt, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905, sem kveður svo 15 226 á, að veðréttur ónýtist ekki, þótt krafa fyrnist, en undan- tekningarákvæði nefndrar málsgreinar og svo 4. málsgreinar sömu lagagreinar um fyrningu sjálfsvörzluveðréttar tekur eigi til dómveðs. Aðaláfrýjanda er því rétt að leita fullnustu skattkröfu sinnar ásamt vöxtum og kostnaði, eins og krafizt er, með sölu greinds þurrkofns á nauðungaruppboði. Eftir þessum málalokum þykir gagnáfrýjandi eiga að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 30.000.00. Dómsorð: Framangreint uppboð skal fram fara. Gagnáfrýjandi, Timburverzlunin Skógur h/f, greiði aðaláfrýjanda, tollstjóranum í Reykjavík Í. h. ríkissjóðs, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 30.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 10. september 1968. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 27. f. m., hefur upp- boðsbeiðandi, tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs, höfðað hér fyrir dómi og krefst uppboðs hjá varnaraðilja, Timburverzluninni Skógi h/f, Klapparstíg 1, Reykjavík, á timburþurrkofni af Hildi- brand gerð, eign uppboðsþola, fyrir stóreignaskatti að upphæð kr. 53.210.00 ásamt vöxtum og kostnaði samkvæmt lögtaksgerð frá 2. maí 1961. Einnig krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili hefur krafizt þess, að synjað verði um framgang hins umbeðna uppboðs og að honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi gagnaðilja. Með bréfi, dags. 15. marz 1968, til borgarfógetaembættisins Í Reykjavík bað tollstjórinn í Reykjavík um, að timburþurrkofn af Hildibrand gerð yrði seldur á opinberu uppboði, eign varnar- aðilja í máli þessu, Timburverzlunarinnar Skógar h/f, Reykjavík, og tekinn hafði verið lögtaki 2. maí 1961 fyrir eftirgreindum gjöldum: 227 1. Skatti á stóreignir, nr. 689 .. kr.53.210.00 2. Vöxtum til 1. apríl 1968 .. .. — 13.568.00 3. Lögtakskostnaði .. .. .. .. .. — 760.00 Samtals kr. 67.538.00 auk áfallandi kostnaðar, % % á mánuði frá 1. apríl 1968. Málið var þingfest í uppboðsréttinum 12. júní s.l, og mótmælti uppboðsþoli framgangi uppboðsins, og hefur málið síðan verið sótt og varið hér fyrir uppboðsréttinum og dómtekið 27. f, m., eins og áður greinir, að loknum munnlegum málflutningi. Sóknaraðili málsins hefur lagt fram í réttinum endurrit af lögtaksgerð frá 2. maí 1961, þar sem framangreindur timbur- þurrkari er tekinn lögtaki, að því er virðist eftir framvísun lög- manns gerðarþola, fyrir stóreignaskatti nr. 689, kr. 53.210.00, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Þá hefur sóknaraðili lagt fram ljósrit af kröfubréfi tollstjóra, dags. 28. desember s.l.. þar sem skorað er á varnaraðilja að ganga frá greiðslu skattsins með peningagreiðslu eða útgáfu skuldabréfs, og er veittur frestur til þess til 1. marz s.l., en ella yrði krafizt uppboðs. Einnig hefur sami aðili lagt fram ljósrit af bréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 26. febrúar s.l, sem er eins konar staðfesting á innheimtuað- gerðum innheimtumanna ríkissjóðs, þó er frestur til greiðslu framlengdur til 1. apríl s.1. Þá tekur ráðuneytið þar fram, að því sé kunnugt um, að nokkrir gjaldendur muni halda uppi vörnum fyrir uppboðsrétti, og tekur fram, að ef málefni breyti einhverju um álagningu eða innheimtu skattsins, muni ráðuneytið láta það sama gilda um þá, sem nú gangi frá greiðslu skattsins. Sóknaraðili hefur einkum byggt kröfur sínar á eftirfarandi atriðum: Skatturinn er lagður á eftir lögum nr. 44/1957 um skatt á stóreignir og gjalddagi hans hafi verið 16. ágúst 1958. Lögtak hafi verið gert fyrir skattinum 2. maí 1961, sbr. dskj. nr. 2, en upphaflega hafi málið verið fyrir tekið í fógetaréttinum 5. ágúst 1960, en frestir hafi verið veittir í málinu, þar til lögtakið var gert. Áður hafi verið búið að birta almennan lögtaksúrskurð lögum samkvæmt og lögtaksheimild sé fyrir skattinum í 2. mgr. 10. gr. nefndra laga og 6. mgr. 24. gr. reglugerðar nr. 95/1957 og 1. mgr. 45. gr. laga nr. 46/1954 auk hinnar almennu heimildar í 1. gr. lögtakslaganna nr. 29 frá 1885. Við lögtakið hafi verið mætt af hálfu beggja aðilja (uppboðsbeiðanda og uppboðsþola) og séu engir sjáanlegir formgallar á lögtaksgerðinni og henni hafi ekki verið áfrýjað til æðri réttar. Gerðin sé því fullgild uppboðs- 228 heimild. Einnig hefur sóknaraðili bent á, að varnaraðili hafi ekki neytt réttar síns til að skjóta málinu til dómstólanna sam- kvæmt 10. gr. stóreignaskattslaganna og 23. gr. reglugerðar um sama efni. Sóknaraðili hefur bent á, að alllangur dráttur hafi orðið á, að gengið væri að hinni lögteknu eign. Kveður hann það einkum stafa af því, að fyrir dómstólunum hafi verið á þessum tíma rekin nokkur mál út af sams konar skatti og um sé að tefla í máli þessu. Hafi í sumum þeirra m. a. verið deilt um nokkur almenn atriði, sem gátu haft meiri eða minni verkanir á skatt- greiðslu annarra gjaldenda og hugsanlegt, að dómstólarnir mætu sumt á annan veg en skattayfirvöldin höfðu gert og hafi síðasti dómurinn í slíku máli gengið 30. janúar s.l. í Hæstarétti. Muni ekki hafa verið talið rétt að ganga almennt til uppboðs lögtek- inna muna, meðan atriði, sem gátu haft almenna og víðtæka þýð- ingu, voru enn óútkljáð hjá dómstólum. En eftir að sýnt hafi verið, að ekki yrðu frekari breytingar gerðar hjá dómstólunum, sem gætu skipt máli fyrir fjölda gjaldenda, hafi þegar verið hafizt handa um að ganga til uppboðs hjá þeim, sem enn áttu ógreidda skatta. Innheimta skattsins hafi hins vegar hafizt þegar á árinu 1958, sbr. auglýsingu fjármálaráðuneytisins nr. 194 8. desember 1958, enda muni meiri hluti gjaldenda hafa greitt skatt- inn á næstu 2 árum og ýmsir síðar. Andmæli varnaraðilja við því, að uppboðið megi fram fara, eru einkum byggð á eftirfarandi atriðum: Hann bendir á, að hann hafi í öðrum málum út af sams konar skatti andmælt gildi laganna nr. 44/1957 með breytingum, sem á þeim hafa orðið, bæði fyrir héraðsdómum og Hæstarétti, svo og reglugerð, sem sett hafi verið samkvæmt þeim. Þá hafi Hæstiréttur með tveimur dómum sínum numið úr gildi mikilvæg atriði laganna, sem sé með dómi nr. 116/1958 frá 29. nóvember 1958 og í málinu nr. 129/1959, sem var uppkveðinn 7. desember 1959. Fyrri dómur- inn hafi numið úr gildi 1. mgr. 4. gr. laganna um mat á hluta- bréfum og síðari dómurinn hafi numið úr gildi reglur síðustu málsgreinar 2. gr. laganna um mat á fyrirfram greiddum arfi. Eftir alla þessa meðferð hafi þurft að margumreikna skatt gjald- enda og hafi skatturinn hrapað niður um meira en helming. Mun: slíkt einsdæmi á Íslandi um skattheimtu. Sé óhæfa að framfylgja slíkum lögum, þótt ekki kæmi til annað, enda séu engar líkur til, að lögin séu í samræmi við vilja Alþingis 1957, hvað þá nú. Önnur meginástæða varnaraðilja er, að fyrning skattsins 229 standi fyrir uppboði. Bent er á, að gjalddagi skattsins sé 16. ágúst 1958 og að skatturinn fyrnist á 4 árum, sbr. 3. tl. 3. gr. laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14 20. október 1905. Lögtaks hafi verið beiðzt 5. ágúst 1960 og hafi það verið framkvæmt 2. maí 1961. Samkvæmt því telur varnar- aðili kröfuna hafa verið fyrnda 16. ágúst 1962 og í síðasta lagi 2. maí 1965. Telur varnaraðili það ekki vafa undirorpið, að ekki megi framkvæma nauðungarsölu á lögteknum munum, ef fyrnt er gjald það, er ljúka skal. Ætlar hann, að þetta muni gilda um allar eignir og um lögtak í lausafé leiði þetta af 3. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905. Þá hefur varnaraðili borið fyrir sig ákvæði 2. gr. lögtakslaganna um, að lögtaksréttur fyrnist á 2 árum frá gjald- daga, þó sé það nóg, að lögtaks hafi verið beiðzt, áður en frestur- inn sé liðinn, enda fylgi beiðandi fram lögtakinu með hæfilegum hraða. Hér sé meginregla, er hljóti að gilda um alla innheimtu gjalda. Lögtak sé heimilað til hagræðis fyrir gerðarbeiðanda, en hæfilegur hraði skuli á hafður og sé það ákvæði til hagsmuna fyrir gjaldanda, þ. e., hann eigi rétt á úrslitum málsins án óþarfs dráttar. Þótt fjárnám sé sérstök réttargerð og uppboð önnur, þá sé hvort tveggja þáttur í sömu innheimtunni. Það geti ekki talizt að framfylgja slíkum innheimtum með hæfilegum hraða, þegar fyrst sé beðið um auðungaruppboð, nærri sjö árum eftir að lögtak fór fram og nærri tíu árum eftir gjalddaga kröfunnar. Loks hefur varnaraðili vakið athygli á, að með dómi Hæsta- réttar í málinu nr. 80/1960: Soffía E. Haraldsdóttir gegn fjármála- ráðherra og tollstjóranum í Reykjavík fyrir ríkissjóð sé frú Soffía E. Haraldsdóttir sýknuð af kröfu um greiðslu stóreignaskatts hennar. En það sjáist nú af dskj. nr. 8, að hluti af gjaldi því, er hér sé beiðzt uppboðs fyrir, þ. e. kr. 53.094.00, sé hluti af stór- eignaskatti frú Soffíu E, Haraldsdóttur. Sé því úr því skorið með greindum dómi, að þar greind innheimta sé fyrnd, enda segi það sig sjálft, að ekki megi krefja félag, in casu varnaraðilja, um gjald hluthafa í félaginu, það sem fyrnt sé gagnvart honum sjálfum. Lögmaður sóknaraðilja hefur eindregið mótmælt þeirri rök- semd gagnaðilja, að álagning stóreignaskattsins væri ólögleg og hefur þar um vísað til ýmissa hæstaréttardóma. Þá hefur sami aðili mótmælt því, að skattkrafan væri niður fallin vegna fyrn- ingar. Sérstaklega hefur hann mótmælt því, að lögtakið hafi ekki verið rekið með hæfilegum hraða, og hefur þar um vísað til hæstaréttardóms nr. 80/1965 og framlagðra endurrita úr fó- 230 getabók Reykjavíkur um fresti í lögtaksmálinu. Einnig hefur sami lögmaður andmælt því, að dómur í máli Soffíu E. Haralds- dóttur út af persónulegum sköttum hennar geti ráðið neinu um Úrslit þessa máls, þar sem gjaldið hafi fyrnzt fyrir vangæzlu á að halda réttinum við. Loks hefur sóknaraðili mótmælt því, að skattkrafan sé fallin niður samkvæmt 3. gr., 3. tl. fyrningar- laganna, vegna þess að með lögtakinu sé ótvírætt slitið fyrningu, sbr. 12. gr. fyrningarlaganna. Jafnframt heldur hann því fram, að með lögtaksgerðinni hefjist 10 ára fyrningarfrestur, sbr. 4. gr. fyrningarlaganna. Telur hann, að lögtaksgerð í þessu sambandi sé dómsígildi og hafi því hafizt 10 ára fyrningarfrestur við lög- takið. Fyrst er að athuga bá mótbáru varnaraðilja, hvort skattlagn- ingin sé lögleg. Með tilliti til dóma, sem gengið hafa út af stór- eignaskattslögunum nr. 44/1957, og þá einkum hæstaréttardóma, verða lögin ásamt reglugerð, sem sett hefur verið samkvæmt þeim, að teljast lögleg heimild til álagningarinnar, og þar sem ekki hefur verið með rökum fundið að framkvæmd álagningar- innar, verður þessi mótbára ekki tekin til greina, og þykir ekki vera efni til að rókræða þetta efni frekar. Þá er úrlausnarefnið, hvort skattkrafan í máli þessu sé fyrnd, svo að uppboð megi ekki fram fara til fullnustu hennar. Skattur samkvæmt lögum nr. 44/1957 fyrnist á fjórum árum samkvæmt 3. tl. 3. gr. fyrningarlaganna nr. 14/1905, sbr. 1. gr. laga nr. 29/1885. Skattkrafa sú, er hér um ræðir, féll í gjald- daga 16. ágúst 1958 og hefði því fyrnzt 16. ágúst 1962, ef lög- taksgerðir þær, er hófust 5. ágúst 1960 og enduðu með framkvæmd lögtaksins 2. maí 1961, hefðu ekki slitið fyrningu, sbr. 12. gr. fyrningarlaganna. En þá er úrlausnarefni það, hvað sá frestur er langur. Þess er ekki getið í 12. gr. fyrningarlaganna, hvað hinn nýi fyrningarfrestur verður langur, né annars staðar í þeim lögum, en tekið er fram í 6. gr. fyrningarlaganna, að hafi skulda- bréf verið útgefið, dómur gengið eða sátt gerð um kröfuna, þá fyrnist hún samkvæmt 4. gr., sbr. 5. gr., þ. e. á 10 árum. Þó má táða það af 6. gr. fyrningarlaganna, að aðalreglan sé, að nýr fyrningarfrestur verði jafnlangur hinum fyrri. Í 4. gr. síðast- greindra laga er ekkert vikið að lögtaksgerðum né heldur í niður- lagi 6, gr. sömu laga, og í 12. gr. er sérstaklega fjallað um lög- taks-, fjárnáms- og uppboðsgerðir, en í 11. gr. er fjallað um venjulega lögsókn. Það verður því með engu móti fundið út úr lögunum, að lögtak jafngildi dómi í þessu sambandi, enda er 231 fjallað um þýðingu þessara dómsathafna í sambandi hvort fyrir sig. Í 1. gr., 3. málsgr., fyrningarlaganna segir svo: „Haldsréttur og veðréttur ónýtist ekki, þótt skuldin fyrnist, nema sjálfsvörzlu- veðréttur í lausafé; hann fellur úr gildi um leið og krafan fyrnist, nema að því er snertir lausafé, sem er löglegt fylgifé með veð- settri fasteign ...“. En hér er um að ræða sjálfsvörzluveð í lausa- fé eftir lögtaksgerð, og verður að álíta, að ákvæðið gildi um bað beint eða með lögjöfnun. Ekki verður á það fallizt með sóknar- aðilja, að málaferli þau, er verið hafa fyrir dómstólum um stór- eignaskatt, hafi áhrif á fyrningu á þessum skatti, þar sem ekkert liggur fyrir um það í málinu, að um neitt slíkt hafi verið um samið eða gerðarbeiðandi hafi á öðrum grundvelli mátt treysta því, að varnaraðili beitti ekki fyrningarástæðu fyrir sig. Sam- kvæmt því, er nú hefur verið sagt, verður að telja, að krafa sú, er hér um ræðir, hafi fyrnzt, þegar 4 ár voru liðin frá framan- greindum lögtaksaðgerðum, eða 5. ágúst 1964, og jafnframt veð- réttur sá, er til varð við framkvæmd lögtaksins. Ber því að synja um framgang þessa uppboðs. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Því úrskurðast: Framangreint uppboð á ekki að fara fram. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 26. febrúar 1969. Nr. 24/1969. Tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs (Ármann Jónsson hrl.) gegn Jóhannesi G. Helgasyni og gagnsök (Gústaf A. Sveinsson hrl.). Dómendur: Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari, Ármann Snævarr pró- fessor, Bjarni K. Bjarnason borgardómari, Emil Ágústsson borgardómari og Halldór Þorbjörnsson sakadómari. Stóreignaskattur. Uppboð. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. febrúar 1969. Hann gerir þær dómkröfur, að heim- 232 ilað verði „uppboð á eignarhluta gagnáfrýjanda í fasteign- inni Stóragerði 26“ í Reykjavík, „þ. e. íbúð á 3. hæð til hægri, samkvæmt lögtaki, er gert var 2. maí 1961, og yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og gagnáfrýjanda 17. jan. 1967“ til fullnustu skatti á stóreignir samkvæmt lögum nr. 44/1957, kr. 183.882.00, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til greiðsludags, lögtakskostnaði, kr. 2.060.00, og svo uppboðs- kostnaði. Þá krefst aðaláfrýjandi og málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi, sem áfrýjað hefur málinu með stefnu 13. febrúar 1969, krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur, að synjað verði uppboðs þess, sem krafizt er, og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 2. maí 1961 var í fógetadómi Reykjavíkur samkvæmt kröfu aðaláfrýjanda framkvæmt lögtak til tryggingar greindri stóreignaskattsskulds gagnáfrýjanda, kr. 183.882.00, ásamt vöxtum og kostnaði í íbúð hans á 1. hæð til vinstri í húsinu nr. 26 við Stóragerði í Reykjavík. Lögtaksgerð þess- ari var þinglýst hinn 15. júní 1961. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð yfirlýsing fjármálaráðu- neytisins, dags. 17. janúar 1967 og samþykkt af gagnáfrýj- anda með undirskrift hans, svohljóðandi: „Með lögtaki 2. maí 1961 tók ríkissjóður veð í (4 herb.) íbúð á 1. hæð t. v. í húsinu nr. 26 við Stóragerði hér í bæ, fyrir stóreignaskatti, að fjárhæð kr. 183.882.00. Hefir ráðu- neytið nú samþykkt að leysa téða veðsetningu af íbúðinni, enda færist lögtakið á sama tíma yfir á sams konar íbúð í húsinu á 3. hæð til hægri, en þinglesinn eigandi beggja íbúð- anna er Jóhannes G. Helgason, Stóragerði 26, sem undirritar yfirlýsingu þessa til staðfestu umræddri yfirfærslu veðrétt- arins. Hefur ríkissjóður hér eftir 3. veðrétt í téðri íbúð, 3. hæð t. h. í Stóragerði 26, með uppfærslurétti næst á eftir upphafl. kr. 125 þús. láni í Sparisjóði Reykjavíkur, skv. veð- br. 25/6 1962, og upphafl. 220 þús. kr. láni á vegum Bsfél. starfsm, S.V.R., skv. veðbr. 12/8 ?63, enda er réttarstaða 233 ríkissjóðs óbreytt að öllu öðru leyti en því, sem leiðir af hér- greindri tilfærslu veðréttarins. Fjármálaráðuneytið, 17. jan. 1967 Guðlaugur Þorvaldsson Samþykkur: Jóhannes G. Helgason“. Yfirlýsingu þessari var þinglýst 18. janúar 1967. Í héraði krafðist aðaláfrýjandi uppboðs á íbúð þeirri á 1. hæð til vinstri í húsinu nr. 26 við Stóragerði í Reykjavík, sem lögtak var gert í 2. maí 1961, eins og áður greinir. Fyrir Hæstarétti krefst aðaláfrýjandi hins vegar þess, að seld verði á uppboði íbúð á 3. hæð til hægri í sama húsi, sem getið er í yfirlýsingu fjármálaráðuneytis og gagnáfrýjanda. Upp- boðsdómur hefur því ekki fjallað um efni það, sem dóm- krafa aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti tekur til. Hinn 1. nóvember 1968 var í uppboðsdómi lagt fram veð- bókarvottorð, dagsett sama dag, þar sem m. a. segir svo: „Samkvæmt afsals- og veðmálabókum Reykjavíkur vott- ast: 1. að 4ra herb. íbúð á 3. hæð t. h. í húsinu nr. 26 við Stóra- gerði með tilheyrandi leigulóðarréttindum er eign Jó- hannesar G. Helgasonar samkvæmt heimildarbréfi, dags. 27 /4 ?61. 2. að á eigninni hvíla engar aðrar þinglýstar veðskuldir né önnur eignarbönd en þau, er hér greinir ... Með 8. veðrétti kr. 183.882.00 til tollstjórans í Reykjavík samkv. lögtaki, dags. 2/5 '61 og 17/1 '67“. Ljóst mátti vera, að lögtakskrafa aðaláfrýjanda, sem sam- kvæmt greindu veðbókarvottorði hvíldi á íbúð gagnáfrýj- anda á 3. hæð til hægri í húsinu nr. 26 við Stóragerði „samkv. lögtaki, dags. 2/5 '61 og 17/1 '67“, var sú hin sama skatt- krafa, sem þinglýst hafði verið með dómveði í íbúð gagn- áfrýjanda á 1. hæð til vinstri í sama húsi, samkvæmt lögtaki 2. maí 1961. Atvik að þessu voru ekki reifuð af hendi máls- aðilja. Bar uppboðshaldara því að krefjast um þau skýrslna, áður en hann lauk úrskurði á sakarefni. Þar sem uppboðs- 231 haldari lét þetta undir höfuð leggjast, þykir verða að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 23. janúar 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 6. þ. m., er þannig til komið, að tollstjórinn í Reykjavík f. h. ríkissjóðs krafðist uppboðs hjá varn- araðilja, Jóhannesi G. Helgasyni, Stóragerði 26, Reykjavík, á fasteigninni Stóragerði 26, Reykjavík, fyrir stóreignaskatti að fjárhæð kr. 183.882.00 ásamt vöxtum, 2 % á mánuði frá 1. apríl 1968 til greiðsluðags, kostnaði samkvæmt lögtaksgerð frá 2. maí 1961. Einnig krefst uppboðsbeiðandi málskostnaðar úr hendi upp- boðsþola. Varnaraðili hefur krafizt þess, að synjað verði um framgang hins umbeðna uppboðs og að honum verði dæmdur málskostn- aður úr hendi sóknaraðilja. Uppboðs var einnig krafizt vegna sams konar skatts hjá Mó- felli h/f, Hafnarstræti 16, Reykjavík, Í sömu fasteign, en sam- komulag varð með aðiljum við meðferð málsins um að láta þann þátt málsins hvíla, og verður því ekki fjallað um það efni í úr- skurði þessum. Með bréfi, dags. 13. marz 1968, til borgarfógetaembættisins bað tollstjórinn í Reykjavík sem innheimtumaður ríkisins um, að fasteignin Stóragerði nr. 26 í Reykjavík, talin eign uppboðsþola, Jóhannesar G. Helgasonar, og tekin hafði verið lögtaki 2. maí 1961, fyrir eftirtöldum fjárhæðum: 1. Skatti á stóreignir nr. 143 .. .. .. kr.183.882.00 2. Vöxtum til 1. apríl 1968 .. .. .. .. — 46.889.00 3. Lögtakskostnaði .. .. .. .. .. .. — 2.060.00 Samtals kr. 232.831.00 auk áfallandi vaxta >2% pr. mánuð frá 1. apríl 1968 svo og áfallandi kostnaði. Málið var þingfest í uppboðsréttinum 1. nóvember 1968, og ho 3ð var þá ákveðið að hafa frekari málflutning í málinu, og hefur það síðan verið sótt og varið hér fyrir dómi og lagt í úrskurð 6. þ. m. að loknum munnlegum málflutningi. Sóknaraðili hefur lagt fram í málinu endurrit af lögtaksgerð, sem framkvæmd var 2. maí 1961, þar sem framangreind fast- eign er tekin lögtaki eftir ábendingu lögmanns varnaraðilja, að því er virðist fyrir stóreignaskatti að upphæð kr. 183.882.00 auk ðráttarvaxta og kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboðs, ef til kæmi. Einnig hefur sami aðili lagt fram edurrit úr fógeta- bók Reykjavíkur frá 5. ágúst 1960, þar sem lögtaksmálið var þing- fest og frestað með samkomulagi aðilja til 1. nóvember s. á., og munu frestir hafa verið veittir til 2. maí 1961, en þá fór lögtakið fram. Þá liggur fyrir í málinu Lögbirtingablað, útgefið 30. september 1968, þar sem auglýst er uppboð á framangreindri fasteign fyrir stóreignaskatti að fjárhæð kr. 183.882.00 auk vaxta og kostnaðar, er fram skyldi fara 1. nóvember s.l. Einnig hefur sóknaraðili lagt fram ljósrit af kröfubréfi toll- stjóra, dags. 28. desember 1967, þar sem skorað er á varnaraðilja að ganga frá greiðslu skattsins með peningagreiðslu eða útgáfu skuldabréfs, og er veittur frestur til þess til 1. marz 1968, en ella verði krafizt uppboðs. Þá hefur sóknaraðili lagt fram ljósrit af bréfi fjármálaráðu- neytisins, dags. 26. febrúar 1968, sem er eins konar staðfesting á innheimtuaðgerðum innheimtumanna ríkissjóðs. Þó er frestur til greiðslu framlengdur til 1. apríl 1968. Þá tekur ráðuneytið fram, að því sé kunnugt um, að nokkrir gjaldendur muni halda uppi vörnum fyrir uppboðsrétti, og tekur fram, að ef málaferli breyti einhverju um álagningu eða innheimtu skattsins, muni ráðuneytið láta það sama gilda um þá, sem nú gangi frá greiðslu skattsins. Uppboðsbeiðandi hefur einkum byggt kröfur sínar á eftirfar- andi atriðum: Skatturinn er lagður á eftir lögum nr. 44 frá 1957 um skatt á stóreignir, 2. mgr. 10. gr., sbr. 6. mgr. 24. gr. reglu- gerðar nr. 95/1957, og 1. mgr. 15. gr. laga nr. 46/1954 auk hinnar almennu heimildar í 1. gr. lögtakslaganna nr. 29/1885. Gjalddagi skattsins hafi verið 16. ágúst 1958 og lögtaksúrskurð- ur hafi verið útgefinn og birtur lögum samkvæmt. Lögtak hafi verið gert í ofangreindri fasteign 2. maí 1961, sbr. dski. 2, en upphaflega hafi það verið fyrir tekið í fógetarétti 5. ágúst 1960, en frestir hafi verið veittir í málinu, þar til lögtakið 236 hafi verið framkvæmt 2. maí 1961, Lögtaksheimild fyrir skatt- inum sé í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 44/1957 og 6. mgr. 24. gr. reglu- gerðar, sem sett hafi verið samkvæmt þeim lögum, nr. 95/1957 og 1. mgr. 45. gr. laga nr, 46/1954 auk hinnar almennu heimildar í 1. gr. lögtakslaganna nr. 29/1885. Við lögtakið hafi verið mætt af hálfu beggja aðilja (uppboðs- beiðanda og uppboðsþola) og séu engir sjáanlegir formgallar á lögtaksgerðinni og henni hafi ekki verið áfrýjað til æðri réttar. Gerðin sé því fullgild uppboðsheimild. Þá bendir sóknaraðili á, að varnaraðili hafi ekki neytt réttar síns til að skjóta málinu til dómstólanna samkvæmt 12, gr. lögtakslaganna um höfðun máls í héraði um lögmæti lögtaksgerðarinnar né heldur samkvæmt 10. gr. stóreignaskattslaganna nr. 44/1957 og 23. gr. reglugerðar um sama efni nr. 95/1957. Sóknaraðili hefur bent á, að alllangur dráttur hafi verið á, að gengið væri að hinni lögteknu eign. Kveður hann það einkum stafa af því, að fyrir dómstólum hafi verið á þessum tíma rekin nokkur mál út af sams konar skatti og um sé að tefla í máli þessu. Hafi í sumum þeirra m. a. verið deilt um nokkur almenn atriði, sem gátu hafa haft meiri eða minni verkanir á skattgreiðslur annarra gjaldenda, og hugsanlegt, að dómstólar mætu þær á annan veg en skattayfirvöld höfðu gert og hafi síðast dómur í slíku máli gengið í Hæstarétti 30. janúar s.1. Mun ekki hafa verið talið rétt að ganga almennt til uppboðs lögtekinna eigna, meðan atriði sem gátu haft almenna og víðtæka þýðingu, var óútkljáð hjá dómstólum. En eftir að sýnt hafi verið, að ekki yrðu frekari breytingar gerðar hjá dómstólum, sem gætu skipt fjölda gjald- enda máli, hafi þegar verið hafizt handa um að ganga til uppboðs hjá þeim, sem enn áttu ógreidda skatta. Innheimta skattsins hafi hins vegar hafizt þegar á árinu 1958, sbr. auglýsingu fjármála- ráðuneytisins nr. 194 8. desember 1958, enda muni meiri hluti gjaldenda hafa greitt skatta á næstu 2 árum og ýmsir síðar. Gagnvart þeirri mótbáru gerðarþola, að krafan sé fyrnd, heldur sóknaraðili því fram, að lögtaksgerð sé dómsígildi og fyrnist því á 10 árum samkvæmt 4. gr. fyrningarlaganna nr. 14/1905, og í öðru lagi, að veðréttur á fasteign fyrnist ekki, þótt krafa sem slík fyrnist. Andmæli varnaraðilja gegn því, að uppboðið megi fara fram, eru byggð á eftirfarandi atriðum: Hann bendir á, að hann hafi í öðru máli út af sams konar skatti andmælt gildi laga nr. 44/1957 með breytingum, sem á þeim 237 hafi orðið bæði fyrir héraðsdómum og Hæstarétti, svo og reglu- gerðum, er settar hafa verið samkvæmt þeim. Þá hafi Hæstiréttur með tveimur dómum sínum numið úr gildi mikilvæg atriði lag- anna, sem sé með dómi nr. 116/1958 frá 29. nóvember 1958 og í málinu nr. 129/1959, uppkveðnum 7. desember 1959. Fyrri dóm- urinn nemi úr gildi 1. mgr. 4. gr. laganna um mat á hlutabréfum og síðari dómurinn nemi úr gildi reglur síðustu mgr. 2. gr. lag- anna um mat á fyrifram greiðdum arfi. Eftir alla þessa meðferð hafi orðið að margreikna skatt gjald- enda og hafi skatturinn hrapað niður um meira en helming. Muni slíkt einsdæmi á Íslandi um skattalög og skattheimtu. Sé óhæfa að fylgja fram slíkum lögum, þótt ekkert kæmi til annað, enda séu engar líkur til, að lögin séu í samræmi við vilja Alþingis 1957, hvað þá nú. Það nái því engri átt að leyfa uppboð á eign eftir lögtaki, framkvæmdu á þeim grundvelli, sem hér hefur verið rakið. Önnur meginástæða varnaraðilja er, að fyrning skattsins standi fyrir uppboði. Bent er á, að gjalddagi skattsins sé 16. ágúst 1958 samkvæmt auglýsingu fjármálaráðuneytisins nr. 194/1958 og að skatturinn fyrnist á 4 árum, sbr. 3. tl. 3. gr. laga um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14 20. október 1905. Lögtaks hafi verið beiðzt 5. ágúst 1960, og hafi það verið framkvæmt 2. maí 1961. Samkvæmt því telur varnaraðili kröfuna vera fyrnda 5. ágúst 1964 og í síðasta lagi 2. maí 1965. Varðandi þá málsástæðu sóknaraðilja, að lögtaksgerð sé dóms- ígildi og fyrnist því ekki fyrr en eftir 10 ár, hefur varnaraðili staðhæft, að það væri alrangt, og hefur fært fram fyrir því eftir- farandi rök: Hann bendir á, að samkvæmt 3. tl. 3. gr. fyrningar- laganna fyrnist á 4 árum „kröfur, er lögtaksrétt hafa“, þ. á m. skattkröfur, enda séu þetta í eðli sínu tímabundnar (periodiskar) greiðslur alveg eins og vextir og aðrar greiðslur samkvæmt 2. tl. 3. gr. sömu laga, sem fyrnast á 4 árum, enda sé það útkljáð með dómi Hæstaréttar (Hrd. KXKII, bls. 591), að svokallaður stór- eignaskattur fyrnist á 4 árum. Varnaraðili bendir á, að álagning skatts ásamt birtingu lögtaksúrskurðar sé aðfararheimild og ýmsar aðrar reglur gildi um dóma en lögtak, það sé skýrt tekið fram um dóma í 1. mgr. 4. gr. fyrningarlaganna, að þeir fyrnist á 10 árum og teljist fyrningarfresturinn „frá dómsuppsögu án tillits til fjárnámsfrests“, 1. mgr. 5. gr. Hins vegar séu lögákveðnir gjalddagar eftir hvern gjalddaga og sé gjalddagi hér umrædds gjalds talinn 16. ágúst 1958, en samkvæmt 1. mgr. 5. gr. fyrn- 238 ingarlaganna teljist fyrningarfrestur „frá þeim degi, er krafa varð gjaldkræf“, eða í þessu tilfelli frá 16. ágúst 1958. Sé þetta aðal- regla, en ákvæðin í 5— 12. gr. sömu laga valdi lengingu fyrn- ingarfrestsins í sumum tilfellum, en það sé aðeins hagkvæmis- reglur. Þá hefur varnaraðili vísað til ákvæða 12. gr. fyrningar- laganna, sem sé eingöngu til að tryggja framgang lögtaks, sem byrjað sé fyrir fyrningarfrestinn. Þá bendir varnaraðili á, að samkvæmt 4. gr. fyrningarlaganna fyrnist á 10 árum: Kröfur samkvæmt skuldabréfi, dómi eða opin- berri sátt, er ekki falla undir ákvæði 2. gr., svo og allar aðrar kröfur, sem ekki er settur annar fyrningarfrestur fyrir í 2. og ð. gr. Ljóst sé, að þetta síðastnefnda ákvæði 4. gr. komi hér ekki til greina, þar sem opinber gjöld fyrnist eftir ákvæði 3. tl. 3. gr. Hvergi sé heldur innt að því, að lögtak skapi 10 ára fyrningar- frest. Þvert á móti, atriðin í 1. mgr. 4. gr. séu talin tæmandi upp og algerlega sé óheimilt að lögjafna frá þeim. Varnaraðili hefur talið það vafalaust, að ekki megi framkvæma nauðungaruppboð á lögtekinni eign, ef fyrnt sé gjald það, er ljúka skal, og ætlar, að þetta muni gilda um allar eignir, og sé þetta leitt af lögjöfnun 3. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905 um lausafé, en sama hljóti að gilda um lögtekna fasteign. Þá hefur varnar- aðili skírskotað til þess, að veð sé að jafnaði stofnað með vilja- yfirlýsingum eða frjálsum samningi tveggja aðilja. Við aðför stofnist sérstakur réttur gerðarbeiðanda yfir fjárnuminni eða lög- tekinni eign og tali menn þá um aðfararveð, þetta sé þó í raun- inni rangnefni, þar sem veðsetning sé réttskoðað aðeins frjáls gerningur. Fjárnám byggist að vísu á fjárkröfu, sem maður hefur eignazt á hendur öðrum manni. Slík krafa geti þó orðið til með allt öðrum hætti en í frjálsum viðskiptum manna á milli. Það nái því engri átt, að aðfararveð standi lengur en krafa sú, sem með aðför er tryggð, jafnvel þótt rétt væri, að fasteignaveð fyrir venjulegri skuldakröfu gæti staðið lengur en krafan sjálf. Einnig skírskotar varnaraðili til þess, að löggjafinn hafi ákveðið, að fjárnám falli niður, þótt krafa sé í fuilu gildi, sjá t. d. 2. mgr. 50. gr. laga um aðför nr. 19 4. nóvember 1887. Þá hefur gerðarþoli borið það fyrir sig, að ósamræmi yrði í innheimtunni, þegar veðrétturinn fellur niður í lausafé, en ætti að haldast, ef svo hefur viljað til, að fasteign hefur verið lögtekin. Loks hefur varnaraðili skír- skotað til þess, að árstíðarbundnar greiðslur samkvæmt 2. tl. 3. gr. fyrningarlaganna fyrnist á fjórum árum og með þeim sjálfs- 239 vörzluveðréttur í lausafé, er fyrir þeim hefur verið settur, sbr. 4. mgr. 1. gr. sömu laga. Þá hefur varnaraðili borið fyrir sig ákvæði 2. gr. lögtakslag- anna, þar sem segir, að lögtaksrétturinn fyrnist á 2 árum frá gjalddaga, þó sé nóg, að lögtaks hafi verið beiðzt, áður en frestur sé liðinn, enda fylgi beiðandi fram lögtakinu með hæfilegum hraða. Hér sé meginregla, er hljóti að gilda um alla innheimtu gjalda. Lögtak er heimilað til hagræðis fyrir gerðarbeiðanda, en hæti- legur hraði skuli á hafður og sé það ákvæði til hagsmuna gerðar- þola, þ. e. hann eigi kost á úrslitum málsins án óþarís dráttar þar á, þótt fjárnám sé sérstök réttargerð og uppboð önnur, þá sé hvort tveggja þáttur í sömu innheimtunni. Það geti ekki talizt að framfylgja slíkri innheimtu með hæfilegum hraða, þegar fyrst sé beðið um nauðungaruppboð, nærri sjö árum eftir að lögtak fór fram og nærri tíu árum eftir gjalddaga kröfunnar. Eigi þetta að valda því út af fyrir sig, að synja eigi um uppboðið. Fyrst ber að athuga þá mótbáru varnaraðilja, að skattálagn- ingin sé ekki lögleg. Með tilliti til dóma, sem gengið hafa um svokallaðan stóreignaskatt, sbr. lögin nr. 44/1957, og þá einkum dóma Hæstaréttar, verða nefnd lög ásamt reglugerð, sem sett hefur verið samkvæmt þeim, nr. 95/1957 að teljast lögleg heim- ild til álagningar nefnds skatts, og þar sem ekki hefur með rökum verið fundið að álagningunni að öðru leyti, verður þessi varnar- ástæða ekki tekin til greina. Þá skal athugað um, hvort fyrningarfresturinn sé liðinn. Skattar samkvæmt lögum nr. 44/1957 fyrnast á 4 árum sam- kvæmt 3. tl.3. gr. fyrningarlaganna nr. 14/1905, sbr. 1. gr. laga nr. 29/1885. Skattkrafa sú, er hér um ræðir, féll í gjalddaga 16. ágúst 1958 og hafði því fyrnzt 16. ágúst 1962, ef lögtaksaðgerðir þær, er hófust 5. ágúst 1960 og lauk með lögtaki 2. maí 1961, hefðu ekki slitið fyrningu, sbr. 12. gr. fyrningarlaganna. En þá er úrlausnarefnið það, hvað sá frestur er langur. Þess er ekki getið í 12. gr. fyrningarlaganna, hversu hinn nýi fyrningarfrestur verð- ur langur, né annars staðar í þeim lögum, en tekið er fram í niður- lagi 6. gr. laganna, að hafi skuldabréf verið útgefið, dómur gengið eða sátt gerð um kröfuna, þá fyrnist hún samkvæmt ákvæðum 4, gr., sbr. 5, gr., þ. e. á 10 árum. Þó má ráða það af 6. gr. fyrn- ingarlaganna, að aðalreglan sé, að nýr fyrningarfrestur verði jafnlangur hinum fyrri. 240 Í 4. gr. fyrningarlaganna er ekki vitað, að lögtaksgerðin, né heldur í niðurlagi 6. gr. sömu laga (sic), og í 12. gr. er sérstak- lega fjallað um lögtaks-, fjárnáms- og uppboðsgerðir, en í 11. gr. er fjallað um venjulega málssókn til að afla dóms. Það verður því með engu móti fengið út úr lögum, að lögtak jafngildi dómi í þessu sambandi, enda er fjallað um lögtak, fjárnám og uppboð sérstaklega í þessu sambandi í fræðiritum og málssókn sérstak- lega. Það verður því að telja, að fyrningarfrestur skattkröfu þeirrar, er hér um ræðir, hafi runnið út, þegar fjögur ár voru liðin, frá því lögtaksaðgerðir byrjuðu, eða 5. ágúst 1964. En í 1. gr., 3. mgr., fyrningarlaganna segir svo: „Haldsréttur og veðréttur ónýtist ekki, þótt skuldin fyrnist, nema sjálfsvörzluveðréttur í lausafé; hann fellur úr gildi um leið og krafan fyrnist, nema að því er snertir lausafé með veðsettri fasteign ...“. Hér er hins vegar um að tefla veð í fasteign. Gerðarþoli virðist halda því fram, að „lögtaksveð“ sé ekki með í merkingu fyrningarlaganna. Þetta fær þó ekki staðizt. Við fjárnám og lögtaksgerð er talið lögum samkvæmt, að svokallað aðfararveð stofnist, sbr. t. d. 34. gr. og 90. gr. skiptalaganna, 50. gr. aðfararlaganna og 22. gr. gjaldþrotaskiptalaga, og verða ekki fundin rök fyrir því, að þessi skilningur nái ekki einnig til að- fararveðs með tilliti til ákvæða fyrningarlaga. Það verður því ekki á það fallizt, að aðfararveð sé óæðra öðrum veðrétti í þessu sambandi. Það er talin meginregla, að veðréttur falli ekki niður, þótt krafan, sem tryggja átti, fyrnist, og er þetta beint tekið fram í 3. mgr. 1. gr. fyrningarlaganna. Þó eru vissar undantekn- ingar frá þeirri reglu í lögum. Í síðastgreindri lagagrein segir svo: „Haldsréttur og veðréttur ónýtist ekki, þótt skuldin fyrnist, nema sjálfsvörzluveðréttur í lausafé; hann fellur úr gildi um leið og krafan fyrnist, nema að því er snertir lausafé, sem er löglegt fylgifé með veðsettri fasteign. ... Ennfremur fellur úr gildi sjálfs- vörzluveðréttur fyrir vöxtum og öðrum kröfum, er ræðir um í 2, tl. 3. gr., þegar krafan fyrnist“. Eins og ljóst er af fyrri til- vitnaðri málsgrein, er það aðeins haldsréttur og sjálfsvörzluveð- réttur í lausafé, sem fellur niður við fyrningu skuldarinnar, en í máli því, sem hér er um fjallað, er fasteign lögtekin, og nær undantekningin því ekki til þessa tilviks, hvað aðalkröfuna snertir, og ekki eru til önnur lagaákvæði, sem ná til þessa atriðis. Ekki verður heldur á það fallizt með varnaraðilja, að það sé svo óeðli- legt að láta það ráða úrslitum í slíkum tilfellum, hvort lausafé 241 eða fasteign hafi verið lögtekin, enda er beinlínis út frá því gengið í lögunum. Ekki verður heldur á það fallizt með gerðar- þola, að dráttur sá, er hefur orðið á því að biðja um uppboðið, eigi að valda synjun uppboðsins. Niðurstaðan verður þá sú, að uppboðið megi fara fram fyrir aðalkröfunni. Varnaraðili hefur krafizt þess sérstaklega, að ekki verði veitt heimild fyrir uppboði vegna vaxtakröfunnar, og hefur þar um vitnað til ákvæða 4. mgr. 1, gr. fyrningarlaganna, sem að ofan er til vitnuð. Talið er, að þetta ákvæði nái jafnt til sjálfsvörzlu- veðréttar í fasteign sem lausafjár, og verður því fallizt á sjónar- mið varnaraðilja um þetta efni, Niðurstaðan verður þá sú, að heimilt sé að láta uppboðið fara fram fyrir skattkröfunni ásamt kostnaði. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Sigurður M. Helgason borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Framangreint uppboð skal fara fram til lúkningar skatt- kröfunni, kr. 183.882.00, ásamt kostnaði. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 28. febrúar 1969. Nr. 185/1967. Reynir Böðvarsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Eiríki Ásbjörnssyni (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. nóvember 1967, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. s. m. Gerir hann þessar dómkröfur: 1. Að stefnda verði dæmt að hlíta því, að kaupum á m/s 16 242 Emmu, VE 1, nú Emmu, ÁR 19, ásamt fylgifé sam- kvæmt afsali, dags. 1. september 1964, verði riftað. 2. Að stefnda verði dæmt að endurgreiða honum kr. 100.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðslu- dags. 3. Að stefnda verði dæmt að greiða honum þinglestrar- og stimpilkostnað kaupskjala, að fjárhæð kr. 34.525.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 6. nóvember 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim tíma til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags. 4. Að stefnda verði dæmt að skila honum þremur veð- skuldabréfum, hverju að fjárhæð kr. 200.000.00, og fjórum veðskuldabréfum, hverju að fjárhæð kr. 100.000.00, sem áfrýjandi gaf út vegna kaupanna. 5. Að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Hinn 23. apríl 1968 dómkvaddi sýslumaðurinn í Árnes- sýslu þá dr. phil. Sigurð Pétursson gerlafræðing og Ingimar Óskarsson grasafræðing „til þess að skoða bátinn Emmu, VE 1, er nú er í slipp á Eyrarbakka“ og kveða upp álit um, „hvort maðkur sá, sem er í viðum bátsins, þrifist í ósöltu vatni, hvort líkur séu til þess, að maðkurinn hafi lifs- og vaxtarskilyrði í viðum báta, er gerðir eru út frá Eyrarbakka, þar sem sjórinn þar er lítt saltur, ... hvort umræddur maðk- ur geti hafa skemmt viði bátsins á því tímabili, frá því hann var afhentur“ áfrýjanda „hinn 1. september 1964 til 28. janúar 1965, er skoðun Skipaskoðunar ríkisins fór fram“. Matsmennirnir kváðu upp mat sitt hinn 14. maí 1968, og eru ályktarorð þeirra þessi: „Við teljum fullvíst, að stærri maðksmugurnar í byrðing v/b Emmu hafi verið þar, þegar báturinn var tekinn í slipp í nóvember 1963. Síðari maðk- smitunin í byrðingnum hefur í síðasta lagi farið fram 243 sumarið 1964, og teljum við sennilegt, að það hafi gerzt, áður en báturinn kom til Eyrarbakka. Ber hvort tveggja til, að tíminn, sem báturinn lá á Eyrarbakka, var stuttur og sjávarhiti þá lækkandi, og að engin merki þess fundust í hafnarmannvirkjunum á Eyrarbakka, að trémaðkur hafi verið þar s.l. 5 ár, enda þótt sjávarselta þar sé nægileg til þess að hann gæti lifað“. Í máli þessu liggja eigi fyrir viðhlítandi gögn eða fullgilt mat um það, hvort eða að hvaða marki áfrýjandi er fær um að skila stefnda hinum seldu hlutum, skipinu Emmu, VE 1, nú ÁR 19, ásamt búnaði þess og veiðarfærum svo á sig komnum og förnum sem þeir voru, þá er áfrýjandi varð þess var, að nefnt skip var haldið leyndum löstum, og ef áfrýjandi er eigi megnugur að skila fjárhlutum þessum í áminnzætu horfi, hversu mikilli fjárhæð nemur rýrnun þeirra í vörzlum hans á þessu tímabili, sbr. 57. og 58. gr. laga nr. 39/1922. Um þessi atriði brestur matsgerð, sem sameina má nauðsynlegri skoðunargerð samkvæmt 2. gr. siglingalaga nr. 66/1963 um það, hvort skipið var, þá er ágallarnir komu í ljós, talið þess vert, að við það væri gert. Í slíkri matsgerð hefði átt að greina út af fyrir sig, hvað viðgerð á hinum leynda fúa og leyndu maðkskemmdum hefði kostað. Ef metið er, að svarað hefði kostnaði að gera við skipið, þegar er hinir leyndu lestir fundust, þyrfti matsgerð að liggja fyrir um, hvort skipið sé nú þess vert, að viðgerð á því borgi sig fjár- hagslega. En í þessu sambandi er þess að geta, að matsgerð þeirra Hjálmars Árnasonar og Egils Þorfinssonar frá 9. jan- úar 1966 er eigi fullnægjandi bæði sökum þess, að stefndi var eigi til hennar kvaddur og hún svarar eigi spurningum um öll þau atriði, sem kanna þarf. Kröfugerð áfrýjanda í málinu, þar sem eigi eru boðin fram lögmæt skil hinna keyptu hluta, gagnasöfnun og mál- flutningur eru enn eigi svo rækileg, að málið hafi komizt á dómhæft stig. Verður því að ómerkja alla meðferð málsins fyrir héraðsdómi og svo héraðsdóminn og frávisa málinu frá héraðsdómi. Rétt er, að málskostnaður falli niður. 244 Dómsorð: Meðferð máls þessa í héraði og hinn áfrýjaði dómur eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 30. desember 1966. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 19. þ. m., er höfðað af Braga Björnssyni héraðsdómslögmanni, Vestmannaeyjum, f. h. Reynis Böðvarssonar, Sandi, Eyrarbakka, Árnessýslu, með stefnu, útgef- inni 14. október 1965, birtri 19. s. m., á hendur Eiríki Ásbjörns- syni útgerðarmanni, Urðavegi 41, Vestmannaeyjum, til riftingar á kaupum á m/b Emmu, VE 1. Stefnandi gerði í upphafi þær réttarkröfur: I) Að stefndi verði dæmdur til að þola, að kaupum á m/b Emmu, VE 1, ásamt fylgifé samkvæmt afsali, útgefnu 1. septem- ber 1964, verði riftað með dómi. Il) Að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda greiðslu upp í kaupverð bátsins, kr. 100.000.00, með 7% árs- vöxtum frá 1. nóvember 1964 til 31. desember s. á. og með 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. III) Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda þinglestrar- og stimpilkostnað kaupskjala vegna kaupanna, kr. 34.525.00, með 7% ársvöxtum frá 6. nóvember 1964 til 31. desember s. á. og með 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. IV) Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda endur- bóta- og viðgerðarkostnað á vél bátsins, kr. 25.000.00, með 6% ársvöxtum frá 1. febrúar 1965 til greiðsludags. V) Að stefndi verði dæmdur til að skila stefnanda þremur veðskuldabréfum, hverju að fjárhæð kr. 200.000.00, og fjórum veðskuldabréfum, hverju að fjárhæð kr. 100.000.00, er gefin voru út í sambandi við kaupin. VI) Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda hæfilegan málskostnað að mati réttarins. Í lok málsins féll stefnandi frá kröfu sinni í IV. lið og hækkaði vaxtarkröfur sínar samkvæmt II. og ITI. lið upp í 7% frá 1. janúar 1966 til greiðsludags, en að öðru leyti voru vaxtakröfur hans óbreyttar svo og aðrar kröfur. Stefndi mætti í málinu og gerði þær réttarkröfur, að hann yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og verði stefnanda 245 gert að greiða honum hæfilegan og þó ríflegan málskostnað eftir mati réttarins. Með afsali, útgefnu 1. september 1964, seldi stefndi stefnanda mótorbát sinn, Emmu, VE 1, ásamt 4 þorskanetjatrossum með tilheyrandi (kúlum, steinum, drekum og baujum), 4 dragnótum og einni þorskanót, tveim humartrollum og öllum togútbúnaði. Einnig fylgdu með í kaupunum öll varastykki í vél, sem bátnum tilheyrðu, svo og annað, sem bátnum fylgdi eða fylgja bar. Söluverð bátsins var kr. 700.000.00, en söluverð veiðarfæra og annars fylgifjár kr. 400.000.00, eða samtals kr. 1.100.000.00. Greiðslu var hagað þannig, að kaupandi gaf út víxil að fjárhæð kr. 100.000.00 með gjalddaga 1. nóvember 1964. Fyrir eftirstöðv- unum gaf hann út 7 veðskuldabréf, sem greiðast áttu á næstu 10 árum með 7% ársvögxtum — þrjú að fjárhæð kr. 200.000.00 hvert, en fjögur að fjárhæð kr. 100.000.00 hvert. Tekið var fram í afsalinu, að báturinn væri seldur í því ástandi, sem hann þá var í og kaupandi hefði kynnt sér og sætt sig við að öllu leyti. Seljandi ábyrgðist, að engar veðskuldir hvíldu á bátnum og engar sjóveðkröfur mundu á hann falla. Svo er sagt, að seljandi hafi lagt fram haffærisskírteini fyrir bátinn og kaupandi hafi gengið úr skugga um, að það væri í fullu gildi. Að lokum er tekið fram, að kaupandi taki við bátnum í Reykjavíkurhöfn ásamt fylgifé, allt í því ástandi, sem það er í. Eins og fram kemur í afsalinu, fylgdi haffærisskírteini bátn- um. Haffærisskírteinið var byggt á vottorði skipaskoðunarmanna í Vestmannaeyjum um aðalskoðun, sem fram fór 24. júní 1964. Við skoðunina reyndist bátur og búnaður í lagi að undanskildum nokkrum atriðum, sem lutu að búnaði hans. Að því tilskyldu, að úr því yrði bætt, mæltu skipaskoðunarímenn með haffærisskírteini til ársloka 1964. Við vitnaleiðslu í máli þessu upplýsti aðalskipa- skoðunarmaðurinn hér, að eftir að mælt var fyrir, að aðalskoðun skyldi fara fram árlega, hafi aðeins verið mælt með haffæris- skírteini til næstu áramóta. Þeirri reglu hafi verið fylgt, er bát- urinn var skoðaður í umrætt sinn. Stefnandi veitti bátnum móttöku, um leið og afsal var gefið, og gerði bátinn síðan út frá Eyrarbakka fram ettir haustinu 1964. Síðan lá báturinn á legunni á Eyrarbakka til 18. janúar 1965, en var þá dreginn á land og tekinn upp í slipp. Stefnandi varð þess þá var, að maðkur var í súð bátsins, og sneri sér til Skipaskoðunar ríkisins og óskaði eftir, að skipaskoðunin léti framkvæma skoðun á bátnum. Magnús Guðmundsson skipaskoðunarmaður kom þá 246 austur og skoðaði bátinn 28. janúar 1965. Gaf hann skýrslu um athugun sína, og er hún á þessa leið: „Við skoðun kom í ljós, að ytri súð skipsins er orðin maðk- smogin um sjólínu báðum megin í afturskipinu, svo endurnýja verður talsvert magn ytri súðar (10—18 pl.) þess vegna. Skoðun leiddi enn fremur í ljós, að öll upprunaleg ytri súð skipsins er orðin meira og minna fúin. Þverskeyti halda ekki hampi, og feyra er mjög mikil í innhlið ytri súðar. Gera verður þær kröfur að endurnýja alla ytri súð skipsins. Dekkgrind undir lestarlúgu er mjög léleg, og verður að endurnýja hana. Innviðir skipsins (bjálka- súð og húfsýjur) voru skoðaðar í lest og reyndust svartir og stökkir, og verður að endurnýja þá. Skoðun á böndum var ekki framkvæmd og ekkert rifið frá til skoðunar“. Stefnandi tilkynnti stefnda í símtali hinn 20. janúar 1965, að hann hefði fundið sjávarmaðk í bátnum, og er ofanrituð skýrsla lá fyrir, skrifaði lögfræðingur hans bréf til stefnda, dags. 15. febrúar 1965, og kvað skoðun af hálfu ríkisskoðunarstjóra hafa leitt í ljós, að báturinn væri óbætanlegur og gerónýtur og um stórfellda leynda galla hafi verið að ræða, þegar sala fór fram. Kvað hann því stefnanda krefjast riftingar á kaupunum að öllu leyti og setti fram sömu kröfur eða svipaðar og gerðar eru í máli þessu. Stefndi svaraði með bréfi, dags. 18. febrúar 1965, og mót- mælti því harðlega, að báturinn hefði verið með leynda galla, er stefnandi fékk afsal fyrir honum, og riftunarkröfunni mótmælti hann sem fjarstæðu. Maðk kvað hann ekki hafa verið í bátnum, meðan báturinn var í hans eigu, og aldrei hefði hann fengið maðk í bát í þau 40 ár, sem hann gerði út, enda hafði hann alltaf botn- hreinsað báta sína reglulega. Hann kvaðst hafa sagt stefnanda, er hann tók við bátnum, að kominn væri tími til að botnhreinsa bátinn, en stefnandi hafi þá svarað, að báturinn væri hreinn og það væri ekki svo aðkallandi. Kveðst stefndi þá hafa sagt honum, að hann yrði að botnhreinsa bátinn í októberlok, er hann hætti dragnótinni, en þá hafi verið fyrirhugað, að báturinn færi í slipp hjá Dráttarbraut Vestmannaeyjar h/f, og kveðst stefndi hafa pant- að pláss fyrir hann þar að beiðni stefnanda. Síðan hafi stefnandi afþakkað slippplássið og sagzt mundu taka bátinn upp á Eyrar- bakka. Hélt stefndi því fram, að það væri stefnanda sjálfum að kenna, ef maðkur hefði komið í bátinn, þar eð hann hefði látið hjá líða of lengi að botnhreinsa bátinn. Skýrslu skipaskoðunar- mannsins kvað stefndi bæði ónákvæma og ranga og ástand báts- ins hefði stefnandi sjálfur kynnt sér, er kaupin fóru fram. 247 Hinn 5. marz 1965 skrifaði lögfræðingur stefnanda bréf til Magnúsar Guðmundssonar skipaskoðunarmanns og spurðist fyrir um, hvort efni skýrslu hans væri rétt skilið á þann veg, að hann teldi bátinn óviðgerðarhæfan, þ. e. ónýtan. Magnús Guðmundsson svaraði með bréfi, dags. 9. marz 1965, og benti á, að í skýrslu sinni væri þess getið, að bönd hefðu ekki verið skoðuð og ekkert rifið frá til skoðunar. Væri því ekki í skýrslunni um neina ákvörð- un á viðgerðarhæfni skipsins að ræða, heldur væri hér aðeins skýrsla um skoðun, sem afhent var eiganda, svo að hann gæti tekið ákvörðun um framhaldsskoðun og fúarannsókn. Hinn 11. marz 1965 skrifaði lögmaður stefnanda svo skipaskoð- unarstjóra og sendi honum endurrit af skoðunarskýrslu skipa- eftirlitsmannanna í Vestmannaeyjum 24. júní 1965. Óskaði hann eftir áliti og umsögn skipaskoðunarstjóra um skýrslur þessar, sem bæri svo mjög á milli. Jafnframt mæltist hann til, að skipa- skoðunarstjóri léti 2 skoðunarmenn framkvæma ítarlega endur- skoðun á bátnum, þar sem hann stæði uppi í dráttarbraut á Eyrar- bakka. Skipaskoðunarstjóri sendi tvo skipaskoðunarmenn austur, þá Hafliða J. Hafliðason og Magnús Guðmundsson, og framkvæmdu þeir skoðun á bátnum 1. apríl 1965. Skýrslu þeirra sendi skipa- skoðunarstjóri lögmanni stefnanda með bréfi, dags. 8. apríl s. á. Tók hann þar meðal annars fram, að ekki væri hægt að ætlast til þess, að eftirlitsbækur almennt gefi glögga hugmynd um ástand skipa, því að þar væri yfirleitt einungis fært inn ágrip af skoð- unargerðum og oft ekki annað en yfirlýsing um haffæri skipa. Hann kvað Magnús Guðmundsson hafa skoðað bátinn mjög gaum- gæfilega, vegna þess að eigandi bátsins hringdi til skrifstofunnar og kvaðst hafa grun um, að maðkur væri kominn í byrðing. Skipa- skoðunarstjóri gat þess að lokum, að væntanlegir kaupendur báta væru alltaf velkomnir á skrifstofuna til þess að afla sér upplýs- inga um báta, sem þeir hugðust kaupa, og væri um gamla báta að ræða, væri það föst regla skipaskoðunarinnar að ráðleggja þeim að láta fram fara gagngera skoðun á bátunum, áður en þeir festa kaup á þeim. Skýrsla Hafliða J. Hafliðasonar og Magnúsar Guðmundssonar um skoðun þeirra hinn 1. apríl 1965 er á þessa leið: „Fimmtudaginn 1. apríl þ. á. skoðuðum við undirritaðir m.b. „Emmu II“, VE 1 (ex Hrönn), þar sem hún stóð í slipp á Eyrar- bakka. Báturinn er smíðaður í Nýborg á Fjóni árið 1916 og er 248 því 49 ára á þessu ári. Það má telja nokkuð háan aldur á fiskibát, þar sem telja má mikið af efni bátsins frá fyrstu tíð. r Kjölur: Kjölurinn er smíðaður úr beyki og er í einni lengd, sennilega frá fyrstu tíð. Ekki fundum við teljandi galla á kjöln- um, hann er að vísu sponsaður á nokkrum stöðum, en þar sem við gátum rifið spons af, voru ekki hættulegir gallar undir spons- inu. Hins vegar má gera ráð fyrir, að kjalboltar séu tærðir milli bands og kjalar, og er brýn þörf á að reka úr nokkra kjalbolta til athugunar á því atriði, verði gert við bátinn. Stefni: Afturstefni virðist vera nýlegt, eða síðan afturenda bátsins var breytt. Og virðist ekkert athugavert við það. Framstefni lítur ekki illa út að utan að sjá, en innra stefnið er rifið að sjá eftir stefnisboltana. Má búast við, að það verði að endurnýjast, þegar byrðingsendar eru rifnir frá. Böndin: Böndin er smíðuð úr eik. Annað hvort band tvöfalt úr 5" þykkri eik, saman boltað með 2"—2%" lofti milli stykkj- anna. Bandið á milli er einfalt úr 5“ þykkri eik, fría bilið milli banda er 5" til 6". Þetta má heita mjög sterk bandgrind í ekki stærri bát. Þar sem við gátum komizt að til að athuga ástand bandanna, sem aðallega var í lestinni, var ásigkomulag þeirra alls ekki slæmt, miðað við aldur. Að vísu var komin feyra eða fúahúð utan á böndin, sem alltaf er eðlileg á þetta gömlum eikar- böndum, en fúa urðum við ekki varir við nema í bandendum efst uppi við þrömina, sem mun stafa af þilfarsleka og leka með skjólborðsstoðum og þröm. Þá má búast við, að fúi komi í ljós í böndum, þegar meira er rifið frá, einkum fremst og aftast. Byrðingur: Byrðingur undir vatnslínu er úr beyki, en yfir vatnslínu úr eik. Víða er komin fúahúð innan á byrðinginn bæði yfir og undir vatnslínu, einnig milli banda og byrðings. Þegar svo er komið, má gera ráð fyrir, að allur byrðingssaumur sé meira og minna tærður og ónýtur. Við þessu er ekkert að gera annað en rífa allan gamla byrðinginn af, skafa alla fúahúð af böndunum og endurnýja byrðinginn. Byrðingur er víða maðk- étinn, sérstaklega um sjólínu. Bjálkasúð: Bjálkasúð er úr eik. Víða eru komnir fúablettir í bjálkasúðina. Þilfarsbitar og langstykki: Þilfarsbitar og langstykki er úr eik, bitaendar eru fúnir á pörtum. Sérstaklega eru bitar og langstykki við lestarop mjög lélegt, einnig láréttu eikarbitahnén, þau sem séð verða í lestinni. 249 Innsúð: Innsúð er úr eik og furu, er orðin mjög léleg og fúa- blettir víða í lestinni, þar sem séð verður. Þilfar: Þilfar úr furu, er orðið rúmlega 20 ára, nokkuð slitið á köflum, en annars ekki illa útlítandi“. Hinn 23. maí 1965 fór stefnandi þess á leit, að sýslumaðurinn í Árnessýslu dómkveddi tvo skipasmíðameistara til þess að gera endanlega rannsókn á bátnum í því skyni að fá úr því skorið, hvort um leynda galla hafi verið að ræða vegna maðkskemmda, er báturinn var seldur. Benti hann jafnframt á sem líklega til þess að framkvæma þetta verk með trúmennsku og samvizku- semi þá Egil Þorfinnsson skipasmíðameistara, Keflavík, og Hjálm- ar Árnason skipasmíðameistara, Reykjavík. Sýslumaður varð við þessum tilmælum og dómkvaddi nefnda menn í þessu skyni. Framkvæmdu þeir svo skoðun á bátnum að viðstöddum aðiljum málsins og skiluðu álitsgerð, dags. 25. júní 1965. Er hún á þessa leið: „samkvæmt dómkvaðningu sýslumannsins í Árnessýslu, dags. 25. maí s.l., höfum við undirritaðir skoðað maðkskemmdir í byrð- ing m/b Emmu, VE 1, þar sem skipið stendur uppi í slippnum á Eyrarbakka. Í bréfi Reynis Böðvarssonar, dmsk. nr. 1, er sérstaklega óskað eftir að fá úr því skorið, hvort um leynda galla hafi verið að ræða, þegar skipið var selt, þ. e. hvort maðkskemmdir hafi verið í skipinu, þegar afhending fór fram til Reynis Böðvarssonar 10/9 1964. Við athugun kom í ljós, að byrðingur er maðksmoginn á aftan- verðu skipinu um sjólínu sem næst þrjár plankaraðir á hvorri síðu tvær plankalengdir fram, þ. e. í allt 12 plankar af mismun- andi lengdum. Mestar eru maðkskemmdirnar stb. um sjómál á móts við stýris- hús aftanvert, þar er byrðingurinn alveg gegnsmoginn á parti. Að athuguðu máli teljum við ekki hægt að ákvarða nákvæm- lega þann tíma, sem báturinn hefur maðksmogið, til þess er m. a. of langur tími liðinn, frá því báturinn var tekinn á land og þar til við skoðuðum hann. Við viljum þó benda á eftirfarandi: Báturinn stóð í slipp í Vestmannaeyjum frá því í nóvember 1963 til aprílloka 1964. Síðan er báturinn seldur til Reykjavíkur 27/6 s. á. og þá nýskoðaður af skoðunarmanni í Vestmannaeyjum. Báturinn er gerður út frá Reykjavík í ca. tvo mánuði og er seldur Reyni Böðvarssyni á Eyrarbakka 10/9 s. á. og gerður þaðan út til 18/10 s. á. Síðan liggur báturinn á legunni á Eyrarbakka til 250 18/1 1965, en þá er hann tekinn í slipp á Eyrarbakka, og þá finn- ast í honum maðkskemmdirnar. Nú er mjög ólíklegt, að báturinn hafi fengið maðk í sig, meðan hann var gerður út, og útilokast þá tímabilið frá júlíbyrjun til 18. okt. þ. á. Þá er um að ræða tíma- bilið, frá því hann fer úr slipp í Vestmannaeyjum og þar til hann er seldur til Reykjavíkur, sem er 57 dagar, og tímabilið, sem hann liggur á legunni á Eyrarbakka, sem er þrír mánuðir. Í þessu sambandi er rétt að geta þess, að mjög sjaldgæft er, að bátar maðksmjúgi á Eyrarbakka, við þekkjum þess engin dæmi, aftur á móti er það til í Vestmannaeyjum, að bátar verði fyrir maðkskemmdum. Eins teljum við vafasamt með hliðsjón af hinum miklu maðkskemmdum, sem eru í stb. á Emmu og áður hefur verið getið, að það hefði getað skeð á síðustu þremur mánuðum, sem báturinn lá í sjó. Að síðustu viljum við benda á, að á maðksmognu timbri ber mjög lítið á götunum eftir maðkinn yzt í timbrinu. Það er fyrst, þegar fjarlægt hefur verið yzta lag viðarins, sem götin koma í ljós í fullri stærð. Þess vegna verður að skoða báta, þar sem hætta er á maðki í sjónum, sérstaklega vandlega“. Eftir að mál þetta hófst, fór lögfræðingur stefnanda þess á leit við oddvita Eyarbakkahrepps, að hann fengi tvo sérfróða menn til að meta, hvað kosta muni að gera við m/b Emmu, VE 1, þannig að hún yrði í fullkomnu lagi samkvæmt kröfum Skipa- skoðunar ríkisins. Oddvitinn óskaði þá eftir dómkvaðningu í þessu skyni með bréfi, dags. 26. nóvember 1965, og benti á sömu menn og áður höfðu verið dómkvaddir vegna málsins, þá Egil Þorfinnsson og Hjálmar Árnason. Sýslumaðurinn í Árnes- sýslu dómkvaddi síðan menn þessa hinn 29. nóvember 1965 til þess að framkvæma umbeðið mat. Skoðuðu þeir bátinn 18. des- ember 1965 að stefnanda viðstöddum og enn fremur að viðstödd- um Eiríki Guðmundssyni skipaskoðunarmanni svo og oddvita Eyrarbakkahrepps, sem raunar var ekki viðstaddur nema skamma stund. Stefndi var ekki viðstaddur og virðist ekki hafa verið boðaður. Matsmennirnir skiluðu matsgerð, dags. 9. janúar 1966, og er hún á þessa leið: „Samkvæmt skoðunarvottorði frá Skipaskoðun ríkisins, dags. 1/4 1965, verður að skipta um mikinn hluta byrðingsins á bátn- um, bæði vegna maðkskemmda og vegna fúa í köntum hbyrð- ingsplankanna og eins vegna fúa á innhlið þeirra. Þá er saumur mjög tærður í elzta hluta byrðingsins, og er talið í skýrslunni 251 nauðsynlegt að skipta um allan elzta byrðinginn, m. a. af þessum sökum. Við höfum því lagt til grundvallar í matsgerðinni, að allur elzti byrðingurinn yrði endurnýjaður og að sjálfsögðu allur maðk- smoginn byrðingur, þá höfum við reiknað með, að endurnýjaður yrði sá annar byrðingur, sem eitthvað sér á að ráði. Alls höfum við reiknað með, að endurnýja þurfi 1.420 fet að byrðing. Gert er ráð fyrir, að hampþétta þurfi allan byrðing bátsins og þilfars- umgerð og fara yfir hampþéttingu á þilfari eftir þörfum. Kjalarhællinn er nokkuð slitinn, og teljum við, að setja þurfi á hann járnhlífar, sem nái 2 m fram og ca. 80 cm upp á stefnið. Þá er gert ráð fyrir, að athuga þurfi kjalarboltana á 3—5 stöðum, og er slitkjölurinn þá endurnýjaður um leið. Öll brot á skjól- borðsklæðningu eru meðreiknuð og eins að endurnýjuð séu ca. 20 fet af öldustokk á hvorri hlið að aftan. Hnísan að framan er nudduð og skemmd, og reiknum við með að setja járnhlíf á hana ca. 2 m langa. Vantar og stagur á frammastri eru ónýtir, stag- bolti í framstafni er ónýtur, og er þetta tekið með í matið. Slit er undan keðjulásnum á stýrissveif, sem verður að gera við. Nálar- bekkur bb megin við forvant er brotinn. Hattur á reykröri er ónýtur. Gert er ráð fyrir að skipta um innra stefni í bátnum og endurnýja hluta af bjálkasúð í lúkar stb. Til þess að komast að þessum hlutum verður að losa hluta af innréttingu í lúkar og setja upp aftur að lokinni endurnýjun innra st. og bjálkas. Reiknað er með, að taka þurfi báða vatnstankana, sem eru aftan við lúkarsþilið, yfirfara þá, mála og sementsbera innan. Að okkar áliti er garnering og gólf ónýtt í fiskilestinni, ef ekki af fúa þá vegna kolsýru, sem er Í viðnum og gerir lestina óhæfa til notk- unar. Við reiknum með því að endurnýja alla garneringu í lest- inni og lestargólf, en það leiðir af sér, að rífa verður bæði þilin aftan og framan, til þess að hægt sé að skeyta garneringuna rétt. Losa þarf af sömu orsökum fremri olíutanka í vélarrúmi. Lestar- karmur og langstykki eru að okkar áliti ónýtt. Bæði er karmurinn of lágur skv. reglugerð, og svo er hann og langstykkin mjög slitin, og lestarhlerarnir eru of þunnir og verða að endurnýjast. Setja verður upp að nýju fiskveiðiljósin í frammastur. Þar sem bátur- inn hefur verið svo lengi án notkunar, verður að yfirfara alla raf- lögnina, setja nýja ljósageyma, þar sem þeir gömlu eru ónýtir, yfirfara töflurnar o. fl. Mersanseg| er ónýtt, fali og blakkir í lausum reiða þarf að yfirfara. 12 manna gúmmíbátur er ónýtur. 252 Loftnet frá talstöð er slitið niður. Meiri hluta af ýmsum búnaði þarf að endurnýja, s. s. bjargb., bjarghr., slökkvit., rakettur, meðalakassa o. m. fl. Ljósavélina þarf að hreinsa upp og eins aðalvélina. Reimar og keðjur við dælur og rafala þarf að endur- nýja. Dýptarmæli þarf að gera við. Þá þarf að sjálfsögðu að mála allan bátinn utan og innan og merkja. Hvað böndum viðvíkur, munum við ekki í þessari matsgerð reikna með neinni viðgerð á þeim, þar sem ekki verður ákveðið um, hvað þurfi að endurnýja af þeim, fyrr en byrðingur hefur verið rifinn burt. Við viljum þó benda á, að mjög er líklegt, að eitt- hvað af böndum þurfi að endurnýja, og styðjumst við þar við reynslu okkar af viðgerðum af þetta gömlum bátum, en bátur- inn er byggður 1916 og er því 50 ára gamall, og þó að miklar viðgerðir hafi farið fram á honum, þá munu böndin flestöll vera frá fyrstu tíð. Að okkar áliti er mjög hæpið, að hægt sé að framkvæma við- gerðina á Eyrarbakka, bæði sökum manneklu og slæmrar aðstöðu til svona stórviðgerðar. Við höfum því áætlað og tekið með í matið kostnað við að koma bátnum til Vestmannaeyja eða Faxa- flóa, og er reikað með bráðabirgðaþéttingu á honum. Kostnað þennan teljum við kr. 62.000.00. Innifalið í matsgerðinni er slipp- leiga í 150 daga, sem er að okkar áliti skemmsti tími, sem við- gerðin tekur. Að síðustu viljum við taka fram, að þessi greinargerð lýsir stærstu atriðum, sem liggja til grundvallar matsupphæðinni, en ýmsir smærri liðir eru innifaldir í henni, enda gert ráð fyrir, að báturinn fái haffærisskírteini kvaðalaust að lokinni viðgerð þeirri, sem hér hefur verið áætluð og metin til peningaverðs sem hér segir: Efni .. .. .. .. 2... 2... 2. kr. 415.918.00 Vélav., rafsuða .. .. 2... 2. — 34.238.00 Vinnulaun .. .. .. .. .. .. -- — 1.247.800.00 Slippleiga .. .. 2... 00... — 63.102.00 Samtals kr. 1.761.058.00“ Báðir skoðunar- og matsmennirnir, Egill Þorfinnsson og Hjálm- ar Árnason, mættu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur 28. febrúar 1966. Kváðu þeir matsgerðir sínar framkvæmdar eftir beztu vitund og þekkingu. Við fyrri skoðunar- og matsgerðina hafi þeir einungis skoðað maðkskemmdir í byrðingum bátsins og reynt að gera sér 253 grein fyrir, hvenær þær hefðu myndazt, enda hafði ekki verið farið fram á annað í beiðninni. Í sambandi við seinni skoðunar- og matsgerðina hafi þeir skoðað bátinn sjálfstætt, en haft þó hliðsjón af skýrslu Skipaskoðunar ríkisins frá 1. apríl 1965. Kváð- ust þeir hafa lagt til grundvallar, að allar þær viðgerðir þyrftu að fara fram, sem rætt er um í skýrslunni, og hafi þeir því ekki tekið þau atriði sérstaklega til skoðunar. Hafi þeir m. a. lagt til grund- vallar óbreytt, að allan gamla byrðinginn þurfi að rífa burt, eins og í skýrslunni segir. Einnig hafi þeir ekki skoðað sérstaklega fúa í bátnum, sem rætt er um í skýrslunni. Í því sambandi og af gefnu tilefni tók Egill Þorfinnsson fram, að fúi Í garneringu og kolsýra í fiskilest, sem þeir ræða um í matsgerð sinni, hafi verið augljós við skoðun. Hann kvaðst álíta, að það mundi kosta um kr. 100.000.00 að endurnýja þá planka, sem maðksmognir voru, og væri það byggt á mjög lauslegri áætlun. Stefnandi gaf aðiljaskýrslu fyrir aukadómþingi Árnessýslu 15. júní 1966. Áður en gengið var frá kaupum á bátnum, kvaðst hann hafa séð skýrslu skipaeftirlitsmanna í Vestmannaeyjum um aðalskoðun 24. júní 1964 svo og haffærisskírteini og eftirlitsbók bátsins. Hann kvaðst hafa vitað um aldur hans. Hann kvaðst hafa látið spyrja skipasmið um bátinn, áður en hann gekk frá kaupum, og fékk þau svör, að skipasmiðurinn vissi ekki annað en treysta mætti því, að báturinn væri í toppstandi. Hann kvaðst ekki hafa leitað upplýsinga um bátinn hjá skipaskoðunarstjóra. Hann kvaðst hafa skoðað bátinn í Reykjavíkurhöfn án þess að hafa nokkra sérfræðiaðstoð. Hann hafi litið ofan í lestina, en ekki skoðað hana nánar. Hann kvaðst ekki hafa orðið þess var, að neitt sérstakt væri að lestinni, eftir að hann fór að nota bát- inn, eða henni ábótavant. Ekki hafi heldur komið fram neinir gallar á veiðarfærum, sem bátnum fylgdu og hann notaði, en það voru dragnóta- og togveiðarfæri. Hann sagði, að báturinn hefði farið á veiðar 6. september 1964 og farið nokkra róðra með dragnót til októberloka. Hinn 12. desember 1964 fór hann svo einn róður með troll. Eftir það hafi báturinn legið í Eyrarbakka- höfn, þar til hann var tekinn í land 18. janúar 1965. Stefnandi kvaðst minnast þess, að stefndi hafi sagt við hann í september 1964, að komið væri að því, að botnhreinsa þyrfti bátinn. Hann kvaðst hafa svarað því til, að það kæmi að því, að hann léti gera það, en báturinn væri ekki það óhreinn, að það væri bráðaðkall- andi. Um sumarið 1965 lét hann setja striga á austurhlið bátsins. Hafði hann þá skömmu áður fengið símskeyti frá stefnda, þar 254 sem hann benti honum á, að nauðsyn bæri til að verja bátinn fyrir vindum og sól, eins og hann hefði þegar hinn 9. júní bent honum á. Endurrit af símskeytinu liggur fyrir, og er það dagsett 6. júlí 1965. Enn fremur kvaðst stefnandi hafa málað stýrishúsið að utan um vorið 1965. Annað en þetta, sem nú hefur verið greint, kvaðst stefnandi ekki hafa gert til varnar bátnum eða til viðhalds honum. Skipaeftirlitsmennirnir í Vestmannaeyjum mættu sem vitni. Runólfur Jóhannsson skipaeftirlitsmaður kvaðst hafa framkvæmt aðalskoðun á bátnum 15. febrúar 1951 og eftir það hafi hann framkvæmt allar lögskipaðar skoðanir á bátnum fram á vor 1964. En starfandi vélaeftirlitsmaður á hverjum tíma hafi framkvæmt skoðun á vél. Runólfur Jóhannsson kvaðst telja allar skoðunar- gerðir sínar réttar og sömuleiðis skoðunargerðir frá 27. júní 1964. Hann sagði raunar, að nákvæm rannsókn hefði ekki farið fram á bátnum í það sinn, en báturinn hefði áreiðanlega verið í sjó- færu ástandi, og ekki varð hann þess var, að byrðingur væri maðksmoginn. Hann gat þess, að viðgerðir hefðu farið fram á byrðingi, og mun þar átt við viðgerðir, sem fóru fram á árunum 1958 og 1959. Kvað hann þetta hafa atvikazt þannig, að skipstjóri og útgerðarmaður ætluðu að láta styrkja bátinn, en þegar byrð- ingur var rifinn upp, varð vart við fúa eða feyru Í innri brúnum ytri súðarplanka. Þeir plankar voru teknir burt, þar sem fúa eða feyru varð vart, og ný eik sett í staðinn. Hann tók einnig fram, að á árinu 1953 hefðu verið settir nýir kjalsíðuplankar úr eik, og árið 1952 var afturendinn klæddur með eik frá kili upp að vatnslínu. Þá var sett nýtt stefni og kjölurinn styttur og lag bátsins breyttist. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við fúa í bátnum við skoðunina 1964. Áður hafði orðið vart fúa, eins og áður er að vikið, en hann kvaðst hafa haldið, að komizt hefði verið fyrir fúann eða feyruna. Hann tók jafnframt fram, að ganga megi út frá, að í gömlum bátum finnist fúablettir við rannsókn, án þess að um hættu sé að ræða. Hann sagði, að fúi eða feyra myndist á mörgum árum, en maðkur geti komið í skip og valdið skemmdum á einu ári. Hann sagði, að bátnum hefði verið mjög vel við haldið. Einar Jóhannes Gíslason vélaeftirlitsmaður kvaðst hafa undirritað skoðunargerðir bátsins árin 1961, 1962, 1963 og 1964 og væru þær réttar. Hann kvaðst jafnan hafa skoðað bátinn ásamt skipaeftirlitsmanninum Runólfi Jóhannssyni, enda hafi þeir jafnan hagað störfum sínum á þann veg. Hann skoðaði ekki inn- súðir nema í mótorhúsi undir palla, og var þar allt í góðu ástandi. 255 Hann kvaðst ekki hafa vitað til, að neinn fúi hafi verið í bátnum, er hann skoðaði hann síðast, enda hefði hann þá ekki fengið skoðunarvottorð. Hann sagði, að bátnum hefði jafnan verið vel við haldið í Vestmannaeyjum og eigandinn kunnur fyrir hirðu- semi. Hann sagði í tilefni skýrslunnar frá Skipaskoðun ríkisins í Reykjavík, að ekki þyrfti 10 mánuði til að byrðingur yrði maðk- étinn. Kvaðst hann hafa orðið þess var, að maðkur komst í bát hans sjálfs á tveim mánuðum. Einnig taldi hann, að fúi gæti fljótt komið í tré. Eins og áður er getið, var m/b Emma II smíðuð í Nýborg árið 1916. Samkvæmt skipaskrá er báturinn 40.93 rúmlestir brúttó, en 13.10 rúmlestir nettó. Báturinn var um langt skeið skráður á Akureyri undir nafninu Hrönn, EA 395, en var fluttur til Vest- mannaeyja um áramótin 1950— 1951, enda hafði Hrönn h/f í Vestmannaeyjum eignazt bátinn með afsali, útgefnu 22. desember 1950. Stefndi war stjórnarformaður og prókúruhafi þess félags, en fyrstu hluthafar voru auk hans kona hans og börn og tengda- dóttir. Hinn 10. júní 1964 selur hlutafélagið Karli V. Guðbrands- syni í Hafnarfirði bátinn, en hinn 25. júlí 1964 selur Karl stefnda. Hinn 1. september s. á. selur svo stefndi stefnanda bátinn, eins og fyrr segir. Á þeim tíma, sem Hrönn h/f var eigandi bátsins, voru ýmsar viðgerðir og endurbætur framkvæmdar á bol og vél. Endurrit úr eftirlitsbókum bátsins liggja fyrir. Báturinn var tekinn upp í dráttarbraut í Vestmannaeyjum í febrúar 1951 til botnskoðunar, og reyndist botn og bolur í lagi. Áður en báturinn var tekinn niður úr dráttarbrautinni, var botn hans brenndur, síðan tjarg- aður og þar yfir áborinn með botnfarfa. Ýmsar endurbætur og viðgerðir fóru fram í það sinn á vél, rafkerfi og búnaði bátsins. Upp úr áramótunum 1951—1952 var báturinn enn tekinn upp í dráttarbraut, og fór þá fram meiri háttar viðgerð og endurbót, og var hún í aðalatriðum þessi: Nýtt afturstefni úr eik og fært fram um einn metra, stýrinu var áður komið fyrir aftan á stefn- inu og tók sem næst öldustokk upp, en er nú komið fyrir undir hekkinu með stýrislegg úr stáli, 76 mm gildl. Ný vélarreisn færð fram um eitt bitabil. Fyrir vetrarvertíðarúthaldið 1953 var bátur- inn enn í dráttarbraut til standsetningar og endurbóta. Endur- nýjað war. Nýjar kjalsíður látnar í, 30 Íboltar 7%% og 1“ voru látnir í kjölinn, sem lítið eitt var farinn að losna frá böndum, en náðist við boltun þessa alveg aftur að þeim. Þilfarið var hækkað upp að framan um 1714“. Lengd upphækkunarinnar var 256 20 fet. Látnir voru nýir þilfarsbitar og lúkar innréttaður að nýju með 10 hvílum. Haustið 1957 var báturinn tekinn upp Í dráttar- braut til standsetningar, og var þá m. a. styrktur botninn um vélina. Eikarstykki voru látin báðum megin með vélarundir- stykkjunum og fram í lestarrúm. Endurnýjaðir voru plankar í ytri súð stjórnborðsmegin um sjómál, s.m.1. lengd 17.5 m. Haustið 1958 var báturinn einnig tekinn upp í dráttarbraut, og voru þá gerðar þessar endurbætur: Ytri súð í kinnungum báðum megin og neðan sjólínu var endurnýjuð, 270—-300 fet. Var þetta fyrst og fremst gert af öryggisráðstöfunum, þar sem um gamlan bát var að ræða, og einnig með tilliti til þess að jafna plankaskeytum á þessu svæði og einnig saumstyrking. Skipaeftirlitsmennirnir tóku fram, að þetta hefði verið gert samkvæmt framtaki og ákvörðunum frá skipstjóra bátsins og eigendum, en ekki af neinni kvöð frá skipaskoðuninni. Vélarhúsþak var að mestu endurnýjað og nýtt stýrishús byggt með klefa aftan við. Það var úr eik og furu og klætt innan með harðviði. Öll var þessi vinna vönduð og vel frá öllu gengið og einnig allar endurbætur á bátnum sam- kvæmt því, sem skipaeftirlitsmenn hafa fært inn í eftirlitsbók bátsins. Í október 1959 var báturinn enn tekinn upp í dráttar- braut, og voru þá nokkrir plankar endurnýjaðir í ytri súð bak- borðsmegin um sjómál. Í skipaeftirlitsbókinni er ekki rætt um fúa, en Í skýrslu frá Skipaskoðun ríkisins er fram tekið, að endur- nýjun á útsúð á árunum 1958 og 1959 hafi farið fram vegna fúa. Einnig er þar fram tekið, að fúi væri ekki í böndum, sem til sást, en feyruskán. Svo er enn fremur fram tekið í skýrslu, að því er virðist fyrir árið 1959, að framvegis þurfi að fylgjast með útsúðinni. Haustið 1960 var báturinn í dráttarbraut til stand- setningar, og var þá járnskúffa sett í framstefni, öldustokkur á skut ásamt fleiru, sem lagfært var. Stefndi hefur aflað umsagnar og vitnisburðar ýmissa manna um viðhald og umhirðu bátsins, meðan hann var í eigu Hrannar h/f. Virðingarmenn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, þeir Guðmundur Jónsson, Karl Guðmundsson og Eggert Ólafsson, sáfu skriflega yfirlýsingu og mættu síðan fyrir réttinum. Sögðu þeir, að viðhald og umhirða bátsins hafi í alla staði verið góð, meðan hann var í eigu stefnda og Hrannar h/f. Guðmundur Jónsson, sem er skipasmiður og hafði unnið í bátnum fyrir á að gizka 7 árum, kvaðst aldrei hafa orðið var við maðk eða fúa í honum. Karl Guðmundsson kvaðst aldrei hafa orðið þess var eða heyrt um það talað, að fúi eða maðkur væri í bátnum, er hann 257 fór héðan. Eggert Ólafsson tók fram, að virðingarmenn Báta- ábyrgðarfélagsins komi jafnan á hverju ári í bátana og athugi. hvort fargögn séu í lagi og hvort eitthvað nýtt hafi bætzt við, sem virða þurfi. Bol og vél athugi þeir lítið, ef báturinn hefur fengið skoðunarvottorð. Láta þeir það yfirleitt nægja. Honum var sýnd skýrsla Hafliða Hafliðasonar og Magnúsar Guðmunds- sonar frá 1. apríl 1965 og hann spurður um, hvort þeir ágaliar, sem þar er rætt um, hafi getað myndazt á 9 mánuðum. Hann svaraði, að fúi hljóti að hafa lengri aðdraganda, ef um fúa eitt- hvað að ráði er að ræða. Hins vegar gæti maðkur gert drjúgt tjón á 9 mánuðum, ef skip er bert fyrir og ekkert á það borið á heitasta tíma ársins. Hafsteinn Stefánsson skipasmíðameistari kvaðst hafa hampþétt bátinn öðru hverju. Fyrir síðustu vertíð- ina, sem báturinn var gerður út frá Vestmannaeyjum, kvaðst hann hafa sett ca. 20 feta planka á efsta borðið á bakborðssíðu. Síðan hampþétti hann meðfram plankanum og eitthvað fleira eftir því sem þurfti. Kvaðst hann aldrei hafa orðið var við sjómaðk eða fúa og hafi hann álitið ástand bátsins í góðu lagi og hirðu. Á sömu lund voru framburðir Torfa Torfasonar og Jóhanns B. Sigurðssonar, sem báðir höfðu unnið að hampþéttingu bátsins, en lengra virtist umliðið. Hvorugur hafði orðið var við maðk eða fúa og töldu ástand bátsins í góðu lagi og hirðu. Ólafur Jónsson skipasmíðameistari og Bárður Auðunsson skipasmíðameistari kváðust hafa unnið við bátinn meira og minna, frá því að hann kom til Vestmannaeyja og framundir það, að hann var fluttur þaðan. Kváðust þeir aldrei hafa orðið varir við sjávarmaðk í bátnum og ekki heldur neina sérstaka galla. Guðni Pétur Sig- urðsson skipstjóri kvaðst hafa ráðizt skipstjóri á bátinn í maí- mánuði 1963 og tók þá strax við standsetningu á honum, þar sem hann stóð uppi í Dráttarbraut Vestmannaeyja. Kvaðst hann hafa athugað bátinn vel, áður en hann var málaður, og ekkert séð athugavert, hvorki sjávarmaðk né aðra galla. Stundaði hann síðan veiðar um sumarið með humartrolli og dragnót, og reyndist báturinn traustur og þéttur. Í lok október var svo báturinn tek- inn upp Í Dráttarbraut Vestmanaeyja og stóð þar til aprílloka 1964. Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari gerði grein fyrir viðgerðum og endurbótum á bátnum, sem framkvæmdar voru í dráttarbraut hans, Dráttarbraut Vestmannaeyja, á árunum 1952— 1959 og vikið er að hér að framan. M. a. voru teknir tveir plankar hvorum megin á kinnung, mjög langir, til að skoða byrðing, og fannst þar ekkert athugavert. Um bátinn almennt tók hann 17 258 fram, að eftir aldri virtist honum ástand bátsins og hirða mjög góð, og kvaðst hann hafa orðið furðu lostinn, er hann frétti vetur- inn 1965, að báturinn væri orðinn maðksmoginn, þar eð hann hefði ekki vitað betur en báturinn hefði gengið á hverri vertíð, vetur og sumar, nema þegar hann var í hreinsun í dráttarbraut hans, að undanskildri vertíðinni 1964, en þá hefði hann staðið uppi í dráttarbraut hans frá októberlokum 1963 til aprílloka 1964. Kvaðst hann þá oft hafa gengið hjá bátnum og ýmsir aðrir og aldrei orðið var við maðk í honum. Kvaðst hann ekki geta skilið, að þá hafi verið maðkur í honum. Hann upplýsti, að haustið 1964 hefðu tveir bátar frá Stokkseyri verið í viðgerð Í dráttarbraut hans vegna sjávarmaðks. Annar var Hásteinn, ÁR 193, sem var í dráttarbrautinni frá 25. okótber til 5. nóvember 1964, en hinn var Hólmsteinn, ÁR 27, sem var þar frá 1. október 1964 og var þar enn í desember 1965. Fjarlægðir voru 3 plakar úr ytri súð þessarra báta undir sjólínu vegna sjávarmaðks. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari skýrði á sama veg frá og faðir hans, Gunnar Marel, um öll þau atriði, sem nú hafa verið rakin. Hann tók fram, að jafnan komi í ljós, tveim til þrem vikum eftir að bátur er tekinn í land, hvort maðkur sé í honum. Komi þá hvítir taumar út frá nálaraugunum, sem maðkurinn hefur smogið inn um. Hann áleit, að bátar gætu fengið í sig maðk úti á rúmsjó og þó að þeir væru stöðugt í notkun. Hilmar Sæberg Björnsson, Suðurgötu 75, Hafnarfirði, hefur gefið skriflega um- sögn, sem liggur fyrir í málinu. Kvaðst hann hafa verið skipstjóri á bátnum frá 24. júlí 1964 og þar til Reynir Böðvarsson keypti bátinn. Kvað hann bátinn hafa verið í fyllsta standi á þessum tíma, og eigi varð hann var við neina galla á bátnum. Á sömu lund er skriflegt vottorð frá Stíg Guðjónssyni vélstjóra, Blöndu- hlíð 2, Reykjavík. Kvaðst hann hafa verið 1. vélstjóri á báinum hjá Karli Guðbrandssyni frá 5. júlí 1964 og til 18. s. m. og síðan aftur, er stefndi var orðinn eigandi, frá 4. ágúst og þar til stefn- andi keypti bátinn. Hann fór einnig á bátnum með stefnanda til Eyrarbakka sem 1. vélstjóri til þess að kynna þeim, sem við átti að taka, aðalvél bátsins. Hann kvaðst aldrei hafa orðið var við neina galla á bát eða vél, og ekki varð vart leka. Fleiri en þeir, sem nú hafa verið nefndir, hafa gefið vottorð og mætt sem vitni og borið um ástand og hirðu bátsins, meðan hann var í eigu Hrannar h/f eða stefnda, og hnígur umsögn þeirra í sömu átt. Virðist ekki ástæða til að rekja það nánar. 259 Stefnandi heldur því fram, að ekki komi til, að maðkur hafi komið í bátinn, eftir að hann kom til Eyrarbakka. Maðkurinn hljóti að hafa verið kominn áður. Leidd hafa verið tvö vitni frá Eyrarbakka, Jón Helgason, fyrrverandi skipstjóri, Bergi, 80 ára, og Jóhannes Sigurjónsson, skipasmiður og fyrrverandi skipaeftir- litsmaður, Breiðabóli, 75 ára. Lýstu þeir því báðir yfir, að þeir hefðu aldrei orðið þess varir á sinni lön gu starfsævi, að maðkur hafi komið í skip eða báta á Eyrarbakka, íðulega hafi komið fyrir, að bátar hafi legið þar á legunni sumarlangt og þeir hafi nokkrum sinnum legið þar yfir veturinn, en aldrei hafi orðið vart við skemmdir af maðki. Ekki heldur í bryggjustaurum, sem þar voru þó svo áratugum skipti, í framlengingu bátabryggjunnar. Með tilliti til þessarar reynslu sinnar töldu Þeir sig geta fullyrt, að maðkskemmdirnar, sem komu fram í m/b Emmu, hafi ekki komið í bátinn, eftir að hann var keyptur til Eyrarbakka. Jón Helgason kvaðst hafa átt bát súðbyrtan, en eftir 10 ár var skipt um byrðing og báturinn sléttsúðaður. Fannst þá ekki vottur af maðki í byrðingnum. Báturinn hafi þó stundum legið allt sumarið á legunni á Eyrarbakka og jafnvel hafi komið fyrir, að hann lægi allan veturinn. Hann sagði, að báturinn hefði alltaf verið boinhreinsaður á haustin og stundum einnig á vorin. Hann kvað sér ekki kunnugt um, hvort maðkur hafi komið í báta á Stokks- eyri. Hann kvaðst hafa heyrt um það talað, að uppskipunarbátar frá Lefoliverzlun á Eyrarbakka hefðu aldrei fengið í sig maðk, þótt þeir lægju langtímum saman á lóninu á Eyrarbakka. Það fylgdi með, að sjórinn væri svo vatnsblandaður, að maðkur lifði þar ekki. Jóhannes Sigurjónsson kvaðst hafa starfað við báta- smíðar og viðgerðir allt frá árinu 1915. Aldrei varð hann var við maðk í heimasmíðuðum bátum á Eyrarbakka og aðeins einu sinni orðið var við maðk í bát á Eyrarbakka. Þetta var bátur, sem var nýkeyptur frá Siglufirði, og hafði seljandi látið uppi, að hann væri ekki öruggur um, að báturinn væri maðklaus. Hann hafði ekki heyrt um maðkskemmdir á Stokkseyri. Hann sagði, að venja hafi verið að botnhreinsa báta einu sinni á hverju sumri. Í álitsgerð Egils Þorfinnssonar og Hjálmars Árnasonar kemur fram, að þeir telja mjög ólíklegt, að bátar fái í sig maðk, meðan þeir eru gerðir út. Eggert Gunnarsson áleit hins vegar, að bátar gætu fengið í sig maðk úti á rúmsjó og þó að þeir væru stöðugt í notkun, eins og áður er getið. Í sömu átt gekk vitnisburður Ingvars Gíslasonar, skipstjóra og útgerðarmanns. Hann sagði, að 260 fyrir síðustu aðalskoðun hefði orðið vart við maðk í byrðing Í bát hans, Magnúsi Magnússyni, og hafði báturinn þá undanfarið verið í stöðugri notkun bæði vetur og sumar. Stefnandi heldur því fram, að báturinn hafi verið með leynda galla, er kaupin fóru fram. Í fyrsta lagi hafi byrðingurinn verið gegnsmoginn af maðki á stóru svæði og Í öðru lagi hafi báturinn verið stórskemmdur af fúa. Af báðum þessum sökum sé honum heimilt að rifta kaupunum og séu allar kröfur hans í máli þessu réttmætar. Stefndi heldur því hins vegar fram, að báturinn hafi verið maðklaus og ekki skemmdur af fúa, er kaupin gerðust, og engu hafi hann leynt stefnanda um ástand bátsins, heldur sagt honum það eitt, er hann vissi sannast og réttast. Hann mótmælti skoðunargerðum Magnúsar Guðmundssonar og Hafliða Hafliða- sonar sem röngum og óstaðfestum og enn fremur vegna þess, að honum var ekki gefinn kostur á að vera viðstaddur, er skoðunin fór fram. Hann mótmælti einnig skoðunar- og álitsgerð þeirra Egils Þorfinnssonar og Hjálmars Árnasonar frá 25. júní 1965 og matsgerð þeirra frá 9. janúar 1966, og kvað hann sér óviðkomandi með öllu. Hann taldi, að maðkskemmdir, sem vart varð í bátn- um í janúar 1965, hafi hlotizt fyrir vanrækslu stefnanda, sem hefði látið undir höfuð leggjast að botnhreinsa bátinn þrátt fyrir ábendingu þar um, og sé fúi kominn í bátinn, megi stefnandi sér sjálfum um kenna, þar eð hann hafi vanrækt eðlilegt við- hald á bátnum. Svo hafi stefnandi kynnt sér sjálfur ástand báts- ins, áður en kaupin gerðust, og sætt sig wið það að öllu leyti, eins og fram er tekið í afsali. Framanritað leiðir í ljós, að upp úr miðjum janúar 1965 verður þess vart, að maðkur var kominn í bátinn og hafði valdið all- miklum skemmdum á byrðing um sjólínu. Rúmir fjórir mánuðir voru þá liðnir, frá því að stefnandi varð eigandi hans. Ástæða er til að ætla og virðist mega ganga út frá samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, að báturinn hafi verið maðklaus og án maðkskemmda, er hann var tekinn niður úr dráttarbraut í Vest- mannaeyjum Í apríl 1964. Eftir þann tíma hefur því maðkur kom- izt í bátinn. Hins vegar er ekki upplýst, hvenær það gerðist. Sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum virðist heimilt að líta svo á, að það hafi getað gerzt bæði áður og eftir að kaupin fóru fram, en öll óvissa um þetta atriði er stefnanda til óhags, þar eð sönnunar- byrðin hvílir á honum. Svo er og á það að líta, að samkvæmt framburði stefnanda sjálfs hefur hann látið undir höfuð leggjast, eftir að hann eignaðist bátinn, að gera eðlilegar og nauðsynlegar 261 ráðstafanir til að fyrirbyggja, að báturinn skemmdist af maðki. Með tilvísun til þess, er nú hefur verið tekið fram, verður ekki talið, að stefnandi hafi fært að því nægilegar sannanir, að bátur- inn hafi verið skemmdur af maðki, er afsal var gefið út, og verður því sú riftunarástæða ekki tekin til greina. Skoðunargerð Magnúsar Guðmundssonar frá 28. janúar 1965 og skoðunargerð hans og Hafliða Hafliðasonar frá 1. apríl 1965 eru raktar hér að framan. Samkvæmt hinni fyrri var öll upp- runaleg ytri súð skipsins meira og minna fúin, þverskeyti héldu ekki hampi og feyra mjög mikil í innhlið ytri súðar, innviðir skipsins í lest voru svartir og stökkir. Í síðari skoðunargerðinni er fúaskemmdum lýst nánar. Segir þar m. a., að komin sé feyra eða fúahúð utan á böndin, en fúa urðu skoðunarmenn ekki varir nema í bandaendunum efst uppi við þrömina, sem stafaði senni- lega af þilfarsleka. Innan á byrðinginn væri víða komin fúahúð, bæði yfir og undir vatnslínu, einnig milli banda og byrðings. Í bjálkasúð væru víða komnir fúablettir. Er þilfarsbitar og lang- stykki voru athuguð, reyndust bitaendar fúnir á pörtum, og í lestinni voru víða fúablettir. Stefndi var ekki viðstaddur, er skoðunargerðir þessar fóru fram, og að því er virðist, var alger- lega látið undir höfuð leggjast að gera honum viðvart, þótt nota ætti skoðunargerðir þessar sem grundvöll undir kröfum á hendur honum. Skoðunargerðirnar svo og fleiri gögn í málinu leiða þó í ljós, að allmikill fúi og feyra hafi verið í bátnum á þessum tíma. Gera má ráð fyrir, að fúinn og feyran hafi átt sér alllangan að- draganda og verið að einhverju leyti til komin, áður en stefnandi eignaðist bátinn. Ekkert hefur þó komið fram, sem bendi til, að stefndi hafi haft í frammi blekkingar við söluna eða leynt stefn- anda göllum, sem hann vissi um. Ástæða er til að ætla, að um- hirðu og viðhaldi bátsins hafi verið allmikið ábótavant af hálfu stefnanda, og varla getur hjá því farið, að margt það, sem upp er talið í matsgerðinni frá 9. janúar 1966, m. a. það, sem lýtur að búnaði bátsins, hafi verulega gengið úr sér, meðan stefnandi átti bátinn. Er afsal var gefið, vissi stefnandi um aldur bátsins, og með hliðsjón af kaupverði, sem var lágt miðað við gangverð á bátum af líkri stærð, hlaut stefnanda að vera ljóst, að búast mætti við, að ýmissa endurbóta kynni að vera þörf, áður en langt um liði. Af gögnum málsins virðist ekki heimilt að álykta, að ástandi bátsins, er kaupin gerðust, hafi verið svo verulega áfátt umfram það, er gera mátti ráð fyrir, að stefnandi eigi rétt til að rifta kaupunum, enda lýsti hann því yfir í afsali, að hann 262 hefði kynnt sér ástand bátsins og sætti sig við það að öllu leyti. Sú riftunarástæða, að báturinn hafi haft leynda galla vegna fúa og feyru, er afsal var gefið, verður því ekki heldur tekin til greina. Aörar riftunarástæður liggja ekki fyrir, og þar sem allar kröfur stefnanda í málinu eru leiddar af riftunarkröfu hans, verður nið- urstaða málsins, að stefndi verður sýknaður að öllu leyti. Rétt þykir að ákveða, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Eiríkur Ásbjörnsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Reynis Böðvarssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 13/1968. Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving Segn Útvegsbanka Íslands, Akureyri. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þau vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 81/1968. Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving Segn Fötum h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. 263 Áfrýjendur, Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þau vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 82/1968. Ásdís Ástbórsdóttir og Helgi Scheving Segn Innheimtumanni ríkissjóðs á Sauðárkróki, Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta, og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þau vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 83/1968. Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving Segn Póst- og símamálastjóra f. h. Landssíma Íslands. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þau vilja fá mál sitt tekið fyrir af nyju. 264 Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 146/1968. Kristján Pétursson gegn Helga Hjálmssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Pétursson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 32/1969. Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómanna- félag Reykjavíkur gegn Málningarvörum h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómanna- félag Reykjavíkur, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 265 Mánudaginn 3. marz 1969. Nr. 33/1969. Sigurgeir Sigurjónsson f. h. Steinige á Weilig gegn Páli Pálmasyni f. h. The Coca-Cola Company. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Trygging fyrir málskostnaði. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með heimild í 21. gr., 1, g, laga nr. 57/ 1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. febrúar 1969, er barst dóminum 21. s. m., og krafizt lækkunar trygg- ingarfjárhæðar samkvæmt hinum kærða úrskurði héraðs- dóms. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Sigurgeir Sigurjónsson f. h. Steinise á Weilig, greiði varnaraðilja, Páli Pálmasyni f. h. The Coca-Cola Company, kærumálskostnað, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 22. janúar 1969. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í gær, hefur Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður höfðað f. h. Steinige ér Weilig, iðjurekstur og verzlun, Hamburg-Hamburg, Seehavenstrasse 17, Þýzkalandi, fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, sem er með ódagsettri uppáskrift um birtingu, gegn Páli Pálma- 266 syni lögfræðingi, Þingholtsstræti 29, Reykjavík, f. h. The Coca- Cola Company, iðjurekstur, 515 Madison Avenue, New York, N. Y., U.S. A. Málavöxtum lýsir stefnandi á þá leið, að hinn 10. júní 1965 hafi firmað Steinige 8c Weilig tilkynnt til skráningar hér á landi vörumerkið „Frisco“, sem síðan hafi verið skráð hér þann 29. desember 1965 sem nr. 265/1965. Vörumerki þetta hafi verið skráð fyrir ávaxtafreyðivín, ölkelduvatn, óáfenga drykki, aldinlög og óáfenga ávaxtadrykki (sjá B-deild Stjórnartíðinda 1965, bls. 654). Þann 12. desember 1966 hafi The Coca-Cola Company tilkynnt annað vörumerki til skráningar á Íslandi, þ. e. vörumerkið „Fresca“, sem síðan hafi verið skráð þann 20. nóvember 1967 sem nr. 246/1967. Þetta vörumerki hafi verið skráð fyrir mell- ingarbætandi gosdrykki með ávaxtabragði. Svo sem nú hafi verið lýst, taki vörumerkið „Fresca“ nr. 246/ 1967 til sams konar vara og vörumerkið „Frisco“ og séu þessi tvö vörumerki svo lík, að villast megi á. Skráning hins síðara vörumerkis, „Fresca“, brjóti því í bága við vörumerki stefnanda nr. 265/1965, „Frisco“, sbr. 14. gr. laga um vörumerki nr. 47/ 1968, 6. lið. Skráning þessa merkis brjóti einnig gegn ákvæðum laga nr. 102/1961 um staðfestingu á Parísarsamþykktinni um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar, sjá einkum 6. gr. Þá brjóti hin margnefnda skráning gegn ákvæðum laga nr. 84/1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, sjá einkum 9. gr., 2. mgr. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmt skylt að láta afmá framangreint vörumerki „Fresca“ nr. 246/1967 úr ís- lenzku vörumerkjaskránni svo og að stefnda verði dæmt óheimilt að nota vörumerki þetta og bjóða til sölu þær vörur, sem merkið er skráð fyrir hér með merkinu „Fresca“. Þá er og krafizt máls- kostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins. Mál þetta var þingfest 10. janúar s.l., og var þá bókað af hálfu umboðsmanns stefnda, að hann gerði þá kröfu, sbr. lög nr. 85/ 1936, 183. gr., að stefnandi setji kr. 50.000.00 sem tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar, sem stefndi, The Coca-Cola Company, kunni að hafa vegna málsins. Óskaði umboðsmaður stefnda úr- skurðar réttarins um kröfuna og upphæðina. „Í dag var mál þetta tekið fyrir að tilhlutan dómsins til þess að gefa lögmönnum aðilja kost á að tjá sig um þessa kröfu um- boðsmanns stefnda, og fór fram munnlegur málflutningur um 267 betta atriði. Lögmaður stefnda ítrekaði kröfu sína og rökstuddi. Lögmaður stefnanda mótmælti ekki kröfu umboðsmanns stefnda um tryggingu, en mótmælti framkominni kröfu sem of hárri og óskaði eftir því, að fjárhæðin yrði lækkuð. Rökstuddi lögmaður- inn kröfu sína og lagði atriðið í úrskurð dómsins. Þegar litið er á fyrirmæli 183. gr. laga nr. 85/1936, þá eru þau svo skýlaus, að taka verður kröfu umboðsmanns stefnda um tryggingu til greina, enda hefur kröfunni sem slíkri ekki verið mótmælt, heldur einungis fjárhæð tryggingarinnar. Ekki verður fallizt á það með lögmanni stefnanda, að krafa umboðsmanns stefnda um kr. 50.000.00 sé of há, og verður krafa umboðsmanns stefnda um kr. 50.000.00 tekin til greina, og ber lögmanni stefn- anda að setja hana fyrir 21. febrúar n. k., en þá verður mál þetta tekið fyrir að nýju á reglulegu dómbþingi. Úrskurð þennan kváðu upp Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfir- borgardómara, og meðdómendurnir Jóhann J. Ólafsson kaupmaður og Gaukur Jörundsson lektor. Úrskurðarorð: Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður f. h. Steinige ér Weilig setji Páli Pálmasyni lögfræðingi f. h. The Coca-Cola Company kr. 50.000.00 tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrir hinn 21. febrúar n. k., en þá verður mál þetta tekið fyrir:á reglulegu dómbþingi. Miðvikudaginn 5. marz 1969. Nr. 105/1968. Helgi Benediktsson (Jón Hjaltason hrl.) segn Erlingi h/f (Benedikt Blöndal hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Pétur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómsmennirnir Angantýr Elíasson og 268 Páll Þorbjörnsson skipstjórar hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 5. júní 1968 og krefst þess, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda og dæmdur málskostnaður úr hans hendi bæði í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins fékk skipstjórinn á v/b Hring- ver, VE 333, sem var eign áfrýjanda, að láni akkerisfesti þá, sem um er fjallað í málinu, í desembermánuði 1963 til að nota hana sem kjölfestu. Var festin logskorin í búta, áður en hún var sett um borð í bátinn. V/b Hringver fórst í janúarmánuði 1964. Ósannað er, að samráð hafi verið haft við steinda um skipti þessi, en sonur hans, sem virðist hafa farið með út- serðarstjórn af hans hendi, hefur borið fyrir dómi, að hann hafi að beiðni skipstjórans fengið mann til að logskera fest- ina í sundur og séð það verk unnið. Festin hafi bæði verið ryðguð og tærð, en verið geti, að hún hafi verið einhvers virði sem brotajárn. Þegar litið er til þessa, má á það fallast, að nefndur útgerðarstjóri hafi mátt treysta því, að verðmæti festarinnar væri eigi meira en verðmæti hennar sem brota- járns. Stefndi hefur engra gagna um það aflað, hvert hafi verið raunverulegt verðmæti akkerisfestarinnar, þegar hún var lánuð, né hvert hafi verið verð á brotajárni í Vestmanna- eyjum á þeim tíma. Þar sem mál þetta er svo vanreifað, verður eigi dómur á það lagður, og ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og máls- meðferð alla og vísa málinu frá héraðsdómi. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilegur samtals kr. 13.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. 269 Stefndi, Erlingur h/f, greiði áfrýjanda, Helga Bene- diktssyni, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 13.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 22. marz 1968. Mál þetta, sem dómtekið var í fyrradag, er höfðað hér fyrir dómi með utanréttarstefnu, útgefinni 12. maí f. á., en birtri 16. s. m., Í nafni stefnanda, Sighvats Bjarnasonar, Ási hér í bæ, á hendur Helga Benediktssyni útgerðarmanni, Heiðarvegi 20 hér í bæ, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 33.600.00 með 8% árs- vöxtum frá 1. janúar 1964 til greiðsludags auk málskostnaðar. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að hinn 1. október 1963 hafi verið lánuð sem ballest stokkakeðja, 1.680 kg. að þyngd, í m/b Hringver, VE 393, en báturinn hafi verið eign stefnda. Keðjan hafi verið eign stefnanda og verið fengin að láni af báverandi skipstjóra m/b Hringvers, Richard Sighvatssyni, með fullu sam- þykki útgerðarstjóra bátsins, Stefáns Helgasonar, Boðaslóð 23 hér í bæ, sonar stefnda. Hinn 13. janúar 1964 hafi m/b Hringver sokkið og keðjan með honum. Keðjan hafi verið 1“, 1.680 kg. að þyngd, og er hvert kílógramm reiknað á kr. 20.00. Hafi stefndi ekki þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir fengizt til að greiða andvirði keðjunnar. Mál milli sömu aðilja um sömu lögskipti hafi tvívegis áður verið rekin fyrir héraðsdómi hér í umdæmi. Með dómi bæjarþings Vestmannaeyja, uppkveðnum hinn 21. nóvember 1966, er máli, höfðuðu með stefnu, útgefinni 25. febrúar 1964 og birtri s. d., vísað frá dómi, með því að gengið hafði verið fram hjá sáttanefnd. Með dómi sama dóms, uppkveðnum hinn 8. apríl f. á., er máli, höfðuðu með stefnu, útgefinni 2. desember 1966, birtri 6. s. m., vísað frá bæjarþinginu. Stefndi hefur í máli þessu krafizt algerrar sýknu og að stefnda verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda eftir mati dómsins. Skipstjórinn á umræddu skipi, Richard Sighvatsson, hefur ásamt stýrimanni og öðrum skipsmanni gefið vottorð þess efnis, að sér hefði verið ráðlagt af fyrrverandi skipstjóra að fá aukna ballest í bátinn, og í því skyni fengið téða keðju lánaða með fullu samþykki útgerðarstjóra. Eftir að keðjunni hafði verið komið fyrir, hafi skipaeftirlitsmanni verið falið að líta á fyrir- 270 komulag ballestarinnar, er hann hafi talið til mikilla bóta (með tilkomu keðjunnar), en hefði hún þó mátt vera meiri að hans áliti. Richard kom síðan fyrir dóm (bæjarþing) hinn 14. október 1965 og kvað hann vottorð þetta satt og rétt, en eigi var fram- burður hans tekinn gildur sem eiðfestur og honum mótmælt sem röngum, Í vitnisburði sínum kveðst Richard hafa gengizt í að fá umrædda keðju lánaða sem ballest í bátinn í samráði við Stefán Helgason, útgerðarstjóra skipsins. Hafi þeir báðir gengið upp að Erlingshúsi og skoðað hana. Hafi keðjan verið flutt niður á bryggju á bifreið tilheyrandi útgerð stefnda. Hafi Stefán síðan náð í mann til þess að logskera hana, áður en hún yrði sett í bátinn. Hafi ekki verið minnzt á neitt verð eða greiðslu fyrir keðjuna, Hún hafi upphaflega verið lánuð, og gerði skipstjóri ráð fyrir því, að henni yrði skilað seinna, eða þegar hann hætti á skipinu. Richard kvað keðjuna hafa verið í 1. flokks standi og engin tæring hafi verið í henni. Aftur á móti hafi hún verið ryðg- uð, en ekki til skaða. Richard kvaðst ekki með vissu vita, úr hvaða bát hún hafi verið, en hún hafi tilheyrt „Erlingunum'“, en eigandi þeirra er stefnandi, og aðaleigandi, forstjóri og stjórnar- formaður stefnanda, er Sighvatur Bjarnason, faðir Richards. Richard kvað Stefán útgerðarstjóra hafa verið viðstaddan, er skipaeftirlitsmaður skoðaði keðjuna um borð og benti á, að auka þyrfti ballest. Í bréfi til lögmanns stefnanda, dags. 3. febrúar 1964, kveðst stefndi ekki hafa þann heiður að þekkja fyrirtækið Erling, hvað þá átt við það viðskipti, hvorki um keðjukaup né annað. Hafi Hringver haft fyllsta búnað bæði að því er legufæri og annað snerti og verið í IAI | hjá Norsk Veritas og styrktur til siglinga í Ís m. m. Ekki hafi heldur vantað kjölfestu og hafi stefndi spurt syni sína, þá, er með útgerðarstjórn fara af hans hálfu, og kveði þeir sig hvorki hafa keypt né fengið lánaða neina keðju, en í heimahöfn geti enginn nema útgerðarstjórn bundið útgerð. Hins vegar hafi stefndi heyrt minnzt á gamla keðju, sem ekki hafi verið nýtandi nema sem brotajárn og „tryggingafélag hafi borgað á s.l. ári í tryggingu skips, sem fórst og keðjan mun hafa tilheyrt, en verið í landi, er skipið sökk“. Í „aðildarskýrslu“, dags. 28. febrúar 1964 endurtekur stefndi meginefni bréfsins, og kveður hann þar Stefán, son sinn, fyrst hafa vitað um keðjuna, er Richard var kominn niður á bryggju og farinn að taka hana um borð, og er til þess hafi komið, að 271 skipstjóri lét logskera keðjuna í búta, hafi Stefán spurt, hvort þetta væri ekki eyðilegging á keðjunni, en skipstjóri svarað því til, að aldrei kæmi til, að keðjan yrði tekin í land, enda væri hún ónýt. Þá kveður stefndi bað liggja fyrir, að keðjan væri frá m/b Erlingi IV, er farizt hafi síðastliðinn vetur með manntjóni, en verið tekin í land, áður en báturinn sökk, og lætur stefndi að því liggja, að keðjan hafi verið tekin í land, áður en báturinn sökk, án vitundar Skipaeftirlits ríkisins og þá væntanlega án þess, að annað kæmi í staðinn, Þá staðhæfir stefndi, að Erlingur hafi verið „borgaður út af Bátaábyrgðarfélaginu Samábyrgðinni og ríkissjóði, án þess til frádráttar kæmi vegna legufæranna, sem í landi voru“. Þá leggur stefndi í skýrslunni áherzlu á, að aðaleigandi Erlings sé einn af stjórnendum Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Stefndi kveður enga kröfu hafa legið fyrir af hendi ábyrgra aðilja um aukna kjölfestu í Hringver. Hann kveður og, að þar sem vott- orðsgjafinn „á dskj. nr. 3“ (dskj. nr. 8 í þessu máli) kveði sig hafa fengið keðjuna lánaða, þá hafi það verið af persónulegum ástæðum hans án nokkurrar fjárhagsskuldbindingar á hendur Útgerðinni, enda henni með öllu óviðkomandi og skipti engu máli, þótt Stefán Helgason léti það afskiptalaust, enda hafi hann ekkert um keðjuna vitað, fyrr en hún var komin að skipinu. Þá kveður stefndi allt óvíst um magn keðjunnar, en hitt ljóst, að um verðmæti væri ekki að ræða „til notagildis“, í mesta lagi þá um brotajárnsverðmæti að ræða, sem engu máli skipti fyrir útgerð Hringvers. Hann ítrekar síðan, að keðjan sé útgerð hans með öllu óviðkomandi, hvorki keypt né fengin að láni af útgerð- inni. Hann kveður það og liggja fyrir, að Erlingur h/f gæti ekki áti keðjuna, þar sem það fyrirtæki hafi verið búið að fá keðjuna greidda með tryggingarbótum fyrir Erling IV. Hann kveður og skipstjóra aldrei hafa minnzt á keðjuna við sig og að það fyrsta, sem hann heyri um hana, sé kröfubréf „Útvegsbankalögfræðings- ins“, þ. e. lögmanns stefnanda. Keðjan hafi þannig verið allt í senn verðlaus eign annars aðilja, en fylgifé skipstjóra og á hans persónulegum vegum í skipinu. Skipstjóri hafi fengið greiddar að fullu hámark bóta fyrir muni þá, er útgerðin tryggði hans vegna um borð í skipinu, og kveður stefndi, að keðjan mundi falla undir þá tryggingu og hafi skipstjóri kvittað fyrir öllum kröfum sínum á hendur útgerð Hringvers. Séð hefur verið ástæða til að leggja fram sönnunargagn fyrir Þessari kvittun skipstjóra, sbr. dskj. nr. 12. 272 Í greinargerð stefnda, dskj. nr. 22, sem er að mestu leyti sam- hljóða efnishlið greinargerða bæjarþingsmálanna, er einnig liggja frammi í máli þessu (dskj. nr. 10 og 20), segir svo m. a.: Að málið snúist um ábyrgð útgerðarmanns á hlut, sem skip- stjóri hafi fært um borð í heimahöfn án vitundar útgerðarmanns, en skipið síðan farizt með þessu um borð, og í málinu séu engar sönn- ur færðar á, að hér hafi verið um nokkurt verðmæti að tefla. Lögð er áherzla á, að þáverandi skipstjóri Hringvers sé sonur stjórnar- formanns og meðstjórnanda, þ. e. meiri hluta stjórnar stefnanda. Þá er í greinargerð vikið að framburði Stefáns Helgasonar, út- gerðarstjóra stefnda, er var yfirheyrður fyrir dómi (í bæjar- þingsmálinu) sama dag og Richard, og þó á undan, og liggur endurrit þeirrar vitnaleiðslu frammi í máli þessu, dskj. nr. 18. Stefán var látinn hlýða á „aðildarskýrslu“ föður síns, er hann kvað rétta, að því bezt hann vissi. Sjálfur kom stefndi hins vegar aldrei fyrir dóm. Enginn af stjórnarmönnum stefnda hefur og gefið aðiljaskýrslu, enda sýnilega þarflaust. Stefán kvaðst í fyrstu ekki hafa vitað annað um téða keðju en það, sem í „aðildarskýrslunni“ greinir, en segir síðar, að hann hafi ekki „gengizt í það sjálfur að fá lánaða keðjuna“, en verið áhorfandi að, er skipstjóri lét logskera keðjuna með það fyrir augum að nota hana sem kjölfestu í Hringver. Nánar aðspurður kvaðst Stefán hafa náð í manninn, sem logskar, og hafi hann gert það eftir beiðni skipstjóra. Hann kvaðst ekki hafa flutt keðjuna niður á bryggju. Hann kveðst minna, að keðjan væri úr Erlingi IV. Hann kvaðst álíta keðjuna kunna að hafa haft verð- gildi sem brotajárn, en ekki sem akkeriskeðja, og í því ástandi, sem hún var, bæði ryðguð og tærð. Hann kvaðst loks ekki vita til þess, að Skipaskoðun ríkisins hafi gert kröfu um aukna ballest í bátinn. Eigi kvað hann hafa verið minnzt á greiðslu fyrir keðj- una og ekki hafi hann reikað með, að reikningur kæmi fram á hendur útgerðinni hennar vegna. Í framburði sínum sama dag segir Richard skipstjóri hins vegar, að Stefán hafi verið viðstaddur, er Runólfur Jóhannsson skipa- eftirlitsmaður hafi komið um borð og sagt, að mikil bót væri að þessari aukningu ballestarinnar, en þó mætti ballestin vera meiri. Hafi Runólfur komið um borð til að skoða skipið vegna væntan- legrar utanlandssiglingar. Hafi Runólfur ekki vakið athygli skip- stjóra á þörf fyrir aukningu kjölfestunnar, heldur fyrrverandi skipstjóri, sem áður greinir. Richard kvað ekki verðmætismat sa 275 hafa farið fram á keðjunni, en „hún hafi alveg staðið fyrir sínu“. Richard taldi og, að unnt hafi verið, þrátt fyrir logskurð keðj- unnar í búta, að nota hana í legufæri. Keðjan hafi verið lásuð saman í liði og hafi verið unnt að lása hana saman aftur, enda hafi hún ekki verið logskorin smátt sundur. Keðjuna kvað Richard ekki hafa verið vegna, enda óþarft, þar eð liðirnir segi alveg til um þunga á keðjum af þessum gildleika. Vitnisburður Stefáns var tekinn upphaflega sem eiðfestur væri, en vitnisburður Richards (er gefinn var á eftir) ekki og honum mótmælt sem röngum. Þá var framburði Stefáns einnig mótmælt sem röngum, en engum þáttum vitnisburðanna mótmælt sérstak- lega. Í greinargerð er því haldið fram, að Stefán hafi aldrei sam- þykkt lán keðjunnar, þar eð hann hafi aldrei verið um það spurður, einungis verið áhorfandi og náð í logskurðarmanninn eftir beiðni skipstjórans. Þá er lögð áherzla á, að aldrei hafi verið gerður neinn samn- ingur við stefnda um greiðslu fyrir umdeilda keðju, enginn kaup- samningur, leigusamningur né flutningssamningur. Hafi og engin eignaryfirfærsla átt sér stað. Það hafi fyrst verið, eftir að Hring- ver fórst, að stefnda verði kunnugt um, að „keðjubútarnir“ hafi verið um borð. Hafi stefndi þannig ekki með neinum samningum tekið að sér að greiða andvirði keðjuhlutanna. Úrlausnaratriði verði því eftir atvikum, hvort stefndi sem útgerðarmaður og eigandi Hringvers beri að lögum ábyrgð á greiðslu fyrir þess háttar hluti, ef og að svo miklu leyti þeir væru taldir hafa verð- mæti, sem séu um borð í skipinu og farizt með því án þess að vera komnir þangað með samþykki eða fyrir atbeina útgerðar- manns né með vitneskju hans. Þá segir í greinargerðinni, að í 251. gr. laga nr. 56/1914 hafi verið ákvæði þess efnis, að krafa, sem kröfuhafi gat ekki leitað sér fullnustu fyrir í öðrum munum en þeim, sem hann á sjóveð- rétt í (takmörkuð ábyrgð útgerðarmanns) missist hver um sig, sé henni ekki fylgt með lögsókn innan þeirra tímamarka, sem þar greinir, í 1—6. tl., og fjalli 2. tl. um kröfur til skaðabóta fyrir glataðan eða skemmdan farm, áður en ár sé liðið frá því, er affermt var samkvæmt 205. gr. laga nr. 66/1963, beri útgerðar- maður takmarkaða ábyrgð á kröfum, sem þar eru taldar upp í 8 töluliðum. Í 1. tl. séu m. a. taldar „bótakröfur fyrir glataða eða skemmda vöru, sem skipstjóri hafi tekið við til flutnings, og hvers konar muni, sem á skipi eru“. Krafa í máli þessu sé þess eðlis, 18 274 að útgerðarmaður ábyrgðist hana aðeins með skipi og farmi að svo miklu leyti sem um verðmæti sé að tefla, en því er mjög fram haldið, að óvíst sé, að svo hafi verið, er keðjan var sett í bátinn, alls staðar sé hægt að fá brotajárn hér í Eyjum fyrir ekki neitt, en hafi verið þörf fyrir skipstjóra að auka kjölfestu í bátnum, hafi ekki verið vit að taka til þess verðmætan hlut, heldur hafi átt að afla þess, sem ekkert kostaði. Þá segir Í greinargerð, að þar sem ekkert vigtarvottorð liggi fyrir, sé málið vanreifað að þessu leyti, og loks segir, að með því að útgerðarmaður hafi aðeins ábyrgzt hugsanlega kröfu með skipi og farmi, en það allt horfið í hafsins djúp hinn 13. janúar 1964, sem áður greinir, séu þá ekki eftir neinir hlutir, er tryggðu kröfuna eða gátu verið andlag aðfarar. Beri því að sýkna útgerðarmann. Enn er á það minnzt í greinargerð, að staðhæft sé af stefnda, að umrædd keðja hafi áður tilheyrt Erlingi IV, sem sokkið hafi „veturinn 1963“. Hafi keðjan verið úr téðu skipi, beri að sýkna útgerðarmann vegna aðildarskorts, þar sem Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja væri þá eigandi keðjunnar. Að lyktum áréttar lögmaður stefnda „aðildarskýrslu“ stefnda, dskj. nr. 11. Við munnlegan flutning kvað lögmaður stefnda skipstjóra enn fremur hafa farið út fyrir valdamörk sín í heimahöfn, en það skipti þó engu máli. Hafi útgerðarmaður átt að ábyrgjast um- rædda kröfu, hafi sú ábyrgð verið takmörkuð og fallið niður samkvæmt ákvæðum siglingalaga, er skipið fórst. Enn fremur taldi lögmaður óupplýst, að keðjan hafi verið eign stefnanda, en andmælti því eigi og lagði áherzlu á, að skipstjóri hefði kvittað fyrir greiðslu bóta fyrir allt sitt um borð í skipinu. Kvað lög- maður stefnda engin lögskipti hafa átt sér stað milli aðilja í máli þessu. Sé málið höfðað af röngum aðilja. Kvað hann við aðgerðir skipstjóra ekkert kröfuréttarsamband hafa skapazt milli stefnanda og stefnda, hins vegar aftur á móti milli stefnanda og Richards Sighvatssonar og milli Richards og stefnda. Hins vegar kvað lögmaður þau lögskipti, er skapazt höfðu fyrir aðgerðir skipstjóra, vera lán til afnota, en að því ætti stefndi enga aðild. Taka ber fram, að staðhæfingar stefnda um tryggingarmisferli stefnanda eru með öllu ósannaðar. Lagt hefur verið fram vottorð Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja þess efnis, að Erlingur IV. hafi verið virtur til tryggingar í Bátaábyrgðarfélaginu frá 1. janúar 1963, þá með fullkomnum legufærum. Hvorki Bátaábyrgð- 275 arfélagið né önnur tryggingafélög hafa gert tilkall til eignarréttar yfir umræddri keðju og hafa hvergi verið með rökum bornar brigður á, að stefnandi hafi verið eigandi keðjunnar, er hún fór niður með v/s Hringver, hvort heldur sem hún hefur áður verið notuð í m/b Erlingi IV., öðru skipi eða jafnvel fleiri skipum en einu. Verður því hér lagt til grundvallar, að stefnandi hafi verið lögmætur eigandi keðjunnar. Jafnframt því sem ekkert bendir til þess, að keðjan hafi fengizt bætt af tryggingarfé Erlings IV., er á hinn bóginn jafn lítt hugs- andi, að stefndi hafi fengið hana bætta af tryggingarfé v/s Hring- vers, en á því imprar lögmaður stefnanda í hinu upphaflega innheimtubréfi sínu, dags. 30. janúar 1964. Þeir Stefán útgerðarstjóri og Richard skipstjóri hafa aldrei verið samprófaðir um það atriði, hvort keðjan hafi verið fengin í sam- ráði við Stefán og hvort Stefán hefði gengið með Richard upp að Erlingshúsi og skoðað hana, enda verður að telja algert auka- atriði, á hvaða stigi afskipti Stefáns af keðjunni hefjast svo og hvenær honum barst vitneskja um áform skipstjóra í þessu sam- bandi. Þá hafa Stefán og Richard ekki verið samprófaðir um það, hvort Stefán hafi verið viðstaddur, er Runólfur skipaeftirlitsmað- ur leit á keðjuna sem kjölfestu, né heldur hefur skipaeftirlits- maðurinn verið kallaður fyrir dóm ellegar fyrrverandi skipstjóri, enda teljast þessi atriði engu máli skipta, þar eð dómurinn lítur svo á, að það sé skipstjóri einn, sem taki ákvörðun um kjölfestu Í skipi sínu og því með öllu óþarft að deila um kjölfestuþörfina. Dómurinn lítur og svo á, að umrædd keðja hafi komið að verulegum notum sem kjölfesta. Þá hafa Stefán og Richard ekki verið samprófaðir um, hvort keðjan hafi verið tærð eða ekki, en það atriði skiptir þó litlu, þar eð dómurinn lítur svo á, að keðjan hafi á þessu stigi ekki lengur haft gildi sem legufæri. Dómurinn er sammála lögmanni stefnda um, að eigi hafi verið gerður fullkominn formlegur samningur um umdeilda keðju í eina átt né aðra milli stefnanda og stefnda. Hins vegar lítur dómurinn svo á, að skipstjóri hafi hvergi farið út fyrir valdmörk sín í þessu sambandi og komi sérreglur siglingalaganna um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns ekki til álita í þessu máli. Þá telur dómurinn fráleitt að telja umrædda keðju persónulegt 276 fylgifé skipstjóra, er hann hafi fegið bætt samkvæmt dskj. nr. 12. Þess ber að gæta, að auk áðurraktrar vitneskju, ef ekki þegj- andi samþykkis, útgerðarstjóra og aðstoðar hans við skipstjóra um útvegun logskurðarmanns hefur því hvergi verið mótmælt, að keðjan hafi verið flutt að borði v/s Hringvers með bifreið útgerðar stefnda. Útgerðarstjóri segir aðeins, að hann hafi ekki flutt hana um borð. Eigi velta úrslit málsins þó á þessu atriði, en með ákvörðun skipstjóra um notkun keðjunnar í umræðdum báti og með vitn- eskju og aðstoð útgerðarstjóra stefnda álítur dómurinn, að stofn- azt hafi til beinna lögskipta milli eiganda keðjunnar, stefnanda í máli þessu, Erlings h/f, annars vegar, og útgerðarmanns og eiganda v/s Hringvers, stefnda í máli þessu, Helga Benedikts- sonar, hins vegar. Lögskipti þau, er hér hefur til stofnazt, eru tvímælalaust lán til afnota, þ. e. endurgjaldslaust lán um ótiltekinn tíma eða þar til lánveitandi krefst skila. Eru aðiljar raunar sammála um þá skýringu, enda þótt deilt sé um aðildir. Höfuðreglan um lögskipti af þessu tagi eru samkvæmt íslenzk- um rétti bau, að láni skuli heilu heim koma, en gjalda ella verði eiganda, sbr. ákvæði Jónsbókar frá 1281, þjófabálk, kap. 16. Samkvæmt greindri reglu hvílir skilaskylda andvirðis jafnt á lánþegum, þótt hlutur farizt vegna slyss eða tilviljunar, er hann á enga sök á, enda þótt hann ábyrgist ekki eðlilegt slit. Samkvæmt framansögðu ber því að dæma stefnda til að greiða stefnanda andvirði keðjunnar í því ástandi, sem hún var, er henni var komið fyrir í v/s Hringver sem kjölfestu, en telja verður eftir atvikum, að skipstjóri hafi haft heimild stefnanda, eiganda keðjunnar, til greindra aðgerða, þ. e. logskurðar í búta etc., enda hefur forsvarsmaður stefnanda, faðir skipstjóra, hvergi mótmælt því athæfi. Samkvæmt Jónsbók, þjófabálki, kap. 16, skulu skynsamir menn meta til verðgildis glataðs hlutar, er svo stendur á sem hér. Matsgerð hefur ekki farið fram, enda illa við komið eftir at- vikum. Ber dóminum því sjálfum að meta verðgildi keðjunnar. Dómurinn vísar með öllu á bug verðreikningi stefnanda, dskj. nr. 9 (hvert kg. á 20.00), og metur að engu, að reikningurinn er viðurkenndur réttur af skipstjóra, sem hafa verður í huga, að er sonur forsvarsmanns stefnanda. Þá telur dómurinn að engu hafandi vottorð frá Guðlaugi Stef- 27 ánssyni, sem vera mun umboðsmaður fyrir eitthvert keðjufirma. Vottorðið er dagsett 7. desember 1966, eða nær þrem árum eftir að Hringver fórst (en ekki er að fullu upplýst, hvenær keðjan var sett í skipið). Auk þess virðist hér miðað við nýja stokka- keðju. Samkvæmt vottorðinu kostar hver liður á 1" keðju (en ágreiningslaust er, að umdeild keðja hafi haft þann gildleika) kr. 9.130.00, en ágreiningslaust er, að umdeild keðja hafi verið fjórliða. Fjórliða 1“ ný stokkakeðja ætti samkvæmt vottorðinu að kosta kr. 36.520.00 í árslok 1966, en þess er þó getið í vottorð- inu, dskj. nr. 17, að verð sé lítið eitt breytilegt eftir lögun keðj- unnar. Samkvæmt vottorðinu er hins vegar miðað við 384 kg. liði, en umdeild keðja er talin hafa 420 kg. þyngd pr. lið, alls 1.680 kg. á móti 1.536 kg. vottorðskeðjunnar. Vottorði þessu er réttilega mótmælt sem villandi og málinu með öllu óviðkomandi Í greinargerð stefnanda, þar sem því er enn fremur mótmælt sem röngu. Dómurinn telur vottorðið, sem lagt er fram af stefnanda, þó hafa visst gildi stefnanda í óhag. Samkvæmt vottorðinu kostar ný keðja að svipaðri þyngd og umdeild keðja í árslok 1966 kr. 36.520.00, en keðja, sem þegar er orðin gömul, ryðguð og e.t. v. tærð, logskorin og bútuð niður a. m. k. þrem árum fyrr, er samkvæmt reikningi stefnanda talin 33.600.00 króna virði. Með öðrum orðum: ný keðja í árslok 1966 kostar um kr. 23.78 hvert kg., en stefnandi reiknar gamla, ryðgaða og sundurbútaða keðju, sem búið er að taka úr umferð, a. m. k. í bili, og að öllum lík- indum fyrir fullt og alit, um þrem árum fyrr á kr. 20.00 hvert kg. Dómurinn er sammála um, að eins og málum var komið, hafi umdeild keðja ekki haft gildi sem legufæri. Hins vegar hafnar dómurinn þeirri fullyrðingu stefnda, að keðjan hafi aðeins haft brotajárnsgildi, sem í stefnda augum jafn- gildir því, að keðjan hafi verið verðlaus. Dómurinn álítur, að keðajn hafi haft visst gildi, t. d. í sam- bandi við baujur o. þ. h., í því ástandi sem hún var, er Hringver sökk. Dómurinn hefur orðið sammála um að meta keðjuna til peningaverðs með hliðsjón af öllum aðstæðum á kr. 10.00 hvert kg. Vigtarvottorð liggur ekki fyrir og jafnframt því sem dómur- inn álítur fráleitt að líta á það atriði sem vanreifun máls, eins og málum er háttað, þykir dóminum rétt að leggja uppgefna byngd stefnanda til grundvallar, með því að sú þyngd er ekki ósennileg og henni hefur ekki verið mótmælt sérstaklega sem slíkri. 278 Samkvæmt þessu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 16.800.00 í stað kr. 33.600.00, svo sem krafizt er. Vexti þykir einungis eftir atvikum bera að dæma 7% í stað 8%, svo sem krafizt er. Þá þykir og með hliðsjón af allri meðferð málsins einungis bera að reikna vexti frá birtingardegi sjó- og verzlunardómsstefnunnar í stað frá 1. janúar 1964. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til greiðslu máls- kostnaðar, er þykir eftir atvikum hæfilega metinn kr. 4.500.00. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Helgi Benediktsson, greiði stefnanda, Erlingi h/f, kr. 16.800.00 með 7% ársvöxtum frá 16. maí 1967 til greiðslu- dags og kr. 4.500.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 7. marz 1969. Nr. 45/1967. Sigurbjörn Eiríksson (Hjörtur Torfason hrl.) segn Ragnari Þórðarsyni og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Skuldamál. Samningar. Kaup og sala. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. marz 1967 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagnáfrýjanda og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 18. apríl 1967 og gert þær dómkröfur, að aðaláfrýj- 279 anda verði dæmt að greiða honum kr. 1.800.000.00 ásamt 914% ársvöxtum frá 15. maí 1963 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, allt gegn afsali fyrir veitingahúsinu Glaumbæ, þ. e. firmunum Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káetunni, ásamt öllu, sem téðu veitinga- húsi fylgir, svo sem innanbúnaði og munum. Saga máls þessa er skilmerkilega sögð í hinum áfrýjaða dómi. Með leigumála, dags. 1. september 1961, tók Ragnar Þórðarson £ Co. h/f á leigu Framsóknarhúsið nr. 7 við Fri- kirkjuveg í Reykjavík, og hóf gagnáfrýjandi þar rekstur veit- ingahússins Glaumbæjar undir firmunum Glaumbæ, Nætur- klúbbnum og Káetunni. Með samningi 13. og 15. mai 1963 keypti aðaláfrýjandi af gagnáfrýjanda téðan veitingastað ásamt greindum starfsheitum, tilfæringum þeim og innan- stokksmunum, sem gagnáfrýjandi hafði notað við rekstur staðarins, svo og leiguréttindum til Framsóknarhússins. Skyldi gagnáfrýjandi sjá um, að leiguréttur aðaláfrýjanda héldist til 1. júní 1968. Kaupverðið var kr. 3.200.000.00. Kr. 500.000.00 áttu að greiðast út í hönd, en aðaláfrýjandi greiddi þannig einungis kr. 440.000.00. Kr. 1.000.000.00 voru greiddar með víxlum á þeim tímamörkum, sem í samningi sagði. Kr. 1.700.000.00 áttu að greiðast með jöfnum afborgunum 15. október á ári hverju, í fyrsta skipti 15. október 1964. Hefur fjárhæð þessi ekki verið greidd. Þá skyldu rekstrarvörubirgðir þær, sem gagnáfrýjandi átti á staðnum við afhendingu veit- ingahússins, greiddar honum sérstaklega. Telur gagnáfrýj- andi andvirði þeirra nema kr. 40.000.00, en aðaláfrýjandi viðurkennir einungis kr. 20.000.00 af þeirri kröfu. Gagnáfrýjandi afhenti aðaláfrýjanda veitingastaðinn hinn 15. maí 1963, og hóf aðaláfrýjandi þegar veitingarekstur þar. Ekki gaf gagnáfrýjandi út afsal til handa aðaláfrýjanda fyrir hinum seldu verðmætum, og eigi gerði aðaláfrýjandi veðbréf til tryggingar téðrar kr. 1.700.000.00 skuldar, svo sem áskilið var í kaupsamningi. Fyrir atbeina gagnáfrýjanda gaf stjórn Húsbyggingasjóðs Framsóknarflokksins út yfirlýsingu hinn 15. mai 1963, þar sem hún samþykkti, að sagnáfrýj- andi framseldi leigurétt sinn til Framsóknarhússins til aðal- 280 áfrýjanda, og skyldi leigutíminn vera til 15. maí 1968, en leigumálinn þó uppsegjanlegur með tilgreindum uppsagnar- fresti frá 30. september 1966. Leigugreiðsla var hækkuð úr kr. 40.000.00 í kr. 46.000.00 á mánuði. Aðaláfrýjandi ritaði aldrei samþykki sitt á yfirlýsingu þessa. Með bréfi 25. október 1963 lýsti gagnáfrýjandi riftun á kaupsamningi aðilja um Glaumbæ og Næturklúbbinn frá 15. maí 1963. Lögmaður aðaláfrýjanda mótmælti riftun í bréfi 3. janúar 1964. Þar segir m. a.: „Eftirstöðvar kaupverðsins mun umbjóðandi okkar greiða á næstu fimm árum, svo sem um var samið“. Hinn 8. ágúst 1964 kvað fógetadómur Reykjavíkur upp úrskurð, þar sem tekin var til greina krafa stjórnar Hús- bygsingasjóðs Framsóknarfélaganna um útburð á hendur aðiljum máls þessa úr Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg vegna vangreiddrar leiguskuldar, að fjárhæð kr. 600.959.58. Af þeirri skuld var ógreidd leiga frá rekstrartíma gagnáfrýj- anda kr. 200.356.00 og kr. 400.603.58 vangoldin leiga frá rekstrartíma aðaláfrýjanda. Útburðurinn fór eigi fram, enda tókust sættir með aðaláfrýjanda og húseiganda. Rak aðal- áfrýjandi síðan veitingahúsið áfram og veðsetti innanstokks- muni, sem kaupsamningur aðilja frá 15. maí 1963 tók til, fyrir skuld, að fjárhæð kr. 700.000.00, hinn 31. janúar 1964. Með yfirlýsingu í október 1966 tókst aðaláfrýjandi á hendur að „greiða Húsbyggingasjóði Framsóknarfélaganna í Reykja- vík eftir kröfu húseiganda eftirstöðvar húsaleiguskuldar Ragnars Þórðarsonar, að fjárhæð kr. 200.356.00, ásamt vöxt- um frá 15. mai 1963“. Í sömu yfirlýsingu segir aðaláfrýjandi: „ég afsala í hendur Húsbyggingasjóði Framsóknarfélaganna í Reykjavík öllum múr- og naglföstum innréttingum, gólf- teppum, lömpum í loftum og á veggjum, sem ég hef eignazt skv. framansögðu með kaupum frá Ragnari Þórðarsyni, gegn því, að gerður verði leigusamningur við Gróu Bæringsdóttur v/fasteignarinnar Frikirkjuvegur 7, Reykjavík, til ekki skemmri tíma en mér hafði á sínum tíma verið lofað af Ragnari Þórðarsyni, er ég keypti Glaumbæ af honum“. Stjórn Húsbyggingasjóðs Framsóknarflokksins gerði siðan hinn 25. nóvember 1966 skriflegan leigumála við Gróu Bæringsdóttur. 281 Er leigutíminn frá og með 1. október 1966 og lýkur án upp- sagnar hinn 1. október 1971, þó getur leigusali sagt samn- ingnum upp með sex mánaða fyrirvara eftir 1. april 1968, ef húsið er selt. Matsmennirnir Halldór Gröndal framkvæmdastjóri, Jón Pétursson húsgagnameistari og Þorsteinn Hjálmarsson hús- sagnameistari, dómkvaddir á bæjarþingi Reykjavíkur 4. júní og 10. október 1968 samkvæmt úrskurði Hæstaréttar 29. maí s. á, kváðu upp hinn 13. desember 1968 það mat: 1. Að verðmæti innanbúnaðar þess í Glaumbæ, Nætur- klúbbnum og Káetunni, sem kaupsamningur aðilja tók yfir, hafi numið hinn 15. maí 1963 kr. 2.750.000.00. 2. Að verðmæti téðs innanbúnaðar fyrir áframhaldandi rekstur aðaláfrýjanda og réttartaka hans á Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káetunni hafi numið, þegar eftir uppsögu útburðarúrskurðarins frá 8. ágúst 1964, kr. 3.190.000.00 og 3. Að hagsmunir aðaláfrýjanda og réttartaka hans af áframhaldandi notkun starfsheitanna 'Glaumbæjar, Næturklúbbsins og Káetunnar eftir 8. ágúst 1961 og svo ágóði þeirra af viðskiptavild (good will), tengdri nefndum starfsheitum, hafi numið kr. 100.000.00. Matsmenn staðfestu mat sitt fyrir bæjarþingi Reykjavíkur hinn 20. janúar 1969 og gerðu nánari grein fyrir því. Samkvæmt beiðni aðaláfrýjanda kváðu hinir sömu mats- menn hinn 4. marz 1969 upp mat um „það verðmæti í veit- ingahúsinu Glaumbæ hér í borg, sem um ræðir í 1. lið mats- gerðarinnar, og þá þannig, að það verði metið til þess verðs, sem ætla má, að það hefði haft á þeim tíma, sem þar um ræðir, ef átt hefði að leggja niður veitingarekstur á staðnum og selja innbú hans utanaðkomandi aðiljum, þ. e. öðrum en viðtakanda á staðnum“. Voru niðurstöður matsmanna, að verðmæti innanbúnaðarins til brottnáms hinn 15. maí 1963 hafi verið kr. 1.201.000.00. Þessa matsgerð staðfestu mats- menn fyrir dómi sama dag. Svo sem lýst hefur verið, lét aðaláfrýjandi undir höfuð leggjast að inna af hendi kr. 60.000.00 af fé því, sem greiðast 282 í átti út í hönd. Hann lét og undan fallast að gefa út til handa gagnáfrýjanda veðskuldabréf, að fjárhæð kr. 1.700.000.00, með veði í hinum seldu munum. Í þess stað veðsetti hann hinn 31. janúar 1964 muni þessa til tryggingar víixilskuld við þriðja aðilja, að fjárhæð kr. 700.000.00. Samkvæmt hin- um óáfrýjaða úrskurði frá 8. ágúst 1964 voru báðir aðiljar í vanskilum með greiðslu húsaleigu fyrir húsnæði veitinga- hússins. Átti aðaláfrýjandi mikla sök á því, að húseigandinn hófst handa um útburðarmálið, en gagnáfrýjandi, sem eigi tók til varna í málinu, stendur einnig ábyrgur fyrir niðurlagi úrskurðarins. Eftir uppsögu úrskurðarins samdi aðaláfrýj- andi við húseisanda um framhaldandi veitingarekstur í hús- næðinu. Jafnframt fór hann áfram með hin umsömdu verð- mæti sem sína eign, en synjaði gagnáfrýjanda um frekari greiðslu, þar sem hann taldi þegar greiddar kr. 1.440.000.00 fullnaðargreiðslu, Að svo vöxnu máli mátti gagnáfrýjandi krefja aðaláfrýjanda lokaskila, er honum varð ljóst, að aðal- áfrýjandi taldi viðskiptum þeirra lokið. Þykir eðlilegt að setja þetta tímamark hinn 15. október 1964, þá er aðaláfrýj- andi átti samkvæmt samningi aðilja að greiða fyrstu af- borgun af 1.700.000.00 króna samningsskuldinni. Við ákvörð- un fullnaðarskila verður að líta annars vegar á það, hvernig hin seldu verðmæti hafa nýtzt aðaláfrýjanda, og hins vegar á það, að aðaláfrýjandi varð að taka á sig útburðarskuld gagnáfrýjanda við húseiganda til að ná samkomulagi við hann. Að öllu athuguðu þykir hæfilegt að dæma aðaláfryj- anda til að greiða sagnáfrýjanda alls kr. 1.350.000.00 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 80.000.00 (þ. e. kr. 60.000.00, umsam- inni reiðugreiðslu, og kr. 20.000.00, andvirði vörubirgða) frá 15. maí 1963 til 15. október 1964, 7% ársvöxtum af kr. 1.350.000.00 frá þeim degi til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 250.000.00, allt gegn afsali þeirra verðmæta, sem í kröfugerð segir. 283 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, greiði gagnáfrýj- anda, Ragnari Þórðarsyni, kr. 1.350.000.00 með 7% árs- vöxtum af kr. 80.000.00 frá 15. maí 1963 til 15. október 1964, 7% ársvöxtum frá þeim degi af kr. 1.350.000.00 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 250.000, allt gegn afhendingu afsals fyrir veitingahúsinu Glaumbæ, þ. e. firmunum Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káetunni, ásamt öllu, er téðu veitingahúsi fylgir, svo sem innanbúnaði og munum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 20. janúar 1967. Mál þetta, sem tekið var til dóms 19. þ. m., hefur Ragnar Þórðarson, Öldugötu 2 hér í borg, höfðað með stefnu, birtri 11. marz 1965, fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur gegn Sigur- birni Eiríkssyni veitingamanni, Skálholtsstís 2 A hér í borg, „til greiðslu á skuld, að fjárhæð kr. 1.760.000.00, með 9%2% árs- vöxtum af kr. 60.000 frá 15. maí 1963 til 15. okt. 1964 og af stefnufjárhæðinni frá þeim degi til 31. des. 1964, en 872% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu, allt gegn afhendingu afsalt fyrir Veitingahúsinu Glaumbæ, þ. e. firmunum Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káet- unni, ásamt öllu, er téðu veitingahúsi fylgir, s. s. innanbúnaði og munum samkvæmt skrá“. Með framhaldsstefnu, birtri 22. desember 1965, jók stefnandi kröfur sínar í málinu, og varð aðalkrafa hans þá, „að viður- kenndur verði eignarréttur minn að Veitingahúsinu Glaumbæ, þ. e. firmunum Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káetunni, ásamt öllu, er téðu veitingahúsi fylgir, s. s. innanbúnaði og munum sam- kvæmt skrá, unz fjárkröfur mínar eru greiddar að fullu, og að stefndum verði dæmt að greiða mér samtals kr. 1.800.000.00 með 91 % ársvöxtum frá 15. maí 1963 til greiðsludags auk málskostn- 284 aðar að skaðlausu, allt gegn afhendingu afsals fyrir Veitinga- húsinu Glaumbæ, þ. e. firmunum Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káetunni, ásamt öllu, er téðu veitingahúsi fylgir, s. s. innanbún- aði og munum samkvæmt skrá“. Við hinn munnlega flutning málsins, er fram fór 19. þ. m., breytti stefnandi dómkröfum sínum enn, og eru dómkröfur stefnanda nú þær aðallega, að stefnda verði dæmt að greiða stefn- anda kr. 1.800.000.00 með 912% ársvöxtum frá 15. maí 1963 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu, allt gegn afhend- ingu afsals fyrir veitingahúsinu Glaumbæ, þ. e. finmunum Glaum- bæ, Næturklúbbnum og Káetunni, ásamt öllu, er téðu veitinga- húsi fylgir, svo sem innanbúnaði og munum, en til vara, að stefnda verði dæmt að greiða stefnanda kr. 1.120.000.00 með 9%% ársvöxtum af kr. 100.000.00 frá 15. október 1963 til 15. október 1964, af kr. 440.000.00 frá þeim degi til 15. október 1965 og af kr. 780.000.00 frá þeim degi til 15. október 1986 og af kr. 1.120.000.00 frá þeim degi til greiðsluðags og málskostnað að skaðlausu svo og að stefnda verði dæmt að gefa út skuldabréf að fjárhæð kr. 680.000.00, sem greiðist í tvennu lagi, 15. október 1967 og 15. október 1968, og beri 9%2% ársvexti, allt gegn af- hendingu afsals, eins og segir í niðurlagi aðalkröfu. Dómkröfur af hálfu stefnda eru nú þær aðallega, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að stefnanda verði dæmt að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að þann 1. september 1961 seldi Húsbygg- ingasjóður Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsóknarhúsið við Fríkirkjuveg á leigu til Ragnars Þórðarsonar og Co. h/f sem leigutaka, en stefnandi, Ragnar Þórðarson, undirritaði leigusamn- inginn jafnframt persónulega sem ábyrgðarmaður. Samkvæmt leigusamningnum keypti leigutaki ýmsar innréttingar í húsinu og fékk leyfi til að láta framkvæma ýmsar breytingar á því, hvað hann og gerði. Þá tiltekur leigusamningurinn, að standi leigutaki ekki í skilum með leigugreiðslur eða rjúfi samninginn að einhverju leyti, þá skuli hann hafa fyrirgert rétti sínum til leigunnar. Á næstu árum á eftir rak stefnandi, Ragnar Þórðarson, veitingastarfsemi í Framsóknarhúsinu undir nöfnunum Glaum- bær, Næturklúbburinn og Káetan, en samkvæmt upplýsingum frá firmaskrárritara tilkynnti stefnandi með bréfi, dagsettu 20. september 1961, að hann ræki veitingastarfsemi hér í borg með 285 ótakmarkaðri ábyrgð undir áðurgreindum nöfnum, og voru firmu þessi skráð í firmaskrána 25. sama mánaðar. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að Ragnar Þórðarson 82 Co. h/f hafi aldrei verið aðili í verki að leigutöku á húsnæðinu eða rekstri veitinga í húsinu. Það hafi verið valkvætt, hvort hann (Ragnar Þórðarson) persónulega eða hlutafélagið yrði leigutaki. En áður en rekstur hófst, hafi orðið að samkomulagi, að hann persónulega hefði þennan rekstur og allar opinberar skrásetningar rekstrinum viðkomandi, en ekki hlutafélagið, og þetta hafi þannig verið haft með vitund og vilja húseiganda og stjórnar hlutafélagsins. Með bréfi, dagsettu 3. maí 1963, ritaði stefndi, Sigurbjörn Eiríksson, stefnanda tilboð. Þar greinir m. a. svo frá: „Ég undir- ritaður leyfi mér hér með að gera eftirfarandi tilboð í veitinga- húsið Glaumbæ, Næturklúbbinn og Káetuna, eða með öðrum orðum alla veitingastarfsemi, sem rekin er í Framsóknarhúsinu. I. Ég býðst til að kaupa allt inventar, hverju nafni sem það nefnist, þar í innifalið alla þá muni, sem um ræðir á lista, sem þér hafið látið mér í té og ég hef merkt x-y og að engu undan- skildu skv. þessum lista. Einnig skal og fylgja allt annað ótalið, sem í ofangreindu veitingahúsi er og tilheyrir því og eða yður, þó ekki það, sem núverandi leigusalar eiga. ... III. Leigutilboð þetta er háð því skilyrði, að leigusali sam- Þykki, að núverandi leigusamningur og leigukjör fái að standa, að viðbættri framlengingu á leigutímanum um 5 ár frá og með 30. september 1966. IV. Tilboð þetta er og bundið því, að núverandi leigusali og eigandi veiti mér forleigurétt og forkaupsrétt, er leigusamningur rennur út, ef húsið verður leigt eða selt. V. Ég býðst til að greiða kr. 2.800.000.00 ... fyrir framanrit- að ...“. Stefnandi gerði stefnda gagntilboð með bréfi, dagsettu 9. maí 1963. Í gagntilboðinu undanskilur stefnandi ýmsa muni Í veit- ingahúsinu, en hækkar söluverðið í kr. 3.200.000.00. Lokaákvæði sagntilboðs stefnanda hljóðar þannig: „Tilboð þetta er því skil- yrði háð, að húseigandi samþykki kaupin og aðalviðskiptabankar samþykki tryggingar og greiðslukjör“. Stefndi ritaði stefnanda á ný þann 10. maí 1963. Í bréfi þessu, sem er gagntilboð af hálfu stefnda, segir m. a.: „Ég vísa til tilboðs míns frá 3. maí s.l. svo og gagntilboðs yðar írá 9. maí s.l. Hér með geri ég yður neðangreint gagntilboð, og miða ég þá 286 við, að tilboð mitt frá 3. maí s.l. standi með neðangreindum breytingum: Liður I. Helzt óbreyttur með þessum undantekningum. ... Liður III. Þessi liður helzt með þeirri breytingu, að leigutíminn skal renna út 1. júní 1968, enda verði um það gerður nýr húsa- leigusamningur. Liður IV. Helzt óbreyttur. Liður V. Kaupverðið verði kr. 3.200.000.00 ... er greiðist þannig: a. Við undirskrift samnings .. .. .. .. .. .. kr. 500.000.00 b. Þrem mánuðum eftir undirskrift .. .. .. .. — 500.000.00 c. Sex mánuðum eftir undirskrift .. .. .. .. — 250.000.00 d. Fyrir árslok 1963 .. .. .. .. .. ... .. .. -- — 250.000.00 e. Eftirstöðvar greiðist á 5 árum með jöfnum afborgunum 15. okt. ár hvert, í fyrsta skipti 15. okt. 1964 .. .. .. .. .. 2. 2. 2. 2. 2. 2. — 1.700.000.00 Alls kr. 3.200.000.00 Til tryggingar lið e verði sett að veði þeir munir, sem ég kaupi, og verði gerður sérstakur listi í því skyni. ... Að sjálfsögðu fylgir með í kaupunum nöfnin Glaumbær, Nætur- klúbburinn og Káetan, sbr. skrásetningu í firmaskrá Reykjavíkur. Nákvæm úttekt verður að fara fram á munum þeim og áhöld- um, sem leigusalar Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna af- hentu leigusala Ragnari Þórðarsyni ér Co. h/f, og skuldbindur Ragnar Þórðarson sig til þess að bæta við eða sjá um, að bætt verði við þá muni, sem á kann að vanta ...“. Þann 13. maí 1963 ritaði stefndi á síðastgreint gagntilboð sitt m. a. eftirfarandi: „Til samkomulags fellst ég á eftirfarandi breytingar á þessu tilboði mínu: 1. Liður III verði eins og segir í gagntilboði yðar, þ. e. að leigu- tími verði 5 ár frá afsalsdegi með 6 mán. uppsagnarfresti eftir 30. september 1966 ...“. Þann 15. maí 1963 ritaði Haukur Þorleifsson aðalbókari sam- þykki sitt f. h. seljanda á gagntilboð stefnda, en óvefengt er af aðiljum málsins, að nefndur Haukur hafi haft fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá kaupunum af hálfu stefnanda. Í málinu liggja frammi tvær yfirlýsingar frá stjórnum Ragnars Þórðarsonar ér Co. h/f, svohljóðandi: 287 „Við undirrituð, Ragnar Þórðarson, Thor R. Thors og Ruth Guðmundsdóttir, er vorum Í stjórn félagsins Ragnar Þórðarson 6r Co. h.f. frá 12. okt. 1961 til 6. nóv. 1963, lýsum hér með yfir því, að það var með vitund og vilja stjórnarinnar, að Ragnar Þórðarson gerði persónulega kaupsamning við Sigurbjörn Eiríks- son um veitingahúsið Glaumbæ og muni þá og réttindi, þar á meðal leigurétt til húsnæðis, er þar um ræðir. Enda þótt Ragnar Þórðarson ér Co. h.f. væri að formi til leigu- taki að húsnæðinu, þá rak Ragnar veitingahúsið persónulega og fyrir eigin reikning og hafði félagsins vegna fulla heimild til þess og þeirra ráðstafana, er hann gerði. Reykjavík, 29. desember 1966. Ruth Guðmundsdóttir. Ragnar Þórðarson. Thor R. Thors“. „Við undirrituð, Ragnar Þórðarson, Halldór Rafnar og Ruth Guðmundsdóttir, sem erum í stjórn félagsins Ragnar Þórðarson ér Co. h.f., lýsum því hér með yfir, að við erum algerlega sam- þykk yfirlýsingu fyrrverandi stjórnar um heimild Ragnars Þórðar- sonar til sölu veitingahússins Glaumbæjar til Sigurbjarnar Eiríks- sonar og allra ráðstafana í því sambandi. Ragnar gaf stjórninni kost á að fylgjast með málaferlunum við Sigurbjörn Eiríksson út af eftirstöðvum kaupverðs. Reykjavík, 29. dec. 1966. Ruth Guðmundsdóttir. Halldór Rafnar. Ragnar Þórðarson“. Stefndi virðist hafa tekið við rekstri veitingahússins þann 15. maí 1963 og rekið það til 1. október 1966. Greiddi hann kr. 440.000.00 við afhendingu og samþykkti víxla samtals að fjárhæð kr. 1.000.000.00 fyrir greiðslum samkvæmt lið V. b., c. og d. Þá víxla greiddi stefndi á réttum gjalddögum. Stefndi hefur hins vegar ekki greitt kr. 60.000.00 af þeim kr. 500.000.00, sem honum bar að greiða við undirskrift samningsins, og ekkert af þeim kr. 1.700.000.00, sem honum bar að greiða samkvæmt V. lið e, og ekki gaf hann út veðbréf til tryggingar þeirri greiðslu. Auk Þess telur stefnandi, að stefndi skuldi honum kr. 40.000.00 fyrir rekstrarvörur, sem stefndi hafi tekið við með veitingahúsinu og hafi átt að greiða sérstaklega. Stefnandi sundurliðar aðalkröfu sína því þannig: 1. Eftirstöðvar af greiðslu samkvæmt V. lið a kr. 60.000.00 288 2. Greiðsla samkvæmt V. lið e .. .. .. .. .. kr. 1.700.000.00 3. Rekstrarvörur 2... 0. — 40.000.00 Kr. 1.800.000.00 Ekki fékk stefndi afsal fyrir veitingahúsinu, þegar hann tók við því, og firmun Glaumbær, Næturklúbburinn og Káetan voru heldur ekki færð á nafn hans. Þá var ekki gengið frá fram- leigusamningi við stefnda. Stefnandi fékk hins vegar yfirlýsingu, dagsetta 15. maí 1963, frá stjórn Húsbyggingasjóð Framsóknar- félaganna í Reykjavík um framleigu á veitingahúsinu til stefnda, dómsskjal nr. 28. Þar segir m. a.: „Með samningi, dags. 1. sept- ember 1961, hefur Húsbyggingarsjóður Framsóknarfélaganna í Reykjavík leigt Ragnari Þórðarsyni ér Co. h.f. og Ragnari Þórðar- syni, lögf. (sem ábyrgðarmanni) Framsóknarhúsið við Fríkirkju- veg 7 í Reykjavík. Stjórn Húsbyggingarsjóðsins samþykkir hér með, að núverandi leigutaki framselji rétt sinn skv. samningi þessum til hr. Sigur- björns Eiríkssonar, Álfsnesi, Kjalarnesi, með eftirtöldum skil- málum: Leigutíminn er til 15. maí 1968, en frá 30. september 1966 er leigusamningurinn uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara af hálfu leigusala, enda hafi leigutaki forkaupsrétt, ef húsið verður selt. Leigugreiðsla skal vera 46.000.00 á mánuði (miðað við 1. nóvember 1961) til 30. sept. 1966, enda eru eigi undanskilin skrifstofuherbergi þau á efri hæð, er um ræðir Í 1. grein. Hús- næðið er leigt til veitingareksturs og skal rekið sem 1. flokks veitingahús, enda hafi það vínveitingaleyfi. Sé skilyrðum þessum eigi fullnægt, er samningur þessi þegar úr gildi fallinn. ... Sigurbjörn Eiríksson gefi út víxil að fjárhæð kr. 300.000.00 til tryggingar skuldbindingum sínum við leigusala, ennfremur setji hann fasteignaveð, sem leigusali metur gilt, fyrir upphæðinni. Að öðru leyti gilda ákvæði ofangreinds samnings...“ Stjórn Húsbyggingasjóðs Framsóknarfélaganna gerði ráð fyrir, að stefndi ritaði samþykki sitt á ofangreinda yfirlýsingu sem nýr leigutaki. Af því varð þó ekki, þar sem stefnandi lét þetta atriði ekki til sín taka. Síðla sumars 1963 bar það til, að stefndi var kærður af Lands- banka Íslands fyrir brot á almennum hegningarlögum vegna mis- notkunar á tékkaviðskiptum. Vakti mál þetta mikið umtal, og virðist stefnandi hafa óttazt mjög, að stefndi mundi missa vín- 289 veitingaleyfi sitt og gæti ekki efnt samninginn. Hvernig sem þessu var annars háttað, þá ritaði stefnandi stefnda bréf, svo- hljóðandi, dagsett 25. október 1963: „Hér með leyfi ég mér að segja upp og rifta kaupsamningi um Glaumbæ og Næturklúbbinn frá 15. maí 1963. Ástæður til riftunar eru þær, að ég tel, að þér hafið þegar vanefnt samninginn í verulegum atriðum og að þeir atburðir hafi gerzt, að verulegar forsendur séu brostnar fyrir því, að þér getið rekið nefnt veitingahús og staðið í skilum samkvæmt kaup- samningnum. Í sambandi við riftun þessa áskil ég mér fullan rétt til skaða- bóta úr yðar hendi“. Ofangreindu bréfi stefnanda svaraði lögmaður stefnda með bréfi, dagsettu 3. janúar 1964. Þar segir m. a.: „Umbjóðandi okkar hefur þegar staðgreitt yður þá fjárhæð, sem til var ætlazt, að undanskildum kr. 100.000.00, er sumpart gengu til greiðslu á eldri skuldum fyrirtækisins og sumpart var haldið eftir skv. beiðni stjórnar Framsóknarhússins vegna við- skipta yðar við þann aðila. Hefur réttmæti þeirrar ráðstöfunar aldrei verið véfengt. Umbjóðandi okkar hefur og greitt yður með víxlum þann hluta kaupverðsins, er þannig skyldi greiddur, með þeirri sjálfskuldar- ábyrgð, er þér mátuð gilda á sínum tíma. Eftirstöðvar kaupverðsins mun umbjóðandi okkar greiða á næstu fimm árum, svo sem um var samið. Er hann sem áður reiðubúinn til að ganga frá þeirri veðsetningu, sem áskilin var til tryggingar þessum hluta greiðslunnar. Hefur hingað til staðið á yður og umboðsmanni yðar að segja til um form veðsetningar- innar og nákvæma tilgreiningu þeirra muna, sem hún á að ná til. Við beinum því hér með til yðar f. h. umbjóðanda okkar að gefa honum slíka fyrirsögn um gerð veðbréfsins hið fyrsta. Áskil- ur hann sér rétt til að fullnægja gerðum samningum með því að gefa út veðskuldabréf í einu lagi fyrir eftirstöðvum kaupverðsins með þeim formála, sem lýst er í e-lið V. greinar kaupsamningsins, og til að setja yður tiltekinn frest til að taka við slíku veðbréfi, ef með þarf. Umbjóðandi okkar óskar sérstaklega að mótmæla staðhæfingu yðar um brostnar forsendur fyrir umræddum kaupum. Svo virðist sem þér hafið í huga þann atburð frá s.l. sumri, sem varð til þess, að umbjóðandi okkar hefur nú verið ákærður fyrir brot á al- mennum hegningarlögum. Atburður þessi stóð ekki í sambandi 19 290 við kaupin né rekstur veitingastaðarins, og telur umbjóðandi okkar, að hann muni ekki hafa áhrif á getu sína til að standa í skilum við yður, sbr. þar sem fyrr var ritað um þau efni. Með vísun til framanritaðs leyfum við okkur að vísa riftunar- kröfu yðar á bug.... Jafnframt skorum við á yður að hlutast til um það, að um- skráning fari fram á firma veitingastaðarins svo fljótt sem kostur er.... Umbjóðandi okkar vill að lokum taka fram, að viðskilnaði yðar við staðinn hafi verið áfátt í ýmsum efnum ...“. Með lþréfi, dagsettu 3. apríl 1964, ritaði Húsbyggingasjóður Framsóknarfélaganna í Reykjavík borgarfógetaembættinu bréf, þar sem þess var óskað, að félagið Ragnar Þórðarson ér Co. h/f og þeir aðrir, er rétt sinn leiddu frá félaginu, yrðu bornir út úr húsinu Fríkirkjuvegi 7, þ. e. umræddu veitingahúsi, vegna van- skila á leiguskuld. Var útburðarbeiðnin tekin til úrskurðar í fógetarétti 21. júlí 1964, og kvað gerðarbeiðandi húsaleiguskuld- ina þá nema kr. 600.959.58, þar af áfallin á leigutíma stefnda kr. 400.633.58. Ragnar Þórðarson og Co. h/f og stefnandi létu mæta í útburðarmálinu, en höfðu ekki uppi réttarkröfur í mál- inu. Stefndi tók til varnar í málinu og krafðist þess, að synjað yrði um hina umbeðnu útburðargerð. Borgarfógeti kvað upp úr- skurð í málinu þann 9. ágúst þess efnis, að umbeðin útburðar- gerð skyldi fara fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Ekki neytti gerðar- beiðandi réttar síns um útburð, en útburði var frestað æ ofan í æ með samkomulagi gerðarbeiðanda og stefnda. Síðast var málið tekið fyrir í fógetaréttinum þann 14. febrúar 1966, og var málinu þá frestað enn um óákveðinn tíma. Samkvæmt upplýsingum frá stefnda hefur nú komizt á samn- ingur milli Húsbyggingasjóðs Framsóknarfélaganna og Gróu Herdísar Bæringsdóttur, sambýliskonu stefnda, um leigu á Fram- sóknarhúsinu til veitingarekstrar frá og með 1. október 1966, og heldur stefndi því fram, að aðgerðum húseiganda til útburðar á Ragnari Þórðarsyni ér Co. h/f og þeim, sem rétt sinn leiði frá því félagi, sé þar með lokið, en húsaleiguskuld félagsins miðað við 15. maí 1963, kr. 200.356.00, sé enn ógreidd. Síðastgreindur samn- ingur sé gerður með fyrirvara um betri rétt stefnanda út af hugs- anlegum veðrétti í þeim munum, sem stefndi hefur fengið hjá stefnanda. Stefnandi hefur eindregið mótmælt því, að hann skuldi nokkra húsaleigu frá þeim tíma, sem hann rak veitingahúsið. Kveðst 291 stefnandi hafa átt gagnkröfu á húseiganda og hafi gagnkrafan numið hærri fjárhæð en kr. 200.356.00, enda hafi Húsbygginga- sjóður Framsóknarfélaganna engar kröfur gert á hendur honum út af reikningsuppgjöri þessu. Þann 31. janúar 1964 gaf stefndi út tryggingarbréf til hand- hafa víxils að fjárhæð kr. 700.000.00 og veðsetur þar „með 1. — fyrsta — veðrétti — allt „inventar“, hverju nafni sem nefnist, tilheyrandi veitingarekstri mínum í veitingahúsinu: Glaumbær, Næturklúbburinn og Káetan, að Fríkirkjuvegi 7 hér í borg, sam- kvæmt tilboðum og gagntilboðum, endanlega samþykktum (kaup- samningi), dags. 3., 9., 10., 13. og 15. maí árið 1963 og sem fylgir tryggingarbréfi þessu í afritum. Meðfylgjandi er og listi yfir muni þá, er getur á tilboði mínu til Ragnars Þórðarsonar, dags. 3. maí 1963, 1. lið, og hér að ofan greinir m. a.“. Með bréfi, dagsettu 6. febrúar 1964, kærði stefnandi stefnda fyrir skilasvik vegna útgáfu tryggingarbréfs þessa og vitnaði til 250. gr., 2. töluliðar, hegningarlaga nr. 19/1940. Kom málið til kasta saksóknara ríkisins, sem fyrirskipaði rannsókn í málinu. Að henni lokinni ákvað hann, að ekki skyldi ákært í málinu. Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnum 2. marz 1964, í málinu nr. 137/1964: Jón Þórarinsson gegn Sigurbirni Eiríks- syni er veðréttur þessi staðfestur og stefnda gert að greiða fjár- hæð þá, sem tryggingarbréfið hljóðar um. Ekki mun enn vera búið að aflýsa veðinu. Með dómi, uppkveðnum á bæjarþingi Reykjavíkur 20. október 1964, var Ragnari Þórðarsyni dæmt að greiða Þorvaldi Lúðvíks- syni hæstaréttarlögmanni kr. 80.000.00 ásamt vöxtum og kostnaði. Dómhafinn, Þorvaldur Lúðvíksson, krafðist þess, að borgarfógeti framkvæmdi fjárnám í eigum dómþolans, Ragnars Þórðarsonar, til tryggingar á dómskuldinni. Fógeti tók fjárnámsbeiðnina fyrir 8. janúar 1965. Fyrir fógetadóminn kom gerðarbeiðandi sjálfur og Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður af hendi gerðarþol- andans. Hann kvaðst ekki greiða, en vísaði til fjárnáms á ísvél og 130 stóla í Næturklúbbnum og kæliskáp í Káetu. Fógeti lýsti fjárnámi í framangreindum munum til tryggingar kröfum gerðar- beiðanda. Stefndi, Sigurbjörn Eiríksson, skaut fjárnámsgerð þess- ari til Hæstaréttar með stefnu 25. janúar 1965 og gerði þær dóm- kröfur, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð yrði úr gildi felld. Áður en dómur gekk í Hæstarétti, var málið tekið fyrir að nýju í fógetaréttinum. Var þá mættur Þorvaldur Lúðvíksson hæsta- réttarlögmaður, og af hálfu Ragnars Þórðarsonar mætti Magnús 202 Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Þeir voru sammála um að óska lausnargerðar, þar sem fjárnámskröfurnar hefðu verið gerðar upp, og aflétti fógetinn fjárnáminu, sem lagt var á 8. janúar 1965. Dómur Hæstaréttar í fógetamálinu var kveðinn upp 25. febrúar 1966, og var málinu vísað frá Hæstarétti. Í dóminum segir m. a.: „Þar sem fjárnámi því, sem lagt var hinn 8. janúar 1965 á framan- greinda muni, er nú aflétt, og mál er rekið fyrir sjó- og verzlunar- dómi milli stefnda Ragnars Þórðarsonar og áfrýjanda um réttinn til munanna, á mál þetta eigi lengur heima fyrir Hæstarétti. Ber því að vísa því frá dómi“. Í öðru fjárnámsmáli gegn stefnanda vísaði lögmaður stefnanda þann 13. janúar 1965 á til fjárnáms ísgeymslu í veitingahúsinu Glaumbæ. Umboðsmaður gerðarbeiðanda vefengdi rétt gerðar- þola til þess að benda á þennan hlut, þar eð þriðji maður mundi eiga réttindi yfir honum. Fógeti úrskurðaði atriði þetta 12. febrúar 1985 með þessari niðurstöðu: „Ábendingu gerðarþola um fjárnám í ísgeymslu í veitingahúsinu Glaumbæ (Næturklúbbnum) er hafnað“. Stefnandi hefur lagt fram aðiljaskýrslu sína, dagsetta 18. des- ember 1965. Þar segir m. a.: „Vorið 1963 vildi ég selja veitinga- húsið Glaumbæ, og leitað var hófanna um þau viðskipti við ýmsa aðila. Tveir aðilar gerðu ákveðin kauptilboð, Sigurbjörn var ann- ar þeirra, þótt tilboð hans væri ca. kr. 1.000.000.00 — einni milljón króna — lægra en tilboð hins aðilans, þótti rétt að semja við Sigurbjörn, þar sem hann taldi sig geta borgað meiri part kaupverðsins Í reiðu fé, og bankar töldu Sigurbjörn einn örugg- asta og traustasta manninn Í viðskiptalífinu í Reykjavík og allar hans yfirlýsingar og fjárskuldbindingar væru gulls í gildi, og ég ætti því að vera öruggur um að koma pappírum frá honum í peninga strax. Þetta sjónarmið reið baggamuninn, þar sem ég var þá í greiðsluvandræðum og þurfti mjög á reiðu fé að halda þá þegar, enda var það megin ástæðan til þess, að ég vildi selja Glaumbæ. Hvaða rök gátu þá legið að því, að ég neitaði að taka á móti verðmætum úr hendi Sigurbjörns? Sannleikurinn er, að það dróst hjá Sigurbirni að greiða um- samda útborgun, og fékkst hún aðeins með eftirgangsmunum, enda ekki fullgreidd enn þann dag í dag. Þá átti Sigurbjörn að skila umboðsmanni mínum undirskrifuðum skrám og listum yfir húsbúnað, sem hann átti að veðsetja mér, svo og skuldabréfi. Um þetta leyti fór ég til útlanda, og þegar ég kom aftur til landsins, 293 hafði Sigurbjörn ekki ennþá gengið frá þessum greiðslum og skuldabréfa afhendingum til umboðsmanns míns, þannig að hægt væri að afsala honum hinum umsömdu eignum. Þá höfðu og skeð þau atvik, sem breyttu mjög mati margra, einkum bankastofn- ana, á fjárhagslegu trausti því, er Sigurbjörn hafði notið í svo ríkum mæli. Þá voru umrædd atvik þess eðlis, að telja mátti fulla vissu fyrir því, að Sigurbjörn gæti ekki haldið áfram vínveitinga- rekstri, og að hann hefði því ekki lengur möguleika á að standa við þessa samninga. Þá leituðu og aðrir aðilar mjög fullnægingar á skuldakröfum, sem þeir áttu á hendur Sigurbirni, og mátti jafnvel búast við, að hann yrði gjaldþrota af þeim ástæðum. Þá var leitað fyrir sér um riftingu og sölu, með samkomulagi, til annarra, m. a. til konu Sigurbjörns. Gengu þessar umleitanir fram og aftur án endanlegs árangurs. Ekki gerði Sigurbjörn enn á þessu tímabili neina tilraun til að fullnægja ákvæðum sölusamnings. Eitt algengasta form tryggingar, þegar um sölu lausafjármuna er að ræða, er, að seljandi áskilur sér eignarrétt, þ. e. selur með eignarréttarfyrirvara, eða gefur ekki afsal fyrir hinu selda, þ. e. fyrirbyggir, að eignarréttar yfirfærsla fari fram, fyrr en hið selda er að fullu greitt eða einhverjum öðrum ákveðnum skilyrðum fullnægt, t. d. önnur trygging sett. Án þess að í upphafi hafi verið um nokkurt vantraust á Sigurbjörn eða greiðslugetu hans að ræða, þótti rétt, enda ákveðið í samningi, að afsal, þ. e. eignar- réttar yfirfærsla, færi ekki fram, fyrr en hann hafi fullnægt ákvæðum samningsins, þ. e. greiðslu fyrstu útborgunar, afhend- ingu vissra víxla og útgáfu skuldabréfs með veðsetningu. Þetta var auðvitað gert til að tryggja, að Sigurbjörn yrði ekki eigandi hins selda og gæti því ekki selt eða veðsett það eða ráðstafað á annan hátt nema í samráði við mig og með samþykki mínu. Nú skeður það, að Sigurbjörn veðsetur (þ. e. gerir tilraun til að veðsetja umræddar eignir — þar sem veðsetning er auðvitað ólögleg, hann er ekki ennþá orðinn eigandi umræddra eigna, afsal hefur ekki farið fram) húsbúnað Glaumbæjar án þess að hafa áður gengið frá eða gert tilraun til að ganga frá því, sem nauð- synlegt var, til þess að hann yrði eigandi, og án þess að leita sam- þykkis míns fyrir þeirri ráðstöfun. Þegar hér var komið, þótti mér tímabært að óska bréflega eftir riftun, þar sem ekki virtist lengur nein geta eða vilji af Sigurbjörns hálfu til þess að full- nægja ákvæðum sölusamnings. Þessari skriflegu umleitan svar- 294 aði stefndi neitandi og taldi sig fúsan og færan um að standa við samninginn, enda mundi hann óefað gera það. Í þessu bréfi bendir stefndi á, að ekki hafi enn orðið verulegar vanefndir af sinni hálfu, en þegar komi að afborgunardegi samkvæmt samn- ingi, þ. e. október 1964, muni hann greiða sem sér beri. Gat ég sætt mig við þessa lausn. (Riftingin var fyrst og fremst hugsuð til að tryggja mér, að ég fengi andvirði eigna minna, en Sigur- björn virtist ekki hafa neinn áhuga fyrir slíku, eftir að hann fékk staðinn afhentan og gat notið arðs af honum). Enn var leitað um ráðstöfun staðarins til annarra aðila með samkomulagi. Enn hafði Sigurbjörn ekki gert neinar tilraunir til að standa við þau ákvæði samningsins, sem ennþá er ófull- nægi. Sigurbjörn gaf mér aldrei á þessu tímabili tækifæri til að ná sambandi við sig. Þá gerði lögfræðingur minn, Magnús Thorlacius, og umboðsmaður minn, Haukur Þorleifsson, ítrekaðar, árangurs- lausar tilraunir til að ná sambandi við Sigurbjörn. Var mér þá sá einn kostur mögulegur að fela Magnúsi Thorlacius að inn- heimta hjá Sigurbirni þær kröfur, sem ég á á hendur honum. Innheimtubréfum var ekki svarað, og var ég því neyddur til að fara í þetta mál, sem hér liggur fyrir. Verður að telja, að ég hafi sýnt eins mikið langlundargeð og vænta má með nokkurri sanngirni“. Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að viðskiptabankar hans hafi viljað hafa samráð og hönd í bagga með sölu veitinga- hússins og hvernig því fé, sem inn kæmi, yrði varið. Kveðst stefn- andi því hafa fengið Hauk Þorleifsson, aðalbókara Búnaðarbank- ans, til þess að ganga frá samningum af sinni hálfu og hafi verið um það rætt, að Haukur fylgdist jafnframt með samningunum af bankanna hálfu og gengi endanlega frá samningunum á þann hátt, að bankarnir gætu sætt sig við greiðsluform, útborganir og vaxtakjör. Stefnandi kveðst jafnan hafa litið á listann, sem lagður hefur verið fram í málinu sem dómsskjal nr. 20, sem rétta upptalningu á þeim lausafjármunum, sem stefndi keypti af stefnanda með veitingahúsinu. Listinn sé undirritaður af Sólrúnu Helgadóttur, sem hafi verið fulltrúi stefnda við talninguna, og af Lovísu Jóns- dóttur, sem hafi verið trúnaðarmaður hans (stefnanda), þegar talning fór fram. Stefnandi segir, að listi þessi hafi verið tilbúinn mjög fljótlega eftir 15. maí 1963. Hafi stefndi ekki þurft annað en að undirskrifa listann og skuldaviðurkenningu í einhverju 295 formi, veðskuldabréf eða tryggingarbréf með víxlum, en það hafi stefndi aldrei fengizt til að gera. Stefnandi kveðst aldrei hafa neitað að taka við greiðslum frá stefnda. Stefnandi segir, að ann- að hafi ekki hvarflað að honum en að stefndi greiddi fulla vexti af skuldinni, eins og hún væri á hverjum tíma, frá afhendingar- degi að telja, enda hafi báðum aðiljum verið kunnugt um, að aðalviðskiptabankar stefnanda áttu að samþykkja tryggingar og greiðslukjör. Stefnandi segir, að áfengis- og tóbaksbirgðir hafi verið í veit- ingahúsinu, þegar stefndi tók við rekstrinum. Hafi stefndi yfir- tekið vörur þessar samkvæmt talningu, sem framkvæmd hafi verið af starfsmönnum Á. T. V. R. Að lokinni talningu hafi and- virði vara þessara verið millifært í reikningum Á. T. V. R. Á sama hátt hafi verið gengið frá gosdrykkja- og flöskubirgðum hússins við viðkomandi verksmiðjur. Stefnandi kveðst hins vegar hafa gert munnlegt samkomulag við stefnda þess efnis, að stefndi keypti vissar rekstrarvöru- birgðir gegn staðgreiðslu. Hafi stefndi átt að greiða vörurnar, um leið og hann tæki við rekstrinum. Kveðst stefnandi hafa samþykkt, að sambýliskona stefnda, Gróa Herdís Bæringsdóttir, sæi um talningu og verðlagningu birgðanna, og hafi stefndi átt að skila Jóni Magnússyni, lögmanni stefnda, lista yfir birgð- irnar, um leið og skilað yrði listum yfir „inventarið“. Enginn listi hafi þó borizt yfir vörubirgðirnar, en Gróa Herdís hafi tjáð stefnanda munnlega, að andvirði birgðanna hafi numið um það bil kr. 40.000.00. Kveðst stefnandi þó ekki þora að vinna eið að því, hvaða upphæð hún nefndi. Í þinghaldi 18. febrúar 1966 lýsti stefnandi, hvaða vörur það hafi verið, sem Gróa Herdís átti að gera lista yfir og voru í húsinu: 1. Vörur í kæli: Kjötvörur, feitisvörur, fiskur, mjólkurafurðir og grænmeti. Telur stefnandi, að allar ofangreindar vörur í kæli seti varla hafa verið að verðmæti undir 20—-30 þúsund krónum, þar af kjötvörur að andvirði 15—20 þúsund krónur. 2. Niðursuðuvörur: Sveppir, ávextir, grænmeti og ýmsar pakka- vörur, svo sem súpur, kjötkraftur o. fl. Enn fremur nýlenduvörur, t. d. kaffi. Stefnandi áætlar, án þess að geta staðhæft nokkuð um magn, að verðmæti birgðanna af niðursuðuvörum hafi verið minnst kr. 20.000.00, en geti hafa verið miklu meira. 3. Hreinlætisvörur: Bón, hreinsilögur, þvottaefni og fleira. Stefnandi áætlar andvirði þeirra birgða um tvö til þrjú þúsund krónur. 296 Í þessu sambandi hefur stefnandi skýrt svo frá, að umrætt veit- ingahús, eins og það var, þegar stefndi tók við rekstrinum, hafi tekið í sæti um fjögur til fimm hundruð manns. Algengt hafi verið, að tvö til þrjú hundruð manns hafi borðað þar um helgar. Til þess að geta rekið slíkt veitingahús sé nauðsynlegt að hafa töluverðar vörubirgðir. Vörubirgðir upp á 40—60 þúsund krónur verði að teljast óverulegar í þessu sambandi. Stefndi hefur skýrt svo frá, að hann hafi litið svo á, að allar rekstrarvörur, sem væru í húsinu, fylgdu með í kaupunum, þó að ekkert væri um þær rætt í samningaviðræðum hans (stefnda) og Hauks Þorleifssonar. Eftir að búið var að undirskrifa tilboðin, hafi stefnandi farið að hafa afskipti af málinu og m. a. lýst því yfir, að það hafi alls ekki verið sín meining, að rekstrarvörur hússins, þ. á m. tóbak, öl, áfengi og matarbirgðir, fylgdu með í kaupunum. Haukur Þorleifsson hafi þá lýst því yfir við stefnda, að leið mistök hafi orðið að taka ekki skýrt fram Í samningnum, að rekstrarvörur á lager fylgdu ekki með í kaupunum. Hafi Haukur farið fram á það, að hann (stefndi) greiddi vörubirgðirn- ar. Stefndi kveðst þá hafa samþykkt, að matvörubirgðir í úti- geymslum yrðu taldar sérstaklega upp og þær síðan gerðar upp, er fullnaðaruppgjör færi fram, þ. e. við útgáfu afsals og um- skráningu. Hins vegar hafi fullt samkomulag verið með þeim Hauki, að vörubirgðirnar, sem komnar voru Í ísskáp eða aðrar geymslur inni í húsinu, skyldu fylgja með í kaupunum. Þá hafi einnig náðst samkomulag um, að Gróa Herdís Bæringsdóttir og matsveinninn, Magnús Árnason, sæju um talninguna og gerðu skrá yfir birgðirnar. Minnir stefnda, að Gróa Herdís og Magnús hafi farið út í matvælageymslurnar og litið yfir birgðirnar. Að því búnu hafi þau komið aftur án þess að semja sérstakan lista yfir birgðirnar. Stefnda minnir fastlega, að þau hafi lýst því yfir, að samkomulag hafi orðið milli þeirra um að áætla verð birgð- anna 15—20 þúsund krónur. Tekur stefndi fram í þessu sambandi, að ekki hafi verið lögð mikil áherzla á talningu þessara vöru- birgða, þar sem stefndi hafi gefið eftir, að vörubirgðirnar al- mennt fylgdu með í kaupunum. Stefndi skýrir svo frá, að honum hafi ekki verið kunnugt um, að stefnandi væri í vanskilum við Húsbyggingasjóð Framsóknar- félaganna, þegar hann (stefndi) undirritaði samningana. Í júní- mánuði 1963 kveðst stefndi hafa átt tal við Guðjón Styrkársson, formann Húsbyggingasjóð Framsóknarfélaganna. Hafi Guðjón þá lýst því yfir, að Ragnar Þórðarson skuldaði um það bil kr. 297 200.000.00 í áfallna húsaleigu. Kveðst stefndi þá fyrst hafa vitað, að stefnandi hafði ekki gert full skil við húseigandann og með hinni miklu húsaleiguskuld fyrirgert leigurétti sínum, sbr. 8. gr. upphaflega leigusamningsins, dómsskjal nr. 18. Eftir samtalið við Guðjón kveðst stefndi hafa farið á fund Hauks Þorleifssonar og hafi Haukur þá sagt, að það væri rétt, að stefnandi skuldaði húsaleigu og að hann, þ. e. Haukur, hefði lofað stjórn húsbygg- ingasjóðsins, að húsaleiguskuldin yrði greidd, um leið og stefn- andi fengi peninga frá stefnda. Haukur hafi jafnframt lýst því yfir, að hann hefði góða von um að geta selt víxlana, sem stefndi afhenti. Fengjust þá peningar, sem notaðir yrðu til þess að greiða húsaleiguskuld stefnanda við húseiganda. Er þetta samtal hafi átt sér stað, hafi stefnandi verið erlendis. Hafi Haukur sagt, að bezt væri að fara eftir ósk stefnanda og ganga ekki endanlega frá samningum, fyrr en stefnandi kæmi aftur til landsins, en þá mundi Haukur setja sig í samband við skrifstofu lögmanna í Tryggvagötu 8, sem hafði með mál stefnda að gera. Stefndi segir, að hvorki Haukur Þorleifsson, stefnandi né nokkur annar af stefnanda hálfu hafi snúið sér til hans (stefnda) til þess að ganga endanlega frá samningunum. Stefndi kveðst hins vegar hafa farið margar ferðir ásamt Hirti Torfasyni hæstaréttarlög- manni á fund stefnanda og borið fram tilmæli um, að gengið yrði frá samningunum, en stefnandi hafi þá verið ófáanlegur til þess. Aftur á móti hafi stefnandi krafizt riftunar og sagt, að hann (stefnandi) væri að leita eftir nýjum kaupendum, og komið hafi fram í yfirlýsingu stefnanda, að hann vildi vera meðeigandi að veitingarekstrinum, en komið gæti til mála, að Gróa Herdís fengi að vera hluthafi í fyrirtækinu með nýju eigendunum. Vitnið Gróa Herdís Bæringsdóttir, sem er sambýliskona stefnda og hefur átt með honum börn, hefur skýrt svo frá, að stefnandi hafi beðið Magnús Árnason, yfirmatreiðslumann hjá stefnanda, að telja rekstrarvörubirgðir í útigeymslum. Kveðst vitnið hafa farið með Magnúsi og verið viðstatt, meðan Magnús skrifaði niður lista yfir vörubirgðirnar. Vitnið neitar því eindregið, að stefnandi hafi falið því að sjá um talningu og verðlagningu varanna. Í því sambandi tekur vitnið fram, að það hafi þá ekki haft þekkingu á rekstri ímatsölu og það hafi verið ókunnugt allri skipan á vöru- geymslum á staðnum. Vitnið segir, að það hafi ekki tekið við listanum, sem Magnús skráði yfir vörurnar. Hafi Magnús farið inn í eldhús veitingastaðarins að talningu lokinni, og kveðst vitnið enga hugmynd hafa um, hvað af listanum varð. Vitnið segir, að þau hafi verið mjög fljót að telja vörurnar, enda hafi verið litlar birgðir í geymslunum. Lítið sem ekkert kjöt, dálítið af dósamat, en vitnið kveðst nú ekki muna magn birgðanna. Síðar kveðst vitnið hafa heyrt talað um, að verðmæti varanna hefði verið 15—20 þúsund krónur. Vitnið kveðst ekki minnast þess að hafa nokkurn tíma rætt við stefnda um vörubirgðirnar og þvertekur fyrir að hafa nokkurn tíma minnzt á 40 þúsund krónur í því sambandi, enda kveðst vitnið ekki hafa getað gert sér grein fyrir verðmæti varanna. Vitnið segir, að ofangreind taln- ing hafi átt sér stað sama daginn og stefndi tók við rekstri veit- ingahússins. Vitnið segir, að Magnús Árnason hafi starfað áfram í veitingahúsinu, eftir að stefndi tók við því, en man ekki, hve lengi hann vann eftir það. Þrátt fyrir ábendingar dómsins hefur Magnús Árnason ekki gefið vitnaskýrslu fyrir dóminum um þetta atriði. Vitnið Haukur Þorleifsson aðalbókari kveðst hafa fengið skrif- legt umboð frá stefnanda til þess að ganga frá sölu á veitinga- húsinu til stefnda, og jafnframt kveðst vitnið hafa átt að gæta hagsmuna Búnaðarbankans og Útvegsbankans í sambandi við söluna. Vitnið segir, að það og stefndi hafi rætt um vaxtagreiðslur af eftirstöðvum kaupverðsins. Stefndi hafi í því sambandi sett fram það álit sitt, að sanngjarnt væri, að hann greiddi 7% árs- vexti af skuldinni, eins og hún væri á hverjum tíma. Vitnið kveðst hafa svarað stefnda því, að það væri tómt mál að ræða um svo lága vexti, því að það yrði aldrei samþykkt. Vitnið kveðst hafa gert kröfu um það, að stefndi greiddi hæstu löglega vexti, eins og þeir væru á hverjum tíma, en hæstu lögleyfðir vextir á þeim tíma hafi verið 9 % af lánum sem þessum. Vitnið staðhæfir, að stefndi hafi gefið afdráttarlaust samþykki sitt á því að greiða þessa vexti. Þessa yfirlýsingu hafi stefndi gefið vitninu munnlega, en engin skrifleg yfirlýsing muni hafa verið gerð um það, enda hafi þessi vaxtakjör verið skilyrði fyrir kaupunum af hendi stefn- anda og aðalviðskiptabanka hans, sbr. niðurlagsákvæði gagntil- boðs stefnanda frá 9. maí 1963. Vitnið segir, að upphafstími vaxtanna hafi átt að reiknast frá 15. maí 1963. Vitnið segir, að ekki hafi verið búið að ræða til fulls við aðalviðskiptabanka stefnanda, hvort stefndi gæfi út veðskuldabréf fyrir eftirstöðv- unum eða samþykkti víxla með tryggingarbréfi. Vitnið kveðst hafa tekið við yfirlýsingu stjórnar Húsbyggingasjóðs Framsókn. arfélaganna frá 15. maí 1963, þar sem stjórnin hafi samþykkt framleigu húsnæðisins til stefnda, dómsskjal nr. 28. Kveðst vitnið 299 hafa ætlað að láta stefnda undirrita skjalið og afhenda honum eintak af því. Vitnið segir, að stefndi hafi hvorki fyrr né síðar eftir 20. maí 1963 borið fram við vitnið greiðslur vegna samn- inganna umfram kr. 40.000.00, sem vitnið tók á móti 12. júní 1963. Vitnið kveðst oft á tímabilinu 20. maí 1963 til 1. september 1963 hafa átt tal við stefnda og krafið hann um eftirstöðvar á útborgun og að ganga frá skuldayfirlýsingu og veðtryggingu fyrir kr. 1.700.000.00. Stefndi hafi jafnan haft góð orð um að ganga frá þessu, en þó sagt, að hann ætti gagnkröfur á hendur stefnanda. Vitnið kveðst hafa óskað eftir að fá að sjá gagnkröf- urnar, svo að hægt væri að athuga þær. Stefndi hafi einnig lofað að gera grein fyrir gagnkröfunum, en engar efndir hafi orðið á því. Vitnið kveðst hafa rætt við stefnda um rekstrarvörubirgð- irnar, sem voru í veitingahúsinu, þegar stefndi tók við því. Stefn- andi hafi hins vegar verið búinn að segja vitninu, að stefndi ætti að greiða vörubirgðirnar sérstaklega og að stefnandi hefði trúað frú Gróu Herdísi fyrir því að telja vörubirgðirnar. Stefnandi styður aðalkröfu sína í málinu þeim rökum, að van- efndir stefnda á að fullnægja af sinni hálfu kaupsamningi aðilj- anna um veitingahúsið hafi verið svo verulegar, að eftirstöðvar kaupverðsins séu allar í gjalddaga fallnar. Í fyrsta lagi hafi stefndi vanrækt að greiða kr. 60.000.00 af fjárhæð þeirri, sem greiða átti út. Einnig hafi stefndi látið hjá líða að greiða andvirði rekstrar- vörubirgða, kr. 40.000.00, sem hann hafi átt að standa skil á við afhendingu. Þá hafi stefndi ekki sett tryggingu fyrir eftirstöðv- um kaupverðsins, kr. 1.700.000.00, eins og um hafi verið samið, heldur þvert á móti veðsett öðrum aðilja verðmæti þau, sem stefnandi hafi átt að fá veðrétt í, og ekkert af fjárhæðinni, kr. 1.7000.000.00, hafi stefndi greitt þrátt fyrir ákvæði V. liðs e. gagntilboðsins. Áður en gengið hafi verið endanlega frá kaup- unum hafi stefndi vanrækt stórkostlega að greiða húsaleigu til húseiganda. Sú vanefnd hafi verið svo veruleg, að húseigandi hafi fengið dæmt í fógetarétti, að stefndi skyldi borinn út úr húsnæðinu, en stefnandi telur, að hann hafi verið ábyrgur fyrir húsaleiguskuldinni, ef stefndi hefði ekki síðar greitt hana. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á því, að stefnandi hafi vanefnt svo verulega kaupsamninginn um afhendingu á leigu- réttindum að veitingahúsinu og því, sem þeim átti að fylgja, að stefnandi geti nú ekki krafizt frekari greiðslna úr hendi hans (stefnda), enda telur stefndi sig þegar hafa greitt meir en sann- virði hins selda miðað við verðmæti þess án leiguréttinda. Van- 300 efndir stefnanda séu fyrst og fremst fólgnar í því, að stefnandi hafi látið hjá líða að tryggja stefnda framhaldandi leigurétt á eigninni, og meira segja spillt fyrir því beint og óbeint, að stefndi næði rétti sínum, eins og gert hafi verið ráð fyrir Í samningnum, og ekki sé sjáanlegt, að hann geti nú uppfyllt þessa skyldu sína. Stefnandi hafi að vísu fengið framleiguheimild hjá húseiganda, Húsbyggingasjóði Framsóknarfélaganna, dómsskjal 28, en ekki gert framleiguheimildina fullgilda með því að láta hann (stefnda) rita nafn sitt á skjalið. Stefndi kveðst þannig hafa verið í mikilli óvissu um réttarstöðu sína og hafi því ekki verið hægt að ætlast til þess, að hann (stefndi) gæfi út veðskuldabréf fyrir kr. 1.700.000.00, á meðan hann hafði ekki í höndum skjalfestan samn- ing sjálfur við Húsbyggingasjóð Framsóknarfélaganna. Í dóm- kröfum stefnanda sé leigusamningur ekki boðinn fram, enda geti stefnandi ekki fullnægt því aðalatriði kaupsamningsins, þar sem fyrir liggi úrskurður borgarfógeta um útburð úr leiguhúsnæð- inu. Stefndi mótmælir riftunaryfirlýsingu stefnanda sem rangri og þýðingarlausri. Stefndi kveðst ekki hafa vanefnt samninginn af sinni hálfu. Auk þess hafi stefnandi alls ekki fylgt málinu eftir með kröfu um, að hvor aðili skilaði aftur þeim verðmætum, sem hann tók við. Þvert á móti hafi stefnandi krafizt efnda á kaupsamn- ingnum. Stefndi hefur undir rekstri málsins haldið því fram, að auk þess sem nú hefur verið rakið, hafi stefnandi vanefnt samninginn verulega á annan hátt. Stefndi hefur ekki haft uppi gagnkröfur í málinu um þau atriði, en hefur áskilið sér rétt til að höfða sjálfstætt mál til heimtu þeirra krafna, ef aðalkrafa hans um sýknu verður ekki tekin til greina. Þau atriði, sem stefndi hefur sérstaklega bent á í þessu sambandi, eru: 1. Áætlað verð þeirra hluta, sem stefnandi hafi vanrækt að afhenda sem fylgifé með veitinga- húsinu samkvæmt ákvæðum samningsins, sbr. dskj. nr. 4 og dskj.nr.20.. .. ... . kr. "77.500.00 2. Verð þeirra hluta í eigu húseiganda, s sem í taldir eru á dskj. nr. 21 og vantaði á staðnum, er stefnandi afhenti hann, sbr. 9. gr. samnings á dskj. nr. 18 og 6. mgr. V. liðs tilboðs stefnda, dagsett 10. maí 1963 .. .. ... 2. 2. 2. — CC 100.000.00 3. Kostnaður stefnda við að fullnægi gja kröfum borgarlæknis um viðgerðir og endurbætur á 301 húsnæði veitingastaðarins í sambandi við yfir- töku stefnda á staðnum .. ... „kr. 321.327.67 4. Andvirði peningakassa frá Einari Skúlasyni, er stefndi hafi sjálfur þurft að greiða, sbr. dskj. 4 — 72.178.00 5. Viðgerðarreikningur vegna nefnds peninga- kassa, er stefndi hafi þurft að greiða fyrir stefnanda .. .. .. — 1.431.00 6. Auglýsingareikningur á L Glaumbæ frá Þjóðvilj- anum frá 31. marz 1963, greiddur af stefnda — 9.417.60 7. Skuldir stefnanda við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda, yfirteknar af stefnda: A) árgjald 1962 og % árgjald fyrir árið 1963 .. .. .. .. -. .. -- kKr.7.800.00 B) auglýsingareikningur frá New York Herald Tribune .. .. .. — 3.566.00 — 11.366.00 8. Skaðabætur stefnda til handa fyrir tjón, er stefnandi hefur valdið honum við rekstur veit- ingahússins og annars með tilraunum sínum til riftunar, þ. á m. með því að dylja fyrir hon- um samninginn á dskj. 28, og hvers konar að- gerðum sínum á þeim grundvelli .. .. .. .. — 800.000.00 Kr. 1.393.220.27 Stefnandi hefur mótmælt öllum síðastgreindum atriðum sem röngum og ósönnuðum. Að því er varðar þær kr. 60.000.00, er getið er um í kröfum stefnanda, tekur stefndi fram, að þessari upphæð hafi hann haldið eftir vorið 1963 fyrir bein tilmæli fyrirsvarsmanna Húsbygginga- sjóðs Framsóknarfélaganna vegna leiguskuldar stefnanda og ann- arra viðskipta við þann aðilja. Hafi þessi ráðstöfun aldrei verið vefengd fyrr en í máli þessu. Eins og fyrr er rakið, hefur stefnandi krafið stefnda í máli þessu um kr. 40.000.00 sem andvirði rekstrarvörubirgða. Í Þing- haldi 9. desember 1966 var þessi kröfuliður viðurkenndur tölu- lega af hálfu stefnda með kr. 20 þúsundum, en að öðru leyti mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Að lokum hefur stefndi haldið því fram, að vaxtakrafa stefn- anda sé út í hött, þar sem um enga vexti hafi verið samið, auk þess sem hinir umstefndu vextir séu mun hærri en almennir vextir í landinu á sama tíma. Telur stefndi, að stefnandi geti ekki 302 undir nokkrum kringumstæðum átt rétt á öðru en venjulegum vöxtum, og þá að sjálfsögðu ekki frá 15. maí 1963 né heldur frá 15. október 1964, nema ef til vill að því er varði afborganir þær, sem fallnar séu í gjalddaga. Er í þessu sambandi því haldið fram af hálfu stefnda, að af fjárhæð þeirri, er hann fékk gjaldfrest á, kr. 1.700.000.00, hafi ekki verið tilteknir neinir vextir fremur en af fjárhæð þeirri, kr. 1.000.000.00, sem greidd hafi verið með víxlum, enda hafi vextir verið innifaldir í verðinu. Varakrafa stefnda er studd þeim rökum, að ef ekki verði fallizt á það með honum, að stefnandi hafi þegar fengið greitt meir en sannvirði hins selda, þá hljóti hann (stefndi) að eiga rétt á af- slætti af söluverðinu án tillits til krafna þeirra, sem felast Í fjárhæðinni kr. 1.393.220.27, sem lýst er hér að framan. Fallast verður á það með stefnanda, að með tilboði stefnda og gagntilboðum aðiljanna hafi komizt á kaupsamningur milli Þeirra. Verður að líta svo á, að með kaupsamningnum og afhend- ingu á veitingahúsinu til stefnda hafi eignarréttur að veitinga- starfseminni og þeim innanstokksmunum, sem henni fylgdu, svo og eignarréttur að firmunum Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káet- unni yfirfærzt til stefnda, enda hafi stefnandi fengið heimild húseiganda til að framleigja rétt sinn með yfirlýsingunni á dóms- skjali nr. 28. Er stefnandi ritaði stefnda 25. október 1963 bréfið með yfirlýsingu þess efnis, að hann riftaði kaupunum, hafði stefndi ekki vanefnt svo skyldur sínar samkvæmt kaupsamningn- um, að þær vanefndir heimiluðu stefnanda að rifta. Fallast verður á bað með stefnanda, að það hafi verið forsenda fyrir kaupunum, að hann fengi 1. veðrétt í munum þeim, sem hann seldi stefnda, til tryggingar kr. 1.700.000.00. Eins og fyrr er lýst, veðsetti stefndi með tréggingarbréfi, dagsettu 31. janúar 1984, allt „inventar“, hverju nafni sem nefnist, tilheyrandi veitingarekstri sínum Í veitingahúsinu Glaumbæ, Næturklúbbnum og Káetunni, til trygg- ingar víxilskuld að fjárhæð kr. 700.000.00, eins og áður er lýst. Þessi háttsemi stefnda svo og það að greiða ekki fyrstu afborgun, kr. 340.000.00, sem í gjalddaga féll 15. október 1964, svo og að standa ekki í skilum um greiðslu leigugjalds til húseiganda, áður en endanlega var gengið frá afsali, verður að telja verulegar van- efndir af hálfu stefnda, enda er ósannað gegn mótmælum stefn- anda, að stefnandi hafi verið í óbættum sökum við húseigand- ann, Húsbyggingasjóð Framsóknarfélaganna. Verður að telja, að vanefndir stefnda hafi verið svo verulegar, þegar stefnandi höfð- aði mál þetta 11. marz 1965, að þær heimiluðu stefnanda að krefj- 303 ast eftirstöðva af andvirði hins selda, enda verður ekki fallizt á það með stefnda, að neitun stefnanda að afhenda dómsskjal 28 stefnda til áritunar og samþykkis hafi, eins og málum var háttað, verið veruleg vanefnd af stefnanda hálfu, og er þá haft í huga, að stefndi fékk afnot veitingahússins og að telja verður ósannað, að stefnanda verði kennt um útburðarkröfu húseiganda. Er þá einnig á það að líta, að ósannað er, að stefndi, sem fékk tíma- bundið vínveitingaleyfi, sem gilti til 24. desember 1966, hafi afhent sambýliskonu sinni, Gróu Herdísi, veitingastarfsemina fyrir ástæðu, sem stefnandi ber ábyrgð á. Þá er og haft í huga, að fjárkröfur þær, samtals að upphæð kr. 1.393.220.27, sem stefndi telur sig eiga á hendur stefnanda, eru að ýmsu leyti lítt reifaðar og órökstuddar, enda hefur málflutningurinn lítið um þær snúizt, svo að þær koma ekki frekar til álita í máli þessu. Verður aðalkrafa stefnda um sýknu því ekki tekin til greina. Varakrafa stefnda um afslátt á heldur ekki við, en að því leyti sem stefnandi kann að eiga að standa stefnda skil á kröfum þeim, sem felast í fjárhæðinni kr. 1.393.220.27, þá verður ekki um þær kröfur fjallað í þessu máli, eins og fyrr er lýst. Það er óumdeiit í málinu, að stefndi hefur ekki greitt kr. 60.000.00 af þeim kr. 500.000.00, er hann átti að greiða í upphafi, og ekkert af kr. 1.700.000.00 samkvæmt V. lið e. Verða þessir kröfuliðir því báðir teknir til greina. Gegn mótmælum stefnda hefur stefnandi ekki sannað, að andvirði rekstrarvörubirgða, sem stefndi lofaði að greiða, hafi numið hærri fjárhæð en kr. 20.000.00, sem stefndi hefur viðurkennt tölulega. Verður sú fjárhæð því lögð til grundvallar þeim kröfulið. Samkvæmt þessu verður stefnda dæmt að greiða stefnanda kr. 1.780.000.00 (60.000.00 - 1.700.000.00 | 20.000.00). Eins og kröfu- gerð og málflutningi stefnanda er háttað, þykir varakrafa stefn- anda því ekki koma til álita í málinu. Það er óumdeilt í málinu, að stefndi hefur ekki greitt vexti af fjárhæðunum samkvæmt V. lið hb, c og d. Það eru að vísu líkur fyrir því, að stefndi hafi átt að greiða vexti af kr. 1.700.000.00 frá 15. maí 1963, og styður vætti vitnisins Hauks Þorleifssonar það. Gegn eindregnum mótmælum stefnda verður þetta þó ekki talið nægjanlega sannað. Verður vaxtakrafa stefnanda því tekin til greina þannig, að stefnda verður dæmt að greiða stefn- anda 7% ársvexti af kr. 80.000.00 frá 15. maí 1963 til 15. október 1964 og af kr. 420.000.00 frá þeim degi til 1. janúar 1965, en 6% ársvexti af sömu fjárhæð frá þeim degi til 11. marz 1965 og 6% 304 ársvexti af kr. 1.780.000.00 frá þeim degi til 1. janúar 1966, en 79), árisvexti af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Eftir öllum atvikum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda kr. 100.000.00 í málskostnað. Ofangreindar fjárhæðir ber stefnda að greiða gegn afhendingu afsals, eins og í kröfugerð stefnanda greinir. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Eggert Kristjánssyni og Guðmundi Skaptasyni lögfræðingum og löggiltum endurskoðendum. Dómsorð: Stefndi, Sigurbjörn Eiríksson, greiði stefnanda, Ragnari Þórðarsyni, kr. 1.780.000.00 með 7% ársvöxtum af kr. 80.000.00 frá 15. maí 1963 til 15. október 1964 og af kr. 420.000.00 frá þeim degi til 1. janúar 1965, en 6% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 11. marz 1965 og 6% árs- vöxtum af kr. 1.780.000.00 frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðags og kr. 100.000.00 í málskostnað, allt gegn afhendingu afsals fyrir veitingahúsinu Glaumbæ, þ. e. firmunum Glaumbæ, Nætur- klúbbnum og Káetunni, ásamt öllu, er téðu veitingahúsi fylgir, svo sem innanbúnaði og munum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 305 Mánudaginn 10. marz 1969. Nr. 129/1968. Bæjarstjórinn í Kópavogi f. h. bæjarsjóðs (Árni Guðjónsson hrl.) segn Ingólfi Finnbjörnssyni og gagnsök (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Kaupgjaldsmál. Fébætur. Opinberir starfsmenn. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. júlí 1968. Krefst hann sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 27. sept- ember 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. s. m. Dómkröfur hans eru þær, að aðaláfryjanda verði dæmt að greiða honum kr. 359.449.00 með 7% ársvöxtum frá 1. april 1966 til greiðslu- dags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Það athugast, að gildi 4. gr. laga nr. 38/1954 takmarkast af ákvæðum 20. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Aðaláfrýjandi greiði gasnáfrýjanda kr. 18.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Aðaláfrýjandi, bæjarstjórinn í Kópavogi f. h. bæjar- sjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Ingólfi Finnbjörnssyni, kr. 18.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 20 306 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. maí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 1. marz 1968, hefur Ingólfur Finn- björnsson, Hávegi 7, Kópavogi, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 3. nóvember 1967, á hendur Hjálmari Ólafs- syni bæjarstjóra f. h. bæjarsjóðs Kópavogs til greiðslu á fébótum að upphæð kr. 386.425.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. apríl 1966 til greiðsluðags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. Stefndi krefst algerrar sýknu af öllum kröfum stefnanda og að hann verði dæmdur til þess að greiða honum hæfilegan máls- kostnað að mati réttarins. Málið var endurupptekið þann 28. marz og dómtekið aftur sama dag. Aðiljar gera sömu dómkröfur og áður. Málavöxtum hefur stefnandi lýst þannig í stefnu og greinar- gerð: Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 22. maí 1957 var bæjarfógetanum í Kópavogi heimilað að ráða til starfa í um- dæmi sínu einn ríkislögregluþjón frá 1. júlí 1957 að telja með launum samkvæmt lögum, enda verði hann jafnframt skuldbund- inn til þess að annast tollgæzlustörf, eftir því sem óskað yrði eftir og aðstæður leyfðu. Bæjarfógeti auglýsti eftir lögreglumönnum, og bárust sjö um- sóknir, og var stefnandi þessa máls einn af umsækjendunum. Bæjarfógeti lagði til að stefnandi yrði ráðinn til starfans. „Hann hefur fengið beztu meðmæli frá yfirmanni sínum í mörg ár, Hannesi Pálssyni, fyrrverandi skipstjóra á Gylli og Ingólfi Arnar- syni“, segir í bréfi bæjarfógeta. „Leyfi ég mér að óska eftir, að ráðning þessa manns fari fram hið allra fyrsta“, segir svo í bréf- inu. Í bréfi bæjarfógeta Kópavogs, dags. 12. desember 1963, til bæj- arstjóra Kópavogs, segir svo: „Samkvæmt lögreglumannalögum hættir ríkissjóður að launa einstaka lögreglumenn utan Reykja- víkur, en greiðir hins vegar mjög aukinn hluta kostnaðar af lög- gæzlu í sveitarfélögum, svo sem yður, hr. bæjarstjóri, er kunnugt. Hér starfar einn ríkislögreglumaður, Ingólfur Finnbjörnsson aðalvarðstjóri. Ríkissjóður hefur greitt honum laun og hættir því um næst komandi áramót. Ég leyfi mér því að óska þess, að Ingólfur Finnbjörnsson fái frá 1. janúar 1964 greidd laun úr bæjarsjóði Kópavogs samkvæmt 18. flokki launasamnings með Þeim aldurshækkunum, sem þér eða bæjarráð kynnuð að ákveða. Ingólfur mun óska eftir að vera áfram í lífeyrissjóði starfs- 307 manna ríkisins, og leyfi ég mér að óska eftir, að þér gerið í því sambandi viðeigandi ráðstafanir. Laun Ingólfs fyrir 1963 munu verða dregin frá hluta ríkissjóðs af löggæzlukostnaði 1963“. Í svarbréfi bæjarstjóra, dagsettu 23. desember 1963, til bæjar- fógetans segir svo: „Samkvæmt óskum yðar hr. bæjarfógeti í bréfum, dagsettum 12. þ. m., verða þeir Ingólfur Finnbjörnsson, aðalvarðstjóri, og Svanberg Skafti Ólafsson, lögregluþjónn, teknir inn á launaskrá Kópavogskaupstaðar frá 1. janúar 1964 að telja“. Hinn 10. september 1965 ritar svo bæjarfógeti Ingólfi Finn- björnssyni svofellt bréf: „Hér með leyfi ég mér að tilkynna yður, hr. lögregluvarðstjóri, að ég hefi í dag sent sakadómi Kópavogs beiðni um að halda dómsrannsókn út af meintum ávirðingum yðar sem lögregluvarðstjóri. Hef ég samstundis vikið sæti sem sakadómari og sent málið dóms- og kirkjumálaráðuneytinu með beiðni um skipun setudómara. Jafnframt leyfi ég mér að tilkynna yður, að frávikning yðar úr starfi um stundarsakir framlengist þar til rannsókn málsins í sakadómi er lokið og dómur genginn eða ákvörðun tekin á grundvelli niðurstaðna rannsóknar. Bæjarstjórn Kópavogs tekur ákvörðun um, hvort yður verða greidd laun á meðan að einhverju eða öllu leyti“. Þessu bréfi bæjarfógetans svaraði bæjarstjórn Kópavogs á þessa leið samkvæmt bréfi bæjarstjóra, dagsettu 22. september 1965, til bæjarfógeta: „Á fundi bæjarráðs Kópavogs 21. þessa mánaðar var lagt fram bréf yðar, dags. 10. 9. 1965, varðandi lausn varðstjóra frá störfum um stundarsakir og um ákvörðun launa, meðan á dómsrannsókn stendur. Bæjarráð lítur svo á, að þar sem þér hafið farið með mál þetta samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins nr. 38/1954, þá beri samkvæmt 9. gr. þeirra laga að greiða varðstjóranum hálf föst laun, meðan á dómsrannsókn stendur. Þetta tilkynnist yður hér með“. Stefnandi mótmælti strax þessari brottvikningu. „Í tilefni þess, að þér hafið veitt mér undirrituðum lausn frá störfum sem aðalvarðstjóri í lögreglu Kópavogs frá og með 6. 9. til 20. s. m., ber ég hér með fram eindregin mótmæli mín. Þér hafið borið mig sökum, sem ég viðurkenni ekki, og eru þær lagðar til grundvallar þessari aðgerð yðar. Ég áskil mér fullan rétt til málshöfðunar vegna ofangreinds, hvenær sem mér hentar“. 308 Hinn 29. marz 1966 skrifaði svo bæjarfógeti stefnanda svohljóð- andi bréf: „Hér með eru þér, hr. aðalvarðstjóri, leystur frá störfum sem aðalvarðstjóri í lögregluliði Kópavogs samkvæmt heimild í 1. gr. laga um lögreglumenn nr. 56/1963 og í samræmi við ákvæði 2. mgr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38, 14. apríl 1954. Í rannsókn þeirri, sem hófst í september 1965, út af kærum á hendur yður um nokkrar ávirðingar í starfi, tel ég hafa komið fram upplýsingar, sem sýni, að þér eruð ekki fallinn til að gegna starfi aðalvarðstjóra í lögregluliði Kópavogs. Samkvæmt því þykir óhjákvæmilegt vegna hagsmuna lögregluliðsins — og þar með almanna hagsmuna — að leysa yður frá starfi yðar. Ég hefi borið framangreint álit mitt undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið, og hefur það fallizt á skoðanir mínar og fyrirfram samþykkt lausn- ina“. Saksóknari ríkisins felldi svo málarekstur þennan gegn stefn- anda niður með svofelldu bréfi, dags. 31. marz 1966: „Eftir viðtöku bréfs yðar, hr. sakadómari, dagsettu 14. janúar s.l, sem með fylgdi endurrit dómsrannsóknar, sem þér fram- kvæmduð sem setudómari í Kópavogi, út af meintum ávirðingum Ingólfs Finnbjörnssonar, lögregluvarðstjóra í Kópavogi, í starfi sínu, skal hér með fram tekið, að m. a. með tilliti til þess, að kærða hefur nú vegna atvika þeirra, sem rannsóknin snýst um, verið vikið úr starfi, skv. meðfylgjandi ljósriti af bréfi dóms- málaráðuneytisins til þessa embættis, dags. í gær, er eigi af ákæru- valdsins hálfu krafizt frekari aðgerða í máli þessu“. Þann 10. apríl 1967 skrifaði lögmaður stefnanda bæjarstjóra Kópavogs svohljóðandi bréf: „Hér með leyfi ég mér að skrifa yður, hr. bæjarstjóri, vegna frávikningar Ingólfs Finnbjörnssonar úr starfi hinn 1. apríl 1966. Á fundi bæjarráðs Kópavogskaupstaðar hinn 21. september 1965 var lagt fram bréf bæjarfógetans í Kópavogi varðandi lausn Ingólfs Finnbjörnssonar frá störfum um stundarsakir, meðan á dómsrannsókn stæði í máli hans. Rannsókn þessi fór síðan fram, og voru skjöl málsins send sak- sóknara ríkisins með bréfi, dags. 31. marz 1966. Ákvað saksóknari, að ekki skyldi frekari aðgerðir fyrirskipaðar gegn Ingólfi í mál- inu. Meðan á rannsókn stóð, eða frá 1. september 1965 til 31. marz 1966, voru Ingólfi greidd hálf föst laun. 309 Ingólfur Finnbjörnsson telur fyrirvarlausa brottvikningu sína úr starfi ólögmæta og hefur ákveðið að krefjast bóta fyrir það fjártjón, miska og röskun á stöðu og högum, sem hann hefur orðið fyrir. Mun hann gera kröfu um fullt kaup fyrir tímabilið 1. september 1965 til 1. apríl og síðan sem svarar 12 mánaðakaupi eftir þann tíma. Leyfi ég mér að spyrjast fyrir um, hvort möguleikar séu, af yðar hendi, um samkomulag í máli þessu. Vænti ég að heyra svar yðar hið fyrsta“. Þessu bréfi svaraði lögmaður Kópavogs með bréfi, dags. 28. apríl 1967 á þessa leið: „Sem svar við fyrirspurn yðar við bréfi til bæjarstjórans í Kópavogi frá 6. þ. m. leyfi ég mér að tjá yður, að það er skoðun bæjaryfirvalda, að umbjóðanda yðar, Ingólfi Finnbjörnssyni, fyrr- verandi lögregluvarðstjóra, hafi nú þegar verið greidd laun sam- kvæmt fyrirmælum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954, 9. gr. Með vísan til bréfs bæjarfógetans í Kópavogi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. marz 1966, og svarbréfs ráðuneytisins, dags. 28. 3. 1966, er bótakröfu umbjóð- anda yðar vísað á bug“. Eftir að hafa móttekið þetta bréf, taldi stefnandi óhjákvæmi- legt, að til málssóknar hlyti að koma og hefur því höfðað mál þetta, sem hér liggur fyrir. Þann 10. september 1965 ritar Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti í Kópavogi, sakadómi Kópavogs svohljóðandi bréf: „Jafnframt því hér með að senda sakadómi Kópavogs skýrslu mína um athugun innan embættisins á því, hvort Ingólfur Finn- björnsson lögreglu varðstjóri hefði brotið starfsskyldur sínar ásamt bargreindum wiðfestum fylgiskjölum, leyfi ég mér að óska eftir því, að mál það, sem gögn þessi fjalla um, verði tekið til dóms- rannsóknar, þ. e. meintar ávirðingar lögregluvarðstjóra í starfi. Ég tel fyrst og fremst ástæðu til að rannsaka eftirgreindar ávirð- ingar, sem ég tel að athugun minni lokinni, að lögregluvarðstjór- inn hafi gerzt sekur um: 1. Haldið uppi áróðri við undirmenn sína gegn nauðsyn þýð- ingarmikils hluta löggæzlu, þ. e. fastrar löggæzlu á Reykja- nesbraut, en störf þau eru erfið og unnin við slæmar að- stæður og því frekar óvinsæl af lögreglumönnum. Tel ég því mjög skemmandi fyrir starfsemina, að ábyrgir yfirmenn rísi gegn þeim með áróðri. Ákvörðun um varðgæzlu þessa var 910 tekin af dómsmálaráðuneytinu eftir ósk bæjarstjóra Kópa- vogs. 2. Haldið uppi við undirmenn sína áróðri um yfirmann sinn og þeirra, bæjarfógetann í Kópavogi, tel ég úti um allan aga í lögregluliði, ef yfirmanni helzt uppi slíkt tal um stjórnanda, en sum ummæli þess eðlis, að hegningalagabrot væru, ef sönn reyndust. 3. Óeðlileg framkoma við undirmann. 4. Önnur þau brot á starfsskyldum, sem meðfylgjandi gögn eða dómsrannsókn gefur tilefni til“. Þann 22. september 1965 var Halldór Þorbjörnsson sakaðdóm- ari skipaður til þess sem setudómari í Kópavogi að fara með og rannsaka mál út af meintum ávirðingum Ingólfs Finnbjörnssonar lögregluvarðstjóra í starfi, með því að hinn reglulegi bæjarfógeti, Sigurgeir Jónsson, hafði vikið sæti í málinu. Liggur dómsrann- sókn hans fyrir á dskj. nr. 18 í málinu, og þykir rétt að rekja hana eftir því sem efni standa til. Stefnandi hefur fyrir dómi neitað því algerlega að hafa haft uppi nokkurn áróður gegn þeirri ákvörðun að halda uppi vöktum á Reykjanesbraut. Hann kveðst yfirleitt aldrei hafa látið uppi neitt álit á þeirri ákvörðun við undirmenn sína. Þó minnist hann þess, að eftir sumarfrí 1965 áttu varðstjórarnir og nýskipaðir varavarðstjórar viðtal við bæjarfógeta að ósk hans. Bar þá varð- stöðurnar á góma, og kveðst stefnandi hafa vikið að því, að þær mundi ekki nauðsynlegar á öllum tímum. Hann kveðst hafa látið Þetta í ljós, þar sem bæjarfógetinn hafi leitað álits allra við- staddra. Hann hafi hins vegar heyrt það á ýmsum lögregluþjón- um, að þeir teldu vaktirnar ekki nauðsynlegar og voru að ýmsu óánægðir með þær. Þessar varðstöður hafi verið óvinsælar meðal lögreglumanna og mikið um þær talað. Sjálfur kveðst stefnandi ekki hafa staðið þessar vaktir. Stefnandi neitar því með öllu að hafa nokkurn tíma haft uppi meiðandi ummæli um bæjarfóget- ann og hafi ásakanir í þá átt ekki við nein rök að styðjast. Um óviðeigandi framkomu við undirmenn sína segir stefnandi, að hann viti ekki betur en að samstarf sitt við þá hafi verið eðli- legt, þótt það stundum kunni að hlaupa smáhnökrar á samstarfið, eins og alltaf gerist, þegar um stóran hóp starfsmanna sé að ræða. Ingibergur Sæmundsson lögregluvarðstjóri hefur komið fyrir dóm. Vitnið var ráðinn lögregluþjónn 1. janúar 1958 og var einn af fyrstu lögreglumönnum þar. Stefnandi máls þessa réðst lög- regluþjónn nokkru síðar. Eftir að lögreglan varð fjölmennari, voru öll stefnandi og vitnið samtímis skipaðir varðstjórar og síðan aðal- varðstjórar. Vitnið Ingibergur skýrði frá því, að hann hefði ekki átt ýkja mikið samstarf við stefnanda, þeir hafi átt hvor sína vakt og lítið unnið saman samtímis. Vitnið segir, að það hafi ekki mikið rætt við stefnanda umfram það, sem nauðsynlegt var starfs þeirra vegna, og það kveðst aldrei hafa heyrt stefnanda tala við undir- menn sína um stöðuvaktir á Reykjanesbraut. Hins vegar kveðst vitnið hafa heyrt lögreglumenn tala um, að stefnanda væri tíðrætt um, hve nauðsynjalausar umræddar vaktir væru. Ekki fannst vitninu neitt tilefni til að skipta sér af þessu, fyrr en Ingólfur Ingvarsson, sem þá var orðinn varavarðstjóri, kom að máli við það og skýrði því frá ýmsum ummælum stefnanda, er honum höfðu borizt til eyrna og lutu bæði að afstöðu hans til stöðuvakt- anna, og sum ummæli voru meiðandi fyrir bæjarfógeta. Vitnið segir, að því hafi fundizt eins og einhver urgur væri í lögreglu- þjónunum á vakt þess út af því, að það framfylgdi fastara, að fyrirmælunum um stöðuvaktir væri hlýtt heldur en stefnandi gerði á sinni vakt. Vitnið kveðst svo hafa rætt þessi mál einslega við bæjarfógeta. Þá segir vitnið, að það viti ekki til, að stefnandi hafi sýnt undirmönnum sínum ótilhlýðilega framkomu. Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti hefur komið fyrir dóm. Vitnið ítrekaði þær ásakanir á hendur stefnanda sem fram komu í bréfi þess, sem áður greinir. Vitnið kveðst hafa fengið þær upplýs- ingar, sem þar greinir, frá ýmsum starfsmönnum sínum, en ekki kveðst það sjálft hafa heyrt kærða hafa uppi áróður við undir- menn sína í sambandi við varðgæzlu á Reykjanesbraut. Þá segir vitnið, að stefnandi hafi aldrei viðhaft illmæli við það sjálft. Það hafi heldur ekki af eigin raun heyrt eða skynjað óviður- kvæmilega framkomu stefnanda við Guðmund Óskarsson, en við hann mun einkum vera átt með ásökuninni um óeðlilega fram- komu við undirmenn. Þá segir vitnið, að í grein, sem stefnandi skrifaði í dagblaðið Tímann 25. september 1965, hafi komið fram mjög annarlegur skilningur á hlutverki og starfsskyldum lög- regluvarðstjóra, en í greininni hafi stefnandi sagzt hafa gert tillögur um vaktaskiptingu með þau sjónarmið í huga, að lög- reglumenn næðu sem mestu fé út úr kaupgreiðanda. Þá segir vitnið, að það hafi haft vitneskju um, að stefnandi vanrækti að halda uppi varðgæzlu á Reykjanesbraut og þannig ekki farið eftir fyrirmælum, sem hann hafi fengið. Vitnið segir, að á síðastliðnum vetri hafi verið ákveðið að taka upp þessar vaktir og hafi undir- 312 „ búningur undir það staðið yfir í nokkra mánuði. Í desember gerði stefnandi að beiðni vitnisins tillögur um fyrirkomulag á væntanlegum vöktum með tilliti til fjölgunar lögreglumanna og miðað við, að næturvakt yrði tekin upp. Þessar tillögur stefnanda hafi að mestu leyti verið lagðar til grundvallar við þá starfshögun, sem gilt hafi. Stöðuvaktirnar komu svo til framkvæmda síðari hluta vetrar, en 3. maí hófust næturvaktir. Í upphafi var stöðuvöktunum ætlað að standa yfir frá morgni til miðnættis, en þegar það kom til að taka upp næturvaktir, reyndist nauðsynlegt að draga úr þeim. Var þetta til umræðu á nokkrum fundum með varðstjórunum, og á síðasta fundi, sem vitnið hélt með þeim og bæjarritara nálægt mánaðamótunum marz og apríl, var endanlega ákveðið, að stöðuvaktir skyldu standa yfir frá kl. 0730 til kl. 1930. Hafi stefnanda verið fyllilega ljóst, hvernig stöðuvöktunum skyldi háttað. Í maí kveðst vitnið sjálft hafa orðið vart við, að misbrestur var á því, að umræddum vöktum væri haldið uppi, eins og mælt var fyrir. Tók vitnið eftir því, að lögreglumenn voru ekki á til- skyldum stöðum, þegar stefnandi hafði dagvakt. Af þessu til- efni kallaði vitnið varðstjórana báða fyrir sig og brýndi fyrir þeim að gæta þess, að starfsvöktunum væri haldið uppi, og afhenti skrifleg fyrirmæli. Viðstaddur þetta samtal hafi verið Ólafur Sigurðsson fulltrúi. Í júní var vitnið enn vart við, að misbrestur var á varðgæzl- unni, og fékk það að minnsta kosti tvær ábendingar utan úr bæ um það. Þetta leiddi til þess, að vitnið gaf út ný skrifleg fyrir- mæli til varðstjóranna. Vitnið kvaðst ekki vita til, að síðan hafi verið vanrækt að halda uppi þessum vöktum, að minnsta kosti ekki svo að orð sé á gerandi, þótt svo geti verið, án þess að það hafi komið til vitundar vitnisins. Vitnið skýrði svo frá, að bæjar- stjórn Kópavogs hafi átt frumkvæðið að því, að fóst varðgæzla væri tekin upp við Reykjanesbraut. Fékk bæjarstjórnin því til leiðar komið, að %4 hlutar kostnaðar á þeirri ráðstöfun eða öllu heldur % hlutar kostnaðar við fimm manna aukningu lögreglu- liðsins yrðu greiddir úr ríkissjóði. Átti vitnið þannig á engan hátt uppástungu að þessari ráðstöfun, en það hafði haft uppi aðrar tillögur um aðgerðir í sambandi við umferð við Reykjanesbraut. Vitnið kveður stefnanda ekki hafa beitt sér á neinn hátt gegn því, að umræddar vaktir yrðu upp teknar né andmælt þeim einu orði, svo að vitnið muni. Þvert á móti tók stefnandi fullan þátt í að undirbúa aðgerðir þessar. Í ágústmánuði síðastliðnum 313 átti vitnið fund með varðstjórunum og varavarðstjórum, sem nýlega höfðu verið skipaðir. Á fundi þessum komst stefnandi svo að orði, að sér væri ánægja að sjá um, að vöktum væri haldið uppi á Reykjanesbraut, eftir að hann hafði fengið skrifleg fyrir- mæli í þá átt, en jafnframt viðhafði hann einhver ummæli á þá leið, að varðgæzla þessa staðar væri að hans áliti ekki nauð- synleg í jafnríkum mæli, eins og þá var gert. Vitnið man ekki nákvæmlega, hvernig orðalagið var, en segir, að þetta hafi verið í fyrsta skipti, sem það heyrði stefnanda segja nokkuð, sem benti til þess, að hann hefði eitthvað við umrædda varðgæzlu að athuga. Vitnið segir, að því hafi borizt til eyrna, að stefnandi vanrækti að leiðbeina nýliðum í lögreglunni og í því tilefni kveðst það hafa brýnt þetta atriði sérstaklega fyrir varðstjórunum. En eftir því sem vitnið frétti, varð engin breyting á háttum stefnanda þrátt fyrir fyrirmælin. Lögreglan í Kópavogi hefur tvær bifreiðar til afnota, búnar talstöðvum. Vitnið segir, að til þess hafi verið ætlazt, að yfirleitt væri önnur bifreiðin úti til eftirlits, enda hægt að ná í hana gegn- um talstöð, ef þörf þótti. Vitnið segir, að sér hafi borizt til eyrna, að stefnandi vanrækti þetta. Hann hafi verið sagður kalla inn undirmenn sína, fljótlega eftir að þeir fóru af stað í eftirlitsferðir, án þess að ástæða væri til. Vitnið kveðst hafa áminnt hann um þetta atriði, en þær áminningar hafi ekki borið árangur. Vorið 1965 var að tilhlutan heilbrigðisnefndar ákveðið, að lög- reglan skyldi gefa skýrslur og taka myndir af því, sem áfátt var á almannafæri. Töluvert af skýrslum þess efnis hafi borizt frá vakt Ingibergs Sæmundssonar, en vitnið minnist ekki, að neitt slíkt hafi komið af vakt stefnanda. Vitnið telur, að skrifleg fyrir- mæli um þetta efni hafi legið í varðstjóraherberginu. Þá segir vitnið, að Einar Blandon hafi sagt sér frá undarlegum viðbrögðum stefnanda í sambandi við útkall vegna bruna að Ný- býlavegi. Hinn 8. apríl s.l. hvarf stúlka, sem átti heima í starfsmanna- húsi við Sæból, og fannst hún síðar um daginn örend í Foss- vogi. Vitnið segir, að Ingólfur Ingvarsson hafi um hádegi þann dag hringt til sín og skýrt sér frá hvarfi stúlkunnar, og ákvað það þegar að gera ráðstafanir til þess að leitað yrði að henni. Síðan hefur Ingólfur Ingvarsson sagt vitninu, að stefnandi, sem var varðstjóri þennan dag, hafi fengið tilkynningu um hvarf stúlkunnar snemma um morguninn, en ekki gert þegar í stað ráðstafanir til þess, að að henni yrði leitað. ð14 Lögreglunni ber að hafa eftirlit með því, að bifreiðar séu færðar til skoðunar, og segir vitnið, að vakt Ingibergs hafi sérstaklega verið falið það hlutverk að leita uppi óskoðaðar bifreiðar og taka af þeim númer. Ingibergur hafi sagt vitninu, að hann hafi orðið var við óánægju Í liði sínu vegna þess, að stefnandi hafi sagt sínum mönnum, að þeir þyrftu ekki að skipta sér af óskoðuðum bifreiðum. Ásmundur Guðmundsson lögregluþjónn hefur skýrt svo frá fyrir dómi: Vitnið kveðst hafa verið á vakt með Ingibergi Sæmunds- syni. Vitnið var að því spurt, hvort því væri kunnugt um afskipti stefnanda af stöðuvakt á Reykjanesbraut og hvort hann hefði vanrækt að halda uppi varðstöðu, þegar varðsveit hans hafði þar dagvakt. Vitnið kvaðst aldrei hafa heyrt stefnanda tala um varðstöður þessar. Aftur á móti kvaðst vitnið hafa heyrt um það talað innan lögreglunnar, að stefnandi hafi verið að hnjóða Í þessa starfsemi, en ekki kveðst vitnið hafa verið áheyrandi að því. Vitnið kvaðst ekki vita til þess, að stefnandi hafi vanrækt að láta sína menn standa varðstöðu. Þá kveðst vitnið ekki sjálft hafa heyrt stefnanda viðhafa ill- mæli eða háðsyrði um bæjarfógetann, það hafi hins vegar heyrt orðróm um það innan lögreglunnar. Vitnið kveðst ekki oft hafa hitt stefnanda að máli, það hafi verið helzt á vaktaskiptum og lítill tími verið þá til viðræðna. Ekki kveðst vitnið neitt geta borið um framkomu stefnanda við Guðmund Óskarsson, þó minnist vitnið þess að hafa heyrt hann einhvern tíma hafa orð á því, að sér þætti Guðmundur frekar þungur í störfum. Vitnið segir, að þegar það sjálft var nýliði í lögreglunni, hafi stefnandi verið mjög fús að leiðbeina því í starfi og gætt þess hlutverks ágætlega. Varðandi það starf lögreglunnar að hafa eftir- lit með þrifnaði í bæjarlandinu, kveðst vitnið ekkert geta sagt um þátt stefnanda í því. Þá segir vitnið, að því sé allsókunnugt um afskipti stefnanda af útkalli vegna eldsvoða á Nýbýlavegi og aðgerðum hans í sambandi við hvarf stúlku úr bænum 8. apríl s.l. Vitnið Sæmundur Guðmundsson lögregluþjónn hefur borið eftir- farandi: Vitnið kveðst hafa verið á vakt Ingibergs Sæmundssonar. Það kveðst því lítið þekkja til stefnanda og lítið vita um starf hans. Það kveðst aldrei hafa heyrt hann viðhafa nein ummæli um varðstöðurnar á Reykjanesbraut. Ekki kveðst það heldur geta neitt um það borið, hvernig hann gætti þess að halda uppi þessari 315 varðstöðu. Vitnið kveðst aldrei hafa heyrt stefnanda viðhafa háðs- né hnjóðsyrði um bæjarfógetann. Vitnið kveðst ekki geta neitt um það borið, hvernig stefnandi rækti störf sín sem lög- regluvarðstjóri. Vitnið Guðjón Ásberg Jónsson varavarðstjóri hefur borið eftir- farandi fyrir dómi: Vitnið hafði starfað í lögreglunni í rúm 2% ár og varð vara- varstjóri í júlí s.l. Það starfar á vakt Ingibergs Sæmundssonar, en fyrir hefur einnig komið, að það hefur starfað í varðsveit stefnanda. Það kveðst því hafa nokkuð takmarkaða vitneskju um það, hvernig stefnandi stjórnaði varðsveit sinni. Vitnið kveðst ekki minnast þess að hafa heyrt stefnanda ræða um varðgæzluna á Reykjanesbraut. Hins vegar hafi vitnið heyrt það frá undirmönnum hans, að hann hafi haft orð á því, að varð- gæzlan væri óþörf á vissum tímum. Vitnið kveðst hafa vitað til þess í vor, að þegar varðsveit stefn- anda hafði dagvakt, hafi a. m. k. oft ekki verið hirt um að hafa menn á verði á Reykjanesbraut. Það kveðst vitnið hafa horft á með eigin augum, er það átti leið um Reykjanesbrautina. Einnig hafi fljótt komið upp tal um þetta innan lögregluliðsins og valdið nokkurri óánægju. Vitnið vissi, að skrifleg fyrirmæli komu til varðstjóranna um þessi efni og önnur. Það kveðst telja, að fyrstu fyrirmælin hafi í engu breytt um hátt þann, er stefnandi hafði á varðgæzlunni, en eftir að þessi fyrirmæli voru ítrekuð, muni stefnandi hafa bætt úr þessu og haldið uppi varðgæzlu á Reykjanesbrautinni. Ekki segir vitnið, að stefnandi hafi, svo að það hafi heyrt, viðhaft illmæli eða háðsyrði um bæjarfógetann. Vitnið kveðst ekki af eigin raun geta borið neitt um, hvernig framkoma stefnada var við Guðmund Óskarsson, en hafði heyrt, að samvinna þeirra hafi verið heldur stirð. Vitnið tók fram, að það hefði yfir engu að kvarta út af framkomu stefnanda við sig í þau fáu skipti, er það starfaði á vakt hjá honum. Það kveðst ekki geta sagt um, hvernig hann rækti það hlutverk að leiðbeina nýliðum, sem undir hans stjórn voru. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir því, að stefnandi hirti ekki eins vel um að hafa bifreiðar úti til eftirlits eins og vakt Ingibergs gerði. Þá telur vitnið, að vakt stefnanda hafi ekki eins vel hirt um að hafa eftirlit með þrifnaði í bænum eins og vakt Ingibergs og hafi þetta misræmi í störfum valdið leiðindum meðal lögreglu- liðsins. Þá kveðst vitnið hafa heyrt eftir mönnum stefnanda, að þeim hafi verið sagt, að þeir þyrftu ekki sérstaklega að skipta öl6 sér af óskoðuðum bifreiðum í bænum. Þetta hafi einnig valdið nokkurri óánægju innan lögregluliðsins. Vitnið kveðst ekki af eigin raun geta sagt um viðbrögð stefn- anda í sambandi við brunann á Nýbýlavegi og hvarf stúlkunnar úr Fossvogi, en um síðara tilfellið man vitnið þó, að það var kvatt á aukavakt á hádegi þann dag, er stúlkan hvarf, og að Ingólfur Ingvarsson hafi sagt vitninu, að stefnandi hafi ekki sinnt tilkynn- ingu um hvarfið og hafi því Ingólfur hringt til bæjarfógeta, sem hafi strax skipað svo fyrir, að gripið yrði til skjótra aðgerða í sambandi við hvarfið. Vitnið Ingólfur Ingvarsson varavarðstjóri hefur borið eftirfar- andi fyrir dómi: Vitnið kvaðst hafa verið í lögreglunni í Kópavogi síðan í febrúar 1983. Eftir að vaktaskiptingu var komið á, var vitnið í varðsveit stefnanda. Varavarðstjóri varð það svo í júlí 1965. Er vitnið var spurt um sakargiftir á hendur stefnanda, sem lúta að varðgæzlu á Reykjanesbraut, skýrði það svo frá: Varðgæzla þessi var undirbúin í fyrravetur, og vitnið vissi til, að stefnandi átti mikinn hlut í skipulagningu hennar. Vann stefn- andi að tillögum sínum í lögregluvarðstofunni, og áttu lögreglu- þjónarnir kost á að fylgjast með þessu starfi, og var mikið um þetta rætt manna í milli. Ekki heyrði vitnið, að stefnandi hefði neitt við þessar fyrirætlanir að athuga. Varðgæzlan hófst svo í apríl. Brátt tók að bera á því, að stefn- andi gætti ekki strengilega að halda henni uppi. Kom það fyrir, að varðgæzla féll niður með köflum, ein eða tvær stöður í senn. Vitnið vissi, að skýr fyrirmæli voru um, að varðgæzlu þessari væri haldið uppi, enda hafði fjölgun lögreglumanna fengizt fram beinlínis með þessu skilyrði. Fannst vitninu stefnandi sýna mikið hirðuleysi í framkvæmd varðgæzlunnar. Það kveðst hafa haft orð á þessu við hann. Stefnandi eyddi þessu og gerði lítið úr því. Vitnið vissi, að 1. júní voru gefin út skrifleg fyrirmæli um þetta efni. Það kveðst svo hafa farið í sumarfrí í júní, en leit þó alltaf öðru hverju inn á lögregluvarðstofuna. Einhvern tíma um eða upp úr 20. júní kom vitnið á stöðina. Þá hafði sveit Ingibergs vakt. Heyrði vitnið þá á tal manna, að varðgæzlan hefði fallið niður í vikunni á undan, er sveit stefnanda hafði vakt. Var kurr og ólund í mönnum yfir því, að menn hans slyppu miklu betur við gæzluna. Vitnið var trúnaðarmaður starfsmannafélags Kópavogs. Það kveðst hafa séð ástæðu til þess að skýra bæjarfógeta frá þessum öl/ kurr lögreglumannanna, enda þótt þeir bæru ekki sjálfir fram ósk um það. Eftir það vissi vitnið um það, að bæjarfógeti ítrekaði fyrirmælin skriflega. Þrátt fyrir það mun hafa komið fyrir, að varðgæzla félli niður stund og stund. Vitnið var að því spurt, hvort það hefði heyrt stefnanda við- hafa illyrði eða háðsyrði um bæjarfógeta. Vitnið svaraði því til, að er það byrjaði í lögreglunni, hafi stefnanda legið mjög vel orð til bæjarfógeta, en vitninu fannst eins og viðhorf hans færu helzt að breytast í sambandi við svokallað kjörbúðarvagnsmál í fyrrahaust. Stefnandi var þar á öndverðum meiði við aðgerðir fógeta í því máli og var þá ekki myrkur í máli um skoðanir sínar. Einhverju sinni hafi vitnið verið statt á stöðinni ásamt stefn- anda, Erlendi Tryggvasyni og Guðmundi Óskarssyni. Sagði stefn- andi þá sem svo, að vagninn hefði verið bannaður til þess að þóknast kaupmönnum úti á nesinu. Vitninu var skýrt frá því, hvað stefnandi segði um þetta atriði, og fullyrti vitnið, að það hefði efnislega rétt eftir það, sem stefnandi hafði sagt. Man vitnið, að það komst svo að orði, að þótt það væri svo vitlaust að hugsa þetta, mundi það aldrei hafa látið það út úr sér. Vitnið kveðst annars ekki hafa heyrt stefnanda beinlínis hafa móðgunarorð um bæjarfógetann. Það man, að það hafði heyrt stefnanda láta orð falla í þá átt, að varðgæzlan væri „sýndar- mennska og sett á svið fyrir bæjarbúa“. Þótti vitninu liggja í orðum stefnanda, að hér ætti hann við bæjarfógeta, er hann taldi frumkvöðul varðgæzlunnar. Þá minnist vitnið þess, að það hafi heyrt stefnanda nota orðið „almætti“ um bæjarfógeta, og fannst vitninu, að það ætti að vera eins konar fyndni. Vitnið sagði, að áberandi hefði verið, að stefnandi hefði ekki sinnt fyrirmælum um að láta lögreglubifreiðar vera úti í eftirliti. Kom að vísu fyrir, að hann sendi út í slíkar eftirlitsferðir, oft með þeim formála, hvort menn nenntu að skreppa út í eftirlit, en þetta hafi verið sjaldan. Oft kom fyrir, að menn báðu um að fara út í eftirlitsferðir, og var þá algengt, að menn væru kallaðir inn skömmu síðar. Stefnandi gætti þess þó að sjá um, að eftirlit væri við Kópavogsbíó að loknum bíótíma. Vitnið segir, að á sínum tíma, er það var nýliði, hafi það fengið leiðbeiningar hjá stefn- anda eftir því sem með þurfti. Það hafi fengið lánaðar hjá honum bækur og fengið ábendingar um, hvað það ætti helzt að lesa. Aftur á móti hafi afleysingarmenn á sumrin talið sig fá heldur litlar leiðbeiningar hjá stefnanda. Vitnið var að því spurt, hvort 318 það hefði fengið fyrirmæli frá stefnanda um að gefa skýrslur um það, sem áfátt væri um þrifnað og umgengni í bænum. Vitnið man, að einhvern tíma, er stefnandi var í fríi, hafi það að gefnu tilefni athugað eða látið athuga umgengni við sælgætisgerð hér í bænum. Vitnið segir, að stefnandi hafi aldrei sagt við það að skipta sér ekki af óskoðuðum bifreiðum, en hann hafi þó litið svo á, að eftirlit með slíkum bifreiðum væri fyrst og fremst verk vaktar Ingibergs. Í apríl s.l. hvarf stúlka, sem átti heima í starfsmannahúsi við Sæból. Móðir stúlkunnar tilkynnti hvarfið á lögreglustöðina um morguninn. Stefnandi hafði átt tal við hana. Nokkru síðar hafi verið hringt á ný. Vitnið varð þá fyrir svörum, og var þetta móðir stúlkunnar og kvartaði yfir því, að lögreglan gerði ekki neitt. Vitnið gaf henni símasamband við stefnanda. Hann ræddi lengi við hana. Man vitnið, að hann sagði, að stúlkan væri drykkju- aumingi, og gat þess til, að hún væri á fylliríi. Ekki man vitnið til, að stefnandi hefðist neitt að í tilefni af tilkynningu þessari. Um hádegi, eftir að stefnandi hafði farið í mat, hringdi faðir stúlkunnar og sagði, að hún hefði farið út um nóttina á náttklæð- um einum og kápu utan yfir, og taldi allar líkur til, að hún hefði farið sér að voða. Vitnið gerði þá bæjarfógetanum aðvart, en hann mælti svo fyrir, að leit skyldi þegar hafin og aukavakt kölluð út. Í vetur fyrir áramót hringdi einhverju sinni að næturlagi bif- reiðarstjóri, sem taldi sig hafa orðið fyrir árás. Bifreiðarstjóri þessi kom næsta morgun til að kvarta yfir viðbrögðum stefnanda við málaleitan hans. Stefnandi gaf þá skýringu, að hann hefði verið svo syfjaður um nóttina, að hann rétt rámaði í þetta. Vitnið staðfesti þennan framburð sinn með eiði. Vitnið Guðmundur Einarsson Vestmann lögregluþjónn hefur borið eftirfarandi: Vitnið hafði verið í lögregluliði Kópavogs frá því 15. febrúar 1965 og jafnan á vakt Ingibergs Sæmundssonar. Þó var vitnið einu sinni eða tvisvar á vakt með varðsveit stefnanda. Vitnið kveðst þekkja hann fremur lítið. Vitnið kveðst ekki muna til þess að hafa orðið áheyrandi að því, að stefnandi talaði um þarfleysi varðgæzlu á Reykjanes- braut. Vitnið segist þó hafa orðið þess vart, að starfsfélögum sín- um hafi fundizt vakt stefnanda sleppa betur við varðgæzluna heldur en sveit sú, sem það var í. Vitnið minnist þess ekki að 319 hafa heyrt stefnanda viðhafa háðsyrði eða illyrði um bæjarfógeta. Vitnið kvaðst ekkert geta borið um hegðun stefnanda gagnvart Guðmundi Óskarssyni. Þá sagði vitnið, að sér væri alls ókunnugt um vinnubrögð stefnanda gagnvart nýliðum. Einnig segir vitnið, að sér hafi verið ókunnugt um, hvernig stefnandi lét varðsveit sína haga vinnubrögðum í sambandi við óskoðaðar bifreiðar og í sambandi við eftirlit með umgengni á lóðum og götustæðum. Kjartan Sigurjónsson kennari hefur komið fyrir dóm og borið eftirfarandi: Vitnið gegndi lögregluþjónsstarfi í Kópavogi frá 1. júní til 1, september 1965 og var í varðsveit stefnanda. Þegar varðsveitin hóf fyrstu dagvakt, eftir að vitnið tók við störfum, var haldin varðgæzla á Reykjanesbraut, a. m. k. nokkurn veginn. Það mun hafa verið, þegar sveitin hafi hætt dagvakt, sem stefn- andi hirti ekki um að halda uppi varðgæzlu. Má segja, að hún hafi að miklu leyti fallið niður þá viku. Vitnið vissi til, að einhvers konar áminning hafði verið gefin. Talaði stefnandi þá mikið um, hversu mikill óþarfi væri að halda uppi þessum vöktum, og virtist allgramur. Kvaðst hann hafa haldið, að fógetinn mundi setja (kíkinn fyrir blinda augað). Stefn- andi breytti þó svo háttum sínum eftir aðvörunina, að síðan má segja, að hann hafi yfirleitt látið halda varðgæzlu uppi, þótt dæmi kunni að hafa verið til þess, að hún félli niður, svo sem á sunnudagsmorgnum, þegar umferð var lítil. Stefnandi fór í sumarleyfi nærri miðjum júlí og mun hafa komið aftur skömmu eftir miðjan ágúst. Þótti vitninu magnast mjög umtal hans um varðgæzluna. Þótti vitninu furðulegt og næstum óviðfelldið, hvernig hann talaði. Hann hafi haft ýmiss konar hæðnisyrði og illyrði um bæjarfógeta. Vitnið kveðst muna, að stefnandi lýsti honum svo, að hann væri „loddari, sem ætti heima á leiksviði“, og að þeir væru góðir saman Björn Einarsson og hann, en Björn þessi er maður, sem er framarlega í leikstarfsemi í Kópavogi. Stefnandi sagði ein- hvern tíma, að bæjarfógetinn hefði verið nokkuð góður, þangað til kjörbúðarmálið kom upp. Tíðum kallaði stefnandi fógetann „almættið“, þegar hann talaði um hann. Virtist honum vera mjög kalt til hans og allt tal hans um hann í óvirðingartón, og þótti vitninu óþægilegt á það að hlýða. Í sama skipti, sem stefnandi kallaði bæjarfógetann loddara, kvaðst hann geta sagt vitninu meira um hann. Þegar kviknað hefði í hjá Gunnari á Álfhólsveginum, hefði bæjarfógetinn hneppt hann strax í varðhald, áður en Gunnar hefði borið fram neina 320 kröfu um tryggingarbætur. Þetta hefði hann bara gert, af því að hann hefði verið hluthafi í tryggingarfélaginu, sem hlut átti að máli. Sagði stefnandi vitninu þetta svo sem staðreynd væri. Þetta samtal stefnanda og vitnisins fór fram, nokkru áður en vitnið hætti, þ. e. a. s. eftir að stefnandi kom úr sumarleyfi. Þetta sam- tal hafi farið fram í matartíma, er þeir voru tveir einir á stöð- inni. Vitnið telur, að stefnandi hafi ekki leiðbeint sér nógu vel í starfi og varla verið nógu afgerandi og ákveðinn í stjórn. Hann hafi þó fengið bæklinga, sérprentun á lögum, og sagt vitninu, að gott væri að athuga þá. Vitnið segir, að stefnandi hafi lítið gert af því að senda lög- reglumenn út í almennt eftirlit í lögreglubifreiðum. Það hafi fremur verið lögreglumennirnir, sem tóku það upp hjá sjálfum sér að fara Í slíkar eftirlitsferðir. Ekki minnist vitnið þess, að stefnandi bæði menn sína að athuga um þrifnað og umgengni á lóðum og götustæðum. Vitnið man, að stefnandi sagði, að það væri vaktar Ingibergs að sjá um óskoðaðar bifreiðar og að vakt sín hefði ekkert með slíkt að gera. Vitnið tók þó fram, að það hefði ekki neitt við framkomu stefnanda að athuga í sinn garð, meðan það var í lög- reglunni. Þennan framburð hefur vitnið staðfest með eiði. Jóhann Tómas Kristjánsson lögregluþjónn hefur borið eftirfar- andi fyrir dómi: Vitnið kveðst hafa verið í lögregluliði Kópavogs síðan í maí 1964. Það vann í varðsveit stefnanda. Vitnið segir, að sér hafi þótt stefnandi ekki gæta sem skyldi, að vaktir væru staðnar á Reykjanesbraut. Borið hafi nokkuð á því, að þær hafi ekki hafizt á réttum tíma á morgnana. Vitnið segir, að stefnandi hafi haft orð á því, að varðgæzla þessi væri óþörf, og taldi hann hana vera algerlega verk bæjarfógeta. Ekki man vitnið til að hafa heyrt stefnanda viðhafa illmæli um fógetann í því sambandi. Það man heldur ekki eftir því að hafa heyrt stefnanda tala illa um bæjar- fógetann í önnur skipti, en man til þess, að það hafi heyrt hann nota orðið „almættið“. Vitnið kveðst ekki geta sagt, að það hafi haft undan neinu að kvarta í sambandi við fyrirmæli eða leiðbeiningar af hálfu stefn- anda, er það var nýliði. Þá segir vitnið, að stefnandi hafi ekki gert mikla gangskör að því að halda mönnum úti í eftirlitsferðum 321 á lögreglubifreiðunum. Menn hafi að vísu stundum verið sendir út í slíkar eftirlitsferðir, en oft fljótlega kallaðir inn aftur. Fannst vitninu nokkur misbrestur á því, að eftirliti væri haldið uppi sem skyldi. Vitnið kveðst aldrei hafa fengið fyrirmæli um það frá stefnanda að fylgjast með þrifnaði og umgengni í bænum eða gefa skýrslur um þau efni. Þá segir vitnið, að það viti ekki til, að vakt stefn- anða hafi haft nein afskipti af óskoðuðum bifreiðum. Vitnið segir, að 23. apríl hafi komið tilkynning á lögregluvarð- stofuna kl. 1552 um, að kviknað hefði í að Nýbýlavegi 52. Vitnið og Einar Blandon voru að fá sér kaffi, en stefnandi tók við tilkynningunni. Hann sagði við þá félaga, að kviknað væri Í, en það væri víst bara í hænsnahúsi. Þegar vitnið og Einar gerðu sig líklega til þess að fara af stað strax, sagði stefnandi við þá, að þeir skyldu ljúka við að drekka kaffið, það lægi víst ekki svo mikið á. Engu að síður fóru þeir strax út og á staðinn. Var um að ræða eld í íbúðarhúsi og var ein gömul kona, og var henni bjargað. Vitnið segir, að sér hafi þótt stefnandi í meira lagi sinnulaus í starfi sínu. Vitnið kveðst í því sambandi vilja nefna eitt dæmi. Einhverju sinni síðastliðinn vetur kom bifreiðarstjóri á stöðina. Hann kvaðst hafa verið á leið um Skúlagötu og séð þá stúlku, sem var komin út í sjó. Honum tókst að fá hana til að koma til lands og tók hana upp í bifreið sína. Stúlkan sagðist vera úr Hafnarfirði, og ók bílstjórinn suður á leið. Er komið var í Kópa- vog, sagðist stúlkan vera úr Reykjavík. Leitaði maðurinn því að- stoðar hér út af stúlkunni, sem mun hafa verið mikið drukkin. Stefnandi vildi ekki sinna þessu og sagði sér ekki koma þetta við. Skyldi bílstjórinn fara með stúlkuna til Reykjavíkur. Stóð í nokkru stappi um þetta milli stefnanda og bílstjórans, og á meðan hljóp stúlkan burt úr bílnum. Síðar um nóttina tók stefn- andi og Ellert Tryggvason stúlkuna upp Í bifreið hér í bænum og fóru með hana til Reykjavíkur. Vitnið vann síðan eið að þess- um framburði sínum. Þorbjörn Ásgeirsson lögregluþjónn hefur borið fyrir dómi eftir- farandi: Vitnið hóf störf í lögreglunni í júní 1965. Það var á vakt stefn- anda. Vitnið kveðst eiga erfitt að segja um, hvort einhverjir mis- brestir hafi orðið á varðgæzlu á Reykjanesbraut, en þeir hafi þó ekki komizt hjá að standa vakt þar. Vitnið segir, að þó geti verið, að einstaka sinnum hafi verið sleppt vöktum á sunnudagsmorgn- 21 922 um. Að öðru leyti kveðst vitnið ekki hafa heyrt stefnanda tala um stöðuvaktir. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt stefnanda tala illa um bæjar- fógetann. Vitið segir, að stefnandi hafi leiðbeint sér í starfi. Vitnið segir, að þegar það var nýkomið, hafi stefnandi ekið með það um bæjarlandið og sýnt því það og sagt vitninu til um götur og stað- hætti. Vitnið segir, að að öðru leyti hafi það fengið litlar leið- beiningar hjá stefnanda. Vitnið segir, að því hafi farið fjarri, að illa færi á milli sín og stefnanda. Þá segir vitnið, að nokkuð hafi verið um það, að lögreglumenn væru úti í eftirlitsferðum á lög- reglubifreiðum. Sjálft var vitnið stundum úti í slíkum eftirlits- ferðum. Ekki man vitnið til þess, að lögreglumenn hafi verið kallaðir inn á stöðina af tilefnislausu, það hafi hins vegar heyrt, að eitthvað í þá átt hefði gerzt áður. Vitnið vann eið að þessum framburði sínum. Guðmundur Óskarsson lögregluþjónn hefur borið eftirfarandi fyrir dómi: Vitnið kvaðst hafa verið í lögreglunni í 4 ár og verið í varð- sveit stefnanda, síðan vöktum var skipt. Vitnið segir, að eftir að varðstöður voru teknar upp á Reykjanesbraut, hafi fljótlega farið að bera á því, að stefnandi hirti ekki um að halda þeim strengi- lega uppi. Kom það fyrir, að vaktir hófust talsvert síðar á morgn- ana en til var ætlazt. Sérstaklega hafi mikið á þessu borið eina viku nálægt miðjum júní, féllu þá varðstöður að talsverðu leyti niður. Var t. d. mikið um, að vörður væri aðeins staðsettur á annarri varðstöðunni. Þó munu vaktir hafa verið á báðum stöðum um helgar. Vitnið kveðst hafa heyrt á stefnanda, að honum kæmi á óvart, hve stranglega bæjarfógeti vildi halda vöktunum uppi. Vitnið kveðst einnig hafa heyrt stefnanda í önnur skipti hafa orð á því, að hann teldi varðstöðurnar óþarfar á mörgum tímum. Þá hafi það heyrt stefnanda tala um, að varðstöðurnar væru uppátæki bæjarfógeta. Vitnið var spurt um, hvort það hefði heyrt stefnanda viðhafa móðgandi eða meiðandi ummæli um bæjarfógetann. Vitnið kvaðst muna eftir einu tlifelli. Gerðist það á lögreglustöðinni í fyrra- haust. Viðstaddir voru auk vitnisins og stefnanda þeir Ellert Tryggvason og Ingólfur Ingvarsson. Stefnandi og Ingólfur Ingvars- son voru þá eitthvað að þræta um „kjörbúðarvagnsmálið“ og voru á öndverðum meiði. Ellert var á sama máli og stefnandi. Vitnið kveðst hafa lagt lítið til málanna, en fullyrðir, að það 323 hafi heyrt stefnanda viðhafa ummæli í þá átt, að bæjarfógeti hefði látið loka kjörbúðarvagninum til þess að þóknast ein- hverjum mönnum úti á nesi. Vitnið man, að Ingólfur Ingvarsson sagði, að þótt hann hefði hugsað þetta, hefði hann aldrei látið það út úr sér. Þá var vitnið að því spurt, hvort stefnandi hefði sýnt því ruddaskap og óviðeigandi framkomu. Vitnið kvaðst ekki telja ástæðu til að gera mikið úr því, en þó hafi því fundizt stundum, að stefnanda væri eitthvað í nöp við sig og nefnir í því sambandi tvö tilvik: Vitnið kveðst einhverju sinni hafa haft orð á því við stefnanda, að varðstöðum yrði að jafna niður eftir því sem hægt væri, og rauk stefnandi þá upp með skömmum og sagði vitninu að vera ekkert að þenja sig, það gæti klagað fyrir frænda sínum uppi. Í annað skipti var vitnið að gæta í möppu með kaupútreikningum, sem lá frammi á varðstofunni, kom stefn- andi þá inn og rauk upp og skipaði vitninu að hætta að skipta sér af þessari möppu. Var hann þá mjög reiður. Stefnandi hafði aldrei bannað mönnum að líta á þessa möppu, og vissi vitnið ekki, að kaupútreikningar væru neitt launungarmál. Vitnið kveðst ekki geta borið um, hvernig stefnandi leiðbeindi nýliðum, þó hafi það vitað til, að hann hafi farið út með nýliðum og léð þeim einhverja bæklinga til lesturs. Vitnið segist hafa vitað til þess, að lögreglan átti að vera úti í eftirliti á bílum, og reyndar hafi það einnig verið gert á vakt stefnanda, en mjög bar á því, að stefnandi kallaði menn fljótlega inn, eftir að þeir fóru út. Telur vitnið, að umrætt eftirlit hafi verið illa rækt hjá stefnanda. Vitnið segir, að stefnandi hafi aldrei gefið nein fyrirmæli varð- andi eftirlit um umgengni og þrifnað á lóðum og götustæðum. Stefnandi hafi sagt mönnum sínum, að vakt Ingibergs hefði alveg að gera með óskoðaðar bifreiðar. Þá segist vitnið hafa verið statt á lögregluvarðstofunni morguninn, sem móðir Sigfrid Thorlacius hringdi og tilkynnti hvarf Sigfrid. Var þetta allsnemma morguns. Vitnið segir, að stefnandi hafi sagt í símann, að stúlkan væri óreglusöm og kynni að vera einhvers staðar í óreiðu. Vildi stefnandi sem minnst úr þessu gera og gerði að sinni engar ráð- stafanir út af þessu hvarfi. Framburð þennan hefur vitnið stað- fest með eiði. Vitnið Stefán Bryngeir Einarsson lögregluþjónn hefur borið eftirfarandi: Vitnið kvaðst hafa starfað í lögreglunni síðan 23. febrúar s.l. J2Á og verið í varðsveit stefnanda. Vitnið kveðst ekki hafa orðið vart við það, að stefnandi vanrækti að senda menn sína út til varðgæzlu á Reykjanesbraut. Vitnið varð að minnsta kosti ekki vart við, að því væri sleppt við þessar varðstöður. Vitnið kveðst þó hafa heyrt, að einhver misbrestur hafi orðið á stöðuvöktunum á tímabilinu 2026. júní, en veit ekki sjálft sönnur á því. Vitnið kveðst hafa heyrt stefnanda tala um, að honum fyndist óþarft að hafa umrædda varðgæzlu á öllum tímum og muni hann hafa viðhaft ummæli eins og „sjónarspil“ og „loðdaraskapur“ eða eitt- hvað í þá átt í því sambandi. Vitnið kveðst þó ekki geta fullyrt, að stefnandi hafi beint þeim ummælum sérstaklega að bæjar- fógeta. Vitnið kveðst muna eftir því, að er stefnandi kom úr sumarfríi, hafi það eitt sinn vikið talinu að varðgæzlu. Sagði stefnandi þá, að vaktir þessar bæri að standa og þýddi ekkert um það að tala. Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt stefnanda viðhafa móðganir eða aðdróttanir um bæjarfógeta, nema ef til vill að því leyti er að framan greinir Í sambandi við umtal um varðgæzlurnar. Vitnið kvaðst hafa notið leiðbeininga stefnanda í starfinu, svo sem skýrslugerðir o. fl., og hefur það undan engu að kvarta í því efni. Vitnið sagði aðspurt, að það hefði ekki orðið þess vart, að stefn- andi gerði mikið að því að kalla varðgæzlumenn, er voru úti í eftirlitsferðum, inn á stöðina aftur að ástæðulausu. Segir vitnið, að sér hafi fundizt eftirlitsstarf lögreglunnar fara fram með eðli- legum hætti. Vitnið kveðst sjaldan hafa verið á hinni vaktinni, en þó hafi það komið fyrir. Tók vitnið ekki eftir, að þessu eftirliti væri hagað öðruvísi þar. Vitnið kvaðst muna eftir afskiptum lögreglunnar í sambandi við hvarf Sigfrid Thorlacius. Það var inni á lögregluvarðstofunni, er tilkynnt var um hvarf hennar. Stefnandi mun eftir þetta sam- tal hafa hringt í fangageymsluna í Síðumúla og spurzt fyrir um stúlkuna. Nokkru síðar hringdi móðir hennar aftur, og eftir það bað stefnandi vitnið að fara í bíl og aka meðfram fjörunni og athuga með sjónauka, hvort nokkuð sæist. Gerði vitnið þetta rétt fyrir eða um hádegi. Eftir hádegi var svo hafin leit og lögreglu- menn kvaddir á aukavakt. Vitnið segir, að varðsveit stefnanda hafi ekki fengið bein fyrir- mæli frá honum um að fylgjast með umgengni og þrifnaði í bænum. Vitnið kveðst hafa vitað, að varðsveit Ingibergs vann það verkefni. Stefnandi sagði mönnum sínum frá þessu verk- efni, en lítið mun hafa verið um aðgerðir hans í þá átt. Vitnið 325 segir, að eftir því sem það bezt viti, hafi eftirlit með óskoðuðum bílum algerlega verið í höndum varðsveitar Ingibergs. Vitnið vann síðan eið að framburði sínum. Þetta vitni kom svo aftur fyrir dóm til samprófunar, og verður vikið að því síðar. Vitnið Skafti Ólafsson prentari hefur borið eftirfarandi fyrir dómi. Vitnið var lögregluþjónn í Kópavogi frá áramótum 1963— 64 til 28. ágúst 1965. Það var allan tímann í varðsveit Ingibergs Sæmundssonar. Vitnið kveðst ekki geta sagt um, hvort misbrestur hafi verið á því, að sveit stefnanda hafi haldið uppi varðgæzlu á Reykja- nesbraut. Það kveðst vita til þess, að stefnandi hafi verið óánægð- ur með fyrirkomulag á varðgæzlunni, og kveðst vita, að hann hafi gagnrýnt það. Vitnið kveðst stundum hafa staðið vakt með varðsveit stefnanda í forföllum. Þótt vitnið vissi til, að stefnandi gagnrýndi varðgæzluna óspart, kveðst það ekki hafa heyrt hann viðhafa í því sambandi illmæli um bæjarfógeta. Hins vegar var svo á honum að heyra, að skipulag það, sem hann var að gagn- rýna, væri aðallega verk bæjarfógeta. Vitnið var spurt um, hvort stefnandi hefði ekki hirt um að halda uppi almennu eftirliti í bifreiðum, og svaraði vitnið því til, að það gæti ekki borið um það atriði, nema meðan það var í varðsveit stefnanda og stóð þar á vakt. Vitninu fannst minni áherzla lögð á þennan þátt starfs- ins en í varðsveit Ingibergs. Þá tekur vitnið fram, að eftirlit með óskoðuðum bifreiðum hafi eingöngu verið haft á vakt Ingibergs og hafi sér þótt þetta einkennilegt og gagnrýnt það. Vitnið kvaðst ekki vita til þess, að á vakt stefnanda hafi verið haft neitt eftirlit með umgengni og þrifnaði í bæjarlandinu eða gefnar skýrslur um það, sem áfátt var í því efni. Vitnið Garðar Sigfússon lögregluþjónn hefur borið eftirfarandi fyrir dómi. Vitnið kvaðst hafa verið í lögregluliði Kópavogs síðan 1. febrúar og verið allan tímann í varðsveit Ingibergs Sæmundssonar. Vitnið kveðst því lítið vera kunnugt starfsháttum stefnanda í lögreglu- liðinu. Það hafi örsjaldan, einu sinni eða tvisvar, verið á vakt með varðsveit hans. Vitnið kveðst ekki vita af eigin raun, hvernig stefnandi hagaði varðstöðum á Reykjanesbraut, en tekur þó fram, að á sunnudagsmorgnum hafi Ingibergur stundum sleppt að láta standa vörð á Reykjanesbrautinni, en vitninu skildist það af mönnum stefnanda, að hann léti þá einnig standa vörð. Vitnið man ekki til þess að hafa heyrt stefnanda tala um 326 varðgæzlu á Reykjanesbraut og gagnrýna hana. Þá kveðst vitnið ekki hafa heyrt hann viðhafa móðgunar- eða skammaryrði um bæjarfógeta. Vitnið kveðst ekki vita af eigin raun, hvernig stefn- andi rækti þann þátt lögreglustarfsins að láta lögreglumenn vera á ferli í bifreiðum til almenns eftirlits. Það hafi heyrt frá ein- hverjum af mönnum hans, að þeir teldu, að stefnandi hefði átt að sinna meira þessum þætti starfsins. Einar Blandon lögregluþjónn hefur komið fyrir dóm sem vitni. Vitnið kvaðst hafa verið lögreglumaður í Kópavogi síðan í febrúarbyrjun 1965 og verið í varðsveit stefnanda. Vitnið segir, að stefnandi hafi látið standa vaktir á Reykjanesbraut yfirleitt. Það veit ekki til þess, að varðstöðurnar hafi fallið niður nema í undantekningartilfellum og þá af þeim orsökum, að ekki var nægilegur mannafli fyrir hendi. Vitnið segir, að verið geti, að stefnandi hafi ekki haft nægilegt eftirlit með því, að varðstöður væru staðnar, en veit þó ekki með vissu til þess, að þær hafi fallið niður, nema eðlilegar ástæður væru fyrir hendi. Vitnið segir, að talsvert umtal hafi verið um varðstöðurnar milli manna og sumir talið þær óbarfar á sumum tímum. Vitnið minnist þess, að það heyrði stefnanda viðhafa ummæli í þá átt. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt stefnanda viðhafa móðgandi ummæli um bæjar- fógetann, hvorki í þessu sambandi né öðru. Vitnið kveðst hafa fengið leiðsögn og leiðbeiningar hjá stefn- anda í starfi og ekki hafa undan neinu að kvarta í því sambandi. Hins vegar vissi það til, að Þorbjörn Ásgeirsson, mágur vitnis- ins, fékk ónóga tilsögn hjá stefnanda, er hann hóf starf sitt, og telur stefnanda hafa sýnt kæruleysi að því leyti. Þá segir vitnið, að stefnandi hafi gert lítið af því að láta menn sína vera úti í eftirliti í lögreglubifreiðum. Vitnið kveðst raunar hafa farið slíkar eftirlitsferðir, en hafa þá yfirleitt haft frumkvæðið að því sjálft, þannig að það spurði stefnanda, hvort það ætti ekki að fara út. Algengt hafi verið, að stefnandi kallaði menn sína inn á stöðina aftur, án þess að tilefni væri til þess. Vitnið kveðst ekkert hafa unnið að eftirliti með þrifnaði og hreinlæti í bænum, en hin vaktin hafi verið athafnasöm á því sviði. Þá kveðst vitnið hafa einhvern tíma spurt stefnanda að því, hvort ekki ætti að taka númer af óskoðuðum bifreiðum, en fékk það svar, að hin vaktin sæi um það. Yfirleitt þótti vitninu stefnandi vera sinnulaus í starfi og lélegur stjórnandi. Hann hafi oft tekið dauflega undir kærur og 327 kvartanir. Einhvern tíma hafi maður komið og tilkynnt þjófnað, en stefnandi vísaði á hina vaktina og sagði, að þar væri maður, sem væri sérhæfur í slíku. Í fyrravetur tók stefnandi til dæmis einhverju sinni við til- kynningu um eldsvoða á Nýbýlavegi 52. Vitnið og Jóhann lög- regluþjónn voru nýkomnir inn á stöðina og voru að drekka kaffi. Stefnandi sagði þeim frá brunakallinu, en tók fram, að ekkert lægi á, þeir skyldu bara drekka kaffið. Sennilega væri aðeins hænsnahús, sem hefði kviknað í. Sem betur fór fór vitnið og lögregluþjónninn ekki eftir þessu, heldur flýttu sér á staðinn. Var þá eldur í íbúðarhúsi og gömul kona þar inni, en þeim lög- reglumönnunum tókst að ná henni út. Vitnið vann síðan eið að þessum framburði sínum. Erlendur Tryggvason lögregluþjónn hefur komið fyrir dóm sem vitni og borið eftirfarandi: Vitnið var í lögregluliði Kópavogs í tæp 4 ár, en lét af störfum 8. f. m. Síðan vöktum var skipt á þann hátt, sem nú er, var vitnið í varðsveit stefnanda. Vitnið segir það algerlega rangt, að stefn- andi hafi vanrækt að láta standa varðstöður á Reykjanesbraut, a. m. k. sé það öruggt, að síðan skrifleg fyrirmæli komu um varðstöðurnar, hafi stefnandi gætt þeirra mjög vel, og fram til þess tíma hafi varðsveit stefnanda staðið þessar vaktir, a. m. k. ekki síður en hinar vaktirnar. Vitnið kannast ekki við það að hafa heyrt stefnanda tala um nauðsynjaleysi þessara vakta. Annað mál sé það, að mikið umtal hafi verið um þetta meðal lögreglumanna, og sögðu menn þá yfirleitt sínar skoðanir. Vitnið kveðst einhverju sinni hafa talað um þetta mál við stefnanda og haft orð á því, að það væri fráleitt að þurfa að standa þessar vaktir eins og á þeim tímum, þegar umferð er engin um brautina. Stefnandi hafi svarað því einu, að ekkert þýddi að fást um þetta, þar sem bein fyrirmæli væru í þessa átt. Vitnið neitar því að hafa heyrt stefnanda viðhafa niðrandi ummæli um bæjarfógetann. Vitnið kannast ekki við það, að stefnandi hafi vanrækt að láta menn sína vera í eftirliti í bæn- um. Það hafi verið gert, eftir því sem tök voru á. Það hafi komið fyrir, að stefnandi hafi kallað lögreglumenn inn, sem voru í eftir- liti úti um bæinn, og sjái það ekki neitt við það að athuga. Aðrir menn hafi þá stundum farið út í þeirra stað. Þá kannast vitnið ekki við, að stefnandi hafi vanrækt að láta menn sína fylgjast með þrifnaði og umgengni í bænum, a. m. k. kveðst vitnið sjálft 328 hafa tekið myndir af bílhræjum og gefið skýrslur. Vitnið segir, að Ingibergi Sæmundssyni hafi verið falið að gera gangskör að því, að bílar færu til skoðunar. Hitt telur vitnið ljóst, að lög- reglan sé almennt skyld að láta þar til sín taka, ef óskoðuð bifreið verður á vegi lögreglunnar, og veit ekki annað en þessar skyldur hafi verið ræktar á vakt stefnanda. Þá man vitnið eftir, að þjark var um „kjörbúðarvagnsmálið“ á lögregluvarðstöðinni. Var þar deilt á réttmæti aðgerða bæjarfógeta. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt stefnanda viðhafa ummæli í þá átt, að bæjarfógeti væri að reyna að þóknast kaupmönnum. Hins vegar minnir vitnið, að Ingólfur Ingvarsson hafi reynt að gera stefnanda upp einhver ummæli, sem hann átti að hafa sagt, en stefnandi bar á móti. Þó tekur vitnið fram, að það geti ekki farið nákvæmlega með þetta eftir svo langan tíma. Vitnið kveðst ekki muna til þess, að stefnandi hafi sagt neitt neikvætt um bæjarfógetann, nema ef vera skyldi, að hann hafi sagt, að aðgerðir bæjarfógeta mundu ekki verða vinsælar hjá fólkinu. Vitnið tók fram, að það hefði ætlað að segja upp starfi sínu Í vor, en hætt við það að beiðni stefnanda. Vitninu þótti andrúmsloftið í lögreglunni vera orðið óþægilegt. Þá hafa vitnin Guðlaugur Einarsson bifreiðarstjóri, Magnús B. Kristjánsson skólastjóri og Ólafur St. Sigurðsson fulltrúi komið fyrir dóm, en þar sem framburðir þeirra þykja ekki hafa nein úrslitaáhrif á sakarefni málsins, verða þeir ekki raktir í heild, en vísað til þeirra síðar, eftir því sem ástæða þykir til. Í hinni ítarlegu sakaðómsrannsókn, sem fram hefur farið í sambandi við mál þetta, hafa margir lögregluþjónar komið aftur fyrir dóm og sumir oftar en einu sinni, og þykir rétt að víkja aðeins stuttlega að framburði þeirra, að því leyti er sakaratriði á hendur stefnanda varða. Vitnið Stefán Bryngeir Einarsson hefur komið aftur fyrir dóm 29. nóvember 1965. Vitnið var þá nánara spurt um afskipti lög- reglunnar af hvarfi Sigfrid Thorlacius. Vitnið tók þá fram, að það hefði ekki heyrt stefnanda sjálfan hringja til fangageymslunnar í Síðumúla, heldur muni stefnandi hafa sagt sér það sjálfur, að hann hefði gert svo. Sama vitni sagði síðar í samprófun með Sigurgeiri Jónssyni bæjarfógeta 30. nóv- ember, að það væri ekki visst um að hafa verið sent út fyrir hádegi til þess að leita að stúlkunni meðfram sjónum, en sig minni þó frekar, að svo hafi verið, en viðurkennir, að það komi 2 ekki heim við þann tíma, sem það var á vakt. 329 Vitnið Ásmundur Guðmundsson lögregluþjónn hefur komið aftur fyrir dóm 9. nóvember og staðfest þar fyrri framburð sinn að öllu leyti, og kemur þar ekki annað nýtt fram en að vitnið varð vart við óánægju út af því, að varðsveit stefnanda að- hafðist ekkert í þá átt að taka úr umferð óskoðaðar bifreiðar. Man vitnið, að Skafti Ólafsson lét í ljós gremju sína út af því. Vitnið Guðjón Ásberg Jónsson hefur komið aftur fyrir dóm 29. nóvember. Vitnið kvaðst minnast þess að hafa verið statt á lögreglustöðinni að kvöldlagi, er varðsveit stefnanda hafði vakt. Kom þá á stöðina bílstjóri og beiddist aðstoðar og var mikið niðri fyrir. Kvaðst hann vera með stúlku í bílnum, sem hann hefði tekið í bílinn á Skúlagötu, en hún ætlaði að fyrir- fara sér. Eitthvað hafði verið á reiki með heimilisfang stúlk- unnar. Vitnið man, að stefnandi tók manninum ókurteislega og vildi ekkert gera fyrir hann og spurði hann, hvers vegna hann hefði ekki snúið sér til lögreglunnar í Reykjavík. Stóð í einhverju stappi milli þeirra nokkra stund, og minnir vitnið, að bílstjórinn færi þá út og kæmi aftur með þær fregnir, að stúlkan væri farin úr bílnum. Vitnið Ingólfur Ingvarsson hefur fyrir dómi 11. nóvember lýst því yfir, að það geti ekki verið, að stefnandi hafi sent Stefán Einarsson lögregluþjón út til að svipast um eftir stúlku þeirri, sem hvarf og áður hefur verið um rætt, því að vitnið hafi sjálft hlotið að verða vart við það, því að það hafi verið á varðstof- unni frá því kl. 1000 og fram til kl. 1300 um daginn. Vitnið Jóhann Tómas Kristjánsson lögregluþjónn hefur komið fyrir dóm aftur 11. nóvember. Vitnið man eftir hvarfi Sigfrid Thorlacius. Það telur, að það hafi þá verið á verði á Reykjanes- braut frá því kl. 0730 til kl. 0930. Eftir að vitnið kom á stöðina, frétti það um hvarf stúlkunnar, enda heyrði það á tal stefnanda við móður hennar í síma. Vitnið man ekki, hvað stefnandi sagði í því símtali. Vitnið veit ekki til þess, að stefnandi hafi sent Stefán Einarsson lögregluþjón út til þess að svipast um eftir Sigfrid né gera aðrar ráðstafanir í sambandi við hvarf hennar. Vitnið Þorbjörn Ásgeirsson hefur komið aftur fyrir dóm 1l. nóvember. Vitnið ítrekaði þar, að það minntist ekki, að stefn- andi gæfi mönnum sínum nein fyrirmæli um að hafa eftirlit með óskoðuðum bifreiðum og ekki heldur að láta það afskiptalaust. Vitnið man ekki eftir því, að varðsveit stefnanda skipti sér neitt af óskoðuðum bifreiðum. Þá kveðst vitnið að öðru leyti ekki vita til þess, að stefnandi héldi uppi eftirliti með heilbrigðis- 330 samþykkt bæjarins, og ekki muna eftir því, að sér hafi verið gefin nein almenn fyrirmæli frá honum í þá átt. Einar Blandon lögregluþjónn hefur komið aftur fyrir dóm 9. nóvember 1965. Vitnið tók þá fram, að það myndi eftir einu tilfelli, þar sem það var á verði á Reykjanesbraut og stefnandi sótti það á vörð- inn án þess að setja annan mann í stað þess og án þess að neitt tilefni virtist til. Þegar undan er skilið þetta tilfelli, man vitnið ekki eftir öðru en það hafi verið látið standa vörð reglulega. Þó tekur vitnið fram, að algengt hafi verið, að varðgæzla hafi ekki hafizt á tilskyldum tíma á morgnana, þ. e. kl. 0730. Hafi það oft dregizt klukkutíma eða svo, og man vitnið, að stefnandi hafði orð á, að óþarft væri að byrja svo snemma, meðan engin umferð væri. Þá er witnið nánar spurt um, hvort varðstöður hafi fallið niður vegna skorts á mannafla, og kvaðst þá vitnið ekki geta munað eftir neinu sérstöku tilfelli í þá átt. Í sambandi við brun- ann á Nýbýlavegi 52 tekur vitnið fram, að er þeir Jóhann komu á staðinn, hafi gamla konan, Fanney Pétursdóttir, verið inni í húsinu og þeir fengið hana til að koma út, en hún hafi verið ófús til þess. Hins vegar hafi eldurinn ekki verið orðinn svo magnaður, að hún hafi verið í bráðri lífshættu. Framburði annarra lögreglumanna, sem fyrir dóm hafa komið aftur, þykir ekki ástæða til að rekja frekar. Stefnandi hefur komið aftur fyrir dóm 11. október 1965. Hann neitar því eindregið að hafa vanrækt að láta menn sína standa vörð á Reykjanesbraut og kannast ekki við, að neinn misbrestur hafi orðið á því í vikunni kringum miðjan júní. Hann segir, að ef til vill hafi einhvern tíma komið fyrir, að vakt félli niður, en þá hafi með vissu verið um lögmæt forföll að ræða, svo sem veikindi, snöggt útkall og fleira. Þá bendir hann á, að menn, sem um brautina fari, hafi ófullkomna aðstöðu til að sannreyna, hvort lögreglumaður sé á verði. Þá geti hann ekki ábyrgzt að fullu, að vörðurinn hafi staðið í stöðu sinni. Honum sé þó ekki kunnugt um slíkt, en bendir á það sem möguleika. Hann neitar eindregið að hafa haft í frammi nokkurn andróður gegn varðgæzlunni. Honum var þá kynntur framburður vitna um þetta atriði, en hann kvað það í engu breyta framburði sín- um. Stefnandi kveðst hafa gert uppkast að fyrirkomulagi að varðgæzlu á Reykjanesbraut og eftir tillögum hans hafi verið farið. Þá neitar hann því eindregið að hafa gert tillögur sínar öðl með það fyrir augum að ná sem mestum launum handa starfs- mönnum lögreglunnar. Varðgæzla á Reykjanesbraut hlaut óhjá- kvæmilega að lengja vinnutíma lögreglumanna, þannig að í föst- um varðtíma þeirra hlaut að vera nokkur aukavinna. Stefnandi bendir á, að bæjarfógeti hafi fallizt á tillögur hans og auðvelt sé að kanna þetta kerfi, sem stefnandi hafi sjálfur búið til, og finna út, hvort nokkur sé hlunnfarinn í því. Þá kveðst stefnandi hafa leiðbeint nýliðum eftir föngum, meira að segja hafi hann reynt að kynna nýliðum reglur um meðferð opinberra mála og hegningarlög. Stefnandi kveðst hafa reynt að halda mönnum sínum úti í almennu eftirliti og eftir því sem framast var unnt, þ. e. a. s. ef lögreglumennirnir höfðu ekki öðrum brýnum verkefnum að sinna. Hann kveðst sjálfur oft hafa verið í slíkum eftirlitsferðum á kvöldin. Stefnanda var kynntur vitnaframburður um þetta atriði, og mótmælir hann því, sem þar kom fram, að svo miklu leyti sem það gekk á móti því, sem hann hefur um þetta atriði borið. Stefnandi var spurður um ummæli sín um bæjarfógeta í sam- bandi við kjörbúðarmálið. Hann heldur þar að öllu leyti við fyrri framburð sinn um þetta efni og sagði framburð Ingólfs Ingvars- sonar og Guðmundar Óskarssonar rangan. Sér hafi legið afstaða bæjarfógeta til þessa máls í léttu rúmi. Þá mótmælir stefnandi eindregið framburði Kjartans Sigur- jónssonar. Hann kveðst aldrei hafa haft nein illmæli um bæjar- fógeta í viðurvist hans, enda lítið eða aldrei minnzt á bæjarfógeta við hann. Stefnandi kvaðst minnast þess, að skrifleg fyrirmæli hefðu komið á lögreglustöðina í sambandi við eftirlit með þrifn- aði í bænum. Hann heldur því fram, að hann hafi í því sam- bandi staðið fyllilega í stöðu sinni. Hann man ekki betur en að skýrslur væru gefnar af lögreglumönnum á hans vakt um þetta efni, eftir því sem ástæður voru til. Hann kveðst aldrei hafa mælt svo fyrir, að varðmenn hans skyldu ekki skipta sér af óskoðuðum bifreiðum. Hins vegar hafi verkum verið skipt þannig, að stefnandi annaðist færslu saka- skrár, en Ingibergur hafði bílaskrána og sá um að eltast við óskoðaðar bifreiðar. Þá kveðst stefnandi ekki muna eftir bruna- kalli vegna Nýbýlavegar 52 23. apríl og kveður fráleitt, að hann hafi brugðizt við því eins og Einar Blandon og Jóhann Kristjáns- son segja. Hann neitar því eindregið að hafa nokkurn tíma staðið fyrir því, að menn sínir sinntu útkalli. Þá kveðst stefnandi muna eftir tilkynnigu um hvarf Sigfridð Thorlacius. Móðir stúlkunnar 332 hafi hringt til sín og sagt, að Sigfrid hefði farið út um nóttina og væri hún hálf hrædd um hana. Ráðgaðist hún um, hvað gera skyldi, hvort rétt væri að leita. Stefnandi segir, að sér hafi verið kunnugt um óreglu stúlkunnar og hafi sagt móðurinni, að sjálf- sagt væri að hefja leit að henni, en vakið athygli hennar á, hvort ekki væri rétt, að hún spyrðist fyrst um hana og hringdi síðar. Konan hafi svo hringt aftur, og man stefnandi ekki betur en að gerðar væru ráðstafanir til að leita að henni. Stefnanda var kynntur framburður Ingólfs Ingvarssonar um þetta atriði. Hann tók fram, að þar sem svo langt væri frá liðið, myndi hann þetta ekki alveg nákvæmlega, en vísar til skýrslna og lögreglubókar. Hafa nú verið raktir vitnaframburðir, eins og atvik málsins gefa tilefni til. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að honum hafi verið vikið ólöglega úr starfi sem lögregluvarðstjóra Í Kópavogi. Hann hafi ekkert brotið af sér í starfi sínu né einkalífi, sem rétt- lætt geti brottvikningu úr starfinu á þann hátt, sem hér sé gert. Sakadómsrannsókn sú, sem fram hafi farið, hafi sýnt, að hann hafi ekki brotið neitt af sér í starfi, þar sem af hálfu ákæru- valdsins séu engar frekari aðgerðir fyrirskipaðar. Þá megi ráða af framburðum vitna, sem leidd hafi verið í mál- inu, að sakargiftir þær, sem bornar eru á hann fyrir ávirðingar í starfi, hafi ekki við nein rök að styðjast. Hann hafi rækt starf sitt sem lögregluvarðstjóri óaðfinnanlega og mátt því gera ráð fyrir að halda starfinu áfram, svo lengi sem sér entist heilsa, enda væri það ekki lagt niður. Uppsögnin sé því að öllu leyti ólögmæt og eigi hann því rétt til fjárbóta úr hendi stefnda fyrir allt það tjón og röskun á stöðu og högum, sem þessi ólögmæta brottvikning hefur valdið honum. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að dómsrannsókn sú, sem fram fór síðla árs 1965 og stóð fram í marz 1966, hafi leitt í ljós, að stefnandi máls þessa var óhæfur til þess að gegna starfi sínu í lögregluliði Kópavogs. Til stuðnings þessari skoðun sinni vísar stefndi til bréfs dómsmálaráðuneytisins, dags. 28. marz 1966, þar sem segir svo: „Með vísun til þess, sem upplýst er í rannsókninni um hatt- erni stefnanda í starfinu, svo og með tilliti til almennra hags- muna lögregluliðsins, en sýnt er, að framhald starfa hans sem yfirmanns í lögregluliðinu mundi hafa í för með sér alvarlega röskun á starfsemi þess, telur ráðuneytið því rétt, að Ingólfur 333 Finnbjörnsson verði leystur frá starfi sem lögregluvarðstjóri í lögregluliði Kópavogs“. Þá segir svo í bréfi saksóknara ríkisins, dags. 31. marz 1968: „Að m. a. með tilliti til þess, að kærða hefur nú vegna atvika þeirra, er rannsóknin snýst um, verið vikið úr starfi, samkv. með- fylgjandi ljósriti af bréfi dómsmálaráðuneytisins til þessa em- bættis, dags. í gær, er eigi af ákæruvaldsins hálfu krafizt frekari aðgerða í máli þessu“. Þarna komi berlega fram, að frekari aðgerða í máli stefnanda hafi ekki verið krafizt, meðal annars með tilliti til þess, að kærða hafi þá verið vikið úr starfi. Slíkt sé auðvitað allþungbært þeim, sem fyrir verður, og hafi saksóknari samkvæmt framansögðu talið það allnokkra refsingu og réttlæti það, að eigi væru gerðar frekari refsikröfur á hendur stefnanda. Stefndi hafi greitt stefnanda kaup fyrir þann tíma, meðan dómsrannsókn stóð yfir, svo sem lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins mæla fyrir um. Hafi verið algerlega óheimilt að inna af hendi til stefnanda frekari greiðslur en þessi skýru laga- fyrirmæli segja um. Skal nú vikið að þeim ávirðingum, sem stefnandi er talinn hafa gerzt sekur um í starfi sínu og sakamálsrannsóknin hefur einkum snúizt um, og skal þá fyrst komið að því, að stefnandi hafi haft uppi áróður við undirmenn sína gegn nauðsyn fastrar löggæzlu á Reykjanesbraut. Ljóst er af framburði vitna í málinu, að stefnandi hefur verið andvígur framkvæmd þessarar löggæzlu á þann hátt, sem lagt var fyrir hann. Hins vegar kemur hvergi fram, að hann hafi neitað að hlýða fyrirmælum yfirmanns síns um framkvæmd hennar. Þá ber vitnum saman um, að eftir að lögreglustjóri gaf varðstjórunum skrifleg fyrirmæli að framfylgja varðgæzlunni stranglega, hafi stefnandi orðið við þeirri skipun. Þá hefur sakamálsrannsóknin ekki leitt í ljós gegn eindregn- um mótmælum stefnanda, að hann hafi haldið uppi við undir- menn sína óhróðri eða illmælum um yfirmann sinn, lögreglu- stjórann í Kópavogi. Enn fremur er það ósannað í málinu, að framkoma stefnanda við undirmenn sína hafi verið aðfinnslu- verð. Aftur á móti hafa tvö vitni borið og staðfest framburði sína með eiði, að stefnandi hafi ekki brugðið skjótt við, er til- kynntur var eldsboði að Nýbýlavegi 52 þann 23. apríl 1965. Þá kemur það fram í sakamálsrannsókninni, að stefnandi hefur ekki 304 sýnt sjálfsagðan viðbragðsflýti í sambandi við hvarf stúlkunnar Sigfrid Thorlacius. Þessar ávirðingar þykja þó ekki slíkar, að þær réttlæti fyrir- varalausa brott vikningu úr starfi, enda hafði stefnanda ekki verið veitt áminning og honum gefinn kostur á að bæta ráð sitt, áður en honum var vikið frá störfum. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, þykir hin fyrirvara- lausa brottvikning stefnanda úr störfum ekki hafa verið studd nægilegum rökum og þar af leiðandi ólögmæt. Hins vegar er þess að gæta, að þegar virtir eru vitnisburðir framangreindra manna, sem allir þekktu stefnanda og höfðu meira eða minna unnið með honum, er ljóst, að hann hefur ekki sýnt þá háttsemi í starfi sínu, sem ákjósanleg er, þegar um lög- regluvarðstjóra er að ræða. Með tilliti til þessa hefur stefnandi átt þátt í því, að starfi hans sem lögregluvarðstjóra lauk fyrr en ella, og ber að hafa það í huga, þegar bætur eru ákveðnar. Stefnandi hefur sundurliðað kröfur sínar þannig: 1. Eftirstöðvar kaups fyrir tímabilið 1. september 1965 til 1. apríl 1966, þ. e. kr. 242.523.00 að frá- dregnum kr. 53.978.00, innborgað á tímabilinu, 2. Fébætur vegna fyrirvaralausrar brottvikningar 29. marz 1966, miska og röskunar á stöðu og hög- um, þ. á m. missi lífeyrisréttinda, og er tjón þetta metið hér til tólf mánaða kaups, þ. e. kr. 14.242.00 kr. 188.545.00 sinnum tólf .. 2... 0... 0... 0... 2. — 170.904.00 3. 7% orlof af kr. 242.523.00 .. .. .. 2. .. -. =. — 16.976.00 4.Fatapeningar .. .. .. .. 2... 00.20.0000... 2. — 10.000.00 Samtals kr. 386.425.00 Skal nú vikið að kröfum stefnanda. Rétt þykir að taka til meðferðar sameiginlega lið 1 og 2. Það er óumdeilt í málinu, að fastakaup stefnanda var sem næst kr. 14.000.00 á mánuði. Þegar litið er til starfsaldurs stefnanda og þess, að honum voru greidd hálf laun, meðan rannsókn málsins stóð yfir, þykir með hliðsjón af öllum atvikum bætur til hans hæfilega ákveðnar samkvæmt ofangreindum liðum kr. 98.000.00. Engar upplýsingar liggja fyrir í málinu, hvort stefnandi hefur haft tekjur frá öðrum á því tímabili, sem hér um ræðir. Um lið 3. Undir þessum lið krefst stefnandi orlofs, 7% af kr. 242.523.00, eða samtals kr. 16.976.00. Þessari kröfu hefur 335 stefndi algerlega mótmælt. Stefnandi var fastráðinn starfsmaður og hafði tekið sumarleyfi, áður en til brottvikningar kom. Á hann því ekki rétt á orlofsgreiðslu, og verður því þessi kröfu- liður ekki tekinn til greina. Um lið 4. Stefnandi krefst fatapeninga að upphæð kr. 10.000.00. Þessum lið hefur stefndi mótmælt. Fatapeningar teljast ekki til fastra launa, og verður því þessi liður ekki tekinn til greina. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber stefnda til þess að greiða stefnanda kr. 98.000.00 ásamt vöxtum, svo sem krafizt er. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 18.000.00. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari, en dómsuppsaga hefur dregizt venju fremur sökum brottveru dóm- arans úr bænum. Dómsorð: Stefndi, bæjarstjórinn í Kópavogi f. h. bæjarsjóðs, greiði stefnanda, Ingólfi Finnbjörnssyni, kr. 98.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. apríl 1966 til greiðsludags og kr. 18.000.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. marz 1969. Nr. 30/1968. Hitavirkjun h/f (Sigurður Sigurðsson hrl.) gegn Sigurjóni Guðmundssyni og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Verksamningar. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 91. febrúar 1968. Krefst hann sýknu af kröfu gagnáfrýjanda 336 og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 27. febrúar 1968. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 76.868.29 með 6% ársvöxtum af kr. 85.400.00 frá 24. marz 1959 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxt- um af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 14. júlí 1960, 9% árs- vöxtum af kr. 76.868.29 frá þeim degi til 29. desember 1960, 7% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms og þar sem krafa gagnáfrýjanda verður eigi talin ósanngjörn, sbr. grunnrök 5. gr. laga nr, 39/1922, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilegur kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Hitavirkjun h/f, greiði gagnáfrýjanda, Sigurjóni Guðmundssyni, kr. 12.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. desember 1967. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 18. f. m., hefur Sigurjón Guðmundsson pípulagningameistari, Brekkustíg 7 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni hinn 12. marz 1963, á hendur Hitavirkjun h/f, Hafnahreppi í Gullbringusýslu, til greiðslu á skuld að fjárhæð kr. 76.868.29 með 6% ársvöxtum af kr. 85.400.00 frá 24. marz 1959 til 22. febrúar 1960, með 9% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 16. júlí 1960, en af kr. 76.868.29 frá þeim degi til 29. desember 1960 og með 7% 307 ársvöxtum af kr. 76.868.29 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum jafnframt dæmd- ur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt gjaldskrá Lög- mannafélags Íslands, en til vara, að kröfur stefnanda verði stór- lega lækkaðar og málskostnaður verði látinn niður falla. Stefnandi kveður málavexti þá, að það hafi verið haustið 1958, sem hann og verkstjórar stefnda, þeir Jóhann Valdimars- son og Gunnar Gestsson, hófu að ræða um ákvæðisvinnu við blikklögn að blásarasamstæðum í flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli, Air Force Hangar. Kveður stefnandi verkið hafa verið boðið út af Íslenzkum Aðalverktökum til þriggja aðilja og hafi stefndi gert lægsta tilboð í verkið, eða kr. 35.000.00. Stefnandi kveður starfsmenn varnarliðsins hafa áætlað efnisþunga til verksins um 20.000 Ibs. Í framhaldi af þessu kveðst svo stefn- andi hafa gert tilboð í ákvæðisvinnu við uppsetningu lagnar- innar miðað við fyrrgreint efnismagn og hafi tilboð sitt numið um kr. 25.000.00—-30.000.00. Kveðst stefnandi á þessum tíma hafa starfað sem pípulagningameistari hjá stefnda, en hann kveður fyrirtækið hafa annazt bæði pípulagnir fyrir Íslenzka Aðalverktaka svo og uppsetningu á blikklögnum. Þegar hér var komið, kveður stefnandi Íslenzka Aðalverktaka hafa umreiknað efnismagn og hafi þá efnisþunginn aukizt og verið kominn í 40.000 Ibs. Í framhaldi af þessu kveður svo stefnandi Íslenzka Aðalverktaka hafa samið við stefnda um að taka að sér umrætt verk fyrir kr. 70.000.00, eða kr. 1.75 fyrir hvert pund. Er hér var komið, kveðst stefnandi hafa samið munnlega við Jóhann Valdi- marsson, með fullri vitund Gunnars Gestssonar, um að taka að sér verkið fyrir kr. 50.000.00 með áætluðum efnisþunga 40.000 lbs. Kveður stefnandi tilskilið hafa verið, að allt efni og verk- færi væru á staðnum, en sjálfa lögnina kveður hann hafa verið smíðaða á blikksmíðaverkstæði Íslenzkra Aðalverktaka. Stefnandi kveðst svo hafa ráðið Jóhannes Einarsson sér til aðstoðar og kveður svo hafa verið um samið, að hann fengi kr. 5.000.00 meir af tilboðsfjárhæðinni en Jóhannes. Stefnandi kveður þá Jóhannes hafa byrjað að vinna við verkið hinn 16. desember 1958 og hafi þeir unnið við það að staðaldri, en þó hafi þeir hjálpað stefnda við önnur verk, þegar með þurfti, enda hafi þeir verið á föstu kaupi hjá stefnanda, en hafi átt að fá greitt fyrir ákvæðisvinn- una þar fyrir utan. Kveður stefnandi þá Jóhann Valdimarsson 22 338 og Gunnar Gestsson, verkstjóra stefnda, hafa ráðið því, hvenær þeir hafi unnið við ákvæðisvinnuverkið og hvenær þeir hafi unnið að öðrum störfum fyrir stefnda. Stefnandi kveður þá Jóhannes ekki hafa unnið lengi við verkið, er í ljós hafi komið, að ekki hafi verið hægt að framkvæma verkið eftir uppdrætti þeim, sem upphaflega hafði verið gerður. Kveður hann síðan ýmis frávik hafa verið gerð frá uppdrættinum, jafnóðum og verkið var unnið. Hann kveður nýjan uppdrátt ekki hafa verið gerðan, heldur hafi verið gerðar vinnuteikningar af hverjum hlut fyrir sig með nauðsynlegum breytingum. Stefnandi kveður breytingar þessar hafa aukið efnisþungann svo, að hann hafi aukizt úr 40.000 lbs. í 68.328 Ibs. Stefnandi kveður stefnda hafa fengið uppbót frá Íslenzkum Aðalverktökum, sem numið hafi kr. 49.573.00. Stefnandi kveður sér hafa verið orðið ljóst, áður en verkinu lauk, að efnismagnið yrði langtum meira en áætlað hafði verið. Kveðst hann hafa fært þetta í tal við Einar Eyfells verkfræðing, sem verið hafi eftirlitsmaður við verkið, og sagzt vilja leggja niður vinnu, á meðan athugun færi fram á þessu atriði. Kveður stefnandi Einar hafa talið það óþarft, því að hann mundi fylgjast með þessu, og hafi hann sagzt mundu ábyrgjast réttláta uppbót fyrir hinn aukna efnisþunga. Stefnandi kveður þá Jóhannes hafa lokið verkinu hinn 24. marz 1959. Kveðst hann, nokkru eftir að verkinu lauk, hafa farið á blikksmíða- verkstæði Íslenzkra Aðalverktaka og fengið vottorð um, að efnis- þunginn væri 71.664 Ibs. Hann kveður þó síðar hafa komið í ljós, að þetta var ekki alveg rétt tala. Þegar að loknu verkinu kveðst stefnandi hafa tilkynnt Gunnari Gestssyni og síðar Jó- hanni Valdimarssyni um hið aukna efnismagn og gert kröfu 2 um uppbót á tilboðsfjárhæðina í hlutfalli við aukningu efnis- magnsins. Kveðst hann síðan hafa farið fram á, að athugun yrði gerð á þessu atriði og endanlega frá því gengið. Hann kveður þá athugun hafa farið fram hinn 4. ágúst 1959 og hafi auk sín unnið að athugun þessari þeir Einar Eyfells og Gunnar Gestsson. Að lokinni athugun þessari kveður stefnandi í ljós hafa komið, að efnisþunginn hafi aukizt um 28.328 Ibs. í stað 31.664, eins og áður hafi verið talið. Stefnandi gerði nú kröfu um uppbót á verklaunin að fjárhæð kr. 35.400.00, eða samtals fyrir verkið í heild kr. 85.400.00. Kveðst stefnandi hafa gert ítrekaðar til- raunir til að fá viðunandi lausn á þessu máli, en án árangurs. Stefnandi kveðst, á meðan á ákvæðisvinnunni stóð, hafa fengið greitt hið fasta vikukaup sitt svo og eftirvinnu og næturvinnu, 339 sem hann hafi unnið á sama tímabili, að undanskildri fjárhæð, sem nemur mismun á sveinakaupi og meistarakaupi. Ekki kveðst hann hafa getað gert sér grein fyrir því, hvort greiðslur þær, sem hann fékk greiddar, á meðan hann vann að ákvæðisvinnu- verkinu, hafi verið greiðslur upp í það verk, þar sem greiðsl- urnar, sem hann fékk, hafi ekki verið sundurliðaðar, og hafi hann því ekki getað gert sér grein fyrir því, fyrir hvað var greitt hverju sinni. Stefnandi kveðst hafa skilað vinnulistum til stefnda, á meðan hann vann að ákvæðisvinnuverkinu., Ekki kveðst hann geta fullyrt, hvað hann hafi fært á vinnulista þessa, en telur, að þar komi fram öll sú vinna, sem hann hafi unnið. Vitnið Einar Eyfells verkfræðingur hefur skýrt svo frá, að í samningum Íslenzkra Aðalverktaka og stefnda hafi í upphafi verið gert ráð fyrir 40.000 lbs. efnismagni, en þetta hafi breytzt vegna óumflýjanlegra breytinga í 68.328 Ibs. Kveður vitnið stefnda hafa fengið hækkun frá hinu upphaflega samningsverði sem þessu svaraði. Vitnið kveður það rétt, að stefnandi, sem stjórnaði framkvæmd verksins á vinnustað, hafi fært í tal við sig, að breytingar hefðu orðið á efnismagni, og kveðst hafa unnið að útreikningi á efnismagninu af þessu tilefni. Vitnið kveður stefnda hafa verið samningsaðilja Íslenzkra Aðalverktaka um framkvæmd verksins og hafi það því verið Íslenzkum Aðalverk- tökum óviðkomandi, hvernig stefndi lét framkvæma verkið. Kveðst vitnið því í samtölum sínum við stefnanda aðeins hafa ábyrgzt stefnda hlutfallslega hækkun fyrir verkið. Jóhann Valdimarsson, hluthafi í hinu stefnda félagi og einn af stjórnarmönnum þess, hefur skýrt svo frá, að stefndi hafi tekið að sér framkvæmdir við blikklögn í flugskýli ameríska flughersins á Keflavíkurflugvelli. Jóhann kveður stefnda hafa gert tilboð í framkvæmd verksins og hafi það verið miðað við ákveðna fjárhæð miðað við hvert enskt pund af efni, sem til verksins fór. Kveðst Jóhann síðan hafa samið við stefnda um það, að hann tæki að sér í ákvæðisvinnu framkvæmdir við verkið, Kveður hann þetta trúlega hafa verið haustið 1958. Jó- hann kveður stefnanda hafa verið búinn að leggja blikklögn í kvikmyndahúsið á Keflavíkurflugvelli og hafi hann því verið orðinn kunnugur slíkum lögnum. Þegar svo að því kom, að stefndi var búinn að taka að sér blikklögn í flugskýlið sam- kvæmt tilboði, hafi komið fram hjá stefnanda, að hann vildi taka verkið að sér. Ekki kveður Jóhann þá hafa rætt um væntan- legt endurgjald fyrir verkið, er hann og stefnandi ræddu um 340 það í upphafi, en er að því leið, að byrja þurfti á verkinu, kveður hann stefnanda ekki hafa viljað taka það að sér fyrir minna en kr. 50.000.00. Kveðst Jóhann hafa orðið að ganga að því. Ekki kveður Jóhann hafa verið minnzt á efnisþyngd, er til verksins skyldi fara, er þeir ræddust við. Kveður hann í samningnum við stefnanda ekki hafa verið miðað við ákveðna efnisþyngd, heldur fastákveðið verð fyrir framkvæmd verksins, kr. 50.000.00. Jóhann kveður stefnanda hafa fengið greidd vikuleg laun sín upp í ákvæðisvinnuna og er verkinu hafi verið lokið, hafi sézt, hver mismunur hafi verið á greiddu og ákveðnu kaupi samkvæmt samningunum. Jóhann kveður það hafa komið fyrir, að stefn- andi hafi unnið að öðrum verkum fyrir stefnda á því tímabili, er hann vann að ákvæðisvinnuverkinu, en það hafi verið greitt sérstaklega og hafi þá þar að lútandi vinnuseðlar verið merktir „tímavinna“. Jóhann kveður það ekki rétt, að stefnandi hafi verið á föstu kaupi hjá stefnda og hafi átt að hafa ákvæðisvinn- una þar fyrir utan. Jóhann kveður miðað hafa verið við það í útboði Íslenzkra Aðalverktaka, að efnisþyngd, sem til verksins færi, væri 40.000 ensk pund. Ekki kveðst Jóhann muna eftir því, hvort breytingar hafi verið gerðar á framkvæmd verksins miðað við teikningar. Ekki kveðst Jóhann efast um, að upplýsingar þær, sem fram koma hjá Einari Eyfells um framkvæmd verksins séu réttar. Gunnar Gestsson, sem var hluthafi í hinu stefna félagi og einn af stjórnarmönnum þess á árinu 1958, hefur skýrt svo frá, að gerður hafi verið samningur milli aðilja máls þessa um það, að stefnandi tæki að sér framkvæmd blikkvinnu við flugskýli á Keflavíkurflugvelli, Air Force Hangar. Kveðst Gunnar hafa staðið að þessum samningi við stefnanda fyrir hönd stefnda ásamt Jó- hanni Valdimarssyni. Kveður Gunnar svo hafa verið um samið, að stefnandi tæki að sér framkvæmd verksins fyrir ákveðna fjárhæð. Gunnar kveður Íslenzka Aðalverktaka hafa reiknað út efnisþyngd þá, sem til verksins skyldi fara, áður en verkið hófst, og hafi þá komið í ljós, að útreikningar Bandaríkjamanna þeirra, sem reiknað höfðu þetta í upphafi, hafi verið rangir. Kveður Gunnar sig minna, að hin útreiknaða efnisþyngd hafi hér um bil tvöfaldazt. Gunnar kveður það raunverulega hafa verið sama verkið, sem aðiljar hafi samið um, að stefnandi tæki að sér fyrir kr. 50.000.00, og verk það, sem stefnandi hafi áður verið búinn að bjóða í kr. 25.000.00—30.000.00. Kveður Gunnar þarna hafa verið um sömu verk að ræða samkvæmt teikningu, en munurinn 341 hafi aðeins legið í því, að efnisþunginn hafi verið vitlaust reikn- aður í upphafi. Gunnar kveður það kunna að vera, að í samn- ingunum við stefnanda hafi verið rætt um efnisþunga þann, sem fara skyldi til verksins, en hann kveður efnisþungann ekki hafa verið grundvöll endurgjalds þess, sem stefnandi hafi átt að fá fyrir framkvæmd verksins. Gunnar kveður teikningu og verk- lýsingu hafa legið fyrir, þegar samið var um framkvæmd verks- ins. Kveðst Gunnar telja víst, að han hafi kynnt stefnanda verk- lýsingu fyrir umrætt verk, áður en það hófst og á meðan á því stóð. Gunnar kveðst hafa fylgzt með framkvæmd verksins og kveður fljótlega hafa komið í ljós, að óframkvæmanlegt hafi verið að vinna verkið að öllu leyti, eins og gert hafi verið ráð fyrir á teikningum. Er þetta kom í ljós, kveður hann teikningum hafa verið breytt og hafi verkið svo verið unnið áfram ettir hinum nýju teikningum. Gunnar kveður sér kunnugt um það, að breyting hafi orðið á efnisþunga, sem til verksins fór, vegna lengingar á stokkum. Kveðst hann að verkinu loknu hafa farið yfir hinar breyttu teikningar ásamt Einari Eyfells og kveðst hafa séð, að verkið hafi verið endanlega unnið sam- kvæmt þeim. Hins vegar kveðst hann ekki hafa unnið að út- reikningi á efnisþunganum. Gunnar kveður stefnda hafa fengið uppbót hjá Íslenzkum Aðalverktökum vegna hins aukna efnis- magns, sem til verksins fór, en ekki kveðst hann nú muna, hversu hárri fjárhæð sú uppbót nam. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að stefnandi hafi verið fastur starfsmaður stefnda og hafi hann átt rétt á föstum viku- legum launum sem meistari í iðngrein sinni. Auk þess hafi hann svo átt að fá greitt fyrir ákvæðisvinnu þá, sem hann tók að sér við flugskýlið (Air Force Hanger), kr. 50.000.00 miðað við efnis- þyngd 40.000 1bs., eða kr. 1.25 fyrir hvert enskt pund. Vegna breytinga þeirra, sem á verkinu urðu, og aukins efnisþunga, sem til verksins fór, eigi stefnandi rétt á hlutfallslegri hækkun verk- launa fyrir ákvæðisvinnuna samkvæmt reglum um rangar og brestandi forsendur. Er því haldið fram, að þessi hlutfallslega hækkun nemi kr. 35.400.00 og nemi því heildarendurgjald fyrir ákvæðisvinnuna kr. 85.400.00. Frá þessari fjárhæð hefur svo verið dregin greiðsla sú, sem stefndi greiddi inn á nafn stefnanda Í Landsbanka Íslands hinn 16. júlí 1960, kr. 10.146.71. Kröfur stefnda eru byggðar á því, að stefnanda og samstarfs- manni hans, Jóhannesi Einarssyni, hafi þegar verið greitt allt það, sem þeim hafi borið fyrir umrædda ákvæðisvinnu. Er því 942 haldið fram, að stefnandi hafi tekið að sér umrædda ákvæðis- vinnu fyrir ákveðið verð, kr. 45.000.00, auk kr. 5.000.00 auka- greiðslu til hans sjálfs fyrir að standa fyrir verkinu. Stefnandi og samstarfsmaður hans, Jóhannes Einarsson, hafi svo, meðan á framkvæmdum stóð, skilað vinnulistum yfir þá vinnu og aðra, sem þeir inntu af hendi fyrir stefnda, og hafi þeir fengið viku- lega greidd vinnulaun sín samkvæmt því. Er ákvæðisvinnu lauk, hafi þeir svo átt að fá greiddan mismun verklaunanna fyrir ákvæðisvinnuna, kr. 50.000.00, og þeirra fjárhæða, sem þeir samanlagt höfðu fengið greiddar vikulega, meðan á verkinu stóð, fyrir þá vinnu, sem þeir höfðu innt af hendi við það. Er því haldið fram samkvæmt þessu, að er ákvæðisvinnunni lauk, hafi stefnandi verið búinn að fá greitt upp í verklaun sín við það kr. 17.945.71, en Jóhannes Einarsson kr. 17.085.53 samkvæmt vikulegum vinnulistum. Hafi stefnandi því átt eftir að fá greitt fyrir verkið kr. 5.146.71 auk þeirra kr. 5.000.00, sem hann hafði átt að fá fyrir að standa fyrir verkinu, eða samtals kr. 10.146.71. Þessa fjárhæð hafi stefndi lagt á nafn stefnanda í Landsbanka Íslands hinn 14. júlí 1960, enda hafi stefnandi neitað að taka við lokagreiðslunni, er hún var boðin fram hinn 30. júlí 1959. Þá er því og haldið fram, að Jóhannes Einarsson hafi, er verkinu lauk, verið búinn að fá greitt fyrir vinnu sína við það kr. 17.085.53 og hafi hann þá átt eftir að fá greitt fyrir þá vinnu kr. 4.822.22, en sú fjárhæð hafi verið greidd Jóhannesi hinn 15. ágúst 1959 sem fullnaðargreiðsla til hans og hafi hann kvittað fyrir athugasemdalaust. Er því haldið fram samkvæmt þessu, að stefnandi og samstarfsmaður hans, Jóhannes Einarsson, hafi fengið greitt það, sem þeim hafi borið fyrir verkið. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að efnisþungi, sem til verksins skyldi fara, hafi aldrei komið til tals við samningsgerð aðiljanna og hafi því efnisþungi ekki verið forsenda fyrir ákvörðun endur- gjalds fyrir verkið. Er því haldið fram í þessu sambandi, að aukning efnisþungans hafi stafað af ónákvæmni í áætlunargerð. Er því og haldið fram, að eigi sé óhjákvæmilegt, að aukning efnisþungans hafi haft í för með sér aukna vinnu. Samkvæmt því, sem fram er komið um samning aðiljanna um verk það, sem stefnandi tók að sér að framkvæma í ákvæðis- vinnu, þá þykir verða að skýra það þannig, að stefndi skyldi greiða ákveðna fjárhæð fyrir framkvæmd verksins, kr. 50.000.00, en stefnandi og Jóhannes Einarsson skyldu vikulega fá greidd laun samkvæmt vinnulistum, sem þeir skiluðu yfir vinnu sína 343 við verkið svo og önnur störf utan þess, sem þeir framkvæmdu á sama tímabili. Að lokinni framkvæmd verksins fengi síðan stefnandi það, sem á vantaði, að það, sem greitt hafði verið fyrir verkið samkvæmt vinnulistum, næði samningsfjárhæðinni, kr. 50.000.00. Það er þó ágreiningslaust, að af fjárhæð þessari hafi stefnandi átt að fá sérstaklega kr. 5.000.00 fyrir að standa fyrir framkvæmd verksins. Þykir stefnandi ekki hafa fært nægileg rök að því, að hann hafi auk vikulegra greiðslna samkvæmt vinnulistum fyrir ákvæðisvinnuna átt að fá ákvæðisvinnulaunin óskert, þótt hann væri fastur starfsmaður stefnda. Það verður að telja, að það hafi verið forsenda fyrir laununum fyrir ákvæðisvinnuna, sem samið var um, kr. 50.000.00, að ekki yrði veruleg breyting á framkvæmd verksins frá því, sem gert var ráð fyrir, að aðiljarnir sömdu. Af skýrslu stefnanda, sem studd er framburði Einars Eyfells, og með hliðsjón af framburði Gunnars Gestssonar þá verður að telja fram komið, að orðið hafi verulegar breytingar á framkvæmd verksins, eftir að aðiljarnir sömdu um framkvæmd þess. Verður að telja, að breytingar þessar hafi verið svo verulegar, að brostn- ar hafi verið forsendur fyrir verklaunum þeim, sem aðiljarnir höfðu samið um, kr. 50.000.00, og eigi stefnandi rétt á að krefja stefnda um hækkun verklaunanna. Samkvæmt því, sem fram er komið, verður að miða við það, að efnismagn það, sem gert hafi verið ráð fyrir, að færi til verksins, næmi 40.000 lbs., en efnismagn það, sem endanlega fór til verksins, 68.328 lbs. Þykir Þessi hlutfallslega hækkun réttilega reiknuð í kröfugerð stefn- anda kr. 35.400.00 og heildarverklaunin kr. 85.400.00. Í málinu hefur verið lagt fram allmikið af vinnulistum stefn- anda og Jóhannesar Einarssonar fyrir tímabil það, sem ákvæðis- vinnan var framkvæmd á, og einnig hefur verið lagt fram nokk- uð af launamiðum fyrir sama tímabil. Ekki þykja gögn þessi svo samfelld, að rétt þyki að byggja á þeim. Hefur og komið fram af hálfu stefnanda, að ekki liggi fyrir allir vinnulistar og launa- miðar fyrir greint tímabil. Hins vegar hefur verið lagt fram uppgjör, sem stefndi hafði sent stefnanda. Kemur þar fram sundurliðun á vinnustundafjölda þeirra stefnanda og Jóhannesar Einarssonar, sem til ákvæðisvinnunnar fóru, og tilgreindar þær fjárhæðir, sem stefndi telur, að þeir hafi fengið greiddar vikulega upp í verklaunin, stefnandi kr. 17.945.54 og Jóhannes Einarsson kr. 17.085.22. Kemur fram á uppgjöri þessu, að stefnandi hafi þá átt eftir að fá greiddar kr. 10.146.71 og Jóhannes Einarsson 344 kr. 4.822.22. Er í uppgjöri þessu við það miðað, að verklaunin fyrir ákvæðisvinnuna hafi numið kr. 50.000.00. Þykir verða að leggja uppgjör þetta til grundvallar við úrlausn málsins, enda hefur eigi verið mótmælt sérstaklega vinnustundafjölda þeim, sem þar er talið, að farið hafi til verksins. Eins og áður segir, átti stefnandi eftir að fá greiddar kr. 10.146.71 af hluta sínum af verklaununum fyrir ákvæðisvinnuna samkvæmt uppgjöri þessu, en Jóhannes Einarsson kr. 4.822.22. Stefndi greiddi Jó- hannesi fjárhæð þessa gegn kvittun hans hinn 13. júlí 1959, en fjárhæð stefnanda lagði stefndi sem geymslufé á nafn stefnanda á reikning í Landsbanka Íslands hinn 14. júlí 1960, og var það tilkynnt stefnanda samdægurs með bréfi. Hinn 10. september 1959 hafði lögmaður stefnanda ritað stefnda kröfubréf til heimtu á kr. 44.503.84. Í þessu sambandi er því haldið fram, að stefn- anda hafi verið boðin greiðsla á framangreindum eftirstöðvum, kr. 10.146.71, hinn 30. júlí 1959, en stefnandi hafi synjað við- töku fjárins. Einnig er því haldið fram, að fyrirvaralaus kvittun Jóhannesar Einarssonar fyrir fé því, sem hann veitti viðtöku, leiði til þess, að ekki sé frekari grundvöllur fyrir frekari kröfum vegna ákvæðisvinnu Jóhannesar. Stefndi samdi við stefnanda um framkvæmd ákvæðisvinnunnar, en hann fékk síðan Jóhannes Einarsson til að vinna verkið með sér. Þykja greiðslur þær, sem Jóhannes tók við og kvittun sú, sem hann gaf fyrir síðustu greiðsl- unni, því ekki firra stefnanda rétti til að hafa uppi frekari kröfur á hendur stefnda í máli þessu. Jóhannes Einarsson hefur og fram- selt stefnanda þær kröfur, sem hann kann að hafa átt á hendur stefnda af þessum sökum. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, hafa stefnandi og Jóhannes Einarsson fengið greiddar sam- tals kr. 50.000.00 fyrir ákvæðisvinnuna. Stendur þá eftir hækkun sú, sem stefnandi á rétt á vegna breytinga þeirra, sem á verkinu urðu, kr. 35.400.00, eins og áður er rakið. Verður stefndi dæmdur til að greiða þá fjárhæð ásamt vöxtum frá 24. marz 1959. Stefn- andi hefur og krafizt vaxta af fjárhæð þeirri, sem stefndi lagði á nafn hans í Landsbanka Íslands, kr. 10.146.71. Eftir atvikum þykir rétt, að stefndi greiði einnig vexti af þeirri fjárhæð frá 24. marz 1959, enda er eigi í ljós leitt, að fjárhæð þessi hafi verið boðin fram á fullnægjandi hátt. Er og á það að líta, að stefndi gat þá þegar komið fjárhæðinni í löggeymslu í Lands- banka Íslands. Niðurstaða málsins verður því, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 35.400.00 með 6% ársvöxtum af kr. 345 45.546.71 frá 24. marz 1959 til 22. febrúar 1960, með 9% árs- vöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 14. júlí 1960, af kr. 35.400.00 frá þeim degi til 29. desember 1960, með 7% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1965, með 6% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 11.000.00 í málskostnað. Er þá tekið tillit til greiðslu þeirrar, sem greidd var, eftir að inn- heimtutilraunir hófust. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Pétri Pálssyni verkfræðingi og Sveini A. Sæmundssyni blikksmíðameistara. Dómsorð: Stefndi, Hitavirkjun h/f, greiði stefnanda, Sigurjóni Guð- mundssyni, kr. 35.400.00 með 6% ársvöxtum af kr. 45.546.71 frá 24. marz 1959 til 22. febrúar 1960, með 9% ársvöxtum frá þeim degi til 14. júlí 1960, af kr. 35.400.00 frá þeim degi til 29. desember 1960, með 7% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 1. janúar 1965, með 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 11.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. marz 1969. Nr. 170/1968. Sigurður Baldursson f. h. Hermanns Haraldssonar (Sigurður Baldursson hrl.) gegn Sigtryggi Eyþórssyni og Þóreyju Eyþórsdóttur (Páll S. Pálsson hrl.) og Friðjóni Skarphéðinssyni, yfirborgar- fógeta í Reykjavík, til réttargæzlu. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Samkvæmt kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík í bréfi 26. april 1967 tók Kristján Kristjánsson yfirborgarfógeti hinn 346 9. ágúst 1967 í uppboðsdómi Reykjavíkur fyrir að selja á nauðungaruppboði íbúð áfrýjanda í húsinu nr. 4 við Hátún í Reykjavík til lúkningar opinberum gjöldum ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, samtals að fjárhæð kr. 19.366.00. Hinn 31. ágúst 1967 voru boð gerð í eignina, og hinn 21. nóvember 1967 gaf uppboðshaldari út uppboðsafsal fyrir eigninni til handa stefndu. Áfrýjandi hefur að fengnu áfrýjunarleyfi 24. september 1968 og gjafsóknarleyfi 2. október 1968, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. október 1968 og gert þær dómkröfur, að uppboðsgerðin ásamt uppboðsafsali verði úr gildi felld og að stefndu og réttargæzlustefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, og svo máls- sóknarlaun skipaðs talsmanns hans. Stefndu krefjast staðfestingar hinna áfrýjuðu dómsat- hafna og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 57/1962, er áfrýjunarfrestur uppboðsgerðar 4 vikur frá lokum gerðar, en dómsmálaráðherra má þó leyfa áfrýjun næstu 3 mánuði frá sama tíma, ef sérstaklega stend- ur á. Áfrýjunarfrestur var því liðinn, er áfrýjunarstefna var út gefin, og lagaheimild brast til útgáfu áfrýjunarleyfis, þeg- ar það var veitt. Verður málinu af þessum sökum vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00. Málssóknarlaun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæsta- rétti, kr. 5.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Sigurður Baldursson f. h. Hermanns Har- aldssonar, greiði stefndu, Sigtryggi Eyþórssyni og Þór- eyju Eyþórsdóttur, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Málssóknarlaun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, 347 Sigurðar Baldurssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Uppboðsgerð uppboðsdóms Reykjavíkur 31. ágúst 1967. Ár 1967, fimmtudaginn 31. ágúst, var uppboðsréttur Reykja- víkur settur í Hátúni 4 og haldinn af yfirborgarfógeta, Kristjáni Kristjánssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Að halda áfram nauðungaruppboði á hluta í Hátúni 4, eigandi Hermann Haraldsson. Nauðungaruppboð á eign þessari var auglýst í 40., 41. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins, síðan einu sinni í Morgunblaðinu og síðan Í öllum dagblöðum borgarinnar. Í réttinum eru mættir Kristinn Kristjánsson fyrir Gjaldheimt- una í Reykjavík, fyrir húsfélagið Hátún 4 er mættur Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmaður. Eigandi eignarinnar er sjálfur mættur. Lesnir uppboðsskilmálar. Þessi boð komu í eignina: Kr. 30.000.00 Kr. Kristjánsson fyrir Gjaldheimtuna í Rvík. — 50.000.00 Gísli Stefánsson. — 60.000.00 Eyþór Bæringsson f. h. barna sinna. — "70.000.00 Gísli Stefánsson. — 80.000.00 Eyþór Bæringsson f. h. barna sinna. — 95.000.00 Gísli Stefánsson. — 110.000.00 Hermann Haraldsson. — 120.000.00 Gísli Stefánsson. — 130.000.00 Eyþór Bæringsson f. h. barna sinna. — 145.000.00 Gísli Stefánsson. — 155.000.00 Hermann Haraldsson. — 175.000.00 Eyþór Bæringsson f. h. barna sinna. — 195.000.00 Gísli Stefánsson. — 205.000.00 Hermann Haraldsson. — 210.000.00 Eyþór Bæringsson f. h. barna sinna, Sigtryggs og Þóreyjar. — 215.000.00 Hermann Haraldsson. Fleiri boð komu ekki í eignina. Uppboðshaldari tók sér 14 daga frest til að taka ákvarðanir um boðin. Uppboðshaldari tilkynnti, að Hermanni bæri að mæta á skrif. stofu borgarfógeta þann 8. n. m. kl. 1100 f. h. og gera upp. 348 Uppboðsafsal uppboðsdóms Reykjavíkur 21. nóvember 1967. Ár 1967, þriðjudaginn 21. nóvember, var uppboðsréttur Reykja- víkur settur í Austurstræti 17 og haldinn af setuuppboðshaldara, Kristjáni Kristjánssyni, samkvæmt sérstöku umboði ... Fyrir var tekið: Að gefa út uppboðsafsal til Sigtryggs Eyþórs- sonar og Þóreyjar Eyþórsdóttur fyrir hluta í Hátúni 4, áður þing- lesinni eign Hermanns Haraldssonar. Nauðungaruppboð á eign þessari fór fram dagana 23. og 31. ágúst 1967. Hæstbjóðandi í eignina var þáverandi eigandi Her- mann Haraldsson, næstbjóðandi í eignina var Eyþór Magnús Bær- ingsson f. h. barna sinna, Sigtryggs og Þóreyjar, og var hans boð, kr. 210.000.00, tekið gilt með bókun 21. september 1967, þar sem Hermann Haraldsson hafði ekki gert skil á uppboðsverðinu. Í réttinum er mættur Eyþór M. Bæringsson vegna barna sinna, Sigtryggs og Þóreyjar, og óskar þess að fá uppboðsafsal fyrir eign- inni. Eftir að mættur hafði greitt allan kostnað uppboðsins og upp- boðsverðið að fullu, lýsti uppboðshaldari því yfir, að hann afsal- aði börnum hans, Sigtryggi Eyþórssyni, Vesturgötu 53 C, og Þór- eyju Eyþórsdóttur, s. st., hluta í húseigninni nr. 4 við Hátún hér í borg með sama rétti og fyrri eigandi átti eignina. Miðvikudaginn 12. marz 1969. Nr. 183/1967. Y (Egill Sigurgeirsson hrl.) gegn X (Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.) og Z (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Barnsfaðernismál. Synjunareiður. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 16. nóvember 1967. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum stefnda X, en til vara, að honum verði 349 dæmdur synjunareiður í málinu, Þá krefst hann málskostn- aðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi X krefst þess aðallega, að áfrýjandi verði dæmdur faðir sveinbarns þess, er hún ól hinn 4. febrúar 1959, og að honum verði dæmt að greiða meðlag með drengnum frá fæðingu hans til fullnaðs 16 ára aldurs hans svo og fæðing- arstyrk og tryggingariðgjald hennar árið 1959, allt sam- kvæmt yfirvaldsúrskurði. Til vara krefst hún þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hún málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfryjanda. Stefndi 7 krefst þess, að héraðsdómur verði staðfestur, að því er hann varðar, og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. I. Eins og í héraðsdómi greinir, reyndist við blóðrannsókn loku skotið fyrir faðerni stefnda /“ að barni stefnda Á, er í máli þessu greinir. Ber því þegar af þeirri ástæðu að stað- festa ákvæði hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda 2 af faðerni barnsins. Finnig ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar af aðild stefnda £ í máli þessu, enda hefur málinu ekki verið áfrýjað að bessu leyti. Þá ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda /“ málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. 1. Stefndi X lýsti í fyrstu á bæjarþingi Reykjavíkur 27. maí 1959 stefnda Z föður að greindu sveinbarni sínu og staðhæfði, að hún hefði ekki haft samfarir við nokkurn annan mann en hann á mögulegum getnaðartíma barnsins og raunar ekki heldur á því tveggja til þriggja ára tímabili, er kunnings- skapur þeirra, hennar og stefnda 7, entist. Neitaði hún því og þá að hafa nokkurn tíma haft samfarir við áfrýjanda. Er henni var kunngert á bæjarþingi Reykjavíkur 28. júlí 1959, að samkvæmt blóðrannsókn gæti stefndi 7 eigi verið faðir barnsins, felldi hún málið gegn honum niður. Gerir hún svo engan reka að höfðun máls til viðurkenningar á 350 faðerni barnsins fyrr en með bréfi, dags. 28. janúar 1965, til bæjarfógetans í Hafnarfirði, og með bréfi, dags. 6. júlí 1965, sækir hún til dómsmálaráðuneytisins um leyfi til að höfða barnsfaðernismál á hendur áfrýjanda, en leyfi þetta var henni veitt samkvæmt 6. mgr. 211. gr. laga nr. 85/1936 hinn 8. s. m., og hinn 12. júlí 1967 var henni veitt heimild til að stefna stefnda 7 inn í málið. Á bæjarþingi Hafnarfjarðar 17. september 1965 lýsir hún svo áfrýjanda föður barnsins og skýrir frá því, að hún hafi í eitt skipti, sunnudaginn 25. mai 1958, haft samfarir við áfrýj- anda í herbergi hans við Ránargötu hér í borg, eftir að þau höfðu farið saman til Keflavíkur, eins og nánar er rakið í héraðsdómi. Áfrýjandi hefur aftur á móti eindregið neitað því að hafa nokkurn tíma haft samfarir við stefnda X, enda hafi þau aldrei þekkzt náið. Hann kveðst ráma í að hafa farið með stefnda X til Keflavíkur, en segir för þessa að öðru leyti sér úr minni liðna. Þá hefur vitnið D ekki getað borið frekar um samskipti þeirra stefnda X og áfrýjanda, eftir að þau komu úr Keflavíkurförinni, en að hún hafi komið inn í herbergi áfrýjanda, svo sem nánar í hinum áfrýjaða dómi greinir. Þar sem áfrýjandi hefur eindregið neitað því að hafa nokkurn tíma haft samfarir við stefnda X og þegar það að öðru leyti er virt, sem að framan er rakið, þykir rétt að láta úrslit máls þessa velta á synjunareiði áfrýjanda, þannig að eiðstafurinn taki til þess, að áfrýjandi hafi ekki haft sam- farir við hana á mögulegum getnaðartíma barnsins, þ. e. á tímabilinu 10. april til 10. júní 1958. Samkvæmt framangreindu verða málsúrslit þau, að synji áfrýjandi þess með eiði sínum á löglegu varnarþingi innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa, að hann hafi haft holdlegar samfarir við stefnda X á tímabilinu 10. apríl til 10. júní 1958, skal hann vera sýkn af kröfum stefnda %, og fellur þá málskostnaður niður bæði í héraði og hér fyrir dómi, en málssóknarlaun skipaðs talsmanns hennar í héraði, Rannveigar Þorsteinsdóttur hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00, greiðast úr ríkissjóði. 3ðl Fallist áfrýjandi á eiðnum, skal hann talinn faðir svein- barns þess, er stefndi X ól hinn 4. febrúar 1959, enda greiði hann þá eftir yfirvaldsúrskurði meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, en af hálfu áfrýjanda hefur fyrningarreglum laga um meðlög eigi verið hreyft. Þá greiði áfrýjandi og eftir yfirvaldsúrskurði stefnda X fæðingarstyrk, barnsfararkostnað, og almennt tryggingar- iðgjald fyrir árið 1959. Dæma ber áfrýjanda í þessu tilviki, ef hann fellst á eiðnum, til að greiða stefnda X málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr, 18.000.00, þar með talin málssóknarlaun talsmanns hennar í héraði, Rannveigar Þorsteinsdóttur hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda Z af faðerni sveinbarns stefnda X, fædds 4. febrúar 1959, og um greiðslu málskostnaðar í þeim þætti málsins eiga að vera óröskuð. Áfrýjandi, Y, greiði stefnda Z málskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 8.000.00. Ef áfrýjandi synjar þess með eiði sínum á löglegu varnarþingi innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa, að hann hafi haft holdlegar samfarir við stefnda X á tímabilinu 10. apríl til 10. júní 1958, skal hann vera sýkn af kröfum hennar í máli þessu, og fellur þá máls- kostnaður niður bæði í héraði og hér fyrir dómi, en máls- sóknarlaun skipaðs talsmanns hennar í héraði, Rann- veigar Þorsteinsdóttur hæstaréttarlögmanns, kr, 7.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Fallist áfrýjandi á eiðnum, skal hann talinn faðir sveinbarns þess, er stefndi X ól hinn 4. febrúar 1959, enda greiði hann þá meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, fæðingarstyrk, barnsfarar- kostnað, og almennt tryggingariðgjald fyrir árið 1959, 352 allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði, og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 18.000.00, þar með talin málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnda X í héraði, Rannveigar Þorsteinsdóttur hæstaréttarlög- manns, kr. 7.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 17. ágúst 1967. Ár 1967, fimmtudaginn 17. ágúst, var á bæjarþingi Hafnar- fjarðar, sem háð var á skrifstofu embættisins í Hafnarfirði af Einari Ingimundarsyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í barns- faðernismálinu nr. 1/1967: X gegn Y og 2, sem tekið var til dóms þann 14. s. m. Mál þetta hefur sóknaraðili, X, skrifstofustúlka, ..., Reykjavík, fædd ..., höfðað gegn þeim Z bifreiðarstjóra, ..., Reykjavík, fæddum ..., og Y kennara, ..., Hafnarfirði, fæddum ..., og gert þær kröfur, að annar hvor þeirra verði dæmdur faðir að óskilgetnum syni hennar, sem fæddur er 4. febrúar 1959 og enn mun ekki hafa verið skírður, en er kallaður B, og að því búnu verði sá, sem dæmdur verður faðir barnsins, skyldaður til að greiða meðlag með því, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald fyrir árið 1959 lögum samkvæmt. Hann verði og dæmdur til greiðslu alls málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Til vara krefst sókn- araðili fyllingareiðs. Varnaraðiljar mótmæla hvor um sig kröfum sóknaraðilja og krefjast sýknu af þeim. Þá krefjast þeir og málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Atvik máls þessa eru þau sem nú verður rakið: I. Þann 27. maí 1959 mætti sóknaraðili fyrir bæjarþingi Reykja- víkur og kvaðst vilja höfða barnsfaðernismál gegn varnaraðilja Z og gerði þá þær kröfur á hendur honum, sem áður er lýst. Kvaðst sóknaraðili hafa þekkt varnaraðilja Z í 2—3 ár áður og; oft á því tímabili haft við hann samfarir. Síðustu samfarir þeirra segir hún hafa átt sér stað aðfaranótt 11. maí 1958. Þá um kvöldið hefðu þau bæði verið á dansleik í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík og hafi sóknaraðili farið heim til varnaraðilja 2 að honum lokn- 353 um. Hafi þau þá engar varúðarráðstafanir gert til að hindra getnað. Sóknaraðili kvaðst hafa haft á klæðum í apríllok 1958 og ekki síðan fyrr en eftir barnsburðinn. Fullyrti hún í þessu réttarhaldi, að getnaður hefði átt sér stað við áðurnefndar sam- farir. Þá lýsti hún yfir því í framburði sínum fyrir bæjarþingi Reykjavíkur þann 27. maí 1959, að hún hefði ekki verið með neinum öðrum karlmanni en varnaraðilja £ á hugsanlegum getn- aðartíma barnsins og raunar ekki meðan samband hennar og hans stóð. Þegar sóknaraðili var orðin viss um, að hún væri barnshaf- andi, sagði hún varnaraðilja 2 frá því, en hann neitaði því þegar, 'að hann væri faðirinn. Hafi hann raunar viðurkennt, að hann hefði lagzt með sóknaraðilja aðfaranótt 11. maí 1958, en hann hafi borið fyrir sig, að sóknaraðili hefði haft samfarir við annan karlmann á getnaðartíma barnsins. Tilnefndi hann í því sambandi varnaraðilja Y, sem þau sóknar- aðili og varnaraðili þekktu bæði. Hélt sóknaraðili því fram í þessu þinghaldi, að hún hefði hvorki fyrr né síðar haft samfarir við þann mann (þ. e. varnaraðilja Y). Varnaraðili 4 kannaðist í áframhaldi af framangreindum fram- burði sóknaraðilja við, að hann hefði þekkt sóknaraðilja um all- langt skeið og haft nokkrum sinnum samfarir við hana, síðast aðfaranótt 11. maí 1958. Taldi hann þó útilokað, að sóknaraðili hefði orðið þunguð af hans völdum í það skipti, því að hvort tveggja hefði verið, að hann hefði notað getnaðarverjur og auk þess hefðu samfarirnar ekki verið fullkomnar. Sagði hann hafa verið alllangt liðið frá næstu samförum þeirra á undan þeim, sem hér um ræðir, ef til vill í janúar 1958, en síðan alls ekki fyrr en áðurnefndan 11. maí. Varnaraðili Z kveðst ekki vita með neinni vissu um það, hvort sóknaraðili hafi verið með öðrum karlmönnum á huganlegum getnaðartíma barnsins. Kveðst hann hafa slegið þessu fram í viðtali við sóknaraðilja, þar eð honum hafi verið kunnugt um, að sóknaraðili og varnaraðili Y hafi oft verið saman úti á opin- berum skemmtistöðum á þeim tíma, sem hér skiptir máli, og hafi sóknaraðili farið heim með honum (varnaraðilja Y) í „partý“ á eftir, Þetta kveðst varnaraðili 4 hafa frétt hjá sameiginlegum kunningja, A, ... í Reykjavík, svo og það, að sóknaraðili hafi verið heima hjá varnaraðilja Y (sem bjó á Ránargötu í Reykjavík) um helgina, áður en þunginn kom undir hjá sóknaraðilja, sem varnaraðilja 2 var fyrst í stað eignaður. 23 3ð4 Blóðflokkarannsókn fór fram á málsaðiljunum X og 2 og barn- inu, en sú rannsókn útilokaði varnaraðilja 4 sem hugsanlegan föður barnsins. Varð niðurstaða rannsóknarinnar annars þessi: Aðalfl. Undirfl. CDE c KK... 0... 0... A, M 4—— Óskírt sveinbarn, fætt 4/2 1959 .. O MN 44 Ítrekuð blóðflokkarannsókn leiddi til sömu niðurstöðu. Er sóknaraðilja hafði verið kunngerð þessi niðurstaða, lýsti hún yfir því, að hún óskaði ekki eftir, að dómur yrði látinn ganga í máli því, sem hún hafði áður óskað eftir, að höfðað yrði gegn varnaraðilja 2. Við lok rannsóknar máls þessa breytti hún þó eftir ábendingu dómarans þeirri afstöðu sinni og ítrekaði fyrri ósk sína um máls- höfðun gegn varnaraðilja 4 ásamt varnaraðilja Y. II. Með bréfi, dags. 8. júlí 1965, var sóknaraðilja veitt heimild til þess af dómsmálaráðuneytinu að höfða barnsfaðernismál gegn varnaraðilja Y, þótt liðinn væri þá lögákveðinn frestur til höfð- unar barnsfaðernismáls. Kom sóknaraðili fyrir bæjarþing Hafnar- fjarðar 17. september s. á. og skýrði þá frá samskiptum sínum við varnaraðilja Y á þessa leið, sbr. einnig bréf sóknaraðilja til bæjarfógetans í Hafnarfirði, dags. 28. janúar 1965: Hún segir þau varnaraðilja Y hafa kynnzt á samkomum í Reykjavík á árunum 1956—1958. Ekki hafi þó kunningsskapur þeirra orðið náinn, en þau hafi á þessu tímabili m. a. farið saman á skemmtanir með fleira fólki. Þann 21. maí 1958 segir sóknaraðili gifta vinkonu sína í Kefla- vík hafa alið barn, og sunnudaginn næsta á eftir, sem muni hafa verið hvítasunnudagur 25. maí, bað sóknaraðili varnaraðilja Y, sem þá átti bifreið, um að aka sér til Keflavíkur til að heimsækja konuna á sængina. Hafi varnaraðili Y orðið við þessari beiðni og ekið sóknaraðilja til Keflavíkur, en með í þá för hafi slegizt kunn- ingi varnaraðilja Y, D að nafni. Þegar heimsókninni til sængur- konunnar var lokið, hafi verið ekið á flugvallargistihúsið, en þar hafi verið að störfum kunningi þeirra varnaraðilja Y og D, E að nafni. Hjá manni þessum dvöldu þau öll 3 um stund. Veitti hann þeim sóknaraðilja og varnaraðilja Y áfengi að sögn sóknaraðilja 3ðð og gaf þeim að skilnaði áfengi í nestið. Hafi síðan verið ekið til Reykjavíkur og hafi þau sóknaraðili og varnaraðili Y neytt nestis- ins á leiðinni. Á þessum tíma hafði varnaraðili Y herbergi á leigu við Ránar- götu í Reykjavík. Hafi verið haldið þangað við komuna til Reykja- víkur og hafi þau sóknaraðili og varnaraðili Y farið þangað inn, en D áðurnefndur hafi farið á brott í því skyni að sækja vinkonu sína, því að ætlunin hafi verið að halda þegar höfnum gleðskap áfram. Þegar hér var komið, kveðst sóknaraðili hafa verið orðin tals- vert ölvuð, og segir hún varnaraðilja Y hafa verið það einnig. Meðan þau, margnefndir málsaðiljar, biðu þarna eftir D, segir sóknaraðili þau hafa haft samfarir á legubekk í herbergi varnar- aðilja Y. Kveðst hún vera þess fullviss, að um fullkomnar sam- farir hafi verið að ræða og hafi engar getnaðarverjur verið not- aðar né viðhafðar neinar varúðarráðstafanir við samfarirnar. Ekki segir sóknaraðili þau varnaraðilja Y hafa haft samfarir nema í þetta eina skipti, hvorki fyrr né síðar. Er áðurnefndur D kom aftur á fund þeirra málsaðilja, kveðst sóknaraðili hafa viljað fara heim til sín, og fékk hún fyrrnefndan D til að aka sér þangað. Svo sem áður hefur verið lýst, kveðst sóknaraðili síðast hafa haft samfarir við varnaraðilja 4 aðfaranótt 11. maí 1958, eða nokkru áður en samfarir þeirra varnaraðilja Y áttu sér stað. Þegar sóknaraðili varð þess vör, að hún var með barni, kveðst hún hafa talið víst, að varnaraðili Z væri faðir barnsins og hafi hún ekki af þeim sökum viljað bendla varnar- aðilja Y við málið. Heldur hún því og fram, að á meðan á rekstri barnsfaðernis- málsins gegn varnaraðilja Z stóð, hafi varnaraðili Y óskað eftir því við hana, að hún nefndi hann ekki í því sambandi. Þessu atriði hefur varnaraðili Y mótmælt sem röngu svo og mörgu fleiru í framburði sóknaraðilja, svo sem síðar verður vikið að. Eftir að varnaraðili Y blandaðist inn í mál þetta, hefur sóknar- aðili haldið fast við þann framburð sinn, að hún hafi ekki haft samfarir við aðra karlmenn á getnaðartíma barnsins en þá varn- araðilja Z og Y. Hún segir sér hafa fallizt hendur, er varnaraðili Z útilokaðist frá því að geta verið faðir barnsins, og hafi hún af þeim sökum ekki gert reka að því að afla faðernisviðurkenningar frá varnar- aðilja Y fyrr en um vorið 1965. Hún segir drenginn, sem nefndur 556 er B, vera mjög líkan varnaraðilja Y, dökkhærðan með brún augu. Vegna þessa álits sóknaraðilja og af fleiri ástæðum voru að tilhlutan dómarans teknar ljósmyndir af drengnum B og varnar- aðilja Y, meðan á rannsókn máls þessa stóð. Virðist af myndum þessum og samanburði á þeim vera nokkur svipur með drengnum og varnaraðilja Y, þótt ljóst sé, að ekki verði niðurstaða máls þessa byggð á því atriði sérstaklega. Varnaraðili Y hefur við rannsókn máls þessa tekið fram, að að vísu þekki hann sóknaraðilja og hafi hann verið búinn að þekkja hana nokkur ár fyrir árið 1958. Hins vegar segir hann þau aldrei hafa þekkzt náið og hafi aldrei verið neitt ástarsamband milli þeirra. Segir hann sig ráma í, að þau sóknaraðili og D, sem áður er nefndur, og hann sjálfur hafi eitt sinn farið til Keflavíkur saman, en öll nánari atvik í þeirri ferð séu horfin sér úr minni. Hafi hann átt bifreið um þær mundir og þá haft herbergi á leigu í húsinu nr. ... við Ránargötu í Reykjavík. Varnaraðili Y kveðst þekkja E, sem áður starfaði á hótelinu á Keflavíkurflugvelli, en kveðst ekki muna, hvort þau sóknaraðili og hann komu til E í umræddri ferð, né heldur naumast, hvort áfengi hafi verið haft um hönd í ferðalaginu, en kveðst þó geta fullyrt, að ekki hafi verið svo mikil brögð að áfengisneyzlu, að ekki muni hann greini- lega, hvað gerðist í ferðinni og eftir að henni lauk. Ekki kveðst varnaraðili Y heldur muna, hvor þeirra D hafi ekið bifreiðinni í umræðdri ferð, en D hafi verið góður kunningi sinn og hafi hann oft ekið bifreið hans (varnaraðilja Y), þegar þeir voru saman. Varnaraðili Y kveðst ekki muna eftir, að neitt minnisvert hafi gerzt í ferð þessari, sem hér ræðir um, né eftir að henni lauk og muni hann ekki, hvort sóknaraðili hafi komin inn í herbergi hans að ferðinni lokinni, og fullyrðir, að hann hafi hvorki haft samfarir við hana að lokinni ferðinni né nokkru sinni fyrr né síðar. Hefur hann haldið fast og staðfastlega við þennan framburð sinn frá upphafi til enda og hafa ítrekaðar samprófanir þeirra sóknaraðilja og varnaraðilja Y um það, sem á milli ber í fram- burðum þeirra, ekki leitt til neinnar niðurstöðu né árangurs. Þess skal getið hér, að varnaraðili Y á, að eigin sögn, 3 börn utan hjónabands, og voru þau sumarið 1966 á aldrinum 1—11 ára. Kvaddir hafa verið sem vitni við rannsókn máls þessa þeir D, „22, Hellissandi, og E, ..., Reykjavík, en þeirra hefur beggja verið getið áður. ðð7 Vitnið D skýrir svo frá, að það þekki vel varnaraðilja Y, enda hafi þeir verið leikfélagar og vinir frá barnæsku. Segir það sig ráma í, að þeir varnaraðili Y færu fyrir nokkrum árum saman til Keflavíkur og hittu þar kunningja hans E. Segir vitnið sig minna, að stúlka að nafni X (sóknaraðili) hafi verið með í förinni. Kveðst vitnið muna mjög óljóst eftir þessari ferð og ekki minnast þess, að neitt markvert gerðist í henni. Segist það ekki muna eftir, að vín hafi verið haft um hönd í ferðinni, en segir sig ráma í, að eitthvað hafi verið komið við í herbergi varnaraðilja Y á Ránar- götu í Reykjavík, þegar komið var frá Keflavík, og að þangað hafi komið fleira fólk um kvöldið. Kveðst vitnið muna, að sóknar- aðili kom inn í herbergi varnaraðilja Y, og segir sig ráma í, að það hafi ekið henni heim til hennar síðar um kvöldið. Hins vegar kveðst vitnið ekki muna eftir, að það hafi náð í neina stúlku, hvorki F, sem sóknaraðili ber, að vitnið hafi gert, né aðra. Kveðst það þó þekkja F þessa lauslega. Ekki kveðst vitnið muna eftir neinu sérstöku frá þessu umrædda kvöldi, og ekki minnist það þess, að sérstaklega ástúðlegt væri með málsaðiljum, sem hér koma við sögu, í ferðalagi þessu eða eftir að komið var til Reykja- víkur. Vitnið E, nú skrifstofustjóri,..., Reykjavík, kveðst hafa starfað á flugvallarhótelinu á Keflavíkurflugvelli á árunum 1954— 1959. Minnist vitnið þess, að þau sóknaraðili, sem það kveðst kannast við, og varnaraðili Y, sem það kveðst þekkja, hafi eitt sinn komið í heimsókn til þess á flugvallarhótelið, meðan það starfaði þar. Man það þó ekki greinilega, hvenær það var, en telur þó, að það hafi verið síðari hluta þess tímabils, sem það starfaði á hótelinu, og ekki kveðst það muna eftir, að varnaraðili Y hafi nema í eitt skipti heimsótt vitnið á áðurnefnt hótel í fylgd með sóknaraðilja. Ekki kveðst það muna, hvort áðurnefnt vitni, D, var í för með þeim sóknaraðilja og varnaraðilja Y í umrætt skipti, en segir D oft hafa verið í fylgd með honum (varnaraðilja Y), þegar hann heimsótti vitnið. Ekki hefur náðst til F, sem áður er nefnd, til að taka af henni skýrslu um málsatvik, enda mun hún hafa dvalið erlendis, meðan á rannsókn máls þessa stóð, og mun nú vera gift kona og búa í Kaupmannahöfn. Barnið, sem sóknaraðili ól þann 4. febrúar 1959, vó við fæð- ingu 2.530 gr. og var þá 48 cm á lengd. Samkvæmt álitsgerð Ólafs Einarssonar, héraðslæknis í Hafnarfirði, er líklegasti getn- aðartími fullburða barns, sem fæðist á áðurnefndum tíma, í maí- 358 mánuði 1958. Hugsanlegur getnaðartími er þó frá 10. apríl til 10. júní sama ár. Blóðflokkarannsókn fór fram á barninu og málsaðiljum, og samkvæmt henni getur varnaraðili Y verið faðir barnsins, en niðurstaða rannsóknarinnar varð annars þessi: Aðalfl. Undifl. C DE ce KM LH—— Óskírt sveinbarn, fætt 4/2 1959 O MN HL Vo MN IL Einsætt telst, að sýkna beri varnaraðilja Z af kröfum sóknar- aðilja í máli þessu, þar eð endurtekin blóðrannsókn á honum, barninu og sóknaraðilja leiddi í ljós, að hann getur ekki verið faðir barnsins. Hvað varnaraðilja Y snertir, stendur þar hins vegar staðhæf- ing gegn staðhæfingu um aðalatriði málsins, svo sem framburðir varnaraðilja Y og sóknaraðilja, sem raktir eru hér að framan, bera með sér. Hefur sóknaraðili staðfastlega haldið því fram, eftir að varnar- aðili Y blandaðist inn í málið, að þau hafi haft samfarir á áður- nefndum stað og tíma og sé engum öðrum til að dreifa en varnar- aðilja Y um faðerni barnsins, eftir að varnaraðili £ útilokaðist frá faðerninu, en varnaraðili Y hins vegar jafneindregið neitað því, að hann hafi nokkru sinni haft samfarir við sóknaraðilja, og geti hann því ekki verið faðir barnsins. Telst því auðsætt, að úrslit málsins verði að velta á eiði annars hvors aðilja. Telja verður að vísu, að það rýri gildi framburðar sóknaraðilja yfirleitt í máli þessu, að hún staðhæfði í upphafi rannsóknar þess, að hún hefði ekki haft holdleg mök við annan karlmann á getnaðartíma barnsins en varnaraðilja Z. Þrátt fyrir það telst framburður hennar um samskipti þeirra varnaraðilja Y ekki með öllu ósennilegur. Hefur hún skilmerkilega skýrt frá áðurnefndri ferð þeirra til Keflavíkur í maí 1958, en sannað telst með fram- burðum annarra í málinu, að sú ferð hafi verið farin, og virðist ekkert veikja þann framburð sóknaraðilja, að ferð þessi hafi ein- mitt verið farin á þeim degi, sem hún hefur til tekið. Það vérður ekki heldur talið styrkja framburð varnaraðilja Y og staðhæf- ingar hans í máli þessu, að hann virðist naumast hafa verið við eina fjöl felldur á þeim tíma, sem barn sóknaraðilja var getið, 359 en sannað er, að á þeim tíma og áður hefur hann eignazt 3 börn óskilgetin, líklega sitt með hverri barnsmóður. Þá skal þess að lokum getið, að frá leikmannssjónarmiði dómarans virðist vera allsterkur svipur með varnaraðilja Y og drengnum, sem sóknar- aðili lýsir hann föður að, samkvæmt ljósmyndum, sem af þeim hafa verið teknar og fylgja skjölum þessa máls, þótt engan veg- inn verði niðurstaða í málinu látin velta á þessu atriði einu saman. Samkvæmt framansögðu þykir því rétt að láta úrslit máls þessa vera undir því komin, hvort sóknaraðili vinnur eið að því eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu samkvæmt 165. gr. laga nr. 85/1936 innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, að hún hafi ekki haft holdlegar samfarir við aðra karlmenn en þá varnar- aðiljana Z og Y á hugsanlegum getnaðartíma barns þess, sem hún ól þann 4. febrúar 1959, þ. e. á tímabilinu 10. apríl til 10. júní 1958. Vinni sóknaraðili eiðinn, skal varnaraðili Y teljast faðir að áðurnefndu barni hennar, greiða meðlag með því svo og fæð- ingarstyrk til sóknaraðilja og tryggingariðgjald hennar, allt sam- kvæmt yfirvaldsúrskurði, svo og greiði þá áðurnefndur varnar- aðili Y allan annan kostnað af máli þessu en þann, sem við kemur varnaraðilja 2, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns sóknar- aðilja, Rannveigar Þorsteinsdóttur hæstaréttarlögmanns, kr. 3.500.00. Kostnaður, sem stafar af þætti varnaraðilja Z í máli þessu, greiðist hins vegar úr ríkissjóði, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns hans, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 3.500.00. Verði sóknaraðilja hins vegar eiðfall, skal varnaraðili Y vera sýkn af öllum kröfum hennar í máli þessu, en málskostnaður allur þá greiðast úr ríkissjóði. Dómsorð: Ef sóknaraðili, X, vinnur innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa og eftir löglegan undirbúning á varnarþingi sínu eið að því, að hún hafi ekki haft holdlegar samfarir við aðra karl- menn en þá varnaraðiljana Z og Y á tímabilinu 10. apríl til 10. júní 1958, þá skal varnaraðili Y teljast faðir barns þess, sem sóknaraðili ól þann 4. febrúar 1959, enda greiði hann þá meðlag með barninu, fæðingarstyrk til sóknaraðilja svo og tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1959, allt samkvæmt úrskurði yfirvalds. 360 Ef sóknaraðili vinnur eiðinn, greiði varnaraðili Y allan ann- an kostnað af máli þessu en þann, sem við kemur varnaraðilja Z, þar með talin þóknun til skipaðs talsmanns sóknaraðilja, Rannveigar Þorsteinsdóttur hæstaréttarlögmanns, kr. 3.500.00, en kostnaður sá, sem stafar af þætti varnaraðilja 2 í málinu, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun til skipaðs tals- manns hans, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 3.500.00. Verði sóknaraðilja hins vegar eiðfall, skal varnaraðili Y vera sýkn af öllum kröfum hennar í máli þessu, en máls- kostnaður allur þá greiðast úr ríkissjóði. Miðvikudaginn 12. marz 1969. Nr. 42/1969. Kristján Pétursson (Ingi Ingimundarson hrl.) gegn Helga Hjálmssyni (Sveinn Snorrason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. marz 1969. Hann áfrýjaði málinu upphaflega með stefnu 30. ágúst 1968, en útivistardómur gekk í því máli hinn 3. marz 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Áfrýj- andi var húsasmíðameistari við húsið nr. 11 við Stóragerði. Ber að staðfesta úrlausn héraðsdóms um fébótaábyrgð áfrýj- anda á þeim göllum á íbúðinni, sem fram komu og mál þetta fjallar um. Stefndi gerði áfrýjanda strax viðvart, er bóta- 361 krafa kom fram af hálfu Guðjóns Tómassonar. Þá tilkynnti og stefndi áfrýjanda málareksturinn og skoraði á hann að ganga inn Í málið í samræmi við ákvæði 52. gr. laga nr. 85/1936. Að svo vöxnu máli þykir rétt að taka einnig til greina kröfu stefnda, sem á engan hátt átti sök á göllunum, um greiðslu þess kostnaðar, sem hann hafði af málssókninni. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur. Áfrýjandi greiði stefnda kr. 13.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Áfrýjandi, Kristján Pétursson, greiði stefnda, Helga Hjálmssyni, kr. 13.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. júní 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 29. f. m., hefur Helgi Hjálmsson forstjóri, Smáraflöt 24, Garðahreppi, höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu, útgefinni 21. nóvember 1966, gegn Kristjáni Péturssyni byggingameistara, Safamýri 95, Reykjavík, og erf- ingjum Sigvalda Thordarson, arkitekts í Reykjavík, þeim frú Kömmu Thordarson fyrir eigin hönd og ófjárráða sonar síns, Sigvalda Thordarson jr., frú Albínu Thordarson, Kaplaskjóli 51, Reykjavík, og frú Pálínu Jónsdóttur, Hvassaleiti 8, Reykjavík, vegna ófjárráða barna hennar, Jóns Arnars Thordarson, Guð- finnu Ernu Thordarson og Hallveigar Thordarson, öllum til heimilis að Hvassaleiti 8, Reykjavík, til þess in solidum að greiða kr. 51.480.77 með 8% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá 17. nóvember 1965 til greiðsludags svo og málskostnað að skað- lausu eftir mati réttarins. Stefndu krefjast öll sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hans hendi að mati dómsins. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur ekki borið árangur. Málavextir eru þeir, að með kaupsamningi, dags. 9. janúar 1961, keypti stefnandi efri hæð húseignarinnar nr. 11 við Stóra- 362 gerði í Reykjavík, en íbúð þessi var þá í smíðum og var komin nokkru lengra á veg en það, sem í daglegu tali kallast fokhelt. Seljandi eignarhlutans var stefndi Kristján Pétursson. Hús þetta hafði verið byggt eftir teikningu, gerðri af Sigvalda heitnum Thorðarson arkitekt. Byggjendur hússins voru stefndi Kristján Pétursson, sem jafnframt var húsasmíðameistari við húsið, Sverrir Guðvarðsson, sem átti 1. hæð hússins, og Ólafur Auðunsson, sem átti kjallarann. Stefndi Kristján Pétursson hafði ekki verið aðili að byggingar- framkvæmdum þessum frá upphafi, heldur gerðist hann byggj- andi, þegar annar maður, sem í upphafi hafði ætlað sér að byggja húsið með þeim Sverri og Ólafi, gekk úr skaftinu. Þegar Kristján Pétursson gerðist byggjandi, hafði byggingarnefndar- teikning þegar verið gerð af húsinu. Hafði Sverrir Guðvarðsson samið við Sigvalda heitinn Thordarson um þá teikningu. Sverrir Guðvarðsson hefur borið, að þegar stefndi Kristján Pétursson gerðist aðili að byggingu þessari, hafi hann óskað sérstaklega eftir því, að Sigvaldi heitinn Thordarson yrði ekki látinn gera sér- vinnuteikningar að húsinu, bar sem það yrði allt of dýrt. Kveður Sverrir Sigvalda heitinn hafa fallizt á þetta og sagt, að hann mundi þá ekkert eftirlit hafa með byggingarframkvæmdunum. Hús þetta var með flötu, steyptu þaki. Þurfti því að einangra loft íbúðarinnar á efri hæð hússins. Tók stefndi Kristján Péturs- son að sér að einangra loftið fyrir stefnanda samkvæmt reikn- ingi, enda var það verk ekki innifalið í kaupverði íbúðarinnar. Neðan á einangrun loftsins var festur álpappír, og neðan á ál- pappírinn voru negldir trélistar. Bæði stefnandi og stefndi Kristján Pétursson eru sammála um það, að það síðasta, sem stefndi Kristján hafi unnið við loftið, hafi verið að negla nefnda trélista neðan á álpappírinn. Mun einangrun loftsins hafa verið lokið vorið 1961. Eftir að trélistar þessir höfðu verið festir, var komið fyrir raflögn í loftið á milli þeirra. Síðan var loftið klætt með viði, en eigi var það verk unnið á vegum stefnda Kristjáns Péturssonar, heldur af öðrum aðiljum. Er fyrrnefndir trélistar höfðu verið festir á loftið, innti stefn- andi stefnda Kristján Pétursson eftir því, hvort sér væri ekki heimilt að ráða sjálfur til sín menn til að fullgera tréverkið í íbúðini að öðru leyti. Kristján Pétursson var tregur til að veita samþykki sitt til þess, þar sem hann var húsasmíðameistari við húsið. Gekk þetta í nokkru þófi, og hefur stefndi Kristján borið, að stefnandi hafi óskað eftir því við sig, að hann færi af teikn- 363 ingu hússins og annar húsasmíðameistari kæmi á hana í sinn stað. Kveðst stefndi Kristján Pétursson hafa að lokum fallizt á þetta með því skilyrði, að strax fengist meistari á verkið, þegar stefndi Kristján Pétursson færi út af teikningu hússins. Hafi þetta verið samþykkt af öllum aðiljum. Stefnandi hefur aftur á móti borið, að hann hafi ekki haft neinn ákveðinn húsasmíðameistara í huga, sem komið gæti í stað- inn fyrir stefnda Kristján Pétursson á teikninguna. Enn fremur hefur stefnandi tekið fram, að það hafi hvorki verið með sinni vitund né vilja, að Valdimar Þorsteinsson hafi verið skráður byggingameistari við húsið, en samkvæmt vottorði frá byggingar- fulltrúanum í Reykjavík, dags. 29. desember 1966, skrifaði Valdi- mar Þorsteinsson húsasmíðameistari upp á teikningu af húsinu hinn 25. nóvember 1961. Valdimar Þorsteinsson hafði séð um innréttingu á íbúð Sverris Guðvarðssonar í húsinu, en eigi annazt aðra trésmíði í sambandi við hús þetta. Er Valdimar Þorsteinsson kom inn á teikninguna, segir stefnandi, að stefndi Kristján Pétursson hafi fyrir löngu verið búinn að ljúka við frágang á einangrun loftsins. Aftur á móti sáu, svo sem fyrr er getið, aðrir menn um innréttingu íbúðar stefnanda að öðru leyti, þar á meðal um það að klæða loftið með viði. Þar sem íbúð þessi varð of dýr hjá stefnanda, gat hann aldrei flutt inn í hana. Hinn 19. júní 1962 seldi stefnandi Guðjóni Tómas- syni íbúðina. Í nóvember sama ár tók að bera á leka í gegnum þakeinangrun og niður með veggjum íbúðarinnar. Lét Guðjón Tómasson fara fram mat tveggja dómkvaddra manna á því, hvað hæfilegt væri, að hann fengi í bætur úr hendi Helga Hjálmssonar vegna tjóns af téðum göllum. Matsbeiðni var send yfirborgar- dómaranum í Reykjavík hinn 26. apríl 1963. Til þess að fram- kvæma hið umbeðna mat voru dómkvaddir þeir Einar Sveinsson múrarameistari og Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur. Mats- gerð hinna dómkvöddu manna er dags. 5. október 1963 og hljóðar svo! „Skoðunargerð fór fram þann 18. 9. 1963 kl. 11 árd. að við- stöddum Guðjóni Tómassyni, Stóragerði 11, og Helga Hjálms- syni, Gnoðarvogi 56, auk matsmanna. Ofangreindir aðilar voru sammála um, að leki sá, sem kvartað er yfir í matsbeiðninni, stafi af því, að þétting eða ísing verði ofan við einangrunina í frostum og sú þétting bráðni og leki niður veggina, þegar frost er og íbúðin vel kynt. Sérstaklega bar 364 á þessu Í innvegg í barnaherbergi, innvegg í stofu og norðurút- vegg svo og millivegg að forstofu. Einnig bar á rakataumum í svefnherbergi hjóna. Matsmenn komu aftur á staðinn eftir kl. 18 þann 26. sept. 1963. Sigurður Björnsson, húsasmíðameistari, Tómasarhaga 41, Reykjavík, og Kristján Pétursson, húsasmíðameistari, sem sagður er hafa byggt húsið. Var klæðning rifin niður úr lofti í stofu, og kom í ljós, að gengið var frá loftinu á eftirfarandi hátt: Neðst (innst) var klæðning ekki þéttklædd. Þar næst þykkur sísalpappi á listum, en í því rými voru einnig lagðar rafmagns- pípur. Ofan á listum þessum var alfol (aluminíumpappír), og ofan á honum wellit plötur (bárupappaeinangrun) og steinull bar ofan á. Þykkt einangrunar var alls um 10 cm. og fullkomlega nægjanleg sem einangrun vegna kulda. Aftur á móti var ekki þétt gengið frá pappanum með steyptum veggjum, sem ganga upp gegnum einangrunina, og var sannreynt, að reykur komst sums staðar upp með vegg upp Í einangrunina. Matsmenn athuguðu einnig loftrásargöt á útveggjum, og er a. m. k. þörf á einu til viðbótar á norðurhlið. Ekki er upplýst um fjölda slíkra gata eða hugsanlega stærð í steyptum milliveggjum, og matsmenn höfðu ekki aðstæður til slíkrar rannsóknar, enda gríðarlegt verk og skemmd á íbúðinni að framkvæma hana. 1. Í matsbeiðni er þess óskað, að matsmenn gefi umsögn um, af hverju leki þessi stafi, og þá sérstaklega, hvort sé um að kvenna handvömm smiða — eða ágalla á gerð hússins. Orsakir lek- ans er fyrst og fremst að rekja til ófullnægjandi loftrásar í þakinu ofan einangrunar, en ekki síður til þess, að óþétt er með veggj- um og rakavarnarlögum (sísalpappa og aluminíumpappír) þannig, að þar kemst upp heitt rakt loft úr íbúðinni, sem síðan þéttist á köldum steyptum veggjum og steyptu þaki. Ennfremur er við- búið, að aluminíumpappírinn sé götóttur, t. d. eftir raflögn, og er það einnig ein orsökin, enda var staðreynd, að rifið var gat á aluminíumpappann á þeim bletti, sem matsmenn létu taka niður úr loftinu. Meta skal, hve mikið kosta muni að bæta úr þeim ágöllum og skemmdum, sem orðið hafa á nefndri íbúð vegna lek- ans. Mála þarf alla veggi í stofu, nema millivegg eldhúss og borð- stofu, svo og glugga stofunnar. Hliðstætt í barnaherbergi og svefn- herbergi hjóna. Málning á ofantalið ásamt aðgerð á gluggum metum við, að kosti 8.000.00 kr., og gera matsmenn ráð fyrir, að með því fáist að fullu bætt úr orðnum lekaskemmdum á íbúðinni. Rétt er að taka fram, að umræddar skemmdir hefðu orðið marg- 365 faldar, ef eigandi hefði ekki smíðað og komið fyrir sérstökum kerjum fyrir lekavatn. 2. Þess er óskað, að matsmenn meti, hve mikið fullnaðarvið- gerð á þakinu kosti. Til þess þarf að rífa niður loftklæðningu í stofu og loft í barnaherbergi og svefnherbergi og þétta ofangreind rakavarnarlög, en setja þau síðan upp aftur. Viðgerð lofta er metin á 12.600 kr. Þar getur komið til viðbótarkostnaður, ef ekki eru göt á millivegg, og meta matsmenn þann kostnað á 1.000 kr. Matsmenn telja þakið muni verða fullgott að lokinni ofangreindri aðgerð. 3. Þá er loks beðið um álit matsins á því, hvort rýma þurfi íbúðina, meðan á aðgerð stendur, svo og kostnað af óþæg- indum á meðan. Matsmenn telja heppilegt, að íbúðin sé rýmd, meðan á viðgerð stendur, jafnframt þurfi að taka saman húsgögn, breiða yfir þau og fylgjast með iðnaðarmönnum þeim, sem verkið munu annast. Matsmenn telja kostnað þann 5.500.00 kr.““. Hinn 6. nóvember 1963 sendi lögmaður stefnanda, Helga Hjálmssonar, áskorun til þeirra Kristjáns Péturssonar og Sig- valda heitins Thordarson um að koma til samninga um greiðslu bóta til handa Guðjóni Tómassyni. Þeirri áskorun var eigi sinnt. Hinn 25. nóvember 1963 kærði Guðjón Tómasson stefnanda fyrir sáttanefnd, en sættir tókust ekki. Höfðaði Guðjón Tómasson því mál gegn stefnanda með stefnu, birtri 21. janúar 1984, og gerði bær kröfur, að stefnandi yrði dæmdur til að greiða honum bætur Í samræmi við fyrrnefnda matsgerð auk 8% ársvaxta frá 19. júní 1962 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Vitnaleiðslur fóru fram í því máli hinn 15. apríl 1964. Skoraði stefnandi þá á Sigvalda heitinn Thordarson og Kristján Pétursson að ganga í málið í samræmi við ákvæði 52. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Stefndi Kristján Pétursson mætti við þing- haldið svo og lögmaður hans, Gunnar Jónsson héraðsdómsög- maður. Sigvaldi heitinn Thorðarson sótti hins vegar hvorki né lét sækja þing, enda lá hann þá banalegu og andaðist 16. apríl 1964. Hinn 24. september 1965 var kveðinn upp dómur í máli Guðjóns Tómassonar á hendur Helga Hjálmssyni. Dómsorð í því máli var svohljóðandi: „Stefndi, Helgi Hjálmsson, greiði stefnanda, Guðjóni Tómassyni, kr. 26.500.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. júní 1962 til 1. janúar 1965, en 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 11.700.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum“. 366 Til þess að firra auknum kostnaði við fjárnámsgerð galt Helgi Hjálmsson Guðjóni Tómassyni dómkröfuna hinn 17. nóvember 1965. Nam hún þá með vöxtum og málskostnaði kr. 44.805.27. Auk þess nam útlagður málskostnaður stefnanda til lögmanns hans kr. 7.175.50, þannig að heildarkostnaður, sem stefnandi varð að greiða hinn 17. nóvember 1965, nam kr. 51.480.77, sem er stefnukrafan í máli þessu. Með því að hinir stefndu hafa verið ófúsir til að greiða bætur samkvæmt framangreindum dómi eða semja um greiðslu, kveður stefnandi sér óhjákvæmilegt að leita úrskurðar dómstóla um ágreiningsefnið. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að með dómi bæjar- þings Reykjavíkur frá 24. september 1965 hafi honum verið gert að greiða Guðjóni Tómassyni skaðabætur, eins og í dóminum greinir, vegna galla á íbúð, er hann hafi selt nefndum Guðjóni. Samkvæmt niðurstöðu skoðunar- og matsmanna og dómsins hafi gallar þessir verið raktir til gerðar eða frágangs hússins, þannig að ljóst hafi verið þegar í upphafi, að stefnandi, sem aldrei bjó í íbúðinni, hafi ekki átt sök á þeim og ekki um þá vitað. Húsa- meistari við framangreint hús var Sigvaldi heitinn Thordarson arkitekt, en byggingameistari stefndi Kristján Pétursson. Báðir þessir aðiljar hafi átt þess kost að andmæla áliti í niðurstöðu matsmanna í fyrrnefndu máli, en hvorugur þeirra hafi gert það. Verði því að telja, að þeir hafi báðir sætt sig við álit matsmanna að þessu leyti. Enn fremur verði að telja, að þeir hafi báðir, Sig- valdi heitinn Thordarson og Kristján Pétursson, gengizt undir greiðslu kostnaðar vegna fyrrgreinds máls, með því að þeir gerðu engar tilraunir til þess að komast hjá þeim málskostnaði og semja um greiðslu bótanna við Guðjón Tómasson, eins og þeim hafi verið gefinn kostur á. Til frekari áréttingar kröfum sínum mótmælir stefnandi því, að hann hafi óskað eftir því, að skipt yrði um byggingameistara við húsið. Hann heldur því fram, að það hafi hvorki verið með sínum vilja né vitund, að nýr byggingameistari kom inn á teikn- ingu að húsinu hinn 21. nóvember 1961. Jafnframt er á það bent af hálfu stefnanda, að stefndi Kristján Pétursson hafi sjálfur framkvæmt það verk við einangrun loftsins, sem síðan hafi komið fram gallar á, og skipti það því engu máli hér um skaðabóta- skyldu stefnda Kristjáns, þótt hann hafi síðar farið út af teikn- ingu af húsinu. Ábyrgð hans sé ótvírætt fyrir hendi á þessum göllum, sem fram hafi komið á húsinu, þar sem hann hafi verið 367 bæði byggingameistari við húsið og enn fremur sjálfur séð um framkvæmd þessa verks. Valdimar Þorsteinsson, sá bygginga- meistari, sem komið hafi inn á teikningu af húsinu hinn 21. nóv- ember 1961, hafi aldrei unnið neitt í íbúð stefnanda, enda kveðst stefnandi ekki hafa vitað um það, að Valdimar væri orðinn bygg- ingameistari að húsinu, fyrr en hann hafi séð greinargerð lög- manns stefnda Kristjáns Péturssonar í þessu máli. Kröfur sínar gegn hinum stefndu erfingjum Sigvalda heitins Thorðarson byggir stefnandi á því, að Sigvaldi heitinn Thordar- son hafi teiknað húsið. Jafnframt muni hann hafa látið stefnda Kristjáni Péturssyni í té „standard“teikningu af gerð þakein- angrunar, sem Sigvaldi heitinn hafi notað í sambandi við bygg- ingu þeirra húsa, sem hann hafi teiknað með flötum þökum. Heldur stefnandi því fram, að þessi „standard“-teikning hljóti að hafa verið eitthvað gölluð, og beri erfingjar Sigvalda heitins Thordarson því fébótaábyrgð á því tjóni, sem fram hafi komið, enda hafi þeim verið afhent bú hans til einkaskipta sem skulda- viðgöngubú. Stefndi Kristján Pétursson byggir sýknukröfu sína á því, að hann hafi lokið við að einangra loftið í íbúð stefnanda hinn 22. apríl 1961. Hafi stefnandi þá óskað eftir því, að skipt yrði um meistara á húsinu. Hafi síðan aðrir menn unnið við að setja raflögn neðan á einangrun loftsins og síðan hafi það verið klætt með viði. Heldur stefndi Kristján Pétursson því fram, að eftir þennan tíma hafi hann enga ábyrgð borið á þessu verki, enda hafi hann ekkert unnið í íbúð stefnanda eftir þetta. Annar meistari hafi komið á teikningu af húsinu hinn 21. nóvember 1961. Hafi það verið Valdimar Þorsteinsson og hafi hann tekið við bygg- ingu hússins. Kveðst stefndi því ekkert hafa fylgzt með því, hvernig endanlega hafi verið gengið frá einangruninni, og telur hann sig ekki á neinn hátt bera ábyrgð á göllum þeim, sem komu fram síðar. Einangrunin hafi verið í fullkomnu lagi og allt hafi verið gert fullkomlega eins og gera hafi átt samkvæmt teikn- ingu, er hann hafi farið eftir, gerðri af Sigvalda heitnum Thordar- son. Mótmælir stefndi því harðlega, að hann beri nokkra ábyrgð á þeim göllum, sem fram komu, og telur algerlega ósannað, að í nokkru hafi verið ábótavant verki því, sem hann vann eða lét vinna, meðan hann var meistari á framangreindu húsi. Enn fremur bendir stefndi Kristján Pétursson á það, að hann hafi óskað eftir því við Sigvalda heitinn Thordarson, að ekki yrði haft steypt þak á húsinu, þar sem hann hafi vitað ýmis tilfelli 368 um, að steypt þök hefðu ekki reynzt vel hér á landi. Kveðst Kristján Pétursson hafa viljað, að húsið yrði með venjulegu timburþaki. Hafi Sigvaldi heitinn Thorðarson þá gert teikningu af timburþaki á húsinu, en tekið fram á þeirri teikningu, að stefndi Kristján Pétursson bæri þá alla ábyrgð á því þaki. Þetta kveðst stefndi Kristján Pétursson ekki hafa getað fallizt á og því heldur viljað hafa húsið með steyptu þaki, þar sem húsið hafði verið teiknað þannig, og Sigvaldi heitinn bæri fulla ábyrgð á því. Þar sem ekki hafi komið fram á teikningu þeirri, sem samþykkt hafi verið af byggingarnefnd Reykjavíkurborgar, hvernig steypta þakið ætti að vera, kveðst stefndi Kristján Pét- ursson hafa óskað eftir því hjá húsameistaranum að fá sérteikn- ingu af þakinu. Hafi á Þeirri teikningu werið staðsett loftræst- ingargöt fyrir loftið og sýnt, hve stór þau ættu að vera ásamt frágangi á einangrun neðan á loftinu. Hafi hann í einu og öllu farið eftir þessari teikningu og geti því eigi borið ábyrgð á þeim galla, sem fram hafi komið síðar. Verði framangreindar sýknukröfur stefnda Kristjáns Péturs- sonar eigi teknar til greina, byggir hann sýknukröfu sína á því, að krafa stefnanda sé fyrnd samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 14 frá 1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, þar sem liðin séu meira en 4 ár, frá því að framangreint verk var unnið og þar til stefna var birt í þessu máli. Enn fremur bendir þessi stefndi á, að mál þetta hafi eigi verið höfðað innan 6 mánaða, frá því að dómur var uppkveðinn í máli Guðjóns Tómassonar gegn Helga Hjálmssyni, sbr. 14. gr. fyrrgreindra laga um fyrn- ingu skulda og annarra kröfuréttinda. Síðasta málsástæða stefnda Kristjáns Péturssonar kom fram við munnlegan flutning málsins. Var henni þá mótmælt af hálfu stefnanda sem of seint fram kominni. Hinir stefndu erfingjar Sigvalda heitins Thordarson byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að ekkert réttarsamband hafi verið á milli stefnanda þessa máls og Sigvalda heitins Thordar- son, enda hafi það eigi verið stefnandi, sem samið hafi við Sigvalda heitinn um að gera teikningar að húsinu. Stefnandi hafi ekki verið byggjandi að húsinu frá upphafi, heldur hafi það verið aðrir aðiljar, en stefnandi síðan keypt íbúð sína af stefnda Kristjáni Péturssyni. Í annan stað byggja þessi stefndu sýknukröfu sína á því, að Sigvaldi heitinn Thordarson hafi ekki haft eftirlit með bygg- ingunni, enda hafi þess ekki verið óskað af hálfu byggjenda, 369 þvert á móti hafi stefndi Kristján Pétursson farið þess á leit, að Sigvaldi heitinn teiknaði ekki sérvinnuteikningar af húsinu. Að endingu er á það bent, að Sigvaldi heitinn Thordarson hafi ekki teiknað sérvinnuteikningu af þakinu. Aftur á móti hafi hann lánað stefnda Kristjáni Péturssyni „standard“-teikningu af því, hvernig ætti að ganga frá einangrun undir steyptu þaki. Sé ekkert fram komið um það, að sú „standard“-teikning hafi ekki verið rétt lausn á slíkri þakgerð. Er því sérstaklega mótmælt, að rekja megi galla þann, sem fram kom, til þess, að nefndri „stand- ard“-lausn hafi verið í einhverju áfátt frá hendi Sigvalda heitins Thordarson. Þar sem því var hafnað af hálfu byggjenda hússins, að Sigvaldi heitinn Thorðarson hefði eftirlit með byggingarframkvæmdum og gerði sérvinnuteikningar af húsinu, þykir verða að sýkna hina stefndu erfingja Sigvalda heitins af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Verður stefnandi dæmdur til þess að greiða hinum stefndu erfingjum málskostnað. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 10.000.00. Gallar þeir, sem komu fram á húsinu nr. 11 við Stóragerði í Reykjavík, urðu á verki, sem unnið var, meðan stefndi Kristján Pétursson var húsasmíðameistari við húsið. Ber hann því ábyrgð á þessum göllum sem húsasmíðameistari við húsið. Verður stefndi Kristján Pétursson því dæmdur til að greiða stefnanda, Helga Hjálmssyni, skaðabætur, enda kemur fyrningarástæða stefnda eigi til álita gegn andmælum stefnanda, þar sem hún þykir of seint fram komin við munnlegan flutning málsins. Hins vegar verður stefnukrafan eigi tekin til greina að fullu, þar sem engin fræðsla liggur fyrir um það, að þurft hafi að bora þau göt á millivegg, sem matsmenn tala um í matsgerð sinni. Sá kostnaður var metinn á kr. 1.000.00. Ber að lækka stefnu- kröfuna um þá fjárhæð. Verður stefndi Kristján Pétursson því dæmdur til að greiða stefnanda, Helga Hjálmssyni, kr. 50.480.77 ásamt vöxtum, er þykja hæfilega ákveðnir 6% ársvextir frá 17. nóvember 1965 til 1. janúar 1966, en 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalyktum verður stefndi Kristján Pétursson dæmdur til þess að gjalda stefnanda, Helga Hjálmssyni, máls- kostnað. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 12.277.00. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Bárði Daníelssyni verkfræðingi og Jóni Sigurðssyni tæknifræðingi. 24 370 Dómsorð: Stefndu Kamma Thordarson fyrir eigin hönd og ófjárráða sonar síns, Sigvalda Thorðarson jr. Albína Thorðarson, Pálína Thorðarson vegna ófjárráða barna sinna, Jóns Arnars Thordarson, Guðfinnu Ernu Thordarson og Hallveigar Thorðarson, eiga að vera sýkn af kröfum stefnanda, Helga Hjálmssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði þessum stefndu kr. 10.000.00 í málskostnað. Stefndi Kristján Pétursson greiði stefnandanum, Helga Hjálmssyni, kr. 50.480.77 ásamt 6% ársvöxtum frá 17. nóv- ember 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðags og kr. 12.277.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 14. marz 1969. Nr. 98/1968. Ágúst Karl Sigmundsson (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Ögmundi Guðmundssyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. maí 1968. Krefst hann aðallega sýknu og máls- kostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýj- anda. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar á dómkröf- um gagnáfrýjanda og að málskostnaður falli þá niður. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 26. júlí 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 19. s. m. Hann krefst þess aðallega, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 73.399.90 með 8% ársvöxtum frá 11. október 1964 til 31. desember s. á., 7% ársvöxtum frá þeim degi til 971 12. júní 1965 og með 1% vöxtum á mánuði fyrir hvern byrj- aðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst gagnáfrýj- andi, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað hér fyrir dómi. Atvikum máls þessa er skilmerkilega lýst í hinum áfryjaða dómi. Ljóst er, að ökumenn beggja bifreiðanna sýndu ekki næga aðgæzlu við aksturinn, en akstursskilyrði voru slæm, myrkur og rigning. Ökumaður bifreiðar aðaláfrýjanda, R 15815, Frímann Kristinn Sigmundsson, gætti ekki aðalbraut- arréttar Bústaðavegar gegnt Réttarholtsvegi, en ökumaður bifreiðar gagnáfrýjanda, R 7827, Bjarni Guðmundsson, ók með óhóflegum og ólögmætum hraða að mótum Bústaða- vegar og Réttarholtsvegar, og var þessi hraði og óvarkári akstur hans meginorsök árekstrarins. Þegar þetta er virt, þykir rétt að skipta sök í máli þessu, þannig að aðaláfrýj- andi beri hana að % hlutum, en gagnáfrýjandi sjálfur að 3 hlutum. Fallast má á úrlausn héraðsdóms um fjárhæðir hinna ein- stöku kröfuliða í máli þessu, eins og í hinum áfrýjaða dómi greinir. Verða því úrslit máls þessa þau, að aðaláfrýjanda ber að greiða gagnáfrýjanda % hluta af kr. 59.193.90 (kr. 43.693.90 -- 500.00 -- 15.000.00), þ. e. kr. 23.677.60, með 1) ársvöxtum frá 11. október 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýj- anda málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 15.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Ágúst Karl Sigmundsson, greiði gagn- áfrýjanda, Ögmundi Guðmundssyni, kr. 23.677.60 með 7% ársvöxtum frá 11. október 1964 til1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% árs- 972 vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28, febrúar 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Ögmundur Guð- mundsson, Goðheimum 18, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 25. marz 1965, gegn Ingibjörgu Frímanns- dóttur, Gnoðarvogi 40, Reykjavík, f. h. ólögráða sonar hennar, Ágústs Karls Sigmundssonar, Tobbakoti, Þykkvabæ, Rangárvalla- sýslu, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 75.924.90 með 8% ársvöxtum frá 11. október 1964 til 31. desember s. á., en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins var krafa stefnanda lækkuð í kr. 73.399.90 og gerð krafa um 8% ársvexti frá 11. október 1964 til 31. desember s. á., 7% ársvexti frá þeim degi til 12. júní 1965, en 1% vexti á mánuði fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags, svo og málskostnað að skaðlausu. Af hálfu stefnda, Ingibjargar Frímannsdóttur f. h. ólögráða sonar síns, Ágústs Karls Sigmundssonar, er krafizt algerrar sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins. Samvinnutryggingum g/t, Reykjavík, hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu. Af hálfu réttargæziustefnda eru ekki hafðar uppi sjálfstæðar dómkröfur í málinu, enda engum kröfum að honum beint. Við munnlegan flutning málsins lýsti lögmaður stefnda því yfir, að Ágúst Karl Sigmundsson sé nú orðinn lögráða og komi hann því inn sem varnaraðili í málinu, og breytist því varnar- aðildin til samræmis við það. Stefnandi greinir svo frá málavöxtum, að hann sé eigandi bif- reiðarinnar R 7827. Um kl. 5 að morgni hins 11. október 1964 hafi bróðir hans, Bjarni Guðmundsson, ekið bifreiðinni austur eftir Bústaðavegi, en stefnandi kveðst hafa verið farþegi í bif- reiðinni og setið í framsæti hjá ökumanni. Stefnandi kveður Bústaðaveginn hafa þarna aðalbrautarréttindi, þannig að bílar, sem koma Réttarholtsveg, hafi biðskyldu fyrir bílum, sem ekið 373 sé eftir Bústaðavegi. Stefnandi kveður bróður sinn hafa ekið all- greitt, eða á 60—70 km hraða, en í þriðja hraðagír, en á bílnum séu fjórir gírar, enda hafi þetta verið snemma morguns og því lítil umferð. Er bifreið stefnanda nálgaðist gatnamót Bústaða- vegar og Réttarholtsvegar, sá ökumaður ljós af bifreið, sem kom suður Réttarholtsveg. Kveður stefnandi bróður sinn því hafa sleppt benzíngjöfinni og hægt ferðina, en talið öruggt, að hin bifreiðin virti aðalbrautarréttinn og mundi nema staðar við gatnamótin. Er ökumaður R 7827 sá, að bíllinn ætlaði rakleitt inn á aðalbrautina, kveður stefnandi hann hafa snarhemlað, en ekki tekizt að forðast árekstur, enda hafi gatan verið blaut. Segir stefnandi það engum togum hafa skipt, að framendi bifreiðar hans, R 7827, hafi lent á miðri hægri hlið hinnar bifreiðarinnar. Við áreksturinn kveður stefnandi bifreið sína hafa skemmzt mjög mikið og nemi viðgerðarkostnaður hennar kr. 46.218.90. Þá kveðst stefnandi hafa fengið mikið högg við áreksturinn, enda setið í framsæti hjá ökumanni. Kveðst stefnandi hafa misst meðvitund við áreksturinn og meiðzt mikið í andliti, fengið tvo skurði í andlitið og einnig fengið sár á hné og hruflazt og marizt á höku. Kveður stefnandi hafa verið farið með sig á slysavarðstofuna, þar sem gert hafi verið að sárum hans og hann saumaður. Stefnandi sundurliðar kröfu sína sem hér segir: 1. Kostnaður við viðgerð á bifreið .. .. .. .. .. .. kr.46.218.90 2. Útlagður kostnaður vegna læknishjálpar o og fata- kaupa ....... ... — 4.706.00 3. Þjáninga- og lýtabætur 0... — 25.000.00 Kr. 75.924.90 Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi 1. kröfu- liðinn í kr. 43.693.90, eða heildarkröfuna í kr. 73.399.90, eins og fyrr segir. Lögreglurannsókn fór fram í máli þessu, og liggur endurrit hennar frammi í málinu og er svohljóðandi: „Ég undirritaður fór á staðinn ásamt lögregluþjóni nr. 29, og gefur hann teikningu af vettvangi. Áreksturinn mun hafa skeð með þeim hætti, að bifreiðinni R 7827 var ekið austur Bú- staðaveginn, en er hún nálgaðist Réttarholtsveginn, veitti öku- maður bifreiðarinnar athygli bifreiðinni R 15815, sem ekið var suður Réttarholtsveg og inn á Bústaðaveginn fram hjá biðskyldu- ord merki. Ökumaður R 7827 hemlaði til að reyna að forða árekstri, en tókst það ekki. Ökumaður bifreiðarinnar R 7827 skýrir svo frá, að hann hafi ekið austur Bústaðaveg, og er hann nálgaðist Réttarholtsveginn, veitti hann athygli bifreiðinni R 15815, sem var ekið suður Réttarholtsveg og inn á Bústaðaveginn fram hjá biðskyldumerki, sem er þar á gatnamótunum. Ökumaður kvaðst hafa hemlað til að reyna að forða árekstri, en ekki tekizt það og bifreið sín lent í hægri hlið á bifreiðinni R 15815, sem þá var á miðjum gatnamótunum. Ökumaður bifreiðarinnar R 15815 skýrir svo frá, að hann hafi ekið suður Réttarholtsveginn, og er hann kom að gatnamótunum, veitti hann athygli ljósum bifreiðarinnar R 7827, sem ekið var austur Bústaðaveg, en taldi bifreiðina það langt frá, að sér væri óhætt að aka inn á gatnamótin. Um sjálfan áreksturinn kvaðst hann enga grein geta gert og ekkert vitað fyrr en bifreiðarnar skullu saman. Ökumenn bifreiðanna voru fluttir á lögreglustöðina, og þar kom í ljós, að hvorugur þeirra hafði neytt áfengis, og þeim síðan ekið heim. Einn farþegi var í bifreiðinni R 15815, og hann kvaðst heita Guðjón B. Sigurðsson, Efstasundi 100. Hann kvartaði undan höfuðverk og eymslum í maga. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna í sjúkrabifreið. Far- þegar í bifreiðinni R 7827 voru tveir, Kolbeinn Finnsson, Ásgarði 28. Hann var lítillega skrámaður í andliti og taldi ekki þörf á að fara á Slysavarðstofuna. Ögmundur Guðmundsson, Goðheimum 18. Hann var töluvert skorinn í andliti og var fluttur á Slysa- varðstofuna í sjúkrabifreið. Það skal tekið fram, að ökumenn voru lítillega skrámaðir í andliti. Vaka sótti bifreiðarnar á árekst- ursstað, og eru þær geymdar í portinu þar. Skemmdir á bifreið- inni R 15815 eru þær, að hægri hlið bifreiðarinnar er öll klesst inn, rúður brotnar, hurðir skakkar og sætin gengin út vinstra megin. Að mínu áliti tel ég bifreiðina nær ónýta. Skemmdir á bifreiðinni R 7827 eru þær, að bifreiðin er öll klesst að framan, hurðir skakkar, rúður brotnar og mælaborðið dældað og stýrið brotið. Ökumenn bifreiðanna voru boðaðir til rannsóknarlögregl- unnar, Borgartúni 7, mánudaginn 12/10 1964. Þetta tilkynnist yður hér með, herra lögreglustjóri. Virðingarfyllst, Hlöðver Magnússon, lögregluþj. nr. 108. 12/10 1964 kl. 15.50. Þá er mættur á skrifstofu rannsóknarlögreglu Bjarni Hrafn Guðmundsson, Goðheimum 18, iðnnemi, f. 9/7 1943 í Reykjavík. 375 Mætta er birt skýrsla lögreglu og sýnd teikning, og segir hann hvort tveggja í meginatriðum rétt. Mætti segir, að hann hafi verið á ca. 60—70 km hraða, áður en hann hemlaði í umrætt sinn. Sá hann engan bíl nálægt, er hann ók eftir Bústaðavegi, og fanst honum ekkert geta verið til fyrirstöðu að aka greitt, þar eð umferð var svo til horfin af göt- unum. Mætti sá ljósin af bílnum, er kom suður Réttarholtsveg. Segir hann, að hann hafi þá sleppt benzíngjöf, en talið öruggt, að bíll- inn stöðvaði við gatnamótin, þar eð biðskylda er þarna fyrir Bú- staðavegi á Réttarholtsveginum. Er mætti sá, að bíllinn fór fram hjá biðskyldumerkinu og inn á gatnamótin án þess að stöðvast, steig mætti með fullu átaki á hemla að hann telur. Gatan var blaut, enda var búið að vera rigning og krapahríð skömmu áður, en úrkomulaust, er slysið varð. Bíll hans rann í hemlum, eins og teikning ber með sér. Engum togum skipti, að framendi bíls mætta skall á miðri hægri hlið hins bílsins. Mætti áttaði sig ekki á því, hvernig bílarnir kóstuðust til við áreksturinn, en þeir stöðvuðust, ca. eins og teikning sýnir. Mætti segir, að bíllinn hafi verið í gangi eftir áreksturinn, en kveikjuláslykill brotnaði. Fór mætti þegar út og kippti háspennu- þræði úr kveikjuloki og tók vél bílsins þannig úr gangi. Mætti sá, að bróðir hans, sem var farþegi í bíl mætta og sat í framsæti bílsins, var meðvitundarlaus. Hafði hann sýnilega kast- azt fram Í mælaborð bílsins. Hinn farþeginn, Kolbeinn, sat hægra megin í aftursæti bílsins, og hefur hann vafalaust kastazt fram á framsæti, en bak framsætisins er á lömum. Hann virtist strax með fullri meðvitund og mun aðeins hafa hruflazt í andliti. Mætta rámar í, að leigubíll hafi komið þarna að, og telur, að ökumaður hans hafi kallað á lögreglu. Allt var látið óhreyft á slysstað, þar til lögreglan kom. Einnig kom sjúkrabíll og tók bróður mætta. Mætti getur ekki dæmt um hraða hins bílsins í umrætt sinn, en hann man, að ökumaður þess bíls taldi sig hafa ekið í 2. gír. Mætti kveðst hins vegar hafa ekið í þriðja gír, að því er hann bezt man, en fjórir gírar eru áfram á bíl hans. Mætti segir bíl sinn mjög mikið skemmdan eftir áreksturinn, aðallega að framan. Framrúðan fór úr bíl mætta. Mætti segir, að bíll sinn hafi verið í fullkomnu lagi fyrir árekst- urinn. Mætti var vel fyrir kallaður að aka bíl. Mætti hafði sofið fram til kl. 11 á laugardagsmorgun, en hann 376 var búinn að aka bílnum allmikið um kvöldið og nóttina og var á leið að skila Kolbeini heim, er áreksturinn varð. Mætti telur, að bróðir sinn hafi komið til meðvitundar, rétt áður en hann var tekinn í sjúkrabílinn. Mætti meiddist á vinstri hendi, hægra hné og hlaut kúlu og skrámur á höfuð. Hann fékk einnig blóðnasir. Ferðaútvarp, sem var Í bílnum, skemmdist. Föt bróður mætta skemmdust eða eyðilögðust. Yfirheyrslu lauk kl. 16.36. Upplesið, staðfest. Kristján Sigurðsson Bjarni H. Guðmundsson. lögreglum. 13/10 1964 kl. 15.20. Þá er mættur á skrifstofu rannsóknarlögreglu Frímann Krist- inn Sigmundsson, Gnoðarvogi 40, verkamaður, f. 7/7 1947, Sel- fossi. Mætta er birt skýrsla lögreglu og sýnd teikning. Mætti segir, að hann og farþegi hans hafi verið á dansleik á Selfossi í umrætt sinn, þ. e. kvöldið fyrir slys það, sem hér um ræðir. Mætti kveðst hafa ekið af stað til bæjarins að afloknum dansleiknum og kveðst hafa ekið fremur rólega. Mætti segir, að hann hafi ekið hægt eftir Réttarholtsvegi að Bústaðavegi. Hann segir, að hann hafi ekið í 2. gír, en hraðamælir var ekki í sambandi. Hann kveðst hafa dregið enn úr ferð við biðskyldumerkið og telur, að hann hafi ekið á ca. 25 km hraða, er hann var við gatnamótin. Hann kveðst hafa litið eftir umferð £ og þá séð bíl nokkru vestar á Bústaðavegi á austurleið. Segir hann, að bíllinn hafi verið á smáhæð vestan við gatnamótin. Mætta fannst sér engin hætta búin að aka áfram vegna bíls Þessa. Hann kveðst ekki hafa tekið eftir, hver hraðinn var á bílnum, enda telur hann sig ekki hafa verið í góðri aðstöðu til þess, þar eð ljós voru á bílnum og hann stefndi mikið til að bíi mætta, þ. e. að gatnamótunum, sem mætti var staddur við. Mætti kveðst heldur hafa aukið ferðina inn á gatnamótin. Hann kveðst hafa litið aftur að bílnum og sá, að hann var kom- inn nær, en sá enn enga hættu stafa af honum og ók áfram, og vissi hann svo ekki fyrr til en bíllinn skall á hlið bíls mætta. Bíll mætta kastaðist til við áreksturinn, og fannst mætta hann snúast heilan hring, og stöðvaðist hann þar, sem teikning sýnir. Mætti missti ekki meðvitund við áreksturinn, og kveðst hann hafa farið strax út úr bílnum. Mætti sá þá, að Volkswagen-bíllinn var að 371 renna aftur á bak, og stöðvaðist hann ca. þar, sem teikningin sýnir hann. Mætti segir, að farþegi sinn hafi misst meðvitund fyrst, en hann rankaði eitthvað við sér, er sjúkrabíllinn kom. Hann sat inni í bílnum, á meðan beðið var eftir sjúkrabíl, sem fór með hann af staðnum svo og hinn slasaða mann úr hinum bílnum. Mætti segir, að allt hafi verið látið óhreyft á slysstað, þar til lögreglan kom. Mætti segir, að bíl hafi borið að rétt eftir slysið, og fór ökumaður hans til að kalla á lögreglu á staðinn. Mætti segir, að bíll sinn hafi verið í fullkomnu lagi fyrir slys þetta, enda var hann svo til nýr, árgerð 1964. Mætti var vel fyrir kallaður í alla staði og ekkert syfjaður eða þreyttur. Mætti segir, að hann hafi hlotið skrámur á enni við slys þetta, og einnig fann hann til ofan til í baki og hálsi eftir slysið. Hann segir, að hann sé nú að ná sér eftir meiðslin, og telur sig ekki alvarlega meiddan, Hann segir, að farþegi sinn í umrætt sinn, Guðjón Ben Sigurðsson, sé enn rúmfastur eftir meiðsl sín. Mætti segir, að bíllinn, sem hann ók, sé mjög mikið skemmdur, og segir, að margir, sem hafi skoðað hann, telji hann ónýtan. Yfirheyrslu lauk kl. 15.45. Upplesið, staðfest. Frímann Kr. Sigmundsson. 