HÆSTARÉTTARDÓMAR 1970 Efnisskrá til bráðabirgða Aðalskuldbréf ............0....000 0 Áfengislög .................. 202, 430, 494, 586, 987, 1004, Ákæra, frávísun ..............0.0. 00. Barnsfaðernismál ............0.....0.. 000. 118, Bifreiðar: a) Refsimál ................ 202, 430, 586, 987, 1004, bÞ) Skaðabótamál ............ 10, 22, 344, 386, 396, 544, c) Húftrygging ..............000. 0000 Bílskúr, bílskúrsréttindi .....................00...... 87, Blóðrannsókn: a) Bifreiðarstjórn ........ „22. 430, 586, 987, 1004, b) Faðerni .............0........ sr 118, Bókhaldsbrot ................0. 0. Búskipti ................ 0. 578, Byggingarsamvinnufélag ..............00.0..00. Bætur ......0..... 0 Dómarar ..............0.00 0... 977, Dómsýsla ............0000000 00 Dráttarvél ......00.0.0..... 0 494, Eignarréttarfyrirvari .........0000. Eignarréttur ..........0... 0 Endurgreiðsla ...................0.0.. Endurrit skjala ............00.00000. 00 Fasteign ...............0 00. 410, 647, Fasteignasala ..............000%...00 0 Fiskveiðabrot ...........0..000.. 71, 212, 1151, Fjármál hjóna ............... sr Fjárnám ............0. 0 . 341, 378, 698, Fjársvik ......0.00.0 0 - 194, Fjölbýlishús ..........00...0000 0. Frávísun 33, 56, 64, 225, 296, 354, 393, 534, 591, 749, 762, 770, 891, 933, 968, 1013 Frelsissvipting ..........222000000 00 ns 415 Frestur .........22..00 0000. 365, "710 Fyrning .... ......0.2.200 00 352, 690, 693 Gagnaðflun ............2.. eens 1142 Gengi ........0.200 00 sr 272 Gerðardómur .........2.000. 2en 908 Gæzluvarðhald .................... 1, 116, 291, 492, 510, 677 Heimvísun .......0....0000 00. 320, 455, 530, 578, 1035 Hjónaband ...........022000 000 nes 670 Húftrygging ............2...02 00... 380 Íbúðarverð .........0..000.00 0. „2. 2. 178, 1008 Innheimtulaun ........22..000 00. nn se 971 Innsetningargerð ............02020 00... nn. „700 Kaupgjaldsmál . .........00.0002. 0000. 680, 693, 984 Kaup og sala .........22000.00 000. 647, 1008, 1085 Kærumál: a) Bætur ... .......02.0000 00 33 b) Dómarar ........20000 00 77 c) Endurritskjala .... 2... 2. oo 167 d) Fasteignasala ............200000 00... 968 e) Frávísun .. -...... a. .„ 33, 56, 64, 354, 762, 933, 968 f) Frestur .......0..0000... 365, 710 g) Gæzluvarðhald ......... „22. 1, 116, 291, 492, 510, 677 h) Innheimtulaun ......0200..0 0000. .. 71 i) Lögbann . ... .....02000 0. sess 33 i) Málskostnaðartrygging .........0...00.0 0. 0... 373 k) Meiðyrði .......20...0020 0000 933 1) Sératkvæði .......0000.0. 0... „0... 56, 291 m) Sölulaun ........0.2.0. enn 968 n) Ummæli, ómerking ........0...00 00... 933 o) Vanhæfi dómara ........00.00..00 0... 977 Landamerkjamál ........00..0000 000... „ro... 719, 749 Lífeyrisgreiðsla ............. ..ecncesn nn 278 Líkamsárás ............0.0..s ves 703 Lóðarleigusamningur .........0..0. son c0n nn. 2... 522 Lóðarréttindi ........... 2000... 87 Loforð ...........0 000 884 Lögbann .........2.0000 00. nes 33, 1122 Löghald ...........20....0 00. nn 278 Lögreglubifreið .......... 20... rr 202 Lögtaksgerð ......... or 567 Lögveð ........2. 79 Málskostnaðartrygging ........ sr 373 Meiðyrði ...............0...0000 0. 933 Mjólk, dreifing ..............0....00..00 00 öi2 Nauðgun .............0.000.0 000 624 Niðurfelling máls ................0.0000 0 372 Nytjastuldur .............0... 0... . . 202, 494 Ómaksbætur .............. 210, 363, 364, 365, 798, 1003, 1003 Ómerking 225, 296, 320, 393, 455, 530, 749, 891, 1013, 1035, 1137 Ráðningarsamningur, riftun se 459 Rangur framburður, tilraun, hlutdeild .. .............. 801 Sératkvæði 47, 56, 72, 97, 212, 225, 272, 291, 344, 479, 512, 680, 693, 1044 Sérleyfi, birting ...............0.00.... 0. 512 Sjóveðréttur .... .. 2000... „326, 693 Skaðabótamál 3, 10, 22, 97, 123, 244, 272, 301, 334, 344, 386, 396, 415, 434, 459, 498, 544, 601, 703, 773, 902, 1008, 1044 Skattalög, brot BEBN ........000 834 Skattamál ... .......00...... 00. 613 Skilnaður ................02. 00. 670 Skipakaup ............0....020 0000 1085 Skiptadðómur .............2.02. 00. 998 Skírlífisbrot ..........0...... 00... 624 Skjalafals .......0....0.0.0.02. 00 237, 570 Skuldamál .................. 164, 173, 275, 352, 487, 770, 784 Sölulaun .............000. 968 Tékkamisferli ... .......0............ 194, 1079 Umferðarlög .............. 202, 430, 494, 586, 987, 1004, 1115 Ummæli, ómerking ................... 000 933 Umsýsla .............. a .. 536 Uppboð ... 0... sr 72 Uppboðsandvirði, úthlutun ............... 559, 563 Útburðarmál . .........0... 311 Útivistarómar 1, 85, 86, 87, 210, 211, 363, 364, 365, 543, 679, 680, 798, 799, 800, 1002, 1003 Útsvar .............. sr . 613 Vanhæfi dómara . ............ lo... 977 Vátrygging ..................0.. 000. 47, 1044, 1143 Veð, veðréttur ........................ sr 380, 536 Veðskuldabréf .............0.00.0.0 536, 647 Verkkaup, greiðsla ................0.0..00000. 0. 29 Vinnulaun ................. ll 326 Vinnuslys „.......0...00.0.0 0. 3, 97, 301, 334, 434 Víxlar, víxilmál ................ ...... 294, 352, 690, 739 Þjófnaður . ....... ...... 0... 601, 1075 Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LI. árgangur 1970 Miðvikudaginn 7. janúar 1970. Nr. 136/1969. Hörður Guðjónsson gegn Hafliða Sveinssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hörður Guðjónsson, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 9. janúar 1970. Nr. 2/1970. Valdstjórnin gegn Tryggva Rúnari Leifssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 3. janúar 1970, sem barst Hæstarétti 5. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. 2 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 2. janúar 1970. Ár 1970, föstudaginn 2. janúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Þóri Oddssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Málsatvik eru þau, að Í morgun um kl. 0636 var lögreglunni tilkynnt um innbrot í fyrirtæki Friðriks A. Jónssonar að Bræðra- borgarstíg 1 hér í borg. Er lögreglan kom á staðinn, varð hún vör við tvo menn, er voru á bak við hús nr. 1 við Bræðraborgarstíg. Er áðurnefndir menn urðu lögreglunnar varir, tóku íþeir til fótanna, og tókst öðrum þeirra að komast undan. Maður sá, er náðist, reyndist vera Þorleifur Kristinn Valdimars- son, fæddur 17. marz 1940. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni viðurkenndi Þorleif- ur að hafa ætlað að brjótast inn í nefnt fyrirtæki ásamt Tryggva Rúnari Leifssyni, er hann kvað hafa verið með sér. Enn fremur sagði hann, að Tryggvi Rúnar Leifsson hefði farið inn í 3—4 bifreiðar í nágrenninu, en ekkert fémætt fundið í þeim. Tryggvi Rúnar hefur eindregið neitað að vera viðriðinn innbrot þetta, en kveðst hafa verið sofandi heima hjá Þorleifi Kristni frá því um kl. 0400 og þangað til eitthvað fram yfir hádegi í dag. Kærði er grunaður um háttsemi, sem getur varðað hann fang- elsisrefsingu eftir KXVI. kafla, sbr. 20. gr. hegningarlaga. Skilyrði 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 eru því fyrir hendi til beitingar gæzluvarðhaldi. Rannsókn máls þessa er ekki lokið, og telur dómarinn því rétt með hliðsjón af framansögðu og tilvísun til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 82/1961 að úrskurða kærða, Tryggva Rúnar Leifsson, Í gæzluvarðhald, svo að hann spilli eigi sakargögnum með óskertu frelsi. Ákveðst gæzluvarðhaldstíminn allt að 7 dögum. Ályktarorð: Kærði, Tryggvi Rúnar Leifsson, skal sæta gæzluvarðhaldi í allt að 7 dögum. 3 Föstudaginn 16. janúar 1970. Nr. 113/1969. Ölgerðin Egill Skallagrímsson h/f (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) sesn Halldóri Ólafssyni (Björn Sveinbjörnsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. júní 1969 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum stefnda og málskostnaður úr hendi hans bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda var veitt gsjafvörn fyrir Hæstarétti hinn 19. ásúst 1969. Hann krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál. Leitt er í ljós, að flöskur hafa alloft sprungið í verksmiðju áfrýjanda. Áfrýjandi hefur eigi gert fyllilega sennilegt, að hann hafi gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að verjast því, að slík sprenging á flöskum, sem slysahættu hefði í för með sér, ætti sér stað, Þá hefur hann eigi viðhaft nægilegan öryggisbúnað til að verja starfsmenn sína slysum, er flöskur springa. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta héraðs- dóminn. Dæma ber áfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 30.000.00 og rennur tl talsmanns stefnda fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ölgerðin Egill Skallagrímsson h/f, greiði málsvarnarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 30.000.00, sem renna 4 skulu til talsmanns stefnda, Björns Sveinbjörnssonar hæstaréttarlögmanns. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. júní 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 2. þ. m., hefur Halldór Ólafsson, Mánagötu 15, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 11. desember 1968, gegn Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h/f, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 483.951.00 með 7% ársvöxtum frá 27. september 1966 til greiðsludags auk málskostnaðar, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en stefn- andi hefur fengið gjafsóknarleyfi hjá dómsmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 19. nóvember 1968. Stefndi hafði frjálsa ábyrgðartryggingu hjá Vátryggingafélag- inu h/f í Reykjavík, og er því félaginu stefnt til réttargæzlu í máli þessu. Á hendur réttargæzlustefnda eru engar kröfur gerðar, og hann hefur heldur engar kröfur gert. Samkomulag er með aðiljum málsins að ganga fram hjá sátta- nefnd í máli þessu. Leitazt hefur werið við að koma á sáttum í málinu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Undir rekstri málsins varð að samkomulagi með aðiljum að skipta sakarefni málsins þannig, að í þessum dómi yrði fjallað um skaðabótaskyldu út af slysi, sem stefnandi varð fyrir í verk- smiðju stefnda hinn 27. september 1966. Samkvæmt þessu eru dómkröfur stefnanda í þessu máli nú þær, að stefndi, Ölgerðin Egill Skallagrímsson h/f, verði dæmdur til að bera óskoraða skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda á slysi því, er hann varð fyrir 27. september 1966, og til að greiða honum málskostnað samkvæmt mati dómsins, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati réttarins. Til vara krefst stefndi þess, að sök verði skipt í málinu og stefnandi verði látinn bera nokkurn hluta tjónsins sjálfur, enda verði málskostnaður þá látinn niður falla. Málavextir eru þessir. Í byrjun febrúar árið 1966 hóf stefnandi störf hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni h/f hér í borg. Var hann ráðinn til ýmissa 5 starfa þar og var búinn að vinna flest störf í verksmiðjunni. Hinn 27. september 1966 fól verkstjórinn honum að taka á móti flösk- um, er voru að koma úr hitaofni verksmiðjunnar, og setja þær í kassa. Vinnutilhögun þarna var sú, að ölflöskurnar voru settar á kerru og kerran með ölflöskunum síðan sett inn í hitaofn, þar sem flöskurnar voru hitaðar upp í 80 stig á celsíus í um það bil 45 mínútur. Síðan var kerran tekin út úr ofninum og rennt fram á gólf verksmiðjunnar, þar sem flöskurnar voru látnar kólna í um það bil 30 mínútur. Því næst er flöskunum raðað í kassa, og vann stefnandi við það verk ásamt öðrum manni. Klukkan 1610 umræddan dag voru stefnandi og félagi hans um það bil hálfnaðir við að losa flöskur af kerru í kassa, og varð þá það slys, að ein af flöskunum sprakk með þeim afleiðingum, að gler- brot hrökk í hægra auga stefnanda. Var hann þegar í stað fluttur til Péturs Traustasonar augnlæknis, sem gerði að meiðslunum, en síðan var hann fluttur í spítala, þar sem hann lá í 3 vikur. Stefnandi missti næstum sjón á auganu og er talinn hafa 20% varanlega örorku af völdum slyssins. Öryggiseftirliti ríkisins var eigi tilkynnt um slys þetta, en Tryggingastofnun ríkisins var tilkynnt slysið með tilkynningu, dags. 15. október 1966. Lögreglurannsókn út af slysi þessu fór eigi fram fyrr en í apríl 1968 og þá samkvæmt beiðni réttargæzlustefnda til yfirsakadóm- arans í Reykjavík með bréfi, dags. 8. apríl 1968. Stefnandi hefur skýrt rannsóknarlögreglunni í Reykjavík svo frá, að hann hafi verið hálfboginn yfir kassa þeim, er hann var að setja flöskurnar í, þegar ein flaskan hafi sprungið og gler- brot farið í auga hans. Hann gat þess, að þessi tiltekna flaska hafi ekki sprungið vegna þess, að hann hafi farið neitt óvarlega að við vinnu sína, flaskan hafi hvergi rekizt í neitt, en það komi hins vegar oft fyrir, að flöskur spryngi af sjálfu sér, bæði í köss- unum og eins á kerrunni og jafnvel inni í hitaofninum. Kvaðst stefnandi oft hafa orðið var við, að flöskur spryngju þarna á vinnustaðnum, en aldrei hafi áður hlotizt slys af, svo að hann vissi. Hann kvaðst í alla staði hafa verið vel fyrir kallaður, er slysið varð, og það ekki orðið vegna utanaðkomandi óhappa. Hann kvaðst hafa unnið þetta verk sitt, eins og hann hafi verið vanur. Verkstjórinn, Jóhannes Bergsveinsson, tjáði rannsóknarlögregl- unni, að það kæmi þó nokkrum sinnum fyrir, að flöskur spryngju, bæði þegar þær væru í gerilsneyðingu og eins ef þær biðu í 6 kælingu. Hann kvað það eðlilegt, að flöskur spryngju af og til, því að mjög erfitt væri að sjá, hvort nokkur galli leyndist í öl- flöskunum, enda væru þær dökkar að lit. Hver flaska sé skoðuð, er hún komi úr þvottavélinni, og sé það nokkurs konar gegnum- lýsing, en alitaf gætu leynzt sprungur eða galli í hverri flösku, en vanalega færu 25 þúsund flöskur í gegnum vélarnar á dag. Vitnið Karl Júlíus Eiðsson skýrði rannsóknarlögreglunni svo frá, að þegar slysið varð, hafi hann verið að vinna við vélarnar, sem tappa á flöskurnar, og staðið rétt hjá stefnanda. Kvaðst hann hafa séð, að stefnandi war að taka flöskur úr kerrunni og setja þær í kassana. Hafi stefnandi staðið hálfboginn yfir kass- anum, og kvaðst Karl hafa heyrt flösku springa og séð, að glerbrot fór í andlitið á stefnanda. Taldi Karl víst, að stefnandi hefði ekki farið að verki þessu á annan veg en vant var, og sé því eigi hægt að kenna honum, hvernig farið hafi. Karl kvaðst hafa verið búinn að vinna í Ölgerð Egils Skallagrímssonar h/f í 15 ár, Sérstaklega aðspurður tók hann fram, að það kæmi nokk- uð oft fyrir, að flöskur spryngju, bæði þegar verið sé að fylla á þær, við hitun og eins við kælingu. Þó nokkrum sinnum komi það fyrir, að flaska spryngi, jafnvel löngu eftir að hún er komin í kassa. Venjulega spryngi flöskurnar vegna þess, að þær séu á einhvern hátt gallaðar, en gallarnir sjáist venjulega ekki fyrir- fram. Sem dæmi um mál sitt tók Karl það fram, að flaska hafi eitt sinn sprungið, er hann war að vinna sama starf og stefnandi, og hafi þá glerbrot komið í augabrún sér og hafi hann enn ör eftir. Hinn 3. desember 1968 ritaði lögmaður stefnanda Öryggisettir- liti ríkisins bréf út af slysi þessu, þar sem óskað var svars við eftirgreindum spurningum: „li. Var yður tilkynnt um slys þetta? 2. Fór fram nokkur rannsókn af hálfu yðar á slysi þessu? 3. Teljið þér, að hægt hafi verið að forðast slys þetta, ef gætt hefði verið þess öryggis, sem kostur var af hálfu atvinnu- rekanda? 4. Óskað er álits yðar á aðbúnaði á vinnustað og orsökum slyss- ins að öðru leyti, eftir því sem þér teljið ástæðu til“. Öryggismálastjóri svaraði bréfi þessu með bréfi, dags. 12. des- ember 1968. Í því segir svo: „1—2. Slysið var ekki tilkynnt Öryggiseftirlitinu, og bar af leiðandi hefur á þess vegum engin rannsókn á slysinu farið fram. 7 3. Ég tel, að hlífðargleraugu eða gegnsæ andlitshlíf hefði komið í veg fyrir slys þetta, en Öryggiseftirlitið hefur ekki krafizt slíkra hlífa við vinnu íþá, sem um er að ræða, enda ekki kunnugt um, að sprengingar á flöskum væru tíðar, eftir að þær komu úr gerilsneyðingarhreinsun. Við skoðun, sem gerð var í fyrirtækinu seint á árinu 1966, gerði eftirlitsmaður enga athugasemd við aðbúnað á þess- um vinnustað. Um orsakir slyssins tel ég mig ekki geta sagt umfram það, sem fram kemur Í lögreglurannsókninni“. Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar með því, að það hafi komið fram við lögreglurannsóknina, að ekki hafi verið óalgengt, að flöskur spryngju, þegar verið var að raða þeim í kassana. Verkstjórinn, Jóhannes Bergsveinsson, telji það eðlilegt, að flösk- ur spryngi af og til, bar sem mjög sé erfitt að sjá, hvort nokkur galli leynist í ölflöskunum. Bæði stefnandi og vitnið Karl Júlíus Eiðsson telji, að það komi stundum fyrir, að flaska spryngi. Við þessar aðstæður telur stefnandi, að stefnda hafi hlotið að bera skylda til að gera þær ráðstafanir, sem komið hefðu í veg fyrir, að slys gæti hlotizt af því, að flaska spryngi. Það verði hins vegar ekki séð, að neinar slíkar ráðstafanir hafi verið gerðar á vinnu- staðnum. Af þessum sökum telur stefnandi, að stefndi beri óskoraða skaðabótaábyrgð á slysinu, enda hafi stefnandi ekki á neinn hátt hegðað sér öðruvísi en honum bar við vinnu sína og verði slysið því á engan hátt talið hans sök. Verði ekki fallizt á það, að stefndi beri óskoraða fébótaábyrgð sagnvart stefnanda á slysi þessu samkvæmt almennu skaðabóta- reglunni, þá heldur stefnandi því allt að einu fram, að stefndi sé fébótaábyrgur gagnvart sér vegna slyssins, þar sem það hljóti að vera á áhættu stefnda, en ekki stefnanda, að notaðar hafi verið gallaðar ölflöskur við framleiðsluna hjá stefnda. Að endingu áréttar stefnandi dómkröfur sínar með því að benda á, að stefndi hafi eigi tilkynnt slys þetta til Öryggiseftirlits ríkis- ins, svo sem lögskylt sé samkvæmt 26. gr. laga nr. 23 frá 1. febrúar 1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Stefndi reisir sýknukröfur sínar á því, að slysið verði eigi rakið til neinna þeirra atvika eða áhættu, er orðið geti grund- wöllur að fébótaábyrgð stefnda lögum samkvæmt. Slys þetta hafi orðið í öl- og gosdrykkjaverksmiðju stefnda. Það fyrirtæki sé orðið mjög gamalt á íslenzkan mælikvarða og hið langelzta sinnar tegundar, sem nú sé starfandi. Öll starfsemi verksmiðj- unnar sé fast mótuð og í öruggu horfi. Tækjabúnaður verk- = 8 smiðjunnar sé fullkominn, vinnuskilyrði góð, verkstjórn örugg og öll starfsemi mjög vanabundin. Flest verk, sem þar séu unnin, muni vera auðveld og auðlærð. Svo hafi og verið um það starf, er stefnandi hafði á hendi, þegar hann slasaðist. Það sé alkunn staðreynd, að flöskur og ýmsir aðrir hlutir úr gleri geti sprungið, sundrazt, án sérstakra sýnilegra orsaka. Þetta sé eðli glers. Það muni til að mynda ekki óalgengt, að flöskur, könnur eða glös sundrist í smáagnir, þar sem slíkir hlutir standi í hillum. Við slíku sé ekkert að gera. Slík hætta verði að sjálfsögðu viðloða á vinnustað, þar sem aragrúi af glerflöskum sé handfjatlaður á ýmsum framleiðslustigum. Sé vandséð, hvaða öryggisráðstöf- unum verði við komið til varnar starfsmönnum gegn slíkri hættu. Í flestum starfsgreinum séu starfsfólki búnar hættur af slys- um við rækslu skyldustarfa. Slík slysahætta sé að sjálfsögðu með margvíslegu móti og í misríkum mæli. Sjómanni á fiskiskipi sé t. d. búin talsverð slysahætta af því að renna á hálu þilfari, svo sem mörg dæmi sýni. Sama gildi og um starfsfólk í frystihúsum. Í slíkum tilvikum eða öðrum áþekkum sé stundum eigi hægt að fyrirbyggja slysahættuna með varnaraðgerðum, en oft sé þess kostur. Iðulega sé það þó svo, að eigi sé talin ástæða til slíkra ráðstafana, enda geti orðið skammt til öfga í þeim efnum sem öðrum. Starfsmaður, sem kunni góð skil á sínu starfi, geri sér þá grein fyrir hættum þeim, er starfinu fylgja, og taki á sig áhættuna af því, að hættan verði virk gagnvart honum. Telur stefndi, að þetta eigi einmitt við um starf það, er stefnandi gegndi, og slysahættu því samfara. Að lokum vekur hann athygli á því, að í öðrum þeim verksmiðjum, þar sem áþekk starfsemi fer fram, sé eigi um neinar öryggisráðstafanir að ræða gegn um- ræddri slysahættu. Einnig vekur stefndi athygli á því, að Öryggis- eftirlit ríkisins hafi aldrei mælt fyrir um neinar ráðstafanir hér að lútandi. Fari hins vegar svo, að eigi verði fallizt á sýknukröfur stefnda, þá reisir hann varakröfu sína öðrum þræði á því, að skipta beri sök. Rök hans fyrir varakröfunni eru á þá leið, að ástæður fébótaábyrgðar hljóti að verða slíkar, að rétt sé og eðlilegt, að stefnandi beri sjálfur tjón sitt að nokkru. Það, sem kynni að teljast hafa skort á af hálfu stefnda, hljóti stefnanda sjálfum að hafa verið ljóst sem vönum manni við rækslu starfa þess, er hann gegndi. Hafi því mátt gera þá kröfu til hans, að hann gætti sjálfur öryggis síns eigi síður en vinnuveitandi hans. Að endinigu heldur stefndi því fram, að það eigi engu að skipta 9 varðandi skaðabótaskylduna, þótt vanrækt hafi verið að tilkynna slys þetta til Öryggiseftirlits ríkisins, þar sem það hafi eigi komið að sök, af því að atvik að slysi þessu séu nægilega upplýst. Með framburðunum hér að framan er í ljós leitt, að það hafi komið þó nokkuð oft fyrir í verksmiðju stefnda, að flöskur spryngju. Mun það stafa af galla í glerinu, sem í sumum til- vikum er ókleift að sjá við skyggningu flasknanna. Hér var því um viðvarandi hættu í sambandi við starfsemi stefnda að ræða, hættu, sem vitað var um. Af þessum sökum lítur rétturinn svo á, að nauðsyn hefði borið til, að stefnandi væri látinn nota hlífð- argleraugu eða andlitshlíf við framangreint starf sitt. Úr því að þessar öryggisráðstafanir voru eigi viðhafðar, þykir verða að leggja á stefnda óskoraða skaðabótaábyrgð á slysi því, er stefnandi varð fyrir í verksmiðju hans hinn 27. september 1966, enda er ósannað, að stefnandi hafi sjálfur átt nokkra sök á slys- inu, og afstaða Öryggiseftirlits ríkisins í þessu efni fær hér engu um breytt. Eftir þessum málalokum verður stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Málskostnaður til handa stefnanda ákveðst kr. 36.760.00 og greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda, Birni Sveinbjörnssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 30.000.00 í talsmannslaun í þessum þætti málsins, en kr. 6.760.00 er útlagður kostnaður vegna málssóknar stefnanda. Stefndi greiði kr. 36.760.00 í málskostnað, er renni í ríkissjóð. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendum Gísla Þorkelssyni efnaverkfræðingi og Gunnari H. Bjarnasyni vélaverkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Ölgerðin Egill Skallagrímsson h/f, á að bera óskoraða skaðabótaábyrgð á slysi því, sem stefnandinn, Hall- dór Ólafsson, varð fyrir í verksmiðju stefnda hinn 27. sept- ember 1966. Málskostnaður til handa stefnanda, kr. 36.760.00, greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda, Birni Sveinbjörnssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 30.000.00 í talsmannslaun í þessum þætti málsins. Stefndi greiði kr. 36.760.00 í málskostnað, er renni í ríkis- sjóð. 10 Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 19. janúar 1970. Nr. 130/1969. Erlendur Guðmundsson (Logi Guðbrandsson hrl.) segn Friðriki Kristjánssyni og gagnsök (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. júlí 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 30. júní 1969. Var stefnan birt 10. september 1969. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 24. sept- ember 1969. Gerir hann þær dómkröfur, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 68.410.00 ásamt 7% árs- vöxtum frá 15. júlí 1964 til greiðsludags og svo málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. Í héraðsdómi er lýst umferðarslysi því, sem mál þetta er af risið, og sakargögn skilmerkilega rakin. Samkvæmt upp- drætti Fróða Einarssonar lögreglumanns er „leið R 14831“ sýnd sem næst miðjum vegi að árekstrarstaðnum. Þessari staðsetningu bifreiðarinnar rétt fyrir áreksturinn hefur ekki verið hnekkt. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skirskotun til forsendna héraðsdóms þykir bera að stað- festa úrlausn hans um sakarskiptingu. Einnig þykir rétt að fallast á ákvæði hins áfrýjaða dóms um 2., 3., 5. og 6. kröfu- 11 lið gagnáfrýjanda. Tjón samkvæmt 1. kröfulið telst hæfi- lega metið kr. 70.500.00. Eiginkona gagnáfrýjanda hefur framselt honum bótarétt samkvæmt 5. kröfulið. Þykir hæfi- legt að taka þann kröfulið til greina með kr. 10.000.00. Sam- tals eru þessar fjárhæðir kr. 89.310.00 (70.500.00 1.610.00 - 4.200.00 10.000.00 3.000.00). Ber aðaláfrýjanda að greiða % hluta þessarar fjárhæðar, þ. e. kr. 59.540.00, að frádregnum kr. 35.500.00, sem vátryggingafélag það, sem hafði bifreið hans í lögboðinni ábyrgðartryggingu, hafði greitt gagnáfrýjanda upp í kröfuna, áður en til málssóknar kom. Úrslit málsins verða því þau, að aðaláfrýjanda verður dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 24.040.00 ásamt 6% árs- vöxtum frá 15. júlí 1964 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber aðaláfrýjanda og að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, og telst hann hæfilega ákveðinn samtals kr. 16.000.00. Dómsorð: Aðaláfryjandi, Erlendur Guðmundsson, greiði gagn- áfrýjanda, Friðriki Kristjánssyni, kr. 24.040.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 15. júlí 1964 til 1. janúar 1966 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 16.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. október 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Friðrik Kristjáns- son, Nesvegi 9, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 26. júní 1965 og birtri sama dag, gegn Erlendi Guð- mundssyni, Karfavogi 60, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 68.410.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júlí 1964 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Af hálfu stefnda er krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins. Til vara er af hálfu stefnda gerð sú krafa, að hann verði aðeins 12 dæmdur til að bera lítinn hluta sakarinnar að mati dómsins og að málskostnaður verði felldur niður. Ábyrgð h/f, tryggingafélagi bindindismanna, Skúlagötu 63, Reykjavík, hefur verið stefnt til réttargæzlu í máli þessu. Á hendur réttargæzlustefnda eru engar kröfur gerðar. Hann hefur og eigi heldur neinar kröfur gert. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að miðvikudaginn 15. júlí 1964 hafi orðið árekstur milli bifreiðanna R 14831, Volga bif- reiðar, eign stefnda, og bifreiðarinnar R 15513, Landrover bif- reiðar, eign stefnanda, á þjóðveginum í Hvalfirði á móts við Kalastaði. Hafi bifreiðin R 14831 verið á norðurleið, en bifreiðin R 15513 á suðurleið. Ekill bifreiðarinnar R 15513 hafi verið Auður Sigurðardóttir, eiginkona stefnanda, en stefnandi hafi einnig verið í bifreiðinni ásamt tveimur sonum þeirra. Rétt hjá, þar sem áreksturinn hafi orðið, hafi verið ræsi í veginum og hafi bifreiðin R 15513 verið nýkomin yfir ræsið, er óhappið wildi til. Ekill bifreiðarinnar R 15513 kveðst hafa komið auga á bifreið- ina R 14831, er bifreiðin R 15513 kom að útskoti á veginum rétt hjá ræsinu. Hafi bifreiðin þá verið alllangt í burtu, en sér hafi virzt henni verið ekið mjög greitt. Við enda útskotsins hafi ræsið verið í veginum, en þar sem hin bifreiðin hafi verið alllangt frá og bæði ræsið og vegurinn handan þess nægilega breiður til að mæta bifreið, kveðst ekill bifreiðarinnar R 15513 hafa haldið hik- laust áfram. Strax og ekill nefndrar bifreiðar sá bifreiðina R 14831, kveðst hún hafa dregið úr hraða bifreiðarinnar og ekið í þriðja hraðastigi og hafi ökuhraðinn þá verið undir 40 km. En um leið og hún hafi ekið yfir ræsið, hafi hún enn hægt á ferðinni og ekið alveg yfir á vinstri vegarbrún og talið víst, að ökumaður hinnar bifreiðarinnar mundi einnig víkja út á sinn vegarhelm- ing. En í þess stað hafi bifreið hans snúizt á veginum, er hún hafi verið rétt komin að bifreið stefnda, og hafi þá orðið harður árekstur á milli þeirra, þannig að bifreið stefnanda hafi kastazt aftur á bak, farið út af veginum og lent þar á hliðinni. Við höggið kveður Auður Sigurðardóttir þau stefnanda hafa kastazt fram á framrúðu bifreiðar sinnar. Hafi hún hlotið skurð á nefið og fleiður á enni, en stefnandi skrámazt á enni og marizt á hægri handlegg. Sjálf hafi bifreiðin skemmzt það stórlega, að ekki hafi þótt ráðlegt að gera við hana, og hafi hún því verið seld í því ástandi, er hún hafi verið í eftir áreksturinn, fyrir kr. 84.500.00. Stefnandi sundurliðar stefnukröfuna þannig: 13 1. Verðmæti nýrrar sams konar bif- reiðar .. .. .. .. .. 2... 2. -. ikr. 180.000.00 = 10% „2... 2 002... 2. — 18.000.00 -—- söluverð flaksins .. .. .. .. .. — 84.500.00 —- greiðsla Ábyrgðar h/f .. .. .. — 35.500.00 ————— kr. 42.000.00 2. Reikningur frá Vöku vegna dráttar á flakinu .. — 1.610.00 3. Afnotamissir af bifreiðinni í 35 daga, á kr. 120.00 pr.dag.. .. ... 0 2. — 4.200.00 4. Þjáningar og lýti eiginkonu stefnanda „2 2... — 15.000.00 5. Þjáningar og lýti stefnanda .. .. ... . oe — 5.000.00 6. Áverkavottorð stefnanda og eiginkonu hans, samkvæmt reikningi .. .. 2... 0... — 600.00 Samtals kr. 68.410.00 Stefnandi telur ökumann bifreiðarinnar R 14831 eiga alla sök á árekstrinum, bæði vegna of mikils ókuhraða og einnig vegna þess, að hann hafi ekki vikið nægilega yfir á vinstri vegarhelm- ing, áður en áreksturinn vildi til, en á þessum mistökum beri stefndi fébótaábyrgð. Stefnandinn í máli þessu, Friðrik Kristjánsson, hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að hann hafi verið eigandi Landrover bifreiðarinnar R 15531 og verið farþegi í greindri bifreið í um- rætt sinn, er áreksturinn varð, og setið í hægra framsæti bifreiðar- innar. Hann skýrir svo frá, að hann hafi werið á leið til Reykja- víkur, þegar áreksturinn varð. Hafi hann fyrst tekið eftir Volga bifreiðinni, er hann hafi komið í hallann austan Kalastaða. Kveður stefnandi Landrover bifreiðinni hafa verið skipt niður í þriðja ganghraðastig, rétt áður en hún kom að útskoti vestan ræsis þess, sem í málinu greinir. Bendir stefnandi á í þessu sambandi, að Landrover bifreiðin sé með dieselhreyfli og sé hraðahámark á nýrri bifreið sem þessari í þriðja ganghraðastigi því um 40 km pr. klst. Hafi því bifreiðin alls ekki verið á meiri hraða en því nemur, er hún kom á móts við útskot það, sem sé rétt vestan við ræsið, og hafi hraðinn verið enn minni, er áreksturinn varð, eða ca. 15 km pr. klst. Lýsir stefnandi aðstæðum þannig, að út- skot það, sem er fyrir vestan ræsið, sé nær ræsinu heldur en það, sem er fyrir austan. Kveður stefnandi, að bifreiðarnar muni hafa verið á sama tíma á móts við útskotin sitt hvorum megin við ræsið, en þar sem hraði Volga bifreiðarinnar hafi verið meiri, 14 hafi áreksturinn orðið rétt austan við ræsið. Nánar segir stefn- andi, að Volga bifreiðin hafi verið um það bil á miðjum veginum, er áreksturinn var. Kveður hann, að breiddin á veginum hafi verið. fyllilega nægileg á árekstrarstað, hafi Landrover bifreiðin haldið. sig yzt á vinstra vegarhelmingi á árekstraraugnablikinu. Segir stefnandi, að í þann mund, er áreksturinn varð, hafi Volga bifreiðin snúizt á veginum og myndað ca. 45—60“ horn miðað við beina akstursstefnu. Telur stefnandi án tvímæla, að Volga bifreiðin hafi snúizt þannig, þegar henni var hemlað. Stefnandi kveður uppdrátt af vettvangi ekki nákvæman. Kveður hann enga hvilft hafa verið í veginum við ræsið á sínum vegar- helmingi (sbr. dskj. nr. 4). Hins vegar hafi verið hvilft í veg- inum við ræsið í vegarhelmingi Volga bifreiðarinnar (sbr. einnig ljósmynd á dskj. nr. 4). Telur stefnandi það sitt álit, að bifreiðar- stjóri Volga bifreiðarinnar hafi ekki tekið eftir ræsinu, en byrjað að hemla, er hann sá hvilftina. Aðspurður kveður stefnandi það einnig vera galla á uppdrættinum, að ekki skuli vera sýnd hemla- för R 14831. Loks heldur stefnandi því fram, að afturhorn R. 14831 sé ranglega teiknað út af vegjaðrinum, en það sé eigi nema því næst vegjaðrinum. Stefnandi upplýsir, að þá tvo mán- uði, sem kona hans hafi haft ökuréttindi, hafi hún ekið bifreið alltaf af og til, er hún hafi haft tækifæri til. Eiginkona stefnanda, Auður Sigurðardóttir, hefur komið fyrir dóm og staðfest skýrslu sína hjá rannsóknarlögreglunni (sbr. dskj. nr. 3). Kveður hún þar rétt frá skýrt að öllu leyti, en í lögregluskýrslunni skýrir hún svo frá, að í umrætt skipti hafi hún verið á leið til Reykjavíkur og verið komin á móts við Kalastaði á Hvalfjarðarströnd. Með henni í bifreiðinni hafi verið eiginmaður hennar, Friðrik Kristjánsson, sem setið hafi í fram- sæti bifreiðarinnar við hlið hennar, og synir þeirra tveir, Logi, tveggja ára, sem faðir hans hélt á, og Ívar, 5 ára gamall, sem setið hafi á bekk vinstra megin aftur Í bifreiðinni. Þegar hún hafi komið að útskotinu, sem sýnt er á uppdrættinum, hafi hún séð til bifreiðar, sem komið hafi á móti sér, en verið alllangt í burtu. Kveður hún sér hafa virzt henni ekið mjög igreitt. Við enda útskotsins kveður hún hafa verið ræsi, en þar sem áður- nefnd bifreið hafi enn verið alllangt frá og bæði ræsið og vegur- inn handan þess nægilega breiður til þess að mæta bifreið að sínu áliti, kveðst hún hafa haldið hiklaust áfram. Hún kveðst, strax og hún sá til bifreiðar þessarar, hafa dregið úr hraða bif- 15 reiðar sinnar og ekið í þriðja hraðastigi og hafi ökuhraðinn werið undir 40 km miðað við klst. Um leið og hún ók yfir ræsið, kveðst hún hafa hægt enn ferðina og vikið alveg út á vinstri vegarbrún og talið víst, að ökumaður hinnar bifreiðarinnar mundi einnig víkja út á sinn vegarhelming. En í þess stað hafi bifreið hans snúizt á veginum, er hún var rétt komin að bifreið hennar, og hafi þá orðið harður árekstur milli þeirra, eða svo, að bifreið hennar kastaðist aftur á bak og út af veginum og hafi farið þar á hliðina. Við höggið frá hinni bifreiðinni kveður hún þau hafa kastazt á framrúðu bifreiðarinnar og hlotið skurð á nefið og fleiður á enni, en Friðrik, eiginmaður hennar, hafi skrámazt á enni og marizt á hægri handlegg. Drengirnir hafi ekki hlotið teljandi áverka. Hún kiveður þau hafa klifrað út úr bifreiðinni ásamt drengjunum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi þá verið kominn út úr og staðið á veginum hjá henni. Maður frá Kalastöðum hafi komið á vettvang rétt eftir áreksturinn og boðizt til að hringja eftir sjúkrabifreið og lögreglu. Hafi hann verið á leið heim að bænum aftur, er heimafólk kom á móti honum, og þá hafi verið búið að hringja og tilkynna slysið. Fólks- bifreið hafi komið þarna fyrst á slysstaðinn og hafi ökumaður hennar haft orð á því, að bifreið sú, sem hún lenti þarna í árekstri við, hefði þá skömmu áður farið fram úr sér á mikilli ferð. Vegna |þess, sem á undan var gengið, kveðst hún ekki hafa gætt þess að setja á sig númer bifreiðar hans, enda talið víst, að lögreglumennirnir mundu taka skýrslu af honum, þar sem hann hafi ekki verið farinn, þegar þeir komu. Hún tekur fram, að grænt lakk úr R 14831 hafi legið á götunni um það bil einn og hálfan metra austan við hana og glerbrot á tvístringi eitthvað austan við það. Lögregluþjónarnir hafi kynnt sér þessi ummerki, en einhverra hluta vegna hafi þeir ekki getið þeirra í skýrslu sinni né sýnt þau á uppdrættinum. Hún kveður lögregluþjónana fyrst hafa vakið athygli sína á lakkinu og glerbrotunum og hafi þeir talið árekstrarstaðinn vera þar. Hafi þeir sagzt þurfa að athuga þessi verksummerki nánar, en niðurstöðu þeirra athug- ana sé ekki getið í skýrslu þeirra. Er eiginkona stefnanda, Auður Sigurðardóttir, kom fyrir dóm, kvaðst hún hafa það út á uppdráttinn af vettvangi að setja, að nánast hefði engin hvilft verið á veginum sín megin við ræsið. Hins vegar hafi verið miklu meiri hvilft á hinum vegarhelm- ingnum. Þá telur hún, að afturhorn bifreiðarinnar R 14831 sé 16 ranglega teiknað út af wegjaðrinum, en eigi því sem næst að nema við hann. Hún kveðst telja útilokað, að bifreiðin R 14831 hafi verið stöðvuð, er áreksturinn varð. Hjördís Alda Hjartardóttir, eiginkona ökumanns bifreiðarinnar R 14831, hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að hún hafi setið í hægra framsæti nefndrar bifreiðar, er áreksturinn var. Lýsir hún atburðarásinni þannig, að hún hafi setið. skáhallt í framsætinu og haldið á litlum dreng. Hafi hún tekið eftir Land- rover bifreiðinni, er R 14831 war á hæðinni austan Kalastaða, en síðan hafi hún verið að huga að drengnum og ekki veitt Land- rover bifreiðinni meiri athygli eftir þetta. Kveðst hún hafa misst meðvitund við áreksturinn og kveður sig ekki geta borið um nein málsatvik af þeim sökum, enda hafi hún ekki komizt til fullrar meðvitundar, fyrr en hún hafi verið flutt til Akraness. Ökumaður R 14831, Guðmundur Guðbrandsson, skýrir svo frá í lögregluskýrslu á dskj. nr. 3, að hann telji uppdrátt af vettvangi og lögregluskýrsluna í meginatriðum rétta, en telur bifreið sína staðsetta of fjarri ræsi, sem merkt er C á uppdrættinum, og snúa of þvert á veginum. Nánar skýrir hann svo frá í lögregluskýrsl- unni, að hann hafi verið á leið norður í umrætt skipti og hafi verið kominn rétt fram hjá bænum Kalastöðum á Hvalfjarðar- strönd, er hann sá til ferða Landrover bifreiðar, sem kom á móti honum. Vegurinn var þarna fullþröngur, segir hann, til þess að bifreiðar gætu mætzt nema með sérstakri varúð, en þar sem Landrover bifreiðin hafi verið stödd, hafi verið útskot á veg- inum og meira en nægjanlegt rými til að mætast. Þar sem út- skotinu hafi sleppt, hafi verið ræsi á veginum, nokkru mjórra en vegurinn sjálfur. Kveður hann sér ekki hafa komið annað til hugar en að ökumaður Landrover bifreiðarinnar mundi bíða, þar sem þægilegast var að mætast, og hafi hann því haldið óhikað áfram, en bó á frekar hægri ferð, eða á að gizka á 30—40 km hraða miðað við klst. En hann kveður ökumann Landrover bifreiðarinnar ekkert hafa skeytt um útskotið, heldur haldið áfram ferðinni hiklaust án þess að draga nokkuð úr ferð. Kveðst hann þá hafa séð fram á árekstur milli bifreiðanna og stigið því með fullu átaki á hemla, og telur hann, að bifreið sín hafi verið stöðvuð, áður en Landrover bifreiðin skall framan á hana. Við höggið kveður hann bifreið sína hafa snúizt á veginum, en hin bifreiðin hafi farið út af honum og oltið á hliðina. Við hlið sér í framsæti bifreiðarinnar kveður hann eiginkonu sína, Hjör- dísi Öldu Hjartardóttur, hafa setið með tveggja ára son þeirra í 17 fanginu. Við áreksturinn hafi hún kastazt fyrst fram, en síðan að sætisbakinu, og hafi bæði hún og drengurinn hlotið áverka. Hún hafi skorizt á fæti svo að sauma hafi þurft sárið saman, einnig á enni talsverðan skurð og fengið auk þess heilahristing. Drengurinn hafi fengið tvo skurði á höfuðið, sem sauma hafi þurft saman. Aðra farþega í bifreiðinni kveður Guðmundur hafa verið Sigurrós Hansdóttur, tengdamóður sína, er setið hafi hægra megin í aftursæti bifreiðarinnar, Sigurrós Erlingsdóttur, stjúpdóttur sína, átta ára gamla, sem setið hafi í miðju aftur- sæti, og Hrein Hjartarson, bróður konu sinnar, sem setið hafi vinstra megin. Hann kveður Sigurrós Hansdóttur hafa kastazt á bak framsætisins og meiðzt á brjósti, en meiðsli hennair séu enn ekki fullrannsökuð. Guðmundur kveður Sigurrós Erlingsdóttur hafa sloppið ómeidda og Hrein hafa marizt á fótum og hand- legg. Guðmundur kveður vinstri fót sinn vera stífan (staurfót), og hafi því sársaukinn undan högginu verið mestur í mjöðm og hné og hafi komið marblettir út um hnéð tveim til þrem dögum eftir slys þetta. Enn fremur kveðst Guðmundur hafa marizt og hruflazt á hægra fæti um hné og hlotið áverka á vinstri kjálka og þar sé enn bólguhnútur. Þegar hann hafi komið út úr bif- reiðinni og gengið fram fyrir hana, hálfutan við sig og miður sín eftir áreksturinn, hafi hann séð hvar maður og kona og tvö börn klöngruðust upp úr Landrover bifreiðinni, sem lá á hliðinni. Hafi konan verið mjög æst og talið sig, þ. e. Guðmund, eiga alla sök á slysi þessu og haft á orði, að hann mundi vera drukk- inn. Hafi hún ítrekað það við lögregluþjónana, sem hafi komið á staðinn. En Guðmundur kveður ástand sitt hafa verið þannig, að hann hafi fallið í yfirlið skömmu eftir áreksturinn og þurft aðstoð lögreglumanna til að komast inn í bifreið þeirra, svo kvalinn hafi hann verið í fótum, enda legið rúmfastur síðan. Guðmundur kveður konu sína hafa legið í sex daga á Sjúkrahúsi Akraness, en þá fengið að fara heim, en hafi verið wið rúmið síðan. Tengdamóður sína kveður hann enn, 24. júlí, vera illa haldna eftir meiðsli sín. Hann tekur fram, að bak framsætis bif- reiðarinnar hafi brotnað frá sætinu hægra megin við áreksturinn og skollið á brjósti tengdamóður sinnar og hafi meiðsli hennar orðið því meiri en hinna, sem í aftursæti voru. Framangreinda lögregluskýrslu hefur Guðmundcr staðfest fyrir dómi. Kveður hann þar rétt frá skýrt að öllu leyti, en skýrir nánar svo frá, að hraði bifreiðarinnar hafi ekki verið meiri en 30—40 km pr. klst. er áreksturinn varð. Hann kveðst hafa ekið innan við 2 18 miðlínu vegarins (þ. e. nær vinstra kanti miðað við akursstefnu hans). Er hann hafi séð bifreiðina R 15513 fara yfir ræsið, hafi hann sveigt enn meira til vinstri og því verið enn nær vinstri vegarhelmingi, er áreksturinn varð. Hann kveðst ekki geta gert sér grein fyrir hraða bifreiðarinnar R 15513 og ekki geta sagt um það nákvæmlega, hvenær hann tók fyrst eftir ræsinu. Hins vegar hafi hann tekið eftir útskotinu á vegarhelmingi R 15513 fyrr, enda sé útskotið merkt. Ökumaður R 14831 kveðst hafa hemlað, er hann sá, að R 15513 fór yfir ræsið, en upplýsir, að hemlarnir hafi verkað eðlilega að öllu leyti, enda hafi bifreiðin verið skoðuð tveimur dögum áður. Ökumaður R 14831 kveðst vera með staurfót á vinstra fæti, en hann hafi ekið í mörg ár, og valdi það ekki teljandi óþægindum við akstur. Ökumaðurinn kveðst ekki hafa þurft að undirgangast neitt sérstakt próf vegna fótarins Í sambandi við ökuréttindi sín. Hann kveðst nánar að- spurður ekki hafa tekið eftir því, að dregið hafi verið úr hraða R 15513 fyrir áreksturinn. Hann kveðst aðspurður hafa haft staurfót frá tveggja ára aldri og kveður bifreiðina R 14831 á engan hátt sérstaklega útbúna fyrir hann. Aðspurður, hvort ökuréttindi hans séu bundin wið það, að hann aki bifreið með sérstökum útbúnaði vegna fótarins, svarar ökumaðurinn því, að krafa hafi aldrei komið fram um neitt slíkt. Vitnið Sigurrós Hansdóttir skýrir svo frá, að hún hafi í um- rætt skipti verið farþegi í bifreið tengdasonar síns, Guðmundar Guðbrandssonar, og hafi þau verið á leið frá Reykjavík norður í Húnavatnssýslu. Hún kveðst hafa setið í aftursæti hægra megin og er þau hafi nálgast bæinn Kalastaði á Hvalfjarðarströnd, rétt áður en áreksturinn varð, hafi hún verið að tala við barn Guð- mundar, sem var Í framsæti hjá móður sinni. Þegar hún hafi litið upp og fram á veginn, hafi hún séð Landrover bifreið koma á móti þeim á mjög hraðri ferð, að henni hafi virzt, og hafi henni verið ekið sem næst miðjum vegi. Augnabliki síðar hafi höggið komið. Bak framsætisins hafi gengið aftur og skollið á brjósti sér. Bifreiðin hafi snúizt inn á veginn að framan og stöðv- azt. Við hlið sér í aftursætinu hafi setið Sigurrós Erlingsdóttir, átta ára telpa, og Hreinn sonur sinn. Hún kveður þau bæði, þ. e. Sigurrós og Hrein, hafa farið út um vinstri hurðina og hafi hún ætlað að (gera það líka, þar sem verra hafi verið útgöngu hægra megin vegna sætisbaksins. En hún kveðst hafa orðið að snúa við og fara út um hægri hurðina, þar sem bifreiðin stóð svo tæpt á vegarbrúninni, að hún hafi ekki talið sér fært að fara vinstra megin. Ökuhraða bifreiðarinnar fyrir áreksturinn kveður 19 hún að sínum dómi hafa verið mjög lítinn, 35—40 km miðað við klst. í mesta lagi. Hún kveðst hafa ferðazt allmikið í bif- reiðum og telja sig því dómbæra á ökuhraða. Vitnið Hreinn Sævar Hjartarson skýrir svo frá, að hann hafi í umrætt skipti verið farþegi í bifreiðinni R 14831 og setið í aftursæti hennar vinstra megin. Hann kveður þau hafa verið á leið norður í land frá Reykjavík. Ökumaður hafi verið Guð- mundur Guðbrandsson, mágur sinn. Hann kveðst ekki hafa fylgzt með hraðamæli bifreiðarinnar, en gizka á, að ökuhraðinn hafi verið um 40 km miðað við klst. Er þau hafi verið á móts við Kalastaði á Hvalfjarðarströnd, kveðst hann hafa veitt athygli Landrover bifreið, sem komið hafi á móti þeim, sem honum virtist ekið allgreitt. Samtímis kveðst hann hafa tekið eftir ræsi í veginum og breiðu útskoti handan þess. Hafi þetta útskot verið merkt, eins og tíðkaðist áður, með metraháum staur og þver- spýtu á efri enda hans. Hann kveður þau hafa átt stuttan spöl ófarinn að ræsinu, er Landrover bifreiðinni hafi verið ekið út á það, án þess að ökumaður hennar drægi nokkuð úr hraða. Hann kveður Guðmund hafa ekið vel eftir vinstri helmingi vegar- ins frá þeim að sjá, en Landrover bifreiðinni hafi sér virzt vera ekið eftir miðjum vegi. Þar sem Guðmundur hafði ekkert svig- rúm til að stöðva bifreið sína, kveður hann árekstur hafa verið óumflýjanlegan. Hann kveður bifreið þeirra hafa snúizt á veg- inum við höggið, en hina bifreiðina hafa farið út af veginum og oltið þar á hliðina. Eins og áður er fram komið, telur stefnandi ökumann bifreiðar- innar R 14831 eiga alla sök á árekstrinum, bæði vegna of mikils ökuhraða og einnig vegna þess, að hann hafi ekki vikið nægilega yfir á vinstra vegarhelming, áður en áreksturinn vildi til. En þessum mistökum beri stefndi fébótaábyrgð á. Stefnandi hins vegar styður dómkröfur sínar þeim rökum, að eðli málsins samkvæmt og í samræmi við 2. mgr. 47. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 hafi ökumaður R 15513 átt að stöðva við vegarútskotið og bíða þar þess, að R 14831 kæmist fram hjá. Þegar athuguð eru atvik að umræddu slysi, eins og þeim er lýst í gögnum málsins, svo og aðstæður, þá er það í ljós leitt, að báðar bifreiðarnar voru rétt komnar fram hjá vegarútskoti, hvor á sínum vegjaðri, er áreksturinn átti sér stað. Þá er og í ljós leitt samkvæmt mælingu lögreglumanna, sem komu á siysstaðinn, að vegurinn var fyllilega nógu breiður, þar sem áreksturinn varð, til þess að bifreiðarnar gætu mætzt. Eigi er hins vegar fyllilega upplýst um ökuhraða hvorrar bifreiðar fyrir sig, er áreksturinn 20 átti sér stað. Telur ekill Landrover bifreiðarinnar, Auður Sig- urðardóttir, að hún hafi ekið undir 40 km hraða, og telur Friðrik Kristjánsson, eiginmaður hennar, sem var farþegi í bifreiðinni, svo einnig vera og að hraðinn hafi verið um 25 km. Ökumaður Volga bifreiðarinnar, Guðmundur Guðbrandsson, telur í lögreglu- skýrslu, að bifreið hans hafi verið stöðvuð, er áreksturinn varð, en er hann mætti fyrir dómi, kveðst hann hafa ekið á 30—40 km hraða, er áreksturinn varð. Samkvæmt athugun lögreglumanna á vettvangi telja þeir ljóst, að Landrover bifreiðin hafi hrokkið aftur á bak rúman metra við áreksturinn, þar sem lakkflísar og glermulningur hafi legið sem því munaði framan við hana. Þykja þessar upplýsingar lögreglunnar frekar benda til þess, að Volga bifreiðin R 14831 hafi ekki werið stöðvuð, er áreksturinn átti sér stað. Verður það atriði að minnsta kosti að teljast ósannað. Samkvæmt uppdrætti af slysstað á dskj. nr. 3, gerðum af Fróða Einarssyni lögregluþjóni, eru hjólför eða leið Volga bif- reiðarinnar R 14831 sýnd sem næst miðjum vegi að árekstrar. staðnum. Þyfkir það þegar gefa til kynna, að ökumaður þeirrar bifreiðar hafi ekki gætt nauðsynlegrar varkárni gagnvart bif- reið þeirri, sem á móti kom, enda hefur samkvæmt mælingum lögreglunnar verið um það bil 1.40 metrar út á vegarbrún vinstra megin við Volga bifreiðina miðað við akstursstefnu hennar, svo að hún hefði auðveldlega getað vikið miklu utar á vegarkantinn en hún hefur gert. Hins vegar þykir ekill bifreiðarinnar R 15513 eigi heldur hafa gætt fullrar varkárni með því að nema ekki staðar á wegarút- skoti, sem hún war rétt komin fram hjá, er áreksturinn vildi til, eða þá að stöðva bifreið sína, er hún sá, að bifreiðin, sem á móti kom, vék ekki nægilega. Að öllu þessu athuguðu þykir rétt að skipta sök milli aðilja þannig, að stefndi beri 2% hluta sakar, en stefnandi sjálfur % hluta. Skulu nú hinir einstöku kröfuliðir athugaðir nánar. Um 1. lið. Þessum lið er mótmælt sem of háum. Frá þessum lið ber að draga kr. 7.000.00, sem er andvirði framdrifsloka og far- angursgrindar, en því er ómótmælt, að stefnandi hafi haldið þessum hlutum eftir við sölu bíls síns eftir slysið. Verður því þessi liður tekinn til greina með kr. 35.000.00. Um 11. lið. Reikningur frá Vöku. Þessum lið hefur ekki verið mótmælt tölulega, og verður hann því tekinn til greina að fullu. Um 1II. lið. Afnotamissir bifreiðar. Þessum lið er mótmælt 21 sem órökstuddum og of háum. Hins vegar lítur dómurinn svo á, að þessum kröfulið sé mjög í hóf stillt, og þykir því mega taka hann að fullu til greina. Um IV. lið. Þjáningar og lýti eiginkonu stefnanda. Þessum kröfulið hefur verið mótmælt sem órökstuddum og of háum. Þegar athugað er áverkavottorð Auðar Sigurðardóttur frá Slysa- varðstofu Reykjavíkur á dskj. nr. 12, verður ekki af því ráðið, að um þjáningar, svo að verulegu nemi, eða varanleg lýti hafi verið að ræða. Þykir því hæfilegt að taka þennan kröfulið til greina með kr. 5.000.00. Um V. lið. Þjáningar og lýti stefnanda. Þessum kröfulið hefur verið mótmælt sem órökstuddum og of háum. Áverkum stefnanda eftir slysið er lýst á vottorði Slysavarð- stofu Reykjavíkur á dskj. nr. 11. Með tilvísan til þess þykir hæfi- legt að taka þennan kröfulið til greina með kr. 3.000.00. Um VI. lið. Hér er um að ræða reikning fyrir áverkavottorð, og hefur honum ekki verið mótmælt tölulega. Þykir rétt að taka afstöðu til hans við ákvörðun málskostnaðar. Samkvæmt framanrituðu verður því tjón stefnanda samtals kr. 48.810.00 (kr. 35.000.00 -t- 1.610.00 -| 4.200.0 5.000.00 -- 3.000.00). Frá þessari upphæð ber að draga hlut stefnanda sjálfs í sök- inni, þ. e. %% hluta, eða kr. 16.270.00. Verður því niðurstaða málsins sú, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda kr. 32.540.00 ásamt vöxtum, sem þykja hæfilega ákveðnir 6% ársvextir frá 15. júlí 1964 til 1. janúar 1966, en 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefn- anda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari hefur kveðið upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Sigurgesti Guðjónssyni og Valdi- mar Leonhardssyni bifvélavirkjameisturum. Dómsorð: Stefndi, Erlendur Guðmundsson, greiði stefnanda, Friðriki Kristjánssyni, kr. 32.540.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 15. júlí 1964 til 1. janúar 1966, en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 8.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 22 Mánudaginn 19. janúar 1970. Nr. 148/1969. Asíufélagið h/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Unni D. Haraldsdóttur (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 21. ágúst 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 13. s. m. Gera þeir þær dóm- kröfur, að þeim verði aðeins dæmt að greiða stefnda kr. 30.333.00 með 7% ársvöxtum frá 28. nóvember 1967 til greiðsludags. Þá krefjast þeir málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Fallast má á þá úrlausn héraðsdóms, að áfrýjendum beri að bæta stefnda tjón hennar að fullu. Þegar litið er til atvika máls þessa, þykir hæfilegt að telja tjón stefnda vegna skemmda á bifreiðinni R 13925 kr. 63.000.00, sem áfrýjendum ber að bæta. Þá ber áfrýjendum að greiða stefnda nokkrar bætur vegna afnotamissis bifreiðarinnar, og þykja þær hæfilega metnar kr. 10.000.00. Samkvæmt þessu verður áfryjendum dæmt að greiða stefnda samtals kr. 73.000.00 með 7% ársvöxtum af kr. 65.000.00 frá slysdegi, 4. september 1967, til greiðsludags, en vextir af hærri fjárhæð verða eigi dæmdir, þar sem málinu hefur eigi verið gagnáfrýjað. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 22.000.00. 23 Dómsorð: Afrýjendur, Asíufélagið h/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, greiði óskipt stefnda, Unni D. Haraldsdóttur, kr. 73.000.00 með 7% ársvöxtum af kr. 63.000.00 frá 4. september 1967 til greiðsludags og kr. 22.000.00 í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. apríl 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Unnur D. Har- aldsdóttir, Ljósheimum 14, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 21. nóvember 1967, gegn Asíufélaginu h/f, Reykjavík, og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, Reykjavík, til greiðslu in soliðum á tjónbótum að fjárhæð kr. 92.512.00 eða annarri lægri fjárhæð eftir mati réttarins með 9% ársvöxtum af hinni dæmdu fjárhæð frá 4. september 1967 til greiðsludags auk dagpeninga vegna afnotamissis af bifreiðinni R 13925, kr. 200.00 fyrir hvern dag frá 4. september 1967, þar til tjón þetta verður gert upp, svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu eða eftir mati réttarins. Loks áskilur stefnandi sér fullan bóta- rétt, ef síðar kynni að koma fram afleiðingar af meiðslum þeim, sem hún hlaut hinn 4. september 1967, þegar ekið var á bifreið hennar þann dag. Við munnlegan flutning málsins voru af hálfu stefnanda gerðar bær dómkröfur, að stefndu verði dæmdir in soliðum til að greiða stefnanda kr. 80.485.44 með 9% ársvöxtum frá 4. september 1967 til greiðsludags og kr. 200.00 í dagpeninga frá 4. september 1967 til 27. nóvember s. á. svo og til greiðslu málskostnaðar að skað- lausu eftir mati dómsins. Af hálfu hinna stefndu eru þær dómkröfur gerðar, að sök verði skipt í máli þessu og kröfur stefnanda verði aðeins að hluta teknar til greina og málskostnaður látinn falla niður. Málsatvikum er lýst á þá leið, að hinn 4. september 1967 hafi stefnandi ætlað að aka bifreið sinni, R 13925, af bifreiðastæðinu norðan Þjóðminjasafnsins yfir á norðurhelming Hringbrautar og austur þá götu. Þegar R 13925 hafi verið að sleppa við norðurak- rein suðurhelmings Hringbrautar, þá hafi bifreiðin R 3185, eign Asíufélagsins h/f, komið akandi vestur Hringbraut, fyrst á vinstri akrein á eftir annarri bifreið og í hvarfi við hana, en beygt síðan 24 skyndilega yfir á hægri akrein, aukið hraðann upp í 70—80 km eða meira og náð að aka á hægra afturhorn R 13925. Hafi þeirri bifreið hvolft við áreksturinn og skemmzt svo, að hún muni ekki viðgerðarhæf, en stefnandi hafi hlotið slæmt höfuð- högg og hafi haft af því nokkur óþægindi síðan. Af þeim sökum sé gerður réttarskilnaður til síðari bótaréttar. Stefnandi kveður bifreiðina R 3185 wera tryggða hjá Sjóvá- tryggingarfélagi Íslands h/t. Í lögregluskýrslu, sem lögð hefur verið fram í málinu sem dskj. nr. 3, skýrir Jónas Bjarnason lögreglumaður svo frá at- vikum: „Undirritaður fór á árekstrarstaðinn ásamt lögregluþjóni nr. 87, sem igerði uppdrátt af vettvangi. Málsatvik voru þau, að bifreiðinni R 13925 var ekið út af bifreiðastæðinu, sem er við Hringbraut, rétt austan við Þjóðminjasafnið, og út á Hringbraut- ina, en lenti þá í árekstri við bifreiðina R 3185, er war á leið vestur nefnda götu. Fyrrnefnda bifreiðin valt við áreksturinn á vinstri hlið og síðan á þakið. Stjórnandi bifreiðarinnar R 13925, Unnur D. Haraldsdóttir, kvaðst hafa ekið út af nefndu þifreiða- stæði og ætlað yfir Hringbrautina og inn í Tjarnargötu. Hún kvaðst hafa gætt að umferð og séð þá bifreið koma á winstri akrein austan Hringbrautina á rólegri ferð og hafi hún verið það langt í burtu, að hún hafi haft nægan tíma hennar vegna til að aka yfir götuna. Kvaðst hún því hafa ekið af stað og verið komin talsvert út á götuna, er hún hafi séð til bifreiðar, sem komið hafi á hægri akreininni austan Hringbrautina á mikilli ferð. Kvaðst hún hafa reynt að forðast árekstur með því að auka hraðann og láta nefnda bifreið aka fyrir aftan sína, en það ekki tekizt og bifreiðin lent á hægri hlið bifreiðar sinnar, sem við það valt á vinstri hlið og síðan yfir á þakið. Bifreiðin R 13925 var mjög mikið skemmd. Hægra afturhorn hennar brotið (plast), þar sem R 3185 hafði lent á henni, og auk þess var öll yfirbygg- ing hennar mikið beygluð, brotin og úr lægi færð. Ökumaður bifreiðarinnar R 3185, Kjartan Ö. Kjartansson, kvaðst hafa verið á leið vestur Hringbraut. Kvaðst hann hafa sveigt yfir á hægri akreinina og ætlað fram úr bifreið, sem ekið hafi á undan sér, og telja sig hafa verið á nálægt 70 km hraða, er hann hafi séð til ferða R 13925, þar sem hún hafi komið inn á götuna út af bifreiðastæðinu. Kvaðst hann þegar hafa hemlað, en bifreiðin runnið áfram og lent á R 13925. Sjáanlegar skemmdir á R 3185 voru: Vinstra frambretti beyglað, framstuðari skemmdur, brotin framlukt“. 25 Stefnandi, Unnur D. Haraldsdóttir, hefur skýrt svo frá Í lögregluskýrslu á dskj. nr. 3, að hún hafi numið staðar, áður en hún ók út á Hringbrautina í umrætt skipti, beðið eftir, að hlé yrði á umferð. Er að því hafi komið, eða þegar næsta bifreið hafi verið í hæfilegri fjarlægð og að henni virtist á eðlilegum umferðarhraða, kveðst hún hafa ekið af stað og ætlað þvert yfir götuna, verið komin yfir hægri akreinina, er hún hafi allt í einu séð bifreið koma fljúgandi og heyrt um leið ískur í heml- um. Hún kveðst hafa stigið fastar á benzínfetilinn og ætlað að forða sér undan, en hvað síðan hafi gerzt, kveðst hún ekki geta gert sér grein fyrir, nema hvað hún hafi fundið, að mikið högg hafi komið á bifreiðina. Næst kveðst hún hafa munað eftir sér, er bifreið hennar hafi legið á hvolfi og hún verið að skreiðast út úr henni. Hún kvaðst ekki telja ólíklegt, að hún hafi misst með- vitund augnablik, enda hafi hún fengið högg á hvirfilinn, en ekki fundið til teljandi óþæginda fyrr en síðar. Stefnandi segir, að ökumaður R 3185 hafi komið til sín, strax og hún kom út úr bifreiðinni, verið í miklu uppnámi, enda hafi hann sagt, að hann hefði haldið, að hún væri dáin eða að minnsta kosti stórslösuð. Stefnandi segir, að hann hafi sagt lögreglunni, að hann hafi ekið á að minnsta kosti 70—-80 km hraða, hafi rétt áður verið á skikkanlegum hraða, en ekið fram úr bifreið, sem á undan var, og þá aukið hraðann svo mjög. Stefnandi kveðst ekki hafa séð R 3185, er hún leit austur eftir Hringbrautinni, en þá muni hún hafa verið í hvarfi við bifreið, sem á undan henni var og á sama hraða. Stefnandi kveðst hafa farið að finna til þrauta í baki strax um kvöldið og fengið hlustarverk og síðar fundið til stífleika í hálsi og fundið til eymsla í honum við snertingu. Ekki kveðst hún þó enn hafa leitað læknis og ekki verið frá vinnu af þeim sökum. Stefnandi kveður uppdrátt af vettvangi vera réttan svo og vera rétt eftir sér haft í lögregluskýrslunni, en hvað skemmd- um á bifreið sinni við komi, kveðst hún vita það eitt, að hún sé stórskemmd. Ökumaður bifreiðarinnar R 3185, Kjartan Ö. Kjartansson, hefur meðal annars skýrt svo frá í lögregluskýrslu á dskj. nr. 3, að uppdráttur af vettvangi, sem honum var sýndur, sé réttur. Enn fremur kveður hann rétt eftir sér haft í lögregluskýrslunni, en skemmdir á bifreið sinni telur hann verulega meiri en fram komi í skýrslunni, þar sem vélarhlíf, grill, vatnskassi og vinstri framhurð hafi allt orðið fyrir miklum skemmdum sem og hugs- anlega stýrisgangur bifreiðarinnar og grind. Hann skýrir nánar 26 þannig frá í umræddri lögregluskýrslu: „Ég ók í umrætt skipti vestur Hringbraut eftir vinstri akrein á eðlilegum umferðar- hraða. Bifreið var á hægri akrein samsíða bifreið minni, en þó aðeins framar. Önnur bifreið war á vinstri akreininni, nokkurn spöl á undan mér. Þar sem ég ætlaði mér að halda áfram vestur Hringbraut og ætlaði að aka um innri akrein Melatorgs, tók ég skyndilega ákvörðun um að fara inn á hægri akreinina, fyrir framan bifreiðina, sem var mér á hægri hönd. Þar sem umferðin var hæg og ég þurfti aðeins að auka hraðann til að komast fram úr bifreiðinni og bifreiðin, sem var á undan mér, nógu langt í burtu, jók ég hraðann, gaf stefnuljós til hægri inn á hægri ak- reinina fyrir framan bifreiðina, sem þar var. Þegar bifreið mín var orðin réttvísandi eftir hægri akreininni, var ég enn nokkr- um þíllengdum á eftir bifreiðinni á vinstri akreininni. Ég hygg, að ökumaður hennar hafi í þessum svifum verið að hægja ferð- ina, þótt engin hemlaljós sæjust aftan á bifreiðinni, því svo mjög dró saman með okkur. En skyndilega sá ég bifreið koma út í göt- una frá vinstri á mjög hægri ferð. Ég hafði ekki séð til hennar fyrr, þar sem bæði bifreiðin á vinstri akreininni og kyrrstæðar bifreiðar, sem stóðu á bifreiðastæðinu við eyjuna, sem skilur á milli akbrautar og bifreiðastæðis, skyggðu á. Ég snögghemlaði, en bifreiðin rann áfram, án þess að ég fengi nokkuð við ráðið, og rakst aftan á bifreiðina, sem war á leið yfir götuna, með þeim afleiðingum, sem greint er frá í lögregluskýrslunni. Ég get ekki sagt nákvæmlega um ökuhraða minn á þessum augnablikum, þar sem ég fylgdist ekki með hraðamæli bifreiðarinnar, en ég vil taka það fram, að mér hafði ekki gefizt tími til að draga neitt úr ferð aftur, sem ég hafði aukið skyndilega, þegar ég skipti um akrein. Ég varð mjög miður mín við áreksturinn, einkanlega vegna þess, að ég í fyrstu taldi fullvíst, að konan, sem ég sá, að var við stjórn hinnar bifreiðarinnar, hefði orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Þegar svo lögreglan spurði mig um ökuhraðann, gaf ég upp þann hraða, sem mér fannst sennilegastur“. Við munnlegan flutning málsins hafa dómkröfur stefnanda verið studdar þeim rökum, að ökumaður bifreiðar stefnda Asíu- félagsins h/f hafi með of hröðum og ógætilegum akstri sínum einn átt alla sök á umræddu slysi, og beri því hinir stefndu in solidum fébótaábyrgð á tjóninu, sem af umræddum árekstri hlauzt. Hinir stefndu styðja dómkröfur sínar þeim rökum, að við bær 27 aðstæður, sem um var að ræða, hafi stefnanda borið að sýna alveg sérstaka varúð. Bifreiðar á stæðinu hafi takmarkað henni útsýn og hafi henni borið að bíða, þar til öruggt væri, að hún kæmist leiðar sinnar án þess að valda umferð á annarri hvorri akrein syðri akbrautar Hringbrautar hættu eða hindrun. Þess í stað hafi hún ekið í veg fyrir bifreið, er hún hafi séð. Ökumaður þeirrar bifreiðar hafi séð til ferða hennar í tíma og hægt á ferð bifreiðar sinnar og forðast slys. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi hins vegar ekki (getað séð til ferða stefnanda í tíma og slysi hafi því ekki orðið forðað (sic) þrátt fyrir snarræði hans og við- bragðsflýti. Honum verði ekki gefið að sök, að hann skyldi ekki sjá til stefnanda fyrr. Stefnanda sé hins vegar sökin að aka út á aðalbraut, eina fjölförnustu götu borgarinnar, án þess að gæta nægilega að umferð áður. Kveða hinir stefndu þetta ætti að nægja til sýknu, en að vísu verði að fallast á það, að hemlaför eftir bifreið stefnda Asíufélagsins h/f bendi til fullmikils hraða á þessum stað. Vilji þeir því fallast á, að ökumaður bifreiðarinnar eigi einnig nokkra sök á árekstrinum. Samkvæmt framburði málsaðilja og öðru því, sem fram hefur komið í málinu, svo sem lengd hemlafara og fleira, er í ljós leitt, að ökumaður bifreiðarinnar R 3185, eign stefnda Asíufélagsins h/f, hefur ekið langt yfir lögleyfðan hraða í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í akstrinum miðað við aðstæður. Lítur dómurinn svo á, að orsakir slyssins verði eingöngu raktar til þessa of hraða og ógætilega aksturs og beri því hinir stefndu fulla fébótaábyrgð á tjóni því, sem af umræddum árekstri hlauzt. Mat hefur farið fram á bifreið stefnanda, og hefur matsgerðin verið lögð fram í málinu sem dskj. nr. 9. Það, sem beðið var um að metið yrði, var: Hvort bifreiðin væri viðgerðarhælf. Hvað viðgerð mundi kosta. „ Ef viðgerð væri talin skynsamleg, þá hvort eða hvert verð- fall megi teljast hæfilegt á bifreiðinni að lokinni viðgerð miðað wið gerð hennar, aldur og ástand. 4. Verðmat á bifreiðinni fyrir og eftir tjón samkvæmt sam- komulagi aðilja, þegar matið fór fram. Niðurstöður matsmanna, þeirra Sigurgests Guðjónssonar bif- vélavirkjameistara og Gunnars Björnssonar bifreiðasmíðameist- ara, eru sem hér segir: 1. Að þeir telja bifreiðina viðgerðarhæfa. 2. Viðgerðarkostnað meta þeir samtals kr. 42.721.00. Co ORÐ 28 3. Þeir telja viðgerð ekki skynsamlega. 4. Verðmæti bifreiðarinnar fyrir tjón meta þeir á kr. 52.000.00. Verðmæti eftir tjón kr. 15.500.00. Stefnandi telur framangreint matsverð bifreiðarinnar fyrir tjón of lágt og hefur því í stefnu gert kröfu til bóta að fjárhæð kr. 92.512.00, sem war verð bifreiðarinnar R 13925 nýrrar. Við munnlegan flutning málsins var bótakrafan lækkuð í kr. 80.485,44 með tilliti til þess, að búið var að nota bifreiðina, er hún varð fyrir tjóninu. Með tilliti til þess, að bifreiðin var aðeins eins árs og níu mán- aða gömul, er hún varð fyrir tj óninu, og hafði þá verið ekið aðeins 17.000 kílómetra, er það álit dómenda, að verðmæti hennar fyrir tjón sé hæfilega metið á kr. 63.000.00. Stefnandi hefur krafizt fyrir afnotamissi bifreiðar sinnar kr. 200.00 á dag frá 4. september 1967 til 27. nóvember 1967, eða samtals kr. 16.800.00. Þykir kröfu þessari í hót stillt, og verður hún því tekin óbreytt til greina. Ber því hinum stefndu in soliðum að greiða stefnanda kr. 63.000.00 - kr. 16.800.00, eða samtals kr. 79.800.00, enda er þá bifreið sú, er fyrir umræddu tjóni varð, eign hinna stefndu. Vextir ákveðast 7% ársvextir af kr. 63.000.00 frá 4. september 1967 til greiðsludðags. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma hina stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 14.000.00. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Sigþór Guðjónssyni og Valdimar Leon- hardssyni bifvélavirkjameisturum. Dómsorð: Stefndu, Asíufélagið h/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, greiði in soliðum stefnanda, Unni D. Haraldsdóttur, kr. 79.800.00 með 7% ársvöxtum af kr. 63.000.00 frá 4. september 1967 til ígreiðsludags og kr. 14.000.00 í málskostnað, enda er þá bifreið sú, er umrætt tjón varð á, eign hinna stefndu. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 29 Mánudaginn 19. janúar 1970. Nr. 209/1969. Engilbert Jónasson (Jón Hjaltason hrl.) gegn Ísfélagi Vestmannaeyja h/f (Sveinn Snorrason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Greiðsla verkkaups. Dómur Hæstaréttar. Guðmundur Malmquist, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. nóvember 1969 og krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 10.631.00 ásamt 8% ársvöxtum af kr. 1.017.00 frá 2. desember 1967 til 17. desember 1967, af kr, 5.734.00 frá þeim degi til 24. desember 1967, af kr. 7.649.00 frá þeim degi til 14. janúar 1968 og af kr. 10.631.00 frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hækkaði fyrir héraðsdómi hinn 28. febrúar 1969 með samþykki stefnda kröfu sína í kr. 10.631.00, þar sem hann taldi innstæðu sína nema þeirri fjárhæð. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups á áfrýjandi réttarkröfu til þess, að stefndi greiði honum verkkaup hans í gjaldgengum peningum, þ. e. reiðufé. En nú hefur stefndi lagt verkkaup það, sem í málinu greinir, inn á sparisjóðsbók áfrýjanda, nr. 22838, við Útibú Útvegs- banka Íslands í Vestmannaeyjum, og áfrýjandi, sem hefur sparisjóðsbókina í vörzlum sinum, hefur eigi veitt stefnda færi á að taka féð aftur úr bankanum, og verður því, eins og málavöxtum er háttað, að sýkna stefnda að svo stöddu af kröfum áfrýjanda í málinu. 30 Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, Ísfélag Vestmannaeyja h/f, á að vera sýkn að svo stöddu af kröfum áfrýjanda, Engilberts Jónas- sonar, í málinu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 17. október 1969. Mál þetta, sem var dómtekið hinn 13. október s.l., hefur Engil- bert Jónasson verkamaður, Bárustíg 9, Vestmannaeyjum, höfðað fyrir bæjarþingi Vestmannaeyja með stefnu, útgefinni 16. janúar 1968, birtri sama dag, á hendur Ísfélagi Vestmannaeyja h/f til heimtu á vangoldnu kaupi, kr. 1.017.00, í gjaldgengum peningum auk 8% ársvaxta frá 2. desember 1967 til igreiðsluðags auk alls málskostnaðar að fullu að skaðlausu, þar með talin full mál- færslulaun fyrir dóminum samkvæmt lágmarksgjaldskrá Lög- mannafélags Íslands. Stefnandi höfðaði framhaldssök í málinu með stefnu, útgefinni 29. janúar 1968, birtri 30. janúar, til heimtu í gjaldgengum pen- ingum á vangoldnu kaupi fyrir vikurnar 10. desember 1967 til og með 14. janúar 1968, kr. 7.851.00, með 8% ársvöxtum af kr. 4.717.00 frá 17. desember 1967 til 24. desember 1967, af kr. 6.632.00 frá þeim degi til 14. janúar 1968 og af kr. 7.851.00 frá þeim degi til (greiðsludags auk fullra málfærslulauna í fram- haldssökinni, svo sem krafizt er í aðalsökinni. Undir rekstri málsins breytti stefnandi kröfum sínum með samþykki stefnda, þannig að lokakröfurnar urðu, að stefnda yrði gert að greiða stefnanda kr. 10.631.00, með 8% ársvöxtum frá 2. desember 1967 til 17. desember s. á. af kr. 1.017.00, af kr. 5.734.00 frá þeim degi til 14. janúar 1968 og af kr. 10.631.00 frá þeim degi til greiðsludags, í gjaldgengum peningum auk alls málskostnaðar að fullu að skaðlausu, þar með talin full málfærslulaun fyrir dóm- inum samkvæmt lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda, bæði í aðalsök og framhaldssök, og honum verði gert að greiða stefnda hæfilegan málskostnað að mati dómsins, hvernig svo sem málið fari. öl Stefnandi kveður mál þetta höfðað til þess að fá úr |því skorið, hvort atvinnuveitanda sé eigi skylt, svo sem ákveðið sé í 1. gr. laga nr. 28 frá 19. maí 1930, að igreiða verkkaup Í igjaldgengum peningum. Ljóst megi vera, að með því að greiða fjárhæð kaups- ins inn á sparisjóðsreikning, þótt á nafni mannsins sé, sé verið að brjóta fortakslaust lagaboð, að kaup skuli greitt Í gjaldgengum peningum. Lögleg greiðsla á umkröfðu werkkaupi í máli þessu hafi ekki farið fram og alfarið heimildarlaust að leggja verk- kaupið inn á sparisjóðsbók stefnanda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að samkvæmt samkomu- lagi, sem stefndi meðal annarra hafi gert við verkalýðsfélagið hér í bæ, sem stefnandi er formaður í, þá hafi stefnanda sem öðrum starfsmönnum verið afhent sparisjóðsbók við Útvegsbank- ann hér í bæ, sem laun hans skyldu lögð inn á, og hafi hin um- stefnda fjárhæð werið lögð inn á þessa bók, en stefnandi hafi neitað að taka við kvittun frá bankanum fyrir innlegginu, neit- aði enn fremur að afhenda bókina, sem sé nauðsynlegt að hafa í höndum til að ná fénu úr bankanum, og stefnandi hafi þess utan ekki sinnt tilboði um, að honum yrðu greidd laun í pen- ingum á skrifstofu stefnda, ef hann afhenti bókina, svo að unnt væri að taka féð úr bókinni. Málshöfðun sé því tilhæfulaus, þar sem stefnanda hafi verið boðin greiðsla í peningum, svo sem hann krefjist, gegn því, að hann afhenti sparisjóðsbókina. Auk þess telur stefnandi, að innlegg í sparisjóðsbók sé ófullnægjandi greiðsla á kaupi. Í máli þessu er eigi deilt um fjárhæðir, heldur um það, hvort heimilt sé að greiða verkkaup með innleggi á sparisjóðsbók. Vorið 1967 boðuðu nokkrir atvinnurekendur fulltrúa verka- lýðsfélaganna í Vestmannaeyjum á sinn fund. Á þeim fundi var rætt um það fyrirkomulag á útborgun verkkaups, sem hér er til umræðu. Það verður að teljast eðlilegt, að forráðamenn fyrir- tækjanna skyldu boða til sín fulltrúa werkalýðsfélaganna til þess að kynna þeim hið nýja fyrirkomulag, en á engan hátt verður séð, að þeir þar með hafi samþykkt að hlíta því, að verkalýðs- félögin segðu slíku samkomulagi upp og krefðust þess, að hið fyrra fyrirkomulag yrði tekið upp á ný. Í málinu liggur og ekkert fyrir um það, að neinn samningur hafi verið gerður á fundinum, aðeins það, að verkalýðsfélögin lofuðu að láta greiðslufyrirkomu- lag þetta afskiptalaust til bráðabirgða. Samningur Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja og Verkalýðs- félags Vestmannaeyja um kaup og kjör verkamanna, sem lagður 32 hefur verið fram í máli þessu, segir ekkert um, hvar kaup skuli greiðast. Samkvæmt þeim samningi virðist því ekkert vera því til fyrirstöðu að færa greiðslustað kaupsins til, þó þannig, að út- borgun fari ávallt fram í vinnutíma, eins og tekið er fram í samningum. Hagræði stefnda er augljóst af því að greiða kaup í segnum banka, enda kom það fram hjá prókúruhafa stefnda, Ísfélagi Vestmannaeyja, er hann mætti fyrir rétti í máli þessu, að vinnu- sparnaður væri að burfa eigi fyrst að sækja fé í banka og telja það síðan í umslög. Auk þess yrði að geyma háa fjárhæð yfir nótt á skrifstofu fyrirtækisins, ef laun voru greidd á staðnum í reiðufé. Það ler og alkunnugt, að undanfarið hefur það farið mjög í vöxt hjá ýmsum stærri fyrirtækjum að greiða kaup inn á reikning við- komandi launþega við banka eða sparisjóð. Sparar þetta mjög mikla vinnu, eykur öryggi og flýtir fyrir. Í málinu hafa verið lagðar fram útskriftir úr fundargerðabókum verkalýðsfélaganna, þar sem óánægju er lýst með hátt þann, sem hafður er á kaupgreiðslu, og bent á þau óþægindi fyrir verkafólk að þurfa að nálgast laun sín í afgreiðslu bankans. Rétturinn fær leigi séð, að það séu það mikil óþægindi fyrir verkafólk að fara að tilmælum atvinnufyrirtækisins og sækja laun sín í vinnutíma í bankann, að greiðslufyrirkomulagi þessu beri að hafna á þeim forsendum. Það hefur komið fram í málinu, að verkafólki er heimilt að vitja kaups síns í vinnutíma. Bankaútibússtjóri Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, kom fyrir rétt. Hann taldi, að aldrei hefði verið nein fyrirstaða af hálfu bankans fyrir því, að viðkomandi tæki út inneign sína strax eftir innleggið. Í málinu var lagt fram ljósrit af reglum um innlán í Útvegs- bankanum. Þar segir meðal annars, að bankinn áskilji sér rétt til að krefjast þess, að upphæðum yfir 3.000.00, sem vextir séu greiddir af, verði sagt upp með tveggja mánaða fyrirvara. Án tveggja mánaða uppsagnarfrests sé bankinn eigi skyldur til að greiða meir en kr. 5.000.00 á mánuði úr sömu bók. Samkvæmt því, sem komið hefur fram í málinu, eru reglur þessar eigi „praktiskar“, auk þess er eigi tíðkað að greiða vexti af fé, sem aðeins stendur inni í einn dag. Af öllu því, sem hér hefur verið rakið, verður ekki séð, að neitt sé því til fyrirsaöðu, að stefndi greiði stefnanda verkkaup hans með því að afhenda kvittun fyrir innleggi í sparisjóðsbók, enda 33 virðist ekkert vera því til fyrirstöðu, að stefnandi fari í vinnu- tíma sínum á kaupi til að hefja féð úr sparisjóðsbókinni, og þar með fá í hendur kaup sitt í gjaldgengum peningum, eins og Í. gr. laga um greiðslu verkkaups nr. 28/1930 segir, en hér er engan veginn verið að höggva á þann rétt, sem þau lög vernda. Niðurstaða máls þessa verður því sú, að þar sem stefndi hefur lagt fram innleggskvittanir frá Útvegsbanka Íslands, Vestmanna- eyjum, fyrir hinni umstefndu kröfu, þá skal stefndi sýkn af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Ísfélag Vestmannaeyja h/f, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Engilberts Jónassonar. Málskostnaður falli niður. Mánudaginn 19. janúar 1970. Nr. 242/1969. Jóhanna Sæmundsdóttir gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Lögbann. Bætur. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Snorri Árnason setudómari og samdómsmennirnir Lýður Guðmundsson bóndi og Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttar- lögmaður hafa kveðið upp héraðsdóminn. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 21. gr., 1. tl., b., laga nr. 57/1962. Kæran var afhent héraðsdómara innan lögboðins kærufrests. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 17. desember 1969. Krefst sóknar- aðili þess, að frávísunardómi, sem upp var kveðinn á auka- dómþingi Skaftafellssýslu hinn 22. nóvember 1969, verði hrundið og varnaraðilja gert að greiða kærumálskostnað. 3 34 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Samkvæmt 2. mgr. 24. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 18/1949 er málshöfðunarfrestur til heimtu bóta fyrir ólögmætt lögbann þrír mánuðir. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, var málið eigi höfðað innan þess frests. Ber því að staðfesta hér- aðsdóminn. Rétt er, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur aukadómþings Skaftafellssýslu 22. nóvember 1969. Mál þetta er höfðað af Jóhönnu Sæmunddsdóttur, Nikhól, Dyr- hólahreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, með stefnu, útgefinni á hendur landbúnaðarráðherra f. h. jarðeignadeildar ríkisins og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, til greiðslu á kr. 427.500.00 ásamt 6% ársvöxtum af þeirri upphæð til greiðsludags (sic) og málskostnaði að skaðlausu, og þingffestri á þæjarþingi Reykja- víkur hinn 15. september 1960. Máli þetta var síðan flutt til lögsögu í Vestur-Skaftafellssýslu og þar þingfest hinn 7. september 1963 af hinum reglulega dóm- ara, Einari Oddssyni. Með úrskurði, dags. 13. s. m., vék hann sæti í málinu. Hinn 4. október 1963 var Snorri Árnason lögfræðingur, Selfossi, skipaður setudómari í máli þessu. Hinn 29. september 1967 kvaddi dómarinn þá Þorvald Lúðvíksson hæstaréttarlög- mann, Reykjavík, og Lýð Guðmundsson hreppstjóra, Sandvík, Árnessýslu, sem meðdómsmenn. Hinn 23. október 1967 var rituð framhaldsstefna í máli þessu og þingfest 3. nóvember 1967. Í framhaldsstefnu þessari gerir stefnandi þær dómkröfur, að fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs verði dæmt að greiða „aðallega kr. 427.500.00, en til vara kr. 275.060.40, með 6% ársvöxtum frá 18. maí 1956 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, 7% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostn- að, ferðakostnað og dagpeniniga að skaðlausu“. Hinn 14. október 1969 er enn rituð framhaldsstefna í málinu 35 og þingfest 24. október 1969. Þá er kröfugerð stefnanda sú, að stefnda fjármálaráðherra f. h. jarðeignadeildar ríkisins og ríkis- sjóðs verði dæmt að greiða kr. 449.113.12 með 6% ársvöxtum frá þeim degi til 29. desember 1960, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 31. desember 1965 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags auk málskostnaðar, þar á meðal ferðakostnaðar og dagpen- inga að skaðlausu. Málsatvik eru þau, að með símskeyti dómsmálaráðuneytisins 12. og 13. desember 1952 fól dómsmálaráðuneytið hreppstjóra Dyrhólahrepps að birta stefnanda útbyggingu af ríkisjörðinni Holti, Dyrhólahreppi, í tæka tíð. Með símskeyti til hreppstjóra næsta dag ítrekar dómsmálaráðuneytið tilmæli sín. Í bréfi, dag- settu 17. desember 1952, til hreppstjóra Dyrahólahrepps mót- mælti stefnandi útbyggingunni sem ólögmætri og fól hreppstjóra að koma þessum mótmælum til réttra aðilja. Vorið 1953 lét stefnandi hefja venjuleg vorverk á Holti, svo sem bera á tún, lagfæra girðingar og vinna nokkuð að túnrækt og áveitum. Í júlí sama ár lét hún hefja slátt á túni jarðarinnar. Daginn eftir að sláttur var byrjaður, hóf maður, að nafni Jóhann Eiríksson á Felli, einnig slátt á túninu. Hinn 22. júlí 1953 var í fógetarétti Skaftafellssýslu að kröfu landbúnaðarráðherra lagt lögbann við því, að stefnandi eða fólk á hennar vegum nytjaði jörðina. Var lögbann þetta fellt úr gildi með dómi bæjarþinss Reykja- víkur 28. maí 1954 og sá dómur staðfestur í Hæstarétti 18. maí 1956. Í lokastefnu sinni byggir stefnandi kröfu sína á því, að með hinu ólögmæta lögbanni hafi hún eignazt skaðabótarétt á hendur stefnda með heimild í 24. gr. laga nr. 18/1949, sbr. og 27. gr. nefndra laga, enda hafi hún íbeðið bæði fjárhagstjón og orðið fyrir miska vegna hins ólögmæta lögbanns. Hinn 28. nóvember 1963 voru dómkvaddir þeir Steinþór Gests- son oddviti, Hæli, Gnúpverjahreppi, og Siggeir Björnsson hrepp- stjóri, Holti, Vestur-Skaftafellssýslu, til þess að meta fjárhags- tjón stefnanda vegna afnotamissis jarðarinnar, meðan lögbannið stóð. Matsgerð þeirra er dagsett 3. apríl 1964 og er svohljóðandi: „Hinn 28. nóvember 1963 voru á aukadómþingi 'Skaftafells- sýslu undirritaðir, Siggeir Björnsson hreppstjóri, Holti, Kirkju- bæjarhreppi, og Steinþór Gestsson oddviti, Hæii, Gnúpverja- hreppi, dómkvaddir til þess að meta til fjár tjón, er varðar af- 36 notamissi og skemmdir á mannvirkjum á ríkisjörðinni Holti í Dyrhólahreppi, og er dómkvaðning þessi gjörð eftir beiðni hrl. Magnúsar Thorlacius, dags. 10. ágúst 1963, en hann flytur auka- dómþingsmálið. nr. 3/1963 fyrir hönd Jóhönnu Sæmundsdóttur, Nikhól, Dyrhólahreppi, gegn landbúnaðarráðherra f. h. jarðeigna- deildar ríkisins og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu samkvæmt stefnukröfu að upphæð kr. 327.500.00, en krafan er byggð samkvæmt ofansögðu á afnotamissi og skemmdum á mann- virkjum, sem stefnandi átti á ríkisjörðinni Holti í Dyrhólahreppi, sem henni var meinað að nytja í 3% ár. Stefnandi gerir grein fyrir fjárkröfum sínum í stefnukröfu, dags. 15. sept. 1960. Þar er krafizt bóta vegna eftirgreindra atriða: „ Afnotamissir, áætlaður .. .. .. .. .. .. .. kr. 227.500.00 . Skemmdir á mannvirkjum: hús, girðingar, áveitugarðar, fjárrétt o. fl... .. ... .. .. -- — 100.000.00 Samtals kr. 327.500.00' Hinn 19. desember 1963 voru matsmenn staddir á eyðijörðinni Holti til þess að kynna sér aðstöðu þar til búskapar til þess að afla upplýsinga þar á staðnum um. þau atriði, er áhrif gætu haft á matið, svo og að gefa sækjanda og verjanda kost á að flytja þar greinargerðir varðandi málsatvik öll, en þeim hafði báðum verið gefinn kostur á að mæta þar, Magnúsi Thorlacius hrl. og Sveinbirni Dagfinnssyni hrl. Hvorugur war þar mættur, en til- kvaddir af þeim voru þar Hörður Þorsteinsson bóndi, Nikhól, og Ásgeir Pálsson hreppstjóri, Framnesi. Ekki fluttu þeir matsmönn- um greinargerðir frá Herði Þorsteinssyni f. h. stefnanda og Svein- birni Dagfinnssyni f. h. stefnda. Eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja og talin eru hér að framan, svo og eftir athugun matsmanna á staðnum þykir hæfilegt að meta bætur til Jóhönnu Sæmundsdóttur, svo sem nú verður greint: 1. Samkvæmt dskj. nr. 3, lögðu fram 15/9 1960, verður að telja sannað, að Jóhanna Sæmundsdóttir hafi átt 180 hestburði af heyi í hlöðu í Holti vorið 1953, sem henni var meinað að nota eða flytja burt af jörðinni. Eftir upplýsingum frá Búreikningaskrifstofu ríkis- 37 ins var framleiðsluverð á töðu þá kr. 0.5278 á kg., og er eftir því verðmæti heysins „. .. .. .. .. .. kr. 9.500.40 Heyið selt 4/3 1957, sjá dskj.nr.4 .. .. .. .. .. — 4.100.00 Kr. 5.400.40 Kostn. við uppboð, sjá dskj. nr. 5 og 7 ........ — 406.35 Bætur vegna heys kr. 5.806.75 „Samkvæmt dskj. nr. 5, 6, 13 og 14 hefur Jóhanna Sæmunds- dóttir innt af hendi skatta og skyldur af jörðinni Holti svo og haldið uppi fjallskilum þau ár, sem lögbannið tók til. Þar sem stefnanda var bannað að nytja jörðina, sjá matsmenn ekki, að hún hafi verið skyld til að inna þessar greiðslur af hendi, og meta henni því eigi bætur fyrir þær greiðslur. „Kostnað vegna ræktunarframkvæmda, viðhalds girðinga og áburðardreifingar, sjá dskj. nr. 9, 10, 11, 12 og 15, telja mats- menn bótaskyldan, þar sem stefnanda var meinað að hafa þess- ara framkvæmda not. Kostnaður vegna þessa virðist vera hæfilega talinn á tilgreindum dómskjölum á íkr. 6.522.00. .„ Þegar stefnandi fær að nýju rétt til þess að nytja jörðina, voru girðingar mjög af sér gengnar skv. vottorði hreppstjóra Dyr- hólahrepps. Fyrir því telst rétt, að bætur komi fyrir endur- byggingu girðinganna, þar sem árlegt viðhald á þeim hafi ekki verið rækt á lögbannstímanum. Hæfilegt er að miða bæturnar við árlegt viðhald, sem fram fór vorið 1953, að upphæð kr. 1.312.00 með 40% álagi vegna hækkaðs verðlags, og nema þá bætur fyrir girðingaspjöll kr. 5.510.40. „ Bætur komi fyrir þá rýrnun, sem varð á lögbannstímanum á húsum, sem stefnandi átti í Holti. Hús keypt af ríkissjóði árið 1947 .. .. .. .. .. .. kr.1.127.00 Fjárhús fyrir 66 kindur, byggt árið 1948, metið á .. — 5.000.00 Hesthús .. 2. 2... 0... 500.00 Kr. 6.727.00 Þessi hús voru svo af sér gengin að lögbanni loknu, að þau voru ónothæf, en verðmæti þeirra til niður- rifs telst hæfilega metið á .. .. .. .. .. .. 2. 2. — 700.00 Bætur vegna húsa kr. 6.027.00 38 6. Matsmenn telja ekki rétt að úrskurða bætur vegna afurða- tjóns af sauðfé, þar sem eignahreyfingar og afurðatjónsbætur vegna niðurskurðar sauðfjárstofnsins á þessu árabili trufla eðli- lega allar skýrslur um þessi atriði og gefa því ekki raunhæfa mynd af ástandi og afkomu sauðfjárbúsins. 7. Hins vegar telja matsmenn sannað, m. a. af vottorðum með greinargerð Harðar Þorsteinssonar, að kúm í Nikhól hafi orðið að fækka haustið 1953 um 4, og þá vegna vantandi heyja frá Holti. Í verðlagsgrundvelli landbúnaðarlaga 1953 er gert ráð fyrir, að brúttótekjur af 6 kúm skuli vera kr. 40.826.00, eða kr. 6.804.00 af hverri kú. Að dómi matsmanna er hlutfall vinnu- kostnaðar í brúttótekjum kúabús, en það er í þessu falli hinn raunverulegi afnotamissir stefnanda, eðlilega talið vera 32%, eða samtals á ári kr. 8.709.12 af 4 kúm, og þá í 3% ár kr. 30.482.00. Samkvæmt framansögðu metum við bætur þannig: 1. Bætur vegna heys .. .. .. .. .. .. 2. 2. 2. Kr. 5.806.75 2. — — ræktunarframkvæmda o. fl. .. — 6.522.00 3. — — girðinga .. .. .. .. .. .. .. -. — 5.510.40 4. — — húsa .. .. .. 2... 2... 0 2. 2. — 6.027.00 5. — — bústofnsskerðingar .. .. .. .. — 30.481.92 alls kr. 54.348.07 að viðbættum vöxtum, eins og þeir voru á hverjum tíma, til greiðsludags. Matskostnaður ákvarðast þannig: Fyrir matsgjörð, kr. 4.500.00 til hvors matsmanns, kr. 9.000.00 Ferðakostnaður Steinþórs Gestssonar .. .. .. .. — 1.892.00 Ferðakostnaður Siggeirs Björnssonar .. .. .. .. — 1.369.00 Alls kr. 12.261.00 St. Vík, Mýrdal, 3. apríl 1964. Steinþór Gestsson Siggeir Björnsson“. Mati þessu vildi stefnandi ekki una og bað um yfirmat. Til yfirmatsins voru kvaddir hinn 15. marz 1965 þeir Kristinn Jónsson héraðsráðunautur, Selfossi, Sigurgrímur Jónsson bóndi, Holti, Stokkseyrarhreppi, Árnessýslu, og Árni Jónasson bústjóri, Skóg- um, Rangárvallasýslu. 39 Matsgerð þeirra er dagsett hinn 10. janúar 1966, og er svo- hljóðandi: „Árið 1965, hinn 15. marz, á aukadómþingi Skaftafellssýslu, woru undirritaðir, Kristinn Jónsson ráðunautur, Skólavöllum 5, Selfossi, Sigurgrímur Jónsson bóndi, Holti, Stokkseyrarhreppi, og Árni Jónasson bústjóri, Ytri-Skógum, Austur-Eyjafjallahreppi, dómkvaddir til þess að framkvæma yfirmat á fjárhagstjóni, er varðar afnotamissi og skemmdir á mannvirkjum á ríkisjörðinni Holti í Dyrhólahreppi, og er dómkvaðning þessi gjörð eftir beiðni hrl. Magnúsar Thorlacius, dags. 9. 10. 1964, en mál þetta er höfðað fyrir hönd Jóhönnu M. Sæmundsdóttur, Nikhól, Dyrhólahreppi, gegn landbúnaðarráðherra f. h. jarðeignaðeildar ríkisins og fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs samkvæmt stefnu, lagðri fram á bæjarþingi Reykjavíkur þann 15. 9. 1960. Fjárhagsmat á tjóni þessu hafa áður framkvæmt þeir Steinþór Gestsson oddviti, Hæli, Gnúpverjahreppi, og Siggeir Björnsson hreppstjóri, Holti, Kirkjubæjarhreppi. Er matsgjörð þeirra dag- sett 5. 4. 1964. Hinn 16. 8. 1965 og aftur hinn 14. 9. 1965 fóru matsmenn að Holti í Dyrhólahreppi til þess að kynnast af eigin raun búskapar- aðstöðunni þar. Í fyrra sinnið, sem matsmenn fóru að Holti, báru þeir búskapar- aðstöðuna þar saman við þær lýsingar, sem tilgreindar eru í dómskjölum. þessa máls. Með matsmönnum Í þeirri för var Hörður Þorsteinsson, bóndi í Nikhól, sem kemur fram í máli þessu f. h. stefnanda, Jóhönnu M. Sæmundsdóttur. en umboðsmanni þjóð- jarða í Dyrhólahreppi var gefinn kostur á að mæta, en hann vék sér undan því, enda hafði ekki verið boðað til ferðarinnar með fyrirvara, Einnig taldi hann sig skorta umboð frá deildarstjóra jarðeignadeildar ríkisins til þess að koma fram í málinu þá. Í seinni ferðinni að Holti voru mættir á eigninni auk mats- manna Ásgeir Pálsson hreppstjóri, Framnesi, hrl. Sveinbjörn Dagfinnsson, Reykjavík, báðir vegna stefndu, og Hörður Þor- steinsson, bóndi í Nikhól, f. h. stefnanda. Í Holti hlýddu matsmenn á munnlegar skýringar beggja aðila og gengu að því loknu um tún og engjar jarðarinnar og skoðuðu aðstöðu þar til heyskapar. Síðar þennan sama dag var haldinn framhaldsfundur að Ytri- Skógum í A.-Eyjafjallahreppi, þar sem sömu aðilar voru mættir. Einnig þar war málsaðilum gefinn kostur á því að leggja fram gögn og skýra málið frekar. 40 Í Ytri-Skógum lagði Hörður Þorsteinsson fram f. h. stefnanda greinargerð, dagsetta 12. 9. 1965, svo og dagbók um heyskap í Holti frá árunum 1933 til 1941. Hann taldi dagbókina skrifaða með hendi föður síns, Þorsteins Einarssonar, sem þá var ábúandi á jörðinni, og var því ekki mótmælt. Sveinbjörn Dagfinnsson hrl. bað um frest til að senda mats- mönnum skriflega greinargerð, sem borizt hefur og er dagsett 30. 11. 1965. Mánudaginn 10. 1. 1966 komu matsmenn saman á Selfossi til þess að framkvæma gerðina, en áður hafði verið haft samband við aðila þessa máls og þeim gefinn kostur á því að mæta. Það liggur fyrir í máli þessu, að stefnanda, Jóhönnu M. Sæmunldsdóttur, var byggt út af ríkisjörðinni Holti í Dyrhóla- hreppi frá fardögum 1953, og því til staðfestu lögbann við öllum afnotum stefnanda af nefndri jörð frá 22. 7. 1953. Löggjörningum þessum var með hæstaréttardómi hrundið hinn 18. maí 1956, og stóð þannig afnotamissir stefnanda af nefndri jörð þrjú ár að kalla. Eftir þeim gögnum, sem fram eru komin í máli þessu, og að eigin athugun á vettvangi metur nefndin tjón stefnanda þannig: 1.Liðina 1, 5, 4 og 5 í matsgerðinni frá 3. 4. 1964 telur nefndin rétt metna, og skulu þeir því standa óbreyttir, samtals kr. 23.866.15. 2.Með aðgerðum stefndu var stefnanda, Jóhönnu M. Sæmunds- dóttur, meinað að hafa nokkrar tekjur af búskap í Holti um þriggja ára skeið. Að mati nefndarinnar hefir á þessum um- ræddu árum verið aðstaða til heyðflunar í Holti sem svaraði til 200 ærgilda á fóðrum. Samkvæmt verðlagsgrundvelli land- búnaðarins, eins og hann var á þessum árum, hefði þessi bú- stærð gefið í vinnulaun til bóndans kr. 117.508.00 samtals. Falla þá niður framkomnar kröfur um endurgreiðslu á kostnaði vegna lögskila af jörðinni umrædd ár svo og aðrir kostnaðar- liðir við búreksturinn. Til frádráttar þessum vinnutekjum kem- ur sá kostnaður, sem því er samfara að nytja jörðina úr fjar- lægð (frá Nikhól) og að sjálfsögðufellur niður, á meðan lög- bannið stóð. Frádrátt þennan metur nefndin á kr. 16.115.75, eða bætur samkvæmt þessum lið netto kr. 101.194.25. 1... ........ ikr. 23.866.15 2... 0. 2. — 101.194.25 Samtals kr. 125.060.40 41 að viðbættum vöxtum, eins og þeir voru á hverjum tíma, til greiðsludags. Selfossi, 10. 1. 1966. Kristinn Jónsson Árni Jónasson Sigurgrímur Jónasson“. Lögmaður stefnanda óskaði hinn 6. júlí 1968, að skipaður yrði nýr maður Í yfirmatsnefnd í stað Árna Jónssonar, þar sem hann hefði keypt kú af Holtsbúinu á lögbannstímanum og gefið vottorð um það, er lagt hefur verið fram í málinu. Sama dag var Björn Bjarnason ráðunautur, Reykjavík, skipaður í yfirmatið ásamt þeim Sigurgrími Jónssyni og Kristni Jónssyni. Matsgerð þeirra er dagsett 5. ágúst 1969 og er svohljóðandi: „Með dómi, uppkveðnum í Hæstarétti 18. maí 1956, í hæsta- réttarmálinu nr. 180/1954: Landbúnaðarráðherra f. h. jarðeigna- deildar ríkisins gegn Jóhönnu Sæmundsdóttur er staðfestur dóm- ur Einars Arnalds borgardómara um löglegan ábúðarrétt Jóhönnu Sæmundsdóttur á jörðinni Holti í Dyrhólahreppi, og jafnframt er úr gildi felld lögbannsgerð sú, sem á var sett 22. júlí 1953, um afnot Jóhönnu Sæmundsdóttur eða fólks á hennar vegum af jörð- inni Holti, sérstaklega í þá átt að afla heyja á landi jarðarinnar eða flytja á brott það hey, sem þegar var aflað. Þann 15. sept. 1960 höfðar Jóhanna Sæmundsdóttir mál á hend- ur landbúnaðarráðherra f. h. ríkissjóðs með stefnu til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 427.000.00 auk 6% ársvaxta af þeirri upphæð til greiðsludags svo og málskostnaðar að skaðlausu, byggðra á afnotamissi jarðarinnar Holti, sbr. áðurnefndan dóm Hæstaréttar. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig fyrir afnotamissi, sem hún telur 3% ár: árlegur afnotamissir 65.000.00 kr. á ári, eða alls 227.500.00 kr. Fyrir skemmdir á mannvirkjum jarðar- innar, s. s. húsum, girðingum, áveitugörðum og fjárrétt, alls að upphæð kr. 100.000.00. Auk þessa miskabætur kr. 100.000.00. Stefnukrafan nemur alls kr. 427.500.00. Þann 4. október 1963 er Snorri Árnason fulltrúi, Selfossi, skip: aður setudómari í umræddu máli, meðdómsmenn með honum eru Lýður Guðmundsson bóndi, Litlu-Sandvík, og Þorvaldur Lúð- víksson hrl., Reykjavík. Með bréfi, dags. 10. ágúst 1963, beiðist Magnús Thorlacius hrl. 42 í umboði stefananda (þess, að dómkvaddir séu tveir óvilhallir hæfir menn til að meta til fjár tjón fyrsta og annars liðs stefnu, samtals 327.500 kr. skv. stefnukröfum. Þann 28. nóv. 1963 voru á aukadómþingi Skaftafellssýslu dóm- kvaddir þeir Siggeir Björnsson bóndi, Holti, Kirkjubæjarhreppi, og Steinþór Gestsson bóndi, Hæli, Gnúpverjahreppi, til mats þessa. Þann 3. apríl 1954 undirrita þeir matsgjörð í málinu, sem Magnús Thorlacius hrl. óskar eftir, að sé hrundið með yfirmati, sbr. dskj. 26. Þann 15. marz 1965 á aukadómbþingi Skaftafellssýslu voru dómkvaddir til að framkvæma yfirmatið þeir Kristinn Jónsson ráðunautur, Selfossi, Sigurgrímur Jónsson bóndi, Holti, Stokks- eyrarhr., og Árni Jónasson bústjóri, Ytri-Skógum, A.-Eyjafjalla- hreppi. Matsgjörð yfirmatsmanna er dagsett 10. janúar 1966, dskj. 44. Það næsta, sem gerist, er, að Árna Jónassyni var hrundið úr málinu, og í hans stað var á aukadómbþingi Skaftafellssýslu þann 6. júlí skipaður til að taka sæti í yfirmatsnefndinni Björn Bjarna- son ráðunautur, Reykjavík. Þannig skipuð hefur nefndin starfað að matinu, er og kemur fram í eftirfarandi greinargerð. Björn Bjarnason kvaddi til vettvangsgöngu að Holti í Dyrhóla- hreppi fulltrúa sækjanda og verjanda þriðjudaginn 1. okt. 1968, og mætti af hálfu sækjanda málsins Magnús Thorlacius hrl. og með honum Hörður Þorsteinsson bóndi, Nikhól, en af hálfu máls- varnar Sveinbjörns Dagfinnssonar hrl. var mættur séra Gísli Brynjólfsson, fulltrúi jarðeignadeildar ríkisins. Í vettvangsgöngu þessari komu umboðsmenn aðila fram sjónar- miðum sínum á staðnum. Mánudaginn 28. október 1968 fóru yfirmatsmenn saman að Holti og athuguðu staðhætti og þau atriði, er þeir töldu máli skipta við matið. Snorri Árnason setudómari hefur afhent nefndinni öll gögn, sem lögð hafa verið fram í málinu. 