16/10 1964 kl. 11.40. Þá er mættur á skrifstofu rannsóknarlögreglu Kolbeinn Finns- son, Ásgarði 28, iðnnemi, f. 12/9 1946. Hann er mættur sem vitni og skýrir aðspurður svo frá áminntur um sannsögli: Ég var í aftursæti bílsins R 7827, er slys það varð, sem hér um ræðir. Ég var dálítið undir áhrifum áfengis, en þó ekki ölvað- ur, og tel mig muna allt, sem skeði. Er Bjarni ók eftir Bústaða- vegi á leið heim til mín, fór hann nokkuð greitt, ég gæti gizkað á 60—70 km hraða, en ég held, að hann hafi ekki ekið öllu hraðar. Ég leit ekki á hraðamæli bílsins og er því hraðaágizkun mín ekki nákvæm. Ég sá ljós bíls þess, sem kom Réttarholtsveg að Bústaðavegi. Virtist mér bílnum ekið dálítið greitt að gatnamótunum og inn á þau án þess að stöðvast, en svo virtist mér bílnum hemlað. Ég fann, að Bjarni hemlaði bíl þeim, sem ég var í, og að hann rann dálítið í hemlum. Gatan var rennblaut í umrætt sinn, enda hafði verið úrkoma, bloti, skömmu áður. Engum togum skipti, að framendi bílsins, sem ég var í, lenti á miðri hlið bílsins, sem hafði komið Réttar- 378 holtsveg, og varð áreksturinn harður. Bíllinn, sem ég var í, snerist allt að hálfhring, og ég varð var við, að bíllinn rann eitthvað aftur á bak eftir áreksturinn. Ég hentist til og sennilega fram á Ögmund, sem sat í hægra framsæti bílsins. Ég meiddist þó ekki teljandi, skrámaðist aðeins á höndum og var bólginn um munn, en meiðslin eru að gróa og ég að verða jafngóður. Ögmundur hefur ábyggilega henzt fram í framrúðu bílsins og á mælaborð hans. Hann virtist meðvitund- arlaus fyrst eftir slysið, en kom svo til meðvitundar og var hjálpað út úr bílnum, áður en sjúkrabíll kom á staðinn. Upplesið, staðfest. Kolbeinn Finnsson. 28/10 1964 kl. 15.35. Þá er mættur á skrifstofu rannsóknarlögreglu Ögmundur Heiðar Guðmundsson, Goðheimum 18, nemi, f. 9/7 1943. Hann skýrir aðspurður svo frá áminntur um sannsögli: Ég var farþegi í R 7827, er umrætt slys varð, og sat í framsæti hægra megin. Ég hafði verið farþegi í bílnum um kvöldið og Bjarni bróðir minn hafði ekið bílnum. Rétt fyrir slysið man ég, að ég sneri mér þvers í sætinu og horfði aftur og var að ræða við Kolbein Finnsson, sem sat í aftursæti bílsins. Ég leit því ekki á hraðamæli rétt fyrir árekst- urinn og get ekki gert mér grein fyrir hraða bílsins þá. Varð ég ekki var við neina hættu, fyrr en ég leit fram á, þá var örstutt orðið að Opel-bílnum, og hafði ég engan tíma til að setja mig í stellingar til að vera viðbúinn árekstri. Ég mun hafa misst meðvitund strax, því að ég geri mér ekki grein fyrir, hvernig ég kastaðist eða bíllinn. Mig rámar í, að ég var inni í bílnum, og sá, að framrúðan var farin úr honum, og næst man ég eftir mér inni í sjúkrabílnum. Einnig man ég, er ég var borinn inn á Slysavarðstofu. Ég var nokkuð undir áhrifum áfengis, er slys þetta varð, en ég hef vafalaust misst meðvitund og minni af því höfuðhöggi, sem ég hlaut við áreksturinn. Ég meiddist aðallega í andliti, fékk tvo skurði í andlit, sem saumaðir voru saman, og einnig fleiri sár. Einnig meiddist ég á hné. Ég fékk að fara heim eftir hádegi á sunnuðag næsta eftir slysið, en lá rúmfastur heima í vikutíma eftir slysið. Ég var byrjaður að nema í Loftskeytaskóla Íslands, og gat ég ekki numið, á meðan ég lá. Jakkaföt og skyrta, sem ég var í, eyði- lögðust við slys þetta. 379 Ég mun gera kröfu um bætur vegna þess skaða, sem ég hef orðið fyrir vegna slyss þessa, svo og þjáninga vegna meiðsla minni. Ég finn ekki betur en ég sé nú orðinn nokkurn veginn jafn- góður eftir slys þetta. Yfirheyrslu lauk kl. 16.00. Upplesið, staðfest. Ögmundur Guðmundsson. 29/10 1964 kl. 10.10. Þá er mættur á skrifstofu rannsóknarlögreglu Guðjón Ben Sigurðsson, Efstasundi 100, bílaviðgerðarmaður, f. 4/8 1947. Hann skýrir aðspurður svo frá áminntur um sannsögli: Ég var farþegi í bílnum R 15815, er áreksturinn varð, sem hér um ræðir, og sat ég hægra megin í framsæti. Ökumaðurinn, sem kallaður er Kiddi, kom hægt að Bústaðavegi suður Réttarholts- veg. Kiddi stöðvaði svo til bílinn við gatnamótin og leit eftir umferð, og ég gerði það einnig. Ég sá ljós bíls, sem nálgaðist austur Bústaðaveg, en sá, að hann var svo langt frá, að mér fannst engin hætta stafa af því, að Kiddi æki áfram og reiknaði strax með, að Kiddi æki áfram. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, hve hratt ljósin nálguðust, enda leit ég snöggt á þau. Ég veitti þeim svo ekki frekari athygli og man alls ekkert meira fyrr en uppi á Slysavarðstofu. Mig rámar þó aðeins í það, að ég var að skríða út úr bílnum og að ég varð var við glerbrot í sætinu, og minnir mig, að Kiddi beiddi mig að vera rólegan. Ég man alls ekkert annað frá slysstað. Ég vakna svo um kl. 07 um morguninn á Slysavarðstofunni. Ég mun hafa marizt innvortis við slys þetta, og læknir telur, að hægra lunga hafi bólgnað. Ég hef fundið til í öxl og brjóst- kassa og kviðarholi. Ég lá rúmfastur í hálfan mánuð eftir slysið, en ég byrjaði að vinna í gær. Ég er þó ekki orðinn jafn góður af meiðslum mínum ennþá. Ég hafði ekki smakkað áfengi í umrætt sinn. Ég mun gera kröfu um bætur vegna þjáninga og þess skaða, sem ég hef orðið fyrir vegna slyss þessa. Upplesið, staðfest. Kristján Sigurðsson Guðjón Ben Sigurðsson. lögreglum.“. Þá hafa málsaðiljar og vitni komið fyrir dóm í máli þessu og greint þar frá málsatvikum. Stefnandi, Ögmundur Heiðar Guðmundsson, hefur skýrt svo 380 frá fyrir dómi, að hann hafi verið að koma sunna úr Hafnarfirði að morgni hins 11. október 1964. Með honum í bifreiðinni hafi verið Bjarni Guðmundsson, bróðir hans, sem hafi verið ökumaður í umrætt sinn, og Kolbeinn Finnsson, þá til heimilis að Ásgarði 28, og hafi þeir verið á leið heim til Kolbeins. Stefnandi segir, að sig minni, að þeir hafi ekið upp Öskjuhlíðina og síðan beygt inn á Bústaðaveginn við gatnamót hans og Hafnarfjarðarvegar. Óku þeir síðan austur Bústaðaveg. Stefnandi kveðst hafa setið þvert í sætinu og hafi verið að ræða við Kolbein, sem sat í aftursætinu, Ekki kveðst hann geta sagt nákvæmlega um hraða bifreiðarinnar, en hann hafi eKki veitt honum neina sérstaka athygli. Stefnandi segir, að þeir muni samt hafa verið á „góðum“ hraða, og kveðst hann halda, að þeir hafi verið í 3. hraðagír, en telur sig þó ekki geta fullyrt um það. Þegar þeir nálguðust gatna- mót Réttarholtsvegar og Bústaðavegar, kveðst stefnandi hafa litið sem snöggvast fram, en rétt í sama mund hafi áreksturinn orðið milli bifreiðar þeirrar, sem stefnandi sat í, og bifreiðar, sem kom suður Réttarholtsveg. Stefnandi segir, að þegar hann leit við, hafi bifreiðin verið ca. 1—2 m fyrir framan bifreið hans. Við áreksturinn kveðst stefnandi hafa slasazt í andliti og á hné. Kom sjúkrabifreið á staðinn og flutti stefnanda á slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárum hans. Stefnandi kveðst hafa fengið verk í kviðarholið eftir slysið, en síðar hafi sá verkur horfið. Eftir slysið kveðst stefnandi hafa legið 1 viku í rúminu á heimili sínu. Stefnandi segir, að við slysið hafi eyðilagzt nýleg föt, „betri föt“. Hafi þau rifnað bæði á öxl og hné og blóð runnið í þau. Einnig hafi eyðilagzt ný nylonskyrta, sem kostaði kr. 550.00. Varðandi dskj. nr. 8 tekur stefnandi fram, að upphæðin kr. 6.525.00 sé sú upphæð, sem viðgerðin vegna árekstrarins hafi kostað. Fleira hafi verið gert við bifreiðina og hafi reikningur allrar viðgerðarinnar hljóðað upp á kr. 9.363.00, en ekki sé stefnt nema fyrir viðgerðinni vegna árekstrarins. Stefnandi segir, að nokkru áður en áreksturinn varð, hafi hann veitt veðrinu eftir- tekt og hafi þá verið „bloti“. Vitnið Kolbeinn Finnsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að það hafi verið farþegi í bifreiðinni R 7827 að morgni 11. október 1964. Þeir hafi verið að koma sunnan úr Hafnarfirði. Veður hafi verið slydda og frekar lélegt skyggni. Vitnið kveðst hafa setið í aftursætinu hægra megin, en stefnandi hafi setið þversum Í fram- sætinu og nokkru áður en slysið varð, hafi hann verið að tala við sig. Vitnið kveðst hafa verið að horfa út um framrúðuna, um öðl það leyti er slysið varð, en eigi kveðst það muna, hvort „vinnu- konur“ bifreiðarinnar voru í gangi. Stuttu áður en áreksturinn varð, kveðst vitnið hafa séð til hinnar bifreiðarinnar. Vitnið kveðst gizka á, að bifreiðin, sem þeir voru í, hafi verið á ca. 70 km hraða pr. klst. Ekki kveðst vitnið hafa veitt því athygli, í hvaða hraðagír bifreiðin var. Vitnið kveðst ekki hafa séð hina bifreiðina stanza við gatnamót Bústaðavegar, en hún hafi ekið þvert fyrir þá. Ökumaðurinn, Bjarni, hafi þá hemlað til að forð- ast árekstur, en árekstur hafi þá verið óumflýjanlegur og hafi bifreið þeirra lent á miðri hægri hlið hinnar bifreiðarinnar. Vitnið segir, að þegar áreksturinn varð, hafi verið „bloti“ á jörðu. Vitnið kveðst hafa verið smávegis undir áhrifum áfengis, þegar árekst- urinn varð. Ökumaður bifreiðarinnar R 7827 í umrætt sinn, Bjarni Guð- mundsson, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að um nóttina, er áreksturinn varð, hafi verið „bloti“ og gengið á með krapaéljum, en ekki hafi verið snjór á götum. Hann minnir, að skyggni hafi verið gott. Hann kveðst hafa verið að koma sunnan úr Hafnar- firði og hafi hann verið að skila Kolbeini Finnssyni, sem var far- þegi í bifreiðinni, heim til sín. Kveðst Bjarni hafa beygt af Hafnar- fjarðarveginum beint inn á Bústaðaveginn og þegar hann nálg- aðist gatnamót Réttarholtsvegar og Bústaðavegar, hafi hann verið á ca. 70 km hraða og verið með bílinn í 3ja hraðastigi, þ. e. hann ætlaði að beygja upp við næstu gatnamót austan Réttarholts- vegar. Ökumaður R 7827, Bjarni Guðmundsson, kveðst ekki hafa séð hinn bílinn fyrr en í þann mund, að áreksturinn varð. Hafi þá verið of seint að forðast árekstur, en hann kveðst hafa sleppt benzígjöf og hemlað, um leið og hann sá, að hinn bíllinn hélt áfram inn á götuna. Ítrekað aðspurður kveðst Bjarni ekki hafa verið á meiri hraða en að framan greinir. Hann segir, að gatan hafi verið blaut og laus í sér og auk þess hallað niður á við. Öku- rmaðurinn, Bjarni, kveðst vefengja mælingar götulögreglunnar, sem hann segir, að hafi verið framkvæmdar af einum manni með tommustokk, og kveðst hann telja, að bíllinn hafi ekki runnið svo langt í hemlum sem talið er, og kveðst telja mjög ónákvæmt að mæla hemlaför á þann hátt sem þarna var gert. Ökumaðurinn telur, að ekki hafi verið tími til að beygja til hliðar, hann hafi einungis hemlað. Frímann Kristinn Sigmundsson, ökumaður bifreiðarinnar R 15815, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi verið að koma af dansleik á Selfossi og verið á leið niður á Bústaðaveg. Kveðst 382 hann hafa verið á hægri ferð, ca. 20—25 km hraða og í 2. hraða- stigi, en bíllinn hafi verið „þrígíraður“. Frímann kveðst hafa séð til hins bílsins í mikilli fjarlægð, en hann hafi verið með ljósum og auk þess dálítið farið að birta. Kveður Frímann göturnar hafa verið blautar. Hann kveðst hafa talið sér óhætt að fara út af Bústaðaveginum (sic), þar eð hinn bíllinn var svo langt undan. Telur hann hinn bílinn hafa verið nálægt gatnamótum Grensás- vegar og Bústaðavegar, þegar hann ákvað að fara út af Bústaða- veginum (sic). Ökumaður R 15815, Frímann, kveður áreksturinn hafa orðið í einu vetfangi og það snöggt, að hann geti ekki gert sér grein fyrir nánari tilvikum. Hann kveðst eftir áreksturinn hafa gert sátt um 700 kr. sekt hjá sakadómara vegna árekstrar- ins. Vitnið Guðjón Ben Sigurðsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að það hafi verið farþegi í bifreiðinni R 15815, er áreksturinn varð. Vitnið kveðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis, en þeir hafi verið á balli og hafi bragðað 3—4 sopa af áfengi, en vitnið ítrekar, að það hafi ekki fundið til neinna áfengisáhrifa. Þegar þeir komu að gatnamótunum, kveður vitnið þá hafa verið á hægum hraða, ca. 20—25 km á klukkustund, og kveðst vitnið þá hafa séð til hins bílsins langt undan. Hann hafi verið uppi á hæðinni, sem þarna sé á Bústaðaveginum. Vitnið kveðst hafa talið, að engin hætta stafaði af þessum bíl og því hafi það ekki veitt honum neina sérstaka athygli og ekki vitað fyrr en áreksturinn varð, en þá kveðst vitnið hafa misst meðvitund. Komu þá fyrir dóminn á ný ökumenn bifreiðanna, Bjarni Guð- mundsson og Frímann Sigmundsson, og voru þeir samprófaðir ásamt vitninu, en frekara samræmi náðist ekki. Ökumaður R 7827 upplýsti, að hann hafi sætzt á 1.000 kr. sekt hjá sakadómara. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að ökumaður bifreiðarinnar R 15815 eigi alla sök á slysi þessu, þar sem hann virði eigi um- ferðarreglur og aki inn á aðalbraut, þó að hann sjái bifreið stefn- anda nálgast. Stefndi krefst hins vegar sýknu á þeim grundvelli, að stjórn- andi bifreiðarinnar R 7827 eigi alla sök á árekstri þeim, sem mál þetta er risið af. Verksummerki sýni, að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða, vafalítið eitthvað yfir 100 km á klukku- stund, í myrkri og dimmviðri. Ökumaður beri það, að hann hafi hemlað með fullu átaki, er hann hafi séð bifreiðinni R 15815 ekið 383 fram hjá biðskyldumerkinu við mót Réttarholtsvegar og Bú- staðavegar. Samt hafi bifreiðin R 7827, sem sé af Volkswagen- tegund, ca. 700 kg. að þyngd, runnið áfram 38 m, unz hún hafi skollið á hægri hlið R 15815 af slíku afli, að sú bifreið hafi eyði- lagzt og R 7827 stórskemmzt. Ef bætt sé við hemlaför R 7827 Þeirri vegarlengd, sem ætla megi, að bifreiðin hafi runnið þann tíma, sem liðið hafi, frá því að ökumaður hafi tekið ákvörðun um að hemla, unz af hemluninni hafi orðið (viðbragðstímann), megi ætla, að bifreiðin hafi verið 60—70 m frá gatnamótunum, er bifreiðinni R 15815 hafi verið ekið fram hjá biðskyldumerkinu. Og enda þótt ökumaður R 15815 yki heldur ferðina (úr ca. 25 km á klst.), er inn á gatnamótin hafi komið, hafi bifreiðin samt ekki verið komin lengra en á miðjan Bústaðaveginn, er R 7827 hafi skollið á henni með þeim afleiðingum, sem fyrr greinir. Þess beri að gæta, að stjórnandi R 15815 hafi haft óhæga aðstöðu til þess að gera sér grein fyrir hinum ofsalega hraða R 7827, þar sem náttmyrkur hafi verið og bifreiðinni ekið með ljósum, svo sem getið hafi verið. Áður en mál þetta var munnlega flutt, fóru dómari og lög- menn málsaðilja á vettvang og kynntu sér aðstæður. Í því sam- bandi skal tekið fram, að nokkuð há rimlagirðing er á horni Bústaðavegar og Réttarholtsvegar, og dregur hún verulega úr útsýn til Bústaðavegar, til hægri, þegar ekið er eftir réttarholts- vegi að Bústaðavegi, þannig að eigi gefur fullkomna hægri handar sýn til Bústaðavegar, fyrr en komið er svo til fast að honum. Eins og málum hefur nú verið lýst, þykir ljóst, að báðir aðiljar eiga sök á umræddu slysi, eigandi og ökumaður R 15815 með því að aka fram hjá biðskyldumerki og inn á aðalbraut í veg fyrir bifreið stefnanda, R 7827, með þeim afleiðingum, að árekstur varð, en ökumaður bifreiðar stefnanda með því að aka langt yfir leyfðan hámarkshraða á götunni, þar sem áreksturinn átti sér stað, auk þess sem myrkur var og rigningarveður og því ekki góð akustursskilyrði. Þykir, þegar öll atvik eru virt, hæfilegt að skipta sök þannig, að stefndi beri % hluta sakar, en stefnandi sjálfur % hluta hennar. Skulu nú hinir einstöku kröfuliðir athugaðir nánar. Um 1. lið, kostnað við viðgerð á bifreið. Þessi liður hefur verið lækkaður af hálfu stefnanda við munn- legan málflutning úr kr. 46.218.90 í kr. 43.693.90 og er þannig 384 breyttum ekki andmælt tölulega af hálfu stefnda. Verður því þessi liður tekinn til greina að fullu með framangreindri breyt- ingu. Um 2. lið, útlagðan kostnað vegna læknishjálpar og fatakaupa. Gegn mótmælum af hálfu stefnda þykir stefnandi ekki hafa leitt að því næg rök, að hann hafi orðið fyrir tjóni á fötum sínum við umræddan bifreiðaárekstur, og þykja því ekki efni til að taka til greina þann hluta þessa kröfuliðs, sem lýtur að fatakaupum. Hins vegar hafa reikningar stefnanda á dskj. nr. 5 og 6 vegna læknishjálpar ekki verið vefengdir, og verða þeir því teknir til greina að fullu. Samkvæmt þessu verður því þessi kröfuliður tek- inn til greina með kr. 500.00. Um 3. lið, þjáninga- og lýtabætur. Stefndi hefur mótmælt þessum lið kröfunnar sem of háum Eins og áverkum og líðan stefnanda er lýst í gögnum málsins, sbr. sérstaklega vottorð Tryggva Þorsteinssonar læknis á dskj. nr. 4, þykir hæfilegt að taka þennan lið til greina með kr. 15.000.00. Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda, það er hér skiptir máli, nema alls kr. 59.193.90 (kr. 43.693.90 - 500.00 -- 15.000.00). Þar frá dregst hlutur stefnanda sjálfs, kr. 23.677.56, og eru þá eftir kr. 35.516.34, sem stefnda ber að greiða stefnanda ásamt vöxtum, sem þykja hæfilega ákveðnir T% ársvextir frá 11. október 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefn- anda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ágúst Karl Sigmundsson, greiði stefnanda, Ög- mundi Guðmundssyni, kr. 35.516.34 með 7% ársvöxtum frá 11. október 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 8.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 385 Föstudaginn 14. marz 1969. Nr. 14/1969. Sigurður Baldursson f. h. Hermanns Haraldssonar (Gunnar Jónsson hrl.) gegn Páli Pálssyni (Páll S. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Handhafaskuldabréf. Traustnám. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. janúar 1969 og krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 30.550.00 ásamt 1% dráttarvöxt- um á mánuði af kr. 15.730.00 frá 25. júní 1966 til 25. júni 1967 og af kr. 30.550.00 frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í Hæstarétti. Eftir gögnum máls þessa verður við það að miða, að áfrýjandi hafi fengið handhafaveðskuldabréf það, sem um er að tefla, framselt og öðlazt handhöfn þess grandlaus um óbærni Ingólfs Jónssonar til að ráðstafa því. Áfrýjandi heimti sjálfur afborganir og vexti af handhafaveðskuldabréfinu árin 1964 og 1965. Handhafaveðskuldabréfið, sem stefndi taldi glatað, var dæmt ógilt með héraðsdómi hinn 30. júní 1965. Að svo búnu heimti stefndi grandlaus um traustnámsrétt áfrýjanda til handhafaveðskuldabréfsins hinn 25. júni 1966 afborgun og vexti af því, samtals kr. 15.730.00. Að þessu athuguðu eru eigi efni til að dæma stefnda til að endurgreiða áfrýjanda þessa fjárhæð. Síðar á árinu 1966 fengu áfrýjandi og lögmaður hans pata af því, í hvert efni var komið um handhafaveðskuldabréfið. Ritaði lögmaður áfrýjanda þess vegna stefnda bréf hinn 5. september 1966 og tjáði honum, 25 386 að áfrýjandi væri löglegur handhafi handhafaveðskulda- bréfsins. Stefndi hafði tilkynningu þessa að engu, en inn- heimti hinn 26. júní 1967 afborgun og vexti af handhafa- veðskuldabréfinu, samtals kr. 14.820.00. Áfrýjandi skaut því næst téðum ógildingardómi, uppkveðnum 30. júní 1965, til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1967. Hæstiréttur felldi með dómi, uppsögðum 13. nóvember 1967, ógildingardóminn úr gildi. Þrátt fyrir það þótt stefndi hefði hinn 26. júní 1967 hinn óáfrýjaða ógildingardóm í hendi, mátti hann eigi heimta afborgun og vexti þá af handhafaveðskuldabréfinu, þar sem honum var þá fullkunnugt um handhafa handhafaveð- skuldabréfsins, sem ætla mátti, að hefði unnið traustnáms- rétt til bréfsins og slökkt réttindi stefnda til þess. Að svo vöxnu máli verður að dæma stefnda til að endurgreiða áfrýj- anda nefnda fjárhæð, kr. 14.820.00, ásamt 7% ársvöxtum frá 26. júní 1967 til sreiðsludags. Eftir atvikum ber að fella málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti niður. Dómsorð: Stefndi, Páll Pálsson, greiði áfrýjanda, Sigurði Bald- urssyni f. h, Hermanns Haraldssonar, kr. 14.820.00 ásamt 1% ársvöxtum frá 26. júní 1967 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. október 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 14. þessa mánaðar, hefur Hermann Haraldsson skrifstofumaður, Hátúni 4 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni hinn 11. des- ember 1967, á hendur Páli Pálssyni, Drápuhlíð 10 hér í borg, til greiðslu á kr. 30.550.00 með 1% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 15.730.00 frá 25. júní 1966 til 25. júní 1967 og af kr. 30.550.00 frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnaði að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Við munnlegan flutning málsins var því lýst yfir af hálfu stefnanda, að hann 387 hefði með dómi sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum hinn 6. ágúst s.l, verið sviptur lögræði, en jafnframt var því lýst yfir, að skipaður lögráðamaður stefnanda, Sigurður Baldursson hæsta- réttarlögmaður, hefði tjáð sig samþykkan rekstri máls þessa. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og jafn- framt málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Málavextir eru þessir: Á árinu 1958 seldi stefndi íbúð, er hann átti í húsinu nr. 76 við Miklubraut hér í borg. Var kaupandi Sigríður Helgadóttir, sem greiddi kaupverðið m. a. með veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 130.000.00, sem hún gaf út til handhafa hinn 25. júní 1958. Skyldi veðskuldabréfið greiðast á tíu árum með jöfnum árlegum afborg- unum, og voru gjalddagar hinn 25. júní ár hvert, í fyrsta sinn hinn 25. júní 1959. Var skuldin tryggð með II. veðrétti í greindri íbúð. Í desembermánuði 1958 fól stefndi Ingólfi nokkrum Jóns- syni veðskuldabréf þetta til geymslu og innheimtu. Af því til- efni gaf Ingólfur stefnda svohljóðandi kvittun, sem dagsett er hinn 3. desember 1958: „Páll Pálsson hefir í dag fengið mér til geymslu bréf með veði í Miklubraut 76, fjárhæð eitt hundrað og þrjátíu þúsund krónur, sem hér með viðurkennist. Kr. 130.000.00. — Ingólfur Jónsson“. Í byrjun októbermánaðar 1964 var hafin sakamálsrannsókn út af ætluðum fjárdrætti nefnds Ingólfs Jóns- sonar, þar á meðal á meðferð hans á greindu veðskuldabréfi. Við rannsókn þessa skýrði Ingólfur svo frá hinn 30. október, að hann hefði á árinu 1960 tekið við skuldabréfi að fjárhæð kr. 130.000.00, tryggðu með veði í íbúð að Miklubraut 74 og útgefnu af Sigurlaugu Helgadóttur, og hafi Páll Pálsson, Drápuhlíð 17, stefndi í máli þessu, afhent honum bréfið til geymslu og inn- heimtu. Kvaðst Ingólfur síðan hafa tekið við afborgunum og vöxtum af bréfinu og afhent Páli. Kvað hann eftirstöðvar bréfs- ins þá nema um kr. 40.000.00. Kvaðst Ingólfur telja þessa fjárhæð meðal skulda sinna, vegna þess að hann fyndi nú ekki bréfið. Kvaðst hann ekki muna til þess að hafa selt það eða látið það af hendi, og ekki kvaðst hann vita, hvar það þá væri niður komið. Við sakadómsrannsókn þessa skýrði stefndi svo frá hinn 25. nóvember 1964, að hann hefði á árinu 1958 selt íbúð, sem hann hefði átt á Miklubraut 76 hér í borg, Sigurlaugu Helgadóttur og hefði hún greitt verð íbúðarinnar m. a. með áðurgreindu skulda- bréfi að fjárhæð kr. 130.000.00. Kvaðst stefndi gjarnan hafa viljað fá peninga út á bréfið og hafi sér verið bent á að snúa sér til Ingólfs Jónssonar. Kvaðst stefndi hafa talað við Ingólf og 388 hafi orðið úr, að hann tók við bréfinu og gaf stefnda um leið viðurkenningu fyrir viðtöku þess. Kveðst stefndi ekki vefengja það, að hann hefði litið svo á, að Ingólfur ætti að taka bréfið til geymslu og innheimtu fyrir hann. Hins vegar hafi hann haft það í huga, að Ingólfur seldi bréfið fyrir hann, ef hann sæti, og kvaðst hafa orðað það við hann, en hins vegar hafi Ingólfur átt að tala við stefnda, áður en hann gengi frá sölu bréfs- ins, þannig að stefndi væri samþykkur söluverðinu. Stefndi kvað Ingólf sér vitanlega aldrei hafa selt bréfið og kvað hann heldur ekki hafa skýrt sér frá því, að hann gæti selt það. Kvað stefndi bréfið síðan hafa verið hjá Ingólfi og hefði Ingólfur árlega greitt stefnda afborgun af bréfinu, kr. 13.000.00, ásamt 7% ársvöxtum af bréfinu. Kvað stefndi Ingólf hafa innt af hendi síðustu greiðsl- una í júní eða júlímánuði þ. á., þ. e. 1964. Stefndi kvað bréfið enn eiga að vera Í geymslu hjá Ingólfi, en gizkaði á, að um þrjú ár væru liðin, frá því að hann hefði síðast séð bréfið hjá honum. Kvaðst stefndi halda, að ógreiddar eftirstöðvar bréfsins næmu þá kr. 52.000.00. Er Ingólfi var kynntur framburður stefnda í Þinghaldi daginn eftir, kvað hann framburðinn vera alveg réttan og breytti fyrri framburði sínum um viðskipti þeirra í samræmi við það. Kannaðist hann þar við yfirlýsingu þá, sem að framan greinir, sem yfirlýsingu, er hann hefði afhent stefnda, er stefndi hefði afhent honum umrætt veðskuldabréf til geymslu og innheimtu eða sölu, ef hann gæti. Er rannsóknardómarinn innti Ingólf eftir því í þinghaldi þessu, hvað orðið hefði af greindu veðskuldabréfi, kvaðst Ingólfur þá ekki vita, hvar bréfið væri niður komið. Kvaðst hann hljóta að hafa selt það eða ráð- stafað því með öðrum hætti til einhvers annars manns eða aðilja og þá án samþykkis eða vitundar stefnda og síðan fénýtt sér andvirði bréfsins. Hinn 14. apríl 1965 fékk stefndi útgefna opin- bera stefnu til ógildingar á framangreindu veðskuldabréfi. Hinn 30. júlí 1965 var á bæjarþingi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í ógildingarmálinu. Var veðskuldabréfið með dómi þessum ógilt. Hinn 4. júlí 1965 gerði stefndi í máli því, sem af hálfu ákæru- valdsins hafði þá verið höfðað á hendur Ingólfi Jónssyni, kröfu á hendur Ingólfi um greiðslu á kr. 52.000.00 ásamt 7% ársvöxt- um frá 31. desember 1958 til greiðsludags. Um grundvöll fjár- kröfu sinnar vísaði stefndi til framburðar síns í sakadómi hinn 25. nóvember 1964. Er Ingólfur Jónsson kom fyrir sakadóm Reykjavíkur hinn 30. desember 1965, kvaðst hann viðurkenna kröfu þá, sem stefndi hafði sett fram í sakadómi sem venjulega 389 skuld, en ekki sem fjárdráttarskuld. Ingólfur breytti nú jafn- framt fyrri framburði sínum í málinu. Skýrði hann nú svo frá, að stefndi hafi ekki viljað hafa bréfið í fórum sínum, þar eð hann hafi ekki getað gert grein fyrir því í framtali sínu til skatts. Kvað hann stefnda hafa viljað, að hann, þ. e. Ingólfur, teldi bréfið fram til skatts sem sína eign, og jafnframt hafi stefndi viljað, að hann seldi bréfið eða skipti á því og öðru bréfi og greiddi stefnda árlega fjárhæð, sem svaraði til vaxta og af- borgana af bréfinu eða alla fjárhæð bréfsins í einu, ef stefndi óskaði eftir því. Er stefnda var kynntur þessi breytti framburður Ingólfs í sakadómi Reykjavíkur hinn 12. janúar 1966, hélt stefndi fast við fyrri framburð sinn fyrir dóminum. Staðhæfði stefndi, að Ingólfur hefði ekki mátt selja bréfið eða ráðstafa því á annan hátt, nema hann, þ. e. stefndi, samþykkti söluna eða ráðstöfun bréfsins. Það samþykki kvaðst hann aldrei hafa veitt og kvaðst ekki vita til annars en að Ingólfur geymdi bréfið, enda hefði Ingólfur greitt honum reglulega afborganir og vexti af bréfinu fram á árið 1964. Við samprófun stefnda og Ingólfs Jónssonar í sakadómi hinn 23. febrúar 1966, skýrði stefndi frá því, að dómur væri genginn um ógildingu framangreinds skuldabréfs. Að gefnu tilefni frá rannsóknardómaranum skýrði Ingólfur nú frá því, að hann vissi, hvar veðskuldabréfið væri niður komið, og óskaði eftir að fá tveggja daga frest til að geta vitjað bréfsins og sýnt það í dóminum. Er rannsóknardómarinn spurði Ingólf að því, hvort bréfið hefði verið sett að handveði, kvað Ingólfur sér ókunn- ugt um, að svo væri. Hélt Ingólfur að öðru leyti fast við hinn breytta framburð sinn fyrir sakadómi, og stefndi hélt fast við það, sem hann hafði skýrt frá. Hinn 5. september 1966 ritaði lög- maður stefnanda stefnda bréf, þar sem hann skýrði stefnda frá því, að stefnandi máls þessa væri eigandi greinds veðskuldabréfs og hefði sjálfur tekið við greiðslu vaxta og afborgunar af skulda- bréfinu hinn 28. júní 1965. Því væri að minnsta kosti skuldara bréfsins fullkunnugt um, hvar bréfið væri niður komið. Þar sem bréfið væri nú ónýtt vegna ógildingardómsins, kvað lögmaður- ekki hjá því komizt að gera kröfu til þess, að stefndi sjálfur greiddi eftirstöðvar skuldabréfsins, kr. 39.000.00, ásamt áföllnum vöxtum af því svo og innheimtulaun. Skoraði lögmaður á stefnda að láta sig vita um afstöðu hans innan ákveðins frests. Í þing- haldi í sakadómi Reykjavíkur hinn 10. febrúar 1967 kemur fram, að lögmaður stefnanda hafi þá nýlega skýrt dómaranum frá því, að stefnandi hefði afhent lögmanninum framangreint skuldabréf 390 og væri bréfið enn í hans wörzlum. Í þinghaldi þessu skýrði stefnandi svo frá, að hann hefði keypt umrætt veðskuldabréf af Ingólfi Jónssyni. Ekki kveðst stefnandi muna, hvaða ár það var, en minnti, að eftirstöðvar bréfsins hefðu þá numið um kr. 90.000.00. Kvaðst hann hafa greitt Ingólfi andvirði bréfsins í reiðufé, en kvaðst ekki muna, hversu há fjárhæðin var. Kvað stefnandi Ingólf hafa boðið sér bréfið til kaups að fyrra bragði, og kvað hann ekkert hafa minnzt á það, hvort hann væri eigandi að bréfinu eða hann væri að selja það fyrir annan. Stefnandi kvaðst síðan hafa afhent lögmanni sínum skuldabréfið til inn- heimtu og kvað bréfið ennþá vera hjá honum. Er Ingólfi Jóns- syni var kynntur framburður stefnanda, skýrði hann svo frá, að hann hefði selt stefnanda máls þessa veðskuldabréf það, sem stefndi hefði afhent honum. Kvaðst Ingólfur ekkert hafa sér- stakt við framburð stefnanda að athuga annað en það, að hann teldi ólíklegt, að hann hefði selt stefnanda bréfið á árinu 1961, heldur muni það sennilega hafa verið á árinu 1963 eða 1964, en ekki kvaðst hann muna nánar um þetta. Ingólfur taldi senni- legt, að hann hefði fengið um 70% af upphæð veðskuldabréfsins, eins og eftirstöðvar þess voru, er hann seldi það, og hefði hann fengið upphæðina í reiðufé. Er stefnanda var kynntur þessi fram- burður Ingólfs Jónssonar í sakadómi, skýrði hann svo frá, að hann muni hafa fært það í bækur sínar, hvenær hann keypti bréfið af Ingólfi, og kvað sig minna, að viðskiptin séu innfærð á árinu 1960. Kvaðst hann geta gengið úr skugga um þetta með því að athuga bækur sínar. Ekki kvaðst stefnandi muna nánar um kaupverð bréfsins eða hvort það hefði verið selt á 70% miðað við eftirstöðvar þess eða á öðru verði. Í þinghaldi þessu sýndi stefnandi bók, sem hann kvaðst halda um viðskipti sín, og benti dómaranum á eina blaðsíðu, sem hann kvað varða kaup sín á veðskuldabréfi því, sem fjallað er um í máli þessu. Samkvæmt því hafði stefnandi keypt umrætt veðskuldabréf á árinu 1960 og hefðu eftirstöðvar bréfsins þá verið kr. 104.000.00. Við samprófun kvaðst Ingólfur ekki vilja rengja það, sem stefnandi hefði fært í bók sína, og að hann hefði selt bréfið árið 1960 og eftirstöðvar þess hefðu þá numið kr. 104.000.00. Að fengnu áfrýjunarleyfi, áfrýjaði stefnandi nú dómi þeim, sem gengið hafði á bæjarþingi Reykjavíkur um ógildingu framangreinds veðskuldabréfs. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 13. nóvember 1967, var ógild- ingardómur bæjarþings Reykjavíkur úr gildi felldur. Stefndi tók við greiðslum afborgana og vaxta af veðskuldarbéfinu á 391 árunum 1966 og 1967. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um fjárhæðir þessar. Kröfur stefnanda í máli þessu eru byggðar á því, að stefnandi hafi keypt umrætt veðskuldabréf af Ingólfi Jónssyni á árinu 1960 og hafi hann frá þeim tíma verið löglegur eigandi bréfsins. Stefndi hafi hins vegar fengið umrætt veðskuldabréf ógilt með dómi, án þess að lögmætur grundvöllur fyrir ógildingunni væri fyrir hendi, og hafi stefndi síðan tekið við tveimur afborgunum og vöxtum af bréfinu. Þessar fjárhæðir beri stefnda hins vegar að greiða stefnanda. Sýknukrafa stefnda er á því byggð, að stefnandi hafi í upp- hafi verið löglegur eigandi umrædds veðskuldabréfs. Bréf þetta hafi hann fengið greindum Ingólfi Jónssyni til vörzlu og hafi bréfið aldrei farið úr þeirri vörzlu með vitund og vilja stefnda, enda hafi Ingólfur greitt stefnda vexti og afborganir af bréfinu árið 1961, 1962, 1963 og 1964, eins og hann væri með skulda- bréfið í höndum og hefði sjálfur tekið við greiðslum þessum frá skuldara. Er því mótmælt, að stefnandi hafi orðið löglegur eigandi bréfsins. Kemur fram í greinargerð stefnda, að hann telji sennilegt, að Ingólfur Jónsson hafi alla tíð haft bréfið í höndum, en af einhverjum ástæðum sent stefnanda máls þessa til að innkalla fyrir sig ársgreiðslu 1965 og síðan hafi það verið sameiginleg ákvörðun þeirra, að stefnandi skyldi teljast eigandi bréfsins langt aftur í tímann. Er bent á það í þessu sambandi af hálfu stefnda, að það hafi verið, eftir að Ingólfur Jónsson hafi verið orðinn laus úr gæzluvarðhaldi, sem hann hafi breytt fyrri framburði sínum varðandi veðskuldabréfið. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að stefnandi hafi eigi verið í góðri trú, er hann fékk bréfið í hendur, þar sem hann hafi ekki grenslazt fyrir um það, hvort Ingólfur Jónsson væri eigandi bréfsins eða hvort hann væri að selja það fyrir annan. Stefnandi hefur borið það fyrir sakadómi Reykjavíkur, að hann hafi keypt umrætt veðskuldabréf af Ingólfi Jónssyni á árinu 1960 og hafi Ingólfur ekkert minnzt á það, hvort hann væri eigandi bréfsins eða væri að selja það fyrir annan. Ekki kemur fram, að stefnandi hafi innt Ingólf eftir þessu. Samkvæmt yfirlýsingu Guðjóns Styrkárssonar hæstaréttarlögmanns, sem lögð hefur verið fram í málinu og eigi hefur sætt neinum and- mælum, greiddi hann á árunum 1962 og 1963 afborganir og vexti af greindu veðskuldabréfi fyrir hönd þáverandi eigenda hinnar veðsettu eignar, sem eignazt höfðu hana á árinu 1962. 392 Kveður Guðjón Ingólf Jónsson hafa sótt greiðslur þessar til sín. Guðjón kveður Hermann Haraldsson, Hátúni 4, munu hafa tilkynnt sér símleiðis á árunum 1964 og 1965, að hann væri handhafi bréfsins, og óskað eftir, að greiðsla væri send sér. Kveður Guðjón það hafa verið gert og kveður Hermann hafa kvittað á bréfið. Á árunum 1966 og 1967 kveður Guðjón Pál Pálsson, Drápuhlíð 19, hafa innheimt greiðslur af bréfinu og hafi Páll haft í höndum ógildingarðóm um veðskuldabréfið. Þrátt fyrir áskorun lögmanns stefnda, sem fram kom í greinargerð hans, hefur stefnandi eigi komið fyrir dóm til að gefa skýrslu. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þykir ekki unnt að leggja til grundvallar gegn andmælum stefnda, að stefnandi hafi keypt greint veðskuldabréf af Ingólfi Jónssyni á árinu 1960, og eigi þykir heldur unnt að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi verið grandlaus um rétt Ingólfs til ráðstöfunar bréfsins, er kaupin fóru fram. Verður stefnandi því eigi talinn lögmætur handhafi bréfsins. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefn- anda í máli þessu. Þegar öll málsatvik eru virt, þá þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Páll Pálsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Hermanns Haraldssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 393 Miðvikudaginn 19. marz 1969. Nr. 118/1968. Guðmundur Albertsson og Hörður G. Albertsson vegna firmans G. Albertsson (Árni Stefánsson hrl.) segn Útgerðarstöð Guðmundar Jónssonar (Páll S. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Samningar. Fiskverzlun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi skaut máli þessu upphaflega til Hæstaréttar með stefnu 23. febrúar 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 21. febrúar 1968. Það áfrýjunarmál var fellt niður hinn 5. júní 1968 vegna útivistar áfrýjanda, sem áfrýjaði af nýju með stefnu 28. júní 1968. Áfrýjandi gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 130.741.95 ásamt 7% árs- vöxtum frá 1. júní 1961 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 20.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Guðmundur Albertsson og Hörður G. Al- bertsson vegna firmans G. Albertsson, greiði stefnda, Út- serðarstöð Guðmundar Jónssonar, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 394 Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 9, nóvember 1967. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, höfðaði Útgerðarstöð Guð- mundar Jónssonar, Sandgerði, fyrir sjó- og verzlunardómi með utanréttarstefnu, birtri 9. apríl 1962. Endanlegar kröfur stefn- anda eru þær, að Guðmundur Albertsson, Miðtúni 4, og Hörður Albertsson, Litlagerði 4, báðir hér í borg, vegna firmans G. Al- bertsson verði dæmdir til að greiða skuld að fjárhæð kr. 85.579.97 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júní 1961 til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af dómkröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að mati dómsins. Með gagnstefnu, útgefinni 7. desember 1962, höfðaði stefndi gagnsök á hendur stefnanda til greiðslu á kröfu að fjárhæð kr. 130.741.95 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júní 1961 til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar samkvæmt taxta Lögmanna- félags Íslands. Gagnstefndi hefur krafizt sýknu af kröfum gagnstefnanda í gagnsökinni og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómsins. Aðalstefnandi kveður hina umstefndu skuld í aðalsök vera eftir- stöðvar af andvirði þunnilda og fiskimjöls, sem aðalstefndi hafði keypt af honum um vorið 1961, samtals að fjárhæð kr. 486.509.12. Hafi aðalstefndi reynzt ófáanlegur til að greiða umræddar eftir- stöðvar. Gagnstefnandi lýsir málsatvikum gagnsakar á þá leið, að með samningi, dags. 24. febrúar 1961, hafi aðalstefnandi selt honum 100 tonn af þorskmjöli, ætlað fyrir vestur-þýzkan markað. Með samningi, dags. 4. marz 1961, hafi aðalstefndi selt honum 200/250 tonn af þorskmjöli, ætluðu fyrir markað í Svíþjóð. Upp í þessa samninga hafi aðalstefnandi ekki fengizt til að afhenda nema 45.320 kg. af fiskimjölinu. Um leið og hann hafi gert samning- ana við aðalstefnanda, hafi hann einnig gert samninga við inn- flytjendur í hlutaðeigandi löndum um kaup á því. Hinir erlendu kaupendur kröfðust þess, að hann afhenti þeim umsamið magn, og varð hann því að gera kaup á því magni, sem á vantaði, annars staðar á hækkuðu verði. Kaupverðið á viðbótarfiskimjölinu var kr. 216.321.92 hærra heldur en verðið á hinu umsamda magni, sem ekki fékkst afhent frá aðalstefnanda. Telur gagnstefnandi sig eiga skaðabótakröfu á hendur aðalstefnanda vegna þessara vanefnda hans á hinum gerðu samningum. Er krafa hans í gagn- 395 sökinni fjárhæð kaupverðs viðbótarfiskimjölsins að frádregnum kröfum aðalstefnanda í aðalsökinni. Eins og málsatvikum er háttað, þykir henta að afgreiða báðar sakir í einu lagi. Meginskiptin varðandi viðskipti aðiljanna um framangreint efni fór fram milli Harðar Albertssonar og Jónasar Guðmunds- sonar af hálfu aðalstefnanda. Verða framburðir þeirra hér fyrir dómi nú raktir: Jónas Guðmundsson, sonur aðalstefnanda og starfsmaður í út- gerðarfélagi hans, skýrði svo frá, að um miðjan febrúar 1961 hafi gagnstefnandi átt tal við sig og látið í ljós áhuga á því að kaupa fiskimjöl af framleiðslu verksmiðjunnar í Sandgerði. Hafi þeir rætt þetta nokkuð, og kvaðst hann meðal annars hafa sagt gagnstefnanda, að þegar hefðu verið gerðir samningar við Ólaf Gíslason ér Co. um sölu á 300 tonnum af framleiðslu 1961. Hins vegar stæðu vonir til þess, að vertíðarframleiðsla verksmiðj- unnar yrði að minnsta kosti tvöfalt það magn, þ. e. yfir 600 tonn, og þætti sér því líklegt, að hann (gagnstefnandi) gæti fengið eitthvað af mjöli, ef hann gæti boðið betra verð en Ólafur Gíslason ér Co., sem annars væri aðalkaupandi að mjöli verk- smiðjunnar. Í framhaldi af þessu hafi gagnstefnandi sent aðalstefnanda bann 24. febrúar 1961 tilboð í 100 tonn af fiskimjöli við verði, sem nam 13s od per einingu protein per 1.000 kg., greitt í 65% protein, cif. Vestur-Þýzkaland. Umboðslaun 2%. Um þetta leyti, eða í lok febúar 1961, var ljóst orðið, að fram- leiðsla verksmiðjunnar yrði ekki eins mikil og ráð var fyrir gert í fyrstu. Til þess hafi komið ýmsar ástæður, m. a. þær, að fyrir- hugaðir samningar við h/f Miðnes um kaup verksmiðjunnar á fiskúrgangi tókust ekki, kaup á fiskúrgangi frá Hraðfrystihúsi Gerðabátanna lögðust niður, og tveir af bátum fyrirtækisins stund- uðu síldveiðar lengur en ráð var fyrir gert. Af þessu hafi leitt, að forsendur til samninga við gagnstefnanda um mjölsölu brustu að mestu, enda hafi tilboð hans frá 24. febrúar 1961 aldrei verið samþykkt. Gagnstefnandi hafi þó ekki látið við svo búið standa, heldur hafi hann sent nýtt tilboð, dagsett 4. marz 1961, um kaup á 200/250 tonnum af fiskimjöli og þá boðið lítið eitt hærra verð en áður, eða 13s 3d, en skilmálar að öðru leyti verið sömu. Á þessum tíma hafi markaðsverð á fiskimjöli verið stígandi og því hafi ekki þótt ástæða til að samþykkja síðara tilboðið 396 fremur en hið fyrra, enda ljóst, að aldrei fengist svo mikið hrá- efni til verksmiðjunnar á þeirri vertíð, að hægt yrði að fram- leiða mjöl, er nægði í svo stóran samning. Jónas kvaðst hvorki hafa annazt endanlegar samningagerð- ir né skrifað undir samninga fyrir aðalstefnanda, enda hafi hann ekki haft umboð til íþess. Hins wegar hafi hann oft annazt viðræður wið viðskiptamenn aðalstefnanda wiðvíkjandi samningaumleitunum. Hann kvaðst hafa lagt framangreind samningsuppköst frá gagnstefnanda fyrir aðalstefnanda til sam- þykktar, en hann hafi ekki viljað samþykkja þau. Kvaðst hann og hafa litið á þau skjöl sem kauptilboð, sem samþykkja þyrfti af aðalstefnanda. Hann kvað það ekki hafa verið venju gagnstefnanda að senda skriflega samninga í fyrri viðskiptum aðilja. Hafi fyrirtæki aðal- stefnanda aldrei átt viðskipti við gagnstefnanda um kaup á fiski- mjöli. Einu viðskipti fyrirtækis aðalstefnanda við gagnstefnanda hafi verið sala á söltuðum þunnildum, en í litlu magni, 10— 15 tonn í hvert sinn, að því er hann minnti. Hann kvað allar sölur fyrirtækis aðalstefnanda fara fram eftir skriflegum samningum nema sölur til samtaka, sem fyrirtækið sé aðili að. Frá þessu geti þó verið undantekningar, ef um mjög lítið magn sé að ræða, samanber sölu á þunnildum til gagnstefn- anda, þar sem ekki voru gerðir skriflegir samningar. Jónas kvað Hörð Albertsson oft hafa talað við sig í síma frá seinni hluta febrúar fram í apríl 1961. Kvaðst hann ekki telja, að Hörður hafi nokkra ástæðu til að álykta, að samningar væru komnir á með aðiljum. Í samtölum þessum hafi Hörður aldrei talað svo, að hann ætti einhverjar kröfur á hendur aðalstefn- anda vegna samninga, sem orðið hefðu þeirra á milli. Heldur hafi Hörður talað um framleiðslu almennt á fiskimjöli og hafi hann viljað fá mjöl keypt, ef framleiðsla ykist. Hafi komið fram í samtölum þeirra, að yrði mikil framleiðsla umfram samninga við Ólaf Gíslason ár Co, þá hefði verið möguleiki á, að samningar hefðu getað tekizt milli aðilja um sölu á fiskimjöli. Hann kvaðst ekki vita um samninga aðalstefnanda við Ólaf Gíslason ér Co. Þá hafi aðalstefnandi gert í Reykjavík. Minnti hann, að framleiðsla verksmiðju aðalstefnanda á fiskimjöli á vetrarvertíð 1961 hafi verið rúm 400 tonn. Tók hann fram, að fyrirtæki aðalstefnanda hefði aldrei gert samninga um sölu á fiskimjöli, nema hafa í þeim fyrirvara um veiði. Aðalástæðuna fyrir því, að ekki voru gerðir samningar við gagnstefnanda um 397 sölu á fiskimjöli, kvað hann hafa verið þá, hve lítið var framleitt af fiskimjöli, en ekki aðallega óánægja með verðtilboð gagn- stefnanda. Hann kvaðst í fyrsta símtali sínu og gagnstefnanda hafa sagt honum, að því aðeins gæti komið til greina með samn- inga, að hann gæti greitt hærra verð en samningar við Ólaf Gíslason ér Co. hljóðuðu upp á. Það, sem síðar hafi gerzt, hafi verið það, að hinn "7. apríl 1961 hafi m/s Hvassafell komið til hafnar í Keflavík í þeim tilgangi að lesta mjöl frá ýmsum aðiljum á vegum gagnstefnanda. Við lestun á mjöli þessu hafi komið í ljós, að stórlega hafi vantað upp á fyrirhugað magn. Gegnstefnandi eða Hörður hafi þá komið til sín og farið þess á leit, að hann léti af hendi mjöl, þannig að hægt væri að fylla það farrými, sem gagnstefnandi ætti í skipinu. Þennan dag hafi aðalstefnandi verið í Reykjavík og því hafi hann tekið á sig að gera gagnstefnanda þann greiða að afhenda í skipið það, sem talið var vanta, eða 20 tonn. Síðan líður dagur þessi til kvölds. Um það leyti sem vinnutíma var lokið, hringdi stýrimaður skipsins og bar upp vandræði sín þess efnis, að enn vantaði stórlega upp á farm skipsins og það gæti ekki látið úr höfn, fyrr en ráðin væri bót á því. Hafi stýrimað- urinn ekki getað náð í gagnstefnanda eða Hörð og því hafi hann beðið sig að hlaupa udir bagga, þar sem hann hefði áður brugðizt svo vel við. Hafi hann orðið við þessari beiðni stýrimannsins og kallað út menn sína og látið þá vinna við það í eftirvinnu að skipa út rúmum 25 tonnum í viðbót. Hafi hann og ekki haft neitt samband við gagnstefnanda eða Hörð þetta varðandi. Hafi sér skilizt á stýrimanninum, að ástæðan fyrir því, að hann gæti ekki látið úr höfn, væri sú, að búið væri að ganga frá farm- skírteinum og þar mundi hafa staðið magn það, sem í skipið átti að fara. Hér hafi alls ekki verið um að ræða afhendingar upp í gerða samninga, heldur afgreiðslur umfram samningsskyldu, inntar af hendi í greiðaskyni við gagnstefnanda. Þótt hann hafi ekki haft um þetta samband við gagnstefnanda eða Hörð, þá hafi hann haft í huga, að á samningstilboðum þeim, sem borizt höfðu frá gagnstefnanda, hafi verið um svipað eða sama verð að ræða og verðið í samningum við Ólaf Gíslason éz Co. og hafi það verið almennt verð á þessu tímabili. Að liðnum nokkrum dögum hafi hann haft samband við gagn- stefnanda og innt hann eftir því, hvað liði greiðslu fyrir umrætt mjöl. Hafi gagnstefnandi sagzt skyldu greiða til Landsbankans strax næsta dag. Fylgzt hafi verið með því, hvort það gengi eftir, en svo varð ekki, hvorki næsta dag né heldur næstu vikur þar á eftir. Seint í apríl 1961 hafi hann og gagnstefnandi átt símtal saman. Hafi gagnstefnandi þá spurt, hvað liði samþykki á til- boðum þeim, er hann hefði áður sent. Kvaðst Jónas þá hafa svarað, að ekki kæmi til frekari mjölsölu til gagnstefnanda, enda hefði þegar verið samið um sölu á öllu mjöli, framleiddu á þeirri vertíð, til Ólafs Gíslasonar ér Co. Hafi gagnstefnandi þá borið sig illa og sagzt hafa orðið fyrir stórum skakkaföllum, vegna þess að sér hefði brugðizt mjöl svo víða, m. a. 1.800 tonn í Vest- mannaeyjum einum, og gæti hann því ekki staðið í skilum við viðskiptamenn sína erlendis. Af hálfu gagnstefnanda hafi verið leitað eftir því, að fyrirtækið Ólafur Gíslason ér Co. yrði fengið til þess að afsala til gagnstefnanda samningi, sem gerður hafi verið 11. apríl 1961, en til slíkra umleitana hafi ekki komið. Hörður Albertsson, sonur gagnstefnanda, hefur skýrt svo frá, að seint í febrúar 1961 hafi gagnstefnanda borizt ósk frá umboðs- manni sínum í Vestur-Þýzkalandi um að fá tilboð um sölu á ákveðnu magni af þorskmjöli. Hafi hann þá hringt í Jónas Guð- mundsson, en aðalstefnandi hafi áður verið búinn að skýra gagn- stefnanda frá því, að Jónas hefði með að gera sölu á þorskmjöli hans. Í þessu samtali hafi Jónas gefið gagnstefnanda fast tilboð um sölu á 100 tonnum af þorskmjöli 13s Od pr. einingu protein per 1.000 Kg., greitt í 65% protein, cif í höfn í Vestur-Þýzkalandi (Bremen). Þetta tilboð hafi strax verið símað til umboðsmanns- ins í Þýzkalandi. Hafi samþykki hans borizt daginn eftir. Strax eftir móttöku samþykkisins hafi Hörður hringt til Jónasar og tilkynnt honum samþykki gagnstefnanda á tilboði hans frá deg- inum áður og að skriflegur samningur yrði strax sendur í pósti, eins og venja væri. Í apríl 1961 hafi aðalstefnandi afhent upp í samning þennan 20.200 kg. að verðmæti cif kr. 72.119.36. Í byrjun marz 1961 hafi gagnstefnanda borizt ósk frá umboðs- manni sínum fyrir Svíþjóð um að fá tilboð um sölu á ákveðnu magni af þorskmjöli. Hörður hafi þá hringt til Jónasar og í því samtali hafi Jónas gefið fast tilboð um sölu á 200/250 tonnum af borskmjöli á 13s 3d per einingu protein per 1.000 kg., greitt í 65% protein, cif Svíþjóð. Þetta tilboð, sem var hluti af miklu meira magni, hafi strax verið símað til umboðsmannsins fyrir Svíþjóð og hafi samþykki hans borizt um hæl. Strax eftir mót- töku samþykkisins hafi Hörður hringt til Jónasar og tilkynnt honum samþykki gagnstefnanda á tilboðinu um sölu á 200/250 tonnum af þorskmjöli og að skriflegur samningur yrði strax 399 sendur í pósti, eins og venja væri. Í aprílmánuði 1961 hafi aðal- stefnandi afhent upp í þennan samning 25.120 kg. að verðmæti cif. kr. 90.314.45. Hörður kvað slík viðskipti, sem hér um ræðir, almennt ganga Þannig fyrir sig, að tilboðin séu gefin og samþykkt í símtölum, svo sé það venja, eftir að munnlegur samningur hefur þannig komizt á, að fyrirtæki gagnstefnanda sendi skriflega staðfest- ingu gerningsins. Hér umræddir samningar aðilja hafi orðið til á nákvæmlega sama hátt. Hann kvað hið venjulega vera, að samningurinn sé endursendur áritaður af seljanda. Hann kvað þó nokkuð algengt vera, að seljendur endursendi ekki samning- ana, en það séu yfirleitt sömu mennirnir, sem viðhafi þá reglu. Þó geti komið fyrir, að fyrirtæki sagnstefnanda sendi ekki skrif- lega samninga, en það sé í þeim tilvikum, að efndir eða afhending vörunnar eigi sér stað strax ettir samningsgerðina í símtali. Þessir viðskiptahættir gildi Jafnt hvort heldur um mikið magn eða lítið sé að ræða. Aðalstefnandi hafi nálega aldrei endursent samningana undirritaða, þá er viðskipti hafi átt sér stað þeirra í millum, en þó talið þá gilda og efnt þá. Hörður kvað þá Jónas Guðmundsson oft hafa talazt við í síma, eftir að umræddir samningar hafi verið komnir á milli aðilja. Í símtölum þessum hafi það legið ljóst fyrir, að samningar hafi verið gerðir þeirra í milli, og það samningar, sem báðir aðiljar hafi verið ánægðir með. Varðandi afskipunina 7. apríl 1961 kvað Hörður fyrst hafa verið skipað út fiskimjöli í strigapokum í stað pappírspoka, en það sé skilyrði fyrir innflutningi á fiskimjöli til Þýzkalands, að það sé í pappírspokum. Samningar aðilja hafi hljóðað upp á 100 tonn, sem afhendast skyldu í marz 1961. Samningurinn upp á 200/250 tonn skyldi afhendast síðar og það allt í strigapokum. Við afskipunina 7. apríl hafi það ekki skipt máli, þótt strigapoka- mjölið færi með skipinu, en nauðsynlegt hafi verið að fá í skipið pappírspokamjölið, þar sem afgreiðslutími þess var kom- inn í eindaga. Hörður kvaðst sjálfur hafa gengizt í það að fá pappírspokamjölið um borð í skipið og hafi Jónas strax afhent pappírspokamjölið, þegar hann hafði sagt honum, að honum hefði orðið þau mistök á að láta ekki pappírspokamjölið í skipið. Hafi þetta gerzt, eftir að verkamenn voru hættir vinnu við skipið. Hann kvaðst áður hafa haft samband við skipadeild S. Í. S. og sagt þeim frá mistökum þeim, sem orðið hefðu wið útskip- unina. Jafnframt kvaðst hann hafa sagt þeim, að leiðréttingin 400 væri á leiðinni og hafi hann beðið þá að hafa samband við skip- stjóra eða stýrimann á vakt, til þess að leiðréttingin gæti gengið sem bezt fyrir sig og þeir gerðu skipið ekki sjóklárt, áður en leiðréttingin væri komin, Hafi Jónas með þessari afhendingu verið að uppfylla samningsskyldur, en ekki gert þetta Í neinu greiðaskyni. Kvaðst Hörður aldrei hafa fengið ástæðu til að ætla, að aðalstefnandi hugði til að vanefna samningana fyrr en síðari hluta apríl 1961. Hann gat þess, að gagnstefnandi hafi, áður en hér umrædd viðskipti áttu sér stað, átt þau wiðskipti við aðalstefnanda, að hann hafi keypt af honum söltuð þunnildi. Aðalstefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því, að engir samningar hafi komizt á milli aðilja um sölu á margnefndu magni af þorskmjöli til gagnstefnanda. Gagnstefnandi hafi í símtölum við Jónas sýnt vilja í þá átt að kaupa þorskmjöl af aðalstefnanda af afla vetrarvertíðar 1961 og nokkrar umræður hafi átt sér stað það varðandi. Hins vegar hafi aðalstefnandi ekki viljað binda sig um það, enda alls óvíst um það, hver afli yrði, jafnframt því, um hve mikið magn var að ræða, sem gagn- stefnandi vildi kaupa, verðlag hafi verið hækkandi á þorsk- mjöli og þegar hafi verið samið um sölu á þorskímjöli til annars aðilja. Af þessum sökum hafi aðalstefnandi ekki sam- þykkt þau samningsuppköst, sem gagnstefnandi hafi sent hon- um hinn 24. febrúar og 4. marz 1961. Mjöl það, sem aðal- stefnandi hafi látið til gagnstefnanda til lestunar í m/s Hvassafell hinn 7. apríl 1961, hafi á engan hátt verið til efnda á samningn- um við gagnstefnanda um sölu á þorskmjöli, heldur einungis gert í greiðaskyni við hann, þar sem hann hafi vantað mjöl til fyllingar á farrými því, sem hann hafi átt í skipinu. Kröfur gagnstefnanda í málinu eru studdar þeim rökum, að samningar hafi komizt á með aðiljum hinn 24. febrúar 1961 og 4. marz 1961 um sölu aðalstefnanda til gagnstefnanda á fyrr- greindu magni af þorskmjöli. Í símtölum hafi komið fram tilboð af hálfu aðalstefnanda um verð og magn og hafi þeim tilboðum verið tekið af gagnstefnanda. Í beinu framhaldi þar af hafi sagnstefnandi sent aðalstefnanda skriflega samninga, svo sem venja gagnstefnanda hafi verið. Þessa skriflegu samninga hafi aðalstefnandi að vísu ekki endursent með undirritun sinni, enda mjög algengt, að seljendur geri ekki slíkt, og svo hafi aðalstefn- andi ekki gert í fyrri viðskiptum aðilja, en efnt þá eigi að síður. Gagnstefnandi hafi því fullkomlega treyst því, að aðalstefnandi stæði við samningana, enda hafi hann og afhent upp í þá nokkurt 401 magn hinn 7. apríl 1961. Enn fremur hafi hann gert allar ráð- stafanir, sem nauðsynlegar voru vegna mjölkaupanna, svo sem útvegun útflutningsleyfa o. fl. Aðalstefnandi gaf og gagnstefn- anda aldrei annað í skyn í síðari samtölum en að samningar hefðu komizt á. Bar honum því skylda til að tilkynna gagn- stefnanda um það, að hann teldi enga samninga hafa verið gerða, þar eð honum mátti vera ljóst, að gagnstefnandi taldi samning- ana hafa komizt á með aðiljum. Gagnstefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 100.000 kg. keypt á gangverði við af- skipun, 16s 0d.. .. .. .. .. .. =. £ 5.032.0.0 Sama magn samkvæmt samningi við aðalstefnanda á 13s3d .. .. .. .. £ 4.167.2.6 Mismunur .. .. 2. 2... 0. £ 864.17.6 á gengi 106/03 kr. 91.702.70 17.500 kg. keypt á gangverði við af- skipun, 17sQd.. ...... .. .. .. .. £ 966.17.6 Sama magn samkvæmt samningi við aðalstefnanda á 13s3d .. .. .. .. .. £ '53.12.0 Mismunur .. .. 2... 0... 0. Æ£ 213. 5.6 á gengi 106/12 — 22.632.74 100.000 kg. keypt á gangverði við af- skipun, I7s0d..... .......... £5.270.0.0 Sama magn samkvæmt samningi við aðalstefnanda á 13s3d .. .. .... .. £ 4.306.10.0 Mismunur .. .. .. 2... 0... 2. 2. £ 963.10.0 á gengi 105/85 — 101.986.48 Kr. 216.321.92 Þar frá dregst krafa aðalstefnanda í aðalsökinni — 85.579.97 Kemur þá út stefnukrafa gagnstefnanda í gagn- sökinni .. .. 0... 0... 2... Kr. 130.741.95 Gagnstefnandi hefur lagt fram í málinu þrjú utanréttarvottorð Þriggja fiskvinnslustöðva við Faxaflóa, Fiskimjöls h/f, Njarðvík, Fiskiðjunnar s/f, Keflavík, og Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness h/f. Í vottorðum þessum, sem öll eru samhljóða, segir, 26 402 að aðiljar þessir hafi á árunum 1956— 1963 selt gegnum firma gagnstefnanda allnokkuð magn af fiskimjöli. Kveða þeir aðdrag- anda að samningsgerð nær undantekningarlaust hafa verið þann- ig, að tilboð og samþykki eigi sér stað í símsamtölum. Venju- legast sé, að útflytjandinn fái tilboð frá framleiðandanum og tilkynni honum síðan í símsamtali samþykki eða gagntilboð kaup- andans. Sé um samþykki að ræða, sendi útflytjandinn skriflega staðfestigu gerningsins Í tvíriti. Kveða aðiljar þessir sig sjaldan endursenda undirritað annað eintak hinnar bréflegu staðfesting- ar, þar sem þeir telji munnleg loforð jafnskuldbindandi og skrif- leg. Svo sem rakið hefur verið hér að framan, eru ekki aðrir til frásagnar um viðræður varðandi kaup gagnstefnanda á umræddu magni af þorskmjöli af aðalstefnanda en þeir Jónas Guðmundsson og Hörður Albertsson, og er þar um að ræða staðhæfingu gegn staðhæfingu um þær viðræður. Telja verður gagnstefnanda bera sönnunarbyrði um það, að samningar hafi komizt á með aðiljum um kaup hans á margnefndu magni af þorskmjöli. Gagnstefnandi sendi aðalstefnanda skrif, sem bera yfirskriftina „Samningur um þorskmjöl“, annað dagsett 28. febrúar 1961, en hitt 4. marz s. á., svo sem áður greinir. Í skjölum þessum voru öll þau atriði, sem vörðuðu kaup gagnstefnanda á umræddu þorskmjöli, svo sem verð, afskipun, greiðslu o. fl. Skjöl þessi sendi gagnstefnandi undirrituð sem kaupandi, hins vegar endursendi aðalstefnandi aldrei skjöl þessi né undirritaði. Gagnstefnandi sótti um útflutn- ingsleyfi fyrir 1.400 tonnum af þorskmjöli, sem hann gat í um- sókn, að seld yrðu til Svíþjóðar, og voru framleiðendur á ýmsum útgerðarstöðum á landinu, þ. á m. frá Sandgerði 2/250 tonn. Báðar umsóknir þessar voru sendar viðkomandi ráðuneyti í marz 1961. Þá er því ómótmælt, að gagnstefnandi hafi gert samninga við erlenda aðilja um sölu á margnefndu magni af þorskmjöli. Þrátt fyrir þessar aðgerðir gagnstefnanda og að aðiljar höfðu ekki áður átt viðskipti saman um þorskmjöl, þá þykir gagnstefn- andi eigi gegn mótmælum aðalstefnanda hafa fært að því nægar sönnur, að samningar hafi tekizt með aðiljum um kaup gagn- stefnanda á margnefndu magni af þorskmjöli frá aðalstefnanda, svo að bindandi var fyrir hann. Verður ekki talið, að sala hans á magni því, sem afhent var í m/s Hvassafell hinn 7. apríl 1961, hafi af hans hálfu verið efndir á samningi. Samkvæmt þessu ber að sýkna aðalstefnanda af kröfum gagnstefnanda í gagnsökinni, en rétt þykir að málskostnaður í þeirri sök falli niður. 403 Svo sem fram kemur af gögnum málsins, hefur gagnstefnandi viðurkennt kröfu aðalstefnanda í aðalsökinni, sem verður því tekin til greina með vöxtum, eins og krafizt er, þó þannig, að hæð þeirra frá 1. janúar 1965 til 1. janúar 1966 ákveðst 6 af hundraði. Í þeirri sök ber að dæma gagnstefnanda til að greiða málskostnað, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 15.000.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendum Guðmundi Skaftasyni viðskiptafræðingi og Haf- steini Bergþórssyni, fyrrverandi forstjóra. Dómsorð: Í aðalsök greiði gagnstefnandi, Guðmundur Albertsson og Hörður Albertsson vegna firmans G. Albertsson, aðalstefn- anda, Útgerðarstöð Guðmundar J ónssonar, kr. 85.579.97 með 71% ársvöxtum frá 1. júní 1961 til 1. janúar 1965, 6% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 15.000.00 í máls- kostnað. Í gagnsök á aðalstefnandi að vera sýkn af kröfum gagn- stefnanda, en málskostnaður falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. marz 1969. Nr. 22/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sigrúnu Jónsdóttur (Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa komið fyrir sakadóm og borið vætti Bertram Henry Möller lögreglumaður, er hand- 404. tók ákærðu, og Arnþór Ingólfsson lögregluvarðstjóri, sem framkvæmdi rannsókn á máli hennar. Koma skýrslur lög- reglumannanna heim við atvikalýsingu héraðsdóms. Sam- kvæmt þessu og forsendum nefnds dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að svipta ber ákærðu ökuleyfi ævi- langt. Ákærða greiði áfryjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærða, Sigrún Jónsdóttir, er svipt ökuleyfi ævilangt. Að öðru leyti er héraðsdómurinn staðfestur. Ákærða greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, Rannveigar Þorsteinsdóttur hæstaréttar- lögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 19. nóvember 1968. Ár 1968, þriðjudaginn 19. nóvember, var Í sakadómi Reykja- víkur, sem haldinn var í Borgartúni 7 af Þórði Björnssyni yfir- sakadómara kveðinn upp dómur í málinu nr. 504/1968: Ákæru- valdið gegn Sigrúnu Jónsdóttur, sem tekið var til dóms sama dag. Með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 7. júní s.l, er opinbert mál höfðað á hendur Sigrúnu Jónsdóttur skrifara, Skaftahlíð 12 hér í borg, fæddri 2. janúar 1916 í Reykjavík, „fyrir að aka mánu- daginn 25. marz 1968 undir áhrifum áfengis bifreiðinni R 9961 frá Skaftahlíð 12 að Sunnubúðinni við veitingahúsið Lido og aftur þaðan að Skaftahlíð 12. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. sömu greinar laga nr. 40/1968, og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærða verði dæmd til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. 405 Ákærða hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1947 16/12 í Reykjavík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. í 1948 27/9 Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiða- stæði. 1950 9/1 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiða- stæði. 1952 4/12 í Reykjavík: Dómur: 1.000 kr. sekt, svipt ökuleyfi í 6 mánuði fyrir brot á áfengislögum og bifreiðalögum. 1953 10/11 í Reykjavík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir brot á 15. gr. lögreglusamþykktar. 1954 26/2 í Reykjavík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir brot á 30. gr. lög- reglusamþykktar. 1955 10/9 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á lögum nr 73/1952. 1956 20/4 í Reykjavík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1959 21/8 í Reykjavík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1961 7/10 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiða- . stæði. 1965 12/4 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir umferðarlaga- brot. 1967 31/7 í Reykjavík: Sátt, 4.000 kr. sekt fyrir brot á 25. gr., 26., 37. og 49. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfengislaga. Svipt ökuleyfi frá 29/3 1967—-31/7 1967. Samkvæmt eigin játningu ákærðu og því, sem með öðrum hætti er upplýst í málinu, eru málsatvik þessi: Kl. 1755 mánudaginn 25. marz s.l. var hringt á lögreglustöðina í Reykjavík og tilkynnt, að ökumaður bifreiðarinnar R 9961 væri að fara af stað frá Sunnubúðinni við Lido og væri hann senni- lega ölvaður. Bertram Möller lögreglumaður fór að svipast um eftir bifreiðinni og sá, að henni var ekið vestur Skaftahlíð. Var bifreiðin stöðvuð við húsið nr. 12 við þá götu. Lögreglumaðurinn hafði tal af stjórnanda bifreiðarinnar, og var það ákærða í máli þessu. Honum virtist hún vera undir áhrifum áfengis, og var hún því færð á lögreglustöðina. Þar viðurkenndi hún að hafa kvöldið áður drukkið um einn fjórða hluta rauðvínsflösku og svo frá því um kl. 1000 til 1730 þá um daginn axlafulla hvítvínsflösku. Önd- unarprufa, sem tekin var af ákærðu, sýndi þriðja stig. Hún var færð á slysavarðstofuna, þar sem tekið var sýnishorn af blóði hennar. Fundust í því „reducerandi“ efni, er samsvara 1.58% af alkóhóli. 406 Fyrir dómi hefur ákærða skýrt frá því, að í þetta skipti hafi hún ekið bifreiðinni frá Skaftahlíð 12 að Sunnubúðinni við Lido og þaðan aftur að Skaftahlíð 12. Hafi hún talið, að áhrifin af neyzlu áfengisins væru þá þorrin. Hún hefur tekið fram, að hún neyti sterkra meðala vegna kölkunar og sé hugsanlegt, að það hafi haft áhrif á alkóhólmagnið í blóði hennar. Hinn 25. marz s.l. var ákærða svipt ökuleyfi til bráðabirgða af lögreglunni í Reykjavík. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknarinnar og framburði ákærðu um neyzlu áfengis fyrir akstur bifreiðarinnar í umrætt skipti svo að öðru leyti með vísan til annarra gagna í málinu er sannað, að ákærða hefur gerzt sek um atferli það, sem í ákæru greinir og þar þykir rétt fært til refsiákvæða. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaganna og 24. gr., 1. mgr., áfengis- laganna ber að svipta ákærðu ökuleyfi í 1 ár frá 25. marz s.l. að telja. Ákærðu ber að greiða allan kostnað sakarinnar. Mál þetta hefur dregizt nokkuð á langinn vegna sjúkrahús- vistar ákærðu. Dómsorð: Ákærða, Sigrún Jónsdóttir, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærða er svipt ökuleyfi í 1 ár frá 25. marz 1968 að telja. Ákærða greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 407 Miðvikudaginn 19. marz 1969. Nr. 27/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gunnari Héðni Jakobssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjársvik. Dómur Hæstaréttar. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000.00, og laun verjanda sins, kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Gunnar Héðinn Jakobsson, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000.00, og laun verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. desember 1968. Ár 1968, þriðjudaginn 3. desember, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 565/1968: Ákæruvaldið gegn Gunnari Héðni Jakobssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dagsettri 18. í. m., gem Gunnari Héðni Jakobssyni verkamanni, Grjótagötu 14B hér í borg, fæddum 5. febrúar 1930 í Reykjavík, „fyrir fjársvik, svo sem rakið verður: 1. Að fá þriðjudaginn 10. október 1967 bifreiðarstjórann á leigubifreiðinni R 1545, Svein Aðalsteinsson, Njálsgötu 35 A í 408 Reykjavík, til að aka með sig í bifreiðinni um Reykjavík án þess að hafa möguleika á að greiða ökugjaldið, sem var orðið kr. 203.00, þegar akstri lauk. 2. Að fá föstudagsnóttina 20. október 1967 bifreiðarstjórann á leigubifreiðinni R 1433, Heiðar Reykdalsson, Reynimel 90 í Reykjavík, til að aka með sig í bifreiðinni um Reykjavík án þess að hafa möguleika á að greiða ökugjaldið, sem var orðið kr. 296.00, þegar akstri lauk. 3. Að fara föstudaginn 25. október 1968 í Efnagerðina Val, Kársnesbraut 124 í Kópavogi, og svíkja þar út vörur (saft, marme- laði o. fl. vörur efnagerðarinnar) fyrir samtals kr. 2.113.65 með því að þykjast vera sendur frá Vistheimilinu í Gunnarsholti til að útvega þessar vörur fyrir vistheimilið, en til þess erindis- rekstrar hafði hann enga heimild. Fyrir vöruúttektina kvittaði hann með eigin nafni. 4. Að fara þriðjudaginn 29. október 1968 í heildverzlun Egg- erts Kristjánssonar ér Co. h/f, Hafnarstræti 5 í Reykjavík, og svíkja þar út wörur (appelsínur, sítrónur o. fl.) fyrir samtals kr. 2.276.00 með því að þykjast vera sendur frá Vistheimilinu í Gunnarsholti til að útvega þessar vörur fyrir vistheimilið, en til þess erindisrekstrar hafði hann enga heimild. Fyrir vöruúttektina kvittaði hann með eigin nafni. 5. Að fara miðvikudaginn 6. nóvember 1968 í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, Reykjavík, og svíkja þar út vörur (vindi- inga og neftóbak) fyrir samtals kr. 10.781.00 með því að þykjast vera sendur frá Vistheimilinu í Gunnarsholti til að útvega þessar vörur fyrir vistheimilið, en til þess erindisrekstrar hafði hann enga heimild. Fyrir vöruúttektina kvittaði hann með eigin nafni. 6. Að fara fimmtudaginn 7. nóvember 1968 í Efnagerðina Val, Kársnesbraut 124 í Kópavogi, og svíkja þar út vörur (saft, marmelaði o. fl. vörur efnagerðarinnar) fyrir samtals kr. 5.167.50 með því að þykjast vera sendur frá Vistheimilinu í Gunnarsholti til að útvega þessar vörur, en til þess erindisrekstrar hafði hann enga heimild. Fyrir vöruúttektina kvittaði hann. Nafnritun ólæsileg. 7. Sunnudaginn 10. nóvember 1968 fann ákærði tékkhefti á Hverfisgötu í Reykjavík, og voru í því þrjú eyðublöð. Þann sama dag var hann að selja merki fyrir Blindrafélagið, og þegar hann gerði skil á sölunni til félagsins í Hamrahlíð 17 í Reykjavík, greiddi hann með tékka að upphæð kr. 3.000.00, sem hann hafði 409 z gefið út með eigin nafni á eitt hinna fundnu eyðublaða, á ávís- anabók nr. 389 í Iðnaðarbanka Íslands, en það bókarnúmer er ritað út í bláinn. Er tékkinn B. Nr. 53925, gefinn út til handhafa. Til baka af tékkafjárhæðinni fékk ákærði greiddar um kr. 1.800.00. Framanskráðir verknaðir þykja varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, skaðabótagreiðslu og til greiðslu sakar- kostnaðar“. Málavextir. 1. Þriðjudagskvöldið 10. október 1967 tók ákærði sér leigu- bifreið og lét bifreiðarstjórann, Svein Aðalsteinsson, Njálsgötu 35 A, aka með sig um borgina, án þess að hann hefði möguleika á greiðslu ökugjaldsins, er nam að lokum kr. 203.00, en ökuferð- inni lauk svo, að ökumaður færði ákærða á lögreglustöðina. 2. Síðla kvölds fimmtudaginn 18. október 1967 tók ákærði sér leigubifreið við samkomuhúsið Röðul hér í borginni og lét öku- mann, Heiðar Reykdalsson, Reynimel 90, aka með sig um borg- ina, m. a. upp í Árbæjarhverfi. Ákærði hafði ekki möguleika á greiðslu ökugjaldsins, og lét hann nema staðar á Vesturgötu og bað ökumann bíða, en hvarf þá á brott. Bifreiðarstjórinn hafði upp á ákærða með aðstoð lögreglu. Ökugjald nam þá kr. 296.00. 3. Föstudaginn 25. október s.l. fór ákærði í Efnagerðina Val, Kársnesbraut 124, Kópavogi, og kvaðst eiga að taka þar út vörur fyrir Vistheimilið í Gunnarsholti. Fékk hann þarna vörur fyrir samtals .kr 1.966.20 í reikning vistheimilisins og kvittaði fyrir á nótu með réttri nafnritun. Enga heimild hafði ákærði til þess að taka út vörur fyrir vistheimilið, en hann hafði áður verið þar vistmaður og þá stundum verið í fylgd með bifreiðarstjóra, er var að sækja vörur fyrir hælið. Ákærði telur sig ekki muna, hvernig hann hafi ráðstafað vörunum, en hann hafi vafalaust selt einhverjum þær. 4. Þriðjudaginn 29. október s.l. tók ákærði út ávexti sjá Eggert Kristjánssyni ér Co. h/f fyrir kr. 2.276.00 og lét skrifa vörurnar í reikning Vistheimilisins í Gunnarsholti, og gerði hann það án nokkurrar heimildar, sbr. 3. hér að ofan. Ákærði kveðst hafa selt vörur þessar síðan einhvers staðar og minnir helzt, að ein- hverjir bifreiðarstjórar keyptu þær af honum. 5. Miðvikudaginn 6. nóvember s.l. tók ákærði út vindlinga og neftóbak í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins fyrir kr. 10.781.00 og lét skrifa vörurnar í reikning Vistheimilisins í Gunnarsholti 410 án heimildar. Vörur þessar kveðst hann hafa selt fólki, sem hann hitti á förnum vegi, en notað sjálfur sumt af þeim. Fé því, sem hann fékk fyrir vörurnar, eyddi hann í eigin þarfir. 6. Fimmtudaginn 7. nóvember s.l. fór ákærði enn í Efnagerðina Val og tók út margs konar vörur í reikning Vistheimilisins í Gunnarsholti fyrir samtals kr. 5.167.50. Kvittaði hann fyrir mót- töku með réttu nafni að því er virðist (nafnritun er illlæsileg). Nokkuð af vörum þessum seldi ákærði Birni Kristjánssyni kaup- manni Í Mýrabúðinni við Mánagötu hér í borg, en nokkru af vörunum hélt Ketill Ólafsson leigubifreiðarstjóri, sem ekið hafði ákærða án þess að fá ökugjald greitt að fullu, eftir til trygg- ingar á greiðslu eftirstöðvanna, er námu kr. 207.00. Við rannsókn málsins skiluðu þeir Björn og Ketill vörunum. Fékk Efnagerðin Valur aftur nær allar vörur, sem ákærði hafði tekið við. Af þeim 1.200 kr., sem Björn Kristjánsson hafði greitt fyrir vörurnar, átti ákærði eftir 505 kr., er hann var handtekinn, og voru þær afhentar Birni. 7. Sunnudaginn 10. nóvember s.l. var ákærði að selja merki fyrir Blindrafélagið. Tók hann við 75 merkjum, er kosta áttu 25 kr. hvert. Í sölulaun átti ákærði að fá 10%. Ákærði kveðst hafa selt 48 merki, en skilað 27. Hefur hann þannig átt að skila 1.200 kr. að frádregnum sölulaunum, 120 kr., þ. e. 1.080 kr. Hann innti greiðsluna af höndum með tékka að fjárhæð kr. 3.000.00, útgefn- um af ákærða sjálfum á ávísanareikning 389 í Iðnaðarbanka Ís- lands, útibúið í Hafnarfirði. Ákærði kveðst hafa fengið í pening- um mismun tékkans og þess fjár, sem hann átti að greiða. Ákærði hafði engan reikning í nefndum banka. Hann kveðst hafa ritað tékkann á eyðublað úr hefti, sem hann hafi fundið á Hverfisgötu þennan dag. Upplýsingar, sem rannsóknarlögreglan aflaði um það, hvar tékkhefti þetta hafði glatazt, benda til þess, að ákærði skýri rétt frá um þetta. Ákærði var handtekinn af lögreglu þetta sama kvöld. Hafði hann þá meðferðis tékkheftið og 2.395 kr. í peningum. Pening- arnir voru afhentir Blindrafélaginu. Niðurstöður. Ákærði hefur í framangreindum 7 tilvikum aflað sér fjár með sviksamlegum hætti, þ. e. tekið sér leigubifreiðar án þess að eiga fé til greiðslu ökugjalds strax að akstri loknum, svo sem venja er, fengið í hendur vörur með því að láta ranglega í veðri vaka, að hann væri að sækja þær fyrir Vistheimilið í Gunnarsholti og notað innstæðulausan tékka í lögskiptum. Öll þessi brot varða 411 hann refsingu samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur áður sætt þessum refsidómum: 1952 4/10 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, grip- deild og svik. 1952 21/10 60 daga fangelsi fyrir þjófnað. 1954 26/3 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og svik. 1954 24/5 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. (Dómur staðfestur í Hæstarétti 20. október). 1956 13/3 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1958 9/5 6 mánaða fangelsi fyrir gripdeild, fjárdrátt og svik. 1959 6/2 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og svik. 1960 3/11 7 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1961 18/9 8 mánaða fangelsi fyrir svik. 1964 10/12 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, skilorðsbundið 3 ár. (Staðfest í Hæstarétti 5. maí 1965). 1965 21/6 15 daga varðhald fyrir umferðar- og áfengislagabrot. 1968 10/1 8 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Auk þess hefur ákærði 47 sinnum sætzt á sektir fyrir áfengis- lagabrot. Ákærði er nú í 12. skipti dæmdur í refsingu fyrir auðgunar- brot. Hann er þannig vanaafbrotamaður, og ber að ákveða refs- ingu með hliðsjón af 72. og 255. gr. almennra hegningarlaga svo og 7T. gr. sömu laga. Að því er varðar brot þau, sem lýst er í 1. og 2. ákærulið, ber að ákveða refsingu með hliðsjón af 78. gr. hegningarlaga, þar sem þau brot eru framin, áður en síðasti refsi- dómur ákærða var kveðinn upp. Refsing ákærða verður ákveðin fangelsi eitt ár. Eftirtaldir aðiljar hafa komið að í máli þessu fjárkröfum á hendur ákærða: Sveinn Aðalsteinsson (sbr. 1.), kr. 203.00. Reiðar Reykdalsson (2.), kr. 2.113.65. Efnagerðin Valur (3.), kr. 2.113.65. Eggert Kristjánsson ér Co. (4.), kr. 2.276.00. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins (5.), kr. 10.781.00. Ketill Ólafsson (7.), kr. 207.00. Kröfur þessar, sem ákærði hefur samþykkt, verða teknar til greina. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða allan kostnað sakar- innar samkvæmt 141. gr. laga nr. 82/1961. 412 Dómsorð: Ákærði, Gunnar Héðinn Jakobsson, sæti fangelsi eitt ár. Ákærði greiði: Sveini Aðalsteinssyni kr. 203.00. Heiðari Reykdalssyni kr. 296.00. Efnagerðinni Val kr. 2.113.65. Katli Ólafssyni kr. 207.00. Eggert Kristjánssyni ér Co. h/f kr. 2.276.00. . Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins kr. 10.781.00. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. marz 1969. Nr. 28/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Gunnari Finni Eiðdal Kristjánssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Gunnar Finnur Eiðdal Kristjánsson, greiði 413 kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun i ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 19. júní 1968. Ár 1968, miðvikudaginn 19. júní, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ólafi Þorlákssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 632/1968: Ákæruvaldið gegn Gunnari Finni Eiðdal Kristjánssyni, sem tekið var til dóms 10. þ. m. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 6. janúar 1967, höfðað á hendur Gunnari Finni Eiðdal Kristjánssyni, Réttarholtsvegi 63 í Reykjavík, fæddum þar í borg 1. febrúar 1944, fyrir að aka aðfaranótt sunnudagsins 31. júlí 1966 undir áhrifum áfengis bií- reiðinni G 2441 frá Félagsheimilinu að Brautartungu í Lunda- reykjadal vestur dalinn, þar til bifreiðin fór út af veginum vegna bilunar. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir eru þessir: Um kl. 1400 31. júlí 1966 tilkynnti ákærði í máli þessu, Gunnar Finnur Eiðdal Kristjánsson, lögreglunni í Borgarnesi símleiðis frá Bifröst í Borgarfirði, að hann hefði þá nóttina á undan ekið bifreiðinni G 2441 út af veginum í Lundareykjadal skammt frá Brautartungu. Kl. 2100—2200 samdægurs hafði lögreglan tal af ákærða að Bifröst. Að mati lögreglu var ákærði þá undir áhrifum áfengis. Úr varð, að lögreglan færði ákærða til Borgarness í blóð- töku til alkóhólákvörðunar. Í blóði ákærða, er honum var tekið 1. ágúst 1966 kl. 0120, fundust „reducerandi“ efni, er samsvara 1.60%, af alkóhóli. Að blóðtöku lokinni var ákærði færður í varð- hald. Hinn 1. ágúst 1966 kom ákærði fyrir sakadóm Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Þar skýrði ákærði svo frá, að hann hefði neytt áfengis laugardagskvöldið 30. júlí 1966 allt fram til kl. 2300, en um kvöldið hafi hann neytt alls 6 drykkja af áfengis- blöndu. Í framhaldi af þessu kveðst ákærði hafa aðfaranótt sunnu- 414 dagsins næsta á eftir ekið bifreiðinni G 2441 vestur Lundareykja- dal áleiðis til Borgarness, en vegna bilunar á bifreiðinni hafi bifreiðin lent út af veginum í Lundareykjadal. Fyrir dóminum viðurkenndi ákærði að hafa verið undir áhrifum áfengis við framangreindan akstur. Að beiðni skipaðs verjanda ákærða kom ákærði á ný fyrir dóm hinn 24. nóvember 1967. Ákærði dró þá til baka fyrri játningar sínar og taldi sig hafa verið allsgáðan við umræddan akstur. Ákærði bar það þá fyrir sig, að hann hefði verið illa fyrir kallaður fyrir dómi 1. ágúst 1966. Upplýst er í málinu, að ákærði var að koma af dansleik í Brautartungu, er hann ók bifreiðinni G 2441. Ákærði var með tveim félögum sínum á dansleiknum. Neyttu þeir þar báðir áfengis. Annar félaga ákærða, Pétur Kristinsson, Snorrabraut 22 hér í borg, var kærður af lögreglu og síðar ákærður fyrir að hafa ekið bifreiðinni G 2441 undir áhrifum áfengis um bifreiða- stæði við félagsheimilið að Brautartungu í greint sinn. Vitni, er kom að bifreiðinni G 2441 strax eftir út af aksturinn og ók ákærða þaðan að Bifröst í Borgarfirði ásamt öðrum félaga ákærða, sá ekki áfengisáhrif á þeim félögum, enda athugaði vitnið það atriði ekki sérstaklega. Hefur nú verið rakið það helzta, er fram kom við rannsókn málsins. Augljóst er, að niðurstaða alkóhólrannsóknarinnar í máli þessu hefur ekki þýðingu við ákvörðun sektar eða sýknu ákærða, enda fór blóðtaka ákærða fram tæpum sólarhring eftir akstur hans, en á þeim tíma kveðst ákærði hafa neytt áfengis, og verður framburður hans um það efni eigi hrakinn. Á hinn bóginn verður að telja sannað í málinu með játningu ákærða sjálfs fyrir dómi hinn 1. ágúst 1966, að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis, er hann ók bifreiðinni G 2441 um Lundareykjadal aðfaranótt 31. júlí 1966. Þykir síðara afturhvarf ákærða frá frumframburði í dómi ekki geta breytt sönnunarmati dómsins í þessu efni. Með framferði því, er nú hefur verið rakið og sannað hefur verið talið, þykir ákærði hafa gerzt brotlegur við 2. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 58/ 1954. Ákærði hefur tvívegis undirgengizt litlar sektir fyrir umferðar- brot. Þá hefur ákærði hinn 1. marz 1968 undirgengizt dómssátt, 4.000 kr. sekt og sviptingu ökuréttinda í 6 mánuði, fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum, ölvun við akstur. 415 Samkvæmt síðastnefndri dómssátt og sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður ákærða í máli þessu dæmdur hegningarauki, og verða viðurlög hans ákvörðuð í samræmi við það. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 3.000 kr. sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald í 7 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja. Í ákæru er þess krafizt, að ákærði verði sviptur ökuréttindum samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Svo sem mál þetta er vaxið og að öðru leyti með vísan til þess, er rakið hefur verið hér að framan, þykir mega ákveða, að ákærða verði eigi gerð ökuréttindasvipting í dómi þessum. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Hilmars Ingimundarsonar héraðsdómslögmanns, kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Finnur Eiðdal Kristjánsson, greiði 3.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 7 daga Í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar héraðsdómslögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 416 Miðvikudaginn 19. marz 1969. Nr. 229/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Birgi Olsen (Vilhjálmur Þórhallsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Framhaldsrannsókn hefur verið háð í málinu, eftir að því var áfrýjað. Lögreglumennirnir Guðmundur Stefán Jónsson og Sveinn Haukur Georgsson komu fyrir dóm af nýju hinn 14. janúar 1969. Guðmundur Stefán lögreglumaður bar þá á þessa leið: „Vitnið segir, að það hafi aldrei séð ákærða undir stýri bifreiðarinnar G 3134 í umrætt sinn, og vegna þess að far- angursgeymslulokið skyggði á, hafi það ekki séð inn í Þbif- reiðina G 3134, er lögreglubifreiðinni var ekið á eftir henni. Vitnið kveðst heldur ekki hafa séð, er það kom að lögreglu- bifreiðinni frá heimili sínu, í sömu mund og bifreiðinni G 3134 var ekið framhjá, hver væri undir stýri hennar, og kveðst ekki muna, að það hafi greint það. Vitnið segir, að strax eftir að lögreglubifreiðinni hafði verið snúið, hafi það séð aftur bifreiðina G 3134, sem þá hafi verið á ferð á Suðurgötu sunnan við Þúfubarð. Bif- reiðinni hafi svo verið ekið áfram norður Suðurgötu, og kveðst vitnið ekki hafa fylgzt stöðugt með bifreiðinni, en er lögreglubifreiðin hafi verið á móts við Þúfubarð, kveðst vitnið minnast þess, að Sveinn Georgsson lögregluþjónn, sem ók lögreglubifreiðinni, hafi sagt, að bifreiðin G 3134 hafi stöðvazt þarna á stæðinu framan við biðskýlið, og kveðst vitnið þá hafa litið þangað og ekki hafa misst sjónar af bifreiðinni eftir það. Vitnið kveðst ætla, að frá því það 417 sá bifreiðina G 3134, eftir að lögreglubifreiðinni var snúið og þar til hún kom að henni, hafi aldrei liðið meira en ein mínúta, jafnvel minna. Vitnið kveðst ekki telja útilokað, að ökumaður bifreiðar- innar G 3134 hafi getað fært sig úr framsætinu í aftursætið, án þess að það hefði (getað séð það. Vitnið segir, að lögreglu- bifreiðinni hafi verið ekið fremur greitt eftir bifreiðinni G 3134, sem ekið hafi hægt. Vitnið segist ekki minnast þess, að gert hafi verið neitt þarna á stæðinu til að vekja þann, sem lá í aftursæti bif- reiðarinnar, sem legið hafi á hliðinni í hálfgerðu hnipri og virzt sofandi. Sveinn Georgsson hafi svo ekið bifreiðinni G 3134 og hafi þá Henry Olsen legið áfram í aftursætinu. Sveinn hafi ekið henni niður að lögreglustöðinni og þá hafi verið reynt að vekja hann og það gengið illa, þar eð hann virtist sofa mjög fast og ekki rumskað, fyrr en eftir að hróflað hafði verið mikið við honum, honum ýtt til og hann tekinn út úr bif- reiðinni og hann þá vaknað þarna við bifreiðina. Hann hafi þá borið þess merki í andliti, að hann hafi legið lengi á sama stað og í sömu stellingu (munstraður), og telur vitnið, að merki þessi hafi gefið til kynna, að Henry Olsen hafi verið búinn að liggja í sömu stöðu í lengri tíma en tók að aka bifreiðinni G 3134 frá biðskýlinu að lögreglustöðinni“. Vætti Sveins Hauks lögreglumanns fyrir dóminum er svo- hljóðandi: „ Vitnið segist hafa séð bifreiðina G 3134, strax eftir að lögreglubifreiðinni hafði verið snúið, og fylgzt stöðugt með henni eftir það og þangað til lögreglubifreiðin kom að G 3134 framan við biðskýlið og ekki tekið eftir, að neinn færi úr bifreiðinni á þessu tímabili. Vitnið segir, að er það hafi komið að bifreiðinni, hafi ákærði verið í hægra framsæti, en Henry Olsen legið í keng í aftursætinu og virtist sofandi. Vitnið kveður það og Guð- mund Jónsson ekki hafa talað við né gert neinar tilraunir til að vekja Henry þarna við biðskylið, enda talið öruggt, að hann svæfi, en það ekið bifreiðinni að lögreglustöðinni 27 418 með ákærða hægra megin í framsætinu og Henry Olsen áfram, að því er virtist, sofandi í aftursætinu, og kveðst það ekki hafa orðið þess vart, að hann rumskaði á leiðinni. Er að lögreglustöðinni kom, hafi það og Guðmundur reynt að vekja Henry til lífsins, en gengið mjög illa og hann ekki vaknað fyrr en um það leyti sem hann var af þeim tekinn út úr bifreiðinni. Hafi hann þá verið eins og krumpaður í andliti og borið merki þess að vera búinn að liggja í sömu stellingu góða stund“. Lögreglumennirnir staðfestu skýrslur sinar fyrir dóminum með eiði, Ákærða og Henry Olsen var eftir handtöku þeirra tekið blóð til rannsóknar, Fundust í blóði þeirra „reducerandi“ efni, er samsvara 1.28%, af alkóhóli í blóði ákærða, en 1.7%o í blóði Henrys Olsens. Ákærði hefur ekki viljað við það kannast, að hann hafi ekið bifreið sinni G 3134 frá Keflavík til Hafnarfjarðar að- fararnótt 2. janúar 1965. Lögreglumönnum þeim, sem hand- tóku hann, skýrði hann þá svo frá, að maður nokkur, hon- um ókunnur, hefði ekið bifreiðinni, en orðið hræddur, stöðv- að bifreiðina og hlaupizt á brott, er hann varð lögreglunnar var. Fyrir sakadómi síðar sama dag kvaðst ákærði litið sem ekkert muna frá ferðum sinum um nóttina. Hann kvað sig ráma í, að hann hefði verið í bifreið sinni á leið frá Keflavík til Hafnarfjarðar, vera þess fullviss, að hann hefði ekki stýrt bifreiðinni sjálfur, en ekki geta gert sér grein fyrir, hver hefði ekið henni. Sérstaklega aðspurður kvaðst ákærði ekki geta svarað því, hvort Henry Olsen hefði stjórnað bifreiðinni, „þar sem hann geti alls ekki gert sér grein fyrir, hver ökumaðurinn var“. Loks 2. maí 1967 kvaðst ákærði vilja leiðrétta fyrri framburð á þá leið, að Henry Olsen hefði ekið bifreiðinni, en stanzað við biðskýlið, er hann varð lögreglunnar í Hafnarfirði var, skriðið yfir í aftursæti bifreiðarinnar, lagzt þar fyrir og gert sér upp svefn. Hefur ákærði þannig orðið margsaga um stjórnanda bifreiðarinnar í umræddri ökuferð. Hinn 20. júní 1967 skýrði ákærði frá því, að Henry Olsen hefði í viðurvist tveggja 419 manna viðurkennt að hafa stjórnað bifreiðinni, en menn Þessir hafa fyrir dómi báðir lýst því, að þeir minnist þess ekki að hafa heyrt slíkt af vörum Henrys, sem staðfastlega hefur neitað því að hafa verið við stjórn bifreiðarinnar. Með hliðsjón af því, hvernig Henry var á sig kominn, þykir mjög ósennilegt, að hann hafi stýrt bifreiðinni. Framburður ákærða um, að ókunnur þriðji maður hafi ekið bifreiðinni, er markleysa, sem enginn gaumur er sefandi. Þegar allt þetta er virt, þykir verða við Það að miða, að ákærði, sem var eigandi bifreiðarinnar og sat í framsæti, Þegar lögregl- una bar að, hafi stjórnað henni sjálfur. Varðar sú háttsemi ákærða, þar sem hann var með áfengisáhrifum, við laga- boð þau, er í ákæru getur. Verður héraðsdómurinn því staðfestur. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000.00, og laun verjanda sins, kr. 10.0060.00. Óhæfilegur dráttur hefur orðið á meðferð máls þessa í héraði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Birgir Olsen, greiði kostnað af áfrýjun máls- ins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000.00, og laun verjanda sins, Vilhjálms Þórhallssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 16. október 1968. - Árið 1968, miðvikudaginn 16. október, var í sakadómi Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem háður var í skrifstofu embættisins af Guðmundi L. J óhannessyni, kveðinn upp dómur í sakadóms- málinu nr. 26/1967: Ákæruvaldið gegn Birgi Olsen. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað segn Birgi Olsen vélsmið, Þórustíg 1, Ytri-Njarðvík, fyrir að aka aðfaranótt laugardagsins 2. janúar 1965 undir áhrifum 420 áfengis bifreiðinni G 3134 frá Keflavík til Hafnarfjarðar, þar sem akstri lauk við biðskýli á Hvaleyrarholti. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur, fæddur 22. marz 1937 á Siglufirði, og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1958 24/10 í Hafnarfirði: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun. 1062 19/2 í Gullbringu- og Kjósarsýslu: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 19. gr. og 2. mgr. 49. gr. umferðarlaga og ölvun. 1962 5/3 í Gullbringu- og Kjósarsýslu: Dómur: 15 daga varð- hald, sviptur ökuleyfi í 15 mánuði frá birtingu dóms- ins fyrir brot á umferðarlögum og áfengislögum. 1965 14/10 í Gullbringu. og Kjósarsýslu: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 47. gr. umferðarlaga. Málavextir eru þessir: Laugardaginn 2. janúar 1965, klukkan 0555, stóð lögreglubif- reiðin G 105 kyrrstæð á Suðurgötu á móts við hús nr. 14B í Móabarði í Hafnarfirði, og sneri framendi hennar til suðurs. Sveinn H. Georgsson lögregluþjónn sat í bifreiðinni og beið þar eftir Guðmundi S. Jónssyni lögregluþjóni, sem kominn var út á tröppur húss síns, Móabarðs nr. 14, og var á leið út í lög- reglubifreiðina. Veittu þeir þá athygli fólksbifreið, sem ekið var norður Suðurgötu, og dró það einkum athygli þeirra að henni, að keðja slóst upp í aurbretti hennar, svo að mikill hávaði stafaði af, og einnig var farangursgeymslulok hennar opið. Bifreiðinni var ekið frekar hægt og heldur dregið úr hraða hennar, er hún var á móts við lögreglubifreiðina, en hraðinn svo aukinn. Frá heimili Guðmundar Jónssonar lögregluþjóns að lögreglu- bifreiðinni voru um 20 metrar, og um leið og hann hafði setzt inn í hana, var henni snúið við og ekið á eftir áðurnefndri bif- reið. Segja lögregluþjónarnir, að þeir hafi misst sjónar af bif- reiðinni smástund, eða rétt á meðan lögreglubifreiðinni var snúið á veginum, en svo séð hana aftur strax að því loknu, þar sem hún var sunnan við gatnamót Þúfubarðs og Suðurgötu, að því er vitnið Svein Georgsson minnti. Lögreglubifreiðinni var nú ekið eftir margnefndri bifreið og komið að henni, þar sem hún 421 stóð við biðskýlið á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði, og reyndist hún vera með skrásetningarnúmerið G 3134. Bifreiðin war með fullum ljósum, lykill var í kveikjulás hennar, en ekki var vél hennar í gangi. Í bifreiðinni, sem var af Opel-gerð með vinstri handar stýri, voru tveir menn. Hægra megin í framsæti bif- reiðarinnar sat maður, sem reyndist vera ákærði í máli þessu, og sneri hann baki í hurðina. Í aftursætinu sat maður, sem síðar reyndist vera Henry Olsen. Virtist hann sofa mjög fast, og gekk illa að vekja hann, eftir að hann hafði verið fluttur að lögreglu- stöðinni. Ákærði var hins vegar vel vakandi og svaraði lögreglu- mönnunum, strax og á hann var yrt, Virtist hann töluvert undir áfengisáhrifum, en þó vel viðmælandi, og bar hann með sér, að hann hafði skriðið undir bifreiðina að fást við keðjur hennar, þar eð hann var óhreinn á öxlinni og handleggjum og með keðju- töng og keðjulása í vasa sínum. Hann tjáði lögreglumönnunum begar, að annar maður hefði ekið bifreiðinni, en sá maður hefði hlaupið á brott frá bifreiðinni, en ekki gat ákærði upplýst, hvert þessi maður hefði farið eða hver hann væri. Lögreglumennirnir leituðu nú í næsta nágrenni við bifreiðina, en urðu ekki varir neinna mannaferða, en nokkur spölur er frá biðskýlinu að næstu húsum. Þó að dimmt hafi verið af nóttu, var léttskýjað og svæðið umhverfis biðskýlið vel upplýst, svo að hafi maður farið út úr bifreiðinni, eftir að lögreglubifreiðinni var snúið, kveða lögreglu- mennirnir víst, að þeir hefðu séð hann. Vegna þess að farangurs- lok margnefndrar bifreiðar var opið, skyggði þar svo á, að ekki sást inn í hana, er ljós lögreglubifreiðarinnar lýstu upp bifreið- ina, er lögreglubifreiðinni var ekið á eftir hinni bifreiðinni, og sáu lögreglumennirnir því ekki, hve margir voru í bifreiðinni eða hvað þeir afhöfðust. Við rannsókn málsins fyrir dómi hefur bæði ákærði og Henry Olsen neitað að hafa ekið bifreiðinni, sem var Í eigu ákærða. Ákærða kvaðst ráma í, að hann var í umrætt sinn á leið frá Keflavík til Hafnarfjarðar í bifreið sinni, sem staðið hafði við Aðalstöðina í Keflavík. Hann kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir, hver hefði ekið bifreiðinni, og kvaðst ekki geta svarað, hvort Henry kynni að hafa ekið bifreiðinni. Lögreglumönnunum virtist ákærði vera skýr í hugsun og vel viðmælandi, er hann var handtekinn. Rúmum 2 árum síðar, eða 2. maí 1967, kemur ákærði aftur fyrir dóm og breytir þá fyrri framburði sínum og sagði þá, að Henry Olsen hefði tekið við stjórn bifreiðarinnar G 3134 aðfaranótt 2. janúar 1965 fyrir utan Aðalstöðina í Keflavík 422 og ekið henni meðal annars eitthvað um götur í Keflavík og svo til Hafnarfjarðar, en er þangað hafi komið, taldi ákærði Henry hafa orðið varan við lögregluna í Hafnarfirði og þá ekið að bið- skýlinu á Hvaleyrarholti, klifrað yfir bak framsætis bifreiðar- innar, lagzt þar niður og þótzt vera sofandi, þegar lögregluna bar að. Ákærði var spurður, hvers vegna hann hefði ekki strax skýrt svo frá atvikum fyrir dómi, og kvað hann ástæðuna fyrir því vera, að Henry sé frændi hans og einnig hafi hann ekki verið viss um ábyrgð sína sem eiganda bifreiðarinnar og hann vitað, að Henry hafði áður lent í einhverju klandri. Við samprófun ákærða og Henrys Olsens í sakadómi Keflavíkur hélt ákærði því fram, að Henry Olsen hefði í vitna viðurvist játað að hafa ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Vitnin Lúðvík Guðberg Björnsson, Suðurgötu 18, Keflavík, og Grétar Þór Sigurðsson, Háaleiti 23, Keflavík, könnuðust við að hafa verið með ákærða og Henry í húsi í Keflavík laust eftir áramótin 1964— 1965, en minntust þess ekki, að Henry Olsen viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni. Henry Olsen Jónsson, Vallargötu 27, Keflavík, fæddur 16. júní 1946, skýrði svo frá, að um kvöldið 1. janúar 1965 hefði hann verið á „kennderíi“ í Keflavík ásamt ákærða. Hann kvað þá hafa verið í bifreið ákærða, G 3134, og hafi piltur, sem Björn heitir og á heima á Langholtsvegi í Reykjavík, ekið bifreið ákærða. Henry kvaðst hafa sofnað í bifreiðinni í Keflavík og ekki vaknað aftur fyrr en við lögreglustöðina í Hafnarfirði og því ekki geta sagt, hver hefði ekið bifreiðinni til Hafnarfjarðar um nóttina. Við síðari yfirheyrslu breytti Henry framburði sín- um og kvað Björn Aðalsteinsson áðurnefndan hafa ekið bifreið, sem Brynjar nokkur, sem búið hafi við Hafnargötu, hafi átt, en ákærði hafi skilið bifreið sína eftir við Matstofuna Vík í Keflavík og svo komið í bifreið Brynjars. Henry kvaðst ekki muna, hvernig hann komst í bifreið ákærða, og kvaðst ekki hafa ekið bifreið hans. Vitnið Brynjar Valdimarsson, Vesturgötu 8, Keflavík, fæddur 21. marz 1939, kvaðst hafa verið staddur við Aðalstöðina á bíl sínum, Ö 625. Farþegar í bifreiðinni hafi verið Hannes Sigurðs- son í Bárunni og Guðmundur nokkur, sem vitnið vissi engin deili á. Vitnið kvað Björn Aðalsteinsson hafa ekið þeim eitthvað um bæinn. Vitnið kvaðst ekki muna, hvort Henry Olsen var í bif- reiðinni hjá því, en kvaðst minnast þess, að Henry og ákærði fóru saman .og þá verið ölvaðir. 423 Björn og Henry hafi farið úr bifreiðinni einhvern tíma eftir miðnætti hjá Aðalstöðinni, og vissi það ekki um ferðir þeirra eftir þetta. Vitnið Björn Ingi Ragnar Aðalsteinsson, Langholtsvegi 73, Reykjavík, kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni G 3134 í umrætt sinn. Ekki varð upplýst með vætti vitna, hver hefði farið undir stýri bifreiðarinnar G 3134 í Keflavík og hafið þar aksturinn. Í blóðsýnishorni því, sem tekið var úr ákærða í umrætt sinn, fundust við alkóhólrannsókn reducerandi efni, sem samsvara 1.28%, af alkóhóli. Verjandi ákærða hefur krafizt sýknu af kröfum ákæruvaldsins, þar eð ósannað sé, að ákærði hafi ekið bifreiðinni G 3134 í um- rætt sinn. Ljóst er, að bifreiðinni var í umrætt sinn ekið frá Keflavík til Hafnarfjarðar, unz hún var stöðvuð við biðskýlið á Hvaleyrar- holti, og voru þá einungis tveir menn í henni, ákærði og Henry Olsen, sem báðir reyndust vera undir áhrifum áfengis. Ákærði hefur verið mjög reikull og óstöðugur í framburði sínum um, hver hafi ekið bifreiðinni, þó að honum sem eiganda bifreiðarinnar bæri skylda samkvæmt umferðarlögum að upp- lýsa lögregluna um það, og verður því ekki stuðzt við framburð hans í máli þessu, og verður ákærði að bera hallann af því, að sönnun skortir um þá fullyrðingu hans, að Henry Olsen hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Þegar það er svo virt, að ákærði er eigandi bifreiðarinnar, ósannað er, að hann hafi falið öðrum stjórn hennar, sá, sem er með honum í bifreiðinni, Henry Olsen, liggur sofandi í aftur- sæti hennar, er lögreglan kom að, og varð ekki vakinn fyrr en nokkru síðar, ákærði var hins vegar vel vakandi og við mælandi, sat hægra megin í framsæti bifreiðarinnar með bakið að hurð- inni, sem bendir til þess, að hann hafi nýlega verið búinn að færa sig úr ökumannssætinu, hann tefur rannsókn málsins með því að verða margsaga, verður að telja það sterkar líkur fram komnar, að þær ásamt öðrum sönnunargögnum veiti lögfulla sönnun um, að ákærði hafi í umrætt sinn ekið bifreiðinni G 3134 undir áhrifum áfengis frá Keflavík til Hafnarfjarðar, en með þessu hefur hann gerzt brotlegur við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. sr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Hinn 5. marz 1962 var ákærði með dómi Gullbringu. og Kjósar- 424 sýslu dæmdur í 15 daga varðhald og sviptur ökuleyfi Í 15 mánuði frá birtingu dómsins fyrir brot á umferðar- og áfengislögum. Dómur þessi hefur ítrekunaráhrif. Refsing ákærða þykir samkvæmt 80. gr. umferðarlaga og 45. gr. áfengislaga hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga ber að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin kr. 7.000.00 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, hæstaréttarlögmanns Vilhjálms Þórhallssonar. Töluverður dráttur hefur orðið á meðferð málsins, og stafar hann af önnum hjá dómaranum, og einnig hafa rannsóknarlok tafizt vegna framkomu ákærða. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Birgir Olsen, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði er frá birtingu dómsins að telja sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin kr. 7.000.00 málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, hæstaréttarlögmanns Vilhjálms Þórhallssonar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 425 Föstudaginn 21. marz 1969. Nr. 12/1968. Vélsmiðja Njarðvíkur h/f (Guðjón Steingrímsson hrl.) Segn Samvinnutryggingum g/t (Jón Finnsson hrl.) og til réttargæzlu Tryggva Sigjónssyni h/f (Árni Halldórsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. janúar 1968. Krefur hann stefnda um tjónbætur vegna bruna, sem varð hinn 6. maí 1965 í lest m/b Ólafs Tryggvasonar, SF 60, en báturinn var þá til viðgerðar í dráttarbraut. Réttargæzlustefndi var eigandi bátsins, en stefndi hafði brunatryggt hann. Reisir áfrýjandi kröfu sína á því, að hann telur tjónþolanda, réttargææzlustefnda í máli þessu, hafa framselt sér bótakröfu á hendur stefnda vegna brunans. Stefndi krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostn- aðar úr hendi hans bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Réttargæzlustefndi krefst málskostnaðar úr hendi áfrýj- anda í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur viðurkennt, að starfsmenn hans hafi valdið brunatjóninu af vangá. Bætti hann tjónþolanda tjónið „að fullu“ samkvæmt kvittun dags. 18. desember 1965. Var því krafa tjónþola á hendur vátryggjanda um brunabætur fallin niður. Mál þetta var höfðað fyrir aukadómþingi Gullbringu- og Kjósarsýslu og síðan rekið og dæmt á bæjarþingi Hafnar- fjarðar, en samkvæmt ákvæðum 1. tl. 200. gr. laga nr. 85/ 426 1936, sbr. 2. mgr. 59. gr. laga nr. 20/1954, skal reka fyrir sjó- og verzlunardómi mál um það efni, sem hér er fjallað um. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa mál- inu frá héraðsdómi. Áfrýjandi greiði stefnda kr. 15.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá greiði hann og réttargæzlu- stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 7.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Áfrýjandi, Vélsmiðja Njarðvíkur h/f, greiði stefnda, Samvinnutryggingum g/t, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. Áfrýjandi greiði réttargæzlustefnda, Tryggva Sigjóns- syni h/f, kr. 7.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 24. nóvember 1967. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 13. f. m., hefur Vélsmiðja Njarðvíkur h/f, Njarðvíkurhreppi, höfðað gegn Samvinnutrygg- ingum g/t, Reykjavík, og Tryggva Sigjónssyni h/f, Höfn, Horna- firði, til réttargæzlu með kröfugerð fyrir dómi og framlagningu skjala í dómi hinn 10. janúar 1967, þar sem mætt var af hálfu varnaraðilja og þingfesting málsins samþykkt fyrir þeirra hönd. Dómkröfur sæjanda eru þær, að varnaraðilja, Samvinnutrygg- ingum g/t, verði gert að greiða kr. 50.060.65 auk 8% ársvaxta frá 6. maí 1965 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Varnaraðili, Samvinnutryggingar g/t, hafa krafizt þess aðal- lega að verða algerlega sýknaður af kröfum sækjanda og að sér verði tildæmdur málskostnaður úr hans hendi samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. og til vara, að krafa hans verði stórlega lækkuð og málskostnaður felldur niður. Á hendur varnaraðilja til réttargæzlu, Tryggva Sigjónssyni h/f, 427 eru ekki gerðar sjálfstæðar kröfur að öðru leyti en því, að sækj- andi krefst málskostnaðar úr hendi hans, enda hefur varnaraðili til réttargæzlu engar kröfur gert utan kröfu um málskostnað, þar með talinn ferðakostnaður vegna þinghalds í Njarðvíkum hinn 30. september 1966, en þann dag var þingfest þar á aukadómbþingi Gullbringu- og Kjósarsýslu mál milli sömu aðilja, er hafið var, Þegar mál þetta var þingfest. Í því máli, sem sprottið var af sömu atburðum og mál þetta og höfðað af Vélsmiðju Njarðvíkur h/f með stefnu, birtri 29. ágúst 1966, gegn Samvinnutryggingum g/t og með stefnu, birtri 29. september, gegn Tryggva Sigjónssyni h/f, var fjárhæð kröfu stefnanda hin sama og sækjanda í máli þessu, en beint aðallega gegn stefnda Samvinnutryggingum g/t, en til vara gegn stefnda Tryggva Sigjónssyni h/f. Málsatvik eru þau, að hinn 6. maí 1965 varð brunatjón í lest m/b Ólafs Tryggvasonar, SF 60, þar sem skipið stóð í slipp Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur. Eigandi bátsins var Tryggvi Sigjóns- son h/f, og var báturinn tryggður hjá Samvinnutryggingum g/t. Samkvæmt tjónstilkynningu sækjanda til ábyrgðartryggjanda síns, Tryggingar h/f, dags. 31. desember 1965, varð tjónið með eftirgreindum hætti: „Starfsmenn V. N. voru við vinnu í bátnum, við vélarhreinsun, skilrúm milli lestar og vélarrúms opnað og unnið í lest við þrif á vélarhlutum, vegna kulda í veðri höfðu starfsmenn V. N. olíu- ofn í lestinni, sem þeir slökktu á, er þeir fóru í mat kl. 18.30. Kl. 20.00, þegar komið var aftur til vinnu, var eldur í lestinni, logaði þá í olíupotti ofnsins. Eldurinn hafði sviðið dekk að neðan, skemmt rafleiðslu og sótað lestina. Ofninn var sprunginn undir“. Viðgerð á skemmdunum kostaði samkvæmt reikningi sækjanda kr. 50.060.65. Umrætt brunatjón var ekki tilkynnt yfirvöldum, og engin réttarrannsókn né brunapróf fóru fram. Fyrsta tilkynning um tjónið er tilkynning sækjanda, dags. tæpum átta mánuðum eftir að tjónið varð, til ábyrgðartryggjanda síns, sú, er vitnað er til hér að framan. Ábyrgðartryggjandi sækjanda synjaði um tjónbætur, hafði í tryggingarskilmálum undanþegið sig greiðslu bóta fyrir tjón af völdum eldsvoða eða sprengingar. Tryggjandi bátsins, Samvinnutryggingar g/t, varnaraðili í máli þessu, munu enga tilkynningu hafa fengið um tjónið, fyrr en um níu mánuðum eftir að tjónið varð. Af hálfu varnaraðilja 428 fór engin skoðun fram á tjóninu né orsökum þess, enda var við- gerð lokið, er varnaraðili fékk tilkynningu um það. Er umrætt brunatjón varð, var m/b Ólafur Tryggvason í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur vegna annars brunatjóns, er bát- urinn hafði orðið fyrir um mánuði áður. Hafði það tjón verið mun stórfelldara en það, sem hér um ræðir. Er heildaruppgjör fór fram milli Vélsmiðju Njarðvíkur og eiganda bátsins, gaf eigandi bátsins vélsmiðjunni kvittun fyrir greiðslu tjónbóta vegna tjónsins 6. maí. Var kvittunin dags. 18. desember 1967, að fjárhæð kr. 49.000.00. Fjárhæð kröfu sækjanda í máli þessu er, eins og fyrr greinir, kr. 50.060.65, og kveður sækjandi mismuninn á þeirri köfu og kvitt- uninni stafa af því, að á reikningnum komi fram endanlegt kostn- aðarverð á viðgerðinni, þar sé m. a. söluskattur, er ekki hafi verið búið að reikna út, er kvittunin var gefin. Sækjandi krafði síðan verjanda um tjónbætur, en verjandi synjaði um greiðslu þeirra. Málsástæður. Sækjandi byggir kröfu sína á því, að verjanda hafi borið að bæta verjanda til réttargæzlu umrætt tjón. Þar sem sækjandi hafi með fullgildu og löglegu framsali eign- azt kröfuna, eigi hann nú allan sama rétt gagnvart verjanda, eins og framseljandi kröfunnar átti áður. Verjandi eigi ekki og hafi aldrei átt endurkröfurétt á hendur sækjanda og verði því tjónbótakröfu og endurkröfu ekki skulda- jafnað. Verjandi byggir kröfu sína um sýknun og málskostnað á hendur sækjanda í fyrsta lagi á því, að kvittun sú (dskj. nr. 6), sem sækjandi hefur lagt fram sem sönnunargagn fyrir framsali tjón- bótakröfunnar til sín, sé einungis kvittun verjanda til réttar- gæzlu fyrir því, að sækjandi hafi greitt honum kr. 49.000.00 í bætur vegna brunatjóns, en eigi framsal á neinni kröfu á hendur verjanda. Þá sé krafa sækjanda rúmlega eitt þúsund krónum hærri en fjáhæð kvittunarinnar og hafi sækjandi ekki gert neina við- hlítandi grein fyrir þeim mismun. Í öðru lagi hafi tjón það, sem sækjandi sæki verjanda til greiðslu á, hlotizt af stórkostlegu gá- leysi starfsmanna sækjanda og beri hann því sjálfur ábyrgð á tjóninu samkvæmt almennum bótareglum. Af tjónskýrslu sækjanda megi ráða, að bruninn hafi orsakazt af stórfelldu gáleysi starfsmanna hans í meðferð olíuofnsins, þar sem augljóst sé, að þeir hafi ekki gætt þess að slökkva eldinn, 429 áður en þeir fóru í mat kl. 1830 umræddan dag, og ofninn hafi annað hvort sprungið eða verið bilaður fyrir. Starfsmenn sækjanda hafi einnig verið að vinna kunnáttuverk, sem sækjandi hafi tekið að sér samkvæmt samningi og gegn greiðslu. Hafi sækjandi borið ábyrgð á því, að hann veldi hæfa menn til starfans og veitti þeim nægar leiðbeiningar og verk- stjórn við framkvæmd hans, en á þessu hafi orðið mikill brestur. Þá hafi sækjandi ekki tilkynnt verjanda um tjónið, fyrr en um 9 mánuðum eftir að tjónið varð, og leiði af líkum, að erfiðara sé að staðreyna orsakir tjónsins og af því verði sækjandi að bera hallann. Verði þannig að telja, að tjónið hafi orsakazt af stór- felldu gáleysi, þar til annað sannist. Þá telur verjandi, að ef hann hefði bætt verjanda til réttar- gæzlu tjónið, hefði hann öðlazt kröfu á hendur sækjanda sam- kvæmt 1. ml. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingar- samninga. Hins vegar séu ekki í þessu tilviki skilyrði til að lækka eða fella niður bótaábyrgð sækjanda samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954, þar sem um stórkostlegt gáleysi hafi verið að tefla. Almenn varnarsjónarmið hamli því einnig, að bótaábyrgð sækjanda sé lækkuð eða felld niður samkvæmt nefndri laga- grein. Álit réttarins. Það er álit réttarins, að sækjandi hafi eignazt tjónbótakröfu verjanda til réttargæzlu á hendur verjanda. Sækjandi bætti verjanda til réttargæzlu umrætt brunatjón og fékk úr hans hendi fullnaðarkvittun fyrir tjónbótunum, sbr. dskj. nr. 6. Telja verður, að sækjandi með þessum hætti öðlist rétt tjón- þola á hendur tryggingafélaginu, og verður ekki talið, að í þessu tilviki skipti máli, þótt dskj. nr. 6 sé stílað sem kvittun, en ekki beinlínis orðað sem framsal kröfunnar á hendur umræðdu trygg- ingafélagi. Ekki verður heldur talið, að ábyrgð tryggingafélagsins hafi fallið niður, þótt tryggður kysi að beina kröfu sinni beint gegn tjónvaldi og fengi bætur úr hans hendi. Það verður því að telja, að sækjandi eigi tjónbótakröfu á hendur verjanda samkvæmt vátryggingarsamningi verjanda og verjanda til réttargæzlu. Ef verjandi greiddi þá kröfu, mundi verjandi eignast rétt vá- 430 tryggðs á hendur sækjanda samkvæmt 1. málslið 1. málsgreinar 25. gr. laga nr. 20/1954. Þessum kröfum verjanda og sækjanda mundi heimilt að skulda- jafna. Úrslit máls þessa velta þá á því, hvort efni yrðu til að lækka eða fella niður endurkröfu tryggingafélagsins samkvæmt 2. máls- lið 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954. Hér er um húsbóndaábyrgðartilvik að tefla. Er tjónið varð, stóð yfir viðgerð á skipinu, kunnáttuverk, sem sækjandi hafði tekið að sér samkvæmt samningi og gegn greiðslu, enda um vél- smiðju að ræða, sem m. a. leggur fyrir sig viðgerðir á skipum. Skipið var í vörzlu sækjanda, og eigandi þess hafði lítil tök á né ástæðu til að hafa umsjón með því né hafa afskipti af, hvernig var að viðgerðinni staðið, t. d. hvernig hitað var upp. Sækjanda sem vörzlumanni skipsins bar að tilkynna um brun- ann samkvæmt 34. gr. laga nr. 37/1948. Hann tilkynnti hins vegar yfirvöldum aldrei um brunann og vátryggjanda eigi, fyrr en mörgum mánuðum eftir að tjónið varð. Því eru mikilvæg atriði, er snerta orsök brunans og brunatjónið sjálft, miður upplýst en skyldi, og af því þykir sækjandi verða að bera hallann og einnig því, að sönnunargildi dskj. nr. 7, atvika- lýsingar í tjónstilkynningu sækjanda, hefur ekki verið styrkt með rannsókn opinberra aðilja á þeim tíma, sem hún mátti koma að gagni, né öðrum þeim gögnum, sem sækjandi átti kost á að afla. Þá er því og miður farið, þótt sækjandi þyki ekki eiga að bera halla af því, að atriði, sem upplýsa hefði þurft, ásamt gáleysisstiginu hafa ekki komið fram í málinu, svo sem það, hvort starfsmenn þeir, sem að viðgerðinni unnu, er tjónið varð, segndu mikilvægum stöðum hjá sækjanda, svo sem framkvæmda- stjóra- eða verkstjórastöðu eða voru í stjórn fyrirtækisins. Einnig hvort um gáleysi yfirmanna var að tefla, hvað snerti val, fyrii- mæli eða leiðbeiningar til starfsmanna, er að verkinu unnu, eftirlit með aðbúnaði og tækjum eða hvort yfirmaður á annan hátt hafði sýnt gáleysi, sem stuðlaði að tjóninu. Ekki verður þó talið, að síðasttalinn brestur á upplýsingum um málavöxtu sé svo verulegur né hafi þau áhrif á úrslit máls- ins, að efni séu til að beita ákvæðum 120. gr. laga nr. 85/1936, einkum þar sem svo langt er síðan umræddir atburðir gerðust. Eigi verður heldur séð, að rannsókn samkvæmt VI. kafla laga nr. 37/1948 sé líkleg til að bera árangur nú. 431 Niðurstöður. Verjanda, Samvinnutryggingum, bar að bæta verjanda til rétt- argæzlu, Tryggva Sigjónssyni h/f, umrætt tjón. Sækjandi, Vélsmiðja Njarðvíkur h/f, eignaðist kröfuna með fullgildu löglegu framsali og er því réttur aðili málsins. Sækjandi tókst á hendur með samningi að inna af hendi verk bað, sem í málinu greinir, en setti starfsmenn sína til að vinna bað. Starfsmennirnir gerðu sig seka um mistök í starfi og urðu með því valdir að tjóni því, sem sækjandi sækir verjanda til greiðslu á. Sækjandi ber ábyrgð á skaðaverki starfsmanna, en athugandi er, hvort fella skuli niður skaðabótaskyldu hans samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954. Út frá sjónarmiðum almennrar varnarviðleitni gegn skaða- verkum þykir varhugavert að fella niður skaðabótaábyrgð aðilja vegna mikilla mistaka við kunnáttuverk, er hann hefur tekið að sér með samningi og gegn greiðslu, þótt hann vinni verkið eigi sjálfur, heldur láti starfsmenn sína vinna það. Eru því eigi heldur efni til að fella niður skaðabótaskyldu sækjanda sam- kvæmt 2. málslið 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1924. Þar sem skilyrði skuldajafnaðar eru fyrir hendi, ber að sýkna verjanda af kröfu sækjanda um greiðslu tjónbóta í máli þessu. Rétt þykir, að sóknaraðili og varnaraðili beri hvor sinn hluta málskostnaðar, og er þá höfð hliðsjón af því, að mikill vafi hlaut að vera um úrslit málsins, einkum þar sem ósamræmis gætir Í Íslenzkri dómiðkun, hvað snertir beitingu heimildar í 2. ml. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954. Hæfilegt þykir, að sækjandi greiði verjanda til réttargæzlu, en af hans hálfu hefur tvisvar verið sótt þing í máli þessu, kr. 2.000.00 í málskostnað. Er þá ekki tekið tillit til kostnaðar af máli því, er rekið var á aukadómþingi Gullbringu- og Kjósar- sýslu og hafið var, þegar mál Þetta var þingfest, enda verður að telja, að hann hefði átt að krefjast úrskurðar um málskostnað í því máli, er það mál var hafið, þótt nýtt mál vegna sömu at- vika væri síðar þingfest fyrir öðrum dómstóli, enda hefur sjálf- stæð kröfugerð ekki verið höfð uppi gegn honum, svo sem var í fyrra málinu, önnur en málskostnaðarkrafa. Már Pétursson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. 432 Dómsorð: Varnaraðili, Samvinnutryggingar g/t, skal vera sýkn af kröfum sóknaraðilja, Vélsmiðju Njarðvíkur h/f. Málskostnaður milli varnaraðilja og sóknaraðilja fellur niður. Sóknaraðili greiði varnaraðilja til réttargæzlu, Tryggva Sigjónssyni h/f, kr. 2.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dómsins að viðlagðri aðför. Mánudaginn 24. marz 1969. Nr. 45/1969. Þórarinn Haraldsson Segn ASA Film Produktion A/S. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísunardómi hrundið. Um kröfusamlag. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 91. febrúar 1969, sem barst dóminum 5. marz 1969. Hann „gerir þær dómkröfur, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur og að honum verði dæmdur kærumálskostn- aður úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar héraðsdóms og kærumáls- kostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Kröfur þær, sem sóknaraðili sækir í máli þessu, eiga rót sína að rekja til framlaga hans sjálfs, Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga og Félagsheimilisins Skúlagarðs við gerð kvikmyndarinnar Rauðu skikkjunnar. Hafa Ræktunarsam- band Norður-Þingeyinga og Félagsheimilið Skúlagarður framselt sóknaraðilja kröfur sínar, og sækir hann allar þrjár kröfurnar sem sínar kröfur. Eigi er ástæða til að ætla, að réttarfarsþyngsli hljótist af þessari meðferð. Að svo vöxnu máli eru eigi efni til að taka frávísunarkröfu varnar- aðilja til greina. Ber því að fella hinn kærða frávisunardóm 433 úr gildi og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms. Eftir þessum málalokum er rétt að varnaraðili greiði sóknaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst kr. 7.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar. Varnaraðili, ASA Film Produktion A/S, greiði sóknar- aðilja, Þórarni Haraldssyni, kærumálskostnað kr. 7.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. febrúar 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. janúar 1969, er höfðað með stefnu, birtri 4. september 1966. Stefnandi málsins er Þórarinn Haraldsson, Laufási, Kelduneshreppi, Norður-Þingeyjar- sýslu. Stefndu eru Asa Film Produktion A/S, Lingby, Danmörku, og Just Betzer, sem einnig mun eiga heimili í Danmörku. Stefna í máli þessu var birt Just Betzer, sem þá dvaldi að Hótel Holti, Bergstaðastræti 37, Reykjavík, með heimild í 21. gr. laga nr. 18/1949. Dómkröfur stefnanda voru upphaflega þær, að stefndu yrðu in solidum dæmdir til að greiða stefnanda kr. 99.397.50 með 7% ársvöxtum frá 4. september 1966 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Enn fremur krafðist stefnandi þess, að staðfest yrði kyrrsetningargerð, sem fram hefði farið í eignum Asa Film Produktion A/S hér á landi 1. september s.l, og að veitt yrði heimild til aðfarar í þeim eignum. Stefndi Asa Film Produktion A/S hefur gert þær dómkröfur, að hann verði sýknaður að svo stöddu af öllum kröfum stefn- anda og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Stefndi Just Betzer hefur gert þær dómkröfur, að hann verði 28 434 sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði til- dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Við munnlegan flutning málsins þann 27. janúar 1969 hefur stefnandi gert eftirtaldar breytingar á stefnukröfum sínum: 1. Stefnandi hefur lækkað stefnukröfuna úr kr. 99.397.50 í kr. 96.587.50. Vaxta er krafizt af þeirri upphæð frá 4. september 1966 til greiðsludags og málskostnaðar. 2. Stefnandi hefur fallið frá staðfestingarkröfu sinni, enda hefur kyrrsetningunni þegar verið aflétt. 3. Stefnandi hefur fallið frá öllum kröfum sínum á hendur stefnda Just Betzer í máli þessu. Við munnlegan flutning máls- ins hefur stefnandi Just Betzer haldið fast við kröfu sína um málskostnað. Sátt hefur verið reynd í máli þessu, en án árangurs. 1. Um efnishlið málsins. Í stefnu er málavöxtum lýst á þá leið, að skuldin sé eftirstöðvar samkvæmt framvísuðum reikningum, sem stefnandi eigi sjálfur eða hafi fengið framsal fyrir og vera fyrir ýtuvinnu, fyrir afnot húsnæðis í Skúlagarði og skemmdir á því, fyrir hey, hestabeit, laun o. fl. Stefndu hafi stofnað til skuldar þessarar í sambandi við upptöku á kvikmyndinni „Den röde kappe“ sumarið 1966. Reikningarnir séu allir samþykktir af stefnda Just Betzer og Benedikt Árnasyni, aðstoðarmanni hans. Af skjölum málsins verður ráðið, að stefndi Asa Film Produktion hafi ráðið til sín Benedikt Árnason leikstjóra. Samkvæmt ráðningarsamningi hans var honum heimilt að gera hvers konar fjárhagslegar ráðstafanir, sem þörf væri á, vegna töku kvikmyndarinnar hér á landi. Samt átti þegar að bera undir „instruktören“ Gabriel Axel eða þann, sem stjórn hins stefnda félags fengi til að vera Í fyrirsvari fyrir framleiðanda myndarinnar, ef farið væri fram úr þeirri fjárhæð, sem ætluð væri til kostnaðar hérlendis og/eða fyrirframgerðri fjárhagsáætlun. Af skjölum málsins verður einnig ráðið, að stefndi Just Betzer hafi starfað hjá Asa Film Produktion A/S sem framleiðslustjóri (produktionchef). Hinir umstefndu reikningar eru þrír. Fyrsti þeirra, rskj. nr. 2, er svohljóðandi: 435 „Reikningur til ASA Film og Edda Film frá Ræktunarsambandi Norður-Þingeyinga Laufási 5/8 '66. An Krónur Júlí Ýtuvinna ID 9 unnið í Svínadalsvegi 17 klst. 325/— .. 2... 0... 0... ..5025.00 Ágúst Ytuvinna 20% klst. 325/— (Unnið í Axarfirði) .. .. .. .. .. 2... 2. 2. 6662.50 12.187.50 Þórarinn Haraldsson form. R. S.N. Þ. Samþykkjum þennan reikning. Ólæsileg undirskrift Just Betzer Ben Ár“. Samkvæmt aðiljaskýrslu stefnanda er reikningur þessi þannig til kominn, að í rigningarkafla um sumarið 1966 hafi Svínadals- vegur teppzt. Hafi stefndi Asa Film beðið um ýtu til þess að gera ruðninga fram hjá ófærum vegarköflum. Kveðst stefnandi hafa strax fengið ýtu Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga til að verða við þessari bón. Seinna hafi svo stefnandi verið beðinn um ýtuna til að gera við veg í Axarfirði til þess að auðvelda myndatöku, sem þar hafi farið fram á vegum Asa Film. Svo sem að ofan er sýnt, er reikningur þessi samþykktur af þeim Benedikt Árnasyni og Just Betzer. Reikningur þessi sýnist vera óumþrættur, nema að því er varðar aðild stefnanda að hon- um. Verður nánar fjallað um það atriði í Il og III hér á eftir. Annar reikningur stefnanda er, sbr. rskj. nr. 3, svohljóðandi: „Laufási 10-9 1966. REIKNINGUR til A.S.A. film og Edda film frá Þórarni Haraldssyni, Laufási. Krónur An Hey 40 vættir 125/— .. .... 0... 0. 2. 0 5000.00 — Hestabeit og varzla .. .. .. .. .. .. 2... 2... 2. 8000.00 — Lán á svefnbekkjum .. .. .. .. 2. 2... 2. 2. 2. 1000.00 — Ferðalög og fyrirgreiðsla .. .. .. .. .. .. .. .. ''7500.00 Saml. 21.500.00 436 Þórarinn Haraldsson Samþykkjum þennan reikning Just Betzer Ben Á.“ Reikningur þessi er ekki frekar reifaður í skjölum málsins. Við munnlegan flutning málsins hefur stefnandi tekið fram, að því er reikning þennan varðar, að hann sé nú að fullu greiddur með greiðslu að fjárhæð kr. 22.100.00. Kvaðst stefnandi mundu láta umframfjárhæðina ganga upp í aðra reikninga. Þriðji reikningurinn, sem stefnandi byggir kröfur sínar á, sbr. rskj. nr. 4, er svohljóðandi: „Laufási 14. ág. 1966. REIKNINGUR til A.S.A. film og Edda film frá Þórarni Haraldssyni Krónur An Húsaleiga fyrir félagsheimilið Skúlagarður, einnig leiga fyrir borð, stóla, borðbúnað og dýnur .. .. 70000.00 — Greitt fyrir skemmdir á húsinu og ofangreindum MUNUM 0... 0... 2. 15000.00 Saml. 85000.00 Þórarinn Haraldsson form. félsh. Skúlagarður Samþykkjum þennan reikning i henhold til aftale mellem Benedikt Árnason og ovennævnte Just Betzer Ben Á.“ Varðandi þennan reikning hefur stefnandi skýrt svo frá í aðiljaskýrslu sinni, að Félagsheimilið Skúlagarður sé talið eiga um 1.352 m? af byggingunni Skúlagarði í Kelduneshreppi, eða tæplega 50% af húsrýminu öllu, en barnaskólinn afganginn. Segir stefnandi, að stefndi Asa Film hafi haft húsið á leigu frá 10. júní 1966 til 25. ágúst s. á. Í aðiljaskýrslu stefnanda greinir nánar svo frá um leigu þessa, að þegar stefnandi hafi leigt Asa Film og Edda Film Félagsheimilið Skúlagarð, hafi það orðið að sam- komulagi milli stefnanda og Benedikts Árnasonar leikara, en Benedikt hafði séð um útvegun húsnæðis fyrir félagið, að ákveða 437 ekki leiguna, fyrr en séð væri, hve mikið af húsinu félagið þyrfti að nota, og leigan ákveðin síðan með hliðsjón af því, hvað skól- inn tæki fyrir sín húsakynni. Stefnandi kveðst hafa sett það að skilyrði, að klukkan 2000 á hverju laugardagskvöldi skyldi fé- lagsheimilið vera laust til samkomuhalds, ef á þyrfti að halda, en stefnandi skilaði því hins vegar hreinu og til teknu, áður en störf hæfust hjá myndatökufélaginu á sunnudagsmorgnum. Að þessu hafi Benedikt gengið og boðizt til að greiða fyrir með húspláss, ef á lægi, þó á rúmhelgu kvöldi yrði. Þetta boð Bene- dikts hafi síðar verið þegið. Þegar til hafi komið, hafi Asa Film og Edda Film þurft á öllu félagsheimilinu að halda fyrir starf- semi sína. Stefnandi kveður, að með húsinu hafi verið leigð borð og stólar, einnig nýlegur borðbúnaður, sem nægt hafi fyrir 70 manns til matar- og kaffiveitinga. Þá hafi og mörg fleiri áhöld verið þarna, sem ávallí þurfi að vera til handbær í hverju félags- heimili. Hér fyrir dómi þann 18. nóvember 1966 hefur Benedikt Árna- son leikari skýrt svo frá, að hann hafi að fyrra bragði spurt Þórarin, hvað hann gæti hugsað sér, að leigan fyrir félagsheimilið yrði, og hafi þá Þórarinn svarað því til, að hún mundi verða sanngjörn og ekki yfir 20—30 þús. kr. fyrir allt tímabilið, þ. e. tímabilið frá 10. júní 1966 til 25. ágúst s. á. Hafi þeir Þórarinn orðið þannig sammála um 20—30 þús. króna leigu fyrir félags- heimilið, enda gætu þá forsvarsmenn félagsheimilisis haft þar dansleiki og aðra eðlilega sumarstarfsemi, svo sem venja hafði verið. Um skemmdir á húsi og munum segir á þá leið í aðiljaskýrslu stefnanda, að stefnandi hafi gert lauslegt mat á skemmdum, bæði á húsi og munum, daginn sem flokkurinn hafi farið frá Skúlagarði, og hafi sér sýnzt, að skaðabótakrafan mætti ekki vera lægri en kr. 15.000.00. Benedikt og Just Betzer hafi samþykkt þessa upphæð og einnig leiguna með undirskrift sinni. Í vörzlum stefndu hafi glatazt m. a. nýjar dýnur, glatað hafi verið úr borð- búnaði, stólar og borð hafi verið flutt í kvikmyndaverið í algeru heimildarleysi með þeim afleiðingum, að fjöldi stóla og borða hafi liðazt og brotnað. Samkvæmt útreikningum stefnanda nemur heildarfjárhæðin samkvæmt ofangreindum þrem reikningum kr. 118.687.50. Stefn- andi kveður, að greitt hafi verið inn á skuldina kr. 22.100.00 þann 31. ágúst 1966. Aðiljar eru sammála um, að fjárhæð þessi hafi gengið til greiðslu á reikningi, dags. 10. september 1966, 438 eins og áður er rakið. Stefnandi hefur reiknað sér innheimtu- laun af þessari fjárhæð, þ. e. kr. 22.100.00, og bætir hann þeim við höfuðstólinn, þ. e. kr. 2.810.00. Kemur þá út upphaflega stefnufjárhæðin, kr. 99.397.50. Í hinum munnlega málflutningi hefur stefnandi enn dregið áðurnefndar kr. 2.810.00 frá upphaf- legu stefnufjárhæðinni, þ. e. kr. 99.397.50, og kemur þá út endan- lega stefnufjárhæðin, þ. e. kr. 96.587.50. Málssóknin er einkum á því byggð, að stefndi Asa Film Pro- duktion sé skuldbundinn til þess að greiða ofangreinda reikninga samkvæmt loforði sínu. Leggur stefnandi á það áherzlu, að reikn- ingarnir séu allir samþykktir af umboðsmönnum Ása Film, þeim Benedikt Árnasyni og Just Betzer. Stefnandi hefur einnig bent á, að afnot stefnda Asa Film af félagsheimilinu hafi verið því sem næst alger og hafi leigutíminn verið alls 80 dagar. Til sam- anburðar hefur stefnandi bent á, að eignarhluti barnaskólans í Skúlagarði, sem sé aðeins stærri en eignarhluti félagsheimilis- ins, hafi verið leigður á alls kr. 97.500.00 fyrir sama tímabil. Tel- ur stefnandi því fráleitt, að kr. 70.000.00 í leigu fyrir félagsheim- ilið í umrætt tímabil sé ósanngjarnt endurgjald. Stefndi Asa Film Produktion A/S hefur reist varnir sínar einkum á því, að reikningurinn að fjárhæð kr. 85.000.00 fyrir húsaleigu og skemmdir á húsnæði sé bersýnilega rangur og ósann- gjarn. Kr. 70.000.00 í húsaleigu fyrir um það bil tveggja mánaða afnot af húsinu sé bersýnilega andstætt öllum lögum og sann- girni. Stefndu hafi aðeins haft afnot hússins rúmhelga daga, og þó ekki alltaf. Stefndi heldur því fram, að fyrirvari þeirra Justs Betzers og Benedikts Árnasonar á reikningi þeim fyrir afnot félagsheimilisins, sem að ofan var rakinn, þýði einmitt það, að samið hafi verið milli aðilja um allt annað endurgjald en stefn- andi vilji vera láta. Þannig heldur stefndi því fram, að samið hafi verið um endurgjald kr. 20—30 þús. fytrir allt tímabilið. Þá er því haldið fram af stefnda Asa Film, að ósannað sé, hvort húsnæðið og aðrir munir hafi verið skemmt eða hverju þær skemmdir hafi numið eða hvort stefndu beri ábyrgð á þeim skemmdum. Málskostnaðarkrafa stefnda Justs Betzers er á því byggð, að hann hafi starfað hjá Asa Film Produktion A/S sem framleiðslu- stjóri, enda hafi stefnandi máls þessa skipt við hann í trausti þess og stílað reikninga sína á Asa Film, en ekki á stefnda Just Betzer. Það hafi því ætíð legið ljóst fyrir, hver staða Justs Betzers 439 hafi verið hjá Asa Film Produktion og því málssókn á hendur honum verið ástæðulaus. II. Um formhlið málsins. Mál þetta var þingfest 15. september 1966. Vitna- og aðilja- yfirheyrslur fóru aðallega fram í nóvember 1966, en þann 16. febrúar 1967 lýstu lögmenn yfir því, að gagnasöfnun væri lokið. Á bæjarþingi þann 11. október 1968 var mál þetta endur- upptekið og lögmönnum gefinn kostur á að afla gagna um nokkur nánar tilgreind atriði og auk þess annarra atriða, sem aðiljar kynnu að vilja koma að í málinu. Fengu aðiljar frest til 15. nóvember 1968 í þessu skyni. Í næsta réttarhaldi í málinu þann 4. desember 1968 lagði stefnandi fram endurrit úr aukaþingbók Þingeyjarsýslu og Húsavíkur, en samkvæmt því gagni hefur skýrsla verið tekin af stefnanda um nokkur atriði. Þann 13. desember s.l. átti að fara fram munn- legur málflutningur í máli þessu, enda var þá gagnasöfnun lokið. Í því þinghaldi krafðist lögmaður stefndu hins vegar þess, að málið yrði endurupptekið og frestað til að afla gagna, sem nánar voru tilgreind. Lögmaður stefnanda mótmælti kröfu þessari, og var hún því þegar flutt og að því loknu tekin til úrskurðar. Með úrskurði, uppkveðnum 10. janúar 1969, var framangreindri frestbeiðni stefndu synjað. Málið var síðan munnlega flutt þann 27. janúar 1969, svo sem áður er rakið. Í greinargerð stefnda Asa Film Produktion A/ S, sem lögð var fram 29. september 1966, er að því vikið, að reikningur frá Rækt- unarsambandi Norður-Þingeyinga fyrir ýtuvinnu hljóti að sæta frávísun í málinu. Í hinum munnlega málflutningi gerði lögmaður stefnda Asa Film Produktion A/S hins vegar fyrst beina kröfu um það, að máli þessu yrði vísað frá dómi. Var því mál þetta bæði flutt að formi til og efni þann 27. janúar s.l. Stefndi Asa Film Produktion A/S byggði frávísunarkröfu sína á því, að sóknaraðiljar væru Í raun og veru þrír. Stefnandi hafi stefnt út af eigin kröfum, en auk þess fengið innheimtuframsöl frá Ræktunarsambandi Norður- Þingeyinga og Félagsheimilinu Skúlagarði. Þar sem kröfur þessar væru eigi af sömu rót runnar, væri um ólöglegt aðiljasamlag að ræða. Kvaðst stefndi eigi hafa gert frávísunarkröfu þessa fyrr 440 í málinu, þar eð hann hafi talið, að þetta atriði ætti að sæta frávísun ex officio. Í öðru lagi benti stefndi Asa Film Produktion A/S á, að aðalkrafan í máli þessu, þ. e. samkvæmt reikningnum að fjárhæð kr. 85.000.00, væri svo illa rökstudd, að hún væri ódómhætf. Af hálfu stefnanda var því hins vegar haldið fram, að ákvæði réttarfarslaga væru því ekki til fyrirstöðu, að mál þetta væri höfðað, svo sem stefnandi hefði gert. Auk þess var bent á það af hálfu stefnanda, að það hefði legið ljóst fyrir í upphafi, hvernig aðild málsins var háttað, og því hefðu mótmæli gegn sóknaraðild átt að koma fram strax í greinargerð stefnda. Frá- vísunarkrafa nú við munnlegan flutning málsins væri því of seint fram komin. Il. Niðurstaða. Stefnandi málsins, Þórarinn Haraldsson, hefur höfðað mál þetta í eigin nafni. Segir í stefnunni, að hann ýmist eigi stefnukröf- urnar sjálfur eða hafi fengið framsal fyrir þeim. Af málflutningi aðilja verður það ráðið, að stefnandi eigi sjálfur persónulega kröfu fyrir hestabeit og vörzlu o. fl. að fjárhæð kr. 21.500.00. Er sú krafa rakin hér að framan, sbr. réttarskjal nr. 3. Á rskj. nr. 2 er reikningur frá Ræktunarsambandi Norður-Þingeyinga fyrir ýtuvinnu að fjárhæð kr. 12.187.50. Um framsal þeirrar kröfu hefur verið lagt fram svohljóðandi skjal: „Undirrituð stjórn Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga stað- festir hér með samkvæmt beiðni Harðar Ólafssonar, hæstaréttar- lögmanns, að hún hefur framselt formanni sínum, Þórarni Har- aldssyni, Laufási, reikning sinn á hendur Asa Film Produktion a.s. fyrir ýtuvinnu í júlí og ágúst 1966 samtals að fjárhæð kr. 12.187.50. Norður-Þingeyjarsýslu, í október 1966. Þórarinn Haraldsson Ingim. Jónsson formaður (meðstjórnandi) Hólmsteinn Helgason (meðstjórandi)“. Þessu skjali var mótmælt þegar af hálfu stefndu sem óstað- festu. Skjal þetta hefur ekki verið staðfest hér fyrir dómi. Í aðiljaskýrslu hefur stefnandi skýrt svo frá, að því er kröfu þessa varðar: „Ég lít svo á, að reikningur þessi sé krafa Ræktunar- sambandsins, sem ég tek að mér að innheimta, sem formaður 441 sambandsins, og sé ekki með því að sameina það persónulegum kröfum mínum“. Ekki hefur komið fram í málinu, hvers konar félag Ræktunarsamband Norður-Þingeyinga er, en svo er að sjá, að stefnandi sé stjórnarfonmaður í því félagi. Að því er snertir húsaleigu Félagsheimilisins Skúlagarðs, sbr. rskj. nr. 4, að fjárhæð kr. 85.000.00, þá hefur stefnandi á auka- dómþingi Þingeyjarsýslu í nóvember 1968 skýrt svo frá: „Mættur er nú spurður um aðild sína að því, er varðar kröfu félags- heimilisins um hásaleigu. Hann svarar því til, að hann sé for- maður stjórnar félagsheimilisins og á þeim grundvelli hafi hann fengið frá eigendum félagsheimilisins framsal kröfunnar vegna nauðsynlegrar málssóknar“. Á framangreindu aukadómþingi lagði stefnandi fram staðfest- ingarskjal á framsalinu. Er það svohljóðandi: „Við undirritaðir, stjórn félagsheimilisins Skúlagarðs, staðfestum hér með framsal okkar til Þórarins Haraldssonar á kröfu félagsheimilisins á hendur ASA film produktion A/S vegna skuldar ÁSA film á húsaleigu og vegna skemmda, sbr. mál það, sem Þórarinn hefur höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur ASA Film, Keldu- hverfi, í október 1868“. Undir framsal þetta hafa fyrirsvarsmenn eigenda félagsheimilisins ritað. Af framanrituðu er ljóst, að stefnandi máls þessa hefur fengið heimild frá Ræktunarsambandi Norður-Þingeyinga og Félags- heimilinu Skúlagarði til að höfða mál um kröfur þeirra í eigin nafni. Hefur og flutningur málsins hér fyrir dómi verið á því reistur. Þar sem málum er svo háttað sem að framan er lýst, er ljóst, að sóknaraðiljar máls þessa eru að réttarfarslögum þrír, þ. e. Þórarinn Haraldsson, Ræktunarsamband Norður-Þingeyinga og Félagsheimilið Skúlagarður, en hins vegar hefur stefnandi fengið „mandatar“-umboð frá hinum síðarnefndu til að höfða mál þetta. Eigi hefur stefnandi sýnt fram á, að brýnir hagsmunir réttlæti það form sóknaraðildar, sem að framan er lýst, og eigi styðst heimild hans til þessa við beina lagaheimild. Það ræður þó eigi úrslitum, eins og mál þetta liggur fyrir, þar sem dómkröfur hinna þriggja sóknaraðilja eru ósamrættar. Augljóst er, að „mandatar“-umboð verður ekki notað til þess að fara í kringum brýn og ófrávíkjanleg ákvæði réttarfarslaga. Af þeim sökum ber því þegar ex officio að vísa máli þessu frá dómi að hluta með skírskotun í 47. gr. laga nr. 85/1936, að því er varðar kröfur Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga að fjárhæð kr. 12.187.50 442 og kröfur Félagsheimilisins Skúlagarðs að fjárhæð kr. 85.000.00. Tekin verður afstaða til kröfu Þórarins Haraldssonar sjálfs svo og málskostnaðarkrafna í því sambandi við endanlegan dóm í málinu. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefnandi, Þórarinn Har- aldsson, greiði stefnda Asa Film Produktion A/S kr. 2.000.00 í málskostnað í þessum þætti málsins. Hins vegar verður stefnda Just Betzer eigi dæmdur málskostnaður í þessum þætti málsins. Stefán M. Stefánsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þennan. Dómsorð: Kröfu Ræktunarsambands Norður-Þingeyinga að fjárhæð kr. 12.187.50 og kröfu Félagsheimilisins Skúlagarðs að fjár- hæð kr. 85.000.00 er vísað frá dómi. Málskostnaður til handa stefnda Just Betzer er eigi til- dæmdur. Stefnandi, Þórarinn Haraldsson, greiði stefnda Asa Film Produktion A/S kr. 2.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 25. marz 1969. Nr. 44/1968. Ingimundur Jónsson (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Kolbeini Guðmundssyni og Engilbert Kolbeinssyni (Árni Gunnlaugsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 4. marz 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 21. febrúar sama ár. Krefst hann þess, að stefndu verði dæmt að greiða honum óskipt 443 kr, 89.766.20 með 7% ársvöxtum frá 18. október 1961 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði, eins og málið hefði eigi verið gjafsóknarmál þar, svo og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál, en stefndi Kolbeinn hefur fengið gjafvörn í málinu með bréfi dóms- málaráðuneytisins 30. apríl 1968. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa skipstjórarnir Jón Guð- jónsson, Einar Sigurðsson og Sverrir Bragi Kristjánsson komið fyrir dóm og gefið skýrslur. Þá hefur Gunnar Berg- steinsson sjómælingamaður markað á uppdrátt dýpi við bryggjuna í Vogum miðað við meðalstórstraumsfjöru. Einnig gaf hann umsögn um málið, og segir þar meðal annars: „Eins og sjá má af uppdrætti þeim, sem ég hefi gert af höfninni í Vogum eftir mælingakorti Hafnarmálastofnunar- innar, er ekkert sker nálægt bryggjunni. En vestur af bryggj- unni er grunn, sem liggur suður með henni, og er sennilega átt við það, þegar minnzt er á sker í réttarskjölunum. Minnsta dýpi á grunni þessu er 1.1 m við stórstraumsfjöru. Samkvæmt flóðtöflum mun flóð hafa verið um kl. 13.05, en fjara um kl. 19.40 hinn 18. október 1961. En samkvæmt réttarskjali nr. 7 hefur slysið viljað til um kl. 16.40 eða á hálfföllnum sjó. Dýpi hefur því verið um 2 metrum meira en uppdrátturinn sýnir og sjávaryfirborð rúmlega þrem metrum neðan við bryggjuþekju, en hæð hennar er 5.4 m yfir fjöruborði því, sem dýptartölur kortsins eru miðaðar við“. Eigi er í ljós leitt, að slys það, sem mál þetta er risið af, verði rakið til vanbúnaðar skipsins, mistaka skipstjórans, stefnda Engilberts, við stjórntök þess eða annarra orsaka, sem stefndu bera ábyrgð á. Með þessari athugasemd ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um sýknu stefndu af kröf- um áfrýjanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Áfrýjandi hafði fengið gjafsókn í máli þessu í héraði með 444. bréfi dómsmálaráðuneytisins 23. desember 1963. Héraðsdómi hefur láðst að kveða á um greiðslu málskostnaðar í sam- ræmi við ákvæði 174. gr. laga nr. 85/1936. Verða skipuðum talsmanni áfrýjanda í héraði því ákveðin hér málflutnings- laun, kr. 15.000.00. Málsvarnarlaun skipaðs talsmanns stefnda Kolbeins fyrir Hæstarétti ákveðast kr, 15.000.00, er greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Stefndu, Kolbeinn Guðmundsson og Engilbert Kol- beinsson, eiga að vera sýknir af kröfum áfrýjanda, Ingi- mundar Jónssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda í héraði, Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000.00, og málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnda Kolbeins Guðmundssonar fyrir Hæstarétti, Árna Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómur sjó- og verzlunardóms Hafnarfjarðar 5. júní 1967. Mál þetta, sem dómtekið var 18. maí s.l., hefur Ingimundur Jónsson vélstjóri, Gilhaga 1 við Breiðholtsveg í Reykjavík, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 6. janúar 1964, gegn Kolbeini Guðmundssyni útgerðarmanni og Engilbert Kolbeinssyni skip- stjóra, báðum til heimilis að Auðnum í Vatnsleysustrandarhreppi, til greiðslu in solidum á skuld að fjárhæð kr. 89.766.20 með 7% ársvöxtum frá 18. október 1961 til greiðsludags auk málskostn- aðar, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 23. desember 1963, var stefn- anda veitt gjafsókn í málinu og Magnús Thorlacius hæstaréttar- lögmaður skipaður til að flytja málið fyrir gjafsóknarhafa. Af hálfu stefndu er þess krafizt aðallega, að þeir verði alger- lega sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður úr hendi hans eftir mati dómsins. Til vara er þess krafizt, að stefnukrafan verði stórlega lækkuð, enda verði þá málskostnaður látinn falla niður. 445 Aðalkrafa stefnanda er til greiðslu skaðabóta vegna slyss, sem hann varð fyrir um borð í skipi stefnanda, og sundurliðast þannig: Debet Kredit An: Útlagt 2. 0... 1.610.00 — Atvinnutjón .. .. .. .. .. 79.176.00 — Þjáningar .. .. .. .. .. .. 25.000.00 Pro: Tryggingastofnun .. .. .. 16.019.80 — Jöfnuður .. 2... .. ..... 89.766.20 Alls kr. 105.786.00 105.786.00 Jöfnuðurinn svarar stefnufjárhæðinni. Við munnlegan flutning málsins hefur af stefnanda hálfu verið fallizt á, að tillit beri að taka til þess við ákvörðun bótanna, að bær séu skattfrjálsar. Málavextir. Á árinu 1961 var stefnandi vélstjóri á m/b Sæljóni, GK 103, þá eign stefndu. Skipstjóri á skipinu var stefndi Engilbert. 18. október það ár var skipið að leggjast að bryggju í Vogum á Vatnsleysuströnd. Bjart var af degi, lágsjávað og hátt upp á bryggju af þilfari. Nokkur alda var á og lítils háttar súgur við bryggjuna. Skipið sneri bakborðshlið að bryggjuhausnum, og var orðið fast að framan, Framendinn nam við bryggjuhausinn, en afturendinn var nokkuð frá bryggju. Stefnandi var aftur á, bak- borðsmegin, og hafði kastað festi í land. Var annar endinn orðinn fastur á bryggjunni. Stefnandi hélt í hinn og hugðist festa hann í „krusshald“. Hafði hann tyllt tauginni eða fest. Taugin slóst í handlegg hans. Lenti handleggurinn í járngrindverki á borð- stokknum og brotnaði. Stefnandi sjálfur hefur skýrt svo frá þessum atburði hér fyrir rétti, að línustampar nokkrir hafi verið fyrir „krusshaldinu““, þar sem línuna skyldi festa. Hann kveðst hafa smeygt fangalín- unni undir járngrindverkið á borðstokknum og brugðið endanum tvisvar um endastýringuna (kefa), meðan hann var að ryðja stömpunum frá. Hann kveðst hafa haldið í taugina með vinstri hendi, en stutt hægri hendi ofan á brögðin á endastýringunni. Þá segir hann skipstjórann hafa bakkað af svo miklum krafti, að hann hafi misst af tauginni og hægri handleggurinn slegizt upp í grindverkið. 446 Bróðir stefnanda, sem var matsveinn á bátnum, var í stýris- húsi. Hann kveðst hafa gengið út að hliðarglugga bakborðsmegin, þegar báturinn tók að bakka. Hann kveður hafa verið bakkað tvisvar, lítið í fyrra skiptið, meira í hið síðara. Kveður hann hafa stríkkað mjög á afturfestinni, en síðan kveðst hann hafa orðið þess var, að slaknað hafi á henni. Leit hann þá út um gluggann og sá þá stefnanda sitja á hekkinu og halda um hand- legginn. Vitnið kvaðst þess fullvisst, að skipt hafi verið aftur á. Hann sagði skipstjórann hafa hætt að bakka, þegar hann sagði honum, að eitthvað hefði komið fyrir aftur á. Stefndi Kolbeinn var staddur á bryggjunni, þegar skipið lagði að. Hann skýrði svo frá hér fyrir dómi 18. nóvember 1964, að skipstjóri hafi bæði „keyrt í springinn“ og tekið aftur á bak, Þegar hann var að reyna að ná bátnum að. Í samprófun við með- stefnda Engilbert og stefnanda í sama þinghaldi kvaðst hann aðeins hafa séð, að báturinn fór aftur á bak, en um það, hvort skrúfu hafi verið skipt aftur á eða ekki, kvaðst hann ekki geta borið. Stefndi Kolbeinn segir, að fangalínan að aftan hafi legið ofan á grindverkinu og að stefnandi hafi vafið hana um endann á „krusshaldinu“. Kveður hann línuna hafa gengið aftur og fram á grindverkinu, eftir því hvernig skipið færðist til. Stefndi Engilbert hefur skýrt svo frá atvikum í skriflegri skýrslu, sem hann hefur staðfest hér fyrir dómi, svo og í reglu- legri aðiljaskýrslu, að eftir að fast var orðið að framan, hafi hann tekið að „keyra í springinn“ til að ná afturendanum að bryggjunni. Hann kveðst hafa staðið við stjórntæki skipsins stjórnborðsmegin í stýrishúsinu og því ekki getað séð til stefn- anda, þar sem hann var staddur, án þess að yfirgefa stjórntækin, enda sé hliðarglugginn lítill og að nokkru hulinn af dýptarmæli. Hann kveður ekki hafa verið tímabært að setja fast að aftan og kveðst enga skipun' hafa gefið um, að svo skyldi gert. Hann kveðst ekki hafa bakkað, en telur, að vera megi, að hann hafi kúplað frá og báturinn þá sakkað aftur. Vitnið Hjartvar S. Poulsen hefur skýrt svo frá fyrir sakadómi í Færeyjum, að hann hafi á þessum tíma starfað sem landmaður í Vogum og verið staddur á bryggjunni, er slysið varð. Hann kveðst muna, að stefnandi hélt með annari hendi bragði um kjálka á borðstokknum og dró inn línuna, eftir því sem báturinn færðist nær, meðan skipstjórinn keyrði í framtaugina. Hann kveður útilokað, að skipstjórinn hafi bakkað. Vitni þetta varð 447 ekki eiðfest, þar sem dómurinn taldi þess ekki þörf, og vísaði um það atriði í 186. gr. réttarfarslaganna. Stýrimaðurinn á skipinu hefur gefið skýrslu fyrir réttinum og staðfest hana með eiði. Hann skýrir svo frá, að hann hafi verið fram á og kastað upp línu, sem fest var bæði á bryggjunni og um borð. Hann kveður hafa verið keyrt í framtaugina til að ná bátnum að bryggjunni. Hann kveður hafa verið kastað fangalínu upp að aftan, þegar skipið tók að nálgast bryggjuna. Hann kveður línuna hafa verið festa við polla á bryggjunni og einnig um borð, en ekki rétt, því að línan hafi legið yfir grindverkið. Hann kveðst ekki minnast þess, að stampar væru fyrir „krusshaldinu“. Hann kveður ekki hafa verið keyrt í afturlínuna, en viðurkennir, að ekki finnist frammi í bátnum, ef bakkað er, nema það sé gert af miklum krafti. Hann telur hins vegar, að hann mundi hafa séð á ferð bátsins, ef bakkað hefði verið. Hann segir bátinn að- eins hafa sakkað aftur á, þegar stytt war í framtauginni og kúplað frá. Í skýrslu vitnisins Hjartvars Signars segir, að sker hafi verið fyrir aftan bátinn, sem skipið hefði rekizt á, ef aðeins hefði verið bakkað lítið eitt. Stefndi Engilbert getur einnig um sker þetta í skýrslu sinni og segir, að komið hafi fyrir, að bátar strönduðu á því. Rétturinn hefur sjálfur farið á vettvang og skoðað aðstæður um fjöru. Sást þá greinilega móta fyrir skeri svo sem bátslengd frá bryggjuhausnum, og hefur afturhluti skipsins stefnt beint á það, ef það hefur legið skáhallt við bryggjuhausinn. Stefndi Engilbert hafði réttindi til að stjórna 30 lesta skipi og undanþágu til að stjórna m/b Sæljóninu, sem hefur 335 ha. vél. Höfðu þeir feðgar nýlega fest kaup á skipinu, er slysið varð, en áður hafði stefndi Engilbert stjórnað skipi með 240 ha. vél. Vitnið Hjartvar Signar, sem segist hafa siglt með stefnda Engil- bert, ber, að hann hafi alltaf stýrt skipi einstaklega vel. Ekkert mun hafa verið skráð í skipsdagbók um atburðinn, og sjóferðaskýrsla var ekki gefin fyrir rétti. Höfuðmálsástæður. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að slysið hafi orðið fyrir yfirsjón eða vanrækslu stefnda Engilberts við stjórn skipsins og beri meðstefndi Kolbeinn húsbóndaábyrgð á tjóninu samkvæmt 13. gr. siglingalaga nr. 56/1914. Bótaábyrgð stefnda Engilberts er talin byggjast á almennu skaðabótareglunni. 448 Það atvik, að stefndu létu ekki taka sjóferðaskýrslu fyrir dómi út af slysinu, er talið eiga að varða því, að á þá verði lögð þyngri sönnunarbyrði en ella hefði verið. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að slysið hafi orðið fyrir mistök stefnanda, sem hafi unnið verk það, sem hann slasaðist við, án þess að honum hefði verið skipað að framkvæma það, enda hafi það verið ótímabært. Hafi hann farið rangt að við verkið og sé það orsök slyssins. Á því er byggt, að stefndi Engil- bert hafi stjórnað skipi sínu óaðfinnanlega. Ályktun réttarins. Ekki verður talið sannað, að ótímabært hafi verið að setja fast að aftan, þegar stefnandi hófst handa, og ekki verður talið full- sannað, að hann hafi farið öðruvísi að en rétt var þrátt fyrir framburð meðstefnda Kolbeins og stýrimanns. Á hinn bóginn verður ekki talið, að það atvik, að stampar voru fyrir „kruss- haldinu“, sé þannig ámælisvert, að bótaábyrgð varði. Telja verð- ur, að stórlega gálauslegt hefði verið af skipstjóra að fara frá stjórntækjum skipsins til að skyggnast út um hliðargluggann bakborðsmegin, eins og á stóð. Telja verður ósennilegt og ósann- að, að skipstjórinn hafi bakkað í umrætt sinn, meðal annars vegna nálægðar skersins við bryggjuhausinn. Yfir höfuð verður ekki séð, að skipstjórinn hafi gerzt sekur um nokkurt það atferli, sem leiði til þess, að ábyrgð verði á lögð samkvæmt almennu skaða- bótareglunni. Stefnandi vann við algengt starf í umrætt sinn, sem ekki verður talið sérlega hættulegt. Ekki verður talið, að nokkur lagaregla leiði til, að lögð verði bótaábyrgð á stefndu í máli þessu. Í 45. gr. siglingalaga nr. 56 frá 1914 er skipstjóra m. a. gert skylt að gefa sjóferðaskýrslu, ef maður ferst voveiflega af skip- inu. Skylda þessi nær ekki til atviks þess, sem hér er fjallað um. Telja verður líklegast, að óhappatilviljun hafi valdið um, hvernig fór, Skipið mun hafa sakkað aftur á, þegar stríkkaði á framtauginni og skrúfan var tengd frá. Súgur við bryggjuna kann að hafa valdið hér nokkru um. Telja verður, að stefnandi hafi nú þegar beðið nægilegt tjón af slysi sínu, og verður honum ekki lagt það til lasts, þótt hann freistaði þess að fá upplýst fyrir dómi um atvik að slysinu og úrlausn um bótaábyrgð. Þykir því hæfa að málskostnaður verði látinn falla niður. Dóm þennan kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson, full- 449 trúi bæjarfógeta, formaður dómsins, og meðdómsmennirnir Þor- steinn Einarsson skipstjóri og Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri. Dómsorð: Stefndu, Engilbert Kolbeinsson og Kolbeinn Guðmundsson, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Ingimundar Jóns- sonar. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 28. marz 1969. Nr. 4/1969. Almennar tryggingar h/f og Stefán Tryggvason (Guðmundur Pétursson hrl.) Segn Rannveigu G. Kristjánsdóttur og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. janúar 1969. Krefjast þeir sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði látinn falla niður. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 14. janúar 1969. Gerir hún þær dómkröfur, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða henni óskipt kr. 270.946.00 ásamt 7% árs- vöxtum frá 21. ágúst 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hún krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjenda. Samkvæmt málflutningi hér fyrir dómi eru aðiljar sam- mála um, að slys það, sem málið fjallar um, hafi orðið vegna ógætni ökumanns bifreiðarinnar, aðaláfrýjanda 29 450 Stefáns Tryggvasonar. Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. umferðar- laga nr. 26/1958 mátti gagnáfrýjandi sækja kröfu sína beint á hendur aðaláfrýjanda Almennum tryggingum h/f. Það haggar ekki bótarétti gagnáfrýjanda á hendur félaginu, að ökumaður og eigandi bifreiðarinnar var eiginmaður hennar. Ber því að staðfesta ákvæði héraðsdóms um fébótaábyrgð aðaláfrýjenda á tjóni gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Bætur fyrir orkutjón .. 2. 0... kr. 164.946.00 2. Bætur fyrir þjáningar og lýti .. ........ — 100.000.00 3. Greiddur kostnaður .. .. .. .. .. -. 2. =. — 6.000.00 Kr. 270.946.00 Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um 1. kröfulið. Bóta- fjárhæð 2. kröfuliðs þykir hæfilega ákveðin kr. 90.000.00. Fjárhæð 3. kröfuliðs er viðurkennd. Samtals eru þessar fjár- hæðir kr. 176.000.00 (90.000.00 -- 80.000.00 - 6.000.00) , sem aðaláfrýjendum ber óskipt að greiða gagnáfrýjanda ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Aðaláfrýjendur greiði óskipt gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 50.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Almennar tryggingar h/f og Stefán Tryggvason, greiði óskipt gagnáfrýjanda, Rannveigu G. Kristjánsdóttur, kr. 176.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 21. ágúst 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi till. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, kr. 50.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 451 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. nóvember 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Rannveig Kristjánsdóttir, Rauðalæk 19, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni 21. nóvember 1966, gegn Stefáni Tryggvasyni lögregluþjóni, Rauðalæk 19, Reykjavík og Almenn- um fryggingum h/f, Reykjavík, til greiðslu in solidum á skaða- bótum að fjárhæð kr. 261.608.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 21. ágúst 1963 til greiðsluðags og málskostnaði að skaðlausu. Af hálfu hinna stefndu er krafizt sýknu aðallega auk hæfilegs málskostnaðar að mati dómsins. Til vara er af hálfu hinna stefndu krafizt verulegrar lækkunar á stefnukröfunum og að málskostn- aður verði látinn niður falia. Stefnandi greinir frá málavöxtum á þá leið, að hún hafi verið farþegi í bifreiðinni R 11668 hinn 21. ágúst 1963 á leið austan úr Þingeyjarsýslu til Akureyrar. Stefnandi kveðst hafa setið í framsæti bifreiðarinnar, en ökumaður hafi verið eigandi bif- reiðarinnar, Stefán Tryggvason, eiginmaður hennar. Á bjóðveg- inum austan Djúpár, á beygjum við brúna, kveður stefnandi Stefán hafa misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum, að bifreiðin hafi rekizt á brúarstöpulinn hægra megin, síðan snúizt til vinstri og hafi þá vinstra afturhorn hennar lent á brúarstólp- anum hinum megin og um leið hafi hægri hurð bifreiðarinnar opnazt og stefnandi hrokkið út úr bifreiðinni. Stefnandi kveðst hafa brotnað á báðum kjálkum við áreksturinn og aldrei verða jafngóð af brotinu. Stefnandi kveður orsakir slyssins vera þær, að ökumaður bif- reiðarinnar hafi ekið of hratt miðað við aðstæður, og kveðst hún því telja hann og tryggjanda bifreiðarinnar bótaskylda á tjóni sínu samkvæmt 69. gr., 3. mgr., laga nr. 26/1958, sbr. og 74. gr., 2. mgr., sömu laga. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Bætur vegna tímabundinnar og varanlegrar ÖFOFkKU kr. 157.108.00 2. Bætur fyrir þjáningar og lýti .. .... 2. 2. 2. — 100.000.00 3. Útlagður kostnaður .. 2... 0... .. — 4.500.00 Samtals kr. 261.608.00 Stefnandi, Rannveig Guðmundína Kristjánsdóttir, hefur komið. fyrir dóm í máli þessu og skýrt þar frá á þá leið, að í umrætt: 452 sinn hafi bifreiðin verið á um 60 km hraða, þegar hún nálgaðist brúna. Kveður hún vondar beygjur hafa verið báðum megin við brúna. Hafi stefndi Stefán misst stjórn á bifreiðinni, um leið og bifreiðin rann í lausri möl, sem hafi verið á akbrautinni. Hún kveðst ekki hafa veitt því athygli, að ástand benzingjafarinnar hafi verið óvenjulegt. Hún kveðst ekki hafa fundið neitt sér- stakt að við akstur Stefáns í umrætt sinn. Segir stefnandi að gefnu tilefni, að ekki hafi verið haft áfengi um hönd í bifreið- inni. Stefnandi segir, að þau hjón hafi ekki gert með sér kaup- mála. Hún tekur fram, að hún sé engan veginn orðin góð af áverkum þeim, sem hún hlaut. Hún geti t. d. ekki enn opnað munninn með eðlilegum hætti eins og áður. Þá telur hún, að við ákeyrsluna hafi hún hlotið snert af taugaáfalli og sé engan veg- inn orðin góð af því. Hún segir, að stundum, þegar henni sé kalt og eins þegar hún tyggi, þá fái hún verki í kjálkann hægra megin. Stefndi Stefán Tryggvason hefur skýrt svo frá Í skýrslu sinni, sem gefin hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri og er á dskj. nr. 3 í máli þessu, að um kl. 2130 að kvöldi 2. ágúst 1963 hafi hann ekið bifreið sinni, R 11668, vestur þjóðveginn austan Djúpár í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu á leið til Akureyrar. Í bifreiðinni með sér hafi verið kona sín, Rannveig Kristjáns- dóttir, og Ásgeir Sigurðsson, 20 ára, til heimilis að Tangagötu 26, Ísafirði, og hafi hann setið í aftursæti. Er stefnandi nálgaðist Djúpárbrúna, kveðst hann hafa ekið á um 60 km hraða miðað við klukkustund. Á hæðinni skammt austan við brúna kveðst hann hafa ætlað að draga úr hraðanum, en þá hafi benzíngjöfin staðið á sér og bifreiðin haldið ferð sinni. Kveðst stefndi þá hafa hemlað og kúplað sundur, en bifreiðin hafi skrikað til í lausa- mölinni og rekizt á brúarstólpann hægra megin, snúizt síðan til vinstri og hafi þá vinstra afturhorn bifreiðarinnar lent á brúar- stólpanum hinum megin og um leið hafi hægri hurðin opnazt og kona stefnda hrokkið út úr bifreiðinni, en bifreiðin hafi stöðvazt næstum því öfug á brúnni. Stefndi kveðst þegar hafa komizt út vinstra megin og hlaupið til aðstoðar konu sinni, sem legið hafi á veginum austan við brúarendann, en hún hafi verið með fulla meðvitund, en með áverka á höku og getað sig lítið hreyft. Stefndi kveðst hafa hlotið meiðsli á hægri hönd og skurð á auga- brún. Ásgeir hafi hlotið blátt auga. Stefndi segir, að rétt á eftir hafi komið þarna að nokkrar bifreiðar, og var þá farið að Foss- hóli til að hringja eftir sjúkrabifreið frá Akureyri. Þá hafi komið þarna að læknir í bifreið sinni, sem hafi athugað ástand konu 453 stefnda. Á meðan beðið var sjúkrabifreiðarinnar, kveður stefndi bifreið sína hafa verið dregna vestur yfir brúna, svo að umferð stöðvaðist ekki lengur. Síðan kveður stefndi konu sína hafa verið flutta í sjúkrahúsið á Akureyri, en hún hafi kjálkabrotnað báð- um megin og sé enn fremur mikið marin. Þá kveðst stefndi hafa hlotið beinbrot á hægri hendi auk áverka á andlit, sem áður greinir, Stefndi kveður bifreið sína vera mikið skemmda og hafi hún verið flutt til Akureyrar skömmu síðar. Stefndi kveðst vilja taka fram, að einu sinni áður hafi það komið fyrir, að benzíngjöf bifreiðarinnar hafi staðið á sér, en þá hafi hann látið lagfæra hana. Að öðru leyti kveður stefndi bifreið sína hafa verið í ágætu lagi fyrir slysið. Stefndi Stefán hefur og komið fyrir dóm í máli þessu og stað- fest þar skýrslu þá, sem að framan greinir, og kveður hann hana vera rétta, en getur þess, að hraðinn kunni að hafa verið aðeins meiri en þar greinir. Hann segir, að skömmu áður en hann kom að brúnni, hafi hann séð aðvörunarmerkið A 2, sem merki hættu- legar beygjur, en þar hafi ekki verið neitt merki um það, að brú væri framundan. Kveðst stefndi því ekki hafa haft eins mik- inn vara á sér. Stefndi kveðst hafa frétt, að sjö slys hefðu orðið við Djúpárbrúna, eftir að hann ók á brúarstólpann. Kveðst hann hafa verið ókunnugur á þessum slóðum og ekki farið þessa leið austur, heldur farið út Köldukinnarveg. Stefndi tekur fram, að nú sé búið að merkja þessa hættulegu beygju við brúna ræki- lega. Þá tekur hann og fram að gefnu tilefni, að hann hafi haft fulla athygli við aksturinn, en þar sem merkið hafi aðeins þýtt beygju, þá hafi hann ekki dregið úr hraðanum fyrr en of seint, vegna þess að hann hafi verið á alveg nýrri bifreið af gerðinni Volkswagen 1500, sem hann kveðst hafa reynt mjög hæfa til þess að aka nokkuð hratt í beygjum, en bifreiðin hafi legið mjög vel í akstri. Stefndi kveður þau hjónin ekki hafa gert með sér kaupmála. Vitnið Ásgeir Sigurðsson, sem var farþegi í bifreið stefnda í umrætt sinn, hefur skýrt svo frá í skýrslu þeirri, sem hann hefur gefið lögreglunni á Akureyri og skráð er á dskj. nr. 3, að hann hafi setið í aftursætinu, en þau hjónin Stefán og Rannveig frammi í, en Stefán hafi ekið bifreiðinni. Er þau hafi verið komin á hæð skammt austan Djúpár, kveður vitnið sér hafa orðið litið á hraðamæli bifreiðarinnar, án þess þó að það teldi hraðann varhugaverðan, og kveðst vitnið hafa séð, að hann sýndi 60 km miðað við klukkustund, og á næsta augnabliki, er bifreiðin 454 hafi farið í beygjuna, hafi sér virzt ganghljóð vélarinnar ekkert breytast og á næsta augnabliki hafi bifreiðin rekizt í brúarstólp- ann hægra megin og um leið hafi hún kastazt til vinstri að aftan inn á brúna. Vitnið segir, að er það kom út úr bifreiðinni vinstra megin, hafi það séð, að Rannveig lá á götunni við brúarendann að austan, en Stefán hafi verið kominn á undan sér til hennar. Ekki kveðst vitnið hafa misst meðvitund við áreksturinn, en þó hafa verið dálítið vankað fyrst á eftir, en vitnið kveðst hafa fengið högg á hægra augað. Vitnið segir, að begar hafi komið þarna að allmargir vegfarendur í bifreiðum og eftir að hlúð hafði verið að Rannveigu, hafi einhverjir þeirra farið að Fosshóli til að hringja á sjúkrabifreið frá Akureyri. Á meðan beðið hafi verið eftir sjúkrabifreiðinni, kveður vitnið viðstadda hafa hjálp- azt við að draga bifreiðina af brúnni og spölkorn vestur fyrir hana. Vitnið kveður talsverða lausamöl hafa verið í beygjunni austan brúarinnar. Eftir áreksturinn hafi benzín runnið af bif- reiðinni og niður á brúna, en vitnið kveðst hafa stöðvað gangvél hennar, um leið og það fór út úr bifreiðinni, og hafi hún þá ekki virzt sanga neitt óvenjulega hratt. Ekki kveðst vitnið hafa vitað til þess, að neitt væri athuga- vert við bifreiðina, og að minnsta kosti hafi ekkert slíkt borizt í tal í ferðinni. Vifnið kveður sér hafa fundizt stefndi Stefán aka vel og gætilega alla leiðina. Ekki kveðst vitnið hafa tekið eftir neinu aðvörunarmerki austan við slysstaðinn, enda hafi það ekkert sérstaklega litið eftir því. Vitnið kveður sig minna, að hægri hliðstólpi brúarinnar væri brotinn eftir áreksturinn. Ekki kveðst vitnið hafa litið eftir neinum hemlaförum á staðnum. Vitnið segir, að er það sá Rannveigu liggja á götunni, hafi það Þegar vitað, að hún mundi hafa kastazt út, er hægri hurðin opnaðist við áreksturinn. Gísli Ólafsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, skýrir svo frá í skýrslu á dskj. nr. 3, að hann hafi farið á slysstaðinn ásamt Ingólfi Þorsteinssyni, aðstoðarmanni bifreiðaeftirlitsins á Akur- eyri. Kveður Gísli þá hafa komið á staðinn um kl. 2300. Hafi þá verið búið að draga R 11668 vestur yfir brúna. Hann kveður þá hafa mætt sjúkrabifreiðinni á Vaðlaheiði með ökumann og far- Þega. Nyrðri brúarstöpullinn að austan hafi verið brotinn og sýnilegt, að a. m. k. nokkur hluti hans hafi verið nýbrotinn og hafi hann hangið út af brúnni. Þá kveður Gísli þess hafa sézt merki, að bifreiðin hafi rekizt í handriðið að sunnan. Ekki kveður hann þá hafa getað greint hemlaför á staðnum, enda 455 nokkur lausamöl og mikið traðk. Gísli kveður veginn vera beinan á 16 metra löngum kafla austur frá brúnni, fara sihækk- anði og beygja um leið til hægri (suður) og á melhæð um 50 metra austan brúarinnar sé beygjan mest og vegurinn laus á yfirborðinu. Yfirlögregluþjónninn kveðst hafa fengið Svavar Jóhannsson bifreiðaeftirlitsmann og Þorstein Jónsson bifvélavirkja til að athuga bifreiðina með tilliti til bilunar á benzíngjöf hennar, en hún sé stórskemmd eftir áreksturinn. Hefur þá verið rakið það helzta, sem aðiljar og vitni hafa um málið að segja. Eins og áður er fram komið, styður stefnandi kröfur sínar þeim rökum, að stefndi Stefán hafi ekið of hratt miðað við að- stæður, og beri því ábyrgð á tjóni stefnanda samkvæmt 69. gr., 3. mgr., laga nr. 26/1958 og beri stefnda Almennum tryggingum h/f, er var tryggjandi bifreiðarinnar, að bæta sér tjónið sam- kvæmt 70. gr. greindra laga og sé því stefnt í máli þessu sam- kvæmt heimild í 7. gr., 2. mgr. sömu laga. Af hálfu hinna stefndu er gerð svofelld grein fyrir kröfugerð þeirra, að eigi komi annað fram í málinu en að hjónin hafi sam- eiginlegan fjárhag, þannig að undir venjulegum kringumstæðum kæmi skaðabótagreiðsla af hendi eiginmanns til eiginkonu ekki til greina, en þar sem hjónin hafi keypt tryggingu, hafi stefnandi höfðað mál þetta í trausti þess, að tryggingafélagið verði greiðslu- skylt. Umrætt tryggingafélag hafi hins vegar neitað greiðsluskyldu í málinu og sé það gert í samræmi við önnur tryggingafélög til að fá endanlega úr því skorið, hvort maki, sem slasazt í árekstri vegna aðsæzluleysis eiginmanns eða eiginkonu við akstur, eigi lögvarða Þbótakröfu. Ábyrgðartryggingin sé í eðli sínu þriðja manns trygging til verndar hagsmunum beggja hjónanna sam- eiginlega og sé því óeðlilegt, að sú vernd, sem henni er ætlað að veita, geti rýrnað við greiðslur til tryggingartaka sjálfra. Tryggingafélögin hafi almennt neitað slíkum bótagreiðslum. Á sama hátt og með sömu rökum hafi tryggingafélögin neitað greiðslum til tryggingartaka, sem eigi margar bifreiðar, en verði fyrir því, að ein af bifreiðum hans skemmi aðra. Slíkar greiðslur frá tryggingafélögunum mundu auk þess skapa verulega hættu á tryggingasvikum. Fram hefur verið lagt í málinu sem dskj. nr. 20 símskeyti með staðfestri undirskrift þeirra Þorsteins Jónssonar og Svavars Jóhannssonar bifreiðaeftirlitsmanns, þar sem m. a. segir, að við 456 skoðun á R 11668 eftir ákeyrslu hafi eigi verið að finna galla á eldsneytisgjöf né heldur hemlum við ástig á þá, sbr. skýrslu Gísla Ólafssonar yfirlögregluþjóns á dskj. nr. 3. Eins og fram kemur í framburði aðilja og vitna, sem raktir hafa verið hér að framan, þá er upplýst, að stefndi Stefán ók á 60—70 km hraða, um það bil er slysið varð, á vegi, sem hann var ókunnugur. Hann kveðst hafa séð aðvörunarmerkið A 2, sem merki hættulegar beygjur, skömmu áður en hann kom að brúnni, en ekki neitt merki um það, að brú væri framundan. Því hafi hann ekki dregið úr hraðanum fyrr en of seint. En bifreið þá, sem hann ók, Volkswagen 1500, sem hafi verið alveg ný, hafi hann reynt mjög hæfa til þess að aka nokkuð hratt í beygjum, enda hafi hún legið mjög vel í akstri. Samkvæmt þessu þykir í ljós leitt, að stefndi Stefán hafi ekið of hratt og ekki gætt nægilegrar varkárni í akstrinum í umrætt sinn miðað við aðstæður, og þeim mun frekar sem hann ók um ókunnar slóðir, enda liggur ekki fyrir í málinu, að um bilun í bifreiðinni hafi verið að ræða, sem orsakir slyssins verði raktar til. Ber því stefndi Stefán fébótaábyrgð gagnvart stefnanda á tjóni því, sem hún varð fyrir vegna umræðds slyss, ásamt vá- tryggjanda bifreiðarinnar, Almennum tryggingum h/f, sem einnig hefur verið stefnt í máli þessu til greiðslu bóta samkvæmt heimild í 2. mgr. 74. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, enda verður að telja, að stefnandi eigi rétt á bótum úr hendi manns síns eftir almennum reglum skaðabótaréttarins og án þess að til skerð- ingar komi. Páll Sigurðsson hefur metið örorku stefnanda vegna umrædds slyss, og hefur örorkumatið verið lagt fram sem dskj. nr. 4 í málinu, en í örorkuvottorði Páls læknis eru innifalin vottorð Jóns Sigtryggssonar, prófessors við tannlæknadeild Háskólans, og Arnar Bjartmars tannlæknis, þar sem lýst er meiðslum stefn- anda og læknismeðferð. Er örorkumat Páls Sigurðssonar svo- hljóðandi: „ÖRORKUMAT fyrir Rannveigu Kristjánsdóttur, húsm., f. 24/11 1929, til heimilis að Rauðalæk 19, Reykjavík. Bílslys 21/8 1963. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti, að slasaða var á ferð í bíl með eiginmanni sínum, er hann ók á brúarstöpul með þeim afleiðingum, að hún hlaut högg á höfuð og andlit. 457 Slasaða mun fyrst hafa verið flutt í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en síðan í Landspítalann í Reykjavík. Það liggur ekki fyrir læknisvottorð frá læknum á Akureyri, hins vegar liggja fyrir vottorð frá Jóni Sigtryggssyni, prófessor við tannlæknadeild, og Erni Bjartmars Péturssyni. Frá Jóni liggja fyrir 2 vottorð, hið fyrra er dagsett 3/12 1963, og segir þar, að konan hafi slasazt 21/8, en að hann hafi séð sjúkling 23/8 1963. Um slysið segir annars orðrétt: „Sjúklingur lenti í bílslysi 21/8 kl. 21.30, er bíll, sem sjúkl- ingur var í, bilaði, og sjúklingur kastaðist út úr bílnum við ákeyrslu á brúarstólpa. Sjúklingur síðan fluttur í sjúkrabíl til Akureyrar og teknar röntgenmyndir af kjálka, er sýndu slæmt brot, og treystust sjúkrahúslæknar ekki til að gera við það og sjúklingur því sendur á Landspítalann. Við komuna er mikil bólga á hægri, neðri kjálka. Tennur standast ekki á, dregnar til hægri í neðri kjálka, 1—2 cm. Eymsli eru í öllum neðri kjálka og harður hnútur ofan og aftan til hægra megin á neðri kjálka. Sjúklingur getur ekki opnað munninn nema %—1 em. Við rönt- genmyndun sést, að brotið er á einum versta stað með tilliti til þess að fá góða stöðu brotflatanna. Bein samfesting brotsins kemur ekki til greina, og er reynt að fá sæmilega stöðu með því að binda gervitennur með vír við bein efri og neðri kjálka og draga síðan kjálkana saman í bitstöður og halda munninum saman bundnum í occlusions-stöðu um tveggja mánaða bil. Að- gerðin tók um 2 stundir, og var sjúklingur sendur heim eftir viku með samanreimaðan munn. Nokkrir verkir, eymsli og bólga var að segja allan tímann, er sjúklingur var með umbúðirnar. Staða brotsins var aldrei góð, en þolanleg talin. Tveim mánuðum eftir aðgerð var sjúklingur svæfður og vírarnir teknir. Sjúkl- ingur fékk háan hita og ígerð, sem kom út undir hægra kjálka- varði eftir þá aðgerð. Sjúklingur er nú (3/12 1963) með nokkra andlitsskekkju, sem sennilega lagast ekki hér eftir. Brotið virðist vel fast, hreyfingum neðri kjálka nokkuð ábótavant og breytist sennilega ekki, og tygging mun því ekki ná fyrri getu. Lítið inndregið ör sést undir hægra kjálka“. Vottorðið er, eins og fyrr segir, dags. 3/12 1963. Vottorð Arnar Bjartmars er dagsett 20/12 1963 og er svo- hljóðandi: „Frú Rannveig Kristjánsdóttir, Rauðalæk 19, Reykjavík, hefur leitað til Tannlæknadeildar Háskóla Íslands til þess að fá gervi- tennur gerðar fyrir sig. 458 Það hefur hins vegar valdið miklum erfiðleikum að gera þessar gervitennur, svo að sæmilega fari, bæði hvað útlit snertir vegna skekkju þeirrar, sem á andlitinu er eftir kjálkabrotið, og eins hvað notagildi snertir, eða tyggingu, vegna falsks liðs (pseudarthrosis) hægra megin. Raunar er ekki útséð um það enn, hvort nokkurn tíma takist að ná forsvaranlegum árangri hvað viðvíkur tyggingu við nú- verandi kringumstæður, þ. e. á meðan falskur liður er til staðar. Við óbreyttar aðstæður má búast við sömu erfiðleikum í hvert sinn, er gervitennur verða gerðar fyrir sjúklinginn, en venjulega þarf að endurnýja gervitennur á 5—10 ára fresti“. Lokavottorð liggur fyrir frá Jóni Sigtryggssyni, dags. 25/2 1986, og er það vottorð svohljóðandi: „Rannveig Kristjánsdóttir, Rauðalæk 19, Reykjavík, lenti í bílslysi 21.8. '63. Röntgenskoðun 23-8 telur liðhaus h. kjálkaliðs brotinn og senni- legt að liðhaus hafi hrokkið úr liðskál fram á við og inn undir kúpubotn. Um meðferð segir, að sjl. sé með gervitennur í efri góm, fimm framtennur í neðri góm. Gerð var plast skinna í neðri góm á jaxla svæði, sem fest er með vírbindingu undir neðri kjálka, beggja vegna. Efrigóms gervitennur síðan festar með 4 beinsaumum Í gegnum tanngarð efri góms. Reynt er að lagfæra brotið eftir föngum og efri og neðri gómur síðan festir saman í samanbitsstöðu. Mjög erfiðlega gekk að fást við brotið, því liðurinn mun hafa verið stórlega laskaður. Var í fyrstu ætlunin að hafa kjálkana víraða saman í ca. 3 vikur, sem venja er til, en reyndist nauðsyn að hafa festingar um 2 mánuð. Þrálátar bólgur og ígerðir endurtóku sig sí og æ, meðan bundnir voru saman kjálkarnir, og nokkurn tíma fyrst eftir að vírar voru teknir. Tennur í neðri góm voru extraheraðar nokkru síðar og sjl. fékk gervitennur í báða góma. Reyndist mjög erfitt að smíða gervitennur í sjl. vegna óreglulegra kjálkaliðshreyfinga, og virðist sem Rannveig hafi aldrei hlotið fullt gagn gervitannanna. Við athugun á nefndum atriðum nú koma í ljós ýmis frávik frá því, sem eðlilegt mætti teljast. Greinilegur munur er á hægri og vinstri helming andlitsins í 159 hvíldarstöðu, og verður sá munur meira áberandi, er hún hreyfir neðri kjálka við tal eða tyggingu. Tyggingarkraftur virðist lítill, mun vera allverulega minnk- aður, sennilega vegna þess að vöðvar við lið þann, er brotið var, starfa við breyttar aðstæður. Sjl. getur opnað munninn, sem myndi svara til 2/3 þess, sem eðlilegt mætti teljast. Hliðarhreyfingar neðri kjálka, sem mikið er beitt við venju- lega tyggingu, eru ekki meir en ca. % cm til hvorrar hliðar, sem er %4— 1 þess, sem venjulegt er. Af þessu virðist mér, að Rannveig hafi hlotið varanleg andlits- lýti og verulega rýrða tyggingarhæfni“. Konan kom til viðtals hjá undirrituðum 18/10 1966. Hún skýrir frá slysinu, eins og fram kemur hér að framan, og meðferðinni, eins og lýst er í læknisvottorðum tannlæknanna. Hún kveðst hafa verið frá heimilisstörfum um það bil 3 mánuði og síðan lengi undir læknishendi, sennilega meira en hálft ár. Aðalkvartanir nú eru stirðleiki í kjálkaliðum, kveðst ekki geta gapað fyllilega, og þetta háir nokkuð við át. Auk þess kveðst hún vera skökk Í andliti og stöðugt bólguþroti hægra megin á kjálka og niður á hálsinn. Um skoðun vísast til vottorða tannlæknanna. Ályktun: Hér er um að ræða 36 ára gamla konu, sem slasaðist í bílslysi fyrir rúmlega þrem árum og hlaut slæmt kjálkabrot. Vegna slyssins hefur konan hlotið varanlega sköddun á kjálka- lið, skekkju í andliti og skakkt bit og getur auk þess ekki opnað munninn eðlilega. Vegna slyssins verður að telja, að konan hafi hlotið tíma- bundna og varanlega örorku, og telst sú örorka hæfilega metin Þannig: Í 2 mánuði .. .. .. 100% Örorka -1 mánuð ...... 7T5% — -3 mánuði .. .. .. 50% — -3 mánuði .. .. .. 25% — Og síðan varanleg örorka 10%“. Skulu nú einstakir liðir stefnukröfunnar athugaðir, en áður hefur verið gerð grein fyrir sundurliðun þeirra. Um 1. lið. Í varakröfu hefur þessum lið verið mótmælt af hálfu stefnda sem allt of háum. 460 Stefnandi var 33 ára, þegar hún varð fyrir umræddu slysi. Hún er húsmóðir og hefur séð um heimili sitt og manns síns. Stefnandi hefur fengið sérfróðan mann um tryggingarmál til að reikna út tjón það, sem hún hefur beðið vegna slyssins, og leggur hún útreikninga tryggingafræðingsins til grundvallar bóta- fjárhæð samkvæmt þessum lið, en útreikningar tryggingafræð- ingsins eru meðal annars grundvallaðir á framanskráðu örorku- mati. Tryggingafræðingurinn hefur fyrst reiknað út tjónið í nóvember 1966 og síðan aftur í júní 1968 vegna hækkana á kaup- töxtum kvenna á tímabilinu. Eru útreikningar tryggingafræð- ingsins svohljóðandi: „Örorkutjón Rannveigar Kristjánsdóttur, Rauðalæk 19, Reykja- vík, vegna slyss 21. ágúst 1963. Rannveig Kristjánsdóttir lenti í bílslysi 21. ágúst 1963. Hlaut hún högg á höfuð og andlit og kjálkabrotnaði. Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, hefur í örorkumati, dags. 20. okt. 1966, metið orkumissi Rannveigar vegna þessa slyss þannig: Í 2 mánuði .. .. .. 100% Örorka - 1 mánuð ...... Tö% — -3 mánuði .. .. .. 50% — -3 mánuði .. .. .. 25% — Og síðan varanleg örorka 10%. Rannveig er sögð fædd 24. nóvember 1929 og hefur því verið 33ja ára á slysdegi. Rannveig er húsmóðir og hefur séð um heimili sitt og manns síns. Á heimili þeirra eru auk þeirra tvö börn. Samkvæmt upplýsingum yðar hefur Rannveig ekki haft tekjur af vinnu utan heimilis fyrir slysið. Ég hef hér áætlað vinnutekjur þannig: Gert er ráð fyrir ráðs- konulaunum á meðalheimili, sem nú munu ekki fjarri kr. 5.500.00 auk fæðis og húsnæðis, eins og það er metið til tekna við álagningu opinberra gjalda. Þeirri upphæð, sem þannig fæst, er breytt samkvæmt breytingum á kvennataxta Iðju aftur að slysdegi. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum tekjum og örorkan er metin: 461 Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: 1. árið eftir slysið .. .. kr.66.851.00 kr. 29.526.00 2 — — — .. .. — 13.690.00 — '7.369.00 3. — — — .. 2. — 79.562.00 — 1.956.00 Síðan árlega .. .. .. .. — 88.009.00 — 8.801.00 Verðmæti þannig áætlaðra vinnutekna reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 29.895.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 101.029.00 Samtals kr. 130.924.00 Ég vil benda á, að vinnutekjuáætlun fyrir húsmæður er al- mennt lág. Veldur því ekki sízt húsnæðis- og fæðisliðirnir, sem eru nú kr. 1.980.00 og kr. 15.695.00 á ári. Húsnæðisliðurinn á að minnsta kosti ekkert skylt við raunveruleikann. Væri í þessu máli gert ráð fyrir dagvinnutaxta Iðju fyrir konur, yrðu vinnu- tekjur og þar af leiðandi verðmæti vinnutekjutaps 20% hærra. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p.a., dánarlíkur ís- lenzkra kvenna samkv. reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkv. sænskri reynslu“. „Örorkutjón Rannveigar Kristjánsdóttur, Rauðalæk 19, Reykja- vík, vegna slyss 21. ágúst 1963. Frá því ég í útreikningi, dagsettum 13. nóvember 1966, reikn- aði út Örorkutjón Rannveigar Kristjánsdóttur hafa orðið tölu- verðar hækkanir á kauptöxtum kvenna. Ég mun hér reikna tjón hennar að nýju með tilliti til þessara breytinga. Rannveig Kristjánsdóttir lenti í bílslysi 21. ágúst 1963. Hlaut hún högg á höfuð og andlit og kjálkabrotnaði. Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, hefur í örorkumati, dags. 20. okt. 1966, metið orkumissi Rannveigar vegna þessa slyss þannig: Í 2 mánuði .. .. .. 100% örorka -1 mánuð ...... Tö% — -3 mánuði .. .. .. 50% — -3 mánuði .. .. .. 25% — Og síðan varanleg örorka 10%. Rannveig er sögð fædd 24. nóvember 1929 og hefur því verið 2 33 ára á slysdegi. 462 Rannveig er húsmóðir og hefur séð um heimili sitt og manns síns. Á heimili þeirra eru auk þeirra tvö börn. Samkvæmt upplýsingum yðar hefur Rannveig ekki haft tekjur af vinnu utan heimilis fyrir slysið. Ég hef hér áætlað vinnutekjur þannig: Gert er ráð fyrir ráðs- konulaunum á meðalheimili, sem var þegar fyrri útreikningur minn var gerður, kr. 5.500.00, auk fæðis og húsnæðis, eins og það er metið til tekna við álagningu opinberra gjalda, Þeirri upp- hæð, sem þannig fæst, er breytt samkvæmt breytingum á kvenna- taxta Iðju aftur að slysdegi. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum tekium og Örorkan er metin: Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: 1. árið eftir slysið .. .. kr.66.851.00 kr. 29.526.00 2. — — — .. .. — 13.690.00 — '.369.00 3. — — — .. .. — 79.562.00 — 1.956.00 4, — — — .. .. — 90.180.00 — 9.018.00 5. — — — .. .. — 95.206.00 — 9.521.00 Síðan árlega .. .. .. .. — 98.492.00 — 9.849.00 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 26.895.00 Vegna varanlegrar örorku .. „, .. — 110.399.00 Samtals kr. 137.294.00 (Bent skal á, að ritvilla er í fyrri útreikningi, að því er tíma- bundna örorku varðar, sem ég bið forláts á). Ég vil benda á, að vinnutekjuáætlun fyrir húsmæður er al- mennt lág. Veldur því ekki sízt húsnæðis. og fæðisliðirnir, sem eru nú kr. 1.980.00 og kr. 18.250.00 á ári. Húsnæðisliðurinn á að minnsta kosti ekkert skylt við raunveruleikann. Virðist ekki óeðlilegt að reikna húsmóður á meðalstóru heimili álíka tekjur og hún fengi samkvæmt einhverjum kvennataxta verkalýðsfélaga. Ef notaður væri taxti Iðju, fengist eftirfarandi áætlun fyrir vinnutekjur og vinnutekjutap: 463 Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: 1. árið eftir slysið .. .. kr. 80.315.00 kr. 35.473.00 2 — — — .. — 88.532.00 — 8.853.00 32. — — — .. „2. — 95.587.00 — 9.559.00 4. — — — .. .. — 108.343.00 — 10.834.00 5. — — — .. .. — 114.381.00 — 11.438.00 Síðan árlega .. .. .. .. — 118.329.00 — 11.833.00 og verðmætið á slysdegi nemur vegna tímabund- innar Örorku 2... 0... Kr. 32.312.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. .. .. 2... =. — 132.634.00 Samtals kr. 164.946.00 Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p.a., dánarlíkur ís- lenzkra kvenna samkvæmt reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Eins og fram kemur í framanskráðum útreikningum, hefur tryggingafræðingurinn reiknað tjón stefnanda með tvennum hætti, annars vegar miðar hann við ráðskonukaup, en hins vegar kvennataxta Iðju, og verður tjónið nokkru hærra, ef reiknað er samkvæmt Iðjutaxta, en stefnandi miðar kröfur sínar við hærri útreikninginn. Þar sem hér er um að ræða gifta konu, sem ekki hefur unnið utan heimilis, þykir eigi unnt að leggja alfarið til grundvallar framangreinda útreikninga tryggingafræðingsins við ákvörðun bóta til handa stefnanda samkvæmt 1. lið. Hins vegar þykir stefnandi eiga rétt á nokkrum bótum vegna örorku þeirrar, sem hún hefur hlotið vegna umrædds slyss, enda þykir sýnt, að ör- orkan hafi haft í för með sér verulega aukin útgjöld og óþægindi fyrir heimili hennar. Þegar allt það er virt, sem að framan hefur verið rakið, þykir eftir atvikum hæfilegt að meta stefnanda bætur samkvæmt þess- um lið kr. 90.000.00. Um II. líð. Þessum kröfulið hefur verið mótmælt af hálfu stefndu sem allt of háum. Sjúkrasaga stefnanda hefur verið rakin í vottorðum Jóns Sigtryggssonar prófessors og Arnar Bjartmars tannlæknis hér að framan. Samkvæmt henni og öðru því, sem hér þykir skipta máli, 464 þykir hæfilegt að meta stefnanda bætur samkvæmt þessum lið kr. 60.000.00. Um III. lið. Þessum kröfulið hefur ekki verið mótmælt tölu- lega, enda liggja frammi fyrir honum reikningar, og verður hann því tekinn til greina óbreyttur. Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda samtals kr. 154.500.00 (kr. 90.000.00 - 60.000.00 -} 4.500.00), sem stefndu ber að greiða stefnanda in solidum ásamt vöxtum, sem ákveðast 7% ársvextir frá 21. ágúst 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvextir frá þeim degi til greiðslu- dags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 25.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Stefán Tryggvason og Almennar tryggingar h/f, greiði in soliðum stefnanda, Rannveigu Kristjánsdóttur, kr. 154.500.00 með 7% ársvöxtum frá 21. ágúst 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 25.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 28. marz 1969. Nr. 53/1969. Margrét G. Hjaltested Segn Magnúsi S. Hjaltested og Steingrími Gauti Kristjánssyni setufógeta. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Kröfu um, að dómari víki sæti, hrundið. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 5. október 1968 hefur sóknaraðili kært til Hæstaréttar úrskurð fógetadóms Kópavogs, sem kveðinn 465 var upp 16. september 1968, en sóknaraðili fékk vitneskju um úrskurðinn hinn 3. október s. á. Með úrskurði þessum var hrundið kröfu sóknaraðilja um, að setufógeti, Steingrim- ur Gautur Kristjánsson, viki sæti í fógetadómsmáli sóknar- aðilja og Magnúsar S. Hjaltesteds. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og setufógeta gert að víkja sæti í framangreindu máli. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi Magn- úsar S. Hjaltesteds. Af hálfu varnaraðilja hafa hvorki borizt greinargerðir né kröfur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður. Sóknaraðili hefur krafizt þess, að tiltekin ummæli í for- sendum hins kærða úrskurðar verði átalin, en ekki þykja efni til að taka kröfu þá til greina. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 19. marz 1969. Ber að víta þennan óhæfilega drátt af hálfu setufógeta að senda Hæstarétti málsskjölin. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður fógetadóms Kópavogs 16. september 1968. Með úrskurði, uppkveðnum í fógetarétti Kópavogs hinn 25. júní 1968, í útburðarmálinu: Magnús S. Hjaltested segn Margréti G. Hjaltested var kveðið á um, að Margrét G. Hjaltested, Vatns- enda í Kópavogskaupstað, skyldi borin út af jörðinni Vatnsenda ásamt öllu því, sem henni tilheyrir og hverjum þeim, sem leiðir þar dvöl sína af rétti hennar. Útburðurinn var kveðinn upp af Steingrími Gauti Kristjánssyni, setubæjarfógeta samkvæmt skip- unarbréfi, dags. 4. júní 1968. Er aðgerðir hófust 28. júní 1968, voru allmörg börn á aðfarar- staðnum svo og fullorðið fólk, karlar og konur, sem gerðu sig líkleg til að hindra, að gerðin næði fram að ganga. Fógetinn óskaði eftir því við gerðarþola, að hún sæi til, að börnin væru 30 466 fjarlægð af aðfararstaðnum, til að þau yrðu ekki vitni að hugsan- legum átökum. Gerðarþoli hafnaði tilmælum fógeta. Fógeti bað þá barnaverndarfulltrúa Kópavogskaupstaðar, sem kvaddur hafði verið á vettvang, að taka börnin í sína umsjá, þannig að þau hlytu sem minnst tjón af, ef til tíðinda drægi. Eftir að 10 lögreglumenn höfðu verið kvaddir á vettvang fógeta til aðstoðar, varð það samkomulag, að aðgerðum yrði frestað til 2. september 1968 gegn því, að sett yrði trygging fyrir tjóni, sem gerðarbeiðandi taldi sig kunna að verða fyrir af drættinum. 27. ágúst ritaði setubæjarfógetinn barnaverndarnefnd Kópavogs bréf, þar sem segir, að þess sé vænzt, að nefndin geri hæfilegar ráðstafanir, til að börn hljóti ekki tjón af hugsanlegum átökum við framkvæmd gerðarinnar 2. september 1968. Í fógetarétti 2. september 1968 lagði gerðarþoli fram bréf til fógetans, þar sem þess er krafizt, að hann víki sæti, þar sem hann hafði látið bóka í fógetarétti 28. júní 1968 eftirfarandi: „Mættur er barnaverndarfulltrúi Kópavogskaupstaðar, Guðni Jónsson, að tilmælum fógeta, vegna barna, sem hér eru. Staddur er á aðfararstaðnum Unnsteinn Beck setuskiptaráðandi vegna dánar- og félagsbús Sigurðar Lárussonar Hjaltesteds og Margrétar Hjaltesteds. Gerðarþoli, Margrét Hjaltested, er hér stödd. Fógeti óskar eftir því við hana, að börn verði fjarlægð af aðfararstað. Hún neitar því. Fógeti felur börnin í umsjá barnaverndarfull- trúa“. Krafan er rökstudd með því, að fógeti hafi með þessari „órök- studdu bókun“ tekið sér ólöglega vald til að svipta gerðarþola og dóttur hennar umráðum barna þeirra, „misbeitt valdi sínu og sýnt um leið algera vanhæfni til að fara á eigin hönd með fógeta- og lögregluvald“. Gerðarþola var veittur frestur til 4. september 1968. Í greinar- gerð, framlagðri þann dag, er framangreind krafa ítrekuð og þess jafnframt krafizt, að gerðarbeiðanda verði gert að greiða gerðar- þola málskostnað í þessum þætti málsins. Á því sama þingi var fallið frá málskostnaðarkröfunni. Af hálfu gerðarbeiðanda er bókað eftirfarandi: „Ég mótmæli framkominni kröfu gerðarþola um, að settur fógeti í máli þessu víki, enda tel ég, að hún sé eingöngu sett fram til þess, þann veg að afla sér frests í málinu, sem ekki getur orðið með öðrum hætti. Ég bendi á í því sambandi, að rök þau, sem gerðarþoli styður kröfu sína með, eru óviðkomandi sjálfu aðal- málinu. Hitt var vitað, að gerðin skyldi fara fram hinn 28. júní 467 sl, að gerðarþoli hafði búizt um heima fyrir með nokkrum liðs- söfnuði, og átti þá að „láta sverfa til stáls“, eins og háttvirtur andstæðingur orðaði það síðar í sambandi við frestbeiðni, ef komið hefði til framkvæmda á gerðinni. Bar því fógeta bein skylda til að tryggja öryggi barna, sem vera kynnu í húsinu. Hver þau voru, gat hann hins vegar varla vitað, þar sem ég hygg, að honum hafi verið meinaður aðgangur að húsinu í það skipti. Þær Öryggisráðstafanir, sem hann kynni að hafa viljað gera í þessu sambandi, geta því á engan hátt gert hann óhæfan til að fara með útburðarmálið sjálft. Háttvirtur andstæðingur hefur í greinargerð sinni á dómsskjali 25 krafizt málskostnaðar úr hendi umbjóðanda míns vegna þessa þáttar málsins, en jafnframt fallið frá henni hér í réttinum í dag. Sú krafa var að sjálfsögðu fjar- stæða, þar sem þessi þáttur málsins beinist að fógetanum, en ekki umbjóðanda mínum, enda hefur umbjóðandi minn engan þátt átt í því, að tilefni gafst til þessarar kröfugerðar. Hins vegar hefur þessi krafa gerðarþola neytt umbjóðanda minn til að gæta hér réttar síns auk þess að hindra, að hann fengi löglegan rétt sinn. Af þessu tilefni krefst ég málskostnaðar úr hendi gerðarþola til handa umbjóðanda mínum, sérstaklega í þessum þætti málsins. Legg málið undir úrskurð“. Málið var síðan munnlega flutt og þess þá krafizt af hálfu gerðarþola, að Ólafi Þorgrímssyni hæstaréttarlögmanni, umboðs- manni gerðarbeiðanda, yrði gerð réttarfarssekt fyrir framan- skráða bókun „frá upphafi til enda“. Lögmaðurinn mótmælti þeirri kröfu. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 53 frá 13. maí 1966 um vernd barna og ungmenna felur vernd barna og ungmenna m. a. í sér almennt eftirlit með aðbúð og uppeldi á heimili. Samkvæmt 5. gr. sömu laga hefur barnaverndarnefnd eftirlit með uppeldi barna til 16 ára aldurs. Samkvæmt 22. gr. sömu laga skal barna- verndarnefnd láta til sín taka, ef hún verður þess vís, að heim- ilishögum, uppeldisháttum, framferði foreldra, forráðamanna eða annarra heimilismanna, aðbúnaði eða hegðun barns er ábótavant. Samkvæmt 3. mgr. 48. gr. sömu laga er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik, sem telja má, að barnaverndarnefnd eigi að láta sig skipta. Samkvæmt 18. gr. sömu laga ber opinberum starfsmönnum sérstök skylda til að gera barnaverndarnefnd viðvart, ef þeir verða varir við mis- fellur á uppeldi og aðbúð barna í starfa sínum. Samkvæmt úrskurði réttarins, uppkveðnum 25. júní 1968, bar 468 fógeta að bera út ásamt gerðarþola Margréti hvern þann, sem leiddi dvöl sína af rétti hennar, þar á meðal börn. Við fram- kvæmd aðfarar bar fógeta að gæta þess, að ekki yrði meira tjón en nauðsynlegt er, til að gerðarbeiðandi nái rétti sínum. Almennt er talið, að börn geti hlotið varanlegt heilsutjón and- lega af að vera vitni að aðgerðum eins og útburði á foreldrum sínum og öðrum nánum aðstandendum, ekki sízt, ef átök verða. Fógetinn óskaði eftir því við barnaverndarnefnd Kópavogskaup- staðar, að hún sendi fulltrúa sinn á aðfararstaðinn, þegar út- burðurinn skyldi fara fram, í samræmi við ofangreind ákvæði barnaverndarlaganna. Eftir að gerðarþoli, sem var húsráðandi á bænum og móðir sumra barnanna, hafði neitað ósk fógeta um að gera viðunandi ráðstafanir til verndar börnunum, fól fógeti þau í umsjá fulltrúa barnaverndarnefndar. Ber að líta á þá ráð- stöfun sem þátt í útburðinum, aðgerð til að forða því, að meira tjón yrði af gerðinni en þörf war á, og fullnustu lagaskyldu sam- kvæmt 3. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 18. gr. barnaverndarlaga, sem áður er getið. Fyrir því ber að synja kröfu gerðarþola um, að setufógetinn víki sæti, og virða hana sem tilefnislausa málsýfingu, misnotkun á þeim reglum réttarfarslaganna, sem ætlað er að tryggja jafnræði aðilja, og lögkrók til að hindra framgang út. burðarins. Krafa umboðsmanns gerðarþola um, að umboðsmanni gerðar- beiðanda verði gerð refsing fyrir bókun í fógetabók „frá upphafi til enda“, er fráleit. Tilefni þeirrar kröfu munu vera eftirfarandi ummæli: „Hitt var vitað, þegar gerðin skyldi fara fram hinn 28. júní s.l, að gerðarþoli hafði búizt um heima fyrir með nokkrum liðs- söfnuði, og átti þá að „láta sverfa til stáls“, eins og háttvirtur andstæðingur orðaði það síðar í sambandi við frestbeiðni, ef komið hefði til framkvæmda á gerðinni“. Í þessu aukamáli eru réttarfarsaðstæður með Þeim hætti, að engin tök eru á að prófa sannindi ummæla þeirra, sem hér eru höfð eftir umboðsmanni gerðarþola. Það er og venjuhelgaður skilningur, að málflytjendur hafi rúmt málfrelsi fyrir rétti. Verð- ur því ekki fallizt á kröfu umboðsmanns gerðarþola um, að Ólafi Þorgrímssyni hæstaréttarlögmanni verði gerð réttarfarssekt. Rétt þykir, að gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda kr. 3.000.00 í málskostnað í þessum þætti málsins. 469 Úrskurðarorð: Steingrímur Gautur Kristjánsson, setufógeti í fógetaréttar- málinu í Kópavogi: Magnús S. Hjaltested gegn Margréti G. Hjaltested, víkur ekki sæti. Gerðarþoli, Margrét G. Hjaltested, greiði gerðarbeiðanda, Magnúsi S. Hjaltested, kr. 3.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu úrskurðarins að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 28. marz 1969. Nr. 123/1968. Guðmundur Ingvarsson Margrét Guðmundsdóttir Stefanía Jónsdóttir Ágústa Jónsdóttir Þorsteinn Guðmundsson og Málleysingjaskólinn í Reykjavík (Knútur Hallsson hrl.) segn Þórði Guðmundssyni og Guðríði Guðmundsdóttur og gagnsök (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Erfðaskrá metin gild. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. júlí 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 8. s. m. Gera þeir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði skiptaréttarúrskurður verði úr gildi felldur, erfðaskrá Halldórs heitins Pálmasonar, dags. 30. maí 1964, verði metin gild og þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi gagnáfrýjenda fyrir skiptadómi og Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 26. júlí 1968. Krefjast þeir þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði 470 staðfestur um efni sakar og þeim dæmdur málskostnaður óskipt úr hendi aðaláfrýjanda fyrir skiptadómi og Hæsta- rétti. Eftir uppsögu skiptaréttarúrskurðarins hefur verið aflað skýrslna í málinu og aðiljapróf og vilna verið háð. Annilíus Björgvin Jónsson, fæddur 13. nóvember 1902, eiginmaður gagnáfrýjanda Guðríðar Guðmundsdóttur. Hann segir í vætti sínu fyrir dómi: „Halldór Pálmason hafi oft komið á heimili mætts, og kveðst mættur oft hafa hitt hann. Varðandi lestrarkunnáttu hans segir mættur, að hann hafi aðallega séð Halldór líta í dönsk myndablöð, sem hann sá á heimili mætts. Mættur kveðst ekki hafa getað talað við Halldór, orð og orð hafi hann þó getað skilið, en samtals- þráður þeirra á milli hafi ekki getað orðið. Mættur kveðst aldrei hafa séð Halldór skrifa neitt. Hann segir, að oft hafi komið fyrir, að Halldór hafi haldið blöðum öfugt fyrir sér, og hafi það að áliti mætts mest verið til að reyna að líkjast öðrum, að hann var að líta í lesmál“. Bjarni Sigurvin Össurarson, fæddur 28. marz 1907. Hann hefur hinn 26. febrúar 1969 gefið vottorð, sem hann síðar hefur staðfest með drengskaparheiti fyrir dómi, svohljóð- andi: „Þar eð Halldór heitinn Pálmason, sem bjó að Granda- vegi 38 hér í bæ, og ég undirritaður vorum til sjós á sama skipi um tíu ára skeið að mestu leyti, er mér auðvelt að votta það, að Halldór heitinn var læs þrátt fyrir heyrnar- leysi hans. Las hann jafnvel upphátt úr dagblöðum og hafði af því gaman. Þessi staðreynd, að Halldór var læs, var okkur skipsfélögum hans öllum kunnugt“. Brandur Jónsson, fæddur 21. nóvember 1911, skólastjóri Heyrnarleysingjaskólans, hefur gefið vottorð, sem hann hefur staðfest fyrir dómi, svohljóðandi: „Halldóri heitn. Pálmasyni kynntist ég ekki og get þess vegna ekki af per- sónulegum kynnum sagt um, hvernig lestrarkunnátta hans var, en eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið um hana, tel ég engan vafa leika á því, að hann hafi verið læs. Skriftarkunnátta byggist á lestrarkunnáttu. Það er að vísu 471 hægt að læra að skrifa stafinn án þess að kunna að lesa, og þess eru dæmi, að menn hafi lært að skrifa nafnið sitt án þess að kunna það, en þá eru bæði stafirnir og nafnið aðeins merki, sem þeir hafa lært að setja á blað og tjá enga hugsun. En sá, sem eitthvað tjáir skriflega, raðar stöfunum saman í þau orð, sem hann vill túlka hugsun sína með, og það getur enginn, nema hann kunni að lesa. Það litla, sem ég hefi séð af því, sem Halldór heit. Pálma- son hefur skrifað, tel ég bera vott um, að hann hafi getað tjáð sig með því að skrifa, og það tel ég taka af allan vafa um, að hann hafi verið læs“. Fyrir dómi sagði vitnið, „að sér hafi verið sýnt það, sem skrifað sé í bókinni á réttarskj. 1, svo og eiginhandarskrift Halldórs í minnisblaði úr blokk (urskj. 9) og á úttektarnótu (urskj. 5), en samfelldar setn- ingar hafi það ekki séð af hans hendi. Vitnið segir, að útilokað sé að segja til um það, hve dauf- dumbur maður sé lengi að læra að lesa. Það sé komið undir nemanda og kennara í hverju falli. Vitnið kveðst ekki vita þess dæmi, að sá, sem misst hafi heyrn, áður en hann næði að læra að lesa, hafi getað lært að lesa á eigin spýtur, en ef heyrn tapast, eftir að viðkomandi er orðinn talandi, þá geti nærri því hver sem er kennt honum lestur“. Erna Ólafía Annilíusdóttir, fædd 4. febrúar 1936, dóttir gagnáfrýjanda Guðríðar Guðmundsdóttur, hefur ásamt syst- ur sinni Ingibjörgu gefið vottorð, dags. 22. febrúar 1969, og síðar staðfest það fyrir dómi. Skýrir hún svo frá, að eitt sinn, er Halldór heit. Pálmason var með Morgunblaðið á heimili þeirra systra, hafi Ingibjörg tekið eftir því, „að hann sneri blaðinu á hvolfi. Gengum við til hans, og benti Ingi- björg honum á, að blaðið sneri ekki rétt. Sagði Halldór þá: „LImba mín, ég ekki lesa, skoða myndir“, og benti hann um leið á dönsk myndablöð, sem lágu venjulega á borði þar rétt hjá. Sögðum við honum, að honum væri alltaf velkomið að skoða myndablöðin, sem hann og gerði æ síðan upp frá þessu. Þó kom það fyrir, að faðir okkar reyndi að útskýra 472 fyrir Halldóri tekstana, sem stóðu fyrir neðan myndir í ís- lenzkum blöðum, og hann hafði, ef til vill, áhuga á að vita, hvað var. Gekk þetta þó misjafnlega vel“. Guðjón Guðmundsson, fæddur 27. júlí 1891, hefur borið vætti í málinu fyrir dómi og staðfest það með eiði, svohljóð- andi: „Vitnið kveðst hafa farið að vinna með Halldóri á fiskverkunarstöðinni árið 1957, en Halldór vann þar síðan til dauðadags. Hann segir, að Halldór hafi að jafnaði keypt Morgunblaðið og lesið, og kveðst vitnið oft hafa átt tal við Halldór um það, sem hafði staðið í blaði, og hafi Halldór stundum sagt sem svo: „Þetta stóð í blaðinu“, en vitnið kveðst ekki hafa spurt Halldór út í það, sem hann hafði verið að lesa. Þeir, sem mikið höfðu umgengizt Halldór, hafi vel getað skilið hann og hann hafi getað lesið orð af vörum manna, ef greinilega var talað. Það kveðst ekki hafa heyrt Halldór lesa upphátt, enda muni hann ekki hafa haft það fyrir sið. Vitnið kveðst hafa séð Halldór kvitta fyrir kaupi sínu, og hann hafi stundum sagt vitninu, að hann hefði farið í banka til að leggja inn eða taka út peninga. Halldór hafi alltaf átt úr og verið stundvis og passað tímann, þó hann væri einn sér við vinnu“. Guðmundur Ingvarsson hefur gefið svofellda aðilja- skýrslu fyrir dómi í málinu: „Mættur segir, að uppeldisforeldrar hans sjálfs, Halldórs Pálmasonar, Sigurðar Sigurðssonar, Margrétar Guðmunds- dóttur, Guðlaugar Stefaníu Jónsdóttur og Þorsteins Guð- mundssonar hafi ánafnað Sigurði Sigurðssyni húseignina Grandaveg 38 (Melstað) eftir sinn dag. Eftir dauða Sigurðar hafi ekkja hans viljað, að þau 5 eftirlifandi uppeldissystkin nytu eignarinnar, og hafi hún fengið þeim húseignina til eignar. Síðan segir mættur, að hann, Halldór og Guðlaug Stefanía hafi keypt parta hinna tveggja í eigninni, þannig að þau áttu hana 3 saman. Halldór hafi kviðið því að þurfa að leita á náðir óviðkomandi aðilja, ef hann yrði bjargþrota, og því hafi hann ákveðið að arfleiða mættan að fasteignar- hlutanum. Kveðst mættur og hafa heitið Halldóri því, að 473 hann gæti verið á sínum vegum, ef hann gæti ekki séð um sig sjálfur. Mættur segir, að Halldór hafi verið allæs, kunnað alla stafi og tölustafi og lesið dagblöð, svo að segja spjaldanna á milli, en lítið muni hann hafa lesið af bókum, þó hafi hann haft gaman að lesa sjóferðabækur, enda lengst af sjómaður, og kveðst mættur ætla, að hann hafi lesið að fullu gagni. Ekki sé hægt að segja, að hann hafi verið fullkomlega vel skrif- andi, en hann hafi þó skrifað tölur sér til minnis. Líklega hafi Halldór haft einhvern snefil af heyrn, einkum á snögg og skörp hljóð“. Guðmundur Pjetursson, fæddur 10. september 1904, hefur gefið vottorð, dagsett 5. marz 1969, sem hann síðar hefur staðfest með eiði fyrir dómi. Guðmundur kveðst á árunum 1928--1930 hafa verið ásamt konu sinni leigutaki hjá hjón- unum Þórarni Arnórssyni og Ingibjörgu Halldórsdóttur, fósturforeldrum Halldórs heit. Pálmasonar. Guðmundur Pjetursson segir Í vottorði sínu m. a.: sÁðurnefndur, Hall- dór Pálmason, uppeldissonur þeirra hjónanna, hafði mikil samskipti við okkur. Það bagaði hann að vísu nokkuð, að hann var heyrnarlaus, en hann virtist hins vegar mjög leik- inn í að skilja fólk af varaburði, svo vandalitið var að ræða við hann. Minnist ég þess, að ég fékk stundum lánuð smiða- tól hjá honum, og kom þá bezt í ljós, að hann virtist ekki í neinum vanræðum með að skilja, hvað við var átt. Ég minnist þess einnig að hafa lánað honum bækur og fengið bækur hjá honum. Við hjónin heyrðum hann lesa upphátt úr dagblöðum fyrir fóstra sinn, sem búinn var að missa sjónina. Það, sem gerir okkur þennan upplestur sérstaklega minnisstæðan, er það, að hann „sönglaði“, þegar hann las, en það var nokkuð algengt fyrirbrigði fyrr á árum og þótti frekar til lýta. Sömuleiðis minnist ég þess að hafa séð hann skrifa niður hluti sér til minnis með blýanti, þótt ég minnist ekki sérstakra atriða um það efni, enda langt um liðið. Þegar heyrnarleysið er undanskilið, virtist hann í öllu dagfari eins og fólk er flest, glaðlyndur, skemmtilegur og góðviljaður, sístarfandi eljumaður“. Fyrir dómi hefur vitnið auk þess 474 borið þetta: „Vitnið kveðst, auk þess sem í vottorðinu segir, muna eftir einu atviki, sem sýni lestrarkunnáttu Halldórs. Kveðst vitnið ásamt konu sinni hafa komið inn til Þórarins Arnórssonar og hafi Þórarinn sagt við Halldór: „Lestu fyrir hann Guðmund“, en Þórarinn hafi borið alskegs, og sjálf- sagt erfiðara að sjá varaburð hans. Halldór hafi þá farið að lesa upp úr Morgunblaðinu, og kveðst vitnið hafa fylgzt með lesmálinu. Að loknum lestri hafi Þórarinn sagt: „Les hann ekki vel, hann Dóri?, enda kenndi ég honum að lesa“.“ Guðmundur Þórður Sigurðsson, fæddur 28. september 1908, hefur hinn 17. febrúar 1969 gefið svohljóðandi vottorð: „Ég undirritaður Guðmundur Þ. Sigurðsson skipstjóri, til heimilis að Álftamýri 36, sem bjó í 19 ár í næsta húsi (Steina- bænum) við Halldór heit. Pálmason, sem bjó á Grandaveg ö8 (Melstað), votta hér með, að ég tel og hefi vissu fyrir, að Halldór hafi verið læs. Hann kom iðulega á heimili mitt og bað um dagblaðið „Vísi“, sem mun ekki hafa verið keypt á heimili hans. Halldór var dagfarsprúður skýrleiksmaður og athugull, og er ég viss um, að hann hefur ekki gert neitt nema að yfirlögðu ráði“. Fyrir dómi hefur vitni þetta borið, „að Halldór hafi að sönnu oft komið á heimili Vitnisins og beðið um „Vísi“, en vitnið kveðst ekkert vita um, að hve miklu leyti sá lestur kom Halldóri að gagni, því þeir hafi aldrei skipzt á orðum um það, sem í blaðinu hafi staðið. Kveðst hann því ekki vita, hvort Halldór var læs. Vitnið kveðst hafa getað talað við Halldór Pálmason. Hann hafi ekki haft orðaforða nema litið. Halldór hafi getað lesið varamál sér til gagns í viðtölum við vitnið, en vitnið kveðst bezt trúa því, að ókunnugum hafi gengið illa að skilja hann“. Gylfi Baldursson, forstöðumaður Heyrnardeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, sem talinn er talmeina- og heyrnarsérfræðingur með „masters degree“ í þeim fræðum, hefur hinn 24. marz 1969 gefið svohljóðandi vottorð: „Hr. Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður hefir sýnt mér tvö 475 ljósrit, en á öðru stendur „sokka 1 slóta 50 kr“, en á hinu stendur „glukkan 40 * 22“. Einnig hefur hann sýnt mér kladda, þar sem fyrst stendur „stóla“ og síðan sex tölustafir, 35, 12, 14, 10, 27, 18 og ólæsilegt pár fyrir aftan fyrstu þrjá stafina. Hefur lögmaðurinn lagt þá spurningu fyrir mig, hvort ráða megi af þessari skrift, að sá, sem skrifaði þetta, væri læs. Svar mitt við þessari spurningu er það, að ekkert verði ráðið af þessari skrift um það, hvort skrifarinn sé læs eða ólæs ...“. Jóhann Filippusson, fæddur 7. janúar 1910, hefur borið svofellt vætti í málinu: „Hann kveðst vera uppalinn frá 6 ára aldri í næsta húsi, svo að segja, við Halldór Pálmason. Hann kveðst hafa vitað, að Halldór var heyrnarlaus, en hann hafi getað lesið af vörum, er rólega var.talað, og talað sjálfur og ekki erfitt að skilja hann. Vitnið kveðst aldrei hafa séð Halldór lesa. Vitnið segir, að Halldór hafi verið alltað meðal- greindur maður. Hann hljóti að hafa verið athugull og fylgzt með, að hann skyldi alltaf hafa vinnu og vera vinnandi“. Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur hefur í bréfi til biskups 29. april 1901 látið svo mælt: „Halldór Pálmason, fd. 15. nóv. 1884, á sveit í Seltjarnarneshreppi, nú á Þor- móðstöðum. Hann heyrir ákaflega illa, og er þvi mjög erfitt að kenna honum munnlega. Hann er auk þess svo blestur á máli, að erfitt er að skilja hann. Hann er ólæs og hefur yfirfarið eða að nafninu lært barnalærdóminn, en hefur mjög lítinn skilning á því, sem hann lærir, og gleymir því mjög fljótt aftur ... Hann kann litið eitt að reikna og skrifa“. Kristín Sigfúsdóttir, fædd 15. maí 1885, hefur gefið og staðfest fyrir rétti vottorð, dags. 12. marz 1969. Hún kveðst eftir síðustu aldamót hafa verið ásamt Halldóri heitn. Pálmasyni einn vetur og þrjú sumur á Þormóðsstöðum. Hún kveðst vera fullviss um það af viðkynningu sinni við hann, „að þá hafði hann ekki lært að lesa og var því ólæs þann tíma, sem ég þekkti til hans“. Fyrir dómi sagði hún, að „hún hafi litið á Halldór sem sjúkling, fáfróðan og fatlaðan, en ekki heimskan“. 476 Matthías Þorbjörn Guðmundsson, fæddur 10. september 1921, hefur borið og staðfest með eiði svofellt vætti: „Vitnið segir svo frá, að Halldór Pálmason hafi lengi unnið undir samvinnu við það og þess stjórn, eða frá því að Fiskverk- unarstöð bæjarútgerðarinnar reis af grunni, en vitnið er þar verkstjóri. Hafi Halldór verið með betri starfsmönnum, áhugasamur og verklaginn og mjög ábyggilegur starfsmað- ur, t. d. hafi hann verið stundvís og átt klukku og notað hana og yfirleitt verið mættur, áður en vinna skyldi hefjast. Hann hafi verið með albeztu aðgerðarmönnum og flatnings- mönnum. Varðandi lestrarkunnáttu Halldórs tekur vitnið fram, að Halldór hafi mjög oft keypt Morgunblaðið og Ál- þýðublaðið í kaffihléum og lesið þessi blöð og getað rætt efni þeirra, einkum það, er laut að sjómennsku. Hann hafi iðulega viljað tala við vitnið um viss efni, sem hann hafði lesið, og rétti þá stundum viðkomandi blað að vitninu og lesið sumt upphátt, svo að þeir, sem höfðu kynni af honum, gátu skilið. Kannske hefðu ókunnugir átt erfiðara með að skilja hann. Hann hafi getað gert sig skiljanlegan í tali, Þannig að engir sérstakir erfiðleikar hafi verið að skilja hann, og hann hafi, auk þess að kunna eflaust að lesa orð af vörum fólks, haft einhverja heyrn. T. d. kveðst vitnið minn- ast þess, að eitt sinn á gamlárskvöld hafi strákar sprengt púðurkerlingu eða þess háttar utan við glugga í húsi, sem Þeir Halldór voru staddir í. Halldór hafi um leið hrokkið við og sagt „helvíta bjáninn“. Halldór hafi á útborgunardögum kvittað fyrir kaupi sínu, eins og aðrir starfsmenn, með undirskrift. Hann hafi farið vel með peninga“. (Guðlaug) Stefanía Jónsdóttir, fædd 15. desember 1894, hefur gefið fyrir dómi aðiljaskýrslu í málinu. „Mætt segir aðspurð, að Halldór Pálmason hafi verið talandi. Hann hafi verið óskýrmæltur að vísu, en mælt, og þeir, sem mest um- gengust hann, hafi setað skilið hann, og ýmsir þeir, sem minna voru kunnugir honum eða ókunnugir, en þeir hafi ekki skilið hann eins vel. Hann hafi getað skrifað hitt og Þetta hjá sér til minnis í sambandi við smíðar, sem hann AT í fékkst við, enda hafi hann lært að skrifa hjá sr. Böðvari Bjarnasyni. Mætt kveðst hafa séð Halldór skrifa“. Mættri var sýnt í réttinum rskj. 1, þ. e. „sokka 1 slóta 50 kr“ og „lukkan 40 * 22“ „og segir hún, að það sé skrifað af Halldóri“. „Mætt segir, að Halldór hafi verið læs. Hann hafi verið mjög sólginn í að lesa fréttir í blöðum, hann hafi að jafnaði lesið í Morgunblaðinu og Vísi, sem mætt og Guð- mundur Ingvarsson keyptu, en auk þess hafi hann oft keypt sér önnur blöð, t. d. Fálkann. Hann hafi lítið lesið af bókum nema helzt um sjómennsku. Hann hafi getað rætt um það eftirá, sem hann hafði lesið. Mætt segir, að Halldór hafi verið skýr og greindur maður og hafi komið sér vel hvarvetna. Hún segir, að Halldór hafi geymt arfleiðsluskrána í lokuðum stofuskáp, sem hann átti, og þar hafi hún fundizt, er búið fór til skipta. Hún segir, að samkomulag þeirra fóstursystkinanna við Halldór hafi verið ásætt“. Þórður Þórarinn Guðmundsson, fæddur 8. janúar 1901, hefur gefið svofellda aðiljaskýrslu í málinu: „Mættur kveðst hafa kynnzt Halldóri Pálmasyni, þegar mættur var u. þ. b. 7 ára, og kveðst hafa búið í næsta húsi við hann í 25 ár, a. m. k. frá 12 ára aldri. Kveðst hann aldrei hafa séð Halldór lesa neitt og ekki vita til, að hann gæti lesið. Mættur kveðst aldrei hafa séð Halldór skrifa. Ekki kveðst mættur hafa getað talað neitt að gagni við Halldór, það hafi mest verið bendingar, sem fóru þeim á milli, og orðið af misskilningur, en Halldór muni þó eitt- hvað hafa getað það, sem kallað er, lesið af vörum fólks. Mættur segir, að móðir hans, sem var systir Halldórs, hafi oft kvartað um það, hve erfiðlega sér gengi að gera sig skiljanlega fyrir Halldóri og að skilja hann, og segir mættur, að hún hafi haft oft orð á þessu við hann“. Lögð hafa verið fram í málinu vottorð nokkurra manna um þau efni, er greinir í vætti framantalinna vitna. Þar sem vottorð þessi hafa eigi verið staðfest fyrir dómi, eru eigi ástæður til að rekja efni þeirra, enda kemur ekkert nýti fram í þeim, sem breyti heildarmynd málsins. 478 Þorgils Ingvarsson hefur gefið og staðfest fyrir dómi skýrslu um tildrögin að gerð erfðaskrár Halldórs heitins Pálmasonar. Þar segir m. a.: „Það er rétt, að skráin var vélrituð í október 1963 og eru tildrögin þessi: Halldór var oft um 2-—38ja ára skeið búinn að kvabba í mér að gera fyrir sig arfleiðsluskrá, sem ég hummaði fram af mér lengi vel, taldi mig tæplega færan um það. En Halldór bar sérstakt traust til mín, sennilega af því að ég var starfandi í banka, auk þess sem ég hafði nokkuð umgengizt hann og heimili hans frá árinu 1916 og síðan. Svo um haustið 1963 hlustaði ég á Halldór og fékk vitn- eskju um, á hvern hátt hann vildi ráðstafa eignum sínum eftir sinn dag. Hann sagði „Húsið til Mumma bróðir, hann jarðar mig, ef engir peningar“, „Ef peningar, til Sigga bróðir, Mumma bróðir, Steina bróðir, Stebbu og Möggu“. Svo áttaði hann sig á, að Sigurður væri dáinn, og sagði „konu Sigga bróðir Ágústu“. Ekki er mér kunnugt um, hvaðan hann hafði hugmynd- ina um Málleysingjaskólann, en ekki tel ég ólíklegt, að það séu gömul tengsl við séra Böðvar kennara hans, en Margrét systir séra Böðvars varð skólastjóri skólans, og svo það, að Halldór hefur vitað, að skólinn gat mikið hjálpað þeim, sem heyrnarlausir eru, þó hann sjálfur nyti þar aldrei kennslu. Halldór var einnig að tala um „Hrafnistu“, en satt að segja skildi ég illa, hvað hann meinti, og enga upphæð nefndi hann í þessu sambandi, eins og hann gerði við skól- ann, Hann tautaði „sjómenn Hrafnistu“, „skipin flagga sunnudag“ o. fl. Átti sjálfsagt við Dvalarheimili aldraðra sjómanna. En svo sagði hann ákveðinn: „Dóri aldrei á Hrafn- istu, bara hjá Mumma bróðir og stelpunum“. Það eru sennilega tvær ungar dætur Guðmundar, sem Halldóri þótti mjög vænt um. Síðan setti ég saman skrána, en Vilhjálmur heitinn Lúðvíksson lögfræðingur leiðrétti það, sem honum fannst athugavert. Síðan var hún vélrituð, og afhenti ég svo 479 Halldóri plaggið til yfirlestrar. Hann mun hafa sýnt Guð- mundi og Stefaniu skrána. Svo líður og bíður, að ég heyri ekkert frá Halldóri, var satt að segja búinn að (gleyma Halldóri og hans arfleiðslu- skrá, fyrr en síðast í apríl, að ég frétti hjá bankastarfsmanni, að maður hefði verið að bíða min við herbergisdyrnar, sem voru opnar, en ég ekki inni. Starfsmaðurinn sagðist hafa sagt við manninn, að fyrst herbergið væri opið, þá væri ég í bankanum, en Halldór hristi bara kollinn og fór. Skildi auðvitað ekkert af því, sem starfsmaðurinn sagði. Þegar ég heyrði þetta, datt mér strax Halldór í hug, og kom boðum til hans að koma á ákveðnum tíma, sem svo varð 30. maí 1964. Og af þessari ástæðu var ártalinu breytt, enda fór þá undirskriftin fram. Það upplýstist, að Halldór hafði komið niður í banka að svipast eftir mér að minnsta kosti tvisvar á tímabilinu des. 1963 til marz 1964, en ekki lánazt að hitta mig. Þannig er ég undirritaður viðriðinn þessa arfleiðsluskrá Halldórs heit. Pálmasonar“. Þorgils skýrði svo frá fyrir dómi, „að Halldór hafi komið á sinn fund í herbergi hans í Landsbankanum til þess að skrifa undir erfðaskrána, sem mættur hafði þar tilbúna. Kveðst Þorgils hafa kallað á þá Stefán Pétursson og Jó- hannes Jóhannessen til að vera votta að serningnum, og er þeir voru komnir, kveðst hann hafa sagt við Halldór, að hann skyldi lesa skrána að. þeim viðstöddum. Þorgils getur þess, að þeir vottarnir hafi ekki samið texta vottors þess, er þeir skrifuðu undir. Halldór hafi nú lesið skrána yfir, og hafi það tekið hann, eins og segja mætti, hæfilegan tíma, miðað við þann tíma, sem taka myndi venjulega læsan mann að fara gegnum lesmál þetta. Að því búnu kveðst Þorgils hafa spurt Halldór, hvort hann væri samþykkur því, sem í skránni stóð, og hafi Halldór þá brosað og kinkað kolli og sagt skýrum orðum, já. Þorgils segir aðspurður, að hann geti fullyrt, að Halldór hafi verið læs. Hann hafi átt erfitt með að mynda setningar, en tungutak hans hafi verið skýrt“. 480 Stefán Pétursson hæstaréttarlögmaður hefur fyrir dómi borið um undirritun erfðaskrárinnar. Þorgils Ingvarsson hafi kallað hann og Jóhannes Jóhannessen lögfræðinema inn i herbergi sitt í Landsbankanum, þar sem fyrir var Halldór heitinn Pálmason, sem Stefán þekkti eigi áður. „Þorgils hafi verið með erfðaskrána og eitthvað talað við mann þenna um einhver atriði í skránni eins og til útskýringar. Aðspurður getur vitnið þess, að Þorgils hafi snúið sér að manninum og talað, líkt og hann talar við aðra. Síðan hafi Þorgils beðið arfleiðanda að lesa skrána yfir, sem hann hafi og gert, og hafi farið til þess sennilegur tími, miðað við lesmál. Þá hafi Þorgils innt arfleiðanda eftir því, hvort hann væri samþykkur efni skrárinnar, og jafnframt rétt honum miða, sem vitn- inu skildist, að hefði að geyma spurningu sama efnis. Hafi Halldór brosað og kinkað kolli og kannske jafnframt muldr- að eitthvað, og kveður vitnið sér hafa verið ljóst, að hann hafi verið ánægður með skrána. Vitnið setur þess, að því hafi verið ljóst, áður en Halldór undirritaði, að hann var daufdumbur. Aðra persónulega vitneskju um, að Halldór hafi verið læs, en lestur hans á skránni og látbragðssvar hans við spurningu Þorgils um, hvort hann skildi skrána, kveðst vitnið ekki hafa. Hann kveðst engin orðaviðskipti hafa átt við Halldór. — Eftir að Halldór hafði undirritað, kveðst vitnið hafa lesið vottorð það, sem honum hafi verið ætlað að undirrita og komið var á skrána fyrirfram, og síðan undirritað það athugasemda- laust“. Við framhaldsprófin var vitnið spurt, „hvort það hafi séð Þorgils Ingvarsson rétta Halldóri Pálmasyni miða til af- lestrar, rétt áður en Halldór ritaði undir arfleiðsluskrána. Kveðst vitnið hafa séð það, og kveðst hafa séð, að á mið- anum stóð spurning um það, hvort Halldór væri samþykkur arfleiðsluskrá þeirri, sem hann var að enda við að lesa. Vitnið kveðst ekki muna orðalag þessarar spurningar nákvæmlega, en þetta hafi verið efnið. Þá hafi Halldór kinkað kolli og brosað, þegar hann var búinn að líta á miðann“. 481 Jóhannes Jóhannessen lögfræðingur hefur greint fyrir dómi þannig frá undirritun erfðaskrárinnar: „Hann segir, að Þorgils Ingvarsson hafi komið inn til þeirra Stefáns Péturssonar og beðið þá að vera votta að arf- leiðslugerningi. Hann minnir, að Þongils hafi getið þess, að arfleiðandi væri daufdumbur. Vitnið kveðst hafa verið allsendis ókunnugur Halldóri. Nú hafi Þorgils tekið skrána og lesið upp atriði úr henni, en síðan fengið hana Halldóri, sem hafi lesið hana og notað til þess sennilegan tíma, að því er vitnið minnir, og síðan kinkað kolli og brosað, og að því er vitnið helzt minnir, sagt: gott eða já. Hafi Halldór síðan undirritað. Vitnið segir, að það hafi skynjað á viðbrögð- um Halldórs og athugun hans á skránni, að hann bæði skildi efni skrárinnar og að það væri í samræmi við vilja hans. Hann segir, að vottorðið hafi verið á skránni, þannig að þeir þurftu ekki að gera annað en að undirrita, eftir að hafa lesið vottorðið yfir. Vitnið segir, að hann hafi engin orðaskipti átt við Hall- dór“. Við framhaldsprófun var vitnið spurt, „hvort það minn- ist þess, að Þorgils Ingvarsson hafi rétt Halldóri Pálmasyni miða til lestrar, rétt áður en Halldór undirritaði skrána. Vitnið kveðst ekki hafa séð það, en minnir helzt, að það hafi séð Halldór með miða í höndunum. Þó megi aðeins vera, að samræður manna þarna hafi snúizt að einhverju um slíkan miða, og megi vera, að það hafi komið sér á þá skoðun, að um miða væri að ræða. Vitnið kveðst ekki vita neitt um efni slíks miða, hafi hann verið til, eða umræður um efni hans“. Halldór heitinn Pálmason er talinn fæddur 15. nóvember 1884. Hann er sagður hafa misst heyrn einhvern tíma á aldrinum þriggja til sex ára. Föður sinn missti hann um sex ára aldur. Um tólf ára aldur tóku hjónin Þórarinn Arnórs- son og Ingibjörg Halldórsdóttir hann til fósturs. Þau hjón voru barnlaus, en ólu upp sjö börn, og erfðu sex þeirra þau. Af skýrslum málsins má ráða, að Halldór heitinn hafi 31 482 verið mjög heyrnardaufur, en ekki fullkomlega heyrnarlaus. Hann var lítið eitt talandi og gat gert sig skiljanlegan þeim, sem vöndust umgengni við hann. Vætti benda til, að hann hafi haft töluverða æfingu að lesa af vörum manna mál. Hann var vinnusamur maður, stundaði landvinnu og togara- sjómennsku, og má marka af skýrslum, að heyrnardeyfa og málvöntun hafi eigi valdið erfiðleikum í skiptum hans við yfirmenn hans og starfsfélaga. Séra Jóhann Þorkelsson taldi hann í áðurgreindu bréfi ekki læsan. En samkvæmt óhröktu vætti þeirra Bjarna Sigurvins Össurarsonar, Guð- mundar Pjeturssonar og Matthiasar Þorbjarnar Guðmunds- sonar hefur Halldór heitinn getað lesið nokkuð. Telja má leitt í ljós, að hann hafi getað skrifað lítið eitt. Marka má af vætti vitna, að hann hafi verið sæmilega viti borinn og athugull þrátt fyrir heyrnar- og máldeyfuna. Halldór heitinn var mikill ráðdeildarmaður um meðferð fjár síns, kvittaði fyrir kaupi sínu og lagði peninga sína sjálfur á banka og tók þá út eftir þörfum. Þá er litið er til hins nána sambands hans við fóstursystkini sín, verður arfleiðslugerningur hans að teljast eðlilegur. Frásögn hins skilgóða manns Þorgils Ingvarssonar um aðdraganda og gerð arfleiðslugerningsins verður eigi rengd. Vætti arfleiðsluvottanna Stefáns Péturs- sonar og Jósannesar Jóhannessens er gilt, svo langt sem Það nær. Að öllu samanlögðu eru fyrir hendi nægileg sönn- unargögn til að hrinda vefengingu gagnáfrýjenda á erfða- skrá Halldórs heitins Pálmasonar frá 30. maí 1964, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 8/1962 um erfðir. Ber því að meta hana gilda. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður fyrir skiptadómi og Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Arfleiðsluskrá Halldórs heitins Pálmasonar, undirrit- uð 30. maí 1964, er gild. Málskostnaður fyrir skiptadómi og Hæstarétti fellur niður. 483 Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 9. apríl 1968. Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður hefur krafizt þess f. h. Þórðar Guðmundssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur, beggja til heimilis að Austurbrún 23, að arfleiðsluskrá, sem gerð er af Hall- dóri Pálmasyni, Grandavegi 38, dagsett 30. maí 1964, verði úr- skurðuð ógild og að varnaraðiljum verði gert að greiða máls- kostnað in solidum. Af hálfu varnaraðiljanna, erfingja samkvæmt erfðaskrá þess- ari, þeirra Guðmundar Ingvarssonar, Grandavegi 38, Margrétar Guðmundsdóttur, Fjölnisvegi 7, Stefaníu Jónsdóttur, Grandavegi 38, Ágústu Jónsdóttur, Hagamel 19, Þorsteins Guðmundssonar, Laufásvegi 18 A, og Málleysingjaskólans í Reykjavík, eru þær réttarkröfur gerðar, að kröfum sóknaraðilja verði hrundið og búinu skipt samkvæmt ákvæðum arfleiðsluskrárinnar og að Þórði Guðmundssyni og Guðríði Guðmundsdóttur verði in solidum gert að greiða málskostnað. Var mál þetta tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fór fram 22. marz s.l. Hinn 18. maí 1965 andaðist hér í borg Halldór Pálmason verka- maður, þá til heimilis að Grandavegi 38. Samkvæmt framlögðum gögnum var hann fæddur seint á árinu 1885. Uppskrift á dánar- búi hans fór fram 23. júní 1965, og vísast til uppskriftarinnar, sem lögð hefur verið fram sem rskj. 2, um eignir búsins. Þá kom og fram arfleiðsluskrá Halldórs. Hefur hún verið lögð fram Í málinu sem rskj. 3 og er á þessa leið: „Ég undirritaður Halldór Pálmason, verkamaður, Grandavegi 38 (Melstaður) í Reykjavík, geri hér með svofellda arfleiðslu- skrá: 1. Eignarhluta minn í húseigninni nr. 38 við Grandaveg (Mel- staður) í Reykjavík skal ganga óskertur, eins og ég eignaðist hann, sem arf úr dánarbúi fósturforeldra minna Þórarins Arn- órssonar og Ingibjargar Halldórsdóttur, til fósturbróður míns Guðmundar Ingvarssonar, Grandavegi 38 í Reykjavík eða erfingja hans, ef ég lifi hann. 2. Kr. 10.000.00 — tíu þúsund krónur — gangi til Málleys- ingjaskólans í Reykjavík til styrktar fátækum nemanda eða nem- endum og er skólastjóra skólans falið að sjá um úthlutun þessa og er það algjörlega á hans valdi hvernig fénu verði varið í þessu skyni. 3. Guðmundi Ingvarssyni, Grandavegi 38 eða erfingjum hans 484 er falið að sjá um útför mína, sem á að verða íburðarlaus en sómasamleg. 4. Þeir fjármunir sem kunna að verða eftir, þegar kostnaður við jarðarför mína er greiddur og framangreind upphæð er greidd til Málleysingjaskólans, skal skiptast jafnt á milli uppeldissyst- kina minna og maka þeirra sem dáin eru, en þau eru: Þorsteinn Guðmundsson skipstj. Laufásvegi 18 A, Reykjavík Margrét Guðmundsdóttir, starfar á Landsspítalanum Stefanía Jónsdóttir, Grandavegi 38, Reykjavík Ágústa Jónsdóttir (ekkja Sigurðar eit. skipstj. fósturbróður míns), Hagamel 19, Reykjavík. Guðmundur Ingvarsson, sjóm. Grandaveg 38, Reykjavík. Ef svo skyldi fara, að allt mitt lausafé yrði þrotið áður en ég dey, þá skal Guðmundi Ingvarssyni eða erfingjum hans, vera skylt að sjá um útför mína, enda haldi hann eða erfingjar hans, hús- partinum eins og áður segir. En að sjálfsögðu falla þá aðrir arfa- hlutar niður. Af arfleiðsluskrá þessari eru gerð og undirrituð tvö samrit og verða geymd á sitt hvorum staðnum til öryggis. Reykjavík, 30. maí 1964 Halldór Pálmason. Við undirritaðir, sem vorum kvaddir til að vera vottar að arf- leiðsluskrá Halldórs Pálmasonar, Grandavegi 38, Reykjavík, sem er heyrnarlaus og lítt talandi, en læs, las erfðaskrána yfir í okkar viðurvist og tjáði okkur með orðum og látbragði sínu, að hann væri að öllu samþykkur því sem í henni stæði og væri sinn vilji og undirritaði hana (í tvíriti) í okkar viðurvist. Gerði hann þetta af frjálsum og fúsum vilja og með fullu ráði. Þetta erum við reiðubúnir að staðfesta með eiði, ef krafist verður. Reykjavík, 30. maí 1964, Stefán Pétursson hdl. Jóhannes Jóhannessen stud. jur.““. Þessari skrá var þegar við uppskriftina mótmælt af sóknarað- iljum, Þórði og Guðríði, en þau eru systurbörn Halldórs Pálma- sonar. Var ákveðið, að búi þessu skyldi skipt opinberum skipt- um með innköllun til skuldheimtumanna, og hefur sérstakt skiptaréttarmál verið rekið vegna vefengingar á arfleiðsluskránni. Er það hér til úrskurðar. Nokkur atriði hafa fram komið af hálfu aðilja um ævi Halldórs Pálmasonar, og ber þeim að mörgu leyti saman, a. m. k. í aðal- 485 atriðum. Bæði hefur Þorgils Ingvarsson, Grenimel 40, sem var nákunnugur Halldóri og er bróðir Guðmundar Ingvarssonar, varnaraðilja máls þessa, svo og sóknaraðili Guðríður Guðmunds- dóttir skilað í málinu löngum skýrslum hér að lútandi. Samkvæmt því, sem fram er komið í máli þessu, hefur Halldór Pálmason orðið fyrir þeim veikindum á fyrstu árum sínum, að hann missti heyrn. Heldur Þorgils Ingvarsson, að hann hafi þá verið 5—6 ára, en Guðríður, að hann hafi ekki verið nema 3Bja ára. Þá er upp- lýst, að Halldór muni hafa misst föður sinn árið 1890, en nokkr- um árum síðar hafi hann verið tekinn til uppeldis af Þórarni nokkrum Arnórssyni og konu hans og dvalizt hjá þeim nokkur ár og verið fermdur 17 ára. Þeim, sem til þekktu og borið hafa í þessu máli, ber saman um, að Halldór hafi í gerðinni verið skýr- leiksmaður og verklaginn. Hefur Þorgils Ingvarsson sagt, að Halldór hafi um skeið sem unglingur notið kennslu Böðvars Bjarnasonar, sem hefði starfað við kennslu daufdumbra, og hann hafi lært að lesa sér til gagns, svo sem dagblöð, en hann hafi átt erfiðara með skrift, þó getað skrifað sér til minnis og tölu- stafi hafi hann þekkt og getað farið með þá eftir þörfum. Hann hafi haft merkilega mikinn orðaforða og þó átt erfitt með að mynda setningar og bablað eins og barn. En við sína nánustu vini og samstarfsmenn hafi hann getað talað. Vitnið Einar Sig- urðsson skipstjóri, Smáraflöt 51, kveðst hafa verið vel kunnugur Halldóri Pálmasyni, hafi Halldór verið greindarmaður og hafi verið hægt að tala fullum fetum við hann með því að tala rólega og snúa sér að honum. Hann muni hafa haft einhverja heyrn, t. d. hafi hann hrokkið við, er skotið var af byssu. Ekki kveðst Einar minnast þess, að hann hafi séð Halldór lesa eða skrifa. Þá hefur sóknaraðilinn Guðmundur Ingvarsson sagt svo frá, að Halldór hafi verið allæs, kunnað alla stafi og tölustafi og lesið dagblöð svo að segja spjaldanna á milli, en lítið muni hann hafa lesið af bók- um, þó hann hafi haft gaman af að lesa sjóferðabækur, sem hann muni hafa lesið sér að fullu gagni. Guðmundur segir, að ekki hafi verið hægt að segja, að hann hafi verið að fullu skrif- andi, en hann hafi þó skrifað tölur sér til minnis. Þá heldur Guð- mundur, að Halldór muni hafa haft einhverja heyrn, einkum á snögg og skörp hljóð. Halldór Hansen, dr. med., Laufásvegi 24, heimilislæknir Hall- dórs Pálmasonar, hefur mætt sem vitni í máli þessu. Dr. Halldór er á 2. og 3. við þá bræður Þorgils Ingvarsson og Guðmund, varn- araðilja í máli þessu, og hann er systursonur uppeldismóður Hall- 486 dórs Pálmasonar. Segir dr. Halldór, að sér hafi virzt Halldór Pálmason skynugur, og kveðst ekki hafa verið í erfiðleikum með að láta hann skilja sig né að skilja, hvað Halldór vildi. En hann segist ekki geta borið um lestrar- og skriftarkunnáttu hans af eigin raun. Sóknaraðilinn Guðríður Guðmundsdóttir hefur aftur á móti sagi, að aðeins þeir, sem umgengust Halldór Pálmason mest, hafi getað skilið hann, hann hafi haft mjög takmarkaðan orðaforða, en hann hafi ekki notað fingramál eða tákn. Þá er vefengt af sóknaraðiljanna hálfu, að hann hafi verið læs, og þótt hann hafi stundum skoðað dagblöð, hafi hann allt eins vel haldið þeim öfugum, ef hann gat ekki áttað sig á því eftir myndum eða öðru, hvernig þau áttu að snúa. Þorgils Ingvarsson hefur skýrt svo frá, að alllöngu áður en arfleiðsluskráin er gerð, hafi Halldór verið búinn að talfæra við sig að skrifa slíka skrá fyrir hann. Kveðst Þorgils hafa talið sig lítt færan til þess og færzt undan því lengi vel. En um haustið 1963 kveðst hann þó hafa látið tilleiðast og komizt að því, hvernig Halldór vildi ráðstafa eignum sínum. Það hafi þó farizt fyrir, að Halldór undirritaði skrána að sinni. Um atvik að undirritun skrárinnar skýrir Þorgils Ingvarsson svo frá, að þá er Halldór var kominn á fund hans í Landsbanka Íslands, hafi hann kallað á samstarfsmenn sína, þá lögfræðingana Stefán Pétursson og Jóhannes Jóhannessen, og beðið þá að votta Þennan löggerning. Þá er þeir voru komnir á vettvang, kveðst Þorgils hafa beðið Halldór að lesa skrána að þeim viðstöddum. Hafi Halldór gert það og hafi það tekið hann, eins og segja mætti, hæfilegan tíma miðað við það, sem venjulega læs maður mundi þurfa til að fara gegnum ámóta lesmál. Þá segist Þorgils hafa spurt Halldór, hvort hann væri samþykkur því, sem í skránni stóð, og Halldór hafi þá brosað og kinkað kolli og sagt skýrum orðum: já. Stefán Pétursson hæstaréttarlögmaður, Mánagötu 25, hefur mætt sem vitni í málinu. Hann segir, að Þorgils Ingvarsson hafi komið til hans og Jóhannesar Jóhannessens og beðið þá að votta arfleiðslugerning. Hafi þeir báðir komið með Þorgilsi inn í starfs- herbergi hans og þar hafi setið maður, sem Stefán þekkti ekki þersónulega. Hafi Þorgils verið með arfleiðsluskrána og hann hafi eitthvað talað við mann Þennan um skrána, hafi Þorgils snúið sér að manninum og talað líkt og hann tali við aðra. Síðan hafi Þorgils beðið hann að lesa skrána yfir, sem hinn 487 hafi gert, og hafi farið til þess sennilegur tími miðað við lesmál. Þorgils hafi síðan innt arfleifanda eftir því, hvort hann væri samþykkur því, sem í skránni stóð, og jafnframt rétt honum miða, sem Stefáni skildist, að hefði áritaða spurningu sama efnis. Hafi arfleifandi brosað og kinkaði kolli og e. t. v. jafnframt muldrað eitthvað. Kveðst Stefán hafa verið þess viss, að hann hafi verið ánægður með skrána. Stefán segir sér hafa verið ljóst, áður en arfleifandi undirritaði skrá þessa, að hann var dauf. dumbur, en hann kveðst engin orðaskipti hafa átt við hann og kveðst ekki hafa ályktað um lestrarkunnáttu hans af öðru en lestri hans á skránni og látbragðssvari hans við spurningu Þorgils, sem að framan getur. Eftir undirritun arfleifanda kveðst Stefán hafa lesið arfleiðsluvottorð það, sem þegar var komið á skrána, og undirritað það athugasemdalaust. Jóhannes Jóhannessen lögfræðingur, Vesturgötu 41, segir frá á líkan hátt og Stefán Pétursson. Hann kveður Þorgils hafa komið inn til þeirra Stefáns Péturssonar og beðið þá að votta arfleiðslu- gerning og minnir, að Þorgils hafi látið þess getið, að arfleifandi væri daufdumbur, en hann kveðst sjálfur hafa verið allsókunn- ugur arfleifanda og engin orðaskipti átt við hann þarna. Þorgils hafi síðan tekið skrána og lesið upp atriði úr henni, en síðan fengið arfleifanda hana til aflestrar, og minnir Jóhannes, að í það hafi farið sennilegur tími. Síðan hafi arfleifandi kinkað kolli og brosað og, að því er Jóhannes minnir, sagt: gott eða já. Kveðst Jóhannes hafa skynjað á viðbrögðum arfleifanda og athugun hans á skránni, að hann bæði skildi efni skrárinnar og að þar ritað væri í samræmi við vilja hans. Loks segir Jóhannes, að vottorð það, sem þeim Stefáni var ætlað að undirrita, hafi verið á skránni, þannig að þeir þurftu ekkert að gera annað en að lesa það og undirrita. Af hálfu sóknaraðiljanna er bent á það, að arfleiðsluvottorðið tilgreini ekki heimilisfang vottanna, það tilgreini ekki stað og stund gerningsins og loks sé þar látið undan fallast að geta um andlega heilsu arfláta. Sé þar mjög brotið í bág við ákvæði 42. gr. laga nr. 8/1962, en þar sé um að ræða algerlega ófrávíkjan- leg formskilyrði, þannig að ef breytt sé út frá þeim reglum, sé vottorðið þegar af þeirri ástæðu ónýtt. Í rökstuðningi að öðru leyti fyrir kröfum sínum vísa sóknar- aðiljar til ákvæða 34. gr. erfðalaga frá 1962, þar sem sú ófrá- víkjanlega krafa sé gerð til gildis erfðagernings, að arfleifandi sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera slíka ráð- 488 stöfun á skynsamlegan hátt. Er vefengt, að Halldór Pálmason hafi verið búinn slíkri heilsu. Hann hafi misst heyrn innan 5 ára aldurs, líklega 3ja ára, og þar af leiði, að hann hafi ekki lært lestur né almennan talsmáta, þó að hann að öðru leyti hafi verið skynugur í gerðinni. Hann hafi átt mjög erfitt með að koma hugsun sinni á framfæri og þeir, sem þó voru honum kunn- ufastir, hafi átt býsna erfitt með að skilja hann. Sé því allra hluta vegna mjög hætt við því, að u. þ. b. áttræður og heyrnar- laus, ólæs og að mestu mállaus maður, eins og Halldór var, hafi misskilið veigamikið atriði í sambandi við arfleiðslugerning og sá, er skrána ritaði, hljóti að hafa mátt vera í vafa um ýmislegt það, sem Halldór kynni að hafa óskað, að þar kæmi fram. Sóknaraðiljar halda því fram, að arfleiðsluvottarnir hafi mjög kastað höndum til starfa síns. Þeir hafi alls ekki þekkt Halldór persónulega og engin orðaskipti átt við hann. Það komi fram í vottorði þeirra, að þeim hafi verið ljóst, að hann var daufdumb- ur, en staðhæfing þeirra um, að hann hafi verið læs, sé gersam- lega úr lausu lofti gripin, enda þótt þeir hafi horft á hann rýna í skrána. Hafi þeir að minnsta kosti mátt fá verulegar efasemdir um lestrarkunnáttu hans, úr því að þeim var það ljóst, að hann var heyrnarlaus, og hefði átt að rannsaka það atriði miklu nánar í stað þess að láta sér nægja sýndaryfirlýsingu hans, sem þeir þó geti naumast tilfært, hvernig fram var borin um, að hann væri ánægður með skrána. Þegar á allt þetta sé litið, sé einsætt, að ágallar þeir, sem Halldór hafi verið haldinn, heyrnarleysi, málleysi og ólæsi, þar að auki hár aldur hans, enn fremur ófull- komleiki vottorðsins og losarabragur á athugun arfleiðsluvott- anna, hljóti hver fyrir sig og allir til samans að teljast svo veru- legir ágallar, að arfleiðsluskrá þessi verði metin ógild. Er vísað til ákvæða 45. greinar erfðalaga í þessu sambandi. Varnaraðiljar hafa haldið því fram, að sönnunarbyrði þess, að Halldór Pálmason hafi verið ófær um að gera arfleiðsluskrá, hvíli á sóknaraðiljum. Svo sé, þegar arfleiðsluvottorð tilgreini arfleif- anda færan til þessa gernings, svo sem hér sé gert, og leiði þetta af 46. grein erfðalaga, 2. mgr. Í þessu sambandi vísa varnaraðiljar á bug aðfinnslum sóknaraðilja við arfleiðsluvottorðið, þó að vott- arnir hafi látið undan fallast að nefna heimilisföng sín, þá skipti það ekki máli, þar eð Stefán Pétursson hafi sett hdl. og Jóhannes Jóhannessen hafi sett stud. jur. við nafn sitt, og sé alls ekki um að ræða, að um verði villzt, hverjir þarna hafa verið að verki, en sá sé berlega tilgangur laganna að tryggja, að ekki fari milli 489 mála um það atriði. Vottorðið geti þess, að gerningurinn hafi farið fram í Reykjavík, og það er dagsett þannig, að ekki verði um villt. Það sé og rangt hjá sóknaraðiljum, að ekki sé farið út í andlegt heilsufar arfleifanda, sagt sé skýrum stöfum, að hann hafi gert skrána af „frjálsum og fúsum vilja og með fullu ráði“, en þetta tíðkanlega lagamál feli í sér, að arfleifandi teljist vera heill heilsu andlega í skilningi 34. greinar, 2. mgr., erfðalaga. Því er og mótmælt, sem sóknaraðiljar hafa haldið fram, að vottarnir Stefán og Jóhannes hafi mátt vera í vafa um arfleiðsluvilja Halldórs. Hann hafi gefið þeim til kynna með orðum og látbragði, að hann var samþykkur því, er í skránni stóð, og í raun og veru hafi hann verið læs, enda fram komið, að hann var skrifandi. Sé því ekki á neinn hátt varhugavert að meta þessa arfleiðslu- skrá gilda sem grundvöll búskipta. Efni skrárinnar sé alls ekki óeðlilegt, nema síður væri, þar eð Halldór vilji, að uppeldissystkin hans, sem hann hafi umgengizt langmest, njóti eignanna að mestu leyti. Þar eð Halldór Pálmason var daufdumbur, var Í rauninni full ástæða til þess, að arfleiðsluvottar væru valdir úr hópi þeirra, sem hafa æfingu í að umgangast daufdumba, skilja þá og gera sig skiljanlega fyrir þeim. Arfleiðsluvottarnir lýsa því að vísu yfir, að arfleifandi hafi lesið skrána að þeim viðstöddum, en þar eð þeir gerðu sér ljóst, að hann var daufðdumbur, mátti þeim vera vitanlegt, að líklegt var, að lestrarkunnátta hans væri annmörkuð. Þeir virðast þó ekki hafa leitazt við að athuga nánar, að hve miklu gagni þessi lestur arfleifanda kom honum í raun og veru eða að hve miklu leyti samþykkislátbragð hans byggðist á nánum skilningi hans á hinu ritaða máli, sem er í nokkrum liðum, og er skráin síður en svo orðuð á ljósasta máli eða vandvirknislega skrifuð. Höfðu arfleiðsluvottarnir ýmsar leiðir til að reyna að ganga úr skugga um hæfileika arfleifanda í þessar áttir. Verður ekki hjá því komizt að telja, að arfleiðsluvottunin hafi verið svo lauslega framkvæmd eftir öllum atvikum, að í bága brjóti við ákvæði í 2. mgr. 42. greinar erfðalaga, sem lúta að sönnun fyrir þeirri hæfni arfleifanda, sem 34. gr., 2. mgr., mælir fyrir um. Verður því að fallast á vefengingu sóknaraðilja á arfleiðslu- skránni og meta hana ógilda sem grundvöll skipta á dánarbúi Halldórs Pálmasonar. 490 Rétt þykir, að málskostnaður falli niður í máli þessu. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Arfleiðsluskrá, undirrituð af Halldóri Pálmasyni 30. maí 1964, er ógild. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 28. marz 1969. Nr. 207/1968. Grána h/f (Ragnar Jónsson hrl.) segn Jóni Egilssyni (Ragnar Steinbergsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 12. nóvem- ber 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 7.425.00 með 8% ársvöxtum frá 1. ágúst 1966 til greiðsludags og máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi hefur krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur verið aflað skýrslna Þeirra Edwards Frederiksens, forstöðumanns Gisti- og veit- ingastaðaeftirlits ríkisins, Ludvigs Hjálmtýssonar, fram- kvæmdastjóra Ferðamálaráðs, og Geirs H. Zoðga forstjóra. Af hendi Ferðamálaráðs er það ekki viðurkennt, að stefnda hafi verið gefnar heimildir til að kaupa vöru þá, sem um er fjallað í málinu, fyrir hönd þess. Þar sem þannig er eigi í ljós leitt, að stefndi hafi haft umboð til að kaupa vöru þessa fyrir Ferðamálaráð, verður 491 með hliðsjón af ákvæðum 1. mgr. 25. gr. laga nr. 7/1936 að dæma hann til greiðslu andvirðis vörunnar. Verður krafa áfrýjanda því til greina tekin, þó þannig, að ársvextir ákveð- ast 7%. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 8.000.00. Dómsorð: Stefndi, Jón Egilsson, greiði áfrýjanda, Gránu h/f, kr. 7.425.00 með 7% ársvöxtum frá 1. ágúst 1966 til greiðslu- dags og kr. 8.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Akureyrar 22. apríl 1968. Mál þetta, sem var dómtekið 1. þ. m. að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað með stefnu, birtri 18. febrúar 1968 af Gránu h/f gegn Jóni Egilssyni forstjóra, Goðabyggð 3, Akureyri, til greiðslu vöruúttektar að upphæð kr. 7.425.00 með 8% árs- vöxtum frá 1. ágúst 1966 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og krefst máls- kostnaðar úr hendi stefnanda vegna óþarfa málshöfðunar. Stefnandi gerir þá grein fyrir kröfu sinni, að stefndi hafi tekið út segldúk í verzlun hans og látið skrifa hann á nafn Ferðamála- ráðs. Stefndi hafi ekki lagt fram umboð sér til handa né önnur skilríki og hljóti hann því að vera ábyrgur fyrir skuldinni, hvað sem orðið hafi af segldúknum. Stefnandi telur ekki fýsilegt að höfða mál á hendur Ferðamálaráði, sem samkvæmt lögum nr. 29/1964, 2. kafla, virðist ekki hafa nokkur fjárráð. Stefndi kveður Ferðamálaráð hafa farið þess á leit við sig í maí 1966, að hann annaðist uppsetningu snyrtinga við Goðafoss, þar sem von væri á 4 erlendum skemmtiferðaskipum. Stefndi rekur ferðaskrifstofu hér í bæ. Starfsmaður Ferðamálaráðs, Harrv Fredriksen, kom framangreindri beiðni til stefnda, Keypti stefndi segldúk þann, sem mál þetta er af risið, og lét skrifa hann hjá 492 Ferðamálaráði og bað um, að reikningurinn yrði krafinn hjá Ferðamálaráði. Var það ekki gert. Stefndi mótmælir allri ábyrgð sinni á greiðslu skuldarinnar af þeirri ástæðu, að stefnandi hafi ekki gert hina minnstu tilraun til innheimtu hjá Ferðamálaráði. Það er ekki vefengt, að stefndi hafi haft umboð til að skuld- binda Ferðamálaráð, og er af gögnum málsins augljóst, að stefndi kvað sig vera að skuldbinda Ferðamálaráð, en ekki sjálfan sig, og mátti stefnanda vera það einnig ljóst. Stefndi hefur því haft umboð til að skuldbinda Ferðamálaráð, og bar stefnanda því að beina málssókn þessari að nefndu Ferða- málaráði. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, en dæma ber stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðst kr. 2.800.00. Dómsorð: Stefndi, Jón Egilsson, skal vera sýkn af öllum kröfum í máli þessu. Stefnandi, Grána h/f, greiði stefnda kr. 2.800.00 í máls- kostnað. Dómi þessum má fullnægja með aðför að lögum að liðnum 15 dögum frá lögbirtingu hans. Mánudaginn 14. apríl 1969. Nr. 171/1968. Fjöliðjan h/f segn Bjarna Ingólfssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Fjöliðjan h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 493 Einnig greiði hún stefnda, Bjarna Ingólfssyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 14. april 1969. Nr. 172/1968. Fjöliðjan h/f segn Margréti Ólafsdóttur. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Fjöliðjan h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hún stefnda, Margréti Ólafsdóttur, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 14. april 1969. Nr. 173/1968. Fjöliðjan h/f Segn Reyni Ingvasyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Fjöliðjan h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hún stefnda, Reyni Ingvasyni, sem látið hefur 494 sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 14. apríl 1969. Nr. 174/1968. Fjöliðjan h/f gegn Jónasi Arnórssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Fjöliðjan h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hún stefnda, Jónasi Arnórssyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 23. april 1969. Nr. 17/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Bergþóri Bergþórssyni (Gústaf Ólafsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Þór Vil- hjálmsson. Brot gegn áfengislögum og tolllögum. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar ákveðst 495 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Brot ákærða þykir einnig varða við 17. gr. áfengislaga nr. 58/1954, sbr. 118. gr. laga nr. 82/1961. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 6.000.00, og málflutn- ingslaun verjanda síns, kr. 6.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar er 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Bergþór Bergþórsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 6.000.00, og laun verjanda sins, Gústafs Ólafs- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 6.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 30. ágúst 1968. Ár 1968, föstudaginn 30. ágúst, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ármanni Kristins- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 443/ 1968: Ákæruvaldið gegn Bergþóri Bergþórssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 29. marz 1968, höfðað á hendur Bergþóri Bergþórssyni leigubifreiðarstjóra, Laugavegi 51, Reykjavík, fæddum 23. júlí 1940 í Reykjavík, fyrir að hafa sunnu- daginn 10. marz 1968 selt Guðmundi Guðmundssyni, Steinskoti, Eyrarbakka, einn fleyg af Long John whisky í bifreiðinni R 19717, sem ákærði ekur til mannflutninga, á mótum Hverfisgötu og Frakkastígs í Reykjavík og fyrir að hafa haft meðferðis í bifreið- inni Í umrætt sinn eina flösku af Hulstkamp genever (ótollaf- greidda) og geymdar á heimili sínu eina flösku af aquavitae, eina flösku af whisky og eina flösku af genever, sem ákærði þykir hafa ætlað til sölu, en áfengið fundu lögreglumenn við leit í bif- reiðinni R 19717 og á heimili ákærða í beinu framhaldi af framan- greindri áfengissölu ákærða. Telst þetta varða við 1. mgr. 6. gr., 18. gr. og 4. mgr., sbr. 3. 496 mgr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 35. gr., 39. gr. og 2. mgr. 42. gr. áfengis- laga nr. 58/1954 og 2. mgr. 39. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til svipt- ingar réttindum leigubifreiðarstjóra og atvinnuleyfi samkvæmt 5. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, til ökuleyfissviptingar samkvæmt 2. mgr. 42. gr. áfengislaga, til upptöku á framangreindu áfengismagni samkvæmt síðasttalda ákvæði áfengislaga og 4. mgr. 38. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Sakavottorð ákærða hljóðar svo: 1958 3/6 í Reykjavík: Sátt, 350 kr. sekt fyrir brot á 26. gr. bifreiðalaga. 1960 20/1 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir umferðarlaga- brot og ökuhraða. 1961 6/11 í Reykjavík: Sátt, 2.500 kr. sekt fyrir áfengissölu. 1962 31/10 í Hafnarfirði: Sátt, 50 kr. sekt fyrir rangstöðu bif- reiðar. 1963 4/11 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 1963 10/12 í Reykjavík: Sátt, 700 kr. sekt fyrir umferðarslys. 1963 16/12 í Reykjavík: Sátt, 2.000 kr. sekt fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. 1964 21/5 í Reykjavík: Dómur: 10 daga varðhald, sviptur öku- leyfi í 1 ár fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. (Dómsbirting 21/1 '65). 1964 21/9 í Reykjavík: Sátt, 4.200 kr. sekt fyrir áfengislagabrot. 1965 3/6 í Reykjavík: Sátt, 1.100 kr. sekt fyrir rangstöðu bif- reiðar. 1965 30/9 í Reykjavík: Dómur: 5.000 kr. sekt fyrir brot á 16., 18., 19., 39., 41. og 42. gr. áfengislaga. Sviptur öku- og leigubifreiðarstjóraréttindum og atvinnuleyfi í 3 mánuði frá 21. 1. 1966. 1966 2/9 á Akureyri: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 7. gr. lögreglusamþykktar. 1967 2/10 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 48. gr. umferðarlaga. 1967 26/10 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 248. gr. hegningarlaga. Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 10. marz 1968, klukkan um 1500, urðu tveir lög- reglumenn, sam voru við eftirlitsstörf, varir við, að ákærði ók 497 leigubifreiðinni R 19717 af bifreiðastæði Borgarbílastöðvarinnar, og var farþegi í bifreiðinni. Kváðust lögreglumennirnir hafa haft vitneskju um, að ákærði hefði fengizt við ólöglega áfengissölu, og því veitt bifreiðinni eftirför. Ákærði ók að gatnamótum Frakkastígs og Hverfisgötu, þar sem farþeginn sté út úr bifreið- inni, en henni var ekið áfram. Litlu síðar kom bifreiðin aftur að gatnamótunum, og fór farþeginn þá inn í framsæti hennar, og „virtist okkur eins og einhver viðskipti færu þar fram“, svo sem segir í skýrslu lögreglu. Því næst var bifreiðinni ekið af stað austur Hverfisgötu, en lögreglumennirnir stöðvuðu brátt akstur hennar. Farþeginn reyndist vera með í fórum sínum óátekinn whiskyfleyg. Við leit í bifreiðinni fannst ein flaska af Hulstkamp genever, sem var ekki merkt ÁTVR. Kvaðst ákærði vera eigandi flöskunnar og „hafa keypt hana af ókunnum manni“. Loks var áfengiskönnun gerð á heimili ákærða, og fundust þar þrjár áfeng- isflöskur, sem merktar voru Á.T. V.R. Vitnið Gylfi Jónsson lögreglumaður, Hraunbæ 24 hér í borg, kvað ákærða hafa ekið farþega að gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs, horfið þaðan af vettvangi smástund, en farþeginn, sem verið hefði undir áhrifum áfengis, beðið á meðan. Eftir að ákærði kom aftur, og farþeginn var setztur upp Í bifreiðina, virtist vitninu einhver viðskipti fara fram þeirra á milli án þess þó bein- línis að sjá afhendingu áfengis. Ákærði ók af stað, en þeir lög- reglumennirnir stöðvuðu hann mjög fljótlega. Var farþeginn þá með óátekinn whiskyfleyg í fórum sínum. Við leit í bifreiðinni fannst ein heilflaska af genever, óátekin, og ekki merkt Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Vitninu Þorláki Runólfssyni lögreglumanni, Langagerði 50 hér í borg, virtist einhver viðskipti eiga sér stað í bifreið ákærða við gatnamót Hverfisgötu og Frakkastígs, en sá ekki beinlínis skipti á peningum eða áfengi fram fara. Farþeginn í bifreið ákærða var með einn whiskyfleyg í vörzlum sínum. Vitnið sagði ákærða hafa verið með eina geneverflösku, óátekna, í bifreiðinni, sem ekki var merkt Á. T.V.R. Vitnið Guðmundur Guðmundsson verkamaður, Steinskoti, Eyrarbakka, Árnessýslu, kvaðst hafa tekið leigubifreið frá Borg- arbílastöðinni og beðið ökumann að selja sér áfengi. Ökumaður játti því, ók vitninu að gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs. skildi það þar eftir nokkra stund, en kom síðan aftur á bifreið- inni. Vitnið settist í framsætið og keypti þá af ákærða einn whiskyfleyg og galt fyrir hann krónur 425.00. Ákærði ók síðan 32 498 af stað austur Hverfisgötu, en var brátt stöðvaður af lögreglu. Vitnið kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis greint sinn, en þó ekki mikið, og sagðist muna vel til málsatvika. Ákærði skýrði svo frá, að hann hefði ekið vitninu Guðmundi Guðmundssyni, sem honum virtist vera undir áhrifum áfengis, að gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs, beðið vitnið um að hinkra þar við, á meðan hann færi heim til sín og næði í genever- flösku, en ákærði hugðist hætta akstri og fá sér glas hjá systur sinni. Sótti ákærði áfengisflöskuna, tók vitnið aftur upp í bif- reiðina, en er hann hafði skammt ekið, stöðvaði lögreglan akstur hans. Ákærði neitaði alfarið að hafa selt vitninu Guðmundi áfengi, en sagði rétt vera, að í bifreið hans hefði verið ein flaska af Senever, sem hann hefði tekið upp í ökugjald nokkru fyrr og ætlað til eigin nota, svo sem fyrr er rakið. Gegn neitun ákærða og þegar til þess er litið, að lögreglumenn- irnir Gylfi Jónsson og Þorlákur Runólfsson sjá ekki vörzluskipti á áfengi fara fram, svo og með hliðsjón af því, að vitnið Guð- mundur Guðmundsson var undir áhrifum áfengis, þykir var- hugavert að telja nægilega sannað, að ákærði hafi gerzt sekur um ólöglega áfengissölu greint sinn, og verður hann því sýknaður af því ákæruatriði svo og kröfu um sviptingu réttinda leigubif- reiðarstjóra, atvinnuleyfis og ökuréttinda. Þá verður geymsla ákærða í húsakynnum sínum á þrem flöskum áfengis, sem allar báru merki Á.T.V.R. ekki talin refsiverð, og krafa um upptöku á flöskum þessum ekki tekin til greina. Hins vegar þykir ákærði ekki í skilningi 4. sbr. 3. mgr. 19. gr. áfengislaga nr. 58/1954 hafa gert næga grein fyrir geneverflösku þeirri, sem í bifreið hans fannst og ekki bar merki Á. T. V.R., og verður flaska þessi gerð upptæk til handa ríkissjóði. Refsing ákærða samkvæmt 2. mgr. 42. gr. áfengislaga og 2. mgr. 39. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956 þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin 5.000 kr. sekt til Menningarsjóðs, en vararefsing varðhald 5 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Bergþór Bergþórsson, greiði 5.000.00 króna sekt til Menningarsjóðs, en sæti varðhaldi í 5 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. 499 Ein flaska af Hulstkamp genever, sem málinu fylgir, skal upptæk til handa ríkissjóði. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 23. april 1969. Nr. 21/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sigurði Marteini Eyjólfssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Þór Vil- hjálmsson. Brot gegn áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Ekki verður talið, að ákærði hafi leitt að því sterkar líkur, að þær tvær flöskur af áfengi, sem fundust við leit í bifreið- inni R 9108 L aðfaranótt laugardagsins 9. marz 1968, hafi ekki verið ætlaðar til sölu. Samkvæmt sönnunarreglum 4. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1954 eru því eigi skilyrði tilað sýkna ákærða. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 6.000.00, og málflutn- ingslaun verjanda sins, kr. 6.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar er 4 vikur frá birt- ingu dóms þessa. 500 Ákærði, Sigurður Marteinn Eyjólfsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð, kr. 6.000.00, og laun verjanda sins, Þor- valds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 6.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 16, desember 1968. Ár 1968, mánudaginn 16. desember, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Ármanni Kristinssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 590/1968: Ákæruvaldið gegn Sigurði Marteini Eyjólfssyni, sem tekið var til dóms 13. þ. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 15. október 1968, gegn ákærða, Sigurði Marteini Eyjólfssyni leigu- bifreiðarstjóra, Hverfisgötu 123, Reykjavík, fæddum 17. júní 1925 að Húsatóftum á Skeiðum, Árnessýslu, fyrir áfengislagabrot með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 9. marz 1968 haft meðferðis í bifreiðinni R 9108 L tvær flöskur af áfengi, eina af Witter- kampf genever og eina af ákavíti, sem ákærði þykir hafa ætlað til sölu, en áfengið fundu lögreglumenn við leit í bifreiðinni. Telst þetta varða við 4. mgr., sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr; 42. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta upptöku á nefndu áfengismagni samkvæmt 2. mgr. i. f. 42. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1947 11/6 í Árnessýslu: Sátt, 60. kr. sekt fyrir brot gegn bif- reiðalögum. 1948 19/4 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ofhraða á bifreið. 1948 19/4 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot gegn 6. gr. reglugerðar nr. 131/1937. 1955 17/1 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 28. gr. lögreglusamþykktar. 1956 14/6 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 14. gr. bifreiðalaga. 1959 4/11 í Reykjavík: Sátt, 50. kr. sekt fyrir brot á 15. gr. lögreglusamþykktar. 1960 22/2 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 219. gr. 501 hegningarlaga, 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr. og 49. gr. umferðarlaga. 1961 29/6 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1962 21/7 í Reykjavík: Áminning fyrir brot á lögum nr. 73/1952. 1964 24/2 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ökuhraða. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt laugardagsins 9. marz 1968, klukkan 0140, stöðvuðu lögreglumenn, sem kváðust öðru fremur hafa verið að huga að leynivínsölu, bifreiðina R 9108 á Skólavörðustíg hér í borg, en stjórnandi bifreiðarinnar var ákærði, sem ekur henni sem leigu- bifreið frá Borgarbílastöðinni. Löggæzlumenn óskuðu eftir að fá að framkvæma leit að áfengi í bifreiðinni, og leyfði ákærði slíka leit. Við leitina fundust tvær flöskur af áfengi, ein flaska af Witterkampf genever, verð kr. 470.00, og ein flaska af ákavíti, verð kr. 345.00. Ákærði skýrði lögreglumönnunum svo frá, að hann hefði keypt vínið í Á. T.V.R. við Snorrabraut daginn áður og ætlað að drekka það sjálfur einhvern næstu daga. Vitnin Friðrik Svavar Hermannsson lögreglumaður, Kleppsvegi 136, Reykjavík, og Sigurður Jónsson lögreglumaður, Hraunbæ 24 hér í borg, báru fyrir dómi, að ákærði hefði haft tvær áfengis- flöskur í leigubifreið sinni, sem hann kvaðst ætla að neyta sjálfur. Ákærði neitaði að hafa haft í hyggju að selja greindar áfengis- flöskur, kvaðst hafa ætlað þær til neyzlu um helgina með bróður sínum og fleira fólki, en ekki hefði þó fyrirfram verið ákveðið að neyta víns. Ákærða var boðið að ljúka málinu með dómssátt, en hann hafnaði því. Svo sem málum hefur verið lýst hér að framan, verður ekki talið, að ákærði hafi fært að því nægar líkur í skilningi 19. gr. áfengislaga nr. 58/1954, að nefndar áfengisflöskur hefðu ekki verið ætlaðar til sölu. Er háttsemi hans rétt lýst í ákæru og varðar við lagaákvæði þau, sem þar eru rakin. Refsing ákærða er ákveðin 4.075.00 króna sekt til Menningar- sjóðs, en vararefsing varðhald 4 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Áfengisflöskur þær, sem málinu fylgja, skulu upptækar til ríkissjóðs. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Þórar- inssonar hæstaréttarlögmanns, krónur 4.000.00. 502 Dómsorð: Ákærði, Sigurður Marteinn Eyjólfsson, greiði kr. 4.075.00 sekt til Menningarsjóðs, en sæti varðhaldi 4 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Áfengisflöskur þær, sem málinu fylgja, skulu upptækar til handa ríkissjóði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Þórarinssonar hæsta- réttarlögmanns, krónur 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 23. april 1969. Nr. 54/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ásgeiri Halldóri Pálmasyni Hraundal (Guðlaugur Einarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Þór Vil- hjálmsson. Skjalafals. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 6.000.00, og málflutn- ingslaun verjanda síns, kr. 6.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Ásgeir Halldór Pálmason Hraundal, greiði all- an áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksókn- arlaun í ríkissjóð, kr. 6.000.00, og laun verjanda sins, 503 Guðlaugs Einarssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 6.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 7. nóvember 1968. Ár 1968, fimmtudaginn 7. nóvember, var á dómþingi sakadóms eykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 528/1968: Ákæruvaldið gegn Ásgeiri Halldóri Pálmasyni Ásgeirssyni Hraun- dal, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 14. f. h., gegn Ásgeiri Halldóri Pálmasyni Ásgeirssyni Hraundal sjómanni, Suðurlands- braut 91B hér í borg, fæddum 16. ágúst 1929 í Hafnarfirði, „fyrir skjalafals með því að gefa út til handhafa í júlí 1968 eftirtalda þrjá tékka á eyðublöð frá Iðnaðarbanka Íslands, sem hann hafði í heimildarleysi tekið í Svefnbekkjaiðjunni, Laufásvegi 4 í Reykjavík, og stimplað þar með stimpli þess fyrirtækis við nafnritunarstað útgefanda, falsa nafn útgefanda á þá alla og nafn framseljanda á einn þeirra og nota þá í viðskiptum í Reykjavík í útgáfumánuðinum, svo sem rakið verður: 1. K. 2736, kr. 1.100.00, á hlaupareikning nr. 1753, dagsettur 21. júlí. Falsa nafn útgefanda og framseljanda: Sigurður Björns- son, Leifsgötu 8. Seldur Ólafi Kjartanssyni húsverði, Hverfis- götu 59. 2. K. 2740, kr. 700.00, á hlaupareikning nr. 73, dagsettur 21. júlí. Falsað nafn útgefanda: Jónas Guðlaugsson. Framseldur af ákærða sjálfum. Notaður sem greiðsla 75.00 króna ökugjalds til Jóhannesar Péturssonar bifreiðarstjóra, Skarphéðinsgötu 10, sem greiddi ákærða mismuninn í peningum. 3. K. 12420, kr. 1.100.00, á hlaupareikning nr. 73, dagsettur 22. júlí. Falsað nafn útgefanda: Jónas Guðlaugsson. Framseldur af ákærða sjálfum. Notaður sem greiðsla 200.00 króna ökugjalds til Bergþórs Bergþórssonar bifreiðarstjóra, Laugavegi 51, sem greiddi ákærða mismuninn Í peningum. Verknaðir þessir teljast varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, skaðabótagreiðslu og til greiðslu sakar- kostnaðar“. Í sumar starfaði ákærði í Svefnbekkjaiðjunni, Laufásvegi 4. Sunnudaginn 21. júlí fór ákærði inn í húsnæði fyrirtækisins og tók þar nokkur eyðublöð úr tékkhefti þess. Stimplaði hann eyðu- 504 blöðin með stimpli fyrirtækisins: Svefnbekkjaiðjan, Laufásvegi 4. Sími 13492, Reykjavík. Ákærði ritaði síðan á eyðublöð þessi þá þrjá tékka, sem taldir eru í ákæru. Fyrsta tékkann undirritaði hann með nafninu Sigurður Björnsson og hafði þar ekki ákveðinn mann í huga. Tékka þennan, sem var að fjárhæð kr. 1.100.00 og gefinn út til handhafa á reikning 753 í Iðnaðarbanka Íslands, seldi hann Ólafi Kjartani Ólafssyni húsverði, Hverfisgötu 59. Greiddi Ólafur 1.000 kr. fyrir tékkann, en 100 kr. átti hann að fá fyrir greiðann. Annan tékkann, kr. 700.00, gaf ákærði út á reikning 73 og undirritaði með nafninu Jónas Guðlaugsson, en það kveður hann vera annan af eigendum Svefnbekkjaiðjunnar. Með tékka þessum greiddi ákærði Jóhannesi Péturssyni leigu- bifreiðarstjóra, Skarphéðinsgötu 10, ökugjald að fjárhæð kr. 75.00 og fékk mismuninn greiddan í peningum. Þriðja tékkann, kr. 1.100.00, sem ákærði gaf einnig út á reikning 73 og undir- ritaði nafninu Jónas Guðlaugsson, notaði ákærði til þess að greiða Bergþóri Bergþórssyni leigubifreiðarstjóra, Laugavegi 51, öku- gjald, ca. 200 kr., og fékk hann mismuninn í peningum. Ákærði kveðst hafa framið brot þessi í drykkjuskap. Hann hefur ekki bætt tjón af brotunum og ber við tekjuleysi sínu síðan. Jóhannes Pétursson krefst bóta úr hendi ákærða, kr. 700.00, og Bergþór Bergþórsson gerir kröfu í máli þessu um bætur, kr. 1.100.00, en Ólafur Kjartan Ólafsson hefur fallið frá kröfu á henda ákærða. Með notkun þessara þriggja tékka með fölsuðum nafnritunum hefur ákærði brotið gegn 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði var 22. október 1958 dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Þá hefur hann á s.1. 20 árum sætzt 22 sinnum á greiðslu sekta fyrir áfengislagabrot og einu sinni (1967) á greiðslu 1.700 kr. sektar fyrir brot gegn 261. og 248. gr. alm. hegningarlaga. Refsing ákærða verður með hliðsjón af 77. gr. alm. hegningar- laga ákveðin fangelsi 3 mánuðir. Áðurgreindar fjárkröfur verða teknar til greina. Þá verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Ásgeir Halldór Pálmason Ásgeirsson Hraundal, sæti fangelsi 3 mánuði. Ákærði greiði Jóhannesi Péturssyni kr. 700.00 og Bergþóri Bergþórssyni kr. 1.100.00. 505 Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 25. april 1969. Nr. 70/1969. Margrét G. Hjaltested f. h. sjálfrar sín og ófjárráða barna sinna, Margrétar, Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar, gegn Magnúsi S. Hjaltested og Unnsteini Beck skiptaráðanda. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 30. október 1968 hefur sóknaraðili kært til Hæstaréttar úrskurð skiptadóms Kópavogs, sem kveðinn var upp 28. september 1968. Með úrskurði þessum var hrundið kröfu sóknaraðilja um, að setuskiptaráðandi, Unnsteinn Beck, viki sæti. Sóknaraðiljar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og setuskiptaráðanda gert að víkja sæti. Af hálfu varnaraðilja Magnúsar S. Hjaltesteds hafa hvorki borizt greinargerð né kröfur. Varnaraðili Unnsteinn Beck hefur sent Hæstarétti athuga- semdir sínar um kæruna, sbr. 27. gr. laga nr. 57/1962. Þar segir, „að kæranda var kunnugt um niðurstöðu úrskurðar- ins, áður en kærufrestur var liðinn“. Þessu hefur eigi verið andmælt af hálfu sóknaraðilja. Þar sem kærufrestur var liðinn, þegar úrskurðurinn var kærður, sbr. 22. gr. laga nr. 57/1962, ber að vísa málinu frá Hæstarétti. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 10. apríl 1969. Ber að vita þennan óhæfilega drátt af hálfu skiptaráðanda að senda Hæstarétti málsskjölin. 506 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður skiptadóms Kópavogs 28. september 1968. Við opinber skipti á dánar- og félagsbúi Sigurðar Lárussonar Hjaltesteds, Vatnsenda, Kópavogskaupstað, sem andaðist 13. nóvember 1966, og Margrétar G. Hjaltesteds, sem nú eru til með- ferðar fyrir skiptarétti Kópavogskaupstaðar, hefur hinn reglulegi skiptaráðandi vikið sæti, en með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dagsettu 8. apríl 1967, var Unnsteinn Beck, borgarfógeti í Reykja- vík, skipaður til að fara með mál þetta sem setuskiptaráðandi. Meðal þeirra gagna, sem fyrir liggja við skiptin, er erfðaskrá Magnúsar Hjaltesteds, fyrrum eiganda jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað, dags. 4. janúar 1938, ásamt breytingu, dags. 29. október 1940, þar sem hann gerir Sigurð Lárusson Hjaltested arfláta að dánarbúi því, sem hér er til skipta, að einkaerfingja sínum, þó, að því er varðar jörðina Vatnsenda, með þeim tak- mörkunum, að honum er óheimilt að selja hana né veðsetja nema innan þröngra takmarka, og að honum látnum skal jörðin á sama hátt ganga í arf til elzta sonar Sigurðar og svo koll af kalli, meðan sú grein varir í karllegg. Ýmis fleiri ákvæði eru í erfða- skránni varðandi jörðina, en ekki skiptir máli að telja þau hér. Elzti sonur arfláta af fyrra hjónabandi hans er Magnús Sig- urðsson Hjaltested. Hann gerði kröfu til jarðarinnar úr dánarbúi föður síns samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum í erfðaskrá langafa- bróður síns, Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds. Kröfu þessari var mótmælt af hálfu ekkju arfláta, Margrétar G. Hjaltesteds, sem er sóknaraðili þess máls, sem hér er til úrskurðar. Mótmæli voru einnig höfð uppi af hálfu barna arfláta og nefndrar Margrétar. Var mál um tilkall Magnúsar til jarðarinnar sótt og varið fyrir skiptaréttinum, og féll um það úrskurður 24. júlí 1967 á þá lund, að Magnúsi var áskilinn réttur til að taka við til ábúðar og hag- nýtingar jörðina Vatnsenda með þeim takmörkunum og skilmál- um, sem settir enu í fyrrnefndri arfleiðsluskrá Magnúsar Einars- sonar Hjaltesteds. Að genginni áfrýjun var úrskurður þessi stað- festur með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 5. apríl s.l. Á skiptafundi í dánar- og félagsbúinu hinn 4. maí s.1. kom fram krafa frá Magnúsi Hjaltested um, að honum yrðu þá þegar fengin afnot jarðarinnar Vatnsenda með vísan til hæstaréttar- 507 dómsins. Á skiptafundi 7. maí s.l. afgreiddi skiptaráðandi þessa kröfu með svofelldri bókun: „Þá lýsti skiptaráðandi yfir því, að hann afhenti Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, Sólbakka, Vatnsenda, umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað með því, sem henni fylgir og fylgja ber, samkvæmt þeim réttindum, sem hon- um sem erfingja eru áskilin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1948 og 29. október 1940, að geymdum rétti þeirra, sem löglega kunna að eiga tilkall til af- nota eða annarra réttinda á jörðinni eða hluta hennar ...“. Ekkja arfláta, áðurnefnd Margrét G. Hjaltested, sem situr jörðina, hefur áfrýjað þessari ákvörðun skiptaráðanda til Hæsta- réttar. Beiddist þá Magnús S. Hjaltested útburðar á henni af jörðinni. Sérstakur setufógeti fer með útburðarmálið, og hefur hann kveðið upp í því úrskurði um framkvæmd útburðargerðar, sem nú mun vera undir áfrýjun. Með bréfi, dagsettu 21. maí s.l., óskaði Margrét Hjaltested eftir framhaldsuppskrift á eignum dánarbúsins og fór m. a. fram á, að þá yrðu skrifaðar upp sem eignir búsins ýmsar byggingar og endurbætur á húsum jarðarinnar, sem gerðar hefðu verið, meðan hún og arfláti bjuggu þar. Í þessu bréfi er enn fremur minnzt á, að úttekt verði látin fara fram á jörðinni. Með bréfi, dags. 27. júní, var ítrekuð krafa um framhaldsuppskrift og úttekt á jörðinni. Uppskriftin fór fram 4. júlí s.l., og voru þá skráðir og virtir nokkrir lausafjármunir búsins, en hins vegar fór hvorki fram mat né virðing á fasteignum né endurbótum á þeim, enda hafði skiptaráðandi þá þegar afhent erfingjanum Magnúsi Hjalte- sted umráð jarðarinnar með bókun þeirri í skiptabók, sem áður getur. Ekkjan Margrét Hjaltested hélt fast fram þeirri kröfu fyrir sig og ófjárráða börn sín, að búinu yrði metið endurgjald fyrir nýbyggingar og endurbætur á mannvirkjum á jörðinni, sem hún og maður hennar gerðu. Enn fremur ítrekaði hún kröfu sína um úttekt á jörðinni. Erfinginn Magnús Hjaltested mótmælti skyldu sinni til að greiða nokkuð fyrir fyrrgreind mannvirki, og af hálfu tveggja annarra erfingja búsins hefur komið fram yfirlýsing um, að þeir standi ekki að kröfugerð wm endurgjald fyrir margnefnd mann- virki og endurbætur á byggingum. Til að ræða þessi atriði voru haldnir nokkrir skiptafundir, og á skiptafundi hinn 9. júlí s.l. afgreiddi skiptaráðandi málið með bókun í skiptabók á þá lund, að þar sem Magnús Hjaltested hefði 508 mótmælt skyldu sinni til að greiða umræddar kröfur og nokkrir af erfingjunum lýstu yfir því, að þeir styddu ekki kröfugerð á hendur honum í þessa átt, þá gæti skiptaráðandi ekki fyrir hönd dánarbúsins lagt í þann kostnað, sem leiða kynni af slíkri kröfu- gerð, en hins vegar væri Margréti G. Hjaltested heimilt að hafa uppi slíkar kröfur á eigin kostnað fyrir sína hönd og barna sinna. Með bréfi til skiptaráðanda, dags. 8. ágúst s.l., krafðist Margrét G. Hjaltested þess, að setuskiptaráðandi viki sæti í málinu, og er sú krafa ítrekuð í bréfi hennar, dags. 26. s. m. Ástæðurnar til þessarar kröfu kveður hún vera þær, að með því að afhenda erf- ingjanum Magnúsi S. Hjaltested umráð jarðarinnar Vatnsenda sem arfahluta úr dánarbúi föður hans, sbr. bókun þá frá 7. maí s.l., sem getur hér að framan, svo og með því að ráðstafa inn- heimtu leigutekna af lóðum í landi jarðarinnar til Magnúsar, eftir að honum voru fengin umráð jarðarinnar, hafi skiptaráðandi sýnt hlutdrægni, sem ekki samrýmist því, að hann fari áfram með skiptamálið. Ákvörðun skiptaráðanda um að afhenda Magnúsi S. Hjaltested umráð jarðarinnar Vatnsenda er byggð á niðurstöðu úrskurðar skiptaréttarins frá 24. júlí 1967, sem hlotið hefur staðfestingu Hæstaréttar. Verður ekki á það fallizt, að með henni hafi skipta- ráðandi hallað rétti annarra erfingja á neinn hátt, og verður krafa sóknaraðilja ekki tekin til greina á þeim forsendum. Sóknaraðili hefur hreyft því, að skiptaráðandi hafi sýnt hlut- drægni með því að verða ekki við kröfu hans um að láta fara fram úttekt á jörðinni í sambandi við fyrirhuguð ábúandaskipti. Sóknaraðili máls þessa hefur setið jörðina Vatnsenda frá and- láti eiginmanns síns, og ganga vörzluskipti jarðarinnar beint frá henni til væntanlegs viðtakanda jarðarinnar, án þess að skipta- ráðandi hafi f. h. dánarbúsins tekið í sínar hendur búsetu á jörð- inni. Lítur skiptaráðandi svo á, að þegar af þeirri ástæðu sé honum óskylt að hafa frumkvæði að úttekt á jörðinni samkvæmt ábúðarlögum, en sóknaraðilja er hins vegar opin leið sem landseta jarðarinnar að beiðast úttektar án milligöngu skiptaráðanda. Loks hefur sóknaraðili átalið afskipti skiptaráðanda af út- burðarmáli Magnúsar S. Hjaltesteds á hendur henni, er útburð skyldi framkvæma hinn 7. maí s.l. Skiptaráðandi var viðstaddur þinghald í fógetadómi að Vatnsenda þennan dag til þess að gæta hagsmuna dánarbúsins, ef til útburðar kæmi. Til þess kom þó ekki, að þess þyrfti, þar sem útburðargerðinni var í það skipti frestað. Afskipti skiptaráðanda af því máli voru þau ein, að fyrir 509 beiðni umboðsmanns sóknaraðilja þessa máls leitaði hann sam- komulags með málsaðiljum um frestun útburðargerðarinnar með þeim árangri, að báðir málsaðiljar féllust á miðlunartillögu, sem hann átti frumkvæði að, og frestur var veittur að svo stöddu á framkvæmd gerðarinnar. Þegar framangreind atriði eru virt, verður ekki á það fallizt, að aðgerðir setuskiptaráðanda í skiptamáli þessu gefi nein efni til þess, að hann víki sæti í málinu. Krafa sóknaraðilja í þá átt verður því ekki tekin til greina. Málskostnaðar er ekki krafizt í þessum þætti skiptamálsins. Því úrskurðast: Krafa sóknaraðilja, Margrétar G. Hjaltesteds, um, að setu- skiptaráðandi víki sæti í skiptamáli þessu, er ekki tekin til greina. Málskostnaðar hefur ekki verið krafizt. 510 Þriðjudaginn 29. april 1969. Nr. 128/1967. Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps, Eyjafjarðarsýslu, og sýslunefnd Eyjarfjarðarsýslu til réttargæzlu (Friðrik Magnússon hrl.) gegn Eigendum Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli, Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, Þeim Bjarna Halldórssyni, Birni Runólfssyni, Frosta Gíslasyni, Jóhanni Lárusi Jóhannes- syni, Ólafi Þórarinssyni, Pétri Sigurðssyni, Sigurði Friðrikssyni og Stefáni Hrólfssyni, og svo Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu til réttargæzlu (Gísli G. Ísleifsson hr|.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Einar Arnalds. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Landamerkjamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps, hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar a) á hendur stefndu, eigendum Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli, með stefnu 11. september 1967 og b) á hendur réttargæzlustefnda, sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu, með stefnu 15. febrúar 1968, að fengnu áfrýjunar- leyfi 31. janúar 1965, Honum hefur verið veitt gjafsóknarleyfi fyrir Hæstarétti hinn 24. október 1967. Gerir áfrýjandi þær dómkröfur, að landamerki fyrir um- ráðasvæði hans að vestan gagnvart löndum stefndu á há- lendinu vestan og sunnan Eyjafjarðardala verði viðurkennd og ákveðin þannig: Nyrzt ráði merkjum Fossá frá upptökum nyrðri hvíslar til ármóta hennar og Jökulsár eystri, síðan öll ráði Jökulsá eystri merkjum suður að ármótum hennar og Strangalækjar, þaðan ráði bein lína suður í Miklafell í Hofs- Jökli. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefndu og réttargæzlustefnda í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem málið væri ekki gjafsóknarmál. Réttargæzluáfryjandi, sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 31. janúar 1968 og gjafvarnarleyfi 30. s. m., skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 15. febrúar 1968 og krafizt þess, að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda og réttargæzlustefnda fyrir Hæstarétti, svo sem málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndu, eigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli, sem veitt hefur verið gjafvörn fyrir Hæstarétti hinn 31. janúar 1968, krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda og réttargæzluáfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál. Réttargæzlustefndi, sem veitt hefur verið gjafvörn fyrir Hæstarétti hinn 31. janúar 1968, krefst málskostnaðar úr hendi áfrýjanda og réttargæzluáfrýjanda fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál. Gögnum máls þessa er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Í máli þessu er deilt um eignarrétt að landsvæði því, sem um er að tefla, en eigi um upprekstrarrétt. Áfrýjandi, Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps, reisir kröf- ur sínar á því, að hann hafi tekið heimildir á landsvæði þessu frá fyrri eigendum jarðanna Möðruvalla og Hóla í Saurbæjarhreppi, sem frá fornu fari hafi talizt taka yfir landsvæðið. Stefndu, eigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli, reisa dómkröfur sínar á afsali fyrir hálfri jörðinni Nýjabæ frá 29. janúar 1464, þar sem landið sé talið vera hluti jarð- arinnar. Hvorki áfrýjandi né stefndu hafa fært fram gögn fyrir fullkominni eignatöku að fornu eða nýju á landsvæði því, sem um er að tefla í máli þessu. T. d. verður eigi séð, að 512 eigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli eða eigendur Möðruvalla og Hóla hafi fyrrum innt af hendi smölun og fjallskil á landsvæðinu, svo sem eigendum jarða var boðið að gera á jörðum sinum, sbr. Jónsbók, landsleigubálk 49. Yfirlýsingar í afsölum fyrr og síðar, sem eigi styðjast við önnur gögn, nægja eigi til að dæma öðrum hvorum aðilja eignarrétt til öræfalandsvæðis þessa. Verða því kröfur hvor- ugs aðilja í málinu teknar til greina. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfestast. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda og réttargæzluáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns þeirra fyrir Hæstarétti, sem ákveðast kr. 80.000.00. Gjafvarnarkostnaður stefndu og réttargæzlustefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun tals- manns þeirra fyrir Hæstarétti, sem ákveðast kr. 80.000.00. Dómsorð: Kröfur aðilja, áfrýjanda, Upprekstrarfélags Saurbæj- arhrepps, á hendur stefndu, eigendum Ábæjar og Nýja- bæjar með Tinnárseli, og gagnkvæmt, eru eigi til greina teknar í máli þessu. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað eiga að vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostaður áfrýjanda og réttargæzluáfrýj- anda, sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns þeirra fyrir Hæstarétti, Friðriks Magnússonar hæstaréttarlög- manns, kr. 80.000.00. Gjafvarnarkostnaður stefndu og réttargæzlustefnda, sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, fyrir Hæstarétti greiðist úr rikissjóði, þar með talin laun talsmanns þeirra fyrir Hæstarétti, Gísla Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 80.000.00. 513 Dómur landamerkjadóms Eyjafjarðarsýslu 19. júní 1967. Mál þetta var dómtekið 25. maí 1967. Stjórn Upprekstrarfélags Saurbæjarhrepps, Eyjafjarðarsýslu, þeir Eiríkur Björnsson, Arn- arfelli, Angantýr H. Hjálmarsson, Sólgarði, og Hjalti Finnsson, Ártúni, f. h. félagsins hafa höfðað mál þetta með kröfugerð, dags. 5. ágúst 1965, sem var lögð fram í dóminum 11. ágúst 1965. Kröfugerð Upprekstrarfélags Saurbæjarhrepps er þannig, „að landamerki fyrir umráðasvæði félagsins, að vestan, gagnvart löndum Skagfirðinga á hálendinu vestan og sunnan Eyjafjarðar- dala verði viðurkennd og ákveðin þannig: Nyrzt ráði merkjum Fossá frá upptökum nyrðri kvíslar til ármóta hennar og Jökulsár eystri, síðan ráði Jökulsá eystri merkjum suður að ármótum hennar og Strangalækjar, þaðan ráði bein lína suður í Miklafell í Hofsjökli. Verði eigi samkomulag um þessi merki við eigendur Ábæjar og Nýjabæjar í Austurðal í Skagafjarðarsýslu, er, þess krafizt, að þau verði sett með dómi á þann hátt, sem þeim er lýst hér. Upprekstrarfélagið hefir tekið eignarheimildir að landsvæði þessu frá eigendum jarðanna Möðruvalla og Hóla í Saurbæjar- hreppi, sem frá fornu fari telja til eignar á þessu landsvæði. Hefir félagið þegar hafið ræktunarframkvæmdir á hluta landsvæðisins.“ Að endingu hefur sækjandi krafizt málskostnaðar úr hendi varnaraðilja, svo sem málið væri eigi gjafsóknarmál, en sækj- andi fékk gjafsóknarleyfi í máli þessu með bréfi, útgefnu í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hinn 15. júlí 1966. Eigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli í Austurdal í Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu, þeir Frosti Gíslason, bóndi á Frostastöðum, Björn Runólfsson, bóndi á Dýrfinnustöðum, Bjarni Halldórsson, bóndi á Uppsölum, Jóhann Lárus Jóhannesson, bóndi á Silfrastöðum, Ólafur Þórarinsson, bóndi í Flugumýrarhvammi, Pétur Sigurðsson, bóndi á Hjaltastöðum, Sigurður Friðriksson, bóndi á Stekkjarflötum, og Stefán Hrólfsson, bóndi að Keldulandi, hafa tekið til varnar í máli þessu. Eru kröfur þeirra svohljóð- andi: „að landamerki fyrrgreindra jarða (þ. e. Ábæjar og Nýja- bæjar með Tinnárseli) og þar með talin sýslumörk Skagafjarðar- sýslu á þessu svæði séu að austan vatnaskil á hálendinu og að endamark við Hofsjökul sé fjallið Klakkur. Merkjalínan er sýnd á uppdrætti, dskj. nr. 31“. Enn fremur hafa varnaraðiljar krafizt málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja, svo sem málið væri eigi gjafvarnarmál, en varnar- 33 öld aðiljar fengu gjafvarnarleyfi með bréfi dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins, útgefnu 26. júlí 1966. Skipunarbréf Magnúsar Thoroddsens til að fara með og dæma mál þetta er gefið út í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hinn 4. maí 1965. Í því segir m. a. svo: „Að þar sem nauðsyn ber til að skipa sérstakan dómara til að fara með og dæma mál vegna ágreinings milli eigenda Ábæjar og Nýjabæjar í Austurdal í Skagafjarðarsýslu annars vegar og Upprekstrarfélags Saurbæjarhrepps í Eyjafjarðarsýslu hins vegar um landamerki og sýslumörk á öræfum inn af nefndum sýslum, þá eruð þér, herra fulltrúi, hér með skipaður til þess samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði að fara með og dæma mál þetta“. Engar kröfur hafa verið settar fram í málinu um ákvörðun sýslumarka. Þegar af þeirri ástæðu kemur það atriði eigi til álita hjá dóminum þrátt fyrir orðalag skipunarbréfsins. Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýsla hafa látið sækja þing í máli þessu sem réttargæzluaðiljar vegna markanna á milli sýslnanna á afréttarlöndunum sunnan þeirra. Sýslurnar hafa engar beinar kröfur gert að öðru leyti en því, að Skagafjarðarsýsla, sem fengið hefur gjafvarnarleyfi með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins, dags. 26. júlí 1966, hefur krafizt málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál. Reynt hefur verið að koma á sætt í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Með bréfum, dagsettum 21. september 1966, tilkynnti dómur- inn formlega félagsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra fyrir hönd íslenzka ríkisins málarekstur þennan og kröfugerð svo og formanni sýslunefndar Rangárvallasýslu og gaf þeim kost á að gerast réttargæzlu- og meðalgönguaðiljar í málinu. Þessir aðiljar hafa ekki séð ástæðu til að hafa afskipti af málinu. Helztu málavextir eru þeir, er nú skal greina: Hinn 13. maí 1963 var Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps form- lega stofnað. Stofnun félagsins var að fenginni álitsgerð hrepps- nefndar Saurbæjarhrepps samþykkt af sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu, sbr. 33. og 49. tölulið sýlufundargerðar Eyjafjarðarsýslu 13.— 17. maí 1963. Samkvæmt lögum Upprekstrarfélagsins er tilgangur þess sá „að hlutast til um, að landsvæðið austan Jökulsár í Austurdal frá Fossá að norðan suður að Fjórðungskvísl verði grætt upp og notað til sumarbeitar fyrir sauðfé félagsmanna“. 515 Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps hefur tekið heimildir sínar að landsvæði þessu frá eigendum jarðanna Möðruvalla og Hóla í Saurbæjarhreppi, sem sóknaraðili kveður telja til eignar á landsvæði þessu frá fornu fari. Í þessu máli er því deilt um mörk landsvæðis, er eigendur fyrrnefndra jarða telja, að tilheyri jörðunum á svæðinu austan Jökulsár eystri frá Fossá fram til Hofsjökuls. Samningur sá, er stjórn Upprekstrarfélags Saurbæjarhrepps gerði við eiganda Möðruvalla, Jón bónda Tryggvason, er dag- settur 11. maí 1963 og hljóðar svo: „Samningur um Laugafellsöræfin. Hér með afsala ég — Jón Tryggvason, Möðruvöllum — Upp- rekstrarfélagi Saurbæjarhrepps til umráða landi öllu, sem til- heyrir Möðruvöllum sunnan botns Sölvadals. Líði upprekstrarfélagið undir lok og hætti að nota landið, fellur það aftur til Möðruvalla í því ástandi, sem það þá er“. Samningur sá, er stjórn upprekstrarfélagsins gerði við eig- anda Hóla, frú Geirlaugu Jónsdóttur, er dagsettur 19. júlí 1965. Í samningi þessum segir m. a. svo: „Upprekstrarfélagið fái nú þegar til fullra wmráða og afnota alit land, sem tilheyrir Hólum sunnan og vestan Eyjafjarðardals, svo lengi sem félagið starfar eða vill nýta það. Líði félagið undir lok eða hætti að nýta landið, skal það falla aftur til Hóla ásamt ræktarlöndum og girðingum, en án annarra mannvirkja“. Í landamerkjabréfi Möðruvalla, dags. 28. apríl 1886, segir m. a. svo: „Afréttarland á jörðin (þ. e. Möðruvellir) frá Sandá allan Sölvadal að austan og Sandárdal að vestanverðu og Hraunárdal allan báðumegin og þaðan suður á fjall að svonefndu Lauga- felli“. Landamerkjabréf þetta var þinglesið að Saurbæjarmann- talsþingi 24. maí 1888. Í landamerkjalýsingu Hóla í Saurbæjarhreppi, dags. 23. maí 1889 og þinglesinni að Saurbæjarmanntalsþingi 24. maí 1889, segir m. a. svo: „Hólar eiga afrétt í Eyjafjarðardal að austanverðu árinnar fram frá Klaufá, við hana er byggður trippagarður, og að vestan- verðu árinnar fram frá trippagarði þeim, sem byggður er rétt á móti garðinum að austanveru árinnar og fram til jökla að austan og vestan til sýslumóta“. Í landamerkjalýsingu Hóla, dags. 15. júní 1923 og þinglesinni 19. s. m., segir m. a. svo: „Afréttarland er sem hér segir: Á Eyja- fjarðardal austanverðum er þverá, er Klaufá heitir. Við hana 516 er hlaðinn fyrirstöðugarður. Gengt þessum garði er annar garður vestan megin árinnar. Eiga Hólar afrétt frá Klaufá og garðinum vestan megin, og fram það, sem dalurinn nær, á efstu fjallsbrún að austan og að sýslumótum að vestan“. Vorið 1964 hóf Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps gróðurtil- raunir á svæði því, sem um er deilt í máli þessu. Áður en gróður- tilraunir þessar hófust, hafði stjórn Upprekstrarfélags Saurbæjar- hrepps tilkynnt hreppsnefnd Akrahrepps þessa fyrirætlan félags- ins með bréfi, dags. 9. janúar 1964. Jafnframt mæltist stjórn upprekstrarfélagsins til, að bændur í Akrahreppi rækju ekki fé fram fyrir Fossá á næstu árum. Hins vegar mundi félagið ekki amast við skagfirzku fé, sem hagvant væri orðið á þessum slóð- um og rynni sjálft fram fyrir Fossá. En kæmi í ljós, að fé þetta spillti gróðurtilraununum, svo að þær næðu ekki tilætluðum árangri, gæti svo farið, að félagið neyddist til að hefta ferðir þess suður á öræfin með girðingum eða öðrum ráðstöfunum. Hreppsnefnd Akrahrepps og eigendur Nýjabæjarafréttar tjáðu upprekstrarfélaginu með bréfi, dags. 10. apríl 1964, að þeir mót- mæltu tilkalli upprekstrarfélagsins til lands allt norður til Fossár í Austurdal, þar sem það helgaði sér með þessu móti mikinn hluta af Nýjabæjarafrétt. Jafnframt gerði hreppsnefnd ÁAkra- hrepps og eigendur Nýjabæjarafréttar tilkall til eignar á Austur- dal austan Jökulsár eystri og svæðisins framan dalbotna hans, eins langt og vötn draga. Kveðast þeir líta svo á, að allt vatna- svæði Jökulsár eystri liggi innan marka Skagafjarðarsýslu. Sýslu- mörkin liggi eftir því sem þeim sé bezt kunnugt svo til alls staðar á vatnaskilum eða sem næst þeim. Með bréfi, dags. 18. júní 1964, mótmælir upprekstrarfélagið kröfu hreppsnefndar Akrahrepps og eigenda Nýjabæjarafréttar til eignar á Austurdal austan Jökulsár eystri og svæðisins framan dalbotna hans, eins langt og vötn draga, og staðhæfingu þeirra um það, að allt vatnasvæði Jökulsár eystri liggi innan sýslumarka Skagafjarðarsýslu. Staðhæfingu þeirra um það, að sýslumörkin liggi svo til alls staðar á vatnaskilum, eða því sem næst, lýsti upprekstrarfélagið haldlausa, því að ef svo væri, væru sýslu- mörk milli Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu á þessu svæði mjög óeðlileg og óraunhæf. Eftir þeirri skoðun mundi Eyjafjarðarsýsla ekkert ná suður fyrir dalbotna Eyjafjarðar. Hinn 16. ágúst 1964 áttu forsvarsmenn málsaðilja með sér fund að Silfrastöðum í Skagafirði. Var þar reynt að ná samkomu- lagi um afnot þrætulandsins, en það tókst eigi. Hins vegar varð öl/ það niðurstaða þessa fundar, að forsvarsmenn aðilja rituðu sam- eiginlega undir bréf, dags. 16. ágúst 1964, sem sent var sýslu- mönnum Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu. Efni bréfs þessa er svohljóðandi: „Vegna ágreinings, sem komið hefir fram milli Upprekstrar- félags Saurbæjarhrepps annars vegar og eigenda Ábæjar og Nýjabæjar í Austurdal hins vegar um landamerki og sýslumörk á öræfunum inn af Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu, förum við undirritaðir þess á leit við sýslumenn þessara sýslna, að þeir hlutist til um, að gerð verði upp sýslumörk á þessum slóðum og jafnframt tilgreind sem nákvæmlegast takmörk á afréttarlöndum Saurbæjarhrepps og Akrahrepps“. Hinn 11. marz 1965 rituðu sýslumenn nefndra sýslna dóms- málaráðuneytinu bréf, þar sem þeir telja augljóst, að þeir séu vanhæfir til að stýra dómi (landamerkjadómi), er fjalli um ágreiningsefni þetta. Mælast þeir jafnframt til þess, að skipaður verði sérstakur dómari (dómsformaður) samkvæmt 30. gr., 2. mgr., einkamálalaganna til þess að fara með og dæma mál þetta. Var það gert með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 4. maí 1965, svo sem fyrr er frá greint. Dómurinn gerði áreið á þrætulandið dagana 16. og 17. ágúst 1966 ásamt lögmönnum málsaðilja og fyrirsvarsmönnum þeirra, þeim Eiríki Björnssyni og Hjalta Finnssyni vegna Upprekstrar- félags Saurbæjarhrepps og Jóhanni L. Jóhannessyni vegna eig- enda Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli í Austurdal. Fleira fólk var einnig með í förinni, en ekki þykir ástæða til að geta þess sérstaklega. Ekið var upp úr Þormóðsstaðadal í Eyjafirði, upp svonefnt Hólafjall og þaðan suður eftir hálendinu. Var farið austan Geld- ingsárdraga, suður yfir Bergvatnskvísl, allt þar til sá til Fjórð- ungsvatns. Þaðan var haldið aftur til norðurs og síðan í vesturátt og gist í sæluhúsi Ferðafélags Akureyrar, sem stendur norðan Laugafells í námunda við volgrur, er þar koma upp úr jörðinni. Fell þetta er norð-austur af Hofsjökli. Vestan við Laugafell stendur Laugafellshnjúkur. Milli hans og Laugafells fellur Hnjúks- kvísl, sem hefur afrennsli í Jökulsá eystri að austan. Seinni dag áreiðarinnar var ekið suður á milli Laugafells og Laugafells- hnjúks allt að Strangalækjardrögum, en þaðan sá til kennileita í Hofsjökli svo og Illviðrahnjúka, sem er hár og allmikill fella- klasi fyrir norðan austurhorn jökulsins. Eystri-Jökulsá á upptök sín í norðaustanverðum Hofsjökli, aðallega báðum megin nefndra öl8 Illviðrahnjúka, en sameinast norðan þeirra og rennur síðan. all- langan veg um flatt land, og er þá höfuðstefna hennar allmjög austlæg. Verða þar tveir miklir sveigar á henni til austurs, og heita þeir Vestur. og Austurbugur. Eftir að kemur fyrir Austur- bug, er stefna árinnar lengst af norðvestlæg. Stefnir Austurdalur í Skagafirði því ekki beint á Hofsjökul. Frá Strangalækjardrögum var áreiðinni haldið áfram til norð- urs milli Laugafells og Laugafellshnjúks, yfir Lambalæk, austur fyrir Eystri-Polla, sem er stórþýfður gróðurfláki fyrir austan Eystri-Jökulsá, nokkru fyrir norðan Austurbug. Þaðan var haldið áfram yfir Geldingsárdrög að leitarmannakofanum Grána, er stendur í hvammi norðan Geldingsár, skammt frá þeim stað, er hún fellur í Eystri-Jökulsá. Á þessari leið falla eftirtaldar ár í Eystri-Jökulsá að austan, taldar upp í réttri röð frá suðri til norðurs: Strangilækur, Hnjúkskvísl, Lambalækur, Pollalækur (úr Eystri-Pollum) og Geldingsá. Við leitanmannakofann hefur verið rétt, Geldingsárrétt, en hún eyðilagðist í hlaupi, sem varð í ánni fyrir nokkrum árum. Frá leitarmannakofanum Grána var áreið- inni haldið áfram á hestum niður að Merkigili, sem er fremsti bær í byggð í Austurdal, austan ár. Ekki héldu aðrir Eyfirðingar áfram áreiðinni frá Grána en lögmaður þeirra, Friðrik Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hins vegar bættust þarna í hópinn tveir Skagfirðingar, þeir málsaðiljarnir Frosti Gíslason og Stefán Hrólfsson. Frá leitarmannakofanum Grána var riðið yfir fjallið Hörtnármúla og komið niður innst í Hörtnárdal (eða Hölknár- dal) og riðið út allan dalinn, en eftir honum fellur samnefnd á, Hörtná (eða Hölkná), sem hefur afrennsli í Fystri-Jökulsá að austan. Sunnan ármóta Hörtnár og Jökulsár heitir Langahlíð, og er það fremsti hluti austurhlíðar Austurðals. Fyrir sunnan Lönguhlíð, sem talin er ófær hestum, er víðáttumikill hvammur, sem Stórihvammur heitir. Er komið var fram úr Hörtnárðal, var riðið norður Jökuldal, austan megin árinnar undir svo- nefndum Fossármúla, en hann liggur milli Hörtnár og Fossár. Fossá er næsta á fyrir norðan Hörtná og fellur eftir samnefndum dal út í Jökulsá. Fossá er langmesta þveráin í Austurdal og er ill yfirferðar sakir þess, hve hún fellur bratt og er straumþung. Var því farið fyrir hana með því að ríða aðeins út í Jökulsá sjálfa eftir eins konar vaði, er myndast þar af framburði Fossár. Á syðri bakka Fossár er steinrétt, gerð af Skagfirðingum upp úr 1920. Þar ganga Eyfirðingar og Skagfirðingar sundur fé sitt. Fossárdalur er ekki langur, heldur greinist hann brátt í tvö 519 megindaladrög, syðri Fossárdalsdrög og hin nyrðri, sem sækj- endur miða kröfur sínar við. Milli draga þessara heitir Fossár- dalstunga, og á hálendinu þar fyrir austan eru Urðarvötn. Austan Þeirra liggur Vatnahjallavegur, sem kemur upp úr Hafrárdal, en dalur þessi skerst vestur í Eyjafjarðardal, innarlega. Næsta þverá fyrir norðan Fossá heitir Hvítá. Hlíðin á milli Hvítár og Fossár er af Austurdælingum kölluð Afrétt, og virðist það vera sérheiti hennar. Fjallið austur af hlíð þessari heitir Afréttarfjall. Hvítá kemur úr tveimur dölum, sem sameinast, nokkru áður en hún fellur í Jökulsá. Heita dalir þessir Ytri- og Fremri-Hvítárðalur, en á milli þeirra heitir Hvítármúli. Upp þennan múla lá leiðin upp á Nýjabæjarfjall og austur yfir ein- hvern hæsta fjallveg á Íslandi til Eyjafjarðardala. Komið var niður í Torfufellsdal, sem skerst inn í Eyjafjarðardal að vestan, næst fyrir norðan Hafrárdal. Næst fyrir norðan Hvítá í Austurdal tekur við undirlendi, er kallast Sandar, og austur af því heitir Sandafell. Þar fyrir norðan eru Hildarselsgrundir, kenndar við eyðibýlið Hildarsel, og enn norðar Geldingalækur, er kemur úr samnefndu skarði. Næsta á fyrir norðan heitir Tinná. Fellur hún um dal, er Nýjabæjarðalur heitir að sunnan, en Tinnárdalur að norðan. Stuttu fyrir sunnan Tinná stóð býlið Nýibær. Hann fór í eyði árið 1880. Norðan Tinnár stóð býlið Tinnársel. Það fór í eyði árið 1849, er jörðin var lögð undir Ábæ. Eftir að Tinnársel lagðist í eyði, var þar selstaða frá Ábæ og beitarhús, og mun svo hafa verið þar til 1929, er Hrólfur Þorsteinsson, fyrrum ábúandi að Ábæ, fluttist þaðan. Næsta á fyrir norðan Tinná er Ábæjará. Fellur hún eftir dal, er Árbæjardalur heitir að sunnan, en Miðhúsadalur að norðan. Þar stóð býlið Ábær, sem fór í eyði 1941, er Gunnar Gíslason, síðasti ábúandinn, fluttist þaðan. Fyrir norðan Ábæ var býlið Miðhús. Það er nú komið í eyði. Norður af því stendur Merkigil, sem er fremsta byggða býlið í Austurdal, austan ár, svo sem fyrr er getið. Auk áreiðar þeirrar, sem nú hefur verið fjallað um, tók dómurinn á leigu flugvél til að fljúga yfir landsvæðið. Flugferð þessi átti sér stað í frábæru skyggni hinn 6. október 1966. Lögmenn aðilja voru með í þeirri för. Landsvæði það, sem hér er um deilt, er að mestu gróðurlaus auðn, orpin misháum grjótöldum, melum og söndum. Þetta er hálendi, sam rís hæst að norðan við fjallsbrúnir Eyjafjarðardala, en lækkar til suðurs að Háöldum, sem mynda vatnaskil milli 520 Norður- og Suðurlands, svo og til vesturs að Jökulsá eystri. Helzt getur að líta gróður á þessu svæði við ár og læki eða annars staðar, þar sem vatns nýtur við að staðaldri. Enn fremur hefur gróður fest rætur í tilraunareitum Upprekstrarfélags Saurbæjar- hrepps, sem skoðaðir voru í áreiðinni. Verður nú næst vikið að landamerkjalýsingum á nokkrum jörðum í Austurdal í Skagafjarðarsýslu svo og öðrum gögnum varðandi jarðir þar. Samkvæmt landamerkjaskrá Ábæjar, dags. 24. maí 1888 og þinglesinni á manntalsþingi að Stóru-Ökrum 31. s. m., eru landa- merki jarðarinnar þessi: „að norðanverðu Ábæjará til fremstu upptaka, að austanverðu háhraunin frá Ábæjarárupptökum til upp- taka Tinnár, að sunnan ræður Tinná til Jökulsár, og að vestan- verðu Jökulsáin“. Enn fremur segir svo í landamerkjaskrá þessari: „Hálf Nýja- bæjarafrétt liggur undir Ábæ“. Í landamerkjaskrá þessari eru engin ákvæði um takmörk Nýjabæjarafréttar. Í ljósriti úr Fasteignabók Skagafjarðarsýslu frá 1916 segir m. a. svo um jörðina Ábæ: „Jörðin á Nýjabæjarafrétt að hálfu og hefir þar upprekstur“. Eigi eru takmörk Nýjabæjarafréttar heldur greind hér. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, IX. bindi, bls. 160—164, útg. 1930, segir frá því, að jarðirnar Merkigil, Mið- hús, Ábær og Nýibær séu í eigu biskupsstólsins á Hólum. Nýibær eigi afrétt, „sem kallast Nýjabæjarafrétt. Þangað hafa rekið áður taldir 4 bæir fyrir toll ut supra, og tók ábúandinn tollinn“. Enn fremur segir svo um Nýjabæ í nefndri Jarðabók: „Hvanna- rótatekja nóg, en svo Í fjarska, að ábúandi getur ekki notið“. Eigi er getið takmarka Nýjabæjarafréttar í þeim gögnum, er lögð hafa verið fram úr Jarðabókinni. Landamerkjaskrá fyrir jörðina Nýjabæ hefur engin fundizt þrátt fyrir mikla leit. Elzta skjal, sem lagt hefur verið fram í málinu varðandi jörð þessa, er afsal, dags. 29. janúar 1464, sbr. íslenzkt Fornbréfasafn V, bls. 409—410. Frumrit afsals þessa er á skinni, og er innsigli fyrir. Með því afsalar Þorleifur bóndi Árnason í hendur Sveini Guðmundssyni „til fullrar eignar halfua jordina nyiabæ er liggur j abæiar kirkiusokn j eystrum dölum med aullum þeim gaugnum ok gædum sem greindri jordu fylger og fylgt hefer ath fornu ok nyiu. med suoðan jardar eign. ath tinnaa. ok suo langt aa fioll fram sem votn dragha, ok egh uard fremst eigandi ath.“ Í afsali þessu er ekki minnzt sérstaklega á Nýjabæjarafrétt. ö2l Áður er vitnað í Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns varðandi Nýjabæ. Í Jarða- og búendatali í Skagafjarðarsýslu 1781— 1953, sem tekið er saman af Stefáni Jónssyni, segir svo í III. bindi, bls. 39—-41, í þættinum um Nýjabæ í Austurdal: „Nýjabæ fylgdi að fornu öll Nýjabæjarafrétt, allmikið víðlendi milli sýslumarka Eyjafjarðarsýslu að austan og J ökulsár eystri að vestan, allt til Hofsjökuls, en á síðari tímum var talið, að Ábær ætti hálfa afréttina. Eftir að Nýibær fór í eyði, lagðist allt heimaland jarðarinnar við afréttarlandið. Talið er, að nú fylgi Ábæ öll Nýjabæjarafrétt“. Í lósriti úr fasteignamatsbók Skagafjarðarsýslu 1849— 1850 segir m. a. svo í þætti nr. 245 um Nýjabæ: „Þessari jörð tilheyrir og hálf Nýjabæjarafrétt, sem engann ágóða gefur, nema hvað eignarmaður eða ábúandi notar hana til upprekstrar fyrir heimilið og til kolagjörðar.“ Takmarka af- réttarinnar er hvergi getið. Í ljósriti af „Lýsing yfir Goðdala og Ábæjar prestakall í Skaga- fjarðarsýslu samin að ósk hins íslenzka Bókmenntafélags“, sbr. dskj. nr. 119, 32. tl., segir svo: „Fram af austurðalnum liggur Níabæar afrétt, brúkuð af aust- urðdælingum, enn aðal afrétt Dalamanna liggur undir jörðina Hof, og reka þangað bæði Dalamenn og einstakir fleiri neðan úr Skaga- fjarðarhéraði ...“. Á réttarskjali nr. 120 eru ljósrit úr handriti, dags. 20. des- ember 1875, gerðu af Friðriki Stefánssyni, fyrrverandi alþingis- manni Skagfirðinga. Handrit þetta, sem ber yfirskriftina: „Þessi eru takmörk Skagafjarðarsýslu“, er varðveitt í Landsbókasafni (Lbs. 1625, 4to). Í handriti þessu segir m. a., þegar verið er að lýsa sýslumörk- um Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu frá norðri til suðurs, að þau liggi „eptir sömu stefnu eptir fjallgarðinum fyrir austan Bakka, Merki, Miðhúsa, Ábæjar, Tinnár og Hvítárdal — að Hvítá, sem kemur af síðastnefndum dal, nær Nýjabæjarland, og fyrir framan hann tekur Nýjabæjarafrétt við — og þaðan eru sýslu- merkin í suður eptir öræfonum fyrir austan Fossár og Hörtnár- dali og Geldingadrög, og eptir sömu stefnu suður fyrir austan Laugafell, sem áður er nefndt, þaðan í vestur um Illviðrahnjúka á Hofsjökul — fjórðungamót — .. .“. Í handriti þessu segir enn fremur frá því, að Önundur vís hafi numið land upp frá Merkigili og búið á Ábæ, sem þá hafi fengið 522 það nafn. Landnámi þessu hafi fylgt „Nýjabæjarafrétt, sem nær upp með Jökulsá að austan upp undir Illviðrahnjúka, sem eru austur af Hofsjökli, og suður um Laugarfell — þar er heit laug upp úr klöpp — og austur á Öræfi milli Skaga og Eyjafjarðar ...“. Lögmaður sóknaraðilja hefur mótmælt sérstaklega skjali þessu sem þýðingarlausu fyrir mál þetta. Handrit þetta hafi aldrei verið birt og því hafi þeim mönnum, er hagsmuna hafa að gæta, aldrei gefizt kostur á að andmæla fullyrðingum þeim, er þar greini. Efni þessa skjals geti því ekkert sönnunargildi haft í málinu né bundið sóknaraðilja á nokkurn hátt fremur en aðrar staðhæfingar, er menn riti í einrúmi án þess að birta þær öðrum mönnum. Verður nú stuttlega rakið eftir gögnum málsins, hvernig varnar- aðiljar eru komnir að eignarheimildum sínum á Ábæ og Nýjabæ í Austurdal. Árið 1905 er Nýibær í eigu Steingríms bónda Jóns- sonar á Silfrastöðum í Skagafirði. Hinn 22. marz það ár afsalar hann „öllu heimalandi jarðarinnar, hálfri Nýjabæjarafrétt svo og þrætulandinu Selsvöllum vestan Jökulsár gegnt Nýjabæ“ í hendur Davíð bónda Jónassyni á Kroppi í Eyjafirði. Um þetta leyti ráku nokkrir Eyfirðingar fé í Lönguhlíð samkvæmt full- yrðingum sóknaraðilja. Verður nánar skýrt frá þeim rekstri, þegar rakið verður efni vitnaskýrslna hér á eftir. Einhvern tíma laust fyrir 1920 keypti Magnús H. Gíslason, hreppstjóri á Frostastöð- um í Skagafirði, jörðina Nýjabæ. Það afsal hefur eigi verið lagt fram í málinu, en það er ágreiningslaust, að þau kaup hafi átt sér stað. Árið 1922 er nefndur Magnús eigandi bæði Ábæjar og Nýjabæjar og Nýjabæjarafréttar, sbr. byggingarbréf það, er hann veitti Hrólfi Þorsteinssyni fyrir jörðum þessum hinn 25. nóvember það ár. Næsti eigandi þessara jarða var Gunnar Gíslason, sem bjó á Ábæ frá 1929—1941 og var síðasti ábúandi þar. Hann hefur skýrt svo frá fyrir réttinum, að hann hafi keypt þessar jarðir af Magnúsi Gíslasyni einhvern tíma á fyrrnefndum ábúðartíma sínum, og hefur það ekki verið vefengt. Hinn 18. ágúst 1952 keypti hreppsnefnd Akrahrepps nefndar jarðir af Gunnari Gíslasyni „með öllum réttindum og skyldum, eins og hann hefir átt.“ Varnaraðiljar hafa síðan keypt jarðirnar af Akrahreppi eða öðrum aðiljum, er hreppurinn var áður búinn að veita afsal fyrir hluta úr jörðunum, sbr. dskj. nr. 38—41, sem ekki Þykir ástæða til að rekja nánar, þar sem eignarheimildir varnaraðilja eru ekki vefengdar. Hins vegar er ágreiningur um takmörk Nýjabæjar- 523 afréttar, en þeirra er hvergi getið í afsölum þessum. Verður nánari grein gerð fyrir áliti manna á því, hvar takmörk Nýja- bæjarafréttar séu, þegar rakið verður efni vitnaskýrslna hér á eftir. En samhengisins vegna þykir rétt að geta þess þegar, að sumir telja Nýjabæjarafrétt ná frá Hvítá að norðan til Fossár að sunnan og vitna þar til nafnsins Afréttar á hlíðinni milli Hvítár og Fossár og Afréttarfjalls. Aðrir hafa talið, að hún nái allt suður að Geldingsárdrögum, eða jafnvel enn lengra suður á bóginn. Þeir, sem álíta, að Nýjabæjarafrétt nái suður að Fossá eða Geld- ingsá, kalla landsvæðið þar fyrir sunnan einu nafni „Fjöllin“ eða „Laugafellsöræfi““. Lögmaður varnaraðilja hefur lagt fram Uppdrátt Íslands í mælikvarðanum 1 : 100.000. Við tilbúning korts þessa hafa verið notaðar loftljósmyndir teknar 1937 og 1938 með aðstoð flugmanna danska hersins og flotans. Á uppdrætti þessum, sem lögmaðurinn hefur látið marka landamerkjakröfur sínar inn á með brotinni línu, stendur orðið „Nýjabæjarafrétt“ (Atlasblað nr. 64) við Geld- ingsárdrög (mið-dragið) í u. þ. b. 6% (sex og hálfs) km fjarlægð suður af botni Eyjafjarðardals. Hvorki orðin „Fjöllin“ né „Lauga- felilsöræfi“ eru skráð á uppdrátt þennan. Lögmaður sóknaraðilja hefur lagt fram sams konar uppdrátt og nú var lýst. Hefur hann markað landamerkjakröfur sínar inn á uppdráttinn með brotinni línu, en strikað yfir orðið „Nýja- bæjarafrétt“ á honum. Vill hann með því benda á, að hann viður- kennir ekki, að orðið sé rétt staðsett á uppdrættinum. Á upp- drætti þeim, sem nú hefur verið lýst, nær markalínan milli Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu suður á Nýjabæjarfjall, mitt á milli þess, er Tinnárdalur eða Nýjabæjardalur skerst inn í það að vestan, en Torfufellsdalur að austan. Vegna þess ágreinings og þeirrar óvissu, er ríkir um staðsetn- ingu og takmörk örnefnisins „Nýjabæjarafréttar“ á fyrrgreindum uppdrætti (mælikvarði 1 :100.000, Atlasblað nr. 64), þótti dóm- inum nauðsynlegt að afla upplýsinga um það hjá Ágústi Böðvars- syni, forstöðumanni Landmælinga Íslands, eftir hvaða reglum stofnunin fari við staðsetningu örnefna á þeim uppdráttum, er gerðir eru á hennar vegum, og hvort hann gæti upplýst það sér- staklega, eftir hverju hafi verið farið, er örnefnið „Nýjabæjar- afrétt“ var staðfært á nefndan uppdrátt. Í vottorði Ágústs Böðvars- sonar, dags. 17. janúar 1967, segir m. a. á þessa leið: „Blað 64 í mkv. 1:100000 var upphaflega mælt 1931, en þá í mkv. 1:200 000. Við mælingu þessa unnu serigent E, Jensen og með öo24 honum Steinþór heitinn Sigurðsson magister. Við örnefnasöfnun aðstoðaði Vernharður heitinn Þorsteinsson menntaskólakennari á Akureyri. Á viðlagðri kopíu af uppdrætti þessum má sjá, að nafnið Nýjabæjarafrétt er sett á uppdráttinn sem nr. 156 (undirstrikað með rauðu á uppdrættinum). Frekari heimildir fyrir nafninu hafa Landmælingarnar ekki í höndum. Heimild fyrir yfirgripi nafnsins og staðsetningu að öðru leyti liggja því ekki fyrir. Árin 1937—8 voru teknar myndir úr lofti af þessu svæði í því augnamiði að endurteikna kortið eftir myndunum og stækka mælikvarðann upp í 1 :100 000. Þessi nýteiknun kortsins fór fram á stríðsárunum, en þá var sambandslaust við Danmörku, og var hið nýja kort fyrst gefið út árið 1944, en prentað aftur 1954 og þá óleiðrétt, að ég bezt veit. Eins og sjá má á meðfylgjandi kortum, er nafnið Nýjabæjar- afrétt staðsett á 100 000 hluta kortið eftir frumuppdrættinum í mkv. 1 :200 000. (Innskot dómsins: Rauður punktur á milli staf- anna „B“ og „Æ“ í orðinu „Nýjabæjarafrétt“ á blaði nr. 64, mkv. 1:100.000). Viðvíkjandi reglum Landmælinga Íslands um söfnun örnefna á uppdrætti skal þetta upplýst: Landmælingar Íslands urðu fyrst til sem sjálfstæð stofnun 1956, og hafa mælingamenn stofnunarinnar frá þeim tíma haft ströng fyrirmæli um að skrásetja heimildarmenn og safna minnst tveim- ur heimildum um hvert örnefni. Þó skal tekið fram, að stað- festing eins manns á örnefni, sem komið er á uppdrátt, hefur að öllu jöfnu verið talin nægjanleg. Fyrir 1956 var vegamálastjórinn umboðsmaður ríkisstjórnar- innar við landmælingar og hafði meðal annars endurskoðun ör- nefna á hendi. Að því starfi vann Jón J. Víðis fyrir stríð, en undirritaður eftir stríð. Hvorugur okkar minnist þess að hafa fjallað um nöfn á bl. 64“. Hér lýkur tilvitnun í bréf Ágústs Böðvarssonar, forstöðumanns Landmælinga Íslands. Vegna þeirra upplýsinga, er fram komu í nefndu bréfi Ágústs Böðvarssonar, þótti dómendum einnig rétt að leita sér vitneskju um þessi efni hjá Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn og rituðu stofnuninni bréf í þessu skyni hinn 23. febrúar 1967. Svarbréf stofnunarinnar er dags. 6. marz 1967, og er meginmál þess svo- hljóðandi í löggiltri þýðingu Ólafs Björnssonar: „Örnefnið Nýjabæjarafrétt er, að því er E. E. Jensen korta- 525 gerðarmaður upplýsir, en hann mældi svæði það, sem hér er um að ræða, sumarið 1931, tekið inn á uppdráttarblað 64 samkvæmt bendingu frá Steinþóri heitnum Sigurðssyni mag. scient. Heitið er á frumuppdrætti aðeins merkt með punkti og tölustafnum 156. Þetta er því miður andstætt hinum almennu, tíðkanlegu reglum, en samkvæmt þeim skal örnefni, sem á við stórt landsvæði, venju- lega tilgreint ásamt afmörkun, þannig að staðsetning heitisins verði rétt. Í tilviki því, sem hér er um að ræða, getum vér að- eins vísað til þess, að við örnefnaskrá þá, er fylgdi frumupp- mælingunni, er hjá nr. 156 ritað samkvæmt upplýsingum frá ofangreindum S. Sigurðssyni mag. scient.: Nýjabæjarafrétt, afréttin austan við Eystri-Jökulsá. Stofnuninni þykir leitt, að þetta skuli hafa komið fyrir, en hún getur aðeins bætt því við, að í skjalasafni hennar fyrirfinn- ast ekki gögn til frekari skýringar í málinu“. Svo mörg voru þau orð. Verður nú getið frekari gagna varð- andi mörk sýslnanna. Sumarið 1896 fór dr. Þorvaldur Thoroddsen könnunarferð um hálendið vestan og sunnan Eyjafjarðardala, sbr. Ferðabók hans, IV. bindi, 2. útgáfa, 1958— 1960, bls. 52—59. Hann gerði hæðar- mælingar á þessu landsvæði, og er skrá yfir þær prentuð í bind- inu á bls. 176. Lögmaður sóknaraðilja hefur lagt fram staðfest endurrit af mælingaskýrslu þessari. Samkvæmt henni telur dr. Þorvaldur Thoroddsen m. a. eftirtalda staði vera í Eyjafjarðar- sýslu: Ullarvötn (Urðarvötn), Geldingsá, Laugalæk (Laugakvísl), Eystri-Polla, Laugaðöldu (Laugafell), Laugahnjúk (Laugafells- hnjúk), Jökulsá eystri, vað (Eyfirðingavað). Á uppdrætti Íslands frá árinu 1900, mælikvarði 1 :600.000, sem gerður er að fyrirsögn dr. Þorvalds Thoroddsens, eru sýslu- mörkin merkt í Ytri-Hvítárdal. Á herforingjaráðskorti, útgefnu 1945, mælikvarði 1 :500.000, eru sýslumörkin sýnd liggja vestan Urðarvatna (eða Ullarvatna) og enda í tungunni milli norður- og suðurkvíslar Fossár með stefnu örlítið vestan við upptök syðri kvíslar árinnar, eins og hún er dregin á uppdrætti þessum. Lögmaður sóknaraðilja hefur lagt fram 6 staðfest endurrit úr bréfabók Saurbæjarhrepps, dags. 20. febrúar 1899, 1. september 1901, 12. febrúar 1908, 12. júní 1912, 19. janúar 1917 og 16. marz 1917. Af endurritum þessum má sjá, að hreppsnefndin hefur látið fjárleitir til sín taka á öræfunum sunnan og vestan Eyja- fjarðardala og veitt til þeirra nokkurn styrk. Enn fremur liggur fyrir vottorð sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu um það, sbr. og 526 dskj. nr. 141, að veitt hafi verið fé til öræfaleita á bessu svæði úr sýslusjóði frá því árið 1913. Hafa styrkir þessir verið veittir árlega síðan og numið kr. 1.000.00 á ári frá 1959. Auk þess vottar sýslumaður, að veittar hafi verið til leitarmannakofans Grána 1950 og 1951 kr. 500.00 hvort ár. Hér að framan í dóminum er vitnað í landamerkjabréf Möðru- valla, dags. 28. apríl 1886, og landamerkjabréf Hóla, dags. 23. maí 1889. Verður nú getið fleiri gagna, sem lögð hafa verið fram í málinu varðandi þessar jarðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, X. bindi, bls. 274—278, útg. 1943, segir m. a. svo um Möðruvelli: „Afréttarland á staðurinn fram úr Sölvadal, sem heitir Sölva- dalstúngur, og brúkast af öllum ábúendum Möðruvalla eigna til uppreksturs fyrir lömb og geldfé, og so eru Þángað stundum látnir hestar á sumur“. Í sömu bók, bls. 259—261, segir m. a. svo um Hóla: „Afrétt á staðurinn fram frá Tjarnarlandi og botninn á Eyja- fjarðardal“. Í fasteignamatsbók Eyjafjarðarsýslu 1849— 1850 segir m. a. svo um Hóla: „Afrétt fyrir heimilið og fáa aðra á svokölluðum Eyjafjarðardal beggjamegin og engin önnur hlunnindi“ . Í sömu fasteignamatsbók segir m. a. svo um Möðruvelli: „Jörðin á afrétt er með einu nafni kallast Sölvadalstúngur, er rúmlítil, er grýtt, graslítil og skriðuhætt“. Í Fasteignamatsbók Eyjafjarðarsýslu 1916 segir m. a. svo um Hóla: „Búfjárhagar. Þröngir og fremur lélegir. Nokkuð snjóa- samt. Samgirðing fyrir ofan tún og engi. Jörðin má heita vel fallin til jarðabóta. Torfrista slæm. Mótak nokkurt. Jörðinni fylgir afréttur Hólaðalur“. Í sömu fasteignamatsbók segir m. a. svo um Möðruvelli: „Bú- fjárhagar. Vetrarbeit lítil. Kúahagar slæmir. Sæmilegir sumar- hagar fyrir hross. Beitilandið er lítið, fremur snjóþungt. Kjarn- gott fyrir sauðfé og nærliggjandi. Girðing fyrir ofan tún og engj- ar, og túnið girt sérstaklega. Girðing í sæmilegu ástandi. Jörð- inni fylgja afréttarlönd, Sölvadðalur, Hraunárdalur og Hraunár- túngur, þó jörðin hafi ekki tekjur af þeim“. Samkvæmt skrá, er prentuð var aftan við sýslufundargerð Eyjafjarðarsýslu árið 1894, voru eftirfarandi afréttir taldir í Saur- bæjarhreppi: „1. Sandárdðalur frá heimasta flóa. 2. Sölvaðalur. 527 Hraunárdalur. Hraunártungur. Æsustaðatungur. Núpufellsdalur. Þormóðsstaðadalur frá Langhólum. Tjarnarðalur frá Glerá. Hóladalur. 10. Arnarstaðatungur, Hafrá greinir þá frá Úlfárlandi. 11. Torfufellsdalur frá Lambárhólum. 12. Leyningsdalur. Svartá greinir hann frá heimalandi Syðri- Villingadals. 13. Strjúkárdalur frá Langaskriðugili. 14. Sneis. 15. Þverdalur. 16. Djúpidalur. 17. Hvassafellsdalur og Hraunárdalur að vestan. Hrauná greinir þá frá Hvassafellslandi. 18. Hagárdalur. Öxlin að sunnan greinir hann frá Kambfells- landi og Stóragili að norðan frá Litladalslandi. 19. Brandi að sunnan heim á Öxl. 20. Skjóldalur að sunnan frá Selá“. Í málinu hefur einnig verið lögð fram vélrituð skrá yfir upp- rekstrarlönd, fjárréttir og afréttir í Skagafjarðarsýslu. Skrá þessi, sem er ódagsett og hefur eigi verið undirrituð, er komin frá sýslumanni Skagafjarðarsýslu, sbr. bréf hans á dskj. nr. 143. Þar sem ræðir um Nýjabæjarafrétt í skrá þessari, hefur verið bætt inn í hinn vélritaða texta með handskrift. Upprunalega hefur staðið svo í skránni: „Nýjabæjarafrétt í Austurdal frá Tinná að Laugarfellsöræfum, og að nokkru Ábæjarland allt eign 3 bænda í Akrahreppi. Aðalrétt Silfrastaðarétt“. Eftir að handskriftinni hefur verið bætt inn í, er textinn svo- hljóðandi: „Nýjabæjarafrétt í Austurdal frá Tinná ásamt Laugarfellsör- æfum svo langt sem vötn draga og að nokkru Ábæjarland allt eign 7 bænda í Akrahreppi. Aðalrétt Silfrastaðarétt“. Lögmaður varnaraðilja hefur lagt fram sýslufundargerð Skaga- fjarðarsýslu 1947/1948. Samkvæmt þeirri sýslufundargerð var aukafundur sýslunefndarinnar haldinn á Sauðárkróki 18. sept- ember 1947, og gerðist þar m. a. þetta (sbr. bls. 4): „li. Lagt var fram og lesið bréf frá Ferðafélagi Akureyrar, Þar sem æskt var leyfis sýslunefndar til byggingar á sæluhúsi o ÞIÐ 528 suður af Vatnahjalla og norðan Laugarfells hjá volgri laug, sem bar er. Ennfremur bréf frá sýslumanni Eyfirðinga viðvíkjandi sama máli“. Oddviti reifaði málið með nokkrum orðum og síðan samþykkti sýslunefndin umsóknina í einu hljóði, „enda sé haldið fast við eftirgreind áform félagsins (þ. e. Ferðafélags Akureyrar): 1. Að byggja húsið við laug og hita það upp með henni. 2. Að húsið verði ávallt ólæst, svo að ferðamenn og fjárleitar- menn geti leitað þar hælis í illviðrum. 3. Að í húsinu verði geymdar vistir og hjúkrunarvörur fyrir nauðstadda ferðalanga“. Lögmenn málsaðilja hafa lýst því yfir, að þeim hefði eigi tekizt að hafa uppi á greindu bréfi sýslumanns Eyfirðinga þrátt fyrir mikla fyrirhöfn. Friðjón Skarphéðinsson, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, hefur komið fyrir réttinn af þessu tilefni. Kvaðst hann minnast þess, að eitthvert af fyrstu árunum, sem hann hafi verið á Akureyri, hafi komið til hans forsvarsmaður eða forsvarsmenn Ferðafélags Akureyrar og tjáð honum um fyrirhugaða sæluhúsbyggingu inni í óbyggðum. Erindið muni hafa verið það að biðja hann um yfir- lýsingu um, að hann eða sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu væri því á engan hátt mótfallin, að þessi bygging yrði reist, og teldi það væntanlega æskilegt, að svo yrði gert. Kvaðst sýslumaður gera ráð fyrir, að hann hefði látið þeim í té bréf um þetta efni, þótt hann myndi ekki glögglega eftir því. Hafi hann á þessum tíma enga grein gert sér fyrir því, hvar þessi bygging yrði reist, en sendimenn Ferðafélagsins hafi væntanlega tjáð sér, að það yrði á svæði Skagafjarðarsýslu. Sýslumaður kvað afrit af bréfi þessu hafa verið sent Þjóð- skjalasafni Íslands ásamt öðrum skjölum. Samkvæmt bréfi frá Þjóðskjalasafninu, dags. 4. ágúst 1966, hefur afrit þetta ekki fundizt þar. Hefur nú verið getið hins helzta úr skjölum málsins, og verður næst rakið úr vitnaskýrslum þess. Vitnið Jón Sigfússon, fyrrverandi bóndi, fæddur hinn 6. apríl 1886, hefur skýrt svo frá, að hann viti til þess, að skömmu fyrir aldamótin 1900 hafi bóndinn á Möðruvöllum rekið fé á afrétt þá, sem deilt er um í máli þessu. Telur hann, að einhverjir nágranna- bændur hafi einnig rekið þar á fjall í skjóli bóndans á Möðru- völlum, þar sem hann hafi talið sig eiga land þetta. Kveður Jón 529 sig minna, að fé hafi aðeins verið rekið á landsvæði þetta í um það bil tvö ár, en síðan hafi bændurnir gefizt upp á því, en hins vegar hafi Eyfirðingar og Þingeyingar leitað á þessu svæði og það skagfirzkt fé, sem þeir hafi fundið, hafi þeir rekið yfir á Nýjabæjarafrétt og hafi ekki verið tekið gjald fyrir. J ón kveðst ekki hafa komið sjálfur þarna fram á Fjöllin, en kveðst hafa talið, að landamerkin hafi legið við Fossá og þar hafi skagfirzka féð verið rekið niður. Jón kveður það hafa verið á árunum fyrir 1930, að því er hann telur, að hann hafi verið fjallskilastjóri í Saurbæjarhreppi. Kveðst hann þá á þessum árum hafa búið á Helgastöðum og Kálfagerði í Saurbæjarhreppi. Kveður hann svo hafa verið komið á þessum árum, að þingeyskt fé hafi verið hætt að koma fyrir í haustleitum á Laugafellsöræfum, en skag- firzku fé hafi fjölgað þar ört. Þingeyingar hafi þá sagt sig úr félagsskap við Eyfirðinga um leitir á þessu svæði. Jón kveðst þá hafa ritað fjallskilastjóranum í Akrahreppi í Skagafirði bréf og tjáð honum, að Eyfirðingar gætu ekki lengur smalað Laugafells- öræfi án þess að taka gjald af skagfirzku fé, er þar kæmi fyrir. Kveðst Jón hafa boðið til samstarfs um smölun þarna, ef Skag- firðingar vildu heldur. Hann kveður Skagfirðinga hafa kosið síðari kostinn og hafi þeir gert samning við Eyfirðinga á þann veg, að Eyfirðingar legðu til þrjá menn í haustleit og væri einn af þeim leitarstjóri, en Skagfirðingar sendu tvo menn. Jón kveður Skagfirðinga hafa sett það skilyrði fyrir þátttöku sinni, að Fjöllin yrðu smöluð á þeim tíma, er þeir smöluðu Nýj abæjarafrétt og að féð yrði dregið sundur norður við Fossá. Skyldu Eyfirð- ingar hirða alla móðurlausa ómerkinga og svo annað óskilafé, eins og verið hafði, meðan Þingeyingar smöluðu með þeim. Jón kveðst hafa ritað samninginn um fjölda leitarmanna úr hvorri sýslu og kveðst hafa sett ákvæðið um fleiri Eyfirðinga til að tryggja rétt Eyfirðinga, þótt þeir með því tækju á sig þyngri byrði en Skagfirðingar, enda hafi Eyfirðingar haft leitarstjórann. Ekki kveður Jón nein landamerki hafa verið tilgreind í samn- ingi þessum. Kveður hann sig minna, að í samningnum hafi verið ákvæði þess efnis, að hvor aðiljanna hafi ekki mátt fara í eftir- leitir án þess að gera hinum aðiljanum kost á að fara með. Jón kveðst ekki hafa vitað til, að Skagfirðingar hafi farið í reglulegar leitir inn fyrir Fossá, fyrr en eftir að framangreindur samn- ingur var gerður. Vitnið Jón Vigfússon, fyrrverandi bóndi, Arnarstöðum, Saur- bæjarhreppi, kveður afréttarsvæði það, sem fjallað er um í mál- 34 530 inu, sér sæmilega ljóst. Kveðst hann hafa leitað þar árin 1916— 1918, 1920— 1922, 1925, 1934 og líklega árið 1923 og ef til vill eitthvað milli þessara ára, þótt hann muni ekki að greina glögg- lega frá því. Jón kveður það hafa verið fasta venju að reka til Eyjafjarðar alla móðurlausa ómerkinga og annað óskilafé, þótt með glöggum mörkum væri, sem fundizt hafi á því svæði, sem Eyfirðingar og Skagfirðingar leituðu saman á Laugafellsöræfum. Kveður Jón óskilafé og móðurlausa ómerkinga hafa verið selda á uppboði og kveður andvirðið hafa runnið til sveitarsjóðs Saur- bæjarhrepps. Hann kveður þetta þó aldrei hafa komið fyrir, á meðan hann var leitarstjóri. Jón kveður yfirleitt hafa komið fram meira skagfirzkt fé en eyfirzkt við leit á afréttinni, að minnsta kosti þar til hann og Gunnar á Tjörnum hafi farið að reka á afréttina. Ekki kveðst Jón muna, hvaða ár það var. Jón kveður sig minna, að hann hafi farið með samning þann, sem Jón Sigfússon ritaði, og fengið hann Stefáni á Höskuldsstöðum til undirritunar á Fjöllunum. Telur hann það hafa verið árið 1920. Ekki kveðst Jón geta fullyrt um það, hvenær Eyfirðingar hafi byrjað að leita reglulega á afréttinni, en telur það hafa verið um 1850. Jón kveður leitarmannakofann Grána við Geldingsá í svokölluðum Réttarhvammi hafa verið byggðan árið 1920, og kveðst hann hafa unnið að þeirri byggingu. Kveður hann kofann hafa verið byggðan fyrir forgöngu móður sinnar, eftir að hann hafði ásamt öðrum manni lent í slæmu veðri uppi á afréttinni árið 1916. Hann kveður fé hafa verið safnað til byggingarinnar í Eyjafirði og á Akureyri, í Skagafirði, aðallega í Akrahreppi, og eitthvað í Bárðardal. Ekki kveðst Jón geta sagt um, hver mörkin séu milli afrétta Eyfirðinga og Skagfirðinga, en hins vegar kveður hann mörk leitarsvæðis Eyfirðinga, hvort sem þeir hafi smalað einir eða með Skagfirðingum, hafa verið Fossá, Jökulsá eystri að Hofsjökli, suður fyrir Háöldu að Bergvatnskvísl Þjórsár. Á meðan Eyfirðingar smöluðu afréttina einir, kveður Jón þá hafa réttað féð í Réttarhvammi, þar sem kofinn Gráni er nú, og hafi það verið þannig, þar til samningurinn gekk í gildi milli Skag- firðinga og Eyfirðinga, þá hafi verið byrjað að rétta við Fossá. Ekki kveðst Jón vita annað um sýslumörkin en það, sem sjá megi á korti. Vitnið Aðalsteinn Tryggvason, fyrrverandi bóndi, Jórunnar- stöðum, sem fæddur er hinn 15. september 1889, hefur skýrt svo frá, að svo lengi sem hann muni, hafi það verið föst venja að reka til Eyjafjarðar alla móðurlausa ómerkinga og allt annað öðli óskilafé, þótt með glöggum merkjum væri, sem fundizt hafi í haustleitum á því svæði, sem Eyfirðingar og Skagfirðingar leita í sameiningu á Laugafellsöræfum. Kveðst Aðalsteinn vera kunn- ugur á svæði því, sem deilt er um í máli þessu, þar sem hann hafi farið, að því er hann telur, átta sinnum í haustleitir þar. Fyrst árið 1907, síðan 1915, 1916 og 1918, en man nú ekki að greina fleiri ártöl. Hann kveður svæði það, sem leitað hafi verið, hafa að vestan og sunnan verið þetta: frá Fossá að Jökulsá suður á Háöldu. Á þeim tíma, sem hann leitaði, kveður Aðalsteinn Ey- firðinga eingöngu hafa staðið að leitum þarna, en hann kveðst muna sem barn, að Þingeyingar hafi einnig leitað svæðið með Eyfirðingum. Aðalsteinn kveður réttað hafa verið við Geldingsá þann tíma, sem hann leitaði svæðið, og kveður skagfirzkt fé þar hafa verið dregið sundur og sleppt þar. Hann kveðst aðeins minn- ast þess einu sinni, að Skagfirðingar hafi komið og ætlað að sækja féð, en Eyfirðingar hafi þá verið búnir að sleppa því. Ekki kveðst Aðalsteinn vita, hver mörkin séu milli afréttarlanda Skagfirðinga og Eyfirðinga. Kveður hann Eyfirðinga telja þau vera um Fossá, en Skagfirðingar við Geldingsá. Ekki kveðst Aðal- steinn wita, hver sýslumörk á svæðinu séu. Aðalsteinn kveður smalað hafa verið fram eftir frá Fossá þau ár, sem hann fór í leitir, nema í síðasta sinn fyrir átta árum, þá hafi verið smalað út eftir að Fossá. Aðalsteinn kveðst telja, að þau ár, sem hann leitaði svæðið, hafi skagfirzkt fé yfirleitt heldur verið í minni hluta. Vitnið Finnur Kristjánsson, fyrrum bóndi að Ártúni í Eyja- firði, faðir Hjalta, eins af stjórnarmönnum stefnanda, er fæddur hinn 8. janúar 1881 að Jórunnarstöðum í Eyjafirði. Hann kveðst hafa átt heima þar og í Grundarplássi til ársins 1899, en eitir það í Hólasókn. Hann kveðst muna vel tilhögun leita á haustum á svæði því, sem fjallað er um í máli þessu, frá því um aldamót. Kveður hann, leitir eingöngu hafa verið farnar á vegum Eyfirð- inga og hafi þá alltaf verið sami fararstjóri, Jón Jónatansson. Finnur kveðst hafa farið í leitirnar haustið 1919 eða 1912, og þá kveður hann Jón enn hafa verið fararstjóra, en það hafi verið síðasta ferð hans og sú þrítugasta. Finnur kveður leitarsvæðið þá hafa verið, eins og ætíð, frá Fossá að norðan, suður að Berg- vatnskvísl, vestur að Jökulsá, undir jökul og austur um grjót sem þurfa þótti. Hann kveður réttað hafa verið við Geldingsá og fé úr Skagafirði rekið út í Stórahvamm. Finnur kveðst hafa farið fjórum eða fimm sinnum í leitir á Fjöllin fyrir utan þetta skipti. 592 Í fjögur fyrstu skiptin kveður hann Skagfirðinga ekki hafa verið með í leitunum, en það hafi verið fyrir 1920. Finnur kveðst hafa verið leitarstjóri árið 1918 og kveður það hafa verið næstsíðasta skiptið, sem hann fór í leitir á þessu svæði. Hann kveðst hafa farið í leitir þessar eftir 1930 og hafi þá tveir Skagfirðingar tekið þátt í þeim, en þrír Eyfirðingar. Finnur kveðst minnast þess, að nokkrir íbúar Hrafnagilshrepps hafi keypt Nýjabæjarafrétt fyrir 1906, og telur, að þeir hafi rekið tvisvar á afréttina, í annað skiptið vestur fyrir Nýjabæjarfjall og í hitt skiptið upp Vatnahjallaveg og vestur hjá Urðarvötnum og hafi þá verið komið niður norðan við Fossá. Finnur kveður menn þessa hafa átt afréttina svo árum skipti án þess að nota hana. Kveðst hann síðan hafa heyrt, að þeir hefðu selt afréttina, og minnir, að kaupandinn hafi verið Magnús á Frostastöðum. Finnur kveðst minnast þess, að árið 1904 hafi nokkrir bændur úr Möðruvallaplássi, þ. e. frá Öxna- felli, Kálfagerði, Guðrúnarstöðum og Möðruvöllum, rekið fé suður Vatnahjallaveg, yfir Hörtnárdrög og yfir í Lönguhlíð og hafi þeir talið sig vera að reka í Möðruvallaland. Fyrir rekstri þessum kveður Finnur hafa verið Jóhann Jónsson, þá bónda á Möðru- völlum. Öll skiptin, sem hann fór í leitir þessar, kveður Finnur það hafa verið til að leita að hlaupafé, en ekki fé, sem hafi verið rekið á afréttina. Finnur kveður Gunnar Jónsson á Tjörnum hafa rekið fé á Fjöllin einhvern tíma í kringum 1930 eða upp úr því. Kveðst hann muna eftir einu skipti eða jafnvel tveimur skiptum, er Gunnar hafi rekið suður, en eftir það hafi fé hans margsinnis strokið suður á Fjöllin. Ekki kveðst Finnur vita, hvar takmörk Nýjabæjarafréttar séu, en kveðst alltaf hafa verið þeirrar skoð- unar, að þau væru við Fossá. Kveðst hann draga það af því, að hann hafi heyrt Skagfirðinga, þ. á m. Hrólf Þorsteinsson, tala þannig, að það fé, sem fundizt hafi norðan við Fossá, væri „heima í afrétt“. Ekki kveðst Finnur þekkja sýslumörk milli Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu lengra suður en á Miðás á Nýjabæjarafrétt, sem hann kveðst telja, að nái að syðra Hvítárðragi. Gunnar V. Jónsson, bóndi á Tjörnum í Saurbæjarhreppi, einn af meðlimum Upprekstrarfélags Saurbæj arhrepps, sem fæddur er hinn 8. júlí 1905, hefur skýrt svo frá, að svo lengi sem hann þekki til, hafi það verið föst venja að reka til Eyjafjarðar alla móðurlausa ómerkinga og allt annað óskilafé, þótt með glöggum mörkum sé, sem fundizt hafi í haustleitum á því svæði, sem Eyfirðingar og Skagfirðingar leita í sameiningu á Laugafells- Öræfum. Gunnar kveðst vera kunnugur svæði því, sem um er 533 deilt í máli þessu, þar sem hann hafi leitað það í um það bil 36 ár frá 1925, síðast árið 1955. Kveðst hann hafa verið leitarstjóri allan þennan tíma. Gunnar kveður mörk leitarsvæðisins hafa verið Jökulsá eystri að vestan að Hofsjökli og Háöldu að sunnan, að undanskildum 4—5 árum, er mæðiveikivarnirnar voru sem mestar, þá hafi verið leitað allt suður undir Tungnafellsjökul, en þá hafi eingöngu Eyfirðingar leitað þangað. Gunnar kveður, að leitað hafi verið allt vestur undir Illviðrahnjúka. Gunnar kveður aðallega hafa verið réttað við Geldingsá. Einnig kveður hann réttað hafa verið við Laugafell, aðallega til að athuga, hvort þar fyndust kindur af mæðiveikisvæðinu að sunnan eða austan. Þá kveður Gunnar réttað hafa verið við Fossá, er dregið hafi verið í sundur með Eyfirðingum og Skagfirðingum. Gunnar kveðst hafa rekið á afréttina í þrjú ár, í fyrsta sinn árið 1928, og lagt til sérstakan mann af þeim sökum. Hreppurinn hafi lagt til annan mann og sýslusjóður þann þriðja. Ekki kveðst Gunnar hafa rekið á afréttina eftir þetta, en hins vegar hafi fé hans leitað þangað eftir það. Gunnar kveðst telja, að yfirleitt hafi verið fleira eyfirzkt fé en skagfirzkt á þessu svæði nema tvö ár, að því er hann telur, er skagfirzkt fé hafi verið fleira, en þá hafi Blönd- hlíðingar rekið fram fyrir Tinná. Varðandi mörk Nýjabæjaraf- réttar að sunnan kveðst Gunnar alltaf hafa heyrt, frá því að hann var unglingur, að þau væru við Fossá, enda hafi þar verið réttað og dregið sundur. Hins vegar kveður hann Skagfirðinga hafa talið mörkin vera við Geldingsá, en það hafi Eyfirðingar ekki viljað fallast á. Gunnar kveður Skagfirðinga alltaf hafa lagt til menn í leitirnar suður að Geldingsá þann tíma, sem hann var gangna- stjóri, og telur hann, að svo hafi verið frá 1920. Gunnar kveður sér kunnugt um, að fyrir 1920 hafi Eyfirðingar og Þingeyingar gengið þetta svæði, en undir það síðasta hafi Þingeyingar ekki lagt til menn, heldur greitt Eyfirðingum fyrir að ganga svæðið. Sigurður Jósefsson, bóndi á Torfufelli í Saurbæjarhreppi, einn af aðiljum og varastjórnendum Upprekstrarfélags Saurbæjar- hrepps, hefur skýrt svo frá, að hann sé fæddur og uppalinn á Torfufelli og hafi átt þar heima æ síðan. Sigurður kveðst oft hafa komið á þrætusvæðið í fjárleitir, á skemmtiferðum og sem: fylgdarmaður ferðamannahópa. Sigurður kveðst hafa unnið við að endurbyggja leitarmannakofann Grána. Sigurður kveðst telja, að Nýjabæjarafrétt sé fyrir norðan Fossá, þar séu smölunarskil milli Eyfirðinga og Skagfirðinga. Kveðst hann aldrei hafa heyrt talað um, að verið væri að smala Nýjabæjarafrétt, þegar smalað. 534 var sunnan Fossár. Sigurður kveðst hafa látið þá skoðun í ljós við starfsmann Landmælinga Íslands, að örnefnið Nýjabæjarafrétt sé ranglega staðsett á Uppdrátt Íslands (Atlasblað 64). Sigurður kveðst telja, að mörkin milli Nýjabæjarafréttar og Fjallanna séu nyrðri Fossárdrög, en í daglegu tali kveður hann landið sunnan Geldingsárdraga vera nefnt Laugafellsöræfi. Í leysingum kveður Sigurður afrennsli vera úr Urðarvötnum til Skagafjarðar, og telur hann vatnið brjóta sér farveg til vesturs með flóði. Vitnið Magnúsína Einarsdóttir, húsfreyja á Guðrúnarstöðum, fædd 27. marz 1887, hefur skýrt svo frá, að vorið 1905 hafi faðir hennar, Einar Hansson, bóndi á Guðrúnarstöðum, rekið geldfé sitt og fráfærulömb suður í Lönguhlíð. Kveður hún föður sinn hafa fengið samþykki Jóhanns Jóhannssonar, bónda á Möðruvöll- um, sem einnig hafi rekið geldfé sitt og fjallalömb á sömu stöðv- ar. Ekki kveðst Magnúsína minnast þess, að neinn drægi í efa rétt þeirra til að nýta þetta haglendi, enda hafi það verið talið tilheyra Möðruvöllum frá fornu fari. Ekki kveðst Magnúsína hafa heyrt talað um, hvar sýslumörkin milli Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu væru inni á öræfunum. Magnúsína kveðst minnast þess að hafa heyrt Jóhann á Möðruvöllum tala um, að Möðruvellir ættu land suður að Laugafelli, hins vegar kveðst hún ekki minnast þess að hafa heyrt hann tala um, að Möðru- vellir ættu land í Lönguhlíð, en hann hafi þó leyft, að fé væri rekið þangað. Angantýr H. Hjálmarsson, sem er einn af sóknaraðiljum máls þessa, hefur skýrt svo frá, að hann sé kunnugur á svæði því, sem deilt er um í máli þessu. Kveðst hann hafa leitað það í þrjú ár í röð einhvern tíma milli áranna 1950 og 1960, en telur, að það hafi verið árin 1955— 1957. Hann kveður mörk leitarsvæðisins að vestan hafa verið Jökulsá eystri, en Bergvatnskvísl að sunnan. Í öll skiptin kveður hann tvo Skagfirðinga og tvo Eyfirðinga hafa leitað. Hann kveður féð ekki hafa verið réttað í neitt þessara skipta, heldur hafi það verið látið ganga norður fyrir Fossá vegna sauðfjárveikivarna. Fyrsta árið, sem hann leitaði, kveður Angantýr afar fátt fé hafa verið á svæðinu og man ekki eftir nema einni dilká, er verið hafi úr Eyjafirði, enda hafi það verið rétt eftir fjárskiptin. Annað árið kveður hann féð hafa verið litlu fleira, um 10 að tölu, og hafi það verið úr Skagafirði, en þriðja árið hafi verið innan við 20 kindur, að því er hann telur, og hafi bað allt verið úr Skagafirði. Angantýr kveður föður sinn, sem verið hafi öllum mönnum kunnugri í dölum Eyjafjarðar og Skaga- 535 fjarðar og öræfunum þar suður af á sinni samtíð, ætíð hafa talið Fossá ráða suðurtakmörkum á afréttarlöndum Skagfirðinga austan Jökulsár í Austurdal. Vitnið Guðjón Jónsson, fyrrverandi bóndi, fæddur á Finna- stöðum hinn 23. febrúar 1868, hefur skýrt svo frá, að vorið 1905 hafi geldfé og fráfærulömb verið rekin í Lönguhlíð frá fjórum eða fimm bæjum í Möðruvallaplássi, án þess að Skagfirðingar eða aðrir væru beðnir um leyfi til þess, enda muni Möðruvallabóndi hafa talið sig vera að reka þarna í eigið land. Guðjón kveður Jóhann Jóhannsson, sem búið hafi á Möðruvöllum, hafa átt flest féð. Guðjón kveðst sjálfur hafa átt fé þarna svo og þeir Jón Thorlacius, sem búið hafi á Öxnafelli, og Einar Hansson, sem búið hafi á Guðrúnarstöðum. Einnig kveður hann sig minna, að með hafi verið nokkur lömb frá Benjamín Stefánssyni, sem búið hafi á Fjósakoti. Ekki kveður Guðjón neinn hafa verið krafinn um gjald fyrir hagagöngu. Guðjón kveðst sjálfur hafa búið á Kálfa- gerði á þessum tíma. Ekki kveður Guðjón oftar hafa verið rekið í afrétt þessa en árið 1905. Guðjón kveðst sjálfur hafa farið tvisvar Í göngur á afrétt þá, sem fjallað er um í máli þessu, og hafi það verið þetta sama ár, þ. e. árið 1905. Í göngur þessar kveður hann einnig hafa farið þá Gunnlaug Jónsson, sem farið hafi fyrir Jón Thorlacius, Hans Einarsson og Jóhann á Möðru- völlum og kveður þá hafa fengið með sér mann, sem kunnugur hafi verið á fjöllunum þarna, Jón Jónatansson. Í fyrra skiptið kveður Guðjón tvo Skagfirðinga hafa komið til að taka á móti skagfirzku fé, sem þeir Eyfirðingarnir hafi smalað, og hafi þeir tekið við fénu við Geldingsá nokkru fyrir sunnan Stórahvamm. Guðjón kveður afréttina í fleiri ár hafa verið smalaða af eyfirzk- um bændum og Norðlendingum. Ekki kveðst hann geta greint frá, í hve mörg ár það hafi verið, og ekki heldur, hvenær fyrst hafi verið byrjað á því að smala þessa afrétt reglulega. Guðjón kveður þá Eyfirðingana hafa smalað Lönguhlíð frá norðri til suðurs, einnig Fossárdal og Hörtnárdal. Ekki kveður Guðjón sér kunnugt um, hvar mörk séu milli afréttar Eyfirðinga og afréttar Ábæjar og Nýjabæjar. Hann kveðst heldur ekki þekkja sýslu- mörkin þarna. Vitnið Ragnar Davíðsson, fyrrum bóndi á Grund í Eyjafirði, sem fæddur er hinn 26. marz 1899 að Kroppi í Hrafnagilshreppi, hefur skýrt svo frá, að faðir hans, Davíð Jónsson, hreppstjóri á Kroppi, hafi keypt Nýjabæjarafrétt ásamt fleiri bændum í Eyja- firði. Telur Ragnar, að þetta hafi verið um 1905—1906. Kveðst 536 hann hafa heyrt foreldra sína tala um þetta. Ekki kveðst hann geta borið um það, hvert kaupverðið hafi verið, og ekki kveðst hann hafa séð afsal fyrir afréttinni. Ragnar kveður föður sinn aðeins hafa rekið í eitt skipti á Nýjabæjarafrétt. Kveðst hann hafa heyrt foreldra sína tala um, að ekki hefði verið gerlegt að halda því áfram, því að féð hefði flækzt út um allan Skagafjörð. Ragnar kveðst telja, að þeir, sem keyptu afréttina, hafi átt hana í nokkur ár, en síðan selt hana og hafi kaupendur verið einhverjir Skagfirðingar. Ekki kveðst Ragnar vita, hvaða leið féð hafi verið rekið úr Eyjafirði í Nýjabæjarafrétt, og kveðst aldrei hafa komið suður á fjöll. Hann kveðst ekki vita um sýslumörk á öræfunum. Vitnið Hallgrímur Thorlacius, bóndi í Öxnafelli, fæddur 17. september 1905, er fæddur að Öxnafelli og hefur átt heima þar alla sína ævi. Hann kveðst aldrei hafa heyrt, að faðir hans, Jón Thorlacius, bóndi í Öxnafelli, hafi staðið að kaupsamningnum, sem gerður var um Nýjabæjarafrétt 1905. Kveður hann systkini sín, sem hann hafi spurt um þetta, heldur ekki hafa heyrt þetta. Hins vegar kveðst Hallgrímur hafa heyrt föður sinn segja frá því, að hann hafi rekið fé á Fjöllin 1905, og kveður Hallgrímur sig minna, að rekið hafi verið í Stórahvamm. Hafi faðir hans þá rekið með Jóhanni Jóhannssyni, bónda á Möðruvöllum. Kveðst Hallgrímur ekki hafa heyrt þess getið, að Jóhann á Möðruvöllum hafi rekið á Fjöllin fyrir þennan tíma, og heldur, að það hafi aðeins verið gert þetta eina ár, enda hafi heimtur verið afar slæmar og féð m. a. flækzt vestur til Skagafjarðar. Hallgrímur kveðst ekki hafa heyrt, að Saurbæjarhreppsbúar hafi rekið á Fjöllin eftir þennan tíma. Hallgrímur kveðst aldrei hafa farið í leitir suður á Fjöllin og kveðst vera ókunnugur því svæði og kveðst aðeins hafa leitað á svæðinu milli Sölvadals og Bleiks- mýrarðals. Ekki kveðst Hallgrímur vita, hvar sýslumörkin milli Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu sunnan Miðáss séu. Vitnið Magnús Tryggvason, Gullbrekku, Saurbæjarhreppi, fæddur 11. október 1894, kveðst alltaf hafa heyrt, að Magnús Sigurðsson á Grund og Einar Sigfússon á Stokkahlöðum hafi staðið að kaupum á Nýjabæjarafrétt með Davíð Jónssyni á Kroppi. Fortekur Magnús, að faðir hans, Tryggvi Sigurðsson á Jórunnar- stöðum, hafi verið einn af kaupendunum að Nýjabæjarafrétt 1905. Hins vegar kveðst hann vita til þess, að faðir hans hafi rekið vestur á Nýjabæjarafrétt, að því er hann telur 1905 eða 1906, ásamt Einari á Stokkahlöðum, Davíð á Kroppi og Jóni Tómas- syni, vinnumanni á Grund. Ekki kveðst Magnús vita um rekstur 537 vestur í Nýjabæjarafrétt nema í þetta eina sinn. Magnús kveðst hafa heyrt, að farið hafi verið með reksturinn Vatnahjallaveg, en kveðst ekki vita, hversu langt vestur, en þó hafi verið rekið vestur í afréttina af fjallinu. Ekki kveður Magnús hafa verið rekið í Stórahvamm, því að þá hefði verið kallað að reka suður. Magnús kveðst alltaf hafa heyrt, að landsvæði það, sem kallað er Fjöllin, nái norður að Fossá, en þar taki við Nýjabæjarafrétt. Magnús kveðst kannast við rekstur Jóhanns á Möðr uvöllum suður á Fjöllin og kveðst halda, að hann hafi rekið í fleiri ár suður. Magnús kveðst telja, að faðir hans hafi rekið vestur í Nýjabæjar- afrétt á sínum tíma með samþykki allra kaupendanna, og telur, að þeim hafi þótt gott að hafa hann með í ferðum. Ekki kveðst Magnús hafa komið nema einu sinni á öræfin suður af Eyja- fjarðar- og Skagafjarðarsýslu og kveðst ekki vita, hvar sýslumörk- in séu á því svæði. Vitnið Hrólfur Þorsteinsson, fyrrum bóndi á Stekkjarflötum, faðir Stefáns Hrólfssonar, eins af varnaraðiljum, er fæddur hinn 91. maí 1886 að Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi. Átti hann heima í Lýtingsstaðahreppi þrjú fyrstu árin, en fluttist síðan að Hofi í Vesturdal, þar sem hann átti heima í 13 ár. Næstu sex árin átti hann heima á Skatastöðum, en fluttist síðan að Ábæ og bjó þar á tímabilinu 1908—1929 að undanskildu einu ári, er hann bjó á Skatastöðum. Hrólfur kveður eiginkonu sína, Val- gerði Kristjánsdóttur, hafa verið dóttur Kristjáns Kristjánssonar, sem búið hafi á Ábæ á undan honum og síðan samtímis honum á árunum 1908— 1912. Hrólfur kveðst hafa fengið byggingarbréf fyrir Ábæ og telur sig eiga það enn. Hrólfur kveðst aldrei hafa séð landamerkjabréf Nýjabæjar, en hins vegar kveðst hann alltaf hafa talið, að Nýibær ætti land eins langt suður og vötn draga. Kveður hann Austurdalinn vera óslitinn frá Stekkjarflötum og fram að Geldingsá. Hrólfur kveður heimaland Nýjabæjar ná suður að Hvítá, og þegar fært hafi verið frá í Nýjabæ, kveður hann lömbin hafa verið rekin suður fyrir Hvítá. Hrólfur kveðst hafa farið í fyrsta sinn í eftirleit suður fyrir Laugafell árið 1908. Kveðst hann hafa farið í eftirleitir árlega frá 1908— 1920, og frá 1920 kveðst hann hafa farið í göngur árlega á Fjöllin, enda hafi Skagfirðingar þá byrjað að ganga þetta svæði ásamt Eyfirðingum. Kveðst hann hafa heyrt, að Skagfirðingar hafi frá ómunatíð gengið reglulegar göngur fram að Geldingsárdrögum, og sjálfur kveðst hann hafa byrjað að leita á þessu svæði árið 1908. Hrólfur kveðst telja, að norðurtakmörk Nýjabæjarafréttar hafi verið við 538 Hvítá, en suðurtakmörkin við Geldingsá, en þar fyrir sunnan taki við Fjöllin, sem nái suður á Háöldu. Hrólfur kveðst hafa heyrt, að Steingrímur Jónsson, bóndi á Silfrastöðum, sem átt hafi Nýja- bæ, hafi á árinu 1904 selt Eyfirðingum Nýjabæ og upprekstrarrétt á Nýjabæjarafrétt, þ. e. hluta Nýjabæjar, en Ábær og Merkigil hafi einnig átt upprekstur á Nýjabæjarafrétt. Hrólfur kveður Eyfirðinga hafa rekið á Nýjabæjarafrétt í eitt ár, en síðan hætt því, þar sem féð hafi flækzt svo víða. Hann kveður Eyfirðinga hafa rekið féð í Stórahvamm. Hann kveður féð hafa flækzt um Hofsafrétt, þar sem hirtar hafi verið um 70 kindur. Einnig kveður hann fé þeirra Eyfirðinga hafa komið fram í Húnavatnssýslu og norður í Fljótum. Hrólfur kveðst vita, að Eyfirðingar hafi selt Nýjabæ Magnúsi Gíslasyni á Frostastöðum, og kveður sig minna, að það hafi verið 1916 eða 1917. Kveðst hann muna eftir þessu, bar sem Magnús hafi sent mann til hans fram á Ábæ til þess að spyrja hann að því, hvort hann vildi falla frá forkaupsrétti sínum til Nýjabæjar. Kveðst Hrólfur hafa samþykkt það og gefið sam- þykki sitt skriflega. Ekki kveðst Hrólfur muna, hvað Magnús hafi gefið fyrir Nýjabæ. Hrólfur kveður, að vera kunni, að Eyfirðingar hafi rekið á Nýjabæjarafrétt annað árið, eftir að þeir keyptu Nýjabæ. Það hafi þá sennilega verið einn maður. Gunnar Jónsson á Tjörnum hafi hins vegar rekið fé vestur á Fjöllin og muni það sennilega hafa verið á árunum 1920—-1923. Kveðst Hrólfur halda, að það hafi ekki verið nema eitt ár. Hrólfur kveður fé Gunnars síðan hafa smáfjölgað og hafi hann verið orðinn fjárflestur á Fjöllunum fyrir niðurskurð 1949. Hrólfur kveður Eyfirðinga hafa smalað Fjöllin rúmri viku á undan Skagfirðingum og hafi þeir gengið féð í sundur við Geldingsá og rekið skagtfirzka féð niður í Stórahvamm. En ef Skagfirðingar hafi vitað, hvenær Eyfirð- ingar gengju í sundur, hafi þeir farið suður að Geldingsá og sótt féð og rekið það niður fyrir Fossá, en þá hafi þeir sleppt fyrri göngum. Hrólfur kveðst aðeins einu sinni hafa rekið fé suður fyrir Fossá. Það hafi verið árið 1916 og hafi kindurnar verið lið- lega tuttugu talsins. Kveðst hann hafa rekið féð yfir Fossá neðan við ármót Fossánna, þar sem heitir Væthamarsskeiðar. Ekki kveðst Hrólfur vita, hvenær Eyfirðingar hafi fyrst byrjað að leita frammi á Fjöllunum, en það hafi verið, löngu áður en hann byrjaði leitir á svæðinu. Kveður hann fyrsta Eyfirðinginn, sem staðið hafi fyrir leit Eyfirðinga, hafa verið Aðalstein heitinn, sem búið hafi á Tjörnum. Kveðst Hrólfur telja, að næsti ábúandi á Tjörn- um á eftir Aðalsteini hafi verið Jón, faðir Gunnars, núverandi 539 bónda á Tjörnum. Hrólfur kveður það hafa verið tilefni þess, að Eyfirðingar byrjuðu að leita Fjöllin, að eyfirzkt fé, sem fundizt hafi þar, hafi verið selt á uppboði og Eyfirðingar aðeins fengið helming verðs. Kveður hann uppboð þessi ýmist hafa verið haldin í Flatatungu eða að Silfrastöðum. Hrólfur kveðst vita til þess, að sýslusjóður Skagafjarðarsýslu hafi eitthvað styrkt leitir á Fjöllunum, en hann kveðst ekki vita, hve mikið og hvenær byrjað var á því. Hrólfur kveður Eyfirðinga ekki hafa gengið Fjöllin líklega í þrjú ár eftir niðurskurðinn 1949, en hins vegar greitt til leitanna. Hann kveður Eyfirðinga á þessum tíma og jafnvel alveg fram að þessu ekki hafa viljað láta reka fé niður í Eyja- fjörð og hafi það verið vegna garnaveikivarna. Hrólfur kveður Skagfirðinga jafnan hafa farið tvennar göngur fram að Geldings- árdrögum og síðan hafi verið farið í eftirleitir. Hafi menn þá farið á eigin kostnað og tekið helming verðs fyrir fundið fé. Ekki kveðst Hrólfur vita, hvar sýslumörkin milli Eyjafjarðar. og Skagafjarðarsýslu fyrir sunnan Miðás séu, en kveðst telja þau fylgja vatnaskilum. Vitnið Gunnar Gíslason, bóndi á Sólborgarhóli í Glæsibæjar- hreppi, er fæddur að Minni-Ökrum í Akrahreppi hinn 24. október 1894, en ólst að mestu upp í Miðhúsum í sama hreppi. Hann kveðst hafa búið á Ábæ í Akrahreppi á tímabilinu 1929— 1941. Einhvern tíma á þessu tímabili kveðst hann hafa keypt Ábæ og Nýjabæ af Magnúsi Gíslasyni, sem þá var bóndi í Eyhildarholti. Kveðst Gunnar hafa talið, er hann keypti jarðirnar, að hann væri að kaupa land fram að Hörtnárðalsdrögum, en fyrir framan það svæði kveður hann engin merki finnast, og þar kveður hann engin sýslumerki vera. Gunnar kveðst aldrei hafa séð landamerkjabréf fyrir Nýjabæ. Kveðst hann hafa margreynt að fá landamerkja- bréf fyrir jörðinni, en það hafi aldrei tekizt. Gunnar kveðst þekkja sýslumörk suður eftir svonefndum Miðás, sem liggi milli Villinga- dals og Tinnárdals, en hann telur Miðás ná suður að Hörtnár- drögum, þar sem flatneskjan byrji ekki fyrr en þar. Gunnar kveðst hafa verið kunnugur afréttarlöndunum inn af Eyjafirði og Skagafjarðarsýslu. Hann kveðst hafa farið inn á Nýjabæjar- afrétt í fyrsta sinn árið 1929 með Hrólfi Þorsteinssyni. Hins vegar kveðst Gunnar ekki hafa farið fram á Fjöllin, þ. e. suður að Þjórsárkvíslum, fyrr en síðar. Gunnar kveður leitum inn af sýslunum hafa verið hagað þannig, að leitað hafi verið af tveimur Eyfirðingum og tveimur Skagfirðingum allt suður að Þjórsár- kvíslum. Kveður hann leitarmenn hafa gist tvær nætur í kofanum 540 við Geldingsá. Síðan hafi féð verið rekið niður að Fossá og þar dregið sundur, sökum þess að ekki hafi verið aðstaða til þess við Geldingsá. Ekki kveðst Gunnar hafa vitað, hver leitarstjóri hafi verið, þegar hann leitaði Fjöllin með Eyfirðingum, en vera kunni, að það hafi verið Gunnar Jónsson á Tjörnum, að minnsta kosti hafi hann ráðið öllu. Gunnar kveðst ekki hafa talið, að landa- merkin væru við Fossá, þótt Eyfirðingar rækju féð með Skag- firðingum að henni. Það hafi aðeins verið gert vegna þess, að ekki hafi verið aðstaða til að draga sundur við Geldingsá. Gunnar kveðst hafa talið, að landið framan Geldingsár væri í sameign Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu, þar sem menn úr báðum sýsl- unum, tveir frá hvorri, hafi leitað svæðið og haft til þess styrk úr sýslusjóðnum. Á ábúðartíma sínum á Ábæ kveðst Gunnar aldrei hafa rekið fé fram fyrir Fossá, og ekki kveðst hann heldur vita til þess, að aðrir hafi gert það, en það fé, sem komið hafi í leit- irnar sunnan Fossár, hafi verið strokufé, sem runnið hafi suður fyrir árnar, Gunnar kveður 300—-400 fjár hafa verið sleppt á Nýjabæjarafrétt á ábúðartíma hans á Ábæ, þegar flest var. Hafi það bæði verið fé hans svo og annarra manna, sem fengið hafi að nota afréttina gegn gjaldi. Ekki kveðst Gunnar vita, hver gert hafi réttina við Fossá eða hvenær hún hafi verið gerð. Hann kveður réttina hafa verið gamla, þegar hann kom á þessar slóðir. Gunnar kveðst hafa álitið, að landamerki Nýjabæjar að sunnan hafi legið um Hörtnárdrög, þar sem Hörtnárdalurinn sé síðasti dalurinn þarna fyrir sunnan, en enginn dalur sé við Geldingsá, aðeins drög. Vitnið Stefán Jónsson, bóndi á Höskuldsstöðum í Akrahreppi, sem er fæddur hinn 8. júlí 1892 og hefur átt þar heima alla sína ævi, kveðst hafa orðið fjallaskilastjóri í Akrahreppi á árinu 1918 og verið það til ársins 1931. Ekki kveður hann sér kunnugt um, hvernig göngum og gangnaskilum hafi verið hagað á Nýjabæjar- afrétt þann tíma, sem Eyfirðingar hafi átt Nýjabæ og hálfa Nýja- bæjarafrétt, en hálf Nýjabæjarafrétt hafi þá verið talin fylgja Nýjabæ. Kveður Stefán það víst, að hreppsnefnd Akrahrepps hafi lítil eða engin afskipti haft af gangnaniðurröðun í Austurdal fyrr en 1916, en áður hafi dalbúar sjálfir haft samkomulag um gangna- skil á afrétt sinni. Snemma á þeim árum, sem hann var fjall- skilastjóri, kveðst Stefán hafa átt bréfaskipti við fjallskilastjóra Saurbæjarhrepps í Eyjafirði, sem hann minnir, að hafi verið Jón Sigfússon, og hafi samizt svo eftir bréfaskiptum þessum, að Akra- hreppur legði til tvo menn á Fjöllin, þ. e. svæðið framan Fossár, öd1 og Eyfirðingar tvo menn. Stefán kveður sér eldri menn, sem kunnugir voru staðháttum, hafa talið, að allt svæðið framan Geldingsár, svo langt fram sem vötn falla til Skagafjarðar, til- heyrði Nýjabæjarafrétt. Stefán kveður það því ekki hafa þótt nema sjálfsagt, að Skagfirðingar leggðu til menn á Fjöllin, þó að þeir ættu sáralitla fjárvon, en hins vegar hafi Eyfirðingar þá og lengi síðan átt allmargt fé á Fjöllunum og muni einstaka maður jafnvel hafa rekið fé vestur á vorin, að því er hann kveðst hafa heyrt sagt, enda sé torfærulítil leið þaðan. Eftir að hann hætti fjallskilastjórn, kveðst Stefán hafa farið haustið 1932 í smölun á Nýjabæjarafrétt ásamt Jóni Gíslasyni, bónda í Miðhús- um, og Eyfirðingum. Kveður hann þá hafa rekið fjársafnið í rétt við Fossá, en rétt þessa kveður hann hafa verið byggða árið 1922 og kveður Hrólf Þorsteinsson á Ábæ hafa séð um byggingu hennar á kostnað Skagfirðinga að mestu eða öllu leyti. Stefán kveður þá Skagfirðingana hafa átt þarna fáar kindur, en kveður margt fé hafa verið eftir í réttinni, er þeir höfðu tekið sitt fé úr. Eftir 1944 kveðst Stefán nokkur haust hafa farið í undanreið þarna fram eftir og hafi þá alltaf verið sama sagan, að úr Skagafirði hafi verið lítið brot af því fé, sem fundizt hafi á svæðinu. Kveðst hann muna eftir, að fæst hafi verið 5 kindur, sem þeir Skagfirð- ingar hafi fengið og hafi verið um 1, hluti af safninu. Stefán kveðst hafa heyrt, að Steingrímur Jónsson, bóndi á Silfrastöðum, sá er seldi Eyfirðingum Nýjabæ með hálfri afréttinni, hefði talið, að Nýibær ætti land suður fyrir Laugafell og land með Jökulsá eystri til Hofsjökuls. Ekki kveðst Stefán hafa haft spurnir af því, að menn úr Austurdal eða aðrir hafi rekið fé sitt fram fyrir Fossá utan einn maður, er gerði það í eitt skipti og þá fáeinar geldkindur, enda Fossá slíkur farartálmi, að fjárrekstur yfir hana með fé á vori sé að heita má ófær. Jóhann Lárus Jóhannesson, bóndi á Silfrastöðum í Akrahreppi, einn af varnaraðiljum máls þessa, er fæddur hinn 20. maí 1914 á Lýtingsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, þar sem hann átti heima í eitt ár. Á Silfrastöðum hefur hann búið frá því á árinu 1951. Hann hefur skýrt svo frá, að er hann hafi keypt Ábæ og Nýjabæ í Akrahreppi ásamt öllu tilheyrandi, hafi hann talið sig meðal annars vera að kaupa alla Nýjabæjarafrétt. Kveðst hann jafnar hafa heyrt, að skýlausar heimildir væru fyrir, að Nýjabæjarafrétt næði suður að Geldingsá, en um fjöllin þar suður af hafi verið óvissa, því að þau hafi helzt enginn viljað eiga, meðan menn hafi þurft að inna af hendi gangnaskil. Jóhann kveður sér hafa fundizt o42 þetta svæði vera innan Skagafjarðarsýslu, enda sé miðað við vatnaskil eða stærstu vatnadrög. Jóhann kveðst minnast þess, að fylgt hafi handskrifaður miði kaupsamningi, sem gerður var, Þegar Gunnar Gíslason seldi Akrahreppi Ábæ og Nýjabæ svo og Þegar Akrahreppur seldi jarðir þessar aftur. Kveður hann sig minna, að á miða þessum hafi staðið, að Nýjabæjarafrétt næði suður að Geldingsá eða jafnvel lengra, en kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Af efni þessa miða kveðst Jóhann muna, að Merkigil ætti upprekstur fyrir geldfé á Nýjabæjarafrétt fram fyrir Fossá gegn hagagöngu fyrir hross í Merkigilslandi niður að Silungalæk þann tíma, sem ekki væri haft í seli í Miðhúsum. Jóhann kveður sig minna, að miði þessi hafi verið dagsettur skömmu fyrir síðustu aldamót og undir hafi verið rituð nöfn nokkurra manna, og kveðst hann hafa verið þeirrar skoðunar, að þar væri um að ræða einhverja eigendur Ábæjar og Nýjabæjar. Ekki kveðst hann nú kunna að greina frá nöfnum þessum. Jóhann kveðst síðast muna eftir miða þessum, skömmu eftir að kaupin gerðust 1952, en kveðst nú ekki geta fundið hann þrátt fyrir mikla leit. Jóhann kveðst ekki vita til þess, að Merkigil hafi nokkurn tíma rekið fé suður fyrir Fossá. Hann kveður Merkigil ekki hafa rekið fram fyrir Nýjabæ á seinni árum, en kveðst ekki vita, hvernig því hafi verið háttað áður fyrr. Jóhann kveðst telja, að heimaland Nýjabæjar hafi frá fornu fari náð frá Tinná að Hvítá. Ekki kveðst Jóhann vita um sýslumörkin fyrir sunnan Miðás. Bjarni Halldórsson, bóndi á Uppsölum í Akrahreppi, einn af varnaraðiljum máls þessa, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið fjallskilastjóri í Akrahreppi á árunum 1937— 1950. Kveður hann Skagfirðinga og Eyfirðinga þá hafa leitað Laugafellsöræfi saman, tveir menn frá hvorri sýslu, að undanskildum tveimur til þremur árum, er fjárskipti hafi verið, þá hafi Eyfirðingar ekki sent leitar- menn, heldur greitt sem svarað hafi til tveggja dagsverka. Bjarni kveður Eyfirðinga aldrei hafa farið í eftirleitir á greindu land- svæði, svo að hann muni, en hins vegar hafi Skagfirðingar jafnan gert það, enda hafi þeir talið sér það skylt, þar sem þeir hafi átt landið. Bjarni kveður Skagfirðinga hafa leitað Nýjabæjar- afrétt og Laugafellsöræfi frá ómunatíð. Ef þeir hafi fundið þar eyfirzkt fé, hafi það verið venja að selja það á uppboði og taka helming verðs, sem fyrir það fékkst. Kveður Bjarni þetta hafa verið tildrög þess, að Eyfirðingar hafi sjálfir farið að leita svæðið, og hafi þeir farið í leitirnar um viku á undan Skagfirðingum. 543 Fyrst eftir að Eyfirðingar hófu leitir á greindu svæði, kveður Bjarni þá hafa gengið féð í sundur við Geldingsá, en eftir að fénu, fjölgaði, hafi þeir farið að draga sundur við Fossá og hafi Eyfirðingar og Skagfirðingar þá smalað saman svæðið milli Geld- ingsár og Fossár. Bjarni kveður dregið hafa verið sundur við Fossá Eyfirðingum til hagræðis, svo að þeir þyrftu ekki að fara með féð niður að Ábæ. Ekki kveðst Bjarni vita, hvenær fyrst hafi verið dregið sundur við Fossá. Vitnið Steinþór Stefánsson, sem fæddur er hinn 8. apríl 1908 á Þverá í Akrahreppi og hefur búið þar alla tíð, hefur skýrt svo frá, að er hann hafi keypt hluta af Ábæ og Nýjabæ í Akrahreppi, hafi hann álitið sig vera að kaupa alla Nýjabæjarafrétt, sem hann hafi aldrei heyrt annað en væri svæði suður að Geldingsá og að einhverju leyti fjöllin þar fyrir sunnan, enda kveður hann sér jafnan hafa fundizt, að hann ætti að einhverju leyti allt það svæði, sem gangnaskil væru gerð á. Ekki kveðst Steinþór minnast þess, að hann hafi nokkru sinni séð landamerkjaskrá fyrir Nýja- bæ. Hann kveðst ekki vita, hvar sýslumörkin milli Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu séu fyrir sunnan Miðás. Vitnið Jóhann Sigurðsson, fyrrum bóndi á Úlfsstöðum í Akra- hreppi, sem fæddur er hinn 5. júní 1883, hefur skýrt svo frá, að hann hafi flutzt að Úlfsstöðum árið 1917. Hann kveður það hafa verið á fyrstu árum sínum þar, sem Magnús Gíslason á Frosta- stöðum, þáverandi hreppstjóri, hafi gert hann út til þess að ganga frá kaupum á Nýjabæjarafrétt fyrir hönd Magnúsar. Kveður Jóhann sig minna, að Nýjabæjarjörðin hafi einnig verið með í kaupunum. Jóhann kveður þá Davíð á Kroppi, Einar á Stokka- hlöðum og Magnús á Grund hafa skrifað undir samninginn af hálfu Eyfirðinga og hafi það verið á Grund í Eyjafirði. Kveður hann kaupverðið hafa verið 600 krónur. Jóhann kveðst strax hafa afhent Magnúsi kaupbréfið, er hann kom úr ferðinni. Jóhann kveður það fjarri því, að hann þekki takmörk Nýjabæjarafréttar, og kveðst hafa sagt Magnúsi Gíslasyni það, að hann þekkti engin örnefni á þessu svæði, er hann var gerður út í umrædda sendi- för, en Magnús hafi ekki sett það fyrir sig. Jóhann kveðst ekki bekkja sýslumörk Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu fyrir sunnan Nýjabæjarfjall, enda hafi hann aldrei komið þar. Verður nú vikið að rökstuðningi málsaðilja fyrir kröfum sín- um. Sóknaraðiljar reisa dómkröfur sínar á því, að samkvæmt fyrr- greindum landamerkjabréfum Hóla og Möðruvalla, dags. 28. apríl 1886, 23. maí 1889 og 15. júní 1923, eigi Möðruvellir afréttarland 544 frá Sandá, allan Sölvadal að austan og Sandárdal að vestanverðu og Hraunárdal allan báðum megin og þaðan suður á fjall að svonefndu Laugafelli, en Hólar hafi átt afrétt í Eyjafjarðardal að austanverðu árinnar fram frá Klaufá, þar sem við hana er byggður trippagarður, og að vestanverðu árinnar fram frá trippagarði þeim, sem byggður er rétt á móti garðinum að austanverðu ár- innar, og fram til jökla að austan og vestan til sýslumóta. Í landamerkjalýsingu Hóla frá 15. júií 1923 segir svo: „Afréttar- land er sem hér segir: Á Eyjafjarðardal sunnanverðum er þverá, er Klaufá heitir. Við hana er hlaðinn fyrirstöðugarður. Gengt þessum garði er annar garður vestanmegin árinnar. Eiga Hólar afrétt frá Klaufá og garðinum vestanmegin og fram það sem dalurinn nær á efstu fjallsbrún að austan og að sýslumótum að vestan“. Rétt sinn samkvæmt þessum landamerkjaskrám hafi eigendur jarðanna framselt sóknaraðilja, sbr. fyrrgreinda samninga um þetta efni, dags. 11. maí 1963 og 19. júlí 1965, en sóknaraðili hafi nú þegar hafið gróðurtilraunir á þessu landsvæði. Samkvæmt nefndum landamerkjaskrám sé það ljóst, að Hólar og Möðruvellir hafi átt landsvæði það, sem sóknaraðili gerir nú tilkall til. Þetta styðji enn fremur munnmælasaga, fyrst skráð af séra Einari Thorlacius um 1840 í sóknarlýsingu Saurbæjar, um Það, að Þórunn ríka, sem bjó á Möðruvöllum um 1400, hafi flutt sig með hyski sitt suður að Laugafelli, meðan svarti dauði geis- aði, og hafzt þar við. Þá muni hún enn fremur hafa haft þar í seli fyrstu sumrin eftir pláguna. Bendi þetta eindregið til þess, að Laugafellsöræfin hafi tilheyrt Móðruvöllum. Aftur á móti sé engin landamerkjaskrá til fyrir Nýjabæ, að minnsta kosti hafi hún eigi fundizt. Hafi þó verið boðið bæði samkvæmt lögum nr. 5/1882 um landamerki og lögum nr. 41/ 1919 um landamerkjagerð að gera landamerkjalýsingar. Þá sé orðalagið í afsalinu fyrir Nýjabæ frá 29. janúar 1464 „ok suo langt aa fioll fram sem votn dragha. ok egh uard fremst eigandi ath“ það óljóst, að það geti eigi haft gildi fyrir úrslit málsins. En verði byggt á nefndu afsali, hefur lögmaður stefn- anda haldið því fram, að með orðalaginu „ok egh uard fremst eig- andi ath“ sé aðeins átt við dali þá, er ganga austur úr Austurdal, en alls ekki eins langt suður og vötn draga, því að þá hefði orðið að standa til jökla eða eitthvað slíkt, þar sem það sé málvenja í Austurdal að segja „fram í dal“ í merkingunni „austur í dal“. 545 Lögmaður varnaraðilja hefur sérstaklega mótmælt þessum skilningi á orðalagi afsalsins. Enn fremur bendir sóknaraðili á, að jarðirnar Hólar og Möðru- vellir í Eyjafirði hafi öldum saman verið höfuðból í eigu ein- stakra manna, og samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns hafi dýrleiki þeirra verið langtum meiri og þær framfleytt stærri bústofni heldur en jarðirnar Ábær og Nýibær með Tinnárseli í Austurdal, sem verið hafi kotjarðir, lengst af í eigu Hólastóls, er ábúendur hafi unnvörpum flosnað upp af, sbr. Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781— 1953, dskj. nr. 42. Þessa staðreynd telur sóknaraðili, að renni enn styrkari stoðum undir þá staðhæfingu sína, að land það, sem um er deilt í máli þessu, hafi tilheyrt jörðunum Hólum og Möðruvöllum, en ekki fyrrgreindum jörðum í Austurdal. Samkvæmt lögum um alþingiskosningar nr. 52/1959, 5. gr. A., 3. tl, sé Skagafjarðarsýsla hluti af Norðurlandskjördæmi vestra, en samkvæmt 5. gr. B., 1. tl, sé Eyjafjarðarsýsla hluti af Norður- landskjördæmi eystra, Í Ríkishandbók Íslands, útg. 1965, séu sýslumörk Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslna sunnan þess svæðis, þar sem sýslumörk fyrrgreinds uppdráttar herforingjaráðsins (útg. 1945, mælikvarði 1 :500.000) þrýtur, þ. e. í tunguna, sem mynd- ast milli nyrðri og syðri kvíslar Fossár, dregin lauslega með punktalínu suður í Hofsjökul. Virðist sóknaraðilja punktalína þessi dregin Í austanvert Mikla- fell í Hofsjökli, eða í fjallið „Klakk“, 1.040 m, er rís nyrzt Í austasta sveig Hofsjökuls. Af þessu og fyrrgreindum hæðarmælingum dr. Þorvalds Thor- oddsens svo og þeim uppdráttum af þrætusvæðinu, er getið hefur verið hér að framan, virðist sóknaraðilja, að ráða megi, að sýslu- mörkin séu við Jökulsá eystri á svæðinu frá ármótum hennar og Geldingsár fram, þar til fengin sé bein lína frá árbakkanum suður í Miklafell eða Klakk í austurrönd Hofsjökuls. Til frekari áréttingar þessu sjónarmiði bendir sóknaraðili á, að í lýsingu Eyjafjarðarsýslu eftir Steindór Steindórsson, útg. 1949, segi: „Suður frá Öxnadalsheiði liggja mörkin (þ. e. sýslu- mörkin) milli Austurdals og Nýjabæjarafréttar í Skagafirði og Eyjafjarðardals“. Nýjabæjarafrétt sé þar talin liggja vestan sýslu- markanna, sem sýnd eru á herforingjaráðsuppdrættinum, útg. 1945, mælikv. 1 :500.000. Virðast sýslumörkin þar dregin sam- hliða norðurkvísl Fossár eftir Urðarvatnahálsi í tunguna milli 35 546 norður. og suðurkvísla Fossár, Í ritinu „Göngur og réttir“, II. bindi, þar sem skráð er afréttarlýsing Nýjabæjarafréttar af Hjör- leifi Kristinssyni, bónda á Gilsbakka, Akrahreppi, Skagafjarðar- sýslu, segir svo á bls. 262: „Vel má og vera, að suðurtakmörk Nýjabæjarafréttar hafi verið við Fossá, en ekki Geldingsá, enda ganga Eyfirðingar afréttina framan Fossár. Er það athyglisvert, að hlíðin milli Hvítár og Fossár er af Austurdælingum kölluð afrétt og virðist það sérheiti hennar. Fjallið austur af hlíð þessari heitir líka Afréttarfjall“. Fyrir framan Fossá meðfram Jökulsá eystri, þar til Jökuldal Þrýtur við Stórahvamm, heiti Langahlíð. Vorið 1905 hafi bónd- inn á Möðruvöllum, Jóhann Jóhannsson, og bændur í Fjósakoti, Guðrúnarstöðum og Öxnafelli í Saurbæjarhreppi rekið geldfé og fráfærulömb suður í Lönguhlíð við Jökulsá eystri. Muni Möðru- vallabóndi þar hafa talið sig reka fé í sitt eigið land, en hinir bændurnir leitað samþykkis hans. Telur sóknaraðili, að þessir rekstrar í Lönguhlíð muni hafa tíðkazt um nokkurt árabil, meðan fráfærur voru tíðkaðar, a. m. k. til ársins 1909 (hér mun vera á misskilningi byggt hjá sóknaraðilja, sbr. vitnaleiðslurnar hér að framan). Á árunum eftir 1850 hafi Eyfirðingar hafið reglulegar fjár- leitir á öræfin framan Fossár langt suður fyrir Laugafell allt til Hofsjökuls og suður að Þjórsá og austur að leitarsvæðum Þingey- inga. Við Fossá hafi leitarmörk Eyfirðinga og Skagfirðinga verið og þar hafi fé þeirra verið greint í sundur. Skagfirðingar hafi ekki gengið reglulegar göngur eða fjárleitir fram fyrir Fossá, þótt einstakir menn í Austurdal hafi hins vegar oft farið í leitir á haustin á eigin vegum fram fyrir Fossá, og muni það fé, er fannst í þessum einkaleitum, að mestu hafa verið eign Eyfirðinga og að einhverju leyti Þingeyinga. Þegar Eyfirðingar hafi einir gert reglulegar leitir á þessu svæði, hafi þeir í fyrstu rekið allt fé, er þeir hafi fundið, norður fyrir fjail til Eyjafjarðardals. Síðan hafi Austdælir farið að koma til að sækja fé sitt, ef þeir hafi vitað, hvenær Eyfirðingar voru á ferðinni. Á þessum tímum hafi þó verið mjög lítið um skagfirzkt fé á þessum slóðum vegna þeirrar fyrirstöðu, sem Fossá veitti. En vorið 1916 hafi bóndinn í Ábæ í Austurdal rekið geldfé sitt fram fyrir Fossá og eftir það hafi fé af bæjum í Austurdal tekið að leita suður fyrir Fossá. Árið 1920 hafi verið svo komið, að fjárfjöldi úr Austurdal á svæðinu hafi verið orðinn það mikill, að eigi hafi þótt sanngjarnt, að Eyfirðingar sæju einir um göng- of urnar framan Fossár eða kostuðu þær. Jón Sigfússon, þáverandi fjallskilastjóri í Saurbæjarhreppi, hafi því tjáð fjallskilastjóra Akrahrepps, að Eyfirðingar gætu ekki lengur smalað Laugafells- öræfin án þess að taka gjald af skagfirzku fé, er þar kæmi fyrir. Jafnframt hafi hann boðið til samstarfs um smölun á þessu svæði, ef Skagfirðingar vildu það heldur. Hafi Skagfirðingar kosið síðari kostinn og gert samning við Eyfirðinga um tölu leitarmanna, leitartíma og meðferð óskilafjár, er fyrir kæmi á svæðinu. Hafi þá í fyrsta skipti verið sendir menn í göngur þangað suður af hálfu Skagfirðinga. Meðan Eyfirðingar hafi smalað svæðið einir, hafi að jafnaði verið fjórir menn Í göngum, en eftir að Skagfirð- ingar hafi farið að taka þátt í þeim, hafi gangnamennirnir orðið 5, þrír frá Eyfirðingum, en frá Skagfirðingum tveir. Hafi leit- irnar staðið í fjóra daga og lokið wið Fossá, þar sem féð hafi verið dregið sundur. Þá bendir sóknaraðili á það, að bæði sýslusjóður Eyjafjarðar- sýslu og hreppssjóður Saurbæjarhrepps hafi um áratugi veitt styrk til fjárleitar á svæðinu suður og vestur af Eyjafjarðardal, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Enn fremur leggur sóknaraðili áherzlu á það, að eigi sé það einhlít regla, að sýslumerki liggi á vatnaskilum, og bendir því til áréttingar á mörkin milli Suður-Þingeyjarsýslu og Norður- Múlasýslu, sem séu ekki um Jökulsá á Fjöllum, heldur aðeins vestan hennar. Að endingu hefur sóknaraðili haldið því fram, að sýslufundar- gerð Skagafjarðarsýslu frá aukafundinum 18. september 1947, þar sem fjallað er um umsókn Ferðafélags Akureyrar til bygg- ingar sæluhúss norðan Laugafells, geti eigi haft nein áhrif á úrslit þessa máls, þar sem varnaraðiljar hafi hvorki getað lagt fram bréfið frá ferðafélaginu né bréf sýslumanns Eyjafjarðar- sýslu, er eigi að hafa fylgt því, svo sem sóknaraðili hafi skorað á þá að gera Í greinargerð sinni. Varnaraðiljar byggja dómkröfur sínar á því, að í afsali Jóns Tryggvasonar, bónda á Möðruvöllum, til Upprekstrarfélags Saur- bæjarhrepps, dags. il. maí 1963, segi einungis, að hann afsali félaginu öllu því landi, sem tilheyri Möðruvöllum sunnan dal- botna Sölvadals. Um stærð landsins og mörk sé ekkert greint. Í landamerkjaskrá Möðruvalla, dags. 28. apríl 1886, segir: „Afrétt- arland á jörðin frá Sandá allan Sölvadal að austan og Sandárðal að vestanverðu og Hraunárdal allan báðumegin og þaðan suður á fjall að svonefndu Laugafelli“. Af orðalagi landamerkjaskrár 548 þessarar sé mjög óvíst, hvaða land sé hér um að ræða og hvar það fell sé, sem þar er kallað Laugafell. Benda varnaraðiljar sérstaklega á, að Möðruvellir standa austan megin í Eyjafjarðar- dal. Í skrá um afréttir og fjárréttir í Eyjafjarðarsýslu frá 1894 séu taldar þessar afréttir í Saurbæjarhreppi: Sandárdalur frá heimasta flóa, Sölvadalur, Hraunárdalur og Hraunártungur, en þetta séu þau afréttarlönd, er virðist geta tilheyrt Möðruvöllum. Í Fasteignabók Eyjafjarðarsýslu 1849—1850 segir svo um Möðruvelli: „Jörðin á afrétt, er með einu nafni nefnast Sölva- dalstungur, er rúmlítil, er grýtt, graslítil og skriðuhætt“. Ljóst er, að þá hafi afréttarland Möðruvalla eigi verið talið ná fram til Hofsjökuls og vestur að Jökulsá eystri. Þá segi í Fasteignamatsbók Eyjafjarðarsýslu frá 1916, að jörð- inni fylgi afréttarlönd, Sölvadalur, Hraunárdalur og Hraunár- tungur, þótt jörðin hafi ekki tekjur af þeim. Sé litið á landabréf, sjáist afréttarlönd þessi vel, en hins vegar sé ljóst, að eigi nái lönd þessi fram að Hofsjökli. Með yfirlýsingu Geirlaugar Jónsdóttur, dags. 19. júlí 1965, sé Upprekstrarfélagi Saurbæjarhrepps fengið til fullra umráða af- not alls lands, sem tilheyri Hólum, sunnan og vestan Eyjafjarðar- dals, svo lengi sem félagið starfi og vilji nýta það. Það sé hins vegar ekki neitt tekið fram um það, hvert sé landsvæðið eða hvar mörk þess séu. Í Fasteignabók fyrir Eyjafjarðarsýslu 1849—1850 segir, að jörðin eigi afrétt á svokölluðum Eyjafjarðardal báðum megin og engin önnur hlunnindi. Þá segi í Fasteignamatsbók Eyjafjarðar- sýslu frá 1916 varðandi Hóla, að búhagar séu þar þröngir og jörðinni fylgi afréttin Hóladalur. Af þessum ummælum sé það ljóst, að þá hafi ekki verið talin fylgja jörð þessari stór lönd allt fram að Hofsjökli og vestur að Jökulsá eystri. Austurðalur í Skagafirði hafi fyrr á öldum verið byggður mjög langt fram á öræfi. Hann sé nú í eyði fyrir framan Merkigil. Þar fyrir framan hafi verið þrír bæir, er hér komi sérstaklega við sögu, Nýibær, sem muni hafa farið endanlega í eyði um 1849, og Ábær, sem farið hafi í eyði 1944. Eyðibýlið Tinnársel var einnig á þessum slóðum. Varnaraðiljar, sem nú eru eigendur þessara jarða, benda á, að samkvæmt landamerkjaskrá Ábæjar frá 24. maí 1888 sé hálf Nýjabæjarafrétt talin fylgja Ábæ. Landamerkjaskrá Nýjabæjar hafi ekki fundizt, en ætíð hafi verið talið, að jörðinni fylgdi hálf 549 Nýjabæjarafrétt, er næði svo vítt sem vötn féllu í Skagafjörð, þ. e. a. s. allur sá dalur, sem myndast af Jökulsá eystri og þverám hennar allt til Hofsjökuls. Þessu til áréttingar benda varnar- aðiljar á afsalið frá 29. janúar 1464, þar sem Þorleifur Árnason selur hálfa jörðina Nýjabæ, en þar séu merki talin að Tinná og svo langt á fjöll fram sem vötn draga. Það sé einnig ljóst, að aldrei hafi verið talinn leika vafi á því í hugum manna fram að þeim tíma, er málaferli þessi hófust, að land þetta væri Í raun og veru afréttarland Skagfirðinga. Á sömu skoðun hafi stjórnendur Ferðafélags Akureyrar og sýslumaður Eyjafjarðar- sýslu verið árið 1947, þegar félagið hafi sótt um leyfi til að reisa sæluhús skammt frá Laugafelli og fengið til þess meðmæli sýslu- manns Eyjafjarðarsýslu. Mótmæla varnaraðiljar kröfum sóknar- aðilja til þessa landsvæðis sem hreinni markleysu, enda geti það engan rétt skapað þeim til landsins, þótt þeir nú á alsíðustu árum hafi byrjað uppgræðslu á Nýjabæjarafrétti. Þegar litið sé á uppdrátt að Mið-Norðurlandi, þ. e. a. s. Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarsýslu, sjáist vel, að Skagafjarðardalurinn með þeim dölum, sem fram að honum liggja, nái sem ein órofa heild fram að Hofsjökli. Alkunnugt sé, að það hafi verið gömul venja við landskipti að telja dali með ám frá upptökum til sjávar. Og sé litið á Eyjafjarðardal, þá endi hann að sjálfsögðu þar, sem vatnasvæði Eyjafjarðarár sleppir, enda sjái það allir, hve óvenju- legt það væri, ef tveir bæir í Eyjafirði, þar af annar austan dals, ættu land að Jökulsá eystri og stóran hluta af Jökulsárdalnum sjálfum, dal, er sé í beinu samhengi við meginbyggð Skagafjarðar- sýslu, enda þótt nú sé kominn í eyði. Varnaraðiljar viðurkenna, að á ýmsu hafi gengið með göngur og gangnaskil á þessu svæði, en þó hafi Skagfirðingar ætíð gengið fram að Geldingsá, en þar fyrir framan og Laugafellsöræfi muni Skagfirðingar og Eyfirðingar hafa gengið í félagi. Jafnframt benda varnaraðiljar á, að svo virðist sem þeir, er kalli til eignar- réttar á þessu svæði úr Eyjafirði, hafi talið þann eignarrétt hæp- inn, þar sem þeir hafi talið sig þurfa að fá sérstakan styrk úr sýslusjóði Eyjafjarðarsýslu til að fara göngur þessar. Þá telja varnaraðiljar, að mælingar dr. Þorvalds Thoroddsens, þar sem hann telur ýmsa tilgreinda staði þarna á öræfunum vera innan Eyjafjarðarsýslu, skipti hér engu máli, þar sem dr. Þor- valdur hafi ekki verið staðkunnugur á þessu svæði og ekki fengizt við neinar landamerkjaákvarðanir. Ekki fá varnaraðiljar heldur séð, að lýsingar þeirra Steindórs 590 Steindórssonar eða Hjörleifs Kristinssonar á Gilsbakka geti skipt hér verulegu máli, enda séu þær ónákvæmar. Í þessu sambandi mótmæla þeir því sérstaklega, að Skagfirðingar hafi eigi gengið fram fyrir Fossá, og einnig, að fé úr Akrahreppi hafi ekki verið rekið fram fyrir Fossá fyrr en árið 1916. Að endingu hafa varnaraðiljar vakið athygli á því, að á upp- drætti þeim, er sóknaraðili hafi lagt fram, sé orðið „Nýjabæjar- afrétt“ afmáð, af því að það komi ekki heim við dómkröfur sóknaraðilja. Staðsetning heitisins á uppdráttinn gefi þó allmikla vísbendingu í máli þessu, þar sem ekki sé annað ætlandi en korta- gerðarmenn hafi við gerð kortsins einungis gert það, sem þeir hafi álitið réttast. Hljóti þeir að hafa haft einhverjar upplýsingar, munnlegar eða skriflegar, um staðsetningu Nýjabæjarafréttar, þá er þeir gerðu uppdráttinn. Telja varnaraðiljar, að hér sé enn eitt atriði á ferðinni, er renni stoðum undir málstað þeirra. Samkvæmt lögum Upprekstrarfélags Saurbæjarhrepps er til- gangur félagsins sá, að hlutast til um, að landsvæðið austan Jök- ulsár í Austurdal frá Fossá að norðan suður að Fjórðungskvísl verði grætt upp og notað til sumarbeitar fyrir sauðfé félagsmanna. Er kröfugerð félagsins í máli þessu á því byggð, að það hafi tekið eignarheimildir að landsvæði þessu frá eigendum Möðruvalla og Hóla í Saurbæjarhreppi, sem frá fornu fari telji til eignar á land- svæðinu. Er ljóst, að aðeins er byggt á afréttarlöndum jarða þess- ara, en ekki heimalöndum. Eins og áður er rakið, segir svo um afrétt Möðruvalla í Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: „Afréttarland á staður- inn fram úr Sölvadal, sem heitir Sölvadalstúngur, og brúkast af öllum ábúendum Möðruvalla eigna til uppreksturs fyrir lömb og geldfé, og so eru þángað stundum látnir hestar á sumur“. Um Hóla segir svo um sama atriði í Jarðabókinni: „Afrétt á staðurinn fram frá Tjarnarlandi og botninn á Eyjafjarðardal“. Í Fasteignamatsbók Eyjafjarðarsýslu 1849—-1850 er þess getið um jörðina Hóla, að afrétt sé fyrir hana og fyrir aðra á svoköll- uðum Eyjafjarðardal báðum megin og engin önnur hlunnindi. Í Jarðeignamatsbók Eyjafjarðarsýslu 1849—1850 er þess getið um jörðina Möðruvelli með eyðihjáleigunni Sveinshúsum, að jörðin sé næstum haglendislaus. Jafnframt er þess getið, að jörðin eigi afrétt, er með einu nafni kallist Sölvadalstungur, sem sé rúmlítil, grýtt, graslítil og skriðuhætt. Í landamerkjalýsingu Hóla með hjáleigum, sem gerð var hinn 23. maí 1889 og þinglesin 24. s. m. og staðfest var af eigendum Hólatorfunnar, Arnarstaða og Vatns- öðl enda, er skráð, að Hólar eigi afrétt í Eyjafjarðardal að austan- verðu árinnar fram frá Klaufá og að vestanverðu árinnar frá trippagarði þeim, sem sé byggður þar við ána á móti trippagarði austan árinnar, „og fram til jökla að austan og vestan til sýslu- móta“. Í landamerkjalýsingu Möðruvalla, sem gerð var hinn 28. apríl 1886 og þinglesin 24. maí 1888 og staðfest var af eigendum Möðruvalla, Kálfagerðis, Æsustaða, Helgastaða, Skriðu, hálfra Ánastaða, Núpufells, Stekkjarflata og Fjósakots, er skráð, að jörðin eigi afrétt „frá Sandá allan Sölvadal að austan og Sandár- dal að vestanverðu og Hraunárdal allan báðumegin og þaðan suður á fjall að svonefndu Laugafelli“. Við lýsingu jarðarinnar Hóla í Fasteignamatsbók Eyjarfjarðarsýslu 1916 er um landa- merki vísað til fyrrgreindrar landamerkjalýsingar, sem þinglesin var hinn 24. maí 1889. Í frekari lýsingu jarðarinnar er þess getið, að henni fylgi afréttin, Hólaðalur, en henni ekki lýst nánar. Við lýsingu jarðarinnar Möðruvalla í Fasteignabók Eyjafjarðarsýslu árið 1916 er um landamerki vísað til landamerkjalýsingar, sem fram lögð hefur verið í eftirriti, en ekki verður séð, hvernig sú lýsing hefur verið. En þarna í bókinni er gerð sjálfstæð lýsing á jörðinni. Um afrétt jarðarinnar segir þar svo: „Jörðinni fylgja afréttarlönd, Sölvaðalur, Hraunárðalur og Hraunártungur, þó jörðin hafi ekki tekjur af þeim“. Í landamerkjalýsingu Hóla, sem gerð var hinn 15. júní 1923 og þinglesin hinn 19. júní 1923 og staðfest af eigendum Hóla, Tjarna, Arnarstaða, Skáldastaða, Kolgrímastaða, Vatnsenda og Þormóðsstaða, er þess getið, að jörðin eigi afréttarland sem hér segir: „Á Eyjafjarðardal austanverðum er þverá, er Klaufá heitir. Við hana er hlaðinn fyrirstöðugarður. Gegnt þessum garði er annar garður vestanmegin árinnar. Eiga Hólar afrétt frá Klaufá og garðinum vestanmegin, og fram það sem dalurinn nær, á efstu fjallsbrún að austan og að sýslumótum að vestan“. Ljóst er af því, sem hér hefur verið rakið, að misræmi er milli þessara heimilda um víðáttu afréttarlanda jarðanna Hóla og Möðruvalla, og kemur eigi fram, á hvaða grundvelli víðátta af- réttarlandanna, eins og þeim er lýst í landamerkjalýsingunum frá 1886 og 1889, er byggð. Elzta heimild um ítök Möðruvalla á Laugafellsöræfum er sóknarlýsing sr. Einars Thorlacius í Saur- bæ frá 1840, þar sem getið er vegar úr Sölvadal „og þaðan undir Laugarfell. Þar hafði Þórunn ríka á Möðruvöllum sumarsel og hélt þar til með hyski sitt, eftir tradition, meðan svartidauði geisaði yfir“. En þar sem svipaðar sagnir um flótta fyrirfólks ðð2 upp á öræfi Í svartadauða eru kunnar víða um land og eru með flökkusagnasvip (t. d. um Torfa í Klofa, sem flúði á Torfajökul, og um aðra húsfreyju í Eyjafirði, Grundar-Helgu, sem flúði á fjöll, Þórunn ríka á Möðruvöllum er og ella ókunn, verður ekki talið, að sögn þessi sé gild heimild. Verður raunar að telja líklegt, að hin óljósa lýsing á afréttarlandi Möðruvalla í landamerkja- lýsingu frá 28. apríl 1886: „og þaðan suður á fjall að svonefndu Laugafelli“ — eigi rætur að rekja til fyrrgreindrar sagnar um Þórunni ríku, enda er Laugafell eitt kennimerkja suður á öræf- unum nefnt í báðum gögnunum. Þykir því verða að byggja á því við úrlausn máls þessa, að afréttarlönd jarðanna Hóla og Möðru- valla nái ekki suður fyrir Eyjafjarðardal, enda verður ekki talið, að fjárleitir Eyfirðinga eða framkvæmdir á svæðinu suður og vestur af Eyjafjarðardölum hafi skapað Hólum og Möðruvöllum umráðarétt yfir því svæði, sem Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps gerir nú tilkall til. En hver afréttarmörk milli Hóla og Möðruvalla niður á Eyja- fjarðardölum eru gagnvart öðrum jörðum þar í sveitum, er hins vega eigi til úrlausnar í þessu máli. Rétturinn lítur svo á, að ósannað sé, hvar Nýjabæjarafrétt sé staðsett austan Jökulsár eystri og hver séu takmörk hennar, enda ávallt talað um hana sem sjálfsagðan hlut án skilgreiningar í skjölum málsins, vitnum og aðiljum hefur eigi borið saman um staðfæringu hennar og umfang, og fram hefur komið, að örnefnið hefur eigi verið staðsett á landakort með þeirri nákvæmni, að byggt verði á. Elzta skjal, sem lagt hefur verið fram í málinu, er afsalið fyrir hálfri jörðinni Nýjabæ frá 29. janúar 1464, frumrit á skinni. Í því afsali er það tekið fram, að jörðin eigi land að Tinná og svo langt á fjöll fram sem vötn draga, „ok egh uard fremst eigandi ath.“ Með þessu orðalagi telur rétturinn, að sé átt við allt land fyrir austan Jökulsá eystri frá Tinná allt til upptaka þeirra vatna, er að staðaldri falla til Austurdðals, enda verður ekki á það fallizt með sóknaraðiljum, að með orðinu „fremst“ sé átt við „til aust- urs“, heldur sé það hér í merkingunni „frekast“. Þetta afsal frá árinu 1464 verður að telja rétthærra heldur en landamerkjaskrár Möðruvalla og Hóla frá 28. apríl 1886 og 23. maí 1889 samkvæmt reglunni prior tempore potior jure. Þá er og á það að líta, að landamerkjaskrárnar stangast á innbyrðis, þær eru óljósari varð- andi þrætulandið heldur en afsalið, og að endingu hefur hvorug þeirra verið árituð af eiganda Ábæjar og Nýjabæjar, svo sem lög- öðð skylt var samkvæmt 3. gr. landamerkjalaga nr. 5/1882, sbr. nú 2. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki. Að vísu vanrækti eigandi Nýjabæjar að fullnægja skyldum 3. gr. laga nr. 5/1882 og 2. gr. laga nr. 41/1919 um gerð landamerkjaskrár. Slík vanræksla varð- aði sektarrefsingu samkvæmt 5. gr. laga nr. 5/1882 og nú 7. gr. laga nr. 41/1919, en ekki öðrum viðurlögum. Hins vegar verður ekki talið, að hún (vanrækslan) leiði til brottfalls eignarréttar, enda mundi þá eignarréttur falla brott með mjög óvenjulegum hætti, því að beitingarleysi eignarréttarins eitt sér leiðir eigi til brottfalls hans, heldur þarf til að koma beiting annars aðilja, er útiloki nýtingu eigandans sjálfs, en eigi hafa verið færðar sönnur á, að slík skilyrði hafi verið fyrir hendi. Verður því að telja, að allt það land, sem um er talað í afsalinu frá 1464, tilheyri nú varnaraðiljum máls þessa, enda er ekkert fram komið í málinu, að það hafi síðar gengið undir jarðirnar Hóla eða Möðruvelli, svo að bindandi sé fyrir varnaraðilja, því að hvaða hugmyndir, sem einstakir kaupendur jarðarinnar Nýja- bæjar fyrr eða síðar kunna að hafa gert sér um stærð hennar, þá verður eigi talið, að það hafi haft í för með sér breytingar á stærð landsins, eins og því er raunverulega lýst í afsalinu frá 1464, hvorki þannig, að það leiði til réttarmissis fyrir varnar- aðilja, né heldur og þaðan af síður til réttarávinnings fyrir sóknar- aðilja. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður landamerkja- lína varnaraðilja, eins og hún er dregin á uppdrættinum á dskj. nr. 31, þar á meðal fyrir austan Urðarvötn, tekin til greina að öðru leyti en því, að nema ber af henni totu fyrir suðvestan botn Eyjafjarðardals, og enn fremur að færa línuna til vesturs fyrir austan Laugakvísl á milli hæðarpunktanna 915 og 856, með því að rétturinn lítur svo á, að þar hafi varnaraðiljar farið út fyrir vatnaskil. Hefur rétturinn merkt þessa breytingu inn á upp- dráttinn með rauðri brotinni línu. Eftir atvikum öllum þykir rétt, að málskostnaður falli niður með hliðsjón af 178. gr. einkamálalaganna nr. 85/1936. Málskostnaður sóknaraðilja þykir hæfilega ákveðinn kr. 140.381.40 og greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skip- uðum talsmanni sóknaraðilja, Friðriki Magnússyni hæstaréttar- lögmanni, kr. 110.000.00 í málssóknarlaun, enda er mál þetta mjög umfangsmikið. Málskostnaður varnaraðilja og réttargæzluaðilja, Skagafjarðar- sýslu, þykir hæfilega ákveðinn kr. 155.787.00 og greiðist úr ríkis- öð4 sjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni þessara aðilja, Gísla G. Ísleifssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 110.000.00 í máls- varnarlaun. Dóm þennan kváðu upp Magnús Thoroddsen dómsformaður ásamt meðdómendunum Guðmundi Jónssyni borgardómara og Þórhalli Vilmundarsyni prófessor. Nokkur dráttur hefur orðið á uppsögn dóms þessa. Stafar hann af því, hversu umfangsmikið mál þetta var. Dómsorð: Kröfugerð varnaraðilja, eigenda Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli í Austurdal í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, eins og hún er mörkuð inn á uppdráttinn á dskj. nr. 31 (Atlasblað nr. 64 og 65, mælikvarði 1 : 100.000), er tekin til greina með þeim breytingum, sem dómurinn hefur merkt inn á uppdrátt- inn með rauðri, brotinni línu. Málskostnaður fellur niður. Málskostnaður sóknaraðilja, Upprekstrarfélags Saurbæjar- hrepps í Eyjafjarðarsýslu, ákveðst kr. 140.381.40 og greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni þeirra, Friðriki Magnússyni hæstaréttarlögmanni, kr. 110.000.00 í málssóknarlaun. Málskostnaður varnaraðilja, eigenda Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli í Austurdal í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, og réttargæzluaðiljans, Skagafjarðarsýslu, ákveðst kr. 155.787.00 og greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni þessara aðilja, Gísla G. Ísleifssyni hæsta- réttarlögmanni, kr. 110.000.00 í málsvarnarlaun. 555 Þriðjudaginn 29. apríl 1969. Nr. 220/1968. Kristján Teitsson og Hagtrygging h/f (Sigurður Sigurðsson hrl.) gegn Samvinnutryggingum og gagnsök (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. nóvember 1968 og krafizt sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 26. nóv- ember 1968. Krefst hann þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að bera óskipt að hálfu fébótaábyrgð á tjóni því, er varð á bifreiðinni X 1201 í árekstri við bifreiðina R 15926 á Krisu- víkurvegi í Ölfusi hinn 29. janúar 1967. Þá krefst gagnáfrýj- andi þess, að aðaláfrýjendum verði óskipt dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málsatvik eru skilmerkilega rakin í héraðsdómi, og ber með skírskotun til forsendna hans að staðfesta ákvæði hans um sakarskiptingu. Rétt er, að aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 15.000.00. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarskiptingu skal vera óraskað. Aðaláfrýjendur, Kristján Teitsson og Hagtrygging h/f, greiði gagnáfrýjanda, Samvinnutryggingum, óskipt máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 15.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 556 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. nóvember 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 26. f. m., hafa Samvinnu- tryggingar, hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 17. apríl 1968, gegn Kristjáni Teitssyni, Mosgerði 13, og Hagtryggingu h/f, báðum hér í borg, til greiðslu in soliðum á skaðabótum að fjárhæð kr. 54.410.50 með 7% ársvöxtum frá 13. apríl 1967 til greiðsluðags auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu hafa í greinargerð krafizt sýknu af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað að mati réttarins. Samkvæmt ósk aðilja og með samþykki dómarans hefur sakar- efninu verið skipt samkvæmt heimild í 5. mgr. 71. gr. laga nr. 85/1936 þannig, að nú er aðeins fjallað um skaðabótaábyrgð stefndu. Málavextir eru þeir, að sunnudaginn 29. janúar 1967, um klukk- an fjögur síðdegis, varð árekstur á Krísuvíkurvegi í Ölfusi, skammt austan við bæinn Litla-Land. Fólksbifreiðinni X 1201, sem er af gerðinni Volkswagen 1600, var ekið vestur Krísuvíkurveg. Jeppa- bifreiðinni R 15926 var ekið austur nefndan veg. Í brekku rétt austan við Litla-Land rákust bifreiðarnar á. Við áreksturinn hvolfdi bifreiðinni X 1201, og fór bifreiðin eina eða tvær veltur á veginum, en staðnæmdist síðan á hjólunum. Bifreiðin X 1201 var skylduvátryggð hjá stefnanda og jafn- framt húftryggð með kr. 10.000.00 eigin áhættu tryggingartaka. Stefnandi kveðst hafa greitt úr húftryggingu bifreiðarinnar vegna þessa tjóns alls kr. 174.821.00. Leysti stefnandi bifreiðina til sín á umsömdu verði, kr. 170.000.00. Af hálfu stefnanda er skýrt svo frá, að ýmiss kostnaður hafi fallið á vegna flutnings á bifreiðinni o. fl. og hafi kostnaður þessi numið alls kr. 4.821.00. Með afsali, dags. 24. apríl 1967, var flakið af bifreiðinni selt Ingólfi H. Her- bertssyni, Tunguvegi 15, Reykjavík, fyrir kr. 66.000.00. Í máli þessu krefur stefnandi stefndu um endurgreiðslu á helmingnum af kr. 108.821.00. Að tilhlutan lögreglunnar á Selfossi fór Jón Sigurðsson, bif- reiðaeftirlitsmaður á Selfossi, á vettvang. Gerði hann uppdrátt af vettvangi og skráði niður skýrslu um ökuóhapp þetta. Í skýrslu bifreiðaeftirlitsmannsins segir m. a.: „Er ég kom á staðinn, var komið rökkur. Nokkrir menn voru þar staddir, en enginn þeirra hafði orðið sjónarvottur að árekstr- inum, en töldu sig hafa séð til ferða bifreiðarinnar X 1201, er 5oð7 hún ók vestur Krýsuvíkurveg móts við Hlíðardalsskóla. Hafi bif- reiðinni verið ekið mjög hratt. Búið var að færa bifreiðarnar til, er ég kom á staðinn, en vegsummerki orðin mjög ógreinileg, því nokkur umferð var um veginn. Þó mátti sjá hemlaför í nyrðri vegarbrún, og töldu viðstaddir, að það væri eftir R 15926. Í enda hjólfarsins mátti greina mynztur eftir hjólbarða, og passaði það við mynztur á hjólbörðum R 15926. Eftir bifreiðina X 1201 sáust ekki önnur vegsummerki en glerbrot á veginum, þar sem sú bif- reið valt minnsta kosti eina veltu og hafnaði á hjólunum á veg- inum. Nokkurt rót var í vegarbrúninni, sem gæti verið eftir þá bifreið. ... Skemmdir á R 15926 voru: Frambretti h. m. rifið og beyglað, stuðari boginn, drifloka brotin, stýrisstöng brotin. Bif- reiðin X 1201 var mjög illa farin. Virðist hafa skemmzt mest í veltunni. Öll yfirbygging beygluð og rifin (ónýt). Hjólabúnaður virtist aflagaður, skakkur og boginn. Eftir vegsummerkjum að dæma leit út fyrir, að afturhluti þeirrar bifreiðar hafi slegizt í framhorn R 15926, er þær mættust. Ég hafði tal af ökumönnum. Ökumaður R 15926 skýrði mér svo frá, að hann hafi verið að koma frá Hlíðarenda á leið austur Krýsuvíkurveg. Er hann kom upp brekkuna, sem er austan við bæinn Litla-Land, kom bifreiðin X 1201 á móti, að honum virtist á allmikilli ferð og svansaði nokkuð til á veginum (og nokkuð mikið til hægri). Kvaðst hann þá hafa strax vikið til vinstri og hemlað, en það hafi ekki skipt neinum togum, að bifreiðin X 1201 hafi sveiflazt utan í sína bifreið, afturendi slegizt í fram- stuðara og síðan hafi bifreiðin oltið jafnvel tvær veltur. Öku- maður R 15926 kvaðst hafa fært sína bifreið til eftir áreksturinn. Fór með hana upp á hæðarbrúnina og út fyrir veginn, svo að umferð stöðvaðist ekki. Ökumaður R 15926 taldi sig hafa verið á lítilli ferð, mesta lagi 25—-30 km hraða. Hafi hann verið í öðrum gear upp brekkuna. Ökumaður X 1201 skýrði svo frá, að hann hafi verið á leið vestur Krýsuvíkurveg. Er hann kom á hæðina, þar sem slysið varð, hafi hann verið á um 55—60 km hraða. Sá hann þá bifreið- ina R 15926 koma á móti sér. Hafi sú bifreið verið nokkuð mikið til hægri á veginum. Kvaðst hann þá hafa hemlað, en bifreiðin lent með afturenda á bifreiðinni, sem á móti kom, og hafi hann þá misst stjórn á sinni bifreið, sem endaði með veltu og slysum á þremur farþegum, sjálfur kvaðst hann vera stirður og hálf- dofinn eftir. Þar sem áreksturinn skeði, er blind hæð, vegur all breiður 558 uppi á hæðinni. Þarna hafa áður orðið árekstrar. Væri því mikil Þörf á, að veginum væri skipt í tvær akbrautir yfir hæðina. Með því væri komið í veg fyrir, að þarna yrðu árekstrar“. Kristján Teitsson, ökumaður bifreiðarinnar R 15926, gaf skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi 31, janúar 1967. Þar segir m. a.: „Ég var að koma frá Hlíðarenda í Ölfusi og ók bifreið minni, R 15926. Í framsæti hjá mér sat Halldór Magnússon, en piltarnir Eðvarð Ingólfsson og Kári sonur minn sátu í aftursætinu. Upp brekkuna austan við bæinn Litla-Land ók ég í 2. hraðastigi, og tel ég, að hraðinn hafi verið um 30 km á klst. Ég var vel yfir á mínum vinstri vegarhelmingi. Þegar ég var kominn upp undir brekku- brúnina, sá ég bifreiðina X 1201 koma á móti mér, og sá ég, að hún sneri þannig á veginum, að ég sá á vinstri hlið hennar. Ég sveigði fast út í vinstri vegarkant og stöðvaði. Var bifreið mín kyrr, þegar áreksturinn varð. Bifreiðin X 1201 sveiflaðist til hinnar hliðarinnar, og slóst afturhluti hægra afturbrettis þeirrar bifreiðar í hægra framhorn og framhjól minnar bifreiðar. Eins og áður segir, var ég búinn að stöðva bifreiðina, begar árekstur- inn varð, og ég var fast úti á mínum vinstri vegarkanti. Merki það á uppdrættinum, sem sýna á, hvar áreksturinn gerðist, er því ekki alls kostar rétt, þar sem það er sem næst miðju vegar- ins. Ef áreksturinn hefði orðið þar, tel ég, að bifreiðin X 1201 mundi hafa farið út af veginum, þegar hún valt. Þegar ég kom út úr bifreið minni, voru allir komnir út úr bifreiðinni X 1201. Ég sá strax, að þarna hafði orðið slys á mönnum og ræddi við þá um, að ég færi upp að Hlíðarðalsskóla til að kalla á lögregl- una, Fór ég þá upp í bifreið mína og ók af stað, en þá var bifreið mín stjórnlaus, stýrið úr sambandi. Fór bifreiðin til hægri ská- hatlt yfir veginn, og stöðvaði ég hana svo, eins og sýnt er á upp- drættinum. Mér fannst áreksturinn svo lítill, að ég taldi, að bifreið mín væri óskemmd, og mér datt ekki í hug, að hún væri svo illa farin sem raun varð á. Ég sendi piltana, sem með mér voru, upp að Breiðabólstað til að síma eftir aðstoð. Þegar bif- reiðin K 1201 stöðvaðist eftir veltuna, var hún á hjólunum á miðjum veginum og sneri til norðurs“. Hér fyrir dómi 15. október s.l. hefur stefndi Kristján Teitsson meðal annars skýrt svo frá, að hann hafi fundið, um leið og hann tók bifreiðina af stað, að hún lét ekki að stjórn. Kveðst hann því hafa tekið ákvörðun um það að aka henni út fyrir veginn, svo að umferð stöðvaðist ekki. Hann segir, að R 15926 hafi ekki hreyfzt neitt við áreksturinn, enda hafi enginn slasazt eða skrám. öð9 azt. Hafi þeir varla hreyfzt til í sætunum. Eftir áreksturinn hafi bifreiðin staðið alveg út við vinstri vegkant, sem næst rétt á veginum. Hann telur, að hjólfarið merkt D á uppdrættinum sé vinstra hjólfar jeppabifreiðarinnar. Hann staðhæfir, að hann hafi ekið vel á sínum vegarhelmingi í umrætt sinn. Halldór Magnússon, fæddur 23. apríl 1893, farþegi í bifreiðinni R 15926, hefur í skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi þann 31. janúar 1967 skýrt svo frá, að það sé alveg öruggt, að bifreiðin R 15926 hafi verið fast úti á sínum vinstri vegarhelmingi, eins og merkt er D á uppdrættinum. Þá segir hann enn fremur, að bifreiðin R 15926 hafi verið stönzuð, áður en bifreiðin X 1201 rakst á hana. Hann segir, að Kristján Teitsson hafi ekið til vinstri á veginum alla leið upp brekkuna. Eðvarð Ingólfsson, fæddur 26. júní 1950, og Kári Kristjánsson, fæddur 20. maí 1950, gáfu skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi 31. janúar 1967 og skýrðu meðal annars svo frá, að Kristján Teits- son hafi ekið vinstra megin á veginum og hafi bifreiðin R 15926 verið fast úti á sínum vinstri vegarhelmingi og stöðvuð, þegar bifreiðinni X 1201 var ekið á hana. Þeir sátu Í aftursæti bifreiðar- innar R 15926. Vitnið Jón Bjarnason gaf skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi þann 31. janúar 1967. Þar segir meðal annars: „Síðastliðinn sunnudag var ég á ferð í bifreið minni í nánd við Hlíðardals- skóla. Er ég var staddur skammt austan við skólann, varð ég var við rauða Volkswagen 1500 bifreið, sem kom þaðan og var síðan ekið niður þjóðveginn. Var bifreið þessari ekið mjög hratt. Nokkru síðar kom ég að, þar sem slys og árekstur hafði orðið skamint frá Litla-Landi. Bifreiðin XK 1201 stóð þá úti á sínum vinstri vegarkanti, en bifreiðin R 15926 var hægra megin utan vegar, miðað við stefnu hennar, og voru sumir hinna slösuðu að fara inn í þá bifreið. Einn slasaður maður var þarna utan vegar- ins, og veitti ég aðstoð við að hlynna að honum. Ég tel eftir um- merkjum á veginum, að bifreiðin X 1201 hafi oltið tvær veltur á veginum“. Guðfinnur Karlsson, ökumaður bifreiðarinnar X 1201, gaf skýrslu hjá lögreglunni á Selfossi 4. febrúar 1967. Þar segir m. a.! „Skömmu áður en ég kom á hæðarbrúnina, var ég búinn að líta á hraðamælinn, og minnir mig, að hann hafi staðið á tæpum 40 mílum. Um leið og ég kom á hæðarbrúnina, sá ég hina bifreiðina koma á móti mér upp brekkuna og alveg á röngum, þ. e. minum, vegarkanti. Ég get ekki gert mér grein fyrir, hversu langt er þá 560 á milli bifreiðanna. Ég álít, að þá hafi ég ekið með á að gizka 55 km hraða. Ég hemlaði þegar í stað og sveigði út á kantinn, svo sem ég þorði. Ég tel, að áreksturinn hafi orðið um það bil þar, sem merkt er á uppdrættinum hjólfar C eftir mína bifreið, en ekki þar, sem merkið X er á uppdrættinum. Áreksturinn varð með þeim hætti, að hægra framhorn á R-bifreiðinni rakst á hægra afturhorn á minni bifreið. Ég hygg, að ég hafi þá verið að byrja að beygja bifreið minni aftur inn á veginn. Það skipti engum togum, að það var sem bifreið mín lyftist upp, og þarna valt hún tvær veltur. Ég datt út í fyrri veltunni og kastaðist út fyrir veginn. Ég álít, að ég hafi komið niður tæplega miðja vegu milli merkisins C og bifreiðarinnar, eins og þetta er sýnt á uppdrætt- inum. Þegar bifreiðin stöðvaðist, sneri hún þversum á veginum og stóð á hjólunum. ... Þótt ég hemlaði skyndilega á hæðarbrún- inni, lét bifreið mín eðlilega að stjórn, unz áreksturinn varð. Ég tel það rangt, að hún hafi svansað til fyrir áreksturinn. R-bifreið- in var á einhverri ferð, er áreksturinn varð, en áreiðanlega ekki mikilli. Það getur vel verið, að R-bifreiðin hafi stöðvazt að síð- ustu, þar sem merkt er D á uppdrættinum, en ég veitti því enga sérstaka athygli, þar eð maður hugsaði mest um það, hvernig farþegum mínum hefði reitt af. ... Ég vil leggja áherzlu á, að höfuðástæðan til árekstursins var sú, að hin bifreiðin ók á röng- um vegarhelmingi“. Vitnið Jón Árni Einarsson gaf skýrslu hjá lögreglunni þann 4. febrúar 1967. Þar segir m. a.: „Ég sat fyrir miðju í aftursæti á X 1201. Um leið og við kom- um upp á hæðarbrúnina, heyrði ég allt í einu, að Guðmundur, er sat í framsætinu, segir: „Er maðurinn vitlaus“. Ég leit þá fram og sá jeppabifreið koma á móti okkur upp brekkuna, á miðjum vegi, og tel ég, að þá hafi verið ca. 15 metrar á milli bílanna. Guðfinnur beygði þá strax út í kantinn, og voru bifreiðarnar komnar alveg hlið við hlið og þétt saman. Ég held, að Guðfinnur hafi verið að byrja að beygja inn á veginn aftur, þegar mér virtist hin bifreiðin beygja að okkar bifreið, og skipti það engum togum, að hægra framhorn hennar rakst í afturhluta okkar bif- reiðar hægra megin. Afleiðingin varð sú, að bifreið okkar valt tvær veltur á veginum. Við vorum að skríða út úr brakinu, er ökumaður jeppans kom til okkar og hellti yfir okkur óbóta- skömmum án þess að huga sérstaklega að því, hvort einhver lægi dauður eftir. Ég tók eftir, að jeppabifreiðin stóð á miðjum vegi, nær því efst í brekkunni. Ég tel ótrúlegt, að farið, merkt D á 561 uppdrætti, sé eftir jeppabifreiðina, nema hún hafi þá lent úti í kanti, eftir að hún rakst á okkar bifreið, og síðan farið aftur inn á veginn, áður en hún stöðvaðist. Ökumaður jeppans mun strax hafa sent tvo stráka, er verið höfðu með honum, áleiðis upp að Hlíðardalsskóla, væntanlega til þess að tilkynna slysið. Eftir að ökumaður jeppans hafði veitzt þarna að okkur á miður sæmilegan hátt, fór hann upp í bifreið sína og ók henni, að ég held, þvert yfir veginn, þangað, sem hún er sýnd á uppdrættinum eða því sem næst. Ég tel, að hraði bifreiðarinnar X 1201 hafi verið nærri 50 km, er hún kom á hæðarbrúnina, að minnsta kosti fannst mér hraðinn eðlilegur. Við komum frá Hlíðardals- skóla og ætluðum til Þorlákshafnar. Mér fannst ökulag og fram- koma ökumanns R 15926 allundarleg, og seinna hvarflaði að mér, hvort verið geti, að hann hafi verið undir áfengisáhrifum. Ég vil láta þess getið, að bifreiðin X 1201 stöðvaðist á hjólunum og sneri sem næst þvert á veginum. Við færðum framendann til, til þess að bílar kæmust fram hjá, en afturendi bifreiðarinnar var á sama stað og hann stöðvaðist“. Hörður Magnússon gaf skýrslu hjá lögreglunni 4. febrúar 1967. Þar segir svo: „Við komum frá Hlíðardalsskóla. Ég sat í aftursæti hægra megin í X 1201. Rétt áður en við komum á hæðarbrúnina, leit ég á hraðamælinn og sá, að hann var á tæpum 40 mílum. Ég býst við, að ég hafi séð hina bifreiðina, er á móti kom, svo til strax, er hún kom í augsýn handan hæðarinnar. Þá get ég áætlað, að ca. fimm til sex bíllengðir hafi verið milli bifreiðanna. Mér fannst jeppabifreiðinni vera ekið óeðlilega mikið á hægri vegar- helmingi miðað við stefnu sína. Guðfinnur beygði strax út í vinstri kantinn, og fannst mér koma smávegis fát á hann, því að hin bifreiðin birtist þarna svona skyndilega á hans vegarhelm- ingi. Mér fannst bifreið sú, er ég var í, taka lítils háttar sveiflu á hæðarbrúninni, en svo náði hún jafnvægi, og er bifreiðarnar voru að mætast, fannst mér allt ætla að fara vel, þó fannst mér eins og ieppabifreiðin væri að beygja yfir á sinn kant, og fannst mér helzt hætta á, að við strykjumst við hægra afturhorn jeppans. Alt í einu sá ég, að jeppinn var kominn alveg að hliðinni aftast, þar sem ég sat, og varð áreksturinn þar á móts við. Ég hélt í fyrstu, að jeppinn hefði snúizt að okkur, vegna þess að X 1201 hefði komið við afturhorn hans, en þar sá ekki á neinu, svo að það getur ekki verið ástæðan. Ég gat ekki greint, að bifreiðin færi nema eina veltu, en mér fannst hún renna eins og hálfvegis á 36 562 hliðinni, en þó meira á þakinu, nokkurn spöl, áður en hún valt yfir sig og stöðvaðist á hjólunum. Ég álít, að R 15926 hafi stöðv- azt sem næst á miðjum vegi efst í brekkunni eftir áreksturinn. Ég tel, að farið í vegkantinum, merkt D á uppdrætti, sé eftir R 15926, en þangað hafði bifreiðin kastazt eftir áreksturinn. Síðan hafi hún stöðvazt á miðjum vegi, sem fyrr segir. Mér finnst lík- legt, að áreksturinn hafi orðið sem næst, þar sem rót merkt C byrjar, og alls ekki svo ofarlega, eins og merkið X er á upp- drætti“, Vitnið Bragi Guðjónsson gaf skýrslu hjá lögreglunni 4. febrúar 1967. Skýrir vitnið svo frá: „Ég sat í aftursæti vinstra megin. Mér fannst X 1201 ekið með eðlilegum hraða, eða ca. 50—60 km. Er við komum á hæðar brúnina, sagði strákurinn, sem sat í framsætinu við hlið Guð- finns: „Er maðurinn vitlaus“. Ég horði fram á veginn og sá jeppa- bifreið koma á móti í lítilli fjarlægð, og ók hún, að því er wirtist, rólega á miðjum veginum. Guðfinnur beygði strax út í kantinn, og mér virtist hin bifreiðin beygja út í hægri kantinn, miðað við sína stefnu, eða í veg fyrir okkur. Mér varð strax ljóst, að þarna yrði árekstur, enda skipti það ekki togum, að er bifreiðarnar voru orðnar samsíða, rakst hægra framstuðarahorn jeppans í hægra afturhjól á X 1201. Hvort Guðfinnur var þá að byrja að beygja inn á veginn eða þá, að hin bifreiðin hefur snúið henni, veit ég ekki með vissu, en bifreið okkar eins og lyftist, og ég kastaði mér niður á milli sætanna og greip með báðum höndum fyrir andlitið. Rétt í sama mund fékk ég slæmt högg á vinstri handlegginn, og tel ég vafalaust, að ég hefði fengið það högg í höfuðið, ef ég hefði ekki verið búinn að bera fyrir mig hendur. Ég get ekki gert mér ljóst, hversu mikið bifreiðin valt, en hún rann eitthvað á toppnum og stöðvaðist að síðustu á hjólunum. Ég veitti því ekki athygli, hvar R 15926 hafði stöðvazt, því ég fór strax að leita að Guðmundi Ólafssyni, er setið hafði í fram- sæti. Hann lá þá nokkuð framan við bifreiðina, og hljóp ég til hans og hjúkraði honum. Stjórnandi jeppans var með svívirðingar við okkur, er hann kom til okkar eftir slysið, og hagaði sér á mjög óviðeigandi hátt, því að ekki vissi hann þá, hvort við vorum lifandi eða dauðir í bílnum“. Karl Karlsson, faðir ökumanns X 1201, kom fyrir lögregluna þann 4. febrúar 1967 og óskaði eftir að koma á framfæri eftir- töldum athugasemdum: „„Það mun hafa verið, rétt eftir að áreksturinn varð, sem Guð- 563 finnur sonur minn kom heim til mín og tilkynnti mér um slysið. Það fyrsta, sem ég gerði, var að hafa samband við tryggingaum- boðsmanninn á Selfossi og tjáði honum málavöxtu. Síðan fékk ég Pétur Eiríksson með mér á slasstaðinn. Það fyrsta, sem vakti athygli mína, var, að búið var að færa R 15926 alllanga leið frá þeim stað, er bifreiðin hafði stöðvazt eftir áreksturinn. Lögregl- an var þá ekki komin til að gera staðarmælingar. Ég leitaði eftir því, hver hefði fært bifreiðina. Fyrst var mér svarað því til, að mér kæmi það ekkert við, en síðan gaf eigandinn sig fram og kvaðst hafa fært hana. Átaldi ég hann harðlega fyrir að hafa fært bílinn, ekki sízt, ef hann hefði verið staðsettur þar, sem hann og félagar hans bentu á, en það er sá staður, sem merktur er D á uppdrætti. Þrátt fyrir það gaf eigandi þá skýringu á, að hann færði bílinn, að hann hefði verið fyrir umferð. Finnst mér það veikleikamerki fyrir eiganda R 15926, að hann skyldi færa bílinn, því að það hefði verið hans hagur sérstaklega, ef bifreiðin hefði staðið þar, sem hann sagði, og að láta hana óhreyfða, unz vettvangur væri mældur. Með hliðsjón af tjóninu á R 15926 dreg ég mjög í efa, að hægt hafi verið að aka bifreiðinni þaðan, sem merkt er D, þangað, sem bifreiðin stendur, sbr. uppdráttinn. Finnst mér öllu líklegra, að bifreiðin hafi staðið á miðjum vegi og ofar í brekkunni. Í janúar s.1. voru hemlar alveg yfirfarnir á bifreið minni hjá umboðinu í Reykjavík. Auk þess voru öll dekk sett ný undir bifreiðina í kringum áramótin. Bifreiðin var því Í mjög góðu akstursástandi“. Guðmundur Ólafsson gaf skýrslu hjá lögreglu þann 6. febrúar 1967. Lá hann þá í sjúkrahúsinu Hvítabandinu í Reykjavík. Í skýrslunni segir: „Ég sat í framsæti í X 1201. Er við komum á hæðarbrúnina, tók ég strax eftir jeppabifreiðinni, sem kom á móti okkur upp brekkuna, á að gizka 100—200 metra frá okkur. Mér fannst bif- reiðin þá aka alveg hægra megin á veginum, miðað við sína stefnu. En svo fór bifreiðin, líklega þegar ökumaðurinn hefur séð okkur koma á móti sér, að svansa til, og fannst mér akstur- inn óreglulegur. Mér fannst bifreiðin alis ekki aka hratt, en að því er mér fannst óörugglega. Mér fannst, að bifreiðin væri meira inni á okkar vegarhelmingi, þegar áreksturinn varð. Ég fann, begar bifreiðin rakst eitthvað utan í jeppann og byrjaði að skoppa til. Síðan vissi ég ekki af mér, fyrr en rétt áður en sjúkrabif- reiðin kom. Ekki fann ég fyrir því, að X 1201 svansaði til, áður en áreksturinn varð, og get ég áætlað, að hraði þeirrar bifreiðar 564 hafi verið í námunda við 50 km á klst., er hún kom á hæðar- brúnina“. Vitnið Níls Jensen gaf skýrslu hjá lögreglunni í Árnessýslu 30. janúar 1967. Kveðst vitnið hafa verið í skólahúsinu í Hlíðardals- skóla daginn, sem slysið varð. Varð vitnið þá vart við brúna Volkswagen-bifreið, sem kom að minnsta kosti tvisvar heim að skólanum. Í síðara skiptið komu út úr bifreiðinni Þrjár stúlkur, sem eru við nám í skólanum. Þegar bifreiðin fór, hafi henni verið ekið mjög hratt af stað. Sama dag tók lögreglan eftirfarandi skýrslu af vitninu Tómasi Guðmundssyni, ráðsmanni að Breiðabólstað í Ölfusi: „Um klukk- an fjögur Í gærdag var ég staddur í dyrum áhaldahússins hér. Sá ég þá brúna Volkswagen 1500 bifreið aka heim að Hlíðar- dalsskóla. Virtist mér, að þrjár stúlkur færu þar úr bifreiðinni. Strax þá á eftir ók bifreiðin niður veginn frá skólanum mjög hratt og tók beygjuna inn á þjóðveginn á óeðlilega miklum hraða og ók síðan í vesturátt á ekki minni hraða, og fylgdist ég með ferðum bifreiðar þessarar, unz hún hvarf bak við hæð. Ég kom síðar á árekstursstaðinn, og sá ég ekkert þarna, sem ég held að skipti máli“. Vitnið Sveinn Halldór Guðmundsson hefur hér fyrir dómi þann 15. október 1968 skýrt svo frá, að sunnudaginn 29. janúar 1967 hafi vitnið ekið bifreiðinni Í 992 frá Reykjavík áleiðis til Þor- lákshafnar. Er vitnið átti ófarna um 100—-200 metra að slys- staðnum, mætti það tveim ungum mönnum, sem tilkynntu vitn- inu um áreksturinn. Samkvæmt ósk þeirra sneri vitnið við og ók til baka að Hlíðardalsskólanum. Þaðan var hringt á sjúkrabíl og lögreglu. Vitnið ók skömmu síðar á slysstaðinn, og fór skólastjór- inn í Hlíðardalsskóla þá með vitninu í bifreiðinni á slysstaðinn. Var þá búið að færa bifreiðina R 15926 út fyrir syðri vegarbrún. Aðeins var byrjað að skyggja, en þó sáralítið, þegar vitnið kom á staðinn. Vitnið fór út úr bifreiðinni, eftir að það hafði stöðvað hana skammt frá jeppabifreiðinni. Fór vitnið fyrst að sinna hin- um slösuðu, en á eftir athugaði vitnið árekstrarstaðinn. Vitnið sá hjólför úti á kanti og bremsuför innar á veginum. Kynnir vitnið sér uppdráttinn, dskj. nr. 5. Segir vitnið, að hjólförin hafi sézt um 7—8 metra á veginum, en bremsuförin á að gizka 1—2 metra í beinu framhaldi af hjólförunum. Bremsuförin voru innar á veginum að sjá, alls ekki úti í kanti, eins og sýnt er á upp- drættinum merkt með D, en bremsuförin náðu ekki inn á miðjan veg. Vitnið minnist þess ekki að hafa séð hjólfar, svo sem merkt 565 er D á uppdðrættinum. Vitnið kveðst gizka á, að hjólförin og bremsuförin hafi verið eftir jeppabifreiðina R 15926 fyrir og við áreksturinn. Vitnið gizkar á, að jeppabifreiðin hafi skrensað að- eins inn á veginn, þegar ökumaður hennar hemlaði. Með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi kveðst vitnið hafa gizkað á, að Volks- wagen-bifreiðinni hafi verið ekið of innarlega á veginum og að afturendi hennar hafi skollið á hægra framhorn jeppabifreiðar- innar og við það snúizt og oltið, en jeppabifreiðinni hafi verið ekið vel úti á vinstra vegarhelmingi frá henni séð, en jeppa- bifreiðin hafi hreyfzt dálítið inn á veginn við hemlunina. Gizkar vitnið á, að hægra bremsufarið hafi náð sem svarar að nyrðra enda stafsins X, sem dreginn er inn á uppdráttinn. Vitnið kveðst hafa verið búið að sjá Volkswagen-bifreiðina fyrir áreksturinn. Var vitnið þá rétt komið að veginum heim að Hlíðardalsskólan- um. Var Volkswagen-bifreiðinni þá ekið út á þjóðveginn að veg- inum heim að Hlíðardalsskóla. Segir vitnið, að ökumaður Volks- wagen-bifreiðarinnar hafi ekki tekið tillit til þess, að vitnið átti umferðarrétt eftir þjóðveginum. Hafi ökumaður Volkswaken- bifreiðarinnar ekið hratt inn á þjóðveginn og mjög hratt vestur hann. Vitnið minnist ekki þess að hafa veitt athygli hjólförum, sem merkt eru C á uppdrættinum. Vitnið Jón Hjörleifur Jónsson, skólastjóri Hlíðardalsskóla, hefur hér fyrir dómi þann 17. október 1968 skýrt svo frá, að það hafi komið á slysstaðinn rétt eftir áreksturinn. Telur vitnið, að það hafi farið með bifreiðinni Í 922 á slysstaðinn. Vitnið minnir fast- lega, að jeppabifreiðin R 15926 hafi staðið á sínum vinstri vegar- helmingi og með stefnu sem svarar í austur, þegar það kom á staðinn. Vitnið kveðst engin för hafa séð eftir bifreiðina R 15926, en vitnið taldi, að R 15926 væri á þeim stað, sem áreksturinn varð. Vitnið kveðst hafa séð áberandi för eftir hina bifreiðina yfir háhæðina og að jeppanum, og síðan eftir snertinguna við jeppann virtist vitninu hin bifreiðin hafa oltið. Þá segir vitnið: „Förin eftir umrædda bifreið lágu í hlykkjum kanta á milli að jeppabifreiðinni. Seinasta stefnan á þessum förum lágu að vinstri kanti og enduðu þar, sem bifreiðin tók að velta við framhorn jeppans, eins og jeppinn stóð á veginum, þegar ég kom. Mér fannst þessi för bera því tvennu ljósan vott, að umræddri bifreið hafi verið ekið með óeðlilegum hraða og ekillinn misst stjórn á henni“. Vitnið kveðst þekkja Jón Sigurðsson, bifreiðaeftirlitsmann á Selfossi. Kveðst vitnið ekki hafa séð hann á staðnum, en hins vegar minnnir vitnið, að það hafi séð tvo lögregluþjóna á vett- 566 vangi. Vitnið fór af staðnum, fljótlega eftir að lögreglan kom. Vitnið telur, að jeppabifreiðin R 15926 hafi verið á þeim slóðum, sem merkt er með D á uppdrættinum, dskj. nr. 5, þegar vitnið kom á vettvang. Vitnið kveðst hafa rætt um það við þá, sem á staðnum voru, að hreyfa hvorki bílana, glerbrot né annað, sem gæti gefið lögreglunni upplýsingar um áreksturinn. Hópur af unglingum úr Hlíðardalsskóla kom fljótlega á vettvang. Fóru einhverjir þeirra að handleika brot úr Volkswagen-bifreiðinni. Kveðst vitnið hafa bannað þeim það. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að ljóst sé af gögnum málsins, að báðir bifreiðarstjórarnir hafi átt sök á árekstr- inum. Stefndi Kristján með því að aka of innarlega á veginum, en ekill K 1201 með því að aka of hratt. Hvort tveggja hafi verið hættulegt með tilliti til blindhæðar, sem bar í milli. Þegar meta skuli sök hvors um sig, komi í ljós, að alveg skiptir í tvö horn um frásögn, annars vegar þeirra, er voru í bifreiðinni X 1201, og hins vegar þeirra, er voru í R 15926. Frásögn ekils X 1201, studd vætti fjögurra farþega, sem allir virðast fullgild vitni að lögum, hnigi eindregið í þá átt, að X 1201 hafi verið utarlega á réttum vegarhelmingi, er bifreiðarnar mættust, og að R 15926 hafi þrengt mjög að þeirri bifreið á veginum. Í þveröfuga átt fer frásögn stefnda Kristjáns og þriggja farþega hans, en af þeim sé einn sonur hans og því haldlítið vitni. Telur stefnandi einsætt, að ráða verði af hinu skýra og óumdeilanlega fari eftir X 1201 yzt til vinstri á vegarhelmingi bifreiðarinnar, að hún hafi verið eins utarlega og komizt varð, er áreksturinn varð. Af því leiði, að rétt sé það, sem þeir fullyrði, sem í þeirri bifreið voru, að R 15926 hafi verið óhæfilega innarlega á veginum. Ef ekki yrði á Þetta fallizt, kæmi eigi annað til greina en miða við merkingu Jóns Sigurðssonar bifreiðaeftirlitsmanns á árekstrarstaðnum, en það er bókstafurinn K, sem hann hefur markað nákvæmlega á miðjan veginn, sbr. uppdráttinn. Miðað við þá aðstöðu hefði bif- reiðin einnig verið hættulega innarlega á veginum. Hjólfarið yzt á nyrðri brún vegarins, sem merkt sé D á uppdrættinum, sé auðsjáanlega alveg út í bláinn, þegar finna skuli árekstrarpúnkt- inn á veginum. Því sé mótmælt, að þetta far sé yfirleitt eftir hjól R 15926. En þó svo væri, hljóti það að hafa komið til, eftir að sú bifreið hefur færzt til vinstri eftir áreksturinn. Vekur stefnandi sérstaka athygli á því, að stefndi Kristján hafi gert sig sekan um það glapræði að færa bifreið sína út fyrir veg. Hafi þar verið um að ræða augljós spjöll á mikilsverðum sönnunargögnum, sem 567 hann verði að bera allan halla af. Það liggi í augum uppi, að nauðsyn á tilfærslu R 15926 eftir áreksturinn og ætluð stað- setning bifreiðarinnar á veginum fyrir hann að mati stefndu fái eigi samrýmzæt. Telur stefnandi óhjákvæmilegt, að miðað verði við það, að bifreiðin hafi verið svo innarlega á veginum, að hún hafi verið færð úr stað fyrir þá sök. Þótt bifreiðin hafi torveldað umferð um veginn, var samt skylt að láta hana óhreyfða, unz lösgæzlumenn voru komnir á staðinn. Úrlausnarefni það, sem hér sé til álita, lúti 68. gr. umferðarlaga. Samkvæmt því ákvæði skiptist tjón af árekstri bifreiða að tiltölulegri sök þeirra, er hlut eiga að máli. Þegar ósönnuð sé meiri sök annars hlutaðeigandi ökumanns en hins, eins og hér sé um að ræða, en þó víst, að báðir hafa átt sök, sé eðlilegast og réttast að skipta sök til helm- inga. Verði ekki með réttu sagt, að með þeirri niðurstöðu yrði á stefnda Kristján hallað. Kröfu sína um sýknu styðja stefndu þeim rökum, að ökumaður X 1201 eigi alla sök á árekstrinum. Það verði að telja stórfellt gáleysi af ökumanni X 1201 að aka blindhæð á að minnsta kosti 50—60 km hraða, jafnframt því sem hér hafi verið um að ræða skýlaust brot á 49. gr., sbr. einnig 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 37. gr. umferðarlaganna nr. 26/1958. Ökuhraði X 1201 hafi verið allt of mikill miðað við aðstæður, en þær hafi að öllum líkindum verið ökumanninum gerkunnugar vegna nálægðar heimilis hans við slysstaðinn. Ökumaður og farþegar X 1201 beri, að hraði bifreiðarinnar hafi verið milli 50—60 km á klst. Ljóst sé af gögnum málsins, að fyrir áreksturinn hafi bifreiðin verið á mun meiri hraða. Stefndu mótmæla því algerlega, að bifreiðinni R 15926 hafi verið ekið of innarlega á veginum í umrætt sinn, og vitna um það atriði til framburðar stefnda Kristjáns og farþega jeppabifreiðarinnar. Jafnframt telja stefndu, að ljóst sé af hinum framlagða uppdrætti, að í vinstri vegjaðri sé djúpt hjólfar eftir R 15926, merkt með bókstafnum D. Komi þetta heim við frásögn vitna um það, að mynztur hjólbarða R 15926 séu hin sömu og mynztur það, er myndaðist í hjólfarinu. Sé útilokað annað en að hér sé um að ræða hemlafar eða far, er myndazt hafi, er X 1201 hefur þröngv- að bifreiðinni R 15926 aftur á bak og niður í kantinn, um leið og áreksturinn varð. Varðandi getgátur stefnanda um ástæður fyrir því, að stefndi Kristján færði bifreið sína eftir áreksturinn, komi ótvíræð skýring á því fram í skýrslu stefnda Kristjáns, en þar skýri hann frá því, að hann hafi ætlað að sækja hjálp. Að 568 ætla að leggja stefnda Kristjáni þetta til lasts sé gersamlega til- efnislaust, enda hafi honum borið lagaskylda til að gera allt, hvað hann gat, til þess að sækja strax hjálp til handa þeim, sem höfðu slasazt. Stefndu benda á, að engin hemlaför hafi verið sjáanleg á slysstað eftir X 1201, og líkur séu á því, að árekstur- inn hafi orðið á miðju, sbr. uppdrátt, eða á vegarhelmingi stefnda Kristjáns, þegar tillit er tekið til veltu X 1201 eftir þjóðveg- inum. Aðdragandi að árekstrinum muni hafa verið nokkur, og telja stefndu, að ökumaður X 1201 hafi vanrækt að draga úr ferð bifreiðarinnar, er hann taldi sig sjá hindrun á veginum. Enn fremur megi hugsa sér, að þegar vegurinn þrengist, rétt þar sem áreksturinn varð, en X 1201 muni hafa ekið mun breiðari veg, þá hafi slík þrenging vegarins verkað þannig á Ökumann K 1201, að honum virtist bifreið, sem á móti honum kom á hinum þrengra vegi, vera mun innar en hún raunverulega var. Stefndu mótmæla því, sem stefnandi hefur haldið fram, að þar sem ósannað sé, hvernig sök liggi í þessu máli, þá beri að beita ákvæð- um 68. gr. umferðarlaganna á þann hátt að skipta sök að jöfnu. Stefndu telja þvert á móti, að óvenjuskýr gögn liggi fyrir um slys þetta og að þau sýni, svo að ekki verði um villzt, að of hraður akstur, fum, reynsluleysi og varúðarskortur ökumanns X 1201 séu þau atvik, er til þess leiddu, að X 1201 lenti á hinni kyrr- stæðu bifreið, R 15926. Beri því að leggja alla sök á ökuóhappi þessu á ökumann X 1201, en taka sýknukröfu stefndu til greina. Dómurinn fór ásamt lögmönnum aðilja á vettvang þann 4. nóvember s.1. til að kynna sér aðstæður. Kom þá í ljós, að vegin- um á háhæðinni fyrir austan árekstrarstaðinn hefur verið skipt í tvær akbrautir með viðeigandi merkjum á miðjum veginum. Eru aðstæður á hæðinni því breyttar frá því sem var, þegar áreksturinn átti sér stað. Hins vegar virtist engin breyting hafa verið gerð á veginum á því svæði, sem áreksturinn varð. Er vegur- inn þar enn nokkuð þröngur miðað við blindhæðina, sem þarna er. Ökumenn bifreiðanna virðast báðir hafa verið kunnugir stað- háttum, enda var Guðfinnur Karlsson búsettur í Þorlákshöfn, en stefndi Kristján Teitsson hafði búið yfir 20 ár að Riftúni í Ölfusi. Mátti þeim því báðum vera ljóst, að nauðsynlegt var að sýna sérstaka gát, er þeir nálguðust umræddan stað, þar sem blindhæð var á veginum. Ljóst er, enda viðurkennt af stefnanda, svo sem fyrr er rakið, að Guðfinnur Karlsson ók allt of hratt og gálauslega fram af hæðarbrúninni og á því sök. Úrlausnarefnið 569 hér er það, hvort stefndi Kristján Teitsson eigi einnig sök á árekstrinum. Í 41. gr. umferðarlaganna segir m. a.: „Nú verður umferðarslys, sem vegfarandi á hlut að, og skal hann þá þegar nema staðar, hvort sem hann á nokkra sök á eða ekki. Veita skal hann hverja þá hjálp og aðstoð, sam þörf er á“. Er stefndi Kristján Teitsson tók þá ákvörðun að aka bifreiðinni R 15926 af árekstr- arstaðnum, mátti honum vera ljóst, að með því kynni hann að spilla sönnunargögnunum um atvik að árekstrinum. Verður hann því að bera hallann af sönnunarskorti, að því er varðar staðsetn- ingu bifreiðar hans eftir áreksturinn, enda má ætla, að honum hafi verið unnt að marka staðsetningu bifreiðarinnar á veginn, áður en hann hreyfi hana og/eða kynna mönnum á vettvangi staðsetningu hennar með öðrum hætti, svo að lögreglan ætti þess kost að færa staðsetninguna réttilega inn á uppdrátt af vettvangi. Svo sem rakið hefur verið hér að framan, gefa skýrslur öku- manna og vætti vitna engan veginn fulla sönnun fyrir atvikum að árekstrinum, og uppdráttur af vettvangi sker heldur ekki úr um þetta. Telja verður þó, að gögn málsins gefi til kynna, að stefndi Kristján Teitsson hafi ekki sýnt næga gát með því að aka of innarlega á veginum miðað við aðstæður, en með tilliti til þess, hve vegurinn var tiltölulega mjór við blindhæðina, var alveg sérstök ástæða til að sýna ýtrustu varkárni. Þykir upp- ðrátturinn af vettvangi styðja þessa skoðun. Þegar þetta er virt svo og þær sönnunarreglur, sem hér eiga við, þá verður að líta svo á, að stefndi Kristjn Teitsson eigi einnig nokkra sök á áreksir- inum. Enda þótt gögn málsins séu óskír um atvikin að árekstr- inum, þykir þó mega fallast á það með stefndu, að ökumaður xX 1201 eigi meginsök á tjóninu vegna hins hóflausa ökuhraða. Þykir eftir öllum atvikum rétt að skipta sök þannig, að ökumaður X 1201 beri % hluta sakar, en stefndi Kristján Teitsson að % hluta. Upplýst er í málinu, að bifreiðin R 15926 var í ábyrgðartrygg- ingu hjá stefnda Hagtryggingu h/f, er áreksturinn varð. Samkvæmt þessu verða úrslit málsins þau, að stefndu, Kristján Teitsson og Hagtrygging h/f, bera in soliðum bótaábyrgð að % hluta á því tjóni, sem eigandi bifreiðarinnar X 1201 varð fyrir í umræðdum árekstri. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. 570 Dómsorð: Stefndu, Kristján Teitsson og Hagtrygging h/f, bera in solidum skaðabótaábyrgð að 14 hluta á því tjóni, sem eigandi bifreiðarinnar X 1201 varð fyrir í umræddum árekstri. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 72/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Kærumál. Frávísun máls frá Félagsdómi synjað. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 8. apríl 1969, er hingað barst 15. s. m., hefur sóknaraðili kært til Hæstaréttar samkvæmt 67. gr. laga nr. 80/1938 úrskurð Félagsdóms, uppkveðinn 2, apríl 1969, í máli varnaraðilja gegn sóknaraðilja. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og málinu vísað frá Félagsdómi. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Félagsdómi og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, fjármálaráðherra f. d. ríkissjóðs, greiði 571 varnaraðilja, Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, kæru- málskostnað, kr. 5.000.00. Úrskurður Félagsdóms 2. apríl 1969. Dómendur: Hákon Guðmundsson, Bjarni K. Bjarnason, Ragnar Jónsson, Bjarni Sigurðsson og Einar B. Guðmundsson. Mál þetta er höfðað fyrir Félagsdómi af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs með stefnu, útgefinni 5. f. m. Dómkröfur stefnanda eru þessar: 1. Að dæmt verði, að ákvörðun stefnda frá 27. febrúar Þþ. á., þess efnis, að laun ríkisstarfsmanna, gjaldkræf í marzbyrjun 1969, yrðu greiðd með þeirri werðlagsuppbót, er gilti fyrir febrúarmánuð 1969, hafi verið ólögleg, eins og á stóð. 9. Að stefndi verði dæmdur til að greiða verðlagsuppbót á laun ríkisstarfsmanna fyrir marzmánuð 1969 miðað við vísitölu 1. febrúar 1969. 3. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostn- að að mati dómsins. Stefndi hefur krafizt þess aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi, en til vara, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Frávísunarkrafa stefnda hefur samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verið tekin til meðferðar sérstaklega, og var ímunnlegur málflutningur um hana 28. f. m. Málavextir eru þessir: Með dómi Kjaradóms 21. júní 1968 var ákveðið, að ríkisstarfs- menn þeir, sem nefndur dómur tekur til, skyldu fá verðlagsupp- bót, og kveður 2. gr. dómsins nánar á um það, á hvaða laun verð- lagsuppbót skuli greidd. Í 4. gr. dómsins segir, að Kauplagsnefnd skuli hinn 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember 1968 og 1. febrúar 1969 reikna þá hækkun, sem hlutfallslega hafi orðið á framfærslukostn- aði í Reykjavík frá 1. nóvember 1967. Þá geymir nefnd 4. gr. enn fremur svohljóðandi ákvæði: 572 „Frá vísitölunni, eins og hún er hverju sinni samkvæmt þessum útreikningi nefndarinnar, dregur hún 2.34 prósentustig, og fæst þá hundraðshluti þeirrar verðlagsuppbótar, er greidd skal á laun frá 1. degi næsta mánaðar á eftir, í samræmi við ákvæði 2. gr. Verðlagsuppbótin reiknast með tveimur aukastöfum“. Í 6. gr. dómsins segir, að hann gildi frá 1. apríl 1968 og til sama tíma og dómur Kjaradóms frá 30. nóvember 1967, eða til 31. desember 1969. Hinn 14. febrúar s.1. hafði Kauplagsnefnd eigi enn birt, hver verðlagsuppbótin yrði fyrir tímabilið 1. marz til 31. maí 1969. Þann dag fór stefndi þess á leit við stefnanda, að teknir yrðu upp samningar um endurskoðun dóms Kjaraðdóms frá 21. júní 1968 á grundvelli ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962 um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Stefnandi hafnaði þeim til- mælum stefnda 17. febrúar s.l. með þeim rökum, að lagaheimild skorti þá til viðræðna á grundvelli nefnds ákvæðis laga nr. 55/ 1962. Hinn 24. febrúar s.l. áréttaði stefndi bréflega áðurgreind tilmæli sín um endurskoðun dóms Kjaradóms frá 21. júní 1968. Vitnar stefndi þar, svo sem segir í bréfinu, „til þeirrar grund- vallarreglu laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfs- manna, að kjör þeirra skuli ráðast af kjörum launþega, sem vinna sambærileg störf hjá öðrum en ríki og sveitarfélögum, sbr. 20. gr. laganna“. Enn segir svo í bréfi stefnda: „Ráðuneytið vitnar einnig til þess, að samningum þeim á almennum vinnumarkaði, sem voru forsenda og viðmiðun í niður- stöðu Kjaradóms frá 21. júní 1968, hefur nú öllum verið sagt upp, og falla þeir úr gildi frá og með 1. marz n. k.“. Í bréfi þessu tekur stefndi upp ýmsar fleiri ástæður fyrir þeirri kröfu sinni, að fullnægt sé skilyrðum 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962 til endurskoðunar kjarasamninga án uppsagnar, og telur að auki „brostnar forsendur fyrir framkvæmd gildandi kjaradóms, að því er varðar verðlagsuppbætur““. Loks fer stefndi í oftnefndu bréfi þess á leit við stefnanda, að hann samþykki, að greiðsla verðlagsuppbótar verði frá og með 1. marz s.l. hin sama og var 1. febrúar, þar til fengin sé endanleg niðurstaða um verðlagsuppbótina. Stefnandi svaraði þessu bréfi stefnda 25. s. m., og segir þar m. a., að bandalagsstjórnin ítreki þá afstöðu sína, að lagaheimild skorti til endurskoðunar Kjaradóms, þar sem engar kaupbreyt- ingar hafi orðið á almennum vinnumarkaði, og geti hún því eigi ð73 gengið til samningsviðræðna um endurskoðun og þá ekki heldur fallizt á að semja um frávik frá greiðslu verðlagsuppbótar 1. marz, sem sé ótvírætt ákveðin í 4. gr. dóms Kjaradóms frá 21. júní 1968. Hinn 27. febrúar s.l. ritar stefndi enn bréf til stefnanda. Í því segir m. a. svo! „Sá ágreiningur, sem nú er risinn milli fjármálaráðuneytisins og BSRB, snýst um tvö atriði. 1. Hvort skilyrðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962 til endur- skoðunar dóms Kjaradóms án uppsagnar né fullnægt. 2. Hvort heimilt sé að greiða verðlagsuppbót febrúarmánaðar á marzlaun þrátt fyrir ákvæði dóms Kjaradóms frá 21. júní 1968“. Um fyrra atriðið segir stefndi, að því máli hafi þann dag verið vísað til sáttasemjara ríkisins og verði það látið ganga áfram til Kjaradóms, telji sáttasemjari viðræður tilgangslausar. Að því er síðara atriðið varðar, ítrekar stefndi skoðun þá, er hann setti fram í áðurnefndu bréfi sínu 24. febrúar s.l., að það sé grundvallarstefna í lögum um kjarasamninga ríkisstarfsmanna, að kjör þeirra skuli vera sambærileg við aðrar stéttir, og að greiðsla verðlagsuppbótar á laun samkvæmt beinum ákvæðum dóms Kjaradóms mundi því veita opinberum starfsmönnum kjara- bætur, sem engir launþegar í landinu nytu að svo stöddu án nýrra samninga. Bryti því framkvæmd ákvæða kjaradómsins að þessu í bága við grundvallarstefnu laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þá heldur stefndi því og fram í nefndu bréfi, að honum sé ekki skylt að greiða verðlagsuppbót á laun ríkisstarfs- manna fyrirfram. Lýsir hann því yfir í lok bréfsins, að með skír- skotun til þess, sem að framan sé rakið, verði laun, gjaldkræf í byrjun maramánaðar, greidd með þeirri verðlagsuppbót, sem gilti fyrir febrúar. Gaf stefndi út almenna fréttatilkynningu hinn 27. febrúar s.l., bar sem þessari afstöðu hans er lýst. Á fundi stjórnar stefnanda hinn 1. marz var samþykkt með öllum atkvæðum ályktun þess efnis, að mótmælt væri „laga og samningsbrotum, sem átt hafa sér stað með niðurfellingu á hækk- un verðlagsbóta til opinberra starfsmanna 1. marz, þvert ofan í skýr ákvæði í dómi Kjaradóms 21. júní 1968 um, að verðlagsupp- bót skuli reikna út í febrúarmánuði og greiða 1. marz“. Þá segir enn fremur svo í ályktun þessari: „Lögum samkvæmt ber að framkvæma ákvæði þessa dóms (þ. ö74 e. Kjaradóms) þangað til nýr samningur hefur verið gerður eða nýr kjaradómsúrskurður liggur fyrir“. Þar sem samkomulag náðist eigi um það, hverja verðlagsupp- bót skyldi greiða hinn 1. marz s.l., gekk málið til sáttasemjara og sáttanefndar, sem skipuð var sérstaklega, og vísaði hún málinu að lokinni árangurslausri sáttatilraun til Kjaradóms hinn 4. marz samkvæmt 3. mgr. 14. gr., sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962. Hefur Kjaradómur nú tekið málið til meðferðar. Stefndi styður kröfu sína um frávísun þeim rökum, að höfuð- ágreiningsefni máls þessa sé, hvort fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962 til endurskoðunar og breytinga miðað við 1. marz 1969 á ákvæðum dóms Kjaradóms frá 21. júní 1968 um greiðslu verðlagsuppbótar á laun ríkisstarfsmanna. Hér sé því um kjaraágreining að ræða. Úr þessum ágreiningi eigi Kjaradómur að skera, en ekki Félagsdómur. Hafi ágreiningi þessum þegar verið skotið til Kjaradóms. Fyrr en sá dómur hafi kveðið upp úrskurð sinn, viti enginn, hvaða verðlagsuppbót beri að greiða ríkisstarfsmönnum frá og með 1. marz s.l. Geti því vísitöluupp- bót, sem ekki sé enn búið að ákveða, eigi verið gjaldkræf. Í af- stöðu stefnda til þessa ágreiningsatriðis málsaðilja felist eigi heldur það, að skyldu til greiðslu marzverðlagsuppbótar sé hafnað af hans hálfu, heldur einungis, að ákvörðun um greiðslu bíði úrslita Kjaradóms. Þá sé hvorki í dómi Kjaradóms né kjarasamn- ingalögunum kveðið á um það, hvenær starfslaun skuli greidd, og eigi það jafnt við um launin sjálf og verðlagsuppbætur. Ágrein- ingur um þetta efni varði því hvorki skilning á dómi Kjaradóms né kjarasamningalögunum og falli því ekki undir Félagsdóm til úrskurðar. Beri því af þessum ástæðum öllum að vísa báðum dómkröfum stefnanda, eins og þeim sé háttað, frá Félagsdómi. Stefnandi hefur eindregið mótmælt frávísunarkröfu stefnda og krafizt þess, að henni verði hrundið. Er afstaða hans til málsins sú, að stefndi hafi með því að greiða ekki þeim ríkisstarfsmönn- um, sem dómur Kjaradóms frá 21. júní 1968 tekur til, verðlags- uppbót bæði gerzt brotlegur við almenn ákvæði laga nr. 55/ 1962 og jafnframt gengið gegn beinum skyldum sínum samkvæmt ákvæðum nefnds dóms. Stefnda hafi borið að fylgja ákvæðum oftnefnds dóms frá 21. júní 1968, þar til Kjaradómur hafi ákveðið annað, og skipti það eigi máli í þessu sambandi, þótt því hafi verið skotið til úrskurðar Kjaradóms, hvort efnisástæður séu fyrir hendi til breytinga á ákvæðum framangreinds dóms Kjaradóms. Hér sé þannig um að ræða ágreining um skyldur 575 stefnda samkvæmt lögum nr. 55/1962 og dómi Kjaradóms frá 21. júní 1968, en um þann ágreining eigi Félagsdómur úrskurðar- vald. Af því, sem að framan er rakið, er ljóst, að aðilja greinir á um skyldur stefnda og réttindi stefnanda samkvæmt oftnefnd- um dómi Kjaradóms frá 21. júní 1968 á tímabili því, er kann að líða frá 1. marz s.1. og þar til Kjaradómur hefur afgreitt það kjara- mál, sem til hans var skotið 4. marz s.l., en báðar dómkröfutr stefnanda lúta að þessu efni. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1962 dæmir Félagsdómur í málum, sem rísa milli samnings- aðilja út af brotum á nefndum lögum og ágreiningi um skilning á kjarasamningi og gildi hans, sbr. hér 3. mgr. 21. gr. sömu laga. Skiptir það eigi máli við úrlausn um frávísunarkröfu stefnda, eins og atvikum máls þessa er háttað, þótt skotið hafi verið til Kjaradóms kröfu stefnda um það, að sá dómur tæki til endur- skoðunar ákvæði dómsins frá 21. júní 1968 um verðlagsvísitölu á laun starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þessu verður krafa stefnda um vísun máls þessa frá Félagsdómi eigi tekin til greina. Kveðið verður á um málskostnað við efnisúrlausn í máli þessu. Ályktunarorð: Frávísunarkrafa stefnda er eigi tekin til greina. Sératkvæði Einars B. Guðmundssonar Með bréfi fjármálaráðuneytisins 24. febrúar 1969 til Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lýsti ráðuneytið því, að það teldi, að fullnægt væri skilyrðum "7. gr. laga nr. 55/1962 til endurskoðunar kjarasamnings við bandalagið án uppsagnar. Beindi ráðuneytið þeirri kröfu til B. S. R. B., að ákvæðin um greiðslu verðlags- uppbótar á laun frá og með 1. marz 1969 yrðu tekin til endur- skoðunar. Jafnframt fór ráðuneytið þess á leit, að samningsvið- ræður um þá kröfu hæfust án tafar. Þessu bréfi svaraði B. S. R. B. 25. febrúar og taldi sér ekki fært að verða við tilmælum ráðuneytisins. Hinn 27. febrúar 1969 sendi fjármálaráðuneytið málið til sátta- semjara ríkisins. Fór ráðuneytið þess á leit, að hann tæki málið Þegar upp til sáttaumleitana, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/1962. Lýkur bréfi ráðuneytisins með þessum orðum: 576 „Ráðuneytið leggur jafnframt áherzlu á, að málið verði án tafar sent Kjaradómi til meðferðar, ef þér teljið sáttaumleitanir tilgangslausar“. Hinn 28. febrúar skipaði félagsmálaráðuneytið sérstaka sátta- nefnd til að fara með mál þetta ásamt fleiri málum. Sáttatilraunir reyndust árangurslausar, og vísaði því sátta- nefndin hinn 4. marz 1969 málinu til Kjaradóms samkvæmt 3. mgr. 14. gr. laga nr. 55/1962. Þar sem málið þannig sætir meðferð hjá Kjaradómi og Félags- dómi samtímis, þykir rétt með skírskotun til niðurlagsákvæðis 117. gr. laga nr. 85/1936 að fresta meðferð málsins fyrir Félags- dómi, þar til það hefur hlotið endanlega afgreiðslu í Kjaradómi. Ályktunarorð: Meðferð máls þessa fyrir Félagsdómi er frestað. Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 176/1968. Karl Einarsson gegn Oddgeiri Sveinssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Karl Einarsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Oddgeiri Sveinssyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. 571 Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 216/1968. Helgi Benediktsson gegn Björgu h/f og gagnsök. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður í aðalsök. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Björgu h/f, Stykkishólmi, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 281/1968. Sigurður Ólafsson gegn Elvari Bjarnasyni. Útivistardómur, Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Ólafsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Elvari Bjarnasyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. 37 578 Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 2/1969. Kristján Eiríksson Segn Árna Guðjónssyni. Útivistardómur, Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Eiríksson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Árna Guðjónssyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 67/1969. Kristján Eiríksson gegn Jóni Magnússyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Eiríksson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 579 Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 109/1968. Útver h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Sigurði Stefánssyni (Árni Gunnlaugsson hr|l.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theo- dór B. Líndal. Kaupgjaldsmál. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júni 1968. Krefst hann þess, að sér verði aðeins gert að greiða stefnda kr. 26.564.60 með 8% ársvöxtum frá 15. september 1966 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Svo sem í héraðsdómi greinir, var stefndi í skiprúmi á skipi áfrýjanda, m/s Margréti, SI 4, þegar skipið var tekið til viðgerðar í Hafnarfirði hinn 24. janúar 1966. Hann hafði verið skipverji fyrir áramót, en hóf aftur störf 7. janúar 1966. Að lokinni viðgerð hélt skipið veiðum áfram hinn 9. marz s. á, Í máli þessu er einungis ágreiningur um ferða- kostnað, kr. 1.320.00, og um kaup stefnda þetta tímabil. Krefst hann lágmarkskaups, kauptryggingar, á þessu tíma- bili, en síðan kaups samkvæmt hlutaskiptum afla til loka tryggingartímabilsins, 15. maí 1966. Áfrýjandi reisir kröfu sína á því, að stefndi hafi fallizt á að fara í orlof, meðan viðgerðin færi fram, en stefndi hefur mótmælt þvi. Staðhæfing áfrýjanda er ósönnuð, og skipsköfnin var ekki afskráð. Þar sem hvorugur aðilja sagði upp skiprúmssamn- ingnum, gilti kjarasamningurinn frá 2. febrúar 1965 áfram 580 um lögskipti aðilja. Samkvæmt 8. gr. hans var tryggingar- tímabil það, sem hér skiptir máli, frá 1. janúar til 15. maí 1966. Verðmæti aflahlutar stefnda frá 7. janúar til 15. mai nam kr. 42.263.56, en kauptryggingarféð kr. 59.362.92 (24.146.80 í 35.216.12). Kauptrygging áfrýjanda varð því virk. Ber áfrýjanda að greiða stefnda þessa fjárhæð ásamt 1% í orlofsfé, kr. 4.155.40, og sjúkrasamlagsgjald í 129 daga, kr, 494.07. Samtals eru þessar fjárhæðir kr. 64.012.39, en aðiljar eru sammála um, að til frádráttar komi kr. 29.276.16. Ekki eru efni til að taka kröfu stefnda um ferðakostnað til greina, sbr. 13. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. Samkvæmt þessu ber áfrýjanda að greiða stefnda kr. 34.736.23 með vöxt- um frá þeim tima, sem greinir í héraðsdómi, en aðiljar eru sammála um vaxtafótinn, og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 18.000.00. Stefndi á sjóveðrétt í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dómsorð: Áfrýjandi, Útver h/f, greiði stefnda, Sigurði Stefáns- syni, kr, 34.736.23 ásamt 8% ársvöxtum frá 3. ágúst 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00. Stefndi á sjóveðrétt til tryggingar þessum fjárhæðum i m/s Margréti, SI 4. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Hafnarfjarðar 20, apríl 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 28. marz 1968, hefur Sigurður Stefánsson ímatsveinn, Unnarbraut 3, Seltjarnarnesi, höfðað á hendur Útveri h/f, Siglufirði, með framlagningu skjala í dóm 29. nóvember 1966, þar sem umboðsmaður varnaraðilja var mætt- ur til að svara til saka. Skriflegt samkomulag um varnarþing var lagt fram við þingfestingu málsins. Dómkröfur stefnanda eru endanlega þær, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 49.730.28 ímeð 1% vöxtum á mánuði eða öðl broti úr mánuði frá 3. ágúst 1966 til greiðsludags og málskostnað. Auk þess er krafizt viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar tildæmdum fjárhæðum. Af hálfu stefnda er þess krafizt aðallega, að honum verði að- eins gert að greiða kr. 17.789.80, en til vara kr. 26.564.60. Í báðum tilvikum er þess krafizt, að aðeins verði veitt dómsviður- kenning fyrir 8% ársvöxtum frá stefnubirtingardegi og að máls- kostnaður falli niður. Í greinargerð krafðist stefndi aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara, að honum yrði aðeins gert að greiða kr. 26.564.60 með 7% ársvöxtum frá stefnubirtingardegi, en að málskostnaður yrði felldur niður. Við munnlegan flutning málsins breytti stefndi kröfum sínum í það horf, sem nú er, og var þeirri breytingu mótmælt af hálfu stefnanda sem of seint fram kominni. Málavextir og málsástæður. 7. janúar 1966 réðst stefnandi sem matsveinn á m/s Margréti, SI 4. Eigandi og útgerðarmaður var stefndi. Stefndi hefur haldið því fram, að stefnandi hafi tekið þátt í uppreisn skipverja gegn skipstjóra á Seyðisfirði 12. júlí 1966 og hafi þeir neitað að fara út á skipinu til veiða. Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir réttinum, að hann hafi aldrei orðið var við nokkra uppreisn á skipinu. Hann kveður skipstjóra hafa komið til sín í eldhúsið 12. júlí 1966 og spurt sig, hvort hann vildi koma með sér sem skipstjóri út. Kveðst hann hafa svarað spurningunni neitandi. Stefndi kveðst hafa sagt upp skiprúmssamningi stefn- anda með lögbundnum uppsagnarfresti, en stefnandi kveðst hafa hætt störfum á skipinu með samkomulagi við stefnda 2. ágúst 1966 á Seyðisfirði og tekið sér síðan far með flugvél til Reykja- víkur. Engin lögskil gerði stefndi stefnanda, og er mál þetta höfðað til heimtu eftirstöðva launa fyrir störf stefnanda á skipinu og til greiðslu kostnaðar af ferð hans frá Seyðisfirði til Reykja- víkur að starfstíma hans loknum. Ekki var lögskráð á skipið. Hins vegar var að sögn stefnanda fært í skipshafnarskrá um borð. Kveður hann skipverja hafa ritað nöfn sín undir bókunina. 6. janúar 1966 sendi Kjartan Frið- bjarnarson, framkvæmdastjóri stefnda, lögskráningarstjóranum á Siglufirði bréf með upplýsingum um þá menn, sem ráðnir höfðu verið í skiprúm. 12. janúar 1966 sendi hann lögskráningarstjóra skeyti um, að skipið hefði hafið veiðar 7. janúar. Í byrjun maí- mánaðar sendi framkvæmdastjórinn nafnalista á tilkynningar- 582 eyðublaði fyrir breytingar á skipshöfn, undirritaðan af honum sjálfum. Segir þar, að skipshöfnin, og þar á meðal stefndi, hafi verið afskráð 25. janúar 1966 og komið aftur í skiprúm 9. marz sama ár. 25. janúar lagðist skipið að bryggju í Hafnarfirði og var þar til viðgerðar, þar til það hélt aftur á veiðar 9. marz sama ár. Hefur því verið haldið fram af hálfu stefnda, að skipsmenn hafi verið í orlofi á þessum tíma. Í aðiljaskýrslu sinni skýrir stefnandi svo frá, að ráðningar- samningi hafi ekki verið slitið, þegar skipið var tekið til við- gerðar 24. janúar 1966. Kveðst hann aldrei hafa heyrt á það minnzt, að tíminn, sem skipið var til viðgerðar, yrði skoðaður sem orlof. Hann kveðst ekki hafa starfað við skipið á þessu tíma- bili og ekki hafa starfað annað. Málið var upphaflega höfðað til greiðslu á kr. 80.000.00 auk vaxta og kostnaðar, en þess er getið í stefnu, að fjárhæð stefnu- kröfunnar sé áætluð og fyrirvari gerður um breytingar á henni undir rekstri málsins. Við þingfestingu málsins lagði umboðs- maður stefnanda fram svohljóðandi reikningsyfirlit frá stefnda: „Hr. Sigurður Stefánsson, Unnarbraut 3, Seltjarnarnesi. Aflatrygging frá 7/1 til 24/1, 18 dagar, 455.60 .. kr. 8.200.80 Aflahlutur 10/3 til 31/5, 3.51% úr 1.463.060.43 .. — 51.353.42 Aflahlutur 10/3 til 31/5, 3.41% úr 334.017.90 .... — 11.390.00 Aflahlutur úr ufsa, 3.51% úr 47.190.00 .......... — 1.656.40 Orlof 2... — 5.082.04 Sjúkrasamlag 100 dagar, 383 ...... ........ — 383.00 Peningar .. .. .. .. ..... .. .. 2. kr.57.978.91 Fæði í 100 daga, 67.76 .. .. .. .. .. — 6.776.00 Mismunur .... .. .. .......... — 13.310.75 Kr. 78.065.66 Kr. 78.065.66 Bráðabirgðauppgjör frá 1/6 til 31/7, 61 d., 455.60 kr. 27.791.60 Mismunur frá f. yfirliti .. .. .. ... ........ .. — 13.310.75 Áætlað fæði í 61 dag á 100.00 .. .. kr. 6.100.00 Greidd gjöld .. .. .. .. .. .. .. .. — 35.000.00 Mismunur .. 2... — 2.35 Kr. 41.102.35 Kr. 41.102.35“ 583 Af hálfu stefnanda var uppgjöri þessu lýst sem röngu og ófull- nægjandi, einkum vegna þess að einungis er um bráðabirgðaupp- gjör að ræða fyrir tímabilið frá 1. júlí til loka samningstímans, og einnig vegna þess, að ekki sé skipt rétt Í tryggingartímabil samkvæmt kjarasamningi útvegsmanna og sjómanna. Einkum var þó reikningsyfirlitið gagnrýnt vegna þess, að stefnanda var ekki reiknuð kauptrygging fyrir tímabilið 24. janúar til 9. marz 1966, en því er haldið fram, að stefnandi hafi verið bundinn ráðningu við stefnda allan tímann, tímabilið falli ekki undir aflahlut, þar sem ekki var verið að veiðum, og hafi stefnandi þannig orðið fyrir tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á. Þá var því haldið fram, að í reikningsyfirlitinu séu liðir eins og úttekt pen- inga, sem nemi hærri fjárhæð en stefnandi hafi tekið á móti. Auk þess var það sérstaklega gagnrýnt, að tímabilið frá 7. janúar til 15. maí er skipt niður í kauptryggingartímabil og tímabil, bar sem kaupgreiðslur eru bundnar við aflahlut. 7. febrúar 1967 var lögð fram greinargerð af hálfu stefnda og svohljóðandi reikningsyfirlit fyrir tímabilið 1. júní til loka ráðningartímans: „Sigurður Stefánsson, Unnarbraut 3, Seltjarnarnesi. Pro: Aflahlutur frá 1/6-1/8, 3.51% af 1.229.614.04 kr. 42.842.55 — Orlof 1% 2. 00... 2.090.49 — Sjúkrasamlag 62 d., 383 .. ......00.00. 2 — 237.46 — Mism. f. f. yfirliti .. .. .. .. .. .. .. .. 2. — 13.310.75 An: Fæði í 51 d., 76.16 .. .. .. .. .. kr. 3.884.16 — Fæðií 11 d.,107.59.......... — 1.183.49 — Greitt útsvar .... .... .. .. .. — 35.000.00 — Mismunur .......... .. .. -- — 19.314.60 Kr. 59.382.25 Kr. 59.382.25“ Varakrafa stefnda var síðan byggð á því, að þetta reiknings- yfirlit yrði lagt til grundvallar lögskilum aðiljanna vegna skip- rúmssamningsins. Haldið er fast við reikningsaðferð við útreikn- ing launa stefnanda fyrir fyrra tímabilið frá 7. janúar til 31. maí 1966, Aðalkrafan var studd þeim rökum, að stefnandi hefði tekið þátt í uppreisn gegn skipstjóra, og heimilaði það stefnda að draga af kaupi hans sem næmi inneign hans. 584 Eftir að gagnasöfnun lauk og áður málið yrði tekið til munn- legs flutnings, féll dómur í máli, sem Bryngeir Vattnes, II. stýrimaður, hafði höfðað hér fyrir dómi á hendur stefnda í máli þessu til heimtu launa fyrir störf á m/s Margréti, SI 4, á sama tímabili og stefndi krefst launa fyrir í máli þessu. Var niður- staða dóms á þann veg, að stefnanda bæri kauptrygging fyrir tímabilið frá 24. janúar 1966 til 9. marz 1966, er skipið var til viðgerðar í Hafnarfirði. Er málið var tekið til munnlegs flutnings, var stefnukröfum breytt í það horf, sem nú er. Stefnandi fellur nú að mestu frá gagnrýni sinni á reikningsfærslu stefnda. Krefst hann þess nú, að stefnda verði gert að greiða honum það, sem hann viðurkennir að skulda stefnanda, með smávægilegum leiðréttingum svo og kr. 1.320.00 í ferðakostnað og kr. 7.250.00 vegna starfa, er stefn- andi var ráðinn til að gegna um borð í skipinu í ferð þess frá Reykjavík til Akureyrar í slipp. Svo heldur stefnandi og fast við vaxtakröfu og málskostnaðar. Kröfu sína sundurliðar stefnandi nú svo: 1. Tímabilið frá 7. 1. 1966 til 31. 5. 1966: a. Aflatrygging frá 7. 124. 1. Aflahlutur frá 9. 3.—31. 5. Orlof 7%. Sjúkrasamlagsgjald í 100 daga. Liðir þessir eru samkvæmt uppgjöri stefnda í rskj.nr.5.... „2. 2. Kr. 78.065.66 b. Kauptrygging frá 94. 1. 1966 til 9. 3. 1966: Frá 24. 1. 1966 til 1. 3. 1966, kr. 459.27 á dag í35 daga .. ... . 2. Kr. 16.074.45 Frá 1. 3. 1966 til 9. 3 1966, kr. 463.66 á dag í 9 daga .. .. .. — 4.172.94 Orloff 7% ...... oe... — 1.417.32 Sjúkrasamlagsgjald frá 24. 1—9.3.1966 .............. — 168.58 — 21.833.29 Úttekt: Fæði í 100 daga, kr. 67.76 ádag .. .. .. .. .. .. Kr.6.776.00 Peningar .. .. .. .. .. — 5.978.91 — 12.754.91 Mismunur .. .. .. .. .. .. .. 2. — 87.144.04 Kr. 99.898.95 Kr. 99.898.95 585 2. Tímabilið frá 1. 6. til 2. 8. 1966: a. Aflahlutur frá 1. 6.—2. 8. 1966, 3.51% af kr. 1.220.614.04 .. .. ..... 2. 2... kr. 42.843.55 b. Orlof TI} 2. 2. 2.999.05 c. Sjúkrasamlagsgj. í 63 daga, kr. 3.83 pr. dag — 241.29 Inneign frá tímabilinu 7. 1—31.5. 1966 .. .. — 87.144.04 Úttekt: Fæði í 51 dag á kr. 76.16 pr. dag .. kr. 3.884.16 Fæði í 11 daga á kr. 107.59 pr. dag — 1.183.49 Greitt útsvar .. .. .. .. .. .. =. — 35.000.00 Peningar .. .... 2... 2. 2. 2. 2. — 02.000.00 Mismunur, inneign .. .. .. .. =. — 41.160.28 Kr.133.227.93 Kr. 133.227.93 Innstæða stefnanda verður því kr. 41.160.28 - kr. 8.570.00 sam- kvæmt rskj. nr. 7 og 8. Samtals nemur því inneign stefnanda kr. 49.730.28. Fjárhæð aflahlutar stefnanda fyrir tímabilið frá 1. júní til 2. ágúst er leiðrétt um eina krónu, kr. 42.843.55 í stað kr. 42.842.55. Fjárhæð orlofs af þeirri fjárhæð er leiðrétt um kr. 8.56. Daga- fjöldi þessa tímabils er leiðréttur, 63 dagar í stað 62, og bætt við liðinn sjúkrasamlagsgjald kr. 8.83, sem svarar gjaldinu fyrir einn dag. Allar eru leiðréttingar þessar réttar. Stefndi fellst á kröfu stefnanda um greiðslu á kr. 7.250.00 vegna starfa stefn- anda á skipinu á siglingu þess frá Reykjavík til Akureyrar, en mótmælir kröfu um greiðslu ferðakostnaðar á þeim grundvelli, að stefnandi hafi neitað að fara með skipinu til veiða og verið sagt upp starfi sínu af þeim sökum, eigi hann því ekki rétt á greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt 34. grein sjómannalaga nr. 67 frá 1963, enda hafi hann ekki farið til heimahafnar skipsins. Hins vegar fellur nú stefndi frá aðalkröfu sinni um sýknu vegna óhlýðni stefnanda við skipstjóra og setur fram nýja aðalkröfu um, að stefnda verði aðeins gert að greiða stefnanda kr. 17.789.80. Kveður hann kröfuna byggða á því, að ef reikna eigi laun stefn- anda í samræmi við heildarsamninga sjómanna og útgerðarmanna og breytta kröfugerð stefnanda, hafi afli verið meiri á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí en sem svaraði kauptryggingu. Hið sama kveður stefndi um tímabilið frá 15. maí til loka skiprúmssamn- ingsins. Stefndi fellur þannig frá fyrri skoðun sinni, sem fram kemur í reikningsyfirliti hans, og fellst á það sjónarmið stefn- 586 anda, sem fram kemur í greinargerð hans um, að reikna beri tryggingartímabil í samræmi við 8. gr. síldveiðisamnings milli Landssambands íslenzkra útvegsmanna og nokkurra sjómanna- félaga frá 2. febrúar 1965, þar sem segir, að tryggingartímabil á síldveiðum skuli vera þrjú, það er: 1. janúar til 15. maí, 16. maí til 15. september og frá 16. september til 31. desember. Mótmæli stefnanda gegn breyttri kröfugerð stefnda byggjast á því, að stefndi hafi með fyrri afstöðu sinni í málinu viður- kennt, að stefnandi eigi inni hjá honum kr. 26.564.60, og að reikna beri laun stefnanda með þeim hætti, sem lýst er hér að framan og stefnandi hefur nú sætt sig við. Er því haldið fram af hálfu stefnanda, að stefndi geti nú ekki breytt þessari afstöðu til óhagræðis fyrir stefnanda. Af stefnda hálfu er því haldið fram, að afstaða réttarins í málinu: Bryngeir Vattnes gegn Útveri h/f og breytt kröfugerð stefnanda réttlæti afstöðubreytingu stefnda. Álit réttarins. Þegar stefnandi lagði fram greinargerð sína, lá fyrir í málinu reikningsyfirlit hans um skuldaskil hans og stefnanda fyrir tíma- bilið frá 7. janúar 1966 til 31. maí 1966. Einnig lá þá fyrir, að stefnandi taldi vanta í yfirlitið laun sín fyrir tímabilið frá 24. janúar 1966 til 9. marz 1966. Ef stefndi vildi gera breytingu á reikningsgrundvellinum stefnanda í óhag vegna kröfu hans um laun fyrir nefnt tímabil, hefði hann átt að gera kröfu þar að lútandi í greinargerð sinni. Í þess stað leggur hann fram ímeð greinargerðinni reikningsyfirlit fyrir tímabilið frá 1. júní til loka ráðningartímans, þar sem byggt er á reikningsyfirliti fyrir fyrra tímabilið. Breyting sú, sem stefndi gerði á kröfugerð sinni, stefnanda í óhag, við munnlegan flutning málsins, er þannig of seint fram komin og kemur ekki til álita. Sýknukrafa stefnda byggðist á þeirri málsástæðu, að stefnandi hefði fyrirgert rétti sínum til þeirra launa, sem viðurkennt var, að hann hefði unnið sér inn. Frá þessari kröfu hefur stefndi nú fallið. Gagnrýni umboðs- manns stefnanda í greinargerð á reikningsaðferð stefnda verður ekki skilin þann veg, að hann hafi viljað gera málstað umbjóð- anda síns lakari. Að því er varðar tímabilið frá 25. janúar til 9. marz 1966 er álit réttarins sem hér segir: Stefnandi var í skiprúmi á skipi stefnda, þegar það var tekið til viðgerðar í Hafnarfjarðarhöfn 25. janúar 1966. Hann var þá ekki lögskráður úr skiprúmi. Sam- öð7 kvæmt 8. gr. síldveiðisamnings frá 2. febrúar 1965, sem aðiljar telja gilda um lögskipti sín, bar útgerðarmanni að tryggja stefn- anda kr. 11.261.00 í lágmarkskaup fyrir hvern mánuð (30 daga) af ráðningartímanum. Samkvæmt 26. gr. samningsins skal kauptrygging hækka Í sama hlutfalli og kaup verkafólks á viðkomandi stað á gildis- tíma samningsins. Er því ómótmælt haldið fram af stefnanda, að á tímabilinu frá 1. desember 1965 til 30. apríl 1966 hafi mánaðar- kaupið þannig numið kr. 13.668.00 og frá 1. marz 1966 kr. 13.901.00. Samkvæmt 12. gr. samningsins ber stefnanda 7% orlofsfé af öllum launagreiðslum, og samkvæmt sömu grein skal útgerðarmaður greiða sjúkrasamlagsgjöld skipverja. Ráðningar- samningi stefnanda virðist ekki hafa verið slitið, er skipið var tekið til viðgerðar 25. janúar 1966. Ósannað er gegn mótmælum stefnanda, að hann hafi verið í orlofi á viðgerðartímanum. Meðan skipið lá í höfn, var einskis afla að vænta. Með hliðsjón af því, hversu mjög viðgerðin dróst á langinn, þykir það í bezta samræmi við kjarasamninginn, sem ræður lögskiptum aðiljanna, að reikna stefnanda laun án tillits til aflabragða á tryggingar- tímabilinu. Fyrir því ber að fallast á kröfu stefnanda um laun fyrir viðgerðartímann. Í 32. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 er tæmandi talning þeirra atvika, sem heimila skipstjóra að víkja skipverja úr skiprúmi með þeim réttaráhrifum, er greinir í 34. gr. Þykir atferli stefn- anda ekki verða fellt þar undir, enda var honum ekki sagt upp fyrirvaralaust. Með því að skipshöfnin hóf störf sín á skipinu í Reykjavíkurhöfn, verður að telja, að þar skyldi ráðningu slitið. Stefndi á því rétt á greiðslu ferðakostnaðar síns frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Stefndi hefur mótmælt vaxtakröfu stefnanda, bæði hæð hennar og upphafstíma. Engin lagarök virðast leiða til að reikna vextina einungis frá stefnubirtingardegi, svo sem stefndi krefst. Hins vegar verður að fallast á, að vaxtakrafan sé of há. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 10/1961 um 'Seðlabanka Íslands hefur bankinn vald til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 58/1960 um bann við okri, dráttarvexti o. fl. Samkvæmt lögum nr. 71/ 1965 um breytingu á síðargreindu lögunum skulu dráttarvextir fara eftir því, sem bankinn ákveður. Samkvæmt auglýsingu 30. desember 1965 skulu dráttarvextir í lánsviðskiptum vera 1% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. Viðskipti aðilja þessa máls verða ekki talin lánsviðskipti í skilningi greindrar aug- 588 lýsingar. Bankinn hefur ekki tekið afstöðu til þess, hverjir dráttar- vextir skuli reiknast af öðrum skuldum, og virðist í því efni verða að fara eftir þeim reglum, sem giltu fyrir gildistöku laga nr. 71 frá 1965. Verður því að fallast á þá kröfu stefnda, að vextir reiknist aðeins 8%. Málskostnaður telst hæfilega ákveðinn kr. 10.000.00. Dóm þenna kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson, full- trúi bæjarfógeta, formaður dómsins, og meðdómsmennirnir Þor- steinn Einarsson skipstjóri og Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri. Dómsorð: Stefndi, Útver h/f, greiði stefnanda, Sigurði Stefánssyni, kr. 49.730.28 með 8% ársvöxtum frá 3. ágúst 1966 til greiðslu- dags og kr. 10.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Sjóveðréttur viðurkennist fyrir tildæmdum kröfum í m/s Margréti, SI 4. Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 110/1968. Útver h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Haraldi Sigurðssyni (Árni Gunnlaugsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theo- dór B. Líndal. Kaupgjaldsmál. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júní 1968. Krefst hann þess, að sér verði aðeins gert að greiða stefnda kr. 15.494.49 með 8% ársvöxtum frá 15. september 1966 til greiðsludags. Þá krefst hann máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. 589 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Svo sem í héraðsdómi greinir, var stefndi í skiprúmi á skipi áfrýjanda, m/s Margréti, SI 4, þegar skipið var tekið til viðgerðar í Hafnarfirði hinn 24. janúar 1966. Hann hafði verið skipverji fyrir áramót, en hóf aftur strörf 7. janúar 1966. Að lokinni viðgerð hélt skipið veiðum áfram hinn 9. marz s. á. Í máli þessu er einungis ágreiningur um kaup stefnda þetta tímabil. Krefst hann lágmarkskaups, kauptryggingar- fjár, á þessu tímabili, en síðan kaups samkvæmt hlutaskipt- um afla til loka tryggingartímabilsins, 15. maí 1966. Áfrýjandi reisir kröfu sína á því, að stefndi hafi fallizt á að fara í orlof, meðan viðgerðin færi fram, en stefndi telur ekkert hafa verið á orlof minnzt. Staðhæfing áfrýjanda er ósönnuð, og skipshöfnin var ekki afskráð. Þar sem hvorugur aðilja sagði upp skiprúmssamn- ingnum, gilti kjarasamningurinn frá 2. febrúar 1965 áfram um löðskipti aðilja. Samkvæmt 8. gr. hans var tryggingar- tímabil það, sem hér skiptir máli, frá 1. janúar til 15. mal 1966. Verðmæti aflahluta stefnda frá 7. janúar til 15. maí nam kr. 33.810.88, en kauptryggingarféð kr. 47.491.70 (19.318.50 28.173.20). Kaupábyrgð áfrýjanda varð því virk. Ber áfrýjanda að greiða stefnda þessa fjárhæð ásamt 7% í orlofsfé, kr. 3.324.42, og sjúkrasamlagsgjald í 129 daga, kr. 494.07. Samtals eru þessar fjárhæðir kr. 51.310.19, en aðiljar eru sammála um, að til frádráttar komi kr. 27.670.45. Samkvæmt þessu Þber áfrýjanda að greiða stefnda kr. 23.639.74 með vöxtum frá þeim tíma, sem greinir í héraðs- dómi, en aðiljar eru sammála um vaxtafótinn, og svo máls- kostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 16.000.00. Stefndi á sjóveðrétt í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar fjár- hæðum þessum. Dómsorð: Áfrýjandi, Útver h/f, greiði stefnda, Haraldi Sigurðs- syni, kr. 23.639.74 ásamt 8% ársvöxtum frá 21. júlí 1966 590 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 16.000.00. Stefndi á sjóveðrétt til tryggingar þessum fjárhæðum i m/s Margréti, SI 4. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sjó- og verzlunardómur Hafnarfjarðar 20. apríl 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 28. marz 1968, hefur Haraldur Sigurðsson háseti, Hólmgarði 5, Reykjavík, höfðað á hendur Útveri h/f, Siglufirði, með framlagningu skjala í dóm 29. nóvember 1966, þar sem umboðsmaður varnaraðilja var mættur til að svara til saka. Skriflegt samkomulag um varnarþing war lagt fram við þingfestingu málsins. Dómkröfur stefnanda eru endanlega þær, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 32.850.85 með 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 21. júlí 1966 til greiðsludags og málskostnað. Auk þess er krafizt viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar tildæmdum fjárhæðum. Af hálfu stefnda er þess krafizt aðallega, að honum verði að- eins gert að greiða kr. 1.820.49, en til vara kr. 15.494.49. Í báðum tilvikum er þess krafizt, að aðeins verði veitt dómsviðurkenning fyrir 8% ársvöxtum frá stefnubirtingardegi og að málskostnaður falli niður. Í greinargerð krafðist stefndi aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara, að honum yrði aðeins gert að greiða kr. 15.494.49 með 7% ársvöxtum frá stefnubirtingardegi, en að málskostnaður yrði felldur niður. Við munnlegan flutning málsins breytti stefndi kröfum sínum í það horf, sem nú er, og var þeirri breytingu mótmælt af hálfu stefnanda sem, of seint fram kominni. Málavextir og málsástæður. 7. janúar 1966 réðst stefnandi sem háseti á m/s Margréti, SI 4. Eigandi og útgerðarmaður var stefndi. Ráðningarsamningi aðilj- anna var slitið 21. júlí 1966, en engin lögskil gerði stefndi stefn- anda, og er mál þetta höfðað til heimtu eftirstöðva launa fyrir störf stefnanda á skipinu. Ekki var lögskráð á skipið. Hins vegar var að sögn stefnanda fært í skipshafnarskrá um borð. Kveður ö91 hann skipverja hafa ritað nöfn sín undir bókunina. 6. janúar 1966 sendi Kjartan Friðbjarnarson, framkvæmdastjóri stefnda, lög- skráningarstjóranum á Siglufirði bréf með upplýsingum um þá menn, sem, ráðnir höfðu verið í skiprúm. 12. janúar 1966 sendi hann lögskráningarstjóra skeyti um, að skipið hefði hafið veiðar 7. janúar. Í byrjun maímánaðar sendi framkvæmdastjórinn nafna- lista á tilkynningareyðublaði fyrir breytingar á skipshöfn, undir- ritaðan af honum sjálfum. Segir þar, að skipshöfnin, og þar á meðal stefndi, hafi verið afskráð 25. janúar 1966 og komið aftur í skiprúm 9. marz sama ár. 25. janúar lagðist skipið að bryggju í Hafnarfirði og var þar til viðgerðar, þar til það hélt aftur á veiðar 9. marz sama ár. Hefur því verið haldið fram af hálfu stefnda, að skipsmenn hafi verið í orlofi á þessum tíma. Stefnandi hefur gefið aðiljaskýrslu fyrir réttinum. Kvað hann ekki hafa verið um annað talað, þegar skipið var tekið til við- gerðar 24. janúar 1966, en að skipsmenn væru skráðir áfram, og ekki kvað hann hafa verið minnzt á, að tíminn, sem skipið væri til viðgerðar, yrði reiknaður sem orlof. Hann kveðst hafa unnið nokkra daga hjá Hraðfrystistöð Reykjavíkur á þessum tíma. Samkvæmt skattframtali hefur hann þegið kr. 6.624.00 í laun frá Hraðfrystistöð Reykjavíkur árið 1966. Málið var upphaflega höfðað til greiðslu á kr. 40.000.00 auk vaxta og kostnaðar, en þess er getið í stefnu, að fjárhæð stefnu- kröfunnar sé áætluð og fyrirvari gerður um breytingar á henni undir rekstri málsins. Við þingfestingu málsins lagði stefnandi fram svohljóðandi reikningsyfirlit af hálfu stefnda: „tr. Haraldur Sigurðsson, Hólmgarði 5, Reykjavík. Uppgjör á m/s Margréti, SI 4, frá 1/1 til31/5 1966. Aflatrygging frá 7/1 til 24/1, 18 dagar, 364.50 .. kr. 6.561.00 Aflahlutur frá 10/3 til31/5, 2.808% úr 1.797.33(sic) — 50.461.96 Aflahlutur úr ufsa, 2.808% úr 47.190 .. .. .. .. — 1.325.09 Orlof 799 2... — 4.084.36 Sjúkrasamlag í 100 daga, 383 .. .. ........ 2. — 383.00 Fæði í 100 daga, 67.76 .. .. .. .. .. kr. 6.776.00 Peningar .. .. .. .. .. 2... 2. 2. — 62.735.00 Mismunur f. á næsta tímabil .. .... — 6.695.59 Kr. 69.511.00 Kr. 69.511.00 592 Bráðabirgðauppgjör 1/6 til 21/7 1966. Mismunur frá f. tímabili... .. .. .. kr. 6.695.59 Aflatrygging frá 1/6 til 21/7, 51 d. kr. 18.589.50 Áætlað fæði í 51 d., 100.00 .. .. .. — 5.100.00 Greitt Gjaldheimtunni í Reykjavík .. — "7.000.00 Mismunur .. .. 2... — 206.59 Kr. 18.795.59 Kr. 18.795.59“ Af hálfu stefnanda var uppgjöri þessu lýst sem röngu og ófull- nægjandi, einkum vegna þess að einungis er um bráðabirgða- uppgjör að ræða fyrir tímabilið frá 1. júní til 21. júlí 1966, og einnig vegna þess, að ekki sé rétt skipt í tryggingartímabil sam- kvæmt kjarasamningi útvegsmanna og sjómanna. Einkum er þó reikningsyfirlitið gagnrýnt vegna þess, að stefnanda var ekki reiknuð kauptrygging fyrir tímabilið 24. janúar til 9. marz 1966, en því er haldið fram, að stefnandi hafi verið bundinn ráðningu við stefnda allan tímann, tímabilið falli ekki undir aflahlut, þar sem ekki var verið að veiðum, og hafi stefnandi þannig orðið fyrir tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á. Auk þess var það sérstak- lega gagnrýnt, að tímabilinu frá 7. janúar til 15. maí er skipt niður í kauptryggingartímabil og tímabil, þar sem kaupgreiðslur eru bundnar við aflahlut. 7. febrúar 1967 var lögð fram greinargerð af hálfu stefnda og svohljóðandi reikningsyfirlit fyrir tímabilið 1. júní til 21. júlí 1986: „Haraldur Sigurðsson, Hólmgarði 5, Reykjavík. Pr.: Aflahlutur 2.808% úr 1.160.865.84 .. .. .. .. kr.32.597.11 Orlof 79} 2... 0. 2.281.80 Sjúkrasamlag 51 d.,3.83 .. ........0..0. 0. — 195.33 An.: Fæði í 51 dag, 76.16 .. .. .. .. kr. 3.884.16 — Skuld f.f. yfirl... .. ........ — 6.695.59 — Greitt Gjaldheimtunni .. .. .. — ".000.00 — Peningar .. .. .. ...... .. .. — 2.000.00 — Mismunur .............. .. — 15.494.49 Kr. 35.074.24 Kr. 35.074.24“ Varakrafa stefnda var síðan byggð á því, að þetta reiknings- yfirlit yrði lagt til grundvallar lögskilum aðiljanna vegna skip- 593 rúmssamningsins. Haldið er fast við reikningsaðferð við útreikn- ing launa stefnanda fyrir fyrra tímabilið frá 7. janúar til 31. maí 1966. Aðalkrafa var studd þeim rökum, að stefnandi hefði tekið þátt í uppreisn gegn skipstjóra, og heimilaði það stefnda að draga af kaupi hans sem næmi inneign hans. Eftir að gagnasöfnun lauk og áður málið yrði tekið til munn- legs flutnings, féll dómur í máli, sem Bryngeir Vattnes, Il. stýri- maður, hafði höfðað hér fyrir dómi á hendur stefnda í máli þessu til heimtu launa fyrir störf á m/s Margréti, SI 4, á sama tímabili og stefndi krefst launa fyrir í máli þessu. Var niðurstaða dóms á þann veg, að stefnanda bæri kauptrygging fyrir tímabilið frá 24, janúar 1966 til 9. marz 1966, er skipið var til viðgerðar Í Hafnarfirði. Er málið var tekið til munnlegs flutnings, var stefnukröfum breytt í það horf, sem nú er. Stefnandi fellur nú frá allri gagn- rýni á reikningsfærslu stefnda og krefst þess eins, að stefnda verði auk þess, sem hann viðurkennir að skulda stefnanda, gert að greiða honum kauptryggingu fyrir tímabilið frá 24. janúar til 9. marz. Svo heldur stefnandi og fast við vaxtakröfu og máls- kostnað. Kröfu sína sundurliðar stefnandi nú svo: 1. Tímabilið frá 24. 1. 1966 til 9. 3. 1966: Kauptrygging: Frá 24.1. 1966 til 1. 3. 1966, kr. 363.81 á dag í 35 daga .. .. .. .. kr. 12.733.35 Frá 1. 3. 1966 til 9. 3. 1966, kr. 370.00 á dag í 9 daga .. .. .. .. .. -. -- — 3.330.00 kr. 16.063.35 Orlof TL. rr 2. er — 1.124.43 Sjúkrasamlag frá 24. 1. 1966—9.3. 1966 .. .. .. — 168.58 Kr. 17.356.36 2. Innstæða samkvæmt uppgjöri stefnda á rskj. nr. 17 — 15.494.49 Kr.32.850.85 Stefndi fellur nú frá aðalkröfu sinni og setur fram nýja aðal- kröfu um, að honum verði aðeins gert að greiða stefnanda kr. 1.820.49. Kveður hann kröfuna byggða á því, að ef reikna eigi laun stefnanda í samræmi við heildarsamninga sjómann og út- gerðarmanna og breytta kröfugerð stefnanda, hafi afli verið meiri á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí en sem svaraði kauptrygg- 38 594 ingu. Hið sama kveður stefndi um tímabilið frá 15. maí til loka skiprúmssamningsins. Stefndi fellur bannig frá fyrri skoðun sinni, sem fram kemur í reikningsyfirliti hans, og fellst á það sjónarmið stefnanda, sem fram kemur í greinargerð hans um, að reikna beri tryggingartímabil í samræmi við 8. gr. síldveiðisamn- ings milli Landssambands íslenzkra útvegsmanna og nokkurra sjómannafélaga frá 2. febrúar 1965, þar sem segir, að tryggingar- tímabil á síldveiðum skuli vera Þrjú, það er: 1. janúar til 15. maí, 16. maí til 15. september og frá 16. september til 31. desember. Mótmæli stefnanda gegn breyttri kröfugerð stefnda byggjast á því, að stefndi hafi með fyrri afstöðu sinni í málinu viðurkennt, að stefnandi eigi inni hjá honum kr. 15.494.49, og að reikna beri laun stefnanda með þeim hætti, sem lýst er hér að framan og stefnandi hefur nú sætt sig við. Er því haldið fram af hálfu stefn- anda, að stefndi geti nú ekki breytt þessari afstöðu til óhagræðis fyrir stefnandá. Af stefnda hálfu er því haldið fram, að afstaða réttarins í málinu: Bryngeir Vattnes gegn Útveri h/f og breytt kröfugerð stefnanda réttlæti afstöðubreytingu stefnda. Enn er því haldið fram af hálfu stefnda, að komist rétturinn að þeirri niðurstöðu, að stefnandi eigi rétt til launa fyrir tímann, sem skipið var til viðgerðar, beri að draga frá þá fjárhæð, sem hann sannanlega vann sér inn á tímanum. Álit réttarins. Þegar stefndi lagði fram greinargerð sína, lá fyrir í málinu reikningsyfirlit hans um skuldaskil hans og stefnanda fyrir tíma- bilið frá 7. janúar 1966 til 31. maí 1966. Einnig lá þá fyrir, að stefnandi taldi vanta í yfirlitið laun sín fyrir tímabilið frá 24. janúar 1966 til 9. marz 1966. Ef stefndi vildi gera breytingu á reikningsgrundvellinum stefnanda í óhag vegna kröfu hans um laun fyrir nefnt tímabil, hefði hann átt að gera kröfu þar að lút- andi Í greinargerð sinni. Í þess stað leggur hann fram með greinar- gerðinni reikningsyfirlit fyrir tímabilið frá 1. júní til 21. júlí 1966, þar sem byggt er á reikningsyfirliti fyrir fyrra tímabilið. Breyting sú, sem stefndi gerði á kröfugerð sinni, stefnanda í óhag, við munnlegan flutning málsins, er þannig of seint fram komin og kemur ekki til álita. Sýknukrafa stefnda byggðist á þeirri málsástæðu, að stefnandi hefði fyrirgert rétti sínum til þeirra launa, sem viðurkennt var, að hann hefði unnið sér inn. Frá þessari kröfu hefur stefndi nú fallið. Gagnrýni umboðsmanns stefnanda í greinargerð á reikningsaðferð stefnda verður ekki 595 skilin þann veg, að hann hafi viljað gera málstað umbjóðanda síns lakari. Að því er varðar tímabilið frá 25. janúar til 9. marz 1966 er álit réttarins sem hér segir: Stefnandi var Í skiprúmi á skipi stefnda, þegar það var tekið til viðgerðar í Hafnarfjarðarhöfn 25. janúar 1966. Hann var þá ekki lögskráður úr skiprúmi. Sam- kvæmt 8. gr. síldveiðisamnings frá 2. febrúar 1965, sem aðiljar telja gilda um lögskipti sín, bar útgerðarmanni að tryggja stefn- anda kr. 9.009.00 í lágmarkskaup fyrir hvern mánuð (30 daga) af ráðningartímanum. Samkvæmt 26. gr. samningsins skal kaup- trygging hækka í sama hlutfalli og kaup verkafólks á viðkomandi stað á gildistíma samningsins. Er því ómótmælt haldið fram af stefnanda, að á tímabilinu frá 1. desember 1965 til 30. apríl 1966 hafi mánaðarkaupið þannig numið kr. 10.935.00 og frá 1. marz 1966 kr. 11.121.00. Samkvæmt 12. gr. samningsins ber stefnanda 7% orlofsfé af öllum launagreiðslum, og samkvæmt sömu grein skal útgerðarmaður greiða sjúkrasamlagsgjöld skipverja. Ráðn- ingarsamningi stefnanda virðist ekki hafa verið slitið, er skipið var tekið til viðgerðar 25. janúar 1966. Ósannað er gegn mót- mælum stefnanda, að hann hafi verið í orlofi á viðgerðartímanum. Meðan skipið lá í höfn, var einskis afla að vænta. Mið hliðsjón af því, hversu mjög viðgerðin dróst á langinn, þykir það í bezta samræmi við kjarasamninginn, sem ræður lögskiptum aðiljanna, að reikna stefnanda laun án tillits til aflabragða á tryggingar- tímabilinu. Fyrir því ber að fallast á kröfu stefnanda um laun fyrir viðgerðartímann. Krafa stefnanda um greiðslu fyrir þetta tímabil er í eðli sínu fremur launakrafa en bótakrafa. Kemur því ekki til greina að draga frá launum hans það, sem honum hefur tekizt að afla sér annars staðar á nefndu tímabili, enda virðist hann ekki hafa bundið sig þannig við önnur störf, að hann gæti ekki gegnt starfsskyldum sínum við stefnda, ef á reyndi. Þessi niðurstaða er enda í fullu samræmi við síldveiðisamninginn frá 2. febrúar 1965, þar sem m. a. segir í 14. gr. um fisk dreginn á færi: „Hásetar, matsveinar og vélstjórar eiga allan fisk, er þeir draga á færi, og fái þeir, nema á reknetaveiðum við Faxaflóa, ókeypis salt í hann hjá útgerðarmanni, enda sé öll lipurð sýnd af skips- ráðanda um geymslustað fyrir fiskinn“. Stefndi hefur mótmælt vaxtakröfu stefnanda, bæði hæð hennar og upphafstíma. Engin lagarök virðast leiða til að reikna vextina einungis frá stefnubirtingardegi, svo sem stefndi krefst. 596 Hins vegar verður að fallast á, að vaxtakrafan sé of há. Sam- kvæmt 13. grein laga nr. 10/1961 um Seðlabanka Íslands hefur bankinn vald til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 58/1960 um bann við okri, dráttarvexti o. fl. Samkvæmt lögum nr. 71/1965 um breytingu á síðargreindu lögunum skulu dráttar- vextir fara eftir því, sem bankinn ákveður. Samkvæmt auglýs- ingu 30. desember 1965 skulu dráttarvextir í lánsviðskiptum vera 1% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. Viðskipti aðilja þessa máls verða ekki talin lánsviðskipti í skilningi greindrar auglýs- ingar. Bankinn hefur ekki tekið afstöðu til þess, hverjir dráttar- vextir skuli reiknast af öðrum skuldum, og virðist í því efni verða að fara eftir þeim reglum, sem giltu fyrir gildistöku laga nr. 71 frá 1965. Verður því að fallast á þá kröfu stefnda, að vextir reiknist aðeins 8%. Málskostnaður telst hæfilega ákveðinn kr. 8.750.00. Dóm þenna kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson, full- trúi bæjarfógeta, formaður dómsins, og meðdómsmennirnir Þor- steinn Einarsson skipstjóri og Þorsteinn Eyjlófsson skipstjóri. Dómsorð: Stefndi, Útver h/f, greiði stefnanda, Haraldi Sigurðssyni, kr. 32.850.85 með 8% ársvöxtum frá 21. júlí 1966 til greiðslu- dags og kr. 8.750.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Sjóveðréttur viðurkennist fyrir tildæmdum kröfum í m/s Margréti, SI 4. 597 Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 111/1968. Útver h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Bryngeiri Vattnes (Árni Gunnlaugsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theo- dór B. Líndal. Kaupgjaldsmál. Sjóveðréttur. Fjárnám. Dómur Hæstaréttar. Skúli Thorarensen, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði, hefur framkvæmt hið áfrýjaða fjárnám. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 6. júní 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Krefst hann þess, að hinum áfrýjaða dómi verði breytt þannis, að honum verði einungis dæmt að greiða stefnda kr. 38.285.05 með 8% árs- vöxtum frá 25. október 1966 til greiðsludags. Með fram- haldsstefnu 5. júlí 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi sama das, áfrýjaði áfrýjandi til Hæstaréttar fjárnámsgerð, fram- kvæmdri í fógetadómi Hafnarfjarðar 16. marz 1968 til tryggingar hinum áfrýjaða dómi. Krefst áfrýjandi þess, að fjárnámið verði úr gildi fellt. Þá krefst áfrýjandi málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfest- ur, þó þannig, að einungis verði dæmdir 8% ársvextir. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Samkvæmt gögnum málsins var stefndi stýrimaður á skipi áfrýjanda, v/s Margréti, SÍ 4, á árinu 1965. Hinn 18. desember 1965 kom skipið til Reykjavíkur, og telur áfrýj- andi, að þá hafi verið ráð fyrir því gert, að skipið færi til viðgerðar. Af því varð þó ekki, og var skipinu haldið á veiðar 7. Janúar 1966. Hinn 24. janúar 1966 kom skipið af veiðum 598 og var nú til viðgerðar í höfn til 9. marz s. á., en þann dag var því aftur haldið á veiðar. Stefndi var stýrimaður á skip- inu til 2, ágúst 1966, er hann hætti störfum þar með sam- komulagi. Í samningi samtaka útgerðarmanna og samtaka yfirmanna á fiskiskipum frá 29. desember 1963 um kjör skipstjóra og stýrimanna á sildveiðum, en aðiljar eru sammála um, að ákvæði þess samnings gildi um skipti þeirra, þau, sem hér er um fjallað, segir í 4. gr., að útgerðarmaður tryggi skip- stjórum og stýrimönnum mánaðarlegar greiðslur upp í hundraðshluta afla þeirra. Þá segir, að tryggingartimabil á sildveiðum skuli vera þrjú, „frá 1. marz til 31. mai, frá 1. júní til 30. september og frá 1. október til febrúarloka“. Ákvæði samnings þessa verður að leggja til grundvallar uppgjöri á skiptum aðilja í máli þessu. Ósannað er, að stefndi hafi verið löglega skráður úr skiprúmi eftir 1. október 1965 og þar til hann hætti störfum á skipinu 2. ágúst 1966. Ber því að miða uppgjör á launum stefnda við þrjú tímabil, frá 1. október 1965 til 28. febrúar 1966, frá 1. marz 1966 til 31. maí s. á. og frá 1. júní 1966 til 2. ásúst 1966, er stefndi fór úr skiprúmi. Samkvæmt gögnum málsins nam verðmæti aflahlutar stefnda á hverjum hinna þriggja tryggingartima- bila, sem hér um ræðir, mun hærri fjárhæð en kauptrygging hefði numið. Var því rétt að leggja verðmæti aflahlutar stefnda til grundvallar uppgjöri aðilja. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt og aðiljar eru sammála um, að séu tölulega rétt, nam inneign stefnda þannig reiknuð kr. 36.376.01 hinn 2. ágúst 1966, og er þá ekki litið til þess, að stefndi starfaði hjá öðrum aðilja dagana 26. febrúar til 3. marz 1966. Áfrýjandi hefur hins vegar gert þá kröfu hér fyrir dómi, að skuld hans við stefnda verði talin nema kr. 38.285.05. Verður sú fjárhæð því tekin til greina með 8% ársvöxtum, svo sem aðiljar eru sammála um, og er rétt, að vextir reiknist frá 10. ágúst 1966 til greiðsludags. Samkvæmt þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda í málskostnað í héraði kr. 10.000.00, en málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 599 Samkvæmt 2. tl. 216. gr. laga nr. 66/1963 á stefndi sjó- veðrétt í v/s Margréti, SÍ 4, til tryggingar hinum dæmdu fjárhæðum. Staðfesta ber hina áfrýjuðu fjárnámsgerð fyrir dæmdum fjárhæðum, en að öðru leyti er hún úr gildi felld. Dómsorð: Áfrýjandi, Útver h/f, greiði stefnda, Bryngeiri Vattnes, kr. 38.285.05 með 8% ársvöxtum frá 10. ágúst 1966 til greiðsludags og kr. 10.000.00 í málskostnað í héraði, en málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Stefndi á sjóveðrétt í v/s Margréti, SI 4, til tryggingar fjárhæðum þessum. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest fyrir hinum dæmdu fjárhæðum, en er að öðru leyti felld úr gildi. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Hafnarfjarðar 27. desember 1967. Mál þetta, sem dómtekið var 19. desember 1967, hefur Bryngeir Vattnes stýrimaður, Nýbýlavegi 23 í Kópavogi, höfðað á hendur Útveri h/f, Siglufirði, með framlagningu skjala í dóm hinn 29. nóvember 1966, þar sem umboðsmaður stefnda var mættur til að svara til saka. Skriflegt samkomulag um varnarþing var lagt fram við þingfestingu málsins. Dómkröfur stefnanda eru endanlega þær, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 60.970.08 með 1% dráttarvöztum á mánuði eða broti úr mánuði frá 10. ágúst 1966 til greiðsludags og máls- kostnað. Auk þess er krafizt viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar tildæmdum fjárhæðum. Af hálfu stefnda er þess krafizt, að honum verði aðeins gert að greiða kr. 38.285.05 með 6% ársvöxtum frá 1. desember 1966 til greiðsludags og að málskostnaður falli niður. Til vara er þess krafizt, að málskostnaður verði aðeins reiknaður af kr. 38.285.05. Málsatvik. 7. janúar 1968 réðst stefnandi sem 2. stýrimaður á m/s Margréti, 600 SI 4. Eigandi og útgerðarmaður skipsins var stefndi. Með sam- komulagi aðiljanna war ráðningarsamningi slitið 3. ágúst 1966. Af hálfu stefnda er viðurkennt, að stefnandi eigi ógreidd laun að fjárhæð kr. 38.285.05. Ekki var lögskráð á skipið. Hins vegar var að sögn stefnanda fært í skipshafnarskrá um borð. Kveður hann skipverja hafa ritað nöfn sín undir bókunina. 6. janúar sendi Kjartan Frið- bjarnarson, framkvæmdastjóri stefnda, lögskráningarstjóranum á Siglufirði bréf með upplýsingum um þá menn, sem ráðnir höfðu verið í skiprúm. 12. janúar 1966 sendi hann lögskráningarstjóra skeyti um, að skipið hefði hafið veiðar 7. janúar. Í byrjun maí- mánaðar sendi framkvæmdastjórinn nafnalista á tilkynningar- eyðublaði fyrir breytingar á skipshöfn, undirritaðan af honum sjálfum. Segir þar, að skipshöfnin, og þar á meðal stefnandi, hafi verið afskráð 25. janúar 1966 og komið aftur í skiprúm 9. marz sama ár. 25. janúar lagðist skipið að bryggju í Hafnarfirði og var þar til viðgerðar, þar til það hélt aftur á veiðar 9. marz sama ár. Hefur því verið haldið fram af hálfu stefnda, að skipsmenn hafi verið í orlofi á þessum tíma. Stefnandi hefur komið fyrir réttinn og gefið aðiljaskýrslu. Kveður hann skipstjóra hafa sagt, að skipverjar yrðu skráðir áfram. Hann kveður ekki hafa verið nefnt, að skipverjar færu í orlof. 26. febrúar til 3. marz var stefnandi skráður skipverji á m/b Fróðakletti. Kveðst hann hafa fengið leyfi hjá skipstjóranum til að fara í þá veiðiferð. Hann kveðst hafa unnið sér inn um kr. 16.000.00 í ferðinni. Hin umdeilda krafa er til launa fyrir tímabilið frá 25. janúar til 9. marz 1966 og sundurliðast þannig: Kauptrygging frá 24. 1. 1966 til 9. 3. 1966: 24. 1. 1966— 1. 3. 1966, kr. 459.27 á dag í 35 daga .. kr. 16.074.45 1. 3. 1966—9. 3. 1966, kr. 463.66 á dag í 9 daga .. .. — 4.172.94 Kaup samkv. samningi L.Í.Ú. frá 24. 1—9.3. 1966: 24. 1—1. 3. 1966, kr. 18.03 á dag í 35 daga .. .. .. — 631.05 1.3—9. 3. 1966, kr. 18.33 á dag í9 daga ........ — 164.97 Orlof 79 2... — 1.473.04 Sjúkrasaml. frá 24. 1—9. 3. 1966 .. .. .. ..... 2. — 168.58 Kr. 22.685.03 Á tímabilinu frá 7. janúar til 24. janúar var afli það rýr, að ekki veiddist upp í tryggingu. Hins vegar er stefnanda reiknaður 601 aflahlutur fyrir tímabilið frá 9. marz til31. maí í uppgjöri stefnda. Málsástæður. Af stefnanda hálfu er byggt á því, að stefnandi hafi verið skráður á skipið allan þann tíma, sem skipið var til viðgerðar, og bundinn af ráðningarsamningi við skipið. Er á því byggt, að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, sem útgerðarmaður beri ábyrgð á, við það, að skipinu varð ekki haldið til veiða. Beri honum því kauptrygging fyrir þetta tímabil. Með hliðsjón af dómi Hæsta- réttar í KXXVII. bindi dómasafns á bls. 69 er því haldið fram, að ekki beri að draga frá kröfu hans þá fjárhæð, sem hann vann sér inn í veiðiferð með m/s Fróðakletti 26. febrúar til 3. marz. Ef krafa hans ætti að lækka af þeim sökum, kæmi ekki til greina, að frádráttur yrði hærri en sem næmi launum fyrir tímabilið. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefnandi hafi verið skráður úr skiprúmi 25. janúar og hafi hann verið í orlofi á þeim tíma, sem skipið var til viðgerðar, stefnandi hafi sjálfur samþykkt hið afbrigðilega skráningarform og ekki hreyft athuga- semdum við því fyrr en við lögsókn. Er aðiljaskýrslu stefnanda mótmælt, að því leyti sem hún fer í bága við þessar staðhæfingar, og einnig því, að stefnandi hafi fengið leyfi skipstjóra til að fara til veiða með m/s Fróðakletti 26. febrúar, enda hafi þess ekki þurft við. Ef niðurstaða dóms yrði hins vegar sú, að stefnandi ætti rétt til launa þann tíma, sem skipið var í viðgerð, er því haldið fram, að ekki megi skipta því sama tryggingartímabili þannig niður, að af fyrri hluta þess greiðist aflatrygging, þ. e. 7. janúar til 9. marz, en fyrir síðari hlutann aflahlutur 9. marz til 31. maí. Er því haldið fram, að miðað við allt tímabilið mundi afli ekki hrökkva fyrir tryggingu, en laun stefnanda hins vegar vera nokkru hærri en samanlagður aflahlutur og trygging samkvæmt uppgjöri stefnda. Er því og haldið fram, að draga beri þá frá kröfu stefn- anda þá fjárhæð, sem hann sannanlega vann sér inn á tímabilinu. Þau sjónarmið, sem koma fram í framangreindum dómi Hæsta- réttar, eru ekki talin eiga við, þar sem þar hafi verið um að ræða fyrirvaralausa uppsögn án saka. Þess vegna er því haldið fram, að ef rétturinn sé þeirrar skoðunar, að stefnanda beri laun fyrir tímabilið frá 24. janúar til 9. marz, beri að vísa kröfu stefnanda frá, þar sem reikningsgrundvöllur hennar sé rangur. Varðandi vaxtakröfu er því haldið fram, að stefnandi hafi ekki átt rétt á uppgjöri fyrr en í desember og að ekki sé venja, að greiddir séu hærri vextir en 6%. 602 - Álit réttarins. Stefnandi var í skiprúmi á skipi stefnda, þegar það var tekið til viðgerðar í Hafnarfjarðarhöfn 25. janúar 1966. Hann var þá ekki lögskráður úr skiprúmi. Samkvæmt 4. grein síldveiðisamn- ings frá 29. desember 1963, sem gilti um lögskipti aðiljanna, bar útgerðarmönnum að tryggja stefnanda mánaðarlegar greiðslur upp í hundraðshluta afla frá lögskráningardegi til afskráningar- dags með mánaðarkaupi, kr. 10.725.00, með vísitöluálagi frá 1. desember til 1. marz 1966, sbr. 28. gr. kjarasamnings, kr. 13.688.00, og frá 1. marz 1966, kr. 13.901.00. Þykir stefnandi ekki í þessu efni eiga að bera hallann af því, að ekki hafði verið lögskráð á skipið, enda hvíldi skráningarskyldan á skipstjóra og útgerðar- manni. Samkvæmt d-lið 2. gr. samningsins bar stefnanda fast mánaðarkaup, kr. 425.00, með vísitöluálagi til 1. marz 1966, kr. ö41.00, og frá 1. marz 1966, kr. 550.00. Samkvæmt 24. gr. samn- ingsins og lögum nr. 68/1964 ber að greiða sem orlofsfé 7 af hundraði af öllum launum. Samkvæmt sömu grein ber að greiða sjúkrasamlagsgjöld fyrir skipstjóra og stýrimenn, „meðan þeir eru lögskráðir á skipið“. Stefnandi var lögskráður á annað skip á tímabilinu frá 26. febrúar til 3. marz. Þykir það ekki samrýmast kjarasamningi, að stefnandi þiggi laun af stefnda þann tíma, enda var hann á þeim tíma ekki reiðubúinn til að gegna starfsskyldum sínum við stefnda. Meðan skipið lá í höfn, var einskis afla að vænta. Í samningi aðiljanna felst skylda til að halda skipinu úti til veiða. Efnda- brestur varð á þeirri skyldu af atvikum, sem varða útgerðarmann. Með hliðsjón, af því, hversu viðgerðin dróst á langinn, þykir því ekki rétt að jafna aflaverðmætinu yfir allt tímabilið frá 7. janúar til 31. maí, eins og haldið er fram af hálfu stefnda. Reiknings- grundvöllur stefnanda, sem byggist á uppgjöri stefnda, verður því að teljast eðlilegur, eins og á stendur. Samkvæmt framansögðu-ber stefnda að greiða stefnanda eins og hér segir: Kauptrygging .. .. .. .. .. .. ..... kr.17.487.60 Kap... — 686.94 Orlofsfé.. .. .... 0... 0... — 1.272.22 Sjúkrrsamlagsgjald .. .. .. ,... 2. — 145.60 Alls kr. 19.592.36 Óumþrættar eftirstöðvar launa .. .. .. — 38.285.05 Samtals kr. 57.877.41 603 Samkvæmt 5. gr. laga nr. 58/1960, sbr. lög nr. 71/1965, sbr. 13. gr. laga nr. 10/1961 og ákvörðun Seðlabanka Íslands 20. maí 1965 ber stefnda að greiða stefnanda 1% mánaðarvexti frá ein- daga skuldarinnar. Samkvæmt gögnum málsins voru kr. 45.844.97 af kröfunni þegar eindagaðar við lok fyrra tryggingartímabils, 31. maí. Þykir því krafa stefnanda um, að dráttarvextir reiknist frá 10. ágúst, hófleg, og verður á hana fallizt. Málskostnaður ákveðst kr. 13.600.00. Tildæmdar kröfur njóta sjóveðréttar samkvæmt 2. tl. 216. gr. siglingalaganna nr. 66/1963. Steingrímur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Þorsteini Einarssyni skipstjóra og Árna Sigurðssyni hafnsögumanni. Dómsorð: Stefndi, Útver h/f, greiði stefnanda, Bryngeiri Vattnes, kr. 57.877.41 ásamt 1% mánaðarvöxtum frá 10. ágúst 1966 til greiðsludags og kr. 13.600.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Sjóveðréttur viðurkennist í m/s Margréti, SI 4, fyrir til- dæmdum fjárhæðum. Fjárnámsgerð fógetadóms Hafnarfjarðar 16. marz 1968. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Guðni Guðnason héraðsdómslög- maður og krefst fjárnáms fyrir kr. 57.877.41 með 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 10. ágúst 1966 til greiðsludags, kr. 100.00 kostnaði af endurriti og birtingu dóms, kr. 13.600.00 málskostnaði samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í, kostnaði við gerð- ina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerð- arbeiðanda. Gerðarþoli, sem á þennan bát, er ekki viðstaddur. Fyrir hann mætir Hjalti Björnsson, sem starfar hér. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt kröfu gerðarbeiðanda. Að kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í eign/eignarhluta gerðarþola, m/b Margrét, SI 4, sjóveði kröfunnar. Fallið var frá virðingu. 604 Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá gerð þessari. Upplesið, staðfest. Gerðinni, sem að nokkru reyndist árangurslaus, lokið. Föstudaginn 2. maí 1969. Nr. 112/1968. Útver h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Jónasi Sigurðssyni (Árni Gunnlaugsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Magnús Þ. Torfason og Theo- dór B. Líndal. Kaupgjaldsmál. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júní 1968. Krefst hann þess, að sér verði aðeins gert að greiða stefnda kr. 17.948.91 með 8% ársvöxtum frá 15. september 1966 til greiðsludags. Þá krefst hann máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Svo sem í héraðsdómi greinir, var stefndi í skiprúmi á skipi áfrýjanda, m/s Margréti, SI 4, þegar skipið var tekið til viðgerðar í Hafnarfirði hinn 24. janúar 1966. Hann hafði verið skipverji fyrir áramót, en hóf aftur störf 7. janúar. Að lokinni viðgerð hélt skipið veiðum áfram hinn 9. marz s. á. Í máli þessu er einungis ágreiningur um kaup stefnda þetta tímabil. Krefst hann lágmarkskaups, kauptryggingarfjár, á þessu tímabili, en síðan kaups samkvæmt hlutaskiptum afla til loka tryggingartímabilsins, 15. maí 1966. Áfrýjandi reisir kröfu sína á því, að stefndi hafi fallizt á 605 að fara í orlof, meðan viðgerðin færi fram, en stefndi hefur mótmælt þvi. Staðhæfing áfrýjanda er ósönnuð, og skipshöfnin var ekki afskráð. Þar sem hvorugur aðilja sagði upp skiprúmssamn- ingnum, gilti kjarasamningurinn frá 2. febrúar 1965 áfram um lögskipti aðilja. Samkvæmt 8. gr. hans var tryggingar- tímabil það, sem hér skiptir máli, frá 1. janúar til 15. mai 1966. Verðmæti aflahlutar stefnda frá 7. janúar til 15. mai nam kr. 33.810.88, en kauptryggingarféð kr. 47.491.70 (19.318.50 28.173.20). Kaupábyrgð áfrýjanda varð þvi virk. Ber áfrýjanda að greiða stefnda þessa fjárhæð ásamt 7% í orlofsfé, kr. 3.324.42, og sjúkrasamlagsgjald í 129 daga, kr. 494.07. Samtals eru þessar fjárhæðir kr. 51.310.19, en aðiljar eru sammála um, að til frádráttar komi kr. 24.935.45. Samkvæmt þessu ber áfrýjanda að greiða stefnda kr. 26.374.74 með vöxtum frá þeim tíma, sem greinir í héraðs- dómi, en aðiljar eru sammála um vaxtafótinn, og svo máls- kostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 16.000.00. Stefndi á sjóveðrétt í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar fjár- hæðum þessum. Dómsorð: Áfrýjandi, Útver h/f, greiði stefnda, Jónasi Sigurðs- syni, kr. 26.374.74 ásamt 8% ársvöxtum frá 21. júlí 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 16.000.00. Stefndi á sjóveðrétt til tryggingar þessum fjárhæðum í m/s Margréti, SI 4. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Hafnarfjarðar 20. apríl 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 28. marz 1968, hefur Jónas Sig- urðsson háseti, Arnarhrauni 22 hér í bæ, höfðað á hendur Útveri h/f, Siglufirði, með framlagningu skjala í dóm 29. nóvember 1966, þar sem umboðsmaður varnaraðilja var mættur til að svara 606 til saka. Skriflegt samkomulag um varnarþing var lagt fram við þingfestingu málsins. Dómkröfur stefnanda eru endanlega þær, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 35.305.27 með 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 21. júlí 1966 til greiðsludags og málskostnað. Auk þess er krafizt viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Margréti, SI 4, til tryggingar tildæmdum fjárhæðum. Af hálfu stefnda er þess krafizt aðallega, að honum verði að- eins gert að greiða kr. 10.928.91, en til vara kr. 17.948.91. Í báðum tilvikum er þess krafizt, að aðeins verði veitt dómsviður- kenning fyrir 8% ársvöxtum frá stefnubirtingardegi og að stefn- anda verði gert að greiða stefnda málskostnað. Í greinargerð krafðist stefndi aðallega sýknu og málskostnaðar, en til vara, að honum yrði aðeins gert að greiða kr. 17.948.91 með 7% ársvöxtum frá stefnubirtingardegi, en að málskostnaður yrði felldur niður. Við munnlegan flutning málsins breytti stefndi kröfum sínum í það horf, sem nú er, og var þeirri breytingu mótmælt af hálfu stefnanda sem of seint fram kominni. Málavextir og málsástæður. 7. janúar 1966 réðst stefnandi sem háseti á m/s Margréti, SI 4. Eigandi og útgerðarmaður var stefndi. Ráðningarsamningi aðilj- anna var slitið 21. júlí 1966, en engin lögskil gerði stefndi stefn- anda, og er mál þetta höfðað til heimtu eftirstöðva launa fyrir störf stefnanda á skipinu. Ekki var lögskráð á skipið. Hins vegar var að sögn stefnanda fært í skipshafnarskrá um borð. Kveður hann skipverja hafa ritað nöfn sín undir bókunina. 6. janúar 1966 sendi Kjartan Friðbjarnarson, framkvæmdastjóri stefnda, lögskráningarstjóran- um á Siglufirði bréf með upplýsingum um þá menn, sem ráðnir höfðu verið í skiprúm. 12. janúar 1966 sendi hann lögskráningar- stjóra skeyti um, að skipið hefði hafið veiðar 7. janúar. Í byrjun maímánaðar sendi framkvæmdastjórinn nafnalista á tilkynningar- eyðublaði fyrir breytingar á skipshöfn, undirritaðan af honum sjálfum. Segir þar, að skipshöfnin, og þar á meðal stefndi, hafi verið afskráð 25. janúar 1966 og komið aftur í skiprúm 9. marz sama ár. 25. janúar lagðist skipið að bryggju í Hafnarfirði og var þar til viðgerðar, þar til það hélt aftur á veiðar 9. marz sama ár. Hefur því verið haldið fram af hálfu stefnda, að skipsmenn hafi verið í orlofi á þessum tíma. Stefnandi hefur gefið aðiljaskýrslu fyrir réttinum. Kveður hann 607 sér ekki hafa verið sagt upp skiprúmi, þegar skipið var tekið til viðgerðar 24. janúar 1966. Hann kveður ekki hafa verið um annað talað en að skipið yrði skamman tíma í höfn og að hann héldi skiprúmi sínu áfram Málið var upphaflega höfðað til greiðslu á kr. 40.000.00 auk vaxta og kostnaðar, en þess er getið í stefnu, að fjárhæð stefnu- kröfunnar sé áætluð og fyrirvari gerður um breytingar á henni undir rekstri málsins. Við þingfestingu málsins lagði stefnandi fram svohljóðandi reikningsyfirlit af hálfu stefnda: „Hr. Jónas Sigurðsson, Arnarhrauni 22, Hafnarfirði. Uppgjör á m.s. Margréti, SI 4, frá 1/1 til 31/5 1966. Aflatrygging frá 7/1 til 24/1 18 daga, 364.50 .. .. kr. 6.561.00 Aflahlutur frá 10/3 til31/5, 2.808% af 1.463.060.43 — 41.081.04 Aflahlutur frá 10/3 til31/5, 2.73% af 334.017.90 .. — 9.118.69 Aflahlutur úr ufsa, 2.808% af 47.190.00... .. .. .. — 1.325.09 Orlof 199 ....... sr... 4.066.01 Sjúkrasamlag 100 daga, 3. 83 a 383.00 Fæði í 100 daga, 67.76 .. .. .. .. .. kr. 6.776.00 Peningar .. .. .. .. .. ..... 0... 2. — 33.000.00 Mismunur... .. ............ .. — 22.758.83 Kr. 62.534.83 Kr. 62.534.83 Bráðabirgðauppsjör frá 1/6 til 21/7 1966. Mismunur frá fyrra tímabili... .... .. kr. 22.758.83 Aflatrygging frá 1/6 til 21/7 51 dag, 364. 50. .. — 18.589.50 Áætlað fæði í 51 dag, 100.00 .. ... .. kr. 5.100.00 Greitt til Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar -. — 25.000.00 Greitt til Bæjarfógetaskrifstofunnar . — 11.000.00 Mismunur .. 0... — 248.33 Kr. 41.348.33 Kr. 41.348.33% Af hálfu stefnanda var uppgjöri þessu lýst sem röngu og ófull- nægjandi, einkum vegna þess að einungis er um bráðabirgða- uppgjör að ræða fyrir tímabilið frá 1. júní til 21. júlí 1966, og einnig vegna þess, að ekki sé rétt skipt í tryggingartímabil sam- kvæmt kjarasamningi útvegsmanna og sjómanna. Einkum er þó reikningsyfirlitið gagnrýnt vegna þess, að stefnanda var ekki reiknuð kauptrygging fyrir tímabilið 24. janúar til 9. marz 1966, 608 en því er haldið fram, að stefnandi hafi verið bundinn ráðningu við stefnda allan tímann, tímabilið falli ekki undir aflahlut, þar sem ekki var verið að veiðum, og hafi stefnandi þannig orðið fyrir tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á. Auk þess var það sérstak- lega gagnrýnt, að tímabilinu frá 7. janúar til 15. maí er skipt niður í kauptryggingartímabil og tímabil, þar sem kaupgreiðslur eru bundnar við aflahlut. 7. febrúar 1967 var lögð fram greinargerð af hálfu stefnda og svohljóðandi reikningsyfirlit fyrir tímabilið 1. júní til 21. júlí 1966: „Jónas Sigurðsson, Arnarhrauni 22, Hafnarfirði. Pro: Aflahlutur 1/6—21/7, 2.808% úr 1.160.865.84 kr. 32.597.11 — Orlof 1%} 2... 0... .— 2.281.80 — Sjúkrasamlag 51 dag, 383 .. .. 2... 2... 2. — 195.33 — Mismunur f. f. yfirliti .. .. .. .. .. ... .. .. — 22.758.83 An.: Fæði 51 dagur, 76,16 .. .. .. .. kr. 3.884.16 — Greitt Bæjarsj. Hafnarfj. .. .. — 25.000.00 — Greitt bæjarfógeta Hafnarfj. .. — 11.000.00 — Mismunur .... ........ 2... — 17.948.91 Kr.57.833.07 Kr. 57.833.07“ Varakrafa stefnda var síðan byggð á því, að þetta reiknings- yfirlit yrði lagt til grundvallar lögskilum aðiljanna vegna skip- rúmssamningsins. Haldið er fast við reikningsaðferð við útreikn- ing launa stefnanda fyrir fyrra tímabilið frá 7. janúar til 31. maí 1966. Aðalkrafan var studd þeim rökum, að stefnandi hefði tekið þátt í uppreisn gegn skipstjóra, og heimilaði það stefnda að draga af kaupi hans sem næmi inneign hans. Eftir að gagnasöfnun lauk og áður málið yrði tekið til munn- legs flutnings, féll dómur í máli, sem Bryngeir Vattnes, 11. stýri- maður, hafði höfðað hér fyrir dómi á hendur stefnda í máli þessu til heimtu launa fyrir störf á m/s Margréti, SI 4, á sama tímabili og stefndi krefst launa fyrir í máli þessu. Var niðurstaða dóms á þann veg, að stefnanda bæri kauptrygging fyrir tímabilið frá 24. janúar 1966 til 9. marz 1966, er skipið var til viðgerðar í Hafnar- firði. Er málið var tekið til munnlegs flutnings, var stefnukröfum breytt í það horf, sem nú er. Stefnandi fellur nú frá allri gagnrýni á reikningsfærslu stefnda og krefst þess eins, að stefnda verði, 609 auk þess sem hann viðurkennir að skulda stefnanda, gert að greiða honum kauptryggingu fyrir tímabilið frá 24. janúar til 9. marz. Svo heldur stefnandi og fast við vaxtakröfu og málskostnað. Kröfu sína sundurliðar stefnandi nú svo: 1. Tímabilið frá 24. 1. 1966 til 9. 3. 1966: Kauptrygging: Frá 24. 1. 1966 til 1. 3. 1966, kr. 363.81 pr. dag í 35 daga .. .. .. .. .. .. kr.12.733.35 Frá 1. 3. 1966 til 9. 3. 1966, kr. 370.00 pr. dagí9 daga „. .. .... .. ... — 3.330.00 —.—.— kr.16.063.35 Orlof 7% .. 0... so... — 1.124.43 Sjúkrasamlagsgj. frá 94. 19. 3. 1966. a 168.58 Kr. 17.356.36 2. Innstæða samkvæmt uppgjöri stefnda á rskj. MIT... — 1T.948.91 Kr. 35.305.27 Stefndi fellur nú frá aðalkröfu sinni og setur fram nýja aðal- kröfu um, að honum verði aðeins gert að greiða stefnanda kr. 10.928.91. Kveður hann kröfuna byggða á því, að ef reikna eigi laun stefnanda í samræmi við heildarsamninga sjómanna og útgerðarmanna og breytta kröfugerð stefnanda, hafi afli verið meiri á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí en sem svaraði kaup- tryggingu. Hið sama kveður stefndi um tímabilið frá 15. maí til loka skiprúmssamningsins. Stefndi fellur þannig frá fyrri skoðun sinni, sem fram kemur í reikningsyfirliti hans, og fellst á það sjónarmið stefnanda, sem fram kemur í greinargerð hans um, að reikna beri tryggingartímabil í samræmi við 8. gr. síldveiðisamn- ings milli Landssambands íslenzkra útvegsmanna og nokkurra sjómannafélaga frá 2. febrúar 1965, þar sem segir, að tryggingar- tímabil á síldveiðum skuli vera þrjú, það er: 1. janúar til 15. maí, 16. ímaí til 15. september og frá 16. september til 31. desember. Mótmæli stefnanda segn breyttri kröfugerð stefnda byggjast á því, að stefndi hafi með fyrri afstöðu sinni í málinu viðurkennt, að stefnandi eigi inni hjá honum kr. 17.948.91, og að reikna beri laun stefnanda með þeim hætti, sem lýst er hér að framan og stefnandi hefur nú sætt sig við. Er því haldið fram af hálfu stefn- 39 610 anda, að stefndi geti nú ekki breytt þessari afstöðu til óhagræðis fyrir stefnanda. Af stefnda hálfu er því haldið fram, að afstaða réttarins í málinu: Bryngeir Vattnes gegn Útveri h/f og breytt kröfugerð stefnanda réttlæti afstöðubreytingu stefnda. Álit réttarins. Þegar stefndi lagði fram greinargerð sína, lá fyrir í málinu reikningsyfirlit hans um skuldaskil hans og stefnanda fyrir tíma- bilið frá 7. janúar 1966 til 31. maí 1966. Einnig lá þá fyrir, að stefnandi taldi vanta í yfirlitið laun sín fyrir tímabilið frá 24. janúar 1966 til 9. marz 1966. Ef stefndi vildi gera breytingu á reikningsgrundvellinum stefnanda í óhag vegna kröfu hans um laun fyrir nefnt tímabil, hefði hann átt að gera kröfu þar að lútandi í greinargerð sinni. Í stað þess leggur hann fram með greinargerðinni reikningsyfirlit fyrir tímabilið frá 1. júní til 21. júlí 1966, þar sem byggt er á reikningsyfirliti fyrir fyrra tíma- bilið. Breyting sú, sem stefndi gerði á kröfugerð sinni, stefnanda í óhag, við munnlegan flutning málsins, er þannig of seint fram komin .og kemur ekki til álita. Sýknukrafa stefnda byggðist á Þeirri ímálsástæðu, að stefnandi hefði fyrirgert rétti sínum til Þeirra launa, sem viðurkennt var, að hann hefði unnið sér inn. Frá þessari kröfu hefur stefndi nú fallið. Gagnrýni umboðsmanns stefnanda í greinargerð á reikningsaðferð stefnda verður ekki skilin þann veg, að hann hafi viljað gera málstað umbjóðanda síns lakari. Að því er varðar tímabilið frá 25. janúar til 9. marz 1966 er álit réttarins sem hér segir: Stefnandi var í skiprúmi á skipi stefnda, þegar það var tekið til viðgerðar í Hafnarfjarðarhöfn 25. janúar 1966. Hann var þá ekki lögskráður úr skiprúmi. Sam- kvæmt 8. gr. síldveiðisamnings frá 2. febrúar 1965, sem aðiljar telja gilda um lögskipti sín, bar útgerðarmanni að tryggja stefn- anda kr. 9.009.00 í lágmarkskaup fyrir hvern mánuð (30 daga) af ráðningartímanum. Samkvæmt 26. gr. samningsins skal kauptrygging hækka í sama hlutfalli og kaup verkafólks á viðkomandi stað á gildis- tíma samningsins. Er því ómótmælt haldið fram af stefnanda, að á tímabilinu frá 1. desember 1965 til 30. apríl 1966 hafi mán- aðarkaupið þannig numið kr. 10.935.00 og frá 1. marz 1966 kr. 11.121.00. Samkvæmt 12. gr. samningsins ber stefnanda 7% orlofs- fé af öllum launagreiðslum, og samkvæmt sömu grein skal út- gerðarmaður greiða sjúkrasamlagsgjöld skipverja. 611 Ráðningarsamningi stefnanda virðist ekki hafa verið slitið, er skipið var tekið til viðgerðar 25. janúar 1966. Ósannað er gegn mótmæluim stefnanda, að hann hafi verið í orlofi á viðgerðartím- anum. Meðan skipið lá í höfn, var einskis afla að vænta. Með hliðsjón af því, hversu mjög viðgerðin dróst á langinn, þykir það í bezta samræmi við kjarasamninginn, sem ræður lögskiptum aðiljanna, að reikna stefnanda laun án tillits til aflabragða. Fyrir því ber að fallast á kröfu stefnanda um laun fyrir viðgerðartímann. Stefndi hefur mótmælt vaxtakröfu stefnanda, bæði hæð hennar og upphafstíma. Engin lagarök virðast leiða til að reikna vextina einungis frá stefnubirtingardegi, svo sem stefndi krefst. Hins vegar verður að fallast á, að vaxtakrafan sé of há. Samkvæmt 13. grein laga nr. 10/1961 um Seðlabanka Íslands hefur bankinn vald til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 58/1960 um bann við okri, dráttarvexti o. fl. Samkvæmt lögum nr. 71/1965 um breytingu á síðargreindu lögunum skulu dráttarvextir fara eftir því, sem bankinn ákveður. Samkvæmt auglýsingu 30. des- ember 1965 skulu dráttarvextir í lánsviðskiptum vera 1% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. Viðskipti aðilja þessa máls verða ekki talin lánsviðskipti í skilningi greindrar auglýsingar. Bankinn hefur ekki tekið afstöðu til þess, hverjir dráttarvextir skuli reiknast af öðrum skuldum, og virðist í því efni verða að fara eftir þeim reglum, sem giltu fyrir gildistöku laga nr. 71 frá 1965. Verður því að fallast á þá kröfu stefnda, að vextir reiknist að- eins 8%. Málskostnaður telst hæfilega ákveðinn kr. 8.750.00. Dóm þenna kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson, full- trúi bæjarfógeta, formaður dómsins, og meðdómsmennirnir Þor- steinn Einarsson skipstjóri og Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri. Dómsorð: Stefndi, Útver h/f, greiði stefnanda, Jónasi Sigurðssyni, kr. 35.305.27 með 8% ársvöxtum frá 21. júlí 1966 til greiðslu- dags og kr. 8.750.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lög- birtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Sjóveðréttur viðurkennist fyrir tildæmdum fjárhæðum í m/s Margréti, SI 4. 612 Mánudaginn 5. maí 1969. Nr. 135/1968. Rósmundur Runólfsson og Sigtryggur Runólfsson (Þorsteinn Júlíusson hdl.) gegn Sigurði Hafsteini Konráðssyni og Hermanni Helgasyni (Kristinn Einarsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. Líndal. Skaðabótamál. Sýkna. Frávisun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. júlí 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 19. s. m. Krej- ast þeir sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Málsatvik eru skilmerkilega rakin í héraðsdómi. Eins og þar greinir, keypti stefndi Sigurður Hafsteinn Konráðsson íbúð í kjallara hússins nr. 32 við Sólheima af áfrýjendum hinn 21. júní 1958. Var íbúðin seld fokheld. Í kaupsamningi aðilja er sagt, að kaupandi gangi „inn í sameiginlegan kostn- að við miðstöðvarkerfi eftir reikningi“. Jóhannes Árnason pípulagningameistari annaðist allar pípulagnir í húsið sam- kvæmt samkomulagi við áfryjendur. Ekki er ljóst, hvort samningur þessi lá fyrir, er stefndi Sigurður Hafsteinn keypti íbúðina, Hann galt áfrýjendum þá fjárhæð, sem í hlut kjall- araíbúðarinnar kom af kostnaðinum við pipulögnina. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að stefndi Sig- urður Hafsteinn hafi samþykkt, að Jóhannes Árnason leysti verkið af hendi. Áfrýjendur bera því ekki gagnvart stefnda Sigurði Hafsteini ábyrgð á þeim mistökum, sem Jóhannesi 613 hafa orðið á við framkvæmd verksins, enda stafa gallar þeir, sem málið fjallar um, ekki af tilverknaði áfrýjanda. Ber því að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda Sigurðar Hafsteins Konráðssonar. Stefndi Hermann Helgason keypti 1. hæð hússins af áfrýj- endum hinn 9. september 1958. Samkvæmt kaupsamningn- um var íbúðin seld tilbúin „undir tréverk og málningu, og skal öllu sameiginlegu múrverki vera lokið“. Samkvæmt gögnum máls þessa verður að leggja til grundvallar þá úrlausn héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum kunnáttu- mönnum, að sprungan á kaldavatnspípunni hafi stafað „af missmíð við uppsetningu kaldavatnsleiðslunnar“. Þykir því stefndi Hermann Helgason eiga rétt til afsláttar á kaupverði því, sem hann galt áfrýjendum fyrir íbúðina, vegna galla, sem raktir yrðu til þessa vansmiðis, en þessi þáttur málsins er svo vanreifaður, að ekki verður dómur á hann lagður. Ber því að vísa málinu frá héraðsdómi að þessu leyti. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Framangreindri kröfu stefnda Hermanns Helgasonar er vísað frá héraðsdómi. Áfrýjendur, Rósmundur Runólfsson og Sigtryggur Runólfsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnda Sig- urðar Hafsteins Konráðssonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. febrúar 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hafa höfðað fyrir bæjarþinginu þeir Hermann Helgason og Sigurður Hafsteinn Konráðsson, báðir til heimilis að Sólheimum 32 hér í borg, með stefnu, útgefinni hinn 29. nóvember 1963, á hendur þeim Rós- mundi Runólfssyni, Melgerði 18, og Sigtryggi Runólfssyni, Heið- argerði 11, báðum hér í borg, til greiðslu skaðabóta in solidum að fjárhæð kr. 107.671.97 ásamt 9% ársvöxtum frá |. janúar 1963 til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. 614 Stefnendur hafa stefnt þeim Jóhannesi Árnasyni pípulagn- ingameistara, Ásgarði 75, og Halldóri Halldórssyni, Hólsvegi 17 hér í borg, til réttargæzlu í málinu. Halldór Halldórsson er nú látinn, og hefur dánarbú hans komið í hans stað í málinu. Þá hafa stefnendur tilkynnt sameigendum sínum að húseigninni nr. 32 við Sólheima, þeim Heiðari Steingrímssyni og Skarphéðni Kristjánssyni, báðum til heimilis að Sólheimum 32, um mála- rekstur þennan samkvæmt ákvæði 52. gr. einkamálalaganna. Á hendur þessum aðiljum eru engar kröfur gerðar, og af þeirra hálfu hafa engar kröfur verið hafðar uppi að öðru leyti en því, að af hálfu dánarbús Halldórs Halldórssonar er krafizt máls- kostnaðar úr hendi stefnenda. Af hálfu stefndu eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnenda og þeim jafnframt dæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda og að mati dómsins, en til Vara, að dómkröfur stefnenda verði lækkaðar og málskostnaður verði látinn falla niður. Málavextir eru þessir: Með kaupsamningi, dags. hinn 21. júní 1958, keypti stefnandinn Sigurður fjögurra herbergja íbúð í kjallara hússins nr. 32 við Sól- heima hér í borg af þeim stefndu Sigtryggi og Rósmundi. Nánar tiltekið er íbúðin 4 herbergi, eldhús, baðherbergi, ytri- og innri- gangur og sérgeymsla svo og hlutfallslegur eignarréttur að sameig- inlegu þvottahúsi, hitaklefa og göngum í kjallara. Samkvæmt nán- ari ákvæðum í kaupsamningnum var eignarhlutinn seldur í fok- heldu ástandi, múrhúðaður að utan, með einföldu gleri í sluggum, og skyldi kaupandi ganga inn í „sameiginlegan kostnað við mið- stöðvarkerfi eftir reikningi“. Þá skyldi járn vera á þaki, útihurð í aðalinngangi kjallaraíbúðarinnar og ytri svalahurð (garðhurð). Skyldi eignin vera laus til fullra afnota fyrir kaupanda, þegar húsið væri fokhelt, og frá sama tíma skyldi kaupandi greiða skatta og skyldur af eignarhlutanum. Kaupverð var ákveðið kr. 150.000.00, er greiðast skyldi samkvæmt nánari ákvæðum kaup- samningsins. Með kaupsamningi, dags. hinn 9. september 1958, keypti stefnandinn Hermann sex herbergja íbúð á fyrstu hæð í húsinu nr. 32 við Sólheima. Nánar tiltekið er íbúðin sex her- bergi, eldhús, bað ásamt sérgeymslu í kjallara svo og sameiginleg geymsla undir útitröppum. Þá fylgdi íbúðinni þvottahús, kyndiher- bergi gangur að “4 hluta og leigulóðarréttindi að M hluta svo og bílskúrsréttindi, „annars allt nánar samkvæmt eignaskiptasamn- ingi, dags. 19. ágúst 1958“, eins og segir í kaupsamningnum. Sam- 615 kvæmt nánari ákvæðum í samningnum skyldi seljandi skila íbúð- inni í því ástandi, að hún væri tilbúin undir tréverk og máln- ingu, og skyldi öllu sameiginlegu múrverki vera lokið. Þá skyldi fullgengið frá útitröppum og svölum, og útihurð úr teak skyldi fylgja og svalahurðir úr oregonpine. Þá skyldi einnig fullgengið frá járni á þaki og niðurföllum. Þá skyldi kaupandi greiða heim- taugargjald fyrir rafmagn. Að fullu skyldi gengið frá miðstöðvar- lögn og miðstöðvartækjum. Kaupverðið var ákveðið kr. 440.000.00 og skyldi greiðast samkvæmt nánari ákvæðum í kaupsamningn- um. Með kaupsamningi, dags. hinn 20. júní 1958, hafði Hallgrímur Heiðar Steingrímsson keypt af stefndu 3. hæð hússins (risíbúð). Var eignarhlutinn seldur í smíðum og skyldi afhendast í fok- heldu ástandi. Skyldi miðstöðvarlögn fylgja uppsett með í kaup- unum og frágengin að öllu leyti og einnig skyldu vatns- og skolplagnir að tækjum fylgja. Eins og fram kemur í síðastgreindum kaupsamningi, höfðu þáverandi eigendur fasteignarinnar nr. 32 við Sólheima, þeir stefndu Sigtryggur og Rósmundur, stefnandinn Sigurður Haf- steinn og Heiðar Steingrímsson gert með sér sameignarsamning um eignina. Er þar tilgreind séreign hverrar hæðar fyrir sig, sameignarhlutföll, skipting sameiginlegs kostnaðar o. fl. Stefnend- ur kveða í ljós hafa komið, að frágangur hins selda, fokhelda húss hafi verið alsendis óforsvaranlegur og hafi sí og æ verið að koma fram stórir og smáir gallar og skemmdir, sem í fyrstu hafi verið leyndar, en smátt og smátt hafi orðið augljósar. Aðal- stefndu hafi verið tilkynnt um gallana, jafnóðum og þeir hafi orðið ljósir, og hafi þeir gert tilraunir til úrbóta og lagfæringa, en ekki hafi þær borið tilætlaðan árangur. Kveða stefnendur svo hafa verið komið síðla árs 1962, að húseigendur hafi eigi getað unað lengur við svo búið, og hafi þeir hinn 4. október 1962 fengið dómkvaðda matsmenn til að skoða og meta til fjár hina ýmsu og margþættu galla, sem komið höfðu fram á húseigninni. Kveða stefnendur matsmenn hafa talið þegar eftir fyrstu skoðun sína, að óhjákvæmilegt væri að hefjast tafarlaust handa um viðgerðir á húsinu og hafi það verið gert. Í matsgerðinni segir um atriði þau, sem fjallað er um í máli þessu: „„... í kjallara eru skemmdir öllu mestar, í fremri gangi að sameiginlegum geymslum, Í íbúð- inni sjálfri á eldhúsinnréttingu, gólfdúk á innri gangi og eldhúsi, málning er farin af veggjum í eldhúsi, fremri og innri forstofu, svefnherbergisskápum og í stofu. ... Aðalinntak kalda vatnsins slagar mjög, og myndast raki af því, sem einnig kann að hafa 616 valdið skemmdum í kjallara ...“. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, þeirra Einars Sveinssonar múrarameistara og Magn- úsar Jóhannessonar húsasmíðameistara, dags. hinn 18. júní 1963, segir m. a. svo: „Eitt af því, sem matsmönnum var bent á við skoðun, var, að leka hefði orðið vart í kjallaraherbergi, sem er undir baðher- bergi á 1. hæð. Þegar það var athugað nánar, kom í ljós, að biluð var tenging á frárennsli frá baðkerinu, við skolprörið. Þetta var lagfært, og hefur ekki borið á leka í herberginu síðan. Einn af þeim göllum, sem nefndir eru í matsbeiðninni, er, að raki muni vera á milli steypulaga í kjallaragólfinu, en þar liggja hita- og vatnsleiðslurnar fyrir allt húsið, sérlögn fyrir hverja íbúð. Gólfdúkur hafði losnað af fremri gangi að sameiginlegum geymslum, eins var í eldhúsi og víðar, að raka hafði orðið vart. Gólfið í fremri ganginum var höggvið upp. Greinilegur raki var Í einangruninni og rörin ryðguð utan og hrúðruð, en hvergi fannst leki. Gólfið í geymslunni, þar sem aðalinntak kalda vatnsins er tekið upp úr gólfsteypunni, var blautt allt í kringum rörið. Þannig stóð þetta um tíma, að hvergi fannst leki, en greinilegt var, að raki var í gólfinu, bæði í fremri gangi að sameiginlegum geymslum og eins í suðurenda, í íbúðargangi og eldhúsi, einkum hjá ísskáp. Ekki virtist rakinn í eldhúsinu aukast neitt, þótt vatnslekinn frá baðinu á 1. hæð kæmi niður í litla herbergið, sem er næst við eldhúsið. Þegar höggvið var gat á slitlagið í innri gangi kjallaraíbúðar- innar, kom í ljós, að þar var leki á hitaleiðsluröri fyrir kjallara- íbúðina. Rörin voru þar öll hrúðruð og meira og minna tærð. Þegar húseigendum varð ljóst, hvað leiðslurnar voru skemmdar, gengust þeir í að fá pípulagningamenn til að rífa öll skemmd rör upp úr kjallaragólfinu og setja ný Í staðinn. Í sambandi við þessa viðgerð kom í ljós, að vatnsrör frá ris- íbúðinni var bilað inni í vegg bak við ísskápinn. Sennilega hefur vatnsleiðslan bilað, þegar húsið var í smíðum, en lekinn verið svo lítill, að hans gætti ekki fyrr en eftir langan tíma. Við viljum geta þess, að við álítum að lekinn frá bakinu hafi ekki valdið skemmdum nema á risíbúð og í baðherbergi og barnaherbergi á 2. hæð. Þegar matsmenn komu fyrst í húsið, hafði viðgerð á þakinu farið fram, og voru til reikningar fyrir þeirri vinnu ásamt efni, einnig voru til reikningar fyrir viðgerð í ketilhúsi og gangi. 617 Þegar lekinn á miðstöðvarrörinu fannst, var svo mikið af rör- um orðið skemmt, að heita má, að allar lagnir í kjallaragólfinu hafi verið endurnýjaðar, síðan þurfti frauðsteypu í gólfið, slit- lag, gólfdúka og málningu. Fyrir öllu þessu eru til reikningar. Þeir reikningar, sem við höfum séð fyrir ofan- greindar viðgerðir, eru að upphæð .. .. .. .. kr.69.811.00 Það, sem við tökum til mats, er málun á því, z sem skemmzt hefur af vatnsleka í risíbúð. Það teljum við hæfilega metið á .. .. ... .. .. .. .. — 5.500.00 Málun á 2. hæð .. 2. ..0.0. 0... 0... 3.500.00 Að ganga frá svölum og undir gluggum .. .. — 2.200.00 Samtals kr. 81.011.00% Stefnendur hafa höfðað mál þetta til heimtu bóta fyrir tjón það, sem varð í kjallara og þeir telja, að stafi af leyndum göllum á frágangi íbúða þeirra á 1. hæð og í kjallara, og er því haldið fram af þeirra hálfu, að á göllum þessum og tjóni því, sem af þeim hafi orðið, beri stefndu Rósmundur og Sigtryggur ábyrgð sem húsbyggjendur og seljendur. Sýknukrafa stefndu er byggð á því, að skemmdir þær á leiðsl- um í kjallaragólfi hússins, sem fjallað er um í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, verði á engan hátt raktar til óhæfilegs frágangs af hendi stefndu. Er því haldið fram, að stefnandinn Hermann hafi látið tengja baðker í íbúð sinni við niðurfall án þess að kveða til sérfróðan mann. Tenging þessi hafi verið stór- gölluð og hafi valdið því, að vatn úr baðkerum 1., 2. og 3. hæða hafi runnið út í einangrun í vegg og niður í vikureinangrun Í gólfi kjallarans. Þá er því haldið fram, að stefnandinn Sigurður hafi keypt kjallaraíbúðina í fokheldu ástandi og án miðstöðvar- lagnar, en hann hafi gengið inn í tilboð Jóhannesar Árnasonar, sem hann hafi gert um lagningu miðstöðvar í allt húsið, og hafi Sigurður greitt sinn hluta samkvæmt því. Þá hafi Sigurður að eigin ósk fengið að leggja vikurplötur til einangrunar í kjallara- gólfið í staðinn fyrir rauðamöl, sem stefndu hafi átt að leggja til. Þeir hafi því lagt til vikurplötur og sement, en Sigurður hafi svo framkvæmt verkið sjálfur. Þá er því haldið fram, að áður en Jóhannes Árnason pípulagningameistari hafi skilað verkinu af sér, hafi hann þrýstiprófað miðstöðvar- og vatnslagnir og hafi því stefndu ekki vitað annað en lagnir þessar væru í fullkomnu lagi. Eftir að Jóhannes hafi svo skilað sínu verki, hafi stefnandinn 618 Sigurður haft allan veg og vanda af framkvæmdum í kjallara- íbúðinni, þar með talinn frágangur á gólfi og veggjum, og hljóti því leki sá, sem matsmenn telja sig hafa fundið á kaldavatnslögn í kjallaravegg, hafa orsakazt af sköddun í rörinu, sem stefnand- inn Sigurður eða starfsmenn hans hafi valdið. Er því haldið fram, að stefndu beri enga ábyrgð á þessu ástandi kjallarans. Matsmaðurinn Einar Sveinsson hefur staðfest matsgerð sína fyrir dómi. Skýrði hann svo frá, að alls staðar hafi verið mikil bleyta í kjallaragólfinu, þar sem þeir matsmennirnir hafi látið höggva það upp. Hann kveður rörin í gangi kjallaraíbúðarinnar hafa verið mjög skemmd. Matsmaðurinn kveður vatnsrörið frá risíbúðinni í veggnum bak við ísskápinn í kjallara hafa verið sprungið. Ekki kveðst matsmaðurinn vilja fullyrða um það, hvort vatnsaginn frá baðinu á 1. hæð hafi getað komizt í ein- angrunina í kjallaragólfinu. Kveðst hann enga sprungu hafa séð í kjallaragólfinu, þar sem lekinn kom niður, og kveður þeim matsmönnum hafa verið tjáð, að leki þessi hafi ekki verið nema öðru hverju. Hann kveðst ekki geta fullyrt um, hvort tenging- unni frá frárennslinu frá baðkerinu á 1. hæð hafi verið áfátt frá upphafi. Ekki kveðst matsmaðurinn nú muna, hvar umrædd teng- ing frá frárennslinu var biluð, og ekki kveðst hann vita, hvað orðið hafi af vatni því, sem lak um tenginguna. Matsmaðurinn kveður það álit sitt, að raki hafi komizt í vikureinangrun kjall- aragólfsins frá lekanum á kaldavatnsrörinu í veggnum bak við ísskápinn og stafi tæringin á rörunum í kjallaragólfinu frá því. Matsmaðurinn kveðst ekki muna, hvort niðurfallsrörin niður í kjallarann hafi verið í stokk eða ekki. Matsmaðurinn kveður þá matsmennina ekki hafa farið „kritiskt“ í gegnum reikninga þá að fjárhæð kr. 69.811.00, sem greint er frá í matsgerð þeirra. Matsmaðurinn Magnús Jóhannesson hefur staðfest matsgerð sína fyrir dómi. Skýrði hann svo frá að mikill raki hafi verið í einangrun í kjallaragólfi og hafi rör þar verið mjög tærð. Ekki kveðst hann treysta sér til að fullyrða um orsakir þess, að rörin tærðust. Matsmaðurinn kveður lekann frá baðkerinu á 1. hæð hafa komið fram í lofti kjallaraherbergis. Kveður hann vel geta verið, að eitthvað hafi komizt með niðurfallsrörinu niður í kjall- aragólf. Hann kveður lekann hafa verið mjög greinilegan í lofti kjallaraherbergisins og hafi beint dropið úr loftinu, þegar vatni var hleypt úr baðkerinu. Ekki kveðst vitnið geta lýst galla þeim, sem var á tengingu baðkersstútsins við niðurfallsrörið, þar sem hann hafi ekki skoðað þann galla. Kveður matsmaðurinn stefn- 619 andann Hermann Helgason hafa fengið pípulagningamann til þess að gera við það, sem áfátt var. Matsmaðurinn kveður þá matsmennina hafa lesið yfir reikninga þá að fjárhæð kr. 69.811.00, sem getið er um í lok fyrri matsgerðar þeirra, og hafi þeir ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þá. Stefnandinn Sigurður H. Konráðsson hefur skýrt svo frá, að hann hafi flutt í kjallaraíbúðina í ágústmánuði 1959. Kveður hann það líklega hafa verið fyrir jólin 1962, að rakinn í íbúðinni kom fyrst í ljós og hafi viðgerð svo farið fram um páskana 1963. Sigurður kveður stefndu hafa ráðið Jóhannes Árnason pípulagn- ingameistara til að leggja leiðslur í allt húsið. Jóhannes eða menn undir hans stjórn hafi lagt allar leiðslur í húsið, þar með leiðslur fyrir kalt vatn. Kveðst Sigurður hafa greitt stefndu þá fjárhæð, sem komið hafi í hlut kjallaraíbúðarinnar af þeim kostn- aði. Sigurður kveðst hafa tekið við kjallaraíbúðinni í fokheldu ástandi og kveðst sjálfur og menn, sem hann réð, hafa unnið við að fullgera hana. Sigurður kveður rör það í vegg bak við ísskáp, sem skaddazt hafi, hafa verið lagt af Jóhannesi Árnasyni eða mönnum hans og hafi verið búið að leggja það, er hann tók við íbúðinni, og hafi það verið rauf í veggnum, sem ekki hafi verið búið að loka. Hins vegar telur Sigurður, að búið hafi verið að vefja tjörupappa utan um öll rör, sem verið hafi í raufinni, og hafi Jóhannes og menn hans gert það. Sigurður kveður síðan múrarameistara, sem unnið hafi á sínum vegum, hafa lokað rauf- inni. Sigurður kveðst sjálfur hafa lagt einangrun í kjallaragólfið og hafi þá verið búið að vefja tjörupappa og gosull utan um rör þau, sem lágu í gólfinu, en rörin kveður hann ekki liggja í raufum. Sigurður kveður vikurplötur hafa verið notaðar til að einangra kjallaragólfið í stað rauðamalar að ósk stefndu, sem komið hafi með plöturnar, og kveður hann, að þar hafi verið um að ræða afgang frá íbúðum efri hæða hússins. Sigurður kveður stefnendur í fyrstu hafa talið, að rakinn í kjallaragólfinu stafaði frá leka, sem komið hafði fram á efri hæðunum, og hafi þá verið kvartað við stefndu, en ekki kveðst Sigurður muna, hvenær fyrsta sinn var kvartað. Telur hann, að eigendur efri hæðanna hafi fyrst kvartað út af lekanum hjá þeim. Sigurður kveður rörin í kjallaragólfinu hafa verið tærð af raka, en aðrir gallar ekki sjáanlegir. Hafi rörin hvorki verið rifin né sprungin, heldur að- eins ryðguð í sundur. Sigurður kveðst hafa verið viðstaddur, er matsmenn athuguðu, hvað ylli lekanum frá baðkeri á 1. hæð. Kveður hann þéttingu hafa verið áfátt, þar sem stúturinn frá 620 baðkerinu kom inn í niðurfallsrörið, og hafi það valdið því, að vatnið skvettist til baka, þegar hleypt var úr baðkerinu. Af þessu hafi komið fram leki ofarlega á vegg í herbergi í kjallaranum. Sigurður kveður niðurfallsrör þetta vera í rauf í veggnum og ekki einangrað að öðru leyti en því, að það hafi verið vafið með tjörupappa. Kveður hann fyllt hafa verið upp í raufina með múrhúðun. Sigurður kveður samskeytin á niðurfallsrörinu vera um 40 cm fyrir neðan loftið og rörin þar óeinangruð, og kveður hann vatnið koma þar út úr veggnum. Ekki kveður Sigurður sér kunnugt um, hvort rörin í húsinu hafi verið reynd með þrýst- ingi. Sigurður kveðst hafa þurft að flytja úr kjallaraíbúðinni, á meðan stóð á viðgerð á rörum í kjallaragólfinu. Kveðst hann hafa verið í burtu í einn mánuð og leigt sér herbergi á meðan og greitt fyrir kr. 1.000.00, að því er hann minnir. Stefndi Sigtryggur hefur skýrt svo frá, að eiginlega hafi ekki verið kvartað yfir skemmdum í kjallara, fyrr en til málsóknar þessarar kom. Sigtryggur kveður Jóhannes Árnason hafa gert til- boð í vinnu við pípulagnir í húsinu og hafi það tilboð verið sam- þykkt. Þetta hafi gerzt, áður en íbúðirnar voru seldar, en hins vegar hafi stefnandinn Sigurður Konráðsson óskað eftir að ganga inn í tilboðið eftir reikningi. Sigtryggur kveðst hafa heyrt um Það talað, að bilun hefði fundizt í röri í kjallaravegg, en ekki hafi sér verið tilkynnt um þá bilun eða skemmdir út af henni. Sig- tryggur kveðst hafa verið boðaður af matsmönnum, þegar fyrsta skoðun þeirra fór fram, en eftir það hafi þeir aðeins einu sinni hringt í sig og hafi það verið í sambandi við bilun á tengingu baðkers á 1. hæð. Kveðst hann þá hafa beðið Jóhannes Árnason um að fara og athuga bilun þessa. Sigtryggur kveðst hafa heyrt, að járnsmíðanemi á vegum stefnandans Hermanns Helgasonar hafi tengt baðkerið á 1. hæð við niðurfallsrörið. Sigtryggur kveð- ur stefnandann Sigurð Konráðsson hafa farið fram á það, að þeir seljendurnir legðu til vikurplötur, sement og sand í stað rauða- malar samkvæmt samningi og hafi Sigurður jafnframt boðizt til að leggja í gólfið. Kveður Sigtryggur þá seljendurna hafa keypt vikurplötur gagngert í þessum tilgangi. Stefndi Rósmundur Runólfsson hefur skýrt svo frá, að þeir Sigtryggur hafi ráðið Jóhannes Árnason til að leggja vatns, hita- og skolplagnir í húsið, og telur, að Jóhannes hafi unnið verkið samkvæmt föstu tilboði í verkið. Ekki kvaðst hann muna, hvort tilboð þetta lá fyrir, er stefnandinn Sigurður Konráðsson keypti íbúð sína, eða hvort það var borið undir hann, en Sigurður 621 hafi alla vega verið samþykkur því, að Jóhannes ynni verkið. Rósmundur kveðst hafa verið kvaddur til, er búið var að brjóta upp úr gólfinu í kjallara, og kveðst hafa séð tærð rör skammt frá þeim stað, þar sem klóaksrammi liggi upp á hæðirnar. Hann kveðst hafa frétt af því, að rör hafi verið bilað í vegg bak við ísskáp í eldhúsi kjallaraíbúðarinnar, en ekki kveðst hann vita neinar sönnur á því, og kveður skemmd þessa ekki hafa verið borna undir sig á neinn hátt. Rósmundur kveðst telja, að rakinn í einangrun kjallaragólfsins geti vel hafa stafað frá leka þeim, sem stafaði af hinni ófullkomnu tengingu bakers á 1. hæð við niðurfallsrör. Rósmundur kveður það hafa verið samkvæmt beiðni Sigurðar Konráðssonar, að þeir stefndu lögðu til vikurplötur í stað rauðamalar í kjallaragólfið, og kveður þá hafa keypt vikur- plötur sérstaklega í þessu skyni að langmestu leyti. Hann kveður ódýrara hafa verið að nota rauðamöl í stað wikurplatnanna. Jóhannes Árnason hefur skýrt svo frá, að hann hafi annazt pípulagnir í húsinu nr. 32 við Sólheima samkvæmt tilboði. Kveðst hann aðeins hafa lagt að hreinlætistækjum og því ekki annazt tengingu á baðinu á 1. hæð. Jóhannes kveðst hafa verið viðstadd- ur, er matsmenn brutu upp í baðherberginu á 1. hæð til að athuga leka frá baðkerinu. Kveður hann í ljós hafa komið, að tengingu baðkersins við niðurfallsrör hafi verið áfátt. Hafi 1%“ blýrör verið lagt frá baðkerinu og í niðurfallsrörið, sem sé úr potti 2)% " á vídd. Hafi ekki verið sjáanleg nein þéttiefni Í samskeytum röranna að öðru leyti en því, að í ofanverðri múffunni hafi mátt sjá leifar venjulegs kíttis, en að neðan hafi samskeytin öll verið opin. Auk þess kveður hann blýrörið hafa gengið of langt inn Í niðurfallsrörið og vatn spýtzt til baka, þegar hleypt hafi verið úr baðkerinu, og hafi það flætt út úr múffunni. Einnig kveður hann flætt hafa úr múffunni, þegar hleypt var úr baðkerinu á 9. hæð. Telur Jóhannes þetta hafa verið reynt þarna á staðnum að viðstöddum matsmönnum, eigendum hússins, að undanskildum líklega eiganda 2. hæðar, og sér. Jóhannes kveður vatn það, sem spýtzt hafi til baka, hafa átt greiðan gang eftir raufinni niður á kjallaragólf. Jóhannes kveðst hafa séð, að rör voru tærð í kjall- ara, en ekki kveðst hann hafa fylgzt neitt meira með því eða viðgerðum þar. Ekki kveðst Jóhannes hafa frétt neitt af bilun í kjallaraveggnum. Jóhannes kveðst hafa þrýstiprófað vatnslagnir með 10 kg. þrýstingi, sem látinn hafi verið standa í 6 klst. án þrýstifalls. 622 Þrátt fyrir ósk dómenda hefur aðiljum ekki tekizt að afla uppdráttar af fyrirkomulagi vatns- og skolpleiðslna í húsinu. Samkvæmt matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna svo og öðru því, sem fram er komið, verður að telja ljóst, að miklar skemmdir hafi orðið á leiðslum í kjallaraglófi hússins og ein- angrun gólfsins. Verður einnig að telja fram komið, að af þessum sökum hafi borið nauðsyn til að endurnýja leiðslur þessar að mestu eða öllu leyti svo og einangrun þess. Ágreiningslaust er, að í kjallaragólfinu liggi leiðslur kjallaraíbúðarinnar og allra efri hæða hússins, sérleiðslur fyrir hverja íbúð. Tjónið hefur því m. a. orðið á hinni skiptilegu sameign hússins. Hins vegar sáu eigendur kjallaraíbúðarinnar og íbúar 1. hæðar um viðgerðir, sem nauðsynlegar voru, og greiddu einir kostnað við þær. Hafa þeir síðan höfðað mál þetta til heimtu bóta af þessum sökum úr hendi stefndu. Með vísan til þessa þykir mega leggja dóm á mál þetta, þótt íbúðareigendur standi ekki allir að málshöfðun þessari, enda hefur aðild stefnenda einna eigi sætt andmælum. Samkvæmt matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna verður að telja fram komið, að tjónið á leiðslum í kjallaragólfinu og ein- angrun þess hafi stafað frá hinu sprungna kaldavatnsröri ris- hæðar í vegg bak við ísskáp í eldhúsi kjallaraíbúðarinnar, en eigi er nægilega fram komið, að tjón þetta verði einnig rakið til leka þess, sem fram kom frá frárennsli baðkers 1. hæðar. Það verður að telja, að sprungan á kaldavatnsröri rishæðarinnar stafi af missmíð við uppsetningu kaldavatnsleiðslunnar. Er ósannað, að sprungan stafi af aðgerðum stefnandans Sigurðar, eftir að hann tók við kjallaraíbúðinni og hóf sjálfur framkvæmdir þar. Verður að telja, að stefndu, sem voru húsbyggjendur og létu leggja um- rædda leiðslu og seldu síðan sameiginlega og hvor fyrir sig ein- stakar íbúðir í húsinu, beri báðir ábyrgð á því tjóni, sem varð á leiðslum í kjallaragólfinu og einangrun þess vegna hins sprungna kaldavatnsrörs. Þykir ekki skipta máli í þessu sam- bandi, þótt stefnandinn Sigurður hafi gengið inn í samning þann, sem stefndu höfðu gert um lagningu hitakerfis hússins. Er ekki annað fram komið í því sambandi en Sigurður hafi í öllu átt við stefndu út af því atriði og greitt þeim sinn hluta kostnaðar- ins af því. Verður því að líta svo á, að þar hafi raunverulega verið um að ræða kaup Sigurðar á þeim þætti byggingarfram- kvæmdanna á kostnaðarverði af stefndu. Það er ekkert fram kom- ið í málinu, sem bendir til þess, að stefndu hafi verið kunnugt eða mátt vera kunnugt um þessa missmíð á kaldavatnsröri ris- 623 íbúðarinnar, enda var verkið unnið á vegum pípulagningameist- ara. Greiðsluskylda stefndu verður því eigi byggð á skaðabóta- skyldu þeirra gagnvart stefnendum, en þegar málsatvik eru virt, þá þykja stefnendur eiga rétt á afslætti af kaupverði íbúða þeirra, enda þykir rétt að dæma málið á þessari málsástæðu, þótt hún hafi ekki verið höfð uppi sérstaklega, sbr. 113. gr. laga nr. 85/ 1936. Þegar wirtir eru hagsmunir þeir, sem í húfi eru, og hliðsjón höfð af niðurstöðu matsgerðar matsmannanna varðandi þetta efni, þá þykir afsláttur þessi hæfilega ákveðinn kr. 70.000.00. Verður því stefndu gert að greiða stefnendum þá fjárhæð in soliðum svo og vexti af þeirri fjárhæð, sem með hliðsjón af kröfugerð stefnenda ákveðast 7% frá 1. janúar 1963 til 1. janúar 1965, 6% frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% frá þeim degi til greiðsludags. Þá verður stefndu og gert að greiða stefnendum málskostnað, sem ákveðst kr. 15.500.00, og er þá tekið tillit til kostnaðar við matsgerð þá, sem aflað var. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður gagnvart dánar- búi Halldórs Halldórssonar falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Diðriki Helgasyni múrarameistara og Óskari Smith pípulagningameistara. Dómsorð: Stefndu, Rósmundur Runólfsson og Sigtryggur Runólfsson, greiði in soliðum stefnendum, Sigurði Hafsteini Konráðssyni og Hermanni Helgasyni, kr. 70.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1963 til 1. janúar 1965, með 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 15.500.00 í málskostnað. Málskostnaður gagnvart dánarbúi Halldórs Halldórssonar fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 624 Mánudaginn 5. maí 1969. Nr. 212/1968. Halldór Sveinbjörn Þórðarson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn Hraðfrystistöðinni í Reykjavík h/f (Guðmundur Pétursson hrl.) Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps Sjávarútvegsmálaráðherra og Fjámálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Bergur Bjarnason hdl.) og svo til réttargæzlu Tryggingamiðstöð- inni h/f (Guðmundur Pétursson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Vinnuslys. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. nóvember 1968. Hann gerir þær dómkröfur, að stefndu verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 6.110.522.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 16. maí 1964 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki sjafsóknarmál, en honum var með bréfi dóms- málaráðherra 6. marz 1969 veitt gjafsókn fyrir Hæstarétti. Þá krefst áfrýjandi sjóveðréttar í v/s Viðey, RE 12, til trygg- ingar greindum fjárhæðum. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Hér fyrir dómi er af hendi áfrýjanda höfð uppi hærri fjár- krafa en gerð var í héraði, án þess að efni séu til að leyfa þá hækkun samkvæmt 45. gr. laga nr. 57/1962. Með hliðsjón af því, hversu fjarlæg afleiðing af staðsetn- ingu bryggjustaursins slys áfrýjanda var, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. 625 Málskostnaður fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti, þar með talin laun talsmanns hans, kr. 80.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti, þar með talin laun talsmanns hans, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 80.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Sératkvæði Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttardómara. I. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms þykir mega staðfesta niðurstöðu hans um sýknu Hraðfrystistöðvarinnar i Reykjavík h/f. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður, að því er þennan málsaðilja varðar. II. Atvik að slysi þessu eru skilmerkilega rakin í héraðsdómi. Slysið varð um bjartan dag og í góðu veðri. Áfrýjandi virðist hafa verið allkunnugur í höfninni. Fyrir slysið stóð hann þar á skipinu, að hann mátti manna gerst sjá, að hætta var á, að skipið rækist á staur þann, er á bryggjuhorninu stóð, og að eigi mundi vera unnt að koma úr skipinu höggvara milli skips og bryggju án stórhættu fyrir þann, er það gerði. Bar áfrýjanda að tilkynna skipstjóra þetta, svo skipinu yrði lagt á annan hátt að bryggjunni. Þegar til þessa er litið og gætt menntunar áfrýjanda og stöðu á skipinu, verður að telja, að hann hafi sýnt af sér verulegt gáleysi í störfum sínum í umrætt sinn. Samkvæmt lögum nr. 23/1955 eru hafnarmannvirki stefnda Landshafnar í Keflavíkurkaupstað og Njarðvikurhreppi starfrækt á kostnað ríkissjóðs. Hlutverk Landshafnarinnar 40 626 er að veita skipum og útgerðarfyrirtækjum hafnarþjónustu gegn gjaldi, Meðal annars skulu fiskiskip, sem leggja afla sinn á land innan hafnarsvæðisins eða hafa þar uppsátur, greiða til hafnarsjóðs 1% af andvirði afla. Samkvæmt gögn- um málsins hefur staur sá, sem slysið varð við, staðið þarna um langt skeið og bar ljósker til að lýsa bryggjuna. Á árinu 1963 var lýsingu á bryggjunni breytt og ljósker tekið af staur þessum og öðrum sams konar staurum á bryggjunni. Staurarnir sjálfir voru hins vegar látnir standa óhreyfðir, þótt þeir væru nú eigi lengur til nota. Staur sá, sem slysið varð við, var þó fjarlægður eftir slys það, sem um er fjallað í máli þessu. Svo sem í héraðsdómi er rakið, mun staur sá, sem slysið varð við, hafa staðið í um 0.75 m fjarlægð frá bryggjuendanum og í um 1.0 m fjarlægð frá austurbrún bryggjunnar. Þar sem staurinn stóð svo nálægt bryggju- brúnum, var nokkur hætta á, að skip, er lögðust að bryggj- unni, rækjust á hann. Svo sem áður var rakið, er það meðal annars hlutverk stefnda Landshafnar í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi að selja fiskiskipum legurými við bryggjur sínar til að leggja á land afla og annarra athafna. Gera verður þá öryggiskröfu til slíkra þjónustufyrirtækja, að þau nemi á brott tæki og hluti, sem ónauðsynlegir eru orðnir, en hætta getur stafað af, enda þótt áður hafi verið nauðsynlegir og til bætts öryggis. Samkvæmt þessu þykir verða að leggja að nokkru á stefnda Landshöfn í Keflavikur- kaupstað og Njarðvikurhreppi svo og sjávarútvegsmálaráð- herra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs fébótaábyrgð á tjóni því, er áfrýjandi varð fyrir í umrætt sinn. Eftir atvikum þykir rétt að skipta fébótaábyrgð á tjóni Þessu þannig að dæma stefndu Landshöfn í Keflavíkurkaup- stað og Njarðvikurhreppi svo og sjávarútvegsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs að bæta áfrýjanda tjón hans að 14 hluta. Kröfu sína hér fyrir dómi sundurliðar áfrýjandi þannig: 1. Örorkubætur, kr. 6.319.242.00, að frá- dregnum dagpeningum, kr. 51.065.00, verðmæti örorkulifeyris, kr. 412.950.00, og 627 bótum frá Tryggingamiðstóðinni h/f, kr. 150.000.00 .. 2... .. .. kr.5.705.227.00 2. Bætur fyrir Þjáningar, 1ýti. og röskun á stöðu og högum .. ... .„ — 400.000.00 3. Kostnaður við örorkumat 0 og ; tjónreikning — 4.545.00 4. Kostnaður við tjónreikning eftir uppsögu héraðsdóms .. .. 2... — 750.00 Kr. 6.110.522.00 Um í. kröfulið. Við slysið skaddaðist vinstri handleggur áfrýjanda svo, að taka varð framhaldlegg af honum um 5 cm neðan við olnbogalið. Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir hefur metið örorku áfrýjanda af völdum slyssins, og segir svo í skýrslu hans um þetta efni: „Hér er um að ræða 23 ára mann, sem slasaðist við vinnu sína fyrir rúmlega 1 ári og missti vinstri handlim upp undir olnboga. Stúfur- inn neðan olnboga er svo lítill, að hann kemur tæplega að sagni við að stýra gervilim. Vegna slyssins þá hefur maður- inn hlotið varanlega örorku, og telst sú örorka hæfilega metin þannig: Í 1 ár 100% örorka og síðan varanleg örorka 75%“. Þórir Bergsson tryggingafræðingur hefur hinn 14. október 1965 og 12. maí 1967 reiknað með líkindatölum fjárhagstjón áfrýjanda vegna slyssins. Við reikninga þessa er fyrrgreind örorka áfrýjanda svo og tekjur hans síðustu þrjú árin fyrir slysið lögð til grundvallar. Þá er gætt breytinga á kjörum og tekjum stýrimanna á fiskiskipum frá slysdegi til hins síð- ara reikningsdags, Þá er í hinum síðara reikningi miðað við 7% ársvexti. Eru niðurstöðutölur tryggingafræðingsins þær, að verðmæti fjárhagstjóns áfrýjanda vegna slyssins nemi miðað við slysdag alls kr. 6.319.242.00. Verðmæti örorku- lífeyris þess, sem áfrýjandi fær frá Tryggingastofnun ríkis- ins, taldi tryggingafræðingurinn nema kr. 412.950.00. Með hliðsjón af líkindareikningi þessum og þegar þess er gætt, að tekjur fiskimanna miðast við aflahlut, sem er ærið óviss á hverjum tíma, og að bætur þessar eru undan- þegnar tekjuskatti og tekjuútsvari, þá þykir heildartjón áfrýj- 628 anda samkvæmt þessum kröfulið hæfilega ákveðið kr. 2.500.000.00, og hafa þá verið frádregnir dagpeningar, kr. 51.065.00, og verðmæti örorkulifeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, kr, 412.950.00. Um 2. kröfulið. Tjón áfrýjanda samkvæmt þessum kröfu- lið þykir hæfilega ákveðið kr. 200.000.00. Um 3. kröfulið. Kostnað þann, er hér um ræðir, er rétt að taka með málskostnaði. Um 4. kröfulið. Eigi eru fyrir hendi skilyrði 45. gr. laga nr. 57/19682 til að hafa uppi hærri kröfugerð hér fyrir dómi en í héraði. Kemur þessi kröfuliður því eigi til álita. Samkvæmt þessu telst heildartjón áfrýjanda samtals kr. 2.700.000.00. Ber stefndu Landshöfn Keflavikurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps svo og sjávarútvegsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs að bæta áfrýjanda % hluta þess, kr. 675.000.00, að frádregnum þeim bótum, kr. 150.000.00, sem áfrýjandi hefur þegar fengið greiddar frá réttargæzlustefnda, Tryggingamiðstöðinni h/f, eða kr. 525.000.00 með 7% ársvöxtum frá 16. mai 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber stefndu Landshöfn í Keflavíkur- kaupstað og Njarðvíkurhreppi svo og sjávarútvegsmálaráð- herra og fjámálaráðherra f. h. ríkissjóðs að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 150.000.00. Áfrýjandi fékk hinn 6. marz 1969 gjafsókn fyrir Hæsta- rétti í máli þessu og sér skipaðan talsmann. Þykja gjafsókn- arlaun hins skipaða talsmanns fyrir Hæstarétti hæfilega ákveðin kr. 80.000.00. Dómsorð: Stefndi Hraðfrystistöðin í Reykjavík h/f skal vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Halldórs Sveinbjörns Þórðar- sonar, í máli þessu, en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Stefndu Landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvik- 629 urhreppi svo og sjávarútvegsmálaráðherra og Í jármála- ráðherra í. h. ríkissjóðs greiði áfrýjanda kr. 525.000.00 með 7% ársvöxtum frá 16. maí 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 150.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málssóknarlaun skipaðs talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, ákveðast kr. 80.000.00. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 27. september 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 4. þ. m., hefur Halldór S. Þórðarson, Klapparstíg 5, Keflavík, höfðað fyrir sjó- og verzl- unardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 10. maí 1967, á hendur Hraðfrystistöðinni í Reykjavík h/f, Landshöfn Kefla- víkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps og sjávarútvegs- og fjár- análaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta in solidum að fjárhæð kr. 4.641.462.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 16. maí 1964 til greiðsluðags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands. Þá hefur stefnandi krafizt viður- kenningar á sjóveðrétti í v/b Viðey, RE 12, fyrir dæmdum fjár- hæðum. Í greinargerð stefnanda var kröfugerð hans breytt á þann hátt, að þess var krafizt, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða kr. 6.109.772.00 ásamt vöxtum og málskostnaði sem Í stefnu. Þá var og krafizt viðurkenningar á sjóveðrétti í v/b Viðey, RE 129, fyrir dæmdum fjárhæðum. Af hálfu stefndu var samþykkt, að kröfugerð stefnanda væri breytt á þennan veg án framhalds- stefnu. Af hálfu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík h/f eru þær dóm- kröfur gerðar, að hún verði sýknuð af kröfum stefnanda og henni dæmdur hæfilegur málskostnaður að mati dómsins, en til vara er þess krafizt, að fjárhæð dómkröfu stefnanda verði lækkuð. Af hálfu stefndu Landshafnar Keflavíkurkaupstaðar og Njarð- víkurhrepps og sjávarútvegsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs eru þær dómkröfur gerðar, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim dæmdur hæfilegur máls- kostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Til vara er þess krafizt 630 af hálfu þessara stefndu, að fjárhæð dómkröfu stefnandða verði lækkuð. Til þrautavara er þess krafizt, að sök verði skipt og þessir stefndu aðeins dæmdir til að greiða hluta af tjóni stefnanda. Þá hefur stefnandi stefnt Tryggingamiðstöðinni h/f til réttar- sæzlu í málinu. Á hendur réttargæzlustefnda eru engar kröfur gerðar, og af hans hálfu eru heldur engar kröfur hafðar uppi í málinu. Málavextir eru þeir, að um hádegisbil hinn 16. maí 1964 var v/b Viðey, RE 12, sem er stálskip 230 tonn að stærð, að koma úr róðri til Keflavíkur og var með farm af síld, sem landa átti þar. Var stefnandi stýrimaður á báti þessum. Voru skipverjar kvaddir til starfa til að aðstoða við að koma bátnum að bryggju. Var ætlunin að leggja v/b Viðeyju við svonefnda Miðbryggju, milli v/b Vöggurs og bryggjunnar. Var v/b Vöggur bundinn við bryggj- una nálægt bryggjuendanum. Var v/b Viðey beint meðfram bryggjunni í átt að v/b Vögg. Var stefnandi á hvalbak v/b Við- eyjar bakborðsmegin og hugðist koma fyrir „stuðpúða“ milli skipsins og bryggju. Hásjávað var. Vildi þá svo til, að vinstri handleggur stefnanda varð milli hvalbaksbrúar skipsins og staurs, er stóð við bryggjuendann. Hlaut stefnandi við þetta áverka, sem leiddi til þess, að taka varð af vinstri handlegg um olnboga. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að lítið rými hafi verið í höfn- inni, er skipið kom þar. Hann kveðst hafa bent skipstjóranum á, að hægt mundi að leggja skipinu við garðinn, þar sem v/b Ingvar Guðjónsson hafi legið bundinn, en skipstjóranum hafi ekki litizt á það, enda hefði þá þurft að leysa v/b Ingvar Guð- jónsson og fara með v/b Viðey inn á milli. Kveður stefnandi skipstjórann þá hafa ákveðið að leggjast að bryggjunni, þar sem v/b Vöggur hafi legið, og fara þar inn á milli v/b Vöggurs og bryggjunnar. Kveður stefnandi v/b Vögg hafa legið við svo- kallaða Miðbryggju, sem sé beint fyrir framan Olíusamlagið. Stefnandi kveðst hafa verið á hvalbak skipsins ásamt þremur öðrum skipverjum og kveðst muna, að einn þeirra hafi verið Jó- hannes Halldórsson. Er komið var að v/b Vögg, kveður hann tvo af mönnum þeim, sem á hvalbaknum voru, hafa stokkið niður á bryggjuna. Kveður stefnandi menn þessa hafa farið í land til að losa v/b Vögg, þar sem engir menn hafi verið um borð í bátn- um til þess að losa hann. Mætti telur, að stórstraumsflæði hafi verið, er atburður þessi varð, og áætlar, að hæðin frá hvalbak og niður á bryggjubrún hafi verið á þriðja metra. Kveðst stefn- 631 andi hafa verið með „stuðpúða“ í hendinni og kveðst hafa verið að koma honum fyrir milli skips og bryggju til þess að verja skipið skemmdum. Stefnandi kveðst hafa beygt sig niður og teygt vinstri handlegg sinn, sem hann hafi haldið „stuðpúðan- um“ í, út á milli efstu og næst efstu rimar Í handriðinu niður fyrir hvalbaksbrúnina. Áður en v/b Viðey kom að bryggjunni, kveður stefnandi hana hafa rekizt á v/b Vögg, sem þá hafi ekki verið búið að losa, og við það hafi v/b Viðey hrokkið aðeins aftur á bak og aðeins til bakborða. Kveðst stefnandi við það hafa klemmzt á milli brúnar hvalbaksins og ljósastaurs, er staðið hafi mjög nærri horni bryggjunnar. Kveður stefnandi handlegg sinn hafa klemmzt fyrir neðan olnboga. Stefnandi kveður brún hval- baksins skaga það langt út, að hann hafi orðið að teygja sig, eins langt og hann gerði, til þess að geta séð niður á bryggjuna, ef hann hafi átt að geta varið skipið með „stuðpúðanum“. Ekki kveðst hann þó muna, hvort hann hafi séð bryggjubrúnina í umrætt sinn. Stefnandi kveðst að mestu hafa verið fyrir innan handriðið á hvalbaknum, þegar slysið varð. Hann kveðst ekki hafa lagzt á hvalbakinn við verk sitt. Ekki hefur stefnandi getað gert grein fyrir því, hvar á hvalbaknum hann hafi staðið, er slysið varð, en gizkar á, að hann hafi verið fyrir miðjum hval- baknum bakborðsmegin. Ekki kveður stefnandi skipstjóra skips- ins hafa tekið eftir atburðinum, fyrr en hann hafi kallað til hans og sýnt honum handlegginn. Stefnandi kveður veður hafa verið mjög gott og heiðskýrt, er umrætt slys varð, og telur að golu- kaldi hafi verið á austan eða norðaustan. Stefnandi kveðst ekkert hafa séð athugavert við siglingu v/b Viðeyjar að bryggjunni í umrætt sinn. Sævar Brynjólfsson, skipstjóri á v/b Viðeyju, hefur skýrt svo frá, að er skipið hafi komið inn á höfnina í umrætt sinn, hafi ekkert legurúm verið við bryggjurnar. Hann kveðst hafa séð, að v/b Vöggur hafi legið austan við svonefnda Miðbryggju og hafi verið lokið við að afferma hann. Kveðst Sævar hafa ætlað að leysa v/b Vögg frá og leggjast að bryggjunni, þar sem hann hafi verið, en binda hann síðan á stjórnborðssíðu v/b Viðeyjar. Sævar kveður v/b Vögg hafa legið um einn til tvo metra frá bryggjuendanum. Kveðst hann nú hafa stöðvað v/b Viðey um einn metra frá bryggjuendanum. Hann kveður vind hafa staðið á stjórnborðssíðu bátsins og kveður hann hafa rekið að bryggsj- unni. Hann kveður hásjávað hafa verið og kveður hæðarmismun á efstu brún á hvalbak og niður á bryggju hafa verið um tvo 632 metra. Sævar kveður menn hafa verið um borð í v/b Vögg og kveður vél bátsins hafa verið í gangi. Hann kveður stefnanda hafa staðið frammi á hvalbak v/b Viðeyjar, svo sem venja sé, og hafi tveir menn verið með honum, Jóhannes Halldórsson og maður, sem Sævar kveðst ekki muna, hvað heitir. Sjálfur kveðst Sævar hafa verið í stýrishúsi bátsins og stjórnað bátnum. Sævar kveður stýrimanninn eða einhvern annan af skipshöfninni hafa kallað til þeirra, sem voru um borð í v/b Vögg, og sagt þeim þá fyrirætlun að leggja Viðeyju í rúm v/b Vöggurs, eftir að hann hefði verið leystur frá bryggjunni. Kveðst Sævar telja, að ein- hver af áhöfn v/b Vöggurs hafi leyst hann frá bryggjunni. Sævar kveðst hafa séð stefnanda krjúpa undir eina rimina á handriðinu fremst á hvalbaknum bakborðsmegin til þess að koma fyrir „stuðpúða“ af venjulegri gerð. Kveður hann stefnanda hafa orðið að teygja sig fram yfir borðstokkinn til þess að geta séð hornið á bryggjunni. Ekki kveður Sævar neinn hafa verið á bryggjunni úr landi, er skipið lagðist að henni, en skipverji af v/b Viðeyju hafi stokkið niður á bryggjuna til að taka á móti festarendanum og muni það hafa verið í sömu mund og slysið varð. Sævar kveður stefnanda hafa verið staðinn upp, næst þegar hann leit á hann. Kveður hann sér hafa virzt eitthvað að honum og hafi hann haldið um vinstri höndina. Kveðst Sævar þá hafa séð, að stefn- andi hafði slasazt, og kveðst hafa gert ráðstafanir til að ná í lækni og sjúkrabifreið, svo fljótt sem unnt var. Nokkru síðar kveður hann lækni og sjúkrabifreið hafa komið á vettvang, en á meðan hafi verið hlúð að stefnanda eftir föngum. Sævar kveður gamlan ljósastaur standa þarna á bryggjuendanum og kveður hann ekki vera til neinna nota. Kveður hann stefnanda munu hafa lent með handlegginn milli ljósastaursins og brúnar hvalbaksins framarlega bakborðsmegin. Ekki kveður Sævar neitt óvenjulegt hafa verið við landtöku skipsins í umrætt sinn. Jóhannes Halldórsson var háseti á v/b Viðeyju í umrætt sinn, hefur skýrt svo frá, að v/b Viðey hafi verið að koma úr veiði- ferð í umrætt sinn. Lítið rúm hafi verið í höfninni og hafi það ráð því verið tekið að leggjast upp að svonefndri Miðbryggju, en þar hafi v/b Vöggur legið bundinn. Kveður hann v/b Viðeyju hafa verið rennt upp að bryggjuendanum með bakborðssíðu að bryggjunni og kveður ætlunina hafa verið að koma skipinu milli v/b Vöggurs og bryggjunnar. Jóhannes kveðst hafa verið frammi á hvalbak ásamt stefnanda og öðrum manni. Hann kveður mann z Þann, sem með þeim var, hafa stokkið yfir á bryggjuna til að 633 leysa v/b Vögg og taka á móti festarenda frá v/b Viðeyju. Jóhann- es kveður stefnanda hafa lagzt á hvalbakinn og verið að hag- ræða „stuðpúða“, sem hann hafi verið með í hendinni. Sjálfur kveðst Jóhannes hafa verið að fást við festarendann. Jóhannes kveðst hafa litið upp í sama mund og skipið hafi rekizt á ljósa- staur, sem sé staðsettur fremst á bryggjusporðinum. Kveðst hann þá hafa séð, að stefnandi hafði klemmzt á milli staursins og hval- baksins. Ekki kveður Jóhannes v/b Vögg hafa verið farinn að síga frá bryggjunni, þegar v/b Viðey hafi siglt á hann. Ekki kveðst hann muna eftir því, að v/b Viðey hafi hrokkið til við áreksturinn á v/b Vögg, og kveðst telja það fremur ósennilegt, þar sem skrúfa skipsins hafi unnið áfram. Jóhannes kveður það hafa verið skipverja af v/b Viðeyju, sem hafi losað v/b Vögg, en kveður ekki hafa verið búið að losa bátinn, þegar v/b Viðey rakst á hann. Jóhannes kveður ekki hægt að tala um árekstur í þessu sambandi, þar sem v/b Viðey hafi ekki rekizt með það miklu afli á v/b Vögg. Jóhannes kveður ekki hafa verið neitt óvenjulegt við siglingu v/b Viðeyjar í umrætt sinn. Hann kveður bátinn hafa verið látinn síga á milli v/b Vöggurs og bryggj- unnar, eins og venjulega sé gert í slíkum tilvikum. Jóhannes kveður mjög hásjávað hafa verið og kveður hæð frá hvalbak og niður á bryggju hafa verið um tvo metra. Hann kveðst telja vafasamt, að stefnandi hafi veitt ljósastaurnum athygli, því að hann hafi verið að reyna að koma „stuðpúðanum““ á milli skips- ins og bryggjunnar. Jóhannes kveður einhvern drátt hafa orðið á því, að læknir kæmi á vettvang, því að neyðarsími hafnarinnar hafi verið bilaður, og hafi einn skipverjanna, sem heima eigi rétt við höfnina, því hlaupið heim til sín og hringt í lækni þaðan. Þorsteinn Árnason, háseti á v/b Viðeyju, hefur skýrt svo frá, að hann hafi staðið á brúarvæng skipsins og því haft gott útsýni yfir hvalbak þess, þar sem stefnandi og Jóhannes Halldórsson hafi verið. Hann kveður ætlun skipstjórans hafa verið að leggja skipinu að svonefndri Miðbryggju, en þar hafi v/b Vöggur legið. Því hafi þurft að koma v/b Viðeyju milli Vöggurs og bryggjunnar og þá losa afturenda v/b Vöggurs. Þorsteinn telur, að skipið hafi verið því sem næst stöðvað, en aðeins sigið undan vindi, er hann hafi séð, að stefnandi hafi lagzt á hvalbakinn undir handriðið og hafi verið með „stuðpúða“ í hendinni. Hafi stefnandi verið að koma „stuðpúðanum“ fyrir, svo að byrðingur skipsins skemmdist ekki, er skipið legðist að bryggjunni. Kveður hann stefnanda hafa teygt sig út fyrir handriðið og hafi herðar hans verið á móts við 634 handriðið, en höfuð og herðar hans aðeins út fyrir það. Þor- steinn kveðst telja líklegt, að stefnandi hafi ekki tekið eftir ljósa- staurnum, sem var staðsettur yzt á bryggjusporðinum fast við bryggjubrúnina. Hann kveður hásjávað hafa verið, eða rétt um það bil háflæði, og hafi skipið því verið mjög hátt á sjó. Þor- steinn kveðst hafa gert sér grein fyrir því, rétt áður en slysið varð, að skipið mundi rekast á staurinn, en kveðst þó ekki hafa talið stefnanda í neinni hættu, því að ella hefði hann að sjálf- sögðu kallað til hans og aðvarað hann. Þorsteinn kveður skipið hafa snert staurinn og kveðst hafa séð, að hann skókst til. Strax á eftir kveður hann stefnanda hafa staðið upp og hafi hann sagzt hafa orðið á milli. Kveðst Þorsteinn þá hafa hlaupið fram á hvalbak og þá séð, að stefnandi hafði hlotið stórt opið sár á vinstri upphandlegg og að blóð fossaði úr sárinu. Þráinn Ögmundsson, háseti á v/b Viðeyju, hefur skýrt svo frá, að í umrætt sinn hafi verið ætlunin að koma skipinu milli v/b Vöggurs og bryggjunnar. Hann kveður því skipinu hafa verið rennt að bryggjunni með bakborðssíðu að bryggjusporðinum. Kveðst hann hafa stokkið um borð í v/b Vögs, þegar færi gafst, til þess að komast niður á bryggjuna, því að mjög hásjávað hafi verið og ekki hægt að stökkva úr v/b Viðeyju niður á bryggjuna. Þráinn kveðst hafa verið nýkominn upp á bryggjuna og ætlað að fara að festa taug úr skipinu, er hann hafi heyrt bresti og óp. Kveðst hann þá hafa litið upp og séð, að stefnandi hélt um handlegginn og hafði slasazt. Ragnar Björnsson, sem verið hefur hafnarstjóri Í Keflavík frá 1950, hefur skýrt svo frá, að umræddur staur, sem verið hafi ljósastaur til lýsingar á bryggjunni, muni hafa verið reistur, um leið og bryggjan var byggð, en það hafi verið fyrir hans tíð sem hafnarstjóra. Ragnar telur, að það hafi verið sumarið 1963, að sett hafi verið upp fullkomnari lýsing við höfnina, svonefnd flóðlýsing. Þá hafi staurinn á bryggjunni verið óþarfur og hafi rafmagnið verið tekið af honum, en staurinn hafi verið látinn standa áfram. Ragnar kveðst hafa látið fjarlægja staurinn þegar eftir slysið. Ekki kveður Ragnar sér kunnugt um, að önnur slys hafi orðið við svona staura við höfnina. Hins vegar kveður hann það hafa komið fyrir nú Í seinni tíð, að „bóma“ hafi slegið niður svona staur. Ekki kveður Ragnar sér kunnugt um, að bátar hafi áður rekizt á umræddan staur, þó að vera kunni, að bátar með mikinn „útslátt“ hafi rekizt á staurinn. Af hálfu stefnanda er fébótaábyrgð stefnda Hraðfrystistöðvar- 635 innar í Reykjavík byggð á því, að orsök slyssins megi rekja til þess, að er verið var að leggja v/b Viðeyju að bryggju umrætt sinn, hafi skipið lent á v/b Vögg, sem þá hafi ekki verið búið að losa frá bryggjunni. Við þetta hafi v/b Viðey hrokkið aftur á bak og hafi brún hvalbaks skipsins náð inn fyrir bryggjuna og lent á staur, sem þar hafi verið, en stefnandi, sem verið hafi að koma fyrir „stuðpúða“ til að verja v/b Viðey hnjaski, hafi orðið á milli skipsins og staursins með vinstri handlegg. Hafi stefnandi slasazt svo, að nema hafi orðið vinstri handlegg fyrir neðan olnboga í burt. Er því haldið fram, að slysið hafi orðið vegna vítaverðs gáleysis skipstjóra v/b Viðeyjar, sem stjórnað hafi sigl- ingu skipsins í umrætt sinn. Þá er fébótaábyrgð þessa stefnda einnig byggð á því, að aðrir skipverjar, sem höfðu betri sýn yfir allar aðstæður, hafi ekki aðvarað stefnanda, og megi því einnig rekja orsök slyssins til þess. Er því haldið fram, að í báðum tilvikum beri stefndi Hraðfrystistöðin í Reykjavík sem eigandi og útgerðarmaður v/b Viðeyjar fébótaábyrgð á tjóni stefnanda af völdum slyssins, sbr. 8. gr. laga nr. 66/1963. Við munnlegan flutning málsins var því haldið fram, að jafna megi atburði þeim, sem hér er fjallað um, til árekstrar og beita ákvæðum VII. kafla siglingalaga nr. 66/1963 við úrlausn málsins. Fébótaábyrgð stefndu Landshafnar Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps og sjávarútvegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs er byggð á því, að ástand bryggju þeirrar, sem v/b Viðeyju var lagt að í umrætt sinn, hafi ekki verið forsvaranlegt, enda staðsetning staurs þess, sem slysið varð við, verið óforsvaranleg og staurinn hættulegur þar, sem hann stóð, og til þess fallinn að valda slysi sem þessu. Var því haldið fram við munnlegan flutn- ing málsins, að þessir stefndu beri því hlutlæga ábyrgð á tjóni stefnanda af völdum slyssins. Því er og haldið fram, að það hafi verið vanræksla fyrirsvarsmanna hafnarinnar að láta ekki fjar- lægja staurinn, og því beri þessir stefndu einnig fébótaábyrgö á tjóni stefnanda af þeim sökum. Við munnlegan flutning málsins var að því vikið, að neyðar- sími hafnarinnar hafi ekki verið nothæfur, er kveðja hafi átt til lækni eftir slysið. Virðist fébótaábyrgð þessara stefndu einnig vera á því byggð, að þar hafi einnig verið um að ræða vanrækslu fyrirsvarsmanna hafnarinnar, sem þessir stefndu beri ábyrgð á. Af hálfu stefnanda er því mótmælt, að honum verði gefin sök á slysi þessu. Er því haldið fram, að hann hafi ekki hagað sér öðruvísi en honum hafi borið, en auk þess sé á það að líta, að 636 hann hafi starfað undir verkstjórn og umsjón skipstjóra v/b Viðeyjar. Af hálfu stefnda Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík er því haldið fram, að slysið verði ekki rakið til neinna þeirra orsaka, sem valdi því, að þessi stefndi verði talinn bera fébótaábyrgð á tjóni stefnanda af völdum slyssins. Er því haldið fram, að ekki hafi verið færðar að því sannanir eða líkur, að slysið megi rekja tilstjórnandða skipsins eða annarra þeirra manna, sem þessi stefndi beri ábyrgð á. Þá er því haldið fram, að staðsetning staursins, sem slysið varð við, hafi skapað hættu, og hafi það verið van- ræksla af hálfu fyrirsvarsmanna hafnarinnar að fjarlægja ekki staurinn. Er því og haldið fram, að því er varðar þennan stefnda, að hér sé um hreina óhappatilviljun að ræða, og verði stefnandi því að bera tjón sitt sjálfur. Sýknukrafa stefndu Landshafnar Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps og sjávarúivegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs er Í fyrsta lagi byggð á því, að umrætt slys verði eingöngu rakið til gáleysis stefnanda sjálfs, og verði hann því að bera tjón sitt sjálfur. Verði eigi fallizt á þessar sýknuástæður, þá er því haldið fram, að slysið megi rekja til ógætilegrar siglingar v/b Viðeyjar að bryggjunni, og beri því eigandi bátsins fébótaábyrgð á tjóni stefnanda. Að lokum er því haldið fram til vara, að slysið verði rakið til gáleysis stefnanda sjálfs og gáleysis skipstjórans á v/b Viðeyju, og verði eigandi skipsins því að bæta stefnanda tjón hans að nokkru, en stefnandi að bera tjón sitt að hluta sjálfur. Umrædd Miðbryggja í Keflavíkurhöfn er steinsteypt um 30 m löng og 7.6 m breið með viðlegurúmi báðum megin. Stóð staur sá, sem slysið varð við, á suðausturhorni bryggjunnar í um 0.75 m fjarlægð frá bryggjuendanum og í um 1.0 m fjarlægð frá aust- urbrún bryggjunnar. Má ætla, að staurinn hafi verið um 3—4 m hár. Það verður eigi fallizt á það með stefnanda, að rétt sé að jafna atvikum máls þessa til árekstrar milli skipa og beita ákvæð- um VII. kafla laga nr. 66/1963 við úrlausn málsins. Það er alkunna, að þegar þrengsli eru í höfnum sé skipum, sem afferma þarf, lagt að bryggju fyrir innan skip, sem þar liggur. Stefnandi hefur haldið því fram, að hann hafi verið búinn að benda skipstjóra v/b Viðeyjar á annan stað í höfninni til að leggja skipinu. Ekki kemur það fram, að það hafi verið vegna Öryggissjónarmiða, enda þurfti þar einnig að leggja skipinu að 637 bryggju fyrir innan annað skip, sem þar var fyrir. Þótt stefnandi hafi haldið því fram, að v/b Viðey hafi rekizt á staurinn, vegna þess að hún hafi rekizt harkalega á v/b Vögg, þá kemur fram hjá skipverjum, m. a. stefnanda sjálfum, að ekkert hafi verið athugavert við siglingu skipsins að bryggjunni. Stefnandi var stýrimaður á skipinu og var samkvæmt stöðu sinni frammi á hvalbak til að segja fyrir verkum. Ætlaði hann sjálfur að koma fyrir „stuðpúða“ til að verja skipið fyrir hnjaski, er það legðist að bryggjunni. Vegna menntunar sinnar og reynslu sem stýrimaður svo og samkvæmt eðli málsins mátti stefnandi gera ráð fyrir hreyfingum skipsins og því, að það kynni að snerta v/b Vögsg, og einnig mátti honum vera ljóst, að brún hvalbaks skipsins næði inn fyrir bryggjubrúnina. Slysið varð um hádegisbil, og var heið- skírt og bjart veður. Hlaut stefnandi að mega sjá staurinn á bryggjunni, og hafði hann sjálfur beztar aðstæður til að meta afstöðu sína til hans og haga sér í samræmi við það. Það þykir því eigi nægilega í ljós leitt, að slysið hafi orðið vegna mistaka skipstjóra v/b Viðeyjar við stjórn skipsins eða af öðru gáleysi skipverja, og verður stefndi Hraðfrystistöðin í Reykjavík sýknuð af kröfum stefnanda í máli þessu. Ekki munu vera fyrir hendi sérstakar reglur um fyrirkomulag lýsingar við íslenzkar hafnir. Staur sá, sem slysið varð við, hafði verið notaður við lýsingu bryggjunnar, bæði þegar unnið var á henni og eins til að lýsa upp bryggjuna, er skip legðu að henni. Staurinn mun hafa verið reistur, um leið og bryggjan var byggð. Það er komið fram, að á árinu 1963 var fyrirkomulagi lýsingar við höfnina breytt. Var þá komið fyrir svonefndri flóðlýsingu á háum stálgrindarturnum, sem standa ofan wið bryggjurnar. Var þá hætt að nota umræddan staur við lýsingu á bryggjunni. Það er eigi fram komið, að slys hafi áður orðið við umræðdan staur eða aðra slíka staura á bryggjum hafnarinnar, og ekki er fram komið, að kvartað hafi verið yfir þeim. Það verður eigi talið, að staðsetning staursins á bryggjunni hafi verið óforsvaranleg. Verð- ur eigi á það fallizt, að staurinn hafi haft í för með sér slíka hættueiginleika, að fella beri á þá, sam ábyrgð bera á rekstri hafnarinnar, hlutlæga ábyrgð á tjóni stefnanda. Það verður heldur eigi metið fyrirsvarsmönnum hafnarinnar til sakar, þótt þeir eigi létu fjarlægja staurinn, eftir að fyrirkomulagi lýsingar við höfnina var breytt. Þótt neyðarsími hafnarinnar hafi verið óvirk- ur, þá er eigi fram komið, að neitt samband hafi verið milli þess og slyssins eða afleiðingar þess. Þykir því verða að sýkna stefndu 638 Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps og sjávar- útvegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs af kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir, að málskostnaður í máli þessu falli niður. Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra, og Guðmundur Hjaltason skipstjóri kváðu upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Hraðfrystistöð Reykjavíkur, Landshöfn Keflavík- urkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps og sjávarútvegs- og fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Halldórs Sveinbjarnar Þórðarsonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Guðmundar Jónssonar borgardómara. Ég er sammála niðurstöðu meiri hluta dómenda um sýknu stefnda Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík og forsendur fyrir henni. Að því er varðar kröfur stefnanda á hendur öðrum hinna stefndu, er niðurstaða mín þessi: Eftir að fyrirkomulagi lýsingar við höfnina var breytt, var rafmagn tekið af ljósastaur þeim, sem umrætt slys varð við, en staurinn sjálfur svo og aðrir slíkir staurar voru látnir standa áfram. Þótt staðsetning staursins utarlega við bryggjubrún hafi áður verið talin nauðsynleg, þá var staurinn nú orðinn óþarfur, enda var hann fjarlægður þegar eftir slysið. Staurinn gat verið til trafala, er skip og bátar voru að leggja að þeirri hlið bryggj- unnar, sem hann stóð við, og eins við affermingu og fermingu þeirra og gat skapað nokkra hættu í því sambandi, þótt eigi væru hættueiginleikar staursins brýnir. Við þessar aðstæður þykir rétt, að þeir, sem ábyrgð bera á rekstri hafnarinnar, beri nokkra áhættu af þessum hættueiginleikum samfara staðsetningu staurs- ins. Þykir því rétt að fella á stefndu Landshöfn Keflavíkurkaup- staðar og Njarðvíkurhrepps og sjávarútvegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs fébótaábyrgð á tjóni stefnanda af völdum slyssins. Þegar virt er það, sem rakið hefur verið um aðdraganda slyss- ins, þá verður að telja, að stefnandi hafi ekki sýnt nægilega að- sæzlu, er hann hugðist koma „stuðpúðanum“ fyrir til að verja 639 skipið hnjaski, og verði hann því að bera tjón sitt að nokkru leyti sjálfur. Eftir öllum atvikum þykir rétt að skipta fébótaábyrgð á tjóni stefnanda þannig, að hann beri sjálfur % hluta þess, en stefndu Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps og sjávar- útvegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs bæti stefnanda % hluta þess. Verður nú afstaða tekin til fjárkrafna stefnanda, en þær eru sundurliðaðar þannig: 1. Bætur fyrir örorkutjón vegna tímabundinnar og varanlegrar örorku .. ... kr. 6.319.242.00 Frá þeirri fjárhæð hefur stefnandi dregið dag- peninga, sem hann hefur fengið greidda .. .. — 51.065.00 svo og Örorkulífeyri frá Tryggingastofnun rík- isins .. ... — 412.950.00 og örorkubætur, sem ) Tryggingamiðstöðin hef- ur greitt... ........ 0... 0... 0... .— 150.000.00 Kr. 5.705.227.00 2. Bætur fyrir þjáningar, óþægindi og lýti .. .. — 400.000.00 3. Kostnaður við mat á örorku og örorkutjónsút- reikning .. 2... 00... 4.545.00 Kr. 6.109.772.00 Um 1. Páll Sigurðsson læknir hefur metið örorku stefnanda af völdum slyssins. Í bréfi, dags. hinn 13. ágúst 1965, segir svo um grundvöll matsins og niðurstöðu: „Slysið varð með þeim hætti, að slasaði, er var stýrimaður á m.b. Viðey, varð á milli með vinstri handlim, er skipið var að leggjast að bryggju í Keflavík, þannig að handleggurinn marð- ist af. Slasaði var til meðferðar hjá Jóni Jóhannssyni, sjúkrahús- lækni í Keflavík, og í vottorði hans 26. 6. 1964 þá segir, að um hafi verið að ræða amputatio traumatica antibrachii sin. Hann lá á Keflavíkurspítala frá slysdegi til 25. 5. Slasaði kom til viðtals hjá undirrituðum 22. 6. 1965. Hann skýrir frá slysi og meðferð, eins og lýst hefur verið. Segir, að 640 stúfurinn hafi verið nokkuð lengi að gróa, en hefur verið gróinn nú síðustu mánuði. Skoðun: Vinstri handlimur: Það er aflimun á framhandlegg u. þ. b. 5 em. neðan við olnbogaliðinn. Góð hreyfing virðist vera í liðnum, en stúfurinn er það stuttur, að hann kemur tæplega að nokkru gagni til að stýra framhandleggsgervilim. Maðurinn er nú að fá gervilim hjá Arnóri Halldórssyni. Ályktun: Hér er um að ræða 23 ára gamlan mann, sem slasast við vinnu sína fyrir rúmlega 1 ári og missti vinstri handlim upp undir olnboga. Stúfurinn neðan olnboga er svo lítill, að hann kemur tæplega að gagni við að stýra gervilim. Vegna slyssins þá hefur maðurinn hlotið varanlega örorku, og telst sú örorka hæfilega metin þannig: Í 1 ár 100% örorka og síðan varanleg örorka 75%“. Á grundvelli þessa örorkumats hefur Þórir Bergsson trygginga- fræðingur reiknað verðmæti áætlaðs taps vinnutekna stefnanda. Um grundvöll útreikningsins og niðurstöðu segir svo í bréfi trygg- ingafræðingsins, dags. hinn 14. október 1965: „Halldór er sagður fæddur 17. september 1941 og hefur því verið 22 ára á slysdegi. Samkvæmt staðfestum afritum af skattframtölum Halldórs árin 1962— 1964 hafa vinnutekjur hans þrjú heilu amanaksárin fyrir slysið verið: Árið 1961 .. .. .. .. .. .. kr.144.599.00 — 1962... .. ... .. .. .. — 120.412.00 — 1963 .. .. .. .. .. .. — 279.372.00 Þessara tekna hefur hann aflað sem háseti og stýrimaður á fiskiskipum. Ég hef því umreiknað þessar tekjur til kauplags á slysdegi og síðan samkvæmt breytingum á kjörum stýrimanna á fiskiskipum. Við þann umreikning er tekið tillit til þess, að Hall- dór stundaði nám wið Stýrimannaskólann árin 1961 og 1962. Einnig eru hásetatekjur hans árið 1961 umreiknaðar til stýri- mannstekna, en Halldór fékk strax að loknu námi stýrimanns- stöðu. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að vinnutekjutapið sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætl- uðum vinnutekjum og öÖrorkan er metin: 641 Áætlaðar Áætlað vinnutekjur vinnutekjutap 1. árið eftir slysið .. .. kr.409.975.00 kr. 409.975.00 Síðan árlega .. .. ... .. — 423.783.00 — 317.837.00 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. .. kr. 99.454.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. .. .. — 4.758.478.00 Samtals kr. 4.857.932.00 Hér er varanleg örorka reiknuð 75% frá slysdegi og tíma- bundna örorkan umframörorka, meðan hún er metin. Frá Tryggingastofnun ríkisins hefur Halldór fengið greidda dagpeninga fyrir tímabilið frá 24. maí 1964 til 28. júní 1965, kr. 51.065.00. Frá 28. júní 1965 fær Halldór greiddan fullan örorku- lífeyri frá Tryggingastofnuninni, og nemur verðmæti hans á slys- degi kr. 412.950.00. Við útreikninginn hef ég notað 6% vexti p.a., dánarlíkur ís- lenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Að frumkvæði lögmanns stefnanda reiknaði tryggingafræðing- urinn að nýju verðmæti áætlaðs taps vinnutekna stefnanda hinn 12. maí 1967, og segir svo um grundvöll þess útreiknings og niður- stöðu í bréfi tryggingafræðingsins, dags. þann dag: „Fyrri útreikningur minn á örorkutjóni Halldórs er dags. 14. október 1965. Síðan hafa átt sér stað verulegar hækkanir á at- vinnutekjum sjómanna og komið fram nýjar úrtakstölur frá Efnahagsstofnuninni. Vextir, sem notaðir eru við útreikning skaðabóta, hafa einnig hækkað úr 6% í 7%. Ég hef gert alveg nýjan útreikning á tjóni þessu. Forsendur eru þær sömu og í fyrri útreikningi nema vextir. Áætlaðar vinnutekjur og vinnutekjutap verður nú: Áætlaðar Áætlað vinnutekjur vinnutekjutap 1. árið eftir slysið .. .. kr. 442.923.00 kr. 442.923.00 2. — — — .. .. — 548.867.00 — 411.650.00 3. — — — .. .. — 621.648.00 — 466.236.00 Síðan árlega .. .. .. .. — 639.556.00 — 479.667.00 41 642 Verðmæti á slysdegi reiknast: Vegna tímabundinnar örorku .. .... .. kr. 106.960.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. ... ... .. — 6.212.282.00 Samtals kr. 6.319.242.00“ Eru endanlegar dómkröfur stefnanda byggðar á framangreindu Örorkumati og hinum síðari útreikningi tryggingafræðingsins. Af hálfu stefndu Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur og sjávarútvegsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. rkissjóðs er fjárhæð kröfuliðs þessa mótmælt sem of hárri. Er því haldið fram, að niðurstaða framangreinds örorkumats sé óeðlilega há. Einnig er því haldið fram, að í útreikningi sínum miði trygg- ingafræðingurinn við óeðlilega háar meðaltekjur, og byggist sú niðurstaða á viðmiðun við hæstu tekjur stýrimanna á síldveiði- skipum á einstæðum aflaárum, en slíkt sé algerlega óraunhæft. Þá er því haldið og fram, að við ákvörðun bóta beri að taka tillit til þess, að bætur sem þessar séu undanþegnar álagningu opin- berra gjalda, svo og þess hagræðis, sam stefnandi hafi af ein- greiðslu bóta. Framangreindu mati á örorku stefnanda hefur ekki verið hnekkt, og verður það því lagt til grundvallar við úrlausn máls- ins. Það er ljóst, að tekjur fiskimanna byggjast að verulegu leyti á aflaverðmæti, sem er breytilegt og háð ýmsum atvikum, en ekki þykja hafa verið færð að því nægileg rök, að útreikningur tryggingafræðingsins sé byggður á slíkum grundvelli, að ekki megi hafa hann til viðmiðunar við úrlausn málsins. Þegar framangreind atriði eru virt svo og önnur Þau atriði, sem hafa ber í huga við ákvörðun bóta sem þessara, þá þykir tjón stefnanda hæfilega metið kr. 3.100.000.00, og hafa þá verið dregnar frá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og réttar- gæzlustefnda, enda er eigi annað fram komið en að sú greiðsla sé óendurkrætf. Um 2. Af hálfu stefnda er fjárhæð þessa liðs mótmælt sem of hárri. Hér er að framan lýst afleiðingum slyss þess, sem stefn- andi varð fyrir. Eftir öllum atvikum þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 175.000.00. Um 3. Kröfuliður þessi er studdur framlögðum gögnum og hefur ekki sætt sérstökum andmælum. Verður hann því lagður til grundvallar við úrlausn málsins óbreyttur. Samkvæmt þessu tel ég tjón stefnanda nema kr. 3.279.545.00 643 (3.100.000.00 -} 175.000.00 - 4.545.00), og af því tel ég, að dæma beri stefndu Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkur- hrepps og sjávarútvegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til að greiða %% hluta, eða kr. 1.093.181.66, með 7% ársvöxtum frá 16. maí 1964 til 1. janúar 1965, með 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags svo og kr. 92.000.00 í málskostnað. Dómsorð mitt verður því þannig: Stefndi Hraðfrystistöðin í Reykjavík skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Halldórs Sveinbjarnar Þórðarsonar, í máli þessu, og fellur málskostnaður milli þessara aðilja niður. Stefndu Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkur- hrepps og sjávarútvegs- og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs greiði in solidum stefnanda kr. 1.093.181.66 með 7% árs- vöxtum frá 16. maí 1964 til 1. janúar 1965, með 6% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags og kr. 92.000.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Mánudaginn 12. maí 1969. Nr. 59/1969. Bjarni Bender og Ingi Ársælsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) segn Þjóðleikhússtjóra f. h. Þjóðleikhúsráðs (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dóminn skipuðu hin'r reglulegu dómarar Hæstaréttar. Útburðarmál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. marz 1969. Krefjast þeir þess, að hinn áfrýjaði úr- skurður verði úr gildi felldur, synjað verði um útburð þann, sem krafizt er á hendur þeim, og stefnda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 644 Stefndi krefst saðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Málsatvikum er rækilega lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Eigi sagði stefndi leigumálanum lausum fyrir 1. október 1968, þ. e. með þriggja mánaða fyrirvara, en hinn 27. sept- ember það ár taldi hann skuld áfrýjenda nema kr. 189.860.08, og hinn 6. nóvember s. á., er hann ritaði þeim og krafðist riftunar á leigusamningnum, taldi hann skuld þeirra nema kr, 214.860.04, en hinn 15. janúar 1968 krafðist stefndi útburðar á starfsemi áfrýjenda úr kjallara Þjóðleik- hússins. Frá því í október 1968 og fram að næstu áramótum tók hann við greiðslum frá áfrýjendum, og er ósannað gegn andmælum þeirra, að hann hafi gert nokkurn fyrirvara um útburð, er hann veitti greiðslum þessum viðtöku. Við greind áramót taldi stefndi skuld áfrýjenda nema kr. 61.031.06, en þeir mótmæla því að hafa þá verið í nokkrum vanskilum með húsaleigugreiðslur. Telja þeir hér vera um að ræða reikninga fyrir rafmagn o. fl., sem þeir hafi mótmælt sem röngum, og hefur stefndi eigi fært sönnur á, að síðastgreind fjárhæð, kr, 61.031.06, sé eftirstöðvar vangoldinnar húsa- leigu, en í reikningsyfirliti hans yfir skipti aðilja fyrstu 10 mánuði ársins 1968, þar sem setið er fjárhæðarinnar kr. 189.860.08, eru áfrýjendur auk húsaleigu skuldfærðir fyrir ýmsum kostnaði, svo sem fyrir sorphreinsun, rafmagns- notkun og auglýsingu í Leikskrá 1968—1969. Samkvæmt framansögðu eru eigi rök að því leidd, að áfrýjendur hafi um áramót 1968 og 1969 verið í slíkum van- skilum með greiðslu húsaleigu, að útburði varði, og eins og í hinum áfryjaða úrskurði greinir, verður eigi talið sannað, að áfrýjendur hafi að öðru leyti brotið svo leigu- málann, að réttlæti útburð. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi, en samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fram í Hæstarétti, hafa áfrýjendur staðið skil á húsa- leigugreiðslum eftir s.l. áramót og komið greindri fjárhæð, kr. 61.031.06, í greiðslugeymslu. Rétt er, að málskostnaður fyrir fógetadómi og Hæstarétti falli niður. 645 Dómsorð: Hinn áfryjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er synj- að útburðar. Málskostnaður fyrir fógetadómi og Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 25. marz 1969. Gerðarbeiðandi, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, hefur krafizt vegna Þjóðleikhúsráðs, að gerðarþolar, þeir Bjarni Bender, Bústaðavegi 103, og Ingi Björgvin Ársælsson, Ljósheimum 18, verði með útburðargerð sviptir umráðum alls þess húsnæðis, sem þeir hafa að undanförnu haft til afnota í kjallara Þjóðleikhússins og rekið þar veitingastarfsemi undir nafninu „Leikhúskjallar- inn“. Hann krefst þess, að gerðarþolum verði in solidum gert að greiða málskostnað. Gerðarþolar hafa mótmælt því, að gerð þessi nái fram að ganga. Þeir krefjast þess enn fremur, að þeim verði úrskurðaður málskostnaður. Mál þetta var fyrst tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, sem fór fram 27. febrúar s.l. Samkvæmt kröfu gerðar- beiðanda var málið endurupptekið til frekari gagnaöflunar hinn 17. þ. mán. og að nýju tekið til úrskurðar 18. þ. mán. Í máli þessu liggur fyrir leigusamningur, gerður seint á árinu 1966, en dagsetning er ekki árituð. Er samningur þessi í heild á þessa leið: „Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, f. h. Þjóðleikhússins, Í samningi þessum hér eftir nefndur leigusali, og Bjarni Bender, Stangarholti 18, Reykjavík, og Ingi Ársælsson, Sólheimum 27 hér í bæ, í samningi þessum hér eftir nefndir leigutakar, gera með sér svofelldan LEIGUMÁLA: 1. Leigusali leigir leigutökum húsnæði það í kjallara Þjóðleik- hússins, sem ætlað er fyrir veitingastarfsemi ásamt húsgögn- um, borðbúnaði, eldhústækjum, borðdúkum og öðru sem tilheyrir og er til, allt í því ástandi, sem það er, er leigu- takar taka við því. 2. Leigutakar greiða umsamda leigu, kr. 45.000.00 — fjörutíu og fimm þúsund krónur — fyrir hvern mánuð leigutímans, 10. 11. 12. 646 en hann er tvö ár, frá 1. janúar 1967 til 31. desember 1968. Leigugreiðslur skulu fara fram fyrsta dag hvers mánaðar. . Auk veitingasölu í Leikhúskjallaranum skal leigutaki hafa kaldar veitingar til sölu, þó ekki áfenga drykki, í anddyri leikhússins í hléum á leiksýningum. . Leigutaki skuldbindur sig til að hafa einhvern hluta veit- ingasalanna í Leikhúskjallaranum opna fyrir leikhúsgesti í aðalhléi þau kvöld, sem leikið er í leikhúsinu, og skulu leik- húsgestir eiga kost á að fá þar keyptar veitingar. Allir veit- ingasalir skulu vera opnir á frumsýningum. . Leigutaki hefur ekki heimild til sölu sælgætis í leikhúsinu. „ Leigutakar skulu láta starfsfólki leikhússins í té veitingar, heitan mat og kaldan svo og drykki heita og kalda, þó ekki áfenga drykki, í matstofu leikhússins og kaffistofu, um hádegi og að kvöldi, nema á mánudagskvöldum, á svo vægu verði sem unnt er, í samkomulagi við leigusala. Enda greiði leigutakar framreiðslufólki laun. . Leigutakar greiði rafmagn og heitt vatn og annist og greiði ræstingu á hinu leigða húsnæði. . Leigutakar eru skyldir að leyfa leigusala afnot af Leikhús- kjallaranum, þegar leigusali óskar að hafa skemmtiatriði þar, eða samkvæmi á vegum leikhússins. Skal leigusali þá sjá um skemmtiatriðin og greiða allan kostnað í sambandi við þau, enda fái hann inngangseyri óskertan. Leigutakar skulu hins vegar sjá um og kosta veitingar allar og hafa allan hagnað af þeim, enda skulu tiltekin skemmtikvöld ákveðin með minnst viku fyrirvara. . Leigutakar skulu skila hinu leigða húsnæði og öllum tækjum og áhöldum í sama ástandi og magni og þegar hann tók við því, að undanskildri eðlilegri fyrningu samkvæmt mati 2ja manna, einum tilnefndum af leigutökum og hinum af leigu- sala. Leigusali áskilur sér rétt til þess að hafa eftirlit með verð- lagi og umgengni um salarkynni og meðferð áfengis og setja um það reglur, ef þurfa þykir. Eftirlit af hálfu leik- hússins hefur þjóðleikhússtjóri og einn fulltrúi úr Þjóðleik- húsráði. Leigutaki skal hafa eftirlit með snyrtiherbergjum veitinga- salanna og bera þann kostnað, sem því eftirliti fylgir. Umsaminn leigutími er frá 1. janúar 1967 til 31. desember 1968. Að þeim tíma liðnum framlengist samningur þessi um 647 eitt ár í senn, hafi hvorugur aðili sagt honum upp með minnst 3ja mánaða fyrirvara. Guðlaugur Rósinkranz Bjarni Bender þjóðleikhússtjóri Ingi B. Ársælsson f h.. Þjóðleikhússins leigutakar“. Útburðarbeiðni er dagsett 15. janúar s.l. Þar segir að útburðar- beiðni byggist á vanskilum gerðarþolanna og á öðrum vanefndum sæmnings, sem heimili riftingu hans, enn fremur á loforði þeirra að rýma húsnæðið. Er svo frá skýrt, að gerðarþolar hafi nokkurn veginn staðið í skilum með greiðslur fyrir árið 1967, þannig að skuld þeirra pr. 1. janúar 1968 var kr. 56.086.17, en brátt hafi vanskil orðið verulegri. Hefur gerðarbeiðandi lagt fram endur- rit af viðskiptareikningi gerðarþolanna, sjá rskj. nr. 4. Vísar gerðarbeiðandi til þessa reiknings um greiðsludrátt á húsaleigu, þannig hafi þeir ekki greitt marz- og aprílleigur fyrr en í maí og leiga fyrir maí hafi verið greidd í júní. Kveðst þjóðleikhús- stjóri margsinnis hafa fundið að greiðsludrætti við gerðarþolana, en án árangurs, þó að greiðslu væri lofað. Þá kveðst þjóðleikhús- stjóri hafa átt tal við gerðarþolana hinn 27. september 1968 og hafi þeir þá skuldað 189.860.04 kr., og þá lofuðu þeir að greiða upp fyrir 4. október. Ekki hafi enn orðið af efndum og hinn 6. nóvember hafi þeim því verið ritað bréf, sem er viðurkennd mót- taka á athugasemdalaust af Bjarna Bender, en með áritaðri at- hugasemd Inga B. Ársælssonar um vefengingu tilgreindrar skuld- ar og mótmælum riftingar leigumála. Er bréfið á þessa leið, eins og það liggur fyrir í málinu sem rskj. 5: „Hr. Bjarni Bender og Ingi Ársælsson Þjóðleikhúskjallarinn. 6. nóvember 1968. Eins og yður er kunnugt, skuldið þér Þjóðleikhúsinu húsaleigu og rafmagn eftir Þjóðleikhúskjallarann kr. 214.860.04. Með þessum vanskilum hafið þér fyrirgert leigurétti yðar til húsnæðisins, og neyðist ég því hér með að fella samninginn úr gildi og skora á yður að rýma húsnæðið fyrir 1. desember næst- komandi. Virðingarfyllst, Þjóðleikhúsið, Guðl. Rósinkranz Samhljóða bréf móttekið hinn 7. nóv. '68 kl. 16.45. Tilfærð skuldaupphæð er ekki rétt og oftalin, ég mótmæli, að með skuld- inni sé fyrirgert leigurétti, enda bréf þetta sent fyrirvaralaust. 648 Áskil mér fullan og óskoraðan rétt, að því er varðar leigu og aðstöðu í Leikhúskjallaranum, þrátt fyrir þetta bréf. Ingi B. Ársælsson“. Kveðst þjóðleikhússtjóri hafa átt nokkur samtöl við gerðar- Þolana eftir riftingu leigumálans, hvorn í sínu lagi og báða saman. Kveðst hann hafa fallizt á það fyrir brýna beiðni þeirra að leyfa þeim að hafast við í húsplássinu með rekstur þeirra til áramót- anna 1968— 1969, og enn kveðst hann hafa framlengt brottfarar- tíma þeirra til 15. janúar þ. á. Hér er minnt á bréfaskriftir, sem lögmönnum aðilja hefur farið á milli um og eftir áramót, og hafa bréf þessi verið lögð fram í málinu. Í bréfi umboðsmanns gerðarbeiðanda, dagsettu 27. desember 1968, eru gerðarþolar minntir á rýmingarskyldu þeirra 15. janúar og þeim jafnframt boðað, að þegar eftir áramótin verði farið fram á talningu og mat, sbr. 9. gr. samnings. Í svarbréfi er rýmingarkröfu gerðar- beiðanda mótmælt, og jafnframt er fyrirætlun um matsgerð vísað á bug. Útburðarkrafan byggist á vanskilum gerðarþolanna, svo sem að framan er lýst, enn fremur á skýlausu loforði þeirra um rým- ingu húsnæðisins. Neitun þeirra um matsgerð, sbr. 9. gr. samn- ings, sjá hér að framan, sé stórlega vítaverð framkoma, þar eð með því séu þeir jafnframt beinlínis að hindra gerðarbeiðanda í að hafa eftirlit með húsnæðinu og notkun þess, sem þeim sé þó skylt. Sé þetta afar tilfinnanlegt fyrir Þjóðleikhúsið, þar um sé að ræða mikil verðmæti og eðlilegt sé að halda, að fjárhagur gerðarþolanna sé ekki svo mjög traustur, sbr. vanskil þeirra. Þá er útburðarkrafan einnig byggð á því, að gerðarþolar hafi vanrækt þá samningsskyldu sína að reka sómasamlega veitinga- starfsemi fyrir almenning og fyrir starfsfólk Þjóðleikhússins og skyldur sínar að halda eignum leikhússins, er þeir tóku við, Í sæmilegu ástandi. Þá sé hreinlæti og umgengni ábótavant. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram nokkur gögn hér að lútandi. Lúta þau að slæmri hirðu og umgengni og vanrækslu á veitinga- skyldum, vanrækt hafi verið í eitt sinn að hafa til reiðu veit- ingar fyrir leikhúsgesti, eitt vottorðið skýrir svo frá, að útihurð að veitingastaðnum hafi eitt sinn verið skilin eftir opin utan veit- ingatíma, og enn eitt vottorð segir, að gerðarþolar hafi eitt sinn beðizt undan því, að aðgöngumiðasalan sinnti kaffipöntunum leikhúsgesta. Húsvörðurinn Ögmundur Kristófersson segir í vott- orði, að hann hafi hvað eftir annað orðið áskynja vondrar um- gengni og hirðu á veitingasölum og öðru húsnæði, er gerðarþolar 649 hafa umráð yfir, og kveðst hann margsinnis hafa kvartað yfir því við þá. Vanrækt hafi verið viðhald á kæliklefum og nokkrum sinnum hafi borið við, að aðaldyr kjallarans hafi verið opnar næturlangt. Vottorðsgefendur þessir hafa allir mætt sem vitni og gengizt þar við vottorðum sínum. Enn liggur fyrir í málinu vott- orð framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins, rskj. 18, dagsett 3. janúar þ. á. Er þar fundið að hreinlæti og umgengni, sérstaklega í eldhúsi, geymslum og víðar, geymsla matvæla hafi verið slæm í kæliklefa, enda kælikerfi bilað. Þá er fundið að málningu, vinnuborðum og innréttingu í eldhúsi og setubekkjum í vínstúku. Gerðarþolarnir mótmæla útburðarástæðum í hverri grein. Þeir mótmæla því, að þeir séu í vanskilum við gerðarbeiðanda. Fyrst og fremst vefengja þeir frásögn um rafmagnsskuldir og aðrar aukagreiðslur, sem þeim eru færðar til skuldar á reikningum gerðarbeiðanda, og varði slíkar skuldir raunar ekki útburði, þó að réttar væru. En þeir segja, að húsaleigukröfum hafi verið fullnægt. Rétt sé að sönnu, að fyrir hafi komið greiðsludráttur, en gerðarbeiðandi hafi sætt sig við það. Gerðarþolar segjast hafa átt tal við þjóðleikhússtjóra hinn 27. september 1968. Þar hafi samizt svo um, að leigusamningur yrði framlengdur um eitt ár frá 1. janúar 1968, en samkvæmt ákvæðum samnings skyldi mega slíta honum með 3ja mánaða uppsagnarfresti miðað við áramót. Þannig hafi þjóðleikhússtjóri haft í hendi sér að tilkynna þeim uppsögn á þessum fundi þeirra 27. september, ef hann þá hefði talið áframhald leigumála óæskilegt af Þjóðleikhússins hálfu. Þetta hafi hann ekki gert og hafi þó verið orðin nokkur skuld af þeirra hálfu, og mótmæla gerðarþolar því eindregið, að þeir hafi lofað að vera búnir að gera upp hinn 4. október. Segir Bjarni Bender, að þeir hafi lofað að greiða svo fljótt sem verða mætti á næstu mánuðum, en Ingi B. Ársælsson kveður þá hafa lofað að hafa greitt upp húsaleiguskuldir að fullu um áramótin 1968—69. Við þetta hafi verið staðið og síðan hafi leiga verið greidd með depositionum í banka. Samkomulag hafi hins vegar ekki orðið um ýmsar aukagreiðslur stafandi af veru þeirra í húsplássinu og engar umræður hafi orðið um leigutímalok, eins og áður segir, né síðan, og mótmæla gerðarþolar því eindregið, að þeir hafi lofað að rýma um áramót eða 15. janúar s.l. Gerðarþolar vefengja riftingu þá, er fram kom við þá 6. nóvem- ber í bréfi þjóðleikhússtjóra. Hafi gerðarbeiðandi alls ekki verið vanhaldinn þá, samanber það, sem að ofan segir. Þeir benda á það, að tekið hafi verið við leigu til áramóta án alls fyrirvara af 650 hálfu gerðarbeiðanda, og verði það ekki lagt út nema sem viður- kenning þess, að fallið hafi verið frá riftingunni 6. nóvember. Gerðarþolar mótmæla því, að þeim hafi borið skylda til að tilnefna matsmann af sinni hálfu samkvæmt 9. gr. leigusamn- ings. Ekki sé gert ráð fyrir slíkri gerð, fyrr en húsnæðið verði rýmt. Þeir mótmæla því, að hreinlæti og umgengni sé ábótavant, og hafi verið bætt úr smávægilegum aðfinningum heilbrigðis- eftirlitsins, en jafnframt sé þess að geta, að kælikerfi sé orðið úr sér gengið og gamalt og illviðráðanlegt að halda því í lagi. Vottorðum nokkurra starfsmanna gerðarbeiðanda, sem á er drepið hér að framan, er mótmælt sem röngum og vilhöllum. Tekið er fram, að ef svo standi á, að mjög stór samkvæmi séu haldin í Leikhúskjallaranum, sé ekki hægt að sinna kaffipönt- unum leikhúsgesta. Eitt skipti hafi svo borið við, að kaldar veitingar hafi ekki verið til reiðu í leikhléi, hafi birgðir þá verið uppseldar. Gegn mótmælum gerðarþolanna er ekki sannað, að þeir hafi gefið loforð um rýmingu um s.l. áramót né hinn 15. janúar s.l. Verður útburður ekki byggður á því atriði. Aðfinningar þær um rekstur gerðarþola, sem fram hafa komið í málsútlistun gerðarbeiðanda, sbr. framlögð vottorð og framburði vitna, þykja heldur smávægilegar. Þá þykir hart í sakir farið að láta synjun gerðarþolanna á tilnefningu matsmanns, sbr. 9. gr. samnings, valda þeim svo miklum vítum, að útburði ættu að varða. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram yfirlitsreikning um viðskipti við Leikhúskjallarann frá og með áramótum 1967—-1968. Þar er skuld gerðarþolanna talin kr. 56.086.17 pr. 1. janúar 1968. Þess ber að geta þegar í upphafi, að gerðarþolar hafa venfengt, að rétt sé farið með þær tölur, sem lúta að ýmiss konar auka- kostnaði, sem þeim er talinn til skuldar, svo sem rafmagnskostn- aði o. þ. h. Þeir hafa þó ekki sýnt fram á neinar ákveðnar skekkjur í því sambandi, en að sjálfsögðu er t. d. rafmagns- kostnaður mjög verulegur fyrir húsnæði sem þetta, bæði til eldunar og ljósa o. fl, Það verður ekki annað fyrir hendi en að leggja til grundvallar tölur þær, sem gerðarbeiðandi hefur gefið upp í þessu efni. Gerðarþolar hafa haldið því fram í málinu, að þær upphæðir, sem þeir kunni að skulda fyrir annað en áfallandi umsamda húsa- leigu, geti ekki verið skuld, er varði útburði. Nú hefur ekki verið upplýst í málinu af þeirra hálfu, að þeir hafi látið Þau fyrirmæli fylgja greiðslum, að þær skyldu ganga upp í ákveðna skuldaliði. 651 Verður ekki annað fyrir hendi en að telja gerðarbeiðanda hafa haft um það frjálst val, hvort hann í bókhaldi sínu léti þessar greiðslur ganga til kvittunar ákveðnum kröfuliðum eða hvort inn var fært sem almenn innborgun á hlaupandi viðskiptareikn- ing. Þannig eru ekki atvik til að fara út í þetta atriði í úrskurði í máli þessu. Það er komið fram í málinu, að þjóðleikhússtjóri hefur átt viðræður við gerðarþolana hinn 27. september 1968 um skuld þeirra, sem þá var kr. 132.321.91. Hefur þjóðleikhússtjóri borið fram í málinu, að hann hafi áður á árinu fundið að greiðsludrætti gerðarþolanna, en því er mótmælt af þeirra hálfu, og hefur þetta ekki verið sannað gegn þeim mótmælum. Aðiljum ber ekki saman um, hvað gerðist á fundi þessum. Hefur þjóðleikhússtjóri haldið því fram, að þeir gerðarþolarnir hafi lofað að hafa gert upp fyrir 4. október, en þeir mótmæla því að hafa gefið neitt loforð um það. Bjarni Bender hefur sagt, að þeir hafi lofað að greiða svo fljótt sem verða mætti á næstu mánuðum, en Ingi B. Ársælsson segir, að þeir hafi lofað að gera upp húsaleiguskuld- ina fyrir áramót 1968—69. Er ekkert um þetta upplýst, og verður að miða við það, að almennar reglur um vanskil komi hér til greina. Í októbermánuði 1968 greiða gerðarþolar í peningum kr. 20.000.00 og leggja inn reikninga samtals að upphæð kr. 42.185.42. Á sama tíma fellur til húsaleiga fyrir október, kr. 45.000.00, og rafmagnskostnaður o. fl., samtals að auki kr. 54.723.55. Hinn 1. nóvember féll á nóvemberleigan, kr. 45.000.00, og riftar þjóð- leikhússtjóri þá leigusamningi hinn 6. sama mánaðar. Sé aðeins litið á viðskipti aðilja frá 1. október til og með 1. nóvember, er niðurstaðan kr. 82.538.13 gerðarþolum í óhag. Verður að telja, að þjóðleikhússtjóri hafi samkvæmt almennum reglum verið Í sín- um fulla rétti að slíta sámningum við gerðarþolana, þó að aðeins sé tekið tillit til áðurgreinds mánaðartíma, enda liggur ekki fyrir, að hann hafi gefið þeim neinn sérstakan frest til að standa í skilum, en aftur á móti fram komið, að skuld gerðarþolanna var sérstaklega til umræðu þá heldur nýlega. Þrátt fyrir þessa riftun er það fyrst 14. nóvember, að gerðarþolar greiða 90.000.00 krónur upp í skuldina og hinn 25. sama mánaðar kr. 65.000.00, svo og leggja þeir inn reikning að upphæð kr. 10.521.20 í þessum mánuði. Þótt gerðarbeiðandi hafi tekið við greiðslum af hálfu gerðar- þolanna upp í skuld þeirra allt til áramóta s.l, þá þykir ekki sanngjarnt að ætla, að hann hafi með því viljað falla frá rift- 652 ingu leigumálans eða að gerðarþolar hafi mátt ætla, að sú væri meining hans, enda höfðu þeir ekki nærri lokið því að greiða skuld sína um áramót. Vegna þessara vanskila, sem að framan er lýst, þykir ekki verða hjá því komizt að taka kröfu um útburð til greina. Þó þykir rétt, að málskostnaður verði látinn falla niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Gerð þessi fer fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður fellur niður. Þriðjudaginn 13. maí 1969. Nr. 7/1969. — Knud Andersen og Willum Andersen (Páll S. Pálsson hrl.) segn Guðmundi Guðlaugssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. Líndal. Skipstjóralaun. Sjóveðréttur. Ómerking ummæla. Dómur Hæstaréttar. Pétur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómsmennirnir Angantýr Elíasson og Páll Þorbjörnsson skipstjórar hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 13. janúar 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 8. s. m. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi bæði i héraði og hér fyrir dómi. Þá krefjast þeir þess, „að um- mæli í dómsforsendum, „verður framkoma Knuds ... í þvi 653 ljósi með afbrigðum óhreinlynd“, verði ómerkt og að héraðs- dómarinn látinn sæta vitum“ fyrir þau. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjendum dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa þeir áfrýjandinn Willum Andersen og stefndi komið fyrir dóm og gefið skýrslur um málsatvik. Samkvæmt gögnum málsins var stefndi ráðinn skipstjóri á skip áfrýjanda, Metu, VE 236, 22. október 1966, og var ráðningartíminn óákveðinn. Var stefndi síðan skipstjóri á skipinu fram í miðjan desember 1966. Hinn 15. eða 16. des- ember 1966 virðist stefndi hafa beðið áfrýjandann Knud Andersen um leyfi til þess að fara til Reykjavíkur og dveljast þar fram yfir hátíðar. Eigi er ljóst, hvernig orðaskipti hafa fallið með aðiljum í umrætt sinn, en ætla verður samkvæmt málflutningi, að svör áfrýjandans Knuds Andersens hafi verið slík, að stefndi hafi mátt treysta því, að leyfi þetta væri veitt. Fór stefndi síðan til Reykjavíkur, en kom aftur til Vest- mannaeyja milli jóla og nýjárs. Tók stefndi eigi við skip- stjórn hjá áfrýjendum eftir það, enda seldu þeir skipið um þessar mundir. Samkvæmt ákvæðum 19. gr. kjarasamnings þess, sem aðiljar eru sammála um, að gilt hafi um skipti þeirra, er uppsagnarfrestur skipstjóra þrír mánuðir. Gegn andmælum stefnda er ósannað, að hann kafi sjálfur sagt lausum starfa sínum. Eigi eru heldur sannaðar þær ávirðingar stefnda, er hefðu heimilað áfrýjendum að víkja honum úr skiprúmi án fyrirvara. Þar sem stefnda var vikið úr skiprúmi án upp- sagnar, á hann rétt á bótum vegna þessa úr hendi áfrýjenda. Samkvæmt þessu og þar sem kröfur stefnda hafa eigi sætt tölulegum andmælum, ber að staðfesta niðurstöðu héraðs- dóms. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 12.000.00. Rétt þykir að ómerkja og átelja greind ummæli. 654 Dómsorð: Framangreind ummæli skulu vera ómerk. Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Knud Andersen og Willum Andersen, greiði stefnda, Guðmundi Guðlaugssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 17. júlí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 10. þ. m., er höfðað hér fyrir dómi með utanréttarstefnu, útgefinni 6. marz 1967 og birtri næsta dag, af Guðmundi Guðlaugssyni skipstjóra, Heimagötu 11 hér í bæ, á hendur þeim Knud Andersen útgerðarmanni, Hásteins- vegi 27 hér í bæ, og Willum Andersen útgerðarmanni, Heiðarvegi 55 hér í bæ, til greiðslu skaðabóta (eigi er tekið fram berum orð- um, að krafan sé um ábyrgð in solidum) að fjárhæð kr. 54.207.27 með 8% ársvöxtum frá 28. janúar 1967 til greiðsluðags og máls- kostnaðar að skaðlausu svo og ttil viðurkenningar á sjóveðrétti í m/b Metu, VE 236, fyrir kröfunum. Enn fremur er málið höfðað „til réttargæzlu“ af sama aðilja með sömu stefnu á hendur þeim Jóni Ingólfssyni útgerðarmanni, Urðarvegi 15 hér í bæ, og Friðriki J. Garðarssyni útgerðarmanni, Urðarvegi 18 hér í bæ, báðum til að viðurkenna og þola sjóveð- rétt í m/b Metu, VE 236, (eign þeirra) fyrir ofangreindum kröí- um. Af hálfu stefndu Knuds og Willums er krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum stefnanda svo og að þeim verði tildæmdur ríf- legur málskostnaður úr hendi stefnanda. Af hálfu hinna meðstefndu Jóns og Friðriks eru engar kröfur gerðar. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að um skeið árið 1966 hafi hann verið ráðinn skipstjóri á m/b Metu, VE 236, þá eign stefndu Knuds og Willums, og hafi hann verið ráðinn til óákveð- ins tíma. Rétt fyrir áramót 1966— 1967 hafi skipið verið selt þeim meðstefndu Jóni Ingólfssyni og Friðriki J. Garðarssyni, þannig að stefnandi hafi misst stöðu sína fyrirvaralaust og án nokkurrar uppsagnar af hálfu hinna stefndu, og telur stefnandi aðalstefndu bera skýlausa fébótaábyrgð gagnvart sér vegna þessa 655 fyrirvaralausa starfsmissis. Hafi stefndu neitað bótum og máls- höfðun því óhjákvæmileg. Í greinargerð er ekki gerður greinarmunur á þeim stefndu Knud og Willum annars vegar og þeim Jóni og Friðriki hins vegar og allir jafnt stefndir nefndir, en greinarmun á kröfum er haldið, utan hvað þeir Jón og Friðrik eru ekki nefndir stefndir til réttargæzlu. Nánara kveður stefnandi sig hafa verið skipstjóra á téðum báti haustið 1966 og hafi hann lögskráð á skipið 22. október þ. á. og hafi hann haft skipstjórn undir höndum fram undir jól umrætt ár, er hann hafi farið í jólafrí til Reykjavíkur með leyfi eigenda skipsins. Hafi ætlunin verið, að stefnandi yrði í fríi fram yfir nýjár, en hefði með höndum skipstjórn á komandi vetrarvertíð, enda hafi stefnandi „lagt drög að ráðningu skipshafnar af þeim sökum“. Hafi stefnandi komið fyrr úr jólafríinu en ráðgert var, eða strax eftir jól, og þá skömmu síðar frétt, að þeir stefndu Knud og Willum hefðu skyndilega selt m/b Metu til meðstefndu Jóns og Friðriks, en stefnanda hafi verið með öllu ókunnugt um, að sala á skipinu stæði fyrir dyrum, enda stefndu Knud og Willum á engan hátt gefið slíkt til kynna. Með þessu móti kveðst stefnandi skyndilega og fyrirvaralaust hafa verið sviptur stöðu sinni sem skipstjóri á Metu án nokkurrar uppsagnar af hálfu útgerðarmanna og án þess að vera vikið úr stöðunni með öðru móti og beri stefndu Knud og Willum skýlausa fébótaábyrgð vegna þess arna. Skaðabótakröfur sínar kveður stefnandi reistar á skýlausum ákvæðum sjómannalaga og vertíðarsamningi milli L. Í Ú. v/ „Útvegsm.fél. Vestmannaeyja“ og Skipstjóra og stýrimannafé- lagsins Verðandi hér í bæ með síðari breytingum á þeim samn- ingi. Bótakröfurnar sundurliðar stefnandi þannig: 1) Kauptrygging skipstjóra í 3 mánuði, kr. 16.283.00 p. m. == 48.849.00. 2) Fast mánaðarkaup, kr. 604.00, kr. 1.812.00. 3) Orlof 7% af kr. 50.661.00 (þ. e. 44.849.00 | 1.812.00), kr. 3.546.27. Samtals gera kröfur þessar höfuðstól stefnukrafnanna. Kröfur þessar eru byggðar á umburðarbréfi F. F. S. Í um kaupgjald yfirmanna á skipum frá 1. september 1968 og síðar. Umrætt umburðarbréf svo og áðurgreindur samningur etc. 656 hafa verið lögð fram sem dómsskjöl í máli þessu (dskj. nr. 4 og 8). Stefnandi kveður, að í því tilfelli, er hér um ræðir, hafi eigin- leg frávikning eigi átt sér stað, en aftur á móti hafi salan á skipinu og afhending þess til nýrra eigenda haft í för með sér fyrirvaralausan stöðumissi fyrir stefnanda, sem að öllu leyti megi jafna til frávikningar án saka, hvað hann snerti. Þá kveður stefnandi sér eigi hafa verið sagt upp, svo sem lög standi til, sbr. auk 2. gr. sjómannalaga 19. grein samnings L. Í Ú. og F.F. S. Í. Þá kveðst stefnandi ekki heldur hafa sagt upp stöðu sinni né vikið úr henni á annan hátt, þar eð hann hafði búizt við að gegna henni út „yfirstandandi“ vetrarvertíð, svo sem ráð hafi verið fyrir gert. Þá áskilur stefnandi sér rétt til frekari kröfugerðar síðar, verði tilefni til, þ. á m. til aflahlutar samkvæmt 8. gr. sjómanna- laga. Þessi krafa hefur þó ekki komið fram. tefndu Jón og Friðrik hafa ekki séð ástæðu til að skila grein- argerð, en í greinargerð aðalstefndu Knuds og Willums segir m. a. svo: Stefnandi málsins hafi komið drukkinn til stefnda Knuds hinn 15. eða 16. desember 1966 og fengið leyfi þessa stefnda til þess að fara „suður“ í þeim tilgangi að láta „renna af sér“, en hafi jafnframt heitið því að koma allsgáður eftir jól og fara út á veiðar. Raunin hafi þó orðið önnur. Hafi stefnandi komið „jafn- drukkinn og hann fór“ og hafi því allar forsendur verið brostnar fyrir greindu leyfi. Stefnandi hafi sagt Knud, að hann færi ekki út í bátinn framar, og hafi ekki haft frekara fyrir því að tala við útgerðarmann m/b Metu. Hafi stefnandi ekki sagt lög- lega upp, en hlaupið af bátnum „án heimildar“. Þá segir í greinargerð, að gert hafi verið upp við stefnanda til þess tíma, er hann fór, og hafi stefnandi aldrei gert athuga- semdðir við uppgjörið. Þá kveða stefndu Knud og Willum í greinargerð stefnanda ljóslega mjög hafa vanrækt starfa sinn, er hann hafi legið í drykkjuskap og ekki stundað veiðar, en útgerðin orðið að borga áhöfn kaup án þess að fá afla í staðinn. Þá kveða þeir stefndu Andersen, en þeir eru bræður, að er þeir hafi séð, „hvert stefndi, eftir að stefnandi hafi sagt, að hann stigi aldrei út í bátinn framar, þá voru þeir tilneyddir til að selja bátinn, og var það ekki gert fyrr en 6. janúar 1967“. Hafi 657 stefnandi haft nægan tíma til að taka orð sín um brottför aftur, hefði áhugi verið fyrir hendi. Þá telja stefndu Knud og Willum, að stefnandi hafi ekki hagað sér alls kostar rétt, áður en téð atvik urðu. M. a. hafi hann, er hann fór með skipið í „sölutúr“, átt að selja í Grimsby, en hafi í þess stað selt í Aberdeen að útgerðinni „fornspurðri“, en vitað mál verið, að þar fengist minna verð fyrir aflann en í Grimsby. Þá kveða þeir stefnanda hafa verið sektaðan fyrir smygl, „og er það ekki til eftirbreytni“, eins og segir í greinargerð. Áskilja stefndu Knud og Willum sér rétt til að gagnstefna Í málinu, og krefja stefnanda málsins um skaðabætur fyrir „afla- tjón vegna legu stefnanda í drykkjuskap“ og bætur fyrir „greiðslu kaups til skipverja, þegar bátnum var ekki haldið til fiskjar af sömu ástæðum, en var bundinn við bryggju, þegar aðrir reru“. Stefndi Willum hefur eigi gefið aðiljaskýrslu í málinu, enda ess krafizt af hvorugum lögmanni aðilja, enda ekki nein líkindi til sjálfstæðs framburðar af hans hendi, er horfa mætti málinu til upplýsingar. Hins vegar hefur stefndi Knud, sem talinn var útgerðarstjóri, gefið aðiljaskýrslu, dags. 7. apríl 1967. Staðfesti Knud skýrslu sína sem aðiljaskýrslu fyrir dómi hinn 13. s. m. án þess að hafa nokkuð frekara fram að færa en Í skýrslunni stendur, en þar segir m. a. svo: Að stefndi hafi skráð á Metu 22. október til ákveðins tíma, þ. e. til 31. desember 1966. Hafi hann siglt einn túr til Aberdeen með 19 tonn fiskjar og selt fyrir 1.906 sterlingspund og þar verið dæmdur í 12 punda sekt fyrir vindlingasmygl, en eytt 42 pundum meira en lög leyfa í eigin þágu, rekið síðan matsveininn af skip- inu, er heim kom, og hafi matsveinn þessi þá staðið í 3 þúsund ísl. kr. skuld við útgerð skipsins. Síðan hafi stefndi stundað veiðar fram í desember, en komið til skýrslugjafans 15. eða 16. þ. m. og þá verið drukkinn og sagzt ætla að fara til Reykjavíkur til föður síns til að hætta drykkju. Hafi stefnandi spurt Knud, hvort hann „væri nokkuð vondur út af því“. Hafi Knud kveðið nei við, en stefnandi lofað að koma strax aftur eftir jól og fara til veiða „milli hátíða“. Hafi stefnandi og sagt Knud, að hann þyrfti ekki að óttast „að hann myndi ekki standa í stykkinu vegna drykkjuskapar“. Síðan hafi stefnandi komið til stefnda Knuds 28. s. m. og verið þá „enn drukkinn“ og spurt hann, hvort hann væri nokkuð „vondur út í sig“. Hafi Knud þá kveðið svo vera, enda allt of langt gengið hjá stefnanda. Hafi stefnandi þá sagt Knud hafa vitað, að hann ætlaði „suður“, en Knud kveðst 42 658 hafa játað því og einnig sagt, að stefnandi hefði lofað „að fara strax út eftir jól“, en stefnandi ekki verið þesslegur þá stundina. Hafi nú stefnandi spurt, hvort hér væri um uppsögn að ræða, en Knud kveðið nei við því, en sér (þ. e. Knud) hins vegar „heimilt að láta hann vita, að ekki væri hægt að láta bjóða sér allt“. Hafi stefnandi þá kveðizt taka þetta sem uppsögn, en Knud kveðið svo ekki vera. Hafi stefnandi síðan vitnað til forspár um viðskipti stefnanda og beggja aðalstefndu og sagzt ekki mundu stíga út í umrætt skip framar. Hafi hann síðan gengið að dyrum fram og þá endurtekið síðastgreinda yfirlýsingu. Loks kvað stefndi Knud í skýrslu sinni vitað vera um báta, er stundað hafi veiðar á því tímabili, er stefnandi „hreyfði margtéð skip ekki úr höfn“, hafa gert, flestir hverjir, „tvo túra“ og sumir aflað ágætlega, eða fyrir 150-180 þús. krónur. Hálfsmánaðartrygg- ing, „sem Meta varð að greiða þennan tíma“, muni svo hafa numið um 35 til 40 þús. krónum. Að síðustu kveður stefndi Knud stefnanda aldrei hafa talað við sig orð eftir marggreinda samræðu. Í framangreindu réttarhaldi, er stefndi Knud gaf skýrslu sína, kvað hann aðspurður, að víst hefði ætlunin verið, að stefnandi yrði áfram skipstjóri, hefði skipið eigi verið selt. „Aðspurður kveður stefndi eigi hafa verið búið að ræða sölu á skipinu, er samtalið 28/12 átti sér stað“. Hér er upp tekin orðrétt setning úr skýrslutöku af stefnda Knud áðurgreindan dag, sbr. síðar, en stefndi Knud kvað umræður um sölu fyrst hafa komið til tals 29. eða 30. desember umrætt ár. Aðspurður kvað Knud útgerðina aldrei hafa sagt stefnanda upp skipstjórn samkvæmt gildandi kjarasamningum svo og hafi útgerðin ekki tekið við skriflegri uppsögn stefnanda, enda kvað hann og aðspurður stefnanda ekki á annan hátt hafa verið vikið úr starfi. Aðspurður í sama réttarhaldi neitaði stefnandi að hafa „rokið“ af Metu „í fússi“ og eigi róið milli jóla og nýárs, með því að sér hafi verið sagt, „að búið væri að selja bátinn og að aðrir menn væru ráðnir þar til starfa“. Hafi þetta verið eftir samtalið við stefnda Knud 28. desember, en fregnin enn fremur verið síðar staðfest af stefnda Willum, enda réttmæti hennar komið á daginn. Þá kveðst stefnandi hafa farið að skipshlið einhvern tíma eftir umrædda atburði og þá séð þá meðstefndu Jóri og Friðrik „við vinnu“. Hafi stefnandi síðar ekki farið um borð í Metu, „nema til að sækja dót sitt nokkru síðar“. Aðspurður kvað 659 stefnandi þó „engin orðaskipti“ hafa „átt sér stað í þessu til- efni“. Hinn 30. maí s.l. gáfu þeir meðstefndu Jón og Friðrik aðilja- skýrslur fyrir dómi. Þar aðspurður, hvort stefndi Jón mundi, hvenær fyrst hefði borið í tal, að hann og meðstefndi Friðrik keyptu m/b Metu af hinum stefndu Knud og Willum, kvaðst stefndi Jón muna það „greinilega“, „en það hafi verið fyrsta rúmhelgan dag eftir jól 1966, þ. e. 27. desember þ. á.“. Ekki hafi kaupin þó verið endanlega ákveðin þann dag, en eigi mundi stefndi Jón, hvenær það hefði orðið. Aðspurður kvað stefndi Jón þá félaga „að sjálfsögðu hafa farið niður á bryggju að skipinu, þegar eftir að salan kom til tals“, og eigi þvertók hann fyrir, að þeir hefðu farið um borð, en minnist þess eigi að hafa séð stefnanda þarna niður frá, en kvaðst hafa tekið við skipinu tilbúnu til veiða. Í sama réttarhaldi gaf meðstefndi Friðrik skýrslu. Hné hún mjög til sömu áttar sam Jóns. Þó kvað Friðrik endanleg kaup eigi ákveðin verið hafa fyrr en jafnvel eftir áramót. Þá kvað stefndi þá félaga eigi hafa farið um borð til vinnu, fyrr en eftir að kaup voru gerð endanlega, en neitaði ekki, að þeir félagar hefðu farið niður að skipi, eftir að kaupin komu: til tals. Við munnlegan málflutning urðu að kröfu dómsformanns nokkrar reifanir um áburð þann um drykkjuskap stefnanda og aðra óeðlilega hegðan, er fram kemur í skjölum málsins. Mótmælti umboðsmaður stefnanda með öllu staðhæfingum í þessar áttir sem órökstuddum og ósönnuðum fullyrðingum um- fram það, er viðurkennt væri í dskj. nr. 7 varðandi tímabilið milli jóla og nýárs 1966. Sérdeilislega mótmælti lögmaðurinn því, að stefnandi hafi að eigin frumkvæði selt í Aberdeen í stað Grirnsby á sínum tíma, enda hafi sú sala farið fram á umræðdum stað að tilhlutan umboðsmanns m/b Metu í Grimsby vegna bilunar á siglingatækjum etc., og sérstaklega mótmælti hann sérhverjum áburði um óreglu af hálfu stefnanda, „meðan hann hafði á hendi skipstjórn á m/b Metu“. Þá andmælti lögmaður stefnanda atriðum í málflutningi stefndu, er fólu í sér sem málsatriði niðurfall róðra, „eftir að stefnandi hafði verið sviptur skipstjórn“. Lögmaður hinna stefndu lagði hins vegar höfuðáherzlu á 660 drykkjuskap og óeðlilega hegðan stefnanda „án þess þó að :nót- mæla skýringum lögmanns stefnanda í þá átt, bæði að því er varðar áburð um drykkjuskap stefnanda, meðan hann hafði skip- stjórn á hendi, og skýringum á sölunni í Aberdeen“. Loks mótmælti lögmaður stefnanda við málflutning án endur- mótmæla frá lögmanni hinna stefndu því sem málsatriði, að eigi hefði verið lögskráð á m/b Metu, VE 236, TEGQ, nema til árs- loka 1966, enda sé samkvæmt formum og eyðublöðum gert ráð fyrir, enda föst venja hér í Eyjum, er m. a. byggist á lögum um lögskráningu etc., að skipshafnir séu skráðar til ársloka, en síðan endurskráðar. Þá lagði lögmaður stefnanda höfuðáherzlu á, að útgerðarstjór- inn, stefndi Knud, hefði gert ráðningarsamning við stefnanda um skipstjórn fyrir vetrarvertíðina 1967, enda verði og að telja, að skipstjóri sé aldrei „lögskráður““, þar eð hann á hinn bóginn lögskrái skipshöfn með viðeigandi undirritunum. Þessum síðustu staðhæfingum var heldur eigi mótmælt við flutning af hálfu lögmanns hinna stefndu. Í málinu er hins vegar sammæli um, að stefnanda hafi eigi verið sagt upp Í samræmi við ákvæði 19. gr. vertíðarsamnings L. Í Ú. ogF. F. S. Í, dskj. nr. 8 í málinu. Varðandi varnir hinna stefndu, er byggja á 2. mgr. og 4. gr. og á 5. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, er þess að gæta, að engar sönnur hafa verið færðar á, að stefnandi hafi sýnt af sér ódugnað, óráðvendni, stórkostlegar yfirsjónir né leynt sjúkdómi o. þ. h., meðan hann hafði skipstjórn á m/b Metu. Telja verður fyrri ávirðingar stefnanda, svo sem sölu á röng- um stað, eyðslu gjaldeyris, brottvikningu matsveins eða sektir fyrir meint smygl, fyrst og fremst ósannaðar að saknæmi fyrir stefnanda, en í annan stað málinu öldungis óviðkomandi. Telja verður sem ósannaðar staðhæfingar í málinu, að stefnandi hafi hlaupizt á brott af skipinu „í fússi“ eða þess háttar, að hann hafi legið í drykkjuskap, að hann hafi ekki stundað róðra vegna hins síðastnefnda, að hann hafi lofað að róa milli jóla og nýjárs (b. e. áður en aðalvertíð hefst) svo og um aflatjón útgerðar m/b Metu vegna hugsanlegra róðra í síðari hluta desembermánaðar umrætt ár, enda er og síðastnefnt atriði ekki haft uppi sem grundvöllur skuldajafnaðarkröfu, sem eðlilegast væri, ef stað- hæfing sú væri alvarlega meint. Þá verður þess að geta, að öldungis ósannað er gegn neitun stefnanda, að hann hafi lýst því yfir, að hann mundi „ekki stíga 661 út í bátinn framar“, og þá eigi síður staðhæfingin um, að salan hafi orðið vegna brottfarar stefnanda, sbr. síðar. Í framhaldi af áðurröktum atvikum verður svo að telja eðlilegt hátterni af stefnanda hálfu, að hann fór eigi síðar um borð í margrætt skip, utan til þess að sækja pjönkur sínar. Óumdeilt er í málinu, að stefnandi hefur leyfi útgerðarstjóra frá skipstjórn frá því eftir miðjan desember og fram yfir jól (enda þótt ósönnuð sé staðhæfing stefnanda um leyfi fram yfir nýjár). Ómótmælt er, að stefnandi kemur hingað til Eyja hinn fyrsta rúmhelgan dag eftir jól 1966, þ. e. 27. desember. Það er óvefengt, að stefnandi á tal við útgerðarstjóra, stefnda Knud, hinn 28. desember 1966. Samkvæmt framburði stefnanda, sem studdur er viðurkenn- ingum meðstefndu Jóns og Friðriks, verður að telja sannað, að undirbúningur að kaupum m/b Metu hafi hafizt hinn 27. des- ember, eða degi áður en margrætt tal þeirra stefnanda og Knuds átti sér stað, og verður framkoma Knuds samkvæmt eigin frá- sögnum í því ljósi með afbrigðum óhreinlynd, sbr. aðiljaskýrslu hans dsj. nr. 6. Ljóst er, að annað hvort telst stefnanda hafa verið vikið úr stöðu sinni vegna eigin hegðunar og eigi hann því ekki rétt á kaupi nema samkvæmt áðurgerðu uppgjöri miðað við þann tíma, er skipstjórn lauk, ellegar að stefnanda hafi verið sagt upp stöðu sinni samkvæmt heimild 1. mgr. 3. gr. sjómannalaganna, sem útgerðarmanni stendur jafnan opin, hversu sem högun skip- stjóra er háttað. Ljóst þykir, að fyrri möguleikinn sé ekki fyrir hendi. Telja verður, að með sölu skipsins (m/b Metu) hafi útgerðar- menn, stefndu Knud og Willum, raunverulega vikið stefnanda úr stöðu hans, þannig að jafngildi frávikningu samkvæmt |. mgr. 3. gr. sjómannalaga, sem að vísu er jafnan útgerðarmanni heimil án tillits til aðstæðna. Er svo stendur á, á skipstjóri, og gildir það um stefnanda í máli þessu, jafnan rétt á bótum fyrir allt tjón vegna frávikn- ingarinnar samkvæmt 2. mgr. téðrar greinar. Samkvæmt 3. mgr. skal, ef ekki er annað sannað um upphæð tjóns, ákveða bætur sem 8ja mánaða kaup etc. Síðastgreinda kröfu á stefnandi án tvímæla á hendur stefndu Knud og Willum í máli þessu. Kaupútreikningi stefnanda samkvæmt dskj. nr. 2 hefur hvergi 662 verið mótmælt af hinum stefndu, og verður hann því lagður til grundvallar sem skaðabætur óbreyttur. Með vísan til ofangreindra raka er og öllum gagnkröfum stefndu á hendur stefnanda vísað á bug. Að því er varðar vaxtakröfu stefnanda á hinn bóginn, verður eigi fallizt á vaxtahæð. Þykir hæfilegt að reikna vexti 7% í stað 8% p.a., svo sem krafizt er. Þá þykir einungis bera að tildæma vexti af höfuðstólsfjárhæð- inni frá stefnubirtingardegi. Samkvæmt 2. tl. 216. gr. siglingalaga nr. 66/1963 fylgja fram- angreindum kröfum auk málskostnaðar sjóveðréttur í m/b Metu, VE 236, TEG, þeim til tryggingar, og ber stefndu Jóni og Friðriki að þola dóm í þá átt. Eftir atvikum málsins ber að dæma stefndu Knud og Willum fil greiðslu málskostnaðar in solidum til stefnanda, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 12.500.00. Því dæmist rétt vera: Stefndu Knud Andersen og Willum Andersen greiði in soliðum stefnanda, Guðmundi Guðlaugssyni, kr. 54.207.27 með 7% vöxtum p.a. frá 7. marz 1967 til greiðsludags og kr. 12.500.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Sjóveðréttur í m/b Metu, VE 236, EFGQ, eign stefndu Jóns Ingólfssonar og Friðriks J. Garðarssonar, til tryggingar öllum framangreindum dæmdum kröfum viðurkennist. 663 Þriðjudaginn 13. maí 1969. Nr. 16/1969. Matthías Andrésson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Emilíu Guðlaugsdóttur (Guðjón Steingrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréitardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Theodór B. Líndal. Bifreiðar. Kaup og sala. Skaðabætur. Veðskuldabréf. Tómlæti. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. janúar 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hennar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Veðskuldabréf það, sem mál þetta fjallar um, var gefið út hinn 7. maí 1962 til handhafa. Fjárhæð þess, kr. 60.000.00, skyldi greidd á tíu árum með jöfnum árlegum afborgunum. Gjalddagar voru 7. maí ár hvert, í fyrsta sinn 7. mai 1963. Var skuldin tryggð með fasteignaveði. Samkvæmt gögnum málsins verður talið, að í kaupum aðilja hafi veðskulda- bréfið verið tekið sem fullnaðargreiðsla á hluta andvirðis hinnar seldu bifreiðar. Ef stefndi vildi síðar bera fyrir sig, að þessari greiðslu væri áfátt, bar henni að skýra áfrýjanda frá því án ástæðulauss dráttar, og því heldur, þar sem verðmæti veðsins hafði borið á góma við kaupin. Þau voru serð hinn 21. júlí 1962, en af hálfu stefnda kom umkvörtun eigi fram fyrr en 14. október 1963. Var því krafa, sem stefndi kynni að eiga á hendur áfrýjanda, fallin niður fyrir tóm- læti hennar, enda voru svik ekki höfð í frammi. Héraðsdómsstefna var birt 23. janúar 1968. Krafan var þvi 664. einnig fallin niður fyrir fyrningu, sbr. 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Áfrýjanda verður því dæmd sýkna af kröfum stefnda. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 20.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Matthías Andrésson, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Emilíu Guðlaugsdóttur. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Kópavogs 30. október 1968. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 18. þ. m., er höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni hinn 22. janúar s.l. af Emilíu Guðlaugsdóttur, Safamýri 39, Reykjavík, gegn Matthíasi Andrés- syni, Þinghólsbraut 78 í Kópavogi, til greiðslu eftirstöðva kaup- verðs bifreiðar að upphæð kr. 68.300.00 auk 7% ársvaxta frá 7. maí 1962 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og sér verði tildæmdur máls- kostnaður úr hendi hennar, en til vara, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar, vextir felldir niður, svo og málskostnaður. Samkvæmt gögnum málsins eru málavextir þessir: Með afsali, dags. 21. júlí 1962, seldi stefnandi stefnda fólksbif- reiðina R 10985, Mercedes Benz 180, árgerð 1956. Í afsalsbréfi þessu segir svo m. a.: „Bifreiðin afsalast í núverandi ástandi, sem kaupandi þekkir og sættir sig við að öllu leyti. Umsamið kaupverð er kr. 150.000.00 — eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur — sem kaupandi greiðir þannig: A) Ípeningum .................. 02 2. 2. kr. 50.000.00 B) Með skuldabréfi, sem tryggt er með veði í fast- eign.... — 60.000.00 C) Fyrir eftirstöðvum samþykkir kaupandi víxla 16 að tölu, hvern að fjárhæð kr. 2.500.00, sem greið- 665 ast skulu mánaðarlega, í fyrsta sinn 5. septem- ber 1962, samtals að fjárhæð .. .. 2... 2. 2. kr. 40.000.00 Kr. 150.000.00% Alla samningsgerð af hálfu stefnanda í sambandi við kaup þessi annaðist Ari Guðmundsson bankastarfsmaður í umboði hennar. Hafði komizt á samband milli stefnda og Ára fyrir til- stilli bílasala í Reykjavík og Stefáns Gíslasonar, flugmanns Lotft- leiða h/f, en bifreiðin war geymd Í einu flugskýla félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Stefndi, sem hafði verið búsettur í Reykja- vík, var að flytjast búferlum norður Í land, en hann hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri bílaverkstæðis á Akureyri. Þar sem hann varð að hafa heimili sitt á Möðruvöllum í Hörgárdal og sækja vinnu á Akureyri, hafði hann mikinn áhuga á að fá sér sparneytinn bíl, en bifreið stefnanda, R 10985, var með diesel- vél. Stefndi átti bifreið með benzínvél, sem hann ætlaði sér að selja, svo að sér yrði kleift að kaupa aðra bifreið. Fór svo, að stefndi seldi bifreið sína manni nokkrum í Reykjavík, Sigurjóni Hallgrímssyni að nafni, fyrir veðskuldabréf að upphæð kr. 60.000.00. Veðskuldabréf þetta var útgefið 7. maí 1962 af Stur- laugi Friðrikssyni, Grettisgötu 46 í Reykjavík. Var bréfið til 10 ára og fyrsti gjalddagi 7. maí 1963, og bar bréfið 7T% ársvexti og tryggt með 3. veðrétti í „Sigurðarhúsi“ á Stokkseyri á eftir samtals kr. 88.000.00 á 1. og 2. veðrétti. Stefndi kveður bróður Sigurjóns, Jónas Hallgrímsson, hafa ann- azt um kaupin og hafi hann tjáð sér, að allt væri í lagi með bréfið, þar sem tiltölulega lítið hvíldi á undan því og væri þing- lýsing þess annmarkalaus samkvæmt upplýsingum sýsluskrif- stofunnar á Selfossi. Hins vegar kveðst stefndi sjálfur engar sérstakar athuganir hafa gert viðvíkjandi bréfinu og hafði alls enga vitneskju um, hvers konar hús þetta svonefnda „Sigurðar- hús“ var eða hvaða maður útgefandi bréfsins var. Veðskuldabréf þetta bauð stefndi síðan fram sem greiðslu á hluta kaupverðs bifreiðar stefnanda, og varð það síðan að sam- komulagi. Ari Guðmundsson hefur borið, að hann hafi spurt stefnda, hvort bréf þetta væri öruggt og vel tryggt, og kveður hann stefnda hafa svarað því til, að það væri veðtryggt í íbúðar- húsi á Stokkseyri og væri alveg öruggt. Þessu hefur stefndi mót- mælt, en kveðst hafa viðhaft nákvæmlega sömu ummæli um bréfið og Jónas Hallgrímsson við sig. 666 Þegar gengið hafi verið frá bílakaupunum, eins og greinir í afsalinu frá 21. júlí 1962, fékk stefndi bifreiðina afhenta og fluttist fljótlega búferlum norður í land. Ari Guðmundsson, umboðsmaður stefnanda, kom veðskulda- bréfinu til innheimtu í útibúi Landsbankans á Selfossi. Þegar bréfið féll í gjalddaga í fyrsta sinn, stóð útgefandi þess eigi í skilum með afborgunina, og var þá bréfið sent til lögfræðinga- deildar Landsbankans í Reykjavík til frekari innheimtuaðgerða. Leiddi þetta til þess, að veðið, hið svonefnda „Sigurðarhús“ á Stokkseyri, var selt á opinberu nauðungaruppboði hinn 2. marz 1965 fyrir kr. 10.000.00, og krafðist 1. veðréttarhafi útlagningar sem ófullnægður veðhafi. Þar sem veðtrygging skuldabréfsins var eigi lengur fyrir hendi, höfðaði nú stefnandi mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn út- gefanda, Sturlaugi Friðrikssyni, og með dómi, uppkveðnum 5. júlí 1965, var Sturlaugur dæmdur til að greiða höfuðstól bréfsins, kr. 60.000.00, með 7% ársvöxtum frá 7. maí 1962 til greiðsludags og kr. 8.300.00 í málskostnað. Stefnandi kveður, að eigi hafi reynzt mögulegt að innheimta dómskuldina hjá Sturlaugi Friðrikssyni, þar sem hann sé eigna- laus og allsendis ógjaldfær, og því hafi hann eigi átt annarra kosta völ en snúa sér að stefnda, heimildarmanni sínum að veðskulda- bréfinu og kaupanda bifreiðarinnar. Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar með því, að tekið hafi verið við veðskuldabréfinu fyrir sína hönd í þeirri góðu trú, að Það væri ágætlega veðtrygst. Þessi góða trú af sinni hálfu hafi verið byggð á yfirlýsingum stefnda sjálfs þar að lútandi. Umboðsmaður sinn við kaupin hafi beint því til lögmannsins, sem annaðist gerð afsalsins, hvort eigi væri ástæða til að taka baktryggingu í hinum selda bíl, en eigi hafi verið talin ástæða til þess, þegar stefndi ítrekað lýsti því yfir, að bréfið væri alveg öruggt. Samkvæmt því, sem síðar hafi komið í ljós með veð- skuldabréfið, sé einsýnt, að hann hafi verið beittur svikum við kaupin. Þótt ef til vill verði eigi talið, að stefndi hafi framið þessi svik sín með fullkomnum ásetningi, sé hins vegar algerlega ljóst, að hann gerði það af vítaverðu gáleysi, þegar hann ítrekað við kaupin fullyrti, að bréfið væri ágætlega veðtryggt og öruggt. Leiði því af 30. gr. laga nr. 7/19386, að ógilda beri þessa greiðslu og dæma stefnda til að greiða stefnukröfurnar. Í annan stað rökstyður stefnandi dómkröfur sínar með því, að þar sem greint veðskuldabréf, sem stefndi afhenti sem hluta 667 greiðslu, hafi reynzt gersamlega ónýtt og einskis virði, þá sé and- virði bifreiðarinnar enn ógreitt, sem nemi fjárhæð þess. Við það bætist að sjálfsögðu tildæmdur málskostnaður í málinu gegn út- gefanda. Hér sé alls eigi um að ræða kaup og sölu veðskulda- bréfs, heldur kaup og sölu bifreiðar, þar sem kaupandi afhendi seljanda veðskuldabréf sem hluta greiðslu. Greint veðskuldabréf hafi alls eigi verið tekið sem fullnaðargreiðsla á þeim hluta kaup- verðsins, sem upphæð þess sagði til um, heldur hafi við því verið tekið af stefnanda hálfu á þeim forsendum og í þeirri trú, að það fengist greitt hjá útgefanda þess eftir ákvæðum bréfsins, eða a. m. k. með aðför að veðinu. Þegar það nú liggi ljóst fyrir, að aðför að veðinu og útgefanda bréfsins hafi reynzt árangurslaus, þá uppvekist skuldðasamband milli sín og stefnda út af kaupum hans á bifreiðinni. Stefndi rökstyður aðalkröfu sína með því að vísa til þess, að viðskipti þau, sem mál þetta sé risið af, hafi átt sér stað fyrir u. þ. b. sex árum, hinn 21. júlí 1962, og því séu allar kröfur stefnanda vegna þessara viðskipta fallnar niður fyrir fyrningu, sbr. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfu- réttinda. Þá kveður stefndi, að aðrar málsástæður styðji einnig sýknu- kröfu sína og þá helzt sú, að bifreiðin, sem stefnandi seldi sér, hafi verið stórlega gölluð. Hafi verið um leynda galla að ræða, sem fram komu strax um haustið 1962, og hafi þetta valdið sér fjárhagslegu tjóni, sem fyllilega samsvari kröfum stefnanda. Stefndi heldur því fram, að Ari Guðmundsson, umboðsmaður stefnda, hafi lýst bifreiðinni þannig við kaupin, að hún væri ný- innflutt og nýyfirfarin hjá þekktu fyrirtæki í Þýzkalandi, og væri þetta sérstaklega góður bíll og alveg í sérflokki. Kílómetra- mælirinn sýndi 76.000 og hafi Ari talið, að bíllinn væri aðeins á fyrstu 100 þúsund kílómetrunum, eins og sagt er. Hafi sér litizt vel á bílinn samkvæmt þessum upplýsingum, því að alkunna væri, að vélar í bílum af þessari gerð ættu að duga allt upp í 400 þúsund kílómetra akstur, áður en til þess komi, að taka þurfi þær upp. Það hafi aftur á móti komið í ljós strax um haustið, að stórfelld svik höfðu verið höfð í frammi við viðgerð á vél bílsins og lýsingu ástands hennar, því að vélin reyndist alger- lega útkeyrð. Viðgerðarkostnaður hennar nam milli 30 og 40 þúsund krónum, og þar við bættist kostnaður vegna afnotamissis í margar vikur. Viku eftir kaupin kveður stefndi, að í ljós hafi komið, að 668 hjólbarðar bílsins, sem sagðir voru nýsólaðir, voru ónýtir. Þá hafi það einnig sýnt sig, eftir að kaupin voru útkljáð, að ógreiddir skattar hvíldu á bílnum, en við söluna hafi verið gengið út frá, að hann væri kvaða- og veðbandalaus. Stefndi kveðst hafa orðið að greiða þessi áhvílandi gjöld og eigi hafa fengið þau endur- greidd þrátt fyrir gefin loforð um það frá umboðsmanni stefn- anda. Stefndi mótmælir því alfarið að hafa fullyrt við kaupin, að veðskuldabréfið, sem hann bauð fram sem hluta greiðslu, væri fullkomlega veðtryggt og öruggt, heldur kveðst hann hafa lýst bréfinu nákvæmlega eins og heimildarmaður sinn lýsti því við sig. Hafi hann alls engum svikum beitt í þessu sambandi. Stefndi rökstyður varakröfu sína á eftirfarandi hátt: Verð bíls- ins hafi verið ákveðið kr. 150.000.00 með tilliti til affalla af veðskuldabréfinu. Hafi verð sams konar bíla verið þá kr. 120 til 125 þúsund. Samkvæmt því hafi afföll bréfsins verið kr. 25 til 30 þúsund. Þá komi það einnig til, að stefnandi hafi alls ekkert tjón beðið vegna þessara viðskipta, þar sem bíllinn hafi eigi kostað stefnanda nema u. þ. b. kr. 60.000.00 kominn hingað til lands og tollafgreiddur. Þvert á móti sé það svo, að stefnandi hagnist í reynd, þótt greiðslan samkvæmt veðskuldabréfinu sé ekki reiknuð með. Stefndi kveður enn fremur, að stefnandi hafi eigi alls kostar borið sig rétt að við innheimtu bréfsins og hafi þetta ef til vill leitt til þess, að bréfið fór í vanskil. Bendi gögn málsins m. a. til þess, að veðskuldabréfið hafi verið sett í innheimtu hjá útibúi Landsbankans á Selfossi eftir fyrsta gjalddaga þess. Einnig liggi ekkert fyrir um það, að útgefandi bréfsins sé raunverulega ógjald- fær, þótt einhvern tíma fyrir þremur árum hafi verið gert árang- urslaust fjárnám hjá honum. Stefnandi mótmælir sýknukröfu stefnda byggðri á fyrningu og heldur því fram, að fyrningarfrestur kröfu sinnar hafi fyrst byrjað að líða um haustið 1965, er fullljóst var orðið, að eigi reyndist unnt að fá greiðslu samkvæmt veðskuldabréfinu hjá útgefanda þess. Þá mótmælir stefnandi því alfarið, að hin selda bifreið hafi verið með göllum þeim, sem stefndi heldur fram, og vísar á bug öllum ásökunum hans um svik af sinni hálfu við kaupin. Hann telur jafnframt, að hefði stefndi átt einhverjar kröfur á sig út af þessu atriði, væru þær allar niður fallnar fyrir tómlæti hans 669 sjálfs, þar sem hann fyrst nú undir rekstri máls þessa komi fram með kröfur í þessa átt. Samkvæmt því, sem að framan er rakið um viðskipti þau, sem mál þetta er risið af, verður að telja, að Ósannað sé, að þeir aðiljarnir hvor um sig hafi beitt hinn svikum við kaupin. Verður því niðurstaða í máli þessu eigi byggð á ákvæðum laga nr. 7/1936 að þessu lútandi. Telja verður, að ekkert sé fram komið í málinu, sem sýni fram á eða sanni, að stefnandi hafi á sínum tíma undirgengizt að taka við nefndu veðskuldabréfi sem fullnaðargreiðslu á þeim hluta kaupverðs bifreiðarinnar, sem það hljóðaði upp á. Það er álit dómarans, að með viðtöku veðskuldabréfsins hafi stefnandi skuldbundið sig til þess að leita eftir greiðslu á þessum hluta bílverðsins samkvæmt ákvæðum bréfsins, en á þeirri forsendu, að það væri tryggt og innheimtanlegt hjá skuldaranum. Álíta verður, að hann hafi gegnt þessari skyldu sinni á viðunandi hátt eftir atvikum, og þar sem þessi viðleitni hans til innheimtu veð- skuldabréfsins varð árangurslaus með öllu, ber að telja, að þá hafi endurvakizt krafa stefnanda á hendur stefnda um greiðslu þessa hluta bílverðsins. Eftir því sem upplýst er í málinu, lauk innheimtuaðgerðum stefnanda vegna veðskuldabréfsins seint á árinu 1965. Samkvæmt því, sem áður er sagt, varð þá krafa stefnanda um fullnaðar- greiðslu bílverðsins gildandi á ný og gjaldkræf gagnvart stefnda. Í samræmi við ofanritað og með hliðsjón af ákvæðum 5. gr. laga nr. 14/1905 verður talið, að fyrningarfrestur kröfu stefn- anda hafi fyrst byrjað að líða, er hún varð gildandi á ný og gjald- kræf hjá stefnda. Sama máli verður og talið, að gegni um áfallna vexti frá og með söludegi bifreiðarinnar hinn 21. júlí 1962. Verður því kröfu stefnda um sýknu vegna fyrningar hafnað. Eins og fram er komið, styður stefndi enn fremur sýknukröfu sína með því, að fram hafi komið mjög verulegir leyndir gallar í hinni seldu bifreið. Upplýst er, að stefndi hefur fyrst nú undir rekstri málsins haft uppi formlegar kröfur í þessa átt. Verður því, sbr. 54. gr. laga nr. 39/1922, að telia. að allar þær kröfur, sem stefndi kynni að hafa átt á hendur stefnanda af þessu tilefni, séu löngu niður fallnar. Eigi þykja efni til að taka til greina varakröfu stefnda um stórfellda lækkun á kröfum stefnanda. Ósannað er í málinu, að við ákvörðun söluverðs bílsins hafi verið höfð hliðsjón af afföllum 670 af veðskuldabréfinu. Þessu hefur verið mótmælt af hálfu stefn- anda, og umboðsmaður hans við kaupin hefur borið, að í upphafi hafi verið sett upp hærra verð en síðar samdist um. Þá ber að líta til þess, að liðnir eru u. þ. b. 2% hlutar þess tíma, sem höfuð- stóll veðskuldabréfsins átti að greiðast á, án þess að stefnandi hafi fengið nokkra greiðslu. Rétt þykir að fella á stefnanda greiðsluskyldu vegna kostnaðar þess, sem stefnandi hafði af tilraunum sínum til innheimtu veð- skuldabréfsins með höfðun máls á hendur útgefanda þess, en eins og áður er rakið, nam hann kr. 8.300.00. Stefnandi lýsti því yfir við munnlegan flutning málsins, að hann mundi framselja stefnda bæjarþingsdóminn á hendur Sturlaugi Friðrikssyni. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður stefndi dæmd- ur til að greiða stefnanda kr. 68.300.00 með 7% ársvöxtum af kr. 60.000.00 frá 21. júlí 1962 til 5. júlí 1965, en af kr. 68.300.00 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 13.000.00 í málskostnað. Ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Matthías Andrésson, greiði stefnanda, Emilíu Guð- laugsdóttur, kr. 68.300.00 með 7% ársvöxtum frá 21. júlí 1962 til 5. júlí 1965, en af kr. 68.300.00 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 13.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 671 Föstudaginn 16. maí 1969. Nr. 5/1969. Göltur h/f (Guðmundur Pétursson hrl.) gegn Lilju Ólafsdóttur vegna sjálfar sín og fyrir hönd ófjárráða barna sinna, Lovísu, Ernu, Guðmundar Hafþórs og Kristjáns Ibsens, og gagnsök. (Árni Grétar Finnsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Dánarbætur. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. janúar 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum sagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hennar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gasnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 7. febrúar 1969. Hún hafði gjafsóknarleyfi í héraði og hefur verið veitt gjafsóknarleyfi hér fyrir dómi. Gerir hún þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða bætur, samtals að fjárhæð kr. 1.444.792.00, ásamt 8% ársvöxtum frá 2. nóvem- ber 1963 til 1. janúar 1965 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eru þessar bætur til hennar sjálfrar og barn- anna sundurliðaðar í kröfugerð fyrir héraðsdómi. Þá krefst sagnáfrýjandi málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, eins og mál þetta væri ekki gjaf- sóknarmál. Loks krefst hún sjóveðréttar í m/s Stefni, IS 150, til tryggingar fjárhæðum þessum. Málsatvikum er skilmerkilega lyst í héraðsdómi. Eins og þar er rakið, benda gögn málsins til þess, að eldsupptökin megi rekja til þess, að of mikil olía hafi runnið í eldhólf elda- vélarinnar. Að áliti hinna sérfróðu meðdómenda í héraðs- dómi gátu ástæður til þess hafa verið bilun í olíustillitækinu, sem tengt var við eldavélina, eða að handstillir hefur verið 672 of hátt stilltur. Gert var við eldavélina eftir brunann, og mun blöndungurinn hafa verið notaður eitthvað áfram, en siðar var eldavél með miðstöðvarkerfi sett í skipið. Eigi er vitað um afdrif hinna eldri tækja. Þau voru ekki rannsökuð af fagmönnum, en með slíkri skoðun á vettvangi strax eftir slysið hefði líklega mátt ganga úr skugga um það, hvort olíurennslið í eldhólfið hafi verið of mikið, og þá einnig, hver var orsök þess. Samkvæmt skýrslu skipverjans Guðmundar Elí Guð- mundssonar, sem fór frá borði, um tveim klukkustundum áður en eldsins varð vart, var í hásetaklefanum „hiti mikill og sótti værð að mönnum“. Tveir skipverja „lágu á gólfinu, en Kristján Ibsen sat á bekknum og lá fram á borðið“. Þegar að var komið eftir brunann, fannst lík Kristjáns Ibsens skip- stjóra alklætt á gólfinu í hásetaklefanum. Hann og Eiríkur Sigurðsson háseti höfðu sofið þar einir um borð um nóttina. Virðist Eiríkur hafa farið að sofa á undan skipstjóra. Eins og áður er sagt, kunna eldsupptökin að hafa orðið vegna of mikillar olíugjafar, en skipstjóra bar að gæta þess, áður en lagzt var til svefns frá opnum eldi, að handstillirinn væri ekki of hátt stilltur. Samkvæmt framansögðu er óvíst um orsakir brunans. Ekki var lögboðið að koma fyrir á eldavélinni bræðiloka þeim, sem fjallað er um í héraðsdómi, en það var eðlileg öryggisráðstöfun og kynni að hafa komið að haldi. Að svo vöxnu máli þykir rétt, að aðaláfrýjandi, sem átti að hlutast til um rannsókn sérkunnáttumanna á tækjum strax eftir slysið og gæta þess, að þau færu ekki forgörðum, bæti gagn- áfrýjanda tjónið að hálfu. Bjarni Þórðarson tryggingafræðingur hefur samið tjónút- reikning, þar sem tekið er tillit til breytinga á kauplagi, greiðslum almannatrygginga og vöxtum, sem orðið hafa, síðan tjónútreikningur Guðjóns Hansens var saminn. Þessi nýi tjónútreikningur er dagsettur 1. þ. m. Segir þar m. a.: „Ég hefi umreiknað vinnutekjur Kristjáns árin 1961—-1963 til kauplags á slysdegi og síðan, annarsvegar með hliðsjón af breytingum á fiskverði á vetrarvertíð og hins vegar með 673 hliðsjón af breytingum á kjörum togarasjómanna. .. Árlegur barnalifeyrir almannatrygginga nemur nú kr. 18.876.00. Sé reiknað með, að bætur til hvers barns nemi á hverjum tíma sömu upphæð og barnalifeyrir almannatrygg- inga, reiknast mér verðmæti bótanna á slysdegi nema: Vegna Lovísu... ........ kr. 34.646.00 — Ernu .. ... .. — 46.381.00 — Guðmundar Hafþórs — 108.980.00 — Kristjáns .. .. .. .. — 144.304.60 . Verðmæti framfærslueyris til Lilju Ólafsdóttur, sem fundinn er á sama hátt og í útreikningi Guðjóns, reiknast mér nema á slysdegi: Miðað við umr. eftir breyt. á fiskverði .. .. .. kr.860.112.00 Miðað við umr. eftir breyt. á kjörum tog.sjóm. — 968.225.00 . Verðmæti mæðralauna og ekkjulifeyris reiknast mér nema á slysdegi kr. 233.280.00. Við útreikningana eru notaðir 7% vextir p. a., dánarlíkur íslenzkra karla og kvenna samkvæmt reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku samkvæmt sænskri reynslu“. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykja bætur til gagnáfrýjanda sjálfrar fyrir missi fyrirvinnu og vegna röskunar á stöðu og högum hæfilega ákveðnar í heild kr. 225.000.00, og hafa þá verið virtar til frádráttar dánarbætur, kr. 106.517.00, sem hún fékk greiddar frá Tryggingastofnun ríkisins, og verðmæti mæðralauna og ekkjulifeyris, kr. 233.280.00. Heildarbætur til ófjárráða barna gagnáfrýjanda þykja hæfilega ákveðnar: Til Lovísu Ibsens .. .. .. .. .. kr.23.000.00 — Ernu Ibsens.. ... .. — 25.000.00 — Guðmundar Hafþórs Ihsens .. — 37.000.00 — Kristjáns Ibsens.. .... — 50.000.00 Eftir þessum úrslitum ber að staðfesta úrlausn héraðsdóms um kröfu gagnáfrýjanda samkvæmt 8. gr. kjarasamnings frá 14. júní 1963. 43 674 Samkvæmt þessu verður aðaláfrýjanda dæmt að greiða gagnáfrýjanda samtals kr. 360.000.00 (225.000.00 -* 23.000.00 25.000.00 37.000.00 50.000.00). Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um vaxtafót og upphafs- tima vaxta. Þá ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda sjálfri og fyrir hönd greindra barna hennar málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 120.735.00, og hljóti af fjárhæð þessari skipaður talsmaður þeirra í héraði og fyrir Hæstarétti, Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmað- ur, kr. 110.000.00. Samkvæmt 4. tl. 216. gr. laga nr. 66/1963 á gagnáfrýjandi sjóveðrétt í m/s Stefni, IS 150, fyrir framangreindum fjár- hæðum. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Göltur h/f, greiði gagnáfrýjanda, Lilju Ólafsdóttur, sjálfri kr. 225.000.00 og f. h. Lovísu Ibsens kr. 23.000.00, f. h. Ernu Ibsens kr. 25.000.00, f. h. Guð- mundar Hafþórs Ibsens kr. 37.000.00 og f. h. Kristjáns Ibsens kr. 50.000.00 ásamt vöxtum af hverri fjárhæð, sem reiknast 7% ársvextir frá 2. nóvember 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvextir frá þeim degi til1. janúar 1966 og 7% frá þeim degi til greiðsludags. ÁAðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda sjálfri og fyrir hönd greindra barna hennar málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 120.735.00, og hljóti af fjárhæð Þessari skipaður talsmaður þeirra í héraði og fyrir Hæsta- rétti, Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður, kr. 110.000.00. Gagnáfrýjandi á sjóveðrétt í m/s Stefni, IS 150, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lös- um. 675 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. nóvember 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 24. f. m., hefur Lilja Ólafs- dóttir, Hjallavegi 5, Suðureyri við Súgandafjörð, höfðað fyrir sína hönd og ófjárráða barna sinna, Lovísu, Ernu, Guðmundar og Kristjáns, fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 1. nóvember 1965, gegn Gelti h/f, Suðureyri við Súganda- fjörð, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1.244.792.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 2. nóvember 1963 til 1. janúar 1965, en 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Í þinghaldi 24. október 1968 hækkaði stefnandi kröfur sínar um kr. 200.000.00, eða í kr. 1.444.792.00, og samþykkti lögmaður stefnda, að sú hækkun fengi að komast að án framhaldsstefnu. Er þetta aðalkrafa. Til vara krefst stefnandi skaðabóta að fjárhæð kr. 1.325.187.00 og til þrautavara, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 200.000.00. Þá krefst stefnandi viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Stefni, ís 150, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Enn fremur að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað að skaðlausu, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en með bréfi dómsmálaráðneytisins, dagsettu 1. október 1965, hefur stefnanda verið veitt gjafsókn í máli þessu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefn- anda verði dæmt að greiða honum málskostnað. Stefnandi hefur stefnt Tryggingamiðstöðinni h/f til að gæta réttar síns í málinu, en engar kröfur gert á hendur réttargæzlu- stefnda, og réttargæzlustefndi hefur engar kröfur gert. Málavextir eru þeir, að um miðnætti aðfaranótt 2. nóvember 1963 kom Kristján Ibsen, skipstjóri á m/s Stefni, Í ÍS 150, sem er eign stefnda Galtar, á nefndu skipi til Suðureyrar við Súg- andafjörð frá Ísafirði. Hann mun hafa ætlað að róa til fiskjar síðar um nóttina eða snemma næsta morgun. Lagðist hann til svefns í hásetaklefa ásamt hásetanum Eiríki Sigurðssyni. Um nóttina varð eldur laus í hásetaklefanum. Bjargaðist hásetinn Eiríkur Sigurðsson úr brunanum, en skipstjórinn, Kristján Ibsen, eiginmaður Lilju Ólafsdóttur og faðir áðurgreindra barna henn- ar, andaðist af afleiðingum þessa eldsvoða. Hefur ekkjan, Lilja Ólafsdóttir, persónulega og fyrir hönd áðurgreindra barna sinna höfðað skaðabótamál á hendur eiganda skipsins, Gelti h/f, til greiðslu bóta vegna þess tjóns, sem hún telur, að þau hafi orðið fyrir vegna andláts eiginmanns hennar. Sjópróf fóru fram í sjó- og verzlunardómi Ísafjarðar út af elds- 676 voða þessum þann 20. marz 1964. Var þar lögð fram skýrsla hreppstjórans á Suðureyri, Sturlu Jónssonar, um atvik þetta. Skýrslan er dagsett 4. nóvember 1963. Þar segir m. a.: „Kristján kom á m.s. Stefni frá Ísafirði um kl. 12.00 um kvöldið 1. nóvember. Hugði hann til sjóróðra síðar um nóttina. Svaf Kristján í hásetaklefa ásamt háseta sínum, Eiríki Sigurðssyni, sem vaknaði kl. rúmlega 4 við mikinn reyk og eld við eldavél. Eiríkur sá ekkert fyrir reyk og fór strax upp á dekk að fá sér hreint loft. Reyndi hann að nota slökkvitæki, er þar var, en það virkaði ekki hjá honum. Fór hann síðan og vakti Þórð Pétursson, vélstjóra, sem kom strax, en komst ekki inn í hásetaklefann fyrir eldi og reyk. Setti Þórður þá vél í gang og sjóslöngu í samband og fór svo strax og vakti slökkviliðsstjóra. Kom slökkviliðið á augabragði með slökkvitækin og brunadælur. Á meðan Þórður vakti slökkviliðsstjóra, sprautaði Eiríkur sjó á eldinn. Var svo strax farið að svipast um eftir Kristjáni Ibsen, fannst hann örendur og nokkuð brunninn á öðrum fæti. Niðurlögum eldsins var skjótlega ráðið. Læknir, sem var á staðnum, hóf strax lífgun- artilraunir ásamt aðstoðarmönnum, fyrst lengi um borð, en síðar í sjúkraskýlinu. Bar þetta engan sýnilegan árangur, því maðurinn var látinn. Bendir allt til, að hann hafi kafnað, en síðar brunnið á fæti, en eldur hafði læst sig í gólfdregil, nær því sem Kristján var“. Þórður Pétursson vélstjóri gaf skýrslu í sjóprófinu og hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið vélstjóri á m/s Stefni og verið með í ferðinni frá Ísafirði til Súgandafjarðar, Hann kveðst hafa farið niður í hásetaklefa, rétt áður en hann stöðvaði vélina í bátnum og fór í land. Hafi þá allt verið í lagi með eldavélina, að því er hann bezt gat séð, og ekki óeðlilegur hiti í hásetaklef- anum. Þegar hann kom um borð aftur um nóttina, kveðst hann hafa farið niður í ganginn aftan við hásetaklefann, en ómögulegt hafi þá reynzt að fara niður í hásetaklefann vegna elds og reyks. Engin ljós hafi þá verið logandi í bátnum, enda höfðu rafmagns- leiðslur brunnið í hásetaklefanum. Hann áætlar, að ekki hafi tekið meir en 6 til 8 mínútur að kæfa eldinn. Hafi að mestu leyti verið búið að kæfa eldinn með sjóslöngu bátsins, þegar slökkviliðið kom á vettvang. Hann segir, að eldavélin hafi staðið í háseta- klefanum við milliþil milli lestar og hásetaklefans. Hann heldur, að eldurinn imuni hafa stafað frá eldavélinni, þannig að of mikil olía hafi farið inn á hana. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur, sá vélstjórinn, að málning á lofti hafði losnað frá og sviðnað 677 lítils háttar við vaskborð við eldavélina, en veggurinn á bak við eldavélina hafi að mestu leyti verið klæddur með járni. Vélstjórinn, Þórður Pétursson, gaf skýrslu hér fyrir dómi 15. september 1967. Hann hefur þar skýrt m. a. svo frá, að hann hafi verið búinn að vera um 1% ár sem vélstjóri á skipinu, þegar slysið varð. Kveðst hann hafa sofið í hásetaklefanum, en í honum séu sjö kojur. Kveðst hann ekki vita, í hvaða koju skipstjórinn, Kristján Ibsen, svaf nóttina, er slysið varð. Hann segir, að elda- vélin hafi verið það nærri milliveggnum, að vel hafi verið hægt að koma hendi á milli eldavélarinnar og þilsins. Hann telur, að eldavélin hafi verið búin að vera í bátnum, frá því að báturinn var byggður. Þetta hafi verið Scandia vél. Við hana var tengdur blöndungur, en hann man ekki, af hvaða tegund blöndungurinn var, en hann telur, að hann hafi verið af algengri tegund, sem bæði sé notuð til sjós og lands. Ekki veit hann, hver kom blönd- ungnum fyrir. Olíugeymir eldavélarinnar hafi verið staðsettur í vélarúmi og hafi geymirinn verið hæðarkútur, en lítill hæðarmis- munur hafi verið frá úrtaki geymisins og inntaki vélarinnar. Á milli blöndungsins og lestarþilsins hafi verið handloki, sem alltaf var hafður opinn, nema eitthvað sérstakt væri um að ræða. Blönd- ungurinn hafði stillanlegan skammtara, sem hægt var að stjórna olíugjöfinni með. Vélstjórinn veit ekki, hvernig blöndungurinn var stilltur í umrætt sinn. Hann veit ekki til þess, að borið hafi á göllum í blöndungnum, áður en slysið varð. Hann segir, að það hafi verið venja að láta loga í eldavélinni í landlegum, þegar frost var. Hann kveðst ekki hafa hugað að eldavélinni sérstaklega, þegar hann fór í land um kvöldið, en hann kveðst ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt við vélina, þegar hann yfirgaf skipið. Matsveinninn á bátnum, sem að jafnaði notaði eldavélina til mat- argerðar, hafi aðallega séð uim stillingu og hirðingu eldavélar- innar. Ekki man hann, hver var matsveinn á þessum tíma. Annars hafi hver og einn af skipverjum stillt olíugjöfina, eftir því sem þurfa þótti í hvert sinn. Vélstjórinn kvaðst ekkert frekar geta upp- lýst um eldsupptökin. Hann tekur hins vegar fram, að blöndung- urinn hafi verið notaður áfram eftir slysið. Hann veit ekki, hvort nokkrar lagfæringar voru gerðar á honum, en segir, að hugsan- legt sé, að einhverjir menn á staðnum hafi yfirfarið hann eftir brunann. Hann segir, að nú sé búið að fjarlægja umrædda eldavél og blöndunginn, og veit hann ekki, hvað af þeim hefur orðið, en hann segir, að eldavélin hafi ekki verið fjarlægð vegna slyssins, heldur vegna þess, að rétt þótti að fá eldavél með miðstöðvarkerfi, 678 sem notað var til þess að hita upp káetu og kortaklefa. Hann kveðst ekki vita, hver stillti blöndunginn síðast fyrir slysið. Hann álítur, að það hafi ekki verið í hans verkahring að hafa eftirlit með eldavél í bátnum, þótt oft sé leitað til vélstjóra, ef um eitthvað sérstakt sé að ræða, sem gera þurfi við. Hann kveðst hafa séð um að fylla olíugeymi eldavélarinnar, enda sé það sami olíugeymir og notaður sé fyrir aðalvél skipsins, en úr olíugeym- inum sé dælt í hæðarkútinn, sam minnzt sé á hér að framan, og annist vélstjórinn það. Hann kveðst ekki hafa litið á klukkuna, þegar hann fór í land, en hann telur, að klukkan hafi þá verið um 12 á miðnætti. Báturinn war þá kominn til Suðureyrar frá Ísafirði, en þar hafði verið skipt um hljóðdeyfi í vélinni. Hann minnir, að þeir hafi lagzt að bryggjunni í bátahöfninni, um það bil hálftíma áður en hann fór í land. Veðurútlit hafi þá verið tvísýnt, en komið hafi til tals að róa um nóttina eða morguninn eftir, Hann man, að einn bátur reri frá Suðureyri morguninn eftir slysið. Þegar vélstjórinn fór í land, voru eftir í hásetaklef- anum Kristján heitinn Ibsen, Eiríkur Sigurðsson háseti, Hannes Alexandersson og Guðmundur Elí Guðmundsson. Hann segir, að Kristján heitinn hafi ekki verið búinn að afklæða sig neitt, þegar hann fannst. Eiríkur Sigurðsson háseti gaf skýrslu í sjóprófinu á Ísafirði þann 20. marz 1964. Þar skýrir hann meðal annars svo frá, að hann hafi ekki orðið var við annað en að eldavélin væri í lagi, þegar hann fór að sofa, og hafði hún verið í lagi undanfarið. Hann hyggur, að eldsupptökin hafi verið frá eldavélinni, of mikil olía hafi runnið inn á eldavélina. Allt hafi verið sviðið í kringum eldavélina og loftið í hásetaklefanum. Hann veit ekki til, að neitt hafi verið sett nýtt af viði við viðgerðina nema hurð á skáp, sem var rétt hjá eldavélinni. Hann segir, að enginn ventill hafi verið á olíuleiðslunni í því skyni að loka fyrir olíuna, ef of mikil olía rynni inn á vélina. Eiríkur Sigurðsson gaf skýrslu hér fyrir dómi 18. september 1967. Kveðst hann hafa lagzt til svefns í koju sinni, áður en skip- verjarnir Hannes og Guðmundur Elí yfirgáfu skipið. Koja vitnis- ins var aftasta kojan bakborðsmegin, rétt við uppganginn. Hann kveðst hafa farið í koju upp úr miðnætti og þá hafi ekki borið á neinu athugaverðu við eldavélina, svo að hann tæki eftir, en hann kveðst ekki hafa haft nein afskipti af blöndungi eldavélar- innar. Hann kveðst ekki geta sagt um ástæðuna fyrir því, að eldurinn kom upp, en kveðst hafa heyrt menn tala um, að blönd- 679 ungurinn hefði bilað. Hann kveðst hafa verið búinn að vera á bátnum frá því um vorið. Veit hann ekki til þess, að blöndung- urinn hafi bilað, á meðan hann var á bátnum fyrir slysið. Ekki kveðst hann hafa gætt að því, hvernig blöndungurinn var stilltur, þegar búið var að slökkva eldinn. Ekki veit hann, hvort blönd- ungurinn var notaður áfram eftir brunann. Hann man ekki, hver var imatsveinn á bátnum í umrætt sinn. Hann tekur fram, að hann hafi lítið sem ekkert séð fyrir reyk, þegar hann vaknaði við eldsvoðann, en eldurinn hafi þá verið stjórnborðsmegin aftan til í lúkarnum við eldavélina. Hann vissi þá ekki, að Kristján heitinn Ibsen væri í hásetaklefanum. Í málinu liggur frammi skýrsla, dagsett 25. júní 1968, frá hrepp- stjóranum á Suðureyri, svohljóðandi: „Varðandi slys, sem varð um borð í m.s. Stefni hinn 2. nóvem- ber 1963, hitti ég í dag rétt snöggvast Hannes Alexandersson, er hann kom að landi úr veiðitúr með handfæri við suðurland. Bað ég hann um frekari upplýsingar um ástand eldavélar og karbora- tors um borð í Stefni, er hann fór frá borði. Sagðist hann ekki geta gefið neinar upplýsingar umfram það, er hann gerði 4. 11. 1963 í skýrslu sinni. Hefðu engin merki um íkveikju verið sjáan- leg, er hann fór frá borði. Fór hann á sjóinn aftur eftir stutta viðdvöl“. Þá hefur einnig verið lögð fram skýrsla áðurgreinds hrepp- stjóra, svohljóðandi: „Skýrsla Guðmundar Elí Guðmundssonar vegna slyss, sem varð um borð í m.s. Stefni hinn 2. nóv. 1963. Mættur Guðm. Elí Guð- mundss. taldi sig engu geta bætt við skýrslu, er hann gaf 4. nóvember 1963, er var svohljóðandi: Ég kom um borð í Stefni, eftir að hann kom í bátahöfnina um kl. 12 að kvöldi 1. nóv. Fór ég í hásetaklefa, er þar voru fyrir Kristján Ibsen, Eiríkur Sigurðsson, Hannes Alexandersson og Þórður Pétursson, er fór fljótlega heim til sín. Var spjallað um daginn og veginn. Um kl. 2 fór ég heim til mín. Var hiti mikill og sótti værð að mönnum. Hannes og Eiríkur lágu á gólfinu, en Kristján Ibsen sat á bekknum og lá fram á borðið. Enginn eldur var þá laus í hásetaklefa. Suðureyri, 4. 11. '63. Guðm. Elí Guðmundsson. Hinn 10. okt. 1968 mætti Guðm. Elí Guðm.s. og sagðist stað- festa fyrri frásögn sína. 680 Suðureyri, 10. 10. 1968 Guðm. Elí Guðmundsson“. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir Óskar Kristjánsson, framkvæmdastjóra stefnda, Galtar h/f: 1. Var blöndungurinn notaður eftir brunann? 2. Sé svo, var hann yfirfarinn af fagmönnum? 3. Þurfti að gera við blöndunginn, eða var hann notaður áfram án sérstakrar lagfæringar? 4. Er vitað um nokkra sérstaka galla, sem kunna að hafa valdið ofrennsli inn á eldavélina? Þessum spurningum svaraði Óskar Kristjánsson með bréfi, dag- settu 2. nóvember 1967, á eftirfarandi hátt: „l. Eftir því sem bezt er vitað, mun blöndungurinn hafa verið notaður áfram. 2. Vélsmiðja Guðjóns Halldórssonar hér á staðnum tók elda- vélina til viðgerðar eftir brunann og mun hafa yfirfarið blöndunginn ásamt öðrum hlutum eldavélarinnar. 3. Sjá svar nr. 2. 4. Mér er ekki kunnugt um það“. Í málinu liggur frammi vottorð Guðsteins Þengilssonar héraðs- læknis, dagsett á Suðureyri 16. febrúar 1967. Þar segir meðal annars: „ec. Ég hefi undir höndum afrit af dánarvottorði um Kristján Albert Ibsen, Suðureyri, fæddur 24. 4. 1920, skrifað af Magnúsi Karli Péturssyni, þáverandi héraðslækni á Flateyri, dagsett 2. nóvember 1963 á dánarðegi Kristjáns. Á vottorðinu eru tilgreind dánarorsökin, köfnun og sem undanfarandi orsök, eldsvoði. Lífgun- artilraunir voru reyndar í 5 klst., en án árangurs, enda engin lífsmörk með hinum látna, er hann náðist. Krufning fór ekki fram“. Samkvæmt skýrslu, sem hreppstjórinn í Suðureyrarhreppi, Sturla Jónsson, tók af Agli Guðjónssyni, vélsmið á Suðureyri, kveðst Egill ekki muna eftir, að nein viðgerð hafi farið fram á olíublöndungi eldavélarinnar. Mál þetta var sent skipaskoðunarstjóranum til umsagnar. Af því tilefni ritaði skipaskoðunarstjórinn bréf, dagsett 22. janúar 1968. Þar kemur fram, að engin ákvæði hafi verið um olíulagnir við eldavélar í reglum um eftirlit með skipum, en að skoðunar- mönnum hafi að sjálfsögðu borið að sjá um, að frá þeim væri gengið þannig, að ekki stafaði af þeim hætta. Í reglum frá 28. febrúar 1962 sé gerð krafa um, að brunaboði af viðurkenndri 681 gerð sé í vélarrúmi svo og í vistarverum skipanna, sé í þeim eldfæri, olíu- eða kolakynntur ofn eða eldavél. Síðasta skoðunar- skýrsla viðvíkjandi umræddu slysi fyrir slysið sé frá 10. júní 1963, en þar sé ekki getið um, að neitt sé ábótavant. Íslenzkar reglur geri ekki kröfu til, að bræðirofi sé í olíuleiðslum á eldavélum skipa. Þótt þessara bræðirofa sé ekki krafizt samkvæmt íslenzk- um reglum, þá hafi þeir þegar verið settir í fjölda íslenzkra skipa samkvæmt ábendingu Skipaskoðunar ríkisins. Hins vegar komi þessir bræðirofar ekki að gagni, fyrr en verulegur eldshiti sé kominn í rúm það, sem þeir eru staðsettir Í, því að þeir vinni ekki, fyrr en hitinn hefur brætt málmþráð, sem heldur fjaður- loka opnum. Þessir lokar hindri því ekki eða stilli á neinn hátt aðrennsli á olíu að olíubrennara eldavélar, meðan allt sé eðlilegt, jafnvel þótt eldavél verði mjög heit. Kröfur sínar í málinu styður stefnandi þeim rökum, að elda- vélin í hásetaklefanum og eða búnaður hennar hafi verið í ólagi eða eitthvað hafi bilað í eldavélinni eða í olíublöndungnum, sem tengdur var við hana. Þessi bilun eða galli verði að teljast orsök eldsvoðans og hafi leitt til dauða Kristjáns Ibsens. Á þessum göllum á eldavélinni eða blöndungnum hljóti stefndi að bera ábyrgð gagnvart stefnanda. Ef einhver vafi sé á, að þessar stað- hæfingar séu réttar, þá beri stefndi sem eigandi og útgerðaraðili bátsins sönnunarbyrðina, þar sem stefndi hafi látið hjá líða að rannsókn færi fram á eldavélinni og umbúnaði hennar, en alveg sérstök ástæða hafi verið fyrir stefnda að láta slíka rannsókn fara fram, vegna þess að hér var um dauðaslys og mikið tjón að ræða. Stefnandi hafi hins vegar ekki haft aðstöðu til að koma við slíkri rannsókn. Verði stefndi því að bera hallann af því, ef rétturinn kynni að líta svo á, að einhver vafatriði væru að þessu leyti. Þá heldur stefnandi því fram, að enginn eldsvoði hefði orðið, ef útgerðin hefði hirt um þá sjálfsögðu skyldu að hafa bræðirofa tengdan við eldavélina. Auðvelt sé að koma slíkum bræðirofa við. Enda þótt Skipaeftirlit ríkisins hafi ekki gert ský- lausar kröfur um, að slíkir rofar skyldu settir á eldavélar í íbúð- um skipverja, hafi þó verið alveg sérstök ástæða til þess að koma fyrir öllum venjulegum öryggisútbúnaði á eldavélinni í m/s Stefni með tilliti til þess, að útgöngumöguleiki fyrir þá, sem í klefanum bjuggu, var þannig, að þeir þurftu að ganga upp brattan stiga til þess að komast út. Þá heldur stefnandi því fram, að vél- stjórinn á bátnum, sem bjó ásamt öðrum skipverjum í klefanum, hafi samkvæmt 47. gr. sjómannalaganna nr. 67/1963 haft þá 682 skyldu að fylgjast með eldavélinni og umbúnaði hennar, þ. á m. að öryggisútbúnaður hennar væri í lagi. Bendir stefnandi sérstak- lega á í þessu sambandi, að eldsneytisgeymir fyrir eldavélina hafi verið í vélarrúmi. Hafi vélstjórinn séð um áfyllingu geymisins og eðlilegast sé að líta svo á, að það hafi verið í verkahring vél- stjórans sem fagmanns að líta eftir og sjá um eldavélina. Sam- kvæmt þessu heldur stefnandi því fram, að stefndi beri sem eigandi og útgerðarmaður umrædds skips ábyrgð á því tjóni, sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir, og beri stefnda því að greiða stefnanda skaðabætur, sem hún hefur krafizt í málinu. Auk þessa heldur stefnandi því fram, að stefnda hafi verið skylt að slysatryggja Kristján heitinn Ibsen fyrir kr. 200.000.00 samkvæmt 8. gr. kjarasamnings útvegsmanna á Vestfjörðum og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Ísafirði frá 14. júní 1963. Stefndi hafi hins vegar ekki tekið þessa tryggingu. Verði stefndi því sjálfur að greiða kr. 200.000.00, þar sem hann hirti ekki um að taka slysatrygginguna. Aðalkröfu sína sundurliðar stefnandi nú þannig: A. Bætur til hennar sjálfrar: 1. fyrir missi framfæranda .. kr. 760.705.00 2. fyrir röskun á stöðu og högum — 80.000.00 ———— kr. 840.705.00 B. Bætur til Lovísu Ibsens: 1. fyrir missi framfæranda .. kr. 33.830.00 2. fyrir röskun á stöðu og högum — 30.000.00 — 63.830.00 C. Bætur til Ernu Ibsens: 1. fyrir missi framfæranda .. kr. 43.781.00 2. fyrir röskun á stöðu og högum — 30.000.00 ——,,— 73.781.00 D. Bætur til Guðmundar Hafþórs Ibsens: 1. fyrir missi framfæranda .. kr. 90.040.00 2. fyrir röskun á stöðu og högum — 30.000.00 ——,— 120.040.00 E. Bætur til Kristjáns Ibsens: 1. fyrir missi framfæranda .. kr. 116.436.00 2. fyrir röskun á stöðu og högum — 30.000.00 ——————— 146.436.00 F. Krafa samkvæmt 8. gr. kjarasamnings .. .. — 200.000.00 Samtals kr. 1.444.792.00 683 Stefndi styður sýknukröfu sína fyrst og fremst þeim rökum, að hvorki verði um kennt vanbúnaði skipsins né tækja þess né heldur mistökum annarra skipverja. Heldur stefndi því fram, að frágangur eldavélarinnar í m/s Stefni hafi ekki verið óvenju- legur miðað við önnur vélskip af svipaðri stærð hér á landi. Skipa- eftirlit ríkisins hafi ekki gert kröfu um, að öryggislokur væru tengdir við slíkar eldavélar. Verði því ekki hægt að líta svo á, að neitt hafi verið athugavert við eldavélina, en hafi svo verið, þá hafi skipstjóranum, Kristjáni heitnum Ibsen, borið skylda til að sjá um, að eldavélin og þau tæki, sem voru við hana tengd, væru í fullkomnu lagi. Ef rétturinn líti svo á, að öryggisloka hafi verið þörf við eldavélina, þá hafi það verið skylda skipstjórans, en ekki vélstjórans, að sjá um uppsetningu hans. Hafi skipstjór- inn almennt átt að gæta þess, að uimbúnaður eldavélarinnar væri í lagi. Að því er varðar sönnunarreglur, þá heldur stefndi því fram, að hreppstjórinn hafi tekið skýrslu og sjópróf hafi farið fram, og meira verði ekki krafizt af útgerðinni. Beri því að taka sýknukröfurnar til greina, að því er skaðabæturnar varðar. Að því er varðar kröfu stefnanda samkvæmt 8. gr. áðurgreinds kjara- samnings, þá byggir stefndi sýknukröfu sína að því leyti á því, að í framkvæmdinni hafi þessar tryggingar verið tíðkaðar þannig, að þegar skráð sé á skip, sýni viðkomandi skipstjóri skráningar- stjóra yfirlýsingu tryggingafélagsins eða tryggingarskýrteini til sönnunar því, að skyldutrygging þessi hafi verið keypt. Í þessu tilfelli hafði útgerðarfélagið ekki keypt þessa skyldutryggingu. Hafi hér raunverulega verið um vanrækslu af hálfu skipstjórans að ræða, þar sem tryggingin hafi fallið niður eða ekki verið tekin, þegar skrásetningin fór fram. Að lokum bendir stefndi á, að fari svo, að aðalkrafa eða varakrafa stefnanda verði tekin til greina að einhverju leyti, þá eigi samkvæmt áðurgreindri 8. gr. kjara- samningsins að draga vátryggingarfjárhæðina frá skaðabótafjár- hæðinni. Svo sem lýst hefur verið hér að framan, benda gögn málsins eindregið til þess, að rekja megi eldsupptökin í vistarveru skip- verja til eldavélarinnar. Líkur eru fyrir því, að of mikil olía hafi runnið í eldhólf vélarinnar. Hins vegar er ekki upplýst, hvaða ástæður lágu til þess. Hinir sérfróðu meðdómendur telja, að annað hvort hafi orðið bilun í olíustillitækinu, sem tengt er við elda- vélina, eða handstillir hafi verið of hátt stilltur. Þá er það álit þeirra, að með vandlegri skoðun á vettvangi strax eftir slysið, 684 hefði væntanlega mátt fá úr því skorið, hvor af framangreindum ástæðum muni hafa verið fyrir hendi. Verður stefndi, eins og málavöxtum er háttað, að bera hallann af sönnunarskorti að þessu leyti. Það er álit hinna sérfróðu meðdómenda, enda þótt þeir hafi ekki séð umrædda eldavél, en með tilliti til lýsingar á henni, að hægt Imundi hafa verið að koma fyrir á henni svo- kölluðum bræðiloka á þann hátt, að með yfirgnæfandi líkum megi staðhæfa, að slíkur loki hefði, eins og á stóð, komið í veg fyrir, að eldur yrði laus utan hennar eða ofhitun á og eða reyk- myndun frá næsta umhverfi hennar. Telja hinir sérfróðu með- dómendur því, að það hafi verið sjálfsögð öryggisráðstöfun að koma fyrir slíkum bræðiloka við eldavélina ásamt brunaboða, ekki sízt með tilliti til þess, hversu útgöngu úr vistarverunni var háttað. Svo sem fram kemur í málinu, var olíugeymir eldavélar- innar staðsettur í vélarrúmi. Vélstjórinn sá um áfyllingu hans úr aðalgeymi skipsins. Verður því að telja, að olíuleiðslur og lokar ásamt olíukynditæki eldavélarinnar hafi, eins og á stóð, verið í umsjá vélstjórans. Þegar það er virt, sem hér að framan er frá greint, svo og þegar tekið er tillit til þeirra sönnunarreglna, sem hér eiga við, þá verður að fallast á það með stefnanda, að stefndi sem eigandi og útgerðarmaður skipsins verði talinn bera skaða- bótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna þess tjóns, sem hún varð fyrir við missi eiginmanns síns. Verða nú hinir einstöku kröfuliðir teknir til athugunar. Um kröfulið A 1. Til stuðnings kröfu sinni samkvæmt A 1 hefur stefnandi fengið Guðjón Hansen tryggingafræðing til að reikna út tjónið sam- kvæmt þessum kröfulið. Er álitsgerð tryggingafræðingsins dag- sett 14. október 1965. Þar segir meðal annars: „Kristján Ibsen, skipstjóri, Hjallavegi 5, Suðureyri, lézt af slys- förum 2. nóvember 1963. Með bréfi, dags. 6. þ. m., hafið þér, herra héraðsdómslögmaður, óskað eftir útreikningi á dánarbótum til handa ekkju hans og börnum þeirra fjórum. Samkvæmt vottorði skiptaráðanda, dags. 14. nóvember 1963, var Kristján fæddur 24. apríl 1920 og hefur því verið 43 ára að aldri, er hann lézt. Ekkja hans, Lilja Ólafsdóttir, er sögð fædd 27. júlí 1923. Börn þeirra eru þessi: Lovísa f. 17. jan. 1951, Erna f. 29. jan. 1952, Guðmundur Hafþór f. 20. nóv. 1957, Kristján f. 20. okt. 1962. 685 Auk ofangreindra fjögurra barna er stjúpsonur Kristjáns, Ingvar Bragason, f. 24. ágúst 1949, á heimilinu. Samkvæmt upplýsingum yðar var Kristján að atvinnu skip- stjóri á fiskibátum. Samkvæmt staðfestum endurritum skatta- framtala fyrir starfsárin 1961—1963 voru vinnutekjur hans þau ár sem hér segir: Árið 1961 .. .. .. .. .. .. kr. 103.590.00 Árið 1962 .. .. .. .. .. 2. — 85.428.00 Árið 1963 .. .. .. .. .. .. — 134.745.00 Tekið skal fram, að síðasta árið mun ekki hafa verið talið fram, en framtalseyðublað útfyllt af skattayfirvöldum. Ljóst er, að ofangreindar tekjur eiga að langmestu leyti rót sína að rekja til sjómennsku. Árið 1961 er Kristján talinn skráður á fiskiskip í 190 daga, og árin 1962 og 1963 er hann sagður hafa verið slysatryggður á fiskiskipi 33 vikur hivort ár. Þegar um er að ræða tekjur bátasjómanna, er ég vanur að um- reikna árstekjurnar til kauplags á slysdegi og síðar með tilliti til breytinga á verði fisks á vetrarvertíð. Ástæða er til að ætla, að slíkur útreikningur hafi í för með sér óeðlilega lága niðurstöðu, og stafar það einkum af þrennu: a. Hér er um að ræða tiltölulega lágar skipstjóratekjur, og má búast við, að stundum hafi þurft að grípa til kauptrygg- ingar, sem hækkað hefur mun meira en fiskverð. b. Ef hækkun verður á fiskverði á vetrarvertíð til samræmis við kauphækkanir, sem átt hafa sér stað í sumar og haust, kemur hún ekki til framkvæmda fyrr en eftir næstkomandi áramót, og verður því ekki reiknað með henni hér. c. Hugsanlegt er, að einhver hluti framangreindra tekna eigi rót sína að rekja til vinnu í landi, en laun fyrir hana hafa hækkað mun meira en fiskverð. Vegna þeirra vafaatriða, sem hér hafa verið nefnd, hef ég umreiknað framangreindar vinnutekjur til kauplags, eins og það hefur verið frá slysdegi til þessa, með tvennum hætti, þ. e. annars vegar með hliðsjón af breytingum á fiskverði á vetrarvertíð og hins vegar með hliðsjón af breytingum á kjörum togarasjómanna, sem að nokkru leyti fara eftir fiskverði og að nokkru leyti eftir umsömdu mánaðarkaupi. Uimreiknaðar eftir breytingum á fiskverði á vetrarvertíð reikn- ast mér meðaltekjur Kristjáns árin 1961—1963 verða sem hér segir: 686 Árið 1963 .. .. .. .. .. .. kr.117.395.00 Árið 1964 .. .. .. .. .. .. — 124.439.00 Eftir þann tíma .. .. .. .. — 133.150.00 Séu tekjurnar hins vegar umreiknaðar með hliðsjón af breyt- ingum á kjörum togarasjómanna, reiknast mér hinar umreiknuðu meðaltekjur verða sem hér segir: Árið 1963 .. .. .. .. .. .. Kr. 121.510.00 Árið 1964 .. .. .. .. .. .. — 1380.854.00 1. 1.til10.2. 1965 .. .. .. — 138.019.00 11. 2. til28. 2. 1965 .. .. .. — 141.898.00 1.3.til 31. 5. 1965 .. .. .. — 144.001.00 1. 6. til31. 7. 1965 .. .. .. — 144.417.00 1. 8. til31. 8. 1965 .. .. .. — 154.399.00 Eftir þann tíma .. .. .. .. — 155.363.00 Bætur til barna: Venja er að miða útreikning á bótum til barna vegna dauða fyrirvinnu við barnalífeyri almannatrygginga, en árlegur barna- lífeyrir hefur frá slysdegi verið sem hér segir: Desember 1963 .. ., .. .. .. Kr. 9.799.54 Jan. 1964—febr. 1965 .. .. .. — 11.109.00 Marz—maí1965.... ...... — 11.447.82 Júní 1965 .. .. .. .. .. .. — 11.515.59 Júlí—ágúst 1965 .. .. .. .. — 12.540.48 Eftir þann tíma .. .. .. .. —— 12.688.07 Sé reiknað með þessum bótum til fullnaðs 16 ára aldurs hvers hinna fjögurra barna hjónanna, reiknast mér verðmæti bótanna á slysdegi nema: Vegna Lovísu .. .. ... .. .. kr. 33.830.00 Vegna Ernu .. .. .. .. .. — 43.781.00 Vegna Guðmundar Hafþórs — 90.040.00 Vegna Kristjáns .. .. .. .. — 116.436.00 Kr. 284.087.00 687 (Ef tilsvarandi krafa væri gerð vegna stjúpsonarins, Ingvars Bragasonar, mundi verðmæti bóta nema kr. 18.516.00, en verð- mæti bóta ekkjunnar mundi þá lækka um kr. 9.254.00). Tekið skal fram, að barnalífeyrir hefur á undanförnum árum hækkað minna en ýmsar aðrar bætur almannatrygginga, en Í staðinn hefur verið tekin upp og aukin greiðsla mæðralauna, og fjölskyldubætur eru nú greiddar samtímis barnalífeyri. Bætur til ekkjunnar Lilju Ólafsdóttur: Af umreiknuðum meðalvinnutekjum Kristjáns árin 1961— 1963, sbr. framanritað, er fyrst tekinn framfærslueyrir barn- anna fjögurra, jafnhár barnalífeyri almannatrygginga, til 16 ára aldurs hvers barns. Síðan er ekkjunni reiknaður helmingur af þeim vinnutekjum, sem afgangs verða. Verðmæti slíks fram- færslueyris til Lilju Ólafsdóttur reiknast mér nema á slysdegi: Miðað við umreikning eftir breytinguim á fiskverði kr. 641.100.00 Miðað við umreikning eftir kjörum togarasjómanna — 760.705.00 Frá almannatryggingum hefur Lilja fengið slysabætur í einu lagi að fjárhæð kr. 106.517.00, sem ekki hefur verið tekið tillit til við útreikning framangreindra bóta. Enn fremur á hún rétt á mæðralaunum til októberloka 1978. Árleg mæðralaun eru þessi (með þremur eða fleiri börnum til janúarloka 1968, með tveimur börnum frá 1. 2. 1968 til 30. 11. 1973, en eftir það með einu barni}: Desember 1963 .. .. .. .. .. kr.19.599.09 Jan. 1964—febr. 1965 .. .. .. — 24.122.40 Marz--maí 1965 .......... — 24.858.13 Júní 1965 .. .. .. .. .. .. .. — 25.005.28 Júlí—ágúst 1965 .. .. .. .. — 27.230.75 Sept. 1965—jan. 1968 .. .. .. — 27.551.23 Febr. 1968—nóv.1973 ...... — 13.775.62 Des. 1973—-okt. 1978 .. .. .. — 2.537.61 Í nóvember 1978 ætti ekkjulífeyrir, kr. 14.464.40, að taka við. Verðmæti mæðralauna og ekkjulífeyris á slysdegi reiknast mér nema kr. 182.773.00. Framangreindir útreikningar á verðmæti framfærslueyris og bótagreiðslna eru miðaðir við starfsorkulíkur samkvæmt sænskri reynslu, íslenzkar dánarlíkur og 6% vexti p. a.“. 688 Kröfu sína um bætur fyrir missi framfæranda byggir stefn- andi á útreikningi tryggingafræðingsins miðað við umreikning eftir kjörum togarasjómanna, kr. 760.705.00. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið stefnanda sem allt of háum. Telur stefndi, að miða beri bætur samkvæmt þessum lið við lægri fjárhæðina, kr. 641.100.00, en ekki þá hærri. Auk þess telur stefndi, að draga beri frá þessum lið kr. 106.517.00, sem stefnandi hefur fengið greiddar í einu lagi, svo og verðmæti mæðralauna og ekkjulífeyris, sem samkvæmt útreikningi trygg- ingafræðingsins reiknist á slysdegi kr. 182.773.00. Þegar það er virt, sem hér að framan hefur verið rakið, og annað það haft í huga, sem hér skiptir máli, þá þykja bætur til Lilju Ólafsdóttur hæfilega ákveðnar fyrir missi framfæranda kr. 260.000.00, og hafa þá verið dregnar frá dánarbætur, kr. 106.517.00, sem hún fékk greiddar frá Tryggingastofnun ríkisins, og kr. 182.773.00, sem er áætlað verðmæti mæðralauna og ekkju- lífeyris á slysdegi. Um kröfulið A 2. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum. Þegar virt er það, sem fram er komið um hagi stefnanda og haft í huga annað það, sem máli skiptir, þykja bætur til Lilju Ólafsdóttur vegna röskunar á stöðu og högum hæfilega ákveðnar kr. 50.000.00. Um kröfuliði B, C, D og E. Stefndi hefur mótmælt kröfuliðum þessum sem allt of háum. Svo sem að framan er rakið, hefur stefnandi miðað fjárhæð bótakrafna barnanna fyrir missi framfæranda við útreikning tryggingafræðingsins, eins og rakið var undir kröfulið Á 1. Eftir atvikum þykir rétt að ákveða börnunum bætur fyrir missi framfæranda og vegna röskunar á stöðu og högum í einu lagi. Þykja bætur þessar hæfilega ákveðnar kr. 35.000.00 til Lovísu Ibsens, kr. 37.000.00 til Ernu Ibsens, kr. 45.000.00 til Guð- mundar Hafþórs Ibsens og kr. 60.000.00 til Kristjáns Ibsens. Um kröfulið F. Í 8. gr. áðurgreinds kjarasamnings er svofellt ákvæði: „8. grein. Útgerðarfélög þau, er að samningi þessum standa, vátryggja á sinn kostnað skipstjóra og stýrimenn, sem eru í þjón- 689 ustu þeirra og samningur þessi nær yfir, fyrir öllum slysum, hvort heldur þau verða um borð eða í landi. Tryggingarupphæðin kr. 200.000.00 — tvö hundruð þúsund krónur — enda hækki hún í sömu upphæð og önnur sjómanna- samtök kunna að semja um við LÍÚ á hverjum tíma og greiðist við dauðsfall eða fulla örorku. Upphæðin greiðist aðstandendum samningsaðila, ef hann deyr, en honum sjálfum, ef um örorku er að ræða að dómi læknis. Trygging þessi skerðir ekki rétt þessa samningsaðila til greiðslu úr lífeyris- eða eftirlaunasjóðum, ef fyrir hendi eru, en kemur hins vegar til frádráttar slysa- og dánarbótakröfum á hendur út- gerðinni með sama hætti og bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins“. Svo sem hér að framan er greint, hefur stefnanda þegar verið tildlæmdar hærri bætur en sem nemur kr. 200.000.00. Samkvæmt ákvæðum nefndrar greinar verður bótakrafa stefnanda að þessu leyti ekki tekin til greina. Verður stefnda því dæmd sýkna, að því er þennan lið varðar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður stefnda því dæmt að greiða stefnanda, Lilju Ólafsdóttur, bætur vegna hennar sjálfrar og f. h. ófjárráða barna hennar kr. 437.000.00 (260.000.00 - 50.000.00 | 35.000.00 -| 37.000.00 -| 45.000.00 4- 60.000.00) með vöxtum, sem reiknast 7% ársvextir frá 2. nóvember 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda sjálfri og f. h. ófjárráða barna hennar málskostnað, er ákveðst kr. 82.795.00. Þar af hljóti talsmaður stefnanda, Árni Grétar Finnsson hæsta- réttarlögmaður, kr. 75.000.00. Stefnandi á sjóveðrétt í m/s Stefni, ÍS 150, til tryggingar fjár- hæðum þessum. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðmundi Björnssyni verkfræðingi og Guðmundi Péturssyni vélstjóra. Dómsorð: Stefndi, Göltur h/f, greiði stefnanda, Lilju Ólafsdóttur, sjálfri kr. 310.000.00 og f. h. Lovísu Ibsens kr. 35.000.00, f. h. Ernu Ibsens kr. 37.000.00, f. h. Guðmundar Hafþórs Ibsens kr. 45.000.00 og f. h. Kristjáns Ibsens kr. 60.000.00 ásamt vöxtum af ofangreindum fjárhæðum, sem reiknast 7% árs- 44 690 vextir frá 2. nóvember 1963 til 1. janúar 1965, 6% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði stefndi stefnanda sjálfri og f. h. ófjárráða barna hennar málskostnað, samtals kr. 82.795.00. Þar af hljóti hinn skipaði talsmaður hennar, Árni Grétar Finnsson hæstaréttar- lögmaður, kr. 75.000.00. Stefnandi á sjóveðrétt í m/s Stefni, ÍS 150, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 19. maí 1969. Nr. 91/1969. Valdstjórnin gegn Guðmundi Jóhanni Hallvarðssyni, Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Úrskurð héraðsdóms hefur kveðið upp Ólafur St. Sig- urðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 13. maí 1969, sem barst dóminum 14. s. m., og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Varnaraðili er grunaður um háttsemi, sem getur varðað hann fangelsisrefsingu eftir ákvæðum XVII. og XXVII. kafla, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hendi skilyrði til gæzluvarðhalds, sem rétt er að beita, eins og á stendur, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961. 691 Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti málsins. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Kópavogs 11. maí 1969. Lögreglurannsókn í máli þessu hófst í gær, laugardaginn 10. maí, kl. 2245, en þá kom ungur skólanemandi, Ásmundur Jón Jónsson, Bjarnhólastíg 1 hér í bæ, á lögreglustöðina í Kópavogi og kvaðst hafa upplýsingar fram að færa varðandi tilraun til að sprengja upp og brenna herskála varnarliðsins uppi í Hvalfirði snemma í síðustu viku. Áframhaldandi rannsókn í máli þessu leiddi í ljós mjög sterkar líkur fyrir því, hverjir hefðu verið viðriðnir þessa meintu tilraun til sprengingar og brennu. Eiríkur Kolbeinsson skólanemandi, Digranesvegi 44 hér í bæ, fæddur 13. september 1953, hefur skýrt svo frá við lögreglurann- sóknina, að hann hafi útbúið klukkur þær, sem settar höfðu verið í samband við heimatilbúna sprengju, sem fannst í herskála uppi í Hvalfirði í síðustu viku. Eiríkur kveðst hafa afhent klukkur þessar síðastliðið mánudagskvöld við Tjarnargötu 20 í Reykjavík tilteknum mönnum, sem síðan fóru með þær ásamt sprengjunni og komu þessu fyrir í herskálanum. Sjálfur kveðst Eiríkur ekki hafa farið með. Samkvæmt upplýsingum Eiríks, sem studdar eru frekari gögn- um undir rannsókn málsins, segir hann menn þá, sem fóru með klukkurnar og sprengjuna upp í Hvalfjörð og komu þessu fyrir í herskála þar eftir að hafa hellt steinolíu á gólf skálans í kring, vera þessa: Magnús Sæmundsson kennaraskólanema, Hrauntungu 73 hér í bæ, Guðmund Jóhann Hallvarðsson iðnnema, Auðbrekku 21 hér í bæ, Jón Sigurðsson, 19 ára, til heimilis að Óðinsgötu Í Reykjavík, Steingrím, 16—17 ára, til heimilis í Reykjavík, og Helga Kúld, fullorðinn mann, til heimilis í Kópavogi. Guðmundur Jóhann Hallvarðsson iðnnemi, Auðbrekku 21 hér í bæ, er fæddur 26. janúar 1947 í Hafnarfirði. Hann hefur neitað öllum sakargiftum og kveðst ekkert vita um mál þetta annað en Það, sem hann hafi lesið í dagblöðum. Það þykir ljóst, þótt rannsókn málsins sé á frumstigi, að veiga- 692 miklar líkur séu fram komnar fyrir því, að Guðmundur Jóhann Hallvarðsson iðnnemi hafi tekið þátt í för upp í Hvalfjörð síðast- liðið mánudagskvöld til þess að koma fyrir heimatilbúinni tíma- sprengju í herskála þar. Þar sem rannsókn málsins er á algeru frumstigi, og málið virðist vera allyfirgripsmikið, og ekki hefur enn náðst til allra Þeirra, sem fyrirliggjandi upplýsingar nú benda til, að séu sak- borningar, og ekki hefur gefizt tími til að taka skýrslur af ýms- um vitnum, þykir verða, sbr. 1. tölulið 67. igr. laga nr. 82/1961 um rannsókn opinberra mála, að úrskurða kærða, Guðmund Jó- hann Hallvarðsson iðnnema, Auðbrekku 21 hér í bæ, í gæzlu- varðhald í allt að 14 daga, á meðan rannsókn málsins stendur. Því úrskurðast: Guðmundur Jóhann Hallvarðsson iðnnemi, Auðbrekku 21 í Kópavogi, sæti gæzluvarðhaldi í allt að 14 daga. Mánudaginn 19. maí 1969. Nr. 92/1969. Valdstjórnin Segn Magnúsi Sæmundssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Úrskurð héraðsdóms hefur kveðið upp Ólafur St. Sig- urðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 13. maí 1969, sem barst dóminum 14. s. m., og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Varnaraðili er grunaður um háttsemi, sem getur varðað 693 hann fangelsisrefsingu eftir ákvæðum XVII. og XXVII. kafla, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1941 fyrir hendi skilyrði til gæzluvarðhalds, sem rétt er að beita, eins og á stendur, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti málsins. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Kópavogs 11. maí 1969. Lögreglurannsókn í máli þessu hófst í gær, laugardaginn 10. maí, kl. 2245, en þá kom ungur skólanemandi, Ásmundur Jón Jónsson, Bjarnhólastíg 1 hér í bæ, á lögreglustöðina í Kópavogi og kvaðst hafa upplýsingar fram að færa varðandi tilraun til að sprengja upp og brenna herskála varnarliðsins uppi í Hvalfirði snemma í síðustu viku. Áframhaldandi rannsókn í máli þessu leiddi í ljós mjög sterkar líkur fyrir því, hverjir hefðu verið viðriðnir þessa meintu tilraun til sprengingar og brennu. Eiríkur Kolbeinsson skólanemandi, Digranesvegi 44 hér í bæ, fæddur 13. september 1953, hefur skýrt svo frá við lögreglurann- sóknina, að hann hafi útbúið klukkur þær, sem settar höfðu verið í samband við heimatilbúna sprengju, sem fannst í herskála uppi í Hvalfirði í síðustu viku. Eiríkur kveðst hafa afhent klukkur þessar síðastliðið mánudagskvöld við Tjarnargötu 20 í Reykjavík tilteknum mönnum, sem síðan fóru með þær ásamt sprengjunni og komu þessu fyrir í herskálanum. Sjálfur kveðst Eiríkur ekki hafa farið með. Samkvæmt upplýsingum Eiríks, sem studdar eru frekari gögn- uvím undir rannsókn málsins, segir hann menn þá, sem fóru með klukkurnar og sprengjuna upp í Hvalfjörð og komu þessu fyrir í herskála þar eftir að hafa hellt steinolíu á gólf skálans í kring, vera þessa: Magnús Sæmundsson kennaraskólanema, Hrauntungu 73 hér í bæ, Guðmund Jóhann Hallvarðsson iðnnema, Auðbrekku 20 hér í bæ, Jón Sigurðsson, 19 ára, til heimilis að Óðinsgötu 1 Reykjavík, Steingrím, 16—17 ára, til heimilis í Reykjavík, og Helga Kúld, fullorðinn mann, til heimilis í Kópavogi. 694 Magnús Sæmundsson kennaraskólanemandi er fæddur 8. októ- ber 1950. Hann hefur neitað öllum sakargiftum og lýst því yfir, að hann viti ekkert um tilraun til sprenginsar og brennu í Hval- firði. Ljóst þykir, þótt rannsókn máls þessa sé á frumstigi, að veiga- miklar líkur séu fram komnar fyrir því, að Magnús Sæmundsson kennaraskólanemi hafi tekið þátt í för upp í Hvalfjörð síðast- liðið mánudagskvöld til þess að koma fyrir heimatilbúinni tíma- sprengju í herskála þar. Þar sem rannsókn máls þessa er á algeru frumstigi, og málið virðist vera allyfirgripsmikið, og ekki hefur náðst til allra þeirra, sem fyrirliggjandi upplýsingar nú benda til, að séu sak- borningar, og ekki hefur ennþá náðst til ýmissa vitna, þykir verða, sbr. 1. tölulið 67. gr. laga nr. 82/1961, að úrskurða kærða, Magnús Sæmundsson kennaraskólanema, í gæzluvarðhald í allt að 14 daga, á meðan rannsókn málsins stendur. Því úrskurðast: Magnús Sæmundsson kennaraskólanemi, Hrauntungu 73 í Kópavogi, sæti gæzluvarðhaldi í allt að 14 daga. Mánudaginn 19. mai 1969. Nr. 93/1969. Valdstjórnin gegn Rúnari Freysteini Björgvinssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Úrskurð héraðsdóms hefur kveðið upp Haraldur Henrys- son, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga 695 nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 13. maí 1969, sem barst dóminum 14. s. m., og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Varnaraðili er grunaður um háttsemi, sem getur varðað hann fangelsisrefsingu eftir ákvæðum XVIII. og XXVII. kafla, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hendi skilyrði til gæzluvarðhalds, sem rétt er að beita, eins og á stendur, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti málsins. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Kópavogs 11. maí 1969. Lögreglurannsókn í máli þessu hófst í gær, laugardaginn 10. maí, kl. 2245, en þá kom ungur skólanemandi, Ásmundur Jón Jónsson, Bjarnhólastíg 1 hér í bæ, á lögreglustöðina í Kópavogi og kvaðst hafa upplýsingar fram að færa varðandi tilraun til að sprengja upp og brenna herskála varnarliðsins uppi í Hvalfirði snemma í síðustu viku. Áframhaldandi rannsókn í máli þessu leiddi í ljós mjög sterkar líkur fyrir því, hverjir hefðu verið viðriðnir þessa meintu tilraun til sprengingar og brennu. Eiríkur Kolbeinsson skólanemandi, Digranesvegi 44 hér í bæ, fæddur 13. september 1953, hefur skýrt svo frá við lögreglurann- sóknina, að hann hafi útbúið klukkur þær, sem settar höfðu verið í samband við heimatilbúna sprengju, sem fannst í herskála uppi í Hvalfirði í síðustu viku. Eiríkur kveðst hafa afhent klukkur þessar síðastliðið mánudagskvöld við Tjarnargötu 20 í Reykjavík tilteknum mönnum, sem síðan fóru með þær ásamt sprengjunni og komu þessu fyrir í herskálanum. Sjálfur kveðst Eiríkur ekki hafa farið með. Samkvæmt upplýsingum Eiríks, sam studdar eru frekari gögn- vim undir rannsókn málsins, segir hann menn þá, sem fóru með klukkurnar og sprengjuna upp Í Hvalfjörð og komu þessu fyrir í herskála þar eftir að hafa hellt steinolíu á gólf skálans í kring, 696 vera þessa: Magnús Sæmundsson kennaraskólanema, Hrauntungu 73 hér í bæ, Guðmund Jóhann Hallvarðsson iðnnema, Auðbrekku 21 hér í bæ, Jón Sigurðsson, 19 ára, til heimilis að Óðinsgötu í Reykjavík, Steingrím, 16—17 ára, til heimilis í Reykjavík, og Helga Kúld, fullorðinn mann, til heimilis í Kópavogi. Svo og er tilgreindur piltur að nafni Rúnar, en Rúnar þessi var sagður eiga heima einhvers staðar á Réttarholtsveginum. Rúnar Freysteinn Björgvinsson nemandi, Réttarholtsvegi 81, fæddur 14. febrúar 1951 í Reykjavík, kom fyrir rannsóknarlög- reglu nú í kvöld til yfirheyrslu vegna máls þessa, og neitaði hann þá að vera nokkuð viðriðinn mál þetta og ekkert um það vita og ekki heyrt á það minnzt, fyrr en hann hafi lesið um það í dagblaðinu Vísi. Hann kvaðst þekkja Steingrím Steinþórsson og Jón Sigurðsson. Enda þótt rannsókn máls þessa sé enn á frumstigi, verður þó að telja, að veigamiklar líkur séu fram komnar fyrir því, að nefndur Rúnar Freysteinn Björgvinsson hafi tekið þátt í för upp í Hvalfjörð síðastliðið mánudagskvöld til þess að koma þar fyrir heimatilbúinni sprengju í herskála. Þar sem rannsókn málsins er á algeru frumstigi enn, en málið virðist allyfirgripsmikið, og ekki hefur enn náðst til allra þeirra, sem fram komnar upplýsingar benda til, að séu sakborningar, og ekkki hefur gefizt tími til að taka skýrslur af vitnum, þykir verða, sbr. 1. tölulið 67. gr. laga nr. 82/1961 um rannsókn opinberra mála, að úrskurða kærða, Rúnar Freystein Björgvinsson nemanda, Réttarholtsvegi 81, Reykjavík, í gæzluvarðhald í allt að 14 daga, meðan frekari rannsókn fer fram. Því úrskurðast: Rúnar Freysteinn Björgvinsson nemandi, Réttarholtsvegi 81, Reykjavík, sæti gæzluvarðhaldi í allt að 14 daga. 697 Mánudaginn 19. maí 1969. Nr. 94/1969. Valdstjórnin gegn Steingrími Steinþórssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Úrskurð héraðsdóms hefur kveðið upp Haraldur Henrys- son, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 13. maí 1969, sem barst dóminum 14. s. m., og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Varnaraðili er grunaður um háttsemi, sem getur varðað hann fangelsisrefsingu eftir ákvæðum XVII. og XKVI. kafla, sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hendi skilyrði til gæzluvarðhalds, sem rétt er að beita, eins og á stendur, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti málsins. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Kópavogs 11. maí 1969. Lögreglurannsókn í máli þessu hófst í gær, laugardaginn 10. maí, kl. 2245, en þá kom ungur skólanemandi, Ásmundur Jón Jónsson, Bjarnhólastíg 1 hér í bæ, á lögreglustöðina í Kópavogi og kvaðst hafa upplýsingar fram að færa varðandi tilraun til að 698 sprengja upp og brenna herskála varnarliðsins uppi í Hvalfirði snemma í síðustu viku. Áframhaldandi rannsókn í máli þessu leiddi í ljós mjög sterkar líkur fyrir því, hverjir hefðu verið viðriðnir þessa meintu tilraun til sprengingar og brennu. Eiríkur Kolbeinsson skólanemandi, Digranesvegi 44 hér í bæ, fæddur 13. september 1953, hefur skýrt svo frá við lögreglurann- sóknina, að hann hafi útbúið klukkur þær, sem settar höfðu verið í samband við heimatilbúna sprengju, sem fannst í her- skála uppi í Hvalfirði í síðustu viku. Eiríkur kveðst hafa afhent klukkur þessar síðastliðið mánudagskvöld við Tjarnargötu 20 í Reykjavík tilteknum mönnum, sem síðan fóru með þær ásamt sprengjunni og komu þessu fyrir í herskálanum. Sjálfur kveðst Eiríkur ekki hafa farið með. Samkvæmt upplýsingum Eiríks, sem studdar eru frekari gögn- um undir rannsókn málsins, segir hann menn þá, sem fóru með klukkurnar og sprengjuna upp í Hvalfjörð og komu þessu fyrir í herskála þar eftir að hafa hellt steinolíu á gólf skálans í kring, vera þessa: Magnús Sæmundsson kennaraskólanema, Hraun- tungu 73, Kópavogi, Guðmund Jóhann Hallvarðsson iðnnema, Auðbrekku 21, Kópavogi, Jón Sigurðsson, 19 ára, til heimilis að Óðinsgötu í Reykjavík, Steingrím, 16—17 ára, til heimilis í Reykjavík, og Helga Kúld, fullorðinn mann, til heimilis í Kópavogi. Steingrímur Steinþórsson menntaskólanemi, Flókagötu 57, fæddur 15. janúar 1951 í Reykjavík, kom fyrir rannsóknarlög- reglu nú í kvöld til yfirheyrslu vegna máls þessa, og neitaði hann með öllu að vita nokkuð um mál þetta annað en það, sem í dagblöðum greindi. Hann kannaðist við að þekkja þá Magnús Sæmundsson og Rúnar Björgvinsson. Það þykir ljóst, þrátt fyrir það að rannsókn málsins sé enn skammt komin, að miklar líkur séu til þess, að nefndur Stein- grímur Steinþórsson hafi síðastliðið mánudagskvöld tekið þátt í för upp í Hvalfjörð til að koma þar fyrir heimatilbúinni sprengju í herskála þar. Þar sera rannsókn málsins er enn á byrjunarstigi og ekki hefur enn náðst til allra þeirra, sem framkomnar upplýsingar benda til, að séu sakborningar, og ekki hefur gefizt tími til að yfir- heyra ýmis vitni, þykir verða, sbr. 1. tölulið 67. gr. laga nr. 82/ 1961 um rannsókn opinberra mála, að úrskurða Steingrím Stein- þórsson nemanda, Flókagötu 57, Reykjavík, í gæzluvarðhald í allt að 14 daga, á meðan frekari rannsókn stendur yfir. 699 Því úrskurðast: Steingrímur Steinþórsson nemandi, Flókagötu 57, Reykja- vík, sæti gæzluvarðhaldi í allt að 14 daga. Miðvikudaginn 21. maí 1969. Nr. 190/1968. G. Þorsteinsson og Johnson h/f (Jón N. Sigurðsson hrl.) gegn Málmiðjunni h/f og gagnsök (Sveinn H. Valdimarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. október 1968, að fengnu áfryjunarleyfi 8 s. m. Krefst hann, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til greiðslu kr. 47.838.98 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar til 12. júní 1965 og með 1% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludass. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 27. nóv- ember 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 26. s. m. Krefst hann sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Baldur Ólafsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður sagnáfrýjanda, og Garðar Þorsteinsson, forstjóri aðaláfrýj- anda, áttu vorið 1965 viðræður um viðskipti þau, sem málið fjallar um. Í þinghaldi 27. febrúar 1967 kveðst Baldur Ólafs- son ekki minnast þess, að í þessum viðræðum hafi verið 700 samið um ákveðinn gjaldfrest á andvirði vélarinnar. Hins vegar „hafi hann dregizt á það að greiða vélina með það i huga, að Blikksmiðja Akraness myndi kaupa hana, en eigi hafi orðið úr kaupunum af hálfu blikksmiðjunnar“. Hinn 8. júní 1966 ritaði aðaláfrýjandi gagnáfrýjanda bréf, þar sem m. a. er sagt: „Um miðjan síðastliðinn mánuð gáfuð þér ákveðið loforð um að koma hingað á skrifstofu vora og gera þessi viðskipti upp fyrir 28. maí 1966“. Var þetta efni bréfs- ins borið undir Baldur Ólafsson í sama þinghaldi, sem kvað „þar rétt frá greint, og tekur fram í því sambandi, að hann hafi ekki fengið heimild meðeigenda sinna til greiðslunnar“. Þetta greiðsluloforð er bindandi fyrir gagnáfrýjanda, og ber því að dæma hann til að greiða aðaláfrýjanda andvirði vél- arinnar, kr. 47.838.98, en þessi fjárhæð er ekki tölulega ve- fengd, ásamt 7% ársvöxtum frá birtingu stefnu í héraði, 2. september 1966, til greiðsludags. Eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Málmiðjan h/f, greiði aðaláfrýjanda, G. Þorsteinsson og Johnson h/f, kr. 47.838.98 ásamt 7% ársvöxtum frá 2. september 1966 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 18. júní 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 30. maí s.l, hefur stefnandi, finmað G. Þorsteinsson ér Johnson h/f, Reykjavík, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, jtgefinni 31. ágúst 1966, á hendur Málmiðjunni h/f, Vallholti 3, Akranesi, til greiðslu verzlunar- skuldar að fjárhæð kr. 47.838.98 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til 12. júní 1965, en 1% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst algerrar sýknu og að honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu samkvæmt reikningi eða mati dóms- ins. 701 ístefnandi kveður tildrög máls þessa vera þau, að á árinu 1964 hafi hann selt stefnda vél til vinnslu á málmlistum ásamt fylgi- hlutum. Andvirði vélarinnar með söluskatti hafi numið stefnu- fjárhæðinni, eða kr. 47.838.98. Vélin hafi verið afgreidd til stefnda í október 1964, en andvirði hennar hafi ekki fengizt greitt þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og hafi stefndi einkum borið því við, að wél sú, sem keypt var, hentaði ekki til þeirrar framleiðslu, sem henni var ætluð. Nokkur bréfaviðskipti höfðu farið fram á milli aðilja, áður en til málssóknar kom, og þykir rétt að rekja efni þeirra. Með bréfi, dags. 28. maí 1966, krefur stefnandi stefnda skrif- lega fyrst um skuldina. Þessu bréfi svarar stefndi með bréfi, dags. 5. júní 1966, þar sem hann hafnar greiðsluáskorun stefnanda á þeim forsendum, að vélin hafi reynzt með öllu ónothæf til þess verks, sem henni var ætlað, og kveðst stefndi hafa tilkynnt stefn- anda það þegar í stað, eftir að kaupin gerðust og fullreynt var, að vélin reyndist ekki hæf. Í þessu bréfi neitar stefndi algerlega að greiða vélina og óskar þess, að stefnandi taki hana aftur. Þessu bréfi svarar stefnandi hinn 8. júní 1966. Þar tekur hann fram, að stefndi hafi ákveðið, hvaða gerð af vél hentaði til að búa til lista þá, sem til var ætlazt. Stefnandi kveðst hafa fyrir þeirra hönd sent út til verksmiðjanna sýnishorn af þeim listum, sem hún átti að framleiða, til þess að hægt væri að ákveða, hvernig valsa skyldi smíða í vélina, en eftir að vélin hafi komizt í hendur stefnda, hafi honum orðið ljóst, að hún gat ekki fram- leitt umrædda lista eins nákvæmlega og hann þurfti á að halda. Af þessu leiði, að stefndi beri algerlega ábyrgð á því, hvaða vél var valin. Þegar stefnanda var aftur á móti kunnugt um vandræði hans, hafi hann reynt að hjálpa til að leysa málið, þó að það hafi ekkki tekizt á viðunandi hátt. Þá kveðst stefnandi hafa varið bæði fé og fyrirhöfn til þess að reyna að selja vélina fyrir stefnda, en án árangurs. Einnig bendir hann á, að fullt samkomulag hafi orðið um það vorið 1965 milli forstjóra stefnanda og framkvæmdastjóra stefnda, að stefndi greiddi vélina með ákveðnum gjaldfresti, en við þann samning hafi ekki verið staðið af stefnda hálfu og því borið við, að meðeigendur hefðu ekki viljað samþykkja gert samkomulag. Veturinn 1965 hafi þetta mál verið margrætt við forstjóra stefnda í síma og stefndi ekki talið neitt því til fyrirstöðu að greiða vélina, sérstaklega ef stefnandi seldi fyrir hann aðra vél eða vélar og notaði andvirði af þeirri sölu til greiðslu uímræddrar 702 vélar. Í maí 1966 hafi svo forstjóri stefnda gefið ákveðið loforð um að koma á skrifstofu stefnanda og gera þessi viðskipti upp fyrir 28. maí 1966. Þar sem ekki hafi verið staðið við þetta loforð, hafi ekki verið um annað að ræða fyrir stefnanda en að krefja skuldina, svo sem gert hafi werið. Með bréfi, dags. 18. júní 1966, mótmælir stefndi því með öllu, að hann hafi walið eða ákveðið, hvaða gerð af vél mundi henta til framleiðslu á listum þeim, sem hér um ræðir. Eftir að sýnis- horn af listum þeim, sem vélin átti að framleiða, höfðu verið sendir viðkomandi verksmiðju, hafi stefnandi gefið þær upplýs- ingar, að vélin gæti framleitt slíka lista, og hafi það ráðið úr- slitum, að vélin var pöntuð. Í bréfinu ítrekar stefndi, að stefnandi taki vélina í sínar vörzlur. Þessu bréfi svarar stefnandi 1. júlí s. á og ítrekar, að hann hafi aldrei tekið að sér fyrir neina aðilja að velja vélar til ákveð- innar framleiðslu, eins og um geti í bréfinu. Í bréfi stefnda, dags. í september 1966, til lögmanns þeirra kemur fram lýsing á málsatvikum, og þykir því rétt að rekja efni þess í fáum dráttum. Stefndi skýrir svo frá, að á árinu 1964 hafi hann gert pöntun hjá stefnanda á vél, er vinna átti ákveðinn hlut í framleiðslu á miðstöðvarofnum, þ. e. á. s. loftspjöld, sem er einn hluti ofnsins. Forstjóri stefnda, Baldur Ólafsson, kveðst hafa farið til stefnanda og var þá vísað til starfsmanns hans, Ragnars Guðmundssonar vélstjóra, sem hafði með að gera tæknilegan undirbúning að pöntun véla. Kveðst forstjórinn hafa beðið hann að athuga, hvort vél, er hann hafði í huga, svonefndur hjólavals, mundi henta til þeirrar framleiðslu, sem hann þurfti á að halda, og afhent hon- um jafnframt sýnishorn af loftspjöldum þeim ásamt fjöðrum, sem falla áttu inn í rauf á spjöldðunum, en spjöldin síðan að velta í fjöðrinni. Eftir þessar viðræður hafi stefnandi skrifað verksmiðjunni og sent þau sýnishorn, er hann hafði afhent honum. Svar hafi borizt fljótlega, þar sem sagt var, að vél þessi mundi henta til áðurgreindra nota og þyrfti aðeins að smíða í hana sérstök hjól, sem verksmiðjan mundi annast. Eftir þetta svar ákvað forstjórinn að panta vélina. Meðan á afgreiðslufrestinum stóð, hafi svo borizt teikningar af þeim sérstöku hjólum, sem smíða átti, og hafi Ragnar Guð- mundsson afhent sér þær, svo að hann gæti glöggvað sig á, hvernig framleiðsla þessi ætti að fara fram. Þegar svo vélin kom og farið var að reyna hana, kom í ljós, 703 að hún vann ekki eins og til var ætlazt, og kveðst forstjórinn hafa tilkynnt stefnanda það strax. Skrifaði stefnandi þá verk- smiðjunni og bar fram kvartanir sínar, en svar barst á þá leið, að breyta mætti wölsum vélarinnar, og var það gert, en korn ekki að gagni. Forstjórinn kveðst þá hafa leitað aðstoðar Magnúsar Hallfreðssonar tæknifræðings og hafi hann rannsakað fyrst teikn- ingar þær, sem komu af völsunum, og komizt að raun um, að ekki væru neinir möguleikar til að framleiða loftspjöld með þeim völsum og efazt um hæfni vélarinnar til þeirra nota. Að ráði Magnúsar Hallfreðssonar hafi verið búnir til nýir walsar, en þeir hafi ekki komið að gagni. Ástæðan fyrir því, að ekki var hægt að nota þessa vél, hafi verið sú, að spjöldin, sem úr henni komu, urðu teygð og hvergi nærri bein, svo að raufin varð mjög imisvíð og of grunn, þannig að ekki var möguleiki á að komi fjöðrinni í hana. Tvö vitni hafa komið fyrir dóm svo og framkvæmdastjórar málsaðilja. Skulu nú framburðir þeirra raktir, svo sem tilefni gefst til. Vitnið Magnús Hallfreðsson tæknifræðingur hefur borið, að fljótlega eftir að vélin kom til stefnda, hafi verið leitað til sín vegna erfiðleika við framleiðslu á loftspjöldum í ofna þá, sem Málmiðjan h/f, Akranesi, framleiðir. Við athugun sína hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu, að vél sú, sem hér um ræðir, hafi í eðli sínu verið þannig upp byggð og unnið eftir þeim grundvallarlögmálum um breytingu og lögun málma, að mjög hæpið, ef ekki með öllu útilokað, væri að nota hana við áður- greinda framleiðslu. Þó hafi verið eftir ráðleggingum sínum gerð tilraun til þess að bæta úr þessu með því að smíða ný hjól í valsinn. Það, sem hann telji réttlæta þessa tilraun, var fyrst og fremst það, að hjól þau, sem fylgdu vélinni, voru að stærð og lögun fjarri því, sem vitnið kvaðst álíta, að þau ættu að vera. Þessi tilraun hafi svo ekki borið tilætlaðan árangur. Vitnið Ragnar Þór Guðmundsson hefur borið, að það hafi séð um umræðda pöntun af hálfu stefnanda. Það kveður Baldur Ól- afsson, framkvæmdastjóra stefnda, hafa afhent málmlista og fjöður og teikningu af listunum. Vitnið sá ekki um bréfaskriftir í sambandi við pöntun vélarinnar, hins vegar kveðst það hafa komið fyrrnefndum gögnum, sem Baldur Ólafsson kom með, í hendur þess manns, sem sá um bréfaskriftirnar, og telur vitnið, að það hafi verið Garðar Þorsteinsson. Vitnið skýrir svo frá, að undirbúningi að pöntun vélarinnar hafi verið þannig hagað, að 704 Baldur Ólafsson hafi komið að máli við vitnið og innt það eftir því, hvort fyrirtæki stefnanda gæti útvegað wél til að annast framleiðslu á sams konar málmlistum og lagðir hafa verið fram í málinu sem dskj. nr. 13. Hafði Baldur þá slíka lista meðferðis. Vitnið kveðst hafa sýnt Baldri myndir af hugsanlegum vélum og hafi þá Baldur fengið áhuga á einni vél. Var þá skrifað út til framleiðanda vélarinnar og innt eftir því, hvort vélin gæti fram- leitt slíka lista. Með þessu bréfi telur vitnið, að gögn. þau, er Baldur hafði meðferðis, hafi verið send. Þegar svo jákvætt svar barst, ákvað Baldur að panta vélina. Vitnið kvaðst ekki muna það með wissu, hvort um það hafi verið rætt milli þeirra Baldurs, að vélin ætti að framleiða sams konar lista og dskj. nr. 13, en a. m. k. kveðst það hafa tekið það þannig, og tekur það fram í því sambandi, að Baldur hafi komið með bút af sams konar lista um 20 cm langan og hafi hann verið alveg beinn. Garðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stefnanda og einn af hluthöfum félagsins, hefur borið eftirfarandi: Hann kveðst hafa séð um pöntun á vél þeirri, sem hér um ræðir, hjá framleiðanda. Baldur Ólafsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum stefnda, hafði, áður en pöntun vélarinnar var gerð, komið með málm- lista til sín og óskað eftir því, að hann yrði sendur út til fram- leiðanda vélarinnar imeð fyrirspurn um það, hvort wélin gæti framleitt þess konar lista. Hafi jákvætt svar borizt frá framleið- anda vélarinnar og hann þá ákveðið að panta vélina. Hann tekur fram, að Baldur hafi þegar verið búinn að hugsa sér þessa gerð af vél, án þess að stefnandi hefði nein afskipti af þeirri ákvörðun. Fljótlega eftir að vélin kom í hendur stefnda, hafi þeir kvartað undan því við forsvarsmenn stefnanda, að vélin gæti ekki framleitt þá lista, sem hún var keypt til. Hafi þá forsvarsmenn stefnanda boðizt til að reyna að útvega nýja valsa í vélina, en þar sem stefnda hafi legið mjög mikið á, hafi þeir leitað til vélsmiðju hér í borginni til þess að fá framleidda nýja valsa eða breyta þeim, sem með henni höfðu komið, en þetta hafi orðið árangurslaust. Þegar hér var komið, kveður hann stefnda hafa farið að malda í móinn með að greiða vélina. Ulm vorið 1965 hafi hann verið staddur á Akranesi og þá átt tal við Baldur Ólafsson. Þá hafi orðið samkomulag milli þeirra um það, að stefndi greiddi vélina með ákveðnum gjaldfresti, en bað hafi brugðizt og hafi Baldur skýrt það þannig, að hann hefði eigi fengið samþykki meðeigenda sinna til þess. Síðan segir hann, 705 að stefnandi hafi leitazt við að selja vélina fyrir stefnda að beiðni hans. Þá tók hann fram, að þegar vélin var pöntuð, hafi kaupendur ekki bent á, að framleiðsla nefndra lista þyrfti að vera nákvæm, enda hafi stefndi aldrei gefið upp neinar upplýs- ingar um tóleransa. Síðar kveður hann stefnda hafa fengið þær upplýsingar hjá þýzku verkfræðifirma, að eigi væri unnt að framleiða þessa lista eins nákvæmlega eins og nauðsyn væri, þar sem alltaf kæmi einhver vindingur á málminn úr slíkri vél og nauðsynlegt væri að nota pressu til framleiðslunnar. Hann tók fram, að stefnandi hafi kvartað við framleiðendurna, er í ljós kom, að eigi væri hægt að framleiða á fullnægjandi hátt áðurgreinda lista í vélinni, en þessari kvörtun hafi þó ekki verið fylgt eftir, fyrst og fremst sökum þess, að stefnda hafi legið svo á að hefja framleiðslu með vélinni, og Í öðru lagi vegna þess, að stefndi hafi leyst málið á annan hátt, eða með því að taka í notkun pressuvél. Þá tók hann fram, að hann væri viss um, að svar hefði borizt frá framleiðanda vélarinnar við fyrrgreindri kvörtun stefnanda, en svarbréf þetta hefur ekki verið lagt fram í málinu, sökum þess að samkvæmt upplýsingum stefnanda hefur það ekki fundizt í vörzlum hans. Baldur Ólafsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður stefnda, hefur borið eftirfarandi fyrir dómi: Hann kveðst hafa afhent Ragnari Guðmundssyni hjá stefn- anda, áður en hann pantaði umrædda vél, sýnishorn af málm- lista þeim, sem vélin átti að framleiða, ásamt fjöður í málm- listann svo og teikningu af honum. Þessi sömu gögn kveðst hann hafa afhent öðru þýzku fyrirtæki eftir að hafa gefizt upp á að framleiða listana með hinni umdeildu vél og hafi það fyrirtæki tjáð sér, að eigi væri unnt að framleiða þessa lista á fullnægjandi hátt með þeirri tegund vélar, sem stefndi hafði pantað, heldur þyrfti að nota annað hvort pressuvél eða lockformer við fram- leiðsluna. Þá tók hann fram, að vél sú, sem hér er um deilt, hafi einungis átt að gera stillur í málmlistann og síðan hafi átt að fullvinna hann í öðrum vélum. Hann kveðst minnast þess, að Garðar Þorsteinsson hafi rætt þetta mál við sig á Akranesi 1965, og hafi þá komið fram hjá þeim báðum vilji í þá átt að reyna að leysa málið á friðsamlegan hátt og þá með því móti, að báðir aðiljar féllust á að selja vélina. Ekki kveðst hann minnast þess, að samið hafi verið um, að stefndi 45 706 fengi gjaldfrest á vélinni, en hins vegar kveðst hann hafa fallizt á það að greiða vélina með það í huga, að Blikksmiðja Akraness mundi kaupa hana, en úr þeim kaupum hafi ekki orðið og hafi hann rætt þá þetta mál við meðeigendur sína, sem hafi óskað eftir, að leitað yrði til lögfræðings með málið. Þá var fyrir dóminum eftirfarandi málsgrein úr bréfi stefn- anda til stefnda borin undir hann, þ. e. dskj. nr. 4.: „Á síðast- liðnum vetri og vori hefur mál þetta verið marg rætt við yður í síma og þér ekki talið neitt því til fyrirstöðu að greiða vélina, sérstaklega ef vér seldum fyrir yður aðra vél eða vélar og not- uðum andvirðið af þeirri sölu til greiðslu umræddrar vélar“. Hann kveður þetta rétt, að stefndi hafi lofað að greiða vélina, ef stefnanda tækist að selja vél þá, sem um var talað, en það hafi ekki tekizt. Þá var eftirfarandi grein lesin fyrir framkvæmdastjórann: „Um miðjan síðastliðinn mánuð gáfuð þér ákveðið loforð um að koma hingað á skrifstofu vora og gera þessi viðskipti upp fyrir 28. maí 1966. Þar sem þér ekki stóðuð við þetta munnlega loforð, sjáum vér okkur ekki annað fært en að senda yður kröfubréf til að knýja fram lausn á þessu máli, sem dregizt hefur allt of lengi“. Framkvæmdastjórinn kvað þarna rétt frá greint, en tekur fram Í því sambandi, að hann hafi ekki fengið heimild meðeig- enda sinna til greiðslunnar og af þeim sökum hafi ekki af henni orðið. Þá segir hann, að framleiðandi vélarinnar hafi gert teikn- ingu af völsum þeim, sem framleiðslan átti að fara fram í, og hafi þær teikningar verið sendar hingað til landsins, um það bil viku eða 10 dögum áður en stefndi fékk vélina í hendur. Með bréfi, dags. 24. nóvember 1964, skýrir stefnandi fram- leiðanda vélarinnar frá því, að hjólavalsar þeir, er fylgdu vélinni, hafi ekki unnið eins og til var ætlazt. Hann getur þess enn fremur í bréfinu, að með pöntun vélarinnar hafi verið sent sýnishorn af þeimi loftspjöldum, sem vélin átti að framleiða. Í bréfinu skýrir hann frá, að komið hafi fram af hálfu stefnda alvarlegar kvart- anir, og biður um tillögur til úrbóta. Ekki verður séð á skjölum málsins, að svar við þessu bréfi stefnanda hafi nokkurn tíma borizt. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að hér sé um lausafjárkaup að ræða. Vélin hafi frá upphafi verið í vörzlu stefnda. Hann hafi að vísu kvartað undan því, að vélin hentaði ekki til þeirrar fram- leiðslu, sem henni var ætlað, en um slíkt verði stefnandi ekki 707 sakaður, þar sem forsvarsmenn stefnda hafi valið vélina. Vélin hafi komið í hendur stefnda á árinu 1964 og þeir ekki borið fyrir sig riftunarástæður fyrr en með bréfi, dags. 5. júní 1966. Með þessum langa drætti hafi þeir firrt sig öllum vörnum Í málinu. Stefndi reisir sýknukröfur sínar á því, að hann hafi keypt vél þá, sem hér uim ræðir, í þeirri góðu trú, að hún væri hæf til að vinna það verkefni, sem henni var ætlað, og haft til þess fyllstu ástæðu, þar sem framleiðandi hennar hafi fullyrt, að svo væri. Þegar svo vélin kom, reyndist hún með öllu óhæf til þess hlut- verks, sem henni var ætlað, og breytingar þær, sem á henni voru gerðar, reyndust haldlausar. Með þessu hafi allar forsendur fyrir kaupunum verið brostnar og beri stefnda því ekki að greiða and- virði hennar. Þá hefur stefndi haldið því fram, að allur sá ádráttur, sem forsvarsmaður stefnda gaf um greiðslur, hafi verið skilorðsbundinn og á engan hátt bindandi. Leiði þetta til þess, að sýkna beri í málinu. Hafa nú verið rakin í helztu dráttum viðhorf aðilja í málinu, eins og þau koma fram í skjölum þess og við munnlegan mál- flutning. Hinir sérfróðu dómendur hafa skoðað hina umdeildu vél. Þá hafa þeir einnig skoðað sýnishorn af málmlistum þeim, sem lagðir hafa verið fram sem dskj. nr. 12 og 13. Þeir eru sammála um, að tæknilegum undirbúningi að pötun vélarinnar hafi ekki verið ábótavant. Það er óumdeilt í málinu, að vélin, eins og hún kom í hendur stefnda, hafi reynzt óhæf til að fram- leiða þá hluti, sem henni var ætlað, og að stefndi kom fljótlega á framfæri við stefnanda kvörtunum út af því, að vélin væri óhæf til þeirrar framleiðslu, sem henni var ætluð. Þá er það enn fremur upplýst, að stefnandi afhenti stefnda wélina án þess að krefjast greiðslu eða neinnar tryggingar. Kvart- anir stefnda leiddu til þess, að stefnandi skrifaði framleiðanda vélarinnar bréf og fór fram á, að bætt yrði úr göllum þeim, sem á vélinni voru og hann taldi, að verksmiðjan ætti sök á. Ekki er Þó ljóst, hvers vegna hann framfylgdi ekki þessum kvörtunum sínum frekar. Báðir málsaðiljar virðast hafa verið sammála um að reyna að bæta úr þeim ágöllum, sem á vélinni voru, og er í ljós kom, að það reyndist óframkvæmanlegt, þá að reyna að selja hana. Meðan á þessu stóð, gaf forsvarsmaður stefnda stefnanda skil- orðsbundinn ádrátt um greiðslu. Þegar sá greiðsludráttur er 708 skoðaður í ljósi undangenginnar wiðleitni beggja. málsaðilja til þess að bæta úr mistökum þeim, sem framleiðandi vélarinnar hafði gert, verður ekki unnt að líta svo á, að hér hafi verið um bindandi greiðsluloforð að ræða. Svo sem að framan greinir, kom stefndi, fljótlega eftir að vélin kom í þeirra hendur, kvörtunum á framfæri við stefnanda um það, að vélin gæti ekki framleitt þá lista, sem hún var keypt til. Verður því ekki fallizt á þá skoðun stefnanda, að stefndi hafi firrt sig rétti til þess að bera fyrir sig þá annmarka á kaupunum. Eftir þessu ber með hliðsjón af öllum málsatvikum að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eins og málsatvikum er háttað, þykja ekki efni standa til að dæma stefnda málskostnað, og ber að fella hann niður. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt meðdómendunum Jóhanni Zoéga verkfræðingi og Andrési Guð- jónssyni tæknifræðingi. Dómsorð: Stefndi, Málmiðjan h/f, skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, G. Þorsteinsson ér Johnson h/f, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 21. maí 1969. Nr. 69/1969. The Richards Company Incorporated (Bjarni Beinteinsson hdl.) segn Aðalsteini Brynjólfssyni og gagnsök (Skúli J. Pálmason hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Gengi. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. april 1969 og krafizt þess, að gagnáfrýjanda verði 709 dæmt að greiða honum $ 180.00 ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern „byrjaðan mánuð“ frá 1. október 1968 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 18. april 1969, og eru kröfur hans þessar: Aðalkrafa, að honum verði dæmd sýkna. I. varakrafa, að samningur hans við Handbækur h/f frá 17. júlí 1967 verði dæmdur ógildur og aðaláfrýjanda dæmt að endurgreiða honum fé það, sem hann þegar hefur innt af hendi samkvæmt samningnum, gegn því, að hann skili bókum þeim, sem hann hefur tekið við. II. varakrafa, að honum verði einungis dæmt að greiða aðaláfrýjanda andvirði umræddra bóka, miðað við sölugengi bandaríkjadollara hinn 17. júlí 1967. III. varakrafa, að honum verði einungis dæmt að greiða aðaláfrýjanda krafða skuld, miðað við sölugengi bandarikja- dollara, þá er hver einstök greiðsla átti að fara fram sam- kvæmt samningi. Loks krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar úr hendi aðal- áfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjandi flutti bækur þær, sem í máli þessu greinir, sjálfur til Íslands og fól Handbókum h/f sölumeðferð þeirra í umsýslu, þannig að eignarréttur aðaláfrýjanda til þeirra héldist, unz þær væru greiddar, enda þótt umsýsluaðilinn kæmi fram sem seljandi gagnvart kaupanda. Gagnáfrýjandi skuldbatt sig til að kaupa þær fyrir 240 bandaríkjadollara auk 18 dollara söluskatts og að öðru með þeim skilmálum, sem í samningi hans við umsýsluaðiljann, Handbækur h/f, frá 17. júlí 1967 segir. Gagnáfrýjandi hefur greitt af kaup- verðinu í íslenzkum krónum jafnvirði 78 bandaríkjadollara, miðað við gengi á greiðsludegi. Eins og málið er lagt í dóm, verður við það að miða, að þessir 78 bandaríkjadollarar hafi farið til greiðslu á söluskatti og afgangurinn til aðaláfrýj- anda. Gagnáfrýjandi skuldar því enn 180 bandaríkjadollara. Samkvæmt gögnum máls og málflutningi nemur sölukostn- aður bókanna hér á landi 60 bandaríkjadollurum. Þessi fjár- hæð er í eðli sínu greiðsla frá kaupanda, vistföstum á Íslandi, 110 til aðilja, sem einnig eru vistfastir hér á landi, en afgangur- inn, 120 bandaríkjadollarar, eru í raun réttri greiðsla frá að- iljum, vistföstum á Íslandi, til aðilja, vistfastra erlendis, jafn- vel þótt hérlendur umsýsluaðili kæmi fram gagnvart gagn- áfrýjanda sem seljandi. Að málavöxtum athuguðum og sam- kvæmt grunnreglum 1. mgr. og 3. mgr. 1. gr. laga nr. 71/ 1966 ber því að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðal- áfrýjanda 60 bandaríkjadollara í íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík hinn 17. júlí 1967 og 120 bandaríkjadoll- ara í Íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík á greiðslu- degi. Með tilvísun til raka héraðsdóms ber að dæma gagn- áfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda 7% ársvexti af dæmd- um fjárhæðum frá 30. janúar 1969 til greiðsludags. Rétt er, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðs kr. 8.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Aðalsteinn Brynjólfsson, greiði aðal- áfrýjanda, The Richards Company Incorporated, 60 Þbandaríkjadollara í íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík hinn 17. júlí 1967 og 120 bandaríkjadollara í íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík á greiðsludegi ásamt 7% ársvöxtum frá 30. janúar 1969 til sreiðslu- dags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. apríl 1969. Mál þetta, sem dómtekið var, að afloknum munnlegum mál- flutningi, þann 24. marz s.l., er höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 30. janúar s.l., af The Richards Company Inc., 635 Madison Avenue, New York 22, New York, Bandaríkjum Norður-Ameríku, gegn Aðalsteini Brynjólfssyni, nú til heimilis að Nesvegi 55, en áður til heimilis að Grandavegi 4, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að 711 greiða sér U.S. $ 180.00 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan imánuð frá 1. október 1968 til greiðsludags og máls- kostnað að mati dómsins. Við munnlegan málflutning gerði stefn- andi þá varakröfu, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnu- fjárhæðina í íslenzkum krónum, miðað við gengi hennar gagnvart Bandaríkjadollara á gjalddaga hverrar afborgunar samkvæmt samningi á dskj. nr. 5. Stefndi hefur gert þá aðalkröfu, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, til vara, að umræddum kaupum verði rift, til þrautavara, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða þá upphæð í íslenzkum krónum, er samsvari hinni erlendu upp- hæð, á því gengi, er gilti, er kaupsamningur var gerður, og loks til þrauta-þrautavara, að hann verði einungis dæmdur til að greiða umsamið kaupverð, miðað við gengi það, er igilti, er um- samdar greiðslur áttu að fara fram. Við munnlegan málflutning gerði stefndi þá wiðbótarkröfu við þrautavarakröfu sína, að stefnda yrði gefinn kostur á, ef þrautavarakrafan yrði tekin til greina, að greiða stofnfjárhæð dómskuldarinnar með afborgunum, kr. 775.00 á (mánuði. Kröfu þessari mótmælti lögmaður stefnanda þegar sem of seint fram kominni. Í öllum tilvikum hefur stefndi krafizt málskostnaðar að skað- lausu að ímati dómsins, hvernig svo sem málið fari. Mál þetta var upphaflega höfðað sem áskorunarmál, en er nú rekið í samræmi við 9. gr. laga nr. 49 frá 1. maí 1968. Stefndi hafði gert kröfu um frávísun málsins, en féll frá þeirri kröfu í þinghaldi þann 13 marz s.l. Stefndi hafði krafið stefnanda um framlagningu málskostnaðar- tryggingar, og hefur hún verið lögð fram með samkomulagi aðilja. Sættir hafa verið reyndar í málinu án árangurs. 1. Málavöxtum lýsir stefnandi svo, að hinn 17. júlí 1967 hafi stefndi gert kaupsamning við stefnanda um kaup á tveim bóka- flokkum: „The Book of Art“ í 10 bindum og „The basic home library“, einnig í 10 bindum. Umboðssali stefnanda hér á landi, Handbækur h/f, hafi annazt samningsgerðina fyrir hönd stefn- anda. Með samningnuím hafi stefndi skuldbundið sig til að greiða kaupverðið, U.S. $ 240.00, auk söluskatts, U.S. $ 18.00, til Hand- bóka h/f, sem þá hafi einnig annazt fyrir stefnanda innheimtur á öllum samningsfjárhæðum og greiðslur á söluskattinum til bæj- 112 arfógetaembættisins í Kópavogi, en þar hafi heimilisfang Hand- bóka h/f verið. Samkvæmt kaupsamningnum hafi stefnda borið að greiða við undirritun samningsins U.S. $ 24.00, en eftirstöðvarnar, U.S. $ 234.00, með jöfnum mánaðarlegum afborgunum, hverri að fjárhæð U.S. $ 18.00, þar til upphæðin væri að fullu greidd. Gjalddagi fyrstu afborgunarinnar skyldi vera 1. október 1967, en hinn síð- asti 1. október 1968. Stefnandi segir í greinargerð sinni, að við fyrri hliðstæðar samningsgerðir stefnanda hér á landi hafi sá háttur verið hafður á, að kaupendur hafi gefið út eiginvíxla fyrir andvirði hins selda, en greiðsluviðtakandi á þeim hafi verið skráður stefnandi þessa máls. Víxlar þessir hafi verið sendir hérlendum bönkum til innheimtu, sem síðan hafi lagt andvirði þeirra inn á hlaupa- reikning stefnanda í útibúi Landsbanka Íslands, Laugavegi 77, Reykjavík. Þessi innheimtuaðferð hafi hins vegar eigi gefizt wel, þar eð skilagreinar hafi borizt seint frá ýmsum bönkum og einnig hafi ýmsir kaupendur reynzt tregir til að gangast undir víxil- skuldbindingar í sambandi við kaupin. Á miðju ári 1967 hafi því sá háttur verið tekinn upp að fella niður innheimtu með víxlum, en ákveðið að haga innheimtu afborgana þannig, að mánaðarlega fengi kaupandi senda tilkynn- ingu um gjalddaga ásamt póstávísunarformi, svo sem hér um- ræddur kaupsamningur beri með sér, dskj. nr. 5. Þessi inn- heimtuaðferð hafi heldur ekki gefizt vel, þar sem allmikil brögð hafi verið að því, að greiðslur bærust ekki á réttum tíma. Sá háttur hafi verið hafður á, að félli ein mánaðargreiðsla niður hafi næsta póstávísunareyðublað verið útfyllt af Handbókum h/f með tvöfaldri fjárhæð. Hafi þó oft komið fyrir, að vanskila- greiðslan hafi borizt, eftir að seinna eyðublaðið hafði verið sent út, og hafi þetta valdið allmiklum ruglingi og misskilningi hjá kaupendum. Ýmsir kaupendur hafi einnig tekið að greiða afborg- anir sínar á sjálfri skrifstofu Handbóka h/f, án þess að þeir notuðu póstávísunareyðublöðin, einkanlega þeir, sem hafi viljað greiða fleiri en eina afborgun í einu. Af þessum sökum m. a. hafi verið gripið til þess ráðs að óska eftir því, að Innheimtuskrif- stofan Tjarnargötu 10, Reykjavík, annaðist innheimtuna. II. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að stefndi hafi gert við stefnanda samning hinn 17. júlí 1967 um kaup á áðurnefndum 713 bókum og með honum hafi stefndi skuldbundið sig til að greiða stefnanda fyrir þær samtals U.S. $ 258.00. Við undirritun samn- ingsins hafi stefndi greitt U.S. $ 24.00 og síðar U. S. $54.00. Meira hafi stefndi hins vegar ekki fengizt til þess að greiða þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir og nemi skuld stefnda við stefnanda því stefnufjárhæðinni. Stefnandi byggði málatilbúnað sinn í upphafi á wiðskiptareikn- ingi, sem lagður hefur verið fram í málinu. Hann ber með sér, að við undirritun samningsins hafi verið greiddir U.S. $ 24.00 og síðan þrjár afborganir, U.S. $ 18.00 hver. Verða nú kröfur stefnda teknar til athugunar hver fyrir sig. 1. Aðalkrafa. Stefndi rökstyður sýknukröfu sína með tilvísun til 45. gr. laga nr. 85 frá 1936, lokamálsgrein. Hann hafi aldrei orðið samnings- bundinn gagnvart stefnanda þessa máls um greiðslur vegna and- virðis umræddra bóka. Slíkan samning hafi hann hins vegar gert við innlendan aðilja, Handbækur h/f, sem hafi áskilið sér eignar- réttarfyrirvara í hinu selda, þar til það væri að fullu greitt. Við munnlegan málflutning sagði lögmaður stefnda, að samningurinn sjálfur bæri þetta með sér, þar sem í honum segi m. a.! „Ég samþykki að greiða Handbókum h.f. fyrir ofantalið um- samið kaupverð ...“. Í samningnum sjálfum segi enn fremur, að keyptar bækur teljist eign Handbóka h/f, þar til þær hafi verið að fullu greiddar. Hvergi í samningnum sé um það talað, að Handbækur h/f geri hann f. h. stefnanda. Yfirskrift stefnanda og heimilisfang efst á samningnum skipti ekki máli í þessu sambandi, enda megi líta á áritunina sem eins konar vörumerki. Eignarréttarfyrirvari Í samn- ingnum werði ekki skilinn öðruvísi en Handbækur h/f hafi verið eigandi bókanna. Verði samkvæmt þessu að líta á Handbækur h/f sem sjálfstæðan samningsaðilja gagnvart stefnda. Mótmælir stefndi því, að samningur stefnanda og Handbóka h/f á dskj. nr. 8 eigi við hér umrædd viðskipti sérstaklega. Stefnandi heldur því fram, að eigandi hér umrædds samnings og kröfuhafi í málinu sé tvímælalaust The Richards Company Inc. Samningurinn sé gerður af Handbókum h/f aðeins í umboði stefn- anda og beri þar að hafa í huga samninginn á dskj. nr. 8, þar sem skýrt sé tekið fram í 2. gr. hans, að Handbækur h/f séu sjálf- stæður umboðsaðili, sem greitt sé eingöngu með wumboðslaunum. Þar sé einnig skýrt tekið fram, að Handbækur h/f ábyrgist, að 714 það sé löglega stofnað hlutafélag samkvæmt íslenzkum lögum og hafi undir höndum öll þau leyfi og skilríki, sem lögin krefjist. Við imunnlegan málflutning upplýsti lögmaður stefnanda, að eftirgrennslan hefði leitt í ljós, að Handbækur h/f hefðu engin slík leyfi haft. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að þrátt fyrir orðalag samningsins á dskj. nr. 5 hafi aldrei farið á milli mála, að samn- ingurinn hafi verið gerður af Handbókum h/f í umboði stefn- anda, enda sé nafn hans skráð stórum stöfum efst á samnings- eyðublaðinu. Þá er því haldið fram, að ákvæðið í samningnum um, að bækurnar skyldu teljast eign Handbóka h/f, unz þær væru að fullu greiddar, hafi einungis verið sett til hagræðis fyrir að- iljana. Samningur stefnanda og Handbóka h/f á dskj. nr. 8 taki af allan vafa í þessu efni, en í 4. gr. þess samnings segi, að Hand- bækur h/f samþykki og viðurkenni, að eignarréttur allra vara The Richards Company Inc., sem fluttar séu til Íslands, skuli vera í höndum The Richards Company Inc. og flytjist til kaup- enda, er þeir hafi greitt reikninga sína að fullu. Í 2. mgr. sömu greinar samningsins segir svo orðrétt: „Viðurkenni Handbækur, að enda þótt slíkuir varningur sé stílaður á reikning þeirra (og/eða Einars Sveinssonar framkvæmdastjóra), skuli Handbækur ekki eiga neinn eignarrétt á eða tilkall til slíks warnings og að slík aðferð við sendingar og stílun er viðhöfð eingöngu til þæginda fyrir alla einstaklinga, félög og ríkisyfirvöld, sem þátt eiga í viðskiptum þeim, er lýst er í samningi þessum““. 2. Varakrafa Varakröfu sína styður stefndi þeim rökum, að ef svo verði litið á, að samningur hafi komizt á milli stefnanda og stefnda varð- andi umrædd kaup, þá áskilji hann sér rétt til þess að skila aftur umræddum bókum gegn greiðslu þess, er hann hafi þegar innt af hendi. Í umræddum kaupsamningi hafi seljandi skuldbundið sig til, að innheimtu á afborgunum yrði Þannig háttað, að mán- aðarlega fengi kaupandi senda tilkynningu um gjalddaga ásamt póstávísunarformi. Þessa skuldbindingu hafi seljandi svo ger- samlega vanrækt, að stefnda hafi ekki verið gert kleift að standa réttilega í skilum. Seljanda hafi hins vegar mátt vera ljóst, að það væri veruleg forsenda hjá stefnda, að kaupverð hins selda væri greitt reglulega, af ástæðum, sem augljóslega kæmu fram í stefnu, Telur stefndi, að skuldbinding hans hafi svo stórlega 115 aukizt vegna vanefnda og viðtökudráttar seljanda, að forsendur séu brostnar fyrir oftnefndum skuldbindingum. Í munnlegum málflutningi vísaði lögmaður stefnda til fram- burðar stefnda sjálfs fyrir rétti um það, að hann hefði gert ítrekaðar tilraunir til að greiða skuld sína með afborgunum, en enginn hafi verið við af hálfu þess, sem hann telur sig hafa gert samning við, til að taka við greiðslu. Sömuleiðis vísaði lögmað- urinn til framburðar stefnda sjálfs um það, hve margar greiðslu- tilkynningar hann hafði fengið, og mótmælti sem ósönnuðu, að uimbjóðandi hans hefði komið á Innheimtuskrifstofuna í Tjarnar- götu 10 hinn 19. febrúar 1968. Af hálfu stefnanda er því mótmælt, að um nokkrar vanefndir eða viðtökudrátt hafi verið að ræða, sem stefnandi beri ábyrgð á. Og þó svo yrði litið á, að um viðtökudrátt væri að ræða, þá var því mótmælt við munnlegan málflutning af hálfu stefnanda, að viðtökudráttur gæti leitt til riftunar. Þessu til stuðnings sagði stefnandi, að hinn 26. janúar 1968 hefði stefnandi ritað öllum við- skiptavinum sínum, og þar á meðal stefnda, bréf, þar sem Þeim hafi verið tilkynnt, að frá og með þeim degi annaðist Innheimtu- skrifstofan Tjarnargötu 10, Reykjavík, innheimtu fyrir The Ric- hards Company Inc. og beri að senda Innheimtuskrifstofunni greiðslur. Viðbrögð stefnda við þessu bréfi hafi verið þau, að hann hafi komið í Innheimtuskrifstofuna hinn 19. febrúar 1968 og sýnt póstkvittun fyrir greiðslu í nóvember 1987, sem eigi hafði komið fram á reikningsyfirlitinu. Hinn 10. maí 1968 hafi stefndi svo komið enn á skrifstofu hins nýja innheimtuaðilja, svo sem áður greini. Hin mánaðarlega tilkynning um gjalddaga, sem getið sé um í samningnum, hafi í rauninni aðeins verið fólgin í sendingu áður- nefndra póstávísunareyðublaða. Þar sem sending slíkra eyðublaða hafi fallið niður með sendingu bréfsins, dags. 28. janúar 1968, og þar sem í samningnum hafi verið samið um jafnar mánaðarlegar greiðslur, sem hæfust ákveðinn dag, hafi úr þessu þótt nægilegt að tilkynna kaupendum aðeins um breyttan greiðslustað. 3. Þrautavarakrafa. Þessa kröfu rökstyður stefndi með því, að umræddur kaupsamn- ingur hafi verið gerður hér á landi milli tveggja íslenzkra aðilja og sé því andstæður t. d. 1. gr. laga nr. 71 frá 1966, sbr. og 7. gr. laga nr. 30 frá 1960 og tilheyrandi reglugerð, sbr. lög nr. 92 frá 1965 o. fl. 716 Til frekari rökstuðnings segir stefndi í greinargerð, að um- rædd skuld hafi orðið til hér á landi milli íslenzkra aðilja, að minnsta kosti hafi hinn innlendi seljandi aldrei upplýst, að hann væri að skuldbinda stefnda gagnvart erlendum aðilja, er hefði tilskilin leyfi, né hafi þess sérstaklega verið getið í margræddum kaupsamningi, að kaupverðið væri tryggt miðað við gengi. Sé stefnandi álitinn réttur aðili að stefnuktöfunni, hafi hann ekki sýnt fram á, að hann hafi tilskilin leyfi eða vottorð til að krefjast fjárskuldbindinga miðað við gengi, né hafi hann söluleyfi með svo löngum gjaldfresti. Af hálfu stefnanda er því í fyrsta lagi haldið fram, að ef um- ræddur kaupsamningur sé talinn gerður milli stefnanda og stefnda í þessu máli, þá sé hann í fullu samræmi við heimildarákvæði 3. mgr. 1. gr. laga nr. 71 frá 1966. Samkvæmt því beri stefnda að greiða stefnukröfuna á því gengi dollara gagnvart íslenzkri krónu, sem sé í gildi á greiðsludegi. Ef hins vegar samt sem áður yrði talið, að umræddur kaup- samningur hafi verið gerður milli tveggja íslenzkra aðilja, þ. e. a. s. Handbóka h/f og stefnda, þá falli samningurinn eigi að síður undir heimildarákvæði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 71 frá 1966, þar sem líta verði svo á, að Handbækur h/f hafi verið að endurlána erlent lánsfé, sem kaupanda beri að endurgreiða á því gengi, sem í gildi sé, þegar endurgreiðslan fari fram. Enn fremur sé ljóst, að hér sé um erlent lánsfé að ræða, þar sem engin greiðsla hafi verið innt af hendi af hálfu Handbóka h/f, er bókasending sú, sem um geti á dskj. nr. 11, hafi borizt til landsins, enda sé það í fullu samræmi við áðurnefnda 4. gr. samnings stefnanda og Handbóka h/f á dskj. nr. 5. Jafnframt sé á innflutningsskjali áritun Seðlabanka Íslands um gjaldfrest á greiðslu sendingarinnar til 15. marz 1967. Bækur þær, sem stefndi hafi keypt, muni ein- mitt hafa verið úr þessari sendingu. Við imunnlegan málflutning mótmælti lögmaður stefnda því sérstaklega, að nokkuð það væri komið fram í málinu, sem benti til þess, að hér væri um endurlán á erlendu fé að ræða, og þess vegna ætti umrædd lagagrein ekki við. 4. Þrauta-þrautavarakrafa. Stefndi kveður kröfu þessa vera alfarið byggða á viðtökudrætti þeim og vanefndum, sem getið sé í varakröfunni. Af hálfu stefnanda hefur þessari kröfu verið mótmælt með sama rökstuðningi og gagnvart varakröfu stefnda, en við munn- 717 legan málflutning gat lögmaður stefnanda þess sérstaklega, að stefnda hefði verið í lófa lagið að losna undan greiðsluskuldbind- ingu sinni (með því að deponera hverri afborgun. Varakrafa stefnanda, sem fram kom í munnlegum málflutn- ingi, er ekki sérstaklega rökstudd og aukakrafa stefnda, sem kom fram í munnlegum málflutningi, ekki heldur. Þeirri kröfu var mótmælt sem of seint fram kominni. Verður á það fallizt með stefnanda og afstaða því ekki tekin til hennar að öðru leyti. Stefndi í máli þessu hefur komið fyrir dóm og gefið skýrslu. Stefndi sagði m. a., að ekkert hefði verið rætt um gengi eða hver áhrif skuldbinding í dollurum gæti haft, þegar af þeirri ástæðu, að aðeins hafi verið talað um íslenzkar krónur. Stefnda voru sýnd í réttinum dskj. nr. 20 og 21, sem eru tilkynningar um afborgun vegna bókakaupa með viðfestu póst- ávísunarformi. Stefndi kannaðist við að hafa fengið þessar til- kynningar og hafi hann borgað samkvæmt þeim. Er engin til- kynning hafi komið, er næsta afborgun skyldi fram fara sam- kvæmt samningnum, sagðist stefndi hafa haft samband við Hand- bækur h/f og spurt, hvernig á þessu stæði. Honum hafi þá verið sagt að bíða rólegum, þar til tilkynning bærist. Engin tilkynning hafi komið fyrr en sú, er greiðsla í maí var innt af hendi sam- kvæmt, en sú tilkynning hafi ekki verið í sama fommi og áður- nefndar tvær. Aðrar tilkynningar sagðist stefndi ekki hafa fengið og því ekki greitt meir og ekki tekizt að ná sambandi við Hand- bækur h/f, sem hann hafi þó reynt, þar sem honum hafi fundizt þetta eitthvað skrýtið. Þá sagði stefndi, að 'greiðsluna í maí hafi hann talið vera greiðslu fyrir afborgun desembermánaðar. Sagði stefndi, að hann hefði ekki hugsað út í það sérstaklega, að þessi afborgun væri hærri heldur en hinar fyrri, en eftir á hafi hann farið að hugsa um þetta og látið sér þá detta í hug, að mismunur- inn væri innheimtukostnaður eða vextir eða eitthvað svoleiðis. Stefndi sagði enn fremur í réttinum, að eftir að hann hafi greitt áðurnefnda maígreiðslu, hafi hann reynt að ná sambandi við Handbækur, en án árangurs, svo sem áður greinir. Það hafi hann gert með því að hringja í númer það, sem upp sé gefið á kaupsamningnum, en enginn hafi svarað. Sagði stefndi, að hann hafi hringt oft og stundum dag eftir dag án árangurs. Einu sinni hafi hann farið niður í Tjarnargötu á heimilisfang Handbóka h/f, en þar hafi enginn verið og svo hafi virzt, að Handbækur h/f hefðu ekki lengur haft þar aðsetur. Eftir þetta hafi hann ekki gert frekar til þess að reyna að borga. Næst hafi það gerzt, að 718 komið hafi tilkynning um það, að Bjarni Beinteinsson væri tekinn við innheimtu, og síðan hafi stefna verið birt honum. Sagði stefndi, að hann hefði ekki fengið sérstakt innheimtubréf frá Bjarna Beinteinssyni, áður en honuim war birt áskorunarstefna. Stefnda war sýnt í réttinum dskj. nr. 7, sem er afrit af bréfi, dags. 26. janúar 1968, og áður er minnzt á. Stefndi sagðist ekki kannast við það skjal og sagðist ekki kannast við að hafa fengið slíka tilkynningu. Af tilefni frá lögmanni stefnanda sagðist stefndi ekki muna eftir því, að hann hefði komið á Innheimtuskrifstofuna í Tjarnar- götu þann 19. febrúar 1968. Þá gat stefndi þess, að hann hafi flutt af Grandavegi á Nesveg um mánaðamótin mai—júní 1968. Ítrekað aðspurður sagði stefndi í réttinum, að hann hefði eftir maí aðeins reynt að ná sambandi við Handbækur h/f, en ekki Innheimtuskrifstofuna. Vitnið Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Handbóka h/f á hér umræðduim tíma, hefur komið fyrir dóm. Vitnið sagði m. a., að bækur þær, sem stefndi í þessu máli hefði keypt, hafi verið til á lager hér á landi. Vitnið sagði, að bæk- urnar hefðu werið í eigu stefnanda, en Handbækur hafi ekki keypt þær. Vitnið sagði, að þegar greiðsluform hafi verið með þeim hætti, að kaupandi kæmi og borgaði á skrifstofu Handbóka h/f, hafi þeir íslenzku peningar, sem þannig hafi komið inn, verið lagðir inn á reikning stefnanda í þessu máli í banka. Vitnið sagðist ekki muna eftir viðskiptum við stefnda í þessu máli sér- staklega og ekki geta sagt um, hvernig hann hafi greitt, en al- mennt hafi það verið þannig, að eftir samningsgerð hafi samn- ingarnir verið sendir til stefnanda í New York, en fyrsta greiðsla samkvæmt þeim lögð inn á bankareikning stefnanda. Vitnið sagði, að þrátt fyrir orðalag í samningnum á dsk. nr. 5 hafi bækurnar raunverulega ekki verið eign Handbóka h/f, því að samkvæmt samningi Handbóka h/f og stefnanda hafi stefn- andi áskilið sér eignarréttarfyrirvara í þeim, en vitnið tók fram, að með heimild þess ákvæðis samningsins (dskj. nr. 5) hafi Hand- bækur h/f tekið bækur af kaupanda. Vitnið sagði, að allt, sem Handbækur h/f hefðu selt hér á landi, hefðu þeir selt f. h. stefnanda. Þá sagði vitnið: „Okkar hlutverk var að selja bækur, og reyndum þá auðvitað að draga athyglina frá heildarkaupverðinu. Þess vegna ím. a. var kaupanda ekki sagt, hvert kaupverðið væri í íslenzkum krónum miðað við mánaðar- 119 legar afborganir, en hins vegar sagt, hver mánaðarafborgun væri í dollurum“. Upplýst hefur verið af hálfu lögmanna, að eigi hafi verið unnt að láta sölumann þann, sem seldi stefnda hér umræddar bækur, koma fyrir rétt, þar sem hann væri ekki hér á landi. III. Þrátt fyrir orðalag framlagðs kaupsamnings, dskj. nr. 5, en með hliðsjón af 3. gr. samnings Richards Company Inc. og Hand- bóka h/f, dskj. nr. 8, og skiptum þeirra yfirleitt, eins og lýst hefur verið, verður að telja, að umræddar bækur hafi hið síðar- nefnda fyrirtæki selt í umboði hins fyrrnefnda og stefnandi sé því réttur aðili þessa máls að réttarfarslögum. Á umræddan kaupsamning er skráð svofellt ákvæði: „Innheimtun á afborgunum verður þannig háttað, að mánaðar- lega fær kaupandi senda tilkynningu um gjalddaga, ásamt póst- ávísunarformi. Er hægt að greiða afborgun af bókunum á hvaða pósthúsi sem er“. Óumdeilt er, að stefndi hafi tvisvar fengið tilkynningu sam- kvæmt þessu, en ósannað er, að hann hafi fengið fleiri. Viður- kennt er, að stefndi hafi fengið eina annars konar tilkynningu síðar, en ósannað er gegn framburði stefnda fyrir dómi, að hann hafi fengið bréf frá stefnanda, dags. 26. janúar 1968, eða hann hafi komið á Innheimtuskrifstofuna í Tjarnargötu 10 þann 19. febrúar 1968. Leggja verður til grundvallar þá skýrslu stefnda fyrir dómi, að hann hafi ítrekað reynt að efna samninginn, en ekki getað vegna atvika, sem stefnandi ber ábyrgð á, enda ekkert fram komið í málinu um hið gagnstæða. Samkvæmt þessu verður fallizt á að það með stefnda, að um viðtökudrátt sé að ræða af hálfu stefnanda. Hins vegar verður eigi talið, að um vanefndir sé að ræða af hálfu stefnanda, er heimili stefnda riftun samningsins, og ekki heldur, að með wiðtökudrætti stefnanda séu brostnar forsendur fyrir skuldbindingu stefnda, enda var honum sú leið opin að deponera greiðslum sínum. Viðtökudráttur stefnanda orkar hins vegar á ákvörðun vaxta og Ímálskostnaðar í ímáli þessu. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 71 frá 1966 hljóðar svo: „Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga þó ekki við þær lögmætu fjárskuldbindingar, sem 720 innlendir aðilar taka á sig gagnvart aðilum búsettum erlendis“. Hugtakið „aðilar búsettir erlendis“ í efnisskilningi verður að skýra hér með hliðsjón af tilgangi laganna og eðli máls. Í beztu samræmi við þau sjónarmið og öryggi viðskiptalífsins virðist verða að telja ákvæðið eiga við þá erlendu aðilja eina, sem ekki hafa hér á landi ísöluaðilja, sem þarf lögum samkvæmt leyfi Ís- lenzkra yfirvalda til umsvifa sinna og starfar að öðru leyti á sama grundvelli og með sömu skilyrðum og sams konar innlend fyrirtæki. Samkvæmt þessu var gengistrygging á skuldbindingu stefnda ólögmæt, og engin önnur ákvæði áðurnefndra laga heim- ila hana, enda ekkert fram komið í málinu, sem styður þá full- yrðingu stefnanda, að hér hafi verið um heimilt endurlán erlends lánsfjár að ræða. Stefnandi hefur gert þá varakröfu, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnufjárhæðina í íslenzkum krónum, miðað við gengi Íslenzku krónunnar gagnvart bandaríkjadollara á gjald- daga hverrar afborgunar. Af ofannefndri niðurstöðu leiðir, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda íslenzkar krónur samsvarandi U.S. $ 180.00 á því sölugengi, sem var á íslenzku krónunni gagnvart bandaríkjadollara á undirritunarðegi um- rædds samnings, þ. e. 17. júlí 1967. Á þeim tíma jafngiltu ís- lenzkar krónur 43.06 einum bandaríkjadollar, og verður því stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 7.750.80 (43.06 > 180.00). Með tilliti til þess, að stefndi fékk ekki af hálfu stefnanda að- vörunarbréf, áður en honum var birt stefna, og að öðru leyti vegna viðtökudráttar stefnanda verður krafa stefnanda um vexti, sem ákveðast 7% ársvextir, ekki tekin til greina frá fyrri tíma en birtingu áskorunarstefnu, þ. e. frá 30. janúar 1969, til greiðslu- dags. Þrátt fyrir viðtökudrátt stefnanda, en með hliðsjón af mála- vöxtum öllum, þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Björn Þ. Guðmundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Aðalsteinn Brynjólfsson, greiði stefnanda, The Richard Company Inc., kr. 7.750.80 með 7% ársvöxtum frá 30. janúar 1969 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. 721 Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 23. mai 1969. Nr. 36/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Björn Hermannsson hrl.) segn Kristjáni G. Jóhannssyni (Sveinn H. Valdimarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kaupgjaldsmál. Vinnusamningur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. febrúar 1969, krefst sýknu og málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Hinn 4. nóvember 1966 undirrituðu Vélstjórafélag Íslands og Starfsmannahald varnarliðsins samkomulag um greiðslur til vélstjóra í rafstöð varnarliðsins fyrir „sérstaka fridaga“. Upphafsákvæði samkomulags þessa er svohljóðandi: „Sam- kvæmt gagnkvæmu samkomulagi við vinnuveitanda vinna vélstjórar varnarliðsins fjórar tólf stunda vaktir á viku hverri; hver vakt telst sem 11 dagvinnustundir og ein stund næturvinnu; auk þess greiðist 1 klst. fyrir hverja vakt á eftirvinnukaupi sem þóknun fyrir að vinna án sérstakra kaffitima eða matarhléa“. Samkomulag þetta skyldi vera „uppsegjanlegt af hvorum aðilja fyrir sig með 30 daga fyrir- vara, er skal tilkynnast skriflega til gagnaðilja“. Eigi verður séð, að samkomulagi þessu hafi verið sagt upp, fyrr en hætt var að greiða umrædda þóknun. Að svo vöxnu máli ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. 46 722 Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 9.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Kristjáni G. Jóhannssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 9.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. desember 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 29. f. m., hefur Kristján Jóhannsson, Sæviðarsundi 42, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, birtri 7. maí 1968, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu á kr. 25.292.27 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður alger- lega af kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Stefnandi er og hefur verið í mörg undanfarin ár vélstjóri hjá varnarliðinu við rafstöð Keflavíkurflugvallar. Allar götur frá árinu 1954 eða 1955 hafa slíkir vélstjórar fengið greiddan einn tíma í eftirvinnu á hverjum vinnudegi fyrir þá kaffitíma, sem þeir geta ekki tekið sér á vaktavinnu sinni við varðstöðu og eftirlit með vélum rafstöðvarinnar. Kaupuppbót þessi hefur aldrei verið samningsbundin, hvorki í sérstökum ráðningarsamninguim þeirra né í heildarsamningum vélstjóra, heldur mun hafa gilt um þetta nánast þegjandi samkomulag. Vélstjórar varnarliðsins munu vera einu íslenzku 'vélstjórarnir, sem notið hafa slíkrar kaupuppbótar. Fyrstu vélstjórarnir, sem ráðust í störf þessi, voru aðeins á persónulegum ráðningarsamn- ingum, en féllu ekki undir neina heildarsamninga íslenzkra vél- stjóra. Árið 1959 var því komið á, að vélstjórar þessir skyldu í einu og öllu fylgja kjörum vélstjóra við Toppstöðina við Elliðaár, og telur stefnandi það gilda í raun enn þann dag í dag. Þótt vél- stjórar toppstöðvarinnar nytu ekki ofangreindrar kaupuppbótar, 123 var hún þó látin haldast gagnvart vélstjórum við rafstöð varnar- liðsins. Árið 1963 tók gildi um laun vélstjóra þessara úrskurður Kjara- dóms uim laun opinberra starfsmanna (Reykjavíkurborgar), og enn héldu vélstjórarnir kaupuppbótinni, jafnvel þótt hennar væri hvergi getið í nefndum úrskurði Kjaradóms. Heildarsamningur Vélstjórafélags Íslands við Landsvirkjun tók síðan gildi 1. október 1966, og enn í þeim samningi er í engu getið þessarrar sérstöku kaupuppbótar hér umræddra vélstjóra, en í báðum síðastnefndu samningunum er ákvæði þess efnis, að „þeir, sem vinna á reglu- bundnum vinnuvöktum, skulu ekki fá sérstaklega ímatar- eða kaffitíma“, og kveður stefnandi það ákvæði aðeins vera staðfest- ingu á því, sem ávallt hafi gilt um „vakfigangandi vélstjóra. Í júní 1967 byrjaði varnarliðið að greiða vélstjórum þessum, þar á meðal stefnanda, kaup samkvæmt fyrrnefndum samningi Landsvirkjunar. Brá þá svo við, að ekki aðeins var margnefnd kaupuppbót felld niður fyrirvaralaust, heldur var og dregið af kaupi þeirra það, sem henni nam frá 1. október 1966 til júnímán- aðar 1967, og er það þessi kaupfrádráttur, sem stefnandi krefur endurgreiðslu á í ímáli þessu. Stefnandi undirritar stefnukröfuna þannig, að hann telur sig hafa verið hýrudreginn um 143.6 klst. á kr. 176.13 pr. klst. Stefnandi hefur komið fyrir réttinn og gefið skýrslu á þann veg sem imálavöxtum hefur verið lýst hér að framan. Jafnframt skýrði hann þá svo frá, að vorið 1967, eftir að Landsvirkjunar- samningarnir tóku gildi, hafi hann átt viðræður við Guðna Jóns- son, vinnumálafulltrúa varnarliðsins, og enn fremur Hallgrím Dalberg, starfsmann félagsmálaráðuneytisins, um túlkun á Landsvirkjunarsamningunum. Hafi báðir þessir menn leitað eftir því við sig, hvern skilning þeir vélstjórarnir legðu í Landsvirkj- unarsamninginn, en stefnandi kom fram á þessum fundum sem trúnaðarmaður Vélstjórafélags Íslands. Hann kvað það ekki hafa komið fram á þessum fundum með þeim Hallgrími Dalberg og Guðna Jónssyni, að þeir vildu fella niður greiðslur til vélstjór- anna fyrir kaffitímann. Hins vegar sagði stefnandi, að allt frá árinu 1963 hefði því verið hótað að fella niður greiðslur þessar fyrir katfitímana. Aftur á móti hafi aldrei verið tekið fram, hvenær það ímundi gert og ekki sérstaklega, að það mundi verða gert, þegar Landsvirkjunarsamningarnir tækju gildi. Stefnandi bar, að þegar felld hafði verið niður greiðsla fyrir kaffitímana, hafi það verið gert með þeim hætti, að vélstjórarnir fengu greitt 724 kaup samkvæmt 17. launaflokki frá 1. janúar 1966 til 30. septem- ber s. á. Áður hafði þeim verið greitt kaup fyrir þetta tímabil sam- kvæmt 16. launaflokki. Hafi þetta því leitt til þess, að þeir hafi ekki þurft að endurgreiða varnarliðinu fé, þótt greiðsla fyrir kaffitímana væri felld niður aftur til 1. október 1966. Stefnandi bar, að kaupleiðrétting þessi frá 1. janúar 1966 hafi verið í sam- ræmi við gerða félagssamninga. Vitnið Þráinn Sigtryggsson vélstjóri, starfsbróðir stefnanda, hefur komið fyrir réttinn og borið, að greiðslan fyrir kaffitímana hafi verið felld niður fyrirvaralaust. Hafi þeir vélstjórarnir fyrst tekið eftir þessu á launaseðli, sem þeir hafi fengið 17. júní 1967, en ekki haft hugmynd um þetta fyrr. Vitnið Guðni Jónsson, settur forstöðumaður starfsmannahalds varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, hefur komið fyrir réttinn og borið, að greiðslan fyrir kaffitímana til vélstjóranna hafi verið felld niður án fyrirvara. Hafi það gerzt með þeim hætti, að fyrirmæli hafi komið um það frá kaupskrárnefnd, að Landsvirkj- unarsamningarnir skyldu taka gildi fyrir vélstjóra þessa, að því er vitnið minnti frá 1. október 1966. Samkvæmt Landsvirkjunar- samningunum hafi vélstjórar á vaktavinnu ekki átt að fá kaffi- tímana. Þegar Landsvirkjunarsamningarnir tóku gildi, segir vitnið, að vélstjórarnir hafi fengið einhverja kaupleiðréttingu, sem hafi leitt til þess, að vélstjórarnir hafi ekki þurft að greiða fé úr eigin vasa, þótt kaffitímarnir yrðu felldir niður aftur í tímann, til þess er Landsvirkjunarsamningarnir tóku gildi. Þvert á móti hafi flestir vélstjórarnir fengið eitthvað greitt í peningum og hafi sá mismunur verið mismunandi mikill fyrir hvern starfs- mann. Hafi launabreyting þessi stafað bæði af því, að vélstjórar hjá Reykjavíkurborg hafi verið hækkaðir, að því er vitnið minnti, um einn launaflokk, úr 16. í 17. launaflokk. Taldi vitnið, að það hafi verið fyrir tímabilið frá 1. janúar 1966 til 30. september s. á. Enn fremur hafi launabreytingin til vélstjóranna stafað af því, að frá 1. október 1966 hafi þeir komizt undir kjarasamninga við Landsvirkjun. Vitnið bar, að það hefði, einhvern tíma áður en Landsvirkjun- arsamningarnir tóku gildi, verið búið að benda lögfræðingum vélstjórafélagsins á það í bréfi fyrir milligöngu varnarmála- nefndar, að vélstjórar þeir, sem ynnu á vaktavinnu, hafi ekki rétt til sérstakra kaffitíma samkvæmt samningum. Hins vegar hafi hér verið um að ræða „arf“ frá eldri tíma, allt frá þeim tíma, 125 þegar vélstjórarnir voru upphaflega á kjörum Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að svo löng hefð hafi verið komin á aukagreiðslu þá, sem fjallað er um í máli þessu, að hann hafi með fullum rétti getað talið hana sérstakan, óskrif- aðan hluta af ráðningarsamningi sínum, sem að minnsta kosti yrði ekki sagt upp með afturverkandi áhrifum. Þessu til stuðn- ings witnar stefnandi til ítarlegrar skýrslu, sem hann kveður stafa frá vinnumálafulltrúa varnarliðsins frá árinu 1965, þar sem fjallað er um kröfur rafveitustarfsmanna um aukinn ferðastyrk og hér umrædda kaupuppbót. Í Þeirri skýrslu kemur fram sú skoðun, „að varnarliðið kunni að breyta, lækka eða fella alveg niður ofangreinda styrki með viðeigandi fyrirvara“. Það megi því um það deila annars vegar, hvort og með hvaða fyrirvara varnar- liðið hefði getað hætt greiðslu á þessari kaupuppbót, en hins vegar telur stefnandi ótvírætt samkvæmt anda og öllum meginreglum íslenzkra laga, að heimildarlaust hafi verið með öllu að draga hina útborguðu kaupuppbót af síðar gjaldföllnu kaupi. Þá bendir stefnandi á það, að hann og starfsfélagar hans muni vera eini starfshópurinn á Keflavíkurflugvelli hjá varnarliðinu, sem þessi kaupuppbót hafi verið dregin af, hafi hún verið fyrir hendi á annað borð. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að síðari hluta árs 1966 hafi tekið gildi nýr kjarasamningur milli Vélstjórafélags Íslands og Landsvirkjunar. Stefnandi sé einn af starfsmönnum í raf- magnsstöð flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Undanfarin ár hafi þessum starfsmönnum verið greidd laun samkvæmt ákvæð- um launa- og kjarasamninga Reykjavíkurborgar þar til í júní- mánuði 1967, er laun þeirra breyttust til samræmis við ákvæði áðurnefnds kjarasamnings við Landsvirkjun, sem gilti frá 1. október 1966. Eftir þann tíma skyldu laun velstjóranna miðast við 17. launaflokk ríkisstarfsmanna. Enn fremur vekur stefndi athygli á eftirfarandi umsögn varn- arliðsins í bréfi, sem fjallar um ágreiningsefni þetta og lagt hefur verið fram Í málinu: „Í þessu sambandi wiljum vér leggja áherzlu á, að þegar algerlega nýr samningur um laun gekk í gildi í apríl- mánuði 1967, er fól í sér breytingar, sem virkuðu aftur fyrir sig frá 1. október1966 að telja, reyndist nauðsynlegt að endurskoða öll laun og önnur kjör. Afleiðing þessa varð sú, að ekki reyndist unnt að halda þeim launum og kjörum, sem gert var ráð fyrir 126 samkvæmt fyrri samningi, nema því aðeins að ráð væri einnig fyrir þeim gert í nýja samningnum. Samkvæmt fyrri kjarasamn- ingi höfðu starfsmenn fengið greitt kaup fyrir eina vinnustund á hverri vakt (eftir yfirvinnutaxta) fram yfir þær stundir, sem þeir raunverulega voru við störf sín. Þetta ákvæði var „arfur“ frá þeim tíma, er vélstjórunum woru greidd laun samkvæmt ákvæð- um launa- og kjarasamnings Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Þannig war litið á, að vélstjórarnir ættu ekki rétt á þessari aukagreiðslu samkvæmt ákvæðum launa- og kjarasamn- ings Reykjavíkurborgar, og vélstjórunum hafði verið tilkynnt, á meðan þeir enn störfuðu samkvæmt ákvæðum launa- og kjara- samnings Reykjavíkurborgar, að varnarliðið kynni að breyta þess- ari greiðslu, draga úr henni eða fella hana með öllu niður. Sú breyting, sem þannig verkaði aftur fyrir sig, þar með talin niður- felling greiðslu fyrir „ónotaða“ kaffitíma, kom venjulega þannig út, að nokkur umframgreiðsla féll í hlut vélstjóranna. Enginn þeirra starfsmanna, sem hlut áttu að máli, þurftu að inna af hendi neinar endurgreiðslur á launum vegna þessarar breyting- ar“. Enn fremur rökstyður stefndi sýknukröfu sína með því að vitna til 3. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, en þar segir: „Stéttarfélög ráða ímálefnum sínum sjálf með þeim tak- mörkunum, sem sett eru í lögum þessum. d) Einstakir meðlimir félaganna eru bundnir við löglega gerðar samþykktir og samn- inga félagsins og stéttarsambands þess, sem það kann að vera í“, og enn fremur witnar stefndi í 5. gr. nefndra laga, en þar segir: „Stéttarfélög eru lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna“. Af þessu telur stefndi ljóst, að vélstjórarnir séu bundnir af löglega gerðum samningi stéttarfélags síns og geti ekki krafizt né ætlazt til að njóta góðs af „beztu kjara“-ákvæðum bæði nýs og eldra samnings. Svo sem að framan er rakið, hefur vélstjórum þeim, sem unnið hafa við rafstöðina á Keflavíkurflugvelli, verið greiddur einn yfir- vinnutími á dag vegna ónotaðra kaffitíma, allt frá árinu 1954 eða 1955, eftir því sem haldið er fram af hálfu stefnanda, og er því mótmælt af hendi stefnda. Upphaflega mun þetta hafa byggzt á því, að vélstjórar þessir voru ráðnir samkvæmt Dagsbrúnar- samningum. Árið 1959 var því komið á, að vélstjórar þessir skyldu njóta 121 sömu kjara og vélstjórar, er störfuðu við Toppstöðina við Elliða- ár. Vélstjórar við rafstöðina á Keflavíkurflugvelli nutu þó áfram þessarar kaupuppbótar, þótt starfsbræður þeirra við Toppstöðina við Elliðaár nytu hennar ekki. Árið 1963 tók gildi um laun vélstjóra þessara úrskurður Kjara- dóms uim starfsmenn Reykjavíkurborgar, og enn var vélstjórun- um greidd kaupuppbót þessi áfram, þótt eigi væri ráð fyrir því gert í nefndum kjaradómi. Hinn 1. október 1966 tóku heildarsamtök Vélstjórafélags Ís- lands við Landsvirkjun gildi. Í fjórðu grein þeirra samninga er það tekið fram, að „þeir, sem vinna á reglubundnum vöktum, sbr. 7. gr., skulu ekki fá sérstaklega matar- eða katfitíma“. Allt að einu er vélstjóruim wið rafstöð Keflavíkurflugvallar, sem eru vaktavinnumenn, greidd framangreind kaupuppbót áfram, og þar á meðal stefnanda, þar til í júnímánuði 1967, að kaupuppbót þessi er fyrinvaralaust dregin frá kaupi til þeirra aftur til Í. október 1966, er samningar Vélstjórafélags Íslands við Landsvirkjun tóku gildi, svo sem fyrr segir. Þegar virtur er sá langi tími, sem tíðkazt hefur að greiða vél- stjórum þessum kaupuppbót fyrir ónotaða kaffitíma án samnings- skyldu, og því er haldið áfram, eftir að ofangreindur samningur Vélstjórafélags Íslands við Landsvirkjun tók gildi hinn 1. októ- ber 1966, verður að telja, að stefnandi hafi haft réttmæta ástæðu til þess að ætla, að hann fengi að halda þeim greiðslum fyrir ónotaða katfitíma, sem honum yrðu greiddar, eftir að margnefnd- ur samningur tók gildi og þar til greiðslan yrði niður felld, enda kom ekkert fram um það á viðræðufundum þeim, er stefnandi kveðst hafa átt við Hallgrím Dalberg og Guðna Jónsson vorið 1967, að fella ætti niður greiðslur þessar til vélstjóranna, sem þá tíðkuðust enn. Verður stefndi því dæmdur til að endurgreiða stefnanda þá fjárhæð, sem um er stefnt í máli þessu, enda hefur hún eigi sætt tölulegum andmælum. Úrslit málsins verða því þau, að stefndi er dæmdur til að greiða stefnanda kr. 25.292.27 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags. Eftir þessum málalokum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 7.000.00. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. 128 Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Kristjáni G. Jóhannssyni, kr. 25.292.27 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1967 til greiðsludags og kr. 7.000.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 23. maí 1969, Nr. 224/1968. Skarphéðinn Björnsson (Birgir Ísleifur Gunnarsson hrl.) gegn Síldarverksmiðjum ríkisins og til réttargæzlu Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f og gagnsök (Logi Guðbrandsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Skaðabótamál. Vinnuslys. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. nóvember 1968. Gerir hann þær dómkröfur, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða kr. 719.532.40 með 8% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en aðaláfrýjanda hefur verið veitt gjafsóknarleyfi fyrir báðum dómum. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 1. apríl 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 14. marz 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Megin- orsök slyssins var ógætni aðaláfrýjanda, en eigi verður talið, að af hálfu gagnáfrýjanda hafi verið gætt þess öryggisbún- 129 aðar, er kostur var. Að atvikum athuguðum þykir rétt að gera gagnáfrýjanda að bera "% hluta af tjóni aðaláfrýjanda. Guðjón Hansen tryggingafræðingur hefur enn samið nýjan tjónútreikning, dags. 14. maí 1969, og hefur hann verið lagður fram í Hæstarétti. Segir svo m. a. Í tjónútreikningi þessum: „Við umreikning tekna Skarphéðins árin 1963 og 1961 var að nokkru leyti miðað við breytingar á fiskverði á vetrar- vertið, og hef ég því nú tekið tillit til verðhækkunar um síðastliðin áramót. Að öðru leyti studdist umreikningur við almennan taxta Dagsbrúnar í Reykjavík, en sá taxti hækk- aði fjórum sinnum á árinu 1968, 19/3, 1/6, 1/9 og 1/12. Hér var um að ræða verðlagsuppbætur vegna hækkunar vísitölu, en uppbætur þessar eru ekki greiddar að fullu nema að vissu marki tekna. Þarf því að áætla þann hluta tekn- anna, sem uppbætur eru greiddar á, með hliðsjón af dag- vinnutaxta og skiptingu tekna í tekjur af dagvinnu, eftir- vinnu og næturvinnu. Hef ég hér áætlað, að uppbætur komi á 65% árstekna.. Miðað við tekjugrundvöllinn, svo breyttan, reiknast mér verðmæti tapaðra vinnutekna á slysdegi nema: Miðað við Miðaðvið Miðað við grundvöll grundvöll grundvöll a b c kr. kr. kr. Vegna timabundins orkutaps í 21 mánuð eftir slysið .. 201.163.00 220.230.00 261.206.00 Vegna varanlegs orkutaps 421.024.00 457.323.00 540.253.00 Samtals 622.187.00 677.553.00 801.459.00 Í sambandi við fyrri útreikning var getið um meðaltekjur verkamanna, reiknaðar á grundvelli úrtaksrannsóknar Efna- hagsstofnunarinnar á vinnutekjum kvæntra verkamanna í Reykjavík samkvæmt skattframtölum starfsáranna 1957— 1966. Sé miðað við 10 ára tímabilið 1958— 1967 og enn frem- ur tekið tillit til áhrifa kauphækkana á árinu 1968, reiknast 190 mér slikar meðaltekjur nema kr. 206.410.00 á núverandi kauplagi““. Kröfur aðaláfrýjanda eru sundurliðaðar í héraðsdómi. Þykir atvinnutjón hans hæfilega ákveðið kr. 550.000.00 og 2. kröfuliðar kr. 60.000.00. Staðfesta ber úrlausn héraðs- dóms um kröfuliði 4—7. Samtals eru þessar fjárhæðir kr. 633.855.00 (550.000.00 60.000.00 11.150.00 5.700.00 t 405.00 2.000.00 3.200.00 1.400.00). Til frádráttar koma greiðslur, sem aðaláfrýjandi hefur fengið frá Trygg- ingastofnun ríkisins, samtals kr. 184.229.40. Eftir standa þá kr. 449.625.60, sem gagnáfrýjanda ber að bæta að %% hluta, þ. e. kr. 149.875.20, en frá þessum bótum ber að draga kr. 11.545.52 kr. 808.18, sem gagnáfrýjandi hefur greitt aðal- áfrýjanda eftir slysið. Úrslit málsins verða því þau, að gagn- áfrýjandi verður dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda kr. 137.521.50 ásamt 7% ársvöxtum frá 8. september 1966 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 67.756.00, og hljóti af þessari máls- kostnaðarfjárhæð skipaður talsmaður aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, Birgir Ísleifur Gunnarsson hæstaréttar- lögmaður, kr. 45.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Sildarverksmiðjur ríkisins, greiði aðal- áfrýjanda, Skarphéðni Björnssyni, kr. 137.521.50 með 7% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 67.756.00, og hljóti af fjárhæð þessari skipaður talsmaður hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Birgir Ísleifur Gunnarsson hæstaréttar- lögmaður, kr. 45.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 791 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. október 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 1. þ. m., hefur Skarp- héðinn Björnsson, Lindargötu 11, Siglufirði, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 21. marz 1968, gegn Síldarverksmiðj- um ríkisins, Siglufirði, til (greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 719.532.40 ásamt 8% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags auk málskostnaðar, eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál, en stefnandi hefur fengið gjafsókn Í málinu með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dagsettu 8. marz 1968. Stefndi hefur krafizt þess, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður að mati réttarins úr hendi stefnanda. Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f hefur verið stefnt til réttar- gæzlu í máli þessu. Á hendur réttargæzlustefnda hafa ekkki verið gerðar kröfur, og hann hefur heldur engar kröfur gert. Samkomulag er með málsaðiljum að reka mál þetta hér fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Leitazt hefur verið við að koma á sátt í máli þessu, en sú við- leitni hefur ekki borið árangur. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að hann hafi hafið störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 1. desember 1947. Hafi hann unnið þar eitthvað á hverju ári, þangað til slys það vildi til, sem mál þetta snýst um. Sum árin kveðst hann hafa unnið alveg. Hann kveðst hafa verið pressuformaður hjá Síldarverksmiðjuim ríkisins á sumrum, allt frá því er hann hóf störf og þar til hann varð aðstoðarmaður verkstjóra sumarið 1963. Kvað hann starf sitt sem aðstoðarmaður verkstjóra hafa verið fólgið í því að annast um viðgerðir á bilunum á vélunum og hafa eftirlit með þeim til þess að halda þeim í gangi svo og að fylgjast með formalinsblöndunum, á meðan vinnsla fer fram í verksmiðjunni. Þegar stefnandi kom til vinnu sinnar rétt fyrir klukkan sex laugardagsmorguninn 3. september 1966, kveður hann það m. a. hafa verið verkefni sitt að fylgjast með því, að til væri forimalín, en efni það er notað í sambandi við síldarbræðsluna. Formalínið war geymt á tunnum, sem stóðu á göngubrú, er lá yfir síldarþrær þeirrar verksmiðju, sam kölluð er SR 30. Göngubrýr þessar voru úr timbri og sömuleiðis handrið, sem komið var fyrir með fram brún þeirra, þar sem op síldarþrónna taka við. Handrið þetta war með einni þverslá að ofan. Var neðri brún þverslárinnar í um. það bil 90 em fjarlægð frá gólfi göngubrúnna, en slétt var 732 af göngubrúnum niður í þrærnar. Um það bil 150 cm voru á milli staura í handriði þessu. Síldarþróin var með steyptum hallandi botni, þannig að hæðin frá göngubrúnni niður á botn þróarinnar var frá 214 metra og tæpa 4 metra. Formalínstunna er um 185 kíló að þyngd, þegar hún er full, en vegur um 30 kíló tóm. Venja er, að einn maður sæki hverja fonmalínstunnu. Veltir hann henni eftir göngubrúnni að for- tanki, sem stendur til hliðar við þrær SR 30, en þar er forimalínið blandað. Þennan umrædda morgun kveður stefnandi allmargar tunnur hafa staðið á göngubrúnni vestan við þró SR 30. Hafi þar ýmist verið um fullar eða tómar tunnur að ræða, sem geymdar hafi verið hverjar innan um aðrar. Stefnandi kveðst þá m. a. hafa komið að tunnu, sem staðið hafi upp á endann. Hafi hann kannað tunnuna fyrst með því að leggja vinstri hönd yfir botn tunnunnar og síðan slegið í hana með fæti og talið tunnuna fulla. Að einhverju leyti segir stefnandi, að tunna þessi muni hafa verið skorðuð undir stiga, sem þarna hafi verið á göngubrúnni. Þegar stefnandi tók á tunnunni af því afli, sem hann taldi mundu duga til að fella hana, svo að unnt væri að velta henni að blönd- unantanknum, kveður hann tunnuna skyndilega hafa losnað, þannig að hann hafi svipzt aftur á bak og fallið viðstöðulaust undir þróarhandriðið án þess að koma við það, að því er hann telur. Hafi hann fallið ofan í þróna, sem er steinsteypt í botninn og hallandi. Hafi fallið verið um það bil 3% metri. Tunnan, sem hann hafi verið að glíma wið, hafi reynzt tóm. Stefnandi telur sig hafa komið láréttan niður og á grúfu. Kveðst hann telja, að hann hafi borið hendur fyrir sig og á þann hátt hlíft andliti sínu, en fengið þungt höfuðhögg og skrámur á enni, hægri olnboga, brjóst og vinstra hné. Alvarlegustu afleiðingar slyssins hafi verið hins vegar slæmt lærbrot á hægra læri. Engir sjónarvottar voru að slysi þessu. Vitnið Steingrímur Kristinsson, starfsmaður stefnda, var ný- kominn á vakt, er slys þetta vildi til. Var hann staddur inni í kaffistofu ásamt Jóhanni Matthíassyni, Jóhanni Tómassyni og Hlyni Óskarssyni. Hafi þeir heyrt eins og hrópað á hjálp og farið til að athuga, hverju þar gegndi. Þeir hafi þá fundið stefn- anda í þró SR 30, þar sem hann hafi hálfsetið á botni þróarinnar. Steingrímur kvaðst hafa verið fyrstur ofan í þróna til stefnanda og spurt hann, hvað gerzt hefði. Hafi stefnandi sagt, að hann hafi verið að taka formalínstunnu, sem hann hafi álitið fulla. 133 Tunnan hafi verið skorðuð undir stiga, sem liggur af göngu- brúnni og upp að palli, sem er við verksmiðjuhús SR 30. Hafi stefnandi sagt, að hann hafi verið að reyna að fella tunnuna og tekizt það, en þar sem tunnan hafi reynzt tóm, hafi hann kastazt aftur fyrir sig á þróarbarminn og farið heilan hring aftur yfir sig og lent á hnjám og höfði í þróarbotninum. Steingrímur gat þess, að það þyrfti að taka með nokkuð snöggu átaki á fullri formalínstunnu til þess að geta fellt hana, því að hann taldi, að hún innihéldi um 200 lítra. Hann skýrði svo frá, að fullar forma- línstunnur hafi yfirleitt legið að vestan- og austanverðu við þró SR 30. Þó hafi þær stundum staðið upp á endann, þ. e. þegar þær hafi verið lekar, sem oft komi fyrir. Tómar tunnur hafi iðulega verið innan um fullu tunnurnar án sérstakrar auðkenningar. Steingrímur gat þess, að kvöldið fyrir slysið milli klukkan 7 og 8 hafi hann átt leið um göngubrúna að vestanverðu við þró SR 30. Hafi gangvegurinn þá verið lokaður af tómum tunnum. Hafi hann fjarlægt þarna nokkrar tómar tunnur. Meðal annars kvaðst hann hafa tekið í tunnu þá, sem staðið hafi undir áðurnefndum stiga, en þar sem hann hafi talið, að umræðd tunna væri full, lét hann hana eiga sig. Steingrímur lýsti starfi því, sem stefnandi vann, er hann slasaðist, þannig, að formalínstunnu sé welt, þaðan sem hún liggi á göngubrúnni, að trekt, sem sé inngreypt Í göngu- brúna yfir blöndunarkerinu. Síðan sé sponsið leyst úr tunnunni og innihaldið látið renna í kerið. Vitnið Hlynur Sævar Óskarsson, starfsmaður stefnda, er kom að stefnanda ásamt fleiri mönnum eftir slysið, hefur m. a. borið, að ein eða ef til will tvær tunnur hafi staðið vestan við þróna, þegar slysið varð, og einnig nokkrar tunnur norðan wið þróna og hafi þær ýmist verið tómar eða fullar, sem stóðu upp á endann. Tómu tunnurnar hafi ekki verið auðkenndar sérstaklega. Hlynur gat þess, að honum fyndist, að tómar tunnur ættu að vera merktar til aðgreiningar frá fullum tunnum. Vitnið Jóhann Örn Matthíasson, starfsmaður stefnda, kom á vettvang eftir slysið ásamt fyrrgreindum ímönnum. Hefur hann m. a. borið, að fullar formalínstunnur hafi verið geymdar á göngu- brú að vestan- og norðanverðu við þróna. Hafi tunnurnar ýmist legið eða staðið upp á endann. Hann hélt, að tómar tunnur hefðu ekki átt að vera innan um fullar, þó geti það hafa komið fyrir. Hann bar, að tómu tunnurnar hefðu ekki verið auðkenndar sér- staklega, ekki öðru vísi en svo, að taka hafi mátt eftir því eftir sponsi á tunnunum. 134 Vitnið Haukur Kristjánsson, verkstjóri hjá stefnda, hefur skýrt svo frá, að stefnandi hafi verið aðstoðarmaður sinn. Þegar unnið sé að síldabræðslu, sé unnið á sex tíma vöktum og um 15 menn eða svo séu á vakt. Vakt Hauks hóf störf klukkan sex að morgni hinn 3. september 1966. Haukur segir, að þarna um morguninn hafi stefnandi farið að athuga um formalínið, sem geymt sé í tunnum, sem legið hafi á göngubrúnni westan við þró SR 30. Fullar formalínstunnur hafi einnig stundum staðið upp á endann. Tómar tunnur hafi oft verið innan um fullar tunnur, án þess að þær væru auðkenndar sérstaklega. Haukur kvað stefnanda hafa haft það fyrir fasta venju að athuga það, er hann hafi kornið á vakt, hvort formalínsblanda væri fyrir hendi, enda hefði stefn- andi áður gegnt starfi pressuformanns, en pressumenn annist venjulega blöndun formalínsins. Haukur kvaðst þegar hafa farið niður í þróna, er slysið varð, ásamt mönnum þeim, sem fyrr eru taldir. Hafi þeir reynt að hlúa að stefnanda eftir föngum. Haukur kvaðst hafa spurt stefnanda að því, meðan hann lá í þrónni, hvernig slysið hefði wiljað til, og hafi stefnandi sagt, að hann hafi verið að taka á tunnu, sem hann hafi talið, að væri full. Sú tunna hafi verið undir stiga, er liggur frá göngubrú vestan wið SR 30 upp á pall og við verksmiðjuhús SR 30. Muni stefnandi ekki hafa varað sig á því, að tunnan hafi verið skorðuð undir fyrrnefndum stiga, og því sennilega talið, að tunnan væri full. Er tunnan hafi losnað undan stiganum við átak stefnanda, hafi hann svipzt út í þróna. Vitnið Jóhannes Valgarð Blöndal, starfsmaður hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið á vakt hjá Gísla Elíassyni verkstjóra. Hafi hann hætt vinnu klukkan sex að morgni þess dags, sem slysið varð. Jóhannes kvaðst hafa verið pressumaður og blandað formalínið. Formalínið hafi verið geymt í tunnum, sem liggi yfirleitt á göngubrú vestantil við þró SR 30. Þó standi tunnurnar stundum upp á endann. Það geti hent sig, að tómar tunnur séu stundum innan um fullar tunnur. Tómu tunnurnar séu þá ekki sérstaklega merktar. Jóhannes bar, að um morguninn, sem slysið varð, sennilega um fimmleytið, hafi annar hvor verkstjóranna á vaktinni, Gísli Elíasson eða Stefnir Guðlaugsson, komið til sín, þar sem hann hafi verið inni í verksmiðjuhúsi SR 30, og beðið sig um að blanda formalín og jafnframt sagt, að full formalínstunna væri undir margnefndum stiga, og skildist Jóhannesi, að þeir hefðu athugað það. Jóhannes 135 kveðst nú hafa farið og ætlað að taka tunnuna, sem staðið hafi upp á endann undir stiganum og reynzt þar skorðuð. Hafi hann ýtt á tunnuna með höndunum og spyrnt við með fótum. Hafi tunnan reynzt tóm, og kveðst Jóhannes hafa fallið ofan á hana. Hann kvaðst síðan hafa skellt tunnunni upp aftur, þannig að hún hafi lent aftur á þeim stað, þar sem hún hafði áður verið, að því er hann heldur. Jóhannes kveðst því ekkert formalín hafa blandað það sem eftir var vaktarinnar og taldi, að bað hafi stafað að því, að ekkert formalín hafi werið til. Er hann hafi komið á vakt aftur þennan sama dag kl. 12 á hádegi, kveðst hann hafa heyrt það hjá vinnufélögum sínum, að stefnandi hefði verið að reyna við þessa sömu tunnu, er slysið vildi til. Vitnið Jóhann Georg Möller, verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins, hefur skýrt svo frá, að Jóhannes Blöndal pressu- maður hafi skýrt sér frá því 3. september, eftir að slysið varð, að Jóhannes hafi fengið fyrirmæli um það rétt fyrir vaktaskiptin kl. 0600 um morguninn að kanna það, hvort formalínstunna, sem skorðuð hafi verið undir stiga, sem. liggi frá göngubrú við þró SR 30 og upp á pall við SR 30, væri full. Hafi Jóhannes spyrnt tunnunni undan tröppunum, þar sem hún hafi verið skorðuð, en tunnan reynzt tóm. Jóhannes hafi síðan skorðað tunnuna aftur undir tröppunum. Jóhann kvaðst telja mjög líklegt, að þetta hafi verið sama tunnan og stefnandi hafi reynt við skömmu eftir vaktaskiptin, þegar hann slasaðist. Jóhann telur varla hafa verið um. aðra tunnu að ræða. Jóhann kvað tunnum yfirleitt hafa verið staflað að norðanverðu við þróna og meðfram henni og rétt vestur fyrir þróarhorn. Hann gat þess, að hann hafi iðulega sumarið, sem slysið warð, og stundum áður séð um það verk að færa fortmalínstunnur á göngubrú SR 30 til notkunar. Hafi tunnurnar yfirleitt verið látnar liggja í einni röð, þó geti það hafa komið fyrir, að fullar tunnur hafi verið látnar standa upp á endann, einkum ef þær voru lekar. Hann kvað það geta hent sig, að tómar tunnur hafi verið þarna innan um fullar, án þess að það verði séð á tunnunum. Jóhann (gat þess, að stefnandi hefði haft orð á því við hann kvöldið fyrir slysið, að mikið væri af tómum formalínstunnum wið þrærnar og þyrfti að fjarlægja þær. Hafi stefnandi spurt sig að því, hvort hann gæti ekki séð um, að það væri gert. Kveðst Jóhann hafa lofað að sjá til þess daginn eftir og hafi svo verið gert. Vitnið Stefnir Guðlaugsson, aðstoðanmaður verkstjóra hjá Síld- 136 arverksmiðjum ríkisins, hefur komið fyrir dóminn og borið, að hann hafi gegnt sams konar starfi og stefnandi, en á annarri vakt. Hann sagði, að yfirleitt hafi það verið verk pressumanna að sækja formalínstunnur, sem yfirleitt hafi legið vestan við þró SR 30, og hafi þeir losað þær í ker, sem sé norðanvert við þróna. Þar hafi þeir jafnan raðað tómu tunnunum meðfram þrónni. Fullar tunnur hafi einnig getað staðið upp á endann vestanvert við þróna, eink- um ef þær voru lekar eða skaddaðar, sem oft kom fyrir. Tómar tunnur hafi yfirleitt ekki verið innan um fullar tunnur, en þó hafi það getað átt sér stað. Tómu tunnurnar hafi þá ekki verið auðkenndar sérstaklega, en helzt hafi mátt átta sig á því, hvort um tóma tunnu hafi verið að ræða, ef sponsið hafi vantað á hana. Stefnir segir það hafa komið fyrir, að þeir aðstoðarmenn verk- stjóra hafi séð um blöndun á formalíni, ef þannig stóð á. Stefnir sagði, að ein tunna hafi verið skorðuð undir margnefndum stiga. Hann taldi, að tunna þessi hefði verið full, og hefði hann sjálfur reynt að ná henni undan stiganum aðfaranótt 3. september, dag- inn sem slysið varð, en hætti við það, því að hann hafi þurft að sinna einhverju öðru. Kvaðst hann því hafa farið inn í SR 46 og sagt við Jóhannes Blöndal pressumann, að full tunna væri undir stiganum og hann skyldi sækja hana. Á næstu vakt hafi Jóhannes Blöndal sagt sér, að hann hefði spyrnt umræddri tunnu undan stiganum, en hún þá reynzt tóm, svo að hann hafi sett hana aftur á sama stað og skorðað hana þar. Stefnir kvaðst hafa spurt stefn- anda að því, er hann hafi hjálpað til við að flytja hann út á flug- völl að morgni slysðagsins, hvaða tunna hefði orðið honum að falli. Hafi stefnandi þá sagt sér, að það hafi verið tunna sú, sem hafði verið undir stiganum. Vitnið Hreiðar Gísli Elíasson, verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins, hefur skýrt svo frá, að það hafi jafnan fallið í hlut pressumannanna að sækja formalínstunnur og blanda formalínið. Aðrir starfsmenn hafi þó hlaupið í þetta, þegar því hafi verið að skipta. Hreiðar sagði, að fullar formalínstunnur liggi eða standi upp á endann. Venjulega liggi þær þó að vestan og norðanverðu við þró SR 30. Sé fonmalínið blandað í keri, sem sé norðan við Þróna. Innan um fullu tunnurnar séu einnig iðulega tómar tunnur. Þessar tómu tunnur séu ekki merktar sérstaklega, þannig að jafnvel þurfi að kanna það hverju sinni, hvort tunna sé tóm eða full. Stundum sé sponsið skrúfað í tómu tunnurnar og líti þær því út eins og fullar væru. Með bréfi saksóknara til öryggismálastjóra, dagsettu 1. nóv- 131 ember 1967, er leitað álits öryggismálastjóra um slys þetta. Álitsgerð öryggismálastjóra er dagsett 17. nóvember 1967. Í henni segir svo að loknum upphafsorðum: „Við rannsókn þá, sem nú hefur farið fram í málinu, kemur það í ljós, að engin regla hefur verið á því, að tómar tunnur væru fjarlægðar, hafi því tórnar tunnur staðið eða legið innan um fullar tunnur, ekkert auðkenndar, nema ef gleymzt hafi að skrúfa tappann í sponssatið að tæmingu lokinni, þá þekktust þær á því. Þá kemur það og einnig fram við rannsóknina, að á uppdrátt lögreglunnar vantar veigamikið atriði, en það er trappa eða stigi af þróargangbrúnni upp í SR 30, en undir þessari tröppu mun tunnan, sem slysinu olli, hafa verið skorðuð. Einn starfsmannanna, Jóhannes Valgarð Blöndal, skýrir frá því, að hann hafi ætlað að taka tunnu, sem skorðuð var undir tröppunni og álitin war full, hafi reynzt tóm, og þegar hún losn- aði úr skorðum, hafi hún fallið og hann ofan á hana. Segist hann síðan hafa reist tunnuna og skorðað hana á sama stað. Í hvaða augnamiði, verður ekki séð, en sýnir, að tómum tunnum var ekki ætlaður sérstakur staður aðskilinn frá fullum tunnum. Að minnsta kosti þrír samstarfsmanna hins slasaða, sem töluðu við hann eftir slysið, bera það, að hann hafi sagt þeim, að það hafi verið tunnan, sem skorðuð var undir tröppunum, sem hann war að eiga við, þegar hann féll, en á þetta minnist hann hvorki í framburði sínum Í sakadómi Siglufjarðar 18. janúar s.l. eða í lýsingu sinni af aðdraganda slyssins til Öryggiseftirlitsins 4. júní s.l., en það, að tunnan var skorðuð föst, gerði það eðlilegt, að töluverðu átaki þurfti að beita við að losa hana, en þegar hún var orðin laus, var það ekki nema þungi tunnunnar, sem weitti viðnám gegn átakinu, og því kastaðist maðurinn aftur yfir sig. Miðað við þá umferð og störf, sem venjulega eru unnin á gang- brúm ísíldarþróa, hefur Öryggiseftirlitið talið nægilegt að hafa eina langslá í andriði kringum opin, enda var millislá talin til óhagræðis, meðan það tíðkaðist að salta í þrær, hins vegar geri ég ráð fyrir, að eftirlitið hefði talið æskilegt og krafizt þess, að millislá væri í handriðum á því svæði, sem unnið var að fortmalín- blöndunni, ef eftirlitsmaður hefði gert sér grein fyrir því, að þar væri vinnusvæði umfram það, sem venjulegt er á gangbrún síldarbróa, og ég tel öruggt, að millislá í handriðinu hefði komið í veg fyrir slys þetta. Orsök slyssins tel ég því skipulagsleysi í meðferð tómra og 47 138 fullra umbúða og ónógar grindur kringum þróaropin á því svæði, sem formalínblöndunin fór fram“. Stefnandi rökstyður skaðabótaábyrgð stefnda á slysi þessu Í fyrsta lagi með því, að um vanbúnað á vinnustað hafi verið að ræða. Vinnuaðstaðan hafi verið þannig, að unnið hafi verið á tiltölulega mjórri göngubrú úr tré með djúpar síldarþrær að minnsta kosti á annan veginn og stundum á báða vegu. Stefnandi hafi verið að glíma við formalínstunnur, sem séu um 185 kíló að þyngd fullar. Handrið úr tré hafi verið meðfram göngubrúnni, en aðeins ein þverslá hafi verið á handriði þessu og hafi hæð hennar fyrir ofan göngubrú verið um það bil 90 cm. Bendir stefn- andi á, að hann hafi fallið á göngubrúna og viðstöðulaust undir þverslána og niður í þróna. Hefði hins vegar verið millislá á handriðinu, hefði hann ekki fallið ofan í síldarþróna, og vitnar stefnandi máli sínu til stuðnings í framangreinda álitsgerð ör- yggismálastjóra. Enn fremur vekur stefnandi athygli á 13. gr., 2. mgr., laga nr. 23/1952 um Öryggisráðstafanir á vinnustöð- um. Þar segir, að hættulegar gryfjur, skurðir og annað þess háttar skuli vera nægilega varið. Þessu ákvæði hafi ekki verið fullnægt, að því er hina djúpu síldarþró varðar, sem stefnandi féll í Af þessu telur stefnandi ljóst, að um vanbúnað á vinnu- stað hafi verið að ræða og að öryggis hafi ekki verið gætt af hálfu stefnda við frágang handriðsins, ekki sízt þegar haft sé í huga, að starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið gert að vinna þarna, eins og nánar hefur verið lýst hér að framan í dóminum. Þá sé það og ljóst, að fleiri þverslár á handriðinu hefðu komið í veg fyrir umrætt slys. Í annan stað byggir stefnandi skaðabótaábyrgð stefnda á því, að algert skipulagsleysi hafi ríkt í meðferð tómra og fullra um- búða. Sé enginn wafi á því, að hér sé um að ræða eina af veiga- mestu orsökum slyssins. Vitnar stefnandi máli sínu til stuðnings í framangreint bréf öryggismálastjóra. Þegar vinnuaðstaðan sé höfð í huga, það er, að starfsmenn hafi verið látnir glíma við tunnur, sem verið hafi 185 kíló að þyngd, á mjóum göngubrúm, sem legið hafi yfir síldarþrærnar, verði það að teljast vítavert gáleysi af hálfu forráðamanna verksmiðjunnar að hafa ekki haft betra skipulag á vinnubrögðum. Í þriðja lagi byggir stefnandi bótakröfu sína á því, að um mistök af hálfu starfsmanna stefnda hafi verið að ræða. Sumir þeirra hafi vitað um það, að margnefnd tunna hafi verið tóm. Samt sem áður hafi enginn þeirra aðvarað stefnanda um þetta. 139 Þvert á móti hafi starfsmaðurinn Jóhannes Valgarð Blöndal, sem, einum til tveimur tímum áður en stefnandi slasaðist, hafi næst- um orðið fyrir svipuðu slysi af nefndri tunnu, aftur skorðað tunnuna undir stiga þeim, þar sem hún hafði áður verið, og látið hana bíða næsta manns án þess að gera nokkrar ráðstafanir. Þetta sé vítavert gáleysi umrædds starfsmanns, sem stefndi beri húsbóndaábyrgð á og leiði til skaðabótaskyldu hans. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því, að stefnandi hafi verið búinn að vinna 20 sumur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, þegar slysið vildi til. Hann hafi m. a. haft það starf að sjá um formalíns- blöndun, er slys það vildi til, sem mál þetta snýst um. Þá hafi stefnandi verið orðinn aðstoðarmaður verkstjóra. Stefnandi hafi því verið þrautkunnugur staðháttum og starfi sínu og vitað, að fyrirfram verði ekkert um það sagt, hvort tunnur séu fullar eða tómar, og rannsaka þurfi það hverju sinni, hvort svo sé. Stefnandi hafi kannað málið á þann hátt að leggja vinstri hönd yfir botn tunnunnar og slá í hana með fætinum til þess að kanna, hvort tómahljóð væri í tunnunni. Eftir þessa athugun hafi hann talið tunnuna fulla. Þar hafi stefnandi ályktað rangt og hann geti ekki sakazt um það við neinn annan en sjálfan sig. Formalínstunnurnar hafi staðið á trépalli við síldarþróna, sem stefnandi féll ofan í. Trépallur þessi hafi verið vandlega girtur og þversláin í handriðinu hafi verið í 90—100 cm hæð, en 150 em hafi verið á milli staura. Op í handriði þessu hafi því aðeins verið um 90X150 cm og hornlína um 175 cm. Þennan frágang hafi Öryggisetftirlit ríkisins talið fullnægjandi. Pallbreidd frá grindverki að formalínstunnunum hafi verið um 120 cm, en tunn- urnar verið á hæð við grandverkið. Stefndi mótmælir því, að tunna sú, sem stefnandi tók á í umrætt sinn, hafi verið skorðuð undir stiga. En hafi svo verið, þá hljóti jafnvanur maður og stefn- andi að hafa tekið eftir því og sé gáleysi hans því þeim mun meira. Þá hefur stefndi mótmælt því algerlega, að grindverk það, sem um ræðir í málinu, hafi eigi verið fullnægjandi. Telur hann mjög ósennilegt, ef ekkki alveg útilokað, að stefnandi hafi fallið undir grindverkið. Miklu líklegra sé, að hann hafi tekið svo fast á tunn- unni, að hann hafi henzt yfir grindverkið, en ástæður þess, að hann tók svo fast á, verði að rekja til rangrar ályktunar hans sjálfs svo og ef til vill til þess, að hann hafi ekki tekið eftir því, að stigi studdi við tunnuna. Aðbúnaður allur á vinnustað hafi verið mjög vandaður og í fullu samræmi við kröfur Öryggis- 740 eftirlits ríkisins. Því hafi verið ógerlegt að sjá fyrir, að slys af því tagi, sem henti stefnanda, gæti komið fyrir, og hugleiðingar stefnanda wm, að millislá hefði getað komið í veg fyrir slysið, telur stefndi eigi hafa við rök að styðjast og ekki heldur umsögn öryggismálastjóra í sömu átt. Verði ekki á það fallizt, að sýkna beri stefnda af kröfum stefn- anda, telur stefndi hins vegar alveg ljóst, að skipta verði sökinni og láta stefnanda bera (mjög verulegan hluta tjóns síns sjálfan sakir þess stórkostlega gáleysis hans sjálfs, sem að framan er lýst. Svo sem að framan er rakið, war síldarþró sú, sem stefnandi féll ofan í, 2%—-4 metrar á dýpt. Göngubrú sú, sem wið hana lá, var girt handriði, sem aðeins hafði eina þverslá í um það bil 90 cm hæð, en 150 cm voru á milli staura í handriðinu. Göngubrú þessi var athafnasvæði. Þangað voru sóttar fullar formalínstunn- ur, sem eru ímjög þungar. Tunnur þessar lágu skipulagslaust innan um tómar tunnur án sérstakrar auðkenningar. Rétturinn lítur svo á, að nauðsynlegt hafi verið að hafa millislá á handriði þessu. Þar sem hún var eigi fyrir hendi, verður að telja, að um óforsvaranlegar vinnuaðstæður hafi verið að ræða, sem stefndi beri ábyrgð á. Á hinn bóginn er á það að líta, að stefnandi hafði unnið í 20 ár hjá stefnda, er slysið vildi til, og var þá orðinn aðstoðarmaður verkstjóra. Hann war því mjög reyndur í starfi og gerkunnugur aðstæðum á vinnustað. Er það skoðun réttarins, að hann hafi ekki sýnt af sér þá gát í umrætt sinn, sem af slíkum starfsmanni má með sanngirni krefjast. Er því óhjákvæmilegt að láta stefnanda bera nokkurn hluta tjóns síns sjálfan, sem eftir atvikum þykir hæfilegt, að sé 5 hluti, en % hluta er stefnda gert að bæta hon- um. Stefnandi hefur sundurliðað kröfur sínar þannig: 1. Örorkutjón samkvæmt útreikningi Guðjóns Hansens tryggingafræðings .. .... . .. kr. 764.901.00 2. Bætur fyrir þjáningar, lýti og annan miska .. — 100.000.00 3. Fæði og húsnæði vegna ferðar til Reykjavíkur — 11.150.00 4. Fargjöld o. fl. vegna þriggja ferða til Reykja- víkur .. ..... 0... 02. .— 25.000.00 5. Greiðsla vegna örorkumats 0... — 2.000.00 6. Greiðsla vegna tjónútreiknings .. .. .. .. .. — 3.200.00 7. Fatatjón á slysdegi .. .. .. .. .. .. 2. 2... — 1.400.00 Kr. 907.651.00 741 Frá þessari fjárhæð hefur stefnandi dregið greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins að fjárhæð kr. 188.118.60. Mismunur- inn nemur því stefnufjárhæð málsins, kr. 719.532.40. Verður nú fjallað um hina einstöku liði stefnukröfunnar. Um 1. lið. Þegar eftir slysið var Sigurður Sigurðsson, héraðslæknir á Siglufirði, kvaddur á slysstað. Hann hlúði að stefnanda á slys- staðnum, en síðan var hann fluttur á Sjúkrahús Siglufjarðar í sjúkrakörfu. Í vottorði Sigurðar Sigurðssonar héraðslæknis, dag- settu 1. febrúar 1967, segir ím. a. svo: „Við skoðun sást mjög mikil fyrirferðaraukning um og ofan við hægra hné. Góð blóðrás var í fætinum, slasaði hreyfði vel tærnar og hafði óskerta tilfinningu í þeim. Eins og áður segir, var hann hruflaður á enni, en hafði ekki einkenni um heilahristing. Þá var hann hruflaður á hægri olnboga og vinstra hné. Röntgenmynd af hægra hné sýndi, að lærleggurinn var þverbrotinn rétt ofan við condylana og talsvert flaskað úr beinendunum. Þá war og sprunga frá aðalbrotinu niður í hnéliðinn. Talsverð skekkja var á brotstaðnum. Þar sem um mjög slæmt beinbrot var að ræða, war slasaði sendur á Land- spítalann í Reykjavík ímeð sjúkraflugvél, fáum klukkustundum eftir að slysið varð, og var þar gert að brotinu“. Á Landspítalanum annaðist Hannes Finnbogason læknir um stefnanda. Hann hefur gefið vottorð, dags. 2. apríl 1968. Í því vottorði segir ím. a. á þessa leið: „Við komuna á deildina var sjúklingur í all góðu ásigkomu- lagi, hann var ekki í losti. Kvartaði um verk neðst á hægri lær- legg og um hægra hné. Auk þess hafði hann minniháttar eymsli á vinstra hné og niður á hnéskelinni og auk þess eymsli á vinstri rist. Við rannsókn kemur í ljós, að hann hafði hlotið þverbrot rétt ofan við hægri hnélið og niður í hnéliðinn. Mikil skekkja er á brotstaðnum, og hefir neðra brotið gengið aftur á við, en ekki voru nein einkenni um blóðrásarhindrun niður í fótinn og ekki heldur nein einkenni um sköddun á taugum. Á röntgenmyndum, sem teknir woru af vinstra hné og vinstri rist, var ekki hægt að greina nein brot. Fljótlega eftir komuna á deildina var Í svæfingu gert að brot- inu. Brotinu var þannig háttað, að ekki þótti heppilegt að reyna að festa því með innri festingu, þ. e. a. s. spöng og skrúfum, og var því notuð togmeðferð. Fyrst var lagður Kirschner þráður í gegnum femurcondylana, en Steinmann nagli rekinn í gegnum 149 tibia bak við tuberositas. Brotið var síðan lagfært, og fékkst góð stelling, en að þessu loknu var sett sjö kílóa tog á Steinmann nagl- ann og 1% kg. tog á Kirschners þráðinn. Togmeðferðin var viðhöfð í sex wikur, en þá voru þræðirnir, sem reknir voru í gegnum beinin, teknir. Næstu vikurnar var hann síðan í æfingum. Reyndist hnéliðurinn vera mjög stirður, og í fyrstu gat hann ekki beygt meira en nokkrar gráður, en það jókst smám saman, og við brottför af spítalanum hinn 11. nóvem- ber, eða sex vikum eftir slysið, gat hann orðið beygt um 20%, en þó vantaði um 5? upp á fulla réttingu í hnéliðnum. Hann fluttist af Landspítalanum á sjúkrahúsið á Siglufirði til áframhaldandi æfinga. Á röntgenmyndum, sem teknar voru tveim dögum fyrir brott- förina af sjúkrahúsinu, mátti sjá, að brotið var á góðum vegi með að festast, en að vísu með dálítilli skekkju. Þann tíma, sem sjúklingurinn lá í strekknum, var hann oft illa haldinn af verkjum og bá fyrst og fremst í hnéliðnum, sem bólgnaði allmikið, og auk þess hafði hann nokkurn bjúg á fót- leggnum fyrst í stað, en sá bjúgur hvarf eftir nokkrar vikur. Sjúklingur hefur nokkrum sinnum komið til eftirlits, frá því að hann fór af deildinni, síðasta skiptið í október 1967. Var þá enn mikill stirðleiki í hægri hnélið, gat þá beygt um það bil 50 og gat rétt hnéliðinn að fullu. Hafði þá töluverða rýrnun á vöðv- um hægra læris og dálitla rýrnun á vöðvum hægri kálfa. Hreyfing í ökklaliðnum var því sem næst eðlileg“. Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir hefur skoðað stefnanda og metið örorku hans af völdum slyssins. Örorkumat læknisins er dags. 10. nóvember 1967. Í því segir m. a. svo: „Slasaði lá á Landspítala þar til 11/11 1966, en var þá aftur fluttur á Sjúkrahús Siglufjarðar, þar sem hann dvaldist til 20/11 1966. Á Siglufirði var slasaði til eftirlits hjá Sigurði Sigurðssyni héraðsl. þar, og í vottorði frá honum er staðfest, að slasaði hafi verið í stöðugri æfingameðferð, eftir að hann kom af Landspítala, og um miðjan janúar 1967 var svo komið, að hann gat komizt með staf og hækju í nuddmeðferð á nuddstofu. Slasaði kom fyrst til viðtals hjá undirrituðum 22/8 1967. Hann skýrir frá því, að við slysið þá hafi hann fengið nokkurn áverka, bæði á höfuð og brjóst, en aðaláverkinn hafi verið á hægri lær- legg rétt ofan við hnéð. Undirritaður ráðlagði honum æfingameðferð hjá Jóni Þorsteins- 743 syni, og var hann í slíkri æfingameðferð þar til um miðjan októ- ber. Slasaði kom síðast til viðtals hjá undirrituðum 16/10 1967. Hann gengur haltur á hægri ganglim. Allmikill stirðleiki er í hægra hné (hreyfingarsvið, hægri 180— 130, vinstri 180/80). Nokkur rýrnun er á vöðvum á hægra læri, og mælist 2 em miðað við vinstra. Það er góð hreyfing í öklaliðnum, en greini- lega nokkru stirðara en vinstra (megin, enda þótt ekki sé mælan- legur munur. Röntgenskoðun var gerð 27/4 1967 og síðast 5/10 1967, og eru umsagnir röntgenlækna þannig: „2714 767. H. femur / h. hné, contro. Það er ekki úrkölkun í h. femur, en brot hafði orðið á honum í neðri endanum, T-formabrot, þ. e. a. s. þvert fyrir ofan condylana og langsprunga niður á milli þeirra. Situs á brotstaðnum verður að teljast nokkuð góður, það er kannske dál. valgus-stelling á hnénu, en óveruleg þó, og profilmyndin sýnir ágætan situs, og facturan sýnist gróin og þannig í nokkuð góðri stefnu ant. post, en profilmyndin sýnir, að rotation hefur verið á neðra fragmeni í yfirextension, þ. e. a. s. að condylarnir eru ekki roteraðir nógu mikið aftur á við“. „5/10 1967, h. femur / h. hné — control. Supracondylær fractura í hægri femur, nú gróin með óreglu- legum beinstructur, töluvert, enda var fracturan comminut. Brot- ið hafði legið þannig: að það var extension-deformitet á condyl- unum, liðflöturinn veit of mikið fram og upp, og €r það enn, svo að búast má kannske við einhverjum flectionsdefect“. Ályktun: Hér er um að ræða 42ja ára gamlan verkstjóra, sem slasast við vinnu sína fyrir rúmlega einu ári. Við slysið hlaut hann brot á hægra læri auk minniháttar áverka á höfuð og brjóst. Vegna slyssins þá hefur maðurinn nú allmikinn stirðleika í hægra hné, og er þess ekki að vænta, að bót verði á því ráðin, vegna þess að brotið hefur gróið með nokkurri skekkju, svo að. liðurinn leyfir ekki meiri hreyfingu en orðið er. Af þessum sökum werður að telja, að ímaðurinn hafi hlotið tímabundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 12 mánuði .. .. .. .. .. 100% örorka í 3 — 54 — Í 3 — sr . 00% — í 3 — sr . 85% — Og síðan varanleg örorka 25% . 744 Á grundvelli þessa örorkumats hefur Guðjón Hansen trygg- ingafræðingur reiknað út örorkutjón stefnanda. Útreikningur tryggingafræðingsins er dagsettur 3. febrúar 1968. Hann hefst á tilvitnun í örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis. Síðan segir svo í útreikningnum: „Samkvæmt staðfestum endurritum skattframtala Skarphéðins fyrir starfsárin 1963—1966 voru launatekjur hans og hreinar tekjur samkvæmt sjávarútvegsskýrslu á því tímabili sem hér segir: Tekjur samkv. Ár Laun sjávarútvegssk. Samtals 1963... .. kr. 42.715.77 —kr.30.023.98 kr. 72.739.75 1964... .. — 86.866.00 — 18.380.00 — 105.246.00 1965 .. .. — 160.835.00 — 0 — 160.835.00 1966 .. .. — 149.698.00 — 0 — 149.698.00 Síðastnefnda árið hefur Skarphéðinn talið fram dagpeninga að fjárhæð kr. 15.001.00, og munu Þeir eiga rót sína að rekja til slyssins. Skarphéðinn er sagður fæddur 11. nóvember 1924 og hefur samkvæmt því verið 41 árs að aldri, er hann varð fyrir slysi því, sem hér um ræðir. Hann var þá í starfi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, og frá þeim vinnuveitanda hefur hann fengið nær allar framangreindar launatekjur. Slysatryggðar vinnuvikur á fiskiskipi eru tilgreindar 17 vikur árið 1963, 27 vikur árið 1964 og 7 vikur árið 1965. Hann ímun því sjálfur hafa stundað sjó í sambandi við útgerð þá, er hann samkvæmt upplýsingum í bréfi yðar frá 26. f. m. kveðst hafa stundað, en tekjur af þeirri starf- semi kveður hann hafa brugðizt vegna aflaleysis og því hafi vinnu- tekjur hans orðið óvenjulega rýrar árin 1963 og 1964. Oft reynist erfitt að meta winnutekjur þeirra, sem sjálfstæðan atvinnurekstur stunda, þar eð blandazt geta saman vinnutekjur, tekjur af fjármagni og hagnaður af rekstrinum. Hitt er einnig algengt, að hreinar tekjur samkvæmt skattframtölum svari alls ekiki til eðlilegra winnutekna, og geta framtöl þá reynzt ónot- hæfur grundvöllur við áætlun tekna í framtíðinni. Með hliðsjón af framanrituðu hef ég reiknað tekjur samkvæmt sjávarútvegsskýrslu sem winnutekjur og áætlað vinnutekjur fram í tímann á þrennan hátt. Er tekjugrundvöllur eftirfarandi: a. Uimreiknaðar meðaltekjur 1963— 1965, þ. e. þriggja ára fyrir 145 slysið. Með þessu ímóti werða hinar reiknuðu tekjur nokkuð lágar, sbr. framangreindar skýringar. b. Umreiknaðar meðaltekjur 1964—1966. Hér er sjálft slysárið tekið með, en samt verða reiknaðar tekjur nokkuð hærri en samkvæmi a-lið. c. Umreiknaðar tekjur ársins 1965. Eitt ár veitir að jafnaði ekki nægilega trausta vitneskju til áætlunar fram í tímann, en hins vegar er þetta eina árið á framangreindu fjögurra ára tímabili, sem eingöngu er um launatekjur að ræða, og slysið hefur ekki rýrt þær. Við umreikning tekna til kauplags, eins og það hefur verið frá slysdegi til þessa, hef ég miðað við breytingar á fiskverði á vetr- arvertíð, að því er sneitir tekjur samkvæmt sjávarútvegsskýrslu, en við breytingar á almennuím taxta Dagsbrúnar í Reykjavík, að því er snertir launatekjur (taxtar verkstjóra eru yfirleitt í föstu hlutfalli við taxta almennra starfsmanna). Umreiknaðar á þennan hátt reiknast mér hinar þrenns konar winnutekjur verða sem hér segir: a. Umreiknaðar b. Umreiknaðar c. Umreikn. tekjur tekjur tekjur 1963—-1965 1964—1966 ársins 1965 Frá slysdegi til 31/12 1966 kr. 149.726.00 kr. 164.948.00 kr. 196.250.00 Frá 1/1 til 30/11 1967 — 151.402.00 — 165.562.00 — 196.250.00 Frá 1/12 til 31/12 1967 — 155.771.00 — 170.898.00 — 202.908.00 Frá 1/1 1968 .. — 158.034.00 — 171.726.00 — 202.908.00 Miðað við þann þrenns konar tekjugrundvöll, sam hér hefur verið gerð grein fyrir, reiknast mér verðmæti tapaðra vinnutekna á slysdegi nema: Miðað við Miðað við Miðað við grundvölla. grundvöllb. grundvöll c. kr. kr. kr. Vegna tímabundins orkutaps .. .. .. 200.990.00 220.019.00 260.943.00 Vegna varanlegs orkutaps .. .. .. 392.505.00 426.512.00 503.958.00 Samtals 593.495.00 646.531.00 764.901.00 746 Til samanburðar má geta þess, að meðaltekjur verkamanna, reiknaðar á grundvelli úrtaksrannsóknar Efnahagsstofnunarinnar á vinnutekjur kvæntra verkamanna í Reykjavík samkvæmt skatt- framtölum fyrir starfsárin 1957— 1966, reiknast mér nema kr. 179.992.00, þegar miðað er við núverandi kauplag, þ. e. nokkru hærra en grundvöllur b. hér að ofan. Við útreikninginn hefur ekki werið tekið tillit til greiðslna vegna slyssins frá Tryggingastofnun ríkisins. Reiknað er með 7% töflum um starfsorkulíkur, samræmdum eftirlifendatöflum íslenzkra karla 1951—1960“. Stefnandi miðar dómkröfu sína samkvæmt þessum lið við C- liðinn í útreikningi tryggingafræðingsins. Sýnist honum það eðli- legasti viðmiðunarliðurinn, þar sem C-liður útreikningsins séu umreiknaðar tekjur ársins 1965, en það kveður stefnandi hafa verið fyrsta árið, sém hann hafi haft hreinar launatekjur og unnið alveg hjá stefnda. Jafnframt bendir stefnandi á, að á árunum 1963 og 1964 hafi hann stundað útgerð og tekjur hans þá orðið mjög rýrar sakir aflabrests. Sýnist stefnanda óeðlilegt, að þessar lágu tekjur hans þau árin verði til þess að lækka örorkutjón hans. Stefndi hefur í fyrsta lagi mótmælt örorkumatinu sem röngu og allt of háu. Í annan stað vekur stefndi athygli á því, að C- liðurinn í útreikningi tryggingafræðingsins sé byggður á eins árs tekjum. Það sé óvanalegt og ekki réttur útreikningur á Örorku- tjóni. Hitt sé venja að miða við atvinnutekjur síðustu þriggja ára fyrir slysið. En sé sá útreikningur viðhafður í þessu máli, verði útkoman kr. 593.495.00, sbr. A-lið í útreikningi trygginga- fræðingsins. Að sjálfsögðu beri að miða við þá fjárhæð, en ekki tekjur eins árs, eins og stefndi geri í sinni kröfugerð. Að endingu bendir stefndi á, að við ákvörðun bóta beri að taka tillit til hagræðis af eingreiðslu og til skattfrelsis svo og veikindakaups frá stefnda og greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins. Örorkuimati Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis hefur ekki verið hnekkt, og er því eigi unnt að taka til greina mótmæli stefnda gegn því. Hins vegar þykir mega fallast á það með stefnda, að við ákvörðun bóta samkvæmt þessum lið beri að leggja til grundvallar A-liðinn í útreikningi tryggingafræðingsins, sem byggður er á tekjum stefnanda síðustu þrjú árin fyrir slysið. Með tilliti til framangreindra röksemda stefnda til lækkunar á þeirri fjárhæð þykir atvinnutjón stefnanda samkvæmt þessum lið hætfi- lega ákveðið kr. 500.000.00. Td! Uim 2. lið. Stefnandi rökstyður þennan kröfulið með því að vitna til meiðsla sinna og sjúkrasögu, sem rakin hefur verið hér að framan. Enn fremur hefur stefnandi lagt fram vottorð heimilislæknis síns, Sigurðar Sigurðssonar, héraðslæknis á Siglufirði. Vottorð þetta er dagsett 10. september 1968: „Skarphéðinn slasaðist við vinnu hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins, Siglufirði, 3. sept. 1966. Samdægurs var hann fluttur á Land- spítalann, Reykjavík, þar sem hann lá til 11, nóv., lengst af illa haldinn. Til Siglufjarðar kom hann 14. nóv. og lá á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar til 20. nóv. Slasaði var að mestu rúmliggjandi til 18. jan. 1967, en fór þá að bera sig um á tveim hækjum í fyrstu, en síðan á hækju og staf. Síðan Í ímaí 1967 hefur hann notað staf. Æfinga- og nuðdmeðferð var hafin á Landspítala og haldið stöðugt áfram, er hingað kom. Fram yfir 20. marz fékk hann meðferð í heimahúsum, enda ekki ferðafær, en síðan gekk hann til nuddkonu fram til 17. ágúst, og var þá bætt hljóðbylgjum við meðferðina. Um 20. ásúst fór hann til Reykjavíkur og var þar í æfingameðferð hjá Jóni Þorsteinssyni 6. sept. til 24. okt. Eftir heimkomuna hélt hann áfram í meðferð fram að jólum 1967. 26. marz 1968 byrjaði Skarphéðinn að vinna á rafmagnsverk- stæði S.R., Siglufirði. Fyrstu 6 vikurnar vann hann 3% klst. á dag (5 daga vikunnar), síðan 6 klst. daglega til 29. júlí og síðan 8 stundir á dag. Þrátt fyrir það, að vinna þessi sé létt og vinnuaðstaða góð, t. d. nægur hiti, veitist honum erfitt að stunda þessa vinnu. Hann hefur daglega meiri eða minni óþægindi og verki í hægra fæti. Þreytist mjög fljótt og á erfitt með gang og stöður. Bjúgur sígur á fótinn, er á daginn líður, og mikill kuldi sækir á hann, jafnvel svo, að hann sefur í ullarsokk. Síðan Skarphéðinn slasaðist, hefur töluvert borið á almennri vanlíðan og taugaslappleika, sem hann hafði aldrei orðið var við áður. Vegna þessa hefur hann þurft að taka lyf um alllangt skeið, í smáum stíl þó. Þá hefur hann einnig þurft lyf vegna bjúgs á fæti. Lengi vel kvartaði slasaði um þyngsli fyrir brjósti, en lítið hefur borið á því í sumar. Slasaða finnst, að um enga framför sé að ræða hjá sér síðustu 12 mánuði, og verður það að teljast nærri lagi. Hér er um 43 ára verkamann að ræða, kvæntan 4 barna faðir, sem slasaðist illa fyrir tveim árum og hlaut af varanlega bækiun. 748 Telja verður útilokað, að hann geti stundað erfiðisvinnu hér eftir, og hann er ekki samkeppnisfær á almennum vinnumarkaði. Þetta er mjög mikið áfall fyrir slasaða og röskun á högum, sérstaklega þar sem hann var mjög ötull og kappsamur verkmaður, sem hafði lífsframfæri sitt af erfiðisvinnu“. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem of háum. Bætur samkvæmt þessum lið þykja hæfilega ákveðnar kr. 80.000.00. Um 3. lið. Stefnjandi kveðst þrisvar sinnum hafa þurft að fara til Reykja- víkur til læknisaðgerða á árinu 1967. Í þessi þrjú skipti kveðst hann hafa dvalizt hjá Jóhanni Skarphéðinssyni, Reykjavíkurvegi 10, Hafnarfirði. Hafi hann haft þar fæði og húsnæði á þeim tíma, sem hann dvaldist í Reykjavík. Hafi hér samtals verið um 75 daga að ræða, en Jóhann Skarphéðinsson hefur gert stefnanda reikning fyrir dvöl þessari, og er í þeim reikningi krafizt kr. 150.00 fyrir hvern dag, en samtals gerir það 11.250.00 krónur. Hins vegar krefst stefnandi ekki hærri fjárhæðar undir þessum kröfulið heldur en kr. 11.150.00. Stefndi hefur mótmælt þessari fjárhæð sem of hárri. Rétturinn lítur svo á, að stefndi beri fébótaábyrgð á kostnaði samkvæmt þessum lið sem einum þætti í tjóni stefnanda. Og þar sem krafa stefnanda þykir vera við hóf, verður hún tekin til greina óbreytt. Um 4. lið. Undir þessum kröfulið krefur stefnandi greiðslu vegna ferða- kostnaðar til Reykjavíkur þrisvar sinnum. Eina ferðina til Reykja- víkur hefur stefnandi farið fljúgandi. En hinar tvær fór hann í eigin bifreið. Kostnaður við flugferðina er samkvæmt fram- lögðum reikningum kr. 1.900.00. Þykir eðlilegt, að hann fái greidda sömu fjárhæð fyrir þær tvær ferðir, sem hann fór suður til Reykjavíkur á eigin bifreið. Þá hefur stefnandi lagt fram reikning frá Bílaleigunni h/f að fjárhæð kr. 405.00, en stefnandi kveðst eitt sinn hafa þurft að taka þar bifreið á leigu. Við mat á þessum lið bendir stefnandi á það, að vegna heilsufars hans hafi hann átt (mjög örðugt með gang og orðið að hafa bifreið til þess að komast á milli lækna daglega, meðan hann hafi dvalið hér fyrir sunnan. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem of háum. Við mat á þessum kröfulið lítur rétturinn svo á, að eðlilegt sé að meta ferðakostnað stefnanda með eigin bifreið til jafns við 749 kostnað þann, er hann hafði af flugferðinni, það er kr. 1.900.00. Kostnaður við þrjár ferðir stefnanada ákveðst því kr. 5.700.00. Þá er einnig rétt að taka til greina reikninginn frá Bílaleigunni h/f að fjárhæð kr. 405.00. Að öðru leyti eru eigi efni til að taka þennan kröfulið frekar til greina gegn andmælum stefnda, enda hefur ekki verið sýnt fram á, að stefnandi hafi orðið fyrir frekari útgjöldum vegna ferða sinna en að framan greinir. Um liði 5—7. Þessir kröfuliðir hafa eigi sætt tölulegum andmælum af hálfu stefnda. Verða þeir því teknir til greina óbreyttir. Samkvæmt framansögðu ákveðst tjón stefnanda af völdum slyssins samtals kr. 603.855.00 (þ. e. kr. 500.000.00 | 80.000.00 - 11.150.00 - 405.00 - 5.700.00 | 2.000.00 | 3.200.00 -} 1.400.00). Stefnandi á sjálfur að bera "% hluta tjóns síns, þ. e. kr. 201.285.00. Eftir standa þá kr. 402.570.00. Frá þeirri fjárhæð ber að draga greiðslur til stefnanda frá Tryggingastofnun ríkisins, samtals að fjárhæð kr. 184.229.40, og kaup, sem stefndi hefur greitt stefnanda eftir slysið, að fjárhæð kr. 11.545.52 auk orlofs að fjárhæð kr. 808.18. Samkvæmt þessu er stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 205.986.90 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Samkvæmt reikningi, sem lögmaður stefnanda hefur lagt fram í málinu, er útlagður kostnaður stefnanda kr. 3.522.00. Málskostnaður til handa stefnanda ákveðst kr. 33.522.00 og greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda, Birgi Ísleifi Gunnarssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 30.000.00 í talsmannslaun. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Síldðarverksmiðjur ríkisins, greiði stefnanda, Skarp- héðni Björnssyni, kr. 205.986.90 auk 7% ársvaxta frá 3. sept- emiber 1966 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Málskostnaður stefnanda, kr. 33.522.00, greiðist úr ríkis- sjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda, Birgi Ísleifi Gunnarssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 30.000.00 í talsmannslaun. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 750 Miðvikudaginn 28. maí 1969. Nr. 209/1968. Vegagerð ríkisins (Kristinn Gunnarsson íhr.) gegn Hauki Tómassyni (Páll S. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli Þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. nóvember 1968. Krefst áfrýjandi lækkunar á dæmdum fjárhæðum í héraðsdómi, þannig að honum verði aðeins dæmt að bæta tjón stefnda að hálfu og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði látinn niður falla. Stefndi krefst þess, að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Málsatvikum er rækilega lýst í héraðsdómi. Fallast má á rök héraðsdóms fyrir því, að öryggisumbúnaður á steypu- hrærivél þeirri, er stefndi vann við, þegar hann slasaðist, hafi eigi verið fullnægjandi af hálfu framleiðanda vélar- innar. Slys það, er hér um ræðir, varð 3. september 1966, en samkvæmt gögnum málsins hafði stefndi stjórnað steypu- hræri vélinni frá því í maimánuði sama ár og var því verkinu vanur og þekkti vélina. Mátti honum vera ljóst, að Það verk- lag að klifra upp vélina, þar sem stjórntæki skúffunnar voru, fól í sér mikla hættu. Þegar til þessa er litið, verður að telja, að slysið hafi að nokkru orðið fyrir ógætni stefnda sjálfs. Samkvæmt þessu þykir rétt að skipta fébótaábyrgð á slysi þessu þannig, að áfrýjandi bæti stefnda tjón hans að %4 hlutum. Kröfur stefnda eru sundurliðaðar í héraðsdómi. Þórir Bergsson tryggingafræðingur hefur hinn 22. maí 1969 reiknað af nýju með líkindatölum f járhagstjón stefnda 751 vegna slyssins. Er þá gætt þeirra kauplagsbreytinga, sem orðið hafa, frá því að tryggingafræðingurinn gerði sams konar reikning hinn 18. desember 1967, svo sem í héraðsdómi greinir. Telur tryggingafræðingurinn nú, að tjón vegna tíma- bundinnar örorku nemi kr. 240.435.00 og verðmæti rýrnunar vinnutekna vegna varanlegrar örorku kr. 647.733.00. Með hliðsjón af líkindareikningi þessum og þegar þess er gætt, að bætur þessar eru undanþegnar tekjuskatti og tekju- útsvari, þykir óbætt heildartjón stefnda vegna örorku hæfi- lega metið kr. 560.000.00, og hafa þá verið dregnar frá bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, kr. 144.300.10. Tjón stefnda vegna þjáninga og lýta er hæfilega ákveðið í héraðsdómi, kr. 60.000.00. Útlagt fé stefnda vegna slyssins, kr. 5.000.00, hefur eigi sætt andmælum og verður því tekið til greina að fullu. Samkvæmt þessu telst óbætt heildartjón stefnda kr. 625.000.00. Ber áfrýjanda að bæta honum 2g hluta þess, kr. 416.666.70, með 7% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludass. Eftir þessum úrslitum ber áfrýjanda að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 100.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Vegagerð ríkisins, greiði stefnda, Hauki Tómassyni, kr. 416.666.70 með 7% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags og kr. 100.000.00 í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Jónatans Hallvarðssonar og Einars Arnalds. Um kröfugerð málsaðilja hér fyrir dómi er vísað til at- kvæðis meiri hluta dómenda. 152 Stefnda, sem var tæplega tvítugur, hafði verið falið að gæta þess, að vatnsmagn það, sem rynni í steypuna, væri hæfilegt. Verkstjórinn lýsir aðstæðunum við þetta starf stefnda þannig: „Að ofan á steypuvélinni hafi verið vatns- geymir, sem úr hafi verið tekið vatn í steypulögunina, og að á þeim vatnsgeymi hafi verið mælir, sem tempraði vatnið í hverja lögun, en þann mæli hafi þó Haukur orðið að stilla annað slagið eftir atvikum. Til þess að ná til þess að stilla þann mæli hafi Haukur, eða stjórnandi vélarinnar, þá orðið að fara hverju sinni upp á vélina og hafi hann þá jafnaðar- lega stigið upp á hjólbarða á hjóli undir vélinni“. Slysdag- inn gekk á með regnskúrum, og skrikaði stefnda fótur á hálum hjólbarðanum. Í fallinu varð slysið, eins og nánar er lýst í héraðsdómi. Í desembermánuði 1967 var steypuvélin skoðuð af hálfu Öryggiseftirlits ríkisins. Í skoðunarskýrslu eftirlitsmanns þess segir m. a. svo: „Búið var að setja stiga á vélina til þess að nota, þegar hagræða þarf vatnsstillingu, sem er ofan á vélinni, og virtist mér ógerlegt að ná til þess án stigans, nema að stíga á einhverja upphækkun, svo sem hjólbarða vélarinnar. Búnaður vélarinnar virtist mér góður eftir tilkomu stigans“. Þá segir öryggismálastjóri m. a. svo í bréfi, dags. 9. janúar 1968, til lögmanns stefnda: „Tekið skal fram, að aðspurður telur eftirlitsmaðurinn, að hægt hefði verið að flytja stillitæki vatnsins niður með liðabúnaði, svo að ekki þyrfti að klifra til að ná til stillitækjanna“. Sam- kvæmt framansögðu er ljóst, að öryggisbúnaði steypuvélar- innar var mjög áfátt. Stefndi kvartaði ekki undan öryggis- skortinum, en eigi þykja þó, eins og á stóð, efni til að lækka bætur til hans af þeim sökum. Ber því að staðfesta ákvæði héraðsdóms um fulla ábyrgð áfrýjanda á tjóni stefnda. Við erum sammála mati og reikningi meiri hluta dómenda á tjóni stefnda. Nemur það samkvæmt því kr. 625.000.00. Ber að dæma áfrýjanda til að greiða þessa fjárhæð ásamt 7% ársvöxtum:frá 3. september 1966 til greiðsludags og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 150.000.00. 75ð Dómsorð: Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna Vegagerðar ríkisins, greiði stefnda, Hauki Tómassyni, kr. 625.000.00, ásamt 7% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, kr. 150.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. október 1968. Mál þetta, sem tekið war til dóms í dag, hefur Haukur Tómas- son, Vallargerði 32, Kópavogi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 21. febrúar 1968, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna Vegagerðar ríkisins til greiðslu á kr. 807.248.00 auk 8% ársvaxta frá 3. september 1966 til greiðsludags og máls- kostnaði að skaðlausu. Stefndi hins vegar gerir þær kröfur aðallega, að hann verði sýknaður og honum tildæmdur málskostnaður, en til vara, að stefnukrafan verði verulega lækkuð og að málskostnaður verði þá felldur niður. Í stefnu er málavöxtum lýst þannig, að sumarið 1966 hafi stefn- andi unnið við brúargerð á Holtsá undir Eyjafjöllum sem starfs- maður Vegagerðar ríkisins. Hinn 3. september 1966 hafi verið unnið við steypu og hafi það verið starf stefnanda að stjórna steypuhrærivélinni, sem hafi verið svo til ný og tekið tvo poka af sementi í hræru. Ofan á grind vélarinnar yfir belgnum kveður stefnandi hafa verið vatnskút, sem vatnið hafi verið leitt í með gúmmíslöngu, og hafi stefnandi blandað vatni í hræruna með því að taka í handfang og þá hafi vatnið runnið úr kútnum ofan í belginn. Til þess að stilla, hve mikið vatn færi í hræruna, hafi hins vegar þurft að klifra upp á vélina og færa til handfang, sem verið hafi til hliðar við vatnskútinn, en þá hafi færzt til nál, sem hafi sýnt, hve margir lítrar væru í hverri hræru. Þennan umrædda dag kveður stefnandi hafa gengið á með regnskúrum og hafi því þurft breytilegt vatnsmagn í hræruna. Kveðst stefnandi því oft hafa þurft að klifra upp til að breyta vatnsstillingunni. Vegna rigningarinnar hafi werið orðið sleypt að klifra upp og eitt sinn, er stefnandi hafi klifrað upp eftir vél- inni til þess að breyta vatnsstillingunni, hafi hann misst fótanna. Kveðst hann hafa náð með hægri hendi taki í vír þann, sem lyfti skúffunni, en sá vír liggi í hjólkopp, sem vírinn vefjist utan um, 48 754 Þegar skúffunni er lyft. En um leið og stefnandi missti fótanna, muni hann hafa snert stöng, sem setur hjólkoppinn af stað, með þeim afleiðingum, að vírinn hafi vafizt upp á hjólkoppinn og lyft skúffunni, en hægri hönd stefnanda hafi orðið á milli vírs og hjólkopps og slasazt illa. Stefnandi kveður verkstjórann ásamt fleiri mönnum hafa komið á vettvang og losað sig. Hálftíma síðar hafi læknirinn kom- ið frá Hvolsvelli og síðar sjúkrabíll, sem hafi flutt stefnanda í sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem hann hafi legið um skeið. Höndin hafi síðar verið brotin upp aftur af dr. Snorra Hallgrímssyni og hafi stefnandi þá verið til aðgerðar á Landspítalanum í Reykja- vík. Stefnandi kveður vinnuveitanda ekkert hafa aðhafzt í þá átt að rannsaka slysið eða láta taka lögregluskýrslu af vitnum. Hins vegar gekkst lögmaður sá, er stefnandi leitaði til, fyrir því, að rannsókn færi fram. Skal nú rakið það helzta, sem vitni hafa um málið að segja. Vitnið Guðmundur Ármann Sigurjónsson kveðst hinn 3. sept- ember 1966 hafa verið við vinnu með vinnuflokki hjá Vegagerð ríkisins og hafi verið unnið við að steypa brú á Holtsá undir Eyjafjöllum, Hann kveðst þar og þá hafa verið sjónarvottur að því, er vinnufélagi hans við umrætt verk hafi slasazt mikið á hægri handlegg. Vitnið kveður þennan vinnufélaga sinn hafa verið Hauk Tómasson verkamann, til heimilis að Þórsgötu 22, Reykjavík, þ. e. stefnanda í máli þessu. Vitnið segir, að Haukur hafi haft þann starfa á hendi að stjórna steypuhrærivél, sem notuð hafi verið við verkið, og hafi Haukur verið við það starf, er hann varð fyrir umræðdu slysi. Vitnið segir, að vatni, sem notað var í steypuna, hafi verið dælt í gegnum þar til gerða súmmí- eða plastslöngu upp í vatnsgeymi, sem staðsettur hafi verið ofan á vélinni, en úr þeim vatnsgeymi hafi svo vatnið verið skammtað í hverja hræru með nokkurs konar sjálftemprandi tæki, sem Haukur hafi þó einnig stjórnað. Í sambandi við skömmt- un vatnsins í steypuna segir vitnið, að Haukur hafi oft þurft að fara upp á vélina til þess að breyta eða laga þar einhvers konar stillingu, sem skammtaði vatnið í steypuna. Kveður vitnið hann ekki hafa getað náð til að stilla þetta, ef hann stóð hjá vélinni, og hafi hann því jafnan stigið upp á hjólbarða á hjóli vélarinnar, Þegar hann hafi þurft að stilla vatnsskömmtunina þar uppi. Vitn- ið segir, að slysið hafi átt sér stað með þeim hætti, að Haukur hafi verið að vinna við svona stillingu á vatninu, og þá eins og 755 endranær stigið upp á hjólbarða vélarinnar, en þá runnið til eða skrikað fótur á hálum hjólbarðanum, sem verið hafi blautur, eins og á stóð. Í fallinu, segir vitnið, að Haukur hafi gripið í vír, sem notaður hafi verið til að lyfta með skúffu, sem flutti malar- og sementsefni í hrærivélina og knúin var einnig af afli sömu vélar. Vitnið kveður vír þessum hafa verið brugðið um hjól í vélinni, en í fallinu hafi Haukur einnig komið við stilli, sem sett hafi bað hjól og þar með einnig umræddan vírstreng af stað, og hafi þá hægri hönd og handleggur Hauks vafizt með vírstrengnum upp á hjólið. Segir vitnið, að þetta hafi allt skeð svo að segja samtímis, en mjög fljótlega hafi þá komið þarna að verkstjóri vinnuflokksins, Hugi Jóhannesson, sem werið hafi þarna nær- staddur, og hafi hann stöðvað vélina. Strax eftir það kveðst vitnið ásamt Vilhjálmi Guðbjörnssyni hafa rakið umræddan vír af hjól- inu, svo að handleggur Hauks hafi losnað, en þá segir vitnið, að strax hafi verið augljóst, að handleggur Hauks hafi verið mikið og illa brotinn. Vitnið kveður strax eftir þetta hafa verið gerðar ráðstafanir til að kveðja lækni á vettvang, en síðan hafi hinn slasaði verið fluttur á brott í sjúkrabifreið. Vitnið Vilhjálmur Guðbjörnsson kveðst hafa verið að vinna hjá Vegagerð ríkisins við brúargerð á Holtsá undir Eyjafjöllum, þegar þar átti sér stað slys það, sem um ræðir í máli þessu. Kveðst vitnið og hafa verið nærstatt, þar sem slysið skeði, og séð nokk- urn veginn hvernig það atvikaðist. Vitnið segir, að maðurinn, sem fyrir slysinu varð, Haukur Tómasson, hafi þegar þetta gerðist, haft á hendi þann starfa að stjórna nokkuð stórri steypuhræri- vél, sem notuð hafi verið til þess að hræra með steinsteypu Í brúna. Segir vitnið, að við verk þetta hafi Haukur þurft annað slagið að stilla einhvers konar mæli uppi á steypuhrærivélinni, sem tempraði vatnið í steypuna, og hafi Haukur orðið að fara að nokkru leyti upp á vélina til þess að ná til að gera þetta. Vitnið kveður slysið hafa átt sér stað með þeim hætti, að Haukur hafi einmitt verið að stíga upp á hjól vélarinnar til þess að ná til umræðds mælis og hafi hann þá tekið í vír, sem verið hafi í sambandi við skúffu vélarinnar, sem í því tilfelli hafi verið kyrr- stæð. En um leið og Haukur hafi verið að ná til umrædds mælis, hafi honum skrikað fótur á hjólbarða vélarinnar, en við það hafi hann með einhverjum hætti rekið sig í skiptistöng, sem setii um- rædda skúffu af stað og jafnframt umræddan vír, en við þetta hafi Haukur lent með höndina í spilkopp, sem umræddur vír hafi vafizt um, og þannig orðið fastur með höndina á koppnum. 156 Vitnið segir, að einhver hafi þá fljótlega stöðvað vélina, svo að umræddur spilkoppur hafi stöðvazt, og kveðst vitnið þá hafa aðstoðað við að losa hönd og handlegg Hauks af spilkoppnum. Segir vitnið, að strax hafi þá verið augljóst, að Haukur hafi slas- azt mikið bæði á hendinni og handleggnum. Vitnið Hugi Jóhannesson kveðst hafa verið verkstjóri við brúar- byggingu þá á Holtsá undir Eyjafjöllum, sem um ræðir í máli þessu. Kveðst vitnið ekki beinlínis hafa verið sjónarvottur að umræddu slysi, nema hvað það hafi komið að svo fljótlega eftir að slysið hafði átt sér stað, að það hafi hjálpað til að losa hönd og handlegg hins slasaða af spilkopp umræddrar hrærivélar. Með hvaða hætti það atvikaðist, að hinn slasaði lenti með höndina á spilkoppnum og festist þar undir vírnum, kveðst vitnið hins vegar ekki hafa séð. Vitnið segir það rétt vera, að maðurinn, sem fyrir slysinu varð, Haukur Tómasson, hafi þarna haft á hendi að stjórna umræddri hrærivél, sem notuð hafi verið til að hræra með stein- steypuna í brúna. Vitnið segir það einnig rétt vera, að ofan á steypuvélinni hafi verið vatnsgeymir, sem úr hafi verið tekið vatn í steypulögunina, og að á þeim vatnsgeymi hafi verið mælir, sem tempraði vatnið í hverja lögun, en þann mæli hafi þó Haukur orðið að stilla annað slagið eftir atvikum. Til þess að ná til þess að stilla þann mæli hafi Haukur eða stjórnandi vélarinnar orðið að fara hverju sinni upp á vélina og hafi hann þá jafnaðarlega stigið upp á hjólbarða á hjóli undir vélinni. Kveðst vitnið ekki efast um, að Haukur hafi einmitt verið að vinna við þetta verk, þegar slysið atvikaðist, þótt ekki sæi það það beinlínis. Vitnið segir, að umrædd steypuhrærivél hafi verið mjög nýleg og í full- komnu lagi og á allan hátt í því ástandi, sem hún hafi verið, þegar Vegagerðin hafði keypt hana alveg nýja, nokkrum vikum áður en þetta gerðist. Hafa þá verið raktir framburðir vitna um atvik að slysinu, og eru þeir í samræmi við það, sem stefnandi heldur sjálfur fram um það. Stefnandi styður kröfur sínar þeim rökum, að algerlega hafi verið óforsvaranlegt að láta hann standa bannig að verkinu sem gert var og vélin, sem hann vann við, hafi verið óforsvaranlega útbúin, hvað öryggi snerti. Hvíli því ábyrgðin vegna slyssins að öllu leyti á vinnuveitanda, þ. e. stefnda í máli þessu. Enn fremur bendir stefnandi á, að hann hafi verið ungur að árum, er slysið skeði, og því hvílt þyngri leiðbeiningarskylda og eftirlitsskylda en ella á vinnuveitanda. Það þyngi og ábyrgð vinnuveitanda, að 51 hann hafi ekki hlutazt til um, að rannsókn færi fram vegna slyssins. Stefndi styður dómkröfur sínar hins vegar þeim rökum, að stefnandi geti sjálfum sér um kennt, hvernig fór. Stefnandi hafi verið ímaður á bezta aldri, er slysið varð. Athyglisgáfa hans hafi átt að vera óskert. Hann hafi verið búinn að vera talsvert til sjós og unnið við umrædda steypuhrærivél frá því um vorið, er slysið varð. Hann hafi því ekki verið neinn óharðnaður unglingur, eins og geti í stefnu, maður um tvítugt, fullharðnaður af margra ára erfiðisvinnu. Hegðun hans, er slysið vildi til, hafi verið óforsvar- anleg. Hann hafi teflt á tæpasta vað og ekki gætt að hættunni. Eftir að rignt hafði um daginn og hjólið var orðið sleypt af rign- ingu, hafi hann átt að gæta sérstakrar varkárni, en það hafi hann því miður ekki gert. Hann hafi getað og átt að gæta sín betur. Hefði hann t. d. staðið á kassa eða öðrum stöðugum hlut, hefði slysi verið forðað. Ekki hafi verið hægt að ætlazt til þess, að werkstjórinn fylgdist með hverju fótmáli og handtaki stefn- anda við verkið, sem hann hafi átt og hann haffi hlotið að kunna til hlítar. Umrædd steypuhrærivél hafi verið mjög nýleg, er slysið varð, og í fullkomnu lagi. Hafi slíkar vélar verið notaðar hér á landi áratugum saman án sérstaks aukabúnaðar, þannig að stefndi eigi ekki neina sök á, hvernig fór. Þá hafi verið tilkynnt um slysið, svo sem lög mæli fyrir um. Í bréfi Öryggiseftirlits ríkisins á dskj. nr. 24 segir eftirlits- maðurinn svo: „Vegna slyss, er Haukur Tómasson varð fyrir við brúargerð á Holtsá undir Eyjafjöllum þann 3. 9. 1966, fór ég undirritaður í áhaldahús Vegagerðar ríkisins og hitti þar að máli Svavar Júlíusson, verkstjóra, og vísaði hann mér á steypuhræri- vél, er hann kvað vera hina sömu, sem var við Holtsá, er slysið varð, og væri þetta eina vélin af þessari tegund, sem heima væri. Búið var að setja stiga á vélina til þess að nota, þegar hagræða þarf vatnsstillingu, sem er ofan á vélinni, og virtist mér ógerlegt að ná til þess án stigans, nema að stíga á einhverja upphækkun, svo sem hjólbarða vélarinnar, Búnaður vélarinnar wirttist mér góður eftir tilkomu stigans“. Þá segir öryggismálastjóri m. a. svo í bréfi sínu á dskj. nr. 23 til lögmanns stefnanda: „Skv. beiðni yðar hef ég látið athuga vél þá, er um ræðir, og fylgir hér með ljósrit af skýrslu eftirlits- mannsins, sem athugunina gerði. Tekið skal fram, að aðspurður telur eftirlitsmaðurinn, að hægt hefði verið að flytja stillitæki 758 vatnsins niður með liðabúnaði, svo að ekki þyrfti að klifra til að ná til stillitækjanna“. Samkvæmt því, sem fram kemur í gögnum málsins og rakið hefur verið hér að framan, þykir ekki leika á því neinn vafi með hverjum hætti umrætt slys hafi átt sér stað. Hins vegar kemur hvergi fram í málinu, að orsakir slyssins verði raktar til sér- stakrar óvarkárni af hálfu stefnanda sjálfs. Aftur á móti líta dómendur svo á, að mjög hafi skort á, að öryggisbúnaður hinnar umræddu steypuhrærivélar, eins og henni er lýst í gögnum máls- ins, hafi verið fullnægjandi. Kemur og hið sama fram í bréfum Öryggiseftirlits ríkisins og öryggismálastjóra á dskj. nr. 24 og 23, eins og áður hefur verið rakið. Samkvæmt þessu líta dómendur svo á, að stefndi beri fulla fé- bótaábyrgð á tjóni því, sem stefnandi varð fyrir vegna umrædds slyss. Stefnandi sundurliðar kröfu sína sem hér segir: 1. Örorkubætur .. .. .. .. .. .. .. kr. '796.548.00 2. Þjáninga- og lýtabætur .. .. .. .. — 150.000.00 3. Útlagður kostnaður .. .. .. .. .. — 5.000.00 Samtals kr. 951.548.00 Frá dregst innborgun .. .. .. .. .. — 144.300.10 Kr. 807.247.90 Páll Sigurðsson læknir hefur metið örorku stefnanda vegna umrædds slyss, og hefur örorkumatið verið lagt fram sem dskj. nr. 15 í málinu og hljóðar svo: „Slysið varð með þeim hætti, að slasaði, sem vann við brúar- gerð hjá Vegagerð ríkisins, var stjórnandi hrærivélar og var að lagfæra vélina, en lenti þá með hægri handlegg milli vírs og hjól- kopps með þeim afleiðingum, að framhandleggurinn skaddaðist. Slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi, og í vottorði Óla Kr. Guðmundssonar, sjh.læknis þar, frá 20/9 1966 þá segir, aö um hafi verið að ræða fract. diaph. radii dx comminuta cum luxatio raðio-ulnaris. Slasaði dvaldist á sjúkrahúsinu frá 3/9— 7/9, en útskrifaðist þá með gipsumbúðir. Brotið mun ekki hafa gróið eðlilega, og af þeim sökum var maðurinn lagður inn á Landspítala og lá þar frá 13/2—20/2 1967. Í vottorði Hannesar Finnbogasonar, læknis á Landspítala, frá 29/4 1967, þá er sjúkdómsgreining Pseudarthrosis antibrachii og 759 í vottorði Snorra Hallgrímssonar, yfirl., frá 19/5 1967, þá segir, að aðgerðin hafi verið op. pro. pseudarthrosis. Slasaði kom til viðtals hjá undirrituðum hinn 6/11 1967. Hann skýrir frá meðferðinni, eins og fram kemur hér að framan. Núverandi óþægindi: Kvartar um kraftleysi í hægri handlim og stirðleika. Skoðun: Maðurinn kveðst vera rétthentur. Hægri handlimur: Hreyfingar í hægri öxl eru eðlilegar. Hreyfingar í olnboga: Hjarar- hreyfing er eðlileg og eins og vinstra megin, en hverfihreyfing er nær engin, aðeins nokkurra gráðu hreyfing kringum o-stöðu. Úlnliður. Dorsalflexion 20“ (vinstri 70*). Volarflexion 40“ (vinstri 809). Radial og ulnarvindingur greinilega minni hægra megin. Það er lítilsháttar marr yfir örinu á framhandlegg við hreyfingar á úlnlið. Röntgenskoðun var gerð 7/11 1967, og segir svo Í umsögn rönt- genlæknis: „1/11 ?67, h. úlnliður — h. framhandleggur, control. Proc. styloideus ulnae er enn laus frá, en aðallega með fibrösri festingu. Fracturan í radius hefur verið spengd með málmspöng og tveimur skrúfum í hvorum brotenda og er fyllilega gróin, en sclerotisk svæði þó á brotsvæðinu. Engin resorption sjáanleg í kringum skrúfur. NB.: Situs er ágætur“. Eftir skoðun hinn 6/11 sendi undirritaður slasaða til þeirra lækna, sem hafa haft hann til meðferðar, en þeir telja ekki, að um frekari aðgerðir sé að ræða vegna slyssins. Ályktun: Hér er um að ræða 21 árs gamlan mann, sem slasaðist fyrir rúmlega einu ári og brotnaði á hægri framhandlegg. Brotið greri ekki eftir fyrstu meðferð, og var síðan gerð skurðaðgerð á Landspítala og því fest með spöng og skrúfum. Sem afleiðingu brotsins nú þá hefur maðurinn stirðleika í úlnlið og enga hverfihreyfingu á framhandlegg. Um frekari aðgerðir er ekki að ræða til að bæta ástand slasaða. Vegna slyssins þá hefur maðurinn hlotið tímabundna og varan- lega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 8 mánuði .. .. ........ 100% örorka Í4 — 75% — Í3 — 50% — Í3 — 85% — og síðan varanleg örorka 20%“. 160 Skulu nú einstakir kröfuliðir stefnanda athugaðir nánar. Um 1. lið, bætur vegna tímabundinnar og varanlegrar örorku. Stefnandi var 20 ára að aldri, þegar hann varð fyrir umræddu slysi. Hann hefur fengið sérfróðan ímann um tryggingamál til að reikna út tjón það, sem hann hefur beðið vegna slyssins, og leggur hann útreikning tryggingafræðingsins til grundvallar bótafjárhæð samkvæmt þessum lið, en útreikningur tryggingafræðingsins er meðal annars grundvallaður á framanskráðu örorkumati. Er út- reikningur tryggingafræðingsins svohljóðandi: „Haukur Tómasson slasaðist 3. september 1966. Hægri hand- leggur hans lenti milli vírs og hjólkopps á hrærivél og brotnaði. Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, hefur í örorkumati, dags. 1. des. 1967, metið orkumissi Hauks vegna þessa áverka þannig: Í 8 mánuði .. .. .... .... 100% Örorka Í4 — 0. T5% — Í3 — 0. 50% — Íí3 — . 85% — og síðan varanleg örorka 20%. Haukur er sagður fæddur 4. júlí 1946 og hefur því verið 20 ára á slysdegi. Samkvæmt staðfestum afritum af skattframtölum Hauks árin 1965— 1967 hafa vinnutekjur hans tvö almanaksárin fyrir slysið og slysárið verið: Árið 1964 .. .. .. kr.155.691.00 — 1965 .. .. .. — 131.036.00 — 1966 .. .. .. — 145.666.14 (9 mánuðir) Þessara tekna hefur Haukur aflað að mestu sem háseti á tog- urum og fiskibátum. Árið 1966 eru þó kr. 90.666.14 fyrir verka- mannavinnu hjá Vegagerð ríkisins. Þegar um er að ræða svo unga menn sem Hauk, er venja að áætla þeim hækkandi laun til 27) árs aldurs, sem er meðalgift- in'garaldur íslenzkra karla samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þegar tekjur Hauks eru umreiknaðar til kauplags nú, kemur í ljós, að hann hefur 17, 18 og 19 ára aflað allt að því jafnmikils og nemur meðalvinnutekjum kvæntra verkamanna samkvæmt úrtakstölum Efnahagsstofnunarinnar. Ég tel því rétt að ætla tekjur hans frá byrjun sem meðalvinnutekjur verkamanna samkvæmt úrtakstöl- 761 um. Þótt Haukur hafi unnið sem sjómaður, verður einungis miðað við verkamenn, þar eð Haukur vann sem slíkur, er slysið varð, og eini hugsanlegi bótagreiðandi er atvinnurekandi hans. Áætlaðar vinnutekjur verða því eins og næsta tafla sýnir. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum tekjum og örorkan er metin. Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: 1. árið eftir slysið .. .. kr. 222.466.00 kr. 203.927.00 2. — — — .. 2. — 228.748.00 — "71.248.00 Síðan árlega .. .. ... .. — 230.008.00 — 46.002.00 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. kr. 240.435.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. 2... — 556.113.00 Samtals kr. 796.548.00 Frá Tryggingastofnun ríkisins hefur Haukur fengið greidda dagpeninga fyrir tímabilið frá 11/9 1966 til 30/6 1967, samtals kr. 38.881.10, og eingreiðslu þann 15/12 1967, kr. 105.419.00, sem ekki hefur verið dregið frá. Ekki hefur heldur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a., dánarlíkur ís- lenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem allt of háum. Þegar allt það hefur verið virt, sem að framan hefur verið rakið, og þess meðal annars gætt, að tryggingafræðingurinn hefur í tjónútreikningi sínum ekki reiknað frádrátt vegna opinberra gjalda, þykir hæfilegt að meta tjón stefnanda samkvæmt þessum lið kr. 635.000.00. Um II. lið, þjáninga- og lýtabætur. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum. Sjúkrasaga stefnanda hefur að nokkru verið rakin í örorkumati Páls Sigurðssonar læknis hér að framan. Samkvæmt henni og öðru því, sem hér þykir skipta máli, þykir hæfilegt að meta stefnanda bætur samkvæmt þessum lið kr. 60.000.00. 762 Um III. lið, útlagðan kostnað. Stefndi hefur ekki sérstaklega mótmælt þessum kröfulið. Verð- ur hann því tekinn til greina óbreyttur. Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda, þ. e. hér skiptir máli, nema alls kr. 700.000.00 (kr. 635.000.00 - 60.000.00 -k 5.000.00). Ber stefnda því að greiða stefnanda framangreinda fjárhæð ásamt vöxtum, sem ákveðast 7% ársvextir frá Þeim degi, sem krafizt er í stefnu, til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 80.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendum Guðmundi Björnssyni verkfræðingi og Ás- mundi Ólasyni múrarameistara. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna Vegagerðar ríkisins, greiði stefnanda, Hauki Tómassyni, kr. 700.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. september 1966 til greiðsludags og kr. 80.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 763 Miðvikudaginn 28. maí 1969. Nr. 234/1968. Páll S. Pálsson hrl. í. h. Ludwig Winsche á Co. (Þorsteinn Júlíusson hdl.) gegn Óskari Ingiberssyni og Jóni Ingiberssyni (Einar Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Uppboð. Gengi. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 13. des- ember 1968. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og ákveðið, að fiskflatningsvél sú, sem um er fjallað í málinu, verði seld til lúkningar á eftirstöðv- um dómskuldar, DM 10.868.96, auk 1% dráttarvaxta fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 18. febrúar 1968 til greiðsludags svo og eftirstöðvum uppboðskostnaðar, allt að frádregnum kr. 13.037.10. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úir hendi stefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjanda dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er rækilega lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Hinn 14. maí 1969 greiddu stefndu kr. 7.00 upp í kröfur áfrýjanda og töldu þær þar með að fullu greiddar. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða úrskurði, deila aðiljar í máli þessu um fimm atriði. Atriði a. b. og e. Greiðsla 24. október 1967. Staðfesta ber úrlausn uppboðsdómara um þessi atriði, þar sem málinu hefur eigi verið gagnáfrýjað. Ber því að miða við, að ógreitt hafi verið af dómkröfum áfrýjanda hinn 31. desember 1967 11.084.59 vestur-þýzk mörk. 764 Atriði c. Greiðslur 29. febrúar 1968. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða úrskurði, sreiddu stefndu á uppboðsþingi 29. febrúar 1968 til áfrýjanda kr. 10.547.90 í reiðu fé og afhentu uppboðsdómara sparisjóðs- bók með innstæðu kr. 85.000.00, sem þeir þó mótmæltu, að afhent yrði áfrýjanda. Samkvæmt málflutningi hér fyrir dómi hefur áfrýjandi eigi fengið það fé, sem var í spari- sjóðsbók þessari. Afhending sparisjóðshókar þessarar til upp- boðsdómara jafngildir eigi greiðslu upp í uppboðskröfu áfrýjanda, sbr. ákvæði 41. gr. laga nr. 93/1933, og getur því fé það, sem hér um ræðir, ekki komið til frádráttar kröfum áfrýjanda. Af greiddu reiðufé, kr. 10.547.90, er áfrýjanda heimilt að taka fyrst eftirstöðvar málskostnaðar, kr. 870.80, sem eigi er um deilt, kr. 9.727.10 skulu renna til greiðslu höfuðstóls kröfu áfrýjanda, miðað við sölugengi vestur- þýzkra marka í Reykjavik á greiðsludegi, en 100.00 vestur- þýzk mörk jafngiltu þá kr. 1.424.95. Atriði d. Leyfisgjald og bankaþóknun. Stefndu er rétt að greiða skuld þá, sem um er fjallað í máli þessu, með krónum, miðað við sölugengi vestur-þýzkra marka á greiðsludegi. Verður því eigi ákveðið uppboð til lúkningar þessum fjárhæðum. Fjárhæðir þær, er stefndu greiddu áfrýjanda 4. marz 1968, 6. nóvember 1968 og 14. maí 1968, ber með skirskotun til raka í hinum áfrýjaða úrskurði að reikna sem greiðslu á kröfum áfrýjanda, miðað við sölugengi vestur-þýzkra marka á greiðsludögum. Samkvæmt framangreindu og því, sem í hinum áfrýjaða úrskurði greinir, nam ógreiddur höfuðstóll kröfu áfrýjanda 1. desember 1968 7.233.57 vestur-þýzkum mörkum og ógreiddir vextir 468.50 vestur-þýzkum mörkum, en frá þeirri fjárhæð ber að draga 0.32 vestur-þýzk mörk, jafnvirði þeirra kr. 7.00, sem greiddar voru 14 maí 1969. Ber því að leyfa nauðungaruppboð á hinni fjárnumdu eign til lúkningar vestur-þýzkum mörkum 7.701.75, auk 1% vaxta á mánuði af vestur-þýzkum mörkum 7.233.57 frá 1. 165 desember 1968 til greiðsludags í íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík á greiðsludegi, svo og ógreiddum uppboðs- kostnaði. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndu greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 30.000.00. Dómsorð: Hið umbeðna uppboð skal fram fara til lúkningar á vestur-þýzkum mörkum 7.701.75, auk 1% vaxta á mán- uði af vestur-þýzkum mörkum 7.233.57 frá 1. desember 1968 til greiðsludags í íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík á greiðsludegi, svo og ógreiddum uppboðs- kostnaði. Stefndu, Óskar Ingibersson og Jón Ingibersson, greiði áfrýjanda, Páli S. Pálssyni hrl. f. h. Ludwig Wiúinsche £ Co., kr. 30.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsdóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 25. nóv- ember 1968. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum mál- flutningi þann 6. nóvember s.l. Mál þetta var höfðað með uppboðsauglýsingu, fyrst birtri 21. febrúar 1968. Aðiljar uppboðsmálsins eru uppboðsbeiðandi, Lud- wig Wuúnsche ér Co., Hamborg, og uppboðsþolar, Óskar Ingibers- son, Keflavík, og Jón Ingibersson, Ytri-Njarðvík. Uppboðshaldari hefur reynt sáttir í máli þessu, en án árangurs. Dómkröfur gerðarbeiðanda eru þær, að seld verði á nauðungar- uppboði hið fjárnumda, Baader fiskflatningsvél, til lúkningar eftirstöðvum dómskuldar og eftirfarandi kostnaðar, sem gerðar- beiðandi sundurliðar þannig: Höfuðstóll DM 10.868.95 að frá- dregnum ísl. kr. 11.447.90 (innborgun 29. febrúar 1968, kr. 12.267.90, að frádregnum eftirstöðvum kostnaðar, kr. 820.80) ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 18. febrúar 1968 til greiðsludags. Jafnframt hefur uppboðs- beiðandi krafizt málskostnaðar úr hendi uppboðsþola. 766 Uppboðsbolar hafa gert þær dómkröfur, að synjað verði um framgang uppboðsins og að uppboðsbeiðanda verði gert að greiða uppboðsþolum málskostnað. I. Málavextir eru þeir, að með dómi bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnuim árið 1967, voru þeir Óskar Ingibergsson og Friðrik Jörgensen in soliðum dæmdir til að greiða uppboðsbeiðanda víxil að fjárhæð DM 20.761.94 ásamt vöxtum og kostnaði. Umboðsmaður uppboðsbeiðanda, Páll S. Pálsson hæstaréttar- lögmaður, kveðst þá um sumarið hafa haft samband við Óskar Ingibergsson og tjáð honum kröfu uppboðsbeiðanda um tafar- lausa fullnægju dómsins. Seint í ágústmánuði 1967 eru uppboðs- þolar sagðir hafa komið á skrifstofu lögmanns uppboðsbeiðanda og beðið um nokkurn greiðslufrest, meðal annars til að fá tóm til að skrifa uppboðsbeiðanda út af viðskiptum þeirra, en einnig vegna greiðsluerfiðleika. Af skjölum málsins verður séð, að þann 13. október 1967 hafi uppboðsbeiðandi gert fjárnám í áðurnefndri Baader flatningsvél fyrir dómkröfunni ásamt áföllnum og eftir- farandi kostnaði. Þann 24. október 1967 greiddu uppboðsþolar inn á dómkröfuna kr. 150.000.00 til lögmanns uppboðsbeiðanda. Lögmaður uppboðs- beiðanda gaf kvittun fyrir nefndri inngreiðslu, sem hljóðar svo: „Inngreitt á ofannefnda kröfu í dag, kr. 150.000.00 — eitt hundrað og fimmtíu þúsund —. Reykjavík 24/10 1967, Páll S. Pálsson“. Ekki verður séð, að aðiljar málsins hafi gert neins konar fyrir- vara við umrædda inngreiðslu. Lögmaður uppboðsbeiðanda hefur hér fyrir uppboðsréttinum skýrt svo frá, að uppboðsþolar hafi þá við inngreiðsluna á áður- nefndri fjárhæð beðið sig enn uim að fresta uppboðsbeiðni og haft góð orð um það að greiða eftirstöðvarnar innan hálfs mánaðar, eða að minnsta kosti mjög fljótlega. Uppboðsþolar hafa hér fyrir dómi lýst því, að áðurnefnd inn- greiðsla, kr. 150.000.00, hafi verið lágmarksgreiðsla, til þess að þeir fengju einhvern frest. Kváðust þeir ekki muna eftir því, að ákveðinn frestur hafi verið settur til að greiða eftirstöðvarnar, en þó hafi verið miðað við það, að þær yrðu greiddar, strax og uppboðsþolar gætu. Við áðurnefnt tækifæri kváðust uppboðs- þolar hafa boðið umboðsmanni uppboðsbeiðanda 5% afslátt þann, sem þeir töldu sig eiga á uppboðsbeiðanda út af kaupum á nót, 167 og hafi uppboðsþolar á þessum tíma talið þann afslátt nema kr. 50.000.00. Umboðsmaður uppboðsbeiðanda hafi þó ekki viljað taka við afslættinum sem greiðslu, en bent uppboðsþolum á að snúa sér beint til uppboðsbeiðanda og fá samþykki hans. Seint í nóvembermánuði 1967 varð verðfall á íslenzkum gjald- miðli. Hefur lögmaður uppboðsbeiðanda skýrt svo frá, að þann il. desember 1967 hafi uppboðsþolar engan lit verið farnir að sýna á því að efna loforðið frá 24. október þ. á. Hafi hann hví sótt wm yfirfærslu á DM 8.282.55, sem séu áðurnefndar kr. 150.000.00 að frádregnum málskostnaði. Yfirfærslan hafi fengizt á Þorláksdag og hafi ávísunin verið send til uppboðsbeiðanda bann 27. desember 1967. Með bréfi, dags. 21. desember 1967, fór umboðsmaður uppboðs- beiðanda þess á leit við sýslumann Gullbringu- og Kjósarsýslu, að hið fjárnumda yrði selt á nauðungaruppboði. Af skjölum máls- ins er svo að sjá, að gerðarþolar hafi greitt til umboðsmanns uppboðsbeiðanda kr. 25.000.00 auk ávísunar á innstæðu að fjár- hæð kr. 22.500.00 og að fjárhæðir þessar hafi verið yfirfærðar þann 16. febrúar 1968 (DM 3.342.35), og féllst lögmaður upp- boðsbeiðanda á í hinum munnlega flutningi, að þetta væri rétt, enda lýsti hann því yfir, að fyrri skilningur sinn um, að ávísunin á kr. 22.500.00 innstæðu hefði ekki fengizt innleyst, hefði verið á misskilningi byggður. Þann 29. febrúar 1968 var mál þetta fyrst tekið fyrir í upp- boðsrétti Gullbringu- og Kjósarsýslu. Greiddi þá umboðsmaður uppboðsþola kr. 10.547.90 með ávísun og kr. 85.000.00 með spari- sjóðsbók til uppboðshaldara, og taldi umboðsmaður uppboðsþola fjárhæðina þá fullnaðargreiðslu á kröfum uppboðsbeiðanda. Um- boðsmaður uppboðsbeiðanda taldi hins vegar greiðsluna ófull- nægjandi og krafðist þess, að uppboðinu yrði fram haldið. Málinu var þó frestað með samkomulagi aðiljanna. Þann 4. marz s. á. var uppboðsrétturinn settur á ný. Greiddi þá umboðsmaður upp- boðsþola til upoboðshaldara kr. 1.720.00, sem hann þá taldi fulln- aðargreiðslu, Af gögnum málsins verður ráðið, að uppboðsþolar höfðu beðið um kyrrsetningu á áðurnefndri sparisjóðsbók vegna kröfu, sem þeir töldu sig eiga á uppboðsbeiðanda út af meintu loforði hans um 5% afslátt vegna kaupa á nót þeirri, sem að framan greinir. Uppboðsþolar létu framkvæma kyrrsetningu í sparisjóðsbók þessari út af áðurnefndum meintum kröfum þann 18. marz 1968. Í fyrrgreindu réttarhaldi þann 4. marz 1968 var af þessu tilefni 768 meðal annars bókað: „Lýsir hann (umboðsmaður uppboðsþola) því yfir, að löghaldsbeiðni hans, sem lögð var fyrir bæjarfóget- ann í Hafnarfirði 29/2 s.l, nái aðeins til kr. 85.000.00, sem hann telur nægja til tryggingar gagnkröfu sinni. Gerðarbeiðandi krefst þess að fá í sínar hendur allt það fé, sem greitt hafi verið til uppboðshaldara. Umboðsmaður uppboðsþola lýsir því yfir, að hann samþykki, að gerðarbeiðanda verði afhentar kr. 12.267.90, en mótmælir, að kr. 85.000.00 séu afhentar gerðarbeiðanda, þar sem beðið hafi verið um löghald fyrir þeirri fjárhæð. Gerðarbeiðandi kveðst líta svo á, að eigi sé um greiðslu að ræða, fyrr en féð sé komið í sínar hendur eða umbj. síns og þar eð nú sé viðurkennt af umboðsmanni uppboðsþola, að honum sé skylt að greiða umræddar kr. 85.000.00 — og hann greiði þær ekki til sín og haldi uppi mótmælum gegn því, að uppboðshaldari afhendi þessa fjárhæð, þá telji hann, að viðurkennt sé, að upp- boðskröfu sinni sé ekki fullnægt. Krefst hann þess, að uppboðið haldi áfram“. Il. Höfuðstóll skuldarinnar nam DM 20.761.94. Uppboðsþolar hafa látið þessar greiðslur af hendi rakna: 1. Kr. 150.000.00, greiddar 24. október 1967. Fjárhæðin að frá- dregnum málskostnaði, provision og leyfisgjaldi yfirfærð 23. desember 1967 með DM 8.282.55. 2. Peningar og ávísun á geymslufé, samtals kr. 47.500.00, af- hent í janúar 1968, en yfirfært 16. febrúar 1968 með DM 3.342.35. 3. Áwvísun, kr. 10.547.90, afhent í uppboðsþingi þann 29. febrúar 1968, og kr. 1.720.00, afhentar á uppboðsþingi 4. marz s. á., samtals kr. 12.267.90. 4. Kr.1.583.00, afhentar á uppboðsþingi þann 6. nóvember 1968. Óumdeilt er, að allar þessar inngreiðslur hafi farið fram. 5. Sparisjóðsbók með kr. 85.000.00 innstæðu, afhent á uppboðs- þingi þann 29. febrúar 1968. Umþrætt er, hvort umrædd sparisjóðsbók hafi verið lögleg greiðsla eða ekki, eins og á stóð. Enn fremur greinir aðilja verulega á um það, hvernig reikna beri út eftirstöðvar af kröfu gerðarbeiðanda. Gerðarbeiðandi telur, að eftirstöðvarnar beri að reikna út þannig: 769 „Höfuðstóll . .. DM 20.761.94 1% dráttarvextir frá 31/5 1967—-31/12 1967 .. DM 1.453.27 Yfirfært 23/12 1967 .. .. .. .. DM 8.282.55 1% dráttarvextir frá 31/12 1967 —18/2 1968 af DM 13.932.66 .. DM 278.64 Yfirfært 16/2 1968 .. .. .. .. .. DM 3.342.35 DM 11.624.90 DM 22.493.85 Eftirstöðvarnar eru því .. .. .. DM 10.868.95 ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 18. febrúar 1968 til greiðsludðags. Af 150.000.00 íkr. inngreiðslunni war tekið samkvæmt neðanrit- uðu kr. 30.127.00 fyrir málskostnaði og útlögðum kostnaði og sótt um yfirfærslu fyrir afgangnum. Fengin var yfirfærsla fyrir kr. 119.723.20, sem skiptast þannig: DM 8.282.55 á 1.431.10 .. .. .. kr.118.531.55 Provision .. 0. 0.0.7 592.65 Leyfisgjald .. .. .. — 599.00 en mismunurinn á þeirri upphæð o, og - 150. 000.00 kr. er kr. 30.276.80, sem endanlega reiknaðist upp í kostnað og málskostnað. Seinni yfirfærslan var algjörlega reiknuð út af Útvegsbank- anum, og greiddi skrifstofan af þeirri ávísun kr. 25.000.00 (sic), er greiddar woru til hennar með ávísun 29/1 1968. Kostnaður sundurliðast þannig: Málskostnaður .. .. 0. 2... kr. 25.340.00 Stimpil- og afsagnarkostnaður A — 707.00 Endurrit dóms .. 2... 30.00 Birting dóms .. .. .. .. sr 130.00 Gr. bæjarfógeta .v fjárnáms 0... — 2.420.00 Mót dagpen. | bílkostn. v/ fjárn. .. .. — 1.500.00 Bílkostn. til Njarðvíkur v. uppboðsfyrirtöku 26/1 1967 .. 0... 500.00 Mót vegna sama .. 2. 2. 0. 7 500.00 Samtals kr. 31.127.00 Greitt — 30.276.80 Eftirstöðvar kr. 820.20% 49 770 Uppboðsbeiðandi telur þó, að af DM 10.868.95 eigi að koma til frádráttar kr. 11.447.90 (inngreiðsla 29. febrúar 1968, kr. 12.267.90 að frádregnum eftirstöðvum kostnaðar, kr. 820.80). Upp- boðsþoli telur skuldina að fullu greidda. Hann hefur gert svofellda grein fyrir kröfum sínum: „Ég tel því að reikna eigi kröfuna þannig: 1.Höfuðstóll.. 0... .. 0... 0... 0... 2. DM 20.761.94 Þar frá dregst greiðsla 24/10 '67 kr. 150.000.00 á gengi DM 100.00 á móti kr. 1.075.62 .. .. .. DM 13.945.50 DM 6.816.44 2. Vextir Af DM 20.761.94 í 5 mán. DM 1.038.09 .. .... Af DM 6.816.44 í 4 mán. DM 272.66 DM 1.310.75 DM 8.127.19 á gengi DM 100.00 : kr. 1.42535 .. .. ., .. .. kr. 115.840.90 3.Kostnaður .. .. ......... 2 — 29.927.00 Kr. 145.767.90 Innborgað í jan. '68 .. .. .. .. .. kr.25.000.00 Innborgað með geymslufé .. .. ., — 23.500.00 Innborgað 29/2'68 .. .. ... .. ... .. — 95.547.90 —. — 144.047.90 Mismunur, sem ég bíð greiðslu á .. .. .. .. .. kr. 1.720.00 Samkvæmt þessum útreikningi tel ég, að krafan sé að fullu uppgerð og beri því að synja þess, að hið umbeðna uppboð fari fram“. Uppboðsþoli greiddi auk þess kr. 1.583.00 í réttinum þann 6. nóvember 1968. Telur hann nú skuldina að fullu greidda. Ill. Ágreiningur aðilja stendur um þessi atriði. a. Á hvaða gengi beri að reikna inngreiðsluna þann 24. október 1967 að fjárhæð kr. 150.000.00. Uppboðsþoli heldur því fram, að þá inngreiðslu beri að reikna á því gengi ísl. krónu, sem skráð hafi verið á þeim tíma, þegar fjárhæðin hafi verið greidd, þ. e. 24. október 1967, en þá hafi "1 gengið verið DM 100 : ísl. kr. 1.075.62. Hafa uppboðsþolar bent ' á, að almenn regla sé, að skuldarar megi greiða erlendar kröfur í ísl. krónum og að gengi eigi að miðast við greiðsludag. Hafa uppboðsþolar vísað í 41. gr. víxillaga skoðun sinni til stuðnings. Af hálfu uppboðsbeiðanda hefur því verið haldið fram, að inngreiðsluna eigi að reikna á því gengi, sem hafi gilt, þegar sú fjárhæð hafi verið yfirfærð, þ. e. DM 100 : ísl. kr. 1.431.10. Hefur uppboðsbeiðandi haldið því fram, að uppboðsþola hafi borið að greiða fjárhæðina í erlendri myntt. Jafnframt hefur hann bent á máli sínu til stuðnings, að upp- boðsþolar hafi lofað að greiða eftirstöðvar skuldarinnar innan hálfs mánaðar frá nefndri inngreiðslu. Enn fremur hafi uppboðs- beiðanda engin skylda borið til þess að yfirfæra inngreiðsluna, fyrr en öll skuldin hefði fengizt að fullu greidd. b. Hvort lögmanni uppboðsbeiðanda hafi verið heimilt að taka af inngreiðslunni, þ. e. kr. 150.000.00, upp Í (málskostnað og út- lagðan kostnað. Svo sem að framan er rakið, tók lögmaður uppboðsbeiðanda af áðurnefndri inngreiðslu kr. 30.276.80 upp í málskostnað og annan kostnað, sem á var fallinn, en yfirfærði afganginn, þ. e. ísl. kr. 119.723.20. Uppboðsþolar halda því fram, að heimildarlaust hafi verið að taka fyrst af greiðslu þessari upp í málskostnað. Skuldari ráði því almennt, hvaða kröfu hann greiði af mörgum, og í þessu falli hafi verið ætlun uppboðsþola, að inngreiðslan gengi öll til lækkunar á höfuðstólnum. Uppboðsbeiðandi heldur því fram á hinn bóginn, að heimilt hafi verið að taka af inngreiðslunni strax upp í áfallinn málskostnað. c. Sparisjóðsbók með innstæðu kr. 85.000.00, afhent 29. febrúar 1968. Sjónarímið uppboðsþola er það, að hann hafi átt gagnkröfur á hendur uppboðsbeiðanda. Hann hafi því afhent uppboðshaldara sparisjóðsbók imeð þessari upphæð, en gert kyrrsetningu í bókinni skömmu síðar, sem þá var í vörzlum uppboðshaldara. Sé því fjárhæð þessi þegar greidd til uppboðsbeiðanda og eigi að reiknast á gengi greiðsludagsins. Uppboðsbeiðandi hefur á hinn bóginn haldið því fram, að ekki sé um greiðslu að ræða, fyrr en féð sé komið í sínar hendur. Uppboðsþoli hafi haldið uppi andmælum segn því, að féð yrði afhent uppboðsbeiðanda, áður en kyrrsetn- ingin hafi verið framkvæmd, og beri því að telja, að ekki sé um greiðslu að ræða, heldur eigi uppboðsþoli sjálfur peningana. 712 d. Leyfisgjald, kr. 599.00, og provision, kr. 592.65. Gjald þetta er kostnaður við að yfirfæra áðurnefndar kr. 119.723.20, eins og útreikningar uppboðsbeiðanda hér að framan bera með sér. Uppboðsþoli heldur því fram, að þennan kostnað beri sér ekki að greiða, með því að hann hafi ekki verið dæmdur, og sé hann því málinu óviðkomandi. Uppboðsbeiðandi telur sér heimilt að taka gjald þetta af nefndri inngreiðslu. e. Aðilja greinir á um vexti og útreikning þeirra. Hefur upp- boðsþoli einkum mótmælt því, að uppboðsbeiðanda sé heimilt að láta áðurgreindar inngreiðslur fyrst ganga upp í þegar áfallna vexti, og heldur því fram, að skuldari ráði því, upp í hvaða hluta kröfu inngreiðsla gangi. Uppboðsbeiðandi heldur því fram, að það sé á hans valdi að kveða á um það, upp í hvaða hluta kröfu inngreiðsla gangi. Enn fremur heldur uppboðsþoli því fram, að dráttarvextir séu reiknaðir af dráttarvöxtum, eins og yfirlit uppboðsbeiðanda er fram sett, en slíkt sé ekki heimilt. IV. Um a. Uppboðsbolum var rétt að greiða hina erlendu kröfu í ísl. krónum. Styðst sú niðurstaða við 41. gr. laga nr. 93/1933, en er auk þess almenn skoðun fræðimanna. Uppboðsbeiðandi hefur heldur ekki skotið neinum viðhlýtandi stoðum undir það, að skuldina hafi átt að greiða í „virkri erlendri mynt“. Af hálfu uppboðsbeiðanda war tekið við kr. 150.000.00 upp í uppboðskröfuna án athugasemda 24. október 1967. Var ekki gerður fyrirvari vegna hugsanlegrar gengisbreytingar né hefur verið sýnt fram á, að viðtaka peninganna hafi farið fram á þeirri forsendu. Verður því við það miðað, að ofangreind fjárhæð hafi verið greidd 24. október 1967, og miðað við það gengi, sem gerðarþolar töldu gilda á þeim tíma, þ. e. DM 100 : 1.075.62 ísl. krónum. Samkvæmt því verður gerðarbeiðandi að bera hallann af þeirri werðrýrnun ísl. krónu, sem skeði seint í nóvembermánuði 1967, áður en fjárhæðin var yfirfærð. Um b. Samkvæmt almennum reglum um greiðslur og með því að fullnustugerðir voru hafnar var uppboðsbeiðanda rétt að kveða á um það, upp í hvaða hluta af hinum gjaldföllnu fulln- ustukröfum inngreiðslan á áðurnefndum kr. 150.000.00 skyldi ganga. Gerðarbeiðandi lét framangreinda fjárhæð ganga upp í 713 áfallinn málskostnað, kr. 30.267.80. Verður það talið heimilt sam- kvæmt ofansögðu. Afleiðingin verður sú, að aðeins kr. 119.723.20 reiknast á genginu DM 100 : 1.075.62. Um c. Gerðarþolar afhentu í uppboðsrétti þann 29. febrúar 1968 sparisjóðsbók með kr. 85.000.00 innstæðu, eins og áður er rakið, sem greiðslu upp í uppboðskröfuna. Töldu gerðarþolar þá fjárhæð ásamt íkr. 10.547.90, sem. þeir greiddu einnig við þetta tækifæri, þá nægja til greiðslu uppboðskröfunnar. Ekki verður annað séð en að uppboðsbeiðandi hafi bæði sætt sig við það, að greitt var með sparisjóðsbók og að greiðsla þessi var innborgun en ekki fullnaðargreiðsla (að áliti uppboðsbeiðanda). Við mat á þessu er á það að líta, að uppboðsbeiðanda var í lófa lagið að krefjast úrskurðar uppboðshaldara um lögmæti greiðslu þessarar, ef deilur hefðu risið: 1. Þar eð uppboðsbeiðandi teldi sér óskylt að taka við spari- sjóðsbók sem greiðslu eða 2. Uppboðsbeiðandi teldi sér óskylt að taka við fjárhæð, sem ekki var fullnaðargreiðsla. Uppboðsbeiðandi krafðist þess á hinn bóginn, að uppboðið færi fram, þar sem framboðin greiðsla væri ófullnægjandi. Þessi krafa uppboðsbeiðanda verður þó ekki skilin öðru wísi en svo, að uppboðsbeiðandi hafi talið á skorta, að uppboðskrafan væri að fullu greidd þrátt fyrir ofannefndar inngreiðslur, enda hafði þá þegar risið ágreiningur milli aðilja um útreikning og jafnvel tilvist einstakra inngreiðslna. Það er óumdeilt, enda augljóst, að uppboðsþolar hugðust greiða nefnda sparisjóðsinnstæðu til greiðslu á uppboðskröfunni. Eins og málum var hér háttað, bar uppboðsbeiðanda að taka skýra og ótvíræða afstöðu, strax og tilefni war til, til áðurnefndra inn- greiðslna, ef hann taldi sér af einhverjum orsökum óskylt að taka við þeim, og eftir atvikuím að krefjast úrskurðar uppboðshaldara um deiluatriði, ef því var að skipta, sbr. 2. gr. laga nr. 57/1949. Uppboðsbeiðandi fylgdi ekki þessum meginsjónarmiðum og gaf þar með uppboðsþolum ástæðu til að ætla, að hann sætti sig við inngreiðsluna á kr. 85.000.00 ímeð sparisjóðsbók þeirri, sem fyrr er nefnd. Verður því að telja, að uppboðsbeiðandi hafi sam- Þykkt að veita fjármunum þessum viðtöku í réttarhaldinu þann 29. febrúar 1968. Í uppboðsrétti þann 4. marz 1968 krafðist uppboðsbeiðandi þess að fá m. a. afhenta ofangreinda sparisjóðsbók, sem þá var í vörzI- um uppboðsréttar. Uppboðsþolar (mótmæltu, þar sem beðið hafði ví verið um kyrrsetningu í bókinni. Ekki krafðist uppboðsbeiðandi þó úrskurðar uppboðshaldara um afhendingu bókarinnar þá þegar, heldur lét sitja við yfirlýsingar þær, sem að framan eru raktar. Þær yfirlýsingar breyta þó engu um það, að uppboðsbeiðandi telst hafa samþykkt að taka við ofangreindum fjármunum Þann 29. febrúar 1968 upp í uppboðskröfuna. Eigi breytir það heldur neinu hér um, þótt gerðarþolar hafi látið framkvæma kyrrsetn- ingu í sparisjóðsbókinni þann 18. marz 1968. Um d. Kostnaður sá, sem hér um ræðir, hefur ekki verið til- dæmdur, og hvorki hefur hann fallið á við eftirfarandi fullnustu- gerðir né leiðir hann af vanskilum gerðarþola. Ekki verður séð, að kostnaður þessi hafi neitt komið til álita, þegar áðurnefnd inngreiðsla á kr. 150.000.00 fór fram. Þar sem svo var ástatt, var gerðarbeiðanda óheimilt að láta hluta af nefndri greiðslu ganga upp í kostnað Þennan, eins og á stóð. Um e. Samkvæmt ástæðum, sem nefndar eru í b hér að fram- an, Var gerðarbeiðanda rétt að taka fyrst af inngreiðslunum upp í áfallna dráttarvexti. Niðurstaða málsins verður því sú, að DM 11.130.67 (ísl. kr. 119.723.20) verða fyrst látnar ganga upp í vexti til 31. desember 1967 í samræmi við kröfu gerðarbeiðanda, enda hefur hvorki vaxtaútreikningi né vaxtatíma verið sérstaklega mótmælt, en afgangurinn upp í höfuðstólinn. Eftirstöðvar skuldarinnar voru þá 31. desember 1967 DM 11.084.59. Af yfirfærslunni 18. febrúar 1968, þ. e. DM 3.342.35, sem tölulega hefur ekki verið vefengd, verður í samræmi wið kröfur gerðarbeiðanda fyrst látnir greiðast vextir til 18. febrúar 1968, enda hefur gerðarþoli ekki mótmælt þeim vaxtatíma sérstaklega, en afgangurinn upp í höfuðstólinn. Eftirstöðvarnar 18. febrúar 1968 eru þá DM 7.908.51. Því næst verður inngreiðsla 29. febrúar 1968 (kr. 95.547.90 — óumþrættur málskostnaður, kr. 820.80), þ. e. kr. 94.727.10 að jafngildi DM 6.638.43 látnar ganga beint upp í höfuðstól, enda hefur gerðar- beiðandi ekki krafizt þess um greiðslur þessar, að vextir yrðu fyrst greiddir. Standa þá eftir DM 1.270.08. Þann 4. marz 1968 voru greiddar jafngildi DM 120.54. Loks greiddi gerðarþoli þann 6. nóvember 1968 jafngildi DM 110.19 (b. e. kr. 1.583.00), og standa þá eftir af skuldinni DM 1.039.21 (þar sem inngreiðslur hafa verið reiknaðar til þýzkra marka í úrskurði þessum, hefur verið miðað við sölugengi á greiðsludegi hinna einstöku inn- greiðslna). Gerðarbeiðanda verður því heimilað nauðungaruppboð fyrir 715 DM 1.039.21 ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem ákveðast af DM 7.908.51 frá 18. febrúar 1968 til 29. febrúar s. á., af DM 1.270.08 frá þeim degi til 4. marz s. á., af DM 1.149.54 frá þeim degi til 6. nóvember 1968, en af DM 1.039.21 frá þeim degi til greiðsludags. Ekki er tilefni til að dæma málskostnað í máli þessu. Stefán M. Stefánsson, setuuppboðshaldari samkvæmt skipunar- bréfi 10. september 1968, kvað upp úrskurð þennan. Það athugast, að með úrskurði, uppkveðnum 16. maí 1968, vék hinn reglulegi uppboðshaldari Gullbringu- og Kjósarsýslu sæti í máli þessu. Úrskurðarorð: Hið umbeðna uppboð skal fram fara til lúkningar DM 1.039.21 ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af DM 7.908.51 frá 18. febrúar 1968 til 29. febrúar s. á., af DM 1.270.08 frá þeim degi til 4. marz, af DM 1.149.54 frá þeim degi til 6. nóvember s. á. en af DM 1.039.21 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. 716 Miðvikudaginn 28. maí 1969. Nr. 10/1969. Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f (Benedikt Sveinsson hdl.) gegn Byr h/f Frosta h/f (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) Samábyrgð Íslands á fiskiskipum Hafnarsjóði Ísafjarðar Bæjarfógetanum í Keflavík Bæjarfógetanum á Ísafirði og Sýslumanni Ísafjarðarsýslu Guðmundi Guðröðssyni Flateyrarhreppi Fiskveiðasjóði Íslands og (Axel Kristjánsson hrl.) Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.). og til réttargæzlu Sjúkra- og styrktarsjóði Verkalýðsfélagsins Skjaldar Radiostofu Vilbergs á Þorsteins Atvinnujöfnunarsjóði og Landsbanka Íslands. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Úthlutunargerð ógild og uppboðsafsal úr gildi fellt. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. janúar 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 19. des- ember 1968. Krefst hann þess, „að hin áfrýjaða afsalsgerð verði úr gildi felld og lagt fyrir uppboðshaldara Ísafjarðar- sýslu að semja frumvarp að úthlutunargerð uppboðsand- virðis m/b Hilmis II, KE 8, skv. 34. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð, þar sem tekin sé til greina krafa áfrýj- anda um greiðslu af uppboðsandvirðinu á kr. 277.069.00 auk 71 7% ársvaxta frá uppboðsdegi, 31. maí 1968, til greiðsludags, en synjað verði um greiðslu lögveðs- og sjóveðskrafna Sam- ábyrgðar Íslands á fiskiskipum, Hafnarsjóðs Ísafjarðar, bæj- arfógetans í Keflavík, sýslumanns Ísafjarðarsýslu, Guð- mundar Guðröðssonar og Flateyrarhrepps, að svo miklu leyti sem þær teljast fyrndar eða veðréttur þeirra niður fallinn, svo og verði greiðsla til Fiskveiðasjóðs Íslands lækk- uð, að því leyti sem höfuðstóll kann að vera of hátt talinn og veðréttur fyrndur fyrir vaxtakröfu. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi þessara aðila allra, svo og hæstbjóðanda, Frosta h/f, uppboðsþola, Byrs h/f, og ríkissjóðs vegna innheimtu- manna sinna og uppboðshaldarans í Ísafjarðarsýslu og Ísa- fjarðarkaupstað“. Stefndi Frosti h/f krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og að hið áfrýjaða uppboðsafsal verði staðfest og svo máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi Fiskveiðasjóður Íslands krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og að hið áfrýjaða uppboðsafsal og úthlutunar- gerð verði staðfest og svo málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs krefst sýknu, að því leyti sem málssóknin beinist gegn honum og innheimtu- mönnum ríkissjóðs, og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. lAf hálfu annarra stefndu hefur ekki verið sótt dómþing fyrir Hæstarétti. Í uppboðsdómi Ísafjarðarsýslu 31. maí 1968 var eftir kröfu stefnda Fiskveiðasjóðs Íslands háð nauðungaruppboð á v/b Hilmi Il, KE 8, eign stefnda Byrs h/f, eins og í hinni áfrýjuðu uppboðsgerð greinir, en hæstbjóðandi á uppboðinu var stefndi Frosti h/f, og samþykkti uppboðsdómari boð þetta með bréfi, dags. 5. júní 1968. Með bréfi, dags. 11. júní 1968, tilkynnti stefndi Fiskveiðasjóður Íslands uppboðsdómara, að hann væri samþykkur því, að stefnda Frosta h/f yrði gefið uppboðsafsal fyrir bátnum, enda skuldbindi stefndi Frosti h/f sig til að greiða stefnda Fiskveiðasjóði Íslands lán samkvæmt 18 veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 5.565.360.00, tryggt með 1. veðrétti í bátnum, auk þess sem stefndi Frosti h/f hefði samþykkt að greiða stefnda Fiskveiðasjóði Íslands kr. 1.660.000.00 samkvæmt veðskuldabréfi, útgefnu 6. júní 1968. Með áritun 23. september 1968 á veðskuldabréf stefnda Fisk- veiðasjóðs Íslands var því lýst yfir, að stefndi Frosti h/f skuldbindi sig til að greiða áðurnefnda lánsfjárupphæð, kr. 5.565.360.00, auk vaxta. Með bréfi, dags. 13. júlí 1968, til uppboðsdómara tilkynnti umboðsmaður áfrýjanda, að hann gæti f. h. áfrýjanda sam- þykkt, að stefnda Frosta h/f yrði gefið uppboðsafsal fyrir v/b Hilmi 11, KE 8, gegn greiðslu eftirstöðva veðskuldar, er hvíli á 2. veðrétti í bátnum, kr. 242.566.00, ásamt 1% mánaðar- vöxtum frá 1. október 1967 til uppboðsdags, kr. 19.405.00, innheimtulaunum, kr. 13.098.00, og kostnaði, kr. 2.000.00, samtals kr. 277.069.00, auk vaxta frá uppboðsdegi til greiðsludags. Áður en uppboðsafsal var gefið fyrir bátnum, var þörf á að semja frumvarp að úthlutunargerð uppboðsandvirðis samkvæmt 34. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð og gefa uppboðsaðiljum síðan kost á að taka afstöðu til frumvarpsins. Þar sem uppboðsdómari lét það undir höfuð leggjast, ber að ógilda hina áfrýjuðu úthlutunargerð og svo fella úr gildi hið áfrýjaða uppboðsafsal, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Hin áfrýjaða úthlutunargerð er ógild og hið áfrýjaða uppboðsafsal úr gildi fellt. Málskostnaður fellur niður. Uppboðsafsal uppboðsdóms Ísafjarðarsýslu 23. september 1968. Ár 1968, mánudaginn 23. september kl. 1130, var uppboðsdómur Ísafjarðarsýslu settur í sýsluskrifstofunni á Ísafirði og haldinn af Jóhanni Gunnari Ólafssyni sýslumanni með undirrituðum vott- um. Fyrir tekið: Uppboðsdómsmál nr. 3/1966: Að gefa út uppboðs- afsal fyrir v/b Hilmi II, KE 8, eign Byrs h/f, Flateyri. 719 Í uppboðsdómi 31. maí 1968 var v/b Hilmir Il, KE 8, eign Byrs h/f, Flateyri, seldur á nauðungaruppboði samkvæmt kröfu Fiskveiðasjóðs Íslands. Hæstbjóðandi varð Frosti h/f, Súðavík, og var boð hans kr. 7.505.000.00 — sjö milljónir fimm hundruð og fimm þúsund krón- ur — og samþykkti uppboðshaldari boðið. Uppboðsandvirðið greiðist þannig: 1. Lögveðs og sjóveðskröfur: 1. Samábyrgð Íslands .. .. .. kr. 31.215.73 2. Hafnarsjóður Ísafjarðar .. — 4.798.00 3. Bæjarfógetinn, Keflavík, lestagjald .. .. ..... —- 11.661.00 4. Sýslumaður Ísafjarðarsýslu, tryggingariðgjald .. .. .. — 31.861.50 5. Guðmundur Guðröðsson, sjóveð .. .. . — 7.645.00 6. Flateyrarhreppur, hafnar. SJÖld 0 — 7.320.34 ——..— tr. 94501.57 II. Veðkröfur: 1. veðréttur, Fiskveiðasjóður Íslands.. .... .. ... .. .. kr.5.565.360.00 Upp í vexti .. .. .. .. .. — 1.845.138.43 — 7.410.498.43 Samtals kr. '7.505.000.00 Hefur hæstbjóðandi þannig gert full skil á uppboðsandvirðinu. Uppboðskostnaður ásamt stimpil- og þinglestrargjöldum nemur kr. 279.110.00, og hefur kaupandi greitt hann að fullu. Veð á 2.—9. veðrétti falla niður, og skal afmá þau úr veð- málaskrá. Vökvavinda með dælu og fylgihlutum, sem er í skipinu, er eign Sjóvátryggingarfélags Íslands h/f. Þar sem hæstbjóðandi hefur þannig samkvæmt framanskráðu fullnægt uppboðsskilmálunum, er honum hér með afsalað v/b Hilmi II, KE 8, til fullrar eigna og umráða. 780 Föstudaginn 30. maí 1969. Nr. 99/1968. Margrét Hjaltested fyrir sjálfa sig og f. h. ófjárráða barna sinna, Margrétar „ Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar Hjaltesteds (Gústaf A. Sveinsson hrl.) gegn Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested og Ólafi Þorgrímssyni hæstaréttarlögmanni f. h. Markúsar Ívars Hjaltesteds og Sigríðar Hjaltesteds og gagnsök. (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Þór Vil- hjálmsson. Skiptamál. Úthlutun. Dómur Hæstaréttar. Unnsteinn Beck setuskiptaráðandi framkvæmdi hina áfrýj- uðu útlagningargerð. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. maí 1968. (Gera þeir aðallega þær dómkröfur, að ákvörðun skiptadóms Kópavogs á skiptafundi hinn 7. maí 1968 um afhendingu umráða og afnota fasteignarinnar Vatnsenda verði ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar af nýju. Til vara krefjast þeir þess, að hin áfrýjaða ákvörðun verði úr gildi felld. Þá krefjast þeir og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjenda. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 29. mai 1968. Krefjast þeir staðfestingar hinnar áfrýjuðu ákvörðun- ar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Sigurður Lárusson Hjaltested lézt 13. nóvember 1966. Við upphaf skipta í febrúarmánuði 1967 á dánar- og félagsbúi Sigurðar og eftirlifandi maka, Margrétar G. Hjaltesteds, aðal- áfrýjanda máls þessa, kom upp ágreiningur um gildi erfða- skrár Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, en Magnús, sonur 181 Sigurðar af fyrra hjónabandi, gagnáfrýjandi í máli þessu, reisti rétt sinn til viðtöku á jörðinni Vatnsenda í Kópavogi á þessari erfðaskrá. Í úrskurði skiptadóms Kópavogs hinn 24. júlí 1967 var ekki talið, „að eftirlifandi maka landseta samkvæmt erfðaskránni sé áskilin búseta á jörðinni eftir lát hans“. Varð niðurstaða skiptadóms, að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested var „áskilinn réttur eftir látinn föður sinn til að taka við til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda“. Þessi úrskurður skiptadóms var staðfestur í Hæstarétti hinn 5. april 1968. Á skiptafundi hinn 7. maí 1968 í greindu búi „lýsti skiptaráðandi yfir því, að hann afhenti Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, Sólbakka, Vatnsenda, umráð og afnot fasteignar- innar Vatnsenda í Kópavogskaupstað með því, sem henni fylgir og fylgja ber, samkvæmt þeim réttindum, sem honum sem erfingja eru áskilin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, dagsettri 4. jan. 1938 og 29. okt. 1940, að geymd- um rétti þeirra, sem löglega kunna að eiga tilkall til afnota eða annarra réttinda á jörðinni eða hluta hennar, enda tekur Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttarlögmaður, ásamt erfingjun- um ábyrgð á greiðslu skiptakostnaðar, erfðafjárskatts og annarra opinberra gjalda, sem á erfingjana kann að falla í sambandi við skiptin“. Krafa aðaláfrýjenda um ómerkingu og heimvísun málsins hefur ekki verið studd neinum haldbærum rökum. Aðal- áfrýjendur reisa kröfuna um, að hin áfrýjaða ákvörðun skiptadóms verði felld úr gildi, fyrst og fremst á því, að nafnritanir Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds á erfðaskrána séu falsaðar. Í bréfi aðaláfrýjanda Margrétar G. Hjaltesteds til saksóknara ríkisins, dags. 2. febrúar 1969, fór hún þess á leit, að saksóknari hlutaðist til um, að þetta efni yrði rann- sakað. Báðir arfleiðsluvottarnir komu fyrir sakadóm og staðfestu nafnritun sína á erfðaskrána. Annar þeirra stað- festi með eiði, að Magnús Einarsson Hjaltested hefði undir- ritað erfðaskrána í sinni viðurvist. Hinn arfleiðsluvotturinn kvaðst ekki þora að fullyrða, hvort Magnús hafi verið búinn að rita nafn sitt undir skjalið eða gert það, um leið og þeir vottarnir undirrituðu. Vann vitnið drengskaparheit að fram- 182 burði sinum. Í máli milli sömu aðilja, sem dæmt var í Hæsta- rétti 5. april 1968, eins og áður er greint, var því ekki hreyft, að erfðaskráin væri fölsuð. Ekki eru efni til að sinna þessari málsástæðu aðaláfrýjenda. Úttekt á jörðinni fór fram hinn 16. maí 1969. Eins og málum er háttað, geta aðaláfrýjendur eigi reist rétt á ábúðarlögum. Samkvæmt framansögðu ber því að staðfesta ákvörðun skiptadóms. Eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Hin áfrýjaða ákvörðun skiptadóms á að vera óröskuð. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 30. mai 1969. Nr. 117/1968. Margrét Hjaltested fyrir sjálfa sig og f. h. ófjárráða barna sinna Margrétar, Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar Hjaltesteds (Gústaf A. Sveinsson hrl.) gegn Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Þór Vil- hjálmsson. Útburðarmál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa með stefnu, birtri 30. ágúst 1968, skotið til Hæstaréttar úrskurði fógetadóms Kópavogs, sem var upp- kveðinn hinn 25. júní 1968. Krefjast þeir þess, að úrskurður- inn verði úr gildi felldur, synjað verði um útburð og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda fyrir Hæstarétti. 183 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar og forsendna dóms Hæstaréttar í málinu nr. 99/1968, sem upp var kveðinn í dag, ber að staðfesta úrskurð fógetadóms. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fellur niður. Úrskurður fógetadóms Kópavogs 25. júní 1968. Mál þetta, sem tekið var undir úrskurð 21. júní 1968, hefur Magnús S. Hjaltested, Sólbakka, Vatnsenda, Kópavogskaupstað, höfðað á hendur Margréti Hjaltested, Vatnsenda, Kópavogskaup- stað, með kröfu um, að fógeti láti bera hana út af jörðinni Vatns- enda Í Kópavogskaupstað ásamt öllu því, sem. henni tilheyrir, svo og hvern þann, sem leiðir þar dvöl sína frá rétti hennar. Enn er krafizt málskostnaðar og réttur áskilinn til að krefja gerðarþola bóta fyrir þrásetu. Af hálfu gerðarþola er aðallega krafizt frávísunar frá fógeta- rétti, en til vara, að synjað verði um framgang gerðarinnar. Svo er og krafizt málskostnaðar. Málavextir. „Árið 1967, mánudaginn 24. júlí, var kveðinn upp í skiptarétti Kópavogskaupstaðar svofelldur úrskurður: í málinu: Margrét Hjaltested og ófjárráða börn hennar og Sigurðar Lárussonar Hjaltesteds gegn Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested. Mál þetta, sem tekið war til úrskurðar 15. þ. m., er risið í sam- bandi við opinbera skiptameðferð á dánarhúi Sigurðar Lárussonar Hjaltesteds og eftirlifandi konu hans, Margrétar Hjaltesteds. Hinn reglulegi skiptaráðandi hefur vikið sæti við búskipti þessi, en með þau fer sem setuskiptaráðandi Unnsteinn Beck borgar- fógeti, og kveður hann upp þennan úrskurð. 784 Arfláti, Sigurður Lárusson Hjaltested, bjó að Vatnsenda innan Kópavogskaupstaðar og andaðist 13. nóvember 1966. Hann kvænt- ist árið 1961 sóknaraðilja máls þessa, Margréti Hjaltested að Vatnsenda. Þau eiga tvo syni fæðda í hjónabandi þeirra, Sigurð Kristján, fæddan 5. febrúar 1962, og Karl Lárus, fæðdan 30. júní 1963. Þriðja barnið, sem er skráð dóttir Sigurðar, Margrét, er fædd 1. nóvember 1955, áður en slitið var hjónabandi Margrétar og fyrri eiginmanns hennar. Hefur faðerni eiginmannsins að barn- inu ekki verið vefengt að lögum. Barn þetta telst því ekki meðal erfingja að búinu. Áður en þau arfláti og Margrét Hjaltsted gengu í hjónaband, var arfláti kvæntur og á þrjú börn á lífi úr því hjónabandi, Magnús, varnaraðilja máls þessa, Markús Ívar og Sigríði. Hin síðastnefnda er ófjárráða sakir æsku. Hefur Ólafur Þorgrímsson hæstaréttar- lögmaður verið skipaður réttargæzlumaður hennar við búskiptin, en hann er jafnframt lögmaður alsystkina hennar við skiptin. Skipaður réttargæzlumaður ófjárráða barna Margrétar Hjalte- steds, sem ásamt móður sinni eru sóknaraðiljar að máli þessu, er Jón Einarsson, heimilismaður að Vatnsenda. Ágreiningur sá, sem liggur hér fyrir til úrskurðar, varðar erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, dagsetta 4. janúar 1938 og staðfesta að nýju með áritun arfleiðanda, dags. 29. október 1940. Staðfest endurrit af erfðaskránni úr notarialbók sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur verið lagt fram sam dómsskjal nr. 3. Nánar verður efni þessa gernings getið hér á eftir, að því leyti sem það snertir málsúrslit. Í greinargerðinni gerðu sóknaraðiljar þær dómkröfur, að öllum eignum dánar- og félagsbús Sigurðar Hjaltesteds og eftirlifandi maka, Margrétar Hjaltesteds, verði skipt eftir almennum skipta- reglum erfðalaga, enda verði taldar brostnar forsendur fyrir gildi og framkvæmd erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds frekar en orðið er, þ. e. frá og með tölul. 3 og til loka erfðaskrár- innar. Einnig kröfðust þeir málskostnaðar. Við munnlegan flutn- ing málsins breytti lögmaður sóknaraðilja kröfugerðinni á þá lund, að hann krafðist þess, að öllum eignum dánar- og félagsbús Sigurðar Hjaltesteds og eftirlifandi maka, Margrétar Hjaltesteds, verði skipt eftir almennum skiptareglum erfðalaga, enda verði taldar brostnar forsendur fyrir gildi og framkvæmd erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds umfram það, er segir í upphafi erfðaskrárinnar, svohljóðandi: „... allar eignir mínar, fastar og lausar skulu ganga að erfðum til Sigurður Kristjáns Lárussonar 785 Hjaltested ...“. Þá krafðist hann málskostnaðar úr hendi varnar- aðilja að mati dómara. Varnaraðili gerir þær dómkröfur, að hin umdeilda erfðaskrá verði tekin gild í öllum greinum og metin veita honum óskoraðan rétt til að taka við jörðinni Vatnsenda í Kópavogi með öllum gögnum og gæðum, þar á meðal rétti til leiguafgjalda af sumarbú- staðalöndum jarðarinnar. Málskostnaðar krefst hann ekki. Í þessu máli er enginn ágreiningur um aðrar eignir búsins en tilkall til Vatnsenda, enda er því lýst yfir af hálfu varnaraðilja, að hann geri ekki erfðatilkall í lausafé búsins, þar með talinn búfénaður. Af hálfu alsystkina varnaraðilja hefur réttargæzlumaður þeirra og málflytjandi lýst yfir því, að þau samþykki gildi hinnar um- deildu erfðaskrár í öllum greinum, enda hafa þau ekki gerzt aðiljar að máli þessu. Magnús Einarsson Hjaltested úrsmiður eignaðist jörðina Vatns- enda, sem þá var í Seltjarnarneshreppi, í september 1914. Hann mun hafa búið á jörðinni á tímabili, a. m. k. að einhverju leyti, samkvæmt því, sem upplýst var við munnlegan flutning málsins. Þó mun Lárus Pétursson Hjaltested hafa verið tekinn þar við búi að mestu eða öllu leyti, áður en Magnús dó. Hinn 4. janúar 1938 gerir Magnús, sem war ókvæntur og barnlaus, erfðaskrá, dskj. nr. 3 í máli þessu, þar sem hann arfleiðir bróðurson sinn, Sigurð Kristján Lárusson Hjaltested, sem er arfláti í búi þessu, að öllum eignum sínum, föstum og lausum, eftir sinn dag. Um jörðina Vatnsenda eru þó sett ákveðin skilyrði í erfðaskránni, og er helzta efni þeirra, sem hér skipta máli, á þessa lund: Arftaki skal búa á eigninni sjálfur, þó með þeim fyrirvara, að föður hans, Lárusi Hjaltested, er áskilinn ábúðarrétturinn, svo lengi sem hann lifir. Arftaka er óheimilt að selja jörðina eða weðsetja hana fyrir meiru en nemur 50% af fasteignamati jarðarinnar, og þó aðeins til greiðslu erfðafjárskatts, ef með þarf, eða til nauðsynlegra varanlegra endurbóta á jörðinni sjálfri eða húsum hennar. Arftaka er heimilt að selja á leigu lóðir úr óræktuðu landi jarðarinnar. Lárusi Hjaltested eða síðari ábúanda jarðarinnar er heimilt að semja um og krefja bætur fyrir bótaskyld landspjöll á jörðinni, sem orðin voru eða kynnu að verða. Þá er svo áskilið, að að Sigurði L. Hjaltested látnum skuli jarðeignin ganga að erfðum til elzta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg ... „þannig að aðeins fær einn maður allan arfinn, sá elzti í þeim 50 786 þeim legg, er að réttu ber arfur samkvæmt því, er nú hefur verið sagt“. Þá eru ákvæði um það, hvernig fara skuli, ef hinn arfborni karlleggur deyr út, en þá gengur jörðin til afkomenda næst elzta sonar Sigurðar og niðja hans í beinan karllegg, og tilsvarandi gildir, ef karlleggur frá Sigurði verður aldauða, þá taka við af- komendur þess bróður hans, sem næstur honum var að aldri, eftir sömu reglum. Ákveðið er, að ef einhver erfingjanna hættir búskap á Vatns- enda, missi hann rétt sinn samkvæmt erfðaskránni, en sá, sem næstur er í röðinni, taki við. Enn er það tilskilið, að sérhver erfingi, sem fær erfðarétt samkvæmt arfleiðsluskránni, skuli skyldur til að halda öll þau skilyrði, sem Sigurði eru sett með henni, og gæta þeirra takmarkana, sem erfðaskráin setur honum, en vanræksla á því veldur tafarlausum réttindamissi fyrir hlutað- eiganda. Loks eru ákvæði um stofnun sjóðs fyrir andvirði eigna Þeirra, sem arfleiðslugerningurinn tekur til, ef afkvæmi Lárusar Hjaltesteds í karllegg deyja út. Ekki þykir ástæða til að rekja hér nánar efni margnefnds erfðagernings, en í máli þessu er upprunalegt gildi hans sem erfðaskrá ekki vefengt né heimild arfláta til að ráðstafa eftir- látnum eignum sínum á þann hátt, sem þar er gert. Hins vegar er því haldið fram af hálfu sóknaraðilja, að forsendur séu brostnar fyrir því, að erfðagerningurinn eða nánar tiltekið ákveðnum ákvæðum hans verði beitt Í samræmi við ákvæði erfðaskrárinnar og tilgang arfleiðandans. Byggja sóknaraðiljar þetta á því, að jörðin Vatnsendi sé ekki bújörð lengur. Hún hafi verið skert svo með eignarnámum lands fyrir Rafveitu Reykjavíkur, Landssíma Íslands vegna útvarpsstöðva og Reykjavíkurborgar vegna frið- landsins í Heiðmörk svo og með leigu um eða yfir 400 landspildðna undir sumarbústaði, að á jörðinni verði ekki rekinn búskapur framar. Þá sé jörðin nú innan skipulagssvæðis Kópavogskaup- staðar og fullnægi því ekki lengur skilyrðum til að teljast jörð eða lögbýli samkvæmt 1. gr. ábúðarlaga nr. 36 frá 1961. Með því að jörðin geti nú ekki lengur talizt bújörð og að fyrirsjáanlegt sé, að þar verði ekki unnt að reka búskap í framtíðinni, geti varnaraðili eða aðrir ekki uppfyllt þau skilyrði a-liðs 1. gr., sbr. 4. og 6. gr. arfleiðsluskrárinnar, að búa á jörðinni, en það leiði til þess, að jörðin falli í arf eftir arflátann Sigurð Hjaltested á sama hátt sem aðrar eignir hans og eigi að deilast til erfingja hans samkvæmt venjulegum erfðareglum. Í annan stað hafa sóknaraðiljar haldið því fram, að tilgangur 787 Magnúsar E. Hjaltesteds með erfðaskrá sinni hafi werið að gera jörðina Vatnsenda að ættaróðali í merkingu óðalslaga, en af því leiði, að beita verði þeim ákvæðum óðalslaganna, að ekkja óðals- seta njóti ábúðar á óðalinu að maka sínum látnum. Þá hefur sóknaraðili hreyft því, að skilyrði margnefndrar erfðaskrár hafi ekki verið haldin af fyrri ábúendum og því þurfi að fara fram könnun á gildi hennar út frá því sjónarmiði og m. a. þurfi í því skyni að fara fram innköllun allra þeirra erfingja, sem hugsan- lega komi til greina, ef svo yrði litið á, að erfðaskráin sé fallin niður af þessum ástæðum. Varnaraðili, Magnús Sigurðsson Hjaltested, er elzti sonur arf- láta, en hann tók fyrstur arf samkvæmt hinni umdeildu erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds. Kröfur hans eru byggðar á því, að erfðaskráin sé að öllu leyti í fullu gildi. Hann kveðst ætla að setjast að á Vatnsenda og taka þar upp búskap, þegar hann fær umráð jarðarinnar. Hann mótmælir því, að nokkuð sé því til fyrirstöðu að reka búskap á jörðinni Vatnsenda, enda sé hún enn í tölu lösbýla samkvæmt gildandi fasteignamati. Núverandi áhöfn jarðarinnar sýni einnig, að hún framfleyti meiru en lágmarks- áhöfn lögbýlis og að ekki séu líkur fyrir, að breyting verði á því í náinni framtíð, enda þótt land jarðarinnar kunni að teljast til skipulagssvæðis Kópavogskaupstaðar. Hann mótmælir því, að réttur sinn sem erfingja samkvæmt erfðaskránni sé niður fallinn vegna þess, að aðrir landsetar hafi rofið skilmála erfðaskrárinnar. Því er ekki haldið fram, að arfláti Sigurður Hjaltested eigi eða kunni að eiga fleiri erfingja en þá, sem komið hafa fram við búskiptin, sem mál þetta rís af. Því er tilefnislaust að gefa út innköllun til erfingja í sambandi við úrlausn málsins, enda virtist þessi málsástæða sóknaraðilja byggjast á því, að til séu kvaddir aðiljar, sem ekki eru erfingjar að búinu, en það er ekki vett- vangur skiptaréttarins að gefa út slíka innköllun. Verður þessi málsástæða því ekki tekin til greina. Af hálfu sóknaraðilja er það ekki reifað, sem þó hefur verið drepið á, að ákvæðin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjalte- steds varðandi jörðina Vatnsenda séu niður fallin vegna aðgerða fyrri landseta, og verður því ekki byggt á þeirri málsástæðu gegn mótmælum varnaraðilja. Ekki eru efni til að vefengja, að varnaraðili ætli sér að setjast að á Vatnsenda og hefja þar búskap, ef hann fær umráð jarðar- innar. Landsnot jarðarinnar hafa að vísu verið skert verulega frá því sam var, þegar erfðaskráin var gerð, bæði með eignarnámum 188 og útleigu á löndum. Þó er jörðin að fasteignamati talin löðbýli, og þar er enn rekinn búskapur í venjulegri merkingu þess orðs. Hafa ekki verið færð rök fyrir því gegn mótmælum varnaraðilja og gegn opinberu vottorði um skráningu jarðarinnar sem lögbýlis, að jörðin hafi verið rýrð svo, að þar verði ekki rekinn búskapur. Ekki verður fallizt á, að það útiloki búskap á jörðinni, þótt hún hafi fyrir aðgerðir hins opinbera verið dregin undir skipulags- svæði Kópavogskaupstaðar, enda er ekki sýnt, að neinar fyrir- ætlanir séu á prjónunum, sem útiloki eða rýri núverandi bú- skaparmöguleika á jörðinni. Það, sem gerast kann í óvissri fram- tíð, skiptir ekki máli í sambandi wið úrlausn málsins. Því verður ekki talið, að núverandi ástand jarðarinnar útiloki varnaraðilja frá að uppfylla þau skilyrði erfðaskrárinnar, að hann búi á jörðinni. Ákvæðum erfðaskrárinnar varðandi jörðina Vatnsenda svipar í ýmsu til reglnanna um ættaróðul, en heimildarlaust er að draga þá ályktun, að hér hafi verið um stofnun óðalsbýlis að ræða, enda vantar mikið á, að reglunum uim þau sé fylgt í erfðaskránni. Því verður ekki ályktað gegn skýrum orðuim erfðaskrárinnar, að eftirlifandi maka landseta samkvæmt erfðaskránni sé áskilin búseta á jörðinni eftir lát hans. Niðurstaða málsins verður því sú, að varnaraðilja sé einum af erfingjum arflátans áskilinn réttur til umráða og búsetu á jörðinni Vatnsenda. Málskostnaður fellur niður. Því úrskurðast: Varnaraðilja, Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, er áskilinn réttur eftir látinn föður sinn til að taka við til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda í Kópavogskaupstað með þeim takmörkunum og skilmálum, sem settir eru í arfleiðsluskrá Magnúsar Einarsson- ar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1938. Málskostnaður fellur niður“. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 5. apríl 1968, var úrskurð- ur þessi staðfestur. Á skiptafundi í dánar- og félagsbúi Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar Hjaltesteds 7. maí 1968 lýsti skiptaráðandi yfir því, að hann afhenti Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, Sólbakka, Vatns- enda, umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaup- stað með því, sem henni fylgir og fylgja ber, samkvæmt þeim réttindum, sem honum sem erfingja eru áskilin í erfðaskrá 789 Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1938 og 59. október 1940, að geymdum rétti þeirra, sem löglega kunna að eiga tilkall til afnota eða annarra réttinda á jörðinni eða hluta hennar, enda tekur Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmað- ur ásamt erfingjum ábyrgð á greiðslu skiptakostnaðar, erfðafjár- skatts og annarra opinberra gjalda, sem á erfingjana kann að falla í sambandi við skiptin. Þessari gerð skiptaréttarins hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Málsástæður. Af hálfu gerðarbeiðanda er á því byggt, að fógeta beri að framkvæma hina umbeðnu gerð samkvæmt dómi Hæstaréttar. Meginröksemd gerðarþola bæði fyrir aðalkröfu og varakröfu er sú, að hinn áfrýjaði úrskurður skiptaréttarins sé ekki aðfarar- hæfur, ófullkominn og óendanlegur, þar sé gerðarbeiðanda áskil- inn réttur, en ekki veittur réttur, og felist í því, að hann verði að sanna áskilinn rétt sinn, hvað honum hafi ekki tekizt í þessu máli. Enn er á því byggt, að ekkjunni beri samkvæmt ábúðar- lögum réttur til að sitja jörðina eftir lát eiginmanns síns. Svo er því og haldið fram, að skiptum á dánar- og félagsbúi hennar og látins eiginmanns hennar sé ekki lokið, og geti hin umbeðna gerð ekki farið fram af þeim sökum. Þá er því og haldið fram, að þar sem Hæstiréttur hefur enn ekkki lokið dómi á hina áfrýjuðu afhendingargerð skiptaréttarins, geti útburðarkrafan ekki náð fram að ganga að svo stöddu. Af hálfu gerðarbeiðanda er á því byggt, að umdeildur réttur aðiljanna til jarðarinnar Vatnsenda sé afnotaréttur, arfur eftir Magnús Einarsson Hjaltested, og óviðkomandi dánar- og félags- búinu. Af hálfu gerðarþola er því haldið fram, að henni verði ekki vikið af jörðinni með beinni fógetagerð, heldur yrði, ef lög- mætar ástæður væru fyrir hendi, að segja upp ábúðinni og fara fram úttekt á jörðinni. Álit réttarins. Rétturinn getur ekki fallizt á þá röksemd gerðarþola, að hinn staðfesti skiptaréttarúrskurður sé ekki aðfararhæfur, og hvað sem líður orðalagi hans, er augljóst, að gerðarbeiðandi á rétt til að taka jörðina til ábúðar og hagnýtingar. Seta gerðarþola á jörð- inni stendur í vegi fyrir þessum rétti hans, og ekkert er fram komið í málinu um, að takmarkanir eða skilmálar í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds hindri, að hann taki rétt sinn. Það atvik, að afhendingargerð skiptaréttarins hefur verið áfrýjað, virðist að dómi réttarins ekki geta staðið fyrir framgangi gerðar- 790 innar, því að ef um væri að ræða beina fógetagerð, sem ekki styddist við dóm, mundi því líkt ekki vera til hindrunar, ef fógeti teldi réttinn nógu glöggan og skíran. Þeim mun síður gagnar þessi mótbára, þegar um framkvæmd endanlegs dóms Hæstaréttar er að ræða. Um aðrar varnarástæður gerðarþola er óþarft að fjölyrða, þar sem í dómsúrlausnum þeim, sem útburðarkrafan byggist á, hefur afstaða verið tekin til þeirra. Það er þannig aldeilis augljóst, að fallast ber á kröfu gerðar- beiðanda. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 10.000.00. Hinn reglulegi bæjarfógeti, Sigurgeir Jónsson, hefur vikið sæti í máli þessu, og er úrskurðurinn kveðinn upp af Steingrími Gaut Kristjánssyni setubæjarfógeta. Ályktarorð: Hin umbeðna útburðargerð skal fara fram. Gerðarþoli, Margrét Hjaltested, greiði gerðarbeiðanda, Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, kr. 10.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu úrskurðarins að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 30. maí 1969. Nr. 87/1969. Áki Griinz og Jósafat Arngrímsson gegn Birgi Þorvaldssyni og Jóni Sveinssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðiljar hafa með heimild í 21. gr., 1, b, laga nr. 57/ 1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 23. april 1969, er barst dóminum '9. maí 1969. Gera sóknaraðiljar þær dómkröfur, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur, 791 lagt verði fyrir héraðsdómara að dæma efni máls og að varnaraðiljum verði gert að greiða kærumálskostnað. Varnaraðiljar krefjast staðfestingar héraðsdóms og kæru- málskostnaðar óskipt úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Sóknaraðiljar greiði varnaraðiljum óskipt kærumálskostn- að, kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðiljar, Áki Gránz og Jósafat Arngrimsson, greiði varnaraðiljum, Birgi Þorvaldssyni og Jóni Sveins- syni, óskipt kærumálskostnað, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17, apríl 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða Úrskurðar hinn 11. þ. m., hafa þeir Áki Gránz og Jósafat Arngrímsson, báðir til heimilis í Ytri-Njarðvík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 12. nóvember 1968, á hendur þeim Birgi Þorvaldssyni framkvæmda- stjóra, Hjarðarhaga 29, og Jóni Sveinssyni rafvirkjameistara, Óðinsgötu 9, báðum í Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða stefnendum kr. 621.050.10 ásamt 6% árs- vöxtum frá 15. maí 1965 til 31. desember 1965, 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1966 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. Dómkröfur stefndu eru aðallega þær, að málinu verði vísað frá dómi. Til vara krefjast stefndu sýknu af öllum kröfum stefn- enda. Í báðum tilvikum er krafizt málskostnaðar úr hendi stefn- enda in soliðum að mati dómsins. Í þessum dómi er fjallað um formhlið málsins, frávísunarkröfu stefndu. Leitazt hefur verið við að koma á sátt í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Hinn 31. marz 1964 gerðu stefnendur og stefndu með sér samn- 192 ing um kaup á hlutabréfum Ísfélags Keflavíkur h./ f, svohljóðandi: „Vér undirritaðir, Jósafat Arngrímsson, Holtsgötu 37, Ytri- Njarðvík, og Áki Gránz, Heimakletti, Ytri-Njarðvík, eigendur hlutabréfa í Ísfélagi Keflavíkur h/ í, Keflavík, í samningi þessum nefndir seljendur, og vér undirritaðir, Jón Sveinsson og Birgir Þorvaldsson, í samningi þessum nefndir kaupendur, gerum með oss svohljóðandi samning um kaup á hlutabréfum Ísfélags Kiefla- víkur: KAUPSAMNINGUR 1. Seljendur lofa að selja kaupendum hlutabréf sín í Ísfélagi Keflavíkur h/f, eins og nánar greinir hér á eftir: 2. Verð hins selda skal vera í samræmi við efnahagsreikning, dagsettan 17. marz 1964, en niðurstöðutölur hans eru kr. 9.652.973.95, enda yfirtaka kaupendur eignir og skuldir fyrir- tækisins, sem nema framangreindri fjárhæð, þar á meðal kaup á hlutabréfum á nafnverði, kr. 22.000.00, er greiðast núverandi eig- endum. 3. Í yfirtöku skulda felst, að kaupendur taka m. a. að sér að semja um að greiða skuld fyrirtækisins við Póst- og símamála- stjórnina, að fjárhæð ca. kr. 2.659.000.00 ásamt vöxtum og öðrum kostnaði af þeirri skuld, þar á meðal innheimtulaunum. 4. Í yfirtöku skulda felst sömuleiðis að semja um og greiða skuld við Messrs. Anthony Gibbs Ltd., London, að fjárhæð kr. 2.168.350.00 (£ 18.000), ásamt vöxtum og kostnaði, og semja við Brekkes Ltd. og Pétur Einarsson í samræmi við samninga við þá aðila, þ. e. við Brekkes Ltd. vegna sölusamnings fyrir framleiðslu ársins 1964, og við Pétur Einarsson, vegna umboðslauna, er hann kynni að eiga kröfu til vegna sölusamningsins við Brekkes Ltd. 5. Kaupendur lofa að losa seljendur með samningum við skuldheimtumenn fyrirtækisins úr persónulegum ábyrgðum og veðum vegna skulda fyrirtækisins. Ef fjárnám eða löghald verður gert í persónulegum eignum seljenda vegna einhverra hinna yfir- teknu skulda Ísfélags Keflavíkur h/f á tímabilinu fram að 25. maí 1964, er samningur þessi þegar úr gildi fallinn. 6. Kaupendur lofa enn fremur að yfirtaka Kassagerð Suður- nesja h/f og Prentsmiðju Suðurnesja h/f samkvæmt efnahags- reikningi þeirra fyrirtækja til dagsins í dag, þó þannig, að kaup- verð þeirra fyrirtækja fari ekki fram úr kr. 850.000.00, allt eftir nánara samkomulagi, en kaupendur lofa að losa seljendur undan persónulegum ábyrgðum vegna þeirra fyrirtækja, er nema ca. kr. 200.000.00. 193 Sem greiðslu á kaupverði þeirra fyrirtækja taka kaupendur að sér að semja um og greiða skuld við Messrs. Clark Built Williams Lát. fyrir frystitæki, sem koma ekki fram á efnahagsreikningi Ísfélags Keflavíkur h/f, dags. 17. marz 1964, og losa seljendur undan persónulegum ábyrgðum og veðsetningum í því sambandi. Skal þetta gert fyrir 25. maí 1964. Hugsanlegur mismunur á kaupverðinu og hinni yfirteknu skuld skal gerður upp sérstaklega eftir nánara samkomulagi. 7. Seljendur skuldbinda sig til að greiða alla áfallna reikninga, sem kunna að hafa gleymzt við uppgjör án innkallana, sé til skuldarinnar stofnað fyrir 13. febrúar 1964, en kaupendur skuld- binda sig til að greiða allar skuldir, er til hefur verið stofnað frá og með sama degi að telja, þar á meðal kostnað við að ganga frá lánum við Framkvæmdabanka Íslands og Fiskimálasjóð, er féllu í gjalddaga hinn 28. febrúar 1964, svo og alla áfallna vexti og opinber gjöld, er á kunna að verða lögð vegna rekstursins fram til dagsins í dag. 8. Kaupendur taka að sér greiðslur launa til fastráðinna starfs- manna frá og með 13. febrúar 1964, að undanteknum þeim Albert K. Sanders og Aðalsteini Sigurðssyni. 9. Trésmíðaherbergi Aðalsteins Sigurðssonar í húsi fyrirtækis- ins verður rýmt með viku fyrirvara frá undirritun þessa samn- ings. 10. Tryggingariðgjöld vegna Ísfélags Keflavíkur h/f eftir 13. febrúar 1964 greiðast af kaupendum, miðað við gjalddaga iðgjalda. 11. Við undirskrift samnings þessa skal ákveðið, hvort endur- skoðunarskrifstofa Þorgeirs Sigurðssonar og Verzlunin Kyndill verða áfram í húsnæði Ísfélags Keflavíkur h/f eða eigi, enda skal gerður leigusamningur sama dag, ef þessir aðilar verða áfram Í húsnæðinu. 12. Undanskilið við sölu eru afgreiðsluborð og lausar innrétt- ingar í verzlunarhúsnæðinu, er tilheyra verzluninni Kyndli h/f. 13. Ef kaupsamningur þessi af einhverjum ástæðum eigi verður endanlega bindandi fyrir seljendur hinn 25. maí 1964, skulu kaupendur greiða seljendum leigu fyrir afnot af eignum fyrir- tækisins frá deginum í dag til þess tíma. Skal gerður um þetta sérstakur leigusamningur, er undirrita skal á sama degi og þenna samning, en sá leigusamningur kemur eigi til framkvæmda, ef af endanlegum kaupum verður. 14. Engar frekari veðsetningar, aðrar en fram koma á nefnd- um efnahags og rekstrarreikningi, nema til tryggingar þeim 791 skuldum, er ófrágengið er nú, skulu heimilaðar nema í samráði við og með samþykki lögfræðinga seljenda á tímabilinu fram til 25. maí 1964. Ríkistryggð bréf, er kunna að fást út á eignir Ís- félagsins, skulu eingöngu notuð til greiðslu á skuld við Póst- og símamálastjórnina, og skal óheimilt að ráðstafa þeim á annan hátt nema með samþykki lögfræðinga seljenda. 15. Aðilar hafa komið sér saman um, að á tímabilinu fram til 25. maí 1964 skuli Þorgeir Sigurðsson, endurskoðandi, Keflavík, einn hafa prókúru fyrir Ísfélag Keflavíkur h/i. 18. Um útborganir af hálfu kaupenda til seljenda er samkvæmi framanskráðu ekki að ræða. Greiðslu fyrir hlutabréf og trygg- ingariðgjöld, sem greidd kunna að hafa verið fyrirfram, verður samið um við yfirtöku Kassagerðar Suðurnesja h/f og Prentsmiðju Suðurnesja h/f svo og reikninga, er seljendur kunna að hafa greitt, en kaupendur hefðu átt að greiða samkvæmt efnahags- og rekstrarreikningi Ísfélags Keflavíkur h/f, sem að framan er vísað til. 17. Skilyrði fyrir því, að samkomulag þetta sé endanlega bind- andi fyrir seljendur, er, að samningar um skuldir við framan- greinda skuldheimtumenn og lausn seljenda frá persónulegum ábyrgðum og veðsetningum hafi tekizt eigi síðar en 25. maí 1964. 18. Rísi mál út af samningi þessum má reka það fyrir bæjar- þingi Keflavíkur án atbeina sáttamanna. 19. Samningur þessi er gerður í 2 samhljóða eintökum og halda seljendur öðru og kaupendur hinu“. Stefndu tóku við eignum Ísfélags Keflavíkur h/f, sem aðallega voru hraðfrystihús ásamt tilheyrandi vélum og áhöldum. Hófu þeir rekstur hraðfrystihússins. Hinn 14. apríl 1964 war haldinn aukaaðalfundur í Ísfélagi Keflavíkur h/f. Voru þá mættir allir hinir nýju hluthafar í hluta- félaginu, sem voru þá orðnir þessir: Jón Sveinsson, Birgir Þor- valdsson, Einar Karl Magnússon, Guðrún Einarsdóttir og Jórunn Rósmundsdóttir. Á fundi þessum voru þeir Jón Sveinsson, Birgir Þorvaldsson og Einar Karl Magnússon kosnir í stjórn félagsins. Var stjórninni falið á fundi þessum að sjá um tilkynningar til firmaskrár Keflavíkur. Tilkynning til firmaskrár Keflavíkur er dagsett 14. apríl 1964. Eftir stuttan rekstur komst Ísfélag Keflavíkur h/f í greiðslu- vanskil. Stefndu sömdu hvorki við póst- og símamálastjórnina um greiðslu á þeirri skuld, sem getið er í 3. lið kaupsamningsins hér 795 að framan, né heldur við fyrirtækið Messrs. Anthony Gibbs Itd., London, um greiðslu á skuld þeirri, sem getið er um Í 4. lið nefnds kaupsamnings. Á nauðungaruppboði 21. október 1964 var frystihús Ísfélags Keflavíkur h/f selt ásamt tækjum. Póst- og símamálastjórnin var hæstbjóðandi í eignir þessar og fékk þær útlagðar sem ófullnægður veðhafi á uppboðsþingi 27. október 1964. Í útlagningargerðinni er talið, að eftirstöðvar kröfu póst- og símamálastjórnarinnar á hendur Ísfélagi Keflavíkur h/f nemi kr. 948.392.02 og að upp í kröfu Anthony Gibbs Ltd., kr. 2.168.350.00, hafi engin greiðsla komið við uppboðið. Bú Ísfélags Keflavíkur h/f var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 11. desember 1964, en skiptum er enn eigi lokið. Stefnendur töldu, að stefndu bæri að standa sér skil á eftir- stöðvum kröfu póst- og símamálastjórnarinnar á hendur Ísfélagi Keflavíkur h/f, kr. 948.392.02, svo og á kröfu Anthony Gibbs Ltd., kr. 2.168.350.00. Samtals nema þessar fjárhæðir kr. 3.116.742.02. Hinn 26. apríl 1965 gáfu stefnendur út stefnu á hendur stefndu til greiðslu in solidðum á nefndri fjárhæð ásamt vöxtum og kostnaði. Var mál þetta þingfest á bæjarþingi Kefla- víkur 7. maí 1965. Dómur í því máli var uppkveðinn á bæjarþingi Keflavíkur 31. október 1967. Í þeim dómi eru stefndu sýknaðir af kröfum stefnenda. Dómi þessum vildu stefnendur eigi una og áfrýjuðu honum til Hæstaréttar. Stefndu gagnáfrýjuðu undirréttardóminum til stað- festingar og kröfðust greiðslu málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Í Hæstarétti gekk dómur í málinu hinn 15. maí 1968, og urðu málsúrslit þar á sömu lund og í undirrétti. Í forsendum Hæsta- réttardómsins segir m. a. svo: „Samkvæmt ákvæðum 3. og 4. greinar kaupsamnings aðilja frá 31. marz 1964 skulu gagnáfrýj- endur „semja um og greiða“ skuldir Ísfélags Keflavíkur h/f við póst- og símamálastjórnina og Anthony Gibbs ér Sons Ltd. Hins vegar er þar ekki áskilið, að gagnáfrýjendur skuli greiða aðal- áfrýjendum fé, ef eigi verði staðið í skilum við þessa kröfuhafa, og engin gögn hafa komið fram í málinu um, að aðaláfrýjendur hafi greitt skuldir þessar að meira eða minna leyti. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Samkvæmt þessum málsúrslitum ber aðaláfrýjendum að greiða gagnáfrýjendum málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilegur kr. 40.000.00%. Stefndu hvorki sömdu um né greiddu skuld þá við firmað 196 Anthony Gibbs ér Sons Ltd., sem um getur í 4. lið kaupsamn- ingsins hér að framan. Kveðast stefnendur því hafa hafið samn- inga við firma þetta. Leiddu þeir samningar til þess, að lögmaður stefnenda, Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður, greiddi umboðs- manni Anthony Gibbs ér Sons Ltd., Einari Baldvin Guðmundssyni hæstaréttarlögmanni, fjárhæð þá, sem um er stefnt í máli þessu. Kvittun fyrir greiðslu þessari er dagsett 15. maí 1965 og hljóðar svo: „Krafa Anthony Gibbs ér Sons, Ltd., London, á hendur Ísfélagi Keflavíkur h/f £ 18.000-0-0, að frádregnum kr. 86.560.00, sam- kvæmt 3 víxlum, hverjum að fjárhæð £ 6.000-0-0 með gjald- dögum 29. febr., 31. marz og 30. apríl 1964 og sama krafa skv. víxli að fjárhæð kr. 2.168.350.00, útgefnum af Pétri Einarssyni á hendur Ísfélagi Keflavíkur h/f og samþykktum af félaginu með gjalddaga 1. nóvember 1964, tryggðum samkvæmt trygging- arbréfi, útgefnu 20. júní 1964, með 10. veðrétti í fasteignum Ís- félags Keflavíkur h/f í Keflavík, en með 13. veðrétti samkvæmt veðbókarvottorði bæjarfógetaskrifstofunnar í Keflavík, dags. 14. okt. 1964. Hrl. Áki Jakobsson hefir í dag greitt mér undirrituðum, f. h. Anthony Gibbs ár Sons, Ltd., kr. 581.050.10, að viðbættum kr. 40.000.00 upp í kostnað, eða samitals íkr. 621.050.10, til fullrar og endanlegrar lúkningar á ofangreindri kröfu. Fær greiðandi kröfunnar þann rétt, er greiðsla hennar veitir honum lögum samkvæmt. Fari svo að riftunarmál, er höfðuð kunna að verða af þrotabúi Ísfélags Keflavíkur h/f eða einstökum kröfuhöfum bús- ins, leiði til þess, að greitt verði meira af kröfunni en kr. 621.050,10, skal það, sem umfram greiðist, falla til Anthony Gibbs ér Sons, Ltd.“. Stefndu styðja frávísunarkröfu sína þeim rökum, að sakarefni máls þessa sé þegar dæmt með dómi bæjarþings Keflavíkur 31. október 1967 og dómi Hæstaréttar 15. maí 1968 milli málsaðilja þessa máls. Telja stefndu, að sakarefnið verði ekki aftur borið upp til úrlausnar fyrir hliðsettum dómstóli. Sakarefnið sé þegar res judicata. Niðurlag fyrrgreindra dóma segi til um það, um hvað þeir séu bindandi úrslit sakarefnis. Þeir séu án vafa sýknu- dómar, þ. e. að stefndu séu sýknaðir af greiðslu kröfu stefnenda. Sérstaklega vekja stefndu athygli á því, að fyrra málið milli aðiljanna hafi verið höfðað fyrir bæjarþingi Keflavíkur 7. maí 1965. Þann 15. maí 1965 virðast stefnendur hafa greitt hina um- stefndu skuld að hluta gegn fullnaðarkvittun. Þrátt fyrir það 197 séu engin gögn lögð fram í fyrra málinu um þetta atriði. Heldur séu stefndu krafðir um alla fjárhæðina, þ. e. £ 18.000-0-0. Það sé því eingöngu sök stefnenda, að gögn um þetta atriði komu eigi fram í hinu fyrra máli. Geti stefnendur því eigi höfðað nýtt mál á hendur stefndu á grundvelli þessara gagna, þar sem þeim hefði borið að koma þeim að í hinu fyrra málinu, ef þeir hefðu ætlazt til þess, að til þeirra yrði tekið tillit sem málsástæðu. Stefnendur krefjast þess, að frávísunarkröfu stefndu verði hrundið. Rökstyðja þeir þá kröfu sína með því, að málsgrundvöll- urinn í fyrra og síðara málinu sé ólíkur. Í fyrra málinu hafi verið krafið um greiðslu samkvæmt 4. og 5. lið í framangreindum kaupsamningi málsaðiljanna frá 31. marz 1964. Í þessu máli sé hins vegar krafið um endurgreiðslu á því fé, sem stefnendur hafa innt af hendi upp í kröfu firmans Anthony Gibbs éc Sons Ltd. að fjárhæð kr. 621.050.10. Ekki hafi verið unnt að bera fram þessa kröfu, fyrr en Hæstaréttardómur um gildi fyrrgreinds kaup- samnings hafi verið genginn í máli aðiljanna fyrir Hæstarétti. Það hafi verið 15. maí 1968. Þá fyrst hafi verið unnt að bera fram þá kröfu, sem stefnendur hafa nú uppi á hendur stefndu. Svo sem áður getur, var fyrra málið milli sömu málsaðilja þing- fest fyrir bæjarþingi Keflavíkur 7. maí 1965. Hinn 15. maí 1965 greiðir lögmaður stefnenda, Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður, umboðsmanni Anthony Gibbs ér Sons Ltd., Einari B. Guðmunds- syni hæstaréttarlögmanni, kr. 621.050.10 „til fullrar og endan- legrar lúkningar á“ kröfu Anthony Gibbs ér Sons Ltd. á hendur Ísfélagi Keflavíkur h/f. Dómur í máli aðiljanna var kveðinn upp 31. október 1967 á bæjarþingi Keflavíkur, en í Hæstarétti 15. maí 1968. Hvorki fyrir bæjarþingi Keflavíkur né fyrir Hæstarétti var sú málsástæða borin fram af hálfu stefnenda, að þeir hefðu þegar greitt firmanu Anthony Gibbs ér Sons Litd., svo sem að ofan getur. Gáfu þó varnir stefndu í fyrra málinu stefnendum tilefni til þess, því að í greinargerð stefndu í því máli sagði m. a. svo: „Meðan sóknar- aðiljar hafa ekki greitt skuldir þessar (þ. e. við Anthony Gibbs ér Sons Ltd. og póst- og símamálastjórnina, innskot dómara), þá geta þeir að sjálfsögðu ekki heldur krafið umbj. m. Sóknaraðiljar hafa ekki orðið fyrir neinu tjóni Í þessu sambandi. Þegar af þessari ástæðu er ekki um neinar fjárkröfur að ræða, sem sóknar- aðiljar eiga á hendur umbj. m. Leiðir þetta réttaratriði að sjálf- sögðu til sýknu umbj. m.“. Úr því að stefnendur gátu í fyrra málinu komið að málsástæðu 798 Þeirri, er þeir nú byggja á í þessu máli, og var jafnframt gefið sérstakt tilefni til þess af hálfu stefndu, verður að fallast á það með þeim, að stefnendur geti eigi nú höfðað nýtt mál á hendur stefndu á grundvelli málsástæðu, sem þeir vel máttu koma að í fyrra málinu, en gerðu eigi. Ber því samkvæmt reglunum um res judicata að vísa þessu máli frá dómi ex officio, sbr. 2. mgr. 196. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936. Samkvæmt þessum málsúrslitum verða stefnendur dæmdir in soliðum til að greiða stefndu málskostnað. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 25.000.00. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi ex officio. Stefnendur, Áki Gránz og Jósafat Arngrímsson, greiði stefndu, Birgi Þor- valdssyni og Jóni Sveinssyni, in soliðum kr. 25.000.00 í máls- kostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 30. maí 1969. Nr. 88/1969. Eyjólfur Bjarnason segn Hellugleri h/f. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Málskostnaðartrygging. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 21. gr., 1, gs, laga nr. 57/1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. apríl 1969, er barst dóminum 9. maí 1969. Krefst sóknaraðili þess, að varnaraðilja verði dæmt að setja tryggingu, kr. 187.000.00 eða lægri fjárhæð samkvæmt mati dómsins, fyrir hugsanlegum málskostnaði sóknaraðilja í bæjarþingsmálinu nr. 689/1968: Hellugler h/f gegn Eyjólfi Bjarnasyn og gagn- 799 sök. Þá krefst sóknaraðili og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Eyjólfur Bjarnason, greiði varnaraðilja, Hellugleri h/f, kærumálskostnað, kr. 5.000.00, að við- lagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 14. apríl 1969. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 10. þ. m., hefur Ingvar S. Ingvarsson forstjóri, Ísafirði, höfðað fyrir bæjarþingi Reykja- víkur f. h. Fjöliðjunnar h/f, Hellu á Rangárvöllum, með stefnu, birtri 26. apríl 1968, gegn Eyjólfi Bjarnasyni rafvirkjameistara, Háaleitisbraut 30 hér í borg. Eftir að mál þetta var höfðað, hefur stefnandi breytt um nafn, og heitir félagið nú Hellugler h/f. Í stefnu hefur aðalstefnandi gert svofellda grein fyrir kröfum sínum: „1) Félagið Fjöliðjan h/f, Hellu, var stofnað 25. okt. 1967. Voru þau kjörin í stjórn félagsins Sigurlaug M. Jónsdóttir, frú, Engjavegi 15 á Ísafirði, Ingvar S. Ingvarsson, forstjóri, s. st., og Eyjólfur Bjarnason, Háaleitisbraut 30 í Reykjavík, enda er Sigur- laug M. Jónsdóttir formaður. Varastjórnendur eru Sigurbjörn Ólafsson, Skeiðarvogi 141 í Reykjavík, og Hrefna Ingvarsdóttir, frú, s. st. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. í stofnsamningi félagsins er Ingvar S. Ingvarsson „ráðinn forstjóri félagsins til lífstíðar og verður honuim fyrir engar sakir sagt upp því starfi hjá félaginu eða sviptur launum“. Þá hefur hann og prókúru fyrir félagið. Enn var 29. nóv. 1967 stefndum Eyjólfi Bjarnasyni veitt prókúruum- boð fyrir félagið, og var hann ráðinn framkvæmdastjóri. Hinn 4. marz 1968 afréð meiri hluti félagsstjórnar ásamt vara- 800 stjórnendum að segja upp frá og með þeim degi stefndum Eyjólfi Bjarnasyni störfum hjá félaginu. Reit stjórnin honum þar um sem hér segir: „Hér með er yður sagt upp frá og með þessum degi öllum störfum fyrir hlutafélag voru, FJÖLIÐJUNA H/F, HELLU, og fyrir útibú félagsins í Reykjavík, enda hafið þér upp þaðan ekkert umboð til að skuldbinda félagið né til neins konar ráðstafana eða athafna fyrir það. Laun verða yður ekki goldin eptir þenna tíma, enda teljum vér yður hafa fyrirgert öllum kröfum þar um á hendur félaginu. Hins vegar lýsir félagið ábyrgð á hendur yður og geymir sér rétt til bóta fyrir tjón það, sem þér kunnið að hafa valdið oss. Með tilvísun til þess, er nú var ritað krefjumst vér þess, að þér tafarlaust skilið oss 1) öllum skjölum félagsins, þeim er enn eru í yðar vörzlum, bókum, bókhaldsgögnum og fylgiskjölum, tékkheptum, not- uðum og ónotuðum, og öðrum skjölum, að engu undanskildu, 2) öllum lyklum, þar á meðal að húsnæði voru, bíl, pósthólfi og öðrum geymslum, 3) öllum öðrum eignum félagsins, þar á meðal víxlum og tékk- um, þeim er þér hafið í yðar vörzlum, og öðrum eignum hverju nafni sem nefnast“. Í fyrstu tregðaðist stefndur við að skila skjölum og öðrum eign- um félagsins, þeim er nú var getið. Höfðaði stefnandi þá mál gegn honum fyrir fógetarétti Reykjavíkur 6. marz 1968 og krafð- ist þess, að fógeti tæki af steindum umrædd skjöl og eignir og setti stefnanda inn í wörzlur þeirra. Eptir allmikið þras fyrir fógetarétti skilaði stefndur hinum helztu skjölum félagsins og öðrum mikilvægum eignum þess, þeim er nú var getið. Eigi gerði stefndur nein reikningsskil og eigi skilaði hann bókhaldi, nema mjög ófullkomnu. Neyddist stefnandi til að fá endurskoð- endur til að koma í aðgengilegt horf bókhaldi félagsins. Gerði það Jarl Jónsson, lögg. endurskoðandi. Kom nú í ljós það, sem félagsstjórnina grunaði, að mjög mikil óreiða var á fjárhaldi stefnds fyrir félagið, enda reyndist hann skulda því mikið fé. Gerir Jarl Jónsson grein fyrir efninu í skýrslu til hrl. Gústafs A. Sveinssonar, dags. 1. apríl 1968. Þar segir svo: „Eftir ósk hr. Ingvars S. Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Fjöl- iðjunnar h.f., Hellu, hefi ég endurskoðað fylgiskjöl og reiknings- hald Eyjólfs Bjarnasonar yfir fjárreiður hans hjá Fjöliðjunni h.f., Hellu (og Reykjavík). 801 Þetta tímabil mun vera frá ca. 9. nóvember 1967, en þá er opnaður hlr. nr. 88 við Búnaðarbanka Íslands á Hellu og til ca. 1. marz 1968, en þá eru dagsett síðustu fylgiskjölin. Í hendur mér voru lögð fylgiskjöl samkvæmt tveim upptaln- ingum fulltrúa borgarfógetans í Reykjavík, dagsettum 9. marz 1968. Önnur yfir fylgiskjöl nr. 1—234, hin yfir fylgiskjöl nr. 1—70. Ýmis af þessum skjölum eru þó ekki bókhaldsfylgiskjöl. Ennfremur dálkadagbók með færzlum á opnu 2 og 3 (vegna 1967) og 7, 8 og 9 wegna 1968. Þar sem fjölmargar athugasemdir og leiðréttingar hefði þurft að gera við færzlur í dálkabókina, tók ég það ráð að færa bók- haldið upp á nýtt. Það skal tekið fram, að bókhald það, er eg hefi fært upp, er ekki bókhald Fjöliðjunnar h.f., Hellu, í heild, heldur fyrst og fremst það, er snert hefur fjárreiður Eyjólfs Bjarnasonar hjá fyrirtækinu. Niðurstöður bókhaldsins eru: Neikn. nr. Debet Kredit: 101 Sjóður Eyjólfur Bjarnason . kr. 188.395.85 212 Viðsk.reikn. Eyjólfs Bjarnas. .. 2... — 67.801.00 110 Ófullkomin greiðslufskj., önnur en launafskj. .. .. .. — 15.473.04 115 Ófullkomin launafylgiskjöl . — 362.230.50 210 Óskýrðar innborganir ... .. kr. 60.000.00 102 Sjóður Gunnar Ingvarsson .. — 5.000.00 104 Geymslufé, Olíufél. Skelj. .. — 1.000.00 201 Hir. 88, Búnaðarb. Ísl., Hellu — "783.381.28 202 Hilr. 1728, Iðnaðarb. Ísl, R. . — 9.10 211 Gr. víx. Híbýlaprýði .. .. .. — 5.206.00 211 Sambþ. víx. Trésm. Víðir h.f. — 16.677.00 212 Samþ. wíx. Búnaðarb. Ísl., Hellu... — 175.000.00 212 Viðsk.reikn. Kf. Þór, Hellu. — 99.348.90 212 Afborgunarsamn. Fönix, O. Kornerup-Hansen sf. ... .. — 2.280.00 212 Viðsk.reikn. Ingvar S.Ingv.. — 79.881.00 215 Viðsk.reikn. Fjöliðjan, Ísaf. . — 34.668.90 291 Innb. hlutafé Eyj. Bjarnas. .. — 20.000.00 120 Áhöld .. .. .. .. 2. .. .. — 51.407.77 öl 802 150 Stofnkostnaður .. .. .. .. kr. 162.537.70 300 Hráefni... .. .. ... .... .. — 680.856.75 310 Vinnulaun gr. af Búnaðarb. — 222.776.50 320 Kostnaður .. .. .. .. .. .. — 100.363.07 400 Tekjur .. 00... kr. 863.430.00 Kr. 2.029.947.18 Kr. 2.029.947.18 Bókhaldið er fært í vél. Því miður er ekki texti í ritmáli á vélinni. Á sumum ofangreindra reikninga hefi ég þó handskrifað texta til glöggvunar, svo sem á sjóðreikning Eyjólfs Bjarnasonar (101), viðskiptareikning sama (212) og reikninga, sem ófullkomin fylgiskjöl eru færð á (110, 115 og 210). Í vélskrifuðum texta bókhaldsins er fyrst tékk nr., þar sem það á við nr. mótreiknings. Í fylgiskjalaðálk er fyrst færzlunúmer mitt í áframhaldandi röð, og seinni hlutinn (3 tölustafir) er nr. fylgiskjala samkvæmt skráningu fulltrúa borgarfógetans. Þar sem sú skráning er Í tvennu lagi, er önnur skráningin auðkennd með 2 í fyrsta sæti. Fylgiskjal 1 úr fyrri skráningu er auðkennt 001, en fylgiskjal 1 úr seinni skráningu 201. Fylgiskjöl; sem auðkennd eru frá 801 og áfram; eru færzlur á upphæðum, sem ávísað hefir verið á á hlaupareikninga fyrir- tækisins, en fylgiskjöl eru ekki fyrir hendi. Þessar upphæðir eru færðar samkvæmt „stubbum“ tékkheftanna og færðar í sjóð Eyjólfs Bjarnasonar. Heimildir fyrir handskrifuðum texta eru í þessu tilviki „stubbar“ tékkheftanna. Með því að raða fylgiskjölum. upp eftir dagsetningum, eftir því sem hægt hefir verið, og athuga síðan, hvort ávísað hefir verið á hlaupareikninga félagsins fyrir viðkomandi upphæð, hef ég komist að raun um, hvað af fylgiskjölunum hefir verið greitt úr tékkheftum fyrirtækisins. Þau fylgiskjöl, sem þannig hefir verið ávísað á fyrir sömu upphæð, hef ég fært á viðkomandi gjaldaliði og kredit á hlaupa- reikninga, þ. e. a. s. færslan hefir ekki komið að neinu leyti á sjóðreikning Eyjólfs Bjarnasonar. Þau fylgiskjöl, sem mér hefir ekki tekizt að rekja greiðslu á á ofangreindan hátt, og einnig þær ávísanir, sem ekki hefir verið tilsvarandi fylgiskjöl fyrir hendi, hef ég hinsvegar fært yfir sjóðreikning Eyjólfs. Þeir reikningar, sem hér koma einna helzt máli við sögu, eru: 101 Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar, 803 212 Viðskiptareikningur Eyjólfs Bjarnasonar, 110 Ófullkomin greiðslufylgiskjöl, önnur en launafylgiskj., 115 Ófullkomin launafylgiskjöl, 210 Óskýrðar innborganir. ' Hér á eftir mun ég leitast við að skýra þessa reikninga. 101 Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar, kr. 188.395.85. Ég hefi leitast við að færa eingöngu yfir sjóð þær upphæðir, sem ég hef ekki getað fundið, að greiddar væru með tékkum, þannig að reikningur er tekjufærður fyrir þeim upphæðum, er greiðslufylgiskjöl segja til um og ekki eru greidd með tékka á hlaupareikninga fyrirtækisins. Ennfremur er sjóðreikningurinn tekjufærður fyrir þeim „ófullkomnu launafylgiskjölum“, sem síðar er sagt frá. Hér má að vísu rekja, að eitthvað af þessum greiðslum hafi verið, að minnsta kosti að hluta til, greitt með tékkum. Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar er fyrst og fremst skuld- færður fyrir þeim upphæðum, er ávísað hefir verið á hlaupareikn- inga fyrirtækisins, án þess að tilsvarandi fylgiskjöl séu fyrir hendi. Hér með eru taldar ávísanir til launþega samkvæmt næstu málsgrein á undan. Ennfremur er sjóðreikningurinn skuldfærður fyrir kr. 5.000.00, sem samkvæmt upplýsingum Gunnars Ingvarssonar og af upp- gjöri hans fyrir tímabil næst á undan því, er hér um ræðir, var greitt Kristni Sigurjónssyni upp í laun. Laun Kristins eru færð sjóðreikningnum til tekna í heild, sbr. áður sögðu. Vegna ávísana, sem hafa runnið í sjóð, tel ég áberandi, hvað Í sumum tilfellum er um stórar upphæðir (kr. 75.000.00 og kr. 50.000.00), sem samkvæmt texta tékkheftanna virðast hafa verið lagðar inn á persónulega hlaupareikninga Eyjólfs Bjarnasonar, t.d. hir. 8591 í Landsbanka Íslands. Í einstaka tilfellum er sjóðreikningurinn skuldfærður fyrir mismun á ákveðnum tékkum og viðkomandi fylgiskjali. Nokkr- um sinnum eru færzlur annað hvert til gjalda eða tekna, en mótfærzlur síðar, þannig að jöfnuður er á. Er þetta auðkennt á reikningnum. Að lokum er reikningurinn tekjufærður fyrir launum og bif- reiðastyrk Eyjólfs Bjarnasonar, samtals kr. 79.000.00. Ingvar S. Ingvarsson hefir ekki viljað viðurkenna þau fylgiskjöl, er Eyjólfur Bjarnason hefir gefið fyrir sínum launum og bifreiðakostnaði, en hinsvegar samþykkt að færa honum til tekna eftirfarandi: 804 Laun fyrir nóvember...... 0. ..... 2. 2. kr. 10.000.00 Laun fyrir desember, janúar og febrúar, kr. 20.000.00 pr. mánuð. . — 60.000.00 Bifreiðastyrk fyrir desember, janúar og febrúar, kr. 3.000.00 pr. mánuð .. .. .. 2. — 9.000.00 Kr. 79.000.00 Gegn mótmælum Ingvars S. Ingvarssonar hefi ég ekki talið mér fært að taka til greina þau fylgiskjöl, sem Eyjólfur Bjarnason hefir gefið fyrir launum sínum og bílakostnaði, en þau eru: Nr. samkvæmt skráningu borgarfógetans: Nr. 69, bílkostnaður 1/11—31/12, kr. 5.000.00 pr. mán... .. 0. 2... 2. kr. 10.000.00 — 170, hbílkostnaður 1/7—31/10, kr. 1.000.00 pr. MÁN... rr re. 2.. 4.000.00 — 179, bílkostnaður 1/1—29/2, kr. 5.000.00 pr. MÁN... er er 0202. 2. 10.000.00 — 180, vinnulaun 1/11 1967—31/3 1968, kr. 35.000.00 pr. mán. .. .. „2 2. 22 2. — 1T5.000.00 — 183, hluti, laun 1/7--31/10 1967 . 2202. 2. 2. — 100.000.00 Enn fremur hef ég ekki talið mér fært að taka til greina sem greiðsluviðurkenningu fylgiskjal nr. 183, sem auk áður nefndra launa F. B., kr. 100.000.00, er upptalning Eyjólfs Bjarnasonar á ýmsum greiðslum. Sumt af þessum greiðslum er þegar fært sam- kvæmt upprunalegum greiðslufylgiskjölum. Ég tel ekki eðlilegt að taka upptalningu sem þessa sem heimild fyrir greiðslum í þágu fyrirtækisins. 212 Viðskiptareikningur Eyjólfs Bjarnasonar, kr. 67.801.00. Á þennan reikning er Í fyrsta lagi fært hlutafjárloforð Eyjólfs Bjarnasonar, kr. 20.000.00. Samkvæmt upplýsingum Ingvars S. Ingvarssonar hefir E. B. átt að standa skil á hlutafjárloforði sínu inn á bankareikning félagsins. Þar sem engin heimild er fyrir greiðslu hlutafjárloforðsins, er það skuldfært á viðskiptareikn- ing E. B. Að öðru leyti eru færðar upphæðir, sem ég tel persónuleg gjöld Eyjólfs Bjarnasonar og fylgiskjöl eru fyrir hendi í bók- haldinu. Er hér aðallega um að ræða kostnað wið bifreið E. B., R 22482, símíkostnað o. fl. Þar sem Eyjólfur fær bifreiðastyrk, tel ég óeðlilegt, að kostnaður við eigin bifreið E. B. komi til gjalda hjá fyrirtækinu. 805 Ennfremur eru færð hér til gjalda laun Bjarna Jarlssonar, raf- virkjanema Eyjólfs, kr. 8.640.00 og kr. 3.000.00. Ingvar S. Ingvars- son hefir neitað, að greiðsla á launum til Bjarna sé í þágu Fjöl- iðjunnar, og talið, að þau séu eingöngu viðkomandi rekstri Eyjólfs sjálfs. 110 Ófullkomin greiðslufylgiskjöl, önnur en launafylgiskjöl, kr. 15.473.04. Þessi upphæð samanstendur af eftirfarandi upphæðum: 1. Rafmagn og hiti, kr. 7.596.54. Vegna athugasemdar Ingvars S. Ingvarssonar á hluta af við- komandi fylgiskjali, þ. e. reikning fyrir hita að upphæð kr. 5.604.50 fyrir tímabilið frá 1/1 til 26/6 1967, en Ingvar telur sig hafa lagt fyrir Eyjólf Bjarnason að greiða ekki þennan reikning. Er fylgiskjalið í heild fært hér til nánari athugunar. Hitakostnaður að upphæð kr. 5.604.50 fyrir tæpan Í mánuð er vægast sagt óeðlilegur. Ég tel þó álitamál, hvort Eyjólfur verði talinn ábyrgur fyrir þessari upphæð, m. a. með hliðsjón af, hvort ekki fengist leiðrétting hjá Hitaveitunni. 2. Eiríkur Davíðsson, glerísetning, kr. 6.240.00, 2 nótur kr. 886.50, samtals kr. 7.126.00. Ingvar S. Ingvarsson vill ekki taka þennan kostnað til greina nema með frekari skýringum, svo sem hvar glerið var sett í og hvers vegna. Það gæti ekki talist eðlilegur kostnaður fyrirtækis- ins sem framleiðanda að kosta Ísetningu glers nema gegn sér- stöku endurgjaldi eða vegna ábyrgðar á vörunni. 3. „„10/1 Bjarni, ferð austur, leigubíl kr. 500.00%. Þessi texti og upphæð er skrifað neðanmáls á færzluskjali nr. 93, fylgiskjali nr. 72. Þennan sama dag er fylgiskjal fyrir greiðslu á akstri í leigubíl frá Selfossi til Hellu, kr. 530.00, færzluskjal nr. 94, fylgiskjal nr. 121. Umrætt „fylgiskjal“ werður að teljast mjög ófullkomið og tæplega hægt að taka gilt sem sönnun fyrir greiðslu. 4. Bréfaskrift á ensku, kr. 250.00. Ingvar S. Ingvarsson telur sér ekki vera kunnugt um neitt bréf, er Eyjólfur hafi látið skrifa á ensku í þágu fyrirtækisins, og því sé Eyjólfur ábyrgur fyrir þessari upphæð nema að fengnum nán- ari skýringum. 115 Ófullkomin launafylgiskjöl, kr. 362.230.50. Laun virðast hafa verið greidd á tvennan hátt. Í fyrsta lagi hafi Búnaðarbankinn á Hellu greitt í reikning viðkomandi laun- þega ákveðnar upphæðir og gefið kvittun þar fyrir. Ég tel ekki ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir, enda þótt ekki komi 806 fram á kvittunum, að um laun sé að ræða, og því síður fyrir hvaða tímabil. Þessi laun eru gjaldfærð á winnulaunareikning. Í öðru lagi hafa laun verið greidd af Eyjólfi Bjarnasyni. „Kvitt- anir“ fyrir þessum greiðslum eru oft óundirritaðar. Þessar „kvitt- anir“ hafa þó verið færðar sjóði Eyjólfs til tekna samkvæmt ósk Ingvars S. Ingvarssonar og gjaldfærðar á „ófullkomin fylgiskjöl“, að undanteknum launakvittunum frá Bjarna Jarlssyni, rafvirkja- nema Eyjólfs Bjarnasonar, sem Ingvar samþykkir ekki sem launa- kostnað Fjöliðjunnar h.f. Laun Bjarna eru skuldfærð á viðskipta- reikning Eyjólfs Bjarnasonar. Þær launakvittanir, sem óundirritaðar eru, tel ég, að útbúnar séu allar á sama tíma. Þær eru allar dagsettar 31. des. 1967, að tveim undanteknum, sem dagsettar eru „jan 1968“. Þessi fylgi- skjöl virðast eiga að vera launakvittanir fyrir mánuðina október, nóvember og desember 1967 og í einu tilviki einnig fyrir janúar 1968. Í þrem tilvikum tel ég, að í ofangreindum heildarkvittunum hafi verið meðtalin laun, sem áður hafði verið kvittað fyrir, þ.e.: 1. Færæla nr. 29, fskj. 27, 2/12 1967, greitt Þorgrími Guðna- syni upp Í laun, kr. 1.000.00. 2. Færzla nr. 31, fskj. 30, 12/12 1967, greitt Ingibjörgu Sigur- geirsdðóttur upp í laun, kr. 2.000.00. 3. Færzla nr. 224 (fært í sjóð E. B. úr sjóði Gunnars Ingvars- sonar) 19/10 1967, greitt Kristni Sigurjónssyni upp í laun, kr. 5.000.00. Þar sem fylgiskjölum fyrir launum, er Eyjólfur Bjarnason hefur greitt, er að mörgu leyti ábótavant og jafnvel tortryggileg, hefi ég fært þau í heild á „ófullkomin launafylgiskjöl“. Að lokum hefi ég ennfremur fært á þennan reikning laun og bifreiðakostnað Eyjólfs sjálfs, sbr. fyrri sundurliðun. 210 Óskýrðar innborganir, kr. 60.000.00. Hér er um að ræða tvær upphæðir, sem lagðar hafa verið inn á hlr. Fjöliðjunnar h.f., Hellu, nr. 88 í Búnaðarbanka Íslands, Hellu. Þann 30/11 1967 leggur Eyjólfur Bjarnason inn kr. 500.000.00, og þann 5. janúar 1968 leggur Bjarni Jarlsson inn kr. 10.000.00. Þetta er hvorutveggja lagt inn í aðalbankanum í Reykjavík. Á meðan annað kemur ekki í ljós, verður að álíta, að hér hafi Eyjólfur Bjarnason (og Bjarni Jarlsson) móttekið peninga fyrir hönd Fjöliðjunnar h.f. og lagt þá síðan inn á hlr. fyrirtækisins. Að lokum vil ég taka fram, að ég hefi ekki framkvæmt neina 807 könnun á tekjuliðum fyrirtækisins. Gunnar Ingvarsson tjáði mér, að allir reikningar hefðu átt að afhendast Búnaðarbankanum á Hellu til innheimtu og að andvirði þeirra rynni síðan inn á hlaupareikning fyrirtækisins hjá bankanum. Gunnar hefir ekki að svo stöddu máli talið ástæðu til að gera athugasemdir þar að lútandi“. 2) Enn telur stefnandi stefndan hafa valdið félaginu tjóni með ýmsri vanrækslu og annarri aðferð sinni um stjórn á félaginu eða stjórnleysi. Hefur Gunnar Ingvarsson, endurskoðandi, dregið saman nokkrar niðurstöður sínar um hér greint efni, og ritar hann þar um hrl. Gústafi A. Sveinssyni sem hér segir: „1. Framleiðsla í verksmiðju að Hellu féll alveg niður vegna verkfallanna í rúmar 2 vikur, þrátt fyrir að ekki kom til verk- falls að Hellu. Ástæðan fyrir þessu var eingöngu sú, að Eyjólfur Bjarnason lét alveg hjá líða að hafa fyrir hendi hráefni til fram- leiðslunnar, þrátt fyrir að þau væru liggjandi á hafnarbakkanum í Reykjavík. Það tók okkur "2 dag að fá þau í hendur, daginn eftir að verkfalli lauk. Krafa á Eyjólf Bjarnason vegna þessa held ég eðlilega eftirfarandi: Vegna mannakaups.. .. ..... 2... kr. 92.885.80 Vegna kostnaðar v/húsnæðis 2. — CC 5.000.00 Vegna ýmislegs (áætlað) . Lo... — 9.788.60 Kr. 107.674.40 Tap á hagnaði (áætlað) .. .. .... .. — 20.000.00 Samtals kr. 127.674.40 2. Í verksmiðju að Hellu woru að hálfu framleiddar pantanir v/Búlands 34 og 40. Var þetta framleitt samkvæmt skriflegum fyrirmælum Eyjólfs Bjarnasonar. Pöntun frá eigendum húsanna fannst ekki á skrifstofu Fjöliðjunnar h.f., enda neita þeir að hafa gert þessa pöntun, en þeir viðurkenna aftur á móti að hafa beðið um tilboð. Til þess að forða algjörum skaða vegna þessa neyddumst við til að gefa 10% afslátt frá venjulegu söluverði, kr. 6.026.70 (sjá meðf. bréf). 3. Bifreið Fjöliðjunnar h.f., sem er FORD-vörubifreið 10 tonn með hlassi, árgerð 1966, er stórlega skemmd eftir útafkeyrslu. Við höfum ástæðu til að ætla, að bifreiðarstjóri sá, er Eyjólfur Bjarnason réð til starfa, og sem stjórnaði bifreiðinni (að því er okkur er tjáð), er henni var ekið út af, hafi ekki réttindi til að 808 aka svo stórri bifreið, auk þess sem hann mun óvanur slíkum akstri. Téður bifreiðarstjóri er bróðir Eyjólfs, Jóhann Bjarnason. Auk framanritaðs var bifreiðin í algjörri óhirðu, er hún var tekin af Eyjólfi Bjarnasyni. Lágt áætlaður skaði á bifreiðinni myndi ég segja kr. 100.000.00, en eðlilegast væri að fá lögskipaða mats- menn til að meta þetta. Teljum við Eyjólf Bjarnason ábyrgan fyrir tjóninu““. 3) Það hefur komið í ljós, að stefndur hefur 30. jan. 1968 gefið út „pr.pr. Fjöliðjan h/f, Reykjavík“ víxil á hendur sjálfum honum, að upphæð kr. 40.000.00, og samþykkt til greiðslu 30. marz 1968. Téðan víxil hefur stefndur selt í Iðnaðarbanka Íslands h/f. Hefur stefndur eigi goldið víxilinn, enda krefur bankinn stefn- anda um greiðslu á umræddum fjárhlut. 4) Eptir að stefndur lét af störfum í þjónustu stefnanda, hefur hann hitt að máli margan mann og afflutt mjög stefnanda, ráð- stafanir hans og fjárreiður. Hefur stefndur einkum gert sér far um að lýsa slíku fyrir viðskiptamönnum stefnanda og öðrum beim, er ætla má, að með einhverjum hætti sinni um málefni félagsins og hafi hug á þeim. Telur stefnandi örðugt að áætla tjón sitt af hérgreindu efni, en eigi getur hann haldið það nema minni upphæð en kr. 500.000.00, enda muni slíkt tjón hans raunar vera miklu meira. Ofangreindar tölur tekur stefnandi saman sem hér segir: a) Samkw. 1) hér á undan: Sjóðreikningur stefnds .. ,. .. íkr.188.395.85 Viðskiptareikningur sama .. .. — 67.801.00 Ófullkomin fylgiskj... .. .... — 15.473.04 Ófullkomin launafylgiskj. .. .. — 3692.230.50 —— kr. 633.900.39 b) Samkv. 2) Framleiðslutjón .. .. .. .. „. kr.127.674.40 Tjón af viðsk. Búlands .. .. .. — 6.026.70 Tján á bifreið .. .. .. .. ,„. .. — 100.000.00 —02. 233.701.10 c) Samkv. 3) Víxilupphæð .. .. .. .. .. .. kr. 40.000.00 Afsögn .. 0... — 180.00 ————2., 40.180.00 d) Samkiv. 4) .. 2... 0... 2... — 0500.000.00 Samtals kr. 1.407.781.49 809 Vöxtu telur stefnandi sér rétt að reikna 1% fyrir hvern byrj- aðan mánuð af kr. 40.000.00 frá 30. marz 1968 til útgáfu stefnu og af allri stefnukröfunni, kr. 1.407.781.49, frá þeim degi til greiðsludags. Fyrir bæjarþingi óskar stefnandi, að sátta verði leitað með aðiljum. Verði eigi sætzt á málið, mun stefnandi krefjast þess, að stefndur Eyjólfur Bjarnason verði dæmdur til að greiða stefn- anda kr. 1.407.781.49 með 1% vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð af kr. 40.000.00 frá 30. marz 1968 til útgáfu stefnu og af allri stefnukröfunni, kr. 1.407.781.49, frá stefnudegi til greiðsludags svo og kostnaði sakarinnar að mati dómsins“. Í aðalsök hefur gagnstefnandi, Eyjólfur Bjarnason, gert þær dómkröfur, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum aðalstefnanda og að aðalstefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í aðalsökinni. Lögmaður gagnstefnanda hefur í greinargerð gert svofellda grein fyrir kröfum gagnstefnanda í aðalsökinni: „1. Um kröfur, sem byggðar eru á niðurstöðu Jarls Jónssonar, endurskoðanda. Upphaf þess máls er, að hinn 25. október 1967 var undirritaður stofnsamningur um fyrirtækið Fjöliðjan h.f., Hellu. Stofnendur voru eftirtaldir aðilar: Sigurlaug M. Jónsdóttir, Ingvar S. Ingvars- son, Hrefna Ingvarsdóttir, Sigurbjörn Ólafsson og Eyjólfur Bjarna- son, stefndi í máli þessu. Skömmu síðar var umbj. m. ráðinn framkvæmdastjóri nefnds fyrirtækis með prókúruumboði, en „Ingvar S. Ingvarsson, Engjavegi 15, Ísafirði, er ráðinn forstjóri til lífstíðar og verður honum fyrir engar sakir sagt upp því starfi hjá félaginu eða sviptur launum, en nánar verður samið um að greiða honum“, eins og til orða er tekið í 9. gr. stofnsamnings áðurgreinds fyrirtækis. Rétt er að geta þess, að þau hjónin, Sigur- laug M. Jónsdóttir og Ingvar S. Ingvarsson, munu vera aðalhlut- hafar í fyrirtækinu, Fjöliðjan h.f., Ísafirði, enda er nefndur Ingvar forstjóri þess fyrirtækis, eins og flestum mun nú kunnugt vera. Í stefnu segir, að meiri hluti félagsstjórnar, ásamt varastjórn- endum, hafi hinn 4. marz sagt umbj. m. fyrirvaralaust upp starfi. Hér mun rangt með farið, þar sem varastjórnendur áttu hér engan hlut að máli. Þá gerist það aðfaranótt 3. marz s.l., að farið er inn á skrif- stofu Fjöliðjunnar h.f., Hellu, og þaðan numin á brott öll skjöl varðandi viðskipti Fjöliðjunnar h.f., Hellu, við Fjöliðjuna h.f., Ísafirði, svo og öll skjöl varðandi viðskipti þjónustufyrirtækisins 810 í Reykjavík og einnig persónuleg skjöl umbj. m., er þar voru geymd. Síðar kom í ljós, að hér hafði verið að verki lífstíðarforstjóri Fjöliðjunnar h.f., Hellu, Ingvar S. Ingvarsson, og taldi hann sér þessa framkomu heimila. Um þessi atvik vísast að öðru leyti til dskj. nr. 12. Þá var hinn 6. marz fyrir tilstilli margnefnds Ingvars S. Ingvarssonar v/Fjöliðjunnar h.f., Hellu, höfðað mál fyrir fógeta- rétti Reykjavíkur gegn umbj. m., þar sem sú krafa var m. a. gerð, að hann afhenti öll skjöl viðkomandi bókhaldi fyrirtækisins, sem og hann gerði. Skjöl þessi, eða hluti þeirra, var fenginn í hendur löggiltum endurskoðanda, Jarli Jónssyni, og honum falið af Ingvari S. Ingvarssyni að endurskoða fylgiskjöl og reikningshald Eyjólfs Bjarnasonar yfir fjárreiður hans hjá Fjöliðjunni h.f., Hellu (og Reykjavík). Niðurstöður endurskoðandans er að finna á dskj. nr. 4, og er hluti stefnukröfunnar byggður á því skjali, enda hefur lögmaður stefnanda tekið það í stefnu sína í heild. Á þessu stigi er rétt að vekja athygli virðulegs dóms á eftir- farandi: Að aldrei hafði umræddur endurskoðandi samband við umbj. m. varðandi athugunina, þótt hann væri einmitt sá maður, sem gerzt þekkti til. Að. aldrei war leitað eftir skýringum bókhaldara fyrirtækisins, viðskiptafræðings Sigurðar Tómassonar. Að einvörðungu virðist hafa verið farið eftir skýringum Ingvars S. Ingvarssonar, en slíkt hlaut endurskoðanda þessum að vera ljóst, að varhugavert væri, þar sem hatramt deilumál var þá þegar risið millum Ingvars þessa og umbj. m. Engan skal því undra, þótt hugarframleiðsla endurskoðanda á dskj. nr. 4 sé ekki hafin yfir gagnrýni, enda ekki langt seilzt til þeirrar gagnaöflunar, sem leitt gæti í ljós óbrigðulan sannleika, sbr. það sem áður segir. Með þetta í huga hef ég fengið hr. viðskiptafræðing Sigurð Tómasson til að gera greinargerð um bókhald Fjöliðjunnar h.f., Hellu, og er sú greinargerð m. a. gerð með sérstöku tilliti til dskj. nr. 4. Greinargerð Sigurðar Tómassonar er dskj. nr. 11. Viðskiptafræð- ingurinn telur, að stefnandi sé skuldugur umbj. m. um kr. 221.010.50 (þar með eru reyndar faldar kr. 104.000.00, sem er skuld Fjöliðjunnar h.f., Ísafirði, við umbj. m.). Þessi fjárhæð kann þó að hækka, er gagnaöflun lýkur endanlega. Eins og áður segir, mun umbj. m. gagnstefna til heimtu þessarar skuldar o. fl. Fjölmörg atriði í skýrslu Jarls Jónssonar, endurskoðanda, eru S11 gagnrýni verð, en ekki skal hirt um að fara náið út í þá sálma hér, þar sem óskað er, að dskj. nr. 11 verði skoðað sem hluti greinargerðar minnar. Þau skjöl, sem einkum eiga við þennan lið og nú eru lögð fram, eru þessi: Nr. 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 22. Eins og áður segir, verða lögð fram mun fleiri skjöl í sambandi við kröfur skv. þessum lið. 2. a) Um framleiðslutjón, b) Tjón v/viðskipta við Búland, c) Tjón á bifreið. a) Um framleiðslutjón: Kröfuliður þessi nemur kr. 107.674.00 og er byggður á tilskrifi Gunnars nokkurs Ingvarssonar, sem nefndur er endurskoðandi, til lögmanns stefnanda, en bréf þetta er á dskj. nr. 5. Sem kunnugt er, hófst allvíðtækt verkfall hinn 4. marz s.l. Ekki kom þó til verkfalls að Hellu. Í nefndu bréfi Gunnars Ingvars- sonar segir svo m. a.: „Framleiðsla í verksmiðju á Hellu féll alveg niður vegna verkfalla í rúmar tvær vikur, þrátt fyrir að ekki kom til verkfalls á Hellu. Ástæða fyrir þessu var eingöngu sú, að Eyjólfur Bjarnason lét alveg hjá líða að hafa fyrir hendi hráefni til framleiðslunnar, þrátt fyrir að þau væru fyrirliggjandi á hafn- arbakkanum í Reykjavík“. Hin raunverulega ástæða fyrir þessu var hins vegar féleysi, sem stafaði af eftirfarandi: Hinn 17. apríl 1967 gerði fram- kvæmdanefnd byggingaráætlunar samning um kaup glerja við Sandsöluna, Reykjavík, en það fyrirtæki var umboðsaðili fyrir Fjöliðjuna h.f., Ísafirði. Þessi sami aðili hugðist gera annan samn- ing um kaup á gleri fyrir allt að kr. 200.000.00 við Fjöliðjuna h.f., Hellu. Í lok febrúarmánaðar kom í ljós, að um stórfelldar van- efndir var að ræða á fyrrnefndum samningi af hálfu verksala, Fjöliðjunnar h.f., Ísafirði. Þessar wanefndir orsökuðu beinlínis, að ekki varð samningur við Fjöliðjuna h.f., Hellu, enda virðast fyrirsvarsmenn framkvæmdaáætlunarinnar hafa skirrzt við að hafa frekari viðskipti við þú aðila, er réðu Fjöliðjunni h.f., Ísa- firði, en það eru einmitt þeir sömu, er eiga meirihluta hlutafjár fyrirtækisins að Hellu. Fé það, sem fengizt hefði vegna fyrirhugaðs samnings við bygg- ingarnefnd framkvæmdaáætlunar, skyldi notað til innlausnar þess hráefnis, er um getur í bréfi Gunnars Inigvarssonar. Í þessu sam- bandi er vísað til dskj. nr. 24 og 25. Hitt er svo annað mál, að kröfuliður þessi er algerlega út í hött, eins og reyndar annað af hálfu stefnanda, þegar af þeirri ástæðu, 812 að umbj. m. verður ekki frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar gerður ábyrgur fyrir tjóni, sem af verkföllum stafar, enda geta engir sagt óyggjandi til um, hvort og hvenær verkföll skella á. Rétt er að benda á í þessu sambandi, að láðzt hefur að beina kröfum skv. þessum lið að þeim forstjóra Fjöliðjunnar h.f., Hellu, sem ráðinn er til lífstíðar, þ. e. Ingvari S. Ingvarssyni, en slíkt kann að hafa farizt fyrir af vangá. b) Um tjón af viðskiptum við Búland. Um kröfur samkvæmt þessum lið læt ég nægja að vísa til dskj. nr. 23. c. Tjón á bifreið. Sjá dskj. nr. 24, 26, 27, 28 og 29. Rétt er að geta þess strax, að ég undrast það hugmyndaflug, sem stendur að baki þessari kröfu, og fæ ég alls ekki séð, á hvern hátt hún snertir umbj. m. Hins vegar sýna greind dskj., að margnefndur Gunnar Ingvars- son wirðist eiga ýmislegt ólært, en slíkt gerir hann upp við eigin samvizku og ef til vill á öðrum vettvangi. 3. Um vígil. Á ofanverðu árinu 1967 var svo komið málum, að Fjöliðjan h.f., Hellu og Ísafirði, skuldaði umbj. m. allmikla fjárhæð, en ekkert fé handbært til greiðslu. Það varð úr, með samþykki Ingvars S. Ingvarssonar, að umbj. m. freistaði þess að selja í Iðnaðarbanka Íslands h.f. víxil að fjárhæð kr. 50.000.00 Þetta tókst. Umræddur víxill var samþykktur af umbj. m., en útg. af Fjöliðjan h.f., Hellu. Var að sjálfsögðu ætlanin, að fyrirtækið greiddi víxilinn (eða víxlana), þá hann félli, enda var, eins og áður segir, um að ræða laun umbj. m. Raunin varð hins vegar sú, að einungis voru greiddar kr. 10.000.00, en gefinn út og sam- þykktur framlengingarvíxill, að fjárhæð kr. 40.000.00. Á þeim víxli er umbj. m. samþ., en Fjöliðjan h.f. útgefandi. Gjalddagi þess víxils var 30. marz 1968. Eins og sjá má af framanrituðu, er hér um óafturkræf laun að ræða. Skylt er að geta þess, að mér er ókunnugt um, að Fjöliðjan h.f. hafi leyst til sín víxil þenn- an með greiðslu, en slíkt mun sannreynt við væntanlegar vitna- leiðslur. 4. Um róg. Að þessum kröfulið er vart orðum eyðandi, en skorað er á stefnanda að upplýsa hverjir þeir aðilar eru, sem umbj. m. hefur afflutt fyrirtækið við, svo og hvenær og þá hvernig. Verði ekki orðið við þessum kröfum á fullnægjandi hátt, hlýtur umbj. m. að líta þessar fullyrðingar sem rangar sakargiftir og áskilur sér 813 allan rétt til bóta- og refsikrafna gagnvart hlutaðeigandi aðilum“. Með gagnstefnu, birtri 19. febrúar 1969, höfðaði gagnstefnandi gagnsök í málinu á hendur aðalstefnanda, og hefur gagnstefnandi gert þær dómkröfur í gagnsökinni, að aðalstefnanda verði gert að greiða honum kr. 187.010.50 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 1. apríl 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. Í gagnstefnu er gerð svofelld grein fyrir kröfum gagnstefnanda í gagnsökinni: „Atvik máls þessa eru þau, að í byrjun nóvembermánaðar 1967 réðst gagnstefnandi sem framkvæmdastjóri til gagnstefnda. Var í upphafi svo umsamið, að gagnstefnandi skyldi hafa í laun kr. 35.000.00 pr. mánuð að viðbættum kr. 5.000.00 á mánuði í bif- reiðastyrk. Gagnstefnandi starfaði í þágu gagnstefnda frá 1/11 1967 til 4/3 1968, en þá var honum fyrirvaralaust og án tilefnis vikið frá störfum. Telur gagnstefnandi sig eiga rétt á 3ja mán- aða uppsagnarfresti. Stefnukrafan er því laun fyrir mánuðina nóv. '68—maí '69, kr. 245.000.00 og bifreiðastyrkur fyrir mán- uðina nóv. '68 til feb. '69, kr. 20.000.00. Upp í þessa fjárhæð hefur gagnstefnandi fengið greiddar kr. 77.989.50, en þó skal fram tekið, að sú greiðsla kann að reynast lægri, er öll kurl koma til grafar. Af því tilefni er réttur áskilinn til hækkunar stefnukröfum. Stefnukröfur í máli þessu eru m. a. byggðar á skjölum, sem fram hafa verið lögð í aðalmálinu, og vísast til þeirra um nánari máls- atvik“. Aðalstefnandi hefur ekki enn skilað greinargerð í gagnsökinni. Í þinghaldi 12. f. m. lagði lögmaður gagnstefnanda fram sér- stakt kröfuskjal, dskj. nr. 63. Þar segir m. a.: „Í réttarhaldi fyrir fógetarétti Reykjavíkur þann ll. febrúar 1969 í málinu nr. A-378/1969: Sandsalan við Elliðavog s. f. gegn Hellugeri h.f. er fært til bókar eftir framkvæmdastjóra gerðar- þola: „Framkv.st. Áminntur um sannsögli og kveðst hann ekki geta greitt. Umboðsmenn gerðarþola lýsa því yfir að engar eignir fé- lagsins séu á Hellu, þar sem gerðarþoli hafi selt eignir sínar þar Samverki h.f. Upplýst er, að félagið eigi bifreið, sem á hvílir kr. 180.000.00, L-281, en aðilar eru sammála um, að verðmæti bílsins fari ekki fram úr áhvílandi skuldum. Aðrar eignir séu engar nema krafa félagsins á hendur Eyjólfi Bjarnasyni, Háa- leitisbraut 30, Rvk., og er krafa sú til meðferðar á bæjarþingi 814 Reykjavíkur (bæjarþingsmál nr. 689/1968). Stefnufjárhæð kr. 1.407.781.49 auk vaxta og málskostnaðar“. Með hliðsjón af framburði þessum, tilvísun til 183. gr. 1. nr. 85/1936 og eðli máls samkvæmt er sú krafa hér með framborin. að stefnandi bæjarþingsmálsins, fyrirtækinu Hellugleri h/f, verði með úrskurði gert að setja tryggingu að fjárhæð kr. 187.000.00 eða lægri fjárhæð, sem dómari ákveður, til greiðslu huganlegs málskostnaðar í bæjarþingsmálinu. Áðurgreind fjárhæð er miðuð við stefnukröfur og gjaldskrá L. M. F. Í. Verði umrædd trygging eigi sett, er þess krafizt, að málinu verði vísað frá dómi. Þá er sú krafa gerð, að Hellugleri h/f verði gert að greiða málskostnað vegna væntanlegs úrskurðar“. Aðalstefnandi hefur gert þær dómkröfur í þessum þætti máls- ins, að synjað verði kröfu gagnstefnanda um málskostnaðartrygg- ingu og að gagnstefnanda verði gert að greiða aðalstefnanda máls- kostnað í þessum þætti málsins. Munnlegur málflutningur fór fram um ágreiningsefni þetta 10. þ. m., og war atriðið því næst tekið til úrskurðar. Í 183. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði er svofellt ákvæði: „Nú höfðar maður erlendis búsettur mál fyrir íslendkum dómi, og getur þá stefndur gert þá kröfu á þingfest- ingardegi, að stefnandi setji þá tryggingu fyrir greiðslu máls- kostnaðar innan ákveðins tíma, sem dómari tiltekur. Ef hann gerir það ekki, skal vísa máli frá dómi. Ef menn búsettir á Íslandi eru undanþegnir því að setja sams konar tryggingu í landi stefnanda, skal hann einnig vera undan- þeginn því hér á landi“. Gagnstefnandi bendir á, að í áðurgreindu réttarhaldi í fógeta- rétti Reykjavíkur hafi komið í ljós, að aðalstefnandi sé raun- verulega eignalaus, enda sé bifreiðin, sem tilgreind var, yfir- veðsett og stefnukrafan í aðalsök máls þessa sá óraunveruleg eign, bar sem allar líkur séu fyrir því, að hann (gagnstefnandi}) verði sýknaður af öllum kröfum aðalstefnanda í aðalsökinni. Dómsmál þetta sé allviðamikið. Hin framlögðu skjöl séu þegar orðin 64. Ýmiss konar gagnaöflun sé enn eftir í málinu, þar á meðal eigi eftir að taka skýrslur af vitnum fyrir dómi. Hlaðist því stöðugt kostnaður á mál þetta. Ekki sá eðlilegt né réttmætt, að gagnstefnandi þurfi að leggja í frekari kostnað, eins og atvik- um er háttað, nema því aðeins að aðalstefnandi setji tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði. Hin tilvitnaða lagagrein eigi að vísu ekki beint við um ágreiningsefni það, sem hér er til úrlausn- 815 ar, en beita megi ákvæði þessu með lögjöfnun um það ágrein- ingsefni, sem hér er um fjallað, sbr. og 12. gr. kyrrsetningarlaga nr. 18/1949. Einnig sé rétt að hafa í huga ákvæði réttarfarslaga um gjafsókn þeim til handa, sem illa eru staddir fjárhagslega. Nú sé ljóst, að aðalstefnandi sé raunverulega ógjaldfær, og líkur fyrir því, að hann verði gjaldþrota, áður en langt um líður. Aðal- stefnandi hafi ekki tryggt sér gjafsókn í málinu. Málssóknin sé hins vegar svo hæpin, að nærri stappi, að um ófyrirleitni sé að ræða. Verði krafa gagnstefnanda um málskostnaðartryggingu ekki tekin til greina, þá sé erfitt að sjá, hvaða varnir menn hafi gegn því að verða fyrir fjárútlátum, sem stafa af réttarfarslegum að- gerðum aðilja, sem eignalausir eru og því raunverulega ábyrgðar- lausir, þar sem þeir taki enga áhættu. Beri því að taka kröfu gagnstefnanda til greina. Aðalstefnandi bendir í fyrsta lagi á það, að ákvæði nefndrar 183. gr. einkamálalaga feli í sér glögg og skýr fyrirmæli um það, hvenær varnaraðili í dómsmáli hér á landi geti krafizt þess, að stefnandi setji tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Skilyrði fyrir slíkri kröfu sé, að stefnandi sé maður erlendis búsettur, sbr. þó síðari málsgrein greinarinnar, og að stefndi geri kröfu um málskostnaðartryggingu á þingfestingardegi. Skilyrðum þessarar lagagreinar sé engan veginn uppfyllt. Mál þetta sé þingfest 2. maí 1968, en krafa gagnstefnanda hafi fyrst komið fram 12. marz 1989. Þá sé aðalstefnandi alíslenzkt firma. Geti gasnstefnandi því ekki byggt neitt á nefndri lagagrein, enda sé algerlega óheimilt að beita lögjöfnun um undantekningarákvæði þetta. Auk þess sé á það að líta, að gagnstefnandi sé ekki eignalaus, enda þótt mjög hafi gengið á eignir hans. Í aðalsök sé gagnstefnandi krafinn um meðal annars víxilskuld að fjárhæð kr. 40.000.00, sem gagn- stefnandi hafi engar varnir gegn. Þá séu miklar líkur fyrir því, að aðrar kröfur aðalstefnanda í aðalsök werði teknar til greina, enda þótt eigi sé unnt eða efni til að ræða um einstaka kröfuliði á þessu stigi málsins, þar sem gagnaöflun í málinu sé ekki lokið. Telur aðalstefnandi samkvæmt þessu, að hafna beri kröfu gagn- stefnanda um nefnda málskostnaðartryggingu. Telja verður, eins og málavöxtum er háttað, að gagnstefnandi hafi hvorki sannað, að ákvæði 183. gr. laga nr. 85/1936, ákvæði sömu laga um gjafsókn, 12. gr. laga nr. 18/1949 né aðrar réttar- heimildir skyldi aðalstefnanda til að setja hina umkröfðu máls- kostnaðartryggingu. Verður þessi krafa gagnstefnanda því ekki tekin til greina. 816 Rétt þykir að taka ákvörðun um málskostnað í þessum þætti við væntanlegan efnisdóm í málinu. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Krafa gagnstefnanda, Eyjólfs Bjarnasonar, um málskostn- aðartryggingu úr hendi aðalstefnanda, Helluglers h/f, er ekki tekin til greina. Föstudaginn 30. maí 1969. Nr. 95/1969. Sigmund Jóhannsson gegn Árna Ólafssyni £ Co. og Vélaverkstæði Bernhards Hannessonar. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun, Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 7. maí 1969, er barst dóminum 16. s. m. Krefst sóknar- aðili þess, að fjárhæðir lögbannstryggingar af hans hendi samkvæmt hinum kærða úrskurði „verði færðar niður í þær kr. 500.000.00, sem þegar hafa verið lagðar fram“, og að varnaraðiljum verði dæmt að greiða honum kærumálskostn- að. Varnaraðiljar krefjast þess, að málinu verði vísað frá Hæstarétti og að sóknaraðilja verði dæmt að greiða þeim kærumálskostnað. Lagaheimild brestur til kæru máls þessa, sbr. 21. gr., 3, a, laga nr. 57/1962. Ber því að visa málinu frá Hæstarétti. Sóknaraðili greiði varnaraðiljum kærumálskostnað, kr. 3.000.00, hvorum þeirra. 817 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Sigmund Jóhannsson, greiði varnaraðilj- um, Árna Ólafssyni £ Co. og Vélaverkstæði Bernhards Hannessonar, kærumálskostnað, kr. 3.000.00, hvorum þeirra, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 30. apríl 1969. Gerðarbeiðandi, Sigmund Jóhannsson, Brekastíg 12 í Vest- mannaeyjum, hefur krafizt þess, að lögbann verði lagt við því, að gerðarþolar, Árni Ólafsson ér Co., Suðurlandsbraut 12 hér í borg, og Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar, sama stað, fram- leiði og selji garnúrtökuvélar og flokkunarvélar í sambandi við humarvinnslu, en vélar þessar kveðst gerðarbeiðandi hafa fundið upp. Hann hefur krafizt málskostnaðar úr höndum gerðarþolanna in solidum. Gerðarþolar hafa hvor um sig skilað greinargerð í málinu. Þess er krafizt af hálfu Árna Ólafssonar éc Co., að synjað verði um lögbannsgerð þessa, og er jafnframt krafizt málskostn- aðar úr hendi gerðarbeiðanda. Verði gerðin látin ná fram að ganga, er krafizt 5.000.000.00 króna tryggingar af hans hálfu, og er sérstaklega tekið fram, að þá sé miðað við líklegt tjón gerðar- þola af gerð þessari um eins árs tímabil, eftir að lögbann werði lagt á. Af hálfu Vélaverkstæðis Bernharðs Hannessonar er þess krafizt, að synjað verði um framgang lögbanns gagnvart því. Þá er kraf- izt málskostnaðar úr hendi gerðarbeiðanda. Til vara er þess kraf- izt, að lögbann nái því aðeins fram að ganga, að gerðarbeiðandi setji 500.000.00 kr. tryggingu fyrir tjóni því, er verkstæðinu stafi af lögbannsgerðinni. Hinn 29. þessa mánaðar barst fógeta yfirlýsing Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum í staðfestu símskeyti, þar sem bank- inn tekst á hendur að ábyrgjast tryggingu, allt að 500.000.00 kr., vegna lögbannskröfu Sigmunds Jóhannssonar á hendur Árna Ólafssyni ér Co. og Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar. Þessi trygging lá fyrir í réttarhaldi í máli þessu nú Í dag, og gerðu umboðsmenn gerðarþolanna engar athugasemdir við yfir- lýsingu þessa, en héldu að öllu leyti fast við gerðar kröfur um tryggingu. 52 818 Var málið tekið til úrskurðar í sama réttarhaldi. Gerðarbeiðandi skýrir þannig frá málavöxtum, að hann hafi á árinu 1965 fundið upp flokkunarvél fyrir humar og á árinu 1966 vél til garnaúrtöku fyrir humar, og kveðst hann hafa framleitt vélar þessar fyrir sameignarfirma undir nafninu Sigmundsfisk- vinnsluvélar s/f í Vestmannaeyjum frá því seint á árinu 1966. Hann segir, að Árni Ólafsson hafi verið sameigandi sinn að þessu firma og annast söluhlið rekstrarins og hafi þessi félagsskapur staðið þar til 21. marz 1969, en |þá hafi nefnt firma verið afmáð úr firmaskrá Vestmannaeyja. Segir gerðarbeiðandi ýmsar ástæð- ur hafa ráðið um þetta. Sama dag kveðst gerðarbeiðandi svo hafa tilkynnt til firmaskrár Vestmannaeyja firmað SIMFISK til fram- leiðslu og sölu á þessum vélum. Gerðarbeiðandi kveðst hafa sótt um einkaleyfi fyrir flokkunar- vél á humar á árinu 1966 og hinn 29. marz 1969 fyrir garnaúr- tökuvél til iðnaðarmálaráðuneytisins. Þessar umsóknir báðar séu þar enn til athugunar og því verndaðar samkvæmt lögum nr. 12/ 1923. Hann kveðst nú hafa komizt að því, að Árni Ólafsson, Hraun- braut 30 í Kópavogi, hafi nú gegnum firma sitt, Árna Ólafsson ér Co., gert reka að því að hefja framleiðslu á garnaúrtökuvélum í leyfisleysi sínu sem uppfinningamanns og hafi Árni í því skyni fengið léða garnaúrtökuvél frá Keflavík og fengið Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar til að hefja smíðina og muni Bernharð vinna að þessum verkefnum. Þetta hafði Bernharð ráðizt í al- gerlega leyfislaust. Árni Ólafsson ér Co. muni þegar hafa gert nokkra sölusamninga. Gerðarbeiðandi kveðst ekki sjá annað ráð vænna en að stöðva þessar framkvæmdir gerðarþolanna með lögbanni. Það sé ótvírætt brot á rétti sínum sem uppfinningamanns að framleiða þessar vélar og bjóða til sölu án síns leyfis. Af hálfu Árna Ólafssonar ér Co. er málsútlistun gerðarbeiðanda mótmælt. Frásögn gerðarbeiðanda um umsókn um einkaleyfi sé röng að því leyti, að hann hafi að vísu sótt um einkaleyfin, en verið synjað um þau, sbr. bréf ráðuneytisins 22. marz 1966 og 13. marz 1967, og vísar gerðarþoli þar til rskj. 9 og 10. Sam- eignarsamningur, sem lagður hafi verið fram í málinu sem rskj. 7, sýni, að gerðarbeiðandi og Árni Ólafsson ér Co. séu sameig- endur að þeim humarvinnsluvélum, sem hér um ræðir, þ. e. allri framleiðslu sameiginlegs fyrirtækis þeirra, unz þeir slitu félags- skapnum 21. marz s.l. Þó gerðarbeiðandi gæti e. t. v. fengið einka- 819 r leyfi, gæti hann þó alls ekki á neinn hátt beitt því gegn Árna Ólafssyni ér Co. eða Árna Ólafssyni persónulega. Eins og fyrr segi, þá hafi beiðni um einkaleyfi á flokkunarvél verið hafnað og hún hafi ekki verið endurnýjuð. Geti því hver sem er með fullum rétti tekið slíka vél til framleiðslu og sölu. Varðandi umsókn gerðarbeiðanda um garnaúrtökuvélina sé þess að gæta, að sú vél hafi aldrei verið framleidd til notkunar, og á árinu 1967 hafi gerðarbeiðandi breytt vél þessari þannig, að hún vann öðruvísi og með þægilegra móti, en um sömu vél sé raunar að ræða, og hafi afdrif fyrri gerðarinnar verið ráðin af ráðuneytinu. Þannig telur Árni Ólafsson ér Co. sig hafa sýnt fram á, að gerð- arbeiðandi eigi ekki þann einkaleyfisrétt, sem hann telur sér, og þar með werði að telja réttarkröfur hans í máli þessu staðlausar með öllu. Gerðarþoli hefur í sambandi wið kröfu sína um hina óvenjulega háu lögbannstryggingu, ef gerðin næði fram að ganga gegn mótmælum hans, lagt fram fjöldann allan af skjölum, þ. á m. staðfestingu á pöntunum og ýmiss konar umsögnum, og vísast til þeirra, en tjón verði í öllu falli geysimikið, ef til þessa komi. Af háifu Vélaverkstæðis Bernharðs Hannessonar er lagður fram verksamningur við Árna Ólafssonar ér Co., rskj. 32 og 33. Um er að ræða verk fyrir kr. 430.900.00, og segir gerðarþoli at- hafnir hafa hafizt 24. marz s.l. Verkstæðið sé ábyrgt gagnvart verksala fyrir því, að verkinu verði lokið á réttum tíma, og jafn- framt sé Árni Ólafsson ér Co. einn ábyrgur um greiðslu fyrir verkið. Séu hagsmunir verkstæðisins því mjög miklir af því, að verkið geti náð fram að ganga, svo sem til var stofnað. Því er haldið fram, að hin framkomna lögbannsbeiðni sé órökstudd, þar eð gerðarbeiðandi hafi ekkert einkaleyfi við að styðjast og sé henni að auki alveg ranglega beint að Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar, sbr. það, er að framan segir um réttarsamband gerðarþolanna. Eftir því sem mál þetta liggur fyrir, er ekki útilokað, að fram- leiðsla og sala á margnefndum humarvinnsluvélum sé brot á rétti, sem gerðarbeiðandi kann að eiga þar að lútandi. Þykir verða að taka til greina kröfu gerðarbeiðanda um lögbann á hendur gerðar- þolum, eins og hún er fram sett í lögbannsbeiðni, þannig að hún taki til beggja gerðarþolanna. Fallast má á kröfur gerðarþolanna um, að gerðarbeiðandi setji aðskildar tryggingar hvorum um sig til handa. Þykir trygging til 820 handa gerðarþolanum Árna Ólafssyni ér Co. hæfilega tiltekin kr. 3.000.000.00, en til handa Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar kr. 500.000.00. Hefur gerðarbeiðandi, eins og áður segir, þegar lagt fram gilda tryggingu fyrir kr. 500.000.00 af heildartrygging- unni. Málskostnaður í lögbannsmáli þessu verður látinn falla niður, enda má ætla, að málskostnaðarkröfur komi fram í staðfestingar- máli lögbanns og verði þar dæmdar. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Umbeðin lögbannsgerð skal fara fram samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda og á ábyrgð hans gegn tryggingu af hans hálfu, þannig: kr. 3.000.000.00 vegna lögbanns á hendur Árna Ólafssyni ér Co. og kr. 500.000.00 vegna lögbanns á hendur Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 30. maí 1969. Nr. 199/1968. Efnagerð Reykjavíkur h/f (Þorsteinn Júlíusson hdl.) gegn H/f Eimskipafélagi Íslands (Einar B. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. október 1968 og krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 214.750.28 ásamt 8% ársvöxtum “ frá 7. nóvember 1967 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. 821 Það eru eigi upp komin slík mistök af hendi stefnda, sem berum orðum hafði undanþegið sig ábyrgð á bruna, að hon- um verði dæmt áfall í máli þessu. Samkvæmt þessu og að öðru með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum verður að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í Hæstarétti, sem ákveðst kr. 30.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Efnagerð Reykjavíkur h/f, greiði stefnda, H/f Eimskipafélagi Íslands, málskostnað í Hæstarétti, kr. 30.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 18. október 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 1. þessa mánaðar, hefur Efnagerð Reykjavíkur h/f, Reykjavík, höfðað fyrir sjó- og verzlunardóm- inum með stefnu, útgefinni 5. desember 1967, gegn H/f Eimskipa- félagi Íslands til greiðslu á kr. 214.750.28 með 8% ársvöxtum frá 7. nóvember 1967 til greiðsludags svo og til greiðslu máls- kostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hans hendi að mati dómsins. Til ýtrustu vara hefur stefndi krafizt þess, að stefnukröfurnar verði lækkaðar til verulegra muna. Málsatvik eru þau, að hinn 30. ágúst 1967 varð mikill eldsvoði í vörugeymsluhúsi stefnda í Borgarskála. Tveir af fjórum vöru- skálum, nr. 2 og 4, brunnu ásamt þeim vörum, sem geymdar voru í beim skálum. Stefndi hafði annazt flutning fjögurra vörusendinga fyrir stefn- anda frá Evrópu til Íslands á sumrinu 1967. Hafði hin fyrsta þeirra komið til landsins hinn 21. júní 1967, önnur sending komið 6. ágúst 1967, hin þriðja 14. s. m. og hin síðasta 26. sama mán- aðar. Stefnandi hafði ekki sótt vörur þessar til stefnda, er fram- angreindur eldsvoði átti sér stað. Með bréfi stefnda til stefnanda, dagsettu í september 1967, skýrir stefndi frá því, að allt frá því er umræddur bruni hafi átt sér stað, hafi starfsmenn stefnda 822 unnið sleitulaust að því að sannreyna, hvaða vörur hafi verið í hinum brunnu skálum og hverjir væru skráðir móttakendur þeirra á farmskrám félagsins. Er þess getið í bréfinu, að því tíma- freka starfi væri þá að mestu lokið. Að sögn stefnda hafi þessi rannsókn leitt í ljós, að framangreindar vörusendingar stefnanda hafi strax eftir komu þeirra til landsins verið skipað í land hér og fluttar inn í Borgarskála nr. 2 og 4, en við brunann hafi þær brunnið til kaldra kola. Var eftir því óskað af hálfu stefnda, að stefnandi framvísaði og afhenti honum frumfarmskiírteini hans yfir vörurnar í þeim tilgangi, að stefndi gæti afhent stefnanda brunavottorð gegn greiðslu áfallins kostnaðar af vörunum, sem stefnandi gæti þá framvísað til vátryggjanda vörunnar. Í bréfi stefnanda til stefnda, dagsettu 7. nóvember 1967, til- kynnir stefnandi, að umræddar wörur hafi ekki verið vátryggðar af hans hálfu. Gerði hann kröfu til þess, að stefndi greiddi honum andvirði umræddra vörusendinga, þar sem stefnanda bæri að af- henda vörurnar, en ella andvirði þeirra, ef þær hefðu farizt í vörugeymslum hans. Stefnandi hefur mótmælt því sem ósönnuðu, að umræddar vörusendingar hans hafi brunnið í eldsvoðanum. Stefndi hafi ekki fært að því nægar sönnur, að vörurnar hafi við komu þeirra til landsins verið settar í Borgarskála, og þá sérstaklega í ákveð- inn skála. Byggir stefnandi kröfur sínar í málinu á því, að þótt svo hafi verið, að vörurnar hafi brunnið, þá beri stefndi ábyrgð á þeim gagnvart stefnanda sem geymslumaður þeirra. Stefndi hafi auk flutningastarfsemi sinnar rekið vörugeymslur. Sú starf- semi hans sé rekin gegn fullu gjaldi, og er hún óháð flutninga- skyldum hans. Flutningasamningi stefnda og vörueiganda ljúki við komu varanna í geymslurýmið, en þá hefjist nýtt réttarsam- band millum þeirra um geymslu varanna. Engin mörk séu um lengd geymslutímans, og heldur stefnandi því fram, að engar vörusendingar hans liggi óeðlilega langan tíma í vörugeymslum stefnda. Af þessu leiði, að stefnandi mátti treysta því, að vöru- geymslur stefnda væru öruggar og að stefndi mundi greiða vör- urnar að fullu, ef þær skemmdust eða misfærust í vörugeymsl- unni, af hvaða ástæðum sem væri. Einhliða yfirlýsing stefnda um það, að hann taki ekki ábyrgð á vörum í vörugeymslu sinni, geti ekki leyst hann undan því að skila vörunum til vörueiganda eða andvirði þeirra. Telur stefnandi og, að brunavarnir hafi ekki verið fullnægjandi í vörugeymslunni. Ekki hafi verið nægjanlegt að hafa eingöngu 823 slökkvitæki, heldur sé nauðsynlegt að fyrirbyggja útbreiðslu elds með því að hafa einhver skilrúm í svo stórum skálum sem hér um ræðir. Þá werði að telja það vanrækslu af hálfu vaktmanns þess, er á staðnum var, að hafa ekki orðið eldsins var, fyrr en löngum tíma eftir að hann kom upp, en af þeim sökum megi ætla, að tjón hafi orðið meira. Figi stefnandi því kröfu úr hendi stefnda til greiðslu á verð- mæti umræddra vörusendinga. Kostnaðarverð hinna upphaflegu vörusendinga nam samtals kr. 188.714.85. Stefnandi verði hins vegar að kaupa sambærilegar vörur fyrir hærra gengi nú en þá, er hann keypti þær vörur, er stefndi hafi átt að afhenda honum. Hefur stefnandi því miðað stefnufjárhæð sína við verð varanna að viðbættum gengismun. Sýknukrafa stefnda er studd þeim rökum, að hann hafi ekki bakað sér neina skaðabótaskyldu, hvorki gagnvart stefnanda né öðrum vörutegundum, við brunann í Borgarskála hinn 30. ágúst 1967. Engin geymsluskylda hvíli á stefnda. Hins vegar þyki eðlilegt, að skipafélag, sem annist flutninga á stykkjavöru, hafi eitthvert geymslurúm eða útvegi geymslurúm fyrir fluttar vörur, en þá aðeins um mjög skamman tíma, eða þann eðlilega tíma, sem það taki viðtakanda að veita vörum viðtöku. Geymsluskylda skipa- félaga þekkist ekki í hinum vestræna heimi, nema því aðeins að félag hafi með sérstökum samningi tekið að sér geymslu á vörum fyrir eigendur þeirra. Stefndi hafi aldrei gert neina slíka samn- inga eða skuldbundið sig til geymslu á aðfluttum vörum. Hins vegar hafi þróunin orðið sú, að vörueigendur hafa látið undir höfuð leggjast að sækja vörur sínar, sem hafi þá legið í vöru- geymslunum marga mánuði eða jafnvel ár eftir komu. þeirra. Af þessum sökum hafi stefndi neyðzt til að láta byggja og taka á leigu vörugeymsluhús, þar sem vörur eru geymdar gegn hóflegu gjaldi, sem þó hvergi nægi til að standa straum af rekstri geymslu- húsnæðisins. Hafi stefndi haft milljón króna halla á ári af vöru- geymslunum, en þó rekið þær til að greiða sem bezt fyrir við- skiptamönnum stefnda, þá nánast sem óbeðinn erindisrekstur. Þrátt fyrir þennan mikla halla á rekstri wörugeymslanna hafi stefndi ekkert til sparað til geymslu og öryggis. Umræddir skálar hafi verið byggðir samkvæmt ströngustu kröfum yfirvalda. Að tilmælum stefnda hafi farið fram rannsókn á því, hvort eldvarnir hjá stefnda væru fullnægjandi. Náði sú rannsókn einnig til Borgar- 824 skála. Hafi sú rannsókn verið framkvæmd af færustu hérlendum aðiljum á sviði eldvarna. Að fenginni þeirri rannsókn hafi stefndi gert allt til úrbóta, sem þurfa þótti, og jafnvel gert betur í því efni en óskað war. Einnig hafði stefndi sérstakan vaktmann í Borg- arskála sem öðrum vörugeymslum sínum, sem fór um allt svæðið á reglulegum fresti til athugunar á, að allt væri í lagi. Þá hafi stefndi sjálfur átt vörur og tæki að verðmæti kr. 1.800.000.00 í skála þeim, sem brann. Stefndi fullnægði því öllum skyldum geymslumanns og verði hann á engan hátt sakaður um vanrækslu í því efni, enda leiddi rannsókn eigi í ljós upptök elds eða orsakir eldsvoðans. Á hinn bóginn hafi stefndi undanþegið sig ábyrgð á vörum, sem í vörugeymslum hans liggja. Þegar eftir komudag skips, sem vörur flytja, sé vörumóttakendum sent afrit af farmskírteini og reikn- ingur yfir flutningsgjald og áfallinn kostnað. Reikningurinn sé jafnframt tilkynning og stimplað á hann, í hvaða vöruskála vör- urnar hafi verið fluttar. Á reikningi þessum sé skráð skýru letri: „Vegna hagsmuna yðar og Eimskipafélagsins leggjum við ríka áherzlu á, að þér sækið hið allra fyrsta vörur þær, sem greindar eru á ofanskráðu farmskrárnr., sem er hið sama og á farmskírteini yðar. Er hvort tveggja, að löng geymsla á vörunum skapar yður tilfinnanlegan kostnað og aukna áhættu, og hitt, að geymsla var- anna hjá okkur er margvíslegum erfiðleikum bundin vegna þrengsla. Í þessu efni er þeirri áskorun beint til yðar: 1) Að þér kynnið yður rækilega skilmála farmskírteinisins, sem marka réttarstöðu Eimskipafélagsins gagnvart yður, og er í því efni sérstök athygli vakin á ákvæðum 11. gr. a—i. Áskilur Eimskipafélagið sér rétt til að senda, án fyrirvara, nýja tilkynningu um leiðrétt flutningsgjöld og eftirkröfu. 2) Pakkhúsleigan reiknast fyrir vörusendingu, sem ekki hefur verið vitjað 15 dögum eftir komudag til Reykjavíkur. Sér- stök athygli skal vakin á því, að við berum ekki ábyrgð á vörum, sem liggja í vörugeymslum félagsins, og eru þær geymdar þar að öllu leyti á ábyrgð vörueigenda, þannig að félagið getur ekki bætt fyrir skemmdir af völdum frosts, bruna, rýrnunar eða hvers konar annars tjóns, sem fyrir kann að koma. Skal vörueigendum því bent á að tryggja vörur sínar gegn hvers konar tjóni, sem hægt er að tryggja gegn, einkum að brunatryggja vörurnar, með því að wið vátryggjum ekki vörur, sem liggja Í vörugeymslum okkar, og sjótrygging var- 825 anna fellur jafnan úr gildi, strax þegar vörurnar hafa verið affermdar“. Fyrirtæki stefnanda er samkvæmt Viðskiptaskránni stofnað árið 1919. Á þeim árum, sem (það hefur starfað, hefur það flutt inn mörg hundruð eða jafnvel mörg þúsund sendingar með skip- um stefnda. Á árinu 1966 hafi stefnandi flutt inn á þann hátt 48 sendingar og á fyrra hluta ársins 1967 31 sendingu. Stefnanda hafi jafnan tafarlaust verið sendar tilkynningar þær, sem greind- ar eru að framan. Þær tilkynningar hafi um langt árabil einnig verið auglýstar hvað eftir annað, bæði í blöðum og útvarpi. Marg- nefndar tilkynningar, áskoranir og upplýsingar séu svo áberandi skýrar og afdráttarlausar og öllum þeim, sem atvinnu hafa af vörusölu og innflutningi, hafi verið kunnugt um efni þeirra, þar á meðal stefnanda, sem notið hefur vörugeymslu stefnda í svo ríkum mæli. Var stefnda og heimilt lögum samkvæmt að undan- þiggja sig ábyrgð á geymslu þeirra vara, sem í wörugeymslum hans eru. Varakrafa stefnda er studd þeim rökum, að stefnandi hafi sýnt af sér svo verulega handvömm með því að tryggja ekki vörur sínar, að hann verði að bera mestan hluta af tjóni sínu sjálfur. Er því og mótmælt, að stefnandi geti hækkað vörur sínar frá kaupverði þeirra um gengislækkun þá, sem orðið hefur. Þá beri og að draga frá stefnukröfunni skuld stefnanda við stefnda vegna kostnaðar, sem á vörurnar er kominn. Stefndi hefur haldið því fram, að vörur þær, sem í máli þessu greinir, hafi verið geymdar í skálum þeim, sem brunnu, og þar af leiðandi orðið eldinum að bráð. Þessum staðhæfingum stefnda hefur stefnandi í engu hnekkt. Verður því að leggja til grund- vallar dómi í málinu, að umræddar vörur stefnanda hafi farizt í eldsvoðanum. Svo sem fram kemur af gögnum málsins, þá annast stefndi geymslu á vörum þeirra aðilja, er hann flytur vörur fyrir til landsins, og tekur fyrir þá þjónustu sérstakt gjald. Engin tíma- mörk eru af hans hálfu sett um þá geymslu. Ber því að telja stefnda bera skyldur geymslumannsins gagnvart eigendum var- anna. Stefnandi hefur viðurkennt, að hann hafi jafnan, þá er stefndi hafi flutt vörur fyrir hann, fengið tilkynningu um komu þeirra á þann hátt, er segir hér að framan, og með því efni, er þar er rakið. Það er upplýst í málinu, að stefnandi hefur um margra ára skeið flutt inn vörur með skipum stefnda, sum árin meira og 826 sum árin minna, og hafi þær vörur verið í geymslum stefnda mismunandi langan tíma hverju sinni. Telja verður, að svo áberandi sé bent á það í umræddri til- kynningu, að stefndi undanþiggi sig ábyrgð á vörum þeim, sem í geymslum hans liggja, og að þær séu þar geymdar að öllu leyti á ábyrgð vörueigenda, að stefnandi, sem rekur allnokkur inn- flutningsviðskipti, sé bundinn við þann fyrirvara, enda verður hann ekki talinn óeðlilegur. Þær aðrar málsástæður stefnanda, sem hann hefur haft uppi í málinu til stuðnings kröfum sínum, verða ekki taldar wíkja til hliðar umræddum fyrirvara. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður falli niður. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Vilhjálmi Jónssyni forstjóra og Guðmundi Björnssyni verkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, H/f Eimskipafélag Íslands, á að vera sýkn af kröf- um stefnanda, Efnagerðar Reykjavíkur h/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 2. júní 1969. Nr. 184/1968. Ingvar S. Ingvarsson f. h. Ingvars Jóns Ingvarssonar og Sigurlaug M. Jónsdóttir gegn Óla J. Sigmundssyni persónulega og f. h. Timburverzlunarinnar Bjarkar. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Ingvar S. Ingvarsson f. h. Ingvars Jóns Ingvars- sonar og Sigurlaug M. Jónsdóttir, er eigi sækja dómþing í 827 máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þau vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði þau stefndu, Óla J. Sigmundssyni persónu- lega og f. h. Timburverzlunarinnar Bjarkar, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. júní 1969. Nr. 227/1968. Kristján B. Laxfoss. gegn Magnúsi Stefánssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján B. Laxfoss, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. júní 1969. Nr. 23/1969. Jóhann Marel Jónasson segn Halldóri Guðnasyni, Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jóhann Marel Jónasson, er eigi sækir dómbþins í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Halldóri Guðnasyni, sem látið 828 hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. júní 1969. Nr. 35/1969. Elín Ólafsdóttir gegn Jóni Magnússyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elín Ólafsdóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. júni 1969. Nr. 79/1969. Stefán G. Ásmundsson gegn Gylfa Gunnarssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Stefán G. Ásmundsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 829 Mánudaginn 2. júní 1969. Nr. 55/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sigurði Þór Söebech (Örn Clausen hr|.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Brot gegn skipulagslögum og byggingarsamþykkt. Brottflutningur húss. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta er réttilega höfðað, sbr. 1. gr. og 11. tl. 2. gr. laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála. Á kaupsamning þann, dags. 11. maí 1966, sem gerður var við ákærða um landspildu hans úr jörðinni Laugabóli í Mos- felssveit, er áritun undirrituð af Matthiasi Sveinssyni, sveit- arstjóra Mosfellshrepps, 28. maí 1966 þess efnis, að hrepps- nefnd hafni forkaupsrétti og að óheimilt sé „að byggja á ofangreindu landi, nema samþykkt sé af því skipulag og leyfi byggingarnefndar Mosfellshrepps sé fengið“. Sama árit- un er einnig á afsali fyrir landspildunni, en afsali þessu var þinglýst hinn 19. september 1966. Að þessu athuguðu ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða og brottflutning húss hans, er í málinu greinir. Dæma ber ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknar- laun fyrir Hæstarétti til ríkissjóðs, kr. 10.000.00, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda hans í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 20.000.00. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða, Sigurðar Þórs Söebechs, og um brottflutning húss hans á land- 830 spildu hans úr landi Laugabóls í Mosfellssveit skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan sakarkostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti til ríkissjóðs, kr. 10.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Arnar Clausens hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 20.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 14. janúar 1969. Árið 1969, þriðjudaginn 14. janúar, er í sakadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem háður er af Steingrími Gaut Kristjánssyni, fulltrúa sýslumanns, kveðinn upp dómur í málinu nr. 465/1967: Ákæruvaldið gegn Sigurði Þ. Söebech, sem tekið var til dóms 18. desember 1967. Málið er höfðað með ákæruskjali, dagsettu 5. júní 1967, á hendur Sigurði Þór Söebech kaupmanni, Stóragerði 23 í Reykja- vík. Í ákæruskjalinu er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn byggingarsamþykkt fyrir Mosfellshrepp í Kjósarsýslu nr. 125/ 1960 og skipulagslögum nr. 19/1964 með því að staðsetja í október 1966 sumarbústað um 5X10 metra að flatarmáli á landspildu sinni, skipulagsskyldri, milli Suðureyrar og Köldukvíslar úr landi Laugabóls í Mosfellshreppi án samþykkis og gegn synjun hrepps- nefndar Mosfellshrepps og án samþykkis skipulagsyfirvalda. Af ákæruvaldsins hálfu er því haldið fram, að atferli ákærða varði við auglýsingu um staðfestingu á byggingarsamþykkt fyrir Mosfellshrepp í Kjósarsýslu nr. 125/1960, sbr. 4. gr. með áorðinni breytingu samkvæmt nefndri auglýsingu, og 37. gr. og 38. gr. byggingarsamþykktarfyrirmyndar í auglýsingu nr. 97/1948, sbr. lög nr. 19/1905 um byggingarsamþykktir, lög nr. 55/1921 um skipulag kauptúna og sjávarþorpa, sbr. nú skipulagslög nr. 19/ 1964, sbr. enn fremur auglýsingu nr. 120/1960 um skipulag í Mos- fellshreppi, og enn fremur við 5. gr., sbr. 6. gr. og 36. gr. nefndra skipulagslaga nr. 19/1964. Er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og enn fremur, að nefnd bygging verði fjarlægð 831 af nefndri landspildu ákærða á hans kostnað og með niðurrifi, ef með þarf. Af ákærða hálfu er krafizt sýknu af öllum kröfum ákæruvalds- ins og málskostnaðar að mati réttarins. Ákærði er fæddur 26. ágúst 1936 í Reykjavík. Samkvæmt sakavottorði, dags. 5. júní 1967, hefur hann hlotið áminningu fyrir brot gegn 1. mgr. 36. gr. tolllaga á árinu 1953. Frá 1954 til 1959 hefur hann níu sinnum gengizt undir sektar- greiðslu fyrir brot á umferðarreglum, kr. 75.00— kr. 200.00 hverju sinni, og fjórum sinnum hlotið áminningu fyrir ólöglegt bifreiða- stæði. Á árinu 1963 hefur hann þolað dóm fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga, 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár. Loks hefur hann á árinu 1966 gengizt undir greiðslu 3.500.00 króna sektar og upptöku á matvælum fyrir brot á 38. og 39. gr. laga nr. 68/1956. Málavextir. Með kaupsamningi, dags. 11. maí 1966, og afsali, dags. 2. sept- ember 1966, varð ákærði löglegur eigandi að landspildu úr landi Laugabóls í Mosfellssveit. Hafði sveitarsjóði Mosfellshrepps áður verið boðið að neyta forkaupsréttar, en því boði verið hafnað. 27. maí 1966 ritaði sveitarstjóri hreppsins ákærða bréf, þar sem gerð er grein fyrir ákvæði byggingarsamþykktar Mosfellshrepps um, að ekki megi reisa hús eða önnur mannvirki innan hreppsins nema með samþykki byggingarnefndar og sveitarstjórnar. Er ákærða jafnframt tilkynnt, að byggingar verði ekki leyfðar á landi hans, fyrr en ákveðið hafi verið heildarskipulag á landsvæði því, sem lóð ákærða er hluti af, samþykkt bæði af skipulagsstjóra ríkisins og hreppsnefnd Mosfellshrepps. 3. júní 1966 ritaði ákærði ásamt fimm öðrum eigendum lóða úr landi Laugabóls bréf til hreppsnefndar Mosfellshrepps, þar sem þeir sækja um heimild til að láta skipuleggja lönd sín til íbúðarhúsabygginga. Lönd þessara manna munu liggja saman. Erindi þetta var borið upp á fundi hreppsnefndar 3. júní 1966 og ákveðið að leita umsagnar skipulagsstjóra. Umsögn skipulags- stjóra var á þann veg, að hann teldi ekki tímabært að taka svæðið til skipulagningar og gæti því ekki mælt með erindinu. 4. ágúst 1966 ritaði ákærði hreppsnefnd bréf, þar sem hann fer þess á leit að fá að reisa sumarbústað á landi sínu og láta hann standa þar næstu 5 árin, en kveðst munu skuldbinda sig til að fjarlægja húsið án tafar, ef þarfir skipulags krefjist. Lofar hann 832 að nota bústaðinn aðeins fyrir sig og fjölskyldu sína og hvorki selja hann né leigja. Býðst hann til að greiða gatnagerðargjald án þess að gera kröfu til gatnagerðar og kveðst sjálfur munu kosta og framkivæma frárennslislögn og vatnslögn, ef þörf krefji. Þetta erindi war tekið fyrir á fundi hreppsnefndar 16. ágúst 1966 og vísað til skipulagsstjóra. Í bréfi til hreppsnefndar, dags. 20. september 1966, mælir skipulagsstjóri gegn erindinu með þeim rökum, að svæðið sé óskipulagt og því óráðlegt að leyfa þar nokkra byggð. Á fundi hreppsnefndar 27. september 1966 var umsókn- inni synjað og ákærða síðan tilkynnt áktvörðunin í bréfi, dags. 7. október 1966. Eftir þessi málalok flutti ákærði tilbúið sumarhús úr timbri á land sitt. Mun það hafa verið eftir miðjan október 1966. Hús þetta er sem næst 5X10 metrar að flatarmáli. Hvílir það á járn- grind af bifreið, og eru bílhjól undir. Stálbitar eru festir ofan á bílgrindina, 5 metra langir, og hvílir húsið á þeim. Hjólin hafa verið grafin ofan í svörðinn, þannig að húsið stendur lárétt. Grindin er bundin með jarðföstum járnstöngum. Undir útveggi hússins hafa verið settar sex stoðir, sem virðast hvíla á jörðinni. Við hlið bústaðarins hefur verið komið fyrir sökklum í jörðu, steinsteyptum sívalningum, sem steyptir hafa verið í mót úr pappatunnum. Upp úr sökklinum ganga járnboltar, ætlaðir til að festa botngrind hússins við sökklana. Ákærði hefur skýrt svo frá fyrir dóminum, að hann hafi í fyrstu viku ágústmánaðar árið 1966 steypt undirstöður þessar með það fyrir augum að reisa á þeim sumarbústað. Þegar þar var komið verkinu, að ákærði hugðist reisa húsgrindina, kom byggingarfulltrúi hreppsins að máli við hann og lagði fyrir hann að fjarlægja allt byggingarefnið, bæði það, sem óunnið var, og það, sem unnið hafði verið úr. Ákærði kveðst tafarlaust hafa flutt byggingarefnið til Reykja- víkur og reist húsið þar á stálgrind. Síðan kveðst hann hafa flutt húsið á land sitt aftur fullsmíðað í því skyni að geyma bað Þar, þar til hann hefði fengið lóð annars staðar. Telur hann, að hann geti fjarlægt húsið fyrirvaralaust á nokkrum mínútum, verði það talið í vegi fyrir skipulagi. Síðan hefur ákærði notað húsið sem sumarbústað, dvalið þar um helgar á sumrum með fjölskyldu sinni, en síður á vetrum vegna rafmagnsleysis, að því er hann sjálfur segir. Í bréfi til réttarins, dagsettu 14. febrúar 1968, skýrir skipulags- stjóri svo frá, að hann hafi gefið ákærða greinilegar upplýsingar 833 um það, hvaða lög og reglur giltu í byggingarmálum Mosfells- hrepps, áður en hann flutti húsið á land sitt. Málsástæður. Skipaður verjandi ákærða hefur rökstutt sýknukröfu með því, að ákærði hafi ekki brotið gegn þeim ákvæðum skipulagslaga og byggingarsamþykktar, sem mæli ólögmætt og refsivert það atferli að reisa hús án tilskilins leyfis, þar sem húsið hafi verið sett saman annars staðar og hafi verið flutt á staðinn á hjólum. Er á því byggt, að húsið sé sem hvert annað lausafé, sem skipulagslög taki ekki til, enda megi fjarlægja það fyrirvaralaust. Í annan stað er því haldið fram, að þótt ekki verði fallizt á þessa aðalröksemd, beri ekki að refsa ákærða fyrir atferli hans, þar sem fjöldi manna hafi reist hús í Mosfellssveit án leyfis og án þess að skipulagsyfirvöld hafi amazt við því. Sérstök áherzla er lögð á, að ef ákærða yrði refsað, væri brotið gegn þeirri meginreglu, að lög eigi að ganga jafnt yfir alla. Álit réttarins. 1. Refsikrafa. Samkvæmt framansögðu er leitt í ljós, að ákærði hóf bygg- ingarframkvæmdir á landspildu sinni í Mosfellshreppi án leyfis og eftir að honum höfðu sérstaklega verið kynntar reglur þær, sem Óheimila framkvæmdir hans, og honum verið tilkynnt af þar til bæru yfirvaldi, að byggingar yrðu ekki leyfðar á landi hans. Eftir að byggingarfulltrúi hafði stöðvað framkvæmdir hans, flutti hann síðan fullbyggt hús á land sitt, staðsetti það þar og hefur síðan hagnýtt það sem sumarbústað og ekki sinnt kröfum um að flytja það brott. Ákærði hefur þannig brotið gegn ákvæðum þeim, sem greind eru í ákæruskjali svo og gegn 26. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kjósarsýslu nr. 146/1941, sbr. 42. gr. samþykktarinnar. Þykir það ekki geta breytt þessari niðurstöðu, að stefnandi hefur flutt hús sitt fullbúið á hjólum á land sitt, en við ákvörðun refsingar þykir bera að virða þessa háttsemi sem tilraun til að sniðganga lög og reglur. Ekki þykir fært að fallast á þá röksemd, að refsing ákærða eigi að falla niður, vegna þess að aðrir hafi brotið sömu reglur og hann. Með hliðsjón af ofangreindu og öðrum atvikum, sem máli skipta, þykir sekt ákærða hæfilega ákveðin kr. 10.000.00. 2. Krafa um brottflutning húss. 6. gr. skipulagslaga nr. 19 frá 1964 hljóðar svo: „Nú er bygging eða gerð mannwirkis hafin á skipulagsskyldu svæði, án þess að tilskilin leyfi séu fengin, eða á annan hátt byggt 53 834 en leyfi stendur til og skipulag gerir ráð fyrir, og skal sveitar- stjórn (byggingarnefnd) þá hlutast til um, að framkvæmdir verði þegar stöðvaðar og fjarlægt það, sem byggt kann að hafa verið án leyfis. Gerist þess þörf, skal leitað til hlutaðeigandi yfirvalds, og skal farið með slík mál að hætti opinberra mála. Sveitarsjóður greiðir kostnað við framkvæmd yfirvalds, en skyldur skal hinn seki að endurgreiða kostnaðinn. Sveitarsjóður á forgangsveð fyrir endurgreiðslukröfu sinni í því efni, sem komið er í hina ólöglegu byggingu. Nú kemur í ljós, að skipulagsákvæði eru brotin, og sveitar- stjórn beitir ekki valdi sínu til að leiðrétta það, og skal þá ráðu- neytið, að fengnum tillögum skipulagsstjórnar, hlutast til um, að mannvirki, sem tvímælalaust brjóta í bág við gildandi skipulag, verði fjarlægð á kostnað sveitarsjóðs“. Í 2. gr. laga nr. 82 frá 1961 um meðferð opinberra mála segir svo um mál til brottnáms ólögmæts ástands, að þau skuli sæta rannsókn og meðferð samkvæmt lögunum, enda eigi fyrirsvars- maður almenningshagsmuna aðild. Ákvæði þetta ber að skilja á þann veg, að því aðeins skuli rann- sókn og meðferð máls til brottnáms ólögmæts ástands fara sam- kvæmt lögunum, að ólögmætt ástand sé talið fara í bág við opin- bera hagsmuni. Ákvæði þetta virðist og fela í sér, að gæzlumenn þeirra hagsmuna fari með aðild máls. Val hugtaksins aðild í ný- legum réttarfarslögum verður wart skilið á annan veg, enda hníga eðlisrök til þess skilnings. Regla 11. tl. 2. gr. laga nr. 82/1961 er frávik frá almennum réttarfarsreglum, og ber að skýra hana þröngt. Hreppsnefnd Mosfellshrepps á þannig aðild brottnáms- kröfunnar og að henni frágenginni félagsmálaráðuneytið. Ekki girðir þessi ályktun þó fyrir, að krafan verði höfð uppi í opinberu refsimáli með hliðstæðum hætti og bótakrafa vegna tjóns af refsi- verðu atferli, sbr. XVII. kafla laga nr. 82/1961. Við þingfestingu málsins 21. september 1967 var eftirfarandi bókað að ósk umboðsmanns Mosfellshrepps: „Ég er mættur hér að tilhlutan dómarans. Hins vegar lít ég svo á, að Mosfellshreppur sé ekki aðili máls, þar sem saksóknari hefur gefið út ákæruskjal, sem innifelur allar kröfur Mosfellshrepps, sem ég skoða sem kær- anda. Af þeim sökum tel ég, að saksóknara ríkisins beri að reka málið“. Ekki verður talið, að umboðsmaðurinn hafi með þessari yfir- lýsingu viljað hindra, að krafa umbjóðanda hans um brottflutning næði fram að ganga Í málinu. Í yfirlýsingunni felast hins vegar 835 mótmæli gegn því, að Mosfellshreppur verði talinn hliðsettur ákæruvaldinu sem aðili að rekstri málsins. Samkvæmt framansögðu ber ákærða þannig að hlýta því, að sumarbústaður hans verði fjarlægður af landspildu hans í Lauga- bólslandi í Mosfellssveit á hans kostnað og með niðurrifi, ef með Þarf. Loks þykir bera að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dráttur hefur orðið á meðferð málsins, meðan beðið var grein- argerðar hreppsnefndar um ólöglega staðsettar byggingar í Mos- fellssveit. Að öðru leyti hefur rekstur málsins verið vítalaus. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Þór Söebech, greiði 10.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, en sæti varðhaldi 10 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Hús ákærða á spildu hans úr landi Laugabóls í Mosfells- sveit skal fjarlægjast á kostnað ákærða með niðurrifi, ef með þarf. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens hæstaréttarlög- manns, kr. 7.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 836 Mánudaginn 2. júní 1969. Nr. 78/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sveinbirni Björnssyni (Ingi R. Helgason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Brot gegn umferðarlögum og reglum um öxulþunga bifreiða. Dómur Hæstaréttar. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi og brot ákærða þar réttilega fært til refsiákvæða. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 6.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 6 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og málflutn- ingslaun verjanda sins, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sveinbjörn Björnsson, greiði 6.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 6 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hóraðsdóms um sakarkostnað staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.006.00, og málflutningslaun verjanda síns, Inga R. Helgasonar hæsiaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 23. janúar 1969. Ár 1969, fimmtudaginn 23. janúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- 837 syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 35/1969: Ákæruvaldið gegn Sveinbirni Björnssyni, sem tekið war til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dagsettri 19. f. m., gegn Svein- birni Björnssyni bifreiðarstjóra, Dunhaga 18, fæddum 2. júní 1943 í Reykjavík, „fyrir ofhleðslu vöruflutningabifreiðarinnar R 13230 fimmtudaginn 25. janúar 1968 á leiðinni frá Vatnsskarði til Reykjavíkur, með því að heildarþyngd bifreiðarinnar, er lögreglan stöðvaði akstur ákærða á Reykjanesbraut við Jófríðarstaði áður- nefndan dag um kl. 1640, var 16.100 kg., þungi á framöxli 3.700 kg., þungi á afturðxli (einföldum) 12.400 kig., en samkvæmt skrán- ingarskírteini bifreiðarinnar er leyfður hámarksþungi á öxli 10.500 kg. og heildarþyngd bifreiðarinnar 16.500 kg., en leyfður hámarksþungi á öxli ökutækis á umræddri leið 10.000 kg., sbr. auglýsingu frá vegamálastjóra 29. júlí 1967 um undanþágur frá 55. og 56. gr. laga nr. 26/1958, sbr. nú lög nr. 40/1968, um mestu breidd og hámarksöxulþunga bifreiða. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 17. gr. og framangreinda auglýsingu vegamálastjóra frá 29. júlí 1967, sbr. 3. mgr. 56. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. nú lög nr. 40/1968. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Málavextir. Hinn 25. janúar 1968 kl. 1640 var ákærði stöðvaður af bifreiða- eftirlitsmönnum, er hann var að aka bifreiðinni R 13230 með hraunfarm (bruna) frá Vatnsskarði. Var bifreiðin tekin til athug- unar á því, hivort hún væri löglega hlaðin. Reyndist heildarþyngd 16.100 kg. þungi á framöxli 3.700 kg. og á afturöxli 12.400 kg. Samkvæmt skráningarskírteini bifreiðarinnar var leyfður há- marksþungi á framöxli 6.000 kg., en á afturöxli 10.500 kg. Sam- kvæmt auglýsingu vegamálastjóra 17. júlí 1967 mátti hámarks- öxulþungi á umræddri leið vera 10.000 kg. Ákærði hefur gert þá athugasemd við ákæruna, að hann efi, að aðstæður hafi verið slíkar á vigtunarstað, að rétt mæling hafi fengizt. Telur hann að halli hafi verið þar, sem bifreiðin var vegin. Þá hefur ákærði dregið í efa, að um löglega vog hafi verið að ræða. Þeir Arnkell Jónas Einarsson vegaeftirlitsmaður og Hafsteinn Sölvason bifreiðaeftirlitsmaður framkvæmdu vigtunina. Þeir hafa staðfest framanskráðar þungatölur, og segja þeir bifreiðina hafa verið vegna á hábungu Reykjanesbrautar ofan við Jófríðarstaði 838 (í Hafnarfirði) og hafi þar ekki verið um neinn halla að ræða. Þeir segja að birtu hafi verið tekið að bregða, en þeir hafi haft ljósker til þess að lýsa á vogina. Við wigtunina hafi þeir fylgt þeirri reglu að miða við næsta heila strik neðan við nálina á vog- inni. Geti það leitt til þess, að þunginn sé í kæru tilgreindur allt að 100 kg. minni en verið hafi, þar sem bil milli strika sé 100 kg. Arnkell Jónas hefur hinn 22. júní 1967 verið löggiltur vigtar- maður til þess að vega ökutæki við eftirlit með ákvæðum um- ferðarlaga um öxulþunga. Samkvæmt vottorði Löggildingarstofunnar voru 12. maí 1967 prófaðar vogir frá Vegagerð ríkisins, og var Vegagerðinni heim- iluð notkun þeirra við ákvörðun öxulþunga bifreiða á árinu 1967 upp Í allt að 8.500 kg. með þeim takmörkunum, að miðað sé við minnst 100 kg. Við vigtun bifreiðar ákærða voru samkvæmt fram- burði Arnkels Jónasar Einarssonar notaðar í senn tvær slíkar vogir, þannig að þegar þungi á afturöxli var mældur, var sín vogin undir hvoru afturhjóli. Samkvæmt framburði Arnkels Jónasar og Hafsteins var þungi talinn samkvæmt striki því, sem næst var neðan við nálina á voginni. Niðurstöður. Samkvæmt vigtun þeirri, sem eftirlitsmenn framkvæmdu 25. janúar 1968, en ekki hefur verið sýnt fram á annað en að hún hafi verið gerð að öllu leyti samkvæmt réttum reglum, reyndist þungi á afturöxli bifreiðar ákærða 1.900 kg. meiri en skoðunar- vottorð bifreiðar heimilaði og 2.400 kg. meiri en lögleyfður há- marksþungi á umræddum vegi. Hefur ákærði þannig unnið til refsingar samkvæmt 2. mgr. 17. gr. og 56. gr. umferðarlaga, sbr. auglýsingu vegamálastjóra 29. júlí 1967. Refsing ákærða, sem hefur hinn 30. ágúst 1967 sætzt á greiðslu 2.400 kr. sektar fyrir sams konar brot, þykir samkvæmt 80. gr. umferðarlaga hæfilega ákveðin 4.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 7 daga varðhald fyrir sektina, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá upp- kvaðningu dóms þessa. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Sveinbjörn Björnsson, greiði 4.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 7 daga í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 839 Miðvikudaginn 4. júní 1969. Nr. 119/1968. Kristján Ómar Kristjánsson (Ingi R. Helgason hrl.) gegn Páli Aðalsteinssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. júní 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi sama das. Krefst hann þess, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda og hið áfrýjaða fjárnám verði fellt úr gildi. Þá krefst áfrýj- andi málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess aðallega, að máli þessu verði visað frá Hæstarétti, en til vara, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa aðiljar gefið skýrslur fyrir dómi, og nokkur önnur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæsta- rétt. Með samningi 11. febrúar 1963 sömdu aðiljar um kaup á sandi til múrhúðunar. Var magn áætlað 7.000 tunnur og verð ákveðið kr. 15.00 fyrir hverja tunnu. Í samningi þessum var einnig greint um greiðsluskilmála. Stefndi hefur fyrir dómi viðurkennt, að áfrýjandi hafi greitt honum kr. 10.000.00 upp í viðskipti samkvæmt samningi þessum og auk þess greitt honum eftir samningsgerðina kr. 17.500.00, sem hann hafi á þeim tíma, sem greiðslur fóru fram, „i og með talið að ... væru uppí eldri reikninga“. Hér fyrir dómi hefur stefndi talið, að samningi þessum hafi hann rift vegna vanefnda áfrýjanda. Stefndi gat ekki samnings þessa og greiðslna í héraðsstefnu né í málflutningi sínum í héraði. Málið er því svo vanreifað, 840 að ómerkja ber hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð alla í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi. Áfrýjanda, sem ekki sótti þing í héraði, ber að dæma til að greiða stefnda málskostnað bæði í héraði og hér fyrir dómi, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 12.000.00. Dómsorð: Dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Áfrýjandi, Kristján Ómar Kristjánsson, greiði stefnda, Páli Aðalsteinssyni, málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 12.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. júní 1967. Mál þetta, sem fyrst var dómtekið 18. maí s.l, en endurupp- tekið og dómtekið að nýju þann 2. júní s.l, hefur Páll Aðal- steinsson, Frumskógum 4, Hveragerði, höfðað hér fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 10. maí s.l, gegn Kristjáni Ómari Kristjánssyni, Kleppsvegi 42, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 30.600.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 31. desember 1963 til 12. júní 1965, en með 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til greiðsluðags, auk málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að á árinu 1963 hafi samizt svo um milli stefnanda og stefnda, að stefnandi léti stefnda í té sand til pússningar á íbúðum í húsinu nr. 5—"7 við Meistaravelli hér í borg. Hafi stefnandi staðið við sinn hluta samkomulagsins og keyrt sand til stefnda fyrir sem svarar stefnufjárhæðinni. Segir stefnandi, að viðskiptin hafi átt sér stað á tímabilinu júní til september 1963 og hafi þau ekki fengizt upp gerð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stefnanda til að fá greiðslu. Stefnandi vísar í framlagða reikninga í málinu, þar sem við- skiptin eru sundurliðuð á fylginótum. Í greinargerð tekur stefn- andi sérstaklega fram varðandi reikninga á dómsskjölum nr. 3 og 4, að yfirskrift þeirra: „Mjölnir, Árnessýslu“, byggist á því, að stefnandi sé félagi í Vörubílstjórafélaginu MJÖLNI, Árnessýslu, og skrifi þar af leiðandi á eyðublöð þess félags. Þá bendir stefn- andi á, að áfastar við reikning á dómsskjali nr. 3 séu 9 nótur og 841 áfastar við reikning á dómsskjali nr. 4 fjórar nótur, en móttöku- kvittanir séu á öllum nótunum. Þann 2. júní var mál þetta endurupptekið, og skilaði þá stefn- andi sókn í málinu til þess að skýra nánar einstakar nótur, sem fram eru lagðar í málinu, og þá sérstaklega varðandi bifreiðar þær, sem skráðar eru á nóturnar. Í sókn stefnanda segir m. a.! „... Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram varðandi dómskjöl nr. 3 og 4, lögð fram á bæjarþingi Reykjavíkur 18. maí 1967 í máli þessu. 1. Bifreiðarnar X-1532 og X-1417 átti stefnandi sjálfur á greind- um tíma. Með þeim bifreiðum var ekið sandi þeim, sem greint er frá á fskj. nr. 5 á dskj. nr. 3, og eru nöfn þau, sem á þá nótu eru rituð, móttökukvittanir þeirra aðila, sem tóku við sand- inum fyrir hönd stefnda. 2, Bifreiðina X-454 á Svavar Marteinsson, Hveragerði, en bifreið- ina X-754 á Skúli Marteinsson, Hveragerði. Ástæðan til þess, að þessir aðilar óku sandi á vegum umbjóðanda míns, er sú, að umbj. minn hefði ella ekki getað staðið við afhendingarskyldu sína samkvæmt pöntunum frá stefnda. Bræðurnir Skúli og Svavar Marteinssynir óku sandi þeim, sem getur á nótum nr. 20, 27, 26, 28, 36, 38, 30, 31 á dskj. 3 og nótum nr. 17, 19, 40 á dskj. 4. Akstur skv. reikningi dags. 30. 9. 1963 á dskj. nr. 4 mun stefnandi sjálfur hafa séð um. 3. Varðandi ástæðuna til þess, að nafnið Pétur Árnason er á nótum nr. 20, 27, 26, 28, 36, 38, 30, 31 á dskj. nr. 3 og nr. 19 á dskj. nr. 4, er greind á dskj. nr. 6, en af því er ljóst, að Pétur Árna- son, múrarameistari, mun hafa annazt múrverk á húsi stefnda, Meistaravöllum nr. 5—", og skráðu bræðurnir Svavar og Skúli nafn Péturs á nóturnar af vanþekkingu sinni á málavöxtum. Varðandi aðrar nafnritanir á nótur þessar er rétt að geta þess, að þar mun vera um að ræða móttökukvittanir ýmissa starfs- < manna stefnda ...“. Á dskj. nr. 6 er svohljóðandi yfirlýsing, dagsett í Hveragerði 30. maí 1967: „Við undirritaðir wörubifreiðarstjórar í Hveragerði ókum sandi að Meistaravöllum 5—"T í Reykjavík að beiðni Páls Aðalsteins- sonar í Hveragerði. Þetta var á miðju árinu 1963. Af ókunnug- leik spurðum við að múrarameistara til að nafnsetja nóturnar, sem ekki var rétt að öðru en því, sem Páll tjáði okkur, að Kristján 842 Ómar Kristjánsson væri greiðandi sandsins, en Pétur Árnason mun hafa verið meistari við múrverk hússins. K-754 X-454 Skúli Marteinsson, Hveragerði Svavar Marteinsson, Hveragerði“. Á nótu nr. 5, sem er fyrsta fylgiskjal með dskj. nr. 3, sést, að fyrsta úttekt á sandi hefur átt sér stað 10. júní 1963, en hinar allar síðar næstu mánuði. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefnanda, verða þær teknar til greina, eins og þær liggja fyrir. Málskostnaður ákveðst kr. 6.000.00. Björn Þ. Guðmundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsuppkvaðningin hefur dregizt vegna gífurlegra anna dómarans. Dómsorð: Stefndi, Kristján Ómar Kristjánsson, greiði stefnanda, Páli Aðalsteinssyni, kr. 30.600.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 31. desember 1963 til 12. júní 1965, en með 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags og kr. 6.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 843 Miðvikudaginn 4. júni 1969. Nr. 206/1968. Blikksmiðja J. B. Pétursson (Kristinn Sigurjónsson hrl.) gegn Bjarna Linnet (Gústaf A. Sveinsson hrl.) og Sæmundi Jóhannssyni (enginn). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Fjárnám. Ósönnuð aðild. Sýkna. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. nóvember 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. októ- ber 1968. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði ómerkt og stefnda Bjarna Linnet dæmt að greiða máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi Bjarni Linnet krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi fyrir Hæstarétti. Stefndi Sæmundur Jóhannsson hefur ekki sótt þing. Áfrýjandi var ekki aðili máls þessa í héraði. Í stefnu og greinargerð hér fyrir dómi kveðst áfrýjandi áfrýja máli þessu „sem meðalgöngumaður“ án þess að greina á hverju byggist aðild hans að málinu. Þar sem áfrýjandi hefur engin gögn fært fram fyrir því, að hann eigi aðild máls þessa, ber að sýkna stefndu af kröfum hans. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda Bjarna Linnet málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. Dómsorð: Stefndu, Bjarni Linnet og Sæmundur Jóhannsson, skulu vera sýknir af kröfum áfrýjanda, Blikksmiðju J. B. Péturssonar, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefnda Bjarna Linnet kr. 8.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lög- um. 844 Fjárnámsgerð fógetadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 28. október 1967, Ár 1967, laugardaginn 28. október, war fógetaréttur Gullbringu- og Kjósarsýslu settur að Lækjarfit 5, Garðahreppi, og haldinn með undirrituðum vottum af Skúla Thorarensen. Fyrir var tekið fógetaréttarmálið: Bjarni Linnet gegn Sæmundi Jóhannssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 og 2 gerðarbeiðni og endurrit fjár- náms, svohljóðandi .... Gerðarbeiðandi mætir sjálfur og Gústaf A. Sveinsson hæsta- réttarlögmaður og krefst fjárnáms fyrir kr. 100.000.00 með 1% vöxtum á mánuði frá 25. júlí 1967 til greiðsludags, kr. 1.440.00 í banka-, stimpil- og afsagnarkostnað, kr. 16.025.00 í málskostnað, kostnað við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli, er skráður er til lögheimilis hér, er ekki viðstaddur, en fyrir hann mætir Már Pétursson að tilhlutan fógeta. Áminntur um sannsögli kveðst mætti ekki geta greitt og bendir ekki á eignir. Samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda og ábendingu hans lýsti fó- seti yfir fjárnámi í eign/eignarhluta gerðarþola sem gler talið í vörzlu Cudoglers h/f, Reykjavík. Magn þess er ókunnugt. Krafa gerðarþola á hendur Jóhannesi Jónassyni bifreiðarstjóra, Móaflöt 51, Garðahreppi, kr. 70.000.00 að áætlun gerðarbeiðanda. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar. Fógeti brýndi fyrir mætta að skýra gerðarþola frá gerð þessari. 845 Föstudaginn 6. júní 1969. Nr. 56/1968. Björn Pálsson og Húni h/f (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Kaupfélagi Eyfirðinga og gagnsök (Friðrik Magnússon hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Verksamningur. Skuldamál. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. I. Aðaláfrýjendur hafa, að fengnu gjafsóknarleyfi 18. marz 1968, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. marz 1968 og gert þessar dómkröfur: Aðalkrafa, að þeim verði dæmd sýkna af kröfum gagn- áfrýjanda. 1. varakrafa, að þeim verði dæmd sýkna gegn greiðslu úr hendi Húna h/f á kr. 450.412.62 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1963 til greiðsludags. 2. varakrafa, að þeim verði dæmd sýkna gegn greiðslu úr hendi Húna h/f á kr. 710.173.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1963 til greiðsludags. Þá krefjast aðaláfrýjendur málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýjanda, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 23. april 1968 og gert þessar dómkröfur: Aðalkrafa, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða hon- um óskipt kr. 2.703.873.43 ásamt 9%%% ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1965, 814% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 9/2% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsludass. Varakrafa, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, að undanskildu ákvæði hans um málskostnað. 846 Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjenda. H. Samkvæmt verksamningi, dags. 3. janúar 1962, sem rak- inn er í héraðsdómi, tókst Skipasmíðastöð K. FE. A., Akur- eyri, á hendur að smíða fyrir aðaláfrýjanda Björn Pálsson v/b Húna 1I, HU 2, sem í málinu greinir. Hinn 1. maí 1963 stofnaði Björn Pálsson ásamt fleiri aðiljum Húna h/f. Gerð- ist Björn framkvæmdastjóri þessa hlutafélags, sem stofnað var til að gera bátinn út. Eftir ákvæðum verksamningsins skyldi smíð bátsins lokið „febrúar/marz 1963“. Ber að skilja samningsákvæði þetta þannig, að smíðandi bátsins hefði fullnægt samningnum að þessu leyti, ef hann hefði lokið verkinu fyrir 1. april 1963. Smíð bátsins hófst í marzmánuði 1962, og henni lauk ekki fyrr en 15. júlí 1963, er hann var afhentur. Í afsali 10. júlí 1963, þinglýstu 12. s. m., lýsti gagnáfrýj- andi því, að skipasmíðastöð hans hafi „nýlokið smíði og afhent til eiganda, sem er Húni h.f., Skagaströnd, 115 lesta fiskibát, samkvæmt byggingasamningi, dags. 3. janúar 1962. Báturinn hefur hlotið nafnið „Húni II“, HU 2“. Siðan segir í afsalinu: „Hinir nýju eigendur hafa samið um og gengið frá greiðslum byggingarkostnaðar til skipasmíðastöðvarinn- ar og eru því löglegir eigendur fyrr greinds báts“. Samtímis tók gagnáfrýjandi við yfirlýsingu um efndir verksamnings- ins, sem rakin er í héraðsdómi og upphaflega var stiluð í nafni aðaláfrýjanda Björns Pálssonar persónulega, en hann, þá er til kastanna kom, undirritaði einungis „pr. pr. h.f. Húni Björn Pálsson“, Eins og undirskrift yfirlýsingar þessarar er háttað og samkvæmt efni greinds afsals sagnáfrýjanda, verð- ur við það að miða, að skuldskeyting frá aðaláfrýjanda Birni Pálssyni til aðaláfrýjanda Húna h/f hafi farið fram. Ber því að telja aðaláfrýjanda Björn lausan mála, og verður hann sýkn dæmdur af kröfum sagnáfrýjanda. III. Að tilhlutan Hæstaréttar hefur Ragnar Ólafsson, hæsta- 847 réttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, framkvæmt reikningslega athugun í málinu. Samkvæmt reikningum skipasmíðastöðvar gagnáfrýjanda er kostnaðarverð v/b Húna: Innkaupsverð véla og tækja ............ kr. 5.437.865.48 Innkaupsverð efnis ...............0..... — 2.723.504.14 Vinna 0. fl. ......00.00000000 00. — 4.558.391.00 Samtals kr. 12.719.760.62 Frá dregst endurgreiddur tollur: Vegna véla .............. kr. 829.275.85 Vegna efnis .............. — 332.281.15 kr. 1.161.557.00 Kr. 11.558.203.62 Frá dregst vegna reikningsskekkju ...... — 10.30 Kr. 11.998.773.43 Þar við bætir gagnáfrýjandi vöxtum, er hann telur nema samkvæmt 5. gr. verk- samningsins til ársloka 1963 ............ — 440.580.11 Kr. 11.998.773.43 Upp í það hefur aðaláfrýj- andi Björn greitt ........ kr. 840.000.00 Þá hefur og lán úr Fisk- veiðasjóði gengið til greiðslu á verði bátsins .......... — 8.454.900.00 — 9.294.900.00 Kemur þá út stefnukrafan .............. kr. 2.703.873.43 Samkvæmt beiðni aðaláfrýjenda voru hinn 22. október 1964 dómkvaddir tveir sérkunnáttumenn til að meta, hvert hafi verið eðlilegt kostnaðarverð v/b Húna II. Þeir kváðu upp mat sitt 2. desember 1964 og töldu smíðaverð bátsins hæfilega ákveðið kr. 10.395.000.00, og er þá „reiknað með, að byggingartíminn sé frá miðjum janúar 1962 til miðs marz 848 1963, og í heildarupphæðinni er ekki reiknað með tollum né söluskatti“. Með skírskotun til raka héraðsdóms verður mat þetta eigi lagt til grundvallar um smiðaverð nefnds fiski- báts. IV. Svo sem áður greinir, bar gagnáfrýjanda samkvæmt verk- samningi að skila bátnum fullsmíðuðum fyrir 1. apríl 1963, en skilaði honum ekki fyrr en 15. júlí 1963. Hefur gagn- áfrýjanda eigi tekizt að sanna, að aðaláfrýjendur beri ábyrgð á drætti þeim, sem varð á afhendingu bátsins. Í málinu hafa verið lagðar fram matsgerðir um tekjumissi eiganda báts- ins, vegna þess að hann var ekki gerður út „tímabilið 1. marz 1963 til júlíloka sama ár“. Hins vegar liggja eigi fyrir gögn um tekjumissi, vegna þess að báturinn varð eigi nýttur frá 31. marz 1963 til miðs júlímánaðar s. á. Er málið því van- reifað um þetta sakarefni. Af því leiðir, að ómerkja ber ákvæði héraðsdóms um það og vísa gagnkröfu í málinu vegna tekjumissis af greindum sökum frá héraðsdómi. V. Verða nú teknar til úrlausnar kröfur aðaláfrýjanda Húna h/f um lækkun stefnukröfu. 1. Aflúrtak. Upphaflega var keypt til bátsins aflúrtak, er kostaði kr. 20.404.55. Nýttist það ekki. Var þá keypt annað aflúrtak á kr. 44.644.44, sem notað var. Eiganda bátsins er samkvæmt gögnum málsins eigi skylt að greiða andvirði hins ónotaða tækis, og á stefnukrafan því að lækka um verð þess, kr. 20.404.55. 2. Efnisleifar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta ákvæði hans um frádrátt vegna efnisleifa, kr. 50.000.00. 3. Næturvinnnuálag. Samkvæmt gögnum málsins og eins og það hefur verið lagt í dóm, þykir eiga að staðfesta ákvæði héraðsdóms um frádrátt vegna næturvinnuálags, kr. 190.000.00. 4. Veætir. Samkvæmt reikningi Ragnars Ólafssonar á vaxtakrafa gagnáfrýjanda að lækka um kr. 42.947.37. 849 5. Söluskattur. Í bréfi skattstjóra Norðurlands, dags. 21. september 1964, til gagnáfrýjanda er því lýst, „að Fjármála- ráðuneytið hafi ákveðið að innheimta ekki viðskiptasölu- skatt af vinnu, þar með talinni vélavinnu, við nýsmíði skipa. Einnig, að framangreind undanþága skuli gilda frá 1. april 1960“. Smið v/b Húna hefði átt að njóta góðs af þessu ákvæði. En eigi verður séð, að gagnáfrýjandi hafi hagnýtt sér það, og verður hann að bera halla af því. Samkvæmt skýrslu Ragnars Ólafssonar verður, eins og sönnunargögnum er háttað, við það að miða, að söluskattur, innifalinn í kröfu gagnáfrýjanda vegna vinnu við v/b Húna, nemi kr. 107.396.00, og á sú fjárhæð að koma til frádráttar stefnu- kröfunni. 6. Fjárhæðir, sem koma eiga til frádráttar stefnukröfu samkvæmt V, 15, nema samtals kr. 410.747.92. Gagn- áfrýjandi hefur reiknað sér í stefnukröfu sinni 9%4% vexti af þessari fjárhæð frá 15. júlí 1963 til 1. janúar 1964, sam- tals kr. 17.884.66, sem einnig eiga að koma til frádráttar stefnukröfunni. VI. Samkvæmt því, sem nú var rakið, ber að dæma aðaláfrýj- anda Húna h/f til að greiða gagnáfrýjanda kr. 2.703.873.43, að frádregnum kr. 20.404.55 kr. 50.000.00 kr. 190.000.00 Þ kr. 42.947.37 - kr. 107.396.00 kr. 17.884.66, þ. e. kr. 2,275.240.85, ásamt vöxtum samkvæmt verksamningi og kröfugerð, eins og í dómsorði segir. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður, að því er varðar aðaláfrýjanda Björn Pálsson. Aðaláfrýjandi Húni h/f greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 280.000.00. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjenda fyrir Hæstarétti, þar á meðal laun talsmanns þeirra, kr. 150.000.00, greiðist úr ríkissjóði. 850 Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um gagnkröfu, sem getur í IV. kafla, eru ómerkt, og er henni visað frá héraðsdómi. Aðaláfrýjandi Björn Pálsson á að vera sýkn af kröf- um gagnáfrýjanda, Kaupfélags Eyfirðinga, og fellur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti þeirra í milli niður. Aðaláfrýjandi Húni h/f greiði gagnáfrýjanda kr. 2.275.240.85 ásamt 91%% ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1965, 814% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 9%%% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals kr. 280.000.00. Gjafsóknarkostnaður aðaláfryjenda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns þeirra, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 150.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 3, febrúar 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 11. janúar 1968, hefur stefnandi, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 29. janúar 1965, á hendur Birni Pálssyni al- þingismanni, Ytri-Löngumýri, Austur-Húnavatnssýslu, og Húna h/f, Höfðakaupstað, til greiðslu in solidum á skuld að fjárhæð kr. 2.703.873.43 ásamt 9%% ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1965 og 872% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsluðags svo og málskostnaði að skaðlausu. Við munnlegan málflutning breytti stefnandi kröfu sinni þannig, að krafizt var 90% árs- vaxta frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1965, 812% ársvaxta frá þeim degi til 1. janúar 1966, en 972 % ársvaxta frá þeim tíma til greiðsludags. Stefndu hafa krafizt sýknu af kröfum stefnanda og þeim verði dæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda. 851 Við munnlegan málflutning settu stefndu kröfur sínar þannig fram: „Aðallega, að stefndu verði algjörlega sýknaðir af kröfum stefn- anda öllum í málinu, en til vara, að viðurkennt verði með dómi réttarins, að það, sem á kunni að vanta, að stefnandi hafi fengið fulla greiðslu samkvæmt verksamningi aðilja frá 3. janúar 1962, beri Húna h.f. einum að greiða og að tildæmdar eftirstöðvar verði stórlega lækkaðar frá því, sem greinir frá í stefnukröfu. Viðurkennd verði gagnkrafa frá stefndu til skuldajafnaðar kröf- um stefnanda vegna rekstrartjóns m.s. Húna Il af völdum af- hendingardráttar stefnanda að fjárhæð samkvæmt niðurstöðu matsnefnda kr. 399.088.00 og áætlaðar aðrar tjónbætur vegna samningsvanefnda að fjárhæð kr. 150.000.00 (að meðtöldu vaxta- tjóni vegna fyrirframgreiðslu) alls til skuldajafnaðar kr. 549.088.00 auk 874% ársvaxta af þeirri fjárhæð frá 1. febrúar 1963 til greiðsludags. Þá krefjast stefndu og málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati réttarins og sé þar tekið fullt tillit til greiddrar þóknunar til matsmanna, samkvæmt málsskjölum“. Sátta var leitað, en árangurslaust. Málavextir eru þessir: Með verksamningi, dags. 3. janúar 1962, tók skipasmíðastöð K.F.A. að sér að smíða fiskibát ca. 120 smálestir fyrir stefnda Björn Pálsson. Um smíði bátsins var gerður samningur, sem lagður hefur verið fram sem dskj. nr. 4 í málinu. Þar sem samningur þessi grundvallar réttarstöðu aðilja, þykir rétt að taka hann upp orðréttan. „Skipasmíðastöð K.E.A., Akureyri, hér á eftir í samningi þess- um nefndur seljandi, annars vegar, og Björn Pálsson, útgerðar- maður, Ytri-Löngumýri, hér eftir í samningi þessum nefndur kaup- andi, hins vegar, gera með sér svofelldan VERKSAMNING: 1. Seljandi tekur að sér að byggja fyrir kaupanda fiskibát, ca. 120 smálestir að stærð. Skal báturinn byggður eftir nýrri teikningu gerðri af Tryggva Gunnarssyni. Að öðru leyti skal báturinn byggður samkvæmt reglum um smíði tréskipa og undir eftirliti skipaskoðunarmanna. 2. Byggingu bátsins skal lokið febrúar/marz 1963, og er selj- anda heimilt að láta þá menn, sem að byggingunni starfa á hverj- um tíma, vinna amk. 2 klst. í eftirvinnu daglega. 852 3. Verð bátsins skal reiknast þannig: A. Vinnulaun, vélavinna og efni, sem seljandi leggur til, skal reiknað á því söluverði, sem hjá honum gildir á hverjum tíma. Ennfremur söluskattur, orlofsfé, tryggingargjöld etc. eftir því, sem venja er að reikna á hverjum tíma. B. Vélar, vindur og önnur tæki, svo og vinnu og aðra þjónustu, sem kaupa þarf af öðrum aðilum, svo sem járnsmíði, niður- setningu véla og raflagnavinnu, greiðir seljandi og reiknar kaupandi með sama verði og honum er gert að greiða. Skuldbindur seljandi sig til að ná sem hagkvæmustum kjör- um í slíkum kaupum, enda skulu öll stærri tæki, svo sem vél og spil, keypt í samráði við kaupanda. 4. Seljandi sér um, að báturinn sé brunatryggður, þar til smíði er lokið, á upphæð, er á hverjum tíma svari vel til þess verðs, sem báturinn stendur í. Iðgjald af brunatryggingu greiðir seljandi fyrir reikning kaupanda. 5. Kaupanda skulu reiknaðir vextir af útlögðum greiðslum sbr. B-lið 3. gr. samnings þessa, jafnháir og gildandi útlánsvextir Landsbankans eru á hverjum tíma. Þá greiðir kaupandi og sömu vexti af heildar-byggingarskuldinni, frá því báturinn var afhentur og þar til greiðsla er fengin. 6. Greiðsla byggingarkostnaðar bátsins skal innt af hendi þannig: A. Kaupandi greiði seljanda kr. 420 þúsund, þegar kjölur er lagður. Jafn há upphæð greiðist, þegar lokið er niðursetn- ingu vélar. B. Lán það, sem kaupandi fær úr Fiskveiðisjóði gegn fyrsta veðrétti í bátnum og áætlað er % hlutar af byggingarkostn- aði, skal ganga óskipt til seljanda upp í byggingarkostnað- inn og innborgast í síðasta lagi í apríl/maí 1963. Verði Fisk- weiðisjóðslánið lægra, skal kaupandi greiða það, sem á vantar á sama tíma. Seljandi hefur eignarhald á bátnum, þar til gengið hefur verið endanlega frá afsali og veðskuldabréti. C. Eftirstöðvar byggingarkostnaðarins, allt að 15% af kostn- aðarverði, lánar seljandi kaupanda, ef hann óskar þess, gegn öðrum veðrétti í bátnum og annarri viðbótartryggingu, sem seljandi tekur gilda. Skal lán þetta greiðast upp á 6 til 7 árum með jöfnum árlegum afborgunum og gildandi útláns- vöxtum Landsbankans. 7. Samningur þessi er háður öllum „force majeure“ skilyrðum, og ber seljandi enga ábyrgð á töfum eða öðrum erfiðleikum, er 853 stafa af óviðráðanlegum orsökum. Til „force majeure“ telst meðal annars fráfall eða veikindaforföll skipasmíðameistara og smiða yfir lengri tíma, sem gæti valdið töfum á verkinu, verkföll, brunar, eða aðrar óviðráðanlegar skemmdir á húsum, efni, skipi, vél, hvort sem þær stafa af mannavöldum eða náttúruafla, svo og hvers kyns tjón eða tafir við flutning og afgreiðslu efnis, véla o. s. frv. 8. Seljandi ber enga ábyrgð á fúa, sem síðar kynni að koma fram í viðum skipsins. 9. Rísi mál út af samningi þessum skal það rekið fyrir bæjar- Þingi Akureyrar. 10. Samningur þessi er undirritaður í tveimur samritum Í viðurvist vitundarvotta, og heldur hvor aðili sínu eintaki. Akureyri, 3. jan. 1962. Seljandi: Kaupandi: (Ólæsilegt nafn). Björn Pálsson. Hefi móttekið hér umræddan bát og er samþykkur öllum greinum samnings þessa Vitundarvottar: Ólæsilegt nafn Árnason Bjarni Jóhannsson“. Smíði bátsins hófst í marz 1962 og lauk ekki fyrr en 15. júlí 1963, en þá var báturinn afhentur kaupendum og hélt til síld- veiða. Eins og að framan greinir, var skipasmíðasamningurinn á dskj. nr. 4 gerður við Björn Pálsson persónulega. Fyrsta maí 1963 stofnaði stefndi Björn Pálsson ásamt fleirum hiutafélagið „Húna“. Heimili þess og varnarþing var í Höfða- kaupstað, A.-Húnavatnssýslu. Tilgangur félagsins var að kaupa vélbát og reka útgerð. Hlutafé var kr. 150.000.00. Framkvæmda- stjóri félagsins með prókúruumboði var ráðinn Björn Pálsson al- Þingismaður seim prókúruhafi. Þann 10. júlí 1963 undirritar Björn Pálsson sem prókúruhafi Húna eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég undirritaður, Björn Pálsson, alþingismaður, Ytri-Löngu- mýri, A.-Húnavatnssýslu, eigandi að m.b. Húna ..., sem skipa- smíðastöð K.E.A. Akureyri, hefur byggt fyrir mig samkvæmt byggingarsamningi, dags. 3. janúar 1962, viðurkenni hér með að hafa tekið við bátnum í fullkomnu lagi og með öllu því, er fylgja ber samkvæmt fyrrnefndum samningi. Þar eð reikningsuppgjör skipasmíðastöðvarinnar yfir bygging- arkostnað bátsins liggur enn ekki fyrir og lánsveiting til eiganda 854 úr Fiskveiðasjóði Íslands, gegn fyrsta veðrétti í bátnum, getur því ekki farið fram nú þegar, lofa ég að ljúka greiðslu á eftir- stöðvum byggingarkostnaðar bátsins síðar á þessu ári á þann hátt, sem áskilið er í B og C liðum 6. gr. fyrrgreinds byggingar- samnings. Ég mun, svo sem framast í mínu valdi stendur, sjá um, að fiskveiðasjóðslánið, sem ganga skal til greiðslu byggingakostn- aðarins, sbr. B-lið 6. gr. byggingarsamningsins, fáist veitt svo fljótt sem kostur er á. Sjóvátrygging hefur þegar verið keypt fyrir bátinn hjá Sjóvá- tryggingarfélagi Íslands h.f. að upphæð kr. ................ Vá- tryggingaskírteini nr. ...... dags. ...... 1963. Farist báturinn áður en fullnaðaruppgjöri byggingarkostnaðar er lokið, skal hið ógoldna greitt af vátryggingarfénu og framselst réttur til vátrygg- ingarfjárins að því leyti til Kaupfélags Eyfirðinga. Til staðfestu er nafn mitt undirritað í viðurvist votta. Akureyri, 10. 7. 1963. Pr. pr. hf. Húni Björn Pálsson. Vottar: Árni Valdimarsson Guðm. Guðmundsson“. Sama dag undirritar Jakob Frímannsson f.h. stefnanda svo- hljóðandi afsal: „AFSAL: Skipasmíðastöð Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri, hefur nýlokið smíði og afhent til eiganda, sem er Húni h.f., Skagaströnd, 115 lesta fiskibát samkvæmt byggingasamningi, dags. 3. janúar 1962. Báturinn hefur hlotið nafnið „Húni II“ HU 2. Hinir nýju eigendur hafa samið um og gengið frá greiðslum byggingarkostnaðar til skipasmíðastöðvarinnar og eru því lög- legir eigendur fyrr greinds báts. Akureyri, 10. júlí 1963 pr. pr. Kaupfélag Eyfirðinga Jakob Frímannsson. Vottar: f.h.s. Ari Jónsson“. Afsali þessu var þinglýst 12. júlí 1963. Þann 24. júlí 1963 var gengið frá skýrslu um kostnaðarverð bátsins vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Fiskveiðasjóði, og var niðurstaðatalan 11.459.000.00. Þá voru, að því er stefnandi segir, enn ókomnir margir reikningar ðöð vegna smíði bátsins, aðallega vegna aðkeyptra hluta og þjónustu. Í ágúst 1963 afgreiddi Fiskveiðasjóður lán út á bátinn, kr. 8.454.900.00, og gekk sú upphæð inn á smíðareikninginn hjá stefnanda 31. ágúst 1963. Þegar báturinn kom af síldveiðum um haustið, voru gerðar ýmsar breytingar á honum í skipasmíðastöð stefnanda. Samkvæmt lokareikningum, sem lagðir hafa verið fram sem dskj. nr. 8 og 9, reyndist endanlegt kostnaðarverð bátsins vera með búnaði kr. 11.558.193.32 að viðbættum vöxtum samkvæmt verksamningi, kr. 457.239.00, eða samtals kr. 12.015.432.00. Upp í kostnaðarverð hafði Björn Pálsson áður greitt kr. 840.000.00, og auk þess hafi Fiskveiðasjóðslánið, kr. 8.454.900.00, gengið til greiðslu á kostnaðarverði bátsins. Eftir að leiðrétting hafði farið fram á vaxtareikningi til lækk- unar um kr. 16.658.89, nam heildarverð bátsins kr. 11.998.773.43. Eftirstöðvar kostnaðarverðs bátsins námu því í árslok 1963 kr. 2.703.873.43, eða stefnukröfu máls þessa. Af þessari fjárhæð bauðst stefnandi til að taka við kr. 1.875.000.00 í skuldabréfi til sjö ára, útgefnu af stefnda Húna h/f, tryggðu með öðrum veðrétti í bátn- um og sjálfskuldarábyrgð eigenda bátsins. Liggur fyrir í málinu uppkast að þessu skuldabréfi á dskj. nr. 20. Í októberlok 1963 virðist stefnandi hafa framvísað heildarreikn- ingum til stefnda Björns Pálssonar og þá krafizt, að gengið væri frá skuldabréfinu, eins og það liggur fyrir á dskj. nr. 20. Stefndi Björn óskaði eftir því þá að kynna sér öll fylgiskjöl, vinnuskýrsl- ur og fleira. Umboðsmaður stefnanda óskaði þá eftir, að stefndi Björn kæmi norður til Akureyrar og kynnti sér alla reikninga. Björn mun þá hafa tjáð honum, að hann hefði ekki aðstöðu til að yfirfara reikn- ingana á Akureyri og óskaði eftir, að þeir væru sendir honum suður, þar sem hann gæti kannað þá ásamt löggiltum endur- skoðanda. Leið svo nokkur tími, þar til aðiljar komu sér saman um, að Sigurður Stefánsson, löggiltur endurskoðandi, endurskoðaði reikn- ingana ásamt stefnda Birni. Þann 12. maí 1964 ritar Sigurður Stefánsson lögmanni stefn- anda bréf, þar sem hann lýsir því yfir, að hann hafi borið saman fylgiskjöl við yfirlit, dags. 20. janúar 1964, sbr. dskj. nr. 8 og 9. Jafnframt gerir hann samanburð á verði m/b Húna og annars báts, er smíðaður var sunnanlands. Þá bendir hann á, að sölu- skattur á efni og vinnu hafi ekki verið færður til baka. 856 Þann 13. maí 1964 ritar stefndi Björn Pálsson og Sigurður Stefánsson lögmanni stefnanda bréf, þar sem þeir benda á eftir- farandi: 1. II. 111. IV. . Ekki liggi fyrir öll fylgiskjöl með reikningum og ljósprentun VI. VII. Samkvæmt verksamningi hafi átt að skila bátnum febrúar/ marz 1963. Hins vegar hafi honum werið skilað og skrásett á hann til síldveiða 15. júlí 1963 og þá ekki verið fullbúinn til síldveiða. Hafi þessi afgreiðsludráttur valdið því, að tap- azt hafi bezti tími ársins til útgerðar bátsins, þ. e. tíminn frá 15, febrúar — 1. september. Samkvæmt samningi hafi aðeins átt að greiða fyrir dagvinnu og tvo tíma í eftirvinnu, en eftir reikningi sýnist nætur- vinna vera kr. 410.000.00. Vegna þess hve langan tíma umfram samninga tók að byggja bátinn, hafi vextir orðið hærri en vera þurfti. Ekki liggi fyrir skýrsla um efnisleifar. á kvittuðum vinnuskýrslum. Vinnuskýrslur séu allar ókvitt- aðar, og sama kaup virðist reiknað allan tímann, þótt svo virðist sem kaupgjald hafi breytzt á tímabilinu, meðan bátur- inn var Í smíðum. Ekkert liggi fyrir um innkeypt efni og ógerningur sé að sjá, hve mikið efni hafi verið notað til skipsins. Þá bendi tölu- legar breytingar, sem gerðar hafi verið á reikningunum, til þess, að þeir séu ekki nákvæmir. Af framangreindum ástæðum er talið, að ekki sé hægt að taka reikningana til greina, og er bent á báta af svipaðri stærð, byggða á Akranesi og í Vestmannaeyjum, og megi draga þá ályktun af kostnaðarverði þeirra, að verð m/b Húna sé of hátt. Bréf þetta undirritar stefndi Björn Pálsson persónulega. Þann 15. maí 1964 ritar Húni h/f stefnanda bréf, þar sem eftir- farandi er tekið fram. 1. Ítrekað er, að af ástæðum, sem fram eru teknar í bréfi Björns Pálssonar og Sig. Stefánssonar til stefnanda, dags. 13. maí 1964, verði ekki fallizt á að taka reikningana gilda. Til þess að komasi hjá deilum bjóði Húni h/f að greiða kr. 10.000.000.00 fyrir skipið, miðað við júlílok 1963, og séu vextir innifaldir til þess tíma í beirri upphæð. Eftirstöðvar skuli greiddar á þessu og næsta ári og fallið frá öllum kröfum vegna vanefnda um afhendingu skipsins. 857 II. Sé ekki að þessu gengið, verði bygsingarkostnaður skipsins metinn af hæfustu mönnum. TII. Verði að hvorugum þessara kosta gengið, verði eftirfarandi kröfur gerðar: A. Að skipið verði metið af hæfustu mönnum. B. Kr. 1.000.000.00 lækkunar vegna vaxta og veiðitaps, vegna þess að afhending dróst allt að 5 mán. fram yfir umsam- inn tíma. C. Kr. 200.000.00 lækkunar vegna næturvinnu, sem samið var um, að ekki yrði. D. Ca. kr. 100.000.00 lækkunar vegna efnisleifa. F. Að sönnur verði færðar fyrir þeirri vinnu og efni, sem í skipið fór, svo og álagningu á vinnu og efni. Til greina geti komið að láta stefndu fá skipið aftur, ef þess yrði óskað. Undir þetta bréf rita stefndi Björn Pálsson ásamt Hákoni Magnússyni f. h. Húna h/f. Þann 29. maí 1964 ritar Útgerðarfélag K.E. A. lögmanni stefnanda bréf, þar sem þeir hafna algerlega boð- um Húna h/f. Þess er krafizt, að Björn Pálsson gangi strax frá þessum málum í samræmi við reikningana og greiði það, sem honum ber. Því er haldið fram, að Björn Pálsson sé persónulega ábyrgur fyrir allri skuldinni, þar sem byggingarsamningur sé við hann gerður og undirritaður af honum. Fallist hann ekki á upp- gjör að framansögðu, sé þess óskað, að honum sé stefnt til greiðslu á eftirstöðvum á byggingarkostnaði m/b Húna II, HU 2, sem hann með undirskrift sinni, sbr. bréf, dags. 10. júlí 1963, hafi lofað að greiða á því ári. Frekari bréfaskipti til samkomulagsumleitana virðast ekki hafa farið fram beint á milli aðilja, áður en málið var höfðað. Þann 21. október 1964 biður Páll S. Pálsson hæstaréttarlög- maður f. h. Húna h/f yfirborgardómarann í Reykjavík að dóm- kveðja tvo óvilhalla og sérfróða menn til þess að meta, hvað hæfi- legt sé, að matsbeiðandi greiði Skipasmíðastöð K. E. A., Akureyri, sem fullnaðarverð fyrir fiskibát þann, sem um getur í samningi Björns Pálssonar og Skipasmíðastöðvar K. E. A. frá 3. janúar 1962. Ástæður fyrir þessari beiðni eru tilgreindar sem hér segir: 1. Verð skipsins sé óeðlilega hátt miðað við önnur skip, sem byggð hafa verið hér um svipað leyti. Reikningar ósamhljóða og ófullnægjandi. 2. Lofað hafi verið að hafa ekki næturvinnu, en næturvinna hafi verið ca. 4.000 tímar. 858 3. Vextir hafi verið meiri en ella, vegna þess hve skipið var lengi í smíðum. Það, sem óskað er, að metið sé: a. Eðlilegur bygsingarkostnaður skipsins miðað við það, að verkið væri unnið á þeim tíma, sem um var samið, og rniðað sé við tveggja tíma eftirvinnu, en enga næturvinnu. b. Hæfilegir vextir miðað við, að verkinu hefði verið lokið á umsömdum tíma. Matsgerð hinna dómkvöddu manna er dags. 2. desember 1964. Meta þeir byggingarverð m/b Húna II á kr. 10.405.000.00, og er þá miðað við, að byggingartíminn sé frá miðjum janúar 1962 til miðs marz 1963, og í heildarupphæðinni er reiknað með tollum eða söluskatti. Vexti vegna efnis og vinnu, aðkeypt af seljanda frá öðrum aðiljum, telja þeir hæfilega kr. 144.800.00. Með bréfi, dags. 26. febrúar 1965, óskaði lögmaður stefndu eftir, að dómkvaddir væru tveir óvilhallir og sérfróðir menn til þess að meta til verðs tjón sökum þess, að vélbáturinn Húni il var ekki fær til veiða frá 1. marz 1963 til júlíloka 1963. Borgardómur dómkvaddi þann 1. marz 1965 þá Sigurð Stefáns- son og Kristján Ragnarsson til að framkvæma hið umbeðna mat. Matsgerð þeirra er dagsett 7. maí 1965. Niðurstaða þeirra var, að tap vegna þess, að báturinn var ekki gerður út frá 1. marz— ll. maí 1963 hafi numið kr. 409.495.00. En hagnaður vegna þess, að sami bátur var ekki gerður út tímabilið 7. júní—31. júlí 1963, kr. 63.444.00. Stefndu vildu ekki una þessu mati, og þann 5. nóvember 1965 dómkvaddi yfirborgardómari eftir beiðni lögmanns stefndu þá Jón Björnsson skipstjóra, Ólaf J. Ólafsson endurskoðanda og Þórarin Árnason skrifstofumann til þess að framkvæma yfirmat á tjóni, sökum þess að m/b Húni war ekki fær til að veiða tíma- bilið 1. marz 1963 og til júlíloka sama ár. Matsbeiðni war þó ein- göngu takmörkuð við mat á kostnaðarliðum. Matsgerð yfirmats- manna er dags. 9. desember 1965. Telja þeir, að útgerð bátsins hafi skaðazt um kr. 405.234.00 við það, að m/b Húni II var ekki gerður út á netjaveiðar tímabilið 1. marz til 11. maí 1963, en hagnazt um kr. 10.407.00 á því, að báturinn var ekki gerður út á síldveiðar á tímabilinu "7. júní til 31. júlí 1963. Stefnandi rökstyður kröfur sínar með því, að hann hafi tekið að sér að smíða umræddan bát eftir reikningi. Hann hafi lagt fram gögn um kostnaðarverðið, sem ekki hafi verið vefengt reikningslega. Ekki hafi heldur verið leidd nein rök að því, að 859 reikningar fyrir kostnaðarverði bátsins væru á neinn hátt ósann- gjarnir, Þá hafi stefndu tekið við bátnum athugasemdalaust og ekki mótmælt reikningunum fyrr en seinna. Stefnandi eigi því skýlausa kröfu á að fá reikning sinn greiddan ásamt öllum kostnaði. Þá heldur stefnandi því fram, að hann hafi aldrei, hvorki beint né óbeint, leyst Björn Pálsson persónulega undan efndum á smíðasamningnum og sé hann því samábyrgur Húna fyrir eindum hans. Stefndu rökstyðja kröfur sínar aðallega á eftirfarandi hátt: Verð bátsins sé bersýnilega ósanngjarnt, eins og áðurgreint mat staðfesti. Næturvinna hafi verið unnin, án þess að heimild væri til þess í samningi eða leyfi fengið til þess frá réttum að- iljum. Afhending bátsins hafi dregizt langt umfram umsaminn tíma sökum tæknilegra mistaka af hálfu stefnanda og hirðuleysis um útvegun véla og efnis á réttum tíma. Vextir séu of hátt reikn- aðir og engir vextir greiddir af innborguðu fé. Endurkræfur sölu- skattur sé innifalinn í stefnukröfunni. Allt þetta hafi leitt til mikils fjárhagslegs tjóns, sem stefnanda beri að bæta. Þá halda stefndu því fram, að með afsali bátsins hafi stefnandi leyst stefnda Björn Pálsson frá persónulegri ábyrgð á efndum á smíðasamningnum og beri því Húni h/f einn ábyrgð á efndunum. Aðild málsins. Eins og að framan greinir, hefur stefnandi stefnt Birni Páls- syni alþingismanni og Húna h/f in soliðum til greiðslu skuldar- innar. Að þessum málatilbúnaði hefur hann leitt eftirfarandi rök: Nokkrum dögum fyrir afhendingu bátsins, eða þann 10. júlí 1963, hafi stefndi Björn Pálsson undirritað yfirlýsingu, bar sem hann lofi að annazt um greiðslu á eftirstöðvum kostnaðarverðs bátsins samkvæmt b og c lið í 6. gr. í verksamningi. Yfirlýsing þessi sé stíluð á nafn Björns Pálssonar persónulega, en hann hafi þó undirritað hana „pr. pr. hf. Húni“. Þarna hafi verið um mistök að ræða, sem Í engu hafi átt að breyta réttarstöðu Björns gagnvart efndum á samningum. Á grundvelli þessarar yfirlýs- ingar hafi bátnum verið afsalað til Húna h/f. Þetta hafi verið gert til hagræðis stefndu til þess að auðvelda þeim að fá lán út á bátinn hjá Fiskveiðasjóði. Þar sem ekki lágu endanlegir reikn- ingar fyrir, hafi ekki verið hægt að sjá fjárhæð skuldabréfsins, en ákveðið var, að stefnandi lánaði stefndu 15% af kostnaðar- verði bátsins. Þannig hafi skuldabréfið verið gert strax, er hægt 860 var, sbr. dskj. nr. 20, og sýni það ljóslega, að aldrei hafi verið ætlunin að leysa Björn Pálsson persónulega frá ábyrgð. Stefndu hafi hins vegar haldið því fram, að með afsali bátsins til Húna h/f hafi Björn Pálsson persónulega verið leystur frá ábyrgð. Um þetta farast stefnda Birni Pálssyni svo orð á dóm- þingi 26. október 1966: „Mætti segir, að hann hafi ekki séð dskj. nr. 20 fyrr en hjá lögmanni sínum, eftir að í málið var komið. Jafnframt segir hann, að er skipið afhent var, hafi hann ekki fengið uppgefið, hversu mikið skipið ætti að kosta. Mætti segir, að upphaflega hafi verið um það talað, að lánið væri 15% í verði skipsins, af Skipasmíðastöð K.E.A. Mætti skýrir jafnframt svo frá, að við af- hendingu skipsins hafi enginn samningur verið gerður. Skipið hafi verið um það talað, að lánið væri 15% í verði skipsins, af neyddur til að skrifa undir yfirlýsingu um, að mætti myndi ganga Í persónulega ábyrgð fyrir eftirstöðvum af andvirði báts, sem afhentur væri Birni Pálssyni. Leit mætti svo á, að það væri með öllu áhættulaust, þar sem Birni Pálssyni hefur aldrei verið afhent persónulega neitt skip, heldur Húna h.f. Auk þess, þó lofað hefði verið að ganga í ábyrgð fyrir andvirði báts, þá nær það loforð ekki lengra en til þeirrar fjárhæðar, sem h.f. Húni, hlutafélagið, viðurkennir, að sé rétt“. Í niðurlagi b-liðar 6. greinar á verksamningi á dskj. nr. 4 segir svo: „Seljandi hefur eignarhald á bátnum, þar til endan- lega hefur verið gengið frá afsali og veðskuldabréfi“. Með yfirlýsingu á dskj. nr. 5 lofar Björn Pálsson f. h. Húna h/f að ljúka greiðslu á eftirstöðvum byggingarkostnaðar bátsins síðar á árinu 1963 á þann hátt sem áskilið er í b og c lið verk- samnings á dskj. nr. 4. Þegar fulltrúi stefnanda, Bjarni Jóhannes- son, fór þess á leit við stefnda Björn í október 1963, að hann skrifaði undir veðskuldabréfið á dskj. nr. 20, færðist hann undan því. iStefnandi hefur lagt á það megináherzlu, að framangreind yfirlýsing hafi verið forsenda þess, að afsalið á dskj. nr. 1 var gefið út. Hafði stefnda Birni Pálssyni verið treyst fullkomlega til þess að standa við allar skuldbindingar sínar samkvæmt yfir- lýsingunni og honum verið vel kunnugt um efni veðskuldabréfs- ins. Þegar samband dómsskjala nr. 4, 5, 20 og 21 er kannað í samhengi, er ljóst, að ætlun stefnanda var sú, að persónulegri ábyrgð Björns Pálssonar samkvæmt verksamningnum lyki ekki, 861 fyrr en fullnægt væri loforðunum, sem gefin voru í yfirlýsing- unni á dskj. nr. 10, og mátti stefnda Birni Pálssyni vera það ljóst. Þótt Björn Pálsson undirritaði yfirlýsinguna aðeins sem pró- kúruhafi Húna h/f, leysir það hann ekki persónulega undan ábyrgð á skuldbindingum sínum samkvæmt verksamningnum, meðan Húni h/f fullnægði ekki skyldum sínum eftir efni yfir- lýsingarinnar. Samkvæmt þessu verður ekki talið, að stefnandi hafi með afsali bátsins 10. júlí 1963 til Húna h/f leyst Björn Pálsson persónulega frá ábyrgð á efndum verksamningsins á dskj. nr. 4, og verður sýknukrafa á hendur honum því ekki tekin til greina. Ber því að dæma Björn Pálsson persónulega ásamt Húna h/f til greiðslu eftirstöðva á kostnaðarverði bátsins, eins og krafizt er. Varnarástæður stefndu. Skal þá vikið að varnarástæðum stefndu, og þykir þá rétt að taka afhendingartíma bátsins til meðferðar fyrst. Afhendingartími. Eins og greinir á dskj. nr. 4, skyldi smíði bátsins vera lokið febrúar/marz 1963, en lauk ekki fyrr en 15. júlí 1963. Málsaðilja hefur greint á um það, hvernig skilja beri orðalagið febrúar/marz 1963. Heldur stefnandi því fram, að með þessu orðalagi sé átt við það, að lokið skyldi smíði bátsins í síðasta lagi 31. marz, en stefndu halda því fram, að átt sé við mánaða- mótin febrúar /marz. Stefndi Björn Pálsson hefur á dómþingi 28. október 1966 lagt áherzlu á það, að hann hafi upphaflega tekið skýrt fram við Bjarna Jóhannesson, að báturinn yrði að vera tilbúinn fyrir netjavertíðina 1963, en man þó ekki nákvæmlega, hvernig orð féllu, og að það hafi skipt höfuðmáli fyrir Húna h/f að geta gert út á netjavertíðina það ár. Eftir málvenju má skilja orðalagið febrúar/marz á tvo vegu, í fyrsta lagi, að átt sé við afhendingartímabil frá 1. febrúar til 31. marz, og í öðru lagi mánaðamótin febrúar — marz. Hér er um að ræða óvenjulegt, ónákvæmt orðalag í samningi, þar sem afhendingartíminn skiptir miklu máli. Þegar skýra skal þetta orðalag, verður að líta til ríkjandi venju í Íslenzkri skipasmíði. Eftir þeim upplýsingum, sem dómurinn hefur aflað sér, mun algengast vera, að afhendingarfrestir skipa leiki á aðeins einum mánuði, sem nefndur er, ef ákveðinn mánaðardagur er ekki til- 862 greindur. Þá mun það vera ríkjandi venja, að afhendingartími skipa, eftir því sem frekast er hægt, miðaður við upphaf veiði- tímabila. Þegar þess er gætt, að netjavertíð, sem er arðbærasti hluti vetrarvertíðar, er frá marzbyrjun fram undir miðjan apríl og að bátur, sem afhentur er útgerðarmanni á Akureyri 31. marz, mundi ekki ná til veiða frá Grindavík fyrr en í lok netjavertíðar, verður að telja eðlilegt, að málsaðiljar hafi við samningsgerðina á dskj. 4 átt við mánaðamótin febrúar— marz, enda er það í sam: ræmi við brýna hagsmuni stefndu, sem stefnanda máttu vera ljósir. Samkvæmt þessu ber að miða afhendingartíma bátsins við byrjun marz 1963. Stefnandi hefur tilgreint þrjár ástæður, sem einkum hafi valdið drættinum: 1. Ein meginorsök afhendingardráttarins hafi verið sú, að stefndi Björn Pálsson og skipstjóri hans, Hákon Magnússon, hafi ákveðið sumarið 1963 að breyta byggingu bátsins þannig, að í stað stýrishúss kæmi bátapallur og brú. Á þessu tvennu sé mikill munur, hvað verð og vinnu snertir. Við þessa breytingu hafi stærð bátsins aukizt í 132 tonn. 2. Önnur orsök fyrir töfinni hafi verið dráttur á afgreiðslu aðalvélar frá verksmiðjunni „Stork“ í Hollandi. Stefndi Björr hafi samið sjálfur um kaup og afhendingu hennar. 3. Hákon Magnússon hafi ákveðið gerð línudekks, bómuspils og kraftblakkar og samið um kaup á þeim og afgreiðslu. Skipa- smíðastöðin hafi ekki haft neitt með að gera afgreiðslutíma eða annað, er útvegun þessara tækja við kom. Til Akureyrar hafi spilin ekki komið fyrr en 21. maí 1963. Hér hafi verið um að ræða nýja gerð spila, sem lítið hafi verið reynd hér á landi. Það hafi því verið margs konar erfiðleikum bundið að koma þeim niður og hafi verið unnið við það fram á síðasta dag, er báturinn var í stöðinni. Þessi þrjú atriði hafi einkum valdið því, hvað dróst að afhenda bátinn. Stefndu halda því hins vegar fram, að aldrei hafi annað komið til greina en að hafa bátadekk og brú á bátnum, og vitna þar til teikningarinnar á dskj. nr. 84. Þá benda þeir á, að er samið hafi verið um kaup á aðalvélinni, hafi skipasmíðameistari stefnanda. Tryggvi Gunnarsson, komið gagngert til Reykjavíkur til við. ræðna við verkfræðing frá „Stork“-verksmiðjunum. Tryggvi og verkfræðingurinn hafi samið um öll tæknileg atriði varðandi véla- 863 kaupin á skrifstofu umboðsmanns „Stork“-verksmiðjanna í Reykjavík, Sigurðar Egilssonar, en stefndi Björn kveðst ekkert hafa annað gert en ákveða tilboðið frá „Stork“-verksmiðjunum. Stefnandi beri því einn ábyrgð á afhendingardrætti þeim, sem varð í sambandi við vélina og fylgihluta hennar. Varðandi pöntun á línu, dekki, bómuspili og kraftblökk halda stefndu því fram, að Hákon Magnússon hafi aðeins ráðið, hvaða tegund þeirra tækja var valin og það í samráði við skipa- smíðastöðina. Stefnandi hafi í þessu sambandi ráðið öllum afhendingartíma. Allur sá dráttur og þau mistök, sem urðu á afgreiðslu þessara hluta, séu því hans sök. Skulu nú þessar málsástæður teknar til meðferðar: Bátapallur og brú. Eins og að framan greinir, telur stefnandi, að ein meginorsökin fyrir því, að afhending bátsins dróst, hafi verið sú, að brú og bátapallur voru ákveðin í stað stýrishúss á aðalþilfari. Á þetta geta hinir sérfróðu meðdómendur ekki fallizt. Sam- kvæmt teikningu á dskj. nr. 84/1962 í júlí er báturinn sýndur með brú og bátapalli, og kemur ekki fram, að smíði bátsins hafi verið hafin eftir annarri teikningu. Ekki verður annað séð en nægur tími hafi verið til smíði brúar og bátapalls frá dagsetn- ingu teikningar til umsamins afhendingartíma, enda hafa ekki verið leidd rök að öðru. Verður því þessi málsástæða stefnanda ekki tekin til greina. Afgreiðsla og pöntun aðalvélar. Eins og fram kemur á dskj. nr. 30, samþykkti stefndi Björn Pálsson kaup á aðalvél þann 10. febrúar 1962. Þegar samið var um kaup á aðalvélinni, fór yfirskipasmiður stefnanda, Tryggvi Gunnarsson, til Reykjavíkur til viðtals við verkfræðing frá „Stork“sverksmiðjunum. Þetta staðfestir Tryggvi Gunnarsson á dómþingi 5. janúar 1966 og segist þar hafa gefið upp allt það efni, sem óskað var eftir að fá, tilheyrandi aðalvél og ljósavél og hvernig það ætti að vera. Hann segist hafa óskað eftir, að afgreiðsla væri þannig: „Stefnisrör í júlí 1962, niðursetningar- efni í ágúst 1962 og aðalvél í september 1962“. Af skjölum málsins verður ekki séð, að stefnandi hafi gengið eftir, að afgreiðsla dragist ekki fram yfir það, sem umsamið var, en með bréfi, dags. 11. febrúar 1963, biður hann um upphaflega tilboðið frá „Stork“-verksmiðjunum svo. og tilboðið frá Mann- heims, svo að unnt sé að fylgjast með réttri afgreiðslu. Á dskj. 864 nr. 54 segir stefnandi, að Tryggvi Gunnarsson hafi verið búinn að ganga eftir afgreiðslu niðursetningarefnis, áður en það fékkst afhent, en um það er Tryggvi ekki spurður á dómþingi 5. janúar, og engar frekari upplýsingar um það atriði er að finna í skjölum málsins. Að áliti hinna sérfróðu dómenda er það viðtekin regla í skipa- smíði, nema um annað sé samið, að skipasmíðastöðvar sjái um útvegun alls efnis til smíðar og hafi með höndum tæknilegan undirbúning að útvegun véla og tækja, enda er það í samræmi við 3. gr. B verksamningsins. Forsvarsmönnum skipasmíðastöðv- arinnar bar því að ganga ríkt eftir, að staðið yrði við umsaminn afhendingartíma á vélum og tækjum og hafa nægan fyrirvara, þar sem alltaf má reikna með nokkrum drætti á afhendingu og flutningi. Eins og atvikum hefur verið lýst, getur dómurinn ekki fallizt á, að stefndi hafi með afskiptum sínum af útvegun aðalvélar og tilheyrandi tækja átt sök á drætti þeim, er á afhendingu varð, eða á annan hátt leyst stefnanda frá ofangreindum skyldum. Verður því ekki hægt að taka þessa málsástæðu stefnanda til greina. Afgreiðsla og pöntun línu, dekks, bómuspils og kraftblakkar. Varðandi kaup og útvegun þessara tækja skýrir Tryggvi Gunn- arsson frá eftirfarandi á dskj. nr. 73: Sumarið 1962 hafi Ingvar Pálmason beðið hann að kaupa há- þrýstispil frá „Rapp“-verksmiðjunum í Osló til notkunar í m/b Húna II. Tryggvi kveðst hafa svarað, að kaupendur réðu því. Hákon Magnússon, sem taka skyldi við skipstjórn á m/b Húna, skýrði honum frá í ágúst 1962, að ákveðið væri af kaupenda hálfu að kaupa spil í skipið frá „Rapp“-verksmiðjunum. Hákon hafi snúið sér persónulega til umboðsmanns „Rapp“-verksmiðj- anna hér á landi og pantað hjá honum spilið og tilheyrandi. Ingvar Pálmason hafi svo pantað spilin frá „Rapp“sverksmiðj- unum með bréfi, dags. 2. janúar 1963, og afhendingartími áskil- inn fyrir 15. febrúar 1963. Spilin hafi hins vegar ekki komið til Akureyrar fyrr en 21. maí, eða rúmum þrem mánuðum eftir til- skilinn afhendingartíma. Verkfræðingur frá „Rapp“-verksmiðj- unum hafi komið til Akureyrar til að hafa eftirlit með niður- setningu tækjanna. Komu þá ýmsir tæknilegir erfiðleikar í ljós, einkum í sambandi við breytingu á aflúrtaki, og tafði það niðursetningu og frágang verulega. 