30. apríl 1969 komu matsmenn saman að Selfossi til frekari viðræðna, og var þá ákveðið að gefa lögmönnum tækifæri til þess að reifa málið í viðurvist matsnefndarinnar, áður en gengið yrði endanlega frá matsgjörð. Fór sá málflutningur fram munn- lega í fundarherbergi bændasamtakanna í Bændahöllinni föstu- daginn 9. maí s.l. Á þeim fundi lagði Sveinbjörn Dagfinnsson hrl. fram yfirlýs- 43 ingu frá Tómasi Lárussyni, bónda í Álftagróf, þess eðlis, að mats- mönnum þótti ástæða til að kanna, hvort wottorð hans gæti haft nokkur áhrif á matið. Matsmenn fóru því að athuga Álftagróf föstudaginn 1. ágúst 1969, ræddu við Tómas og komust að þeirri niðurstöðu, að yfir- lýsing sú, sem lögð var fram á fundi 9. maí, gæfi ekki tilefni til breytinga varðandi matið. Þriðjudaginn 5. ágúst komu yfirmatsmenn saman í Bændahöll- inni í Reykjavík og komust að eftirfarandi niðurstöðu: Af vettvangsgögnum yfirmatsmanna sást ekki, í hvernig ástandi jörðin Holt var, er lögbanni var aflétt og útbygging úr gildi felld með dómi Hæstaréttar 18. maí 1956. Hæstiréttur staðfestir héraðsdóminn með þeim rökum, sem hann er grundvallaður á, en þau eru meðal annars skv. dskj. 41. „Gegn mótmælum stefndu er ósannað, að landsnytjar jarðar hafi rýrnað við afnot hennar af lörðinni“. Af þessu má ráða, að þegar lögbannið er sett á, hafi eyðijörðin Holt verið í því ástandi, sem fullnægðu nytjum jarðarinnar. Við úttekt í Holti 21. júlí 1936 (dskj. 19), sem undirritað er af úttektarmönnum og ábúanda, sést, að uppistandandi girðingar eru: túngirðing 695 m, girðing um slægjumýri 890 m og girðing í Litla Höfða 1830 m. Girðingar þessar eru ýmist taldar með ryðguðum vír eða lélegum stólpum. Úttekt á jarðarhúsum fer fram 20. október 1947, dskj. 18, og er undirrituð af virðingarmönnum og Herði Þorsteinssyni, sýnir eftirtalin útihús ófallin í Holti: fjós, bæjardyrahús, 2 heyhlöður, 1 fjárhús fyrir 60 fjár. Yfirlýsing Ásgeirs Pálssonar frá 5. júní 1956, dskj. 8, um eignarhús ábúanda á Holti, sem hann telur vera árið 1953 þurrheyshlöðu fulla af heyi frá fyrra ári, 2 fjár- hús, samstæð, 2 hesthús, gamalt fjós og hjallur. Jafnframt telur Ásgeir hús þessi meira og minna ónýt, annað hesthúsið fallið og hjallurinn horfinn, girðingar um tún og engjar taldar gjörfallnar og slitrur einar. Um bústofn þann, sem ábúandi hafði í Holti, eftir að jörðin fór í eyði, segir í héraðsdómi á dskj. 41, bls. 24: „Á veturna hafi hún haft sauðfé á jörðinni, stundum allt að 150 fjár. Jörðin hafi Þannig verið nytjuð að mestu með venjulegum hætti að öðru en búsetu“. Í sama dskj. er ennfrekar ákveðið á um afnotarétt stefnanda, Jóhönnu Sæmundsdóttur, af Holti án búsetu þar. Í vitnaleiðslu yfir stefnanda þann 20. október 1967 segir: „Að- 14 spurð, hvort hey hafi verið flutt frá Holti að Nikhól, segir stefn- andi, að það hafi verið gert „aðeins“. „Hvort það hafi verið gert árlega, hveðst hún ekki muna“. Verjandi málsins, Sveinbjörn Dagfinnsson hrl., telur í vörn sinni, að stefnandi hafi ekkert eða lítið tjón hlotið af ábúðar- missinum, sbr. dskj. 40 og 47, greinargerðir til matsnefnda. Ef athugaðar eru jarðarbætur á jörðinni Nikhól, kemur í ljós, að túnauki verður á árinu 1950 2.2 ha. og á árinu 1951 4.7 ha. Yfirmatsmenn líta svo á, að þessi aukna ræktun á Nikhól bendi til þess, að fyrirhuguð hafi verið stórfelld aukning búsins næstu ár, svo sem stefnt var að um land allt. Við afnotamissi af Holti telur nefndin, að finna megi ástæðuna fyrir því, að ekki náðist það, sem að var stefnt um bústækkun hjá stefnanda. Dskj. 49 styður þessa ályktun nefndarinnar. Við athugun á wettvangi og vitnisburði kunnugra manna var á lögbannsárunum aðstaða til að afla a. m. k. 400 hkg. af heyi á túni og enigjum Í meðalári. Þessari aðstöðu var stefnandi sviptur með lögbanni. Lögmaður stefnanda telur, að lögbannið hafi ekki náð til þeirra heyja, sem í fyrningum voru, þegar lögbann war sett á, dskj. 47. Þar sem þetta atriði er algjörlega lögfræðilegs eðlis, telur nefndin rétt á þessu stigi málsins að meta heyfyrningar í Holti, eins og þær voru, þegar lögbann var sett á, sbr. dskj. 3. Í munnlegum málflutningi fyrir yfirmatsnefndinni þ. 9. maí s.l. igerði lögmaður stefnanda þær kröfur, að yfirmatsnefndin tæki tillit til þess við mat sitt þá rýrnun, sem orðið hefur á verð- gildi íslengku krónunnar hin síðari ár, sérstaklega með tilliti til þess, hve langt væri um liðið, frá því að skaðabótamál þetta var reist. Matsmenn telja, að þetta atriði sé dómsins að skera úr um, og miða mat sitt við verðlag þeirra ára, er lögbann stóð yfir. Eftir þeim igögnum, sem fyrir liggja í máli þessu, athugun á vettvangi og viðtölum við staðkunnuga menn metur nefndin tjón stefnanda, Jóhönnu Sæmundsdóttur, þannig: 1. Rýrnun á heyfyrningum, skv. dskj.3 .. .. kr. 6.000.00 2. Kostnaður vegna jarðræktarframkvæmda, sem ekki nýttust, dskj. 9, 11, 12, 15... .. .. — 5.040.00 3. Skemmdir á girðingum .. .. .. .. .. .. .. — .000.00 4. Bætur fyrir skemmdir á húsum .. .. .. .. — 6.030.00 45 5. Afnotamissir (vinnutekjur bónda af 200 ær- gilda búi á lögbannsárunum) „. .. .. .. kr. 117.308.00 Bætur alls kr. 141.378.00 Vextir reiknast á matsupphæðina, eins og þeir voru á hverjum tíma, til greiðsludags. Reykjavík, 5. ágúst 1969 Kristinn Jónsson Sigurgr. Jónsson Björn Bjarnarson“. Matsgerð þessi er breytt frá fyrra yfirmati, og hafa matsmenn- irnir Sigurgrímur Jónsson og Kristinn Jónsson gefið skýringu á breytingunni fyrir dómi hinn 24. október 1969. Þá kom og fyrir dóm Björn Bjarnarson og staðfesti matsgerðina. Lokakröfu sína sundurliðar stefnandi þannig: 1. Fjárhagstjón samkvæmt síðari matsgerð yf- irmatsnefndar .. .. .. .. 2. 2. 2. 2. 2. -- Kr. 141.378.00 2. Hækkun um 54% vegna verðlagsbreytinga — 76.344.12 3. Miskabætur .. .. .. .. .. 2. =. 2. ee -. — 150.000.00 4. Matskostnaður .. .. .. .. .. .. 2. 2. =. — 81.391.00 Samtals kr. 449.113.12 Kröfu sína rökstyður stefnandi þannig, að fjárhagstjón vegna lögbanns stefnda beri stefnda að bæta samkvæmt 24. gr. laga nr. 15/1949 svo og miska, er stefnandi hafði orðið fyrir vegna lög- bannsins. En það miskatjón er eigi frekar rökstutt. Stefndi krafðist í fyrstu greinargerð sýknunar af kröfu stefn- anda, þar sem landbúnaðarráðherra hefði einungis verið að full- nægja ákvæðum ábúðarlaga nr. 8/1951, er hann byggði stefnanda út af jörðinni og byggði hana öðrum, er ætlaði að hafa þar bú- setu. Til wara krafðist hann lækkunar af kröfu stefnanda, þar sem tjón hennar væri ósannað. Í síðari greinargerðum sínum mótmælti hann fjárkröfu stefn- anda og matsgerð þeirri, er hún byggði fjárhagskröfur sínar á, sem röngum. Í þriðju og síðustu greinargerð sinni krafðist stefndi frávísunar á málinu, þar sem það hefði ekki verið höfðað innan 46 Þriggja mánaða, frá því að Hæstiréttur felldi lögbannið úr gildi, en 24. gr. laga nr. 18/1949 áskildi þann málshöfðunarfrest. Fór málflutningur fram um frávísunarkröfu hinn 7. þ. m. Krafð- ist stefndi frávísunar málsins og stefnanda dæmt að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu. Ítrekaði stefndi þá rök sín. Stefnandi krafðist, að frávísunarkröfunni yrði hrundið og stefnda dæmt að greiða stefnanda málskostnað í þessum þætti málsins. Mótmæli sín byggði hún á því, að frávísunarkrafan hefði komið of seint fram. Frávísunarkröfu sína hefði stefndi átt að koma með í upphafi málsins samkvæmt 110. gr. laga nr. 85/1936. Hefði stefndi mætt við öll þinghöld í málinu og hinar þrjár matsgerðir og ekki hreyft því, að hann krefðist frávísunar, heldur tekið til varna um efnishlið málsins. Lýsti hann því yfir, að krafa stefn- anda byggðist alfarið á 24. gr. laga mr. 18/1949, sbr. og 27. gr. sömu laga. Í 24. gr. 2. málsgrein, laga segir svo: „Bótakröfu má hafa uppi í staðfestingarmáli bæði til skulda- jafnaðar og til sjálfstæðs dóms. Annars kostar má höfða sjálfstætt mál á varnarþingi kyrrsetningar, þar sem dómari leitar sátta, innan þriggja mánaða frá því, er gerðarþola varð kunnugt um synjun kyrrsetningarbeiðni, frá úrslitum staðfestingarmáls eða niðurfalli kyrrsetningar annars, ef því er að skipta“. Eins og áður hefur verið rakið, var mál þetta í fyrstu höfðað, rúmum fjórum árum eftir að lögbann þetta var fellt niður með dómi Hæstaréttar. Dómurinn lítur svo á, að málshöfðunarfrestur sá, sem er til- tekinn í fyrrgreindri 24. gr., sé fortakslaus og því eigi í hans valdi að leggja efnisdóm á málið. Verði því að taka frávísunarkröfu stefnda til greina, þar sem málið er eigi höfðað innan Íþess frests, sem 24. gr. laga nr. 18/1949 áskilur. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. 47 Miðvikudaginn 21. janúar 1970. Nr. 107/1969. Trygging h/f (Kjartan Ragnar Ólafsson hdl.) gegn Geislahitun h/f (Kristinn Ólafsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Gizur Bergsteinsson og Gunnar Thoroddsen og prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Þór Vilhjálmsson. Vátrygging. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júní 1969. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Atvikum þeim, sem mál þetta á rætur sinar til að rekja, er lýst í dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 24. marz 1964, í málinu: Geislahitun h/f gegn Valdimar Vigfússyni og Ólafi Pálssyni og gagnsök, og svo dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 2. febrúar 1968, í málinu: Geislahitun h/f gegn Ólafi Páls- syni og Tryggingu h/f til réttargæzlu, og loks í hinum áfrýjaða dómi. Með dómi Hæstaréttar frá 2. febrúar 1968 var felld á stefnda í þessu máli, Geislahitun h/f, starfsdrottinsábyrgð á verki því, er leiddi til slyssins hinn 22. maí 1959, og var honum dæmt að endurgreiða Ólafi Pálssyni slysabætur, kr. 114.666.67, ásamt kostnaði, sem fallið hafði á Ólaf Pálsson í máli því, sem dæmt var í Hæstarétti 24. marz 1964, alls að fjárhæð kr. 223.693.50 auk vaxta og málskostnaðar, svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi. Í máli þvi, sem hér er til úrlausnar, endurkrefur stefndi áfrýjanda um greinda fjárhæð ásamt vöxtum og málskostn- aði, samtals að fjárhæð kr, 414.843.74. 48 Samkvæmt ábyrgðartryggingarskirteini 17. júlí 1958 tókst áfrýjandi á hendur að tryggja stefnda „gegn þeirri einka- réttarábyrgð, er hvílir á tryggingartaka sem vinnuveitanda fyrir pípulagnir o. þ. h.“. Samkvæmt 1. gr. tryggingarskir- teinisins tryggir áfrýjandi „gegn þeirri skaðabótaskyldu, sem fellur á tryggða samkvæmt íslenzkum lögum eða réttarvenju á því sviði, sem getið er í skírteini þessu, enda sé skaðabóta- skyldan afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg skaða- bótaskylda utan samninga. Innan þeirra takmarka, sem getið er í 1. málsgrein, tryggir félagið einnig gegn þeirri skaðabótaskyldu, er starfsmenn tryggða baka honum sem slíkir gagnvart þriðja manni. Ef bótakrafa kemur fram gegn tryggðum á því sviði, sem trygging þessi nær til, á félagið rétt á að reka málið fyrir hans hönd. Málskostnaðinn greiðir félagið, enda þótt máls- kostnaður og bætur samanlagt séu meiri en vátryggingar- upphæðin. Sama máli gegnir um málskostnað, sem tryggður hefur sjálfur stofnað til með samþykki félagsins“. Slys það, sem er undirrót máls þessa, varð við starf, er var Í svo nánum tengslum við pipulagningarstarfsemi stefnda, að bætur greiddar af stefnda vegna þess falla undir ákvæði tryggingarskirteinisins. Ber því að dæma áfrýjanda til að endurgreiða stefnda tjónbæturnar. Áfrýjanda ber samkvæmt lokaákvæði 1. gr. tryggingar- skirteinisins eigi skylda til að endurgreiða stefnda máls- kostnað í máli Valdimars Vigfússonar og Ólafs Pálssonar, sem dæmt var í Hæstarétti 24. marz 1964, en hann nemur kr. 66.464.50 að viðbættum vöxtum, kr. 16.497.98, samtals kr. 82.962.48, og eigi verður talið eðlilegt eftir atvikum að leggja á áfrýjanda nefndan málskostnað, sbr. 1. mgr. 92. gr. laga nr, 20/1954. Hins vegar þykir rétt samkvæmt síðast- nefndri lagagrein að dæma áfrýjanda til að endurgreiða stefnda málskostnað í máli Ólafs Pálssonar gegn stefnda. Geislahitun h/f, sem dæmt var í Hæstarétti 2. febrúar 1968. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður áfrýjanda dæmt að greiða stefnda eftirtaldar fjárhæðir: 49 1. Höfuðstól tjónbóta .. .... . . kr. 114.666.67 2. Vexti þar af til 25. júlí 1964 samkvæmt dómi Hæstaréttar 24. marz 1964 .. .. .. — 42.562.33 3. Vexti af nefndum höfuðstól frá 25. júli 1964 til 3. apríl 1968 .. .. ... — 28.462.82 4, Vexti af vöxtum, að fjárhæð kr. 49, 569. 33 — 10.564.90 5. Málskostnað í héraði og Hæstarétti á hendur stefnda, Geislahitun h/f, samkvæmt dómi Hæstaréttar 2. febrúar 1968 .. .. ... — 62.030.00 6. Útlagðan málskostnað af hálfu stefnda, Geislahitunar h/f, vegna síðastereinds dóms Hæstaréttar .. .. 2... .. 2... 22. 2. — (73.ð18.00 Kr. 331.664.72 Ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda fjárhæð þessa með 7% ársvöxtum frá 3. apríl 1968 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 70.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Trygging h/f, greiði stefnda, Geislahitun h/f, kr. 331.664.72 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. april 1968 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 70.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði prófessoranna Gauks Jörundssonar og Þórs Vilhjálmssonar. Eins og vikið er að í hinum áfrýjaða dómi, var Ólafi Páls- syni byggingameistara með dómi Hæstaréttar 24. marz 1964 gert að greiða Valdimar Visfússyni skaðabætur vegna slyss, sem varð í maí 1959. Dómsskuldina greiddi Ólafur 25. júlí 1964 þannig: Höfuðstóll .. .. .. .. .. .. 2... 2. 2. kr.114.666.67 Vextir .. 2... — 42.562.33 4 Málskostnaður .. .. .. .. 2. 2. .c.2. 2. kr. 30.000.00 Dómsendurrit og birting... .. ........ — 125.50 Fjárnámskostnaður .. ... „2. 2. — 1.650.00 Endurrit og þinglýsing fjárnáms „02. 2. — 1.836.00 Uppboðskostnaður .. .. .. .. .. 2. -- — 2.200.00 Kr. 193.040.50 Ólafur Pálsson bætti við þessa fjárhæð eigin kostnaði af málinu (kr. 30.653.00) og stefndi Geislahitun h/f til greiðslu á kr. 223.693.50 auk vaxta og kostnaðar. Gekk dómur í því máli í Hæstarétti 2. febrúar 1968, og voru kröfur Ólafs Páls- sonar teknar til greina, svo sem fram kemur í hinum áfrýj- aða dómi. Þar kemur og fram, hvernig fundin er sú fjár- hæð, sem krafizt er í þessu máli. Áfrýjandi telur, að greiðsluskylda stefnda gagnvart Ólafi Pálssyni hafi byggzt á ábyrgðarsamningi og að það leiði til þess, að áfrýjanda sé óskylt að greiða dómkröfuna. Á þetta verður ekki fallizt. Verður að byggja á því í málinu, að Geislahitun h/f hafi borið starfsdrottinsábyrgð á verki því, sem slys varð við í mai 1959, og að það hafi verið grund- völlur greiðsluskyldu þeirrar, sem um var dæmt 1968, og er það sama niðurstaða og berum orðum er nefnd í dómi þessum. Breytir engu, að um endurkröfu er að ræða, þar sem slíkar kröfur falla almennt undir ábyrgðartryggingar- samning aðilja. Verður það m. a. ráðið af því, að í j-lið 2. gr. samningsins segir, að félagið bæti ekki „endurkröfu vá- tryggingarfélags vegna bótagreiðslu“, en af því verður álykt- að, að aðrar endurkröfur skuli bæta. Samkvæmt samningnum er hið stefnda hlutafélag tryggt gegn þeirri einkaréttarábyrgð, sem hvílir á því sem „vinnuveitandi fyrir pípulagnir o. þ. h.“. Ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdóms, að starf það, sem slysið 1959 varð við, falli hér undir. Dómkröfur áfrýjanda hafa eigi verið studdar öðrum máls- ástæðum eða lagarökum en nú hefur verið vikið að. Hinu stefnda hlutafélagi var með hæstaréttardómi gert að greiða Ólafi Pálssyni vexti og málskostnað með þeim hætti, sem fyrr er fram komið. Verður ekki talið, að samkvæmt 52. eða öl 92. gr. laga nr. 20/1954 eða öðrum lagareglum sé rétt að lækka dómkröfur í málinu með tilliti til vaxta þessara og málskostnaðar. Kostnað þann, sem hið stefnda hlutafélag hafði af máli því, sem dæmt var 1968, werður áfrýjanda gert að greiða með hliðsjón af 92. gr. laga nr. 20/1954, enda verður ekki talið, að ákvæði í tryggingarsamningi aðilja kveði á um aðra niðurstöðu. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með tilvísun til for- sendna héraðsdómsins ber að staðfesta hann. Er því dómsorð okkar svohljóðandi: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Afrýjandi, Trygging h/f, greiði stefnda, Geislahitun h/f, kr. 40.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. apríl 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 8. þ. m., hefur Geilslahitun h/f í Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 30. apríl 1968, á hendur Tryggingu h/f í Reykjavík til greiðslu á kr. 414.843.00 með 7% ársvöxtum frá 3. apríl 1968 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hans hendi að mati dómsins. Málsatvik eru þau, að í maímánuði 1959 hafði stefnandi á hendi pípulagnir í húsinu nr. 3 wið Vatnsstíg hér í borg. Í sambandi við það verk þurfti að brjóta niður skorstein, sem þar var. Hinn 21. maí 1959 bað forstjóri stefnanda Ólaf Pálsson byggingameist- ara að annast um niðurbrot skorsteinsins. Ólafur Pálsson gat eigi tekið það að sér, en bauðst til að útvega tvo af starfsmönnum sínum til að vinna verkið fyrir stefnanda í aukavinnu, og varð svo að ráði. Ólafur Pálsson wísaði starfsmönnunum á verkstað og sagði þeim, hvað gera skyldi, en hafði eigi önnur afskipti af framkvæmd verksins. Er þeir starfsmennirnir voru að vinna verkið, hrundi skorsteinninn, sem var hlaðinn, með þeim afleið- ingum, að annar þeirra slasaðist. Með dómi Hæstaréttar, upp- kveðnum hinn 24. marz 1964, er orsök slyssins rakin til van- gæzlu við framkvæmd verksins að meginhluta af hálfu sam- starfsmanns hins slasaða, en einnig fyrir gáleysi hans sjálfs. Dæmdi Hæstiréttur hinum slasaða tjónbætur úr hendi Ólafs Páls- ö2 sonar, þar sem eigi væri fyrir hendi það réttarsamband, er veitti hinum slasaða rétt til bóta úr hendi stefnanda þessa máls. Ólafur Pálsson höfðaði síðan mál á hendur stefnanda til endurgreiðslu þeirra tjónbóta ásamt kostnaði, er hann hafði orðið fyrir vegna hins fyrra máls. Í dómi Hæstaréttar um það málsefni, uppkveðn- um 2. febrúar 1968, er þess getið, að Ólafur Pálsson hafi einungis tekið að sér að ráða tvo starfsmenn til niðurrifs umrædds skor- steins og vísa þeim á tilteknum tíma til vinnustaðar, en undan- skildi sig verkstjórn þar og starfsdrottningsskyldum. Taldi Hæsti- réttur, að sú vangæzla Ólafs Pálssonar að skýra starfsmönnum verksins leigi frá því, hvernig háttað. var starfsherraábyrgð og verkstjórn, ætti eigi að valda því, að Ólafur Pálsson glataði þeim rétti sínum, að á stefnanda félli starfsdrottinsábyrgð á verkinu. Var stefnandi því dæmdur til að endurgreiða skaðabótafé það ásamt kostnaði, sem Ólafur Pálsson hafði orðið að inna af hendi vegna þess, að annar þeirra manna, sem hann réð til verksins, hlaut við framkvæmd þess lemstur fyrir handvömm verkfélaga síns. Er framngreint slys varð, var í gildi með aðiljum málsins ábyrgðartryggingarsamningur, dags. 17. júlí 1958 til eins árs, um greiðslu tjónbóta allt að kr. 1.000.000.00. Það er eftir þessum samningi, sem stefnandi höfðar mál þetta til greiðslu á skaðabótafé því ásamt kostnaði, sem honum war gert að greiða Ólafi Pálssyni með framangreindum dómi Hæstaréttar, og sundurliðar stefnandi kröfu sína þannig: 1. Höfuðstóll dóms Hæstaréttar í málinu nr. 52/1967 kr. 223.693.50 Vextir 25/7 1964 til 20/2 1968 .. .. .. .. .. .. — 55.742.24 Málskostnaður Ólafs Pálssonar í héraði .. .. .. — 32.000.00 Málskostnaður Ólafs Pálssonar í Hæstarétti .. ... — 30.000.00 Endurrit .. 2... 30.00 Kr. 341.465.74 2. Málskostnaður Geislahitunar h/f í héraði .. .. — 32.000.00 3. Málskostnaður Geislahitunar h/f í Hæstarétti .. — 41.378.00 Samtals kr. 414.843.74 Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að hann hafi verið gerður ábyrgur fyrir umræddu slysi, þar eð hann hafi borið endanlega starfsdrottinsábyrgð á vinnu margnefnidra starfsmanna. Sú ábyrgð öoð hafi verið á hann lögð vegna mistaka Gunnars H. Pálssonar við starf í þágu Geislahitunar h/f og sé þar því um að ræma dæmi- gerða húsbóndaábyrgðarbótaskyldu, en þá bótaskyldu megi al- mennt orða þannig, að þar sé um að ræða ábyrgð, sem lögð sé á þann, er felur öðrum manni framkvæmd. einhvers verks fyrir sig og beri ábyrgð á tjóni, er starfsmaðurinn vinnur með sak- næmum hætti við framkvæmd verksins. Skaðabótaskylda innan samninga sé aðallega tvenns konar, þ. e. að bótaskyldan sé aðalefni samnings, svo sem er um vátrygg- ingarsamninga, og enn fremur að tjón, sem stafi af vanefnd skuldara á kröfu, sé oftlega talið vera innan samninga, þar sem bótakrafan fyrir vanefndinni eigi rætur sínar Í samningnum milli kröfuhafans og skuldarans, enda hafi þá verið um að ræða gagn- kvæmt íbyngjandi samning milli aðiljanna, þ. e. endurgjald komið fyrir veitta vöru eða þjónustu. 'Skaðabótaskylda utan samninga sé hins vegar, eins og orðin beri með sér, sú bótaskylda, sem lögð verði á menn, án þess að nokkur loforð hafi verið fyrir henldi um að bæta væntanlegt tjón. Húsbóndaábyrgð sé eitt höfuð- dæmi íslenzks skaðabótaréttar um ábyrgð utan samninga, en það sé einmitt sú ábyrgð, sem Geislahitun h/f hafi tryggt sig fyrir hjá stefnda með ábyrgðartryggingarsamninigi þeim, sem í gildi var milli aðiljanna og áður getur, enda óumdeilt, að sá samningur hafi verið virkur. Í tveim hæstaréttarmálum hefur því verið slegið föstu, að margnefndir starfsmenn hafi verið kvöld það, er slysið varð, starfsmenn Geislahitunar h/f og þágu laun beint frá því fyrir- tæki. Hlutverk Ólafs Pálssonar í ráðningu mannanna til Geisla- hitunar h/f hafi verið starf, er hann framkvæmdi í umboði Geislahitunar h/f, en á hennar ábyrgð. Starfsdrottinsábyrgð af framkvæmd verksins hafi verið samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 2. febrúar 1968 lögð á Geislahitun h/f vegna mistaka, er Gunnari Pálssyni urðu á við framkvæmdina og leiddu til tjóns þess, er Valdimar Vigfússon varð fyrir. Samkvæmt þessu og skýru orða- lagi áðurgreinds hæstaréttardóms geti ekki lengur verið nokkur vafi á því, hver sé grundvöllur bótaábyrgðar Geislahitunar h/f, enda viðurkennt í Íslenzkum skaðabótarétti, að til þess að grund- völlur húsbóndaábyrgðar sé fyrir hendi, þurfi ekki að vera fastur starfssamningur, heldur sé nægilegt, að aðili leyfi öðrum að aðstoða sig á einn eða annan hátt, þá sé grundvöllurinn þegar fyrir hendi. Þannig sé ljóst, að bótaskylda Geislahitunar h/f sé hvorki þrengri né víðtækari en almennar reglur um bótaábyrgð ö4 leggja fyrirtækinu á herðar og að bótaábyrgðin, eins og hún er á lögð, hvíli ekki á neinum samningi, sem fyrirtækið hafi gert um slíka bótaábyrgð, heldur komi hér til greina hinar almennu reglur. Hljóti samningur sá, er í gildi var milli aðiljanna um ábyrgðartryggingu, að verða að túlkast á þann hátt, sem lög geri ráð fyrir og með hliðsjón af eðli og tilgangi ábyrgðartrygginga almennt. Sýknukrafa stefnda er studd þeim rökum í fyrsta lagi, að tjón stefnanda vegna umræðdds slyss falli utan tryggingarsamnings aðiljanna, Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 163/1962: Geislahitun h/f gegn Valdimar Vigfússyni og Ólafi Pálssyni og gagnsök segi svo: „Fyrirsvarsmenn aðaláfrýjanda, Geislahitunar h/f, sömdu eigi um verkið við Gunnar Helga Pálsson og gagnáfrýjanda Valdi- mar Vigfússon né stjórnuðu framkvæmd verksins. Er því eigi fyrir hendi það réttarsamband, er veiti gagnáfrýjanda Valdimar Vigfússyni rétt til bóta úr hendi aðaláfrýjanda, Geislahitunar h/f. Verður því að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda Valdimars Vigfússonar. Hins vegar verður að leggja þann skilning í skýrslu Jóhanns Pálssonar, framkvæmdastjóra 'aðaláfrýjanda, sem að framan er rakin, að Geislahitun h/f hafi tekið á sig ábyrgð á framkvæmd verksins gegnt gagnáfrýjanda Ólafi Pálssyni“. Hér hafi því um svonefndan ábyrgðarsamning (garanti-samn- ing) verið að ræða. Með ábyrgðarsamningi í þrengri merkingu sé átt við löggerning, þar sem maður lofar að taka á sig þá fjár- hagslegu áhættu, sem einhver starfsemi eða framkvæmd hefur í för með sér fyrir viðsemjandann. Kjarni ábyrgðarsamningsins sé sá, að ábyrgðarmaðurinn taki á sig fjárhagslega hættu vegna starfsemi eða framkvæmdar viðsemjanda síns. Stefnandi tók því á sig þessa áhættu, þó að eigi væri berum orðum um það samið milli forráðamanns hans og Ólafs Pálssonar. Með vátryggingarskírteini (ábyrgðartryggingarskírteini), dags. 17. júlí 1958, tryggði stefndi stefnanda 'gegn þeirri skaðabóta- skyldu, sem á hann kynni að falla á tímabilinu 21. júlí 1958 til 21. júlí 1959, samkvæmt íslenzkum lögum eða réttarvenjum á því sviði, sem getið er Í skírteininu, enda væri skaðabótaskyldan afleiðing af tjóni á mönnum eða munum og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga, sbr. 1. gr. skilmálanna. Það sé því ljóst, að eigi geti verið um fébótaábyrgð utan samninga að ræða af hendi stefnanda gagnvart Valdimar Vig- fússyni og/eða Ólafi Pálssyni. Krafa stefnanda í málinu sé því reist á fébótaábyrgð innan samninga. Þar sem slíkur samningur 55 hafi verið fyrir hendi, sbr. hæstaréttardóminn, þá hljóti hann samkvæmt eðli sínu að leiða til víðtækari bótaskyldu af hendi stefnanda en almennrar bótaskyldu utan samninga. Stefndi hafi eigi tryggt stefnanda gegn slíkri bótaskyldu og því beri sam- kvæmt því að sýkna hann af kröfum stefnanda. Í annan stað er sýknukrafa stefnda á því byggð, að margnefnt slys hafi ekki orðið við slíkt verk, sem ábyrgðartryggingarsamn- ingurinn hafi tekið til. Samkvæmt honum sé stefnandi tryggður segn einkaréttarábyrgð, er hvíli á honum sem vinnuveitanda fyrir pípulagnir o. þ. h. Slysið hafi orðið við niðurrif á skorsteini, sem eigi verði talið til pípulagna. Samkvæmt því, er að framan er rakið, er ljóst, að Ólafur Pálsson tókst einungis á hendur gegnt stefnanda að ráða tvo menn til niðurrifs margnefnds skorsteins og vísa þeim á til- teknum tíma til vinnustaðar, en undanskildi sig verkstjórn þar og starfdrottinsskyldum. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 2. febrúar 1968, er því slegið föstu, að framkvæmdastjóra stefnanda hafi verið hæg heimatök að fela verkstjóra sínum, sem hann kvaddi til að fara á vinnustað á hinum tilsetta tíma, að taka þar verkstjórnina að sér. Var honum metið þetta til vangæzlu, en hún þó eigi látin valda því, að Ólafur Pálsson glataði þeim rétti sínum, að á stefnanda félli að lokum starfsdrottinsábyrgð á verkinu. Þegar þetta og önnur atvik málsins eru virt, þá þykir ljóst, að skaðabótaskylda stefnanda af slysinu var ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga, þótt ráðning starfs- manna hafi verið með þeim hætti, er lýst hefur verið. Þykir hún því falla innan þeirrar ábyrgðar, sem stefnandi tryggði sig gegn hjá stefnda með tryggingarsamningi aðilja, er í gildi var, er slysið skeði. Er í því efni talið, að niðurrif skorsteinsins sé svo nátengt pípulagningarstarfsemi stefnanda í umræddu húsi, að tryggingarsamningurinn taki einnig til þess verks. Ber stefnda því að endurgreiða stefnanda skaðabótafé það ásamt kostnaði, sem hann hefur orðið að inna af hendi af völdum slyssins. Verða því kröfur stefnanda í málinu teknar til greina að öllu leyti, enda hefur fjárhæðum þeirra eigi verið mótmælt. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 55.000.00. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. 56 Dómsorð: Stefndi, Trygging h/f, greiði stefnanda, Geislahitun h/f, kr. 414.843.00 með 7% ársvöxtum frá 3. apríl 1968 til greiðslu- dags og kr. 55.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 21. janúar 1970. Nr. 3/1970. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Frávisun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með heimild í 67. gr. laga nr. 80/1938 og 21. gr., 1, b, laga nr. 57/1962 skotið máli þessu til Hæsta- réttar með kæru 16. desember 1969, er hingað barst 5. janúar 1970. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir Félagsdóm að dæma efni máls og að varnaraðilja verði gert að greiða kærumáls- kostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skirskotun til hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður falli niður. ö7 Dómur Félagsdóms 10. desember 1969. Dómendur: Hákon Guðmundsson, Einar Arnalds, Einar B. Guðmundsson, Ragnar Jónsson og Bjarni Sigurðsson. Mál þetta er höfðað fyrir Félagsdómi með stefnu, dags. 1. júlí þ. á., af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja gegn fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmt skylt að greiða ríkisstarfsmönnum á Keflavíkurflugvelli fæðisstyrk, eins og gilt hafi til 1. marz 1968. Þá krefst stefnandi og málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Stefnandi gerir þá grein fyrir dómkröfum sínum, að ríkis- starfsmenn í þjónustu almennrar löggæzlu, tollgæzlu, flugmála- stjórnar, veðurstofu, fríhafnar og Ferðaskrifstofu ríkisins á Kefla- víkurflugvelli hafi notið fæðisstyrks frá ríkinu til 1. marz 1968, en þá hafi styrkur þessi verið afnuminn með einhliða ákvörðun stefnda og hafi sú ákvörðun verið tilkynnt forráðamönnum þeirra embætta, er hlut áttu að máli, með bréfum, dagsettum í febrúar- mánuði 1968. Þessi fæðisstyrkur hafi numið kr. 1.100.00 á mánuði til hvers starfsmanns, eða samtals kr. 13.200.00 á ári. Stefnandi kveður, að fæðisstyrkur þessi eigi sér alllanga sögu og muni toll- sæzlumenn fyrstir manna hafa fengið hann árið 1946 og 1947. Síðar hafi fleiri starfshópar notið hans. Hann hafi verið mismun- andi hár fyrstu árin, en 1955, eða um það bil, hafi hann werið samræmdur þannig, að hann væri jafn til allra þeirra starfsmanna, er hans nutu. Fæðisstyrkur þessi hafi nú undanfarin ár farið smáhækkandi að undangengnum samningaviðræðum milli varn- armáladeildar utanríkisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins annars vegar og fulltrúa ríkisstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hins vegar. Stefnandi segir, að engir formlegir skriflegir samn- ingar um fæðisstyrkinn hafi verið gerðir, en munnlegt samkomu- lag hafi orðið hverju sinni. Það hafi að sjálfsögðu sama gildi og skriflegir samningar. Tilgangurinn með greiðslu þessara fæðis- peninga hafi verið sá að fá fólk úr Reykjavík til að vinna á Kefla- ö8 víkurflugvelli, og hafi fæðisstyrkurinn í raun og weru verið kaupuppbót, enda hafi umsækjendur um störf í þjónustu ríkisins ætíð verið fræddir á því, um leið og greint hafi verið frá launum, að starfinu fylgdu fastar greiðslur, fæðispeningar og ferðapen- ingar. Hafi um þessa tilhögun skapazt föst venja allt frá árinu 1946 og 1947, er nú jafngildi réttarvenju. Þá heldur stefnandi því fram, að þegar dómur Kjaradóms frá 3. júlí 1963 hafi tekið gildi, hafi eigi orðið nein breyting á framan- greindum fæðispeningagreiðslum, og því eðlilegt, að þeir starfs- menn, er nutu þessara greiðslna, hafi litið svo á, að ríkisvaldið hefði með aðgerðarleysi sínu og þögn samþykkt, að eigi skyldi verða nein breyting á þessu fyrirkomulagi. Telur stefnandi, að umræddir ríkisstarfsmenn hafi mátt líta svo á, að kominn væri á samningur eða ígildi samnings um þessi starfskjör, sem ekki yrði afnuminn án sérstakrar uppsagnar með eftirfarandi samn- ingaviðræðum, sáttameðferð og afgreiðslu fyrir Kjaradómi, ef eigi næðust samningar, en ljóst sé, að hér sé um þau starfskjör að ræða, er 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1962 taki til. Samkvæmt þessu byggir stefnandi dómkröfur sínar á þeim höfuðatriðum: Að stofnazt hafi bindandi samningur um fæðisstyrkinn milli ríkisstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli og ríkisvaldsins. Að fæðisstyrkurinn sé aukatekjur í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1962 (og falli því undir hugtakið starfskjör í 6. gr. sömu laga. Hafi stefnda því borið samkvæmt síðastnefndri grein að segja samningnum upp með 3ja mánaða fyrirvara. En jafnvel þótt líta mætti á hina einhliða ákvörðun stefnda í febrúar 1968 um afnám fæðisstyrksins sem uppsögn, þá hefði stefnda borið, er stefnandi mótmælti nefndri ákvörðun, að vísa málinu til sáttasemjara og láta málið samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 6. gr. nefndra laga ganga til Kjaradóms til afgreiðslu þar. Þetta hafi stefndi eigi gert og eigi því ríkisstarfsmenn þeir, er hlut eiga að máli, rétt til þess að halda framangreindum fæðis- styrk óbreyttum, þer til um annað sé samið eða Kjaradómur dæmi á annan veg. Stefndi hefur alfarið mótmælt kröfum stefnanda og stutt sýknu- kröfu sína þeim rökum, að fæðisstyrkur sá, sem um er deilt í máli þessu, hafi alla tíð verið greiddur þeim ríkisstarfsmönnum, er hans nutu, samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins og aldrei um hann samið við þá, hvorki munnlega né skriflega. Að vísu hafi farið fram viðræður við fulltrúa starfsmannanna, áður en 59 álkvörðun hafi hverju sinni verið tekin um fjárhæð hans, en það hafi aðeins verið gert í því skyni að kanna viðhorf starfsmann- anna og kröfur þeirra, en ákvörðunarvaldið hafi ætíð þrátt fyrir þetta verið í höndum ríkisvaldsins. Kveður stefndi, að upphaflega hafi fæðisstyrkurinn orðið til með þeim hætti, að valizt hafi til starfa á Keflavíkurflugvelli menn, sem búsettir hafi werið víðs vegar um landið. Aðstaða til búsetu hafi þá verið erfið þar syðra og starfsmennirnir af þeim sökum orðið að hlíta því að búa fjarri heimilum sínum gagnstætt því, er tíðkast hafi um aðra starfs- menn ríkisins. Rétt hafi þótt að bæta þenna aðstöðumun með fæðisstyrk. Nú hafi þetta breytzt. Ríkisstarfsmenn á Keflavíkur- flugvelli búi nú ýmist þar á staðnum, í næsta nágrenni eða á Reykjavíkursvæðinu og eigi því auðvelt með að fara milli vinnu- staðar og heimlis að kvöldi, eins og samgöngum sé nú háttað. Hér hafi upphaflega verið um að ræða greiðslu á kostnaði, er umræddir ríkisstarfsmenn hafi orðið að bera umfram aðra ríkis- starfsmenn, en eigi kjarabót, og hafi forsendur fyrir greiðslu slíks kostnaðar smátt og smátt horfið á næstliðnum árum. Í samræmi við þessa afstöðu stefnanda heldur hann því fram: Að aldrei hafi verið gerður samningur um fæðisstyrkinn. Að fæðisstyrkurinn geti því aðeins fallið undir hugtökin hlunn- indi eða aukatekjur í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1962, að litið sé á hann sem launaviðbót, en ekki þegar styrkurinn sé endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, eins og hér sé um að ræða. Falli hann því ekki undir hugtakið starfskjör í 6. gr. sömu laga og geti réttur ríkisstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli til greiðslu á ofannefnd- um fæðisstyrk því ekki byggzt á nefndri 6. gr., jafnvel þótt hann falli undir hugtakið starfskjör. Til þess að svo yrði litið á, þyrfti að vera fyrir hendi samningur milli ríkisins og þeirra bandalags- félaga, er hlut eiga að máli, sem gerður hefði verið, eftir að lög nr. 55/1962 tóku gildi. Svo væri ekki og því eigi hægt að segja upp samningi, sem aldrei hefði verið til. Loks heldur stefndi því fram, að enda þótt talið yrði, að fyrir hendi hefði verið samningur um fæðisstyrkinn og að einhliða ákvörðun ríkisins um afnám hans yrði jafnað til uppsagnar, þá bæri stefnda samt eigi skylda til þess að taka upp viðræður, þar sem ætlun hans væri að afnema nefndan styrk með öllu. Sé því eigi um neitt brot á lögum nr. 55/1962 af hans hálfu að ræða. Af gögnum málsins og málflutningi aðilja má ráða, að fæðis- styrkur sá til ríkisstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem um er deilt í máli þessu, hafi fyrst verið greiddur á árunum 1946 eða 60 1947 samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins og að hann hafi frá þeim tíma verið greiddur allt til 1. marz 1968, er stefndi ákvað, svo sem rakið hefur verið, að fella hann niður. Skrifleg gögn um styrk þenna hafa eigi komið fram um tímabilið 1946— 1960 að því undanskildu, að stefndi hefur á árinu 1953 kveðið. á um mánaðarlega fjárhæð fæðispeninga til nafngreinds starfs- manns á Keflavíkurflugvelli, en árið 1955 mun hann hafa orðið jafn til allra, er slíkrar greiðslu nutu. Árið 1960 skeður það, að skipuð er að tilhlutan utanríkisráð- herra fjögurra manna nefnd til þess að „gera tillögur um endur- skoðun og samræmingu launakjara starfsmanna ríkisstofnana á Keflavíkurflugvelli á grundvelli launalaga og með hliðsjón af staðháttum“. Í nefnd þessari áttu sæti fulltrúi af hálfu utanríkis- ráðuneytisins, annar frá fjármálaráðuneytinu, hinn þriðji frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, en sá fjórði var fulltrúi ríkisstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli. Meðal þeirra mála, sem nefndin fjallaði um, var fæðisstyrkurinn. Um það atriði segir svo í áliti nefndarinnar, sem dagsett er 23. júní 1960: „Fæðisstyrkur. Samkomulag náðist ekki innan nefndarinnar um þetta atriði. Tillögur þeirra Henriks Sv. Björnssonar og Sigtryggs Klemenz- sonar eru þær, að fæðisstyrkur verði kr. 850.00 á mánuði, en kr. 450.00 til þeirra starfsmanna, sem bifreið hafa til afnota. Tillögur Einars Ingimundarsonar og Páls G. Jónssonar eru þær, að höfuðreglan verði kr. 1.500.00 á mánuði í fæðisstyrk, sem þeir telja hlutfallslega lægra en upphaflega var ákveðið (1949). Enn fremur, að þessi styrkur verði tekinn gildur sem frádráttarliður á skattframtali. Í báðum tillögunum er hér miðað við kaupgengi kr. 16.28 á dollar og gert ráð fyrir, að styrkurinn verði hækkaður hlutfalls- lega, ef gengi á dollara verður hækkað á matsölum flugvallarins. Hækki verðlag almennt, mælir nefndin með því, að reglur þessar verði endurskoðaðar“. Eigi urðu neinar breytingar á fjárhæð eða greiðslutilhögun fæðisstyrksins að þessu sinni, en í desember 1961 voru aftur tekn- ar upp viðræður um hann. Á fundi, sem haldinn var 2. desember, voru mættir tveir fulltrúar frá utaniríkistáðuneytinu og fimm fulltrúar frá ríkisstarfsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Á þessum fundi snerust umræður aðallega um fjárhæð fæðisstyrksins, en eigi leiddu þær til neinnar niðurstöðu, og var málið tekið fyrir aftur á fundi hinn 14. desember. Samkvæmt fundargerð þess fund- 61 ar var rætt um „grundvöllinn að fæðisstyrk og breyttar aðstæður, sem skapazt hefðu, og töldu flugvallarstarfsmenn, að grundvöllur væri enn fyrir fæðisstyrk“. Bauð fulltrúi utanríkisráðuneytisins 13.8% hækkun á honum, en það væri, sagði fulltrúinn, „stefna ríkisstjórnarinnar í launamálum að hækka ekki laun meira en næmi þeirri prósentu, en hann liti á fæðisstyrkinn sem laun“. Einn af fulltrúum ríkisstarfsmanna sagði í því sambandi, „að hann gæti ekki fallizt á, að rætt væri um fæðisstyrkinn sem laun og málið afgreitt á þeim grundvelli“. Annar fulltrúi þeirra tók fram, „að 13.8% hækkun á fæðisstyrk væri engin lausn, hvort sem litið væri á (sic) sem fæðisstyrk eða launauppbót“. Er bókað í fundargerð, að hinir fulltrúar ríkisstarfsmannanna hafi verið sammála um þetta. Þá var spurzt fyrir um það af hálfu fulltrúa ríkisvaldsins, „hvað væri viðunandi lausn frá hendi starfs- mannanna“. Einn af fulltrúum þeirra veitti það svar, að hann teldi, „að ríkisvaldið hefði úrskurðarvald í þessum efnum og því gætu þeir, þ. e. flugvallarstarfsmenn, ekki gert neinar kröf- ur“. Lauk fundinum með þessari bókun: „Fundarmenn voru sammála um að leggja málið fyrir ráðherra, eins og því nú er komið, og fá frekari upplýsingar um, hver afstaða hans er í málinu“. Hinn 1. júní 1962 ákvað svo fjármálaráðuneytið, að fæðisstyrkurinn skyldi hækka úr kr. 700.00 í kr. 1.100.00 á mánuði frá og með 1. janúar 1962. Stóð við það, þar til stefndi ákvað í febrúarmánuði 1968 að fella styrkinn niður, svo sem áður er rakið. Af því, sem nú hefur verið rakið, er ljóst, að fyrir gildistöku laga nr. 55/1962 hafi hvorki stofnazt skriflegur kjarasamningur í merkingu 6. gr. laga nr. 80/1938 né ígildi slíks samnings um fæðisstyrkinn, og var fjárhæð hans á því tímabili ákveðin með einhliða ákvörðun ríkisvaldsins. Það er enn fremur ágreinings- laust, að eigi hafa verið hafðar uppi nokkrar kröfur varðandi hann í kjaramálum þeim, sem Kjaradómur hefur fjallað um, eftir að lög nr. 55/1962 tóku gildi, og hefur fæðisstyrkurinn því eigi komið til álita þar. Loks er það enn fram komið, að eigi hefur verið um nefndan fæðisstyrk samið wið hlutaðeigandi bandalagsfélög með kjarasamningi eða ígildi slíks samnings sam- kvæmt ákvæðum 1. mgr. 6. gr. sömu laga, sbr. 7. gr. nefndira laga. Þar sem svo stendur á, verður það eigi borið undir Félagsdóm, sbr. 25. gr., 1. mgr., nefndra laga, hvort einstakir ríkisstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli eigi eftir 1. marz 1968 rétt til þess fæðis- styrks, sem stefndi er krafinn um í máli þessu. 62 Ber samkvæmt þessari niðurstöðu að vísa máli þessu sjálfkrafa frá Félagsdómi. Rétt þykkir, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Máli þessu er sjálfkrafa vísað frá Félagsdómi. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Bjarna Sigurðssonar. Sú breyting varð með lögum nr. 55/1962, að handhafar ríkis- valdsins úrskurða ekki framar einhliða um kjör opinberra starfs- manna eins og fyrrum, þegar ráðherrar eða stjórnvöld gátu úr- skurðað um starfskjör að svo miklu leyti sem þau voru ekki ákveðin í lögum. Með lögum nr. 55/1962 var opinberum starfs- mönnum tryggður íhlutunarréttur fram á lokastig. Svo var hins vegar ekki fyrir gildistöku laganna, er starfskjör voru mest lög- bundin, en gátu þó unnizt í hlunnindum eða ívilnunum með ráð- stöfunum eða úrskurði stjórnvalda, en slíkir úrskurðir höfðu ótvírætt gildi til jafns við samninga nú, er þeir voru kveðnir upp af þar til bæru stjórnvaldi. Af réttarskjali 8 verður glögglega greint, hvernig þvílíkir úr- skurðir eða ákvarðanir ráðherra voru grundvallaðar. Þegar hann vill stofna til breytinga og m. a. veita úrlausn um kjarabót, „fór utanríkisráðherra þess á leit við B. S. R. B., fjármálaráðuneytið og ríkisstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli, að þeir tilnefndu hver um sig einn mann í nefnd til þess, ásamt fulltrúa frá utanríkis- ráðuneytinu, að gera tillögur um endurskoðun og samræmingu launakjara starfsmanna ríkisstofnana á Keflavíkurflugvelli á grundvelli launalaga og með hliðsjón af staðháttum“.“ Meðal þeirra mála, sem til umræðu voru, og þá væntanlega „með hliðsjón af staðsáttum'“, var fæðisstyrkurinn. En meðal annars, sem nefndin í áliti sínu óskaði eftir úrskurði ráðherra um, var skipun einstakra starfsmanna í launaflokka. Bæði við þessar viðræður og síðar, þar sem fjallað var um fæðisstyrkinn, komu þeir fram fyrir hönd ríkisstarfsmannanna, sem voru Í forsvari þeirra. Í annan tíma, t. a. m. á fundi 14. desember 1961, þar sem rætt var um fæðisstyrkinn, voru trún- aðarmenn viðkomandi starfsmannafélaga á Keflavíkurflugvelli, en slíkir trúnaðarmenn fara stundum með samningamál fyrir hönd félaga sinna, þar eð þeir eru öðrum kunnugri starfsháttum z og aðstæðum hver á sínum stað. 63 Samningaviðræður um fæðisstyrkinn hafa ítrekað farið fram milli fulltrúa starfsmannanna og ríkisvaldsins bæði um samræm- ingu styrksins og hækkun hans. Starfsmenn hafa því litið svo á, að úrskurður ráðherra, að viðræðum loknum, væri bindandi, þó að ekki væri um skriflega samninga að ræða, enda ekki tíðkað, þegar svipað stóð á fyrir gildistöku laga nr. 55/1962. Verður því að álíta, að stofnazt hafi ígildi samnings í merkingu 6. gr. laga nr. 80/1938 á sama hátt og gilti um ýmsar einhliða ákvarðanir ríkis- valdsins um kjaramál fyrir gildistöku laga nr. 55/1962. Ríkisstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa um tveggja áratuga skeið notið svonefnds fæðisstyrks. Þegar frá upphafi þeirra greiðslna áttu einstaklingar, brátt jafnvel starfshópar, kost á að fá keypt fæði í mötuneyti varnarliðsins við mjög vægu verði. Frá öndverðu mátti vera ljóst, að um starfskjarabót var að ræða. Það er því eðlilegt að líta svo á, að fæðisstyrkur sé hluti þeirra starfs- kjara, sem 6. gr. laga nr. 55/1962 tekur til, og bar því ekki að fjalla um hann í sambandi við heildarkjarasamning, sbr. 5. gr., 2. mgr., sömu laga. Starfskjörum, svo sem hlunnindum, sem falla undir 6. gr. laga nr. 55/1962, skal segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Samkvæmt þessu tel ég úrslit málsins eiga að vera þau, að taka verði dómkröfur stefnaniða til greina, en rétt er eftir atvik- um, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefnda, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, ber að greiða ríkisstarfsmönnum á Keflavíkurflugvelli fæðisstyrk, eins og gilti til 1. marz 1968. Málskostnaður fellur niður. 64 Föstudaginn 23. janúar 1970. Nr. 4/1970. Sigurjón Sigurðsson Segn Bjarna K. Bjarnasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Gaukur Jörundsson. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 17. desember 1969, sem barst Hæstarétti 5. janúar 1970, hefur sóknaraðili samkvæmt 21. gr., 1. tl, b, laga nr. 57/1962 skotið til Hæstaréttar frávísunardómi bæjarþings Reykjavíkur, sem upp var kveðinn 8. desember 1969 í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Sóknaraðili hefur hvorki sent Hæstarétti kröfur né greinargerð, en í kærunni til hér- aðsdómara virðist hann krefjast þess, að héraðsdómurinn verði úr gildi felldur og varnaraðilja gert að greiða kæru- málskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostn- að, sem ákveðst kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Sigurjón Sigurðsson, greiði varnaraðilja, Bjarna K. Bjarnasyni, kærumálskostnað, kr. 8.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. desember 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 28. október s.l, hefur Sigurjón Sigurðsson, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþing- 65 inu með stefnu, birtri 8. apríl 1968, gegn Bjarna K. Bjarnasyni borgardómara, Einimel 18, Reykjavík, „til greiðslu á dómskuld og kostnaði í sambandi við mál nr. 1003/1967 í bæjarþingi“, einnig til greiðslu málskostnaðar og „fyrir vinnutap í sambandi við þessi málaferli“. Við þingfestingu skýrði stefnandi dómkröfur sínar á þann hátt, að hann krefðist þess, að stefndi yrði dæmdur til að greiða kr. 5.826.00 með 7% ársvöxtum frá 18. apríl 1968 og málskostnað að auki. Stefndi hefur krafizt frávísunar og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Þá hefur stefndi krafizt ómerkingar og refsingar samkvæmt ákvæðum 188. gr. einkamálalaga, sbr. 2., 4. og 5. tölulið, á eftir- farandi ummælum stefnda: „Bjarni K. Bjarnason hefur í áður- nefndu máli kosið að gera málstað Halldórs Snorrasonar að sínum málstað í stað þess að vera hlutlaus og rannsaka málið af fullri samvizkusemi“. Með úrskurði 26. apríl 1968 vék hinn reglulegi dómari sæti í málinu. Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 10. október 1968, war Ásgeir Thoroddsen fulltrúi skipaður setudómari í málinu. Málið hefur dregizt vegna veikinda stefnanda. Málavextir eru sem hér segir: Hinn 19. janúar 1968 kvað Bjarni K. Bjarnason borgardómari upp dóm í málinu nr. 1003/1987: Aðalbílasalan gegn Sigurjóni Sigurðssyni. Rétt þykir, að dómur þessi birtist í forsendum þessa dóms, en hann er svohljóðandi: „Ár 1968, föstudaginn 19. janúar, var á bæjarþingi Reykjavíkur Í málinu nr. 1003/1967: Aðalbílasalan gegn Sigurjóni Sigurðssyni kveðinn upp svohljóðandi dómur: Mál þetta, sem tekið var til dóms 16. þ. m., hefur Aðalbílasalan hér í borg höfðað með stefnu, birtri 4. janúar 1967, gegn Sigurjóni Sigurðssyni kaupmanni, Snorrabraut 48 hér í borg, til greiðslu á sölulaunum að fjárhæð kr. 2.600.00 ásamt 1% mánaðarvöxtum frá 3. desember 1965 til greiðsludags auk málskostnaðar að skað- lausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, en stefndi gerir ekki kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda. Eigandi Aðalbílasölunnar, Halldór Snorrason, hefur skýrt svo frá málavöxtum, að Í nóvembermánuði 1965 hafi stefndi, Sigurjón 5 66 Sigurðsson, beðið hann um að selja fyrir sig Volkswagen bifreið af árgerðinni 1965, sem bar skráningarmerkið R 8147, og hafi stefndi wiljað fá kr. 130.000.00 fyrir bifreiðina. Skömmu síðar hafi vitnið Ingi L. Loftsson komið á bílasöluna og maður með honum. Kveðst Halldór hafa ekið með þeim inn á Snorrabraut, þar sem bifreiðin R 8147 stóð fyrir utan veræzlunina Örnólf. Ingi gerði tilboð í bifreiðina að fjárhæð kr. 120.000.00. Því tilboði hafi stefndi hafnað. Skömmu síðar hafi Ingi hringt til Halldórs og komið fram með nýtt tilboð, kr. 127.500.00. Kveðst Halldór af því tilefni hafa farið suður í Kópavog og hitt stefnda þar fyrir og tjáð honum hið nýja tilboð. Stefndi hafi hafnað tilboðinu. Skömmu eftir þetta hafi Ingi enn hringt á bílasöluna og sagzt vilja kaupa bifreiðina á 130.000.00 og ganga frá því strax. Kveðst Halldór þá strax hafa hringt í stefnda og tilkynnt honum um tilboðið. Stefndi hafi lýst því yfir, að hann samþykkti til- boðið, ef kaupandi greiddi bílasölunni sölulaun, kr. 2.600.00, í viðbót við tilboðsfjárhæðina, kr. 130.000.00. Halldór kveðst hafa sagt stefnda, að betta væri ekíki venjulegur gangur mála. Tilboðið væri komið í bifreiðina, kr. 130.000.00, sem væri hámarksverð á bifreiðinni á bílamarkaði í Reykjavík miðað við aldur og ástand. Teldi hann því ógerlegt að hækka verðið meira. Hafi stefndi þá lýst því yfir, að hann væri sjálfur með kaupanda, sem vildi greiða kr. 130.000.00 fyrir bifreiðina milliliðalaust. Að- spurður hafi stefndi þó ekki vitað nein deili á þeim manni. Síðar kveðst Halldór hafa frétt, að kaupandi bifreiðarinnar væri Ingi L. Loftsson. Kveðst Halldór þá hafa farið til stefnda og krafið hann um sölulaun, en stefndi hafi þá sagt, að hann hefði sjálfur selt bílinn og kaupandinn hefði ekki verið Ingi, heldur einhver kona, og bæri bílasölunni því engin. sölulaun. Við nánari eftir- grennslan hafi komið í ljós, að skráður kaupandi bifreiðarinnar hafi verið Anna Lára Þorsteinsdóttir, eiginkona vwitnisins Inga L. Loftssonar. Halldór kannast ekki við, að stefndi hafi tekið bílinn úr sölu, hálfum mánuði eftir að hann skráði hann inn, eins og stefndi hafi haldið fram. Minnir Halldór, að hann hafi veitt því athygli, að bifreiðin var ekki lengur á stæðinu fyrir utan verzlunina Örnólf, og þá farið að grennslast eftir því, hvað af henni hefði orðið, en Halldór kveðst búa í húsinu Bergþóru- götu 61, sem sé mjög skammt frá verzluninni Örnólfi. Halldór segir, að stefndi hafi ekki getið um það, að sonur stefnda ætti bílinn R 8147. Stefndi hefur í skýrslu, dags. 6. janúar 1967, skýrt svo frá: 67 „Viðvíkjandi kröfu Aðalbílasölunnar í Reykjavík vil ég taka eftirfarandi fram: Það, sem Halldór Snorrason segir um sölu bifreiðarinnar R 8147, er allt mjög ruglingslegt og sumt beinlínis rangt eins og það, að einhverjar viðræður um kaup á R 8147 hafi farið fram milli Halldórs, mín og þessa Inga. Halldór kom engu sambandi heldur á milli okkar Önnu Þorsteinsdóttur. Hann kom þarna hvergi nærri, að því er ég bezt veit. Sá, er ég bauð bílinn á sínum tíma, heitir Guðmundur Ingimarsson, sími 40707, og er hann sá hinn sami og átti árið áður Í samningum við mig um kaup á sams konar bíl, er ég seldi þá. Þessi Guðmundur samdi árið 1965 við mig um kaupin á bílnum, sem deilt er um, og átti ég eingöngu Í samningum wið hann um kaupin og sá ekki og vissi ekkert um Önnu, fyrr en við undirskrift á kaupunum, sem Guðmundur annaðist með mér. Hið eina rétta hjá Halldóri er, að í nóvember 1965 bað ég hann um að selja fyrir son minn viðkomandi bíl. Kaupverðið, sem ég setti upp, var kr. 132.600.00, og átti sonur minn að fá af þessu í sinn hlut 130.000.00, en selj- andi 2.600.00 í sinn hlut. Halldór eða Aðalbílasalan hafði munn- legt umboð frá mér í hálfan mánuð til að selja bifreiðina. Allan þann tíma kom aðeins einn maður í kauphugleiðingum frá Hall- dóri. Reyndar kom hann nokkuð oft og bauðst jafnan til að gera kaupin, ef hann fengi 5.000.00 króna afslátt af kaupverði bílsins. Þessu marg endurtekna kauptilboði mannsins hafnaði ég alltaf. Og er þetta hafði gengið í um það íbil hálfan mánuð, sagði ég Halldóri, að þetta gengi ekki og myndi ég selja bílinn sjálfur. Bifreiðina seldi ég síðan Önnu Þorsteinsdóttur, Hlíðarvegi 9, Kópavogi, með milligöngu Guðmundar, eins og áður segir. Eitt- hvað um það bil mánuði seinna en ég seldi bílinn 1965 spurði nefndur Halldór mig, hverjum ég hefði selt bílinn, og sagði ég honum það, og sagði Halldór ekkert við því í það sinn, en svo sem hálfum mánuði seinna kom Halldór til mín og sagðist hafa sent Inga, mann Önnu, til mín í búðina. Um það er mér ókunnugt, nema áðurnefnidur maður hafi verið Ingi. Krafðist Halldór nú sölulauna. Þessari kröfu hans vísaði ég frá mér, enda hafði ég á sínum tíma spurt Guðmund og Önnu að því, hvort Halldór hefði unnið nokkuð að þessari sölu. Þau tjáðu mér bæði, að svo væri ekki. Vegna þessa og annars finnst mér þessi stefna Halldórs alveg furðuleg. Hafi Halldór verið svikinn af einhverjum, þá er það af einhverjum öðrum en mér, enda er ég vanur að greiða skuldir mínar og inna af hendi skyldur mínar á heiðar- legan hátt. 68 Þá vil ég geta þess, að ég hringdi, strax og mér barst bréf frá Guðjóni Styrkárssyni, og talaði við hann og mótmælti þessari órökstuddu innheimtu hans. Svar hans var, að ég skyldi þakka fyrir að fá að borga þetta til sín, annars skyldi ég fá að borga stærri upphæð. Söluverð R 8147 til Önnu war 129.500.00 krónur. Þessi 500.00 króna lækkun frá upphaflegu söluverði stafaði af því, að ekið hafði verið utan í R 8147 á bifreiðastæðinu fyrir utan verzlunina hjá mér, og skemmdist örlítið annað brettið á bílnum“. Vitnið Ingi L. Loftsson hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi, að það hafi komið á Aðalbílasöluna og hitt þar Halldór Snorrason. Halldór hafi ekki viljað segja vitninu, um hvaða bifreið væri að ræða, nema fara á staðinn og sýna hana. Vitnið kveðst hafa verið í fylgd með bróður sínum, Gunnari Loftssyni, og hafi þeir þrír ekið inn á Snorrabraut og skoðað bifreið þá, sem mál þetta fjallar um, en hún hafi þá staðið skammt frá verzluninni Örnólfi. Vitnið segir, að lokatilboð þess í bifreiðina hafi verið kr. 130.000.00. Upphaflega kveðst vitnið hafa ætlað að kaupa bifreiðina á eigið nafn, en þegar krafa kom fram um, að vitnið greiddi sölulaun, kr. 2.600.00, í viðbót við tilboðið, kr. 130.000.00, þá kveðst vitnið hafa talið það ósanngjarnt og óeðlilegt. Kveðst það því hafa hætt wið að kaupa bifreiðina á eigið nafn og hafi þau hjónin ákveðið, að kona vitnisins, Anna Lára Þorsteinsdóttir, keypti bifreiðina á sitt nafn. Peningana, sem notaðir voru til kaupanna, kveðst vitnið hafa unnið fyrir sjálft, en vitnið telur þá vera sameign þeirra hjóna, enda hafi þau ekki gert með sér kaupmála. Vitnið segir, að afsal hafi verið undirritað í verzluninni Örnólfi og hafi eiginkona vitnisins sjálf gengið frá því, en með henni hafi verið Torfi Guðbjartsson flugvirki, samstarfsmaður witnisins, og Guð- mundur Ingimarsson flugvélavirki, einnig samstarfsmaður vitnis- ins. Vitnið kveðst ekki hafa verið wiðstatt, þegar afsal var gefið. Vitnið segir, að eiginkona þess hafi greitt kr. 129.500.00 fyrir bifreiðina. Vitnið segir, að Guðmundur Ingimarsson hafi aðstoðað Önnu Láru við að ganga frá afsali og gera út um kaupin, en Guðmundur hafi ekki komið kaupunum á, þ. e. sambandinu á milli seljanda og kaupanda, því að vitnið kveðst að sjálfsögðu hafa verið búið að ræða bílakaupin við eiginkonu sína áður. Vitnið kveðst ekki vita, hvort Anna Lára skoðaði bifreiðina, áður en hún gekk frá afsalinu. Kröfur sínar í málinu byggir stefnandi á því, að stefndi hafi falið Aðalbílasölunni að selja umrædda bifreið fyrir kr. 130.000.00. 69 Aðalbílasalan hafi fengið tilboð í bifreiðina frá vitninu Inga L. Loftssyni. Ingi L. Loftsson hafi hætt við að kaupa bifreiðina á sitt eigið nafn, eftir að stefnandi krafðist þess, að Ingi greiddi að auki sölulaun, kr. 2.600.00. Afsalið til Önnu Láru, eiginkonu vitnisins, hafi því einungis verið gert til þess að reyna að komast undan að greiða eðlileg sölulaun. Stefndi hafi ekki getið þess, þegar hann fól stefnanda sölutilraunir, að sonur hans væri eig- andi bifreiðarinnar. Beri stefndi því persónulega ábyrgð á greiðslu sölulaunanna, enda hafi skrifstofa stefnanda raunverulega komið kaupunum á. Sé vætti witnisins Inga L. Loftssonar full sönnun fyrir því. Beri því að taka til greina kröfu stefnanda um 2% sölulaun, sem sé föst venja, að bílasalar taki hér í borg. Við hinn munnlega málflutning lýsti stefndi því yfir, að sonur hans, Ólafur Þórir Sigurjónsson, hafi verið skráður eigandi bif- reiðarinnar, er sala fór fram. Ólafur Þórir, sem sé fæddur 23. febrúar 1941, hafi á þessum tíma dvalizt í Frakklandi við nám og sé |þar ennþá. Stefndi kveðst hins vegar hafa fengið fullt umiboð til þess að selja umrædda bifreið. Hann kvaðst þó ekki vilja blanda syni sínum í málið og ekki byggja sýknukröfu sína á aðildarskorti. Hann kveðst hins vegar byggja kröfu sína um sýknu á því, að stefnandi hafi ekki komið á þeim kaupum, sem um væri að ræða. Geti stefnandi því ekki krafizt neinna sölu- launa út af sölu bifreiðarinnar. Að öðru leyti skírskotar hann um sýknuíkkröfu sína til aðiljaskýrslu sinnar. Því hefur verið lýst hér að framan, að vitnið Ingi L. Loftsson gerði tilboð í bifreiðina til Aðalbílasölunnar að fjárhæð kr. 130.000.00. Ekki var gengið frá afsali til Inga L. Loftssonar vegna ágreinings um söluþóknun. Stefndi afsalaði bifreiðinni skömmu síðar fyrir hönd sonar síns til eiginkonu witnisins Inga L. Lofts- sonar, Önnu Láru Þorsteinsdóttur, og var söluverðið kr. 129.500.00. Vitnið Ingi L. Loftsson hefur lýst því, að hann hafi látið eigin peninga til greiðslu kaupverðsins. Þegar þetta er virt og máls- atvik að öðru leyti, þá verður að líta svo á, að stefnandi eigi rétt á þóknun fyrir að koma kaupunum á og að stefndi, Sigurjón Sigurðsson, sé persónulega ábyrgur fyrir greiðslu sölulaunanna, enda þykir í því sambandi ekki máli skipta, þó að sonur hans, Ólafur Þórir, hafi verið skráður eigandi bifreiðarinnar, enda hefur stefndi ekki sannað gegn mótmælum stefnanda, að stefndi hafi tekið það fram, þegar hann afhenti bifreiðina til sölu hjá stefnanda. Skrifstofa stefnanda gekk ekki frá afsali, sölutilkynn- ingu né öðru því, sem venjulegt er, að bílasölur annist við kaup. 70 Með tilliti til þess og atvika málsins að öðru leyti þykir rétt að dæma stefnda til að greiða stefnanda söluþóknun, sem hæfilega þykir ákveðin kr. 2.000.00. Ber stefnda að greiða fjárhæð þessa ásamt vöxtum, sem rétt þykir að reikna 6% ársvexti frá 3. desember 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvexti frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, og telst hann hæfilega ákveðinn kr. 2.200.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sigurjón Sigurðsson, greiði stefnanda, Aðalbílasölunni, kr. 2.000.00 með 6% ársvöxtum frá 3. desember 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 2.200.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum“. Stefnukrafan er sú fjárhæð, sem stefnandi greiddi 18. apríl 1968 til yfirborgarfógetaembættisins í Reykjavík, en þá var komin fram uppboðsbeiðni á grundvelli dómsins frá 19. janúar 1968. Stefnandi rökstyður kröfur sinar þannig, að stefndi hafi enga stoð haft undir dóm þann, er hann kvað upp, og hafi hann verið rangur. Fjalla öll skjöl þau, er stefnandi hefur lagt fram í þessu máli, um atvik og málsástæður í hinu fyrra máli. Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. einkamálalaganna verður dómari í héraði einungis sóttur til greiðslu skaðabóta vegna dómaraverks í sambandi við opinbert mál út af því eða eftir að refsiðómur hefur verið kveðinn upp yfir honum í opinberu máli fyrir afbrot í dómarastarfi í því máli. Stefnandi hefur ekki leitað meints réttar síns samkvæmt þessu lagaákvæði, og verður því þegar af Þeirri ástæðu að vísa máli þessu frá dómi. Ummælin „Bjarni K. Bjarnason hefur í áðurnefndu máli kosið að gera málstað Halldórs Snorrasonar að sínum málstað í stað þess að vera hlutlaus og rannsaka málið af fullri samvizkusemi“ eru ómerkt. Samkvæmt 5. tl. 188. gr. einkamálalaga nr. 85/1936 er stefnandi dæmdur til greiðslu sektar að fjárhæð kr. 2.500.00 til ríkissjóðs, og komi 5 daga varðhald í stað hennar, ef hún greiðist eigi innan aðfararfrests. Stefnandi greiði stefnda máls- kostnað, er þykir hæfilega metinn kr. 4.000.00. Ásgeir Thoroddsen setudómari kvað upp dóm þennan. Dóms- M uppsagan hefur dregizt vegna anna dómarans að öðrum verkefn- um. Dómsorð: Máli íþessu er vísað frá dómi. Framangreind ummæli eru ómerkt. Stefnandi greiði kr. 2.500.00 sekt til ríkissjóðs, og komi 5 daga varðhald í stað hennar, ef hún greiðist eigi innan aðfararfrests. Stefnandi greiði stefnda kr. 4.000.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 72 Föstudaginn 30. janúar 1970. Nr. 195/1969. Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Ellerts Berndsens (Kristinn Einarsson hrl.) gegn Skrifstofu ríkisspítalanna (Benedikt Sveinsson hrl.) Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósepsson hrl.) Friðjóni Skarphéðinssyni yfirborgarfógeta (enginn) Unnsteini Beck borgarfógeta (enginn) Guðjóni Styrkárssyni (enginn) Pétri Péturssyni (enginn) Guðnýju Berndsen (enginn) Sólveigu Berndsen (enginn) Margréti Berndsen (enginn) Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og svo Dómsmálaráðherra til réttargæzlu (Benedikt Sveinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson og Gunnar Thoroddsen og prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Magnús Þ. Torfason. Uppboð. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Friðjón Skarphéðinsson yfirborgarfógeti hefur framkvæmt hina áfrýjuðu uppboðsgerð. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu upphaflega með stefnu 27. febrúar 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Því máli var vísað frá Hæstarétti með dómi 17. október 1969. Með heimild í 36. gr. laga nr. 57/1962 áfrýjaði áfrýjandi málinu af nýju með stefnu 30. október 1969. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða uppboðsgerð verði úr gildi felld og stefndu dæmt að greiða honum óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 73 Stefndu skrifstofa ríkisspítalanna, Gjaldheimtan í Reykja- vík, Pétur Pétursson, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og réttargæzlustefndi dómsmálaráðherra krefjast þess, að hin áfrýjaða uppboðsgerð verði staðfest og áfrýjanda dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndu Friðjón Skarphéðinsson yfirborgarfógeti, Unn- steinn Beck borgarfógeti, Guðjón Styrkársson, Guðný Bernd- sen, Sólveig Berndsen og Margrét Berndsen hafa ekki sótt þing í málinu. Við skipti á dánarbúi Sigurðar Berndsens og Margrétar Pétursdóttur Berndsens 12. apríl 1967 hlutu áfrýjandi og systur hans, Guðný Berndsen, Sólveig Berndsen og Margrét Berndsen, 9.583% af fasteigninni nr. 8 við Engihlíð hér í borg. Hinn 12. ágúst 1968 krafðist stefndi Gjaldheimtan í Reykja- vik uppboðs á fasteigninni nr, 8 við Engihlið til tryggingar opinberum gjöldum ásamt vöxtum og kostnaði, alls kr. 7.137.00, samkvæmt lögtaksgerð frá 14. maí 1968. Uppboðið var auglýst í 58., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og skyldi tekið fyrir í uppboðsdómi 27. nóvember 1968. Hinn 6. nóvember 1968 krafðist sami aðili uppboðs á hluta fasteignarinnar nr. 8 við Engihlíð, eign áfrýjanda, Ewalds Ellerts Berndsens, og systra hans, Guðnýjar Berndsens, Mar- grétar Berndsens og Sólveigar Berndsens, til lúkningar opin- berum gjöldum dánarbús Sigurðar Berndsens og Margrétar Pétursdóttur Berndsens ásamt vöxtum og kostnaði, alls kr. 2.708.126.00 samkvæmt lögtaksgerð 11. apríl 1967. Á uppboðsdómbþingi 27. nóvember 1968 var tekið fyrir „að selja við nauðungaruppboð Engihlið 8“. Voru uppboðsbeiðnir þær, er áður getur, lagðar fram á dómþinginu og svo endurrit lögtaksgerðar. Eigi var sótt þing af hálfu eigenda eignar- innar. Var sala á eigninni þá ákveðin 14. janúar 1969. Hinn 14. janúar 1969 háði yfirborgarfógeti uppboðsþins, og var þá tekið fyrir „að selja við nauðungaruppboð hl. í Engihlíið 8, þingl. eig. Guðný, Margrét og Sólveig og Ewald Berndsen, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík“. Uppboðsþolendur Guðný Berndsen, Margrét Berndsen og 7Á Sólveig Berndsen sóttu sjálfar þing, en af hendi áfrýjanda var sótt þing. Var eignin síðan boðin upp, og komu fram boð. Af hendi stefnda Gjaldheimtunnar í Reykjavík var ósk- að eftir öðru uppboði, sbr. 29. gr. laga nr. 57/1949. Yfirborgarfógeti háði enn uppboðsþing 27. janúar 1969, og var þá tekið fyrir að „halda annað og síðasta uppboð á hl. í Engihlið 8, þingl. eigendur E. Berndsen o. fl.“. Af hendi uppboðsþolenda sóttu sömu aðiljar þing og á uppboðsdóm- þingi 14. janúar 1969. Fór uppboð síðan fram, og var stefndi skrifstofa ríkisspitalanna hæstbjóðandi. Uppboðshaldari tók sér þá 2 vikna frest til að taka ákvörðun um framkomin boð. Hinn 3. febrúar 1969 háði yfirborgarfógeti enn uppboðs- dómbþing, og er þar meðal annars bókað: „Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um framkomin boð í hluta af húseigninni nr. 8 við Engihlíð, þingl. eign Edw. Berndsen, Guðnýjar Berndsen, Margr. Berndsen og Sólveigar Berndsen. Dagana 14. jan. og 27. jan. s.l. var ofangreind eign, % hl. úr neðri hæð og 3 herbergja kjallaraibúð ásamt lóðarrétt- indum seld á nauðungaruppboði eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hæstbjóðandi var Georg Lúðvíksson f. h. skrif- stofu ríkisspitalanna, sem bauð kr, 710.000.00. Boð þetta hefur verið samþykkt. Mættur er Georg Lúðvíksson f. h. skrifstofu rikisspital- anna, og greiðir hann áfallinn uppboðskostnað, kr. 29.570.00, og % hluta kaupverðsins, kr. 177.500.00. Eftirstöðvar greið- ast innan tveggja mánaða, og verður þá gefið út uppboðs- afsal. Uppboðskaupanda eru afhentir lyklar að húsinu. Hann nýtur arðs af eigninni frá og með deginum í dag“. Ekki verður séð, að hin áfrýjaða uppboðsgerð sé haldin þeim göllum, að varðað geti ógildingu, en lögtaksgerðum þeim, sem uppboðið byggðist á, hefur eigi verið áfrýjað. Ber því að taka kröfur stefndu til greina og staðfesta hina áfrýj- uðu uppboðsgerð. Samkvæmt þessum málsúrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti skrifstofu ríkisspitalanna, Gjaldheimtunni í Reykjavík og fjármálaráð- 75 herra og dómsmálaráðherra f. h. ríkissjóðs, kr. 8.000.00 hverjum, og stefnda Pétri Péturssyni kr. 5.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða uppboðsgerð á að vera óröskuð. Áfrýjandi, Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Ellerts Berndsens, greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti skrifstofu ríkisspitalanna, Gjaldheimtunni í Reykjavík og fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra f. h. ríkissjóðs, kr. 8.000.00 hverjum, og Pétri Péturssyni, kr. 5.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttardómara. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu upphaflega til Hæstaréttar með stefnu 15. september 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Krafðist hann þess í því máli, að hin áfrýjaða uppboðsgerð yrði úr gildi felld og að stefndu skrifstofu ríkis- spítalanna, Gjaldheimtunni í Reykjavík, Friðjóni Skarphéð- inssyni yfirborgarfógeta, Unnsteini Beck borgarfógeta, fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs og réttarfæzlustefnda dóms- málaráðherra yrði dæmt að greiða honum óskipt málskostn- að. Hin selda eign var sameign áfrýjanda og systra hans, Guðnýjar Berndsens, Sólveigar Berndsens og Margrétar Berndsens. Voru þær því aðiljar uppboðsmálsins í héraði, sbr. 2. tl.8. gr. laga nr. 57/1949. Þeim var hins vegar ekki stefnt fyrir Hæstarétt, og var því nefndu áfrýjunarmáli, hæstaréttarmálinu nr. 37/1969, vísað frá Hæstarétti með dómi, uppkveðnum 17. október 1969. Áfrýjandi hefur áfrýjað uppboðsgerðinni af nýju með stefnu 30. október 1969, og er það áfrýjunarmál nú til úr- lausnar. Auk stefndu í hæstaréttarmálinu nr. 37/1969 er í máli þessu stefnt fyrir Hæstarétt Guðjóni Styrkárssyni, Pétri Péturssyni, Guðnýju Berndsen, Sólveigu Berndsen og Mar- gréti Berndsen. 76 Áfrýjunarfrestur samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um nauð- ungaruppboð nr, 57/1949, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 57/ 1962, var liðinn, er áfrýjunarstefna í máli þessu var útgefin, og styður áfrýjandi málsskot sitt við ákvæði 36. gr. laga nr. 57/1962 um áfrýjun af nýju innan mánaðar frá uppsögu dóms um frávísun þess. Lagaboð þetta þykir hins vegar eiga að skýra þannig, að í því felist heimild til enduráfrýjunar máls, sé öðrum lagaskilyrðum fullnægt, einungis gegnt þeim, sem fyrra áfrýjunarmálið tók til, en eigi jafnframt eða sjálf- stætt að áfrýjunarfresti liðnum til nýrrar áfrýjunar gegnt áður óstefndum aðiljum. Samkvæmt þessu ber að visa mál- inu frá Hæstarétti, að því er varðar stefndu Guðjón Styrkárs- son, Pétur Pétursson og uppboðsaðiljana Guðnýju Berndsen, Sólveigu Berndsen og Margréti Berndsen. Að svo komnu verður eigi dæmt um gildi hinnar áfrýjuðu uppboðsgerðar í áfrýjunarmáli þessu, sem því verður í heild vísað frá Hæsta- rétti. Þessi úrlausn hefur eigi hlotið samþykki meiri hluta dómenda, og mun ég því samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 57/1962 greiða atkvæði um efni máls. Með skírskotun til þess, sem segir um efni máls í for- sendum fyrir atkvæði meiri hluta dómenda, er ég sam- þykkur niðurstöðu þess. 71 Föstudaginn 30. janúar 1970. Nr. 204/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefársson saksóknari ríkisins) gegn Jóhanni Sveinssyni (Páll Ásgeir Tryggvason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Sigmundur Böðvarsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómsmennirnir Martin Tómasson og Sighvatur Bjarnason hafa kveðið upp héraðsdóminn. Fyrir héraðsdóm komu yfirmenn varðskipsins Óðins, Þröstur Sigtryggsson skipherra, Ólafur Valur Sigurðsson, 1. stýrimaður, Friðgeir Olseirsson, 2. stýrimaður, og Hafþór Jónsson, 3. stýrimaður, báru vætti og unnu eið að fram- burðum sínum. Staðfestu þeir skýrslu skipherra, er greinir í hinum áfrýjaða dómi. Skipherra, 1. og 3. stýrimaður sögðu staði togarans rétt markaða á sjóuppdrátt, er lagður var fram í héraði, en 2. stýrimaður, Friðgeir Olgeirsson, kvaðst ekki hafa átt þátt í að marka staði þessa á uppdráttinn, Segist hann hafa séð togarann í sjónauka tveim mínútum eftir aðra athugun þeirra varðskipsmanna, kl. 1129. Fyrir sakadómi skýrði ákærði svo frá, að um kl. 0900 föstudaginn 22. ásúst 1969 hafi varpa togarans festst í botni og rifnað, en þá hafi stýrimaður verið á verði. Varpan hafi verið tekin um borð í togarann til viðgerðar og skipið látið reka á meðan til kl. 1100, er ákærði kom á stjórnpali, en þá hafi togarinn verið 3 sm undan Máfadrang. Kveðst ákærði nú hafa siglt út og vörpunni verið kastað í suðvestur 4 sm undan Máfadrang. Hafi togarinn þá verið „á línunni“ og kastað „út fyrir línuna“, að hann telur kl. 1130 eða 1139, er þriðja staðarákvörðun varðskipsmanna var gerð, en ekki sé 78 þó loku fyrir það skotið, að togarinn hafi ef til vill verið í hæsta lagi 0.2 sm „fyrir innan línuna“, þar eð hann hafi ekki nákvæmlega mælt stað skipsins, en hann hafi við staðar- ákvarðanir eingöngu notazt við radar. Síðan hafi verið siglt í austurátt, og kveðst ákærði hafa togað í um 15 mínútur í aust-suðaustur, þegar hann varð var við varðskipið, er sefið var stöðvunarmerki með eimpipu þess, en 2. stýrimaður varðskipsins, Friðgeir Olgeirsson, kveður það ekki rétt, að togað hafi verið í aust-suðaustur, heldur hafi ákærði togað sem næst réttvísandi suður. Ákærði kveðst svo hafa stöðvað skipið, er hann heyrði stöðvunarmerkið, og dregið inn vörpuna, en þá hafi togar- inn samkvæmt radarmælingu verið 4.5 sm undan Lunda- drang. Litlu siðar hafi svo varðskipsmenn komið um borð í togarann. Ákærði segir það rétt, að hlerar togarans hafi verið úti á bakborðssíðu skipsins, en bakborðsvarpan hafi verið um borð í togaranum, enda hafi verið togað með stjórnborðsvörpu. Þá getur ákærði þess, að þrátt fyrir það þótt fyrsta staðar- ákvörðun varðskipsmanna, kl. 1125, kunni að vera rétt, hafi hann ekki verið að toga þá, heldur hafi hann siglt „bvert út í átt að linu“. Um aðra mælingu varðskipsmanna á stað togarans, kl. 1129, tekur ákærði fram, að hann telji togarann þá hafa verið kominn að 4 sm fiskveiðamörkunum, og fjórðu staðar- ákvörðun þeirra, kl. 1150, segir hann vera of nærri landi, en þá telur hann sig hafa verið að snúa skipinu í suðaustur og aust-suðaustur. Kjartan Thoroddsen Ingimundarson, 1. stýrimaður togar- ans, Borgarholtsbraut 39, Kópavogi, bar vætti fyrir sakadómi og vann drengskaparheit aðframburði sinum. Árla morguns föstudaginn 22. ágúst 1969 kveðst hann hafa staðið vörð á stjórnpalli togarans. Vörpunni hafi verið kastað um kl. 0630 og hún verið dregin aftur um borð um kl. 0815, en þá hafi skipið verið um 9.4 sm frá Hjörleifshöfða og 4.9 sm frá Reynisdröngum. Vörpunni hafi þá verið kastað aftur í vestur, en hún festst í botni um kl. 0915 og undirbelgur hennar rifn- 79 að. Skipið hafi þá verið látið reka til kl. um 1100, er ákærði tók við stjórn þess, en ekki kveðst Kjartan vita, hver hraði skipsins var eftir það. Skipstjóri hafi siglt skipinu nokkra stund og vörpunni svo verið kastað aftur um kl. 1130. Einnig komu fyrir sakadóm þrír aðrir skipverjar togarans, en af vætti þeirra verður ekkert ráðið um sakargiftir á hendur ákærða í máli þessu. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, framkvæmt athugun á mælingum varðskipsmanna 22. ágúst 1969 og markað á sjóuppdrætti staði varðskipsins og b/v Neptúnusar, RE 361, eftir þeim mælingum. Í álitsgerð skólastjórans, dagsettri 20. nóvember 1969, segir svo: „Samkvæmt beiðni yðar, herra saksóknari ríkisins, hef ég sett út í meðfylgjandi sjókort nr. 32 staðarákvarðanir varðskipsins Óðins, eins og um getur í hæstaréttarmálinu: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Sveinssyni, skipstjóra á b/v Neptúnusi, RE 361. Á kortið hef ég dregið 4ra sjóm. fiskveiðimörkin fyrir það svæði, sem hér um ræðir, miðað við grunnlinupunkta samkv. reglugerð nr. 3/1961. Staðir varðskipsins eru auðkenndir með svörtum lit, en staðir togarans með rauðum lið. Í kortinu eru: A = staður varðskipsins kl. 1125 h. 22/8 '69. Þá mælist tog- arinn á stað a um 1.55 sjóm. innan fiskveiðimarkanna. B = staður varðskipsins kl. 1129. Þá mælist togarinn á stað b um 1.0 sjóm. innan fiskveiðimarkanna. . C = staður varðskipsins kl. 1139. Þá mælist togarinn á stað c um 0.9 sjóm. innan fiskveiðimarkanna.. D = staður varðskipsins kl. 1150. Þá mælist togarinn á stað d um 0.15 sjóm. innan fiskveiðimarkanna., E = staður baujunnar kl. 1315, sem lögð var út við togar- ann kl. 1203. Staður E „mælist um 0.25 sjóm. utan fiskveiðimarkanna. Meðalhraði togarans milli mælistaða, miðað við fjarlægð- ina milli þeirra, reiknast mér þannig: a—b um 9.0 sjóm., b—c um 0.6 sjóm., c—d um 4.6 sjóm. og d—E um 3.4 sjóm. Fyrir hraðann milli d og E er reiknað með tímabilinu frá 80 kl. 1150 til 1201, þegar sást, að togarinn var stöðvaður, sbr. skýrslu skipherra varðskipsins. Hraði togarans milli mælistaða a og b bendir til þess, að milli þeirra hafi hann verið á siglingu (ekki með vörpuna úti). Milli b og e virðist togarinn nærri ferðlaus. Gæti það bent til, að hann hafi verið að láta út vörpuna (kasta) á því tímabili. Þar sem vindur var austan og notuð var stjórn- borðsvarpa, hefur togarinn þurft að snúa norður um, meðan varpan var látin út, svo að skipið ræki frá vörpunni. Skip- stjóri togarans kveðst og hafa kastað kl. 1130, en staður b er mældur kl. 1129 og staður ce kl. 1130. Fyrstu tvær stað- setningar varðskipsins á togaranum (a og b) voru gerðar með fjarlægðum og miðunum, en tvær þær næstu með fjarlægðum og láréttum hornum (c og d). Hinn 23/8 voru gerðar í Reykjavík athuganir á fjarlægðarnákvæmni radars vaærðskipsins, og reyndist hún innan við 1%. Hins vegar var miðunarnákvæmnin ekki athuguð, sem hefði þó verið eðli- legt að gera jafnframt. Miðunarskekkja hefði aðeins haft áhrif á staðsetningar a og b, en hefði þó ekki, ef gert er ráð fyrir, að hún hefði verið sú sama við báðar mælingarnar, haft áhrif á fjarlægðina milli a og b, sem bendir til, að hraði togarans milli þeirra staða hafi verið um 9.0 sjóm., eða sigl- ingahraði, eins og fyrr segir. Að þessu athuguðu tel ég, að hin litla fjarlægð milli b og c geti stafað af því, að togarinn hafi verið að kasta á tímabilinu milli kl. 1129 og 1139. Þá hef ég sett út í sama sjókort fjarlægð 3 sjóm. frá Máfa- drans, fjarlægðarákvörðun skipstjórans kl. 1100 (hringur merktur X), fjarlægð 4 sjóm. frá Máfadrang, fjarlægðar- ákvörðun skipstjórans, þegar hann kastaði (hringur merktur Y), og fjarlægð 4.5 sjóm. frá Lundadrans, þegar hann halaði inn vörpuna (hringur merktur 7). Einnig hef ég sett út stað- arákvörðun stýrimanns togarans kl, 0815, þegar hann kastaði og festi, staður T um 0.6 sjóm. utan fiskveiðimarkanna. Allar þessar útsetningar eru með grænum lt. Í annað sjókort nr. 32a hef ég sett út staðarákvarðanir varðskipsins, ef reiknað er með 2% fjarlægðarskekkju og 0.65% miðunarskekkju togaranum í hag. Er þar miðað við Sl þá onákvæmni í fjarlægð og miðun, sem framleiðendur Sperry-radars varðskipsins viðurkenna. Staðir varðskipsins eru eins og áður auðkenndir með svörtum lit, en staðir tog- arans með rauðum lit. Samkvæmt því mælast staðir togarans þannis: a, Kl. 1125 um 1.3 sjóm. innan fiskveiðimarkanna, bh — 1129 — 075 — — cg — 1139 — 09 — — — di — 1150 — 0.05 — — E = staður baujunnar um 0.25 sjóm. utan fiskveiðimark- anna“. Samkvæmt þvi, sem nú var rakið, og að öðru leyti með skirskotun til hins áfrýjaða dóms, ber að staðfesta héraðs- dóminn, þó þannig, að greiðslufrestur sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 55.000.00, og laun skipaðs verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 55.000.00. Aðfinnsluvert er, hve höndum hefur verið kastað til við samningu hins áfrýjaða dóms. Áðurgreindir varðskipsmenn að skipherra undanskildum eru ekki nafngreindir og vætti Þeirra ekki rakin, eftir því sem rannsókn málsins gaf efni til. Þá er framburður ákærða mjög lauslega rakinn og að engu getið framburðar 1. stýrimanns togarans, Kjartans Thoroddsens Ingimundarsonar. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að greiðslufrestur sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Jóhann Sveinsson, greiði allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 55.000.00, og málsvarnarlaun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Páls Ásgeirs Tryggvasonar hæstaréttarlög- manns, kr. 55.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 6 82 Dómur sakadóms Vestmannaeyja 23. ágúst 1969. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins í dag, á hendur Jóhanni Sveinssyni, Mýrargötu 2, Hafnarfirði, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. lög nr. 21/1969 um breytingu á þeim lögum, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið á botnvörpuveiðum á nefndum togara laust fyrir og um hádegi föstudaginn 22. ágúst 1969 suður af Dyrhólaey á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurgreindrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru með öllu bannaðar innan línu, sem dregin er 4 sml. utan við grunn- línu, sbr. 2. gr., D, 1, nefndra laga nr. 21/1969, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 3/1961, 87/1958, 4/ 1961 og 29/1964 og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Jóhann til að sæta refsingu samkv. 1. mir. 4. gr., nú 5. gr., laga nr. 62/1967, sbr. 5. gr. og 7. gr. laga nr. 21/1969, sbr. 7. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds togara og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Ákærði, Jóhann Sveinsson, kveðst vera fæddur í Reykjavík 27. september 1921, en samkvæmt vottorði Hagstofu Íslands 29. september 1921, og hefur samkvæmt upplýsingum fulltrúa sak- sóknara ríkisins ekki gerzt brotlegur við fiskveiðilöggjöf Íslands. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, undirritaðri af skipherra varð- skipsins Óðins, dags. 22. ágúst 1969, segir á þessa leið: „Föstudaginn 22. ágúst 1969 stóð varðskipið togarann NEP- TÚNUS, RE 361, að meintum ólöglegum veiðum undan Dyr- hólaey. Skipstjóri Jóhann Sveinsson, fæddur 27. september 1921, til heimilis Mýrargötu 2, Hafnarfirði. Nánari atvik woru sem hér segir: Kl. 1125 sást skip í ratsjá varðskipsins, og var þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Skip r/v 2659, fjarl. 10,9 sml. Reynisfjall, fjarl. 7,2 sml. Arnarðrangur, fjarl. 3,0 sml. (skiph., I. stýrim.), sem gefur stað skipsins um 1,6 sml. innan 4 sml. fiskveiðimark- anna. Kl. 1129 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Skip r/v, fjarl. 10,0 sml. Reynisfjall, fjarl. 6,3 sml. 83 Arnardrangur, fjarl. 3,6 sml. (skiph., I. stýrim.), sem gefur stað skipsins um 1,0 sml. innan 4 sml. fiskveiðimark- anna. Kl. 1131 sást togari halda út um. Kl. 1132 var lausi hringurinn á ratsjánni borinn saman við föstu hringina og reyndist réttur á 4,6 og 10 sml. Einnig var stefnulína ratsjárinnar rétt. Kl. 1139 war gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Skip—Dyrhólaey viti < 35“ 45' (1, II. stýrim.). Fjarlægð í skip 7,05 sml. Reynisdrangar, fjarl. 3,75 sml. Arnardrangar, fjarl. 6,05 sml. (skiph., Ill. stýrim.), sem gefur stað skipsins um 0,9 sml. innan 4 sml. fiskveiðimark- anna. Kl. 1146 var gefið stöðvunarmerkið „K'“ með ljósmorse (skiph.). Á sama tíma var gefið stöðvunarmerkið „K“, flagg (Il1. stýrim.). KI. 1147 stöðugt „K“ með ljósmorse. Alltaf sást á bb. hlið tog- arans. Kl. 1150 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Skip-- Dyrhólaey viti < 75? 57“ (1, II. stýrim.). Fjarlægð í skip 3,8 sml. Lundadrangur, fjarl. 3,4 sml. Reynisdrangar, fjarl. 3,0 sml. (skiph., ITI. stýrim.), sem gefur stað skipsins um 0,1 sml. innan 4 sml. fiskveiðimark- anna. Kl. 1151 var gefið stöðvunarmerkið „K“ með ljósmorse (skiph.). Kl. 1152 var gefið stöðvunarmerkið „K“ með flautu (sjálfvirkt). Á sama tíma sást, að togarinn beygir á austlæga stefnu. Kl. 1156 sást, að togarinn var á suðaustlægri stefnu. Kl. 1157 sást, að togarinn heitir NEPTUNUS, RE 361. Kl. 1158 sáust hlerar úti á bb. síðu og menn á spilgrind (skiph., I. og II. stýrim.). Kl. 1159 sjálfvirkt „K“ á flautu stöðvað. Kl. 1200 sást maður við stb. gálga svo og báðir vírar. Á sama tíma sneri togarinn í stb. (skiph., I. og II. stýrim.). Kl. 1201 sást, að togarinn war stöðvaður og að togvírar lágu þvert út frá honum og að hlerar komu í gálga (skiph., 1., Il. og III. stýrim.). Kl. 1203 var bauja lögð út við togarann. Dýpi 107 metrar. Kl. 1210 fóru II. og III. stýrimaður yfir í togarann. Á sama tíma var slöttungspoki hífður á dekk í togarann. 84. Kl 1215 var skipstjóri togarans kominn um borð í varðskipið. Aðspurður kvaðst hann hafa kastað u. þ. b. 45 mínútum áður. Sagðist hann vita, að hann hefði verið eitthvað fyrir innan 4 sml. fiskveiðimörkin. Kl. 1233 war lausi hringurinn á radsjánni borinn saman við þá föstu og reyndist réttur á 4, 6 og 8 sml. (skiph., 1. stýrim.). Kl. 1243 komu fyrirmæli frá Landhelgisgæzlunni um að fara með togarann til Vestmannaeyja til frekari rannsóknar í máli hans. Kl. 1255 var farið með skipstjórann um borð í togarann. Kl. 1300 hélt togarinn áleiðis til Vestmannaeyja. Voru tveir hásetar frá varðskipinu um borð í honum. Kl. um 1315 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við bauju varðskipsins: Pétursey A 5 5437 Dyrhólaey viti = 979 43 Hjörleifshöfði A “ (skiph. og I. stýrim.), sem gefur stað baujunnar um 0,3 sml. utan 4 sml. fiskveiðimark- anna. Ki. 1320 hélt varðskipið áleiðis til Vestmannaeyja. Mælingar voru gerðar af skipherra, 1, II. og III. stýrim. Veður: A kaldi, sjólítið, léttskýjað“. Skipherra varðskipsins, Þröstur Sigtryggsson, mætti fyrir saka- dómi Vestmannaeyja og kannaðist við undirskrift sína á skýrsl- unni og kvað hana rétta. Einnig mætti fyrsti, annar og þriðji stýrimaður varðskipsins, og kváðu þeir skýrsluna rétta. Er ákærði kom fyrir sakadóm Vestmannaeyja, kvaðst hann hafa kastað á 4 sml línunni, en viðurkenndi jafnframt, að hann hefði ekki tekið nákvæma mælingu á stað skipsins og wildi ekki útiloka, að hann hefði verið allt að 0.2 sml innan 4 sml fiskveiði- markanna. Vegna þessa framburðar ákærða og þess, að hann kvað staðsetningu varðskipsins á togaranum kl. 1125 geta verið rétta, og þar sem ákærði hefur ekki lagt fram mælingar, er hnekkja mælingum varðskipsins, verður að leggja mælingar varð- skipsins til grundvallar í máli þessu. Samkvæmt framburði ákærða kastaði hann trollinu kl. 1130 og var þá samkvæmt mælingum varðskipsins kl. 1129 staddur um 1.0 sml innan fiskveiðimarkanna. Verður því að líta svo á, að ákærði hafi kastað trollinu innan 4 sml fiskveiðimarkanna og hafi með því verið að ólöglegum togveiðum í umrætt sinn. Hefur ákærði því gerzt brotlegur við öll þau lagaákvæði, sem 85 tilgreind eru í ákæru, og unnið til refsingar samkvæmt þeim. B/wv Neptúnus, RE 361, er samkvæmt þjóðernis- og skráningar- skírteini togarans, dags. 22. ágúst 1949, 683.75 brúttórúmlestir. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 22. ágúst 1969, um gullgengi jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Samkvæmt þessu og með tilvísun til tilvitnaðra lagaákvæða þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 750 þúsund króna sekt, er honum ber að greiða í Landhelgissjóð Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 12 mánuði. Allur afli og veiðarfæri um borð í b/v Neptúnusi, RE 361, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Jóhann Sveinsson, greiði kr. 750.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 12 mánuði. Allur afli og veiðarfæri um borð í b/v Neptúnusi, RE 361, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Ís- lands. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 2. febrúar 1970. Nr. 96/1969. Guðjón Sverrir Sigurðsson gegn Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. Reykjavíkurborgar. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðjón Sverrir Sigurðsson, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 86 Mánudaginn 2. febrúar 1970. Nr. 164/1969. Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Berndsens gegn Pétri Péturssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Berndsens, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistar- gjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. febrúar 1970. Nr. 5/1970. Helgi Benediktsson Segn Olíuverzlun Íslands h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Helgi Benediktsson, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 87 Mánudaginn 2. febrúar 1970. Nr. 8/1970. Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h/f gegn Gunnari Jónssyni, Pálma Jónssyni og Pétri Jónssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistar- gjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 4. febrúar 1970. Nr. 89/1969. Adolf Albertsson (Ingi Hilmar Ingimundarson hdl.) gegn Axel Guðmundssyni og (Birgir Ísl. Gunnarsson hrl.) Sveini Guðmundssyni (Eggert Kristjánsson hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lóðarréttindi. Bílskúr. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. maí 1969. Krefst hann aðallega viðurkenningar á því, að 54.6% leigulóðarinnar nr. 26 við Langholtsvesg, Reykjavík, tilheyri honum að óskiptu og að wiðurkennt verði 88 með dómi, að staðsetning bílskúrs í norðvestur horni lóðar- innar nr. 26 við Langholtsveg sé óheimil og að eigendur hans verði að viðlögðum dagsektum skyldaðir að fjarlægja hann á sinn kostnað. Til vara krefst áfrýjandi þess, að nefndur bilskúr verði afhentur sér gegn greiðslu, metinni af tveimur dómkvöddum mönnum. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti að mati réttar- ins. Stefndi Axel Guðmundsson gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af kröfum áfrýjanda og honum dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi Sveinn Guðmundsson krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, að því er hann varðar, og að áfrýj- andi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti að mati dómsins. Fyrir Hæstarétti hafa verið lögð fram nokkur ný sögn, þar á meðal byggingarleyfi fyrir umræddum bílskúr, dags. 12. april og 30. ágúst 1945, og kaupsamningur frá 14. des- ember 1948 milli eigenda eignanna Langholtsvegar 24 og 26 annars vegar og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis hins vegar um sölu bílskúrsins. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, og er hann ákveðinn kr. 12.000.00 til hvors þeirra. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Adolf Albertsson, greiði stefnda Axel Guð- mundssyni málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, og stefnda Sveini Guðmundssyni málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 89 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. apríl 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 15. þ. m., hefur Adolf Al- bertsson, Langholtsvegi 26, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 15. maí 1968, gegn Axel Guðmundssyni, Lauf- ásvegi 19, og Sveini Guðmundssyni, Fellsmúla 15, báðum í Reykjavík, aðallega til viðurkenningar á því, að 54.6% leigu- lóðarinnar nr. 26 við Langholtsveg hér í borg samkvæmt upp- drætti tilheyri stefnanda að óskiptu og að viðurkennt verði með dómi, að staðsetning bílskúrs í norðvestur horni lóðarinnar nr. 26 við Langholtsveg hér í borg sé óheimil og að eigendur hans verði að wiðlögðum dagsektum skyldaðir til að fjarlægja hann á sinn kostnað, en til vara, að nefndur bílskúr verði afhentur stefnanda gegn greiðslu, metinni af tveim dómkvöddum mönnum. Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar að mati réttarins, hvernig sem málið fer. Dómkröfur stefndu eru þær, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og honum verði gert að greiða stefndu máls- kostnað að mati réttarins. Samkomulag er með aðiljum málsins að ganga fram hjá sátta- nefnd í máli þessu. Leitazt hefur verið við að koma á sátt í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þeir, að árið 1944 byggði stefndi Axel Guð- mundsson tvílyft hús á lóðinni nr. 26 við Langholtsveg hér í borg. Var hér um leigulóð að ræða í eigu Reykjavíkurborgar. Stærð lóðarinnar war 519.5 m? að flatarmáli, og var lóðin leigð til 25 ára frá 1. febrúar 1944. Hinn 30. ágúst 1945 veitti byggingarnefnd Reykjavíkur stefnda Axel Guðmundssyni og Sigurði Ólafssyni, lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Langholtsveg, heimild til þess að reisa tvöfaldan, sam- byggðan bílskúr á mörkum lóðanna. Var annar helmingur bíl- skúrsins á lóðinni nr. 24 við Langholtsveg, en hinn helmingurinn á lóðinni nr. 26 við sömu götu, og er það sá bílskúr, sem mál þetta tekur til. Bílskúrar þessir voru síðan leigðir KRON sem verzlunarhúsnæði. Með afsali, dagsettu 1. nóvember 1948, seldi stefndi Axel Guð- mundsson stefnanda, Adolf Albertssyni, rishæð hússins nr. 26 við Langholtsveg hér í borg. Í afsali þessu er það enn fremur tekið fram, að lóðarréttindi fylgi að %% hluta. Enn fremur er það 90 tekið fram, að KRON hafi á leigu verzlunarpláss, er stendur á lóðinni. Með afsali, gerðu í desember 1948 (sennilega 14. desember), selja þeir stefndi Axel Guðmundsson og Sigurður Ólafsson Kaup- félagi Reykjavíkur og nágrennis bílskúra þá, sem KRON hafði rekið verzlun í, svo sem fyrr greinir. Í afsali þessu, sem lagt hefur verið fram í eftirriti, er skúrunum lýst sem húsi, „sem stendur á lóðamörkum Langholtsvegar 26 og Langholtsvegar 24, sem er verzlunarhúsnæði að stærð 7 X 8.5 m með öllu, sem húsi þessu fylgir og fylgja ber, ásamt leigulóðarréttindum að lóð þeirri, sem húsið stendur á, og auk þess 3 m breiðri ganigbraut að húsinu frá Langholtsvegi og 1.5 m breiðri ræmu meðfram húsinu þeirra megin, enn fremur rétti til umferðar, m. a. fyrir bifreiðar frá bakdyrum að Ásvegi, og rétti til nauðsynlegra athafna á þessu svæði í sambandi við flutning að og frá húsinu með eftirfarandi skilmálum“. KRON lét aldrei þinglýsa þessu afsali, og mun frumrit þess nú glatað. Hins vegar er eigi ágreiningur um það í málinu, að þessi kaup hafi átt sér stað. Með afsalsbréfi, dagsettu 18. maí 1949, selur stefndi Axel Guð- munldsson Ingimar H. Guðmundssyni 1. hæð húseignarinnar nr. 26 við Langholtsveg í Reykjavík. Í afsalsbréfi þessu er það tekið fram, að með í kaupum þessum fylgi „leigulóðarréttindi í réttu hlutfalli við aðra eigendur hússins, sem eru % hlutar lóðarinnar innan girðingar“. Enn fremur er svofellt ákvæði í afsalsbréfi þessu: „Skúr, sem stendur á lóð hússins, er undanskilinn í kaup- um þessum og sömuleiðis lóð að honum frá götu skv. leigusamn- ingi við KRON“. Hér er talað um leigusamning við KRON, sem hlýtur að vera misskilningur, þar sem KRON hafði þá keypt skúr Þennan, svo sem áður er frá greint. Á árunum 1958 og 1959 lét stefnandi og þáverandi eigandi 1. hæðar hússins nr. 26 við Langholtsveg, Bjarni Veturliðason, byggja við húsið. Að viðbyggingu þessari lokinni gerðu þeir stefnandi, Adolf Albertsson, og Bjarni Veturliðason með sér svo- fellt samkomulag, dagsett 3. júní 1959: „SAMKOMULAG um skiptingu á húseigninni nr. 26 við Langholtsveg í Reykjavík m. a. samkvæmt álitsgerð þeirra Einars Kristjánssonar og Einars Sveinssonar, dags. 2. júní 1959: 1. Bjarni telst eigandi íbúðar á neðri hæð hússins. Enn fremur tilheyrir honum af viðbyggingu þeirri, sem nú er verið að reisa, 91 helmingur af sameiginlegum göngum, helmingur af þvottahúsi, aðstaða fyrir sérmiðstöð og loks sérgeymsla í nvhorni þvotta- húss. 9. Adolf telst eigandi íbúðar í rishæð hússins, þar á meðal er öll rishæð wiðbyggingarinnar. Á neðri hæð hennar á Adolf helm- inig í sameiginlegum göngum, helming í þvottahúsi, aðstöðu fyrir sérmiðstöð og ennfremur Igeymslu þá, sem er til hægri handar við anddyri. 3. Framangreind álitsgerð Einars Kristjánssonar og Einars Sveinssonar hljóðar svo: „Útreikningur eignarhlutfalla í húseigninni nr. 26 við Lang- holtsveg. Húsið er án kjallara, ein hæð og portbyggð risíbúð. Neðri hæð, aðalhús .. .. .. .. .. .. 168.2 mö Viðbygging neðri hæðar, hálf .. .... 37.8 — Notagildi alls 206.0 mö Risíbúð, aðalhúsið .. .. .. .. .. .. 146.8 mö Viðbygging, rishæð .. .. .. 2. 2... 63.4 — Viðbygging neðri hæðar, hálf .. .. .. 378 — 248.0 mö Niðurstöður okkar eru þessar: Hlutdeild neðri hæðar: 45.4% — efri hæðar: 54.6% Útreikningur okkar miðast við, að húsið sé fullgert. Reykjavík, 2. júní 1959. Einar Kristjánsson Einar Sveinsson“. 4, Leigulóðarréttindin eiga aðilar einnig í framanskráðum hlutföllum, og greiðir hvor um sig skatta og skyldur svo og sameiginlegt viðhald í samræmi við þetta, |þ. e. 45.4% :54.6%. Þessu til staðfestu eru nöfn okkar undirrituð í viðurvist tveggja tilkvaddra votta“. Samkomulagi þessu var þinglýst 8. júní 1959. Þá skráir þing- lýsingardómari eftirfarandi athugasemdir á samkomulagið: „vg lóðarréttinda afsalað með rishæð í afsali, dags. 1. 11. 1948. 24 lóðarréttinda innan girðingar afsalað með íbúð á neðri hæð í afsali, dags. 18. 5. 1949. 92 Fyrirvari vegna skúrs Axels Guðmundssonar. Samþykki veð- hafa Bjarna fylgja ekki“. Hinn 27. desember 1965 seldi Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis stefnda Sveini Guðmundssyni verzlunarhúsnæði kaup- félagsins nr. 24 og 26 við Langholtsveg hér í borg ásamt öllu, sem fylgir og fylgja ber. Í afsali þessu segir m. a. svo: „Hið selda er án Íþiniglýstra lóðarréttinda, seljanda skortir þinglýsta eignar- heimild, og er kaupanda kunnugt um hvoru tveggja“. Á afsali stefnda Sveins Guðmundssonar er stimplað, að eig- endaskipta sé getið hjá lóðaskrárritara Reykjavíkur. Hins vegar hefur stefndi Sveinn Guðmundsson skýrt svo frá hér fyrir réttin- um, að hann hafi ekki fengið afsalinu þinglýst hjá borgarfógeta- embættinu í Reykjavík. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hafði heldur aldrei látið þinglýsa eignarheimild sinni að verzlun- arhúsnæðinu, svo sem áður (getur, og er sá hluti verzlunarhús- næðisins, sem stendur á lóðinni nr. 26 við Langholtsveg, enn þinglesinn á nafn stefnda Axels Guðmundssonar. Hinn 4. maí 1967 ritaði stefnandi, Adolf Albertsson, borgarráði Reykjavíkur svohljóðandi bréf: „Ég undirritaður leyfi mér hér með að fara þess á leit við borgarráð Reykjavíkur, að lóðar- samningur vegna Langholtsvegar 26 verði framlengdur og stílaður á nöfn núverandi eigenda húseignar á staðnum, þ. e. a. s. Adolfs Albertssonar og Kristjönu Guðmundsdóttur“. Hinn 6. júní 1967 ályktaði borgarráð Reykjavíkur að fram- lengja leigutíma lóðarinnar nr. 26 við Langholtsveg um 50 ár frá 1. janúar 1968 að telja. Var stefnanda ritað bréf um þetta frá skrifstofu borgarstjóra, dagsett 8. júní 1967. Í upphafi þess bréfs segir svo: „Sendi yður hér með yfirlýsingu til þinglesturs varð. andi breytingu á leigutíma lóðarinnar nr. 26 við Langholtsveg. Samkvæmt yfirlýsingunni er leigutími hér eftir 50 ár frá 1. janúar 1968 að telja ...