865 Á dómbþingi 5. janúar 1966 neitar Tryggvi því, að skipasmíða- stöðin hefði getað ráðið afhendingu á spilinu og búnaði þess, heldur sé það sök „Rapp“ kr.359.529.00 Vextir af þessari upphæð frá afhendingardegi til áramóta 1963 nema sem næst kr. 10.900.00, og ber einnig að draga þá upphæð frá skuld stefndu við árslok 1963. Viðskiptasöluskattur af vinnu og efni. Þann 21. september 1964 ritar skattstjórinn á Akureyri stefn- anda bréf, þar sem hann vekur athygli á því, að fjármálaráðu- neytið hafi ákveðið að innheimta ekki viðskiptasöluskatt af vinnu, þar með talin vélavinna, við nýsmíði skipa og biður um upplýs- ingar því viðkomandi. Stefndu hafa haldið því fram, að stefnandi hafi átt að hafa frumkvæði að því að innheimta þennan söluskatt hjá réttum aðiljum og draga hann frá stefnukröfunni. Stefnandi hefur hins vegar haldið því fram, að þar sem stefndu hafi haft alla frumreikninga með höndum frá því í árs- lok 1963, hafi ekki verið hægt að innheimta skattinn. Hér mun einkum vera um að ræða viðskiptasöluskatt vegna aðkeyptrar vélavinnu á verkstæðum. Hvorugur málsaðilja hefur upplýst, hversu hárri upphæð þessi söluskattur nemur, og af skjölum máls- ins verður það ekki ráðið, þar sem frumskjöl og undirnótur hafa ekki verið lagðar fram. Þar sem nægjanleg gögn varðandi þetta atriði liggja ekki fyrir, verður ekki lagður dómur á þessa máls- ástæðu stefndu í máli þessu, og ber því að vísa þessum þætti málsins frá dómi. Gagnkrafa til skuldajafnaðar. Stefndu hafa krafizt, að viðurkennt verði til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda rekstrartjón m/b Húna II af völdum afhend- ingardráttar stefnanda að fjárhæð samkvæmt mati kr. 399.088.00 og áætlaðar aðrar tjónbætur vegna samningsvanefnda að fjár- hæð kr. 150.000.00 (að meðtöldu vaxtatjóni vegna fyrirfram- greiðslu) auk 814% ársvaxta af þeirri fjárhæð frá 1. febrúar 1963 til greiðsludags. Tvö möt liggja fyrir í málinu um aflatjón m/b Húna II tíma- bilið 1. marz 1963 til júlíloka sama ár. Samkvæmt matsgerð undirmatsmanna, dags. 7. maí 1965, telja 870 þeir aflaverðmæti netjavertíðar kr. 1.888.110.00 og sumarsíld- veiða frá 7. júní til 3. ágúst kr. 805.360.00. Til frádráttar tilgreina þeir á netjavertíð kr. 1.478.615.00, og kemur þá út fyrir tíma- bilið 1. marz— 11. maí 1963 tap, vegna þess að báturinn var ekki gerður út, kr. 409.495.00. Til frádráttar á sumarsíldveiðum til- greina þeir kr. 868.804.00, þannig að hagnaður vegna þess, að báturinn var ekki gerður út á þessum tíma, nemur kr. 63.444.00. Yfirmats var eingöngu óskað á kostnaðarliðum undirmatsins. Yfirmatsmenn breyta kostnaðarliðum á netjaveiðitímabilinu úr kr. 1.478.615.00 í kr. 1.482.876.00. Samkvæmt því hefur útgerðin skaðazt um kr. 405.234.00 við, að báturinn var ekki gerður út á netjaveiðatímabilinu 1. marz—11. maí 1963. Kostnaðarliðinn á síldveiðitímabilinu lækka þeir niður í kr. 815.767.00, þannig að útgerð bátsins hefur hagnazt um kr. 10.407.00 við það, að báturinn var ekki gerður út á síldveiðitíma- bilinu 7. júní—31. júlí 1963. Við bæði mötin er gengið fram hjá fyrningarafskriftum af skipi og vélum, og ekki er reiknað með greiðslu útsvars og tekju- skatts í kostnaðarliðunum. Dómurinn lítur svo á, að til þess að geta fengið rétta hugmynd um raunverulegt tap eða hagnað útgerðarinnar, vegna þess að báturinn komst ekki til veiða tímabil þau, er hér um ræðir, verði að taka tillit til afskrifta af bát og vélum. Bæði mötin reikna með fullum vöxtum af höfuðstól. Þegar þess er gætt, að vextir verða hæstir fyrsta rekstrarár bátsins, en lækka síðan hlutfalls- laga, eftir því sem afborgunum fjölgar, þykir rétt að hafa hlið- sjón af því, þegar afskriftir eru ákveðnar. Útgerðarmönnum er í sjálfsvald sett, hvaða prósentutölu af lögleyfðri afskrift þeir nota hverju sinni. Við ákvörðun afskriftar, eins og hér stendur á, þykir rétt að áætla eðlilegan endingartíma báts og búnaðar. Að áliti hinna sérfróðu dómenda er meðalend- ingartími eikarskipa tæplega meiri en 30—-35 ár og endingartími véla og annarra tækja 10—15 ár að jafnaði. Samkvæmt þessu þykir fyrning hæfilega ákveðin, eins og hér er háttað, með hliðsjón af vöxtum og viðhaldi 3% af skipi og 8% af vélum og tækjum. Verð skipsins sjálfs er sem næst 60% af heildarkostnaði þess og véla og tækja um 40%, og eru þá tollar dregnir frá svo og búnaður vegna síldveiða. Samkvæmt framansögðu er heildarverð bátsins án vaxta og að frádregnum tollum: 871 Samkvæmt reikningi skipasmíðastöðvarinnar .. kr. 11.558.193.32 Frádráttur: a) Búnaður vegna síldveiða .. .. kr. 132.707.75 b) Lækkun ákveðin með dómi .. — 305.529.00 — 438.236.73 Kr. 11.119.956.57 Eftir þessu verða afskriftir 3% af 60% heildarverði skipsins og 8% af 40% heildarverðmæti þess, eða nákvæmlega 5% af heildarverðmæti skipsins alls. Afskriftir verða því taldar hætfi- legar 5% af kr. 11.119.956.57, eða kr. 555.997.83 fyrir árið, en 232.000.00 í fimm mánuði. Þessa upphæð ber að leggja við kostnaðarliði útgerðarinnar samkvæmt yfirmati, og lækkar þá heildarhagnaður beggja veiði- tímabilanna um sömu upphæð og verður 394.827.00 að frádregn- um kr. 232.000.00, eða kr. 162.827.00. Við þessa upphæð bætast vextir frá afhendingartíma bátsins til ársloka, sem eru kr. 6.340.00. Eins og áður er frá greint, hafa matsmennirnir við bæði mötin gengið fram hjá tekjuskatti og útsvari. Dóminum hefur verið sýndur rekstrarreikningur fyrir Húna h/f fyrir árið 1963. Sýnir reikningurinn kr. 43.551.06 rekstrarhalla. Skip og búnaður er afskrifað um T% miðað við, að skipið kosti kr. 9.294.900.00 og nót kr. 400.000.00. Þegar þess er gætt, að útvegsmönnum er í sjálfsvald sett, hvort þeir afskrifa eignir með hæstu lögleyfðri prósentutölu eða ekki, og mikið vantar hér á, að skip og vélar sé afskrifað, svo sem lög leyfa, þykir ekki nægilega í ljós leitt, að tekjuaukning sú, sem leiddi af hinum glötuðu veiðitímabilum, hefði leitt til þess, að rekstur bátsins hefði orðið skatt- og útsvarsskyldur árið 1983. Þykir því mega fallast á þá skoðun matsmanna, að ganga megi fram hjá skatti og útsvari, er tjón stefndu er metið sökum af- hendingardráttar bátsins. Eins og áður segir, hafa stefndu íkrafizt vaxta af innborguðu fé samkvæmt skipasmíðasamningnum. Um það voru engir samn- ingar gerðir milli málsaðilja. Af skjölum málsins verður ekki annað ráðið en að innborganir stefndu hafi lengst af verið lægri en útlagður kostnaður stefnanda sjálfs, sem hann tók ekki vexti af, og verður þessi krafa því ekki tekin til greina. Þá hafa stefndu krafizt miskabóta vegna samningsvanefnda stefnanda. Eins og hér að framan greinir, stóðu stefndu ekki við greiðsluloforð sín né depóneruðu greiðslu. Greiðsludráttur stefndu 872 hefur valdið stefnanda margs konar óhagræði og tjóni vegna minnkandi verðgildis peninganna, á meðan á greiðsludrættinum stóð. Þykir því ekki efni standa til að taka þessa kröfu til greina. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, þykir tjón stefndu, sökum þess að þeir gátu ekki gert bátinn út á greindum tíma- bilum, hæfilega metið á kr. 169.167.00 miðað við árslok 1963, og ber að skuldajafna þá upphæð við kröfu stefnanda. Málalok. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber stefndu in soliðum til þess að greiða stefnanda kr. 2.703.873.43 að frádregn- um eftirtöldum upphæðum: vegna aflúrtaks.... .. ............ kr. 65.049.00 — efnisleifa .. .. ............... — 50.000.00 — næturvinnu .. ....... .. .. .. .. — 190.000.00 — ofreikn. vaxta af smíðakostnaði .. — 65.380.00 — aflatjóns .. .. .. .. .. .. .. .. — 162.827.00 — vaxta af aflatjóni .. .. .. .. .. .. — 6.340.00 kr. 539.596.00 eða kr. 2.164.277.43 ásamt 9)2% ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1965 og 812 % ársvöxtum frá þeim tíma til 1. janúar 1966 og 972% ársvöxtum frá 1. janúar 1966 til greiðsludags og málskostnað, kr. 167.500.00. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt Jóhannesi Zoéga vélaverkfræðingi og Agnari Norland skipaverk- fræðingi. Dómsorð: Stefndu, Björn Pálsson og Húni h/f, greiði in soliðum stefnanda, Kaupfélagi Eyfirðinga, kr. 2.164.277.43 ásamt 92 % ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1965, 84 % ársvöxtum frá þeim tíma til 1. janúar 1966 og 9)4% ársvöxt- um frá 1. janúar 1966 til greiðsludags og málskostnað, kr. 167.500.00. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 873 Föstudaginn 6. júní 1969. Nr. 208/1968. Ásgeir Ásgeirsson (Sigurður Ólason hrl.) gegn Jóni Hjartarsyni og gagnsök (Guðmundur Pétursson hrl.) Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. nóvember 1968. Gerir hann þær dómkröfur, að sagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 212.265.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 7. október 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gasnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 7. janúar 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins er ljóst, að ökumenn beggja bifreiðanna sýndu eigi næga varúð í akstri, og eiga báðir sök á árekstrinum. Þegar litið er til málavaxta, þykir rétt, að aðiljar beri að jöfnu fébótaábyrgð á tjóni því, sem af hlauzt. Tjón aðaláfrýjanda þykir hæfilega metið í héraðsdómi, sam- tals kr. 175.765.00. Ber að dæma gasnáfrýjanda til að greiða helming þessarar fjárhæðar, þ. e. kr. 87.882.50, ásamt 7% ársvöxtum frá 7. október 1966 til greiðsludags og málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 35.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Jón Hjartarson, greiði aðaláfrýjanda, Ásgeiri Ásgeirssyni, kr. 87.882.50 með 7% ársvöxtum frá 7. október 1966 til greiðsludags og málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 35.000.00, að við- lagðri aðför að lögum. 874 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25, október 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 3. október 1968, hefur Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, Dyngjuvegi 10, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 17. apríl 1967, gegn Jóni Hjartarsyni bifreiðarstjóra, Snorrabraut 83 hér í borg, svo og til réttargæzlu Jóni Ágústssyni, Mjóstræti 18, og Almennum trygg- ingum h/f, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 212.265.00 auk 8% ársvaxta frá 7. október 1966 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu hinna stefndu eru þær dómkröfur gerðar aðall2qa, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í málinu, en til vara, að sök verði skipt og þeim gert að greiða hluta þess tjóns, er varð af beinum árekstri bifreiðanna R 666 og R 9433, þ. e. hluta af viðgerðarkostnaði í bifreiðinni R 666. Verði aðalkrafan tekin til greina, gera stefndu kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda, en annars, að málskostnaður verði látinn niður falla. Á hendur réttargæzlustefndu eru engar kröfur gerðar. Þeir hafa og heldur eigi neinar kröfur gert. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að hinn 7. október 1966, nálægt kl. 1500, hafi hann ekið bifreið sinni, R 666, suður Austurbrún hér í borg. Bjart hafi verið yfir og gott færi og hafi hann ekið á vinstri vegarhelmingi. Er hann hafi komið að vegamótum Draga- vegar, hafi hann vikið að miðju vegarins til víðari innsýnar á gatnamótin. Ökuhraðann kveður stefnandi hafa verið jafnan og hægan og engin bifreiðaumferð hafi verið sjáanleg. Þegar hann hafi verið kominn rétt inn á gatnamótin, hafi bifreið verið ekið fram með sér vinstra megin og snarbeylgt til hægri í sömu andrá og ekið inn í vinstri hlið bifreiðar sinnar, R 666. Kveður stefnandi höggið af ákeyrslunni hafa verið svo snöggt, að hann muni hafa hrokkið frá stýrinu við ákeyrsluna og hlotið höfuðhögg á fram- rúðu og samstundis misst meðvitund og þannig vald á bifreiðinni. Stefnandi kveður vera greint frá viðburðarás af völdum bifreiðar- innar eftir ákeyrsluna í lögregluskýrslu, meiðslum á vegfaranda, snertingu við kyrrstæða bifreið o. fl, sem hann kveðst enga vit- und hafa haft um. Hann kveðst fyrst hafa komið til meðvitundar, nokkru eftir að bifreiðin hafði stöðvazt í húsagarði austan vegar- ins. Kveðst hann þá hafa legið frammi í bifreiðinni með höfuðið vinstra megin í sætinu og hafi þá talsvert blóð runnið þar í sætið, svo sem ljósmynd sýni. Stefnandi kveður ekki neinn vafa geta á því leikið, að bifreiðar- 875 stjórinn á sendiferðabifreiðinni R 9433, sem hafi ekið á bifreið sína, eigi alla sök á slysi þessu, ekki einasta ákeyrslunni sjálfri, heldur og síðari afleiðingum hennar. Auk framangreindrar mála- vaxtalýsingar skýrir stefnandi svo frá í lögregluskýrslu á dskj. nr. 2 í máli þessu, að hann minnist þess, að konu hafi brugðið fyrir til hægri, er áreksturinn varð. Stefnandi hefur komið fyrir sakadóm og staðfest þar málavaxtalýsingu sína, eins og hún kemur fram í áðurgreindri lögregluskýrslu. Auk þess hefur stefnandi greint svo frá fyrir sakadómi, að hann hafi ekið mjög rólega og lítil umferð hafi verið á leiðinni heim og hafi engin bifreið verið á undan sér, t. d. frá innkeyrslunni að D. A. S. Sólskin hafi verið aðeins á móti honum, þegar ekið var suður eftir Austurbrún, en það hafi ekkert hindrað sig, þar sem hann hafi verið með sól- gleraugu. Stefnandi fullyrðir, að engin bifreið hafi verið á undan sér á þessum kafla að Dragavegi eða eins langt og séð varð og er hann hafi litið að háhýsunum Austurbrún 2 og 4, þá hafi þar engin hreyfing verið á bifreiðum. Stefnandi segir, að hann hafi ekkert verið að flýta sér. Ekkert hafi legið á og engin móða hafi verið á rúðum bifreiðarinnar. Hann kveðst ekki hafa orðið var við neina umferð á eftir sér, en þegar hann hafi verið kominn fyrir enda Dragavegar, hafi hann ekki vitað fyrr en bifreið hafi verið ekið á vinstri hönd honum um einn metra frá honum. Stefn- andi segir, að þá hafi bifreið hans verið staðsett á vinstri ak- brautarhluta, en við miðlínu Austurbrúnar. Þegar stefnandi allt Í einu sá hina bifreiðina, kveðst hann hafa sveigt undan til hægri, en samt hafi orðið harður árekstur milli bifreiðanna. Kveðst stefnandi muna óljóst, að manneskja hafi verið fyrir framan bifreið sína á gangbraut til hægri, en síðan kveðst hann ekki rauna meira. Stefnandi segir, að hann hafi staðsett bifreið sína, eins og að framan segir, til þess að fá betra útsýn á Dragaveg, en bar hafi engin bifreið verið sjáanleg, svo að óhætt hafi verið þess vegna að aka áfram. Stefndi Jón Hjartarson hefur skýrt svo frá málavöxtum, að hann hafi ekið eftir vinstri götuhelmingi, er hann nálgaðist um- ræddan slysstað, og ekið á eftir annarri bifreið, sem síðan hafi beygt til vinstri inn á Dragaveg. Stefndi kveðst hafa sett stefnu- ljós á um beygjuna til hægri með góðum fyrirvara, áður en hann hafi beygt, og stefnuljós bifreiðar sinnar hafi verið í lagi, enda hafi bifreiðin verið nýskoðuð af Bifreiðaeftirlitinu. Ekki kveðst hann hafa séð í hliðarspegli bifreiðarinnar til ferða R 666, fyrr en rétt áður en bifreiðin rakst utan í bifreið hans og þá hemlað, 876 og telur hann, að bifreið sín hafi verið stönzuð, er áreksturinn varð, því að hann hafi hemlað, strax er hann sá bifreiðina, og hafi þá verið á mjög hægri ferð. Stefndi Jón kveður áreksturinn hafa orðið þannig, að hægra framhorn, framhlið og hægri endi framstuðarans á sinni bifreið hafi lent aftast á vinstri framhurð og afturhurð R 666, og kveðst hann ekki geta sagt um ökuhraða umræddrar bifreiðar, er árekst- urinn varð, og kveðst ekki hafa séð, að bifreiðin yki hraðann eftir áreksturinn, heldur segir hann sér hafa fundizt hún halda jöfnum hraða áfram, sem hann kveður sér hafa fundizt tals- verður, en þó ekki neinn ofsahraði. Stefndi kveðst hafa séð til ferða konunnar, sem varð fyrir slysinu, og hafi hún virzt vera á leið frá götunni og verið stödd rétt norðan við jeppabifreiðina, sem R 666 rakst á. Kveðst stefndi gizka á, að konan hafi verið stödd tvo til þrjá metra frá götunni, er hún varð fyrir bifreið- inni. Stefna bifreiðarinnar hafi haldizt óbreytt utan við veginn, þar til hún hafi skollið á konunni og við það hafi konan kastazt upp í loftið og yfir þak bifreiðarinnar. Í því að bifreiðin hafi skollið á konunni, hafi henni verið snarbeygt til vinstri út á götuna, en áður en út á götuna hafi komið, hafi bifreiðin skollið utan í kyrrstæðan jeppabíl, sem staðið hafi vestan megin hennar. Stefndi kveðst ekki treysta sér til að segja um, hvernig konan hafi borizt út á götuna, hvort hún hafi borizt með bifreiðinni eða hvort hún hafi kastazt af henni út á götuna, en konan hafi legið á götunni eftir slysið, þar sem uppdrátturinn sýni. Bifreiðin hafi runnið yfir götuna, eins og uppdráttur gefi til kynna, og hafi horfið sjónum sínum niður í húsagarðinn, þar sem hún er sýnd á uppdrættinum. Stefndi kveður sólina hafa skinið á móti beim ökumönnunum og hafi hún verið fremur lágt á lofti. Segir hann sér ekki þykja ótrúlegt, að hún hafi getað valdið ökumanni R 666 óþægindum við aksturinn, Hann hafi verið í lægri bifreið en stefndi ók, og kveðst stefndi hafa séð, að sólskyggni bifreiðar- innar hafi ekki verið niðri. Stefndi kveður áreksturinn við bifreið sína ekki hafa verið meiri en það, að hann hafi ekki haggazt í sætinu við hann, og kveðst hann telja, að árekstur þessi hefði ekki átt að geta valdið því, að bifreiðarstjórinn missti stjórn á bifreiðinni, ekki sízt, ef litið er á það, að framendi bifreiðarinnar hafi ekki lent í árekstrinum, og því hafi bifreiðin strokizt fram með sinni bifreið og þess vegna ekki myndazt neitt teljandi högg við þennan árekstur. Stefndi kveðst hafa verið einn í bifreið sinni, er áreksturinn varð, og ekið á ca. 35 km hraða miðað við klukku- 877 stund, er hann nálgaðist slysstaðinn, en þá hafi hann verið búinn að draga verulega úr hraða bílsins, er áreksturinn varð. Framan- ritaðan framburð í rannsóknarlögregluskýrslu á dskj. nr. 2 hefur stefndi staðfest fyrir sakadómi. Stefndi hefur skýrt nánar svo frá fyrir sakadómi, að vinstri handar stýri sé á bifreið sinni og að hann hafi verið einn í bifreiðinni og ekkert hafi byrgt útsýni, meðal annars hafi rúður verið tandurhreinar. Hann segir, að væg snerting hafi orðið á milli bifreiðarinnar R 666 og sinnar bifreiðar, en hann segist strax hafa hemlað, er hann sá bifreiðina R 666, og reynt að sveigja til vinstri frá henni. Stefndi kveður akstursskilyrði og veður hafa verið gott, en sól hafi verið lágt á lofti og næstum skinið eftir Austurbrúninni. Stefndi kveðst hafa séð framhaldið vel. Bifreiðin R 666 hafi runnið, án þess að hægja á sér, í stórum sveig og lent á konu, sem war um þrjá metra utan akbrautar, síðan á jeppabifreið og næst þvert yfir Austurbrún og niður í húsagarð. Stefnda virtist konan takast á loft og strjúkast eftir þaki bifreiðarinnar R 666 og renna síðan aftur af bifreiðinni. Stefnda virtist þá konan meðvitundarlaus. Hún hafi gengið norður eftir Austurbrún og því komið beint á móti bifreiðinni R 666. Stefndi kveðst hafa verið á svo lítilli ferð, að hemlaför hafi verið aðeins um einn metra, sem þó sé ekki teiknað á uppdrátt. Vitnið Rafn Vic Bjarnason málari skýrir svo frá í lögreglu- skýrslu á dskj. nr. 2, að það hafi verið statt á móts við húsið nr. 6 við Austurbrún austan megin, er slys þetta varð. Það kveðst hafa séð, er áreksturinn varð á milli R 666 og R 9433, og þá kveður það sér hafa virzt staða R 9433 eins og sýnt er á uppdrætti lög- reglunnar í máli þessu, sem því virðist vera alveg réttur af slysa- vettvangi. Vitnið kveður R 9433 hafa verið á mjög hægri ferð, er árekst- urinn varð, og muni hafa stöðvazt alveg, er hann skeði. Um ferð R 666, er áreksturinn varð, kveðst witnið ekki vel geta sagt, en kveðst hafa séð, að bifreiðin var á talsvert miklum hraða, er hún fór frá árekstrarstaðnum, og kveðst vitnið ekki hafa séð betur en að hraði bifreiðarinnar ykist eftir því sem fjær dró frá árekstrarstaðnum. Vitnið kveður moldarhaug hafa borið á milli sín og bifreiðar- innar, um það leyti sem bifreiðin muni hafa lent á konunni, sem um ræðir í máli þessu. Vitnið kveðst því næst hafa heyrt skell og síðan séð hönd koma á loft yfir moldarhauginn, sem skyggði á, og þá kveðst vitnið hafa þótzt vita, að slys hefði orðið, og hljóp 878 inn í vinnuskúr, sem var þarna nærri og hringdi til lögreglunnar og gerði aðvart um slysið, og kveðst vitnið svo hafa hraðið sér á staðinn. Þá kveður vitnið hafa verið þar umhorfs eins og upp- drátturinn gefi til kynna. Eins og áður segir, kveðst vitnið hafa misst sjónar á bifreiðinni bak við moldarhauginn og sá ekki, er konan varð fyrir henni, og kveðst vitnið ekki heldur hafa séð, er henni var ekið utan í bifreiðina R 2018 eða er bifreiðinni var ekið niður í húsagarðinn. Vitnið kveður konuna hafa legið á götunni, eins og sýnt sé á uppdrættinum. Hún hafi hreyft sig eitthvað til, svo að vitnið heldur, að hún hafi ekki verið alveg meðvitundarlaus. Vitnið kveður hafa verið búið að taka konuna inn í sjúkrabíl, er lögreglan kom á vettvang, en að öðru leyti hafi allt verið óhreyft á staðnum, er lögreglan kom. Vitnið kveðst ekki hafa veitt því athygli, hvort stefnuljós voru á R 9433, er árekstur- inn varð, en það kveðst hafa séð stefnuljós blikka á bifreiðinni, er það kom frá því að hringja eftir lögreglunni. Í sakadómi, þar sem vitnið hefur staðfest framanritaða skýrslu sína sem rétta, skýrir það nánar svo frá atvikum, að það hafi verið statt í um 20—30 m fjarlægð frá árekstrarstað. Vitnið kveðst ekki hafa tekið eftir akstri bifreiðanna fyrir áreksturinn, en sá þær, um leið og áreksturinn varð, og voru þær þá báðar á hreyfingu. Vitnið segir, að hraði bifreiðarinnar R 666 hafi verið mikill eftir áreksturinn, og fór bifreiðin stóran sveig upp á lóð hússins, síðan yfir götuna og í húsagarð hinum megin hennar. Vitnið Sigurður Jónsson iðnnemi skýrir þannig frá, að það hafi ekki séð, er umrætt slys varð. Það kveðst hafa verið statt í há- hýsinu nr. 6 og hafa heyrt skellina, er árekstrarnir urðu, og þá farið á staðinn, en þá hafi allt verið afstaðið og bifreiðin, sem virtist hafa valdið öllum þessum ákeyrslum, hafi verið komin niður í húsagarð austan við umrædda götu. Það kveður konuna, sem fyrir slysinu varð, hafa legið líkt á götunni og uppdráttur lögreglunnar bendi til. Hún hafi verið með einhverri meðvitund, er það kom að. Það kveðst einnig hafa farið til mannsins, sem ók bifreiðinni R 666, og hafi hann setið undir stýrinu, er vitnið kom að honum, og kveðst vitnið hafa veitt því strax athygli, að hann hélt á sólgleraugum í annarri hendinni, gleraugun hafi verið opin og hafi hann haldið um aðra spöngina, eins og hann væri nýbúinn að taka þau af sér. Vitnið kveðst þó ekki hafa séð blóð á þeim, en nokkuð hafi blætt úr höfði mannsins. Vitnið kveður manninn greinilega hafa verið með meðvitund, en hann hafi ekk- ert sagt við vitnið, og kveðst vitnið einskis hafa spurt hann. 879 Vitnið telur stöðu bifreiðarinnar R 9433 ekki vera rétt sýnda á uppdrættinum og telur, að hún hafi verið komin nær vestur- brún götunnar og R 666 hafi farið fyrr út af götunni en sýnt sé á uppdrættinum. Að öðru leyti telur vitnið uppdráttinn í máli þessu réttan og hjólför R 666 séu rétt sýnd á honum, eftir því sem vitninu virtist þau vera, er það kom á staðinn, og kveður vitnið þau hafa verið mjög greinileg, er það kom að. Vitnið sá, að stefnuljós blikkuðu á R 9433, er það kom að, um beygju til hægri. Vitnið kveður bifreið þessa hafa verið að koma til að sækja dót, sem vitnið var að flytja úr háhýsinu nr. 6 við Austur- brún. Vitnið Runólfur Sigtryggsson afgreiðslumaður hefur skýrt svo frá, að er umrætt slys vildi til, hafi vitnið verið á gangi ásamt konu sinni, Þórunni Sigurlaugu Jóhannsdóttur, í áttina heim til þeirra, og voru þau stödd vestan við Austurbrún. Vitnið kveðst ekki hafa séð, er áreksturinn varð milli bifreiðanna, áður en ekið var á konu vitnisins, og sá ekki til ferða bílsins, sem hún varð fyrir, fyrr en á því augnabliki, sem henni var kippt frá hliðinni á vitninu, en vitnið kveður hana hafa gengið við hægri hlið sína. Vitnið sá svo, er hún var á vélarhúsþaki bifreiðarinnar, og svo, að hún kastaðist aftur yfir bifreiðina. Vitnið kveðst hafa horft á bíl- inn og konu sína og ekki séð, er bíllinn skall utan í kyrrstæða bílinn. Vitnið sá því næst, er kona þess kastaðist aftur yfir bíl- inn á götuna, og þar kveður vitnið hana hafa legið í blóði sínu meðvitundarlausa. Bifreiðin hafi svo þotið austur yfir götuna og horfið sjónum vitnisins niður í húsagarð austan götunnar. Vitnið kveður hraða bifreiðarinnar hafa verið mjög mikinn og man ekki til að hafa séð annan eins akstur. Ekki kveðst vitnið geta sagt um, hvort maðurinn í bifreiðinni sat við stýrið eða ekki, en vitnið kveður sér hafa orðið svo mikið um það, sem skeði, að Það kveðst sennilega ekki munu ná sér eftir það. Framanritaðan framburð sinn hefur vitnið staðfest fyrir saka- dómi sem réttan. Eins og áður er fram komið, styður stefnandi kröfur sínar þeim rökum, að enginn vafi geti á því leikið, að bifreiðarstjórinn á sendiferðabifreiðinni R 9433, sem ekið hafi á bifreið sína, eigi alla sök á slysi þessu, ekki einasta ákeyrslunni sjálfri, heldur og síðari afleiðingum hennar. Af hálfu stefnanda hafa kröfur hans verið nánar studdar þeim rökum við munnlegan flutning málsins, að stefndi hafi ekið til hægri þvert fyrir akbraut með þeim afleiðingum, að hann hafi 880 ekið á hlið bifreiðar stefnanda. Samkvæmt ákvæðum umferðar- laga og almennum sönnunarreglum beri hann þess vegna alla áhættu og sönnunarbyrði í sambandi við ákeyrsluna. Sé hann af þessum ástæðum ábyrgur fyrir öllu því tjóni og skaða, sem af umræddri akstursaðferð hafi hlotizt, nema hann sanni, að akstri stefnanda hafi jafnframt verið í einhverju áfátt, en það hafi hann ekki sýnt fram á. Stefndi hins vegar styður dómkröfur sínar þeim rökum, að hann hafi í umrætt sinn ekið á undan bifreið stefnanda suður Austurbrún og verið búinn að gefa stefnumerki um beygju til hægri og verið byrjaður að beygja, er hann varð þess var, að bifreið stefnanda var komin fram með hlið bifreiðar hans hægra megin án þess að hafa gefið nokkurt hljóðmerki. Kveður stefndi því ekki verða hjá því komizt að leggja meginhluta sakar á stefnanda sjálfan. Stefndi heldur því fram, að við fyrsta árekstur- inn, þ. e. við R 9433, hafi stefnandi ekkert slasazt, en aðeins orðið skemmdir á vinstri hlið bifreiðar hans. Þá heldur stefndi því einnig fram, að ekkert orsakasamband sé milli þessa marg- nefnda árekstrar og þeirra óhappa, sem hent hafi stefnanda í áframhaldandi akstri hans. Af þeim ástæðum geti stefndi ekki borið neina skaðabótaábyrgð á meiðslum stefnanda sjálfs, sem öll hafi orðið við seinni árekstra, né heldur geti hann borið nokkra skaðabótaábyrgð á þeim skemmdum, sem á bíl stefnanda hafi orðið við seinni áreksturinn. Það eina, sem til greina geti komið, að bótaskylt sé, kveður stefndi vera skemmdir þær, sem orðið hafi á vinstri hlið bifreiðar stefnanda og sem metnar hafi verið á dskj. nr. 5 á kr. 14.330.00. Öllum öðrum kröfum stefnanda kveðst stefndi mótmæla algerlega og krefst fullrar sýknu af þeim. Eins og fram kemur í gögnum málsins og að framan er rakið, eru aðiljar máls þessa ekki á eitt sáttir um það, hvernig um- ræddur árekstur hafi atvikazt. Stefnandi heldur því fram, að hann hafi ekið á vinstri vegarhelmingi suður Austurbrún og enga bifreið séð á undan sér eða eftir. Stefnandi kveðst ekkert hafa verið að flýta sér og ekið rólega, en þegar hann hafi verið kominn fyrir enda Dragavegar, hafi hann ekki vitað fyrr til en bifreið hafi verið sér á vinstri hönd um einn metra frá sér. Telur stefnandi bifreið sína þá hafa verið staðsetta á vinstri akbrautar- hluta, en við miðlínu Austurbrúnar. Stefnandi kveðst hafa sveigt til hægri, er hann allt í einu sá hina bifreiðina, en samt hafi orðið harður árekstur milli bifreiðanna. ððl Stefndi kveðst einnig hafa ekið á vinstra vegarhelmingi suður Austurbrún á eftir annarri bifreið, sem síðan hafi beygt til vinstri inn á Dragaveg. Kveður hann bifreið þá, sem hann ók á eftir, hafa verið gulleita Volkswagen-bifreið. Stefndi kveðst, er hann nálgaðist húsið Austurbrún 6, en þangað ætlaði hann, hafa gefið stefnuljós til hægri, og hafa vitnin Sigurður Jónsson og Rafn Vic Bjarnason borið, að stefnuljósin hafi verið á, er bifreið stefnda var stöðvuð eftir áreksturinn. Stefndi kveðst hafa ekið hægt og ekki orðið var við bifreið stefnanda, fyrr en hann (þ. e. stefndi) var að byrja að beygja og hafi hann þá séð hana Í gegnum hliðar- rúðu sinnar bifreiðar, er hann horfði í hægri hliðarspegil hennar. Kveðst stefndi þá strax hafa stigið á hemla og reynt að sveigja til vinstri frá bifreið stefnanda, enda hafi snerting bifreiðanna orðið væg. Þegar athugaður er uppdráttur lögreglunnar af vettvangi á dskj. nr. 2 svo og ljósmyndir af vettvangi, sem fylgja málinu, þykir sýnt, að bifreið stefnanda, R 666, hafi verið alveg yfir á hægri vegarhelmingi miðað við akstursstefnu, er áreksturinn varð, þrátt fyrir staðhæfingu hans um hið gagnstæða. Hafi stefn- andi enga bifreið séð á undan sér, eins og hann heldur fram, þá hefur hann verið ranglega staðsettur á veginum án nokkurs sér- staks tilefnis, að því er séð verður, nema hann hafi ætlað að aka fram úr bifreiðinni R 9433, en samkvæmt 3. mgr. 47. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 er óheimilt að aka fram úr öðru öku- tæki á vegamótum. Eins og málum hefur verið lýst hér að framan, verður að telja, að hvorki stefnandi né stefndi hafi sýnt nægilega varúð í aksir- inum umrætt sinn og eigi því báðir sök á árekstrinum. Þykir, þegar virt eru öll málsatvik, hæfilegt, að stefnandi beri sjálfur 24 hluta sakar, en stefndi )% hluta, og er þá litið svo á, að eftir- farandi óhöpp stefnanda séu afleiðing árekstrarins milli bifreiðar hans og stefnda, enda þykja ekki næg rök hníga að því að slíta þau óhöpp, sem hentu stefnanda í áframhaldandi akstri hans, úr tengslum við upphaflega áreksturinn, eins og að er vikið í greinargerð stefnda. Skulu nú hinir einstöku kröfuliðir athugaðir. Um fyrsta lið. Tjón á bifreiðinni R 666 samkvæmt mati dóm- kvaddra manna, kr. 79.765.00. Matið er tvískipt. Annars vegar kr. 14.330.00 vegna skemmda á vinstri hlið bifreiðarinnar, sem hlutust af árekstrinum milli bifreiða stefnda og stefnanda. Af hálfu stefnda er þessum lið 56 882 matsgerðarinnar ekki mótmælt tölulega, en krafizt sýknu á hon- um, en til vara lækkunar í hlutfalli við sakarskiptingu. Seinni liðnum í matsgerðinni, kr. 65.435.00, er af hálfu stefnda algerlega mótmælt á þeim grundvelli, að þetta tjón standi ekki í neinu orsakasambandi við margnefndan árekstur. Það hafi orðið til við seinni áreksturinn, annað hvort við bifreiðina R 2018 eða við útafaksturinn inn í húsagarðinn, en á þeim óhöppum beri stefndi enga ábyrgð. Eins og áður er fram tekið, þykja ekki næg rök liggja til þess að slíta áframhaldandi akstur stefnanda úr tengslum við upphaflega áreksturinn sjálfan sem honum óviðkomandi, heldur þykir verða að líta á það, sem gerðist eftir áreksturinn, sem afleiðingu hans. Þykir því mega leggja matsfjárhæðina, kr. 79.765.00, til grundvallar og taka hana til greina óbreytta. Um Il. lið, afnotamissi bifreiðarinnar. Af hálfu stefnda hefur þessum lið verið mótmælt sem málinu óviðkomandi, en til vara sem allt of háum. Stefnandi áætlar afnota- missi bifreiðarinnar vegna skemmda af völdum árekstrarins sjö mánuði og reiknar sér kr. 1.500.00 á mánuði í þessu skyni, eða kr. 50.00 á dag. Þykir dag- eða mánaðargjaldi mjög í hóf stillt, en hins vegar hefur stefnandi ekki leitt að því nein rök, að hann hafi þurft að vera án bifreiðarinnar í sjö mánuði vegna skemmd- anna, enda þótt af hans hálfu hafi verið upplýst við munnlegan flutning málsins, að viðgerð á bifreiðinni hafi ekki farið fram enn. Þykir hæfilegt að ætla stefnanda tvo mánuði í afnotamissi með kr. 1.500.00 á mánuði, og verður þá þessi kröfuliður tekinn til greina með kr. 3.000.00. Um III. lið, atvinnutap og tekjutjón. Af hálfu stefnda hafa komið fram sömu mótmæli við þessum lið og við þeim næsta á undan. Stefnandi hefur áætlað atvinnutap og tekjutjón í tólf mánuði. Í vottorði Vegagerðar ríkisins á dskj. nr. 6 kemur fram, að stefn- andi hafi verið skrifstofustjóri Vegagerðar ríkisins, en látið af því starfi 1. júlí 1966, en þá verið falið að hafa áfram á hendi yfirumsjón með rekstri vegagjaldsstöðvar á Reykjanesbraut gegn áætlaðri þóknun, kr. 6.000.00 á mánuði, en hann hafi vegna for- falla ekki getað sinnt þessu starfi og því engar tekjur af því haft, en vottorð þetta er dagsett 7. apríl 1967. Í bréfi sama aðilja á dskj. nr. 19, dags. 16. apríl 1968, segir, að 883 stefnandi hafi ekki þá enn hafið áðurgreint starf, en það standi honum ennþá opið, strax og hann telji sig með læknisráði vinnu- færan. Þá segir í nefndu bréfi enn fremur svo, að stefnandi hafi engin störf haft á hendi hjá Vegagerð ríkisins eftir 7. október 1966 utan smáverkefni, sem hann hafi leyst af hendi heima við á síðastliðnu ári, og fengið fyrir það þóknun, kr. 4.000.00. Með hliðsjón af þessum upplýsingum svo og örorkumati á dskj. nr. 13 þykir mega taka þennan lið til greina, þó þannig, að til frádráttar komi þær kr. 4.000.00, sem upplýst er, að stefnandi hafi fengið greiddar. Verður því þessi liður tekinn til greina með kr. 68.000.00. Um IV. lið, heilsutjón (tímabundið), þjáningar og sársauka. Af hálfu stefnda hafa komið fram mótmæli við þessum lið á sama grundvelli og næstu tveimur liðum á undan. Í vottorði Tryggva Þorsteinssonar læknis á dskj. nr. 3 segir svo: „Þann 7. 10. 766, kl. 15.05, var komið með Ásgeir Ásgeirsson, til heimilis Dyngjuvegi 10, Reykjavík, hingað á Slysavarðstof- una vegna meiðsla, er hann hafði hlotið í umferðarslysi skömmu fyrir komuna hingað. Hafði Ásgeir stjórnað bifreið, sem lenti í árekstri í Austurbrún, og kastaðist bifreið hans m. a. út í garð. Talið var, að Ásgeir hefði misst meðvitund smástund, en við komuna hingað var hann með fulla meðvitund og hafði hvorki uppköst, ógleði né svima eða önnur einkenni um heilahristing. Skoðun: Hægra megin á hvirfli framarlega war ca. 6 cm langur sagital skurður. Vinstra megin á hvirfli var V-laga skurður ca. 22 em langur, og hafði húð og galea losnað frá höfuðbeinum á allstóru svæði. Mar og hrufl var á hæ. hné. Á vinstri hendi var mjög djúpt sár, lokaliserað í greipinni milli þumalfingurs og lófans, og gekk sárið í djúpið inn með miðhandarbeinum. Sár þetta var ca. 9 cm langt og náði að M.C.3. Talsverð eymsli voru á rifjaboga vinstra megin. Rtg.mynd af vi. síðu sýndi sprungu (infractio) á Sunda rifi. Að rannsókn lokinni var gengið frá sárum, gefið antibiotika og T.A.T.-toxoid og Ásgeiri leyft að fara heim til sín til hvíldar. Ásgeir kom til eftirlits þ. 10. 10. Var skipt á sárum, sem litu vel út. Dálítill bjúgur var á handarbaki, og nokkur eymsli voru áfram á síðubarði vi. megin. Þann 14. 10. voru flestir saumar teknir úr höfuðsárum. Líðan fór nú batnandi, lengst var höndin að jafna sig. Saumar voru teknir, þeir er eftir voru, þ. 17. 10. 884 Þann 24. 10. litu sár öll vel út og þroti að hverfa úr hendi. Ásgeir kom síðast til eftirlits þ. 9. 12. Kvaðst hann ennþá hafa eymsli í vinstri síðu við viss átök. Höndin leit vel út. Einnig virtust örin á höfðinu snotur. Sagðist Ásgeir stundum finna til svima, síðan hann meiddi sig. Ekki kom fram nystagmus, og Rhombergs próf var negativt við skoðun, og er ástæða til að halda, að sviminn sé ekki alvarlegs eðlis. Ásgeir hefur ekki haft þrautir í höfði eftir meiðslið“. Þá liggur og frammi í málinu á dskj. nr. 13 örorkumat Páls Sigurðssonar læknis, svohljóðandi: „Slysið varð með þeim hætti, að slasaði lenti í bifreiðaárekstri á bifreið sinni. Hann var fluttur í Slysavarðstofu, og það liggur fyrir vottorð frá Tryggva Þorsteinssyni, lækni bar, um ástand slasaða. Vottorðið er svohljóðandi: „...... G Í málinu liggur einnig fyrir vottorð Gunnars Guðmunds- sonar, dr. med. yfirlæknis, frá 1. marz 1967. Vottorð Gunnars er svohljóðandi: „Vottorð vegna Ásgeirs Ásgeirssonar, f. 9. 8. 1897, til heimilis Dyngjuvegi 10, Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið hjá mér til rannsóknar vegna afleiðinga höfuðáverka, er hann hlaut að sögn í bílslysi 7. 10. 1966. Missti Ásgeir meðvitund við áverkann, og vissi hann ekki af sér, fyrr en lögreglan var komin á slysstaðinn, sem mun hafa verið um 10—15 mínútum eftir slysið. Fékk hann skurði á höfuðið framantil. Strax eftir slysið fann hann til mikils höfuðverkjar og svima. Ásgeir var við rúmið næstu 3 vikurnar, og hefur hann ekkert getað unnið síðan. Síðan hann slasaðist, hefur hann haft allmikinn höfuðverk, svima, einkum ef hann bograr, svo og almenna þreytu. Hann segist þreytast óeðlilega mikið við alla áreynslu. Svefninn hefur verið mjög slæmur síðan, og minni finnst honum ekki eins gott og fyrir slysið. Þessi óþægindi hafa farið mjög mikið minnkandi undanfarnar vikur. Fyrir slysið var hann við góða heilsu og hafði engin af áður. nefndum óþægindum. Skoðun: Sj. er fullkomlega áttaður á stað og stund. Minni virð- ist allgott. Það eru engin einkenni, sem benda til organiskra mental breytinga. Nervi kranialis: Heilataugar eðlilegar a. ö. 1. en því, að sj. hefur hypestesi á svæðinu svarandi til nerveus orbitalis vinstra megin. 885 Motorik: Tonus, trofik og grófir kraftar eðlilegir. Re- flexar eru eðlilegir og jafnir. Babinski nega- tivur bilateralt. Sensibilitet: Sársauka., snerti-, stöðu- og vibrationsskyn er eðlilegt. Koordination: Engin einkenni um ataxi. Romberg negativur. Gangur eðlilegur. Sfinkterfunktion: Eðlileg að sögn. Báðar carotis pulsera jafnt og eru eðlilegar. (EEG á 7. 2. 67 Kleppsspítalinn): „Sennilega diffust létt ab- normalt EGG, hratt“. Spenna. Álit: Sj. hefur fengið heilahristing (commotio cerebri), og verða áðurnefndar kvartanir að teljast afleiðing hans. Óþægindi sj. hafa lagazt mjög mikið undanfarnar vikur, og verða batahorfur því að teljast mjög góðar“. Slasaði kom til viðtals hjá undirrituðum 6/10 1967. Hann telur, að ástand hafi farið mjög batnandi síðustu mánuði. Hann hefur nú engan höfuðverk eða svima, en telur enn vera um að ræða óeðlilega þreytu. Svefn hefur komizt í eðlilegt horf, og minnis- leysi háir honum ekki. Alyktun: Hér er um að ræða 70 ára gamlan mann, sem slas- aðist í bifreiðaslysi fyrir 1 ári. Við slysið hlaut hann höfuðhögg og mun hafa fengið heilahristing. Einkenni, sem rekja má til höfuðáverkans, hafa verið viðloð- andi fram til þessa, en eru nú að kalla horfin. Vegna slyssins 7. okt. 1966 verður að telja, að maðurinn hafi hlotið tímabundna örorku, og telst sú örorka hæfilega metin þannig: Í 6 mánuði .. .. .. .. 100% Örorka -3 — 4 — -3 — .. 00% — 3 — or .. 25% — -3 — or . 10% — En síðan verður ekki talið, að um örorku sé að ræða vegna slyssins“. Sjúkrasaga stefnanda hefur að nokkru verið rakin í vottorðum læknanna Tryggva Þorsteinssonar og Páls Sigurðssonar hér að framan. Samkvæmt henni og öðru því, sem hér þykir skipta máli, þykir hæfilegt að meta stefnanda bætur samkvæmt þessum lið kr. 25.000.00. 886 Samkvæmt þessu telst tjón stefnanda, það er hér skiptir máli, nema alls kr. 175.765.00 (kr. 79.765.00 -|- 3.000.00 -|- 68.000.00 -- 25.000.00). Frá þessari upphæð ber að draga % hluta, þ. e. hluta stefn- anda sjálfs í sökinni, eða kr. 117.176.00. Ber því stefnda að greiða stefnanda alls kr. 58.589.00 með 7% ársvöxtum frá 7. október 1966 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum þer að dæma stefnda til að greiða stefn- anda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 13.000.00, og er þá tekið tillit til útlagðs kostnaðar við örorkumat o. fl. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Sigurgesti Guðjónssyni og Sigþóri Guð- jónssyni bifvélavirkjameisturum. Dómsorð: Stefndi, Jón Hjartarson, greiði stefnanda, Ásgeiri Ásgeirs- syni, kr. 58.589.00 með 7% ársvöxtum frá 7. október 1966 til greiðsludags og kr. 13.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 9. júní 1969. Nr. 19/1969. Ragnar Kristjánsson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn Kristjáni Júlíussyni (Kristján Eiríksson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. febrúar 1969. Málinu var upphaflega áfrýjað með stefnu 15. nóvember 1968, en útivistardómur gekk 3. febrúar 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. 887 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eins og rakið er í héraðsdómi, telur áfrýjandi samkomu- lag hafa verið komið á um væntanlegar byggingarfram- kvæmdir aðiljanna, þegar stefndi galt honum hinn 30. júlí 1959 þær kr. 20.000.00, sem málið fjallar um. Heldur áfrýj- andi því fram, að ætlun aðilja hafi verið, að þessari fjárhæð yrði varið til framkvæmdanna. Af hálfu stefnda var því fyrst haldið fram, að komið hafi til mála, begar fjárhæðin var greidd, að áfrýjandi fengi að endurgreiða hana „með lóð, er hann (áfrýjandi) kvaðst eiga von á að fá úthlutaða hjá Kópavogskaupstað“. Síðar í rekstri málsins kveður stefndi, að þetta atriði hafi fyrst borið á sóma um tveim til þrem mánuðum eftir afhendingu pening- anna. Stefndi hefur ekki fært sönnur á, að þessi greiðsla hafi verið peningalán til áfrýjanda. Er því krafan fallin niður fyrir fyrningu, sbr. 5. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Verður áfrýjanda því dæmd sýkna af kröfum stefnda, en eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Ragnar Kristjánsson, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Kristjáns Júlíussonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27, september 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 23. þessa mánaðar, hefur Kristján Júlíusson, Hrísateigi 13 hér í borg, höfðað fyrir bæjar- þinginu með sáttakæru, útgefinni hinn 18. ágúst 1966, á hendur Ragnari Kristjánssyni, Brávallagötu 44 hér í borg, til greiðslu á kr. 20.000.00 með 7% ársvöxtum frá 30. júlí 1959 til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum jafnframt dæmd- ur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Af hálfu stefnanda er málavöxtum lýst svo, að hin umstefnda 888 fjárhæð sé peningalán, sem stefnandi hafi veitt stefnda hinn 30. júlí 1959 samkvæmt skuldayfirlýsingu undirritaðri af stefnda. Fyrir dómi hefur stefnandi skýrt svo frá málavöxtum, að stefndi hafi komið að máli við hann og sagt, að hann hefði erfða- festuland í Kópavogi og mundi geta fengið út úr því byggingarlóð og hann langaði til að fara að byggja. Kveður stefnandi stefnda hafa farið fram á það, að hann lánaði honum 20.000.00 krónur. Kveðst stefnandi hafa gert það. Stefnandi kveður stefnda svo hafa komið til sín þrem mánuðum síðar og boðið sér, að þeir byggðu saman hús á lóðinni nr. 19 við Skólagerði. Kveður stefn- andi stefnda hafa sagt, að hann væri búinn að láta gera teikn- ingu af íbúðum á þessari lóð. Kveðst stefnandi þá hafa spurt stefnda, hvort hann hefði peninga til að leggja fram á móti. Stefndi hafi svarað því til, að það teldi hann sig ekki hafa. Kveður stefnandi ekkert samkomulag hafa orðið um sameigin- legar byggingarframkvæmdir þeirra aðiljanna, þar sem stefndi hafi ekki getað lagt fram neitt fé til framkvæmdanna. Stefnandi kveðst skömmu síðar hafa átt tal við stefnda og hafi þá allt staðið við það sama hjá honum. Kveðst stefnandi þá hafa tjáð honum, að ekki gæti neitt orðið úr sameiginlegum framkvæmdum beirra og kveðst hafa óskað þess, að stefndi endurgreiddi umræddar kr. 20.000.00 við tækifæri, þar sem hann, þ. e. stefnandi, hefði ekki fengið neitt verðmæti fyrir lánsféð. Kveður stefnandi stefnda hafa svarað því til, að hann hefði ekkert fé til að endurgreiða með, og hafi því samtali þá verið lokið í það skiptið. Kveðst stefnandi aldrei hafa lofað að taka þátt í sameiginlegum bygg- ingarframkvæmdum á umræddri lóð með stefnda. Stefnandi kveður stefnda aldrei hafa haldið því fram við sig, að samningur hafi verið kominn á um byggingarframkvæmdirnar. Kveðst stefn- andi fyrst hafa heyrt því haldið fram, eftir að mál þetta var höfðað. Stefnandi kveðst nokkrum sinnum hafa krafið stefnda munnlega um fjárhæðina, en aldrei skriflega. Ekki kveður stefn- andi neitt hafa verið ákveðið um það, hvenær stefndi skyldi greiða skuldina, en hann kveðst hafa gert ráð fyrir, að stefndi greiddi hana við tækifæri. Stefndi hefur skýrt svo frá, að vorið 1959 hafi þeim aðiljum máls þessa komið saman um, að hann, þ. e. stefndi, gerði ráð- stafanir til undirbúnings byggingar á lóðinni nr. 19 við Skóla- gerði í Kópavogi, sem byggingaryfirvöld höfðu úthlutað honum. Kveður stefndi samning þeirra aðiljanna um þetta efni hafa verið munnlegan. Kveður stefndi stefnanda hafa afhent sér umræddar 889 kr. 20.000.00, er notaðar skyldu til þessa undirbúnings. Stefndi kveðst nú hafa fengið Ásgeir Yngvason til að gera teikningu af húsinu. Teikningu þessa kveðst stefndi hafa fengið samþykkta svo og önnur leyfi, sem til hafi þurft. Teikninguna og kvittanir fyrir því, sem hann greiddi, kveðst stefndi hafa afhent stefnanda og kveður þau plögg nú vera í hans vörzlum. Ekki kveðst stefndi sjálfur hafa lagt til peninga til framkvæmdanna, en kveðst hafa lagt fram vinnu sína svo og lóðarréttindi. Hann kveðst hafa grafið fyrir grunni hússins og reiknað sér þóknun fyrir svo 08 fyrir aðra vinnu og umstang, sem hann hafi haft af þessu. Kveður stefndi stefnanda hafa vanefnt samkomulag þeirra aðiljanna með því að gera ekki ráðstafanir til þess að hægt væri að halda áfram með verkið. Kveðst stefndi hafa talað við stefnanda síðari hluta sumars eða haustið 1959 um það, að komið væri að því, að þeir keyptu timbur, en ekkert hafi verið ákveðið um timbur í það sinn. Kveðst stefndi svo ekki hafa haft samband við stefnanda fyrr en um vorið 1960. Þá hafi stefnandi neitað að halda bygg- ingarframkvæmdum áfram án þess að tilgreina ástæðu. Ekki kveður stefndi þá aðiljana hafa verið búna að ákveða það nánar, hvernig byggingarframkvæmdum skyldi hagað, en frá byrjun hafi þó verið um það rætt, að báðir hlutar hússins, sem áttu að vera svonefnt parhús, skyldu byggðir sameiginlega. Stefndi kveður staðið hafa til, að þeir gerðu skriflegan samning um byggingar- framkvæmdir, en ekki hafi verið ákveðið, hvernig frá honum skyldi ganga. Stefndi kveður byggingarleyfið og úthlutun lóðar- innar hafa verið gerða á sitt nafn, en hann kveður byggingar- fulltrúann í Kópavogi hafa tjáð sér, að stefnandi gæti gengið inn í byggingarleytið með sér síðar og nánast hvenær sem væri, a. m. k. þegar lóðarsamningur væri gerður. Kveðst stefndi hafa fengið þessar upplýsingar hjá byggingarfulltrúanum, eftir að hann hafði farið fram á, að byggingarleyfið yrði einnig gefið út á nafn stefnanda. Stefndi kveður stefnanda sjálfan aldrei hafa krafið um endurgreiðslu á umræddum kr. 20.000.00, en hann kveðst ef til vill hafa heyrt á stefnanda, að hann vildi fá eitt- hvað af peningunum til baka á tímabilinu frá vorinu 1960 og þar til byggingarleyfið var afturkallað. Ekki kveðst þó stefndi geta tímasett það frekar, hvenær hann þóttist skilja þetta á stefn- anda. Í málinu hefur verið lögð fram svohljóðandi yfirlýsing, dags. 30. júlí 1959, undirrituð af stefnda. „Ég undirritaður, Ragnar Kristjánsson, Brávallagötu 44, 890 Reykjavík, hefi móttekið hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík, kr. 20.000.00 — tuttugu þúsund krónur — hinn 30. júlí 1959“. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að fjárhæð sú, sem krafið er um greiðslu á í máli þessu, sé peningalán, sem stefnandi hafi veitt stefnda hinn 30. júlí 1959, en stefndi hafi viðurkennt mót- töku fjárhæðar þessarar með yfirlýsingu þeirri, sem lögð hefur verið fram Í málinu. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi byggð á því, að umræddar kr. 20.000.00 hafi verið bein greiðsla á hluta stefnanda sjálfs í kostnaði við undirbúningsframkvæmdir á lóðinni nr. 19 við Skólagerði í Kópavogi, enda sé yfirlýsing sú, sem stefndi gaf af því tilefni, hrein kvittun, en feli ekki í sér neina skuldaviður- kenningu. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að jafnvel þótt umrædd krafa hafi átt rétt á sér, þá sé hún fyrnd samkvæmt reglum um fyrningu á endurkröfum, þar sem í hæsta lagi væri um verzlunarskuld að ræða. Umrædd viðurkenning stefnda, sem hann gaf stefnanda við móttöku fjárlhæðarinnar, kr. 20.000.00, segir ekki berlega, hvort um hafi verið að ræða peningalán eða greiðslu á kostnaði við sameiginlegar byggingarframkvæmdir. Þegar virt er það, sem fram er komið í málinu, þykir þó verða að leggja til grundvallar, að um peningalán hafi verið að ræða. Verður eigi á það fallizt með stefnda, að krafa stefnanda sé niður fallin fyrir fyrningu. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda kr. 20.000.00 með vöxtum, sem eftir öllum atvikum þykir rétt að dæma 7% frá birtingu sáttakæru, 25. ágúst 1966. Þá þykir og eftir öllum atvikum rétt, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ragnar Kristjánsson, greiði stefnanda, Kristjáni Júlíussyni, kr. 20.000.00 með 7% ársvöxtum frá 25. ágúst 1966 til greiðsludasgs. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 891 Þriðjudaginn 10. júní 1969. Nr. 102/1969. Haukur Haraldsson og Pétur Valdimarsson persónulega og fyrir hönd Verktækni s/f gegn Aðalgeiri £ Viðari h/f og Ásmundi S. Jóhannssyni setudómara. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Vanhæfi dómara. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 16. maí 1969 hafa sóknaraðiljar kært til Hæsta- réttar úrskurð bæjarþings Akureyrar, sem kveðinn var upp 2. maí 1969, en sóknaraðiljar fengu vitneskju um úrskurð- inn hinn 5. s. m. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 31. maí 1969. Með úrskurði þessum var hrundið kröfu sóknaraðilja um, að setudómari, Ásmundur S. Jóhannsson, viki sæti í máli varnaraðilja Aðalgeirs £ Viðars h/f gegn sóknaraðiljum. Sóknaraðiljar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og setudómara gert að víkja sæti í greindu máli. Þá krefjast þeir og kærumálskostnaðar úr hendi varn- araðilja. Af hálfu varnaraðilja hafa hvorki borizt greinargerð né kröfur. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Akureyrar 2. maí 1969. Mál þetta er höfðað fyrir bæjarþingi Akureyrar með áskorunar- stefnu, birtri 11. janúar 1969, af Aðalgeiri og Viðari h/f, Akur- eyri, gegn Pétri Valdimarssyni, Þórunnarstræti 104, og Hauki 892 Haraldssyni, Reynivöllum 6, báðum á Akureyri, persónulega og fyrir hönd Verktækni s/f, Akureyri, til greiðslu in solidðum á skuld kr. 40.000.00 samkvæmt víxli, útgefnum af stefnanda hinn 20. ágúst 1967 og samþykktum af stefnda Pétri pr. pr. Verktækni s/f til greiðslu í útibúi Iðnaðarbanka Íslands h/f, Akureyri, en á þeim tíma ráku stefndu, Pétur og Haukur, firmað Verktækni s/f sameiginlega og með fullri og ótakmarkaðri ábyrgð. Auk fyrr- taldrar skuldar, kr. 40.000.00, krafðist stefnandi þess, að stefndu greiddu 1% dráttarvexti af skuldinni á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá 20. desember 1967 til greiðsludags og mélskostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Málið var þingfest 16. janúar 1969. Þá lögðu stefndu fram greinargerð sína. Kröfðust þeir þess aðallega, að þeir yrðu sýkn- aðir af kröfum stefnanda og þeim yrði dæmdur málskostnaður, en til vara, að stefnukrafan yrði stórlega lækkuð að mati dómara og málskostnaður felldur niður. Þar sem málið var víxilmál, var óskað eftir heimild til að koma fram vörnum í málinu samkvæmt 209. gr. laga nr. 85/1936 vegna þeirra lögskipta, sem liggja að baki víxlinum, og til þess að komast hjá nýrri málssókn sam- kvæmt 2. mgr. 209. gr. nefndra laga. Forsögu málsins kváðu stefndu vera þá, að í maí 1967 bauð Verktækni s/f út smíði á hurðum, gluggum og skápum í svefnskála í Mývatnssveit. Stefn- endur gerðu boð í verkið, og hljóðaði það upp á kr. 128.770.00 og var lægsta boðið í verkið. Stefnendur hófu síðan að vinna að verkinu, enda töldu þeir, að tilboði þeirra hefði verið tekið, en síðar var gerð skápanna breytt, þeir minnkaðir, svo þeir yrðu ódýrari, eins og stefndu halda fram, en aðiljar deila um, hvort þessi breyting hafi átt að hafa áhrif á upphaflegt verðtilboð og að hve mikiu leyti. Auk framangreindrar smíði tóku stefnendur að sér að vinna önnur verk fyrir stefndu og að sögn stefnanda án þess að taka fyrir það sérstakt endurgjald í stað þess sparn- aðar, sem orðið hafi af breytingu skápanna. Stefndu kveðast hafa gert ráð fyrir, að nýtt tilboð kæmi frá stefnendum, eftir að gerð skápanna var breytt. Kváðust þeir hafa greitt kr. 40.000.00 upp í verkið, en neitað að greiða meira, fyrr en endanlegt tilboð kæmi frá stefnendum ásamt sérreikn- ingum fyrir aukaverk, sem unnin voru. Síðar samþykkti stefndi Pétur Valdimarsson tvo víxla fyrir eftirstöðvum upphaflega kaup- verðsins og afhenti þá stefnanda, og er víxill sá, er um ræðir í máli þessu, annar þeirra. Í þinghaldi 23. s. m. lagði stefnandi fram greinargerð sína og taldi þar ekki ástæðu til að leyfa varnir 893 í málinu, sem eingöngu yrðu til að tefja það, en í lok þessa þing- halds féll hann frá synjun sinni með bókun. Var málinu síðan frestað til 3. febrúar s.l. og aftur til 10. s. m., og voru á þing- höldum þessum lögð fram nokkur skjöl. Daginn eftir voru ákveðnar vitnaleiðslur og aðiljayfirheyrzlur, og vék þá hinn reglulegi dómari sæti í málinu ex officio, sbr. 36. gr. laga nr. 85/ 1936, þar sem Viðar Helgason, annar aðaleigandi og fyrirsvars- maður stefnanda, er kvæntur systur hans, Birnu Eiríksdóttur, en auk þess er hún í varastjórn félagsins. Núverandi dómari var skipaður setudómari í málinu hinn 11. febrúar s.l., en hann er jafnframt aðalfulltrúi við embætti hins reglulega dómara. Hóf hann sama dag vitna- og aðiljayfirheyrzlur, og virtist gagnasöfnun vera að ljúka, þegar stefndu kröfðust þess í þinghaidi 14. f. m., að settur dómari í málinu viki sæti með tilvísun til 7. tl. 36. gr. einkamálalaganna, þar sem hætta sé á, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu, og byggja þá kröfu á því aðallega, að Freyr Ófeigssonar héraðsdómslögmaður, lög- maður stefnanda, sé fulltrúi við sama embætti og setudómarinn og sem slíkur einn af dómurunum við þann dómstól, og það sam- rýmist ekki stöðu hans að flytja mál fyrir dóminum. Síðan víkja stefndu að því, að fulltrúar við embætti bæjarfógetans á Akur- eyri og sýslumannsins í Í jarðarsýslu reki málflutningsstörí, og telja, að það fari í bága við alit réttaröryggi og engin nauðsyn sé fyrir hendi, sem réttlæti þetta. Með því að dómarinn hefur sérstaka skipun til þess að fara með mál þetta, sbr. 30. gr. einkamálalaganna, 1. mgr., og ber á því skaðabóta- og refsiábyrgð gagnvart aðiljum, málið varðar hvorki hann né venzlamenn hans verulega fjárhagslega eða sið- ferðilega og huglæg afstaða hans gagnvart umboðsmanni stefn- anda er ekki önnur en gagnvart öðrum í lögfræðingastétt, virðast engin efni standa til að taka kröfu stefndu til greina. Ályktarorð: Kröfu stefndu er synjað. Setudómara ber ekki að víkja sæti í máli þessu. 894 Föstudaginn 13. júní 1969. Nr. 8/1969. Sveinn Garðarsson Hansen (Egill Sigurgeirsson hrl.) gegn Aðalsteini Guðmundssyni og Garðari Þorsteinssyni (enginn). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Löghaldsgerð úr gildi felld. Útivist stefndu. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. janúar 1969. Krefst hann aðallega ómerkingar hér- aðsdóms og frávísunar málsins frá héraðsdómi, en til vara sýknu af öllum kröfum stefndu. Þá krefst hann og ógild- ingar löghaldsgerðar, sem fór fram hinn 27. september 1968, og svo málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefndu. Stefndu hafa ekki sótt þing í Hæstarétti. Í héraðsstefnu er málsatvikum lýst svo: „Skuld þessi er vegna þess, að stefndi fór fyrirvaralaust úr skiprúmi á v/b Braga, SK 74, og skuldar því uppsagnarfrestinn og orlof, kr. 35.385.50“. Við löghaldsgerðina var lagður fram svo- hljóðandi reikningur: „Hr. Sveinn Garðarsson, Flateyri. PAF 1968 kr. au. 27.9. An: Trygging vélstjóra í 1'% mánuð á kr. 21.985.00 .......0. 0... 94977.00 — Orlof .. 2... ....2.908.00 Samtals 35.285.50“ Í héraði var ekki gerð nánari grein fyrir málavöxtum, og ekki voru lagðir fram þeir kjarasamningar, sem krafan var reist á. Var málið því í öndverðu svo vanreifað af hálfu stefndu, þ. e. stefnenda í héraði, að ómerkja ber hinn áfrýj- 895 aða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Samkvæmt þessu ber og að fella hina áfrýjuðu löghaldsgerð úr gildi, enda hafa stefndu eigi haldið uppi vörnum í málinu í Hæstarétti. Rétt þykir, að stefndu greiði áfrýjanda kr. 5.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Hin áfrýjaða löghaldsgerð er úr gildi felld. Stefndu, Aðalsteinn Guðmundsson og Garðar Þor- steinsson, greiði áfryjanda, Sveini Garðarssyni Hansen, kr. 5.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Ísafjarðarsýslu 16. október 1968. Ár 1968, miðvikudaginn 16. október, var í aukadómþingi Ísa- fjarðarsýslu, sem haldið var í dómsal sýslumannsembættisins af Jóhanni Gunnari Ólafssyni, settum sýslumanni, kveðinn upp dóm- ur í máli þessu, sem dómtekið var 15. þ. m. Mál þetta er höfðað fyrir aukadómbþinginu með stefnu, útgef- inni 4. október s.l., af Aðalsteini Guðmundssyni og Garðari Þor- steinssyni, báðum til heimilis á Flateyri, gegn Sveini Garðarssyni Hansen, Ránargötu 10, Flateyri, til greiðslu á kr. 35.385.50 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði og fyrir hvern byrjaðan vanskila- mánuð frá 27. september 1968 til greiðsludags og málskostnaði samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Þá er þess krafizt, að löghald, sem gert var 27. september 1968 í inneign stefnda, kr. 34.885.88, hjá sýslumannsskrifstofunni verði staðfest. Stefnendur skýrðu frá því, að skuldin væri þannig til komin, að stefndi fór fyrirvaralaust úr skiprúmi á v/b Braga, SK 74, eign þeirra, og skuldar þeim því uppsagnarfrest og orlof. Stefnendur gerðu þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim stefnukröfurnar og að staðfest verði framan- greind löghaldsgerð. Stefndi mætti ekki í málinu og enginn af hans hálfu, og er honum þó löglega stefnt. 896 Málatilbúnaði stefnenda þykir í engu áfátt, og ber því að dæma málið samkvæmt framlögðum skjölum og skilríkjum eftir 118. gr. laga nr. 85/1936. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnendum stefnukröfurnar. Löghaldsgerð frá 27. september 1968 staðfestist. Málskostnaður nemur samkvæmt framlögðum reikningi kr. 2.410.00, og ber að dæma stefnda til að greiða hann. Dómsorð: Stefndi, Sveinn Garðarsson Hansen, greiði stefnendum, Aðalsteini Guðmundssyni og Garðari Þorsteinssyni, kr. 35.385.50 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði og fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 27. september 1968 til greiðslu- dags og í málskostnað 2.410.00 krónur innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Löghaldsgerð frá 27. september 1968 staðfestist. Löghaldsgerð fógetadóms Ísafjarðarsýslu 27. september 1968. Ár 1968, föstudaginn 27. september, kl. 1600, var fógetadómur Ísafjarðarsýslu settur í sýsluskrifstofunni á Ísafirði og haldinn af Einari Gunnari Einarssyni fulltrúa með undirrituðum vottum. Fyrir tekið: Fógetadómsmál nr. 22/1968: Að kyrrsetja eignir Sveins Garðarssonar, Flateyri, að beiðni Aðalsteins Guðmunds- sonar og Garðars Þorsteinssonar, Flateyri. Gerðarbeiðendur eru báðir mættir, Aðalsteinn Guðmundsson, Grundarstíg 22, Flateyri, og Garðar Þorsteinsson, Drafnargötu 6, Flateyri, og leggja fram nr. 1 löghaldsbeiðni og nr. 2 reikning. Skjölin fylgja. Að tilhlutan fógeta mætir af hálfu gerðarþola Pétur Bjarnason, innheimtumaður á Ísafirði, og samþykkir hann, að gerðin fari hér fram. Fógeti leitaði sátta árangurslaust. Eftir áskorun fógeta lögðu gerðarbeiðendur fram víxil að fjár- hæð kr. 15.000.00 sem tryggingu. Víxillinn er útgefinn í dag af Garðari Þorsteinssyni og ábektur af honum, en samþykkur til greiðslu við sýningu af Aðalsteini Guðmundssyni. Fógeti og umboðsmaður gerðarþola tóku trygginguna gilda. Gerðarbeiðendur kröfðust þess, að löghald yrði gert í eignum gerðarþola, inneign gerðarþola hjá sýslumannsembættinu vegna 897 v/b Braga, SK 74, kr. 34.885.88, og öðrum eignum, ef inneign hrekkur ekki fyrir kröfunni, til tryggingar framangreindri kröfu, kr. 35.385.50, ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 27. september 1968 til greiðsludags og auk alls kostnaðar vegna gerðarinnar og eftirfarandi staðfestingar- máls, fjárnáms og uppboðs, ef til kemur, allt á ábyrgð gerðar- beiðanda. Áminntur um sannsögli bendir umboðsmaður gerðarþola á inn- eign gerðarþola hjá sýslumannsembættinu, kr. 34.885.88, en kveðst ekki geta bent á fleiri eignir, þar sem honum er ekki kunnugt um, að hann eigi nokkuð annað. Fógeti lýsti því yfir, að hann legði löghald á ofangreinda inneign til tryggingar framangreindum kröfum að hluta, allt að geymd- um betri rétti 3ja manns. Fógeti brýndi fyrir umboðsmanni gerðarþola að tilkynna hon- um um gerðina og þýðingu hennar. Mánudaginn 16. júní 1969. Nr. 201/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Halldóri Ólafssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Rán. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Framhaldsrannsókn hefur verið háð í málinu eftir upp- sögu héraðsdóms. Lögreglumennirnir Bergsteinn Árnason og Hallgrímur Jónsson hafa heitfest skýrslur sinar. Þá hafa vitnin Knud Jorgen Fuldby, Sofus Anton Knud Tuge Jorsen- sen, Holger Emil Petersen, Hans Peder Christensen, Tage Rugaard, Walter Hojgaard Henriksen og Jorgen Hansen komið fyrir dóm í Kaupmannahöfn og borið vætti. Vitni 57 898 þessi höfðu áður fyrir lögreglu Kaupmannahafnar gefið skýrslur um sakarefni, sem raktar eru í héraðsdómi. Er vætti vitnanna í samræmi við nefndar skýrslur og atvika- lýsingu héraðsdóms, sem staðfesta ber með greindum at- hugasemdum. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 20.000.00, og laun verjanda sins, kr. 20.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Halldór Ólafsson, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 20.000.00, og laun verjanda sins, Þorvalds Lúðvíkssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 20.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 31. maí 1968. Ár 1968, föstudaginn 31. maí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem sakadóm- ara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 319/1968: Ákæru- valdið gegn Halldóri Ólafssyni, sem tekið var til dóms 17. þ. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 15. marz s.l, „á hendur ákærða Halldóri Ólafssyni blikksmið, Bolungarvík, fæddum 9. apríl 1936 í Kaupmannahöfn, fyrir að hafa: I. Gerzt sekur um eftirgreind ránsbrot í Kaupmannahöfn í janúar- mánuði 1968 með því að hafa þar á götum úti, ýmist einn eða ásamt öðrum manni, svo sem rakið verður, veitzt ógnandi að mönnum með miðandi byssu og þannig með hótunum og jafnvel líkamlegu ofbeldi haft fé af þeim eða reynt að hafa út fé: A. Aðfaranótt miðvikudagsins 3. janúar, þá einn síns liðs: 1. Veitzt með framangreindum hætti og í auðgunarskyni að Knud Jörgen Fulby mjólkurbifreiðarstjóra, þar sem hann var að bera mjólk af bifreið sinni við Gasværksvej 4, en ákærði hætti frekari aðgerðum án þess að hafa út peninga 899 og hvarf á brott, er nefndur Fulby hélt áfram vinnu sinni þrátt fyrir aðgerðir og hótanir ákærða. 9. Á sama hátt og í sama skyni veitzt að drukknum manni, Knud Jörgensen bakara, á Sdr. Boulevard, hrakið hann að húsatröppum og er maðurinn lét ekki veski sitt af hendi, rænt hann því. Verðmæti veskisins d. kr. 15, og í því voru um d. kr. 20 auk ljósmynda og ýmissa pappíra. 3. Veitzt að Holger Emil Petersen ölgerðarmanni, Flensborg- gade 1, með sama hætti fyrir utan heimili hans og haft af honum fé, d. kr. 5—-6 hundruð. 4. Á svipuðum slóðum og á sama hátt veitzt að óþekktum mið- aldra manni, hrakið hann inn í húsasund og haft af honum d. kr. 5—600.00, en skilað honum peningunum aftur, er maðurinn sagðist vera á atvinnuleysisstyrk og þetta væri aleiga sín. B. Aðfaranótt laugardagsins 6. janúar ásamt félaga sínum, Magnúsi Jónasi Guttormi Sigurðssyni, Fredriksstadsgade 1 í Kaupmannahöfn, og eftir að þeir höfðu sammælzt um að afla sér í sameiningu fjár á framangreindan hátt: 1. Í sameiningu veitzt að Hans Peder Christensen verkamanni í húsagarði við Valdemarsgade 22 með þeim hætti, að ákærði Halldór greip í hálsmálið á fötum hans, rak byssuhlaupið að hálsi nefnds Christensens og kvaðst skjóta hann, ef hann ekki afhenti peninga þá, sem hann hefði á sér, um leið og Magnús, félagi ákærða, leitaði í vösum fórnarlambsins og tók peningaveski úr buxnavasa hans. Verðmæti veskisins, d. kr .35, og í því voru d. kr. 23 og tveir lyklar, en fengurinn féll í hlut ákærða Halldórs. 9. Í beinu framhaldi af framangreindu reynt að ræna Tage Rugaard blaðaljósmyndara, þar sem hann var að þurrka af rúðum bifreiðar sinnar við húsið Broagergade 1, með þeim hætti, að ákærði Halldór miðaði á hann byssunni með hót- unum, en félagi hans Magnús stóð álengdar, en báðir létu þeir af frekari aðgerðum og héldu brott, en Rugaard tók þessu sem gamni og hélt áfram að hreinsa glugga bifreiðar sinnar. Framangreind brot ákærða teljast öll varða við 252. sr., sbr. 2. tl. 5. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. þó 1. mgr. 20. gr. sömu laga, að því er varðar liði A, 1. tl, og B, 2. tl. 11. Gerzt sekur um þjófnað með því að hafa á ferð sinni um götur 900 Kaupmannahafnar aðfaranótt miðvikudagsins 3. janúar, sbr. liði 1, A, stolið reiðhjóli, svörtu að lit og ólæstu, við Flensborggade 1 og notað það þá um nóttina og einnig föstudagskvöldið 5. janúar, en hjólið fannst þremur dögum síðar á horni Flensborg- gade og Istedgade. Telst þetta varða við 244. gr. sbr. 2. tl. 5. gr. almennra hegn- ingarlaga. III. Aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst 1966 undir áhrifum áfengis ekið bifreiðinni R 16318 frá veitingahúsinu Klúbbnum í Reykja- vík áleiðis heim til sín að Múla við Suðurlandsbraut, unz lög- reglumenn stöðvuðu akstur ákærða á Lækjarteig. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar og til greiðslu skaðabóta — ef krafizt verður — og alls sakarkostnaðar“. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1957 27/5 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1957 19/8 í Reykjavík: Dómur: 2.000 kr. sekt, sviptur ökuleyfi í 6 mánuði, fyrir brot á áfengislögum og bifreiðalög- um og 219. gr. hegningarlaga. 1958 26/5 í Reykjavík: Kærður fyrir brot á 218. gr. hegningar- laga. Ákæru frestað,í 2 ár frá 5/1 1960. Samþykkt með dómssátt 19/12 1959 að greiða 25.707.27 kr. skaðabætur. 1960 19/2 í Reykjavík: Dómur: 15 daga varðhald, sviptur öku- skírteini ævilangt, fyrir brot segn áfengislögum og umferðarlögum. 1962 3/12 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1965 31/12 í Reykjavík: Veitt ökuleyfi á ný. 1966 25/4 í Reykjavík: Dómur: Varðhald í 15 daga fyrir brot á 25. og 50. gr. umferðarlaga. Sviptur ökuréttindum í 1 ár frá dómsbirtingu. 1966 10/8 í Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga. Málavextir eru þessir samkvæmt játningu ákærða og öðrum gögnum í máli þessu. 901 I og II. Um miðjan septembermánuð á árinu 1966 fór ákærði, Halldór Ólafsson, héðan af landi brott til Kaupmannahafnar. Kveðst hann hafa verið skilinn við konu sína og eins hafi smiðja sín verið komin í greiðsluþrot. Hafi tilgangurinn með brottförinni verið sá að fá sér vinnu og byrja nýtt líf, eins og ákærði orðar það. Nokkru eftir að ákærði kom til Kaupmannahafnar, kom kunn- ingi hans, Magnús Jónas Guttormur Sigurðsson, fæddur 17. marz 1936, einnig þangað ásamt konu sinni. Bjuggu þau um skeið á sama stað og ákærði. Ákærði og Magnús Jónas Guttormur hófu störf, eftir að til Kaupmannahafnar kom, og unnu á nokkrum stöðum, en voru ekki lengi á hverjum stað. Ákærði Halldór hætti störfum hjá fyrirtæki því, er hann vann hjá síðast skömmu fyrir jól á árinu 1967 vegna taugaslappleika, að hann segir. Var hann þá búinn að vera í bindindisfélagi um 3 mánaða skeið með góðum árangri. Milli jóla og nýjárs kveðst hann hafa verið við drykkju. Hafi hann orðið peningalaus og hvorki haft fé fyrir mat né til greiðslu á húsaleigu. Úr þessu hafi þó rætzt í bili, þar sem dönsk stúlka að nafni Bente Olsen, er bjó hjá ákærða, hafi lánað honum 500 krónur um áramótin. Ákærði kveðst hafa varið 300 kr. af fé þessu til greiðslu á húsaleigu og 150 kr. til kaupa á loftbyssu, en afganginum eyddi hann með öðrum hætti. Ákærði telur, að það hafi verið 2. janúar s.l., sem honum datt í hug að kaupa loftbyssuna. Fóru kaupin fram í verzlun nokkurri í Kaup- mannahöfn, og var tilgangurinn með kaupunum að sögn ákærða að leika sér með byssuna, en eigi hafði það þá hvarflað að honum að nota hana til að fremja rán með henni. Byssa þessi, sem er af tegundinni Diana Mod. 5., er um 40 cm á lengd og er bæði fyrir holkúlur og örvar. Tekur hún eitt skot í einu. Auk byssunnar keypti ákærði nokkuð af skotum, þ. e. holkúlum í hana, en örvar í byssuna átti hann sjálfur svo og nokkuð af höglum. Ákærði kveðst hafa skotið nokkrum skotum úr byssunni í herbergi sínu og notað kassann utan af henni sem skotmark. Fyrstu vikuna Í janúar kveðst ákærði hafa verið við drykkju, þótt ekki hafi borið mikið á því. Fór Bente Olsen frá honum, daginn áður en hann keypti byssuna. Ákærði kveðst lítið muna eftir sér viku þessa, en sér hafi dottið í hug að útvega sér pen- inga á einhvern hátt. Kveðst hann ekki muna upphafið að þessu, en telja, að hvorugur þeirra Magnúsar Jónasar Guttorms hafi beinlínis átt uppástunguna að því að fremja rán, þetta hafi allt komið af sjálfu sér. 902 A. Aðfaranótt miðvikudagsins 3. janúar s.l. fór ákærði Hall- dór, er þá bjó í Frederiksstadsgade 1 í Kaupmannahöfn, að heiman frá sér. Ákærði kveðst ekki hafa verið í ránshugleiðing- um. Hann var undir áhrifum áfengis, en hann hafði drukkið 14—15 flöskur af áfengum bjór daglega dagana á undan. Ákærði hafði loftbyssuna meðferðis, en skot var ekki í henni. Kveðst ákærði ekki hafa þorað það, þar sem gikkurinn á byssunni hafi verið það hárnákvæmur, að ekkert hafi mátt við hann koma, svo að skot hlypi úr henni og slys getað orðið af. Ákærði kveður vel geta verið, að hann hafi verið með skot í vasa sínum. Í porti við Flensborggade 1, sem er skammt frá heimili hans, tók hann að ófrjálsu reiðhjól, sem var ólæst. Reiðhjólið notaði hann um nóttina og einnig að kvöldi föstudagsins 5. janúar. Reiðhjól þetta fannst 3 dögum síðar á horni nefndrar götu og Istedgade. 1. Umrædda nótt, klukkan 0410, hafði Knud Jörgen Fulby mjólkurbifreiðarstjóri numið staðar á vörubifreið sinni fyrir utan Gasværksvej 4 og hafið að afferma mjólk. Kom þá til hans maður, og tók Knud Jörgen eftir því, að maðurinn hafði dregið hálsklút upp fyrir munninn. Hugsaði hann sem svo, að ekki væri svo kalt í veðri, að þess þyrfti með. Maðurinn kom að bifreiðinni, og taldi Knud Jörgen, að hann vildi kaupa mjólk. Maðurinn hafði orð á því, að það væri kalt. Kveðst Knud Jörgen hafa svarað því ját- andi og haldið áfram affermingunni. Maðurinn gekk nú alveg að honum og sagði: „Hingað með veskið“. Kveðst Knud Jörgen hafa tekið eftir því, að maðurinn talaði dálítið bjagaða dönsku. Hann kveðst nú hafa orðið þess var, að maðurinn hafði hneppt frá sér frakka sínum og tekið fram einhvern hlut, sem virtist vera stór loftbyssa. Álítur hann, að hlutur þessi hafi verið um 1 metra á lengd og að skeftið hafi verið gráleitt. Knud Jörgen kveðst hafa sagt manninum, að hann hefði ekkert veski og þetta væri bara loftskammbyssa. Svaraði maðurinn því með þessum orðum: „Viltu sjá, hvort hún getur skotið“. Knud Jörgen kveðst þá hafa sagt: „Skjóttu bara“. Hélt hann áfram affermingunni og sekk í kringum bifreiðina, en maðurinn kom á eftir honum. Kveðst Knud Jörgen hafa talið, að hentugt væri, að hafa kassa við hendina, ef maðurinn ætlaði að aðhafast eitthvað. Eftir 2—3 mínútur kom blaðburðarmaður hverfisins á vettvang, og kveðst Knud Jörgen hafa sagt við hann, að það væri þokkalegt að verða fyrir árás svo snemma að morgni. Gekk maðurinn þá yfir götuna og hélt á brott, en Knud Jörgen fór og tilkynnti lögreglunni um atburðinn. Fékk hann blaðburðarmanninn til að vera við bifreið- 903 ina á meðan. Áður en maðurinn fór á brott, stakk hann byssunni eða hlut þeim, er hann var með, niður Í buxur sínar við streng- inn, þaðan sem hann hafði tekið hann. Þegar Knud Jörgen kom aftur á staðinn, skýrði blaðburðarmaðurinn honum frá því, að maðurinn hefði tekið reiðhjól við Gasværksvej 15 og ekið á brott. Maðurinn hafði ekkert upp úr krafsinu. Kveður Knud Jörgen sér ekki hafa fundizt krafa hans sett fram á ógnvekjandi hátt og hann hafi í raun og veru tekið þessu sem gríni. Blaðburðarmaður sá, er að framan greinir, Walther Höjgaard Henriksen, hafði ekið nótt þessa, kl. 0400, að Gasværksvej 2 og sett þar reiðhjól sitt ásamt blöðunum, sem hann var með. Var þá mjólkurbifreiðarstjórinn ekki kominn ennþá, og tók hann ekki eftir neinum á götunni. Gekk hann um garðinn að húsunum nr. 4 og 6 við götuna. Þegar hann hafði afhent blöð sín og kom út á götuna, tók hann eftir mjólkurbifreiðinni og heyrði, að öku- maðurinn var að tala við einhvern. Gaf hann því ekki nánari gætur og hélt að reiðhjóli sínu. Sagði þá ökumaðurinn við hann, að það yrði líklega ráðizt á þá. Walther Höjgaard kveðst nú hafa tekið eftir því, að við hliðina á mjólkurbifreiðarstjóranum stóð maður með langa skammbyssu, sem hann beindi að bifreiðar- stjóranum. Hann var með dökkan hálsklút dreginn upp fyrir andlitið og talaði józku að honum fannst. Hélt hann með báðum höndum um byssuna. Walther Höjgaard kveðst hafa sagt mjólk- urbifreiðarstjóranum, að svo slæmt yrði það líklega ekki, en þá sagði maðurinn, um leið og hann beindi skammbyssunni að Walther Höjgaard, að hann kærði sig líklega ekki um að fá skot í magann. Maðurinn hélt áleiðis yfir götuna og beindi í sífellu skammbyssunni að Walther Höjgaard og mjólkurbifreiðar- stjóranum. Tók hann reiðhjól, sem stóð fyrir utan Gasværksveij nr. 15 og ók á brott. Ákærði hefur skýrt frá því, að hann hafi umrædda nótt komið að bifreiðarstjóra á Gasværksvej, er var að bera mjólk af mjólk- urbifreið. Kveður hann sér hafa dottið í hug að ræna hann. Gekk hann að bifreiðarstjóranum, otaði byssunni að honum og sagði honum að láta sig hafa peninga þá, er hann væri með. Bifreiðar- stjórinn hafi sagt, að hann hefði ekki peninga og tekið þessu sem gríni. Hafi hann hlegið, sagt sér að vera ekki að þessu rugli og haldið áfram að vinna. Ákærði kveður geta verið, að hann hafi spurt bifreiðarstjórann að því, hvort hann vildi fá kúlu í magann, en auðséð hafi verið á honum, að hann hafi ekki trúað því, að ákærða væri alvara. Ákærði kveðst ekki hafa verið með neitt í 904 byssunni og þegar hann hafi séð, að bifreiðarstjórinn hafi ekki trúað sér, hafi hann ákveðið að láta hann eiga sig. Ákærði hafði skilið reiðhjólið eftir skammt frá. Hélt hann að því og ók á því á brott. Ákærði kveður sig ekki muna eftir því, að neinn hafi komið að, á meðan hann var að ræða við bifreiðarstjórann. Ákærði telur, að Magnús Jónas Guttormur hafi komið með sér á staðinn og verið hinum megin götunnar, er þetta gerðist, en er þó ekki viss um það, þetta sé allt gloppótt hjá sér. Eftir þetta fór ákærði heim til sín á reiðhjólinu og drakk þar kaffi. Fór hann að því búnu aftur út og hafði byssuna meðferðis. Minnir ákærða, að hann hafi ekki farið á reiðhjólinu. 2. Klukkan 0435 nótt þessa hringdi Sofus Anton Knud Tuge Jörgensen bakari, til heimilis í Haðerslevgade 36 í Kaupmanna- höfn, til lögreglunnar þar í borg og tilkynnti, að hann hefði orðið fyrir árás á Sdr. Boulevard rétt áður og veski sínu verið rænt frá sér. Kvað hann árásarnmanninn hafa verið vopnaðan vél- skammbyssu. Sofus Anton Knud Tuge, hér eftir kallaður Knud, var nokkuð með áfengisáhrifum að sögn lögreglunnar. Hefur hann skýrt svo frá, að hann hafi umrædda nótt verið á veitinga- stöðum ásamt starfsbræðrum sínum og neytt þar áfengis. Þegar orðið var áliðið nætur, kveður Knud einn starfsbróður sinn hafa verið orðinn eftir með sér, en þeir hafi skilizt fyrir utan veit- ingastað einn, og kveðst hann hafa haldið í áttina að Sdr. Boule- vard á leið heim til sín í Hadarslevgade. Knud kveðst hafa haft um það bil 20 krónur í veski sínu, en aðra peningaseðla, er hann var með, geymdi hann lausa í vinstri jakkavasa. Enga skýringu getur hann samt gefið á þessu. Þetta var ekki vegna þess, að hann teldi sig hafa neitt að óttast, heldur muni vera um tilviljun að ræða. Ekki gaf hann því neinn gaum, hvort nokkur veitti honum eftirför í áttina að Sdr. Boulevard eða eftir þeirri götu, er þangað kom, en þegar hann var kominn spölkorn eftir Sdr. Boulevard, mætti hann manni. Staðnæmdist maðurinn rétt hjá honum, beindi byssu, sem Knud taldi vera vélskammbyssu, að honum og mælti um leið á bjagaðri dönsku: „Hingað með pen- ingana“. Jafnframt þröngvaði hann Knud inn í stigsauppgang og endurtók setninguna: „Hingað með peningana“. Knud kveðst hafa orðið nokkuð skelfdur og svarað, að hann hefði enga peninga. Tók þá maðurinn sjálfur veski hans úr bakvasanum á buxum hans. Eins og áður greinir, kveður Knud hafa verið í veskinu, sem var að verðmæti 15 kr. kr. 20 í peningum auk ýmissa skjala og ljósmynda. Eftir ránið hvarf maðurinn á brott, en hvert hann 905 fór, kveðst Knud ekki vita. Knud kveðst þegar hafa haldið heim til sín og hringt til lögreglunnar. Hann kveðst, er heim kom, hafa saknað armbandsúrs síns. Í jakkavasanum var hann þá með um 800 kr. Ákærði hefur viðurkennt fyrir dómi að hafa framið umrætt rán á Sdr. Boulevard. Kveður hann þó ekki hafa verið um vél- byssu að ræða, sem hann beindi að manni þeim, er hann rændi, heldur loftbyssu. Ákærði tók seðlaveski með um það bil 20 d. kr. af manninum. Hins vegar vill hann ekki viðurkenna að hafa tekið úr af honum. 3. Umrædda nótt var lögreglunni í Kaupmannahöfn tilkynnt, að um kl. 0450 hefði Holger Emil Petersen ölgerðarstarfsmaður, til heimilis í Flensborggade 1, orðið fyrir árás manns, er var með skammbyssu. Hefði maðurinn krafizt þess, að Holger Peter léti af hendi veski sitt, og ógnað honum með byssunni. Kveðst Holger Peter hafa látið veskið af hendi, en í því hafi verið 500— €00 danskar krónur í 100 kr. seðlum. Holger Peter hefur nánar skýrt svo frá, að hann hafi verið að fara til vinnu sinnar í umrætt skipti. Kvaddi hann konu sína, sem einnig var að fara til vinnu, en ætlaði að fara um það bil 10 mínútum seinna. Þegar hann var kominn út á tröppurnar og hafði lokað forstofudyrunum, heyrði hann eitthvert skrjáf við útihurðina, sem liggur út að götunni. Þegar Holger Emil var kominn þangað, kom maður til hans og krafðist þess, að hann. léti af hendi peninga þá, er hann hefði meðferðis. Holger Peter tók upp nokkuð af mynt, sem hann hafði í vasanum, en maður- inn sagði, að það væri veskið með peningunum, sem um væri að ræða. Á meðan á þessu stóð, höfðu þeir haldið út á götuna og voru um tvö skref frá útidyrunum. Um leið og maðurinn krafðist þess að fá veskið, hafði hann tekið upp stóra skammbyssu, 35— 40 em á lengd, tekið á henni hleðslutaki eða tekið öryggið frá, svo að smellur heyrðist, en að því búnu þrýst hlaupinu að brjósti Holgers Peters vinstra megin. Jafnframt því sem maðurinn tók byssuna upp, dró hann hálsklút sinn fyrir neðri hluta andlitsins. Holger Peter kveðst nú hafa verið orðinn mjög hræddur og ekki þorað annað en fá manninum peninga þá, sem hann var með í veski sínu, en það voru um 500—600 danskar krónur, eins og áður greinir. Maðurinn tók við peningunum, stakk þeim í vasa sinn og sagði um leið, að Holger Peter mundi fá þá aftur. Maður- inn krafðist þess, að Holger Peter færi inn Í íbúð sína, og fylgdi hann honum að forstofuðyrunum aftur. Á leiðinni spurði maður- 906 inn Holger Peter, hvort hann hefði síma. Holger Peter kveðst hafa svarað því neitandi, enda þótt svo væri, vegna þess að maðurinn hafi bannað sér að hringja til lögreglunnar. Að því búnu flýtti Holger Peter sér inn í íbúð sína og skellti hurðinni aftur. Sagði hann konu sinni frá því, hvað gerzt hafði. Bað hann hana að hringja til lögreglunnar og tilkynna um atburðinn. Holger Peter kveður rödd mannsins hafa verið hrjúfa og hafi hann ekki talað Kaupmannahafnarmállýzku, en nánast sjálenzka mállýzku, að hann telur. Holger Peter sá engan með manninum og álítur, að hann hafi verið einn. Að því er skammbyssuna varðar, kveður hann sér hafa dottið í hug, að hún hafi ef til vill verið af sömu gerð og notaðar eru á Dyrehavsbakken á sumrin. Ákærði hefur viðurkennt að hafa framið umrætt rán. Kveðst hann hafa hitt mann fyrir utan húsdyrnar hjá honum í Flens- borggade, tekið upp loftbyssuna, þrýst hlaupi hennar að honum, en hvar, kveðst hann ekki muna. Jafnframt sagði hann mann- inum eða skipaði honum að láta sig hafa peninga þá, er hann væri með. Gerði maðurinn það og lét ákærða fá peningafjárhæð, sem ákærði heldur þó, að hafi ekki numið alveg kr. 600.00. Mað- urinn sagði við ákærða, að hann væri á atvinnuleysisstyrk og sagði ákærði því við hann, að hann mundi borga þetta seinna. Ákærði kveður ekki hafa verið skot í byssunni. 4. Jafnframt framangreindu atferli hefur ákærði viðurkennt að hafa nótt þessa á svipuðum slóðum í Kaupmannahöfn veitzt að miðaldra manni, sem hann veit ekki deili á Ekki kveðst hann muna, hvenær næturinnar þetta var, en þá var farið að renna af honum. Kveðst ákærði hafa gengið framan að manninum úti á götu og sagt honum að fara inn í port, sem var þar skammt frá. Jafnframt kveðst ákærði hafa sýnt honum byssuna og sagt hon- um, að hann mundi svipta hann lífi, léti hann sig ekki fá pen- inga þá, sem hann væri með. Maðurinn fékk ákærða þá 500—-600 kr. danskar, en brast í grát. Kvaðst hann vera á atvinnuleysis- styrk, þetta væri aleigan sín og konan og börnin mundu svelta. Ákærði kveðst hafa séð, að svipað var ástatt fyrir manninum og sér og því fengið honum alla peningana aftur. Kveður ákærði manninn þá hafa sagt, að ákærði væri enginn ræningi. Ákærði telur, að maður þessi hafi verið um fimmtugt, þrekvaxinn og um 175 em á hæð. Sagði hann ákærða, að hann mundi ekki kæra þetta til lögreglunnar. Framangreint atferli var aldrei kært, og er ákærði einn til frásagnar um það. 907 Ákærði fór heim til sín eftir þetta. Kveðst hann ekki muna, hvort hann hafi hitt þar Magnús Jónas Guttorm, en telur, að hann hafi farið beint inn til sín að sofa. Ákærði kveður Magnús Jónas Guttorm ekki hafa vitað, er hann keypti byssuna, en hann hafi sýnt honum hana á eftir og hann hafi verið viðstaddur er ákærði skaut úr henni í herbergi sínu. Sömuleiðis kveðst ákærði búast við, að hann hafi vitað, að hann var með byssuna, er þeir fóru út um kvöldið, þótt ekkert hafi verið um það rætt að fremja rán, enda hafi sér ekki verið búið að detta í hug að reyna það. Ákærði kveður Magnús Jónas Guttorm hafa fengið um 100 danskar krónur af ránsfeng hans, er að framan greinir. Ekki sagði ákærði honum berum orðum, hvernig peninganna hefði verið aflað, en ákærði telur, að hann hafi mátt vita það. Magnús Jónas Guttormur Sigurðsson hefur skýrt frá því í yfirheyrslu 31. janúar s.l., að hann hafi þekkt ákærða um 12 ára skeið. Kveðst hann hafa dvalizt um 1 árs skeið í Danmörku og hafi þeir ákærði búið saman á gististað síðustu 3 mánuðina. Magnús Jónas Guttormur kveður ákærða hafa skýrt sér frá framangreindum ránum aðfaranótt 3. janúar s.l. Einhvern næstu daga bað ákærði konu hans að geyma fyrir sig 100 krónur. Hafi hún orðið við því og geymt peningana þar til að kvöldi sama dags. Kveðst Magnús Jónas Guttormur hafa verið viðstaddur, er þetta gerðist. Hugleiddi hann það ekki, að peningarnir gætu verið hluti af ránsfeng. Í annarri skýrslu frá 12. janúar hefur Magnús Jónas Guttormur hins vegar skýrt frá því, að um kl. 0600 að morgni hins 3. janúar s.1. hafi hann vaknað við, að ákærði Halldór barði að dyrum á herbergi hans í gististaðnum í Frederiksstadsgade. Eftir það hittust þeir í baðherberginu og á meðan þeir dvöldust þar, hafi ákærði trúað honum fyrir því, að hann væri nýkominn heim frá þremur skammbyssuránum, sem hann hefði framið á mönnum á götunni af handahófi. Kvaðst hann hafa ógnað mjólkurbílstjóra án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu, en hjá manni nokkrum hefði hann náð 400—500 kr. og hjá öðrum 10—-20 kr. og úri. Magnús Jónas Guttormur kveðst hafa ávítað ákærða fyrir þetta glæpsamlega atferli, en ákærði hafi sagt sér, að hann léti sér á sama standa um sjálfan sig. Hann ætlaði aðeins að útvega sér peninga til að geta farið úr landi. Magnús Jónas Guttormur kveðst hafa verið búinn að sjá loft- byssu hjá ákærða. Var það í herbergi ákærða sama dag og ákærði keypti hana. Þegar hann spurði ákærða að því, til hvers hann 908 hefði aflað sér byssunnar, svaraði ákærði, að hana ætti að nota til að útvega peninga, svo að ákærði gæti komizt burt. Magnús Jónas Guttormur kveðst ekki hafa trúað þessu, en næsta morgun var hann, eins og áður greinir, ekki í vafa um þetta. Magnús Jónas Guttormur neitar að hafa á nokkurn hátt átt hlut að framangreindum ránum ákærða. Neitar hann því eindregið að hafa fengið 100 kr. frá ákærða af ránsfengnum. B. Að kvöldi laugardagsins 6. janúar s.1. fór ákærði Halldór að heiman frá sér. Hélt hann á reiðhjóli því, sem hann hafði tekið að ófrjálsu, að blaðsöluturni á Vesterbros Torv. Ákærði var einn síns liðs, og kveðst hann hafa haft í hyggju að fremja rán þar. Ákærði skildi reiðhjólið eftir á bak við turninn. Fór hann því næst inn í símaklefa þar og lét sem hann ætlaði að hringja, en ætlunin var að reyna að ná í peninga Í turninum. Afgreitt var í turninum Í gegnum lúgu, og var hún opin. Ákærði taldi tilgangs- laust að reyna að fremja þarna rán og hvarf á brott. Tók hann reiðhjólið og ók á því heim til sín. Kveðst hann hafa skilið hjólið eftir þar inni í porti, og var það þar síðast, þegar hann vissi til. Magnús Jónas Guttormur kveður ákærða hafa komið inn í her- bergi hans umrætt kvöld um kl. 2300. Bað ákærði hann um að koma með sér inn í herbergi sitt, og varð Magnús Jónas Gutt- ormur við því. Þegar þangað kom, skýrði ákærði honum frá því, að hann ætlaði út á götu til að fremja rán og nota loftskammbyssu sína við það. Ákærði hafði oft rætt um að fremja rán og talað eitthvað um banka í því sambandi. Var það áráttuhugsun hjá ákærða að fremja mikið rán og hverfa síðan til Ástralíu. Magnús Jónas Guttormur kveðst hafa sagt ákærða, að hann vildi ekki taka þátt í slíku. Kveðst hann hafa verið dálítið vankaður eftir svefnpillu, sem hann hafði tekið. Hann hafi látið tilleiðast að fara með ákærða út á götuna, enda hafi hann ekki álitið, að ákærði ætlaði að gera alvöru úr þessari ákvörðun sinni. Ákærði kveðst ekki muna, hvenær þeir Magnús Jónas Guttorn- ur fóru á brott að heiman umrætt kvöld. Ákærði hafði byssuna með sér, en eigi var skot Í henni. Kveðst hann hafa haldið á henni í hægri hendi, þannig að hlaupið vissi niður. Ákærði kveðst ekki muna til þess, að þeir Magnús Jónas Guttormur hafi verið búnir að ræða um það sín á milli að fremja rán. Ákærði var með áfengisáhrifum, en Magnús Jónas Guttormur eigi, svo að hann viti til. Kveðst ákærði hafa verið búinn að drekka nokkuð af bjór. Ákærði var í kuldaúlpu með hettu, og minnir hann, að z úlpan hafi verið bláleit. Undir úlpunni var hann klæðdur í #09 peysu, er var með háum kraga. Ákærði man ekki, hvernig Magnús Jónas Guttormur var klæddur. 1. Umrædda nótt var lögreglunni í Kaupmannahöfn tilkynnt, að Hans Peter Christiansen verkamaður, Frederiksstadsgade 1, fæddur 2. maí 1904, hefði um 2330 um kvöldið orðið fyrir árás í húsagarði við Valdemarsgade 22 og veski hans verið rænt frá honum. Hefur Hans Peder skýrt frá, að hann íhafi verið á leið heim til sín í framangreint skipti og átt leið um Valdemarsgade. Kveðst hann hafa farið inn í undirganginn í Valdemarsgade 22 inn í húsagarðinn til að kasta af sér vatni, en hann býr rétt við hliðina á þessu húsi. Þegar inn í húsagarðinn kom, fór hann út í horn og kastaði þar af sér vatni. Að því búnu ætlaði hann inn til sín eftir eldhússtigunum, en frá þeim liggja dyr út í garðinn. Þegar hann var á leiðinni þangað og var kominn á móts við undirganginn, komu tveir menn til hans. Kveður Hans Peder annan mannanna hafa gripið með vinstri hendinni í hálsklút sinn rétt við barkann, beint skammbyssu þar að honum og sagt: „Peningana, annars verður þú skotinn“. Hinn maðurinn athugaði frakkavasa og buxnavasa hans, nánar tiltekið alla vasa, og úr buxnavasanum tók hann buddu hans. Að því búnu sögðu menn- irnir við Hans Peder, að hann skyldi hypja sig, annars yrði hann skotinn. Hans Peder kveðst nú hafa haldið að eldhússtiganum. Sá hann, að mennirnir héldu um undirganginn út á götuna. Telur hann sig hafa heyrt þá tala við aðra tvo menn og heldur þess vegna, að mennirnir hafi verið fjórir. Hans Peder hélt þessu næst upp á herbergi sitt og tilkynnti síðan lögreglunni um atburð- inn. Hans Peder telur báða mennina hafa talað Kaupmanna- hafnarmállýzku og ekki hafi verið erlendur hreimur í málfari þeirra né neitt sérstakt við það að athuga. Hans Peder kveður byssu |þá, er mennirnir hafi verið með, hafa verið um 35 cm á lengd og telur, að um skammbyssu hafi verið að ræða, en eigi eftirlíkingu af byssu. Hans Peder kveður hafa verið í buddunni, sem var að verðmæti 35 danskar krónur, 23 krónur og tveir lyklar. Ákærði Halldór hefur viðurkennt að vera valdur að um- ræddu ráni ásamt Magnúsi Jónasi Guttormi. Kveður hann þá hafa komið að manni inni í porti. Telur ákærði, að maðurinn hafi verið að koma úr portinu frá því að kasta af sér vatni. Ákærða minnir, að hann hafi tekið í hálsmálið á fötum manns- ins, rekið byssuhlaupið frekar í maga hans en hálsinn og sagt honum að koma með peningana. Magnús Jónas Guttormur hafi 910 þá leitað í fötum mannsins og tekið úr vasa hans veski eða buddu. Þó tekur ákærði fram, að það geti annars verið, að það hafi verið hann sjálfur, sem leitaði á manninum, þar sem Magnús Jónas Guttormur hafi verið svo hræddur, að hann hafi varla þorað að hreyfa sig. Ákærði kveðst ekki vita, hve mikið þeim hafi áskotnazt með þessu, en kveður geta verið, að það hafi verið 23 kr. Féll fengur þessi í hlut ákærða. Ákærði kveðst hafa rifið veskið í tætlur og skolað því niður á salerninu heima hjá sér. Ákærði kveður mann þann, er þeir rændu, hafa verið um 60 ára að aldri og telur, að hann hafi verið ölvaður. Magnús Jónas Guttormur hefur viðurkennt þátttöku sína í framangreindu ráni. Hefur hann skýrt frá því, að hann geti ekki munað, hvort þeir hafi mætt manninum í undirganginum sjálf- um eða á götunni rétt fyrir utan hann og hafi þá þröngvað mann- inum þar inn. Hafi ákærði Halldór gengið fast af manninum, gripið í föt hans, sennilega boðanginn. Magnús Jónas Guttormur kveður í einni skýrslu sinni ákærða hafa jafnframt haft skamm- byssuna á lofti. Í annarri segir hann, að hann hafi ekki séð, hvort ákærði hafi tekið byssuna upp. Kveður hann hafa verið dimmt í undirganginum, svo að hann hafi ekki getað séð vel, hvað gerðist í samskiptum ákærða og gamla mannsins. Í einni skýrslu sinni hefur hann skýrt frá því, að á meðan ákærði hélt mann- inum föstum, hafi hann leitað í vösum hans og sér hafi tekizt að ná buddu mannsins úr bakvasanum á buxum hans. Í annarri skýrslu, sem Magnús Jónas Guttormur gaf, kveðst hann ekki muna, hvort það hafi verið hann eða ákærði Halldór, sem gerði þetta, en þó muni hann eftir því, að hann hafi leitað í frakka- vösum mannsins. Að þessu loknu hlupu þeir báðir út úr undir- ganginum og skildu gamla manninn þar eftir. Kveðst Magnús Jónas Guttormur þá hafa verið með budduna, en fengið ákærða hana, Lét ákærði hann fá 10 kr. af peningum þeim, sem voru í buddunni, en hélt henni sjálfur ásamt peningum þeim, sem eftir voru í henni, um kr. 20.00. Magnús Jónas Guttormur telur, að ákærði hafi hent buðdunni. 2. Sunnudaginn 7. janúar s.l., kl. 0035, tilkynnti Tage Rugaard blaðaljósmyndari, til heimilis í Valby, Langgade nr. 48, starfs- maður hjá Politikens Pressefoto í Kaupmannahöfn, lögreglunni þar í borg, að gerð hafi verið tilraun til að ræna sig um kl. 2330 um kvöldið á götunni fyrir utan húsið Broagergade nr. 1. Hefur Tage Rugaard skýrt svo frá, að hann hafi verið í heimsókn hjá g11 foreldrum sínum, sem búa í umræddu húsi. Kveðst hann hafa lagt bifreið sinni upp við gangstétt. Þegar hann kom út, ætlaði hann að þurrka af rúðum bifreiðar sinnar, áður en hann æki á brott. Á meðan hann stóð við bifreiðina, kom allt í einu til hans maður. Sagði hann við hann: „Þá er að fara inn í bílinn“. Þegar Tage leit á manninn, sá hann, að hann hélt með hægri hendinni um eitthvað, sem líktist hlaupi á vélskammbyssu, og wirtist svo sem maðurinn hefði hana í bandi yfir öxlina innan undir stutt- frakka, sem hann var klæddur í. Kveðst Tage hafa getað séð um 25 em af hlaupinu og er viss um, að það var hlaup á vélskamm- byssu. Tage kveðst hafa haldið, að þetta væri einhver, sem ætlaði að gabba hann, og svarað þess vegna: „Já, nú verður þú að bíða, þangað til ég er búinn að fægja rúðurnar“. Jafnframt kveðst hann hafa haldið áfram þessum starfa sínum. Maðurinn var í 1%—2 metra fjarlægð frá Tage, og eftir andartaksbið sagði hann: „Reynið nú að koma yður inn, því að þetta er vélskamm- byssa“, Tage leit nú aftur á manninn, en gat ekki séð vopnið, þar sem hann var með báðar hendurnar í buxnavösunum. Hann kveðst nú hafa farið inn í bifreiðina og byrjað að þurrka af rúðunum að innan, en maðurinn hafi staðið á götunni á meðan. Rétt á eftir kallaði maðurinn til annars manns, er stóð í um 20 metra fjarlægð frá þeim: „Hej, John“. Kom maður þessi til mannsins, og ræddust þeir við á ensku. Kveðst Tage ekki hafa skilið, hvað þeir sögðu. Að því búnu héldu þeir á brott af staðn- um í átt að Haderslevgade án þess að hafast frekar að. Tage kveð- ur sér nú hafa verið fyrst ljóst, að um ránstilraun var að ræða. Hafði hann ljósmyndavél meðferðis. Veitti hann mönnunum eftir- för í því skyni að taka af þeim ljósmynd, ef færi gæfist. Tókst honum að ná ljósmynd af manni þeim, sem hafði rætt við hann. Að því búnu hélt hann á ritstjórnarskrifstofu Politikens, þar sem hann framkallaði myndina og stækkaði hana. Fór hann að því búnu til lögreglunnar og tilkynnti um atburðinn. Ákærði Halldór hefur skýrt frá því, að eftir atferlið, er í 1. lið í þætti þessum greinir, hafi þeir Magnús Jónas Guttormur haldið áfram út í næstu hliðargötu. Komu þeir þar að manni, sem var að þurrka ísingu af rúðum á bíl. Ákærði gekk að manninum, en Magnús Jónas Guttormur varð eftir hinum megin götunnar, bar sem hann þorði ekki að vera með ákærða. Álkærði kveðst hafa sagt manninum að setjast inn í bifreiðina og sýnt honum byssuna, sem hann hafði undir handarkrikanum og var óhlaðin. Þegar maðurinn sagði, að hann væri ekki hræddur við leikföng, 912 spurði ákærði hann að því, hvort hann wildi reyna það. Virtist hann að sögn ákærða ekki vilja það og hélt áfram að fægja rúð- urnar. Ákærði kveðst hafa sagt manninum, að hann væri með vélbyssu. Kvaðst maðurinn hafa verið í hernum og ekki trúa því. Er það skoðun ákærða, að hann hefði ekki haldið áfram að fægja rúðurnar, ef hann hefði haldið, að um vélbyssu væri að ræða. Ákærði kveðst samt hafa otað hlaupi byssunnar að mann- inum, en íhaldið yfir skeftið, svo að það sást ekki. Maðurinn hafi því aðeins séð hlaupið, sem er með nokkuð stóru frammiði (sikti). Þegar maðurinn hélt áfram að þurrka af rúðunum, kveðst ákærði hafa kallað á Magnús Jónas Guttorm. Hafi þeir talað saman á ensku og ákveðið að láta manninn eiga sig. Gengu þeir á brott af staðnum, en héldu síðan í áttina heim til sín. Á þeirri leið var maðurinn allt í einu kominn fram fyrir þá og smellti af ljósmynd beint í augu ákærða. Ákærði kveðst hafa blindazt um stund, en síðan reynt að elta manninn til að reyna að ná af honum mynda- vélinni. Maðurinn var kominn inn í bifreið, áður en ákærði vissi af, og missti hann af honum. Ákærði hélt að því búnu heim til sín, en þangað var Magnús Jónas Guttormur kominn skömmu á undan honum. Ákærði kveðst hafa farið úr úlpu sinni og hent henni á hlaupunum, strax eftir að maðurinn hafði tekið myndina af honum. Minnir hann, að hann hafi látið hana í sorptunnu. Ákærði sá mynd þá, er ljósmyndarina tók, og viðurkennldi, að hún væri af sér. Einnig sá hann mynd af byssu þeirri, er fylgir máli þessu, og viðurkenndi að hafa verið með sams konar byssu í umrætt sinn. Magnús Jónas Guttormur hefur skýrt frá því, að þeir ákærði hafi á leið sinni í umrætt skipti um hverfi þetta komið auga á mann í Broagergade, er stóð við hliðina á bifreið sinni. Gekk ákærði yfir götuna til mannsins, en Magnús Jónas Guttormur kveðst hafa verið kyrr á gangstéttinni. Kom til orðaskipta milli þeirra, sem Magnús Jónas Guttormur kveðst ekki hafa heyrt. Sá hann, að ákærði tók loftskammbyssu sína og beindi henni að manninum. Maðurinn hélt áfram að fægja rúður bifreiðar sinnar, og kveður Magnús Jónas Guttormur ákærða hafa kallað til sín og sagt á ensku: „John, komdu hérna“. Kveðst Magnús Jónas Guttormur hafa komið yfir að bifreiðinni. Hafi hann verið hræddur um, að lögreglunni yrði tilkynnt um þetta og beðið ákærða að koma strax burt. Hlupu þeir síðan eftir götunni í áttina til Valdemarsgaðe og námu þar staðar, enda urðu þeir ekki varir við, að þeim væri veitt eftirför. Á meðan þeir dvöldust 913 þarna, var allt í einu tekin ljósmynd af ákærða með „flash“. Varð þeim mjög hverft við þetta og héldu heim til sín. Daginn eftir kveðst Magnús Jónas Guttormur hafa séð í blöðunum frétt um það, er gerzt hafði, og einnig myndina. Sýndi hann ákærða þetta. Voru viðbrögð hans þau, að hann lýsti því yfir, að hann ætlaði að reyna að útvega sér reglulega skammbyssu, því að lögreglan skyldi ekki ná sér lifandi. Kveðst Magnús J ónas ekki vita, hvort ákærði hafi hugsað sér þetta sem sjálfsmorð eða sem árás á lög- regluna, ef til handtöku kæmi. Magnús Jónas Guttormur kveðst þó hafa getað talið ákærða ofan af þessu og bent honum á um leið, að nú gæti hann gert alvöru úr fyrri ákvörðun sinni að fara til Íslands aftur. Féllst ákærði á þetta, og pantaði Magnús Jónas Guttormur far fyrir hann með flugvél. Fylgdi hann honum á flugvöllinn, en ákærði ætlaði með flugvél kl. 1700 um daginn. Ákærði hefur staðfest það, er að framan greinir. Kveðst hann hafa farið frá Kaupmannahöfn með flugvél síðdegis hinn 7. janúar hingað til lands. Hafði hann byssuna meðferðis, og kveðst hann hafa selt hana í Reykjavík leigubílstjóra, sem hann ekki þekkir, fyrir 1.300 kr. Eftir dvöl í Reykjavík fór ákærði vestur í Bol- ungarvík, þar sem faðir hans býr, en þar var hann handtekinn 13. janúar s.l. og úrskurðaður í gæzluvarðhald. Þegar ákærða var birt ákæran við þingfestingu málsin, tók hann fram varðandi I. A-þátt í ákæru, að hann hafi aldrei beitt líkamlegu ofbeldi í þau skipti, er þar greinir. Þá kvað hann það ekki rétt, er í B-þætti greinir, að þeir Magnús Jónas Guttormur Sigurðsson hafi sammælzt um atferli það, er þar er rakið. Þeir hafi ekkert verið búnir að tala sig saman um þetta áður. Varð- andi III. lið tók ákærði fram, að hann hafi einskis áfengis verið búinn að neyta og því ekki verið með áfengisáhrifum við akstur- inn. Að öðru leyti viðurkenndi ákærði að hafa gerzt sekur um atferli það, er í ákæru greinir. Þá tók ákærði fram, að þetta hafi allt verið meira og minna í þoku fyrir sér, þar sem hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og af pillum, þ. e. valium 10 og svefntöflum. Kveðst ákærði hafa fengið pillurnar hjá samtökum bindindismanna, er kallast „Linken“. Með játningu ákærða og öðrum gögnum Í máli þessu telst sannað, að ákærði hafi í þau skipti, er í 2—4. lið A hér að framan greinir, haft fé af mönnum þeim, er þar getur, með því að beina að þeim byssu og ógna þeim með henni og gert tilraun til slíks verknaðar með atferli því, er greinir í 1. lið þessa þáttar. Enn fremur er sannað með játningu ákærða og öðrum gögnum, 58 914 að hann hafi ásamt Magnúsi Jónasi Guttormi ráðizt að manni þeim, er í 1. lið B greinir, með líkum hætti og rænt af honum veski hans og enn fremur gert tilraun til að ræna mann þann, er í 2. lið þáttar þessa greinir. Heimfærist þetta atferli ákærða undir 252. gr., sbr. 2. tl. 5. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940, sbr. þó 1. mgr. 20. gr. sömu laga, að því er warðar verknaðina í 1. lið A og 2. lið B. Loks er sannað með játningu ákærða, að hann tók að ófrjálsu reiðhjól það, er að framan greinir, og notaði það, eins og þar er rakið. Eigi er fram komið, að ákærði hafi tekið reiðhjólið í þeim tilgangi að kasta eign sinni á það, og ákærði skildi það eftir á stað, þar sem það var auðfundið. Þykir því þetta atferli ákærða varða við 2. mgr. 259. gr., sbr. '2. tl. 5. gr. almennra hegningarlaga. Krafa um málshöfðun frá eiganda reiðhjólsins á hendur ákærða vegna þessa atferlis hans hefur ekki komið fram, en í 4. mgr. nefndrar lagagreinar segir, að mál út af brotum á 2. og 3. mgr. greinarinnar skuli því aðeins höfða, að sá kreifist þess, sem mis- gert var við. Verður ákærða samkvæmt þessu eigi gerð refsing fyrir þetta brot sitt. Ill. Laugardaginn 13. ágúst 1966, kl. 0200, er lögreglumenn voru við umferðareftirlit á lögreglubifreið á Lækjarteigi hér í borg, veittu þeir athygli bifreiðinni R 16318, sem kom. akandi með bið- ljósum eftir götunni. Stöðvuðu þeir bifreiðina og höfðu tal af ökumanni, sem var ákærði Halldór Ólafsson. Virtist þeim hann vera undir áhrifum áfengis. Lagði sterka áfengislykt frá vitum ákærða, augu hans voru gljáandi, málfar loðið og hreyfingar óstöðugar að sögn lögreglumannanna. Ákærði var færður á lög- reglustöðina. Var gert þar á honum öndunarpróf til að kanna áfengisneyzlu, og sýndi það 3—4 stig. Við yfirheyrslu hjá lög- regluvarðstjóra skýrði ákærði frá því, að hann hefði verið að koma á bifreiðinni frá veitingahúsinu Klúbbnum við Lækjarteig og verið á leið að Múla við Suðurlandsbraut. Þá viðurkenndi ákærði að hafa drukkið um 2 tvöfalda skammta, „sjússa“, af brennivíni að Múla um kl. 2300, og kvaðst hann hafa verið einn við drykkjuna. Ákærði játaði og að hafa fundið lítils háttar til áfengisáhrifa við aksturinn. Hann kvaðst hafa sofið 2 klukku- stundir nóttina áður og verið þá lítils háttar við áfengisdrykkju. Um útlit ákærða og önnur einkenni á honum segir í varðstjóra- skýrslu, að áfenigisþefur af andardrætti hafi verið talsverður, and- 915 lit þrútið, augu rauð, jafnvægi stöðugt, málfar skýrt, framburður (frásögn) greinargóður og fatnaður snyrtilegur. Ákærði var færður á slysavarðstofuna og tekið þar úr honum blóðsýnishorn til alkóhólrannsóknar. Fyrir dómi hefur ákærði staðfest það, að hann hafi í framan- greint skipti verið að koma frá veitingahúsinu Klúbbnum og verið á leið að Múla við Suðurlandsbraut. Hins vegar hefur hann skýrt frá því, að hann hafi ekki bragðað áfengi, áður en hann hóf aksturinn, og neitar að hafa verið með áfengisáhrifum. Kveðst hann hafa viðurkennt áfengisneyzluna hjá lögregluvarð- stjóra einvörðungu vegna þess, að hann hafi verið hræddur um að verða settur í fangageymslu, ef hann gerði það ekki. Í blóðsýnishorninu, sem tekið var úr ákærða, fundust reducer- andi efni, er samsvara 1.12%, af alkóhóli. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknarinnar á blóðsýnis- horninu úr ákærða, framburði hans hjá lögregluvarðstjóra og öðrum gögnum Í máli þessu telst sannað þrátt fyrir neitun ákærða fyrir dómi, að hann hafi verið með áfengisáhrifum við akstur bifreiðarinnar R 16318 í skilningi áfengis- og umferðarlaga í um- rætt sinn. Varðar þetta atferli ákærða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Í vottorði Jakobs Jónassonar læknis, dags. 10. þ. m., segir svo um ákærða: „Eftir beiðni yðar, þann 9/5 1968, læt ég yður hér með í té þær upplýsingar, að Halldór Ólafsson, fæddur 9/4 1936, til heimilis að Miðstræti 7, Bolungarvík, hefur dvalizt á Flókadeild Kleppsspítalans frá 9/2 1968 vegna ofneyzlu áfengis og deyfi- lyfja. (Abusus Alcoholi et Medicaminorum)“. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Rétt þykir, að til frádráttar refsingunni komi 7 dagar, sem ákærði sat í gæzluvarðhaldi. Þá ber samkvæmt 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og 81. gr. um- ferðarlaga að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms þessa, með því að um ítrekað brot hans er að ræða, sbr. dóminn frá 25. apríl 1966, er hér að framan greinir. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, er þykja hæfilega ákveðin kr. 5.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Lúð- víkssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. 916 Skaðabótakröfur hafa ekki verið hafðar uppi gegn ákærða í máli þessu. Dómsorð: Ákærði, Halldór Ólafsson, sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Til frádráttar refsingunni komi 7 gæzluvarðhaldsdagar. Ákærði skal sviptur ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms bessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknar- laun til ríkissjóðs, kr. 5.000.00, og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Þorvalds Lúðvíkssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 16. júní 1969. Nr. 106/1969. Kristinn Sölvason gegn Ísbirninum h/f. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 28. mai 1969, er barst Hæstarétti 4. júní 1969, hefur sóknaraðili kært til Hæstaréttar samkvæmt heimild í 21. gr., 1. b., laga nr. 57/1962 frávisunardóm sjó- og verzl- unardóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp hinn 17. maí 1969, í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Krefst sóknar- aðili þess, að frávísunardómurinn verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að leggja efnisdóm á sakarefnið. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Sóknaraðili sækir í héraði kaupkröfu, sem reist er á kjara- samningi ýmissa stéttarfélaga yfirmanna á fiskiskipum og Landssambands íslenzkra útvegsmanna frá 29, desember 917 1963 og viðbótarsamningi 26. febrúar 1965. Verður að telja almennum dómstólum rétt að meta öll atriði, er kaupkröf- una varða, og skýra að því leyti ákvæði greindra samninga, þar á meðal hvort breyting hafi orðið á þeim siðar. Ber því að fella hinn kærða dóm úr gildi og vísa málinu til héraðs- dóms til löglegrar meðferðar og efnisdóms. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 17. maí 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 7. þ. m., hefur Kristinn Sölvason stýrimaður, hér í borg, höfðað fyrir sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 30. júlí s.l., á hendur Ís- birninum h/f hér í borg, til greiðslu á skuld að fjárhæð kr. 8.903.09 með 8% ársvöxtum frá 21. maí 1968 til greiðsludags og máls- kostnaði að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Ís- lands. Þá hefur stefnandi krafizt sjóveðs í m/b Ásbergi, RE 22, til tryggingar dómkröfunum. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Málavextir eru þeir, að stefnandi var ráðinn II. stýrimaður á skip stefnda, m/s Ásberg, RE 22, á netjaveiðar á tímabilinu 12. febrúar til 21. maí 1968. Er ágreiningslaust, að m/s Ásberg sé 316 rúmlestir. Við uppgjör, er stefnanda var afhent, var hásetahlutur greint tímabil kr. 66.568.81, og var stefnanda sem II. stýrimanni reikn- aður 114 hásetahlutur af þeirri fjárhæð svo og kaup og orlof. Er útreikningur þessi svohljóðandi: 114 hásetahlutur .. ... sr... Kr. 74.889.91 Kaup 12. febrúar til 91. maí, 100 dagar á á kr. 20.80 — 2.080.00 TY Olof... — 5.388.00 Kr. 82.357.91 918 Stefnandi telur, að betta uppgjör sé rangt, þar sem sér beri 114 hásetahlutur. Er útreikningur hans í samræmi við það þannig: 1% hásetahlutur .. .. .. .. .. .. kr.83.211.00 Kaup .. .. 2... 2... 0... — 2.080.00 Orlof.. 0... 0. 5.970.00 Kr. 91.261.00 Í vertíðarsamningi, sem gerður var hinn 29. desember 1963, milli ýmissa stéttarfélaga yfirmanna á fiskiskipum, þar á meðal Skipstjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar, sem ágreiningslaust er, að stefnandi sé félagi í, og Landssambands íslenzkra útvegs- manna, sem ágreiningslaust er, að stefndi sé aðili að, er svofellt ákvæði í d-lið 1. gr. um skiptakjör skipstjóra og stýrimanna á útilegubátum á veiðum í þorskanet: „Útilegubátar á netum: Skipstjóri .. 2... 0... 4.92% I. stýrimaður .. .... .......... 2. 3.69% Il. stýrimaður .. ........ 0... 8.07%00. Þá er í 2. mgr. 4. gr. samningsins svofellt ákvæði: „Þó skal hlutur skipstjóra skv. 1—4. gr. aldrei vera minni en tveir hásetahlutir, hlutur I. stýrimanns ekki minni en 17 háseta- hlutur og hlutur II. stýrimanns ekki minni en 1% hásetahlutur“. Í b-lið 2. gr. síldveiðisamnings sömu aðilja, sem gerður var á sama tíma, er ákvæði um skiptakjör II. stýrimanns á skipum allt að 300 rúmlestum, en ekki virðist þar hafa verið gert ráð fyrir stærri skipum. Í niðurlagi ákvæðis þessa segir svo: „Þó skal II. stýrimaður aldrei hafa minna en 1 hásetahlut“. Hinn 26. febrúar 1965 gerðu aðiljar þessir með sér samning um viðbætur og breytingar á síldveiði. og vertíðarsamningum frá 29. desember 1983. Var m. a. bætt nýrri grein inn í vertíðar- samninginn um skiptakjör, þegar veitt er í hringnót. Er greinin svohljóðandi: „Á skipum, sem stunda þorsk, ýsu eða ufsaveiðar með hringnót, skal skipstjóri hafa 7.78% af brúttóafla skipsins, þó aldrei minna en tvo hásetahluti. Kjör stýrimanna skulu vera sem hér segir: 919 Á skipum undir 60 rúml. 38.0% 10 menn I. stýrim. 5.70% - — 60 — 38.0% 10 — II. — 4.715% - — 60 að 120 — 365% 11 — 1. — 4.98% - — 60 að 120 — 36.5% 11 — II. — 4.15% - — 120 að 240 — 355% 12 — Í. — 4449 - — 120 að 240 — 355% 12 — Íl. — 3.70% - — 240 að 300 — 3T55% 138 — 1. — 4.10% - — 240 að 300 — 3T55% 13 — I. — 3.41% - — 300 að 500 — 35.0% 14 — 1. — 3.75% - — 300 að 500 — 35.0% 14 — Í. — 2.81% Þó skal hlutur Í. stýrimanns aldrei vera minni en 17 háseta- hlutur, II. stýrimanns 1% hásetahlutur, nema á bátum yfir 300 rúml. 1%% hásetahlutur. Auk ofanritaðs skal greiða skipstjóra og stýrimönnum kr. 446.00 á mánuði í fast kaup. Sé afli saltaður um borð, skal hundraðshluti framangreindra aðila lækka í sama hlutfalli og hundraðshluti hvers háseta lækkar, þegar fjölgað er um menn“. Þá var í viðbótarsamningi þessum tekið viðbótarákvæði við 2. gr. síldveiðisamningsins um kjör II. stýrimanns á skipum 300 að 500 rúmlestum. Er það svohljóðandi: „Á skipum 300 að 500 rúml. 9.89 af hundraði brúttó söluverðs afla, og auk þess kr. 446.00 í fast kaup á mánuði“. Hinn 12. maí 1967 ritaði Landssamband íslenzkra útvegs- manna Skipstjóra og stýrimannafélaginu Öldunni svohljóðandi bréf: „Nýlega hafa komið til landsins bátar, sem eru yfir 300 rúm- lestir að stærð, og eiga þeir lögum samkvæmt að hafa tvo stýri- menn. Í samningum vorum frá 29. desember 1963 og viðbót við þann samning, frá 26. febrúar 1965, eru ekki ákvæði um laun ll. stýri- manns á þorskveiðum með netum. Með tilliti til þess, að 2 bátar, sem eru yfir 300 rúmlestir að stærð, voru gerðir út frá Reykjavík til þorskveiða með netum á þessari vetrarvertíð, viljum vér leggja til, að laun II. stýrimanns verði ákveðin 114 hásetahlutur, eða hundraðshluti af afla, sem jafngilti 114 hásetahlut. Væru það sömu laun og II. stýrimaður hefur á þessari stærð báta á síldveiðum. Svar við þessu erindi voru óskast hið allra fyrsta“. Í svarbréfi Skipstjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar, sem dagsett er hinn 22. maí 1967, segir svo: 920 „Höfum móttekið bréf yðar, dags. 12. 5. 1967. Stjórnarfundur haldinn föstudaginn 19. 5. 1967 fellst á, að kaup viðkomandi verði 2.89% af brúttóaflaverðmæti, þó aldrei minna en 114 hásetahlutur“. Það mun nú hafa verið á árinu 1967 sem ágreiningur reis milli Skipstjórafélags Norðlendinga og Landssambands íslenzkra út- vegsmanna um skilning á ákvæðum síldveiðisamningsins frá 29. desember 1963 og ákvæðum viðbótarsamnings þess frá 26. febrúar 1967, sem áður er frá greint, að því er varðaði kjör II. stýrimanns við síldveiðar á skipum 300 að 500 rúmlestum að stærð. Dómur gekk í Félagsdómi hinn 19. desember 1967, og varð niðurstaða hans sú, að ákvæði b-liðs 2. gr. síldveiðisamningsins frá 29. des- ember 1963 skyldi gilda við ráðningarsamninga II. stýrimanns við síldveiðar á skipum af þessari stærð. Kröfur stefnanda í máli því, sem hér er fyrir dómi, eru byggðar á því, að samkvæmt ákvæði 2. mgr. 4. gr. vertíðarsamningsins frá 29. desember 1963 beri stefnanda sem II. stýrimanni ekki minna en 17 hásetahlutur fyrir störf hans hjá stefnda á greindu tíma- bili. Til stuðnings kröfu stefnanda er bent á niðurstöðu Félags- dóms í fyrrgreindu máli. Þá hefur því verið haldið fram af hálfu stefnanda við munnlegan flutning málsins, að ekki hafi verið hægt að breyta vertíðarsamningnum rema með nýjum kjara- samningi, en það hafi ekki verið gert, enda skapi bréfaskipti þau, sem fram fóru milli Skipstjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar og Landssambands íslenzkra útvegsmanna ekki nýjan kjarasamn- ing fyrir félagsmenn þessara félaga. Sýknukrafa stefnda er á því byggð, að með bréfaskiptum Skip- stjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar og Landssambands Íís- lenzkra útvegsmanna, sem rakin voru, hafi komizt á bindandi samningur um kjör II. stýrimanns á útilegubátum að veiðum með borskanetjum milli stéttarfélaga aðilja máls þessa. Gert hafi verið upp við stefnanda í samræmi við það og eigi stefnandi því ekki frekari kröfur á hendur stefnda. Eins og efni máls þessa liggur fyrir, þá byggist úrlausn þess á því, hvort með fundarsamþykkt Skipstjóra og stýrimannafélags- ins Öldunnar og bréfaskiptum stjórnarinnar og Landssambands íslenzkra útvegsmanna hafi verið gerð breyting á vertíðarsamn- ingnum frá 29. desember 1963. Þykir hér vera um slíkt grund- vallarágreiningsefni að ræða varðandi gerð kjarasamninga, að úrlausn þess beri undir Félagsdóm sem sérdómsmál samkvæmt ákvæði 2. tl. fyrri málsgreinar 44. gr., sbr. 47. gr. laga nr. 80/ 921 1938. Samkvæmt því þykir rétt að vísa máli þessu sjálfkrafa frá dómi, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Eggert Kristjánssyni, löggiltum endur- skoðanda, og Guðmundi Hjaltasyni skipstjóra. Dómsorð: Máli þessu er sjálfkrafa vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 16. júní 1969. Nr. 110/1969. Hafsteinn Jóhannsson (Tómas Árnason hrl.) gegn Skiptaráðandanum í Kópavogi og Birni Sveinbjörnssyni f. h. þrotabús Stálskipasmiðjunnar h/f (Björn Sveinbjörnsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skiptamál. Dómur Hæstaréttar. Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti í Kópavogi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 11. júní 1969, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu s. d. og krafizt þess, að stefndu verði dæmt að greiða honum kr. 285.194.88 ásamt 7% ársvöxtum frá 24. janúar 1968 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Hinn 5. maí 1966 lánaði áfrýjandi Stálskipasmiðjunni h/f kr. 300.000.00 til bráðabirgða, og skyldi fjárhæð þessi ásamt 922 8% ársvöxtum endurgreiðast af fé því, sem Stálskipasmiðj- an h/f átti ógoldið hjá Flóabátnum Baldri h/f. Var atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu sem greiðsluaðilja vegna Flóa- bátsins Baldurs h/f tilkynnt þetta samstundis. Kvaðst ráðu- neytið eigi telja að óbreyttu ástandi nein vandkvæði á þessari ráðstöfun á nefndri innstæðu hjá því, ef um hana yrði að tefla. Hinn 5. maí 1966 hafði áfrýjandi greitt Stálskipasmiðjunni h/f meira en umsamið smiðisverð skips þess, sem skipa- smiíðastöð þessi hafði í smiðum fyrir hann, og eftir þann tíma innti áfrýjandi af hendi til Stálskipasmiðjunnar all- miklar fjárhæðir, að því er séð verður, án tryggingar. Stálskipasmiðjan h/f varð gjaldþrota hinn 17. október 1966. Af þeim sökum greiddi atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið innstæðu skipasmíðastöðvarinnar vegna Flóa- bátsins Baldurs h/f til skiptaráðandans í Kópavogi, kr. 285.194.88. Með tilkynningu Stálskipasmiðjunnar h/f til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins hinn 5. maí 1966 um greiðslu til áfrýjanda á innstæðu skipasmíðastöðvarinnar hjá ráðu- neytinu vegna Flóabátsins Baldurs h/f stofnaðist áfrýjanda til handa veð í nefndri innstæðu, handveðsréttar eðlis. Hand- veðsréttarigildi þetta var sett til tryggingar láni, sem stofnað var á sama tíma, Var það gilt samkvæmt 20. gr. laga nr. 25/ 1929 um gjaldbrotaskipti, enda viðhafði áfrýiandi, eins og málavöxtum var háttað, eigi slíkt atferli, er firrti hann rétti til handveðsigildisins. Ber því að dæma hina stefndu til að greiða áfrýjanda hina kröfðu fjárhæð ásamt vöxtum og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 60.000.00. Dómsorð: Stefndu, skiptaráðandinn í Kópavogi og Björn Svein- björnsson f. h. þrotabús Stálskipasmiðjunnar h/f, greiði áfrýjanda, Hafsteini Jóhannssyni, kr. 285.194.88 ásamt 7% ársvöxtum frá 24. janúar 1968 til greiðsludags og 9 925 svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 60.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Úrskurður skiptadóms Kópavogs 20. janúar 1969. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar að loknum munnleguin flutningi þess, hinn 16. þ. m., hefur Tómas Árnason hæstaréttar- lögmaður f. h. Hafsteins Jóhannssonar kafara, Narfastöðum í Melasveit, höfðað gegn þrotabúi Stálskipasmiðjunnar h/f í Kópa- vogi með bókun í skiptarétti Kópavogs hinn 2. september 1968 um, að hann sætti sig ekki við þá tillögu skiptaráðanda, sem þann dag var lögð fyrir skiptafund sem frumvarp að úthlutunargerð, að krafa Hafsteins að fjárhæð kr. 285.194.88 samkvæmt ávísun frá 5. maí 1966 greiðist sem almenn krafa úr þrotabúinu, heldur fái hann greiðslu fjárhæðar þessarar að fullu úr búinu utan skuldaraðar. Allir aðrir kröfuhafar í búinu, sem mættu á skipta- fundi þessum, mótmæltu kröfu þessari, og varð samkomulag um, að málið yrði lagt undir úrskurð og að skiparáðandi sæi um, að haldið yrði uppi vörnum fyrir búið. Réð skiptaráðandi Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmann til að sjá um málið fyrir hönd þrotabúsins. Kom málið síðan fyrir rétt hinn 3. desember 1968 með framlagningu greinargerðar af hendi sóknaraðilja ásamt nokkrum öðrum skjölum, en í sama þinghaldi lagði lögmaður varnaraðilja einnig fram greinargerð og nokkur skjöl. Forsaga máls þessa er sú, að á árinu 1961 var hlutafélagið Stálskipasmiðjan stofnsett í Kópavogi með 300.000.00 króna hluta- fé. Á árinu 1963 smíðaði fyrirtækið fyrsta skip sitt, m/s Dímon, 25 lestir, en í október 1964 var hafin smíði á m/s Baidri, Flóa- bát fyrir Breiðafjörð, og lauk henni vorið 1966. Þriðja nýsmíði fyrirtækisins var bátur fyrir sóknaraðilja máls þessa, en á þeirri nýsmíði var byrjað síðsumars 1965. Þegar Baldri var hleypt af stokkunum, var bolur skips þess, sem byrjað hafði verið á fyrir Hafstein, að einhverju leyti smíðaður í skipasmíðastöðvarhúsinu fyrir innan Baldur. Var síðan haldið áfram með smíði skipsins fyrir Hafstein, svo sem nánar verður vikið að síðar, en Hafsteinn hafði, áður en verulegur skriður komst á smíði skips hans, greitt mikið fé inn til Stálskipasmiðjunnar h/f. (Hinn 31. desember 1965 kr. 3.011.553.99 samkvæmt reikningum Stálskipasmiðjunnar 924 h/f). Á árinu 1965 er gerður samningur við Þórð Óskarsson á Akranesi um nýsmíði nr. 4, og hafði hann greitt Stálskipasmiðj- unni h/f kr. 2.960.000.00 hinn 31. desember 1965 upp í smíðina (þar af mun um helmingur hafa verið efni) samkvæmt reikning- um Stálskipasmiðjunnar h/f. Hinn 17. október 1966 óskaði stjórn Stálskipasmiðjunnar h/f eftir gjaldþrotaskiptum á búi félagsins. Var úrskurður um gjaldþrotaskipti kveðinn upp samdægurs og innköllun til skuldheimtumanna gefin út sama dag. Hafði Haf- steinn Jóhannsson þá rétt áður sjálfur tekið skip sitt út úr skipa- smíðastöðinni, ófullgert, og var síðan stofnað til sérstaks bæjar- þingsmáls milli hans og búsins um eignarrétt að skipinu. Dæmdist Hafsteinn eigandi skipsins, og var einróma samþykkt á skipta- fundi að áfrýja ekki þeim dómi. Samkvæmt frumvarpi því að úthlutunargerð, sem frammi liggur, reyndust eignir búsins að afloknum uppboðssölum vera kr. 3.439.891.56, en lýstar kröfur, sem ekki er ágreiningur um, kr. 14.061.023.61. Málavextir eru að öðru leyti þessir: Með samningi, dags. 8. júní 1965 (rskj. nr. 8 í máli þessu), sömdu sóknaraðili, Hafsteinn Jóhannsson, og Stálskipasmiðjan h/f um smíði skips fyrir sóknar- aðilja. Fyrir skipið fullsmíðað skyldi sóknaraðili greiða Stál- skipasmiðjunni h/f kr. 5.070.000.00, en sjálfur skyldi sóknaraðili leggja til aðalvél skipsins með skrúfubúnaði, áttavita, talstöðvar, hjálparvél, vindudælur o. fl. hjálpartæki. Ákvæði var um breyt- ingar samningsverðs vegna breytinga á kostnaði við vinnu og efni eftir nánari ákvæðum í smíðasamningi. Skipið skyldi af- henda fullbúið hinn 15. desember 1965, en um leið skyldi ljúka síðustu (greiðslu fyrir smíðina. Svo sem að framan er frá greint, hafði verkkaupi (sóknaraðili í máli þessu) greitt í árslok 1965 upp í smíðina kr. 3.011.553.00, en smíði skipsins var þá mjög stutt á veg komin, þótt umsaminn afherndingardagur væri þá fyrir nokkru liðinn. Er þessi fjárhæð samkvæmt reikningum Stál- skipasmiðjunnar h/f. Samkvæmt yfirliti sóknaraðilja á aðilja- skýrslu, sem lögð hefur verið fram í máli þessu á rskj. nr. 9, hafði hann fyrir 5. maí 1966 greitt Stálskipasmiðjunni samkvæmt smíðasamningi þeim, sem að framan er greint frá, kr. 5.492.825.00, en samkvæmt reikningsyfirliti Stálskipasmiðjunnar h/f á rskj. nr. 10 hafði Hafsteinn Jóhannsson fyrir hinn 5. maí 1966 greitt sam- tals kr. 5.498.255.00. Það er því ekki deila um, að fyrir 5. maí 1966 hafi Hafsteinn Jóhannsson verið búinn að greiða Stálskipa- smiðjunni h/f tæplega 5% milljón króna upp í skipið. Ljóst er af skjölum málsins, að því fór víðs fjarri, að skipið væri fullgert 925 um þetta leyti, en samkvæmt framburði Ólafs Hreiðars Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stálskipasmiðjunnar, í bæjarþingi Kópavogs 5. júlí 1967 (rskj. nr. 12) taldi hann smíði skipsins nálægt hálfnaða um miðjan apríl 1966, en auk þess hafi þá þegar verið búið að kaupa nokkurt efni til framhalds smíðanna. Sam- kvæmt aðiljaskýrsiu sóknaraðilja (rskj. nr. 9) var fyrirtækið (Stálskipasmiðjan h/f) raunverulega stopp í marz 1966 og hon- um þá ljóst, að peningar þeir, sem hann var þá búinn að greiða, hefðu að miklu leyti farið í Flóabátinn Baldur. Kemur það heim við framburð framkvæmdastjórans í bæjarþingi Kópavogs 5. júlí 1967, sem að framan er frá greint. Það verður því úr, að sóknar- aðili lánar Stálskipasmiðjunni hinn 5. maí 1966 kr. 300.000.00 til að halda áfram smíði skipsins gegn því, að skuldari ávísi jafn- framt á greiðslu þá, sem hann taldi sig eiga von á af framlagi ríkissjóðs til smíði Flóabátsins Baldurs, með 8% ársvöxtum af skuldinni. Hefur skuldaviðurkenningin verið lögð fram í máli þessu sem rskj. nr. 2. Í máli þessu er ekki deilt um gildi skulda- viðurkenningarinnar eða að féð hafi runnið til Stálskipasmiðjunn- ar h/f, heldur um það, hvort ávísun sú á greiðslu ríkissjóðs- framlags til Flóabátsins Baldurs skuli gilda eftir gjaldþrot ávís- andans, Stálskipasmiðjunnar h/f. Sóknaraðili rökstyður kröfu sína um að fá ávísunarfjárhæðina greidda utan skuldaraðar úr búinu ásamt vöxtum og málskostn- aði með því, að hann hafi orðið löglegur eigandi að innstæðu Stálskipasmiðjunnar h/f hjá ríkissjóði, að svo miklu leyti sem til þyrfti, til að hann fengi lánið endurgreitt og innstæðan hrykki til, þegar forstjóri Stálskipasmiðjunnar h/f gaf fyrirmæli um, að féð skyldi greiðast til hans, og samgöngumálaráðuneytið lofaði, að svo skyldi gert. Það hafi gerzt samtímis, að hann greiddi af höndum kr. 300.000.00 og eignaðist ávísun á innstæðu hjá sam- göngumálaráðuneytinu. Hann kveður viðskipti þessi eðlileg í alla staði, þar sem það viðgengst mjög, að ávísanir af ýmsu tagi séu notaðar í skiptum manna. Þess vegna verði ávísun þessi ekki heimfærð undir hugtakið óvenjulegur gjaldeyrir í 19. gr. laga nr. 25/1929. Hann kveðst álíta, að forstjóri Stálskipasmiðjunnar h/f hafi ekki vitað betur en að félagið ætti fyrir skuldum um þessar mundir og því síður hafi vakað fyrir honum nein ívilnun til handa honum. Hann kveðst hafa haft fulla ástæðu til að ætla, að Stálskipasmiðjan h/f ætti fyrir skuldum. Bæði hafi fyrirtækið miklar eignir, að því er wirtist, og auk þess hafi fyrirtækið virzt vera virt, sem skýrast hafi komið fram í því, að Flóabáturinn 926 Baldur h/f trúði því fyrir smíði skips, en auk þess hafi Stjórnar- ráðið verið svo mikið viðriðið samningana um smíðina og fram- kvæmd hennar, að eðlilegt væri, að maður í hans aðstöðu teldi ekki athugavert að skipta við slíkan aðilja. Rekstrarfjárskortur hafi verið svo almennur um þetta leyti, að ekkert einsdæmi væri, þótt Stálskipasmiðjan h/f ætti í rekstrarfjárörðugleikum. Auk framangreindrar skuldaviðurkenningar og ávísunar á rskj. nr. 2 hafa þessi gögn verið fram lögð til stuðnings kröfu sóknaraðilja: 1. Bréf Stálskipasmiðjunnar h/f, dags. 5. maí 1965, til sam- göngumálaráðuneytisins, þar sem frá því er skýrt, að Hafsteinn Jóhannsson hafi þann dag lánað Stálskipasmiðjunni h/f kr. 300.000.00 til bráðabirgða og að fé þetta ásamt 8% vöxtum greiðist til baka af þeirri upphæð, sem Stálskipasmiðjan h/f eigi ógreidda hjá Flóabátnum Baldri h/f, og óskist fjárhæðin greidd til Tómasar Árnasonar hæstaréttarlögmanns (vegna Hafsteins Jóhannssonar). 2. Bréf Kristins Gunnarssonar hæstaréttarlögmanns, dags. 23. ágúst 1968, til Tómasar Árnasonar hæstaréttarlögmanns, þar sem staðfest er, að um það leyti, sem Hafsteinn Jóhannsson lánaði Stálskipasmiðjunni h/f kr. 300.000.00, sbr. yfirlýsingu félagsins hinn 5. maí 1966, hafi þeir hæstaréttarlögmennirnir ræðzt við og Tómas þá spurt, hvort ekki mundi vera í lagi, að þetta lán yrði endurgreitt af innstæðu skipasmíðastöðvarinnar hjá Flóabátnum Baldri h/f vegna smíði Flóabáts, en Kristinn svaraði því til, að hann teldi ekki nein vandkvæði á því að óbreyttu ástandi, ef um innstæðu yrði að ræða. Jafnframt er tekið fram, að eftir upp- kvaðningu gerðardóms út af smíði skipsins hafi skipasmíðastöðin reynzt eiga ógreidda talsverða fjárhæð, sem afhent hafi verið skiptaráðandanum í Kópavogi, þar sem Stálskipasmiðjan h/f hafi þá verið orðin gjaldþrota. Samkvæmt bréfi samgöngumála- ráðuneytisins til bæjarfógetans í Kópavogi (á rskj. nr. 5) reyndist innstæðan vera með vöxtum kr. 285.194.88, og var hún send bæjar- fógetanum sem skiptaráðanda þann dag vegna gjaldþrots Stál- skipasmiðjunnar h/f. 3. Hinn 3. desember 1968 kom Kristinn Gunnarsson hæsta- réttarlögmaður fyrir dóm sem vitni í sambandi við mál þetta. Kom þar fram, að vitnið hafði fjallað um ávísunarmál þetta í samgöngumálaráðuneytinu, sem bað starfar í. Einnig kom fram, að símasamband var haft við vitnið og því samráð við ráðuneytið, þegar ávísunin var gefin út. Aðspurt kveðst vitnið gera ráð fyrir, að samgöngumálaráðuneytið hefði greitt ávísunarfjárhæðina, ef 927 ekkert gjaldþrot hefði orðið, og einnig teldi það, að samgöngu- málaráðuneytið mundi hafa greitt sóknaraðilja ávísunarfjárhæð- ina, þótt Stálskipasmiðjan hefði krafizt fjárhæðarinnar til sín og bannað greiðslu til sóknaraðilja. Kvaðst vitnið telja, að ráðu- neytið hafi skuldbundið sig til að greiða sóknaraðilja ávísunar- fjárhæðina, en ekki Stálskipasmiðjunni, að óbreyttu ástandi, að svo miklu leyti sem innstæða væri fyrir hendi, og aðspurt skýrði það þýðingu orðanna „að óbreyttu ástandi“ þannig, að fyrirtækið hefði ekki orðið gjaldþrota. 4. Samgöngumálaráðuneytið hefur með bréfi, dags. 7. janúar 1969, til lögmanns þrotabúsins lýst því yfir, að það telji framan- sreindan framburð starfsmanns síns, Kristins Gunnarssonar, Í alla staði sannleikanum samkvæman. Svo sem að framan er frá greint, mótmæltu allir mættir kröfu- hafar á skiptafundi 2. september kröfu sóknaraðilja um forgangs- rétt kröfu hans til kr. 285.194.88 úr búinu og kröfðust þess, að málið yrði lagt undir úrskurð skiptaréttarins. Í greinargerð á rskj. nr. 6 gerir varnaraðili, þrotabú Stálskipasmiðjunnar h/f, kröfu um algera sýknu af kröfu sóknaraðilja og málskostnað sér til handa að mati réttarins. Varnaraðili rökstyður sýknukröfu sína með því, að hinn 5. maí 1966, þegar Hafsteinn Jóhannsson greiddi Stálskipasmiðjunni Þær kr. 300.000.00, sem um ræðir í máli þessu, hafi smiðjan raun- verulega verið gjaldþrota og hafi forsvarsmönnum hennar þá samkvæmt 2. málsgrein 1. gr. laga nr. 25 frá 1929 borið skylda til að gefa bú hennar upp til gjaldþrotaskipta. Þetta hljóti for- stjóranum að hafa verið ljóst. Stórkostlegt tap hafi orðið á rekstri Stálskipasmiðjunnar h/f á árinu 1965 og þó enn meira það, sem af var árinu 1966. Sóknaraðilja hljóti einnig að hafa verið það ljóst eftir það, sem á undan var gengið, að gjaldþrot hlytu að vera yfirvofandi. Hann hafi verið búinn að greiða miklu meira upp í verð skipsins en samningar gerðu ráð fyrir miðað við það, hve smíði þess var stutt á veg komin. Umræddar kr. 300.000.00 hafi átt að ganga til smíði skipsins og þar með hafi sóknaraðili verið að skapa sér tvöfalda tryggingu fyrir greiðslu þessari, annars vegar verðaukningu þá, sem verða mundi á skipinu við áfram- haldandi smíði þess og jafnframt ávísun á innstæðu Stálskina- smiðjunnar h/f hjá samgöngumálaráðuneytinu. Þannig sé ljóst, að ráðstöfun þessi miðaði í þá átt að bæta aðstöðu hans á kostnað annarra kröfuhafa í búið. Af þessum ástæðum hafi samningurinn verið ógildur samkvæmt 32. gr. laga nr. 7 frá 1936. En jafnvel 928 þótt talið yrði, að samningurinn hafi verið gildur, verði að telja, að ávísunin hafi fallið úr gildi við gjaldþrotaskiptin, þar sem ekki var búið að fá hana greidda. Ávísunin hafi ekki verið greiðsla og þar sem samgöngumálaráðuneytið hefði ekki skuld- bundið sig til að greiða hana, hvorki gagnvart Hafsteini né Stál- skipasmiðjunni h/f, hafi þar ekki verið um skuldabréf að ræða. Stálskipasmiðjan h/f hafi því hvenær sem var getað afturkallað ávísunina og bannað ráðuneytinu að greiða hana, en það hafi skiptaráðandi gert, eftir að búið var tekið til gjaldþrotaskipta, en þar með hafi sóknaraðilja verið skipað í flokk almennra kröfu- hafa. Við munnlegan flutning málsins bætti varnaraðili því við, að þótt samþykki ráðuneytisins yrði talið fólgið í þeim samtölum, sem lögmaður sóknaraðilja hafi átt við starfsmann ráðuneytisins, þá hafi það samþykki verið bundið tveimur skilyrðum: 1) að innstæða yrði fyrir hendi og 2) að óbreyttu ástandi, sem þýddi, að fyrirtækið yrði ekki gjaldþrota, áður en greiðsla færi fram. Fyrra skilyrðið hafi aðeins verið uppfyllt að nokkru leyti, en hið síðara alls ekki. Skulu nú raktar nokkrar staðreyndir úr skjölum málsins, sem varpa ljósi á raunverulegan efnahag Stálskipasmiðjunnar h/f á þeim tíma, sem marggreind lánveiting fór fram, og önnur atriði, er máli skipta: 1. Hlutafé var kr. 300.000.00 (rskj. nr. 7). 2. Í efnahagsreikningi 31. desember 1965 (saminn af endur- skoðanda, eftir að gjaldþrotaskipti hófust, rskj. nr. 7) eru áhöld bókfærð á kr. 578.324.33, en þau seldust á nauðungaruppboði fyrir rúmlega 600.000.00 krónur brúttó, og verkstæðisbygging á kr. 2.876.987.02, en hún seldist á nauðungaruppboði fyrir kr. 2.550.000.00. Skip nr. 2 (Baldur) er fært á kostnaðarverði, kr. 12.767.753.70, og var þá ekki lokið smíði. Á efnahagsreikningi þessum eru skuldir taldar kr. 1.716.766.33 umfram eignir (hluta- fé meðtalið skulda megin). Bókfært verð skipsins, kr. 12.767.753.70, var kr. 3.607.753.76 umfram samningsverð (rskj. nr. 8), en kr. 2.254.647.88 umfram samningsverð, er við það hafði verið bætt hækkunargreiðslum, kr. 1.100.000.00, og ikr. 253.105.88 samkvæmt gerðardómsákvörðun. Voru því skuldir umfram eignir samkvæmt niðurstöðu efnahagsreikningsins og þegar áfallins taps af smíði Baldurs hinn 31. desember 1965 kr. 3.971.414.11, eða kr. 3.671.414.11, er hlutafé er frá dregið. 3. Í sakadómsrannsókn út af gjaldþroti Stálskipasmiðjunnar h/f (rskj. nr. 11) segir Ólafur H. Jónsson, fyrrverandi forstjóri 929 Stálskipasmiðjunnar h/f, að hann hafi ekki gert sér grein fyrir, hve miklu tap á m/s Baldri hafi numið, en hann kveðst þó viss um, að tap á vinnu einni saman miðað við áætlun hafi eigi verið undir kr. 2.500.000.00, en auk þess hafi orðið verulegt tap á öðrum þáttum smíðinnar miðað við áætlun. Hann kvað þá félaga hafa gert sér grein fyrir því á árinu 1965, að tap yrði á smíði Baldurs, en það hafi ekki verið fyrr en í júní 1966, að þeir gerðu sér grein fyrir, hve gífurlegt tapið var. Í sömu sakadómsrannsókn segir annar stjórnarmaður í Stálskipasmiðjunni h/f, Bogi Þórir Guð- jónsson, að í áætlun um smíði Baldurs hafi verið reiknað með 36.000 vinnustundum með 80 króna meðalkaupi, en reynslan hafi orðið sú, að yfir 50.000 vinnustundir hafi þurft í skipið. Hann kveðst hafa reiknað með yfirborgunum (umfram 80 kr. á klst.), en reiknað með, að góð fagþekking og þjálfun mundi bera þær uppi, en reynslan varð önnur. Sami stjórnarmaður segir í saka- dómsrannsókninni, að á árinu 1965 hafi þeir tekið 1 milljón króna lán með 27 % mánaðarvöxtum, sem hann leiðrétti í bæjar þingi Kópavogs 4. apríl 1967 (rskj. nr. 12), að hafi verið 5% mánaðarvextir. 4. Í aðiljaskýrslu sóknaraðilja (rskj. nr. 9) kemur fram, að marggreint 300.000.00 króna lán var notað til að greiða ál (alum- iníum) og greiða vinnulaun vegna smíði skips hans. 5. Samkvæmt yfirliti um greiðslu sóknaraðilja vegna skipa- smíðinnar, rskj. nr. 10, greiddi hann samtals kr. 341.673.65 til Stálskipasmiðjunnar h/f vegna skipsins á tímabilinu 14. maí til 10. júní 1966. Er það í samræmi við aðiljaskýrslu sóknaraðilja. Samkvæmt gögnum þeim, sem að framan eru rakin, verður að telja sannað, að stjórnendum Stálskipasmiðjunnar h/f hlaut að vera ljóst hinn 5. maí 1966, að félagið átti þá hvergi nærri fyrir skuldum. Þótt þeir vegna vanrækslu í bókhaldi hefðu þá ekki fyrir hendi önnur fullkomin bókhaldsgögn en efnahagsreikning frá 31. desember 1964, þar sem jafnaðarreikningur var kr. 127.103.14 (yfir 40% íhlutafár þá tapað), þá var þeim ljóst, að aðeins tapið vegna vinnustundafjöldans við smíði Baldurs umfram áætlun nam að fjárhæð margföldu upphaflegu hlutafé félagsins. Þeir stunduðu þá engan atvinnurekstur samhliða skipasmíðinni, sem gaf þeim neitt tilefni til að búast við verulegum ágóða á móti tapi þessu, og engar líkur voru til skyndilegra stórfelldra verð- hækkana á eignum félagsins á þessu tímabili. Þeir voru þá búnir að taka milljónir króna í fyrirframgreiðslur upp í skip umfram það, sem í þau hafði verið lagt af félagsins hálfu, og að eigin 59 930 sögn höfðu þeir tekið okurlán, sem að ársvöxtum hafði numið tvöföldu upphaflegu hlutafé félagsins. Svo sem að framan er slegið föstu, var Stálskipasmiðjan h/f insolvent hinn 5. maí 1966, og stjórnendum hennar hlaut að vera það ljóst. Kemur þá til álita, hvort sóknaraðili hafði vitað það eða „að ætla megi“ eða „líkur séu til“, að hann hafi witað það. Í aðiljayfirheyrslu á rskj. nr. 12 skýrði sóknaraðili frá því, að um áramótin 1965— 1966 hafi sig verið farið að gruna, að pen- ingar, sem hann hafði greitt vegna síns skips, væru notaðir til að ljúka smíði Baldurs. Hafi Ólafur H. Jónsson forstjóri játað það fyrir sér, en sagt, að peningar Þórðar Óskarssonar yrðu not- aðir til að ljúka hans skipi, þessu yrði velt svona áfram (þessu neitar Ólafur H. Jónsson). Í aðiljaskýrslu á rskj. nr. 9 segir, að hinn 25. marz 1966 hafi báturinn verið miklu meira en greiðdur og þá hafi fyrirtækið verið raunverulega algerlega stopp, og raunar fyrr. Í sömu aðiljaskýrslu segir, að peningar þeir, sem sóknaraðili hafði þá áður greitt, hafi víst farið að miklu leyti í Flóabátinn Baldur, sem þá var í smíðum og afhentur seinni part- inn í marz 1966. Samkvæmt eigin framburðum sóknaraðilja var honum því ljóst 6 vikum fyrir lánveitinguna 5. maí 1966: 1) að hann hafði greitt milljónir króna umfram það, sem lagt hafði verið í skip hans þá, 2) að forstjóri Stálskipasmiðjunnar h/f hafði viðurkennt, að það fé hafði verið notað til smíði Baldurs, 3) að fyrirtækið var þá raunverulega stopp og 4) að forstjóri Stálskipasmiðjunnar h/f sagði honum, að hann ætlaði að ljúka smíði skips hans fyrir fé, sem Þórður Óskarsson greiddi. Sóknaraðilja hlaut að vera ljóst, að Stálskipasmiðjan h/f hafði ekki önnur verkefni með höndum en smíði Baldurs og skip hans sjálfs og hefði samning við Þórð Óskarsson. Án þess að fullyrt verði í þessum úrskurði, að sóknar- aðili hafi hinn 5. maí 1966 með allar þessar upplýsingar í hönd- um vitað, að Stálskipasmiðjan h/f ætti þá ekki fyrir skuldum, þykir þó ekki varhugavert að ætla, að hann hafi haft vitneskju um insolvens og þrot Stálskipasmiðjunnar h/f (lög nr. 7/1936, 32. gr.) og að líkur bentu til þess, að lánarðrottni hafi verið kunnugt um ástæður þrotamanns, þegar greiðsla eða ráðstöfun fór fram (lög nr. 25/1929, 23. gr.). Samkvæmt 32. gr. laga nr. 7/1936 og 23. gr. laga nr. 25/1929 þykir ekki varhugavert að slá því föstu, að sóknaraðili geti ekki borið fyrir sig marggreindan löggerning frá 5. maí 1966, og að hann sé riftanlegur samkvæmt 23. gr. laga nr. 25/1929, enda naut sóknaraðili fjárgreiðslunnar 931 frá 15. maí 1966 að fullu í verðaukningu skips síns, svo sem greint hefur verið frá. Þykir því þegar af þeirri ástæðu bera að sýkna þrotabú Stál- skipasmiðjunnar h/f af kröfum sóknaraðilja. Eftir atvikum, sérstaklega með tilliti til hins mikla vafa, sem telja má um úrslit deiluefnis í máli þessu, þykir rétt, að máls- kostnaður falli niður. Ályktunarorð: Þrotabú Stálskipasmiðjunnar h/f skal vera sýknt af kröfu sóknaraðilja, Hafsteins Jóhannssonar, í máli þessu um for- gangsrétt á kr. 285.194.88, en sú fjárhæð skal njóta sama réttar og aðrar viðurkenndar kröfur sóknaraðilja í þrotabúið, Þþ. e. sem almenn krafa. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 16. júní 1969. Nr. 112/1969. Valdstjórnin gegn Sveinbirni Gíslasyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 1969, er barst dóminum 12. júní 1969, og krafizt þess, að úrskurður sakadóms verði úr gildi felldur og hann látinn laus úr gæzluvarðhaldi. Þá krefst varnaraðili og kærumáls- kostnaðar. Eins og sakarefni og sönnunaratriðum máls er háttað, ber að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti málsins. 932 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 2. júní 1969. Ár 1969, mánudaginn 2. júní, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í gömlu bæjarþingsstofunni í hegningarhús- inu við Skólavörðustíg af Þórði Björnssyni yfirsakadómara, kveð- inn upp úrskurður þessi. Snemma að morgni 18. janúar 1968 fannst Gunnar Sigurður Tryggvason leigubifreiðarstjóri, Kambsvegi 8 hér í borg, látinn í bifreið sinni, R 461, á Laugalæk hér í borginni af völdum skot- sárs hægra megin í hnakka. Í bifreiðinni fannst skothylki og leiddi rannsókn rannsóknarlögreglunnar til þess álits, að kúlunni hefði verið skotið úr skammbyssu af gerðinni Smith ér Wesson, cal. 35. Eru þær byssur nú mjög sjaldgæfar. Hér á landi er aðeins vitað um, að ein slík byssa hafi verið til. Hafði eigandi hennar, Jóhannes heitinn Jósefsson, fyrrum eigandi Hótel Borgar, haft hana með sér frá Ameríku hingað til lands, líklega árið 1927, en árið 1965 hafði hann tilkynnt til lögreglunnar hvarf byssunnar. Kærði Sveinbjörn Gíslason bifreiðarstjóri, Sækambi á Seltjarn- arnesi, ók ieigubifreiðinni R 15612 frá Bæjarleiðum hér í borg fyrir þau hjónin Hallgrím Aðalbjarnarson og Lofteyju Káradóttur, Freyjugötu 25 hér í borg, frá því í maí 1967 þar til 6. marz s.l., en þann dag tóku þau hjónin bifreiðina af honum fyrirvaralaust. Síðar sama dag fundu þeir Hallgrímur og Snæbjörn Magnússon, Hólmgarði 46 hér í borg, skammbyssu, fullhlaðna 7 skotum, í læstu mælaborði bifreiðarinnar, þegar þeir voru að taka til þar. Var þetta byssa af gerðinni Smith ér Wesson, cal. 35. Sérfræðingur hjá alríkislögreglunni (FBI) í Bandaríkjunum hefur rannsakað byssu þessa og skothylkið, sem fannst í bifreið- inni R 461. Telur hann, að skothylkinu hafi verið skotið úr byssu þessari. Hinn 7. marz s.l. var gerð húsleit á heimili kærða Sveinbjörns, og fannst þá læstur peningakassi þar á stigapalli. Reyndust vera í honum meðal annars tvö skot. Var annað þeirra skammbyssu- skot Smith ár Wesson, cal. 35, eða af sömu gerð og skot þau, sem voru í fyrrgreindri byssu, þegar hún fannst í bifreiðinni R 15612. Lárus Salómonsson lögreglumaður hefur borið það, að Jóhannes Jósefsson hafi sagt honum, að hann hefði ekki skotið úr fyrr- greindri skammbyssu sinni í mörg ár, og minnir hann, að J óhann- 933 es segðist ekki hafa skotið úr henni síðan á árinu 1937. Þegar Jóhannes tilkynnti honum um hvarf byssunnar árið 1965, hefði hann haft orð á því, að til lítils væri að slægjast eftir þessari byssu, því að skot væru ekki til í hana. Njörður Snæhólm, aðalvarðstjóri Í rannsóknarlögreglunni, hefur skýrt frá því, að aðeins 8.350 stykki hafi verið framleidd af þess- ari byssutegund og stærð og að framleiðslu á þeim hafi verið hætt árið 1921. Skot í byssu þessa, sem sé amerísk, hafi verið framleidd á árunum 1913 til 1940, en skotið, sem varð Gunnari Sigurði Tryggvasyni að bana, muni hafa verið framleitt fyrir árið 1926. Hinn 15. febrúar 1968 leituðu þeir Njörður Snæhólm og Lárus Fjeldsted Salómonsson með samþykki Jóhannesar heitins á heimili hans að Tjarnarstíg 8, Seltjarnarnesi, að skammbyssuskotum að stærð cal. 35. Fundu þeir í kössum þar í kjallaranum um 130 slík skot, en daginn áður hafði Lárus Fjeldsted fundið 12 slík skot í veiðitösku Jóhannesar í kjallaranum. Kærði Sveinbjörn var handtekinn þegar eftir fund byssunnar í bifreiðinni R 15612 7. marz s.l. Hafði hann þá lyklakippu sína í vasanum, og reyndist einn lykillinn á henni ganga að læsingu útidyrahurðar Tjarnarstigs 8. Kærði Sveinbjörn hefur eindregið neitað því að hafa orðið Gunnari Sigurði Tryggvasyni að bana eða verið nokkuð riðinn við þann verknað eða að hafa hugmynd um, hver hefur framið hann. Enn fremur hefur hann neitað því að hafa tekið byssuna, sem fannst í bifreiðinni R 15612, eða nokkur skot frá Jóhannesi Jósefssyni, en hann vann hjá Jóhannesi á árunum 1936— 1960 og frá 1946 sem einkabifreiðarstjóri hans. Kærði Sveinbjörn kveðst dag einn rétt eftir miðjan janúar s.l. hafa verið að hreinsa bif- reiðina 15612 fyrir utan heimili sitt og þá fundið skammbyssuna fullhlaðna undir hægra framsæti bifreiðarinnar. Hann hafi látið byssuna í mælaborðið, læst því og síðan hafi hann ekki hreyft við henni þar. Hann hafi ekki tilkynnt lögreglunni um byssuna og engum sagt frá henni. Þá kveður hann, að skot hafi ekki átt að vera í peningakassanum, sem hann átti á stigapallinum á heimili sínu, og geti hann ekkert sagt um, hvers vegna fyrrgreint skammbyssuskot var þar. Hann hefur heldur ekki gert grein fyrir því, hvers vegna hann hafði í fórum sínum lykil, sem gekk að útidyrahurð að húsi því, sem Jóhannes Jósefsson átti heima í. Rannsókn máls þessa hefur síðan 21. marz s.l. farið fram bæði 934 Í sakadómi og utan dóms, þar sem rannsóknarlögreglumenn hafa unnið við einstaka þætti eftir ákvörðun dómara. Hefur verið unnið þrotlaust að rannsókn málsins, og er hún orðin bæði um- fangsmikil og margþætt, en mikið rannsóknarstarf er þó eftir. Rannsókn hefur farið fram á akstursvenjum og vinnutilhögun kærða Sveinbjörns wið akstur bifreiðarinnar R 15612, en þeirri rannsókn er ekki lokið. Reynt hefur verið að afla upplýsinga um, hvar kærði Svein- björn var aðfaranótt og að morgni 18. janúar 1968, og að sann- reyna sögn hans þar um, en margt í því efni er enn ókannað. Rannsóknarlögreglumennirnir Njörður Snæhólm og Leifur Jónsson telja, að pinnaför séu í fjórum af þeim skotum, sem voru í byssunni, sem fannst í bifreiðinni R 15612, svo og í hvell- hettu skothylkisins, sem fannst í bifreiðinni R 461. Séu möguleik- ar á því, að för þessi séu eftir pinnann í Mauser skammbyssu þeirri, sem kærði Sveinbjörn kveðst hafa átt frá því um árið 1950, þar til hann seldi hana á árunum 1963— 1966, en byssa þessi hefur verið lögð fram í málinu. Frekari rannsókn þessara atriða hefur enn ekki farið fram og yrði að framkvæma hana erlendis. Rannsókn á einhverjum tengslum eða samskiptum milli Gunn- ars Sigurðar Tryggvasonar og kærða Sveinbjörns er enn aðeins skammt á veg komin utan dóms. Óhjákvæmileg rannsókn á fjármálum kærða Sveinbjörns er enn aðeins á byrjunarstigi utan dóms. Það þarf því að yfirheyra mörg vitni í málinu og ef til vill samprófa þau við kærða Sveinbjörn svo og að afla margvíslegra skjala og annarra sakargagna og bera þau undir hann. Jafnframt þykja mörg atvik, sem fram hafa komið í málinu, vekja rökstuddar grunsemdir um, að kærði Sveinbjörn hafi annað hvort sjálfur orðið valdur að dauða Gunnars Sigurðar Tryggvasonar eða þá verið hlutdeildarmaður í þeim verknaði. Hinn 8. marz s.l. var kærði Sveinbjörn úrskurðaður í gæzlu- varðhald í allt að 30 daga. Hinn 5. apríl s.l. var úrskurðurinn framlengdur í allt að 8 vikur, og rennur sá tími út í dag kl. 1805. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan, og með tilvísun til 67. gr., 1. mgr., 1. og 4. tölulið, laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála þykir rétt að framlengja gæzluvarðhalds- vist kærða Sveinbjörns um allt að 8 vikum frá lokum varðhalds- vistar hans samkvæmt úrskurðinum frá 5. apríl s.l., eða til mánu- dagsins 28. júlí næstkomandi íkl. 1805. 935 Ályktarorð: Gæzluvarðhaldsvist kærða, Sveinbjörns Gíslasonar, fram- lengist um allt að 8 vikum frá lokum varðhaldsvistar hans samkvæmt úrskurði, uppkveðnum 5. apríl s.l., eða til mánu- dagsins 28. júlí næstkomandi kl. 1805. Miðvikudaginn 18. júní 1969. Nr. 150/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Jóhannesi Gíslasyni (Jónas Aðalsteinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjárdráttur. Skjalafals. Brot í opinberu starfi. Frávísun skaðabótakröfu. Dómur Hæstaréttar. Ákærði í héraði Magnús Helgi Kristjánsson andaðist 1. október 1968. Tekur áfrýjun málsins því einungis til ákærða, Jóhannesar Gíslasonar. Brot ákærða eru í héraðsdómi færð til réttra refsiákvæða, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 1 ár. Eigi er í ljós leitt, að hve miklu leyti misferli ákærða hefur valdið Landssmiðjunni tjóni og að hve miklu leyti það hefur valdið viðskiptamönnum hennar tjóni. Ber því að vísa skaða- bótakröfu Landssmiðjunnar frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað ber að staðfesta, að því er ákærða varðar. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 80.000.00, og laun verjanda sins, kr. 80.000.00. 936 Dómsorð: Framangreindri skaðabótakröfu er vísað frá héraðs- dómi. Ákærði, Jóhannes Gíslason, sæti fangelsi 1 ár. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest, að því er ákærða varðar. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 80.000.00, og laun verjanda sins, Jónasar Aðalsteinssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 80.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 6. ágúst 1968. Ár 1968, þriðjudaginn 6. ágúst, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara sem dómsformanni og meðdómendunum Árna Björnssyni héraðsdómslögmanni og Sveini Þórðarsyni skattstjóra, kveðinn upp dómur í málinu nr. 433—434/1968: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Helga Kristjánssyni og Jóhannesi Gíslasyni, sem tekið var til dóms 6. júní. Mál þetta er höfðað með ákæru dagsettri 6. desember 1967 gegn 1. Magnúsi Helga Kristjánssyni, fyrrverandi aðalgjaldkera Landssmiðjunnar, til heimilis Þinghólsbraut 20, Kópavogi, fædd- um 12. júní 1916 á Ísafirði, 2. Jóhannesi Gíslasyni, fyrrverandi aðalbókara Landssmiðjunnar, til heimilis Eikjuvogi 28, Reykjavík, fæddum 2. janúar 1925 að Kleif, Skefilstaðahreppi, „fyrir fjár- drátt, skjalafals og brot í opinberu starfi. A. Ákærðu er gefið að sök að hafa sameiginlega dregið sér fé Landssmiðjunnar í Reykjavík, samtals kr. 525.346.42, á þeim tíma og með þeim hætti, sem nú skal lýst: I. Að hafa frá því í desember 1963 til júlí 1965 dregið sér toll- endurgreiðslur frá fjármálaráðuneyti og tollstjóraembætti sam- kvæmt: 1. Ríkissjóðsávísun nr. 1937, útg. 21/12 1963, að fjárhæð kr. 32.821.00, en sá hluti ávísunarinnar, sem ekki kom í sjóð Lands- smiðjunnar, nemur kr. 18.591.78. 937 2. Ríkissjóðsávísun nr. 059, útg. 2/4 1964, kr. 12.099.08. 3. Ríkissjóðsávísun nr. 297, útg. 6/4 1964, kr. 28.847.28. 4. Ríkissjóðsávísun nr. 1126, útg. 23/12 1964, að fjárhæð kr. 42.316.00, en sá hluti hennar, sem ekki kom í sjóð Landssmiðj- unnar, nemur kr. 2.061.99. 5. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 3/9 1964, vegna tollreiknings nr. 5158, kr. 1.676.00. 6. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 29/9 1964, vegna tollreiknings nr. 11615, kr. 1.002.00. 7. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 14/10 1964, vegna tollreiknings nr. 51364, kr. 1.850.00. 8. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 10/12 1964, vegna tollreiknings nr. 6406, kr. 2.708.00. 9. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 14/5, vegna tollreikninga nr. 18668 og 18669, kr. 5.722.00. 10. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 30/6 1965, vegna tollreiknings nr. 23499, kr. 2.636.00. 11. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 30/6 1965, vegna tollreiknings, afgr. nr. 7115, kr. 280.00. 12. Endurgreiðslukvittun tollstjóraembættis, dags. 30/6 1965, vegna tollreiknings, afgr. nr. 8728, kr. 463.00. Kr. 71.937.13. II. Að hafa frá því á árinu 1961 og þar til á árinu 1965 dregið sér fé úr sjóði Landssmiðjunnar og leynt því með því að endur- færa sjóðfylgiskjöl í bókhaldinu og falsa dagsetningar og ártöl á sum þeirra. Fjárdrátturinn, kr. 207.684.31, er samkvæmt eftir- greindum fylgiskjölum: 1. Reikningi frá Einangrun h.f., dags. 14/8 1960. Ártali breytt úr 1960 í 1961 .. .. .. . .. Kr. 1.920.00 2. Reikningi frá Pólum h.f., dags. 29/9 1960 - rr — 845.00 3. Reikningi frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, dags. 8/11 1960. Útgáfudegi breytt .. .. .. .. — 2.267.07 4. Reikningi Garðars Gíslasonar h.f., dags. 17/10 1960 .. .. .. — 1.450.00 5. Reikningi Bræðranna Ormsson. h.f. dags. 1 1960 .. 2... — 670.53 6. Reikningi Raftækjaverzlunar Íslands ht, dags. 27/10 1960 .. .. .. — 3.255.30 7. Reikningi Bílasmiðjunnar hf. dags. 2/9 1960 . — 2.966.40 8. Reikningi G. J. Fossberg, Vélaverzlun h.f., dags. 11/10 1960 2... 0... 0... 1.198.90 10. 11. 12. 13. 14. 13. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 2. 28. 29. 95 . Reikningi Egils Vilhjálmssonar h.f., dags. 31/12 1960. Reikningi frá Bræðrunum Ormsson h.f. dags. 10/12 1960 .. .. .... . Reikningi frá Raftækjaverzluninni h.f, dags. í des. 1960. Reikningi frá S. Stefánssyni 2 Co. hf. dags. 12/10 1960 .. .... Reikningi frá Korkiðjunni hf. "dags. 3 1961. Ártali breytt úr 1961 í 1965. Reikningi Reykjafells h.f. „ útgefinn Í í ágúst 1961. Ártali breytt úr 1961 í 1964 .. Reikningi Jens Árnasonar h.f., dags. 25/11 1961. Ártali breytt úr 1961 í 1964. - Reikningi frá Smith ér N. orland h.f. dagsetningu breytt úr 7/3 1962 í 7/1 1965 .. Reikningi Hjálmars Þorsteinssonar ér Co. h.f. útg. 16/1 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1965 .. Reikningi Ofnasmiðjunnar h.f. útg. 27/2 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1965 .. . Reikningi Reykjafells h.f., útg. í júní 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1963. Reikningi Helga Magnússonar a Co., útg. 97/4 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1965. . Reikningi Verzlunarinnar Geysis hf. útg. 1/5 1962 .. .... Reikningi frá Raf. raftækjavinnustofu, útg. 31/8 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1963 .. . Reikningi frá Jens Árnasyni h.f., útg. 4/9 1969. Ártali breytt úr 1962 í 1964 .. . Reikningi Bílasmiðjunnar h.f., útg. 17/10 1960. Ártali breytt úr 1960 í 1964 .. - . Reikningi Vatnsvirkjans h.f., útg. 31/10 1962 . Reikningi frá Ryðhreinsun a Málmhúðun s.f., útg. 26/10 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1964 .. Reikningi frá Jens Árnasyni h.f., útg. 28/8 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1964 .. Lo Reikningi Björns Arnórssonar, umboðs- og heildverzlun, útg. 5/12 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1964. Reikningi Björns Arnórssonar, umboðs- og heild kr. 294.50 5.436.45 1.390.00 4.304.00 4.300.00 2.977.00 2.471.00 3.786.40 5.880.00 5.565.00 11.928.95 5.356.80 1.132.15 3.479.85 2.310.00 3.460.00 4.521.50 3.655.00 3.542.00 1.243.94 30. ðl. 32. 34. 3ð. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. öl. 52. öð. 939 verzlun, útg. 6/12 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1964. . Reikningi frá Vatnsvirkjanum hf át. 30/11 1962 .. .... Reikningi A. J óhannsson 2 Smith h. t. „útg. í í júní 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1965. Reikningi frá Ísleifi Jónssyni, byggingavöru- verzlun, útg. 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1965 . Reikningi Korkiðjunnar h.f., útg. í júlí 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1965. a Reikningi Sighvats Einarssonar ér Co., útg. í sept. 1962 .. Fraktreikningi Eimskipafélags Ísl. hf. Fraktreikningi Eimskipafélags Ísl hf. .. .... Reikningi Olíufélagsins h.f., útg. 20/4 1963. Ár- tali breytt úr 1962 í 1965 .. sr Reikningi J. B. Péturssonar, útg. í ágúst 1963 Fraktreikningi Eimskipafélags Ísl. h.f. .. Fraktreikningi Eimskipafélags Ísl. h.f. .. Fraktreikningi Eimskipafélags Ísl. hf. .. . Reikningi Jens Árnasonar h.f., útg. 4/2 1963. Ártali breytt úr 1963 í 1965 .. .. ........... Fraktreikningi Eimskipafélags Ísl. h.f. .. . Reikningi Lúðvígs Storr ér Co., útg. 27/11 1963 Reikningi Burstagerðarinnar, útg. 6/2 1964 .... Reikningi Seglagerðarinnar Ægis, útg. í apríl Reikningi Blikksmiðju Reykjavíkur, útg. 27/5 Reikningi Gunnars Ásgeirssonar h.f., útg. 31/3 1964 .... Reikningi Ofnasmiðjunnar h.f., útg. 3/6 (sic) Reikningi verksmiðjunnar Bene, útg. 15/1 1964 Reikningi frá Ryðhreinsun ár Málmhúðun, útg. 30/11 1962. Ártali breytt úr 1962 í 1964 .. Reikningi frá Gúmmísteypu Þorsteins Kristjáns- sonar, útg. 23/9 1963. Útgáfudegi breytt í 23/12 Reikningi frá Gúmmísteypu Þorsteins Kristjáns- sonar, útg. 3/11 1961. Ártali breytt úr 1961 í 1962 .. .... . kr. 2.964.38 5.867.25 6.765.85 4.588.40 4.268.30 4.499.00 2.797.00 3.399.00 9.490.00 1.650.20 5.386.00 3.798.00 3.648.00 4.273.50 10.592.00 4.544.00 2.594.40 3.610.00 2.856.00 1.597.00 1.200.00 4.657.19 3.700.00 3.200.00 2.566.00 940 54. Reikningi frá Pétri Snæland h.f., útg. 20/5 .. kr. 1.800.00 55. Reikninei frá Jóni Sen, útg. 16/11 1960 og breytt í 16/3 1962 .. .... — 1.625.00 56. Reikningi frá L. Andersen h.f. dags. '28/9 1961, en breytt í 28/8 1962 .. .... oe... — 2.400.00 57. Reikningi frá B. Sig., útg. 1960. sr — 3.572.00 58. Reikningi frá Korkiðjunni h.f., útg. 8/1 1964 . — 2.167.50 Kr. 207.684.31 III. Að hafa á árunum 1963, 1964 og 1965 dregið sér kr. 71.808.75 úr sjóði Landssmiðjunnar og leynt því með því að hafa ranga (of háa) samlagningu á fylgiskjölum fyrir útborgunum, sem síðan voru bókfærð í samræmi við hina röng samlagningu. Fer hér á eftir skrá yfir þessar misfellur: 1963 Röng útkoma Rétt útkoma Mismunur 12/2 V-47 288.306.65 283.757.65 4.549.00 6/3 V-130 175.509.35 172.509.35 3.000.00 12/3 V-139 184.221.95 181.221.95 3.000.00 26/3 V-ITT 139.941.25 137.767.25 2.174.00 5/4 V-220 311.489.50 308.489.50 3.000.00 17/4 V-231 39.135.00 38.135.00 1.000.00 22/4 V-241 225.954.50 222.954.50 3.000.00 24/4 V-243 64.406.50 62.406.50 2.000.00 15/5 V-298 25.138.90 23.638.90 1.500.00 22/5 V-320 137.640.00 134.640.00 3.000.00 31/5 V-340 96.138.35 93.628.35 2.510.00 31/8 V-584 14.330.37 13.830.37 500.00 17/9 V-638 451.621.80 448,621.80 3.000.00 2.153.834.12 — 2.121.601.12 32.233.00 1964 13/5 V-342 314.982.25 310.982.25 4.000.00 10/6 V-415 37.277.60 36.166.60 1.111.00 30/6 V-458 43.373.45 41.361.45 2.012.00 17/7 V-498 74.615.75 72.614.75 2.001.00 24/8 V-572 331.945.00 329.945.00 2.000.00 14/10 V-712 62.687.98 61.687.98 1.000.00 19/10 V-729 120.109.05 117.887.05 2.222.00 941 4/11 V-784 122.254.75 118.940.75 3.314.00 5/12 V-854 79.809.00 78.564.00 1.245.00 1.187.054.83 1.168.149.83 18.905.00 1965 9/1 V-6 221.441.80 219.730.80 1.711.00 12/1 V-9 91.969.65 87.907.65 4.062.00 17/3 V-155 95.686.00 93.401.00 2.285.00 1/4 V-199 122.505.80 121.042.05 1.463.75 10/4 V-211 118.079.00 115.641.00 2.438.00 10/4 V-212 231.271.30 229.830.30 1.441.00 13/4 V-215 102.569.40 100.177.40 2.392.00 8/5 V-275 166.219.25 164.558.25 1.661.00 4/8 V-486 378.742.00 375.525.00 3.217.00 1.528.484.20 — 1.507.813.45 20.670.75 Kr. 71.808.75 IV. Að hafa á árunum 1963, 1964 og 1965 dregið sér kr. 109.377.00 úr sjóði Landssmiðjunnar og leynt því á þann hátt að falsa fjárhæðir ýmissa fylgiskjala fyrir útborgunum og bókfæra síðan hinar röngu upphæðir. Er ákærðu gefið að sök að hafa dregið sér fé, sem svarar mismun hinna réttu og röngu fjárhæða á eftirgreindum reikningum: 1. Reikningi Sigurðar Hannessonar ér Co. h.f., upp- haflega dags. 24/ 1963, dags. er breytt í 24/11 1962 og reikningsfjárhæðin hækkuð úr kr. 4.701.65 í kr. 9.706.65, eða um .. .. kr. 5.005.00 2. Reikningi Skipaafgreiðslu J. Ziemsen, dags. '9/3 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 2.069.00 í kr. 6.069.00, eða um .. .... 2. 2. — 4.000.00 3. Reikningi Málmsmiðjunnar Hellu h. £, dags. 19/3 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 1.211.80 í kr. 4.216.80, eða um .. .. — 3.005.00 4, Reikningi frá Jens Árnasyni h.f. dags. 22/5 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 838.00 í kr. 1.858.00, eða um .. .. — 1.020.00 5. Reikningi Málmsmiðjunnar Hellu h. g. dags. '23/ 6 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 249.00 í kr. 1.249.00, eða um .. .. — 1.000.00 6. Reikningi frá Jens Árnasyni h.f. dags. 4/6 1964. 10. 11. 12. 14. 15. 16. 942 Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 363.00 í kr. 2.363.00, eða um .... 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 1.174.00 í kr. 4.174.00, eða um .. ... . Reikningi frá Jens Árnasyni hf. dags. 19/10 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 1.155.00 í kr. 4.455.00, eða um .. - Reikningi frá Jens Árnasyni h.f, dags. 24/12 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 1.694.00 í kr. 4.994.00, eða um .. .... so Reikningi frá Jens Árnasyni hf dags. 9/12 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 1.342.00 í kr. 4.342.00, eða um .. .... Reikningi frá Jens Árnasyni nt. dags. 4/12 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr ikr. 1.715.40 í kr. 4.715.40, eða um ...... sr Reikningi frá Jens Árnasyni h.f. dags. 11/12 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr, 1.135.50 í kr. 4.135.50, eða um .. ... . Reikningi frá Jens Árnasyni hf, dags. 12/7 1965. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 3.113.00 í kr. 8.613.00, eða um ..... Reikningi frá Raftækjavinnustofunni Raf, dags. 30/4 1964. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 1.900.00 í kr. 4.900.00, eða um .... . Reikningi frá Agli Skúla Ingibergssyni, dags. 16/1 1965. Reikningsfjárhæð hækkuð úr kr. 2.100.00 í kr. 4.200.00, eða um .. ... Eftirgreindum pakkhúskvittunum Eimskipafé- lags Íslands h.f., öllum frá árinu 1964. Kvittunar- Upphafleg Hækkuð númer fjárhæð fjárhæð Mismunur 9314 484.00 1.484.00 1.000.00 11438 64.00 164.00 100.00 9733 455.00 1.455.00 1.000.00 1370 880.00 1.880.00 1.000.00 1474 143.00 443.00 300.00 1876 179.00 2.179.00 2.000.00 kr. . Reikningi frá Heimilistækjum sf. dags. 22/11 2.000.00 3.000.00 3.300.00 3.300.00 3.000.00 3.000.00 3.000.00 5.500.00 3.000.00 2.100.00 943 13336 25.00 125.00 100.00 2318 7.322.00 12.322.00 5.000.00 15253 50.00 550.00 500.00 3931 371.00 1.371.00 1.000.00 3962 94.00 494.00 400.00 4546 3.941.00 8.941.00 5.000.00 5767 88.00 988.00 900.00 6500 1.210.00 4.210.00 3.000.00 6950 5.993.00 8.993.00 3.000.00 7031 228.00 728.00 500.00 1333 974.00 4.874.00 3.900.00 18196 50.00 590.00 500.00 22.551.00 51.751.00 Kr. 29.200.00 17. Eftirgreindum pakkhúsleigukvittunum Eim- skipafélags Íslands h.f., öllum frá 1965. Kvittunar- Upphafleg fjárhæð fjárhæð 19065 30.00 19081 30.00 9386 2.502.00 9528 366.00 10332 59.00 10573 134.00 11463 12.584.00 11614 283.00 15149 1.077.00 15380 261.00 15618 1.204.00 16258 2.931.00 16885 175.00 16916 38.00 17358 337.00 17596 493.00 17678 17'7.00 17885 101.00 18051 244.00 Hækkuð fjárhæð 330.00 330.00 3.502.00 866.00 1.559.00 1.340.00 17.584.00 1.253.00 4.077.00 2.114.00 2.408.00 6.931.00 1.175.00 2.038.00 2.337.00 1.493.00 477.00 1.010.00 2.441.00 Mismunur 300.00 300.00 1.000.00 500.00 1.500.00 1.206.00 5.000.00 970.00 3.000.00 1.853.00 1.204.00 4.000.00 1.000.00 2.000.00 2.000.00 1.000.00 300.00 909.00 2.197.00 944 18095 412.00 4.120.00 3.708.00 18386 984.00 1.984.00 1.000.00 24.422.00 59.369.00 kr. 34.947.00 Kr. 109.377.00 V. Að hafa á árinu 1965 dregið sér kr. 20.155.00 úr sjóði Lands- smiðjunnar og leynt því á þann veg að færa sem greidd í bók- haldinu flutningsgjöld með skipum Hafskipa h.f. samkvæmt fylgi- skjölum, sem greiðslan fór eigi fram gegn, sbr. eftirfarandi sundurliðun: Dags. Flutningsgjald m/ Komudagur 1/3 Selá 4/1, auk pakkhúsleigu kr. 3.982.00 16/3 -— Laxá 12/1........ -. .- — 288.00 22/3 — Laxá 10/2.... .. .. 2... — 524.00 25/3 — Rangá 24/12, auk leigu „22. — 240.00 8/4 — Selá 1/4...... 2... — 578.00 8/4 — Rangá 21/10, auk leigu „2. — 829.00 16/3 — Rangá 21/10 '64, auk leigu .. — 2.285.00 16/7 — Selá 4/2 765, auk leigu .. — .706.00 31/8 — Laxá 21/11'64 .. .. .. .. — 1.274.00 31/8 — Rangá 25/6'65 .. .. .. .. .. — 2.516.00 31/8 — Langá 13/4765 .. .. .. .. .. — 207.00 6/9 — Langá 6/7'65 .. .. .. .. .. — 226.00 Samtals kr. 20.155.00 VI. Að hafa á árunum 1964 og 1965 dregið sér kr. 38.384.23 úr sjóði Landssmiðjunnar og leynt því á þann veg að bókfæra tilbúna reikninga, reikningsafrit, ljósritaða reikninga og aftur- kallaða og nota þá sem sjóðfylgiskjöl. Tekur þetta til eftirgreindra reikninga: 1. Reiknings frá Hannesi Þorsteinssyni, umboðs- og heildverzlun, útg. 10/6 1965 .. .. .. .. .. .. kr. 11.336.00 2. Reiknings frá Páli Kristjánssyni, dags. 28/5 1964 —- 6.544.00 3. Reiknings frá afgreiðslu Eimskipafélags Íslands h.f., Seyðisfirði .. .. .. 2... 20... 2. 002. 2. — 5.848.23 4, Reiknings frá tollstjóraembættinu í Reykjavík, 945 dags. 5/8 1965 .. .. 2... „22. — 10.681.00 5. Reiknings frá Gúmmísteypu Þorsteins Kristjáns- sonar, dags. 12/10 1964 .. 2. 00..0.0..0.7 3.975.00 Kr.38.384.23 Teljast brot ákærðu, sem hér að framan hafa verið rakin, varða öll við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og einnig við 158. gr. sömu laga, þó að undanteknum þeim brotum, sem greind eru í A 1. Ennfremur varða brotin, sem talin eru í A, Il liðum 1,3, 13—20, 22—24, 26—29, 31—-33, 37, 42, 51—53, 55, og brot þau, sem greind eru í A, IV. við 155. gr. almennra hegningarlaga, en öll brotin síðan við 138. gr. sömu laga. B. Ákærða Magnúsi er gefið að sök að hafa í heimildarleysi bundið Landssmiðjuna með ábyrgð á þrem víxlum, sem henni voru óvið- komandi og sem hún varð að greiða samkvæmt þessari skuld- bindingu. Víxlar þessir eru hver að fjárhæð kr. 1.500.00 og eru allir útg. þann 18. jan. 1965 og samþykktir af Ingibergi Guð- mundssyni, Selvogsgötu 16, Hafnarfirði, útgefnir af Guðmundi Guðmundssyni, Njálsgötu 35, Reykjavík, og ábektir af Bjarna Einarssyni, Höfðaborg 77, Reykjavík. Telst þetta varða við 249. gr., sbr. 138. gr. almennra hegn- ingarlaga. Þess er krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Málavextir. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson réðst til starfa í skrifstofu Landssmiðjunnar hér í borg sumarið 1950 og starfaði í fyrstu sem aðstoðarmaður aðalgjaldkera, en hinn 24. júní 1952 var hann ráðinn aðalgjaldkeri frá 1. ágúst þess árs að telja. Gegndi hann starfi þessu síðan til hausts 1965, er honum var vikið frá störf- um. Jafnframt var vikið frá störfum ákærða Jóhannesi Gísla- syni, en hann hafði þá starfað í skrifstofu smiðjunnar samfleytt frá 1. júní 1965, fyrst sem aðstoðarmaður við gjaldkerastörf, en síðar við bókhald, og aðalbókari smiðjunnar var hann síðari árin. Ástæðan til brottvikningarinnar var sú, að við endurskoðun á reikningum smiðjunnar töldu starfsmenn ríkisendurskoðunar- innar sig hafa orðið þess vísari, að um margs konar misfellur væri að ræða í bókhaldi stofnunárinnar. Tók ríkisendurskoðunin bók- 60 946 haldið til sérstakrar endurskoðunar af þessu tilefni, og fór hún fram veturinn 1965-1966. Lauk ríkisendurskoðunin heildarskýrslu sinni um rannsóknina hinn 27. apríl 1966. Hinn 5. maí hófst dómsrannsókn, er stóð síðan fram eftir árinu. Var rannsóknin afgreidd til saksóknara hinn 6. desember 1966. Var mál þetta síðan höfðað hinn 6. desember f. á., svo sem áður segir. Í skýrslu sinni telur ríkisendurskoðunin, að fram hafi komið, að fé hafi verið dregið úr sjóði smiðjunnar og bókhald verið rangfært með ýmsu móti í því sambandi. Endurgreiðslur fjár- málaráðuneytis og tollstjóra á aðflutningsgjöldum hafa ekki kom- ið að öllu leyti til skila á sjóð. Mikið hafi kveðið að því, að sjóðsfylgiskjöl, sem búið hafi verið að færa, hafi verið tekin út úr bókhaldsgögnum og þau notuð að nýju sem sjóðsfylgiskjöl, og þá stundum breytt á þeim dagsetningum og ártölum. Nokkur dæmi hafa fundizt um, að rangfærð hafi verið samlagning á fylgiskjalahópum. Í mörgum tilvikum hafi verið falsaðar til hækkunar fjárhæðir á fylgiskjölum og skjölin verið bókuð þannig breytt. Í nokkrum tilvikum hafi gögn frá Hafskipum h/f verið notuð sem sjóðsfylgiskjöl, án þess að nein greiðsla hefði farið fram til Hafskipa samkvæmt þeim skjölum. Loks eru talin nokkur tilvik þess, að tilbúnir eða afturkallaðir reikningar eða reikn- ingsafrit hafi verið notuð sem sjóðsfylgiskjöl. Einn þáttur í skýrslu ríkisendurskoðunarinnar laut að því, að athugun á staðgreiðslunótum og innfærslu þeirra hefði leitt í ljós, að ýmsar af þessum sölnótum hefðu ekki fundizt innfærðar í inn- borgunarbók smiðjunnar. Rannsóknin beindist einnig að þessum þætti, en ákæra tekur ekki til þeirra atriða, og er því ekki þörf að lýsa henni nánar hér. Í niðurlagi skýrslu ríkisendurskoðunarinnar er frá því greint, að ákærði Magnús Helgi hafi í heimildarleysi framselt f. h. Lands- smiðjunnar þrjá 1.500 króna víxla, er smiðjunni voru óviðkom- andi, og hafi víxlar þessir, sem komizt hafi í vanskil, verið færðir Landssmiðjunni til skuldar. Í fyrstu skýrslu ríkisendurskoðunar til atvinnumálaráðuneytis- ins varðandi umrædda rannsókn, dagsettri 15. október 1965, segir, að komið hafi í ljós, að ákærði Magnús Helgi Kristjánsson hafi tekið út í reikning Landssmiðjunnar ýmsar vörur, sem hann hafi notað í eigin þarfir og verið hafi færðar á vörureikning smiðj- unnar, en eigi færð ákærða til skuldar. Hafi andvirði þessara vara samtals numið kr. 127.243.62 að sögn ákærða sjálfs og hafi hann endurgreitt smiðjunni þessa fjárhæð 23. september 1965. 947 Síðar virðist hafa komið í ljós, að vöruúttekt ákærða með þessu móti hafi numið hærri fjárhæð, en forstjóri Landssmiðjunnar samdi um endurgreiðslu við ákærða. Af hálfu ákæruvalds var þess ekiki krafizt, að rannsókn yrði beint að þessum atriðum, enda hafði atvinnumálaráðuneytið tilkynnt saksóknara með bréfi 2. maí 1966, að það teldi ekki ástæðu til, að það yrði gert. Tekur mál þetta ekki til þessara atriða, og er því ekki þörf á að gera nánari grein fyrir þeim hér. Ákærðu könnuðust við það strax í upphafi rannsóknar, að sakargiftir á hendur þeim um fjártöku úr sjóði Landssmiðjunnar og ýmsar misfellur í bókhaldi í sambandi við það væru með nokkrum hætti réttar. Hins vegar hafa þeir staðfastlega neitað því, að þeir hafi notað fé það, sem (þeir þannig drógu úr sjóði smiðjunnar, að neinu leyti í eigin þarfir. Hafi þeim öllum verið varið í þágu smiðjunnar. Af skýrslum ríkisendurskoðunarinnar sést, að ákærðu hafa einnig skýrt atriði þessi á sama hátt fyrir starfsmönnum endurskoðunarinnar. Telja þeir, að féð hafi verið notað til fyrirgreiðslu ýmiss konar fyrir umboðsmenn viðskipta- aðilja Landssmiðjunnar til þess að greiða fyrir viðskiptum. Að þessum atriðum hefur rannsókn málsins og dómsmeðferð beinzt að verulegu leyti. Á öllu því tímabili, er hér skiptir máli (1961—1965), gegndi ákærði Magnús Helgi starfi aðalgjaldkera, en ákærði Jóhannes starfi aðalbókara. Hins vegar var náið samstarf milli þeirra. Hefur komið fram, að ekki einungis Magnús Helgi hafði lykil að peningakassa smiðjunnar, heldur einnig ákærði Jóhannes. Var Jóhannes Magnúsi Helga að staðaldri til aðstoðar við gjaldkera- störfin, einkum á útborgunardögum. Þá gegndi hvor þeirra störfum hins í sumarleyfum. Er þá komið að því að lýsa hinum einstöku liðum ákæru og gögnum þeim, sem fram hafa komið um þá í máli þessu, þar á meðal framburðum hinna ákærðu. Þegar lokið hefur verið við að gera grein fyrir öllum liðum ákærunnar, verður gerð grein fyrir skýringum ákærðu á því, hvernig ráðstafað hafi verið fé því, sem tekið var úr sjóði Landssmiðjunnar með áðurgreindum hætti, og öðrum gögnum um þau efni. I. Tollendurgreiðslur. Fram hefur komið, að á árunum 1963 til 1965 voru Lands- smiðjunni nokkrum sinnum endurgreitt aðflutningsgjöld af vör- um. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hafði fjármála- 948 ráðuneytið innt af höndum fimm slíkar endurgreiðslur árið 1963, sjö á árinu 1964 og þrjár á árinu 1965. Var hér um að ræða ýmist endurgreiðslu á aðflutningsgjöldum af endursendum vörum eða endurgreiðslu á mismun 35% og 10% verðtolls af vélum til raf- lýsingar á sveitabæjum. Í skýrslunni er talið, að af endurgreiðsl- um á árinu 1963 hafi tvær ekki fundizt færðar í innborgunarbók Landssmiðjunnar og sama máli igegni um þrjár af endurgreiðsl- um ársins 1964. Við rannsókn kom þó í ljós, að ein þessara endur- greiðslna, kr. 19.610.78, kom fram í bókhaldi smiðjunnar, og tekur ákæra ekki til þess atriðis. Þá var einnig leitt í ljós, að hluti tveggja annarra endurgreiðslna var færður í innborgunar- bók, sbr. það, sem sagt er undir 1. og 4. lið hér á eftir. Tollstjóraembættið endurgreiddi einnig nokkrum sinnum of- reiknuð aðflutningsgjöld. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar- innar höfðu 5 slíkar greiðslur farið fram 1964 og 4 árið 1965, og af þessum endurgreiðslum fannst aðeins ein færð í innborgunar- bók Landssmiðjunnar (1964). Ákærði Jóhannes hefur skýrt svo frá, að hann kannist ekki við, að hann hafi átt þátt í að draga fé úr sjóði Landssmiðjunnar á þann hátt að láta tollendurgreiðslur ekki koma fram sem inn- borgun. Hann kveðst ekki geta um það sagt, hvort ákærði Magnús hafi gert það. Ákærði Magnús hefur kannazt við, að hann hafi ekki látið allar endurgreiðslur, sem hann hafi tekið við, renna í sjóð smiðjunnar. Frá framburði hans verður nú nánar skýrt, er rakin verða einstök atriði þessa kafla ákærunnar. 1. Hinn 21. desember 1963 gaf fjármálaráðuneytið út ríkis- sjóðsávísun til Landssmiðjunnar fyrir endurgreiðslu á mismun á 35% og 10% verðtolli af vélum til raflýsingar á 8 sveitabæjum, að fjárhæð kr. 32.821.00. Ákærði Magnús Helgi hefur kvittað fyrir móttöku fjárins sama dag. Ríkisendurskoðunin taldi í skýrslu sinni, að fé þetta hefði ekki komið til skila í sjóð smiðjunnar. Ákærði Magnús Helgi kannaðist í upphafi við, að fé þessu hefði ekki verið skilað í sjóð smiðjunnar. Féð hefði ekki runnið til hans sjálfs, en ekki vildi hann gera grein fyrir því, hvað af því hefði orðið. Frekari rannsókn á bókhaldi smiðjunnar fór fram, m. a. um Þetta atriði. Kom nú í ljós, að a. m. k. hluta þessarar fjárhæðar hafði verið skilað í sjóðinn. Samkvæmt bréfi Raforkumálaskrif- stofunnar til fjármálaráðuneytisins, dagsettu 18. desember 1963, var sótt um endurgreiðslu vegna alls 9 aðilja, og var endurgreiðsla 949 samþykkt fyrir 8 þeirra. Í sjóðbók Landssmiðjunnar fundust 23. desember 1963 innfærðar innborganir frá fjórum þessara aðilja, eða sem hér greinir: Sigurður Stefánsson .. ... .. kr.3.403.50 Verzlunarfél. Austurlands v/Hjalta Jónssonar .. — 8.500.00 Kaupfélag Stykkishólms v/Illuga Hallssonar .. — 3.622.22 Ólafur Þórðarson .. 2... .......0..0. 2. 2... 2. — 3.703.50 Samtals numu þessar fjórar greiðslur kr. 14.229.22. Ríkisendur- skoðunin kveðst ekki hafa fundið færðar endurgreiðslur frá öðrum þeim aðiljum, sem taldir eru í bréfi Raforkumálaskrif- stofunnar. Sá hluti fjárhæðarinnar, sem ekki hefur fundizt, að komið hafi í sjóð smiðjunnar, nemur kr. 18.591.78, og er það sú fjárhæð, sem ákærðu eru saksóttir fyrir að hafa dregið sér. Auk þeirra fjögurra aðilja, sem áður voru taldir, er fram komið, að endurgreiðsla var samþykkt vegna Páls Jakobssonar, Hamri, Einars Haraldssonar, Haukabergi, Hjartar Erlendssonar, Rauðs- dal, og Kjartans Jóhannessonar, Glaumbæ. Leitazt var við að upplýsa, hversu mikil endurgreiðsla hefði verið samþykkt vegna hvers hinna 8 aðilja um sig. Reyndist ekki fært að fá um það ljós gögn. Ríkisendurskoðunin kannaði þetta atriði að ósk dómsins, og segir svo um það í bréfi endurskoðunarinnar, dagsettu 4. nóvember 1966: „Um það atriði í bréfi yðar, dags. 2. þ. m., hve mikla endur- greiðslu hver aðili ætti að fá, liggja ekki fyrir upplýsingar á ein- um stað í Landssmiðjunni. Til þess þyrfti að finna fram þá toll- reikninga, er örugglega eiga við hvern og einn. Þar sem að greiðslur fara fram á mismunandi tímum hvers árs, má gera ráð fyrir, að um marga tollreikninga sé um að ræða. Ennfremur að Lands- smiðjan kann að hafa selt fleiri aflstöðvar en um getur í sam- bandi við þessar tvær ríkissjóðs endurgreiðslur“. Í málinu hafa verið lögð fram ljósrit af wiðskiptareikningum þeirra 8 rafstöðvakaupenda, sem hér eiga hlut að máli. Sam- kvæmt þeim hafa fjórir af kaupendunum, Páll, Einar, Hjörtur og Kjartan, verið búnir að fullgreiða stöðvar sínar, þegar endur- greiðslu var leitað, en hins vegar ekki hinir fjórir (Sigurður, Illugi, Hjalti, Ólafur). Fjárhæðir þær, sem færðar eru sem endur- greiðslur frá þeim Sigurði, Hjalta og Ólafi 23. desember 1963, svara til skuldar þeirra á reikningnum, þ. e. reikningarnir eru 950 sléttir, eftir að umræddar fjárhæðir eru færðar þeim til tekna. Á reikningi Illuga er hins vegar ennþá skuld. Kjartan Jóhannesson hefur verið búinn að greiða kr. 3.869.00 umfram verð rafstöðvarinnar, en |þessi fjárhæð hefur verið end- urgreidd honum 12. desember 1963. Ákærði Jóhannes kveðst ekkert vita um þetta atriði. Hann kannast ekki við það, að hann hafi átt þátt í að draga fé úr sjóði smiðjunnar með því að láta tollendurgreiðslur ekki koma fram sem innborgun. 2. Hinn 2. apríl 1964 gaf fjármálaráðuneytið út ríkissjóðs- ávísun til Landssmiðjunnar fyrir endurgreiðslu aðflutningsgjalda af endursendum vörum að fjárhæð kr. 12.099.08, og hefur ákærði Magnús Helgi kvittað fyrir viðtöku fjárins sama dag. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar var greiðsla þessi ekki færð í innborgunarbók smiðjunnar. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að hann hafi tekið við fénu og að það hafi ekki verið látið renna í sjóð, en ekki hafi hann notað það í eigin þarfir. Svo sem áður segir, verður síðar í einu lagi gerð grein fyrir framburðum ákærðu um ráðstöfun fjár þess, sem þannig var dregið undan. 3. Hinn 6. apríl 1964 gaf fjármálaráðuneytið út ríkissjóðs- ávísun til Landssmiðjunnar fyrir endurgreiddum aðflutningssjöld- um af endursendum vörum að fjárhæð kr. 28.847.28, er sundur- liðast þannig: tollur kr. 25.589.76, söluskattur kr. 3.257.52. Ákærði Magnús Helgi hefur kvittað fyrir móttöku fjárins 9. apríl. Talið er, að fé (þetta hafi ekki runnið í sjóð smiðjunnar, enda hefur ákærði Magnús Helgi viðurkennt það, en áður war frá því greint, að ákærði Jóhannes telur sig ekkert vita um þetta tilvik. 4. Hinn 23. desember 1964 gaf fjármálaráðuneytið út ríkis- sjóðsávísun til Landssmiðjunnar fyrir endurgreiðslu á tollmismun á hreyflum fyrir rafstöðvar á 10 sveitabæjum að fjárhæð kr. 42.316.00. Í fyrstu skýrslu sinni taldi ríkisendurskoðunin, að fjárhæð þessi hefði ekki komið til skila í sjóð smiðjunnar. Ákærði Magnús Helgi, sem kvittað hafði fyrir viðtöku fjárins 23. desem- ber, benti strax, er atriði þetta var borið undir hann, á það, að fjárhæð þessi hefði sennilega verið færð inn sem greiðsla í mörgu lagi. Ákærði Jóhannes, sem ekki kvaðst kannast við þetta tilvik, benti einnig á, að fjárhæð þessi kynni að hafa verið færð þannig. Að ósk dómsins kannaði ríkisendurskoðunin þetta atriði jafnframt því atriði, er lýst var undir 1. hér að framan, en þar var um sams konar endurgreiðslur að ræða. Kom nú í ljós, að greiðslan 23. desember 1964 (kr. 42.316.00) var vegna 10 kaupenda hreyfla í 951 rafstöðvar, og fundust skráðar greiðslur frá þeim öllum í inn- borgunarbók Landssmiðjunnar 23. desember 1964 sem hér segir: Benedikt og Óli Stefánssynir, Merki .. .. kr.3.500.00 Eyþór Guðmundsson, Hnefilsdal .. .. .. .. — 3.504.00 Eiríkur Magnússon, Hólmatungu .. .. .. — 3.441.00 Elías Hrafnkelsson, Hallgeirstungu .. .. .. — 3.403.50 Jónas Ó. Guðmundsson, Geirsstöðum .. .. — 3.403.50 Pétur Gunnarsson, Miðfjarðarnesi .. .. .. — 3.500.50 Grímur Guðbjartsson, Syðra-Álandi .. .. .. — 3.441.00 Jón B. Ólafsson, Fífustöðum .. .. .. .. .. — 3.406.50 Tryggvi Eyjólfsson, Lambavatni .. .. .. .. — 3.403.50 Jón Vilhjálmsson, Brandaskarði .. .. .. .. — 3.403.50 Þessar færslur nema samtals kr. 34.407.00. Í bréfi ríkisendurskoðunarinnar, dagsettu 4. nóvember 1966, segir svo um þetta atriði: „Á öllum sölunótum til þessara aðila kemur fram sundurliðun á væntanlegum lánum úr raforkusjóði og endurgreiðslum af tolli. Síðan er kaupanda gert að greiða mismuninn. Stendur þá eftir á viðskiptareikningnum mismunur, er nemur áætlaðri láns- fjárupphæð og endurgreiðslu. Svo ef lánsupphæðin breytist, hefur það áhrif á endurgreiðsluna. Og með henni er viðkomandi reikn- ingur sléttaður“. Mismunur á fjárhæð ríkissjóðsávísunarinnar, kr. 42.316.00, og endurgreiðslunum til hinna 10 viðskiptamanna, kr. 34.407.00, nemur kr. 7.909.00. Þegar leitað war eftir skýringu á því hjá ákærða Magnúsi Helga, hvað orðið hefði af þessu fé, taldi hann, að það mundi hafa verið fært sem greiðsla frá öðrum aðiljum. Ákærða var gefinn kostur á að kanna þetta atriði, og eftir athugun á því skýrði hann svo frá, að tvær innborganir, sem færðar voru 30. desember 1964 í innborgunarbók, væru af fjárhæð þessarar ávísunar. Er hér um að ræða innborgun frá Kaupfélagi Héraðs- búa vegna Ásgríms Geirmundssonar, kr. 2.443.51, og greiðslu frá Gísla Hallgrímssyni, Hallfreðarstöðum, kr. 3.403.50. Samtals eru þetta kr. 5.847.01, og þegar sú tala er dregin frá kr. 7.909.00, kemur út talan 2.061.99. Ákærði Magnús Helgi segir, að sig minni, að hann hafi sent fé þetta beint til einhvers viðskiptamanns, en hefur ekki talið sig geta fært sönnur á það. Í máli þessu eru ákærðu saksóttir fyrir, að þeir hafi dregið sér þessa fjárhæð. 952 Svo sem áður greinir, kannast Jóhannes ekki við það, að hann hafi átt þátt í að draga fé úr sjóði með þessum hætti. 5—12. Fram hafa komið 8 kvittanir Landssmiðjunnar til tollstjórans í Reykjavík fyrir viðtöku á ofreiknuðum aðflutnings- gjöldum: (5) Kr. 1.676.00, kvittuð 3. september 1964 af Þorsteini Ragn- arssyni, pr. Landssmiðjan. (6) Kr. 1.002.00, kvittuð 29. september 1964 af Jóni Friðjóns- syni f. h. Landssmiðjunnar. (7) Kr. 1.850.00, kvittuð 14. október af G. Kárasyni f. Lands- smiðjuna. (8) Kr. 2.708.00, kvittuð 10. desember 1964. Nafn þess, er undirritað hefur, er ólæsilegt, en kvittunin er stimpluð: „pr. Landssmiðjan“. (9) Kr. 5.722.00, kvittuð 14. maí 1965. (10) Kr. 2.636.00, kvittuð 30. júní 1965. (11) Kr. 280.00, kvittuð 30. júní 1965. (12) Kr. 463.00, kvittuð 30. júní 1965. Fjórar síðustu kvittanirnar eru undirritaðar: „f. Landssmiðjuna G. Kárason“. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að hann hafi tekið við öllum þessum greiðslum. Sendisveinar hjá smiðjunni hafi kvittað fyrir tvær fyrsttöldu kvittanirnar. Ákærði kemur ekki fyrir sig, hver undirritað hafi kvittun þá, sem merkt er nr. 8. Hinar eru kvitt- aðar af Guðna Kárasyni, bókara í smiðjunni, en hann staðhæfir, að hann hafi afhent allar þessar greiðslur ákærða Magnúsi Helga. Ákærði Magnús Helgi hefur ekki mótmælt því, að fé þetta hafi ekki runnið í sjóð Landssmiðjunnar. Svo sem fyrr segir, kveðst Jóhannes ekkert geta sagt um þetta atriði. II. Tvínotkun sjóðsfylgiskjala. Sá háttur var mjög tíðkaður í bókhaldi Landssmiðjunnar, að sjóðsfylgiskjöl voru tekin saman í hópa, og voru skjölin síðan lögð saman, samlagningarstrimillinn og skjölin heft saman, og þau síðan merkt og bókfærð sem eitt skjal. Ríkisendurskoðunin varð þess vör í könnun sinni á bókhaldinu, að nokkuð bar á því, að rofin hafði verið samhefting fylgiskjala og reikningar verið teknir úr fylgiskjalahópum. Fjárhæð reikn- ings þess eða reikninga, sem teknir höfðu verið, mátti sjá af samlagningarstrimli, ef hann var fyrir hendi, í öðrum tilvikum var hægt að bera saman fjárhæð, sem færð var í innborgunarbók 953 og samanlagða fjárhæð þeirra skjala, sem eftir voru í fylgiskjala- grúppunni, og finna þannig fjárhæð þess reiknings eða þeirra reikninga, sem teknir höfðu verið. Ríkisendurskoðunin telur, að í ljós hafi komið, að flest þessara fylgiskjala, sem tekin höfðu werið úr samheftingu, hafi verið endurnotuð sem sjóðsfylgiskjöl, ýmist óbreytt eða þá, að breytt var dagsetningu og/eða ártali. Gerði ríkisendurskoðunin könnun um þetta efni, og nær hún yfir árabilið 1960— 1965. Í skýrslu ríkisendurskoðunarinnar segir, að í bókhaldi fyrri áranna hafi aðeins verið teknar til athugunar grunsamlegar eða sundurlausar fylgiskjalagrúppur, en rækilegri athugun verið gerð um tvö síð- ustu árin. Í skýrslu sinni gerir ríkisendurskoðunin grein fyrir því, að í 53 tilvikum hafi tekizt að fá staðfestingu útgefanda skjals á notkun þess og útgáfutíma. Að atriðum þessum lúta liðir 1—53 í þessum kafla ákærunnar. Þá telur ríkisendurskoðunin 5 tilvik, þar sem slík staðfesting útgefanda hafi ekki fengizt, en telja megi, að um endurnotkun skjals hafi verið að ræða. Ákæruliðir 53—58 varða þessi atriði. Loks er að geta þess, að í skýrslu ríkisendur- skoðunarinnar er frá því greint, að komið hafi í ljós, að meira af reikningum hafi verið numið á brott úr fylgiskjalahópum á árinu 1961—1965, án þess að tekizt hafi að finna, að þeir hafi verið endurnotaðir. Er hér um alls 20 tilvik að ræða og saman- lögð fjárhæð kr. 62.310.45. Rannsókninni var einnig beint að þessum þætti, en hann hefur ekki leitt til saksóknar. Ákærði Magnús Helgi hefur kannazt við, að hann hafi ásamt ákærða Jóhannesi staðið að því að draga fé úr sjóði Landssmiðj- unnar með því að endurnota gömul sjóðsfylgiskjöl. Ákærði Jóhann- es kannast einnig við þetta, og hefur hann skýrt svo frá, að þeir Magnús Helgi hafi staðið saman að öllum þessum aðgerðum og hafi vart komið til mála, að annar tæki ákvörðun í þessa átt án vitundar hins. Verða nú rakin einstök atriði þessa þáttar málsins. 1. Hinn 14. marz 1962 hefur verið færður meðal fylgiskjala nr. V-138 í bókhaldi Landssmiðjunnar reikningur frá Einangrun h/t að fjárhæð kr. 1.920.00, dagsettur 11. ágúst 1961. Reikningnum fylgir frumnóta, einnig dagsett 11. ágúst 1961. Við athugun á skjölum þessum má greina, að síðasta talan í ártalinu hefur verið máð út og endurrituð. Samkvæmt wottorði Einangrunar h/f hefur reikningur þessi verið gefinn út 11. ágúst 1960 og fengizt greiddur 20. september s. á. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar 954 hefur reikningurinn áður verið greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar 23. september 1960 og færður með fskj. V-639. Ákærði Magnús Helgi kvaðst enga skýringu geta gefið á þessu atriði og ákærði Jóhannes ekki heldur. 2. Meðal sjóðsfylgiskjala V-619, 11. október 1961, var reikn- ingur frá Rafgeymaverksmiðjunni Pólum h/f að fjárhæð kr. 845,00 ásamt meðfylgjandi frumnótu og úttektarbeiðni Lands- smiðjunnar, dags. 29. september 1960. Samkvæmt vottorði Póla h/f skilaði innheimtumaður fyrirtækinu greiðslu á reikningi þess- um 19. október 1960, og samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar- innar hafði reikningurinn verið innfærður sem greiddur úr sjóði 12. október 1960, sjóðsfskj. V-695. Hvorugur ákærðu telur sig muna neitt eftir skjölum þessum, og hafa þeir engar skýringar gefið á þessu atriði. 3. Meðal sjóðsfylgiskjala 7. marz 1962 (V-131) var reikningur frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að fjárhæð kr. 2.267.07. Dag- setning og ártal er ólæsilegt og virðist hafa verið máð út og krotað ofan í hana. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningur þessi áður verið greiddur úr sjóði og færður 9. nóvember 1960 sem sjóðsfskj. V-775. Sölumiðstöðin hefur vottað, að reikningur þessi hafi verið greiddur 8. nóvember 1960. Hvorugur hinna ákærðu hefur gert neina grein fyrir þessu tilviki, og telja þeir sig ekkert muna eftir þessum gögnum. 4. Meðal sjóðsfylgiskjala 289, 17. maí 1961, var reikningur frá Garðari Gíslasyni h/f að fjárhæð kr. 1.450.00 ásamt útteiktar- beiðni Landssmiðjunnar, hvort tveggja dagsett 17. október 1960. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur þessi reikningur áður verið greiddur 23. nóvember 1960 og færður sem fskj. V- 801, og er þetta í samræmi við vottorð Garðars Gíslasonar h/f, sem kveður reikninginn greiddan 23. nóvember 1960. Hvorugur ákærðu hefur talið sig geta gefið neina skýringu á þessu atriði. Hefur Jóhannes sagt, að sér þyki undarlegt, að hægt hafi verið að nota skjal aftur eftir svo skamman tíma, þar sem endurskoðun fyrir 1960 hafi varla verið búin að fara fram 17. maí 1961. 5. Meðal sjóðsfylgiskjala V-773, 6. desember 1961, var reikn- ingur frá Bræðrunum Ormsson h/f, dagsettur 7. nóvember 1961, fjárhæð kr. 670.53, ásamt frumnótu og úttektarbeiðni Lands- smiðjunnar. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikn- ingur þessi áður verið greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar 25. nóvember 1960, samanber fskj. V-806. Samkvæmt upplýsingum 955 frá Bræðrunum Ormsson h/f hefur reikningur þessi ekki verið færður á viðskiptareikning Landssmiðjunnar, heldur sem stað- greiðsla, og er talið, að hann hafi verið greiddur á tímabilinu frá 7. nóvember 1960 til áramóta, enda sé hann ekki færður sem skuld um áramót. En bók sú, sem staðgreiðslur voru færðar í, er talin hafa tortímzt í eldsvoða 1964. Ekkert telja ákærðu sig geta sagt um þetta tilvik. 6. Meðal sjóðsfylgiskjala V-211, 12. apríl 1961, var reikningur frá Raftækjaverzlun Íslands h/f að fjárhæð kr. 3.255.30, dag- settur 27. október 1960. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið greiðdur úr sjóði smiðjunnar og færður 14. desember 1960, fskj. V-859. Yfirlitsreikningur Raf- tækjaverzlunar Íslands h/f sýnir, að umrædd vöruúttekt hefur verið greidd af Landssmiðjunni í þrennu lagi; 2. nóvember 1960, kr. 1.000.00, 7. desember 1960, kr. 1.000.00, og 14. desember 1960, kr. 1.255.30. Ákærðu hafa enga grein gert fyrir þessu tilviki. 7. Meðal sjóðsfylgiskjala V-221 hinn 19. apríl 1961 var reikn- ingur frá Bílasmiðjunni h/f, dagsettur 29. ágúst 1960, fjárhæð kr. 2.966.40, ásamt nótu og úttektarbeiðni Landssmiðjunnar. Sam- kvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi werið greiddur áður úr sjóði Landssmiðjunnar og færður 14. desember 1960, fskj. V-859. Samkvæmt upplýsingum Bílasmiðjunnar hefur reikningur þessi verið greiddur í tvennu lagi, 8. desember 1960, kr. 1.500.00, og 14. desember s. á., íkr. 1.466.40. Ákærði Magnús Helgi hefur skýrt svo frá, að ákæruefni þetta sé sér alveg óviðkomandi. Hann hafi ekki átt þátt í því, að þetta skjal væri tvínotað. Hins vegar hefur hann ekki tjáð sig um það, hvort Jóhannes hafi gert það. Ákærði Jóhannes segist ekkert muna um þetta tilvik. 8. Meðal sjóðsfylgiskjala V-318, 31. maí 1961, var reikningur frá G. J. Fossberg, vélaverzlun h/f, dagsettur 11. október 1960, fjárhæð kr. 1.198.90, ásamt nótu verzlunarinnar og úttektarbeiðni Landssmiðjunnar. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið greiðdur úr sjóði Landssmiðjunnar og færður 31. desember 1960, fskj. V-933. Er það staðfest af bréfi G. J. Fossbergs, vélaverzlunar h/f, til ríkisendurskoðunar- innar, að reikningurinn hafi fengizt greiddur þann dag. Hvorugur ákærðu hefur gefið skýringu á þessu atriði. 9. Meðal sjóðsfylgiskjala V-205, 15. apríl 1961, var reikningur h/f Egils Vilhjálmssonar, dagsettur 31. desember 1960, fjárhæð 956 kr. 294.50, ásamt frumnótu fyrirtækisins og úttektarbeiðni Lands- smiðjunnar. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikn- ingur þessi áður verið greiddur úr sjóði smiðjunnar 31. desember 1960 og færður sem fskj. 933. Samkvæmt bréfi Egils Vilhjálms- sonar h/f til ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn verið greiddur 18. janúar 1961. Ríkisendurskoðunin tekur fram í skýrslu sinni, að um áramót hafi Landssmiðjan haft gamla árið „opið“ nokkuð fram í janúar ár hvert. Ákærðu hafa ekki talið sig geta gefið neina skýringu á þessu atriði. 10. Meðal sjóðsfylgiskjala V-145, 12. marz 1961, var reikningur Bræðranna Ormsson h/f, dagsettur 29. nóvember 1960, fjárhæð kr. 5.436.45, ásamt nótu fyrirtækisins og úttektarbeiðni Lands- smiðju. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið greiddur og færður 31. desember 1960 með fskj. V-933. Samkvæmt upplýsingum Bræðranna Ormsson h/f var reikningurinn greiddur í tvennu lagi, 14. desember 1960, kr. 2.500.00, 31. desember s. á., kr. 2.936.45. Ákærðu telja sig enga skýringu kunna á þessu atriði. 11. Meðal sjóðsfylgiskjala V-204, 5. apríl 1961, var reikningur Raftækjaverzlunarinnar h/f frá desember 1960, fjárhæð kr. 1.390.00, ásamt fjórum nótum fyrirtækisins (kr. 785.00, dags. 7. desember, kr. 187.50, dags. 6. desember, kr. 407.50, dags. 2. des- ember, og kr. 10.00, dags. 2 desember) og fjórum úttektarbeiðn- um Landssmiðjunnar með tilsvarandi dagsetningum. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningur þessi áður verið greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar og færður 31. desem- ber 1960, fskj. V-933. Samkvæmt upplýsingum Raftækjaverzlunar- innar h/f hefur reikningur þessi verið greiddur í janúar 1961 (verið falinn innheimtumanni til innheimtu 5. janúar og hann skilað greiðslu 27. janúar). Er hér vísað til þess, sem greint var í 9. lið hér að framan. Hvorugur ákærðu hefur talið sig geta sagt neitt um ákæruefni þetta. 12. Meðal sjóðsfylgiskjala V-147, 15. marz 1961, var reikn- ingur frá S. Stefánssyni ér Co. h/f, dagsettur 12. september 1960, fjárhæð kr. 4.304.00, ásamt 2 nótum fyrirtækisins, dagsettum 2. og 5. september, og 3 úttektarbeiðnum Landssmiðjunnar. Sam- kvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið færður sem greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar 31. des- 957 ember 1960, fskj. V-933. En samkvæmt vottorði S. Stefánssonar ér Co. h/f hefur reikningurinn verið greiddur þannig: 11. janúar 1961, kr. 1.000.00, 16. janúar 1961, kr. 2.304.00, og 14. desember 1961, íkr. 1.000.00. Samkvæmt þessu hefur fullnaðargreiðsla á reikningi þessum ekki farið fram, fyrr en eftir að hann hefur verið notaður öðru sinni sem sjóðsfylgiskjal. Eru ekki önnur gögn fyrir hendi um þetta efni, og ákærðu telja sig enga skýr- ingu geta gefið á því. 13. Meðal sjóðsfylgiskjala V-134, 6. marz 1961, var reikningur Korkiðjunnar h/f að fjárhæð íkr. 4.300.00. Reikningurinn ber tvær dagsetningar; 1. febrúar 1965 og 1965 3/1. Auðséð er, að ár- talið í síðarnefnda tilvikinu hefur verið strokað út og endur- ritað. Fyrri ár- og dagsetningin virðist skrifuð með annarri rit- vél en annað á reikningnum. Reikningnum fylgir handskrifuð nóta, dagsett 3. janúar 1965, og er augljóst, að síðasta talan í ártalinu hefur verið strokuð út og endurrituð. Korkiðjan hefur látið í té ljósrit af afriti nótunnar, og sést af því, að upphaflegt ártal nótunnar hefur verið 1961. Samkvæmt bréfi Korkiðjunnar til ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn verið greiddur á árinu 1961. Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram, að reikn- ingurinn hafi upphaflega verið færður sem greiddur 15. marz 1961, fskj. V-148. Báðir hinir ákærðu hafa kannazt við, að það hafi komið fyrir, að þeir tóku þannig fylgiskjöl, breyttu þeim og færðu þau á ný sem sjóðsfylgiskjöl. Telur Jóhannes vel mega vera, að svo hafi verið í þessu tilfelli. Magnús Helgi kveðst ekki geta um það sagt, hvort svo hafi verið. 14. Meðal sjóðsfylgiskjala V-134, 6. marz 1965, var reikningur frá Reykjafelli h/f, umboðs- og heildverzlun, yfir vöruúttekt sam- kvæmt 3 meðfylgjandi nótum, dagsettum 4., 8. og 16. ágúst 1964, samtals kr. 2.977.00. Augljóst er, að ártalið á reikningnum hefur verið máð út og endurritað (1964). Sömuleiðis er ljóst, að síðasta talan í ártalinu á hinum 3 nótum, er reikningnum fylgja, hefur verið strokuð út og talan 4 rituð í staðinn. Þá fylgja reikningn- um 3 úttektarnótur Landssmiðjunnar, og er ársetning þeirra sömuleiðis 1964, en augljóst, að síðustu tölunni hefur verið breytt. Samkvæmt bréfi Reykjafells h/f til ríkisendurskoðunar- innar hefur reikningurinn verið gefinn út í ágúst 1961 og greiddur 3. janúar 1962. Er nótur þær, sem fylgja reikningnum, og út- tektarnóturnar eru athugaðar, má greina, að talan 4 í ártölunum 958 hefur verið endurrituð fyrir töluna 1. Samkvæmt skýrslu endur- skoðunar hefur reikningur þessi verið greiddur áður og færður hinn 30. desember 1961 með fskj. V-827. Ákærði Jóhannes segir, að vera megi, að þetta sé einn af þeim reikningum, sem hann og Magnús Helgi breyttu og endurnotuðu. Ákærði Magnús Helgi kannast hins vegar ekki við, að svo hafi verið. 15. Meðal sjóðsfylgiskjala V-108, 24. febrúar 1965, var reikn- ingur frá Jens Árnasyni h/f, vélaverkstæði, dagsettur 25. nóvem- ber 1964, fjárhæð kr. 2.471.00, ásamt úttektarbeiðni Landssmiðj- unnar, sem einnig er dagsett 25. nóvember 1964. Við athugun má sjá, að síðustu tölunni í ártalinu hefur verið breytt á báðum skjöl- um. Jens Árnason h/f hefur látið í té ljósrit af afriti nótunnar, og sést af því, að upphafleg ársetning hefur verið 1961, en ekki 1964. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði 31. desember 1961, fskj. 847. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að hann og Jóhannes hafi breytt ártali á nefndum skjölum og greitt á ný úr sjóði sam- kvæmt þeim. Hann segir, að féð hafi runnið „til annarra“, sem hann geti ekki nafngreint, en það hafi verið notað í þágu stofn- unarinnar. Ákærði Jóhannes segir, að vera megi, að þetta sé eitt þeirra tilfella, er þeir félagar breyttu sjóðsfylgiskjölum og endurnotuðu þau, en man ekki sérstaklega eftir þessu. 16. Meðal sjóðsfylgiskjala V-206, 7. apríl 1965, var reikningur frá Smith ér Norland h/f, dagsettur 7. janúar 1965, ásamt nótu, dagsettri 7/2 1965, fjárhæð kr. 3.786.40. Augljóst er, að ár- og dagsetning reikningsins hefur verið máð út og vélrituð að nýju með ritvél með annars konar leturgerð en reikningurinn er að öðru leyti ritaður með. Á nótunni er síðasti stafur ártals einnig máður út og skrifaður á ný. Dagsetning nótunnar wirðist hafa verið 7/3, en rituð hefur verið ofan í síðari töluna talan 2. Smith ér Norland h/f hefur látið í té samrit af umræddum skjölum, og sýna þau, að upprunaleg dagsetning beggja hefur verið 7. 3. 1962. Samkvæmt bréfi Smiths ér Norlands h/f til ríkisendurskoðunar hefur reikningurinn verið greiddur fyrirtækinu 28. marz 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi fyrst verið færður sem greiddur úr sjóði 28. marz 1962, fskj. V-156. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að þeir Jóhannes hafi breytt 959 umræddum gögnum og notað þau á ný sem sjóðsfylgiskjöl. Ákærði Jóhannes kveðst ekki muna eftir þessu tilviki, en þó kunni að vera, að hann hafi átt þarna hlut að máli. 17. Meðal sjóðsfylgiskjala V-274, 8. maí 1965, var reikningur frá Hjálmari Þorsteinssyni ér Co. h/f, dagsettur 16/1 1965, fjár- hæð kr. 5.880.00, ásamt frumnótu, dagsettri sama dag. Síðasti stafur í ártali á reikningnum hefur verið máður út, og hefur komið gat á blaðið við það, en þó sést, að talan 5 er wélrituð ofan í. Nótan er handrituð, og má þar greina, að vísu nokkuð óljóst, að síðasti stafur ártals hefur einnig verið máður út og talan 5 rituð ofan í. Ljósrit af samriti nótunnar, sem Hjálmar Þorsteins- son ér Co. hefur látið í té, sýnir, að upprunaleg ársetning nótunnar hefur werið 1962. Í bréfi fyrirtækisins er reikningurinn talinn hafa verið greiddur á árinu 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendur- skoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið innfærður sem greiddur 9. maí 1962, fskj. V-249. Ákærði Magnús Helgi kannast wið, að hann og Jóhannes hafi staðið að breytingu á þessum skjölum og tvígreiðslu úr sjóði sam- kvæmt þeim. Ákærði Jóhannes kveður vera mega, að hann hafi átt þátt í þessu, án þess þó að hann muni beinlínis eftir þessu tilviki. 18. Meðal sjóðsfylgiskjala V-278, 12. maí 1965, var reikningur frá Ofnasmiðjunni h/f, fjárhæð kr. 5.565.00. Ofarlega á reikn- ingnum er dagsetningin 2. marz 1965. Virðist síðasta talan hafa verið máð út og endurrituð, og talan 5 er á þessum stað rituð með annars konar ritvél en reikningurinn að öðru leyti, þó svo, að ártalið 1965 er á öðrum stað á reikningnum og þar útfyllt með sams konar leturgerð. Reikningnum fylgir handskrifuð nóta, dag- sett 27/2 1965, og er á henni mjög svo augljóst, að síðasta tala ártals hefur verið máð út og endurrituð. Enn fylgir úttektarbeiðni Landssmiðjunnar, dagsett 23/2 1965, útfyllt með íblýanti. Má þar og greina, að síðasta tala árstals hefur verið strokuð út og endurrituð. Samkvæmt bréfi Ofnasmiðjunnar h/f til ríkisendur- skoðunarinnar hefur nótan verið gefin út 27. febrúar 1962, og greiðsla hefur farið fram í maílok 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar 30. maí 1962, fskj. 284. Ákærða Magnús Helga rámar í þennan reikning, en ekki kveðst hann þó muna glöggt eftir honum. Vera megi, að þetta sé eitt Þeirra tilvika, þar sem hann og Jóhannes breyttu og endurnotuðu 960 fylgiskjöl. Ákærði Jóhannes telur þetta einnig mega vera, en ekki man hann fyrir víst eftir tilviki þessu. 19. Meðal sjóðsfylgiskjala V-463, 25. júlí 1963, war reikningur Reykjafells h/f, dags. 20.—21. júní 1963, fjárhæð samtals kr. 11.928.95, ásamt 2 frumnótum fyrirtækisins, dagsettum 20. og 21. júní 1963, og tveimur úttektarbeiðnum, dagsettum sömu daga. Augljóst er, að ársetning reikningsins hefur verið máð út og rituð að nýju (með ritvél). Á báðum nótunum og úttektarbeiðnunum má einnig greina, að síðasta staf ártals hefur werið breytt. Sam- kvæmt bréfi Reykjafells h/f til ríkisendurskoðunarinnar hefur þessi reikningur verið gefinn út í júní 1962 og greiddur ll. júlí sama ár. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði Landssmiðj- unnar 17. júlí 1962, fskj. 370. Ákærði Magnús Helgi segir, að þessi reikningur sé sér ráð- gáta og muni hann ekkert eftir honum né notkun hans. Ákærði Jóhannes man ekki eftir reikningnum, en telur, að vera kunni, að hann hafi átt þátt í að misnota hann. 20. Meðal sjóðsfylgiskjala V-380, sem fært er greitt 28. júní 1965, er reikningur frá Helga Magnússyni ér Co., dagsettur 27. apríl (19)65 (fyrri hluti ártals klipptur úr reikningnum við göt- un), fjárhæð kr. 5.356.80. Reikningnum fylgir nóta fyrirtækisins svo og úttektarbeiðni Landssmiðjunnar, og bera bæði þessi skjöl sömu dagsetningu og ártal. Af skjölunum má sjá, að ártölum hefur verið breytt, og er sérstaklega augljóst, að ártal á reikn- ingnum og síðasti stafur ártals á úttektarbeiðninni hefur verið máður út og endurritaður. Samkvæmt bréfi Helga Magnússonar 8c Co. til ríkisendurskoðunarinnar er rétt ártal þessa reiknings 1962, en ekki 1965, og reikningurinn fékkst greiddur í ágúst 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði 8. ágúst 1962, fskj. V-430. Ákærði Jóhannes telur sig ekki muna eftir þessum reikningi, en vera kunni, að hann sé einn þeirra, sem endurnotaður var breyttur. Ákærði Magnús telur sig ekki koma þessu tilviki fyrir sig. Hann hefur bent á, að á reikninginn hefur verið skrifað með blýanti: 18/7 kr. 3.000.00, 25/7 kr. 3.000.00, 1/8 íkr. 3.000.00, en þetta hefur síðan verið strokað út, en auðséð er þó við athugun, hvað skrifað hefur verið. Bendir ákærði Magnús Helgi á, að þetta sé skrifað með rithendi Jóhannesar og að samanlögð fjárhæð 961 þessara þriggja færslna sé hærri en fjárhæð reikningsins og geti því átt við fleiri reikninga. 21. Meðal sjóðsfylgiskjala V-582, sem færð eru greidd 31. ágúst 1963, er reikningur frá Verzluninni Geysi h/f, dagsettur 1. maí 1962, fjárhæð kr. 1.132.15, ásamt 2 frumnótum verzlunarinnar, dagsettum 3. og 13. apríl 1962, og úttektarbeiðni Landssmiðjunnar, dagsettri 3. apríl 1962. Verzlunin hefur vottað, að skjali þessu hafi ekki verið breytt og reikningurinn hafi verið greiddur 6. septem- ber 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði 5. september 1962, fskj. V-529, en síðan tekinn út og endurnotaður, sem áður segir. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekkert muna um þetta tilvik. Ákærði Jóhannes segist heldur ekki gera það. Hann hefur tekið fram, að sér finnist sem þeir félagar hafi yfirleitt alltaf þurft að breyta tímasetningu fylgiskjala, þegar þeir tóku þau út til endurnotkunar, en þó geti hann ekki fortekið, að hann hafi ein- hvern tíma átt þátt í að endurnota skjal, án þess að breyting væri gerð á því. 22. Meðal sjóðsfylgiskjala V-820, sem fært er greitt 6. nóvem- ber 1963, er reikningur RAF, raftækjavinnustofu, dagsettur 31. ágúst 1963, fjárhæð kr. 3.479.85. Reikningnum fylgja 6 vinnu- listar, er bera dagsetningar, en ekki ártal. Ljóst er, að talan „3“ í ártalinu á reikningnum er endurrituð fyrir aðra tölu, sem máð hefur verið út, en ekki verður greint, hver sú tala hefur verið. Samkvæmt bréfi RAF til ríkisendurskoðunarinnar hefur vinnu- stofan gefið hinn 31. ágúst 1962 út reikning að fjárhæð kr. 3.479.85 á hendur Landssmiðjunni og fengið hann greiddan á því ári. Sam- kvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur umræddur reikn- inngur upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði Lands- smiðjunnar 30. september 1962, fskj. V-575. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekki kannast við þennan reikning né tvínotkun á honum, Er þetta tilvik var borið undir hann, kvaðst hann telja, að hann hefði ekki staðið að tvínotkun reikninga fyrr en á árinu 1965. Ákærði Jóhannes telur hins vegar hugsanlegt, að hann hafi átt hlut að því, að tvígreitt hafi verið úr sjóði samkvæmt reikningn- um, en þó segist hann ekki muna eftir þessu tilviki. 23. Meðal sjóðsfylgiskjala V-811, sem fært er greitt 18. nóvem- ber 1964, var reikningur frá Jens Árnasyni h/f, vélaverkstæði, 6l 962 dagsettur 4. september 1964, fjárhæð kr. 2.310.00, ásamt úttektar- beiðni Landssmiðjunnar, dagsettri sama dag. Greinilegt er, að síð- asti stafur í ártalinu á reikningnum hefur verið máður út og endur- ritaður. Einnig má greina, að síðasti stafur ártalsins á úttektar- beiðninni, en hún er rituð með blýanti, hafi verið strokaður út, og virðist þar áður hafa staðið talan 2. Hefur talan 4 svo verið rituð í staðinn. Jens Árnason h/f hefur látið í té ljósrit af samriti reikningsins, og sýnir það, að rétt ársetning reikningsins hefur verið 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar 24. október 1962, fskj. V-614. Ákærði Magnús Helgi kveðst engu koma fyrir sig um þetta tilvik, en ákærði Jóhannes telur, að þetta kunni að vera eitt þeirra tilvika, er þeir Magnús endurnotuðu fylgiskjal, án þess þó að hann muni sérstaklega eftir því. 24. Með sjóðsfylgiskjölum V-811, 18. nóvember 1964, var reikningur h/f Bílasmiðjunnar, dagsettur 17. október 1964, fjár- hæð kr. 3.460.00, ásamt nótu, dagsettri 12. október 1964, og út- tektarbeiðni Landssmiðjunnar, dagsettri 12. október, ártal vantar. Reikningurinn, sem er vélritaður á eyðublað, ber ártal á tveimur stöðum, og er greinilegt, að 2 síðustu stafir í ártölunum hafa verið máðir út og tölurnar endurritaðar. Leturgerð er eigi hin sama og á ritvél þeirri, sem reikningurinn hefur upphaflega skrifaður með. Er þetta mjög greinilegt af stafnum 4. Nótan er rituð með kúlupenna. Augljóst er, að síðasta talan í ártalinu hefur verið máð út og endurrituð. Samkvæmt bréfi Bílasmiðjunnar h/f til ríkisendurskoðunar hefur Landssmiðjan greitt umræddan reikning þannig: 18. janúar 1961 kr. 2.000.00, 25. janúar s. á. kr. 1.000.00 og 8. febrúar s. á. kr. 460.00. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur þessi reikningur verið bókfærður sem greiddur 21. nóvember 1962, fskj. V-687, en síðan verið bókaðar aftur 18. nóvember 1964, svo sem áður var sagt. Ákærðu hafa hvorugir kannazt neitt við þetta tilvik né getað gefið skýringu á því. Jóhannes segir þó, að vera megi, að hann hafi þarna átt hlut að máli. 25. Meðal sjóðsfylgiskjala V- 290, 8. maí 1963, var reikningur frá Vatnsvirkjanum h/f, dagsettur 31. október 1962, fjárhæð kr. 4.521.50, ásamt 4 nótum, dagsettum 12., 16., 18. og 25. október 1962, og 3 úttektarbeiðnum Landssmiðjunnar, dagsettum 12., 18. 963 og 25. október 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður sem greiddur úr sjóði smiðjunnar 21. nóvember 1962, fskj. V-687. Í bréfi til ríkisendur- skoðunar, dagsettu 18. marz 1966, skýrir Vatnsvirkinn h/f frá því, að reikningurinn hafi verið greiddur fyrir árslok 1962. Ákærði Magnús hefur vakið athygli á því, að á reikninginn hefur verið ritað með blýanti: „14/11 Pro: Peningar 2000.00 kr.“. Hefur áritun þessi verið strokuð út aftur, en verður þó greind á reikningnum. Ákærði Magnús Helgi segir, að hans rithönd hafi verið á áritun þessari. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta sagt um þetta atriði, og ákærði Jóhannes kveðst heldur ekki geta það. 26. Meðal sjóðsfylgiskjala, sem færð voru 31. janúar 1965, var reikningur frá Ryðhreinsun ár Málmhúðun s/f, dagsettur 26. októ- ber 1964, fjárhæð kr. 3.655.00, ásamt úttektarbeiðni Landssmiðj- unnar, dagsettri 18. október 1964. Á ártali á reikningnum, sem ritaður er með kúlupenna, er ljóst, að síðasta talan hefur verið máð út og endurrituð. Hið sama má einnig greina á úttektarbeiðn- inni, sem rituð er með blýanti. Samkvæmt bréfi Saxa h/f (Ryð- hreinsunar éz Málmhúðunar s/f) til ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn upphaflega verið gefinn út 1962 og greiddur ásamt fleiri reikningum í tvennu lagi 14. og 26. nóvember það ár. Sam- kvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur þessi reikningur upp- haflega verið færður sem greiddur úr sjóði 26. nóvember 1962, fskj. V-706. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekkert muna um þennan reikn- ing. Jóhannes kveðst heldur ekki muna sérstaklega eftir honum, en segir, að vel megi vera, að hann hafi átt hlut að misnotkun á honum. 27. Meðal sjóðsfylgiskjala V-849, sem færð eru greidd úr sjóði 2. desember 1964, var reikningur frá Jens Árnasyni h/f, vélaverk- stæði, dagsettur 28. ágúst 1964, fjárhæð kr. 3.542.00, ásamt út- tektarbeiðni Landssmiðju, dagsettri sama dag. Lítur út fyrir, að síðustu tölu í ártalinu á reikningnum hafi verið breytt, og á út- tektarnótunni er ljóst, að lokastafur ártalsins hefur verið strok- aður út og endurritaður. Af ljósriti úr reikningabók Jens Árna- sonar h/f, er sýnir samrit reikningsins, kemur fram, að reikn- ingurinn hefur verið gefinn út árið 1962, en ekki 1964. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður greiddur úr sjóði smiðjunnar 5. desember 1962, fskj. V-743. Ákærði Jóhannes hefur skýrt svo frá, að vera kunni, að hann 964 hafi átt hlut að misnotkun þessa reiknings, en ekki muni hann þó sérstaklega eftir honum. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekki muna neitt eftir þessu atriði. 28. Meðal sjóðsfylgiskjala V-134, sem færð eru 6. marz 1965, var reikningur frá Birni Arnórssyni, umboðs- og heildverzlun, dagsettur 5. desember 1964, fjárhæð kr. 1.243.94. Augljóst er, að ártalið á reikningnum hefur verið máð út og endurritað með ritvél með annars konar leturgerð en reikningurinn er að öðru leyti skrifaður með. Greina má, að síðasti stafur í ártalinu hefur áður verið talan 2. Fyrirtækið hefur wottað, að reikningur (þessi hafi verið gefinn út árið 1962, en ekki 1964, og verið greiddur í byrjun janúar 1963. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður greiddur 31. desember 1962, fskj. 783, en síðan greiddur að nýju, svo sem áður var frá greint. Ákærði Magnús Helgi kannast ekki við, að hann hafi átt þátt í að breyta reikningi þessum né tvínota hann, en Jóhannes telur, að vera megi, að hann hafi átt þarna hlut að máli, þótt ekki muni hann sérstaklega eftir þessu atriði. 29. Meðal sjóðsfylgiskjala V-45, sem færð eru greidd 31. janúar 1965, var reikningur frá Birni Arnórssyni, umboðs- og heildverzl- un, dagsettur 6. desember 1964, að fjárhæð kr. 2.964.38. Um reikning þennan er hið sama að segja og þann, sem frá er greint í næsta lið hér að framan, að ártalið hefur verið máð út og endur- ritað, og er leturgerð önnur en á reikningnum að öðru leyti. Hefur fyrirtækið vottað, að reikningurinn hafi verið gefinn út 1962 og greiddur í janúarbyrjun 1963. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoð- unar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður sem greiddur með reikningi þeim, sem frá er greint í 28. lið, 31. desember 1962 (fskj. V-783). Framburður ákærðu um þennan ákærulið er á sömu lund og um reikninginn í næsta lið hér að framan. 30. Meðal sjóðsfylgiskjala V-72, sem færð eru sem greidd 19. febrúar 1963, var reikningur frá Vatnsvirkjanum h/f, bygginga- vöruverzlun, dagsettur 30. nóvember 1962, fjárhæð kr. 5.867.25, ásamt 3 frumnótum verzlunarinnar og 3 úttektarbeiðnum Lands- smiðjunnar. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hafði reikn- ingur þessi áður werið greiddur og notaður sem sjóðsfylgiskjal 31. desember 1962, fskj. V-800, enda hefur Vatnsvirkinn h/f stað- fest með bréfi til ríkisendurskoðunar, að reikningurinn hafi verið greiddur fyrir árslok 1962. 965 Hvorugur ákærðu telur sig muna neitt eftir tilfelli þessu, og ákærði Jóhannes hefur dregið í efa, að hinn 19. febrúar 1963 hafi verið búið að loka bókhaldi Landssmiðjunnar fyrir árið 1962. 31. Meðal sjóðsfylgiskjala V-380, sem færð eru greidd úr sjóði Landssmiðjunnar 28. júní 1965, er reikningur frá A. Jóhannssyni ér Smith h/f, dagsettur 2. júní 1965, fjárhæð kr. 6.765.85, ásamt 2 nótum fyrirtækisins, er bera dagsetningar 25. 6. 1965 og 27. 5. 1965, svo og úttektarbeiðni Landssmiðjunnar, dagsett 27. 5. 1965. Dagsetning á reikningnum er augljóslega rituð, eftir að máð hefur verið út fyrri dagsetning, og hefur það verið gert þannig, að gat hefur komið eftir á pappírinn. Verður fyrri dagsetning ekki greind. Dagsetningin er gerð með ritvél af annarri leturgerð en annað það, sem á reikningnum stendur. Á nótu þeirri, er ber dag- setninguna 25. 6. 1965, er ljóst, að síðasti stafur Í ártali er máður út og talan 5 rituð ofan í með kúlupenna. Á hinni nótunni (dags. 27. 5. 1965) hefur bæði mánaðartalan og síðasti stafur ártals verið máð út og endurritað, og er það einnig gert með kúlupenna. Sams konar breyting sýnist hafa verið gerð á úttektarbeiðni, sem rituð er með blýanti. Þar hefur bæði mánaðartalan (5.) og síðasti stafur ártals verið rituð, eftir að máð hefur verið út, og sést ekki, hvað áður hefur staðið. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið færður sem greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar hinn 25. júlí 1962 (fskj. V-403), og er það í samræmi við upplýsingar, sem A. Jóhannsson ér Smith lét ríkis- endurskoðuninni í té, en samkvæmt þeim hefur reikningurinn verið gefinn út í júní 1962 og verið greiddur á því sama ári. Ákærði Magnús Helgi kveðst telja, að þetta sé einn af þeim reikningum, sem þeir Jóhannes breyttu og notuðu á ný sem sjóðs- fylgiskjal. Telur hann, að hann hafi sjálfur gert breytinguna á heildarreikningnum. Enn fremur sýnist honum hann hafa ritað töluna 5 í ártalinu á annari nótunni. Ákærði Jóhannes kveðst ekkert muna sérstaklega um þetta tilvik. 32. Með sjóðsfylgiskjölum V-485, sem færð eru greidd 4. ágúst 1965, var reikningur frá Ísleifi Jónssyni, byggingavöruverzlun, dagsettur 27. júní 1965, fjárhæð kr. 4.588.40, ásamt nótu, dag- settri 8/3 1965, og úttektarbeiðni Landssmiðju, dagsettri sama dag. Er augljóst, að dagsetning á reikningnum hefur verið máð út og endurrituð. Í dálk lengst til vinstri á reikningnum stendur einnig tímasetningin; 1965 27. júní, og virðist þar ekkert hafa 966 verið áður. En báðar dagsetningar wirðast ritaðar með sömu ritvél, er hafði aðra leturgerð en wél sú, sem annað á reikningn- um er skrifað með. Síðasti stafur í ártali hefur einnig verið máður út bæði á nótunni og úttektarbeiðninni og endurritaður. Ekki er hægt að greina, hvaða ártal hafi áður verið á skjölum þessum. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið notaður sem sjóðsfylgiskjal 22. ágúst 1962, fskj. V-454, og er það í samræmi við upplýsingar Ísleifs Jónssonar, er kveður reikninginn hafa verið gefinn út 1962 og greiddan á því ári. Hafi innheimtumaður skilað 2.000 kr. hinn 26. júní, en kr. 2.588.40 hinn 28. ágúst. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að hann og Jóhannes hafi breytt skjölunum og endurnotað þau. Kveðst hann sjálfur hafa vélritað dag- og ársetningarnar á reikninginn, en aftur á móti sjái hann ekki, að breytingarnar á nótunni og úttektarbeiðninni séu gerðar með hans rithendi; Ákærði Jóhannes kveðst ekkert muna eftir þessu tilfelli, en ekkert sé því til fyrirstöðu, að hann hafi átt þarna hlut að máli. 33. Meðal sjóðsfylgiskjala V-942, sem færð eru greidd 11. ágúst 1965, var reikningur frá Korkiðjunni h/f, dagsettur 15. júlí 1965, fjárhæð kr. 4.268.30, ásamt úttektarbeiðni Landssmiðjunnar, dag- settri 2. júlí 1965, og tveimur nótum Korkiðjunnar, dagsettum 2/7 og 18/7 1965. Á reikningnum eru dagsetningar bæði efst til hægri og í dálki lengst til vinstri. Er ljóst, að ártalið í dálknum (65) er ritað í stað annars, sem máð hefur verið út. Ártalið er vélritað, og er leturgerð sýnilega önnur en meginmál reikningsins að öðru leyti. En aftur á móti virðist hún hin sama og er á dag- setningunni efst til hægri, en þar er ekki að sjá, að neitt hafi verið áður. Greinilegt er, að síðasti stafur í ártölum á nótunum og út- tektarbeiðninni hefur einnig werið máður út og endurritaður. Korkiðjan hefur látið í té ljósrit af samriti nótnanna, og sýna þau, að upphaflegt ártal á nótunum hefur verið 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningur þessi upphaf- lega verið notaður sem fylgiskjal 22. ágúst 1962, fskj. 454, en síðan endurnotaður sem áður segir. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að þetta sé einn af reikn- ingum þeim, sem Jóhannes hafi breytt og notað að nýju. Ekki kveðst hann sjá, hvor gert hafi breytingarnar, nema hvað honum virðist hann sjálfur hafa vélritað ártalið á reikninginn. 967 Ákærði Jóhannes man ekki sérstaklega eftir þessu, en telur vera mega, að hann hafi komið þarna við sögu. 34. Meðal sjóðsfylgiskjala V-206, sem færð eru greidd 7. apríl 1965, var reikningur frá Sighvati Einarssyni ér Co., bygginga- vöruverzlun, dagsettur 30. marz 1965, fjárhæð kr. 4.499.00, ásamt nótu, dagsettri 26. marz 1965 og 3. marz 1965, svo og úttektar- beiðnum Landssmiðjunnar með samsvarandi dagsetningum. Sjá má á reikningnum, að dag- og ársetning hefur verið máð út og endurrituð með annars konar ritvél en reikningurinn er annars ritaður með. Samkvæmt upplýsingum Sighvats Einarssonar ér Co. voru frumnóturnar dagsettar 3. og 26. september 1962. Við at- hugun á nótunum virðist líklegt, að mánaðartala og síðasti stafur í ártali hafi verið máð út og skrifuð að nýju. Nóturnar eru ritaðar með blýanti. Greinilegra er, að þess konar breytingar hafa einnig verið gerðar á úttektarbeiðnunum. Samkvæmt skýrslu ríkisendur- skoðunarinnar hefur reikningur þessi áður verið notaður sem sjóðsfylgiskjal 27. marz 1963, V-182. Hvorugur ákærðu telur sig koma þessum reikningi fyrir sig, en Jóhannes aftekur ekki, að hann kunni að hafa átt þarna hlut að máli. 35. Meðal sjóðsfylgiskjala V-26, 22. janúar 1964, er fragtreikn- ingur H/f Eimskipafélags Íslands, dagsettur 7. maí 1963, komu- dagur skips talinn 17. maí 1963, fjárhæð samtals kr. 2.797.00. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upp- haflega verið færður sem greiddur úr sjóði Landssmiðjunnar 21. ágúst 1963 (fskj. 534), enda hefur Eimskipafélagið vottað, að reikningur þessi hafi verið greiddur félaginu þann dag. Hvorugur ákærðu kannast við það, að þeir hafi tvínotað þetta skjal. 36. Meðal sjóðsfylgiskjala V-960, dagsettra 31. desember 1963, er fragtreikningur H/f Eimskipafélags Íslands, komudagur skips talinn 8. ágúst 1963, fjárhæð kr. 3.399.00. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi upphaflega verið færð- ur sem sjóðsfylgiskjal 21. ágúst 1963, fskj. V-534, enda hefur Eimskipafélag Íslands vottað, að greiðsla hafi farið fram 20. ágúst 1963. Hvorugur ákærðu kannast við tvínotkun á þessu skjali. 37. Með sjóðsfylgiskjölum V-559, sem færð eru greidd úr sjóði Landssmiðjunnar 8. september 1965, var reikningur Olíufélags- ins h/f, dagsettur 20. apríl 1965, fjárhæð kr. 9.490.00, ásamt frum- 968 nótu, dagsettri sama dag, og úttektarbeiðni Landssmiðju, dag- settri 18. apríl 1965. Er augljóst, að á öllum þrem skjölum hefur síðasti stafur Í ártali verið máður út og talan 5 verið rituð í stað- inn. Olíufélagið h/f hefur látið í té ljósrit af samriti reikningsins, og ber það með sér, að reikningurinn hefur verið gefinn út á árinu 1963. Kveður félagið reikninginn hafa verið greiddan á þessa leið: 19. júní 1963 kr. 3.000.00, 24. júlí s. á. kr. 3.000.00 og 17. september s. á. kr. 3.490.00. Samkvæmt skýrslu ríkisendur- skoðunarinnar hefur reikningur þessi fyrst verið færður sem greiddur úr sjóði 11. september 1963, fskj. V-614. Ákærðu segja báðir, að vera megi, að þetta sé eitt þeirra til- vika, er þeir breyttu fylgiskjali og notuðu það á ný, en hvorugur þeirra man sérstaklega eftir þessum reikningi. 38. Meðal sjóðsfylgiskjala V-8, 15. janúar 1964, war reikningur frá J. B. Péturssyni, frá ágúst 1963, fjárhæð kr. 1.650.20, ásamt frumnótu, dagsettri 30. 7. (?) 1963. Samkvæmt skýrslu ríkis- endurskoðunar hafði reikningur þessi áður verið færður greiddur 18. september 1963, fskj. 641. J. B. Pétursson hefur vottað, að reikningurinn hafi verið greiddur innheimtumanni fyrirtækisins 18. september 1963. Hvorugur ákærðu hefur kannazt við misnotkun þessa reiknings. 39—40. Meðal sjóðsfylgiskjala V-77, 11. febrúar 1964, voru tveir fragtreikningar H/f Eimskipafélags Íslands. Annar reikn- ingurinn er að fjárhæð kr. 5.386.00 og komudðagur skips talinn 9. maí 1963, hinn kr. 3.798.00, komudagur skips 23. ágúst 1963. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar höfðu reikningar þessir áður verið færðir sem greiddir 15. október 1963, fskj. 740. Endur- skoðunardeild Eimskipafélagsins hefur vottað, að reikningar þessir hafi verið greiddir félaginu 14. október 1963. Hvorugur ákærðu telur sig kannazt neitt við þetta ákæru- atriði. 41. Meðal sjóðsfylgiskjala V-157, 7. marz 1964, var fragtreikn- ingur H/f Eimskipafélags Íslands að fjárhæð kr. 3.648.99, dag- settur 16. október 1963, en komudags skips ekki getið. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur hér verið um tvígreiðslu að ræða, þar sem reikningurinn hefur áður verið færður sem greiddur úr sjóði 31. október 1963, fskj. V-795, enda hefur Eim- skipafélagið vottað, að greiðsla hafi farið fram 30. október 1963. Ekki kannast ákærðu neitt við |þetta tilvik. 42. Með sjóðsfylgiskjölum V-218, sem færð eru sem greidd 21. apríl 1965, var reikningur frá Jens Árnasyni h/f, dagsettur 4. 969 febrúar 1965, fjárhæð kr. 4.273.50, ásamt úttektarbeiðni Lands- smiðjunnar, dagsettri sama dag. Svo er að sjá af skjölum þessum, að síðasta staf í ártali hafi verið breytt, enda kemur í ljós af ljósriti úr reikningabók Jens Árnasonar, að rétt ársetning reikn- ingsins hefur verið 1963, og telur fyrirtækið reikninginn greiddan á því ári. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn áður verið færður sem greiddur 13. marz 1963, fskj. V-140. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að þeir Jóhannes hafi breytt þessum skjölum og endurnotað þau, og Jóhannes telur, að svo geti verið, þótt hann muni ekki sérstaklega eftir þessu. 43. Með sjóðsfylgiskjölum V-924, sem færð eru greidd 11. des- ember 1963, var fragtreikningur H/f Eimskipafélags Íslands að fjárhæð kr. 10.592.00. Komudagur skips er talinn 24. marz 1963. Eimskipafélagið hefur vottað, að þessi reikningur hafi verið greiddur því 16. apríl 1963, og samkvæmt skýrslu ríkisendur- skoðunar hefur reikningurinn áður verið færður sem greiddur 17. apríl 1963, fskj. V-231. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekki kannast við |þetta tilfelli, og Jóhannes kveðst ekkert geta um þetta sagt. 44. Með sjóðsfylgiskjölum V-147, 29. febrúar 1964, var reikn- ingur Ludvigs Storr ér Co., dagsettur 27. nóvember 1963, fjárhæð kr. 4.544.00, ásamt úttektarbeiðni Landssmiðju, dagsettri 21. nóv- ember 1963. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikn- ingur þessi áður verið færður sem greiddur 22. janúar 1964, (fskj, V-25A), og er það í samræmi við upplýsingar fyrirtækisins, sem kveðst hafa fengið reikninginn greiddan 22. janúar 1964. Hvorugur ákærðu kannast neitt við þetta tilvik. 45. Meðal sjóðsfylgiskjala V-270, sem færð eru sem greidd 15. apríl 1964, var reikningur Burstagerðarinnar, dagsettur 6. febrúar 1964, fjárhæð kr. 2.594.40. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun- arinnar hefur reikningur þessi áður verið færður sem greiddur 24. febrúar 1964, fskj. V-115. Er það í samræmi við upplýsingar frá Burstagerðinni, en samkvæmt þeim hefur reikningurinn verið greiddur henni 19. febrúar 1964. Hvorugur ákærðu telur sig kannast við þetta tilvik. Hefur Magnús Helgi, sem fyrr segir, sagt, að hann telji sig ekki hafa misfarið þannig með skjöl fyrr en á árinu 1965, en þó geti hann ekki fortekið, að slíkt hafi komið fyrir fyrr. 46. Meðal sjóðsfylgiskjala V-472, sem færð eru greidd 8. júlí 1964, var reikningur frá Seglagerðinni Ægi, dagsettur 29.—30. 970 apríl 1964, fjárhæð kr. 3.610.00, ásamt tveimur frumnótum og tveimur úttektarbeiðnum Landssmiðjunnar. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið færður sem greiddur 27. maí 1964, fskj. V-378. Samkvæmt bréfi Seglagerðar- innar til ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningurinn verið greiddur 30. maí 1964. Ákærðu segjast ekkert kannast við þetta ákæruatriði. 47. Meðal sjóðsfylgiskjala V-792, sem færð eru greidd 11. nóv- ember 1964, var reikningur Blikksmiðju Reykjavíkur, dagsettur 27. maí 1964, fjárhæð kr. 2.856.00, ásamt frumnótu og úttektar- beiðni Landssmöijunnar. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar- innar hefur reikningur þessi áður verið færður sem greiddur hinn 3. júní 1964, fskj. V-407, og er það í samræmi við vottorð blikk- smiðjunnar um, að reikningurinn hafi verið greiddur þann dag. Hvorugur ákærðu hefur kannazt við það, að þeir hafi staðið að tvínotkun þessa reiknings. 48. Meðal sjóðsfylgiskjala V-436, sem færð eru greidd 24. júní 1964, var reikningur Gunnars Ásgeirssonar h/f, dagsettur 31. marz 1964, fjárhæð kr. 1.597.00, ásamt frumnótu. Þessi reikningur hefur samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar áður verið færður sem greiddur hinn 6. maí 1964, fskj. V-325. Er þetta í samræmi wið upplýsingar Gunnars Ásgeirssonar h/f um, að reikningurinn hafi verið greiddur þann dag. Ákærðu kannast ekki við þetta tilvik, og Magnús Helgi segir, að sig minni, að hann hafi verið í sumarleyfi um 24. júní 1964. 49. Meðal sjóðsfylgiskjala V-792, sem færð eru greidd 11. nóv- ember 1964, var reikningur h/f Ofnasmiðjunnar, dagsettur 3. júní 1964, fjárhæð kr. 1.200.00, ásamt frumnótu og úttektarbeiðni. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar kom í ljós, að reikningur- inn hafði verið greiddur áður og færður 19. ágúst 1964, fskj. V- 266. Er það í samræmi við vottorð Ofnasmiðjunnar um, að reikn- ingurinn hafi verið greiddur þann dag. Hvorugur ákærðu kannast við þetta ákæruatriði. Hefur ákærði Jóhannes látið þess getið í sambandi við þetta atriði og önnur af sama tagi, að hann geti enga grein gert fyrir þeim, og þegar um það hafi verið að ræða að afla fjár með notkun eldra fylgiskjals, hafi legið beinast við að taka skjal úr gömlum, endurskoðuðum skjölum. 50. Með sjóðsfylgiskjölum V-173, sem færð eru greidd 11. marz 1964, var reikningur Verksmiðjunnar Bene, dagsettur 15. janúar 971 (2) 1964, fjárhæð kr. 4.657.79, ásamt úttektarbeiðni, dagsettri 14. janúar 1964. Sakir götunar á reikningnum er mánaðarheiti ekki greinilegt. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikning- urinn áður verið færður sem greiddur 4. febrúar 1964, fskj. V-5ð. Greiðsludagur var 5. febrúar samkvæmt upplýsingum verksmiðj- unnar. Ákærði Magnús Helgi segist eitthvað muna eftir þessum reikn- ingi, en kannast þó ekki við, að hann hafi átt þátt í tvínotkun hans. Jóhannes kveðst ekkert geta sagt um þetta atriði. 51. Meðal sjóðsfylgiskjala V-857, sem færð eru sem greidd 12. desember 1964, var reikningur frá Ryðhreinsun og Málmhúðun s/f, dagsettur 30. nóvember 1964, fjárhæð kr. 3.700.00, ásamt frumnótu, dagsettri sama dag, og úttektarbeiðni Landssmiðju, sem einnig ber sömu dagsetningu. Reikningurinn er skrifaður með penna (kúlupenna), og leynir sér ekki, að síðasti stafur í ártal inu hefur verið máður út og ritaður á ný. Á frumnótu, sem einnig er rituð með kúlupenna, er talan 4 krotuð ofan í síðasta staf ár- tals, en ekki er greinilegt, hvaða stafur hefur verið fyrir. Út- tektarnóta er skrifuð með blýanti, og er líklegt, að síðasti stafur ártals hafi þar einnig verið strokaður út og skrifaður á ný. Sam- kvæmt bréfi Saxa h/f (Ryðhreinsunar 82 Málmhúðunar s/f) hefur reikningur þessi verið gefinn út 1962, en ekki 1964, og hefur hann verið greiddur í tvennu lagi, 9. janúar 1963 kr. 1.500.00 og 16. janúar s. á. kr. 2.200.00. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar- innar hefur reikningur þessi upphaflega verið færður greiddur 31. desember 1962, fskj. V-801. Ákærði Magnús Helgi kveðst hafa grun um, að þetta sé eitt þeirra skjala, sem þeir Jóhannes breyttu og endurnotuðu. Jóhann- es kveður einnig vel mega vera, að svo hafi verið. Ákærðu telja sig ekki muna beinlínis eftir þessum reikningi. 52. Meðal sjóðsfylgiskjala V-55, sem færð eru 4. febrúar 1964, var reikningur Gúmmísteypunnar, Þorsteins Kristjánssonar, dag- settur 23. desember 1963, fjárhæð kr. 3.200.00. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningur þessi áður verið færður sem sjóðsfylgiskjal V-919, 4. desember 1964. Samkvæmt upplýs- ingum endurskoðanda Gúmmísteypunnar hefur reikningur þessi verið gefinn út hinn 23. september, en ekki 23. desember. Á reikninginn er dagsetningin rituð þannig: 23/12, og er svo að sjá, að talan 12 sé krotuð ofan í aðra tölu, er staðið hafi fyrir, og er engan veginn neitt því til fyrirstöðu, að það hafi verið talan 9. 972 Hvorugur hinna ákærðu kveðst muna til þess, að hann hafi átt þátt í að breyta þessum reikningi eða endurnota hann. 53. Meðal sjóðsfylgiskjala V-763, sem færð eru sem greidd 22. desember 1962, var reikningur frá Gúmmísteypu Þorsteins Kristjánssonar, dagsettur 3. nóvember 1962, fjárhæð kr. 2.566.00, ásamt úttektarbeiðni Landssmiðju með sömu dagsetningu. Skjöl þessi eru bæði fyllt út með kúlupenna. Augljóst er, að síðasti stafur í ártali á þeim báðum er ritaður ofan í aðra tölu, sem virðist vera talan 1. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar- innar hefur reikningur (þessi áður verið færður sem greiddur með fskj. V-727, 1961. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekkert muna eftir þessum reikn- ingi né tvínotkun á honum, og hið sama segir ákærði Jóhannes, en fortekur þó ekki, að hann kunni að hafa átt þarna hlut að máli. 54. Meðal sjóðsfylgiskjala V-569, sem færð eru greidd 20. september 1961, var reikningur frá Pétri Snæland h/f, að fjárhæð kr. 1.800.00, ásamt frumnótu og úttektarbeiðni Landssmiðju. Öll bera skjöl þessi dagsetninguna 20. maí. Reikningnum og úttektarbeiðninni er það sameiginlegt, að þau hafa verið götuð þannig, að síðasti stafur ártals hefur klippzt úr. Frumnótan virðist ekki hafa borið ársetningu. Líkur benda til þess, að áðurnefndar gatanir hafi verið gerðar af ásettu ráði til þess að afmá ártalið. Afstaða gatanna er með þeim hætti. Ríkisendurskoðunin telur, að þessi reikningur hafi fyrst komið fram sem sjóðsfylgiskjal 12. október 1960, fskj. V-695. Hins vegar tókst ekki að fá staðfest- ingu fyrirtækisins á útgáfudegi reikningsins, þar sem bókhald þess var talið brunnið. Hvorugur ákærðu kveðst geta sagt neitt um þetta ákæruatriði, og telja þeir sig ekki muna til þess, að þeir hafi tvínotað þetta skjal. 55. Meðal sjóðsfylgiskjala, sem færð eru 11. apríl 1962, var reikningur frá Jóni Sen, Miklubraut 40, yfir spennubreyti, að söluverði kr. 1.625.00, ásamt úttektarbeiðni Landssmiðju. Gögn þessi bera bæði dagsetninguna 16/3 1962. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunarinnar hefur reikningur þessi áður verið færður sem fylgiskjal V-806, 25. nóvember 1960. Á reikningnum er auð- séð, að mánaðartalan (3) er rituð í stað annarrar tölu, sem strokuð hefur verið út og verður nú ekki greind. Einnig telur útgefandi reikningsins, Jón Sen fiðluleikari, að síðasta talan í ártalinu (2) sé rituð fyrir aðra tölu. Kveðst Jón sjá, að hann hafi ekki ritað töluna 2. Hann hefur hins vegar ekki getað fullyrt, hvenær reikn- 973 ingurinn hafi verið gefinn út, en telur líklegt, að það hafi verið 1960. Á úttektarnótunni er ljóst, að bæði mánaðartalan og síðasti stafur í ártali hafa verið strokuð út og nýjar tölur ritaðar í stað- inn. Ekki er ólíklegt, að áður hafi staðið mánaðartalan 11 og að síðasti stafur ártals hafi verið 2. Ákærði Magnús Helgi kannast ekki við, að hann hafi átt þátt í að breyta þessum reikningi né endurnota hann, og ákærði Jó- hannes getur ekkert sagt um þetta atriði. 56. Meðal sjóðsfylgiskjala V-540, sem færð eru greidd 12. sept- em/ber 1962, er reikningur L. Andersens h/f, dagsettur 28. ágúst 1962, yfir 600 stk. af gotupokum á kr. 4.00 hvern, samtals kr. 2.400.00, ásamt frumnótu og úttektarbeiðni Landssmiðju. Reikn- ingurinn hefur verið fylltur úr með ritvél, en eigi dylst, að tveir síðustu stafir ártals hafa verið máðir út svo og dagsetning og ritað í staðinn með penna: „62“ og „ág. 28“. Þá hefur einingar- verði á vörunni verið breytt með penna. Er ótvírætt, að upphaf- lega hefur staðið „4/10“, en talan 0 verið rituð með penna ofan í töluna 1. Í samræmi við það er heildarverði breytt úr 2.460.00 í 2.400.00, og er breytingin gerð með penna. Í frumnótu eru gerðar þessar breytingar: Ártali hefur, að því er bezt verður séð, verið breytt úr 1961 í 1962. Dagsetningu hefur verið breytt úr 28/9 í 28/8. Yfir einingarverð vöru (4/10) hefur verið strikað og ritað í staðinn 4/. Yfir töluna 6 í heildarverðinu hefur talan 0 verið rituð. Allar þessar breytingar hafa verið gerðar með kúlupenna. Í úttektarbeiðninni, sem fyllt er út með blýanti, hefur mánaðar- talan, sem virðist hafa verið 9, verið strokuð út og talan 8 skrifuð í staðinn. Síðustu tölu í ártali hefur á sama hátt verið breytt úr 1 í 2. Ríkisendurskoðunin telur, að reikningur þessi hafi áður verið færður sem sjóðsfylgiskjal V-619, 11. október 1961, og þá að fjárhæð kr. 2.460.00, þ. e. hin upprunalega fjárhæð. Hins vegar hefur ríkisendurskoðunin ekki fengið staðfestingu reiknings- útgefanda á útgáfudegi reikningsins. Ríkisendurskoðunin segir í skýrslu sinni, að eitt fylgiskjal hafi verið rifið frá reikningnum og hafi mátt greina tætlur af því milli fylgiskjala reikningsins. Ekki er neinar upplýsingar að hafa um þetta atriði af gögnum þeim, sem dómurinn fékk í hendur. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekki hafa hugmynd um það, hver breytt hafi umræddum reikningi, eða um það, hvort hann hafi verið tvínotaður. Ákærði Jóhannes telur, að rithönd hans sjálfs sé á breytingunum á reikningnum. Hann kveðst telja ólíklegt, að z hann hafi gert svo auðsæja breytingu í skjölum í sviksamlegum 974 tilgangi. Hins vegar rámi sig í, að verðgæzlustjóri hafi einhvern tíma beðið um reikninga frá L. Andersen h/f vegna athugunar á verðlagi og í ljós hafi komið, að rangt verð hafi verið á reikn- ingum. Að öðru leyti kveðst Jóhannes ekkert frekar geta um þetta sagt. 57. Meðal sjóðsfylgiskjala V-225, sem færð eru 30. apríl 1961, er reikningur svohljóðandi: „Staðgreitt 1960 1 st. Gírmótor 2 hö 3572.00 3572.00 Greitt B. Sig. Innt.“ Dagsetning reikningsins verður ekki greind, þar sem hún hefur að mestu leyti klippzt burt við götun á skjalinu. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið notaður sem sjóðsfylgiskjal V-859 hinn 14. desember 1960. Ekki er vitað, hver sá B. Sig. er, sem gefið hefur út þennan reikning. Hvorugur ákærðu kveðst neitt geta sagt um þetta tilvik. 58. Meðal sjóðsfylgiskjala V-252, sem færð eru greidd 8. apríl 1964, var reikningur frá Korkiðjunni h/f, dagsettur 8. janúar 1964, fjárhæð kr. 2.167.50, ásamt frumnótu og úttektarbeiðni Landssmiðjunnar, dagsettri sama dag. Samkvæmt skýrslu ríkis- endurskoðunar hefur reikningur þessi áður verið notaður sem sjóðsfylgiskjal V-110 hinn 19. febrúar 1964. Ekki tókst að fá stað- festingu útgefanda reikningsins á því, hvenær reikningurinn hefði fengizt greiddur. Hvorugur ákærðu hefur kannazt við tvínotkun þessa reiknings. Ill. Hækkun á samlagningarstrimlum. Áður var frá því greint, að í bókhaldi Landssmiðjunnar var sá háttur tíðkaður, að sjóðsfylgiskjöl voru tekin saman í hópa, fjár- hæðir skjalanna lagðar saman og samlagningarstrimillinn festur með skjölunum og skjalahópurinn síðan færður sem eitt fylgi- skjal. Við athugun á fylgiskjalahópum kom í ljós, að samlagning mundi stundum hafa verið rangfærð til hækkunar. Hefur þá verið 975 sett inn tala í samlagninguna, án þess að hún sjáist á strimlinum, sem ber aðeins með sér fjárhæðir skjala þeirra, sem í skjalahópn- um er. Verður niðurstöðutalan þannig hærri en rétt er. Svo er að sjá, að endurskoðendur hafi borið strimilinn saman við skjöl þau, sem eru í skjalahópnum, en ekki lagt saman á ný til þess að sannreyna, að niðurstaða sé í samræmi við tölurnar á striml- inum. Í bókhaldi ársins 1963 fundust 13 tilvik af þessu tagi, 9 tilvik árið 1964 og einnig 9 árið 1965. Í öllum tilfellum er um hækkun að ræða, og nemur hún samtals kr. 71.808.75, svo sem rakið er í eftirfarandi töflu: 1963 Útkoma á strimli Rétt útkoma 12/2 V-47 288.306.65 283.757.65 6/3 V-130 175.509.35 172.509.35 12/3 V-139 184.221.95 181.221.95 26/3 V-177 139.941.25 137.767.25 5/4 V-220 311.489.50 308.489.50 17/4 V-231 39.135.00 38.135.00 22/4 V-241 225.954.50 222.954.50 24/4 V-243 64.406.50 62.406.50 15/5 V-298 25.138.90 23.638.90 22/5 V-320 137.640.00 134.640.00 31/5 V-340 96.138.35 93.628.35 31/8 V-584 14.330.37 13.830.37 17/9 V-638 451.621.80 448.621.80 2.153.834.12 2.121.601.12 1964 13/5 V-342 314.982.25 310.982.25 10/6 V-415 37.277.60 36.166.60 30/6 V-458 43.373.45 41.361.45 17/7 V-498 74.615.75 72.614.75 24/8 V-572 331.945.00 329.945.00 14/10 V-712 62.687.98 61.687.98 19/10 V-729 120.109.05 117.887.05 4/11 V-784 122.254.75 118.940.75 5/12 V-854 79.809.00 78.564.00 1.187.054.83 1.168.149.83 Mismunur 4.549.00 3.000.00 3.000.00 2.174.00 3.000.00 1.000.00 3.000.00 2.000.00 1.500.00 3.000.00 2.510.00 500.00 3.000.00 4.000.00 1.111.00 2.012.00 2.001.00 2.000.00 1.000.00 2.222.00 3.314.00 1.245.00 32.233.00 18.905.00 976 1965 9/1 V-6 221.441.80 219.730.80 1.711.00 12/1 V-9 91.969.65 87.907.65 4.062.00 17/3 V-155 95.686.00 93.401.00 2.285.00 1/4 V-199 122.505.80 121.042.05 1.463.75 10/4 V-2l1l 118.079.00 115.641.00 2.438.00 10/4 V-212 231.271.30 229.830.30 1.441.00 13/4 V-215 102.569.40 100.177.40 2.392.00 8/5 V-275 166.219.25 164.558.25 1.661.00 4/8 V-486 378.742.00 375.525.00 3.217.00 1.528.484.20 — 1.507.813.45 20.670.75 Kr. 71.808.75 Ákærði Jóhannes kannaðist við það, er þessi atriði voru fyrst borin undir hann við rannsókn málsins hinn 9. maí 1966, að það hefði komið fyrir, að tala hafi verið sett inn í samlagningarvél, áður en fylgiskjöl voru lögð saman, þannig að út hafi komið hærri tala en hinar stimpluðu fjárhæðir samanlagðar, sem strimillinn sýndi. Hefði með þessum hætti verið dregið fé úr sjóðnum, er ráðstafað hafi verið á sama hátt og annað fé, sem tekið var með öðrum aðferðum úr sjóðnum. Ekki taldi Jóhannes þó, að mikið hefði kveðið að þessu og varla verið um verulegar fjárhæðir að ræða. Sakarefni þessi voru borin undir ákærða Magnús Helga hinn 11. maí 1966. Neitaði hann eindregið, að hann hefði nokkru sinni átt þátt í því að draga fé úr sjóði smiðjunnar með þessum hætti og hefði hann aldrei vitað það, meðan hann vann þar, að slíkt væri gert. Hins vegar hefði ákærði Jóhannes sagt sér frá því fyrir skömmu, að hann hefði stundum náð fé úr sjóðnum á þennan hátt. Ákærði Magnús Helgi skýrði svo frá, að aðalbókari hefði séð um að setja fylgiskjöl í „grúppur“ og hefði hann því annazt samlagningu skjalanna. Magnús Helgi kvaðst þó hafa annazt þessi störf í forföllum aðalbókarans. Ákærði Jóhannes var yfirheyrður nánar um þetta efni hinn 17. maí 1966. Voru þá einstök atriði þessa kafla borin undir hann. Hann kvaðst ekki geta sagt um hin einstöku tilfelli, en þó fyndist honum, að tölur þær, sem látnar voru koma fram í samlagningu, án þess að þær stæðu á strimlinum, hefðu yfirleitt staðið á heil- um þúsundum, eða a. m. k. hundruðum, en ekki tölur eins og t. d. 97 4.549.00, 2.174.00 (sbr. töfluna hér að framan, 1964) eða fjárhæð- irnar, sem fram koma Í töflunni yfir árið 1965. Ákærði Jóhannes fullyrti, að ákærða Magnúsi Helga hefði jafnan verið kunnugt um það, er fjárhæðir voru dregnar úr sjóði með þessum hætti, þó að hann gæti ekki fullyrt um það, að Magnúsi hefði ævinlega verið kunnugt um það í hverju einstöku tilviki, með hvaða hætti fé var dregið úr sjóðnum. Taldi Jóhannes ólíklegt, að þessi aðferð hefði farið fram hjá Magnúsi Helga. Þá sagði Jóhannes, að Magnús Helgi hefði séð um að ráðstafa fénu. Ákærði Magnús Helgi tjáði sig enn um þessi sakarefni á dóm- þingi 16. júní 1966. Hann kvaðst nú ekki geta fortekið, að honum hefði verið kunnugt um tilvik af þessu tagi. Kvað hann sig ráma eitthvað í þetta, en ekkert kvaðst hann þó muna með vissu. IV. Breytt fjárhæð reikninga. Við könnun ríkisendurskoðunarinnar á bókhaldi Landssmiðj- unnar komu í ljós sjóðsfylgiskjöl, þar sem fjárhæðum reikninga hafði verið breytt til hækkunar, og benti það þá til þess, að mis- munurinn hefði verið dreginn úr sjóði og fjárdrættinum leynt með falsinu. Ákærðu hafa báðir kannazt við, að þeir hafi nokkuð beitt þess- ari aðferð til þess að leyna því, er þeir tóku fé úr sjóði smiðjunnar, en það segjast þeir hafa gert einvörðungu í þágu smiðjunnar, eins og áður hefur verið vikið að og nánar verður skýrt frá síðar í dómsforsendum. Verða nú rakin tilvik þau af þessu tagi, sem IV. kafla ákæru lýtur að, og tilfærð gögn þau, sem fyrir hendi eru um þau, bar á meðal skýrslur ákærðu. 1. Reikningur frá Sigurði Hannessyni ér Co. h/f yfir stjórn- tæki, fjárhæð kr. 9.706.65, dagsettur 24/11 '62, innfærður 3l. maí 1963, fskj. V-339. Samkvæmt wottorði Sigurðar Hannessonar ér Co. h/f hefur reikningi þessum verið breytt þannig, að 24/1 '63 hefur verið breytt í 24/11 '62, og reikningsfjárhæð hefur verið breytt, en hún upphaflega verið kr. 470.65. Er auðséð, að ritað hefur verið ofan í síðasta staf ártals og ofan í fremsta og fjórða staf reikningsfjárhæðar. Ákærði Magnús Helgi kannast við það, að hann muni hafa gert umrædda breytingu á reikningi þessum, en ekki sé hann viss um, að ákærði Jóhannes hafi átt þátt í því tiltæki. Jóhannes segist ekki muna eftir þessu tilviki. 2. Reikningur Skipaafgreiðslu J. Zimsens, dagsettur 9. marz 62 978 1964, fjárhæð samtals kr. 6.069.00, innfærður greiddur 20. marz 1964, fskj. V-198. Reikningur þessi sundurliðast þannig: Uppskipun .. .. .. .. .. kr.1.329.00 Vörugjald .. .......... — 37.00 Flutningsgjald .. .. .. .. — 4.703.00 Samtals kr. 6.069.00 Samkvæmt upplýsingum skipaafgreiðslunnar var reikningurinn að réttu lagi að fjárhæð samtals kr. 2.069.00. Flutningsgjald var kr. 1.703.00, uppskipun kr. 329.00 og vörugjald kr. 37.00. Hefur reikningnum því verið breytt þannig, að talan 1 hefur verið rituð framan við 329, og tölunni 1 í fjárhæð flutningsgjalds hefur verið breytt í 4. Hefur verið auðvelt að gera breytingar þessar, án þess að áberandi sé á skjalinu. Hins vegar er augljóst, að ritað hefur verið ofan í heildarfjárhæðina, og við athugun má greina, að fremsta talan hefur verið 2. Samkvæmt þessu hefur reikningnum verið breytt til hækkunar, sem nemur kr. 4.000.00. Ákærði Magnús Helgi hefur kannazt við, að hann hafi gert þessar 3 breytingar á reikningnum. Ekki kveðst hann muna eftir, hvort Jóhannes hafi átt þátt í þessu, en líklegt sé að minnsta kosti, að hann hafi sagt honum frá þessu á eftir. Ákærði Jóhannes kveðst ekki muna sérstaklega eftir þessu, en vera megi, að hann hafi þarna átt hlut að máli. 3. Reikningur Málmsmiðjunnar Hellu h/f, dagsettur 19. marz 1964, fjárhæð kr. 4.216.80, innfærður greiddur 24. júní 1964, fskj. V-437. Reikningnum fylgir frumnóta yfir 49.6 kg. af fóðringarefni á 83/00, kr. 4.216.80. Ef rétt væri farið með magnið, hefði heildar- verð samkvæmt þessu átt að hafa numið kr. 4.116.80. Samkvæmt upplýsingum Málmsmiðjunnar Hellu h/f war reikningur þessi yfir 14.6 kg. af fóðringarefni og heildarverð kr. 1.211.80. Á reikningn- um hafa þannig verið gerðar breytingar á tveimur tölum (1.211 verður 4.216), og samsvarandi breyting er gerð í frumnótunni, en þar er tölunni 14 einnig breytt í 49. Má sjá á nótunni, að þar hefur breyting verið gerð (ritað ofan í með kúlupenna). Ákærðu segjast ekki muna eftir þessu tilviki sérstaklega, en báðir segja, að ekki sé loku fyrir það skotið, að þeir hafi átt þarna hlut að máli. 4. Reikningur Jens Árnasonar h/f, dagsettur 22. maí 1964, yfir 17.8 kg. af ryðfríu stáli á 110/00, samtals kr. 1.858.00, innfærður 979 greiddur 8. júlí 1964, fskj. V-471. Ljósrit, sem Jens Árnason h/f hefur látið í té af samriti reikningsins, ber með sér, að hann hefur verið yfir 7.8 kg. af vörunni og heildarfjárhæð kr. 858.00, en eigi 838, eins og Í ákæru segir. Hefur reikningurinn þannig verið hækkaður um 1.000 kr. og tvær breytingar gerðar á honum. Einnig hefur verið gerð breyting á úttektarbeiðni, sem fylgir reikningnum, þannig að tölunni 7.8 hefur þar verið breytt í 17.8. Ákærði Magnús Helgi kannast við, að hann hafi breytt reikn- ingnum frá Jens Árnasyni, einum eða fleiri, en ekki kveðst hann muna sérstaklega eftir þessum reikningi. Ákærði Jóhannes kveðst ekki muna eftir þessum reikningi, en vera megi, að hann hafi átt þátt í þessu broti. 5. Reikningur Málmsmiðjunnar Hellu h/f, dagsettur 23. júní 1964, fjárhæð kr. 1.249.00, innfærður greiddur 8. júlí 1964, fskj. V-472. Reikningnum fylgir frumnóta yfir 13 kg. af fóðringarefni á 83/00, samtals kr. 1.249.00. Er hér sýnilega málum blandað, þar sem 13X83 er 1.079, enda hefur Málmsmiðjan Hella vottað, að reikningurinn hafi verið yfir 3 kg. af vörunni og heildarfjárhæð kr. 249.00. Hefur reikningurinn þannig verið hækkaður um 1.000 kr. með því að bæta tölunni 1 framan við vörumagn og heildar- fjárhæð. Reikningnum fylgir enn fremur úttektarbeiðni yfir 12 stk. 14 X1/ st. kopar, rennt mál. Er líklegt, að tölunni 1 hafi þar verið bætt framan við töluna 2. Hvorugur ákærðu telur sig muna eftir þessu atriði sérstaklega, en ekki hafa þeir mótmælt því, að þeir kunni að hafa framið þetta brot. 6. Reikningur Jens Árnasonar h/f yfir 23.3 kg. 12" ryðfrítt stál á 110/00, samtals kr. 2.363.00, innfærður greiddur 8. júlí 1964, fskj. V-472. Ekki er hér allt með felldu, þar sem 110X23.3 mundi nema 2.563, enda sýnir ljósrit úr reikningabók, sem út- gefandi reiknings hefur látið í té, að reikningurinn hefur upp- haflega verið yfir 3.3 kg. af vörunni og heildarfjárhæð kr. 363.00. Hefur reikningurinn þannig verið hækkaður um 2.000 kr. Út- tektarbeiðni fylgir reikningnum yfir 6.35 eða 0.35 m 1“ ryð- frítt stál. Talan, er sýnir magnið, er ekki greinileg. Ákærði Magnús Helgi telur mjög miklar líkur á því, að hann hafi breytt þessum skjölum, en er þó ekki fullviss um það. Ákærði Jóhannes man ekki eftir þessu atriði, en mótmælir ekki, að hann kunni að hafa komið þarna við sögu. 7. Reikningur Heimilstækja s/f yfir 1 stk. rafmagnsofn, dag- settur 22. nóvember 1963, fjárhæð kr. 4.174.00, innfærður greiddur 980 23. september 1964, fskj. V-636. Samrit af reikningi þessum, sem útgefandi hefur látið í té, sýnir, svo að ekki verður um villzt, að verð ofnsins hefur verið kr. 1.174.00, en ekki 4.174.00, og hefur fremstu tölunni á reikningnum þannig verið breytt úr 1 í 4, en breytingu þá er auðvelt að gera, án þess að áberandi sé. Hefur reikningurinn þannig verið hækkaður um 3.000 kr. Ákærði Magnús Helgi segir, að sig rámi í þetta tilfelli, og telur hann líklegt, að hann hafi breytt reikningnum. Ákærði Jóhannes segir, að hann kunni að hafa átt þátt í þessu, en man ekki sér- staklega eftir þessu atriði. 8. Reikningur Jens Árnasonar h/f yfir 40.5 kg. 214" ryðfrítt stál á 110/00, samtals kr. 4.455.00, innfærður greiddur 31. des- ember 1964, fskj. V-916. Ljósrit úr reikningabók, sem útgefandi reikningsins hefur látið í té, sýnir, að reikningurinn hefur verið yfir 10.5 kg. af vörunni og heildarverð kr. 1.155.00. Hefur tölunni 1 þannig verið breytt á þremur stöðum í 4 og reikningurinn hækk- aður með þessu um 3.300 kr. Úttektarbeiðni Landssmiðjunnar fylgir reikningnum yfir 0.5 m 2%" ryðfrítt stál, og virðist ekkert hafa verið hróflað við skjali þessu. Um þetta atriði og tilvik þau, sem talin eru í 9.—-13. lið hér á eftir og öll varða reikninga frá Jens Árnasyni h/f, hefur ákærði Magnús Helgi sagt, að hann og ákærði Jóhannes muni sameigin- lega hafa staðið að breytingum á reikningum þessum. Þeir hafi ef til vill ekki í öllum tilvikum komið sér saman fyrir fram um Þetta, en sá, sem ekki stóð að breytingu á reikningi, hafi þá fengið að vita um hana á eftir. Ákærði Jóhannes segir, að sig rámi í einhverja reikninga frá Jens Árnasyni í þessu sambandi. Hann man ekki einstök tilvik, en neitar ekki, að hann kunni að hafa átt þátt í þessum brotum. 9. Reikningur Jens Árnasonar h/f yfir 45.4 kg. af ryðfríu stáli, samtals kr. 4.994.00, innfærður greiddur 20. janúar 1965, fskj. V-17. Greinilegt er, að talan, er sýnir heildarverð, hefur verið máð út að einhverju leyti og endurrituð, enda sýnir ljósrit úr reikn- ingabók útgefanda, að reikningurinn hefur upphaflega verið yfir 15.4 kg. af vörunni og heildarverð kr. 1.694.00. Hefur reikningur- inn með þessum breytingum verið hækkaður um 3.300 kr. Um framburð ákærðu um þetta atriði sjá næsta lið hér að framan. 10. Reikningur Jens Árnasonar h/f yfir 42.2 kg. af ryðfríu stáli, samtals kr. 4.342.00, innfærður greiddur 20. janúar 1965, fskj. V-17. Ef rétt væri með farið, hefði heildarfjárhæð átt að 981 nema kr. 4.642.00 en ekki 4.342.00. Ljósrit úr reikningabók út- gefanda reikningsins sýnir, að reikningurinn hefur verið fyrir 12.2 kg. af vörunni og heildarverð kr. 1.342.00. Hefur reikningur- inn því verið hækkaður um 3.000 kr. með því að breyta tölunni 1í4. Um framburð ákærðu um þetta sjá 8. hér að framan. 11. Reikningur Jens Árnasonar h/f yfir 95.3 kg. af stáli á 48/00, samtals kr. 4.715.40, dagsettur 4. desember 1964, innfærður greiddur 31. janúar 1965, fskj. V-44. Ef rétt væri farið með ein- ingarverð, hefði heildarverð átt að vera kr. 4.574.40. En ljósrit úr reikningabók útgefanda sýnir, að einingarverð er 18/00, en ekki 48/00, og heildarverð því 1.715.40. Hefur tölunni 1 þannig verið breytt í 4 á tveimur stöðum og reikningurinn þannig hækk- aður um 3.000 kr. Um framburð ákærðu sjá 8. hér að framan. 12. Reikningur Jens Árnasonar h/f yfir 275.7 kg. af stáli á 15/00, samtals kr. 4.135.50, dagsettur 11. desember 1964, innfærð- ur greiddur 31. janúar 1965, fskj. V-45. Ljósrit af samriti reikn- ingsins sýnir hins vegar, að magnið hefur verið 75.7, en ekki 275.7 kg., og heildarverðið kr. 1.135.50. Hefur reikningurinn þannig verið hækkaður um 3.000 kr. með því að bæta tölunni 2 framan við tölu þá, sem tilgreinir vörumagn, og breyta tölunni 1 í 4 í heildarverðinu. Um framburð ákærðu sjá 8. hér að framan. 13. Reikningur Jens Árnasonar h/f, dagsettur 12. júlí 1965, innfærður greiddur 8. september 1965, fskj. V-560. Reikningurinn er yfir 13 kg. 2" ryðfrítt stál og 65.3 kg. 18“ ryðfrítt stál, sam- tals 78.3 kg., á 110/00, eða kr. 8.613.00. Greinilegt er, að tölu þeirri, er sýnir verðið, hefur verið raskað, og þegar athugað er ljósrit af afriti reikningsins, kemur í ljós, að í stað tölunnar 65.3 hefur upphaflega staðið 15.3, í stað 78.3 hefur staðið 28.3, og heildarverð vörunnar hefur að réttu lagi verið kr. 3.113.00, en ekki 8.613.00. Reikningurinn hefur þannig verið hækkaður um kr. 5.500.00. Um framburð ákærðu sjá 8. hér að framan. 14. Reikningur RAF, raftækjavinnustofu, yfir 2 stk. anker úr rúðumótorum, kr. 4.900.00, innfærður greiddur 8. maí 1965, fskj. V-276. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda reikningsins hefur verð vörunnar verið 1.900 kr., og hefur reikningurinn því verið hækkaður um 3.000 kr. með því að breyta tölunni 1 í 4. Ákærði Magnús Helgi kveðst telja, að þetta sé einn af þeim 982 reikningum, sem þeir Jóhannes breyttu til hækkunar. Ekki kveðst hann geta séð, hvort þeir hafi gert breytinguna. Ákærði Jó- hannes man ekki eftir þessum reikningi, en segir, að vera megi, að hann sé einn þeirra reikninga, sem þeir félagar breyttu. 15. Reikningur Egils Skúla Ingibergssonar yfir tæknilega að- stoð við spennustilli, kr. 4.200.00, dagsettur 16. janúar 1965, inn- færður greiddur 15. maí 1965, fskj. 284. Fjárhæðin er rituð með annars konar penna en reikningurinn að öðru leyti, og bendir alit til þess, að reikningsfjárhæð hafi verið breytt, ritað ofan í aðra tölu, og fremsti stafur tölunnar hefur áður verið máður út. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda reikningsins hefur hann fengið greiddar samtals kr. 2.300.00 fyrir umrætt verk, og hefur reikningurinn því verið hækkaður um 1.900 kr., en eigi 2.100 kr., sem Í ákæru segir. Ákærði Magnús Helgi kannast við það, að hann hafi sjálfur breytt reikningnum, en ekki kveðst hann muna, hver upphafleg reikningsfjárhæð hafi verið. Hann kveðst ekki geta sagt um það, hvort Jóhannes hafi átt þátt í þessu, en telur líklegt, að hann hafi haft vitneskju um það. Ákærði Jóhannes segir, að sig rámi eitthvað í þennan reikning, en ekki geti hann komið því fyrir sig, hvernig þessu sé varið. 16. Við bókhaldskönnun ríkisendurskoðunarinnar kom í ljós, að breytingar til hækkunar mundu hafa verið gerðar á fjölmörg- um kvittunum frá H/f Eimskipafélagi Íslands, bæði á árunum 1964 og 1985. Verða nú tilvik þau af þessu tagi frá árinu 1964 rakin nánar. Hefur ákærði Magnús Helgi játað afdráttarlaust, að hann og Jóhannes hafi staðið að öllum þessum breytingum. Hafi hann sjálfur gert breytingar á sumum skjalanna, en Jóhannes á öðrum, en hvor um sig jafnan vitað um aðgerðir hins. Ákærði Jóhannes kannast einnig við það, að þeir Magnús Helgi hafi gert breytingar á allmörgum pakkhúsleigukvittunum H/f Eimskipafélags Íslands, en ekki kveðst hann geta sagt um ein- stök tilvik. a) Kvittun fyrir vörugjaldi, kr. 32.00, og pakkhúsleigu, kr. 1.452.00, samtals kr. 1.484.00, dagsett 4. febrúar 1964. Samkvæmt skýrslu Eimskipafélagsins hefur pakkhúsleiga numið kr. 452.00 og heildarfjárhæð reiknings kr. 484.00. Kvittunin ber það með sér, að ritað hefur verið ofan í þessar tvær tölur. b) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, dagsett 4. febrúar 1964, kr. 164.00. Rétt fjárhæð hefur verið kr. 64.00, en tölunni 1 bætt framan við. c) Kvittun fyrir vörugjaldi, kr. 9.00, og pakkhúsleigu, kr. 983 1.446.00, samtals kr. 1.455.00, dagsett 17. febrúar 1964. Þessi reikningur hefur verið hækkaður um 1.000 kr. með því að bæta tölunni 1 framan við tölurnar 446.00 og 455.00. Má sjá, að tölu- stafur þessi er ritaður með annars konar penna en kvittunin að öðru leyti. d) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, kr. 1.845.00, og vöxtum, kr. 35.00, samtals kr. 1.880.00. Reikningur þessi hefur upphaflega verið að fjárhæð 880 íkr., þ. e. honum hefur verið breytt til hækk- unar um 1.000 kr. með því að bæta tölunni 1 framan við tölurnar 845.00 og 880.00. e) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, kr. 430.00, og vöxtum, kr. 13.00, samtals kr. 443.00. Pakkhúsleiga nam að réttu lagi kr. 130.00, og heildarfjárhæð var því kr. 143.00, en tölunni 1 hefur verið breytt í 4 á báðum stöðum og reikningurinn þannig hækk- aður um 300 kr. f) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, kr. 2.164.00, og vöxtum, kr. 15.00, samtals kr. 2.179.00. Reikningur þessi hefur verið hækk- aður um 2.000 kr. með því að bæta tölunni 2 framan við töluna 164.00, sem var hin rétta pakkhúsleiga, svo og framan við heildar- töluna. g) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, dagsett 15. maí 1964, fjárhæð kr. 125.00. Hér hefur verið gerð breyting til hækkunar um 100 kr. með því að bæta 1 framan við hina upprunalegu tölu, 25.00. h) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, kr. 12.290.00, og vöxtum, kr. 32.00, samtals kr. 12.322.00. Upphaflega hefur kvittunin sýnt pakk- húsleigu kr. 7.290.00, en talan 1 rituð framan við og tölunni 7 breytt í 2. Bendir gerð tölunnar til þessarar breytingar. Niður- stöðutölu hefur verið breytt til samræmis við þessar breytingar. Hefur kvittunin þannig verið hækkuð um 5.000 kr. i) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, kr. 550.00, dagsett 30. júlí 1964. Kvittun þessi hefur verið hækkuð um 500 kr. með því að bæta tölunni 5 framan við upprunalega fjárhæð, 50.00. j) Kvittun fyrir pakkhúsleigu 26. júlí til 5. ágúst 1964, kr. 1.331.00, og vöxtum, kr. 40.00, samtals kr. 1.371.00. Hér hefur verið gerð breyting til hækkunar um 1.000 kr. með því að bæta tölunni 1 framan við tölurnar 331.00 og 371.00. k) Kvittun fyrir pakkhúsleigu 6. júlí til 6. ágúst 1964, kr. 490.00, og vöxtum, íkr. 4.00, samtals kr. 494.00. Tölunni 4 hefur verið bætt framan við tölurnar 90.00 og 94.00 og kvittunin þannig hækkuð um 400 kr. I) Kvittun fyrir pakkhúsleigu 7. febrúar til 31. ágúst 1964, kr. 984 8.234.00, og vöxtum, kr. 707.00, samtals kr. 8.941.00. Pakkhús- leiga nam að réttu lagi kr. 3.234.00 og heildarfjárhæð reikningsins kr. 3.941.00, en tölunni 3 hefur á báðum stöðum verið breytt í 8. Má greina breytingu þessa við athugun. Hefur þannig verið gerð breyting til hækkunar um 5.000 kr. á þessu skjali. m) Kvittun fyrir pakkhúsleigu 8. september til 12. október 1964, kr. 979.00, ásamt vöxtum, kr. 9.00, samtals kr. 988.00. Kvitt- unin hefur upphaflega verið fyrir 88 kr., en hún verið hækkuð um 900 kr. með því að bæta tölunni 9 framan við á tveimur stöðum. n) Kvittun fyrir pakkhúsleigu 26. júní til 4. nóvember 1964, kr. 4.176.00, og vöxtum, kr. 134.00, samtals kr. 4.210.00. Kvittun þessari hefur verið breytt til hækkunar um 3.000 kr. með því að breyta tölunni 1 í 4. o) Kvittun fyrir pakkhúsleigu 2. júní 1962 til 20. nóvember 1964, kr. 8.214.00, og vöxtum, kr. 779.00, samtals kr. 8.993.00. Svo er að sjá, að ritað hafi verið ofan í allar tölur á kvittun þessari. Samkvæmt skýrslu Eimskipafélagsins hefur pakkhúsleiga numið að réttu lagi kr. 5.214.00 og heildarfjárhæð kr. 5.993.00. Hefur kvittun þessi því verið hækkuð um kr. 3.000 með því að breyta tölunni 5 í 8. p) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 4. nóvember til 24. nóvem- ber 1964, kr. 706.00, og vöxtum, kr. 22.00, samtals kr. 728.00. Upphaflega hefur talan 2 staðið í stað tölunnar 7, en verið breytt og kvittunin þannig hækkuð um 500 kr. a) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 3. janúar til 4. desember 1964, kr. 4.892.00, og vöxtum, kr. 82.00, samtals kr. 4.874.00. Heildartala er ekki rétt, ætti að vera kr. 4.974.00. En upphaflega hefur pakkhúsleiga numið kr. 892.00 og heildarfjárhæð kr. 974.00, en tölunni 4 bætt framan við pakkhúsleiguna og heildarfjárhæð kvittunarinnar breytt í 4.874.00. Leiðir þetta til hækkunar að fjárhæð kr. 3.900.00. r) Kvittun fyrir pakkihúsleigu kr. 550.00, dagsett 15. desember 1964. Upprunalega hefur kvittun þessi verið fyrir 50 kr., en tölunni 5 bætt framan við, þannig að kvittunin hækkar um 500 kr. 17. Við bókhaldskönnunina komu fram 21 kvittun H/f Eim- skipafélags Íslands frá árinu 1965, þar sem eins war ástatt og um kvittanir þær frá árinu 1964, sem raktar eru í 16. lið. Um framburð ákærðu um þessar sakargiftir má skírskota til þess, sem sagt var undir 16. lið. Verða nú rakin hin einstöku atriði þessa ákæruliðs. Heimild um upprunalega fjárhæð kvittananna 985 er skýrsla H/f Eimskipafélags Íslands, útgefanda kvittananna, en auk þess bera þær að nokkru leyti breytingarnar með sér, svo sem rakið verður. a) Kvittun fyrir pakkhúsleigu kr. 330.00, dagsett 26. janúar 1965. Kvittun þessi hefur verið hækkuð um 300 kr. með því að bæta tölunni 3 framan við töluna 30.00, sem upprunalega stóð á kvittuninni. b) Kvittun fyrir pakkhúsleigu, kr. 330.00, dagsett 26. janúar 1965. Kvittun þessari hefur verið breytt á öldungis sama hátt og þeirri kvittun, sem lýst er í lið a), og hún þannig hækkuð um 300 kr. c) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 24. nóvember 1964 (ekki sést til hvaða tíma), kr. 3.105.00, ásamt vöxtum, kr. 397.00, sam- tals kr. 3.502.00. Kvittun þessari hefur verið breytt á þá lund, að tölunni 2.105 hefur verið breytt í 3.105 og í heildarútkomunni í samræmi við það, þ. e. hækkun kr. 1.000.00. Kvittunin ber það með sér, að um breytingar hefur verið að ræða. d) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 23. desember 1964 til 24. febrúar 1965, kr. 852.00, ásamt vöxtum, kr. 14.00, samtals kr. 866.00. Upprunalega hafa á kvittun þessari staðið tölurnar 352 og 366, en tölunni 3 hefur á báðum stöðum verið breytt í 8 og kvittunin þannig hækkuð um 500 kr. Má sjá á skjalinu, að talan 8 hefur verið rituð ofan í aðra tölu. e) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 8. marz til i5. marz 1965, kr. 1.559.00. Kvittun þessi hefur upprunalega verið fyrir 59 kr., en talan 15 rituð framan við og kvittunin þannig hækkuð um 1.500 kr. f) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 7. marz til 19. marz 1965, kr. 1.340.00. Upphaflega hefur kvittun þessi verið fyrir 134 kr., en hún hækkuð um 1.206 kr. með því að bæta tölunni 0 aftan við. g) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 21. október 1963 til 8. apríl 1965, kr. 16.042.00, ásamt vöxtum, kr. 1.542.00, samtals kr. 17.584.00. Pakkhúsleigan nam að réttu kr. 11.042.00 og heildar- fjárhæð kvittunarinnar því kr. 12.584.00, en fyrri tölunni hefur verið breytt í 16.042.00 og heildartölunni í 17.584.00. Greinilegt er á skjalinu, að breyting hefur verið gerð og kvittunin þannig hækkuð um 5.000 kr. h) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 17. október 1964 til 13. apríl 1965, kr. 1.253.00, og vöxtum, kr. 30.00, samtals kr. 1.283.00. Yfir allar þessar tölur hefur verið strikað á reikningnum eða öllu heldur krotað ofan í þær og síðan ritað fyrir neðan kr. 1.253.00. 986 Kvittun þessi hefur upphaflega verið fyrir pakkhúsleigu, kr. 253.00, og vöxtum, kr. 30.00, samtals kr. 283.00. Hefur kvittuninni Þannig verið breytt til hækkunar um 970 kr. i) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 25. september 1964 til 22. júní 1965, kr. 4.047.00, og vöxtum, kr. 30.00, samtals kr. 4.077.00. Kvittunin var að réttu lagi fyrir pakkhúsleigu, kr. 1.047.00, og var heildarfjárhæðin kr. 1.077.00. Hefur kvittunin verið hækkuð um 3.000 kr. með því að breyta tölustafnum 1 í 4 á tveimur stöðum. I) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 13. apríl 1964 til 25. júní 1965, kr. 2.000.00, ásamt vöxtum, kr. 114.00, samtals kr. 2.114.00. Samkvæmt upplýsingum útgefanda var kvittun þessi fyrir pakk- húsleigu, kr. 250.00, og vöxtum, kr. 11.00, samtals kr. 261.00. Við athugun á reikningnum má greina, að tölur hafa verið máðar út og endurritaðar. Hefur kvittunin með þessu móti verið hækkuð um 1.853 kr. k) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 28. maí til 30. júní 1965, kr. 2.262.00, ásamt vöxtum, kr. 146.00, samtals kr. 2.408.00. Upp- haflega hefur pakkhúsleigan verið kr. 1.062.00 og vextir 142 kr., samtals kr. 1.204.00. Greina má á skjalinu, að breytingar hafa verið gerðar á tölum. Hefur kvittunin þannig verið hækkuð um helming, eða um kr. 1.204.00. 1) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 11. janúar til 15. júlí 1965, kr. 6.554.00, ásamt vöxtum, kr. 377.00, samtals kr. 6.931.00. Ljóst er, að talan 6 er á báðum stöðum rituð í stað annarrar tölu, sem máð hefur verið út, enda segir í skýrslu útgefanda kvittunarinnar, að pakkhúsleiga hafi numið kr. 2.554.00 og heildarfjárhæð kr. 2.931.00. Hefur kvittunin þannig verið hækkuð um 4.000 kr. m) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 29. júní til 28. júlí 1965, kr. 1.149.00, ásamt vöxtum, kr. 26.00, samtals kr. 1.175.00. Kvittun þessi hefur verið hækkuð um 1.000 kr. með því að bæta tölunni 1 framan við verð pakkhúsleigunnar, sem var kr. 149.00, og í samræmi við það framan við heildarfjárhæðina, sem var kr. 175.00. n) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 9. janúar til 29. (mánuður ekki tilgreindur) 1965, kr. 2.038.00. Kvittun þessi var uppruna- lega fyrir kr. 38.00, en þeirri tölu hefur verið breytt til hækk- unar um 2.000 kr. o) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 17. júlí til 11. ágúst 1965, kr.. 2.309.00, og vöxtum, kr. 28.00, samtals kr. 2.337.00. Kvittun þessi hefur verið hækkuð um 2.000 kr. með því að bæta tölunni 987 2 framan við tölurnar 309.00 og 337.00, er upprunalega stóðu á kvittuninni. p) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 9. október 1964 til 16. ágúst 1965, kr. 1.429.00, og vöxtum, kr. 64.00, samtals kr. 1.493.00. Pakk- húsleiga nam að réttu lagi kr. 429.00 og heildarfjárhæð því kr. 493.00, en kvittunin hefur verið hækkuð um 1.000 kr. með því að bæta tölunni 1 framan við tölur þessar. q) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 28. maí til 17. ágúst 1965, kr. 477.00. Upphaflega hefur fjárhæðin numið kr. 177.00, en töl- unni 1 breytt í 4 og kvittunin þannig hækkuð um 300 kr. r) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 9. til 23. júlí 1965, kr. 1.010.00. Kvittunin hefur upphaflega verið fyrir 101 kr. en tölunni 0 hefur verið bætt aftan við, þannig að út kemur 1010, þ. e. kvitt- unin er hækkuð um 909 kr. Tölurnar á kvittuninni eru ritaðar með þeim hætti, að líklegt er, að þær séu ekki í upprunalegri gerð. s) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 16. til 25. ágúst 1965, kr. 2.441.00. Talan bendir til þess, að ritað hafi verið ofan í hana og að gerð hafi verið sú breyting, sem fram kemur af skýrslu út- gefanda kvittunarinnar, en samkvæmt henni nam fjárhæð kvitt- unarinnar að réttu lagi kr. 244.00. Hefur kvittunin þannig verið hækkuð um kr. 2.197.00. t) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 15. maí til 26. ágúst 1965, kr. 4.020.00, og vöxtum, kr. 100.00, samtals kr. 4.120.00. Kvittun þessi hefur upprunalega verið fyrir pakkhúsleigu, kr. 402.00, og vöxtum, kr. 10.00, samtals kr. 412.00, en tölunni 0 hefur verið skotið aftan við þessar tölur og kvittunin þannig hækkuð um kr. 3.708.00. u) Kvittun fyrir pakkhúsleigu frá 11. nóvember 1964 til 31. ágúst 1965, kr. 1.928.00, og vöxtum, kr. 56.00, samtals kr. 1.984.00. Kvittun þessari hefur verið breytt til hækkunar um 1.000 kr. með því að rita töluna 1 framan við tölurnar 928.00 og 984.00, en það eru hinar réttu tölur. V. Móttökukvittanir fyrir farmskírteinum notaðar sem sjóðs- fylgiskjöl. Meðal sjóðsfylgiskjala í bókhaldi Landssmiðjunnar á árinu 1965 voru 12 kvittanir Hafskipa h/f. Við athugun kom í ljós, að hér mundi ekki vera um sjóðgreiðslur að ræða, heldur var um að ræða kvittanir fyrir því, að Landssmiðjan hefði viðurkennt skuld 988 vegna flutningsgjalda o. fl., og hafði Hafskip skuldfært Lands- smiðjuna fyrir fjárhæðum þessum á viðskiptareikningi hennar. Verður nú að rekja kvittanir þessar og taka upp meginmál þeirra að hluta: a) Kvittun, dagsett 1. marz, fjárhæð kr. 3.982.00: „Í dag hefur Landssmiðjan kvittað fyrir skuld v/flutningsgj. m/Selá 4/1 — pakkhúsleiga (kr. 259—)} ...“. b) Kvittun, dagsett 16. marz, kr. 288.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan kvittað fyrir skuld á flgj. með Laxá 12/1 ...“. c) Kvittun, dagsett 22. marz, kr. 524.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan kvittað fyrir skuld á fl.gjaldi með m/s Laxá 10/2...“. d) Kvittun, dagsett 25. marz, kr. 240.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan viðurkennt skuld á fragt m. m/s Rangá ...“. e) Kvittun, dags. 8. apríl, kr. 578.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan viðurkennt skuld á fl.gj. m/Selá ...“. f) Kvittun, dagsett 8. apríl, kr. 329.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan viðurkennt skuld á flgj. m/Rangá 21/10 kr. 209.00 -|- leiga kr. 120.00 ...“. g) Kvittun, dagsett 16. marz, kr. 2.285.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan kvittað fyrir skuld á flgj. með Rangá ...“. h) Kvittun, dagsett 16. júlí, kr. 7.706.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan greitt flutningsgj. með Selá 4/2 ...“. i) Kvittun, dagsett 31. ágúst, kr. 1.274.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan greitt stimplað flutningsgj. Laxá B/L 29 Hull ...“. Í) Kvittun, dagsett 31. ágúst, kr. 2.516.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan stimplað flutningsgj. ...“. k) Kvittun, dagsett 31. ágúst, kr. 207.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan greitt stimplað flutningsgj. Langá 13/4 B/L 84 Gothenb. cc 1) Kvittun, dagsett 6. september, kr. 226.00: „Í dag hefur Lands- smiðjan viðurkennt skuld á fl.gj. með m/s Langá 6/7 ...“. Með bréfi Hafskipa h/f til Landssmiðjunnar 4. marz 1965 eru smiðjunni sendir 3 reikningar vegna flutningskostnaðar og til- kynnt, að reikningarnir hafi verið færðir til skuldar á reikningi Landssmiðjunnar. Meðal reikninga þessara er flutningsgjald það og pakkhúsleiga, sem liður a) hér að framan lýtur að. Samkvæmt bréfi Hafskipa h/f til Landssmiðjunnar,. dagsettu 7. apríl 1965, hafa fjárhæðir þær, sem um ræðir í liðum b), c), d) og g) hér að framan, verið færðar Landssmiðjunni til skuldar á viðskiptareikningi hennar hjá Hafskipum h/f. Þá hefur Landssmiðjan verið skuldfærð fyrir fjárhæðum þeim, 989 sem taldar eru í liðum e) og f), sbr. bréf Hafskipa h/f, dagsett 7. maí 1965. Þá tilkynna Hafskip h/f Landssmiðjunni með bréfi, dagsettu 28. júlí 1965, að fjárhæð sú, er greinir í lið h) hér að framan, hafi verið færð smiðjunni til skuldar. Loks ber bréf Hafskipa h/f, dagsett 23. september 1965, að Landssmiðjan hefur verið skuldfærð fyrir fjárhæðum þeim, sem um ræðir í liðum 1), J), k) og ll). Viðskiptareikningur Landssmiðjunnar hjá Hafskipum h/f ber með sér færslur þær, sem ofantalin bréf greina frá. Ákærði Magnús Helgi kannast afdráttarlaust við það, að þeir Jóhannes hafi dregið fé úr sjóði Landssmiðjunnar með því að rangnota sem sjóðsfylgiskjöl umræddar „kvittanir“ Hafskipa h/f, enda þótt ekki væri að réttu lagi um að ræða kvittanir fyrir greiðslu úr sjóði. Magnús Helgi kannaði skjöl þau, sem fram höfðu verið lögð og lýst hefur verið hér að framan, og kvað hann þetta sjálfsagt vera skjöl þau, sem þeir notuðu þannig, en ekki myndi hann þó sérstaklega eftir skjölum þessum. Ákærði Jóhannes hefur einnig viðurkennt, að komið hafi fyrir, að stundum hafi fé verið tekið úr sjóðnum og því leynt með þessum hætti. Hins vegar hefur hann bent á, að flutningsgjöld hafi oft verið greidd úr sjóði, og hann hefur einnig bent á, að kvittun sú, sem lýst er undir h} hér að framan, hljóði um greiðsiu á flutningsgjaldi og þær, sem lýst er undir i—k), hljóði um „stimplað flutningsgjald“. Hefur hann dregið í efa, að víst sé, að ekki hafi verið um raunverulegar sjóðgreiðslur í þessum tilvikum. VI. Ýmis vafasöm sjóðsfylgiskjöl. 1. Reikningur frá Hannesi Þorsteinssyni, umboðs- og heildverzl- un, dagsettur 10. júní 1965, fjárhæð kr. 11.336.00, kvittaður greiddur af Þorsteini Sigurðssyni. Reikningnum fylgir nóta, er sýnir, að varan hefur verið 94 pl. af brenni. Samkvæmt upp- lýsingum útgefanda reikningsins hefur vöru þeirri, sem um er að ræða, verið skilað aftur 11. júní 1965 og reikningurinn færður til baka í bókhaldi fyrirtækisins. Hefur reikningurinn verið lagður ókvittaður inn í Landssmiðjuna, og enginn Þorsteinn Sigurðsson hefur unnið hjá Hannesi Þorsteinssyni, og eru engar upplýsingar fyrir hendi um það, hver kvittað hefur fyrir greiðsluna. Hvorugur ákærðu telur sig kannast neitt við þetta atriði, og ekki segjast þeir hafa ritað nafnið Þorsteinn Sigurðsson. 2. Meðal sjóðsfylgiskjala 1964 var reikningur, dagsettur 28. 990 maí 1964: „An.: vörur skv. beiðni 409.0 kg. öxulstál á 16/00 6544.— Greitt Páll Kristjánsson“. Það vakti athygli ríkisendur- skoðunarinnar, að við þennan reikning var fest úttektarbeiðni Landssmiðjunnar til Vélsmiðju Jens Árnasonar fyrir 9.2 m 3% öxulstál, dags. 14. maí 1964. Er hægt að greina, að talan 9.2 er rituð í stað annarrar, sem máð hefur verið út. Athugun leiddi í ljós, að enginn kannaðist við neinn Pál Kristjánsson, sem seldi öxulstál, og telur ríkisendurskoðunin þetta benda til þess, að reikningur þessi muni vera tilbúinn. Ákærði Magnús Helgi kveðst ekkert kannast við þennan reikn- ing. Hann kveðst ekki vita, hver sé Páll sá Kristjánsson, sem undirritað hefur reikninginn. Hann segist ekki hafa gert það sjálfur. Ákærði Jóhannes hefur heldur ekkert sagt um þennan reikning, og ekki kveðst hann vita um neinn Pál Kristjánsson, sem reikn- ingurinn geti átt við. 3. Meðal sjóðsfylgiskjala V-300, innfærðra 21. maí 1965, var afrit af bréfi Landssmiðjunnar til afgreiðslu H/f Eimskipafélags Íslands á Seyðisfirði, dagsett 21. maí, en með því er tilkynnt um sendingu tékka að fjárhæð kr. 5.848.23 til greiðslu á reikn- ingum félagsins, Er hér um að ræða 3 reikninga, er fylgja um- ræddu afriti: 1) Fyrir uppskipun úr m/s Bakkafossi 23. apríl, kr. 3.673.18. 2) Fyrir uppskipun úr Mánafossi 29. apríl og úr m/s Lagar- fossi 30. apríl, samtals kr. 1.698.30. 3) Fyrir uppskipun úr m/s Tungufossi 10. maí, kr. 476.75. Þá fylgja einnig kröfubréf afgreiðslu H/f Eimskipafélags Ís- lands á Seyðisfirði, dagsett 4. og 19. maí 1965. Hinn 9. júní 1965 hafa sömu reikningar verið færðir aftur sem sjóðsfylgiskjal V-362. Er hér um að ræða afrit reikninganna með áritaðri kvittun afgreiðslunnar 24. maí 1965. Hvorugur ákærðu hefur getað sagt neitt ákveðið um þetta til- felli. Magnús Helgi kveðst ekki geta komið því fyrir sig. Hann hefur vikið að því, að hugsanlegt sé, að greiðsla hafi verið tví- send af mistökum. Jóhannes kveðst eitthvað muna eftir þessu og halda, að um mistök hafi verið að ræða, sem leiðrétt hefðu verið. Honum var bent á það, að líkur bentu til þess, að afgreiðslan hefði, er hún fékk greiðsluna, sent afrit reikninganna til baka með kvittun og hefði þá verið gripið til þeirra til þess að nota þá á ný sem sjóðsfylgiskjöl. Hann kvaðst ekki kannast við það. Hann telur sig ráma í eitthvert tilfelli, þar sem um var að ræða 991 tvígreiðslu á reikningi til afgreiðslu Eimskipafélagsins á Seyðis- firði af mistökum, sem síðar voru leiðrétt, en hugsanlegt sé, að bað hafi verið annað tilvik en þetta. 4. Meðal sjóðsfylgiskjala, V-488, innfærðra greiddra 5. ágúst 1965, var aðflutningsskýrsla með kvittun tollstjórans í Reykjavík fyrir tollgreiðslu að fjárhæð kr. 10.681.00. Fjórum dögum síðar hef- ur ljósrit af sama skjali verið notað sem sjóðsfylgiskjal (V-490). Á ljósrit þetta hefur verið skrifað með rauðum blýanti: „lánað í toll“. Ákærði Magnús Helgi kveðst enga skýringu geta gefið á þessu atriði. Ákærði Jóhannes kveðst hins vegar muna eftir þessu. Búið hafi verið að inna greiðsluna af höndum og hafi starfsmaður Landssmiðjunnar þurft að fá aðflutningsskýrsluna til afnota. Kveðst Jóhannes þá hafa ljósritað hana og skrifað á ljósritið „lánað í toll“ og látið ljósritið í stað frumritsins í bókhaldið. Hann kveðst síðan hafa farið í sumarleyfi næsta dag. Segir Jó- hannes, að frumritinu muni síðan hafa verið skilað. Honum var bent á, að ekki færi hjá því, að fjárhæðin, kr. 10.681.00, hefði verið tekin úr sjóði, þegar skjal þetta var notað öðru sinni sem sjóðsfylgiskjal, eða komið fram sem of mikið í sjóði. Ákærði Jóhannes kvaðst engu að heldur neina skýringu geta gefið á því, hvernig úr þessu hefði verið greitt. 5. Meðal sjóðsfylgiskjala V-849, innfærðra greiddra 2. desember 1964, er reikningur frá Gúmmísteypu Þorsteins Kristjánssonar fyrir 53 stk. gúmmípúða, kr. 3.975.00. Reikningurinn, sem dag- settur er 12. október 1964, er ókvittaður. Honum fylgir frumnóta, dagsett 12. október. Hinn 31. desember 1964 var einnig færður sem sjóðsfylgiskjal reikningur frá sama aðilja fyrir 53 stk. af gúmmípúðum á 75/—, samtals kr. 3.975.00. Reikningur þessi er einnig dagsettur 12. október 1964. Hann er kvittaður 6. janúar 1965 af Þorsteini Kristjánssyni. Engin frumnóta fylgir reikningn- um. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda reiksingsins er hér um ein og sömu viðskipti að ræða. Ljósrit úr viðskiptamannabók Landssmiðjunnar sýna þessar færslur á reikningi Gúmmísteyp- unnar: 16. des. An.: Peningar 2.000.00 31. des. An.: Peningar 1.975.00 31. des. Pro.: Innl. reikn. 3.975.00 Samkvæmt þessu virðist reikningur yfir sömu viðskipti tvisvar 992 vera notaður sem sjóðsfylgiskjal. Ákærði Magnús Helgi kveðsi ekki muna eftir þessu atriði. Hann kannast við, að rithönd sín sé á orðunum „Greitt 6/1 65“ á reikningnum, sem notaður er sem fylgiskjal 31. desember. Hann hefur bent á, að hugsanlegt sé, að um tvígreiðslu til Þorsteins hafi verið að ræða af mistökum. Ákærði Jóhannes kannast við, að svo sé að sjá sem tvígreiðsla hafi raunverulega farið fram, en kveðst enga skýringu geta gefið á henni. Um sakarefni það, sem lýst er í Bþætti ákæru og varðar ákærða Magnús Helga einan, er (þetta að segja: Við bókhaldskönnunina komu í ljós 3 víxlar, sem ákærði Magnús Helgi hafði ábekt fyrir hönd Landssmiðjunnar og smiðj- an hafði orðið að greiða, en voru henni annars að öllu leyti óvið- komandi. Víxlar þessir eru allir samþykktir af Ingibergi Guð- mundssyni og útgefnir af Guðmundi Guðmundssyni og framseldir af honum og Bjarna Einarssyni, Höfðaborg 77, og enn fremur af Magnúsi H. Kristjánssyni pr. Landssmiðjan, svo sem áður getur. Víxlarnir eru allir útgefnir 18. janúar 1965, hver um sig að fjár- hæð 1.500 kr. og 'gjalddagar 18. október, 18. nóvember og 18. desember 1965. Víxlar þessir hafa allir verið afsagðir vegna greiðslufalls og hafa 30. desember 1965 verið færðir til skuldar Landssmiðjunni á hlaupareikning 2031 í Landsbanka Íslands. Ákærði segir, að hér hafi verið um að ræða víxla, sem sonur hans hafi eignazt í sambandi við sölu á bifreið. Ákærði kveðst hafa framselt víxlana f. h. Landssmiðjunnar til þess að eiga auð- veldara með að selja þá í banka. Getur hann þess, að víxlarnir hafi alls verið 4 og hafi hinn fjórði verið með sömu víxilskuldur- um og að fjárhæð 1.500 kr. Þann víxil kvaðst hann vera búinn að greiða, áður en til rannsóknar kom. Ákærði Magnús Helgi segist ekki muna betur en hann hafi fengið leyfi skrifstofustjórans til þessarar ráðstöfunar. Vitnið Böðvar Ari Eggertsson skrifstofustjóri segir, að ákærði Magnús Helgi hafi aldrei beðið um leyfi til þess að skuldbinda Landssmiðjuna vegna þessara víxla. Kveðst hann muna, að sér hafi komið það á óvart, er Landssmiðjan var krafin um greiðslu á fyrsta víxlinum, og hafi hann þá spurt Magnús Helga um víxil- inn. Ekki hafi Magnús Helgi þá borið það fyrir sig, að hann hefði haft leyfi til að framselja víxilinn f. h. Landssmiðjunnar, en hann hafi sagzt mundu sjá um, að aðalskuldari víxilsins greiddi hann. Úr því hafi ekki orðið og Landssmiðjan hafi þá greitt víxilinn og skuldfært Magnús Helga fyrir fjárhæðinni. 993 Guðlaugur Hjörleifsson forstjóri kannast ekki við það, að hann hafi gefið ákærða leyfi til umræddrar ráðstöfunar. Í inngangi forsendna var að því vikið, að náið samstarf var milli ákærðu, og gripu þeir einatt hvor inn í starf annars. Höfðu báðir lykla að peningakassa smiðjunnar. Ákærðu hafa yfirleitt haldið því fram, að full samstaða hafi verið milli þeirra um fjártökur úr sjóði Landssmiðjunnar og hafi þær raunar allar verið í þágu smiðjunnar sjálfrar, svo sem síðar verður lýst. Ákærði Magnús Helgi hefur skýrt svo frá, að hann geti ekki sagt, að annar þeirra hafi framar hinum átt frumkvæði að tví- notkun fylgiskjala eða öðrum slíkum aðgerðum. Þetta hafi verið samkomulag þeirra. Um starfshætti hefur hann skýrt svo frá, að hann hafi greitt reikninga þá, sem bárust, og haldið þeim saman og síðan hafi skjölin gengið til aðalbókara, sem tekið hafi þau saman Í „grúppur“ og merkt þau, áður en þau fóru til innfærslu í vélabókhald. Kveðst Magnús Helgi hafa stundum gert þetta í forföllum Jóhannesar. Ákærði Magnús Helgi segir, að þeir hafi ekki ævinlega komið sér fyrirfram saman um fjártökur, en sá, sem ekki stóð að því, hafi ævinlega fengið að vita um slíkt á eftir, Telur hann, að báðir hafi ávallt um það vitað, er fé var tekið úr sjóði með einhverjum þeim hætti, sem lýst er í þessu máli. Kunni það þó að hafa komið fyrir í undantekningartilfell- um, að annar hafi dregið undan fé án vitundar hins. Ákærði Magnús Helgi hefur þó enn fremur sagt, að hann muni í öllum tilvikum hafa annazt afhendingu fjárins. Ákærði Jóhannes segir, að þeir Magnús Helgi hafi yfirleitt staðið að því í félagi að endurnota fylgiskjöl og breyta þeim. Telur hann, að þeir muni hafa haft samráð um allar slíkar aðgerðir, enda hafi samstarf þeirra verið svo náið, að naumast hafi verið um það að ræða, að annar tæki ákvörðun um einhverjar áður- nefndar aðgerðir án vitundar hins. Báðir hafi þeir gert breyt- ingar á skjölum, er svo bar undir, og ekki geti hann sagt um, hvor meira hafi gert að því. Ekki verði heldur gert upp á milli þeirra, að því er varði frumkvæði að slíku. Ákærði Jóhannes segir, að Magnús Helgi hafi ávallt séð um að koma fénu þangað, sem það átti að fara. Komi það því ekki til, að fé hafi verið tekið úr sjóði án vitundar Magnúsar Helga. Hitt kunni að hafa gerzt, að Magnús Helgi hafi ekki vitað í hverju tilviki, með hvaða aðferð fjártöku var leynt í bókhaldi. Í inngangi forsendna var að því vikið, að ákærðu neita því ekki, 63 994 að þeir hafi dregið fé úr sjóði Landssmiðjunnar og leynt því með þeim aðferðum, sem síðan hefur verið lýst hér að framan. Hins vegar hafa þeir báðir ævinlega borið á móti því, að fé þetta hafi að neinu leyti runnið í þeirra eigin vasa. Verður nú að rekja framburði ákærðu um þessi atriði og enn fremur aðrar skýrslur, sem aflað hefur verið af þessu tilefni. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson skýrir svo frá, að á árunum eftir að hann tók við starfi sem aðalgjaldkeri, hafi Landssmiðjan verið einn helzti innflytjandi málma hér á landi. Af skiptum smiðjunnar við erlend fyrirtæki hafi leitt gagnkvæmar heim- sóknir, sem hafi haft kostnað í för með sér, en ríkisendurskoð- unin hafi gert miklar athugasemdir við alla kostnaðarliði, sem að risnu lutu, og sent Landssmiðjunni harðorð bréf um þetta efni. Hafi þótt nauðsynlegt að draga úr þessum kostnaðarliðum og því hafi verið tekið að afla fjár í þessu skyni með því að búa til ranga reikninga. Ekki hefur ákærði Magnús Helgi þó viljað tilgreina ákveðin tilfelli að þessu leyti. Þá hefur Magnús Helgi sagt, að oft hafi verið ónóg verkefni í smiðjunni og þurft að heyja baráttu til að afla viðfangsefna. Hafi í því sambandi verið nauðsynlegt að geta hyglað ýmsum aðiljum, sem fóru með málefni viðskiptavina smiðjunnar. Hafi þetta leitt til þess, að farið hafi verið að draga fé úr sjóðum stofnunarinnar til ráðstöfunar í þessu skyni. Kannaðist Magnús Helgi þó við það, að undanfarin ár hefði ekki verið um verkefna- skort að ræða, en staðhæfði engu að síður, að allt það fé, sem dregið var úr sjóði smiðjunnar og mál þetta tekur til, hafi verið notað í þágu stofnunarinnar. Í fyrstu færðist Magnús Helgi með öllu undan því að nefna neinn þeirra aðilja, er féð hefði runnið til. Ákærði Magnús Helgi hefur jafnan haldið því fram, að núver- andi forstjóra, Guðlaugi Hjörleifssyni, sem tók við forstjórastarfi 1962, hafi ekki verið kunnugt um fjártökur þessar, en Böðvari Ara Eggertssyni skrifstofustjóra hafi verið kunnugt um a. m. k. ýmis tilfellin og fyrrverandi forstjóra, Jóhannesi Zoéga, hafi vafa- laust verið kunnugt um þetta að einhverju leyti. Ákærði Jóhannes staðhæfir, að ekkert af því fé, sem dregið var úr sjóði Landssmiðjunnar og mál þetta lýtur að, hafi runnið til hans sjálfs, og sama telur hann, að eigi við um ákærða Magnús Helga. Muni allt féð hafa runnið til einhverra viðskiptaaðilja Landssmiðjunnar. Slíkar greiðslur geti verið nauðsynlegar til þess að halda viðskiptum við þessa aðilja og séu alltíðar í viðskiota- 995 lífinu. Einkaaðili eigi auðvelt með að færa þessar greiðslur í bókhaldi sínu, en öðru máli gildi með bókhald opinberrar stofn- unar. Þar megi þess konar greiðsla ekki sjást. Hins vegar hafi Landssmiðjan staðið illa að vígi, ef hún hefði ekki getað haft sama hátt og einkafyrirtæki í sömu starfsgrein. Hafi því greiðslur af þessu tagi tíðkazt lengi, en ekki hafi verið um annað að gera en hagræða bókhaldi á einhvern hátt. Ýmislegt fleira hafi þó komið til en að beita þeim aðferðum, sem lýst hefur verið í þessu máli. T. d. hafi getað komið fyrir, að hægt hafi verið að hygia manni með því að láta honum einhverja þjónustu í té eða vöru, sem smiðjan hafði tiltæka. En í öðrum tilfellum hafi viðskipta- aðili fengið greiðslu í peningum og þá hafi gjaldkerinn orðið að taka féð úr sjóðnum og leyna því með annarlegum aðferðum. Stundum hafi viðskiptavinur þurft á þjónustu að halda, er smiðjan gat ekki látið í té. Kom þá til greina, að verkið væri framkvæmt annars staðar, en Landssmiðjan greiddi reikninginn. Slíkur reikn- ingur hafi ekki mátt sjást í bókhaldinu og hafi þá þurft að beita sömu aðferðum og um beinar fjárgreiðslur til viðskiptamanna væri að ræða. Sem dæmi um þetta hefur Jóhannes nefnt það, að Landssmiðjan hafi greitt bílviðgerðir fyrir menn. Þá hefur ákærði Jóhannes skýrt svo frá, að þegar umboðs- manni viðskiptaaðilja var þannig greidd þóknun eða gerður annar greiði, hafi reikningur fyrir verk það, sem um var að ræða, yfir- leitt verið hækkaður sem því nam. Sem dæmi hefur Jóhannes nefnt, að A, umboðsmaður fyrirtækisins X, hafi samið við Lands- smiðjuna um framkvæmd tiltekins verks fyrir X, en áskilið sér þóknun, kr. 25.000.00. Reikningur fyrir verkið, sem að réttu lagi hafi kostað kr. 100.000.00, hafi þá í samráði við Á verið hækkaður í kr. 125.000.00, þannig að efni eða vinna eða hvort tveggja hafi verið reiknað hærra en var Í raun og veru. Þannig hafi Lands- smiðjan ekki orðið fyrir neinu fjártjóni. Ákærði Jóhannes segir, að hann hafi sjálfur aldrei innt af höndum greiðslur af þessu tagi til viðskiptaaðilja, heldur hafi Magnús Helgi séð um það. Hann kveðst ekki hafa heyrt Böðvar Ara Eggertsson mæla fyrir um slíkar greiðslur, en það hafi ekki getað farið fram hjá Böðvari eða öðrum forráðamönnum Landssmiðjunnar, þegar það lá fyrir, að reikningar voru hækkaðir frá því, sem rétt var. Jóhannes telur, að Jóhannesi Zoéga, fyrrverandi forstjóra, hafi verið kunnugt um þessa hætti, en núverandi forstjóri muni hins vegar ekki hafa verið það. 996 Vitnið Guðlaugur Hjörleifsson forstjóri, er tók við forstöðu Landssmiðjunnar 1. apríl 1962, segir, að sér sé með öllu ókunnugt um þess konar greiðslur til viðskiptavina Landssmiðjunnar og ákærðu hafa borið fyrir sig og lýst hefur verið. Engar slíkar greiðslur hafi farið fram að fyrirlagi hans eða með vitund hans. Þá segir hann, að síðan hann tók við forstjórastarfi hafi ekki verið aflað neins fjár með ólögmætum hætti til þess að standa undir risnu og ferðakostnaði. Slík útgjöld hafi komið á eðlilegan hátt fram í bókhaldi stofnunarinnar. Guðlaugur segir, að fyrir geti komið, að viðskiptavinum sé gerður smágreiði án endurgjalds, svo sem unnið smávægilegt verk fyrir þá. Slík fyrirgreiðsla sé almenn í hliðstæðum fyrir- tækjum. Hins vegar kannast Guðlaugur ekki við beinar fjár- greiðslur til viðskiptaaðilja og veit ekki til þess, að slíkar greiðslur hafi verið áskildar í sambandi við samþykki á tilboðum Lands- smiðjunnar, né að smiðjan hafi greitt aðilja nokkru sinni fé til þess að fá hann til að taka tilboði frá henni. Böðvar Ari Eggertsson, sem verið hefur skrifstofustjóri Lands- smiðjunnar frá 1956, mótmælir því, að fjártaka sú og bókhalds- falsanir, sem um er rætt í máli þessu, hafi verið gerð með vitund hans, hvað þá að fyrirlagi hans. Hann segir, að það sé hins vegar ekki launungarmál, að ýmsir viðskiptaaðiljar sækist mjög eftir því að fá gerð viðvik fyrir sig sér að kostnaðarlausu og sé það stundum gert, og þó reynt að komast hjá því eftir föngum. Hann segir, að beiðni um þess konar fyrirgreiðslur sé oftast komið á framfæri við verkstjórana, sem síðan komi henni áleiðis, spyrji hvort vinna megi verkið. Slíkri fyrirspurn sé beint að skrifstofu- stjóra eða forstjóra, en stundum kunni verkstjórar að gera mönn- um greiða upp á sitt eindæmi, ef um smáræði eitt sé að tefla. Böðvar Ari hélt því í fyrstu fram, að hann hefði aldrei vitað til þess, að um beinar fjárgreiðslur til umboðsmanna viðskipta- aðilja hefði verið að ræða í þessu sambandi, en þó hefur hann kannazt síðar við greiðslu til Guðmundar Péturssonar, en um það atvik verður rætt síðar. Böðvar Ari hefur sagt, að viðskiptavinir hafi mikið saman við gjaldkera að sælda og sé ekkert ólíklegra, að þeir leiti eftir greiðasemi af hálfu gjaldkera en verkstjóra. En hann kveðst aldrei hafa haft neinar grunsemdir um, að ákærðu misfæru með sjóð Landssmiðjunnar né bókhald í því skyni að hafa fé til þess konar ráðstöfunar. Ákærðu hafa verið taldir mjög ábyrgir og áhugasamir starfsmenn og virzt inna störf sín af hendi með mikilli 997 prýði og hafi ekkert verið í fari þeirra, sem vekti efasemdir um, að ekki væri allt með felldu um störf þeirra. Þeir hafi ekki borizt mikið á né virzt hafa óeðlilega mikið fé milli handa. Jóhannes Zoéga, nú hitaveitustjóri, var forstjóri Landssmiðjunn- ar frá árinu 1952 og þar til 1. apríl 1962. Honum voru kynnt sakarefni þau, sem skýrsla ríkisendurskoðunarinnar tók til, og kvað sér koma þau með öllu á óvart. Hafi hann ekki vitað betur en ákærðu, sem báðir unnu í Landssmiðjunni undir stjórn hans, væru samvizkusamir starfsmenn. Jóhannes Zoéga neitar því með öllu, að fé hafi að hans fyrirlagi eða með hans vitund verið dregið úr sjóði Landssmiðjunnar með þeim hætti, sem um ræðir Í máli þessu, í því skyni að verja því til risnu eða til þess að greiða við- skiptamönnum. Hann segir reyndar, að það hafi komið fyrir, að viðskiptamönnum hafi verið gerður einhver greiði. Hafi það verið gert með hag stofnunarinnar fyrir augum, enda sé ljóst, að betra sé að njóta velvilja viðskiptamanna en fá þá á móti sér. Greiða- semi þessi hafi yfirleitt verið í því fólgin, að eitthvert smáverk, sem smiðjan gat látið í té, var unnið fyrir viðskiptavin, án þess að gjalds væri krafizt fyrir eða þá að gefinn hafi verið afsláttur á gjaldi fyrir slík verk. Sem dæmi nefndi vitnið viðgerð á hús- gögnum eða viðgerð á bíl. Jóhannes segir, að fast hafi verið sótt eftir slíkri fyrirgreiðslu af hálfu sumra viðskiptamanna, og kveðst Jóhannes muna, að hann hafi einhverju sinni séð ástæðu til þess að brýna það fyrir starfsmönnum að stilla fyrirgreiðslu af þessu tagi í hóf. Beiðni um fyrirgreiðslu hafi verið beint oftast að verkstjórum og muni þeir hafa innt hana af höndum án þess að bara hana undir yfirmenn, ef þeim þótti slíkt fært. Jóhannes kvaðst ekki hafa látið inna af höndum beinar fjárgreiðslur til viðskiptamanna eða umboðsmanna viðskiptaaðilja í því skyni að skapa Landssmiðjunni „goodwill“, og kannast hann ekki við það, að slíkar fjárgreiðslur hafi átt sér stað eða farið væri fram á slíkar fjárgreiðslur. Jóhannes Zoðga kannast ekki við, að risnufjár hafi verið aflað með þeim hætti, sem ákærði Magnús Helgi hefur haldið fram, enda minnist hann þess ekki, að risnureikningar Landssmiðj- unnar hafi valdið neinum vandkvæðum. Vitnið Pétur Pétursson forstjóri, sem var skrifstofustjóri í Landssmiðjunni 1949-—1956, þó með nokkrum frávikum, kannast ekki við það, að nokkru sinni hafi þurft að afla fjár til risnu með því móti, sem ákærði Magnús Helgi hefur haldið fram. Þá minnist hann þess heldur ekki, að viðskiptavinum væri nokkurn tíma 998 hyglað með peningagreiðslum, en hitt hafi komið fyrir, að þeim væri gerður smágreiði, svo sem með viðgerð á bíl. Sumum við- skiptamönnum hafi verið sendur jólaglaðningur. Slíkt hafi komið á eðlilegan hátt fram í bókhaldi. Vitnið Ólafur Bessi Bjarnason segist hafa starfað sem bókari í Landssmiðjunni um nærfellt 14 ára skeið. Er starf hans það að ganga frá reikningum fyrir unnin verk, þ. e. taka saman vinnu, vélavinnu og efni og ganga frá reikningum til vélritunar. Hann telur, að reikningarnir séu stundum hækkaðir umfram það, sem sögn þessi sýna. Komi þar einkum þrennt til greina: 1) Hann kveðst taka eftir, að gleymzt hafi að skrifa efni, sem bersýnilega hafi verið notað, t. d. gleymzt hafi að skrifa rafsuðu- vír á verk, þar sem rafsuðuvél hefur verið notuð. Þá sé reynt að bæta úr þessu með því að setja inn á reikninginn það efni, sem ætla má, að notað hafi verið. Bessi kveður oft koma fyrir, að starfsmenn gleymi að geta um efni, sem notað hafi verið. 2) Reikningar fyrir verk, sem gengið hafa vel, segir Ólafur Bessi, að stundum séu hækkaðir til samræmis við hliðstæð verk, sem verr hafa gengið. 3) Þá segir Ólafur Bessi, að stundum sé bætt ofan á reikning einhverri fjárhæð, sem svarar til fyrirgreiðslu, sem einhverjum viðskiptamanni hefur verið veitt. Þetta kveðst hann einungis gera eftir beinum fyrirmælum frá yfirmönnum sínum. Hann segir, að þegar yfirmenn hafi mælt svo fyrir, að reikningur skyldi hækkaður um tiltekna fjárhæð, hafi ekki verið tekið fram, af hvaða ástæðum það hafi verið. Ólafur Bessi telur, að einungis fáir af viðskiptamönnum Lands- smiðjunnar hafi notið fyrirgreiðslu af því tagi, sem hér er um að ræða, efalaust innan við tíu manns. Hann segir, að reikningar hafi verið hækkaðir af þessum ástæðum hjá Landhelgisgæzlunni, Skipaútgerð ríkisins, Eimskipafélagi Íslands, Vegagerð ríkisins og Vitamálaskrifstofunni, og kveðst hann ekki muna eftir fleiri að- iljum. Ólafur Bessi kveðst ekki vita til þess, að viðskiptavinum hafi verið hyglað með beinum fjárgreiðslum, en ekki sé útilokað, að það hafi verið gert án vitundar hans. Vitnið Birgir Bogason fulltrúi kveðst hafa starfað hjá Lands- smiðjunni í 13 ár og sé starf sitt að reikna út laun starfsmanna eftir vinnukortum. Einnig kveðst hann hafa gripið í forföllum inn í störf annarra, svo sem Ólafs Bessa Bjarnasonar. Birgir telur það opinbert leyndarmál, að umboðsmönnum viðskiptaaðilja hafi 999 verið látin í té fríðindi til þess að stuðla að áframhaldandi við- skiptum við þá og á þann veg að vinna eitthvert verk fyrir þá, án þess að greiðsla kæmi fyrir. Birgir kveðst ekki vita til þess, að beinar fjárgreiðslur til þessara manna hafi farið fram, og hafi hann þó óljósan grun um, að svo hafi verið. Birgir segist starfa í sama herbergi og Ólafur Bessi og stundum vinna störf hans, eins og áður segir. Hann segir, að það hafi einkum verið ákærði Magnús, sem beindi til Ólafs Bessa að hækka reikning fyrir verk í sambandi wið fríðindi til viðskiptavina. Birgir telur þó víst, að skrifstofustjóranum hafi verið um þetta kunnugt. Svo sem áður var frá greint, héldu ákærðu því fram frá önd- verðu, að fé það, er þeir tóku úr sjóði Landssmiðjunnar með launung, svo sem lýst hefur verið, hefði allt verið notað í þágu Landssmiðjunnar, þ. e. runnið til viðskiptamanna smiðjunnar til þess að stuðla að áframhaldandi viðskiptum, en ekki tilgreindu ákærðu þó neina ákveðna aðilja, er féð hefði runnið til, og færðust þeir undan að gera það, er á íþá var skorað. Hinn 25. október 1966, er dómsrannsókn stóð enn yfir, kom ákærði Magnús Helgi fyrir dóminn og óskaði að gera grein fyrir einni fjárgreiðslu til við- skiptamanns, svo sem dæmi um meðferð á fé smiðjunnar. Ein- hverju sinni á árunum 1960—1962 hefði hann að fyrirlagi skrif- stofustjórans afhent Guðmundi Péturssyni, skipaeftirlitsmanni hjá Skipaútgerð ríkisins, samtals 60 þúsund krónur. Afhendingin hefði farið fram í þrennu lagi, að hann minnti tvisvar 25 þúsund kr. og einu sinni 10 þúsund kr. Guðmundur hefði gefið kvittanir fyrir og hefðu þær verið látnar liggja í kassa, en ekki færðar inn í bókhaldið. Magnús Helgi kvaðst ekki muna, hvernig fjárgreiðslum þessum hefði verið komið fyrir í bókhaldinu, en ekki hefði Guð- mundur endurgreitt féð og ekki hefðu kvittanirnar enn verið í kassanum, er ákærði lét af störfum. Þá gat ákærði Magnús Helgi þess, að Landssmiðjan hefði stund- um greitt bílaviðgerðarreikninga fyrir viðskiptavini sína og ekki innheimt reikningana. Viðgerðir þessar hefðu verið unnar í bif- reiðaverkstæðinu Spindli, sem Landssmiðjan hefði skipt mikið við. Sem dæmi um menn, sem notið hefðu þessara fríðinda, nefndi ákærði Kristján Sigurjónsson, skipaeftirlitsmann hjá Landhelgis- gæzlunni. Guðmundur Pétursson kannast við, að í ágúst 1960 hafi hann leitað til Jóhannesar Zoéga og beðið hann um bráðabirgðalán vegna húsbyggingar, sem hann stóð í. Jóhannes hafi samþykkt að lána honum 40 þúsund kr., og kveðst Guðmundur hafa fengið 1000 féð afhent af Böðvari Ara Eggertssyni í skrifstofu hans. Ekki hafi ákærði Magnús Helgi verið þar viðstaddur. Í október sama ár kveðst Guðmundur hafa fengið með sama hætti viðbótarlán, kr. 10.000.00. Ákærði hafi heldur ekki verið viðstaddur afhendingu þeirrar fjárhæðar. Guðmundur kveðst hafa litið á fjárgreiðslur þessar sem skyndilán. Um næstu áramót hafi hann spurt Böðvar Ara, hvort hann ætti að telja skuldina á skattframtali sínu, en Böðvar sagt honum að gera það ekki. Seinna kveðst Guðmundur hafa minnzt á lánið við Böðvar Ara og hvernig ætti að endur- greiða það, en Böðvar Ari hafi eytt því. Síðan segist Guðmundur ekki hafa vakið máls á láninu og ekki verið krafinn um greiðslu á því. Böðvar Ari Eggertsson mundi eftir þessari greiðslu til Guð- mundar Péturssonar, en þó ekki hvort fjárhæðin var 50 eða 60 þúsund kr. Hann segir, að forstjórinn hafi falið honum að annast þessa greiðslu til Guðmundar. Ekki minnist Böðvar Ari þess, að ákærði talaði síðan við hann um endurgreiðslu á fé þessu. Hann kveðst ekki hafa litið á þessa greiðslu sem lán, heldur haft það á tilfinningunni, að verið væri að hygla Guðmundi, sem hafi komið fram fyrir hönd Skipaútgerðarinnar í viðskiptum við smiðj- una og verið lipur og samvinnuþýður í viðskiptum. Böðvar Ara minnir, að kvittanir væru gefnar fyrir, en ekki getur hann um það sagt, hvernig þessu hafi endanlega verið komið fyrir í bók- haldi. Böðvar Ari telur, að greiðslur af þessu tagi hafi ekki verið tíðkaðar, heldur hafi þessi greiðsla verið einsdæmi. Jóhannes Zoéga segir rétt, að Guðmundur hafi leitað til hans um aðstoð og hann fallizt á að veita honum bráðabirgðalán í sam- bandi við húsbyggingu. Ekki kveðst hann muna fjárhæðina og megi vera, að hún hafi numið 50 þúsund kr. Hann man ekki, hvað samið var um greiðsluskilmála, en minnir, að talað hafi verið um, að Guðmundur greiddi lánið, er hann hefði fengið annað lán. Jóhannes segir, að hér hafi verið um lán að ræða, en ekki greiðslu, sem ekki yrði endurgreidd. Jóhannes segir, að þeir Böðvar Ari hafi einhvern tíma talað um lán þetta, og kveðst Jóhannes hafa sagt, að ekki skyldi gengið hart að Guðmundi. Ekki man Jóhannes, hvernig lán þetta stóð, er hann lét af störfum. Ákærði Magnús Helgi fullyrðir, að greiðsla hafi farið fram í Þrennu lagi og numið alls 60 þúsund kr. Ákærði Jóhannes kveðst hafa vitað um greiðsluna til Guð- mundar Péturssonar og fullyrðir, að fyrir henni hafi 3 kvittanir legið í kassa að fjárhæð 60 þúsund kr. Öruggt telur hann, að aldrei 1001 hafi verið ætlazt til þess, að litið yrði á greiðslu þessa sem lán, og til þess að koma henni fyrir hafi fé verið dregið úr sjóðnum með einhverri þeirri aðferð, sem fram hafa komið í þessu máli. Hér hafi verið um óvenju háa greiðslu að ræða og því hafi orðið að fá kvittanir hjá Guðmundi til þess að hafa þær til taks í kass- anum, en þeim hafi svo verið komið fyrir einni í senn. Við sjóðstalningu, sem fram fór í Landssmiðjunni 31. janúar 1961, hefur ekkert komið fram, sem bendir á umræddar greiðslur til Guðmundar Péturssonar. Eru ekki fyrir hendi frekari gögn um þetta atriði. Áður var að því vikið, sem ákærði Magnús Helgi hélt fram um ókeypis bifreiðaviðgerðir fyrir Kristin Sigurjónsson, en auk hans tilnefndi ákærði Jóhannes þá Sigmund Guðbjartsson, vél- stjóra á dýpkunarskipinu Gretti, og Guðstein Aðalsteinsson, skipa- eftirlitsmann hjá Eimskipafélagi Íslands. Auk þess nefndi ákærði Jóhannes, að smiðjan hefði innt af höndum mikla viðgerð á húsi Péturs Sigurðssonar, forstjóra Land- helgisgæzlunnar, og hafi raunar verið skrifaður reikningur fyrir verkinu, en einungis fyrir litlum hluta af kostnaðinum. Þá nefndi Jóhannes viðgerð fyrir nokkra aðra aðilja, sem ekki hefði komið greiðsla fyrir, og hefði vinna við þau þannig komið fram sem óarðbær vinna og efnisnotkunin sem efnisrýrnun. Kristján Sigurjónsson skipaeftirlitsmaður kannast við það, að Landssmiðjan hafi einhverju sinni af greiðasemi við hann greitt fyrir hann reikning fyrir bifreiðaviðgerð hjá Spindli. Hafi það verið skrifstofustjórinn, sem féllst á að gera honum þennan greiða. Ekki kveðst Kristján muna, um hve mikla fjárhæð hafi verið að ræða. Guðsteinn Aðalsteinsson tæknifræðingur, sem er skipaeftirlits- maður hjá Eimskipafélagi Íslands, kveðst hafa skipt í starfi sínu mikið við Landssmiðjuna. Hafi það komið fyrir, að hann hafi fengið þar eitthvað smávegis smíðað ókeypis. Ekki minnist hann þess, að hann hafi fengið þar beinar fjárgreiðslur eða lán. Ein- hverju sinni hafi verið hertur þar upp fyrir hann bifreiðarmótor, en aldrei hafi hins vegar verið greiddur fyrir hann viðgerðar- reikningur fyrir bifreið. Sigmundur Þórir Guðbjartsson vélstjóri, sem kveðst hafa haft talsvert saman við Landssmiðjuna að sælda í sambandi við við- gerðir á dýpkunarskipinu Gretti, minnist þess, að einhverju sinni. hafi hann fengið gert endurgjaldslaust við bifreið, og hafi við- gerðin farið fram í smiðjunni sjálfri (soðið í grind og innan á 1002 bretti o. fl.). Ekki kannast hann við, að smiðjan hafi greitt fyrir hann viðgerðarreikninga hjá Spindli, en kveðst þó hafa látið gera við bifreið þar og fortekur ekki, að hann kunni að hafa fengið ívilnanir þar um greiðslu fyrir milligöngu Landssmiðju. Við meðferð máls þessa var að ósk verjenda ákærðu leiddur sem vitni Haraldur Guðmundsson skipasmiður, Vesturgötu 30. Hann kvaðst hafa starfað í Landssmiðjunni frá 1945 til 1951, en sér hafi verið vikið frá störfum. Eftir það kveðst hann hafa átt tal við forstjórann um ýmiss konar óreiðu og spillingu, er hann hefði orðið var í rekstri smiðjunnar, en forstjórinn lítt vikizt undir það. Þá kveðst hann hafa ritað Jóhanni Hafstein dómsmála- ráðherra bréf og talið þar þau atriði, sem hann hafi talið athuga- verð. Bréf þetta hefur ekki komið fram í málinu, en hins vegar bréf, sem Haraldur Guðmundsson kveður að mestu leyti sam- hljóða bréfi því, sem hann sendi. Auk ýmissa atriða í bréfi þessu, sem ekki er ástæða til að rekja í sambandi við þetta mál, er þar vikið að því atriði, að umboðsmenn viðskiptaaðilja láti vinna fyrir sig verk án þess að greiða þau sjálfir, heldur láti þeir færa þau inn á verk, sem þeir hafa samið við Landssmiðjuna um að vinna fyrir viðskiptaaðilj- ann. Eru tilgreindir 5 slíkir menn og talin verk, sem íþeir hafi Þannig látið vinna í eigin þágu, en látið fyrirtæki þau eða stofn- anir, sem Íþeir voru fyrirsvarsmenn fyrir, greiða kostnaðinn. Menn þessir eru: 1) Agnar Guðmundsson, Hvalur h/f. Talin eru 3 verk á ár- unum 1957—-1960 að fjárhæð kr. 21.500.00. 2) Guðsteinn Aðalsteinsson. Talin eru 21 verk á árunum 1957 — 1961, sem unnin hafi verið í þágu Guðsteins, en „klínt á“ reikning Eimskipafélagsins. 3) Júlíus Ólafsson, Landhelgisgæzlan. Talin 6 verk árin 1957— 1959. 4) Pétur Sigurðsson, Landhelgisgæzlan. Talin 11 verk á árun- um 1959—1960, m. a. viðgerð á járnklæðningu á húsum, og er þar tilgreind talan 52.000.00. 5) Sigmundur Guðbjartsson. Talin 2 verk 1959. Jóhannes Zoðga hefur borið það, að ráðherra hafi borið undir hann bréf Haralds Guðmundssonar. Í tilefni af því kveðst hann hafa snúið sér til verkstjóra á trésmíðaverkstæðinu til könnunar á þeim atriðum, sem í bréfinu eru greind. Hafi komið í ljós, að mörg þeirra hafi haft við rök að styðjast. Þá kveðst Jóhannes 1003 Zoéga hafa haldið fund með yfirverkstjórum og öðrum yfirmönn- um í stofnuninni. Hafi hann lagt áherzlu á, að skilað væri vinnu- nótum um þau verk, sem hér komu til greina, og síðan yrði tekin afstaða til þess, hvort veittur yrði afsláttur og þá hve mikill. Ráð- herra hafi verið gefin skýrsla um þá athugun, sem gerð hafði verið, og minnir Jóhannes, að hann hafi ekki hafzt annað að er. það að mæla svo fyrir, að almenn aðgæzla yrði viðhöfð í þeim efnum, sem hér komu til greina. Niðurstöður. Svo sem störfum hinna ákærðu var háttað í Landssmiðjunni, kom naumast til greina, að annar hinna ákærðu drægi fé úr sjóði smiðjunnar án vitundar hins. Gat það varla komið fyrir nema í þeim tilvikum, er annar ákærðu greip í verk hins, svo sem þegar hann var fjarverandi. Þá hafa ákærðu yfirleitt haldið því fast fram, að full samvinna hafi verið milli þeirra um fjártökur. Hafi ekki annar hinum fremur átt frumkvæði að beim og báðir hafi þeir til skiptis gert breytingar á skjölum, þegar því var að skipta. Þegar litið er til þessa og þess gætt, að hér var um samfellda röð samkynja brota að ræða um árabil, verður dómurinn að telja, að að svo miklu leyti sem talið verður sannað, að framin hafi verið brot þau, sem talin eru í Il — VI. kafla A-þáttar ákæru, hafi báðir hinir ákærðu átt sök á þeim. Um atriði þau, sem í 1. kafla A-þáttar greinir gegnir öðru máli, þar sem ekkert virðist því til fyrirstöðu, að innborgun hafi verið dregin undan, án þess að það þyrfti að koma til vitundar aðalbókara. Ákærðu halda því fram, að fjártökur þeirra úr sjóði Lands- smiðjunnar hafi verið gerðar í þágu stofnunarinnar og féð hafi runnið til viðskiptamanna smiðjunnar. Þeir hafa þó með öllu vikizt undan því að gera grein fyrir því, hvert féð hafi runnið, og ekki sýnt fram á það að neinu leyti, að það hafi runnið til annarra en þeirra sjálfra. Greiðslan til Guðmundar Péturssonar kynni að hafa verið látin „hverfa“ með einhverri aðferð, slíkri sem greinir í máli þessu, en það hefur þá verið fyrir þann tíma, sem máli skiptir hér. Ákærðu hafa að vísu sýnt fram á eða fært líkur að því, að margs konar óreiða og rangfærslur hafi verið hafðar í frammi Í bókhaldi í Landssmiðjunni, og að ýmsum viðskiptamönnum eða umboðsmönnum viðskiptaaðilja hafi verið veitt ókeypis fyrir- greiðsla, að því er talið er í því skyni, að þeir beindu viðskiptum að smiðjunni. Hins vegar hefur ekki komið neitt fram, er styrki 1004 framburð þeirra um, að í þessu skyni hafi verið tekið fé úr sjóði smiðjunnar og því leynt með þeim aðferðum, sem lýst er í þessu máli. Dómurinn telur því, að líta verði svo á, að ákærðu hafi dregið sér fé það, sem talið þykir sannað, að þeir hafi tekið úr sjóði Landssmiðjunnar og ákæra lýtur að. Verður þá tekin afstaða til einstakra atriða ákærunnar og þá fyrst til A-þáttar ákæru, er veit að ákærðu báðum. I. kafli. Telja verður sannað, að allar fjárhæðir, sem taldar eru í þessum kafla, hafi komizt í hendur ákærða Magnúsi Helga og að þær hafi ekki runnið í sjóð Landssmiðjunnar. Um ávísun þá, sem 1. liður lýtur að, er það að segja, að fjár- hæðin átti að réttu lagi að skiptazt á 8 viðskiptamenn smiðjunnar. Af fjárhæðinni hafa kr. 14.229.22 verið færðar á viðskiptareikn- inga fjögurra af þessum aðiljum. Ekkert hefur verið fært á reikn- ing hinna fjögurra. Ákærðu hafa enga grein gert fyrir því, hvað orðið hefur af hinum hluta fjárhæðarinnar, enda varð eigi farið rétt með hana á annan hátt en þann, að fjárhæðin rynni til þeirra viðskiptamanna, sem endurgreiðsla var veitt fyrir. Sömu athuganir eiga við um ávísunina í 4. lið. Þar hafa eigi réttar fjárhæðir verið færðar á viðskiptareikninga hinna 10 aðilja, sem endurgreiðsla er veitt fyrir. Af þeim kr. 7.909.00, sem af hafa gengið, hefur ákærði Magnús Helgi, eftir því sem hann sjálfur segir, notað kr. 5.847.01 til greiðslu inn á reikninga tveggja óvið- komandi aðilja, og að sjálfsögðu öldungis ranglega. Fyrir eftir- stöðvunum, kr. 2.061.99, hefur hann ekki gert neina viðhlítandi grein. Ákærði Magnús Helgi hefur kannazt við, að hann hafi tekið við hinu ávísaða fé og ekki staðið skil á því að öllu leyti í sjóð. Samkvæmt því verður að telja sannað, að hann hafi dregið sér fé þetta, þar á meðal þær kr. 18.591.78 af ávísuninni í 1. lið, sem ekki hafa samkvæmt bókhaldinu runnið í sjóðinn, og bær kr. 2.061.99 af ávísuninni í 4. lið, sem ákærði hefur enga grein getað gert fyrir. Hefur ákærði Magnús Helgi með brotum þessum unnið til refsingar samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga. Fjár- vinningur hans af brotum þeim, sem talin eru í þessum kafla, nemur kr. 77.937.13. Ákærði Jóhannes hefur eindregið neitað því, að honum hafi verið kunnugt um fjártökur úr sjóði Landssmiðjunnar með 'þess- um hætti. Þykir sá möguleiki vera fyrir hendi, að ákærði Magnús Helgi hafi dregið undan innborganir, án þess að Jóhannesi þyrfti 1005 að vera það kunnugt. Verður ákærði Jóhannes því sýknaður af þessum þætti ákæru. II. kafli. Telja verður sannað, að í öllum þeim tilvikum, er talin eru í þessum kafla, hafi gömul fylgiskjöl verið endurnotuð og fé dregið með þeim hætti úr sjóði Landssmiðjunnar. Þykja ákærðu þannig hafa dregið sér fé, samtals kr. 207.684.31. Þá er ljóst, að í öllum tilvikum hefur reikningur, sem endurnotaður var, verið færður í bókhald, og er þar um að ræða rangar færslur í bók, sem lögskylt er að halda. Eins og á stóð, er rétt að telja báða hina ákærðu aðalmenn að þeim brotum, en þau varða við 158. gr. almennra hegningarlaga. Í tilfellum þeim, sem liðir 1, 3, 13—20, 22—24, 26—29, 31—-33, 37, 42, öl —53 og 55 í þessum kafla lúta að, breyttu ákærðu í blekkingarskyni innihaldi skjala og notuðu þau síðan sem sjóðs- fylgiskjöl. Hafa þeir með brotum þessum unnið til refsingar sam- kvæmt 155. gr. almennra hegningarlaga. Tæmir ákvæði þetta sök ákærðu, þannig að 247. gr. almennra hegningarlaga verður ekki beitt einnig um þessi brot. Hins vegar ber að refsa ákærðu sam- kvæmt 247. gr. fyrir brot þau, sem talin eru í liðum 2, 4— 12, 21, 25, 30, 34—36, 38—41, 43—50, 54 og 56——58 í þessum kafla ákæru. 111. kafli. Bókhaldsrannsókn sýnir, að samlagningarstrimlar hafa verið rangfærðir, svo sem lýst er í þessum kafla ákæru. Samkvæmt því og framburðum ákærðu um þessi atriði þykir sannað, að þeir hafi á þennan hátt dregið sér úr sjóði Landssmiðj- unnar samtals kr. 71.808.75 og unnið þannig til refsingar sam- kvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga. Hin ranga samlagningartala hefur í öllum tilvikum verið færð í bókhald Landssmiðjunnar, og varða þær rangfærslur ákærðu refsingu samkvæmt 158. gr. almennra hegningarlaga. IV. kafli. Í öllum þeim 54 tilvikum, sem talin eru í þessum kafla, hafa skjöl verið fölsuð, þannig að innihaldi þeirra hefur í blekkingarskyni verið breytt og þau síðan notuð sem sjóðs- fylgiskjöl. Telja verður ákærðu báða aðalmenn að brotum þess- um, og varða þau við 155. gr. almennra hegningarlaga. Eigi ber að beita jafnframt 247. gr. hegningarlaga, þótt auðgun hafi leitt af brotunum. Fjárvinningur ákærðu samkvæmt þessum kafla ákæru nemur kr. 109.157.00, en eigi 109.377.00 sem segir í ákæru, sbr. það, sem að framan segir um 4. og 15. lið þessa kafla. Samkvæmt hinum fölsuðu skjölum hafa rangar tölur verið færðar í bókhald Landssmiðjunnar. Varða þær færslur hina ákærðu refsingu samkvæmt 158. gr. almennra hegningarlaga . 1006 V. kafli. Sannað þykir, að í öllum þeim tilvikum, sem talin eru í kafla þessum, hafi skjöl ranglega verið notuð sem sjóðsfylgi- skjöl, þ. e. að engar greiðslur hafa farið fram til Hafskipa h/f samkvæmt skjölum þessum, heldur hafa ákærðu notað þau til að dylja tilsvarandi fjártökur úr sjóði, er runnið hafi í þeirra eigin vasa. Hafa ákærðu með brotum þessum unnið til refsingar samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga, og með því að færa í bókhald smiðjunnar greiðslur þessar sem greiðslur til Hafskipa h/f hafa þeir brotið gegn 158. gr. sömu laga. Fjárvinningur ákærðu samkvæmt brotum í þessum kafla hefur numið kr. 20.155.00. VI. kafli. Ekki er vitað, hverjir kvittað hafa reikninga þá, sem taldir eru í 1. og 2. lið þessa kafla. Þykir óvíst, hversu háttað var greiðslu á reikningum þessum, og verður ekki talið sannað, að ákærðu hafi dregið sér fé í þessum tveimur tilvikum. Aftur á móti þykir ljóst, að í þrjú skiptin, sem lýst er í þessum kafla, hafi fé verið tekið úr sjóði Landssmiðjunnar með því að nota ranglega afrit af reikningi (3. liður), ljósrit af sjóðsfylgi- skjali (4.) og ókvittaðan reikning (5.). Þykja ákærðu með þessu hafa gerzt brotlegir við 247. gr. almennra hegningarlaga svo og 158. gr. sömu laga. Um B-þátt ákæru er það að segja, að ákærði Magnús Helgi ritaði í heimildarleysi framsal f. h. Landssmiðju á víxlana, sem voru smiðjunni öldungis óviðkomandi, og gerði hann stofnunina með þessu að skuldara að víxlunum. Með þessari misnotkun á aðstöðu sinni hefur ákærði Magnús Helgi brotið gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Landssmiðjan er starfrækt af ríkissjóði samkvæmt lögum nr. 102/1936, og ákærðu, sem voru fastir starfsmenn stofnunarinnar, teljast því hafa verið opinberir starfsmenn. Öll þau brot, sem dómur þessi lýtur að, frömdu þeir með misnotkun stöðu sinnar. Refsingu fyrir brotin ber því að ákveða samkvæmt ákvæðum 138. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson hefur ekki sætt refsingum nema sektum fyrir umferðarbrot. Ákærði Jóhannes hefur einu sinni verið dæmdur í 10 daga varðhald fyrir umferðarlagabrot og sætzt á greiðslu sekta fyrir umferðarbrot svo og einu sinni á greiðslu 4.000.00 kr. sektar fyrir 261. gr. almennra hegningarlaga (misnotkun tékka). Við ákvörðun refsingar ber að líta til ákvæða 77. gr. almennra 1007 hegningarlaga og enn fremur til þess, að ákærðu misstu stöður sínar. Verður refsing ákærða Magnúsar Helga Kristjánssonar ákveðin fangelsi 20 mánuðir og refsing ákærða Jóhannesar Gíslasonar fangelsi 18 mánuðir. Atvinnumálaráðuneytið gerði í máli þessu kröfu um, að ákærðu yrðu in solidum dæmdir til þess að greiða Landssmiðjunni kr. 607.227.27 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til greiðslu- dags. Við lokaflutning málsins hefur krafa þessi verið lækkuð niður í kr. 525.346.42, og er sú tala í samræmi við ákæruna Í máli þessu. Af því, sem sagt var um I. kafla ákæru hér að framan, er ljóst, að ákærði Jóhánnes er ekki fébótaskyldur að því leyti, en hins vegar ákærði Magnús Helgi. Ber að dæma hann til að greiða Landssmiðjunni kr. 77.937.13, er hann telst sannur um að hafa dregið sér samkvæmt þessum kafla ákæru. Samkvæmt þeim niðurstöðum, sem fengnar eru hér að framan, hafa ákærðu sameiginlega auðgazt um kr. 429.309.29 samkvæmt þeim ákæruatriðum, sem rakin eru í I1— VI. kafla og talin eru sönnuð. Ber að dæma hina ákærðu in soliðum til greiðslu þessarar fjárhæðar. Um waxtakröfuna er þess að gæta, að vaxta er krafizt frá 1. janúar 1965. Nú er fram komið, að hluta þess fjár, sem ákærðu öfluðu sér með brotum sínum, hafa þeir dregið sér á fyrstu 9 mánuðum ársins 1965. Á hinn bóginn hefur meiri hluti fjártök- unnar farið fram á árunum 1961—-1964, svo sem fram kemur af þessari töflu: il. kafli 1961 1962 1963 1964 1965 ákæru . .. 31.483.08 10.778.07 40.920.70 64.581.21 59.921.25 111. kafli... 32.233.00 18.905.00 20.670.75 IV. kafli .. 5.005.00 46.505.00 57.647.00 V. kafli .. 20.155.00 VI. kafli .. 3.975.00 16.529.23 31.483.08 10.778.07 '"78.158.70 133.966.21 174.923.23 Af þeim kr. 77.937.13, sem ákærði Magnús Helgi er sakfelldur fyrir að hafa dregið sér samkvæmt I. kafla ákæru, hefur hann aflað sér einungis kr. 9.101.00 á árinu 1965, en kr. 18.591.78 á árinu 1963 og kr. 50.244.35 árið 1964. 1008 Af hálfu kröfuhafa er krafan um vexti talin gerð með framan- greindum hætti af hagkvæmnisástæðum í stað þess að krefjast vaxta af hverri fjárhæð, frá því að hún hafi verið tekin úr sjóði, enda sé ekki með þessum hætti hallað á hina ákærðu. Þegar litið er á ofanskráða skiptingu milli ára, þykir mega fallast á þetta og dæma vexti af allri fjárhæðinni frá 1. janúar 1965 að telja til greiðsludags. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson verður dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Björns Sveinbjörnssonar hæstaréttarlögmanns, en ákærði Jóhannes Gíslason til greiðslu málsvarnarlauna til Jónasar Aðalsteinssonar héraðsdómslög- manns, skipaðs verjanda síns. Ákærðu verða in soliðum dæmdir til greiðslu alls annars kostnaðar sakarinnar, þar á meðal máls- sóknarlauna skipaðs sækjanda í málinu, Guðmundar Skaftasonar héraðsdómslögmanns. Málssóknarlaun ákveðast kr. 60.000.00 og málsvarnarlaun sama fjárhæð til hvors verjanda. Dómsorð: Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson sæti fangelsi 20 mánuði og ákærði Jóhannes Gíslason fangelsi 18 mánuði. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson greiði Landssmiðjunni kr. 77.937.13 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til greiðsludags. Ákærðu greiði Landssmiðjunni in solidum kr. 429.309.29 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til greiðsludags. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Sveinbjörnssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 60.000.00, og ákærði Jóhannes Gíslason máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Aðalsteinssonar héraðsdómslögmanns, kr. 60.000.00. Allan annan sakarkostn- að greiði ákærðu in solidðum, bar á meðal kr. 60.000.00 í sak- sóknarlaun til skipaðs sækjanda, Guðmundar Skaftasonar héraðsdómslögmanns. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 1009 Miðvikudaginn 18. júní 1969. Nr. 230/1968. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn William Rawcliffe (Benedikt Blöndal hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykja- vík, hefur eftir uppsögu héraðsdóms markað á sjókort staði togara ákærða samkvæmt mælingum varðskipsins Alberts hinn 11. nóvember 1968, og reyndist: - a) staður togarans kl. 2133 um 1.60 sm innan fiskveiðamarka b) — — - 2140 — 150 — — — c) — — - 2146 — 120 — — — d — — - 2154 — 085 — — — e) — — - 2159,5— 0.65 — — — f) — — - 2205 —0.45 — — — 9) — —- - 2211 — 020 — — — h) — — - 2223 — 0.30 — utan — I) — — - 2229 —015 — — — DD — — - 2239 —0.20 — — — k) staður varðskipsins við togarann kl. 2253 um 0.3 sm utan fiskveiðamarka. Síðan segir í greinargerð skólastjórans á þessa leið: „Við staðarákvarðanir varðskipsins kl. 2146 og 2205 var ratsjármiðun til Straumness 046? í bæði skiptin. Rétt miðun frá þessum stöðum til Straumness mælist í kortinu 049? í bæði skiptin, sem gefur 3? skekkju í ratsjármiðunum. Þessi skekkja hefur verið heimfærð upp á allar miðanir af togaranum samkvæmt skýrslu skipherrans á Albert. Hér er ekki reiknað með stórbaugsleiðréttingu á miðuninni 046*, en hún er litil, um 0.4. Þá veldur breidd ratsjárgeislans 64 1010 skekkju í miðun af landinu, sem nemur hálfri breidd hans, eða 0.35%. Samtals eru þessar leiðréttingar um 34?, eða innan þeirra nákvæmnimarka, sem framleiðendur ratsjár- innar gefa upp fyrir miðanir. Þá hef ég borið saman fjarlægðir samkvæmt ratsjármæl- ingum í Reykjavíkurhöfn hinn 30/10 1968 og samsvarandi fjarlægðir í sjókortum og ekki fundið mælanlegan mun á þeim, miðað við þá nákvæmni, sem tiltekin er í skýrslu skip- herrans. Meðalhraði togarans milli mælistaða reiknast mér þannig: a—b um 4.1 sml., bc um 4.7 sml., c—d um 3.0 sml. d—e um 4.1 sml., e—f um 4.4 sml., f—g um 3.4 sml., g—h um 2.6 sml., h—i um 2.0 sml., i—j um 0.6 sml. og j—k um 0.9 sml. Við þessa hraða er það að athuga, að þeir eru yfirleitt reiknaðir út frá stuttu tímabili og tíminn aðeins tiltekinn með 1 mínútu nákvæmni, nema við eina mælinguna með minútu nákvæmni. Má því gera ráð fyrir nokkurri óná- kvæmni í hraðaútreikningunum. Í sama sjókort hef ég sett út staðarákvörðun skipstjóra togarans, er hann kastaði kl. 1800 hinn 11/11, staður X í kortinu, um 0.1 sml. utan fiskveiðamarkanna. Einnig staðar- ákvörðun hans, er þeir hifðu upp eftir það tog rétt fyrir kl. 2030, staður Y í kortinu, um 0.3 sml. fyrir utan fiskveiða- mörkin. Enn fremur hef ég sett út staðarákvörðun, er skip- stjórinn kveðst hafa gert, þegar þeir festu um kl. 2110, stað- ur £ í kortinu, um 0.1 sml. utan fiskveiðamarkanna. Staðir X, Y og £ eru auðkenndir með grænum lit. Í annað sjókort, nr. 412, hef ég sett út staðarákvarðanir varðskipsins, ef reiknað er með 2%% fjarlægðarskekkju og 19 miðunarskekkju togaranum í hag. Er það í samræmi við þá nákvæmni, sem framleiðendur gefa upp fyrir Kelvin Hughes ratsjá v/s Alberts af gerðinni 14/9, þ. e. = 274 % fjar- lægðarnákvæmni fyrir færanlega fjarlægðahringinn og innan við 1% miðunarnákvæmni. Staðir varðskipsins eru, eins og áður, auðkenndir með svörtum lit, en staðir togarans með rauðum lit. 1011 Staðir togarans mælast samkvæmt þvi: al kl. 2183 um 1.1 sml. innan fiskveiðamarkanna bi — 2140 — 10 — — — cd — 2146 — 07 — — — d'— 2154 — 0.35— — - ei — 2159905 — 02 — — — f1— 2205 á fiskveiðamarkalínunni gl — 2211 um 0.3 sml. utan fiskveiðamarkanna hi — 2223 — 07 — — — ii — 2229 — 07 — — — jr — 2239 — 065 — — — ki — 2253 — 08 — — —- sr Í vætti skipherra varðskipsins í sakadómi Ísafjarðar hinn 12. nóvember 1968 segir m. a. svo: „Mættur segir aðspurð- ur, að hann hafi borið saman stefnulinu radarsins og stefnu sýróáttavitans, og stefnulína radarsins var þá plús 3 gráður, og var stöðugt fylgzt með stefnulinunni, og var hún allan tímann plús 3 gráður. Við útsetningu í sjókorti var reiknað með þessari skekkju“. Af þessu efni voru hinn 11. júní 1969 í sakadómi Reykjavíkur dómkvaddir þeir Benedikt Alfons- son stýrimannaskólakennari og Trausti Rikarðsson verkfræð- ingur „til að láta uppi álit sitt á öryggi staðarmælinga með ratsjá, sem svo er ástatt um sem getið var“. Álitsgerð hinna dómkvöddu manna um greint efni, dags. 12. júní 1969, hefur verið lögð fyrir Hæstarétt. Er álitsgerðin, sem matsmennirnir hafa staðfest með eiði, svohljóðandi: „Við undirritaðir vorum dómkvaddir hinn 11. júní til að láta uppi álit okkar á öryggi staðarmælinga með ratsjá, sem svo er ástatt um og ratsjá þá, sem notuð var í varðskipinu „Albert“ við töku togarans „Boston Phantom“, FD-252, hinn 11. nóvember 1968. Við notkun ratsjár er ýmist höfð afstæð (relative) eða réttvísandi (gyro — stabilised) miðun. Við afstæða notkun vísar stefnulinan stöðugt á 09, og allar miðanir eru afstæðar við stefnu skipsins. Við stefnubreytingu skipsins snýst því myndin samsvarandi. Við réttvisandi notkun er ralsjáin tengd 1012 gýróáttavitanum, og sýnir þá stefnulinan stefnu skipsins hverju sinni, og allar miðanir eru réttvísandi. Myndin er óháð stefnubreytingum skipsins og því skýrari og betri til nákvæmra mælinga. Við breytingu á notkunaraðferð svo og við gangsetningu þarf að stilla stefnulínuna inn á tilheyrandi gráðu, við af- stæða notkun á 0*, en við réttvísandi notkun á stefnu skips- ins. Við samstillingu ratsjár og gýróáttavita þarf fyrst að stilla stefnulínuna á stefnu skipsins og síðan setja inn samtengi- rofa. Er ratsjáin hefur verið samstillt gýróáttavitanum, fylgir stefnulínan vísun hans. Við nákvæmar mælingar er rétt að bera saman vísun gýróáttavita og vísun stefnulínu ratsjár, til að fyllsta öryggis sé gætt. Um þetta gildir sama og lausa fjarlægðarhring ratsjárinnar, að hann er borinn saman við föstu fjarlægðarhringana í öryggisskyni, samanber ratsjár- prófanir varðskipsmanna kl. 2147 og 2206. Fram kemur í málinu, að notkunaraðferð ratsjárinnar Í varðskipinu við mælingarnar í umrætt skipti var réttvísandi, en við samanburð stefnulínu og gýróáttavita reyndist vera 39 mismunur. Einnig kemur fram, að þessi munur breyti- ist ekki, meðan mælingarnar stóðu yfir. Við teljum því, að áðurgreindur mismunur rýri ekki ná- kvæmni mælinganna, þar sem tekið er tillit til hans við út- setningar í sjókort“. Fyrir dómi skýrðu matsmenn atriði, er álitsgerðina varða. Af hendi verjanda ákærða hefur verið lögð fyrir Hæstarétt skýrsla Wallace Charles Nutton, skipstjóra á brezka togar- anum Prince Philip. Skýrir skipstjórinn þar frá því, að hann hafi á nefndu skipi sínu seint að kvöldi 11. nóvember 1968 verið „að veiðum undan norðvesturströnd Íslands í sam- fylgd með nokkrum öðrum brezkum togurum, sem einnig voru að veiðum, Eitt þessara skipa var togarinn Boston Phantom frá Fleetwood“. Einn togara, sem nefndur skipstjóri eigi bar kennsl á, kveður hann hafa verið að veiðum innan fiskveiðamarkanna. Síðar í skýrslunni segir á þessa leið: 1013 „Mér hefur verið sýnt ljósrit af sjókorti, sem notað var sem sönnunargagn á Ísafirði, en á því eru staðsetningar varð- skipsins Alberts. Ég hefi athugað sjókort þetta og er ekki í neinum vafa um, að staðsetningarnar á skipinu, sem í at- hugun var, varða togarann, sem ég hafði séð að veiðum innan tólf mílna markanna, en ekki Boston Phantom“. Greind frásögn um veiði nokkurra togara á hafsvæði því, sem um er að tefla, samtímis athugunum varðskipsins á skipi ákærða, er í samræmi við skýrslur varðskipsmanna. Skipstjórnar- menn þeir, er voru á varðskipinu Albert við töku togara ákærða, komu af nýju fyrir dóm hinn 11. og 12. júní 1969, og var þeim þá m. a. kynnt umrædd skýrsla skipstjórans á Prince Philip. Skipherra varðskipsins bar þá m. a. á þessa leið: „Vitnið kveður með öllu útilokað, að um misgrip á skipum hafi verið að ræða greint sinn. Fyrsti stýrimaður hafi fylgzt með togaranum í ratsjá allan tímann. Engin önnur skip hafi verið það nærri, að hætta hafi verið á rugl- ingi. Vitnið fylgdist sjálft með togaranum úr brú varðskips- ins með berum augum, og telur vitnið það fjarstæðu, að um misgrip kunni að hafa verið að ræða á skipum. Aðspurt telur vitnið, að önnur skip hafi ekki verið að togveiðum í fisk- veiðalandhelsi á þessum slóðum en Boston Phantom, er atvik málsins urðu. Á meðan á eftirfðrinni stóð, kveður vitn- ið, að togarinn, sem eftirför var veitt, hafi ekki siglt fram hjá öðru skipi, í veg fyrir annað skip né annað skip siglt í veg fyrir togarann. Því telur vitnið útilokað, að ruglingur hafi orðið á skipum, og vísar að öðru leyti til fyrri fram- burðar þess í málinu“. Fyrsti stýrimaður bar m. a. þannig: „Vitnið kveður útilokað, að um rugling á skipum kunni að hafa verið að ræða í umrætt skipti og vill vísa í framburð þess fyrir sakadómi Ísafjarðar um það efni sem rétts um alla málavöxtu. Í eftirförinni að Boston Phantom í greint sinn var vitnið við ratsjá varðskipsins og hafði ekki augu af togaranum í ratsjánni, allt þar til varðskipið var komið að siðu togarans. Vitnið fullyrðir, að ekkert skip hafi verið innan við mílufjarlægð frá Boston Phantom, á meðan eftir- förin fór fram, utan varðskipið, og telur vitnið útilokað, að 1014 um nokkurn rugling kunni að hafa verið að ræða á skipum. Vitnið kveður, að Boston Phantom hafi ekki siglt í veg fyrir nokkurt skip, fram hjá skipi né skip siglt í veg fyrir togar- ann, meðan eftirförin stóð yfir, og miðar vitnið þá við það, að ekkert þriðja skip hafi verið innan miílu fjarlægðar frá togaranum þá“. Annar stýrimaður varðskipsins tók fram, að hann teldi með öllu útilokað, að ruglingur hefði orðið á skip- um við töku togarans Boston Phantom. Síðan segir í vætti stýrimannsins svo: „Vitnið kom upp í brú varðskipsins, skömmu áður en þriðja staðarákvörðun togarans var gerð, sem um getur í skýrslu skipherra. Er sú staðarákvörðun var gerð, sá vitnið togarann í ratsjá varðskipsins og fylgdist með togaranum í ratsjánni, alit þar til varðskipið fór að nálgast togarann. Þá fylgdist vitnið einnig með togaranum í sjón- auka. Mælingar þær, er gerðar voru í eftirförinni, setti vitnið út í sjókort, en meðan vitnið var að þeim störfum, hafði það ekki aðstöðu til að fylgjast með ferðum togarans, en telur sem fyrr útilokað, að nokkur ruglingur hafi getað orðið á skipum, þar eð næstu skip við togarann Boston Phantom utan varðskipið voru aldrei nær en að minnsta kosti mílu fjarlægð frá togaranum, er þau voru næst honum, skömmu áður en varðskipið kom að togaranum“. Samkvæmt forsendum héraðsdóms og því, sem nú hefur verið rakið, þykir sannað, að ákærði hafi verið að botnvörpu- veiðum innan fiskveiðamarka, og varðar það brot hans við lagaboð, er í ákæru getur. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands jafngilda 100 gull- krónur nú kr. 3.992.93. Eftir málavöxtum og með hliðsjón af greindu gullgensi, sbr. lög nr. 4/1924, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 700.000.00 sekt til Landhelsissjóðs Ís- lands, og komi varðhald 8 mánuði í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. En þar sem eigi telst sannað, að ákærði hafi framið brot sitt af ásettu ráði, verður honum auk sektar eigi dæmt varðhald sam- kvæmt 6. gr. laga nr. 62/1967, enda þótt um itrekun brots sé að tefla. 1015 Ákvæði héraðsdóms um upptöku og málskostnað ber að staðfesta. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 60.000.00, og laun verjanda sins, kr. 60.000.00. Dómsorð: Ákærði, William Rawcliffe, greiði kr. 700.000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varðhald 8 mánuði í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og málskostnað eru staðfest. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 60.000.00, og laun verjanda sins, Benedikts Blöndals hæstaréttarlögmanns, kr. 60.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Ísafjarðar 14. nóvember 1968. Ár 1968, fimmtudaginn 14. nóvember, var í sakaðdómi Ísafjarðar í dómsal bæjarfógetaembættisins að Pólsötu 2, Ísafirði, af Björg- vin Bjarnasyni bæjarfógeta með meðdómendunum Guðmundi Guðmundssyni og Símoni Helgasyni kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var í dag. Mál íþetta er með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dags. 13. nóvember s.l., höfðað gegn William Rawcliffe, skipstjóra á togar- anum Boston Phantom, FD 252, til heimilis 3 Rydal Avenue Fleetwood, fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðabrot samkvæmi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botn- vörpu og flotvörpu, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið að botnvörpu- veiðum á nefndum togara út af Arnarfirði mánudagskvöldið 11. nóvember 1968 innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. fyrrnefndrar reglugerðar nr. 3/1961. 1016 Í ákæruskjali ákærist ákærði til að sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. 4. gr. og 6. gr., sbr. 7. gr. laga um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og upp- töku afla og veiðarfæra nefnds togara og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 18. janúar 1933, Englandi, og hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum, svo að kunnugt sé: 1964, 13. október, á Ísafirði dómur, 260.000 króna sekt fyrir ólöglegar botnvörpuveiðar innan fiskveiðiland- helgi Íslands, afli og veiðarfæri um borð í b/v Prince Philip, FD 400, gerð upptæk. 1965, 13. desember, dómur Hæstaréttar í ofan- greindu máli, 300.000 krónur. Fulltrúi saksóknara ákvað, að málið skyldi sæta meðferð 2. töluliðs 130. gr. laga nr. 82/1961 og að hann annaðist sókn í málinu. Hann setti fram kröfur í málinu í samræmi við ákæru- skjal og krafðist enn fremur, að ákærði yrði dæmdur til að greiða hætfileg saksóknarlaun í ríkissjóð eftir mati dómsins. Verjandi ákærða krafðist þess, að ákærði yrði sýknaður af kröf- um ákæruvaldsins, og gerði kröfu um málsvarnarlaun sér til handa og að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð. Málið var flutt munnlega samkvæmt ákvörðun dómsins. Málavextir eru þessir: „Mánudaginn 11. nóvember 1968 tók varðskipið brezka togar- ann Boston Phantom, FD 252, að meintum ólöglegum togveiðum innan fiskveiðitakmarkanna út af Arnarfirði. Skipstjóri, William Rawcliffe, fæddur 18. janúar 1933 í Fleetwood, til heimilis 3 Rydal Avenue, Fleetwood. Nánari atvik voru sem hér segir: Mánudaginn 11. nóvember, er varðskipið var á S-leið NV af Barða, sáust nokkur skip í ratsjá (þess, og virtist einkum eitt grunsamlegt, þar sem það var innst. Var því gerð eftirfarandi staðarákvörðun á því kl. 2133: I. Skipið r/v 231“, fjarl. .. .. .. .. 12.4 sjm. Göltur, fjarl. .. 2... 12 — Barði, fjarl... .. ... 5 — Gefur það stað skipsins 1.65 sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna. Var hafin aðför að skipinu og sett á fulla ferð kl. 2137. Kl. 2140 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: II. Skipið r/v 2319, fjarl. .. .. .. .. 11.7 sjm. Göltur, fjarll .. 2... 19 — Barði, fjarll .. .. 0... 000... 62 — 1017 Gefur það stað skipsins 1.5 sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna og togferð. Kl. 2142 sjást ljós skipsins, og er það togari, og virðist hann halda út. Kl. 2146 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: III. Togari r/v 232, fjarl. .. .. .. .. 10.7 sjm. Göltur, fjall .. 2... 9.0 — Barði, fjarll.. .. 2... 2... 2. 63 — Straumnes, ratsjármiðun 046?. Gefur það stað togarans um 1.2 sjóm. innan fiskveiðitakmark- anna. Kl. 2147 var lausi fjarlægðarhringurinn borinn saman við föstu hringina á 6 og 10 sjóm., og reyndust þeir réttir. Einnig reyndist miðpunktur ratsjárinnar réttur. Kl. 2151 gefið stöðvunarmerki „K“ með ljósmorsi (HH). Kl. 2154 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: IV. Togari r/v 39, fjarl... .. .. .. 9.7 sjm. Göltur, fjarl. 103 — Barði, fjarl... .. ... 7 — Gefið stöðvunarmerki KS með ljósmorsi (HH). Gefur það stað togarans um 0.8 sjóm. innan fiskveiðimerkanna. Kl. 2159,5 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: V. Togari r/v 2349, fjarl. .. .. .. .. 8.9 sjm. Göltur, fjarl. .. .. 112 — SV.kantur Barði, fjarl. 3 — Gefið stöðvunarmerki „K“ með ljósmorsi (HH). Gefur það stað togarans um 0.6 sjóm. innan fiskveiðimarkanna. Kl. 2205 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: VI. Togari r/v 2359, fjarl. .. .. .. .. 8.2 sjm. Göltur, fjarl. .. .. 2... 122 — SV.k. Barði, fjarl... .. .. .. .. .. 16 — Straumnes, ratsjármiðun 046“. Gefur það stað togarans um 0.45 sjóm. innan fiskveiðimarkanna. Ki. 2206 er lausi fjarlægðarhringur ratsjárinnar borinn saman við föstu hringina á 6, 8 og 12 mílum og er réttur. Kl. 2211 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: VII. Togari r/v 2359, fjarl. .. .. .. .. T.4 sjm. Göltur, fjarl. .. .. 2... 133 — Fjallaskagi, fjarl... .. .. .. 2... 9.1 — Gefið stöðvunarmerki „K“ með ljósmorsi (HH). Gefur það stað togarans um 0.1 sjóm. innan fiskveiðimarkanna. 1018 Kl. 2213 enginn annar togari er nær togaranum en eina sjó- mílu. Kl. 2223 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: VIII. Togari r/v 2369, fjarl. .. .. .. .. 5.8 sjm. SV. k. Barði, fjarl. .. .. ..... .. 9.6 — Kópanes, fjarl. .. .. .. .. .. .. 161 — Gefur það stað togarans um 0.35 sjóm. utan fiskveiðimarkanna. Kl. 2225 sést, að togarinn er að snúa til stjórnborða (HH). Kl. 2227 hefur togarinn snúið um 180“ (HH). Kl. 2229 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: IX. Togari r/v 2379, fjarl... .. .. .. 44 sjm. SV.k. Barði, fjarl. .. .. .. .. .. 104 — Kópanes, fjarl... .. .. ........ 156 — Gefur það stað togarans um 0.2 sjóm. utan fiskveiðimarkanna. Kl. 2232 sjást menn að vinnu á dekki togarans (ÞA). Kl. 2235 hefur togarinn snúið um 360“ og liggur flatur með stb. hlið upp í vindinn. KI. 2236 andanesljós togarans loga (HH). KI1. 2239 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: XK. Togari r/v 2379, fjarl. .. .. .. .. 2.4 sjm. SV.k. Barði, fjarl. .. .. .. .. .. 120 — Kópanes, fjarl... .. .. 2... .. .. 15.0 — Gefur það stað togarans um 0.1 sjóm. utan við stað hans kl. 2229. KI. 2246 gefið stöðvunarmerki „K“ með ljósmorsi, fjarlægð í togarann 0.9 sjóm. Kl. 2248 sést net á stb. síðu togarans (HH. ÓVS. ÞA), fjarlægð í togarann 0.4 sjóm. Kl. 2250 sjást hlerar í gálsanum og netið. úti, fjarlægð í togarann 0.2 sjóm. (HH. ÓVS. ÞA). KI. 2252 sést, að togarinn er Boston Phantom, FD 252. Kl. 2253 gerð eftirfarandi staðarákvörðun við togarann og sett út bauja: VI. SV.k. Barði, fjarl. .. .. .. .. .. 14.2 sjm. Kópanes, fjarl... .. ...,.. .. 2... 147 — Dýpi 75 metrar. Gefur það stað togarans um 0.35 sjóm. fyrir utan fiskveiðitak- mörkin, svo til á sama stað og kl. 2223. Meðan á aðför að togaranum stóð, var án afláts fylgzt með honum, bæði í ratsjá, þar sem miðunarlínu og fjarlægðarhring 1019 var stöðugt haldið á honum, og enn fremur var alltaf horft á togar- ann með berum augum. Kl. 2257 fóru I. og II. stýrimaður yfir í togarann. Poki var frá leystur og spriklaði koli á dekki. Sérstaklega voru nokkrir þorskar athugaðir. Voru þeir það vel lifandi, að þeir gátu ekki hafa verið nema nokkrar mínútur á dekki. Ekki vottaði fyrir ryði á hlera- skóm. Aðspurður kveðst skipstjóri togarans hafa híft fyrir þó nokkru síðan, en svör hans voru óljós. Eftir að hann var kominn um borð í varðskipið kl. 2317, kvaðst hann hafa híft fyrir einni klukku- stund. Svör vakthafandi vélstjóra togarans og loftskeytamanns voru óljós og ósamhljóða. Var skipstjóranum nú sagt að halda til Ísafjarðar og að mál hans yrði rannsakað þar. Kl. 2357 var togaraskipstjórinn kominn um borð í skip sitt. Kl. 0005 var komið að baujunni, og mældust sömu fjarlægðir við hana, eins og hún var sett út. Kl. 0010 var baujan komin inn. Var II. stýrimaður varðskipsins um borð í togaranum ásamt tveimur hásetum. Skipin lögðust að bryggju á Ísafirði íkl. 0400 Þriðjudaginn 12. nóv. Staðarákvarðanir voru gerðar af I. og II. stýrimanni með. sýró- samstilltri Kelvin Hughes 14/9T ratsjá undir yfirumsjón skip- herra. Loftskeytamaður skráði viðburði. Dýpi mælt með Elac dýptarmæli. Athygli skal vakin á athugunum, sem gerðar voru kl. 2146 og 2205 til að reyna miðunarhæfni ratsjárinnar. En allar miðanir á togarann hafa hér að framan verið leiðréttar til sam- ræmis við þær athuganir. Þ. 30/10. '68, áður en varðskipið fór frá Reykjavík, var eftir- farandi athugun gerð til að reyna fjarlægðarnákvæmni ratsjár- innar: Brimnes, fjarl... .. .. .. .. 2... .. 44 Innri Hólmur, fjarl. .. .. .. .. .. 2. 9.1 Fagraskógarfjall, fjarl. .. .. .. .. .. 38.2 Veður NA 4 vindstig, dálítill sjór, skýjað“. Skipherrann á varðskipinu Albert, Helgi Hallvarðsson, Ólafur Valur Sigurðsson, 1. stýrimaður, Þorvaldur Birgir Axelsson, 2. stýrimaður, og Leif Bryde loftskeytamaður komu allir fyrir dóm- inn og staðfestu skýrslu sína og framburð með eiði. 1020 Enn fremur utan skýrslu á dskj. nr. í kom fram eftirfarandi hjá þessum vitnum: Vitnið Helgi Hallvarðsson kveðst hafa borið saman stefnulínu ratsjárinnar og stefnu gýróáttavitans og hafi stöðugt verið fylgzt með stefnulínunni, hún haldizt óbreytt, og voru tölurnar á dskj. nr. 1 leiðréttar samkvæmt skekkju þessari, sem var plús 3 gráður. Vitnið segir, að togarinn hafi alltaf verið grynnst þeirra skipa, sem voru á sömu slóðum, og aldrei verið minna bil á milli hans og annarra skipa en ein sjómíla. Þá var vitnið við 2 fyrstu ratsjár- mælingar, en fylgdist síðan með togaranum úr glugga stýrishúss varðskipsins. Sá það fyrst fram með stjórnborðssíðu hans, en svo nokkru seinna sá það afturljós hans, og hélt hann stöðugt á undan, þar til hann sneri Í stjórnborða. Ekki vill vitnið fullyrða um, hvort skipverjar á togaranum hafi séð ljósstöðvunarmerki þau, sem það sendi sjálft. Það kveðst ekki hafa séð togvíra úr gálgum í sjó. Þarna hafi lítið rekið undan straumi og það litla, sem rak, var undan vindi. Segir vitnið, að varpa togarans hafi verið á lunningu hans og belgur í sjó, þegar komið var að togaranum. Þá kveðst það hafa séð svonefnt andanesljós á brúarþaki togar- ans, en á því er kveikt, þegar kastað er og híft. Hefur ákærði viðurkennt að hafa notað þessi ljós í umræddum tilvikum, en vitnið telur sig hafa séð það kl. 2236. Vitnið Ólafur Valur Sigurðsson segir, að belgur vörpunnar hafi verið í sjó, þegar komið var að togaranum, og mest öll skipshöfnin að vinnu á þilfari, þ. á m. að bæta vörpuna. Það athugaði fisk í kössum á þilfari og sá þá lifandi kola og þorsk. Handlék það 3 þorska, og voru þeir allir vel lifandi. Það kveður nokkuð mörg skip hafa verið í nánd við togarann, sem var innarlega. Tvö þessara skipa hafi verið nær honum en hin, og gætti vitnið þess mjög vandlega að fylgjast með togaranum í ratsjánni og telur, að næsta skip hafi aldrei komið nær honum en eina sjómílu, og telur vitnið útilokað, að villzt hafi verið á skipum, þegar skipt var um skala á ratsjánni, miðað við þá aðgát, sem höfð var við töku togarans. Þá segir vitnið, að mælingatölur á dskj. nr. 1 séu leiðréttar tölur miðað við skekkjuna plús 3 gráður. Vitnið Þorvaldur Birgir Axelsson segir, að net hafi verið úti á togaranum í sjó og hlerar úti, þegar komið var að honum, svo og hafi menn verið að vinna á þilfari við að taka inn vörpuna. Vitnið skoðaði bobbinga og hleraskó, og var ekkert ryð á þeim, en botnleðja á hleraskónum. Enn fremur skoðaði vitnið fisk á þilfari, sérstaklega þorsk, sem þar var, og segir vitnið, að hann 1021 hafi verið sprelllifandi. Vitnið segir, að svör ákærða hafi verið óljós og bokukennd og tímaskyn hans á reiki. Vitnið átti tal við vélstjóra togarans, sem sagði því, að hann héldi, að liðin værri nærri klukkustund, síðan stöðvað var, en vildi ekki fullyrða um það, þar sem hann hafði ekkert skrifað niður og það hefði verið stöðvað vegna festu. Vitnið Leif Bryde loftskeytamaður war var við, að stefnulínur ratsjár og áttavita voru bornar saman, og segir það, að aðrir togarar hafi verið þarna á sömu slóðum og b/v Boston Phantom, norðan við og utan. Öll ofangreind vitni lýstu fyrir dóminum, hvernig þau unnu að mælingum við töku togarans, og bar þeim saman. Mælingar fóru þannig fram, að stýrimenn lásu á ratsjána, tilkynntu loft- skeytamanni, sem endurtók aflesturinn og skráði í vinnubók, kjaftabók svokallaða, og gátu stýrimenn fylgzt með, hvað hann skráði. Enn fremur skráði loftskeytamaður það, sem skipherra tilkynnti úr brúnni. Þá setti 2. stýrimaður út í vinnukort, sem síðan var yfirfarið af skipherra og 1. stýrimanni og fært inn á kort það, sem er á dskj. nr. 2. Tveir menn voru alltaf við rat- sjána, við fyrstu tvær mælingar skipherra og 1. stýrimaður, en síðan stýrimenn við allar hinar. Báðir stýrimennirnir bera, að Bja mínútna mismunur hafi verið á klukkum togarans og varð- skipsins. Ákærði mótmælir því að hafa verið að togveiðum innan fisk- veiðitakmarkanna, svo og mótmælir hann staðarákvörðunum varð- skipsmanna, að undanteknum þeim stað, sem baujan var sett niður. Kveðst hann hafa gert mælingar á sama tímabili og varð- skipsmenn og að togarinn hafi ekki verið hreyfður síðan kl. 2130. Ákærði segir, að veiðiferðin á b/v Boston Phantom, FD 252, sem er 430.68 lestir óskírar, hafi hafizt fyrir hálfum mánuði frá Fleetwood, þann 30. október, og veiðar byrjaðar út af Bjargtöng- um sunnudaginn 3. nóvember. Síðan var veitt út af Straumnesi og Aðalvík í nokkra daga. S.1. sunnudag veiddu þeir út af Stiga- hlíð og kipptu seinni hluta mánudags að stað, sem er 13 sjóm. út af Barða og 16 sjóm. út af Kópanesi, og köstuðu þar kl. 1800. Fór ákærði þá niður eftir að hafa gefið stýrimanni fyrirmæli um, hvernig hann ætti að toga til kl. 2030. Stýrimaður kallaði á ákærða rétt fyrir kl. 2030, og fór hann þá upp og lét hífa, og voru þeir þá 14.2 sjóm. frá Kópanesi og 15.0 sjóm. frá Sval- vogum. Síðan var aftur kastað kl. 2100 í 14.8 sjóm. fjarlægð frá Svalvogum og siglt í NA í 14.8 sjóm. fjarlægð frá Svalvogum. 