“. Með bréfi þessu fylgdi yfirlýsing, dagsett 7. júní 1967, undir- rituð af Gunnlaugi Péturssyni f. h. borgarstjórans í Reykjavík eftir umboði. Yfirlýsing þessi er svohljóðandi: „Samkvæmt álykt- un borgarráðs Reykjavíkur 6. þ. m. er sú breyting gerð á 2. gr. lóðarsamnings um Langholtsveg 26 hér í borg, dags. 4. maí 1944, að leigutími lóðarinnar verður hér eftir 50 — fimmtíu — ár frá 1. janúar 1968 að telja. Áritun um þetta hefir verið gerð á lóðarsamninginn“. Hinn 19. ágúst 1967 ritaði lögmaður stefnanda stefnda Axel Guðmundssyni bréf sem þinglýstum eiganda að skúr þeim, sem 93 mál þetta fjallar um. Í bréfi þessu segir meðal annars svo: „Ekki verður séð, að bílskúrinn njóti leigulóðarréttinda sérstaklega, og kveðst umbj. m. því krefjast þess, að umræddur bílskúr, þ. e. sá hluti, er stendur á lóð hússins nr. 26 við Langholtsveg, verði fjarlægður þegar í stað. Að öðrum kosti kveðst umbj. m. munu leita aðstoðar dómstólanna“. Hinn 22. september 1967 ritaði lögmaður stefnda Axels Guð- mundssonar lögmanni stefnanda, Adolfs Albertssonar, bréf, þar sem bent er á, að mál þetta sé stefnda Axel Guðmundssyni óvið- komandi, þar sem hann hafi þegar selt skúr þennan Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Í bréfi þessu er þess jafnframt getið, að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis muni nú vera búið að selja eign þessa, og lögmanni stefnanda bent á að afla sér upp- lýsinga um það hjá lögmanni Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis, hver muni vera núverandi eigandi skúrsins. Hinn 16. janúar 1968 ritar lögmaður stefnanda Sveini Guð- mundssyni bréf. Í bréfi þessu getur lögmaðurinn þess, að sam- kvæmt upplýsingum, sem hann hafi getað aflað sér, muni stefndi Sveinn Guðmundsson hafa keypt margnefndan bílskúr af Kaup- félagi Reykjavíkur og nágrennis. Telur lögmaðurinn, að nefndur bílskúr njóti ekki leigulóðarréttinda sérstaklega, og gerir þær dómkröfur til stefnda Sveins Guðmundssonar, að hann fjarlægi bann hluta af bílskúrnum, sem standi á lóðinni nr. 26 við Lang- holtsveg, þegar í stað. Að öðrum kosti kveðst hann munu leita aðstoðar dómstólanna til að ná rétti sínum. Kröfu stefnanda um, að stefndu fjarlægðu bílskúrinn af lóð- inni, var eigi sinnt af stefndu, og höfðaði stefnandi því mál þetta fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 15. maí 1968, svo sem fyrr getur. Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar með því, að engin sjálf- stæð lóðarréttindi fylgi títtnefndum bílskúr. Byggir stefnandi þessa skoðun sína m. a. á því, að samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1959 um sameign í fjölbýlishúsum sé framsal bílskúrs- réttinda eða sala bílskúrs til annarra en íbúðareigenda í fjölbýlis- húsi óheimil. Þá sé það jafnframt ljóst, að framlenging leigulóðar- samningsins um 50 ár frá 1. janúar 1968 að telja hafi aðeins verið gerð við núverandi eigendur húseignarinnar, en hvorki við þing- lýstan eða raunverulegan eiganda bílskúrsins, enda bendi upp- drættir af nefndri lóð frá 1. september 1967 og 13. marz 1968 einnig í þessa átt, þar sem á þeim sé eigi sýndur bílskúr á lóðinni. Þá bendir stefnandi enn fremur á það, að bílskúrseigendurnir sem 94 slíkir hafi aldrei greitt lóðarleigu eða önnur tilskilin fasteigna- gjöld af lóðinni nr. 26 við Langholtsveg hér í borg. Af þessum sökum telur stefnandi, að tilvist bílskúrsins á lóðinni sé alger- lega óheimil og brjóti í bága wið ritt sinn til leigulóðarinnar, en stefnandi hafi rétt yfir 54.6% af leigulóðinni samkvæmt áður- greindu samkomulagi á milli eigenda hússins frá 3. júní 1959. Hafi stefnandi frá þeim tíma jafnan greitt skatta og skyldur samkvæmt þeirri hlutfallstölu. Stefndi Axel Guðmundsson reisir sýknukröfur sínar fyrst og fremst á aðildarskorti. Bílskúr þessi sé honum með öllu óvið- komandi, þar sem hann sé eigi lengur eigandi hans. Honum hafi aldrei dottið í hug að gera neitt tilkall til skúrs þessa og því síður, að hann bæri nokkrar skyldur, að því er skúrinn varðar. Það, sem þinglesið kunni að vera varðandi skúr þennan, breyti engu um efnislega afstöðu hans til skúrsins. Þinglýsing sé aðeins skrán- imgarform, en skapi hvorki efnislegan rétt né skyldu í tilvikum sem þessum. Telur þessi stefndi því, að sýkna beri sig af þessari ástæðu algerlega, enda hafi engin lagaskylda hvílt á honum til þess að annast um að láta breyta þinglýstri eignarheimild yfir skúrnum. Enn fremur bendir stefndi á það, að stefnanda máls þessa hafi verið fullkunnugt um, hvernig rauniverulegri eignar- aðild að skúrnum hafi verið háttað, þegar mál þetta var höfðað. Þessu til sönnunar bendir stefndi á bréf það, er lögmaður hans ritaði lögmanni stefnanda um þetta atriði og rakið er fyrr í dóminum. Engu að síður hafi stefnandi höfðað mál þetta á hendur sér og með því valdið sér útgjöldum og óþægindum. Telur stefndi Axel Guðmundsson því einsýnt, að dæma beri sér málskostnað í þessu máli. Stefndi Sveinn Guðmundsson rökstyður sýknukröfu sína með því, að þegar KRON hafi keypt skúrinn í desember 1948, hafi lóðarréttindi fylgt með honum, svo sem afsalið til KRON beri með sér. Þessi sala á skúrnum og lóðarréttindum með honum hafi verið heimil, er hún fór fram árið 1948, þar sem lögin nr. 19/1959 um sameign í fjölbýlishúsum hafi þá ekki verið komin í gildi. Stefndi Sveinn Guðmundsson hafi síðan eignazt sama rétt og KRON átti, er hann keypti af KRON með afsali, dagsettu 27. desember 1965. Breyti það engu um þessi réttindi, þótt afsölum þessum hafi eigi verið þinglýst. Þegar lóðarleigusamningurinn fyrir lóðina nr. 26 við Langholtsveg hafi verið framlengdur til 50 ára frá 1. janúar 1968 að telja, komi ekkert fram, sem bendi til þess, að ætlunin hafi verið að svipta eiganda skúrsins þeim 95 lóðarréttindum, sem seld hafi verið með skúrnum á sínum tíma. Þvert á móti hafi lóðarréttindi ekki verið framlengd gagnvart ákveðnum eigendum mannvirkja á lóðinni né heldur hafi þar nokkur eigandi mannvirkja verið undanskilinn. KRON hafi jafnan greitt lóðargjöld fyrir skúrinn, meðan það átti hann, og þótt stefndi Sveinn Guðmundsson hafi eigi greitt lóðargjöld eftir skúrinn, þá breyti það engu um rétt hans til sérstakrar lóðar fyrir skúrinn, svo sem hann hafi öðlazt við kaup sín af KRON. Að endingu áréttar þessi stefndi sýknukröfu sína með því, að hagsmunir hans af því að fá að halda skúrnum óskertum á lóðinni séu mun meiri heldur en hagsmunir stefnanda af því að fá skúrinn fjar- lægðan. Skúr sá, sem mál þetta fjallar um, var upphaflega byggður samkvæmt leyfi byggingarnefndar Reykjavíkur frá 30. ágúst 1945. Í desember 1948 kaupir Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis skúrinn af réttum eigendum hans, þeim Axel Guðmunds- syni og Sigurði Ólafssyni, ásamt þeim lóðarréttindum, sem greind eru í afsalinu. Sala þessi fór íþá eigi í bága við lög, og varð stefn- andi, sem þá var orðinn meðeigandi stefnda Axels Guðmunds- sonar að húsinu nr. 26 við Langholtsveg, því að hlíta henni. Er stefndi Sveinn Guðmundsson keypti skúrinn af KRON 27. des- ember 1965, verður að telja, að hann hafi þá öðlazt sama rétt og KRON átti samkvæmt afsalinu frá desember 1948, enda verður eigi talið, að gagnvart stefnanda breyti það nokkru um réttar- stöðu stefnda Sveins Guðmundssonar, þótt hvorugu þessara af- sala hafi verið þinglýst. Samkvæmt þessu varð stefndi Sveinn Guðmundsson við kaup sín löglegur eigandi skúrsins ásamt þeim sérgreindu lóðarréttindum, er honum fylgdu samkvæmt afsalinu frá desember 1948. Þegar leigusamningur um lóðina nr. 26 við Langholtsveg rann úr, var hann endurnýjaður til 50 ára samkvæmt beiðni stefnanda í bréfi til borgarráðs Reykjavíkur, dagsettu 4. maí 1967. Í því bréfi stefnanda var þess sérstaklega óskað, að lóðarsamningurinn yrði „framlengdur og stílaður á nöfn núverandi eigenda húseignar á staðnum, þ. e. a. s. Adolfs Albertssonar og Kristjönu Guðmunds- dóttur“. Þrátt fyrir þessa beiðni af hálfu stefnanda war lóðarleigusamn- ingurinn framlengdur óbreyttur til 50 ára frá 1. janúar 1968 að telja, án þess að nafngreindir séu ákveðnir lóðarleiguhafar. Þykir því verða að leggja þann skilning í framlengingu lóðarleigusamn- ingsins, að hann hafi framlengzt um 50 ár gagnvart öllum eigend- 96 um mannvirkja, er þá stóðu á lóðinni samkvæmt löglegri heimild, og þar sem margnefndur skúr var upphaflega reistur samkvæmt leyfi byggingarnefndar Reykjavíkur, verður að líta þannig á, að lóðarréttindin hafi einnig verið framlengd gagnvart núverandi eiganda skúrsins, stefnda Sveini Guðmundssyni, úr því að annars er eigi sérstaklega getið. Verður aðalkrafa stefnanda því eigi tekin til greina. Að því er varakröfu stefnanda varðar, þá hefur hann hvorki eignarnámsheimild né innlausnarrétt á skúrnum úr hendi stefnda Sveini Guðmundssyni, og er því heldur eigi unnt að taka þá kröfu til greina. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda Svein Guðmundsson af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður þeirra í milli. Stefndi Axel Guðmundsson er eigi lengur eigandi skúrs þess, er hér um ræðir, svo sem rakið er hér fyrr í dóminum. Ber því að sýkna hann af kröfum stefnanda sakir aðildarskorts. Áður en mál þetta var höfðað, hafði því verið lýst yfir af hálfu stefnda Axels Guðmundssonar í bréfi til lögmanns stefnanda, að hann hefði þegar selt skúr þennan. Telst mál þetta því höfðað að þarf- lausu gagnvart þessum stefnda, og er |því óhjákvæmilegt að dæma stefnanda til að greiða honum málskostnað. Þykir málskostnaður þessi hæfilega ákveðinn kr. 5.000.00. Magnús Thoroddsen borsardómari kvað um dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Axel Guðmundsson og Sveinn Guðmundsson, eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Adolfs Albertssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda Axel Guðmundssyni kr. 5.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. 97 Miðvikudaginn 4. febrúar 1970. Nr. 109/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Kjartan Reynir Ólafsson hdl.) segn Ólafi S. Vilhjálmssyni og gagnsök (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 10. júní 1969. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda í máli þessu og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði látinn niður falla. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 20. júní 1969. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 393.280.00 með 7% ársvöxtum frá 18. febrúar 1961 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en hann hafði gjafsókn í héraði og hefur einnig fengið sjafsókn hér fyrir dómi með leyfi 2. janúar 1970. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Telja verður sannað, að gagnáfrýjandi hafi slasazt af steini, sem á hann hafi hrunið, er hann var við vinnu sína 18. febrúar 1961. Ljóst er, að nokkur hætta var af steinhruni á veginn, þar sem gagnáfrýjandi var við vinnu, sérstaklega þar sem stormur var og hláka. Bar fyrirsvarsmönnum Vega- gerðar ríkisins því að sjá til þess, að starfsmenn hefðu hlifð- arhjálma til nota við vinnu sína í umrætt sinn, sbr. 5. gr. og 25. gr. laga nr. 23/1952. Svo sem í héraðsdómi er rakið, hafði gasnáfrýjandi unnið hjá Vegagerð ríkisins um margra ára skeið, m. a. við veg þann, þar sem slysið varð. Var hann því gerkunnugur stað- háttum öllum og hættu þeirri, er þarna gat verið af stein- hruni. 7 98 Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með vísun til raka héraðsdóms þykir mega staðfesta úrlausn hans um skiptingu á fébótaábyrgð vegna slyss þessa. Kröfur sínar í málinu sundurliðar gagnáfrýjandi þannig: 1. Bætur fyrir tímabundna og varanlega ör- orku að frádregnum bótum frá Trygg- ingastofnun ríkisins, kr. 60.085.00 .. .. kr. 293.280.00 2. Bætur fyrir þjáningar og röskun á stöðu og högum .. .. .. 2. 2. 2... 2. 22 2. ve — 100.000.00 Kr. 393.280.00 Um í. Guðjón Hansen tryggingafræðingur hefur með lik- indareikningi reiknað verðmæti tjóns gagnáfrýjanda af slysi þessu. Telur hann verðmæti tjóns gagnáfrýjanda vegna tímabundinnar örorku nema kr. 33.217.00 og vegna varan- legrar örorku kr. 304.297.00. Aðaláfrýjandi greiddi gagn- áfrýjanda fullt kaup allan þann tíma, sem hann var frá vinnu vegna slyssins. Að þessu athuguðu þykir tjón gagn- áfrýjanda hæfilega metið kr. 180.000.00, og hafa þá verið frádregnar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, kr. 60.085.00. Um 2. Tjón gagnáfrýjanda samkvæmt þessum lið þykir hæfilega metið kr. 40.000.00 Heildartjón gagnáfrýjanda af slysi þessu nemur því kr. 220.000.00. Ber aðaláfrýjanda að bæta 3 hluta þess, eða kr. 165.000.00, með vöxtum, svo sem krafizt er, enda hefur upp- hafstíma vaxta og vaxtahæð eigi verið andmælt. Gagnáfrýjandi hafði gjafsókn í máli þessu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gjafsóknarkostnaður allur greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns sagnáfrýjanda í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 52.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Ólafi S. Vilhjálmssyni, kr. 165.000.00 með 7% ársvöxtum frá 18. febrúar 1961 til greiðsludags. 99 Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 52.000.00. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara, Eftir gögnum málsins verður við það að miða, að hrapandi steinn hafi snert höfuð gagnáfrýjanda hinn 18. febrúar 1961, þá er hann var að höggva klaka úr ræsi á veginum rétt utan við Súðavíkurhlíð, og að hann hafi af því hlotið lemstur það, sem í málinu greinir. Gagnáfrýjandi hefur lýst því, „að á Súðavíkurhlíð sé grjóthrun mjög sjaldgæft“. Vitnið Eiríkur Sveinbjörn Vetur- liðason, sem vann með gagnáfrýjanda, þá er slysið varð, segir, að „töluvert grjótkast sé í hlíðinni, einkum í hláku“. Hann álitur, „að álíka mikið grjóthrun sé í Óshlíð og Súða- víkurhlíð“. Tveir vottorðsgefendur telja mikið grjóthrun vera á veginum frá Arnardalshamri til Súðavíkur, „mest í rigningartið, en ávallt nokkuð“. Vegamálastjóri lætur svo mælt í bréfi 20. janúar 1970, að enginn vafi sé á, að grjót- hrun sé „mun meira á Bolungarvíkurveg úr Óshlíð en á Súðavikurveg úr Súðavíkurhlið“. Súðavíkurvegur hafi verið opnaður til umferðar 1949 og sé „Vegagerð ríkisins ekki kunnugt um, að orðið hafi önnur slys á mönnum vegna grjóthruns á þeim vegi en slys það, sem“ gagnáfrýjandi „varð fyrir 18. febrúar 1961“. Vitnið Eiríkur Sveinbjörn Veturliðason og gagnáfryjandi höfðu, áður en slysið varð, um langan tíma unnið að viðgerð og viðhaldi á vegum vestur þar. Kveðast þeir oft hafa verið við hreinsun á grjóti og klaka undir háum klettabeltum og skriðum, en höfðu eigi stálhjálma sér til hlífðar fyrir grjót- kasti. Stálhjálmar hafi einungis verið notaðir við gerð jarð- gangna og sprengingar. Gagnáfrýjandi „kveðst ekki hafa óskað eftir því að hafa hjálmana meðferðis, enda ekki venja 100 á þeim tíma“. Vitnið Eiríkur Sveinbjörn Veturiðason segir, „að þrír þungir stálhjálmar hafi verið til hjá Vegagerðinni, en þeir voru ekki meðferðis“, þegar slysið varð. Vitnið segir, „að þeir hafi getað fengið þessa hjálma, ef þeir hefðu óskað eftir því, en þetta hafi verið þungir hjálmar og mjög illt að hafa þá við klakahögg“. Charles Bjarnason yfirverkstjóri hafi „ekki lagt fyrir þá að hafa hjálma, en sjálfur kveðst“ Eiríkur Sveinbjörn „hafa verið svo vanur að nota ekki hjálma, að hann hafi ekki hugsað út í, að hætta væri því samfara“. Það fer vitaskuld eftir aðstöðunni hverju sinni, hvort starfsvanir menn, er viðhafa varúð og gát, telja hjálma nauðsynlega. Reynsla hefur sýnt, að aukið öryggi er að slíkum hjálmum á stöðum, þar sem hætta er á grjóthruni. Þetta hefðu þeir sacnáfrýjandi og Eiríkur Sveinbjörn Vetur- liðason átt manna bezt að vita, með því að þeir unnu að staðaldri að vegahreinsun og vegaviðgerð á þeim slóðum, sem hér er um að tefla. Þeir höfðu eigi hjálma meðferðis, þótt til taks væru. Hins vegar er á það að líta, að fyrirsvars- maður Vegagerðarinnar hefði átt að áminna þá um notkun hjálma, en það lét hann undir höfuð leggjast. Að svo vöxnu máli er rétt að dæma aðaláfrýjanda til að sreiða sagn- áfrýjanda hálfar bætur. Dómendur eru sammála um að sundurliða tjón gagn- áfrýjanda með þeim hætti, sem greinir í atkvæði meiri hluta dómenda, og meta það kr. 220.000.00. Ber að dæma aðal- áfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda helming þeirrar fjár- hæðar, þ. e. kr. 110.000.00, ásamt vöxtum, svo sem krafizt er, enda hefur upphafstíma vaxta eigi verið sérstaklega mótmælt. Gjafsóknarkostnaður greiðist allur úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 43.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði sagnáfrýjanda, Ólafi S. Vilhjálmssyni, kr. 110.000.00 101 ásamt 7% ársvöxtum frá 18. febrúar 1961 til greiðslu- dags. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 43.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. apríl 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 18. marz, hefur stefnandi, Ólafur S. Vilhjálmsson, Urðarvegi 15, Ísafirði, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 30. marz 1966, á hendur fjármálaráðherra vegna Vegagerðar ríkisins til greiðslu á skaðabótum að upphæð kr. 500.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 18. febrúar 1961 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi kröfu sína niður í kr. 393.280.00. Af hálfu stefnda er aðallega krafizt sýknu og málskostnaðar, svo sem málið væri ekki gjafsóknarmál. Til vara, að stefnukrafan verði lækkuð verulega, meðal annars vegna sakarskiptingar, og verði málskostnaður þá látinn niður falla. Að því er vaxtaupp- hæðina snertir, verði miðað við 7% ársvexti og þeir einungis reiknaðir frá stefnudegi. Stefnandi hefur fengið gjafsóknarleyfi, útgefið 26. marz 1966. Í stefnu er þannig greint frá atvikum, að hinn 18. febrúar 1961 hafi stefnandi verið við vinnu að vegagerð í Súðavíkurhlíð í Ísafjarðarsýslu, er steinn féll í höfuð honum og slasaði hann. Stefnandi var þegar í stað fluttur á Sjúkrahús Ísafjarðar, og kom þá í ljós, að hann hafði hlotið mikinn áverka á höfuð, og lá hann næstu sjö vikur á sjúkrahúsinu. Verður afleiðingum af slysi þessu lýst nánar síðar. Ekki lét Vegagerð ríkisins neina rannsókn fara fram í sam- bandi við slys þetta. Þann 19. marz 1962 skrifar lögmaður stefn- anda, Gísli Ísleifsson, sýslumanninum í Ísafjarðarsýslu bréf, þar sem hann óskar eftir, að lögreglurannsókn fari fram. Hún hófst svo 24. marz 1962, og verður nú hér á eftir rakið það, sem fram kom við rannsóknina, og einnig það, sem upplýst hefur verið við dómsrannsókn á síðara stigi málsins. Stefnandi kveðst hafa byrjað að vinna hjá Vegagerð ríkisins árið 1946 og hafi þá unnið ýmsa vinnu, t. d. á veghefli, sem 102 Vegagerðin á. Þann 18. febrúar 1961 kveðst hann hafa farið til vinnu kl. 0800 um morguninn ásamt Eiríki Sveinbirni Veturliða- syni og hafi þeir átt að hreinsa veginn í Súðavíkurhlíð. Veður var þannig, að rigning gekk yfir öðru hverju, og jafnframt var vegurinn klakabarinn og öll ræsi full af klaka. Klukkan 1600 þennan dag voru þeir við vinnu utan við svo- nefnt Bjarg í Súðavíkurhlíðinni og voru þá að höggva klaka upp úr ræsi. Kveðst stefnandi hafa staðið þétt upp við klettavegs, sem var fyrir ofan hann, eða nánar tiltekið hálfan til einn metra frá klettinum, og snúið vinstri hlið að berginu. Laut hann fram og hjó með hjökku í klaka, er sezt hafði í ræsið og stíflað það. Allt í einu fann hann, að eitthvað þungt féll í höfuð honum og missti þá um leið meðvitund. Vissi hann ekki af sér fyrr en á Sjúkrahúsi Ísafjarðar. Eftir að stefnandi komst til meðvitundar á sjúkrahúsinu, hafði hann óþolandi kvalir í höfðinu og leið mjög illa. Hann kvaðst hafa legið á Sjúkrahúsi Ísafjarðar frá 18. febrúar til 8. apríl 1961. Þá fór hann á fætur, en leið miklar þrautir í höfði. Þann 15. apríl 1961 fór hann til Reykjavíkur til þess að leita sér lækninga. Þegar hann kom heim aftur, var hann frá vinnu um nokkurn tíma. Síðan vann hann öðru hverju, en hafði jafnan verk í höfði og átti bágt með erfiðisvinnu. Stefnandi skýrði svo frá, að Charles Bjarnason yfirvegaverk- stjóri hafi sent sig ásamt Sveinbirni Veturliðasyni í þessa ferð. Ekki hafi stálhjálmar eða hlífðahjálmar verið hafðir meðferðis og ekki hafi verið venja þá að nota slíka hjálma, þótt unnið væri við vegaviðgerðir í hlíðum eins og Súðavíkurhlíð og Óshlíð, þar sem grjóthrun var tíður viðburður. Stefnandi kveðst heldur ekki hafa óskað eftir því að hafa hjálmana meðferðis, enda hafi það ekki verið venja á þeim tíma. Eftir slysið kveðst stefnandi hins vegar ekki vita betur en hjálmar hafi verið notaðir, en þá hafi verið komin önnur og léttari gerð af þeim, eða svokallaðir plasthjálmar. Hins vegar hafi þeir hjálmar, sem til voru, er slysið varð, verið mjög þungir og erfitt að bogra með þá. Ekki kveðst stefnandi muna til þess, að hann hafi heyrt neitt, sem benti til grjóthruns, áður en slysið varð. Hann telur, að meiðsli sín hefðu ekki orðið slík, sem (þau urðu, ef hann hefði notað hjálm, því að steinninn muni aðeins hafa strokizt við höfuð sér. Við dómsrannsókn 27. febrúar 1969 skýrði stefnandi svo frá, að honum fyndist minni sitt hafa farið versnandi upp á síðkastið, 103 og setur hann það í samband við slysið. Þá skýrði hann svo frá, að hann hefði ekki tapað í tekjum hjá Vegagerðinni, þótt hann hafi orðið að fara frá vinnu vegna höfuðverkjar öðru hverju, því að Vegagerðin hafi jafnan reiknað sér fullan vinnudag. Vitnið Eiríkur Sveinbjörn Veturliðason, sem var með stefn- anda, er slysið vildi til, hefur skýrt svo frá atvikum: Laugarðag- inn 18. febrúar 1961, kl. 1600, kveðst vitnið ásamt stefnanda hafa verið að höggva klaka úr ræsi inni í Súðavíkurhlíð rétt hjá svo- kölluðu Bjargi, en þar liggur vegurinn inn hlíðina, og er kletta- veggur fyrir ofan hann. Veðri var þannig háttað, að rigningarsúld var og þoka í fjöll- um. Vegurinn var klakaborinn, og þar sem þeir voru við vinn- una, hafði myndazt pollur í veginn upp við klettavegginn. Vitnið kveðst hafa verið hétt hjá Ólafi, og mokaði það klakann niður fyrir veginn, en stefnandi hjó klakann upp úr ræsinu. Nokkur stormur war og sjávarhljóð, meðan þeir unnu þarna. Af einhverjum ástæðum kveðst vitnið hafa snúið sér frá stefnanda, og er |það leit við aftur, sá það, að hann hafði fallið á grúfu ofan í skurðinn, sem var fullur af vatni, og um leið sá það stein velta fram á veginn og stöðvast, þegar hann var kominn langleiðina að miðjum vegi. Ekkert hljóð heyrði það, sem benti til þess, að grjóthrun væri á leiðinni niður hlíðina. Vitnið brá óðar við og náði stefnanda upp úr skurðinum, og segir það, að hann hefði drukknað, ef það hefði ekki komið honum þegar Í stað til hjálpar. Vitnið bar stefnanda, sem var meðvitundarlaus, út á vegarkantinn og lagði hann þar til. Sá það þá, að sár var á höfði hans, og þóttist þá fullvisst, að steinn sá, sem féll á veginn, hefði snert það. Vitnið kveðst hafa verið mjög illa statt, er það var þarna eitt með stefnanda meðvitundarlausan og enginn til hjálpar. Það kveðst hafa lotið yfir hann, og sá það þá, að hann rankaði eitt- hvað við, vildi standa upp og reika eitthvað stefnulaust. Þegar vitnið hafði setið þannig yfir stefnanda og haldið honum föstum í um Íþað bil fimmtán mínútur, þóttist það sjá, að við svo búið mætti ekki lengur standa og ætlaði að bera stefnanda að jeppabifreið þeirri, er þeir höfðu til umráða. Þegar það var að búa sig undir það, sá það bifreið koma eftir veginum, og var hún á leið inn í Súðavík. Bifreiðarstjóri var Ríkharður Björg- vinsson, og kom hann strax vitninu til hjálpar. Þeir komu svo stefnanda inn í jeppabifreiðina og óku af stað út til Ísafjarðar. Lá stefnandi í bifreiðinni meðvitundarlaus. 104 Þegar þeir komu nokkuð inn fyrir Arnardal, kom héraðslækn- irinn, Ragnar Ásgeirsson, til móts við þá, og rannsakaði hann þegar hinn slasaða mann, og færðu þeir hann yfir í bifreið læknis- ins. Nokkru innar mættu þeir sjúkrabifreið, en læknirinn taldi ekki ráðlegt að færa stefnanda milli bifreiðanna. Vitnið skýrði svo frá, að Charles Bjarnason yfirverkstjóri hefði sent þá til þessa verks. Kveðst vitnið hafa verið eins konar undir- verkstjóri. Charles hafi ekki lagt fyrir þá að hafa hjálma, og sjálft kvaðst vitnið hafa verið svo vant að nota þá ekki, að það hafi ekki leitt hugann að því, að slíkt gæti verið hættulegt. Vitnið tók fram, að þrír þungir stálhjálmar hefðu werið til hjá Vegagerðinni, en Íþeir voru ekki hafðir með í þessa ferð. Vitnið tók þó fram, að þeir mundu hafa getað fengið þessa hjálma, ef þeir hefðu óskað eftir því, en þetta hafi verið þungir hjálmar og mjög illt að hafa þá við klakahögg. Vitnið tók enn fremur fram, að það og stefnandi hafi unnið oft að viðgerð og viðhaldi á vegum í nánd við Ísafjörð. Hafi þeir oft hreinsað grjót og klaka af vegum undir háum klettabeltum og skriðum og höfðu aldrei stálhjálma til hlífðar fyrir grjótkasti. Um vorið eftir slysið segir vitnið, að Lýður Jónsson hafi tekið við starfi yfirverkstjóra og hafi hann skipað svo fyrir, að notaðir skyldu hjálmar við vinnu í Súðavíkurhlíð og Óshlíð. Þá voru einnig teknir í notkun nokkrir léttir plasthjálmar. Aðspurt sagði vitnið, að mikið grjóthrun væri í Óshlíð og Súða- víkurhlíð, en hin eiginlega Súðavíkurhlíð væri nokkuð fyrir innan slysstaðinn. Eftir slysið hafi þó hjálmar ekki síður verið notaðir á slysstaðnum en innar í hlíðinni. Þá tók vitnið fram, að oft hafi verið misbrestur á, að hjálmar væru hafðir meðferðis. Vitnið kvaðst þó reikna með, að hefðu þeir haft hjálma meðferðis í þetta skipti, mundu þeir hafa notað þá, sérstaklega með tilliti til þess veðurs, sem þá var. Þá sagðist vitnið álíta, að hjálmur hefði að minnsta kosti dregið úr slysinu og ef til vill alveg forðað því (sic). Eftir slysið flutti vitnið stein þann, sem lenti í höfði stefnanda, út á Ísafjörð, þar sem Charles Bjarnason yfirverkstjóri tók hann í vörzlu sína, og hefur steinn þessi verið afhentur dóminum sem dskj. nr. 16. Vitnið tók fram, að vegurinn hafi allur verið klakabryddur, og minntist ekki þess að hafa séð neinn annan stein á veginum. Ekki gat vitnið gert sér neina grein fyrir, hversu ofarlega úr hlíðinni steinninn hafði komið. 105 Úlfur Gunnarsson, yfirlæknir Sjúkrahúss Ísafjarðar, hefur komið fyrir dóm og borið eftirfarandi: Vitnið skýrði svo frá, að það teldi, að áverkar þeir, sem stefn- andi hafi haft, er hann kom á sjúkrahúsið, geti ekki stafað frá öðru en steini, sem fallið hafi á hann, eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu um slysið, frá þeim, er fluttu hinn slasaða mann á sjúkrahúsið. Vitnið telur, að áverkinn hafi verið það mikill, að hann hafi ekki getað orsakazt af falli mannsins miðað við að- stæður. Þá tók witnið fram, að það líti svo á, að steinninn muni hafa snert höfuð stefnanda, en höfuðið kastazt frá um leið. Ekki kvaðst læknirinn hafa stundað stefnanda, eftir að hann fór af spítalanum. Ragnar Ásgeirsson, héraðslæknir á Ísafirði, kom fyrir dóm 27. febrúar 1969. Vitnið skýrði svo frá, að þar sem langt væri liðið frá því, að atburðir þessir gerðust, væru þeir farnir að óskýrast í huga sér. Sér hafi komið meiðsli mannsins þannig fyrir sjónir, að augljóst hafi verið, að hann hafi ekki hlotið slíkan áverka við að falla, heldur muni steinn hafa fallið í höfuð honum. Til þess, að svo hafi verið, hafi sárið eindregið bent, sérstaklega með tilliti til þess, að sárflipinn hafði rifnað frá höfuðkúpunni niður á við (caudalt). Vitnið sagði, að sér fyndist miklar líkur til þess, að stálhjálm- ur hefði forðað slysinu (sic), þar sem steinninn virtist hafa fallið á ská niður með höfði stefnanda. Vitnið kvaðst ekki treysta sér til að segja um, hvort plasthjálmur hefði gert sama gagn, en telur það vafasamt. Til staðar í réttinum var plasthjálmur, sem vitninu var sýndur, og taldi það, að hann hefði alla vega dregið úr áverkanum. Héraðslæknirinn kvaðst lítið hafa stundað stefn- anda, eftir að slysið varð. Þá taldi héraðslæknirinn ekki ráðlegt af heilsufarsástæðum að leiða Charles Bjarnason, fyrrverandi yfirverkstjóra, fyrir dóm, enda kröfðust lögmenn aðilja þess ekki. Lagt hefur verið fram í dóminum vottorð Björgvins Bjarna- sonar og Ríkharðs Björgvinssonar, en það munu vera þeir menn, sem oftast fara um Súðavíkurhlíðina. Vottorð þeirra er á þessa leið: „Við undirritaðir, sem sérstaklega síðastliðin níu ár höfum mjög oft átt leið um veginn frá Arnardalshamri til Súðavíkur, Norður-Ísafjarðarsýslu, er ljúft að votta, að á vegi þessum er mikið grjóthrun. Að sjálfsögðu er hrunið mest í rigningartíð, en ávallt nokkuð“. 106 Vottorði bessu hefur ekki verið mótmælt sem óstaðfestu. Hafa nú verið raktir framburðir þeirra, sem fyrir dóm hafa komið. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að slys það, sem hér um ræðir, hafi fyrst og fremst orsakazt af (því, að yfirverkstjóri van- rækti þá sjálfsögðu öryggisráðstöfun að fyrirskipa starfsmönnum sínum að nota stálhjálma til hlífðar fyrir grjóthruni við vinnu sína í umrætt sinn. Yfirmönnum stefnanda átti að vera ljóst, að mikil hætta stafaði af grjóthruni, sem jafnan er á þeim stöðum, sem þeir þurftu að vinna verk sín þennan dag. Hefði stefnanda verið fyrirskipað að nota hlífðarhjálm, mundi ekkert slys hafa orðið. Orsakir slyssins megi því eingöngu rekja til óaðgæzlu verkstjóra stefnda og ófullnægjandi vinnuútbúnaðar, sem hvort tveggja sé á ábyrgð hans. Um sakarskiptingu telur stefnandi, að ekki sé að ræða. Af þessum ástæðum beri stefndi fulla fébótaábyrgð á tjóni, er stefnandi varð fyrir af völdum um- rædds slyss. Stefndi reisir sýknukröfur sínar á því, að slys það, sem hér um ræðir, hafi orsakazt vegna einskærrar óhappatilviljunar. Hvort sem hinn slasaði maður hafi dottið á hálku eða steinn ofan úr hlíð hafi lent á honum, þá sé þar við engan sérstakan að sakast. Hann mótmælir því alveg sérstaklega, að verkstjórn eða verks- tilhögun sé á nokkurn hátt um að kenna. Staðurinn, þar sem verkið var unnið, geti ekki talizt hættulegur og umrætt starf sé heldur ekki hættulegt almennt séð. Slys og tilviljanir, eins og hér um ræðir, geti hins vegar alltaf hent alla. Engra sérstakra öryggisráðstafana hafi werið þörf né heldur venja að nota t. d. stálhjálma og alls engin lagaskylda hafi verið til slíks við aðstæður þær, sem fyrir hendi voru. Allt öðru máli gegni við jarðgöng eða sprengingar. Þá er því haldið fram, að litlu hefði hér um breytt, þótt hinn slasaði maður hefði haft hlífðarhjálm á höfði. Honum hefði orðið að því lítil vörn eða viðnám fyrir hinum 26 punda steini, sem kom fljúgandi ofan úr fjallshlíðinni. Þegar af þessum ástæðum beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Verði hins vegar ekki fallizt á algera sýknu, beri að skipta sökinni milli aðilja og meta tjónbætur til stefnanda með hliðsjón af þeirri sakar- skiptingu. Áður en vikið er að málsástæðum aðilja, þykir rétt að lýsa nokkuð staðháttum, þar sem slysið varð. Súðavíkurhlíð er vestan Álftafjarðar og nær frá Súðavíkur- 107 þorpi eða mynni Sauradals allt út að Arnarnesi, sem er á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Hlíðin er allt að 700 metrum há, innan til með skriðum og miklum klettabeltum allt út að Arnar- dalshálsi. Undirlendi er lítið sem ekkert á allri hlíðinni, og áður fyrr lá reiðvegur svo að segja í fjörunni. Eins og önnur fjöll á Vestfjörðum er hlíðin hlaðin upp af blágrýtislögum, en innan um þunn lög af rauðleitu gosbergi á stöku stað. Öll er hlíðin sundurskorin af giljum og vatnsrásum, sem bera fram grjót og aur í leysingum. Hún er óvíða snarbrött og því víða grasi og kjarri gróin á klettahjöllum, en gróðurlausar aurskriður á milli. Þverhnýpt berg er aðeins við efstu brúnir og í einstaka kletta- hjöllum. Akvegur var lagður um hlíðina árið 1948. Honum var valinn staður neðarlega í skriðunum, sums staðar í ca. 30—40 metra hæð, en annars staðar lægra yfir sjó, einkum yzt og innst. Skammt fyrir innan Arnarnestána liggur vegurinn í gegnum 30 metra löng jarðgöng, þau fyrstu sem gerð voru hér á landi, í gegnum hinn svokallaða Arnarneshamar. Þar er vegurinn frekar lágt yfir sjó, ca. 10—12 metra, og er svo inn, fyrir Hafnir að svo- nefndu Bjargi, sem er nokkuð hár klettahjallur utan í Arnar- dalshálsinum. Fyrir innan Bjargið hækkar svo vegurinn aftur fyrir ofan Vébjarnarvog, Búðarhamar og Götu. Undir Bjargi er vegurinn ca. 6—10 metra yfir sjó, en fjaran þar fyrir neðan er stórgrýtt og þanghleinar í sjó fram. Þegar dómendur og lögmenn aðilja gengu á vettvang hinn 27. febrúar síðastliðinn og tóku ljósmyndir þær, sem lagðar hafa verið fram á dskj. nr.33—-36, var vegurinn klakalagður og hlíðin nokk- uð snævi þakin, en klettabelti snjólaus. Svellalög voru í kringum Bjargið, svo að ógerlegt reyndist að mæla nákvæmlega hæð þess. Svo sem sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum, er hamraberg fyrir ofan stað þann, er stefnandi stóð á, er slysið varð, ca. tveggja til þriggja mannhæða hátt og slútir nokkuð fram yfir sig, eins og sést á dskj. nr. 36. Fyrir ofan þetta klettabelti tekur við aflíðandi brekka, ca. 58 metra löng, upp að næsta kletta- belti fyrir ofan, sem er ca. 7—8 mannhæðir. Eftir það er hlíðin aflíðandi upp undir efstu brún. Stefnandi og maður sá, sem með honum war, er slysið varð, komu einnig á vettvang og voru sammála um, að þeir hefðu staðið sem líkast því sem dskj. nr. 35 sýnir. Hefur því ekki verið mótmælt. Eins og allri aðstöðu hefur nú verið lýst, er ljóst, að stefnandi 108 og maður sá, sem með honum var, voru við vinnu sína á hættu- legum stað, þar sem wið slík veðurskilyrði, sem voru, war sérstök ástæða til þess að óttast grjóthrun úr hlíðinni eða berginu fyrir ofan þá. Nokkur hávaði hlaut óhjákvæmilega að fylgja vinnu þeirra, klakahögginu, og þar sem sjávarhljóð mun einnig hafa verið, torveldaði þetta tvennt þeim mjög að heyra eða verða á annan hátt warir við hugsanlegt grjóthrun úr hlíðinni fyrir ofan eða berginu. Verður því að áliti dómsins ekki annað séð en starf það, sem stefnandi vann í þetta skipti, hafi verið unnið við hættu- legar aðstæður og hafi því verið fyllsta ástæða til að viðhafa alla þá varúð, sem við varð komið. Til þess að stefnandi gæti unnið verk sitt, varð hann að standa eins nálægt berginu eða brún vegarins og hann gerði. Ekkert hefur komið fram í skjölum málsins, sem bendi til þess, að hann hafi staðið óeðlilega að því eða unnið það á annan hátt en rétt var. Skal nú vikið að þeirri málsástæðu stefnda, að ekki sé fullvíst, að steinn sá, sem lagður hefur verið fram í dóminum, hafi valdið þeim áverka, sem stefnandi hlaut, heldur hafi hann fengið aðsvif og dottið fram yfir sig á veginn og slasazt á þann hátt. Úlfur Gunnarsson yfirlæknir og Ragnar Ásgeirsson héraðslæknir hafa báðir fyrir dómi lýst því yfir, að þeir telji útilokað, að stefnandi hafi hlotið áverka þann, er hann bar, við að detta á veginn, þegar til þess er litið, hvernig sárið leit út. Á þessa skoðun getur dómurinn fallizt. Hinn sérfróði dómari rannsakaði meiðsli stefnanda, sem ennþá eru sjáanleg. Á vinstra gagnauga mátti sjá ör, vel gróið og grannt, ca. 7 em langt. Svo virtist sem örin væru tvö, og lágu hvort í framhaldi annars með lítilli húðbrún á milli. Örin byrja framan á enninu beint upp af ytri augnkróknum (þeim sem nær er eyranu), aðalstefnan er beint aftur horisonalt með convegssveigju upp á við og liggur ca. 11 cm ofan við eyrað. Greinilega finnst (og sést) dæld í höfuð- kúpunni 1.5—2 cm neðan við örið. Aðalstefna þessarar dældar er líka horisontal og finnst greinilega á ca. 5 cm löngu svæði. Staðsetning höfuðkúpubrotsins gagnvart húðsárinu sýnir, að stefna áverkans hlýtur í meginatriðum að hafa verið vertical, en ekki komið frá hliðinni. Með þessu má telja nægilega sannað, að áverki sá, sem stefn- andi hlaut, hafi stafað af völdum steins, sem snert hafi höfuð hans, eins og fram kemur í málinu. Kemur þá til álita, hvort hlífðarhjálmur hefði getað, eins og 109 á stóð, dregið úr áverkanum eða jafnvel alveg forðað slysi (sic). Það er álit hinna sérfróðu dómenda, að hlífðahjálmur, hvort sem verið hefði stálhjálmur eða plasthjálmur, hefði getað dregið mjög úr áverkanum eða jafnvel forðað honum algerlega (sic), einkum begar þess er gætt, að steinninn hlýtur að strjúkast með höfði stefnanda vinstra megin, en lenti ekki beint ofan á því. Steinn sá, sem lagður hefur verið fram í málinu, er 13 kg. að þyngd. Á lengd er hann sem næst 33 cm, breidd 21 cm og þykkt 10 em. Steinninn er augljóslega úr blágrýti, nokkuð óreglulegur í lögun og með hvössum brúnum. Ekki er unnt að segja til um, hvaðan hann kom, en litur hans bendir frekar til þess, að hann hafi komið úr efra klettabeltinu, þótt ekkert verði um þetta fullyrt. Ekki sjást á steininum nein merki um blóð eða annað, sem gefur til kynna, hvaða hluti steinsins hefur snert stefnanda. Við dómsrannsókn hefur verið upplýst, að til voru hjá Vega- gerð ríkisins á Ísafirði þrír stálhjálmar, sem munu hafa verið tiltækir og nothæfir. Dóminum var sýndum einn þessara hjálma. Var það gamaldags gerð af stálhjálmi, nokkuð þungur í með- förum, en traustur. Undirverkstjóri sá, sem með stefnanda var, er slysið vildi til, hefur borið fyrir dómi, að þeir hefðu getað fengið þessa hjálma, ef þeir hefðu óskað eftir því. Enn fremur hefur stefnandi lýst því yfir fyrir dómi, að hann hafi ekki óskað eftir að hafa hjálmana með í ferðina, enda ekki verið venja á þeim tíma. Þá er það enn fremur upplýst Í málinu, að yfirverk- stjórinn, Charles Bjarnason, lagði ekki fyrir stefnanda eða mann þann, sem með honum var, að nota hjálmana við vinnuna. Það er álit dómsins, að ef stefnandi hefði haft hlífðarhjálm á höfði wið verk sitt, mundi hann hafa dregið verulega úr meiðsl- um stefnanda eða alveg forðað slysi (sic). Þykir því mega rekja orsök slyssins til þeirrar vangæzlu, að ekki var notaður hlífðar- hjálmur við umrætt verk. Þar sem yfirverkstjóri stefnanda, Charles Bjarnason, vanrækti þá skyldu sína að fyrirskipa stefn- anda og manni þeim, sem með honum var Í umrætt skipti, að nota stálhjálma, þykir verða að leggja fébótaábyrgð á hendur stefnda vegna slyssins að nokkrum hluta. Hins vegar er þess að gæta, að stefnandi var vanur vegagerðar maður og gerkunnugur öllum staðháttum. Honum var kunnugt um, að til voru stálhjálmar, og mátti honum wera ljóst, hve mikið öryggi var í því að nota þá. Með því að gera engar kröfur og hafast ekkert að, til þess að hjálmar þessir væru hatðir með í slíkum ferðum og notaðir, hefur hann sjálfur átt nokkurn þátt 110 í slysinu, og þykir eftir atvikum rétt, að hann beri sjálfur nokk- urn hluta tjónsins. Þegar öll atvik eru skoðuð, þykir rétt, að stefnandi beri sjálfur tjón sitt að 4 hluta, en stefndi bæti honum með fébótum tjón hans að 34 hlutum. Stefnandi hefur sundurliðað kröfur sínar þannig í greinargerð: 1. Örorkubætur .. ... kr. 395.351.50 2. Fyrir þjáningar, lýti og röskun á á | stöðu < og , högum — 100.000.00 3. Læknisvottorð, örorkumat, tjónútreikningur og endurrit .. 2. 00... — 4.648.50 Samtals kr. 500.000.00 Við munnlegan málflutning breytti stefnandi kröfum sínum þannig: 1. Upphæð samkvæmt endurdtreikningi Guðjóns Hansens .. .. er... 0... Kr. 337.514.00 = 8% af kr. 198.148.00 . oe... 0... — 15.851.00 Samtals kr. 353.365.00 = örorkubætur, eingreiðsla og dagpeningar, kr. 60.085.00 Samtals kr. 293.280.00 2. Óbreyttur samkvæmt greinargerð .. .. .. .. kr. 100.000.00 3. Falli niður, kemur sem hluti málskostnaðar Kr. 393.280.00 Um lið 1. Eins og áður segir, var stefnandi strax eftir slysið fluttur á Sjúkrahús Ísafjarðar, þar sem hann dvaldist um skeið. Hann leitaði sér svo lækninga síðar í Reykjavík, og þann 13. ágúst 1965 mat Páll Sigurðsson læknir örorku stefnanda af völd- um slyssins. Þar sem sjúkrasaga hans kemur þar vel fram, þykir rétt að taka örorkumatið orðrétt upp í dóminn: „Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson, f. 26/6 1927, veghefilsstjóri, til heimilis að Urðarvegi 15, Ísafirði. Vinnuslys 18. febrúar 1961. Slysið varð með þeim hætti samkv. slysatilkynningu, að slasaði, sem wann hjá Vegagerð ríkisins sem veghefilsstjóri, var að vinna 111 í Súðavíkurhlíð innan við svonefndan Hafnarbás. Slasaði var að höggva klaka frá ræsum, er steinn kom fljúgandi úr hlíðinni fyrir ofan og lenti á höfði hans. Slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði, og í vottorði Úlfs Gunnarssonar, sjúkrahússlæknis, 6/6 1961, þá segir, að um hafi verið að ræða 2 sár á höfði og dæld í höfuðkúpu (fract. cranii et vuln.capitis). Hann dvaldist á sjúkra- húsinu frá 18/2 til 1/4 1961, og er talið, að hann hafi verið með- vitundðarlaus fyrsta sólarhringinn. Hann mun hafa byrjað vinnu að nýju 28. apríl 1961. Ekki komu nein læknisvottorð um þennan mann til Trygginga- stofnunarinnar fyrr en á þessu ári, en þá berst vottorð frá Gunnari Guðmundssyni, sérfr. í taugasjúkdómum, og er það vottorð svo- hljóðandi: „Ólafur Vilhjálmsson, f. 26. 7. '27, til heimilis Urðarvegi 15, Ísafirði, hefir verið hjá mér til rannsóknar vegna afleiðinga höfuð- áverka, er hann hlaut, að sögn, við vegavinnu á árinu 1961. Við áverkann missti Ólafur meðvitund, og var hann meðvitundarlaus í einn dag. Hann var rúmliggjandi í sjúkrahúsi Ísafjarðar næstu sjö vikurnar á eftir. Við slysið hlaut hann fract. cranii (depressions fractur á os parietale vinstra megin). Eftir slysið bar lengi vel á svimaköstum með rotatoriskum svima og slæmum höfuðverkjar- köstum, sem staðið hafa yfir marga daga í senn. Þessi svimaköst fóru minnkandi fyrsta árið, en hann hefir fengið höfuðverkja- köst annað slagið síðan, en þó ekki eins slæm og í fyrstu. Sumarið 1961 vann hann á veghefli, en hann varð að hætta þeirri vinnu vegna höfuðverkjar. Fyrri hluta ársins 1962 fékk hann a. m. k. þrisvar yfirliðaköst, sem við frekari athugun hafa verið funktionel. Hann hefir fengið hvað eftir annað eins konar „titringsköst“, og borið hefir á mikilli hræðslu og kvíða, einkum þó á vinnustað, og fór þessi Kvíði vaxandi fyrsta árið eftir slysið. Borið hefir á nokkru svefnleysi hjá honum, síðan hann slasaðist. Ólafur hefir verið frá vinnu samtals í um þrjá mánuði, síðan hann slasaðist, vegna áðurgreindra óþæginda. Oft hefir þurft að sækja lækni, þegar hann hefir fengið þessi „titrinigsköst“. Minni telur hann ekki eins gott og fyrir slysið. Hann segist hafa verið mjög heilsu- góður fyrir slysið og alveg laus við höfuðverk. Skoðun: Við skoðun ber ekki á neinni dysfasi eða dysarthri. Það eru engin organisk mental einkenni. Nn. Kranialis: Eðlilegar heilataugar. Motorik: Tonus, trofik, grófir kraftar og reflexar eðlil. Babinski negat. bilat. Sensibilitet: Eðlil. Koordination: Engin einkenni um ataxi. Gangur eðlil. Sfinkterfunkt.: Eðlil. Röntgen 112 eranius: (3. 3. '62): Mikil depdessions fractura á os parietale og sennilega eitthvað fram á frontale v. megin. Á ant. post. projection sést, að fragmina eru deprimeruð, a. m. k. um 1 cm. Defect ofantil, en ekki neðantil. Heilarit: 5. 3. '62: „eðlilegt EEG“ og 25. 3. '64: „Létt abnormalt EEG“. Við athugun á höfði finnst greinilega deformitet vegna brotsins vi. megin. Álit: Sjúklingur hefir fengið fract. cranii með verulegri de- pression á beini og commotio cerebri við slysið, og áður nefnd einkenni, sem eru einkum posttraumatisk neurosa, eru afleiðing þess. Svimaköstin löguðust fyrstu 12—18 mánuðina og höfuð- verkjaköstin einnig allverulega, en hin neurotisku einkenni hafa verið mikið til óbreytt síðan. Núverandi einkenni, sem eru töluverður kvíði, svefnleysi og höfuðverkjaköst, eru mjög sennilega varanleg“. Slasaði hefur ekki komið til viðtals hjá undirrituðum, og byggð- ist matið á vottorði Gunnars Guðmundssonar. Ályktun: Hér er um að ræða 38 ára gamlan mann, sem slas- ast við vinnu sína fyrir 4)% ári. Eftir slysið virðist hann stöðugt hafa haft einhver óþægindi frá höfði, enda þótt hann hafi ekki, svo vitað sé, leitað lækna, eða a. m. k. liggja ekki fyrir vottorð um það. Samkv. vottorði sérfræðings í taugasjúkdómum þá hefur maðurinn nú aðallega neurotisk einkenni, og er tvímælalaust að hans dómi um að ræða posttraumatiska neurosu. Þessi einkenni eru aðallega kvíði, svefnleysi og höfuðverkjaköst, og telur hann, að þessi einkenni séu varanleg. Þessi óþægindi mannsins verða tvímælalaust rakin til slyssins, og verður því að meta honum tímabundna og varanlega örorku af þeim sökum. Þessi örorka telst hæfilega metin þannig: Í 1 mánuð 100% örorka -1 — 15% — -1 — 50% — - 6 mánuði 25% — -6 — 20% — og síðan varanleg örorka 15% Örorka“. Á grundvelli þessa örorkumats hefur Guðjón Hansen trygg- ingafræðingur reiknað út atvinnutjón stefnanda, og liggur sá útreikningur fyrir á dskj. nr. 7 og 28. Útreikningur trygginga- fræðingsins á dskj. nr. 7 er gerður 4. október 1965, og áætlar 113 hann þar tapaðar vinnutekjur stefnanda frá slysdegi vegna tíma- bundins örorkutaps 15 mánuði eftir slysið .. .. .. kr. 33.411.00 vegna varanlegs Örorkutaps eftir það .. .. .. .. — 273.708.00 Kr. 307.119.00 Þennan útreikning endurskoðar tryggingafræðingurinn 8. marz 1969, og segir þar á þessa leið: „Örorkutjón Ólafs S. Vilhjálmssonar. Að beiðni yðar, herra hæstaréttarlögmaður, hef ég endurskoðað útreikning minn frá 4. október 1965 í sambandi við slys það, er Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson, weghefilsstjóri, Urðarvegi 15, Ísafirði, varð fyrir 18. febrúar 1961. Auk tíðra kauphækkana hefur sú breyting orðið á reikningsgrundvelli í örorkubótamál- um, að töflur miðast nú við 7% vexti p. a. í stað 6% vaxta. Valda kauphækkanir allmikilli hækkun niðurstöðu, en hækkun vaxta vegur nokkuð á móti. Vegna breytinga á kauptaxta þeim, sem lagður var til grund- vallar við umreikning vinnutekna Ólafs árin 1958 og 1959 til kauplags, eins og það hefur verið frá slysdegi, hækkar tekju- grundvöllurinn frá 10. nóvember 1965 að telja, og verða árs- tekjur sem hér segir: Frá 10/11 til 30/11 1965 .. .. .. .. kr. 160.170.00 — 1/12 1965 til 28/2 1966 .. .. .. — 163.897.00 — 1/3 til 31/5 1966 .. .. .. .. .. — 166.691.00 — 1/6 til 30/6 1966 .. .. .. .. .. — 173.212.00 — 1/7 til 31/8 1966 .. .. .. .. .. — 179.274.00 — 1/9 1966 til 30/11 1967 .. .. .. — 182.166.00 — 1/12 1967 til 18/3 1968 .. .. .. — 188.347.00 — 19/3 til31/5 1968 .. .. .. .. .. — 192.585.00 — 1/6 til31/8 1968 .. .. .. .. .. — 194.534.00 — 1/9 til30/11 1968 .. .. .. .. .. — 196.526.00 Eftir þann tíma .. .. .. .. .. .. „. — 204.380.00 Tekið skal fram, að verðlagsuppbót samkvæmt samningi frá 18. marz 1968 er mismunandi eftir því, hvernig árstekjurnar skiptast í dagvinnu., eftirvinnu- og næturvinnutekjur, og hef ég áætlað, að á árstekjur þær, sem hér um ræðir, komi 75% af fullri verðlagsuppbót. Ekki er reiknað með neinni hækkun tekna vegna hækkunar vísitölu 1. þ. m. 8 114 Með þeim breytingum, sem hér hafa verið gerðar á tekjugrund- velli fyrri útreiknings, og með því að nota 7% töflur um starfs- orkulíkur reiknast mér verðmæti tapaðra vinnutekna á slysdegi nema: Vegna tímabundins orkutaps 15 mánuði eftir slysið kr. 33.217.00 Vegna varanlegs orkutaps eftir þann tíma .. .. .. — 304.297.00 Samtals kr. 337.514.00 Vegna óvissu í kaupgjaldsmálum hef ég reiknað, hve mikill hluti ofangreindrar fjárhæðar á rót sína að rekja til tímans eftir 1. marz 1969, og er þar um að ræða kr. 198.148.00. Mundi þessi fjárhæð hækka í sama hlutfalli og árstekjur, ef hækkun ætti sér stað og yrði látin gilda frá 1. þ. m. Svo sem getið var um í sambandi við fyrri útreikning, verður niðurstaða um 3,4% hærri, ef umreiknaðar meðaltekjur Ólafs árin 1958, 1959, 1962 og 1963 eru lagðar til grundvallar. Um forsendur fyrir útreikningi þessum, aðrar en þær, sem hér hafa verið tilgreindar, skírskotast til fyrri útreiknings“. Stefndi hefur mótmælt þessum lið sem allt of háum og krefst þess, að hann verði lækkaður, meðal annars með tilliti til þess, að bætur sem þessar eru undanþegnar tekjuskatti og tekjuút- svari. Þá telur hann vaxtafótinn of háan og að ekki komi til mála að greiða vexti aftur í tímann, þar sem dregizt hafi úr hömlu að gera reka að málinu, sbr. dskj. nr. 8, en að því atriði verður vikið undir lið 2. Stefnandi hefur krafizt 8% hækkunar á kr. 198.148.00, eða kr. 15.851.00, vegna óvissu í kaupgjaldsmálum til hækkunar á þessum lið. Stefnandi hefur ekki rökstutt þennan lið nægjanlega, og verður hann því ekki tekinn til greina. Þegar framangreind atriði eru wirt og lækkunarkröfur stefnda eru hafðar í huga, þykja bætur samkvæmt (þessum lið hæfilega metnar á kr. 204.000.00, og hafa þá verið dregnar frá bætur þær, er hann hefur þegar fengið greiddar frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins. Um lið 2. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum. Hér að framan hefur meiðslum stefnanda verið rækilega lýst og sjúkrasaga hans sögð eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja. Þegar öll atvik eru virt, þykja bætur samkvæmt þessum lið hætfi- lega metnar á kr. 60.000.00. Stefndi hefur sérstaklega lagt áherzlu á það við munnlegan 115 málflutning, að stefnanda yrðu ekki dæmdir vextir nema frá útgáfudegi stefnu, þar sem hann hafi ekki gert nægilegan reka að málinu og rannsókn þess dregizt úr hömlu. Þegar þess er gætt, að stefndi, Vegagerð ríkisins, lét ekki þegar í stað hefja lögreglurannsókn út af slysinu, svo sem henni bar, og þegar það er haft í huga, að ekki sáust fyllilega allar þær afleiðingar, sem af slysinu leiddu, þykir ekki verða fallizt á þá skoðun stefnda, að málssókn þessi hafi dregizt svo úr hömlu, að ástæða þyki til að víkja frá hinni viðteknu reglu að dæma vexti frá slysdegi. Úrslit málsins verða því þau, að stefndi verður dæmdur til þess að greiða stefnanda kr. 198.000.00, þ. e. % af 204.000.00 60.000.00, auk vaxta, sem þykja hæfilega ákveðnir 7%, frá 18. febrúar 1961 til greiðsludags og kr. 52.183.00 í málskostnað. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda, Gísla Ísleifs- syni hæstaréttarlögmanni, kr. 28.875.00 í talsmannslaun. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt Páli Flygenring verkfræðingi og Tryggva Þorsteinssyni lækni. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. Vegagerðar ríkisins, greiði stefnanda, Ólafi S. Vilhjálmssyni, kr. 198.000.00 auk 7% árs- vaxta frá 18. febrúar 1961 til greiðsludags og kr. 52.183.00 í málskostnað. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda, Gísla Ísleifssyni hæstaréttarlögmanni, kr. 28.875.00 í talsmannslaun. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 116 Miðvikudaginn 4. febrúar 1970. Nr. 18/1970. Valdstjórnin gegn Þorsteini Þórði Sigurðssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaráttar. Kærumál. Gægzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 29. janúar 1970, sem barst Hæstarétti sama dag, hefur varnaraðili sæmkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 28. janúar 1970. Ár 1970, miðvikudaginn 28. janúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Kl. 1730 í gærdag kom á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar Heiðar Haraldsson, verzlunarstjóri hjá Ræsi h/f við Skúlagötu, og kærði yfir því, að um kl. 1500 þá um daginn hefði komið í verzlunina maður um 1.76 m á hæð, klæddur dökkum fötum, dökkhærður með vangaskegg. Maður þessi keypti tvo framhögg- deyfa í Mercedes Benz fólksbifreið, árgerð 1964. Maðurinn greiddi höggdeyfana með fölsuðum tékka nr. A 11875 á tékkareikning nr. 128 í Sparisjóði Keflavíkur, að fjárhæð kr. 6.500.00, útgefnum á handhafa sama dag af Kristni Kristinssyni og framseldur af Hafliða Hannessyni, Kirkjubraut 8. Höggdeyfarnir kostuðu kr. 3.146.00, og fékk maðurinn mismuninn greiddan í peningum. Afgreiðslumaðurinn tók eftir því, að maðurinn settist inn í rauða Mercedes Benz leigubifreið. Um leið og þetta var kært, fóru rannsóknarlögreglumenn að 117 leita að greindri leigubifreið. Í Lækjargötu sáu þeir leigubifreiðina R 1834, og gat lýsingin á bifreiðinni átt við hana. Í henni var far- þegi, og þekktu lögreglumennirnir þar Þorstein Þórð Sigurðsson, kunnan afbrotamann. Var Þorsteinn með alskegg, og kom lýsing afgreiðslumannsins heim wið hann. Bifreiðin var stöðvuð við húsið nr. 3 við Bergstaðastræti. Harðneitaði Þorsteinn að hafa komið í Ræsi og keypt þar höggdeyfa, en þeir lágu við aftursætið í bifreiðinni. Í bifreiðinni voru ýmsar aðrar vörur, m. a. vörur úr verzluninni Herjólfi í Skipholti 70, en nú í dag var kært yfir því, að þangað hefði borizt falsaður tékki úr sama hefti. Við leit, sem gerð var á Þorsteini Þórði í hegningarhúsinu, fannst falið í fóðri á vesti hans 3 stk. 1.000.00 króna seðlar og falsaður tékki úr sam hefti. Í öðrum skó hans fundust kr. 200.00, og í fórum hans fannst nóta fyrir áðurgreindum höggdeyfum. Þá frétti rannsóknarlögreglan, að með Þorsteini Þórði hefði verið Valmundur Óli Söring Einarsson úr Keflavík. Var hann handtekinn í Fatahreinsun Kúlds á Vesturgötu. Við leit á honum fundust þrír falsaðir tékkar úr sama hefti. Hefur hann nú í dag viðurkennt að hafa falsað og selt nokkra tékka úr áðurgreindu tékkhefti, sem faðir hans á. Hann heldur því fram, að Þorsteinn Þórður hafi um þetta vitað og hafi hann m. a. notið góðs af því, sem fékkst fyrir tékka, sem seldur var í nætursölunni í Um- ferðarmiðstöðinni. Þá hafi hann falsað framsal á tékkann, sem seldur var í Ræsi. Þessu neitar Þorsteinn Þórður, og er fram- burður hans í ósamræmi við framburð Valmundar Óla. Valmundur Óli hóf nú í dag afplánun refsidóms í hegningar- húsinu. Í þágu rannsóknar málsins, sem er á frumstigi, þykir nauðsyn til bera með tilvísun til 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961 að úr- skurða kærða, Þorstein Þórð, í gæzluvarðhald, svo að hann spilli ekki sakargögnum með óskertu frelsi, en brot þau, sem hann er sakaður um, geta samkvæmt KVII. og KXKVI. kafla almennra hegningarlag nr. 19/1949 varðað fangelsi, og eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hendi skilyrði til að beita gæzluvarðhaldi. Ákveðst gæzluvarðhaldstíminn allt að 15 dögum. Ályktarorð: Þorsteinn Þórður Sigurðsson skal sæta gæzluvarðhaldi allt að 15 dögum. 118 Miðvikudaginn 9. febrúar 1970. Nr. 47/1966. X (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Y og gagnsök (Gunnar J. Möller hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 14. desember 1965. Skaut gagnáfrýjandi honum til Hæstaréttar með stefnu 23. febrúar 1966, en útivistardómur gekk í því máli hinn 2. júní 1967. Aðaláfryýjandi hafði sagnáfrýjað málinu með stefnu 30, marz 1966, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. s. m. Gagnáfrýjandi skaut nú málinu aftur til Hæstaréttar með stefnu 30. október 1967, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. s. m. Aðaláfrýjandi krefst þess, að sagnáfrýjandi verði dæmdur faðir sveinbarns þess, B, er hún ól hinn 25. júní 1962, og dæmt skylt að greiða henni meðlag með barninu frá fæð- ingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs svo og fæðingarstyrk, allt eftir yfirvaldsúrskurði, og loks tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962, kr. 1.425.00. Þá krefst hún og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en hún fékk gjafsóknarleyfi hinn 29. marz 1966. Gagnáfrýjandi gerir þessar dómkröfur: Aðalkrafa: Að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Varakrafa: Að hann verði einungis dæmdur meðlagsskyld- ur með barni aðaláfrýjanda, fæddu 25. júní 1962. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti úr hendi aðaláfrýjanda. Barn aðaláfryjanda fæddist fullburða hinn 25. júní 1962. Er því hugsanlegur getnaðartími þess frá 9. ágúst til 29. október 1961. 119 Eftir uppsögu héraðsdóms kom Z sjómaður fyrir dóm. Kveðst hann hafa haft samfarir við aðaláfrýjanda í eitt skipti haustið 1961, en man ekki nánar, hvenær það var. Hann kveðst einnig hafa haft samfarir við aðaláfrýjanda einu sinni eftir fæðingu barnsins. Þessi framburður £ var borinn undir aðaláfrýjanda, sem neitaði að hafa haft sam- farir við Z fyrr en eftir fæðingu barns þess, sem málið er risið af. Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofu Háskólans, dags. 17. desember 1969 og 15. janúar 1970, var aðiljum máls þessa, barninu, B, og Z tekið blóð til blóðflokkarannsóknar í október til desember 1969 og úrtakið rannsakað tvívegis. Niðurstöður beggja blóðflokkarannsóknanna voru, að hvorki var unnt að útiloka gagnáfrýjanda né 7 frá faðerninu. Aðalkrafa gagnáfrýjanda er reist á því, að ástæða hafi verið tilað beina málinu einnig gegn 7, en eigi er sannað, að hann hafi haft samfarir við aðaláfrýjanda á getnaðartíma barnsins. Að svo vöxnu (máli eru eigi efni til að taka nefnda kröfu til greina. Gagnáfrýjandi hefur viðurkennt samfarir við aðaláfrýj- anda á hugsanlegum getnaðartíma barnsins, Verður hann því dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda meðlag með barni aðaláfrýjanda, B, frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs þess, tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962 og fæðingar- styrk, allt eftir yfirvaldsúrskurði, og svo málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 17.000.00, er renni í ríkis- sjóð. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs tals- manns aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Eftir öllum málavöxtum þykja málsúrslit um faðerni barnsins eiga að vera þau, að vinni aðaláfryjandi á löglegu varnarþingi eið að því innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa, að hún hafi á tímabilinu frá og með 9. ágúst til og með 29. október 1961 einungis haft holdlegar samfarir við gagnáfrýjanda, skal telja hann föður að barni aðaláfrý}- anda, B, fæddu 25. júní 1962. 120 Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Y, greiði aðaláfrýjanda, X, meðlag með barni hennar, B, frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962 og fæð- ingarstyrk, allt eftir yfirvaldsúrskurði, og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 17.000.00, er renni í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málflutningslaun skipaðs tals- manns aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti, Ólafs Þorgríms- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 12.000.00, greiðist úr rikissjóði. Ef aðaláfrýjandi vinnur eið að því á löglegu varnar- þingi innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa, að hún hafi á tímabilinu frá og með 9. ágúst til og með 29. október 1961 einungis haft holdlegar samfarir við gagn- áfrýjanda, skal telja hann föður að barni aðaláfrýjanda, B. fæddu 25. júní 1962. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur aukadómþings Ísafjarðarsýslu 14. desember 1965. Ár 1965, þriðjudaginn 14. desember, var á aukadómþingi Ísa- fjarðarsýslu, sem haldið var í sýsluskrifstofunni af Jóhanni Gunnari Ólafssyni sýslumanni, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var í dag. Hinn 25. júní 1962 ól ógift stúlka, X, til heimilis að ..., Reykjavík, sveinbarn, sem skírt var B, og lýsti hún Y sjómann, til heimilis að ..., Suðureyri í Súgandafirði í Vestur-Ísafjarðar- sýslu, föður að barninu, en hann hefur ekki viljað kannast við faðernið. Hefur sóknaraðili því höfðað mál þetta gegn honum og krafizt þess, að hann verði dæmdur faðir að barninu og dæmt skylt að greiða meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, barnsfararkostnað og styrk fyrir og eftir barnsburð og tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1962 og til málskostnaðar- greiðslu. 121 Til vara krafðist sóknaraðili þess, að úrslit málsins verði látin velta á fyllingareið hennar. Sóknaraðili skýrir svo frá málavöxtum, að síðsumars 1960, ágúst eða september, hafi hún kynnzt varnaraðilja á Suðureyri Súgandafirði. Um það bil mánuði eftir að þau kynntust, höfðu þau samfarir og síðan við og við, þangað til slitnaði upp úr kunn- ingsskap þeirra, skömmu eftir að hún vissi, að hún var orðin barnshafandi, um mánaðamót september/október 1961. Sagði hún varnaraðilja frá því, og sleit hann þá kunningsskap þeirra. Viðurkenndi hann faðernið fyrir henni og eins móður hennar. Samfarirnar fóru ætíð fram á heimili varnaraðilja, og hafði hvorugt við nokkrar varúðarráðstafanir. Sóknaraðili taldi sig hafa haft á klæðum í eitt skipti, eftir að hún varð barnshaf- andi einhvern tíma um mánaðamót september/október 1961, en þær blæðingar hefðu ekki verið eðlilegar, miklu minni en venju- lega, og stóðu þær aðeins einn dag. Sóknaraðili kvað ekki öðrum til að dreifa um faðerni barnsins en varnaraðilja, enda hefði hún ekki haft samfarir við annan mann á getnaðartíma barnsins. Varnaraðili hefur haldið því fram, að hann sé ekki faðir barns sóknaraðilja. Hann kveðst hafa hitt hana á dansleik 20. ágúst 1961 og þá nótt haft samfarir við hana og ekki í önnur skipti. Sóknaraðili hafi aldrei sagt honum, að hún væri barnshafandi af hans völdum, en hann hafi heyrt, að hún kenndi honum barn. Varnaraðili tilnefndi þrjá menn, sem hann kvað sér vera kunnugt um, að hefðu haft samfarir við hana um sömu mundir og hann. Einn þessara manna kom fyrir dóm og kvaðst einu sinni hafa haft samfarir við sóknaraðilja, en þó ekki á getnaðartíma barnsins. Annar þessara manna er látinn. Ekki hefur tekizt að fá skýrslu af þeim þriðja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sóknar- aðili hefur haldið því fram, að hún hafi ekki haft samfarir við þessa menn. Blóðflokkarannsókn var framkvæmd á málsaðiljum, barninu og manni þeim, sem varnaraðili tilnefndi og kom fyrir dóm, og varð niðurstaða hennar þessi: í í Aðalfl. Undirfl CDE ce Sóknaraðili..... A MN -H—L-A Barnið .. .. .. .. A); N -t—— Varnaraðili ..... A, MN -t——- Þriðji maður .. .. A, N -Ht—T-T 122 Samkvæmt þessari niðurstöðu var ekki unnt að útiloka varnar- aðilja eða þriðjamann frá faðerninu. Samkvæmt vottorði ljósmóður var barnið við fæðingu 4.050 gr. að þyngd og 55 cm á lengd og því fullburða. Huigsanlegur getnaðartími barnsins gæti því verið lok ágúst/september 1961. Úrslit málsins verða samkvæmt því, sem rakið hefur verið, að vera komin undir eiði annars hvors aðilja. Sóknaraðili hefur haldið því fram, að barnið hafi komið undir við samfarir um mánaðamót september/október 1961 og að hún hafi ekki haft samfarir við annan karlmann á hugsanlegum getn- aðartíma barnsins. Varnaraðili hefur hins vegar synjað fyrir að hafa haft sam- farir við sóknaraðilja nema 20. ágúst 1961. Verður dómarinn að líta svo á, að sóknaraðili hafi fremur líkurnar með sér og beri að veita henni eiðsheimild. Verða úrslit málsins því þau samkvæmt 213. grein laga nr. 85/1936, að vinni sóknaraðili á varnarþingi sínu eið að því innan 8 vikna frá birtingu dóms þessa, að hún hafi ekki á tímabilinu 20. ágúst 1961 til 20. október 1961 haft holdlegar samfarir við annan karlmann en varnaraðilja, skal varnaraðili teljast faðir að sveinbarni því, sem sóknaraðili ól 25. júní 1962 og greiða með því meðlag frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, fæðingarstyrk og styrk fyrir og eftir barnsburðinn og tryggingargjald hennar fyrir 1962, kr. 1.425.00, lögum sam- kvæmt. Þá skal varnaraðili greiða kostnað málsins. Verði sóknaraðilja eiðfall, skal varnaraðili vera sýkn af kröf- um hennar, og skal málskostnaður þá falla niður. Dómsorð: Vinni sóknaraðili, X innan 8 vikna frá birtingu dóms þessa eið að því á varnarþingi sínu, að hún hafi á tímabilinu 20. ágúst 1961—-20. október 1961 ekki haft holdlegar samfarir við annan karlmann en varnaraðilja, Y, skal hann teljast faðir að sveinbarni því, B, sem sóknaraðili ól 25. júní 1962, og greiða með því samkvæmt yfirvaldsúrskurði meðlag frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, fæðingarstyrk og styrk fyrir og eftir barnsburð til sóknaraðilja og tryggingariðgjald hennar fyrir 1962, kr. 1.425.00. Þá skal varnaraðili greiða kostnað málsins. Verði sóknaraðilja eiðfall, skal varnaðarili, Y, vera sýkn af kröfum hennar og málskostnaður þá falla niður. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 123 Miðvikudaginn 11. febrúar 1970. Nr. 80/1969. Jósafat Arngrímsson (Áki Jakobsson hrl.) Albert Karl Sanders og Áki Guðni Gránz (Páll S. Pálsson hrl.) Segn Póst- og símamálastjóra f. h. póst- og símamálastjórnarinnar. (Sigurður Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson, Gunnar Thoroddsen og Logi Einarsson og prófessor Gaukur Jörundsson. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi Jósafat Arngrímsson hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. maí 1969 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum stefnda og stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur Albert Karl Sanders og Áki Guðni Gránz hafa áfrýjað málinu með stefnu 17. september 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 10. s. m. Þeir krefjast þess, að þeim verði dæmd sýkna af kröfum stefnda og stefnda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að áfrýjendum verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Svo sem rakið er í héraðsdómi, hefur stefndi stutt kröfu sína í máli þessu gögnum og rökum. Áfrýjendur hafa eigi sannað með þeim hætti, er í 32. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð segir, að sannvirði frystihúss Ísfélags Keflavíkur h/f hafi á uppboðsdegi, 27. október 1964, verið meira en stefndi hefur reiknað það í lokareikningi sínum. Áfrýjendum hefur eigi heldur tekizt að leiða líkur að veilum 124 í lokareikningi þessum. Að þessu athuguðu og með skírskot- un til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 60.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Jósafat Arngrímsson, Albert Karl Sanders og Áki Guðni Gránz, greiði stefnda, póst- og símamála- stjóra f. h. póst- og símamálastjórnarinnar, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 60.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. marz 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 27. f. h., hefur Gunn- laugur Briem póst- og símamálastjóri f. h. póst- og símamála- stjórnarinnar höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 12. og 15. janúar 1968 gegn þeim Jósafat Arngrímssyni, Holtsgötu 27, Ytri-Njarðvík, Áka Guðna Gránz, Norðurstíg 5, Ytri-Njarðvík, Albert Karli Sanders, Holtsgötu 27, Ytri-Njarðvík, og Þórði Einari Halldórssyni, Sólheimum 27, Reykjavík, til greiðslu in soliðum á skaðabótum að fjárhæð kr. 543.553.84 ásamt 7% árs- vöxtum frá 16. nóvember 1966 til greiðsludags auk málskostn- aðar að mati dómsins. Stefndu hafa allir krafizt þess, að þeir verði sýknaðir af kröf- um stefnanda í máli þessu, og þeim verði tildlæmdur hæfilegur málskostnaður úr hans hendi. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Hinn 14. febrúar 1964 upplýstist við endurskoðun, er framkvæmd war af aðalendurskoðanda stefnanda í pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli, sem stefndi Þórður Einar veitti forstöðu, að þar lágu í kassa átta tékkar, allir útgefnir af stefnda Albert Karli f. h. Ísfélags Keflavíkur h/f dagana 3., 5. og 6. febrúar 1964, samtals að upphæð kr. 2.159.969.53. Tékkar þessir reyndust allir innstæðulausir. Þá upplýstist einni, „að Í upp- gjöri, er stefndi Þórður Einar sendi hinn 8. febrúar 1964 til póst- 125 stofunnar Í Reykjavík, voru þrír tékkar, útgefnir af Albert Karli Sanders f. h. Ísfélags Keflavíkur h/f dagana 9., 13. og 30. janúar 1964, samtals að fjárhæð kr. 507.275.89, sem reyndust allir inn- stæðulausir. Að lokinni réttarrannsókn, er hafin var 26. febrúar 1964 af Ólafi Þorlákssyni sakadómara, út af meintu misferli í starfrækslu pósthússins á Keflavíkurflugvelli svo og vegna fjármálavið- skipta þeirra aðilja, sem þar áttu innstæðulausa tékka, var með ákæruskjali, dags. 27. apríl 1965, höfðað opinbert sakamál á hendur stefndu Jósafat, Þórði Einari, Áka Guðna og Albert Karli. Ákæruskjal þetta er í tveim þáttum. Annar þáttur ákæru- skjalsins snertir þetta bæjarþingsmál. Hann hljóðar svo: „Brot í sambandi við sendingu símapóstávísana um pósthúsið á Keflavíkurflugvelli. 1. kafli. Ákærða Jósafat er gefið að sök að hafa á árunum 1962, 1963 og í ársbyrjun 1964 með sviksamlegri útgáfu og notkun tékka af hálfu Ísfélags Keflavíkur h/f, Kyndils h/f og Kassagerðar Suður- nesja h/f, en á þeim árum var ákærði Jósafat lengst af í stjórn fyrrgreindra fyrirtækja, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri Kyndils h/f, náð að svíkja út úr sjóðum póstmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli fé, er nam í febrúarbyrjun 1964 kr. 2.667. 245.42, á þann hátt að senda iðulega á fyrrgreindu tímabili símapóstávísanir í nafni fyrr- nefndra fyrirtækja eða annarra félaga sinna pro forma um póst- húsið á Keflavíkurflugvelli til ýmissa aðilja í Reykjavík, sem til þess eins voru kvaddir að veita þar fénu viðtöku fyrir ákærða, þar til hann sækti það sjálfur eða léti sækja það eða féð skyldi leggjast beint inn á bankareikning fyrirtækjanna í Reykjavík, og með því móti hyggjast skapa sér og fyrirtækjum sínum skamm- vinn rekstrarlán, vitandi það og í trausti þess að tékkauppgjör fór aðeins fram einu sinni í mánuði af hálfu póststofunnar á Keflavíkurflugvelli, en bankainnstæðu brast fyrir hinum ávísuðu tékkafjárhæðum, sem símapóstávísanirnar voru greiddar með. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. II. kafli. Ákærða Þórði Einari er gefið að sök aðallega að hafa gerzt sekur um þátttöku í svikum meðákærða Jósafats, sem greinir í I. kafla 126 þessa þáttar, og jafnframt um brot í opinberu starfi, en til vara að hafa: A. Gerzt sekur um brot í opinberu starfi og misnotkun á fjárvörzlu póstafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli á öndverðu ári 1964 með því að hafa sem póstvarðstjóri þar í heimildarleysi og gegnt fyrirmælum póstmálastjórnarinnar um kaup á tékkum tekið við sem greiðslum eftirgreindum 11 tékkum, útgefnum af meðákærða Albert Karli Sanders pr. pr. Ísfélags Keflavíkur h/f á hlaupareikning nr. 40 wið Sparisjóð Keflavíkur, samtals að fjárhæð kr. 2.667.245.42, öllum til greiðslu á símapóstávísunum, sem sendar voru af hálfu forsvarsmanna félagsins, meðákærða Jósafat, sbr. tékka þá, er greinir í 1—3. töl. incl., og meðákærðu Áka Guðna og Albert Karli, sbr. tékka í 4— 11. tölul. incl., pro forma til ýmissa aðilja í Reykjavík, sbr. efnislýsinigu I. kafla þessa þáttar, án þess að grennslast um innstæðu fyrir tékkunum, og það enda þótt ákærði Þórður Einar vissi eða hlaut að vera ljóst, að innstæðu brysti að meira eða minna leyti fyrir hinum ávísuðu tékkafjárhæðum né heldur senda tékkana til aðalgjald- kera pósts og síma í Reykjavík með fyrstu póstferðum eftir mót- töku þeirra: 1. A Nr. 69407, dags. 9. janúar .. .. kr.198.756.36 2.— — 69411, — 13. janúar .. .. — 268.519.53 3. — — 69427, — 30. janúar .. .. — 40.000.00 4. — — 69419, — 3. febrúar .. .. — 291.098.00 5. — — 69420, — 3. febrúar .. .. — 467.500.00 6. — — 69421, — 3. febrúar .. .. — 383.651.00 71. — — 69422, — 5. febrúar .. .. — 368.361.44 8. — — 69423, — 6. febrúar .. .. — 187.710.50 9. — — 69424, — 6. febrúar .. .. — 122.000.00 10. — — 69425, — 6. febrúar .. .. — 78.342.52 11. — — 69426, — 6. febrúar .. .. — 261.306.10 Telst þetta aðallega varða við 248. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 138. gr. sömu laga, en til vara við 139. gr. og 261. gr., sbr. 249. igr., sbr. 138. gr. hegningarlag- anna, sbr. 37. gr., 5. tölul., sbr. 82. gr. reglugerðar um notkun pósts nr. 170/1963, sbr. 26. gr. póstlaga nr. 31/1940. B. Veitt meðákærðu Áka Guðna og Albert Karli aðstoð sína til þess atferlis þeirra, sem rakið er í A-lið III. kafla, að því er varðar hagnýtingu þeirra á tékkum þeim, sem gefnir voru út af 127 þeirra hálfu í febrúarmánuði 1964, með því að wekja athygli þeirra á innstæðuleysi tékka frá Ísfélaginu, sem þá voru í hans vörzlum í póstafgreiðslunni, og gera þeim þannig jafnframt kleift að halda áfram símapóstávísanasendingum félagsins, sem hafnar voru af meðákærða Jósafat, svo sem rakið er í I. kafla, og fólgnar voru Í pro forma símapóstávísanasendingum af hálfu fyrirtækja meðákærða til ýmissa aðilja í Reykjavík, sem til þess eins voru kvaddir af meðákærðu að veita fénu þar viðtöku, þar til þeir sæktu þar sjálfir eða féð skyldi leggjast beint inn á bankareikn- inga, og þannig halda í horfinu peningaveltu félagsins Í gegnum póstafgreiðsluna. Telst þetta varða við 254. gr., sbr. 138. gr. hegningarlaganna. III. kafli. Ákærðu Áka Guðna og Albert Karli er gefið að sök að hafa: A. Í febrúarmánuði 1964 gefið út tékka þá, er greinir í 4— 11. tölulið inel., A-liðs II. kafla, samtals að fjárhæð kr. 2.159.696.53, og hagnýtt þá með þeim hætti, er þar greinir í B-lið sama kafla, til að halda við ávinningum af því broti meðákærða Jósafats, sem rakið var í 1. kafla, og í því skyni að blekkja póstmálastjórnina um viðskipti Ísfélags Keflavíkur h/f við póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli til þess að geta greitt sams konar tékka frá fyrri tíð, er stöfuðu frá meðákærða Jósafat og lágu í vörzlum meðákærða Þórðar Einars á póstafgreiðslunni á Keflavíkurflug- velli vegna væntanlegs uppgjörs þeirrar póstafgreiðslu við póst- húsið í Reykjavík, enda þótt bankainnstæðu brysti fyrir hinum ávísuðu tékkafjárhæðum. Telst þetta varða við 248. gr. og 254. gr. hegningarlaganna. B. Gerzt sekir um hlutdeild í brotum meðákærða Þórðar Ein- ars sem opinbers starfsmanns, sem rakin eru í A-lið II. kafla, að því er tekur til hagnýtingar tékka þeirra, sem raktir eru í 4— 11. tölulið incl., með því að hafa í febrúarmánuði 1964 gefið út um- ræðda tékka í samráði við meðákærða Þórð Einar til þeirra nota, sem rakin eru hér að framan í A-lið þessa kafla, sbr. B-lið 11. kafla. Þetta telst varða við 139. gr., 261. gr., sbr. 249. gr., sbr. 138. gr., sbr. 22. gr. hegningarlaganna. Ákærðu Áki Guðni og Albert Karl voru á þessum tíma báðir í stjórn Ísfélags Keflavíkur h/f og ákærði Albert Karl fram- kvæmdastjóri þess. 128 Drómkröfur. Þess er krafizt, að ákærðu, Jósafat Arngrímsson, Þórður Einar Halldórsson, Áki Guðni Gránz og Albert Karl Sanders, verði dæmdir til refsingar samkvæmt framangreindum refsiákvæðum og til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt 141. gr. og 142. gr. laga nr. 82/1961“. Sakadómur í máli þessu var uppkveðinn hinn 29. janúar 1966 af Ólafi Þorlákssyni, dómara samkvæmt sérstökum umboðs- skrám. Í sakadóminum segir um annan þátt fyrrgreinds ákæru- skjals svo (sbr. 38. bindi hæstaréttardómasafnsins frá árinu 1967, bls. 427—455): „„Með bréfi Sveinbjörns Jónssonar hæstaréttarlögmanns til sak- sóknara ríkisins, dags. 18. febrúar 1964, fer lögmaðurinn þess á leit við saksóknara fyrir hönd póst- og símamálastjórnarinnar, að látin verði fara fram opinber rannsókn vegna ætlaðs tékka- misferlis við pósthúsið á Keflavíkurflugvelli. Bréfi hæstaréttar- lögmannsins fylgdi svohljóðandi greinargerð póst- og símamála- stjórnarinnar: „Laugardaginn 8. febrúar 1964 (gerði Þórður Halldórsson skil til pósthússins á Keflavíkurflugvelli fyrir janúarmánuð við póst- stofuna í Reykjavík, sem það heyrir undir. Það vakti þá athygli, að þeim fylgdi óvenju mikið magn af lausum peningum auk 3 tékka, útg. af Ísfélaginu í Keflavík á Sparisjóðinn í Keflavík, samtals að upphæð kr. 507.275.89. Hinn elzti tékkanna reyndist vera útgefinn 9. janúar. Þessir tékkar voru strax eftir helgina, eða 10. febrúar, sendir Landsbanka Íslands til innheimtu. Vegna áðurnefndrar athygli á óvenjulegum skilum fyrir janúar- mánuð var Sveini Þórðarsyni aðalendurskoðanda pósts og síma falið að gera athugun á pósthúsinu í Keflavík, og var hún gerð 11. febrúar. Upplýstist þá, að þar lágu 8 tékkar, samtals að upp- hæð kr. 2.159.969.53, allir útgefir 3., 5. og 6. febrúar af Ísfélagi Keflavíkur h/f á Sparisjóðinn í Keflavík. Aðalendurskoðandinn kveður sig þá hafa spurt Þórð, hvort hann hefði kynnt sér, að innstæða væri fyrir þessum tékkum og hefði Þórður játað því. Næsta morgun (12. febrúar) hringdi Matthías Guðmundsson, „póstmeistari í Reykjavík, til Sparisjóðsins í Keflavík og spurði um innstæðu fyrir tékkunum og var svarað, að innstæða væri ekki fyrir hendi. Sama dag (12. febrúar) fóru þeir Sveinn Þórðar- son aðalendurskoðandi og Matthías Guðmundsson, póstmeistari í Reykjavík, til pósthússins á Keflavíkurflugvelli til þess að gera 129 úttekt þar og setja annan mann sem forstöðumann pósthússins þar til bráðabirgða í stað Þórðar Halldórssonar, sem þá átti að víkja frá um stundarsakir. Þegar þeir komu þangað, var upplýst, að Þórður Halldórsson hefði sama morgun farið til Akureyrar, og var því ekki hægt að framkvæma úttektina þá, þar sem Þórður var með lyklana að skjala- og peningavörzlu pósthússins. Var Þórður væntanlegur aftur um hádegi daginn eftir (13. febrúar), en vegna vélbilunar flugvélar komst Þórður ekki til Reykjavíkur fyrr en þá um kvöldið, og var þá boðaður á fund póst- og símamálastjóra næsta morgun (14. febrúar). Á þeim fundi voru auk póst- og símamála- stjóra og Þórðar Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi, Matthías Guðmundsson póstmeistari og Sveinn Þórðarson, aðalendurskoð- andi stofnunarinnar. Þar lagði Þórður fram beiðni um, að upp- sögn sín, sem hann hafði lagt fram í október s.l., tæki gildi þegar í stað. Þórður viðurkenndi þá, að hann hefði ekki kynnt sér, hvort innstæða væri fyrir hendi fyrir tékkunum, er hann keypti þá, svo sem honum hefði borið samkvæmt gildandi regl- um. Á fundinum var ákveðið, að fulltrúi frá ríkisendurskoðun- inni ásamt póstmeistaranum Í Reykjavík og aðalendurskoðanda stofnunarinnar 'o. fl. færu strax suður á Keflavíkurflugvöll til þess að gera endurskoðun og úttekt á pósthúsinu þar og afhenda forstöðu þess til Reynis Ásmundssonar, póstvarðstjóra í Reykja- vík. Þessu starfi lauk samdægurs (14. febrúar) um miðnætti, og staðfestist fyrri athugun um hina misnotuðu tékka. Var farið með þá 8 tékka, sem voru útgefnir af Ísfélagi Keflavíkur h/f á Sparisjóðinn í Keflavík, til sparisjóðsins, sem staðfesti með stimplun, að innstæða væri ekki fyrir hendi til að innleysa þá. Póst- og símamálastjóri ræddi síðan málið við póst- og síma- málaráðherra og ríkisendurskoðanda, og var ákveðið að óska eftir opinberri rannsókn á því. Landsbankinn var inntur eftir þeim 3 tékkum frá janúarmán- uði, sem höfðu (10. febrúar) verið afhentir bankanum til inn- heimtu, og hafði ekki reynzt innstæða fyrir þeim, og voru þeir afhentir aftur póstmeistaranum í Reykjavík. Hinir 11 misnotuðu tékkar eru allir útgefnir af Albert K. Sanders fyrir hönd Ísfélags Keflavíkur á reikning nr. 40 í Spari- sjóðnum í Keflavík. Nánari sundurliðun þeirra er sem hér segir: 130 Tékki nr. 69407, útgefinn 9. jan. 1964, upphæð kr. 198.756.36 — — 69411, — 13. — — — — 268.519.53 — — 69427, — 30..— — — — 40.000.00 — — 69419, — 3. febr. — — — 291.098.00 — — 69420, — 3. — — — — 467.500.00 — — 69421, — 3. — — — — 383.651.00 — — 69422, — 0. — — — — 368.361.41 — — 69423, — 6. — — — — 187.710.50 — — 69424, — 6. — — — — 122.000.00 — — 69425, — 6. — — — — 78.342.52 — — 69426, — 6. — — — — 261.306.10 Samtals kr. 2.667.045.42 Tékkarnir eru nú Í vörzlu póstmeistarans í Reykjavík. Hér með fylgja reglur um kaup pósthúsa á ávísunum og tékkum frá 13. desember 1956, birtar í Póst- og símatíðindum nr. 11—12., nóv- ember—-desember 1956, og ítrekað í Póst- og símatíðindum nr. 5.—T., maí— júní 1960. Virðingarfyllst, G. Briem“. Fram skal tekið, að samlagningarskekkja er á heildarupphæð hinna 11 tékka í greinargerðinni, svo sem fram kemur í ákæru. Heildarupphæðin er Er. 2.667.245.42. II. Með umboðsskrá dómsmálaráðherra, dags. 24. febrúar 1964, var dómari máls þessa skipaður samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála „til að fara með rann- sókn vegna meints misferlis í starfrækslu pósthússins á Kefla- víkurflugvelli svo og vegna fjármálaviðskipta þeirra aðilja, sem þar áttu innstæðulausa tékka“, og enn fremur „til þess að kveða upp dóm í málinu, ef til málshöfðunar kemur“. Dómsrannsókn þessa þáttar málsins hófst hinn 26. febrúar 1964. Endurrit þeirrar rannsóknar var sent saksóknara ríkisins til ákvörðunar 8. júní 1964. Að framhaldsrannsóknum loknum höfðaði saksóknari mál þetta með ákæru, útgefinni 27. apríl s.l. Framhaldsrannsóknir hafa verið háðar í málinu eftir útgáfu ákæru. Meðal gagna, er dómurinn fékk til afnota, var endurrit úr sakadómsbók Keflavíkurkaupstaðar. Í endurritinu kemur fram, 131 að hinn 14. febrúar s.l. hafi ákærðu Albert Karl Sanders og Áki Guðni Gránz komið ótilkvaddir til bæjarfógetans í Keflavík og igefið þar skýrslu fyrir dómi, þar sem þeir meðal annars greina frá útgáfu og hagnýtingu innstæðulausra tékka, er þeir höfðu staðið að í þeim mánuði vegna Ísfélags Keflavíkur h/f til að halda við keðju innstæðulausra tékka, er seldir höfðu verið Í pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli, en framburðir þeirra verða nánar raktir hér á eftir. Við rannsókn málsins hefur komið fram, að bréfhirðingu hafi verið komið á fót á Keflavíkurflugvelli á stríðsárunum síðari. Vegna kringumstæðna þróaðist sú bréfhirðing upp í það að verða póstafgreiðsla, sem hefur séð um allar venjulegar póstafgreiðslur, líkt og önnur pósthús í landinu. Póstafgreiðslan á Keflavíkurflug- velli hefur ætíð heyrt undir póstmeistarann í Reykjavík og hefur starfað sem nokkurs konar útibú pósthússins í Reykjavík. Fjár- málaviðskipti hafa verið gerð upp mánaðarlega að minnsta kosti, þannig að póstafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli hefur skilað gjald- kera pósthússins í Reykjavík uppgjöri samkvæmt sérstökum reikningi tólf sinnum á ári, og hefur hvert uppgjör um sig verið fullkomin skilagrein hvers mánaðar. Er rannsókn máls þessa hófst, hafði ákærði Þórður Einar Halldórsson verið í fyrirsvari fyrir póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli í um 14 ár. Í fyrstu sem póstfulltrúi en hin síðari ár sem póstvarðstjóri. Fyrir dóminn hefur komið sem vitni Matthías Guðmundsson, póstmeistari í Reykjavík, 50 ára að aldri. Vitnið hefur skýrt svo frá, að mánaðaruppgjör Þórðar hafi jafnan verið sett inn í uppgjör pósthússins í Reykjavík, sem einnig gerir upp fjár. málaviðskipti mánaðarlega. Vitnið fylgdist með mánaðarupp- gjörum Þórðar hjá aðalgjaldkera. Uppgjörið reyndist jafnan rétt, og ávísanir, er Þórður sendi, komu aldrei til pósthússins í Reykja- vík til baka vegna innstæðuleysis. Að morgni mánudagsins 10. febrúar 1964 sá vitnið uppgjör Þórðar hjá aðalgjaldkera. Vitnið rak strax augun í það, að í upp- gjörinu virtist óvenjulega mikið af seðlum. Vitnið athugaði nú skýrslur, er fylgdu uppgjörinu. Í skýrslunum sá vitnið, að mest af viðskiptunum í janúarmánuði höfðu farið fram fyrri part þess mánaðar, og þótti vitninu athugavert, að ákærði Þórður hafði ekki gert skil fyrr til bráðabirgða, en vitnið kveður, að ákærða Þórði hafi verið bent á það bæði af endurskoðendum og aðal- gjaldkera pósthússins í Reykjavík að gera slík bráðabirgðaupp- gjör utan hinna föstu mánaðaruppgjöra, ef mikið fé bærist að. 132 Vitninu fannst einnig óvenjulegt, að engin bráðabirgðaskil voru gerð vegna hinna 8 daga, er liðnir voru af febrúarmánuði, er uppgjörið fór fram, en ef wiðskiptin í febrúar hefðu verið Í samræmi við janúarviðskiptin, hefði þegar átt að liggja í kassa póstafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli töluvert fé, eða nokkur hundruð þúsund krónur. Við þessar athuganir vitnisins vöknuðu grunsemdir þess um, að allt væri ekki með felldu í fjármála- rekstri pósthússins á Keflavíkurflugvelli. Vitnið setti sig þegar í samband við aðalendurskoðanda póst- og símamálastjórnarinnar, Svein Þórðarson, og bað hann að fylgjast með uppgjöri aðal- gjaldkera vitnisins á janúarviðskiptum pósthússins á Keflavíkur- flugvelli. Sama dag bað witnið aðalendurskoðandann að fram- kvæma endurskoðun í póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli, og fór sú endurskoðun fram 11. sama mánaðar, svo sem um getur Í greinargerð póst- og símamálastjóra. Endurskoðunina fram- kvæmdu vitnið Sveinn Þórðarson og vitnið Engilbert Sigurðs- son fulltrúi. Við endurskoðunina kom í ljós, að í kassa póstaf- greiðslunnar lágu 8 tékkar, samtals að upphæð kr. 2.159.969.53, allir útgefnir 3., 5. og 6. febrúar 1964 af Albert K. Sanders pr. pr. Ísfélag Keflavíkur h/f á Sparisjóðinn í Keflavík. Vitnið setti sig í samband við sparisjóðsstjórann í Keflavík hinn 12. febrúar 1964, Guðmund Guðmundsson, eftir að hafa fengið uppgefna tékkaupphæðina hjá aðalendurskoðandanum, og spurðist vitnið fyrir um innstæðu tékkanna. Innstæða reyndist ekki vera fyrir tékkunum 8. Enn fremur reyndust tékkar þeir, útgefnir af sama aðilja 9., 13. og 30. janúar 1964, en þeir tékkar fylgdu janúar- uppgjöri póstafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli, innstæðulausir og voru endursendir pósthúsinu í Reykjavík. Framhald aðgerða í málinu kveður vitnið koma fram í greinargerð um tékkamál hjá póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli, sem tekin eru upp í dóm þennan, en vitnið stóð að samningu !greinargerðarinnar með póst- og símamálastjóra og hefur staðfest greinargerðina rétta eftir því sem það hefur getað borið um. Svo sem fram kemur í greinargerðinni, var fundur haldinn hinn 14. febrúar 1964 með ákærða Þórði Einari, og hafa allir þeir, er fundinn sátu, komið fyrir dóm til skýrslugerðar. Hinn 5. marz 1964 kom fyrir dóm sem vitni Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, til heimilis að Ægissíðu 60 hér í borg. Vitnið hefur greint svo frá, að ákærði Þórður Einar hafi á fundi þeim, er haldinn var 14. febrúar 1964, viðurkennt að hafa um nokkurt skeið keypt tékka vegna póstafgreiðslunnar á 133 Keflavíkurflugvelli án þess að athuga um innstæðu þeirra. Vitnið kveður, að Þórður hafi viðurkennt á fundinum að hafa brotið reglur pósthúsa um kaup á tékkum með þessu framferði. Vitnið kveður Þórð hafa greint frá því á fundinum, að hann, Þórður, hafi komizt að því haustið 1963, að keðjuaðferð eða keðjustarf- semi ætti sér stað í sambandi við tékka, er póstafgreiðslan keypti. Ákærði Þórður hafi skýrt frá því, að hann, Þórður, hefði talið, er hann komst að þessu, að keðjustarfsemi þessi væri komin á það stig, að hann væri of seinn með það að snúa sér til yfir- boðara sinna í Reykjavík. Vitnið kveður, að ekki hafi komið fram á fundinum, að ákærði Þórður Einar teldi sig ekki vita um reglur um tékkakaupin, heldur þvert á móti hafi Þórður viðurkennt að hafa brotið reglur pósthúsanna með því að kaupa tékkana án þess að athuga um innstæður fyrir þeim. Vitnið hefur staðfest áðurnefnda greinargerð rétta, en vitnið stóð að samningu hennar. Hinn 5. marz 1964 kom fyrir dóm sem vitni Matthías Guð- mundsson póstmeistari. Vitnið hefur skýrt svo frá fundinum hinn 14. febrúar 1964, að þar hafi Þórður Einar óskað þess, að uppsögn, er hann hafði lagt fram í október 1963, tæki strax gildi. Vitnið heyrði Þórð 'viðurkenna, að hann, Þórður, hefði ekki kynnt sér, hvort innstæður væru fyrir tékkum, er hann hafði keypt í janúar- og febrúarmánuðum 1964. Þórður viður- kenndi við þetta tækifæri, að með þessu hefði hann brotið gild- andi reglur um kaup tékka á pósthúsinu. Hinn 5. marz 1964 kom einnig fyrir dóm vitnið Einar Bjarna- son ríkisendurskoðandi, til heimilis að Glaðheimum 8 hér í borg. Um fundinn með ákærða Þórði Einari 14. febrúar 1964 hefur vitni þetta skýrt svo frá: Á fundinum viðurkenndi Þórður póst- varðstjóri að hafa keypt um nokkurt skeið nokkra tékka án þess að athuga um innstæður þeirra. Með þessu viðurkenndi Þórður berum orðum að hafa brotið reglur pósthússins. Þórður póst- varðstjóri skýrði frá því meðal annars, að haustið 1963 hefði hann keypt tékka án þess að athuga um innstæðu tékkans. Síðar hefði hann komizt að því, að tékkinn reyndist innstæðulaus, en eftir þetta kvaðst Þórður hafa keypt í nokkur skipti tékka, án þess að athuga nokkuð um innstæður, af sama aðilja. Vitnið hefur tekið fram, að samtalið hafi gengið út á það að ræða tékkavið- skipti Ísfélags Keflavíkur eingöngu við pósthúsið á Keflavíkur- flugvelli. Hinn 6. marz 1964 kom fyrir dóm sem witni Sveinn Helgi Þórðarson aðalendurskoðandi, til heimilis að Ölduslóð 9, Hafnar- 134 firði. Vitnið kom inn á fundinn með ákærða Þórði Einari hinn 14. febrúar 1964. Vitnið hefur greint svo frá, að við það tækifæri hafi ákærði Þórður Einar óskað þess, að fyrri uppsögn sín tæki þegar gildi. Vitnið kveður, að ákærði Þórður Einar hafi sagt við þetta tækifæri eitthvað í þá áttina, að hann, Þórður, hefði vitað, hvernig komið hefði verið á s.l. ári (1963), að ekki var til fyrir tékkunum í póstafgreiðslunni. Vitnið kveður Þórð hafa borið eitthvað fyrir sig um það, af hverjum ástæðum hann til- kynnti ekki yfirboðurum sínum það þá. Minnir vitnið, að Þórður hafi gert sér vonir um, að málið leystist. Vitnið Sveinn Helgi Þórðarson framkvæmdi sjóðskoðun í póstafgreiðslunni á Kefla- víkurflugvelli hinn 11. febrúar 1964. Vitnið kom fyrir dóm hinn 4. marz 1964 og gaf skýrslu um þá skoðun. Fyrir dóminum skýrði vitnið meðal annars svo frá, að við skoðunina hafi komið í ljós, að tékkar, útgefnir af Albert K. Sanders fyrir hönd Ísfélags Keflavíkur h/f, samtals að upphæð röskar kr. 2.100.000.00, hafi legið í kassa póstafgreiðslunnar. Vitnið man það, að það spurði Þórð póstvarðstjóra þá, hvort hann, Þórður, hefði athugað, hvort innstæður væru fyrir tékkunum. Vitnið kveður, að Þórður hafi svarað því svo til, að hann hefði gert (það. Vitnið kveður, að Þórður hafi bætt því við, að forráðamenn fyrirtækisins hefðu átt löng og mikil viðskipti við póstafgreiðsluna, án þess að nokkuð hefði komið fyrir. Vitnið hefur og greint svo frá, að bað hafi gert sjóðtalningu Í póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli í marz- mánuði 1963. Þá var óvenju mikið fé í sjóðnum, meira en al- mennt gerist á pósthúsum. Vitnið man bað ljóst, að við þetta tækifæri benti það Þórði póstvarðstjóra á það að láta ekki svo mikið fé liggja í kassa póstafgreiðslunnar. Vitnið lagði fyrir Þórð að sjá til þess að senda til Reykjavíkur fé utan hinna mánaðarlegu uppgjöra, ef mikið fé bærist póstafgreiðslunni. Vitnið kveður ákærða Þórð hafa tekið vel í þetta. Hinn 4. marz 1964 kom einnig fyrir dóm vitnið Engilbert Sig- urðsson fulltrúi, Eskihlíð 18 hér í borg. Vitnið vann að sjóðtaln- ingu í póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli 11. febrúar 1964 undir stjórn vitnisins Sveins Þórðarsonar. Vitnið man til þess, að Sveinn aðalendurskoðandi spurði Þórð Halldórsson póstvarð- stjóra um tékka þá, er lágu í kassa póstafgreiðslunnar við það tækifæri. Vitnið hefur ekki getað greint frá því, hvernig orð féllu, en minnir, að Sveinn endurskoðandi hafi spurt ákærða Þórð eitthvað í þá áttina, hvort tékkarnir væru ekki góðir. Vitnið man til þess, að Þórður svaraði eitthvað í þá áttina. að ástæðu- 135 laust væri að ætla, að tékkarnir væru innstæðulausir, þar sem tékkar frá þessum fyrirtækjum hefðu ekki brugðizt. Il. Í desembermánuði 1960 keyptu þeir ákærðu Jósafat og Áki ásamt Ólafi Thordersen, þá fríhafnarstjóra á Keflavíkurflugvelli, til heimilis að Grænási 1, Keflavíkurflugvelli, Verzlunarfélagið Kyndil h/f. Stjórnarformaður fyrirtækisins var skráður ákærði Áki Guðni, en prókúruhafi ákærði Jósafat. Fjármálin voru í höndum ákærða Jósafats, sem einnig var framkvæmdastjóri. Þó sá ákærði Áki Guðni um fjármál í undantekningartilfellum, er Jósafat var ekki viðlátinn. Fyrirtækið starfaði í Keflavík og rak þar smá- söluverzlun. Í desembermánuði 1961 keyptu sömu aðiljar fyrir- tækin Prentsmiðju Suðurnesja h/f og Kassagerð Suðurnesja h/f. Eignaskipting var hin sama og um verzlunarfyrirtækið Kyndil, hver aðilja átti 74 hluta fyrirtækjanna. Hin tvö síðastnefndu fyrirtæki störfuðu lítið í upphafi, og sýndu þau taprekstur. Um mitt ár 1962 óskaði Ólafur Thordersen eftir því að selja hluta sína í framangreindum fyrirtækjum. Frá sölunni var formlega gengið um áramót 1962—1963. Ákærði Jósafat keypti einn eign- arhluta Ólafs í fyrirtækjunum. Um mitt ár 1962 keyptu ákærði Jósafat og ákærði Áki Guðni fyrirtækið Ísfélag Keflavíkur h/f. Ákærði Jósafat var í upphafi formaður stjórnar og framkvæmda- stjóri með prókúruumboði. Fram hafði komið hugmynd fyrri eiðanda síðastnefnds fyrirtækis um að breyta fasteign fyrirtækis- ins í nýtízku frystihús. Hinir nýju eigendur ákváðu að hrinda hugmynd þessari í framkvæmd. Ákærði Áki Guðni sá að mestu um verklegar framkvæmdir, en ákærði Jósafat um fjármál. Á miðju ári 1963 réðst til fyrirtækisins ákærði Albert Karl. Í ráði war, að ákærði Albert tæki við rekstri frystihússins, er það tæki síðar til starfa. Úr varð, að ákærði Albert Karl tók við prókúru- umboði í októbermánuði 1963 fyrir Ísfélag Keflavíkur h/f. Ákærði Albert Karl vann samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar hverju sinni. Framangreindur háttur var á um fyrirtæki þetta, þar til rannsókn máls þessa hófst. Upplýst er í máli þessu, að framanigreind fyrirtæki sendu pen- ingasendingar Í gegnum póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli, svo sem nánar verður rakið. Fyrir dómi hefur ákærði Jósafat lýst upphafi á útgáfu tékka, er ekki höfðu innstæðu, á þann hátt, að við athugun á reiknings- yfirliti viðskiptareiknings Kyndils h/f við Sparisjóðinn í Kefla- 136 vík hafi sézt, að tékkar fyrirtækisins, er seldir höfðu verið í póst- afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli sem greiðslur á símapóstávís- unum, er fyrirtækið hafði greitt með skuldir, komu ekki í spari- sjóðinn til innlausnar fyrr en fyrstu daga í næsta mánuði eftir útgáfudag þeirra. Athugun þessi hafi farið fram í janúarmánuði 1962. Honum og Ólafi Thordersen hafi komið saman um, að með því að selja tékka í póstafgreiðslunni á flugvellinum, án þess að innstæður væru fyrir tékkunum, væri mjög sennilegt, að takast mætti að afla stuttra lána vegna tímans, er leið frá söludegi til innlausnardags tékkanna. Hann, meðákærði Áki Guðni, og Ólafur hafi orðið ásáttir um að reyna að afla Kyndli rekstrarfjár á bennan hátt. Fyrir dómi hefur nefndur Ólafur neitað því, að hann hafi tekið þátt í bollaleggingum um að afla Kyndli lána, svo sem lýst hefur verið. Á hinn bóginn hafi ákærði Jósafat skýrt honum frá því, að hann, Jósafat, gæfi stundum út tékka vegna Kyndils h/f án innstæðu í því trausti, að tékkarnir kæmu ekki fyrr en eftir ákveðinn tíma í sparisjóðinn. Þar sem um óverulegar upphæðir hafi verið að ræða, er hægt hefði verið að greiða í reiðufé, kvaðst Ólafur ekki hafa gert athugasemdir um þetta. Framburði Ólafs, er rakið hefur verið úr, hefur ákærði Jósafat við samprófun talið réttan. Ákærði Jósafat hefur greint frá því, að í febrúarmánuði 1962 hafi hann fyrir alvöru byrjað á útgáfu innstæðulausra tékka pr.pr. Kyndill h/f á hlaupareikning félagsins við Sparisjóðinn í Keflavík. Hann hafi greitt með tékikum þessum í póstafgreiðsl- unni á Keflavíkurflugvelli símapóstávísanir, en féð raunverulega runnið til sendanda og þannig hafi verið komið á fót „keðjutékka- fyrirkomulagi“. Í fyrstu hafi hann jafnan gefið út tékkana pr. pr. Kyndill h/f. Þá hafi einnig verið gripið til þess ráðs að gefa út tékka pr. pr. Kassagerð Suðurnesja h/f. Þá tékka hafi meðákærði Albert Karl, er war prókúruhafi við fyrirtækið, gefið út. Með- ákærði Albert Karl hafi á hinn bóginn ekki verið settur inn í það, í hverjum tilgangi tékkarnir voru útgefnir. Hann hafi útbúið skrá yfir