1022 Var togað í um það bil 10 mínútur, þegar varpan festist, og tókst að losa vörpuna kl. 2140. Þegar varpan festist, var togarinn 14.5 sjóm. frá Kópanesi og 14.8 sjóm. frá Svalvogum. Við festuna rifn- aði varpan, og lýsa tilkvaddir skoðunarmenn, Pétur Bjarnason og Ólafur Ásgeirsson, ástandi vörpunnar þannig: „Varpa togarans hefur rifnað frá fljúgandi væng að framan og meðfram leysinu, þvert yfir undirbelg og að afturleysi, alls um ca. 17 faðma löng rifa“. Skoðunargerð sína hafa þeir staðfest með eiði. Ákærði hefur viðurkennt, að belgur vörpunnar hafi verið utanborðs, með- an gert var við hana milli vængja, og segir, að öll þilfarsáhöfnin hafi unnið við að bæta. Búið var að sögn ákærða að taka vörpuna inn Í flækju kl. 2145. Ákærði telur aflann í veiðiferðinni hafa verið alls um 400 kassa. Togklukka í togaranum er aldrei notuð, og ekki kveðst hann hafa togbók. Hann kveðst ekki hafa orðið var við ljósstöðv- unarmerkin „K“ frá varðskipinu og ekki orðið var við skipið, fyrr en það lýsti togarann upp með kastljósi. Hann telur, að togar- inn hafi rekið lítið. Um kl. 2130 segir ákærði, að tveir togarar hafi verið að veiðum ca. % sjómílu frá togara hans og annar hafi verið að taka inn veiðarfærin. Ákæðri kveðst hafa fiskiljós í siglu, þegar hann veiðir, og á þaki brúarinnar séu tvö ljós, hvít, og er hægt að kveikja á hvoru fyrir sig eða báðum í einu. Er kveikt á báðum, þegar kastað er, en öðru, þegar híft er, og hafi bæði ljósin verið slökkt, þegar viðgerðin fór fram. Ákærði segir ratsjá togarans Í góðu lagi, og kemur það heim við framburð loft- skeytamanns togarans. Ákærði lét þess getið, að 1. stýrimaður varðskipsins hafi tjáð sér, að hann hefði ekki áhuga á að skoða vörpu hans, þegar hann bauð honum það, svo og hafi stýrimaður- inn þuklað báða dýptarmælana og fundið, að þeir voru kaldir. Þetta hefur stýrimaðurinn viðurkennt, að sé rétt. Allar staðar- ákvarðanir gerir ákærði einn, nema þegar stýrimaður er á verði. Vitnið John Rewcliffe, stýrimaður á b/v Boston Phantom, bróðir ákærða, kom á vörð kl. 1800 s.1. mánudag. Var þá búið að stöðva togarann til að kasta, og var hann á verði, meðan togað var. Þetta var fyrsta kastið, eftir að komið var frá Aðalvík. Eftir að kastað var kl. 1800, var togað í vesturátt 14.5 sjóm. frá Kópa- nesi og síðan togað til baka á sama stað. Var þá kallað í skip- stjóra kl. 2025. Aftur var kastað kl. 2100—2105, og festist varpan, eftir að búið var að toga í 15—20 mínútur, og það hafi tekið um hálfa íklst. að losa vörpuna og hún hafi strax verið hífð inn, en það taki um 30 mínútur. Vann öll þilfarsáhöfnin við netjabæt- 1023 ingar, en ekkert var unnið að netjabætingum, eftir að varðskips- menn komu um borð, og var belgurinn þá utanborðs. Vitnið segir, að á þilfari hafi verið lifandi fiskur, þegar varðskipsmenn komu um borð, og kom hann í síðasta toginu. Ekki sá vitnið stöðvunar- merkið „K“ og sá fyrst varðskipið, þegar það lýsti togarann upp. Það kveður, að skipið hafi ekki verið hreytt, frá því að varpan var tekin inn, þangað til varðskipið kom að þeim. Vitnið Gordon Hindle, vélstjóri á togaranum, kom á vörð kl. 1830 s.1. mánudag, og var þá verið að toga. Það kveðst ekki halda nákvæma dagbók. Var híft inn kl. 2030 og kastað aftur kl. 2105 að því er vitnið telur. Skömmu eftir að kastað var, festist varpan. Vitnið kveðst hafa stillt klukkuna kl. 2105, þegar kastað var, en ekki hugað að henni, er festi. Það heldur, að lokið hafi verið við að hífa kl. 2145 og síðan hafi skipið ekki verið hreyft. Vitnið Robert Greer, bátsmaður á togaranum, kom á vörð kl. 1730 s.l. mánudag. Var kastað kl. 1800 og híft kl. 2030. Síðan kastað aftur kl. 2100, og eftir 20 mínútur festist varpan. Telur það, að varpan hafi verið komin um borð kl. 2145, Hluti vörp- unnar, segir vitnið, að hafi verið utanborðs, þegar varðskipið kom að þeim. Vitnið sá ekki stöðvunarmerki frá varðskipinu. Vitnið segir skyggni hafa verið allgott. Vitninu Colin Andersen, loftskeytamanni togarans, var kunnugt um, að varpan festist, og telur, að það hafi verið um kl. 2115. Skráði það í fiskidagbók sína þann 11, nóvember s.1. kl. 2120: „Kallaði Dinas, sagði honum, að við höfum fest. Dinas segist muni stýra á bakborða til að forðast okkur“. Segir vitnið skyggni allgott og veiðiveður gott. Vitnisburðir hafa nú verið raktir. Þegar tekið er tillit til staðfestrar skýrslu varðskipsmanna á dskj. nr. 1, hvernig hún er unnin, og til framburða sömu manna, verður að telja mælingar þeirra það vel unnar og öruggar, að þær verði lagðar til grundvallar í máli þessu þrátt fyrir mótmæli ákærða og þær mælingar, sem hann kveðst hafa gert, enda hefur hann engin rök fyrir mótmælum sínum eða stutt þau með því að leggja fram í dóminum kort með útsettum staðarákvörðunum eða bækur skipsins. Ákærði hefur lýst því yfir, að hann hafi verið með veiðarfæri í sjó s.l. mánudag frá kl. 2100 til kl. 2145. Fyrsta staðarákvörðun, sem varðskipsmenn gera, er kl. 2133, og gefur hún stað togarans um 1.65 sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna, og önnur mæling kl. 2140 gefur stað togarans 1.5 sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna. 1024 Þrátt fyrir óljósar tímasetningar ákærða og skipverja togarans verður að telja, að umræddar tímasetningar hafi ekki verið fyrr. Samkvæmt skoðunargerð tilkvaddra manna, sbr. dskj. nr. 7, telja þeir, að það hefði tekið tvo menn 1% klst. að gera við það, sem búið var að gera við af vörpunni. Fram hefur komið í fram- burði flestra vitna og sérstaklega ákærða, að öll þilfarsáhöfnin á togaranum hafi unnið við netjabætingar, sem í þessu tilviki eru 6—7T menn. Samkvæmt því hefur ekki liðið lengri tími en 30 mínútur, frá því að byrjað var að bæta vörpuna og þangað til varðskipið tók togarann. Miðað við töku togarans kl. 2253 og með tilliti til ofanritaðs verður að álíta, að tímasetning ákærða og skipshafnar hans um, að varpan hafi verið komin um borð í togarann kl. 2145 til kl. 2150, sé röng, einnig þegar miðað er við, að það tekur 30 mínútur að hífa inn vörpuna að sögn stýri- manns togarans. Samkvæmt ofanrituðu og öðrum tímasetningum í framburði ákærða og skipshafnar hans, sem stangast á, verður ekki hægt að taka tillit til þeirra almennt. Mismunur á klukkum skipanna, 3 mínútur, skiptir hér engu máli, svo og hefur verið tekið tillit til mismunar stefnulínu rat- sjár og áttavita við mælingar. Rétt þykir að geta þess, að þorskur var lifandi í kössum á þilfari togarans, og samkvæmt framlögðu vottorði Hafrannsóknar- stofnunarinnar lifir slíkur fiskur við venjulegar kringumstæður, eins og telja verður, að væru þarna, ekki lengur en 10— 15 mín- útur, og dregur þetta einnig úr sannleiksgildi tímasetninga skips- hafnar togarans. Telja verður, að þegar tekið er tillit til framburðar Roberts Greers og Colins Andersens um, að skyggni hafi verið allgott, að skipverjar togarans hefðu mátt sjá ljósstöðvunarmerkið „K“. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, telur dómurinn það sannað með mælingum og vætti skipherra, stýrimanna og loft- skeytamanns varðskipsins Alberts, að b/w Boston Phantom, FD 252, hafi verið að veiðum með vopnvörpu innan íslenzku fisk- veiðitakmarkanna. Varðar þessi verknaður við þau lagaákvæði, sem um getur í ákæruskjali. Togari ákærða, Boston Phantom, FD 252, er að stærð 430.68 lestir óskírar. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands jafngilda 100 gullkrónur nú 3.992.93 pappírskrónum. Samkvæmt þessu og 4. gr., sbr. 7. gr. laga nr. 62/1967 þykir refsing ákærða fyrir 1025 fiskveiðibrot hans hæfilega ákveðin kr. 600.000.00 sekt til Land- helgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 12 mánuði í stað sektar- innar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Refsing ákærða fyrir brot hans gegn 6. gr., sbr. 7. gr. ofan- greindra laga ákveðst varðhald 2 mánuðir. Allur afli og veiðarfæri togarans Boston Phantom, FD 252, skulu vera upptæk til handa Landhelgissjóði Íslands. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 40.000.00, og laun verj- anda, kr. 40.000.00. Dómsorð: Ákærði, William Rawecliffe, sæti varðhaldi í 2 mánuði. Ákærði greiði kr. 600.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Ís- lands, og komi varðhald í 12 mánuði í stað sektar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Afli og veiðarfæri togarans Boston Phantom, FD 252, skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun, kr. 40.000.00, í ríkissjóð og málsvarnarlaun, kr. 40.000.00, til Benedikts Blöndals hæstaréttarlögmanns. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 18. júní 1969. Nr. 71/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gunnari Viggó Frederiksen (Ragnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Manndráp. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. 65 1026 Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 80.000.00, og laun verjanda sins, kr. 80.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Gunnar Viggó Frederiksen, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í rikis- sjóð, kr. 80.000.00, og laun verjanda sins, Ragnars Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 80.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 19. marz 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 19. marz, var í sakadómi Reykjavíkur, sem haldinn var í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, kveðinn upp dómur í málinu nr. 111/ 1969: Ákæruvaldið gegn Gunnari Viggó Frederiksen, sem tekið var til dóms 11. sama mánaðar. Með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 27. nóvember f. á., er opinbert mál höfðað á hendur „Gunnari Viggó Frederiksen, fyrr- um framkvæmdastjóra og flugstjóra, til heimilis að Karfavogi 18, Reykjavík, en nú gæzlufanga í hegningarhúsinu, fæddum 25. júlí 1922 í Reykjavík, fyrir manndráp með því að hafa árla morguns fimmtudaginn 9. maí 1968 — á fimmta tímanum — ruðzt á of- beldislegan hátt inn á heimili Jóhanns Gíslasonar, deildarstjóra flugrekstrardeildar Flugfélags Íslands h/f, að Tómasarhaga 25 í Reykjavík og ráðið Jóhanni þar bana með skambyssuskotum. Telst þetta varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Ákærði hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1941 24/10 í Reykjavík: Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 40 daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir þjófnað, sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi. Brot á 244. gr. með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 1946 17/10 í Reykjavík: Sátt, 500 íkr. sekt fyrir árás. 1027 1952 29/7 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 4. mgr. 17. gr. bifreiðalaga. 1954 5/3 í Reykjavík: Sátt, 30 kr. sekt fyrir brot á 4. og 7. gr. bifreiðalaga. 1956 10/5 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 42. gr. tolllaga. 1959 29/4 í Reykjavík: Sátt, 15.000 kr. sekt fyrir brot á 38. gr. tolllaga. 1959 29/9 í Reykjavík: Dómur: 2.000 kr. sekt, sviptur ökuleyfi í 6 mánuði fyrir brot á áfengislögum og umferðar- lögum. 1960 26/4 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1961 3/1 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiða- stæði. Málavextir eru þessir: I. kafli. A. Kl. 0435 fimmtudaginn 9. maí f. á. var hringt á lögreglu- stöðina í Reykjavík og beðið um aðstoð lögreglunnar á Tómasar- haga 25, vegna þess að maður með byssu eða annað vopn hefði ráðizt inn í húsið. Einar Halldórsson lögreglumaður svaraði í símann, og kveður hann, að sá, er hringdi, hafi verið karlmaður og hafi rödd hans verið ungleg, en hann hafi ekki sagt til nafns síns. Lét Einar Hallgrím Jónsson varðstjóra þegar wita um að- stoðarbeiðnina, en hann war í næsta herbergi. Hallgrímur sendi strax 6 lögreglumenn á vettvang, og fóru þeir í tveimur bifreið- um, stórri lögreglubifreið og venjulegri fólksbifreið. Í minni bif- reiðinni voru lögreglumennirnir Einar Bjarnason, Þorkell Gísli Guðbrandsson og Gylfi Jónsson, sem stýrði bifreiðinni. Í stærri bifreiðinni voru lögreglumennirnir Björn Jónsson, Eðvarð Örn Olsen og Þorlákur Runólfsson, sem stýrði bifreiðinni. Minni bif- reiðinni var ekið vestur Hafnarstræti (öfugt), suður Aðalstræti og Suðurgötu, vestur Hjarðarhaga og niður í Tómasarhaga, og kom hún á vettvang aðeins á undan stærri bifreiðinni, sem ekið var um Pósthússíræti, Kirkjustræti, Suðurgötu, Hjarðarhaga og niður Tómasarhaga. Þegar lögreglumennirnir í minni bifreiðinni komu að Tómasarhaga 25, var ungur piltur þar fyrir utan og vísaði þeim upp á aðra hæð hússins. Rúða var brotin í útidyra- hurð þeirrar íbúðar, og voru glerbrot bæði inni í ganginum og á stéttinni fyrir utan dyrnar. Í skála („hall“) á annari hæð í húsinu lá maður á bakinu endilangur og skáhallt út undan dyrum inn í stofu íbúðarinnar, og lá höfuðið nær dyrunum en fæturnir. Kona, sem var Í íbúðinni, skýrði lögreglumönnunum frá því, að eiginmaður hennar hefði orðið fyrir skotárás af hendi ákærða, Gunnars Frederiksens, og væri ákærði farinn á brott. Gylfi Jóns- son kannast við ákærða, og fór hann ásamt Þorkeli Gísla Guð- brandssyni út í minni bifreiðina. Óku þeir um næstu götur og svipuðust um eftir ákærða, en fundu hann ekki. Héldu þeir þá aftur á Tómasarhaga 25. Þorlákur Runólfsson stöðvaði stærri lögreglubifreiðina norðan megin á Tómasarhaga, þ. e. hinum megin á götunni séð frá Tóm- asarhaga 25. Þegar lögreglumennirnir stigu út úr bifreiðinni, sáu þeir Eðvarð Örn Olsen og Björn Jónsson byssu á götunni, og mun hinn fyrrnefndi hafa fyrr komið auga á hana. Var þetta skammbyssa, og var hún á milli tveggja bifreiða, sem stóðu norðan megin götunnar, örlítið skáhallt séð frá útidðyratröppum hússins Tómasarhaga 25. Þorlákur Runólfsson sagði Eðvarð Erni Olsen að hreyfa ekki byssuna og bað Björn Jónsson um að gæta staðar- ins, þar sem hún var, en síðan fóru þeir Þorlákur og Eðvarð Örn inn í húsið Tómasarhaga 25. Í skálanum á efri hæð hússins sáu þeir, hvar lögreglumenn beygðu sig yfir mann, sem lá þar á gólf- inu, og var hann með lífsmarki. Hringt hafði verið á sjúkrabif- reið, en hún var ókomin. Lögreglumennirnir ákváðu þá að flytja manninn á slysavarðstofuna. Náðu þeir í sjúkrabörur, sem voru í stærri lögreglubifreiðinni, og var maðurinn síðan fluttur á þeim út í þá bifreið og síðan ekið með hann á slysavarðstofuna. Þangað fóru í bifreiðinni auk þriggja lögreglumanna eiginkona mannsins og einn sonur þeirra. Maðurinn var látinn, þegar komið var á slysavarðstofuna. Þorlákur Runólfsson var annar þeirra lögreglumanna, sem fóru út í stærri lögreglubifreiðina til að ná þar í sjúkrabörurnar. Hann heyrði þá, að kallað var upp í talstöð bifreiðarinnar, og var það Hallgrímur Jónsson varðstjóri. Þorlákur sagði honum, að skotið hefði verið á mann og hann særzt hættulega, en árásar- maðurinn, sem talið væri, að héti Gunnar Frederiksen, væri far- inn af staðnum. Varðstjórinn tilkynnti þá rannsóknarlögreglunni atburðinn og lét hefja leit að Gunnari. Fyrrgreindur Einar Halldórsson lögreglumaður kveður, að fá- einum mínútum eftir að lögreglumennirnir voru farnir frá lög- reglustöðinni til að sinna beiðni um aðstoð að Tómasarhaga 25, hafi grátandi kona hringt á stöðina og beðið um, að lögreglumenn hröðuðu sér þangað vestur eftir. Konan fór svo strax úr símanum, 1029 og tók Einar ekki tímann, þegar þetta símkall kom. Kl. 0449 hringdi vaktmaður á afgreiðslu Flugfélags Íslands h/f á Reykja- víkurflugvelli á lögreglustöðina og bað um aðstoð lögreglunnar vegna manns, sem væri þar, og skildist Einari Halldórssyni, að maður þessi væri óður. Einar man ekki, hvort vaktmaðurinn nefndi nafn mannsins, en þegar þetta símtal kom, var lögreglan farin að leita að ákærða. Einar kveður, að tímasetningarnar 0435 og 0449 séu hárnákvæmar, og leit hann í bæði skiptin, þegar hringt var í símann, á rafmagnsklukku, sem hékk á vegg fyrir aftan hann. Rétt á eftir hringi hann í símaklukkuna 04, og sýndu þær þá nákvæmlega sama tíma. Hallgrímur varðstjóri kallaði þá út um talstöð til lögreglubifreiða að fara suður á afgreiðslu Flug- félagsins á flugvellinum, því að þar mundi Gunnar vera. Þorkell Gísli Guðbrandsson lögreglumaður heyrði tilkynning- una og sagði Gylfa Jónssyni frá henni. Héldu þeir rakleitt út á flugvöll, en Björn Jónsson varð eftir á Tómasarhaga 25. Þeir Þorkell Gísli og Gylfi hittu vaktmanninn fyrir utan afgreiðslu Flugfélagsins, og sagði hann þeim, að ákærði væri inni í afgreiðslu- salnum. Þeir héldu þangað inn, en ákærði var þar ekki. Þeir leituðu hans í austurhluta hússins, en fundu hann ekki. Í þessu komu á staðinn lögreglumennirnir Þorkell Páll Pálsson og Indriði Aðalsteinn Jóhannsson í bifreið og hófu einnig leit að ákærða. Fann hinn síðarnefndi hann í litlu geymsluherbergi rétt inn af afgreiðslusalnum. Þeir Gylfi, Þorkell Gísli og Þorkell Páll fluttu ákærða síðan í bifreið á lögreglustöðina. Hallgrímur varðstjóri segir, að klukkan hafi verið 0500, þegar komið var með ákærða þangað, og hafi hann þá tvímælalaust verið undir áhrifum áfeng- is. Varðstjórinn tók skýrslu af ákærða, en því næst var farið með hann á slysavarðstofuna, þar sem sýnishorn var tekið af blóði hans. Að því loknu var farið með hann í hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Ákærði viðurkenndi fyrir varðstjóra, að hann hefði komið í bifreið sinni, R 2456, að afgreiðslu Flugfélagsins á flugvellinum, og reyndist bifreiðin vera þar. Kl. 1425 sama dag var ákærði yfirheyrður í sakadómi um málsatvik. Því næst var hann úrskurðaður í gæzluvarðhald og kveðið á um, að rannsókn skyldi fara fram á geðheilbrigði hans og sakhætfi. B. Verður nú rakinn framburður ákærða í dómi 9. og 10. maí f. á. um, hvað gerðist aðfaranótt 9. maí f. á., og er hann þessi: Laust fyrir kl. 1900 kvöldið áður fór hann heiman að frá sér í bifreið niður í Oddfellowhús, og ók sonur hans henni þangað. Ákærði fór á fund í einni stúku Oddfellowa, og var borðhald. 1030 Hann dvaldist fram eftir kvöldi og eitthvað fram eftir nóttu á fundinum og í salarkynnum Oddfellowa. Hann neytti áfengis, fyrst whisky og eftir að það var búið, vodka, hvort tveggja blandað í vatni. Hann drakk töluvert magn, máske fimm tvöfalda „sjússa“, en þá taldi hann reyndar ekki. Fann hann til áhrifa áfengis. Hann man ekki, hvað klukkan var, þegar hann hélt á brott úr húsinu, en hann var samferða út þeim Emanúel Morthens forstjóra og Páli Þorsteinssyni gjaldkera. Þeir þrír svo og fjórði maður, sem ákærði þekkti ekki, fóru svo í einhverri leigubifreið frá húsinu, en hann man ekki sérstaklega eftir því, hvert ferðinni var heitið. Ákærði skildi síðan við mennina þrjá einhvers staðar hér í borg- inni. Hann fór síðan heim til sín í annarri leigubifreið, en hann getur ekki sagt um, hvaða bifreið það var eða hver war stjórn- andi hennar. Hann getur heldur ekki sagt um, hvað klukkan var, Þegar hann kom heim til sín, en þar voru allir sofandi. Ákærði kveður, að um nokkuð langt skeið hafi skapazt hatur hjá honum í garð Jóhanns Gíslasonar, starfsmanns hjá Flugfélagi Íslands h/f, af ástæðum, sem greindar verða í III. kafla hér á eftir. Hvarflað hafi að honum í fáein skipti að vinna á Jóhanni, en hann aðhafðist þó ekkert í þá átt. Því miður hafi hann ekki leitað til einhvers andlega sterks manns, t. d. til prests, til að koma þess- um hugsunum úr huga sínum. Þegar hann var kominn heim til sín greinda nótt, leitaði sú hugsun á hann að vinna á Jóhanni. Fyrir rúmu einu ári hafði ákærði tekið skammbyssu af cal. 22 í heim- ildarleysi á heimili Jóns Guðjónssonar rafvirkjameistara. Engin skot voru í byssunni, og geymdi ákærði hana í læstri skúffu á heimili sínu. Hann tók nú byssu þessa fram og setti í hana riffil- skot, sem hann átti heima hjá sér, en riffil, cal. 22, hefur hann átt í mörg ár, og hefur komið fyrir, að hann hafi notað hann við fuglaveiðar. Grunaði hann að riffilskotin mundu passa í skammbyssuna, en hann hafði aldrei fyrr sett skot í hana. Hann getur ekki sagt um, hve mörg skot hann setti í byssuna, og taldi hann þau ekki. Eftir að ákærði hafði verið stuttan tíma heima hjá sér, fór hann út þaðan og ók í bifreið sinni, R 2456, vestur að húsinu nr. 25 við Tómasarhaga, en honum var kunnugt um, að Jóhann Gíslason bjó þar á annari hæð. Ákærði segir, að hann hafi hlotið að vera undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðarinnar, en áfengis neytti hann ekki heima hjá sér. Ætlun hans var að hitta Jóhann. Hann hafði með sér hlaðna skammbyssuna sem fyrr getur. Í dóminum 9. maí kveðst ákærði hafa ætlað sér að hræða Jóhann frekar en að deyða hann með byssunni, en í dóm- 1031 inum 10. maí kveðst ákærði ekki beinlínis hafa verið búinn að taka endanlega ákvörðun, þegar hann fór vestur eftir, að skjóta Jóhann með byssunni, en haft hana með sér til að skjóta á hann, ef svo bæri undir. Ákærði hringdi á dyrabjöllu annarrar hæðar á húsinu Tómasar- haga 25, en ennginn kom til dyra eða svaraði. Jók það á heift hans í garð Jóhanns. Braut ákærði þá rúðu í útidyrahurðinni með skefti byssunnar, opnaði smekklás hurðarinnar innan frá og fór inn í húsið og upp stigann. Þegar hann war kominn upp stigann, sá hann Jóhann fyrir framan sig í ganginum. Ákærða greip þá ofsaleg heift og hatur. Han tók byssuna fram og skaut af henni nokkrum skotum á Jóhann. Ákærði man ekki sérstaklega eftir því, að hann miðaði byssunni á ákveðinn líkamshluta hans, eða hve mörgum skotum hann skaut á hann, og hann getur ekki sagt um, úr hvaða fjarlægð það var. Ákærði man ekki sérstaklega eftir því, hvort Jóhann kom fyrst einn á móti honum, en hann minnist þess, að kona Jóhanns og sonur voru Í ganginum ásamt honum. Þau, eitt eða fleiri, vildu, að ákærði færi á brott, en hann sinnti því ekki strax. Hann getur ekki sagt um, hvort Jóhann var einn í iganginum, þegar hann skaut á hann, eða hvort kona J ó- hanns og sonur, annað eða bæði, voru þá komin fram á ganginn. Ákærði man ekki, hvort einhver orðaskipti höfðu farið fram á milli hans og Jóhanns, þegar skotin riðu af, en hann minnir, að einhverjar stimpingar hafi áður átt sér stað milli þeirra. Minnir ákærða, að hann hafi fallið á gólfið. Ákærði man ekki sérstaklega eftir því, hvort hann fór inn í eldhús íbúðarinnar eða hvort hann missti hatt, sem hann var með á höfðinu. Hann man ekki eitir því, hvað hann gerði við byssuna eða hvað varð um hana, eftir að hann skaut úr henni á Jóhann. Hann getur heldur ekki sagt um, hve lengi hann var inni í húsinu eða hvort hann fór á brott þaðan í bifreið, en hann rámar í, að hann átti einhver orðaskipti við Helga vaktmann í afgreiðslu Flugfélags Íslands h/f á Reykja- víkurflugvelli. Ákærði man ekki eftir því, þegar hann war handtekinn eða hvar það var, en hann man eftir því, þegar verið var að yfirheyra hann á lögreglustöðinni. Þar var hann hattlaus. Hann man ekki sérstaklega eftir því, að hann tæki upp vasahníf sinn og styngi honum í brjóst sitt, en hann kveðst ávallt vera með vasahnif, og hann var um morguninn með plástur á brjóstinu. Enn fremur var hann þá með mar, og hann fann til eymsla á rist vinstri fótar og á síðunni vinstra megin, og einnig var hann bólginn og marinn 1032 á baki hægri handar og á vinstra kinnbeini. Gaf þetta til kynna, að hann hefði lent í einhverjum átökum eða sviptingum um nóttina. C. Næstu daga voru yfirheyrð mörg witni um, hvað gerðist aðfaranótt 9. maí f. á. Verða þeir framburðir nú raktir í réttri tímaröð atvika, eftir því sem kostur er, svo og viðhorf ákærða til þeirra. Vitnin Emanúel Morthens forstjóri, Stigahlíð 93, og Páll Þor- steinsson, aðalgjaldkeri Flugfélags Íslands h/f, Laugarásvegi 56, báðir hér í borg, svo og Ólafur Stephensen Björnsson verksmiðju- stjóri, Breiðabliki, Seltjarnarnesi, hittust eftir stúkufund í Odd- fellowhúsinu að kvöldi 8. maí f. á. Þeir neyttu áfengis og fundu til áhrifa þess. Þeir dvöldu í húsinu fram eftir nóttu, og halda þeir Emanúel og Páll, að klukkan hafi verið farin að ganga fjögur, þegar þeir félagar þrír urðu samferða niður stigann í húsinu, en Ólafur Stephensen heldur, að klukkan hafi þá verið ekki langt frá því að vera um þrjú. Hittu þeir þá ákærða, sem þeir, að Ólafi Stephensen undanskildum, þekkja. Urðu þeir fjórir svo samferða að Bifreiðastöð Reykjavíkur við Lækjargötu. Þar fengu þeir sér leigubifreið. Þeim félögum þremur ber saman um, að Páll hafi setzt í framsæti bifreiðarinnar við hlið ökumanns, en hinir þrír setzt í aftursætið, Emanúel fyrir aftan ökumann, Ólafur Stephen- sen í miðjuna og ákærði fyrir aftan Pál. Var síðan ekið af stað norður Lækjargötu og norður á Kalkofnsveg, þar sem bifreiðin nam staðar. Þar fór ákærði úr bifreiðinni og skildi við þá félaga. Þeir héldu áfram ferðinni í skrifstofu Emanúels að Ármúla 7, þar sem þeir létu bifreiðina fara. Emanúel kveður, að þeir félagarnir þrír hafi hugsað sér að halda hópinn og megi vera, að ákærði hafi fundið það. Hann hafi viljað fara úr bifreiðinni og farið úr henni á Kalkofnsvegi, þar sem áður var Bifreiðastöð Íslands. Emanúel kveðst ekki hafa vitað, hvert ákærði fór eða ætlaði að fara. Hann minnist ekki neinna sérstakra orðaskipta milli félaganna þriggja annars vegar og ákærða hins vegar. Hann kveðst ekki hafa orðið var við, að ákærði væri eitthvað æstur eða eitthvað óeðlilegt væri við hann. Páll segir, að það hafi verið ætlan þeirra þriggja félaga að halda hópinn áfram nokkra stund og hafi ákærði fundið, að þeir ætluðust ekki til, að hann slæddist í hópinn. Ákærði hafi beðið bifreiðarstjórann um að nema staðar, því að hann ætlaði sér að fara úr henni, þar sem hann fyndi, að hann væri ekki velkominn í hópinn. Páll kveður sér hafa leiðzt, hvernig ákærði tók þessu, 1033 en hafði þó ekki orð á því. Ákærði hafi svo farið úr bifreiðinni götumegin, rétt hjá stætisvagnastöðinni, og kveðst Páll ekki vita, hvert hann fór eða hvað varð um hann. Páll minnist ekki neinna sérstakra orðaskipta milli þeirra þriggja félaga annars vegar og ákærða hins vegar, hvort heldur í bifreiðinni eða áður en þeir komu í hana. Hann varð ekki var við, að ákærði væri æstur eða eitthvað óeðlilegt væri við hann. Ólafur Stephensen kveður, að ákærði muni hafa fundið á þeim Þremur félögum, að hann mundi ekki vera velkominn í hóp þeirra, og því farið úr bifreiðinni, þegar hún nam staðar á Kalkofnsvegi, þar sem áður var Bifreiðastöð Íslands. Ólafur Stephensen kveðst ekki vita, hvað varð um ákærða. Hann man ekki eftir neinum sérstökum orðaskiptum milli þeirra félaga þriggja annars vegar og ákærða hins vegar, og hann varð ekki var við, að ákærði væri eitthvað æstur eða óeðlilegur í háttum eða framkomu. Þeir félagar bera, að Jóhann heitinn Gíslason hafi verið í sömu Oddfellowstúku og þeir. Kveðst Emanúel hafa talað við hann á fundinum um kvöldið, en hann getur ekki sagt um, hvenær hann fór á brott þaðan. Þá kveðst Ólafur Stephensen hafa séð Jóhann á fundinum, en íþeir hafi ekkert talazt við. Páll kveðst ekki hafa verið á fundinum. Hinn síðarnefndi kveðst hafa starfað hjá Flug- félagi Íslands h/f síðan 1945 og því þekkt bæði ákærða og Jóhann mjög vel. Þá kveður hann, að eiginkona hans og Jóhann hafi verið systkinabörn. Stjórnandi fyrrgreindrar bifreiðar var vitnið Jón Pétursson, Skúlagötu 66 hér í borg. Hann heldur, að klukkan hafi verið um 3 um nóttina, þegar fjórir menn komu inn á stöð B. S. R. við Lækj- argötu og báðu um bifreið. Kannaðist Jón við tvo af þeim, þá Emanúel Morthens og ákærða. Kveður Jón, að þeir hafi allir verið undir áhrifum áfengis. Hann minnir þó, en hann geti ekki fullyrt það, að ákærði hafi setzt við hægri hlið hans í framsæti bifreiðarinnar og hinir þrír hafi setzt í aftursætið, en um röð þeirra man hann ekki. Hann hafi síðan ekið bifreiðinni úr porti B.S. R. út í Skólabrú og beygt norður Lækjargötu að boði eins farþegans. Einn þeirra hafi haft orð á því, hvort ekki ætti að aka ákærða fyrst heim til hans, og nefndi sá einhvern Vog nr. 18. Ákærði hafi ekki verið því samþykkur og hafi hinir farþeg- arnir einn eða fleiri og ákærði farið að þrasa um þetta. Jón kveðst hafa ekið norður í Kalkofnsveg og hafi ákærði þá sagt honum að nema staðar. Hafi hann stöðvað bifreiðina út undan norðaustur- horni hússins, sem Bifreiðastöð Íslands var í. Hinir farþegarnir 1034 hafi sagt við ákærða, að þeir vildu aka honum fyrst heim, en hann hafi hafnað því og kvatt tvo þeirra með handabandi, stigið út úr bifreiðinni og gengið yfir götuna. Hann hafi haft orð á því, að hann ætlaði sér að fá bíl heim, en Jón kveðst ekki geta sagt um, hvert hann fór eða hvað varð um hann. Jón kveður, að ákærði og hinir farþegarnir þrír hafi ekki rætt um annað í bifreiðinni en hvort aka ætti honum fyrst heim. Jón kveðst síðan hafa ekið áfram norður Kalkofnsveginn og austur í Ármúla 7, þar sem hinir farþegarnir þrír fóru úr bifreiðinni. Þaðan hafi hann ekið skemmstu leið heim til sín á Skúlagötu 66 og þegar þangað var komið, hafi hann litið á klukku. Hafi hún þá verið 0390. Ákærði kveður, að þegar hann rakst á Pál Þorsteinsson í Odd- fellowhúsinu um nóttina, hafi þeir tekið tal saman tveir einir, Þannig að aðrir heyrðu ekki til þeirra. Hafi hann spurt Pál af því, hvernig málin stæðu, þ. e. um möguleika þess, að ákærði yrði ráðinn aftur til fyrra starfa síns sem flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands, og hvort nokkuð hefði verið gert í því máli, sbr. það, sem rakið verður í Ill. kafla hér á eftir. Ákærða fannst, að Páll hefði þá misst allan áhuga á málinu og hafi hann sagt við Pál: „Það er þá þetta bölvað bréf, sem Jóhann hefur skrifað“. Hafi honum skilizt bæði á orðum Páls og látbragði hans, að svo væri, því að annars hefði Páll eflaust þvertekið fyrir það, en það hafi hann ekki gert. Ákærði kveður, að orðaskipti þeirra um þetta mál hafi nú fallið niður og hafi honum gramizt, hvað komið hafði fram í samtalinu. Ákærði kveðst ekki muna sérstaklega eftir frekari orðaskiptum hans og Páls eða orðaskiptum hans og Emanúels eða fjórða mannsins. Þessi fjórði maður hafi kveðið upp úr með það, að hann, Emanúel og Páll ætluðu þrír að halda hópinn. Páll Þorsteinsson minnist ekki framangreindra orðaskipta hans og ákærða þessa nótt. Hann minnist þess ekki, að ákærði segði orð þau, sem vitnað var til, og tekur fram, að hann witi ekki, hvaða bréf sé þar átt við. Ákærði kveðst hafa verið allan tímann þessa nótt á annari hæð í húsinu og hafi Páll litið inn í setustofu á þeirri hæð og þeir hitzt þar. Páll kveðst hafa verið uppi á fimmtu hæð í húsinu og minnist þess ekki, að hann liti inn í setustofu á annarri hæð. Minnir hann, að hann hafi rekizt á ákærða við lyftu í gangi á jarðhæð hússins. Ákærði kveðst hafa fundið á hinum farþegunum þremur, að þeir vildu ekki hafa hann með sér. Honum hafi gramizt það og því hafi hann farið úr bifreiðinni, en hvar, man hann ekki. Hann 1035 hafi síðan farið heim til sín og — að því er hann gengur út frá — Í leigubifreið, því að fótgangandi hafi hann ekki farið. Rann- sóknardómarinn í málinu hefur falið rannsóknarlögreglunni að reyna að hafa upp á þeirri bifreið, en það hefur ekki borið árang- ur, og er ekkert frekar upplýst um för ákærða heim til sín. D. Eiginkona Jóhanns heitins Gíslasonar var Vilborg Guðrún Kristjánsdóttir, Tómasarhaga 25 hér í borg, og gengu þau Í hjóna- band árið 1950. Þau áttu fjögur börn á lífi, og þegar umræddur atburður gerðist, var aldur þeirra sem hér segir: Kristján 17 ára, Guðrún 15 ára, Heiða Elín 12 ára og Jóhann Gísli tveggja vikna. Þau hjónin fluttust árið 1955 að Tómasarhaga 25 og bjuggu á ann- arri hæð, sem var eigin íbúð þeirra. Kristján svaf í næsta herbergi við svefnherbergi þeirra hjóna og dæturnar tvær Í næsta herbergi þar við. Vitnið Vilborg Guðrún skýrir þannig frá málsatvikum: Um nóttina vöknuðu þau hjónin við það, að þær Guðrún og Heiða Elín kölluðu eitthvað. Hún leit á klukkuna, og var hún þá 0430. Jóhann fór strax fram til að athuga, hvað um væri að vera. Örstuttu síðar eða alveg rétt á eftir heyrði hún einn skothvell. Fór hún þá þegar einnig fram, og í því er hún kom fram í skála íbúðarinnar, heyrði hún fleiri skothvelli, alltaf þrjá til fjóra. Í skálanum voru báðar dæturnar hennar, og Kristján kom einnig þangað fram í sömu svifum og hún. Hún sá, hvar Jóhann var í átökum við mann, sem hún tók þá ekki eftir, hver var, og áttu þau sér stað inni í eldhúsinu rétt fyrir innan dyrnar milli þess og skálans. Maðurinn féll á gólfið, og Jóhann beygði sig yfir hann. Hún heyrði þá ekki mæla orð af munni. Hún getur ekki sagt um, hve átök þeirra stóðu lengi. Maðurinn stóð síðan upp, og gátu þau hjónin komið honum út í forstofuna. Hún og Kristján gátu svo komið manninum niður stigann, en hann veitti viðnám og marghratt henni utan í stigahandriðið og klóraði hana og veitti henni marbletti. Þegar þau Kristján höfðu komið manninum niður Þekkti hún hann, og var það ákærði í máli þessu. Þegar hann stóð fyrir neðan stigann og fyrir innan útidyrnar, hélt hann fast í hana og margsagði orðrétt: „Ég hefi lengi ætlað mér að launa ykkur þetta“. Hún sá, að rúða var brotin í útidyrahurðinni. Hún hringdi nú í dyrasíma Sveinbjörns Þórhallssonar, sem býr á fyrstu hæð hússins. Hann kom fram á tröppurnar, og kallaði hún til hans og bað hann um að hringja á lögregluna. Vilborg Guðrún fór svo aftur upp í íbúðina og sá þá, hvar Jóhann lá á bakinu á gólfinu í skálanum, og heyrðust frá honum stunur eða korr. Hún greip þá strax til símans og hringdi tvívegis á slökkvistöðina til 1036 að fá sjúkrabifreið, en þar var ekki svarað. Hringdi hún þá á lögreglustöðina og bað lögreglumenn að koma á vettvang, vegna þess að búið væri að skjóta á mann, en henni var þá orðið ljóst, að skotið hafði verið á Jóhann. Því næst hringdi hún heim til Magnúsar, bróður Jóhanns, og sagði konu hans, sem kom í sím- ann, hvað gerzt hafði. Síðan fór hún til Jóhanns, þar sem hann lá hreyfingarlaus, og komu lögreglumenn strax á vettvang. Hún kveðst ekki hafa farið niður stigann, eftir að hún hafði hringt á lögregluna, og getur hún því ekki sagt um, hvenær ákærði fór burt eða hvað varð um hann. Hún sá ekki byssu í þetta skipti. Vilborg Guðrún kveðst ekki hafa vitað til þess, að ákærði hafi fyrir þennan atburð verið með hótanir eða ögranir við Jóhann. Hún getur þess þó, að um fimmleytið nótt eina eftir áramótin 1967—-1968 hringdi síminn tvisvar hjá þeim hjónum. Í fyrra skiptið var spurt um, hvar eða hver þetta væri, og síðan var eins og símaáhaldið væri lagt á. Í seinna skiptið lagði hún símaáhaldið á, eftir að hið sama hafði verið sagt og í fyrra skiptið. Hún vakti Jóhann og sagði við hann, að hún væri örugg um, að þetta hefði verið rödd ákærða. Vitnið Kristján Jóhannsson nemandi, sonur Jóhanns Gíslasonar, skýrir þannig frá atburðum: Um nóttina vaknaði hann við hurð- arskelli og köll, og vissi hann ekki, hvað klukkan war þá. Hann fór strax fram í skála íbúðarinnar og sá, hvar faðir hans var að loka dyrunum milli skálans og forstofunnar. Kristján kveðst hafa haldið úr skálanum fram í eldhúsið. Í sömu svifum og þetta gerð- ist, heyrði hann nokkra skothvelli. Hann leit inn í eldhúsið og sá þá, hvar Jóhann og maður, sem hann bar ekki kennsl á, lágu á gólfinu í átökum. Kristján heldur, að hann hafi heyrt skothvell- ina, eftir að Jóhann fór inn í eldhúsið frekar en áður en hann fór þangað inn, en er þó ekki viss um þetta. Um svipað leyti var móðir hans, Vilborg Guðrún, komin fram í skálann. Hann getur ekki sagt um, hve lengi Jóhann og maðurinn lágu á gólfinu í átökunum, en það var aðeins örstutt stund, og heyrði hann þá ekki segja orð. Hann hringdi nú á lögreglustöðina og bað um, að lögreglan kæmi á vettvang vegna manns, sem væri með vopn. Maðurinn stóð síðan á fætur og Jóhann einnig. Kristján kveður, að hann og foreldrar hans hafi síðan hjálpast að því að koma manninum út úr eldhúsinu og fram í forstofuna. Hann og móðir hans hjálpuðust svo að því að koma manninum niður stigann og niður á neðri hæð. Þegar þangað var komið, sá hann, að rúða var brotin í útidyrahurðinni. Móðir hans hringdi á dyrabjöllu 1037 Sveinbjörns Þórhallssonar á fyrstu hæð hússins, og kom hann fram á tröppurnar, en Kristján heyrði ekki, að móðir hans bæði Sveinbjörn um að hringja á lögregluna. Kristján kveðst svo hafa séð ókunna manninn ganga niður tröppurnar og út í bifreið, sem var fyrir utan húsið, og aka í henni vestur Tómasarhaga. Kristján heldur, að maðurinn hafi verið með byssu í annarri hendi sinni, þegar hann og móðir hans voru að koma honum niður stigann, en nánar um það mál getur hann ekki borið. Hann varð ekki var við, að maðurinn fleygði frá sér eða missti einhvern hlut á göt- una, áður en hann steig upp í bifreiðina. Hann heyrði ekki mann- inn mæla orð af munni. Kristján fór síðan aftur upp í íbúðina og sá þá, hvar faðir hans lá á bakinu á gólfinu í skálanum. Lögreglu- menn komu svo á vettvang. Varð Kristjáni þá litið út á götu, og sá hann þá byssu þar hinum megin á götunni. Lögreglumaður tók byssuna upp. Hjónin Sveinbjörn Þórhallsson, flugvirki hjá Flugverki h/f, og Golda Helen Þórhallsson bjuggu á fyrstu hæð á Tómasarhaga 25 á þessum tíma, og eru útidyrnar að þeirri íbúð vinstra megin við útiðdyr íbúðarinnar á annarri hæð hússins. Hjónin hafa borið vitni í málinu, og verður nú rakinn framburður eiginkonunnar. Hún vaknaði um nóttina við mikinn hávaða, sem kom ofan frá annarri hæð hússins. Hún heyrði, að hlaupið var um og argað. Voru það raddir fleiri en einnar konu. Hún leit ekki á klukkuna, en fór strax út á tröppur hússins og sneri til vinstri og horfði í gegnum rúðu í útidyrum íbúðarinnar á annari hæð. Hún getur ekki sagt um, hvort rúðan var þá brotin, og hún rengir ekki, að gat hafi verið á henni, en það hafi þá ekki getað verið stórt, því að þá hefði hún tekið eftir því. Hún sá í gegnum rúðuna, hvar Jóhann Gíslason, húsráðandi á annari hæð hússins, kom niður stig- ann, og sá hún hann fyrst, þegar hann war á þriðja eða fjórða þrepi stigans að ofan. Jóhann hljóp niður allan stigann. Hún sá að hann var í óhnepptum náttjakka, og voru blóðblettir í honum, einkum á vinstri ermi. Þá var hann í stuttum nærbuxum með opnum skálmum. Þegar hann var kominn niður stigann, sló hann um 5 til 6 högg í útidyrarúðuna með einhverjum hlut, sem hann hafði í hendinni, og heyrðust brothljóð. Hún sá svo, að stórt gat var komið á rúðuna, og fleygði Jóhann hlut út um gatið. Hlutur- inn var mjór í framendann, og var þetta byssa. Hún sá ekki, hvar byssan lenti, hvort það var á götunni fyrir framan húsið eða annars staðar. Hún kallaði til Jóhanns og spurði hann að því, hvað væri að. Jóhann svaraði: „Hringdu á lögregluna“. Um leið 1038 og Jóhann talaði, sá hún, að munnur hans var alblóðugur að innanverðu. Hún fór þá strax inn til sín án þess að athuga, hvað varð um Jóhann, og reyndi að hringja á lögregluna, en fékk engan són. Hún heyrði svo, að hringt var á dyrabjöllu íbúðarinnar. Sveinbjörn, eiginmaður hennar, kom 'þá fram, og heldur hún, að hann hafi farið til dyra. Hún reyndi áfram að fá símasamband, en það bar ekki árangur. Hún heyrði svo, að kona bað um, að hringt yrði á lögreglu. Sveinbjörn kom að símanum til hennar og reyndi að hringja, en hún sagði honum, að síminn mundi vera bilaður. Hún heyrði svo, að aftur var hringt á dyrabjölluna, og fór hún þá til dyra. Guðrún, dóttir hjónanna á efri hæðinni, var fyrir utan dyrnar og bað um, að hringt yrði á sjúkrabíl. Hún sagði Guðrúnu, að síminn wæri bilaður, og fór hin síðarnefnda þá í burtu. Golda Helen fór síðan upp í íbúðina á annarri hæð hússins og sá þá, hvar Jóhann lá hreyfingarlaus á bakinu á gólfi í skálanum. Vilborg Guðrún var að klæða sig og spurði hana, hvað ætti að gera. Fór Golda Helen þá til Jóhanns, tók í hönd hans og hélt enn í hana, þegar lögreglumenn komu á vettvang. Þegar þeir komu inn í íbúðina, sagði Vilborg Guðrún við þá um leið: „Það var Gunnar Frederiksen, sem skaut Jóhann þrisvar“. Golda Helen kveðst ekki hafa séð Gunnar í þetta skipti, en hún þekkir hann vel í sjón. Hún sá heldur ekki neinn annan mann. Þá kveðst hún ekki hafa heyrt skothvelli í umrætt skipti. Vitnið Sveinbjörn Þórhallsson kveðst hafa vaknað um nóttina við, að kona hrópaði á hjálp, og kom röddin ofan frá annarri hæð hússins. Hann leit á klukkuna, og minnir hann, að hún hafi þá verið tæplega 0430, og máske var hún um 0425. Hann sá, að Golda Helen, eiginkona hans, var ekki í svefnherberginu, og var hún úti í íbúðinni. Hann fór fram í forstofuna og heyrði hávaða úr forstofu íbúðarinnar á annarri hæð. Fór hann þá út á tröppur og sá, að rúða var brotin í útihurð annarrar hæðar, og í gegnum rúðuna sá hann, að Vilborg Guðrún var í sviptingum við karl- mann neðst í stiganum, alveg fyrir innan útidyrnar. Hann þekkti mannin, og var það ákærði í máli þessu. Vilborg sá Sveinbjörn og bað hann strax að hringja á lögregluna, en í þessu kom Kristján sonur hennar niður. Sveinbjörn fór inn í íbúð sína og reyndi að hringja á lögregluna, en fékk engan són. Golda Helen kom nú til hans og sagðist vera búin að reyna að hringja, en síminn væri bilaður. Hann reyndi þó áfram að fá samband, en það tókst ekki. Hann fór |þá aftur út á tröppur, og voru lögreglumenn þá komnir á vettvang, en ákærði var horfinn. Sveinbjörn kveðst ekki hafa 1039 séð byssu í þetta skipti, og Vilborg Guðrún nefndi ekki byssu á nafn við hann, þegar hún bað hann um að hringja á lögregluna. Hann hafði ekki hugmynd um, hvað gerzt hafði í húsinu, fyrr en eftir að lögreglumennirnir woru komnir á vettvang. Vitnin Sigurður Sigurðsson kaupmaður og Ólafur Friðrik Gunn- laugsson bankamaður bjuggu á þessum tíma á Tómasarhaga 27, hinn fyrrnefndi á annarri hæð og hinn síðarnefndi á fyrstu hæð hússins. Sneru svefnherbergisgluggar þeirra beggja í átt að úti- dyratröppum Tómasarhaga 25. Verða nú raktir framburðir þess- ara vitna. Vitnið Sigurður Sigurðsson vaknaði um nóttina við hljóð í konu, og þegar hann leit út um svefnherbergisgluggann, sá hann, hvar Vilborg Guðrún, kona Jóhanns Gíslasonar, stóð í útidyrum íbúðar þeirra á annarri hæð Tómasarhaga 25 og var í sviptingum við einhvern karlmann. Maðurinn var berhöfðaður, frakkalaus og að því er honum sýndist, hruflaður í andliti, en hann tekur fram, að hann sjái ekkki vel gleraugnalaus, eins og hann war þá. Eftir um eina til tvær mínútur hættu stimpingarnar, sem virtust vera fólgnar í því, að konan reyndi að koma manninum burt. Hann gekk svo rólega niður tröppurnar, steig upp í fólksbifreið fyrir framan húsið, ræsti vél hennar og ók henni rólega af stað vestur götuna. Sigurður kveðst ekki hafa séð neina byssu. Nokkru seinna leit hann á klukku, og var hún þá tæplega fimm. Rétt eftir að maðurinn var farinn, komu lögreglumenn á vettvang, en Sigurður hafði ekki hugmynd um, hvað gerzt hafði. Hann tekur fram, að hann sá amerískri konu, sem bjó á fyrstu hæð á Tómasar- haga 25, bregða fyrir aðeins augnablik á útidyratröppum hússins, og leit hún inn um útidyrnar á annarri hæð hússins, en fór svo inn til sín aftur. Hann getur ekki fullyrt, hvort þetta var áður eða eftir að hann sá Vilborgu Guðrúnu og karlmanninn í stimp- ingum, en telur þó líklegra, að það hafi verið, eftir að hann sá þau. Hann kveðst ekki hafa heyrt brothljóð, og hann sá ekki, að úti- dyrnar á annarri hæð væru opnaðar eða einhverjum hlut væri kastað út um þær. Hann gat heldur ekki séð inn í útidyragang- inn. Vitnið Ólafur Friðrik Gunnlaugsson vaknaði um nóttina við skerandi kvenmannsóp, en orð greindi hann ekki. Hann leit ekki á klukkuna, en horfði út um svefnherbergisgluggann. Sá hann þá, hvar Sveinbjörn Þórhallsson var á náttklæðum úti á tröppum hússins Tómasarhaga 25. Heyrðist honum Sveinbjörn kalla inn um útidyrnar að annarri hæð hússins og vera að hasta á einhvern 1040 eða segja einhverjum að fara burt, en hann gat ekki séð inn í úti- dyraganginn. Hann fór að klæða sig, og meðan hann var að því, varð honum litið aftur út um gluggann. Sá hann þá, hvar maður gekk út um útidyr íbúðarinnar á annarri hæð Tómasarhaga 25 og síðan rólega niður tröppurnar og út í fólksbifreið, sem var fyrir utan húsið. Maðurinn setti bifreiðina í gang og ók henni hægt westur götuna. Hann þekkti manninn ekki. Maðurinn var blóðugur á kinnbeini, berhöfðaður og frakkalaus, og virtist hann halda á einhverju í hendinni, og hélt Ólafur Friðrik, að það væru Þíllyklar. Hann fylgdist með manninum allan tímann, frá því hann kom út úr húsinu og þar til hann steig upp í bifreiðina, og sá hann manninn ekki fleygja neinum hlut frá sér. Hann sá konu Sveinbjörns Þórhallssonar bregða fyrir á tröppum Tómasarhaga 25, og fór hún frá útidyrum sínum að útidyrum íbúðarinnar á annarri hæð. Hann minnis, að það hafi verið, eftir að maðurinn fór burt frá húsinu. Nokkru eftir að þessir atburðir gerðust, sá hann lögreglumann halda á byssu á tröppum Tómasarhaga 25, en fyrr sá hann ekki byssu. D. Vitnið Helgi Kristjánsson, Skólavörðustíg 3 A hér í borg, var næturvörður í afgreiðslu Flugfélags Íslands h/f á Reykja- víkurflugvelli í þetta skipti, og er framburður hans þessi: Líklega um kl. 0450 um nóttina sá hann, hvar stórri fólksbif- reið var ekið að afgreiðslubyggingunni. Einn maður war í bifreið- inni, og steig hann út úr henni. Helgi þekkti manninn, og var það ákærði í máli þessu. Helgi opnaði dyr, og spurði ákærði hann þá að því, hvort hann mætti ekki koma inn og reykja einn windil. Helgi kvað hann mega gera íþað. Ákærði var berhöfðaður og frakkalaus, blóðugur á öðrum vanganum og einnig á höndunum og föt hans sjúskuð. Hann virtist vera undir áhrifum áfengis, en rólegur. Helgi spurði hann að því, hvers vegna hann væri svona útlítandi og hvort hann hefði lent í áflogum. Hann svaraði þá, að það væri nú alvarlega en það, og mundi Helgi komast að því fljótlega. Því næst sagði hann: „Sennilega er ég búinn að myrða mann“. Enn fremur sagði hann eitthvað á þá leið, að hann hefði lengi verið búinn að hugsa um, hvort hann ætti ekki að gera það. Hann sagðist hata einn mann og bætti við: „Þegar ég hata, þá meina ég það“. Hann nefndi nafn Jóhanns Gíslasonar í þessu tali sínu, og skildist Helga, að það væri maðurinn, sem hann hataði. Ákærði bað síðan um að fá að hringja. Síðan fór hann að síma í herbergi inn af afgreiðslusalnum og hringdi í eitthvert númer, en virtist ekkert svar fá. Hann lagði þá símann á og gekk 1041 fram í afgreiðslusalinn, og hélt Helgi, að hann ætlaði að fara brott. Sagði hann þá við ákærða, að hann skyldi ekki fara á bif- reiðinni Í þessu ásigkomulagi. Ákærði nam þá staðar og fékk honum lykla bifreiðarinnar og bað hann um að koma þeim heim til konu hans. Ákærði tók síðan upp lítinn vasahníf og hafði orð á því, að bezt væri að ljúka þessu hérna. Hann opnaði hnífinn og otaði blaðinu að maganum á sér. Helgi sagði honum þá, að hann þyrfti ekki að gera þetta hér inni, og bað hann um að fara út. Gekk hann þá inn í ganginn austan megin við afgreiðslusal- inn. Fór Helgi þá strax í síma og hringdi á lögreglustöðina og bað lögregluna um að koma á wettvang vegna manns, sem væri að fara sér að voða eða vegna manns, sem væri óður, en hann man ekki, hvort hann nefndi nafn ákærða. Ákærði mun hafa heyrt símtalið, því að þegar það var búið, kom hann aftur inn í afgreiðslusalinn og sagði: „Er ekki allt í lagi?“ Helgi spurði þá: „Hvað?“ og ákærði svaraði: „Varstu ekki að hringja í lögregl- una?“ Helgi játaði því. Ákærði fór svo aftur að ota hnífnum að sér og sagði: „Heldur þú, að ég fari að láta taka mig til fanga hér?“ Helgi fór þá út úr afgreiðslubyggingunni og veifaði til flugvirkja, sem voru að vinna í verkstæði í stóru flugskýli skammt fyrir norðaustan afgreiðslubygginguna. Flugvirkjar og lögreglumenn komu nú á vettvang, en þegar þeir ásamt Helga komu inn í afgreiðslusalinn, var ákærði horfinn. Var þegar hafin leit að honum, og rétt á eftir kom lögreglumaður með hann inn í afgreiðslusalinn. Stóð hnífur ákærða þá í skyrtu hans að framan, en ekkert blóð sást. Helgi tók hnífinn, lokaði honum og afhenti einum lögreglumanni hann. Lögreglumennirnir fóru síðan með ákærða á brott. Nokkru síðar komu lögreglumenn aftur að af- greiðslubyggingunni til að athuga og sækja bifreið ákærða. Af- henti Helgi þá einum lögreglumanni lykla bifreiðarinnar, og var henni skömmu síðar ekið á brott. Vitnið Indriði Aðalsteinn Jóhannsson lögreglumaður, sem fann ákærða í geymslunni inn af afgreiðslusalnum, kveður, að hann hafi hrópað: „Drepið mig, drepið mig“, en engan mótþróa sýnt. Vitni þessu og hinum lögreglumönnunum þremur, Gylfa Jóns- syni, Þorkeli Gísla Guðbrandssyni og Þorkeli Páli Pálssyni, sem handtóku ákærða, ber saman um, að hann hafi verið blóðugur á vinstri vanga, berhöfðaður og frakkalaus. Þorkell Gísli kveður, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og sagt í afgreiðslu- salnum: „Þetta er búið fyrir mér, ég er að deyja“, eða áþekk orð. Gylfi kveður, að hann hafi virzt vera undir áhrifum áfengis, 66 1042 en rólegur. Þorkell Páll segir, að hann hafi ekki verið áberandi ölvaður og virzt vera rólegur, en eitthvað annars hugar eða utan við sig, og hann minnir, að þegar verið var að setja ákærða í handjárn, hafi hann sagt: „Það er óþarfi að handjárna mig“. Indriði Aðalsteinn ber, að ákærði hafi verið rauður í andliti og í geðshræringu, en ekki verið með áberandi áfengisáhrifum. Starfs- maður Flugfélagsins hafi afhent honum lokaðan vasahníf og sagt, að ákærði hefði stungið honum í sig. Flugvirkjarnir Jón Ólafsson, Birkimel 8 B, Baldur Bragason, Háaleitisbraut 115, Hálfdán Hermannsson, Ljósheimum 20, allir hér í borg, og Edvard Ásmundsson, Álfaskeiði 86, Hafnarfirði, voru á þessum tíma að vinna í verkstæði í áðurnefndu flugskýli, en Kristján Björn Samúelsson afgreiðslumaður, Ljósheimum 9 hér í borg, var að vinna í varahlutalager við hliðina á verkstæð- inu. Hafa þeir allir borið vitni í málinu. Um eða laust fyrir kl. 0500 um nóttina sáu þeir, hvar bifreið var ekið að afgreiðslu- byggingunni og stöðvuð þar. Maður steig út úr bifreiðinni og fór inn í bygginguna. Þeir höfðu orð á því, hver þarna væri á ferð, og sagði vitnið Edvard þá, að honum sýndist þetta vera ákærði í máli þessu. Fáeinum mínútum síðar kom Helgi vakt- maður út og veifaði til þeirra. Héldu þeir þá rakleitt að af- greiðslubyggingunni og þangað inn, en Baldur kom lítið eitt á eftir hinum fjórum. Jón, Baldur og Kristján Björn sáu svo, að lögreglumaður tók mann út úr geymslu fyrir innan afgreiðslu- salinn, en Hálfdán og Edvard sáu manninn ekki fyrr en í salnum. Maðurinn var ákærði, og könnuðust þeir allir við hann. Þeim ber öllum saman um, að ákærði hafi verið blóðugur á öðrum vanga og eitthvað undir áhrifum áfengis, en mjög rólegur. Jón, Baldur og Kristján Björn bera, að hnífur hafi hangið í fötum hans framan á honum og muni vaktmaðurinn hafa tekið hnífinn. Jón kveður, að ákærði hafi sagt, þegar verið var að taka hann út úr kompunni: „Látið mig vera, lofið mér að deyja í friði“, og sagt þetta nokkrum sinnum. Baldur kveðst hafa heyrt ákærða segja: „Þetta er allt í lagi“, og endurtekið það nokkrum sinnum og síðan sagt annað hvort orðin: „Leyfið mér að deyja í friði“, eða: „Ég ætla ekki að drepa mig“. Hálfdán minnist þess, að hann sagði: „Það er allt í lagi“, og einnig orðin: „Verið þið rólegir“. Einnig heyrðist honum ákærði segja: „Leyfið mér að vera í friði“. Kristján Björn heyrði, að ákærði sagði eitthvað, en heyrði ekki, hvað það var, en Edvard heyrði hann ekki mæla orð af munni. Ákærða hafa verið gerðir kunnir framburðir framangreindra 1043 vitna um atvik og atburði á Tómasarhaga 25 og í afgreiðslubygg- ingu Flugfélagsins aðfaranótt 9. maí f. á. Í tilefni af framburði Vilborgar Guðrúnar Kristjánsdóttur kveðst hann ekki minnast þess að hafa sagt við hana: „Ég hefi lengi ætlað mér að launa ykkur þetta“, eða önnur slík orð. Þá minnist hann þess heldur ekki að hafa nótt eina eftir áramótin 1967— 1968 hringt tvisvar heim til Jóhanns Gíslasonar og bætir við orðrétt: „Ég truflaði þau aldrei neitt“. Í tilefni af framburði Goldu Helenar Þórhalls- son um, að Jóhann hafi komið hlaupandi niður á neðri hæð hússins og fleygt byssu út um brotna rúðu í útidyrahurðinni, kveðst hann ekkert geta borið um það mál. Þá kveðst ákærði í tilefni af framburði Helga Kristjánssonar ekki muna eftir því, að hann (ákærði) afhenti honum lyklana að bifreið sinni, og veit hann ekkert, hvað varð um þá. Ákærði kveðst ekkert frekar geta borið um, hvað gerðist á Tómasarhaga 25 og í afgreiðslu Flug- félagsins en hann hefur þegar frá skýrt. II. kafli. Vitnin Njörður Snæhólm, varðstjóri í rannsóknarlögreglunni, og Sævar Þorbjörn Jóhannsson, starfsmaður í tæknideild rann- sóknarlögreglunnar, eru sammála um, að klukkan hafi verið 0445 umrædda nótt, þegar hringt var heim til þeirra frá lögreglustöð- inni og þeim tilkynnt um atburðinn á Tómasarhaga 25. Sævar Þorbjörn fór rakleitt á vettvang, en Njörður Snæhólm fór á slysavarðstofuna og þaðan á lögreglustöðina, áður en hann kom á vettvang. Sævar Þorbjörn kveðst hafa komið að Tómasarhaga 25 um kl. 0505 og hitt þar fyrir utan lögreglumennina Björn Jónsson og Indriða Aðalstein Jóhannsson, en Björn telur sennilegt, að klukkan hafi þá verið um 0530. Sævar Þorbjörn tók í vörzlur sínar skammbyssu, sem Björn hélt á, en tók áður ljósmyndir af henni á þeim stað á götunni, þar sem Björn sagði, að hún hefði legið. Vitnið Sævar Þorbjörn sá, að rúða í útidyrahurð íbúðar- innar á annarri hæð Tómasarhaga 25 var brotin, og var mikið af glerbrotum á gólfinu fyrir innan hurðina, en hann athugaði ekki sérstaklega, hvort glerbrot voru einnig á stéttinni fyrir utan dyrnar. Hann fór upp í íbúðina á annarri hæð hússins, og segir síðan í skýrslu hans orðrétt: „Á gólfi eldhússins var mikið blóð, einnig var nokkuð blóð á skúffum eldhúsborðsins. Á gólfinu lá dökkbrúnn hattur, inni í honum var nafnspjald, er á var pretað nafnið: Gunnar V. Frederiksen, ásamt stöðuheiti (á ensku), 1044 heimilisfangi og símanúmeri. Einnig var merki úr gulum pappír, sennilega vörumerki hattframleiðandans, en á (það hafði verið skrifað með bláu bíróbleki G. V. Frederiksen. Á svitaleðri hatts- ins voru festar þrjár litlar, kringlóttar plötur, „emeleraðar“ með bláu, en á hverri plötu war bókstafur. Var þeim raðað þannig, að þeir mynduðu G.V.F., eða upphafsstafi Gunnars V. Frederik- sens. Úr eldhúsi er innangengt í skála. Á skálagólfi næst stofu- dyrum var stór blóðflekkur“. Fyrir dómi kveðst Sævar Þorbjörn ekki hafa athugað, hvað stóð á nafnspjaldinu, fyrr en hatturinn var kominn í tæknideild rannsóknarlögreglunnar. Eftir að hann hafði lokið töku ljósmynda á Tómasarhaga 25, fór hann að af- greiðslubyggingu Flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli til að at- huga bifreiðina R 2456, sem þar var. Hann kveður, að blóðblettur hafi verið neðarlega nálægt miðju baki framsætis og blóð einnig á stýrinu svo og lítill blóðblettur fyrir ofan hurðarhún á utan- verðri vinstri framhurð bifreiðarinnar. Lögreglumennirnir Þor- lákur Runólfsson og Þorkell Páll Pálsson voru viðstaddir þessa athugun, og hafa þeir staðfest, að blóð hafi verið bæði utan á vinstri framhurð og í framsæti bifreiðarinnar. Hinn síðarnefndi ók bifreiðinni síðan á lögreglustöðina, en vaktmaðurinn hafði af- hent honum bifreiðarlyklana. Njörður Snæhólm segir í skýrslu sinni um rannsókn á vettvangi að Tómasarhaga 25 meðal annars svo: „Gluggi í útihurð hússins, að efri hæð, að stærð um 30X70 cm, var brotinn inn. Blóðblettir voru fyrir utan dyrnar. Blóð- dropar upp stigann, á vegg og hægri karmi hurðar að eldhúsi, sem er strax til hægri, þegar komið er upp stigann. Talsvert mikið blóð á eldhúsgólfinu og slettur upp á eldhúsborð og glugga á norðurhlið. Á eldhúsgólfinu innarlega til hægri lá karlmanns- hattur, dökkur, og blóð á honum. Í svitabandið er smellt þremur stöfum „GVF“ og undir svitabandið stungið nafnspjaldi, sem á er prentað „Gunnar V. Frederiksen Captein Karfavogi 18, Reykja- vík Iceland Tel. 34661“. Sá hluti spjaldsins, sem er undir bandinu, er svitastorkinn. Undir bandinu er annar miði, festur, og á hann er vélritað „Quality Standard Cam. Colour 1446 Shape 369 R Ribbon 18 Self. Lining Green“, og skrifað með bleki „G. V. Frederiksen Karfavogi 18 sími 34661“. Í holinu inn af eldhúsinu eru blóblettir á teppinu, þar sem látni féll, fyrir framan stofudyrnar, sem er í S.A. horni, en ekki var hægt að sjá, að þangað hefði verið farið inn. Vinstra megin við stofudyrnar er stór skápur, og á honum næst stofudyrunum 1015 var talsvert steinryk. Rétt þar fyrir ofan, á veggnum, var gat, einn sentimetri á dýpt. Við grófum gatið út, og þá kom í ljós, að í holunni var blýkúla, cal. 22, klesst ...“. Fyrir dómi hefur Njörður Snæhólm skýrt frá því, að lítið hafi verið af glerbrotum fyrir utan útidyrahurð annarrar hæðar og megnið af þeim verið fyrir innan dyrnar. Þá hafi hatturinn á eldhúsgólfinu verið á hvolfi. Enn fremur kveður hann, að holan í veggnum í skálanum hafi verið 150 centimetra frá gólfi og 94 centimetra frá vinstra karmi stofudyra, séð úr forstofu eða eld- húsi. Hann segir, að þeir Edvard Örn Olsen lögreglumaður hafi grafið í holuna og hafi litið út eins og kúlan, sem þar fannst, hafi komið nokkurn veginn beint inn í vegginn í átt frá eldhúsi, en ekki frá forstofu. Sævar Þorbjörn fór með fyrrgreinda skammbyssu í tæknideild rannsóknarlögreglunnar, og þar rannsökuðu þeir Njörður Snæ- hólm hana. Reyndist hún vera: „Revolver cal. 22 9 skota HI- Standard Hamden Conn. USA No. 904066“. Voru í henni fimm skot ónotuð og fjögur tóm skothylki. Að kvöldi 9. maí f. á. afhenti maður úr fjölskyldu ákærða Leifi Jónssyni rannsóknarlögreglumanni fjórar byssur, sem höfðu verið geymdar á heimili þeirra að Karfavogi 18. Þær voru þessar: 1) riffill, Hornet, cal. 22, Anschútz mod. 1432, nr. 390896, en í hann vantaði lás mek., 2) riffill Husqvarna, cal. 22, nr. 20590, með sjónauka, 3) revolver Colt., cal. 455, nr. 110778 (gömul her- byssa), svo og 4) haglabyssa, cal. 12, Bayard tvíhleypa, nr. 42373. Hinn 14. maí f. á. leituðu rannsóknarlögreglumennirnir Njörður Snæhólm og Leifur Jónsson að skotfærum á heimili ákærða, og fundu þeir ásamt eiginkonu hans í hillu í lokuðum skáp í horni stofunnar eftirtalin skot: 1) 504 skot, cal. 22, sem virtust vera gömul, og voru þar á meðal fjórir 50 skota pakkar óopnaðir, 2) 1 st. Hornet skot, cal. 22, 3) 1 st. riffilskot, cal. 303, 4) 100 stykki haglaskot, cal. 12, sem virtust vera frekar gömul, svo og 5) kassi með startbyssukúlum, 4% m/m. Varning þennan tóku rannsóknar- lögreglumennirnir í vörzlur sínar. Um kvöldið daginn eftir til- kynnti eiginkona ákærða rannsóknarlögreglunni, að hún hefði þá fyrr um daginn fundið 4 pakka af Hornet riffilskotum í íbúð þeirra hjóna og væru þrír þeirra límdir aftur. Sendi hún pakkana til rannsóknarlögreglunnar, og voru þar 6) 200 st. Hornet skot, cal. 22. Að fyrirlagi rannsóknardómara málsins hefur Njörður Snæhólm kannað nánar skot þau, cai. 22, sem fundust heima hjá ákærða, 1046 og skotin 5 og skothylkin 4, sem voru í skammbyssunni, sem fannst fyrir framan Tómasarhaga 25. Segir í skýrslu hans um þessa athugun meðal annars svo: „Skotin, sem voru í þessum revolver, eru „rim fire“, merkt „H“ á botni, af tegundinni Long. Kúlan er úr blýi, ófóðruð og með einni smurningsrauf og einni tangarrauf. Skothylkin eru einnig merkt „H“ á botni, og eru „rim fire“. Heima hjá Gunnari fundust 504 skot, cal. 22, sem hægt er að nota í þennan revolver, en 205 þeirra eru sömu tegundar og þau, sem voru Í þessum revolver. Þessi skot eru algeng hér og hafa fengizt í öllum skotfæraverzlunum og ganga einnig í riffil, sem Gunnar átti. Pakkarnir, sem skotin eru í, eru merktir „Win- chester Lead Staynless 22 long, lead lubricated, rim fire, Western Cartridse Company U.S.A.“. Afgangurinn af skotunum cal. 22, sem voru heima hjá Gunnari, eða 299 st. eru „rim fire“ „short“ með „R“ á botni. Það eru fjórir óopnaðir pakkar, einn opnaður, fullur, 16 laus. Á pökkunum stendur „Cal. 22 Kurz Rhein- Westf. Sprengstoff A.G. Núrn- berg“. Þessi skot er einnig hægt að nota í umræddan revolver og riffilinn, sem var hjá Gunnari, og þau hafa fengizt í öllum skot- færaverzlunum hér í borginni, enda algeng tegund. Þar sem þetta eru hvorttveggja algengar tegundir, verður að ætla, að þær hafi einnig fensizt og fáist í flestum eða öllum skot- færaverzlunum landsins. Það er rétt að geta þess, að til að kaupa skotfæri hér á við- komandi að sýna innkaupaheimild, þó eftir því sé ekki alltaf farið. Þessi viðskipti eru ekki skráð í verzlunum og því ekki hægt að finna, hvort ákveðinn maður hefur keypt skotfæri, eins og t. d. cal. 22 skot“. Skýrslu þessa hefur Njörður staðfest fyrir dómi og skýrt þar frá því, að þar greind 205 skot, sem eru sömu tegundar og voru í skammbyssunni, hafi verið í frekar snjáðum pökkum, sem bendi til þess, að þau séu ekki nýlega keypt, og sé ekkert því til fyrirstöðu, að þau hafi verið keypt þó nokkrum árum síðar. Þess var getið í í, kafla hér að framan, að í sakadóminum 9. og 10. maí f. á. bar ákærði, að hann hefði tekið greinda byssu á heimili Jóns Guðjónssonar rafvirkjameistara þá fyrir rúmu einu ári. Ákærði kveður, að þeir hafi verið að skemmta sér og hafi Jón boðið honum heim til sín. Jón hafi sýnt honum byssu, og kveðst ákærði hafa haft hana á brott með sér og heim til sín, án þess að Jón tæki eftir því. Ákærði kveðst ekki hafa tekið 1047 byssuna í neinum sérstökum tilgangi, heldur aðeins af rælni, eins og hann kemst að orði. Nokkrum mánuðum síðar hafi Jón spurt hann að því, hvort hann hefði tekið byssuna frá honum. Ákærði kveðst hafa neitað því og hafi Jón þá ekki talað meira um málið. Vitnið Jón Guðjónsson rafvirkjameistari, Starmýri 4 hér í borg, hefur skýrt frá því, að á árunum 1957—1959 hafi hann lánað amerískum hermanni, sem kom heim til hans, að því er hann minnir kr. 500.00 og hafi hermaðurinn boðið honum að halda skammbyssu, 9 skota, cal. 22, Hi-Standarð, sem hann var með, þar til lánið yrði endurgreitt eftir nokkra daga. J ón kveðst hafa tekið við byssunni og hafi ekkert skot verið í henni. Hermaður- inn hafi aldrei endurgreitt honum lánið eða komið aftur til hans. Kveðst Jón því hafa haldið byssunni og geymt hana á heimili sínu. Hann hafi nokkrum sinnum farið með byssuna upp í æfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur og skotið þar í mark af henni og sett þá í hana riffilskot, cal. 22. Hann man seinast eftir því, að byssan var í fórum hans í nóvember 1966, og var hún þá í skrifborðs- skúífu í einkaherbergi hans í Starmýri 4. Samkvæmt vegabréfi hans dvaldi hann vestur í Ameríku frá 4. til 22. marz 1967, og kveður hann, að um eða máske meira en hálfum mánuði ettir að hann kom aftur hingað til lands, hafi hann saknað byssunnar. Fór hann þá að hugsa um, hvaða fólk hefði haft aðstöðu til að taka byssuna. Hann minntist þess, að eftir kvöldfund í Lions- klúbbi hér í borginni eftir miðjan janúar 1967 höfðu fjórir menn komið heim til hans, og var ákærði einn þeirra. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis. Hann mundi ekki, hvort hann sýndi þeim byssuna eða aðrar byssur. Hann talaði við tvo af fyrrgreindum mönnum, en þeir sögðust ekki hafa tekið byssuna og tóku enn fremur ábyrgð á bví, að sá þriðji hefði ekki tekið hana. Hringdi hann þá til fjórða mannsins, ákærða, og sagði eiginkona hans honum þá, að hann væri farinn vestur um haf vegna hinnar nýju þotu Flugfélagsins. Jón kveður, að samkvæmt stimpli á kassa- kvittun í bókhaldi hans hafi ákærði greitt honum andvirði viftu og kostnað við uppsetningu hennar 5. júlí 1967. Við þetta tæki- færi hafi hann spurt ákærða um, hvort verið gæti, að hann hefði tekið byssuna, og hafi hann þá neitað því. Jón minnisí þess ekki, að ákærði hafi komið heim til hans í annað skipti en áður greinir síðan Í nóvember 1966. Ákærði hefur ekkert sérstakt haft að athuga við framangreind- an framburð Jóns Guðjónssonar. Kveður ákærði, að hann hafi sýnt honum byssuna í umrætt skipti inni í skrifstofu sinni, á meðan 1048 hinir gestirnir þrír hafi verið í stofu, og hafi ákærði svo tekið byssuna, án þess að Jón sæi til. Hann geymdi hana síðan í læstri skúffu í skrifstofuherbergi heima hjá sér. Riffilskot þau, sem hann hlóð byssuna með, kveðst hann hafa átt síðan fyrir seinni heimsstyrjöld eða í byrjun hennar. Hann hefur ekkert haft að athuga við framangreinda skýrslu Njarðar Snæhólms um athugun á skotum á heimili hans og skotum þeim og skothylkjum, sem voru í byssu þeirri, sem fannst fyrir utan Tómasarhaga 25. Ákærða hefur verið sýnd greind byssa svo og hattur sá og vasahnífur, sem fyrr um getur. Honum sýnist þetta vera byssa sú, sem hann tók hjá Jóni Guðjónssyni. Þá kveður hann, að hatturinn sé hans og hafi hann verið með hann á höfðinu, þegar hann fór vestur á Tómasarhaga 25. Hann kveðst ekkert geta borið um, hvenær hann hefur misst hattinn eða hvað varð af honum, og hann man ekkert sérstaklega eftir því, að hann færi inn í eldhús íbúðarinnar á annari hæð í húsinu. Þá heldur ákærði alveg örugglega, að hnífurinn sé hans, en hann man ekki til þess, að hann tæki hnífinn upp og opnaði hann umrædda nótt. Jóni Guðjónssyni hefur verið sýnd fyrrgreind byssa, og kveðst hann ekki fá annað séð en að þetta sé byssan, sem Ameríkumaðurinn lét hann fá og um ræðir í framburði hans. Krufning fór fram á líki Jóhanns heitins Gíslasonar, og fram- kvæmdi prófessor dr. med. Ólafur Bjarnason verkið. Ályktun læknisins er svohljóðandi: „Við krufninguna fundust þrjár blýkúlur í líkinu, og hefir eitt skotið valdið bana. Á hægri kinn fannst innskotsop, og lá frá því skotgangur niður og aftur á við Í gegnum kinnina, og hefir kúlan brotizt út í gegnum húðina nokkru neðan við h. eyra og lent síðan niður í h. öxl, brotið beinið utanvert og hrokkið af því út undir húð (sbr. myndir). Annað innskotsop fannst efst á bakinu, á mótum háls og baks, aðeins h. megin við miðlínu. Frá þessu opi liggur skotgangur inn í brjóstholið, niður og fram á við og til hægri í gegnum toppinn á h. lunga, niður eftir efsta blaði og sneiðist gegnum yfirborð miðblaðs, utan og framan til. Gengur síðan út í brjóstvegginn í gegnum VI. rif, nálægt fremri holhandarlínu, en þar finnst kúla úti undir húð (sbr. myndir). Þriðja innskotsop finnst ofantil á baki vinstra megin. Frá því liggur skotgangur inn á við, niður á við og yfir til hægri inn í brjóstholið. Liggur gangurinn aðeins miðlægt við herðablaðið og inn á milli IV. og V. rifs, um 6 cm. frá hryggnum, og síðan í gegnum aftan og ofanverðan neðri lappa 1049 v. lunga, gegnum ofanvert neðsta blað, en kúla finnst úti undir yfirborði fremst og ofantil í neðsta blaði h. lunga (sbr. myndir). Á leið sinni í gegnum h. lunga hefir kúlan tætt sundur megin- grein lungnaslagæðar, en af því hlotizt blæðing sú í brjósthol, sem hefir orðið manninum að bana“. Samkvæmt vottorði Hlöðvers Fr. Bjarnasonar, læknis í Slysa- varðstofu Reykjavíkur, var blóðsýni til alkóhólrannsóknar tekið úr ákærða kl. 0637 9. maí f. á., og samkvæmt vottorði rannsóknar- stofu prófessors Jóns Steffensens fundust í því „reducerandi“ efni, sem samsvara 1.40%, af alkóhóli. Sama dag, kl. 1020, var Jón Sigurðsson borgarlæknir kvaddur til skoðunar á ákærða í hegningarhúsinu, og með honum var Bragi Ólafsson aðstoðarborgarlæknir. Segir í vottorði borgarlæknis á þessa leið: „Gæzlufanginn var rauður og þrútinn í andliti, og af honum lagði lítilsháttar vínlykt. Blóðstorka var í vinstra eyrnagangi og á ytra eyra, einnig nokkuð ofan á vinstri kinn og upp á vinstri augabrún. Ca. tveggjakrónu stórt bólguþykkildi var á hákinn- beini framan wið vinstra eyra. Á brjósti vinstra megin í brjóst- vörtu hæð og ca. 4 em. innan við brjóstvörtuna var um Í cm. stórt stungusár, sem hefir gengið inn úr húð, bandvef og inn í vöðvalagið undir. Við hlustun var ekkert óeðlilegt, hvorki í lunga, brjósthimnu né gollurhúsi“. Hinn 13. maí f. á. skoðaði Halldór Arinbjarnar læknir, Hvassa- leiti 44 hér í borg, Vilborgu Guðrúnu Kristjánsdóttur, og segir í vottorði læknisins á þessa leið: „Við skoðun í dag á frú Vilborgu sést á báðum upp-handleggj- um, rétt fyrir ofan olnbogann, lófastór heamatoma (mar), sömu- leiðis eru marblettir að svipaðri stærð aftan á miðjum hægri kálfa ofarlega. Yfir efri hluta bringubeins eru nokkur eymsli og léttur roði. Ekki er aðra áverka að sjá, en víða aumir blettir. Áverka þessa telur frú Vilborg sig hafa fengið í ryskingum við óboðinn gest aðfaranótt 9. maí 1968“. III. kafli. Þess var getið í I. kafla hér að framan, að ákærði kveðst hafa lagt hatur á Jóhann heitinn Gíslason, og í sakadómi 10. maí Í. á. skýrði hann frá ástæðum til þess, en þær voru, að hann taldi, að Jóhann ætti sök á því, að hann missti starf sitt hjá Flugfélagi Ís- lands h/f á miðju ári 1967. Síðar samdi ákærði skriflega greinar- gerð, sem hann staðfesti í dóminum 15. ágúst f. á., og taldi, að 1050 skoða bæri sem hluta og til fyllingar fyrri framburði sínum. Jafn- framt hefur Flugfélagið látið dóminum í té ýmisleg gögn um atvik að brottför ákærða frá félaginu, og þar að auki hafa nokkur vitni mætt í dómi til að bera um það mál. Verður nú þessi hluti dómsrannsóknarinnar rakinn rækilega, enda hefur af hálfu ákærða og verjanda hans verið lögð mikil áherzla á þennan þátt. 1. Ákærði skýrir svo frá: Hann varð flugmaður hjá Flugfélaginu 1. apríl 1946 og flug- stjóri á millilandaflugvélum íþess frá 1952. Árið 1957 eignaðist félagið Vickers Viscount skrúfuþotur, og varð hann annar Í röð Þeirra, sem öðluðust flugstjóraréttindi á þær, eða næstur á eftir yfirflugstjóranum, Jóhannesi R. Snorrasyni. Í febrúar 1967 hafði félagið fest kaup á Boeing 727 þotu vestur á Bandaríkjunum, og var þá samið við seljendur um að sjá um þjálfun áhafna hennar. Var stjórn Flugfélagsins búin að ákveða, að þjálfaðar skyldu sex áhafnir. Ætlunin var að fjórar þeirra færu vestur til Seattle í byrjun marz og væru komnar aftur til Íslands í lok aprílmánaðar. Síðar áttu tvær áhafnir að fara vestur í byrjun maí og koma með flugvélina hingað til lands í júnílok. Í fyrri hópnum áttu að vera fjórir flugstjórar, þeir Anton G. Axelsson, Þorsteinn E. Jónsson, Aðalbjörn Kristbjarnarson og Skúli Magnússon. Hins vegar áttu tveir efstu menn á starfsaldurs- lista flugstjóra, þeir Jóhannes R. Snorrason og ákærði, að fara með seinni hópnum og þar með fljúga þotunni heim til Íslands „og brjóta blað í sögu íslenzkra flugmála“, eins og ákærði kemst að orði. Þetta var búið að tilkynna honum í febrúarmánuði, „og var ég ánægður með heiðurinn, sem sýna átti með þessu“, segir ákærði. Honum til mikillar undrunar fékk Jóhannes þó að fara með fyrri hópnum, og einnig bættist í þann hóp sjöundi elzti flugstjóri félagsins, Björn Guðmundsson, en þó aðeins til bók- lega námsins. Ákærði kveður, að hér hafi verið um „baktjalda- makk“ að ræða og hafi Jóhann Gíslason, sem var deildarstjóri flugrekstrardeildar félagsins, kornið „bessu í kring“, en hann hafi haft „með að gera undirbúning að þessum málum í samráði við forstjóra og stjórn félagsins“. Varð úr vegna þessara breytinga, að Þorsteinn E. Jónsson fór ásamt ákærða í stað Jóhannesar til Seattle auk tveggja aðstoðarflugmanna og tveggja flugvélstjóra Héldu þeir af landi brott 4. maí til Kaupmannahafnar og fóru Þaðan daginn eftir til Seattle. Hinn 8. sama mánaðar byrjuðu por hið bóklega nám, og 2. júní höfðu þeir lokið því með ágætun vitnisburðum. Því næst hófst undirbúningur undir þjálfunarflug, 1051 sem hafði dregizt, og átti það að hefjast 13. júní. Þjálfunarflug flugstjóra war 20 klukkustundir. Upphaflega hafði verið ráðgert, að þotan kæmi til Íslands 28. júní, en hún var fyrr tilbúin til afhendingar en áætlað hafði verið, og var því ákveðið, að hún skyldi koma hingað til lands 24. júní. Fengu þeir Þorsteinn E. Jónsson og ákærði vitneskju um þetta um 10. júní og sáu þá, að samkvæmt tímatöflu þjálfunar mundu þeir aðeins vera búnir að vera 18 klukkustundir í þjálfunarflugi 25. júní. Töluðu þeir við Jóhannes R. Snorrason og Jóhann Gíslason, sem komnir voru vestur til Seattle, og báðu þá um að flýta þjálfunarflugi þeirra, þannig að þeir hefðu lokið því fyrir brottför þotunnar og gætu farið með henni til Íslands. Kveður ákærði, að hægur vandi heiði verið að gera það, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Jóhannes hafði talið, að það væri ekki sitt verk að skipta sér af því máli, heldur Jóhanns. Hafi þeir þá talað við Jóhann um, að þjálfun þeirra væri flýtt, en hann ekki sinnt því. Miðvikudaginn 21. júní komu þeir saman til fundar þeir Jóhann, Jóhannes og William E. Vingling kennsluflugstjóri ásamt þeim Þorsteini og ákærða, og var þeim Þorsteini þá tilkynnt, að þotan ætti að leggja af stað til Íslands föstudaginn 23. júní. Þeir Þorsteinn og ákærði sáu þá, að útilokað var, að þjálfunarflugi þeirra yrði lokið fyrir brottför þot- unnar, og komust að raun um, að óskum þeirra hafði ekki verið sinnt. Vantaði hvorn þeirra þrjú flug eða 6 klukkustundir á fulla þjálfun. Á þessum fundi var þeim afhent ný þjálfunarskrá, og samkvæmt henni átti þjálfun þeirra að vera lokið þriðjudag- inn 27. júní. Þetta særði ákærða verulega, og þeim mun meira en ella, að skýrt hafði verið frá því opinberlega hér á landi, að hann kæmi ásamt Jóhannesi R. Snorrasyni með þotunni til lands- ins. Var það ekki leiðrétt og skýrt frá því, að ákærði kæmi ekki með þotunni vegna óviðráðanlegra ástæðna. „Framkoma öll og tillitsleysi var með endemum gagnvart mér í öllu þessu máli“, segir ákærði og „sjálfsvirðingu minni var misboðið“. Ákærði og Þorsteinn vildu ekki sætta sig við þetta, og að kvöldi 23. júní fóru þeir út á flugvöllinn, þar sem þotan var ferðhúin, ákveðnir í að fara með henni heim til Íslands. Þrösuðu þeir eitt- hvað við þá Jóhannes og Jóhann um að fara með. Jóhannes neitaði í fyrstu, en Jóhann virtist þar ráða meiru um en sjálfur flug- stjórinn, og varð það til þess, að þeir fóru með sem farþegar. Engar tafir urðu á brottför vélarinnar vegna ákærða og Þor- steins, og trufluðu þeir engan og sýndu fullkomna kurteisi. Þeir álitu, að ekkert væri auðveldara en að ljúka þeim fáu þjálfunar- 1052 stundum, sem voru eftir, hér á landi. Flugvélin kom svo til Reykja- víkur 24. júní. Aðspurður um, hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis á leiðinni, segir ákærði, að hann hafi verið allsgáður, þegar vélin lenti í Reykjavík, Ákærði kveður, að næsta þriðjudag, 27. júní, hafi þeir Þor- steinn E. Jónsson fengið wiðtal við Örn O. Johnson, forstjóra Flugfélagsins, í skrifstofu hans. Hafi Örn sagt, að mál þeirra væri í athugun og mundi það verða stjórn félagsins, sem afstöðu tæki til þess. Ákærði og Þorsteinn hafi þá borið fram þá spurn- ingu, hvort þeir gætu ekki lokið þjálfunarflugi sínu í Keflavík undir leiðsögn hinna amerísku sérfræðinga, sem komið höfðu með þotunni til landsins, en þeir áttu að vera um tíma hér á landi til kennslu og þjálfunar. Örn hafi talið vera annmarka á því, þar eð flugvélin væri ekki í sérstakri tryggingu til þeirra hluta. Þorsteinn og ákærði hafi þá boðizt til að greiða sjálfir auka- iðgjald, ef þess þyrfti með, þar sem mestur hluti þjálfunarinnar hafði farið fram, en Örn hafi tekið því fálega. Ákærði segir, að strax eftir að hann kom til landsins, hafi hann heyrt utan að sér, að Jóhann Gíslason hefði lagt til við stjórn Flugfélagsins, að bæði honum og Þorsteini yrði vikið úr starfi. Ákærði kveðst ekki geta nafngreint neinn einstakan, sem hafi sagt honum þetta, en minnir þó við nánari umhugsun, að Þorsteinn hafi sagt honum það. 2. Samkvæmt upplýsingum Flugfélagsins var fundur haldinn í stjórn þess mánudaginn 26. júní þetta ár. Forstjórinn skýrði frá því, að ákærði og Þorsteinn E. Jónsson hefðu ekki lokið námi vestra og komið heim í heimildarleysi og því brotið gegn fyrir- mælum félagsins. Jafnframt væri unnið að skýrslugerð um málið. Samþykkt var að fresta umræðum, þar til sú skýrsla lægi fyrir. Miðvikudaginn 28. júní var annar stjórnarfundur haldinn. Las forstjórinn þá skýrslur frá Jóhannesi R. Snorrasyni, Jóhanni Gísla- syni og M. E. Yingling, allar dagsettar þann dag í Reykjavík, varðandi þá tvo flugstjóra, sem luku ekki námi í Seattle. Þessar skýrslur hafa verið lagðar fram í málinu, og hefur Jóhannes staðfest sína skýrslu fyrir dómi. Þykir rétt að taka meginefni skýrslna þessara orðrétt í dóminn, til þess að ekkert falli undan í forsendum, sem upplýsingar gæti gefið um sögulegan aðdraganda sakarefnis. Jóhannes R. Snorrason kveður, að þegar hann kom til Seattle 9. júní 1967, hafi honum verið afhent skrá yfir áætlað þjálfunar- flug fjögurra flugmanna félagsins og hafi hann verið skráður þar 1053 sem „instructor pilot“ ásamt W. E. Yingling flugstjóra, sem hafði séð um þjálfun annarra flugmanna. Ákærði og Þorsteinn E. Jóns- son áttu að fljúga með þeim. Síðan segir í skýrslu Jóhannesar oðrétt: „Fyrsta flugið var farið þriðjudaginn 13. júní, en síðan gerði skráin ráð fyrir 8 flugum, eða þar til sunnudaginn 25. júní. Þar sem áveðið var að flugvél Flugfélags Íslands færi frá Seattle þann 23. júní, var fyrir séð, að þjálfun þessara tveggja flugstjóra myndi ekki lokið fyrir brottför hennar. Var þá þegar gerð athugun á því, hvort hægt myndi að ljúka þjálfun á Íslandi, og haft samband við forstjóra Flugfélags Íslands varðandi það. Þegar svar barst um það, að það væri ekki hægt og þjálfun yrði að ljúka í Seattle, hafði ég samband við W. E. Yingling flugstjóra um, hvort hægt yrði að flýta þjálfuninni, þannig að henni yrði lokið fyrir 23. júní. Hann taldi, að þetta væri ógjörlegt, þar sem tími væri ekki fyrir hendi, og ekki æskilegt, að flugæfingar færu framúr því, sem áætlunin gerði ráð fyrir, og engan veginn rétt, að flugmenn færu í meir en eitt flug á dag“. „Samkvæmt viðtali við W. E. Yingling og forstjóra Flugfélags Íslands um framhaldsþjálfun Þorsteins Jónssonar og Gunnars Frederiksen lá það ljóst fyrir, að þeirra þjálfun yrði ekki lokið, fyrr en flugvél Flugfélags Íslands væri farin frá Seattle, og bjálf- unaráætlun Boeing yrði látin standa óbreytt. Okkur war tjáð, að þjálfunin gengi að óskum og gert væri ráð fyrir, að flugmenn- irnir færu í flugprófið þriðjudaginn 27. júní. Þetta tilkynntum við Þorsteini Jónssyni og Gunnari Frederiksen, en þeir töldu þessa lausn óviðunandi og vildu, að þjálfuninni yrði flýtt, íþ. e. flogið tvisvar á dag, og prófið tekið, áður en Boeing flugkennarinn gerði ráð fyrir því. Samkvæmt viðtali við W. E. Yingling var þetta ekki talið gjörlegt og heldur ekki æskilegt. Þá fóru Þorsteinn Jónsson og Gunnar Frederiksen fram á það við mig, að ég bæði Jóhann Gíslason að hringja í forstjóra Flugfélags Íslands og biðja hann að fresta heimkomu flugvélarinnar, hvað hann gerði, en fékk eðli- lega þau svör, að slíkt væri ekki hægt vegna undirbúnings hér heima. Þegar ég tilkynnti flugmönnunum þessi tíðindi, urðu “þeir ókvæða við og töldu það myndi vandalaust að breyta heimkomu- tíma flugvélarinnar um einn sólarhring. Ég benti þeim jafnframt á, að sú seinkun myndi ekki duga, þar eð skv. ákvörðun Boeing ættu þeir að fara í flugprófið þriðjudaginn 27. júní. Töldu þeir einnig, að unnt væri að fljúga með þá tvisvar á dag til þess að 1054 ljúka fluginu, þrátt fyrir það að slíkt væri ekki talið æskilegt af bjálfunarflugmönnum. Við brottför frá Seattle föstudagskvöldið 23. júní komu Þor- steinn Jónsson og Gunnar Frederiksen til flugvallarins áberandi ölvaðir, og settu farangur sinn um borð í flugvélina. Þeir til- kynntu útlendingaeftirlitsmanni, sem þar var staddur, að þeir væru farþegar með flugvélinni til Íslands, og fengu honum miða þá, er þeim bar að afhenda við brottför frá Bandaríkjunum. Ég náði tali af flugstjórunum og tjáði þeim, að þeirra þjálfun væri ekki lokið og þeir ættu ekki að fara með þessari flugvél heim. Þeir sögðu báðir, að þeir ætluðu með flugvélinni heim, hvað sem ég segði. Ég sagði þeim þá, að ég væri flugstjóri á þessari flugvél til Íslands og ég neitaði að flytja þá í því ásigkomulagi, sem þeir væru í, enda væri ekki æskilegt að láta sjá flugstjóra félagsins drukkna, þar sem fjöldi manns væri að kveðja vini og vanda- menn, og velgjörðamenn okkar frá Boeing væru þar með ásamt konum sínum að kveðja okkur. Bæði Þorsteinn og Gunnar sögðust myndu fara strax og færi gæfist með SAS til Kaupmannahafnar, ef þeir yrðu stöðvaðir í að fara með flugvél Flugfélags Íslands. Þegar svona var komið, gerði ég margar ítrekaðar tilraunir til þess að tala um fyrir þeim og benti á afleiðingar, sem óhjákvæmilega hlytu að fylgja í kjölfar svo vanhugsaðra fyrirætlana, en allt kom fyrir ekki. Rétt fyrir brottför spurðu Þorsteinn og Gunnar mig, hvort ég ætlaði að banna þeim að fljúga með vélinni heim, og ég kvað ákveðið svo vera, en tók fram, að þar sem Jóhann Gíslason væri staddur á flugvellinum, myndi ég endurskoða afstöðu mína, ef hann gæfi sitt samþykki. Aðspurður aftók Jóhann að samþykkja heimferð þeirra félaga með flugvélinni. Áður en wið varð ráðið, gengu Þorsteinn Jónsson og Gunnar Frederiksen um borð í flugvélina og tóku sér sæti saman. Ég gekk til þeirra og krafðist þess, að þeir gengju úr flugvélinni. Þorsteinn varð fyrir svörum og kvaðst ekki mundu fara nema með valdi. Þegar svona var komið og allir farþegar setztir í flugvél- ina, var ekki nema um tvennt að velja, að flytja þá heim til Ís- lands eða láta lögregluna á flugvellinum skerast í leikinn. Við Jóhann ræddum málið og vorum sammála um, að farþegar, starfs- lið flugvallarins og allt það fólk, sem hafði verið vitni að því, sem á undan var gengið, yrði látið horfa upp á frekari vandræði Flug- félagi Íslands, landi og þjóð til niðurlægingar“. 1055 Jóhannes R. Snorrason hefur staðfest skýrslu þessa fyrir dómi, og kveður hann, að hún sé samin að beiðni forstjóra Flugfélagsins eða þáverandi deildarstjóra flugrekstrardeildar félagsins. Hann kveður, að gerð skrár um fþjálfunarflug vestur í Seattle hafi algerlega verið í höndum Boeing verksmiðjanna og hafi hvorki hann né Jóhann Gíslason ráðið þar nokkru um. Hann kveður, að áður en hann fór vestur til Seattle, hafi verið ákveðið, að hann og ákærði ættu að fljúga þotunni til Íslands. Rétt þykir að taka skýrslu Jóhanns heitins Gíslasonar orðrétt í dóminn, og hljóðar hún svo: „27. júlí 1966 auglýsti Flugfélagið eftir umsóknum um stöður flugmanna á B-727 flugvél félagsins (fylgiskjal 1). 9. ágúst 1966 sækir Gunnar Frederiksen um stöðu flugstjóra (fylgiskjal II), og 15. ágúst 1966 sækir Þorsteinn Jónsson um flugstjórastöðu á B-727 (fylgiskjal III). Umsókn Þorsteins barst ekki fyrr en 15. ágúst, vegna þess að hann war við störf á Græn- landi, en í slíkum tilfellum er umsóknarfresturinn framlengdur, þangað til viðkomandi flugliði kemur til Reykjavíkur. 11. janúar 1967 er þeim Gunnari Frederiksen og Þorsteini J óns- syni tilkynnt, að þeir muni hljóta flugstjórastöður á B-727 flugvél Flugfélagsins að flugstjóraréttindum fengnum (fylgiskjöl IV og V). Einnig hvenær líkur væru fyrir, að námskeið þeirra yrði í Seattle. 4. apríl 1967 tilkynna Boeing-verksmiðjurnar, að þær stefni að afhendingu flugvélar Flugfélagsins mánudaginn 26. júní 1967. 28. apríl afgreiðir undirritaður ferðareikning (dagpeninga og ferðaáætlun) fyrir Gunnar Frederiksen og Þorstein Jónsson til gjaldkera Flugfélagsins. Er þar gert ráð fyrir, að þjálfun þeirra ljúki sunnuðaginn 25. júní og þeir komi heim mánudaginn 26. júní með flugvél Flugfélagsins. 19. maí 1967 tilkynna Boeing-verksmiðjurnar, að þær stefni að afhendingu flugvélarinnar 22. júní 1967. Þegar þessi tilkynn- ing barst, var þjálfun þeirra Gunnars Frederiksen og Þorsteins Jónssonar komin vel á veg samkvæmt fastákveðinni dagskrá Boeing. Með tilliti til afhendingar 22. júní ákveður Flugfélagið að stefna að brottför frá Seattle 23. júní og komið yrði til Reykja- víkur laugardaginn 24. júní kl. 14.00, sem síðan var breytt með skeyti forstjóra F. Í. 19. júní kl. 16.00. Þegar undirritaður kom til Seattle 16. júní, tjáðu þeir Jóhannes R. Snorrason, Þorsteinn Jónsson og Gunnar Frederiksen mér, að 1056 miklar líkur væru á, að þeir lykju ekki flugþjálfun fyrr en eftir 23. júní, og óskuðu eftir, að ég sendi skeyti til forstjóra Flugfé- lagsins um möguleika á að ljúka flugþjálfuninni á Íslandi fyrir þá Gunnar Frederiksen og Þorstein Jónsson og einnig flugvél- stjórana Sigurð Guðmundsson og Einar Sigurvinsson. Undirrit- aður útskýrði fyrir flugstjórunum, að hér væri um mikla erfið- leika að ræða, þar sem mér væri kunnugt um, að vélin væri ekki tryggð fyrir „frumþjálfun“ flugmanna eða flugvélstjóra, en eigi að síður mundi ég koma þessari beiðni á framfæri. Með skeyti 19. júní og í símtali við forstjóra F. Í. 20. júní kom ég síðan þessari ósk á framfæri. 21. júní kom endanleg synjun frá Flugfélaginu, eftir að forstjóri Flugfélagsins hafði rætt við forstjóra Trygging h.f. Eftir synjunina átti undirritaður ásamt J. R. Snorrasyni og Capt. Yingling fund með þeim Þorsteini og Gunnari, þar sem ég skýrði þeim frá því, að lokaþjálfun þeirra gæti ekki farið fram á Íslandi vegna ýmissa erfiðleika í sambandi við tryggingu flugvélar- innar. Á þessum fundi kom fram, að Capt. Yingling var mótfall- inn að framkvæma hluta af þjálfuninni í Seattle og hluta hennar á Íslandi, hann taldi, að tvímælalaust væri hagkvæmast fyrir alla aðila að ljúka henni í Seattle, eins og ráð hafði verið gert fyrir í upphafi. Einnig tjáði ég þeim Þorsteini og Gunnari að Flugfélagið hefði ákveðið móttökudagskrá, þegar flugvélin kæmi til Reykjavíkur og að boðskort hefðu verið send til boðsgesta. 22. júní kom Jóhannes með þá beiðni frá þeim Þorsteini og Gunnari, að ég hefði samband við forstjóra Flugfélagsins og færi fram á fyrir þeirra hönd, að brottför flugvélarinnar og mót- tökuathöfninni í Reykjavík yrði frestað, þangað til þeir hefðu lokið sinni þjálfun, sem þeir töldu nú, að yrði sunnudaginn 25. júní. Þrátt fyrir hversu fráleit þessi beiðni var, kom ég henni á framfæri við forstjóra Flugfélagsins, sem tjáði mér, að slíkt væri ekki mögulegt. Þessi málalok voru tilkynnt þeim Þorsteini og Gunnari. Föstudaginn 23. júní tilkynnti Þorsteinn Jónsson undirrituðum Í síma, að þeir Gunnar ætluðu heim án þess að hafa lokið flug- þjálfuninni, þar sem Flugfélagið hefði ekki séð sér fært að koma til móts við óskir þeirra um frestun á brottför flugvélarinnar frá Seattle og frestun á móttökuathöfninni í Reykjavík. Jóhannes R. Snorrason gerði síðan ítrekaðar tilraunir til þess 1057 að fá flugstjórana til að breyta ákvörðun sinni, en árangurslaust“. Skýrsla Williams E. Yinglings er á ensku, en í þýðingu Hilmars Foss, löggilts skjalaþýðanda, á þeirri tungu hljóðar svo: „Hr. J. Gíslason, Snorrason flugstjóri, ég og tveir flugstjórar Flugfélagsins hittumst í Seattle 21. júní, og rætt var um þá stað- reynd, að flugstjórarnir tveir mundu ekki ljúka þjálfun sinni fyrir afhendingarðag flugvélarinnar. Flugáætlun Boeing var fastákveð- in, og var ekki hægt að breyta henni með því einnig var verið að þjálfa World Airways. Stefna Boeing er aðeins eitt flug á dag fyrir hvern nemanda. Álitið er að 2 klst. rækileg þjálfun endist mun betur en 4 klst. Tafirnar í þjálfun þýddu 6 daga hámark í viðbót og 4 flug, þannig að reynsluflugi yrði lokið 27. júní. Samningurinn og stefna Boeing gera ráð fyrir að flugþjálfun verði lokið í Seattle. Gerði ég flug- stjórunum tveimur grein fyrir þessari staðreynd, og það gerðu hr. Gíslason og Snorrason flugstjóri einnig. Hvor flugstjóranna flaug með mér í 4 klst. á miðvikudag og fimmtudag, 2 klst, hvorn daginn, og var framför þeirra alveg viðunandi. Snorrasyni flugstjóra var veitt 1 {- 40 snemma, meðan á flug- þjálfun þeirra stóð, og íhafði það engin áhrif á þjálfunaráætlun flugstjóranna tveggja“. 3. Sama dag, 28. júní, ritaði forstjóri Flugfélagsins f. h. þess ákærða og Þorsteini E. Jónssyni tvö bréf, svohljóðandi: „Með tilvísun til þess, að þér lukuð ekki fyrirhugaðri þjálfun til öflunar réttinda til stjórnar Boeing 727 flugvél félagsins, og komuð jafnframt hingað heim með flugvélinni þrátt fyrir bann flugstjóra flugvélarinnar, óskar Flugfélagið eftir greinargerð frá yður um ástæður þessar. Þess er óskað, að greinargerð yðar hafi borizt forstjóra Flugfélagsins eigi síðar en kl. 14.00 föstudaginn 30. júní n.k.“. Föstudaginn 30. júní var fundur haldinn í stjórn félagsins, og skýrði forstjórinn frá nefndum tveimur bréfum. Fram voru lögð á fundinum svarbréf frá báðum flugstjórunum. Þykir rétt að taka bæði bréfin upp orðrétt. Bréf ákærða hljóðar svo: „Hefi móttekið bréf yðar, dags. 28. júní, varðandi komu mína til Íslands, áður en lauk fyrirhugaðri þjálfun til stjórnar Boeing þotu félagsins. Upphaflega var áætlað, að flugvélin kæmi til landsins þann 28. 67 1058 júní, en því var svo flýtt, þannig að hún mundi geta verið komin 24. dag mánaðarins. Æfingarflugin áttu að byrja mánudaginn 13. júní og ljúka sunnudaginn 25. júní. Bentum við Þorsteinn E. Jónsson á það strax, að þessu mætti breyta í tæka tíð, ef við ættum að geta náð þessari áætlun. Aðstoðarflugmennirnir fengu aftur á móti út- hlutað hagkvæmari tíma, þannig að þeir luku flugi 20. júní. Búið var að tilkynna mér og einnig alþjóð í dagblöðum, að ég ætti m. a. að fljúga heim ásamt Jóhannesi R. Snorrasyni. (Betur hefði verið, að það hefði ekki verið gert). Nú sá ég fram á, að þetta gæti ekki staðizt, og særði það stolt mitt djúpt. Þarna var ég orðinn sár og leiður og barðist við tilfinningar mínar. Sömu- leiðis hafði það töluverð áhrif á mig, að sonur minn varð nærri fyrir banaslysi hér heima um sama leyti. Vinur hans lá í valnum við hliðina á honum. Þannig leið tíminn í óvissu, og fannst okkur Þorsteini endilega, að það hefði mátt reyna að gera eitthvað í gagnkvæma átt fyrir okkur. Jafnvel ljúka æfingarfluginu hér heima, þar sem með vélinni eru tveir flugkennarar frá Boeing verksmiðjunum. Þegar svo kom að því, að þotan átti að fara heim, vorum við í uppnámi og óskuðum eftir því að komast heim. Eins og yður er kunnugt um, hefi ég starfað hjá Flugfélagi Íslands í liðlega 21 ár, og ekki man ég eftir því að hafa lent í neinum árekstrum við forráðamenn Flugfélagsins eða farþega þess öll þessi ár. Fremur hefi ég fundið það, að vera vel liðinn af hálfu farþeganna og starfsfólki yfirleitt. Það hefur aldrei staðið á mér eina mínútu í starfi, og veikindadaga mætti telja á fingrum sér gegnum öll árin. Ég hefi ætíð hugsað um hag Flugfélagsins og reynt að vera hagsýnn í starfi, og er mér óhætt að fullyrða, að í því liggja stórar fjárfúlgur. Þegar illa hefur árað hjá Flugfélaginu, hefi ég reynt að kaupa hlutabréf félagsins eftir efnum og ástæðum. Með stofnun Starfsmenn h.f. er ég meðal þeirra, sem hafa lagt fram hvað stærstan skerf. Með þessu hefi ég sýnt hug minn og vona, að þér og stjórn Flugfélagsins taki tillit til aðstæðna. Hvað náminu viðkemur, hafið þér allar upplýsingar frá Boeing, og má ég segja, að þar er ekkert uppá að klaga. Ef ég hefi gert mjög rangt að yðar áliti, óska ég eftir sættum og friði og vonast til að geta verið góður og trúr starfsmaður Flugfélagsins, meðan kraftar mínir leyfa“. Bréf Þorsteins E. Jónssonar, dags. 30. júní, er svohljóðandi: 1059 „Með tilvísun til bréfs yðar, dagsett 28. þ. m., vil ég viðurkenna, að ég telji heimkomu mína frá Seattle með TF-FIE mikla fljót- færni. Þetta var afleiðing af hugaræsingi og reiði, sem mér finnst réttlát vegna þess, meðal annars, að ekki var tekið neitt tillit til óska okkar flugstjóranna um, að breytingar yrðu gerðar á flug- stundaskránni, þannig að við gætum allir lokið flugnáminu í tæka tíð fyrir heimför TF-FIE. Við nánari íhugun, en því miður of seint, sá ég að þetta rétt- lætti ekki framferði mitt. Mér er það fyllilega ljóst, að þetta hefur bakað félaginu bæði óþægindi og kostnað, og hef ég fullan hug á að bæta þetta eftir beztu getu“. Í fundargerð þessa stjórnarfundar er síðan bókað orðrétt: „Miklar umræður urðu um málið. Borin var fram tillaga af for- manni um, að nefndum flugstjórum væri gefið tækifæri til að segja lausri stöðu sinni hjá félaginu nú þegar“. Tillagan var sam- þykkt. Ákærði kveðst hafa farið eftir hádegi næsta dag, 29. júní, til Arnar O. Johnsons með svarbréf sitt, og um þetta mót þeirra segir ákærði orðrétt: „Vildi ég leita sátta í máli mínu og hefði það eflaust tekizt, ef frekari rannsókn hefði farið fram þá og mér gefinn sanngjarn tími til úrlausnar. Ég bauðst einnig til þess að greiða þann kostn- að, sem það hafði í för með sér að fara aftur til Seattle, ef ekki væri um annað að ræða til að ljúka þjálfuninni. Það virtist bera lítinn árangur fyrir mig að tala við Örn um einhverja lausn, hann sagði aftur, að stjórnin tæki málið fyrir. En ég hafði grun um, að Örn sjálfur væri búinn að taka sína eigin afstöðu og ætlaði sér að halda við hana og þar hafi ráðið miklu um bréf, sem Jó- hann hafði skrifað stjórn félagsins og forstjóra. Hve rætið þetta bréf var í garð okkar Þorsteins, get ég ekki sagt um, vegna þess að ég fékk aldrei að lesa það, en vissi hins vegar, að það var nógu slæmt til þess að ráða úrslitum í meðferð þessa máls. Hvort Örn hefur persónulega eitthvað viljað fyrir mig gjöra til úrlausn- ar, get ég ekki sagt um, en málin snúist jafnvel gegn mér vegna hins aðilans í málinu. Stjórn Flugfélags Íslands h.f. hafði aldrei samband eða viðtal við mig persónulega né gjörði tilraun til þess, meðan á þessu stóð“. Laugardaginn 1. júlí kl. 1130 boðaði Örn O. Johnson ákærða og Þorsteinn E. Jónsson til viðtals í skrifstofu félagsins. Þeir 1060 mættu þar báðir, en auk Arnar var mættur af félagsins hálfu Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður. Samkvæmt minnis- blaði Einars, dags. 4. sama mánaðar, sem Örn, Þorsteinn og ákærði hafa staðfest fyrir dómi, gerðist þetta á fundinum: „Örn O. Johnson skýrði flugstjórunum báðum frá því, að hann og stjórn Flugfélagsins hefðu fjallað um mál þeirra. Væri stjórnin og hann sammála um, að brot þeirra flugstjóranna beggja væru svo alvarlegs eðlis, að ekki þætti fært að hafa þá lengur í þjón- ustu Flugfélagsins. Í því efni vakti Örn Ó. Johnson athygli á Þrem atriðum: 1) Hinu alvarlega agabroti flugstjóranna, þar sem þeir hefðu virt að vettugi fyrirmæli Flugfélagsins, um að þeir skyldu ljúka þjálfun á þotu Flugfélagsins í Seattle undir stjórn Boeingfélags- ins. Þessari þjálfun höfðu þeir ekki lokið, en komið heim án þess að hafa náð réttindum til að stjórna þotu. Enn fremur á hinu alvarlega agabroti flugstjóranna að fara heim með þotunni í banni flugstjórans, Jóhannesar Snorrasonar. 2) Hinu mikla fjárhagslega tjóni, auk annars vanda, sem þetta framferði hefði bakað Flugfélagi Íslands. 3) Álitshnekki, sem af þessu hefði hlotizt. Örn Ó. Johnson tók hins vegar fram, að hann og stjórn Flug- félagsins hefðu ákveðið með skírskotun til hins langa starfstíma Gunnars Frederiksen og Þorsteins Jónssonar að gefa þeim kost á að segja starfi sínu upp. Óskaði hann eftir, að skrifleg uppsögn þeirra bærist Flugfélaginu þriðjudaginn 4. júlí síðdegis. Hvorugur flugstjóranna hreyfði andmælum segn þessu, og varð ekki annað skilið en að þeir myndu senda skriflega uppsögn, svo sem talað var um. Þessi fundur var mjög stuttur, en áður en honum lauk, þökk- uðu flugstjórarnir báðir Erni Ó. Johnson samstarf undangenginna ára“. Ákærði kveður, að á fundinum hafi Örn skýrt honum og Þor- steini frá því, að þeir hefðu gerzt sekir um agabrot í starfi og gefið þeim kost á að segja upp störfum hjá félaginu innan þriggja daga. Ákærði bætir við orðrétt: „Var þetta stytzti, einfaldasti og afðrifaríkasti fundur, sem ég hefi upplifað. Ekki átti ég von á þessari meðferð, sem var eins og reiðarslag, enda fátt mælt, en ég sagði við Örn, um leið og ég kvaddi hann: „Þetta er ömurlegt hlutskipti“.“ Ákærði kveðst hafa átt bágt með að sætta sig við þessa með- ferð og kveður, að áminning hefði verið nægileg. Næsta dag, 2. 1061 júlí, hafi hann því hringt til Arnar í þeirri von, að mál hans yrði tekið til meðferðar að nýju, og farið fram á að fá frí frá störfum einhvern óákveðinn tíma eftir samkomulagi, „þannig að tími gæfist til að átta sig á hlutunum“. Þessi tilraun hafi engan árangur borið. Ákærði kveður, að það hafi verið á móti vilja hans að skrifa uppsagnarbréf, en honum hafi verið gefinn mjög takmarkaður tími til umhugsunar. Úr varð, að 4. júlí sendi hann forstjóra Flugfélagsins svohljóðandi bréf: „Undirritaður G. V. Frederiksen segi hér með upp starfi hjá Flugfélagi Íslands h.f. frá og með deginum í dag vegna þess mis- skilnings og leiðinda, sem skapast hafa vegna komu minnar með flugvélinni TF-ISE frá Seattle laugardaginn 24. júní. Ef eitthvað skyldi koma til leiðréttingar á þessu leiðindamáli, er ég reiðubúinn til viðræðna“. Sama dag sendi Þorsteinn E. Jónsson Flugfélaginu uppsögn á starfi sínu frá og með þeim degi að telja. Næsta dag, 5. júlí, tilkynnti Flugfélagið ákærða og Þorsteini bréflega, að félagið hefði samþykkt uppsagnir þeirra. 4. Þorsteinn Elton Jónsson flugstjóri, Sporðagrunni 9 hér í borg, hefur borið vitni í málinu. Hann segir, að á umræddum tíma hafi hann verið fjórði elzti flugmaður Flugfélagsins og á eftir þeim Jóhannesi R. Snorrasyni, ákærða og Antoni Axelssyni. Flugmenn þeir, sem læra skyldu á þotuna fyrir vestan haf, hafi farið þangað í tveimur hópum og hafi hann farið í þeim seinni með ákærða. Ætlað hafi verið, að þeir hefðu lokið námi og þjálfun fyrir vestan, áður en þotan færi þaðan hingað til lands, og að þeir Jóhannes og ákærði flygu henni hingað, en hann (Þor- steinn) og aðrir úr seinni hópnum yrðu farþegar í þeirri ferð hingað. Þotan hafi svo verið tilbúin til brottfarar a. m. k. tveimur dögum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir og hafi því orðið ljóst, að hann og ákærði mundu þá ekki vera búnir að ljúka þjálfun sinni, eins og hún hafði verið áætluð. Þeir hafi talað við þá Jó- hannes R. Snorrason og Jóhann Gíslason fyrir vestan í því skyni að reyna að fá þjálfuninni flýtt eða brottför þotunnar seinkað, þannig að þeir hefðu lokið við fullan þjálfunartíma fyrir brott- för hennar og að þeir gætu farið með henni heim. Þetta hafi ekki borið árangur. Gert hafi verið ráð fyrir, að þeir færu í þjálfunar- flug bæði mánudaginn 26. júní og þriðjudaginn 27. júní, en þá væri því lokið. Með þessu hafði þjálfunarflugi þeirra seinkað um tvo til þrjá daga og hafi þeir engar skýringar fengið á því, 1062 en þeim sagt, að úr því að þeir gætu ekki komið heim með þot- unni, gerði ekki til, þótt þeir lykju þjálfunarfluginu einum degi síðar. Hann segir, að þeir ákærði hafi verið í þjálfunarflugi að morgni föstudagsins 23. júní, þegar þotan átti að leggja af stað til Íslands, og síðan segir í framburði hans á þessa leið orðrétt: „Skömmu eftir hádegi komu þeir inn á hótelið, sem ákærði bjó á, en vitnið bjó á öðru hóteli. Vitnið kveðst hafa ætlað sér að leika golf þennan eftirmiðdag, en ákærði wildi, að þeir neyttu áfengis, og var það úr, að þeir gerðu það. Vitnið fór ekki til golfleiks, heldur sátu þeir við neyzlu áfengis fram eftir degi. Ákærði hafði orð á því við vitnið, að þeir skyldu fara saman með þotunni til Íslands, en þeir vissu þá, að hún átti að fara af stað þá um kvöldið. Vitnið kveðst hafa tekið þessu eins og gamni. Þeir skildu svo, og hélt vitnið á hótel sitt og lagði sig. Ákærði kom svo síðar um daginn á hótel vitnisins og ítrekaði það, að þeir skyldu fara með þotunni til Íslands, og var hann með allan sinn farangur Í leigubifreið fyrir utan hótelið. Sá vitnið þá, að ákærða var full alvara með að fara með þotunni. Reyndi vitnið að fá hann af þessari fyrirætlan, en hann sagði þá, að vitnið hefði samþykkt það áður í samtali þeirra á hóteli hans, að þeir færu báðir með þotunni. Kveðst vitnið hafa samsinnt ákærða um, að þeir færu saman með þotunni þá fyrr um daginn, en kveðst hafa gert það Í gamni með þeirri hugsun, að honum væri ekki alvara. Eftir að beir höfðu ræðzt við um málið, og vitnið sá, að ákærða var full alvara og að hann bar upp á vitnið samþykki um, að þeir skyldu báðir fara saman með (þotunni, vildi hann ekki bregðast fyrri orðum sínum, heldur tók saman farangur sinn og fór með hann út í leigubifreiðina, sem ákærði hafði á leigu. Þeir höfðu neytt áfengis á hóteli því, er vitnið bjó á, og þegar þeir komu út á flugvöllinn, voru þeir báðir mikið undir áhrifum áfengis. Þeir Jóhannes Snorrason, Jóhann Gíslason svo og Sigurður Jónsson, forstöðumaður Loftferðaeftirlitsins, sem einnig var staddur þarna og fór heim með þotunni, reyndu að koma í veg fyrir, að ákærði og vitnið færu með þotunni, en þeir skeyttu því ekki, heldur stigu inn Í vélina og settust þar í farþegasæti. Vitnið segir, að það og ákærði hafi neytt áfengis á leiðinni frá Seattle til Montreal, þar sem millilent var á leiðinni frá Seattle til Reykjavíkur“. Þorsteinn kveður, að eftir að komið var til Reykjavíkur, hafi nokkur bréfaskipti farið fram milli Flugfélagsins og hans, og varð úr, að hann og ákærði sögðu lausu starfi sínu hjá því. Hefur 1063 Þorsteinn staðfest að hafa móttekið fyrrgreind bréf félagsins, dags, 28. júní og 4. júlí 1967, og að hafa sent því fyrrgreind bréf, dags. 30. júní og 4. júlí sama ár, sem getið er í 3. lið í þessum kafla. Þá hefur hann ekkert haft að athuga við áðurgreinda frásögn Einars B. Guðmundssonar hæstaréttarlögmanns um fundinn Í. júlí það ár. Þorsteinn kveðst eftir þetta hafa verið flugstjóri hjá Landhelgis- gæzlu Íslands í ígripum frá seinni hluta sumars 1967 og fram á vor 1968, en síðan verið flugstjóri hjá hollenzku flugfélagi. Í tilefni af þeim orðum Jóhanns Gíslasonar í skýrslu sinni til Flugfélagsins, að 23. júní hafi Þorsteinn E. Jónsson tilkynnt hon- um Í síma, að hann og ákærði ætluðu heim með þotunni, kveðst Þorsteinn ekki muna eftir því, að hann hringdi til Jóhanns þennan dag, og tekur fram, að í hótelherbergi hans hafi ekki verið sími, heldur aðeins úti á gangi, en sími hafi verið í hótelherbergi ákærða. Í tilefni af þeim framburði ákærða, að hann minni, að Þorsteinn hafi sagt honum, að Jóhann Gíslason hefði lagt til við stjórn Flug- félagsins, að bæði honum og Þorsteini yrði vikið úr starfi, segir Þorsteinn, að þetta hljóti að vera misminni hjá ákærða og hafi hann aldrei heyrt þetta. Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélags Íslands h/f, hefur borið vitni í málinu. Hann kveður, að Jóhann Gíslason hafi sem deildar- stjóri flugrekstrarðeildar félagsins haft yfirumsjón með störfum flugáhafna og tekið þátt í mótun reglna, sem þær starfa eftir, svo og verið leiðandi við ráðningu flugáhafna og mat á kunnáttu þeirra. Það hafi verið ákveðið í upphafi, að Jóhannes R. Snorrason yrði „check pilot“ á þotunni, þ. e. hefði yfirumsjón með þjálfun flugmanna hér á landi, og hafi það verið með ólíkindum, að ráð- gert hafi verið, að hann yrði í seinni eða seinasta hópnum, er færi vestur um haf til þjálfunar, en það hafi verið fyrst og fremst starf Jóhanns Gíslasonar að skipa flugmönnum í þjálfunarhópa. Hann kveðst ekkert geta upplýst um einstök atriði þjálfunar flugmanna vestur í Seattle, því að bæði hafi þeir Jóhannes og Jóhann verið fyrir vestan svo og öll skipulagning og umsjón verið í höndum starfsmanna Boeing verksmiðjanna. Hann kveður, að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir því, að þeir Jóhannes og ákærði flygu þotunni frá Seattle til Íslands, en hann minnist þess ekki, að hann tilkynnti ákærða það, þó að svo kunni að hafa verið. Hann ætlar, að blaðafrásagnir um 'þetta efni 1064 séu frekar byggðar á samtölum blaðamanna við blaðafulltrúa félagsins heldur en á fréttatilkynningum frá því. Hann kveður, að fyrrgreindar skýrslur þeirra Jóhannesar R. Snorrasonar, Jóhanns Gíslasonar og Williams E. Yingling séu samdar að beiðni Flugfélagsins og sé skýrsla Jóhanns hin eina til félagsins um þar greint mál. Hann kveður, að rétt sé frásögn Jóhanns um, að hann hafi komið beiðni þeirra Þorsteins og ákærða um, að brottför flugvél- arinnar og móttökuathöfninni í Reykjavík yrði frestað, þangað til þeir hefðu lokið þjálfun sinni, sem þeir töldu, að yrði sunnu- daginn 25. júní, á framfæri við hann (forstjóra Flugfélagsins), en hann hafi tjáð Jóhanni, að slíkt væri ekki mögulegt. Hann minnir, að félaginu hafi borizt telexskeyti frá Jóhanni um þetta efni og að því hafi verið svarað símleiðis. Skeyti eða skeytaafrit um þetta efni hafi ekki fundizt hjá félaginu, en það sé ekki óeðli- legt, því að ekki séu geymd öll bréf eða símskeyti, sem til félags- ins berast. Loks kveður Örn, að þota Flugfélagsins hafi ekki verið tryggð fyrir frumþjálfun flugmanna, þ. e. áður en þeir höfðu lokið flug- stjórnarprófi, og hefði þurft sérstaka tryggingu til þeirrar notkun- ar hennar. Ef íþjálfun flugmanna hefði farið fram á (þeirri vél, hefði þar að auki áætlunarflug hennar ekki getað hafizt fyrr en um mánaðamót júlí og ágúst, en þá hefði sumaráætlun félagsins verið mjög skert. Eftir að ákærða höfðu verið gerðir kunnir framangreindir fram- burðir þeirra Þorsteins E. Jónssonar og Jóhannesar R. Snorra- sonar um atvik að brottför hans og Þorsteins með þotunni, skýrði hann frá þeim atburðum þannig: Hann segir, að þeir Þorsteinn hafi verið í þjálfunarflugi að morgni 22. júní, en ekki 23. júní, og er það í samræmi við æfinga- skrá þeirra. Eftir hádegi síðarnefnda daginn hafi ákærði gengið frá hóteli sínu út á annað hótel, þar sem tveir vélamenn íslenzkir bjuggu, í því skyni að skrafa við þá, en þeir voru þá í þjálfunar- flugi. Hafi hann þá gengið yfir á hótelið, þar sem Þorsteinn bjó, og hitt hann bar. Þorsteinn hafði þá neytt áfengis. Ákærði kveðst hafa dvalizt í herbergi Þorsteins í töluverðan tíma. Áfengi hafi verið þar og hafi þeir neytt þess báðir, en ákærði þó aðeins lítil- lega og ekkert sem talandi var um. Þorsteinn hafi ekki haft orð á því, að hann hefði ætlað sér að leika golf þennan eftirmiðdag. Það hafi svo komið af sjálfu sér í samtali þeirra, að þeir fóru að ræða um, að þota Flugfélagsins ætti að fara til Íslands þá um 1065 kvöldið, og hafi orðið úr, að þeir ákváðu að fara saman með henni heim. Annar þeirra hafi ekki átt hinum fremur uppástung- una að þessu eða að þeir tóku þessa ákvörðun. Tveir aðstoðar- flugmenn íslenzkir hafi ætlað að koma til þeirra um kl. 1700 þennan dag og flytja aukafarangur þeirra út á flugvöll, svo að hann kæmist með þotunni til Íslands, en þeir hafi ekki komið. Ákærði kveðst þá hafa farið á hótel sitt, tekið saman farangur sinn og farið í leigubifreið á hótel Þorsteins með farangurinn, bæði aukafarangurinn og annan farangur sinn. Þorsteinn hafi tekið saman sinn farangur allan og síðan hafi þeir haldið út á flug- völlinn, þar sem þotan var ferðbúin. Ákærði neitar því að hafa verið undir áhrifum áfengis, þegar |þeir félagar komu þangað. Þeir hafi hitt þá Jóhannes R. Snorrason og Jóhann Gíslason úti fyrir skammt frá þotunni og hafi hinir síðarnefndu andmælt því, að þeir færu með þotunni til Íslands. Það hafi þó orðið úr, að þeir fóru með henni. Ákærði kveðst ekki hafa neytt áfengis á leiðinni frá Seattle til Montreal. Í tilefni af skýrslu Jóhanns Gíslasonar vísar ákærði að öllu leyti til fyrri framburðar síns. Hann kveðst ekki hafa vitað til þess, að Jóhann sendi símskeyti til forráðamanna Flugfélagsins hér eða ætti símtal við þá út af kvörtunum og tilmælum hans og Þorsteins, fyrr en Jóhann sagði honum fimmtudaginn 22. júní, að svo hefði verið. Þá kveðst ákærði ekki hafa orðið var við, að Þorsteinn hringdi til Jóhanns 23. júní, og hann hafi heldur ekki sjálfur hringt til hans. Þá heldur ákærði fast við framburð sinn um, að Þorsteinn hafi sagt honum, að Jóhann hefði lagt til við stjórn Flugfélagsins, að honum og Þorsteini yrði vikið úr starfi, og hafi Þorsteinn haft fyrir sér orð ákveðins stjórnarmeðlims um það mál. 5. Ákærði kveður, að á meðan framangreindir atburðir gerð- ust, hafi verið búið að undirbúa og flýta, eins og mögulega var hægt, að senda Björn Guðmundsson til Seattle til þess að ljúka þar þjálfunarflugi á þotuna. „Var iþá tilganginum náð“, segir ákærði. Þrátt fyrir þetta var hann engan veginn vonlaus um, að honum gæfist tækifæri til frekari viðræðna við stjórn Flugfélags- ins, og hann gat ekki losnað við hugsunina um að fá sitt gamla starf aftur. Hann kveðst síðan hafa átt tal við menn um möguleika og horfur á því, að hann yrði ráðinn aftur til félagsins, og einn þeirra hafi verið Böðvar Eggertsson skrifstofustjóri. Hann hafi sagt ákærða, að því er hann minnir fyrir áramótin 1967—-1968, 1066 að hann hefði talað við Pál Þorsteinsson aðalgjaldkera um málið og hefði Páll verið mjög bjartsýnn og gefið honum góðar vonir um, að ákærði yrði ráðinn aftur til félagsins. Ákærði kveðst síðan hafa kvöld eitt, máske í marz f. á., hitt Pál í Oddfellow- húsinu. Tal þeirra hafi borizt að greindu máli og hafi Páll þá sagt honum, að það þýddi víst ekkert að eiga við þetta. Ákærði hafi þá spurt hann að því, hvort nokkuð hefði verið gert í málinu, og ekki fengið skýr svör við því. Honum hafi mjög sárnað, að þarna var búið að eyða dýrmætum tíma til einskis, því að annars hefði verið búið að senda til félagsstjórnarinnar undirskriftar- lista frá allstórum hópi wiðskiptavina félagsins, þar sem farið var fram á við stjórn þess, að mál ákærða yrði tekið að nýju til ítarlegrar athugunar. Kveðst ákærði hafa verið orðinn „svekktur“ á öllu þessu mótlæti og sofið oft illa. Í tilefni af þessum framburði ákærða hefur Páll Þorsteinsson borið, að hann þekki Böðvar Eggertsson, og telur hann víst, að þeir hafi talazt við um brottför ákærða frá Flugfélaginu, en hann minnist ekki einstakra orðaskipta þeirra um það mál og tekur skýrt fram, að hann hafi ekkert að sýsla með áhafnir félagsins. Hann minnist þess ekki sérstaklega, að hann lofaði Böðvari því að kanna möguleika eða horfur á því, að ákærði kæmi aftur til félagsins, og hann kveðst ekki hafa gefið honum ástæðu til að hafa það eftir honum, að hann væri bjartsýnn eða að hann hefði góðar vonir um, að ákærði yrði ráðinn aftur til félagsins, ef Böðvar hefur þá sagt það. Hann minnist þess að hafa hitt ákærða í Oddfellowhúsinu einhvern tíma, eftir að hann var hættur hjá félaginu, en man ekki einstök orðaskipti þeirra í það skipti, og minnist hann þess ekki að hafa sagt við hann, að það þýddi víst ekkert að eiga við þetta, þ. e. að fá ákærða aftur til félagsins. Vitnið Böðvar Ari Eggertsson skrifstofustjóri, Selvogsgrunni 13 hér í borg, kveður, að hann og ákærði hafi verið í sömu Oddfellow- stúku, og þegar hann frétti, að ákærði hafði hætt starfi hjá Flug- félaginu, vildi hann kanna, hvort möguleiki væri á því, að ákærði fengi aftur starf hjá félaginu. Hann hafi fyrst talað um þetta við ákærða og síðan við Pál Þorsteinsson. Hann og Páll hafi orðið sammála um, að rétt væri að tala við Sigurð Jónsson, forstöðu- mann Loftferðaeftirlitsins. Böðvar Ari kveðst síðan hafa talað við Sigurð og beðið hann um að tala við Örn Ó. Johnson um mál ákærða og hlera, hverjir möguleikar væru á því, að hann yrði ráðinn aftur til félagsins. Nokkru síðar hafi þeir Sigurður hitzt aftur. Sagðist Sigurður þá vera búinn að tala við Örn, sem hefði 1067 verið mjög vinsamlegur Í sambandi við málið, en Örn hefði sagt honum, að hann hefði málið ekki á valdi sínu, heldur réði stjórn félagsins því, hvort ákærði yrði ráðinn aftur til þess. Böðvar Ari kveður, að eftir þetta samtal þeirra Sigurðar hafi honum verið ljóst, að endurráðning ákærða til félagsins væri erfitt mál viðfangs, og þegar hann frétti nokkru síðar, að ákærði wæri far- inn að reka atvinnufyrirtæki með öðrum manni, hafi hann haldið, að ákærði væri farinn að sætta sig við orðinn hlut. Ákærði kveður, að þegar hann og Páll hafi svo hitzt aðfaranótt 9. maí f. á., hafi hann hlotið að leiða talið að því, að hann væri engan veginn ánægður með það, hvernig búið hafi verið að koma fram gagnvart honum, og hafi hann spurt Pál að því, hvað hann hefði eiginlega gert honum til stuðnings. Hafi ákærði þá fengið staðfestingu á því, að ekkert hafði verið gert, sem reyndar hafði þegar komið fram í öðru samtali þeirra um 5 vikum áður. Samtali þeirra nú hafi lokið með rifrildi. Ákærði kveðst nú hafa skýrt frá því, hvers vegna hann bar hatur til Jóhanns Gíslasonar, „og jókst þetta hatur með mánuði hverjum“, segir hann. Ákærði kveður, að þeir Jóhann hafi ekki talazt við í síma eða hitzt, eftir að þeir komu með þotunni hingað til lands, og að hann hafi ekkert gert á hluta hans fyrr en margumrædda aðfaranótt 9. maí f. á. Einnig kveður hann enga óvild eða kala hafa verið á milli þeirra, áður en ákærði fór vestur til Bandaríkjanna til náms í þotuflugi. IV. kafli. Að undangengnum úrskurði var Þórði Möller, yfirlækni á Kleppsspítalanum hér í borg, falið með bréfi, dags. 20. júní Í. á., að rannsaka geðheilbrigði og sakhæfi ákærða. Með bréfi, dags. 12. ágúst f. á., sendi yfirlæknirinn dóminum skýrslu, dags. 8. sama mánaðar, um rannsókn sína. Niðurstaða yfirlæknisins er þessi: „Gunnar Frederiksen er hvorki fáviti né geðveikur og varla geðvilltur, heldur ákaflega sjálfmiðaður maður og tillitslítill með alláberandi skapgerðargalla, sem þó verða lítt til ásteytingar við eðlilegar aðstæður vegna persónubyggingar, sem að ýmsu öðru leiti er allsterk. Þó að dómgreindarsljóvgandi áhrif áfengis verði almennt ekki reiknuð til afsökunar óhæfuverka, skal hér bent á það, að miklar líkur benda til þess, að Gunnar hafi verið á valdi mjög ofsalegra 1068 tilfinninga, er hann vann á Jóhanni Gíslasyni, þó ekki verði séð, að hér hafi beint verið um „skammhlaupsverk““ að ræða, unnið í æði. Sennilega hefði hann hins vegar varla látið koma til þessara framkvæmda nema við sljóvgaða dómgreind, því svipaðar hugs- anir höfðu hvarflað að honum áður, en hafði verið hrundið frá. Gunnar Frederiksen hlýtur því að teljast sakhæfur“. Með bréfi, dags. 9. september f. á., óskaði saksóknari ríkisins eftir umsögn Læknaráðs um álitsgerð Þórðar Möllers yfirlæknis og þeirri spurningu beint til ráðsins, hvort það fallist á niðurstöðu yfirlæknisins um geðheilbrigði og sakhæfi ákærða. Með álitsgerð og úrskurði Læknaráðs, dags. 14. nóvember f. á., féllst ráðið á áðurgreinda niðurstöðu yfirlæknisins. V. kafli. Með framburðum ákærða og vitna svo og öðrum gögnum máls- ins, sem rakin hafa verið í fyrri köflum dómsins, er sannað, að ákærði svipti Jóhann heitinn Gíslason lífi af ásettu ráði, eins og greinir í ákæru. Varðar það atferli hans við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kemur þá sérstaklega til athugunar, hversu styrkur og ein- beittur vilji ákærða til verknaðarins var. Ekkert hefur komið fram í þá átt, að ákærði hafi borið óvildar- hug til Jóhanns Gíslasonar, áður en ákærði fór til Bandaríkjanna í maí 1967. Ákærði gat ekki sætt sig við það, að flugþjálfun hans var svo hagað, að henni var ekki lokið, er þota Flugfélagsins hélt til Íslands 23. júní 1967, og hrapaði hann þá að því að fara við svo búið heim með þotunni í heimildarleysi. Varð það til þess, að ákærði var látinn hætta starfi sínu hjá Flugfélaginu, og er ljóst, að hann tók það mjög nærri sér. Ákærði hélt, að Jóhann Gíslason hefði átt sök á því, að ákærði gat ekki lokið flugþjálfun sinni í tæka tíð, svo og að Jóhann hefði lagt til, að ákærði yrði látinn víkja úr starfi. Hefur þó alls ekkert komið fram í málinu, er renni stoðum undir þessa skoðun ákærða. Ákærði lagði af þessum sökum hatur á J óhann, og jókst það eftir því sem stundir liðu fram. Hvarflaði jafnvel að honum í fáein skipti að vinna á Jóhanni, án þess þó að til þess ræki. Hugur ákærða snerist stöðugt um það að komast aftur í flug- stjórnarstarf sitt. Kannaði hann möguleika á því og virðist um áramótin 1967—1968 hafa verið vongóður um, að úr því gæti orðið. Síðar, máske í marz 1968, kveðst ákærði hafa hitt mann, 1069 er hann hafði vænzt, að yrði sér hjálplegur í þessu efni, og hafi maðurinn þá sagt honum, að það þýddi víst ekkert að eiga við þetta mál. Hafi þetta orðið sér mikil vonbrigði. Þegar svo ákærði eftir kvöldverðarhóf og neyzlu áfengis hitti sama mann aðfara- nótt 9. maí f. á., kveðst hann hafa spurt hann að því, hvað gert hefði verið honum til stuðnings, og þá fengið staðfest, að ekkert hefði verið gert. Hafi samtali þeirra lokið með rifrildi. Ákærði hélt síðan heim til sín þessa nótt, tók fram skamm- byssu, er hann hafði haft undir höndum rúmt ár, og hlóð hana 9 skotum. Ók hann síðan vestur að Tómasarhaga 25 í því skyni að hitta Jóhann, og kveðst ákærði hafa haft byssuna með sér til að skjóta Jóhann, ef svo bæri undir. Skaut ákærði svo umsvifa- laust á Jóhann, þegar er hann sá hann inni í húsinu. Ekki þykir fullvíst, að sá ásetningur ákærða að ráða Jóhanni bana hafi verið orðinn til fyrr en aðfaranótt 9. maí, en sá ásetn- ingur hefur verið ákveðinn að fullu eigi síðar en þegar ákærði lagði af stað heiman að frá sér áleiðis að Tómasarhaga 25 með hlaðna byssu. Það þykja ekki vera skilyrði til þess að ákvarða refsingu ákærða með hliðsjón af 74. gr., 4. tl., né 75. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 16 ár. Gæzluvarðhaldsvist ákærða síðan 9. maí f. á. ber samkvæmi 76. gr. hegningarlaganna að koma með fullri dagatölu refsingu hans til frádráttar. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnar- og réttargæzlulaun skipaðs verjanda síns, Ragn- ars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 80.000.00, og saksóknar- laun til ríkissjóðs, kr. 80.000.00, en málið sótti af ákæruvaldsins hálfu Hallvarður Einvarðsson, aðalfulltrúi saksóknara ríkisins. Dóm þennan kveða upp Þórður Björnsson yfirsakadómari sem dómsformaður og sakadómararnir Gunnlaugur Briem og Halldór Þorbjörnsson, en Þórður Björnsson var rannsóknardómari málsins. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Viggó Frederiksen, sæti fangelsi í 16 ár. Gæzluvarðhaldsvist ákærða síðan 9. maí 1968 komi með fullri dagatölu refsingu hans til frádráttar. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 80.000.00, svo og málsvarnar- og 1070 réttargæzlulaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 80.000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 20. júní 1969. Nr. 115/1968. Stefán Karlsson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) segn Starfsmannafélagi Áburðarverksmiðjunnar og gagnsök (Agnar Gústafsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. júní 1968. Krefst hann þess aðallega, að máli þessu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi gagnáfrýj- anda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 2. júlí 1968, Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og aðaláfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Svo sem rakið er í héraðsdómi, varðar mál þetta skyldu aðaláfrýjanda til að láta gagnáfrýjanda í té vegarstæði frá landspildu þeirri, er aðaláfryjandi seldi gagnáfrýjanda með kaupsamningi 22. september 1965 og afsali 29. s. m. Mál þetta varðar efni, sem fara ber með samkvæmt ákvæðum II. kafla laga nr. 41/1919, en þess hefur eigi verið gætt í héraði. Sam- kvæmt gögnum málsins er aðaláfrýjanda skylt að veita gagn- áfrýjanda aðstöðu til umferðar að landi sínu, en slikt virðist eigi unnt, nema veita gagnáfrýjanda umferðarrétt um lönd 1071 aðilja, sem aðaláfrýjandi hefur leigt eða selt landspildur á svæði þessu. Rétthöfum þessara landspildna hefur þó eigi verið stefnt í málinu til að þola slíkan umferðarrétt eða gæta réttar síns. Verður því í máli þessu eigi lagður dómur á það, hvort aðaláfryjandi geti fullnægt framangreindri skyldu eftir aðalefni sinu. Samkvæmt þessu og eins og kröfugerð máls þessa er hátt- að, er meðferð þess eigi að lögum og málið vanreifað. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og visa mál- inu frá héraðsdómi. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur aukadómþings Árnessýslu 27. apríl 1968. Ár 1968, laugardaginn 27. apríl, var í aukadómþingi Árnessýslu, sem haldið var í Bændahöllinni í Reykjavík af sýslumanni Páli Hallgrímssyni og meðdómsmönnunum Sigurði Baldurssyni hæsta- réttarlögmanni og Eiríki Eyvindssyni framkvæmdastjóra, kveð- inn upp dómur í málinu nr. 36/1966: Starfsmannafélag Áburðar- verksmiðjunnar gegn Stefáni Karlssyni, en málið var þingfest 12. nóvember 1966 og dómtekið eftir endurtekinn munnlegan mál- flutning nú samdægurs. Mál þetta hefur stefnandi, Starfsmannafélag Áburðarverksmiðj- unnar, Reykjavík, höfðað með stefnu, útgefinni 2. nóvember 1966, á hendur stefnda, Stefáni Karlssyni eftirlitsmanni, Víðihvammi 14, Kópavogi, og gerir þær dómkröfur í stefnu, að stefndi verði dæmdur til þess að láta sér í té vegarstæði a. m. k. 5 metra breitt á eystri bakka Vestari Stekkár eða á öðrum jafngóðum stað eftir mati dómsins og að stefndi verði dæmdur til þess að greiða máls- kostnað að skaðlausu að mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi kröfum sín- um á þá leið, að stefnda verði að viðlögðum 500 króna dagsektum gert að vísa á vegarstæði yfir land sitt að landi stefnanda frá 1072 nýlögðum vegi á landi Jóhanns Sveinbjörnssonar, enda reynist hið ávísaða vegarstæði eigi verra að mati dómkvaddra manna en hið fyrirhugaða vegarstæði á vestari bakka Eystri Stekkár, sbr. afsal frá 29. september 1965, dómsskj. nr. 4. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og hætfilegs málskostnaðar í samræmi við gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Málsatvik. Stefndi eignaðist 10 hektara lands úr jörðinni Snorrastöðum í Laugardalshreppi með kaupsamningi, dags. 20. júlí 1941, og afsali, dags. 12. september s. á. Landinu er svo lýst, að það liggi „milli svonefndra Stekkáa, og skulu árfarvegirnir vera markalína landsins að vestan og austan, þar til ár þessar sameinast, og að norðan lína milli nefndra árfarvega, þar sem mæling á landinu segir til um, að línan eigi að vera“. Með samningum, dags. 20. júní 1965, leigði stefndi Soffíu Vil- hjálmsdóttur, Skeggjagötu 12, Reykjavík, og Antoni Guðmunds- syni, Hvassaleiti 8, Reykjavík, hálfan hektara lands, hvoru til 40 ára. Liggja landspildur þessar meðfram Eystri Stekká, og er land Antons ofar. Milli landspildu stefnanda og leigulands Antons hafði stefndi leigt Ólafi Haraldssyni, Hrauntungu 36, Kópavogi, landspildu að stærð ca. 5.000 m?, og er sú spilda talin ná á milli Stekkánna, en þó telur stefndi, að eigi hafi verið búið að semja um lögun landsins að öðru leyti en því, að austurmörk þess skyldu vera Eystri Stekká. Með kaupsamningi, dags. 22. september 1965, og með afsali, dags. 29. s. m., seldi stefndi stefnanda einn hektara lands úr land- spildu sinni á Snorrastöðum. Í báðum þessum skjölum eru svo- hljóðandi ákvæði: „Afmarkast spildan að vestan og austan af Stekkánum, en að norðan af landi Snorrastaða og svo að sunnan Þannig, að spildan verði 1 hektari“. Enn fremur segir svo Í skjöl- unum: „Fyrirhuguð er breyting á aðkeyrslu að landinu þannig, að vegurinn verður lagður á vestari bakka Eystri Stekkár. Taka kaupendur þátt í kostnaði við vegagerð þessa að jöfnu á móti þeim öðrum, er veginn nota“. Í kaupsamningi er kaupverð ákveð- ið kr. 135.000.00, og í afsali er það talið að fullu greitt. Í afsali er forkaupsréttarákvæði, sem bundið er við stefnda persónulega. Þá er sú kvöð í afsali, að stefnandi megi byggja tvo bústaði á landi sínu, en fleiri eigi, nema stefndi leyfi. Þessi kvöð er einnig bundin við stefnda persónulega. Loks er tekið fram í afsali, að á hinu selda landi hvíli eigi aðrar kvaðir en nefndar hafa verið og engar veðskuldir. 1073 Umboðsmenn stefnanda, þeir Kjartan V. Guðmundsson, Hvassa- leiti 28, og Óli H. Þórðarson, Háaleitisbraut 49, báðir í Reykjavík, hafa lýst yfir því, að þeim hafi við undirskrift kaupsamnings og afsals fyrir umræddu landi verið kunnugt um áðurnefnda leigu- samninga. Málsaðiljar eru sammála um, að wið samningsgerðina hafi verið rætt um væntanlega afstöðu leigutaka til vegagerðar- innar, en stefndi hafi talið, að samþykki þeirra fengist sjálfkrafa. og kveðast umboðsmenn stefnanda ekki hafa talið ástæðu til að tortryggja frásögn stefnda um þetta atriði. Þegar til átti að taka, kom í ljós, að enginn hinna þriggja leigu- taka vildi leyfa vegarlagningu yfir leiguland sitt á vestari bakka Eystri Stekkár. Hins vegar hefur nefndur Ólafur Haraldsson lýst yfir því, að hann geti samþykkt vegargerð á eystri bakka Vestari Stekkár, enda fái hann þá annað land í staðinn, þannig að land hans verði eftir sem áður 5.000 fermetrar. Frá þjóðvegi að landi stefnda liggur vegur í landi Snorrastaða, en eigandi og ábúandi jarðarinnar er Jóhann Sveinbjörnsson. Eftir að í ljós kom, að áðurnefndir leigutakar vildu ekki sam- þykkja vegarstæði það, sem um ræðir í kaupsamningi og afsali fyrir landi stefnanda, skoruðu umboðsmenn stefnanda á stefnda að vísa á annað vegarstæði, en til þess hefur stefndi verið ófáan- legur, þar eð hann kveður aldrei hafa verið um annað vegarstæði talað. Við fyrri munnlegan flutning málsins hinn 9. ágúst 1967 upp- lýsti lögmaður stefnda, að stefndi hefði, meðan á málssókn þessari stóð, selt nokkrar lóðir úr landi sínu, m. a. hefði hann selt sonum sínum, Karli og Stefáni Stefánssonum, landspildu, sem takmark- ast að austan af leigulöndum Soffíu Vilhjálmsdóttur og Antons Guðmundssonar, en að vestan af Vestari Stekká, og væri leiðin að landi stefnanda því lokuð. Að fengnum þessum upplýsingum og með tilliti til þess, að með auglýsingu félagsmálaráðuneytis nr. 157/1965 er ákveðið, að ákvæði skipulagslagsa nr. 19/1964 skuli ná til Laugardalshrepps, kvað dómurinn hinn 16. september 1967 upp úrskurð, þar sem því var beint til málsaðilja að afla eftirgreindra gagna, áður en dómur gengi Í málinu: 1. Uppdráttar af upphaflegu landi stefnda úr Snorrastaðalandi, sem sýni allar þær lóðir, sem stefndi hefur síðan selt eða leigt frá sér. 2. Umsagnar skipulagsstjóra ríkisins og byggingarnefndar Laug- ardalshrepps um það, hvort þessir aðiljar telji ákvörðun um- 68 1074 ferðarleiðar að landi stefnanda háða sínu samþykki sam- kvæmt lögum nr. 19/1964, sbr. auglýsingar nr. 157/1965 og 54/1967. Eftir uppkvaðningu þessa úrskurðar hefur verið lagður fram uppdráttur af upphaflegu landi stefnda, þar sem merktar eru allar lóðir, sem stefndi hefur selt eða leigt frá sér. Þá hafa verið lögð fram ljósrit af 5 afsölum, sem öll eru gefin út, eftir að mál þetta var höfðað. Ein hinna seldu lóða er, eins og áður segir, afsöluð sonum stefnda, þeim Karli og Stefáni Stefánssonum, og er afsalið dagsett 30. júní 1967. Nefndur Karl Stefánsson er bók- aður mættur í þinghaldi í máli þessu 25. apríl 1967, og var honum því fullkunnugt um málssókn þessa. Þá hefur lögmaður stefnanda snúið sér til skipulagsstjóra ríkis- ins, vegamálastjóra og byggingarnefndar Laugardalshrepps og spurzt fyrir um afstöðu þessara aðilja til vegarlagningar þeirrar, sem mál þetta fjallar um. Svör þessara aðilja liggja fyrir í málinu. Vegamálastjóri hefur samþykkt, að tengja megi áðurnefndan einkaveg Jóhanns Sveinbjörnssonar við Laugarðalsveg vestan Stekkár með þeim fyrirvara, að Vegagerð ríkisins geti krafizt henni að kostnaðarlausu, að tenging verði færð a. m. k. 50 m í vestur frá brúarenda. Lögmaður stefnanda spurði skipulagsstjóra, hvort hann teldi fyrirhugaða vegarlagningu falla undir skipulagslög og ef svo væri, óskaði hann eftir, að skipulagsstjóri ákvæði vegarstæðið. Skipulagsstjóri svarar ekki beiðni lögmannsins um ákvörðun vegarstæðisins beinum orðum, en af svörum hans verður ekki annað ráðið en það, að hann leiði hjá sér öll afskipti af fyrir- hugaðri vegarlagningu. Þá sneri lögmaður stefnanda sér til byggingarnefndar Laugar- dalshrepps, sendi henni skjöl máls þessa til glöggvunar, leitaði umsagnar hennar og spurðist jafnframt fyrir um það, hvort hún gerði nokkra athugasemd við sölu stefnda á umræddri lóð til stefnanda. Byggingarnefnd og hreppsnefnd Laugardalshrepps svöruðu þessu erindi lögmannsins því einu, 1) að öll mannvirkjagerð í landi stefnda sé háð samþykki byggingarnefndar Laugardals- hrepps og 2) að ekki hafi verið leitað eftir samþykki sveitar- stjórnar né áliti byggingarnefndar um framkvæmdir eða sölu á landi því, sem stefndi afsalaði stefnanda. Dómurinn verður að líta svo á, að með áðurnefndu. bréfi lög- mannsins hafi byggingarnefnd Laugardalshrepps verið gerð full- 1075 nægjandi grein fyrir máli þessu og henni gefið tækifæri til þeirra afskipta, sem hún sjálf teldi ástæðu til. Hins vegar verður svar hennar ekki skilið öðruvísi en svo, að hún leiði mál þetta hjá sér. Telja verður, að umboðsmenn stefnanda hafi ekki haft ástæðu til að tortryggja heimild stefnda til þess að heita þeim vegarstæði og umferðarrétti að landi stefnanda, einkum þar sem í ljós er leitt með framburði stefnda sjálfs og Ólafs Haraldssonar, að stefndi var, er samningarnir á dskj. 3 og 4 voru undirritaðir, heimildar- maður að landi undir vegarstæði á öðrum stað, ef hið fyrirhugaða skyldi bregðast. Orðalagið á dskj. 3 og 4 tekur af öll tvímæli um það, að í kaup- unum skyldi fylgja land undir veg, enda er lega lands stefnanda þannig, að vegarstæði að því hlaut að vera ein af forsendum kaup- anna. Eigi verður talið, að áðurnefnd sala stefnda á landspildum til sona hans samkvæmt afsali, dags. 30. júní 1967, né aðrar sölur hans á landspildum eftir 29. september 1965 breyti réttarstöðu hans gagnvart stefnanda, hvað vegarstæði snertir. Samkvæmt því, sem nú hefur werið rakið, verður að telja sannað, að stefndi hafi með samningum sínum á dskj. 3 og 4 tekið að sér að sjá stefnanda fyrir vegarstæði að landi hans, enda þótt stefndi hefði eigi reynzt heimildarmaður að hinu upphaflega fyrirhugaða vegarstæði. Ber því að taka kröfur stefnanda til greina, Dómurinn fellst á fjárhæð dagsekta. Málskostnaður ákveðst kr. 25.000.00. Dómsorð: Stefndi, Stefán Karlsson, skal innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa, að viðlögðum 500 króna dagsektum, vísa stefnanda, Starfsmannafélagi Áburðarverksmiðjunnar, á veg- arstæði yfir land það, er hann átti hinn 29. september 1965 og var þá heimildarmaður að, frá nýlega lögðum vegi í landi Jóhanns Sveinbjörnssonar, Snorrastöðum, að landi stefnanda, enda reynist, ef ágreiningur verður, hið ávísaða vegarstæði sambærilegt að mati dómkvaddra manna við hið áður fyrir- hugaða vegarstæði á vestari bakka Eystri Stekkár samkvæmt afsali, dagsettu 29. september 1965. Stefndi greiði stefnanda kr. 25.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að wiðlagðri aðför að lögum. 1076 Þriðjudaginn 29. júlí 1969. Nr. 141/1969. Valdstjórnin gegn Þorsteini Þórði Sigurðssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 25. júlí 1969, sem barst Hæstarétti 28. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur og hann látinn laus úr gææzluvarðhaldi. Varnaraðilja er gefin að sök háttsemi, sem varðað getur hann fangelsisrefsingu eftir ákvæðum XVII. og XXVI. kafla almennra hegningarlag nr. 19/1940. Eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hendi skilyrði til gæzluvarðhalds, sem rétt er að beita áfram, eins og á stendur, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961. Með skirskotun til þessa og forsendna hins kærða úrskurð- ar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 25. júlí 1969. Ár 1969, föstudaginn 25. júlí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9 af Sverri Einarssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Aðfaranótt 1. júní s.l. var framið innbrot í húsakynni Alþýðu- blaðsins við Hverfisgötu hér í borg og m. a. stolið þaðan sex tékk- heftum með samtals 125—150 ónotuðum eyðublöðum. 9. júní s.l. war Þorsteinn Þórður Sigurðsson verkamaður, Kapla- 1077 skjólsvegi 54 hér í borg, handtekinn í húsakynnum Sparisjóðs Kópavogs, en þar var hann að reyna að selja falsaðan tékka að fjárhæð kr. 8.000.00, og var hann gefinn út á eitt þeirra eyðublaða, sem stolið var í greindu innbroti. Þorsteinn Þórður neitaði í fyrstu að tjá sig um tékkann og var 10. júní s.l. úrskurðaður vegna rannsóknar málsins í allt að 45 daga gæzluvarðhald, en það rennur út nú í dag kl. 1410. Rannsóknarlögreglunni hafa borizt fjórir aðrir falsaðir tékkar á eyðublöð úr sama hefti og áðurgreindur 8.000.00 króna tékki. Er samanlögð fjárhæð allra fimm tékkanna kr. 23.750.00. Allir hafa þeir verið seldir, á meðan Þorsteinn Þórður hafði óskert frelsi, eða á fyrstu 9 dögum s.l. mánaðar. Allir eru tékkarnir eins úr garði gerðir, vélritaðir með undirskriftinni Hannes Jónsson sem útgefanda. Anna Sigríður Pétursdóttir, Grundarlandi 10 hér í borg, var stödd í verzlun í biðskýlinu við Bústaðaveg hér í borg, er einn hinna fimm tékka, að fjárhæð kr. 2.900.00, var seldur þar. Hún hefur séð kærða og er alveg viss um, að hann hafi verið maður sá, er tékkann seldi. Við húsleit á heimili Einars Sverris Einarssonar, Safamýri 65 hér í borg, sem framkvæmd var 18. þ. m. vegna annars máls, fundust 9 ónotuð tékkaeyðublöð, sem reyndust úr sama hefti og hinir fölsuðu tékkar. Rannsókn málsins er eigi lokið, en kærði neitar að hafa falsað greinda tékka og kveðst ekkert vita um aðra tékka en þann, sem hann var handtekinn fyrir að reyna að selja. Saga hans um það, hvernig hann fékk hann í hendur, er í athugun. Þykir því af framansögðu nauðsyn til bera með tilvísun til 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961 og hliðsjón af 155. og 244. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940 að úrskurða kærða í áframhaldandi gæzluvarðhald, þegar úrskurðartímanum samkvæmt fyrri úrskurði lýkur í dag kl. 1410. Ákveðst gæzluvarðhaldstíminn allt að 30 dögum. Ályktarorð: Þorsteinn Þórður Sigurðsson skal sæta gæzluvarðhaldi í allt að 30 dögum frá kl. 1410 25. júlí 1969. 1078 Mánudaginn 13. ágúst 1969. Nr. 143/1969. Valdstjórnin segn Sveinbirni Gíslasyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gææzluvarðhald. Geðheilbrigðisrannsókn. Dómur Hæstaréttar. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 1. og 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 28. júlí 1969, er barst dóminum 6. ágúst 1969, og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Niðurstöðu hins kærða úrskurðar ber að staðfesta, eins og sakarefni og sönnunaratriðum máls er háttað, sbr. 1. og 4. tl. 1. mgr. 67. gr. og 2. tl., d, 75. gr. laga nr. 82/1961. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 28. júlí 1969. Ár 1969, mánudaginn 28. júlí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í gömlu bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg af Þórði Björnssyni yfirsakadómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Snemma að morgni 18. janúar 1968 fannst Gunnar Sigurður Tryggvason leigubifreiðarstjóri, Kambsvegi 8 hér í borg, látinn í bifreið sinni, R 461, á Laugalæk hér í borginni af völdum skot- sárs hægra megin í hnakka. Í bifreiðinni fannst skothylki, og leiddi athugun rannsóknarlögreglunnar til þess álits, að kúlunni hefði verið skotið úr skammbyssu af gerðinni Smith é. Wesson, cal. 35. Eru þær byssur nú mjög sjaldgæfar. Hér á landi er aðeins vitað um, að ein slík byssa hafi verið til. Hafði eigandi hennar, Jóhannes heitinn Jósefsson, fyrrum eigandi Hótels Borgar, haft hana með sér frá Ameríku hingað til lands líklega árið 1927, en árið 1965 hafði hann tilkynnt til lögreglunnar hvarf byssunnar frá heimili sínu að Tjarnarstíg 8 á Seltjarnarnesi. 1079 Kærði, Sveinbjörn Gíslason bifreiðarstjóri, Sækambi á Sel- tjarnarnesi, ók leigubifreiðinni R 15612 frá Bæjarleiðum hér í borg fyrir þau hjónin Hallgrím Aðalbjarnarson og Lofteyju Kára- dóttur, Freyjugötu 25 hér í borg, frá því í maí 1967 þar til 6. marz s.l, en þann dag tóku þau hjónin bifreiðina af honum fyrirvara- laust. Síðar sama dag fundu þeir Hallgrímur og Snæbjörn Magnús- son, Hólmgarði 46 hér í borg, skammbyssu fullhlaðna 7 skotum í læstu mælaborði bifreiðarinnar, þegar þeir voru að taka til þar. Var iþetta byssa af gerðinni Smith ér Wesson, cal. 35. Sérfræðingur hjá alríkislögreglunni (F.B.I1.) í Bandaríkjunum hefur rannsakað byssu þessa og skothylkið, sem fannst í bifreið- inni R 461. Telur hann, að skothylkinu hafi verið skotið úr byssu þessari. Hinn 7. marz s.l. var gerð húsleit á heimili kærða Sveinbjörns, og fannst þá læstur peningakassi þar á stigapalli. Reyndust vera í honum meðal annars tvö skot. Var annað þeirra skammbyssu- skot Smith 8c Wesson, cal. 35, eða af sömu gerð og skot þau, sem voru Í fyrrgreindri byssu, þegar hún fannst í bifreiðinni R 15612. Lárus Fjeldsted Salómonsson lögreglumaður hefur borið það, að Jóhannes Jósefsson hafi sagt honum, að hann hefði ekki skotið úr fyrrgreindri skammbyssu sinni í mörg ár, og minnir hann, að Jóhannes segðist ekki hafa skotið úr henni síðan á árinu 1937. Þegar Jóhannes tilkynnti honum um hvarf byssunnar árið 1965, hefði hann haft orð á því, að til lítils væri að slægjast eftir þessari byssu, því að skot væru ekki til í hana. Njörður Snæhólm, aðalvarðstjóri í rannsóknarlögreglunni, hef- ur skýrt frá því, að aðeins 8.350 stykki hafi verið framleidd af þessari byssutegund og stærð og að framleiðslu á þeim hafi verið hætt árið 1921. Skot í byssu þessa, sem sé amerísk, hafi verið framleidd á árunum 1913 til 1940, en skotið, sem varð Gunnari Sigurði Tryggvasyni að bana, muni hafa werið framleitt fyrir árið 1926. Hinn 15. febrúar 1968 leituðu þeir Njörður Snæhólm og Lárus Fjeldsted Salómonsson með samþykki Jóhannesar heitins á heim- ili hans að Tjarnarstíg 8 að skammbyssuskotum að stærð cal. 33. Fundu þeir í kössum þar í kjallaranum um 130 slík skot, en dag- inn áður hafði Lárus Fjeldsted fundið 12 slík skot í veiðitösku Jóhannesar í kjallaranum. Kærði Sveinbjörn var handtekinn þegar eftir fund byssunnar í bifreiðinni R 15612 7. marz s.l. Hafði hann þá lyklakippu sína 1080 í vasanum, og reyndist einn lykillinn á henni ganga að læsingu útidyrahurðar Tjarnarstígs 8. Kærði Sveinbjörn war fyrst í stað yfirheyrður af rannsóknar- lögreglunni, en síðan 21. marz s.l. hefur hann eingöngu verið yfir- heyrður af rannsóknardómara. Fyrstu vikur og mánuði, eða til 28. júní s.l., var framburður kærða í fáum orðum þessi: Hann neitar því að hafa orðið Gunnari Sigurði Tryggvasyni að bana eða verið nokkuð riðinn við þann verknað eða að hafa hugmynd um, hver hefur framið hann. Hann neitar því að hafa tekið byssuna, sem fannst í bifreiðinni R 15612, eða nokkur skot frá Jóhannesi Jósefssyni á árunum 1936— 1960 og frá 1946 sem einkabifreiðarstjóri hans. Hann kveðst dag einn rétt eftir miðjan janúar s.l. hafa verið að hreinsa bifreiðina R 15612 fyrir utan heimili sitt og þá fundið skammbyssuna fullhlaðna undir hægra framsæti bifreiðarinnar. Hann hafi látið byssuna í mælaborðið, læst því og síðan hafi hann ekki hreyft við henni þar. Hann hafi ekki tilkynnt lögreglunni um byssuna og engum sagt frá henni. Þá kveður hann, að skot hafi ekki átt að vera í peningakassanum, sem hann átti á stigapallinum á heimili sínu, og geti hann ekkert sagt um, hvers vegna fyrrgreint skammbyssuskot var þar. Hann gerði heldur ekki grein fyrir því, hvers vegna hann hafði í fórum sínum lykil, sem gekk að útidyrahurð að húsi því, sem Jóhannes Jósefsson átti heima í. Hinn 17. apríl s.1. bar Þórir Magnússon bifreiðarstjóri, Meðal- holti 14 hér í borg, að á árinu 1966, og sennilega þá um vorið, hafi kærði Sveinbjörn, sem vann íþá ásamt honum hjá Bifreiðastöð Steindórs hér í borginni, skýrt honum frá því, að hann ætti tvær skammbyssur. Önnur væri þannig, að hægt væri að breyta henni í vélbyssu, en hin væri miklu skemmtilegri, og minnir hann, að kærði segði honum, að „magasín“ þeirrar byssu gengi upp í skaft- ið. Erfitt væri að fá skot í byssurnar. Þórir kvaðst hafa haft áhuga á byssum og hafi hann beðið kærða um að selja honum þær. Kærði hafi látið hann fá fyrrnefndu byssuna, sem var af tegund- inni Mauser, en íþá síðarnefndu hafi hann ekki viljað selja. Næsta dag staðfesti kærði Sveinbjörn, að hann hefði látið Þóri fá Mauser skammbyssu, en kvað það vera rangt hjá honum, að hann hefði nokkru sinni sagt honum, að hann ætti tvær skammbyssur, og hefði hann aldrei átt eða haft undir höndum aðra skammbyssu en Mauser byssuna. Frekara samræmi milli framburða kærða Svein- björns og Þóris náðist ekki í þinghaldi þessu þrátt fyrir samprófun Þeirra. 1081 Á dómbþingi 28. júní s.l. kvaðst kærði Sveinbjörn vilja leiðrétta fyrri framburð sinn í nokkrum tilteknum atriðum, eða eins og hér greinir: Hann kveðst hafa einhvern tíma á árunum 1953—1955 tekið hálfan annan pakka af skammbyssuskotum, sem Jóhannes Jós- efsson átti og geymdi í skúffu í sumarbústað sínum við Hítará. Ætlan hans hafi verið að athuga, hvort skotin pössuðu í Mauser skammbyssuna, sem hann átti, og hafi hann farið með þau heim til sín að Sækambi. Þar hafi hann prófað eitt þeirra og hafi það reynzt vera allt of lítið í byssuna, þannig að ekki hafi komið til þess, að því væri hleypt af. Hann orðar það sem möguleika, að skot þetta hafi hann látið í peningakassann á pallinum uppi á lofti hjá sér og það sé annað skotið, sem var í kassanum, þegar hann var opnaður í sambandi við rannsókn máls þessa. Hann hafi látið pakkana, sem skotin voru í, í skrifborðsskúffu á heimili sínu eða á sama stað og hann geymdi Mauser byssuna. Skúffan hafi verið læst og hafi hann borið lykilinn á lyklakippu sinni. Þá kveður kærði Sveinbjörn, að töluvert áður en Jóhannes Jós- efsson og kona hans fóru til útlanda um sumarið 1965, hafi Jó- hannes hringt til hans og beðið hann um að koma heim til hans á Tjarnarstíg 8 til að líta á sjónvarpstæki, sem væri þar bilað, og hafi hann komið (því í lag. Í þetta skipti hafi hann tekið með leynd skammbyssu, sem Jóhannes átti og geymdi ásamt annarri í byssukassa, sem var á hillu í skattholi í stofunni, og haft byss- una á brott með sér. Tilgangur hans hafi verið að selja hana og nota söluverðið, sem hann ætlaði, að gæti orðið um kr. 2.000.00, til eigin þarfa. Hann hafi svo látið byssuna í peningakassann á loftskörinni heima hjá sér, en ekkert gert til að reyna að selja byssuna og engum sagt frá henni. Skömmu eftir að hann hafði selt Þóri Magnússyni Mauser byssuna, hafi hann þá sagt honum, að hann gæti útvegað honum aðra skammbyssu, sem væri langt- um minni en hin, og hafi Þórir haft áhuga á byssunni. Það hafi orðið til þess, að kærði hafi opnað peningakassann, náð í byssuna, stungið henni í vasa sinn og farið með hana sama dag um kl. 1230 niður á Bifreiðastöð Steindórs í því skyni að sýna Þóri hana, en, kærði hafi þá ekki verið búinn að lofa honum því að selja honum byssuna, aðeins lofað honum því að sýna honum hana. Þórir hafi ekki verið að vinna á stöðinni þennan dag. Kærði kveðst þá hafa látið byssuna í geymsluhólf leigubifreiðar sinnar, R 1402, sem hann ók þá frá Steindórsstöð, og þar hafi byssan verið allan daginn í læstu hólfinu. Að loknum vinnudegi kl. 1 um nóttina 1082 hafi hann eins og venjulega skilað bifreiðinni í hús Steindórs- stöðvar við Sólvallagötu hér í borginni og látið lykla bifreiðar- innar vera eftir í kveikjulásnum. Lyklarnir hafi verið þrír og hafi einn þeirra verið að geymsluhólfinu í mælaborðinu. Kærði segir, að það hafi stafað af gleymsku, að hann hafi skilið byssuna eftir í hólfinu um nóttina. Næsta dag hafi hann strax athugað, hvort byssan var þar, en þá hafi hún verið horfin. Hann hafi svo ekkert vitað um, hvar byssan var niður komin, fyrr en hann hafi fundið hana í bifreiðinni R 15612 laust eftir miðjan janúar s.l. Kærði segir, að ekkert skot hafi verið í byssunni, þegar hann tók hana á Tjarnarstíg 8, og hann hafi aldrei sett skot í hana. Hann kveðst ekkert vita, hvað varð af skotunum, sem hann tók í sumarbústaðnum við Hítará, og hafi þau horfið eða „gufað upp“, en máske hafi hann þá fleygt þeim. Að öðru leyti hefur kærði Sveinbjörn ekki breytt fyrri fram- burði sínum, sem áður er rakinn. Rannsókn máls þessa hefur farið fram bæði í sakadómi og utan dóms, þar sem rannsóknarlögreglumenn hafa unnið við ein- staka þætti eftir ákvörðun dómara. Rannsóknin er þegar orðin umfangsmikil og margþætt, en eigi að síður er henni ekki nærri lokið, þannig er ekki að fullu lokið að rannsaka akstursvenjur og vinnutilhögun kærða Sveinbjörns við akstur bifreiðarinnar R 15612 og að afla allra mögulegra upplýsinga um, hvar hann var aðfaranótt og að morgni 18. janúar 1968, og þar að auki er enn á byrjunarstigi að rannsaka fjármál kærða Sveinbjörns, sem er óhjákvæmilegt að gera í því skyni að geta komizt að mögulegum tengslum eða samskiptum milli hans og Gunnars Sigurðar Tryggvasonar. Það er því sýnt, að enn þarf að yfirheyra mörg vitni og ef til vill samprófa þau við kærða Sveinbjörn svo og að afla margra skjala og annarra sakargagna til viðbótar þeim, sem þegar hafa verið lögð fram í málinu, og bera undir hann. Þá þykir ekki hafa tekizt — þrátt fyrir ítarlega rannsókn — að færa stoð undir þá staðhæfingu kærða Sveinbjörns, að skamm- byssa sú af gerðinni Smith ér Wesson, cal. 35, sem hann kveðst hafa tekið frá Jóhannesi Jósefssyni og um ræðir í málinu, hafi horfið frá kærða úr bifreiðinni R 1402, að því er ætla má á árinu 1966, og að hann hafi svo fundið byssuna aftur í bifreiðinni R 15612 seinni hluta janúar s.l. Jafnframt þykja mörg atvik, sem fram hafa komið í málinu, vekja rökstuddar grunsemdir um, að kærði Sveinbjörn hafi annað 1083 hvort sjálfur orðið valdur að dauða Gunnars Sigurðar Tryggva- sonar eða þá verið hlutdeildarmaður í þeim verknaði. Hinn 8. marz s.1. var kærði Sveinbjörn úrskurðaður í gæzluvarð- hald í allt að 30 dögum. Hinn 5. apríl s.l. war sú vist hans fram- lengd um allt að 8 vikum, eða til 2. júní s.1., og þann dag var hún framlengd á ný um allt að 8 vikum, eða þar til í dag kl. 1805. Seinasta úrskurðinum var skotið til Hæstaréttar, og var hann staðfestur þar 16. júní s.l. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan, og með tilvísun til 67. gr., 1. mgr., 1. og 4. töluliðs, laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála þykir rétt að framlengja gæzluvarðhalds- vist kærða Sveinbjörns um allt að 8 vikum frá lokum varðhalds- vistar hans samkvæmt úrskurðinum frá 2. júní s.l., eða til mánu- dagsins 22. september næstkomandi kl. 1805. Einnig þykir rétt, að kærði Sveinbjörn sæti því, að sérfræð- ingur í geðsjúkdómum rannsaki geðheilbrigði og sakhæfi hans. Ályktarorð: Gæzluvarðhaldsvist kærða, Sveinbjörns Gíslasonar, fram- lengist um allt að 8 vikum frá lokum varðhaldsvistar hans samkvæmt úrskurði, uppkveðnum 2. júní s.l., eða til mánu- dagsins 22. september næstkomandi, kl. 1805. Kærði, Sveinbjörn Gíslason, sæti því, að sérfræðingur í geðsjúkdómum rannsaki geðheilbrigði og sakhæfi hans. Mánudaginn 18. ágúst 1969. Nr. 147/1969. Valdstjórnin gegn Einari Sverri Einarssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 13. 1084 ágúst 1969, er barst dóminum sama dag, og krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 13. ágúst 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 13. ágúst, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9 af Sverri Einarssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. 1. Aðfaranótt 10. febrúar s.l. var framið innbrot í kjötbúðina að Laugavegi 32 hér í borg og stolið þaðan m. a. tékkhefti með hlaupareikningseyðublöðum á Verzlunarbanka Íslands, og hafði heftið upphaflega verið afhent með 25 eyðublöðum, en úr því höfðu verið notuð 4 eða 5 eyðublöð. Þetta innbrot er óupplýst, en úr tékkheftinu hafa komið fram 14 falsaðir tékkar. Sigurjón Hafnfjörð Siggeirsson, Bjarkargötu 10, og Stefán Steinar Vilbertsson, Suðurlandsbraut 75, báðir hér í borg, hafa borið það, að þeir hafi fengið greind tékkaeyðublöð hjá Einari Sverri Einarssyni, Safamýri 65 hér í borg, en hinn fyrrnefndi kveðst í félagi við hann hafa fengið Guðrúnu Sigurðardóttur, Höfðaborg 2 hér í borg, til þess að falsa tékka á 6 greind eyðu- blöð, og hinn síðarnefndi hefur viðurkennt fölsun 8 þeirra. Einar Sverrir hefur neitað, að hann hafi látið þá fá tékkaeyðu- blöðin eða að vita um innbrotið. Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 30. júní s.l., óskað ítarlegri rannsóknar á þessu máli, og er hún í höndum Halldórs Þorbjörnssonar sakadómara. II. Aðfaranótt 10. apríl s.l. var framið innbrot í söluturninn að Háaleitisvegi 108 A hér í borg og gerð tilraun til innbrots í Madda- búð og Eyjabúð, sem eru til húsa á sama stað. Afgreiðslustúlka í söluturninum taldi, að horfið hefðu tveir 50 kartona kassar fullir af ýmsum tegundum vindlinga og þriðji kass- inn, sem væri stærri, en í honum hefðu verið alls konar vindla- 1085 kassar og tvö karton af reyktóbaki. Einnig hefðu horfið um 30 karton af ýmsum tegundum vindlinga úr hillu í geymslu og 30 karton af tyggigúmmíi auk 10— 15 lausra kartona. Rannsóknarlögreglan fékk rökstuddan grun um, að Tryggvi Rúnar Leifsson, Selásbletti 14 hér í borg, og Einar Sverrir hefðu framið greint innbrot. Af því tilefni var gerð leit heima hjá Einari Sverri, og við þá leit fundust tveir stórir pappakassar, annar full- ur af vindlingum, en hinn með vindlingum og fleiru. Einnig fundust tvær ferðatöskur í eigu móður Einars Sverris, og í þeim voru vindlingar og tyggigúmmí. Var þetta í geymslu í kjallara hússins. Kærðu viðurkenndu síðan í framhaldi af þessu greint innbrot og þjófnað, en ekki kom til skila allt það, sem talið var, að stolið hefði verið, og neituðu báðir hinir kærðu að hafa tekið meira en það, sem fannst við leitina. Varningur sá, sem komst til skila, var að verðmæti kr. 38.000.00. III. Mánudaginn 16. júní s.l. var sýsluskrifstofunni á Eskifirði til- kynnt, að þá um helgina hefði verið framið innbrot í slátur- og frystihús Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Var talið, að stolið hefði verið þaðan úr peningakassa kr. 30.000.00—40.000.00. Einnig hurfu nokkrir tékkar. Lögreglan á Egilsstöðum handtók sama dag tvo aðkomumenn í þorpinu, þá Magnús Einarsson, Mosgerði 5 hér í borg, og Einar Sverri. Í framhaldi af handtöku þeirra voru tveir rannsóknarlögreglumenn úr Reykjavík sendir til Egilsstaða til aðstoðar við rannsókn málsins. Magnús og Einar Sverrir höfðu verið að selja grammófónsplötur í þorpinu og höfðu fengið að sofa í húsi Rörsteypunnar á Egilsstöðum nóttina á undan. Aðfaranótt 14. júní s.1. höfðu þeir fengið að sofa í fangageymslu lögreglunnar í Neskaupstað. Þá höfðu þeir í fórum sínum skrúfjárn, en vegs- ummerki á innbrotsstað bentu til þess, að skrúfjárn af svipaðri stærð gæti hafa verið notað til þess að spenna upp hurð á skáp, sem peningakassinn var geymdur í. Skrúfjárnið fannst ekki í fór- um þeirra. Á innbrotsstað fannst skóhælfar í plastplötu, sem var innan wið glugga þann, sem farið var inn um. Rannsóknir tæknideildar rannsóknarlögreglunnar hafa leitt í ljós, að farið sé eftir skóhæl af sömu stærð og skór Magnúsar Einarssonar. Vitni báru það, að Einar Sverrir hefði sézt á gangi í nágrenni þorpsins að morgni 16. júní, en þá kvaðst hann hafa verið sofandi í Rör- steypunni. 1086 Báðir neituðu hinir grunuðu að vera valdir að innbrotinu. Voru þeir úrskurðaðir í allt að 10 daga gæzluvarðhald í sakadómi Suður-Múlasýslu um miðnætti aðfaranótt 17. júní s.l. Sá úrskurð- ur war framlengdur í sakadómi Reykjavíkur 26. júní s.l. í allt að 7 dögum. Voru þeir látnir lausir úr gæzlu að þeim tíma loknum, en rannsókn hélt áfram. Magnús hóf síðan í framhaldi af gæzlunni afplánun eftirstöðva fangelsisrefsingar. Sunnudaginn 13. júlí s.l. bárust rannsóknarlögreglunni fregnir af því, að Einar Sverrir hefði sézt í leigubifreið frá Bæjarleiðum í Reykjavík ásamt öðrum farþega fimmtudaginn 10. júlí á milli kl. 1700 og 1800, en þá hefði bifreiðin verið stödd á Akureyri. Rannsóknarlögreglunni þótti ekki ólíklegt, að Einar Sverrir hefði verið á leið til Egilsstaða til að sækja þýfið. Lýsing á félaga Einars Sverris þótti eiga við Hallgrím Eyfells Guðnason, Bjargar- stíg 5 hér í borg. Voru hann og Einar Sverrir handteknir hér í borginni að kvöldi sunnudagsins og rannsókn hafin á ferðum þeirra. Viðurkenndu þeir að hafa farið til Egilsstaða frá Reykja- vík 10. júlí s.l. í leigubifreiðinni R 14241 ásamt Jóni Sveinssyni leigubifreiðarstjóra, Eskihlíð 12 A hér í borg. Voru Einar Sverrir og Hallgrímur úrskurðaðir í gæzluvarðhald næsta dag, enda bar ekki saman framburðum þeirra um ferðina. Jón Sveinsson kvaðst hafa ekið þeim til Egilsstaða. Var farið úr borginni greindan fimmtudag á milli kl. 1200 og 1300 og komið til Egilsstaða um nóttina. Sagði Einar Sverrir Jóni, að hann mætti ekki koma til Egilsstaða, fyrr en allir væru sofnaðir. Eftir tilvísan Einars Sverris var ekið inn í Egilsstaðaskóg, og hvarf hann inn í hann einsamall og kom aftur eftir u. þ. b. tvo tíma. Eftir hádegi næsta dag var Einari Sverri aftur ekið í skóg- inn, og þrem tímum síðar fóru Jón og Hallgrímur að sækja hann. Kom hann þá út úr skógarþykkninu og hafði meðferðis gagn- sæjan plastpoka, sem í var mikið af peningum og tékkum. Jón sagði, að Einar Sverrir hefði sagt sér, að peningarnir væru stál- heiðarlega fengnir, og við komuna til Reykjavíkur greiddi hann honum fyrir ferðina kr. 13.700.00, en fékk hluta af henni lánaðan. Síðar sagði hann Jóni, að hann hefði brotizt inn í slátur- og frysti- húsið á Egilsstöðum ásamt Magnúsi Einarssyni. Í fyrstu neitaði Hallgrímur vitneskju um þýfið, en síðar breytti hann þeim framburði sínum og viðurkenndi, að förin hefði verið farin að frumkvæði Einars Sverris til þess að sækja það. Hall- grímur sagði, að Einar Sverrir hefði við komu sína í bílinn með plastpokann sagt, að þetta væru peningar og tékkar úr innbroti 1087 í þorpinu, og hann hefði tekið það skýrt fram, að þar hefði hann verið að verki ásamt Magnúsi Einarssyni. Einar Sverrir neitaði að hafa farið til Egilsstaða í þeim tilgangi að sækja þangað þýfi og mótmælti framburði Jóns og Hallgríms um það efni. 18. júlí s.l. var gerð að nýju leit heima hjá foreldrum Einars Sverris, en áður hafði verið gerð þar leit í herbergi hans sjálfs 14. s. m. Við nákvæma leit í klæðaskáp á gangi í svefnherbergis- álmu íbúðarinnar fundust tvö umslög, sem hafði verið stungið ofan við rennihurðarjárnin í skápnum, þar sem ómögulegt var að sjá þau framan frá. Umslögunum hafði verið stungið þar í rauf, sem er við milligerð í skápnum innan við framstykkið. Í öðru umslaginu voru 10 tékkar, sem stolið var í áðurgreindu inn- broti, en í hinu voru 9 ónotuð tékkaeyðublöð úr tékkhefti, sem stolið var í innbroti hjá Alþýðublaðinu aðfaranótt 1. júní s.l. Einari Sverri var kynntur fundur áðurgreindra tékka og tékka- eyðublaða, og í fyrstu kvaðst hann ekkert við hann kannast, en síðar breytti hann framburði sínum og sagði framburð Jóns Sveinssonar í meginatriðum réttan. Kvaðst hann hafa farið til Egilsstaða þeirra erinda að finna peninga og tékka í Egilsstaða- skógi, eða öllu heldur í nágrenni hans. Kvaðst hann hafa vitað, að þeir væru úr innbroti í slátur- og frystihús Kaupfélags Héraðsbúa, en þó kvaðst hann ekki hafa vitað, hvar peningana var að finna, og hefði hann verið mjög lengi að finna þá. Hann sagðist hafa að lokum fundið þýfið í gömlum rústum á eyðibýli, sem hann taldi til hægri við veginn, sem liggur til Reyðarfjarðar. Var íþað í plastpoka, og taldist hon- um til, að það væri á milli 23 og 24 þúsund í peningum og nokkrir tékkar fyrir upp undir 20 þúsund krónur. Ekki vildi hann viður- kenna innbrotið. Einar Sverrir kvaðst hafa verið snemma á ferli að morgni 16. júní s.l, en á meðan hafi Magnús sofið í Rörsteypunni. Hitti hann þá mann, sem hann segir, að sé kallaður Alli, og kveðst hann hafa þekkt hann frá því snemma á árinu 1968, en þá hafi þeir verið saman við drykkju í herbergi Alla á 2. hæð í blokk einni við Meistaravelli hér í borg. Alli kvaðst vera á bát frá Neskaupstað, og fannst kærða hann laumulegur og þóttist vita, að hann hefði eitthvað óhreint í pokahorninu, enda bauð Alli kærða kr. 2.000.00 í peningum, ef hann vildi þegja yfir því, að hann hefði séð sig. Kærði vildi vita meira, og sagði Alli þá kærða, að hann hefði framið margnefnt innbrot. Kærði vildi ekki þegja 1088 yfir þessu fyrir kr. 2.000.00, og með hótun um að kæra Alla til lögreglunnar fékk hann að vita, að þýfið væri falið í plastpoka í eyðirústum skammt frá skóginum. Samdist með þeim, að þeir skyldu skipta með sér þýfinu síðar. Rannsóknarlögreglan hefur látið leita að nefndum Alla, en sú leit hefur ekki borið árangur. IV. Eins og greinir hér að framan, fundust við leit á heimili Einars Sverris 18. júlí s.1. 9 ónotuð tékkaeyðublöð úr tékkhefti, sem stolið var í húsakynnum Alþýðublaðsins aðfaranótt 1. júní s.l., en þá var m. a. stolið þaðan 6 tékkheftum með samtals 138 ónotuðum eyðublöðum. Sjálft er innbrotið óupplýst. 9. júní s.1. var Þorsteinn Þórður Sigurðsson, Kaplaskjólsvegi 54 hér í borg, handtekinn í húsakynnum Sparisjóðs Kópavogs, en þar var hann að reyna að selja falsaðan tékka að fjárhæð kr. 8.000.00, og var hann gefinn út á eitt þeirra eyðublaða, sem stolið var Í greindu innbroti og einmitt úr sama hefti og eyðublöð þau, er fundust á heimili Einars Sverris. Rannsóknarlögreglunni hafa borizt 4 aðrir falsaðir tékkar á eyðublöð úr áðurgreindu hefti. Er samanlögð fjárhæð allra 5 tékkanna kr. 23.750.00. Allir eru þeir eins úr garði gerðir, vél- ritaðir með undirskriftinni Hannes Jónsson sem útgefanda. Kærði kveðst gera sér það ljóst, að enginn annar en hann geti hafa falið eyðublöðin í skápnum. Ekiki kveðst hann geta gefið neina skýringu á því, hvernig hann hafi komizt yfir þau, og harð- neitar að hafa framið innbrotið eða vita, hver það hafi gert. Þá kveðst hann alveg viss um, að hann hafi ekki fyllt út neinn þeirra tékka, sem falsaðir hafa verið. Rannsóknarlögreglan tók í sínar vörzlur 25. júlí s.l. ritvél á heimili kærða og í eign föður hans. Faðir hans upplýsti, að rit- vélin hefði verið á heimilinu, frá því að dóttir sín hefði lokið skólanámi í vor og þar til um miðjan júní s.l., að hún var flutt á skrifstofu hans. Tæknideild rannsóknarlögreglunnar hefur rannsakað ritvélina og tékkana, og er niðurstaða fyrstu rannsóknar sú, að allir greindir fimm tékkar séu vélritaðir á sömu ritvél og að það sé áðurgreind ritvél. V. Aðfaranótt "7. júlí s.l. var Einar Sverrir handtekinn á baklóð verzlunarinnar Kjöt ér Fiskur að Þórsgötu 17 hér í borg. Í fórum 1089 kærða, sem var ölvaður, fundust sporjárn, hnífur, segulstál og hanzkar. Kærði neitaði að hafa verið í innbrotshugleiðingum, en kvaðst hafa verið að leita að stúlku að nafni Jóna, sem ætti heima þarna í nágrenninu. Ekki var hann þó viss um, hvar hún ætti heima, og hefur hún ekki fundizt. VI. 13. júlí s.l. gerði rannsóknarlögreglan leit hjá Hallgrími Eyfells Guðnasyni, Bjargarstíg 5. í smáskúr við húsið fundust 5 trésmíða- þvingur. Hallgrímur hefur viðurkennt að hafa stolið þeim með því að brjótast inn í skúr á Grandagarði í félagi við Einar Sverri. Einar Sverrir neitaði þessu í fyrstu, en síðar hefur hann breytt þeim framburði sínum og vill eigi neita því, að þetta kunni að vera rétt. VII. Einar Sverrir var dæmdur í sakadómi Gullbringu- og Kjósar- sýslu hinn 14. nóvember 1968 í 2 ára fangelsi fyrir brot á 155. og 244. gr. alm. hegningarlaga. Samkvæmt upplýsingum bæjarfóget- ans í Hafnarfirði hefur kærði óskað þess, að þeim dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar. Kærði var látinn laus af Litla Hrauni úr afplánun 8. janúar s.l. VIII. Af því, sem rakið hefur verið hér að framan, er ljóst, að rann- sókn mála þessara er umfangsmikil og hvergi nærri lokið, og af sakaferli kærða má ráða, að hann sé vanaafbrotamaður. Þykir því með tilvísun til 1. og 5. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961 nauðsyn til bera að úrskurða hann í áframhaldandi gæzluvarð- hald, svo að hann spilli eigi sakargögnum með óskertu frelsi svo og til að koma í veg fyrir, að hann haldi áfram brotum, á meðan málum hans er eigi lokið, en brot þau, sem hann er kærður fyrir, varða við KVII. og XKVI. kafla almennra hegningarlaga og geta varðað fangelsi. Ákveðst gæzluvarðhaldstíminn allt að 90 dögum frá kl. 1833 13. ágúst 1969, en þá rennur út gæzluvarðhaldstími kærða samkvæmt fyrri úrskurði. Ályktarorð: Kærði, Einar Sverrir Einarsson, skal sæta gæzluvarðhaldi í allt að 90 dögum frá kl. 1833 13. ágúst 1969. 69 1090 Miðvikudaginn 24. september 1969. Nr. 121/1969. Björn Jóhannsson gegn Skógrækt ríkisins. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Páll Hallgrímsson, sýslumaður í Árnessýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. apríl 1969, sem barst dóminum 24. júní s. á. Gerir hann þær dómkröfur, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og málinu vísað frá héraðsdómi. Þá verði honum dæmdur málskostnaður úr hendi varnaraðilja bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Í máli þessu bar fógeta að kveða á um, hvort útburður skyldi fara fram eða eigi, og átti eigi við sérstakur úrskurður um frávísunarkröfu. Að svo vöxnu máli og þar sem laga- heimild brestur til að kæra synjun frávísunar, sbr. 21. gr., 1, b, laga nr. 57/1962, ber að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst kr. 5.000.00. Dómsorð: Máli þessu er visað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Björn Jóhannsson, greiði varnaraðilja, Skógrækt ríkisins, kr. 5.000.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Árnessýslu 19. apríl 1969. Mál þetta var þingfest í fógetarétti Árnessýslu 20. desember 1968 samkvæmt kröfu sóknaraðilja, Skógræktar ríkisins, sem 1091 krefst þess í málinu, að varnaraðili, Björn Jóhannsson, bóndi Í Skriðufelli í Gnúpverjahreppi, verði borinn út af jörðinni, sem er eign Skógræktarinnar. Útbyggingarsakir eru taldar vanræksla á greiðslu eftirgjalds, vanefndir á samningum við Skógræktina og þar af leiðandi nauðsyn Skógræktarinnar til þess að fá aftur afnot jarðarinnar vegna umsjónar- og eftirlitsstarfs, sem niður hafi fallið vegna ósamkomulags við gerðarþola. Gerðarþoli krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara, að synjað verði um gerðina. Hver sem málsúrslit verða, krefst gerðarþoli málskostnaðar úr hendi gerðarbeiðanda eftir mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins 14. þ. m. varð samkomulag um að flytja málið aðeins um aðalkröfu gerðarþola, frávísunarkröf- una. Gerðarþoli krafðist frávísunar málsins með vísun til þess, að fyrra máli gerðarbeiðanda gegn gerðarþola, nr. 14 frá 1966, um sama efni hefði enn ekki verið lokið, þegar þetta mál var þing- fest, og ekki væri hægt að reka tvö mál fyrir dóminum um sama efni samtímis. Í greinargerð sinni á dómsskjali nr. 7 byggði gerðarþoli frávísunarkröfu sína einnig á því, að málið væri van- reifað. Gerðarbeiðandi krafðist framgangs gerðarinnar og dæmds kostnaðar vegna þessa þáttar málsins. Hafnaði hann þeirri máls- ástæðu gerðarþola, að hann hefði haft uppi kröfur á hendur varn- araðilja í tveim málum samtímis og um sama efni. Eins og fram kemur af málsskj. nr. 16, hóf sóknaraðili þessa máls útburðarmál á hendur varnaraðilja 9. júní 1966, en hinn 23. nóvember sama ár krafðist sóknaraðili þess sjálfur, að það mál yrði hafið, en varnaraðili krafðist þá jafnframt málskostnaðar sér til handa. Um málskostnaðarkröfu varnaraðilja í því máli var ekki úrskurðað fyrr en 5. apríl 1969, og var málið því ekki formlega hafið fyrr en þann dag. Hins vegar voru allar kröfur sóknaraðilja á hendur varnaraðilja í fyrra málinu niður felldar 23. nóvember 1966, og hefur sóknaraðili málanna því ekki rekið þau samtímis né haft uppi kröfur í þeim samtímis. Þykir því ekki ástæða til þess að vísa þessu máli frá dómi fyrir greindar sakir. Við munn- lega málflutninginn fjallaði lögmaður gerðarþola ekki sérstaklega um vanreifun málsins af hálfu gerðarbeiðanda, en í greinargerð sinni styður hann frávísunarkröfu sína einnig með þeirri ástæðu. Rétturinn sér ekki, að gerðarþoli hafi með nægilegum rökum stutt kröfu sína um frávísun vegna vanreifunar, og er frávísunar- kröfunni því hafnað. 1092 Afstaða til málskostnaðar í þessum hluta málsins verður tekin við væntanlegan efnisúrskurð. Því úrskurðast: Framkomin frávísunarkrafa varnaraðilja er ekki tekin til greina. Miðvikudaginn 24. september 1969. Nr. 161/1969. Guðbrandur Jörundsson og Ingólfur Jörundsson gegn Sveinbjörgu Kristjánsdóttur Boga Sigurðssyni Jökli Sigurðssyni Sigríði Sigurðardóttur Fríði Sigurðardóttur og Yngva Ólafssyni sýslumanni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Vanhæfi dómara. Skipti. Dómur Hæstaréttar. Yngvi Ólafsson, sýslumaður í Dalasýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Sóknaraðiljar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. júlí 1969, sem hingað barst 10. þ. m. Gera þeir þær dómkröfur, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að hinn reglulegi skiptaráðandi í Dalasýslu víki sæti í máli þessu og að synjað verði kröfu um opinber skipti á dánar- og félagsbúi hjónanna Jörundar (Guðbrandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Varnaraðiljarnir Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Bogi Sigurðs- son, Jökull Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir og Fríður Sis- urðardóttir hafa krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði 1093 staðfestur og sóknaraðiljum dæmt að greiða þeim kærumáls- kostnað. Ekki eru fram komin í málinu efnisrök, er leiði til þess, að skiptaráðanda beri að víkja sæti í máli þessu, sbr. 36. gr. laga nr. 85/1936. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skir- skotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðiljar greiði varnaraðiljum kr. 2.500.00 í kæru- málskostnað. Það athugast, að skiptaráðanda var rétt að kveða upp sér- stakan úrskurð um þá kröfu sóknaraðilja, að hann viki sæti í máli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðiljar, Guðbrandur Jörundsson og Ingólfur Jörundsson, greiði varnaraðiljum Sveinbjörgu Kristjáns- dóttur, Boga Sigurðssyni, Jökli Sigurðssyni, Sigríði Sig- urðardóttur og Fríði Sigurðardóttur kr. 2.500.00 í kæru- málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptadóms Dalasýslu 16. júlí 1969. Með bréfi, dagsettu 22. maí 1969, til sýslumanns Dalasýslu óskaði Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögmaður þess í umboði erfingja dánarbús Sigurðar Jörundssonar frá Vatni, þeirra Svein- bjargar Kristjánsdóttur, Boga, Jökuls, Sigríðar, Fríðar og Guð- rúnar Sigurðarbarna, að bú hjónanna Jörundar Guðbrandssonar sem lézt 7. desember 1948, og konu hans, Sigríðar Sigurðardóttur, sem lézt 13. júlí 1950, verði tekið til opinberra skipta. Ástæðan til beiðni þessarar er deila með erfingjum dánarbúsins um eignarhlutföll í jörðinni Vatni í Haukadalshreppi. Erfingjar dánarbús Jörundar og Sigríðar voru synir þeirra, Ingólfur, Guð- brandur og Sigurður. Sigurður lézt 23. júní 1965, og hafa erf- ingjar hans tekið við aðild að búinu. Í skiptarétti 6. júní 1969 mótmælti umboðsmaður Guðbrands og Ingólfs Jörundssona, Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður, því, að opinber skipti færu fram á dánarbúinu, þar sem skiptum bús- ins hafi lokið þegar eftir fráfall hjónanna. Hafi það verið viður- 1094 kennt af öllum þáverandi erfingjum í orði og framkvæmd, að hver hinna þriggja bræðra, þ. e. Sigurður, Ingólfur og Guðbrandur, hafi hlotið í arf %% hluta allrar jarðarinnar Vatns í Haukadals- hreppi. Það liggi ekki fyrir, að neinar eignir séu fyrir hendi til skipta úr nefndu dánarbúi, sem ekki hafi verið skipt upp fyrir löngu, enda hafi skiptaráðendur Dalasýslu aldrei gert reka að frekari búskiptum né skattayfirvöld gert athugasemdir og séu nú liðin a. m. k. um það bil 19 ár, síðan erfingjar fengu hver sinn hlut úr dánarbúinu. Það skipti í sjálfu sér engu máli um gildi skiptanna, hvort erfðafjárskattur hafi verið greiddur eða ekki. Hann sé eins og hver önnur fjárkrafa, sem skiptaráðandi Dala- sýslu átti á sínum tíma að sjá um innheimtu á. Það sé misskiln- ingur af hálfu umboðsmanns erfingja Sigurðar Jörundssonar, að það skipti í raun og veru máli, hvort leyfi hafi verið gefið út formlega til einkaskipta eða ekki, úr því að öll skilyrði voru til einkaskipta, þ. e. að erfingjar voru allir lögráða, og að skuld- heimtumönnum var engin hætta sköpuð. ærringjar hafa ekki getað komið sér saman um eignaskiptingu jarðarinnar Vatns í Haukadalshreppi, en samkvæmt afsals- og veðmálabókum Dalasýslu er hálf jörðin eign Jörundar Guðbrands- sonar, en hinn helmingurinn eign Sigurðar Jörundssonar. Það er viðurkennt af öllum aðiljum, að ekki hefur verið gengið formlega frá skiptum dánarbúsins í skilningi skiptalaga nr. 3/1878, og erfðafjárskattur hefur ekki verið greiddur. Engin gögn um þetta hafa fundizt hjá skiptaráðendum Dalasýslu og í Reykjavík. Sam- kvæmt 4. gr. skiptalaga hefur erfingi rétt til að krefjast opin- berra skipta, þótt aðrir erfingjar séu á það sáttir að skipta sjálfir. Verður því að taka til greina kröfu um opinber skipti á dánarbúi því, sem hér um ræðir. Umboðsmaður Ingólfs og Guðbrands Jörundssona, Páll S. Páls- son hæstaréttarlögmaður, hefur krafizt þess, að úrskurður verði ekki kveðinn upp, fyrr en fyrrverandi og núverandi sýslumaður Dalasýslu hafi borið vitni í málinu. Verður ekki séð, að fram- burður þeirra um það atriði, sem hér er til úrlausnar, hafi þýð- ingu um niðurstöðu. Þá hefur sami aðili krafizt þess, að hinn reglulegi skiptaráðandi víki sæti, þar sem hann gæti orðið mikilvægt vitni í málinu. Með tilliti til þess, sem að framan segir, og þess, að skiptaráðandi er á engan þann hátt við málið riðinn, að vanhæfi valdi, verður sú krafa eigi tekin til greina. 1095 Úrskurðarorð: Opinber skipti skulu fara fram á dánar- og félagsbúi hjón- anna Jörundar Guðbrandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Hinn reglulegi skiptaráðandi víkur ekki sæti í málinu. Föstudaginn 26. september 1969. Nr. 16/1968. Guðbrandur Valtýsson (Gísli G. Ísleifsson hrl.) segn Ingólfi Ólafssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. febrúar 1968, að fengnu áfryjunarleyfi 19. janúar 1968. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega frávisunar málsins frá Hæstarétii, en til vara sýknu af öllum kröfum áfrýjanda. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Að kröfu stefnda var hinn 16. ágúst 1967 gert fjárnám í kjallaraíbúð í húsinu nr. 65 við Efstasund hér í borg til tryggingar dómskuld að fjárhæð kr. 14.500.00, vöxtum og kostnaði. Stefndi var dómhafi, en dómþolandi Gunnar Jónas- son, Efstasundi 65. Samkvæmt afsals- og veðmálabókum Reykjavíkurborgar var íbúð þessi þá þinglesin eign stefnda, en hann hafði afsalað Gunnari Jónassyni íbúðinni hinn 16. nóvember 1966. Var því afsali þinglyst 18. desember 1967. Gunnar Jónasson afsalaði áfrýjanda íbúðinni hinn 14. marz 1967, en því afsali var þinglýst 20, desember 1967. Krafa stefnda um frávisun málsins hefur ekki verið studd neinum haldbærum rökum. Það er meginregla, að réttindum yfir fasteign skuli þing- 1096 lýsa, til þess að þau haldi gildi gegn skuldheimtumönnum eiganda. Eignarrétti áfrýjanda hafði ekki verið þinglýst, er fjárnáminu var þinglýst, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 19/1887, og víkur hann því fyrir skuldheimtumanni Gunnars Jónas- sonar, en eigi skiptir máli, hvort stefndi var grandlaus um hinn óþinglýsta eignarrétt áfrýjanda. Ber því að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest. Áfrýjandi, Guðbrandur Valtýsson, greiði stefnda, Ing- ólfi Ólafssyni, kr. 8.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 16. ágúst 1967. Ár 1967, miðvikudaginn 16. ágúst, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Efstasundi 65 og haldinn af fulltrúa yfirborgarfógeta Hauki Davíðssyni með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A-1332/1967: Ingólfur Ólafsson gegn Gunnari Jónassyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur nr. 179/1967. Nr. 1 fylgir með í eftirriti. Nr. 2 fylgir með í frumriti, svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Hilmar Ingimundarson héraðsdóms- lögmaður vegna Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns og krefst fjárnáms fyrir kr. 14.500.00 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 1. marz 1967 til greiðsludags, kr. 130.00 fyrir birtingu og eftirlit, endurrits- og birtingarkostn- að, kr. 75.00 í stimpil- og bankakostnað, kr. 3.350.00 í málskostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í., kostnaði við gerðina og eftir- furandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér, er ekki viðstaddur, en fyrir hann mætir kona hans, Svanfríður Guðmundsdóttir, sem býr/starfar hér. Áminnt um sannsögli kveðst hún ekki geta greitt og ekki vísað á eignir til fjárnáms. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir fjárnámi í eignarhluta gerðarþola í húseigninni Efstasundi 65 1097 (2ja herb. kjallaraíbúð, % hl. húseignarinnar). Umboðsmaður gerðarbeiðanda upplýsir, að gerðarþoli hafi keypt íbúð af gerðar- beiðanda, Ingólfi Árnasyni, og var gengið frá sölunni á skrifstofu Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns. Gerðarþoli hefur ekki látið þinglýsa afsali um íbúðarkaupin. Fallið var frá virð- ingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. Föstudaginn 26. september 1969. Nr. 114/1969. Jón Magnússon gegn Erlu Emilsdóttur. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með kæru 30. maí 1969, hingað kominni 19. júní s. á., kært til Hæstaréttar frávísunardóm í máli að- ilja. Krefst hann þess, að hinum kærða dómi verði hrundið og lagt verði fyrir héraðsdómara að leggja efnisdóm á málið. Kærumálskostnaðar krefst hann úr hendi varnaraðilja. Frá varnaraðilja hafa engar kröfur borizt. Gervi víxils þess, sem í málinu greinir, er í lagi, sbr. 1. og 80. gr. laga nr. 93/1933. Ber því að fella hinn kærða dóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til efnismeðferðar og dóms. Rétt er, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kærumálskostn- að, sem ákveðst kr. 3.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar. 1098 Varnaraðili, Erla Emilsdóttir, greiði sóknaraðilja, Jóni Magnússyni, kærumálskostnað, kr. 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2, maí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 29. apríl s.1., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 26. apríl s.l., af Jóni Magnússyni hæsta- réttarlögmanni, Tryggvagötu 8, Reykjavík, gegn Erlu Emilsdóttur, Glaðheimum 26, Reykjavík, til greiðslu víxils að fjárhæð samtals danskar krónur 329.00, útgefins 11. desember 1968 af stefnda til greiðslu í Verzlunarbanka Íslands h/f hér í bæ 25. desember 1988. Víxill þessi er framseldur nafnframsali af Verzlunarbanka Ís- lands h/f til stefnanda. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða fjárhæð víxilsins, danskar kr. 329.00, með 1% dráttarvöxt- um fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 25. desember 1968 til greiðsludags, kr. 9.00 í stimpilkostnað og málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er henni þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Svo sem gildir um víxla, er víxill sá, sem fram er lagður, slit- inn úr samhengi við lögskipti þau, sem að baki hans lágu, og verður því að dæma hann sjálfstætt án tillits til þeirra. Víxillinn er út af fyrir sig í löglegu formi, einnig að því er snertir víxil- fjárhæðina, sbr. 1. gr. og 41. gr. laga nr. 93/1933. Það efni hans þykir hins vegar brjóta í bága við 1. gr. laga nr. 71/1966 per analogiam. Samkvæmt skýlausu ákvæði þessu er skuldbindins stefnda við stefnanda í erlendum gjaldeyri ógild. Þar sem ekkert liggur fyrir því til styrktar, að skuldbinding aðiljanna skuli vera undanþegin ákvæði þessu, ber að vísa máli þessu frá dómi ex officio., Málskostnaður verður ekki dæmdur. Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi ex officio. Málskostnaður verður eigi dæmdur. 1099 Föstudaginn 26. september 1969. Nr. 115,/1969. Jón Magnússon gegn Láru Magnúsdóttur. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með kæru 30. maí 1969, hingað kominni 19. júní s. á., kært til Hæstaréttar frávisunardóm í máli að- ilja. Krefst hann þess, að hinum kærða dómi verði hrundið og lagt verði fyrir héraðsdómara að leggja efnisdóm á málið. Kærumálskostnaðar krefst hann úr hendi varnaraðilja. Frá varnaraðilja hafa engar kröfur borizt. Gervi víxils þess, sem í málinu greinir, er í lagi, sbr. 1. og 80. gr. laga nr. 93/1933. Ber því að fella hinn kærða dóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til efnismeðferðar og dóms. Rétt er, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kærumálskostn- að, sem ákveðst kr. 3.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar. Varnaraðili, Lára Magnúsdóttir, greiði sóknaraðilja, Jóni Magnússyni, kærumálskostnað, kr. 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. maí 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 29. apríl s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 26. apríl s.l., af Jóni Magnús- syni hæstaréttarlögmanni, Tryggvagötu 8, Reykjavík, gegn Láru Magnúsdóttur, nú að Laufásvegi 20, Reykjavík, áður að Hring- 1100 braut 116, Reykjavík, til greiðslu víxils að fjárhæð samtals $ 261.60 (eigin víxill), útgefins 14. febrúar 1969 af stefnda til greiðslu í Verzlunarbanka Íslands h/f hér í bæ 28. febrúar 1969. Víxillinn er ábektur nafnframsali af Verzlunarbanka Íslands h/f til stefnanda. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða fjárhæð víxilsins, $ 261.00, með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð frá 28. febrúar 1969 og kr. 57.00 í stimpilkostnað og málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er henni þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Svo sem gildir um víxla, er víxill sá, sem fram er lagður, slit- inn úr samhengi við lögskipti þau, sem að baki hans lágu, og verður því að dæma hann sjálfstætt án tillits til þeirra. Víxillinn er út af fyrir sig í löglegu formi, einnig að því er snertir wíxil- fjárhæðina, sbr. 1. gr. og 41. gr. laga nr. 93/1933. Það efni hans þykir hins vegar brjóta í bága við 1. gr. laga nr. 71/1966 per analogiam. Samkvæmt skýlausu ákvæði þessu er skuldbinding stefnda við stefnanda í erlendum gjaldeyri ógild. Þar sem ekkert liggur fyrir því til styrktar, að skuldbinding aðiljanna skuli vera undanþegin ákvæði þessu, ber að wísa máli þessu frá dómi ex officio. Málskostnaður verður ekki dæmdur. Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi ex officio. Málskostnaður verður ekki dæmdur. 1101 Föstudaginn 26. september 1969. Nr. 117/1969. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum h/f gegn Karli Jónssyni og Jóni Ingiberssyni f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens og Unnsteini Beck, skiptaráðanda í Reykjavík. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Unnsteinn Beck borgarfógeti hefur framkvæmt hina kærðu dómsathöfn. Með kæru 25. febrúar 1969, sem Hæstarétti barst 20. júni 1969, hefur sóknaraðili skotið til Hæstaréttar ákvörðun skiptadóms Reykjavíkur frá 5. febrúar 1969 um að heimila varnaraðilja höfðun máls til riftunar viðskiptasamnings. Gerir sóknaraðili þær dómkröfur aðallega, að hin kærða dómsathöfn verði ómerkt og málinu vísað heim í hérað til ákvörðunar af nýju, en til vara, að hinni kærðu dómsathöfn verði hrundið og málshöfðunarheimildin úr gildi felld. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðiljar Karl Jónsson og Jón Ingibersson f. h. Þrotabús Friðriks Jörgensens krefjast þess aðallega, að kærumáli þessu verði visað frá Hæstarétti, en til vara, að hin kærða dómsathöfn verði staðfest. Þá krefjast þeir kærumáls- kostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Skiptaráðanda bar að skera úr ágreiningi fundarmanna á skiptafundi samkvæmt 2. mgr. 24. gr., sbr. 90. gr. laga nr. 3/1878, sbr. og 30. gr. laga nr. 25/1929. Lagaheimild brestur til kæru máls þessa, sbr. d-lið 2. tl. 21. gr. laga nr. 57/1962, og ber því að visa málinu frá Hæstarétti. Þá ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðiljum kærumálskostnað, er ákveðst kr. 5.000.00. 1102 Víta ber drátt af hendi skiptaráðanda að senda Hæstarétti skjöl máls þessa. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyj- um h/f, greiði varnaraðiljum Karli Jónssyni og Jóni Ingiberssyni f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens kr. 5.000.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Þinghald skiptadóms Reykjavíkur 5. febrúar 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 5. febrúar, var skiptaréttur Reykjavík- ur settur í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustíg 12 og haldinn af borgarfógeta Unnsteini Beck ásamt neðanrituð- um vottum. Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um tillögu Guðjóns Stein- grímssonar hæstaréttarlögmanns um höfðun riftunarmáls á hend- ur Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f, sem fram kom á skiptafundi í þrotabúi Friðriks Jörgensens h/f hinn 20. janúar s.l. Þar sem atkvæðagreiðslur um málshöfðun þá, sem að framan getur, hafa farið svo, að tillögur um málshöfðun hafa yfirleitt ekki sætt andmælum frá öðrum en þeim málflytjanda, sem m. a. fer með umboð væntanlegs varnaraðilja í málinu (sic). Með því að svo virðist sem höfðun riftunarmáls á þeim grundvelli, sem lagður er fyrir í tillögu Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttarlög- manns, hafi ekki í för með sér verulega hættu á útgjöldum fyrir búið og þar sem riftunarmál gæti leitt til þess, að búinu bætist fjármunir til skiptingar milli almennra kröfuhafa í búinu, þar á meðal þeirra, sem óskað hafa heimildar til málshöfðunar f. h. búsins, þykir skiptaráðanda rétt að veita heimild til margnefndrar málshöfðunar. Guðjóni Steingrímssyni hæstaréttarlögmanni heimilast því f. h. kröfuhafanna Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar að höfða Í. h. Þrotabús Friðriks Jörgensens dómsmál til riftunar á samningi Friðriks Jörgensens og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmanna- eyjum h/f, dags. 28. desember 1966, um sölu á saltfiskbirgðum og gera í því máli fjárkröfur um greiðslu á andvirði hins selda fisks svo og kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðilja. 1103 Föstudaginn 26. september 1969. Nr. 127/1969. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Gaukur Jörundsson. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Hinn 8. maí 1969 var í Félagsdómi kveðinn upp dómur í félagsdómsmálinu nr. 2/1969: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gegn fjármálaráðherra f. h, ríkissjóðs. Með bréfi til Félagsdóms 16. maí 1969 fór Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður þess á leit f. h. sóknaraðilja, að málið yrði samkvæmt lögjöfnun frá 59. gr. laga nr. 57/1962 endur- upptekið til meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Dómendur Félagsdóms, Hákon Guðmundsson, Einar Arnalds, Bagnar Jónsson, Einar B. Guðmundsson og Guðjón B. Baldvinsson, tóku erindi þetta til úrlausnar á fundi sínum 3. júní 1989, og var gerð um það svofelld ályktun: „Skilyrði til endurupptöku framangreinds félagsdómsmáls eru eigi fyrir hendi. Er nefndri beiðni hrl. Guðm. Ingva Sig- urðssonar synjað. Guðjón B. Baldvinsson tekur fram, að hann taki ekki af- stöðu til endurupptökubeiðninnar, þar sem hann hafi skilað sératkvæði í málinu“. Greindri synjun hefur sóknaraðili skotið til Hæstaréttar með kæru 13. júní 1969, er barst dóminum 7. júlí 1969, og gert þær dómkröfur, að hin kærða ákvörðun verði úr gildi felld og lagt verði fyrir Félagsdóm að taka mál aðiljanna til meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Þá krefst sóknaraðili og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili gerir þær dómkröfur aðallega, að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara, að hin kærða ákvörðun verði stað- 1104 fest, og svo að sóknaraðilja verði dæmt að greiða kærumáls- kostnað. Lagaheimild brestur til kæru máls þessa, sbr. 21. gr. laga nr. 57/1962 og 67. gr. laga nr. 80/1938. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 5.000.00. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, greiði varnaraðilja, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, kærumálskostnað, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 29. september 1969. Nr. 151/1968. Jarlinn h/f (Áki Jakobsson hrl.) gegn Ólafi Bjarna Ólafssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kaupgjaldsmál. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. september 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi s. d. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að hann verði einungis dæmdur til að greiða stefnda kr. 33.140.10 og að málskostnaður verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar hér fyrir dómi. Mál þetta hefur verið lítt reifað af hálfu umboðsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Verður héraðsdómurinn stað- 1105 festur að niðurstöðu til og áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jarlinn h/f, greiði stefnda, Ólafi Bjarna Ólafssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 11. desember 1967. Mál þetta, sem tekið var til dóms 20. nóvember s.l., hefur Ólafur B. Ólafsson vélstjóri, Hvassaleiti 28 hér í borg, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni og birtri 10. marz 1966, gegn Gunnari Halldórssyni forstjóra, Kleifarvegi 5, Reykjavík, f. h. Jarlsins h/f, Grindavík, til greiðslu á eftirstöðvum vinnulauna samkvæmt reikningi að fjárhæð kr. 115.901.15 ásamt T% ársvöxtum frá 1. apríl 1965 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Enn fremur krefst stefnandi viðurkenningar á sjóveðrétti í m/s Jarl- inum, Flateyri, fyrir tildæmdum fjárhæðum. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi kröfu sína í kr. 86.239.06. Af hálfu stefnda er krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og að stefnda verði tildæmdur hæfilegur málskostn- aður úr hendi stefnanda. Við munnlegan flutning í málinu gerði stefndi þá varakröfu, að stefnukrafan verði lækkuð í kr. 33.140.10. Stefnandi skýrir þannig frá málavöxtum, að hann hafi verið ráðinn 2. vélstjóri á m/s Jarlinn, Flateyri, af forráðamönnum Jarlsins h/f, þeim Gunnari Halldórssyni forstjóra og Jóni Þ. Árnasyni, Raufarhöfn, í byrjun maí 1964 og hafi hann verið sendur Í flugvél 9. maí til Gautaborgar í Svíþjóð, en þar hafi þá skipið legið. Hann hafi síðan verið óslitið 2. vélstjóri á skipinu til 12. marz 1965, að hann hafi verið afskráður. Á þeim tíma, er hann var á skipinu, hafi fyrst verið siglt frá Svíþjóð til Dan- merkur og Rússlands og komið heim til Íslands í byrjun júní. Síðan hafi verið farnar 2 ferðir héðan til Írlands og Englands með farm. Þar á eftir hafi verið siglt með farm til Svíþjóðar svo aftur 70 1106 heim til Íslands. Þá hafi verið siglt til Danmerkur og heim aftur. Í byrjun nóvember 1964 hafi skipið farið til nokkurra hafna við Miðjarðarhaf og úr þeirri ferð hafi skipið komið til Íslands í byrjun marz 1965 og hafi hann verið látinn hætta störfum og verið afskráður 12. marz 1965, eins og áður greinir. Allan tímann, sem stefnandi var á skipinu, kveður hann, að mjög illa hafi gengið að fá kaupið (greitt og er vist hans lauk á skipinu, hafi Jarlinn h/f skuldað honum verulegan hluta kaups hans allan tímann og pr. 1. júní 1965 hafi skuldin numið kr. 115.901.15, en síðan hafi hann ekkert fengið greitt. Stefnandi kveður sig hafa verið ráðinn samkvæmt gildandi samningum Vélstjórafélags Íslands, kaupið sé samkvæmt samningi ákveðið kaup pr. dag ásamt vaktatillagi, 4%, svo og orlofi, 6%, þar að auki eigi hann að fá fulla eftirvinnu greidda. Eigi eftirvinnan að greiðast samkvæmt 2 töxtum. Sé tímakaupið samkvæmt hærri taxtanum kr. 81.05 pr. klst., en samkvæmt lægri taxtanum kr. 47.96 pr. klst. Stefnandi kveður eftirvinnu sína færða í véladagbók skipsins. Til rökstuðnings sýknukröfu sinni vísar stefndi til dómsskj. nr. 5 í málinu, þar sem sýnd sé innstæða stefnanda, kr. 54.77'7.96. En frá þeirri upphæð hafi ekki verið dregin sekt sú, sem stefn- andi hafi verið dæmdur til að greiða í Kaupmannahöfn fyrir vín- smygl, sem stefnandi telji danskar kr. 3.445.52, eða ísl. kr. 21.637.86, en útgerðin hafi greitt sektina, sem stefndi kveðst ekki enn hafa getað fengið staðfesta tölulega, og kveðst stefndi áskilja sér rétt til breytinga á þessum lið, þegar það mál hafi verið full- kannað. Stefndi kveður stefnanda hafa tekið þátt í því með öðr- um yfirmönnum m/s Jarlsins að smygla áfengi, sem valdið hafi útgerðinni stórfelldum töfum á skipinu og greiðslu nærri kr. 600.000.00 í sektum og sviknum tolli í Danmörku. Tjónið, sem útgerðin hafi orðið fyrir, hafi verið stórkostlegt, sennilega á aðra milljón ísl. kr, Kveðst stefndi telja, að af þessu tjóni beri stefn- anda, sem hafi verið 2. vélstjóri, að greiða auk fyrrgreindra sekta eigi minna en kr. 100.000.00 og sé þessari kröfu uppi haldið ásamt sektunum til skuldajafnaðar og áskilinn réttur til gagn- stefnu til innheimtu sekta og bótakröfu. Kveðst stefndi telja, að stefnandi hafi fyrirgert þar með kaupi sínu, og telur sig auk þess eiga kröfu á stefnanda fyrir mismun. Stefnandi hefur komið fyrir dóm og staðfest atvikalýsingu í stefnu rétta. Hann kveður laun sín hafa verið reiknuð út af skrif- stofu Vélstjórafélags Íslands í samræmi við gildandi kjarasamn- inga og segir, að tímakaupstaxtar þeir, sem tilgreindir eru í 1107 stefnu, séu vegna aukavinnu á frívakt. Um reikningsyfirlit á dskj. nr. 5 segir stefnandi, að þar sé fært til skuldar meiri úttekt á erlendum gjaldeyri en hann hafi tekið út, t. d. sé sér færð úttekt á 15 £ (pundum) hinn 5. nóvember 1964. Kveður hann, að hér muni átt við peningaúttekt sína í spönsku Marokko, en hún hafi aðeins verið 3 £ (pund). Þá sé ekki rétt, þar sem fært sé 17. október 1964 á reikningsyfirlitið. Hann hafi aldrei móttekið dansk- ar kr. 1.000.00, eins og þar segi. Þá segir stefnandi, að 8. janúar 1965 hafi hann ekki tekið við dönskum kr. 166.02. Hið rétta sé, að hann hafi enga peninga móttekið í Kaupmannahöfn, heldur þvert á móti lánað skipstjóra og áhöfn peninga, sem hann hafi síðar fengið endurgreidda. Stefnandi segir, að í fyrsta og síðasta túr sínum á skipinu hafi hann fengið vörur úr tolli án þess að greiða þær kontant, og virðist hann ekki vera skuldfærður fyrir beim í reikningsyfirliti. Þá segir stefnandi, að peningaúttekt 19. og 23. desember 1964 hafi Jón Franklínsson, sem starfi á vegum útgerðarinnar, tekið út án síns leyfis og án þess að hann skuldaði honum neitt. Stefnandi segir, að listi yfir innborganir á dskj. nr. 3 sé gerður eftir upplýsingum frá stefnda og að eftirvinna sé verulega vanreiknuð á uppgjöri útgerðarinnar, og tekur fram, að réttu tölurnar sé að finna á uppgjöri sínu á dskj. nr. 3. Stefnandi tekur fram, að Jarlinn hafi ekki tafizt vegna smyglmálsins í Kaupmannahöfn. Skipið hafi verið búið að liggja 9 daga í höfn, Þegar smyglmálið komst upp, og allan þann tíma hafi skipið tafizt vegna fjárskorts útgerðarinnar. Þá hafi útgerðinni verið fullkunn- ugt um smyglvarninginn, sem var um borð í skipinu, áður en dönsk yfirvöld blönduðu sér í málið. Eins og sjá má á dómkröfum málsaðilja, ber þeim allmikið á milli, enda þótt miðað sé við varakröfu stefnda aðeins. Lagt hefur verið fram sem dómsskjal nr. 12 yfirlit yfir dómkröfur máls- aðilja, þar sem sýnt er, í hvaða atriðum ágreiningurinn liggur svo og hvað á milli ber um greiðslur, en það er svohljóðandi: „Stefnukrafa .. 0... 00... 0. Kr. 115.901.15 Varakrafa stefnda .. .. .. 2... ...0...0. 0. 0. 2. 2. — 33.140.10 Á milli ber... Kr. 82.761.05 I. Mismunur á kaupi, þ. e. tekjuhlið á dskj. nr. 5 og gjaldahlið á dskj. N3 kr. 47.999.21 1108 II. Mismunur á greiðslum, þ. e. gjalda- hlið á dskj. nr. 5 og tekjuhlið á dskj.nr.3........ 2... 2. 2. kr.34.761.84 kr. 82.761.05 . 0 0 0.00 1. Samkvæmt yfirliti stefnanda á dskj. 3 telur hann heildarlaun sín fyrir tímabilið hafa átt að nema .. kr. 241.783.04 Stefndi hefir hins vegar, sbr. dskj. 5—10, fært stefn- anda til tekna heildarlaun ., .. .. .. .. .. =. -- — 193.783.83 Mismunur er 2... 2... 0... 0... ikr. 47.999.21 sem samanstendur af: 1. Stefnandi reiknar með 23 vinnu- dögum í maí 1964, en stefndi með 15. Kemur fram við þetta mismunur, kr. 418.09 þa co 1109 tímafjölda fyrir yfirvinnu í nóv./des. Það gerir mismun .... ........ . Yfirvinna í jan./marz, munar .. .. Stefndi viðurkennir 51% klst. af 1567 klst., munur 105 klst. á kr. 81.80 og 1% klst. af 15 á kr. 47.96. „ Stefnandi krefur um greiðslu fyrir unna frídaga 1964, 30. Stefndi viður- kennir 26. Mismunur kr. 418.09 < 4 „Stefnandi krefur greiðslu fyrir 10 unna frídaga í jan. og febr. 1965 = 1 X 445.68 7 X 2028 2 X 505.20. Stefnandi krefur um , orlof . 0. Sjúkrasamlag fært stefnanda til tekna .. - 1. Fæðisfé, fært hærra hjá stefnda . 2. Munur í útreikningi .. Mismunur skv. framanskráðu kr. 8.062.84 9.160.82 1.672.36 4.890.84 13.570.96 kr. 870.00 — 1.028.50 — 5.01 — 47.999.21 I. 2 Það, sem á milli ber um greiðslur, þ. e. munur dskj. nr. 5 og tekjulið á dskj. nr. 3. 1. Gr. til lífeyrissjóðs .. ... 2. Pen. £ 15-0-0 eða kr. 1. 803. 90. 'Stefnandi við. .. — 1.443.90 or — 534.21 .. — 1.200.00 .. — 1.800.00 — 298.09 urkennir 3 £, 360.00 kr... . Gr. til lífeyrissjóðs .. .. .. .. .. . Pen. tilJ. Franklín .. ... - Pen. tilsama .. .. . Tollvörur í Centa 29. 12. . Úttekt hjá bryta .. . Tillag í lífeyrissjóð .. Tillag í sama .. .. HO 0 0 IN 2.800 - 5.438.00 = .... Pen. 24/11. (Þórdís Ólafsdóttir) . Vörur í Cork6. 7... 0... Kr.57.924.96 Kr. 5'7.924.96 á gjaldahlið á kr. 2.360.88 — 479.10 — 911.40 — 116.33 Greiðslur til Gjaldheimtunnar, kr. 11. 200 r — 516.93 -. — 19.438.00 - — 5.000.00 - Pen. 21/9, N. kr. 400.00 munur á útreikningi Offærð úttekt samkvæmt málflutningi stefnda — 3.00 kr. 34.761.84“. 1110 Er framanritað yfirlit hafði verið lagt fram í málinu, viður- kenndi stefnandi greiðslur þær, sem taldar eru í 11, liðum 2, 4, 5, 6, 7, 11, 12 og 13. Lækkaði hann síðan stefnukröfu sína til samræmis við þetta niður í kr. 86.239.06. Í kafla 11 í yfirlitinu er því einungis ágreiningur um það, hvort stefndi hafi innt af hendi vegna stefnanda greiðslur þær til lífeyrissjóðs, sem til- færðar eru undir liðunum 1, 3, 9 og 10. Þá er stefnandi talinn hafa tekið út hjá bryta skipsins vörur fyrir kr. 911.40, sbr. lið nr. 8. Þar sem telja verður sönnunarbyrði um þessi atriði hvíla á stefnda, en sannanir um þau hafa hins vegar ekki komið fram, geta viðkomandi fjárhæðir ekki komið til frádráttar stefnukröf- unni. Skal nú vikið að þeim ágreiningsatriðum, sem um getur í kafla I framangreinds yfirlits. Um 1. Eins og þegar er fram komið, skýrir stefnandi svo frá, að hann hafi í byrjun maí 1964 verið ráðinn 2. vélstjóri á m/s Jarlinn. Hafi hann verið sendur í flugvél 9. maí til Gautaborgar í Svíþjóð, en þar hafi skipið þá legið. Hann kveðst síðan hafa verið óslitið 2. vélstjóri á skipinu til 12. marz 1965. Stefndi hefur ekki við rekstur málsins sérstaklega vefengt þá staðhæfingu stefn- anda, að hann hafi byrjað störf sín í þágu stefnda framangreindan dag. Ekki hefur stefndi heldur sýnt fram á, að stefnandi hafi fyrir þann tíma, sem hér skiptir máli, fengið aðrar greiðslur en þær, er fram koma á viðskiptareikningnum á dskj. nr. 5. Með hliðsjón af þessu þykir mega leggja til grundvallar frásögn stefn- anda um það, hvenær hann hóf vinnu sína hjá stefnda, og taka til greina kröfu hans samkvæmt |þessum lið. Um 2. Með tilvísan til þess, sem greinir í lið 1, þykir mega taka til greina kröfu stefnanda samkvæmt þessum lið. Um, 3. Stefnandi þykir eiga kröfu samkvæmt viðkomandi kjara- samningum um að fá greidda 4% mótorvélaþóknun, eins og hann hefur krafizt undir þessum lið, sbr. samninga milli Vélstjórafélags Íslands og útgerðarfyrirtækja, dags. 12. september 1961 og 1. september 1963, og bráðabirgðasamkomulag milli sömu aðilja, dags. 20. apríl 1964. Verður því krafa stefnanda samkvæmt þess- um lið tekin til greina. Um 4. Eins og greinir undir þessum lið, virðist stefndi ekki reikna stefnanda kaup í 24 daga í janúar og febrúar 1965, en á móti þessu kemur, að stefnanda eru færðir til tekna 18 vinnu- dagar, sem ekki er tilgreint, hverjir eru. Munar þar 6 dögum, sem gera mismun í útreikningi að fjárhæð kr. 3.743.76. Í rekstri 1111 málsins hefur stefndi ekki gert grein fyrir því, af hvaða sökum hann fellir niður kaup til stefnanda umrædda daga, og ekki borið fram sérstök mótmæli gegn þeirri kröfu stefnanda, að hann fái þessa daga greidda. Þykir því rétt að taka kröfu stefnanda um greiðslu þessa til greina. Um 5. Af hálfu stefnanda er því ómótmælt haldið fram, að tímafjöldi fyrir yfirvinnu sé við kaupútreikninginn tilfærður samkvæmt véladagbók skipsins. Bók yfir umrædda yfirvinnu hef- ur verið lögð fram í málinu. Með vísan til þessa og enn fremur þess, að engin rökstudd mótmæli hafa komið fram, þykir rétt að taka kröfu stefnanda til greina að öllu leyti. Um 6. Með vísan til þess, sem talið var í næsta lið hér á undan, þykir rétt að taka kröfu stefnanda til greina samkvæmt þessum lið. Um 7. og 8. Eins og atvikum máls þessa er háttað, þykir rétt að taka til greina kröfur stefnanda um greiðslu fyrir unna frídaga 1964 og 1965, enda hefur stefndi ekki haft uppi nein rökstudd mótmæli gegn þessum kröfum. Um 9. Þá þykir stefnandi eiga rétt til orlofs, og ber því að taka kröfu hans um það til greina. Um 10., 11. og 12. Stefnandi hefur ekki í málinu gert kröfur um greiðslu samkvæmt þessum liðum, og koma þeir því ekki sér- staklega til álita. Krafa stefnda, sem fram kemur á dskj. nr. 14, sbr. dskj. nr. 16, þykir eigi dómhæf, þar sem hún stríðir gegn lögum og velsæmi. Samkvæmt því, sem að framan hefur verið rakið, verður því niðurstaða málsins sú, að krafa stefnanda, eins og hún var gerð við munnlegan flutning málsins, verður tekin til greina að fullu ásamt vöxtum, eins og krafizt hefur verið í stefnu. Á stefnandi sjóveðrétt í m/s Jarlinum, Flateyri, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 14.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðmundi Skaftasyni, löggiltum endur- skoðanda, og Hallgrími Jónssyni vélstjóra. Dómsorð: Stefndi, Jarlinn h/f, Grindavík, greiði stefnanda, Ólafi B. Ólafssyni, kr. 86.239.06 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. apríl 1965 1112 til greiðsludags og kr. 14.000.00 í málskostnað. Á stefnandi sjóveðrétt í m/s Jarlinum, Flateyri, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 1. október 1969. Nr. 90/1969. Valdimar Karlsson gegn Jarlinum h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Valdimar Karlsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 1. október 1969. Nr. 104/1969. Gísli Gíslason og Ásdís Guðmundsdóttir f. h. dánarbús Stefáns Gíslasonar gegn Samvinnutryggingum. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Gísli Gislason og Ásdís Guðmundsdóttir f. h. dánarbús Stefáns Gíslasonar, er eigi sækja dómbþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef þau vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1113 Miðvikudaginn 1. október 1969. Nr. 132/1969. Kristján Finsson gegn Magnúsi Blöndal. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Finnsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 3. október 1969. Nr. 171/1969. Margrét Hjaltested fyrir sjálfa sig og ófjár- ráða börn sín, Margréti, Sigurð Kristján og Karl Lárus, gegn Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðiljar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 27. júlí 1969, er barst dóminum 25. september 1969, og krafizt þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði ómerkt- ur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu úrskurðar af nýju, en fil vara, að hinn kærði úr- skurður verði úr gildi felldur og „lagt fyrir fógeta að fresta útburði, unz goldin er skuld varnaraðilja við dánarbú Sig- urðar L. Hjaltesteds og félagsbú hans og Margrétar G. Hjalte- steds samkvæmt úttektargerð frá 16. maí 1969, kr. 796.159.00“. Þá krefjast sóknaraðiljar kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. 1114 Varnaraðili gerir þær dómkröfur aðallega, að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en fil vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, og svo að sóknaraðiljum verði dæmt að greiða honum kærumálskostnað. Lagaheimild brestur til kæru máls þessa, sbr. 21. gr, ð, a, laga nr. 57/1962. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti. Sóknariljar greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 5.000.00. Víta ber kæru máls þessa, sem er gersamlega ófyrirsynju, Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðiljar, Margrét G. Hjaltested fyrir sjálfa sig og ófjárráða börn sin, Margréti, Sigurð Kristján og Karl Lárus, greiði varnaraðilja, Magnúsi Sigurðssyni Hjalte- sted, kærumálskostnað, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Kópavogs 14. júlí 1969. Aðiljar málsins eru gerðarbeiðandi, Magnús Sigurðsson Hjalte- sted, Sólbakka, Vatnsenda, Kópavogskaupstað, og gerðarþoli, Mar- grét G. Hjaltested, Vatnsenda, Kópavogskaupstað, fyrir sjálfa sig og f. h. ófjárráða barna sinna, Margrétar, Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar Hjaltesteds. Með úrskurði réttarins, sem upp var kveðinn 25. júní 1968, var fallizt á kröfu gerðarbeiðanda um, að fógeti léti bera út af jörðinni Vatnsenda í Kópavogskaupstað gerðarþola ásamt öllu því, sem henni tilheyri og hverjum þeim, sem leiðir dvöl sína frá rétti hennar. Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar, sem upp var kveðinn 30. maí 1969. Sam dag var Í Hæstarétti staðfest ákvörðun skiptaréttar Kópa- vogs um afhendingu á jörðinni til gerðarbeiðanda, gerð á skipta- fundi 7. maí 1968. Er útburðurinn skyldi fara fram í dag, var þess krafizt af hálfu gerðarþola, að gerðin yrði ekki látin fara fram. Er krafan studd svohljóðandi greinargerð: 1115 „BÓKUN í fógetaréttarmálinu Magnús Sigurðsson Hjaltested gegn Margréti G. Hjaltested og börnum hennar. Svo sem kunnugt er hinum háttvirta fógetarétti svo og skipta- ráðanda í dánarbúi mannsins míns, Sigurðar Lárussonar Hjalte- sted, og félagsbúi hans og mínu, lagði Hæstiréttur svo fyrir 23. apríl 1969, að úttekt skyldi framkvæmd á jörð og húsum að Vatns- enda í Kópavogskaupstað, áður en dómur gengi í útburðarmáli gerðarbeiðanda á hendur mér og börnum mínum, en systkinum gerðarbeiðanda. Gaf dómurinn í þessu skyni hálfs mánaðar frest. Úttekt fór síðan fram lögum samkvæmt, og luku henni upp út- tektarmenn kaupstaðarins 18. maí 1969. Samkvæmt téðri úttekt ber viðtakanda staðarins að gjalda búinu leiguliðabót, að upphæð kr. 796.159.00. Eftir reglum 4. mgr. 60. gr. ábúðarlaga nr. 36, 29. marz 1961 eða analogíu téðs lagaboðs skal fé þetta staðgreitt að lokinni úttektargerð, nema aðilar semji um annað, enda er fjár- hæðin lögtakskræf skv. 51. gr. laganna. Eftir 13. gr. má þó gjalda með skuldabréfi umræðdan fjárhlut, enda greiðist skuldabréfið með jöfnum árlegum afborgunum á fjórum árum og ávaxtist með almennum útlánsvöxtum Búnaðarbanka Íslands. Hef ég með bréfi, dags. 10. júlí 1969, krafizt þess, að skiptaráðandi hlutist til um innheimtu á fénu. Ítrekast hér með sú krafa, enda er skiptaráð- andi staddur hér á þingi, og er honum rétt og skylt að framfylgja án undandráttar innheimtunni. Út af hér greindu efni vil ég að öðru leyti taka fram það, sem nú skal greina. 1) Ég býð að flytja innan þess tíma, er um semst, og til vara tafarlaust af staðnum Vatnsenda með fólk mitt og eignir. 2) Fyrir boði því, er nú var rakið sub 1), er það skilyrði, að væntanlegur viðtakandi jarðarinnar, sem in casu er gerðarbeið- andi í þessu máli, gjaldi samkvæmt ákvæðum 50. gr. laga nr. 36/ 1961 og 51. gr. og 13. gr. sömu laga skiptaráðanda vegna bús míns og hins látna eiginmanns míns leiguliðabót þá, er úttektarmenn gerðu með úttekt sinni 16. maí 1969, kr. 796.159.00, sjá ofanritað. Til vara fellst ég á, að gerðarbeiðandi fái frest eftir samkomulagi, eina til tvær vikur, til að gjalda umrædda leiguliðabót í reiðufé eða með skuldabréfi, enda frestist þá að sama skapi brottflutn- ingur minn af staðnum. 3) Að öðru leyti held ég fyrir mig og börn mín, systkin gerðar- beiðanda, fast við allar kröfur mínar á hendur gerðarbeiðanda, enda eru þær kunnar skiptaráðanda og gerðarbeiðanda svo og hinum háttvirta fógetarétti. 1116 4) Með tilvísan til ofanritaðs mótmæli ég, að hin umbeðna út- burðargerð nái fram að ganga, enda krefst ég úrskurðar um efnið, ef eigi semst um það. 5) Ég krefst þess, að gerðarbeiðanda verði gert að greiða mér að mati fógeta allan kostnað minn af gerð þessari. Vatnsenda, 14. júlí 1969 Virðingarfyllst, Margrét G. Hjaltested. Til fógetaréttar Kópavogskaupstaðar“. Álit réttarins: Dómur Hæstaréttar frá 30. maí 1969, sem staðfestir úrskurð fógetaréttarins um útburð, er skilyrðislaus. Krafa gerðarþola er því fjarstæða. Málskot frestar ekki framkvæmd útburðarins. Steingrímur Gautur Kristjánsson, setubæjarfógeti í Kópavogi, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hrundið er kröfu gerðarþola samkvæmt framansögðu. Föstudaginn 3. október 1969. Nr. 214/1968. Valdimar Baldvinsson, umboðs- og heild- verzlun (Ragnar Steinbergsson hrl.) gegn Þrotabúi Kaupfélags Austfjarða (Árni Halldórsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Þrotabú. Riftun fjárnáms. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. nóvember 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. októ- ber s. á. Krefst hann þess, „að staðfest verði gildi fjárnáms- 1117 gerðar, sem fram fór í fógetadómi Seyðisfjarðar hinn 15. febrúar 1968 í eignum Kaupfélags Austfjarða, Seyðisfirði, til tryggingar dómskuld að fjárhæð kr. 368.828.94“, og svo að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Í Hæstarétti hefur verið lagt fram símskeyti frá bæjar- fógetanum á Seyðisfirði, dags. 30. f. m., svohljóðandi: „Lausafé tekið fjárnámi 15/2 1968 af Valdimar Baldvins- syni, heildverzlun, hjá Kaupfélagi Austfjarða, var selt á nauðungaruppboði 18/4 1968 fyrir 336.000 krónur, sem geymdar eru hjá mér“. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 25.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Valdimar Baldvinsson, umboðs -og heild- verzlun, greiði stefnda, þrotabúi Kaupfélags Austfjarða, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Seyðisfjarðar 31. maí 1968. Mál (þetta, sem dómtekið var þann 16. þ. m., er af stefnanda, Árna Halldórssyni hæstaréttarlögmanni f. h. þrotabús Kaupfélags Austfjarða, Seyðisfirði, höfðað hér fyrir bæjarþinginu á hendur stefnda, Valdimar Baldvinssyni, umboðs- og heildverzlun, Akur- eyri, með stefnu, útgefinni í Reykjavík þann 30. apríl 1968, til riftunar á fjárnámsgerð vegna dómskuldar að fjárhæð kr. 368.828.94, sem fram fór í fógetadómi Seyðisfjarðar hinn 15. febrúar s.l. í eignum Kaupfélags Austfjarða að kröfu hæstaréttar- lögmanns Ragnars Steinbergssonar f. h. stefnda og gert var til tryggingar skuld samkvæmt dómi bæjarþings Seyðisfjarðar, upp- kveðnum 27. janúar 1968. Málið var þingfest hinn 14. maí s.l. 1118 Stefnandi gerir þær dómkröfur, að framangreind fjárnámsgerð verði dæmd ógild, aflétt verði fjárnámi í öllum þeim eignum Kaupfélags Austfjarða, er stefndi lét gera fjárnám í, og þær af- hentar þrotabúinu, enn fremur að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda allan kostnað málsins, þar með allan kostnað við vörzluskipti á hinum fjárnumdu vörum. Af stefnda hálfu er krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að skaðlausu að mati dómsins. Dómurinn leitaði sátt í málinu án árangurs. Umboðsmanni stefnanda var á skiptafundi í þrotabúinu, höldn- um á Seyðisfirði þann 21. marz s.l., falið að fara með mál (þetta fyrir hönd þrotabúsins, en fundurinn samþykkti að höfða mál til riftingar fjárnámsgerð þeirri, sem mál þetta fjallar um. Sam- kvæmt endurriti úr skiptabók Seyðisfjarðar (á dskj. nr. 4) var skiptafundurinn löglega boðaður — enda ómótmælt — og fjöl- sótttur af þeim, sem hagsmuna höfðu að gæta. Ráðstöfun fundar- ins á sakarefni þessu til málshöfðunar fyrir bæjarþinginu sam- kvæmt 30. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 25/1929 og val lögmanns er því lögmætt, enda þótt (þeir kröfuhafar, sem stefna skyldi, undirrituðu bókunina með fyrirvara, en það voru stefndi í máli þessu og framkvæmdastjóri Kaupfélags Héraðsbúa, sem fundur- inn einnig ákvað að stefna í sama skyni. Málavextir eru þessir: Með úrskurði skiptaréttar Seyðisfjarðar þann 8. marz s.1. var bú Kaupfélags Austfjarða tekið til skipta sem gjaldþrota eftir beiðni félagsstjórnarinnar. Þann 15. febrúar s.l. var gert fjárnám í eignum kaupfélagsins til tryggingar dómskuld samkvæmt dómi bæjarþings Seyðisfjarð- ar þann 27. janúar 1968 að fjárhæð kr. 368.888.94 auk vaxta og kostnaðar. Samkvæmt greinargerð stefnanda hefur skuldamáli þessu verið hraðað meira en algengt er, þar eð stefndi höfðar mál sitt þann 27. janúar 1968, eða röskum mánuði fyrir gjaldbrot kaupfélags- ins, endurrit dóms er gert tveim dögum síðar, þann 29. janúar, og fjárnám fer fram á 17. degi frá útsáfu dómsendurrits. Bendi hraði þessi til þess, að skuldareigandi örvænti mjög um, hvort skuldari sé borgunarmaður. Bersýnilegt sé, að Kaupfélag Aust- fjarða átti ekki fyrir skuldum, er stefnt var í skuldamálinu, og allar líkur bendi til þess, að stefndi hafi a. m. k. óttast, að svo væri. Riftunarheimild 22. gr. gjaldþrotaskiptalag nr. 25/1929 virð- ist vafalaus í máli þessu. 1119 Samkvæmt greinargerð af hálfu stefnda hófust viðskipti hans við Kaupfélag Austfjarða í febrúar 1967 og fóru fram reglulega fram í desember 1967. Allar kröfur og víxlar voru greiddir fram í nóvember 1967, en þá fór að bera á greiðsludrætti, og Í des- ember og síðar voru víxlar ekki greiddir. Í desember s.i. fékk Kaupfélag Austfjarða vörur hjá stefnda að upphæð kr. 70.332.65 gegn loforði um, að 2 víxlar, sem þá voru í vanskilum, yrðu greiddir. Við það loforð var ekki staðið. Var þá svo komið, að fjárhagur stefnda þoldi ekki þessi útlán, sem voru komin yfir kr. 400.000.00. Þar sem samtöl stefnda við kaupfélagsstjórann báru engan árangur, var ákveðið að fara til Seyðisfjarðar og fá kaupfélagið til að skila þeim vörum, sem hægt var að fá aftur. Það tókst að mestu að fá vörusendinguna frá því í desember aftur, og um leið var fenginn dómur fyrir föllnum en ógreiddum víxlum. Að liðnum aðfararfresti var óskað fjárnáms hjá dómbþola til trygg- ingar dæmdum kröfum. Í greinargerð er talið, að þessi hraði hafi alls ekki stafað af örvæntingu stefnda um, hvort Kaupfélag Austfjarða væri borg- unarmaður, heldur hafi fjárnámið verið gert til þess að reyna að flýta fyrir greiðslum. Stefndi hafi tekið munina fjárnámi og látið taka þá úr vörzlu skuldara, til þess að skuldari hæfist handa um greiðslur. Strax og fjárnámið hófst, hafi kaupfélagsstjóranum verið gefið fyrirheit um, að hinar fjárnumdu vörur yrðu ekki settar á upp- boð, heldur yrði honum gefið tóm til þess að setja tryggingu fyrir dómkröfunum, þó þannig, að hluti skuldarinnar yrði greiddur strax, en afgangurinn á alllöngum tíma, enda tryggður. Er fjár- námið var alllangt komið, var haldinn fundur með forráðamönn- um Kaupfélags Austfjarða og þetta boð staðfest og boðið, að hinar fjárnumdu vörur skyldu vera í geymslu einn til tvo mánuði, á meðan væri verið að ganga frá öðrum tryggingum. Í greinargerð er talið, að á fundinum hafi verið talið líklegt, að hægt væri að setja tryggingu, eins og krafizt var, enda hafi þá ekkert legið fyrir um gjaldþrot félagsins. Síðan segir Í greinargerð stefnda: „Það er ljóst núna, að félagið mun ekki hafa átt fyrir skuldum 1966“. Í máli þessu er því af hálfu stefnda viðurkennt, að Kaupfélag Austfjarða átti ekki fyrir skuldum, þegar skuldamál hans var höfðað. Það er því engin tilraun gerð til þess að sanna hið gagn- 1120 stæða, og er þar með uppfyllt það skilyrði 22. gr. laga nr. 25/ 1929 fyrir riftingu fjárnámsgerðar, að ekki verði sannað, að Þrotamaður hafi enn átt fyrir skuldum, þegar skuldamálið var höfðað. Í greinargerð stefnda er hins vegar talið, að stefndi hafi alls ekki haft neina ástæðu til að telja félagið gjaldþrota. Hann hafi ekki vitað til þess, að fyrirtækið hefði lent í neinum sérstökum erfiðleikum á árinu 1967, frá því viðskipti þeirra hófust, sem hefði riðið félaginu að fullu. Hann hafi ekki haft ástæðu til að ætla, að félagið ætti ekki fyrir skuldum í febrúar 1967 né í ársbyrjun 1968. Reikningar félagsins 1967 voru ekki til, og reikningum árs- ins 1966 var ekki haldið á lofti. Fjárnámið hafi ekki verið ætlað til sölu við uppboð; þá hefði verið krafizt að uppboðið yrði auglýst með viku fyrirvara, eins og lög um nauðungaruppboð heimila, og þá hefðu ekki getað myndazt neinar deilur. Framkoma stefnda hafi sýnt vilja til að leysa málið og grunleysi hans um yfirvofandi gjaldþrot. Sam- kvæmt upphafi og endi 22. gr. laga nr. 25/1929 séu því skilyrði til riftunar fjárnámsins ekki fyrir hendi. Loks er í greinargerð stefnda bent á, að hinir fjárnumdu munir hafi verið teknir úr vörzlum skuldara. Samkvæmt 50. gr., 1. mgr., laga nr. 19/1887 um aðför haldi fjárnámshafi rétti sínum, þótt skuldunautur verði síðar gjaldþrota, ef munir eru teknir úr vörzl- um skuldara. Þetta sé meginregla og fram komi í 34. gr. skipta- laga nr. 3/1878 um stöðu skuldheimtumanna við bú í opinberum skiptum. Í 2. mgr. 50. gr. laga nr. 19/1887 sé undantekning um lausafé, sem haldizt hafi í vörzlum skuldara, sem verður gjald- þrota. Bent er á, að í Lagasafni frá 1965, dálki 2661, sé við þessa málsgrein vísað til 22. gr. laga nr. 25,/1929. Rétt er að athuga þetta atriði á þessu stigi. Í Lagasafni frá 1965, dálki 2741, er við upphaf 22. gr. laga nr. 25/1929 vísað til 50. gr. laga nr. 19/1887 allrar. Í greinargerð telur stefndi, að riftingarheimild 22. gr. laga nr. 25/1929 eigi aðeins wið fjárnumda lausafjármuni, sem haldizt hafa í vörzlu skuldara, og í málflutningi hefur af stefnda hálfu verið haldið fram, að vegna vörzluskiptanna yfir hinum fjár- numdu munum haldist fjárnámsréttur hans þrátt fyrir gjaldþrot skuldara. Megi draga gagnályktun frá 2. mgr. 50. gr. laga nr. 19/ 1887, sem fjallar um fjárnumda muni, sem haldizt hafa í vörzlum skuldara, og eigi 22. gr. laga nr. 25/1929 aðeins við slíka muni. Af hálfu stefnanda er því haldið fram í þessu efni í málflutn- 1121 ingi, að lög nr. 25/1929 séu miklu yngri lög, og geti því ákvæði 50. gr. laga nr. 19/1887 ekki afnumið gildi þeirra. Greinin muni ekki hafa verið afnumin, m. a. vegna þess að hún hefur sjálfstætt gildi varðandi muni, sem haldizt hafa í vörzlum skuldara eftir fjárnám. Fjárnám í þeim falli af sjálfu sér niður við gjaldþrot, án þess að til riftunarmála þurfi að koma. Að framanskráðu virtu verður að fallast á það, að 22. gr. laga nr. 25/1929 eigi við um fjárnám það, sem krafizt er riftunar á í máli þessu, hvað sem líður tilvísunum í Lagasafni milli laga- greina, sem skoða ber sem ábendingar ritstjórnar Lagasafnsins, e. t. v. um, að nokkurt ósamræmi kunni að vera milli hinna til- vísuðu ákvæða, en að þau hafi sjálfstætt gildi hvort um sig. Stefndi hefur komið fyrir dóminn og gefið aðiljaskýrslu. Sam- kvæmt henni hófust viðskipti hans og Kaupfélags Austfjarða í febrúar 1967, og seldi hann félaginu ýmsar vörur, matvöru og hreinlætisvöru, og í framburði Birgis Hallvarðssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, kom fram — enda staðfest í málflutningi — að allmikill hluti viðskiptanna var með fóðurvörur. Viðskiptin fóru þannig fram, að stefndi sendi vörur samkvæmt pöntun og sendi síðan um hver mánaðamót víxil til samþykktar fyrir úttekt hvers mánaðar, sem kaupfélagið endursendi síðan samþykktan. Stund- um var upphæð skipt í 2 til 3 víxla, ef hún var mjög há. Í byrjun desember tók stefndi eftir því, að 2 víxlar frá 1. nóvember og Í. desember 1967, alls að fjárhæð kr. 100.567.40, höfðu ekki greiðzt á tilsettum tíma. Sama dag kom pöntun frá kaupfélaginu, og átti stefndi tal við þáverandi kaupfélagsstjóra, Birgi Hallvarðs- son, sem lofaði greiðslu þessara víxla í síðasta lagi þann 23. desember 1967, en stefndi lofaði að afgreiða pöntunina með venju- legum greiðslufresti. Milli jóla og nýjárs hafði engin greiðsla borizt, og átti stefndi þá tal við Birgi kaupfélagsstjóra, sem aðspurður tjáði honum, að hann hefði ekki sent greiðslu, það hefði staðið þannig á fyrir sér, að hann hefði ekki getað það, en rökstuddi það ekki frekar. Hinn 5. janúar átti stefndi símtal við Ólaf Magnússon, sem þá var orðinn kaupfélagsstjóri, og innti hann eftir greiðslu, enda þá 3 víxlar til viðbótar gjaldfallnir, Ólafur tjáði stefnda, að hann mundi engar greiðslur inna af hendi, því að Kaupfélag Austfjarða ætti í miklum erfiðleikum vegna rekstrarfjárskorts, sem ekki yrðu gerðar raunhæfar ráðstafanir til úrbóta, fyrr en reikningar fyrir- tækisins lægju fyrir. Stefndi telur, að Ólafur hafi ekki talað neitt um, að útlitið væri „svart“ né að gjaldþrot væri yfirvofandi. 71 1122 Seint í janúar s.l. fór stefndi til Seyðisfjarðar til þess fyrst og fremst að ná aftur vörum þeim, sem hann taldi, að sviknar hefðu verið út úr sér, og til þess að athuga um greiðslur á gjaldföllnum víxlum. Hann náði vörunum, en kaupfélagið vildi ekki gefa nein ákveðin loforð um greiðslutíma. Hann telur, að enn hafi ekki verið minnzt á yfirvofandi gjaldþrot. Mál var þá höfðað til greiðslu gjaldfallinna víxla, og er ekkert hafði verið minnzt á greiðslur að liðnum aðfararfresti, var hafizt handa um fjárnám til tryggingar dæmdum kröfum. Eins og áður getur, kom stefndi á fund með kaupfélagsstjóranum, stjórnarfor- manni, Gunnþóri Björnssyni, og Ólafi M. Ólafssyni stjórnarmanni, meðan á fjárnáminu stóð, og var rætt um að geyma hinar fjár- numdu vörur í 1 til 2 mánuði, en forráðamenn kaupfélagsins voru bjartsýnir á, að fram úr tímabundnum erfiðleikum yrði ráðið, en greiðsla til stefnda e. t. v. tryggð með ábyrgð Sambands ísl. samvinnufélaga. Hinum fjárnumdu vörum var síðan komið í geymslu og þær vátryggðar og voru þar, er Kaupfélag Austfjarða lýsti sig gjald- Þrota. Stefndi telur, að enginn forsvarsmanna Kaupfélags Austfjarða hafi nokkurn tíma minnzt á möguleika á gjaldþroti félagsins, þvert á móti hafi sér verið marggefið í skyn, að um tímabundna erfiðleika hafi verið að ræða. Fyrir dóminum gaf stefndi skýrslu þann 15. maí og svaraði nokkrum spurningum. M. a. taldi hann, að nær allir heildsalar seldu Sambandskaupfélögunum, ef þeir tryðu því, að þeir fengju örugga greiðslu. Ástæðan fyrir viðskiptum Kaupfélags Austfjarða við sig sé lægra flutningsgjald milli Akureyrar og Seyðisfjarðar en milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar. Hann kveðst ekki hafa vitað um, hvort reikningi Kaupfélags Austfjarða hjá S. Í. S. var lokað, þegar viðskipti þeirra áttu sér stað. Ekki kveðst hann hafa sent skriflega greiðsluáskorun, áður en málshöfðun hófst. Hann kveðst heldur ekki hafa kynnt sér efnahag félagsins áður, en lögfræðingur sinn hafi gert einhverjar athuganir á því. Öll við- skipti hafi farið fram gegn víxlum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa þurft að viðhafa sams konar innheimtuaðferðir gagnvart öðrum viðskiptamönnum, því að enginn annar viðskiptamaður hafi sagt, að hann borgaði ekki fyrst um sinn, og þess vegna ekki þurft til slíks að koma. Fyrir dóminn hafa komið sem vitni Ólafur Magnússon, síðasti 1123 kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austfjarða, og Birgir Hallvarðsson, kaupfélagsstjóri árin 1966 og 1967. Um efnahag Kaupfélags Austfjarða í ársbyrjun 1968, er Ólafur Magnússon tók við kaupfélagsstjórastarfinu, vísar hann til fund- argerðar stjórnar kaupfélagsins þann 7. janúar s.l., en þar segir: „Kaupfélagsstjórinn skýrði stjórninni svo frá, að eftir að hann hefur kynnt sér rekstur félagsins og fjármál eftir því, sem fyrir lá, og þar sem fyrir liggur lokun vegna ógreidds söluskatts, að upphæð kr. 598.000.00, og útgáfa tékka, að upphæð yfir kr. 300.000.00 í óleyfðum yfirdrætti og með tilliti til ríkjandi að- stæðna, þá taldi hann, að ekki sé réttlætanlegt að halda rekstr- inum áfram, neraa sérstakar ráðstafanir kæmu til“. Þetta vitni bar einnig, að það hefði gefið umboðsmanni stein- anda eins og öðrum fleiri þær upplýsingar, að á meðan verið væri að framkvæma nánari athugun á fjárhag félagsins, væri ekki um að ræða að inna neinar greiðslur af hendi og teldi það, að útlitið væri „svart“. Nánar innt eftir því, hvað það ætti við með þessu, svaraði það, að það ætti einkum við, að um rekstrarfjárskort hafi verið að ræða og þar af leiðandi enga greiðslugetu, en varðandi eignamat gæti ætíð verið matsatriði. Varðandi innheimtutilraunir stefnda minntist þetta vitni ekki að hafa fengið skriflega innheimtu frá honum, en minnist nokkurra símtala. Það kveðst hafa gefið stefnda sama svar og öðrum, að ekki yrði um greiðslur að ræða, fyrr en fyrir lægju nánari upplýsingar um efnahag félagsins. Það minnist þess ekki, að það hafi gefið stefnda í skyn, að félagið ætti ekki fyrir skuldum eða að hætta væri á, að það væri „farið yfir“. Það telur sig hafa gefið stefnda sömu svör og öðrum, að útlitið í fjármálum Kaupfélags Austfjarða væri „svart“. Þó minnist það þess ekki sérstaklega um viðtöl við stefnda, en þetta var svar, sem bað gaf yfirleitt. Vitnið Birgir Hallvarðsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, upp- lýsir, að reikningsviðskiptum við S. Í. S. war lokað, áður en það tók við kaupfélagsstjórninni. Viðskipti voru við birgðastöð 8. Í. s. gegn víxlum, en slitnaði þó upp úr þeim á milli. Upphaflega hófust viðskipti við stefnda vegna þess, að næst var í skipsferð frá Akur- eyri, er panta þurfti vörur. Það upplýsir, að aðalforstjóri S. Í. S. átti viðtal við bað í apríl — maí 1967 og kvað S. Í. S. ekki geta að- stoðað Kaupfélag Austfjarða vegna eigin erfiðleika, enda rengdi hann reikninga kaupfélagsins fyrir 1966, taldi t. d. rýrnun vöru- birgða of lágt talda. Vitnið taldi skýrslu stefnda á dskj. nr. 10, 1124 það sem að því snýr, yfirleitt rétta og upplýsir loks aðspurt, að Kaupfélag Austfjarða hafi verið hætt að geta staðið við skuld- bindingar sínar að fullu á réttum gjalddögum, áður en það tók við kaupfélagsstjórastarfinu í ársbyrjun 1966, en það hafi ágerzt síðari hluta 1967. Það telur þó, að skuldir hafi ekki aukizt veru- lega á árunum 1966 og 1967, en þær hafi færzt á færri hendur. Í dóminum eru fram lagðir efnahagsreikningar Kaupfélags Aust- fjarða pr. 31/12 1966, 31/12 1967 og 18/4 1968. Sýna reikningarnir skuldir umfram eignir 31/12 1966 kr. 4.889.564.22, en eigið fé talið til skulda kr. 1.009.144.81. Skuldir umfram eignir 31/12 1967 kr. 6.420.321.03 og eigið fé talið til skulda kr. 1.009.144.81. Skuldir umfram eignir 18/4 1968 kr. 6.663.033.98, en eigið fé talið til skulda kr. 1.009.144.81. Fasteignir eru 31/12 1967 og 18/4 1968 taldar kr. 4.179.449.00, en fram er lagt vottorð um brunabótamat þessara eigna, sem sýnir heildarmat þeirra kr. 9.701.600.00. Í málflutningi hefur af hálfu stefnanda verið lögð áherzla á að benda á sönnunarbyrði stefnda um, að hann hafi haft fulla ástæðu. til þess að ætla, að (þrotamaður ætti fyrir skuldum, er skulda- málið var höfðað þann 27. janúar 1968, og að honum hafi ekki tekizt að sanna þetta, m. a. bent á óvenjulegar innheimtuaðferðir og óvenjulegan hraða á þeim aðgerðum. Af stefnda hálfu hefur verið talið, að hann hafi ekki haft ástæðu til þess að halda, að Kaupfélag Austfjarða ætti ekki fyrir skuldum á þessum tíma. Hann hafi einungis viljað tryggja greiðslu á inneign sinni, þegar nokkrir víxlar greiddust ekki á réttum tíma. Þegar málsatvik sem lýst hefur verið að framan, eru virt, virðist dóminum, að stefnda hafi ekki tekizt að sanna, að hann hafi haft fulla ástæðu til þess að ætla, að Kaupfélag Austfjarða ætti fyrir skuldum, þegar hann hóf málssókn sína, sem leiddi til fjárnáms þess, sem krafizt er riftunar á, m. a. vegna þess að hann hefur viðurkennt, að ástæðan til þess, að hann hóf svo öflugar aðgerðir til innheimtu inneignar sinnar, var sú, að kaupfélagsstjórinn tjáði honum, að hann borgaði ekkert fyrst um sinn, þ. e. greiðslur voru stöðvaðar, og að kaupfélagsstjórinn hefur upplýst, að hann gaf öllum skuldheimtumönnum félagsins yfirleitt þau svör, að ekkert yrði greitt fyrst um sinn, enda þótt hann minnist þess ekki sér- staklega í sambandi við stefnda. Þar sem samkvæmt áðursögðu ber að telja, að 22. gr. laga nr. 25/1929 eigi við fjárnám þetta, og málið er réttilega höfðað sam- 1125 kvæmt 30. gr. sömu laga, sbr. skiptafund stefnanda, ber að dæma málið að efni til og tak aðalkröfu stefnanda til greina, þ. e. að rifta ber gildi fjárnáms þess, sem gert var í eignum Kaupfélags Austfjarða þann 15. og 16. febrúar 1968 til tryggingar kröfum, tildæmdum stefnanda í dómi bæjarþings Seyðisfjarðar þann 27. janúar 1968, og skila uppboðsandvirði hinna fjárnumdu muna til stefnanda aftur. Þá þykir eftir atvikum rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu, og verða málskostnaðarkröfur því ekki teknar til greina. Dóm þenna kvað upp Axel V. Tulinius lögfræðingur, setudómari í máli þessu samkvæmt skipun dómsmálaráðuneytisins þann 15. maí 1968, en hinn reglulegi dómari vék sæti í málinu með úr- skurði sínum þann 14. sama mánaðar. Dómsorð: Gildi hins umstefnda fjárnáms er rift, og ber að skila stefn- anda, þrotabúi Kaupfélags Austfjarða, Seyðisfirði, uppboðs- andvirði hinna fjárnumdu muna. Málskostnaður fellur niður. Dómi íþessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 6. október 1969. Nr. 152/1968. Félagsmálaráðuneytið vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (Ármann Jónsson hrl.) gegn Ríkisútvarpinu vegna Viðtækjaverzlunar ríkisins (Guðmundur Skaftason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lögtak. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. september 1968. Hann krefst þess, að lagt verði fyrir fógeta að framkvæma lögtak í eignum stefnda, Ríkis- 1126 útvarpsins vegna Viðtækjaverzlunar ríkisins, til tryggingar landsútsvarsskuld, kr. 1.982.518.00, ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 15. ágúst 1967 til greiðsludags og kostnaði við löðtak og uppboð, ef til þess kemur. Þá krefst áfrýjandi og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar fógeta- dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í úrskurði fógetadóms. Samkvæmt 3. og 4. gr. laga nr. 43/1966 bar Viðtækja- verzlun ríkisins að greiða landsútsvar, sem ákveðið væri með sama hætti og tekjuútsvar félaga, sbr. 2. tl. 32. gr. laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga. Gjöld þau af sjón- varpstækjum, sem mál þetta fjallar um, voru hluti af tekj- um Viðtækjaverzlunar ríkisins. Þessi tekjuliður var því ekki undanþeginn álagningu landsútsvars, en ákvæði 2. gr. laga nr, 52/1962 breyta engu hér um. Kröfu áfrýjanda um dráttar- vexti ber að taka til greina samkvæmt 62. gr. laga nr. 51/ 1964. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og leggja fyrir fógeta að framkvæma lögtakið. Rétt er samkvæmt úrslitum málsins, að stefndi greiði áfryj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og er hann ákveðinn samtals kr, 100.000.00. Dómsorð: Lögtak það, sem krafizt er, skal fram fara. Stefndi, Ríkisútvarpið vegna Viðtækjaverzlunar ríkis- ins, greiði áfrýjanda, félagsmálaráðuneytinu vegna Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga, kr. 100.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 68/1934 um útvarpsrekstur rík- isins skyldi allur verzlunarhagnaður af einkasölu ríkisins á 1127 útvarpstækjum renna til Ríkisútvarpsins. Með ákvæðum laga nr. 57/1957 til bráðabirgða og 1. gr. laga nr. 52/1962 var hagnaði Viðtækjaverzlunarinnar um nokkur ár ráðstafað með sérstökum hætti, en þau ákvæði voru niður felld með 2. gr. laga nr. 13/1964. Í 2. gr. laga nr. 52/1962 er svo mælt, að hagnaður Viðtækjaverzlunarinnar af innflutningi sjón- varpstækja skuli renna til undirbúnings og rekstrar sjón- varps. Um svipað leyti og lög nr. 52/1962 öðluðust gildi, komu til framkvæmdar lög nr. 38/1962 um breyting á 14. gr. laga nr. 68/1934, þar sem mælt er, að „einkasalan“ greiði fast- eignaskatta og landsútsvar samkvæmt II. og IV. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Skyldi landsútsvarið koma fyrst til framkvæmda á árinu 1963. Í samræmi við þetta ákvæði var Viðtækjaverzlun ríkisins seld undir landsútsvars- greiðslu með lögum nr. 69/1962, lögum nr. 51/1964 og lögum nr. 43/1966. Samkvæmt 18. gr., b lið, laga nr. 69/1962 skyldi Viðtækjaverzlunin greiða 172% af heildarsölu sinni, sbr. reglugerð nr. 182/1962. Greiddi Viðtækjaverzlunin eftir þessu ákvæði landsútsvar árin 1963, 1964 og 1965. Í lögum nr. 43/ 1943, 3. og 4. gr., er svo mælt, að landsútsvar Viðtækja verzl- unarinnar og annarra tilgreindra ríkisstofnana skyldi ákveða með sama hætti og tekjuútsvar félaga, sbr. 2. tl. 32. gr. laga nr. 51/1964, án fráviks frá útsvarsstiga samkvæmt 34. gr. laga nr. 51/1964. Svo sem rakið var, mæltu lög nr. 52/1962, að hagnaður Viðtæjaverzlunarinnar af innflutningi sjónvarpstækja skyldi renna til undirbúnings og rekstrar sjónvarps, en lög nr. 38/1962 ákváðu samtímis, að Viðtækjaverzlunin skyldi greiða landsútsvar samkvæmt lögum um tekjustofna sveitar- félaga. Er auðsætt mál, að höfundar laga nr. 52/1962 og höfundar laga nr. 38/1962 hafa hvorki haft samstarf né samræmt lagatextana. Má rekja upptök ágreinings þess, sem nú skal leysa úr, til nefnds atriðis. Þá er litið er til þess, að lög nr. 52/1962 undanþiggja eigi skýrt og skorinort hagnað þann, sem þar greinir, landsútsvarsgreiðslu, og seinni tima lög, nr. 51/1964 og nú nr. 43/1966, kveða skýlaust á im 1128 landsútsvarsskyldu Viðtækjaverzlunarinnar, verður hagnað- ur sá, sem getur í lögum nr. 52/1962, að teljast undir lands- útsvar felldur. Kröfu áfrýjanda um dráttarvexti ber að taka til greina, sbr. 62. gr. laga nr. 51/1964. Níðurstaðan er því sú, að taka ber kröfu áfrýjanda til greina, fella úrskurð fógeta úr gildi og leggja fyrir hann að framkvæma hið umkrafða lögtak. Þá er litið er til þess, hvernig lagatextar þeir, sem til álita koma í máli þessu, eru úr garði gerðir, er sanngjarnt, að málskostnaður í héraði og Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er lagt fyrir fógeta að framkvæma lögtak það, sem krafizt er. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 24. júlí 1968. Ármann Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur gert þær réttarkröf- ur f. h. félagsmálaráðuneytisins vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, að fram fari lögtak í eignum gerðarþola, Ríkisútvarpsins, til tryggingar landsútsvarsskuld að upphæð kr. 1.982.518.00 ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 15. ágúst 1967 til greiðsludags og til tryggingar kostnaði við lög- takið og eftirfarandi uppboð og að sér verði úrskurðaður máls- kostnaður vegna flutnings máls þessa fyrir fógetaréttinum. Réttarkröfur gerðarþola eru þær, að synjað verði um umbeðna lögtaksgerð og að gerðarbeiðandi verði úrskurðaður til greiðslu málskostnaðar. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fór fram hinn 9. þ. m. Við álagningu landsútsvara á gjaldárinu 1967 gerði skattstjór- inn í Reykjavík Viðtækjaverzlun ríkisins að greiða landsútsvar, kr. 2.219.089.00, til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og er þar með talinn sá fjórðungshluti, sem Reykjavíkurborg ber. Var útsvars- þola tilkynnt um álagninguna með bréfi, dags. 31. maí 1967, sjá rskj. 2. Þar er kærufrestur ákveðinn 15 dagar frá póstlagningu tilkynningarinnar. 1129 Viðtækjaverzlunin kærði álagningu þessa til skattstjóra og síðar til ríkisskattanefndar, en báðum kærum var vísað á bug, með þeirri breytingu þó, að ríkisskattanefnd hækkaði landsútsvarsupp- hæðina um kr. 11.00, þannig að hún varð 2.219.100.00. Vísast hér að öðru leyti til rskj. 4b, 5, 6 og 7. Hinn 19. september 1967 voru greiddar kr. 236.582.00 upp í landsútsvarsupphæðina, þannig að eftir standa kr. 1.982.518.00, eins og ríkisskattanefnd gekk frá málum og að ofan er lýst. Lögtaksbeiðni er dagsett 10. nóvember 1967. Þar er vísað til þess, að Viðtækjaverzlunin hafi verið lögð niður sem sjálfstæð stofnun með lögum nr. 19/1967, sem hafi kveðið svo á, að fram- kvæmdasjóður Ríkisútvarpsins tæki við óráðstöfuðum eignum verzlunarinnar svo og skuldum hennar. Er lögtaksmáli þessu því beint að Ríkisútvarpinu, og með bókun í réttarhaldi í málinu hinn 8. febrúar s.l. féll lögmaður þess frá fyrirvara varðandi aðild, er fram hafði komið í greinargerð hans. Lögtaksbeiðni fjallaði um landsútsvarsskuld að upphæð kr. 1.982.507.00. Var tíðkanlegur lögtaksúrskurður kveðinn upp sam- dægurs og ritaður á gerðarbeiðni og birtur daginn eftir fyrir skrif- stofustjóra Ríkisútvarpsins. Lá þá ekki fyrir úrskurður ríkis- skattanefndar, rskj. 7, en þar var álagning hækkuð um kr. 11.00, eins og að framan segir. Hefur lögmaður gerðarþola lýst því yfir, að því sé ekki sérstaklega mótmælt, að kröfugerð gerðarbeiðanda hækki um þessa fjárhæð, þó að hinn tíðkanlegi lögtaksúrskurður taki ekki til hennar. Viðtækjaverzlun ríkisins hafði einkarétt á að flytja útvarps- og sjónvarpstæki til Íslands, meðan hún starfaði, en hún war lögð niður, eins og að framan er minnzt á, með lögum nr. 19/1967, sbr. auglýsingu nr. 123/1967, og hætti starfsemi 14. apríl 1967. Á. m. k. síðustu starfsár sín tíðkaði Viðtækjaverzlunin að leyfa öðrum innflutning einkasölutækja gegn ákveðnu 'hundraðsgjaldi, sem ákveðið war af stjórn hennar: 15% af sjónvarpstækjum, en 30% af útvarpstækjum, en flutti sjálf inn verulegt magn þessara tækja. Þágildandi lögum um skemmtanaskatt og þjóðleikhús var breytt með lögum nr. 57/1957, og að auki var í bráðabirgðaákvæði síðar- nefndra laga mælt svo fyrir, að af hagnaði Viðtækjaverzlunarinn- ar 1957— 1961 incl. skyldu % hlutar ganga til að greiða bygg- ingarkostnað Þjóðleikhússins, en % hlutum var ráðherra heimilt að ráðstafa til Sinfóníuhljómsveitarinnar. Lög nr. 52/1962 gerðu breytingu á nefndum bráðabirgðaákvæð- um, þannig að árabilsákvæði þeirra var framlengt til 1963, en 1130 jafnframt hnýtt við ákvæði, sem hefur orðið aðiljum máls þessa deiluefni, hvernig skýra beri, og er það á þessa leið: „Hagnaður Viðtækjaverzlunar ríkisins af innflutningi sjónvarps- tækja skal renna til Ríkisútvarpsins til undirbúnings og rekstrar sjónvarps“. Um tekjustofna sveitarfélaga gilda lög nr. 51/1964 sem stofn- lög, en áður voru Í gildi lög nr. 69/1962, og voru þau fyrsta laga- boð um landsútsvar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 17. grein þeirra laga kvað svo á, að Viðtækjaverzlun ríkisins væri lands- útsvarsskyld, og 18. grein sagði fyrir um, að fjárhæð landsútsvars skyldi vera 5% af hagnaði. Lög nr. 51/1964 koma hér til breyt- ingar að því leyti, að Viðtækjaverzlunin greiði samkvæmt 18. grein þeirra 1%% af heildarsölu sinni. Þá koma hér enn til greina lög nr. 43/1966 um breytingu á lögum nr. 51/1964. Þar er ákveðið, að 18. gr. síðarnefndra laga verði á þá leið, að Við- tækjaverzlunin greiði landsútsvar, sem ákveðið verði með sama hætti og tekjuútsvar félaga, sbr. 32. gr., 2. tölulið, laganna (þ. e. gefin er hundraðstöluregla af útsvarsskyldum hreinum tekjum samkvæmt skattskrá, sbr. 31. grein) án fráviks frá útsvarsstiga samkvæmt 34. gr. (til hækkunar eða lækkunar skv. fjárhagsáætl- un sveitarfélags). Í lögum, sem lúta að landsútsvari, er því hvarvetna áskilinn lögtaksréttur samkvæmt 1. grein laga nr. 29/1885 svo og dráttar- vextir Í sveitarsjóð, sjá 62. gr. laga nr. 51/1964. Í máli þessu hafa komið fram endurrit af kærum, er Viðtækja- verzlun ríkisins hefur sent skattstjóra og ríkisskattanefnd allt frá fyrstu álagningu landsútsvars á verzlunina árið 1963 svo og af úrskurðum þeirra þar að lútandi, enn fremur endurrit af ársreikn- ingum Viðtækjaverzlunarinnar. Ekki þykir gerlegt að rekja efni þessara skjala lið fyrir lið, en kærur þessar ganga að langmestu leyti út á röksemdir fyrir þeirri staðhæfingu Viðtækjaverzlunar- innar, að ranglega hafi verið lagt landsútsvar á einkasölugjöld af sjónvarpstækjum, sem hafi verið afhent Ríkisútvarpinu óskert í samræmi við lög nr. 52/1962, 2. gr., án nokkurs rekstrarhagn- aðar fyrir Viðtækjaverzlunina. Skattstjóri og ríkisskattanefnd hafa jafnan snúizt við þessum kærum á þann veg, að telja verði einkasölugjöldin tekjur Viðtækjaverzlunarinnar, og skipti engu máli, þótt tekjuafgangi sé öllum varið til styrktar ákveðnum stofnunum, sbr lög nr. 52/1962. Vísast hér til rskj. 9—25, en þar skráðar röksemdir eru meginhluti af málflutningi aðilja í lög- taksmáli þessu, enda snýst það um réttmæti álagningar landsút- 1131 svars á einkasölugjöld þessi og koma fram, þá er farið verður út í að lýsa röksemdum aðilja í málinu hér að neðan. Í málinu liggur fyrir útreikningur skattstofu Reykjavíkur á landsútsvari Viðtækjaverzlunar ríkisins árið 1967, framlagður sem rskj. 4a, og er hann á þessa leið: „Skattstofa Reykjavíkur Landsútsvar 1967 Viðtækjaverzlun ríkisins. 1. Nettó tekjur skv. framtali „. .. .. .. .. kr.1.108.010.—04 2. Jólagjafir .. .. ....... 13.119.— 66 3. Sjónvarpsgjald sbr. skuldir á efnahagsreikn- ingi Ríkisútvarpið sjónvarpsd. T.V. gjöld 1966 .. 0... 6.608.357 — kr. 7.729.486.—70 —- hluti landsútsv. (1966) uppf. '66 tilbakaif. — 307.522— Landsútsvarsskyldar tekjur .. .. .. .. .. kr.7.421.964— 35. 0.70 Landsútsvar og skipting þess. Landsútsvarsskyldar tekur .. kr. '7.421.964— 20% af — 75.000.— 15.000.— 30% af kr. '7.346.964— 2.204.089.— Heildar landsútsvar .. .. .... kr. 2.219.089.— Heildar landsútsvar skiptist þannig: Jöfnunarsjóður fær % af .. kr. 2.219.089— 1.664.316.— Reykjavík fær M af .. .. .. — 2.219.089— 554.773.— 2.219.089.— “. Tölur þessar eru teknar upp úr rekstrar- og efnahagsreikningi ársins 1966, rskj. 4. Gerðarbeiðandi vísar til þess, að fyrir liggi lögmæt álagning landsútsvars 1967. Gjalddagi þess hafi verið 15. ágúst þ. á. Þar til bærir aðiljar hafi að vandlegri athugun ákveðið að hafna kæru greiðanda á álagningunni og sé úrskurður ríkisskattanefnd- 1132 ar bindandi. Því er ákveðið mótmælt, að lagt hafi verið á fram- angreindan gjaldstofn að óréttu. Fyrst og fremst sé ekki sam- ræmi í því, að Viðtækjaverzlunin hafi lengst af möglunarlaust greitt landsútsvar af einkasölutekjum af almennum wiðtækjum, en neiti að greiða sama útsvar af einkasölugjöldum sjónvarps- tækja, en á þessu tvennu sé enginn eðlismunur. Þá hafi Viðtækja- verzlunin engan ágreining gert um gjöld af tekjum sínum af eigin innflutningi sjónvarpstækja, sem hafi verið mjög verulegur, eða nánast % af heildarinnflutningnum til landsins árið 1966, sbr. yfirlýsingu Viðtækjaverzlunarinnar á rskj. 28. Þegar um sé að ræða að skýra lög nr. 52/1962, sérstaklega hvað við sé átt með orðinu „hagnaður“, þá séu alls engin efni til að leggja aðra merk- ingu í það orð en almennt sé gert. „Hagnaður“ merki hér sem endanær brúttótekjur að frádregnum rekstrarkostnaði, en óheim- ilt sé með öllu að álykta, að með þessu hugtaki sé átt við „óskertar tekjur“. Í lögum nr. 52/1962 sé ekki minnzt á skattaleg atriði og geti lögin því ekki hróflað við almennt viðurkenndum réttum skilningi almennra skattalaga. Sérlög, sem fari í bág við hin al- mennu skattalög, verði að vera allsendis ótvíræð, og dómstólar ættu að túlka þau þröngt. Gerðarbeiðandi heldur því fram, að þó að Viðtækjaverzlunin hafi síðustu árin, sem hún starfaði, eða allt frá og með 1964, fært margnefnt einkasölugjald af sjónvarpstækjum sem skuld við Rík- isútvarpið á efnahagsreikning, sbr. rskj. 4 r.d., þá hafi þetta gjald áður verið fært teknamegin á rekstrarreikningi og þannig hafi forráðamenn Viðtækjaverzlunarinnar litið svo á, að um væri að ræða tekjur verzlunarinnar. Ekki sé um að ræða, að nein viðhorf í lögum eða álagningarreglum hafi breytzt svo, að tilefni hafi gefizt til að líta öðrum augum á |þessi einkasölugjöld eða bókfæra þau öðruvísi. Þá mótmælir gerðarbeiðandi því, að tekjum af innflutningi sjónvarpstækja verði jafnað til skattfjár. Viðtækjaverzlunin hafi jafnframt eigin innflutningi farið |þá leið að afla tekna af inn- flutningi annarra á sjónvarpstækjum með því að áskilja sér 15% leyfisgjald og komi þetta í sama stað niður, í báðum tilfellum verði um að ræða tekjur af innflutningi. Það séu tekjur Viðtækja- verzlunarinnar og sem slíkar landsútsvarsskyldar og komi þar ekki til álita ráðstöfun verzlunarinnar á hagnaðinum. Vekur gerð- arbeiðandi jafnframt athygli á lögum nr. 43/1966, sem ákváðu, að Viðtækjaverzlunin, sem áður hafði greitt landsútsvar af sölu eða veltu, skyldi nú landsútsvarsskyld með sama hætti og lög nr. 1133 51/1964 ákveða um félög í 32. grein. Þetta leiði til þess, sbr. 31. grein nefndra laga, sem ákveður, að útsvör skuli miða við hreinar tekjur og eign samkvæmt skattskrá, að lög nr. 90/1965 komi til greina um skilgreiningu á hugtakinu „hreinar tekjur“ í þessu sambandi eða reglugerð sett á grundvelli þeirra laga. Í þessum lögum og reglugerð eru engin ákvæði í þá átt að heimila tekju- skattskyldum aðilja að draga ráðstöfun á hagnaði frá tekjum sínum, áður en hreinar tekjur yrðu ákvarðaðar. Af hálfu gerðarþola, Ríkisútvarpsins, er vísað til skjala máls- ins, þar sem fyrir liggur, að Viðtækjaverzlunin hefur jafnan kært álagningu landsútsvars. Þar hafi löngum verið um að ræða miklu lægri fjárhæðir en þetta lögtaksmál fjallar um og ekki hafi verið farið út í að láta sífelldan ágreining verða að dómstólamáli fyrr en nú. Þá heldur gerðarþoli því fram, að þar sem lög nr. 52/1962 kveða svo á, að „hagnaður“ af innflutningi sjónvarpstækja skuli ganga til Ríkisútvarpsins í fastákveðnum tilgangi, þá sé um að ræða sérlög, sem gangi fyrir almennum lögum, ef á greini, t. d. hér fyrir hinum almennu skattalögum, enda ekki minnzt á almenn skattalög í þeim. Sá hafi verið skilningur forráðamanna Viðtækja- verzlunarinnar og Ríkisútvarpsins, að með orðinu „hagnaður“ sé átt við allt það fé, sem Viðtækjaverzlunin hafi innheimt vegna innflutnings annarra aðilja á sjónvarpstækjum. Í samræmi við þá skoðun hafi Ríkisútvarpið fengið allt það fé óskert. Viðtækja- verzlunin hafi aðeins innheimt fé þetta handa Ríkisútvarpinu án nokkurrar þóknunar og sé staðlaust að nefna „arð“ eða „gróða“ í þessu sambandi sem álagningarstofn í skilningi laga nr. 90/ 1965. Þá er litið sé á tilgang laga nr. 52/1962, sé það ljóst, að þessi skilningur og áralöng venja aðilja sé rétt. Tilgangurinn sé einvörðungu sá að afla Ríkisútvarpinu tekna til stofnunar sjón- varpsrekstrar, en alls ekki sá að halda til haga skattstofni fyrir ríki eða sveitarfélög. Það sé enn fremur í fullu samræmi við þessa almennu afstöðu, að einkasölugjöldin hafi verið færð skuldamegin á efnahagsreikning, og sé einkar mikilvægt að athuga afstöðu lög- gjafans til reikningsfærslunnar. Alþingi hafi einmitt löghelgað þessa skoðun Viðtækjaverzlunar og Ríkisútvarps og þar af leið- andi bókhaldsmeðferð. Er hér vísað til reikninganna á rskj. 4, en þar eru brúttótekjur taldar kr. 4.977.746.43 og vaxtatekjur kr. 15.169.60, eða samtals kr. 4.992.916.03, svo og til þess, að fjárlög fyrir 1966 áætla „tekjur“ Viðtækjaverzlunarinnar vera kr. 3.800.000.00, og enn til þess, að fram komi í fjáraukalögum nr. 1154 34/1968 fyrir árið 1966, að tekjur verzlunarinnar hafi farið kr. 1.192.916.03 fram úr áætlun, og komi berlega fram, að löggjafinn hafi fallizt á bókhaldstilhögun þá, sem að framan er lýst, að inn- komin einkasölugjöld séu óviðkomandi rekstrarhagnaði Viðtækja- verzlunarinnar og að gjöld þessi skuli greiðast beint til Ríkis- útvarpsins. Sama viðhorf löggjafans komi fram á fyrri árum í sambandi við afgreiðslu fjárlaga og ríkisreikninga. Þannig hafi löggjafinn helgað þessa staðföstu venju, sem orðið hafi til um meðferð þessa fjár, og kveðið svo á, að þessi leyfis- gjöld séu ekki innan landsútsvarakerfisins. Þessi afstaða Alþingis sé bindandi fyrir dómstólana að sjálfsögðu. Aðiljum lögtaksmáls þessa hefur orðið að deiluefni atriðið um vexti af lögtaksupphæðinni. Ber gerðarbeiðandi fyrir sig ákvæði 62. gr. laga nr. 51/1964 og 17. grein reglugerðar nr. 182/1962, sem sett er á grundvelli þessara laga. Þar segir, að greiða skuli sveitarsjóði 1% dráttarvexti á mánuði eða broti úr mánuði, ef greitt sé eftir gjalddaga. Vaxtakröfu þessari er mótmælt af hálfu gerðarþola og á það bent, að 62. gr. laga nr. 51/1964 mæli fyrir um dráttarvexti í sveitarsjóð, en ekki sé minnzt á dráttarvexti til Jöfnunarsjóðs. Áminnzt reglugerðarákvæði eigi sér ekki laga- stoð. Er krafizt algerrar sýknu af vaxtakröfu þessari, en til vara er þess krafizt, að vextir verði, ef til komi, ákveðnir 7% frá 11. desember 1967. Það liggur fyrir í máli þessu, að Viðtækjaverzlunin hefur látið einkasölugjöld af innflutningi annarra á sjónvarpstækjum ganga beint til Ríkisútvarpsins án nokkurs frádráttar. Var þannig ekki um að ræða arð eða gróða Viðtækjaverzlunarinnar í venjulegum skilningi. Forráðamenn þessara fyrirtækja tveggja hafa komið sér saman um þessa tilhögun, og er hún óneitanlega út af fyrir sig heimil samkvæmt lögum nr. 52/1962, 2. gr., og í samræmi við vitanlegan tilgang þeirrar lagagreinar: að fá Ríkisútvarpinu tekju- stofn. Í samræmi við þessa tilhögun hafa reikningar Viðtækja- verzlunarinnar verið þannig gerðir, að hér umræddur liður hefur verið færður á efnahagsreikning sem skuld við Ríkisútvarpið. Hefur gerðarbeiðandi vefengt þessa aðferð í reikningsgerð og talið hana undanbrögð ein og að engu hafandi gagnvart álagningu og heimtu landsútsvars og skattamálefnalegum meginreglum. Engu máli skipti hér, þó að arði þessum sé ráðstafað til 3-ja aðilja, og haggi það alls ekki landsútsvarsskyldunni, en telja verður, að hér skipti miklu máli tilgangur löggjafans, er hann setti 2. gr. laga nr. 52/1962, einnig er rétt að hafa mikla hliðsjón af því, að 1135 Ríkisútvarpið er undanþegið opinberum álögum. Virðist í stuttu máli koma fram ótvíræð tilhneiging löggjafans í þá átt að gera hlut þess sem beztan. Og ekki virðist unnt að hafna þeirri stað- hæfingu gerðarþola, að löggjafinn hafi beinlínis fallizt á nefnda bókhaldstilhögun og þá skoðun forráðamanna Viðtækjaverzlunar- innar og Ríkisútvarpsins og þá meðferð einkasölugjalds, sem þar liggur að baki og að framan er hvoru tveggja lýst. Með tilliti til alls þessa er ekki annað fyrir hendi en að telja, að margumrædd einkasölugjöld hafi ekki verið álagningarstofn að lögum, og er þannig synjað um framgang þessarar lögtaksgerð- ar. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Gerð þessi fer ekki fram. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 10. október 1969. Nr. 136/1968. Þórður Kristjánsson og Þórður Þórðarson (Valgarð Briem hdl.) gegn Veli h/f og gagnsök (Logi Guðbrandsson hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Útboð. Samningar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 2. ágúst 1968. Krefjast þeir sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 1. október 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. september s. á. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og aðal- 1136 áfrýjendur dæmdir til að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Í útboðs- og vinnulýsingu á byggingu vistheimilis við Dalbraut hér í borg, sem yfirvöld Reykjavikurborgar gáfu út í júnímánuði 1964, segir meðal annars um jarðvinnu: „Magn fyllingarefnis er áætlað 26000 mð þjappað, og er þar með talinn frárennslisskurður í Sundlaugaveg“. Á eyðu- blaði, sem nota skyldi við gerð tilboðs og fylgdi útboðs- og vinnulýsingu þessari, segir um þetta efni: „Jöfnunarverð á jarðvegsskiptum kr. pr. mð .... gröftur, fylling og vél- þjöppun innifalin. Verð þetta verður notað, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar frá uppgefnu magni í lýsingu, þ. e. 26000 möð“. Gögn þessi fengu forráðamenn gagnáfrýjanda í hendur, áður en þeir gerðu tilboð til aðaláfrýjanda um að vinna verk það, sem um er fjallað í málinu. Fyrirsvarsmenn sagnáfrýjanda töldu eigi ljóst, hvernig skilja bæri fyrrgreind ákvæði í útboðslýsingunni, og ræddu um það mál við aðal- áfrýjandann Þórð Kristjánsson, svo sem rakið er í héraðs- dómi. Samkvæmt eigin skýrslu mátti honum vera ljóst, að fyrirsvarsmenn gagnáfrýjanda töldu, að miða bæri verð- ákvörðun við samanlagt magn þess efnis, sem burtu væri grafið úr grunninum, og þess efnis, sem hann væri siðan fylltur með. Virðist Þórður ekki hafa haft við þetta að at- huga og ekki hreyft andmælum, þó að þessi skilningur fyrir- svarsmanna gagnáfrýjanda sé ekki í samræmi við orðalag útboðs- og vinnulýsingarinnar, og ekki hirti hann um að fá skriflega umsögn byggingadeildar borgarverkfræðings um þetta atriði, enda þótt ráð væri fyrir því gert í útboðs- og vinnulýsingunni. Má því ætla, að fyrirsvarsmenn gagnáfrýj- anda hafi miðað verðtilboð sitt við þennan skilning. Þegar til þess er litið, hve laust var frá málum þessum gengið af hendi aðilja, er eðlilegast að miða við það, að í raun hafi ekki orðið fullnaðarsamkomulag um ákveðið verð fyrir verk þetta. Ber þvi samkvæmt grunnrökum 5. gr. laga nr. 39/ 1922 að leggja til grundvallar það verð, sem gagnáfrýjandi reiknar sér fyrir verkið, enda hafa aðaláfrýjendur ekki leitt rök að þvi, að það verð sé bersýnilega ósanngjarnt. 1137 Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til, Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. maí 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 18. þ. m., hefur Völur h/f, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 26. sept- ember 1966, gegn Þórði Kristjánssyni húsasmíðameistara, Berg- staðastræti 60, og Þórði Þórðarsyni, Skeiðarvogi 97, báðum í Reykjavík, til greiðslu in soliðum á skuld að fjárhæð kr. 1.049.450.00 með 7% ársvöxtum frá 26. maí 1966 til greiðsluðags auk málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Stefndu hafa krafizt þess, að þeir verði sýknaðir af dóm- kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða þeim máls- kostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Ís- lands. Borgarstjóranum í Reykjavík hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu fyrir hönd borgarsjóðs. Engar dómkröfur hafa verið gerðar á hendur réttargæzlustefnda, og hann hefur heldur engar kröfur gert. Leitazt hefur verið við að koma á sátt í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þeir, að stefndu, sem báðir eru byggingameist- arar, gerðu á árinu 1964 tilboð í byggingu vistheimilis við Dal- braut hér í borg samkvæmt útboðs- og vinnulýsingu, sem gerð var á vegum Almenna byggingafélagsins h/f, en gefin út í júní 1964 af byggingadeild borgarverkfræðings í umboði borgarsjóðs Reykjavíkur, sem var verkkaupi. Er útdráttur af útboðs- og vinnulýsingu þessari lagður fram í málinu sem dskj. nr. 5. Tilboði stefndu í umrætt verk var tekið, og sáu þeir um allar fram- kvæmdir gagnvart borgarsjóði. Stefndu önnuðust þó ekki alla þætti verksins sjálfir, heldur réðu til 4 undirverktaka samkvæmt tilboðum frá þeim, sem lágu fyrir áður eða samtímis því, að aðaltilboð stefndu var samþykkt af verkkaupa, borgarsjóði Reykjavíkur. Meðal þeirra, sem stefndu þannig framseldu hluta 72 1138 verksins, var stefnandi máls þessa. Skyldi verk stefnanda vera að annazt jarðvegsskipti Í grunni byggingarinnar. Um þennan íþátt verksins segir svo í útboðs- og vinnulýsing- unni á dskj. nr. 5 (á tilboðsblaði á forsíðu): „Jöfnunarverð á jarðvegsskiptum kr. pr. mö .... gröftur, fylling og vélþjöppun innifalin. Verð þetta verður notað, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar frá uppgefnu magni í lýsingu, þ. e. 26000 möð“. Í útboðs- og vinnulýsingunni á dskj. nr. 5, bls. 15, undir fyrir- sögninni „Jarðvinna“, er gerð nákvæmari grein fyrir þessu um- rædda verki. Þar segir meðal annars: „Fjarlægja skal allan lausan jarðveg úr grunni, en dýpi hans er 3 til 5 metrar. Reikna skal með að grafa þurfi ca. 4 til 6 m út fyrir húsalínur. Þegar upp- grefti er lokið, skal fylla í allan grunninn með þjappanlegri ofaníburðarmöl. Skal dreifa henni í 30 cm lögum, bleyta þau og vélþjappa vandlega“. Síðan segir: „Magn fyllingarefnis er áætlað 26000 m3 þjappað, og er þar með talinn frárennslisskurður í Sundlaugaveg ...“. Það, sem nú hefur verið rakið, er útdráttur úr útboðs- og vinnu- lýsingu þeirri, sem byggingadeild borgarverkfræðings Reykja- víkurborgar gaf út Í júní 1964 í sambandi við framangreint vist- heimili við Dalbraut. Á grundvelli þessarar útboðs- og vinnulýs- ingar sendu stefndu inn tilboð sitt í verkið, sem síðar var sam- þykkt af Reykjavíkurborg. Svo sem áður getur, framseldu stefndu einn þátt byggingar- framkvæmdanna til stefnanda máls þessa, þ. e. a. s. jarðvegs- skiptin í grunni byggingarinnar. Um þetta framsal er eigi til annar „skriflegur samningur“ heldur en handskrifað óundirritað og ódagsett plagg, sem lagt hefur verið fram sem rskj. nr. 14 og hljóðar svo: „Jöfnunarverð á jarðvegsskiptum kr. pr. mð 89.00 gröftur, fylling og vélþjöppun innifalin 20.000.00 > 89 = 2.314.000.00%. Áður en „samningur“ þessi var gerður, sem mun hafa verið í ágúst 1964, höfðu forsvarsmenn stefnanda fengið í hendur fram- angreinda útboðs- og vinnulýsingu á rskj. nr. 5 svo og uppdrátt, er sýndi, hvernig grafa átti, sbr. rskj. nr. 4. Uppdráttur þessi, sem dagsetur er 30. júní 1964, er gerður á verkfræðiskrifstofu Almenna byggingafélagsins, og er hann merktur 443-02. Stefnandi hófst handa um verk þetta hinn 27. nóvember 1964 og lauk framkvæmd þess 26. maí 1966. Greiðslur til stefnanda fyrir verkið voru inntar af hendi af stefndu, þar sem stefnandi var eigi beinn aðili að verkinu gagnvart Reykjavíkurborg. 1139 Greiðslufyrirkomulagið til stefnanda miðaðist við framgang verks- ins og var í samræmi við greiðslur frá Reykjavíkurborg til stefndu, en samkvæmt verksamningi stefndu við Reykjavíkur- borg áttu greiðslur að dreifast á byggingartímabilið þannig, að samræmi yrði á milli greiðslu byggingarkostnaðar og framgangs: byggingarframkvæmdanna í heild. Yfirlit yfir greiðslur þær, sem: stefndu hafa innt af hendi til stefnanda vegna verks hans, er svolátandi: „8. desember 1964 ...... kr. 150.000.00 19. desember 1964 ...... — 300.000.00 9. janúar 1965 ........ — 100.000.00 9. febrúar 1965 ........ — 100.000.00 13. febrúar 1965 ........ — 300.000.00 1. marz 1965 .......... — 100.000.00 10. marz 1965 .......... — "5.000.00 20. marz 1965 .......... — 250.000.00 30. apríl 1965 .......... — 250.000.00 Samtals kr. 1.625.000.00%. Svo sem sést á yfirliti þessu, var síðasta greiðsla stefndu til stefnanda vegna verks þessa innt af hendi hinn 30. apríl 1965. Eftir það stöðvuðu stefndu greiðslur til stefnanda, enda var þá kominn upp ágreiningur milli þeirra um það, hvernig skilja bæri samkomulag þeirra um verk þetta. Hélt stefnandi því fram, að sér bæri jöfnunarverð, kr. 89.00 fyrir hvern rúmmetra af grefti og einnig kr. 89.00 fyrir hvern rúmmetra af fyllingarefni, sem hann setti í grunninn. Stefndu lögðu aftur á móti þann skilning í samning þeirra um verk þetta, að þeim bæri einungis að greiða kr. 89.00 fyrir hvern rúmmetra af fyllingarefni, sem sett væri í grunninn, en hins vegar ekki sérstaklega fyrir hvern rúmmetra af grefti. Þrátt fyrir þennan ágreining lauk stefnandi við verkið hinn 26. maí 1966, svo sem fyrr greinir. Verkið reyndist þannig, að gröftur var 13.850.00 má og fylling 16.200.00 má, eða samtals 30.050.00 möð, sem nemur með kr. 88 pr. rúmmetra kr. 2.674.450.00. Upp í þessa fjárhæð kveður stefn- andi stefndu hafa greitt kr. 1.625.000.00. Mismunurinn, kr. 1.049.450.00, er stefnufjárhæðin. Verður nú vikið að yfirheyrslum í máli þessu. Björgvin Ólafsson, stjórnarformaður Valar h/f, hefur skýrt 1140 svo frá, að hann hafi lítil afskipti haft af samningum um verk það, er mál þetta fjallar um. Í upphafi hafi stefndi Þórður Kristjánsson hringt í sig og spurt sig, hvort Völur h/f gæti leyst verk þetta af hendi, en Þórður hafi vitað, að Völur h/f ætti tæki til þessara verka. Kvaðst Björgvin hafa vísað Þórði á fram- kvæmdastjóra Valar h/f, Ólaf Þorsteinsson, og verkfræðing Valar h/f, Þór Aðalsteinsson. Hafi þeir síðan samið um verkið við stefndu. Björgvin Ólafsson tók fram, að í fyrsta samtalinu við stefnda Þórð Kristjánsson hafi þeir rætt um stærð og magn verksins. Hafi Þórður Kristjánsson svarað því til, að gröfturinn væri um 12— 13 þúsund rúmmetrar og fyllingin eitthvað svipuð. Björgvin kvaðst hafa gert þá athugasemd, að það mætti reikna með 20—25% meira magni vegna þjöppunarinnar á efninu. Stefndi Þórður Kristjánsson hafi þá sagt, að kjallari væri undir hluta hússins og mundi íþað leiða til þess, að minna fyllingarefni þyrfti í grunninn, þannig að fyllingarefni yrði svipað og upp- gröfturinn, þ. e. um 13.000.00 möð af hvoru. Björgvin kvaðst hafa rætt tilboðið við Ólaf Þorsteinsson, áður en Völur h/f gerði til- boðið. Hafi hann átt stutt símtal við Ólaf, sem sagði Björgvin, að þeir væru búnir að reikna út tilboð í verkið miðað við 13.000.00 mð uppgröft og 13.000.00 mað fyllingu, 89.00 kr. á rúm- metra, eða samtals kr. 2.314.000.00. Björgvin, sem kveðst vera vanur alls konar verktakavinnu á þeim vettvangi, sem hér um ræðir, kvaðst hafa talið, að unnt væri að samþykkja slíkt tilboð þrátt fyrir slæmar aðstæður. Kvaðst hann hafa samþykkt, að stefnandi gerði þetta tilboð í verkið. Ólafur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stefnanda, hefur skýrt svo frá, að hann ásamt Þór Aðalsteinssyni, verkfræðingi hjá stefnanda, hafi samið um umrætt verk við stefnda Þórð Kristjáns- son. Ólafur kvaðst fyrst hafa fengið teikninguna af verkinu á dskj. nr. 4 til athugunar, en daginn eftir hafi hann fengið útboðs- og vinnulýsinguna á dskj. nr. 5. Auk þess hafi þeir farið á staðinn og litið á aðstæður. Í málinu hefur verið lögð fram skýrsla, sbr. rskj. nr. 12, undir- rituð fyrir hönd Valar h/f af Þór Aðalsteinssyni og Ólafi Þor- steinssyni. Skýrsla þessi er svohljóðandi: „Þórður Kristjánsson byggingameistari fór þess á leit við okkur, að við gerðum tilboð í jarðvegsvinnu við vistheimili við Dalbraut. Fengum við í hendur uppdrátt Almenna byggingafélagsins nr. 443-02. Á þessum uppdrætti eru gefin upp mál á fjarlægð upp- graftar frá húslínum, en engin mál á húsum. Einnig eru teikn- 1141 aðar inn hæðarlínur og nokkrir kótar á föstum botni. Uppgefið var, að magn það, sem bjóða ætti í, væri 26.000 mö. Innifalið skyldi vera að grafa og fylla í frárennslisskurð í Sundlaugaveg, en engar upplýsingar lágu fyrir um efnismagn. Útreikningar á jarðvegsmagni í grunni gaf ca. 13 þús. mö gröft og 15 þús. mö fyllingu, reiknað eftir uppdr. ABF nr. 443-02. Þar sem grein sú, sem fjallar um jöfnunarverð á jarðvegsskipt- um, á tilboðsblaði, er mjög ógreinileg, báðum við Þórð Kristjáns- son um að fá nánari skýringar hjá réttum aðilum hjá borgaryfir- völdum. Tilkynnti Þórður okkur, að þeirra úrskurður hefði hljóð- að upp á, að hér væri um að ræða 13 þús. má gröft og 13 þús. mö fyllingu og að bjóða ætti í jöfnunarverð á samanlögðu magni, þ. e. a. s. 26 þús. mö. Þessar upplýsingar komu vel heim við áður útreiknaðar magn- tölur að stærðargráðu til. Töldum við því, að hér væri rétt með farið, og gerðum tilboð samkvæmt því í 13 þús. mð gröft og 13 þús. mö fyllingu, samtals 26 þús. mð á kr. 89.00 pr. mö, samtals kr. 2.314.000.00%. Skýrsla þessi var lesin fyrir Ólafi Þorsteinssyni í réttinum. Kannaðist hann við nafnritun sína undir skjalinu og kvað þar rétt frá greint. Enn fremur var Ólafi Þorsteinssyni sýnt dskj. nr. 14 (sjá fyrr í dóminum), og áleit Ólafur, að Þór Aðalsteinsson hefði skráð skjalið eigin hendi og afhent stefnda Þórði Kristjánssyni skjalið sem tilboð. Ólafur Þorsteinsson kvað stefnanda hafa haft mjög skamman tíma til að ganga frá tilboði sínu, minnti Ólaf, að stefnandi hafi fengið aðeins einn dag til að ganga frá tilboðinu. Þór Aðalsteinsson verkfræðingur, einn af hluthöfum Valar h/f, hefur komið fyrir dóminn. Þór var sýnt dskj. nr. 14 (sjá fyrr í dóminum). Þór kvaðst hafa skráð skjal þetta eigin hendi og af- hent stefnda Þórði Kristjánssyni skjalið sem tilboð stefnanda. Þór kvað textann í skjalinu vera orðrétt upp tekinn úr útboðs- og vinnulýsingunni á dskj. nr. 5, en tölunum um fjárhæðir bætt inn í. Framangreint dskj. nr. 12 var lesið fyrir Þór Aðalsteinsson, og kvað hann þar rétt frá greint og kannaðist við nafnritun sína á skjalinu. Þór kvaðst hafa reiknað út magnið, eins og segir Í dskj. nr. 12, samkvæmt uppdrættinum á dskj. nr. 4, sem greint er frá fyrr í dóminum. Tók Þór fram, að endanlegar magntölur hafi komið vel heim við ofangreindan útreikning. Stefndi Þórður Kristjánsson hefur komið fyrir réttinn. Var 1142 skýrsla Björgvins Ólafssonar hér að framan lesin fyrir Þórði. Kvaðst hann ekkert sérstakt hafa við þessa skýrslu að athuga. Síðan er bókað eftir Þórði Kristjánssyni eftirfarandi: „Mætti kveðst þó telja fráleitt, að hann hafi talað um þessa 13.000.00 mö, eins og Björgvin ræðir um, enda hafi hann ekki verið búinn að gera mælingar á magninu og engin önnur tala verið gefin upp um magnið en 26.000.00 mð, sem getið er í verklýsingu dskij. nr. 5“. Þórður Kristjánsson kvaðst sjálfur hafa samið við Ólaf Þor- steinsson og verkfræðinginn Þór Aðalsteinsson um verkið, eftir að hann ræddi við Björgvin Ólafsson. Aðrir hafi ekki verið við- staddir eða haft milligöngu um samningsgerðina. Þórður kvaðst hafa afhent Ólafi og Þór öll gögn um verklýsingu viðvíkjandi þessum þætti verksins, þar á meðal eintak af teikningunni á dskj. nr. 4 og útboðs- og vinnulýsingunni á dskj. nr. 5. Þórði var kynntur „samningurinn“ á dskj. nr. 14. Hann kvaðst hafa móttekið frumrit þessa skjals frá þeim Þór og Ólafi. Sagði Þórður, að ekki hefði verið gerður annar skriflegur samningur um verkið en sá, að þeir hafi afhent sér dómsskjal nr. 14. 3. málsgreinin á rskj. nr. 12 var lesin fyrir Þórði Kristjánssyni í réttinum. Málsgrein þessi er svohljóðandi: „Þar sem grein sú, sem fjallar um jöfnunarverð á jarðvegsskiptum, á tilboðsblaði, er mjög ógreinileg, báðum við Þórð Kristjánsson um að fá nánari skýringar hjá réttum aðilum hjá borgaryfirvöldum. Tilkynnti Þórður okkur, að þeirra úrskurður hefði hljóðað upp á, að hér væri um að ræða 13 þús. möð gröft og 13 þús. má fyllingu og að bjóða ætti í jöfnunarverð á samanlögðu magni, þ. e. a. s. 28 þús. mg“. Í tilefni af þessari málsgrein sagði Þórður Kristjánsson, að annar hvor, Þór eða Ólafur, hafi hringt í sig og sagt sér, að ósamræmi væri Í útboðslýsingunni og teikningu, þar sem þeirra útreikningur væri um 13.000.00 mð. Kvaðst Þórður hafa borið betta undir Gísla Teitsson, skrifstofustjóra hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, sem hafi fjallað um mál þetta fyrir hönd borgaryfirvalda. Hafi Gísli Teitsson sagt, að svona gæti komið fyrir, en það væri venjulega skýrt tekið fram í útboðslýsingum, að magn væri áætlað. Það, sem raunverulega væri beðið um, væri ákveðið verð á magni, það er á mð samkvæmt verklýsingu. Kvaðst Þórður Kristjánsson hafa farið til Ólafs og Þórs og sag! þeim, að hann hafi farið til Gísla Teitssonar og rætt við hann um málið og Gísli hefði sagt, að vel gæti verið, að áðurgreindum gögnum bæri ekki saman, en af hálfu borgaryfirvalda væri að- 1143 eins beðið um tilboð í verð pr. rúmmetra, eins og segir í verk- lýsingu. Þórður kvaðst hins vegar ekki hafa gert sér ljóst, hvernig tilboðsgefendur hugsuðu sér tilboð sitt. Þórður tók fram, að hann hafi ekki vefengt út af fyrir sig mælingar og útreikninga þeirra Ólafs og Þórs, og talið, að þeir væru réttir, en kvaðst ekki hafa haft neina aðstöðu til þess að reikna magnið út eða sannprófa það. Lögmaður stefnanda spurði Þórð Kristjánsson eftirfarandi spurningar Í réttinum: „Var mætta ljóst, þegar Þór lagði fram tilboðið á rskj. nr. 14, þar sem þeir höfðu talað um áður, að gröft- urinn væri 13 þús. teningsmetrar og uppfyllingin 13 þús. ten- ingsmetrar, hvort tilboðið væri miðað wið gröft {- fyllingu pr. teningsmeter eða gröft og fyllingu hvort í sínu lagi“. Þórður Kristjánsson svaraði þessu þannig: „Mér var þetta fyllilega ljóst, að það gæti verið rétt, sem þeir héldu fram, að gröftur væri 13 þús. teningsmetrar og uppfylling 13 bús. teningsmetrar, og gröft- ur, fylling og vélþjöppun væri kr. 89.00 pr. rúmmeter, við setjum þá 26 þús. rúmmetra á kr. 89.00 sögðu þeir, en ég var viðstaddur, þegar Þór skráði dskj. nr. 14. Þá hélt ég, að þessi 26. þús. rúm- metra tala væri tekin beint upp úr verklýsingunni til þess að rugla ekki áætlað magn, sem gefið er upp Í verklýsingunni“. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að hann hafi annazt jarðvegsvinnu við svonefnt vistheimili við Dalbraut hér í borg. Hafi verkið verið fólgið í því að flytja burt jarðveg og fylla upp með jarðvegi, eins og nánar er lýst á teikningunni á dskj. nr. 4 og útboðs- og vinnulýsingunni á dskj. nr. 5. Uppgefið hafi verið, að magn það, sem grafa ætti og fylla, væri alls 26 þús. mö. Í útboðs- og vinnulýsingunni á rskj. nr. 5, sem stefndi Þórður Kristjánsson hafi sýnt forsvarsmönnum stefnanda, hafi grein sú, sem fjallaði um jarðvegsskiptin, verið ógreinileg og hafi for- svarsmenn stefnanda því óskað nánari skýringa. Hafi stefndi Þórður Kristjánsson þá tjáð þeim, að úrskurður borgaryfirvalda væri, að hér væri átt við 13 þús. mó gröft og 13 þús. má fyllingu og bjóða ætti í jöfnunarverð á samanlögðu magni, b. e. 26 þús. mö. Þessi útreikningur hafi nokkurn veginn komið heim við þær teikn- ingar, sbr. rskj. nr. 4, sem stefnandi hafi fengið til athugunar, enda hafi það reynzt svo Í framkvæmd. Stefnandi hafi á þessum grundvelli gert tilboð sitt, kr. 89.00 pr. m3 af grefti og kr. 90.00 pr. mö af fyllingu, og hefði það orðið kr. 2.314.000. 00, ef rúm- metrafjöldi í útboðslýsingu hefði staðizt, en samkvæmt útboðs- lýsingu skyldi verðið pr. mö notað, þótt magnið samkvæmt út- 1144 boðslýsingunni hækkaði eða lækkaði. Stefndu hafi síðan greitt stefnanda samkvæmt þessum skilningi allt fram í apríl 1965, en þá hafi stefndu stöðvað greiðslur og borið fyrir sig, að í tilboði stefnanda um kr. 89.00 á hvern rúmmetra fælist bæði gröftur og fylling. Þennan skilning hefur stefnandi ekki getað fallizt á, og bendir hann á, að orðið jöfnunarverð hafi enga merkingu í sam- komulaginu nema því aðeins, að átt sé við sama verð fyrir hvern grafinn rúmmetra og fyrir hvern rúmmetra af fyllingu, enda hefði þá orðið að taka fram sérstaklega í samkomulaginu, að eingöngu ætti að greiða fyrir hvern rúmmetra af fyllingu. Þá bendir stefnandi enn fremur á, að útilokað sé við verk eins og þetta og samkvæmt teikningu og vinnulýsingu, að sami rúm- metrafjöldi sé af grefti og fyllingu, og þess vegna sé ólíklegt, að ætlazt hafi verið til, að tilboð á rúmmetra fæli í sér bæði gröft og fyllingu. Það hafi og reynzt svo, að fyllingin hafi verið 2.350 rúmmetrum meiri heldur en gröfturinn. Heildarmagn samanlagt á grefti og fyllingu hafi verið samtals 30.050 rúmmetrar, sem sé nálægt því, sem stefnandi hafi gert ráð fyrir í tilboði sínu, þ. e. a. s. 26 þús. mð. Hins vegar sé heildarmagnið á grefti og fyllingu langt frá þeim skilningi, sem stefndu haldi nú fram, þ. e. a. s. að eingöngu eigi að reikna verkið eftir fyllingarefninu, en fyll- ingin hafi ekki verið nema 16.200 má. Varla sé hugsanlegt, að verkfræðingar borgaryfirvalda hafi gert slíka villu í útreikn- ingum sínum. Að endingu hefur stefnandi bent á, að það skipti verulegu máli, þegar boðið sé í verk, hversu stórt það sé. Í tilboði sínu hafi þeir gert ráð fyrir því, að verkið yrði um það bil 26 þús. m3, en ef þeir eigi nú aðeins að fá greitt fyrir fyllinguna, sem hafi verið 16.200 möð, sé grundvöllurinn fyrir tilboði þeirra orðinn allur annar heldur en þeir hafi mátt gera ráð fyrir sam- kvæmt teikningu af verkinu og þeim upplýsingum, sem beir hafi fengið hjá stefnda Þórði Kristjánssyni. Stefndu byggja dómkröfur sínar á því, að heildarmagn fylling- arefnisins Í grunninn hafi verið áætlað 26 þús. mð. Hér hafi verið um ágizkun að ræða, en ekki nákvæma mælingu, enda beinlínis gert ráð fyrir því, að um gæti verið að ræða hvort heldur meira magn eða minna. Nákvæmni í þessu efni skipti heldur eigi máli, þar sem tilboð stefnanda hafi miðazt við verð pr. einingu, en ekki heildarmagnið. Hér sé og á önnur eðlileg skýring: Það hafi verið á huldu í upphafi, hve djúpt hafi þurft að grafa, og óvíst, hve langt yrði grafið út fyrir húslínur. Vísa stefndu hér um til þess, sem áður hefur verið rakið úr útboðs- og vinnulýsingu, en 1145 þar segir dýpt grunnsins 3—5 metra, fjarlægð út fyrir húslínu 4—6 metra. Þegar uppgreftinum hafi verið lokið, hafi verið framkvæmd á vegum verkkaupa mæling á rúmmáli grunnsins. Hafi þá fyrst fengizt nákvæmt mál til þess að fara eftir. Þá hafi komið í ljós, að upphafleg áætlun hafi verið til mikilla muna of há. Þegar hér var komið, höfðu stefndu þegar greitt stefnanda kr. 1.625.000.00, eða nokkru meira en þeir höfðu sjálfir fengið greitt frá verk- kaupa vegna þessa þáttar byggingarframkvæmdanna. Var nú ljóst orðið, að stefnandi hafði fengið greitt meira en honum hafi borið samkvæmt samningi aðiljanna. Síðan hafi kröfum hans um frekari greiðslu frá stefndu algerlega verið synjað. Stefndu reisa kröfur sínar á því, að stefnandi sé þegar búinn að fá fulla greiðslu fyrir umrætt verk, og raunar miklu meira til. Endurgjald það, sem stefnanda var áskilið fyrir verkið, hafi verið jöfnunarverð pr. einingu af efnismagni grunnsins og í því ein- ingarverði hafi verið innifaldir allir þættir verksins, þ. e. kostn- aður við uppgröft, fyllingu og þjöppun. Sjálft orðalagið í aðal- tilboðinu, útboðs- og vinnulýsingunni á rskj. nr. 5 svo og sam- komulag aðiljanna á rskj. nr. 14 gefi þetta órækt til kynna. Stefndu telja því, að hér sé ekki um neitt að villast og að skiln- ingur stefnanda á þessu sé bersýnilega rangur, enda sé hann algerlega ósamrýmanlegur þessu orðalagi. Stefndu telja enn frem- ur ýmis önnur rök renna stoðum undir sinn málflutning: Í fyrsta lagi hafi þeir miðað tilboð sitt til verkkaupa við þann skilning, sem þeir halda fram, og skilningur verkkaupa á þessu atriði sé sá sami og skilningur stefndu. Þannig hafi stefndu verið tjáð af verkkaupa, að ofgreiðsla sú til stefnanda, sem áður getur, komi til frádráttar við endanlegt uppgjör milli verkkaupa og stefndu sem verksala. Í öðru lagi benda stefndu á, að aðrir, sem hafi boðið í þetta sama verk, hafi lagt sama skilning í álitaefnið eins og stefndu. Boðin hafi verið misjöfn og hafi stefnandi átt lægsta boð. Í þriðja lagi telja stefndu það liggja í augum uppi, að kostnaður við uppgröft sé mun minni en við uppfyllingu. Komi þar til, að uppfyllingarefnið sé mjög dýrt svo og flutningskostnaður þess um langan veg. Með þær staðreyndir einar í huga sé auðsætt, hver fjarstæða það sé að leggja að jöfnu kostnað við hvort um sig, þ. e. gröft og fyllingu, eins og stefnandi geri. Dómarar í máli þessu eru: Magnús Thoroddsen borgardómari 1146 ásamt meðdómendunum Braga Þorsteinssyni verkfræðingi og Júlíusi Sólnes verkfræðingi. Niðurstaða Júlíusar Sólnes verkfræðings og Magnúsar Thor- oddsens borgardómara: Í útboðs- og vinnulýsingu þeirri, sem verksamningur stefndu og Reykjavíkurborgar er byggður á, eru notuð orðin „jöfnunar- verð á jarðvegsskiptum“. Orðið „jöfnunarverð“ hefur ekki ákveðna og ótvíræða merkingu í mæltu máli. Að vísu er talað um jöfnunarverð á t. d. mjólk eða benzíni, en sú merking, sem orð þetta hefur í þeim samböndum, kemur eigi að haldi við úr- lausn þessa máls. Ekki er heldur í ljós leitt, að þetta orð hafi sérstaka ákveðna og ótvíræða merkingu í hópi byggingamanna eða verktaka, svo sem aðilja þessa máls. Verður því heldur eigi byggt á sérhæfðri merkingu þessa orðs í ákveðnum hópi manna. Orð þetta er því afleitt til notkunar í löggerningi og því fráleitt að taka það upp í útboðs- og vinnulýsinguna án fullnægjandi skýringa. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að þeir hafi skilið orðin „jöfnunarverð á jarðvegsskiptum“ þannig, að það tæki einungis til þess fyllingarefnis, er færi í grunninn, eftir að grafið hafði verið upp úr honum. Er það þó ekkert eðlilegri skilningur en sá, er fyrirsvarsmenn stefnanda hafa lagt í orð þessi. Hins vegar ræður það ekki úrslitum þessa máls, hvern skilning stefndu lögðu í orð þessi í samningi sínum við Reykjavíkurborg, heldur það, hvernig staðið var að samningum við stefnanda. Í „samning“ málsaðilja á dskj. nr. 14 er tekið óbreytt orðalagið úr útboðs- og vinnulýsingunni á dskj. nr. 5. Eigi leiðir það þó til þess, að stefnandi sé bundinn af þeim skilningi, er stefndu lögðu í orð þessi. Eftir að fyrirsvarsmenn stefndu höfðu fengið í hendur teikningu af grunninum og margnefnda útboðs- og vinnulýsingu, óskuðu þeir eftir nánari skýringum hjá stefnda Þórði Kristjáns- syni á grein þeirri, er fjallaði um jöfnunarverð á jarðvegsskipt- um. Kweðast fyrirsvarsmenn stefnanda, þeir Þór Aðalsteinsson og Ólafur Þorsteinsson, þá hafa tjáð stefnda Þórði Kristjánssyni, hvern skilning þeir legðu í orðalag útboðs- og vinnulýsingarinnar og hvernig þeir mundu reikna einingarverðið við framkvæmd verksins samkvæmt því tilboði, sem beir gerðu stefndu, sbr. dskj. nr. 14. Þegar þetta er virt, verður að telja, að stefnda Þórði Kristjáns- syni hafi mátt vera bað ljóst, hvernig fyrirsvarsmenn stefnanda hugðust reikna endurgjald fyrir verkið samkvæmt tilboði stefn- 1147 anda. Úr því að stefndi Þórður Kristjánsson, sem kom fram við gerð samninga þessara f. h. stefndu, tók eigi þegar af skarið um það, hvern skilning stefndu legðu á þetta vafamál, og mótmælti skilningi fyrirsvarsmanna stefnanda, verður að telja, að stefndu hafi við samningsgerðina orðið bundnir gagnvart stefnanda sam- kvæmt þeim skilningi, er fyrirsvarsmenn hans lögðu í samnings- tilboð stefnanda. Það styður og þessa niðurstöðu, að í „samningi“ málsaðilja er útreikningur á heildarupphæð verksins miðaður við magntöluna 26.000 má. Verður því að líta svo á, að samkomulag hafi verið gert um áætlaðan heildarkostnað verksins kr. 2.314.000.00. Samkvæmt venju um slíka samninga á heildarupp- hæðin að hækka og lækka samkvæmt einingarfjölda, þegar endan- legt magn verksins liggur fyrir, enda sé þá eigi um meiri háttar frávik frá áætluðu heildarmagni að ræða. Verða stefndu því dæmdir til að greiða stefnanda hina umstefndu fjárhæð ásamt vöxtum, svo sem krafizt hefur verið. Með tilvísun til 178. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð Júlíusar Sólnes verkfræðings os Magnúsar Thoroddsens borgardómara: Stefndu, Þórður Kristjánsson og Þórður Þórðarson, greiði in solidum stefnanda, Veli h/f, kr. 1.049.450.00 með 7% árs- vöxtum frá 26. maí 1966 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt. ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Braga Þorsteinssonar verkfræðings: Málsaðiljar hafa engan skriflegan samning gert um verk það, sem hér er um fjallað, annað en plagg það, sem stefnandi, Völur h/f, lagði fram sem tilboð, sjá rskj. nr. 14. Plagg þetta er samið og ritað af trúnaðarmanni stefnanda. Orðalag og magntölur eru þar í samræmi við það, sem stendur í útboðslýsingu dskj. nr. 5, en þar segir svo: „Jöfnunarverð á jarðvegsskiptum kr. pr. m3 .... gröftur, fylling og vélþjöppun innifalin. Verð þetta verður notað, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar frá uppgefnu magni í lýsingu, þ. e. 26000 mað“. Síðar á dskj. nr. 5: „Magn fyllingarefnis er áætlað 26000 má“, o. s. frv. 1148 Á fyrrnefndu tilboði stefnanda, rskj. 14, stendur: „Jöfnunar- verð á jarðvegsskiptum kr. pr. mð 89.00 gröftur, fylling og vél- Þjöppun innifalin 26000>89 = 2.314.000.00“. Við yfirlestur á rskj. nr. 14 verður ekki annað séð en stefnandi hafi boðið í verkið samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Hafi stefnandi viljað bjóða í verkið á öðrum forsendum en útboðslýsing tilgreinir eða hafi hann skilið ákvæði útboðslýsingar á annan hátt en þar kemur fram samkvæmt orðanna hljóðan, hefði honum verið í lófa lagið, og enda skylt, að orða tilboð sitt á þann hátt, að glögglega kæmi fram, að tilboð hans miðaðist við af- brigði frá útboðslýsingu. Orðaskipti þau milli stefndu og stefnanda, sem frá er skýrt við yfirheyrslur, eru óljós, og verða engar ályktanir af þeim dregnar, er áhrif hafi á dómsniðurstöðu. Þar sem engar kröfur eru hafðar uppi á þeim forsendum, að útboðið og umsamið verk er fast að því tvöfalt meira að magni en rétt reyndist, þegar til framkvæmda kom, verður hér ekki tekin afstaða til þessa atriðis. Dómsorð mitt er: Stefndu, Þórður Kristjánsson og Þórður Þórðarson, eiga að vera sýknir af dómkröfum stefnanda, Valar h/f. Málskostnaður fellur niður. 1149 Föstudaginn 10. október 1969. Nr. 30/1969. Stöðull h/f (Benedikt Sveinsson hdl.) gegn Halldóri Hjaltasyni Gestssyni og gagnsök (Ingi Hilmar Ingimundarson hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fasteign. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. febrúar 1969. Krefst hann sýknu og málskostn- aðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 2. maí 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 30. apríl s. á., og krafizt þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða hon- um kr. 61.509.00 með 8% ársvöxtum frá 3. desember 1967 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, en til vara, að héraðsdómurinn verði staðfestur os aðaláfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Fallast má á úrlausn héraðsdóms um hina einstöku kröfu- liði vegna galla á hinni seldu íbúð að öðru leyti en þvi, að rétt þykir að dæma gagnáfrýjanda bætur fyrir það, að van- rækt var að setja einangrun undir gólf íbúðar hans, sem er yfir óupphituðum kjallara, og þykja bætur þessar hæfilegar kr. 4.800.00, eins og í yfirmatsgerð getur. Úrslit máls þessa verða því þau, að aðaláfrýjandi verður dæmdur til að greiða gagnáfryjanda kr. 33.000.00 (28.200.00 4.800.00) ásamt 7% ársvöxtum, eins og í héraðsdómi greinir, frá 3. desember 1967 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 30.000.00, og er þá tekið tillit til matskostnaðar. 1150 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Stöðull h/f, greiði gagnáfrýjanda, Halldóri Hjaltasyni Gestssyni, kr. 33.000.00 með 7% árs- vöxtum frá 3. desember 1967 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 30.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 28, nóvember 1968. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 22. október s.l., hefur Halldór Hjaltason Gestsson, Álfaskeiði 98, Hafnarfirði, höfðað fyrir dóm- inum með stefnu, birtri 1. apríl 1968, gegn Stöðli h/f, Hafnar- firði, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 61.509.00 með 8% ársvöxtum frá 3. desember 1967 til greiðsluðags auk málskostn- aðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Af hálfu stefnda er aðallega krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að stefnukrafan verði lækkuð í kr. 20.200.00 og málskostnaður látinn niður falla. Með kaupsamningi, dags. 20. desember 1965, kaupir stefnandi af stefnda 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsinu nr. 98 við Álfaskeið, Hafnarfirði. Samkvæmt kaupsamningnum var íbúðin seld tilbúin undir tréverk og málningu, þ. e. uppsteypt með frágengnu þaki, tvöföldu verksmiðjugleri í gluggum nema í opnanlegum gluggum, þar skyldi vera tvöfalt gler, en ekki verk- smiðjugler, öllum skilrúmum, einangruð og múrhúðuð að innan, fínpússuð með frágenginni miðstöð, þ. e. kynditækjum, miðstöðv- arlögn að ofnum, svo og vatns- og skólplögnum. Allt sameiginlegt í kjallara svo og stigahúsi skyldi vera fullfrágengið, stigahúsið málað og máluð gólf í stigagangi og handrið á stiga sett á ásamt fleiri atriðum, sem upp eru talin í kaupsamningi. Þá fylgdi íbúð- inni frystihólf í kjallara auk geymslu. Samkvæmt kaupsamn- ingnum skyldi afsal gefið út og íbúðin afhent í síðasta lagi 1. maí 1966, og átti þá öllu að vera lokið samkvæmt samningnum, að undanskildum frágangi á húsinu að utan, er skyldi vera lokið 1. ágúst 1966, en frágangi á lóð hússins skyldi vera lokið 1. nóvember 1966, að því leyti sem stefnandi skyldi annast frágang lóðar, en samkvæmt kaupsamningnum skyldi hann fylla að og jafna að húsinu að norðan. 1151 Kaupverðið, samtals kr. 350.000.00, skyldi greiðast sem hér segir: a) Með peningum við undirritun kaupsamnings kr. 65.000.00 b) Þegar kaupandi fær lán hjá húsnæðismála- stjórn, þó eigi síðar en 15. apríl 1966 .. .. — 100.000.00 c) Með peningum þann 15. maí 1966 við afhend- ingu íbúðarinnar ..... oe. 2. — 85.000.00 d) Eftirstöðvar með veðskuldabréfi 2. 22 2. 2. — 100.000.00 Samtals kr. 350.000.00 Stefnandi greiddi kaupverðið sem hér segir: a) Með peningum við undirritun kaupsamnings 20. desember 1965 .. .. .. .. .. 2. 2. -. =. Kr. 65.000.00 b) Þann 4. maí 1966 .. .. .. .. .. .. .. =. 2. — 45.000.00 c) Þann 21.júní 1966 .. .. .. .. .. -. -- =. =. — 140.000.00 d) Með veðskuldabréfi .. .. .. .. .. .. .. -- — 100.000.00 Kr. 350.000.00 Afsal fyrir íbúðinni er dagsett 15. júní, en upplýst er, að af- salið var raunverulega undirritað 21. júní. Stefnandi hefur borið fyrir dóminum, að hinn 13. júní hafi hann fengið leyfi til að byrja að vinna við íbúðina og hafi flutt inn 14. júlí. Hafi þá hvorki verið komið heitt né kalt vatn í íbúðina og ekki heldur verið búið að tengja skolplögn. Kalda vatnið og skolp- leiðslan hafi verið tengd tveim dögum síðar og heita vatnið um mánuði síðar. Þá hafi orðið dráttur á að fullgera ýmislegt af sameign. Hinn 12. október hafi verið byrjað að betrumbæta handrið, 12. nóvember hafi verið sett bráðabirgðahurð fyrir barnavagna- geymslu. Í síðari hluta desember hafi sorplúgur verið settar í, byrjað að rífa vinnupalla, gangagólf málað, byrjað að setja hurðir í þvottahús, gengið frá thermostati. Síðast í janúar hafi verið settar hurðir fyrir barnavagnageymslu og sorpgeymslu og um miðjan febrúar hafi verið sparzlað í sorplúgur og handrið málað. Frystir hafi verið afhentur 6. desember 1967. Ástæðuna fyrir greiðsludrætti á kaupverðinu taldi stefnandi þá, að hann hafi ekki fengið útborgað húsnæðismálastjórnarlán fyrr en 21. júní, en tilkynningu um, að lánið væri til reiðu, hafi hann fengið frá Húsnæðismálastjórn hinn 14. júní. 1152 Síðan hafi útborgun lánsins dregizt í viku, vegna þess að staðið hafi á lóðarleigusamningi, en hann hafi seljendur ekki afhent fyrr en 21. júní. Stefnandi taldi, að hann hefði við undirritun kaupsamnings gert þann munnlega fyrirvara við seljendur, að greiðsla þess hluta kaupverðsins, er fara skyldi fram við útborgun húsnæðis- málastjórnarláns eða í síðasta lagi 15. apríl, kynni að dragast fram yfir þann tíma, og hafi umboðsmaður seljanda samþykkt, að sú greiðsla mætti dragast þar til stefnandi fengi lánið. Gallar komu fram á íbúð stefnanda. Stefnandi telur sig hafa orðið varan við galla á múrhúðun gólfa í ágúst eða september 1966. Umboðsmaður stefnanda ritaði stefnda bréf hinn 19. október 1966 vegna umræddra galla og vanefnda, er hann taldi hafa orðið af hálfu stefnda. Umboðsmenn aðilja áttu síðan fund um málið, og 22. nóvem- ber 1966 sendir umboðsmaður stefnda umboðsmanni stefnanda bréf þess efnis, að seljendur séu reiðubúnir til að bæta úr göllum á íbúðinni og/eða greiða bætur fyrir þá eftir nánara samkomulagi, en mótmælir bótakröfum stefnanda vegna afhendingardráttar. Þessu tilboði svaraði umboðsmaður stefnanda með gagntilboði á þá leið, að: „1. Stöðull h.f. einangri gólf í íbúð umbj. míns, eins og honum ber skylda til skv. byggingarsamþykkt Hafnarfjarðar. 2. Stöðull h.f. skuldbindi sig til þess að hafa lokið þeim fram- kvæmdum, sem enn er ólokið, t. d. í sameign og frystigeymslu, fyrir vissan dag að viðlögðum dagsektum. Umræddan dag ákveði aðilar Í sameiningu. 3. Stöðull h.f. greiði umbj. mínum kr. 28.000.00 nú strax eða felli niður 1. afb. og vexti af skuldabréfi tryggðu með 3. veðrétti í íbúð umbj. míns. Umrædd greiðsla verði talin fullar bætur á göllum á íbúð umbj. míns, afhendingardrætti svo og óþægindum. 4. Stöðull h.f. greiði lögfræðilegan kostnað v/starfa undirrit- aðs við mál þetta“. Þessu gagntilboði telur umboðsmaður stefnda sig hafa svarað munnlega við umboðsmann stefnanda og synjað um greiðslu skaðabóta í peningum, en hins vegar ítrekað, að stefndi væri reiðubúinn til að bæta úr göllum þeim, er væru á íbúðinni, enda hefði hann múrara á staðnum, sem gætu tekið að sér verkið Þegar í stað. Önnur atriði hafi stefndi talið sér óviðkomandi. 1153 Hafi stefnandi haldið fast við þá kröfu sína, að fá greiddar bætur í peningum í stað þess að gefa stefnda kost á að bæta úr göllunum á múrverkinu in natura. Ástæðuna fyrir því kvað stefnandi við aðiljayfirheyrslu hafa verið þá, að af hálfu stefndu hafi verið til þess ætlazt, að stefn- andi byggi áfram í íbúðinni, meðan verið væri að brjóta upp gólfin, en stefnandi kvaðst ekki hafa talið það koma til greina, þar sem hann væri með tvö ung börn, það yngra rúmlega árs gamalt, og íbúðin ekki nema tvö herbergi og eldhús. Hinn 6. marz 1967 beiddist umboðsmaður stefnanda svo mats á göllum á íbúð stefnanda auk annarrar íbúðar í sama húsi, er Guðríður nokkur Jensdóttir hafi keypt af stefnda. Matsmenn voru dómkvaddir hinn 17. marz og skiluðu mats- gerð, dagsettri 4. júní, þar sem þeir telja bætur vegna galla á íbúð stefnanda hæfilega metnar á kr. 9.400.00. Stefnandi vildi ekki una mati þessu og beiddist hinn 14. sept- ember 1967 yfirmats. Þar er beðið um mat á sömu göllum og greindir voru í beiðni um undirmat. Matsmennirnir skiluðu matsgerð, dagsettri 3. desember 1967, svohljóðandi: „YFIRMATSGJÖRÐ Yfirmat á göllum á tveimur íbúðum að Álfaskeiði 98, Hafnarfirði. Hinn 19. september 1967 vorum við undirritaðir dómkvaddir á bæjarþingi Hafnarfjarðar til að meta yfirmati „hversu kosta muni að bæta úr göllum þeim, sem getið er í matsbeiðni, dags. 6. marz (dómkvaðning 17. marz 1967), sbr. nánari lýsingu í yfir- matsbeiðni““. Í matsbeiðninni, dags. 6. marz, segir svo (orðrétt) um gallana á íbúðunum: „1. Múrhúðun á gólfum er á mörgum stöðum algjörlega ónýt, þar sem hún er laus frá steini, holótt, óslétt og dældótt. 2.. Einangrun vantar undir gólf í íbúð Halldórs, en ókyntur kjallari er fyrir neðan. Hefur umbj. m. haft af þessu mikinn auka kyndingarkostnað. 3. Múrhúðun á veggjum íbúðanna, sérstaklega í íbúð Guðríðar, er mjög ábótavant. 4. Skothurð í íbúð Guðríðar mikið skemmd, þar sem naglar stóðu inn í skotið og rispuðu hurðina. 5. Í sameign er stigi mjög illa múrhúðaður og handrið ófaglega unnið. 73 1154 6. Lóð hússins hefur verið lækkuð án samþykkis íbúðareigenda. Bætt hefur verið þremur þrepum við tröppur hússins og tröppum að hjóla- og barnavagnageymslu sleppt. Eignarhluti Halldórs telst vera 30% af allri sameign Í húsinu nr. 98 og 100, en Guðríðar telst vera 49%. Þess skal getið, að íbúðirnar eru keyptar tilbúnar undir tréverk“. Í yfirmatsbeiðninni segir meðal annars: „.-.. Er þess óskað, að yfirmatsmennirnir meti bæði beint og óbeint tjón, svo sem beinan viðgerðarkostnað, afnotamissi og önnur óþægindi við framkvæmd lagfæringa á göllunum ...“. Dómkvaðningunni fylgdi matsgjörð þeirra Einars Sigurðssonar og Bjarna Erlendssonar, dags. 4/6 1967. Þann 16. okt. 1967, ki. 17, gengu yfirmatsmenn á vettvang, og voru þar þessir aðiljar fyrir: Halldór Hjaltason, Guðríður Jens- dóttir og Hilmar Ingimundarson hdl. fyrir matsbeiðendur og Hall- dór Magnússon fyrir matsbola, Stöðul h.f. Að tilhlutan Halldórs Magnússonar var Óskar Ágústsson múrarameistari, sá sem sá um verkið, einnig viðstaddur. Yfirmatsbeiðni og undirmatsbeiðni voru lesnar upp. Var þá leiðrétt, að eignarhluti íbúðanna ætti að vera 3,0% og 4,9%, en ekki 30% og 49%. Undirmatsgjörðin var einnig lesin upp. Forsvarsmaður Stöðuls h.f. vildi láta þess getið, að flutt var í íbúð Halldórs í júlí og í íbúð Guðríðar í nóv. '66. Yfirmatsmenn skoðuðu íbúðirnar, stigahúsið og kjallarann og athuguðu afstöðu hússins til lóðarinnar. Hinar umræddu íbúðir eru í þriggja hæða sambýlishúsi. Íbúð Halldórs Hjaltasonar er á 1. hæð fyrir miðju og íbúð Guðríðar Jensdóttur á 3. hæð til hægri. Tveir matsmanna, Árni Guðmundsson og Magnús Guðjónsson, fóru tvívegis síðar á staðinn til athugana og mælinga. Í matsbeiðninni frá 6. marz 1967 eru taldir sex matsliðir, sbr. hér að framan, og þykir hentast að athuga þá hvern fyrir sig. 1. matsliður: Múrhúð gólfanna í báðum íbúðunum er mjög áfátt. Gólfin eru ekki rétt og holótt. Allvíða heyrist holhljóð, þegar barið er á þau, sem bendir til þess, að múrhúðun sé laus. Reynt hefur verið að bæta úr göllunum með Bemix-blöndu, en hún hefur flagnað upp. Við teljum, að brjóta verði upp allstóran hluta af gólfunum vegna þess, hve afréttingin er ófullnægjandi, og aðra hluti burfi að lagfæra, þar sem efsta lagið er ekki nógu haldgott og óslétt. 1155 2. matsliður: Undir íbúð Halldórs Hjaltasonar er óupphitaður kjallari, allur grafinn í jörðu. Í kjallaranum eru geymslur. Loftur: er góð. Í byggingarsamþykkt þeirri, er í gildi var, er húsið var byggt, er í 23. gr. 1. fjallað um hitaeinangrun íbúða. Greinin hljóðar svo: „Alla útveggi íbúðarherbergja skal einangra gegn hitatapi, þannig að tapið verði ekki meira en 1 hitaeining á klukkustund um. 1 fermetra stóran veggjaflöt fyrir hvert hitastig, er mismunar úti og inni. Sama gildir um kjallaragólf í íbúðarherbergium og loft- og gólfplötur, sem útiloft liggur að“. Þessi grein er samhljóða sömu grein í byggingarsampykkt Reykjavíkur frá 1. október 1945 og hvað undirstrikuðu setning- unni viðvíkur einnig samhljóða 45. gr. núgildandi byggingarsam- þykktar Reykjavíkur frá 1964 (orðin: „í íbúðarherbergjum og“ felld niður, en það breytir engu). Í núgildandi byggingarsamþykkt fyrir Hafnarfjörð frá 1967 hljóðar tilsvarandi setning svo: „... Sama gildir um neðstu gólfplötu og loftplötu yfir óupp- hituðum kjallara og skilveggi að óupphituðu rými ...“. Um þennan matslið segir í matsgjörð Einars Sigurðssonar og Bjarna Erlendssonar: „Einangrun, sem talin er vanta undir gólf á íbúð Halldórs, þar sem ókyntur kjallari væri undir, þessa kröfu tökum við ekki til greina, þar sem byggingarsamþykkt Hafnarfjarðar gerir ekki kröfu til þess, enda ekki vanalegt að einangra gólf, þegar svona stendur á“. Ekki verður talið, að útiloft liggi að gólfplötunni, og verður því að telja, að byggingarsamþykkt sú, sem húsið er byggt eftir, geri ekki kröfu til einangrunar, en að okkar áliti er það venju- l2gast að hitaeinangra, begar svona stendur á, og að okkar áliti nauðsynlegt, sbr. einnig fyrirmæli núgildandi byggingarsamþykkt- ar fyrir Hafnarfjörð. Við teljum það ekki okkar verkefni að skera úr um þetta atriði, en höfum metið, hvað kosta mundi að einangra gólfið. 3. matsliður: Skekkjur eru á veggjum og áferð þeirra og loft- anna ekki góð. Við höfum verðfellt múrhúðun veggja og lotta. en gerum ráð fyrir, að lagfæringar verði gerðar, þegar næst. verður málað, og höfum því ekki metið kostnað vegna málunar: 4. matsliður: Rispa er á hurðinni, og höfum við metið kostnað 1156 við viðgerð á henni. Við teljum okkur ekki geta eða bera að skera úr um það, hver eigi sök á rispunni. 5. matsliður: Bætt hefur verið úr þeim göllum, sem voru á múrhúðun stigans. Finna má að smíði handriðsins, en það er löglegt og kemur að fullum notum. Við teljum því ekki næga ástæðu til þess að meta bætur. 6. matsliður: Lögð voru fram 4 blöð hústeikninga, gerð af Baldri Friðrikssyni og Eðvarði Guðmundssyni í maí 1965. Teikn- ingarnar eru áritaðar af byggingafulltrúanum í Hafnarfirði 4/6 1965. Teikningarnar fylgja mati þessu sem fylgiskjöl nr. 1—4. Á teikningunum eru sýnd þrjú þrep niður að kjallaragólfi, en byggingafulltrúi heimilaði Stöðli h.f. að breyta jarðlagi við kjallara hússins frá samþykktri teikningu, þannig að það væri í sömu hæð og kjallaragólf hússins, sbr. vottorð byggingafulltrúa, sem fylgir í frumriti sem nr. 5. Útitröppurnar eru 1.50 m á hæð og fullnægja því 29. gr. 9 í byggingarsamþykktinni. Við álítum ekkert tilefni til mats á þessum matslið. Kostnaður viðgerða: Við mat á kostnaði við viðgerð múrverks höfum við til hlið- sjónar uppmælingar frá 17/2 og 25/3 1966, sbr. fylgiskjöl nr. 6 og 7. Við gerum ráð fyrir, að ráðstafanir verði gerðar til þess að verja veggi og tréverk, svo að ekki þurfi að mála. Metinn er kostnaður við rykbindingu og bætur fyrir afnotamissi og óþæg>- indi. Íbúð Halldórs Hjaltasonar (1. hæð fyrir miðju). Múrverk, viðgerð og bætur .. .. kr. 20.200.00 Kostnaður við einangrun .. .. .. — 4.800.00 Íbúð Guðríðar Jensdóttur (3. hæð til hægri). Múrverk, viðgerð og bætur .. .. Kr. 29.400.00 Viðgerð á hurð .. .. .. .. .. .. — 1.500.00 Reykjavík, 3. desember 1967. Árni Guðmundsson Magnús Guðjónsson Ögmundur Jónsson“, Á grundvelli þessa mats sendi stefnandi stefnda síðan kröfu- bréf, dags. 20. desember 1967, þar sem hann er krafinn um bætur samkvæmt yfirmatsgerð svo og vegna afhendingardráttar, kostn- aðar við lögfræðiaðstoð svo og vegna undir- og yfirmatskostnaðar. Í bréfinu segir: „Kröfugerð Halldórs Hjaltasonar Gestssonar: 1157 1. Bætur samkvæmt yfirmatsgjörð .. .. .. kr. 25.000.00 9. Yfirmatskostnaður (helmingur) .. .. .. — 8.444.00 3. Undirmatskostnaður (helmingur) .. .. — 3.065.00 4. Bætur vegna afhendingardráttar .. .... — 10.000.00 5. Lögfræðikostnaður .. 20.02.0000. 0. 5.250.00 Samtals kr. 51.759.00 Af þessari fjárhæð er krafizt 8% ársvaxta frá 3. desember 1967. Kröfur þessar óskast greiddar undirrituðum fyrir 27. desember næstkomandi. Verði ekki fallizt á ofangreindar kröfur umbj. m., telja þau sig ekki bundin við þessa kröfugerð og áskilja sér rétt til að krefja um bætur, m. a. vegna breytinga frá samþykktri teikningu svo og að hækka kröfugerð vegna afhendingarinnar“. Ekki vildi stefndi greiða samkvæmt framanritaðri kröfugerð, og hinn 1. apríl 1968 höfðaði svo stefnandi mál þetta. Stefnukröfur sínar í máli þessu sundurliðar stefnandi þannig: 1. Bætur samkvæmt yfirmatsgerð .. .. .. kr. 25.000.00 9. Yfirmatskostnaður (helmingur) .. .. .. — 8.444.00 3. Undirmatskostnaður (helmingur) .. .. — 3.065.00 4. Bætur vegna afhendingardráttar svo og bætur vegna breytinga frá samþykktri teikningu .. 2. 00. 0. 25.000.00 Kröfur sínar rökstyður stefnandi með því, að stefnda hafi borið að skila íbúðinni í því ástandi, er kaupsamningurinn greinir, gallalausri og á réttum tíma. Matsfjárhæðum sé í hóf stillt. Hvað snerti galla á múrhúðun, þá hafi tilboð stefnda um að bæta úr þeim verið ófullnægjandi. Hann hafi aðeins boðizt til að brjóta upp gólf, en eins og fram komi í matsgerð, séu skekkjur á veggjum og áferð beirra og loftanna ekki góð. Hafi matsmenn séð ástæðu til að verðfella múrhúðun veggja og lofta. Þá hafi stefnandi ekki verið skyldur að hlýta því, að stefndi bætti galla á gólfum in natura, og því á engan hátt spillt rétti sínum til bóta, þótt hann hafnaði ófullkomnu tilboði stefnda um slíka viðgerð. Í fasteignakaupum hafi seljandi ekki hliðstæðan rétt og í lausa- fjárkaupum til að bæta úr göllum á seldum hlut. 1158 Þótt kaupalögin geri ráð fyrir slíkum takmörkuðum rétti, sbr. 49. gr. nefndra laga, sé sá réttur ekki fyrir hendi í fasteigna- kaupum, enda komi það skýrt fram í 1. gr. kaupalaganna, að þau gildi ekki um fasteignakaup, og verði að telja, að lögjöfnun frá þeim sé óheimil. Þá sé og á það að líta, að þótt um lausafjárkaup hefði verið að ræða, þá hefði réttur seljanda til að bæta úr sallanum verið takmarkaður við það, að það væri gert, áður en sá frestur var úti, er kaupanda var skylt að bíða afhendingar, og einnig að kaupandi hefði engan kostnað eða óhagræði af því. Stefnandi bendir á, að hann hafi verið búinn að taka við íbúð- inni, löngu áður en stefndi bauðst til að brjóta upp gólfið. Enn fremur hefði það haft mikil óþægindi í för með sér, þar sem stefndi hafi gert ráð fyrir, að hann byggi áfram í íbúðinni, meðan verið væri að brjóta upp gólfin, en stefnandi hafi verið með tvö ung börn, það yngra rúmlega ársgamalt, og íbúðin ekki nema tvö herbergi og eldhús. Hefði slíkt verið nánast útilokað vegna ryks og óþæginda og hefði að öllum líkindum spillt heilsu barna stefnanda. Þá hafi stefnandi ekki átt kost á öðru húsnæði, þótt hann hefði viljað flytja úr íbúðinni. Enn fremur hefði slíkur búferlaflutningur skapað stefnanda kostnað og mikla fyrirhöfn. Sé því réttur stefnanda til að hafna tilboði stefnda um að brjóta upp gólfið, en krefjast í þess stað fébóta, óvefengjanlegur og beri því að hrinda sýknukröfu stefnda. Bótakröfu vegna breytinga frá samþykktri teikningu rökstyður stefnandi með því, að stefndi hafi lækkað lóðina fyrir framan húsið án samráðs við sig, eftir að kaupsamningurinn var gerður. Hafi stefndi þannig vanefnt kaupsamninginn og þar með bakað sér bótaskyldu. Af þessum sökum séu útitröppur um helmingi hærri en sam- kvæmt teikningunni og útlit hússins annað og lakara en ella. Þetta geri umferð inn í húsið örðugri og lækki íbúð stefnanda í verði. Afhendingardrátt, einkum á sameign, telur stefnandi hafa valdið sér tjóni. Frágangi á sameiginlegum eignarhluta hafi átt að vera lokið, er afhending íbúðarinnar skyldi fara fram hinn 1. maí 1966, að undanteknum frágangi á húsinu að utan, er skyldi vera lokið fyrir 1. ágúst 1966. Afhending á íbúðinni hafi dregizt til 13. júní, eða um einn og 1159 hálfan mánuð, og tenging á vatns, skolp- og hitalögnum hafi dregizt lengur. Heita vatnið hafi t. d. ekki verið tengt, fyrr en nærri mánuði eftir að afsal var gefið út, og stefnandi hafði að fullu staðið skil á kaupverðinu, en heitt vatn sé að sjálfsögðu eitt skilyrði þess, að húsnæði sé íbúðarhætt, t. d. sé það ónothæft þangað til. Af þessum afhendingardrætti telur stefnandi sig hafa haft óþæg- indi og töluverðan kostnað, bæði beinan húsaleigukostnað og ýmsan óbeinan kostnað, enda hafi þau hjónin verið með tvö ung börn. Enn fremur telur stefndi sig hafa orðið fyrir kostnaði og óþæg- indum vegna afhendingardráttar á öðrum hlutum sameignar. Það hafi t. d. ekki verið fyrr en í janúar 1967 sem hægt var að ganga Í gegnum aðalinnganginn í húsið. Fram til þess tíma hafi verið gengið inn í kjallara, þ. e. í barnavagnageymslu í kjall- ara, þaðan inn í þvottahús og fram hjá dyrum á íbúð stefnanda. Hafi stefnandi og fjölskylda hans haft mikil óþægindi af því, að öll umferð skyldi vera fram hjá dyrunum á íbúð hans, enda hafi verið unnið við múrverk og fleira á efri hæðunum, löngu eftir að stefnandi flutti inn í húsið, og múrarar og aðrir bygg- ingamenn verið berandi fötur og byggingarefni inn í húsið, meðan á því stóð. Þá telur stefnandi, að útitröppur séu gallaðar að því leyti, að hver trappa sé bæði of mjó og ekki nægilega há og fullnægi ekki skilyrðum 29. gr. byggingarsamþykktar fyrir Hafnarfjörð. Sýknukröfu sína byggir stefndi fyrst og fremst á því, að það sé meginsjónarmið íslenzkra laga, að manni, sem selur hlut, sem áfátt er, sé rétt undir öllum kringumstæðum að fá að bæta úr þeim galla, sem á hlutnum er, til að verjast þeim heimildum, sem kaupandi kunni að eiga til riftunar eða skaðabóta. Vanefndarheimildir kröfuhafa séu háðar því skilyrði, að hann hafi árangurslaust skorað á skuldara að bæta úr gallanum. Hér standi svo á, að stefndi hafi frá upphafi verið reiðubúinn að bæta úr gallanum, en fyrir viðtökudrátt stefnanda á því að taka við bótum hafi hann spillt öllum rétti sínum til skaðabóta í máli þessu. Að öðru leyti er rökstuðningur sýknukröfu þessi af hálfu stefnda: „1. Dráttur sá, er varð á afhendingu íbúðarinnar til stefnanda, er stefnanda einum um að kenna, þar sem hann innti eigi af hendi tilskyldar og umsamdar greiðslur, fyrr en liðlega 1160 tveimur mánuðum síðar en greiða skyldi. Íbúðin var hins vegar afhent stefnanda, um leið og hann hafði fullnægt greiðsluskuldbindingum sínum. Þess vegna mótmælir umbj. m. kröfum stefnanda um bætur fyrir drátt á afhendingu. 2. Kröfum um bætur vegna breytinga umbj. m. frá samþykktri teikningu af húsinu er mótmælt, enda breytingin samþ. af byggingaryfirvöldum í Hafnarfirði. Jafnframt skal bent á, að fjölbýlishúsið var uppsteypt, þegar er stefnandi festi kaup á íbúð sinni, og mátti honum því vera fyllilega ljós sú breyting, sem gerð hafði verið á húsinu frá teikningu þess. Jafnframt skal bent á, að yfirmatsmenn sem og undir- matsmenn telja ekki rök fyrir því að meta bætur af þessu tilefni. 3. Kröfum stefnanda um bætur fyrir einangrun á gólfplötu í íbúð hans er mótmælt, enda er íbúðin byggð í fullu sam- ræmi við íþágildandi byggingarsamþykkt Hafnarfjarðar- kaupstaðar, og engir samningar voru um, að íbúðin skyldi fullnægja strangari reglum í þessu efni en byggingarsam- þykktin gerði ráð fyrir. 4. Umbj. m. marg ítrekaði við stefnanda, bæði munnlega og skriflega, að hann væri reiðubúinn til þess að lagfæra þá galla, sem hann taldi sig bera ábyrgð á, sem sé múrverk í íbúðinni, en stefnandi hefur með þvermóðsku sinni jafnoft hafnað því tilboði. Samkvæmt meginreglum laga verður að telja, að umbj. m. hafi verið rétt að bæta úr göllunum, en þar sem stefnandi meinaði honum að gera það, verður að telja, að stefnandi hafi þegar með þeirri framkomu sinni fyrirgert þeim rétti, sem hann kann að hafa átt í þessu efni. 5. Stefnandi kaus heldur að leggja í ærinn kostnað við það að láta meta það tjón, sem hann telur sig hafa orðið fyrir af göllum þeim, sem umbj. m. lýsti sig ávallt reiðubúinn til þess að bæta. Verður að telja, að sá kostnaður hafi verið ástæðu- laus, þegar virt eru rök matsmanna bæði við undir- og yfirmat. Sá kostnaður, sem stefnandi hefur af þessu hatt, er |því með öllu á hans eigin ábyrgð og með öllu óviðkomandi umbj. m., og er þeim kostnaði mótmælt sem kröfu á hendur umbj. m.“. Rökstuðningur stefnda fyrir varakröfu er sá, að verði eigi fallizt á framangreind sjónarmið og hann sýknaður, þá sé eðli- legt, að honum verði aðeins gert að greiða bann beina skaða, er stefnandi hafi orðið fyrir af hinum greindu göllum, er yfirmats- 1161 menn meti á kr. 20.200.00, en málskostnaður, þar á meðal kostn- aður við möt þau, sem fram hafa farið, verði látinn niður falla, enda beri stefnandi einn ábyrgð á þeim tilkostnaði, sem stofnað hafi verið til í sambandi við undir- og yfirmat, þar sem mötin hafi verið með öllu ónauðsynleg, því að stefndi hafi ávallt verið reiðubúinn til að bæta úr göllum þeim, er voru á múrverki íbúðar- innar, en stefnandi hafi staðið því í vegi. Þá staðfesti yfirmatið það, að aðrir gallar hafi ekki fundizt á íbúðinni, er yfirmatsmönnum þætti ástæða til að meta til bóta, en þeir, er stefndi hafi ætíð verið reiðubúinn að bæta úr. Að áliti réttarins var stefndi ábyrgur fyrir göllum þeim, er fram komu á íbúð stefnanda. Stefndi átti rétt á að bæta úr umræddum göllum með því að gera við og endurbæta það, er áfátt var. Þó verður að telja, að stefndi ætti því aðeins rétt á að efna greiðsluskyldu sína með þessum hætti, að það ylli kaupanda ekki verulegum óþægindum eða kostnaði. Stefnandi þykir því ekki hafa, eins og á stóð, fyrirgert rétti sínum til bóta úr hendi stefnda, þótt hann hafnaði tilboði stefnda um að brjóta upp gólfið í íbúðinni. Dómendur hafa farið á vettvang, skoðað umrædda íbúð, kynnt sér galla á henni og kannað allar aðstæður. Þykja bætur vegna galla á múrverki hæfilega ákvarðaðar kr. 20.200.00, og er það í samræmi við yfirmatsgerð. Í kaupsamningi um íbúð stefnanda var tekið fram, að íbúðin skyldi vera einangruð, en ekki nánar tekið fram með hverjum hætti. Verður að telja, að stefndi hafi skuldbundið sig til að skila íbúðinni þannig einangraðri, að fullnægði skilyrðum þágildandi byggingarsamþykktar nr. 94/1960 og í samræmi við það, sem venjulegt var og viðgengizt hafði hér í bæ á þeim tíma. Byggingarsamþykktin gerði þá kröfu, að einangrað væri gegn nánar tilgreindu hitatapi, m. a. „kjallaragólf í íbúðarherbergjum og loft- og gólfplötur, sem útiloft liggur að“. Tilvitnuð ákvæði munu hafa verið skýrð þröngt af byggingar- yfirvöldum hér í bæ og ekki verið að því fundið, þótt neðsta loftplata í húsum, þar sem aðstæður voru svipaðar og í því húsi, er hér um ræðir, væri ekki einangruð. Hinir sérfróðu meðdómsmenn telja, að mjög óvenjulegt hafi verið, að neðsta loftplata væri einangruð, þar sem aðstæður eru svipaðar og að Álfaskeiði 98. 1162 Hafi ekki, svo að kunnugt sé, komið til ágreinings af því til- efni né kaupendur íbúða að því fundið. Telja þeir, að betta hafi ekki áhrif á verð íbúða á fyrstu hæð og tillit sé ekki tekið til þessa við uppgjör á hitakostnaði milli íbúða. Þar sem telja verður, að fyrrgreind skýring á ákvæðum bygg- ingarsamþykktarinnar hafi verið heimil, og framangreindur skiln- ingur wirðist hafa verið orðinn almennur, verður ekki talið, að um vanefnd seljanda að þessu leyti hafi verið að ræða, enda er því ekki haldið fram í málinu, að einangrun á gólfi hafi sérstak- lega borið á góma, er aðiljar sömdu um kaupin á íbúðinni. Ber því að sýkna stefnda af þessum kröfulið. Ekki verður talið, að stefnanda hafi tekizt að sanna, að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna breytinga frá samþykktri teikningu. Stefnda bar ekki skylda til að afhenda hið selda, fyrr en hann hafði fengið greiddan þann hluta kaupverðsins, er greiðast skyldi fyrir afhendingu íbúðarinnar. Verður honum því ekki gert að greiða bætur vegna afhending- ardráttar á séreign stefnanda í húsinu. Verulegur afhendingardráttur varð á ýmsum hlutum sameignar, m. a. frystigeymslu í kjallara, sem afhent var 6. desember 1967. Ekki er bótagrundvöllur fyrir ófjárhagslegu tjóni stefnanda af þessum ástæðum, og ekki hefur honum tekizt að sanna nægilega fjárhagstjón annað en afnotamissi. Bætur fyrir afnotamissi vegna afhendingardráttar þykja hæfi- lega ákveðnar kr. 8.000.00. Matskostnað, er stefnda þykir bera að greiða, ber að taka til athugunar við ákvörðun málskostnaðar, sbr. 175. gr. laga nr. 85/ 1936. Þar sem hér er um umbþrættar kröfur að ræða, ber að tildæma 7% vexti. Málskostnaður, þar með talinn matskostnaður, sem að fullu er tekinn til greina, þykir hæfilega ákveðinn kr. 21.500.00. Már Pétursson, fulltrúa bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Sigurgeiri Guðmundssyni tæknifræð- ingi og Guðmundi Þorleifssyni húsasmíðameistara. Dómsorð: Stefndi, Stöðull h/f, greiði stefnanda, Halldóri Hjaltasyni Gestssyni, kr. 28.200.00 með 7% ársvöxtum frá 3. desember 1967 til greiðsludags svo og samtals kr. 21.500.00 í matskostn- 1163 að og málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 15. október 1969. Nr. 177/1968. Gunnlaugur Halldórsson Guðmundur Kr, Kristinsson (Ragnar Jónsson hrl.) Sigurður J. Helgason og Byggingameistarinn h/f (Baldvin Jónsson hrl.) gegn Bjarna Hannessyni (Sigurður Helgason hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Ábyrgð byggingameistara og verktaka á bvggingarframkvæmdum. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. október 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 8. s. m. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og hér fyrir dómi. Áfrýjendur Sigurður J. Helgason og Byggingameistarinn h/f hafa áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 21. októ- ber 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 8. s. m. Þeir gera þær dómkröfur, að þeim verði dæmd sýkna og málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar hér fyrir dómi úr hendi áfrýjenda. Matsgerð sú frá 30. april 1965, er í málinu greinir, var framkvæmd, löngu áður en áfryjendum Gunnlaugi Halldórs- 1164 syni og Guðmundi Kr. Kristinssyni var stefnt inn í málið, og var þeim eigi veittur kostur á að gæta hagsmuna sinna við það mat. Þá hefur ekkert mat né könnun reynda málsins, er hald sé í og varði nefnda áfrýjendur sérstaklega, farið fram, eftir að þeim var stefnt til greiðslu skaðabóta. Þessi þáttur málsins er því í grundvallaratriðum óreifaður. Ber af þeim sökum að ómerkja málsmeðferð og dóm í héraði, að því er til framangreindra áfrýjenda tekur, og vísa málinu að því leyti frá héraðsdómi. Kostnaður í héraði og hér fyrir dómi af þessu sakarefni þykir eiga að falla niður. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, að því er varðar áfrýjendur Sigurð J. Helga- son og Bygsingameistarann h/f, og greiði þeir stefnda máls- kostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Dómsorð: Málsmeðferð og dómur í héraði eiga að vera ómerk, að því er varðar áfrýjendur Gunnlaug Halldórsson og Guðmund Kr. Kristinsson og stefnda, Bjarna Hannesson, en málskostnaður þeirra í milli í héraði og fyrir Hæsta- rétti fellur niður. Héraðsdómurinn er staðfestur, að því er varðar stefnda og áfrýjendur Sigurð J. Helgason og Byggingameistarann h/f, sem greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. maí 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms 21. þ. m., hefur Bjarni Hann- esson rafvirkjameistari, Sólheimum 25 hér í borg, höfðað með stefnu, birtri 26. júní 1965, gegn Sigurði Helgasyni múrara- meistara, Goðheimum 20, til greiðslu á skaðabótum að fjárhæð kr. 32.900.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. maí 1964 til greiðslu- dags og málskostnaði að skaðlausu, þar á meðal matskostnaði, kr. 3.353.50. Með sakaukastefnu, birtri 26. febrúar 1966, höfðaði stefnandi sakaukamál á hendur stefnda Byggingameistaranum h/f, Reykja- 1165 vík, og með sakaukastefnu, birtri 2. marz 1966, höfðaði stefnandi einnig mál á hendur Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt, Hofi á Álftanesi í Bessastaðahreppi, og Guðmundi Kr. Kristinssyni, Vest- urbæ, Álftanesi, Gullbringusýslu. Stefnandi hefur gert þær dómkröfur á hendur sakaukastefndu, að þeir verði dæmdir in solidum ásamt stefnda Sigurði Helga- syni til þess að greiða kröfur þær, sem áður er lýst. Stefndu Sigurður Helgason og Byggingameistarinn h/f hafa krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Stefndu Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kr. Kristins- son gera þær dómkröfur, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað. Mál þetta hefur stefnandi höfðað á hendur stefndu vegna galla á múrhúðun á gólfum í íbúð á 11. hæð C í húsinu nr. 25 við Sól- heima hér í borg. Hann kveðst á árinu 1960 hafa gerzt aðili að byggingu nefnds húss, er byggt hafi verið á vegum Byggingar- samvinnufélagsins Framtaks. Stefndu Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kr. Kristins- son teiknuðu hús þetta. Stefndi Sigurður Helgason var múrara- meistari við bygginguna, en stefndi Byggingameistarinn h/f var verktaki að múrverki því, sem málið fjallar um. Stefndi Sigurður Helgason er hluthafi í Byggingameistaranum h/f og framkvæmda- stjóri hlutafélagsins. Stefnandi hefur í skýrslu, dags. 1. nóvember 1965, skýrt svo frá, að seinni hlutann í marzmánuði 1962 hafi hann þurft að færa rör fyrir eldavél í eldhúsi umræddrar íbúðar. Er hann braut frá rörinu, hafi komið í ljós, að vikurinn í gólfinu var óbundinn og mjög víða laus frá örþunnri yfirborðsmúrhúð. Þar sem hann hafi álitið, að gólflagið væri ónýtt, kveðst hann hafa stöðvað uppsetningu á tréverki og tilkynnt stefnda Sigurði Helga- syni um ástand gólfsins og lýst því fyrir honum. Stefndi Sigurður hafi haldið því fram, að gólfið væri í lagi. Hafi þeir þráttað um þetta. Kveðst stefnandi hafa sagt Sigurði m. a., að hann mundi ekki taka á sig ábyrgð á því, ef gólfið færi að brotna upp síðar. Sigurður hafi hins vegar fullyrt, að óhætt væri að halda áfram við tréverkið. Stefnandi kveðst hafa flutt í íbúðina í lok septem- bermánaðar 1962. Áður en flutt var inn, kveðst hann hafa ferniser- að allt gólfið í íbúðinni og málað stofugólfið með olíumálningu. 2 Hann kveðst þó strax hafa sett flísar á eldhúsgólfið og mjög 1166 fljótlega pappadúk á stofuna og fyrir jólin 1962 hafi hann sett Þappadúk á gang og borðkrók. Fljótlega eftir áramótin 1962 og 1963 hafi hann sett linoleumdúk á svefnherbergi. Sumarið 1963 hafi mjög víða verið komnar holur í gólfið, sérstaklega í eldhúsi og stofu. Kveðst hann (þá hafa beðið stjórn hússins að gangast fyrir viðgerð á gólfinu. Um haustið 1963 hafi af hálfu stjórnar- innar þeir Indriði Einarsson og Bragi Melax skoðað gólfin. Í janúar 1964 hafi Sigurður Helgason skoðað gólfið og þá lofað að gera við það, en jafnframt lýst því yfir, að hann þyrfti að ráðfæra sig við aðra um aðferðina við viðgerðina. Engar efndir hafi þó orðið á þessu loforði. Á síðari hluta ársins 1964 eftir marg- ítrekaðar beiðnir um viðgerð á gólfunum hafi Sigurður Helgason komið aftur til þess að skoða gólfið. Hafi hann þá haft góð orð um viðgerð fyrir jólin 1964. Engar efndir hafi þó orðið á því, en eftir áramótin 1964— 1965 hafi Sigurður lýst því yfir, að hann mundi ekki gera við gólfin. Stefnandi kveðst ekki hafa fylgzt með því, hvenær dólfið var múrhúðað. Hann kveðst hins vegar hafa fengið upplýsingar, meðal annars frá Indriða Einarssyni, um aðferðir múraranna við múrverkið. Vikurinn hafi verið keyrður í hjólbörum inn í íbúðirnar og sturtað þar í nokkrar hrúgur á gólfin og hjólbörufjöldi látinn ráða um blöndun vikurs og sements. Þetta hafi síðan verið hrært með höndum á mjög ósléttum sólfum, en mokað síðan út um þau. Stefnandi segir, að áður en hann setti flísar, pappadúk og linoleumdúk á hluta af gólfum íbúðarinn- ar, hafi ekki verið farnir að koma fram neinir gallar á þeim hlutum gólfanna, en hins vegar hafi víða mátt finna, að múrhúðunarlagið hafi verið laust frá vikursteininum, sem undir var. Þann 24. marz 1965 ritaði lögmaður stefnanda yfirborgardóm- aranum í Reykjavík bréf með beiðni um, að hann dómkveddi tvo matsmenn til þess að skoða og meta galla á gólfi nefndrar íbúðar. Yfirborgardómari dómkvaddi þá Þórð Þórðarson múrara- meistara og Ólaf Ólafsson veggfóðrarameistara. Skiluðu þeir mats- gerð, sem dagsett er 30. apríl 1965, svohljóðandi: „Fimmtudaginn 25. marz vorum við undirritaðir dómkvaddir af yfirborgardómaranum í Reykjavík, Hákoni Guðmundssyni, samkvæmt beiðni Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. til að skoða og meta galla þá, er fram hafa komið í íbúð Bjarna Hannessonar, Sólheimum 25 á 11. hæð C, eins og nánar getur í beiðninni. Skoðun fór fram laugardaginn 10/4 1965 kl. 5 e. h. Viðstaddir voru auk matsmanna Sigurður Helgason, múraram., Goðheimum 20, og Bjarni Hannesson íbúðareigandi. Jón Hallsson, Sólheimum 1167 25, var einnig boðaður, en tilkynnti, að hann mundi ekki mæta. Lesin war matsbeiðni á staðnum og að því loknu skoðuð gólf íbúðarinnar. Við skoðun kom í ljós, að gólf íbúðarinnar gangast upp, og víða eru göt á slitlagi. Galla þessa teljum við stafa af því, að of veik vikurblanda er í slitlagi, og þar sem geislahitun er í gólfunum, virðist ílagið brenna með tímanum af hitanum, sem í gólfunum er. Galla þessa og skemmdir á dúk metum við samkv. framan- skráðu og eftir nána athugun á kr. 22.900.00%. Í málinu liggur frammi niðurstaða rannsókar byggingarefna- rannsóknarðeildar Atvinnudeildar Háskólas, dags. 18. maí 1965. Þar segir svo: „Skv. endurtekinni beiðni Hr. Baldurs Aspar var gólfílögn í íbúð Bjarna Hannessonar á 11. hæð í húsinu skoðuð og sýnishorn tekin. Ílögnin sjálf ber með sér, að hún hefir ekki næga festu til þess að gegna hlutverki sínu, enda víðast molnuð. Við skoðun á sýnishorninu kemur í ljós, að það er misveikt, og bendir til þess, að blandan hafi verið mjög blaut við niðurlagn- ingu, þannig að semetsefjan hafi náð að renna af kornunum sumsstaðar. Yfirborðsmúrhúð er mjög þunn, innan við 0.5 cm, og dreifir því umferðarálagi mjög lítið. Ekki er unnt að segja fyrir um orsakir til þess, að gólfílögnin hefir ekki náð tilætluðum styrkleika, því ekkert sýnishorn var til af þeim efnum, sem í hana höfðu farið, og engar prófanir höfðu verið framkvæmdar á þeim“. Matsmaðurinn Þórður Þórðarson hefur komið fyrir dóm. Segir matsmaðurinn, að með því, að of veik wikurblanda sé í slitlagi, eigi hann við, að of lítið sement sé í blöndunni. Hann kveður frágang gólfsins frábrugðinn því, sem vanalegt sé, að því leyti, að engin gólfpússning hafi verið á gólfinu, heldur hafi verið pússað slitlag úr wikursteypunni sjálfri. Vitnið kveður það álit sitt, að veik vikursteypa þoli ekki, að gengið sé á henni, nema eitthvað sé sett ofan á hana henni til hlífðar. Hann segir, að sums staðar í íbúðinni hafi verið gólfdúkur á gólfi, en annars staðar hafi aðeins verið ber steinn, en gólfið málað. Segir mats- maðurinn, að gallarnir hafi bæði komið fram þar, sem dúkur var, og þar, sem hann var ekki. Hann kveðst hafa reynzlu af því, að of veik vikurblanda molni við mikinn hita. Hann segir, að sig minni, að blöndunarhlutföll vikurblöndunnar hafi verið að frá- 1168 sögn Sigurðar 1:5, en vanaleg gólfílögn sé yfirleitt 1:2. Hann segir, að vatnið í hitalögn slíkri og þarna var í húsinu megi ekki fara upp fyrir 409 C, því að þá springi steypan og gólfílagið geti losnað frá plötunni Matsmaðurinn kynnti sér ekki sérstaklega, hvernig háttað var rekstri á hitakerfi hússins á þeim tíma, sem lagt var í gólfin. Fyrir matsmanninum var lesin útboðslýsing á múrvinnu, dskj. nr. 9. Gerir matsmaðurinn þær athugasemdir, að Í lýsinguna vanti alveg, hversu þykkt slitlag skuli vera. Segir hann það vera álit sitt, að ílag í blöndunni 1:5 geti dugað í því tilfelli, sem hér á við, ef jafnframt sé sett á það slitlag 23 em í hlutföllunum 1:2%. Matsmaðurinn kveðst hafa athugað sérstaklega, að vikurblanda var í slitlaginu, en ekki vanaleg sandblanda. Að gefnu tilefni upplýsir matsmaðurinn, að með því að segja í matsgerðinni, „virðist ílagið brenna með tímanum“, eigi hann við, að svo virðist sem ílagið bakist og þar sem steypan sé ónýt, þoli hún ekki umgang á gólfum, þorni upp og molni með tímanum. Aðspurður hvort hann hafi orðið þess war, að sements- efjan hafi runnið af kornum steypunnar eða steypan verið mis- sterk, segir matsmaðurinn, að ekki sé hægt að ganga úr skugga um slíkt við skoðun, eins og matsmennirnir framkvæmdu, en matsmaðurinn tekur fram, að gólfið virðist hafa verið verst farið þar, sem mest var á því gengið. Lögð hefur verið fram í málinu útboðslýsing svohljóðandi: „ÚTBOÐSLÝSING á múrvinnu við byggingu b.sf. „Framtaks“ við Sólheima no. 25.... Leggja skal í gólf íbúða á þann hátt, að miðað sé við, að þrep- skjaldarlaust sé innan íbúðanna, enda verður til staðar aðstoð til hallamælingar og ákvörðunar á hæð efri brúnar á gólfi. Skal ílag vera 1 hluti sements á móti ca. 5 hlutum af hreinum salt- og sýrufríum vikursandi, en gera má ráð fyrir, að þykkt þess sé frá, yfirleitt 2—4 cm — ílagið skal taka rétt, svo að slitlag geti verið sem jafnast og ekki þykkt. Slitlagið sé úr blöndu 1 :2% eftir nánara samkomulagi. Gæta skal þess sérstaklega að taka hitann af gólfum (loftum), meðan mesta þornun fer fram, og smá auka síðan hitann, og forðast allan umgang, þangað til öruggri herzlu er náð. EFNI: Sementið sé nýtt og kekkjalaust og viðurkennt portlandsement. Sandur skal vera hreinn og ó- mengaður af skaðlegum efnum, og af hæfilegri kornastærð til gróf- og fínhúðunar. 1169 VERKKAUPI: Lætur í té sand, vikursand, fínpússningarsand, sement, kalk og vírnet í húsi og utan, á neðstu hæð. Rafmagn til ljósa, og hita í geislahitunar- kerfi, og vatn eftir þörfum á hæðum. Efni í vinnu- palla, eftir samkomulagi. VERKSALI: Lætur í té alla vinnu við ofangreint verk, þar í falinn flutningur á efni og öll handlöngun, og hvers konar aðstoð við múrvinnuna. Verksali læt- ur á sinn kostnað gera nauðsynlega vinnupalla. Hann skal standa straum af kostnaði við trygg- ingar og orlofsfé“. Útboðslýsingu þessa sömdu arkitektarnir Gunnlaugur Hall- dórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. Stefndi Sigurður 'Helgason hefur í aðiljaskýrslu, dags. 28. september 1965, skýrt svo frá: „... B.sf. Framtak bauð út múrvinnu við byggingu félagsins við Sólheima 25, og var útboðslýsing gerð af þeim arkitektunum Gunnlaugi Halldórssyni og Guðm. Ér. Kristinssyni. Enigu tilboði var tekið, en samið var við Byggingameistarann h.f., og var verkið unnið skv. útboðslýsingunni með nokkrum frávikum, svo sem að byggingarsamvinnufélaginu væri heimilt að láta félagsmenn vinna að handlöngun o. fl. Verkkaupi lét í té allt efni og skilaði því á staðinn. Trésmíðameistari hússins á þessu stigi var Pétur Laxðal, og sá hann um daglega verkstjórn verkamanna, sem voru að mestu eigendur íbúða í húsinu, og voru byggingarmeistaranum engin umsjónarlaun greidd af vinnu þessara manna. Í stjórn b.sf. Framtaks voru þá Þorsteinn Óskars- son, Gunnar Baldvinsson, Kristinn Sigurjónsson, Guðmundur Vil- hjálmsson og að ég held Baldur Aspar. Ég mætti á fundi með stjórn b.sf. Framtaks í apríl 1961 ásamt arkitektunum og gerði þá strax athugasemd um bað, hvernig áætlað væri að vinna gólfin, en fékk engu ráðið þar um. Þetta ætla ég, að hafi verið bókað í fundargerðarbókina. Verkið var unnið skv. fyrrnefndri útboðslýsingu, og var blandað 1 hluta af sementi á móti 5 hlutum af vikri, sem lagt var í gólfið, en síðan dregið yfir þunnt lag af sandlögun og glattað yfir. Geisla- hitun er í loftum, og er það sjálfsagt orsök skemmdanna, þar sem vikurinn má ekki þorna um of, og má t. d. alls ekki hita vatnið í kerfinu yfir 40—45 gráður C, en þarna var enginn termo- stat, svo að erfitt var að hafa jafnan hita sem nauðsynlegt var, a. m. k. fyrst í stað. 74 1170 Eins og að framan segir, unnu eigendur að handlöngun, og var vel kunnugt um, hvernig verkið væri unnið. Þess vegna var það alveg óverjandi, hve lengi gólfin voru notuð óvarin. Íbúð stefn- anda war tekin í notkun fyrir ca. 4 árum, og hafa gólfin verið notuð dúkalaus mest af þeim tíma, og verða þau þá fyrir ýmsu hnjaski, sem getur skemmt þau“. Stefndi Sigurður Helgason hefur hér fyrir dómi þann 10. nóvember 1965 skýrt svo frá, að hann hafi verið múrarameistari hússins gagnvart byggingaryfirvöldum. Hann segir, að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um múrverkið og að verkið hafi verið unnið samkvæmt reikningi. Á fundi þeim, sem samið var um milli Framtaks og Byggingameistarans h/f um múr- verkið, hafi Gunnlaugur Halldórsson arkitekt spurt sig, hvort hann hefði einhverjar athugasemdir að gera við útboðslýsingu. Kveðst hann þá hafa gert athugasemdir við hana. Hafi þær verið bókaðar í fundargerð. Fundargerð þessi hefur verið lögð fram í málinu. Viðvíkjandi þessu atriði er bókað í fundargerðina: „Í öðru lagi taldi Sigurður Helgason, að slitlag á gólfinu væri samkvæmt útboðslýsingunni úr of sterkri blöndu. Lofaði Gunnlaugur Halldórsson að athuga það nánar“. Stefndi Sigurður kveður þarna ekki rétt frá skýrt, að því er hann minnir. Hann telur, að hann hafi gagnrýnt þá aðferð, sem fyrirhuguð var við ílagningu gólfa, og hafi hann bent á, að betra væri að múra gólfin á venjulegan hátt, en líma síðan korkþynnur ofan á. Menn hafi rætt um þetta á fundinum, en forsvarsmenn Framtaks hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að nota þá aðferð, sem um ræðir í útboðslýsingu, þar sem dýrara hafi verið að nota korkinn og þar sem Gunnlaugur Halldórsson hafi sérstaklega mælt með þeirri aðferð, sem um ræðir í útboðslýs- ingunni. Telur stefndi Sigurður, að Gunnlaugur hafi sérstak- lega minnzt á, að sama aðferð hafi verið notuð í fjölbýlishúsi við Kleppsveg, sem hann hafði umsjón með, með góðum árangri. Skömmu eftir fundinn, sem haldinn var 29. marz 1961, kveðst hann hafa hafizt handa um að múra húsið. Hann kveðst ekki geta upplýst, hvenær gólfin í íbúð stefnanda voru múruð, en hann geti ef til vill séð það við athugun á gögnum. Múrverkið hafi verið unnið alveg eftir forskrift arkitektanna. Hafi þeir meðal annars verið kalllaðir sérstaklega á staðinn. Í annað skiptið hafi svo hagað til, að múrararnir höfðu lagt ca. 2 cm lag af gróf- pússningu ofan á vikursteypuna, en það hafi allt sprungið og 1171 losnað. Þá hafi verið ákveðið af arkitektunum að reyna að hafa slitlagið örþunnt, þ. e. að pússa upp úr vikrinum. Svo hafi þetta verið gert við eitt gólf og það látið standa í nokkurn tíma, en arkitektarnir af því búnu kallaðir á staðinn. Hafi þá verið ákveðið að nota þessa aðferð framvegis við gólfílögnina. Vikursteypan hafi verið blönduð í hlutfallinu 1:5. Vikursteypan hafi verið hrærð með höndum. Það hafi verið gert samkvæmt ósk eigenda hússins. Verkkaupar hafi útvegað vikursandinn, sem notaður var. Hann kveðst ekki hafa athugað sandinn sérstaklega, en hafa haft spurnir af því, að um gott hráefni var að ræða. Hann segir, að nú hafi komið í ljós almennar skemmdir á gólfum hússins. Hafi honum borizt margar umkvartanir þar að lútandi. Kveðst hann ekki minnast þess að hafa lofað stefnanda þessa máls að láta gera við gjlfin á ákveðnum tíma. Hann kveðst trúlega hafa lofað honum að athuga, hvað hægt væri að gera. Hann kveðst hafa reynt ýmsar aðgerðir til þess að bæta úr göllum þessum á húsinu, en þær hafi allar reynzt árangurslausar. Hann tekur fram, að ekki sé hægt að hafa einangrunarsteypu úr vikri mjög sterka, þar eð hún missi þá einangrunargildi sitt. Hann tekur einnig fram, að það hafi verið vitað frá upphafi, að gólfin þyldu illa hnjask og mættu því ekki vera óvarin. Hann segir, að mest hafi borið á göllum í gólfum, sem voru óvarin, en þó viti hann þess dæmi, að gallar hafi komið fram á gólfum, þar sem fullrar var- úðar var gætt. Hann segir það vera álit sitt, að aðferð sú, sem notuð var við gólfin, hafi aldrei átt neinn tilverurétt miðað við þær aðstæður, sem þarna voru, en hann telji, að hún hafi verið ákveðin af eigendum og arkitektum gegn ráðleggingum sínum. Hann telur útilokað, að við ílagningu gólfanna hafi verið notuð blandan 1:8. Hann segir, að öll pússning hafi verið hrærð niðri í kjallara hússins að undanskilinni vikurblöndunni, sem hrærð hafi verið uppi á hæðinni af flokki íbúðareigenda, sem gengið hafi á milli múraranna, sem unnið hafi í þremur flokkum. Bann kveðst telja útilokað, að þessir íbúðareigendur hafi ekki hrært í réttum hlutföllum. Hann kveðst sjálfur hafa rætt wið þá oftar en einu sinni um blöndunina og hafa fylgzt með þeim, eins og unnt war við jafnstórt verkefni. Hann tekur fram, að honum sé ekki kunnugt um, að neinar frostskemmdir hafi orðið á húsinu Sólheimum 25. Daginn, sem frost hafi komið um haustið, hafi hann tekið alla múrarana frá störfum í húsinu og Í önnur verk- efni og hafi þeir ekki komið aftur, fyrr en hiti var kominn í húsið. 1172 Stefndi Guðmundur Kristinsson arkitekt gaf skýrslu fyrir dómi 22. febrúar 1966 og skýrði þá svo frá, að arkitektar hússins hafi ákveðið, hvernig ganga skyldi frá gólfum. Arkitektarnir hafi bent hússtjórninni á fleiri leiðir en þá, sem walin var við það að hitaeinangra gólf hússins. Eftir að gerður hafði verið kostnaðar- samanburður, lauslega áætlaður, hafi sú leið verið valin að leggja vikursteypu í gólfin. Hafi sú leið verið valin í samráði við hús- stjórnina. Þeir arkitektarnir hafi áður látið leggja sams konar vikursteypu í gólf í stórt sambýlishús við Kleppsveg og hafi þeir talið sig hafa góða reynslu af því. Að vísu hafi þá verið komnir fram gallar á nokkrum gólfum í því húsi, og segir hann, að stjórn Byggingarsamvinnufélagsins Framtaks hafi verið skýrt frá því, en hann segist hafa talið þá og telja enn, að þeir gallar hefðu ekki þurft að koma til, ef rétt hefði verið farið að. Útboðslýsingin hafi í þessu skyni verið gerð nákvæmari en ella til að koma í veg fyrir, að gallarnir endurtækju sig. Hann segir, að áður hafi verið búið að leggja vikursteypu í gólf í annarri „blokk“ við Sólheima, er Byggingarsamvinnufélagið Framtak byggði. Áður en vikursteypan var sett í gólfin í húsinu á Kleppsveginum, hafi arkitektarnir með milligöngu Ingvars Þórðarsonar látið Jón Ei- ríksson múrarameistara gera nokkrar tilraunir með mismunandi gerðir vikursteypu og hafi vikurblandan, sem endanlega var notuð, verið valin með hliðsjón af þeim tilraunum. Nefndur Ingvar hafi komið til þeirra með vikursteypuprufur og hafi þeir arkitektarnir og Ingvar prófað styrkleika steypuprufanna með því að setja þær undir hornið á stólfæti og síðan þrýst á með manns- þunga. Hafi þær prufur verið waldar, sem ekki markaði fyrir stólfætinum á. Í þessu sambandi kveðst hann vitna til fram- burðar í bæjarþingsmálinu Byggingasamvinnufélag Reykjavíkur segn Byggi h/f, en dómur í því máli var kveðinn upp í Hæsta- rétti 13. febrúar 1968. Hann kveðst vilja leggja áherzlu á það, að nota hafi átt salt- og sýrufrían sand, eins og fram komi í út- boðslýsingu. Ekkert hafi verið tekið fram um, hvernig skyldi hræra steypuna, en þetta atriði séu múrarameistarar fullfærir að dæma um. Eins og fram komi í útboðslýsingu, sé sett slitlag ofan á vikursteypuna. Á fyrstu gólfunum hafi slitlagið verið bykkara en síðar varð og það sé eflaust rétt hjá stefnda Sigurði, að þeir arkitektarnir hafi ákveðið að þynna slitlagið, því að erfið- leikar kæmu af því að hafa það eins þykkt og áður. Hann segir, að honum hafi verið kunnugt um galla, sem komið hafi fram á gólfum hússins Sólheimum 25, og kveðst hafa verið kvaddur 1173 þangað á fundi út af göllunum ásamt stefnda Sigurði. Augljóst sé, að mjög skorti upp á samloðun í steypunni, en hvort það stafi af því, að útboðslýsingu arkitektanna hafi ekki werið fylgt ná- kvæmlega eða af öðrum orsökum, kveðst hann ekki geta gert sér grein fyrir. Hér geti komið til gallað efni í steypunni, of blaut steypa, steypan hafi fengið of skamman tíma, til þess að sementið gæti náð fullri bindiorku vegna of skjótrar upphitunar, umgangur hafi verið of mikill, meðan steypan hafi verið að harðna, og margt fleira, sem hann telur, að komið geti hér til. Þeir arkitekt- arnir hafi ætlazt til þess, að gólfin yrðu ekki notuð óvarin, heldur væri settur á þau dúkur eða annað, eins og vanalegt sé. Að sín- um dómi sé ófullnægjandi að fernisera gólfin einungis, þar eð það bindi aðeins efsta lagið og hlífi aðeins yfirborði steypunnar. Að því er varðar matsgerð matsmannanna, segist hann vilja gera þær athugasemdir í fyrsta lagi, að ekki sé vikur í slitlaginu, og í öðru lagi þá sé kenningin um, að ílagið brenni með tímanum vegna hita, sér ókunnug og þurfi wísindalegar tilraunir til að sannreyna hana. Að því er varðar niðurstöður rannsóknar At- vinnudeildar Háskólans, kveðst hann ekki geta gert neinar at- hugasemdir nema varðandi þykktina á slitlaginu. Þeir arkitekt- arnir hafi talað um, að slitlagið ætti að vera þunnt, en til saman- burðar sé normalt pússningarlag um 1 tomma á þykkt, en auð- vitað geti það orðið þynnra sums staðar. Honum finnist 0.5 em of þunn meðalþykkt, en hann viti ekki, hvernig sýnishornin hafi verið tekin. Hann minnist þess ekki að hafa gefið fyrirmæli um, að slitlagið ætti að vera þunnt eins og skæni. Hann tekur fram, að þeir arkitektarnir hafi ekki haft daglegt eftirlit með vinnu í húsinu, en þeir hafi komið þangað við og við, eins og starfi þeirra tilheyri, og ávallt þegar þeir hafi verið sérstaklega tilkallaðir. Í málinu liggur frammi aðiljaskýrsla arkitektanna Gunniaugs Halldórssonar og Guðmundar Kr. Kristinssonar. Skýrsla þessi, sem er ódagsett, var lögð fram 3. maí 1966. Hún er svohljóðandi: „Árið 1956 fól stjórn byggingarsamvinnufjelagsins Framtaks okkur að igera teikningar af fjölbýlishúsum, er það hugðist láta reisa við Sólheima no. 27 og 29. Við önnuðumst síðan venjuleg arkitektastörf við þessar bygg- ingar, en félagið sjálft annaðist daglegt eftirlit, kvaddi okkur til ráðagerða og eftirlits, þegar þurfa þótti. Í ársbyrjun 1961 var farið að ræða um framkvæmd múrverks á síðara húsinu, en í því var geislahitun sem hinu fyrra. Verkið var rætt í einstökum atriðum, og hvað gjlfin snertir, bentum 1174 við stjórninni á ýmsar aðrar aðferðir til einangrunar gólfhitans en þeirrar, er notuð hafði verið í fyrri byggingu Framtaks, — en þar var notað vikurílag með slitlagi úr sandlögum. Við það tækifæri greindum wið frá skemmdum, er komið höfðu í ljós Í fjölbýlishúsi við Kleppsveg, er við höfðum teiknað, en galla þessa töldum við og teljum enn stafa af rangri útfærslu fyrirmæla okkar. Eftir athuganir og kostnaðarsamanburð var ákveðið að nota vikurílag með slitlagi úr sandlögun. Útboðslýsing var síðan samin, en það hafði verið ákiveðið að bjóða verkið út, og voru þar ýmis atriði ákveðin í samráði við stjórnina í því skyni að tryggja sem beztan árangur. Viljum við þar til nefna, að að okkar ráðum var verksala gert í útboðslýsingunni að láta Í té alla vinnu við ofangreint verk, þar í falinn flutningur á efni og öll handlöngun og hvers konar aðstoð við múrverk. Framtak hafði í mun ríkara mæli en önnur byggingarfjelög haldið á lofti, að íbúðareigendur ynnu við byggingu sína. Þetta töldum wið óráðlegt að gera að skilyrði í útboðinu og bentum á, að werksali ætti að bera ábyrgð á allri winnunni (eins og hand- löngun) og yrði því sjálfur að velja sjer starfslið — og yrði það að vera hans mat, hvort eigendur teldust hlutgengir til starfans. Fallizt var á þetta sjónarmið, eins og útboðslýsing ber með sjer, og samþykkti stjórnin útboðslýsinguna á fundi 27. febr. 1961. Tilboð bárust 20. marz, en þau voru rædd á fundi 25. marz, en kom þá í ljós, að lægsti bjóðandi, Magnús Baldvinsson, fjell frá boði sínu. Þá var enn haldinn stjórnarfundur um málið, og mættu þar einnig Sigurður Helgason múrarameistari byggingar- innar og Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Sigurður gerði grein fyrir tilboði sínu, en það þótti of hátt, og var því talað um, að Sigurður ynni verkið í reikningi. Gunnlaugur bað Sigurð Helgason að segja álit sitt á werklýs- Ingunni log eins, ef hann gæti betrum bætt hana. Sigurður varð við þessum tilmælum, en hafði ekki annað að athuga við verk- lýsinguna, hvað gólfin og frágang þeirra snertir, en að hann taldi blöndu slitlagsins fullsterka, — en blandan er samkv. lýsingu 1:2% (1 sement — 2% sandur). Gunnlaugur óskaði eftir, að þessi atriði yrðu bókuð í fundargerðarbókina. Áður en múrvinna hófst og út bygginigartímann, var Pétur Laxdal eftirlitsmaður við bygginguna, — var hann ráðinn af stjórninni og trúnaðarmaður hennar. Dag einn vorum við kallaðir á vinnustað, en þá hafði komið í ljós, að fyrstu gólfin, — okkur minnir þau vera 3, höfðu 1175 sprungið, en slitlag þeirra var, að því er við bezt munum, um 3 em. Þetta var, samkvæmt verklýsingu okkar, óþarflega þykkt slitlag — bæði minnkaði við það einangrun ílagsins — og hættara væri við sprungum Í slitlaginu þetta þykku. Munum við því hafa bent á að þynna slitlagið og setja það á eins fljótt og kostur væri — eða þá ofan á blauta ílagssteypuna og gæta þeirrar varúðar í hvívetna, er um getur í verklýsingunni. Um annað, er lýtur að vinnubrögðum (vinnuháttum) fagmanna, höfum við ekki fenigizt — enda algerlega á þeirra ábyrgð og engar misfellur þá á okkar vitorði, — þó ekki sæjum við gólfin, áður en lagt var í þau. Við teljum, að hér hafi verið um að ræða fyrstu gólfin og á neðstu hæðum byggingarinnar og þetta muni hafa verið í öndverðum ágústmánuði. Þá teljum við okkur muna, að múrarameistarinn hafi viður- kennt, að frost hafi valdið skemmdum á gólfum nokkurra íbúða, og kvaðst hann hafa látið „moka“ út af nokkrum gólfum af þeim ástæðum. Að öðru leyti vitnum við til verklýsingar og þeirra varúðarráðstafana, sem þar er getið um“. Gunnlaugur Halldórsson kom fyrir dóm 4. maí 1966 og stað- festi efni skýrslunnar. Í því sambandi tók hann fram, að númer- um bygginganna, sem um getur í skýrslunni, hafi verið breytt. Þá skýrði hann frá því, að á fundi 25. nóvember 1963 hjá Bygg- ingarsamvinnufélaginu Framtaki, en fundurinn var haldinn að Laufásvegi 18 A, hafi Bragi Melax meðal annars sagt: „Maður ætti kannski ekki að minnast á það, að við erum ekki fagmenn í að blanda steypu og kunnum lítið. til þeirra hluta“. Annar af fulltrúum Byggingarfélagsins Framtaks á fundinum hafi sagt: „Já, og svo var oft rekið svo á eftir og ekkert ettirlit með því, hvort rétt væri gert hjá okkur“. Kvaðst Gunnlaugur hafa skráð þetta niður strax og umræddur fundur var um garð genginn. Hann kveðst hafa haft orð á því, að ekki fengist bindingur, nema að bera fyrst á sementsgraut á rakt gólfið. Þeir hafi sagt, að það hafi ekki verið gert, en steypan aftur á móti alveg fljótandi í vatni. Þá kveðst hann hafa sagt, að vikur væri lengi að þorna og áríðandi væri að snerta ekki gólf- in, fyrr en mesta hörðnun væri um garð gengin. En þeir hafi lýst því yfir, að það hafi verið farið að sanga á gólfunum, einkum úti á svölum, undir eins og hætti að marka för á þeim, oft daginn eftir. Þorsteinn Óskarsson, sem var framkvæmdastjóri Byggingar. samvinnufélagsins Framtaks við þessa byggingu, gaf skýrslu 1176 fyrir dómi 4. marz 1966. Hann segir, að stjórnin hafi boðið út alla múrvinnu, sem eftir var, þegar húsið hafði verið steypt upp. Hafi þetta verið gert með góðu samkomulagi við Sigurð Helga- son, sem verið hafi múrarameistari við húsið. Þrjú tilboð hafi borizt, þar af eitt frá Sigurði Helgasyni, en engu tilboðanna hafi verið tekið. Hafi sá aðili, sem lægst bauð, gengið frá tilboði sínu, þegar á reyndi, og hafi stefndi Sigurður Helgason þá verið látinn vinna vekið með venjulegum kjörum. Hann segir, að innan stjórn- arinnar muni eitthvað hafa verið rætt um mismunandi aðferðir við að leggja í gólf hússins, en niðurstaðan hafi orðið sú, að vikur- steypa var walin. Telur vitnið, að (það kunni að hafa ráðið, að vikursteypa hafi verið lögð í gólf hússins Sólheima 27, sem byggt var eftir sömu teikningu. Ákvörðun þessi hafi verið tekin í samráði við arkitekta og meistara hússins. Þegar verkið var boðið út, hafi arkitektarnir gert útboðslýsingu varðandi ílagn- ingu gólfa. Telur hann, að við hana hafi verið stuðzt, þegar verkið var unnið. Eigendur íbúðanna hafi unnið við byggingu hússins ýmis störf sem ófaglærðir verkamenn undir stjórn viðkomandi meistara. Sjálfur kveðst hann ekki hafa unnið við að aðstoða við ílagningu gólfanna. Hann kveðst muna, að strax hafi komið fram gallar í nokkrum gólfum og hafi þau verið brotin upp, ílögninni ekið út úr húsinu og lagt í þau á nýjan leik. Kveðst hann minnast þess, að stjórnin hafi kallað arkitektana í húsinu til þess að láta þá segja álit sitt um vinnuna við gólfin og hvernig lagfæra mætti einhver ákveðin gólf, sem gallar höfðu komið fram á. Arkitekt- arnir hafi rætt við Sigurð múrarameistara um lagfæringu. Þetta hafi gerzt, eftir að gengið hafði verið frá gólfunum, en hann kveðst ekki minnast þess, að arkitektarnir hafi verið kallaðir sérstak- lega út af gólfunum, á meðan á ílögn stóð. Hann segir, að allur gangur hafi verið á því, hvernig íbúðareigendur gengu frá gólf- um í íbúðum sínum, eftir að múrverki við þau var lokið. Sjálfur kveðst hann hafa rykbundið gólf sinnar íbúðar og síðan fljótlega sett á þau pappadúk, sem notaður hafi verið í ca. 1% ár. Nú séu á gólfum teppi og flísar. Ekki hafi komið fram á gólf- um íbúðar hans stórvægilegir gallar. Gallar hafi hins vegar komið fljótlega fram á gólfum stefnanda og í tveimur öðrum íbúðum. Hann minnist þess ekki, að rætt íhafi verið um neina stórvægilega galla á gólfum hússins Sólheimum 27, áður en ráðizt var í að múrhúða gólfin í Sólheimum 25. Stjórnin hafi lagt til efni við múrhúðun hússins. Vikursand þann, sem notaður var, hafi stjórnin fengið hjá Sigurði nokkrum Jónssyni vörubílstjóra 1177 í skiptum fyrir timbur. Kveðst hann muna, að eitthvað hafi verið rætt við sig um gerð efnisins, en minnist þess ekki, að nein vís- indaleg rannsókn hafi hafi farið fram á efninu á vegum stjórnar- innar. Hann segir, að Pétur Laxdal trésmíðameistari hafi verið verkstjóri fyrir þeim íbúðareigendum, sem unnu wið húsið, og muni hann hafa lánað menn til aðstoðarstarfa við múrverkið. Ílögn í gólfin hafi verið framkvæmd að sumri til, áður en mið- stöð var sett í gang. Hann segir, að hitakerfi hússins fylgi hita- stillir, sem stjórni hámarks- og lágmarkshita kerfisins. Baldur Aspar kom fyrir dóm 13. apríl 1966. Hefur hann skýrt svo frá, að þegar hann tók sæti í stjórn Byggingarsamvinnufé- lagsins Framtaks, 2. byggingaflokki, hafi stjórnin werið búin að ákveða, hvaða efni skyldi nota við einangrun gólfa. Eftir að hann kom í stjórnina, hafi arkitektar hússins verið beðnir að útbúa út- boðslýsingu af frágangi gólfa. Hann kveðst ekki hafa verið á stjórnarfundi þeim, er tilboðin voru opnuð á. Stjórnin hafi ákveðið að hafna öllum tilboðum, en síðan hafi verið samið við Bygginga- meistarann h/f um, að verkið skyldi unnið eftir reikningi. Um- samið hafi verið við múrarameistarann, Sigurð Helgason, að hús- eigendur legðu til menn í handlöngun, en þeir hafi unnið undir stjórn múrarameistarans. Ætlunin hafi verið að hræra steypuna í gólfin í steypuhrærivél og hafi svo verið gert í fyrstu gólfin. Kveðst hann hafa komið í húsið, skömmu eftir að byrjað var að vinna við gólfin. Hafi hann þá veitt því athygli, að steypuefni var flutt óhrært upp á hæðirnar og hrært þar með höndunum. Honum hafi komið þetta spánskt fyrir sjónir, þar eð hann hafi haldið, að mikilvægt væri að hræra steypuna í vél. Kveðst hann hafa spurt handlangarana, hverju þetta sætti, en þeir hafi svarað því til, að iðnaðarmönnunum hafi þótt verkið ganga of seint með því að hræra steypuna Í vélum. Ekki kveðst hann hafa fengið uppgefið, hver leyfði að Íara svona að við verkið. Hann kveðst hafa rætt þetta við formann stjórnarinnar, Þorstein Óskarsson, en kveðst ekki muna, hvort hann ræddi þetta á stjórnarfundi eða við Sigurð Helgason. Hann segir, að gallar hafi komið strax fram á fyrstu gólfunum. Hafi múrarameistarinn í samráði við arkitekt- ana látið breyta slitlaginu eitthvað, en það hafi ekki gefið betri raun. Kveðst hann halda, að þá hafi verið skotið á ráðstefnu með múrarameisturunum og arkitektunum. Heldur hann, að niður- staðan hafi orðið sú, að slitlagið skyldi þynnt. Sjálfur kveðst hann ekki hafa unnið að handlagningu við ílagningu gólfanna. Hann segir, að hiti hafi verið settur á húsið, um það leyti sem 1178 gólfílagningunni var lokið eða var að ljúka, en hann kveðst ekki muna, hvernig því hagaði til, er hiti var settur á. Hann segir, að Byggingarsamvinnufélagið Framtak hafi haft trúnaðarmann á vinnustað, Pétur Laxdal. Hafi Pétur haft með verkstjórn að Sera, en um verkaskiptingu milli hans og múrarameistarans kveðst hann ekki geta upplýst. Hafi Pétur Laxdal verið ráðinn af hússtjórninni. Ekki minnist hann þess, að hússtjórnin hafi krafizt efnagreiningar á vikrinum, sem notaður var af seljanda hans, né látið efnagreina hann sjálfur. Ekki kveðst hann vita, hver hafi gætt þess, að ekki var gengið á gólfunum, eftir að ílagn- ingu þeirra var lokið. Pétur Laxdal hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá, að hann hafi verið trésmíðameistari hússins og verkstjóri verkamanna, að svo miklu leyti sem það gekk ekki inn á svið annarra fagmanna. Kveðst hann hafa verið trúnaðarmaður hússtjórnar og séð um ýmiss konar snúninga í sambandi við byggingu hússins. Hann segir, að þegar rætt var um gólfin í húsinu í upphafi, hafi verið um fjórar leiðir að ræða. Í fyrsta lagi að hafa gólfin óeinangruð. Í öðru lagi að einangra þau með korki. Í þriðja lagi að einangra þau með frauð- steypu og í fjórða lagi að einangra þau með vikri. Fyrsta leiðin hafi ekki verið talin fær. Önnur leiðin hafi Þótt of kostnaðarsöm og af tveim síðasttöldu leiðunum hafi vikuraðferðin þótt skárri, enda þótt hússtjórninni væri það ljóst, að hún væri ekki jafngóð og korkaðferðin. Vikuraðferðin hafi verið valin í samráði við arkitektana. Hann kveðst ekki muna, hvort múrarameistarinn hafi verið henni andvígur, en segir, að honum þyki það ekki ósennilegt, þar eð múrarameistarinn hafði áður haft af slíkri reynslu (sic). Hann kveðst muna, að múrarameistarinn taldi, að hafa yrði tveggja til þriggja cm þykkt slitlag ofan á vikursteyp- unni, þar eð hún væri ekki nógu sterk. Hafi múrarameistarinn unnið fyrstu gólfin þannig, en þegar gólfílögnin hafi þornað, hafi hún öll sprungið. Hafi þá verið ákveðið í samráði við arkitekt- ana að hafa slitlagið örþunnt. Hann kveðst hafa séð um að útvega handlangara við ílagningu gólfanna, en eftir að handlangararnir voru komnir til starfa, hafi múrararnir sagt þeim fyrir verkum. Í fyrstunni hafi steypan Í gólfin verið hrærð í hrærivél, en því hafi verið hætt, þar sem illa hafi gengið að hræra vikurinn í vél og múrararnir hafi ekki talið sig hafa nokkurn tíma til að mæta Þeim töfum, sem af því leiddi. Hafi því verið gripið til þess ráðs að hræra vikurinn í höndunum. Múrararnir hafi trúlega ráðið því, og kveðst hann varla hafa gert neina athugasemd við 1179 það, enda hafi hann ekki séð neitt athugavert við það og verk,ð nafi heldur ekki verið í hans verkahring. Eftir að slitlagið var lagt í gólfin, segir hann, að skorður hafi verið settar við dyraop, en hann kveðst ekki vita, hve lengi þær hafi staðið. Vanalega séu slíkar skorður hafðar, þar til yfirborð sé orðið vel sporheit. Ekkert hafi verið unnið í íbúðunum í nokkrar vikur, eftir að lagt var í gólfin, en þá hafi fínpússun þeirra hafizt. Íbúðareigendur hafi fengið íbúðir sínar afhentar tilbúnar undir tréverk og hafi það verið löngu eftir að lokið var við að leggja Í gólfin. Hann kveðst hafa verið ráðinn til starfa af hússtjórninni og verið trúnaðarmaður hennar, en ekki sérstaklega arkitektanna. Ragnar Hilmar Þorsteinsson, sem kom fyrir dóm 1. júní 1966, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið múrari við múrverk hússins Sólheima 25 undir stjórn Sigurðar Helgasonar. Hann kveðst muna, hvernig unnið var við gólfin í Sólheimum 25. Það hafi verið gert eins og venja sé, þegar wikur er notaður. Fyrst hafi gólfin verið hreinsuð vel og öll laus steypa fjarlægð, síðan hafi þau verið kústuð með sementsblöndu. Vikurinn og sement hafi verið þurrhrært með skóflum inni á gólfi, en síðan bleytt í og steypan hrærð. Þar næst hafi vikursteypan verið lögð Í gólfin og hún hnölluð. Vikursteypan hafi verið látin þorna eina nótt, en þá hafi verið straujað yfir pússningarlag. Pússningarlagið hafi verið úr sandi og sementi og hafi það ekki verið haft þykkt. Hann minnist þess ekki, að breytingar hafi verið gerðar á þykkt pússn- ingarlagsins. Eigendur íbúðanna hafi að mestu leyti annazt hand- löngun við múrverkið. Hafi þeir unnið eftir tilsögn meistaranna, en múrarameistarinn hafi sagt til um styrkleika steypublönd- unnar. Hann minnir, að vikursteypublandan hafi werið höfð örlítið sterkari en vanalegt er, þar eð slitlagið hafi verið svo þunnt. Telur vitnið, að jafngott sé að hræra vikursteypuna Í höndum og gera það með vél. Eigendurnir, sem við handlangið hafi unnið, hafi reynzt ágætlega. Ekki kvaðst hann muna sér- staklega eftir vinnunni við 11. hæð C. Við þær íbúðir, sem vitnið vann, hafi verið lagt slitlag úr sandi og sementi. Sú breyting hafi verið gerð frá Sólheimum 27, að þar hafi slitlagið verið haft þykkt, en í Sólheimum 25 hafi það verið haft þunnt. Honum skildist, að þessi breyting hafi verið gerð, þar eð gólfin í fyrri blokkinni hafi viljað springa upp. Þegar umrædd gólf voru gerð, hafi vanaleg wikurblanda verið talin 1:10 til 1:12, en hann segir, að sig minni, að í þetta skipti hafi verið notuð blandan 1:8, og segir hann, að hann hafi vanalega notað þá blöndu síðan. 1180 Páll Leifur Gíslason múrari hefur hér fyrir dómi 3. júní 1966 skýrt svo frá, að hann hafi unnið við múrverk í umræddu húsi. Við gólfin í húsinu hafi verið notuð vikursteypa, en síðan dregin sandlögn yfir og síðan glattað yfir á venjulegan hátt. Fyrst hafi gólfið verið hreinsað vel, bleytt og sementskústað, en vikursteypa síðan lögð yfir. Hann geti ekki sagt um blöndunarhlutföll vikur- steypunnar, en handlangararnir hafi haft hlutföllin uppskrifuð hjá sér. Eftir að vikursteypan var komin á gólfin, hafi hún verið látin þorna eina nótt, en síðan sandlögn sett yfir. Telur hann, að þykkt slitlagsins hafi verið um % cm með venjulegum frávikum, þar sem gólfin hafi verið endanlega afrétt með sandlöguninni. Aðspurður um, hversu blaut steypan hafi verið í gólflögninni, segir hann, að hún hafi verið ósköp venjuleg. Eigendurnir hafi annazt handlöngun og mikil mannaskipti hafi átt sér stað við verkið. Hafi þeir haft blöndunarhlutföllin skrifuð á spjaldi niðri í kjallara. Hann telur, að hann hafi verið með í að leggja gólf- ílögnina á 11. hæð C og hafi það verið með síðustu íbúðunum. Hann heldur, að vikurblandan í gólflögninni hafi werið hrærð niðri í kjallara, þar sem þá var hægt að anna flutningum á lagaðri steypu um lyftuop hússins, en annars hafi í langflestum íbúðanna vikurinn verið hrærður inni á gólfum þeirra með skóflum. Hann kveðst einnig hafa unnið við gólfin í íbúðinni við hliðina og hafi það verið gert um leið og á sama hátt. Vitnið Kolbeinn Þorgeirsson hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi 3. júní 1966, að hann hafi werið múrari og hafi unnið við múrverk í Sólheimum 25. Í gólfið hafi verið lögð vikursteypa, blönduð í hlutföllunum 1 :5. Hún látin þorna eina nótt og síðan lögð yfir mjög þunn sandlögun. Sandlögunin hafi aðeins verið höfð. til þess að slétta og holufylla og hún höfð svo þunn, sökum þess að í fyrstu hafi verið reynd þykkari sandlögun, en hún öll losnað frá og sprungið. Hann kveðst ekki hafa unnið við íbúðir á 11. hæð, en einungis við múrverk á 8. hæð hússins. Eigendur íbúðanna hafi annazt alla handlögn við múrverkið, en múrararnir hafi sagt þeim til og sagt Þeim, hvernig lögunin ætti að wera í hvert skipti. Handlangararnir hafi að mestu verið sömu menn- irnir og hafi þeir unnið fyrir alla múrara í húsinu. Þegar lagt hafi verið í gólf, hafi verið bætt wið mönnum úr hópi íbúðar- eigenda. Kröfur sínar í málinu byggir stefnandi á því, að sannað sé í málinu, að verulegir gallar hafi komið fram á múrverki á gólfi nefndrar íbúðar. Stefndi Sigurður Helgason beri sem múrara- 1181 meistari við húsið alla ábyrgð á göllum þessum gagnvart stefn- anda og Byggingarsamvinnufélaginu Framtaki, sem framselt hafi stefnanda allan rétt sinn á hendur stefnda. Við hinn munnlega málflutning byggði stefnandi einnig kröfur sínar gagnvart stefnda Sigurði á því, að stefndi Sigurður hefði lofað stefnanda að bæta úr göllunum, en ekki efnt það loforð. Þá beri stefndi Bygginga- meistarinn h/f sem verktaki einnig ábyrgð á göllum þessum, þar sem hlutafélagið beri ábyrgð á mistökum starfsmanna sinna, sem sáu um framkvæmd verksins. Arkitektarnir, stefndu Guðmundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Halldórsson, hafi lagt á ráðin, hvernig múrhúða skyldi gólfin, og beri þeir því einnig ábyrgð á göllunum. Við hinn munnlega málflutning var á það bent af hálfu stefnanda, að aðferðin, sem notuð war, hafi verið liður í tilraunastarfsemi arkitektanna. Múrarameistarinn hafi samþykkt tilraunina, enda þótt honum hafi sem fagmanni mátt vera ljóst, hve vafasöm hún var. Hinir stefndu beri því allir ríkari bóta- ábyrgð, þar sem um tilraunir hafi verið að ræða. Stefnandi sundurliðar bótakröfu sína þannig: 1. Viðgerðarkostnaður á göllunum samkvæmt mats- BEIÐ 2. 0... 2... ikr. 22.900.00 2. Röskun vegna viðgerða og afnotamissis „. .. .. — 10.000.00 Kr. 32.900.00 Stefndu Sigurður Helgason og Byggingameistarinn h/f hafa í greinargerð byggt kröfur sínar á því í fyrsta lagi, að þeir hafi aldrei neitt verk unnið fyrir stefnanda. Stefndi Sigurður hafi á fundi með verkkaupa Í aprílmánuði 1961 komið fram með athugasemdir um framkvæmd verksins, en þeim athugasemdum hafi ekki verið sinnt. Þá hafi eigendum verið fullkunnugt um framkvæmd verksins, en engar athugasemdir gert, fyrr en nokkr- um. árum eftir að því var skilað, en gólf hafi ekki verið dúklögð eða varin fyrr en mikið síðar og gæti það verið ein orsök skemmdanna. Byggingarfélagið Framtak hafi lagt til allt efni og handlangara, en arkitektarnir hafi ákveðið blöndun vikurs og sements. Þá hafi starfsmenn Byggingarfélagsins Framtaks stjórnað upphitun hússins, enda hafi stefndi Sigurður ekki komið nálægt upphituninni, en það sé rétt, að of mikil hitun geti valdið skemmdum á vikrinum. Við hinn munnlega málflutning var á það bent, að vafasamt væri um orsakir til skemmdanna, enda 1182 væri matsgerðin ófullkomin, þar á meðal sundurliðun sú, sem annar matsmaðurinn hefði lagt fram undir rekstri málsins. Fram- sal kröfunnar til stefnanda sé einnig gallað, þar sem aðeins tveir stjórnendur skrifi undir framsalið. Varakrafan var studd þeim rökum, að ljóst megi vera, að Byggingarfélagið Framtak hafi haft Pétur Laxdal trésmíðameistara sem trúnaðarmann sinn við bygginguna. Beri Byggingarfélagið Framtak því einnig ábyrgð á og sé því skylt að skipta ábyrgðinni og geti stefnandi ekki átt meiri rétt en framseljandi kröfunnar, Byggingarfélagið Framtak, átti. Þá var (því haldið fram við hinn munnlega málflutning, að kröfur stefnanda væru fallnar niður fyrir fyrningu. Hinir stefndu arkitektar, Guðmundur Kr. Kristinsson og Gunn- laugur Halldórsson, byggja kröfur sínar um sýknu fyrst og fremst á því, að þeir hafi ekki haft daglegt eftirlit með byggingarfram- kvæmdum við húsið né á sínum vegum í þeim tilgangi, enda hafi þeir hvorki farið fram á né fengið greiðslu fyrir slíka vinnu. Hið daglega eftirlit hafi verið í höndum trúnaðarmanns eigenda, Péturs Laxdals. Í öðru lagi sé fram komið, að múrhúðun gólfa hafi ekki verið framkvæmd á þann hátt sem í útboðslýsingu greinir og ákveðið hafi verið í viðtölum við múrarameistara hússins. Auk þess sé ljóst, að veigamiklir faglegir gallar hafi orðið á útfærslu verkefnisins. Í þriðja lagi bendi margt til þess, að sumar af skemmdunum geti stafað af náttúruvöldum, frostskemmdum, þar sem frost hafi komið á tímabilinu, á meðan verið var að leggja í gólfin, en hitakerfið hafi ekki verið tengt né sett í samband fyrr en 17. nóvember 1961. Í fjórða lagi hafi komið í ljós, að notkun gólfa og umgengni um þau hafi ekki verið slík sem gerð gólfpússningarinnar hafi gefið tilefni til og eigendum hafi átt að vera fullkunnugt um. Gengið hafi verið á gólfunum allt of fljótt, eftir að lagt var í þau, eða löngu áður en sementið hafði fengið tækifæri til að öðlast fulla bindihörku. Einnig hafi gólf- pússning verið óvarin (dúklaus) í lengri tíma, eftir að flutt var í íbúðirnar. Hinir stefndu arkitektar fullyrða, að þar sem skemmd- ir hafi komið fram, sé vikurílagið mikið veikara en blöndunar- hlutfallið 1 hluti af sementi á móti 5 hlutum af vikursandi gefur tilefni til. Skortur á bindiefni geti að þeirra dómi orsakazt af eftirtöldum atriðum: a. Látið hafi verið minna sement í blönduna en láta átti sam- kvæmt fyrrgreindum Íblöndunarhlutföllum. b. Sementið hafi verið gallað. 1183 c. Vikursandurinn hafi verið mengaður efnum, sem dregið hafi úr bindimætti sementsins. d. Vikurblandan hafi þornað of hratt, þannig að „bindi- prosess““ sementsins hafi stöðvazt, áður en fullri herzlu var náð. e. Frostskemmdum. f. Slæmri blöndun lögunar, illa hrært. Gætu þá myndazt blett- ir, sem bindiefni vantar alveg í. g. Of blaut lögun, sbr. álit Atvinnudeildar Háskólans. Benda arkitektarnir á, að sérhvert ofangreindra atriða væri nægjanleg orsök fyrir göllum hliðstæðum þeim, sem komið hafi fram á gólfunum, en á engu þessara atriða geti þeir borið ábyrgð. Meginástæðuna fyrir skemmdum á umræddum gólfum telja þeir vera, að vikurílagið hafi verið illa hrært og allt of blautt við niðurlagningu. Leggja þeir á það áherzlu, að arkitektar beri ábyrgð á fyrirmælum sínum og formúlum, en ekki á starfi iðn- aðarmanna. Þá taka þeir fram, að einangrun með vikri sé ekki ný byggingaraðferð hér á landi, t. d. hafi húsameistari ríkisins gefið út bókina Húsakostur og híbýlaprýði á árinu 1939 og þar mælt með vikursteypu til einangrunar. Er því þess vegna mót- mælt af arkitektunum, að hér hafi verið um að ræða tilraunir með áður óþekkta aðferð. Hér hafi verið um að ræða þekkta og nothæfa aðferð, sem mundi hafa náð tilætluðum árangri, ef réttrar meðferðar hefði verið gætt, enda hafi flestar íbúðirnar í húsinu reynzt gallalausar. Af hálfu arkitektanna er einnig á það bent, að Byggingarsamvinnufélagið Framtak beri vafalaust ábyrgð að hluta á umræddu tjóni, og geti stefnandi því ekki átt solidariskan bótarétt á hendur stefndu. Byggist þetta á því, að forsvarsmenn Byggingarfélagsins Framtaks hafi vitað um umrædda byggingaraðferð frá fyrra sambýlishúsi, sem félagið reisti, og jafnframt hafi félagið haft sinn eftirlitsmann, Pétur Laxdal. Að lokum var því haldið fram við hinn munnlega mál- flutning, að kröfur stefnanda á hendur arkitektunum væru fallnar niður fyrir fyrningu. Dómendur fóru á vettvang þann 22. maí s.1. Hafði stefnandi þá sett viðarklæðningu (parket) á gólf stofu og eldhúss. Gólfið í gangi var klætt með teppi. Að sögn stefnanda hafði áður verið gert við ganggólfið að nokkru. Mátti þó enn finna ójöfnur í múrhúðuninni í gegnum teppið. Í hjónaherbergi var gólfdúkur úr linoleum. Var það gólf mjög dældótt, einkanlega þar, sem mest var gengið á því. Gólf í barnaherbergi var einnig nokkuð 1184 dældótt. Innan við dyrnar í barnaherbergi var alldjúp dæld í gólfinu. Var dúkurinn þar laus, svo að hinir sérfróðu meðdóm- endur gátu tekið sýni þar úr múrlaginu. Athugun á sýninu leiddi í ljós, að þykkt slitlags var 3—4 mm, og var vikureinangrun þar undir festulítil, en einangrun þessi er sett vegna geislahitunar- lagna í gólfplötum hússins. Svo sem áður er lýst, hefur útboðslýsing arkitektanna viðvíkj- andi frágangi gólfa ekki að geyma ákveðin fyrirmæli um þykkt slitlags. Fram er komið í málinu, að slitlag á fyrstu gólfunum var 2—3 cm. Óumdeilt er, að slitlag þeirra gólfa sprakk mjög mikið. Voru hinir stefndu arkitektar þá kvaddir á staðinn, og áttu þeir viðræður við múrarameistarann, stefnda Sigurð Helga- son, um þetta. Telja verður sannað, að þá hafi verið ákveðið að þynna slitlagið, en hins vegar er ekki í ljós leitt, hvort ákveðið var þá, hver endanleg þykkt slitlagsins skyldi vera. Stefndi Sig- urður Helgason heldur því fram, svo sem fyrr er frá greint, að á fundi þessum hafi verið ákveðið að hafa slitlagið örþunnt, og bera sýni þau, sem tekin hafa verið, það með sér, að þannig hefur þetta orðið í framkvæmd. Stefndi Sigurður Helgason, sem hefur lýst því yfir, að hann hafi haft vantrú á aðferð þeirri, sem notuð var, framkvæmdi verkið eigi að síður, enda þótt honum sem reyndum fagmanni hafi átt að vera ljóst, að svo þunnt slitlag var ófullnægjandi. Auk þess er ljóst, að vikureinangrunin er festu- lítil, að minnsta kosti á köflum. Ósannað er, að efnið, sem notað var, hafi verið gallað. Dómurinn telur hins vegar, að gögn máls- ins gefi ákveðið til kynna, að mistök hafi átt sér stað við fram- kvæmd verksins. Stefndi Sigurður Helgason hafði með höndum stjórn múrvinnunnar fyrir hönd stefnda Byggingameistarans h/f. Bar honum sem slíkum að sjá um það, að framkvæmd verksins færi þannig úr hendi, að ekki hlytust skemmdir af. Verður því að telja, að stefndi Byggingameistarinn h/f beri ábyrgð á van- gæzlu við framkvæmd verksins, enda telur dómurinn, að í því sambandi skipti ekki máli, þó að handlangarar við múrvinnuna hafi verið félagsmenn Byggingarfélagsins Framtaks, þar sem múrarameistaranum bar að sjá um, að sá hluti verksins væri rétt framkvæmdur. Eftir að gallar komu fram á fyrstu (gólfunum, ákváðu arkitekt- arnir Í samráði við múrarameistarann að þynna slitlagið, eins og áður er frá greint, án þess að kanna á fullnægjandi hátt, hvort sú breyting fengi staðizt. Verður að líta svo á, að skort hafi á nægjanlega aðgæzlu af þeirra hendi, en með tilliti til fyrri galla 1185 var sérstök ástæða fyrir þá að sýna fyllstu varúð við öll fyrir- mæli um framkvæmd verksins. Vegna þessarar vangæzlu bera arkitektarnir einnig ábyrgð á hinum framkomnu göllum, enda skiptir ekki máli, eins og á stendur, þó að þeir hafi ekki tekið að sér daglegt eftirlit við byggingarframkvæmdir. Samkvæmt því, sem hér hefur verið lýst, hafa allir hinir stefndu sýnt af sér vangæzlu við undirbúning og framkvæmd umrædds múrverks. Stefndu hafa lagt á það mikla áherzlu, að ábyrgð þeirra takmarkist verulega vegna þess eftirlits, sem Pétur Laxdal tré- smíðameistari hafði með höndum. Dómurinn lítur svo á, að ein- angrunaraðferð sú, sem hér var um að ræða, hafi í raun verið það vandasöm, að trúnaðarmanni Byggingarfélagsins Framtaks, sem var trésmíðameistari að iðn, hafi tæpast verið unnt að gera sér glögga grein fyrir því, hvernig bregðast skyldi við göllum þeim, sem fram komu á fyrstu gólfunum. Þykir því ekki unnt að takmarka ábyrgð hinna stefndu af þessari ástæðu. Sú máls- ástæða stefndu, sem fram kom við hinn munnlega málflutning, að krafa þeirra væri fallin niður fyrir fyrningu, er gegn mót- mælum stefnanda of seint fram komin. Sama er að segja um þá málsástæðu hinna stefndu arkitekta, sem látið var liggja að við hinn munnlega málflutning, að krafan á hendur þeim væri fallin niður fyrir vangeymslu. Að því er varðar sömu málsástæðu stefndu Sigurðar og Byggingameistarans h/f, þá verður að líta svo á, að þeirri staðhæfingu stefnanda, að hann hafi kvartað við stefnda Sigurð Helgason snemma á árinu 1962 og einnig síðar, hafi ekki verið hnekkt. Þykir sú kvörtun einnig verða að ná til stefnda Byggingameistarans h/f, þar sem stefndi Sigurður Helga- son var í fyrirsvari fyrir það firma. Að svo vöxnu máli kemur þessi málsástæða þessara stefndu ekki að haldi. Stefnandi hefur lagt fram framsöl til sín frá Byggingarsamvinnufélaginu Framtaki vegna alls þess réttar, sem félagið kann að eiga á hendur stefndu vegna gallanna. Þessum framsölum hefur ekki verið hnekkt. Sam- kvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og atvikum málsins að öðru leyti verða hinir stefndu að bera óskipta fjárábyrgð á tjóni stefnanda. Að því er fjárhæð fyrra kröfuliðs stefnanda varðar, þá er hún byggð á matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, sem ekki hefur verið hnekkt. Verður sá kröfuliður því tekinn til greina. Að því er síðari kröfulið stefnanda varðar, þá telur dómurinn, að stefn- andi hafi orðið fyrir bótaskyldu tjóni vegna þeirrar röskunar og afnotamissis, sem viðgerð á göllunum hefur í för með sér. Þykir 75 1186 þessum kröfulið í hóf stillt, og verður hann því einnig tekinn til greina. Vaxtakröfu stefnanda hefur verið mótmælt. Rétt þykir að. dæma stefndu til að greiða stefnanda ársvexti, er reiknast 6% frá 26. júní 1965 til 1. janúar 1966, en 7% frá þeim degi til greiðslu- dags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu til að greiða stefn- anda málskostnað, er ákveðst kr. 12.000.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Diðriki Helgasyni múrarameistara og Jóhannesi Guðmundssyni verkfræðingi. Dómsorð: Stefndu, Sigurður Helgason, Byggingameistarinn h/f, Guð- mundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Halldórsson, greiði óskipt stefnanda, Bjarna Hannessyni, kr. 32.900.00 með 6% ársvöxtum frá 26. júní 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags og kr. 12.000.00 í málskostn- að, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 17. október 1969. Nr. 185/1968. Ingvar S. Ingvarsson f. h. Ingvars Jóns Ingvarssonar og Sigurlaug M. Jónsdóttir (Gústaf A. Sveinsson hrl.) gegn Guðmundi E. Sæmundssyni á sonum (Haukur Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Frávísun, Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. október 1968 og gert þessar dómkröfur: 1187 Aðalkröfu: Að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Varakröfu: Að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. Þrautavarakröfu: Að hinar dæmdu fjárhæðir verði lækk- aðar. Þá hafa áfrýjendur krafizt málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Í héraðsstefnu krefst stefndi hér fyrir dómi þess, að áfrýj- endur verði dæmdir til að greiða kr. 136.827.20 auk vaxta og kostnaðar „eftir réttum eignarhlutum þeirra í húseign- inni á Engjavegi 15“, Ísafirði. Í héraðsstefnunni er hins vegar ekki greint, hver þessi eignarhlutföll séu. Kröfugerð þessi samrýmist eigi ákvæðum 88. gr. laga nr. 85/1936, og voru því kröfur stefnda fyrir héraðsdómi ódóm- hæfar. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og með- ferð málsins í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi. Rétt þykir, að áfrýiendur, sem án lögmætra forfalla létu þingsókn falla niður í héraði eftir að hafa látið sækja þing nokkrum sinnum, greiði stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 20.000.00. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Áfrýjendur, Ingvar S. Ingvarsson f. h. Ingvars Jóns Ingvarssonar og Sigurlaug M. Jónsdóttir, greiði stefnda, Guðmundi E. Sæmundssyni £ sonum, kr. 20.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 28. september 1968. Ár 1968, laugardaginn 28. september, var í bæjarþingi Ísafjarð- ar, sem haldið var í dómsal bæjarfógetaembættisins af Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var 23. september s.l. 1188 Mál þetta er höfðað fyrir bæjarþinginu af firmanu Guðmundur Sæmundsson ér synir, Ísafirði, gegn frú Sigurlaugu M. Jónsdóttur og Ingvari J. Ingvarssyni, báðum að Engjavegi 15, Ísafirði, til greiðslu á skuld, kr. 146.827.20, ásamt 10% ársvöxtum frá 1. janúar 1968 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu sam- kvæmt reikningi. Gerði stefnandi þær stefnukröfur, að stefndu yrðu dæmd til að greiða skuldina ásamt vöxtum og kostnaði eftir réttum eignar- hlutum þeirra í húseigninni Engjavegi 15, Ísafirði. Fjárhalds- manni stefnda Ingvars var stefnt til að gæta hagsmuna hans. Þá krafðist stefnandi þess, að staðfest yrði löghaldsgerð sú, er fór fram 21. ágúst s.l., í kr. 650.000.00 ásamt tryggingarbréfi með veðrétti í húseigninni nr. 107 wið Bústaðaveg í Reykjavík til tryggingar skuldinni. Stefnandi skýrir frá því, að skuldin sé til orðin vegna vinnu, málningarvara o. fl., sem hann hafi látið stefndu í té til húsbygg- ingarinnar á Engjavegi nr. 15. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur greiddu stefndu ekki skuldina og hafi hann því orðið að leggja löghald á verðmæti í vörzlum bæjarfógetaembættisins og til að tryggja sig og síðan að höfða mál þetta. Stefndu létu mæta nokkrum sinnum í málinu til frestunar, en höfðu ekki uppi nein andmæli eða kröfur. Við dómtöku málsins létu þau ekki mæta. Ber því að taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti og dæma þau til að greiða umstefndar upphæðir. Löghaldsgerð frá 21. ásúst 1968 staðfestist. Málskostnaður nemur samkvæmt framlögðum reikningi kr. 20.482.00, og ber að dæma stefndu til að greiða hann í sömu hlutföllum og aðalupphæðina. Dómsorð: Stefndu, Sigurlaug M. Jónsdóttir og Ingvar J. Ingvarsson, greiði stefnanda, firmanu Guðmundi E. Sæmundssyni ér son- um, kr. 146.827.20 ásamt 10% ársvöxtum frá 1. janúar 1968 til greiðsluðags og 20.482.00 krónur í málskostnað, eftir rétt- um eignarhlutföllum þeirra í húseigninni Engjavegi 15, Ísa- firði, innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri að- för að lögum. Löghaldsgerð frá 21. ágúst 1968 staðfestist. 1189 Föstudaginn 17. október 1969. Nr. 37/1969. Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Ellerts Berndsens (Kristinn Einarsson hdl.) segn Skrifstofu ríkisspítalanna Gjaldheimtunni í Reykjavík Friðjóni Skarphéðinssyni yfirborgarfógeta Unnsteini Beck borgarfógeta Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs svo og Dómsmálaráðherra til réttargæzlu (Benedikt Sveinsson hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Uppboð. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson yfirborgarfógeti hefur fram- kvæmt hina áfrýjuðu uppboðsgerð. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 27. febrúar 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða uppboðsgerð verði úr gildi felld og stefndu dæmt sameiginlega að greiða honum málskostnað. Stefndu skrifstofa ríkisspitalanna, Gjaldheimtan í Reykja- vík, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og réttargæzlustefndi dómsmálaráðherra krefjast sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi fyrir Hæstarétti. Stefndu Friðjón Skarphéðinsson yfirborgarfógeti og Unn- steinn Beck borgarfógeti hafa ekki sótt þing í málinu. Við skipti á dánarbúi Sigurðar Berndsens og Margrétar Pétursdóttur Berndsens 12. apríl 1967 hlutu áfrýjandi og systur hans Guðný Berndsen, Margrét Berndsen og Sólveig Berndsen hvert í arf 9.583% af fasteigninni nr. 8 við Engi- hlíð hér í borg. Hinn 12. ágúst 1968 krafðist stefndi Gjaldheimtan í Reykja- vík uppboðs á fasteigninni nr. 8 við Engihlíð til tryggingar opinberum gjöldum ásamt vöxtum og kostnaði, alls kr. 1190 1.137.00, samkvæmt lögtaksgerð frá 14. maí 1968. Uppboðið var auglýst í 58., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og skyldi tekið fyrir í uppboðsdómi 27. nóvember 1968. Hinn 6. nóvember 1968 krafðist sami aðili uppboðs á hluta fasteignarinnar nr. 8 við Engihlíð, eign áfrýjanda, Ewalds Ellerts Berndsens, og systra hans Guðnýjar Berndsens, Mar- grétar Berndsens og Sólveigar Berndsens til lúkningar opin- berum gjöldum dánarbús Sigurðar Berndsens og Margrétar Pétursdóttur Berndsens ásamt vöxtum og kostnaði, alls kr. 2.708.126.00 samkvæmt lögtaksgerð 11. apríl 1967. Á uppboðsdómþingi 27. nóvember 1968 var tekið fyrir „að selja við nauðungaruppboð Engihlíð 8“. Voru uppboðsbeiðnir bær, er áður getur, lagðar fram á dómþinginu og svo endur- rit lögtaksgerðar. Eigi var sótt þing af hálfu eigenda eignar- innar. Var sala á eigninni þá ákveðin 14. janúar 1969. Hinn 14. janúar 1969 háði yfirborgarfógeti uppboðsþing, og var þá tekið fyrir „að selja við nauðungaruppboð hl. í Engihlíð 8. þingl. eig. Guðný, Margrét og Sólveig og Ewald Berndsen, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík“. Upp- boðsþolendur Guðný Berndsen, Margrét Berndsen og Sól- veig Berndsen sóttu sjálfar þing, en af hendi áfrýjanda var sótt þing. Var eignin síðan boðin upp, og komu fram boð. Af hendi stefnda Gjaldheimtunnar í Reykjavík var óskað eftir öðru uppboði, sbr. 29. gr. laga nr. 57/1949. Yfirborgarfógeti háði enn uppboðsþing 27. janúar 1989, og var þá tekið fyrir að „halda annað og síðasta uppboð á hl. í Engihlið 8, þingl. eigendur EF. Berndsen o. fl“. Af hendi uppboðsþolenda sóttu sömu aðiljar þing og á uppboðsdóm- þingi 14. janúar 1969. Fór uppboð síðan fram, og var stefndi skrifstofa ríkisspitalanna hæstbjóðandi. Uppboðshaldari tók sér þá 2 vikna frest til að taka ákvörðun um framkomin boð. Hinn 3. febrúar 1969 háði yfirborgarfógeti enn uppboðs- dómbþing, og er þar meðal annars bókað: „Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um framkomin boð í hluta af húseigninni nr. 8 við Engihlið, þingl. eign Edw. Berndsen, Guðnýjar Berndsen, Margr, Berndsen og Sólveigar Berndsen. Dagana 14. jan. og 27. jan. s.l. var ofangreind eign, % hl. 1191 úr neðri hæð og 3 herbergja kjallaraibúð ásamt lóðarrétt- indum, seld á nauðungaruppboði eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík. Hæstbjóðandi var Georg Lúðvíksson f. h. skrifstofu ríkisspíitalanna, sem bauð kr. 710.000.00. Boð þetta hefur verið samþykkt. Mættur er Georg Lúðvíksson f. h. skrifstofu ríkisspitalanna og greiðir hann áfallinn uppboðskostnað, kr. 29.570.00, og 14 hluta kaupverðsins, kr. 177.500.00. Eftirstöðvar greiðast innan tveggja mánaða, og verður þá gefið út uppboðsafsal. Uppboðskaupanda eru afhentir lyklar að húsinu. Hann nýtur arðs af eigninni frá og með deginum í dag“. Svo sem að framan er getið, var hin selda eign sameign þeirra áfrýjanda og systra hans Guðnýjar Berndsens, Mar- grétar Berndsens og Sólveigar Berndsens, og þær voru að- iljar uppboðsmálsins í héraði, sbr. 2. tl. 8. gr. laga nr. 57,/1949. Efnisdómur í Hæstarétti mundi og binda þær. Þeim hefur hins vegar eigi verið stefnt fyrir Hæstarétt. Verður því að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 1192 Mánudaginn 20. október 1969. Nr. 205/1968. Guðmundur Ásbjörnsson (Árni Grétar Finnsson hrl.) gegn Bæjarstjóra Kópavogskaupstaðar f. h, bæjarsjóðs og gagnsök (Árni Guðjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. október 1968, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. nóvem- ber s. á. Krefst hann þess, að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 440.426.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 24. október 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 29. nóv- ember 1968 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna og aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti. Í máli aðaláfrýjanda á hendur ríkissjóði, sem dæmt var af Hæstarétti hinn 12. júní 1964, var samkvæmt gögnum málsins við það miðað, að sundmarðahús aðaláfrýjanda yrði honum ónothæf eign, eftir að sundmarðaeldi var lagt niður hér á landi samkvæmt lögum nr. 32/1951. Voru honum dæmdar skaðabætur fyrir sundmarðahús, búr og tæki á þeim grundvelli. Með nefndum dómi var aðaláfrýjandi eigi sviptur eignarrétti til sundmarðahússins. Með bréfi 26. apríl 1963 lýsti gagnáfrýjandi því, að sundmarðahúsið skyldi rífa samkvæmt heimild í erfðaleigusamningi aðilja frá 14. nóv- ember 1939. Í máli því, sem nú er dæmt, hefur af hendi aðaláfrýjanda eigi verið viðhafðir tilburðir, sem hald sé í, til að leiða í ljós og sanna, að sundmarðahúsið hafi verið fémæt eign, þá er 1193 gagnáfryjandi lét rifa það. Er tilbúnaði máls þessa og reifun því svo áfátt, að ómerkja verður héraðsdóminn og alla málsmeðferðina í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi. Eins og skiptum aðaláfrýjanda og stjórnvalda er háttað, ber að láta málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð eiga að vera ómerk, og er málinu visað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Kópavogs 5. júní 1968. Mál íþetta, sem dómtekið var 21. f. m. eftir munnlegan mál- flutning, er höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgef- inni 20. september 1967 af Guðmundi Ásbjörnssyni fisksala, Berg- staðastræti 11, Reykjavík, á hendur Hjálmari Ólafssyni bæjar- stjóra, Skjólbraut 8, Kópavogi, f. h. bæi arsjóðs Kópavogs til viður- kenningar á eftirtöldum kröfum: Að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda kr. 440.486.00 með 8% ársvöxtum frá 24. október 1966 til greiðslu- dags auk hæfilegs málskostnaðar að mati réttarins. Stefnukrafan sundurliðast þannig: bætur fyrir sundmarðahús, kr. 417.000.00, og lögfræðikostnaður stefnanda vegna tveggja matsmála, kr. 23.426.00, eða samtals kr. 440.426.00. Til vara gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndi verði dæmd- ur til íþess að greiða honum kr. 263.626.00 með 8% ársvöxtum frá 24. október 1966 til greiðsludags auk hæfilegs málskostnaðar að mati réttarins. Varakrafan sundurliðast þannig: bætur vegna sundmarðahúss, kr. 240.200.00, og lögfræðikostnaður stefnanda vegna tveggja matsmála, kr. 23.426.00, eða samtals kr. 263.626.00. Til þrautavara krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum kr. 72.926.00 með 8% ársvöxtum frá 94. október 1966 til greiðsludags auk hæfilegs málskostnaðar að mati réttarins. Krafan sundurliðast þannig: bætur vegna sund- marðahúss kr. 49.500.00, þ. e. fyrir járn og timbur, og lögfræði- kostnaður stefnanda vegna tveggja matsmála, kr. 23.426.00, eða alls kr. 72.926.00. Stefndi krefst þess, að hann verði sýknaður af öllum kröfum 1194. stefnanda og að sér verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt mati réttarins. Málavextir eru þessir: Með erfðaleigusamningi, útgefnum 14. nóvember 1939 í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu af landbúnaðarráðherra, var stefnanda seld á leigu til erfðafestu 0.5 hektara landspilda úr landi jarðar- innar Kópavogs, sem þá var í Seltjarnarneshreppi í Kjósarsýslu. Flutti stefnandi íþá til Kópavogs og var þar búsettur fram í árs- byrjun 1966. Árið 1944 reisti stefnandi sér íbúðarhús á nefndu landi og byggði síðan við það árið 1951. Stefnandi byggði síðan árið 1948 svonefnt sundmarðahús á landinu. Var það 9.5 metra á breidd og 55 metra langt, eða alls 522.5 m? og 1.250 rúmmetrar. Fékk hann tilskilin leyfi viðkomandi byggingaryfirwalda fyrir húsinu, en í því stundaði hann minkarækt fram í ársbyrjun 1955, er minkaeldi var bannað með lögum. Árið 1963 neytti Kópavogskaupstaður, sem þá var orðinn eig- andi að landinu, heimildar í erfðaleigusamningnum og sagði hon- um upp með bréfi, dags. 26. apríl 1963, miðað við 1. maí sama ár. Í bréfi þessu sagði m. a.:,,... Vegna yfirtöku landsins býður bærinn yður eftirfarandi: 1. Gerður verði lóðarsamningur fyrir húsið Hlíðarveg 13, sem verður nr. 19 skv. nýju skipulagi. Stærð lóðar ca. 800 m?. 2. Yður verður gefinn kostur á lóðinni vestan við hús yðar, sem verður nr. 17 við Hlíðarveg. Byggingarfrestur til 1. júní 1964. 3. Kópavogskaupstaður greiðir kr. 15.000.00 — fimmtán þúsund krónur — í bætur fyrir ræktun á landinu, sem fellur í gjald- daga, þegar gatnagerðargjald af húsinu nr. 17 er gjaldkrætt. Það skal sérstaklega tekið fram, að hér er eingöngu um bætur fyrir land að ræða. Minkabú það, sem stendur á lóðinni, ber að fjarlægja skv. sérstökum samningi ...“. Í framhaldi af uppsögn landsdrottins, þ. e. stefnda, áttu sér síðan stað langvarandi samningaviðræður á milli málsaðilja um bótagreiðslur vegna yfirtöku lands og mannvirkja, en án árang- urs. Með matsgerð, dagsettri 14. maí 1965, voru ákvarðaðar bætur fyrir landið og fleira, að undanskilinni 899 m? lóð, sem íbúðarhús stefnanda var á, svo og önnur mannvirki á þeirri lóð. Þá voru enn fremur undanþegnar í þessari matsgerð bætur fyrir sund- marðahúsið. Þegar hér var komið, ákvað stefnandi að neyta heimildar í 14. gr. erfðaleigusamningsins til að krefjast þess, að stefndi yfir- 1195 tæki samkvæmt mati það land, sem eftir var, íbúðarhús og mann- virki á því og þar með talið sundmarðahúsið. Að undangenginni dómkvaðningu á bæjarþingi Kópavogs 24. júní 1965 fór fram mat á þessum eignum, og er matsgerðin dags. 17. september 1965. Greiddi stefndi þá til stefnanda bætur fyrir íbúðarhús og lóð samkvæmt matsgerðinni svo og þóknun matsmanna og kostnað við dómkvaðningu þeirra, en neitaði að greiða bætur fyrir sund- marðahúsið og kostnað stefnanda vegna lögfræðilegrar aðstoðar við báðar matsgerðirnar. Hins vegar varð að samkomulagi með aðiljum, að stefndi fengi umráða- og ráðstöfunarrétt yfir sund- marðahúsinu, en stefnandi áskildi sér allan rétt til að krefjast fullra bóta fyrir það í sérstöku máli, og var sá fyrirvari sam- Þykktur af stefnda. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á ákvæðum erfðaleigu- samningsins um landið, en í 14. gr. hans segir svo: ,,... Fyrir ræktun og önnur mannvirki á þeim hluta landsins, sem ríkið (nú stefndi) vill taka og sem eigi brjóta í bága við erfðaleigusamning þennan, skal greiða leigutaka eftir mati úttektarmanna eða mati óvilhallra, dómkvaddra manna, nema öðruvísi semjist ...“, og enn fremur: „Nú krefst ríkið meira af landinu en % hluta þess og getur 'þá leigutaki krafizt, að landið verði allt tekið með mann- virkjum, sem á því eru eftir mati“. Í samræmi við heimildina í seinustu málsgrein 14. greinar erfðaleigusamningsins hafi farið fram mat á öllu því, sem undan- þegið var í matsgerðinni frá 14. maí 1965, að beiðni stefnanda. Í matsgerð heirra Sigurjóns Davíðssonar fasteignasala og Jóns Þorsteinssonar húsasmíðameistara frá 17. september 1965 segir svo um sundmarðahúsið: „Miðað við verðlag á efni og vinnu, eins og það er nú, teljum við, að kostnaður við að byggja sundmarðahúsið mundi verða kr. 417.000.00. Nú er á það að líta, að umrætt hús var byggt árið 1948, og verður því að teljast eðlilegt, að byggingin sér fyrnd ár hvert á þessu tímabili, og telium við fyrningu hæfilega ákveðna 24 % fyrir hvert ár. Verður þá útkoma matsupphæðar sem hér segir: Kr. 417.000.00. Fyrnins 212 % pr. ár, kr. 10.425.00 > 16 ár = kr. 166.800.00 eða kr. 417.000.00 mínus kr. 166.800.00 = kr. 240.200.00. Að öðru leyti viljum við taka fram, að verði húsið rifið, kemur ekki til verðs annað en járn og timbur, og teljum við þá upp- hæð hæfilega ákveðna kr. 49.500.00%. 1196 Þá byggir stefnandi enn fremur kröfur sínar á 67. gr. stjórnar- skrárinnar og verndun eignarréttarins. Stefnandi mótmælir þeirri málsástæðu stefnda, sem kemur fram Í greinargerð hans, að hann hafi þegar fengið fullar bætur fyrir sundmarðahúsið, sem ákvarðaðar hafi verið með héraðsdómi 5. marz 1963 og dómi Hæstaréttar 12. júní 1964 í máli, sem stefn- andi höfðaði gegn ríkissjóði til skaðabóta vegna laga nr. 32/1951, sem lögðu bann við minkaeldi á Íslandi. Í máli þessu hafi stefn- anda verið ákveðnar skaðabætur vegna þess, að grundvelli þeim fyrir notkun hússins, sem það var upphaflega reist til, var með greindum lögum kippt í burtu. Hins vegar hafi eignaraðild hússins alls eigi neitt breytzt, því að stefnandi hafi eftir sem áður verið hinn lögmæti eigandi þess, og því beri stefnda nú sem eignarnámshafa að greiða fullt verð eftir mati dómkvaddra manna fyrir þær eignir, sem hann með aðgerðum sínum sviptir stefnanda eignarrétti yfir, Kveður stefnandi þessa skoðun sína Í samræmi við grundvallarreglur um eignarnám og verndun eign- arréttarins samkvæmt stjórnarskránni. Stefnandi heldur því fram, að hann hafi átt íþess kost að nýta sundmarðahúsið á arðberandi hátt, og bendir í því sambandi á það, að falazt hafi verið eftir því til leigu, m. a. af Jóni Kr. Jóhannessyni, húsasmið í Hafnarfirði, sem hugðist nota húsið til trésmíðarekstrar og fyrir efnisgeymslur. Eins kveður stefnandi, að húsið hafi verið upplagt til þess að reka þar bílabvottastöð. Þá bendir stefnandi á, að stefndi hafi á sínum tíma, er samn- ingaviðræður stóðu enn yfir, gefið fyllilega í skyn, að honum bæri að greiða bætur fyrir húsið. Komi þetta m. a. fram í bréfi bæjarstjóra Kópavogs, dags. 26. apríl 1963, þar sem segir: ,„... Það skal sérstaklega tekið fram, að hér er eingöngu um bætur fyrir land að ræða. Minkabú það, sem stendur á lóðinni, ber að fjarlægja skv. sérstökum samningi ...“. Með orðalaginu um sér- stakan samning sé augljóslega átt við samninga um bætur fyrir húsið og fjarlægingu þess. Varðandi þann lið kröfugerðar sinnar í málinu, er fjallar um lögfræðikostnað sinn vegna hinna tveggja matsmála, kveður stefnandi, að þar sé um að ræða þann kostnað, sem hann varð að greiða lögmanni sínum fyrir lögfræðilega aðstoð við mats- málin, og hafi hann lagt fram í málinu sundurliðaðan reikning um þennan lið stefnukröfunnar. Þennan kostnað hafi stefndi neitað að greiða þrátt fyrir kröfur sínar í þá átt. Í matsmálum þessum hafi verið fjallað um veigamikla hagsmuni. Þarna hafi 1197 verið fyrir hendi mikill aðstöðumunur einstaklingsins gegn bæjar- yfirvöldunum, sem höfðu ærna sérfræðilega aðstoð, og því hafi það bæði verið sjálfsagt, eðlilegt og bráðnauðsynlegt fyrir sig að njóta lögfræðilegrar aðstoðar. Sé það algild venja í málum sem þessum, að landsdrottinn greiði allan kostnað við matsgerðir, 'þ. á m. lögfræðikostnað erfðaleiguhafa, óski hann eftir að segja upp erfðaleigusamningi og taka til sín landið að nýju. Stefndi gerir grein fyrir dómkröfum sínum á eftirfarandi hátt: Árið 1948 byggði stefnandi svonefnt sundmarðahús á landinu og stundaði þar minkaeldi fram í ársbyrjun 1955, er hann neyddist til að leggja það niður lögum samkvæmt. Ekki gerði stefnandi sig ánægðan með að verða að leggja niður sundmarðabú sitt bótalaust og hófst því handa um málarekstur gegn ríkissjóði til heimtu skaðabóta. Hinn 6. júní 1959 sendi lögmaður stefnanda bæjarfógetanum í Kópavogi beiðni um dómkvaðningu matsmanna, og skyldu þeir meta bæði beint og óbeint tjón hans af að verða að leggja niður sundmarðabúið. Hinir dómkvöddu matsmenn skiluðu matsgerð sinni 29. janúar 1960, en þar var fjallað um hið beina tjón stefn- anda. Í matsgerðinni segir m. a.: „Við höfum athugað möguleika á því, að hagnýta umrætt hús til annarra nota en það var ætlað í upphafi, en þar sem gólf hússins er hallandi, lofthæð mjög lítil og aðkeyrslumöguleikar ekki fyrir hendi, sjáum við ekki, að unnt sé að hagnýta húsið. Af framantöldum ástæðum höfum við metið kostnað við að rífa húsið og einnig verðmæti þess efnis, sem úr húsinu kæmi, væri það rifið. Það er álit okkar, að efnið komi til með að greiða kostnað við að rífa og fjarlægja húsið ...“. „Niðurstöður mats okkar eru sem hér segir: Í. Sundmarðahús kr. 380.000.00 ...“. Með beiðni, dags. 6. febrúar 1960, óskaði stefnandi eftir dóm- kvaðningu matsmanna til að meta hið óbeina tjón sitt. Í beiðni þessari er að finna skýringu stefnanda, þar sem hann rökstyður mjög ýtarlega það álit sitt, að sundmarðahúsið sé til einskis nýtt nema til sundmarðaeldis. Að fenginni matsgerð krafði stefn- andi ríkissjóð um bætur, og krafðist hann m. a. kr. 380.000.00 bóta fyrir sundmarðahúsið. Þessu var ekki sinnt, og höfðaði stefnandi því mál gegn ríkissjóði með stefnu, birtri 8. desember 1960. Hinn 6. marz 1961 voru samkvæmt kröfu lögmanns ríkissjóðs dómkvaddir yfirmatsmenn til mats á hinu beina tjóni stefnanda. Í yfirmatsgerðinni, dags. 7. febrúar 1962, segir m. a.: 1198 „Við erum samdóma undirmatsmönnum um það, að húsið sé ekki nothæft til annars en minkaeldis vegna byggingarlags, lít- illar lofthæðar og mikils gólfhalla. Allar breytingar á því myndu verða mjög dýrar og ólíklegt, að þær yrðu leyfðar nú, þar sem landsvæðið kringum húsið hefur verið skipulagt sem íbúðarhverfi og fyrirsjáanlegt er, að húsið verður að víkja fyrir því. Virðist því ekki um annað að ræða, en að afskrifa húsið að fullu“. Hinn 5. marz 1963 var kveðinn upp héraðsdómur í máli stefn- anda 'gegn ríkissjóði. Með þeim dómi voru stefnanda dæmdar bætur, m. a. kr. 380.000.00 fyrir sundmarðahúsið. Í forsendum héraðsdómsins segir m. a.: „Byggja verður á yfirmatsgerð um upphæð tjónsins, enda er Það skoðun dómarans, sem skoðað hefur minkahús stefnanda, að sú niðurstaða matsmanna sé rétt, að húsið sé ekki til annars nothæft en minkaeldis. Hefur ekki þótt þörf á að fá sérfróða menn til setu í dómi þessa atriðis vegna“. Dómi héraðsdóms var síðan áfrýjað og gagnáfrýjað til Hæsta- réttar, sem staðfesti héraðsdóminn 12. júní 1964. Í forsendum Hæstaréttar segir m. a.: „Bann það, sem með lögum nr. 32/1951 var lagt á við sund- marðaeldi hér á landi, leiddi til þess, að nefnd hús og tæki urðu honum (stefnanda) ónothæf eign. Þykir af þessum ástæðum rétt að taka til greina kröfu hans um skaðabætur fyrir sundmarðahús, búr og tæki“. Stefndi kveður það ómótmælanlegt með tilliti til þess, sem nú hefur verið rakið, og gagna málsins, að stefnandi hafi fengið sundmarðahús sitt að fullu bætt úr hendi ríkissjóðs. Hafi ríkis- sjóði verið gert að bæta honum sundmarðahúsið á þeim for- sendum, að aðgerðir ríkisvaldsins hefðu leitt til þess, að það varð óhætt til allrar löglegrar notkunar og eiganda sínum verðlaust og einskis virði. Það sé höfuðregla í íslenzkum skaðabótarétti, að bætur fyrir bótaskylt tjón skuli ekki nema hærri upphæð en tjónið sjálft er metið á. Ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. erfðaleigusamn- ingsins, sem stefnandi byggi kröfur sínar á, heimili ekki frávik frá þessari reglu. Í 67. gr. stjórnarskrárinnar segi: „og komi fullt verð fyrir“. Þar sé greinilega ekki gert ráð fyrir, að eignarnáms- þolar eigi rétt á meiru en „fullu verði“. Í 14. gr. erfðaleigusamn- ingsins segi: „Opinber styrkur, sem greiddur hefur werið til mann- virkja, skal dreginn frá söluverðinu“. Komi þarna ótvírætt fram, hvernig líta beri á bætur þær, sem ríkissjóður greiddi stefnanda 1199 á sínum tíma. Þá beri að telja það vera almenna reglu, að erfða- festuhafar skuli ekki hagnast á uppsögn erfðafestusamnings. Stefndi kveður, að þegar gögn málsins séu virt, sé ekki sýni- legt, að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, er sundmarðahúsið var yfirtekið af bæjaryfirvöldum Kópavogs, og því beri honum engar bætur þess vegna. Að því er varðar kröfur stefnanda um greiðslu á lögfræði- kostnaði vegna tveggja matsmála, þá mótmælir stefndi greiðslu- skyldu sinni á þeim forsendum, að um hana sé hvorki til heimild í lögum né venju. Varðandi aðalliðinn í dómkröfum stefnanda, um bætur fyrir sundmarðahúsið, er það álit dómarans, að fallast verði á þá máls- ástæðu stefnda, að stefnandi hafi þegar fengið þetta hús að fullu bætt með fyrri málssókn sinni, eins og rakið hefur verið hér að framan. Ágreiningslaust er í þessu máli, að stefnandi rökstuddi kröfur sínar í bótamálinu gegn ríkissjóði aðallega með því, að sundmarða- húsið væri gersamlega og með öllu ónothæft til annarrar notkunar en þeirrar, sem það var reist til í upphafi, þ. e. til minkaeldis. Því er og ómótmælt af hálfu stefnanda, að húsið hafi eigi verið notað til neins frá því árið 1955 og þar til það var rifið. Telja verður og, að stefnanda hafi eigi tekizt að sýna fram á, að hann hafi haft einhverja raunhæfa möguleika til að hagnýta húsið. Í dómi bæjarþings Reykjavíkur 5. marz 1963 í bótamáli stefn- anda gegn ríkissjóði segir m. a. svo Í forsendum: ,... Er það því ekki atriði, sem orkar á úrslit málsins, að hér war ekki um yfir- færslu eignarréttar til ríkisins að ræða, heldur að eignir voru gerðar verðlausar. Styðst þessi niðurstaða við, að fjártjónið er hið sama, hvort heldur er ...“. Og í dómi Hæstaréttar 12. júní 1964 segir svo: „Bann það, sem með lögum nr. 32/1951 war lagt við sundmarðaeldi hér á landi, leiddi til þess, að nefnd hús og tæki urðu honum ónothæf eign“. Með tilvísun til þess, sem nú hefur verið rakið, og þess, að telja verður, að stefnandi hafi áður fengið sundmarðahúsið að fullu bætt, og að stefnanda hafi eigi tekizt að sýna fram á, að nefnt hús hafi verið eign, sem hafði eitthvað fjárhagslegt gildi, ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda um bætur fyrir Þetta hús. Í sambandi við þann kröfulið, sem er krafa stefnanda um heimtu lögfræðikostnaðar vegna tveggja matsmála úr hendi stefnda, ber að hafa það í huga, að þarna var um að ræða matsmál, sem rekin 1200 voru Í því skyni, að ákvarða endurgjald eða bætur til handa stefnanda fyrir eignir hans, sem hann var svo sviptur. Voru Þarna allmiklir hagsmunir í húfi, og verður það að teljast bæði sjálfsagt og eðlilegt, að stefnandi aflaði sér lögfræðilegrar að- stoðar, eins og á stóð. Gagnaðili hans, hið opinbera, hafði aðgang að alls konar sérfræðilegri aðstoð, en stefnandi ólögfróður ein- staklingur. Álíta ber, að stefnandi geti eigi talizt hafa fengið fullar bætur fyrir þann skaða, sem svipting eignanna var honum, verði hann að sæta því að greiða sjálfur eðlilegan og sjálfsagðan kostnað við að meta skaðann. Með tilvísun til ofanritaðs og þar sem kröfuliður þessi hefur eigi mætt neinum rökstuddum mótmælum tölulega, verður hann tekinn til greina að fullu. Verður að telja, að þessi niðurstaða styðjist við venju og eðli máls. Með tilliti til allra málavaxta þykir eftir atvikum rétt, að máls- kostnaður falli niður. Ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm Þennan. Dómsorð: Stefndi, Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri f. h. bæjarsjóðs Kópa- vogs, greiði stefnanda, Guðmundi Ásbjörnssyni, kr. 23.426.00 með 8% ársvöxtum frá 24. október 1966 til greiðsludags innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lög- um. Málskostnaður falli niður. 1201 Mánudaginn 20. október 1969. Nr. 128/1968. Ásmundur Steinar Jóhannsson (Sigurður Sigurðsson hrl.) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Setudómaralaun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1968. Hann gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 55.000.00 ásamt 7% árs- vöxtum frá 29. nóvember 1966 til greiðsludags og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar hér fyrir dómi úr hendi áfrýjanda. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Málskostnaður fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarhings Reykjavíkur 18. apríl 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 29. f. m., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, dags. 22. febrúar f. á., af Ásmundi Steinari Jóhannssyni lögfræðingi, Stafholti 20, Akureyri, gegn fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómsmálaráðherra er stefnt til réttargæzlu. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 55.000.00 með 7% ársvöxtum frá 29. nóvember 1966 til 'greiðsluðags. Til vara krefst hann þess, að sér verði dæmd fjárhæð, er dómurinn telji hæfilega. Málskostnaðar krefst stefn- andi að skaðlausu eða eftir mati dómsins. 76 1202 Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Til vara krefst hann þess, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. Af hálfu réttargæzlustefnda hefur eigi verið sótt dómþing í málinu. Málavextir eru þessir: Með umboðsskrá, dags. 13. júlí 1966, skipaði dómsmálaráð- herra stefnanda til að framkvæma dómsrannsókn vegna kæru 48 sóknarmanna út af prestkosningu í Möðruvallaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi svo og til að kveða upp dóm í málinu, ef til málshöfðunar kæmi. Í bréfi frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu til stefnanda, dags. sama dag, sem fylgdi umboðsskránni, segir svo: „Þóknun fyrir starf þetta verður yður greidd úr ríkis- sjóði eftir reikningi úrskurðuðum af ráðuneytinu“. Stefnandi hóf umrædda dómsrannsókn 19. júlí 1966 og háði síðast dómþing sitt í málinu 6. september s. á. Með bréfi, dags. 7. s. m., lýsti ákæruvaldið yfir því, að eigi væri af þess hálfu krafizt frekari aðgerða, og lauk þar með rannsóknar. og dóm- störfum stefnanda í téðu máli. Hinn 21. september 1966 sendi stefnandi dómsmálaráðuneytinu reikning yfir kostnað vegna rannsóknarinnar og þóknun til sín. Námu kostnaðarliðir reikningsins kr. 11.304.00. Þá fjárhæð greiddi ráðuneytið með kr. 10.304.00, og eru ekki af stefnanda hálfu hafðar uppi frekari kröfur út af þeirri greiðslu ráðuneytis- ins. Hins vegar gerði stefnandi kröfu til kr. 80.000.00 þóknunar sér til handa fyrir störf sín sem rannsóknardómari í nefndu máli. Til greiðslu á Þeirri fjárhæð sendi dómsmálaráðuneytið hinn 29. nóvember 1966 stefnanda kr. 25.000.00, og segir ráðuneytið í bréfi því, er fylgdi greiðslu þessari, að það telji hana hæfilega greiðslu fyrir umrætt dómarastarf stefnanda miðað við umfang málsins. Stefnandi vildi ekki una þessari úrlausn dómsmálaráðuneytis- ins og krafðist fullrar greiðslu á nefndum kr. 80.000.00, en þar sem ráðuneytið vildi eigi breyta fyrri ákvörðun sinni, hefur stefn- andi höfðað mál þetta og gert þær dómkröfur, sem áður greinir, Þ. e. að honum verði dæmdar kr. 55.000.00, sem er mismunurinn á kröfu hans kr. 80.000.00 og kr. 25.000.00, sem hann hefur fengið greiddar. Kröfu sína í máli þessu styður stefnandi þeim rökum fyrst og fremst, að þóknun þeirri, kr. 80.000.00, sem hann gerir kröfu til, sé mjög í hóf stillt, þegar litið sé til þess, hvers eðlis nefnd 1203 dómsrannsókn hafi verið, svo og sérmenntunar sinnar og reynslu við rannsóknir opinberra mála. Þá heldur stefnandi því og fram, að enda þótt dómsmálaráðuneytið hafi í áðurgreindu bréfi sínu 13. júlí 1966 mælt svo, að þóknun stefnanda yrði ákveðin eftir úrskurði þess, geti ráðuneytið eigi án sérstakrar lagaheimildar tekið slíka einhliða ákvörðun, svo bindandi sé fyrir hann, enda sé það nú almenn regla samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, að þeir eigi samningsrétt um kjör sín. Neitar stefnandi því, að hann hafi gengizt undir einhliða ákvörðun ráðuneytisins með þeim hætti, að bindandi sé fyrir hann. Í sambandi við varakröfu sína bendir stefnandi á það, að tveir matsmenn, dómkvaddir af bæjarþingi Reykjavíkur, Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti og Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlög- maður, hafi samkvæmt matsgerð, dags. 31. október 1967, talið hæfilega þóknun til sín kr. 38.000.00. Stefndi hefur eindregið mótmælt dómkröfum stefnanda. Byggir hann málsvörn sína á því, að áðurnefnd ákvörðun dómsmálaráðu- neytisins um þóknun til stefnanda sé fullnaðarúrskurður, er eigi verði haggað, enda hafi stefnandi tekið við setudómarastarfinu með þeim skilmálum af hálfu ráðuneytisins, að þóknun til hans færi eftir ákvörðun þess, og það án nokkurs fyrirvara um þetta atriði. Þá kveður stefndi og, að bóknun sú, sem stefnandi fékk fyrir starf sitt, hafi verið fullnægjandi og fremur of há en of lág miðað við sambærilegar greiðslur fyrir hliðstæð störf. Dómsrannsókn sú, er stefnandi framkvæmdi, fór fram á tíma- bilinu frá 19. júlí til 6. september 1966. Voru þinghöld alls 14, þar af 12 þinghöld frá 19. júlí til 15. ágúst. Þingað var alls 12 daga, en eigi sést af dómsrannsókninni, hve langan tíma þingað hafi verið dag hvern. Fyrir dóm komu 17 aðiljar, en þar sem sami aðilinn kom fyrir dóm oftar en einu sinni, urðu fyrirtökur alls 26. Lengd endurrita er alls 66 bls. quarto, þar af er efni fram- lagðra skjala 28 blaðsíður. Þinghöld ö!1, að þremur undanskildum, fóru fram á Akureyri, aðsetursstað stefnanda. Eitt þing var háð í Reykjavík og tvö í Eyjafjarðarsýslu. Fékk stefnandi, eins og áður greinir, útlagðan ferðakostnað greiddan og að því er virðist kr. 2.000.00 í dagpeninga samtals. Málefni það, er rannsakað var, virðist ekki hafa verið flókið meðferðar, en nokkurt viðkvæmnis- mál innan héraðs. Það mun vera hefðbundin venja, er dómsmálaráðuneytið skipar setudómara til sérstakra dómstarfa, að þeim sé tjáð af hálfu ráðuneytisins, er skipun fer fram, að þóknun fyrir störf sín fái 1204 þeir samkvæmt úrskurði ráðuneytisins, og hefur eigi komið fram í máli þessu, að áður hafi komið til málssóknar út af ágreiningi um slíka þóknun. Stefnandi tók að sér án lagaskyldu að framkvæma umrædda dómsrannsókn og lauk henni án nokkurs fyrirvara um þá ákvörð- un dómsmálaráðuneytisins, er hann fékk vitneskju um samtímis skipunarbréfi sínu, að honum yrði greidd þóknun fyrir störf sín samkvæmt reikningi úrskurðuðum af ráðuneytinu. Samkvæmt meginreglum laga batt þó viðtaka skipunarbréfsins og athuga- semdalaus vitneskja stefnanda um greiðsluhátt dómsmálaráðu- neytisins hann eigi til þess að hlíta ósanngjarnri greiðslu fyrir rannsóknarstörf sín. En með hliðsjón af umfangi dómsrannsóknar stefnanda, þeim tíma, er séð verður, að hann hafi varið til hennar, og þeirri fyrirhöfn, sem ætla má, að hún hafi kostað hann, verður eigi talið, að fjárhæð sú, er dómsmálaráðuneytið greiddi stefn- anda, sé neðan þess marks, sem hann, eins og atvikum máls þessa er háttað, verður að hlíta. Haggar framangreind matsgerð eigi þeirri niðurstöðu. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda af dómkröfu stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Hákon Guðmundsson yfirborgardómari kvað upp dóm þenna. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Ásmundar Steinars Jóhannssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1205 Mánudagur 27. október 1969. Nr. 163/1968. Haraldur Þorsteinsson (enginn) gegn Ragnari Haraldssyni og gagnsök (Björn Sveinbjörnsson hrl.). Dórminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Útivist aðaláfrýjanda. Skuldamál. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. september 1968. Er málið var tekið þar fyrir til munn- legs flutnings hinn 22. þ. m., var þing eigi sótt af hendi aðal- áfrýjanda. Ber því að fella aðalsök í máli þessu niður, sbr. 39. gr. laga nr. 57,//1962. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 31. októ- ber 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. s. m. Dómkröfur hans eru þessar: „Aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sagnáfrýjanda kr. 106.115.00 ásamt 1% vanskilavöxtum á mánuði eða byrjuðum mánuði af kr. 37.800.00 frá 1/7 1965 til 1/10 s. á., af kr. 58.445.00 frá þeim degi til 2/11 s. á. og frá þeim degi af kr. 76.145.00 til 30/12 s. á., en af kr. 96.040.00 frá þeim degi til 15/1 1966, en af kr. 103.865.00 frá þeim degi til 15/2 s. á., af kr. 88.865.00 frá þeim degi til 1/8 s. á. og loks af kr. 91.115.00 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 15.000.00. Til vara er þess krafizt, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfryj- anda kr. 81.870.00 að frádregnum kr. 15.000.00, eða kr. 66.870.00, með 1% vanskilavöxtum á mánuði frá 1. jan. 1966 til greiðsludags. Til þrautavara er krafizt staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó með þeirri breytingu, að krafizt er 1% vanskilavaxta á mánuði frá 1. jan. 1966 til greiðsludags. Þess er ennfremur krafizt, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð, er fram fór 30. ágúst 1968, verði staðfest og að aðaláfrýj- 1206 anda verði gert að greiða gagnáfrýjanda hæfilegan máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að mati Hæstaréttar“. Samkvæmt kröfu gagnáfrýjanda var gert fjárnám eftir héraðsdómi í eign aðaláfrýjanda hinn 30. ágúst 1968. Þar sem gagnáfrýjandi gerði þá ekki fyrirvara um áfrýjun af sinni hálfu, hefur hann fyrirgert áfrýjunarrétti til heimtu hærri fjárhæðar en héraðsdómur dæmdi. Ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Með því að engir annmarkar eru á hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð, ber og að staðfesta hana. Aðaláfrýjandi hafði áfrýjað málinu, áður en gagnáfrýj- andi tók út áfrýjunarstefnu sína, og var þá ástæða til, að gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu til staðfestingar héraðsdómi. Er því rétt, að aðaláfrýjandi greiði málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 15.000.00. Dómsorð: Aðalsök máls þessa fyrir Hæstarétti er felld niður. Í gagnsök er hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð staðfest. Aðaláfrýjandi, Haraldur Þorsteinsson, greiði gagn- áfrýjanda, Ragnari Haraldssyni, kr. 15.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. júlí 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 27. f. m., hefur Ragnar Haraldsson, Norður-Reykjum, Mosfellssveit, höfðað fyrir bæjar- Þinginu með stefnu, útgefinni hinn 2. marz 1967, á hendur Haraldi Þorsteinssyni, Miðtúni 30 hér í borg, til greiðslu á skuld að fjár- hæð kr. 106.115.00 ásamt 19% dráttarvöxtum á mánuði eða byrj- uðum mánuði af kr. 37.800.00 frá 1. júlí 1965 til 1. október s. á., af kr. 58.445.00 frá þeim degi til 2. nóvember s. á., af kr. 76.145.00 frá þeim degi til 30. desember s. á., af kr. 96.040.00 frá þeim degi til 15. janúar 1966, af kr. 103.865.00 frá þeim degi til 15. febrúar s. á., af kr. 88.865.00 frá þeim degi til 1. ágúst s. á. og af kr. 91.115.00 frá þeim degi til greiðsluðags auk málskostnaðar að mati dómsins, allt að frádregnum ikr. 15.000.00. Auk framan- greindra krafna var þess krafizt til vara við munnlegan flutning 1207 málsins, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda fyrir 870 mö fyllingarefnis á kr. 90.00 hvern rúmmetra að viðbættum 25%, en til þrautavara, að stefndi verði dæmdur til að greiða fyrir 870 mö á kr. 75.00 hvern rúmmetra að viðbættum 25%. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómsins. Í stefnu er málavöxtum lýst svo, að stefnandi hafi undanfarin ár rekið starfsemi með sölu og flutningi á fyllingarefni til fyll- ingar Í grunna nýbygginga. Hann hafi látið stefnda í té fyllingar- efni í grunn hússins nr. 1 við Álftamýri og sé höfuðstóll stefnu- kröfunnar andvirði þess efnis. Hinn 15. febrúar 1966 hafi stefndi greitt upp í skuld sína kr. 15.000.00 án nokkurs fyrirvara, en þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir hafi stefndi eigi verið fáan- legur til að inna frekari greiðslur af hendi. Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að stefndi hafi tekið að sér sem verktaki að grafa grunn hússins nr. 1 við Álftamýri og setja í hann fyllingarefni. Hafi þeir aðiljarnir svo gert með sér samning um það, að hann, þ. e. stefnandi, æki fyllingarefni í umræddan húsgrunn fyrir kr. 75.00 hvern rúmmetra fyllingar- efnis mælt laust. Stefnandi kveðst hafa boðið stefnda að aka fyllingarefni í grunninn fyrir kr. 90.00 hvern rúmmetra og þá miðað wið fyllingarefnið mælt þjappað í grunninum, en stefndi hafi ekki viljað samþykkja það tilboð, þar sem hann hafi talið sig ná hagstæðari samningi með hinum fyrrgreindu kjörum. Stefnandi kveðst fyrst hafa reynt að fá stefnda til að greiða fyrir verkið um sumarið 1965, en stefndi hafi borið við fjárskorti og ekki sagzt geta greitt, fyrr en húseigandinn hefði greitt sér fyrir verkið. Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir hafi stefndi síðan dregið greiðslu, en hinn 15. febrúar 1966 hafi hann greitt kr. 15.000.00 upp í skuldina. Síðan hafi stefndi ekki innt neina greiðslu af hendi. Við framangreinda samningsgerð þeirra aðilj- anna kveður stefnandi ekki hafa verið rætt um neinn skulda- jöfnuð í sambandi við verk við Norræna húsið og kveðst eigi hafa heyrt á slíkt minnzt, fyrr en undir rekstri máls þessa. Í greinargerð stefnda er sýknukrafa hans byggð á því, að hann eigi hjá stefnanda vegna fyrri viðskipta þeirra aðiljanna hærri fjárhæð en krafa stefnanda í máli þessu nemur. Því muni stefndi hafa uppi kröfu um skuldajöfnuð á þeirri kröfu og kröfu stefnanda og muni stefndi jafnframt krefjast sjálfstæðs dóms um það, sem umfram kann að vera. Við munnlegan flutning máls- ins var því og haldið fram, að endurgjald það, sem stefnandi 1208 krefst fyrir umrætt verk, sé of hátt, enda hafi aðiljarnir samið um greiðslu, er næmi kr. 75.00 fyrir hvern rúmmetra af þjöpp- uðu efni. Stefndi hefur skýrt svo frá varðandi viðskipti þau, sem þeir aðiljarnir hafi átt saman, að í ársbyrjun 1965 hafi stefnandi tekið að sér að grafa fyrir grunni Norræna hússins og fylla hann með sandi og hafi uppgröftur þessi numið 8.000 mð. Hann kveður þeim aðiljunum hafa komið saman um það, að hann, þ. e. stefndi, skyldi leggja til vél til framkvæmdar verksins, en stefnandi skyldi greiða fyrir wélarleiguna með uppfyllingarefni. Ekki kveður stefndi endanlegar tölur hafa verið ákveðnar fyrir þessa vinnu, en miðað hafi verið við gangverð á þeim tíma, sem verkið var unnið. Stuttu síðar kveðst stefndi hafa tekið að sér fyrir stefn- anda að grafa grunn hússins nr. 5 við Skeifuna og hafi endur- gjald fyrir verkið numið kr. 146.250.00. Af þeirri fjárhæð kveður stefndi stefnanda hafa greitt sér kr. 115.000.00 og nemi því eftir- stöðvarnar kr. 31.250.00. Kveður stefndi því stefnanda skulda sér síðastgreinda fjárhæð auk greiðslu fyrir wélarleigu við gröft á grunni Norræna hússins. Um mitt sumar 1965 kveðst stefndi svo hafa tekið að sér að grafa fyrir grunni hússins nr. 1 við Álfta- mýri og hafi hann einnig átt að fylla grunninn með sandi. Kveðst hann hafa samið um það við stefnanda, að hann léti í té fyll- ingarefni Í grunninn. Hann kveður stefnanda hafa boðið tvenns konar verð, annars vegar kr. 65.00 fyrir hvern rúmmetra kominn á staðinn og hins vegar kr. 75.00 fyrir hvern rúmmetra og væri þá efnið mælt þjappað á staðnum. Til þess að fyrirbyggja ágrein- ing kveðst stefndi hafa tekið hærra tilboðinu og hafi átt að mæla magnið að verki loknu. Í skýrslu sinni kveður stefndi þessa mæl- ingu þó ekki enn hafa verið framkvæmda og stafi það m. a. af því, að stefnandi hafi ekki enn, Íþ. e. í aprílmánuði 1967, ekið öllum þeim sandi, sem honum hafi borið, til þess að unnt væri að ljúka verkinu, og einnig hafi veðurfar valdið því, að ekki var hægt að ljúka verkinu. Kveður stefndi tölur þær, sem stefnandi byggir kröfur sínar á, vera hreina ágizkun, þar sem uppmæling hafi ekki farið fram og engin leið að vita um efnismagn, án þess að það sé gert. Þá kveður stefndi það ekki rétt, að hann hafi hinn 15. febrúar 1966 (greitt kr. 15.000.00 upp í hina umstefndu kröfu, heldur hafi hér verið um að ræða lán til stefnanda, þar sem hann hafi sagzt vera í fjárhagsvandræðum vegna erlends láns. Kveðst stefndi eiga kvittun stefnanda fyrir láni þessu. Stefnandi hefur skýrt svo frá varðandi framkvæmd verksins 1209 við grunn Norræna hússins, að hann hafi gert tilboð í að grafa grunninn og fylla hann aftur með sandi og hafi því tilboði verið tekið. Stefnandi kveður þá Gylfa Magnússon hafa samið (þetta tilboð að ýmsu leyti saman, en stefnandi kveðst sjálfur hafa undir- ritað tilboðið og einn verið ábyrgur sem verktaki. Stefnandi kveðst svo hafa samið um það við Gylfa, að hann tæki að sér að grafa grunn hússins. Hafi Gylfi tekið það að sér og unnið að verkinu með gröfu, sem hann hafi verið eigandi að. Eftir að unnið hafi verið að verkinu í nokkurn tíma, kveður stefnandi Gylfa hafa þurft að nota gröfuna við framkvæmd annars verks og hafi Gylfi þá séð um að útvega aðra gröfu í staðinn. Kwveðst stefnandi síðar hafa komizt að raun um, að (það var stefndi, sem átti þá gröfu. Á meðan á verkinu stóð, kveðst stefnandi nokkrum sinnum hafa hitt stefnda að máli, en hann kveðst aldrei hafa rætt um það við stefnda, að hann ætti að taka verkið að sér, og því hafi aldrei verið gerður samningur um það af sinni hálfu við stefnda. Kveðst stefnandi telja, að hann sé búinn að greiða Gylfa fyrir gröftinn við Norræna húsið. Að því er varðar verkið við húsið Skeifuna 5, kveður stefnandi, að það sé til komið á sama eða svipaðan hátt og við Norræna húsið. Kveðst hann hafa gert tilboð í að grafa grunn hússins og hafi íþað tilboð verið samþykkt. Kveðst hann svo hafa samið við Gylfa um að grafa grunninn, en verið geti, að stefndi hafi eitt sinn verið viðstaddur viðræður þeirra Gylfa, en þeir Gylfi og stefndi hafi átt saman a. m. k. aðra gröfuna, sem notuð var við verkið. Stefnandi kveður svo byrjað hafa verið að grafa grunninn með sömu gröfu og við Norræna húsið og síðan hafi báðar gröfurnar verið notaðar samtímis við verkið. Stefn- andi kveðst hafa greitt fyrir þetta verk kr. 115.000.00 í tveimur greiðslum og hafi hann innt þær af hendi til stefnda að beiðni Gylfa. Hann kveður þetta ekki hafa verið fullnaðargreiðslu, en hins vegar hafi þetta verk verið gert upp ásamt fleiri verkum við fullnaðaruppgjör. Varðandi þær kr. 15.000.00, sem stefndi greiddi hinn 15. febrúar 1966, hefur stefnandi skýrt svo frá, að hann hafi á þessum tíma verið að festa kaup á bifreið og hafi hann þurft að ná saman öllu því fé, sem tiltækt var. Kveðst hann vafalaust hafa sagt stefnda, að hann þyrfti að fá greitt upp í skuldina vegna erlends láns, sem á hann væri að falla. Vitnið Gylfi Magnússon hefur skýrt svo frá, að stefnandi hafi samið um (það við sig að grafa fyrir grunni Norræna hússins og hafi hann átt að fá ákveðna krónutölu fyrir hvern rúmmetra af uppgrafinni mold. Kveðst Gylfi hafa lagt til gröfu, sem hann hafi 1210 átt með tveim öðrum mönnum, og hafi stefndi verið annar þeirra. Gylfi kveður gröfu þessa aðeins hafa verið til taks um helgar og hafi málin þróazt þannig, að stefndi hafi lagt til aðra vél, sem hann hafði umráð yfir. Telur Gylfi efalaust, að hann hafi beðið stefnda um að leggja til gröfu við framkvæmd verksins, þótt hann treysti sér ekki um það að fullyrða. Ekki kveðst Gylfi vita, hverja samninga aðiljar máls þessa hafi gert um greiðslu fyrir síðari gröfuna. Gylfi kveður endanlegt uppgjör fyrir fyrri gröf- una enn ekki hafa farið fram, svo að hann witi. Kveðst Gylfi hafa afskrifað skuld þá, sem hann kynni að hafa átt á hendur stefnanda fyrir vinnuna við Norræna húsið, enda hafi hann talið hana glataða, þar sem hann hafi ekki haft neitt skriflegt í hönd- unum fyrir henni. Gylfi kveður afskipti sín af framkvæmdum við húsið nr. 5 við Skeifuna hafa verið svipuð og við Norræna húsið. Af hálfu stefnda hafa verið lagðir fram reikningar og nótur fyrir fyllingarefni, samtals að fjárhæð kr. 106.115.00. Við munnlegan flutning málsins var af hálfu stefnda lagður fram útreikningur Vilhjálms Þorlákssonar verkfræðings á rúm- máli fyllingarefnis í grunn lyfjabúðar við Álftamýri, en það er hús það, sem fjallað er um í máli þessu sem nr. 1 við Álftamýri. Er útreikningur þessi byggður á mælingum og útreikningum gerðum hinn 18. janúar 1966. Samkvæmt útreikningi þessum er magn fyllingarefnisins þetta: „Fylling undir gólf: 240 möð þjappað — meðfram sökklum 380 möð óþjappað — álóð 300 — — — í skurði 20 — — 700 möð Umreiknað í þjappaða fyllingu: 240 mö 700 XX 0,9 630 — Samtals 870 mö“. Við munnlegan flutning málsins voru einnig lagðir fram af hálfu stefnda tveir reikningar frá Vélaleigunni h/f, annar fyrir leigu á skurðgröfu við gröft á grunni Norræna hússins, kr. 96.000.00, en hinn fyrir leigu á skurðgröfu við gröft á grunni hússins nr. 5 við Skeifuna. 1211 Af hálfu stefnanda var reikningum þessum svo og útreikningi Vilhjálms Þorlákssonar mótmælt. Var því og mótmælt, að stefndi eigi kröfur á hendur stefnanda vegna framkvæmda við Norræna húsið og Skeifuna 5. Lögð hefur verið fram útboðslýsing á grefti á grunni og bif- reiðastæði umræddrar byggingar og fyllingu á því. Aðiljar buðu báðir í framkvæmd werksins, eins og fram er komið. Í útboðs- lýsingunni segir m. a. svo: „Tilboð skal þó miða við rúmmetra graftar og rúmmetra í þjappaðri fyllingu, og er rúmmálið fundið með því að mæla grunninn, eftir að grafið hefur verið og síðan eftir að fyllt hefur verið í bílastæði“. Þá er ágreiningslaust, að stefnandi bauð í verkið þannig: Fyrir að grafa og fjarlægja upp- gröft, kr. 38.00 fyrir hvern rúmmetra, og fyrir að fylla og þjappa, kr. 90.00 fyrir hvern rúmmetra. Tilboð stefnda var hins vegar þannig: Fyrir að grafa og fjarlægja, kr. 27.00 fyrir hvern rúm- metra, og fyrir að fylla og þjappa, kr. 117.00 fyrir hvern rúm- metra. Það er ágreiningslaust, að eigi var gerður skriflegur samn- ingur um viðskipti aðiljanna um fyllingarefnið í grunn lyfja- búðarinnar að Álftamýri 1. Samkvæmt skýrslum aðilja þykir mega leggja til grundvallar, að þeir hafi samið um kr. 75.00 sem einingarverð fyrir hvern rúmmetra fyllingarefnis, en þá greinir á um íþað, hvort þetta einingarverð skyldi miðast við þjappað eða óþjappað efni. Gegn andmælum stefnda hefur stefnandi ekki fært að því sönnur, að efni samnings þeirra hafi verið það, að hann léti stefnda í té fyllingarefnið fyrir kr. 75.00 hvern rúm- metra, mælt óþjappað. Þykir því eigi unnt að leggja til grund- vallar reikninga þá, sem stefnandi byggir kröfu sína á. Stefndi hefur eigi lagt fram kvittun fyrir greindum kr. 15.000.00, sem hann kveðst hafa greitt stefnanda sem lán. Þykir því mega leggja til grundvallar, að þar hafi verið um að ræða greiðslu upp í endan- legt endurgjald fyrir verkið. Hins vegar verður eigi talið sam- kvæmt því, sem fram er komið um aðdraganda að greiðslu þessari, að með henni hafi stefndi viðurkennt endanlega kröfu stefnanda. Samningur aðiljanna var gerður í framhaldi af tilboðum þeim, sem þeir höfðu gert í framkvæmd verksins í samræmi við áður- greinda útboðslýsingu. Með hliðsjón af því þykir mega skýra samning aðiljanna svo, að þar hafi verið samið um það, að stefndi skyldi greiða kr. 75.00 fyrir hvern rúmmetra fyllingarefnis, mælt þjappað á staðnum, og er þá hafður í huga hæfilegur kostnaður við þjöppun efnisins. Mælingu Vilhjálms Þorlákssonar verkfræð- 1212 ings á efnismagninu hefur að vísu verið mótmælt af hálfu stefn- anda, en þar sem hins vegar er byggt að nokkru á því sama efnismagni í varakröfu og þrautavarakröfu stefnanda, þá þykir mega leggja það til grundvallar við úrlausn málsins. Stefndi hefur eigi fært að því nægileg rök, að hann eigi gagnkröfur á hendur stefnanda vegna framkvæmda við Norræna húsið og húsið Skeifuna 5. Þykir því eigi unnt að sinna skuldajafnaðarkröfu hans í þessu máli. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verða úrslit málsins þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 65.250.00 (75 X 870) að frádregnum kr. 15.000.00, er stefndi greiddi hinn 15. febrúar 1966, eða kr. 50.250.00. Með hliðsjón af öllum mála- vöxtum þykir rétt að dæma stefnda til að greiða stefnanda 7% ársvexti af hinni dæmdu fjárhæð frá 1. ágúst 1966 til igreiðslu- dags. Eftir þessum úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 12.500.00. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðmundi Magnússyni og Theodór Árnasyni verkfræðingum. Dómsorð: Stefndi, Haraldur Þorsteinsson, greiða stefnanda, Ragnari Haraldssyni, kr. 50.250.00 með 7% ársvöxtum frá 1. ágúst 1966 til greiðsludags og kr. 12.500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 30. ágúst 1968. Ár 1968, föstudaginn 30. ágúst, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Miðtúni 30 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgarfógeta, Böðvari Bilagasyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A 2522/1968: Ragnar Haraldsson gegn Haraldi Þorsteinssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm bæjar- þings Reykjavíkur í málinu nr. 1527/1967, svohljóðandi. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jón E. Ragnarsson héraðsdóms- lögmaður og krefst fjárnáms fyrir kr. 50.250.00 með 7% árs- vöxtum frá 1. ágúst 1966 til greiðsludags, kr. 12.500.00 í máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í, kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér, en er ekki viðstaddur ... /sem upplýsir 1213 að gerðarþoli sé þinglýstur eigandi fasteignarinnar Miðtún 30 (sic). Samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir fjárnámi Í eign gerðarþola, fasteigninni Miðtúni 30. Fógeti ákvað, að gerðarþola skyldi tilkynnt um fjárnámið í ábyrgðarbréfi. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar. Mánudagur 27. október 1969. Nr. 84/1969. Sigurður Helgason (Kristinn Einarsson hdl.) gegn Herði Helgasyni og gagnsök (Sigurður Helgason 'hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Samningur um lausn veðbands. Dagsektir. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. maí 1969. Dómkröfur hans eru þessar: Að gagn- áfrýjanda verði gert að greiða honum kr. 307.825.00 með 1% vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 7.825.00 frá 14. september 1966 til 21. október 1967 og af kr. 307.825.00 frá þeim degi til greiðsludags, að gagnáfrýj- anda verði dæmt að viðlögðum kr. 2.000.00 dagsektum til aðaláfrýjanda að leysa veð af eignarhluta aðaláfrýjanda i fasteigninni Safamýri 44, Reykjavík, sem hvílir með ðja veðrétti á eigninni samkvæmt veðbréfi, dags. 13. desember 1963, til tryggingar skuld að fjárhæð tékkneskar krónur 35.000.00 og að gagnáfrýjandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 9. maí 1969. Krefst hann sýknu og málskostnaðar úr hendi aðal- áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. 1214 Kröfu aðaláfrýjanda um framangreinda veðbandslausn verður að jafna til kröfu um peningagreiðslu. Dagsektir verða því ekki dæmdar, sbr, 2. mgr. 193. gr. laga nr. 85/ 1936. Ársvexti af dæmdri fjárhæð, kr. 7.825.00, ber að ákveða /%. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Hörður Helgason, greiði aðaláfrýjanda, Sigurði Helgasyni, kr. 7.825.00 með 7% ársvöxtum frá 14. september 1966 til greiðsludags. Gagnáfrýjandi leysi veð af eignarhluta aðaláfrýjanda í fasteigninni Safamýri 44, Reykjavík, sem hvílir með öja veðrétti á eigninni samkvæmt veðbréti, dags. 13. desember 1963, til tryggingar skuld að fjárhæð tékknesk- ar krónur 35.000.00. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. apríl 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 1. þ. m., hefur Sigurður Helgason, Safamýri 44, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Herði Helgasyni, Kjartansgötu 2, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 307.825.00 ásamt 1% vöxtum á mánuði fyrir hvern byrjaðan mánuð af kr. 7.825.00 frá 14. september 1966 til 21. október 1967, en af kr. 307.825.00 frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Hinn 27. nóvember 1968 höfðaði stefnandi framhaldssök í máli þessu, og eru dómkröfur stefnanda í framhaldssök bær, að stefndi, Hörður Helgason, verði dæmdur að viðlögðum dagsektum, kr. 2.000.00 á dag, er renni til stefnanda, að leysa af eignarhluta stefnanda í húsinu nr. 44 við Safamýri, Reykjavík, veð það, er stefnandi hafi lánað Sokkaverksmiðjunni Evu h/f samkvæmt veðbréfi, útgefnu 13. desember 1963, en veðið hafi verið til trygg- 1215 ingar skuld fyrirtækisins að fjárhæð tékkneskar krónur 35.000.00. Í framhaldssök krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu og málskostnaðar úr hendi stefn- anda að mati dómsins bæði í aðalsök og framhaldssök. Málavöxtum í aðalsök lýsir stefnandi á þá leið, að hann hafi á sínum tíma verið hluthafi í Sokkaverksmiðjunni Evu h/f og hafi hann þá gengið í ýmsa ábyrgð fyrir félagið. Á árinu 1966 hafi Hörður Helgason orðið formaður félagsins og hafi hann óskað eftir að kaupa hlutabréf stefnanda í félaginu og hafi hann jafnframt boðizt til að leysa stefnanda undan öllum þeim skuld- bindingum, er stefnandi hafði gengið í vegna félagsins. Hafi þeir undirritað samning þess efnis hinn 7. maí 1966, að stefndi keypti af stefnanda hlutabréf í Sokkaverksmiðjunni Evu h/f að nafn- verði kr. 20.000.00. Einnig hafi stefnandi afsalað stefnda rétti sínum til kaupa á hlutabréfum að fjárhæð kr. 130.000.00, er stefn- andi hafi verið búinn að skrá sig fyrir, en hafði enn eigi greitt. Í stað þessa hafi stefndi lofað að greiða stefnanda kr. 10.000.00 og leysa hann undan öllum ábyrgðum, er hann hafi werið Í vegna Sokkaversksmiðjunnar Evu h/f, en á þessum tíma hafi stefndi verið stjórnarformaður í hlutafélaginu. Í samningi þessum segir m.a. „Víxilskuldbindingum þeim, er Sigurður hefur gengið í fyrir Evu h/f ýmist sem samþykkjandi eða ábyrgðarmaður, verður hann leystur frá á gjalddaga víxlanna, en þeir eru: a. Víxill, að fjárhæð kr. 16.000.00, pr. 20/5 1966. . Víxill, að fjárhæð kr. 2.000.00, pr. 28/5 1966. Víxill, að fjárhæð kr. 60.000.00, pr. 1/6 1966. . Víxill, að fjárhæð kr. 6.500.00, pr. 20/6 1966. . Víxill, að fjárhæð kr. 11.000.00, pr. 20/7 1966. . Víxill, að fjárhæð kr. 4.000.00, pr. 20/7 1966“. Við þetta samkomulag hafi stefndi ekki staðið. Víxil þann, sem getið er í d lið í ofangreindri upptalningu, hafi stefnandi orðið að leysa til sín hinn 14. september með kr. 7.825.00. Þá kveðst stefnandi hafa orðið að greiða kr. 300.000.00 til Samvinnubanka Íslands h/f, útibúsins á Akranesi, vegna víxil- ábyrgðar fyrir Sokkaverksmiðjuna Evu h/f. Þeirrar víxilábyrgðar sé eigi sérstaklega getið í samningi þeim, er áður er getið, þar sem stefndi hafi tjáð stefnanda, að búið væri að ganga frá þeim víxli og annar víxill kominn í stað hans hjá bankanum. Stefnandi segir, að þessa víxils hefði verið getið í samningnum, ef stefndi hefði veitt réttar upplýsingar. Stefnandi segir, að samningur sá, #0 00 1216 er stefnandi hafi gert við stefnda, hafi verið gerður í þeim til- gangi m. a., að stefnandi mætti losna úr öllum þeim ábyrgðum, sem hann hafi verið í fyrir félagið, enda hafi engin undantekning verið gerð þar um í samningnum. Að víxilábyrgðarinnar í Sam- vinnubankanum á Akranesi sé eigi getið, sé eingöngu sök stefnda. Sýknukröfu sína í aðalsök rökstyður stefndi með því, að svo sem samningurinn á dskj. nr. 3 beri með sér, séu víxilskuldbind- ingarnar, sem stefnandi hafði tekið á sig og lofað hafi verið að leysa hann undan, taldar tæmandi upp. Hvergi sé minnzt á þessa 300 þúsund króna skuldbindingu, sem stefnandi reisi mál sitt á, enda staðhæfir stefndi, að aldrei hafi verið á það minnzt, að stefnandi yrði leystur undan henni eða nokkuð talað um þessa skuldbindingu. Stefndi kveðst telja, að hann hafi staðið við samninginn á dskj. nr. 3 að öllu leyti. Ef víxill, sem talinn sé upp undir lið d, hafi ekki verið greiddur, sé það yfirsjón og muni stafa af því, að stefnandi hafi ekki framvísað víxlinum. Stefndi hafi verið for- maður stjórnar Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f og framkvæmda- stjóri fjármála fyrirtækisins frá 19. febrúar 1968 til 8. desember 1966. Hann eigi ekki þess kost nú að kanna bókhald félagsins varðandi þennan víxil, en telji, að núverandi framkvæmdastjóri Evu h/f muni geta weitt upplýsingar um þetta. Kröfur sínar í framhaldssök rökstyður stefnandi með vísan til samningsins á dómsskjali nr. 3, sem liggi til grundvallar máli Þessu, en þar hafi stefndi skuldbundið sig til þess fyrir 1. júlí 1966 að lýsa af eignarhluta stefnanda í húsinu nr. 44 við Safa- mýri, Reykjavík, veði því, er stefnandi hafi lánað Sokkaverk- smiðjunni Evu h/f í eignarhlutanum til tryggingar skuld fyrir- tækisins að fjárhæð tékkneskar kr. 35.000.00. Hafi stefndi eigi staðið við þetta þrátt fyrir ítrekuð loforð hans þar að lútandi. Málavöxtum í framhaldssök lýsir stefndi m. a. á þá leið, að Sokkaverksmiðjan Eva h/f hafi á sínum tíma fest kaup á vélum til sokkaframleiðslu frá Tékkóslóvakíu. Framleiðandinn hafi lán- að eða útvegað lán í tékkneskum krónum, sem muni hafa sam- svarað á þáverandi gengi um kr. 2.000.000.00 íslenzkum. Skilyrði fyrir lánveitingunni hafi verið, að bæjarsjóður Akraness ábyrgð- ist. Hafi bæjarsjóður Akraness fallizt á þetta gegn því að fá fast- eignatryggð veð. Þegar stefndi hafi gert samninginn við stefn- anda, sbr. dskj. nr. 3, hafi verið búið að greiða þetta tékkneska lán niður að verulegu leyti. Samningurinn á dskj. nr. 3 hafi verið gerður í samráði við Inga Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Sokka- 1217 verksmiðjunnar Evu h/f. Það hafi verið skoðun Inga, að þar sem verulega hafði verið greitt niður af þessu tékkneska láni, ætti ekkert að vera til fyrirstöðu því, að bæjarsjóður Akraness gæfi eftir sumt af hinum fasteignatryggðu veðum sínum. Það hafi því orðið að samkomulagi milli stefnda og Inga Þorsteinssonar, að fasteign stefnanda yrði fyrst leyst úr veðböndum, ef bæjarsjóður Akraness féllist á slíkt. Síðar hafi verið gerðar ráðstafanir til þess að hrinda þessu í framkvæmd með því að rita bréf til bæjar- sjóðs Akraness. Munu fleiri en eitt bréf hafa verið rituð. Ingi Þorsteinsson hafi séð um þessa bréfaritun. Málið hafi enn verið óleyst, er stefndi hafi horfið úr stjórn Sokikaverksmiðjunnar Evu h/f í desember 1966. Þar með hafi hann verið útilokaður frá því að geta staðið við ákvæði í 4. tl. samningsins á dskj. nr. 3. Loforðið í 4. tl samningsins á dskj. nr. 3 hafi verið gefið á þeirri forsendu, að stefndi hefði möguleika eða aðstöðu til þess að leysa weðið af, en til þess að svo mætti vera, hafi hann þurft að vera í stjórn Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f. Er stefndi hafi horfið úr stjórninni í desember 1966, hafi hann því ekki lengur verið í aðstöðu til að standa við loforðið, sem stefnanda íhafi verið gefið í 4. tl. samningsins á dskj. nr. 3. Stefn- andi hafi witað, á hvaða forsendum loforðið hafi verið gefið. Það hafi verið háð því, að bæjarsjóður Akraness samþykkti. Það hafi stefnandi vitað. Það sé því óheiðarlegt og andstætt góðu siðferði að krefjast þess, að stefndi standi við samninginn að þessu leyti nú, löngu eftir að hann sé kominn úr stjórn hlutafélagsins, sbr. 32. gr. laga nr. 7/1936. Varðandi yfirlýsingu stefnda þess efnis, að hann tæki á sig persónulega ábyrgð, að staðið yrði við sam- komulagið á dskj. nr. 3, skuli það tekið fram, sem raunar gefi auga leið, að það sé gert á þeirri forsendu, að stefndi gæti ráðið ferðinni sem stjórnarformaður Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f, enda komi það skýrt fram í inngangsorðum samningsins, þeim, að stefndi sé fyrst og fremst samningsaðili sem formaður stjórnar Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f og geri samninginn fyrir hönd félagsins. Þá sé því haldið fram, að krafan í framhaldssökinni sé niður fallin vegna vangeymslu. Það séu nú liðin tvö ár, frá því að stefndi hafi gengið úr stjórn Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f, sem þýði það, að tvö ár séu liðin frá því, að hann hafi misst möguleika á því að standa við samninginn. Vegna máls þessa hafa báðir aðiljar málsins komið fyrir dóm tvisvar sinnum og einnig vitnið Ingi Þorsteinsson, framkvæmda- 71 1218 stjóri Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f. Einnig hefur komið fyrir dóm sem vitni lögmaður stefnanda. Stefnandi hefur haldið því fram, að stefndi hafi óskað eftir því, að stefnandi greiddi ógreidd hlutafjárloforð sín, en þar sem stefnandi hafi ekki getað greitt hlutafjárloforð sín, þá hafi stefndi boðizt til að kaupa hlutabréf stefnanda og leysa hann undan greiðslu á ógreiddum hlutafjárloforðum. Í málinu hefur verið. lagt fram sem dskj. nr. 9 ljósrit úr fundargerðarbók Sokkaverk- smiðjunnar Evu, en þar kemur fram, að aðalboðskapur stefnda, þá er hann hafði verið kosinn stjórnarformaður Sokkaverksmiðj- unnar Evu h/f, hafi verið, að hann ætlaði að ganga fast eftir því að ná inn ógreiddu hlutafé. Eftir hinu framlagða ljósriti úr fundargerðarbókinni hefur stefndi verið kosinn stjórnarformaður Sokkaverksmiðjunar Evu h/f hinn 19. febrúar 1966. Stefnandi málsins hefur fyrir dómi haldið því fram, að samn- ingurinn á dskj. nr. 3 hafi verið gerður við Hörð Helgason per- sónulega. Í því sambandi hefur stefnandi haldið því fram, að fyrir hlutabréfin að fjárhæð kr. 20.000.00, sem stefndi hafi keypt á kr. 10.000.00 samkvæmt 2. lið samningsins á dskj. nr. 3, hafi stefndi greitt með ávísun úr eigin ávísanahetti. Stefndi hefur haldið því fram fyrir dómi, að samninginn á dskj. nr. 3 hafi hann gert sem stjórnarformaður Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f. Því til stuðnings hefur verið lagt fram af hálfu stefnda ljósrit af ávísun að fjárhæð kr. 10.000.00, stílaðri á Sigurð Helga- son, útgefinni af Herði Helgasyni pr. pr. Sokkaverksmiðjan Eva h/f og dagsettri 7. maí 1966. Stefnandi hefur haldið því fram fyrir dómi, að við gerð samn- ingsins á dskj. nr. 3 hafi það verið meiningin, að hann skyldi losna úr öllum ábyrgðum, sem hann væri í fyrir Sokkaverk- smiðjuna Evu h/f, og þá einnig ábyrgð á víxli að fjárhæð kr. 900.000.00. En wíxill þessi mun vera þannig til kominn, að vegna yfirdráttar Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f í útibúi Samvinnubank- ans á Akranesi mun bankanum m. a. hafa verið settur að trygg- ingu wíxill að fjárhæð kr. 900.000.00. Einn af ábyrgðarmönnum á þessum víxli hafi verið stefnandi, og hefur hann haldið því fram fyrir dómi, að hann muni hafa verið næst síðastur af fimm ábyrgðarmönnum. Seinna fór svo, að Samvinnubankinn gerði fjár- nám í íbúð stefnanda vegna víxils þessa, og mun það hafa orðið að samkomulagi á milli bankans og stefnanda, að stefnandi greiddi bankanum kr. 300.000.00 vegna wíxilábyrgðar þessarar, sbr. dskj. nr. 4. Hefur stefnandi haldið því fram, að við gerð samningsins 1219 á dskj. nr. 3 og einnig áður en samningurinn war gerður, þá hafi stefnandi ítrekað spurt stefnda um þennan víxil, sem mun hafa verið að fjárhæð kr. 900.000.00, en hann hefur verið nefndur stóri víxillinn í yfirheyrslum, sem fram hafa farið í málinu. Fyrir- spurnum stefnanda um þennan víxil hafi stefndi svarað á þá leið, að stefnandi væri fallinn út af víxlinum, og heldur stefn- andi því fram, að það sé einungis sök stefnda, að stóra víxilsins sé ekki getið í samningnum á dskj. nr. 3. Stefndi hefur fyrir dómi haldið því fram, að hann hafi ekkert um þennan víxil vitað, fyrr en eftir að samningurinn á dskj. nr. 3 var gerður. Stefndi sagði, að meiningin með samningnum á dskj. nr. 3 hafi verið að leysa stefnanda undan öllum ábyrgðum, sem hann hafi staðið í fyrir Evu h/f, og kvaðst stefndi ekki hafa vitað til, að stefnandi stæði í meiri ábyrgðum en taldar eru á dskj. nr. 3. Ekki kvaðst stefndi vita, hvað hann hefði gert, ef hann hefði vitað um stóra víxilinn, því að þá hefði málið breytzt, þar sem þar hafi verið um kr. 900.000.00 ábyrgð að ræða. Stefndi tók fram, að hann teldi lík- legt, að hann hefði gert samning eins og samninginn á dskj. nr. 3, ef hann hefði vitað um stóra víxilinn, þar sem samningurinn sé um lágar fjárhæðir, að því er hlutafé varðar, og honum hafi á þessum tíma verið það kunnur fjárhagur félagsins að öðru leyti, þá telji hann ólíklegt, að hann hefði gert samning, þar sem hann hefði leyst stefnanda undan ábyrgð hans á stóra víxlinum og tekið jafnframt persónulega ábyrgð á svo stórum fjárhæðum. Lögmaður stefnanda, Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlög- maður, hefur komið fyrir dóm sem vitni í máli þessu og þá borið, að hann hafi annazt gerð samningsins á dskj. nr. 3 eftir upplýsingum stefnanda og stefnda. Einnig kvaðst lögmaðurinn hafa verið viðstaddur fyrri viðræður málsaðiljanna. Ekki kvaðst lögmaðurinn muna, að rætt hafi verið um stóra víxilinn svo- kallaða, en kvaðst halda, að það hefði verið gert. Vitnið Ingi Þorsteinsson hefur borið fyrir dómi, að það hafi verið viðstatt viðræður þeirra stefnanda og stefnda í máli þessu og þar hafi verið talað um, að stefnandi yrði leystur undan öllum skuldbindingum, sem hann hafði gengið í fyrir Evu h/f, en ekki hafi verið sérstaklega minnzt á víxilábyrgð stefnda vegna yfir- dráttarheimildar Evu h/f við Samvinnubankann á Akranesi. Jafn- framt sagði vitnið, að það teldi víst, að stefndi hafi vitað um stóra víxilinn, þegar samningurinn á dskj. nr. 3 var gerður. Í því sambandi tók vitnið fram, að þegar stefndi hafi tekið við stjórnar- formennsku, þá hafi hann jafnframt tekið við fjármálastjórn 1220 fyrirtækisins í heild. Einnig sagði vitnið, að hætt hafi verið að nota hlaupareikning nr. 6 um áramótin 1965—-1966, en það hafi verið reikningurinn með yfirdráttarheimildinni, sem stóri víx- illinn hafi átt að tryggja, og hafi sá reikningur ekki verið í notkun, þegar stefndi hafi tekið við stjórnarformennsku í hlutafélaginu. Stefndi hefur haldið því fram fyrir dómi, að hann hafi tekið við fjármálastjórn Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f, þegar hann hafi verið kosinn stjórnarformaður, að öðru leyti en því, að Ingi Þorsteinsson hafi haft stjórn fjármála fyrirtækisins á Akranesi fram til júní eða júlí 1966, en þá kvaðst stefndi hafa tekið við stjórn allra fjármála fyrirtækisins og hafi hann haft þau þar til í desember 1966, en þá kveðst stefndi hafa sagt af sér sem stjórnar- formaður félagsins, eftir að hann hafði borið fram tillögu um, að fyrirtækið lýsti sig gjaldþrota, og sú tillaga hafi verið felld. Stefndi kvaðst hafa tekið við hlaupareikningi nr. 6 í júní 1966. Þá kvaðst stefndi hafa athugað þennan bankareikning og þá hafi honum orðið ljóst, að stefnandi stæði í víxilábyrgð vegna stóra víxilsins. Í málinu hefur verið lagt fram sem dskj. nr. 11 ljósrit af færslum á hlaupareikningi nr. 6 við útibú Samvinnubankans á Akranesi, og sést þar, að sá reikningur hefur verið í samfelldri notkun til 27. apríl 1966 og svo aftur frá 1. júlí 1966. Einnig hefur verið lagt fram sem dskj. nr. 10 bréf frá Samvinnubanka Íslands h/f, Akranesi, en þar er upplýst, að fyrsta ávísun, sem stefndi hafi gefið út á hlaupareikning nr. 6, hafi verið 1. júlí 1966. Varðandi kröfur stefnanda í framhaldssök þá hefur stefndi bor- ið, að hann hafi talið óhætt að lofa því að leysa veð af húseign stefnanda, þar sem skuld sú, sem veðið áttti að tryggja, hafi þá lækkað mikið. Vitnið Ingi Þorsteinsson hefur borið fyrir dómi, að málavaxtalýsing stefnda í framhaldssök sé rétt að öðru leyti en því, að bæjarsjóður Akraness hafi svarað málaleitan vitnisins um það að leysa veðið af húseign stefnanda og hafi bæjarsjóður Akraness viljað verða við tilmælum fyrirsvarsmanna Sokkaverk- smiðjunnar að vissum skilyrðum fuilnægðum. Af hálfu stefnda hefur verið lagt fram sem dskj. nr. 18 ljósrit af bréfi frá bæjar- ritaranum á Akranesi, en það er endurrit úr bókunum bæjarráðs. Í bókun frá 16. nóvember 1966 samþykkir bæjarráð m. a. að gefa eftir veð á Safamýri 44, enda greiði Sokkaverksmiðjan gjöld sín til bæjarsjóðs fyrir 1966. Vitnið Ingi Þorsteinsson kvaðst hafa haldið, að veðið hefði verið leyst af Safamýrinni, en sagði þó, að sokkaverksmiðjan muni ekki hafa fullnægt skilyrðum 1221 bæjarstjórnarinnar varðandi greiðslu á opinberum gjöldum, en vitnið kvaðst hafa haldið, að Samvinnubankinn mundi greiða gjöldin og fullnægja þannig skilyrðum til þess að leysa annað veð. Hér að framan hafa helztu málsatvik verið rakin, eins og þau eru eftir skjölum málsins og framburði aðilja og witna fyrir dómi. Eftir að málið hafði verið munnlega flutt 11. marz s.l., var það endurupptekið að tilhlutan dómarans og óskað eftir því við lögmenn aðilja, að þeir útveguðu og leggðu fram: útskrift af víxilreikningi Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f á tímabilinu janúar 1966 til júní 1966, ljósrit af stóra víxlinum svokallaða og samn- ing um yfirdráttarheimild Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f við úti- bú Samvinnubanka Íslands h/f á Akranesi. Lögmaður stefnanda lagði fram ljósrit af víxlinum. Lögmenn aðilja lýstu því yfir, að samningur um yfirdráttarheimild sokka- verksmiðjunnar við útibú Samvinnubankans muni ekki hafa verið gerður skriðlega og vísuðu um það til almennrar starfsvenju banka. Lögmenn aðilja lýstu því yfir, að þýðingarlaust mundi vera að reyna að útvega víxilreikning Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f. Þar sem víxilreikningur Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f á fyrr- greindu tímabili hefur ekki verið lagður fram í málinu, þá er ekki hægt að sjá, hvort stóri víxillinn svokallaði hefur verið bókfærður í bókhaldi fyrirtækisins. En hvernig sem aðdragandi að samningnum á dskj. nr. 3 hefur verið, þá er samningurinn staðreynd, og ekki hefur neitt komið fram af hálfu málsaðilja, sem hnekkt geti gildi samningsins. Aðiljar að samningnum eru tveir lögráða aðiljar, annar þeirra hafði rekið fyrirtækið í a. m. k. 9 ár, þá er samningurinn var gerður. Hinn aðilinn hafði sér til ráðuneytis hæstaréttarlögmann við samningsgerðina og undirbúning að samningsgerðinni. Hvor aðili um sig hefur viljað halda sig við ákvæði samningsins, að því leyti sem hann er þeim hvorum fyrir sig til hagsbóta. Stefnandi heldur sig við efni samningsins að öllu leyti, en vill þar að auki telja, að víxilskuldbindingar samkvæmt 3. gr. samn- ingsins séu ekki tæmandi taldar, sbr. kröfu stefnanda um greiðslu á kr. 300.000.00. Eins og hér hefur verið rakið, rökstyður stefn- andi þá kröfu sína með því, að það sé stefnda að kenna, að víxils að fjárhæð kr. 900.000.00 sé ekki getið í samningnum. Ekki þykir stefnandi hafa sýnt fram á það gegn andmælum stefnda, að stefnda hafi verið kunnugt um þann víxil, þá er samningurinn 1222 var gerður. Eftir framburði aðilja og vitna fyrir dómi virðist það hafa verið meiningin með gerð samningsins á dskj. nr. 3, að stefnandi skyldi losna úr öllum þeim ábyrgðum, sem hann væri í fyrir Sokkaverksmiðjuna Evu h/f, þrátt fyrir það að stefnanda hafi verið kunnugt um víxilinn að fjárhæð kr. 900.000.00 og stefnda hafi sem stjórnarformanni mátt vera kunnugt um hann. Þá er staðreynd, að á þann víxil er ekki minnzt í samningnum á dskj. nr. 3, en telja verður, að þær ábyrgðir, sem taldar eru Í samningnum, séu tæmandi, að því er tekur til þeirra ábyrgða, sem stefnandi skyldi leystur úr og stefndi taka á sig. Stefndi will halda sig við ákvæði samningsins, að því er varðar tæmandi talningu í 3. gr. samningsins á þeim skuldbindingum, sem stefnandi skyldi leystur undan. Af því, sem fram hefur komið af hálfu stefnda, þá virðist hann vilja halda sig við samninginn að öðru leyti en því, að hann sé við stefnda persónulega, en því hefur werið marghaldið fram af hálfu stefnda, að samninginn hafi hann gert sem stjórnarformaður Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f og gert samninginn fyrir hönd félagsins. En í sambandi við þessa fullyrðingu stefnda, er rétt að líta á samninginn á dskj. nr. 3, en undir hann skrifa Sigurður Helgason og Hörður Helga- son, ekki aðrir. Ekki er þar að finna neina undirskrift fyrir hönd Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f. Vegna 4. gr. samningsins er því haldið fram af hálfu stefnda, að |það loforð hafi verið gefið á Þeirri forsendu, að stefndi hefði möguleika eða aðstöðu til þess að leysa wveðið af, en til þess, að svo mætti vera, hafi hann þurfi að vera Í stjórn hlutafélagsins. Í samningnum eru engir fyrir- varar um persónulega ábyrgð stefnda. Heldur er í 5. gr. samn- ingsins skýlaus yfirlýsing um, að stefndi taki á sig persónulega ábyrgð, að staðið verði við allt samkomulag þetta. Með fram- lagningu dskj. nr. 16 hefur stefndi gert þá fullyrðingu sína, að það hafi verið Sokkaverksmiðjan Eva h/f, sem keypti hlutabréfin samkvæmt 2. gr. samningsins á dskj. nr. 3, trúlega. En hvernig sem þeim viðskiptum stefnda og Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f hefur verið háttað, þá hefur íþað ekki áhrif á hin skýlausu ákvæði samningsins um persónulega ábyrgð stefnda, og svo hitt, að undir samninginn skrifa þeir stefndi og stefnandi, en ekki er samningurinn undirskrifaður af hálfu Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f. Þá er því einnig haldið fram af hálfu stefnda, að krafan í framhaldssök sé niður fallin vegna vangeymslu. Það séu nú liðin 1223 tvö ár, frá því að stefndi hafi gengið úr stjórn Sokkaveríksmið)- unnar Evu h/f, sem þýði það, að tvö ár séu liðin frá því, að hann hafi misst möguleika á því að standa við samninginn. Eftir ákvæðum samningsins þá skyldi umrætt veð leyst af húseign stefnanda hið fyrsta og eigi síðar en 1. júlí 1966. Eftir upplýs- ingum stefnda sjálfs þá var hann stjórnarformaður í Sokkaverk- smiðjunni Evu h/f þar til í desember 1966. Ætti stefnda því tím- ans vegna að hafa verið unnt að uppfylla samninginn, á meðan hann var stjórnarformaður. En hvernig sem geta stefnda hefur verið, að því er tekur til efnda á 4. gr. samningsins, þann tíma, sem stefndi var stjórnarformaður Sokkaverksmiðjunnar Evu h/f, þá verður ekki talið, að stefndi hafi getað leyst sig undan per- sónulegum ábyrgðum með því að segja af sér stjórnarformennsku. Ekki verður fallizt á þá skoðun lögmanns stefnda, að 32. gr. laga nr. 7/1936 eigi við í þessu tilfelli. Þá var því haldið fram við munnlegan málflutning af hálfu stefnda, að ábyrgð hans væri einföld ábyrgð, og væri því ekki hægt að krefja stefnda um efndir á samningi þessum, fyrr en fullreynt væri um greiðslufall hjá öðrum skuldurum. Ekki verður á þetta fallizt, því að í samn- ingnum eru engar takmarkanir á ábyrgð stefnda. Af öllu því, sem hér hefur verið rakið, þá þykir við niður- stöðu máls þessa verða að leggja samninginn á dskj. nr. 3 til grundvallar að öllu leyti. Krafa stefnanda um greiðslu á kr. 7.825.00 með 1% vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 14. september 1966 til greiðslu- dags hefur werið rökstudd með framlagningu á dskj. nr. 7, en það er víxilafrit, bankareikningur og kvittun fyrir greiðslu máls- kostnaðar. Af hálfu stefnda hafa ekki verið höfð uppi rökstudd mótmæli gegn kröfu þessari, og með vísan til þeirra gagna, sem hún er rökstudd með af hálfu stefnanda, bá þykir verða að taka hana til greina. Krafa stefnanda um greiðslu á kr. 300.000.00 verður ekki tekin til greina, þar sem sú ábyrgð er ekki talin Í samningnum á dskj. nr. 3. Af hálfu stefnanda hefur krafan um dagsektir ekki verið rök- studd, en við munnlegan málflutning upplýsti lögmaður stefn- anda, að aðför í húseign stefnanda stæði fyrir dyrum vegna veðs þessa. Lögmaður stefnda gerði þá varakröfu við munnlegan mál. flutning, að krafa stefnanda um dagsektir yrði lækkuð. Þótt svo að krafa stefnanda um dagsektir sé ekki rökstudd, þá þykir 1224 hún eiga rétt á sér. Þykir því verða að taka kröfu stefnanda um dagsektir til greina, en með tilliti til fjárhæðar veðskuldarinnar Þykja dagsektir hæfilega ákveðnar íkr. 700.00. Rétt þykir, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hörður Helgason, greiði stefnanda, Sigurði Helga- syni, kr. 7.825.00 með 1% vöxtum fyrir hvern byrjaðan mán- uð frá 14. september 1966 til greiðsludags innan 15 daga frá birtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Stefndi, Hörður Helgason, leysi veð samkvæmt veðbréfi, dags. 13. desember 1963, til tryggingar skuld að fjárhæð tékkneskar krónur 35.000.00, tryggðu með 3. veðrétti í 2ja herbergja íbúð Sis- urðar Helgasonar í Safamýri 44, Reykjavík, innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að wiðlögðum dagsektum, er renni til stefnanda, kr. 700.00 á dag. Málskostnaður falli niður. Föstudaginn 31. október 1969. Nr. 18/1969. Stefanía Hansen (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.) gegn Dánarbúi Halldórs Guðbjarnarsonar (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Dánarbú. Ráðskonukaup. Húsaleiga. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 14. s. m., og krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða henni kr. 243.250.00 með 6% ársvöxtum frá 23. október 1965 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, 1225 eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjandi fékk gjafsóknarleyfi hér fyrir dómi hinn 4. desember 1968. Stefndi krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa komið fyrir dóm og gefið skýrslu hjónin Elín Guðbjarnardóttir, systir Halldórs heitins Guðbjarnarsonar, og Sigurður Guðmundsson, Sólbakka við Laugalæk, Reykjavík. Bera þau, að Halldór heitinn hafi haft herbergi til afnota hjá þeim að Sólbakka, frá því að hann gerist skipverji á m/s Særúnu og þar til nokkru áður en hann fluttist að Laugavegi 27 A í september 1964, að sögn Elínar. Segja þau hann hafa haft lykil að húsinu og sofið í herberginu, er hann var í landi, og borðað á heimili þeirra, þegar hann var þar staddur á matmálstíma. Hann hafi haft sæng sína þarna, þar til hann fluttist úr herberginu, en þá hafi hann skilað húslyklinum. Þá hefur Lilja Thoroddsen, Skipasundi 12 hér í borg, gefið vottorð þess efnis og staðfest fyrir dómi, að hún hafi verið vel kunnug Halldóri heitnum Guðbjarnarsyni, en þar til fyrir um fjórum árum hafi hún búið í næsta húsi við Sól- bakka og þá komið oftast daglega þangað. Kveðst hún vita til þess, að Halldór heitinn hafi um margra ára skeið haft til afnota herbergi á Sólbakka og að hann hafi iðulega sofið þar. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðast kr. 12.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Málflutningslaun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Jónasar A, Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 12.000.00, greiðist úr ríkissjóði. 1226 Úrskurður skiptadóms Ísafjarðarsýslu 3. ágúst 1968. Ár 1968, laugardaginn 3. ágúst, var í skiptarétti Ísafjarðarsýslu, sem haldinn var í dómsal sýslumannsembættisins að Pólgötu 2, Ísafirði, af Jóhanni Gunnari Ólafssyni sýslumanni, kveðinn upp úrskurður í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 5. júlí s.l. Jónas A. Aðalsteinsson héraðsdómslögmaður, Reykjavík, lýsti 23. október 1965 f. h. Stefaníu Hansens, Bergfþórugötu 16, Reykja- vík, kröfu í dánarbú Halldórs Guðbjarnarsonar matsveins, Hafn- arstræti 108, Bolungarvík, sem andaðist 8. júní 1965, að fjárhæð kr. 243.250.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 23. október 1965 til greiðsludags og málskostnaði að mati réttarins, eins og málið væri ekki gjarsóknarmál, en gjafsóknarleyfi fyrir Stefaníu Hansen er gefið út af dómsmálaráðherra 23. nóvember 1965. Varnaraðili, erfingjar í dánarbúinu, gera aðallega þær réttar- kröfur, að alveg verði sýknað af öllum fjárkröfum sóknaraðilja í dánarbúið og sóknaraðilja gert að greiða varnaraðiljum máls- kostnað að mati réttarins. Til vara krefjast þeir þess, að kröfur sóknaraðilja verði lækkaðar til stórra muna og málskostnaður þá látinn falla niður. Sáttaumleitun reyndist árangurslaus. Mál þetta var skriflega flutt. Málavexti kveður sóknaraðili vera þá, að í lok júlímánaðar 1958 hafi Halldór Guðbjarnarson flutt til hennar í íbúð hennar að Bergbórugötu 16, Reykjavík, og að hún hafi haldið honum heimili óslitið til desember 1964, er Halldór leigði sér herbergi að Laugavegi 27 ÁA í Reykjavík. Hún kvaðst þó hafa haldið áfram heimili fyrir hann að öðru leyti, svo sem varðandi fæði og þjón- ustu. Halldór var um þær mundir matsveinn á m/s Særúnu frá Bolungarvík, sem stundaði vöruflutninga og sigldi milli heima- hafnar og Reykjavíkur. Skipið var að meðaltali 3 daga í hverri viku í Reykjavík fyrir utan lengri hafnarlegur vegna viðgerða og þess háttar og megi því segja, að heimahöfn skipsins hafi verið Reykjavík, en samkvæmt skýrslu hafnarskrifstofunnar í Reykja- vík á dskj. nr. 18 hefur m/s Særún verið samtals um það bil 3 ár í Reykjavík á umræddu tímabili. Af þessu hafi leitt óvenju mikla landveru Halldórs í Reykjavík þrátt fyrir sjómannsstarf hans, en hann var matsveinn á m/s Særúnu. Þrátt fyrir það starf hans hafi það verið undantekning, ef hann borðaði ekki að Berg- þórugötu 16, enda þótt hann sæi um matseld fyrir suma skips- félaga sína í höfn, og þess vegna hafi raunverulegt heimili hans 1227 umrætt tímabil verið í Reykjavík hjá sóknaraðilja. Sóknaraðili kvaðst lítið hafa unnið utan heimilisins, nema þegar Halldór var úti á sjó, svo að það kæmi ekki niður á heimilisstörfunum. Sókn- araðili sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Ráðskonukaup frá 31. júlí 1958 til 31. desember 1961, kr. 2.000.00 fyrir mánuð .. ... . 2. Kr. 82.000.00 2. Ráðskonukaup frá 31. desember 1961 til 31, maí 1965, kr. 3.000.00 á mánuði .. ... .. 2. — 123.000.00 3. Húsnæði frá 31, júlí 1958 til 15. desember 1964, kr. 500.00 á mánuði til jafnaðar .. .. .. .. .. — 38.250.00 Samtals kr. 243.250.00 Sóknaraðili rökstyður 1. og 2. lið með því að vísa til hæsta- réttardóma um slík tilvik (KKKIV. bindi, bls. 41 og 232, KKKVI bindi, bls. 231 og 235) og að hún eigi rétt á þessum launum, þar sem Halldór hafi aldrei greitt henni laun fyrir að halda heimili fyrir hann, en hins vegar hafi hann tekið þátt í fæðiskostnaði vegna heimilisins. Kröfur samkvæmt 1. og 2. lið séu hreinar launa- kröfur og mjög lágar, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna. Upphæð 3. liðar sé mjög lág, en hún rökstyður ekki þann lið sérstaklega. Þá skýrði sókaraðili frá því, að hún og Halldór hafi búið saman í óvígðri sambúð og að slík sambúð sé ekki ótíð hér- lendis. Íslenzkir dómstólar hafi nú um langt árabil viðurkennt þá staðreynd, að hinum eftirlifandi beri í slíkum tilfellum þóknun fyrir þjónustu sína við hinn látna, og beri að hafa þetta sjónar- mið í huga við uppkvaðningu úrskurðar í máli þessu. Sóknaraðili hefur leitt vitni máli sínu til stuðnings. Verður nú rakið vætti þeirra. Katrín Andrésdóttir, sem bjó á 1. hæð í sama húsi og sóknar- aðili, segir, að Halldór hafi dvalizt hjá henni, þegar hann var í landi. Sóknaraðili bjó í kjallaraíbúð í sama húsi. Vitnið kvaðst hafa orðið vart við þetta um helgar, en það hafi unnið úti alla virka daga nema laugardaga. Það kvað sér kunnugt um, að Hall- dór hafi borðað hjá sóknaraðilja, a. m. k. um helgar. Kvaðst það hafa orðið vart við þetta, þegar það gekk um húsið eða var statt úti í garðinum. Þá sagði það, að sér hafi verið kunnugt um, að sóknaraðili hafi þvegið þvotta af Halldóri í þvottahúsi hússins, og einnig að sóknaraðili hafi látið orð falla um það, að hún væri með þvott, því að Halldór væri í landi. Þá hefur vitnið staðfest 1228 vottorð sitt um það, að sóknaraðili og Halldór hafi búið saman að Bergþórugötu 16, Reykjavík, síðan það og systir þess Kristín fluttu í húsið 1959, til ársloka 1964, er hann leigði sér herbergi. En Halldór hafði eftir sem áður alla þjónustu, fæði og aðhlynn- ingu hjá sóknaraðilja til dánardægurs. Sams konar utanréttar- vottorð hafa þær Kristín Andrésdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir staðfest fyrir dómi. Kristín lovað Halldór hafa gengið út og inn í húsið sem hvern annan heimilismann. Þá fullyrti hún, að Halldór hefði borðað hjá sóknaraðilja, a. m. k. um helgar, en hún vann úti aðra daga vikunnar. Kvaðst hún einnig hafa orðið þess vör, að Halldór hafi verið hjá sóknaraðilja að kvöldlagi, en treysti sér ekki til að segja, hvort Halldór hafi borðað kvöldmat hjá sóknaraðilja, enda ekki komið inn í íbúðina til hennar nema 2—3 sinnum allt tímabilið. Hún kvaðst hafa heyrt, þegar Halldór var staddur í íbúðinni hjá sóknaraðilja, þar sem hann talaði hátt. Margrét Guðmundsdóttir sagði, að Halldór hefði verið eins og hver annar heimilismaður hjá sóknaraðilja og hann hafi yfirleitt borðað bæði hádegis- og kvöldverð hjá henni og þegar Halldór var í landi um langt skeið vegna slyss, hafi hann alveg verið hjá sóknaraðilja. Vitnið taldi þó, að Halldór hefði stundum borðað um borð í bátnum, þar sem hann hafi verið þar matsveinn, en hann hafi þrátt fyrir það borðað hjá sóknaraðilja, enda verið matmaður, Vitnið kvaðst yfirleitt hafa komið daglega til sóknar- aðilja og verið náinn kunningsskapur með þeim og henni því fullkunnugt um, að hann var í þjónustu hjá sóknaraðilja og hún hafi hugsað mjög vel um Halldór. Vitnið taldi, að Halldór hefði orðið að leigja sér herbergi annars staðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir hjá sóknaraðilja, þ. e. óreglu sonar hennar, sem átti lögheimili hjá henni. Vitnið sagði, að íbúð sóknaraðilja væri eitt herbergi og eldhús, og að þau þrjú, sóknaraðili, sonur hennar og Halldór, hafi verið saman í íbúðinni, þegar svo hittist á, að báðir voru í landi. Þá sagði vitnið, að sóknaraðili hafi enga atvinnu stundað á umræddu tímabili nema nokkrar vikur á haustin, en þrátt fyrir það hugsað um mat fyrir Halldór. Vitnið treysti sér ekki til að segja um það, hver hafi kostað heimilishald sóknar- aðilja, en gat þess, að hún hafi verið mjög sparsöm og að tvær dætur hennar hafi hjálpað henni með peninga. Þó taldi það ótrú- legt annað en að Halldór hafi greitt fæði sitt, en það hafi aldrei séð hann afhenda sóknaraðilja peninga. Vitnið Jón Ólafsson kvað sig og konu sína hafa þekkt sóknar- aðilja um langt árabil, um það bil 40 ár, og hafi þau hjón oft 1229 komið til hennar og hún til þeirra. Það taldi, að Halldór hafi fljótlega, eftir að sóknaraðili fluttist að Bergfþórugötu 16, farið að búa hjá henni, en treysti sér ekki að fullyrða neitt um ártöl. Vitnið sagði, að sér væri fullkunnugt, að Halldór hafi verið til húsa hjá sóknaraðilja, þegar hann var í landi og oftast nær borð- að kvöldmat hjá henni. Sagðist vitnið oft og mörgum sinnum hafa verið statt hjá sóknaraðilja, þegar hann mataðist. Þá gerði vitnið ráð fyrir, að Halldór hefði einnig borðað hádegismat hjá sóknaraðilja, en treysti sér ekki til að fullyrða neitt um það. Það sagði einnig, að Halldór hefði hugsað um mat fyrir skipverja og oftast verið einhverja stund um borð í bátnum á degi hverjum, þegar hann var í Reykjavík, og gerði þá ráð fyrir, að hann hafi borðað um borð í skipinu. Þá kvað witnið sér fullkunnugt, að Halldór hafi verið í þjónustu hjá sóknaraðilja, t. d. oft séð hana með föt af Halldóri til viðgerðar. Vitnið kvaðst hafa verið skip- verji á v/s Reykjafossi s.l. 14 ár og hafi skipið komið til Reykja- víkur á mánaðar til fimm vikna fresti og hafi viðdvölin ekki werið skemmri en ein vika og oft lengri. Sóknaraðili heldur því fram, að þessir vitnisburðir þessara fjögurra vitna séu ótvíræð sönnun þess, að Halldór hafi átt heimili hjá sér og haft þar aðsetur. Þessu hefur varnaraðili mótmælt. Rökstyður hann mótmæli sín með því að leggja fram vottorð Hagstofu Íslands, sem sýnir, að Halldór hefur samkvæmt þjóð- skrá aðsetur á Sólbakka við Laugarnesveg frá 1. janúar 1958 til 1. janúar 1962, en lögheimili að Fjarðarstræti 10 A, Þingeyri, Vestur-Ísafjarðarsýslu. Frá 1. nóvember 1962 er Halldór talinn hafa aðsetur og eiga lögheimili að Hafnarstræti 108, Bolungarvík, Hólshreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu. Samkvæmt þessu telur varn- araðili, að Halldór hafi aldrei haft aðsetur eða lögheimili hjá sóknaraðilja. Enn fremur rökstyður varnaraðili mál sitt með vætti 3ja vitna, og verður nú vætti þeirra rakið. Vitnið Guðni Jóhannsson, sem kvaðst hafa séð um útgerð m/s Særúnar frá því á árinu 1956 fram til vors 1965 eða seinni part vetrar 1964—-1965, segist hafa komið hér um bil daglega um borð í skipið, þegar það lá í Reykjavíkurhöfn, og því geta borið um það af eigin raun, sem í vottorði þess greinir, t. d. hafi það sjálft oft borðað um borð í skipinu og drukkið kaffi, en aldrei borðað kvöldverð. Það sagði, að það hefði orðið vart við, að Halldór var að undirbúa kvöldverð, en treysti sér ekki til að fullyrða, hvort 1230 Halldór hafi borðað kvöldverð um borð í skipinu, en telur lík- legt, að svo hafi verið. Í vottorði því sem vitnið hefur staðfest fyrir dómi, segir það, að sér sé vel kunnugt, að Halldór annaðist alla matseld í Rekjavík fyrir skipverja á skipinu alla virka daga, er skipið var í Reykjavíkurhöfn, og borðaði alltaf sjálfur um borð. Vitnið skýrði enn fremur frá því, að yfirleitt hafi verið framreiddur kvöldverður í skipinu alla þá virka daga, sem það lá í höfn í Reykjavík, þar sem skipverjar hafi ekki losnað frá störfum fyrr en um kl. 6—7 á kvöldin, en yfirleitt hafi verið borðað kl. 6, og eigi þetta við, þegar skipið hafi verið í starfi. Vitnið sagði, að yfirleitt hafi verið reynt að haga ferðum þess Þannig, að skipið lægi ekki í Reykjavíkurhöfn um helgar, en þegar svo hafi verið, hafi ekki verið framreiddur matur í skip- inu frá hádegi laugardags fram á mánudagsmorgun. Ekki hafi heldur verið eldað um borð í skipinu, þegar það var í viðgerð, sem hafi verið um % mánuður til 3 vikur árlega, og eitt árið þó miklu lengur. Vitnið sagði, að að jafnaði hafi 3 dagar í viku farið til lestunar á farmi í Reykjavík. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað um samband Halldórs og sóknaraðilja, nema hvað skip- verjar hafi haft í flimtingum, t. d. hvort hann hafi farið með henni á dansleik um helgi. Vitnið Gunnar Rósmundsson sagði, að þá virka daga, sem skipið lá í Reykjavíkurhöfn, hafi nær alltaf verið framreiddur morgun- verður og hádegisverður og einnig eftirmiðdegiskaffi um þrjú leytið. Hins vegar hafi kvöldmat oftast verið sleppt, a. m. k. seinustu árin, sem vitnið var á skipinu, þegar störf um borð hættu kl. 5, en áður hafi verið algengara, að unnið væri lengur og kvöldmatur borðaður. Vitnið sagði, að ekki hafi verið eldað um borð, þegar viðgerðir fóru fram á skipinu, og á árinu 1962 hafi viðgerð staðið yfir frá því í febrúar fram á vor. Þá sagði vitnið, að Halldór hefði að öllu jöfnu borðað með þeim skipverjum, er hann framreiddi mat, en þó hafi það komið fyrir, að hann gerði það ekki. Þá staðfesti vitnið vottorð sitt, sem er samhljóða vott- orði Guðna Jóhannssonar um matseldina. Vitnið Eggert Sigurmundsson sagði, að Halldór hefði borðað allar máltíðir um borð í skipinu nema þá ef til vill kvöldverð að einhverju leyti, en kvað svo langt um liðið, að það geti ekki beinlínis fullyrt, hvort það hafi séð Halldór borða í skipinu, en taldi það þó víst. Þá upplýsti vitnið, að Halldór hafi mjög sjaldan verið í fríi og að helgarnar hafi oftast verið notaðar til að sigla á milli Reykjavíkur og Vestfjarða og sjaldan komið fyrir, að 1231 skipið hafi verið statt í Reykjavík yfir helgi. Vitnið var skipstjóri á m/s Særúnu. Varnaraðili telur, að vætti þessara 3ja síðasttöldu vitna sanni, að kröfur sóknaraðilja séu algerlega rangar. Halldór hafi hvorki haft aðsetur hjá henni né hún annazt matseld fyrir hann og sókn- araðili hafi því aldrei verið ráðskona hjá honum. Varnaraðili telur, að þar sem sóknaraðili hafi haft litlar tekjur umrætt tíma- bil, enda lítið stundað vinnu, hafi hún verið á framfæri Halldórs og hafi þannig fengið fullgreitt fyrir þau störf, sem hún kynni að hafa unnið fyrir hann. Á framtölum sóknaraðilja á árunum 1959—-1965 incl. er enginn sambýlismaður nefndur og sóknaraðili sögð ekkja og ein í heimili. Til vara hefur varnaraðili krafizt lækkunar til stórra muna á kröfum sóknaraðilja og vísar til raka sinna fyrir sýknukröfunni til stuðnings þeirri kröfu. Kæmi til mála, að sóknaraðili geti sannað, að hún hafi unnið einhver störf fyrir Halldór, hafi hún fengið fulla greiðslu fyrir þau, þar sem hún hafi verið á fram- færi hans allt umrætt tímabil og kröfur hennar um ráðskonukaup því allt of háar. Þá mótmælir varnaraðili því, að Halldór hafi haft húsnæði hjá sóknaraðilja, og til vara er þeirri kröfu mót- mælt sem allt of hárri. Þá er því mótmælt, að dómar þeir, sem sóknaraðili vitnar til séu sambærilegir við þetta mál. Hafi Hall- dór tíðkað heimsóknir til sóknaraðilja, hafi það aðeins verið sem gestur. Þá telur varnaraðili, að sóknaraðili geti ekki átt ráðs- konukaup eða húsaleigu fyrir þann tíma, sem skipið kom alls ekki til Reykjavíkur, þegar það var 2 mánuði í förum milli Siglu- fjarðar og Austfjarða árið 1964. Varnaraðili telur, að það sé á móti lögum og velsæmi að dæma sóknaraðilja einhverja þóknun fyrir að taka á móti Halldóri sem gesti og veita honum góðgerðir og jafnvel næturgistingu, ef svo bar undir. Þá mótmælir varnaraðili því, að sóknaraðili geti átt rétt á húsaleigu fyrir það tímabil, sem Halldór leigir að Lauga- vegi 27 A frá 16. september 1964, og enn fremur telur hann, að sóknaraðili geti ekki átt kröfu á meiru en greiðslu fyrir mat og næturgistingu fyrir þær helgar, sem Halldór var í Reykjavík á umræddu tímabili, sem eru eftir útreikningi varnaraðilja 109 helgar. Þá er því eindregið mótmælt af varnaraðilja, að aðiljar hafi búið saman Í óvígðri sambúð. Eins og fram kemur af gögnum málsins, hafði Halldór hvorki sama aðsetur né lögheimili og sóknaraðili. Það er ekki upplýst, hvort Halldór hafi raunverulega haft á leigu herbergi hjá systur 1252 sinni á Sólbakka við Laugarnesveg í Reykjavík eða að Hafnar- stræti 108 í Bolungarvík. Þótt Halldór hafi stundum borðað hjá sóknaraðilja um helgar og þegar viðgerðir fóru fram á skipinu og þáð þar næturgistingu hjá henni, verður ekki fallizt á, að við það hafi skapazt sambýli, sem veitir sóknaraðilja rétt til ráðs- konukaups, enda hreyfði hún ekki neinum kröfum í þá átt fyrr en eftir andlát Halldórs. Sama máli gegnir um kröfu hennar til greiðslu á húsaleigu. Það er upplýst, að Halldór tók þátt í fæðis- kostnaði sóknaraðilja. Gegn mótmælum varnaraðilja þykir sóknaraðili að svo vöxnu máli ekki eiga rétt til greiðslu úr dánarbúinu, og verður krafa hennar því ekki tekin til greina. Sóknaraðilja var veitt gjafsókn í málinu, og eru því talsmanni hennar ákveðin málflutningslaus, kr. 5.000.00, sem greiðist úr ríkissjóði. Að öðru leyti falli málskostnaður niður. Ályktarorð: Kröfur Stefaníu Hansens í dánarbú Halldórs Guðbjarnar- sonar verða ekki teknar til greina. Málflutningslaun, kr. 5.000.00, til Jónasar A. Aðalsteinsson- ar lögfræðings, skipaðs talsmanns Stefaníu, greiðist úr ríkis- sjóði. Málskostnaður falli niður. 1233 Föstudaginn 31. október 1969. Nr... 75/1969. Georg Hermannsson (Björn Hermannsson hrl.) gegn Samvinnutryggingum (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávisun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. apríl 1969. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 6.460.40 með 7% ársvöxt- um frá 25. janúar 1968 til greiðsludags og svo málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað hér fyrir dómi. Í máli þessu hefur áfrýjandi eigi gefið aðiljaskýrslu fyrir dómi, en í héraðsdómi segir, að áfrýjandi haldi því fram, að hann hafi skýrt frá því, er hann keypti ábyrgðartrygg- ingu vegna dráttarvélarinnar, að hún væri búin tækjum til ámokstrar og graftar. Þá hefur ekki heldur sá starfsmaður stefnda, er annaðist tryggingarbeiðni áfrýjanda, gefið skýrslu fyrir dómi og tjáð sig um framangreinda staðhæfingu. Þar sem meðferð málsins er svo áfátt sem að framan er lýst, verður að ómerkja dóm og málsmeðferð í héraði og vísa málinu frá héraðsdómi. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 78 1234 Démur bæjarþings Reykjavíkur 28. febrúar 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 18. þ. m., hefur Georg Hermannsson bifreiðarstjóri, Yzta-Mói í Fljótum, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 27. marz 1968, á hendur Samvinnutryggingum g/t hér í borg til greiðslu á kr. 6.460.42 með 7% ársvöxtum frá 25. janúar 1968 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og máis- kostnaðar úr hendi hans að mati dómarans. Málavextir eru þessir: Hinn 27. júní 1966 var unnið við að grafa skurð frá húsinu nr. 29 við Móabarð í Hafnarfirði og yfir götuna. Var unnið að verk- inu með skurðgröfuútbúnaði, sem dráttarvélin KD 348 var búin. Dráttarvél þessi er eign stefnanda, og eins og skráningarnúmer hennar gefur til kynna, var hún skráð sem slík í Skagafirði. Er dráttarvélin af gerðinni Massey Ferguson, árgerð 1962. Auk skurðgröfuútbúnaðarins, sem er aftan á dráttarvélinni, er dráttar- vélin að framan búin ámoksturstækjum. Er verið var að grafa skurðinn með skurðgröfutæki dráttarvélarinnar, vildi svo til, að skófla þess sleit rafmagnsjarðstreng, er var í um 3 feta dýpt í götubrúninni. Er jarðstrengur þessi eign Rafveitu Hafnarfjarðar. Stefnandi hafði hinn 9. nóvember 1962 keypt hjá bifreiðadeild stefnda ábyrgðartryggingu fyrir dráttarvélina. Í beiðni þeirri, sem stefnandi undirritaði, er notkun dráttarvélarinnar lýst þann- ig: „Landbúnaðarframkvæmda (Iðnaðarvél)“. Var síðan gefið út tryggingarskírteini til stefnanda. Nam hámarksvátrygsingar- fjárhæð kr. 200.000.00, og ársiðgjaldið var kr. 730.00. Í meginmáli tryggingarskírteinisins segir m. a. svo: „Tryggingin gildir fyrir tjón gegn sérhverri einkaréttarbótakröfu, sem vátryglgingartara, samkvæmt núgildandi bifreiðalögum, er skylt að tryggja gegn, sem eigandi hinnar vátrylggðu vélar, vegna tjóns, sem hlotizt hefur af notkun hennar. ... Um tryggingu þessa gilda ennfremur almennir og sérstakir tryggingaskilmálar, sem skráðir eru annars staðar á þessu skírteini, svo og upplýsingar þær, er gefnar eru í vátryggingarbeiðni frá eiganda ofanskráðrar dráttarvélar“. Raf- veita Hafnarfjarðar krafði stefnda um tjón það, sem orðið hafði á jarðstrengnum, en það nam kr. 4.962.05. Stefndi synjaði um greiðslu á þeim grundvelli, að tjónið hefði ekki hlotizt af notkun dráttarvélarinnar sem ökutækis. Hinn 25. janúar 1968 greiddi stefnandi Rafveitu Hafnarfjarðar framangreint tjón hennar ásamt 1235 vöxtum, kr. 449.92, og innheimtulaunum, kr. 1.048.00, enda hafði Rafveita Hafnarfjarðar áður boðað stefnanda, að krafan yrði innheimt með málssókn. Stefnandi krafði nú stefnda um fjár- hæðir þær, sem hann hafði greitt Rafveitu Hafnarfjarðar, en af hálfu stefnda var synjað um greiðslu á sömu forsendum og áður. Höfðaði stefnandi síðan mál þetta til heimtu þeirra fjárhæða, sem hann hafði greitt. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að hann hafi keypt af stefnda lögboðna tryggingu fyrir dráttarvélina KD 348 sam- kvæmt ákvæði 70. gr. laga nr. 26/1958, enda hafi vélin verið trygginigarskyld. Þrátt fyrir það hafi stefndi eigi fengizt til að greiða Rafveitu Hafnarfjarðar tjón það, sem vélin hafi valdið á rafmagnsstrengnum, en á tjóni þessu hafi stefnandi borið fé- bótaábyrgð samkvæmt ákvæði 67. gr. greindra laga. Stefnandi hafi því sjálfur greitt tjónið, en þar sem hann hafi keypt lögboðna ábyrgðartryggingu fyrir dráttarvélina hjá stefnda, eigi hann rétt á að fá tjón sitt bætt að fullu af stefnda. Er því haldið fram af hálfu stefnanda, að með tryggingarsamningnum hafi stefndi tekið að sér að bæta tjón, sem vélin ylli þriðja manni, og skipti ekki máli, hver notkunin sé eða hvort það sé einn eða annar hluti tækisins, sem sé í notkun. Er því haldið fram, að með orðinu „Íðnaðarvél“ í tryggingarbeiðninni hafi verið gefið til kynna, að tækið yrði notað til annarra starfa en landbúnaðarstarfa. Stefndi hafi samkvæmt þessu sjálfur ákveðið iðgjaldið fyrir trygginguna og verði einn að bera hallann af því, ef hann hafi ákveðið ið- gjaldið of lágt. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að eigi skipti máli, hvort dráttarvélin hafi verið skorðuð eða ekki. Sýknukrafa stefnda er á því byggð, að skylduvátrygging dráttarvélarinnar KD 348 sem vélknúins ökutækis taki eigi til tjóns þess, sem fjallað er um í máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. umferðarlaga beri eigendum skráningarskyldra vélknúinna ökutækja að kaupa hjá vátryggingarfélagi og halda við vátryggingu til tryggingar greiðslu tjóna, sem hljótast kunni af hinu tryggða tæki sem vélknúnu ökutæki í notkun. Þótt tjón hljótist af tækj- um, sem tengd séu við dráttarvélina, t. d. tæki til skurðgraftar, eins og hér er fjallað um, þá sé auðsætt, að dráttarvélin sé ekki í notkun sem ökutæki, heldur sem vinnuvél, enda sé tækið þá algerlega komið yfir á svið skurðgröfu, en slík tæki séu ekki tryggingarskyld samkvæmt umferðarlögum. Er því haldið fram samkvæmt þessu, að umrædd dráttarvél stefnanda hafi eigi verið í notkun sem vélknúið ökutæki, er umrætt tjón varð, heldur sem 1236 skurðgrafa. Er á það bent í þessu sambandi, að við slíka notkun sé tækið skorðað fast og verði ekki hnikað til, á meðan grafið sé. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að með notkun dráttar- vélarinnar sem skurðgröfu í þéttbýli hafi verið farið út fyrir eðlilegt notkunarsvið hennar sem dráttarvélar til landbúnaðar- starfa ag hafi það stóraukið áhættu stefnda gagnvart þriðja manni. Þá er því og haldið fram af hálfu stefnda, að tjónið hafi hlotizt af stórkostlegri óvarkárni stjórnanda tækisins, þar sem hann hafi unnið að greftinum innanbæjar án þess að kynna sér hjá við- komandi aðiljum, hvar leiðslur lægju, en samkvæmt ákvæði 8. gr. tryggingarskilmálanna leiði þetta til þess, að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum á hendur stefnda. Til ýtrustu vara er því mótmælt af hálfu stefnda, að honum verði gert að endurgreiða stefnanda innheimtukostnað, sem stefnandi beri einn ábyrgð á, að fallið hafi á hann. Það er ágreiningslaust, að dráttarvélin KD 348 hafi verið skráningarskyld sem dráttarvél samkvæmt 11. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og eiganda hennar hafi verið skylt að kaupa ábyrgð- artryggingu fyrir hana samkvæmt 70. gr. sömu laga. Keypti stefnandi slíka tryggingu hjá stefnda, eins og áður er rakið. Sam- kvæmt því, sem fram kemur í beiðni stefnanda um trygginguna, þ. e. að um iðnaðarvél væri að ræða, mátti fyrirsvarsmönnum stefnda vera ljóst, að dráttarvélin væri búin tækjum til ámokst- urs og skurðgraftar, eins og haldið er fram af hálfu stefnanda, að hann hafi skýrt frá. Útbúnað þennan er hægt að fá með slíkum dráttarvélum, er þær koma til landsins, en einnig er hægt að koma honum fyrir síðar. Jafnframt er hægt að losa slíkan útbúnað frá vélinni. Slíkur útbúnaður er drifinn af vökva- kerfi, sem fær afl sitt frá aflvél dráttarvélarinnar. Við notkun skurðgröfu situr stjórnandi skurðgröfutækisins í sérstöku sæti aftan á dráttarvélinni og stjórnar tækinu með sérstökum stjórn- tækjum. Við skurðgröft er ætlazt til, að dráttarvélin sé skorðuð með stoðum, sem eru sambyggðar skurðgröfuútbúnaðinum og tengdar vökvakerfinu og hleypa má niður með stjórntækjum þess. Það kom fram við munnlegan flutning málsins af hálfu stefn- anda, að sami maður hafi stjórnað dráttarvélinni sjálfri og skurð- gröfutækinu. Þótt tækið hafi í upphafi átt að nota til landbún- aðarframkvæmda, var það nú leigt út til verklegra framkvæmda í Hafnarfirði. Það er ágreiningslaust, að tjón það, sem mál þetta er risið af, hafi orðið, er skófla skurðgröfutækisins sleit rafmagns- jarðstreng, sem lá í jörðu í um þriggja feta dýpt, er það var notað 1237 til að grafa umræddan skurð. Það verður að telja, að tjón þetta liggi utan notkunarsviðs dráttarvélarinnar KD 348 sem skrán- ingarskylds vélknúins ökutækis og falli því utan sviðs trygg- ingar þeirrar, sem stefnandi keypti hjá stefnda samkvæmt 70. gr., sbr. 67. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Birni Bjarnasyni ráðunaut og Sigurgesti Guð- jónssyni bifvélavirkjameistara. Dómsorð: Stefndi, Samvinnutryggingar g/t, skal vera sýkn af kröf- um stefnanda, Georgs Hermannssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 31. október 1969. Nr. 188/1969. Útgerðarfélagið Barðinn h/f gegn Þórði Óskarssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávisun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 21. gr., 1, b, laga nr. 57/1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru Í. ágúst 1969, er barst dóminum 22. október 1969. Gerir sóknar- aðili þær dómkröfur, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur, lagt verði fyrir héraðsdómara að dæma efni máls og varnaraðilja dæmt að greiða honum kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar héraðsdóms og kærumáls- kostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. 1238 Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur er staðfestur. Sóknaraðili, Útgerðarfélagið Barðinn h/f, greiði varn- araðilja, Þórði Óskarssyni, kærumálskostnað, kr. 12.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. júlí 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Útgerðarfélagið Barðinn h/f, Húsavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 25. október 1966, gegn Þórði Óskarssyni skipstjóra, til heimilis að Vitateigi 1, Akranesi, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 93.652.40 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. janúar 1964 til greiðslu- dags og málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi vaxtakröfu sinni á þann veg, að hann krafðist nú 7T% ársvaxta af stefnu- kröfunni frá 1. janúar 1964 til 1. janúar 1966, 6% ársvaxta frá þeim degi til 1. janúar 1967 og 7T% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Af sálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði sýkn- aður af kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt taxta L. M. F. Í. Við munnlegan flutning málsins var af hálfu stefnda gerð sú varakrafa, að stefnukrafan yrði lækkuð í kr. 22.482.41 og. máls- kostnaður látinn falla niður. Tildrög máls þessa kveður stefnandi vera þau, að stefndi, Þórð- ur Óskarsson skipstjóri, hafi haustið 1962 verið ráðinn skipstjóri á skip stefnanda, m/s Náttfara, á haust- og vetrarsíldarvertíðinni það ár og fram á árið 1963 og á vetrarvertíðinni 1963 á þorsk- veiðar. Stefnandi kveður hlut stefnda vera löngu upp gerðan, en vegna þess að skipið hafi lagt upp afla á Akranesi, hafi stefndi annazt fjárumsýslu alls konar fyrir stefnanda, tekið á móti pen- ingum fyrir afla og greitt bæði kaup og ýmsan annan kostnað útgerðarinnar, Reikningurinn á rskj. nr. 4 beri með sér, að hann hafi tekið af fé útgerðarinnar kr. 93.692.40 meira en honum hafi borið. Af innlagðri síld fyrir áramót 1962 til 1963 hafi stefndi 1239 tekið við kr. 268.000.00, af síld upplagðri eftir áramót hafi hann tekið við kr. 117.000.00 og af þorski lögðum upp frá vertíðinni 1963 hafi hann tekið við kr. 401.300.00, eða samtals, á meðan hann var skipstjóri á m/s Náttfara, kr. 786.300.00. Tölur þessar kveður stefnandi mega sjá af reikningunum á rskj. nr. 5—6. Stefndi hafi gert grein fyrir ráðstöfunum sínum á fé þessu öllu, öðrum en fyrrnefndum kr. 93.692.40, eins og reikningurinn á dskj. nr. 4 greini. Stefnandi kveðst hafa gert margfaldan reka að því að fá þetta uppgjör og hafi stefndi lofað fyrst að leggja upp síld á söltunarstöð stefnanda á Húsavík til þess að greiða þessa skuld. Það loforð hafi staðið endurtekið í 2 ár, en án þess að stefndi stæði við það. Kveðst stefnandi af þessum sökum neyðast til að höfða mál þetta. Framkvæmdastjóri stefnanda, Stefán Pétursson, hefur gefið svofellda aðiljaskýrslu í málinu, sem lögð hefur verið fram sem dskj. nr. 14: „Þórður Óskarsson var skipstjóri á m.s. Náttfara og annaðist sem skipstjóri kaupgreiðslur til manna á skipinu og til sjálfs sín, Tók ennfremur á móti peningum vegna útgerðarinnar til þessara greiðslna hjá þeim, sem keyptu aflann. Þegar hann sendi uppgjör til Útgerðarfélagsins Barðans h.f., kom í ljós, að hann hafði tekið út kr. 365.000.00 auk fæðis, kr. 9.942.00, og hafði því tekið út kr. 93.692.40 meira en honum bar og sem hann hefur ekki ennþá gert grein fyrir og skilað. Þegar útgerð skipsins fól skipstjóra þetta starf, var að sjálfsögðu ætlazt til þess, að Þórður gerði fjárvörzlur þessar upp, er þeim wæri lokið, en það hefur hann ekki gert, og hafði hann að sjálfsögðu enga heimild til þess að taka út meiri peninga en honum bar, þó hann sem skipstjóri gæti tekið við peningum útgerðarinnar fyrir aflann. Ef athuguð eru viðskipti Þórðar við Barðann h.f. frá þessu úthaldi, er sýni- legt, að ekki hefur verið farið illa með hann. Um áramótin 1962/ 1962 var Þórður búinn að taka út meiri peinga en honum “bar. Stefán Pétursson minntist á þetta við Þórð, og sagði þá Þórður, að hann hefði verið í vandræðum með skattana, og var þá ekkert meira um það talað að sinni. Öll síldin, sem lögð var upp á Akra- nesi, var lögð upp hjá Þórði Óskarssyni h.f. Innlagða síld ber að greiða við móttöku, en Útgerðarfélagið Barðinn h.f. gekk ekki eftir sínu, fyrr en eftir að síldinni var afskipað. Þorskur á vetrar- vertíðinni var einnig lagður upp hjá Þórði Óskarssyni h.f., en það er verkunarfélag stefnda, og var Útgerðarfélagið Barðinn hl. þátttakandi í verkuninni að hálfu leyti. Vitanlega bar kaupendum 1240 aflans (verkendum) að greiða hann við móttöku, en m.s. Náttfari hætti veiðum um miðjan maí, en samkvæmt uppgjöri frá Þórði Óskarssyni h.f. er inneign Útgerðarfélagsins Barðans h.f. kr. 504.078.07 þann 1. júní það ár. Þessi skuld var ekki greidd að fullu fyrr en seint á árinu, og engir vextir voru reiknaðir á þessa peninga. Ég vissi, að stefndur war að láta byggja bát á þessum tíma, og þess vegna var ekiki gengið eftir þessu frekar. Enn fremur talaðist svo til milli mín og stefnda, að hann legði upp síld til söltunar á söltunarstöð Útgerðarfélagsins Barðans h.f. á Húsavík um sumarið. En það gerði stefndi þó aldrei. Öll viðskipti Út- gerðarfélagsins Barðans h.f. við stefnda og fyrirtæki hans, Þórð Óskarsson h.f. sýna, að ekki verður um villzæt, að honum var sýnd sérstök tillitssemi. Það vakti því hina mestu undrun, þegar Stefán Pétursson fer fram á, að hann greiði til baka það fé, sem hann hefur oftekið hjá Barðanum h.f., snýst hann hinn versti við og neitar greiðslu. Hann virtist ekki vilja annað en málaferli, og nú hefur hann fengið þau“. Við aðiljayfirheyrslu á bæjarþingi Reykjavíkur hefur fram- kvæmdastjóri stefnanda staðfest aðiljaskýrslu sína á dskj. nr. 14 og sagt þar vera rétt frá skýrt. Hann getur þess, að stefnandi og Þórður Óskarsson h/f hafi verið þátttakendur í verkuninni á þorskinum að jöfnum hluta, en að auki hafi verið annar bátur, sem hafi verið þátttakandi að 7, þannig að stefnandi og Þórður Óskarsson hafi verið þátttakendur að 13 hvor í allri verkuninni. Í framangreindu þinghaldi var framkvæmdastjóra stefnanda sýnd dskj. nr. 5 og 6. Kannast hann við uppgjör þessi og segir reikn- ingsyfirlitið á dskj. nr. 5 vera vegna síldveiða, en dskj. nr. 6 vegna þorskveiða. Þá var framkvæmdastjóranum og sýnt dskj. nr. 16, og kannast hann við það uppgjör og segir það vera innifalið í reikningsuppgjörinu á dskj. nr. 6. Framkvæmdastjóranum var sýnt dskj. nr. 7. Kannaðist hann við að hafa fengið bréf þetta, er undirritað er af Birni Björnssyni, en hann hafi annazt bók- hald fyrir Þórð Óskarsson h/f. Þá var framkvæmdastjóranum í þessu sama þinghaldi sýnt dskj. nr. 15, og kveðst hann kannast við að hafa fengið það bréf. Framkvæmdastjórinn segir, að fyrirtækið Þórður Óskarsson h/f á Akranesi hafi keypt allan síldaraflann, sem til söltunar hafi farið, en þorskaflann hafi það fyrirtæki og stefnandi verkað í félagi, svo sem áður greinir, Segir hann, að útgerðarfélag stefn- anda hafi fengið mjög greinileg reikningsyfirlit hjá Þórði Ósk- arssyni h/f ásamt fylgiskjölum. Þá segir hann, að við þessi reikn- 1241 ingsyfirlit hafi verið miðað í bókhaldi stefnanda. Framkvæmda- stjórinn segir, að er hann hafi yfirfarið reikningsyfirlit þessi og úttekna peninga stefnda, þá hafi komið út, að stefndi hafi tekið þeirri fjárhæð meira, sem stefnt er fyrir í máli þessu, heldur en reikningsyfirlitin hafi sýnt. Framkvæmdastjóra stefnanda var sýndur reikningur á dskj. nr. 18, og kannast hann við að hafa sent stefnda reikning þennan og tekur fram, að hann hafi af vangá tvíreiknað stefnda hlut fyrir áramótin 1962— 1963. Hins vegar hafi stefndi í bréfi sínu á dskj. nr. 15 vakið máls á þessu og er það hafi verið leiðrétt, hafi fjárhæð sú, sem stefndi hafði ekki gert grein fyrir, hækkað úr kr. 40.035.86 í stefnufjárhæðina. Framkvæmdastjórinn getur þess, að bréf stefnda á dskj. nr. 15 sé svar við reikningnum á dskj. nr. 18. Einnig getur hann þess, að öll viðskipti aðiljanna og reikningsuppgjör hafi farið fram Í hinni mestu vinsemd og leiðréttingar verið gerðar af beggja hálfu, ef í ljós hafi komið villur. Framkvæmdastjórinn (getur þess, að í reikningsyfirlitunum sé þess getið með bókstöfunum ÞÓ, hverjar greiðslur fóru til stefnda. Segir framkvæmdastjórinn, að við þessar tölur sé miðað til að finna þá fjárhæð, sem stefndi hafi tekið út vegna fyrirtækis stefnanda. Fyrir framkvæmdastjóra stefnanda var borin upp í umræddu þinghaldi fyrsta spurningin á dskj. nr. 17, og svaraði hann á þá leið, að hann hafi, eins og áður segir, fengið reikningsyfirlit, mjög skilmerkilegt, frá Þórði Óskarssyni h/f, þar sem meðal annars hafi verið sérgreindar þær fjárhæðir, sem stefndi hafi tekið út. Síðan hafi hann fengið launakvittanirnar yfir þær greiðslur, sem stefndi hafi innt af hendi til skipverja. Kveðst framkvæmda- stjórinn hafa fært dagbók og viðskiptamannabók yfir þessi atriði og hafi hann meðal annars af þessu fengið út, hve mikið hafi runnið til stefnda sjálfs. Stefnldi, Þórður Óskarsson, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að tengdafaðir hans, Björn Björnsson, hafi annazt um bókhald Þórðar Óskarssonar h/f. Segir stefndi, að í reikningsyfirlitunum á dskj. nr. 5 og 6, þar sem úttektir eru tilgreindar með bókstöfunum ÞÓ, þar sé um að ræða fjárhæðir, sem hann hafi fengið, og hafi hann greitt af þeim fjárhæðum til skipverja. Stefndi kveðst hafa tekið við vegna útgerðarinnar kr. 20.000.00 hjá Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni á Akranesi og kr. 10.000.00 hjá h/f Jupiter auk þeirra fjárhæða, sem hann hafði tekið út hjá Þórði Óskarssyni h/f. Þá segist hann ekki hafa ástæðu til að efa, að reikningsyfir- litin á dskj. nr. 5 og 6 séu rétt, en kveðst þó ekkert frekar geta 1242 um það sagt, þar sem hann hafi ekki annazt bókhaldið, eins og áður segir. Stefndi kveðst hafa gefið kvittanir til Þórðar Óskars- sonar h/f fyrir þeim fjárhæðum, sem hann hafi fengið greiddar vegna útgerðar stefnanda frá því fyrirtæki. Stefnda er sýnt bréfið á dskj. nr. 15, og kannast hann við að hafa sent þetta bréf og kannast við undirskrift sína. Þá getur stefndi þess, að hann hafi orðið þess var, að stefnandi hafi reiknað honum of háan hlut, og þess vegna hafi hann vakið athygli á því í bréfi sínu á dskj. nr. 15. Stefnda var sýndur reikningurinn á dskj. nr. 18, og segir hann, að þetta sé reikningur sá, sem hann hafi gert athugasemdir við við stefnanda, sbr. það sem áður segir. Eins og áður er fram komið, styður stefnandi dómkröfur sínar þeim rökum, að stefndi hafi í viðskiptum þeirra ekki gert grein fyrir fjárhæð þeirri, sem stefnukröfunni nemi, né heldur fengizt til að greiða þá fjárhæð, og neyðist hann því til að höfða mál þetta. Stefndi reisir hins vegar sýknukröfu sína á því, að sökum fjar- lægðar frá heimili útgerðarfélagsins hafi það orðið úr, að hann tæki að sér í greiðaskyni að annast kaupgreiðslur til skipverja og ýmsar aðrar nauðsynlegar greiðslur, og hafi hann tekið út fé til þeirra greiðslna hjá kaupendum afurðanna. Stefndi kveðst hafa tekið kvittanir fyrir þessum greiðslum og afhent þær stefn- anda, en um þennan erindisrekstur sinn hafi hann ekki haft annað bókhald, enda hafi honum ekki borið það. Hann kveðst hafa tekið kaup sitt með bessum hætti og hafi það ekki orðið að ágreiningsefni, enda kveðst hann telja, að það sé að fullu upp- gert og um upphæð þess sé ekki deilt. Stefndi kveðst hafa haft kvittanahefti, er sjómenn hans hafi jafnan skrifað kvittanir sínar á. Á stofn þeirra hefta kveðst hann hafa skrifað þær upphæðir, ær kvittað hafi verið fyrir, dagsetningar og nafn móttakenda, svo sem tíðkist. Þessir stofnar séu til. Samtala þeirra útgjalda, sem kvittanirnar hafi verið gefnar fyrir á eyðublöðum þessara kvitt- anahefta, sé kr. 827.944.99, að því er honum reiknist til, eða hærri en tala sú, sem stefnandi gefi upp sem móttekið fé. Sé því ljóst, að einhverju skeiki. Á reikningnum á rskj. nr. 4 sé liður- inn: Úttekt á Akranesi, íkr. 365.000.00, óstuddur öllum gögnum og sé þeirri tölu algerlega mótmælt. Stefndi segir, að stefnandi muni hafa afhent kvittanirnar til sjómanna, um leið og hann hafi gert við þá lokauppgjör. Sé því væntanlega ekki hægt að styðjast við þær. Sé því þeim mun meiri nauðsyn, að stefnandi leggi fram sundurliðað bókhald sitt að þessu leyti. 1243 Af reikningsyfirlitum þeim, sem liggja frammi í málinu, verður ekki ráðið, hvernig viðskipti aðilja standa. Þrátt fyrir áskorun stefnda hefur stefnandi ekki lagt fram viðskiptareikning hans eftir bókhaldi sínu. Þar sem stefnandi er bókhaldsskylt hlutafélag, verður að ætla, meðan annað er ekki upplýst, að bókhald þess hafi að geyma slíkan reikning, sem greini viðskipti aðilja sundur- liðuð. Þessa er því fremur þörf, þar sem því er ómótmælt haldið fram, að stefnandi hafi látið af hendi kvittanir þær, sem stefndi fékk, gegn greiðslum þeim, sem hann innti af hendi fyrir stefn- anda. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir mál þetta svo vanreifað, að vísa ber því frá dómi. Eins og máli þessu er háttað, þykir eftir atvikum rétt, að máls- kostnaður falli niður. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Eiríki Kristóferssyni skipherra og Guð- mundi Skaftasyni, löggiltum endurskoðanda. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 3. nóvember 1969. Nr. 85/1969. Hafskip h/f gegn G. Albertssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Hafskip h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1244 Mánudaginn 3. nóvember 1969. Nr. 140/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Kenneth Dean Nelson og gagnsök. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. nóvember 1969. Nr. 175/1969. Kristófer Reykdal gegn Hafsteini h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristófer Reykdal, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1245 Miðvikudaginn 5. nóvember 1969. Nr. 40/1969. Gunnar og Ebenezer h/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f (Benerikt Blöndal hrl.) gegn Guðmundi Kjartanssyni og gagnsök (Sveinn H. Valdimarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Flutningur. Lögveð í bifreið. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, birtri 14. apríl 1969, og krafizt sýknu og málskostn- aðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi sagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 18. april 1969. Hann krefst þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 21.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjandi Gunnar og Ebenezer h/f tókst á hendur flutning á varningi þeim, er í málinu greinir, gegn flutnings- gjaldi. Varningurinn spilltist, meðan á flutningi stóð, og hefur nefndur aðaláfrýjandi eigi leitt sönnur að því, að spjöllin hafi orðið, án þess að vanrækslu af hans hendi eða mistökum væri um að kenna. Ber hann því skaðabótaábyrgð á tjóni því, er á varningnum varð, bæði samkvæmt megin- reglu í 99. gr. siglingalaga nr. 66/1963 og 114. gr. og 116. gr. loftferðalaga nr. 34/1964 og svo samkvæmt þeim ákvæðum umferðarlaga, sem í héraðsdómi greinir, Að svo vöxnu máli og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda óskipt málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. 1246 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áðaláfrýjendur, Gunnar og Ebenezer h/f og Sjóvá- tryggingarfélag Íslands h/f, greiði gagnáfrýjanda, Guð- mundi Kjartanssyni, óskipt málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. desember 1968. Mál íþetta, sem tekið var til dóms í gær, hefur Guðmundur Kjartansson, Háaleitisbraut 30 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, með stefnu, útgefinni hinn 2. desember 1966, á hend- ur Gunnari og Ebenezer h/f, Ísafirði, og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, hér í borg, til greiðslu skaðabóta in soliðum að fjár- hæð kr. 23.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1.. september 1966 til greiðsludags ásamt málskostnaði að skaðlausu. Þá hefur stefnandi og krafizt lögveðs í bifreiðinni Í 248 til tryggingar stefnukröfun- um. Undir rekstri málsins hefur stefnandi lækkað höfuðstól kröf- unnar í kr. 21.000.00. Stefndu hafa krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómarans. Málavextir eru þeir, að hinn 27. ágúst 1966 samdist svo um með stefnanda og fyrirsvars- mönnum stefnda Gunnars og Ebenezers h/f, að fyrirtæki þeirra tæki að sér að flytja búslóð stefnanda frá Ísafirði til Reykjavíkur. Var flutningurinn síðan framkvæmdur með bifreið fyrirtækisins, Í 248, daginn eftir. Bifreiðin er ábyrgðartryggð hjá stefnda Sjóvá- tryggingarfélagi Íslands h/f. Meðal muna þeirra, sem fluttir voru, var slagharpa og útvarpssrammófónn. Urðu skemmdir á munum Þessum í flutningnum. Telur stefnandi, að stefndu beri að bæta sér tjón það, sem hann hefur orðið fyrir af þessum sökum, og hefur hann því höfðað mál þetta. Stefnandi hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi, að er hann hafi spurzt fyrir um það hjá stefnda Gunnari og Ebenezer, hvort pakka skyldi vörunum sérstaklega, hafi annar aðaleigandi fyrirtækisins, Ebenezer Þórarinsson, sagt, að það væri jafnvel verra, heldur skyldi vefja teppi vel um grammófóninn og píanóið. Kwveður stefnandi Ebenezer hafa vitnað því til stuðnings til nýlegs bú- slóðarflutnings frá Ísafirði til Reykjavíkur. Kveður stefnandi bú- slóðinni svo hafa verið komið fyrir á bifreið stefnda Gunnars og Ebenezers h/f undir stjórn bifreiðarstjóra fyrirtækisins. Stefn- 1247 andi kveður í ljós hafa komið, er bifreiðin kom til Reykjavíkur, að raðíógrammófónninn hafi reynzt mölbrotinn og píanóið hafi verið stórskaddað, án þess þó að rispur eða slíkir áverkar sæjust á þeim eða öðrum munum. Kveðst stefnandi telja ljóst, að mjög ógætilegur akstur hafi valdið skemmdum þessum, og telur, að rekja megi orsakir þess til vanmats bifreiðarstjórans á ástandi vega á leiðinni, enda hafi stórviðri og vatnselgur gengið yfir landið, skömmu áður en flutningurinn fór fram, og tætt í sundur og lokað vegum víða á leiðinni. Stefnandi kveður sér ekki hafa verið bent á það af hálfu fyrirsvarsmanna Gunnars og Ebenezers h/f að vátryggja búslóðina í flutningnum og kveður ekkert hafa verið rætt um það við sig, að hann bæri áhættuna af því, að munirnir skemmdust í flutningnum. Stefnandi kveðst hafa beðið bifreiðarstjóra þann, sem ók bifreiðinni, Jón Ólaf Sigurðsson, að aka varlega. Kveðst stefnandi hafa gert þetta, þegar þeir voru að ferma bifreiðina, enda kveðst hann hafa vitað, að Jón var elkki vanur ökumaður og hafði lent í óhöppum. Kveður stefnandi Jón þá hafa spurt sig að því, hvort hann hefði ekki vátryggt búslóðina. Kwveðst stefnandi hafa svarað því neitandi og kveðst hafa sagt Jóni, að búslóðin wæri tryggð í flutningi hjá stefnda Gunnari og Ebenezer. Kveður stefnandi Jón hafa talið, að varn- ingurinn væri ekki tryggður, en hann hafi ekki verið viss um það. Stefnandi kveður búslóðina aðallega hafa verið flutta á einni bifreið og hafi greindir hlutir verið í henni. Nokkrum dögum síðar hafi stefndi Gunnar og Ebenezer h/f flutt það af búslóðinni, sem eftir var. Stefnandi kveðst samtals hafa greitt kr. 15.200.00 fyrir flutninginn, en þar með hafi verið talinn flutningur á bú- slóð móður hans, sem einnig hafi verið þarna með. Ekki kveðst stefnandi hafa fengið kvittun í hendur, er hann afhenti búslóðina til flutnings. Ekki kveðst hann heldur hafa fengið fylgibréf. Stefnandi kveðst hafa keypt umræddan útvarpsgrammófón nýjan fyrir um það bil 8—10 árum og kveður sig minna, að söluverð hans þá hafi verið kr. 14.000.00. Hann kveður tækið hafa verið í lagi, þegar það var afhent til flutnings. Ekki kveðst hann þekkja til þess, að á tækinu séu sérstakar skrúfur eða spennur, sem ætlaðar sáu til að stilla tækið í sambandi við flutninga. Hann kveður tækið vera af gerðinni Telefunken og í því vera plötu- spilara, segulbandstæki og útvarp. Við flutninginn kveður hann kassa tækisins allan hafa mölbrotnað. Hann kveður útvarpið hafa farið úr lagi svo og plötuspilarann, en hann kveðst telja, að segu.l- bandstækið sé í lagi. Stefnandi kveður slaghörpuna vera að 1248 minnsta kosti ellefu ára gamla, en vel geti verið, að hún sé eldri. Hann kveður slaghörpuna hafa verið í lagi, þegar hún var af- hent til flutnings, en kveður hana ekki hafa verið stillta s.l. 10 ár. Við flutninginn kveður hann hjólin hafa verið á slaghörp- unni og kveður þau ekki hafa verið skorðuð í flutningabílnum. Eibenezer Þórarinsson, einn af hluthöfum fyrirtækisins Gunnar og Ebenezer h/f og starfsmaður þess, hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi, að hann muni að vísu ekki eftir samtali því, sem stefnandi kveður þá hafa átt, en hefur þó ekki viljað synja fyrir, að það hafi farið fram. Ebenezer kveður starfsmenn fyrirtækisins segja öllum, sem þeir flytja fyrir, að rétt sé að tryggja slíkan varning. Hann kveðst einnig hafa sagt stefnanda þetta, áður en þúslóð hans var flutt til Reykjavíkur, þó að hann muni ekki, hvar eða með hverjum hætti það samtal fór fram. Ebenezer kveður stefn- anda hafa sagt sér sama kvöldið og búslóðin kom til Reykjavíkur, að greindir munir hefðu skemmzt. Kveður hann þá hafa rætt málið og kveðst ekki hafa skilið stefnanda betur en svo, að hann, þ. e. stefnandi, teldi hér vera um sína eigin sök að ræða, þar sem hann hefði ekki tryggt vörurnar. Kveður Ebenezer stefnanda jafnframt hafa getið þess, að hann hefði orðið of seinn að tryggja vörurnar, en þetta hafi verið á laugardegi og búið hafi verið að loka vátryggingarskrifstofunni á Ísafirði. Ebenezer kveðst telja, að í þeirri ábendingu til viðskiptavina, að þeir þurfi að tryggja vörur sínar, felist það, að fyrirtækið Gunnar og Ebenezer h/f undanskilji sig ábyrgð á farminum í flutningnum. Ekki kveðst Ebenezer vita, hvort fylgibréf hafi verið gefið út í sambandi við flutninginn. Kröfur stefnanda eru í fyrsta lagi byggðar á því, að fyrirtækið Gunnar og Ebenezer hafi tekið að sér flutning á munum þeim, sem fyrir skemmdunum urðu, gegn gjaldi, og beri því fyrirtækið og ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar, sem flutti munina, stefndi Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, óskipta fébótaábyrgð á tjóninu samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 67. gr. og 1. og 2. migr. 74. gr. umferðarlaga. Er því haldið fram í þessu sambandi, að ógætilegur akstur hafi valdið tjóninu. Er því mótmælt, að stefnandi sé á nokkurn hátt meðvaldur eða meðábyrgur fyrir tjóninu, enda hafi bifreiðarstjóri sá, sem varninginn flutti, séð um fermingu bif- reiðarinnar. Verði eigi á þetta fallizt, þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að ábyrgð verði felld á stefnda Gunnar og Eben- ezer h/f sem farmflytjanda með lögjöfnun frá ákvæðum 96. gr. og 103. gr. siglingalaga. Verði heldur eigi á þetta fallizt, þá er 1249 fébótaábyrgð stefnda Gunnars og Ebenezers h/f byggð á því, að tjónið stafi af ógætilegum akstri bifreiðarstjórans á Í 248, er verið hafi starfsmaður fyrirtækisins, en á slíku tjóni beri stefndi Gunnar og Ebenezer h/f ábyrgð sem vinnuveitandi. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að tilvik það, sem hér er fjallað um, falli ekki undir ábyrgðarreglur 67. gr. umferðarlaga. Tjónin hafi ekki hlotizt af ökuóhappi, sem stafi af hinum sér- stöku hættueiginleikum bifreiðar, heldur hafi það orðið sökum eðlis munanna og hins lélega ástands þeirra. Þá er því og haldið fram, að tjónið verði ekki rakið til þess, hvernig hleðslu munanna í bifreiðina war háttað. Fari svo, að ábyngðarregla 67. gr. um- ferðarlaga werði talin taka til tilviks þessa, þá er því haldið fram af hálfu stefndu, að bætur beri að fella niður eða lækka samkvæmt ákvæði 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, þar sem stefnandi hafi sjálfur þekkt vel ástand munanna og hafi séð um hleðslu þeirra á bifreiðina ásamt bifreiðarstjóranum. Einnig er bent á það í þessu sambandi, að stefnandi sé kaupmaður og hafi vitað, hvernig búa þurfti um munina, en hann hafi í sama skipti einnig flutt með bifreiðinni verzlunarvarning. Þá er því haldið fram af hálfu stefndu, að eigi sé í tilviki þessu grundvöllur til að beita lögjöfnun frá reglum siglingalaga, en ef svo verði gert, þá beri að sýkna stefnda Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f af kröfum stefnanda. Þá er því haldið fram af hálfu stefndu, að eigi sé grund- völlur til að fella á ábyrgð samkvæmt reglu íslenzks réttar um fébótaábyrgð vinnuveitanda á skaðabótaskyldum verkum starfs- manna sinna, en ef það verði gert, þá beri að sýkna stefnda Sjó- vátryggingarfélag Íslands h/f af kröfum stefnanda og verði þá heldur eigi dæmdur lögveðréttur í bifreiðinni Í 248. Þá var því að lokum haldið fram af hálfu stefndu, að þótt talið verði, að grundvöllur fébótaábyrgðar kunni að hafa verið fyrir hendi, þá hafi fyrirsvarsmenn stefnda Gunnars og Ebenezers h/f bæði munnlega og með fyrirvara í fylgibréfi, sem stefnanda hafi verið afhent, undanskilið sig ábyrgð á tjóni á munum þeim, sem fluttir voru fyrir stefnanda, en verði það talið ósannað, hafi stefnanda mátt vera ljóst, að fyrirtækið undanskildi sig slíkri ábyrgð, og verði eftir öllum atvikum að líta svo á, að um það hafi stofnazt samningur með aðiljum. Það er ágreiningslaust, að tjón hafi orðið á útvarpsgrammófóni þeim og slaghörpu, sem fyrirtækið Gunnar og Ebenezer h/f flutti fyrir stefnanda frá Ísafirði til Reykjavíkur. Fyrirtækið fram- kvæmdi flutning þennan gegn endurgjaldi. Verður því að telja, 79 1250 að stefnda Gunnari og Ebeezer h/f beri samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 67. gr. umferðarlaga að bæta stefnanda tjón það, sem á munum þessum varð í flutningnum. Gegn andmælum stefnanda er ósannað, að hann hafi fengið í hendur fylgibréf, þar sem fyrir- tækið hafi undanskilið sig ábyrgð á slíku tjóni. Er og ósannað, að fyrirsvarsmenn fyrirtækisins hafi með öðrum hætti undanskilið sig slíkri ábyrgð eða að stefnanda hafi mátt vera ljós vilji þeirra til þess. Það verður að telja, að stefnandi hafi sýnt af sér nokkurt andvaraleysi við umbúnað munanna undir flutning, og að meta verði það honum til lækkunar bóta samkvæmt ákvæði 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Eftir öllum atvikum þykir sétt, að stefnandi beri tjón sitt sjálfur að %4 hluta, en stefndi Gunnar og Ebenezer h/f bæti honum % hluta þess. Undir rekstri málsins hefur verið fallið frá tölulegum mótmælum gegn fjárhæð dómkröfu stefn- anda, eins og hún er endanlega sett fram. Verður (því að leggja tilgrundvallar, að tjón stefnanda hafi numið samtals kr. 21.000.00, tjónið á slaghörpunni kr. 7.500.00 og tjónið á útvarpsgrammótón- inum kr. 13.500.00, eins og það er sundurliðað af stefnanda. Verður stefndi Gunnar og Ebenezer h/f því dæmdur til að greiða stefnanda kr. 15.750.00, og samkvæmt ákvæði 2. mgr. 74. gr. um- ferðarlaga verður stefndi Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f sem ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar Í 248, sem munina flutti, dæmdur til að greiða fjárhæð þessa óskipt með stefnda Gunnari og Ebenezer h/f. Þá verða stefndu og dæmdir til að greiða óskipt 7"% ársvexti af hinni dæmdu fjárhæð frá 1. september 1966 til greiðsludags og málskostnað, sem álkveðst kr. 5.800.00. Á stefn- andi lögveðrétt í bifreiðinni Í 248 fyrir dæmdum fjárhæðum samkvæmt ákvæði 69. gr. umferðarlaga. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Jóhanni J. Ólafssyni forstjóra og Ottó Ryel hljóðfærasmíðameistara. Dómsorð: Stefndu, Gunnar og Ebenezer h/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, greiði in solidum stefnanda, Guðmundi Kjartans- syni, kr, 15.750.00 með 7% ársvöxtum frá 1. september 1966 til greiðsludags og kr. 5.800.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Á stefnandi lögveðrétt í bifreiðinni Í 248 fyrir dæmdum fjárhæðum. 1251 = Föstudaginn 7. nóvember 1969. Nr. 213/1968. Dánarbú Sigtryggs Péturssonar (Ragnar Steinbergsson hrl.) gegn Helga Hálfdánarsyni og Bæjarstjóranum á Húsavík f. h. Húsavíkurkaupstaðar (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lóðamörk. Dómur Hæstaréttar. Áfryjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. október 1968, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. nóv- ember 1968. Gerir hann þær dómkröfur, sem nú skal greina: Aðalkrafa: A3 lóðamörk milli húsanna nr. 13 og 15 við Garðarsbraut, Húsavík, verði ákvörðuð af línu, sem dregin verði hornrétt á Garðarsbraut í átt til Ketilsbrautar í 3.15 metra fjarlægð frá tröppum norðan húss áfrýjanda (upp- haflega) og um leið í 3.15 metra fjarlægð frá suðurhlið húss stefnda Helsa Hálfdánarsonar. Varakrafa: Að áðurnefnd lína verði dregin í 3.15 metra fjarlægð frá norðurhlið húss áfrýjanda, Garðarsbraut 15. Í öðru lagi er það krafa áfrýjanda, að stefnda Helga verði dæmt að fjarlægja girðingu þá, sem hann setti upp milli hús- anna nr. 13 og 15 við Garðarsbraut, innan 30 daga frá upp- sögu dóms þessa að viðlögðum hæfilegum dagsektum. Áfrýjandi krefst loks málskostnaðar úr hendi stefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða þeim máls- kostnað í Hæstarétti. Með grunnlóðarbréfi 22. nóvember 1923, þinglesnu, seldi hreppsnefnd Húsavíkurhrepps Páli Jónssyni á erfðaleigu grunnlóð að stærð 324 fermetrar. „Hún er rétthyrndur fer- hyrningur 18 X< 18 metrar og ákvörðuð þannig: Suðaustur- 1252 hlið lóðarinnar er 3 metra frá suðausturstafni brauðgerðar- húss, er lóðarhafi hefur reist á lóðinni, en þá tekur við þeim megin vegarstæði milli þeirrar lóðar og grunnlóðar Björns Jósefssonar héraðslæknis, Suðurhliðin er 4 metr frá fram- hlið hússins, þeirri sem veit að aðalvegi“. Á byggingarnefndarfundi Húsavíkur 15. april 1925 var bókuð svohljóðandi ályktun: „Framlögð umsókn Páls bakara Jónssonar, dags. 7. þ. m., ásamt ágætum uppdrætti, um að mega lengja íbúðarhús sitt um 8 álnir norður og byggja port á því samkvæmt uppdrættinum. Nefndin leyfði þetta“. Páli bakara Jónssyni var eigi seldur á leigu grunnlóðarauki til samræmis ályktun byggingarnefndar. Páll bakari jók hús sitt samkvæmt leyfinu, Páll seldi síðar Marinó Sigurðssyni bakara hús sitt við Garðarsbraut nr. 15 ásamt grunnlóðar- réttindum, en Marinó seldi hinn 7. apríl 1936 Sigtryggi Pét- urssyni bakara nefnda fasteign. Samkvæmt leyfi byggingar- nefndar reif Sigtryggur Pétursson hús sitt, nr. 15 við Garð- arsbraut, á árinu 1962 og reisti þar verzlunar- og íbúðarhús. Samkvæmt vottorði byggingarfulltrúa Húsavíkur, dags. 12. október 1969, var nýbyggingin „byggð allt að norðurmörk- um húsgrunnsins, sem þar stóð áður (grunns gamla brauð- serðarhússins), þó þannig, að nýbyggingin nær ekki yfir undirstöður að tröppum, sem voru norðan við gamla húsið“. Með grunnlóðarbréfi 30. desember 1929 var Bjarna Bene- diktssyni kaupmanni, Húsavík, seld á erfðaleigu grunnlóð „sumpart meðfram aðalgötu suður að norðurmörkum grunn- lóðar Bakarahúss (nr. 5)“. Er ágreiningslaust, að þetta er grunnlóðin nr. 13 við Garðarsbraut og að stefndi Helgi Hálf- dánarson er réttartaki Bjarna Benediktssonar að lóð þessari. Byggði stefndi Helgi Hálfdánarson hús á lóðinni 1947, að fengnu leyfi byggingarvalda. Var staða hússins á lóð nr. 13 ákveðin þannig, að yfir 6.30 m væri milli þess húss og húss- ins nr. 15 við sömu götu, sbr. 16. gr. byggingarsamþykktar fyrir Húsavíkurkauptún nr. 57/1939. Stefndi Helgi Hálfdán- arson tók þegar á árinu 1951 að æskja þess, að grunnlóð hans væri mæld og afmörkuð, en framkvæmd verksins dróst á langinn. Byggingarfulltrúi Húsavíkurkaupstaðar mældi loks 1253 grunnlóð stefnda Helga Hálfdánarsonar sumarið 1958 ásamí lóðarauka, sem stefnda Helga hafði verið veittur að Ketils- braut. Lagði mælingarmaður til grundvallar, að mörkin milli grunnlóðanna nr. 13 og nr. 15 við Garðarsbraut væru þau, sem greindi í áðurgreindu grunnlóðarbréfi Páls Jónssonar, réttarleifanda Marinós Sigurðssonar og Sigtryggs Pétursson- ar, og svo Í grunnlóðarbréfi Bjarna Benediktssonar, réttar- leifanda stefnda Helga Hálfdánarsonar. Markalinan milli hús- anna var samkvæmt þessu sett 5.20 metra sunnan við húsið nr. 13 og 2.85 metra frá norðurvegg gamla brauðgerðarhúss- ins. Á þessari markalínu lét stefndi Helgi Hálfdánarson setja niður girðingu mótmælalaust af hendi Sigtryggs Pétursson- ar, sem tók þátt í girðingarkostnaði. Svo sem rækilega er rakið í héraðsdómi, hófust deilur með eigendum húsanna nr. 13 og nr. 15 við Garðarsbraut un mörkin milli fasteigna þessara á árinu 1962, er Sigtryggur Pétursson tók að reisa nýhýsi sitt á grunnlóðinni nr. 15. Byggingarnefnd Húsavíkur gerði í tilefni af ágreiningi þess- um svohljóðandi ályktun á fundi sínum 18, júlí 1962: „Skipt- ing bilsins milli umræddra húsa nr. 13 og 15 við Garðars- braut er þannig til orðin, að nr. 13, sem seinna var byggt, fékk lóð að mörkum lóðarinnar, sem eldra húsinu hafði verið úthlutað á sínum tíma“. Í máli þessu liggur þannig ljóst fyrir, að bæjarstjórn Húsa- víkur hefur veitt stefnda Helga Hálfdánarsyni grunnlóðar- réttindi að markalínu þeirri, sem girðingin milli húsanna nr. 13 og nr. 15 við Garðarsbraut segir til um, og að upp- setning girðingar þessarar var samþykkt í verki af hendi Sigtryggs Péturssonar. Að svo vöxnu máli ber að taka kröfur stefndu um sýknu til greina.. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda Helga Hálfdán- arsyni málskostnað, sem ákveðst kr. 12.000.00 í héraði og kr. 35.000.00 í Hæstarétti. Eigi eru efni til að dæma stefnda bæjarstjóranum á Húsa- vík f. h. Húsavíkurkaupstaðar málskostnað. 1254 Dómsorð: Stefndu, Helgi Hálfdánarson og bæjarstjórinn á Húsa- vik f. h, Húsavíkurkaupstaðar, eiga að vera sýknir af kröfum áfrýjanda, dánarbús Sigtryggs Péturssonar, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefnda Helga Hálfdánarsyni máls- kostnað í héraði, kr. 12.000.00, og í Hæstarétti, kr. 35.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur aukadómþings Húsavíkur og Þingeyjarsýslu 17. maí 1968. Ár 1968, föstudaginn 17. maí klukkan 1600, var í aukadómþingi Þingeyjarsýslu og Húsavíkur, sem haldið var í skrifstofu em- bættisins í Húsavík af Jóhanni Skaptasyni, sýslumanni og bæjar- fógeta, og meðdómsmönnunum Guðmundi S. Guðmundssyni tæknifræðingi og Úlfi Indriðasyni hreppstjóra, kveðinn upp dóm- ur í málinu nr. 7/1965: Merkjadómsmálinu Sigtryggur Pétursson, nú dánarbúi Sigtryggs Péturssonar, gegn Helga Hálfdánarsyni og bæjarstjóranum í Húsavík f. h. Húsavíkurkaupstaðar. Mál þetta, sem dómtekið var 10. þ. m., höfðaði Sigtryggur Pét- ursson bakarameistari, Garðarsbraut 15, Húsavík, fyrir merkja- dómi Húsavíkur með stefnu, útgefinni 12. maí 1965, gegn Helga Hálfdánarsyni lyfsala, til heimilis að Sólheimum 45, Reykiavík, og bæjarstjóranum í Húsavík fyrir hönd Húsavíkurbæjar til við- urkenningar á lóðamerkjum milli húseignanna Garðarsbrautar nr. 15, sem er eign stefnanda, og Garðarsbrautar nr. 13, sem þá var eign stefnda Helga Hálfdánarsonar. Málið var dæmt í undirrétti hinn 2. desember 1965. Því var síðan áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 5. júlí 1966, að fengnu áfrýjunarleyfi 10. júlí s. á. Krafðist áfrýjandi heimvísunar og ómerkingar héraðsdóms. Upplýst var, að meðdómandinn Stefán Sörensson hafði setið bæjarstjórnarfund Húsavíkurkaupstaðar hinn 11. nóvember 1964, þar sem rætt var um lóðina nr. 15 við Garðarsbraut, og greitt atkvæði, meðal annars um stærð hennar. Var héraðsdómur því 1255 ómerktur og meðferð málsins í héraði frá og með þinghaldi 20. október 1965, er meðdómendur í héraði voru tilnefndir. Málið war síðan aftur upp tekið fyrir merkjadóminum hinn 23. nóvember 1967, og varð þá Guðmundur S. Guðmundsson tæknifræðingur, Húsavík, meðdómandi í stað Stefáns Sörenssonar. Sammæli var um það, að Úlfur Indriðason sæti áfram í dóm- inum. Stefnandinn gerir þær kröfur, að lóðamörk húsanna nr. 15 og nr. 13 við Garðarsbraut verði ákveðin þannig, að dregin verði lína á milli lóðanna hornrétt á Garðarsbraut í átt til Ketilsbrautar, sem sé Í 3.15 metra fjarlægð frá tröppum norðan við upphaflegt hús hans og ráði sú lína lóðamörkum. Til vara krefst hann þess, að umrædd lóð verði dregin í 3.15 metra fjarlægð frá norðurhlið upprunalega hússins að fráðregn- um áðurigreindum tröppum. Þá krefst stefnandinn þess, að stefndi Helgi Hálfdánarson verði dæmdur til að fjarlægja girðingu þá, er hann setti upp á lóð stefnanda (sic), innan 30 daga frá dómsuppsögu að viðlögðum dagsektum, enda hafi hann eigi verið í góðri trú með staðsetn- ingu girðingarinnar. Að lokum krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu eftir framlögðum reikningi eða mati dómsins. Stefndi Helgi Hálfdánarson krefst algerrar sýknu af öllum kröf- um stefnanda. Einnig krefst hann hæfilegs málskostnaðar sam- kvæmt mati dómsins og verði þar tekið tillit til ferðakostnaðar lögmanns hans. Stefndi bæjarstjórinn í Húsavík f. h. Húsavíkurkaupstaðar krefst sýknu af öllum kröfum stefnandans. Einnig krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins. Tildrög máls þessa eru þau, að árið 1923 sótti Páll Jónsson, bakari í Húsavík, um lóð til byggingar brauðgerðar og íbúðarhúss í Húsavík. Hinn 22. nóvember sama ár var Páli með lóðarleigu- samningi leigð lóð, sem nú er nr. 15 við Garðarsbraut. Stærð lóðarinnar var ákveðin 18 X 18 metrar, eða 324 fermetrar. Hinn 7. apríl 1925 sótti Páll Jónsson um leyfi til þess að lengja íbúðar- hús sitt um 8 álnir til norðurs. Byggingarnefnd Húsavíkur heimilaði umbeðna lengingu á fundi 15. apríl 1925. Fyrst á árinu 1942 sótti stefnandi máls þessa, sem þá var orð- inn eigandi húseigna Páls Jónssonar bakara, um leyfi til þess að byggja viðbótarbyggingu við suðausturstafn húss síns, 10 metra 1256 langa og jafnbreiða húsinu (Málsskjalið segir 16 metra, en upplýst var í munnlega málflutningnum, að 10 metrar væri rétt). Leyfði byggingarnefnd þetta á fundi 6. janúar 1942. Árið 1946 sótti stefnandi um leyfi til þess að byggja 15 metra byggingu austur af viðbyggingunni, sem leyfð hafði verið 4 árum áður. Byggingarnefnd leyfði það. Stefnandi fékk útgefinn lóðarleigusamning á árinu 1953 vegna breytinga þeirra, sem heimilaðar höfðu verið árin 1942 og 1946. Þar er stærð lóðar ákveðin 982 fermetrar. Árið 1943 sótti Helgi Hálfdánarson lyfsali, þá nýfluttur til Húsavíkur, um lóð undir lyfjabúð. Árið 1947 var honum veitt lóðin nr. 13 við Garðarsbraut, og byggði hann á lóðinni. Var staða hússins á lóðinni ákveðin af tveim trúnaðarmönnum byggingarnefndar, og ákváðu þeir fjarlægð milli húsanna nr. 13 og nr, 15 6.30 metra með það fyrir augum, að eigin sögn, að full- nægt væri brunavarnarsamþykkt bæjarins. Hinn 15. júní 1951 ritaði Helgi Hálfdánarson bæjarstjóra Húsa- víkur út af því, að lóð hans við Garðarsbraut 13 hafi ekki verið mæld og afmörkuð. Á fundi byggingarnefndar 25. september 1951 er byggingarfulltrúa bæjarins falið að mæla lóðina nákvæm- lega daginn eftir. Það mun þó ekki hafa verið framkvæmt að sinni. Árið 1955 sótti Helgi Hálfdánarson um lóðarauka að Ketils- braut. Var það weitt, eftir að skipulagsstjóri hafði staðfest til- lögur byggingarnefndar þar að lútandi. Byggingarfulltrúi Húsa- víkurkaupstaðar mældi lóðina sumarið 1958, og lét Helgi Hálf- dánarson girða lóðina samkvæmt þeirri mælingu. Eigendur hús- anna nr. 11 og 15 við Garðarsbraut greiddu sinn hluta í girðingar- kostnaðinum. Hinn 17. febrúar 1959 fékk Helgi síðan útgefinn lóðarleigu- samning fyrir lóð nr. 13 við Garðarsbraut. Markalína milli hús- anna nr. 13 og 15 var samkvæmt mælingu byggingarfulltrúa ákveðin 5.20 metra sunnan hússins nr. 13, og var fyrrnefnd girðing sett þar niður. Þegar girt var, var stefnandi máls þessa sjúklingur og kveður sig ekki hafa vitað um staðsetningu girð- ingarinnar. Stefnandi sótti um leyfi til endurbyggingar gamla hússins að Garðarsbraut 15 fyrri hluta ársins 1962 sem werzlunar- og íbúð- arhúsnæðis. Lagði hann fram teikningar. Féllst byggingarnefnd á umsóknina, og skyldi byggt á sama grunni sem gamla húsið hafði staðið á. 1257 Hinn 10. júlí 1962 ritaði Helgi Hálfdánarson bæjarstjórn og tjáði henni, að hann gæti ekki fallizt á, að byggt yrði á lóð Garðarsbrautar 15 nær lóðarmörkum sínum en 3.15 metra. Bygg- ingarnefnd svaraði, að heimilt væri samkvæmt byggingarsam- þykkt Húsavíkur að byggja að lóðamörkum, ef byggingin væri með eldvarnarvegg við mörkin. Stefnandi ritaði bæjarstjórn bréf 17. sama mánaðar í tilefni af bréfi Helga Hálfdánarsonar. Kvartaði hann þar yfir, að mörk milli lóðanna nr. 13 og 15 við Garðarsbraut hefðu ekki verið rétt sett niður, hefði átt að skipta bili milli húsanna til helminga. Óskaði hann leiðréttingar á þeim mistökum. Spurði hann einnig, hvort leyfilegt væri að byggja á lóðamörk, ef um brunagafl væri að ræða. Byggingarnefnd svaraði, að lóðamörk væru þannig til orðin, að hús nr. 13 hefði fengið lóð að mörkum lóðar nr. 15, sem því húsi hefði verið úthlutað á sínum tíma. Spurningu stefnanda varðandi byggingu á lóðamörk var svarað játandi. Helgi Hálfdánarson ritaði bæjarstjórn 19. sama mánaðar og mótmælti niðurstöðu byggingarnefndar í svari við bréfi hans frá 10. sama mánaðar. Síðar á sumrinu 1962 sótti stefnandi um leyfi til þess að byggja forstofu norðan við nýbygginguna á Garðarsbraut 15. Forstofuhúsið átti að vera með eldvarnarvegg 35 cm frá lóða- mörkum. Byggingarnefnd tók umsóknina fyrir á fundi 5. sept- ember og veitti leyfi til byggingarinnar með því skilyrði, að um- sækjandi tæki á sig skaðabótaábyrgð gagnvart nágranna Í sam- bandi við forstofubygginguna. Bæjarstjórn wísaði þessari af- greiðslu byggingarnefndar til umsagnar skipulagsstjóra, sem svar- aði 27. september og taldi sig eigi geta mælt með erindinu. Taldi hann skilyrði byggingarnefndar Húsavíkur um skaðabótaábyrgð eðlilegt og réttmætt. Bæjarstjórn Húsavíkur tók síðan mál þetta fyrir að nýju hinn 17. október og synjaði þá umsókn stefnanda um forstofubygg- inguna. Stefnandi hafði þá látið grafa fyrir eldvarnarveggnum. Dómarar í máli þessu fóru á staðinn hinn 23. nóvember 1967 ásamt málflutningsmönnum aðilja og athuguðu staðhætti. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að ranglega hafi verið sett niður girðingin milli lóðanna 13 og 15 sumarið 1958 og gengið á rétt hans með því. Samkvæmt lóðarleigusamningi, dagsettum 22. nóvember 1923, var Páli Jónssyni leigð lóð að flatarmáli 324 ferm, eða 18 X 18 metrar. 1258 Eigi hefur komið fram, að breyting hafi verið gerð á lóðarstærð árið 1925, þegar Páli Jónssyni var heimiluð lenging húss síns til norðurs um 8 álnir, og eigi verður því fundinn staður, að leyfi til lengingar hússins hafi sjálfkrafa haft í för með sér breytingu á lóðarstærð, þar sem lenging hússins rúmaðist á hinni veittu lóð samkvæmt lóðarsamningnum frá 22. nóvember 1923. Lóðar- samningur þessi var ekki innfærður í veðmálabækur fyrr en 3. desember 1926, og var því nægur tími til breytinga á honum, ef lóðarsali eða lóðarhafi hefði álitið, að leyfi til lengingar húss- ins hefði haft nokkrar breytingar á lóðarstærð í för með sér. Þær breytingar, sem síðar hafa verið gerðar á lóð nr. 15 við Garðarsbraut, hafa í engu hróflað við mörkum hennar til norð- urs. Það var því eðlilegt, er byggingarfulltrúi mældi út lóðina nr. 13 við Garðarsbraut, að hann afmarkaði hana til suðurs að Þþinglesnum og ómótmæltum mörkum nágrannalóðarinnar. Þá verður eigi fallizt á, að mæling Sigurðar Egilssonar og Páls Kristjánssonar, er þeir ákváðu stað húss Helga Hálfdánarsonar, hafi valdið breytingu á lóðamörkum. Eins og fram kemur af dóms- skjali nr. 8, var sjónarmið þeirra það, að fjarlægðin milli hús- anna stæðist fyrirmæli brunavarnarsamþykktar. Þá verður að telja eðlilegt, að girðingin milli lóða nr. 13 og 15 væri sett niður á þeim mörkum, sem byggingarfulltrúi bæi- arins mældi út, þ. e. á hinum gömlu mörkum lóða Bjarna Bene- diktssonar og Páls Jónssonar. Það er upplýst í málinu, að stefnda Helga Hálfdánarsyni var af réttum aðiljum úthlutað lóð þeirri, sem Bjarni Benediktsson hafði áður haft til umráða, að lóðarmörkum hinnar fornu lóðar Páls Jónssonar bakara og að girðingin um lóð stefnda Helga var sett niður á þeim mörkum, sem eru 2.85 m frá norðurvegg hins gamla brauðgerðarhúss, og að lóð þess húss fékk aldrei úthlutað viðbót til norðurs inn á lóð þá, sem stefnda var úthlutað. Málflutningsmaður stefnandans hefur í sínum munnlega mál- flutningi haldið því fram og lagt á það áherzlu, að þar sem gamla bakaríið hafi nú staðið svo lengi á þessum stað, hafi það unnið með hefð lóðarréttindi alla leið 3.15 metra norður fyrir tröppur gamla brauðgerðarhússins og hafi því verið óheimilt að úthluta stefnda þeim hluta lóðar hans, sem liggur sunnan þeirrar línu, og eigi hann því að tildæmast stefnandanum. Dómurinn fellst ekki á þetta sjónarmið. Stefnandinn hefur engin umráð haft yfir þessari lóðarspildu, og öll skilyrði til hefðar skortir. 1259 Hin ólöglega staða gamla hússins hefur ekki áunnið því neinn rétt frá nágrannalóðinni, en byggingaryfirvöldum ber að sjá um það, að við endurbyggingu á lóðinni verði hin nýja bygging set! niður lögum samkvæmt, þótt gamla byggingin hafi staðið ólög- lega. Nýbyggingar á suðausturhluta lóðar nr. 15 hafa verið settar niður að kalla fast við lóðamörk við nr. 17 og með gluggum út að þeirri lóð. Ef skilningur málflutningsmanns stefnandans væri réttur, ætti hús nr. 15 að vera að vinna sér með ólöglegri stöðu sinni lóð frá húsinu nr. 17. Það er því álit dómsins, að sýkna beri stefndu í máli þessu af öllum kröfum stefnanda. Þá þykir rétt að dæma stefnanda til greiðslu alls kostnaðar máls þessa, þar með talin málsvarnarlaun lögmanna hinna stefndu, sem þykja hæfilega ákveðin með tilliti til ferðakostnaðar krónur 12.000.00 til lögmanns Helga Hálfdánar- sonar, hæstaréttarlögmanns Þorvalds Þórarinssonar, og krónur 4.000.00 til lögmanna Húsavíkurkaupstaðar. Því dæmist rétt vera: Stefndu, Helgi Hálfdánarson og bæjarstjórinn í Húsavík fyrir hönd Húsavíkurkaupstaðar, skulu sýknir af kröfum stefnanda, dánarbús Sigtryggs Péturssonar. Stefnandi, dánarbú Sigtryggs Péturssonar, greiði allan kostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun Þorvalds Þór- arinssonar, kr. 12.000..00, og lögmanna Húsavíkurkaupstaðar, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 1260 Föstudaginn 7. nóvember 1969. Nr. 200/1968. Björn Magnússon (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Helga Skúlasyni og gagnsök (Ragnar Steinbergsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, birtri 2. desember 1968, krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 16. des- ember 1968. Hann gerir þær dómikröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 63.535.35 ásamt 8% árs- vöxtum frá 4. ágúst 1963 til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Eins og gögnum máls og atvikum öllum er háttað, þykir aðaláfrýjandi eiga að bæta tjón gagnáfrýjanda að % hlutum. Gagnáfrýjandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Vegna kostnaðar af viðgerð bifreiðar .. .. kr.18.735.35 2. Vegna afnotamissis bifreiðar 224 daga, kr. 200.00 á dag .. 2. ..0.00... 0... 2. — 44.800.00 Kr. 63.535.35 Fjárhæð 1. kröfuliðar er viðurkennd .. .. .. — 18.735.35 Tjón samkvæmt 2. kröfulið þykir hæfilega reiknað .. .. .. .. 2... 2... 2. 2. 2. -. — 10.000.00 kr. 28.735.35 og greiði aðaláfrýjandi gagnáfrýjanda þar af kr. 19.156.90 1261 ásamt 7% ársvöxtum frá 4. ágúst 1963 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 25.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Björn Magnússon, greiði gagnáfrýjanda, Helga Skúlasyni, kr. 19.156.80 ásamt 7% ársvöxtum frá 4. ágúst 1963 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 7. ágúst 1968. Ár 1968, miðvikudaginn 7. ágúst, setti Ásmundur S. Jóhanns- son fulltrúi bæjarþing Akureyrar í skrifstofu embættisins og hélt það með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið málið nr. 79/1967: Helgi Skúlason gegn Birni Magnússyni, og var í málinu kveðinn upp svohljóðandi dómur: Mál þetta, sem dómtekið war upphaflega 12. janúar 1968, end- urupptekið 31. s. m. og dómtekið endanlega 6. f. m. að lokinni vettvangsskoðun og munnlegum málflutningi, er höfðað fyrir aukadómþingi Skagafjarðarsýslu með stefnu, birtri 3. ágúst 1967, af Helga Skúlasyni augnlækni, Akureyri, gegn Birni Magnússyni bifreiðarstjóra, Norðurgötu 14, Siglufirði, til greiðslu skaðabóta vegna bifreiðaárekstrar að upphæð kr. 63.535.35 auk 8% árs- vaxta frá 4. ágúst 1963 til greiðsluðags og málskostnaðar að skað- lausu eftir reikningi eða mati dómara. Málið var þingfest 8. september 1967 á aukadómbþingi Skaga- fjarðarsýslu, sem haldið var að Ketilási í Holtshreppi. Umboðs- menn aðilja sættust á, að málið yrði flutt fyrir bæjarþing Akur- eyrar, og var málið tekið fyrir 2. október 1967 hér á bæjarþingi. Stefndi krefst aðallega sýknu og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómara, en til vara, að sök verði skipt, stefnukröfur stórlækkaðar og málskostnaður falli niður. Stefnandi kveður tildrög málsins vera þau, að hinn 4. ágúst 1963 hafi hann verið á leið akandi frá Siglufirði í bifreið sinni, A 82, sem var ný fólksbifreið af gerðinni Chevy 11. Er hann var í nánd við Hraun í Holtshreppi, mætti hann vörubifreiðinni F 88, 1262 sem stefndi ók. Stefnandi athugaði möguleika til að mætast, og reyndist vera útskot á veginum, vestari vegarbrún. Nam stefn- andi staðar á austari vegarbrún og beið vörubifreiðarinnar. Telur stefnandi, að vörubifreiðin hafi ekið allgreitt og ekki hægt ferð- ina, begar hún mætti bifreið hans. Hafi stefnda þá fatazt stjórn bifreiðar sinnar, svo að afturhluti hennar rakst á bifreið stefn- anda framanverða með þeim afleiðingum, að hún skemmdist all- mikið. Stefnandi gaf skýrslu fyrir dómi 11. september 1964 um slys þetta, og kvaðst hann þá hafa stöðvað bifreið sína, áður en F 88 komst á hlið við bifreið hans, eða um 2 til 3 bíllengdum áður, miðað við fólksbifreið. Taldi hann þá, að F 88 hefði verið ekið ógætilega, það er bæði of hratt og hún hafi vikið of seint og illa. Hafi hann, þ. e. stefnandi, þá verið með bifreið sína alveg út við vegarbrún. Þetta hafi stefndi athugað og hafi hann ekkert haft við staðsetningu bifreiðarinnar að athuga. Stefndi taldi þá, að stefnandi hefði átt að stanza við heimreiðina að Hraunum, en stefnandi kvaðst hafa verið kominn talsverðan spöl fram hjá og hafi verið jafngott að mætast, þar sem þeir voru, en svo til slétt hafi verið út af veginum að vestan, en þar tók við slétt valllendis- flöt, og svaraði stefndi þessu engu, þegar stefnandi hélt þessu fram. Stefnandi taldi, að unnt hefði verið að mætast þarna, ef farið hefði verið varlega. Varðandi hraða F 88 áleit stefnandi, að hann hefði verið meiri en 25 til 30 km miðað við klukkustund. Hinn 4. ágúst 1965 gaf stefnandi skýrslu hjá lögreglunni í Siglufirði um slysið. Taldi hann þá, að útskot hefði verið vestan vegarins og nægilegt svigrúm til að mætast. Stefnandi kvað stefnda þá hafa talið orsök árekstrarins hafa verið þá, að vinstra afturhjól F 88 hafi lent á jarðföstum steini, um leið og hann ók fram hjá A 82, og hafi bifreiðin við það kastazt til hliðar, og lenti stefndi á allhvassri steinnibbu, ca. 8 cm hérri, í slóð vinstri hjóla F 88 við útskotið. Hélt stefnandi því þá fram einnig, að bifreið hans hefði verið kyrrstæð. Daginn áður en nefnd lögregluskýrsla var gerð, fóru aðiljar frá Siglufirði ásamt Braga Magnússyni lögregluvarðstjóra inn í Fljót til að framkvæma mælingar og gera uppdrætti vegna slyss- ins. Benti stefnandi þá á stað á þjóðveginum ca. 1.100 m sunnan við heimreiðina að Hraunum og kvað áreksturinn hafa orðið þar. Þarna hagaði svo til, að dálítill halli var á veginum til suðurs og vestan við hann rúmgott útskot. Hins vegar taldi stefnandi, að aðstæður hefðu breytzt síðan 4. ágúst 1963 til hins verra, þar sem 1263 borið hefði verið ofan í sjálfan veginn, þannig að halli væri meiri vestur á útskotið. Stefndi benti á stað þann, sem slysið hefði orðið á, 28 m sunnan við heimreiðina að Hraunum. Þarna var vegurinn beinn á nokkrum kafla og hallaðist til suðurs, en ekki var útskot á veginum. Breidd vegar var 4 m. Stefndi benti á jarðfastan stein á vestari vegarbrún, sem hann kvað bifreið sína hafa kastazt til á, er áreksturinn varð. Stefndi kveður bifreið sína hafa verið með malarhlass á palli og hafi bifreiðin ásamt hlassi vegið 10— 11 tonn. Í bifreiðinni hjá stefnda voru börn hans tvö, 10 og 12 ára að aldri. Stefndi ók sem leið liggur um bugðu á veginum og síðan upp aflíðandi halla, skammt áður en komið er að heimreiðinni að Hraunum. Hraði bifreiðar stefnda var um 25—-30 km miðað við klukkustund. Er stefndi kom í fyrrnefndan halla, veitti hann athygli fólksbifreið, er á móti kom, og gizkar hann á, að svona 40—50 metrar hafi verið milli bifreiðanna, er hann fyrst tók eftir fólksbifreiðinni. Fólksbifreiðinni var ekið með skikkanlegri ferð, og var hún kom- in 2—3 hbíllengdir suður fyrir heimreiðina að Hraunum, er bif- reiðarnar mættust, og var stefndi þá að komast í hábunguna á fyrrnefndum halla. Stefndi fylgdist gaumgæfilega með sínum vinstra vegarkanti, er hann mætti fólksbifreiðinni, og var hún á ferð, er bifreiðarnar mættust. Þar eð stefndi taldi útilokað að nema staðar yzt á vegarkantinum, hélt hann akstrinum áfram, og mun bifreið stefnda hafa farið upp á stein, sem var yzt Í vegarkantinum, en við það hefur bifreið hans hallazt til inn á veginn með þeim afleiðingum, að bifreiðarnar hafa rekizt saman. Stefndi varð var við það, að bifreið hans lyftist vinstra megin að aftanverðu, er hann ók yfir steininn, en í þessu rákust bifreið- arnar saman. Ekki hafði stefndi veitt umræddum steini athygli fyrir áreksturinn. Stefndi tók eftir því í hægri hliðarspegli bif- reiðar sinnar, að fólksbifreiðin var nú stöðvuð. Ók stefndi vöru- bifreið sinni inn á heimreiðina að Hraunum og fór síðan að at- huga verksummerki. Fólksbifreiðin hafði dældazt á frambretti hægra megin og lukt brotnað. Í fólksbifreiðinni var aðeins einn maður, bifreiðarstjórinn Helgi Skúlason, augnlæknir frá Akur- eyri, sem stefndi þekkti í sjón. Stefndi vildi fara að Hraunum og hringja í lögreglu á Siglufirði, en stefnandi mátti ekki vera að því að bíða eftir því, þar sem honum lá svo mjög á að komast til Hofsóss. Ekki sá neitt á bifreið stefnda, þar sem afturdekk hægra megin hefur komið wið fólksbifreiðina. Þá voru óhreinindi 2 strokin af dekkinu á ákomustaðnum. Stefndi greinir frá því, að 1264 fólksbifreiðin hafi verið stödd norðan við heimreiðina að Hraun- um, er hann fyrst tók eftir fólksbifreiðinni. Stefnandi telur, að slysið hafi orðið fyrir gáleysi stefnda við aksturinn. Hann hafi ekki dregið úr hraðanum og ekki notfært sér útskot við veginn og ekið svo nærri bifreið stefnanda, að afturhluti vörubifreiðarinnar rakst í framhluta fólksbifreiðarinn- ar, sem stóð kyrr. Stefndi hafi ekki stöðvað bifreið sína, þótt hann samkvæmt eigin áliti sé á mjóum vegi, þar sem ekki hafi verið unnt að mætast, og að hann hafi ekki fylgzt með bifreið stefnanda vegna þess, að hann taldi sig þurfa að fylgjast með sínum vegarkanti. Stefndi byggir sýknukröfu sína þeim rökum, að stefnandi hafi ekki hirt um að nema staðar við heimreiðina að Hraunum, heldur ekið með um 40—50 km hraða suður vegarhallið, þar sem óger- -legt var að mætast. Hafi honum verið skylt að nema staðar við heimreiðina, en úr því sem komið var, hafi honum verið skylt að nema staðar og aka aftur á bak að heimreiðinni. Stefndi mót- mælti þeirri staðhæfingu stefnanda, að stefndi hafi ekið of hratt og gáleysislega og ekki dregið úr ferð svo og að stefnandi hafi þegar numið staðar, áður en bifreiðarnar mættust og rákust saman. Þann 6. júlí, sama dag og málið var flutt munnlega í hið seinna sinn, fór dómarinn ásamt umboðsmönnum aðilja vestur í Fljót og athugaði báða þá staði, sem til greina koma sem árekstrarstaðir. Á stað þeim, sem stefnandi telur árekstrarstað og lýst er á upp- drættinum á dómsskjali nr. 4, var lítil bugða og halli til suðurs og stórt útskot til vesturs. Á stað þeim, sem stefndi telur árekstr- arstað og lýst er á uppdrættinum á dómsskjali nr. 5, var halli til suðurs og hæð á mótum heimreiðarinnar að Hraunum og þjóð- vegarins. Vegurinn var þarna beinn. Land vestan vegar var grasi- vaxinn bali, sem hallaði frá vegi, og var vegurinn nær því í sömu hæð og landið vestan við, íþó litlu hærri. Jarðfastur steinn var í vesturhelmingi vegar um 17 fet frá vegarbrún. Dómurinn lítur svo á samkvæmt því, sem að framan greinir, að aðiljar, stefnandi og stefndi, eigi báðir sök á árekstrinum, og þykir eftir atvikum rétt, að þeir beri helming sakar hvor. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig, að kr. 18.735.35 séu vegna viðgerðar á bifreiðinni, og hafa verið lagðir fram sundur- liðaðir reikningar til stuðnings þessum lið. Enn fremur krefst stefnandi kr. 44.800.00 í bætur fyrir afnotamissi bifreiðarinnar, kr. 200.00 á dag í 224 daga, og er það innifalið í stefnukröfunni. 1265 Þessum lið hefur stefndi mótmælt sem of háum og hefur bent á, að samkvæmt reikningum haffi aðeins verið unnið í 12 daga við viðgerð á bifreiðinni. Auk þess hafi stefnandi átt aðra bifreið, sem hann hafi notað við starf sitt. Stefnandi hefur lagt fram vottorð B. S. A. verkstæðis h/f, Ak- ureyri, sem annaðist viðgerð á bifreið hans, og segir þar, að bif- reiðin hafi verið til viðgerðar frá 17. september 1963 til 24. apríl 1964 og hafi orsökin verið, að varahlutir fengust ekki hér á landi, og varð að panta þá frá Bandaríkjunum og sé viðtekin regla, að afgreiðslutími á slíkum pöntunum sé 3 til 6 mánuðir, enda hafi téðir varahlutir ekki borizt fyrr en í marzmánuði 1964 og þangað til hafi bifreiðin verið óðökufær. Að þessu athuguðu og þar sem fallast verður á það með stefnda, að honum beri ekki að fullbæta afnotamissi stefnanda á bifreið hans vegna tafa á viðgerð, er stafaði af vöntun varahluta, þykja bæturnar samkvæmt þessum kröfulið hæfilega metnar kr. 20.000.00. Úrslit málsins verða því þau, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda helming af kr. 18.735.35 plús 20.000.00, eða kr. 19.367.67, ásamt 7% ársvöxtum frá 4. ágúst 1963 til 1. janúar 1965 og 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1966 til greiðsludags svo og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 13.500.00, og er þar innifalinn ferðakostnaður og dagpeningar til stefnanda vegna þingfestingar málsins að Ketilási og aðiljayfirheyrrslu í Siglufirði, kr. 5.000.00, og ferðakostnaður, kr. 2.000.00 vegna vettvangsskoðunar. Dómsuppsaga hefur dregizt vegna anna dómarans við önnur embættisstörf. Dómsorð Stefndi, Björn Magnússon, greiði stefnanda, Helga Skúla- syni, kr. 19.367.67 ásamt 7% ársvöxtum frá 4. ágúst 1963 til 1. janúar 1965 og 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og síðan 7% ársvexti til greiðsludags og ikr. 13.500.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 80 1266 Föstudaginn 7. nóvember 1969. Nr. 129/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Þorgeiri Þorleifssyni (Ragnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og reglum um öxulþunga bifreiða. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa vitni gefið skýrslur fyrir dómi og nokkur ný gögn verið lögð fram, m. a. bréf Lög- gildingarstofunnar, dags. 23. september 1969, er starfsmaður hennar, Sigurður Axelsson, hefur staðfest, svohljóðandi: „Samkvæmt löggildingarbókum Löggildingarstofunnar var bilavog Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar við Ártúns- höfða, að tegund Landssmiðjan á Pfinster 30 tonn, löggilt i fyrsta sinn 14. október 1965 (þá ný vog) og síðan endur- löggilt 28. maí 1968, reyndist hún þá í fullkomnu lagi“. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 6.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 6 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og málflutn- ingslaun verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Þorgeir Þorleifsson, greiði 6.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 6 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 1267 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað staðfestist. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og málflutningslaun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 22. apríl 1969. Ár 1969, þriðjudaginn 22. apríl, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð war í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 163/1969: Ákæruvaldið gegn Þorgeiri Þorleifssyni, sem tekið var til dóms 17. þb. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 3. febrúar s.l, gegn ákærða „Þorgeiri Þorleifssyni bifreiðarstjóra, Barmahlíð 52, Reykjavík, fæddum 22. janúar 1916 að Þverlæk, Holtum, Rangárvallasýslu, fyrir ofhleðslu vöruflutningabifreið- anna R 20918 og R 358, svo sem hér greinir: 1. Þriðjudaginn 6. júní 1967, kl. 09.30, á bifreiðinni R 20918 á leiðinni frá Sandi og Möl í Mosfellssveit til Reykjavíkur, með því að heildarþyngd bifreiðarinnar reyndist við athugun á bíla- vog við Elliðaárvog vera 15.630 kg., þungi á framöxli 4.370 kg. og þungi á einföldum afturöxli 11.260 kg. 2. Miðvikudaginn 18. október 1967, um kl. 09.50, á bifreiðinni R 358 á leiðinni frá Helgafellsmelum í Mosfellssveit til Reykjavíkur, með því að heildarþyngd bifreiðarinnar reyndist við athugun á bílavog við Elliðaárvog vera 17.470 kg., þungi á framöxli 4.870 kg. og þungi á einföldum afturöxli 12.600 kg. Samkvæmt skráningarskírteini bifreiðarinnar er leyfður há- marksþungi á öxli 10.500 kg. og heildarþyngd bifreiðarinnar 16.000 kg., en leyfður hámarksþungi á öxli ökutækis á umræddri leið 10.000 íkg., sbr. auglýsingu frá vegamálastjóra 29. júlí 1967 um undanþágur frá 55. og 56. gr. laga nr. 26/1958, sbr. nú lög nr. 40/1968, um mestu breidd og hámarksöxulþunga bifreiða. 1268 Telst brot þetta varða við 2. mgr. 17. gr. og framangreinda auglýsingu vegamálastjóra frá 29. júlí 1967, sbr. 3. mgr. 56. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. nú lög nr. 40/1968. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1949 25/10 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir of hraðan bifreið- arakstur. 1957 13/11 í Reykjavík, Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. bifreiðalaga. 1961 24/10 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 48. og 50. gr. umferðarlaganna. 1964 8/1 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir umferðarslys. Málavextir eru þessir: I. Að morgni þriðjudagsins 6. júní voru Eyjólfur Jónsson lög- regluþjónn og Arnkell Jónas Einarsson vegaeftirlitsmaður við að athuga þyngd flutningabifreiða á veginum við Elliðaár hér í borg. Stöðvuðu þeir bifreiðina R 20918, sem var með malarhlass, og færðu hana að bifreiðavog Malbikunarstöðvar Reykjavíkur við Elliðaárvog. Var bifreiðin vegin þar kl. 0930. Reyndist þungi á framöxli vera 4.370 kg., en á afturöxli 11.260 kg., eða saman- lagður öxulþungi 15.630 kg. Þegar bifreiðin var hins vegar vegin í einu lagi, reyndist heildarþungi hennar 15.550 kg., eða 80 kg. minni en samanlagður óxulþungi. Bifreiðin hefur einfaldan aftur- öxul. Samkvæmt skráningarskírteini er breidd hennar 2.40 metr- ar, þyngd 7.300 kg. og leyfður hámarksþungi á öxli 10.500 kg., en leyfð heildarþyngd 16.500 kg. Bifreiðin var að koma frá fyrir- tækinu Sandur og Möl í Mosfellssveit og var á leið að Langholts- vegi 50 hér í borg. Á umræddri leið var leyfður hámarksþungi á Öxli ökutækis 9.500 kg. samkvæmt auglýsingu vegamálastjóra frá 15. september 1959, en 10.000 kg. samkvæmt auglýsingu sama aðilja frá 17. júlí 1967, birtri 29. sama mánaðar, um undanþágur frá 55. og 56. igr. laga nr. 26/1958, sbr. nú sömu greinar laga nr. 40/1968. Ökumaður bifreiðarinnar var eigandi hennar, Þorgeir Þorleifsson, ákærði í máli þessu. Eyjólfur Jónsson lögregluþjónn, er gaf lögregluskýrsluna, hefur mætt í dómi og staðfest hana. Vitnið kveðst ekki muna sérstak- lega eftir umræddu tilviki. 1269 Arnkell Jónas Einarsson hefur og mætt sem vitni og staðfest, að þungatölur þær, er að framan greinir, séu réttar. II. Að morgni miðvikudagsins 18. október 1967 voru Jóhann Löve Þorsteinsson lögregluþjónn og Arnkell Jónas Einarsson, er að framan greinir, við að athuga þyngd flutningabifreiða á veginum við Elliðaár hér í borg. Stöðvuðu (þeir bifreiðina R 358, sem var með malarhlass, og færðu hana að bifreiðavog Malbikunarstöðvar Reykjavíkur við Elliðaárvog. Var bifreiðin vegin þar kl. 0905. Reyndist þungi á framöxli vera 4.970 kg., en á afturöxli 12.600 kg., eða samanlagður öxulþungi 17.470 kg. Þegar bifreiðin var hins vegar vegin í einu lagi, reyndist heildarþungi hennar 17.390 kg., eða 80 kg. minni en samanlagður öxulþungi. Bifreiðin hefur einfaldan afturðxul. Samkvæmt skráningarskírteini er breidd hennar 2.40 metrar, þyngd 7.300 kg. og leyfður hámarksþungi á framöxli 6.000 kig. og á afturöxli 10.500 kg., en leyfð heildar- þyngd 16.000 kg. Bifreiðin var að koma frá Helgafellsmelum í Mosfellssveit og var á leið í Breiðholtshverfi. Á umræddri leið var leyfður hámarksöxulþungi 10.000 kg. samkvæmt framan- greindri auglýsingu vegamálastjóra frá 17. júlí 1967, birtri 29. sama mánaðar, um undanþágur frá 55. og 56. gr. laga nr. 26/ 1958, sbr. nú sömu greinar laga nr. 40/1968. Ökumaður bifreiðar- innar var eigandi hennar, Þorgeir Þorleifsson, ákærði í máli þessu. Jóhann Lóve Þorsteinsson hefur mætt í dómi sem vitni. Kveðst. vitnið ekki muna eftir umræddum atburði. Las vitnið yfir skýrslu sína um hann og taldi allt rétt, er í henni greinir. Vitnið kveðst ekki muna eftir því, að bifreiðin R 358 hafi verið vegin tvisvar með sama farminn. Arnkell Jónas Einarsson hefur og mætt og staðfest, að þunga- tölur þær, er í skýrslu Jóhanns Löve Þorsteinssonar greinir, séu réttar. Halldór Gunnar Pálsson, löggiltur vigtunarmaður, starfsmaður í Malbikunarstöð Reykjavíkur, annaðist vigtun á bifreiðunum R. 20918 og R 358 í framangreind skipti. Vitnið kveðst hafa starfað sem löggiltur vigtunarmaður frá því haustið 1965. Umrædd vog hefur að sögn vitnisins hlotið löggildingu. Vitnið kveðst ekki muna sérstaklega eftir því, er bifreiðarnar voru vegnar, Vitnið. sá í dóminum vigtunarseðla þá, er fylgja lögregluskýrslunum. Kveðst það staðfesta þá og kannast við nafnritun sína á þeim. 1270 Vitnið kveðst hafa framkvæmt vigtunina eftir beztu samvizku og sýni tölur þær, er á vigtunarseðlunum greinir, réttan þunga á bifreiðunum í bæði skiptin. Vitnið kveðst ekki geta gefið skýr- ingar á mismun þeim, sem kemur fram á samanlögðum öxulþunga annars vegar og heildarþunga bifreiðanna hins vegar, er þær voru vegnar. Það, sem því getur dottið helzt í hug. að hafi valdið þessum mismun, er, að svæðið út frá voginni hafi ekki verið alveg lárétt. Vitnið kveðst áður hafa orðið vart við smávegis misræmi sem þetta við vigtun bifreiða. Hefur mismunurinn verið frá 10—-30 kg. hverju sinni. Kveður vitnið vera um algert há- mark að ræða í framangreindum tilvikum. Svæðið umhverfis mal- bikunarstöðina var malbikað á árinu 1965. Er það farið að slitna nokkuð og hefur smávegis missigið. Umrædd vog er í notkun alla daga. Ákærði, Þorgeir Þorleifsson, hefur skýrt frá því í dómi, að hann geri ekki athuganir við þungatölur þær, er að framan greinir. Hann tekur þó fram, að samkvæmt skoðunarvottorði megi heild- arþyngd bifreiðarinnar, þ. e. R 20918, vera 16.500 kg. Þá vill ákærði benda á, að meira megi vera á framöxli bifreiðarinnar en reyndist í umrætt sinn. Ákærði vekur athygli á misræmi milli heildarþunga Þbifreiðanna og samanlagðs öxulþunga. Ákærði kveðst hafa beðið um 50 tunnur af möl, en ámokstursskóflan taki 40 tunnur. Þess vegna sé erfitt að fá afgreiddar nákvæmlega 10 tunnur í viðbót. Geti þá meira komið á bifreiðina en um er beðið. Við þingfestingu málsins skýrði ákærði frá því, að hann geti ekki sagt um það, hvort það sé rétt, sem honum er gefið að sök í ákæru. Við rekstur málsins hefur verið lagt fram ljósrit af undanþágu frá Vegagerð ríkisins, dags. 12. febrúar s.l., fyrir bifreiðina R 358 til að mega aka með allt að 11.250 kg. öxulþunga á þar til- greindum vegum, m. a. Vesturlandsvegi frá Esjubergi til Reykja- víkur og Þingvallavegi frá Vesturlandsvegi að Helgafellsmelum. Þá var og lagt fram ljósrit af skrásetningarskírteini bifreiðar- innar. Segir í því, að samkvæmt bréfi, dags. 11. febrúar 1968, frá Ræsi h/f, sem hefur umboð fyrir Mercedes Benz bifreiðar á Íslandi, sé heimild frá framleiðanda til að hafa öxulþunga Mer- cedes Benz bifreiða sem R 358 á framás 6.000 kg. og á afturás 12.500 kg., en því aðeins, að hámarkshraði fari ekki yfir 50 km á klukkustund, en þá má öxulþyngd ekki fara yfir 6.000 kg. á framás og 10.500 á afturás, að því er helzt verður ráðið af skír- teininu. 1271 Bifreiðarnar R 20918 og R 358 voru vegnar á löggiltri vog, og þykir verða að byggja á því, að hún hafi sýnt réttan þunga. Þá annaðist löggiltur vigtunarmaður vigtun bifreiðanna í viðurvist lögreglumanns og vegaeftirlitsmanns. Þungi á afturöxli bifreiðar- innar R 20918 reyndist 11.260 kg., er bifreiðin var vegin hinn 6. júní 1967, en leyfður hámarksöxulþungi var þá á leiðum þeim, sem bifreiðin ók, 9.500 kg. samkvæmt auglýsingu vegamála- stjóra frá 15. september 1959. Telst samkvæmt þessu sannað, að ákærði hafi ekið bifreiðinni með hlassi, er var 1.760 kg. umfram leyfðan hámarksöxulþunga, en rétt þykir, að til frádráttar þeirri tölu komi mismunur heildarþunga bifreiðarinnar og samanlögð- um öxulþunga, er nam 80 kg. Þegar bifreiðin R 358 var vegin hinn 18. október sama ár, reyndist þungi á afturöxli 12.600 kg., en heildarþungi 17.390 kg. Leyfður hámarksöxulþungi var á leiðum þeim, sem bifreiðin ók, 10.000 kg., en leyfð heildarþyngd hennar 16.000 kg. samkvæmt skoðunarvottorði. Telst samkvæmt því sannað, að ákærði hafi ekið í umrætt sinn með hlassi, er var 2.600 kg. umfram leyfðan hámarksöxulþunga að frádregnum mismun á heildarþunga og samanlögðum öxulþunga, er nam 80 kg. Þá nam heildarþyngd bifreiðarinnar 1.390 kg. umfram það, sem leyft var. Með þessu atferli sínu hefur ákærði orðið brotlegur gegn 2. mgr. 17. gr., sbr. 3. mgr. 56. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. nú lög nr. 40/1968, svo og auglýsingu vegamála- stjóra frá 15. september 1959, að því er atferlið frá 6. júní 1967 varðar, og auglýsingu frá sama aðilja frá 29. júlí sama ár, að því er varðar atferlið frá 18. október. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 5.000 kr. sekt, er renni til ríkissjóðs, og komi varðhald í 7 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Er wið ákvörðun refsingarinnar tekið tillit til þess, að hámarksöxulþungi er í ákæru talinn hafa verið hinn 6. júní 1967 á umræddum leið- um 10.000 kg., enda þótt hann væri 9.500 kg., eins og áður er rakið. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Kristins Einars- sonar héraðsdómslögmanns, er þykja hæfilega ákveðin kr. 3.000.00. Dómari máls þessa veitti því fyrst viðtöku hinn 24. marz s.l. og ber því enga ábyrgð á drætti þeim, sem á því hefur orðið. 1272 Dómsorð: Ákærði, Þorgeir Þorleifsson, greiði 5.000 kr. sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald í 7 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Kristins Einarssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 3.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 10. nóvember 1969. Nr. 38/1969. Jón Ingibersson (Guðjón Steingrímsson hrl.) gegn Skiptaráðandanum í Reykjavík f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens (Guðmundur Pétursson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Gjaldþrotaskipti. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. febrúar 1969 og krefst þess, að dæmt verði, að honum verði greiddar utan skuldaraðar úr þrotabúi Friðriks Jörgensens kr. 117.938.38 af innstæðu hlaupareiknings nr. 4895 í Útvegsbanka Íslands auk 2% ársvaxta af þeirri fjár- hæð frá 3. febrúar 1967 til greiðsludags. Þá krefst hann og, að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Í bréfi Útvegsbanka Íslands, dags. 27. maí 1969, til um- boðsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti segir m. a.: „Innstæða 1273 á hlr. 4895 er nú kr. 1.638.508.10. Þrotabú Friðriks Jörgen- sens hefur ekki gert neina kröfu um að fá innstæðu þessa til ráðstöfunar, enda áskiljum vér oss allan rétt til að skulda- jafna þeirri fjárhæð við kröfur vorar á hendur þrotabúinu, sbr. kröfulýsingu vora, dags. 20. og 26. júlí 1967“. Fé það, sem áfrýjandi gerir kröfu til í máli þessu, er hluti þess fjár, sem stendur inni á nefndum hlaupareikningi í Útvegsbanka Íslands. Banki þessi kveðst fara með vörzlur fjárins á sjálfs sín vegum og sér sjálfum til ávinnings og hagræðis, en eigi fyrir hönd þrotabúsins. Áfrýjandi hefði því að réttu átt að búa mál þetta á hendur Útvegsbanka Ís- lands og svo á hendur þrotabúi Friðriks Jörgensens til rétt- argæzlu og hagsmuna. Slíkt mál ber undir hinn almenna héraðsdómara, en ekki skiptaráðanda, sbr. 35. gr. og 90. gr. laga nr. 3/1878. Þar sem tilbúnaður málsins er þannig í ólagi og það er dæmt af óbærum dómara, verður að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð. Rétt er, að málskosnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður, Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 12. febrúar 1969. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar að loknum munn- legum flutningi hinn 10. þ. m., hefur sóknaraðili, Jón Ingibersson, Ytri-Njarðvík, krafizt þess, að honum verði greiddar utan skulda- raðar úr þrotabúi Friðriks Jörgensens kr. 126.963.72 af innstæðu á hlaupareikningi nr. 4895 við Útvegsbanka Íslands auk 2% ársvaxta af fjárhæðinni frá 3. febrúar 1967 til greiðsludags. Krafa þessi var lögð fyrir skiptafud í þrotabúi Friðriks Jörgen- sens hinn 30. september s.l., og komu fram mótmæli frá kröfu- höfum í búinu gegn því, að hún yrði tekin til greina. Var málið lagt undir úrskurð skiptaráðandans og varnaraðilja, þrotabúinu, ráðinn umboðsmaður til að fara með málið fyrir þess hönd. Hefur hann gert þær kröfur, að innstæða á hlaupareikningi 4895 við Útvegsbankann, þar með talin sú fjárhæð, sem sóknaraðili krefst sér til handa, verði látin renna óskipt í þrotabú Friðriks Jörgen- 1274 sens. Þá krefst hann þóknunair sér til handa fyrir meðferð máls- ins. Í upphafi voru sóknaraðiljar að máli þessu auk Jóns Ingibers- sonar útgerðarstöð Guðmundar Jónssonar, Ytri-Njarðvík, og Jón Sæmundsson, Keflavík, en við munnlegan flutning málsins féll umboðsmaður sóknaraðilja frá kröfum sínum í þessu máli fyrir tvo hina síðastnefndu. Tildrög málsins eru þessi: Gjaldbroti, Friðrik Jörgensen, rak um skeið útflutningsverzlun með sjávarafurðir og tók þá m. a. vörur frá sækjanda til sölu. Enginn sérstakur samningur var Þeirra á milli um íþessi viðskipti, en báðir telja, að hér hafi verið um umboðssölu að ræða. Vörurnar voru seldar kaupendum er- lendis á nafni Friðriks Jörgensens eingöngu, en á umbúðum hennar voru ávallt auðkenni, sem gáfu framleiðandann til kynna. Andvirði seldrar vöru greiddu hinir erlendu kaupendur til Friðriks Jörgensens. Var þá oft greiddur útflutningur frá mörg- um aðiljum í einu lagi, enda wirðist vörum margra framleiðenda hafa verið blandað saman í vörusendingunum til útlanda, ef henta þótti. Viðskiptabanki Friðriks Jörgensens var Útvegsbanki Íslands, en sóknaraðili hafði sín viðskipti við Landsbankann. Þetta eru sem kunnugt er einu bankar landsins, sem heimild hafa til kaupa á erlendum gjaldeyri, og eiga því allar greiðslur í erlendum gjald- eyri að renna til annars hvors þeirra. Bankar þessir höfðu 12. maí 1964 gert með sér samkomulag um greiðsluhætti verðs allra út- flutningsafurða og um meðferð á andvirði þeirra afurða. Megin- atriði þeirra reglna eru, að afurðir, sem bankarnir hafa veð í, skuli að jafnaði seldar úr landi gegn bankaábyrgð eða gegn inn- heimtu fyrir milligöngu annars hvors fyrrnefndra banka, en andvirði varanna, þegar það barst erlendis frá, skyldi að frá- dregnum áætluðum útflutningskostnaði greitt í sérstakan reikn- ing útflytjanda. Af þeim reikningi mátti aðeins ráðstafa fé til greiðslu á skilaverði afurðanna gegn sölureikningi eða annarri slíkri skilagrein útflytjanda með tékkum stíluðum á þann banka, sem afurðirnar voru veðsettar í, en að verðinu greiddu skyldi sá banki færa afgang greiðslunnar á wiðskiptareikning veðsetta. Samkvæmt efni sínu taka þessar reglur eingöngu til ráðstöfunar á andvirði þeirra útflutningsvara, sem veðsettar voru banka með tryggingarbréfum eða afurðalánasamningum. Sem fyrr greinir var Útvegsbanki Íslands viðskiptabanki Frið- riks Jörgensens. Þegar bankanum barst andvirði varnings, sem 1275 hann hafði flutt úr landi, var það að frádregnum 10—15% fyrir áætluðum útflutningskostnaði lagt á sérstakan hlaupareikning, nr. 4895, á nafni hans. Af þessum reikningi var ekki greitt nema gegn ávísunum útgefnum af Friðriki Jörgensen, yfirstimpluðum með árituninni „Til banka vegna afurða“. Að öðru leyti virðist bankinn ekki hafa fylgzt með ráðstöfun á þeim peningum, sem lagðir voru á þennan reikning, og samkvæmt vætti deildarstjóra í útflutningsdeild bankans fyrir bæjarþingi Reykjavíkur lágu ekki fyrir upplýsingar um það hjá bankanum, hverjir voru eip- endur þess varnings, sem greiðsla kom fyrir inn á reikninginn hverju sinni. Í nóvembermánuði 1966 urðu starfsmenn Útvegsbankans þess varir, að gjaldeyrisskil Friðriks Jörgensens vegna útflutnings gengu ekki sem skyldi. Mun hann hafa fengið áminningu vegna þessa, en wiðskipti hans héldu þó áfram um sinn á sama hátt sem fyrr. Hinn 23. nóvember 1966 hlutaðist bankinn til um, að sérstakur endurskoðandi færi yfir bókhald Friðriks JÖrgensens. Skýrslur um þá endurskoðun, sem bárust 9. og 14. desember s. á., leiddu til þess, að Jörgensen var kærður til sakadóms Reykja- víkur hinn 22. desember 1966. Í janúarlok 1967 lagði sakadómur Reykjavíkur hald á bókhald Jörgensens, a. m. k. fyrir árið 1965 og fyrri hluta árs 1966. Að svo búnu tilkynnti Útvegsbankinn Jörgensen, að hömlur væru lagðar á ráðstöfun fjár af hinum „bundna“ hlaupareikningi hans og að ekki yrðu innleystir tékkar á reikninginn, nema sýnt væri, að þeir væru til ráðstöfunar and- virði afurða, sem þegar hefði verið greitt inn á reikninginn og eigi ráðstafað. Samkvæmt þessum fyrirvara voru innleystir ýmsir tékkar, sem gefnir voru út á margnefndan reikning allt fram til 8. marz 1967. Hinn 2. desember 1966 var skipað út til m/s Rangá skreiðar- sendingu frá Friðriki Jörgensen h/f að verðmæti £ 17.466.16.3, eða kr. 2.094.444.10. Í sendingunni voru vörur frá ýmsum aðilj- um, þ. á m. sóknaraðilja máls þessa. Greiðslur á þessari send- ingu bárust Útvegsbanka Íslands og voru lagðar inn á hlaupa- reikning nr. 4895. Voru þær sem hér greinir: Þann 7. desember 1966 .... £ 5.058.0.0 ikr. 605.695.50 Þann 19. janúar 1967 .... £ 6.195.7.0 — 742.822.45 Þann 3. febrúar 1967 ...... £ 6.213.93 — "745.926.15 Samtals £ 17.466.16.3 kr. 2.094.444.10 1276 Um það leyti sem vörur þessar voru fermdar í m/s Rangá, varð það kunnugt ýmsum viðskiptamönnum Friðriks J örgensens, þ. á m. sóknaraðilja máls þessa, að fjárhagur hans mundi ekki traust- ur. Kom til orða að hætta við sendingu á vörunni, en þó varð ekki af því, og er ekki fyllilega upplýst, hvað því olli. Engar ráðstafanir voru þó gerðar af hálfu sóknaraðilja né að því er virðist annarra þeirra, sem áttu hlutdeild í sendingunni, til að tryggja greiðslu á andvirði hennar. Sendingin fór svo út með m/s Rangá í umrætt skipti, og bárust greiðslur fyrir hana til Útvegsbankans, svo sem rakið er hér að framan. Er krafa sóknaraðilja við það miðuð, að hann fái greidda hlut- deild sína úr greiðslu þeirri, sem barst bankanum 3. febrúar 1967, £ 6.213.9.3, eða ki. 745.926.15. Er það ekki vefengt, að sóknaraðili hafi átt tilkall til þess hluta þeirrar fjárhæðar, sem stefnukrafan nemur. Þess er að geta, að eftir að hlaupareikningi nr. 4895 var lokað, gaf Friðrik Jörgensen ávísun á reikninginn fyrir hinni umdeildu fjárhæð ásamt ýmsum öðrum fjárhæðum, en Útvegsbankinn neitaði að innleysa þær ávísanir, enda námu þær að sögn starfsmanns bankans hærri fjárhæð en innstæðan nam þá á hlaupareikningnum. Kröfu sína byggir sóknaraðili á því, að hann sé eigandi að andvirði þeirrar vöru, sem Friðrik Jörgensen flutti út í umboði hans. Andvirðinu hafi verið ráðstafað samkvæmt reglum gjald- eyrisbankanna inn á sérstakan „bundinn“ reikning, sem einungis mátti greiða út af eftir ákveðnum reglum, þess vegna hafi þetta fé aldrei runnið í sjóð Friðriks Jörgensens og verði því að teljast sérgreind eign sóknaraðilja og þrotabúi Friðriks J Örgensens óvið- komandi, enda hafi sóknaraðili öðlazt hlutbundinn rétt yfir fénu, Þegar það var greitt inn á reikninginn. Það hafi aldrei komið í hendur Friðriks Jörgensens. Hann bendir einnig á, að söluum- boðsmaður baki sér refsiábyrgð samkvæmt 2. mgr. 242. gr. hegn- ingarlaganna með því að standa ekki umbjóðanda sínum skil á andvirði umboðssöluvörunnar, enda þótt honum sé óskylt að halda því sérgreindu. Varnaraðili byggir kröfur sínar á því, að andvirði þeirrar vöru, sem Friðrik Jörgensen seldi sem umboðsmaður sóknaraðilja, hafi aldrei verið sérgreint, hvorki í vörzlum hans né á hinum „bundna“ reikningi í Útvegsbankanum, enda komi greinilega í ljós, að á reikning þennan hafi verið greiddar ýmsar fjárhæðir, sem ekki geti talizt geymslufé fyrir einstaka aðilja, og að innstæða á 1277 reikningnum tíðum ekki nægt til að greiða andvirði þeirra af- urða, sem lagt var inn á hann. Svo sem rakið er hér að framan, var andvirði afurða, sem Friðrik Jörgensen flutti úr landi og greitt var til Útvegsbankans, lagt á hlaupareikning nr. 4895 við bankann í samræmi við reglur gjaldeyrisbankanna frá 12. maí 1964 (dskj. nr. 15). Þær reglur virðast settar eingöngu til að gæta hagsmuna veðhafa í hinum útfluttu afurðum, en tryggja ekki rétt eigenda afurðanna til greiðslu af reikningnum að öðru leyti. Það er ljóst, að greitt var af reikningi samkvæmt tékkum frá Friðriki Jörgensen, án þess að þess væri gætt, hvert greiðslurnar rynnu, ef aðeins var tryggt, að veð, sem kunnu að hvíla á hinum veðsettu afurðum, væru greidd. Það verður heldur ekki séð, að sóknaraðili máls þessa hafi haft neitt eftirlit með ráðstöfun á þeim greiðslum, sem bárust inn á reikninginn fyrir vörur, sem seldar voru fyrir hann, en þær greiðslur bárust, eins og áður er lýst, einatt sem hluti af greiðsl- um fyrir afurðir fleiri aðilja. Með því að stöðva greiðslur út af reikningnum, þegar sýnt þótti, að Friðrik Jörgensen mundi ekki eiga fyrir skuldum, og fá þrotabúi Friðriks Jörgensens innstæðuna á reikningnum til ráðstöfunar, eftir að hann var orðinn gjaldþrota, sýnir Útvegs- bankinn, að hann telur sig ekki geyma það fé, sem á reikningnum stóð, fyrir einstaka viðskiptamenn Friðriks Jörgensens. Samkvæmt framanskráðu verður ekki fallizt á þá kröfu sóknar- aðilja, að honum werði greidd dómkrafan úr þrotabúinu utan skuldaraðar, enda verður heldur ekki á það fallizt, að fé, sem umboðsmaður tekur við fyrir seldar umboðsvörur, sé sérgreind eign umbjóðandans, án þess að sérstakar ráðstafanir séu um það gerðar. Ekki þykja efni til að taka kröfu hins skipaða fyrirsvarsmanns þrotabúsins í máli þessu, Guðmundar Péturssonar hæstaréttar- lögmanns, um þóknun fyrir störf sín, til úrskurðar í málinu, og fellur því málskostnaður niður. Unnsteinn Beck borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Krafa sóknaraðilja, Jóns Ingiberssonar, um, að honum verði afhentar utan skuldaraðar úr þrotabúi Friðriks Jörgensens kr. 126.969.72 af innstæðu á hlaupareikningi nr. 4985 við Útvegsbanka Íslands, er ekki tekin til greina. Málskostnaður fellur niður. 1278 Mánudaginn 10. nóvember 1969. Nr. 62/1969. Ásdís Ástþórsdóttir (Benedikt Blöndal hrl.) og Helgi Scheving (enginn) 'segn Verksmiðjunni Fötum h/f (Sigurgeir Sigurjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Frávísun. Útivist. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. marz 1969. Þeir áfrýjuðu málinu upphaflega með stefnu 22. apríl 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 3. s. m., en útivistardómur gekk í því máli hinn 3. marz 1969. Er málið var tekið fyrir í Hæstarétti til munnlegs flutnings hinn 7. þ. m., var eigi sótt þing af hendi áfrýjanda Helga Schevings, en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 30. júní 1969, og fellur mál hans því niður. Áfrýjandi Ásdís Ástþórsdóttir krefst þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og að stefnda verði dæmt að greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hinnar áfrýjuðu fjárnáms- gerðar og málskostnaður fyrir Hæstarétti óskipt úr höndum áfrýjanda. Áfrýjendur gengu í hjónaband hinn 6. maí 1961. Með kaupmála 4. s. m. varð íbúð á 4. hæð í húsinu nr. 153 við Hvassaleiti í Reykjavík séreign áfrýjanda Ásdísar Ástþórs- dóttur svo og arður af íbúðinni og það, sem kynni að verða keypt fyrir andvirði íbúðarinnar. Samkvæmt skattframtali áfrýjanda Helga Schevings var íbúð þessi seld árið 1968 á nauðungaruppboði „til lúkningar ábyrgðarskuldbindingum vegna Yls h/f, Sauðárkróki, en það félag varð gjaldþrota 1967, og gekk allt andvirðið kr. 1.250.000.00 til greiðslu á þeim“. Samkvæmt lóðarleigusamningi, dags. 7. marz 1967, seldi bæjarstjórn Sauðárkróks áfrýjanda Helga Scheving á 1279 leigu lóðina nr. 9 við Smáragrund, Sauðárkróki. Leigutaka var heimilt að selja rétt sinn til lóðarinnar. Hann framseldi áfrýjanda Ásdísi Ástþórsdóttur leiguréttinn hinn 3. apríl 1967, og var lóðarleigusamningnum ásamt framsalinu þing- lýst. Fokhelt íbúðarhús var síðan byggt á lóðinni. Mál þetta fjallar um fjárnám, sem að kröfu stefnda var gert í greindri fasteign, Smáragrund 9, hinn 29. september 1967, til tryggingar dómskuld áfrýjanda Helga Schevings að fjárhæð kr. 155.521.00, vöxtum og kostnaði samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur hinn 21. apríl 1967. Reisir áfrýjandi Ásdís Ástþórsdóttir kröfu sína á því, að hin fjár- numda eign hafi verið séreign hennar eða a. m. k. hjúskapar- eign, þegar fjárnámið fór fram, þar sem eignin sé reist fyrir arð af fasteign hennar að Hvassaleiti 153 í Reykj avík. Stefndi telur með öllu ósannað, að þessum arði hafi verið varið til byggingar hússins að Smáragrund 9. Af hálfu áfrýjenda hefur þess ekki verið freistað að gera fullnægjandi grein fyrir þeim fjármunum, sem varið var til að reisa húsið að Smáragrund 9. Sjálf hafa þau ekki komið fyrir dóm til að gefa glöggar skýrslur um það efni, eins og þeim bar, sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Er málið því svo vanreifað af þeirra hálfu, að vísa ber því frá Hæstarétti. Áfrýjendur greiði óskipt stefnda kr. 25.000.00 í málskostn- að fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjendur, Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving, greiði stefnda, Verksmiðjunni Fötum h/f, óskipt kr. 25.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Sauðárkróks 29. september 1967. Ár 1967, föstudaginn 29. september, var fógetaðómur Sauðár- króks settur í skrifstofu embættisins að Víðigrund 5 og haldinn af Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta með undirrituðum vottum. 1280 Fyrir var tekið nr. 33/1967: Verksmiðjan Föt h/f gegn Yl h/f o. fl. Fyrir gerðarbeiðanda sækir þing Sigurgeir Sigurjónsson hæsta- réttarlögmaður og leggur fram nr. 1—2 fjárnámsbeiðni og endur- rit dóms, svohljóðandi (Fylgir í ljósriti). Fyrir gerðarþola er þing eigi sótt af hans hálfu, en að. tilhlutun fógeta sækir þing Sigurgeir Þórarinsson skrifstofumaður til þess að gæta réttar gerðarþola. Lögmaður gerðarbeiðanda krefst fjárnáms hjá Helga Scheving, Hólavegi 9 hér í bæ, til tryggingar kr. 155.524.00 með 1% dráttar- vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 50.000.00 frá 10. marz 1966 til 10. maí s. á., af kr. 100.000.00 frá þeim degi til 10. júní s. á. og af kr. 155.524.00 frá þeim degi til greiðslu- dags, kr. 374.00 í stimpilkostnað, kr. 510.00 í afsagnarkostnað og kr. 18.450.00 í málskostnað auk alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Þess er getið, að gerðin var byrjuð að Hólavegi 9, síðan fram- haldið að Smáragrund 9 og loks í skrifstofu embættisins. Fógeti skoraði á mætta fyrir gerðarþola að greiða kröfuna, en það kvaðst hann eigi geta gert. Skoraði fógeti þá á hann að benda á eignir til fjárnáms. Benti hann þá á húseign gerðarþola nr. 9 við Smáragrund hér í bæ (skráða á nafn konu gerðarþola, Ásdísar Ástþórsdóttur). Gerðarbeiðandi tók eignina gilda til fjárnáms, og er fallið frá virðingu. Lýsti fógeti þá fjárnámi í nefndri eign til tryggingar framan- greindum kröfum. Fógteti brýndi þýðingu gerðarinnar fyrir mætta og fól honum að tilkynna gerðarþola um fjárnámið. 1281 Mánudaginn 10. nóvember 1969. Nr. 63/1969. Ásdís Ástþórsdóttir (Benedikt Blöndal hrl.) og Helgi Scheving (enginn) segn Útvegsbanka Íslands (Ragnar Steinbergsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Frávísun. Útivist. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. marz 1969. Þeir áfrýjuðu málinu upphaflega með stefnu 31. janúar 1968, en útivistardómur gekk í því máli hinn 3. marz 1969. Er málið var tekið fyrir í Hæstarétti til munnlegs flutnings hinn 7. þ. m., var eigi sótt þing af hendi áfrýjanda Helga Schevings, en bú hans var tekið til gjald- þrotaskipta hinn 30. júní 1969, og fellur mál hans því niður. Áfrýjandi Ásdís Ástþórsdóttir krefst þess, að hinum áfrýj- aða dómi verði breytt á þá leið, að synjað verði staðfestingar löghaldsgerðar. Hún krefst þess og, að hin áfrýjaða fjár- námsgerð verði úr gildi felld og að stefnda verði dæmt að greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaðadóms og hinnar áfrýjuðu fjárnámsgerðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr höndum áfrýjanda. Áfrýjendur gengu í hjónaband hinn 6. maí 1961. Með kaupmála 4. s. m. varð íbúð á 4. hæð í húsinu nr. 153 við Hvassaleiti í Reykjavík séreign áfrýjanda Ásdísar Ástþórs- dóttur svo og arður af íbúðinni og það, sem kynni að verða keypt fyrir andvirði íbúðarinnar, Samkvæmt skattframtali áfrýjanda Helga Schevings var íbúð þessi seld árið 1968 á nauðungaruppboði „til lúkningar ábyrgðarskuldbindinum vegna Yls h/f, Sauðárkróki, en það félag varð gjaldþrota 1967, og gekk allt andvirðið kr. 1.250.000.00 til greiðslu á þeim“. Samkvæmt lóðarleisusamningi, dags. 7. marz 1967, sl 1282 seldi bæjarstjórn Sauðárkróks áfrýjanda Helsa Scheving á leigu lóðina nr. 9 við Smáragrund, Sauðárkróki. Leigutaka var heimilt að selja rétt sinn til lóðarinnar. Hann framseldi áfrýjanda Ásdísi Ástþórsdóttur leiguréttinn hinn 3. apríl 1967, og var lóðarleigusamningnum ásamt framsalinu þing- lýst. Fokhelt íbúðarhús var síðan byggt á lóðinni. Hinn 30. ágúst 1967 var að kröfu stefnda gert löghald í greindri fasteign, Smáragrund 9, til tryggingar vixilskuld áfrýjanda Helga Schevings að fjárhæð kr. 68.000.00, vöxt- um og kostnaði. Staðfestingarmál var síðan höfðað og dómur kveðinn upp á bæjarþingi Sauðárkróks hinn 31. október 1967. Samkvæmt kröfu stefnda var gert fjárnám eftir hér- aðsdómi í fasteigninni Smáragrund 9 hinn 9. janúar 1968. Áfrýjandi Ásdís Ástþórsdóttir reisir kröfur sínar á því, að greind fasteign hafi verið séreign hennar eða a. m. k. hjú- skapareign, þegar nefndar dómsathafnir fóru fram, þar sem eignin sé reist fyrir arð af fasteign hennar að Hvassaleiti 153 í Reykjavík. Stefndi telur með öllu ósannað, að þessum arði hafi verið varið til byggingar hússins að Smáragrund 9. Af hálfu áfrýjenda hefur þess ekki verið freistað að gera fullnægjandi grein fyrir þeim fjármunum, sem varið var til að reisa húsið að Smáragrund 9. Sjálf hafa þau ekki komið fyrir dóm til að gefa glöggar skýrslur um það efni, eins og þeim bar, sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Er málið því svo vanreifað af þeirra hálfu, að vísa ber því frá Hæsta- rétti. Áfrýjendur greiði óskipt stefnda kr. 18.000.00 í málskostn- að fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjendur, Ásdís Ástþórsdóttir og Helgi Scheving, greiði stefnda, Útvegsbanka Íslands, óskipt kr. 18.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 1283 Dómur bæjarþings Sauðárkróks 31. október 1967. Ár 1967, þriðjudaginn 31. október, var á bæjarþingi Sauðár- króks, sem haldið var í skrifstofu bæjarfógeta að Víðigrund 5 og haldið af Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í málinu nr. 22/1967: Útvegsbanki Íslands gegn Yl h/f og Helga Scheving og til réttargæzlu Ásdísi Ástþórsdóttur. Mál þetta, sem tekið var til dóms 16. |þ. m., er höfðað fyrir bæjarþinginu af Útvegsbanka Íslands, Akureyri, með stefnu, út- gefinni 6. f. m, gegn Yl h/f, Sauðárkróki, og Helga Scheving forstjóra, Hólavegi 9, Sauðárkróki, til greiðslu víxils og til stað- festingar á löghaldsgerð. Enn fremur er málið höfðað gegn frú Ásdísi Ástþórsdóttur, Hólavegi 9, Sauðárkróki, til réttargæzlu, en engar sjálfstæðar kröfur eru gerðar á hendur henni. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að hann hafi þann 12. janúar 1967 keypt af stefndu víxil að fjárhæð kr. 68.000.00, til framlengingar á eldra víxli. Víxill þessi var samþykktur af stefnda Yl h/f og útgefinn 10. janúar 1967 af stefnda Helga Scheving og ábektur af honum. Greiðslustaður víxilsins var í Útvegsbanka Íslands, Akureyri. Er víxillinn var eigi greiddur á gjalddaga 10. júlí 1967, var hann afsagður 12. s. m. Gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu Ylur h/f og Helgi Scheving verði in soliðum dæmdir til að greiða honum wvíxilfjárhæðina, kr. 68.000.00, með 1% vöxtum á mánuði eða fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 10. júlí 1967 til greiðsludags, kr. 200.00 í afsagnar- kostnað og málskostnað að skaðlausu eftir framlögðum reikn- ingi eða mati dómsins, þar í innifalið ferðakostnaður og dag- peningar. Þann 30. ágúst s.l. var að kröfu stefnanda gert lög- hald í íbúðarhúsinu nr. 9 við Smáragrund á Sauðárkróki til tryggingar framangreindri kröfu auk kostnaðar við gerðina, staðfestingarmál og eftirfarandi fjárnám og uppboð, ef til kæmi, en hús þetta er talið eign frú Ásdísar Ástþórsdðóttur, sem er réttargæzlustefnd og eiginkona stefnda Helga Schevings. Er löghaldsgerðin fór fram, var hvorugt þeirra hjóna á Sauðárkróki, og var þeim því skipaður réttargæzlumaður við gerðina. Við eftirgrennslan við gerðina fannst enginn kaupmáli milli þeirra hjóna, hvorki við þetta embætti né borgarfógetaembættið í Reykjavík. Stefnandi gerir þær kröfur auk þeirra, er áður greinir, að framangreint löghald frá 30. ágúst s.l. verði með dómi viður- kennt til tryggingar dæmdum kröfum. Mál (þetta var þingfest 8. f. m. og þá veittur frestur handa 1284 stefndu til 25. s. m. Er málið þá war tekið fyrir, var af hálfu stefndu lagt fram ljósrit af kaupmála milli þeirra hjóna, Helga Schevings og Ásdísar Ástþórsdóttur, dags. 4. maí 1961, gerður í Reykjavík fyrir hjúskap og tilkynntur til borgarfógeta þar 6. s.m. Engin önnur gögn voru þá lögð fram af hálfu stefndu. Var þá af þeirra hálfu beðið um frest til frekari gagnaöflunar, en þeirri frestbeiðni var neitað af hálfu stefnanda. Ágreiningsatriði þetta var tekið til úrskurðar í sama þinghaldi og úrskurður um það kveðinn upp 28. s. m. á þá lund, að umbeðinn frestur skyldi eigi veittur. Málið var síðan tekið til flutnings 16. þ. m. og dómtekið sama dag. Í þessu þinghaldi sýndi lögmaður stefndu verksamning milli Gunnars M. Sigurðssonar trésmiðs, Sauðárkróki, og réttargæzlu- stefnda, Ásdísar Ástþórsdóttur, dags. 1. maí s.1., þar sem nefndur Gunnar tekur að sér að reisa fyrir hana íbúðarhús að Smáragrund 9 hér í bæ. Enn fremur sýndi sami lögmaður kvittun Búnaðar- banka Íslands, dags. 10. júlí s.l., fyrir greiðslu Ástþórs Matthías- sonar á kr. 100.000.00 inn í ávísanareikning stefnda Helga Schev- ings í útibúi bankans á Sauðárkróki. Loks sýndi sami lögmaður ljósrit af tékka á Útvegsbanka Íslands, Reykjavík, fyrir kr. 60.000.00 til stefnda Helga Schevings, útgefins 3. júní s.l. af Ástþóri Matthíassyni. Í málflutningi hefur af hálfu stefnda verið mótmælt öllum kröfum stefnanda og sýknu krafizt til handa stefndu. Þá er og krafizt greiðslu dagpeninga 3 daga handa lögmanni stefnda og málskostnaðar samkvæmt mati dómsins svo og ferðakostnaðar, kr. 1.560.00, og uppihaldskostnaðar samkvæmt reikningi fyrir sömu 3 daga, 14.— 16. október 1967. Víxill sá, sem mál þetta er af risið og grein er gerð fyrir hér að framan, hefur verið lagður fram í frumriti með áritaðri af- sögn. Ber því að taka til greina kröfur stefnanda og dæma stefndu, YI h/f og Helga Scheving, in solidum til þess að greiða víxilkröfuna, kr. 68.000.00, með vöxtum og afsagnarkostnaði, eins og Krafizt er, svo og málskostnað. Hvað varðar kröfu stefnanda um staðfestingu löghalds þess í húseigninni nr. 9 við Smáragrund hér í bæ, er fram fór 30. ágúst s.l., til tryggingar dómkröfum stefnanda, er tekið fram eftirfar- andi: Komið hefur í ljós, eins og áður greinir, að hjónin stefnidi Helgi Scheving og réttargæzlustefndi, Ásdís Munda Ástþórsdóttir, hafa þann 4. maí 1961 igert með sér kaupmála fyrir hjúskap, og hefur 1285 málinn verið tilkynntur borgarfógetaembættinu í Reykjavík 6. s. m. Er þar svo ákveðið, að íbúð Ásdísar Mundu á 4. hæð í húsinu nr. 153 við Hvassaleiti í Reykjavík skuli vera séreign hennar svo og innanstokksmunir, sem þau þá áttu, taldir að verðmæti kr. 28.000.00, og enn fremur allir aðrir innanstokks- munir, er þau kunni að eignast síðar. Einnig skyldi vera séreign hennar lögarfur, er til hennar kynni að falla, bréfarfur, ánafn- aður henni, og persónulegar gjafir. Þá er og tekið fram, að arður af íbúðinni og það, sem fyrir andvirði hennar kynni að verða keypt, skuli vera séreign konunnar. Eigi verður talið sannað, að húseignin nr. 9 við Smáragrund á Sauðárkróki, er um ræðir í máli þessu, geti talizt séreign réttar- gæzlustefnda, Ásdísar Mundu Ástþórsdóttur, sbr. 3. tl. 23. gr. laga nr. 20/1923, og eigi hefur eignin heldur verið gerð að sér- eign hennar með kaupmála samkvæmt 29. gr. sömu laga. Gögn þau, er af hálfu stefndu voru sýnd í dómi 16. þ. m. og um getur hér að framan, veita eigi sönnun fyrir hinu gagnstæða og breyta því engu hér um. Þess má geta, að í flutningi málsins var á það bent af lögmanni stefnanda, að stefndi Helgi Scheving hafi 9. marz 1967 fengið á sitt nafn byggingarleyfi fyrir umræddu húsi að Smáragrund 9, en hann síðan framselt lóðarréttindin 3. apríl s. á. konu sinni, réttargæzlustefnda Ásdísi Mundu Ástþórsdóttur, án þess að séð verði, að hann hafi haft samþykki bæjaryfirvalda til þess. Með vísun til framanritaðs þykkir rétt að taka til greina kröfu stefnanda um staðfestingu löghaldsins frá 30. ágúst s.l. í hús- eigninni nr. 9 við Smáragrund hér í bæ til tryggingar téðum kröfum. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, þykir rétt að dæma stefndu, Yl h/f og Helga Scheving, til þess in soliðum að þola dóm til greiðslu á kröfum stefnanda að öllu leyti. Málskostnaður þykir samkvæmt framlögðum málskostnaðar- reikningi hæfilega ákveðinn kr. 22.784.00. Nolikur dráttur hefur orðið á uppsögn dóms í máli þessu, og stafar hann af miklu annríki dómarans. Dómsorð: Framangreind löghaldsgerð er staðfest. Stefndu, Ylur h/f og Helgi Scheving, greiði in soliðum stefnanda, Útvegsbanka Íslands, kr. 68.000.00 með 1% vöxt- um á mánuði eða fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 10. júlí 1967 1286 til greiðsludags, kr. 200.00 í afsagnarkostnað og kr. 22.784.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Sauðárkróks 9. janúar 1968. Ár 1968, þriðjudaginn 9. janúar, var fógetadómur Sauðárkróks settur að Hólavegi 9, framhaldið að Smáragrund 9 og loks í skrifstofu fógeta að Víðigrund 5 og haldinn af Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið nr. 1/1968: Útvegsbanki Íslands gegn Ylh/f o. fl. Fógeti lagði fram nr. 1—2 beiðni um fjárnám og endurrit af dómi, svohljóðandi (Fylgir í ljósriti). Fyrir gerðarbeiðanda sækir þing Árni Þorbjörnsson héraðs- dómslögmaður. Að tilhlutan fógeta sækir þing Sigurgeir Þórarinsson skrifstofu- maður til þess að gæta réttar gerðarþola, sem hefur engan í fyrir- svari hér á staðnum, svo að vitað sé. Lögmaður gerðarbeiðanda krefst fjárnáms í húseigninni nr. 9 við Smáragrund, Sauðárkróki, til tryggingar dómkröfunni, kr. 68.000.00, með 1% vöxtum á mánuði eða fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 10. júlí 1967 til greiðsludags, kr. 200.00 í afsagnar- kostnað og kr. 22.784.00 í málskostnað auk alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Mætti fyrir gerðarþola hreyfir eigi andmælum gegn framgangi gerðarinnar. Lýsti fógeti þá yfir því, að fjárnám væri hér með gert í téðri eign, húsinu nr. 9 við Smáragrund hér í bæ, til tryggingar fram- angreindum 'kröfum. Fallið er frá virðingu eignarinnar. Brýndi fógeti þýðingu gerðarinnar fyrir mætta vegna gerðar- bola og fól honum að tilkynna þeim um framgang gerðarinnar. Löghaldsgerð fógetadóms Sauðárkróks 30. ágúst 1967. Ár 1967, miðvikudaginn 30. ágúst, var fógetadómur Sauðár- króks settur í skrifstofu embættisins að Víðigrund 5 og haldinn af Jóhanni Salberg Guðmundssyni bæjarfógeta með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Fógetadómsmálið nr. 25/1967: Útvegsbanki Íslands geg YIl h/f og Helga Scheving. 1287 Fyrir gerðarbeiðanda sækir þing Ragnar Steinbergsson hæsta- réttarlögmaður og leggur fram: nr. 1 löghaldsbeiðni, nr. 2 víxil. Skjölin eru svohljóðandi: Að tilhlutun fógeta sækir þing Sigurgeir Þórarinsson skrifstofu- maður til réttargæzlu fyrir gerðarþola, sem eru fjarverandi. Dómurinn var fluttur að Hólavegi 9 og síðan að Smáragrund 9 og það hús, sem er í smíðum, skoðað. Síðan var dómurinn aftur fluttur í skrifstofu embættisins. Þess skal getið, að á Hólavegi 9 var enginn staðdur og húsið læst. Lögmaður gerðarbeiðanda krefst löghalds í húsinu nr. 9 við Smáragrund hér í bæ, sem talið er eign eiginkonu gerðarþola Helga Schevings Karlssonar, til tryggingar víxilfjárhæð, kr. 68.000.00, auk afsagnarkostnaðar, kr. 200.00, 1% vanskilavöxt- um á mánuði eða broti úr mánuði frá 10. júlí 1967 til greiðsludags með málskostnaði og öðrum kostnaði við gerð þessa og stað- festingarmáli og eftirfarandi fjárnámi og uppboði, ef til kemur. Tryggingar vegna gerðarinnar verður eigi krafizt samkvæmt lögum. Það er tekið fram, að meðan á gerðinni stóð, var leitað upp- lýsinga um það, hvort til væri kaupmáli milli þeirra hjóna, gerðar- þola Helga Schevings Karlssonar og konu hans, Ásdísar Ástþórs- dóttur. En eigi var um slíkt að ræða, hvorki við þetta embætti né borgarfógetaembættið í Reykjavík. Fógeti lýsti löghaldi í framangreindri húseign nr. 9 við Smára- grund til tryggingar téðum kröfum. Brýndi fógeti þýðingu gerðarinnar fyrir réttargæzlumanni gerðarþola. 1288 Miðvikudaginn 12. nóvember 1969. Nr. 151/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Sveini Valdimarssyni (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ákæra um fiskveiðabrot. Birting stjórnvaldaerinda. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn ásamt samdómsmönnunum Angantý Eliassyni skipstjóra og Páli Þorbjörnssyni skip- stjóra. Ákærði er í máli þessu sóttur þeim sökum að hafa hinn 20. marz 1969 á skipi sínu v/b Sæborgu, VE 22, verið að botnvörpuveiðum á hafsvæði, þar sem botnvörpuveiðar voru á þeim tíma bannaðar með auglýsingu sjávarútvegsráð- herra 27. febrúar 1969 „um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi“, sem sett hafði verið „sam- kvæmt lögum nr. 44 5. april 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og lögum nr. 62 18. maí 1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 304 20. desember 1968 um leyfi til togveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öði- ast þegar gildi ...“. Auglýsing þessi var birt í Lögbirtinga- blaði 4. marz 1969 og síðan í B-deild Stjórnartíðinda 30. apríl 1969. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnvaldaerinda bar að birta auglýsinguna í B- deild Stjórnartíðinda, og samkvæmt 7. gr. sömu laga mátti ekki beita ákvæðum hennar, fyrr en svo hafði verið gert. Að svo vöxnu máli verður ákærða dæmd sýkna af kröfum ákæruvalds. Allur kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. 1289 Dómsorð: Ákærði, Sveinn Valdimarsson, á að vera sýkn af kröf- um ákæruvalds í máli þessu. Kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 21. maí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins 31. marz 1969, á hendur Sveini Valdimarssyni, Nýjabæjarbraut 9, Vest- mannaeyjum, skipstjóra á m/b Sæborgu, VE 22, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskiveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskiveiðilandhelgi Ís- lands, með því að hafa verið að botnvöruveiðum á nefndum báti fimmtudaginn 20. marz 1969 út af Þorlákshöfn á svæði innan fiskiveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áður- nefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru bannaðar til 30. apríl 1969 skv. 1. tl. 1. gr. auglýsingar sjávarútvegsmálaráðu- neytisins 27. febrúar 1969 um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðurlandi, sbr. lög nr. 88/1968 um breytingu á áður- nefndum lögum, sbr. reglugerð nr. 304/1968 um leyfi til togveiða í fiskiveiðilandhelgi Íslands, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskilandhelgi Íslands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961 og 29/1964, og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Sveinn Valdimarsson til að sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. 4. gr. nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961 og 1. mgr. 2. gr. auglýsingar nr. 304/1968, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu sakar- kostnaðar“. Ákærði, Sveinn Valdimarsson, er fæddur í Vestmannaeyjum 11. ágúst 1934 og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir, öllum í Vestmannaeyjum: 1963 29/4 Áminning fyrir brot á 217. gr. hegningarlaga, gekkst inn á bætur fyrir kjaftshögg (bætur á tönnum). 1963 3/9 Dómur: 20.000.00 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. 1290 5/1920, 1. gr. sbr. 3. gr., og tilheyrandi ákvæði, og afli og veiðarfæri Sjöstjörnunnar, VE 92, gerð upp- tæk. Hinn 14. apríl 1965 veitti forseti Íslands uppgjöf sakar, að því er varðar dóminn 3. september 1963. . 1967 6/4 Dómur: 25.000.00 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fiskveiðitakmarkanna og afli og veiðarfæri m/b Sæborgar, BA 25, gerð upptæk. 1967 11/4 Dómur: 10.000.00 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fiskveiðitakmarkanna og afli og veiðarfæri m/b Sæborgar, BA 25, gerð upptæk (hegningarauki). 1967 21/11 Dómur: Varðhald í tvo mánuði, 25.000.00 kr. sekt fyrir ólöglegar botnvörpuveiðar innan fiskveiðitak- markanna og afli og veiðarfæri um borð í Sæborgu, BA 25, gerð upptæk. Hinn 30. nóvember 1968 veitti forseti Íslands uppgjöf sakar, að því er varðar dómana 6. apríl 1967, 11. apríl 1967 og 21. nóv- ember 1967. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, undirritaðri af skipherranum á varðskipinu Ægi, Guðmundi Kjærnested, 21. marz 1969, segir á þessa leið: „fimmtudaginn 20. marz tók varðskipið m/b Sæborgu, VE 22, skipstjóri Sveinn Valdimarsson, f. 11. ágúst 1934, til heimilis að Nýjabæjarbraut 9, Vestmannaeyjum, að ólöglegum veiðum undan Hafnarnesi við Þorlákshöfn. Nánari atvik voru sem hér segir: Fimmtudaginn hinn 20. marz var varðskipið við eftirlitsferð við SV-land. Kl. 2235 var komið að m/b Sæborgu, VE 22, þar sem hann var á togveiðum á svæði, þar sem þær eru bannaðar til 30. apríl 1969 samkvæmt auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins frá 27. febr. 1969. Eftirfarandi staðarákvörðun var þá gerð við hlið bátsins: Hafnarnes, fjarl. 404 sjóm. Stokkseyri, fjarl. 8.9 sjóm. Gefur íþetta bátinn um 10.6 sjóm. inni á áðurgreindu svæði, dýpi um 88 metrar. Kl. 2249 var eftirfarandi staðarákvörðun gerð: Hafnarnes, fjarl. 4.5 sjóm. Stokkseyri, fjarl. 9.1 sjóm. Skipstjóri bátsins var fluttur yfir í varðskipið og aðspurður 1291 kvað hann sér ekki kunnugt um, að togveiðar væru bannaðar á þessu svæði. Honum var tjáð, að athæfi hans yrði kært til við- komandi yfirvalda, og síðan fluttur yfir í bát sinn og sagt að halda til Vestmannaeyja. Staðarákvarðanir voru gerðar með K/H. ratar og gýróáttavita varðskipsins af 1., 2. og 3. stýrimanni undir umsjá skipherra. Staðir bátsins voru markaðir í sjókort nr. 16. Fylgir úrklippa úr kortinu skýrslu þessari. Veður NA 3, sjór 3, léttskýjað“. Skipherrann á varðskipinu Ægi, Guðmundur Kjærnested, mætti í sakadómi og kvaðst hafa undirritað skýrsluna og væri innihald hennar rétt. Einnig mætti I. stýrimaður varðskipsins, Bjarni Ólafur Helgason, og II. stýrimaður, Kristinn Jóhann Árna- son, og kváðu skýrsluna rétta. Þegar ákærði mætti fyrir sakadómi, viðurkenndi hann þegar að hafa verið að togveiðum á þeim stað og tíma, sem segir í skýrslunni. Hins vegar sagði hann, að honum hafi verið alger- lega ókunnugt um, að hann væri á friðlýstu svæði, og ekki hafi hann séð eða heyrt talað um auglýsingu sjávarútvegsmálaráðu- neytisins, sem gefin var út 27. febrúar 1969. Með framburði varðskipsmanna og játningu ákærða er sannað, að ákærði var að botnvörpuveiðum á m/b Sæborgu, VE 22, á þeim stað og tíma, sem í skýrslunni greinir. Ekki verður fallizt á, að það leysi ákærða frá refsiábyrgð, þótt honum hafi verið ókunnugt um auglýsingu sjávarútvegsmála- ráðuneytisins frá 27. febrúar 1969, og verður því að telja, að hann hafi verið á ólöglegum togveiðum Í umrætt sinn. Hefur hann því gerzt brotlegur við þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæru, og unnið til refsingar samkvæmt þeim. M/b Sæborg, VE 22, er að stærð 65.82 rúmlestir brúttó. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um stofngengi krón- unnar jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Með tilvísun til þessa og samkvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 40.000 kr. sekt í Land- helgissjóð, er ákærða ber að greiða innan 4 vikna frá lögibrtingu dóms íþessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Sæborgu, VE 22, eru gerð upptæk, og gengur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 1292 Dómsorð: Ákærði, Sveinn Valdimarsson, greiði kr. 40.000.00 í sekt í Landhelgissjóð innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Sæborgu eru gerð upptæk, og gengur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. nóvember 1969. Nr. 152/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Hilmari Árnasyni (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ákæra um fiskveiðabrot. Birting stjórnvaldaerinda. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn ásamt samdómsmönnunum Angantý FElíassyni skipstjóra og Páli Þorbjörnssyni skip- stjóra. Ákærði er í máli þessu sóttur Þeim sökum að hafa hinn 20. marz 1969 á skipi sínu v/b Sigurfara, VE 138, verið að botnvörpuveiðum á hafsvæði, þar sem botnvörpuveiðar voru á þeim tíma bannaðar með auglýsingu sjávarútvegsráð- herra 27. febrúar 1969 „tím sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi“, sem sett hafði verið „sam- kvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948 um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og lögum nr. 62 18. maí 1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 304 20. desember 1968 um leyfi til togveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að 1293 öðlast þegar gildi ...“. Auglýsing þessi var birt í Lögbirt- ingablaði 4. marz 1969 og siðan í B-deild Stjórnartíðinda 30. apríl 1969. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 64/1943 um birt- ingu laga og stjórnvaldaerinda bar að birta auglýsinguna í B-deild Stjórnartíðinda, og samkvæmt 7. gr. sömu laga mátti ekki beita ákvæðum hennar, fyrr en svo hafði verið gert. Að svo vöxnu máli verður ákærða dæmd sýkna af kröfum ákæruvalds. Allur kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Hilmar Árnason, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 24. júní 1969. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni 31. marz 1969, á hendur Hilmari Árnasyni, Skólavegi 37, Vestmannaeyjum, skipstjóra á m/b Sigur- fara, VE 138, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot sam- kvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið að botn- vörpuveiðum á nefndum báti fimmtudaginn 20. marz 1969 út af Þorlákshöfn á svæði innan fiskiveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botn- vörpuveiðar eru bannaðar til 30. apríl 1969 samkvæmt 1. tl. Í. gr. auglýsingar sjávarútvegsmálaráðuneytisins 27. febrúar 1969 um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðurlandi, sbr. lög nr. 88/1968 um breytingu á áðurnefndum lögum, sbr. reglu- gerð nr. 304/1968 um leyfi til togveiða í fiskiveiðilandhelgi Ís- lands, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Ís- 1294 lands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961 og 29/1964, og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Hilmar Árnason til að sæta refsingu sam- kvæmt 1. mgr. 4. gr. nefndra laga nr. 62/ 1967, sbr. 7. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 og 1. mgr. 2. gr. auglýsingar nr. 304/1968, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu sakar- kostnaðar“. Ákærði, Hilmar Árnason, er fæddur á Bíldudal 4. febrúar 1930 og hefur sætt kærum og refsingum er hér segir: 1960 16/10 í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun. 1960 13/12 í Reykjavík: Sátt fyrir ölvun, 150 kr. sekt. 1961 1/2 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1967 26/9 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Í skýrslu skipherra varðskipsins Ægis, dags. 21. marz 1969, segir á þessa leið: „Fimmtudaginn 20. marz tók varðskipið m/b Sigurfara, VE 138, skipstjóri Hilmar Árnason, Skólavegi 37, f. 4. febrúar 1930, að ólöglegum veiðum undan Hafnarnesi við Þorlákshöfn. Nánari atvik voru sem hér segir: Fimmtudaginn 20. marz var varðskipið við eftirlitsstörf við SV-land. Kl. 2231 var komið að m/b Sigurfara, VE 38, þar sem hann var að togveiðum á svæði, þar sem þær eru bannaðar til 30. apríl 1969 samkvæmt auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins frá 27. febr. 1969. Eftirfarandi staðarákvörðun var þá gerð við hlið bátsins: Hafnarnes, fjarl. 4.5 sjóm. Stokkseyri, fjarl. 8.6 sjóm., dýpi 88 m. Sýnir þetta bátinn um 10.7 sjóm. inni á umræddu bannsvæði. Strax á eftir var staðarákvörðunin endurtekin og reyndist óbreytt. Skipstjóri bátsins var fluttur yfir í varðskipið, og íkvað hann sér ekki kunnugt um, að hann væri á bannsvæði. Honum var síðan tilkynnt, að atferli hans yrði kært, og skyldi hann halda til heimahafnar sinnar. Staðarákvarðanirnar voru gerðar með K.H. radar og gýróáttavita skipsins af 1., 2. og 3. stýrimanni, undir umsjá skipherra. Staðir bátsins voru settir út í sjókort nr. 16, og fylgir úrklippa úr því skýrslu þessari. Veður: NA 3, sjór 3, léttskýjað“. Skipherrann á varðskipinu Ægi, Guðmundur Kjærnested, mætti í sakadómi Vestmannaeyja og kvaðst hafa undirritað skýrsluna 1295 og væri innihald hennar rétt. Einnig mætti 1. stýrimaður varð- skipsins, Bjarni Ólafur Helgason, og 2. stýrimaður, Kristinn Jó- hann Árnason, og kváðu skýrsluna rétta. Þegar ákærði mætti fyrir sakadómi, viðurkenndi hann þegar að hafa verið að togveiðum á þeim stað og tíma, sem segir Í skýrslum. Hins vegar sagði hann, að honum hafi verið algerlega ókunnugt, að hann væri á friðlýstu svæði, og ekki hafi hann séð eða heyrt talað um auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins, sem gefin var út 27. febrúar 1969 og birt í Lögbirtingablaðinu 4. marz 1969. Hann hafi því haldið, að sér væri heimilt að toga þarna. Útgerðarmaður skipsins mætti einnig fyrir sakadómi og benti á, að ekki hefði verið leitað umsagna skipstjóra eða útgerðar- manna úr Vestmannaeyjum, áður en áðurgreind auglýsing sjávar- útvegsmálaráðuneytisins var sett. Fiskifélag Íslands hafi haldið ráðstefnu í Reykjavík hinn 17. febrúar og hafi þar verið mættir skipstjórar og útgerðarmenn úr Keflavík, Sandgerði, Grindavík, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Reykjavík, en enginn úr Vestmanna- eyjum. Á ráðstefnu þessari var samþykkt að leggja til, að tog- veiðar yrðu bannaðar á svæði undan Suðurlandi, sem tekur yfir vesturhluta Selvogsbanka. Í samræmi wið þessar tillögur hafi sjávarútvegsmálaráðuneytið gefið út áðurgreinda auglýsingu og er útvegsmönnum í Vestmannaeyjum var kunnugt um hana, hafi þeir mótmælt henni, þar sem ekki var haft samráð við þá, áður en hún var gefin út. Með framburði warðskipsmanna og játningu ákærða er það sannað, að ákærði var að togveiðum á svæði, þar sem togveiðar eru bannaðar samkvæmt auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins 27. febrúar s.l. Auglýsing þessi virðist hafa verið birt með löglegum hætti, og verður því ekki fallizt á að það leysi ákærða undan refsingu, þótt honum væri ókunnugt um hana. Samkvæmt þessu verður að telja, að ákærði hafi gerzt brotlegur við öll þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæru. M/b Sigurfari, VE 138, er að stærð 46.07 rúmlestir brúttó. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands um stofngengi krónunnar jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Með tilvísun til þess, er nú var tekið fram, og samkvæmt til- vitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 40.000 íkr. sekt, sem ákærða ber að greiða í Landhelgissjóð Ís- 1296 lands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í Sigurfara, VE 138, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Hilmar Árnason, greiði kr. 40.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Sigurfara, VE 138, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Ís- lands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. nóvember 1969. Nr. 153/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Guðjóni Emil Aanes (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ákæra um fiskveiðabrot. Birting stjórnvaldaerinda. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn ásamt samdómsmönnunum Angantý Elíassyni skipstjóra og Páli Þorbjörnssyni skip- stjóra. Ákærði er í máli þessu sóttur þeim sökum að hafa hinn 20. marz 1969 á skipi sínu v/b Glað, VE 270, verið að botn- vörpuveiðum á hafsvæði, þar sem botnvöruveiðar voru á þeim tíma bannaðar með auglýsingu sjávarútvegsráð- 1297 herra 27. febrúar 1969 „um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi“, sem sett hafði verið „samkvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og lögum nr. 62 18. maí 1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 304 20. desember 1968 um leyfi til tog- veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi...“. Auglýsing þessi var birt í Lögbirtingablaði 4. marz 1969 og síðan í B-deild Stjórnartíðinda 30. april 1969. Sam- kvæmt 2. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórn- valdaerinda bar að birta auglýsinguna í B-deild Stjórnar- tíðinda, og samkvæmt 7. gr. sömu laga mátti ekki beita ákvæðum hennar, fyrr en svo hafði verið gert. Að svo vöxnu máli verður ákærða dæmd sýkna af kröfum ákæruvaldsins. Allur kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Emil Aanes, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar, hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 24. júní 1969. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins 31. marz 1969, á hendur Guðjóni Emil Aanes, Fífilgötu 5 í Vestmannaeyj- um, skipstjóra á vélbátnum Glað, VE 270 „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. mir. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á nefndum Íbáti um mið- nætti aðfaranótt föstudagsins 21. marz 1969 út af Þorlákshöfn á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru 82 1298 bannaðar til 30. apríl 1969 skv. 1. tl. 1. gr. auglýsingar sjávarút- vegsmálaráðuneytisins 27. febrúar 1969 um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðurlandi, sbr. lög nr. 88/1968 um breyt- ingu á áðurnefndum lögum, sbr. reglugerð nr. 304/1968 um leyfi til togveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961 og 29/1964, og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Guðjón Emil til að sæta refsingu sam- kvæmt 1. mgr. 4. gr. nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 og 1. mgr. 2. gr. auglýsingar nr. 304/1968, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu sakar- kostnaðar“. Ákærði Guðjón Emil Aanes er fæddur í Vestmannaeyjum 24. júlí 1930 og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1947 4/9 í Reykjavík: Sátt, 25. kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1949 3/4 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1950 14/1 í Vestmannaeyjum: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1950 10/2 í Vestmannaeyjum: Dómur: 4 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið, fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningar- laga og 1.500 kr. sekt fyrir brot á 6. gr. áfengislaga. 1951 15/3 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1951 6/8 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1951 26/10 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1952 17/2 í Vestmannaeyjum: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1952 28/10 í Vestmannaeyjum: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1952 23/12 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1953 5/3 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1953 19/3 í Vestmannaeyjum: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1953 6/5 í Vestmannaeyjum: Áminning fyrir ölvun innanhúss. 1953 16/10 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1953 1957 1960 1961 1961 1962 1962 1964 1965 1965 1966 1966 1966 1967 1967 1968 1299 17/10 í Reykjavík: 200 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengis- laga, 500 kr. skaðabætur fyrir spellvirki. 19/4 í Reykjavík: 100 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. 30/1 í Vestmannaeyjum: 500 kr. sekt fyrir sama brot og 231. gr. hegningarlaga. 9/1 í Reykjavík: 100 kr. sekt fyrir ölvun. 1/11 í Neskaupstað: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. 28/3 í Neskaupstað: Sátt, 200 kr. sekt fyrir sama brot. 20/12 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir sama brot. 23/2 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir sama brot. 1/2 í Vestmannaeyjum: Dómur: Varðhald í 30 daga, svift- ur rétti til þess að öðlast ökuréttindi í 15 mánuði, fyrir brot gegn 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1956, áfengislögum og umferðar- lögum. 9/5 í Vestmannaeyjum: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Skaðabætur kr. 1.000.00 til Valdi- mars Traustasonar fyrir líkamsmeiðingar og kr. 250.00 til lögregluþjóns fyrir skemmdir á úri. 3/3 í Vestmannaeyjum: Dómur: 20.000 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fiskveiðilandhelgi Íslands. Afli og veiðarfæri m/b Dagrúnar, ÍS 11, gerð upptæk. 28/6 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 30/9 í Vestmannaeyjum: Dómur: Varðhald í 2 mánuði, 25.000 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fisk- veiðilandhelgi Íslands. Afli og veiðarfæri m/b Sig- urðar, VE 35, gerð upptæk. 21/1 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 24/2 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 231. gr. hegningarlaga. 12/5 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 231. gr. hegningarlaga. Hinn 30. nóvember 1968 veitti forseti Íslands uppgjöf sakar, að því er varðar dómana uppkveðna 3. marz 1966 og 30. septem- ber 1966. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, undirritaðri af skipherra varð- skipsins Ægis 21. marz 1969, segir á þessa leið: „Fimmtudaginn 20. marz tók varðskipið m/b Glað, VE 270, 1300 skipstjóri Guðjón Aanes, f. 24. júlí 1930, til heimilis að Fífilgötu 5, Vestmannaeyjum, að ólöglegum veiðum undan Eyrarbakka. Nánari atvik voru sem hér segir: Fimmtudaginn hinn 20. marz var varðskipið við eftirlit við SV-land. Kl. 2355 var komið að m/b Glað, VE 270, þar sem hann var að togveiðum á svæði, sem þær eru bannaðar til 30. apríl 1969 sam- kvæmt auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins frá 27. febrúar 1969. Eftirfarandi staðarákvörðun var gerð við hlið bátsins: Knarrarós, fjarl. 4.5 sjóm. Hafnarnes, fjarl. 6.9 sjóm. Gefur þetta stað bátsins um 10.3 sjóm. inni á friðunarsvæðinu. KI. 0011 var aftur gerð staðarákvörðun: Knarrarós, fjarl. 4.8 sjóm. Hafnarnes, fjarl. 6.8 sjóm. Dýpi 60 metrar. Gefur þetta stað bátsins um 10.4 sjóm. inni á friðunarsvæðinu. Skipstjóri bátsins kom um borð í varðskipið og gaf þá skýr- ingu á veiðum sínum, að sér væri ókunnugt um þetta friðunar- svæði. Honum var sagt, að skýrsla yrði gerð um málið og það kært til viðkomandi yfirvalda, síðan var hann fluttur um borð í bát sinn og sagt að halda til Vestmannaeyja. Mælingar voru gerðar með K.H. raðar og gýróáttavita varð- skipsins af 1., 2. og 3. stýrimanni undir umsjá skipherra. Staðarákvarðanirnar voru settar út í kort nr. 16, og fylgir af- klippa úr því skýrslu þessari. Veður: NA 3, sjór 3, léttskýjað“. Skipherra v/s Ægis, Guðmundur Kjærnested, mætti fyrir saka- dómi Vestmannaeyja og kvaðst hafa undirritað skýrsluna og væri innihald hennar rétt. Fyrsti stýrimaður warðskipsins, Bjarni Ólafur Helgason, og annar stýrimaður, Kristinn Jóhann Árnason, mættu einnig fyrir sakadómi og kváðu skýrsluna rétta. Er ákærði mætti fyrir sakadómi, viðurkenndi hann þegar að hafa verið að togveiðum á m/b Glað, VE 270, á þeim stað og tíma, sem í skýrslunni greinir, og ekki kvaðst hann wefengja staðarákvarðanir warðskipsmanna. Hins vegar kvað hann sér algerlega ókunnugt um, að togveiðar væru óheimilar þarna, og hann hafi gengið út frá, að sér væri heimilt að toga inn að þrem sjómílum frá landi. Áður en hann hóf togveiðar, kvaðst hann hafa leitað upplýsinga um friðunarsvæði fyrir Suðurlandi, en 1301 ekki fengið ákveðin svör. Auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneyt- isins frá 27. febrúar 1969, sem birtist í Lögbirtingablaðinu 4. marz s.l. kvaðst hann ekkki hafa séð, enda sjái hann ekki Lög- birtingablaðið. Morgunblaðið, sem birti auglýsingu um friðunar- svæði sunnanlands, sá hann ekki, vegna þess að hann var fjar- verandi, er það kom á heimili hans, og er hann kom heim, var blaðið glatað. Með framburði varðskipsmanna og játningu ákærða er sannað, að hann var að togveiðum á m/b Glað, VE 270, í umrætt sinn á svæði, þar sem togveiðar voru bannaðar samkvæmt auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins 27. febrúar 1969. Ekki verður fall- izt á, að það leysi ákærða undan refsingu, þótt honum hafi verið ókunnugt um nefnda auglýsingu, sem virðist hafa verið birt með lögmætum hætti. Verður því litið svo á, að ákærði hafi verið að ólöglegum togveiðum í umrætt sinn og gerzt brotlegur við þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæru. M/b Glaður, VE 270, er að stærð 43.17 rúmlestir brúttó. Samkvæmt auglýsingum Seðlabankans um stofngengi krónunn- ar jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Með tilvísun til þess, er nú hefur verið tekið fram, og sam- kvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 40.000 kr. sekt í Landhelgissjóð, sem ákærða ber að greiða innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Glað, VE 270, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Emil Aanes, greiði kr. 40.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan fjögurra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Glað, VE 270, eru 'gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1302 Miðvikudaginn 12. nóvember 1969. Nr. 162/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ginther Borgwardt (Jón Hjaltason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Þjófnaður. Bifreiðar. Nytjastuldur. Brot gegn umferðar- lögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Sakaratriðum er rétt lýst í héraðsdómi. Samkvæmt refsi- ákvæðum, er þar greinir, og 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 6 mánuði. Ákærði sat í gæzluvarðhaldi frá 2. júlí 1968 til 5. s. m. Samkvæmt 76. gr. laga nr. 19/1940 á sá gæzluvarðhaldstími að koma til frádráttar refsivistinni. Þá ber að svipta ákærða ævilangt rétti til að öðlast ökuréttindi bifreiðarstjóra. Ákærði greiði allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti í ríkis- sjóð, kr. 8.000.00, og málflutningslaun verjanda síns þar, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Gúnther Borgwardt, sæti fangelsi 6 mánuði. Gæzluvarðhaldstími hans frá 2. júlí 1968 til 5. s. m. á að koma til frádráttar refsingunni. Ákærði er ævilangt sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi bifreiðarstjóra. Ákærði greiði kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins þar, Jóns 1303 Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 22. maí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 20. þ. m., er höfðað af ákæru- valdsins hálfu með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins 10. apríl 1969, á hendur Gúnther Borgwardt, Heimagötu 11, Vest- mannaeyjum, „fyrir að hafa: I. Miðvikudaginn 29. maí 1968 heimildarlaust tekið wörubif- reiðina V 78 og undir áhrifum áfengis og ökuréttindalaus ekið henni frá Friðarhöfn áleiðis út á Stórhöfða, unz lögreglan hand. tók hann við hliðið norðan við vitann. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1956, 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 58/1954. II. Fimmtudaginn 16. maí 1968 stolið sjóúri, tveimur sirklum, nokkrum útvarpslömpum og íslenzkri bók úr m/b Halkion, VE 205, í Vestmannaeyjahöfn svo og fyrir að hafa stolið um wvetur- inn eða vorið 1968 tveimur sjónaukum úr bátum við Vestmanna- eyjahöfn, öðrum úr m/b Stefáni Þór. Telst þetta varða við 244. gr. alm. hegingarlaga. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkv. 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Ákærði, Gunther Borgwardt, er fæddur 7. ágúst 1938 að Zachow/Mecklemburg, Þýzkalandi, og hefur, svo að kunnugt sé, sætt eftirfarandi kærum og refsingum hér á landi: 1966 31/12 í Vestmannaeyjum: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot gegn 21. gr. áfengislaga. I. Föstudaginn 24. maí 1968 fór ákærði að neyta víns og hélt því áfram næsta dag. Þriðjudaginn 28. maí var hann enn undir vínáhrifum og fór að sofa íkl. 1300 þann dag og svaf til kl. 1900. Hélt hann þá áfram drykkjunni og drakk koníak í herbergi nr. 8 í Vinnslustöðinni, Vestmannaeyjum. Kl. 2400 fór hann þaðan inn í Friðarhöfn og var þá allmikið drukkinn. Við höfnina sá hann vörubifreiðina V 78, og stóð hún |þþar mannlaus og ólæst. Ákærði hefur ekki ökuréttindi, hvorki hér né í Þýzkalandi. Hann opnaði bifreiðina og settist undir stýri og tókst að ræsa hana án 1304 þess að nota lykil. Ók hann svo af stað og fór víða um bæinn, en síðan hélt hann suður úr bænum í áttina að Stórhöfða. Lög- reglunni var tilkynnt, að eitthvað væri athugavert við akstur bifreiðar um bæinn, og fór hún að leita hennar. Leitaði hún um bæinn, fór síðan upp í Herjólfsdal og suður Höfðaveg. Er hún var komin suður fyrir Breiðabakka, sá hún bifreið á leið upp Stórhöfða. Lögreglan dró bifreiðina fljótt uppi, en komst ekki fram fyrir hana, vegna þess að vegurinn er mjór íþarna. Við hliðið norðan við vitann stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina. Öku- maðurinn reyndist vera ákærði, og var hann drukkinn. Hann var einn í bifreiðinni. Lögreglan tók hann og flutti niður á lög- reglustöð, og var læknir kvaddur til til að taka úr honum blóð- sýnishorn. Blóðsýnishornið var sent rannsóknarstofu prófessors Jóns Steffensens til alkóhólákvörðunar. Niðurstaða rannsóknar- innar var á þá leið, að í blóði hans fundust reducerandi efni, er samsvara 1.35%, af alkóhóli. Ákærði tók bifreiðina í algeru heimildarleysi. Hún skemmdist ekki við aksturinn og eigandinn, Tryggvi Gunnarsson, gerði engar kröfur á hendur ákærða út af töku hennar. Með óheimilli töku bifreiðarinnar og með akstri hennar án ökuréttinda og undir áhrifum áfengis hefur ákærði gerzt brot- legur við þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæru undir 1., og unnið til refsingar samkvæmt þeim. II. Þriðjudaginn 2. júlí 1968 war lögreglan á eftirlitsferð um bæ- inn, og er hún var stödd niður á Básaskersbryggju, sá hún mann vera að skríða inn í veiðarfærageymslu Andvara á bryggjunni. Lögreglan tók manninn, og reyndist það vera ákærði, og var hann drukkinn. Þetta var kl. 0200. Hann var fluttur í fanga- húsið. Síðar um daginn var framkvæmd leit í herbergi hans að Heimagötu 11, og fundust þar ýmsir munir, sem talið var, að illa væru fengnir. Meðal annars var þar sjóúr og tveir sjónaukar. Sjóúrið reyndist vera úr m/b Halkion, VE 205, og hafði horfið þaðan 16. maí um vorið. Ákærði viðurkenndi að hafa stolið sjó- úrinu úr báti á höfninni, sem hann ekki mundi, hvað hét. Þar kvaðst hann einnig hafa tekið tvo sirkla og íslenzka bók. Ákærði viðurkenndi einnig að hafa stolið sjónaukum úr bátum hér í höfninni, en ekkki mundi hann, hvaða bátar það voru. Síðar upp- lýstist, að annar sjónaukinn, er hjá honum fannst, var úr m/b Stefáni Þór, en ekki tókst að upplýsa, hvaðan hinn sjónaukinn 1305 var. Fleira viðurkenndi ákærði að hafa tekið ófrjálsri hendi. Skipstjórar bátanna m/b Halkions og m/b Stefáns Þórs gerðu ekki kröfur á hendur ákærða, er þeir höfðu móttekið hina stolnu muni. Með þeim verknaði, er nú hefur verið lýst, hefur ákærði gerzt brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga og unnið til refs- ingar samkvæmt þeirri grein. III. Refsing ákærða fyrir þau brot, er að framan er lýst, þykir hæfilega ákveðin varðhald í 60 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga þykir bera að svipta ákærða rétti til að öðlast Ökuleyfi í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Allan sakarkostnað, áfallinn og áfallandi, ber ákærða að greiða. Domsorð: Ákærði, Gúnther Borgwardt, sæti varðhaldi í 60 daga. Hann er sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í eitt ár frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. nóvember 1969. Nr. 199/1969. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Íslands gegn Páli Hannessyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í b lið 1. tl. 21. gr. laga nr. 57/1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 15. október 1969, sem dóminum barst 31. s. m. Krefst sókn- araðili þess, að frávísunardómi, sem upp var kveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur 7. október 1969, verði hrundið og lagt fyrir dómara að dæma málið að efni til. 1306 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms. Eftir gögnum málsins er varnaraðili heimilisfastur í Kópavogi, og þar var honum birt stefna máls þessa. Með Þessari athugasemd ber að staðfesta hinn kærða dóm. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. október 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 30. september s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 1. september s.l., af Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags Íslands, Brautarholti 20, Reykjavík, gegn Páli Hannessyni verkfræðingi, Grænutungu 3, Kópavogi, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 87.532.00 með 1% dráttar- vöxtum fyrir hvern mánuð af kr. 5.532.00 frá 1. febrúar 1967 til 1. apríl 1967, af kr. 11.086.00 frá 1. apríl 1967 til 1. júní 1967, af kr. 16.596.00 frá 1. júní 1967 til 1. ágúst 1967, af kr. 22.128.00 frá 1. ágúst 1967 til 1. október 1968, af kr. 27.660.00 frá 1. október 1967 til 1. desember 1967, af kr. 33.192.00 frá 1. desember 1967 til 1. febrúar 1968, af kr. 38.912.00 frá 1. febrúar 1968 til 1. apríl 1968, af kr. 44.632.00 frá 1. apríl 1968 til 1. júní 1968, af kr. 50.352.00 frá 1. júní 1968 til 1. ágúst 1968, af kr. 56.072.00 frá 1. ágúst 1968 til 1. október 1968, af kr. 61.972.00 frá 1. október 1968 til 1. desember s. á., af kr. 67.512.00 frá 1. des- ember 1968 til 1. febrúar 1969, af kr. 73.232.00 frá 1. febrúar 1969 til 1. apríl 1969, af kr. 78.952.00 frá 1. apríl 1969 til 1. júní 1969, af kr. 84.672.00 frá 1. júní 1969 til 1. júlí 1969 og af kr. 87.532.00 frá 1. júlí 1969 til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt taxta L. M. F. Í. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera samkvæmt reikn- ingsyfirliti yfir iðgjöld sjóðfélaga frá og með 1. janúar 1967 til og með 1. júlí 1969, „þ. e. til loka júlí þ. á.“ (sic). Stefnandi heldur því fram, að krafa þessi sé eingöngu hið ákveðna framlag stefnda sem sjóðfélaga í sjóð stefnanda mánaðarlega. Hafi framlagið átt að nema af launum félagans kr. 2.768.00 á mánuði til og með 1. desember 1967, en 1. janúar 1968 og áfram eigi það að vera kr. 2.860.00. Iögjaldið falli í gjalddaga 1. hvers mánaðar eftir á. Innheimtutilraunir hafi engan árangur borið. Í þinghaldi 30. september s.l. lagði stefnandi fram sókn og frek- 1307 ari skjöl í málinu. Í sókninni heldur stefnandi því fram, að sækja megi mál þetta hér í Reykjavík, þar sem heimili og varn- arþing stefnanda sé í Reykjavík og að stefnda hafi ætíð borið að skila iðgjöldum til sjóðsins, þ. e. stefnanda. Jafnframt rök- styður hann nánar vaxtakröfu sína og kemur með nýjan útreikn- ing á henni, þar sem leiðréttar eru þær skekkjur, sem fram koma í vaxtakröfu í stefnu. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Svo sem fram kemur í stefnu, á stefndi heimilisvarnarþing í Kópavogi. Ekki verður séð þrátt fyrir fullyrðingar stefnanda, að sækja megi hann samkvæmt öðrum reglum um varnarþing sam- kvæmt lögum nr. 85 frá 1936. Af þessum sökum ber að vísa máli þessu frá dómi ex officio. Málskostnaður verður ekki dæmdur. Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi ex officio. Málskostnaður verður ekki dæmdur. Föstudaginn 14. nóvember 1969. Nr. 103/1969. Björn Pálsson (Sigurður Ólason hrl.) gegn Jóni Jónssyni og gagnsök (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Synjað um framkvæmd innsetningargerðar. Dómur Hæstaréttar. Andrés Valdimarsson sýslumaður hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð sem setufógeti. 1308 Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. júní 1969. Hann gerir þær dómkröfur, að honum verði með innsetningargerð „afhent hin brúnskjótta hryssa, sem um er deilt í málinu“, og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 7. ágúst 1969 og krafizt þess, að synjað verði innsetningargerðar og að honum verði dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Ágreiningur er um eignarrétt að hryssu þeirri, sem um er að tefla. Gagnaöflun í málinu er mjög áfátt. Hvorki hafa aðiljar komið fyrir dóm né vitni verið leidd um meginatriði málsins. Eru því ekki skilyrði til að beita innsetningargerð. Samkvæmt þessu verður staðfest synjun fógeta um fram- kvæmd innsetningargerðar. Það athugast, að réttast er að reka slíkt mál sem þetta fyrir hinum almennu héraðsdómstólum. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti þykir eiga að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er staðfestur. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Húnavatnssýslu 27. maí 1969. Gangur máls þessa hefur verið sá, að með beiðni, dagsettri 27. nóvember 1967, fór Björn Pálsson alþingismaður, Ytri-Löngumýri, Svínavatnshreppi, þess á leit við hinn reglulega fógeta Húna- vatnssýslu, að hann með fógetavaldi tæki ákveðna brúnskjótta hryssu úr vörzlum Jóns J ónssonar, bónda að Öxl í Sveinsstaða- hreppi. Lagður war fram fjöldi wottorða varðandi eignarrétt á nefndri hryssu. Hinn reglulegi fógeti tilnefndi fjóra menn, tvo dýralækna og og tvo markafróða menn, til íþess að segja álit sitt á marki um- ræddrar hryssu, og að lokinni skoðun Þeirra gáfu þeir álitsgerð um þetta efni, sem þeir undirrituðu ásamt fógeta. Miðvikudaginn 14. ágúst 1968 war síðan kveðinn upp úrskurður 1309 í fógetaréttinum, og var þeim úrskurði síðan áfrýjað til Hæsta- réttar, og var dæmt í máli þessu þar hinn 7. febrúar 1969. Niður- staða réttarins varð sú, að þar sem héraðsdómari hefði á byrj- unarstigi málsins ásamt hinum tilkvöddu skoðunarmönnum fram- kvæmt skoðun og mat í málinu, hefði honum borið að víkja úr dómarasæti í því. Var því hinn áfrýjaði úrskurður ómerktur ásamt meðferð málsins í héraði og málinu vísað heim til lög- legrar meðferðar. Með bréfi, dagsettu 21. febrúar 1969, skipaði dómsmálaráðu- neytið dómara þann, sem nú fer með málið, til þess að fara með það sem setufógeti í Húnavatnssýslu. Með áðurnefndri beiðni um úrskurð fógeta, dagsettri 27. nóv- ember 1967, fór gerðarbeiðandi í máli þessu fram á, að tekin yrði úr vörzlum Jóns Jónssonar, bónda að Öxl í Sveinsstaða- hreppi, skjótt hryssa, sem dregin hafði verið nefndum Jóni Í Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi haustið áður, en hryssu þessa telur gerðarbeiðandi sína eign. Í nefndri beiðni lýsir gerðarbeiðandi málsástæðum. Segist hann hafa verið í réttinni, en þar hafi hann gengið úr allar fol- aldshryssur sínar og geldhross þau, sem hann hafi til náð, en er hann hafi þurft frá að hverfa, voru eftir í réttinni þrjár hryssur geldar og þar af ein skjótt. Er gerðarbeiðandi kom aftur í réttina, var töfludrætti lokið, og segir hann, að vegna veðurs hafi drætti verið flaustrað af. Nokkru síðar hitti gerðarbeiðandi Jón Jónsson, bónda í Örxl í Sveinsstaðahreppi, sem er gerðarþoli í máli þessu. Sagði gerðar- boli honum, að honum hefði verið eignuð og dregin skjótt hryssa í Auðkúlurétt. Sagði gerðarþoli gerðarbeiðanda, að fyrir 15 árum hefði hann vantað skjótt tryppi, þriggja ára gamalt, sem rekið hefði werið á Sauðadal. Það haust hefði fundizt skjótt tryppi dautt sunnan við Sauðadal, sem hann hefði álitið sitt tryppi. Er gerðarbeiðandi athugaði nánar hross þau, sem hann hafði heimt úr réttinni, sá hann, að eina skjótta hryssu wantaði. Fékk hann nokkra nábúa sína til að athuga hryssu þá, sem gerðar- Þola hafði verið dregin, og liggja frammi í málinu vottorð þeirra þar að lútandi. Í vottorði, dagsettu 12. nóvember 1967, undir- rituðu af Páli Péturssyni, Höllustöðum, Halldóri Eyþórssyni, Syðri-Löngumýri, og Kristjáni Sigfússyni, Húnsstöðum, að því er varðar markalýsingu í nefndu vottorði, segjast þeir þekkja hryssu þá, sem komið hafi fyrir í Auðkúlurétt 1. október 1967 og boðin hafi verið Jóni í Öxl, og hafi hún verið á Ytri-Löngu- 1310 mýri, frá því þeir fyrst muni eftir henni. Vottorðsgefendur segj- ast síðan hafa skoðað mark hryssunnar vandlega, og lýsa þeir því þannig: Markaleysa aftan hægra, blaðstýft framan og líkast fjöður aftan vinstra. Þeir geta þess, að sé fingri strokið niður hægra eyra aftanvert, verði vart missmíði á eyranu. Um undirben á vinstra eyra segja þeir, að glögslega finnist fyrir broddi fremst í undirbeninni neðanvert. Segjast þeir aldrei hafa séð vaglskoru á hrossi með þessu lagi, en hins vegar skemmdar fjaðrir. Í skjölum málsins kemur fram, að mark gerðarbeiðanda er biti aftan hægra, blaðstýft framan, fjöður aftan vinstra, en mark gerðarþola er blaðstýft framan, vaglskora aftan vinstra. Í bréfi til sýslumanns Húnavatnssýslu, dagsettu 3. desember 1967, fer gerðarþoli þess á leit, að skipaður verði yfirmarka- dómur til þess að skoða hryssu þá, sem hér er um deilt, svo að úr því fáist skorið, hver réttur eigandi skuli teljast. Segir hann, að í stóðrétt Svínvetninga 1. október 1967 hafi sér af markalýs- ingamönnum verið eignuð brúnskjótt hryssa, roskin. Hryssu með þessum lit hafi sig vantað síðastliðin 16 ár og hafi það getað staðið heima við líklegan aldur (þessarar hryssu. Fór hann þess þá á leit við oddvita Sveinsstaðahrepps, að tilnefndir yrðu markalýsendur, og var það gert, og völdust til þess starfs bænd- urnir Pálmi Zophoníasson, Bjarnastöðum, og Magnús Sigurðsson, Litlu-Giljá. Lýstu þeir markinu þannig, að það væri blaðstýft framan, vaglskora aftan á vinstra eyra, eða mark gerðarþola. Þar sem þeir markaskoðunum, sem hér að framan er um getið, ber ekki saman, óskar gerðarþoli, eins og áður segir, eftir því, að skipaður verði yfirmarkadómur til þess að skoða hryssuna. Svo sem fram kemur í skjölum málsins og áður er nefnt, skipaði hinn reglulegi fógeti Húnavatnssýslu fjóra menn til að segja álit sitt á umræddri hryssu. Voru skoðunarmenn sammála um mark margnefndrar hryssu. Á hægra eyra sé ekki hægt að finna um- merki eftir mark og sé það eyra óskert. Glögg blaðstýfing sé að framan vinstra. Aftan winstra sé vaglskora nú og beri markið ekki þess merki, að fjöður hafi kalið eða skemmzt af mývargi, það er sárið virðist hreint. Hins vegar segjast þeir ekki geta full- yrt um, hvort fjöður hafi kalið af eða ekki, það er fjöður hafi verið mörkuð, en skemmzt, en eins og markið sé nú, sé það vaglskora. Hinn 31. marz 1969 dómkvaddi setufógeti þrjá menn, tvo markafróða menn og einn dýralækni, til að skoða umrædda hryssu, og framkvæmdu þeir skoðun sína 6. maí 1969 að Haga 1311 í Sveinsstaðahreppi, en þar er hryssan í vörzlu. Skoðuðu þeir mark ihryssunnar, eftir að eyru hennar höfðu verið klippt og rökuð. Lýsa þeir markinu þannig, að hægra eyra sé alheilt. Á vinstra eyra sé markið blaðstýft framan, vaglskora aftan. Vagl- skoran sé frekar grunn, en ör í framlengingu af þverskurði, ca. 0.5 em. Einnig skoðuðu þeir tennur hryssunnar til að athuga um aldur hennar, og virtust þær benda til þess, að hún væri 17—20 vetra. Gerðarbeiðandi hefur haldið því fram í rekstri málsins, að jafn- vel þótt svo yrði litið á, að hann hafi eigi verið eigandi hinnar um- deildu hryssu frá upphafi, þá sé það í ljós leitt, að hann hafi óátalið haft hana í sínum vörzlum í hefðartíma fullan, og hafi hann með því orðið eigandi hennar. Þessu er mótmælt af hálfu gerðarþola, meðal annars með þeim röksemdum, að skilyrðum hefðar sé ekki fullnægt, en þau séu fyrst og fremst óslitið „eignarhald“ í 10 ár, en ósannað sé, að gerðarbeiðandi uppfylli það skilyrði. Verður að líta svo á, að gerðarbeiðandi hafi eigi leitt svo óyggj- andi rök að staðhæfingu sinni um hefðina, að þau nægi honum í þessu máli til framgangs kröfu sinnar. Eitt meginskilyrði þess, að bein fógetagerð nái fram að ganga, er, að gerðarbeiðandi sanni ótvíræðan rétt sinn yfir hlut þeim, sem gerð beinist að. Með vísan til þess, sem rakið hefur verið hér að framan, einkanlega þess, að sannað þykir, að mark gerðar- þola sé á hryssunni, og að hún samkvæmt því var dregin honum í skilarétt, þykir gerðarbeiðandi ekki hafa sannað nægilega rétt sinn til hryssu þeirrar, sem fjallað er um í máli þessu, og á því hin umbeðna innsetningargerð ekki að ná fram að ganga. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dráttur sá, sem orðið hefur á máli þessu í höndum setufógeta, stafar einkum af samgönguerfiðleikum nú yfir vetrarmánuðina. Því úrskurðast: Hin umbeðna innsetningarigerð á ekki að ná fram að ganga. Málskostnaður fellur niður. 1312 Mánudaginn 17. nóvember 1969. Nr. 163/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Hreiðari Svavarssyni (Jón Bjarnason hirl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Brot gegn áfengislögum, lögum um veitingasölu og lögum um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Upptaka eigna. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að refsivist ákærða ákveðst fangelsi 30 daga og frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 25.000.00, og laun verjanda sins, kr. 25.000.00. Dómsorð: Ákærði, Hreiðar Svavarsson, sæti fangelsi 30 daga og kr. 60.000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi fangelsi 60 daga í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. (Að öðru leyti á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 25.000.00, og laun verjanda sins, Jóns Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 25.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1313 Dómur sakadóms Reykjavíkur 4, júlí 1969. Ár 1969, föstudaginn 4. júlí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni, dómara samkvæmt sérstakri umboðsskrá, kveðinn upp dómur í sakadóms- málinu nr. 272/1969: Ákæruvaldið gegn Hreiðari Svavarssyni, sem dómtekið var 23. f. m. Málið er höfðað með ákæru, dagsettri 12. maí s.l., gegn Hreið- ari Svavarssyni framreiðslumanni, Borgartúni 21 hér í borg, „fyrir að hafa frá ársbyrjun 1968 fram til 24. apríl 1969 gert sér að atvinnu sölu og veitingar áfengis að Borgartúni 21 í Reykjavík, í húsakynnum, sem ákærði tók á leigu og lét innrétta í því skyni, og rekið þar á framangreindu tímabili dag hvern frá kl. 1500 til miðnættis, laugardaga og sunnudaga þó frá kl. 1400, án leyfis lögreglustjóra umfangsmikla veitingastarfsemi í atvinnuskyni undir nafninu Ásaklúbburinn, þar sem ákærði seldi og lét selja áfengi til neyzlu á staðnum, hvern áfengisskammt (2.6 cl.) á kr. 35.00—50.00 eftir tegundum, en að jafnaði voru gestir, sem áfengi keyptu, um 40 á virkum dögum, en allt að 80 um helgar. Með sama hætti og samhliða voru seldir gosdrykkir á kr. 20.00—25.00 hver flaska, brauðsneiðar á kr. 40.00—75.00 hver sneið, vindlingar á kr. 50.00 hver pakki o. fl. Auk þess voru gestir ýmist krafðir greiðslu stofngjalds, kr. 2.000.00, og þá til viðbótar mánaðargjalds, kr. 100.00 fyrir hvern mánuð, eða mán- aðargjalds, kr. 250.00 hvern mánuð, svo og inngöngu- eða fata- gjalds, kr. 50.00 hvert sinn. Eftir 1. marz 1969 rekið framangreinda starfsemi einnig að nóttu til, þá undir nafninu Playboyklúbburinn, fjórar nætur í viku frá aðfaranótt föstudags til aðfaranætur mánudags og oftar samhliða frídögum og helgidögum, þ. á m. skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan páskadag 3.—T. apríl og allar nætur þessara helgidaga svo og aðfaranótt þriðjudagsins 8. apríl, á hverri nóttu frá miðnætti fram til kl. 0600 að morgni, með sama hætti og áður greinir að öðru leyti en því, að ákærði seldi á skrifstofu í sömu húsakynnum eða lét selja gestum merki, mis- jöfn að gerð og verðgildi, sem síðan við framvísun gesta á vín- bar og í veitingasölum giltu sem greiðslur fyrir áfengi og áður- greindar veitingar, en við veitingastarfsemina störfuðu þá á vegum ákærða fjórir dyraverðir (2 hverju sinni), einn til tveir menn við sölu áðurgreindra afgreiðslumerkja, tvær stúlkur í fatageymslu, ein til tvær í eldhúsi, þrjár við framreiðslu í veit- 83 1314 ingasölum og tvær við afgreiðslu á vínbar auk söngkonu og hljómsveitar þriggja manna, sem lék fyrir dansi milli kl. 0100 og 0500. Að nóttu til var fjöldi gesta, sem áfengi keyptu með framangreindum hætti, allt að 200 samtímis innan dyra, en á hverri nóttu sóttu staðinn allt að 30 gestum. Framangreind veitingastarfsemi, sem að meginhluta var áfeng- issala, var eina atvinna ákærða á tímabilinu. Húsaleigugreiðslur vegna starfseminnar, greiddar af ágóða hennar, voru allt að kr. 30.000.00 á mánuði, en eftir 1. marz allt að kr. 80.000.00 á mánuði, en þær runnu að verulegum hluta til ákærða. Brot ákærða varða við 18. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 39. gr. áfengis- laga nr. 58/1954, sbr. 20. gr. og 43. gr. sömu laga, 1. mgr. 3. gr., sbr. 27. gr. laga um veitingasölu, gististaðahald o. fl. nr. 53/1963, auglýsingar um slit á skemmtunum og samkomum nr. 11 og nr. 17/1948, sbr. 1. gr. laga um heimild til þess að marka skemmt- unum og samkomum tíma nr. 120/1947 og 7. gr., sbr. 3. gr., sbr. 8. gr. laga um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar nr. 45/ 1926, sbr. einnig 2. mir. 7. igr. reglugerðar um sölu og veitingar áfengis nr. 118/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og auk þess til að sæta upptöku, annars vegar á áfengi því, sem ákærði hafði útvegað sér til framangreindrar áframhaldandi áfengissölu og lagt var hald á við húsleit í húsa- kynnum ákærða aðfaranótt fimmtudagsins 3. apríl 1969 og að- faranótt fimmtudagsins 24. apríl 1969, samtals á 77 flöskum ýmissa tegunda, þar af 19 áteknum, skjölum, reikningum, af- greiðslumerkjum og öðrum gögnum, þ. á m. rennslistöppum og vinmælum viðvíkjandi veitingastarfseminni og sem ákærði hafði notað við hana, allt samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 69. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940, og hins vegar ávinnings af framan- greindri áfengissölu og veitingastarfsemi samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 69. gr. sömu laga“. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 29. des- ember 1943 í Reykjavík. Sakavottorð hans er svohljóðandi: „1958 2/5 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 200 kr. sekt fyrir akstur án réttinda. 1962 15/1 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt, umferðarlagabrot, skaðabætur 500 | 260 kr. 1962 15/2 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir ökuhraða. 1962 4/5 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir umferðarslys. 1982 10/9 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir óskoðaða bifreið. 1315 1963 18/1 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir ökuhraða. 1963 25/2 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir ökuhraða. 1963 30/4 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1963 23/8 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1963 24/10 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1964 9/6 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir umferðarslys. 1964 10/11 í Reykjavík: Sátt, 450 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1965 25/3 í Reykjavík: Dómur: 4.000 kr. sekt fyrir brot á um- ferðarlögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Svipt- ur ökuleyfi í 3 mánuði. 1966 26/1 í Reykjavík: Sátt, 1.400 kr. sekt fyrir brot á 49., 50. og 51. gr. umferðarlaga. 1966 10/8 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 7. og 10. gr. lögreglusamþykktar. 1966 12/12 í Reykjavík: Dómur: 6.000 kr. sekt fyrir brot á 25., 26., 37., 41., 48., 49. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfeng- islaga. Sviptur ökuleyfi í 1 ár frá dómsbirtingu. (Dómsbirting 21/3 1967). 1967 18/1 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1967 19/6 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1967 9/10 í Reykjavík: Sátt, 1.200 kr. sekt fyrir brot á 261. gr. hegningarlaga. 1968 14/3 í Reykjavík: Sátt, 4.000 kr. sekt fyrir brot á 261. gr. hegningarlaga. 1968 9/9 í Reykjavík: Sátt, 23.000 kr. sekt fyrir brot á 261. gr. hegningarlaga“. Samkvæmt því, sem fram er komið í málinu, eru málavextir þessir: I. Starfsemi Ásaklúbbsins. Í ársbyrjun 1968 tók ákærði á leigu óinnréttað húsnæði hjá Sendibílastöðinni á efri hæð hússins Borgartúni 21 hér í borg og hóf að láta innrétta það. Lauk því verki í apríl á s.l. ári. Fram- leigði ákærði síðan húsnæði þetta svonefndum Ásaklúbbi fyrir um kr. 30.000.00 á mánuði, en klúbbur með því nafni hafði áður verið til, og var verið að endurvekja hann. Ákærði hefur upplýst, að kjörin hafi verið 3ja manna stjórn klúbbsins í ársbyrjun 1968 og sé Bjarni Bjarnason héraðsdóms- lögmaður, Túngötu 16 hér í borg, formaður félagsstjórnar, en 1316 hann sjálfur meðstjórnandi. Ákærði hefur neitað að upplýsa nafn 3ja stjórnarmannsis, og Bjarni neitaði fyrir dóminum að upp- lýsa, hversu margir og hverjir væru með honum í stjórn. Ásaklúbburinn hóf síðan starfsemi sína í apríl 1968, og kveðst ákærði vera klúbbstjóri. Samkvæmt frásögn ákærða fyrir dóminum er tilgangur klúbbs- ins sá, að félagar geti á eigin félagsheimili komið saman, spilað, teflt og horft á sjónvarp. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi, og er haldin spjald- skrá yfir meðlimi. Meðlimir geta orðið menn 21 árs, fjár síns ráðandi og með nokkurn veginn óflekkað mannorð. Þegar með- limur hefur verið samþykktur, fær hann félagsskírteini og lykil. Hann þarf auk þess að greiða kr. 2.000.00 í stofngjald og árgjald kr. 1.200.00. Meðlimir eru taldir um 400. Helztu eignir klúbbsins telur ákærði innréttinigar og borðbúnað, en sjálfur kveðst hann eiga teppi og húsgögn og framleigja klúbbnum það svo og nokkur spil og töfl, en flest þeirra eigi klúbburinn. Auk fyrrtaldra mua segir ákærði, að til séu í húsa- kynnum klúbbsins bækur, útvarp, sjónvarp, tennisborð og fót- boltaspil. Starfstími klúbbsins er frá kl. 1500 til 2400 nema laugardaga og sunnudaga, en þá er opnað kl. 1400. Engu skattframtali war skilað fyrir starfsemi ársins 1968. Ákærði taldi sig færa sjóðbók og sagði, að bókhald væri til, en ekki hefur hann fengizt til að láta það af hendi, og ekki hefur það fundizt við leit í húsakynnum klúbbsins. Helztu útgjöld hafa verið vegna innréttinga, ræstinigar, ljóss, hita og síma. Þá sagði ákærði, að framreiðslustúlkur væru á laun- um, og sjálfur kvaðst hann hafa haft kr. 180.000.00 í laun frá 1. apríl 1968 til ársloka það ár, en ekki hafði ákærði aðra atvinnu en rekstur Ásaklúbbsins og síðar Playboyklúbbsins. Engra leyfa aflaði ákærði til starfseminnar og taldi þess ekki þurfa. Ákærði telur aðsókn að klúbbnum jafna og segir, að 40 manns komi á virkum dögum, en um 80 manns um helgar. Í húsakynnum klúbbsins eru á boðstólum veitingar, svo sem kaffi, gosdrykkir, öl, tóbak og áfengi. Ekki vildi ákærði í fyrstu upplýsa verðlag veitinga, en eftir að honum höfðu verið kynntir framburðir þeirra starfsmanna, meðlima og gesta, sem raktir verða hér á eftir, taldi hann þar rétt frá skýrt, að því er það snerti. 1317 Þá upplýsti ákærði, að í húsakynnum klúbbsins færi stundum fram spilakeppni, taflkeppni og félagsvist. Verða nú raktir framburðir þeirra starfsmanna og meðlima klúbbsins, sem komið hafa fyrir dóminn. Hermann Svavarsson, dyravörður í Ásaklúbbnum, Álftröð 3 í Kópavogi, hefur unnið í Ásaklúbbum frá byrjun, b. e. í apríl 1968. Starf hans er fólgið í dyravörzlu, hann hleypir inn með- limum og lætur menn skrá sig. Hann tekur á móti gjaldi auka- félaga og tekur við yfirhöfnum manna. Fatageymsla kostar ekk- ert. Að öðru leyti er hann til eftirlits með framkomu meðlima og gesta. Hann hefur rúmlega kr. 15.000 í laun á mánuði. Gesta- fjöldi er mismunandi, sennilega nokkrir tugir á degi hverjum. Hermann sér um innkaup að okkru, helzt í sambandi við brauð, kaffi og álegg og stundum tóbak og mjólk. Ákærði sér sjálfur um innkaup áfengis og tóbaks. Menn spila í Ásaklúbbnum bridge og casion, stundum upp á peninga. Verðlag á veitingum er þannig: molakaffi kr. 15.00, brauðsneiðar kr. 25.00—50.00, gosdrykkir kr. 25.00 hver flaska, vindlingapakkar á kr. 45.00—30.00. Einfaldur whiskysjúss kostar kr. 50.00 og tvöfaldur með gosdrykk kr. 125.00. Erla Björk Steinþórsdóttir, starfsstúlka í Ásaklúbbnum, Lang- holtsvegi 7 hér í borg, hefur starfað Í Ásaklúbbnum frá 15. ágúst 1968. Hún vinnur tvo daga Í einu og á frí næstu tvo daga. Starfs- tíminn er frá kl. 1500 alla daga nema laugardaga og sunnudaga, þá frá kl. 1400 og til miðnættis. Launin eru tæp 11 þús. á mán- uði, og greiðir ákærði hennni þau. Aðalstarfið er fólgið í því að afgreiða við barinn og auk þess að hita kaffi og smyrja brauð og ryksuga einu sinni í viku. Mis- margt er í Ásaklúbbnum, stundum margt, t. d. um helgar, og þá eru þær tvær að afgreiða. Molakaffi kostar kr. 15.00, brauð- sneiðar kr. 50.00, vindlingar (Viceroy og Camel) kr. 50.00 pakk- inn, pilsner og gosdrykkir kr. 25.00 flaskan og vínsjúss kr. 35.00 til kr. 50.00 eftir tegundum. Auk þess eru seldir smávindlar í pökkum eða stakir. Hún kvaðst afgreiða allar fyrrtaldar vörur, án þess að nokkuð af söluverðinu renni til hennar. Hún er á sama kaupi, hvort sem um litla eða mikla sölu er að ræða. Hún telur, að meiri hluti þeirra, sem komi í klúbbinn, neyti áfengis þar. Hrafnhildur Halldórsdóttir, starfsstúlka í Ásaklúbbnum, Skúla- götu 58 hér í borg, byrjaði að vinna Í Ásaklúbbnum 1. júlí f. á., og vann hún daglega þar, þangað til Erla Björk byrjaði að vinna. Nú vinnur hún tvo daga í röð og á frí næstu tvo. Launin eru 1318 um kr. 10.000.00 á mánuði, og fær hún engar prósentur af sölu. Hún segir að Ásaklúbburinn sé opinn frá kl. 1400 á laugardögum og sunnudögum, en kl. 1500 aðra daga og til miðnættis og eigi meðlimir og gestir að vera komnir út fyrir kl. 0100. Hún telur starfsemina hafa byrjað 4. apríl 1968. Annað starfsfólk er klúbb- stjóri, dyravörður og ræstingakona. Starfið er fólgið í framreiðslu og að smyrja brauð og hita kaffi. Verðlagi á veitingum lýsir hún á sama hátt og Hermann og Erla Björk. Mismargt er í klúbbnum, stundum um 10 manns, en um 50, þegar flest er. Hrafnhildur telur meiri hluta þeirra, sem Koma í Ásaklúbbinn, hafa áfengi um hönd þar og margir spili og tefli. Halldóra María Níelsdóttir, starfstúlka í Ásaklúbbnum, Meist- aravöllum 9 hér í borg, byrjaði að starfa í eldhúsinu í Ásaklúbbn- um 'þegar í apríl 1968. Vann hún frá því opnað var til kl. 1800 alla daga nema sunnudaga. Smurði hún brauð og þvoði upp. Um áramótin breyttist þetta á þann hátt, að hún vinnur á barnum laugardaga og sunnudaga frá kl. 1400 til 2400. Starfið er fólgið í því að afgreiða við barinn, hreinsa til á borðum og raða stólum. Afgreitt er vín, gosdrykkir, kaffi, brauð og tóbak. Verðlagi á veitingum lýsir hún á svipaðan hátt og annað starfsfólk klúbbs- ins. Aðsókn að Ásaklúbbnum segir hún mesta á milli kl. 1500 og 1900 og svo á milli kl. 2100 og 2300. Hún áætlaði jafnvel um 300 manns. Meiri hluti þeirra, sem koma, hafa vín um hönd í Ása- klúbbnum, vín sem þeir hafa keypt þar, en mjög fátítt er, að vandræði verði á staðnum vegna ölvunar. Mest spila menn þridge eða casion. Bjarni Bjarnason héraðsdómslögmaður, Túngötu 16 hér í borg, segist vera formaður félagsstjórnar Ásaklúbbsins. Hann neitaði að gefa upp fjölda þeirra, sem í stjórn eru eða nöfn þeirra. Til- gangurinn með starfseminni er að hittast og eyða tímanum við ýmsar dægradvalir, t. d. horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp, spila, tefla o. fl. Hann kvaðst hafa spilað bridge upp á peninga í Ása- klúbbnum, en kvaðst hafa oftar tapað en grætt. Hann var spurður um það, hvort menn greiddu sérstaklega fyrir það að spila bridge upp á peninga í klúbbnum, og svaraði hann því neitandi. Með árgjaldinu greiddu menn fyrir aðstöðu og afnot, t. d. spilanna, spilaborða og annars, sem á boðstólum er. Hann sagði, að Ása- klúbburinn greiddi engin opinber gjöld. Hann sagðist ekki vita um neinar eignir klúbbsins og vísaði á ákærða í því efni. . Gunnar Ólafur Kvaran bankastarfsmaður, Hraunbæ 92 hér í borg, er meðlimur nr. 22. Hann greiddi stofngjald, kr. 2.000.00, 1319 og síðan árgjald, kr. 100.00 á mánuði. Eingöngu er um karla- klúbb að ræða, og spila menn þar, tefla og leika borðtennis, og auk þess eru í klúbbnum útvarp og sjónvarp. Sjálfur leikur hann borðtennis. Ekki kvaðst hann vita um neina keppni eða fjár- hættuspil í Ásaklúbbnum. Hann sagðist hafa keypt brauðsneiðar á kr. 35.00 og vindlinga á 40—50 kr. pakkann. Hann kvaðst hafa neytt áfengis í húsakynnum klúbbsins. Egill Bachmann Hafliðason skreytingamaður, Meistaravöllum 91 hér í borg, er meðlimur nr. 74. Hann segir, að Ásaklúbburinn sé opinn frá miðjum degi til miðnættis, og er Egill oftast á staðn- um fram til kl. 1800. Tilgangurinn með klúbbnum er sá, að fé- lagar geti komið saman og rabbað og fengið veitingar. Egill spilar lítið sjálfur, en nokkuð er spilað á spil, og hefur hann heyrt menn tala um 1 kr. á punktinn. Hann hefur neytt áfengis í klúbbnum og telur, að 10—15 séu í klúbbnum á þeim tíma, sem hann er þar. Verðlagi á veitingum lýsir hann á svipaðan hátt og áður er fram komið í framburðum starfsfólksins. Sigurður Guðnason bókbindari, Snorrabraut 35 hér í borg, er meðlimur nr. 122. Hann greiddi kr. 2.000.00 í stofngjald og kr. 100.00 á mánuði árið 1968. Misjafnlega margt fólk er á staðnum, stundum 10 manns, stundum miklu fleiri, og þá helzt um helgar. Mest spila menn, en einnig sitja menn og rabba yfir glasi eða horfa á sjónvarp. Sigurður spilar lítið bridge, og hefur hann ekki gert það í Ásaklúbbnum. Hann spilar casion, og þegar hún er spiluð, er spilað upp á peniniga, oft 1 kr. á punktinn, stundum þó 3 kr. eða 5 kr. á punktinn. Hann segir, að í spilamennskunni skiptist á tap og gróði, t. d. hafi hann tapað kr. 50—-300 á kvöldi, en unnið annað eins á öðru kvöldi. Hann segir, að enginn hvetji meðlimi til þess að spila casion, en félagar slái sér saman við borð að sjálfsdáðum. Verðlagi á veitingum lýsir hann á svipaðan hátt og áður er fram komið, að því er hann getur um það borið. Garðar Óskar Pálmason málari, Lönguhlíð 21 hér í borg, er með- limur nr. 221 og hefur verið í Ásaklúbbnum frá s.l. áramótum. Meðlimagjald er kr. 2.000.00 og auk þess annað gjald, sem svarar kr. 100.00 á mánuði. Meðlimir fá lykil og félagsskírteini svo og afnot af húsnæði klúbbsins eftir vild. Þar er mest spilað og rabb- að. Hægt er að fá veitingar framreiddar, mat, gosðrykki, áfengi, tóbak. Hann kveðst hafa keypt og neytt áfengis í klúbbnum. Hann telur fjölda þeirra, sem klúbbinn sækja, um 50—60 á dag, þegar mest er, þó talsvert meira um helgar. Guðmundur Svavar Guðmundsson verzlunarmaður, Hausthús- 1320 um á Stokkseyri, er meðlimur í Ásaklúbbnum frá því í maí 1968. Hann greiddi stofngjald, kr. 2.000.00, og kr. 100.00 á mánuði. Hann kemur um það bil einu sinni í viku í klúbbinn. Hann kemur þangað helzt til þess að spila bridge, en mest er spilað casion og póker lítils háttar. Hann kveðst stundum kaupa sér veitingar við barborðið. Hefur hann keypt vín, kaffi og brauð. Whiskyglas kostar kr. 100.00 og sódavatn kr. 25.00. Hann segir meiri hluta þeirra, sem á staðinn koma, hafa vín um hönd. Kaupa þeir það við barinn og neyta þess á staðnum. Guðmundur spilar bridge upp á kr. 25—50 punktinn, og er almennt spilað upp á þá fjár- hæð. Hann spilar ekki casion, en oftast er spilað upp á kr. 5.00 í því spili, en stundum kr. 10.00. Engan hagnað telur hann sig hafa haft af spilamennskunni, yfirleitt skiptist á tap og gróði. Verður nú látið staðar numið að lýsa starfsemi Ásaklúbbsins, enda bæði samkvæmt framburði ákærða sjálfs og annarra ljóst, með hverjum hætti hún er. II. Starfsemi Playboyklúbbsins. Ákærði hefur skýrt frá því, að nokkrir kunningjar sínir hafi farið þess á leit við sig að hefja starfsemi næturklúbbs. Var haldinn stofnfundur að sögn ákærða, en Bjarni Bjarnason hér- aðsdómslögmaður, Túngötu 16 hér í borg, hefur talið, að um hringborðsráðstefnu hafi verið að ræða, en ekki er ljóst, hversu margir komu saman greint sinn, nefnir Bjarni ca. 9, ákærði „einir 16“, Steindór Gíslason, Bólstaðarhlíð 3 hér í borg, „einir 15“. Á fundi þessum var engin stjórn kosin, en ákærða falið að sjá um framkvæmdaratriði málsins og stjórna starfseminni. Engin leyfi voru fengin til rekstrar klúbbsins. Hófst starfsemi klúbbsins, sem hlaut nafnið Playboyklúbbur- inn, aðfaranótt 1. marz s.l. Var síðan opið fjórar nætur í viku hverri, frá aðfaranótt föstudags til aðfaranætur mánudags fram til og með aðfaranótt 24. apríl s.l, en þá nótt var gerð húsleit í húsakynnum klúbbsins og ákærði handtekinn og færður fyrst í gæzlu, en úrskurðaður í allt að 7 daga gæzluvarðhald næsta dag. Hann war látinn laus eftir tæpra 6 daga setu í gæzluvarð- haldi. Klúbburinn skyldi einnig opinn oftar, ef helgi- og frídagar komu inn í. Playboyklúbburinn opnaði á næturnar kl. 0030-—0100 og hafði opið til kl. 0500—0530 á morgnana. Meðlimir klúmmsins eru taldir um 400 og skilyrði fyrir inn- göngu svipuð og í Ásaklúbbnum. Hver meðlimur má taka með 1321 sér 2—3 gesti, enda séu þeir ekki yngri en 21 árs. Meðlimagjald er kr. 200.00 fyrir mættan mánuð. Ákærði réð aðallega sjálfur starfsfólk til starfa í klúbbnum, þ. á m. hljómsveit þriggja manna og söngkonu. Einnig sá hann um öll innkaup að mestu sjálfur, þ. á m. áfengi, vikulega fyrir um kr. 30.000.00. Í klúbbnum voru á boðstólum sömu veitingar og í Ásaklúbbn- um, en Í stað peningagreiðslu við móttöku veitinga var notað miðakerfi. Voru miðarnir með spilamerkjum. Spaðamiði kostaði kr. 100.00, hjartamiði kostaði kr. 75.00, tígulmiði kr. 50.00 og laufamiði kr. 25.00. Gegn framvísun miðanna voru veitingarnar síðan afhentar. Var verðlag svipað og í Ásaklúbbnum. Meiri hluti þeirra, sem í klúbbinn komu, neyttu þar víns, sem þeir fengu framreitt við barinn. Ákærði áleit, að þegar mest væri, væru um 180 manns í húsinu, en hugsanlega um 300 manns yfir eina nótt. Laun ákærða hjá klúbbnum eru að hans sögn þannig ákveðin, að hann má skammta sér góð laun, ef vel gengur, en tekur áhættuna, ef illa gengur. Starfsfólkið er flest á tímakaupi og nýtur ekki hagnaðar af mikilli sölu. Ákærði fær í húsaleigu hjá Playboyklúbbnum um kr. 50.000.00 á mánuði fyrir afnot húsnæðis og húsbúnaðar. Um páskahátíðina var að sögn ákærða opið alla daga nema aðfaranótt föstudagsins langa. Verða nú raktir framburðir starfsmanna, meðlima og gesta um starfsemi Playboyklúbbsins. Sigmar Björnsson, fyrrverandi bankastarfsmaður, Barmahlíð 20 hér í borg, er meðlimur nr, 2 í Playboyklúbbnum og nr. 123 í Ásaklúbbnum. Hann hefur þó ekki greitt nein gjöld sem með- limur Ásaklúbbsins, en verið boðið af ákærða að vera meðlimur ókeypis. Hann hefur greitt kr. 200.00 í mánaðargjald sem með- limur Playboyklúbbsins og er jafnframt starfsmaður hans. Starf hans er að taka við mánaðargjöldum, selja miða, gera upp af- henta miða og peninga, gera upp ásamt ákærða það, sem barn- um var afhent, og það, sem eftir er þar að loknu starfi á nótt- unni. Auk þess fylgist hann með mætingum starfsfólks og greiðir því laun. Hann hefur tímakaup, um kr. 150.00 á tímann. Vinnu- tími hans er frá 2400—0700 fjórar nætur í viku, þ. e. aðfara- nætur föstu-, laugar-, sunnu- og mánudaga. Annað starfsfólk er dyravörður og tveir aðstoðarmenn til skiptis, tvær stúlkur í fata- geymslu til skiptis, ein til tvær í eldhúsi, þrjár, sem ganga um 1322 beina úti í sölunum, og tvær við barinn. Laun fólksins eru yfir- leitt tímakaup, kr. 125.00 eða 150.00 á tímann. Sigmar kvaðst ekki vita um stjórn klúbbsins, og telur hann ákærða vera fram- kvæmdastjóra eða klúbbstjóra. Auk tímakaups á starfsfólkið rétt á að fá brauð og gosdrykki í vinnutímanum. Ákærði hefur séð um ráðningu starfsmanna. Almennt er opið frá kl. 2400— 0600. Sigmar segir, að það, sem gerist í Playboyklúbbnum, sé mjög líkt og á hverjum öðrum vínveitingastað. Meiri hluti þeirra, sem í klúbbnum dveljast, neytir þar áfengis, sem keypt er á staðn- um, þó þannig, að keyptir eru miðar, sem síðan er framvísað við barinn. Verði þeirra og gerð lýsir hann á sama hátt og ákærði. Hver miði táknar vöruúttekt fyrir þá upphæð, sem hann var keyptur fyrir, t. d. fæst gosdrykkjaflaska fyrir einn laufamiða, en fyrir tvo laufamiða fæst einfaldur sjúss af hvaða víntegund sem er eins og fyrir einn tígulmiða. Öll innkaup á vörum eru Í höndum ákærða eða Hermanns Svavarssonar, Þegar flest er Í húsinu á skemmtunum klúbbsins, eru hugsanlega um 200 manns þar. Er þetta eina starf Sigmars Í marz. Hermann Svavarsson dyravörður hefur meðlimakort nr. 14 í Playboyklúbbnum. Hann greiðir ekkert meðlimagjald. Hann segir, að hugmyndin að stofnun klúbbsins hafi orðið til hjá sér og ákærða. Hermann er dyravörður og umsjónarmaður í Playboy- klúbbnum. Hann vinnur oftast tvær nætur í viku. Klúbburinn opnar kl. 0030 og hefur opið til kl. 0500 eða 0530 á laugar- og sunnudögum. Fólk getur komið inn á greindum tíma, og hljóm- sveit leikur á sama tíma. Sölu á miðum, sem eru ávísun á veit- ingar á barnum, er hætt % stundu fyrir lokun. Stundum eru 100—150 manns í húsinu í einu, og er þá alveg fullt, en á einni nóttu koma 200—250 manns. Meiri hluti þessa fólks hefur áfengi um hönd í klúbbnum og neytir þess þar. Þetta áfengi fær það afhent við barinn eftir að hafa keypt sér miða á skrifstofunni. Laun Hermanns eru kr. 150.00 á klst. og einhver matur, brauð og gosdrykkir á vinnutímabilinu. Hermann telur það, sem af- gangs er, þegar Ásaklúbburinn hættir, og er það sett inn á lager Ásaklúbbsins. Síðan telur hann inn á barinn það, sem áætlað er að seljist, meðan opið er í Playboyklúbbnum. Í því sambandi talar hann um 12—15 wínflöskur, þar af 3—4 af Vodka og 3—4 af whisky, en um "7 tegundir eru á boðstólum. Auk þessa 8—10 kassa af gosdrykkjum, nokkrar lengjur vindlinga svo og smá- vindlapakka. Stundum nægir þetta, en stundum þarf að bæta 1523 við. Hann telur síðan út í lokin og flytur afganga inn á lager Playboyklúbbsins. Hermann staðfestir verð það, sem áður greinir á miðum þeim, sem seldir eru á skrifstofunni. Hann staðfestir það, að fyrst þurfi að kaupa greinda spilamiða, áður en fólk fá! veitingar framreiddar. Hann segir, að Sigmar Björnsson vinni nánast eingöngu á skrifstofunni við sölu á spilamiðum. Mest mun vera um sölu fyrri hluta nætur. Eru þá stundum nokkrir í einu að kaupa. Hermann segist einu sinni hafa hlaupið í skarðið fyrir Sigmar og selt stutta stund. Hermann sér um innkaup á gosdrykkjum og stundum á tóbaki. Eru gosdrykkir pantaðir viku- lega, um 20 kassar af Coca-Cola og svo ýmsar tegundir frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Af tóbaki er pantað fyrir kr. 12—15 þús- und í hvert sinn á viku til 10 daga fresti. Þessar vörur fást á heildsöluverði. Steindór Gíslason, aðstoðarmaður við efnarannsóknir, Bólstaðar- hlíð 3 hér í borg, er kunningi Hermanns Svavarssonar og hefur leyst hann af sem dyravörð, fyrst í Ásaklúbbnum og síðar í Playboyklúbbnum. Hefur hann gert það í 112—2 mánuði, oftast eitt kvöld í viku eða eina nótt, en stundum tvær nætur. Hann má taka út vín, tóbak, gosdrykki og brauð, en hugsanlega fær hann einhverja beina greiðslu frá klúbbnum síðar. Starf hans er fólgið í dyravörzlu og að láta gesti skrá sig. Hann hefur eftirlit með fólki innan hússins, og auk þess telur hann inn á barinn í upphafi nætur. Oft eru settar bangað 14 wínflöskur, 6—"T vínteg- undir, 7T—8 gosdrykkjakassar, þrjár lengjur af vindlingum og 20 vindlapakkar, 5 stk. í hverjum. Stundum hefur komið fyrir, að bæta hafi þurft við, en afgangar eru teknir og geymdir til næstu nætur. Meiri hluti gesta kaupir áfengi (þó miðakerfi) og neytir þess á staðnum. Ofurölvun er þó ekki til að dreifa, heldur skemmtir fólk sér eins og á hverjum öðrum vínveitingastað við dans og drykkju. Hann segir ákærða sjá um vínkaup. Opið er í Playboyklúbbnum fjórar nætur í viku hverri frá kl. 2400 eða 0100 til 0500, en þá er hætt að selja, og hljómsveitin hættir leik sínum. Rúmlega 100 komast fyrir í einu í húsinu, en fólk er að koma og fara, og geta því verið um 200 gestir á nóttu. Fátítt er, að fólk spili á spil í Playboyklúbbnum. Steindór er meðlimur nr. 10 í Playboyklúbbnum. Hann hefur líka sama númer í Ásaklúbbn- um. Hann segir, að þeir hafi einir 15 komið saman og ákveðið að stofna næturklúbb, þar sem aðrir slíkir tóku ekki við fleiri meðlimum. Ákærða var falið að sjá um framkvæmd þessa Í 1324 húsakynnum Ásaklúbbsins og að stýra starfseminni. Nánast er ákærði formaður, Bjarni Bjarnason ritari og hinir 13 meðstjórn- endur. Hjördís Emma Morthens húsmóðir, Ferjubakka 14 hér í borg, segist hafa verið ráðin til starfa í Playboyklúbbnum af ákærða. Hún hefur ekki ákveðinn vinnutíma, heldur eftir því sem þarf og samrýmist starfi hennar sem framreiðslustúlku í Klúbbnum að Lækjarteigi 2. Hún vinnur í Playboyklúbbnum á hinum ýmsu nóttum, sem hann er opinn á, frá kl. 2200, 2300, 2400 eða 0100 og mismunandi lengi, til kl. 0400, 0500 eða 0600. Launin eru kr. 150.00 á klst. Hún vinnur mismunandi margar nætur í viku hverri í Playboyklúbbnum, stundum 2 nætur, stundum fjórar. Er það í hennar verkahring að sækja hrein glös og smurt brauð í eld- húsið, en aðalstarfið er fólgið í afgreiðslu við barinn. Fólkið framvísar miðum með spilamerkjum á. Hún afgreiðir áfengi, einar sjö tegundir af því, öll þau kvöld, sem hún vinnur í klúbbn- um. Fólkið neytir þess á staðnum, og yfirleitt fer þarna fram skemmtun eins og í hverju öðru vínveitingahúsi, fólk dansar, situr yfir vínglasi og rabbar saman. Meiri hluti gestanna hefur vín um. hönd. Aðsókn er mest milli kl. 0200—-0300, en fer fækkandi upp úr því, en mest fækkar upp úr kl. 0400. Erfitt er að áætla fjölda þeirra, sem koma í Playboyklúbbinn, en líklega koma yfir 100 manns á nóttu. Sirrý Hulda Jóhannsdóttir, starfsstúlka hjá prjónastofunni Ið- unni, Melabraut 14, Seltjarnarnesi, vann í Ásaklúbbnum frá 5. apríl til júníloka 1968. Vann hún þá 4 daga frá kl. 1500—-2400 og átti svo frí næstu tvo daga. Laun á tímabilinu voru kr. 24.000.00. Á móti henni vann Erla Sigurgeirsdóttir. Ákærði var vinnuveit- andi hennar, og var starfið fólgið í að selja fólki, sem í húsinu var, áfengi, tóbak, brauð og gosdrykki. Hún vinnur í Playboy- klúbbnum aðfaranætur laugar- og sunnudaga, en stöku sinnum aðfaranótt mánudaga. Hún hefur kr. 150.00 á klst. og fær yfirleitt greitt eftir hverja nótt frá ákærða, en hann er vinnuveitandinn. Starf hennar er að afgreiða fólk, sem að barnum kemur og fram- vísar þar miðum. Afgreiðir hún fólkið með vín, tóbak, brauð og gosdrykki sem það neytir á staðnum. Meiri hluti þeirra, sem koma, neyta víns. Eru þær tvær við barinn, þegar mest er, og hafa nóg að gera. Ákærði eða Sigmar útvega það, sem vantar, en yfirleitt eru um tvær vínflöskur af hverri tegund, talsvert af gosdrykkjum og eitthvað af tóbaksvörum til á barnum, þegar starfsemin hefst á nóttunni. Hrafnhildur Halldórsdóttir framreiðslustúlka, Skúlagötu 58 hér í borg, hefur aðeins verið í fá skipti í vinnu í Playboyklúbbnum, að hún telur aðeins eftir sérstakri beiðni ákærða. Hún hefur haft kr. 100.00 á klst., og vinnutíminn er óákveðinn, þannig að hún hefur hætt, áður en skemmtunin var á enda. Hún hefur unnið í eldhúsinu við að þvo upp glös og diska svo og að smyrja brauð. Gunnar Ólafur Kvaran bankastarfsmaður, Hraunbæ 92 hér í borg, segir, að á starfstíma Playboyklúbbsins, sem hann hefur lýst á sama veg og aðrir, leiki hljómsveit hans. Hann hefur leikið öll kvöld, sem opið hefur verið. Launin eru kr. 1.500.00 á mann á kvöldi, eða kr. 6.000.00 á viku fyrir hvern, en með honum í hljómsveitinni eru Einar Hólm Ólafsson, Jón Garðar Elísson og Helga Sigþórsdóttir. Hefur Sigmar Björnsson séð um greiðslu til þeirra. Ákærði, Sigmar og Hermann, aðallega þó ákærði, báðu Gunnar Ólaf að sjá um hljómlist í Playboyklúbbnum. Á tíma- bilinu eru tvö hlé, 15 og 20 mínútur, og fá þau þá brauð og gos- drykki ókeypis. Gunnar segir, að fólk hafi almennt vín um hönd í húsakynnum Playboyklúbbsins, en man ekki eftir neinum vandræðum vegna ölvunar einstakra manna. Vínið fær fólkið afgreitt við barinn gegn framvísun miða. Nefnir hann sama verð. og sömu miðategundir og áður er fram komið. Hann hefur sjálfur fengið afgreitt vín. Almennt segir hann, að fólk sé þarna til þess að skemmta sér, dansa, drekka vín, spjalla saman, eða eins og á hverjum öðrum skemmtistað. Það eina, sem frábrugðið er, er, að spilað er á spil á örfáum borðum. Einar Hólm Einarsson kennari, Kópavogsbraut 19, Kópavogi, hefur spilað í hljómsveit Gunnars Ólafs Kvarans. Í framburði hans hefur ekkert það komið fram, sem ekki er þegar komið fram í málinu. Sama er að segja um framburð Jóns Garðars Flíssonar hljóðfæraleikara, Bergstaðastræti 51 hér í borg. Helga Sigþórsdóttir söngkona, Sogavegi 121 hér í borg, kveðst hafa sungið með hljómsveitinni frá opnun klúbbsins. Laun henn- ar eru þau sömu og hinna í hljómsveitinni og lýsing hennar á því, sem fram fer í klúbbnum, á svipaðan veg og fram er komið. Sigurður Hilmar Gíslason framreiðslumaður, Mosabarði 10 í Hafnarfirði, er meðlimur nr. 228 í Playboyklúbbnum. Hann greiddi kr. 200.00 sem mánaðargjald og hefur komið tvisvar í klúbbinn, dvaldist í fyrra skiptið til kl. ca. 0300 og síðara skiptið til kl. 0600. Í síðara skiptið, er hann kom þangað, var fullt hús, en hann treystir sér ekki til þess að nefna neina tölu um að- sóknina. Það, sem gerist í húsinu, er mjög áþekkt því, sem gerist 1326 á venjulegum vínveitingahúsum í borginni. Fólk dansar, drekkur vín og rabbar saman. Víndrykkja virðist þó hófsamlegri en á almennum vínveitingastöðum. Ekki hefur hann séð nein vandræði vegna ofurölvunar fólks. Áfengi er afgreitt við barinn eða að borðum hvers og eins. Telur hann sig hafa séð einar 6 starfs- stúlkur, sem framreiddu, og auk þess tvo dyraverði og stúlku í fatageymslu. Hrafnhildur Helgadóttir húsmóðir, Digranesvegi 89 í Kópa- vogi, fór með fleira fólki ásamt systur sinni frá Hótel Loftleið- um og í Playboyklúbbinn aðfaranótt 10. marz s.l. Ekki hafði hún neinn ákveðinn gestgjafa. Hún skrifaði í gestabók þarna Helga og Hrafnhildur Helgadætur. Hún tók eftir, að sumir neituðu að skrifa nafn sitt í gestabókina. Hún tók eftir dyraverði, afgreiðslu- stúlku í fatageymslu og stúlku, sem tæmdi öskubakka og hreins- aði til á borðum. Hún sneri baki í barinn og tók ekki sérstaklega eftir afgreiðslu þar. Nokkuð margt fólk var þarna og fór fjölg- andi eftir því sem á leið. Var fullt á dansgólfinu. Hún var á staðnum frá kl. tæplega 0200 til tæplega 0300. Á tímabilinu var dansað eftir tónlist frá hljómsveit og söngkonu, sem voru á staðn- um. Flestir höfðu glös fyrir framan sig, og flestir voru ölvaðir, en enginn þannig, að til vandræða væri. Einhver útvegaði henni vínglas og vildi ekki taka greiðslu fyrir. Þorgrímur Einarsson sýningarstjóri, Nýlendugötu 15 A hér í borg, var í Playboyklúbbnum aðfaranótt 10. marz s.l. Hann var í fylgd Erlings Gíslasonar leikara, en þeir voru Í boði annars manns. Hann taldi Jón hafa útvegað sér 3 spaðamiða. Fékk Þor- grímur afgreidda 3 tvöfalda Vodkasjússa til sín, þar sem hann sat í danssalnum. Vínneyzla var mjög lík og á venjulegum vín- veitingastað, en ekki ölvun til neinna vandræða. Þorgrímur er ekki meðlimur og hefur aðeins einu sinni komið í Playboyklúbb- inn. Magnús Sigurjón Ingimarsson hljómlistarmaður, Miðbraut 5, Seltjarnarnesi, Þrándur Thoroddsen, forstöðumaður, Grundar- gerði 35 hér í borg, Margrét Lára Þórðardóttir, Goðatúni 5 í Garðahreppi, og Brynjólfur Bjarkan, stud. oecon., Álfheimum 16 hér í borg, hafa komið fyrir dóminn, og eru framburðir þeirra um starfsemi Playboyklúbbsins á svipaðan veg og rakið hefur verið hér að framan. Af því, sem rakið hefur verið hér að framan, telst sannað mleð játningu ákærða sjálfs, sem er í samræmi við framburði fjöl- margra meðlima og gesta Ásaklúbbsins og Playboyklúbbsins svo 1327 og starfsfólks, að starfsemi sú, sem lýst er í ákæru, hafi farið fram, eins og þar er lýst. Kemur þá til að meta, hvort brotið hafi verið gegn þeim laga- ákvæðum, sem í ákæru greinir, svo og hvort ákærði sé ábyrgur fyrir þeirri háttsemi. Svo sem fram hefur komið, er ákærði leigutaki húsnæðis klúbbanna og framleigusali þess til þeirra. Hann er klúbbstjóri í þeim báðum og á launum hjá þeim báðum. Hann hefur sjálfur ráðið starfslið þeirra og séð um rekstur þeirra. Til hans renna húsaleigutekjur af húsnæði þeirra, og hann hefur sjálfur viður- kennt, að hann hafi af því aðalatvinnu og atvinnutekjur að reka þá. Hann hefur sjálfur séð um innkaup á áfengi til sölu í húsa- kynnum klúbbanna, og í stuttu máli verður eigi annað séð en að rekstur þeirra sé að verulegu leyti einkafyrirtæki hans, en hann hefur með allar fjárreiður að gera. Þá er ekki annað séð en hann einn hafi notið hagnaðarins af rekstri þeirra. Eins og rakið hefur verið, er sannað með játningu ákærða sjálfs og öðrum framburðum, að í húsakynnum Ásaklúbbsins og Playboyklúbbsins hefur farið fram sala á áfengi, gosdrykkjum, smurðu brauði, tóbaki og kaffi til fjölmargra meðlima og gesta klúbbsins, sem neyttu veitinganna í klúbbnum, en hinn síðar- nefndi var opinn allt til kl. 0600 að morgni, hinn fyrrnefndi aðal- lega fyrir spilamennsku og áfengisneyzlu meðlima og hinn síðar- nefndi fyrir dans og drykkju. Hinn fyrrnefndi hefur verið opinn frá því í aprílbyrjun 1968, en hinn síðarnefndi frá því aðfara- nótt 1. marz s.l. þar til 24. apríl s.1. Af lýsingu starfseminnar, sem rakin hefur verið, má ráða, að hér hafi verið um að ræða veitinga- og skemmtistarfsemi í svipuðu formi og í veitingahús- um borgarinnar. Til greindrar starfsemi hafði ákærði ekki leyfi yfirvalda. Hann hélt ekkert bókhald, svo að sannað sé, og greiddi enga skatta af starfseminni. Við rekstur Ásaklúbbsins hafði ákærði í þjónustu sinni allt að 3 manna starfsliði hverju sinni, sem allt var á launum. Við rekstur Playboyklúbbsins hafði ákærði í þjónustu sinni allt að 11 manna starfsliði hverju sinni og auk þess hljómsveit þriggja manna og söngkonu, sem allt þáði laun fyrir störf sín. Af framburði ákærða er ljóst, að hann hefur haft atvinnu af rekstri klúbbanna og þar með sölu áfengis og annarra veitinga. Tekjur af starfseminni hafa samkvæmt framburði hans næst til að greiða honum sjálfum persónulega Í húsaleigu vegna Ása- 1328 klúbbsins um kr. 30.000.00 á mánuði og vegna Playboyklúbbsins um kr. 50.000.00 á mánuði svo og laun sem klúbbstjóra, sem á árinu 1968 námu frá aprílbyrjun til ársloka kr. 180.000.00. Er af framansögðu ljóst, að ákærði hefur haft verulegan hagnað af starfsemi klúbbanna, en ekki er unnt að sannreyna, hver hagn- aður hans hafi verið. Telst ákærði því hafa brotið segn 18. gr., sbr. 1. og 2. migr. 39. gr. áfenlgislaga nr. 58/1954, sbr. 20. gr. og 43. gr. sömu laga, að því er snertir áfengissölu í atvinnuskyni, gegn 1. mgr. 3. gr., sbr. 27. gr. laga um veitingasölu og gististaðahald o. fl. nr. 53/ 1963, að því er snertir aðra veitingasölu, auglýsingum nr. 11 og 17/1948 um slit á skemmtunum og samkomum, sbr. 1. gr. laga nr. 120/1947 um heimild til þess að marka skemmtunum og sam- komum tíma, að því er snertir lokunartíma skemmtistaðarins, og 7. gr., sbr. 3. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 45/1926 um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, sbr. einnig 2. mgr. 7. gr. reglu- gerðar um sölu og veitingar áfengis nr. 118/1954, að því er snertir það að hafa opið um páskahelgi og selja þá áfengi. Krafa ákæruvaldsins um upptöku er tvíþætt: a) Krafa um upptöku á áfengi því, sem ákærði hafði útvegað sér til áfram- haldandi áfengissölu og lagt var hald á við húsleit í húsakynnum ákærða aðfaranótt fimmtudagsins 3. apríl s.l. og aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl s.l., samtals 77 flöskum ýmissa tegunda, bar af 19 áteknum, skjölum, reikningum, afgreiðslumerkjum og öðrum gögnum, þ. á m. rennslistöppum og vínmælum viðvíkjandi veitingastarfseminni og sem ákærði hafði notað við hana. b) Krafa um upptöku ávinnings af framangreindri áfengissölu og veitingastarfsemi ákærða. a) Samkvæmt 1. tl. 69. gr. hegningarlaga má gera upptæka „hluti, sem orðið hafa til við misgerning eða hafðir hafa verið til að drýgja brot með“. Ljóst er, að greint áfengi hefur ekki orðið til við misgerning, og ekki hefur verið drýgt brot með því, fyrr en bað hefur verið selt, enda þótt fyrir liggi, að það hafi verið ætlað til sölu. Verður eigi fallizt á kröfu ákæruvaldsins, að því er varðar upptöku á greindu áfengi, enda er eigi laga- heimild til þess. Að því er snertir skjöl, reikninga og gögn varð- andi starfsemi Ása- og Playboyklúbba er á Það að líta, að enda þótt veitingastarfsemi klúbbanna sé ólögleg, þá er ekki hægt að fallast á, að greind plögg hafi orðið til við misgerning eða að drýgt hafi verið brot með þeim, en hald var lagt á þau vegna 1329 rannsóknar málsins. Er upptaka þeirra óþörf og hefur ekki stoð í lögum. Verður því eigi fallizt á að gera þau upptæk. Lagt var hald á notaða afgreiðslumiða fyrir áfengi og öðrum veitingum við áðurgreindar húsleitir. Notkun þeirra er liður í hinni ólöglegu veitingasölu, og ber að gera þá upptæka svo og rennslistappa og vínmæli, sem hald var lagt á og telja má sannað, að hafi verið notaðir við áfengissöluna. b) Krafizt er upptöku ávinnings, sem ákærði hafi haft af brot- um sínum. Ekki er tilgreind fjárhæð, enda hefur rannsókn máls- ins eigi leitt í ljós, hver ávinningur hafi orðið af hinni ólöglegu starfsemi. Fullnægir ákæran að þessu leyti eigi ákvæðum 115. gr. laga nr. 82/1961, og ber því að vísa kröfunni frá. Við ákvörðun refsingar þykir bera að hafa í huga, að telja má sannað, að ákærði hafi haft verulegan hagnað af broti sínu. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fanigelsi í 45 daga, og komi henni til frádráttar seta hans í gæzluvarðhaldi í 6 daga. Þá greiði ákærði kr. 60.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi í stað sektarinnar fangelsi í 60 daga, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Samkvæmt 1. tl. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber að gera upptæka til handa ríkissjóði þá rennslistappa og vínmæli, sem hald var lagt á í húsakynnum Ása- og Playboy- klúbba 3. og 24. apríl 1969 svo og notaða afgreiðslumiða fyrir veitingum, sem hald var lagt á við sama tækifæri. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun, kr. 10.000.00, til skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns. Dómsorð: Ákærði, Hreiðar Svavarsson, sæti fangelsi 45 daga og greiði kr. 60.000.00 í sekt til ríkissjóðs, en sæti fangelsi 60 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Til frádráttar fangelsisrefsingu ákærða kemur seta hans í gæzluvarðhaldi í 6 daga. Upptækir skulu vera til handa ríkissjóði þeir rennslis- tappar og vínmælir, sem hald var lagt á í húsakynnum Ása- og Playboyklúbba 3. og 24. apríl 1969, svo og notaðir atf- greiðslumiðar fyrir veitingum, sem hald var lagt á við sömu tækifæri. 84 1330 Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarnasonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. nóvember 1969. Nr. 154/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gunnari Einarssyni (Áki Jakobsson hr|l.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Arnar G. Hinriksson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Eftir áfrýjun málsins hafa lögreglumenn þeir, sem fóru með mál ákærða, komið fyrir dóm. Er vætti þeirra, sem þeir hafa heitfest, í samræmi við atvikalýsingu héraðsdóms. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta héraðsdóminn. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda síns, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfryjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Gunnar Einarsson, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 1331 8.000.00, og laun verjanda sins, Áka Jakobssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Keflavíkur 24. júní 1969. Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið í dag, er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru saksóknara ríkisins, dags. Í. október 1968, gegn Gunnari Einarssyni bifreiðarstjóra, Sólvalla- götu 12, Keflavík, fyrir að aka aðfaranótt laugardagsins 2. maí 1968 undir áhrifum áfengis bifreiðinni G 719 frá Sólvallagötu 49 í Keflavík norður þá götu að heimili sínu, Sólvallagötu 12, þar sem akstri lauk. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga, sbr. nú sömu greinar laga nr. 40/1968, og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfenigislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er fæddur 29. maí 1919 í Keflavík og hefur samkvæmt sakaskrá ríkisins sætt þessum refsingum: 1936 7/2 í Hafnarfirði: Sátt, bifreiðarakstur án réttinda og akstur á ljóslausu reiðhjóli, kr. 100.00 í sekt. 1936 6/7 í Hafnarfirði: Sátt, ók bifreið próflaus, kr. 10.00 í sekt. 1942 18/6 í Hafnarfirði: Sátt, 260 kr. sekt fyrir þrot á lögum nr. 33/1935 og lögum nr. 63/1937. 1953 11/5 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga og 7. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur. 1961 29/1 í Keflavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 38. gr., 1. mgr., laga nr. 26/1958. 1964 29/1 í Keflavík: Dómur: 10 daga varðhald, sviptur öku- réttindum í 1 ár frá 1. júní 1963, fyrir brot á áfengis- lögum og umferðarlögum. 1966 7/3 í Keflavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 50. gr. umferðarlaga. 1967 1/11 í Keflavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 38. gr. umferðarlaga. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt laugardagsins 2. marz s.l., kl. 0335, hringdi ákærði 1332 á lögreglustöðina í Keflavík og óskaði eftir, að lögreglan æki heim fyrir sig bifreið, er hann var með við fjölbýlishúsið Sólvallagötu 42, þar sem hann hefði neytt áfengis. Um kl. 0400 fóru tveir lögreglumenn á staðinn til að aka bif- reiðinni heim fyrir ákærða. Biðu þeir í góða stund fyrir framan húsið, en urðu engra mannaferða varir. Stóð bifreiðin G 719, sem ákærði hefur til umráða, við húsið. Fóru lögreglumennirnir á brott við svo búið. Um kl. 0415 höfðu lögreglumennirnir talstöðvarsamband við lögreglustöðina, og var þeim þá sagt, að ákærði hefði hringt aftur varðandi heimaksturinn og hefði honum verið sagt að huga betur að lögreglunni, þar sem hún væri sennilega stödd við húsið. Hugðust nú lögreglumennirnir gera aðra tilraun til að hitta ákærða. Er þeir voru staddir á Flugvallarvegi, sáu þeir, hvar bifreiðinni G 719 var ekið af stað frá Sólvallagötu 42 og sem leið lá norður götuna. Veittu þeir nú bifreiðinni eftirför, en náðu henni ekki fyrr en við heimili ákærða, þar sem hún var stöðvuð við húsið. Var nú haft tal af ökumanni, sem reyndist vera ákærði í máli þessu, og virtist hann vera undir allmiklum áfengis- áhrifum af málfari og hreyfingum að dæma. Var ákærði því færður til læknis, sem tók honum blóð til alkóhólákvörðunar. Niðurstaða alkóhólrannsóknarinnar varð sú, að í blóði ákærða fundust reducerandi efni, sem samsvara 1.33%0 af alkóhóli, Hér fyrir dómi hefur ákærði skýrt svo frá, að hann hafi farið út í bifreiðina G 719 og ætlað að bíða þar lögreglunnar. Síðan sagði ákærði, að sig hafi brostið minni, en næst hafi hann munað eftir sér, að hann var að koma á bifreið sinni að heimili sínu. Ákærði viðurkenndi að hafa verið mikið ölvaður, er fyrr- greindur akstur átti sér stað. Samkvæmt játningu ákærða, niðurstöðu alkóhólrannsóknar og öðru. því, sem hér að framan er rakið, þykir sannað, að ákærði hafi gerzt sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali og er þar rétt færð til refsiákvæða. Hér er um ítrekað brot hjá ákærða að ræða. Hann var dæmdur í 10 daga varðhald og 1 árs ökuleytfissviptingu fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum í sakadómi Keflavíkur þann 29. janúar 1964. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin varðhald í 12 daga. Þá ber samkvæmt 81. gr. umferðarlaga að svipta ákærða öku- réttindum ævilangt frá birtingu dóms þessa. 1333 Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, kr. 3.000.00. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Einarsson, sæti varðhaldi í 12 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði sakarkostnað allan, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Áka Jakobssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 3.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 19. nóvember 1969. Nr. 51/1969. Ákæruvaldið, (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Eyjólfi Guðjónssyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Sýknað af ákæru um brot gegn tolllögum. Dómur Hæstaréttar. Framhaldsrannsókn hefur verið háð í málinu, eftir að því var áfrýjað. Eins og í héraðsdómi greinir, varðar mál þetta innflutn- ing tveggja þvottavéla frá Þýzkalandi með m/s Vatnajökli sumarið 1966. Er fram komið í málinu, að eigandi annarrar vélarinnar var Sigurður Þorvaldsson, Heiðarbraut 5, Akra- nesi, en eigandi hinnar Skúli Skúlason, Kleppsvegi 58, Reykjavík. Kaup beggja vélanna fóru fram um hendur Bræðranna Ormsson h/f, Reykjavík. Í bréfi til sakadóms Reykjavíkur 26. september 1969 skýrði nefnt hlutafélag svo 1334 frá, að hinn 26. apríl 1966 hafi Sigurður Þorvaldsson pantað hjá félaginu sjálfvirka þvottavél, sem samkvæmt pöntun- inni hafi verið afgreidd um borð í m/s Vatnajökul í þýzkri höfn 3. júni 1966. Í bréfi sama hlutafélags 13. október 1966 er frá því skýrt, að Skúli Skúlason hafi hinn 28. janúar 1966 pantað þvottavél sína, sem einnig hafi verið send til lands- ins með m/s Vatnajökli. Báðir hafi þeir Sigurður og Skúli kannazt við að eiga sína vélina hvor, eins og í héraðsdómi er nánar rakið. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skir- skotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu ákærða af ákæru um brot gegn 42. gr., sbr. 22. gr. laga nr. 68/1956 og 34. gr. til 36. gr., sbr. 102. gr. reglugerðar nr. 41/1957. Þar sem ákæruvaldið hefur eigi gert kröfu um upptöku þvottavélanna á hendur eigendum þeirra, verður upptaka þeirra eigi dæmd í máli þessu, enda þótt heimil sé sam- kvæmt 38. gr. laga nr. 68/1956. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað ber að staðfesta. Kostnaður af áfrýjun málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða, kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Kostnaður af áfrýjun málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða, Gunnars M. Guðmunds- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000.00. Dómur sakadóms Beykjavíkur 8. nóvember 1968. Ár 1968, föstudaginn 8. nóvember, var á dómþinigi sakaðóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ármanni Kristins- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 522/ 1968: Ákæruvaldið gegn Eyjólfi Guðjónssyni, sem tekið var til dóms 25. f. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 12. júlí 1968, gegn ákærða, Eyjólfi Guðjónssyni skipstjóra, Úthlíð 11, Reykjavík, fæddum 17. júní 1926 í Reykjavík, fyrir brot á lögum um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956 og reglugerð nr. 1335 41/1957 um sama efni með því, að við leit tollvarða í m/s Vatna- jökli við komu skipsins til Reykjavíkur frá Þýzkalandi hinn 9. júní 1966, sem ákærði var þá skipstjóri á, fundust í lest skipsins tvær þvottavélar af AEG LAVAMAT gerð, sem ekki höfðu verið færðar á farmskrá skipsins né áhafnarlista og ekki voru í vörzi- um neins af áhöfn skipsins. Telst þetta varða wið 42. gr., sbr. 22. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit og 34. gr.—36. gr. incl., sbr. 102. gr. reglugerðar um sama efni. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og enn fremur verði greindar þvotta- vélar gerðar upptækar samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga um toll- heimtu og tolleftirlit. Málsatvik eru þessi: Við lestarettirlit í m/s Vatnajökli hinn 9. júní 1966 fann toll- gæzlan í Reykjavík tvo kassa, sem ekki voru skráðir á farmskrá, áhafnarlista né til þeirra sagt. Annar kassinn var merktur: E. Guðjónsson, m/s Vatnajökull, E 93133, en hinn: S. Skúlason, b/v Geir, E 90959. Hvor kassi hafði að geyma þvottavél, og tók toll- gæzlan þær í sínar vörzlur. Einar Ingi Guðjónsson verkstjóri, Holtsgötu 9 hér í borg, gerði þá grein fyrir þvottavél merktri: E. Guðjónsson m/s Vatnajökull E 93133, að uppeldisfaðir eiginkonu hans, Sigurður Þorvaldsson, Heiðarbraut 5, Akranesi, hefði beðið sig, en hann var þá stýri- maður á m/s Vatnajökli, að flytja vélina til Íslands frá Ham- borg og aldrei verið á annað minnzt en hún yrði flutt löglega til landsins, og átti umboðsmaður seljanda hér að sjá um, að vélin yrði send um borð á hans nafni. Eftir að Einar Ingi tók að sér erindisrekstur þenna, kvaðst hann hafa hætt til sjós og farið að starfa í landi, en þvottavélin hafði þá enn eigi verið afgreidd. Bað hann því Sigurð Óla Valdimarsson, fyrsta vélstjóra á skip- inu, að fylgjast með, þegar vélin kæmi um borð, og sjá um, að hún yrði skráð á viðeigandi skipsskjöl og vel færi um hana. Kvaðst Einar Ingi síðan hafa spurzt fyrir um þvottavélina, en hún ekki komið hingað til lands fyrr en í þriðju ferð skipsins, eftir að hann hætti störfum á því. Sigurður Óli Valdimarsson, fyrsti vélstjóri, Holtagerði 20, Kópa- vogi, kannaðist við, að Einar Ingi Guðjónsson, fyrrum stýrimaður á m/s Vatnajökli, hefði beðið sig að fylgjast með því, hvort þvottavél, merkt honum, kæmi um borð í skipið í Hamborg, eftir að hann lét af stýrimannsstörfum. Bað Einar Ingi hann þá um að 1336 setja vélina á tolllista, og féllst hann á það. Sigurður Óli Valdi- marsson kvaðst í næstu ferðum hafa spurzt fyrir um vélina í Hamborg hjá þeim aðiljum, sem sáu um fermingu skipsins þar, og jafnan fengið neikvæð svör, m. a. í ferðinni, sem vélin kom með, enda ekki vitað um hingaðkomu hennar, fyrr en toll- gæzlan var komin í málið. Sigurður Óli kvað Einar Inga hafa spurzt fyrir um vélina í hverri ferð og hann þá tjáð honum, að vélin væri ekki með. Halldór Sigurjón Sveinsson, Háaleitisbraut 30, Reykjavík, kvaðst hafa verið fyrsti stýrimaður á m/s Vatnajökli í ferð þeirri, er málið fjallar um, séð um lestunina í Hamborg, en aldrei orðið þess var, að nefndar þvottavélar kæmu um borð, enda ekki venja að telja í skipið. Skúli Skúlason stýrimaður, Kleppsvegi 58, Reykjavík, kvaðst veturinn 1965— 1966 hafa pantað AEG þvottavél hjá umboðs- manni vélarinnar hér á landi, fyrirtækinu Bræðrunum Ormsson h/f. Hefði hann þá verið stýrimaður á botnvörpungnum Geir og þá gert ráð fyrir að geta tekið vélina í Bremerhaven, en vélin ekki verið til staðar, er hann kom þangað, og hann ekki farið utan aftur. Skúli Skúlason kvaðst einnig hafa beðið kunningja sinn, skipstjórann á Hvalfelli, að flytja vélina til Íslands, en hún ekki fundizt. Hefði hann þá snúið sér til umboðsins hér, sem óskaði þess bréflega, að vélin yrði send á heimilisfang kaupanda með næstu skipsferð, og hefur afrit þessa bréfs werið lagt fram í málinu. Skúli Skúlason staðhæfði, að sú hefði aldrei verið ætlun hans að flytja þvottavélina ólöglega hingað til lands. Ákærði kvaðst ekkert geta borið um, með hvaða hætti nefndar þvottavélar hefðu komið um borð í skipið eða á hvers vegum þær væru. Sagðist hann ekki annað um þær vita en Sigurður Jónsson tollvörður hefði skýrt honum frá, að fundizt hefði í lest skipsins þvottavél, merkt stöfum hans, og jafnframt spurt, hvort verið gæti, að hún væri eign hans, en hann þá skýrt tollverðinum frá því, að svo væri ekki, og tjáði hann ákærða síðar, að eigandinn væri kominn fram. Ákærði hefur ekki sætt nokkrum þeim refsingum, sem áhrif gætu haft á refsimat í máli þessu. Þær tvær þvottavélar, sem nefndar eru í ákæru, voru fluttar um borð í m/s Vatnajökul í Hamborg, en þar sá Halldór Sigurjón Sveinsson, 1. stýrimaður, um fermingu skipsins. Ákærði hefur fullyrt, að hann hafi ekki vitað um veru vélanna Í skipinu, sem er stórt vöruflutningaskip, en þeim var komið fyrir í lest þess 1337 innan um annan varning, og er ekkert fram komið í málinu til styrktar því, að ákærði hafi vitað eða haft nokkra aðstöðu til að vita um flutning þeirra hingað til lands. Þvottavélarnar voru merktar, og er kunnugt bæði um eigendur og sendendur þeirra. Með vísan til alls þessa verður ekki talið, að ákærði hafi brotið gegn lagaákvæðum þeim, sem í ákæru eru rakin, og ber því að sýkna hann af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Í ákæru er þess einnig krafizt, að greindar þvottavélar verði gerðar upptækar samkvæmt 4. mgr. 38. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 68/1956. Ákvæðum 4. mgr. 38. gr. um upptöku verður því að- eins beitt, að fyrir hendi sé eitthvert þeirra skilyrða, er þar eru talin upp og nánar greinir í fyrri mgr. 38. gr. laganna. Brestur því heimild til að gera umræddan varning upptækan til ríkissjóðs, og ber samkvæmt því að sýkna ákærða einnig af þessari kröfu ákæruvalds, en raunverulegir eigendur þvottavélanna voru eigi ákærðir til að bola upptöku á þessum eignum sínum. Loks ber að dæma ríkissjóð til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun Valgarðs Briems héraðsdómslög- manns, skipaðs verjanda ákærða, kr. 5.000.00. Dómsorð: Ákærði, Eyjólfur Guðjónsson, skal vera sýkn af öllum kröf- um ákæruvalds í málinu. Sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun Valgarðs Briems héraðsdómslögmanns, skipaðs verjanda ákærða, kr. 5.000.00, greiðist úr ríkissjóði. 1338 Miðvikudaginn 19. nóvember 1969. Nr. 187/1969. Gústaf A. Sveinsson fyrir Philip Morris Inc. gegn Magnúsi Thorlacius fyrir Benson é Hedges Ltd. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Málskostnaðartrygging. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 21. Ér, 1, g, laga nr, 57/1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 6. október 1969, er barst dóminum 22. október 1969. Gerir sóknaraðili þær dómkröfur, að úrskurður héraðsdóms verði úr gildi felldur, synjað verði kröfu varnaraðilja um trygg- ingu fyrir málskostnaði og honum dæmdur kærumálskostn- aður úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Eigi er í ljós leitt, að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 183. gr. laga nr. 85/1936 fyrir því, að sóknaraðili sé undanþeg- inn ákvæði 1. mgr. sömu greinar um tryggingu vegna máls- kostnaðar. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins kærða úr- skurðar. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Gústaf A. Sveinsson fyrir Philip Morris Inc., greiði varnaraðilja, Magnúsi Thorlacius fyrir Ben- son á Hedges Ltd., kærumálskostnað, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 1339 Úrskurður sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 24. september 1969. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 23. september s.l., hefur Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmaður, Laufásvegi 8 Í Reykja- vík, höfðað fyrir Philip Morris Incorporated, fyrirtæki í Virginia fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku, með heimilisfangi að 100 Park-Avenue, New York, fyrir sjó- og werzlunardómi Reykja- víkur með stefnu, birtri 12. ágúst s.l., gegn Magnúsi Thorlacius hæstaréttarlögmanni, Hafnarstræti 19 í Reykjavík, fyrir Benson ér Hedges Limited, iðjurekstur, 13 Old Bond Street í London, svo og gegn vörumerkjaskrárritara, Brynjólfi Ingólfssyni ráðu- neytisstjóra, Arnarhvoli í Reykjavík. Málavöxtum lýsir stefnandi á þá leið, að hinn 31. maí 1946 hafi firmað Benson ér Hedges, verksmiðjurekstur og verzlun, New York, tilkynnt vörumerkjaskrárritara, að firmað óskaði að skrá- setja fyrir sig vörumerkið „Benson éz Hedges“. Hafi vörumerkið síðan verið skrásett 7. júní 1947 og sé skrásetningarnúmer 52/ 1947. Samkvæmt tilkynningu, dags. 21. desember 1945, sé merkið skrásett í Washington 25. marz 1947 fyrir vindla, vindlinga og reyktóbak. Hin íslenzka skráning hafi verið auglýst í Lögbirt- ingablaði 1947, nr. 47, og á bls. 650 í B-deild Stjórnartíðinda 1947. Umrætt vörumerki hafi verið endurnýjað 1957 fyrir Benson 8r Hedges Inc. og 1967 fyrir Philip Morris Inc., en með afsals- bréfi, útgefnu 31. janúar 1961, hafi firmað Benson ér Hedges Inc. framselt umrætt vörumerki firmanu Philip Morris Inc., enda hafi hið síðarnefnda félag síðan verið eigandi merkisins. Á árinu 1967 hafi stefnandi orðið þess var, að hið stefnda félag, Benson ár Hedges Ltd., hafi látið skrásetja fyrir sig vörumerki. Skráningin hafi verið auglýst í Lögbirtingablaði 1967, nr. 63, og B-deild Stjórnartíðinda 1967, bls. 542. Merkinu sé lýst þannig: „Aflangur ferhyrndur reitur, efst í reitnum stafirnir BH ritaðir á sérkennilegan hátt, í miðjum reitnum skjaldarmerki með stöf- unum B ár H neðst í reitnum eru orðin: Benson ér Hedges“. Merkið sé skrásett í London 15. apríl 1966, í 34. flokki fyrir sígarettur. Stefnandi kveðst ætla fyrir víst, að hið stefnda firma, Benson 8: Hedges Ltd., selji hér á landi sígarettur með síðastgreindu vörumerki. Telji stefnandi stefnda Benson ér Hedges Ltd. hafa brotið á stefnanda lög með skráningu hins síðastgreinda merkis og notkun merkisins á sígarettuumbúðum svo og sölu á sígarett- um með téðu merki og í umbúðum auðkenndum með því. Bendir stefnandi í því sambandi einkum á, að nöfnin séu hin sömu á 1340 báðum merkjunum, BENSON ár HEDGES, og sé þannig mjög mikil hætta á, að ruglað sé saman merkjunum, og það því fremur sem bæði séu skrásett fyrir sams konar vöru. Stefnandi kveðst telja sig með skrásetningu firmans Benson ér Hedges Inc. á vörumerkinu nr. 52/1947 og síðar framsali téðs firma á vörumerkinu til stefnanda hafa eignazt einkarétt á að nota orðin Benson ér Hedges sem vörumerki eða hluta úr vöru- merki. Kveðst stefnandi telja vafalaust, að stefnda hafi verið vel kunnugt um einkarétt stefnanda á merkinu, er stefndi hafi látið skrásetja vörumerkið nr. 215/1967, enda sé ofangreind skráning stefnda og notkun hans á vörumerkinu nr. 215/1967 augljóst brot á einkarétti stefnanda til vörumerkisins. Verði brot Þetta enn ljósara, þar sem framleiðsluvörur beggja aðilja séu mjög sömu tegundar. Dómkröfur stefnanda eru: 1. Að hinu stefnda firma, Benson ér Hedges Ltd., London, verði dæmt óheimilt að nota hér á landi, hvort heldur á vörum sínum, umbúðum um þær, í auglýsingum eða á annan hátt, orðin Benson ér Hedges sem vörumerki eða annars konar merki, hvort heldur sérstakt eða í sambandi við vörumerki sín, skráð eða óskráð. 2. Að stefnda, Benson ér Hedges Ltd., skuli dæmt skylt að við- lögðum dagsektum til stefnanda eftir ákvörðun dómsins að afturkalla skráningu sína á vörumerki nr. 215/1967. 3. Að stefnda, Benson ár Hedges Litd., skuli dæmt óheimilt að nota hér á landi téð vörumerki nr. 215/1967. 4. Að wörumerkjaskrárritara skuli dæmt skylt að afmá úr vörumerkjaskrá áminnzt vörumerki nr. 215/1967. 5. Að stefnda verði dæmt til að greiða stefnanda að skað- lausu kostnað sakarinnar. Mál þetta var þingfest 5. september s.l., og var þá bókað af hálfu umboðsmanns stefnda, Magnúsar Thorlocius hæstaréttarlög- manns, að hann gerði þá kröfu, sbr. 183. gr. laga nr. 85 frá 1936, að stefnandi legði fram tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð kr. 50.000.00, áður en hann tæki til varna í máli þessu. Umboðsmaður stefnanda neitaði kröfu umboðsmanns stefnda um málskostnaðartryggingu, og var atriðið tekið til úrskurðar að kröfu umboðsmanns stefnda. Hinn 12. september s.l. var málið tekið fyrir að tilhlutan dóms- ins til að gefa lögmönnum aðilja kost á að tjá sig um þessa kröfu 1341 umboðsmanns stefnda, og fór fram munnlegur málflutningur um þetta atriði. Hinn 23. september s.l. var málið endurupptekið að tilhlutan dómsins og flutt að nýju af lögmönnum aðilja vegna ágreinings þessa. Lögmaður stefnda gerði þá kröfu, að stefnanda verði 'gert að setja honum tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar, eigi lægri en kr. 50.000.00, og jafnframt krafðist umboðsmaður steinda þess, að honum verði tildæmdur málskostnaður í þessum þætti málsins. Lögmaður stefnanda mótmælti kröfu umboðsmanns stefnda og rökstuddi kröfu sína m. a. með tilvísun til Parísarsamþykktarinn- ar frá 20. marz 1883 með síðari breytingum, en samþykkt þessi var staðfest fyrir Íslands hönd með lögum nr. 102 frá 1961. Lög- maður stefnanda gerði þá varakröfu, færi svo, að krafa umboðs- manns stefnda um málskostnaðartryggingu yrði tekin til greina, að fjárhæð tryggingarinnar verði ákveðin lægri en krafizt hefur verið. Jafnframt gerði lögmaður stefnanda þá kröfu, færi svo, að málskostnaður yrði ákveðinn í þessum þætti málsins, að þá verði honum tildæmdur málskostnaður. Parísarsambþykktin fjallar um vernd eignarréttinda á sviði iðn- aðar, og er þar um víðtæka vernd að ræða. Lögmaður stefnanda hefur um rökstuðning fyrir kröfum sínum aðallega vísað til 2. gr. samþykktarinnar. Lögmaður stefnda hefur í málflutningi ef- azt um réttmæti hins íslenzka texta samþykktarinnar í síðustu málsgrein 2. gr. Við athugun á 3. migr. 2. gr. samþykktarinnar þykir verða að skilja þá grein þannig, að sérhvert land, sem aðili sé að samþykktinni, hafi áskilið sér rétt til sjálfsákvörðunar, að því er tekur til réttarfarsreglna og framkvæmdavalds, sbr.: „að því er snertir hina lögformlegu og framkvæmdalegu aðferð og réttindi“. Þegar litið er á þetta ákvæði og samninginn í heild, þá verður ekki talið, að staðfesting samþykktarinnar breyti hinu skýlausa ákvæði 183. gr. laga nr. 85 frá 1936. Verður því krafa umboðsmanns stefnda um málskostnaðartryggingu tekin til'greina. Ekki verður á það fallizt með lögmanni stefnanda, að krafa um- boðsmanns stefnda um kr. 50.000.00 sé of há, og verður því krafa umboðsmanns stefnda um kr. 50.000.00 í málskostnaðartryggingu tekin til greina, og ber lögmanni stefnanda að setja hana eigi síðar en 31. október n. k., en þá verður mál þetta tekið fyrir að nýju á reglulegu dómíþingi. Rétt þykir, að ákvörðun um málskostnað vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms í málinu. 1342 Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp úr- skurð þennan ásamt meðdómendunum Hólmfríði Snæbjörnsdótt- ur lögfræðingi og Hrafni Bragasyni lögfræðingi. Úrskurðarorð: Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmaður f. h. Philip Mor- ris Inc. setji Magnúsi Thorlacius hæstaréttarlögmanni f. h. Benson ér Hedges Ltd kr. 50.000.00 tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrir 31. október n. k., en þá verður mál þetta tekið fyrir á reglulegu dómþingi. Föstudaginn 21. nóvember 1969. Nr. 188/1968. Helgi Th. Andersen (Guðjón Styrkársson hrl.) gegn Magnúsi Þorleifssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Kaupgjaldsmál. Sjóveð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 21. októ- ber 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. s. m. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og hér fyrir dómi. Til vara krefst áfrýj- andi, að hann verði einungis dæmdur til að greiða kr. 1.981.25 og að ekki verði viðurkenndur sjóveðréttur til tryggingar því fé. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta var þingfest í héraði 16. september 1966, og kom áfrýjandi þá sjálfur fyrir dóm. Málinu var þá frestað 1343 til 4. október 1966, en er málið kom þá fyrir dóm, sótti áfrýjandi eigi þing og enginn af hans hálfu, og eigi sótti hann siðar þing í málinu. Hér fyrir dómi hefur áfrýjandi lagt fram ýmis gögn, svo sem aðiljaskýrslu, vitnaskýrslur og reikningsgögn. Stefndi mótmælir hins vegar sem of seint framkomnum öllum máls- ástæðum og gögnum, sem áfrýjandi hafi nú komið með fyrir Hæstarétt. Samkvæmt 110. gr., sbr. 111. gr. laga nr. 85/ 1936 skulu staðhæfingar og mótmæli jafnan koma fram, jafnskjótt og tilefni verður, og má annars kostar ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina, nema gagnaðili samþykki. Gögn þau og málsástæður, sem áfrýjandi hefur nú lagt fyrir Hæstarétt, virðist honum hafa verið í lófa lagið að færa fram í héraði. Verður þeim því eigi gaumur gefinn gegn andmælum stefnda. Samkvæmt þessu og þar sem héraðs- dómurinn er í samræmi við gögn þau, sem fram komu í héraði, ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Helgi Th. Andersen, greiði stefnda, Magnúsi Þorleifssyni, kr. 10.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lösum. Sjó- og verzlunardómur Gullbringu- og Kjósarsýslu 25. október 1966. Mál fetta, sem dómtekið var 21. þ. m. hefur Magnús Þor- leifsson sjómaður, Hraungerði, Grindavík, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 8. f. m., gegn Helga Th. Andersen útgerðar- manni, Grindavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 16.595.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1966 til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Þá er og krafizt viðurkenningar sjóveðréttar í m/b Leifi, ÓF 4, fyrir tildæmdum fjárhæðum. 1344 Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera vegna starfa síns sem háseta á m/b Leifi, ÓF 4, frá 23. apríl s.l., fyrst á þorska- netjaveiðum, en síðan á handfæraveiðum. Hinn 2. júní s.l. hafi sér verið tilkynnt, að eigi væri rúm fyrir hann lengur á bátnum, bar sem búið væri að ráða annan mann í staðinn. Stefnandi telur inneign sína vegna starfa á bátnum nema kr. 13.900.00 og auk þess geri hann kröfu til að fá vegna ólögmæts brottrekstrar kauptryggingu í 7 daga, kr. 385.00 á dag, eða sam- tals kír. 2.695.00, þannig að samtals verður stefnukrafan kr. 16.595.00. Stefnandi tekur fram, að hann hafi ekki fengið við- skiptareikning frá stefnda. Við þingfestingu málsins mætti stefndi, mótmælti kröfum stefn- anda og fékk frest til greinargerðar til 4. þ. m. Við fyrirtekt málsins þá var ekki mætt af hans hálfu, og var málið dómtekið að kröfu lögmanns stefnanda. Með úrskurði 19. þ. m. var stefnda gefinn kostur á að koma að athugasemdum sínum og honum stefnt fytrir dóminn 21. þ. m. Sinnti hann því eigi, og var málið þá dómtekið að nýju. Samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/1936 ber nú að dæma málið eftir framkomnum kröfum, skilríkjum og sókn sækjanda og með tilliti til þess, að stefndi hefur ekki þrátt fyrir ítrekuð tækifæri haldið uppi vörnum, verða kröfur stefnanda teknar til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 3.800.00. Stefán Hirst, fulltrúi sýslumanns, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Þorsteini Einarssyni og Þorsteini Eyjólfssyni. Dómsorð: Sjóveðréttur í m/b Leifi, ÓF 4, staðfestist til tryggingar dæmdum kröfum. Stefndi, Helgi Th. Andersen, greiði stefnanda, Magnúsi Þorleifssyni, kr. 16.595.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1966 til greiðsludags og kr. 3.800.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1345 Föstudaginn 21. nóvember 1969. Nr. 187/1968. Halldór Halldórsson (Guðjón Styrkársson hrl.) segn Magnúsi Þorleifssyni og Gunnari Jónssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Uppboðsmál. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. marz 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. febrúar 1968. Í því máli gekk útivistardómur 2. október 1968. Hann áfrýjaði málinu af nýju til Hæstaréttar samkvæmt 36. gr. laga nr. 57/1962 hinn 21. október 1968. Krefst hann sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í héraði krafðist stefndi Magnús Þorleifsson þess, að honum yrðu greiddar kr. 16.132.52 af uppboðsandvirði m/s Bryndisar, GK 17 (áður m/s Leifur, ÓF 4), og var sú krafa tekin til úrskurðar. Uppboðsdómarinn hratt þeirri kröfu, en ákvað að greiða skyldi lögmanni stefnda Magnúsar Þor- leifssonar, Gunnari Jónssyni hæstaréttarlögmanni, sem ekki var aðili málsins, af uppboðsandvirðinu kr. 11.921.00 auk 7% ársvaxta af kr. 5.000.00 frá 17. júlí 1967 til greiðsludags. Þessi meðferð er ólögmæt, og verður að ómerkja hinn áfrýj- aða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til úrskurðar af nýju. Það athugast, að rétt hefði verið af uppboðsdómara að gefa stefnda Magnúsi Þorleifssyni kost á að renna stoðum undir staðhæfingar hans um ólæsi. 85 1346 Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður skal vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til úrskurðar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður uppboðsdóms Hafnarfjarðar 30. desember 1967. Ár 1967, laugardaginn 30. desember, var í uppboðsrétti Hafnar- fjarðar, sem haldinn var á skrifstofu embættisins af Einari Ingi- mundarsyni bæjarfógeta, kveðinn upp úrskurður í uppboðsmál- inu: Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður f. h. Magnúsar Þor- leifssonar gegn Halldóri Halldórssyni, sem tekið var til úrskurðar bann 19. þ. m. Í máli þessu hefur sækjandi krafizt þess, að greidd verði af uppboðsandvirði m/b Bryndísar, GK 17, sjóveðkrafa Magnúsar Þorleifssonar, Grindavík, í m/b Leifi, ÓF 4, (nú Bryndís, GK 17), að fjárhæð kr. 16.595.00 auk vaxta og kostnaðar, sem samtals nemur kr. 8.537.52 samkvæmt reikningi sækjanda, þannig að samtals nemur heildarkrafa hans, sem hann krefst greiðslu á, kr. 25.132.52. Verjandi, Halldór Halldórsson, krefst aðallega sýknu af kröfu sækjanda og til vara, að sækjanda verði aðeins greidd af upp- boðsandvirði m/b Bryndísar innheimtulaun af þeirri fjárhæð, sem verjandi telur hafa verið greidda sem fullnaðargreiðslu á sjóveðkröfu Magnúsar Þorleifssonar í m/b Leifi, þ. e. af kr. 9.000.00, svo sem síðar verður lýst. Hvorugur málsaðilja hefur krafizt málskostnaðar úr hendi hins. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja í máli þessu, eru málavextir þessir: Þann 27. júní s.l. fór fram uppboð á m/b Bryndísi, GK 17, (áður Leifur, ÓF 4), en eigandi skipsins og uppboðsþoli var þá talinn vera Útvegsbanki Íslands, Akureyri. Meðal uppboðsbeið- enda var Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður, en með bréfi, dags. 2. febrúar s.l., hafði hann krafizt uppboðs á nefndu skipi, sem á uppboðsdegi lá í Hafnarfjarðarhöfn, til lúkningar kröfu samkvæmt dómi sjó- og verzlunardóms Gullbringu- og Kjósar- sýslu, uppkveðnum 25. október 1966, í málinu: Magnús Þorleifs- son gegn Helga Th. Andersen, að fjárhæð kr. 16.595.00 auk 7% 1347 ársvaxta frá 1. júlí 1966 til greiðsludags og málskostnaðar, kr. 3.800.00. Fjárnámsendurrit fylgdi uppboðsbeiðni sækjanda, og hafði samkvæmt því verið. gert fjárnám í m/b Leifi, ÓF 4, í Grindavík þann 9. janúar 1967 til tryggingar áðurnefndri dóm- skuld svo og öllum kostnaði við fjárnám og uppboð, ef til kæmi. Hæstbjóðandi við áðurnefnt uppboð varð Halldór Halldórsson skipasali, Reykjavík, og nam boð hans kr. 1.600.000.00. Þegar kom til greiðslu á uppboðsandvirðinu, mótmælti hæst- þjóðandi, verjandi í máli þessu, réttmæti kröfu sækjanda, með því að hann (verjandi) hefði þá þegar að fullu greitt umbjóð- anda sækjanda, Magnúsi Þorleifssyni, kröfu hans, og lagði hann því til sönnunar fram kvittun nefnds Magnúsar, dags. 31. októ- ber s.l., þar sem segir m. a., að hann hafi fengið greiddar sem fullnaðargreiðslu á kröfu sinni kr. 9.000.00, og lýsti jafnframt yfir því, að hann hefði ekki uppi frekari kröfur á hendur eig- anda m/b Bryndísar vegna áðurnefndrar sjóveðkröfu hans í skipinu. Kröfðust síðan málsaðiljar úrskurðar um þann ágreining, sem risinn var. Kröfur sínar hefur sækjandi í greinargerð rökstutt með því, að samkvæmt uppgjöri hans (sækjanda) samkvæmt reikningi nemi krafa umbjóðanda hans þá, 21. nóvember s.l., samtals kr. 25.132.52, höfuðstóll, vextir og allur kostnaður, og sé því ekki um neina fullnaðargreiðslu að ræða með greiðslu kr. 9.000.00 til umbjóðanda hans, enda telur hann augljóst, að umbjóðandi hans hafi ekki haft í huga að kvitta skuldina að fullu með öllum kostnaði og vöxtum með kr. 9.000.00 í stað kr. 25.132.52. Hins vegar sé hér um að ræða innborgun upp Í kröfu umbjóð- anda sækjanda, þ. e. kr. 9.000.00, sem hann (sækjandi) kveðst ekkert hafa við að athuga, þannig að eftirstöðvar sjóveðkröf- unnar verði nú kr. 16.132.52. Eins og áður segir, rökstyður verjandi sýknukröfu sína með því, að sjóveðkrafa Magnúsar Þorleifssonar sé að fullu greidd með þeim kr. 9.000.00, sem verjandi greiddi honum að kostnaði öllum meðtöldum. Svo sem áður er frá skýrt, er það varakrafa verjanda, að aðeins verði greidd af uppboðsandvirðinu inn- heimtulaun af þeirri fjárhæð, sem hann greiddi kröfueiganda sem fullnaðargreiðslu á kröfunni allri, þ. e. kr. 9.000.00. Lögð hefur verið fram í máli þessu kvittun, undirrituð af Magnúsi Þorleifssyni, dags. 17. júlí 1967, þar sem hann votnar, að Gunnar Jónsson, sækjandi í máli þessu, hafi greitt honum: 1348 nefndan dag kr. 5.000.00 upp í sjóveðkröfu hans í m/b Leifi, nú Bryndísi, GK 17. Verjandi setti við útgáfu uppboðsafsals til hans fyrir nefndu skipi tryggingu, sem uppboðshaldari mat "gilda fyrir greiðslu sjóveðkröfu Magnúsar Þorleifssonar samkvæmt reikningi sækj- anda, Gunnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns. Í fyrrnefndri kvittun sjóveðréttarhafa, Magnúsar Þorleifssonar, fyrir greiðslu á kr. 9.000.00, dags. 31. október s.l., staðfestir hann, að hann hafi ekki uppi frekari kröfur á hendur eiganda m/b Bryndísar, GK 17, sem er að veði fyrir kröfu hans samkvæmt áðurnefndum dómi sjó- og verzlunardóms Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Verður að telja, að með þessari yfirlýsingu hafi nefndur sjó- veðréttarhafi fyrrt sig sjálfan frekari kröfum í uppboðsandvirði nefnds skips, þótt honum hafi verið dæmd hærri fjárhæð í fyrr- nefndum dómi og tryggð þar með veði í skipinu. Hins vegar virðist það liggja ljóst fyrir, að sækjandi, Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem kom fram sem umboðsmaður Magnúsar Þorleifssonar við allar innheimtuaðgerðir hans fyrir dómstólum vegna kröfu hans á hendur eiganda eða útigerðar- manni umrædds skips, eigi kröfu til, að honum verði greiddur kostnaður hans af málssókn hans og öðrum innheimtuaðgerðum svo og sú fjárhæð, sem sannað telst, að hann hafi greitt umbjóð- anda sínum, Magnúsi Þorleifssyni, upp í sjóveðkröfu hans, ásamt vöxtum af þeirri fjárhæð, frá því hann innti þá greiðslu af hendi til greiðsludags. Nemur kostnaður sækjanda samtals samkvæmt reikningi hans kr. 6.921.00, og þykja ekki efni til að vefengja kostnaðarliðina út af fyrir sig, en þeir eru annars þessir: 1. Málskostnaður .. .. .. .. .. .. .. .. 2. -. kr. 3.800.00 2. Dómsendurrit .. .. 2... — 30.00 3. Birting dóms .. ... — 156.00 4. Fjárnámskostnaður, bílkostnaður, mót og dag- peningar .. 2... 0... 0... 0. — 2.290.00 5. Mót vegna uppboðs .. .. .. 0... 2 — 500.00 6. Ferðakostnaður vegna uppboðs o... 2. — 145.00 eða samtals kr. 6.921.00, eins og áður segir. Þá þykir rétt samkvæmt áðurfenginni niðurstöðu að greiða sækjanda af uppboðsandvirði m/b Bryndísar, GK 17, kr. 5.000.00, sem hann hafði áður greitt umbjóðanda sínum upp í sjóveð- 1349 kröfu hans, ásamt 7% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá greiðslu- degi, þ. e. 17. júlí 1967, til greiðsludags. Samtals nemur því fjárhæð sú, sem samkvæmt framansögðu telst rétt að greiða sækj- anda af uppboðsandvirði umrædds skips, kr. 11.921.00. Málskostnaðar hefur ekki verið krafizt af hvorugs aðilja hálfu í máli þessu, og verður því ekki úrskurður felldur um hann. Því úrskurðast: Greiða ber sækjanda, Gunnari Jónssyni hæstaréttarlög- manni, af uppboðsandvirði m/b Bryndísar, GK 17, kr. 11.921.00 auk 7% ársvaxta af kr. 5.000.00 frá 17. júlí 1967 til greiðsludags. Miðvikudaginn 26. nóvember 1969. Nr. 66/1969. Bjarnfríður Leósdóttir (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Bæjarstjóra Akraneskaupstaðar f. h. bæjarsjóðs (Árni Guðjónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Kaupgjaldsmál. Dómur Hæstaréttar. Hermann G. Jónsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1, april 1969. Krefst hún þess, að stefnda verði dæmt að greiða kr. 21.162.33 með 8% ársvöxtum af kr. 4.562.00 frá 1. nóvember 1967 til 1. desember 1967, af kr. 9.124.00 frá þeim degi til 1. janúar 1968, af kr. 12.142.24 frá þeim degi til 1. febrúar 1968, af kr. 16.292.32 frá þeim degi til 1. 1350 marz 1968, af kr. 20.819.32 frá þeim degi til 1. apríl 1968, af kr. 25.676.32 frá þeim degi til 1. maí 1968, af kr. 29.756.20 frá þeim degi til 1. júní 1968, af kr. 37.162.33 frá þeim degi til 11. október 1968 og af kr. 21.162.33 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum áfrýjanda og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Samkvæmt málflutningi fyrir Hæstarétti eru aðiljar sam- mála um, að lögskipti þeirra hafi verið háð ákvæðum 7. gr. laga nr. 80/1938. Krafa áfrýjanda verður ekki reist á þeim ákvæðum 5. gr. samnings Verkalýðsfélags Akraness og Vinnuveitendafélags Akraness frá 29. nóvember 1965, sem fjalla um hálf daglaun „fyrir hvern byrjaðan vinnudag“. Eftir öllum atvikum þykir rétt að leggja til grundvallar, að áfrýjandi hafi verið viðbundin vegna starfsins þrjár klukkustundir hvern virkan kennsludag. Ekki er vefengt, að miðað við það nemi tímakaup hennar og orlofsfé samkvæmt kjarasamningum samtals kr. 27.994.12, Upp í þessa fjárhæð hefur stefndi hinn 11. október 1968 greitt kr. 16.000.00. Ber því að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda mismuninn, kr. 11.994.12, ásamt 7% ársvöxtum af kr. 27.994.12 frá 22. ágúst 1968 til 11. október 1968 og af íkr, 11.994.12 frá þeim degi til greiðsludags. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 18.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar f. h. bæjar- sjóðs, greiði áfrýjanda, Bjarnfríði Leósdóttur, kr. 11.994.12 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 27.994.12 frá 22. ágúst 1968 til 11. október 1968 og af kr. 11.994.12 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi (greiði áfrýjanda kr. 18.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1351 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Akraness 18. janúar 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 14. desember 1968 eftir árangurs- lausa sáttatilraun, var höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, út- gefinni 16. ágúst 1968, af Bjarnfríði Leósdóttur frú, Stillholti 13, Akranesi, gegn bæjarsjóði Akraness. Dómkröfur stefnanda voru þær í stefnu, að stefnda verði dæmt að greiða henni kr. 37.182.33 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 4.562.00 frá 1. nóvember 1967 til 1. desember s. á., af kr. 9.124.00 frá þeim degi til 1. janúar 1968, af kr. 12.142.24 frá beim degi til 1. febrúar s. á., af kr. 16.292.32 frá þeim degi til 1. marz s. á., af kr. 20.819.32 frá þeim degi til 1. apríl s. á., af kr. 25.676.32 frá þeim degi til 1. maí s. á., af kr. 29.756.20 frá þeim degi til 1. júní s. á og af kr. 37.182.33 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Af hálfu stefnda var greitt upp í stefnukröfuna í dómþingi 11. október s.l. kr. 16.000.00. Við munnlegan málflutning lækkaði stefnandi því stefnukröfu sína um þá fjárhæð og vaxtakröfu samkvæmt því, þannig að hún verður 1% á mánuði af kr. 21.182.33 frá 11. október s.l. til greiðsludags, en að öðru leyti óbreytt, svo og málskostnaðarkröfur miðað við upphaflega fjárhæð. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og henni dæmt að greiða stefnda hæfilegan málskostnað að mati dómsins. Málavextir eru þessir: Stefnandi gerir þá grein fyrir stefnukröfum, að þær séu ógreidd winnulaun vegna kaffihitunar í barnaskóla Akraness á tímabilinu október 1967 til maí 1968 og orlofsfé af þeim laun- um. Hún kvaðst hafa byrjað að vinna við kaffihitun í skólanum um áramót 1966—1967 og hafi hún eingöngu talað við Njál Guðmundsson skólastjóra um ráðninguna. Starfið var fólgið í því að hita kaffi fyrir kennara skólans, 23 að tölu, hjúkrunatr- konu og húsvörð, eða samtals 25 manns. Starf hennar hófst hvern morgun á því að þvo upp bolla frá deginum áður, leggja á borð og hita kaffi, og skyldi þessu lokið kl. 1030, en þá komu kennararnir í kaffi, en þeir höfðu stundarfjórðungs kaffihlé. Að loknum kaffitíma kennara þvoði stefnandi upp á nýjan leik og 1352 hitaði kaffi, er hún lét í hitakönnur og kennararnir drukku í síðdegiskaffitímanum. Stefnandi sagði, að starf þetta hefði venju- lega tekið a. m. k. 2 klukkustundir, og þurfti þá að vinna vel. Stefnandi fékk greiddar kr. 2.000.00 á mánuði fyrir starf þetta, og var greiðsla innt af hendi á bæjarskrifstofunni og úr bæjarsjóði Akraness samkvæmt samþykktum reikningi skóla- stjóra. Stefnandi sagðist ekki hafa farið fram á launahækkun wetur- inn 1967, enda hafi hún ekki ætlað að vera í þessu starfi nema skamma hríð. En þegar leið að vori, kom húsvörður skólans að máli við stefnanda og spurði, hvort hún hefði hug á því að vera áfram í þessu starfi, og ef svo væri, hefði skólastjóri talað um, að hún tæki einnig að sér að þrífa vistarverur kennara, en fyrir það starf var og er greitt samkvæmt uppmælingu í ákvæðis- vinnu. Nokkru síðar átti skólastjóri tal við stefnanda og bauð henni umrædd störf. Kvaðst hann wilja bæta henni upp hin lágu laun vegna kaffihitunarinnar á þennan hátt, enda ætti það að vera bæjarsjóði til góðs, þar sem sú, er kaffihitunina annaðist, mundi fremur una hinum lágu launum, ef hún nyti góðra launa vegna annars starfs hjá sama aðilja. Á þessari ráðningu var þó hafður sá fyrirvari, að þar sem ákveðið hefði verið að bjóða ræstingu barnaskólans út frá 1. október 1967, hefðu þeir hús- vörður og skólastjóri ekki ráðstöfunarrétt á starfinu nema til þess tíma, er verktaki tæki við því, en húsvörður hefði jafnan ráðið ræstingakonu án íhlutunar bæjaryfirvalda. Stefnandi annaðist síðan bæði (þessi störf í september 1967. Eigi hafði hún sótt um neina hækkun á kaupi fyrir kaffihitunina og vissi ekki til, að nein breyting væri fyrirhuguð á greiðslu kaups fyrir þau störf. En fyrir ræstinguna, sem var um einnar klukku- stundar starf á dag, fékk stefnandi greiddar tæplega kr. 4.000.00 fyrir septembermánuð. Eigi varð af því, að verktaki tæki að sér ræstingu í skólanum, en er stefnandi kom til að ræsta hinn 1. október, var önnur kona komin í það starf, og hafði bæjarritari sent hana, án þess að stefnanda væri gert wiðvart eða henni sagt upp með fyrirvara, en hún kvað allar aðrar ræstingakonur skólans hafa haldið störfum sínum áfram. Þegar svo var komið, sagði stefnandi, að skólastjóri og yfir- kennari hafi boðið henni, að laun hennar fyrir kaffihitunina skyldu hækka í kr. 3.000.00 á mánuði, og hafi það orðið að samkomulagi, en hún kveðst þó á þessu stigi málsins ekki hafa sett fram kröfur um kauphækkun. Stefnandi fékk síðan greiddar 1353 úr bæjarsjóði kr. 3.000.00 fyrir kaffihitunina í septembermánuði samkvæmt samþykktum reikningi skólastjóra. En þegar stefn- andi framvísaði reikningi fyrir kaffihitunina í október sömu fjárhæðar og einnig samþykktum af skólastjóra, fékkst hann ekki greiddur. Stefnandi sagðist hafa tilkynnt skólastjóra þetta og hafi hann ætlað að athuga málið. En eigi varð af því, að hækkun þessi yrði samþykkt, og kveðst stefnandi þá hafa snúið sér til kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness og leitað eftir að- stoð þess. Stefnandi taldi, að stefndi, bæjarsjóður Akraness, mundi greiða umræðda hækkun, enda hafi aldrei verið um annað rætt og kennararnir hafi aldrei verið samningsaðiljar að kaupi hennar, heldur ráðningu. Stefnandi vann síðan við kaffihitunina allan veturinn til maíloka 1968 án þess að taka laun fyrir. En eins og síðar verður lýst nánar, leitaði formaður kvennadeildar verkalýðsfélagsins, Herdís Ólafsdóttir, eftir því við bæjaryfir- völd, að samið yrði um kaup fyrir kaffihitunina, en án árangurs. Og í framhaldi af því ritaði lögmaður Verkalýðsfélags Akraness f. h. stefnanda bæjarsjóði Akraness bréf, dags. 1. marz 1968, og krafðist greiðslu fyrir kaffihitunina samkvæmt hinum almenna kjarasamningi verkafólks við Vinnuveitendafélag Akraness. Var krafa þessi tekin til meðferðar á fundi bæjarráðs Akraness 4. marz s. á., og war henni synjað. Bæjarstjóri tilkynnti lögmann- inum íþessi úrslit málsins með bréfi, dags. 8. marz s. á. (dskj. nr. 11). Var þá mál þetta höfðað sem fyrr greinir. Hafa nú verið raktir málavextir, eins og þeir hafa fram komið í stefnu og aðiljaskýrslu stefnanda, en næst verður lýst að nokkru vitnisburðum og öðrum gögnum, er fram komu undir rekstri málsins fyrir bæjarþinginu. Vitnið Njáll Guðmundsson skólastjóri staðfesti frásögn stefn- anda um ráðningu hennar frá 1. janúar 1967 og kaup, og vann hún störf þessi til loka skólaárs 1967. Haustið 1967 tók stefnandi einnig að sér störf þessi fyrir sama kaup, kr. 2.000.00 á mánuði, þar sem hún var þá einnig ráðin til að ræsta vistarverur kennara. Vitnið kvaðst þó hafa tekið skýrt fram við stefnanda, að óvissa væri um ráðningu í ræstinguna nema Í einn mánuð, september, þar sem fyrir dyrum stæði hag- ræðing í sambandi við ræstingu skólans. Þegar svo önnur kona var ráðin í störf stefnanda við ræstingu með október, kom stefn- andi til vitnisins og lét í ljós óánægju sína yfir þessu. Vitnið sagði, að það og yfirkennari, Þorgils Stefánsson, hafi álitið, að kaup stefnanda fyrir kaffihitunina væri of lágt, því að 1354 eftir 1. janúar 1967 hafi kaffitíminn síðdegis verið lengdur og löggiltur í 15 mínútur og við það hafi störfin aukizt. Einnig hafi komið í ljós, að sömu störf í sambærilegum skólum væru að miklum mun betur greidd. Hafi því orðið að samkomulagi að fara þess á leit, að kaup stefnanda hækkaði um kr. 1.000.00 á mánuði. Vitnið kvaðst munnlega hafa snúið sér til bæjarritara, Jóns Ben. Ásmundssonar, og mælzt til þess, að greiðsla til stefn- anda yrði hækkuð, og að hann legði tilmæli um það fyrir bæjar- ráð Akraness. Vitnið samþykkti síðan reikning stefnanda fyrir septembermánuð að fjárhæð kr. 3.000.00 og fékk hann greiddan úr bæjarsjóði. Vitnið kvaðst hafa tekið fram wið stefnanda, að það væri ekki búið að fá samþykki bæjarsjóðs fyrir hækkuninni, en skoða hefði mátt áritun þess á reikninginn sem tilmæli um hækkun, sem það teldi sanngjarna að athuguðu máli, og hefði það ávallt vonað, að bæjarráð samþykkti hækkunina, þar sem starfið hefði alltaf verið vangoldið. Þegar stefnandi kom með samþykktan reikning fyrir október- mánuð sömu fjárhæðar, var henni synjað um greiðslu úr bæjar- sjóði, og um sama leyti var witninu tilkynnt af bæjarritara, að beiðni um hækkun kaupsins væri synjað. Vitnið kvaðst ekki hafa gert frekari tilraunir til að fá kaup stefnanda hækkað og hún hafi ekki komið með fleiri reikninga til vitnisins, en vann áfram við kaffihitunina til loka skólaárs 1968. Sagðist vitnið þó hafa búizt við því, að stefnandi mundi hætta, hvenær sem væri, vegna þessarar synjunar um hækkun kaupsins. Vitnið sagðist ávallt hafa ráðið konu til kaffihitunar í skól- anum að áskildu samþykki bæjarráðs, en húsvörður annaðist ráðningu ræstingafólks. Vitnið sagði, að kennararnir hafi aldrei greitt laun til þeirra, sem annazt hafi kaffihitun í skólanum, síðan það kom að skólanum 1954. Vitnið Þorgils Stefánsson yfirkennari sagðist ekki hafa haft bein afskipti af ráðningu stefnanda við ræstinguna og ekki átt hlut að ráðningu hennar við kaffihitunina, en því hafi verið kunnugt um þetta og meðmælt því og hafi vitninu og skólastjóra þótt vel fara á því, að sama kona ynni við kaffihitunina og við ræstun herbergja skólastjóra, yfirkennara og kennarastofu. Vitnið sagði, að það hefði vakið gremju þess og skólastjóra, þegar stefn- andi missti vinnuna við ræstiniguna. Og eftir að vitnið hafði aflað sér vitneskju um bað, hvað væri greitt fyrir kaffihitun annars staðar, 11. a. í barnaskóla Hafnarfjarðar, hefði það lagt til, að kaup stefnanda yrði hækkað upp í kr. 3.000.00 á mánuði, 1355 þar sem það væri lágt og lægra en annars staðar. Vitnið kvaðst hafa ætlazt til, að bæjarsjóður Akraness greiddi þessa hækkun og aldrei hefði verið rætt um, að kennararnir greiddu hana. Sagðist vitnið þó ávallt hafa gert sér ljóst, að það sem yfir- kennari gat ekki gefið bindandi loforð f. h. bæjarsjóðs um hækkun þessa frekar en um aðrar greiðslur. Vitnið taldi, að störfin við kaffihitunina hefðu aukizt frá september 1966, er heimild fékkst til að greiða kr. 2.000.00 á mánuði fyrir þessi störf, og til septem- ber 1967 og hafi starfið verið að smáaukast eftir áramót 1967, en þá hafi kennararnir fengið vitneskju um, að þeir ættu rétt til kaffitíma síðdegis. Taldi vitnið, að stefnandi hefði unnið við kaffihitunina um 3 klukkustundir á dag. Vitnið Herdís Ólafsdóttir frú sagði, að stefnandi hafi leitað til þess sem formanns kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness, skömmu eftir að hún fékk synjun á greiðslu hjá bæjarsjóði á fyrrnefndum reikningi, kr. 3.000.00. Vitnið talaði wið bæjarrit- ara um málið og síðan bæjarstjóra. Vitnið kvaðst hafa farið fram á, að sérstakur samningur yrði gerður um kaffihitunina, því að verkalýðsfélagið hafi talið það eðlilegt, en teldi lágmarks- laun fyrir starfið kr. 3.000.00 á mánuði. Bæjarstjóri taldi sig geta mælt með, að greitt yrði fyrir kaffi- hitunina kr. 2.500.00, en því hafnaði félagið, og urðu frekari tilraunir til að koma á samningi án árangurs. Vitnið kveðst ávallt hafa talið, að hinn almenni kjarasamningur Verkalýðs- félags Akraness gilti um bessa vinnu, og því hafi það tilkynnt bæjarstjóra, að kaup stefnanda við kaffihitunina yrði innheimt samkvæmt hinum almenna samningi verkalýðsfélagsins við vinnu- veitendur á Akranesi um hálfsdagslaun. Vitnið sagði, að eigi hafi komið fram í viðræðum þessum við bæjarstjóra, að hann teldi bæjarsjóð eigi aðilja að semja um starf þetta, og vísaði hann ekki á aðra aðilja, er semja bæri við. Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri hefur upplýst, að í október 1965 hafi kennarar barnaskólans farið þess á leit að mega ráða konu til að sjá um hitun kaffisins á kostnað bæjarsjóðs, og töldu þeir sig geta fengið til þess konu fyrir kr. 2.000.00 á mánuði. Bæjarráð samþykkti þá að fela bæjarstjóra að tilkynna skóla- stjóra, að það samþykkti að greiða kr. 1.500.00 fyrir þetta starf á mánuði og yrðu kennararnir sjálfir að igreiða það, sem á vant- aði, ef ekki fengist kona til starfsins fyrir þá upphæð. Sams konar afgreiðsla hafi verið á málinu, er greiðsla þessi var hækkuð upp í kr. 2.000.00 frá og með september 1966. Var það kaup 1356 síðan greitt fyrir starf þetta allt skólaárið 1966—1967, einnig stefnanda í máli þessu, sem tók við starfinu 1. janúar 1967. Bæjarstjóri sagði, að reikningur stefnanda fyrir septembermán- uð 1967, kr. 3.000.00, hafi verið greiddur af gjaldkera, án þess að hann, þ. e. bæjarstjóri, vissi, en er hann varð var við reikning stefnanda fyrir október, hafi verið synjað um greiðslu hans. Síðar war málið lagt fyrir bæjarráð, sem neitaði að hækka greiðslu fyrir kaffihitunina. Eftir synjun bæjarráðs kvað bæjarstjóri Herdísi Ólafsdóttur hafa talað við sig og óskað eftir því, að samkomulag næðist um greiðslu þessa. Kvaðst hann hafa boðizt til að leitast eftir að fá greiðsluna hækkaða í kr. 2.500.00, ef það mætti verða til að leysa málið. En eftir nokkurn tíma hafi Herdís komið aftur og hafnað þessu tilboði. Bæjarstjóri kvaðst hafa sagt við Herdísi, hvort ekki væri eðlilegt, að stefnandi hætti í þessu starfi, þar sem hún fengi ekki þá greiðslu, er hún vildi una við, og að kennararnir leituðu eftir annarri konu í starfið eða þeir greiddu sjálfir mismuninn, ef þeir vildu, að stefnandi héldi starfinu áfram. Frekari samningaumleitanir fóru ekki fram um framangreinda kaupgreiðslu, en bæjarstjóri sagði það vel geta verið rétt, að Herdís hefði sagt honum, að kaup stefnanda yrði innheimt sam- kvæmt almennum samningi verkalýðsfélagsins. Bæjarstjóri taldi, að laun stefnanda hefðu verið gefin upp til skatts eins og aðrar launagreiðslur. Þá upplýsti bæjarstjóri fyrir dóminum, að bæjarsjóður Akra- ness færi um kaup og kjör til verkafólks eftir almennum samn- ingi Verkalýðsfélags Akraness, þótt bærinn sé ekki aðili að þeim samninigi. Jón Ben. Ásmundsson bæjarritari kvaðst ekki minnast þess að hafa haft nein afskipti af þessu máli, fyrr en hann sá reikn- ing frá stefnanda, kr. 3.000.00, fyrir októbermánuð, og var hann samþykktur af skólastjóra. Sagðist vitnið þá strax hafa tilkynnt skólastjóra, að eigi væri heimild til hækkunar úr kr. 2.000.00. Ræddi skólastjóri þá um, að hann og yfirkennari teldu réttmætt, að reikningurinn yrði hækkaður. Kvaðst vitnið ekki minnast þess, að málaleitun um hækkunina kæmi fram fyrr. Af hálfu stefnanda eru dómkröfur byggðar á því, að hún hafi verið starfsmaður stefnda, bæjarsjóðs Akraness, ráðin í starfið af skólastjóra að áskildu samþykki bæjarsjóðs. Það samþykki hafi komið fram í reynd, þar sem hún vann framangreint starf, 1357 án þess að til afskipta bæjarráðs kæmi eða henni sagt upp starfi. Stefnandi hafi og verið á launaskrá bæjarsjóðs, þar sem laun hennar séu árið 1967 samkvæmt launamiða bæjarsjóðs kr. 19.905.36 (dskj. nr. 13). Stefnandi hefur lauslega sundurliðað á dskj. nr. 14 greiðslur þessar, sem allar eru á launamiða taldar greiddar fyrir ræstingu. Komi þá í ljós, að fyrir kaffihitun fær hún greiddar kr. 13.000.00, þvott á þurrkum kr. 1.250.00, en fyrir ræstingu aðeins um mánuð, eins og fram er komið, og auk þess nokkra greiðslu fyrir nefndastörf. Þessu hafi og eigi verið mót- mælt og sé því augljóst, að stefnandi var starfsmaður bæjarsjóðs Akraness, stefnda í máli þessu. Þegar stefnandi hóf störf við kaffihitunina í september 1967, tók hún einnig að sér að annast ræstingu á vistarverum kenn- ara. Var sú vinna greidd í ákvæðisvinnu samkvæmt sérsamn- ingi. En þegar stefnandi missti þessa vinnu, komu fram tilmæli um hækkun kaups fyrir kaffihitunina í samráði við skólastjóra og yfirkennara, m. a. vegna þess að störfin höfðu aukizt. Og þegar tilmælum um hækkun kaups var hafnað af hálfu stefnda, leitaði stefnandi til stéttarfélags síns, kvennadeildar Verkalýðs- félags Akraness, um aðstoð í málinu. Af þess hálfu var stefnda gefinn kostur á sérsamningi um kaffihitunina, en er því var hafnað, ákvað félagið og stefnandi að innheimta kaupið sam- kvæmt samningi milli Verkalýðsfélags Akraness og Vinnuveit- endafélags Akraness um kaup og kjör verkamanna og verka- kvenna á Akranesi frá 29. nóvember 1965, en hann hefur verið lagður fram í málinu, dskj. nr. 9. Reisir stefnandi kröfur sínar á 5. og 6. gr. samningsins, en í 5. gr. segir (bls. 12 á dskj. nr. 9): „Fyrir hvern byrjaðan vinnudag greiðist hálf daglaun“ o. s. frv. Kröfur stefnanda byggjast og á 5., 6. og 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Það er óumdeilt, að stefnandi er félagsbundin í kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness, sem leitaði eftir sérsamningi við stefnda, en þegar því var hafnað, hafi stefnandi haft lagalegan rétt til að fá greitt kaup sam- kvæmt gildandi kjarasamningi, meðan ráðningarsamningi var ekki slitið, enda hafi verkalýðsfélagið ekki samþykkt kaup það, sem í boði var, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938. Stefndi, bæjarsjóður Akraness, sé að vísu ekki formlega aðili að fyrrnefndum kjarasamningi, en í framkvæmd fari hann eftir honum, enda hafi bæjarstjóri lýst því yfir í máli þessu, sem fyrr er greint. Í sérsamningi frá 6. nóvember 1964, dskj. nr. 15 í máli þessu, milli bæjarstjórnarinnar á Akranesi og kvenna- 1358 deildar Verkalýðsfélags Akraness um kaup og kjör verkakvenna við ræstingavinnu, ákvæðisvinnu og tímavinnu í skólahúsum bæjarins sé í 5. gr. vísað til almenna samningsins, sem fyrr er nefndur, um kaup og kjör. Sýni þetta Hóslega vilja stefnda til að fara eftir hinum almenna kjarasamningi og megi því telja, að hann hafi gerzt aðili að hinum almenna kjarasamningi í reynd. Stefndi hefur í málflutningi sínum í fyrsta lagi byggt sýknu- kröfu sína á aðildarskorti, þar sem stefnandi hafi ekki verið starfsmaður stefnda, bæjarsjóðs Akraness, heldur kennaranna við barnaskóla Akraness. Þeir hafi ráðið stefnanda til starfans fyrir ákveðinn styrk, sem þeir fengu frá bæjarsjóði í þessu skyni. Stefnandi hafi því átt að beina kröfum sínum til kenn- aranna og eigi því þegar af þessari ástæðu að sýkna stefnda í máli þessu. Til vara byggir stefndi sýknukröfu sína á því, að aldrei hafi af hendi bæjarsjóðs verið samþykkt að greiða hærri kaffihit- unarstyrk til kennaranna en kr. 2.000.00 á mánuði. Sú fjárhæð hafi ætíð verið til reiðu og tilbúin til greiðslu mánaðarlega hjá bæjargjaldkera til handa stefnanda eða hverjum þeim, sem kennararnir fólu þetta starf hverju sinni. Þegar þau mistök urðu í októbermánuði 1967 að greiða kr. 3.000.00 í kaffihitunarstyrk fyrir septembermánuð, hafi engin beiðni borizt frá kennurum eða stefnanda sjálfri um slíka hækkun, hvað þá að slík hækkun styrksins hafi verið samþykkt. Þegar tilmæli komu fyrst af hálfu kennaranna um hækkun styrksins upp í kr. 3.000.00, var þeim synjað af hálfu bæjarráðs. Hafi stefnandi ekki sætt sig við styrkinn til kennaranna, kr. 2.000.00, sem þóknun fyrir kaffi- hitunina, þá hafði hún eigi um annað að velja en að láta kenn- arana sjálfa greiða mismuninn eða hætta störfum. Í munnlegum flutningi málsins var því haldið fram, að enginn samningur hafi verið til um störf stefnanda, og tilraunir werka- lýðsfélagsins til að ná sérsamningi um kaffihitunina hafi ekki tekizt. Enginn til þess bær aðili af hendi stefnda hafi gert neina þá samninga við stefnanda, sem hún geti byggt á kröfu sína um tímakaup með lágmarkstímafjölda á dag samkvæmt 5. gr. hins almenna samnings verkalýðsfélagsins við vinnuveitendur á Akra- nesi. Í fyrsta lagi sé stefndi, bæjarsjóður Akraness, alls ekki aðili að þeim samningi. Og þó að bæjarsjóður fari eftir þeim samn- ingi í öllum venjulegum og almennum atriðum, að því er varðar verkamanna- og verkakvennavinnu, þá þurfi sérsamninga um 1359 mörg störf, sbr. áðurnefndan samning um kaup og kjör við ræst- ingu í skólum bæjarins. Í öðru lagi eigi þau ákvæði 5. gr. hins almenna kaupsamnings um hálf daglaun fyrir hvern byrjaðan dag ekki við um störf stefnanda, þegar um fasta ráðningu væri að ræða um langan tíma. Ákvæði þetta eigi aðeins við um dag- launamenn og hafi verið sett þeim til hagsbóta. Í munnlegum flutningi málsins var og af hálfu stefnda mót- mælt sérstaklega vaxtakröfu stefnanda í málinu, hvernig sem málið færi, nema þá frá stefnudegi, og einnig málskostnaðar- kröfu hennar, þar sem hún hefði ávallt getað fengið greiddar þær kr. 16.000.00, sem inntar hafa verið að hendi sem fyrr greinir. Samkvæmt gögnum máls þessa, sem hafa verið rakin hér að framan, verður að telja, að stefnandi hafi verið ráðin í þjón- ustu stefnda og því starfsmaður hans á þeim tíma, er um getur í málinu. Verður því sú varnarástæða, að um aðildarskort sé að ræða, ekki tekin til greina. Þegar ágreiningur var kominn upp um kaup stefnanda, var eðlilegt, að hún leitaði til stéttarfélags síns, kvennadeildar Verka- lýðsfélags Akraness, um aðstoð. Verkalýðsfélagið fór fram á samninga við stefnda um störf stefnanda, kaffihitunina, en samninigar tókust ekki. Í máli þessu krefur stefnandi vinnuveitanda sinn, bæjarsjóð Akraness, um lágmarkskaup samkvæmt gildandi samningi stéttar- félags síns, þar sem það samþykkti eigi fyrri kaupgreiðslu, og telur stefnandi, að hér sé um kröfu samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags að ræða, sem ákvæði 7. gr. laga nr. 80/1938 taki till Upplýst er í máli þessu, að stefndi, bæjarsjóður Akraness, fer um kaup og kjör verkafólks almennt eftir gildandi samningi Verkalýðsfélags Akraness við Vinnuveitendafélag Akraness. En það er og óumdeilt í málinu, að stefndi er eigi formlegur aðili að þeim samninigi, og eigi í ljós leitt, að hann hafi á þessum tíma verið í stéttarfélagi atvinnurekenda. Og þar sem stefnandi hefur eigi fært sönnur á gegn mótmælum stefnda, að hann hafi með öðrum hætti skuldbundið sig til þess að hlíta ákvæðum hins almenna kjarasamnings, eru lögskipti aðilja eigi háð ákvæðum kjarasamnings stéttarfélags við atvinnurekanda, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938. Verða kröfur stefnanda í máli þessu því eigi byggðar á ákvæðum kjarasamnings stéttarfélags hennar, og ber því þegar af þeim ástæðum að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli Þessu. 1360 Eftir atvikum þykir rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dómsorð: Stefndi, bæjarsjóður Akraness, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Bjarnfríðar Leósdóttur, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 1. desember 1969. Nr. 204/1968. Jón S. Pálmason gegn Kaupfélagi Húnvetninga. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Jón S. Pálmason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1361 Mánudaginn 1. desember 1969. Nr. 128/1969. Hallfríður Bjarnadóttir (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Ingvari N. Pálssyni og Guðmundi Ó. Ólafssyni og gagnsök. (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Forkaupsréttur. Vangeymsla. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. júlí 1969 og krafizt þess, að kaupum gagnáfrýjenda um efri hæð húseignarinnar nr. 4 við Bollagötu, Reykjavík, verði riftað og að henni verði dæmt rétt að ganga inn Í kaupin gegn því að greiða útborgun, kr. 150.000.00, og svo það, sem greitt kann að vera síðan af þá áhvilandi lánum, og gegn því að taka að sér að greiða áhvílandi lán á 1. veðrétti. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjenda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 8, sept- ember 1969 og krafizt þess, að ákvæði héraðsdóms um sýknu þeim til handa verði staðfest og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur aðaláfrýjandi, eiginmað- ur hennar og vitnið Bergur Tómasson gefið framhaldsskýrsl- ur fyrir dómi. Málsgögn, einkum vætti þeirra Vagns E. Jónssonar hæsta- réttarlögmanns og Ólafs Guðmundssonar, eiginmanns aðal- áfrýjanda, sem rakin eru í héraðsdómi, veita sterkar líkur fyrir því, að aðaláfrýjanda hafi mátt ljóst vera eigi síðar en síðla árs 1965, að kaup höfðu gerzt með gagnáfrýjendum um húshluta þann, sem í málinu greinir. Aðaláfrýjandi hafði 86 1362 eigi hirt um forkaupsrétt sinn til húshlutans við hinar fyrri sölur á honum. Var henni af þeim sökum sérstaklega mikil nauðsyn að halda forkaupsréttinum til streitu, svo fljótt sem efni voru til. Þetta hefur aðaláfrýjandi látið dragast úr hömlu, og verður hún að bera hallann af því. Ber því að stað- festa forsendur og niðurstöður héraðsdóms. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júní 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 29. f. m., hefur Hallfríður Bjarnadóttir húsfreyja, Bollagötu 4 hér í borg, höfðað á bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 15. janúar 1968, gegn Ingvari N. Pálssyni framkvæmdastjóra, Rauðagerði 16, og Guðmundi Ólafssyni bókara, Bollagötu 4, báðum hér í borg. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að kaupum á milli stefnda Ingvars og stefnda Guðmundar um efri hæð húseignarinnar nr. 4 við Bollagötu verði riftað og að viðurkenndur verði réttur stefn- anda til að ganga inn í kaupin gegn greiðslu á útborgun, kr. 150.000.00, svo og því, er kann að vera greitt síðan af áhvílandi lánum, og gegn því að taka að sér áhvílandi lán á fyrsta til þriðja veðrétti. Þá krefst stefnandi þess, að stefndu verði in solidum dæmt að greiða henni málskostnað að skaðlausu. Stefndu gera þær dómkröfur, að þeim verði dæmd sýkna af kröfum stefnanda og málskostnaður úr hendi stefnanda að skað- lausu. Málavextir eru þeir, að stefnandi og Matthías Hreiðarsson tann- læknir byggðu í sameiningu hús við Bollagötu 4 hér í borg. Þann 23. október 1943 gerðu þau með sér svohljóðandi sameignar- samning: „1. Við erum sameigendur að húseigninni Bollagötu 4, er við höfum byggt í sameiningu. 2. Matthías Hreiðarsson er einkaeigandi að efri hæð hússins Bollagötu 4 ásamt einu geymsluherbergi í kjallara. 3. Samningsaðilar eiga að jöfnu í óskiftri sameign og til jafnra 1363 afnota geymslu undir útitröppum, miðstöð, þvottahús, W. C. í kjallara og þurrkloft svo og lóðarréttindi hússins. 4. Hallfríður Bjarnadóttir er einkaeigandi að neðri hæð húss- ins ásamt þeim hluta kjallarans, sem ekki er talinn upp í 2. og 3. gr. hér að ofan. 5. Hvorugur aðila hefur heimild til án samþykkis hins að leigja eða ráðstafa á nokkurn hátt sérstaklega beim hlutum húseignarinnar, er nefndir eru undir nr. 3 hér að ofan. 6. Hvor aðili um sig skal sjá um að kosta innanhússviðhald og viðgerðir þess hluta hússins, sem er hans séreign, en viðhald og viðgerðir þess hluta hússins að innan, sem þeir eiga í óskiftri sameign, kosta þeir að helmingi hvor. Viðhal og viðgerðir hússins að utan kostar Hallfríður að 60/100, en Matthías að 40/100 hlutum. Standsetningu og viðhald lóðar hússins kosta aðilar að jöfnum hlutum. T. Vilji annarhvor samningsaðila selja hluta húseignarinnar, skal honum skylt að bjóða hinum forkaupsrétt, og skal sá aðili, sem fær forkaupsréttartilboð, hafa svarað því innan 14 daga, frá því honum barst það. 8. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða eintökum, og heldur hvor aðili sínu eintaki. 9. Rísi mál út af samningi þessum, má reka það fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur án undangenginnar sáttaumleitunar fyrir sáttanefnd“. Samningur þessi var afhentur til þinglýsingar 11. desember 1943 og var þinglýst 16. sama mánaðar. Stefnandi heldur því fram, að samningur þessi sé bindandi fyrir alla síðari eigendur húseignarinnar, enda hafi honum ekki verið breytt. Hún segir, að hluti Matthíasar hafi gengið nokkrum sinnum kaupum og sölum, og kveðst hún hafa fallið í hvert skipti frá forkaupsrétti. Þann 8. september 1960 hafi stefndu gert kaupsamning um efri hæð húseignarinnar þess efnis, að stefndi Ingvar hafi lofað að selja og stefndi Guðmundur að kaupa hana fyrir kr. 640.000.00, er skyldu 'greiðast þannig: Þann 25. september 1960 kr. 150.000.00 í peningum og með því að taka að sér að greiða 1. veðréttarskuld að eftirstöðvum kr. 10.000.00 og 2. veðréttarskuld að eftirstöðvum kr. 36.666.68 svo og með því að gefa út 3. veðréttar skuldabréf að fjárhæð kr. 443.333.32. Kaupsamningi þessum hefur aldrei verið þinglýst, og ekki hefur stefndi Ingvar gefið út afsal til stefnda Guðmundar fyrir eigninni. Frumrit kaupsamnings þessa liggur frammi í mál- 1364 inu. Fyrir neðan undirskriftir stefndu stendur eftirfarandi: „Fell frá forkaupsrétti. Reykjavík, 9. sept. 1960 Hallfríður Bjarnadóttir. Vitundarvottar: Vagn E. Jónsson, Birna Karlsdóttir“. Í greinargerð stefnanda á dskj. nr. 3 er því haldið fram, að stefnanda hafi aldrei verið boðinn forkaupsréttur að nefndum eignarhluta. Nafn hennar sé falsað á kaupsamninginn, enda hafi hún aldrei séð frumrit hans og ekkert vitað um þessi kaup, fyrr en eiginmaður hennar, Ólafur Guðmundsson byggingameistari, móttók bréf stefnda Guðmundar 23. nóvember 1967, ef álykta megi þar af, að hann sé orðinn eigandi. Rannsókn á þessu ætlaða skjalafalsi fór fram í sakadómi Reykja- víkur. Verður nú gerð grein fyrir þeirri rannsókn. Birna Soffía Karlsdóttir hefur fyrir sakadómi þann 2. ágúst 1968 skýrt svo frá, að hún hafi verið starfsstúlka hjá Vagni E. Jónssyni héraðsdómslögmanni í um 3 ár og hætt störfum í ágúst- mánuði 1963. Hún hafi á starfstíma sínum oft verið vottur á skjölum, sem skrifstofan hafi látið gera. Ekki kveðst hún muna sérstaklega eftir þessum viðskiptum. Stefndi Ingvar Nikulás Pálsson hefur skýrt svo frá í saka- dómi 2. október 1968, að hann hafi afhent Vagni E. Jónssyni hæstaréttarlögmanni, sem hafði með söluna á umræddri íbúð að gera, frumrit af kaupsamningi þeim, sem stefnt er út af, en lögmaðurinn hafi síðan ljósritað samninginn og afhent lögmanni stefnanda. Stefndi minnist þess ekki að hafa séð stefnanda, enda hafi Vagn E. Jónsson hæstaréttarlögmaður alveg haft með söluna að gera. Þá segir stefndi, að hann geti ekki séð, til hvers hann ætti að hafa ástæðu til að falsa nafn stefnanda, þar sem hún hefði orðið að ganga inn í nákvæmlega sömu boð og stefndi Guðmund- ur. Hann segir, að undirskrift kaupsamningsins hafi farið fram á skrifstofu Vagns E. Jónssonar hæstaréttarlögmanns og þar hafi ásamt honum verið viðstaddur kaupandinn, stefndi Guðmundur, lögmaðurinn svo og stúlkur, sem voru þarna vinnandi. Hann minnir, að vitundarvottar hafi ritað undir kaupsamninginn, með- an hann og kaupandinn voru á skrifstofu lögmannsins. Þá segir hann, að hann hafi ekki haft símasamband við stefnanda í því skyni að spyrja hana, hvort hún vildi falla frá forkaupsrétti. Stefnandi gaf skýrslu í sakadómi 2. október 1968. Hefur hún skýrt svo frá, að hún hafi aldrei komið á lögmannsskrifstofu Vagns E. Jónssonar, enda kveðst hún ekki vita, hvar hún er. Aðspurð hvort lögmaðurinn hafi haft samband við hana sím- leiðis, bréflega eða á annan hátt, segir hún, að svo hafi ekki 1365 verið í sambandi við söluna, sem stefnt er út af. Hins vegar hafi lögmaðurinn komið til sín ásamt Níels P. Sigurðssyni, sem bjó þá í sama húsi, til að fá hana til þess að skrifa undir fráfall frá forlkaupsrétti gagnvart Ingvari N. Pálssyni við sölu Níeisar til hans. Þetta sé í eina skiptið, sem hún hafi haft samband við Vagn, en síðar, eftir að hún og eiginmaður hennar fréttu frá íkkaupandanum, stefnda Guðmundi, um söluna, sem stefnt er út af, hafi eiginmaður hennar farið að ræða við Vagn út af málinu. Þá segir hún, að Níels P. Sigurðsson hafi fyrir orð þeirra hjóna farið að ræða við Vagn. Eftir það hafi Níels skýrt hjónunum frá því, að Vagn teldi sig hafa samning, sem hún hefði skrifað undir, en hún segir, að slíkt hafi aldrei komið til. Hún segir, að það sé öldungis víst, að þeim hjónum hafi aldrei verið boðinn forkaupsrétturinn af stefnda Ingvars hálfu eða þau beðin að falla frá honum, hvað þá að hún hafi verið beðin að skrifa undir yfir- lýsingu um það. Ólafur Guðmundsson, eiginmaður stefnanda, gaf skýrslu í saka- dómi 2. október 1968. Hann segir, að stefndi Ingvar N. Pálsson hafi aldrei haft samband við sig, en þau hjónin hafi beðið Berg Tómasson endurskoðanda að ræða við stefnda Ingvar, eftir að þau höfðu frétt frá stefnda Guðmundi, að hann hefði keypt íbúðina af stefnda Ingvari. Hafi Bergur talað tvívegis við stefnda Ingvar og að því loknu hafi Bergur ráðlagt þeim hjónunum að bíða átekta og sjá, hvað þeir gerðu með 'þinglýsingu. Hann segir, að Vagn hafi aldrei haft samband við sig að fyrra bragði, en eftir að fréttist um söluna hjá stefnda Guðmundi, kveðst hann hafa haft samband við Vagn og tjáð honum, að ekki hefði verið rétt að farið, en Vagn var þá búinn að kannast við það fyrir honum, að salan hefði átt sér stað. Þá hafi Vagn sagt, að hann hefði plagg upp á það, og er hann (Ólafur) kom í seinna skiptið hafi lögmaðurinn beinlínis fullyrt þetta. Aldrei kveðst Ólafur þó hafa fengið að sjá slíkt plagg hjá lögmanninum. Seinna, eftir að Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður var búinn að taka málið að sér, kveðst Ólafur hafa séð hjá Magnúsi ljósrit af kaup- samningi með undirritaðri yfirlýsingu um fráfall á forkaupsrétti. Er hjónin sáu plaggið, hafi þeim komið yfirlýsingin og undir- skriftin ókunnuglega fyrir sjónir, enda hafði hvorugt séð plaggið áður eða verið boðið upp á að sjá það. Ólafur tekur fram, að áður en hann sá ljósritið hjá lögmanni sínum, hafi hann hitt stefnda Guðmund einan í garðinum heima og hafi stefndi Guðmundur þá sagzt hafa plagg, áritað með nafni stefnanda, og væri plaggsið 1366 geymt í bankahólfi. Hafi stefndi Guðmundur lofað að sýna Ólafi plaggið eftir tvo til þrjá daga, en það loforð hafi stefndi Guð- mundur aldrei efnt. Ólaf minnir fastlega, að íbúðin hafi staðið auð, frá því að Níels flutti og þar til stefndi Guðmundur flutti inn um 7 mánuðum seinna. Ekki hafi stefndi Ingvar haft neitt samband við hjónin og hafi þau í fyrstu talið, að stefndi Guð- mundur væri leigjandi. Hann segir, að gjaldseðlar frá Gjald- heimtunni um fasteignagjöld hafi verið stílaðir á stefnanda og fleiri allt fram að þessu. Hafi þau hjónin greitt 60% af þeim gjöldum beint til Gjaldheimtunnar. Stefndi Guðmundur Óskar Ólafsson gaf skýrslu í sakadómi 2. október 1968. Segir hann, að kaupsamningurinn, sem stefnt er út af, hafi verið undirritaður á skrifstofu Vagns E. Jónssonar hæstaréttarlögmanns. Hann kveðst hafa þurft að inna þarna af hendi greiðslu og öll skjöl hafi verið tilbúin þar til undirskriftar, er hann kom á skrifstofuna. Hann minnir, að Ingvar hafi einnig verið þarna á skrifstofunni, en man ekki, hvort hann var búinn að skrifa undir, er hann kom, eða hvort þeir skrifuðu undir sam- tímis. Auk þeirra og lögmannsins voru þarna einhverjar skrif- stofustúlkur. Hann kveðst hafa verið í góðri trú, og hann man ekki betur en þegar hann skrifaði undir, hafi Hallfríður þegar verið búin að undirrita fráfall forkaupsréttar. Hann segir, að sér hafi verið kunnugt um forkaupsrétt Hallfríðar, áður en samn- ingar tókust með honum og stefnda Ingvari. Hann minnir, að Vagn hafi sagt sér, að Hallfríður þyrfti að samþykkja, svo að úr samn- ingum gæti orðið. Hann segir, að kaupsamningurinn sé rétt dag- settur. Aðspurður, hvers vegna hann hafi undirritað bréf, dags. 13. október 1960, til bæjarverkfræðings f. h. stefnda Ingvars, dskj. nr. 5 í málinu, svarar hann því til, að hann hafi ekki getað staðið Í skilum við stefnda Ingvar, eins og um var samið. Þá hafi það orðið að samkomulagi hjá þeim, að íbúðin skyldi vera áfram á nafni stefnda Ingvars. Hann segir, að fyrir 3 árum hafi hann byrjað að telja íbúðina til skatts sem sína eign. Ekki þorir hann að segja um, hvort hann hafi fenigið afsal fyrir íbúðinni eða hvort kaupsamningurinn hafi verið stimplaður, enda hafi öll þessi viðskipti farið fram gegnum skrifstofu Vagns E. Jónssonar hæsta- réttarlögmanns. Hann kveðst aldrei hafa snúið sér til stefnanda og beðið hana að falla frá forkaupsrétti, en nokkru eftir að hann flutti, hafi Ólafur, eiginmaður stefnanda, komið upp til hans. Ekki man hann, hvaða erindi Ólafur átti, en þetta hafi verið um það leyti sem hann var að flytja, og kveðst hann ekki hafa 1367 verið búinn að koma sér alveg fyrir. Hann kveðst hafa sagt sem svo við Ólaf: „Þið vilduð ekki kaupa“. Hafi Ólafur svarað því til, að hann hefði byggt húsið og því vitað, hvað það kostaði og söluverðið hafi verið of hátt. Að gefnu tilefni segir hann, að það hafi verið samkomulag á milli sín og stefnda Ingvars að draga í 5 ár að telja íbúðina fram til skatts sem eign hans. Hyggur hann það hafa verið vegna skattamála stefnda Ingvars, enda kveðst hann engan hag sjálfur hafa haft af þessum drætti. Að- spurður hvort hjónin, stefnandi og Ólafur, hafi ekki borið sig upp undan því, að gengið hefði verið á hlut þeirra með sölunni til hans, kveðst hann ekkert hafa vitað um það, fyrr en honum barst bréf frá stefnanda, dags. 5. desember 1967, sbr. dskj. nr. 11. Hann minnir þó að athuguðu máli, að nokkru áður en honum barst síðastgreint bréf, hafi Ólafur spurt, hvort búið væri að ganga frá sölunni eða þinglýsa henni. Kveðst hann hafa vísað Ólafi á lögmanninn Vagn til þess að fá upplýsingar um þetta. Vitnið Bergur Tómasson, löggiltur endurskoðandi, gaf skýrslu í sakadómi 5. október 1968. Vitnið upplýsir, að stefnandi sé móðursystir sín og að Ólafur, eiginmaður hennar, hafi fyrir nokkrum árum beðið sig í tvö skipti að kanna, hvort búið væri að þinglýsa sölu á efri hæðinni á Bollagötu 4. Vitnið gerði það og komst að raun um, að svo hafði ekki verið gert. Auk þess bað Ólafur vitnið tvívegis, sitt hvort árið, að tala við stefnda Inigvar N. Pálsson, sem Ólafur vissi, að var gamall skólabróðir vitnis- ins, og spyrja hann, hvernig þessu væri háttað. Stefndi Ingvar hafði sagzt vera búinn að selja íbúðina, en ekki væri búið að þinglýsa sölunni, og minnir vitnið, að stefndi Ingvar hafi sagt ástæðuna vera peningaleysi kaupanda. Þetta eru einu aðgerð- irnar, sem Ólafur bað vitnið um og vitnið hefur framkvæmt. Aðspurt, hvort forkaupsréttarákvæðið hafi borið á góma í sím- tölunum við Ingvar, minnir vitnið fastlega, að svo hafi verið, en það hafi ekki lagt megináherzlu á það, heldur að réttar að- ferðir yrðu viðhafðar í hvívetna. Vagn E. Jónsson hæstaréttarlögmaður gaf skýrslu í sakadómi 11. október 1968. Hann tekur fram, að kaupsamningurinn, fylgi- skjal nr. 11 í sakadómsmálinu, dskj. nr. 21 í máli þessu, hafi að öllum líkindum verið gerður á skrifstofu sinni, undirritaður þar af aðiljum og vottaður af sér og starfsstúlku sinni, Birnu Karls- dóttur. Hann tekur fram, að hann muni þessa atburði ekki í smærri atriðum, en veit, að kaupsamningurinn var vottfestur, er seljandinn, stefndi Ingvar N. Pálsson, og kaupandinn, stefndi 1368 Guðmundur Ólafsson, rituðu undir kaupsamninginn. Hins vegar ályktar hann, að mjög óvíst sé, hvort vottfestingar nái til undir- ritunar frá forkaupsrétti. Ýmislegt sé til í dæminu, t. d. að stefn- andi hafi undirritað daginn eftir á skrifstofu hans í hans viður- vist og hann talið þá, ef svo hefur verið, að hann væri vottur að undirskriftinni. Ekki getur hann sagt um, hvort starfsstúlkan Birna hafi verið viðstödd eða ekki. Hann segir, að hugsanlegt sé, að hann hafi sent einhvern starfsmann sinn eða jafnvel sjálfur farið til stefnanda. Hann kveðst ekki muna sérstaklega að hafa séð stefnanda eða ekki. Hann kveðst vera eins viss um það, eins og hægt sé að ráða af einum tölustaf, að hann hafi ritað töluna 9 í dagsetningunni 9. september 1960. Einnig segist hann vera örugglega viss um, að sú dagsetning sé rétt, þar sem hann hafi ævinlega haft íþað fyrir reglu að hafa allar dagsetningar réttar. Að gefnu tilefni var hann spurður að því, hvort Ingólfur Jóns- son frá Prestbakka hafi verið starfsmaður hans á þessum tíma. Hann kveður, að svo hafi verið auk annarra starfsmanna. Hann getur þess, að eiginmaður stefnanda hafi komið á skrifstofu sína í Austurstræti 9 fyrir rúmum 3 árum að því er hann minnir, og var hann þá að ræða um það, hvernig þinglýsingu væri háttað á umræddri íbúð, sem stefndi Guðmundur Ólafsson byggi í, og var hann að fetta fingur út í það, að stefndi Guðmundur Ólafs- son hefði ekki þinglýst sinni eignarheimild, og fann að því, að fram hjá sér hefði verið gengið og ekki boðinn forkaupsréttur, er Níels P. Sigurðsson seldi stefnda Ingvari Pálssyni, og heldur ekki, þegar stefndi Ingvar N. Pálsson seldi stefnda Guðmundi Ólafssyni. Ólafur gat þess jafnframt, að þetta kæmi ekki að sök, þar sem þau hefðu ekki haft möguleika á að neyta forkaups- réttarins. Ólafur hafi fyrst og fremst kvartað yfir því, að ekki væri þinglýstur réttur eigandi að íbúðinni, og fannst honum þetta vara rangt eða ólöglegt. Í framhaldi af þessu samtali við eiginmann stefnanda kveðst Vagn hafa talið rétt að ganga úr skugga um, hvort verið gæti, að láðst hefði að bjóða forkaups- rétt. Í hví skyni fékk hann lánaðan frá stefnda Ingvari N. Páls- syni kaupsamninginn og komst |þá að raun um, að hann var árit- aður um fráfall frá forkaupsrétti. Hann segir, að einhver tími hafi liðið, frá því að hann bað stefnda Ingvar um samninginn og þar til hann barst. Eftir að hann var búinn að athuga þetta atriði, hafi eiginmaður Hallfríðar komið aftur samkvæmt um- tali í fyrra samtali, og kveðst Vagn þá hafa skýrt honum frá því, að stefnandi hefði áritað samninginn og fallið frá forkaupsrétti. 1369 Með því taldi hann málið afgreitt að þessu leyti. Alllöngu síðar kom eiginmaðurinn þriðju ferðina og var þá enn að ræða um, að ekki væri búið að þinglýsa eignarskiptum, og hafi samtalið nánast verið endurtekning á fyrri samtölum. Stefnandi gaf aftur skýrslu í sakadómi 18. október 1968. Dóm- arinn lagði fyrir hana kaupsamninginn, fylgiskjal nr. 11 í saka- dómsmálinu, dskj. nr. 21 í þessu máli, og bað stefnanda að tjá sig um áritun á nafni hennar á skjalinu. Stefnandi lýsti því yfir eftir að hafa skoðað skjalið gaumgæfilega, að hún hefði ekki sjálf ritað á það. Dómari lagði fyrir stefnanda afsalið, fylgiskjal nr. 12 í sakadómsmálinu, dskj. nr. 22 í þessu máli (afsal Níelsar P. Sigurðssonar til Ingvars N. Pálssonar) og bað stefnanda einnig að tjá sig um ritunina á nafni hennar á skjalinu. Hún kvaðst muna það mjög vel að hafa ritað nafn sitt á þetta skjal á sínum tíma. Hún tók fram, að rithönd hennar gæti verið eitthvað misjöfn eftir skriffærum og eftir því, hve upplögð hún væri hverju sinni. Eiginmaður stefnanda, Ólafur Guðmundsson, gaf aftur skýrslu í sakadómi 18. október 1968. Framburður Vagns E. Jónssonar Í dóminum 11. sama mánaðar um samskipti þeirra er borinn undir Ólaf lið fyrir lið og hann beðinn að tjá sig um framburðinn. Hann segir, að það hafi verið um það bil 5 árum eftir gerð kaupsamn- ingsins, sem kært er út af, að hann hafi snúið sér til Vagns. Kveðst Ólafur hafa snúið sér beint til Vagns til að ganga úr skugga um, hvernig hlutirnir raunverulega stæðu, og kveðst Ólafur hafa kvartað fyrst og fremst undan því, að þeim hjónunum hafi ekki verið boðinn forkaupsréttur við söluna frá Ingvari til Guð- mundar. Rangt sé hjá Vagni, að hann hafi kvartað undan slíku varðandi söluna frá Níels til Ingvars, því að bæði Níels og Vagn hefðu komið heim til hjónanna og eiginkona hans skrifaði þar undir fráfall frá forkaupsrétti. Ólafur segir, að það sé heldur ekki rétt hjá Vagni, að það kæmi ekki að sök, að forkaupsréttur- inn væri ekki boðinn við söluna til Guðmundar, enda hafi þá staðið allt öðru vísi á, bæði hvað snerti fjárhæð útborgunar og fjárhag hjónanna. Svo hefðu greiðsluskilmálarnir hjá stefnda Guðmundi verið sérstaklega hagkvæmir. Við söluna til Ingvars hafi útborgun verið um kr. 500.000.00, en til Guðmundar um kr. 140.000.00. Sérstaklega aðspurður um breyttan fjárhag hjón- anna segir hann, að sonur þeirra sé ríkisstarfsmaður, sem rétt hafi átt á lífeyrissjóðsláni, sem nægt hefði til útborgunar við síðari söluna, en ekki þá fyrri. Hann tekur fram, að það hafi ekki verið fyrr en málin voru komin í hendur lögmanns síns, að 1370 þau hjónin vissu um greiðsluskilmálana. Hann kveðst aðeins hafa gengið á fund Vagns tvívegis og hafi Vagn í hvorugt skiptið sýnt honum, að hann hefði plagg um, að eiginkona hans hefði skrifað undir fráfall frá forkaupsrétti. Í bæði skiptin hafi Vagn sagzt halda, að hann hefði plagg, sem stefnandi hefði skrifað á, en Vagn hefði aldrei fullyrt, að svo væri. Í sakadómi þann 18. október 1968 var Páll Kr. Pálsson organ- leikari dómkvaddur til að athuga nafnritanirnar Hallfríður Bjarnadóttir á fylgiskjölum 11 og 12 í sakadómsmálinu, dskj. 21 og 22 í máli þessu, og segja álit sitt á þeim. Álitsgerð hans, sem dagsett er 5. febrúar 1969, dskj. nr. 18, er svohljóðandi: „samkvæmt dómkvaðningu í bréfi yðar, dags. 15. nóv. s.l., hefi ég undirritaður athugað undirskriftirnar „Hallfríður Bjarna- dóttir“ á dómsskjölum nr. 11 og 12, er lögð voru fram í sakadómi hinn 11. 10. 1968, og tel allar líkur fyrir því, að undirskriftin á dskj. nr. 11 sé eiginleg, enda fastmótuð og „rennandi“ (óþving- uð) skrift með skörpum tengjum, en að rithöndin á dskj. nr. 12 sé fölsuð. Þar, á dskj. 12, er fremur teiknað en skrifað (skrifað í áföngum), sbr. hlykkir á lykkjunum á H, Lin eru sundurslitin, lykkjan á f-i hlykkjótt, skriftin öll mun léttari, þ. e. minni þrýst- ingur, tengi sveigmynduð og halli minni á „dóttir“. Samanburður á einstökum stöfum: Dómsskjal 11: Dómsskjal 12: H án forlykkju, neðri lykkjan H með forlykkju; neðri lykkja framstæð, ákveðin; efri afrennd, opin; skáleggur lykkjan því næst lokuð; ská- með hlykk og kemur neðar leggur nokkuð beinn, stefnir í aftari legg; aftari leggur hátt; aftari leggur endar endar f. ofan a-grunninn. fyrir neðan næsta staf, a. a (ólík stafgerð) lægra, breið- a hærra, mjórra; svigi laus ara; svigi snertir legg ofan- frá, fyrir ofan legg. wverðan. ll lægra; fyrra l endar í horni. Ill hærra; fyrra 1 endar í sveig. f lægri uppleggur, beinn, á. f hærri uppleggur, byrjar á kveðinn; mjó efri lykkja; sveig; ekki efri lykkja; beinn, djarfur aðalleggur; hlykkjóttur aðalleggur; neðri lykkja grönn og létt, neðri lykkja víðari, með með slaufu (vinstra megin slaufu hægra megin við að- við aðallegg). allegg. 1371 r byrjar á horni; lykkja á r byrjar á lykkju, ekki lykkja legg; tengist Í-i efst. á legg; leggurinn með sveig til vinstri; tengist íi ofar- lega með sveig. í lægra; kröpp lykkja til ðs í hærra; víð lykkja með með löngu, ákveðnu tengi. stuttu, daufu tengi í ð neð- anvert. ð ólík stafagerð. ólík stafagerð. u fyrri leggur hærri, með u fyrri leggur lægri; seinni cx sveig; seinni leggur lægri; leggur hærri; tengi til r tengi til r myndar horn. myndar sveig. r án lykkju. r með lykkju. B niðurleggurinn hallar nokk- B niðurleggur hallar minna og uð og er dreginn langt til er styttri; „húfan“ byrjar winstri: „húfan“ er allflöt; á lykkju og er með stórum stafurinn endar í odda. sveig, stafurinn endar Í lykkju. n með hornum. n með sveigum. d tt ólík stafagerð, kommur d tt ólík stafagerð, kommur og punktar til hægri við við- og punktar nánast yfir við- komandi stafi. komandi stöfum. Þótt hér sé margt ólíkt í stafagerð, verður þyngri á metunum munur á stöðugleika (continuity), þunga (þrýsting) og skörpum tengjum (dskj. 11). Á dskj. 12 er hins vegar pennanum oft lyft upp og farið ofan í á nokkrum stöðum, svo og tengin eru, eins og fyrr segir, víðast sveigmynduð“. Sakadómaraembættið sendi með bréfi, dags. 11. febrúar, um- ræðdda sakadómsrannsókn saksóknara ríkisins. Saksóknari ríkis- ins ritaði sakadómi bréf 11. apríl 1969, þar sem tekið var fram, „að eigi er af ákæruvaldsins hálfu krafizt frekari aðgerða í máli þessu“. Kröfur sínar í málinu styður stefnandi þeim rökum, að sam- kvæmt sameignarsamningnum frá 23. október 1943 hafi stefnda Ingvari N. Pálssyni verið skylt að bjóða stefnanda forkaupsrétt að nefndri íbúð, þegar hann hugðist selja stefnda Guðmundi Ólafssyni hana. Samningur þessi, sem hafi verið þinglýstur, sé bindandi fyrir alla síðari eigendur húseignarinnar og þar sem honum hafi ekki verið breytt og stefnanda hafi ekki verið boð- inn forkaupsréttur við umræðda sölu, en nafn hennar falsað 1372 undir kaupsamning, þá beri að taka kröfur hennar til greina um, að áminnztum kaupum verði riftað og viðurkenndur verði réttur hennar til þess að ganga inn í kaupin gegn greiðslu á út- borguninni, kr. 150.000.00, svo og því, er kann að vera greitt síðan af áhvílandi lánum, gegn því að taka að sér áhvílandi lán á 1—-3. veðrétti. Í greinargerð stefndu hefur lögmaður þeirra meðal annars tekið fram, að stefndi Ingvar N. Pálsson hafi verið eigandi fast- eignarinnar nr. 19 við Laugarásveg hér í borg. Hann hafi selt þessa eign Níels P. Sigurðssyni samkvæmt makaskiptasamningi, dags. 21. janúar 1960. Hluta umsamins kaupverðs hafi kaupandi greitt með því að afsala stefnda Ingvari efri hæð húseignarinnar nr. 4 við Bollagötu hér í borg. Jafnframt þessum eignaskiptum hafi stefndi Ingvar keypt um líkt leyti hluta í fasteigninni nr. 16 við Rauðagerði hér í borg. Það muni aldrei hafa verið ætlun hans að eiga til frambúðar eignarhlutann í fasteigninni nr. 4 við Bollagötu, enda hafi stefndi Ingvar selt Guðmundi Ólafssyni þá eign samkvæmt áðurgreindum kaupsamningi. Hafi það gerzt samtímis, að Níels P. Sigurðsson rýmdi hæðina að Bollagötu 4 og stefndi Guðmundur fluttist þangað. Um það leyti hafi stefndi ingvar aftur á móti flutzt frá Laugarásvegi 19 að Rauðagerði 16. Hann hafi því aldrei haft nein afnot eða afskipti af eignarhlut- anum að Bollagötu 4. Þá tekur lögmaðurinn fram, að stefnandi hafi einn verið eigandi að sínum eignarhluta húseignarinnar Bollagötu 4 frá upphafi, en öðru máli gegni um efri hæð hússins. Altíð eigendaskipti hafi orðið um þann eignarhluta. Samkvæmt afsalsbókum hafi eigendur verið þessir: „1. Upphaflegur eigandi, Matthías Hreiðarsson, selur eignar- hlutann Garðari Viborg. Afsal dagsett 5. marz 1946. L5 nr. 267. Garðar Viborg selur Aðalbjörgu Albertsdóttur. Afsal dagsett 11. maí 1946. Nó nr. 208. 3. Aðalbjörg Albertsdóttir selur Elsu E. Guðjónsson. Afsal dagsett 9. maí 1947. TS nr. 363. 4. Elsa E. Guðjónsson selur Kjartani O. Bjarnasyni. Afsal dag- sett 20. júlí 1951. Y6 nr. 415. 5. Nauðungarsala frá Kjartani O. Bjarnasyni. Kaupandi á nauð- ungaruppboði Níels P. Sigurðsson. Uppboðsafsal 30. maí 1952. R7 nr, 414. 6. Níels P. Sigurðsson selur Ingvari N. Pálssyni. Afsal dagsett 21. janúar 1960. U11 nr. 50. ro 1373 7. Ingvar N. Pálsson selur Guðmundi Ó. Ólafssyni. Kaupsamn- ingur dagsettur 8. september 1960“. Á enga framanskráðra eignarheimilda hafi stefnandi undir- ritað höfnun á forkaupsrétti, þegar frá sé talið afsalið undir 6. lið hér að framan. Þinglýst hafi verið yfirlýsingu stefnanda um höfnun forkaupsréttar gagnvart kaupum Garðars Vilborgs. Sé yfir- lýsing þessi dags. 4. apríl 1946 og þinglýst 5. apríl sama ár, L5 nr. 302. Sé það viku seinna en afsali því er þinglýst, er höfnun forkaupsréttarins á við. Kveðst lögmaðurinn halda því fram, að um höfnun á forkaupsrétti af hálfu stefnanda hafi eigi verið að ræða í sambandi við aðrar sölur á eignarhlutanum en nr. Í og 6 hér að framan. Af hálfu stefndu er því algerlega mótmælt, að nafnritun stefnanda undir höfnun forkaupsréttar á kaupsamn- ingnum á dskj. nr. 21 sé fölsuð. Sá, sem wilji halda fram fölsun nafnritunar sinnar, verði að sjálfsögðu að sanna slíka fullyrð- ingu með óyggjandi sönnunargögnum. Þá er á það bent af hálfu stefndu, að umræddur eignarhluti í Bollagötu 4 hafi sjó sinnum frá byggingu hússins fyrir 20 árum gengið kaupum og sölum. Aldrei í sögu þessara tíðu eigendaskipta af eignarhlutanum hafi spurzt áhugi stefnanda fyrir kaupum. Hún hafi þó átt hæg heima- tökin, búandi í húsinu frá upphafi. Kaup stefnda Ingvars á íbúðinni í janúar 1960 eftir viðurkennda höfnun stefnanda á forkaupsrétti og sala af hans hálfu rúmum 7 mánuðum síðar valdi því einu út af fyrir sig, að með ólíkindum sé, að vilji og geta stefnanda hafi verið meiri til kaupa Í síðara skiptið en í fyrra. Stefnandi hafi vitað það lengi, að stefndi Guðmundur var eigandi eignarhlutans. Hafi stefndi Guðmundur tiltæk mörg dæmi þess. Megi þar til dæmis nefna, að stefnandi og maður hennar hafi vitjað til hans um greiðslu á fasteignagjöldum vegna eignar- hlutans. Þessi kunnugleiki stefnanda um eignarrétt stefnda Guð- mundar komi og beinlínis fram í skýrslum í sakadómi og gögn- um málsins. Í þessu sambandi er af hálfu stefndu vitnað í vætti Ólafs, eiginmanns stefnanda, Bergs Tómassonar, Vagns E. Jóns- sonar og stefnanda sjálfrar. Stefnandi og maður hennar hafi vitað gerla um kaup stefnda Guðmundar, en aftur á móti hafi þau staðið í þeirri villu, að þinglýsing eignarheimildar hafi verið skilyrði fyrir réttaráhrifum kaupa hans á íbúðinni. Hið sama komi fram í ferðum eiginmanns stefnanda á skrifstofu borgar- fógeta. Erindi hans þangað hafi alltaf verið hið sama: „Hvort nokkru hafi verið þinglýst um sölu á húshlutanum“. Starfsfólk borgarfógetaembættisins hafi verið orðið svo þaulvant erindrekstri 1374 eiginmannsins, að það hafi búið til ákveðið svar við fyrirspurn hans: „Engin breyting á eignarrétti að áminnztum eignarhluta“. Megi þá spyrja, af hverju eiginmaðurinn hafi verið að leggja á sig svo þunga kvöð og meðal annars taka sér frí úr vinnu til þess að geta rækt hana? Þá er á það bent, að stefndi Ingvar hafi ekki haft neina ástæðu til þess að ganga í berhögg við hagsmuni stefnanda. Hann hafi eigi ætlað sér að eiga Íbúðina til fram- búðar. Honum hafi verið það meira að segja mjög brýnt hags- munamál að selja íbúðina sem fyrst. Hann hafi engan kaupanda haft tiltækan að íbúðinni. Honum hafi satt bezt að segja verið mikil þökk í því að þurfa ekki að fara út fyrir veggi hússins til þess að selja íbúðina. Stefndi Guðmundur hafi á engan hátt verið honum vandabundinn eða handgenginn. Umræðdur eignar- hluti hafi eigi á nokkurn hátt verið eigulegri en íbúðir sambæri- legar þá. Þvert á móti muni íbúðin þá hafa þarfnazt allverulegra endurbóta. Þá muni verðið hafa verið sízt lægra en tíðkaðist um slíkar eignir á fasteignamarkaðinum. Þá er því haldið fram af stefndu, að ákvæðið um forkaupsrétt í sameignarsamningnum hafi verið bundið eingöngu við hina upphaflegu aðilja samn- ingsins, sbr. orðalag 7. tl. samningsins. Forkaupsréttur stefnanda hafi því fallið niður í eitt skipti fyrir öll, er stefnandi neytti eigi réttarins gagnvart Matthíasi Hreiðarssyni. Í annan stað werði að líta svo á, að réttur þessi hafi í öllu falli fallið niður að fullu og öllu, er eignarhlutinn var seldur á nauðungaruppboði, og hafi eigi raknað við aftur. Yrði á hvorugt þetta fallizt, þá sé því haldið fram, að forkaupsréttur stefnanda sé löngu niður fallinn gagnvart stefndu fyrir aðferðarleysi stefnanda eitt sér. Krafa stefnanda um yfirtöku íbúðarinnar á söluverði 1960 án tillits til stórkostlegra verðhækkana og verðaukningar vegna verulegra endurbóta sé svo dæmalaus, að vart verði dæmi um slíkt fundið í dómsmáli. Sé þeirri kröfu mótmælt alveg sérstaklega sem hreinni fjarstæðu, enda telji stefndu stefnanda ekki hafa sannað, að hún hafi haft bolmagn til að kaupa umræddan eignarhluta haustið 1960. Hún hafi engin gögn lagt fram um það þrátt fyrir áskoranir af þeirra hálfu. Eigi er hér á landi að finna almenn ákvæði um forkaupsrétt. Um kauprétt á jörðum eru hins vegar ákvæði í lögum nr. 40/ 1948. Í 6. gr. þeirra laga segir, að ef seljandi jarðar selji jörð sína án þess að hafa áður fullnægt kaupréttarákvæðum lag- anna, geti kaupréttarhafi, sem rétti hefur verið sviptur, krafizt þess, að salan sé ógilt, og eigi hann Íþá rétt á að ganga inn í 1375 kaupin, enda sé málssókn til þess hafin innan 6 mánaða, frá því að hann fékk viteskju um misfelluna. Samkvæmt gögnum máls- ins, þar á meðal skýrslum stefnanda, eiginmanns hennar, witn- anna Bergs Tómassonar og Vagns E. Jónssonar, verður að telja ljóst, að stefnandi hafi fengið upplýsingar um það, að umrædd íbúð hafði verið seld, löngu áður en stefnandi hófst handa um málssókn þessa. Með vísan til þessa og með tilliti til málavaxta að öðru leyti þá verður að telja, að stefnandi hafi verið búinn með aðgerðarleysi sínu að fyrirgera ætluðum forkaupsrétti sín- um, þegar hún hófst handa um höfðun þessa máls. Í því sam- bandi þykir ekki skipta máli, þótt stefnandi hafi ekki fengið vitneskju um söluskilmálana við umrædda sölu fyrr en síðar né að afsal hefur ekki enn verið gefið út. Verður sýknukrafa stefndu því tekin til greina þegar af þessari ástæðu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Ingvar N. Pálsson og Guðmundur Ólafsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Hallfríðar Bjarnadóttur, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 3. desember 1969. Nr. 181/1968. Dánarbú Þórarins Ólafssonar (Sigurgeir Sigurjónsson hrl.) segn Hauki Sævaldssyni (Hafsteinn Baldvinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson og Einar Arnalds og prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Magnús Þ. Torfason. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. október 1968. Hann gerir þær dómkröfur, að 1376 stefnda verði dæmt að greiða kr. 15.799.00 með 6% árs- vöxtum frá 1. október 1963 til 12. júní 1965 og með 1% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Í máli þessu krefur áfrýjandi stefnda um eftirstöðvar skuldar fyrir 23 glugga, sem Þórarinn Ólafsson smíðaði fyrir stefnda haustið 1963, en Þórarinn lézt hinn 27. nóvember 1967. Stefndi hefur viðurkennt þessi viðskipti. Reisir hann sýknukröfu sína á því, að Þórarinn heitinn hafi tekið tvo glugganna til baka, en eftirstöðvar skuldarinnar hafi verið að fullu greiddar samkvæmt samningi þeirra með verkfræði- störfum stefnda í þágu Þórarins heitins. Af hálfu áfrýjanda hefur slík greiðsla, að fjárhæð kr. 5.000.00, verið viðurkennd. Söluverð glugganna, vinna, efni, söluskattur og fleira, var kr. 20.799.00 samkvæmt reikningi, dagsettum 6. september 1963. Gegn mótmælum áfrýjanda er ósannað, að kaupin hafi gengið til baka um gluggana tvo, og einnig brestur stefnda sönnur fyrir því, að hann hafi látið Þórarni heitnum í té gagngjald umfram greindar kr. 5.000.00. Í annan stað ber stefndi fyrir sig, að krafan hafi verið fallin niður fyrir fyrningu, þegar héraðsstefna var birt hinn 6. marz 1968. Kröfu þessa verður að telja til verzlunarskulda. Fyrning- arfrestur hennar hófst því 1. janúar 1964, sbr. 1. nigr. 5. gr. laga nr. 14/1905. Fullt ár var ekki eftir af fyrningar- tímanum, þegar Þórarinn Ólafsson lézt. Lengdist fyrningar- fresturinn því um eitt ár frá þeim tíma, sbr. 9. gr. sömu laga. Samkvæmt þessu ber að taka kröfu áfrýjanda til greina, þó svo, að upphafstími vaxta ákveðst 6. marz 1968 og árs- vextir 7%. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 14.000.00. 1377 Dómsorð: Stefndi, Haukur Sævaldsson, greiði áfrýjanda, dánar- búi Þórarins Ólafssonar, kr. 15.799.00 með 7% ársvöxt- um frá 6. marz 1968 til greiðsludags og kr. 14.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. september 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 10. september 1968, hefur stefn- andi, dánarbú Þórarins Ólafssonar, Keflavík, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 6. marz 1968 og birtri sama dag, á hendur Hauki Sævaldssyni, Goðheimum 12, Reykjavík, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 20.799.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. október 1963 til:12. júní 1965 og með 1% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostn- aðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins lækkaði lögmaður stefnanda kröfu sína niður í kr. 15.799.00 og gerði sömu vaxtakröfu og áður. Kröfur stefnda voru óbreyttar. Stefnanddi kveður mál þetta vera höfðað til innheimtu á skuld fyrir 23 stk. glugga og fleira, er stefnandi smíðaði fyrir stefnda í september 1963, sbr. reikning á dskj. nr. 3. Með lkröfubréfi, dags. 25. janúar 1968 íkrafði hann stefnda um skuld þessa. Í svarbréfi stefnda, dags. 12. febrúar 1968, kveður hann málavexti vera 'þá, að til skuldar þessarar hafi verið stofnað á miðju ári 1963 vegna gluggasmiði. Milli sín og Þórarins sáluga hafi samizt svo um, að þeir skyldu hafa werkaskipti, þannig að hann aðstoðaði Þórarin, þegar hann þyrfti á hjálp verkfræðings að halda. Þeir hafi svo oft rætt um ýmis verkefni, er Þórarinn hafði til úrlausnar, en ekki minnist hann þó að hafa gert neinar teikningar fyrir hann. Þó minni sig, að hann hafi breytt fyrir hann teikningu af hitalögn fyrir húsið Tjarnargötu 3 í Keflavík. Aldrei hafi verið um neina reikninga að ræða í þessu sambandi og aldrei hafi Þórarinn krafið sig um þessa skuld. Hann telji sig því ekki skulda þá fjárupphæð, sem hann sé krafinn um. Í bréfi til lögmanns stefnanda, dags. 27. marz 1968, kveðst 87 1378 stefndi senda honum reikninga vegna verkfræðiaðstoðar o. fl. í sambandi við kröfu hans vegna dánarbús Þórarins Ólafssonar. Kveður stefndi reikninga þessa algerlega vera útbúna eftir minni til þess að mæta reikningum stefnanda. Í bréfinu ítrekar hann, að Þórarinn heitinn hafi talið, að um jafna reikninga væri að ræða, þar eð aldrei hefði verið gerð nein innheimtutilraun af hans hálfu. Lögmenn aðilja eru sammála um, að upphaflega stefnukrafan, kr. 20.799.00, sé tölulega rétt. Við munnlegan málflutning viður- kenndi lögmaður stefnanda reikning stefnda fyrir verkfræðiað- stoð við Tjarnargötu 3 í Keflavík, kr. 5.000.00, og lækkaði kröfu sína um þá upphæð. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að hér sé um verzlunar- skuld að ræða og sé kröfuupphæðin óumdeild. Þegar stefndi bar það fyrir sig, að hann hefði á sínum tíma veitt Þórarni heitnum verkfræðiaðstoð, hafi hann óskað eftir, að stefndi legði fram sundurliðaða reikninga yfir þau störf, sem hann hefði unnið fyrir Þórarin heitinn, svo að hægt væri að taka afstöðu til þeirra. Þetta hafi gengið treglega, en þó hafi stefndi að lókum látið sig fá reikninga þá, sem lagðir hafa verið fram á dskj. nr. 9 og 10. Þessa reikninga hafi stefndi afhent sér, en ekki lögmanni sínum. Lögmaður stefnanda kveðst svo hafa borið reikningana undir þá, sem gleggst kunnu skil á viðskiptum Þórarins og stefnda, og hafi þeir ekki kannazt við neitt samkomulag þeirra í milli, svo ser stefnidi heldur fram. Það sé því algerlega ósannað, að stefndi hafi unnið þau störf, sem reikningarnir greina, að undanskildri verkfræðiaðstoð við Tjarnargötu 3 í Keflavík, sem áður greinir. Þá mótmælir hann þeirri staðhæfingu stefnda, að hann hafi skilað aftur gluggum, svo sem greinir á dskj. nr. 10. Enn fremur mótmælir stefnandi þeirri málsástæðu stefnda, að krafan sé fyrnd. Hann rökstyður þau mótmæli á eftirfarandi hátt: Krafa stefnanda á hendur stefnda varð til í september 1963. Ef ekkert frekara hefði til komið, væri hún fyrnd. En viðskipti þeirra héldu áfram, og samkvæmt reglum fyrningarlaganna hefst fyrningarfrestur ekki fyrr en viðskiptin hætta. Á dskj. nr. 9, sem er undirritað af stefnda, kveðst hann hafa unnið verkfræði- störf fyir stefnanda á árinu 1964. Fyrningarfrestur hefjist því ekki fyrr en 31. desember 1964 og sé skuldin af þeim sökum ekki fyrnd. Þessi varnarástæða stefnda fái því ekki staðizt. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á þeim rökum, að hin umstefnda skuld sé að fullu (greidd með verkfræðiaðstoð, 1379 sem hann hafi látið Þórarni heitnum í té samkvæmt samkomulagi þeirra í milli, Í samræmi við það samkomulag hafi Þórarinn komið með ýmis verkefni, sem hann hafi leyst, án þess að gera honum sérstakan reikning fyrir hverju sinni. Þórarinn lézt hinn 27. nóvember 1967. Hann krafði stefnda aldrei um skuldina og sé því ljóst, að hann hafi litið svo á, að hún væri að fullu greidd með verkfræðiaðstoð þeirri, sem hann hefði látið honum í té. Í öðru lagi sé skuldin þegar fyrnd og beri af þeirri ástæðu að sýkna hann af stefnukröfunni. Við munnlegan málflutning upplýsti lögmaður stefnda, að eftir að stefnda hafði borizt kröfu- bréf frá stefnanda, hafi hann rætt við lögmann stefnanda og skýrt honum frá málavöxtum. Lögmaðurinn hafi þá óskað eftir, að hann legði fram sundurliðaða reikninga yfir störf sín fyrir stefn- anda. Stefndi tjáði þá lögmanninum, að hann gæti ekki sundur- liðað þessa reikninga nákvæmlega, þar sem hann myndi ekki, hvenær Þórarinn heitinn hefði komið með hvert verk til úr- lausnar. Hann hafi þó fallizt á að setja upp slíka reikninga án þess þó að bera fyrir sig skuldajöfnun. Stefndi bendir á, að reikn- ingur stefnanda sé dags. 6. september 1963 og fyrningarfrestur hafi því runnið út 6. september 1967. Sé litið á viðskipti aðilja sem verzlunarskuld, hafi fyrningarfrestur runnið út 31. desem- ber 1967. Hvernig svo sem á það sé litið, hafi fyrningarfrestur verið runninn út, er stefnandi krafði stefnda um skuldina. Þá hefur stefndi algerlega mótmælt þeirri skoðun stefnanda, að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en 31. desember 1964 sökum verkfræðiaðstoðar þeirrar, sem um getur á dskj. nr. 9. Hann hefur lagt sérstaka áherziu á, að hann muni ekki með neinni wissu, hvort sú vinna var unnin á árinu 1963 eða 1964. Eins og málsatvikum hefur verið lýst hér að framan, er um- deilt í málinu, hvort krafa stefnanda var fyrnd, er hann krafði stefnda um greiðslu með málssókn þessari. Kemur því hér til úrlausnar, hvort stefndi hafi viðurkennt greiðsluskyldu sína með reikningum þeim, sem lagðir hafa verið fram sem dskj. nr. 9 og 10. Stefndi hefur stöðugt haldið því fram, að skuld sín við stefn- anda hafi verið greidd með verkfræðiaðstoð þeirri, er hann veitti Þórarni heitnum og lýst hefur verið hér að framan. Aðgerðar- leysi Þórarins gagnvart innheimtu skuldarinnar styður þá stað- hæfingu stefnda. Þótt stefndi hafi sett fram áðurgreinda reikninga að ósk lög- manns stefnanda, hefur hann jafnframt tekið fram, að hann muni ekki með neinni vissu, hvenær verk þau, er þar um ræðir, voru 1380 unnin og ekiki gert neina skuldajöfnunarkröfu. Verður því ekki litið svo á, að í framlagningu áðurgreindra reikninga felist viður- kenning á skuldinni eða neitt, sem máli skiptir um fyrningu kröfunnar. Ber þegar af þessum ástæðum að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður falli niður. Kristján Jónsson bogardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Haukur Sævaldsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 3. desember 1969. Nr. 101/1969. Kristján Eiríksson (sjálfur) segn Árna Guðjónssyni (Jón L. Arnalds hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjárnám úr gildi fellt. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu var upphaflega áfrýjað með stefnu 7. janúar 1969, að fengnu áfryjunarleyfi 3. janúar 1969, en útivistar- dómur gekk í því máli 2. maí s.l. Samkvæmt heimild í 36. gr, laga nr. 57/1962 hefur áfrýjandi skotið máli þessu af nýju tl Hæstaréttar með stefnu 28. maí 1969. Með sáttargerð á bæjarþingi Reykjavíkur 27. júní 1968 samþykkti Bergur Bjarnason héraðsdómslögmaður f. h. áfrýjanda að greiða stefnda kr. 24.240.00 með 1% dráttar- vöxtum fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð af kr. 14.240.00 frá 1. marz til 15. marz 1968 og af kr. 24.240.00 frá þeim tíma til greiðsludags og svo kr. 5.334.00 í málskostnað, allt fyrir 10. ágúst 1968, en fyrir stefnda vegna Jóns L. Arnalds 1381 hæstaréttarlögmanns undirritaði sáttina Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður. Með bréfi, dags. 23. ágúst 1968, til yfirborgarfógetans i Reykjavík krafðist Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmaður þess f. h. stefnda, að gert yrði fjárnám í eignum áfrýjanda til tryggingar áðurgreindri skuld, vöxtum og málskostnaði ásamt kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð, ef til þess kæmi. Viggó Tryggvason, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók f járnáms- beiðnina til meðferðar í fógetadómi Reykjavíkur hinn 19. september 1968, sem háður var í skrifstofu embættisins að Skólavörðustíg 12 hér í borg með samþykki umboðsmanns gerðarþolanda, áfrýjanda máls þessa, Jóhanns Steinasonar héraðsdómslögmanns, er kom fyrir fógetadóminn, en af hálfu gerðarbeiðanda sótti dómþingið Jón L. Arnalds hæsta- réttarlögmaður. Umboðsmaður gerðarþolanda kvaðst ekki geta greitt fyrir hann, og er þá eftirfarandi skráð í þingbók: „Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábend- ingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í eignarhluta gerðar- þola, húseigninni nr. 15 við Þverholt. Fallið var frá virð- ingu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Vottar: Rétti slitið. Hj. Jónsson Viggó Tryggvason ftr.“. Áfrýjandi hefur skotið greindri fjárnámsgerð til Hæsta- réttar með stefnu 28. maí 1969, eins og áður greinir, og krafizt þess, að hún verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi reisir kröfur sínar í málinu á því, að fógeta hafi orðið á stórfelld mistök við framkvæmd hinnar áfrýjuðu fjárnámsgerðar og að hún hafi ekki farið fram með þeim hætti, er fógeti hefur fært til bókar. Lögmaður stefnda hafi aðeins dvalizt skamma hríð á dómbþinginu 19. september 1968 og vikið þaðan án gildra ástæðna, áður en gerðinni var lokið. Hafi fógeta því borið að fresta gerðinni eða fella 1382 hana niður, sbr. 34. gr. og 4. mgr, 42. gr. laga nr. 19/1887. Þá hafi lögmaður áfrýjanda vikið af dómþingi, áður en hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð var ráðið til lykta, og einnig annar þeirra, er talinn er hafa verið vottur við gerðina, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 19/1887. Telur áfrýjandi fógeta því eigi hafa farið eftir ákvæðum laga nr. 19/1887, 2. mgr. 2. gr., ð4. gr. og 4. mgr. 42. gr., og laga nr. 85/1936, 41. gr. og 118. gr. Stefndi heldur því aftur á móti fram, að hin áfrýjaða fjár- námsgerð hafi farið fram lögum samkvæmt, enda hafi verið leitt í ljós við dómpróf, er fram fóru, eftir að máli þessu var skotið til Hæstaréttar, að vottar og umboðsmenn aðilja hafi verið viðstaddir, er gerðin var framkvæmd, en Þeir hafa skýrt svo frá: Viggó Tryggvason, fulltrúi yfirborgarfógeta, sem fram- kvæmdi hina áfrýjuðu fjárnámsgerð, kveðst geta fullyrt, að umboðsmenn aðilja, Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmaður og Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður, hafi báðir verið við- staddir fjárnámsgerðina samtímis, en þeir muni ekki hafa skrifað undir hana í fógetabók, enda sé ekki venja, að lög- menn geri það, nema gerð feli í sér einhverja samninga þeirra á milli. Þá kveðst hann minnast þess, að Pétur Axel Jónsson, sem hafi átt að vera þingvottur, og Hjálmar Jóns- son, er undirritaði fjárnámsgerðina sem vottur, hafi verið viðstaddir þinghaldið, en þegar hann hafi ætlað að láta um- boðsmenn aðilja og Pétur Axel Jónsson undirrita fjárnáms- gerðina, hafi þeir verið horfnir, en þeir Jóhann Steinason og Pétur Axel Jónsson muni hafa farið annað, þar sem gera átti fjárnám. Viggó Tryggvason kveðst svo síðar hafa ætlað að fá Pétur Axel Jónsson til að votta í fógetabókina, en hætt við það, þar sem þá hafi verið búið að taka endurrit úr henni. Hinn 25. janúar 1969 gaf Jóhann Steinason héraðsdóms- lögmaður svohljóðandi yfirlýsingu, sem hann hefur stað- fest í dómi og Pétur Axel Jónsson hefur vottað rétta 3. febrúar 1969 og staðfest fyrir dómi: 1383 „Ég undirritaður Jóhann Steinason hdl. votta, að fjár- námsgerð sú, sem gerð var 19. 9. 68 í málinu Árni Guðjóns- son gegn Kristjáni Eiríkssyni, er rétt bókuð af Viggó Tryggva- syni ftr. Enn fremur var viðstaddur gerðina Pétur A. Jónsson ftr., enda þótt hann hafi ekki undirritað, áður en endurritið var tekið“. Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður kveðst ekki muna nákvæmlega, hvort hann og umboðsmaður stefnda, Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmaður, hafi báðir verið viðstaddir hina áfrýjuðu fjárnámsgerð 19. september 1968, en fullyrðir, að hann hafi verið við gerðina, enda treysti hann þvi, „sem kemur fram í bókun fulltrúa yfirborgarfógeta, Viggós Tryggvasonar, að“ hann „hafi verið“ viðstaddur. Þá kveðst Jóhann Steinason af sérstöku atviki muna, „að Pétur Axel Jónsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, hafi einnig verið við- staddur, er fyrrnefnd gerð fór fram (alla vega í lok gerðar- innar)“. Ekki kveðst Jóhann Steinason muna, hvort Hjálmar Jóns- son, sem undirritar fjárnámsgerðina sem vottur, hafi verið viðstaddur hana, og ekki segist Jóhann muna, hvort eða hvenær hann ritaði undir fjárnámsgerðina, en minnir, að hann hafi skrifað í fógetabókina sama dag og hann ritaði undir áðurgreinda yfirlýsingu sína, sem dagsett er 25. janúar 1969. Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmaður, umboðsmaður gerð- arbeiðanda, ber, að hann muni ekki, hvort þeir Jóhann Steinason og hann hafi báðir verið samtímis viðstaddir, þegar gerðin var færð til bókar, en kveðst muna, að Viggó Tryggvason, Hjálmar Jónsson og Pétur Axel Jónsson hafi allir verið við fjárnámsgerðina. Hjálmar Jónsson kveðst telja sig geta fullyrt, að þeir lög- mennirnir Jón L. Arnalds og Jóhann Steinason hafi báðir verið „viðstaddir samtímis á skrifstofu borgarfógetaembætt- isins hjá Viggó Tryggvasyni, fulltrúa yfirborgarfógeta, er áðurnefnd fógetagerð fór fram fimmtudaginn 19. september 1384 1968“, en sér hafi virzt, að „talsverð hreyfing og los hafi verið á lögmönnunum og telur sig muna það, að Jóhann Steinason hafi verið horfinn úr réttarsalnum, þegar Viggó Tryggvason kallaði á hann til að skrifa undir bókunina í fógetabókinni“, og sama sé að segja um Pétur Axel Jónsson, en hann og Jóhann Steinason muni hafa verið að fara eitt- hvað annað til að gera fjárnám. Pétur Axel Jónsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, kveðst hafa komið á dómþingið, er margnefnd fjárnámsgerð var fram- kvæmd, og hafi þeir lögmennirnir Jón L. Arnalds og Jóhann Steinason þá verið þar. Ekki kveðst Pétur Axel hafa „bein- línis verið“ viðstaddur „gerðina sem vottur“, heldur hafi hann verið að biða eftir Jóhanni Steinasyni, þar eð þeir hafi verið á förum til að framkvæma fjárnám annars staðar, en þeir hafi ekki horfið af vettvangi, áður en fjárnámsgerðinni var lokið. Eins og endurrit fjárnámsgerðarinnar ber með sér og rakið er að framan, hefur fógeti ekki gætt sem skyldi þeirra laga- reglna, er honum bar að fara eftir við framkvæmd fógeta- gerðarinnar. Umboðsmenn aðilja hurfu af vettvangi, áður en bókun fjárnámsgerðarinnar var lesin upp, og þeir undir- rituðu hana eigi, þótt hún fæli í sér samkomulag um, að hún færi fram annars staðar en á heimili gerðarþolanda. Þá hefur eingöngu einn vottur ritað undir fjárnámsgerðina. Þykja slíkir misbrestir vera á framkvæmd hinnar áfrýj- uðu fjárnámsgerðar, að ógilda beri hana, sbr. 2. mgr. 2. gr., 2. mgr. 33. gr. og 4. mgr. 42. gr. laga nr. 19/1887 og 41. gr. og 2. mgr. 42. gr. laga nr. 85,/1936. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Stefndi, Árni Guðjónsson, greiði áfrýjanda, Kristjáni Eiríkssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 1385 Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 19. september 1968. Ár 1968, fimmtudaginn 19. september, var fógetaréttur Reykja- víkur settur að Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af fulltrúa yfir- borgarfógeta, Viggó Tryggvasyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A-2535/1968: Árni Guðjónsson gegn Kristjáni Eiríkssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 sátt í bæjarþingi Reykjavíkur nr. 3216/1968. Nr. 1 fylgir í eftirriti. Nr. 2 fylgir í frumriti. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jón L. Arnalds hæstaréttarlögmað- ur og krefst fjárnáms fyrir kr. 24.240.00 með 1% mánaðarvöxtum af kr. 14.240.00 frá 1. marz 1968 til 15. marz 1968 og af kr. 24.240.00 til greiðsludags, kr. 30.00 í endurritskostnað, kr. 5.334.00 í málskostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í., kostnaði við gerð- ina og eftirfarandi uppboð/ innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerð- arbeiðanda. Fyrir gerðarþola mætir Jóhann Steinason héraðsdómslögmaður, og kveðst hann ekki geta greitt, en samþykkir, að gerðin fari hér fram. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi Í eignarhluta gerðarþola, hús- eigninni nr. 15 við Þverholt. Fallið var frá virðingu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Vottar: Rétti slitið. Hi. Jónsson. Viggó Tryggvason fr. 1386 Miðvikudaginn 3. desember 1969. Nr. 76/1969. Hraðfrystistöðin í Reykjavík h/f (Jóhann Gunnar Ólafsson hrl.) Segn Pálma Karlssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnulaun. Sjóveð. Fjárnám. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22, apríl 1969. Hann gerir þær dómkröfur, að honum verði dæmd sýkna af kröfum stefnda, hin áfrýjaða fjárnáms- gerð verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða máls- kostnað í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hinna áfrýjuðu dómsathafna og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi var lögskráður II. stýrimaður á skipi áfrýjanda, v/b iAkurey, RE 6, eins og í héraðsdómi greinir. Um kaup stefnda og kjör fór því eftir ákvæðum samnings Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna og stéttarfélaga skipstjóra og stýrimanna, sem í héraðsdómi getur, sbr. 7. gr. laga nr. 80/ 1938, og svo sjómannalögum nr. 67/1963. Eftir á hefur stefndi ekki gefið upp rétt sinn samkvæmt greindum ráðn- ingarkjörum. Samkvæmt þessu ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms og hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð eiga að vera órðskuð. Áfrýjandi, Hraðfrystistöðin í Reykjavík h/f, greiði stefnda, Pálma Karlssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 1387 Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 28. janúar 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Pálmi Karlsson sjómaður, Kvisthaga 17, Reykjavík, höfðað fyrir sjó- og verzlun- ardóminum með stefnu, útgefinni 22. apríl 1966, gegn Einari Sigurðssyni útgerðarmanni, Bárugötu 2, Reykjavík, fyrir hönd Hraðfrystistöðvarinnar h/f í Reykjavík, Slipphúsinu við Mýrar- götu, Reykjavík, til greiðslu á eftirstöðvum stýrimannshlutar o. fl, samkvæmt reikningi að fjárhæð kr. 147.406.42 auk 7% árs- vaxta frá 1. október 1965 til greiðsludags og málskostaði að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Enn fremur krefst stefnandi, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í m/b Akur- ey, Reykjavík, fyrir tildæmdum fjárhæðum. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði algerlega sýknaður og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefnandi kveður málavexti vera þá, að um miðjan maímánuð 1965 hafi hann verið ráðinn II. stýrimaður á m/b Akurey til síldveiða. Hafi hann þá nýlokið prófi, fiskimannaprófi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík, en vantað tvo til þrjá mánuði á siglingatímann til að hafa full réttindi sem stýrimaður. Stefnandi kveðst hafa útvegað sér undanþágu í samgöngumálaráðuneytinu til að vera II. stýrimaður á m/b Akurey og sé undanþágan útgefin 21. maí 1965. Stefnandi kveðst síðan hafa verið Il. stýrimaður á nefndum báti og verið skráður á bátinn 25. maí og hafi hann verið Il. stýrimaður á bátnum, þar til hann veiktist hinn 21. júlí 1965. Kveðst stefnandi síðan hafa verið óvinnufær vegna veik- inda frá 21. júlí til 24. september 1965, en hann hafi verið af- skráður 9. ágúst 1965. Stefnandi segir, að samkvæmt viðskipta- reikningi, er hann hafi fengið frá stefnda, dagsettum 23. nóvem- ber 1965, sé honum aðeins reiknaður hásetahlutur, og það að- eins frá 25. maí til 17. ágúst 1965, en stefnandi telur sig eiga rétt á ÍI. stýrimannshlut, sem sé 1% hlutur háseta, og eigi hluturinn að reiknast frá 25. maí til 21. september, með því að hann eigi rétt á tveggja mánaða kaupi, frá því að hann veiktist, samkvæmt kaup- og kjarasamningum, sbr. 18. gr. 3. mgr., sjómannalaga nr. 67/1963. Kveður stefnandi eftirstöðvar hlutar síns nema kr. 147.406.42 og sé þá búið að draga frá sparimerki, kr. 10.260.00, sem enn liggi inni á skrifstofu stefnda og ekki hafi verið sótt. Aðilja- og vitnayfirheyrslur hafa farið fram í máli þessu. Stefnandi, Pálmi Hannes Karlsson, hefur komið fyrir dóm í 1388 máli þessu hinn 12. október 1986 og staðfest þar málavaxtalýs- ingu úr stefnu sem sannleikanum samkvæma. Hann skýrir svo frá, að hann og Kristbjörn Árnason hafi um áramótin 1964 1965 verið saman í Stýrimannaskólanum og þá hafi borizt í tal á milli þeirra, að Kristbjörn ætlaði að vera með bát um. sumarið, og hafi hann viljað fá stefnanda með sér. Stefnandi kveðst þá hafa sagt, að hann vildi þá vera ráðinn sem. stýrimaður, og hafi Kristbjörn sagt, að hann mundi geta fengið að vera skráður sem II. stýrimaður. Síðan hafi það komið. til tals, að stefnandi yrði með bát og hann hafi verið búinn að ráða til sín áhöfn, en þá hafi sá, sem áður var með bátinn, hætt við að segja upp bátn- um. Stefnandi kveðst hafa skýrt Kristbirni frá þessu og hafi hann þá sagt, að hann skyldi koma til sín og vera skráður sem II. stýrimaður. Stefnandi kveðst þá hafa sagt, að hann vildi fá 1% hlut. Kristbjörn hafi þá sagt honum, að það hlyti að vera í lagi og hann skyldi fara með honum suður. Þegar suður hafi komið, hafi þeir hjá útgerðinni sótt um undanþágu fyrir hann. Með stefnanda til að fá undanþáguna hafi verið Þórínallur nokkur frá útgerðinni. Hann hafi sagt við stefnanda, að ekki hafi verið meiningin að hafa tvo stýrimenn á bátnum og hann teldi stefnanda frekan. Stefnandi segir, að hann haldi, að Þórhallur hafi verið að sveigja að því, að stefnandi hefði farið fram á 17 hlut. Stefnandi segist hafa haldið, að það væri útrætt mál milli Kristbjarnar og útgerðarinnar, að hann fengi 1% úr hlut. Kveðst hann hafa átt uppástunguna að því við Kristbjörn, að hann hefði tvo stýrimenn, eins og þá hafi verið orðið algengt með marga báta vegna hins langa úthalds. Kristbjörn hafi þá ekki verið búinn að ráða þetta wið sig. Stefnandi kveðst hafa staðið vaktir á móti skipstjóranum og stýrimanninum. Skipstjórinn hafi þó staðið flestar vaktir. Skipting vaktanna hafi verið óregluleg milli þeirra, allir hafi verið uppi, þegar verið var að veiða, síðan hafi sá, sem síðast stóð vakt fyrir veiðarnar, fengið að hvíla sig. Stefnandi kveðst hafa staðið vaktirnar, meðan hinir tveir sváfu. Stefnandi segir, að skipstjórinn hafi frekar ræst stefnanda á wakt heldur en I. stýrimann og hafi það gengið svo langt, að I. stýrimaður hafi sofið með vekjaraklukku undir koddanum, til þess að ekki væri gengið fram hjá honum. Stefnandi segir, að I. stýrimaður hafi slasazt og hafi hann þá staðið einn vaktir á móti skipstjóranum. Stefnandi kveður það ekki vera skyldu að hafa tvo stýrimenn á báti af stærð Akureyjar. Hann segir, að það hafi vakað fyrir sér með því að vera ráðinn sem Il. stýrimaður 1389 á bátinn að fá hærra kaup og sem fyrst tilskilinn siglingatíma til að öðlazt viðurkenningu. Stefnandi kveður sjúkdóm þann, sem hafi bagað sig, hafa verið bólgur í baki og öxlum og upp í hnakkann, hann hafi verið slæmur í höfði og sé varla orðinn góður enn, er skýrsla þessi var af honum tekin. Stefnandi segir, að læknar hafi sagt sér, að þetta væru ekki sömu veikindin og hann hafi haft haustið 1964, en þá hafi hann legið á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík í sex wilkur. Þegar hann hafi verið útskrifaður, hafi honum verið sagt að taka það rólega fram að jólum. Hann hafi farið í rann- sókn rétt fyrir áramótin 1964—1965 og læknar þá sagt honum, að hann væri fullfrískur. Stefnandi segir, að þegar hann veiktist í fyrra skiptið, hafi hann verið á m/b Engey, sem sé í eigu sömu útgerðar og Akurey. Kristbjörn hafi verið með honum á Engey. Stefnandi kveðst hafa stundað alls konar atvinnu frá september 1965, þ. á m. sjómennsku á smábátum. Hann kveðst nú, er skýrsla þessi var af honum tekin, vera að fara sem háseti á síldveiðar. Kristbjörn Þór Árnason hefur komið fyrir dóm í máli þessu sem vitni hinn 8. apríl 1967, og hefur hann kannazt við að hafa gefið vottorðið á dskj. nr. 11 og segir það rétt. Vitnið igerir þær athugasemdir við framburð stefnanda frá 12. október 1966, að stefnandi hafi beðið hann að skrá sig sem II. stýrimann, stefnandi hafi áður margsinnis beðið vitnið að ráða sig sem stýrimann, er þeir hafi verið saman í skóla. Vitnið segir, að stefnandi hafi sagzt ekki taka fyrir það að vera II. stýrimaður, en mundi vinna sem háseti og mætti vitnið biðja hann að standa vaktir, hann mundi ekki taka sérstaklega fyrir það. Vitnið kveðst hafa sagt útgerðinni þetta, en þegar komið hafi verið að því að skrá stefn- anda sem II. stýrimann, hafi komið í ljós, að hann hafi ekki haft réttindi sem stýrimaður, og hafi útgerðin fengið undanþágu fyrir hann, en stefnandi hafi verið lengi hjá þessari útgerð. Vitnið segir, að það hafi komið fyrir tvisvar eða þrisvar sinnum, að hann hafi beðið stefnanda að standa vaktir. I. stýrimaður hafi slasazt á hendi á tímabilinu og hafi stefnandi þá leyst hann af, og kveðst vitnið ekki vita betur en gert hafi verið upp við stefn- anda sem I. stýrimann það tímabil, en það hafi verið um stuttan tíma. Þegar stefnandi hafi orðið veikur, kveðst vitnið hafa látið hann fá kr. 10.000.00 og sagt honum að fara til lækna þeirra, sem áður hafi stundað hann í Reykjavík. Hann gæti svo tekið út hjá útgerðinni þar, það sem hann ætti inni. Stefnandi hafi í stað þess farið til Húsavíkur til lækninga, en þegar batinn hafi 1390 komið seint, hafi hann farið suður. Hafi þá komið í ljós, að læknar á Húsavík höfðu greint sjúkdóm stefnanda skakkt. Vitnið kveðst aðspurt álíta, að það hafi ekki verið algengt, að tveir stýrimenn væru ráðnir á bát sem Akurey, en Akurey hafi verið 251 tonn á þessum tíma, nú hafi skipið verið lengt. Einhver rögð hafi þó verið að því, að tveir stýrimenn væru ráðnir á skip af þessari stærð. Vitnið kveðst aðspurt ekki muna eftir því til þess að geta farið með það fyrir víst, hvort ætlunin hafi verið, að skipshöfnin tæki frí til skiptis. Af þessu tilefni fullyrðir vitnið, að það hafi eingöngu verið fyrir greiðasemi við stefnanda, að hann war skráður sem II. stýrimaður. Vitnið kveðst aðspurt hafa verið lengi í þjónustu þessarar útgerðar og vera núna skipstjóri á Örfirisey. Vitnið Björn Halldórsson, sem kom fyrir dóm í máli þessu sama dag og vitnið Kristbjörn Þór Árnason, hefur staðfest vottorðið á dskj. nr. 11 og kveðst hafa gefið það ásamt Kristbirni Árnasyni. Vitnið kveðst ekki hafa fylgzt með ráðningu Pálma, þ. e. stefn- anda, en Kristbjörn hafi sagt sér frá því, að Pálmi yrði skráður sem II. stýrimaður, til þess að Pálmi öðlaðist fyrr réttindi. Vitnið kveðst einnig hafa það eftir Kristbirni, að Pálmi hafi verið ráð- inn sem háseti, þótt hann væri skráður sem stýrimaður. Vitnið segir, að Pálmi hafi gengið vaktir á móti þeim Kristbirni, t. d. á landleið og eins þegar leitað var að síld, en við weiðar séu allir vakandi og engin vakt. Vitnið kveðst um tíma hafa verið í landi vegna meiðsla á hendi. Það hafi verið um vikutíma. Á meðan hafi Pálmi gengið vaktir á móti skipstjóranum. Aðspurt kveðst vitnið hafa witað til þess, að tveir stýrimenn væru ráðnir á bát á stærð við Akurey á þessum tíma, en ekki viti það, hvort það hafi verið algengt. Vitnið tekur fram, að það witi til þess, að háseti, sem hafi réttindi, hafi tekið að sér vaktir, er mikið var að gera á báti þeim, sem viðkomandi háseti var á. Pálmi hafi alveg staðið á móti þeim Kristbirni. Vitnið segir það hafa staðið til þetta sumar, að skipshöfnin færi til skiptis í frí. Pálmi hafi átt að fara fyrstur og þegar hann hafi farið frá borði, hafi hann ekki verið það veikur, að hann væri talinn fara í vikufrí, en Þegar dregizt hafi, að hann kæmi aftur, hafi það runnið út í sandinn, að frí væru tekin. Vitnið segir, að aðeins hafi verið ráðin lögleg tala á bátinn. Vitnið kveðst ekki muna til þess, að maður væri ráðinn í staðinn fyrir Pálma. Aðspurt af lögmanni stefnanda segir vitnið, að dskj. nr. 11 sé samið af þeim Kristbirni í sameiningu með aðstoð lögfræðings. Vitnið segir aðspurt, að 1391 það hafi verið um Íþrjú ár í þjónustu viðkomandi útgerðarfyrir- tækis og sé það enn sem stýrimaður á bátnum Örfirisey. Vitnið segir, að þeir Kristbjörn hafi staðið vaktir til skiptis, eftir að Pálmi fór af bátnum, og enginn leyst þá af. Vitnið kveðst ekki hafa rætt um ráðningu Pálma við hann sjálfan, en staðið í þessari meiningu eftir viðræður við Kristbjörn fyrir vertíðarbyrjun. Vitnið kveðst álíta, að öll áhöfnin mundi staðfesta það, að þeir hafi staðið í þeirri meiningu, að Pálmi væri aðeins skráður sem II. stýrimaður, en ráðinn sem háseti. Hafa nú verið raktir framburðir aðilja og vitna í málinu. Eins og þegar er fram komið, reisir stefnandi kröfur sínar á því, að hann hafi verið ráðinn II. stýrimaður á umræddan bát, m/b Akurey, og beri honum því kaup samkvæmt því, b. e. 11. stýrumannshlutur, eða 1) hásetahlutur. Stefndi hins vegar styður sýknukröfu sína þeim rökum, að stefnandi hafi raunverulega verið ráðinn háseti, en Í greiðaskyni og samkvæmt ósk hans hafi hann verið skráður II. stýrimaður á bátinn, þrátt fyrir það að það væri engin skylda að hafa tvo stýrimenn á báti af þeirri stærð, sem hér um ræðir. Svo sem fram kemur í gögnum málsins, er málið fyrst og fremst af því risið, að aðiljar eru eigi á eitt sáttir um það, með hvaða kjörum stefnandi hafi verið ráðinn á m/b Akurey, og stendur þar raunar staðhæfing gegn staðhæfingu, þ. e. stefnanda og skipstjóra, þar sem stefnandi heldur því fram, að hann hafi verið ráðinn sem II. stýrimaður og eigi þá að sjálfsögðu að fá kaup sem slíkur, en skipstjórinn telur hann hins vegar raun- verulega hafa verið ráðinn sem háseta og beri honum því aðeins hásetakaup, þrátt fyrir það að hann væri skráður sem II. stýri- maður. Framburður vitnisins Björns Halldórssonar sker ekki úr um þetta, þar sem vitnið kveðst ekki hafa fylgzt með ráðningu stefnanda, heldur hafa sínar upplýsingar um ráðninguna eftir skipstjóranum. Þykir því verða að leggja til igrundvallar um þetta atriði vott- orð lögskráningarstjórans í Reykjavík, sem lagt hefur verið fram sem dskj. nr. 6 í málinu, en þar segir, að stefnandi, Pálmi Karlsson, hafi werið skráður II. stýrimaður á m/b Akurey, RE 6, 25. maí til 9. ágúst 1965, enda brestur fyrir því sannanir af hálfu stefnda sem fyrr segir, að stefnandi hafi raunverulega verið ráðinn sem háseti. Samkvæmt þessu ber stefnanda því kaup II. stýrimanns, eins og það er ákveðið samkvæmt sjómannalögum og kjarasamningum. En samkvæmt 3. mgr. 18. gr. sjómannalaga 1392 nr. 67/1963 á skipverji, sem verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, sem hann verður fyrir, meðan á ráðningartíma stendur, rétt til kaups allt að tveim mánuðum, sé um að ræða stýri- mann, vélstjóra, bryta eða loftskeytamann. Og samkvæmt síld- veiðisamningi, sem lagður hefur verið fram sem dskj. nr. 14, 2. gr., staflið b, skal stýrimaður aldrei hafa minna en. 1% háseta- hlut auk kr. 425.00 í kaup á mánuði, sbr. staflið d sömu greinar. Samkvæmt þessu telur stefnandi sig eiga inni hjá stefnda kr. 147.406.42, sbr. sundurliðaðan reikning á dskj. nr. 3. Undir rekstri málsins upplýstist hins vegar, að stefnandi hefur byrjað að vinna annars staðar 20. september 1965, sbr. dskj. nr. 13, og styttist því tíminn um tvo daga, sem reikna ber honum kaup frá stefnda. Á dómsskjali nr. 17 liggur fyrir hlutaútreikninigur fyrir umrætt tímabil, en samkvæmt honum á stefnandi rétt til kaups sem hér segir: 1 hásetahlutur 25. maí til 19. september incl. .. kr. 207.634.03 1% orlof. a 2... — 14.554.38 Fastakaup samkvæmt reikningi sr... 0... — 1.656.80 Úttekið: Peningar .. .. ........ .... 2... Kr.50.026.20 Opinber gjöld .. .. .. .. .. ... .. .. — 22.168.00 Sparimerki.. .. ... 2... 2... — 10.260.00 Fæði samkvæmt reikningi e. 0... 0. .— 9.000.00 Kr. 87.454.20 Kr. 223.825.21 Mismunur ........ ...... 2... — 186.371.01 Kr. 223.825.21 Kr. 223.825.21 Ber því stefnda að greiða stefnanda framangreinda fjárhæð, kr. 136.371.01, ásamt 6% ársvöxtum frá 1. október 1965 til 1. janúar 1966, en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og á stefnandi sjóveðrétt í m/b Afkurey, RE 6, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefn- anda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 22.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðmundi Skaftasyni, löggiltum endur- skoðanda og lögfræðingi, og Eiríki Kristóferssyni skipherra. 1393 Dómsorð: Stefndi, Hraðfrystistöðin í Reykjavík h/f, greiði stefnanda, Pálma Karlssyni, kr. 136.371.01 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. október 1965 til 1. janúar 1966, en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 22.000.00 í málskostnað. Á stefn- andi sjóveðrétt í m/b Akurey, RE 6, til tryggingar tildæmd- um fjárhæðum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 17. apríl 1969. Ár 1969, fimmtudaginn 17. apríl, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Austurstræti 17 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgar- fógeta, Viggó Tryggvasyni, með undirrituðum wottum. Fyrir var tekið: Málið A-677/1969: Pálmi Karlsson gegn Hrað- frystistöðinni í Reykjavík. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 birtan dóm. í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur nr. 47/1966. Nr. 1 og 2 fylgir með í eftirriti, svohljóðandi. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Einar Viðar hæstaréttarlögmaður vegna Gunnars Jónssonar lögmanns og krefst fjárnáms fyrir kr. 136.371.01 með 6% ársvöxtum frá 1. október 1965 til 1. janúar 1966, en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, endurrits- og birtingarkostnaði, kr. 250.00, kr. 22.000.00 í málskostnað sam- kvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli starfar hér, en fyrir hann mætir Kristjana Björns- dóttir, sem starfar hér. Áminnt um sannsögli kveðst hún ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í m/b Akurey, RE 6, sem stendur að sjóveði fyrir ofangreindum skuldum samkvæmt rskj. nr. 2. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mætta að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. 88 1394 Miðvikudaginn 3. desember 1969. Nr. 133/1969. Byggingarfélag verkamanna og sjómanna í Ólafsvík (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Sveinbirni Sigtrygssyni og gagnsök, (Vilhjálmur Árnason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson og Einar Arnalds og prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Magnús Þ. Torfason. Húsbyggingar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. júlí 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. júní s. á. Eru kröfur hans þessar: Í aðalsök: Að sagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 104.212.14 ásamt 6% ársvöxtum frá 12. april 1965 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Í gagnsök: Að honum verði einungis gert að greiða gagn- áfrýjanda kr. 9.583.43 og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 24, júlí 1969. Gerir hann þessar kröfur: Í aðalsök: Að honum verði einungis dæmt að greiða aðal- áfrýjanda kr. 2.431.57 og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Í gagnsök: Að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum „kr. 129.640.54 auk 7% ársvaxta af kr. 11.029.94 frá 5. febrú- ar 1964. til greiðsludags að viðbættum 7% ársvöxtum af kr. 118.619.60 frá 1. desember 1964 til greiðsludags“ og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Með samningi 31. maí 1963 tók gagnáfrýjandi, sem er trésmíðameistari að iðn, að sér smiði íbúðarhúsa, sem aðal- áfrýjandi hugðist reisa í Ólafsvík. Í samningi þessum segir 1395 svo: „Nefndur húsasmiðameistari annist smíði húsanna, að svo miklu leyti sem það fellur undir hans fag, þar með talið smíði glugga og innréttinga. Verðlag á tímavinnu samkvæmt almennum kauptöxtum og almennt verð á þeim hluta smíð- innar, sem selt er í akkorði. Stjórn félagsins leggur á það áherzlu, að verkinu verði hraðað, svo sem föng verða á, og miðast við, að húsin verði komin undir þak um áramót, enda liggi vinnuteikningar fyrir, um leið og verkið er hafið. For- maður bygsingarfélagsins, Ottó Árnason, hefir umsjón með byggingunum fyrir hönd félagsins, og skal húsameistarinn snúa sér að honum um það, sem að smíðinni við kemur“. „ Ekki virðist hafa verið ráðinn múrarameistari til að sjá um múrsmíði húsanna, en samkvæmt 11. tl. 4. gr. bygg- ingarsamþykktar fyrir Ólafsvíkurhrepp nr. 223/1951, sbr. auglýsingu nr. 97/1948, má eigi nota fengið byggingarleyfi, fyrr en byggingarfulltrúa hefur verið tilkynnt, hver múrara- meistari sjái um múrsmíði. Hús þau, sem um er fjallað í máli þessu, eru fjögur tals- ins, byggð úr steinsteypu. Byggingaframkvæmdir hófust um mánaðamótin maí og júní 1963. Samkvæmt skýrsiu gagn- áfrýjanda voru teikningar af hitalögnum eigi fyrir hendi, er steypa skyldi botnplötu húsanna, en á þeim teikningum, sem notaðar hafi verið við byggingarnar í upphafi, hafi ekki verið sýnt, hvernig frá gólfum skyldi gengið. Hafi hann átt símtal við Halldór Kristin Halldórsson, framkvæmdastjóra Hús- næðismálastofnunar ríkisins, um þetta efni og fengið þær upplýsingar, að gólf ættu að vera einangruð og að gert hafi verið „ráð fyrir því ílagi, þegar lofthæð húsanna var ákveð- in“. Samkvæmt þessum upplýsingum og þar sem fyrirsvars- menn aðaláfrýjanda hafi mjög eindregið krafizt þess, að byggingunum yrði haldið áfram, hafi botnplötur húsanna síðan verið steyptar án raufa fyrir hitalagnir. Samkvæmt málflutningi aðilja virðist greiðslum fyrir vinnu við byggingarnar hafa verið þannig hagað, að aðaláfry}- andi greiddi laun ófaglærðra verkamanna samkvæmt vinnu- skrám gagnáfrýjanda án nokkurs álags til hans. Vinnulaun gagnáfrýjanda, nema hans og lærðra trésmiða virðist aðal- 1396 áfrýjandi hafa greitt samkvæmt kaupskrám frá gagnáfrýj- anda. Þá reiknaði gagnáfrýjandi sér 15% álag á þessi laun, sem aðaláfrýjandi einnig greiddi. Ógreiddur er þó einn reikningur gagnáfrýjanda fyrir laun og álag vegna vinnu, sem unnin var á árinu 1964. Byggingu húsanna var síðan fram haldið sumarið 1963, en um haustið virðast hafa risið nokkrir úfar með aðiljum um byggingarnar. Gagnáfrýjandi telur, að um áramótin 1963 og 1964 hafi húsin verið komin undir þak, en eigi gler í glugga, enda hafi gler eigi verið fyrir hendi, Síðast virðist gagnáfrýjandi hafa unnið við húsin 5. febrúar 1961. Hinn 8. apríl 1964 sagði aðaláfrýjandi upp samningi sínum við gagnáfrýjanda og bar við samningsrofum af hans hendi. Með stefnu 21. desember 1964 höfðaði gagnáfrýjandi mál á hendur aðaláfrýjanda til heimtu vangoldinna launa og álags og svo bóta fyrir tap- aðan ávinning, atvinnutjón og álitshnekki. Aðaláfrýjandi höfðaði gagnsök í máli þessu með stefnu 12. apríl 1965 og krafði gagnáfrýjanda um greiðslu efnis, endurgreiðslu á of- greiddu álagi á vinnulaun og bætur vegna galla á húsunum, m. a. vegna þess að eigi hefðu verið steyptar raufar fyrir hitalagnir í botnplötur húsanna. Mál þetta var dæmt í héraði 19. marz 1966. Þeim dómi var skotið til Hæstaréttar. Með dómi Hæstaréttar 1. marz 1967 var héraðsdómurinn ómerkt- ur og málinu vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Gagn- áfrýjandi höfðaði mál af nýju með stefnu 26. maí 1967 og gagnáfrýjandi höfðaði gagnsök með stefnu 5. júní 1967. Var það mál dæmt í héraði 14. febrúar 1969. Aðalsök. Kröfur sínar í aðalsök sundurliðar aðaláfrýjandi þannig: 1. Bætur vegna galla á húsum .. .. kr.65.500.00 2. Ofgreidd þóknun .. .. .. .. .. .. — 31.624.57 3. Úttekið efni .. .. .. .. .. .. .. — 2.481.57 4. Matskostnaður .. ... .. ........ — 4.606.00 Um í. Aðaláfrýjandi reisir kröfu þessa á matsgerð þeirra Finns Sigurðssonar og Ágústs Bjartmarz, sem rakin er í 1397 héraðsdómi. Matsfjárhæð skipta matsmennirnir þannig, að þeir meta hæfilegar bætur, kr, 52.000.00, vegna þess að rauf- ar hafi eigi verið steyptar í botnplötur húsanna í upphafi og því orðið að leggja hitalagnir ofan á gólfin og steypa síðan yfir gólfin til að hylja lagnirnar. Bætur vegna annarra galla mátu þeir kr. 13.500.00. Í málinu hafa ekki komið fram teikningar af húsum þessum, áritaðar af byggingaryfirvöld- um í Ólafsvíkurhreppi, sbr. 10. tl. og 3. tl. 4. gr. bvogingar- samþykktar fyrir Ólafsvíkurhrepp nr. 223/1951, sbr. aug- lýsingu nr. 97/1948. Í málinu hafa hins vegar verið lagðar fram þrjár teikningar, sem samkvæmt málflutningi aðilja hafa verið notaðar við byggingu húsa þessara, teikning af hitalögn, gerð í nóvember 1962, grunnmynd, gerð í septem- ber 1963, og sérteikningar af undirstöðum og jarðgólfi, gerð- ar í apríl 1964, Ekki hefur verið skýrt í málinu, hverju sæti þessi munur á dagsetningum teikninganna og byggingar- tíma húsanna. Matsmenn virðast eigi hafa veitt þessu athygli, og er matsgerð þeirra meðal annars áfátt að því leyti. Aðal- áfrýjandi hefur ekki leitt sönnur að því, að sú gerð botn- platna og gólfa, sem gagnáfrýjandi notaði við byggingu hús- anna, sé óforsvaranleg eða geti á neinn hátt varðað hann bótaskyldu, eins og á stóð, enda verður ekki séð, að eftir- litsmaður aðaláfrýjanda við byggingarnar hafi hreyft at- hugasemdum við gerð þeirra. Þá er ósannað, að færa hafi þurft dósir fyrir raflagnir, þannig að -gagnáfrýjandi verði talinn bótaskyldur af því efni. Sannað er, að veggir í einu húsanna eru eigi réttir. Telja verður, að sagnáfrýjandi beri fébótaábyrgð á þessum göllum, og þykir eiga að leggja til grundvallar mat héraðsdóms um þetta atriði. Samkvæmt þessu verður þessi kröfuliður aðaláfryjanda tekinn til greina með kr. 9.000.00. Um 2. Aðaláfrýjandi greiddi fé það, sem hér um ræðir, án fyrirvara. Hefur hann engin örugg gögn fært fram fyrir því, að hann megi endurkrefja þetta fé úr hendi gagnáfrýj- anda, og verður þessi kröfuliður því eigi tekinn til greina. Um 3. Þessi kröfuliður er viðurkenndur af gagnáfrýjanda og verður því til greina tekinn. 1398 Um 4. Samkvæmt 5. tl. 2. mgr. 175. gr. laga nr. 85/1936 ber að telja kröfu þessa með málskostnaði. Samkvæmt framangreindu verða úrslit aðalsakar þau, að gagnáfrýjanda verður dæmt að greiða aðaláfrýjanda kr. 11.431.57 með 6% ársvöxtum frá 12. apríl 1965 til greiðslu- dags. Gagnsök: Kröfur sínar í gagnsök sundurliðar gagnáfrýj- andi þannig: 1. Ógreidd vinnulaun samkvæmt reikningi 5. febrúar 1964 .. .. 2... .. .. 2... 2. 2. kr. 9.583.43 2. Álag á kröfu samkvæmt 1. lið .. .. .. .. — 1.487.51 5. Bætur fyrir tapaðan hagnað .. .. .. .. .. — 68.614.60 4. Bætur fyrir álitshnekki og atvinnutjón .. .. — 50.000.00 Um 1. Þessi kröfuliður er viðurkenndur. Um 2. Í samningi aðilja, sem fyrr hefur verið rakinn, segir um laun þannig: „Verðlag á tímavinnu skv. almennum kaup- töxtum“. Hins vegar er ekki fjallað þar um sérstakt álag til gagnáfrýjanda. Ósannað er, að fyrirsvarsmenn aðaláfrýj- anda hafi samþykkt að greiða gagnáfrýjanda álag þetta. Þegar þessa er gætt, verður eigi talið, að gagnáfrýjandi hafi fært þau rök fyrir þessari kröfu sinni, að unnt sé að taka hana til greina. Um 3. og 4. Gagnáfrýjandi byggir þessa kröfuliði á því, að fyrrgreind uppsögn aðaláfrýjanda á samningi þeirra að- iljanna hafi verið ólögmæt og valdið honum tjóni. Gegn andmælum aðaláfrýjanda hefur gagnáfrýjandi ekki fært nægileg rök fyrir tjóni, sem hann kann að hafa orðið fyrir vegna uppsagnar fyrrgreinds samnings. Verður því þegar af þeirri ástæðu eigi hægt að taka þessa kröfuliði gagnáfrýj- anda til greina. Samkvæmt þessu verða úrslit gagnsakar þau, að aðal- áfrýjandi verður dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda kr. 9.583.43 með 7% ársvöxtum frá 5. febrúar 1964 til greiðslu- dags. Eftir þessum úrslitum og með hliðsjón af flutningi máls þessa þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. 1399 Dómsorð: Í aðalsök greiði gagnáfrýjandi, Sveinbjörn Sigtryggs- son, aðaláfrýjanda, Bryggingarfélagi verkamanna og sjó- manna í Ólafsvík, kr. 11.431.57 með 6% ársvöxtum frá 12. apríl 1965 til greiðsludags. Í gagnsök greiði aðaláfrýjandi sagnáfrýjanda kr. 9.583.43 með 7% ársvöxtum frá 5. febrúar 1964 til greiðsludags. Málskostnaður í báðum sökum í héraði og fyrir Hæsta- rétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur aukadómþings Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 14. febrúar 1969. Mál þetta, sem dómtekið var þann 10. september s.l., hefur Sveinbjörn Sigtryggsson byggingameistari í Ólafsvík, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, höfðað fyrir aukadómþingi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu með stefnu, útgefinni 26. maí 1967, gegn Bygg- ingarfélagi verkamanna og sjómanna í Ólafsvík til greiðslu á kr. 129.640.54 auk 7% ársvaxta af kr. 11.020.94 frá 5. febrúar 1964 til igreiðsludags að viðbættum 7% ársvöxtum af íkr. 118.619.60 frá 1. desember 1984 til greiðsludags og málskostnaði að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar. Enn fremur hefur stefndi höfðað gagnsök með stefnu, útgefinni 5. júní 1967, og krafizt þess, að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða kr. 104.212.14 auk 7% ársvaxta frá útgáfudegi gagnstefnu til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Aðalstefnandi krefst sýknu og málskostnaðar í gagnsök. Mál út af sama sakarefni hefur áður verið rekið hér fyrir dóm- inum, og var dómur í því uppkveðinn þann 19. marz 1968. Dómi þessum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi sínum, upp- kveðnum 1. marz 1967, ómerkti héraðsdóminn og vísaði málinu frá héraðsdómi. Málavextir eru þeir, að með samningi, dags. 31. maí 1963, var 1400 aðalstefnandi ráðinn til þess að byggja þau íbúðarhús, sem gagn- stefnandi hugðist reisa á því ári. Verðlag á tímavinnu við smíð- ina skyldi vera samkvæmt almennum kauptöxtum og almennt verð á þeim hluta smíðinnar, sem seldur yrði í akkorði. Verkinu skyldi hraðað og miðazt við, að húsin yrðu komin undir þak um næstu áramót, enda skyldu vinnuteikningar liggja fyrir, um leið og verkið hæfist. Hin umræddu hús urðu fjögur. Byggingaframkvæmdir munu hafa hafizt um mánaðamótin maí/júní 1963. Greiðslu vinnulauna annaðist formaður gagn- stefnanda allan tímann samkvæmt vinnulistum frá aðalstefn- anda. Aðalstefnandi reiknaði sér 15% meistaraálag á vinnu sína, eins smiðs og lærlings. Aðalstefnandi hætti vinnu við húsin 5. febrúar 1964. Með bréfi, dags. 8. apríl 1964, sagði gagnstefnandi upp ráðningarsamningi sínum wið aðalstefnanda, sem mótmælti uppsögninni með bréfi, dags. 10. sama mánaðar. Undir rekstri málsins voru dómkvaddir þeir Ágúst Bjartmarz byggingameistari, Stykkishólmi, og Finnur Sigurðsson múrarameistari, Stykkis- hólmi, til þess að meta til peningaverðs smíðagalla á framan- greindum húsum, sem talið var, að aðalstefnanda væri um að kenna. Mat þeirra var á þá leið, að kosta mundi kr. 65.500.00 að bæta úr göllum, sem væru á smíði húsanna. Einnig voru dóm- kvaddir menn til þess að meta til peningaverðs alla óunna fagvinnu í framangreindum fjórum íbúðarhúsum, er aðalstefn- andi sem trésmíðameistari átti að annast smíði á, að því leyti er undir hans fag félli, þar með talin smíði glugga og innrétt- inga samkvæmt ráðningarsamningi hans við gagnstefnanda, og skyldi matið miðast við það, sem óunnið var af þessari fagvinnu, þegar aðalstefnandi hætti vinnu við húsin. Dómkvaddir voru Hörður Kristjánsson byggingameistari, Stykkishólmi, og Tómas Vigfússon byggingameistari, Reykjavík. Mat þeirra á framan- greindu nam kr. 64.388.00. Aðalsök. Kröfur sínar sundurliðar aðalstefnandi þannig: 1. Reikningur, dags. 5. febrúar 1964 „, .. ,.. .. .. kr. 9.583.43 2. 15% álag á þennan reikning .. .. ... — 1.437.51 3. Tapaður ávinningur (17.154. 90 í pr. hús) . .. — 68.614.60 4. Bætur fyrir álitshnekki og atvinnutjón .. .. .. — 50.000.00 Samtals kr. 129.640.54 1401 Um 1. Kröfur sínar samkvæmt þessum tölulið rökstyður aðal- stefnandi þannig, að reikingur þessi sé samkvæmt síðustu kaup- skrá aðalstefnanda fyrir vinnu við framangreind hús gagnstefn- anda samkvæmt ráðningarsamningi aðilja. Neitað hafi verið um greiðslu reikningsupphæðarinnar að ástæðulausu, þegar reikn- ingurinn var sýndur. Gagnstefnandi hefur mótmælt reikningnum sem röngum. Ekki hefur hann þó sýnt fram á, að hann sé tölu- lega rangur, og ekki heldur, að vinna samkvæmt kaupskránni, sem reikningurinn byggist á, hafi ekki verið unnin. Verður þessi liður kröfu aðalstefnanda því tekinn til greina. Um 2. Eftir að ráðningarsamningur aðilja var gerður, en áður en fyrsta greiðsla vinnulauna fór fram, kveðst aðalstefnandi hafa samið svo um munnlega wið tvo stjórnarmenn gagnstefnanda, þá Ottó Árnason, formann gagnstefnanda, og Þórð Þórðarson, að sér yrði greitt 15% meistaraálag á selda vinnu sína, eins smiðs og lærlings. Álag þetta hafi síðan verið greitt athugasemdalaust allan tímann nema á síðasta reikninginn (sbr. lið 1). Það hafi verið venja í Ólafsvík, að byggingameistarar tækju 15—20% álag á útselda vinnu, og árið 1963 hafi álagið verið 18.3%. Mótmæli sín gegn þessum lið kröfu aðalstefnanda byggir gagn- stefnandi á því, að aldrei hafi verið samið við aðalstefnanda um, að hann fengi greitt meistaraálag vegna byggingar framan- greindra húsa. Það hafi heldur ekki verið venja, að slíkt álag væri greitt í Ólafsvík á þeim tíma, sem húsin voru í smíðum. Við yfirheyrslur í málinu hafa bæði Ottó Árnason, formaður gagnstefnanda, og Þórður Þórðarson meðstjórnandi mótmælt því, að samið hafi verið við aðalstefnanda um 15% meistaraálag. En vegna ókunnugleika hafi formaður gagnstefnanda greitt það, þar til hann fékk vitneskju um, hver kauptaxtinn væri Í Ólafsvík. Vigfús Vigfússon, byggingameistari í Ólafsvík, sem kom fyrir dóm í málinu, kveðst alltaf hafa tekið meistaraálag og hafi það að meðaltali verið 15%. Vitni þetta bar einnig, að formaður gagn- stefnanda, Ottó Árnason, hafi sagt, að aðalstefnandi fengi 15% meistaraálag á vinnu við hús gagnstefnanda og væri það sam- kvæmt samningi málsaðilja. Framburði þessum var mótmælt sem röngum og vilhöllum, þar sem vitnið og aðalstefnandi eru mágar. Böðvar Bjarnason, byggingameistari í Ólafsvík, kom einnig fyrir dóminn. Hann kveðst hafa tekið 10% meistaraálag á vinnu sína frá árinu 1963. Byggingameistarar í Ólafsvík eru fjórir. Þrír þeirra hafa komið 1402 fyrir dóm í málinu, og ber þeim öllum saman um, að venja hafi verið að taka meistaraálag á selda vinnu í Ólafsvík á þeim tíma, sem aðalstefnandi vann að byggingu húsa gagnstefnanda. Með tilliti til þess og framburðar vitnisins Vigfúsar Vigfússonar um það, hvað Ottó Árnason sagði því um samning málsaðilja varð- andi 15% álagið, verður dómurinn að líta svo á, að aðalstefn- anda hafi verið heimilt að reikna sér framangreint meistaraálag. Styðst það enn fremur við þá staðreynd, að álagið var greitt athugasemdalaust á alla reikninga aðalstefnanda, sem gagnstefn- andi hefur (greitt. Þessi liður í kröfum aðalstefnanda verður því tekinn til greina. Um 3. Þennan lið kröfugerðar sinnar rökstyður aðalstefnandi með því, að vegna þess að hann var rekinn frá verkinu, áður en það var fullunnið, hafi hann misst þann hagnað, sem meistaraálag á óunna fagvinnu wið húsið hefði fært honum, ef hann hefði fengið að ljúka verkinu. Uppsögn gagnstefnanda á ráðningar- samningnum hafi verið algerlega óréttmæt, þar sem aðalstefn- andi hafi í öllu fylgt fyrirmælum gagnstefnanda um tilhögun á verkinu og frávik frá teikningum. Það hafi ekki verið sín sök, að verkinu varð ekki lokið á tilsettum tíma, heldur hafi dráttur- inn, sem þó var óverulegur, stafað af því, að staðið hafi á efnis- útvegun. Gallar þeir, sem fram hafi komið á húsunum, séu heldur ekki sín sök, þar sem hann hafi byrjað á werkinu, áður en endanlegar teikninigar lágu fyrir, vegna eftirrekstrar gagnstefnanda og einnig hafi hann vegna fyrirmæla gagnstefnanda notað gamalt timbur, sem gagnstefnandi átti, við einhvern hluta verksins og hafi það átt sinn þátt í þeim göllum, sem fram komu á húsunum. Upp- sögnin hafi verið byggð á því, að aðalstefnandi tók meistaraálag við verkið, sem honum hafi þó verið fyllilega heimilt, og sú ástæða því ekki nægileg til að réttlæta uppsögnina. Fagleg mis- tök hafi löngu síðar verið tilgreind sem uppsagnarástæða, en ekki á þau minnzt sem ástæðu í upphafi. Hin faglegu mistök hafi ekki verið sér að kenna, nema þá að litlu leyti, og réttlæti alls ekki uppsögnina, þar sem gallar á verkinu, sem kynnu að vera sér að kenna, hafi verið mjög óverulegir. Gagnstefnandi reisir mótmæli sín gegn þessum kröfulið á því, að vegna hegðunar aðalstefnanda og framkvæmda við verkið hafi samningsriftunin verið algerlega réttmæt. Byggir hann það á því, að stefnandi hafi reiknað sér of hátt endurgjald, að hann virðist hafa haft tilraunir í frammi um að láta gagnstefnanda 1403 greiða fyrir verk óviðkomandi samningum, að hann hafi ekki lokið tilskildum hluta verksins um áramótin 1963/1964, að hann hafi reynzt ósamvinnuþýður og að hann reisti bygginguna með verulegum meinbugum og frávikum frá teikningu. Í framangreindri matsgerð þeirra Ágústs Bjartmarz og Finns Sigurðssonar, sem dagsett er Í. marz 1965, segir m. a. á þessa leið: „... Hús I. Ekki búið að leggja Í gólfin. Lofthæð 268 cm. Raki í útvegg niður við gólf í svefnherbergjum, og tjáði eigandi, að vatn gengi inn um vegginn Í rigningum. Húsið er enn ekki múrhúðað að utan, og getur vatnið gengið inn um steypuskil á vegg og plötu og orsakað vatn á gólfi. En þar sem veður var þurrt, er við vorum á staðnum, gátum wið ekki rannsakað þetta frekar. Hús IL Búið að leggja í gólf og múrhúða að innan, og reyndist lofthæð vera 251 cm. Milliveggur steyptur, sem gengur í gegnum húsið á lengdina, hefur á tveimur stöðum gengið úr skorðum í mótum, og steyptur þannig, að hann hallast allt að 5 cm. En sökum þess að búið var að múrhúða loft og weggi, var erfitt að gera sér grein fyrir, hve mikið hefði þurft að brjóta og kasta á vegginn til þess að rétta hann af. Í stofu, þar sem milliveggur kemur í útvegg, hefur hann ekki verið réttur af að fullu, og hallast hann þar um 2.8 cm. Útveggur í stofu hefur bognað út um 2.2 em, og er mesta beygjan um 2 m frá útvegg. Gluggi er í þessum vegg, og er hann 5 m á lengd og 150 cm á hæð, og hefur hann bognað með veggnum. Teljum við, að útilokað sé að setja rúður eða rétta gluggana af nema með því móti, að sett verði nýtt undirstykki í gluggann. Vegginn fyrir neðan gluggann, sem er 65 cm á hæð, var búið að rétta af með múr- húðun. Einnig verður að skipta um þverpóst í sama glugga. Hús III. Í því var sjáanlegur rakablettur í lofti wið múrpípu gangmegin. Teljum við, að eftir því sem bezt verður séð, að leki þessi stafi frá frágangi við reykháf og hægt sé að komast fyrir hann með lagfæringu og endurbótum á þakjárni við skor- steininn. Þakgluggi var ekki kominn á, en járnplata sett yfir opið. Þar sem 'gluggaopið er 150 em til hliðar við skorstein, teljum við útilokað, að lekinn geti stafað frá því. Hins vegar tjáði eigandi okkur, að mikill raki væri í útvegg svefnherbergja eins og Í húsi nr. I, og getur hann stafað að einhverju leyti frá lausri þakplötu, sem nær fyrir vegginn fram á þakbrún. Það virðist vera sameiginlegt með öllum húsunum, að steypa í útveggnum veðrast nokkuð, sérstaklega á suðaustur hlið, og 1404 verður því að álíta, að sá raki, sem kemur þar fram, stafi frá því, að vatn komist gegnum veggina, meðan húsin eru ekki múrhúðuð að utan. Einnig er það sameiginlegt í öllum húsunum, að engar raufar eru í neðsta gólfi fyrir miðstöðvarlögnum, og hafa því lagnir verið lagðar ofan á gólfin, eins og þau eru nú. Verður því að steypa 10— 12 cm lag til að hylja rörin fyrir utan venjulegt ílag. Þessi hækkun á gólfi orsakar það, að færa verður rafmagnsdósir, sem steyptar hafa verið í veggi niður við gólf, upp um þá hæð, sem gólfið hækkar. Eftirfarandi mat höfum við komið okkur saman um: Steypa í gólf á 4 húsum kr. 52.000.00. Aðrir gallar kr. 13.500.00. Samtals kr. 65.500.00“. Eftir að framangreint mat þeirra Finns Sigurðssonar og Ágústs Bjartmarz var framkvæmt, var óskað eftir því, að þeir endur- mætu framangreint verk, og er síðari matsgerð þeirra dags. 22. maí 1968. Matsgerð þessi er staðfesting á fyrra mati þeirra, og hafa þeir staðfest hana fyrir dómi. Sannað er, að teikning af miðstöðvarlögn lá ekki fyrir, þegar botnplötur húsanna voru steyptar, og telja verður, að bygginga- framkvæmdir hafi verið hafnar með fullu samþykki og að ósk réttra aðilja, og verður það að teljast eðlilegt af byggingameist- aranum að steypa botnplötur húsanna án raufa fyrir miðstöðvar- lagnir, en gera ráð fyrir þykkara ílagi í gólf til að hylja ofaná- liggjandi lagnir, enda er sú aðferð langalgengust við byggingar minni húsa. Dómurinn lítur svo á, að riftun ráðningarsamnings vegna galla á verkinu hafi ekki verið réttmæt, þar sem stærsti hluti matsgerðarinnar, kr. 52.000.00, er vegna þykkara A en aðrir gallar, kr. 13.500.00, það óverulegir, að ekki réttlæ uppsögn samningsins, enda var það ekki upphafleg rifta. ástæða. Einnig hefur komið í ljós við mælingu, að endanleg lofthæð húsanna er eðlileg. Í áðurgreindu mati þeirra Harðar Kristjánssonar og Tómasar Vigfússonar segir m. a. á þessa leið: „... Það, er matsmenn tóku til mats, er, eins og stendur í matsbeiðninni „Ísetning á gleri, gluggakarmar, hurðir, sólbekkir, listar, eldhúsinnréttingar, skilrúm, skápar í svefnherbergi 0. fl“. Klæðning neðan á loftbita er ekki tekin með, þar sem loftin hafa verið steypt. Reiknað er með, að úti- og innihurðir séu að- keyptar. 1405 Matið er miðað við það, er óunnið var af þessari fagvinnu, er Sveinbjörn hætti störfum, og við, að verkið hefði verið unnið á þeim tíma, er gert er ráð fyrir Í ráðningarsamningnum. Hæfilegt verð teljum við á trésmíðavinnu á byggingarstað: Vinna .. .. .. -. =. 2. -. ikr. 60.700.00 Umsjón .. .. .. 2... 00 2. — 9.740.00 Trésmíði unnin á verkstæði, svo sem eldhúsinnréttingar, fata- skápar ásamt uppsetningu, metum. við: Vinna .. .. .. .. .. =. -- Kr. 161.600.00 Umsjón .. .. .. .. 2. 2. 2. — 54.648.00 Eftir ósk Vilhjálms Árnasonar hrl. höfum við metið vinnu við smíði á gluggum húsanna: Vinna .. .. .. 2. 2. 2. -. Kr. 8.700.00 Umsjón .. .... 0... 0. — 2.937.006. Matsmennirnir hafa ekki verið kvaddir fyrir dóm til skýringa eða staðfestingar á matinu. Álíta verður, að aðalstefnandi hafi orðið fyrir talsverðu tjóni vegna framangreindrar uppsagnar ráðningarsamningsins við að- alstefnda og að honum beri því bætur fyrir það tjón, sem sann- gjarnt má telja, að hann hafi beðið. Eftir atvikum þykir hæfilegt að meta það á kr. 45.000.00. Um 4. Kröfu sína samkvæmt þessum lið rökstyður aðalstefn- andi á sama veg og kröfuna samkvæmt lið 3, að vegna hinnar óréttmætu uppsagnar á ráðningarsamningi aðilja hafi hann beðið álitshnekki og orðið fyrir atvinnutjóni. Gagnstefnandi hefur mót- mælt þessum lið með sömu röksemdum og kröfunni samkvæmt lið 3. Aðalstefnandi hefur ekki sýnt fram á tjón sitt samkvæmt þess- um lið, og verður krafa hans samkvæmt þessum lið því ekki tekin til greina. Gagnsök: Kröfur sínar í gagnsök sundurliðar gagnstefnandi Þannig: 1. Ágallar samkvæmt matsgerð .. .. .. kr. 65.500.00 2. Ofgreitt gagnstefnda .. .. .. .. .. .. — 31.624.07 3. Efnisreikningur .. .. .. .. .. -. .- — 2.431.57 4. Reikningur matsmanna .. .. .. .. .. — 4.606.00 Alls kr. 104.212.14 1406 Um 1. Kröfu sína samkvæmt þessum lið byggir gagnstefnandi á því, að vegna galla þeirra, sem fram komu á verki aðalstefn- anda, beri honum að greiða sér bætur, er svara til kostnaðar við að bæta úr göllunum. Upphæðin miðast við áðurgreinda matsgerð Ágústs Bjartmarz og Finns Sigurðssonar. Gagnstefnandi reisir mótmæli sín gegn þessum kröfulið á því, að engin teikning af hitalögn hafi verið fyrir hendi, þegar botn- plötur húsanna voru steyptar. Ákvörðun um gerð gólfa hafi verið tekin á sama hátt og aðrar ákvarðanir um framkvæmd verksins, þ. e. í samráði við rétta aðilja, enda hafi engin mót- mæli komið þá fram um þetta atriði. Það hafi verið ákveðið að leggja hitalögnina í einangrunarlag það, er koma skyldi á gólfin. Eins og fram kemur hér að framan varðandi lið 3 í kröfum aðalstefnanda, verður dómurinn að líta svo á, að ekki hafi verið um þá galla á verki aðalstefnanda að ræða, að réttlæti riftun ráðningarsamningsins, og að stærsti liður matsgerðar Finns Sig- urðssonar og Ágústs Bjartmarz, kr. 52.000.00, verði ekki talinn gallar á verki aðalstefnanda og hann því ekki bótaskyldur að því leyti. Það, sem í matinu er kallað „aðrir gallar“ og metið er til fjár á kr. 13.500, er m. a. tilfærsla á rafmagnsdósum. Með vottorðum tveggja rafvirkja, sem höfðu með höndum raflagnir húsanna og lögð hafa verið fram í málinu, verður að teljast sannað, að ekki hafi werið um aðrar færslur á rafdósum að ræða en eðlilega samræmingu á hæð. Aðra galla, sem nefndir eru í viðkomandi matsgerð, telur dómurinn bótaskylda og hæfi- lega bætta með kr. 9.000.00. Um 2. Kröfu sína samkvæmt þessum lið byggir gagnstefnandi á því, að hann hafi ofgreitt aðalstefnanda meistaraálag, sem upp- hæð þessa kröfuliðar nemi. Með skírskotun til röksemda og niðurstöðu varðandi lið 2 í aðalsök verður þessi liður ekki tekinn til greina. Um 3. Kröfur samkvæmt þessum lið byggir gagnstefnandi á því, að aðalstefnandi hafi fengið byggingarefni hjá sér, sem þessari upphæð nemur. Aðalstefnandi hefur viðurkennt réttmæti þessa kröfuliðar, og verður hann því tekinn til greina. Um 4. Krafa samkvæmt þessum lið fellur undir ákvörðun um málskostnað. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður niðurstaða dómsins sú, að í aðalsök greiði aðalstefndi, Byggingarfélag verka- manna og sjómanna í Ólafsvík, aðalstefnanda, Sveinbirni Sig- tryggssyni, kr. 56.020.94 (9.583.43 - 1.437.51 -| 45.000.00) ásamt 1407 70. ársvöxtum af kr. 11.020.94 frá 5. febrúar 1964 til greiðslu- / dags að viðbættum 7% ársvöxtum af kr. 45.000.00 frá 1. desem- ber 1964 til greiðsludags. Í gagnsök greiði gagnstefndi gagnstefn- anda kr. 11.481.57 (2.481,57 -- 9.000.00) ásamt 7% ársvöxtum frá 5. júní 1967 til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í báðum sökum falli niður. Dóminn kváðu upp Jón S. Magnússon, fulltrúi sýslumanns Snærellsnes- og Hnappadalssýslu, og meðdómsmennirnir Björgvin Kristján Þorvarðarson og Þórður Ársæll Þórðarson bygginga- meistarar. Dómsorð: Í aðalsök greiði aðalstefndi, Byggingarfélag verkamanna og sjómanna í Ólafsvík, aðalstefnanda, Sveinbirni Sigtryggssyni, kr. 56.020.94 ásamt 7% ársvöxtum af kr. 11.020.94 frá 5. febrúar 1964 til greiðsludags að viðbættum 7% ársvöxtum af kr. 45.000.00 frá 1. desember 1964 til greiðsludags. Í gagnsök greiði gagnstefndi gagnstefnanda kr. 11.481.57 ásamt T% ársvöxtum frá 5. júní 1967 til greiðsludags. Málskostnaður í báðum sökum falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 1408 Föstudaginn 5. desember 1969. Nr. 192/1968. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta (Sveinbjörn Jónsson hrl.) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósepsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónaton Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Aðstöðugjald. Lögtak. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. október 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. s. m. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi, synjað verði um framkvæmd lögtaks og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda í fógetadómi og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar fó- getadóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann, Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 11.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Afrýjandi, Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, greiði stefnda, Gjaldheimtunni í Reykjavík, kr. 11.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lög- um. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 5. júlí 1968. Tildrög málsins eru sem hér segir: Við almenna álagningu skatta á árinu 1966 var gerðarþola í máli þessu, Vélbátaábyrgðar- 1409 félaginu Gróttu, gert að greiða kr. 164.901.00 í opinber gjöld. Í ágústmánuði sama ár var skattálagning þessi lækkuð um kr. 97.237.00, og hafði gerðarþoli þá þegar fyrr í mánuðinum greitt kr. 50.000.00 inn á skattskuld sína. Eftirstöðvar skattskuldar- innar, kr. 17.664.00, voru. greiddar í dasember 1966, og var igerðar- þoli því skattlaus á áramótum. Hinn 12. janúar 1967 var aðstöðugjald gerðarþola frá árinu 1966 hækkað um kr. 36.700.00 og kirkjugarðsgjald hans um kr. 551.00, eða skattar hans hækkuðu samtals um kr. 37.251.00. Gerð- ariþoli, Vébátaábyrgðarfélagið Grótta, kærði ekki þessa álagn- ingu, en mótmælti, þegar lögtak átti að fara fram til tryggingar skattskuldinni, og krafðist úrskurðar í málinu. Mál þetta var síðan tekið fyrir í fógetarétti Reykjavíkur hinn 28. nóvember 1967 og hefur werið rekið þar síðan. Umboðsmaður gerðarbeiðanda gerði þær réttarkröfur, að heim- ilað verði að gera lögtak hjá gerðarþola fyrir opinberum gjöldum ársins 1966 (hækkun skattstofu Reykjavíkur frá 12. janúar 1967) samkvæmt gjaldheimtuseðli að fjárhæð kr. 37.251.00 ásamt 12% ársvöxtum frá þingfestingarðegi, 28. nóvember 1966, til greiðslu- dags auk málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. Í málflutningi umboðsmanns (gerðarbeiðanda kom fram, að hinn 12. janúar 1967 war aðstöðugjald, sem lagt var á Vélbáta- ábyrgðarfélagið Gróttu á árinu 1966, hækkað úr kr. 64.300.00 í 101.000.00, eða um kr. 36.700.00. Jafnframt hækkaði kirkjugarðs- gjald um kr. 551.00, eða um 12% af hækkuninni, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Við upphaflega álagningu var aðstöðu- gjaldstofn félagsins skipt á milli tveggja gjaldskrárflokka, þ. e. 0.5% og 1.0%, en í gjaldskrá borgarstjórnar er sagt, að á enidur- tryggingar skuli leggja 0.5%, en á aðrar vátryggingar 1.0%. Við nánari athugun síðar kom í ljós, að starfsemi þessa félags er ekki endurtryggingar, og varð þá álagningunni breytt þannig, að reiknað var 1.0% af álagningarstofninum öllum, og orsakaði það þá hækkun, sem félaginu var tilkynnt um með bréfi, dags. 12. janúar 1987. Í 10. gr. reglugerðar nr. 81/1962 um aðstöðugjald segir, að sveitarstjórnum sé heimilt að ákveða fleiri gjaldflokka eftir tegund atvinnurekstrar innan þeirra takmarka, sem greind eru í upp- talningu laganna, frá %% upp í 2%. Jafnframt segir, að ekki sé heimilt að skipta útgjöldum í mismunandi gjaldflokka innan sömu tegundar atvinnurekstrar. Samkvæmt þessari heimild samþykkti borgarstjórn Reykja- 89 1410 víkur aðstöðugjaldskrá, sem hér liggur fyrir í réttinum sem rskj. nr. 4, og segir þar, að endurtryggingar falli undir gjald- skrárflokk 0.5%, en undir gjaldskrárflokk 1.0% wátryggingar ótaldar annars staðar. Heimild borgarstjórnar til þess að ákveða fleiri gjaldflokka eftir tegund atvinnurekstrar verður ekki dregin í efa. Hér á landi eru a. m. k. tvö félög, sem hafa það verkefni fyrst og fremst að annast endurtryggingu, þ. e. Samábyrgð Íslands á fiskiskipum og Íslenzk endurtrygging. Önnur tryggingafélög eru hins vegar fyrst og fremst frumtryggjendur, en hafa þó innan sinna vébanda endurtryggingardeildir, þannig er t. d. með Sjó- vátryggingarfélag Íslands og Samvinnutryggingar. Gerðarþoli í þessu máli er hins vegar eingöngu frumtryggjandi og ber því 1% eins og aðrir frumtryggjendur. Það er þetta sem skattstofan var á sínum tíma að leiðrétta. Rekstrarútgjöld gerðarþola eru óum- deilanlegir gjaldstofnar til aðstöðugjaldsálagningar, þar með tald- ar keyptar endurtryggingar, og var úr því skorið með dómi Hæsta- réttar í málinu nr. 57/1965: Íslenzk endurtrygging gegn Gjald- heimtunni í Reykjavík. Enn fremur heldur umboðsmaður gerðarbeiðanda því fram í málflutningi sínum, að nokkurs misskilnings gæti í greinar- gerðs umboðsmanns gerðarþola, að því er varðar eðli endurtrygg- ingar. Allir frumtryggjendur endurtryggja sig hjá öðrum félög- um, þ. e. þeir kaupa tryggingu til þess að vera öruggir um, að öll þau iðgjöld, sem þeir fá greidd frá frumtryggjendum, fari ekki í tjónbætur. Þeir eru með þessu móti að leggja í útgjöld, sem ætluð eru til að tryggja tekjurnar og halda þeim wið, en þess konar útgjöld eru einmitt talin sem dæmi um aðstöðugjaldstofn í 6. gr. reglugerðar um aðstöðugjald nr. 81/1962. Þetta er hins vegar ekki endurtryggingarstarfsemi. Endurtryggingarstarfsemi er einmitt félag, sem selur frumtryggjendum tryggingu, m. ö. o. það er tekjuliður hjá honum, það sem er útgjaldaliður hjá frum- tryggsjandanum. Umboðsmaður gerðarþola gerir þær réttarkröfur, að neitað verði um lögtaksgerð þá, sem krafið er um í máli þessu, og gerðarbeiðandi verði dæmdur til að greiða umbjóðanda hans málskostnað samkvæmt mati fógetaréttarins. Í málflutningi sín- um heldur hann því fram, að fjárhæð sú, sem deilt er um í máli þessu, stafi af því, að breytt hafi verið um álagningu aðstöðu- gjalds á umbjóðanda hans frá því, sem var á árinu 1966. Í fyrstu álagningu hafi honum verið gert að greiða 0.5% í aðstöðugjald, 1411 en því verið breytt í janúarmánuði 1967 í 1% aðstöðugjald. Þessa hækkun telji umbjóðandi hans ólögmæta gagnvart sér. Í fyrsta lið aðstöðugjaldskrár fyrir 1966, réttarskj. 4, eru endur- tryggingar taldar undir liðnum 0.5%. Umbjóðandi hans telji, að vátryggingar þær, er hann rekur, séu sama eðlis og innan sama atvinnurekstrar eins og endurtryggingar í venjulegum skilningi. Hann leggur á það megináherzlu, að í nútíma tryggingarstarf- semi sé frumtrygging og endurtrygging svo samtvinnuð, að þær séu eins og tveir þættir í sama kaðli og hljóti því frumtrygging og endurtrygging að falla undir sama atvinnurekstur, þ. e. a. s. vátryggingarstarfsemi. Samkvæmt 4. lið 10. gr. reglugerðar nr. 81/1967 er bannað að skipta útgjöldum í misjafna gjaldflokka innan sömu teg- unldar atvinnurekstrar. Umbjóðandi hans telji tvímælalaust, að starfsemi hans og starfsemi venjulegra endurtryggingarfélaga sé innan sama atvinnurekstrar, og telur því óheimilt að ákveða mishá aðstöðugjöld fyrir slík félög. Umbjóðandi hans vátryggir báta fyrir einstaklinga og endur- tryggir síðan hjá Samábyrgð íslenzkra fiskiskipa. Samábyrgð ís- lenzkra fiskiskipa endurtryggir síðan fyrir sitt leyti hjá öðrum tryggingafélögum, og er starfsemin því sú sama að öðru leyti en því, að í öðru fallinu er vátryggður einstaklingur, en í hinu fallinu er vátryggður félag. Umbjóðandi hans telji því, að hækkun sú, sem mál þetta fjalli um úr 0.5%, hafi verið óheimil sam- kvæmt gildandi lögum um 'þetta efni og á þeirri mótbáru sé vörn hans aðallega byggð í máli þessu. Dómari hefur leitað sátta í málinu, en án árangurs. Við athugun á framanrituðu virðist deilt um það í máli þessu, hvort frumtryggingar og endurtryggingar falli undir sama at- vinnurekstur. Gerðarþoli í máli þessu, Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, starfar eftir lögum nr. 61/1947 um vátryggingarfélög fyrir fiskiskip. Þar segir Í 2. gr., að allir vélbátaeigendur, sem eiga vélbáta með bþil- fari allt að 100 rúmlestum brúttó að stærð, sem aðallega eru ætlaðir til fiskveiða við Ísland, skuli skyldir til að vátryggja þá hjá vátryggingafélagi, sem starfi samkvæmt lögum innan þess svæðis, sem báturinn er skrásettur á, og með þeim skilmálum, sem settir eru í lögum. Og í 3. grein segir, að landinu skuli skipt í vátrylgginigarsvæði. Ráðherra ákveði takmörk þeirra í samráði við Samábyrgðina. Á hverju vátryggingarsvæði skuli vera eitt vátryggingafélag fyrir vélbáta. Allir eigendur vátryggingar- 1412 skyldra vélbáta á hverju vátryggingarsvæði séu skyldir til að vera í félagi því, sem þar starfi, og í 5. gr. segir, að bátaábyrgðar- félögin megi ekki hafa meira en 15% af vátryggingarupphæð hvers skips í eigin ábyrgð. Þó megi áhætta á einstöku skipi aldrei fara fram úr fjárhæð, sem ráðherra ákveði fyrir hvert félag í samráði við Samábyrgð Íslands. Félögin skuli endurtryggja hjá Samábyrgðinni þann hluta áhættunnar, sem þau beri ekki sjálf, og geti hún ekki undan því skorazt. Félögin greiða Samábyrgðinni jafnhá iðgjöld af þessum fjárhæðum og þau taka sjálf. Samkvæmt ofanrituðu er starfsvið gerðarþola fastákveðið, þ. e. a. s. hann selur einstaklingum tryggingar og kaupir endur- tryggingar á hluta af áhættunni. Aðra tryggingarstarfsemi má hann ekki stunda og þar af leiðandi ekki sölu endurtryigginga. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 57 frá 1965 er því slegið föstu, að kostnaður vegna kaupa á endurtryggingum reiknist sem aðstöðugjaldstofn hjá kaupandanum. Með lögum nr. 69 frá 1962, nú lög nr. 51/1964, voru sett ákvæði um aðstöðugjald, sbr. reglu- gerð nr. 81 frá 1962, en þar segir í 4. tl. 10. igr.: „Ekki er heimilt að skipta útgjöldum í misjafna gjaldflokka innan sömu tegundar atvinnurekstrar“. Skattahækkun sú, sem um er deilt í máli þessu, stafar af því, að skattstofan í Reykja- vík er að leiðrétta, að hún í fyrstu álagningu á gerðarþola skipti útgjöldum innan sömu tegundar atvinnurekstrar í misjafna gjald- flokka wið ákvörðun aðstöðugjalds. Í máli þessu er ekki deilt um upphæð álagningarinnar sem slíka, og er ekki krafizt lækk- unar á áður álögðu aðstöðugjaldi né endurgreiðslu á neinum hluta þess. Ekkert kemur fram um það, að skattahækkunin hafi nokkru sinni verið kærð, og ekki ber umboðsmaður gerðarbeiðanda það fyrir sig í málflutningi sínum. Umboðsmaður gerðarþola mót- mælir því í málflutningu sínum, að breytt hafi verið um álagningu á umbjóðanda hans úr 0.5% í 1% af útgjöldum við álagningu aðstöðugjalds. Telji hann hækkun þessa ólögmæta, þar sem hann álíti að vátryggingar þær, er hann rekur, séu sama eðlis og innan sama atvinnurekstrar eins og endurtryggingar í venjuleg- um skilningi, og í fyrsta lið aðstöðugjaldskrár fyrir 1966 séu endurtryggingar taldar undir liðnum 0.5%. Fógetarétturinn telur sig ekki geta fallizt á þessa röksemda- færslu. Í, 3. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga eru ákvæði um aðstöðugjald, og í 10. gr. reglugerðar nr. 81 frá 1962 er sveitar- stjórnum heimilað að ákveða fleiri gjaldflokka eftir tegundum 1413 atvinnurekstrar innan þeirra takmarka, er lög og reglugerð heim- ila. Samkvæmt þeirri heimild samþykkti borgarstjórn Reykja- víkur gjaldskrá þá, sem lögð hefur verið fram í máli þessu sem rskj. nr. 4 og er aðstöðugjaldskrá fyrir árið 1966. Þar eru taldar undir gjaldstiga 0.5% m. a. endurtryggingar og undir gjaldstiga 1% m. a. vátryggingar ótaldar annars staðar. Fógetarétturinn lítur svo á, að gjaldskrá þessi sé í samræmi wið lög og reglur um aðstöðugjald. Enn fremur lítur hann svo á, að starfsemi gerðar- þola falli undir vátryggingar, ótaldar annars staðar, enda er honum sala á endurtryggingum óheimil lögum samkvæmt. Hækkun kirkjugarðsgjaldsins hefur ekki sérstaklega verið mót- mælt, enda fylgir það aðstöðugjaldinu hlutfallslega. Samkvæmt framangreindu þykir verða að leyfa framgang hinn- ar umbeðnu lögtaksgerðar fyrir kr. 37.251.00 ásamt 12% ársvöxt- um frá 28. nóvember 1967 til greiðsluðags auk kostnaðar á ábyrgð gerðarbeiðanda. Eftir atvikum þykir rétt að láta málskostnað falla niður. Því úrskurðast: Hin umbeðna lögtaksgerð á fram að ganga fyrir kr. 37.251.00 ásamt 12% ársvöxtum frá 28. nóvember 1967 til greiðsludags ásamt kostnaði. Allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður falli niður. 1414 Föstudaginn 5. desember 1969. Nr. 122/1969. Jón H. Þorbergsson (Ólafur Þorgrímsson hrl.) Segn Ingimundi Erlendssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónaton Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Uppboð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. júní 1969. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úr- skurður uppboðsdóms verði úr gildi felldur, synjað verði um framkvæmd uppboðsgerðar og honum dæmdur máls- kostnaður úr hendi stefnda í uppboðsdómi og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Fins og Þar er greint, var fjárnámsgerð þeirri, sem stefndi reisir á heimild sína til að krefjast uppboðs, þinglýst hinn 10. júlí 1968. Eignarrétti áfrýjanda var þinglýst 22. október 1968. Víkur hann því fyrir fjárnámsrétti stefnda, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 19/1887. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úr- skurð. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jón H. Þorbergsson, greiði stefnda, Ingi- mundi Erlendssyni, kr. 12.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 1415 Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 3. júní 1969. Réttarkröfur uppboðsbeiðanda, Þorvalds Lúðvíkssonar hæsta- réttarlögmanns, eru þær f. h. Ingimundar Erlendssonar, að hús- eignin nr. 7 við Garðsenda verði seld á nauðungaruppboði til lúkningar fjárnámsskuld að upphæð kr. 70.000.00 ásamt 1% mán- aðarvöxtum frá 15. apríl 1968 til greiðsludags, kr. 180.00 í stimpil- kostnað, kr. 11.000.00 í málskostnað, kr. 168.00 í endurrits- og birtingarkostnað, kr. 2.255.00 í fjárnáms- og þinglýsingarkostnað auk kostnaðar við uppboðsgerðina. Hann krefst og málskostnaðar vegna flutnings máls þessa í uppboðsrétti. Uppboðsþoli, Jón Hálfdán Þorbergsson, Garðsenda 7, hefur mótmælt því, að uppboðið nái fram að ganga, og hann hefur einnig krafizt málskostnaðar sér til handa. Var mál þetta tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fór fram 23. fyrra mánaðar. Samkvæmt veðbókarvottorðum, sem fyrir liggja í máli þessu, varð Guðjón Hermann Hannesson eigandi fasteignarinnar nr. 7 við Garðsenda hinn 2. febrúar 1955. Nokkrar aðfarargerðir fóru fram í eigninni Garðsenda "7 síðla árs 1967, og bárust borgarfógetaembættinu uppboðsbeiðnir á grundvelli þeirra. Eiganda fasteignar þessarar var tilkynnt um framkomnar uppboðsbeiðnir með tíðkanlegum hætti hinn 24. janúar 1968, og auglýsing um uppboð war send til birtingar í Lögbirtingablaðinu hinn 1. febrúar s. á. Var uppboðið tekið fyrir á skrifstofu uppboðshaldara hinn 25. marz 1968 og frestað til 26. apríl. Þá er það hinn 30. marz 1968, að þeir gera með sér kaupsamn- ing um eign þessa, Guðjón H. Hannesson og Jón Hálfdán Þor- bergsson, sem igerist kaupandi að eigninni frá og með Í. apríl þess árs. Afsal skyldi gefið út, þá er kaupandi hefði greitt kr. 600.000.00 af kaupverði í peningum, en að öðru leyti skyldi kaup- verð greiðast með yfirtöku 450.000.00 íkr. veðskulda og með skuldabréfum. Kaupsamningnum var ekki þinglýst. Uppboðsgerðin var tekin fyrir 26. apríl samkvæmt framan- sögðu og þá frestað til 27. maí. Er uppboðið var þá tekið fyrir, hafði borizt uppboðsbeiðni Björns Sveinbjörnssonar hæstaréttar- lögmanns vegna Sambands íslenzkra samvinnufélaga samkvæmt fjárnámsgerð, er fram hafði farið 26. apríl 1968. Enn var uppboði frestað til 25. júní og þá til 29. ágúst. 1416 Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður lætur gera fjárnám í fasteigninni Garðsenda 7 hinn 9. júlí 1968 til tryggingar dóm- kröfum samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu 5543/ 1968: Ingimundur Erlendsson gegn Guðjóni Hannessyni. Það ligg- ur fyrir í málinu, sbr. endurrit fjárnámsgerðar, sjá rskj. 4, að gerðarþoli var ekki viðstaddur fjárnámsgerðina, en lögmaður, er var nærstaddur, war tilkvaddur af fógeta að mæta fyrir hans hönd. Því er ekki haldið fram í máli þessu, að lögmaður þessi hafi síðar látið gerðarþola fjárnámsins vita um gerðina. Lét Þorvaldur Lúðvíksson þinglýsa fjárnámi þessu á fasteignina Garðsenda 7 hinn 10. júlí 1968. Var áritun þinglýsingardómara gerð án athugasemda, og er þar getið um áðurþinglýst löghald fyrir sömu kröfu. Hinn 6. ágúst 1968 gaf Guðjón H. Hannesson Jóni H. Þor- bergssyni afsal fyrir eign þessari. Er þar vísað til skulda, er afsalshafi taki að sér að greiða, og vísast þar um til afsalsins. Komið er fram í máli þessu, að nýtt veðbókarvottorð lá fyrir aðiljum við útgáfu afsalsins, en afsalið getur ekki um, að Jón H. Þorbergsson taki að sér fjárnámsskuld þá, er að ofan getur. Uppboðinu var frestað til 14. október og 19. nóvember 1988. Var þá ákveðið, að sala skyldi fara fram 16. janúar 1969, en var enn frestað til 24. febrúar s. á. Þá var ákveðið, að sérstakt uppboðsréttarmál skyldi rekið um framkomin mótmæli gegn framgangi uppboðs. Þess skal getið, að yfirleitt var mætt af hálfu uppboðsþola við fyrirtökur uppboðsins, en ekkert til bókar fært, sem benti til mótmæla gegn uppboðinu, fyrri en þetta mál var fyrst tekið fyrir. Er uppboðsmál þetta var fyrst fyrir rétti, voru uppboðsbeið- andur, fjárnáms- og veðhafar, búnir að afturkalla beiðnir sínar aðrir en Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður og Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður. Hinn 21. maí s.l. afturkallaði Björn Sveinbjörnsson uppboðsbeiðni sína, þannig að Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður er nú einn uppboðsbeiðandi f. h. Ingimundar Erlendssonar. Guðjón Hannesson hefur mætt sem vitni í máli þessu. Hann kveðst ekki hafa vitað um löghaldsgerð þá og fjárnámsgerð, er Þorvaldur Lúðvíksson lét fram fara, en fortekur ekki að hafa fengið stefnubirtingu á þeim tíma, sem staðfestingarmál lög- haldsins muni hafa verið höfðað, kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir þeirri stefnu. Heldur ekki fortekur hann að hafa fengið ábyrgðarbréf með tilkynningu um löghaldið. Um þetta leyti hafi 1417 fjöldi birtinga borizt. Guðjón segist hafa verið langdvölum í Hveragerði á þessum dögum og oft ekki komið til Reykjavíkur til næturdvalar, en hafi þá fengið að hafast við í einu herbergi í kjallara í Garðsenda 7, en húsið hafi að öðru leyti staðið autt frá því í september 1967 til jafnlengdar 1968. Þá hefur Jón Hálfdán Þorbergsson, Garðsenda 7, mætt í málinu til að gefa aðiljaskýrslu. Hann segir, að veðbókarvottorð hafi legið frammi, er hann keypti eignina Garðsenda 7 af Guðjóni Hannessyni. Þar hafi ekki verið getið um uppboðskröfu þessa og Guðjón hafi ekki minnzt á hana við sig. Jón kveðst hafa flutt í Garðsenda 7 í september 1968, en iðulega verið þar starfandi í frístundum sínum og aldrei orðið var ferða fógetaréttar eða stefnuvotta og engar tilkynningar fengið um gerðir þeirra. Hann segir, að þá er hann fékk afsalið 6. ágúst 1968, hafi nýtt veð- bókarvottorð legið fyrir og þar hafi komið fram fjárnám það, er Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður hafi látið fram fara, en Guðjón hafi gengizt við því sem sinni skuld. Í málflutningi sínum vísar Þorvaldur Lúðvíksson til þess, að hann hafi látið gera löghald í eigninni Garðsenda 7 og það lög- hald hafi verið staðfest með dómi bæjarþings Reykjavíkur, upp- kveðnum í maí 1968. Þessi dómur hafi verið tekinn gildur af fógeta sem réttur aðfarargrundvöllur og aðför hafi verið löglega framkvæmd og andmælalaust, að undangenginni athugun afsals- og veðmálabóka, í þinglýstri eign skuldarans, Guðjóns H. Hannes- sonar. Síðan hafi fjárnámsgerð verið þinglýst athugasemdalaust. Með þessu móti hafi hann fengið lögvarinn rétt til að láta fara fram uppboð á hinni fjárnumdu eign og taka að sér greiðslu af upp- boðsandvirði alveg í samræmi við 46., sbr. 50. grein aðfaralaga nr. 19/1887 og skipti þar engu mál sá réttur óþinglýstur, sem Jóni H. Þorbergssyni hafi verið heitinn með kaupsamningi hans við Guðjón. Sá réttur verði að þoka fyrir síðar tilkomnu þing- lýstu fjárnámi. Þá er Jón loks hafi fengið afsal hinn 6. ágúst 1968, hafi honum gefizt til kynna hin þinglýsta fjárnámsgerð og margoft síðan hafi verið athugasemdalaust mætt af hálfu upp- boðsþola í uppboðsréttinum. Geti hann því á engu stigi málsins borið fyrir sig góða trú varðandi skuldheimtu þessa. Þetta leiði beinlínis af almennum reglum, að löðvernd sú, er kaupandi eignar njóti gagnvart seljanda, fáist við samninga hans við seljandann og skýringu á samningum þeirra, en lögvernd kaupanda gagnvart 3ja manni fáist ekki að fullu nema við þinglýsingu, hafi 3ja manni verið ókunnugt um samninga aðilja kaupsamnings. Kveður 1418 Þorvaldur sér hafa verið alls ókunnugt um kaupsamning upp- boðsþola við Guðjón H. Hannesson, er hann gerði fjárnámið og lengi síðan, og hafi hann algerlega treyst upplýsingum afsals- og veðmálabóka og haft til þess allan rétt. Uppboðsþoli bendir á það, að um sé að ræða skuld Guðjóns Hannessonar eins. Hennar hafi að engu verið getið, er hann keypti eignina af Guðjóni, hvorki af Guðjóni sjálfum né nærver- andi gögnum. Uppboðsbolinn kveður sér hafa verið alsendis ókunnugt um tilvist hennar, unz afsal var gefið út 6. ágúst 1968, og telur hana sér alveg óviðkomandi. Uppboðsbeiðandi hafi hér gengið að eign, sem skuldarinn átti ekki lengur, og einhliða réttargerðir hans geti ekki dregið síðari eiganda inn í málið sem skuldara, enda sé fjárnám einlægt gert að geymdum betra rétti ðja manns. Sá betri réttur hafi stofnazt uppboðsþola máls þessa til handa þegar við gerð kaupsamnings 30. marz 1968 og þing- lýsing hans eigi ekki að skipta máli til eða frá, enda engin skylda til að þinglýsa slíkum Sgerningum, og eignarréttur hafi verið kominn til uppboðsþola, áður en fjárnám fór fram. Hins vegar hefði uppboðsþoli ekki getað virt að wettugi fjárnámsgerð, er þinglýst hafi verið á eignina, áður en kaupsamningur stofnaðist. Umboðsmaður uppboðsþola getur þess að gefnu tilefni, að hann hafi lengst af mætt í uppboðsrétti til þess eins að biðja um fresti, svo að ráðrúm gætist til að borga áhvílandi kröfu, svo sem og gert hafi verið, en hann hafi ekki farið að rannsaka uppboðs- beiðnir og þeim fylgjandi gögn, fyrr en svo var komið, að frestur fékkst ekki lengur. Uppboðsbeiðandi geti engan rétt byggt á þessu atriði. Það er ekki komið fram í máli þessu, að uppboðsbeiðanda hafi verið kunnugt um kaupsamning uppboðsþola við Guðjón Hannes- son, er hann lét framkvæma innheimtuaðgerðir þær, er að framan er lýst. Það hefur heldur ekki verið vefengt, að hann hafi at- hugað afsals- og veðmálabækur hér að lútandi, áður en hann lét gerðir þessar fram fara. Telja verður, að uppboðsþoli, Jón Hálfdán Þorbergsson, sem lét ekki þinglýsa kaupsamningi sínum, verði að hlíta því, að hin fjárnumda fasteign verði seld á uppboði til lúkningar fjárnáms- kröfum uppboðsbeiðanda. Fer hin umbeðna uppboðsgerð fram samkvæmt kröfu uppboðsbeiðanda og á hans ábyrgð. Ekki þykir verða hjá því komizt að úrskurða uppboðsbeiðanda málskostnað úr hendi uppboðsþola. Þykir hann hæfilega tiltek- inn kr. 7.000.00. 1419 Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Gerð þessi fer fram á ábyrgð uppboðsbeiðanda. Uppboðsþoli, Jón Hálfdán Þorbergsson, greiði uppboðsbeið- anda kr. 7.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 8. desember 1969. Nr. 97/1969. Björn Ársælsson (Kjartan Reynir Ólafsson hdl.) og Ingi R. Helgason (sjálfur) gegn Gunnari Þorsteinssyni í. h. Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur (Sigurður Sigurðsson hrl.) Jóni Magnússyni og (sjálfur) Skiptaráðandanum í Reykjavík f. h. brotabús Halldórs Backmans (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Fjárnám úr gildi fellt. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur Björn Ársælsson og Ingi R. Helgason hafa, hvor í sinu lagi, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefn- um 19. maí 1969, að fengnum áfrýjunarleyfum 22. apríl 1969. Gera þeir, hvor í sínu lagi, þær dómkröfur, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og að stefndu, öðrum en þrotabúi Halldórs Backmans, verði dæmt að greiða hvorum þeirra málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndu Gunnar Þorsteinsson f. h. Sigríðar Kristinar Gunn- arsdóttur og Jón Magnússon krefjast þess, hvor um sig, að 1420 hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og að áfrýjendum verði dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Af hendi þrotabús Halldórs Bachmans eru eigi hafðar uppi kröfur né fram flutt málsreifun fyrir Hæstarétti. Bú Halldórs Backmans var tekið til gjaldþrotaskipta 27. september 1968. Hinn 16. febrúar 1968 var framkvæmd fjárnámsgerð í eignarhluta Halldórs Backmans í húseigninni nr. 106 við Hraunbæ í Reykjavík samkvæmt bókun í fógetadómi til fullnustu bæjarþingsdóms nr. 2593/1966 í máli stefnda Gunnars Þorsteinssonar f. h. Sigríðar Kristínar Gunnars- dóttur á hendur Halldóri Backman, að fjárhæð kr. 62.229.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 23. april 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo máls- kostnaði, kr. 12.353.00, og kostnaði af innheimtuaðgerðum. Enn var gert framhaldsfjárnám hinn 5. apríl 1968 í „þing- lýstum“ eignarhluta Halldórs Backmans í húseigninni nr. 108 við Hraunbæ í Reykjavík til lúkningar sama dómi. Loks var hinn 25. júlí 1968 samkvæmt kröfu Sigurðar Hafsteins héraðsdómslögmanns framkvæmt þriðja fjárnámið til fulln- ustu sama dómi, sem eigi var lagður fram. Var nú tekið fjárnámi veðskuldabréf, útgefið af Stefáni Sigursælssyni hinn 5. marz 1968. til handhafa, að fjárhæð kr. 150.000.00, sem var í vörzlum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns. Var bréfið áritað um fjárnámið. Áfrýjendur staðhæfa, að fyrri fjárnám hafi nægt til fulln- ustu hins óframlagða dóms og lagaskilyrði hafi því brostið til framkvæmdar fjárnámsins 25. júlí 1968, sbr. 19., 51. og 52. gr. laga nr. 19/1887. Þá fullyrða áfrýjendur, að hið fjárnumda veðskuldabréf, tryggt í íbúð í húsinu nr. 104 við Hraunbæ, hafi verið gefið út til efnda á kaupverði nefndrar íbúðar, sem Stefán Sigur- sælsson hafi keypt af Halldóri Backman með kaupsamningi 4. júlí 1967. Hafi Halldór Backman fyrirfram með fram- lagðri, skriflegri yfirlýsingu, dags. 20. nóvember 1967, fram- selt áfrýjanda Birni Ársælssyni eignarrétt til veðskuldabréfs- ins til lúkningar á skuld sinni af hluta við Björn Ársælsson, 1421 sem stofnaðist vegna smíðar hússins og tryggð var með veði í nefndri íbúð. En áfrýjandi Ingi R. Helgason hafi samkvæmt framlagðri kvittun, dags. 14. desember 1967, samþykkt og afhent áfrýjanda Birni Ársælssyni víxil að fjárhæð kr. 150.000.00 til tryggingar því, að staðið yrði við útgáfu nefnds veðskuldabréfs til handa áfrýjanda Birni Ársælssyni. Hafi því verið gert fjárnám í handhafaveðskuldabréfi, sem eigi var eign gerðarþola, og beri að ógilda fjárnámið af þeim sökum. Fógetadómur var hinn 25. júlí 1968 „settur að Grensás- vegi 22“, án þess að fjárnámsgrundvöllur væri skjalfestur í réttinum. Bókað var: „Gerðarþoli býr hér, en er ekki við- staddur, en fyrir hann mætir Jóhanna Backman, kona hans, sem hér býr. Áminnt um sannsögli, kveðst hún ekki geta greitt“. Gerði fógeti síðan fjárnám í áminnztu handhafa- veðskuldabréfi, sem ætla má, að hafi þá verið á skrifstofu Jóns Magnússonar eða í öðrum vörzlum hans. Eigi leið- beindi fógeta eiginkonu gerðarþola, sem eigi er vitað um, að sé lögfróð, að hún gæti borið fram eða reynt að bera fram varnir á þeim grundvelli, að hér væri um framhalds- fjárnám að tefla. Eigi benti fógeti henni á, að ástæða væri fyrir hana að bera sig saman við eiginmann sinn um það, hvort hann væri eigandi hins oftnefnda handhafaveðskulda- bréfs, sbr. 114. gr. og 223. gr. laga nr. 85/1936. Þá grennsl- aðist fógeti eigi eftir þessum atriðum af sjálfsdáðum. Fjár- námsgerðinni var af nefndum sökum svo áfátt, að fella verður hana niður. Rétt er, að stefndi Gunnar Þorsteinsson f. h. Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur greiði áfrýjanda Birni Ársælssyni málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 15.000.00. Að öðru leyti á málskostnaður að falla niður. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Stefndi Gunnar Þorsteinsson f. h. Sigríðar Kristinar Gunnarsdóttur greiði áfrýjanda Birni Ársælssyni máls- kostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 1422 Fjárnámsgerð fógetadóms Reykjavíkur 25. júlí 1968. Ár 1968, fimmtudaginn 25. júlí, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Grensásvegi 22 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgar- fógeta, Pétri Axel Jónssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið A-2169/1968: Gunnar Þorsteinsson f. h. Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur gegn Halldóri Backman. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 endurrit fjárnáms- gerðar, framkvæmdri á grundvelli málsins nr. 2593/1966. Nr. 1 og 2 fylgja með í frumriti, svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Sigurður Hafstein og krefst fjár- náms fyrir kr, 62.229.00 með 6% ársvöxtum frá 23. apríl 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, kr. 12.353.00 í málskostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér, en er ekki viðstaddur, en fyrir hann mætir Jóhanna Backman, kona hans, sem býr hér. Áminnt um sannsögli kveðst hún ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir fjárnámi í eign gerðarþola, skuldabréfi, sem er í vörzlu Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, að upphæð kr. 150.000.00, út- gefnu af Stefáni Sigursælssyni, Njörvasundi 9. Bréfið á að borgast á næstu fimm árum. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mætta að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. 1423 Mánudaginn 8. desember 1969. Nr. 221/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Páli Hauki Kristjánssyni (Hafsteinn Baldvinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Ákæra um fiskveiðabrot. Birting stjórnvaldaerinda. Dómur Hæstaréttar. Ákærði er í máli þessu sóttur þeim sökum að hafa hinn 14. april 1969 á skipi sínu, v/s Þorgeiri, GK 73, verið að botnvörpuveiðum á hafsvæði, þar sem botnvörpuveiðar voru á þeim tíma bannaðar með auglýsingu sjávarútvegsráðherra 27. febrúar 1969 „um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi“, sem sett hafði verið „samkvæmt lög- um nr, 44 5. april 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og lögum nr, 62 18. mai 1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með síðari breytingum, sbr. reglugerð nr. 304 20. desember 1968 um leyfi til tog- veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi ...“. Auglýsing þessi var birt í Lögbirtingablaði 4. marz 1969 og síðan í B-deild Stjórnartíðinda 30. april 1969. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórn- valdaerinda bar að birta auglýsinguna í B-deild Stjórnartíð- inda, og samkvæmt 7. gr. sömu laga mátti ekki beita ákvæð- um hennar, fyrr en það hafði verið gert. Að svo vöxnu máli, werður ákærða dæmd sýkna af kröfum ákæruvalds. Allur kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00 til hvors þeirra. 1424 Dómsorð: Ákærði, Páll Haukur Kristjánsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Gunnars I. Hafsteinssonar héraðsdómslögmanns og Haf- steins Baldvinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00 til hvors þeirra. Dómur sakadóms Hafnarfjarðar 9. október 1969. "Ár 1969, fimmtudaginn 9. október, var í sakadómi Hafnar- fjarðar, sem haldinn var í dómsal embættisins af fulltrúa bæjar- fógeta, Sigurði Halli Stefánssyni, ásamt meðdómsmönnunum Þorsteini Einarssyni og Árna Sigurðssyni, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 394/1969: Álkæruvaldið gegn Páli Hauki Kristjánssyni. Mál (þetta, sem dómtekið var hinn 1. október s.l, er með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 16. maí 1969, höfðað gegn Páli Hauki Kristjánssyni, Þúfubarði 11 í Hafnarfirði, skip- stjóra á v/s Þorgeiri, GK 73, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á nefndum báti síðdegis mánu- daginn 14. apríl 1969 suður af Reykjanesi á svæði innan fisk- veiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru bannaðar til 30. apríl 1969 samkvæmt 1. tl. 1. gr. auglýsingar sjávarútvegsmálaráðu- neytisins 27. febrúar 1969 um sérstök weiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi, sbr. lög nr. 88/1968 um breytingu á áðurnefndum lögum, og reglugerð nr. 304/1968 um leyfi til tog- veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961 og 29/ 1964 'og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Páll Haukur til að sæta refsingu sam- kvæmt 1. mgr. 4. gr. nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 og 1. mgr. 2. gr. auglýsingar nr. 304/1968, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu sakar- kostnaðar“. 1425 Ákærði er sakhæfur, fæddur í Reykjavík 2. júní 1923, og hefur ekki áður sætt kærum eða refsingum, svo að kunnugt sé, utan það, að honum var með dómi sakadóms Hafnarfjarðar, upp- kveðnum 3. september 1967, gert að greiða kr. 25.000.00 í sekt vegna ólöglegra togveiða innan fiskveiðimarkanna. Hinn 1. des- ember 1968 veitti forseti Íslands ákærða uppgjöf sakar, að því er varðar dóm þennan. Málavextir eru þeir samkvæmt skýrslu Sigurðar Þorkels Árna- sonar, skipherra Grumman Albatross gæzluflugvélar Landhelgis- gæzlunnar No. 141276, dagsettri 15. apríl 1969, að mánudaginn 14. apríl 1969 var gæzluflugvélin á gæzluflugi undan Eldey: „Um kl. 1620 var tekið eftir fiskibáti skammt SA af Eldey. Kl. 1624 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Eldey miðast r/v 315“, fjarlægð 4.9 sjóm. Gefur það stað bátsins um 1.6 sjóm. innan við leyfð fiskveiði- takmörk á þessum slóðum. Kl. 1636 var staðarákvörðunin endurtekin: Eldey miðast r/v 314“, fjarlægð 4.9 sjóm. Gefur það stað bátsins um 1.6 sjóm. innan við leyfð fiskveiði- takmörk á þessum slóðum. Reynt var margsinnis að kalla bátinn upp á blgd. 2311 k.rið og hafa samband við hann, en án árangurs. Skömmu síðar fór flugvélin frá bátnum og hélt til frekari gæzlustarfa, en haft var samband við nærstatt varðskip og það beðið um að svipazt um eftir bátnum og hafa samband við hann. Allan tímann sem gæzluflugvélin var yfir bátnum sást enginn maður á þilfari og engin stefnubreyting var sjáanleg. Allar mælingar voru gerðar af undirrituðum og stýrimanni flugvélarinnar með ratsjá flugvélarinnar, sem er af gerðinni C-970/APS-3113, og seguláttavita. Einnig las aðstoðarflugmaður af ratsjánni. Veður: SV 2—4 vindstig, él“. Gerðar woru tilraunir af hálfu Landhelgisgæzlunnar og bæjar- fógetans Í Hafnarfirði til að v/s Þorgeir yrði kallaður í land, en án árangurs. Að morgni fimmtudagsins 17. apríl kom hann til heimahafnar sinnar, Sandgerðis, og hófust dómpróf í málinu samdægurs. Yfirmenn Landhelgisgæzlunnar, sem í gæzluflugvélinni voru í umrætt sinn, komu í dóm þann dag svo og skipshöfnin á v/s Þorgeiri. Sigurður Þorkell Árnason skipherra staðfesti skýrslu sína. Hann 90 1426 kvaðst hafa séð greinilega nafn bátsins og númer, Þorgeir, GK 73, og kvaðst hann þess algerlega fullviss, að báturinn hefði verið að togveiðum, er flugvélin flaug yfir hann, en það hefði verið nokkrum sinnum. Vír hafi legið strengdur frá fremri gálga hall- andi niður á við til hliðar við brúna í átt að blökkinni. Togvir- arnir hafi síðan legið strengdir frá blökkinni á stjórnborðshlið bátsins og töluverð opning verið á þeim, þar sem þeir lágu Í sjó. Hann kvaðst hafa séð, að engin veiðarfæri voru á þilfari bátsins, hvorki hlerar, varpa né annað, en hins vegar hefði hann ekki tekið eftir, hvort veiðarfæri voru á bátapalli. Hann kvaðst ekki hafa séð neina menn á þilfari bátsins, sem !greinilega hafi togað með stjórnborðsvörpu og haldið í NA-læga stefnu. Til sönnunar því sagði hann enn fremur, að mikið skrúfuvatn hefði komið aftur úr bátnum, svo að ekki hefði dulizt, að hann dró eitthvað bungt. Hann skýrði svo frá, að öll framantalin atriði hefðu sézt í fyrsta aðflugi, en þá hefði ekki verið framkvæmd staðarákvörð- un. Fleiri aðflug hefðu síðan verið gerð til að athuga bátinn og hefði hann þá séð einhver framantalinna atriða í hverju aðflugi. Hann kvað flogið hafa verið í um 200 feta hæð yfir bátinn. Hann kvað mælingar hafa verið framkvæmdar þannig, að tveir af áhöfn flugvélarinnar sögðu til um, er vélin var yfir bátnum, og um leið hafi tveir menn lesið af ratsjá. Sama aðferð hafi verið við- höfð, er ákvörðuð var stefna flugvélarinnar. Benedikt Gunnar Guðmundsson, stýrimaður hjá Landhelgis- gæzlunni, kvaðst hafa séð einkennisstafi bátsis og númer, GK 73, en ekki nafn. Hann kvaðst þess fullviss, að báturinn hefði verið að toga í NA-læga stefnu, er flugvélin flaug yfir hann, en það hefði verið nokkrum sinnum til skoðunar. Hann kvaðst greini- lega hafa séð, að togvírar lágu strengdir frá togblökk í sjó aftur með stjórnborðshlið bátsins og hafi opnun verið greinileg milli víranna, þar sem þeir lágu í sjó. Kvaðst hann hafa fengið flug- stjórann til að fljúga fram með stjórnborðshlið bátsins til að fullvissa sig um, að vírarnir lægju eins og að framan greinir. Skrúfuvatn hefði verið aftur af bátnum þannig, að útilokað væri, að bátinn hefði rekið. Hann kvaðst ekki hafa séð neina menn á bátnum né nein weiðarfæri á þilfari hans, en ekki tekið eftir, hvort veiðarfæri voru á bátapalli. Hann kvað hafa gengið á með éljum, en skyggni gott á milli. Hann kvað staðarákvarðanir hafa verið framkvæmdar þannig, að er flugvélin var yfir bátn- um, hefði flugstjórinn látið þá, sem woru við ratsjána, vita, en það hefðu verið auk hans sjálfs skipherrann í annað skiptið og 1427 aðstoðarflugmaðurinn í hitt. Hann skýrði svo frá, að reynt hefði verið margsinnis að hafa samband við bátinn, en án árangurs, og warðskipið Albert, sem þar var nærri, beðið að halda þeim tilraunum áfram. Björn Jónsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæzlunni, kvaðst hafa tekið þann þátt í staðarákvörðun, að hann hefði sagt til um stefnu flugvélarinnar, um leið og vélin var yfir bátnum. Hann kvaðst þess fullviss, að v/s Þorgeir hefði verið að togveiðum í umrætt sinn. Togvírar hefðu verið samanteknir í blökkinni og legið frá henni strengdir aftur með stjórnborðshlið bátsins. Hann kvaðst ekki hafa séð veiðarfæri á þilfari bátsins, hvorki hlera né annað, og ekki tekið eftir, hvort veiðarfæri voru á bátapalli. Útilokað væri, að bátinn hefði rekið, heldur hefði hann verið á togferð og skrúfuvatnið borið þess vitni, að báturinn var á ferð fyrir afli vélarinnar. Hann skýrði svo frá, að flugvélin hefði flogið yfir bátinn í um 200 feta hæð og skyggni verið allgott til sæmi- legt, en gengið á með smáéljum og sjólag „slampandi“. Hann kvað skipherra hafa margsinnis kallað upp bátinn svo og til Keflavíkur, en án þess að árangur bæri. Páll Halldórsson, flugmaður hjá Landhelgisgæzlunni, aðstoðar- flugmaður gæzluflugvélarinnar í umrætt sinn, kvaðst hafa tekið þátt í staðarákvörðun með því að lesa af ratsjá. Kvaðst hann hafa séð nafn bátsins og númer, Þorgeir, GK 73, en ekki veitt því eftirtekt, hvort hann var að toga, hvort veiðarfæri voru á þilfari bátsins eða hvort togvírar lágu frá honum í sjó. Hann kvað skyggni hafa verið allgott. Framangreind vitni staðfestu vætti sín með eiði. Kærði kom í dóm klukkan 1430. Skýrði hann svo frá, að hann hefði farið á veiðar með v/s Þorgeir, GK 73, klukkan um 0600 mánudaginn 14. apríl og hafið veiðar með botnvörpu klukkan um 1000 um það bil 12 sjómílur suð-suð-vestur til suðvesturs af Eldey. Klukkan um 1300 hefði varpan verið hífð upp, en enginn fiskur verið í henni, enda mjög rifin. Áhöfn bátsins hafi strax farið að bæta vörpuna og lokið því verki um tveimur klukku- stundum síðar, en bátinn rekið á meðan. Kvað hann bátinn hafa verið látinn reka áfram til klukkan um 1700 og hafi vélin verið í gangi, en frákúplað, og hafi bæði vírar og botnvarpa verið uppi á þilfari bátsins. Hann sagði, að honum hefði ekki verið kunnugt um, að aðrir hefðu verið vakandi um borð í bátnum, meðan hann rak, en hann sjálfur, sem verið hafi í brúnni, og 2. vélstjóri, sem var á vakt í vélarrúmi. Hann kvað suðvestan 1428 át hafa verið og él og stefna bátsins að líkindum aust-norð-aust- læg. Hann kvaðst hafa séð til flugvélar yfir bátnum, á meðan á reki hans stóð, en eftir að viðgerð botnvörpunnar lauk, en ekki vitað, að um landhelgisflugvél var að ræða, enda hefði hann ekkert heyrt til áhafnar flugvélarinnar, enda þótt talstöð bátsins hafi verið opin og stillt á bylgjulengd 2311 kílórið. Hann vefengdi ekki, að réttar væru staðarákvarðanir Landhelgisgæzlu- manna og að báturinn hefði þá verið þar, sem hann vissi, að botnvörpuveiðar voru bannaðar. Hins vegar neitaði hann alfarið, að báturinn hefði verið að veiðum. Veiðarfærin hefðu legið óbúlk- uð á Íilfari, hlerarnir milli gálga og borðstokks og togvírarnir ekki lásaðir frá botnvörpunni. Klukkan um 1700 war að sögn ákærða siglt í suðausturátt og vörpunni „kastað“ í sjó um 20 sjómílur norðvestur af Surtsey. Síðan var komið í höfn í Grinda- vík miðvikudaginn 16. apríl og þar unnið að viðgerð botnvörp- unnar, en haldið sama dag á veiðar á Faxaflóa, og vissi ákærði ekki, að hans beið ákæra fyrir fiskveiðibrot, fyrr en hann kom til Sandgerðishafnar að morgni næsta dags. Klukkan 2220 kom ákærði aftur í dóminn. Kvaðst hann þá ekkert geta fullyrt um tímaákvarðanir umræddan das, er hann var staðinn að meintu fiskveiðibroti, en taldi, að lagt hefði verið úr höfn klukkan um 0600—-0700, vörpunni kastað klukkan um 1000 og hún hífð upp klukkan um 1300, þótt hann gæti ekki fullyrt, hversu lengi var togað, og aðspurður, hvort verið gæti, að báturinn hefði enn verið að toga klukkan um 1630, svaraði hann, að hann gæti ekkert fullyrt um tímaákvarðanir. Hann vefengdi ekki, að klukkan hefði verið um 1630, er flugvélin flaug yfir bátinn, en hélt fast við þann framburð sinn, að bátur- inn hefði þá ekki verið að toga, heldur hefði hann rekið. Ákærði kom enn í dóm föstudaginn 18. apríl. Kvað hann þá afla hafa verið mjög lítinn úr togi því, er tekið var mánudaginn 14. apríl, varla meira en 20—-30 fiskar. Vitnið Erlendur Kristjánsson, stýrimaður á v/s Þorgeiri, kom tvisvar í dóminn, í fyrra sinnið klukkan 1645 og hið síðara klukk- an 2150. Hið fyrra sinn skýrði hann svo frá, að haldið hefði verið úr höfn í Sandgerði klukkan um 0600 mánudaginn 14. apríl og siglt um það bil 12—13 sjómílur suð-suð-vestur af Eldey. Þar hafi veiðar verið hafnar og togað í vesturátt, þar til báturinn var um það bil suðvestur af Eldey. Um hádegið hafi varpan verið hífð inn, en hún verið rifin og enginn fiskur í henni, meginhluti 1429 hennar síðan dreginn upp á bátapall, þar sem áhöfnin hafi unnið að viðgerð hennar í eina til tvær klukkustundir, en á meðan hafi bátinn rekið í norðaustur eða aust-norð-austur. Að viðgerð lokinni kvað hann alla hafa farið aftur í borðsal að drekka kaffi, en skömmu síðar hefði hann farið að sofa. Þá hefðu veiðarfærin verið óbúlkuð á þilfari bátsins og bátapalli. Hann hafi síðan vaknað seint um kvöldið, en þá hefði báturinn verið á siglingu á Grindavíkurdýpi á leið suðaustur á 'Selvogsbanka, þar sem veiðar hafi síðan verið hafnar að morgni næsta dags. Er hann kom í dóminn í seinna sinnið, kvaðst hann ekki muna eftir tímasetningum og geti skeikað allt að 3 klukkustundum frá því, er hann bar fyrr. Hann var á stýrisvakt, er togað var í um- rætt sinn, en þó ekki til loka togtímans, heldur hefði ákærði tekið við, allt að klukíkustundu áður en toginu lauk, og hefði þá verið búið að breyta stefnu bátsins til norðausturs. Hann sagðist ekki geta fullyrt, að báturinn hefði ekki enn werið að toga klukkan 1620— 1636 og geti vel verið, að botnvarpan hafi ekki verið hífð upp fyrr en eftir þann tíma. Vitnið vann eið að framburði sínum. Karl Már Einarsson, 2. vélstjóri á v/s Þorgeiri, GK 73, kom í dóminn klukkan 1810 og bar vætti. Hann kvað veiðar hafa verið hafnar um morguninn, en komið í ljós, er botnvarpan var hífð upp eftir eitt tog, að hún var töluvert rifin og sáralítill eða eng- inn fiskur í henni. Varpan hefði síðan verið hífð upp á báta- pall og þar unnið að viðgerð hennar þar til eftir hádegi. Á meðan og nokkurn tíma eftir það hafi bátinn rekið. Hann kvaðst hafa farið á vakt í vélarrúminu óg ákærði verið uppi í brúnni, en stýrimaður, 1. vélstjóri og matsveinn farið að sofa. Hann kvaðst ekki hafa heyrt til flugvélar, enda vélin í gangi, þótt hún væri „frákúpluð“. Klukkan um 1700 hafi síðan verið siglt af stað og vörpunni ekki kastað aftur í sjó fyrr en næstu nótt og þá á Sel- vogsbanka. Klukkan 2120 kom Karl Már aftur í dóminn. Sagðist hann ekki muna, hvort tekin höfðu verið eitt eða tvö tog, er í ljós kom, að botnvarpan hafði rifnað og hún var tekin inn til við- gerðar. Hann skýrði svo frá, að varpan hefði ekki verið í sjó frá því um hádegið á mánudag fram á þriðjudagsnóttina. Enn kom Karl Már í dóminn klukkan 2220. Kvaðst hann þá ekki muna eftir tímaákvörðunum mánudaginn 14. apríl. Hann. vissi ekki, hvenær haldið var úr höfn eða hvenær veiðar voru hafnar, en samkvæmt venju hefði það átt að vera fyrir hádegi. 1430 Hann kvaðst hafa sofið, á meðan togað var, en verið vakinn, nokkru áður en varpan var hífð upp. Hann vissi ekki, hvað tímanum leið, og treysti sér ekki til að fullyrða, að klukkan hefði ekki getað verið orðin nálægt 1700, þá er varpan var tekin inn. Vitnið vann eið að framburði sínum. Svo sem að framan greinir, hefur framburður ákærða og skip- verja hans verið reikull um mikilsverð atriði, einkum um tíma- ákvarðanir allar. Er vætti vitnanna Erlends Kristjánssonar og Karls Más Einarssonar lítt eða ekki til stuðnings staðföstum fram- burði ákærða þess efnis, að hann hafi ekki verið að veiðum, er gæzluflugvél Landhelgisgæzlunnar flaug yfir v/s Þorgeir, GK 73, í umrætt sinn. Dómurinn telur, að í máli þessu beri að leggja til grundvallar eiðfest vætti og staðarákvarðanir löggæzlumann- anna, skipherra, stýrimanns, flugstjóra og flugmanns gæzluflug- vélar Landhelgisgæzlunnar, enda hefur ekkert komið fram í málinu, er geri þær tortryggilegar. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan, telur dómurinn það sannað með eiðföstu vætti og mælingum löggæzlu- mannanna, að ákærði hafi gerzt sekur um fiskveiðibrot með því að hafa verið að botnvörpuveiðum á v/s Þorgeiri, GK 73, síðdegis mánudaginn 14. apríl 1969 suður af Reykjanesi á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, þar sem botnvörpuveiðar voru bann- aðar. Varðar þessi verknaður við þau lagaákvæði, sem talin eru Í ákæru. Samkvæmt þeim refsiákvæðum, sem Íþar eru talin og áður eru rakin, og með tilliti til stærðar bátsins, 137 brúttórúm- lestir, og núverandi gullgildis íslenzkrar krónu, 100 gullkrónur jafngilda 3.992.93 pappírskrónum, ákveðst refsing ákærða kr. 40.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald 20 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Svo sem að framan greinir, hélt ákærði áfram veiðum í um tvo sólarhringa, eftir að hann war staðinn að veiðum hinn 14. apríl 1969. Afli sá, sem þá var eða kann að hafa verið í v/s Þorgeiri, GK 73, var þá ekkki fyrir hendi sérgreindur, er réttar- próf hófust yfir ákærða. Aflanum var landað úr bátnum föstu- daginn 18. apríl. Reyndist hann vera 2.120 kg. af þorski, 250 kg. ýsa og 850 kg. karfi. Var aflinn metinn á kr, 19.334.00. Verður að telja, að skilyrði skorti til að kveða á um upptöku aflans. Veiðarfæri v/s Þorgeirs, GK 73, þar með taldir dragstrengir, skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. 1431 Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Gunnars I. Hafsteinssonar héraðsdómslögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 8.000.00. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Páll Haukur Kristjánsson, greiði kr. 40.000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varðhald í 20 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms |þessa. Veiðarfæri bátsins Þorgeirs, GK 73, þar með taldir drag- strengir, skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Gunnars I. Hafsteinssonar, héraðsdómslögmanns, kr. 8.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 8. desember 1969. Nr. 222/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Hafsteini Má Sigurðssyni (Hafsteinn Baldvinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Ákæra um fiskveiðabrot. Birting stjórnvaldaerinda. Dómur Hæstaréttar. Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn ásamt samdómsmönnunum Angantý Elíassyni skipstjóra og Páli Þorbjörnssyni skip- stjóra. Ákærði er í máli þessu sóttur þeim sökum að hafa hinn 21. marz 1969 á skipi sínu, v/b Hrefnu, VE 500, verið að botnvörpuveiðum á hafsvæði, þar sem botnvörpuveiðar vort 1432 á þeim tíma bannaðar með auglýsingu sjávarútvegsráðherra 27. febrúar 1969 „um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi“, sem sett hafði verið „samkvæmt lög- um nr. 44 5. apríl 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og lögum nr. 62 18. mai 1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með síðari breyting- um, sbr. reglugerð nr. 304 20. desember 1968 um leyfi til togveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlazt þegar gildi ...“. Auglýsing þessi var birt í Lögbirtingablaði 4. marz 1969 og síðan í B-deild Stjórnartíðinda 30. apríl 1969. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnvaldaerinda bar að birta auglýsinguna í B-deild Stjórn- artíðinda, og samkvæmt 7. gr. sömu laga mátti ekki beita ákvæðum hennar, fyrr en það hafði verið gert. Að svo vöxnu máli verður ákærða dæmd sýkna af kröfum ákæruvalds. Allur kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Hafsteinn Már Sigurðsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Hafsteins Baldvinssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 8.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 21. maí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins 30. marz 1969, á hendur Hafsteini Má Sigurðssyni, skipstjóra á vélbátnum Hrefnu, VE 500, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1962 um bann gegn veiðum með botnvörpu, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið að botnvörpu- veiðum á nefndum báti aðfaranótt föstudagsins 21. marz 1969 út af Þorlákshöfn á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins 1433 og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru bannaðar til 30. apríl 1969, samkvæmt 1. tl, 1. gr. auglýsingar sjávarútvegsmálaráðuneytisins 27. febrúar 1969 um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðurlandi, sbr. lög nr. 88/1968 um breyting á áðurnefndum lögum, sbr. reglugerð nr. 304/1968 um leyfi til togveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Ís- lands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961 og 29/1964 og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Hafsteinn Már til að sæta refsingu sam- kvæmt 1. mgr. 4. gr. nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 og 1. mgr. 2. gr. auglýsingar nr. 304/1968, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu sakar- kostnaðar“. Hafsteinn Már Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 18. maí 1940 og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir, öllum í Vest- mannaeyjum: 1957 29/6 Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1966 15/5 Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1967 12/8 Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1967 12/9 Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, undirritaðri af skipherranum á varðskipinu Ægi 21. marz 1969, segir á þessa leið: „Föstudaginn 21. marz tók varðskipið m/b Hrefnu, VE 500, skipstjóri Hafsteinn Sigurðsson, Í. 18. maí 1940, til heimilis að Hásteinsvegi 21, Vestmannaeyjum, að ólöglegum veiðum undan Knarrarósvita. Nánari atvik voru sem hér segir: Föstudaginn 21. marz var varðskipið á eftirlitsferð á Eyrar- bakkabug. Kl. 0026 sást grunsamlegur bátur í raðar, og kl. 0034 var eftirfarandi staðarákvörðun gerð: Knarrarósviti r/v 028, fjarl. 4.4 sjóm. Bátur r/w 117“, fjarl. 2.6 sjóm. Gefur þetta stað bátsins um 4.8 sjóm. inni á friðuðu svæði á þessum slóðum. Kl. 0044 var komið að bátnum, sem reyndist vera Hrefna, VE 500, og var hún að hífa vörpuna. Kl. 0045 war eftirfarandi staðarákvörðun gerð við hlið bátsins: Knarrarósviti r/v 355“. Fjarlægð í næsta land 4.0 sjóm. Þetta sýnir stað bátsins um 4.3 sjóm. inni á friðunarsvæðinu. 1434 Haft var tal af skipstjóra bátsins, og var honum bent á, hvar hann væri. Hann kvað sér ókunnugt um þetta friðunarsvæði og kvað það ástæðuna fyrir veiðum sínum þarna. Honum var tjáð, að skýrsla yrði gerð um málið og það kært til réttra yfir- valda, og sagt að halda til Vestmannaeyja. Mælingarnar voru gerðar af 1., 2. og 3. stýrim. undir umsjá skipherra. Úrklippa úr sjókorti nr. 16, er sýnir stað bátsins, fylgir hér með. Veður: NA 3, sjór 3, léttskýjað“. Skipherrann á varðskipinu Ægi mætti fyrir sakadómi Vest- mannaeyja og kvaðst hafa undirritað skýrsluna og væri innihald hennar rétt. Enn fremur mættu I. stýrimaður, Bjarni O. Helgason, og II. stýrimaður, Kristinn Jóhann Árnason, og kváðu þeir skýrsl- una rétta. Er ákærði mætti fyrir sakadómi, kvaðst hann ekki vefengja staðarákvörðun varðskipsmanna að neinu leyti og viðurkenndi að hafa verið á togveiðum á þeim tíma, er greinir í skýrslunni. Hins vegar kvað hann sér hafa verið algerlega ókunnugt um, að svæðið væri friðlýst þar, sem hann togaði, og væri honum með öllu ókunnugt um auglýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins frá 27. febrúar 1969. Með framburði varðskipsmanna og játningu ákærða er sannað, að ákærði var að togveiðum á m/b Hrefnu, VE 500, í umrætt sinn á svæði, þar sem togveiðar eru bannaðar samkvæmt aug- lýsingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins, birtri í Lögbirtingablað- inu 4. marz 1969. Ekki verður fallizt á, að það leysi ákærða undan refsingu, þótt honum hafi verið ókunnugt um nefnda aug- lýsingu, sem virðist hafa verið birt með lögmætum hætti, og verður því að telja, að hann hafi verið á ólöglegum togveiðum í umrætt sinn og gerzt brotlegur við þau lagaákvæði, sem til- greind eru í ákæru. M/b Hrefna, VE 500, er að stærð 29.46 rúmlestir brúttó. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands um stofngengi krónunnar jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Með tilvísun til bess, er nú hefur verið tekið fram, og sam- kvæmt tilvitnuðum lagaákvæðum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 40.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands, sem ákærða ber að greiða innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. 1435 Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Hrefnu, VE 500, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Hafsteinn Már Sigurðsson, greiði kr. 40.000.00 í sekt í Landhelgissjóð Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Hrefnu eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð. Álkærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 8. desember 1969. Nr. 232/1969. Valdstjórnin gegn Jens Emil Snæbjörnssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 172. gr., 3. tölulið. laga nr. 82/1961 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 9. desember 1969, sem barst dóminum sama dag. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 1436 Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 2. desember 1969. Ár 1969, þriðjudaginn 2. desember, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. 28. Í. ím. var tilkynnt til rannsóknarlögreglunnar, að nóttina á undan hefði verið framið innbrot í Radíóvinnustofu Vilbergs og Þorsteins að Laugavegi 80 hér í borg. Í innibrotinu var stolið ferðaviðtæki, peningum, tékkum, ónotuðu tékkhefti og ógildum íslenzkum peningaseðlum. Í gærdag frétti rannsóknarlögreglan, að Jens Emil Snæbjörns- son, atvinnulaus verkamaður, Hverfisgötu 83 hér í borg, hefði verið með nokkuð af peningum undir höndum, en hann hefur ekkert unnið að undanförnu. Var Jens Emil handtekinn um kl. 1600 í gærdag. Við leit á honum fannst tékkhetti það, er stolið var Í greindu innbroti, svo og ógildir peningaseðlar eins og þeir, er stolið var. Jens Emil neitar greindu innbroti, en kveðst hafa fundið tékk- heftið og seðlana s.l. laugardag í gangi hússins Hverfisgötu 83 og hafi það legið innpakkað í dagblað milli ofns og hillu, sem sé ofan á honum. Athuganir rannsóknarlögreglunnar hafa leitt í ljós, að hillan er föst við ofninn og ekki pláss fyrir tékkheftið og seðlana þar á milli. Rannsókn málsins að öðru leyti er á frumstigi. Þykir því nauð- syn til bera með tilvísun til 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961 að úr- skurða kærða í gæzluvarðhald, en samkvæmt XXKVI. kafla al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 getur brot það, sem hann er grunaður um, varðað fangelsisrefsingu. Ákveðst gæzluvarðhaldstíminn allt að 40 dögum. Ályktarorð: Jens Emil Snæbjörnsson skal sæta gæzluvarðhaldi í allt að 40 dögum. ' 1437 Miðvikudaginn 10. desember 1969. Nr. 183/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Óla Anton Bieltvedt (Þorvaldur Lúðvíksson íhrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Fjárdráttur. Tékkamisferli. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn ber að staðfesta með skirskotun til for- sendna hans, sbr. og 60., 77. og 78. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 9.000.00, og laun verjanda sins, kr. 9.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Óli Anton Bieltvedt, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 9.000.00, og laun verjanda sins, Þorvalds Lúðvíkssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 9.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 16. maí 1969. Ár 1969, föstudaginn 16. maí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörnssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 203/1969: Ákæru- valdið gegn Óla Antoni Bieltvedt, sem tekið var til dóms 30. f. m. Með ákæru, dags. 11. marz s.l., var opinbert mál höfðað gegn Óla Antoni Bieltvedt framkvæmdastjóra, Fellsmúla 9 hér í borg, fæddum 6. október 1942 í Alvdag í Noregi, „fyrir fjárdrátt með því að standa Gjaldheimtunni í Reykjavík ekki skil á og þannig 1438 draga sér íkr. 37.924.00, sem hann hélt eftir til greiðslu opinberra gjalda af kaupi Hákonar Steindórssonar, Fellsmúla 9, starfsmanns fyrirtækisins Óla A. Bieltvedts ér Co., sem ákærði er framkvæmda- stjóri fyrir, samkvæmt 29 kvittunum frá árunum 1967 og 1968 (10 kvittunum 1967, kr. 19.000.00, og 19 kvittunum 1968, kr. 18.924.00). Telst þetta varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar“. Með ákæru, dags. 19. marz s.l. var annað opinbert mál höfðað gegn ákærða, Óla Antoni Bieltvedt, „fyrir tékkamisferli, framið í Reykjavík á árunum 1967 og 1968, með því að gefa út f. h. Óla A. Bieltvedts ár Co. h/f, iðnaðar- og verzlunarfélag, eftirtalda tékka og nota þá í wiðskiptum, svo sem rakið verður, án þess innstæða væri fyrir þeim: I. Tékki á hlaupareikning nr. 2878 í Búnaðarbanka Íslands: 1. U. Nr. 94646, kr. 20.526.00, til Guðmundar Ingva Sigurðs- sonar, dagsettur 10. ágúst 1967. Tékki þessi var afhentur 13. júlí 1967 sem greiðsla skuldar við Svein Egilsson h/f, Reykjavík, Þegar að því var komið að bjóða upp skrifstofuvélar ákærða, sem fjárnám hafði verið gert í til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Hlaupareikningnum var lokað 2. ágúst 1967. II. Tékkar á ávísanareikninga nr. 41750 og 4175 í Samvinnubank- anum: 1. N. Nr. 43186, kr. 16.798.13, til Olíuverzlunar Íslands h/f, dagsettur 1. maí 1968. Greiðsla skuldar við fyrirtækið. 2. N. Nr. 45947, kr. 10.871.25, til Sæla Café, dagsettur 10. maí 1968. Greiðsla skuldar við fyrirtækið. 3. N. Nr. 47591, kr. 10.000.00, til Trésmiðjunnar Víðis, dag- settur 17. apríl 1968. Ákærði fékk 10.000.00 króna lán hjá fyrir- tækinu og afhenti við móttöku lánsfjárins tékka þennan, sem dag- settur var nokkra daga fram í tímann. Framanskráðir wverknaðir í liðum I og II þykja varða við 261. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, skaðabótagreiðslu og til greiðslu sakarkostnaðar“. 1439 Mál þessi hafa verið sameinuð og rekin sem eitt mál. Málavextir. A. Ákærði stýrir fyrirtækinu Óla A. Bieltvedt ér Co. h/f. Hefur það með höndum framleiðslu á útveggjum, hurðum. og sluggum úr aluminíum. Hjá fyrirtækinu starfaði maður að nafni Hákon Steindórsson. Ákærði dró reglulega hluta af kaupi hans til lúkningar á opin- berum gjöldum. Hinn 23. desember f, á. kærði Gjaldheimtan í Reykjavík yfir því, að Hákon hefði þar sýnt kvittanir fyrir samtals kr. 37.924.00, sem ákærði hefði dregið af honum, en fénu hafði ekki verið skilað til Gjaldheimtunnar. Fylgdu kærunni ljósrit af kvittunum Hákonar, og segja þær, að Hákon Steindórsson hafi greitt opin- ber gjöld samkvæmi gjaldheimtuseðli, svo sem hér segir: 1. september 1967 .. .. .. 2.000.00 15. september 1967 .. .. .. 1.000.00 22. september 1967 .. .. .. 2.000.00 29. september 1967 .. .. .. 2.000.00 6. október 1967 .. .. .. .. 2.000.00 13. október 1967 .. .. .. .. 2.000.00 3. nóvember 1967 „. .. .. 2.000.00 10. nóvember 1967 .. „. .. 2.000.00 17. nóvember 1967 .. .. .. 2.000.00 24. nóvember 1967 .. .. .. 2.000.00 2. desember 1967 .. .. .. 1.200.00 9. desember 1967 .. .. .. 1.200.00 16. febrúar 1968 .. .. .. .. 1.000.00 23. febrúar 1968 .. .. .. .. 1.000.00 1. marz 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 8. marz 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 29. marz 1968 .. .. .. .. .. 500.00 5. apríl 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 16. apríl 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 28. apríl 1968 „. .. .. .. .. 1.200.00 3. maí 1968 ,„. .. .. .. .. 824.00 10. maí 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 17. maí 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 24. maí 1968 .. .. .. .. .. 1.000.00 31. maí 1968 .. .. .. .. „. 1.000.00 1440 21. júní 1968 .. .. .. .. 2. 1.000.00 25. júní 1968 .. .. .. .. -- 1.000.00 S.d... 2. 2... 2. 2. 2. 1.000.00 28. júní 1968 .. .. .. .. -- 1.000.00 Samtals nemur fjárhæð þessara kvittana kr. 37.924.00, svo sem segir í ákæru. Ákærði skýrði svo frá í lögreglurannsókn 7. janúar s.l., að hann kannaðist við, að hann hefði gefið út kvittanirnar og að hann hefði ekki staðið skil á fé því, er hann hafði kvittað fyrir wiðtöku á. Hann kannaðist wið, að Gjaldheimtan hefði með bréfi 10. desember 1968 krafið hann um skil, en hann kvaðst ekki hafa haft tök á að greiða þá. Lofaði ákærði jafnframt að greiða Gjald- heimtunni hið bráðasta. Það dróst (þó, þar til rekstur máls þessa var hafinn, en hinn 21. marz s.l. greiddi ákærði Gjaldheimtunni fjárhæðina, íkr. 37.924.00. Ákærði segir, að þegar umræddar kvittanir hafi verið gefnar út, hafi raunverulega ekkert fé verið fyrir hendi til þess að leggja til hliðar og fjárhagsörðugleikar fyrirtækisins hafi valdið því, að skil voru ekki gerð, fyrr en raun varð á. B. Fyrirtæki ákærða hafði ávísanareikning nr. 4175 í Sam- vinnubankanum og hlaupareikning 2878 í Búnaðarbanka Íslands. Hinn 13. júlí 1967 greiddi ákærði Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni kröfu Sveins Egilssonar h/f með tékka á hlaupareikning 2878 að fjárhæð kr. 20.526.00. Hafði verið feng- inn dómur fyrir þessari kröfu, og var komið að uppboði. Tékkinn var dagsettur 10. ágúst 1967 með vitund viðtakanda, sem var þannig ljóst, að innstæða var ekki fyrir tékkanum við afhend- ingu. Var gert ráð fyrir því, að innstæða yrði fyrir tékkanum á hinum tilgreinda útgáfudegi, 10. ágúst. Þetta brást þó, og skorti innstæðu 10. ágúst, er tékkinn var sýndur í greiðslubankanum. Ákærði greiddi 26. september kr. 5.000.00 af kröfu þessari. Eftir að mál þetta hófst, eða hinn 11. apríl s.l., greiddi ákærði Guðmundi Ingva Sigurðssyni kröfuna að fullu ásamt vanskila- vöxtum, og hefur Guðmundur fallið frá kröfu, er hann hafði gert í máli þessu. Með tékka, dagsettum 1. maí 1968, greiddi ákærði Olíuverzlun Íslands h/f skuld vegna kaupa á olíu. Telur ákærði, að greiðslan hafi farið fram, ca. mánuði fyrr en dagsetning segir, og hafi við- takanda verið ljóst, að tékkanum var þannig hagað, enda telur ákærði, að innheimtumaðurinn hafi ekki átt að láta tékkann frá 1441 sér án samráðs við ákærða. Samkvæmt upplýsingum frá Olíu- verzlun Íslands h/f mun það rétt, að við tékkanum hafi verið tekið fyrr en dagsetning segir til um. Tékkinn var lagður inn í viðskiptabanka Olíuverzlunarinnar 2. maí 1968, en innstæða reyndist ekki í greiðslubankanum. Samkvæmt bréfi Olíuverzlunar Íslands h/f, dags. 15. apríl s.l., hefur ákærði greitt tékkann að fullu ásamt dráttarvöxtum, og er fallið frá kröfu, sem áður hafði verið höfð uppi í máli þessu. Í apríl 1968 lánaði Guðmundur Lúðvík Þorsteinn Guðmunds- son, werzlunarstjóri hjá Trésmiðjunni Víði h/f, ákærða kr. 10.000.00.' Lét ákærði Guðmund Lúðvík Þorstein hafa á móti tékka á reikning 4175 að fjárhæð kr. 10.000.00, dagsettan 17. apríl 1968, þ. e. nokkra daga fram í tímann. Gerði ákærði ráð fyrir, að innstæða yrði fyrir tékkanum á hinum tilgreinda útgáfudegi. Tékkinn, sem gefinn var út til Trésmiðjunnar Víðis, var sýndur í greiðslubankanum 20. apríl, og brast þá innstæðu. Ákærði hafði nokkur reikningsviðskipti við veitingahúsið Sæla Café hér í borg. Segir hann, að hér hafi dvalizt á sínum vegum þýzkur tæknifræðingur og hafi hann matazt í veitingahúsinu á reikning ákærða og fleiri starfsmenn hans hafi þar fengið skrif- aðar veitingar. Í apríl 1968 greiddi ákærði veitingahúsinu skuld með tékka á reikning 4175 að fjárhæð kr. 10.871.25, og var tékk- inn dagsettur nokkuð fram í tímann, eða hinn 10. maí 1968. Tékkinn var sýndur í greiðslubankanum 15. maí, og skorti þá innstæðu. Ákærði segist hafa tekið fram, að viðtakandi mætti ekki láta frá sér tékkann án þess að hafa fyrst samráð við hann. Olga Stefánsdóttir, sem við tékkanum tók, segir, að sér hafi skilizt, að tékkann mætti láta frá sér, er komið væri að skráðum útgáfudegi, nema ákærði hefði áður óskað eftir öðru, en það hafi hann ekki gert. Ákærði hefur fært sönnur á, að hann hefur greitt tékka Tré- smiðjunnar Víðis og Sæla Café. Niðurstöður. Með því að standa Gjaldheimtunni ekki skil á fé því, er hann hafði kvittað fyrir móttöku á, til lúkningar opinberum gjöldum Hákonar Steindórssonar hefur ákærði brotið gegn 247. gr. alm. hegningarlaga. Með notkun tékka þeirra, sem ákæra 19. marz lýtur að, hefur ákærði brotið gegn 261. gr. alm. hegningarlaga. Ákærði var 22. maí 1968 dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tékkasvik og aðra misnotkun innstæðulausra tékka 91 1442 (brot gegn 248. og 261. gr. hegningarlaga). Áður (1967) hafði hann sætzt á greiðslu 32.000 kr. sektar fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga. Brot þau gegn 261. gr. hegningarlaga, sem nú er dæmt um, eru framin, áður en síðasti refsidómur ákærða er uppkveðinn. Sama er að segja um mikinn hluta fjárdráttarbrotsins, þar sem 23 af kvittunum þeim, sem ákærði gaf Hákoni, eru gefnar út fyrir 22. maí 1968. Hins vegar eru 6 af kvittununum gefnar út eftir þann tíma, að fjárhæð samtals 6.000 kr. Verður því að telja, að ákærði hafi rofið skilorð dómsins frá 22. maí 1968. Ber nú að dæma honum í einu lagi refsingu fyrir brot þau, sem (greind eru í þeim dómi, og íþau, sem hann er nú ákærður fyrir. Þykir sú refsing hæfilega ákveðin fangelsi 5 mánuði. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Svans Þórs Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns, kr. 3.000.00. Dómsorð: Ákærði, Óli Anton Bieltvedt, sæti fangelsi 5 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Svans Þórs Vilhjálms- sonar, kr. 3.000.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 1443 Mánudaginn 15. desember 1969. Nr. 194/1968. Kristján Ásgeirsson Ásgeir Kristjánsson og Þormóður Kristjánsson (Ingi R. Helgason hrl.) gegn Fiskiðjusamlagi Húsavíkur h/f (Guðmundur Skaftason hrl). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónaton Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Hlutafélag. Uppbætur á fiskverð. Dómur Hæstaréttar. Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti og samdómendurnir Bjarni Jóhannesson og Tómas Steingrímsson hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæsta- réttar með stefnu 30. október 1968 og krafizt þess aðallega, að stefnda verði dæmt að greiða þeim kr. 79.700.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1966 til 1. janúar 1967 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, en fil vara, að Hæstiréttur ljúki dómsorði upp um réttmæti krafna þeirra, þótt fullnustuskylda stefnda sé enn eigi talin fyrir hendi. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt málskostnað fyrir Hæstarétti. Það er sammæli málsaðilja, að stefndi hafi greitt áfrýj- endum þann innlagða fisk, sem um er fjallað í málinu, sam- kvæmt verðákvæðum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sbr. 5. gr. 1. tl., og 10. gr. laga nr. 97/1961. Áfrýjandi Kristján Ásgeirsson var ekki hluthafi í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur h/f árið 1964, en er það nú. Stefndi hefur eigi lofað honum hærra verði en Verðlagsráð sjávar- 1444 útvegsins ákvað fyrir fisk þann, er hann lagði inn til stefnda árið 1964, og eigi getur áfrýjandi Kristján reist rétt til hærra verðs á innri reglum stefnda, þeim er greinir í 26. gr. sam- þykkta stefnda. Áfrýjendur Ásgeir Kristjánsson og Þormóður Kristjáns- son voru hluthafar í hinu stefnda hlutafélagi 1964 og eru það enn. „Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur h/f fyrir árið 1964“ var haldinn 14. desember 1965. Segir í fundar- gerð: „Var þá gengið til dagskrár og tekið fyrir: Skýrsla félagsstjórnar og framkvæmdastjóra: Vernharður Bjarna- son gerði grein fyrir helztu atriðum varðandi rekstur félags- ins á árinu 1964. Undir þessum lið las Vernharður ársreikn- inga fyrirtækisins fyrir árið 1964. Höfðu reikningarnir verið fjölritaðir og þeim úthlutað. Gerði Vernharður Bjarnason grein fyrir ýmsum einstökum liðum reikninganna. Jafnframt fjallaði hann nokkuð um fiskverkun hjá fyrirtækinu og fiskverkunartæki í því sam- bandi. Að loknu máli Vernharðs lagði fundarstjóri fram svohljóð- andi tillögu félagsstjórnar: A. Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur h/f samþykkir að leggja af tekjum ársins 1964 kr. 444.769.21 í vara- sjóð. B. Samþykkir að greiða fyrir árið 1964 hluthöfum 8% arð af hlutafé. C. Samþykkir samkv. clið 26. greinar félagssamþykkt- anna að greiða innleggjanda fisks á árinu 1964, sem búsettur er á Húsavík og lagt hefur inn fyrir kr. 1.000.00 og meira, uppbót, 8% af innleggi, alls kr. 1.031.239.33. Jafnframt leggur fundurinn til, að helmingur uppbót- anna verði greiddur í desember 1965 og hinn síðari eftir ákvörðun stjórnarinnar, svo sem c-liður 26. grein- ar kveður á um. Þá samþykkir fundurinn að greiða vexti af uppbótum frá og með 1. janúar 1965. Helgi Kristjánsson gerir fyrirvara við cdlið. Að loknum lestri reikninga og framkominni framanskráðri 1445 tillögu hófust umræður um reikningana. Ofanskráð tillaga borin undir atkvæði og samþykkt með 3.700 atkv. Þá voru ársreikningarnir bornir undir atkvæði og sam- þykktir með 3710 atkv.“. Þar sem af hendi áfrýjenda Ásgeirs Kristjánssonar og Þormóðs Kristjánssonar voru eigi á aðalfundinum 14. des- ember 1965 höfð uppi andmæli gegn ársreikningum stefnda fyrir árið 1964 og arðsráðstöfun fyrir það ár, er þeim fyrir- munað að vefengja téða ársreikninga og arðsráðstöfun í máli þessu, sem eigi var höfðað fyrr en með stefnu 2. júní 1967. Ber því þegar af nefndum ástæðum að staðfesta héraðs- dóminn. Rétt er, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Akureyrar 31. júlí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 4. þ. m., hafa Kristján Ásgeirsson útgerðarmaður, Álfhólsvegi 1, Húsavík, Ásgeir Kristjánsson sjó- maður, Mararbraut 17, Húsavík, og Þormóður Kristjánsson sjó- maður, Túngötu 6, Húsavík, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Akureyrar með stefnu, útgefinni 2. janúar (1967, gegn stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur h/f, Húsavík, f. h. félagsins til greiðslu verðuppbótar á fisk, er stefnendur lögðu inn í fiskiðjuver stefnda á árinu 1964, að upphæð kr. 101.450.00 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til 31. desember s. á., en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Við skriflegan flutning málsins breyttu stefnendur kröfum sínum þannig, að þeir krefjast nú, að stefndi greiði þeim kr. 79.700.00 með 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1965 til 31. desember s. á., en 7% ársvöxtum frá þeim degi til (greiðsludass. Til vara er þess nú krafizt, að dómurinn veiti viðurkenningu um aðalkröfu stefnenda, ef fullnustuskylda telst enn eigi komin, sbr. 69. gr. laga nr. 85/1936, 2. mgr. if. Í báðum tilfellum er krafizt málskostnaðar. 1446 Mál þetta var upphaflega höfðað fyrir bæjarþingi Akureyrar, en síðar, eða 12. marz s.l., hafið, en samdægurs þingfest í sjó- og verzlunardómi Akureyrar. Stefndi gerir þær kröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður eftir mati réttarins. Með samningi, dags. 19. júlí 1947, stofnuðu nokkrir aðiljar á Húsavík félag um byggingu og rekstur hraðfrystihúss, og var það nefnt Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Samlagið skyldi fyrst og fremst vinna og verka sjávarafla samlagsfélaga, en því var heimilt að taka til vinnslu og kaupa afla af öðrum. Í 1, gr. samþykkta Fisk- iðjusamlags Húsavíkur segir, að það sé félag, sem starfi á sam- vinnugrundvelli. Tekjuafgangi af viðskiptum samlagsfélaga skyldi skipt milli þeirra í réttu hlutfalli við viðskiptamagn hvers og eins það ár, sem um ræðir, en áður en skiptin kæmu til, skyldi fara fram hæfileg afskrift eigna samlagsins. Enn fremur skyldi greiða: 1. Í varasjóð 1% af söluverði framleiðsluvara. 2. Vexti af stofnfjárframlögum, allt að 5%. 3. Í stofnsjóð handa hverjum samlagsfélaga til sjálfseignar 1% af innlaggsandvirði hans. Samvinnufélag þetta starfaði fram til ársins 1958, en var þá lagt niður, og samnefnt hlutafélag tók við rekstri þess, eignum og skuldum. Í stofnsamningi hlutafélagsins segir, að tilgangur þess sé að annast vinnslu, verkun og sölu sjávarafurða eða ann- arra afurða, eftir því sam stjórn félagsins eða hluthafafundur ákveður. Hvergi er í stofnsamningi minnzt á uppbætur til fisk- innleggjenda. Samkvæmt 3. gr. samþykkta þess skal það strax við móttöku hráefnis greiða innleggjendum venjulegt gangverð fyrir afurðirnar, en síðar einnig unpbætur, „ef fjárhagur fé- lagsins leyfir“, og er vísað til 26. gr. samþykktanna, en þar segir: „Hreinum arði eftir ársreikningum, að frádreginni þeirri upp- hæð, sem stjórnin ákveður til fyrningar af bókuðu eignaverði félagsins, skal skipt þannig: a) Aðalfundur ákveður, hversu mikið skuli leggja í endur- nýjunar- og varasjóð. b)} Aðalfundur ákveður, hversu miklu fé skuli útbýtt til hlut- hafa. Úthlutaður arður má þó ekki fara fram úr 8%. c) Því, sem eftir verður, skal úthluta til þeirra, sem lagt hafa inn hráefni hjá félaginu á reikningsárinu, í réttu hlutfalli við magn og tegund innleggsins. Heimilt er þó stjórn félagsins að ákveða, að slíkar uppbætur skuli standa inni hjá félaginu í allt 1447 að 5 ár, á vöxtum, jafnháum þeim, sem Landsbanki Íslands greiðir á hverjum tíma af almennum sparisjóðsinnstæðum. Arð af hlutafé skal greiða, þegar er hann hefur verið ákveðinn á aðalfundi. Stjórnin skal leggja fyrir aðalfund tillögur um skipt- ingu ársarðsins“. Á aðalfundi hlutafélagsins fyrir árið 1964 var eftirfarandi ályktun samþykkt: „A. Aðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur h.f. samþykkir að leggja af tekjum ársins 1964 kr. 444.769.21 í varasjóð. B. Samþykíkir að greiða fyrir árið 1964 hluthöfum 8% arð af hlutafé. C. Samþykkir samkv. c-iið 26. greinar félagssamþykktanna að greiða innleggjanda fisks á árinu 1964, sem búsettur er á Húsa- vík og lagt hefur inn fyrir kr. 1.000.00 og meira, uppbót 8% af innleggi, alls kr. 1.031.239.33. Jafnframt leggur fundurinn til, að helmingur uppbótanna verði greiddur í desember 1965 og hinn síðari eftir ákvörðun stjórnarinnar, svo sem c-liður 26. greinar kveður á um. Þá sambykkir fundurinn að greiða vexti af uppbótum frá og með 1. janúar 1965“. Þegar þessi upphæð, kr. 1.031.239.33, hefur á ársreikningi 1964 verið færð til skulda við fiskinnleggjendur, er hagnaður á árinu talinn kr. 737.611.95. Þegar bætt hefur verið við hagnaði af sölu fiskreita, er félagið átti, og enn fremur skuld, sem hafði greiðzt, en hafði áður verið afskrifuð sem töpuð, og loks dregið frá tap á árinu 1963, og reyndist þá tekjuafgangur kr. 444.769.21, og var sú upphæð lögð í vara- og endurnýjunarsjóð. Samkvæmt reikningum ársins 1964 eru birgðir afurða í árslok 1963 bók- færðar á kr. 5.781.224.61, en samkvæmt reikningum félagsins fyrir árið 1965 reyndist söluverð þeirra kr. 6.979.756.30. Meðal þeirra, sem á árinu 1964 lögðu upp fisk í fiskiðjuver stefnda, voru stefnendur, en þeir áttu og ráku sameiginlega vél- bátinn Grím, ÞH 25. Fengu þeir greiddan hluta af ofannefndum fiskuppbótum, eða kr. 87.110.53 samkvæmt yfirlýsingu stefnenda, en telja, að þeir hafi ekki fengið allar þær uppbætur, sem þeim hafi borið. Stefnendur segja, að þegar samvinnufélagið var lagt niður og hlutafélagið stofnað, hafi þess verið krafizt af fiskinn- leggjendum, að ákvæðin úr lögum samvinnufélagsins um upp- bætur á innlagðan fisk yrðu látin gilda áfram, þótt breytt væri um félagsform. Hafi verið fallizt á þetta af aðaleigendum hluta- fjár í hlutafélaginu, og telja þeir uppbótarákvæði 26. gr. sam- þykktanna fela í sér loforð til innleggjenda um uppbætur á inn- 1448 lagðan fisk, Þeir telja og fundarsamþykkt þá, er að framan greinir, ekki í samræmi við ákvæði 26. gr. samþykkta félagsins og ekki bindandi gagnvart innleggjendum. Í greinargerð sinni segja þeir, að frá hagnaði ársins 1964 eigi aðeins að draga vara- sjóðsframlagið, kr. 444.769.21, og arð til hluthafa, kr. 35.424.00, og sé því óráðstafað kr. 257.418.74, sem beri samkvæmt sam- þykktum félagsins að skipta milli fiskinnleggjenda. Síðar, eða við skriflegan flutning málsins, var því lýst yfir af hálfu stefn- enda, að þeir féllu frá hlutdeild í þessari upphæð, og byggist lækkun stefnukröfunnar úr kr. 101.450.00 í kr. 79.700.00 á því. Birgðir afurða í árslok 1964 voru bókfærðar á kr. 5.781.224.61, en seldust síðar á kr. 6.979.756.30, eða á kr. 1.198.531.69 umfram matsverð. Telja stefnendur þessa upphæð að frádregnum sér- kostnaði við þessar birgðir, kr. 90.612.40, stafa beinlínis af fiski innlögðum á árinu 1964 og eigi þessar duldu tekjur, kr. 1.107.919.29, samkvæmt lögum félagsins að skiptast milli inn- leggjenda. Samhliða því að krefja þenna tekjuafgang segja stefn- endur sig nú (við skriflegan flutning málsins) hafna þeim tekj- um ársins 1964, sem stafi af umframverði birgða 1963, en þetta nemi kr. 690.369.51, til frádráttar sé sérkostnaður kr. 190.050.73. Þannig færist kr. 500.345.78 yfir á árið 1963 sem tekjur og sé ekki lengur raunhæft að tala um tap á því ári, heldur hagnað, kr. 164.338.80, en samkvæmt ársreikningi 1964 var tap á árinu 1963 talið kr. 336.006.98. Standa því eftir sem óráðstafaður tekjuafgangur kr. 1.107.919.29 = 164.338.80, eða kr. 943.580.49. Af úthlutuðum uppbótum 1964, kr. 1.031.239.33, hafi þeir fengið í sinn hlut kr. 87.110.53 og beri þeim að fá af hinum óráðstafaða tekjuafgangi kr. 79.700.00 miðað við sama skiptahlutfall. Stefn- endur benda á, að samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins hljóti að eiga að gera hvert ár upp gagnvart innleggjendum miðað við endanlegt verð afurða þess árs og þótt ekki liggi fyrir í árslok nákvæmar upplýsingar um afurðaverð, beri að færa umframverð birgða sem ógreiddar uppbætur á næsta árs reikn- ingum. Enn fremur, að stefndi hafi ekki keypt afurðirnar af þeim á tilteknu verði, heldur unnið þær og selt fyrir íþá. Telja stefnendur þessa starfsemi stefnda nánast umboðsmennsku. Varakröfu sína styðja stefnendur þeim rökum, að samkvæmt 26. gr. samþykkta félagsins hafi það rétt til að halda uppbótum innleggjenda í allt að 5 árum. Sé því umdeilanlegt, hvort full- nægjuskylda teljist komin, fyrr en 5 árum eftir að uppbætur eru 1449 ákveðnar eða 5 árum eftir lok starfsársins 1964. Hins vegar sé nauðsynlegt að fá viðurkenningardóm fyrir skuldinni. Til stuðnings sýknukröfu sinni bendir stefndi á, að samkvæmt 23. gr. samþykkta hlutafélagsins sé starfsár þess og reikningsár almanaksárið og sé eins ótvírætt og verða má, að tekjur og gjöld þess skuli gera upp við hver áramót fyrir næstliðið ár, þar með að meta til verðs birgðir afurða. Sé birgðamatið því óhjákvæmi- legur liður í reikningsskilunum. Að sjálfsögðu beri að bókfæra á tekjureikninga félagsins allar þær tekjur, sem til hafa fallið á árinu, og engu að síður, þótt þær stafi af framleiðslu fyrra reikningsárs eða ára. Ráðagerðir stefnenda um að bókfæra ekki sem tekjur hjá félaginu söluandvirði birgða í ársbyrjun eða það, sem þær kunna að seljast yfir bókfærðu verði, hafi ekki við rök að styðjast og væri sá háttur óheimill bæði samkvæmt sam- þykktum félagsins og að lögum. Stefndi bendir á, að wörubirgðir þær, sem til voru í árslok 1964, hafi verið metnar á því verði, sem venjulegt sé um þessa vöru, og hafi skattayfirvöld aldrei gert athugasemd við það mat, og hefur lagt fram vottorð skattstjóra þar um. Framleiðsla fyrir- tækisins sé flutt á erlendan markað, þar sem hún sé háð tíðum og verulegum verðsveiflum. Leiði þetta til þess, að sérstakrar varúðar verði að gæta wið mat á slíkum birgðum. Þá sé á það að líta, að á söluárinu komi einnig til gjalda töluverður kostn- aður vegna birgðanna, sem beri að hafa í huga við birgðamatið, t. d. útskipunarkostnaður, geymslu- og vaxtakostnaður. Þá beri og að taka tillit til hlutdeildar í sameiginlegum óskiptilegum kostnaði svo og því, að þegar ákvörðun um úthlutun uppbóta og ráðstöfun ársarðsins 1964 (sé tekin, verði sérstaklega að hafa í huga, að hvergi nærri öll gjöld, er tilheyra raunverulega reikn- ingsárinu, hafi komið fram, t. d. aðstöðugjald, útsvar, tryggingar- gjöld o. fl. Stefndi mótmælir því, að uppbótarákvæðin í 26. gr. samþykkta félagsins feli í sér loforð stefnda um greiðslu uppbóta á innlagðan fisk né heldur að af hálfu stefnda hafi verið gefið skuldbindandi loforð í þessa átt. Sé það undir ákvörðun aðalfundar komið, hvort þessar uppbætur skuli greiddar og upphæð þeirra, ef ákveðið sé að greiða þær. Í þessu sambandi bendir hann á það, að uppbótar á keyptan fisk sé ekki getið í stofnsamningi félagsins, og í 3. gr. samþykkta þess segir, að þær skuli greiddar, ef fjár- hagur félagsins leyfi það. Mat á slíku heyri undir aðalfund einan, 1450 enda ráði hann, hve mikið fé skuli lagt í vara- og endurnýjunar- sjóð, og sé þannig raunverulega falin ráðstöfun ársarðsins eftir ársreikningum, eins og þeir eru samþykktir hverju sinni. Þeirri staðhæfingu stefnenda, að félagið hafi ekki keypt fisk- inn af þeim, heldur unnið hann fyrir þá, hefur stefndi mótmælt. Komið hefur fram í málinu, að á árinu 1965 varð nokkur hagnaður á rekstri hraðfrystihúss félagsins, væntanlega að nokkru eða öllu leyti vegna þess, að vörubirgðir í árslok 1964 seldust á allmiklu hærra verði en nam matsvirði vörubirgðanna. Upplýst er, að hluta þessa hagnaðar var varið til greiðslu uppbóta á hrá- efni lagt inn á árinu 1965. Hlutdeild stefnenda í hagnaði þessum er talin hafa numið kr. 59.404.29. Eins og að framan er rakið, halda stefnendur því fram, að stefndi hafi ekki keypt fiskinn af þeim, heldur unnið hann og selt fyrir þá. Gögn málsins benda ekki til þess, að svo hafi verið, og hafa stefnendur engin rök fært til stuðnings þessari staðhæf- ingu sinni, nema síður sé, þar sem þeir telja, að lágmarksverð til þeirra frá stefnda hafi verið háð ákvæðum laga nr. 97/1961 um Verðlagsráð sjávarútvegsins, en lög bessi varða fyrst og fremst wiðskipti fiskseljenda og fiskkaupenda, en ekki fiskselj- enda og umboðsmanna þeirra. Í samþykktum hlutafélagsins er það skýrt fram tekið, að starfsár þess og reikningsár sé almanaksárið og að stjórn þess skuli árlega semja reikning yfir tekjur og gjöld þess svo og efnahagsreikning. Slíkt er ekki unnnt, nema meta til verðs birgðir afurða í árslok, bæði fiskbirgðir í geymslum svo og vörur, sem afhentar hafa verið til sölumeðferðar, en endanlegt verð ekki komið á. Þetta gerði stjórn félagsins við gerð árs- reikninga fyrir árið 1964, svo sem henni bar að gera, en fisk- innleggjendur höfðu engin afskipti af framkvæmd þess, enda hvergi tryggður réttur til þess, hvorki í stofnsamningi né sam- þykktum félagsins né með öðrum hætti. Ekki hefur komið annað fram en að birgðamatið hafi verið Í samræmi við reglur þær, sem tíðkast hafa um mat á sjávarafurðum, skattayfirvöld gerðu enga athugasemd við það, og aðalfundur í félaginu samþykkti það, um leið og hann samþykkti reikninga ársins 1964. Verður ekki annað séð en að um gerð ársreikninga skuli farið eftir al- mennum uppgjörsvenjum og að svo hafi verið gert. Samkvæmt 26. gr. samþykkta hlutafélagsins skal aðalfundur skipta tekjuafgangi „eftir ársreikningum“ á þann hátt, sem þar 1451 er greint frá, og lítur dómurinn svo á, að þar sé átt við hagnað eftir ársreikningum, eins og aðalfundur samþykkir þá. Í stofnsamningi hlutafélagsins er ekkert á það minnzt, hvernig hagnaði skuli varið. Það er aftur á móti gert í 26. gr. og 3. gr. samþykkta þess, eins og að framan er rakið. Aðalfundur í félaig- inu ræður samkvæmt ákvæðum þessum, hve mikinn hluta hagn- aðar skuli láta ganga í endurnýjunarsjóð og varasjóð, og eru engin takmörk sett þar um, og verður því aðeins um að ræða greiðslu uppbóta, að aðalfundur ákveði að skilja einhvern hluta hagnaðar eftir í þeim tilgangi. Hefur aðalfundur því einhliða ákvörðunarrétt um það, hvort „fjárhagur félagsins leyfi“ (sbr. 3. gr.), að einhver hluti hagnaðar samkvæmt ársreikningur skuli skilinn eftir og varið til greiðslu uppbóta á hráefni. Telur dómurinn því ákvæði C-liðar 26. gr. samþykkta Fiskiðjusamlags Húsavíkur h/f ekki fela í sér skuldbindandi loforð um greiðslu uppbóta á hráefni. Ekki hefur heldur verið sannað, að loforð um greiðslu uppbóta hafi verið gefið með öðrum hætti. Með vísun til þess, sem hér hefur verið rakið, svo og þess, að öllum hagnaði eftir ársreikningum félagsins fyrir árið 1964 var ráðstafað eftir reglum 26. gr. samþykkta félagsins, ber að sýkna stefnda af kröfu stefnenda. Eftir atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður falli niður. Vegna veikinda dómsformanns hefur orðið dráttur á upp- kvaðningu dóms í málinu. Dómsorð: Stefndi, Fiskiðjusamlag Húsavíkur h/f, Húsavík, á að vera sýkn af kröfum stefnenda, Kristjáns Ásgeirssonar, Ásgeirs Kristjánssonar og Þormóðs Kristjánssonar. Málskostnaður falli niður. 1452 Mánudaginn 15. desember 1969, Nr. 205,/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) gegn Kenneth Dean Nelson og gagnsök (Áki Jakobsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari. Gæzluvarðhald. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfryjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. nóvember 1969. Hann áfrýjaði málinu upphaflega með stefnu 28. júlí 1969, en útivistardómur gekk í því máli hinn 3. nóvember 1969. Krefst aðaláfrýjandi sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 29. september 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. s. m. Að gengnum úti- vistardómi 3. nóvember 1969, skaut hann málinu aftur til Hæstaréttar með stefnu 17. nóvember 1969. Hann gerir þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum 10.000.00 bandaríkjadollara eða til vara jafnvirði í íslenzk- um krónum ásamt 7% ársvöxtum frá 19. janúar 1968 til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Staðfesta ber þá úrlausn hans, að gagnáfrýjandi hafi öðlazt rétt til bóta úr hendi aðaláfryjanda vegna gæzluvarðhaldsins. Bóta- krafan er ekki fallin niður fyrir fyrningu, þar sem gagn- áfrýjanda var ekki tilkynnt, svo séð verði, er hann var látinn laus úr gæzlu, né síðar um niðurfalll þeirrar rannsóknar, sem beint var að honum, og ósannað er, að hann hafi fengið vitneskju um það 6 mánuðum áður en hann hafði uppi bótakröfu fyrir sakadómi, sbr. 157. gr. laga 1453 nr. 82/1961. Við ákvörðun bótafjárhæðar ber m. a. að hafa í huga, að gagnáfrýjandi neitaði að nafngreina eiganda skammbyssu þeirrar, er hann hafði undir höndum í nóvem- bermánuði 1967, en skotvopnaleyfi hafði ekki verið veitt honum sjálfum. Krafa gagnáfrýjanda um greiðslu bóta í erlendri mynt hefur ekki við rök að styðjast, og skiptir ríkis- fang gagnáfrýjanda eða búseta ekki máli í þessu sambandi. Þykja bætur til handa gagnáfrýjanda hæfilega ákveðnar kr. 60.000.00, sem greiðist úr ríkissjóði ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og málskostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti, sbr. 154. gr. greindra laga. Málskostnaður ákveðst í heild kr. 30.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h, ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Kenneth Dean Nelson, kr. 60.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. janúar 1968 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 30.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 3. júní 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 2. þ. m., hefur Kenneth Dean Nelson, til heimilis að Hringbraut 65, Keflavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 11. október 1968, á hendur fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu bóta vegna gæzluvarð- halds að ósekju að upphæð US dollarar 10.000.00 ásamt 7% árs- wöxtum frá 19. janúar 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Þá hefur stefnandi stefnt til réttargæzlu dómsmálaráðherra vegna dómsmálastjórnarinnar og yfirsakadómaranum í Reykja- vík. Við munnlegan flutning málsins setti stefnandi fram þá vara- kröfu, að stefndi yrði dæmdur til þess að greiða honum jafnvirði aðalkröfunnar í íslenzkum krónum miðað við núgildandi gengi. Stefnidi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, hefur gert þær réttar- kröfur, að hann verði algerlega sýknaður og tildæmdur hæfi- legur málskostnaður úr hendi stefnanda. Til vara krefst stefndi þess, að stefnukrafan verði lækkuð 1454 verulega og þá ákveðin í íslenækri mynt. Um málskostnaðinn er það varakrafa, að hann verði látinn niður falla. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt fimmtudagsins 18. janúar 1968 var leigubifreiðar- stjórinn Gunnar Sigurður Tryggvason myrtur í bifreið sinni, R 461. KI. 0715 fimmtudaginn 18. janúar 1968 var tilkynnt á lög- reglustöðina í Reykjavík, að nefnd bifreið stæði við Laugalæk og eitthvað virtist athugavert við ökumann hennar. Héðinn Skúlason og tveir aðrir lögreglumenn fóru á vettvang. Í skýrslu hins fyrstnefnda segir meðal annars eftirfarandi: „Bifreiðin stóð kyrr, en hreyfill hennar var í gangi og biðljós kveikt. Vinstri afturhurð var lögð að hurðarstaf. Ökumaður sat undir stýri bif- reiðarinnar og hallaði höfði aftur að sætisbaki, líkt og hann svæfi. Sár var aftan á höfði bifreiðarstjórans, og líktist það skot- sári. Var að sjá sem reyklitað væri í kringum sárið eins og eftir púður. Gjaldmælir bifreiðarinnar var í gangi, og kl. 0750 sýndi hann kr. 87.00, en skv. gjaldskrá leigubifreiðastjóra er það öku- gjald að fjárhæð kr. 560.00. Samkvæmt upplýsingum afgreiðslu- stúlku á bifreiðastöðinni Hreyfli hafði bifreiðin verið síðast send um stöðina milli kl. 0315 og 0330 og þá að Skálholtsstíg 7. Á gólfi við framsæti bifreiðarinnar hægra megin var patróna“. Ökumaðurinn var fluttur á slysavarðstofuna, og reyndist hann vera látinn. Ingólfur Þorsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík, athugaði lík hins látna. Fann hann meðal annars í bakvasa á buxum leðurveski, sem í voru kr. 1.500.00 og tékkhefti, svo og í jakkavasa kr. 12.00 í einnar og tveggja krónu peningum. Á vinstri úlnlið hins látna var arm- bandsúr. Þá kveður Ingólfur, að föt hins látna hafi öll farið eðlilega og ekkert hafi bent til þess, að hann hafi lent í ein- hverjum átökum. Faðir Gunnars Sigurðar heitins, Tryggvi Jóhannesson, skýrði rannsóknarlögreglunni frá því, að Gunnar Sigurður heitinn hefði venjulega verið með tvö peningaveski við bifreiðarakstur og í öðru þeirra hafi tékkhefti hans verið auk peninga. Stundum hafi hann þó skilið annað veskið eftir heima og hafi hann þá verið með veskið, sem tékkheftið var í. Hann hafi ávallt geymt veski það, sem hann notaði við aksturinn, Í brjóstvasa innan á jakka sínum. Tryggvi taldi, að það væri alveg öruggt, að Gunnar 1455 Sigurður heitinn hefði verið með bæði peningaveskin á sér, þegar hann hóf akstur aðfaranótt fimmtudagsins 18. janúar, og vanti því veski það, sem hann hafði í brjóstvasanum. Guðmundur Erlendsson, lögreglumaður í tæknideild rannsókn- arlögreglunnar í Reykjavík, áleit, að hið tóma skothylki, sem fannst í bifreiðinni, væri af stærðinni kaliber 32 úr hálfsjálf- virkri skammbyssu. Umfangsmikil rannsókn hefur farið fram út af morðmáli þessu, og er henni enn eigi lokið. Beindist hún meðal annars að stefn- anda máls þessa, því að föstudaginn 19. janúar 1968 um kl. 1420 óskaði Bjarki Elíasson, yfirlögreglumaður í Reykjavík, eftir því við yfirlögregluþjóninn í Keflavík, Sigtrygg Árnason, að stefn- andi yrði handtekinn. Kl. 1430 voru þrír lögreglumenn í Keflavík sendir út að leita stefnanda. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós, að stefnandi hafði farið áleiðis til Reykjavíkur með áætlun- arbíl kl. 1100 um morguninn. Þegar þetta lá fyrir, taldi Sig- tryggur Árnason yfirlögregluþjónn, þar sem hann vissi um or- sakir fyrir handtökubeiðni stefnanda, bera brýna nauðsyn til að gera húsleit í herbergi stefnanda að Hringbraut 6, Keflavík. Hafði hann um þetta samráð við Arnar Hinriksson, bæjarfógeta- fulltrúa á staðnum. Fór hann síðan við annan lögreglumann að Hringbraut 65, Keflavík. Fékk hann þar lykil að herbergi stefn- anda hjá húsráðanda, og gerðu þeir lögreglumennirnir nákvæma leit í öllu, er þar var. Við leit þessa fundu þeir eftirfarandi: „Leðurslíður utan af lítilli skammbyssu, áfast ólum til að spenna á sig undir handarkrika. Einnig fundum við vindlakassa með skotfærum, 330 stk., riffilkúlur, 22 k. löng. 24 haglaskot nr. 12 og 2 herriffilskot, stór, 8% cm löng“. Allt þetta tóku þeir lögreglumennirnir í sínar vöræzlur, Ekkert skotvopn fannst við leit þessa. Kl. 1900 föstudaginn 19. janúar 1968 var stefnandi staddur á skósmíðastofu Gísla Ferdinandssonar hér í borg. Var honum þá tjáð, að kona nokkur hefði hringt og spurt eftir honum. Hringdi stefnandi þá til konu einnar, sem sagði honum, að lögreglan vildi ná tali af honum. Fór stefnandi þá þegar á lögreglustöðina í Reykjavík, en þaðan var hann færður í varðhald í hegningar- húsið að Skólavörðustíg 9 hér í borg. Laugardaginn 20. janúar kl. 1404 var stefnandi leiðdur fyrir dómara til yfirheyrslu. Kom þar fram, að stefnandi var renni- smiður að mennt, en atvinnulaus um þessar mundir. Hann var til heimilis að Hringbraut 65, Keflavík, fæðdur 12. nóvember 1456 1941 í Cedar Rapids, Iowa í Bandaríkjunum. Hann er bandarísk- ur ríkisborgari. Stefnandi skýrði svo frá, að hann hefði verið Í Reykjavík um helgina 14. janúar 1968. Mánudaginn 15. janúar hafi hann farið til Keflavíkur og dvalizt þar fram á miðviku- dagsmorgun 17. janúar, Þá hafi hann farið til Reykjavíkur með áætlunarbifreið kl. 1100. Hafi erindi hans þangað verið að leita sér atvinnu og hann þá verið í vinnufötum. Síðan hafi hann aftur farið til Keflavíkur með áætlunarbifreið kl. 1530 sama das og þá verið ætlan hans að ná sér þar í betri föt. Í Keflavík hringdi hann til konu, sem hann þekkir í Kópavogi og Hrafn- hildur heitir, og bað hann hana að hitta sig á Miklatorgi hér í borg kl. 2100. Ætlaði hún að gera það. Hann fór síðan frá Kefla- vík með áætlunarbifreið kl. 2000 og fór úr bifreiðinni við Mikla- torg um kl. 2115. Hrafnhildur var þá ekki komin, og beið hann hennar, þangað til hún kom um kl. 2200. Þau gengu síðan inn Miklubraut og inn á Lönguhlíð. Þar tóku þau leigubifreið, og vissi stefnandi ekki númer hennar og þekkti heldur eigi deili á stjórnanda hennar. Þau fóru í bifreiðinni að Hlíðargerði 8, þar sem stefnandi hafði herbergi á leigu. Stefnandi og Hrafnhildur dvöldust svo í herbergi hans þar til um kl. 0200 um nóttina. Þá fóru þau bæði út og náðu í leigubifreið á Grensásvegi við Miklubraut. Stefnandi veit engin deili á bifreiðarstjóranum, en bifreiðin var af amerískri gerð, rauð og hvít. Hrafnhildur fór inn í bifreðina og ók ein í henni í burtu, og gengur stefnandi út frá því, að hún hafi greitt ökugjaldið, en stefnandi gerði það ekki. Hann kvaðst síðan hafa gengið skemmstu leið heim til sín að Hlíðargerði 8 og farið að sofa í herbergi sínu. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við neinn mann eða konu, þegar þau Hirafn- hildur fóru út úr Hlíðargerði 8 um nóttina eða þegar hann kom þangað aftur. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa neytt áfengis Þennan miðvikudag eða um nóttina. , Stefnandi kveðst svo ekki haffa vaknað fyrr en um hádegi á fimmtudag, það er 18. janúar 1968. Hafi hann þá náð í leigu- bifreið á Grensásvegi. Hann kannaðist ekki við bifreiðarstjórann, en bifreiðin var frá Borigarbílastöðinni, tegund Buick special. Fyrst hafi verið ekið í bifreiðinni heim til stefnanda, þar sem hann hafi náð í þvott, og síðan ekið að Lækjargötu 6, þar sem stefnandi fór úr bifreiðinni. Ökugjaldið var þá kr. 84.00 eða 86.00, að því er hann minnir. Stefnandi kveðst síðan hafa farið til kunningja síns, Gísla Ferdinandssonar skósmiðs, Lækjargötu 6, og dvalizt hjá honum að mestu fram undir kl. 1700. Þá hafi 1457 hann. farið í Gamla Bíó. Að því loknu hafi hann fengið sér að borða í veitingastofu í Lækjargötu. Þaðan fór hann í Landssíma- húsið og hringdi til Hrafnhildar, en gekk síðan suður í Umferðar- miðstöð. Þar dvaldizt hann, þangað til hann fór með áætlunar- bifreið til Keflavíkur kl. 2130. Þar heimsótti hann mann að nafni Jónas Jakobsson, sem á heima á Framnesvegi, og dvaldist hjá honum í eina klukkustund eða lengur. Síðan fór hann heim til sín að Hringbraut 65 í Keflavík og fór að sofa. Kl. 1100 föstudaginn 19. janúar 1968 fór hann með áætlunarbifreið frá Keflavík til Reykjavíkur. Hann fór til Gísla Ferðinandssonar, skósmiðs í Lækjargötu 6, og var hjá honum öðru hverju til kl. 1700. Þá fóru þeir saman í Hafnarbíó og þaðan í skósmíðastofu Gísla. Afgreiðslukona, sem þar var, Anna að nafni, sagði stefn- anda, að einhver kona hefði hringt og spurt eftir honum. Hringdi stefnandi þá til Hrafnhildar, sem sagði honum, að lögreglan vildi tala við hann. Fór hann þá þegar af stað á lögreglustöðina, en þaðan var hann færður í varðhald, svo sem áður greinir. Stefnandi skýrði rannsóknardómaranum svo frá við þessa yfir- heyrslu, að hann hefði verið atvinnulaus síðan Í. desember 1967, en þar áður hafi hann unnið í Velsmiðju Olsens í Njarðvíkum. Rannsóknardómarinn spurði Nelson að því, á hverju hann hefði lifað, síðan hann varð atvinnulaus. Þeirri spurningu svaraði Nelson þannig: Þegar hann warð atvinnulaus Í. desember 1967 átti hann nokkur þúsund krónur, sem hann hafði sparað saman til að nota, ef í nauðir ræki, sennilega kr. 4.000.00 til kr. 5.000.00. Þá kveðst hann hafa fengið kr. 12.000.00 í skaðabætur frá amerísk- um hermanni, sem hafði slegið hann, og voru bæturnar greiddar fyrir milligöngu íslenzkra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli. Lög- reglustjórinn á Keflavíkurflugvelli hefur staðfest með bréfi, að bætur þessar hafi verið 200.00 US dalir. Þá kvaðst Nelson hafa unnið eina nótt í síld í Njarðvík og fengið fyrir það kr. 1.400.00. Enn fremur kvaðst hann hafa fyrir um tveim til þrem vikum selt Hafsteini Jóhannssyni, eiganda bátsins Eldingar, logsuðu- tæki, er hann hafi átt, fyrir kr. 5.000.00. Loks kvaðst stefnandi hafa fengið lán, kr. 2.000.00, fimmtudaginn 18. janúar 1968 hjá manni einum Í Keflavík, sem hann vildi ekki nafngreina. Nelson kvaðst fyrst hafa komið til Íslands í september 1960 og þá verið hermaður í bandaríska hernum. Hann dvaldi svo öðru hverju hér á landi, meðan hann var í hernum. Hann gekk úr hernum í janúar 1965 og var þá í Bandaríkjunum. Hann kom til Íslands í maí 1965 og hefur dvalizt hér síðan. Þegar hann kom 92 1458 til Íslands á árinu 1965 sem hermaður, hafði hann meðferðis marghleypu, Cold Copra, 38 cal., Snub Nose. Var hann þá kvænt- ur íslenzkri konu, Jónu Óladóttur að nafni, og bjuggu þau að Hávallagötu 29, Reykjavík. Konan varð vör við byssuna og mun hafa sagt lögreglunni frá henni. Kom lögreglumaður heim til Nelsons og sagði honum, að hann mætti ekki hafa byssuna utan Keflavíkurflugvallar. Fékk hann þá byssuna geymda hjá hernum á flugvellinum. Síðan seldi hann Sgt. Meyers byssuna. Hann segir, að þegar hann hafi keypt byssuna, hafi fylgt henni hulstur og belti, og keypti hann hana af lögreglumanni vestur í Californíu. Síðar kvaðst hann hafa keypt annað hulstur, sem hafi verið gert til þess að bera byssuna undir hendinni. Það hulstur keypti hann af fyrirtæki vestanhafs, sem selur ýmsan lögregluútbúnað. Hann bjó svo sjálfur til ólar við þetta hulstur. Þegar hann seldi Stg. Meyers byssuna, fylgdi hið upphaflega hulstur og belti, en hulstrið, sem hann keypti síðar, og ólarnar, sem hann bjó til, urðu eftir hjá honum, og á hann það til ennþá einhvers staðar í fórum sínum. Nánar aðspurður ætlaði hann, að hlutir þessir væru geymdir í ólæstri ferðatösku í læstu herbergi sínu að Hring- braut 65, Keflavík. Kl. 1547 vék Nelson úr réttinum, og var gert hlé á þinghaldinu til kl. 1625, en þá var kveðinn upp gæzluvarðhaldsúrskurður yfir Nelson. Í gæzluvarðhaldsúrskurði þessum segir svo: „samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þykir nauðsyn til bera að rann- saka nánar sannleiksgildi framburðar Kenneth Dean Nelson í dóminum í dag, enda ekki örgrannt um, að hann hafi getað orðið Gunnari Sigurði heitnum að bana með byssuskoti og rænt hann á þann veg, að varði við 211. og 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fyrir því og að öðru leyti með tilvísun til 1., 3. og 4. töluliðs 67. gr. laga nr. 82/1961 þykir rétt að setja Kenneth Dean Nelson í gæzluvarðhald í allt að 7 dögum, eða til laugar- dagsins 27. janúar n. k.“. Gísli Ferdinandsson kom fyrir sakadóminn hinn 22. janúar 1968 og skýrði þá meðal annars svo frá, að fyrir um 8 árum hafi stúlka að nafni Jóna Óladóttir unnið við afgreiðslu í skó- smíðaverkstæði witnisins að Lækjargötu 6 í Reykjavík. Stefnandi, sem þá hafi verið dyravörður í bandaríska sendiráðinu, hafi þá farið að heimsækja Jónu, og kvaðst vitnið þá fyrst hafa kynnzt stefnanda. Stefnandi hafi síðan kvænzt Jónu Óladóttur og hafi hún hætt að vinna hjá vitninu. Vitnið sá svo Nelson ekki í mörg ár, en rakst á hann fyrir um það bil einu ári á götu í miðborg 1459 Reykjavíkur. Var hann þá skilinn við Jónu Óladóttur. Kom Nelson upp frá því við og við í skósmíðavinnustofu vitnisins. Í vikunni frá 14. til 19. janúar 1968 kvað vitnið Nelson hafa komið nokkrum sinnum í vinnustofu sína. Hafi hann þá talað um, að peningar sínir væru farnir að minnka, og haft orð á því, að hann þyrfti að leita sér að atvinnu og reyna að komast á togara. Vitnið minntist þess, að Nelson hafi komið í vinnu- stofu sína fimmtudaginn 18. janúar 1968. Hafi hann komið í leigubifreið og minnir, að klukkan hafi verið 1100, en þó sé tímasetning ónákvæm, því að vera megi, að hann hafi ekki komið fyrr en eftir kl. 1230. Þegar Nelson hafi komið, minnti vitnið, að þau Anna Nordal afgreiðslustúlka og Gylfi Haraldsson hefðu verið í vinnustofu vitnisins. Vitnið tók fram, að Gylfi Haralds- son hefði heyrt í útvarpsfréttum, að leigubifreiðarstjóri hafi þá snemma um morguninn verið skotinn til bana hér í borg. Kvaðst vitnið hafa sagt Nelson þessi tíðindi. Hafi hann þá brosað og ekki virzt trúa þessum orðum, en vitnið mundi ekki sérstaklega eftir því, hvort hann lét nokkur orð falla, er vitnið sagði honum tíðindi þessi. Þegar Nelson kom í þetta skipti, hafi hann haft meðferðis tösku og hún orðið eftir í vinnustofu vitnisins, en það hefði komið fyrir áður, að hann fengi að geyma tösku hjá vitn- inu um stundarsakir. Vitnið kvaðst ekki geta sagt um það, hvenær Nelson hafi farið frá því þennan dag, en tók fram, að hann haft að minnsta kosti farið fyrir kl. 1800, þegar vitnið lokar vinnu- stofu sinni. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu eða óeðlilegu í útliti eða hegðun Nelsons, þegar hann kom til vitnisins og dvaldist hjá því þennan dag. Þegar vitnið fékk kvaðn- ingu um að mæta fyrir sakadómi, kvaðst það hafa athugað fyrr- greinda tösku, sem Nelson skildi eftir hjá því fimmtudaginn 18. janúar 1968. Hafi reynzt vera í henni óhreinn þvottur, transistor- tæki, skóbursti og skóáburður. Hafði vitnið tösku þessa meðferðis, er það mætti í dóminum. Tók dómarinn nefnda tösku og afhenti hana tæknideild rannsóknarlögreglunnar til nánari athugunar, en taskan var ólæst. Tæknideild rannsóknarlögreglunnar athugaði nefnda tösku og taldi ekkert athugavert við hana eða innihald hennar. Anna Elísabet Guðmundsdóttir Norðdal, afgreiðslustúlka hjá Gísla Ferdinandssyni, svo og Gylfi Haraldsson, skósmíðasveinn hjá Gísla Ferdinandssyni, hafa komið fyrir sakadðóm Reykjavíkur og gefið skýrslu. Hafa þau bæði borið, að þau hafi ekki tekið eftir neinu óeðlilegu í fari stefnanda eða hann væri öðru vísi en hann 1460 hefði venjulega verið. Að öðru leyti sýnist ekki ástæða til að rekja úr framburðum þessara vitna, þar sem þeir eru efnislega á sama veg og framburður Gísla Ferdinandssonar hér að framan og fara ekki í bága við það, sem stefnandi hefur þegar borið um ferðir sínar og dvöl á skósmíðaverkstæði Gísla Ferdinandssonar. Kunningjakona stefnanda, Hrafnhildur, kom fyrir sakadóminn til vitnisburðar. Er vitnaskýrsla hennar um samveru þeirra stefn- anda í samræmi við það, sem stefnandi hefur um þetta borið hér að framan. Vitnið Hörður Björgvinsson werzlunarmaður, leigusali stefn- anda að Hlíðargerði 8, Reykjavík, hefur borið, að milli kl. 0030 til 0100 aðfaranótt fimmtudagsins 18. janúar 1968 hafi það farið fram í geymslu, sem er í útidyragangi hússins að Hlíðargerði 8. Hafi það þá séð, að há kuldastígvél voru í forstofunni, og hafi Nelson hlotið að eiga þau. Af því kvaðst vitnið hafa álitið, að hann væri kominn í herbergi sitt, þó að vitnið hefði ekki orðið vart við komu hans. Kl. 0750 næsta morgun fór vitnið út og kvaðst þá hafa séð, að kuldastígvélin voru þarna á sama stað. Vitnið Guðbjörg Karlotta Hjörleifsdóttir, eiginkona vitnisins Harðar Björgvinssonar, hefur borið fyrir sakadómi Reykjavíkur, að laust fyrir eða eftir miðnætti fimmtudaginn 18. janúar 1968 hafi Hörður Björgvinsson, eiginmaður sinn, þurft að fara fram í geymslu í forstofugangi íbúðarinnar að Hlíðargerði 8. Þegar hann hafi komið aftur, hafi hann sagt sér, að kuldastígvél væru Í ganginum og hlyti Nelson, leigjandi þeirra, að vera kominn í herbergi sitt, en hvorugt hjónanna hafði orðið vart komu hans. Vitnið sagðist síðan hafa séð Nelson ganga fram hjá íbúð þeirra hjónanna frá húsinu, að því er vitnið taldi þennan sama fimmtu- dag, og hélt vitnið, að klukkan hafi þá verið orðin 1200, en ef til vill hafi klukkan ekki verið orðin svo mikið. Hinn 23. janúar 1968 kom stefnandi fyrir sakadóm Reykjavíkur. Skýrði hann þá svo frá, að í september 1961 hafi hann kvænzt Íslenzkri stúlku að nafni Jóna Óladóttir. Hafi þau búið bæði í Bandaríkjunum og Reykjavík og eignazt 3 börn saman. Þau hafi slitið samvistum um mánaðamótin febrúar marz 1964 og fengið lögskilnað um einu ári síðar. Nelson kvaðst ekki hafa gifzt ann- arri íslenzkri konu, en eftir þetta hafi hann verið trúlofaður stúlku að nafni Berta Rafnsdóttir og þau búið saman í Njarðvík frá því í desember 1965 til desember 1966. Hann kvaðst hafa unnið hjá Vélaverkstæði Olsens í Njarðvík hluta ársins 1966 og í þrjá mánuði, eða september til nóvember, 1967. Aðspurður 1461 neitaði hann enn að nafngreina mann þann í Keflavík, er lánað hafi honum kr. 2.000.00 í vikunni áður. Hinn 20. janúar 1968 átti Sigurður Sigurðsson, yfirvarðstjóri ríkislögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, tal við nokkra aðilja í Njarðvíkum og nágrenni, er þekktu til stefnanda. Voru viðtöl yfirvarðstjórans framkvæmd samkvæmt beiðni Björns Ingvars- sonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Sverrir Ólsen for- stjóri, Ytri-Njarðvík, skýrði þá svo frá, að Nelson hefði unnið í vélsmiðju sinni af og til árið 1967. Hafi hann hafið vinnu snemma á árinu og hætt um mánaðamótin nóvember og desember. Í nóvembermánuði hafi einn starfsmaður í verkstæðinu sagt sér, að Nelson gengi með byssu. Færi hann ekki dult með hana og hefði sýnt ýmsum. Kvaðst Sverrir hafa athugað þetta nánar og séð, að Nelson var með skotbelti yfir axlirnar eða eitthvað því um líkt. Undir vinstri handarkrika hafi verið hulstur fyrir byss- una og hafi Nelson stungið henni þar upp undir, er hann gekk með hana. Kvaðst Sverrir hafa séð hann hlaða byssuna og taldi líklegt, að hann hefði gengið með hana hlaðna, vildi þó ekkert fullyrða um það. Sverrir taldi Nelson hafa gengið með byssuna á sér eina 5 daga og hafi hann þá hætt því samkvæmt sinni ósk. Hann kvaðst hafa litið á þennan byssuleik Nelsons sem einn þátt af hans undarlegheitum, en sér hafi wirzt hann í flestum tilfellum wera öðruvísi stemmdan en annað fólk. Hafi Nelson oft látið í það skína, að hann ætti nokkrar byssur, einar fjórar eða fimm, og kvaðst Sverrir minnast þess, að hann segðist eiga eina ítalska. Hafi sér skilizt á honum, að hann geymdi byssurnar í herbergi sínu, sundurrifnar. Ekki vissi hann til þess, að Nelson hafi sýnt starfsmönnum í verkstæðinu byssur þessar, og ekki vitað, hverrar tegundar þær væru. Byssa sú, sem Nelson hafði borið á sér, hafði verið lítil og í svörtu leðurhulstri, sennilega cal. 22. Karl Ásgrímsson, Ytri-Njarðvík, og eiginkona hans upplýstu Sigurð Sigurðsson yfirvarðstjóra um eftirfarandi: Nelson hefði bú- ið í risíbúð yfir íbúð Karls árið 1966. Í nóvember það ár hafi eigin- kona hans farið frá honum vegna ósamkomulags þeirra hjóna. Hafi Nelson síðan búið einn í íbúðinni fram í febrúar 1967. Eiginkona Karls sagðist hafa orðið vör við, að Nelson hafi verið ofsafenginn í skapi. Kveðst hún eitt sinn hafa heyrt hann segja við eigin- konu sína, á meðan þau bjuggu saman, að hann ætti byssu. Hefði þetta komið fram í einu skapofsakasti hans. Eiginkona Karls Ásgrímssonar segist hafa heyrt eitt kvöld rétt eftir áramótin 1462 1967 þrjá til fjóra skothvelli í íbúð Nelsons. Segist hún hafa orðið hrædd og ekki þorað að athuga þetta neitt nánar. Eftir að Nelson hafði flutzt úr íbúðinni, hafi hún eitt sinn verið að taka til í henni ásamt fyrrverandi eiginkonu Nelsons. Hafi þær þá fundið barnabangsa með nokkrum skotgötum í gegnum höfuð og maga. Einnið hefðu þær veitt því athygli, að skotgat eða göt voru á gluggarúðu í íbúðinni. Ásmundur Þórarinsson, Ytri-Njarðvík, gaf þær upplýsingar, að Nelson hefði borðað á heimili sínu um tíma árið 1967. Einu sinni hafi hann orðið var við, að Nelson hafði haft byssu innan klæða. Kvaðst Ásmundur hafa innt hann eftir ástæðum fyrir slíku og hefði Nelson þá sagzt vera að koma frá Viogastapa, þar sem hann hefði verið að skjóta úr byssunni. Birgir Ólsen, Ytri-Njarðvík, starfsmaður í Vélsmiðju Olsens, segist hafa séð byssu hjá Nelson haustið 1967, er hann vann Í vélsmiðjunni. Hafi þetta verið lítil skammbyssa í svörtu leður- hulstri, sennilega kaliber 22. Í einum matartímanum hafi Nelson tekið upp á því að skjóta í mark úr henni inni í vélsmiðjunni. Segir Birgir, að Nelson hafi gefið í skyn við starfsmenn í vél- smiðjunni, að hann ætti einar fjórar byssur, en hverrar tegundar, vissi Birgir ekki. Sér hafi fundizt Nelson vera mjög dularfullur og undarlegur í háttum. Berta Rafnsdóttir, fyrrverandi sambýliskona Nelsons, skýrði yfirvarðstjóranum svo frá, að hún hefði fundið barnabangsa sund- urskotinn í íbúð sinni, eftir að Nelson hafði verið farinn þaðan út. Einnig staðfesti hún, að skotgöt hafi verið á einni glugga- rúðu. Yfirvarðstjórinn skoðaði ýmislegt smádót, sem Nelson hafði skilið eftir í íbúð þeirra. Voru föggur Nelsons í einum bréfpoka og tveim pappakössum. Var hér eðallega um að ræða gamlan fatnað, en í botninum á öðrum pappakassanum fundust nokkrir tugir af nefndum skothylkjum. Berta kvaðst hafa slitið sambúð við Nelson í nóvember 1966 vegna ósamkomulags þeirra. Hafi hún þá flutt frá honum með ungt barn, sem þau áttu. Stefnanda voru kynntir framburðir þessa fólks hér að framan. Hafði hann ekkert sérstakt að athuga við frásögn Sverris Ólsens. Hann kvaðst hafa verið fimm daga í nóvember 1967 með byssu á verkstæðinu og verið að gera við hana fyrir kunningja sinn, sem sé Íslendingur. Hann neitaði að nafngreina mann þennan og kvaðst gera það til að forða honum frá því að lenda í vand- ræðum. Hafi þetta verið sjálfvirk skammbyssa af gerðinni Breda, kal. 22. Hulstrið, sem Ólsen tali um, sé sama hulstrið og hann 1463 hafi borið um í dóminum laugardaginn 20. janúar 1968. Nelson kvað það geta verið rétt, að hann hafi einhvern tíma sagt sam- býliskonu sinni, Bertu Rafnsdóttur, að hann ætti byssu. Þetta hafi hann ekki sagt, er þau hafi verið að deila sín í milli, heldur í samtali út af herþjónustu hans. Hér hafi hann átt við riffil, sem hann hafði að láni. Hafi riffill þessi verið kaliber 22. Hann kvaðst nokkrum sinnum hafa skotið úr honum í skotmark inni í íbúðinni. Fyrir framan skotmarkið hafi ekki verið barnabangsi, heldur stytta af manni, sem hann hafði að marki. Það kunni að vera, að göt eftir kúlu hafi verið í glugga í íbúðini af hans völd- um, en hann tók fram, að glugginn hafi snúið á haf út. Stefnandi kvað það ekki rétt, að hann hafi gefið í skyn við starfsmenn í Vélsmiðju Olsens, að hann ætti margar byssur, heldur að hann hefði átt margar byssur. Hann kvaðst aðeins hafa átt eina skamm- byssu hér á landi og sé það sú, er hann hafi selt Sgt. Meyers, svo sem hann hefur áður skýrt frá. Hann sagði, að hin tæmdu skothylki, sem verið hefðu neðst í öðrum pappakassanum, sem fundizt hafi í geymslu í íbúð þeirra Bertu Rafnsdóttur, hafi verið úr skammbyssu, sem fyrrverandi eiginkona hans, Jóna Óladóttir, hafi selt vestur í Californíu árið 1962. Þetta hafi verið byssa af tegundinni Ruger Black Hawk, kaliber 44. Byssu þessa hafi hann aldrei komið með til Íslands. Tómu skothylkin hafi hann komið með hingað til lands og þau verið í sjópoka hans, er hann kom hingað 1963. Staðfest hefur verið, að stefnandi hafi selt fyrrgreind log- suðutæki 2. janúar 1968 fyrir kr. 5.000.00. Þriðjudaginn 23. janúar 1968 kl. 1400 var gerð húsleit í her- bergi stefnanda að Hlíðargerði 8, Reykjavík. Í herberginu fund- ust engin skotvopn eða skotfæri. Þar var hins vegar ein taska, sem var læst. Var farið með tösku þessa niður í hegningarhús, þar sem stefnandi opnaði hana sjálfur með lykli, sem hann hafði. Í töskunni voru hvorki skotvopn né skotfæri né annað grun- samlegt. Hinn 23. janúar 1968 um kl. 1330 var framkvæmd parafín- prófun á höndum stefnanda í þeim tilgangi að sannreyna, hvort hann hefði hleypt af byssu með berum höndum nýverið. Var próf- unin þannig framkvæmd, að greiparhluta handanna var difið í skál með bráðnu, fljótandi parafíni. Myndaðist við það parafín húð utan á hendurnar, en þeirri húð er ætlað að taka af hönd- unum allar efnisagnir, sem þar eru, ósýnilegar berum augum. Parafínkápurnar af höndum stefnanda vor bornar þar til gerðu 1464 efni, sem gerði litasvörun, ef á höndunum væri brunnið byssu- púður eftir skot, en um enga svörun var að ræða. Hinn 24. janúar 1968 kom stefnandi enn fyrir sakadóminn. Ítarlega aðspurður hélt hann fast við fyrri framburð sinn í dóm- inum frá laugardeginum 20. sama mánaðar, þess efnis, að eftir að hann skildi við Hrafnhildi við mót Miklubrautar og Grensás- vegar aðfaranótt fimmtudagsins 18. janúar 1968, hafi hann gengið rakleitt að Hlíðargerði 8 og lagzt til svefns þar í herbergi sínu og ekki farið út þaðan, fyrr en komið var fram undir hádegi. Var stefnandi síðan látinn laus úr gæzluvarðhaldi kl. 1038 mið- vikudaginn 24. janúar 1968. Lagt hefur verið fram í málinu vottorð frá lögreglustjóranum Í City of Cedar Rapids, Iowa, fæðingarborg stefnanda, þar sem fram kemur, að stefnandi sé ekki á skrá hjá lögreglunni þar í borg yfir glæpamenn. Svo sem vikið er að í upphafi dóms þessa, fannst skothylki í bifreiðinni R 461, er komið var að henni eftir morðið. Leiddi rannsókn sérfræðinga til þess álits, að kúlunni hefði verið skotið úr skammbyssu af gerðinni Smith éc Wesson, kaliber 35. Þessar byssur eru mjög sjaldgæfar. Hinn 7. marz 1969 fannst skamm- byssa af þessari gerð í mælaborði leigubifreiðar einnar hér í borginni. Bifreiðarstjóri þessarar leigubifreiðar var með úrskurði 8. marz 1969 úrskurðaður í 30 daga gæzluvarðhald af þessu til- efni. Við rannsókn, er fram fór á vegum skotfærarannsóknarstofu F. B. 1. í Bandaríkjum Norður-Ameríku, kom í ljós, að skothylkið, sem fannst í leigubifreiðinni R 461, hafði verið skotið úr byssu Þeirri, er fannst í mælaborði leigubifreiðar þeirrar, sem minnzt var á. Stefnandi telur sig eiga rétt til bóta vegna gæzluvarðhalds að ósekju samkvæmt 18. kafla laga nr. 82/1961. Hann telur sig algerlega saklausan af verknaði þeim, sem hann hafi verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald vegna. Hann hafi ekkert þekkt til hins myrta eða nokkurs þess, sem honum við kom. Dómsrann- sóknin staðfesti það, að stefnandi hafi hvergi komið nærri þessu máli. Allt, sem hann hafi sagt í rannsókn málsins um sig og sína hætti, hafi verið staðfest. Hann hafi enga byssu né skotfæri haft undir höndum og hafi það verið staðfest með húsleit á þeim stöðum, sem stefnandi hafi geymt föggur sínar. Hann hafi gert grein fyrir þeirri einu skammbyssu, sem hann hafi haft nokkru áður undir höndum til viðgerðar fyrir Íslending nokkurn. Sú 1465 byssa hafi verið af kaliber 22 og hafi hann skotið af henni til reynslu á verkstæði Ole Olsens í Ytri-Njarðvík. Byssa sú, sem Gunnar heitinn Tryggvason hafi verið myrtur með, hafi hins vegar verið af kaliber 35. Ekki verði séð af dómsrannsókninni í máli þessu, af hvaða ástæðum grunur lögregluvaldsins beinist svo mjög að stefnanda, að talin væri ástæða til að handtaka hann einan og úrskurða hann í gæzluvarðhald. Rannsókn málsins virð- ist ekki réttlæta þær aðgerðir, þar eð ekki verður séð annað en unnt hefði verið að athuga þau atriði, sem rannsóknin beindist að, án þess að setja hann í gæzluvarðhald. Stefnandi bendir á, að hann hafi verið atvinnulaus frá því í endaðan nóvember 1967 fram að því, er morðið var framið. Hafi dómsrannsóknin því beinzt að því, á hvern hátt stefnandi gæti gert grein fyrir lífsafkomu sinni þennan tíma. Það hafi hann gert svo vel, að eigi sé sanngjarnt að telja, að féleysi hans hafi verið mótíf, því að auk þess að eiga eftir nokkuð kaup hafi hann hinn 30. nóvember 1967 fengið 200 dollara í skaðabætur og selt logsuðutæki fyrir kr. 5.000.00. Hvort tveggja þetta hafi verið staðfest við rannsókn málsins. Á þessum tíma hafi hann og verið að leita sér að atvinnu og haft í huga að komast á togara. Stefnandi hafi verið staddur í Reykjavík hina örlagaríku nótt og sofið í herbergi, er hann hafi haft á leigu í Hlíðargerði 8 hér í borg, og fær hann ekki betur séð en dómsrannsóknin stað- festi, að skýrsla hans um ferðir sínar og verustaði nóttina, sem morðið var framið, hafi verið staðfest. Stefnandi telur, að hann hafi sætt gæzluvarðhaldi að ósekju í mjög stórfelldu afbrotamáli, sem hann hafi hvergi nærri komið. Telur hann því sig eiga rétt á bótum fyrir fjárhagstjón og miska, er hann hafi orðið fyrir. Gæzluvarðhaldsvist í svo stórfelldu af- brotamáli hafi orðið sér svo stórfelldur álitshnekkir, að það hafi valdið honum miklum vandræðum að fá vinnu. Hann hafi einnig orðið fyrir því, að fólk hafi orðið hrætt við hann, vegna þess að hann hafi með gæzluvarðhaldsvistinni verið tengdur við mál þetta. Kröfuupphæðina kveðst stefnandi hafa ákveðið með hliðsjón af bótum, sem dæmdar hafa werið til handa mönnum, sem orðið hafa fyrir því að verða settir í sæzluvarðhald að ósekju í heima- landi hans, Bandaríkjum Norður-Ameríku, en stefnandi er banda- rískur ríkisborgari, svo sem áður greinir. Að endingu áréttar stefnandi kröfur sínar með því, að hann eigi fjögur börn hér á landi, og geri það málið miklu wiðkvæmara. 1466 Vegna framtíðar þeirra sé sér nauðsyn á, að nafn sitt verði hreinsað af öllum áburði í sambandi við morðmálið, en það verði ekki gert, nema sér verði dæmdar bætur vegna gæzluvarðhalds að ósekju í málinu. Stefndi styður sýknukröfur sínar þeim rökum, að honum þyki einsætt, að stefnandi fullnægi ekki í þessu máli skilyrðum 150. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 82/1961. Í annan stað virðist stefnda sem krafa stefnanda muni vera fyrnd samkvæmt 157, gr. téðra laga. En jafnvel þó að dæmdar yrðu einhverjar bætur, þá telur stefndi, að hafa beri í huga, að stefnandi hafi einungis verið fjóra daga í gæzluvarðhaldi, sem sé það stuttur tími, að ekki geti verið um neitt fjárhagstjón að ræða og ekki heldur miska að neinu ráði og ekki umfram það, sem segja megi, að stefnandi hafi að vissu leyti gefið tilefni til, án þess þó að því sé haldið fram af hálfu stefnda, að stefnandi sé hinn seki í málinu. Gæzlu- varðhaldið hafi hvorki verið lengra né harkalegra heldur en efni hafi staðið til. Þá bendir stefndi sérstaklega á það, að það sé óhæfa af stefn- anda að krefjast (þess, að bætur verði ákveðnar eftir bandarísk- um lagavenjum og fjárhæð þeirra tekin í bandarískri mynt. Hér verði að sjálfsögðu að miða bætur við íslengkan gjaldmiðil, ef einhverjar bætur verða á annað borð dæmdar stefnanda. Ekkert er fram komið í málinu, er styður það, að stefnandi hafi gerzt sekur um þann svívirðilega verknað, er varð tilefni þess, að hann var úrskurðaður í gæzluvarðhald laugardaginn 20. janúar 1968, en í gæzluvarðhaldinu sat hann til miðvikudagsins 24. janúar 1968. Af þessum sökum á stefnandi rétt til bóta úr ríkis- sjóði vegna gæzluvarðhalds að ósekju, sbr. 150. gr., 152. gr. og 155. gr. laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála, enda verður eigi á það fallizt, að bótakrafa stefnanda sé fyrnd, þar sem rann- sókn framangreinds morðmáls stendur enn yfir. Stefnandi hefur setzt að hér á landi og stundar hér atvinnu. Verður hann því að sæta bótagreiðslum í samræmi við íslenzk lög og rétt, enda þótt hann sé bandarískur þegn. Á hann því eigi rétt á greiðslu bóta í annarri mynt en íslenzkri. Þegar það er virt, að stefnandi var úrskurðaður í gæzluvarð- hald að ósekju vegna rannsóknar á morðmáli, og tími sá er hafður í huga, sem hann sat í gæzluvarðhaldi, en þess er jafnframt sætt, að rannsóknin gegn stefnanda var eigi með öllu gerð að tilefnis- lausu vegna undanfarandi hegðunar hans, svo og Það, að hann 1467 neitaði að nafngreina eiganda skammbyssu þeirrar, er hann hafði undir höndum í Vélsmiðju Olsens í Ytri-Njarðvík haustið 1967, þá þykja bætur til handa stefnanda vegna gæzluvarðhalds að ósekju hæfilega metnar kr. 120.000.00 og greiðist úr ríkissjóði ásamt 7% ársvöxtum frá 19. janúar 1968 til greiðsludags. Þá ber að dæma stefnanda málskostnað úr ríkissjóði samkvæmt 154. gr. laga nr. 82/1961. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 20.000.00. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: íStefndi, fjármálaráðherra fí. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Kenneth Dean Nelson, kr. 120.000.00 í bætur vegna gæzlu- varðhalds að ósekju ásamt 7% ársvöxtum frá 19. janúar 1968 til greiðsludags og kr. 20.000.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 17. desember 1969. Nr. 156/1968. Elín B. Jensen (Jón Bjarnason hrl.) gegn Ingólfi Fr. Hallgrímssyni og Ingu Jónsdóttur (Gunnar A. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Aðildarskortur. Dómur Hæstaréttar. Afrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. september 1968. Krefst hún sýknu af kröfum stefndu í máli þessu og málskostnaðar úr hendi þeirra fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. 1468 Samkvæmt málflutningi aðilja voru áfrýjandi, eiginmaður hennar, Markús E. Jensen, sem nú er látinn, og stefndu hlut- hafar í félaginu Markús E. Jensen h/f á Eskifirði. Í október- mánuði 1965 seldu áfrýjandi og Markús heitinn hlutabréf sin í félaginu. Kveða stefndu, að þá hafi orðið það sam- komulag, að skuld Markúsar heitins við Markús E. Jensen h/f, kr. 60.550.48, „yrði haldið utan við kaupin“ þannig, að skuldin yrði afskrifuð í bókum hlutafélagsins, en Markús heitinn greiddi beint til stefndu !'%% hluta hennar, kr. 20.183.33, sem er krafa stefndu í máli þessu. Talið er, að Markús E. Jensen hafi andazt 14. desember 1965 og að ekkja hans, áfrýjandi máls þessa, hafi fengið leyfi til setu í óskiptu búi eftir hann. Í máli þessu krefja stefndu í raun um hluta af kröfu Markúsar E. Jensens h/f á hendur Markúsi F. Jensen. Ekki hafa fram komið heimildir frá hlutafélaginu til handa stefndu til fjárheimtu þessarar. Eiga stefndu því eigi aðild að máli þessu, og ber að sýkna áfrýjanda af kröfum þeirra. Áfrýjandi sótti ekki þing í héraði. Ber því að dæma hana til að greiða stefndu málskostnað í máli þessu, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr, 12.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Elín B. Jensen, á að vera sýkn af kröfum stefndu, Ingólfs Fr. Hallgrímssonar og Ingu Jónsdóttur, í máli þessu. Áfrýjandi greiði stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 26. júlí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 28. júní s.l., hefur Hörður Einars- son héraðsdómslögmaður, Túngötu 5, Reykjavík, höfðað f. h. hjónanna Ingólfs Fr. Hallgrímssonar og Ingu Jónsdóttur, Eski- firði, Eskifjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu, fyrir sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 25. júní s.l., gegn Elínu B. Jensen, Leifsgötu 3, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 20.183.33 með 1% dráttarvöxtum á mánuði og hluta úr mánuði 1469 frá 1. janúar 1966 til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt aukatekjulögum og lágmarksgjaldskrá L. M. F. Í. Stefnandi kveður skuld þessa stafa af uppgjöri Í sambandi við sölu á hlutafélagi, sem stefndi og stefnendur hafi verið hluthafar í. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er henni þó löglega stefnt. Verður þá, sbr. 118. gr. laga nr. 85/1936, að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru Í samræmi við dómkröfur stefnanda, verða þær teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 4.900.00. Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Jóhanni Ólafssyni kaupmanni og Halldóri Ingimarssyni skipstjóra. Dómsorð: Stefndi, Elín B. Jensen, greiði stefnendunum, Ingólfi Fr. Hallgrímssyni og Ingu Jónsdóttur, kr. 20.183.33 með 1% dráttarvöxtum á mánuði og hluta úr mánuði frá 1. janúar 1966 til greiðsludags og kr. 4.900.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 17. desember 1969. Nr. 237/1969. Karl Jónsson og Jón Ingibersson f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens gegn Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmanna. eyjum h/f. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frestur. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 10. nóvember 1969, sem barst Hæstarétti 10. þ. m., hefur sóknaraðili kært úrskurð, sem upp var kveðinn 5. nóvember 1969 á bæjarþingi Reykjavíkur í máli sóknar- aðilja gegn varnaraðilja. 1470 Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og synjað um frest þann, sem krafizt er. Þá krefst sóknaraðili og kærumálskostnaðar úr hendi varnar- aðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðilja dæmt að greiða varnaraðilja kærumálskostnað, er ákveðst kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Karl Jónsson og Jón Ingibersson f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens, greiði varnaraðilja, Fiski- mjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f, kr. 5.000.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 5, nóvember 1969. Mál þetta var tekið til úrskurðar 3. þ. m. um frestbeiðni stefnda, er kom fram, þegar mál þetta var síðast tekið fyrir á reglulegu bæjarþingi þann 30. október s.1. Óskaði lögmaður stefnda þá eftir fresti til skila á greinargerð, þar til dómur gengi í hæstaréttar- málinu nr. 189/1969, er koma mun fyrir réttinn miðvikudaginn 7. janúar 1970. Áfrýjunarstefna í því máli er gefin út hinn 23. október s.l., en þar áfrýjar Sveinn Snorrason, hæstaréttarlög- maður í Reykjavík, f. h. Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmanna- eyjum h/f samkvæmt heimild í 20. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 57/ 1962 um Hæstarétt Íslands, sbr. 96. gr. skiptalaga nr. 3 12. apríl 1878, og með vísan til dóms Hæstaréttar hinn 26. september 1969 Í málinu nr. 117/1969: Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum h/f gegn Karli Jónssyni og Jóni Ingiberssyni f. h. þrotabús Frið- riks Jörgensens og Unnsteini Beck, skiptaráðanda í Reykjavík, úrskurði eða ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur 5. febrúar 1969 í skiptaréttarmálinu: Þrotabú Friðriks J örgensens, en niðurstaða úrskurðarins var svohljóðandi: „Guðjóni Steingrímssyni hæsta- réttarlögmanni heimilast því f. h. kröfuhafanna Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar að höfða f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens 1471 dómsmál til riftunar samningi Friðriks Jörgensens og Fiskimjöls- verksmiðjunnar í Vestmannaeyjum h/f, dags. 28. desember 1966, um sölu á saltfiskbirgðum og að gera í því máli fjárkröfur um greiðslu á andvirði hins selda fisks svo og kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðilja“. Á bæjarþinginu þann 30. október s.l. neitaði lögmaður stefn- anda lögmanni stefnda um frekari frest til greinargerðar, og krafð- ist þá lögmaður stefnda úrskurðar um það atriði. Ákvað þá bæjar- Þingsdómarinn, að aðiljum gæfist kostur á að tjá sig um ágrein- ingsefnið, áður en það yrði tekið til úrskurðar, og gerðu þeir það í þinghaldi þann 3. þ. m. Mál það, sem hér liggur fyrir til úrskurðar, hafa Karl Jónsson útgerðarmaður, Seyðisfirði, og Jón Ingibersson útgerðarmaður, Ytri-Njarðvík, f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens, Reykjavík, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri þann 3. febrúar 1969, gegn Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f til riftunar kaupsamningi um sölu á fiski samkvæmt reglum gjald- þrotaskiptalaga um riftun ráðstafana þrotamanns. Dómkröfur stefnanda eru þær, að kaupsamningi Friðriks Jörgensens, Reykjavík, og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vest- mannaeyjum h/f, dags. 28. desember 1966, verði rift, að stefnda verði gert að greiða þrotabúinu óskipt kr. 3.998.400.00 auk 12% ársvaxta frá 28. desember 1966 til greiðsludags og að stefnda verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu. Þá áskilur stefn- andi sér rétt til hækkunar á stefnukröfum með framhaldsstefnu vegna ákvæða í 3. gr. kaupsamningsins, enda sé stefnandi reiðu- búinn til að lækka stefnukröfuna, ef áðurnefnt ákvæði leiði til þess. Tildðrögum máls þessa er svo lýst í stefnu, að með kaupsamn- imgi, dagsettum 28. desember 1966, hafi Friðrik Jörgensen, Reykjavík, selt Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f 280 smálestir af blautverkuðum, pökkuðum og metnum saltfiski, sem geymdur hafi verið í kæligeymslum Faxafisks h/f í Hafnar- firði. Umsamið kaupverð hafi verið kr. 3.998.400.00, sem þó hefði getað orðið hærra eða lægra eftir því, hvernig varan mundi seljast á erlendum markaði. Þá hafi verið svo um samið, að kaupverð fisksins gengi til að lækka skuld seljanda við stefnda. Þann 14. apríl 1969 hafi bú seljanda verið tekið til gjaldþrota- skipta. Með stefnu, útgefinni hinn 31. janúar 1968, hafi annar stefn- enda, Karl Jónsson, höfðað mál á bæjarþingi Reykjavíkur til 1472 riftunar á fyrrgreindum kaupsamningi. Því máli hafi verið vísað frá héraðsdómi með dómi bæjarþings Reykjavíkur hinn 9. október 1968 og hafi sá dómur verið staðfestur með dómi Hæstaréttar. Á skiptafundi í þrotabúinu hinn 20. janúar s.l. hafi stefn- endum þessa máls, sem báðir séu meðal kröfuhafa í búinu, verið heimiluð málssókn f. h. búsins til riftunar framangreindum fisk- sölusamningi og til greiðslu á andvirði fisksins. Í stefnu segir, að riftunarkrafan byggist á því, að umræddur samningur hafi verið gerður svo skömmu fyrir gjaldþrotið, að í honum felist stórfelld ívilnun til handa einstökum kröfuhafa á kostnað annarra kröfuhafa. Í greinargerð í málinu rekur lögmaður stefnanda málavexti og málsástæður nánar. Segir þar m. a., að áðurnefndurr Friðrik Jörgensen hafi rekið umfangsmikla útflutningsverzlun í Reykja- vík um nokkurra ára bil, en bú hans hafi verið tekið til gjald- Þrotaskipta hinn 14. apríl 1967, svo sem áður getur. Síðan segir svo orðrétt í greinargerðinni: „Þegar kröfulýsingarfrestur var liðinn, var ljóst, að lýstar kröfur námu kr. 54.310.862.00, en eignir voru hins vegar tiltölu- lega litlar í búinu. Þá kom einnig fram, að þrotamaðurr hafði um áramótin 1966—67 afhent viðskiptafélögum sínum í Vestmanna- eyjum mest allar eignir sínar, þar á meðal fiskbirgðir, hlutabréf, skip o. fl, upp í skuldir sínar við þessa aðila. Kom í ljós, að skipta- rétturinn átti í fórum sínum samrit þriggja slíkra kaupsamninga. Þessir samningar eru: 1. Kaupsamningur, dags. 28/12 '66, þar sem Friðrik Jörgensen selur Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f 280 smá- lestir af blautverkuðum, pökkuðum og metnum saltfiski fyrir kr. 3.998.400.00. Samningurinn er undirritaður af Þorsteini Sig- urðssyni og Sveini Snorrasyni f. h. kaupanda og af Friðrik Jörgen- sen sem seljanda. 2. Kaupsamningur, dags. 28/12 '66, þar sem Friðrik Jörgensen selur Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum 110 smál. af þurrverkuðum smáfiski (bútung) fyrir kr. 2.244.000.00. Samningurinn er undir- ritaður af Þorsteini Sigurðssyni f. h. kaupanda og af Friðrik Jörgensen sem seljanda. Þessi fiskur er geymdur hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem á í honum haldsrétt vegna vangoldinna verk- unarlauna að fjárhæð ca. kr. 300.000.00. Kaupendum hefur að- eins tekizt að selja ca. 50 tonn til útflutnings, þar sem þessi fiskur er verkaður fyrir Nígeríumarkað, en sá markaður hefur verið lokaður sökum styrjaldarástands í Nígeríu. 1473 3. Kaupsamningur, dags. 19/1 '67, þar sem. Friðrik Jörgensen og eiginkona hans, Þórunn Þorsteinsdóttir, selja Fiskiðjunni (sic) h/i, Ágústi Matthíassyni og Þorsteini Sigurðssyni hlutabréf seljanda í Fiskiðjunni h/f (einn fjórða hluta allra bréfanna) í Fiskimjöls- verksmiðjunni h/f, (% eða % hluta allra bréfanna), 74 hluta í v/b Sindra, VE 203, og %% hluta í v/b Marz, VE 204. Kaupverð hinna seldu hlutabréfa og skipshluta var kr. 8.100.000.00, en skv. dskj. nr. 9 virðist nettó verðmæti hafa verið talið ca. 2.6 millj. króna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um riftun þessa samnings af hálfu þrotabúsins. Fram kemur í dskj. nr. 9, að Friðrik Jörgensen hefur boðið Fiskiðjunni h/f og Fiskimjölsverksmiðjunni h/f ýmsar aðrar eignir til afhendingar upp í skuldir sínar við þessa aðila. Er mér ekki kunnugt um, að hve miklu leyti hefur orðið úr þeim við- skiptum. Ég hefi með bréfi til skiptaráðanda, dags. 30/12 ?'68, krafizt þess, að hann léti fara fram réttarrannsókn út af þessu tilboði þrotamanns, en mér er ekki kunnugt um, hvort skipta- ráðandi hafi hafizt handa um það. Á skiptafundi í þrotabúinu 12. jan. sl. voru lesin upp bréf Skúla J. Pálmasonar, hdl., dags. 18/9 '67, og mitt, dags. 11/1 '68, þar sem við gerðum kröfu til, að samningum þeim, sem hér greinir að framan undir 1. og 2. lið, verði rift. Krafðist Skúli riftunar á samningnum við Fiskiðjuna h/f vegna sölu á smá- fiskinum (2. liður), en ég krafðist riftunar á saltfisksamningn- um við Fiskimjölsverksmiðjuna h/f (1. liður). Ég lýsti því yfir, að umbj. m. væri reiðubúinn að reka riftunarmál gegn Fiski- mjölsverksmiðjunni h/f, búinu að skaðlausu, og eftir að Skúli J. Pálmason, hdl., hafði lýst því yfir, að hans umbjóðendur væru ekki viðbúnir að höfða riftunarmál upp á eigin spýtur, tók ég einnig að mér riftunarmálið gegn Fiskiðjunni h/f. Bókað er orðrétt, sjá dskj. nr. „Leitað var álits fundarmanna, hvort heimila ætti framan- greindar málssóknir búinu að kostnaðarlausu. Mótmæli komu fram frá Sveini Snorrasyni, hrl. Skiptaráðandi ákvað að veita Guðjóni Steingrímssyni, hrl. f. h. Karls Jónssonar heimild til að höfða mál til riftunar á sölusamningi gjaldþrota og Fiski- mjölsverksmiðjunnar og Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum, dags. 28. des. 1966, búinu að kostnaðarlausu, enda renni það fé, sem kann að fást við riftunina, inn í búið“. Á þessum fundi voru mættir eftirtaldir lögmenn: Skúli J. Pálmason, hdl., Gísli Sigurkarlsson, hdl., v/Páls S. Pálssonar, 93 1474 hrl., Benedikt Sveinsson, hdi., Guðmundur Pétursson, hrl., Sveinn Snorrason, hrl. Guðjón Steingrímsson, hrl. sem einnig mætti vegna Þórhalls Vilhjálmssonar, hrl., og Einar Viðar, hrl. Aðeins Sveinn Snorrason hreyfði mótmælum gegn því að heimila málssóknirnar, og lít ég svo á, að hinir lögmennirnir hafi verið samþykkir ákvörðun skiptaráðanda um að veita máls- sóknarumboð. Að vísu bar skiptaráðandi ekki þessar heimildir undir atkvæði fundarmanna formlega, og geri ég ráð fyrir, að honum hafi fundizt það óþarfi, þar sem mótmæli komu aðeins frá Sveini Snorrasyni, lögmanni þeirra kröfuhafa, sem máls- sóknirnar áttu að beinast gegn“. Í framhaldi af þessu segir lögmaður stefnanda í greinargerð sinni, að hann líti svo á, að áðurnefndir lögmenn hafi samþykkt málssóknirnar fyrir hönd umbjóðenda sinna, og þegar litið sé á lýstar kröfur í búið, sjáist, að þessir lögmenn hafi haft á bak við sig mjög verulegan hluta kröfuhafa í búinu annarra en Sveins Snorrasonar. Samkvæmt dskj. nr. 5 séu kröfur umbjóðenda þeirra samtals að fjárhæð kr. 26.575.696.02. Kröfufjárhæðin sé þó raunar hærri, þar sem kröfur erlendra kröfuhafa, sem þarna séu með- taldir, þ. e. Chemical ér Feeds og L. Winsche ér Co., hafi hækkað síðan um ca. 3.6 milljónir vegna gengisbreytingar í nóvember árið 1967. Síðan segir orðrétt í greinargerðinni svo: „Sveinn Snorrason, hrl., hefur lýst verulegum fjárhæðum í búið, eða alls kr. 26.510.301.29, þannig: v/Fiskiðjunnar h/f .. .. .. .. .. .. íkr. 6.144.398.72 w/Þorsteins Sigurðssonar .. .. .. .. — 350.000.00 w/Fiskimjölsverksmiðjunnar h/f .. „. — 19.758.872.57 v/Lifrarsamlags Vestmannaeyja .. .. — 257.036.00 Kr. 26.510.301.29 Eins og sjá má, eru umbjóðendur Sveins einmitt þeir aðilar, sem málshöfðanirnar beindust að (nema Lifrarsaml. Vestmanna- eyja). Þar af leiðandi var hann ekki atkvæðisbær f. h. þessara aðila. Hann heldur því að vísu fram, að hann hafi atkvæðisrétt f. h. Fiskiðjunnar h/f varðandi málssókn á hendur Fiskimjöls- verksmiðjunni h/f og f. h. Fiskimjölsverksmiðjunnar h/f varð- andi málssókn gegn Fiskiðjunni h/f. Ég held því hins vegar fram, að hann hafi engan atkvæðisrétt, þar sem hagsmunir þess- ara aðila séu svo samofnir. Þannig eru báðir kaupsamningarnir 1475 gerðir sama dag og af sömu mönnum með aðstoð sama lögmanns, sem vann að samningsgerðum báðum á sama tíma, sbr. t. d. dskj. nr. 8 og 9. Þá eru sömu menn í stjórn beggja félaganna. Enn fremur er ljóst, að sömu ástæður geta leitt til riftunar samn- inganna, sérstaklega ef ákvæði 23. gr. gjaldþrotaskiptalaga leiða til riftunar. Þegar á allt þetta er litið, taldi ég umbj. m. hafa verið veitt fullt og ótakmarkað umboð búsins til að höfða umrædd riftunar- mál. Þegar eftir að skiptafundinum þann 12. jan. '68 var lokið, tjáði ég Sveini Snorrasyni, hrl., að ég myndi byrja á riftunar- málunum næstu daga og senda honum stefnur til uppáskriftar. Hafði hann ekkert við það að athuga. Ég gaf stefnurnar út 22. jan. til þingfestingar á bæjarþingi Reykjavíkur þann 1. febr. 68 og sendi þær síðan honum til baka. Hins vegar ritaði hann skiptaráðanda bréf, dags. 25/1 '68, þar sem hann ítrekar mót- mæli sín gegn málssóknum og kemur með nokkrar nýjar ástæður fyrir þessum mótmælum. Þetta bréf var lagt fram á skiptafundi 26. jan. '68, en á þeim fundi var engin ákvörðun tekin um að draga úr umboðum mínum. Skiptaráðandi hringdi til mín eftir fundinn, eins og hann lýsir í dskj. nr. 17. Var þá ljóst orðið, að Sveinn Snorrason myndi ekki skrifa upp á stefnurnar. Ég sagði skiptaráðanda, að ég myndi verða við óskum hans að fella úr stefnunum. orðin „f. h. þrotabús Friðriks Jörgensen“, enda teldi ég þau ekki skipta neinu máli, þar sem ég teldi mig hafa umboð búsins allt að einu. Hins vegar tjáði ég skiptaráðanda, að rift- unarmálin myndu byggjast á því að fá varnaraðila dæmda til að skila búinu þeim fiski, sem þeir hefðu keypt af þrotamanni, eða andvirði hans, að svo miklu leyti sem þeir hefðu þegar seit hann til útlanda. Aðrar dómkröfur væru tilgangslausar og til þess gerðar að stofna til langvarandi málaferla. Ef aðeins væri feng- inn dómur fyrir heimild til riftunar í þessu máli, þyrfti e. t. v. nýja málssókn til að fá aðfararhæfan dóm til afhendingar á fiski eða til greiðslu andvirðis hans. Ég teldi, að slíkur mála- rekstur yrði sízt til að flýta fyrir skiptum búsins, og auk þess væru slíkar kröfur vart dómhæfar réttarfarslega séð. Ég sagði skiptaráðanda að lokum, að ég myndi halda áfram með málin, eins og ekkert hefði í skorizt. Gaf ég síðan út nýjar stefnur, dags. 31. jan. til þingfestingar 15. febr. Þessar stefnur voru birtar af stefnuvottum. Þann 16. maí '68 fór fram málflutningur um frávísunarkröfur 1476 stefndu, en síðan var málið endurupptekið þann 27. maí og að- ilum gefinn kostur á að afla skýrra gagna um það, hvort þrota- búið væri samþykkt málssókninni, eins og hún lægi fyrir. Á skiptafundi 19. sept. '68 var samþykkt tillaga Guðmundar Péturssonar um, „að málshöfðanda, Karli Jónssyni, yrði veitt heimild til þess að halda áfram riftunarmálunum, sem þegar hafa verið höfðuð, og gera í þeim kröfur, bæði um riftun samn- inga og ákveðnar fjárkröfur á hendur varnaraðilum um skil á hinum umsömdu verðmætum eða andvirði þeirra á hendur þrota- búinu“. Þann 20. sept. s.l. voru málin enn sótt og varin um frávísunar- kröfur stefndu. Dómar voru uppkveðnir 9. okt. s.l, og urðu niður- stöður þær sömu í báðum málunum, að þeim var vísað frá dómi, þar sem vafi þótti leika á því, hvort búið vildi vera aðili að málunum. Frávísunardómarnir voru kærðir til Hæstaréttar í samráði við skiptaráðanda, en Hæstiréttur staðfesti dóma bæjar- Þingsins þann 28/11 s.l. Eftir að dómar Hæstaréttar voru fallnir, gerði ég þegar kröfu til, að boðað yrði til nýs skiptafundar, þar sem tekin yrði álkvörð- un um áframhaldandi málshöfðanir. Boðaði skiptaráðandi til nýs fundar með auglýsingu í Lögbirtingablaði 10. des. s.l., sbr. dskj. nr. |. Var sá fundur haldinn 17. des. Tillaga mín, sem ég lagði þá fram um framhald málssóknar gegn Fiskiðjunni h/f og Fiski- mjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f, var ekki tekin til atkvæðagreiðslu á þeim fundi, en fundi frestað til 27. des. Engin endanleg ákvörðun var tekin á þeim fundi, en fundi frestað til 20. jan. s.l. Á þeim fundi féll ég frá kröfu minni um málssókn gegn Fiskiðjunni h/f, þar sem ég féllst á, að vafasamt væri, hvort búið hefði nokkurn hag af að rifta kaupsamninigi þrotabús- ins við það félag, þar sem bútungurinn, sem sá samningur fjallar um, væri óseldur og e. t. v. óseljanlegur. Hins vegar var nú tillaga mín um málshöfðun á hendur stefndu í þessu máli borin upp svohljóðandi: „Skiptafundur ákveður að heimila Guðjóni Steingrímssyni, hrl., vegna Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar að höfða fyrir hönd þrotabúsins riftunarmál gegn Fiskimjölsverðsmiðjunni í Vestmannaeyjum til riftunar samningi, dags. 28. des. 1966, og gera í því máli kröfu um greiðslu á andvirði saltfisks auk vaxta og málskostnaðar. Málssóknin verði búinu að kostnaðarlausu að því leyti, að Guðjóni Steingrímssyni, hrl., beri aðeins málflutningslaun, reiknuð af þeim verðmætum, sem koma inn í búið með þessari málssókn. 1477 Verði niðurstaða málsins á þann veg, að málskostnaður verði lagður á sóknaraðila, mun Guðjón Steingrímsson taka þann kostnað á sig“. Með tillögu íþessari greiddu atkvæði umboðsmenn kröfuhafa, sem hafa bak við sig um 20 millj. króna í lýstum kröfum, og er því enginn vafi á, að tillagan hafi hlotið löglegt sambykki. Skiptaráðandi tók sér frest til að taka afstöðu til tillögunnar og atkvæðagreiðslunnar. Hann hefur þann 5. þ. m. tekið þá ákvörðun að telja tillöguna samþykkta, sbr. dskj. nr. 12. Friðrik Jörgensen hafði í nokkur ár rekið mjög umfangsmikla útflutningsverzlun, þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Var hér einkum um að ræða verzlun með fiskafurðir í umboðssölu fyrir fjölmarga framleiðendur, þar á meðal fyrir stefndu í þessu máli. Seint um haustið 1966 vaknaði sá grunur, að Friðrik Jörgen- sen stæði ekki lengur í skilum með yfirfærslu kaupverðs afurða frá erlendum kaupendum til framleiðenda, þar á meðal stefndu. Lét Útvegsbankinn, sem var viðskiptabanki Friðriks, fara fram rannsókn á bankaviðskiptum hans, og kom þá verulegt misferli í ljós og stórfelldur fjárdráttur gagnvart framleiðendum, þar á meðal stefndu. Var þá ljóst, að ólíklegt væri, að Friðrik gæti staðið í skilum við framleiðendur, þar á meðal við stefndu, sem hann skuldaði þá yfir 25 millj. króna. Forráðamenn stefndu, sem einnig reka Fiskiðjuna h/f í Vest- mannaeyjum, sem Friðrik skuldaði á þeim tíma rúmar 6 millj. króna, hófust handa í des. '66 að fá Friðrik til að afhenda sér eignir sínar upp í inneignir þeirra án þess að skeyta um, hvort nokkuð yrði afgangs handa öðrum skuldheimtumönnum hans, en þeim var þó fullkunnugt um, að þessar skuldir væru stórfelldar. Þannig vissu þeir t. d. fullvel, að hann hafði svikið brezka firmað Chemicals ár Feeds Ltd. um andvirði heils farms af síldarlýsi, £ 83.319-7-1, en lýsið var einmitt framleitt í verksmiðju stefndu í Vestmannaeyjum. Samband þessara manna við Friðrik hafði verið mjög náið mörg ár, enda var hann hluthafi í fyrirtækjum þeirra, þar á meðal í hinu stefnda félagi, og jafnvel í stjórn þeirra og procuru- hafi Fiskiðjunnar h/f. Má telja víst, að þeir hafi betur en aðrir verið kunnugir hans högum og vitað, þegar hér var komið, að stórlega skorti á, að Friðrik ætti fyrir skuldum. Í þessu sambandi vísa ég til bréfs Friðriks, dags. 19/1 '67, dskj. nr. „ þar sem Friðrik staðfestir það, sem hann hafði áður sagt stefndu, að hann bjóði þeim ýmsar eignir sínar, alls að verðmæti ca. kr. 1478 22.6 milljónir, sem greiðslu eða tryggingu fyrir greiðslu. Má telja tvímælalaust, að stefndu hafi verið ljóst, að hér voru eignir Friðriks taldar upp tæmandi, og ýktar þó. Þegar bréf þetta er ritað, höfðu þá þegar verið gerðir 3 kaupsamningar til afhend- ingar á hluta af þeim verðmætum, sem þar eru talin, og má því gera ráð fyrir, að tilboð þetta hafi legið fyrir, áður en þær samn- ingsgerðir hófust. Var stefndu að sjálfsögðu ljóst, að þessar eignir hrukku hvergi nærri fyrir skuldum Friðriks við þá, enda hófust þeir handa þann 27. jan. '67 um að leggja löghald á aðrar eignir hans. ví er haldið fram, að stefndu hafi verið kunnugt, þegar um- ræddur samningur var gerður, að Friðrik hafi ekki átt fyrir skuldum og að með gerð hans hafi þeim verið ívilnað á kostnað annarra skuldheimtumanna á saknæman hátt. Sé því samningur- inn riftanlegur skv. 23. gr. gjaldþrotaskiptalagia. Riftunarkrafan er þó aðallega byggð á 19. gr. gjaldþrotaskipta- laga, en þar segir, að „hafi þrotamaður á síðustu 6 mánuðum, áður en hann varð gjaldþrota, greitt skuld, hvort sem hún var fallin í gjaldaga eða eigi, með því að láta af hendi við lánar- drottin fasteign, skip eða aðra þá muni, er telja verður óvana- legan gjaldeyri, eftir öllum ástæðum, eða hefur greitt skuld, er eigi var fallin í gjalddaga, þó með vanalegum gjaldeyri sé greitt, þá getur búið rift greiðslunni og krafizt þess, að lánarðrottinn skili aftur því, sem hann hefur fengið, eða andvirði þess“. Ég tel að skilyrði til riftunar umigetnum fisksölusamningi séu fyrir hendi skv. 19. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Þannig er ljóst, að samningur er gerður á síðustu 6 mánuðum, áður en skiptin byrj- uðu. Samningurinn er gerður 28/12 '66, en skiptin byrjuðu 14/4 '67, eða aðeins 3 mánuðum og 16 dögum síðar. Enn fremur er ljóst, að saltfiskur sá, sem seldur var, er „óvenjulegur gjald- eyrir“ í merkingu laganna. Fyrirtæki stefndu rekur síldar- og fiskimjölsverksmiðju, og annaðist þrotamaður sölu á afurðum hennar, lýsi og mjöli. Ekki er kunnugt um, að fyrirtækið verkaði salfisk eða annaðist útflutning á saltfiski fyrir aðra. Þrotamaður stundaði hins vegar útflutninlgsverzlun með fiskafurðir, og þar á meðal annaðist hann allan útflutning fyrir stefndu, enda var skuld hans við stefndu þannig til komin, að hann gat ekki staðið í skilum með greiðslu á andvirði hinna seldu afurða. Þrotamanni bar að sjálfsögðu að greiða andvirði í peningum, enda hafði það jafnan verið venjan í viðskiptum þeirra, að þrotamaður greiddi andvirðið inn á sérstakan „lokaðan reikning“ í Útvegsbanka Ís- 1479 lands. Greiðsla upp í skuld þessa með saltfiski er því riftanleg, þar sem saltfiskur er í þessu sambandi „óvenjulegur gjaldeyrir“. Þegar þessi greinargerð er rituð, liggur ekki ljóst fyrir, hversu hátt verð fékkst fyrir hin umræddu 280 tonn af saltfiski, sem mál þetta snýst um. Stefndu hafa ekki lagt fram nein gögn, sem sýna það nákvæmlega, þrátt fyrir áskoranir í þá átt. Málið er því höfðað til greiðslu á kr. 3.998.400.00, en réttur er áskilinn til höfðunar framhaldssakar, þegar þessar upplýsingar eru fyrir hendi“. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur þann 13. febrúar s.l. Fékk þá lögmaður stefnda með samþykki lögmanns stefnanda frest til greinargerðar, fyrst til 27. febrúar og aftur til 13. marz s. á. Er málið var þá tekið fyrir á hinu reglulega bæjarþingi, lagði umboðsaður stefnda fram afrit af kæru til Hæstaréttar (dskj. nr. 17). Hefur þá bæjarþingsdómarinn bókað eftirfarandi í þingbók: „Umboðsmaður stefnda fór fram á að fá greinargerðarfrest í hálfan mánuð, en umboðsmaður stefnanda harðneitaði að veita frestinn og krafðist úrskurðar um ágrein- ingsatriðið. Þar eð umboðsmaður stefnda lagði fram í dag kæru til Hæsta- réttar, þar sem kærður er úrskurður skiptaréttar frá 5. febrúar 1969 um heimild handa Guðióni Steingrímssyni til höfðunar riftunaarmáls á hendur Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyj- um h/f, f. h. Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar, þá ákvað dómarinn með heimild í 2. mgr. 117. gr. laga nr. 85/1936 að fresta málinu ex officio um óákveðinn tíma, þar eð úrskurður kærumálsins hefði verulega þýðingu fyrir úrslit framangreinds máls“. Samkvæmt þessu var málinu frestað um óákveðinn tíma. Hinn 26. september s.l. gekk hæstaréttardómur í áðurnefndu kærumáli, þar sem því var vísað frá Hæstarétti. Bæjarþinginu barst síðan bréf, dagsett 3. október 1969, frá Guðjóni Stein- grímssyni hæstaréttarlögmanni, lögmanni stefnanda þessa máls, bar sem hann óskar eftir því, að ákveðinn verði tími til fyrir- tektar málsins. Málið var tekið fyrir hinn 23. október á reglu- legu bæjarþingi, og lagði þá lögmaður stefnanda fram áðurnefnt bréf svo og afrit dóms Hæstaréttar í áðurnefndu kærumáli (dskj. nr. 18 og 19). Fékk þá lögmaður stefnda með samþykki lögmanns stefnanda frest til skila á greinargerð til 30. október s.1. Er málið var tekið fyrir á reglulegu bæjarþingi þann dag, óskaði lögmaður stefnda enn eftir frekari fresti, en lögmaður stefnanda neitaði, 1480 svo sem áður hefur verið rakið. Svo sem einnig er áður getið, gaf dómarinn lögmönnum kost á að tjá sig munnlega um ágrein- ingsefni þetta, áður en úrskurður yrði á það lagður. Lögmaður stefnda ítrekaði kröfu sína, er hann gerði á reglu- legu bæjarþingi þann 30. október s.l. þess efnis, að honum. yrði veittur frestur til skila á greinargerð, þar til fyrir lægi niður- staða Hæstaréttar í hæstaréttarmálinu nr. 189/1969, en þess máls hefur verið getið hér að framan. Lögmaður stefnda sagði, að áfrýjun þessi væri nauðsynleg til þess að fá hnekkt ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur frá 5. febrúar 1969 um umboð til handa stefnendum þessa máls til höfðunar þess fyrir bæjarþingi Reykja- víkur. Sagðist lögmaðurinn telja, að þeir gallar væru á afgreiðslu skiptaréttarmálsins, að frávísun þessa máls hér fyrir dómi mundi varða, en þar sem hér væri um hliðsetta dómstóla að ræða, teldi hann naumast, að þessi dómur væri bær um að fjalla um það ágreiningsefni, og hefði hann því áfrýjað ákvörðun skiptaréttarins til Hæstaréttar. Frávísunarkrafa í því máli, sem hér lægi fyrir dómi, byggðist hins vegar að sjálfsögðu á niðurstöðu Hæstaréttar í áðurnefndu áfrýjunarmáli. Lögmaður stefnanda ítrekaði þá dómkröfu sína, að synjað yrði um umbeðinn frest. Sagði lögmaðurinn, að svo virtist, að hér væri einungis um að ræða tilraun til þess að fá máli þessu frestað óeðlilega lengi, því að lögmanni stefnda væri í lófa lagið að koma fram með frávísunarkröfu hér fyrir dómi, en sá háttur væri miklu fljótvirkari en sá, sem lögmaður stefnda hefði haft á. En jafnvel þótt lögmaður stefnda hefði áfrýjað ákvörðun skipta- réttar um málshöfðunarheimild stefnanda þessa máls, væri ekkert því til fyrirstöðu, að hann skilaði greinargerð í máli þessu, svo sem lög stæðu til. Sagði lögmaðurinn, að það væri andstætt öllum lögum, að frekari frestur til greinargerðar yrði veittur Í máli þessu. Þegar virtir eru málavextir, svo sem þeir hafa nú verið raktir í máli þessu, eins og það liggur hér fyrir dómi, þykir rétt með hliðsjón af 2. mgr. 117. gr. laga nr. 85/1936 að taka til greina kröfu stefnda um frest til skila á greinargerð, þar til úrslit hæstaréttarmálsins nr. 189/1969 liggja fyrir. Ákvörðun málskostnaðar bíður endanlegs dóms í málinu. Björn Þ. Guðmundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp úrskurð þennan. 1481 Úrskurðarorð: Hinn umbeðni frestur er veittur. Ákvörðun málskostnaðar bíður endanlegs dóms í málinu. Miðvikudaginn 17. desember 1969. Nr. 238/1969. Pétur Pétursson gegn Elísabeth Clausen. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Vitni. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 57/1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. október 1969, er hingað barst 10. desember 1969. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og varnaraðilja dæmt að greiða honum kærumáls- kostnað. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðilja dæmt að greiða honum kæru- málskostnað. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst kr. 5.000.00. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Pétur Pétursson, greiði varnaraðilja, Elísabeth Clausen, kærumálskostnað, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 1482 Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 17. október 1969. Mál þetta er risið hér fyrir skiptaréttinum milli málsaðilja, Elísabethar Clausens, Gnoðarvogi 64, og manns hennar, Péturs Péturssonar kaupmanns, í sambandi við skipti á búi þeirra vegna væntanlegs hjónaskilnaðar þeirra. Verða nú rakin helztu atriði málsins. Með bréfi til skiptaréttar Reykjavíkur, dags. 18. ágúst s.l., óskaði lögmaður Elísabethar Clausens eftir, að bú þeirra, hennar og manns hennar, Péturs Péturssonar, yrði tekið til skipta. 20. sama mánaðar var svo hafin uppskriftargerð í málinu. Við gerð þessa lá fyrir endurrit úr hjónaskilnaðarbók Reykjavíkur, og kemur þar aðeins fram varðandi búskiptin, að maðurinn fer fram á, að eignaskipti fari fram samkvæmt kaupmála, gerðum fyrir giftingu, eins og lög standi til. Einnig var lagt fram í þessu réttarhaldi ljósrit af kaupmála milli aðilja. Í réttarhaldi þessu var maðurinn ekki mættur, en lögmaður hans lýsti því yfir, að hann vissi ekki um neinar sameiginlegar eignir hjónanna. Sagði hann, að tilgangurinn með kaupmálanum hafi verið sá, að um eignir þeirra færi sem þau væru ógift. Hins vegar tók konan fram, að hún teldi kaupmálann, sem fram væri lagður, tæmandi upptalningu á séreign hjónanna að undanskilinni bif- reiðinni R 19900, sem af vangá hafi fallið niður wið upptalningu í kaupmála sem séreign hennar. Jafnframt tók konan fram, að hún teldi, að um verulegar eignir væri að ræða, sem sé sameign þeirra. Ekki var konan við því búin að benda á þessar eignir og óskaði eftir fresti til þess. Jafnframt benti konan á, að maðurinn hefði geymsluhólf í Búnaðarbanka Íslands, og gerði kröfur til þess, að hólfið yrði innsiglað, þar til rétturinn hefði tíma til að skrifa upp það, sem í því væri. Þessari síðustu kröfu konunnar var þegar andmælt af hálfu lögmanns mannsins. Var atriði þetta tekið til úrskurðar, þegar málið hafði verið reifað, og síðan úr- skurður uppkveðinn, og féll hann á þá leið, að hólfið skyldi inn- siglað og að ekki skyldi í hólfið farið án leyfis skiptaráðandans í máli þessu. Fimmtudaginn 21. ágúst var uppskriftargerðinni haldið áfram, og voru þá skrifuð upp málverk í íbúð hjónanna að Gnoðarvogi 64, en engin viðurkenning kom fram um, hvort málverkin væru séreign eða hjúskapareign. Konan lýsti því yfir, að hún ætti sem einkaeign tvö af málverkunum, og var því ekki andmælt, en gaf engar yfirlýsingar varðandi hin málverkin, sem voru 21 að tölu. 1483 Krafðist lögmaður mannsins þess nú, að málverkin, sem konan taldi ekki sína persónulegu eign, yrðu tekin úr vörzlu hennar. Andmælti lögmaður konunnar þeirri ráðstöfun, og var það atriði tekið til úrskurðar, eftir að málið hafði verið reifað, eins og málsaðiljar óskuðu. Féll úrskurður á þá leið, að málverkin skyldu tekin í vörzlu skiptaréttarins. Í skiptarétti 3. september skyldi haldið áfram að skrifa upp og virða eignir nefndra hjóna. Er þar meðal annars bókað: „Þá er bent á útistandandi skuld hjá Þóri Jónssyni forstjóra eða fyrir- tæki hans, Þóri Jónssyni ér Co., eða Sveini Egilssyni h.f., sem er að fjárhæð kr. 1.500.000.00. Konan will geta þess, að henni er kunnugt um, að Þórir tók umrætt lán, en vera má, að hann hafi greitt það. Skorað er á manninn að gefa upplýsingar um fé þetta og hvar það sé“. Einnig voru Í réttarhaldi þessu nefnd tvö önnur verðmæti, er talin voru tilheyrandi félagsbúinu. Í þessu sama réttarhaidi er meðal annars bókað eftir lögmanni mannsins, en sjálfur var maðurinn ekki mættur: „Eins og áður mótmæli ég því, að í hjúskap aðilja þessa máls hafi nokkru sinni myndazt sameign eða félagsbú, og vísa um það til hins framlagða kaupmála ...“. Og enn fremur er þar bókað eftir sama lögmanni: „Að því er snertir viðskipti umbjóðanda míns við Þóri Jónsson eða fyrirtæki hans, þá eru þau mér með öllu ókunn, en á meðan sóknaraðili færir ekki full rök að því, að þar hafi Pétur ráðstafað eignum félagsbús þeirra hjóna, þá tel ég kröfu þessa á engum rökum reista“. Með skírskotun til þessa mótmælti lögmaður um hina umbeðnu uppskrift. Var þá ákveðið að reka sérstakt skiptaréttarmál um ágreininginn um framhald uppskriftargerðarinnar, og hafa nú báðir aðiljar skilað greinar- gerð í því máli. Í greinargerð lögmanns sóknaraðilja, konunnar, í því máli segir, að hann geri þær dómskröfur, að uppskrift fari fram og að varn- araðilja verði dæmt að greiða umbjóðanda hans málskostnað. Þá segir þar: „Þær eignir, er umbjóðandi minn hefur krafizt upp- skriftar á, falla ekki undir kaupmála hjónanna. Að því leyti er venjulegt helmingafélag með hjónunum“. Enn fremur segir |þar: „Ef varnaraðili lætur undir höfuð leggjast að koma fyrir dóm og gefa skýrslu um sakaratriði þrátt fyrir áskorun fulltrúa míns á dómþingi 3. sept. þ. á., er þess krafizt, að skýrsla umbjóðanda míns verði lögð til grundvallar“. Lögmaður mannsins gerir þær kröfur í því máli, að neitað verði um hina umbeðnu uppskrift og að honum verði tildæmdur 1484 málskostnaður. Aðalmálsástæður varnaraðilja í því máli eru þessar: Með kaupmála aðilja þessa máls, sem gerður var fyrir giftingu þeirra, var svo ákveðið, að allar eignir Þeirra, sem þau áttu fyrir stofnun hjúskapar, skyldu vera séreign þeirra hvors um sig. Sama skyldi og um sjálfsaflafé þeirra, arf og persónulegar (gjafir. Var tilgangur aðilja þannig sá, að fjárhagur þeirra skyldi aðskildur frá upphafi, enda ráku þau bæði sjálfstæða atvinnu, maðurinn verzlun og konan hárgreiðslu. og snyrtistofu, og hvort um sig átti erfingja, sem þau vildu á þennan hátt taka tillit til. Sam- kvæmt þessu gat aldrei myndazt neitt félagsbú, og telur lögmaður mannsins, að engin rök séu færð fyrir því gagnstæða af gagn- aðilja. Til réttarhalds í málinu 24. september stefndi lögmaður kon- unnar Þóri Jónssyni forstjóra, er að framan er nefndur, sem vitni Í málinu. Í því þinghaldi mætti vitnið ekki, en hafði tilkynnt lögleg forföll. Í réttarhaldi í málinu viku síðar, þ. e. 1. þ. m., mætti vitni þetta hins vegar óstefnt, og skyldi witnaleiðsla nú fara fram, en lögmaður varnaraðilja mótmælti því, að witna- leiðslan færi fram. Í þessu réttarhaldi var varnaraðili Pétur Pétursson, einnig mættur sjálfur. Í þessu réttarhaldi létu lög- menn beggja aðilja bóka kröfur sínar og málsástæður og lögðu atriðið síðan í úrskurð réttarins, og skal nú vikið að bókunum aðilja hvors um sig. Lögmaður sóknaraðilja tók fram, að 3. september hafi hann krafizt þess, að uppskrift færi fram, meðal annars á útistandandi skuld hjá Þóri Jónssyni ér Co. eða Þóri J ónssyni persónulega eða Sveini Egilssyni h/f og sé talið, að krafa þessi nemi kr. 1.5 00.000.00, en lögmaður varnaraðilja hafi sagt, að sér væri með öllu ókunnugt um þessa kröfu. Taldi lögmaður sóknaraðilja nauðsynlegt, að uppskrift færi fram að þessu leyti, hvernig sem skilja bæri ákvæði kaupmálans, og að það sé sérstakt skiptaréttarmál, hvort draga eigi einstakar eignir undan meðferð búsins. Þá kvað hann ákvæði kaupmálans um séreign, að því er varða alveg ótilgreindar eignir, með öllu ógild. Rétt virðist því, að einhver komi fyrir dóm og upp- lýsi um viðskipti þau, er hér um ræði. Í þessu sama réttarhaldi skoraði lögmaður sóknaraðilja á varn- araðilja, er sjálfur var mættur í réttinum, að koma fyrir dóm og gefa skýrslu um sóknaratriði að viðlagðri ábyrgð og þeim lög- verkunum, er íþar tilheyri. Lögmaður varnaraðilja telur, að óheimilt sé að leiða vitni um 1485 einkaviðskipti umbjóðanda hans og vitnisins, meðan sóknaraðili sannar ekki aðild sína að því máli. Þá kvað lögmaður varnaraðilja sér með öllu ókunnugt um viðskipti skjólstæðings síns og vitnisins og væri það vorkunnar- mál, þar sem sóknaraðili, sem telji sig eiga kröfuna að hálfu, viti ekki, hver sé skuldarinn eða hvort skuldin sé greidd eða með öðrum orðum, hvort skuldin sé til. Þá segir svo: „Um kaupmálann sé ég ekki ástæðu til að ræða að svo stöddu, þar sem hann liggur ekki til úrskurðar í þessu máli, en ég bendi hinum virðulega rétti á, að hann er algjörlega tæmandi um allt það, er umbjóðandi minn átti við stofnun hjúskaparins, og hefði wafalaust verið erfitt að gera því atriði skil á annan hátt, þar sem umbjóðandi minn var talinn allvel fjáður við stofnun hjúskaparins og hefði tæmandi upptalning orðið erfið“. Loks tók lögmaður varnaraðilja fram, að með tilvísun til fyrri bókana þá neiti hann að svo stöddu, að varnaraðili gefi aðilja- skýrslu í máli þessu, enda taki öll hin sömu rök til hans og vitnis- ins Þóris Jónssonar. Eins og ljóst má wera af því, er að framan er rakið, stendur deilan í aðalmálinu um, hvaða eignir hjónin eigi sameiginlega, og sumpart um, hvort eignir, er (konan hefur tilgreint, séu til. Í réttarhaldi í aðalmálinu 3. september s.l. skoraði lögmaður konunnar á igagnaðilja að gefa upplýsingar um fé það, er konan taldi, að þau ættu hjá Þóri Jónssyni eða fyrirtækjum hans. Í réttarhaldi í málinu 1. þ. m. skoraði lögmaður konunnar á varn- araðilja, sem þá var mættur, að koma fyrir dóm og gefa skýrslu um sakaratriði að viðlagðri ábyrgð og þeim lögverkunum, er þar til heyra, en lögmaður varnaraðilja neitaði því með tilvísan til sömu raka og hann mótmælti vitnaleiðslu Þóris Jónssonar. Varnar- aðili hefur þannig eða lögmaður hans neitað að gefa nokkrar skýrslur um verðmæti þau, er hér er um deilt í þessu úrskurðar- atriði. Með hliðsjón af þessu og því, að hér kann að vera um verð- mæti að ræða, er tilheyri hjúskapareign þeirra hjóna, aðilja þessa máls, enda ekki færðar sönnur á, að fjárhagur þeirra hjóna hafi verið algerlega aðskilinn, þá þykir ekki rétt að fallast á kröfur varnaraðilja um að synja þessari vitnaleiðslu, og má hún fara fram. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Sigurður M. Helgason borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. 1486 Því úrskurðast: Framangreind vitnaleiðsla má fara fram. Málskostnaður fellur niður. Fimmtudaginn 18. desember 1969. Nr. 237/1968. Haraldur Ágústsson og Reynir R, Ásmundsson (Gústaf A. Sveinsson hrl.) segn Kára Guðmundssyni (Ólafur Þorgrímsson hrl. ). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Niðurfelling kaupsamnings. Endurgreiðsla. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 17. des- ember 1968. Krefjast þeir aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagn- ingar af nýju, en til vara, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnda. Í báðum tilvikum krefjast áfrýjendur málskostn- aðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda. Ekki eru efni til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm. Svo sem rakið er í héraðsdómi, keypti stefndi með kaup- samningi 22. október 1965 af áfrýjendum íbúð í húsinu nr. 61 við Framnesveg hér í borg, en áfrýjendur létu reisa hús þetta. Í viðbótarsamningi aðilja við kaupsamninginn, gerð- an sama dag, segir svo í 4. gr.: „Við samningsrofum liggja af beggja hálfu skaðabætur að upphæð kr. 10.000.00 — tíu þúsund krónur — nema sannað sé, að meira tjón hafi af hlotizt. Nú vanheldur kaupandi ákvæði kaupsamnings um greiðslu afborgana af kaupverði íbúðar sinnar, og geta þá seljendur 1487 með tveggja vikna fyrirvara skorað á hann úr að bæta. Hafi hann eigi innan greinds tíma innt af höndum hinar tilskildu greiðslur, skal hann hafa fyrirgert rétti sinum til hinnar seldu íbúðar. Skulu þá seljendur taka til ráðstöfunar íbúðina og selja hana fyrir hæsta fáanlegt verð. Er ekki afturkræft það, sem kaupandi hefur greitt af kaupverðinu, fyrr en hinn nýi kaupandi hefur goldið tilskilið gjald fyrir hið selda, enda geta þá seljendur tekið undir sig sjálfa skaðabætur þær, er kaupanda bar að greiða samkv. upphafi þessarar greinar. Falla þá og niður réttindi kaupanda samkv. samningi“. Kaupverð íbúðarinnar var ákveðið kr. 845.000.00. Við undirskrift kaupsamnings greiddi stefndi kr. 250.000.00 upp í kaupverðið og hinn 7. maí 1966 kr. 100.000.00. Um mánaða- mótin júní og júlí 1966 var fyrrgreindum samningum aðilja rift, og 21. júlí 1966 endurgreiddu áfryjendur stefnda kr. 100.000.00 af fé þvi, er hann hafði innt af hendi upp í kaup- verð íbúðarinnar. Áfrýjendur seldu síðan íbúð þessa aftur 21. október 1966 fyrir kr. 930.000.00 miðað við sama stig byggingar og í samningnum við stefnda. Við undirskrift kaupsamninigs greiddi kaupandinn kr. 400.000.00 upp í kaup- verðið. Í rekstri máls þessa í héraði greiddu áfrýjendur til stefnda kr. 221.400.00 sem lokagreiðslu á kröfum stefnda. Var það á því byggt, að frá þeim kr. 250.000.00, sem stefndi hafði greitt og eigi fengið endurgreiddar, bæri að draga samningsskaðabætur, kr. 10.000.00, og sölulaun vegna síðari sölu íbúðarinnar, kr. 18.600.00. Er um þetta fé deilt í málinu. Aðiljar gerðu ekki með sér skriflegt samkomulag, er þeir felldu úr gildi samninga sina um íbúðarkaupin. Áfrýj- endur telja, að samningum hafi verið rift að ósk stefnda vegna vanskila hans á greiðslum. Áfrýjandinn Haraldur Ágústsson hefur borið fyrir dómi, að svo hafi verið um talað við stefnda, að „sölulaun og sektir“ yrðu dregnar frá endan- legum greiðslum til hans. Stefndi hefur hins vegar talið, að hann hafi rift samningunum vegna þess, að byggingarfram- kvæmdir hafi dregizt mjög af hendi áfrýjenda og þeir því vanefnt samninginn. Óljóst er, hvað um samdist með aðiljum, er þeir felldu 1488 kaupsamninginn úr gildi. Þegar litið er til 2. mgr. 4. gr. við- bótarsamnings aðilja við kaupsamninginn, verður að telja, að áfrýjendur hefðu þurft að tryggja sér sönnun fyrir því, ef stefndi skyldi greiða samningsskaðabæturnar, kr. 10.000.00, og sölulaun, er íbúðin var seld aftur. Þetta gerðu þeir ekki. Verður því að leggja til grundvallar, að áfrýjendur hafi eigi áskilið greiðslur þessar úr hendi stefnda. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans. Eftir þessum úrslitum ber áfrýjendum að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, Áfrýjendur, Haraldur Ágústsson og Reynir R. Ás- mundsson, greiði óskipt stefnda, Kára Guðmundssyni, kr. 15.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. nóvember 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 22. f. m., höfðaði Kári Guðmunds- son, Laufásvegi 40, Reykjavík, fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 16. september 1966, á hendur Reyni Ásmundssyni, Austurbrún 29, og Haraldi Ágústssyni, Rauðalæk 22, báðum í Reykjavík, til greiðslu skuldar in solidum að fjárhæð kr. 250.000.00 með 8% ársvöxtum frá 22. október 1965 til 7. maí 1966, af kr. 350.000.00 frá þeim degi til 21. júní 1966 og af kr. 250.000.00 frá þeim degi til greiðsludags, til greiðslu kr. 10.000.00 í bætur svo og til greiðslu málskostnaðar eftir mati dómarans. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi fjárhæð kröfu sinnar í kr. 28.600.00, en krafðist 8% ársvaxta af kr. 250.000.00 frá 22. október 1965 til 7. maí 1966, af kr. 350.000.00 frá þeim degi til 21. júlí 1966, af kr. 250.000.00 frá þeim degi til 13. janúar 1967 og af kr. 28.600.00 frá þeim degi til 'greiðsludags. Að öðru leyti hélt stefnandi við kröfur sínar í stefnu. Stefndu hafa krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum stefn- anda svo og greiðslu málskostnaðar úr hans hendi að skaðlausu. Málsatvik eru þau, að með kaupsamningi, dags. 22. október 1489 1965, keypti stefnandi íbúð í húsinu nr. 61 wið Framnesveg hér í borg af stefndu, sem það hús höfðu þá í byggingu. Kaupverð var ákveðið kr. 775.000.00. Við undirskrift kaupsamningsins greiddi stefnandi kr. 250.000.00. Frekari greiðslur voru bundnar við byggingarstig hússins síðar, en hinn 7. maí 1966 greiddi stefnandi kr. 100.000.00. Um mánaðamótin júní og júlí 1966 til- kynnti stefnandi stefndu, að hann wildi rifta kaupunum. Sam- þykktu stefndu þá riftun og greiddu honum til baka upp í inn- borganir hans af kaupverðinu kr. 100.000.00 hinn 21. júlí s. á. Með bréfi, dags. 12. september 1966, krafði lögmaður stefnanda stefndu um greiðslu eftirstöðva af innborgun stefnanda upp Í kaupverðið, kr. 250.000.00. Þeirri kröfu synjuðu stefndu með bréfi lögmanns þeirra, dagsettu 14. september 1966, á þeirri for- sendu, að endurgjaldskrafa stefnanda væri ekki kræf, fyrr en stefndu hefðu endurselt íbúð þá, sem um var að ræða, og þá að frádregnum kostnaði, sem af því kynni að leiða. Höfðaði stefn- andi því mál þetta hinn 20. september s. á. til greiðslu kröfunnar. Undir rekstri málsins, eða hinn 13. janúar 1967, greiddu stefndu stefnanda kr. 221.400.00 sem lokagreiðslu á kröfum stefnanda, en frá henni höfðu stefndu þá dregið sölulaun vegna endursölu á íbúðinni, kr. 18.600.00, svo og kr. 10.000.00 í bætur vegna riftun- arinnar. Stefnandi telur sig einnig eiga bætur vegna vanefnda stefndu á kaupsamningi aðiljanna, og gerir hann því auk endur- greiðslukröfu á innborguðu kaupverði kröfu til íkr. 10.000.00 úr hendi stefndu af þeim sökum. Kröfur stefnanda í málinu eru studdar þeim rökum, að van- efndir stefndu á kaupsamningi aðiljanna hafi verið svo veru- legar, að honum hafi verið heimilt að rifta kaupunum, enda hafi stefndu samþykkt þá riftun hans og jafnframt samþykkt að endurgreiða honum þær fjárhæðir, sem hann þá hafði greitt inn á kaupverð íbúðarinnar. Stefndu hafi engan fyrirvara gert í þá átt, að dráttur yrði af þeirra hálfu á endurgreiðslu þeirrar fjár- hæðar, né heldur gert fyrirvara um það, að frá þeirri fjárhæð ætti að draga íkostnað vegna endursölu á íbúðinni. Þar sem og stefndu hafi vanefnt kaupsamning sinn gagnvart stefnanda og hann af þeim sökum hafði rétt til riftunar samningsins, þá gátu stefndu eigi átt rétt til neinna bóta úr hendi stefnanda vegna riftunar- innar. Hins vegar eigi stefnandi rétt á skaðabótum úr hendi stefndu vegna vanefnda þeirra á kaupsamningnum. Sýknukrafa stefndu er á |því byggð, að riftun stefnanda á kaup- samningi aðiljanna hafi ekki byggzt á vanefndum þeirra, heldur 94 1490 hafi verið um að ræða vanefndir af stefnanda hálfu. Hins vegar hafi stefndu í greiðaskyni við stefnanda samþykkt, að kaupin gengju til baka. Það samþykki hafi af þeirra hálfu verið bundið Þeim skilyrðum, að endurgreiðsla á fjárframlagi því, sem stefn- andi þá hafði greitt inn á kaupverð íbúðarinnar, kæmi því aðeins til greiðslu, að unnt yrði, og þá fyrst, er íbúðin yrði seld að nýju. Við kaupsamning aðiljanna hafi um það verið samið, að við samn- ingsrof lægi af hálfu beggja aðilja skaðabætur að upphæð kr. 10.000.00, nema sannað yrði, að meira tjón hlytist af. Jafnframt hafi um það verið samið, að vanhaldi kaupandi ákvæði kaupsamn- ingsins um greiðslu afborgana af kaupverði íbúðarinnar, þá gætu seljendur með tveggja vikna fyrirvara skorað á hann að bæta úr. Hafi hann eigi innan þess tíma innt af höndum hinar til- skyldu 'greiðslur, skyldi hann hafa fyrirgert rétti sínum til hinnar seldu íbúðar. Skyldu þá seljendur taka til ráðstöfunar íbúðina og selja hana fyrir hæsta fáanlegt verð. Sé þá ekki afturkræft það, sem kaupandi hafi greitt af kaupverðinu, fyrr en hinn nýi kaup- andi hafi goldið tilskilið gjald fyrir hið selda, enda geti þá selj- endur tekið undir sig sjálfa skaðabætur þær, er kaupanda bar að greiða samkvæmt samningnum. Endursala á íbúðinni hafi ekki átt sér stað fyrr en um mánaðamótin október og nóvember 1966. Við undirritun þess kaupsamnings hafi stefndu fengið greiddar kr. 400.000.00, en næsta afborgun af íbúðinni hafi hinn nýi kaupandi eigi átt að standa skil á fyrr en um 22. febrúar 1967. Stefndu hafi vegna vanskila stefnanda komizt í mikil van- skil við aðra kaupendur að húseigninni. Af þeim sökum hafi þær kr. 400.000.00, sem greiddar voru wið endursölu íbúðarinnar, runnið til framkvæmda á byggingunni til þess að standa við samn- inga við aðra kaupendur þar. Stefnandi hafi því aldrei átt rétt til að fá endurgreiddar innborganir sínar af kaupverðinu, fyrr en þeim skuldbindingum stefndu væri fullnægt. Það hafi ekki orðið fyrr en Í janúar 1967, enda hafi stefndu þá greitt stefnanda eftirstöðvar þess, sem hann átti rétt til úr hendi stefndu til endur- greiðslu. Í sakadómi Reykjavíkur hinn 10. janúar 1967 upplýstu stefndu, að endursala á íbúðinni hafi farið fram um mánaðamótin október og nóvember 1966 og hafi söluverðið verið kr. 930.000.00. Upp- lýsingar um þessi atriði höfðu stefndu synjað að gefa í aðilja- skýrslum sínum hér fyrir dómi. Svo sem hér að framan er rakið, snýst málið nú annars vegar um gagnkvæma kröfu aðilja á hendur hinum um greiðslu á skaða- 1491 bótum að fjárhæð kr. 10.000.00 og hins vegar um kröfu stefndu á hendur stefnanda um greiðslu sölulauna vegna endursölu á umræddri íbúð. Það er upplýst í málinu, að samkomulag varð með aðiljum um það, að kaup stefnanda á íbúðinni gengju til baka. Skriflegur samningur var ekki gerður af því tilefni, og greinir aðilja, sem einir eru til frásagnar, á um það, hverjar forsendur lágu til bess, að reisa kröfur sínar um skaðabætur á vanefndum hins. Hvorugur málsaðilja þykir hafa fært sönnur að því, að sam- klomulag þeirra í millum um það, að kaupin gengju til baka, eigi rætur að rekja til slíkra vanefnda hins á kaupsamningnum, er leiði til skaðabótaskyldu hans af þeim sökum. Er því eigi unnt að taka til greina kröfu hvors aðilja á hendur hinum um skaða- bætur. Að því er varðar kröfu stefndu á hendur stefnanda um greiðslu á sölulaunum vegna endursölu á íbúðinni, þá er um að ræða staðhæfingu gegn staðhæfingu hjá aðiljum. Stefnandi heldur því fram, að enginn fyrirvari hafi verið gerður um það atriði við samkomulag aðilja, en stefndu halda hins vegar fram hinu gagn- stæða. Það þykir bera að leggja sönnunarbyrði á stefndu um þetta atriði. Og þar sem þeir gegn eindregnum mótmælum stefn- anda hafa ekki fært að því sönnur, þá er eigi unnt að taka til greina kröfu þeirra um greiðslu á þeirri fjárhæð úr hendi stefn- anda. Stefndu hafa eindregið mótmælt vaxtakröfu stefnanda. Aldrei hafi werið til þess ætlazt, að þeir igreiddu vexti af innborgun stefnanda. Stefnandi tók wið kr. 100.000.00 upp í innborganir sínar, þegar kaupin gengu til baka, án vaxta, og enginn áskiin- aður var af hans hálfu gerður um vexti. Þykir stefnandi því ekki eiga rétt til greiðslu vaxta af innborgunum sínum fram að þeim tíma, er kaupin gengu til baka. Bið varð hins vegar á bví, að hann fengi endurgreiddar kr. 250.000.00. Eigi verður talið óeðlilegt, að einhver bið yrði af stefndu hálfu um þá endur- reiðslu, þar sem endurselja þurfti íbúðina. Slík bið verður þó eigi réttlætanleg fram yfir þann tíma, er sú sala átti sér stað, enda fengu stefndu þá þegar greiðslu, sem nam töluvert hærri fjárhæð en fjárhæð eftirstöðva endurgreiðslunnar. Þykir bví bera að dæma stefndu til að greiða stefnanda vexti af þeirri fjárhæð frá 1. nóvember 1966 til greiðsludags hennar. Hæð vaxta ákveðst 7 af hundraði. Niðurstaða málsins verður því samkvæmt framansögðu sú, að 1492 stefndu verða dæmdir til að greiða stefnanda kr. 28.600.00 með T% ársvöxtum af kr. 250.000.00 frá 1. nóvember 1966 til 13. janúar 1967 og af kr. 28.600.00 frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt þessum úrslitum málsins ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, og þykir hann hæfilega ákveð- inn kr. 10.000.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Reynir R. Ásmundsson og Haraldur Ágústsson, greiði in solidum stefnanda, Kára Guðmundssyni, kr. 28.600.00 með 7% ársvöxtum af kr. 250.000.00 frá 1. nóvember 1966 til 13. janúar 1967 og af kr. 28.600.00 frá þeim degi til greiðslu- dags svo og kr. 10.000.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 18. desember 1969. Nr. 4£7/1969. Dánarbú Jóns Guðmundssonar (Ingi R. Helgason hrl.). gegn Byggingarnefnd Kolviðarnesskóla og (Bergur Bjarnason hdl.) Fjármálaráðherra og Dómsmálaráðherra f. h. ríkissjóðs. (Björn Hermannsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson, Benedikt Sigur- jónsson, Einar Arnalds og Gizur Bergsteinsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Verksamningur. Fébætur. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. marz 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. febrúar 1969. Hann hefur fengið gjafsóknarleyfi fyrir Hæstarétti 6. 1493 janúar 1969. Gerir hann þær dómkröfur, að stefndu verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 444.988.50 ásamt 8% árs- vöxtum frá 28. október 1964 til greiðsludags og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi sjafsóknarmál. Stefndu krefjast þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða hvorum þeirra máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Smíð Kolviðarnesskóla var kostuð af ríki og sveitarfé- lögum þeim, er í hlut eiga, sbr. 3. gr. laga nr. 41/1955. Voru aðiljar þessir því sambyggjendur. Stefndi byggingarnefnd Kolviðarnesskóla er sótt í máli þessu sem slík til fébótagreiðslu, en eigi sem málsvari fyrir sveitarfélög þau, sem í hlut eiga. Hin stefnda byggingarnefnd Kolviðarnesskóla er einungis starfsaðili, en brestur sjálf- stætt málsaðildarhæfi í dómsmáli. Af þeim sökum verður að ómerkja ákvæði héraðsdómsins um byggimgarnefnd þessa og frávísa sökinni á hendur henni frá héraðsdómi. Þar sem hin stefnda byggingarnefnd hefur eigi haft uppi varnir á hinum ranga málatilbúnaði, ber að láta málskostnað í máli hennar og áfrýjanda falla niður. Á teikningu frá húsameistara ríkisins, þeirri sem verk- samningur aðilja var reistur á, var rúmmál Kolviðarnesskóla talið vera 5.150 rúmmetrar. Er því lýst, að þá hafi verið miðað við nýtilegt húsrými, þótt þess væri eigi getið á teikn- ingunni. Stærð skólans hefur hins vegar samkvæmt síðar gerðum mælingum og reikningum reynzt vera 6.044 rúm- metrar, miðað við útlínur veggja. Telja má í ljós leitt, að Jón heitinn Guðmundsson hafi farið villur vegar um hina réttu stærð hússins, þá er hann gerði tilboð um smið þess. Jón Guðmundsson virðist að vísu ekki hafa beitt fullkominni nákvæmni og aðsæzlu við undirbúning tilboðsins, en það leysir samkvæmt reglum um verkherra ríkissjóð sæmt eigi undan allri ábyrgð á villu Jóns, þeirri sem leiddi af hinu ranga rúmmálstali skrifstofu húsameistara. Telst því rétt að dæma ríkissjóð til að greiða áfrýjanda nokkrar uppbætur, sem þykja hæfilega ákveðnar kr. 225.000.00 ásamt 7% árs- 1494 vöxtum frá 28. október 1964 til greiðsludass. Þá ber að dæma ríkissjóð tl að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 70.000.00, og hljóti tals- maður áfrýjanda fyrir Hæstarétti af þeim kr. 30.000.00. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um sök áfrýjanda, dánarbús Jóns Guðmundssonar, á hendur stefnda byggingarnefnd Kol- viðarnesskóla eru úr (gildi felld. Er þessum hluta málsins vísað frá héraðsdómi, og fellur málskostnaður niður að því leyti. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs greiði áfrýj- anda kr. 225.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 28. október 1964 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 70.000.00, og hljóti talsmaður áfrýj- anda fyrir Hæstarétti, Ingi R. Helgason hæstaréttarlög- maður, þar af kr. 30.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. júlí 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 25. f. m., hefur Pétur Elísson vegna dánarbús Jóns Guðmundssonar, Kirkjubraut 23, Akranesi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 27. júní 1966, gegn byggingarnefnd Kolviðarnesskóla, Eyjahreppi, Snæfellsnessýslu, og fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna húsameistara ríkisins til greiðslu in solidum á skaðabótum að fjárhæð kr. 444.988.50 ásamt 8% ársvöxtum frá 28. október 1964 til greiðsludags og málskostnaði að mati réttar- ins. Stefndu hafa gert þær réttarkröfur, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati réttarins. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið áranigur. Málavextir eru þeir, að hinn 5. apríl 1962 gerði Jón heitinn Guðmundsson byggingameistari, Kirkjubraut 23, Akranesi, til- boð í byggingu heimavistarbarnaskóla við Kolviðarneslaug í Eyja- hreppi, Hnappadalssýslu, samkvæmt teikningum, gerðum á teikni- 1495 stofu húsameistara ríkisins, svo og útboðs- og vinnulýsingu, dag- settri 12. marz 1962, en samkvæmt sérteikningum Almenna bytgs- ingafélagsins. Tilboðið var samþykkt af hlutaðeigandi aðiljum. Verksamningur milli Jóns heitins Guðmundssonar og byggingar- nefndar Kolviðarnesskóla var gerður 14. maí 1962. Samkvæmt honum tók Jón heitinn að sér að byggja upp fokheldan heima- vistarbarnaskólann samkvæmt útboðs- og vinnulýsingu teikni- stofu húsameistara ríkisins, dags. 12. marz 1962, og uppdráttum, gerðum á sömu teiknistofu í október 1961, en að nokkru leyti breyttum í febrúar 1962, svo og séruppdráttum og byggingar- samþykkt Reykjavíkur. Tilboðið og verksamningurinn hljóðuðu upp á kr. 2.563.400.00 greiðslu til Jóns heitins fyrir verkið. Útreikningar, gerðir af teiknistofu húsameistara ríkisins, ritaðir á einn af uppdráttun- um (útlitsmynd í mælikvarðanum 1 : 100 og afstöðumynd í mæli- kvarðanum 1 : 500, en teikning þessi er gerð í október 1961), sýna bygginguna 5.150 mö að stærð. Tilboðsverð Jóns heitins í hvern mð hefur því verið kr. 497.75. Þegar áleiðis var komið framkvæmdum, mun Jóni heitnum hafa þótt byggingin taka til sín einkennilega mikið efni og fram- kvæmdir dragast á langinn. Magnús Blöndal, eftirlitsmaður með byggingu skólans, starfsmaður menntamálaráðuneytisins, hefur borið, að Jón heitinn hafi minnzt á það við sig, meðan á byggingu skólans stóð, að rúmmál skólans væri í raun stærra en á teikn- ingu segði. Síðar hefði Jón heitinn minnzt á það, að hann hygðist krefjast einhverra bóta vegna þessa. Jón heitinn Guðmundsson hélt samt sem áður áfram byggingu skólans og gerði hann fokheldan. Þegar skólabyggingin hafði verið gerð fokheld, fór fram út- tekt og uppgjör, og skrifuðu aðiljar undir samkomulag hinn 28. október 1964. Í samkomulagi þessu er því m. a. lýst yfir, að bygg- ingarnefndin taki við mannvirkjum af Jóni Guðmundssyni í því ástandi, sem þeim er lýst í úttektargerð, dags. 4. desember 1963, og að samið hafi verið um og lokið greiðslum vegna þeirra ann- marka, sem lýst sé í þeirri úttektargerð. Enn fremur segir Í sam- komulagi þessu svo: „Verkkaupandi hefur innt af hendi allar greiðslur vegna verksins skv. verksamningi, dags. 14. 5. 1962, og verklýsingum, dags. 12. marz 1962, og viðbótarreikningum vegna breytinga. Skv. þessu hefur átt sér stað fullnaðarskil milli samningsaðilja 1496 að verksamningi frá 14. maí 1962, og eiga þeir engar frekari kröfur hvor á annan. Verksali tekur fram, að húsbyggingin sé stærri að rúmmáli heldur en gefið er upp á teikningu, sem fylgdi útboðslýsingu, og hann áskilji sér rétt til að leita úrskurðar um, hver skuli greiða kostnaðarauka, sem af því leiðir, þrátt fyrir yfirlýsingu þessa. Verkkaupandi lýsir því hins vegar yfir, að teikningar allar vegna byggingarinnar séu unnar á skrifstofu húsameistara ríkis- ins og því á hennar ábyrgð, óviðkomandi Byggingarnefnd Kol- viðarnesskóla““, Stefnandi hefur látið reikna út rúmmál skólabyggingarinnar. Það hefur gert Guðmundur Magnússon verkfræðingur, og er útreikningur hans dags. 25. nóvember 1966. Samkvæmt þeim út- reikningi telst verkfræðingnum stærð hússins vera 6.044 mð miðað við útlínur útveggja (þ. e. brúttórúmmál). Guðmundur Þór Pálsson arkitekt, sá er gerði uppdrætti að skólabyggingunni við Kolviðarneslaug, hefur komið fyrir réttinn og skýrt svo frá, að rúmmálstalan á teikningunni, 5.150 mö, sé sem næst nettórúmmál skólans. Sagði hann, að með nettórúm- máli eigi hann við nýtilegt rúmmál skólans. Tala þessi hafi verið viðmiðunartala fyrir húsameistaraembættið. Guðmundur sagði, að engar reglur væru til varðandi tilgreiningu á slíkum tölum. Aftur á móti benti hann á, að í Reykjavík væru ýmis gjöld miðuð við brúttórúmmál bygginga og því væri nauðsynlegt að gefa þá tölu upp á teikningum. Jafnframt sé taxti Arkitektafélags Ís- lands miðaður við brúttórúmmál. Við þá útreikninga hafi hver arkitekt sína aðferð, þar sem engar ákveðnar reglur séu til um bað, hvað telja eigi brúttórúmmál. Guðmundur sagði, að rúmmálstalan á fyrrnefndri teikningu af skólanum hafi verið fengin þannig út í stórum dráttum, að hann hafi miðað við innanveggjamál, þ. e. mál milli veggja og milli gólfa og lofta. Guðmundur Þór bar, að umrædd rúmmálstala á teikningu af Kolviðarnesskóla hafi ekki verið notuð sem viðmiðunargrund- völlur hjá öðrum embættum. T. d. sagði hann sér kunnugt um, að fjánveitingavaldið hafi ekki miðað við þessa tölu, þar sem nákvæm kostnaðaráætlun hefði fylgt teikningum. Guðmundur Þór kvað rúmmálstöluna t. d. hafa verið notaða til þess að reikna út nettórúmmál á hvern nemanda í umræddum skóla. Ekkert gat Guðmundur Þór fullyrt um það, hvort Jón heitinn Guðmundsson hefði talað við hann um margnefnda rúmmálstölu 1497 að skólanum, áður en tilboðin voru opnuð. Hins vegar kvað Guð- mundur Þór Jón heitinn hafa minnzt á það við sig, er uppsláttur á kjallara skólans stóð yfir, að því er Guðmund Þór minnti, að honum fyndist rúmmál það, sem uppgefið væri á teikningunni, ekki rétt, þ. e. að það væri meira Í raun. Guðmundur Þór sagðist hafa svarað því til, að honum væri það kunnugt, því að (þessi tala væri ekki brúttórúmmál skólabyggingarinnar. Magnús Blöndal, byggingareftirlitsmaður með skólabygging- unni, hefur komið fyrir réttinn og gefið witnaskýrslu. Var Magnús þá inntur eftir því, hvað hann teldi felast í í hugtakinu brúttó- rúmmál, og sagði hann, að þá væri miðað við yztu línur veggja og sökkulbrúnir. Sagði hann, að alls ekki væri einhlítt að miða útreikning kostnaðaráætlunar við brúttórúmmál. Magnús sagði, að ef rúmmálstala stæði skýringarlaus á teikn- inigu að skóla, þá mundi hann skilja það á þann veg, að þar væri átt við brúttórúmmál. Magnús Blöndal kvaðst mundu við gerð kostnaðaráætlunar í tilboði hafa brúttórúmmál til viðmiðunar, en rétt kostnaðar- áætlun fengist ekki út, nema að reikna út hverja einingu fyrir sig, þ. e. svo sem efnismagn, vinnu o. s. frv. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, hefur komið fyrir réttinn og borið, að rúmmálstalan á fyrrnefndri teikningu sé nettórúmmálstala, en með nettórúmmmáli sé átt wið nýtilegan hluta skólans, þ. e. þann hluta, sem arkitekt hafi reiknað út sem nýtilegan á hvern nemanda skólans. Hörður Bjarnason kvað engar fastar reglur vera til um útreikninga á rúmmáli á teikn- ingum og sé því ekki eins reiknað út í öllum tilfellum. Hann bar, að af hálfu húsameistaraembættisins væri brúttórúmmáls því aðeins igetið á teikningum, að byggingarnefndir viðkomandi staða, t. d. í Reykjavík og kaupstöðum úti á landi, krefðust þess varðandi teikningar. Hins vegar hafi þess ekki verið krafizt í því umdæmi, þar sem nefndur skóli var byggður, að brúttórúm- málstalan væri upp gefin. Hörður Bjarnason var að því spurður, hvort hann teldi, að rúmmálstala, sem gefin væri upp á teikningu, skýrslu eða nótu án nánari skilgreiningar, ætti samkvæmt venju fremur að telj- ast heildarrúmmál, svokallað brúttórúmmál, eða innanmál, svokallað nettórúmmál. Hann kvaðst ekki geta svarað þessari spurningu almennt. Hins vegar tók hann fram, að ef slík tala væri á teikningu til byggingarnefndar Reykjavíkur, þá mundi hann telja hana sýna brúttórúmmál, og sama gilti um áður- 1498 nefndar byggingarnefndir úti á landi, en byggingarnefndir setji sínar eigin reglur um rúmmál, t. d. til að miða ýmis gjöld við. Hörður Bjarnason kvaðst hafa verið viðstaddur, þegar tilboðin voru opnuð, en sagðist ekki minnast þess, að rúmmál skólans hefði sérstaklega borið á góma, og ekki heldur, að nokkur spurn- ing hefði komið fram um það atriði. Hörður Bjarnason kwað sér eigi kunnugt um, að margnefnd rúmmálstala á teikningu skólans hafi verið notuð sem viðmiðunargrundvöllur kostnaðaráætlunar skólabyggingarinnar af hálfu embættis húsameistara. Honum var heldur ekki kunnugt um, að umrædd rúmmálstala hefði verið notuð sem viðmiðunargrundvöllur hjá öðrum embættum, t. d. að því er fjárveitingu til skólans varðaði. Halldór Bachmann byggingameistari hefur komið fyrir rétt og gefið vitnaskýrslu. Hann hefur borið, að fyrri hluta árs 1962 hafi Jón heitinn Guðmundsson komið að máli við sig og spurt sig að því, hvað sér sýndist um það, að Jón byði kr. 500.00 í rúmmetrann í fokhelda skólabyggingu á Snæfellsnesi. Kvað Hall- dór Bachmann Jón heitinn hafa sagt sér, að byggingin væri rúmir 5.000 mð að stærð. Halldór kvaðst hafa tjáð honum það sína reynslu, að óhætt mundi að bjóða það verð, en ef hann wildi ná í verkið, skyldi hann bjóða nokkrar krónur fyrir neðan kr. 500.00 á rúmmetra. Halldór Bachmann kvað Jón heitinn hafa gefið honum upp brúttótölu skólabyggingarinnar, en jafnframt spurt Halldór að því, hvað við væri átt, þegar nefnt væri brúttórúm- mál byggingar. Kvaðst Halldór hafa sagt Jóni heitnum, að sam- kvæmt sígildri venju væri átt við yztu línur byggingarinnar, þar með talinn sá hluti svala, sem innbyggður væri, þ. e. fyrir innan yztu línu. Svalir, sem gengju út, væru ekki reiknaðar með. Halldór Bachmann kvaðst ekki vera í nokkrum vafa um, að Jón heitinn Guðmundsson hefði byggt framangreint tilboð sitt á því, að nefnd rúmmálstala á teikningu væri brúttórúmmál, svo og samtali Halldórs við Jón heitinn. Löngu síðar kvaðst Halldór Bachmann hafa hitt Jón heitinn Guðmudsson og hafi hann þá tjáð sér, að byggingin hafi reynzt miklu stærri en upp hefði verið gefið á teikningunni, en hann hefði ekki athugað það, fyrr en hann hafði verið kominn talsvert áleiðis með bygginguna. Fyrir réttinn hafa komið þeir Jóhann Pétursson, Gunnlaugur Jónsson og Þorkell Ágúst Guðbjartsson og gefið vitnaskýrslur. Skýrðu þeir allir svo frá, að þeir hefðu verið tilbjóðendur í framangreinda skólabygsgingu, og báru þeir allir, að þeir hefðu 1499 skilið rúmmálstöluna 5.150 mð sem brúttórúmmál, þ. e. a. s. sem heildarrúmmál skólans. Skýrðu þeir þetta nánar á bann veg, að brúttórúmmál væri margfeldi flatarmáls og hæðar miðað við yztu línur útveggja. Þeir kváðust mundu telja innbyggðar svalir falla innan rúmmáls miðað við yztu línu. Enginn þessara manna minntist þess, að þessi rúmmálstala á teikningunni hefði komið til tals, áður en tilboðin voru opnuð. Gunnar Guðbjartsson, formaður byggingarnefndar umrædds skóla, hefur komið fyrir dóminn og borið, að hann hafi verið viðstaddur fund þann, er haldinn var 12. marz 1962, þegar til- boð voru opnuð. Hann sagði, að á umræðdum fundi hefði ekki verið fjallað neitt um stærð nefnds skóla, og ekki kvaðst hann muna, að teikning af skólanum hefði verið sýnd á fundinum. Sér- staklega aðspurður sagði Gunnar Guðbjartsson, að ekkert hefði komið fram á fundi þessum um rúmmál skólans. Gunnar Guð- bjartsson kvað þá Jón heitinn Guðmundsson og Þorkel Guðbjarts- son, bróður sinn, hafa drukkið saman kaffi, eftir að tilboðin voru opnuð. Hafi þeir rætt um væntanlega byggingu skólans. Enn fremur hafi þeir rætt um magn timburs til byggingarinnar og hafi þá að fyrra bragði komið fram hjá Jóni heitnum Guðmunds- syni, að hann teldi raunverulegt rúmmál skólans meira en rúm- mál það, sem upp hefði verið gefið í útboðsgögnum, sbr. þá sérstaklega teikningu af skólanum. Kvaðst Gunnar Guðbjartsson þá hafa spurt Jón heitinn, í hverju hann teldi þetta liggja. Sagði Gunnar þá Jón heitinn og Þorkel Guðbjartsson þá hafa verið sammála um, að ástæðan væri sú, að grunnur væri þarna mjög djúpur, og yrði því að steypa mikla veggi þess vegna, en það rúmmál nýttist ekki sem húsnæði. Gunnar Guðbjartsson sagði, að við undirritun verksamningsins hefði Jón heitinn ekki á nokkurn hátt minnzt á rúmmál væntan- legs skóla og ekki hefði komið til tals, wið hvaða stærð skóla verk- samningurinn væri miðaður, aðra en þá, sem fram hefur komið í útboðsgögnum. Gunnar Guðbjartsson kvaðst hafa komið á bygg- ingarstað, þegar byggingarframkvæmdir hófust og oft síðan. Sagði hann, að Jón heitinn Guðmundsson hefði aldrei minnzt á hið aukna rúmmál, sem hann hefði talað um á nefndum kaffi- fundi, fyrr en uppgjör vegna byggingar skólans hafi farið fram. Gunnar Guðbjartsson tók þó fram, að Jón heitinn hefði hækkað allan grunninn um 30 em. Sá kostnaðarauki hafi verið greiddur honum sérstaklega með tæpum kr. 140.000.00. Gunnar Guðbjarts- son bar, að Jón heitinn Guðmundsson hefði haft samband við 1500 húsameistaraembættið vegna rúmmálsmismunar þess, er hann taldi vera á byggingunni í raun og útboðsgögnum, sama dag og uppgjörið fór fram milli Jóns heitins og byggingarnefndar skól- ans. Gunnar Guðbjartsson sagði, að ekki þurfi að sækja um sam- Þykki neins staðbundins aðilja til að byggja skóla sem þennan og Í sveitum séu engin byggingarleyfisgjöld innheimt. Gunnar Guðbjartsson bar, að í umsókn byggingarnefndar skól- ans til menntamálaráðherra um byggingu skólans hafi um stærð hans og kostnaðaráætlun wið byggingu hans verið vísað í gögn og útreikninga húsameistara ríkisins, en þau gögn, bæði varðandi stærð og kostnað, hafi verið send beint frá embættinu til mennta- málaráðherra án þess að fara um hendur byggingarnefndarinnar. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að Jón íheitinn Guð- mundsson hafi átt að byggja nefnt skólahús samkvæmt útboðs- og vinnulýsingu teiknistofu húsameistara ríkisins, dags. 12. marz 1962. Samkvæmt þeirri útboðs. og vinnulýsingu eigi verksali að byggja húsið samkvæmt: a) sjálfri lýsingunni, b) uppdráttum, gerðum af teiknistofu húsameistara ríkisins, dags. í október 1961, c) séruppdrátum þá og síðar, d) byggingarsamþykkt Reykja- víkur. Samkvæmt teikningu af skólanum sé samanlagt rúmmál bygg- ingarinnar talið 5.150 móð. Jón heitinn hafi byggt tilboð sitt á Þessari rúmmetrastærð. Ljóst sé, að Jón heitinn hafi átt að geta treyst á þessa áritun um stærðina. Fráleitt sé að halda því fram, að þessi rúmmálsáritun sé nettórúmmál eða innanmál eða rúmmál nýtilegs hluta byggingarinnar eða þar fram eftir göt- unum, því að þá hefði verið nauðsynlegt að auðkenna rúmmáls- töluna sérstaklega, en það hafi ekki verið gert. Þegar rúmmál byggingar sé upp gefið án sérstakrar auðkenningar, sé alltaf um brútiórúmmál að ræða. Hins vegar hefði ekki verið stofnað til þessarar málssóknar, ef aðeins skakkaði lítilræði frá réttu rúm- máli. Hér skakki hins vegar um 20%. Skólabyggingin sé ekki 5.150 mö, heldur 6.044 móð, eða 894 mö stærri en hún hafi verið talin samkvæmt teikningu, gerðri á vegum húsameistara ríkisins. Stefnukröfuna fær stefnandi með því að margfalda umfram rúm- málið, 894 má, með þeirri krónutölu, sem hann hafi boðizt til að byggja hvern rúmmetra fyrir, en það er kr. 497.75. Margfeldi þessara tveggja talna sé kr. 444.988. 50, en það er stefnufjárhæð málsins. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að samkvæmt eðli og 1501 ákvæðum verksamningsins beri verkkaupa skylda til að sjá verk- sala fyrir ógölluðum teikningum. Í því tilliti beri verkkaupi ábyrgð á öllum fylgiskjölum samningsins gagnvart verksala. Hins vegar sé í máli þessu húsameistara ríkisins stefnt solidariskt af hagkvæmnisástæðum, þar eð hinar gölluðu teikningar séu hand- vömm á skrifstofu hans, sem hann beri að lokum ábyrgð á. Að endingu hefur stefnandi áréttað dómkröfur sínar með því, að hér sé um opinbera skólabyggingu að ræða, og því sé eðlilegt, að sá íkostnaðarauki, sem varð af byggingunni, vegna þess að hún reyndist stærri heldur en upp hafði verið gefið á teikningu, sé borinn af almenningi í heild, en ekki stefnanda þessa máls ein- um, svo sem yrði, ef sýknað yrði í þessu máli. Stefndi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna húsameistara ríkisins reisa sýknukröfu sína á því, að rúm- mál það, sem gefið hafði verið upp á fyrrnefndri teikningu, hafi verið wiðmiðunartala fyrir embættið og sem næst nettórúmmál skólabyggingarinnar. Þessi stefndi tekur fram, að hvergi sé þess getið í byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík, en samkvæmt henni hafi átt að byggja hús þetta, að gefa eigi upp rúmmál byggingar á teikningum, heldur eingöngu heildarflatarmál. Enn fremur bendir stefndi á, að ekki séu til neinar reglur um það, hvernig eigi að reikna út rúmmál húsa, og komi því oft fyrir, að bygg- ingarfróðir menn fái út mismunandi tölur um rúmmálsstærð sama hússins. Þá er því einnig haldið fram af hálfu stefnda, að verksala hafi verið kunnust strax í upphafi, að teikningarnar tilgreindu ekkki brúttórúmmál hússins. Þessum stefnda virðist því ljóst, að hér sé eingöngu um handvömm eða fljótfærni verksala sjálfs að ræða, þegar hann bauð í verkið, enda hafi honum sem bygginga- fróðum manni átt að vera innan handar að gera alla útreikninga, bæði um stærð hússins og efnisþörf, þar eð flest eða öll mál á byggingunni hafi verið gefin upp í metrum og kvótar á plötum. Því er sérstaklega mótmælt af hálfu þessa stefnda, að hér hafi verið um nokkra handvömm af hendi húsameistara ríkisins að ræða, sem bakað geti ríkissjóði skaðabótaskyldu. Teikning- arnar hafi verið vel og samvizkusamlega unnar og á beim hafi verið að finna allar nauðsynlegar upplýsingar, til þess að unnt væri að reikna út efnisþörf og byggingarkostnað. Enn Íremur er því mótmælt, að nokikur algild regla sé til um það, að þó upp- gefið rúmmál sé á teikningu, þá beri að skoða það fremur sem brúttórúmmál en nettórúmmál. Að endingu bendir þessi stefndi 1502 á, að engin lögskipti hafi átt sér stað milli hans og stefnanda þessa máls. Hann hafi ekki verið aðili að verksamningi þeim, sem sé grundvöllurinn að lögskiptum aðiljanna, heldur aðeins stefnandi málsins og meðstefndi byggingarnefnd skólans. Ef talið yrði, að um skaðabótaskyldu væri að ræða, þá sé það að sjálf- sögðu byggingarnefndin, sem skaðabótaábyrgðina beri, enda sé það hún, sem verksins njóti og þá um leið þess umfram húsrýmis, sem kunni að hafa verið byggt. Þar sem ósannað sé, að um hand- vömm af hendi húsameistara ríkisins sé að ræða við gerð teikn- inga, mótmælir þessi stefndi, að um skaðabótaskyldu ríkissjóðs geti verið að ræða í málinu. Stefndi byggingarnefnd Kolviðarnesskóla byggir sýknukröfu sína á því í fyrsta lagi, að hann mótmælir, að það sé viðtekin venja, að átt sé wið brúttórúmmál, þegar rúmmáls sé getið á teikningum án nánari skilgreiningar. Þá sé og á það að líta, að líkur bendi til þess, að stefnandi hafi þegar verið búinn að gera sér grein fyrir því, að rúmmál það, sem gefið er upp á teikning- unni, hafi ekki verið brúttórúmmál, sbr. framburð Gunnars Guð- bjartssonar, sem rakinn hefur verið hér að framan. Þá heldur þessi stefndi því fram, að engan veginn sé einhlítt að byggja útboð á rúmmáli húsa eingöngu. Til þess að fá fram nákvæm og Örugg tilboð verði að byggja þau á langtum fleiri atriðum heldur en rúmmálstölunni einni, þar sem byggingarkostnaður húsa geti verið mjög mismunandi, þótt rúmmál sé hið sama, enda fari bygsingarkostnaður að miklu leyti eftir allri gerð hvers húss. Jón heitinn Guðmundsson, sem hafi verið sérfróður í byggingarmálum, hafi átt að gera sér þetta ljóst og reikna tilboð sitt því nákvæmar út í stað þess að byggja það eingöngu á rúmmálstölunni. Ef svo kynni hins vegar að fara, að stefnandi yrði talinn eiga bótakröfur vegna byggingar þeirrar, sem hér um ræðir, þá virðist þessum stefnda alveg ljóst, að hann eigi þar enga sök, heldur meðstefndi í máli þessu, þar sem hann hafi lagt til allar teikn- ingar af byggingunni og þá með þeim göllum, sem þar kunni að vera að finna. Ef svo kynni samt sem áður að fara, að þessi stefndi yrði dæmdur til að greiða bætur í máli þessu, en með- steindi ekki, áskilur þessi stefndi sér rétt til endurheimtu bót- anna úr hendi meðstefnda. Að öðru leyti vísar þessi stefndi um röksemdir fyrir sýknukröfu sinni til röksemda meðstefnda, sem getið er hér að framan. Telja verður ósannað, að Jón heitinn Guðmundsson hafi vitað, 1503 þegar hann gerði tilboð sitt í byggingu skólans, að rúmmálstala sú, sem upp er gefin á teikningu, hafi verið nettórúmmál skólans. Getur rétturinn fallizt á það með stefnanda, að það sé orðin viðtekin venja, að þegar getið sé rúmmáls byggingar án nánari skilgreiningar, sé átt við brúttórúmmál byggingar. Rúmmálstalan á fyrrnefndri teikningu frá húsameistara ríkisins gefur því vill- andi upplýsingar um stærð skólans, sé stærðin eingöngu skoðuð út frá þeirri tölu einni. Áður en Jón heitinn Guðmundsson gerði tilboð sitt í byggingu skólans, hafði hann fengið í hendur útboðsgögn, b. e. teikningar og útboðslýsingu. Í tilboði hans samkvæmt þessum útboðsgögn- um kemur hvergi fram, að hann miði tilboð sitt eingöngu við margnefnda rúmmálstölu á teikningu. Verður því að líta svo á, að hann hafi bundizt samkvæmt tilboði sínu, enda var hann byggingameistari að iðn, og mátti tilboðsmóttakandi því treysta því, að hann ynni tilboð sitt þannig, að um endanlegt verð væli að ræða af hans hálfu. Verður bví eigi á það fallizt, að hin villandi rúmmálstala ein út af fyrir sig sé slíkt úrslitaatriði, að talið verði, að brostin sé forsenda fyrir tilboði Jóns heitins Guðmundssonar í byggingu margnefnds skóla. Er því eigi unnt að taka dómkröfur stefnanda til greina, og ber að sýkna stefndu í þessu máli. Eftir atvikum öllum þykir rétt, að málskostnaður í máli þessu falli niður. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Braga Þorsteinssyni verkfræðingi og Haraldi V. Haraldssyni arkitekt. Dómsorð: Stefndu, byggingarnefnd Köolviðarnesskóla og dómsmála- ráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs vegna húsa- meistara ríkisins, eiga að vera sýknir í máli þessu af kröfum stefnandans, dánarbús Jóns Guðmundssonar. Málskostnaður fellur niður.