sendendur og móttakendur og í fyrstu sent skrifstofustúlku sína með skrárnar og greiðslutékkana í póstafgreiðsluna. Upp- hæðir hinna innstæðulausu tékka hefðu farið vaxandi, sérstaklega eftir kaup Ísfélagsins, en þá hafi hann gefið út tékkana sem pró- kúruhafi í fyrstu. Er meðákærði Albert Karl hafi tekið við pró- kúruumboði sínu haustið 1963, hafi hann undirritað tékkana. Sjálfur hafi hann útfyllt tékkana og komið þeim í veltuna ásamt 137 meðákærða Áka Guðna, en meðákærði Albert Karli hafi ekki verið ljóst, hvernig í málum lá. Eftir að símapóstávísanirnar höfðu verið sendar, hefði hann, ákærði Jósafat, sótt þær nærri undantekningarlaust til aðiljans í Reykjavík, er sendingin hljóðaði á, nema um beinar greiðslur hefði þá verið að ræða. Þeir aðiljar, sem tekið höfðu á móti pen- ingunum í Reykjavík, hefðu fengið þær skýringar, að þar sem hann, ákærði Jósafat, væri staddur í Reykjavík og vantaði reiðufé í sambandi við viðskipti, en hefði enga fasta addressu og ekki væri hægt að senda í rútu, væri þessi leið farin að senda til þeirra. Aðiljarnir, er veittu fénu móttöku, hafi ekki um það vitað, að nokkuð væri athugavert við sendingarnar. Um hver mánaða- mót, er uppgjör hafi farið fram í póstafgreiðslunni á Keflavíkur- flugvelli, hafi sömu veltunni verið haldið gangandi. Þá daga, sem liðu til að koma sendingu upp í sömu upphæð og var mánuðina á undan, hafi hann, ákærði Jósafat, alltaf átt innskot hjá ein- staklingum og bankastofnunum frá 7—20 dögum. Hann telji, að um mánaðamótin janúar og febrúar 1964 hafi tékkaupphæðin í póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli verið ca. kr. 2.000.000.00 og enda þótt sú upphæð kunni að hafa aukizt, skoði hann sig persónulega ábyrgan á þeim tékkum Ísfélagsins h/f, er þar reyndust vera innstæðulausir við athugun, enda hafi það aldrei verið ætlun sín, að einn eða neinn skaðaðist persónulega á honum eða fyrirtækjum þeim, er hann á í. Fyrir dómi hinn 3. marz 1964 skýrði ákærði Áki Guðni meðal annars svo frá, að starfskipting þeirra eigenda Ísfélags Kefla- víkur hafi verið mjög skýr. Hann hafi séð um verklegar fram- kvæmdir við fasteign félagsins, en meðákærði Jósafat hafi séð um fjármálin. Eftir að meðákærði Albert Karl hafi fengið pró- kúruumboð sitt, hafi hann að einhverju leyti séð um fjármálin. Í fyrstu hafi starfsemi félagsins gengið vel að mati hans og hafi hann ekki rennt grun í það, að allt væri ekki með felldu um fjármálin, fyrr en síðari hluta árs 1963. Þá hafi grunsemdir hans vaknað um, að fjárhagur Ísfélagsins væri ekki sem beztur. Síð- ustu mánuði ársins 1963 hafi meðákærði Jósafat oft sent hann upp í póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli til að senda síma- póstávísanir til ýmissa aðilja í Reykjavík. Símapóstávísanir þessar hafi verið greiddar með tékkum, annað hvort frá Ísfélaginu eða öðrum fyrirtækjum, er meðákærði Jósafat átti í og stjórnaði. Ákærði Jósafat hafi sagt honum, að sending símapóstávísananna stæði í sambandi við, að meira fé vantaði í fyrirtækin. Meðákærði 138 Jósafat hafi útskýrt það fyrir honum, að tékkarnir, sem voru endurgjald fyrir símapóstávísanirnar, væru ekki innleystir í póst- afgreiðslunni utan einu sinni í mánuði og (þannig hefði hann hugsað sér að ná inn í fyrirtækin rekstrarfé með því að senda slíkar símapóstávísanir, sækja andvirði símapóstávísananna til móttakenda og nota féð í reksturinn. Sending á símapóstávísun- um hafi farið fram um hver mánaðamót síðustu þrjá mánuði ársins 1963, þannig að síðustu sendingarnar, er meðákærði Jósafat hafi séð um, hafi farið fram í janúar 1964. Meðákærði Jósafat hafi frá fyrstu tíð séð um fjármálahlið fyrirtækisins. Hann hafi treyst Jósafat til þess að sjá um fjármálin. Hann hafi því ekki fylgzt með viðskiptunum við póstafgreiðsluna á Keflavíkurflug- velli með nákvæmni. Þannig hafi hann ekki vitað um saman- lagðar upphæðir tékka, er lágu innstæðulausir frá fyrirtækjum þeirra meðákærða Jósafats í póstafgreiðslunni hverju sinni. Hann telji, að meðákærði Jósafat hafi yfirleitt gefið tékkana út sjálfur á árinu 1963, en þá tékka, er meðákærði Jósafat seldi í janúar 1964 í póstafgreiðslunni, hafi hann vitað til, að meðákærði Albert Karl hafi gefið út fyrir Ísfélagið. Meðákærði Jósafat hafi þó ritað meginmál tékkanna, en skýringin sé sú, að meðákærði Albert Karl hafi undirritað tékkana óútfyllta og afhent þá með- ákærða Jósafat þannig, er meðákærði Albert Karl fór til útlanda, sem nánar verður rakið síðar. Fyrir dómi hinn 7. marz 1964 skýrði ákærði Áki Guðni meðal annars svo frá, að hann hefði ekki vitað um keðjutékkafyrirkomulagið í póstafgreiðslunni fyrr en sennilega í október 1963. Þá hafi hann fengið fulla vitneskju um það, hvernig fyrirtækin fengu rekstrarfé með keðjutékkun- um. Hann kvaðst þó hafa haft grunsemdir um það, að meðákærði Jósafat væri að reyna að bjarga fjárhag fyrirtækisins fyrir milli- göngu póstafgreiðslunnar. Á þeim tíma, er áður getur um, hafi meðákærði Jósafat skýrt sér frá því, hvernig hátturinn væri á því að afla fjár gegnum póstafgreiðsluna. Sýndi meðákærði Jósa- fat honum fram á það, hvernig slíkt væri hægt, þar eð ákærði Þórður póstvarðstjóri gerði einungis upp einu sinni í mánuði. Meðákærði Jósafat hafi sagt sér að hafa engar áhyggjur út af fjármálum fyrirtækjanna, um þau gæti hann, ákærði Jósafat, séð sjálfur án aðstoðar. Meðákærði Jósafat hafi fullvissað hann um það, að hætta væri ekki á ferðum. Við samprófun ákærðu Áka Guðna og Jósafats sama dag hélt ákærði Áki Guðni fast við það, að hann hefði ekki komizt að útgáfu keðjutékka fyrr en um haustið 1963, er meðákærði Jósa- 139 fat hafi upplýst hann um það atriði. Hann hafi þá fengið að vita, að innstæðulausir tékkar voru þá í umferð vegna fyrirtækjanna, er hann og meðákærði Jósafat áttu í, að upphæð kr. 1- 2.000.000.00. Ákærði Jósafat hélt fast við það, að ákærða Áka Guðna hefði verið um það kunnugt, að keðjutékkar svokallaðir voru settir í umferð í janúarmánuði 1962 vegna Kyndils h/f, enda þótt meðákærði Áki Guðni hefði ekki átt hugmyndina að þeirri framkvæmd. Meðákærða Áka Guðna hafi þá verið kunnugt um upphæðir tékkanna, er lágu fyrir í póstafgreiðslunni, enda hafi hann fengið upplýsingar um það frá Þórði póstvarðstjóra við uppgjör Þórðar og einnig frá honum. Hann telji meðákærða Áka Guðna hafa að öllu leyti séð um þá hlið viðskiptanna, er laut að póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli frá miðju ári 1963. Hann hafi hins vegar sjálfur séð um að ná í féð til Reykjavíkur. Fyrir dómi hefur ákærði Albert Karl skýrt svo frá hinn 3. marz 1964, að hann hafi starfað fyrir ýmis fyrirtæki á Ísafirði sem skrifstofumaður allt fram til febrúarmánaðar 1962, en þá hafi hann ráðizt til fyrirtækisins Kassagerðar Suðurnesja h/í. Hann hafi að mestu séð um rekstur þess fyrirtækis. Hann hafði prókúruumboð fyrir fyrirtækið. Í marzmánuði 1963 hafi hann ráð- izt til annarra fyrirtækja, er ekki lúta að máli þessu. Hinn 15. ágúst 1963 hafi hann ráðizt til Ísfélags Keflavíkur h/f. Aðaleigendur hafi þá verið þeir meðákærði Jósafat og meðákærði Áki. Honum hafi verið afhent eitt hlutabréf í fyrirtækinu að upphæð kr. 50.00. Hann hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hafi starf hans verið fólgið í því að sjá um verklegar framkvæmdir við endurbætur á fasteign félagsins. Framkvæmdirnar hafi miðað að því að reka frystihús. Ætlun stjórnarinnar hafi verið að fela honum rekstur frystihússins, er það tæki til starfa. Stjórnarfor- maður félagsins, meðákærði Jósafat, hafi óskað þess við hann, að hann tæki við prókúruumboði fyrir félagið. Úr hafi orðið, að hann hafi tekið við prókúruumboði í nóvemberlok 1963. Jósafat stjórnarformaður hafi haft prókúruumboð ætíð. Enn fremur hafi meðákærði Áki fengið prókúruumboð á sama tíma og hann. Í starfi sínu hafi hann meðal annars samþykkt víxla vegna félagsins og jafnvel gefið út tékka fyrir ýmsum minni greiðslum. Hins vegar hafi hann ekki haft með meiri háttar fjármálaviðskipti að gera. Hinn 8. desember hafi hann farið til útlanda á vegum fé- lagsins. Hann hafi komið aftur til landsins 23. desember 1963. Hann hafi farið utan að nýju 27. sama mánaðar og komið að utan aftur 9. eða 10. janúar 1964. Áður en hann hafi farið utan 140 í byrjun desember, hafi meðákærði Jósafat óskað þess við hann, að hann undirritaði tékka fyrir hönd Ísfélagsins, en slíkt hafi meðákærði Jósafat talið nauðsynlegt vegna greiðslna, er til kynnu að falla í fjarveru hans. Hann hafi þannig undirritað 20—30 tékka fyrir hönd Ísfélagsins, án þess að meginmál þeirra væri ritað, og afhent Jósafat. Hann hafi í einu eða tveim tilvikum öðrum en þessum undirritað tékka fyrir hönd Ísfélagsins og afhent þá meðákærða Jósafat óútfyllta og þá hafi verið um eitt eða tvö tékkablöð að ræða hvort sinn. Störf hans erlendis vegna Ísfélagsins h/f hafi verið þau að ganga frá afurðaláni ensku að upphæð £ 18.000. Lánið hafi fengizt og verið lagt inn á hlaupa- reikning Ísfélagsins h/f við Útvegsbanka Íslands í Reykjavík. Hann hafi annazt um að greiða af láni þessu nauðsynlegar skuldir félagsins. Frekari afskipti af málum félagsins hafi hann ekki haft allt fram yfir mánaðamótin janúar og febrúar 1964. Fyrir dómi hinn 9. apríl 1964 hefur ákærði Albert Karl skýrt svo frá, að í 2 eða 3 skipti seinni part árs 1963 hafi hann farið með lokuð umslög að beiðni meðákærða Jósafats upp í póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli. Hann hafi ekki spurt meðákærða Jósafat um það, hvers eðlis þessi viðskipti væru við póstafgreiðsluna, en hann hafi reiknað með því, að meðákærði Jósafat væri að sím- senda peninga gegnum póstafgreiðsluna, en hann hafi orðið var við það í bókhaldi Kyndils, að meðákærði Jósafat hefði iðulega símsent peninga í gegnum póstafgreiðsluna. Hann hafi ekki verið viðriðinn sendingar póstávísana, hvorki vegna fyrirtækja né per- sónulega, allt fram í febrúar 1964. Fyrir dómi hinn 27. febrúar 1964 hefur ákærði Þórður Einar skýrt svo frá, að Ísfélag Keflavíkur h/f hafi í um það bil hálft annað síðastliðið ár haft viðskipti við póstafgreiðsluna á Kefla- víkurflugvelli, þannig að senda símapóstávísanir frá póstafgreiðsl- unni. Enn fremur hafi fyrirtæki sömu eigenda haft sams konar viðskipti. Í upphafi viðskiptanna við fyrirtæki þessi hafi hann stundum athugað um það, hvort innstæður væri fyrir hendi á greiðslutékkum frá framangreindum fyrirtækjum. Það hafi reynzt vera í þeim tilvikum, er hann athugaði um það. Hann hafi sjálfur miklu oftar tekið við 'greiðslutékkum vegna símapóstávísana heldur en afgreiðslustúlkan. Hann setti afgreiðslustúlkunni engar reglur um það, hvernig hún ætti að bera sig að við að kaupa tékka í sambandi við starfrækslu póstafgreiðslunnar. Hann hafi orðið var við, að stúlkan tók á móti greiðslutékkum til póstafgreiðsl- unnar að allháum upphæðum. Hann hafi engar athugasemdir 141 um það gert. Fjárhagslegt uppgjör hafi jafnan farið fram einu sinni í mánuði við pósthúsið í Reykjavík. Þá hafi hann afhent fé það, er borizt hafði póstafgreiðslunni viðkomandi mánuð. Hann hafi ekki verið beðinn um annars konar uppgjör. Hann kannist ekki við að hafa fengið óskir um að skila fé utan mánaðarupp- gjöra, ef mikið fé bærist. Hann hafi því haft það fyrir fasta reglu öll árin að gera upp fjármálin við pósthúsið í Reykjavík einu sinni í mánuði einungis, þó í 2—-3 tilvikum hafi aðalgjald- keri pósthússins í Reykjavík haft samband við hann í síma og óskað þess, að hann sendi fé utan hinna föstu mánaðargreiðslna. Fyrir dómi hinn 6. marz 1964 skýrði ákærði Þórður Einar meðal annars svo frá, að sú aukning, er sýnilega verður í febrúarmánuði 1962 á heildarupphæð tékka og stígandi, er þar verður á efi- ir, á heildarupphæðinni megi að mestu rekja til fyrirtækja ákærða Jósafats og ákærða Áka Guðna. Hann ítreki, að í upphafi viðskiptanna hafi verið innstæða fyrir tékkum fyrirtækjanna. Hann hafi ekki athugað um tékka frá Ísfélagi Keflavíkur h/f, er það fyrirtæki hóf að senda símapóstávísanir frá póstafgreiðslunni og að greiða þær þar með tékkum. Hann ætli, að ástæðan fyrir því, að hann athugaði ekki með tékkana, að eigendur Ísfélagsins hafi átt sams konar viðskipti við póstafgreiðsluna í marga undan- gengna mánuði, án þess að nokkuð væri athugavert við viðskiptin. Til glöggvunar fer hér á eftir heildarskrá um upphæðir sendra símapóstávísana frá póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli yfir hvern mánuð frá 1/1 1961 til 14/2 1964, enn fremur frá 15/2 1964 út marzmánuð 1965. 1961 1962 1963 1964 Janúar .. .. 22.391.70 51.381.80 —1.072.899.57 2.585.572.45 Febrúar „.. 29.584.41 295.013.97 1.350.045.92 2.167.384.23 Marz . 22.329.36 — 429.201.94 1.453.633.59 til 14/2 1964 Apríl . 34.478.57 — 463.476.95 „ 1.954.091.35 Maí .. . 32.529.75 — 681.851.20 320.807.10 Júní . .. .. 17.536.21 566.149.40 #1.085.927.72 Júlí . .. .. 42.318.20 —822.183.38 —2.575.287.33 Ágúst .. .. 56.717.85 — 860.258.37 1.872.751.00 September . 59.328.67 "778.641.95 1.888.296.08 Október... 3.761.50 '736.308.81 1.787.732.00 Nóvember . 26.602.19 867.536.30 2.439.872.45 Desember .. 37.839.50 842.287.74 3.590.324.17 Kr.385.417.91 '7.394.291.81 21.391.668.28 4.752.956.68 142 1964 1965 Febrúar (15/2—5/3) .. 9.797.00 Janúar ...... .. 20.476.05 Marz .. .. .. .. 2. 2. 6.668.00 Febrúar... .. .. 10.787.00 Apríl .. .. 2... 2... 25.921.80 Marz....... .. 22.590.15 Maí...... .... 2. 2. 13.191.00 Júní.... ,......... 34.614.00 JÚ .............. 87.454.70 Ágúst .. .. .. 2... .. 25.603.88 September „. .. .. .. 57.132.95 Október .. .. .. .. .. 10.356.80 Nóvember ........ .. 11.859.30 Desember .. ........ 36.944.60 Kr. 269.544.03 Kr. 53.783.20 IV. Fyrir dómi hinn 6. marz 1964 hefur ákærði Jósafat skýrt svo frá, að hann hafi frá fyrstu dulið meðákærða Þórð Einar póst- varðstjóra, hvernig háttaði um símapóstávísanirnar og það hafi ekki verið fyrr en meðákærði Áki tók að sér að skýra fyrir með- ákærða Þórði Einari, hvernig málin stæðu, að hann vissi, að alit væri ekki með felldu með tékkana. Atvik að því hafi verið bau, að meðákærði Áki Guðni og hann hafi rætt um það um haustið 1963, í ágúst eða september, að gott væri að vita, hvernig póstaf- greiðslan á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér tékka, til þess að skapa meira öryggi í viðskiptunum. Úr hafi orðið, að meðákærði Áki Guðni hafi gengið á fund meðákærða Þórðar Einars póstvarð- stjóra til þess að óska þess við hann, að hann léti þá meðákærða Áka Guðna vita um, hvenær hann sendi frá sér tékka frá fyrir- tækjum hans og meðákærða Áka Guðna, er lágu í póstafgreiðsl- unni sem greiðslur á símapóstávísunum. Meðákærða Áka Guðna hafi werið gert að skýra meðákærða Þórði Einari frá því, að fyrirtækin ættu von á góðum lánum, sem mundu notuð til þess að greiða pósthúsinu. Eftir fund meðákærðu Áka Guðna og Þórðar Einars hafi meðákærði Áki Guðni skýrt honum frá því, að með- ákærði Þórður Einar hefði lofað að láta þá vita, þegar hann sendi tékka vegna mánaðaruppgiöra póstafgreiðslunnar. Sá háttur hafi orðið á, að meðákærði Þórður Einar póstvarðstjóri hafi yfirleitt alltaf látið ákærða Áka Guðna vita, hvenær mánaðaruppgjör yrðu send. Mánaðaruppgjörin hafi venjulega verið send fyrstu viku 2 hvers mánaðar fyrir mánuðinn á undan. Þá viku hafði póstaf- 143 greiðslan á Keflavíkurflugvelli keypt nýja tékka af fyrirtækj- unum vegna sendinga á símapóstávísunum. Andvirði þeirra síma- póstávísana var þá annað hvort notað til þess að leggja inn fyrir tékkunum fyrir mánuðinn á undan eða beinlínis til þess að kaupa að nýju þá tékka af póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli. Með- ákærði Áki Guðni hafi séð um kaup tékkanna. Áður en ákærði Þórður Einar hafi verið beðinn um að láta þá vita um tékka fyrir- tækjanna, hvenær þeir færu úr póstafgreiðslunni, hafi það oft komið fyrir, að tékkar kæmu inn á hlaupareikning fyrirtækjanna um mánaðamót, er ekki reyndist innstæða fyrir í augnablikinu. Hann hafi jafnan getað bjargað tékkum þessum með stuttum skyndilánum. Hinn 7. marz 1964 komu ákærðu Áki Guðni og Jósafat fyrir dóm. Ákærði Áki Guðni mótmælti þá því að hafa séð um endur- kaup tékka, er lágu innstæðulausir vegna fyrirtækja þeirra með- ákærða Jósafats í póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli, eða að hafa séð um að öðru leyti þá hlið viðskiptanna, er lutu að því að koma tékkum þar á framfæri. Í þau skipti, er hann hafi farið í póstafgreiðsluna vegna fyrirtækjanna, hafi hann komið fram sem sendimaður fyrirtækjanna og farið þar að öllu leyti að beiðni meðákærða Jósafats. Hann hafi afhent lokuð umslög í afgreiðsluna og þá tekið til baka önnur umslög til fyrirtækj- anna. Hann hafi engan veg né vanda haft af sendingu síma- póstávísana. Ákærði Áki Guðni ítrekaði þá, að hann hefði ekki komizt að því, hvernig komið var í póstafgreiðslunni, fyrr en um haustið 1963. Vel geti verið, að á þeim tíma hafi hann rætt um mál þessi við meðákærða Þórð Einar og þá jafnvel fengið upp- lýsingar hjá meðákærða Þórði Einari um einstök uppgjör hans, en hefur talið útilokað, að hann hafi gefið honum mánaðarlegar skýrslur um uppgjör við pósthúsið í Reykjavík. Hinn sama dag kom ákærði Þórður Einar fyrir dóm og skýrði meðal annars svo frá, að um haustið 1963 hefði meðákærði Áki Guðni komið til hans, ef til vill í septembermánuði, til að spyrj- ast fyrir um, hvenær hann sendi frá sér tékka fyrirtækja þeirra, er hann og meðákærði Jósafat áttu í, þ. e. tékka þeirra, er voru greiðslur símapóstávísana. Hann hafi skýrt meðákærða Áka Guðna frá því, að hann sendi tékkana 5.—10. hvers mánaðar, og hafi hann þá átt við þá tékka, er gefnir voru út mánuðinn á undan. Þá hafi hann tvo til þrjá mánuði ársins 1963, í nokkur skipti, leyft meðákærða Áka Guðna vegna áðurgreindia fyrir- tækja að kaupa tékka að nýju, er lagðir höfðu verið inn í póst- 144 afgreiðsluna sem greiðsla símapóstávísana. Meðákærði Áki Guðni hafi þannig keypt hverju sinni tékka fyrir kr. 200—300.000.00. Sama dag skýrði ákærði Áki svo frá um endurkaup tékka, er ákærði Þórður hefur nú greint frá, að endurkaupin hafi farið fram, en hann hafi þar verið sendur af meðákærða Jósafat. Hann hafi verið sendur með peninga í lokuðum umslögum. Hann hafi afhent umslögin í afgreiðslu pósthússins. Þar hafi honum verið fengin önnur umslög til baka, lokuð umslög að hann minni, en í þeim umslögum hafi hann witað, að hafi verið eldri tékkar frá fyrirtækjum þeirra meðákærða Jósafats. Ákærði Þórður Einar hefur talið lýsingu meðákærða Áka Guðna rétta um endurkaup tékkanna. Samræmi hefur á hinn bóginn ekki náðst í framburði ákærðu Jósafats og Áka Guðna varðandi þá fullyrðingu ákærða Jósafats, að meðákærði Áki Guðni hafi jafnan látið hann wita, er ákærði Þórður sendi mánaðaruppgjör til pósthússins í Reykjavík einhvern tíma haustsins 1963. Ákærði Áki Guðni hefur haldið fast við það, að meðákærði Þórður Einar hafi í eitt sinn gefið sér almennar upplýsingar um sendingu slíkra uppgjöra frá póst- afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli. Ákærði Þórður hefur skýrt frá um þetta atriði á sömu lund og ákærði Áki Guðni. Vegna rannsókna á verktakastarfsemi ákærða Jósafats, er leitt hefur til ákæru í máli þessu, var ákærði Jósafat úrskurðaður í gæzluvarðhald hinn 31. janúar 1964. Í gæzluvarðhaldinu sat ákærði Jósafat í 45 daga. V. Vegna skipta ákærðu Áka Guðna og Alberts Karls fyrir hönd Ísfélags Keflavíkur h/f við póstafgreiðsluna á Keflavíkurflug- velli eftir 31. janúar 1964 þykir nauðsyn bera til upplýsinga í málinu að rekja nokkuð framburði ákærðu Áka Guðna og Alberts Karls og enn fremur ákærða Þórðar Einars. Fyrir dómi hefur ákærði Áki Guðni skýrt svo frá, að einum til tveim dögum eftir að meðákærði Jósafat var úrskurðaður í gæzlu- warðhald, svo sem rakið hefur verið, hafi meðákærði Þórður Einar komið að máli við sig. Meðákærði Þórður Einar hafi þá skýrt honum svo frá, að innstæðulausir tékkar vegna Ísfélags Keflavíkur h/f lægju í kassa póstafgreiðslunnar, og yrði annað tveggja að gera að greiða tékkana eða þá gefa út nýja tékka, þannig að hægt yrði að eyðileggja tékkana í kassanum, til þess að uppgjör við pósthúsið í Reykjavík gæti farið fram fyrir janúarmánuð 1964. Honum hafi ekki komið þetta erindi með- 145 ákærða Þórðar Einars á óvart, hins vegar, er meðákærði Þórður Einar hafi nefnt upphæð hinna innstæðulausu tékka, en upp- hæðina hafi hann verið með á strimli og reyndist vera rösklega kr. 2.500.000.00, þá hafi honum brugðið mjög við upplýsingarnar. Hann hafi sagt meðákærða Þórði Einari, að hann mundi athuga málið. Hann hafi sett sig þegar í samband við meðákærða Albert Karl og skýrt honum frá samtali þeirra meðákærða Þórðar Einars. Meðákærða Albert Karli hafi sýnilega brugðið mjög mikið við tíðindi þessi, ekki sízt, er hann skýrði honum frá því, að hann, Albert Karl, væri útgefandi allra tékkanna vegna Ísfélagsins, en það hafði meðákærði Þórður Einar upplýst hann um. Litlu síðar hafi þeir meðákærði Albert Karl átt annan fund um málið, en þá hafi hann verið búinn að afla sér gagna varðandi Ísfélagið, er eiginkona meðákærða Jósafats hafði afhent honum. Meðal gagn- anna hafi hann talið sig finna áætlun meðákærða Jósafats um það, hvernig fleyta skyldi tékkunum í póstafgreiðslunni áfram. Gagn þetta, er ákærði Áki Guðni greinir frá í framburði sínum, hefur verið lagt fram í dóminum, og hefur meðákærði Jósafat viðurkennt, að þar sé um áætlun sína að ræða til að framfleyta innstæðulausum tékkum, er þá voru í vörzlu póstafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli. Ákærði Áki Guðni skýrði þá svo frá, að þá hafi orðið að ráði með þeim meðákærða Albert Karli að reyna að fleyta tékkunum í póstafgreiðslunni áfram í samræmi við áætlunina í þeirri von, að meðákærði Jósafat yrði fljótt frjáls ferða sinna og gæti sjálfur komið fram til þess að ráða fram úr málinu. Að samkomulagi hafi orðið, að meðákærði Albert Karl gæfi út tékka vegna Ísfélagsins til greiðslu á símapóstávísunum, næði síðan í andvirði símapóstávísana og leysti síðan út eldri tékka. Í gögnum málsins hefur ákærði Áki séð ljósrit tékka þeirra, er lágu í kassa póstdeildarinnar á Keflavíkurflugvelli við endur- skoðun þar, eða tékka þá, er raktir eru í stafliðum 4— 11 í Il. kafla A II. þáttar ákæru. Allir eru tékkarnir útgefnir í Keflavík á hlaupareikning Ísfélags Keflavíkur h/f við Sparisjóðinn í Kefla- vík nr. 40 og allir undirritaðir pr. pr. Ísfélag Keflavíkur h/f, Albert K. Sanders. Tékkarnir í stafliðum 4, 5 og 6 í ákæru eru allir gefnir út 3. febrúar 1964 og eru samtals að upphæð kr. 1.142.249.00. Tékki í staflið 7, útgefinn 5. febrúar 1964, að upp- hæð ki. 368.361.41. Tékkarnir í stafliðum 8—11 eru allir gefnir út 6. febrúar 1964 og eru samtals að upphæð 649.359.12, eða samtals allir tékkarnir að upphæð kr. 2.159.969.53. Hann hafi séð um að fara með tékkana í pósthúsið. Hann hafi lagt tékkana 10 146 þar inn í lokuðum umslögum. Móttakendur símapóstávísananna í Reykjavík hafi verið Arngrímur og Kristján Arngrímssynir, bræður meðákærða Jósafats, og Pétur Einarsson, Austurstræti 12, viðskiptafélagi meðákærða Jósafats. Sumpart hafi símapóstávís- anirnar átt að leggjast inn á reikninga við Verzlunarbankann og Útvegsbankann í Reykjavík. Hann og meðákærði Albert Karl hafi persónulega talað við viðtakendurna þrjá, er fallizt höfðu á að taka við peningunum og afhenda þá að nýju honum og með- ákærða Albert Karli. Ákærða Þórði Einari hafi tvisvar sinnum verið afhentir peningar í febrúarmánuði 1964 til kaupa á innstæðulausum tékkum Ísfélagsins, útgefnum í janúarmánuði sama ár. Í fyrra sinn hafi hann afhent meðákærða Þórði Einari peninga í pósthúsinu að þeirri upphæð, er framangreindir greiðslutékkar, útgefnir 3. febrúar 1964, hljóða um, eða kr. 1.142.249.00, en á útgáfudegi tékkanna fór fram sending peninga í gegnum póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli, og war greitt fyrir þá sendingu með nefndum tékkum. Þá hafi þeir meðákærði Albert Karl sent símapóstávísanir hinn 5. og 6. febrúar 1964 og greitt þær með tékkunum, er dagsettir eru þá daga. Síðari pen- ingaafhendingin til meðákærða Þórðar Einars hafi farið fram á heimili sínu að kvöldi 6. eða 7. febrúar 1964. Meðákærði Þórður Einar hafi þá við móttöku fjárins frá honum og meðákærða Albert Karli afhent janúartékka sömu upphæðar. Ákærði Albert Karl hefur skýrt frá málavöxtum í febrúar- mánuði á viðlíka hátt og ákærði Áki. Hann hafi orðið forviða, er hann frétti um hina innstæðulausu tékka við póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli að upphæð um kr. 2.500.000.00. Hann hafi ekki vitað um tékka þessa og þá ekki, að hann væri útgefandi þeirra fyrir hönd Ísfélags Keflavíkur h/f. Að ráði hafi orðið með beim meðákærða Áka Guðna að framfleyta tékkakeðjunni og þannig hafi skipazt, að hann hafi gefið út hinn 3. febrúar tékka, samtals að upphæð kr. 1.142.249.00, svo sem rakið hefur verið. Meðákærði Áki-Guðni hafi komið tékkunum upp í póstafgreiðslu og greitt með þeim símapóstávísanir sömu upphæða. Móttakendur fjárins í Reykjavík hafi verið þeir aðiljar, er greint hefur verið frá. Móttakendurnir hafi allir fallizt á að taka við fénu, án þess að þeim hafi verið gefnar skýringar á. Hinn 4. febrúar 1964 höfðu þeir meðákærði Áki Guðni farið til Reykjavíkur og sótt féð til móttakenda þess. Næsta dag hafi meðákærði Áki Guðni tekið peningana og farið með þá í póstafgreiðsluna á Keflavíkurflug- velli. Meðákærði Áki Guðni hafi sagt sér strax á eftir, að hann 147 hefði fengið tékka, útgefna Í janúar, sömu upphæða og fé því nam, er hann afhenti í póstafgreiðslunni hjá meðákærða Þórði Einari. Hann hafi ekki séð janúartékka þessa. Meðákærði Áki Guðni hafi sagt sér, að hann hefði rifið þá téklka. Hinn 5. febrúar hafi hann gefið út í sama tilgangi tékka að upphæð kr. 368.361.41, sbr. 7. tölulið II. kafla A II. þáttar ákæru. Meðákærði Áki Guðni hafi komið tékkanum í póstafgreiðsluna og upphæð hans hafi verið lögð inn á reikning, er Ísfélag Keflavíkur átti við Útvegs- bankann í Reykjavík. Hinn 6. febrúar hafi hann síðan ritað enn í sama skyni fyrir hönd Ísfélagsins 4 tékka, samtals að upphæð kr. 649.359.12. Peningarnir hafi verið lagðir inn í Útvegsbank- ann í Reykjavík og enn fremur Verzlunarbankann, þó hafi nefndir Pétur Einarsson og Arngrímur Arngrímsson tekið við nokkru af andvirði tékkanna. Eftir peningasendinguna 6. febrúar hafi meðákærði Áki Guðni farið til Reykjavíkur til að ná í andvirði símapóstávísananna til Péturs og Arngríms. Hann muni það með vissu, að meðákærði Áki Guðni hafi komið með peningana úr Reykjavík föstudaginn 7. febrúar 1964. Að kvöldi þess dags hafi hann farið heim til meðákærða Áka Guðna og þangað hafi einnig komið meðákærði Þórður Einar. Þar hafi ákærða Þórði Einari verið afhent mikið reiðufé, örugglega nokkur hundruð þúsund krónur, og minni hann fastlega, að meðákærði Þórður Einar hafi ekki í það sinn afhent tékka í staðinn, heldur hafi hann afhent meðákærða Áka Guðna janúartékkana daginn eftir. Hann muni til þess í umrætt skipti að hafa minnzt á það við meðákærða Þórð Einar, hvort hægt yrði fyrir hann að geyma tékka þannig fyrir þá. Hann minni, að meðákærði Þórður Einar hafi svarað því til, að það væri allt í lagi að geyma tékkana einhvern tíma. Við samprófun ákærðu Alberts Karls og Þórðar Einars taldi ákærði Þórður Einar meðákærða Albert Karl skýra rétt frá um fund þeirra 7. febrúar 1964 ásamt meðákærða Áka Guðna. Ákærði Þórður Einar mótmælti því þá að hafa lofað þeim ákærðu Áka Guðna og Albert Karli að geyma fyrir þá tékka í póstafgreiðslunni eða að hafa haft orð á því, að slík geymsla væri möguleg í stuttan tíma. Ákærði Albert Karl hefur á hinn bóginn haldið fast við fyrri framburð um íþetta, en samræmi hefur ekki náðst í fram- burðina. Í samprófun þeirra ákærðu Áka Guðna og Þórðar Einars hefur Áki Guðni haldið fast við það, að meðákærði Þórður Einar hafi komið að máli við hann einum til tveim dögum eftir að með- ákærði Jósafat fór í gæzluvarðhald og skýrt sér þá frá innstæðu- 148 lausum tékkum Ísfélagsins. Ákærði Áki Guðni hefur talið víst, að samtalið hafi farið fram, áður en febrúartékkarnir voru gefnir út, eða í síðasta lagi 3. febrúar 1964. Ákærði Þórður Einar hefur mótmælt því að hafa rætt við meðákærða Áka Guðna á þessum tíma. Meðákærði Áki Guðni hafi farið rangt með dagsetningar, hann eigi við 11. febrúar 1964, er endurskoðun hafi farið fram í póstafgreiðslunni. Samræmi náðist ekki í framburði ákærðu varðandi þetta atriði. Ákærði Þórður Einar hefur þá mótmælt því, að peningaaf- hendingar frá meðákærðu Áka Guðna og Albert Karli hafi farið fram tvívegis í febrúarmánuði 1964. Afhendingin hafi einungis farið fram einu sinni, og það 7. febrúar á heimili meðákærða Áka Guðna. Þá hafi hann tekið við fé fyrir eldri tékkum að fjárhæð kr. 1—1.500.000.00. Ákærði Áki Guðni hefur á hinn bóginn haldið fast við það að hafa í tvö skipti afhent meðákærða Þórði Einari peninga, eins og rakið hefur verið í framburði hans hér að framan. Samræmi í framburði ákærðu um þetta atriði náðist ekki. Upplýst þykir í málinu, að ákærðu Áki Guðni og Albert Karl hafi ekki staðið að útgáfu fleiri tékka en þegar hefur verið greint frá, í febrúarmánuði 1964, en í framhaldi af því gáfu ákærðu sig fram við bæjarfógetann í Keflavík hinn 14. febrúar 1964 og gáfu þar frumskýrslur fyrir dómi í málinu. Jafnframt afhentu þeir gögn, er ákærði Áki Guðni hafði fengið varðandi Ísfélag Keflavíkur h/f. Fyrir dómi hafa framburðir ákærða Þórðar Einars verið mjög á reiki um veigamikil atriði rannsóknarinnar, og þykir nauðsyn til bera að rekja nokkuð frekar framburði hans í málinu. Hinn 6. marz 1964 skýrði ákærði Þórður Einar svo frá, að hann teldi ekki, að hann hefði athugað um greiðslutékka frá Ísfélagi Kefla- víkur h/f, er það hóf að senda símapóstávísanir frá póstafgreiðsl- unni og greiða þær með tékkum. Hann telji, að ástæðan fyrir því, að hann hafi ekki athugað um þá tékka, hafi verið sú, að eigendur Ísfélagsins hafi átt sams konar viðskipti við póstafgreiðsl- una í marga undangengna mánuði, án þess að nokkuð væri at- hugavert við þau. Hann hafi fyrst fengið grun um það, að greiðslu- tékkarnir væru ekki góðir, nokkru áður en hann skilaði af sér uppgjöri fyrir janúarmánuð 1964 til pósthússins í Reykjavík. Það hafi verið einhverja fyrstu dagana í febrúar 1964. Þá hafi meðákærði Áki Guðni komið í póstafgreiðsluna með mikið reiðufé, um það bil kr. 1.500.000.00. Meðákærði Áki Guðni hafi með fé þessu viljað kaupa tékka, útgefna í janúarmánuði 1964 af Albert 149 K. Sanders vegna Ísfélags Keflavíkur h/f, en tékkarnir hafi verið greiðsla á símapóstávísunum, sendum í janúarmánuði 1964. Hann hafi leyft, að tékkarnir væru keyptir aftur. Meðákærði Áki Guðni hafi afhent honum féð, en meðákærði Áki Guðni hafi fengið tékka til baka, sömu upphæðar. Við þessa framkomu með- ákærða Áka Guðna hafi hann fengið grun um, að tékkarnir hafi ekki verið góðir við útgáfu þeirra. Atburð þennan telji hann, að farið hafi fram eftir 3. febrúar 1964, en fyrir 6. febrúar sama ár. Hann telji fullvíst, að hann hafi ekki sent símapóstávísanir vegna fyrirtækjanna, eftir að meðákærði Áki Guðni kom með fúlguna í póstafgreiðsluna. Síðar sama dag skýrði ákærði svo frá fyrir dómi, að hann myndi nú, að um áramótin 1963 og 1964 hefði meðákærði Áki Guðni komið í póstafgreiðsluna með reiðufé og óskað eftir því við hann að fá að kaupa tékka frá Ísfélaginu, er þá lágu í kassa póstafgreiðslunnar. Hann hafi leyft þetta. Meðákærði Áki Guðni hafi keypt tékka fyrir kr. 100--200.000.00 við þetta tækifæri. Þetta hafi skeð, áður en desemberuppgjörið 1963 fór fram. Honum hafi ekíki fundizt nein ástæða til að sýna tortryggni í viðskiptum við Ísfélagið, enda þótt þessi háttur hafi verið um kaup tékkanna. Eftir að ákærða Þórði hafði sama dag verið kynntur fyrir dómi framburðir meðákærðu Áka Guðna og Alberts Karls um kaup þeirra á tékkum af meðákærða Þórði Einari á heimili Áka Guðna, þá breytti ákærði Þórður Einar framburði sínum og kvað framburð sinn frá sama degi um ferðir meðákærða Áka Guðna í póstafgreiðsluna með fúlguna til kaupa janúartékkanna ekki réttan. En sama dag skýrði ákærði Þórður Einar svo frá, að uppgjörið við pósthúsið í Reykjavík hefði getað þurft að framkvæma hvenær sem var utan hinna mánaðarlegu upp- gjöra, en það hafi farið eftir ástæðum pósthússins í Reykjavík. Fyrri framburð sinn, er hnigi í aðra átt, teldi hann ónákvæman og byggðan á misskilningi. Fyrir dómi hinn 7. marz 1964 skýrði ákærði Þórður Einar svo frá um endurkaup tékka, að 2—3 síðustu mánuði ársins 1963 hafi hann í nokkur skipti leyft meðákærða Áka Guðna vegna áðurgreindra fyrirtækja að kaupa að nýju tékka, er lagðir höfðu verið inn í póstafgreiðsluna sem greiðsla símapóstávísana. Hann telji, að meðákærði Áki Guðni hafi þannig keypt hverju sinni tékka fyrir kr. 200—300.000.00. Ákærði Þórður Einar hefur þá jafnan fyrir dómi mótmælt þeim framburði vitnisins Sveins Þórðarsonar aðalendurskoðanda, að hann hafi sagt vitninu við endurskoðun þess í pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli, að hann hefði athugað um innstæður tékka 150 Ísfélagsins, er voru í kassa póstafgreiðslunnar við endurskoðun vitnisins. Hann hafi sagt eitthvað í þá áttina, að ástæðulaust væri að athuga um tékkana vegna fyrri viðskipta þess fyrir- tækis. Vitnið Sveinn Þórðarson hefur á hinn bóginn haldið fast við fyrri framburð sinn um umsögn Þórðar um tékkana við endur- skoðun þess, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Samræmi hefur ekki náðst í þessa framburði. Fyrir dómi hinn 6. marz 1964 skýrði ákærði Þórður Einar svo frá um fundinn 14. febrúar 1964 með póst- og símamálastjóra og fleirum, að hann hafi við það tækifæri skýrt fundarmönnum ranglega frá um það, að honum hafi verið um það kunnugt, að svokallaðir keðjutékkar færu í gegnum póstafgreiðsluna á Kefla- víkurflugvelli. Hann hafi engar grumsemdir haft um það, að tékkar, er þar færu í gegn, væru ekki góðir. Hins vegar hafi hann skýrt póst- og símamálastjóra svo frá til þess að beina athyglinni að sjálfum sér. Frekari skýringar fékkst ákærði ekki til að gefa á þeirri ósannsögli, er hann þar greinir frá. Á fundinum hafi hann viðurkennt að hafa keypt tékka fyrir hönd póstafgreiðsl- unnar án þess að athuga um innstæður þeirra. Honum hafi þá verið kynntar gildandi reglur um kaup tékka á pósthúsum. Hann hafi þegar viðurkennt að hafa brotið reglurnar. Hann hafi hins vegar ekki vitað um reglur þessar fyrir fundinn. Er ákærða Þórði var hinn 6. marz kynntur framburður vitna þeirra, er sátu fund með honum 14. febrúar 1964, en vitnaframburðirnir eru raktir hér að framan, gerði ákærði Þórður þær athugasemdir við fram- burðina, að hann hefði skýrt fundarmönnum svo frá, að hann hefði nýlega orðið var við það, að keðjutékkar færu í gegnum póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli. Hann hefði ekki greint svo frá, að honum hefði verið um það kunnugt haustið 1963. Hinn 7. marz sama ár skýrði ákærði Þórður Einar svo frá um fundinn 14. febrúar 1964 hjá póst- og símamálastjóra, að hann hefði við það tækifæri skýrt fundarmönnum þar frá því, að hon- um hefði verið kunnugt um, að tékkar, er innstæður reyndust ekki fyrir, komu í póstafgreiðsluna. Hann hafi þá átt við tékka Ísfélagsins. Hann hefði skýrt fundinum frá því, að hann hefði orðið þess var um mánaðamótin nóvember— desember 1963. Hann hefði skýrt fundinum ranglega frá um þetta til að leiða athyglina að sér persónulega, en frá forráðamönnum Ísfélagsins, til þess að gefa þeim forráðamönnum kost á því að greiða andvirði tékk- anna. 151 VI. Að tilhlutan dómsins ritaði Sparisjóðurinn Í Keflavík hinn 7. apríl 1964 dóminum um það, að eigendur fyrirtækisins Kyndils h/f í Keflavík hefðu fengið á árinu 1962 kr. 300.000.00 yfirdrátt á hlaupareikning fyrirtækisins nr. 626 við sparisjóðinn. Sparisjóð- urinn hafði þá fengið veð, tryggingarbréf, útgefið 1. febrúar 1962, í íbúðarhúsi eins af eigendum, eða ákærða Áka Guðna, í Ytri- Njarðvík, til tryggingar yfirdrættinum. Í bréfi sparisjóðsins segir svo enn fremur: „Á öðrum reikningum fyrirtækja Jósafats ÁArn- grímssonar var ekki yfirdráttarheimild, en þeir fengu sömu að- stöðu og aðrir viðskiptamenn vorir, að ef innstæða var ekki næg fyrir innsendum ávísunum, þá fengu þeir 3 daga frest til að kippa því í lag. Tækist það ekki, voru þær endursendar“. Í bréfi verjanda ákærða Jósafats, Áka Jakobssonar hæstaréttar- lögmanns, til dómsins, dagsettu 25. febrúar 1965, segir m. a. SVO: „Það skal fram tekið, að skjólstæðingur minn, Jósafat, heldur því fram, að ekki hafi verið gefnir út neinir tékkar af hálfu Ís- félags Keflavíkur h/f eða annarra fyrirtækja, er hann var með- eigandi í, til greiðslu á peningasendingum í póstafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli, sem ekki var fyrirfram búið að semja um við Sparisjóð Keflavíkur, að hann innleysti“. Dómurinn tók atriði þetta til rannsóknar. Fyrir dómi hefur ákærði Jósafat lýst tilvitnuð ummæli verjanda síns úr bréfi hans 25. febrúar 1965 rétt. Þannig hafi verið háttur á, að tékkar vegna Ísfélagsins hafi í langflestum tilvikum verið án innstæðu, er þeir komu í Sparisjóðinn Í Keflavík. Guðmundur sparisjóðsstjóri hafi tjáð þeim meðákærða Áka Guðna, að hann mundi ekki endursenda tékka Ísfélags Keflavíkur h/f gegn því, að þeim yrði fljótt kippt í lag. Lagt hafi verið inn á viðkomandi hlaupareikning í áföngum, þannig“ að tékkarnir hafi orðið venju- lega góðir eftir nokkra daga, eða í síðasta lagi, er þeir voru orðnir wiku til 10 daga gamlir í sparisjóðnum. Guðmundur sparisjóðs- stjóri hafi tekið þeim meðákærða Áka Guðna jafnan vel og hafi á orði, að hann mundi gefa þeim kost á því að selja Ísfélagið, ef nauðsyn krefði, til að koma hlaupareikningi félagsins í lag. Fyrir dómi hefur ákærði Áki Guðni skýrt svo frá, að hann myndi ekki til þess, að fastir samningar hefðu komizt á milli Ís- félags Keflavíkur h/f annars vegar og Sparisjóðsins í Keflavík hins vegar, þannig að sparisjóðurinn greiddi tékka Ísfélagsins, enda (þótt innstæða væri ekki fyrir hendi. Hann hafi á hinn bóg- inn oft talað við Guðmund sparisjóðsstjóra, m. a. að sparisjóðs- 152 stjórinn sýndi biðlund vegna tékka frá Ísfélagi Keflavíkur, er eigi höfðu innstæðu, en brátt mundi vera kippt í lag. Meðákærði Jósafat hafi haft mestan veg og vanda af fjármálunum og hafi hann talað við sparisjóðsstjórann að ósk meðákærða Jósafats. Guðmundur sparisjóðsstjóri hafi jafnan sýnt biðlund. Ákærði Albert Karl hefur skýrt svo frá fyrir dómi um atriði þetta, að hann hafi aldrei heyrt talað um nokkurt samkomulag eða samning á milli forráðamanna Ísfélags Keflavíkur annars Vegar og Sparisjóðs Keflavíkur hins vegar um, að sparisjóðurinn greiddi út tékka pr. pr. Ísfélag Keflavíkur, enda þótt ekki væri næg innstæða fyrir slíkum tékkum. Fyrir dóminn hefur komið sem vitni Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, til heimilis að Suðurgötu 6 í Keflavík. Vitnið, er undirritaði bréf sparisjóðsins, sem rakið er hér að framan, hefur staðfest efni þess rétt. Vitnið hefur þá greint frá því, að það hafi ekki gefið þeim ákærðu Jósafat eða Áka Guðna loforð um að geyma innstæðulausa tékka vegna Ís- félagsins. Hins vegar hafi Ísfélagið notið þeirrar þjónustu sem aðrir viðskiptamenn, að innstæðulausir tékkar voru ekki endur- sendir fyrstu 3 dagana, eftir að tékkarnir komu í sparisjóðinn. Vitnið hefur greint frá því, að ákærðu Áki Guðni og Jósafat hafi jafnan haft samband við það, er innstæðulausir tékkar komu í sparisjóðinn, og lofað að kippa slíkum tékkum fljótt í lag, sem og varð þar til í fébrúarmánuði 1964. Í stöku tilfellum hafi komið fyrir, að tékkar frá Ísfélagi Keflavíkur voru án innstæðu Í sparisjóðnum Í allt að viku til 10 daga. Var þá jafnan um smá- upphæðir að ræða. Hinir stærri tékkar voru allir greiddir innan 3 daga frestsins. Vitnið hefur ítrekað, að ekkert almennt sam- komulag hafi komizt á milli forráðamanna Ísfélags Keflavíkur annars vegar og Sparisjóðs Keflavíkur hins vegar um, að spari- sjóðurinn geymdi ákveðinn tíma tékka félagsins, er eigi höfðu innstæðu. Við samprófun vitnisins Guðmundar Guðmundssonar spari- sjóðsstjóra og ákærða Jósafats skýrði vitnið meðal annars svo frá, að bað hefði aldrei heimilað ákærða Jósafat né öðrum forráðamönnum Ísfélags Keflavíkur h/f að gefa út tékka á hlaupa- reikning félagsins við Sparisjóðinn í Keflavík, án þess að tékkinn hefði næga innstæðu. Hins vegar hafi það látið fyrirsvarsmenn- ina njóta sömu aðstöðu og aðra viðskiptamenn sparisjóðsins að endursenda eigi tékka félagsins, er eigi höfðu næga innstæðu, fyrr en að 3 dögum liðnum. Við sama tækifæri skýrði ákærði 153 Jósafat svo frá, að þar sem Guðmundur sparisjóðsstjóri hafi látið kyrrt liggja að endursenda tékka Ísfélagsins, enda þótt þeir jafnvel hefðu eigi innstæðu, eftir þriggja daga frestinn, þá hafi hann litið svo á, að Guðmundur mundi veita þeim forsvarsmönn- um Ísfélagsins jafnan tækifæri til að kippa tékkum í lag, enda þótt það þyrfti að vera með sölu fyrirtækisins. Við lok sam- prófunar skýrði vitnið Guðmundur Guðmundsson svo frá, að ekk- ert loforð hefði verið milli sparisjóðsins og Ísfélags Keflavíkur h/f um geymslu á tékkum, er eigi höfðu innstæðu, fram yfir það, sem það hafði áður skýrt frá (3 daga fresturinn). Ákærði Jósafat vildi engar athugasemdir gera við þann framburð vitnisins Guð- mundar og óskaði ekkert sérstakt fram tekið. Með þessu lauk samprófuninni. VII. Nú hefur þegar verið rakið það helzta, sem fram kom við rann- sókn málsins og máli hefur þótt skipta. Verður nú síðari þáttur ákæru virtur varðandi hvern ákærða fyrir sig. Ákærði Jósafat. Svo sem rakið hefur verið hér að framan, hóf ákærði Jósafat í febrúarmánuði 1962 að selja tékka, er ekki höfðu innstæðu, í póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli, er hann gaf út vegna fyrirtækja, er hann átti í og stýrði. Upphæð slíkra tékka fór hækk- andi og nam í byrjun febrúarmánaðar 1964 kr. 2.667.245.42. Af ástæðum, er greindar hafa verið, seldi ákærði Jósafat eigi slíka tékka eftir janúarmánuð 1964. Heildarupphæð innstæðulausra tékka, er ákærði Jósafat hagnýtti á þann hátt, verður ekki ákveðin með fullri nákvæmni. Orsökin er sú, að meðákærðu Áki Guðni og Albert Karl förguðu nokkru af janúartékkum þeim, er þeir endurkeyptu af póstafgreiðslunni og greint hefuir verið frá. Ákærðu Áki Guðni og Albert Karl hafa talið, að upphæð janúar- tékkanna hafi verið 2.5 milljónir króna. Fram í málinu hefur verið lagt plagg, er ákærði Jósafat hefur talið vera áætlun sína um að framfleyta tékkum þeim, er voru í póstafgreiðslunni án innstæðu. Hann hefur talið plaggið hafa verið útbúið fyrir 25. janúar 1964. Samkvæmt plagginu kemur fram áætlun um að senda til ýmissa aðilja í Reykja, „fyrir mánaðamót“ kr. 800.000.00, „eftir mánaðamót“ kr. 1.700.000.00, eða samtals kr. 2.500.000.00. Ef litið er til skrár endurskoðunardeildar pósts og síma um innborgaðar póstkröfur og póstávísanir til póstdeildarinnar á 154 Keflavíkurflugvelli, kemur fram heildarupphæð slíkra innborgana í janúarmánuði 1964 kr. 2.585.572.45. Frá 15. febrúar 1964 og út marzmánuð 1965 fer heildarupphæð slíkra innborgana pr. mánuð hvergi yfir kr. 58 þúsund og er tíðast mun lægri. Dómurinn er þeirrar skoðunar, að heildarupphæð þeirra innstæðulausu tékka, er ákærði seldi við póstdeildina, hafi numið um kr. 2.500.000.00 við janúarlok 1964. Dómurinn telur ákærða Jósafat hafa hag- nýtt sér andvirði tékka þeirrar upphæðar, enda þótt meðákærði Albert Karl hafi staðið að útgáfu tékkanna, og er vísað í það, sem áður hefur verið rakið varðandi það atriði. Ákærði Jósafat hefur greint frá því, að meðákærði Þórður Einar hafi frá upphafi verið leyndur því, að innstæður brysti fyrir tékkunum, er seldir voru póstafgreiðslunni. Seint á árinu 1963 hafi meðákærði Áki Guðni látið meðákærða Þórð Einar vita, hvernig ástatt var um tékkana. Ósannað er samkvæmt fram- burðum ákærðu Áka Guðna og Þórðar Einars, að annað hafi farið á milli þeirra en að ákærði Þórður Einar upplýsi ákærða Áka Guðna um það, hvenær uppgjör póstafgreiðslunnar færi almennt fram við pósthúsið í Reykjavík. Að öðru leyti lítur dómurinn svo á með vísan til rannsóknar þessa þáttar málsins, að erfitt sé að ákvarða, á hvaða tíma ákærði Þórður fékk vitneskju um innstæðuleysi tékka Ísfélags Keflavíkur h/f, er seldir höfðu verið póstafgreiðslunni. Því verður svo litið á, að ákærði Jósafat hafi notfært sér ranga hugmynd meðákærða Þórðar Einars um tékika þá, er hann seldi við póstafgreiðsluna, og með því haft fé af póstinum að þeirri upphæð, er áður greinir. I. kafli II. þáttar ákæru verður tekinn til greina, og telst því ákærði Jósafat með framferði sínu hafa brotið 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Þórður Einar. Svo sem úrlausn í þætti ákærða Jósafats ber með sér, telur dómurinn ósannað, að ákærði Þórður Einar hafi vitað um inn- stæðuleysi tékka þeirra, er meðákærði Jósafat seldi í póstaf- greiðslunni. Á hinn bóginn þykir rannsókn málsins hafa leitt það óyggjandi í ljós, að Þórður Einar hafi vitað um innstæðu- leysi tékka Ísfélags Keflavíkur h/f, er lágu í kassa póstafgreiðsl- unnar um mánaðamótin janúar—febrúar 1964, fyrstu dagana í febrúarmánuði það ár. Margt bendir þó til þess, að vitneskja ákærða Þórðar Einars um ástand tékkanna hafi skapazt fyrr. Sannað telst, að ákærði Þórður Einar hafi látið þá meðákærðu Áka Guðna og Albert Karl vita um ástand tékkanna og síðan 155 fyrri hluta febrúarmánaðar 1964 tekið við innstæðulausum tékk- um, er meðákærðu Áki Guðni og Albert Karl seldu við póstaf- greiðsluna, til að viðhalda ávinningi meðákærða Jósafats af broti hans. Þykir brot ákærða Þórðar Einars, svo sem því hefur verið lýst, vera rétt fært til refsiákvæða í B-lið II. kafla II. þáttar ákæru. Hann telst með háttsemi sinni hafa gerzt brotlegur við 254. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 138. gr. sömu laga, en á þeim tíma, er ákærði Þórður Einar framdi brot sitt, var hann fastur starfsmaður póstafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli, skip- aður þar póstvarðstjóri, og því án tvímæla opinber starfsmaður í skilningi hegningarlaga. Ákærðu Áki Guðni og Albert Karl. Rannsókn málsins þykir hafa leitt í ljós, að ákærði Áki Guðni hafi komizt að því síðla árs 1963, að innstæðulausir tékikkar vegna Ísfélags Keflavíkur h/f væru í kassa póstafgreiðslunnar á Kefla- víkurflugvelli. Frá þeim tíma hafi hann hjálpað til að viðhalda þeim ávinningi, er skapazt hafði vegna tékkanna, en ósannað verður að telja, að hann hafi þá, svo að hann hafi vitað, verið þátttakandi í öflun frekari fjár með sölu innstæðulausra tékka til póstafgreiðslunnar. Í byrjun febrúar 1964 hafi hann með vissu fengið upplýsingar um tékkafjárhæðina í póstafgreiðslunni, en um sama leyti hafi ákærði Albert Karl fengið vitneskju um tékkana. Ákærðu Albert Karl og Áki Guðni hafi þá í sameiningu stuðlað að útgáfu og sölu innstæðulausra tékka við póstafgreiðsl- una á Keflavíkurflugvelli til að viðhalda ávinningi af broti með- ákærða Jósafats, þannig að kaupa með fé því, er fékkst fyrir síð- astnefnda tékka, eldri tékka, er raktir verða til meðákærða J ósa- fats og lágu innstæðulausir við póstafgreiðsluna. Hækkun sú, er verður á heildarupphæð innstæðulausra tékka, eftir að ákærðu Áki Guðni og Albert Karl hófu að greiða með slíkum tékkum í póstafgreiðslunni, þykir ekki geta skoðazt sem auðgun, en upp- lýst er, að ákærðu lögðu m. a. fé inn á hlaupareikninga, er Ís- félag Keflavíkur h/f hafði aðgang að í Reykjavík, en ákærðu gáfu sig fram, áður en þeim hafði tekizt að endurkaupa eldri tékka, eða janúartékka Ísfélagsins. Ákærðu Áki Guðni og Albert Karl þykja með þessu hafa gerzt sekir um atferli það, sem rakið er í Ill. kafla II. þáttar ákæru, staflið A. Þykir brot þeirra varða við 254. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn þykir brotið ekki falla undir 248. gr. sömu laga, þegar af þeirri ástæðu, að verknaðarlýsing stafliðs A er ekki í samræmi við nefnda grein. 156 Ber því að sýkna ákærðu Áka Guðna og Albert Karl af broti gegn 248. gr. hegningarlaga. Í Brlið III. kafla II. þáttar ákæru eru ákærðu Áki Guðni og Albert Karl ákærðir fyrir hlutdeild í brotum meðákærða Þórðar Einars sem opinbers starfsmanns, svo sem rakið er nánar í A-lið 11. kafla II. þáttar ákæru. Brot ákærða Þórðar var eigi talið falla undir nefndan lið, og ber þar af leiðandi að sýkna ákærða af broti, sbr. B-lið III. kafla II. þáttar ákæru. Svo sem ákæru er háttað, verður ekki leyst úr því, hvort ákærðu Áki Guðni og Albert Karl hafi verið hlutdeildarmenn í broti meðákærða Þórðar samkvæmt 254., sbr. 138. gr. hegningarlaga“. Í sakadóminum var hinum ákærðu dæmd refsinig sem hér segir: Jósafat Arngrímsson var dæmdur í 2ja ára fangelsi. Þórður Einar Halldórsson var dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Refsing þeirra Áka Guðna Gránz og Alberts Karls Sanders var ákveðin 6 mánaða fangelsi. Fullnustu refsinga þeirra var frestað og skyldi niður falla að tveim árum liðnum frá upp- kvaðningu dómsins, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, haldið. Þessum dómi sakadóms var áfrýjað til Hæstaréttar, að því er varðaði stefndu Jósafat og Þórð Einar, en ekki, að því er varðaði stefndu Áka Guðna og Albert Karl. í hæstaréttardómi, sem kveðinn var upp 16. marz 1967, var staðfest refsing stefndu Jósafats og Þórðar Einars. Í dómi þessum segir m. a. svo: „Ákærði Jósafat hefur með sviksamlegu atferli, sem rakið er í héraðsdómi, gerzt brotlegur við 248. gr. hegningarlaga nr. 19/ 1940. Ákærði Þórður Einar hefur með því að senda, svo sem lýst er í héraðsdómi, á vegum ákærða Jósafats símapóstávísanir til Reykjavíkur gegn viðtöku á tékkum, sem hann lét liggja óhæfi- lega lengi í sjóði sínum án þess að gera ráðstafanir um inn- heimtu þeirra, misnotað stöðu sína ákærða Jósafat og öðrum aðiljum til ávinnings, þannig að það varðar ákærða Þórð Einar refsingu samkvæmt 139. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 82/1961, sbr. og 26. gr. póstlaga nr. 31/ 1940 og 5. tl. 37. gr. reglugerðar nr. 170/1963. Sending ákærða Þórðar Einars á símapóstávísunum í febrúarmánuði 1964, eftir að honum var ljóst, að engin bankainnstæða var fyrir þeim, varðar hann refsingu samkvæmt 248. gr. hegningarlaga nr. 19/ 1940, sbr. 138. gr. sömu laga“. 157 Stefnandi hófst þegar handa árið 1964 að tryggja eftir mætti kröfu sína í eignum Ísfélags Keflavíkur h/f. Hinn 30. júní 1964 war beðið um kyrrsetningu á eignum Ísfélags Keflavíkur h/f til tryggingar skilvísri greiðslu á kr. 2.667.045.72 auk 8% ársvaxta frá útgáfudögum framangreindra tékka til greiðsludags og öllum kostnaði við gerð kyrrsetningar, væntanlegt staðfestingarmál, fjárnám og uppboð, ef til kæmi. Úr kyrrsetningu þesari varð þó eigi, því að hinn 24. júlí 1964 war í fógetarétti Keflavíkur gerð svofelld réttarsátt: „Stjórn Ísfélags Keflavíkur h/f viðurkennir f. h. félagsins, að félagið skuldi póst- og símamálastjórninni kr. 2.667.045.72 auk 8% ársvaxta af kr. 197.756.36 frá 9. janúar 1964, af kr. 268.519.53 frá 13. janúar 1964, af kr. 40.000.00 frá 30. janúar 1964, af kr. 291.098.00 frá 3. febrúar s. á., af kr. 467.500.00 frá s. d., af kr. 383.651.00 frá s. d., af kr. 368.361.41 frá 5. s. m., af kr. 187.710.50 frá 6. s. m., af kr. 122.000.00 frá s. d., af kr. 78.342.52 frá s. d. og af kr. 261.306.10 frá s. d., allt til greiðsludags, og enn fremur málskostnað, kr. 145.350.00. Sátt þessi er aðfararhæf“. Stjórn Ísfélags Keflavíkur h/f viðurkenndi í sama réttarhaldi, að framangreind skuld væri gjaldkræf þegar og samþykkti fyrir sitt leyti kröfu umboðsmanns póst- og símamálastjórnarinnar, að fjárnám færi þegar fram í eignum félagsins til tryggingar ofan- greindum fjárhæðum auk kostnaðar við fjárnámið og eftirfarandi uppboð, ef til kæmi. Samkvæmt þessu gerði umboðsmaður póst- og símamálastjórnarinnar kröfu til þess, að fjárnám yrði gert Í eignum Ísfélags Keflavíkur h/f til tryggingar kr. 2.667.045.72 auk 8% ársvaxta og kostnaðar, svo sem í ofanskráðri sátt greinir, og enn fremur til tryggingar öllum kostnaði við fjárnámið og eftirfarandi uppboð, ef til kæmi. Að kröfu gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir, að hann gerði fjárnám í eftirtöldum eignum: 1. Veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 2.500.000.00, útgefnu til hand- hafa af þáverandi skráðri stjórn gerðarþola hinn 19. júní 1964, tryggðu með 9. veðrétti í fasteign gerðarþola nr. 57 við Hafnar- götu í Keflavík. 2. Fasteign félagsins nr. 57 við Hafnargötu ásamt tilheyrandi eignarlóð og mannvirkjum öllum, sem á lóðinni eru, að engu undanskildu, frystivélum, tækjum öllum og áhöldum, tilheyrandi frystihúsi gerðarþola, að engu undanskildu. 3. Enn fremur lýsti fógeti og fjárnámi í vörubirgðum þeim, sem þá voru í frystigeymslu hússins samkvæmt skýrslu hússins, sem lögð var fram í réttinum, og samkvæmt skýrslu um fram- leiðslu gerðarþola til júníloka 1964, undirritaðri af matsmönnum. 158 Fallið var frá virðingu, en gerðarbeiðandi áskildi sér rétt til, ef uppboðsandvirði hinna fjárnumdu eigna hrykki ekki til greiðslu krafna hans, að ganga að öðrum eignum Ísfélags Kefla- víkur h/f, ef til væru, sem og eignum þeirra Jósafats Arngríms- sonar, Áka Guðna Gránz, Albrts Karls Sanders og Þórðar Einars Halldórssonar til fullnustu skuldarinnar ásamt vöxtum og kostn- aði. Á grundvelli fjárnámsins var íshús Ísfélags Keflavíkur h/f síðan selt á nauðungaruppboði hinn 21. október 1964. Póst- og símamálastjórnin var hæstbjóðandi í eignina, og var henni lögð hún út sem ófullnægðum veðhafa. Bú Ísfélags Keflavíkur h/f var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 11. desember 1964. Var lýst í þrotabúið af hálfu stefnanda eftir- stöðvum kröfu hans, er nam samkvæmt endanlegum útreikningi af hálfu stefnanda kr. 543.553.84 miðað við 16. nóvember 1966, en þá hafði verið tekið tillit til þess, að stefnandi hafði selt íshúsið aftur og lækkað kröfu sína í þrotabúið til samræmis við það kaupverð, sem hann fékk fyrir íshúsið. Í málinu hafa verið lagðir fram tveir útreikningar, gerðir af aðal- endurskoðanda stefnanda, á kröfu stefnanda á hendur Ísfélagi Keflavíkur h/f vegna hinna innstæðulausu tékka frá janúar og febrúar 1964. Fyrri útreikningurinn er dagsettur 4. október 1966 og er svofelldur: „1. Innstæðulausar tékkáv. alls .. .. .. .. .. .. 2.667.245.42 2. Vextir, 7%, reiknaðir frá útgáfud. áv. til 27/10 '64, er frystih. Ísfél. var útlagt pósti og síma. Áv. nr. Útg. Upphæð Dagar Vextir 69419 3/2 ?64 291.098.00 264 14.943.07 69420 — — 467.500.00 264 23.998.33 69421 — — 383.651.00 264 19.694.08 69422 0/2 — 368.361.41 262 18.765.94 69423 6/2 — 187.710.50 261 9.526.28 69424 — — 122,000.00 261 6.191.50 69425 — — 78.342.52 261 3.975.85 69426 — — 261.306.10 261 13.261.27 69407 9/1 — 198.756.36 288 11.130.34 69411 13/1 — 268.519.53 284 14.828.26 69427 30/1 — 40.000.00 267 2.076.67 138.391.59 2.667.245.42 2.805.637.01 159 3. Pósti og síma útlagt frystihús Ísfél. Keflavíkur h.f. m. útlagningargjörð 27/10 '64 og tekur undir sjálfum sér upp í kröfuna sem 12. veðréttarhafi, sbr. ll.lið.... ... 22. 0. 1.764.003.70 Lán Fiskimálasjóðs á á 11. weðr., sbr. 10. lið útlagn, fellt niður .. .. .. .. .. -. 300.000.00 Lækkun á 2. lið útlagn. endurgreiðsla frá bæjarfógeta Keflavíkur 92.969.60 — greiðsla til Hamars h.f. 41.043.69 .. .. 51.926.00 2.115.929.70 4. Málskostn. hjá Sveinbirni Jónssyni: Bílkostnaður .. ... sr 33.00 Fjárnám hjá Ísfél. Keflav. sr . 40.819.50 4 ferðir til Keflavíkur .. .. .. 2... -. 3.231.00 Þóknun til Sw. Jónssonar .. .. .. -. -- 220.000.00 Ýmislegt .. 2... 0... 53.00 264.136.50 Kröfuupphæð 27/10 '64 953.843.81 5. Rafmagnsreikn. frá sept.—-okt. '64 ásamt innh.kostn., gr. 30/4 '65: Frá sept... 2. 0... 81.00 — — 0 4.284.70 — Okt... 7.164.20 Innh.kostn. .. 2. 2. 0... 1.750.00 13.279.96 Kröfuupphæð 30/4 '65 967.123.71 6. Andvirði fisks, sem fjárnám var gert í, innkomið 27/9 '65 .. 225.000.06 Kröfuupphæð 27/9'65 742.123.71 7. Vextir reiknaðir: Frá 27/10—31/12 '64, 7% af 953.843.61 11.684.55 — 1/1—30/4 '65, 6% af 953.843.81 18.918.00 — 1/5—27/9 '65, 6% af 967.123.71 23.533.25 — 28/9—31/12 '65, 6% af '742.123.71 11.378.85 — 1/1—1/10 '66, 7% af '742.123.71 38.960.60 104.475.25 Kröfuupphæð 1/10 '66 kr. 846.598.96“. 160 Síðari útreikningurinn er gerður 16. nóvember 1966, og er hann svofelldur: „1. Eftirstöðvar kröfunnar skv útreikningum mín- um frá 4. okt. 1966 .. .. .. .. 2... 2... 846.598.96 2. Til lækkunar kröfunni mismunur á söluverði frystihússins og þess verðs, sem eignin er talin standa í, sbr. útreikninga mína frá 25. okt. 1966: Söluverð .. .. .. .. 2... 8.700.000.00 Kaupv. skv. afsali 27/10 '64 og tilf. kostn. vegna eignarinnar til 10/9 '66 .. 8.396.954.88 —303.045.12 3. Eftirst. kröfunnar teljast því .. .. .. .. kr. 543.553.84“. Svo sem fyrr getur, var endanleg kröfulýsing póst- og síma- málastjórnarinnar í brotabú Ísfélags Keflavíkur h/f miðuð við síðari útreikninginn frá 16. nóvember 1966. Úrskurður var kveðinn upp um kröfulýsingu póst- og síma- málastjórnarinnar í þrotabú Ísfélags Keflavíkur h/f hinn 14. marz 1967 af Valgarði Kristjánssyni, skiptaráðanda samkvæmt sérstakri umboðsskrá. Í úrskurði þessum war kröfulýsing póst- og símamálastjórnarinnar í þrotabú Ísfélags Keflavíkur h/f tekin til greina að fullu, þar sem hinir sundurliðuðu útreikningar sóknar- aðilja hefðu ekki verið hraktir tölulega í einstökum liðum. Í úrskurðarorðinu segir m. a. svo: „Sóknaraðili, póst- og síma- málastjórnin, fær greiddar úr þrotabúi Ísfélags Keflavíkur h/f kr. 543.553.84 með 7% ársvöxtum frá 16. nóvember 1966 til greiðsludags ...“. Stefnandi telur, að með úrskurði þessum séu jafnframt ákveðn- ar eftirstöðvar kröfu þeirrar, sem stefndu í máli þessu séu sam- kvæmt framansögðu ábyrgir um greiðslu á og stefnt er um í máli þessu. Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefndu á því, að þeir hafi með refsiverðum verknaði sínum bakað stefn- anda tjón, sem nemur þeirri fjárhæð, sem stefnt er um. Vafa- laust sé, að refsiverður verknaður, sem hefur í för með sér fjárhagstjón fyrir þriðja aðilja, baki þeim, sem hinn refsiverða verknað hafa unnið, bótaábyrgð gagnvart þeim, sem tjón hefur beðið. En tjón stefnanda sé kr. 543.553.84, svo sem fyrr er rakið. Telur stefnandi augljóst, að stefndu beri solidariska ábyrgð á greiðslu tjónsins samkvæmt almennum skaðabótareglum, þar sem íþeir hafi valdið þessu tjóni með refsiverðum verknaði. 161 Stefndi Jósafat Arngrímsson styður sýknukröfu sína þessum orðum Í greinargerð: „Ég vil í upphafi skora á stefnanda að sundurliða kröfu sína, svo séð verði, hvort hún er byggð á þeirri frumkröfu, sem þarf að vera. Verður ekki séð, hvernig krafa þessi er sundurliðuð. Ég legg og fram í máli þessu ljósrit af fjárnámi, sem fram fór 24. júlí 1964 í fógetarétti Keflavíkur. Það er erfitt að leggja fram vörn Í málinu, fyrr en búið er að sjá sundurliðunina. Ég áskil umbj. m. allan rétt til þess síðar að leggja fram frekari gögn og greinargerð til viðbótar, er fyrir liggur fyrrgreind sundur- liðun. Legg málið í dóm með fyrirvara“. Stefndi Þórður Einar Halldórsson styður sýknukröfu sína þeim rökum, að hann eigi hvorki aðild að máli þessu né beri í því nokkra ábyrgð. Hann hafi verið fórnardýr fjáröflunarkerfis, sem stefndi Jósafat Arngrímsson hafi komið sér upp þegar á árinu 1962, svo sem nánar sé rakið í sakadóminum fyrr í þessum dómi. Er stefnda Þórði hafi orðið ljóst, hvernig málin stóðu, hafi hann reynt að bjarga því, sem bjargað yrði, en það hafi brugðizt, svo sem fram komi í sakadóminum. Hafi bæði sakadómur og Hæsti- réttur talið, að með þessari björgunarstarfsemi hafi stefndi Þórður gerzt brotlegur við skyldur sínar sem opinber starfsmaður. Sér- staklega bendir stefndi Þórður á, að hann hafi engan hagnað haft af þessari brotastarfsemi stefnda Jósafats Arngrímssonar og hafi verið í góðri trú. Til vonar og vara mótmælir stefndi Þórður stefnufjárhæðinni sem allt of hárri. Stefndu Áki Guðni Gránz og Albert Karl Sanders styðja sýknu- kröfu sína þeim rökum, að þeir hafi á sínum tíma verið starfs- menn Ísfélags Keflavíkur h/f og lotið stjórn forstjórans, Jósafats Arngrímssonar, sem hafi haft með fjármál fyrirtækisins að gera. Þeir beri enga sjálfstæða ábyrgð gagnvart póst- og símamála- stjórninni, þó að vera kunni, að það fyrirtæki hafi orðið fyrir tjóni, enda geti stefnandi sjálfum sér um kennt, þar eð það tjón, sem hann kunni að hafa orðið fyrir, megi rekja til yfirsjónar eigin starfsmanna stefnanda. Þá vekja þessir stefndu sérstaklega athygli á þeirri yfirlýsingu stefnda Jósafats Arngrímssonar við sakadómsrannsóknina, að hann skoði sig persónulega ábyrgan á þeim tékkum Ísfélags Keflavíkur h/f, er reyndust vera innstæðu- lausir við athugun, enda hafi það aldrei verið ætlun sín, að einn eða neinn skaðaðist persónulega á honum eða fyrirtækjum þeim, er hann ætti í. Viðbrögð stefnanda hafi þegar á árinu 1964 verið þau, að hann 11 162 ætti ekki kröfur á hendur stefndu Áka Guðna og Albert Karli (þetta er rangt hjá þessum stefndu, sbr. það sem rakið hefur verið úr sáttinni frá 24. júlí 1964 hér að framan), þar sem hann hafi þegar eftir mætti reynt að tryggja kröfur sínar Í eignum Ísfélags Keflavíkur h/f. Beðið hafi verið um löghald á árinu 1964 og það verið framkvæmt (þetta er misskilningur hjá þessum stefndu). Síðan hafi verið gert fjárnám Í eignum Ísfélags Kefla- víkur h/f. Fjárnámið hafi verið tekið gilt af gerðarbeiðanda og ekki verið farið fram á, að hið fjárnumda yrði metið, eins og lög geri ráð fyrir. (Fram kemur wið bókun í fógetaréttinum, að fallið hefur verið frá virðingu). Svo virðist sem stefnandi hafi á allan hátt verið ánægður, er hann varð hæstbjóðandi í eignina og fékk hana útlagða sem ófullnægður veðhafi. Stefnandi hafi síðan selt íshúsið aftur og hafi þessi húsaverzlun hans verið gerð að öllu leyti á hans eindæmi án þess að leita að nokkru samráðs við þessa stefndu eða gera þeim aðvart um, að stefnandi teldi, að hann væri ekki búinn að fá kröfu sína fullgreidda og að þeir væru þar í ábyrgð. Þessir stefndu telja, að þeir séu á engan hátt háðir afleiðingum ess, að skiptaréttur Keflavíkur hafi hinn 14. marz 1967 kveðið upp úrskurð um það, að stefnandi skyldi fá greiddar kr. 543.553.84 ásamt vöxtum úr þrotabúi Ísfélags Keflavíkur h/f. Áskilja þeir sér rétt til, ef unnt reynist enn, að fá þessum úrskurði hnekkt að svo miklu leyti sem hann kunni að skerða hagsmuni þeirra í þessu máli. Þessir stefndu mótmæla stefnukröfunni í einu og öllu, að því er þá varðar. Þá benda þeir á, að kröfugerð stefnanda í þrotabú Ísfélags Keflavíkur h/f sýni, að henni sé á engan hátt beint gegn þessum stefndu, heldur fyrirvaralaust og skilyrðislaust gegn Ísfélagi Keflavíkur h/f og með því að fá kröfum sínum þar fram- gengt hljóti stefnandi fullnaðarlausn samkvæmt kröfum sínum og eigi nú engar kröfur á hendur þessum stefndu, hafi hann þá nokkurn tíma átt þær, sem er mótmælt. Svo sem að framan er rakið, var kröfulýsing stefnanda í þrota- bú Ísfélags Keflavíkur h/f að fjárhæð kr. 543.553.84 tekin til greina að fullu með úrskurði, uppkveðnum í skiptarétti Kefla- víkur hinn 14. marz 1967. Þessi tala er ekki res judicata gagn- vart stefndu í þessu máli, en þar sem henni hefur ekki verið hnekkt, verður hún lögð til grundvallar dómi í máli þessu. Stefndu hafa bakað stefnanida tjón það, sem um er að ræða í máli þessu, með refsiverðum verknaði. Bera þeir því ábyrgð á 163 greiðslu tjónsins einn fyrir alla og allir fyrir einn. Breytir það engu gagnvart stefnanda, þótt stefndi Jósafat Arngrímsson hafi lýst því yfir, að hann teldi sig persónulega ábyrgan „á tékkum Ísfélagsins h/f, er þar reyndust vera innstæðulausir við athugun, enda hafi það aldrei verið ætlun sín, að einn eða neinn skaðaðist persónulega á honum eða fyrirtækjum þeim, er hann á í“, þar sem tjónvaldar geta ekki í slíkum málum sem þessum samið um það sín í milli, hvernig ábyrgð þeirra skuli háttað gagnvart tjónbola, enda mundi slíkt samningafrelsi draga úr þeim varnaðar- áhrifum, sem hin solidariska bótaregla byggist á. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verða stefndu dæmdir in soliðum til að greiða stefnanda stefnufjárhæð málsins ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Varðandi málskostnað hafa stefndu haldið því fram, að eigi beri að dæma fullan málskostnað í máli þessu, þar sem í sáttinni, sem gerð var fyrir fógetarétti Keflavíkur hinn 24. júlí 1964, hafi verið sætzt á, að stefnandi fengi kr. 145.350.00 í málskostnað. Hins vegar sé málskostnaður reiknaður kr. 264.136.50, þar af þóknun til Sveinbjarnar Jónssonar, kr. 220.000.00 samkvæmt útreikningi á kröfum stefnanda, gerðum af aðalendurskoðanda pósts og síma hinn 4. október 1966 og fyrr er að vikið í dóminum. Þessi málskostnaður hafi síðan verið tekinn til greina óbreyttur sem hluti þeirrar fjárhæðar, er stefnanda var úrskurðuð í þrotabú Ísfélags Keflavíkur h/f af skiptarétti Keflavíkur hinn 14. marz 1967. Þegar sáttin var gerð fyrir fógetarétti Keflavíkur hinn 24. júlí 1964, svo sem rakið er fyrr í dómi þessum, verður að telja, að málskostnaðurinn í sáttargerðinni hafi eingöngu miðazt við þann kostnað, sem á var fallinn, er sáttin var gerð. Á þeim málskostn- aði, sem stefnandi hefur síðar haft af málarekstrinum, bera stefndu fulla og óskipta ábyrgð sem hluta af því tjóni, er þeir hafa bakað stefnanda með refsiverðum verknaði. Þessi málsástæða stefndu hefur því eigi við rök að styðjast, og verða þeir dæmdir in soliðum til að greiða stefnanda fullan málskostnað í þessu máli, sem ákveðst kr. 72.500.00. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jósafat Arngrímsson, Áki Guðni Gránz, Albert Karl Sanders og Þórður Einar Halldórsson, greiði in soliðum stefnanda, Gunnlaugi Briem póst- og símamálastjóra f. h. 164 póst- og símamálastjórnarinnar, kr. 543.553.84 ásamt 7% árs- vöxtum frá 16. nóvember 1966 til greiðsludags og kr. 72.500.00 í málskostnað. Dómi þesum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 20. febrúar 1970. Nr. 99/1969. Sigurður Ólafsson (sjálfur) gegn Elvari Bjarnasyni (Birgir Ísleifur Gunnarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 5. september 1968. Skaut áfrýjandi honum til Hæstaréttar með stefnu 4. des- ember 1968, en útivistardómur gekk í því máli hinn 2. maí 1969. Áfrýjandi skaut málinu aftur til Hæstaréttar með stefnu 15. maí 1969 samkvæmt heimild í 36. gr. laga nr. 57/ 1962. Krefst áfrýjandi þess, að sér verði dæmd sýkna af öllum kröfum stefnda og málskostnaður úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Eftir öllum atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 165 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. september 1968. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Elvar Bjarnason pípulagningameistari, Grænuhlíð 3 hér í borg, höfðað fyrir bæj- arþingi Reykjavíkur gegn Sigurði Ólafssyni, Hólmgarði 51 hér í borg, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 7.988.65 ásamt 12% árs- vöxtum frá 1. maí 1967 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Í þinghaldi í dag lækkaði stefnandi kröfu sína um kr. 319.20. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefn- anda verði dæmt að greiða honum málskostnað. Í stefnunni segir svo: „Málavextir eru þeir, að í febr/marz 1967 tók umbj. minn að sér viðgerðir á hita- og vatnslögnum í gólfraufum tveggja íbúða efri og neðri hæðar í húsinu nr. öl við Hólmgarð hér í borg. Vinna og efni kostaði samtals kr. 15.977.35, eða kr. 7.988.65 á íbúð. Íbúðareigandi neðri hæðar greiddi strax sinn hluta, eða kr. 7.988.65, en íbúðareigandi efri hæðar, stefndi í máli þessu, hefur eigi greitt sinn hluta, eða kr. 7.988.65, sem er stefnufjár- hæðin í máli þessu“. Hér fyrir dómi hefur stefnandi skýrt svo frá, að eigandi íbúðar neðri hæðar að Hólmgarði 51, Áslaug Gísladóttir, hafi fengið hann til þess að gera við hitalögnina í íbúð hennar. Er stefnandi kom á staðinn, kveðst hann hafa séð greinileg merki þess, hvar hitaveituvatnið kom upp um gólfrauf í eldhúsi neðri hæðar- innar. Kveðst stefnandi áður hafa unnið við hitaleiðslur í húsi þarna í grenndinni, sem byggt er eftir sömu teikningu. Kveðst hann því hafa verið kunnugur staðháttum og því getað gert sér grein fyrir, hvar leiðslurnar lágu. Stefnandi byrjaði á því að losa gólfdúkinn í eldhúsinu frá. Þá kom í ljós sprunga í gólfmúrnum, þar sem miðstöðvarraufin var. Reyndist pússning yfir raufinni vera þykk, svo að stefnandi fékk múrhamar og braut raufina upp með honum. Kom þá strax í ljós gat á bakrennslispípu, „retur“, neðri hæðar. Í raufinni var einnig bakrennslispípa fyrir miðstöð efri hæðarinnar. Segir stefnandi, að sú pípa hafi einnig verið mjög illa farin af ryði. Þegar hann og aðstoðarmaður hans kynntu sér skemmdirnar frekar, hafi þeir séð, að bakrennslispípa frá mið- stöð efri hæðarinnar lak einnig, þannig að nálargöt voru á leiðsl- unni. Hafi þeir séð úða koma út um pípu þeirrar leiðslu. Þegar þeir voru að hreinsa upp í kringum leiðslurnar, kveðst stefnandi hafa gert sér ljóst, að nauðsynlegt var að fjarlægja einnig bakrennslis- 166 pípu efri hæðarinnar, til þess að viðgerðin kæmi að gagni. Er hér var komið, kvaddi stefnandi eiganda efri hæðarinnar, stefnda Sigurð Ólafsson, á vettvang. Kwveðst stefnandi hafa lýst fyrir stefnda skemmdum og tjáð honum, að hans miðstöðvarkerfi þyrfti einnig viðgerðar við. Á meðan stefndi war að skoða verks- ummerkin, var vatnsþrýstingur settur aftur á hitakerfi efri hæðar, til þess að stefndi gæti séð lekann á því kerfi. Segir stefnandi, að stefndi hafi örugglega séð, hvar flæddi út um pípu á hans leiðslu. Kveðst stefnandi hafa bent stefnda á, að báðar pípurnar væru mikið ryðgaðar, bersýnilega af utanaðkomandi raka. Segir stefnandi í því sambandi, að sams konar ryðmyndun hafi komið fram á pípum Í öðrum húsum í þessu hverfi, þar sem raufar höfðu verið brotnar upp. En samkvæmt upplýsingum, sem stefndi hefur gefið, var miðstöð þessi lögð árið 1952. Stefnandi segir, að orða- skiptum hans og stefnda hafi lokið með því, að stefndi hafi sagt, að ekki væri um annað að gera en endurnýja sína leiðslu líka. Kveðst stefnandi hafa litið á ummæli stefnda sem samþykki hans fyrir því, að hann endurnýjaði einnig leiðslu stefnda. Tekur stefnandi fram í því sambandi, að stefndi hafi virzt taka þessu vel og komið kurteislega fram við sig. Kveðst stefnandi alveg hafa verið grandalaus fyrir því, að ekki væri um fullkomna verkbeiðni að ræða af stefnda hálfu miðað við það, sem síðar kom á daginn. Stefnandi segir, að eiðhúsið sé í austurhluta húss- ins, en hitaveituinntakið í vesturhluta þess. Kveðst stefnandi hafa brotið upp alla raufina úr eldhúsinu um gang og inn að hitaveituinntakinu, sem sé í þvottahúsi í vesturenda. Hafi stokk- urinn reynzt rennandi blautur alla leiðina úr eldhúsinu og út að inntakinu. Var ryðmyndun á báðum bakrennslispípunum, en þó minni, þegar nær dró þvottahúsinu. Stefnandi kveðst hafa talið nauðsynlegt, að endurnýja alla leiðsluna, svo að ganga mætti tryggilega frá henni. Á bakrennslispípunum á móts við baðher- bergisvegginn á ganginum voru hliðargreinar, þ. e. té. Stefnanda virtust þær pípur, sem þarna voru tengdar við aðalstofninn, einnig vera ryðgaðar. Kveðst hann því ekki hafa talið annað fært en að endurnýja þær. Það gerði hann á þann hátt, að hann fór inn í skáp í eldhúsi, braut þar gat á eldhúsvegginn. Í gegnum þetta gat heppnaðist honum að komast að samskeytunum í útveggnum. Tók stefnandi leiðslurnar þar í sundur og dró eirpípur Í gegnum gömlu leiðslurnar, þ. e. bæði fyrir efri og neðri hæð, og tengdi pípurnar við pípurnar Í útveggnum, en síðastgreindar pípur eru einnig bakrennslispípur. Stefnandi segir, að frá hitaveituinntaki 167 í þvottahúsinu hafi legið tvær neyzluvatnsleiðslur eftir sömu rauf út í ganginn og inn í baðhergisvegginn. Pípur þessar voru galvaniseraðar. Segir stefnandi, að ryðblettir hafi verið komnir sums staðar á pípur þessar, en sums staðar virtust þær mjög lítið skemmdar. Í fyrstunni kveðst stefnandi hafa hugsað, að hægt væri að notast áfram við pípur þessar, en þegar hann íhugaði málið nánar, kveðst hann hafa litið svo á, að með tilliti til þeirra ryðbletta, sem komnir voru, væri ekki forsvaranlegt annað en að skipta einnig um þesar pípur. Kveðst stefnandi þá hafa haft í huga allan þann kostnað og rask, sem slíkar viðgerðir óhjá- kvæmilega hafa í för með sér. Stefnandi segir, að um svo til nákvæmlega jafnlangar pípur hafi verið að ræða fyrir hvora hæð, sem hann endurnýjaði. Stefnandi kveðst ekki hafa fram- kvæmt þrýstiprófun á miðstöðvarkerfi stefnda, áður en viðgerð hófst. Vinnan við viðgerðina hófst þann 14. marz 1967 og stóð yfir þann dag og næstu daga. Stefnandi segir, að hann hafi notað rafmagnshöggbor við að brjóta upp raufarnar. Aðstoðarmaður hans, Páll Ólafsson, vann aðallega með múrhamrinum. Segir stefnandi, að Páll sé vanur múrbroti og slíkri vinnu, sem hér um ræðir. Hann kveður það fjarstæðu eina, að múrbornum hafi verið hjakkað á miðstöðvar- pípunum, þegar verið var að opna raufina, en ekki hafi verið hægt að komast hjá því að snerta pípur, þegar raufin var brotin upp. Stefnanda minnir, að ógalvaniseruðu pípurnar í ganginum hafi verið 1“ að sverleika. Hann kveðst ekki muna, hve djúp raufin var, en honum virtist hún vera nærri jafndjúp og plötu- þykktin, enda hafi honum alls ekki virzt vera þétt steypulag undir raufinni. Pípurnar hafi legið niður undir botni raufarinnar. Höfðu þær verið vafðar með einhvers konar flóka eða filtefni. Hann gizkar á, að fjarlægðin frá efri brún gólfsins og niður á pípurnar, þá á hann við pússningarlagið einnig, hafi verið um 10 sm. Honum virtist, að gólfraufinni hafi verið lokað, um leið og lagt var Í gólfið, en hann getur ekki sagt um, hve pússningarlagið var þykikt yfir raufinni, en segir, að það hafi verið nokkuð misjafnt. Í málinu liggur frammi aðiljaskýrsla stefnda, svohljóðandi: „Snemma á árinu 1967 sprakk æð í hitakerfi neðri hæðar, og fengu húsráðendur þar Elvar Bjarnason til þess að lagfæra þá bilun. Heyra mátti, að Elvar og menn hans notuðu rafknúinn hamar við múrbrot. En þegar þeir höfðu borað sóða stund, ég treysti mér ekki til að segja nákvæmlega um, hve lengi, það gæti hafa 168 verið um það bil 10—15 mínútur, að þá mátti heyra, að þeir boruðu í miðstöðvar-leiðslu, og það, sem okkur fannst furðulegast við þetta, var það, að stanzlaust var borað í járn án þess að hætta og færa sig til, eins og ætla mætti, ef menn vildu forðast að gera spjöll á leiðslum. Þegar þeir höfðu borað þannig um hríð svona Í járn, þá snögglega þagnaði borunin. Þá heyrði ég eitthvað kallað, svo ég gekk fram á stigaskörina, og heyrði ég þá Elvar kalla: „Er það hætt?“, en hann var þá staddur í þvottahúsinu, og mátti heyra svarað úr fjarska: „Já, það er hætt“. Elvar hafði þá verið að loka fyrir hitaveituna inn á kerfið mitt. Um það bil 15 mínútum síðar hitti ég Elvar á bílastæðinu utan við hús mitt. Þá segir Elvar: „Nú er það ljótt, það er líka bilað hjá þér“. Ég sagði þá Elvari, að mig undraði það ekki, það þyldu engar leiðslur, að borað væri svona í þær, eins og þeir höfðu gert. Elvar sagði þá, að það hefði verið bilað, þegar þeir komu að því. Benti ég þá Elvari á það, að þéttiprófun á kerfinu hefði farið fram þá um daginn, og er hann nú búinn að viðurkenna það, að það hafi verið þétt, þegar hann byrjaði, og skal vikið nánar að því síðar. Eftir þessi orðaskipti okkar brá ég mér frá, en kom fljótlega aftur. Laust fyrir kl. 20.00 kom Elvar upp til mín og bað mig að líta á verksummerkin. Ég fór niður með honum og sá þá opna rauf eftir gólfinu í forstofunni og inn í eldhús. Sá ég óglöggt ástand leiðslnanna að öðru leyti en því, að þær voru blautar og blautur salli af mulinni steinsteypu á þeim og umhverfis þær. Rannsakaði ég ekki leiðslurnar eða skemmdir á þeim, enda hafði ég ekki tíma til þess, þar sem ég átti að vera mættur á vakt eftir stundarfjórðung uppi á loftskeytastöðinni að Rjúpnahæð. Nokkuð löngu eftir að viðgerð hafði farið fram, voru pípurnar skoðaðar, þar sem þær lágu í haug við girðinguna fyrir utan húsið, ljósmyndaðar bæði af mér og Elvari. Eina leiðslu bar ég kennsl á. Það var % tommu leiðsla úr heitavatnslögninni hjá mér. Þessi leiðsla var galvanihúðuð, og var ekki nokkur leið að sjá nokkurt ryð á henni þrátt fyrir ummæli Elvars, að svo hefði verið. Aftur á móti voru aðrar leiðslur, sem þarna voru, ryðgaðar og ein sér- staklega mikið tærð. Þá leiðslu eignaði Elvar mér. Þetta fannst mér svo fjarstæðukennt hjá honum, þar sem kerfið var þétt, þegar hann byrjaði að vinna við viðgerð hins kerfisins. Já, að vísu var það þétt, þegar ég byrjaði, hvort sem það var af ryði eða einhverju öðru, sagði Elvar. Þessi rör voru búin að liggja undir snjó, og þyðnaði af þeim aftur, og má búast við, að ryð- myndun hafi aukizt, frá því þau voru látin þarna út. Ég tók samt 169 rör, sem virtist stungið, og eftir lögun gatsins gat það verið eftir sams konar fleyg og þeir notuðu við múrbrotið. Nú er það augljóst mál og var í það minnsta viðurkennt af Elvari, hvað svo sem hann kann að segja núna, að miðstöðvar- kerfið mitt var þétt, þegar Elvar hóf vinnu við viðgerð hins kerj- isins. Og þó svo hefði ekki verið, þá hefði ég ekki fengið Elvar Bjarnason til þess að gera við það, að fenginni þeirri reynslu, sem ég var búinn að fá af honum. Þetta sagði ég Elvari, og spurði hann þá, hvers vegna ég hefði ekki stöðvað sig. Svar mitt var þetta: Ég áleit sanngjarn að lofa Elvari að lagfæra sjálfur þær skemmdir, sem hann eða menn hans voru valdir að, því annars hefði ég orðið að fá aðra til þess á hans reikning. Í nóvember 1965 sprakk kaldavatnsæð í gólfinu milli efri og neðri hæðar. Þá barst það í tal milli mín og Magnúsar Tómas- sonar pípulagningameistara, hver væri einfaldasta lausnin, ef retúrlögnin hjá mér á efri hæðinni bilaði. En hún liggur niður eftir veggjum og undir gólfi neðri hæðar. Niðurstaðan varð sú hjá okkur, að ef hún bilaði, að taka hana úr sambandi og leggja nýja uppi. Seinna fékk ég því Pétur Guðmundsson byggingarverk- fræðing til þess að teikna nýja lögn í því skyni að leggja eftir henni nýja lögn upp, ef þörf krefði. Þetta þýðir það, að ég þarf ekki að brjóta upp niðri, þó það bilaði hjá mér“. Hér fyrir dómi hefur stefndi lýst skýrslu þessa rétta. Jafn- framt hefur stefndi skýrt svo frá, að Pétur Guðmundsson verk. fræðingur hafi sennilega ekki enn lokið við að teikna lögn þá, sem hann ræðir um í niðurlagi skýrslunnar. Kveðst stefndi hafa sagt við Pétur, að það væri ekki aðkallandi, að Pétur teiknaði lögnina, vegna þess að ekkert væri að miðstöðvarkerfinu. Stefndi kveðst hins vegar vera ákveðinn í að fá þessa teikningu hjá verkfræðingnum. Stefndi kveðst hafa þrýstiprófað hitakerfið í íbúð sinni fyrr um daginn, sem stefnandi hóf vinnu við lögnina. Kveðst stefndi hafa gert það á þann hátt, að hann lokaði fyrst fyrir framrennsli heita vatnsins á kerfi íbúðarinnar. Síðan lokaði hann fyrir bak- rennsli frá kerfinu, en tvöfalt kerfi er þarna af hálfu Hitaveit- unnar. Í þvottahúsinu er þrýstimælir tengdur við kerfið, kerfis- megin við lokann. Kveðst stefndi hafa fylgzt með þrýstimælinum, bæði áður en stefndi lokaði fyrir kerfið og eftir. Segir stefndi, að mælirinn hafi sigið örlítið, um leið og hann var búinn að loka fyrir bakrennslið. Virtist stefnda smá slinkur koma á vísinn, um leið og hann lokaði fyrir bakrennslislokann, og rétti vísirinn 170 sig ekki af aftur. Stefndi þorir ekki að segja um, hvaða tölu mælir- inn sýndi, áður en hann lokaði fyrir kerfið eða eftir, en minnir, að það hafi verið í kringum töluna 2. Stefndi kveðst ekki vera viss um, hvort þrýstimælisvísirinn féll, þegar hann skrúfaði fyrir innrennslið eða frárennslið. Stefndi, sem er símvirki, kveðst hafa fengið upplýsingar hjá pípulagningameistara um það, hvern- ig hann ætti að framkvæma þrýstiprófunina. Stefndi var beðinn um að gera grein fyrir, hvernig pípurnar voru í raufinni í eld- húsinu, þegar stefnandi kvaddi hann á vettvang. Stefndi svaraði: „Nú veit ég í upphafi, að mitt kerfi var í lagi, eftir að ég hafði þrýstiprófað. Þess vegna vissi ég, að skemmdirnar höfðu orðið við múrbrotið. Ég sá þessar leiðslur. Ég man ekki, hvað þær voru margar. Ég var að flýta mér á vakt og gat því ekki skoðað þær rækilega. Stefnandi benti mér á, að þarna og þarna læki úr minni leiðslu. Ég gat ekki gengið úr skugga um bað, að þetta væri mín leiðsla. Ég hefði að vísu getað sannreynt þetta með því að athuga að- og frárennsli á kerfunum, en mér fannst ekki eigin- lega þörf á að vera að rannsaka þetta vel, þar sem ég áleit, að þetta hefði verið í lagi, áður en þeir byrjuðu“. Stefndi kvaðst ekki glöggt muna, hvaða orðaskipti urðu þarna, en sagði: „Ég gaf lítið út á þetta, þar sem ég var sannfærður um, að þeir hefðu valdið þessum skemmdum. Ég reiknaði með, að stefnandi gerði við leiðsluna, en ég var í dálitlu uppnámi, vegna þess að ég var að tapa af bílnum, sem ég ætlaði að fara með upp á Rjúpnahæð, og man ég því ekki glöggt, hvaða ummæli ég hafði þarna“. Vitnið Páll Ólafsson bifreiðarstjóri, aðstoðarmaður stefnanda við verkið, hefur skýrt svo frá, að allt hafi verið á floti í eld- húsinu, þegar það og stefnandi komu á vettvang. Minnir vitnið, að búið hafi verið að tappa af miðstöðvarkerfi neðri hæðar. or þeir komu á staðinn. Þeir hafi byrjað á því að skera dúkinn af eldhúsgólfinu og því næst brotið múrinn upp úr raufinni í eld- húsi. Bakrennslispípur hafi verið ryðgaðar í sundur og hrip- lekar. Minnir vitnið, að bakrennslispípurnar á því kerfi, sem vatnið var á, hafi lekið í eldhúsinu. Minnir vitnið, að stefnandi hafi þá látið tappa heita vatninu af því kerfi. Segir vitnið, að fólkið á neðri hæðinni hafi ætlazt til þess, að stefndi kæmi niður til þess að líta á skemmdirnar. Það hafi stefndi gert og litið á þetta. Vitnið var þá á staðnum. Minnir vitnið, að stefndi hafi þá talað um það, að hans kerfi hefði verið í lagi, áður en þeir stefnandi byrjuðu á verkinu. Einhver orðaskipti hafi síðan farið 171 þarna fram á milli aðilja málsins. Stefnda var bent á leiðslurnar, sem búið var að hreinsa frá. Hafi það þá ekki getað farið á milli mála hjá stefnda, að leiðslurnar voru ónýtar af ryði, þ. e. einnig bakrennslispípur á miðstöðvarkerfi efri hæðarinnar. Stefndi hafi þá sagt eitthvað á þá leið: „Já, er það svona ljótt“. Jafnframt hafi hann sagt eitthvað í þá átt, að ekki væri þá um annað að ræða en að lagfæra alla leiðsluna. Hafi enginn getað skilið þessi ummæli stefnda öðru vísi en að stefnandi ætti að fram- kvæma viðgerðina, og að minnsta kosti hafi stefndi ekki haft uppi nein mótmæli við framkvæmd verksins. Vitnið segir, að pípurnar hafi verið minna skemmdar eftir því sem framar kom í ganginn, en ryðpollar hafi verið á neyzluvatnspípunum. Vitnið segir, að fyrst hafi verið brotið niður úr pússningarlaginu með múrhamrinum og síðan niður með pípunum, en þar hafi verið eins konar steypuhrat. Kveðst vitnið hafa af og til fengizt við að brjóta upp múr með múrhamri. Vitnið kveðst hafa steypt með rörum og gengið frá múr að því leyti sem um múrbrot var að ræða Í sambandi við viðgerðina. Vitnið kveðst hafa það að aðal- starfi að aka bifreið og vinna það starf á vöktum. Það hafi hins vegar unnið í aukavinnu hjá stefnanda, ýmist á daginn eða kvöldin, eftir því sem stóð á vöktum hjá vitninu. Hafi verið um samið á milli vitnisins og stefnanda, að vitnið fengi jafnaðar- kaup fyrir vinnu sína. Kröfur sínar í málinu styður stefnandi þeim rökum, að stefndi hafi beðið um umrætt verk, og beri honum því að greiða kostn- aðinn við það, sem nemi helmingnum af öllum viðgerðarkostn- aðinum, svo sem áður hefur verið lýst. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefndi hafi aldrei beðið stefnanda um viðgerð þessa, enda hafi hennar ekki verið þörf, þar sem hita- og vatnslögn fyrir íbúð stefnda hafi verið í fullkomnu lagi, áður en stefnandi hóf viðgerð á hitakerfi íbúðar neðri hæðarinnar. Allt bendi til þess, að stefnandi eða menn hans hafi skemmt leiðslur í hitakerfi stefnda, þegar þeir unnu að við- gerð á hitakerfi neðri hæðarinnar. Stefnanda beri að sjálfsögðu að bæta það tjón, sem stefndi hafi þannig orðið fyrir, og sé stefnda alls óskylt að greiða viðgerð á þeim skemmdum, sem stefnandi eða menn hans ollu á hitakerfinu. Af þessum ástæðum hafi stefndi algerlega neitað að greiða reikning þann, sem stefn- andi hefur framvísað. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir skýrslum aðilja og vitnisins Páls Ólafssonar. Telur dómurinn, að stefnandi hafi 172 sannað, að hann hafi mátt skoða ummæli stefnda og háttsemi hans á vettvangi sem samþykki fyrir því, að stefnandi tæki að sér viðgerð á skemmdum á pípum tilheyrandi efri hæð hússins. Hins vegar lítur dómurinn svo á, að stefndi hafi ekki sannað, að stefnandi eða aðstoðarmaður hans hafi við múrbrotið skemmt pípur efri hæðar. Í því sambandi taka hinir sérfróðu meðdóm- endur fram, að allar líkur bendi til þess, að miðstöðvarpípur efri hæðarinnar hafi einnig verið svo skemmdar af tæringu, að full nauðsyn hafi borið til að skipta einnig um þær. Stefndi hefur mótmælt því sérstaklega, að þörf hafi verið á að skipta um neyzluvatnspípur. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, þar á meðal, að neyzluvatnspípurnar voru Í sömu rauf og miðstöðvarpípurnar, þá telur dómurinn, að eftir atvikum verði að líta svo á, að mat stefnanda sem meistara Í pípulögnum verði að ráða um þetta atriði, enda hefur stefndi ekki gert sennilegt, að þarflaust hafi verið að skipta um pípur þessar. Að því er reikningsfjárhæðina snertir, þá hefur stefndi mót- mælt 10% álagi á vinnulaun, sem í hlut stefnda kom, kr. 319.20. Hefur stefnandi undir rekstri málsins fallið frá þeirri fjárhæð. Kemur það atriði því ekki til frekari álita. Stefndi mótmælir því, að honum sé skylt að greiða eftir- og næturvinnu við framkvæmd viðgerðarinnar, enda hafi hann ekki beðið um það, að verkinu væri hraðað. Getur dómurinn á það fallizt, að stefnda sé aðeins skylt að greiða helminginn af 44 dag- vinnutímum og 10 eftinvinnutímum fagmanns, þ. e. helminginn af kr. 5.675.90, en ekki helminginn af kr. 6.393.90, eins og stefn- andi reiknar. Ber því að lækka kröfu stefnanda að þessu leyti um kr. 359.00. Samkvæmt hinum framlagða reikningi reiknar stefnandi vinnu aðstoðarmanns í 24 klukkustundir á kr. 125.00 í jafnaðarkaup, eða samtals kr. 3.000.00. Telur stefndi sér óskylt að greiða svo mikið fyrir aðstoðarmannsvinnuna og einnig óskylt að greiða yfirvinnutaxta að þessu leyti. Við hinn munnlega málflutning var upplýst, að útseld vinna aðstoðarmanna í pípulögnum hafi á þeim tíma, sem hér um ræðir, verið auglýst kr. 75.15 í dagvinnu og kr. 103.30 í eftir- vinnu. Þykir stefnandi ekki hafa sannað, að hann geti krafið stefnda um jafnaðarkaup aðstoðarmannsins, kr. 125.00 pr. klukku- stund. Þykir eftir atvikum rétt að taka þennan kröfulið til greina á þann hátt að reikna aðstoðarmannsvinnuna samkvæmt aug- 173 lýsta taxtanum og þannig að miða við 20 klukkustundir í dag- vinnu og 4 klst. í eftirvinnu. Verður þessi liður kröfunnar því lækkaður, að því er stefnda varðar, um kr. 541.00. Reikningur stefnanda hefur ekki sætt frekari andmælum. Verða úrslit málsins því þau, að stefnda verður gert að greiða stefnanda kr. 7.988.65 að frádregnum kr. 1.220.10 (319.20, 359.00, 541.90), eða kr. 6.768.55 með vöxtum, sem rétt þykir að reikna 7% ársvexti frá 1. maí 1967 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, er eftir atvikum þykir rétt að ákveða kr. 3.000.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðjóni Júlíussyni og Óskari Smith pípulagn- ingameisturum. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Ólafsson, greiði stefnanda, Elvari Bjarna- syni, kr. 6.768.55 með 7% ársvöxtum frá 1. maí 1967 til greiðsluðags og kr. 3.000.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 23. febrúar 1970. Nr. 167/1968. Halldór Pétursson (Árni Grétar Finsson hrl.) segn Sænsk-íslenzka frystihúsinu h/f (Guðjón Styrkársson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. október 1968. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 47.009.42 með 7% ársvöxtum frá 10 júní 1966 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1/4 Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur áfrýjandi gefið skýrslu fyrir dómi og nokkur vitni komið fyrir dóm. Ekki skipta hin nýju gögn máli um úrslit máls þessa. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Rétí er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. júlí 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 21. júní 1968, hefur stefnandi, Sænsk-íslenzka frystihúsið, Reykjavík, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 24. janúar 1967, á hendur Halldóri Péturs- syni, Vesturbraut 4 A, Hafnarfirði, til greiðslu á skuld að fjár- hæð kr. 52.379.00 ásamt 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan Vanskilamánuð frá 19. apríl 1966 til greiðsludags og málskostnaði samkvæmt taxta L. M. F. Í. Stefndi krefst sýknu og að honum verði tildæmdur málskostn- aður að mati réttarins. Með gagnstefnu, útgefinni 17. apríl 1967, höfðar aðalstefndi gagnsök á hendur aðalstefnanda til greiðslu á skuld að fjárhæð kr. 50.043.32 með 7% ársvöxtum frá 10. júní 1966 til greiðsludags auk hæfilegs málskostnaðar að mati réttarins. Sátta var leitað, en árangurslaust. Í aðalsök kveður aðalstefnandi kröfu sína vera þannig til komna, að aðalstefnandi hafi greitt flugar til útlanda o. #1. fyrir aðal- stefnda til Flugfélags Íslands h/f. Einnig hafi honum verið lánaðir Þeningar út af viðskiptareikningi. Nemi því skuld hans sam- kvæmt reikningi kr. 52.379.00 og hafi ekki fengizt greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir. Lögmaður aðalstefnda hefur í munnlegum málflutningi viður- kennt kröfuupphæðina í aðalsök tölulega rétta. Í gagnsök kveður gagnstefnandi málavexti vera þá, að hann hafi verið verkstjóri hjá aðalstefnanda á þriðja ár, en þá veiktist 175 hann skyndilega af heilablæðingu þann 10. marz 1966. Hann var þá fluttur til Kaupmannahafnar til læknismeðferðar, og hefur hann verið að mestu óvinnufær síðan. Aðalstefnandi greiddi far- miða fyrir gagnstefnanda og konu hans til Kaupmannahafnar, og fékk gagnstefnandi auk þess peninga hjá honum til farar- innar. Hins vegar kveðst aðalstefndi eiga inni hjá aðalstefnanda kr. 99.388.32, sem hann sundurrliðar þannig: Kaup í 90 daga, kr. 706.71 á dag .. .. .. .. .. .. kr.63.603.90 Næturvinna í 90 daga frá 10. marz 1966, 212 klukkustund á kr. 124.26 klukkustundin .. .. .. — 26.374.18 Orlof í 14 daga, kr. 672.16 á dag .. .. .. .. .. .. — 9.410.24 Samtals kr. 99.388.42 Hann byggir þessa kröfu sína fyrst og fremst á 11. gr. í samn- ingi milli Vinnuveitendasambands og Verkstjórasambands Ís- lands frá 30. október 1963, en þar er svo mlælt fyrir um, að verkstjórar skuli fá greitt fullt kaup í þrjá mánuði, þó ekki lengur en samtals 90 daga á ári, ef þeir eru fjarverandi vegna veikinda, sem þeim verður ekki sjálfum um kennt, og geti eigi af þeim sökum sinnt störfum sínum. Í gagnsök krefst gagnstefndi sýknu og reisir þá kröfu sína á því, að gagnstefnandi hafi aldrei til þess starfa verið ráðinn eða tilkynntur sem slíkur. Gagnstefnandi hefur komið fyrir dóm. Hann lýsti því yfir, að hann áliti sig hafa verið verkstjóra hjá aðalstefnanda og rök- styður það á eftirfarandi hátt: Upphaflega hafi hann werið ráðinn til þess að fella net, en fljótlega eftir að hann tók til starfa, hafi verkið orðið svo umfangsmikið, að hann hafi ekki séð sér fært að gera það einn. Þar af leiðandi hafi hann farið til yfirverk- stjórans, Valdimars Friðbjörnssonar, og beðið hann um fólk. Verkstjórinn hafi orðið við þessum tilmælum og látið sér í té 6—8 manns. Þetta starf hafi brátt snúizt þannig, að hann hafi ekki getað verið nema stuttan tíma á netjaverkstæðinu, heldur hafi hann þurft að annast veiðarfærakaup fyrir bátana, en um það hafi ekki verið talað, er hann byrjaði að vinna hjá aðal- stefnanda. Ráðning sín hafi borið þannig að, að Valdimar Friðbjörnsson hafi hitt sig suður í Hafnarfirði og hann þá spurt hann, hvort 176 hann gæti ekki útvegað sér vinnu, sem sér hentaði. Skömmu síðar hafi Valdimar hringt til sín og beðið sig að koma til Reykja- víkur til viðtals. Þar hafi hann rætt við Valdimar og Gunnar Guðjónsson hafi einnig komið þar við sögu. Eftir þær viðræður hafi hann verið ráðinn samkvæmt taxta netjagerðarmanna. Síðar hafi eftir hans eigin ósk verið breytt yfir í vikukaup. Eftir að hann fór að stjórna fólki, hafi hann útbúið taxta fyrir sig og hafi sá taxti verið sem næst meðaltaxta milli sveina og flokksstjóra við netjagerð. Eftir þessum taxta hafi sér verið greitt kaup umyrðalaust. Þá sagði hann, að sig minnti, að taxta þessum hafi verið breytt þrisvar sinnum til hækkunar, meðan hann vann á netjaverkstæðinu. Hann sagði, að aldrei hefði beinlínis verið talað um, að hann væri verkstjóri, heldur hafi Valdimar sagt eitthvað við sig í þá átt, að hann skyldi fá þetta fólk og stjórna því. Þá hafi hann þurft að sundurliða alla þá tíma, sem fólkið vann við hvern bát, og koma þeim útreikningum á skrifstofu fyrirtækisins. Enn fremur hafi hann stundum orðið að rita á reikninga, að þeir væru réttir, til þess að þeir fengjust greiddir. Enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður. Þá hefur komið fyrir dóm sem vitni Valdimar Friðbjörnsson, yfirverkstjóri hjá aðalstefnanda. Vitnið sagði, að aðalstefndi hefði verið ráðinn sem netjamaður, en þó hafi fallið önnur störf til, sem hann hafi gegnt, sérstaklega um sumarið, svo sem um- sjón og afgreiðsla á frystihólfum. Ekki kvaðst vitnið vita til, að hann hefði verið ráðinn sem verkstjóri, og sjálft hafi það ráðið hann sem netjagerðarmann og muni ekki betur en honum hafi verið greitt kaup sem netjamanni. Þá sagði vitnið, að aðalstefndi hefði unnið undir sinni stjórn og ekki hefði verið hægt að kalla hann undirverkstjóra. Það hafi komið fyrir, að honum hafi verið falin umsjón í netjadeildinni, en sú umsjón hafi algerlega verið á sína ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Enn fremur hefur forstjóri aðalstefnanda komið fyrir dóm. Hann kvað aðalstefnda hafa verið ráðinn sem netjagerðarmann við frystihúsið og unnið netjavinnu og aðra vinnu. Aðalstefndi hafi aldrei verið ráðinn sem verkstjóri né tekið laun sem slíkur og ekki haft með verkstjórn fólks að gera. Verkstjórar hafi að- eins verið tveir, Valdimar Friðbjörnsson og Björgvin H. Björns- son. Aðalstefnda hafi verið greidd laun samkvæmt netjavinnu- taxta og kvaðst ekki geta munað til þess, að honum hefði verið greitt hærra kaup vegna einhvers konar verkstjórnar. Þá tók 177 hann fram, að venja hefði verið hjá fyrirtækinu, að verkstjóri og undirverkstjóri væru skráðir verkstjórar og tilkynning um það send verkstjórafélaginu. Engin slík tilkynning hafi verið send varðandi aðalstefnda. Við samprófun tók aðalstefndi það fram, að hann liti svo á, að hann hefði orðið verkstjóri, enda þótt það hefði ekki verið tilkynnt. Hann hafi orðið það sjálfkrafa, er hann fór að segja fólki fyrir verkum. Við samprófun náðist ekki frekara samræmi. Við munnlegan málflutning upplýstist, að gagnstefnandi hafði á þeim tíma, sem hér um ræðir, ekki greitt neitt í lífeyrissjóð Verkstjórasambands Íslands. Eins og málavöxtum hefur nú verið lýst í gagnsök, hefur gagn- stefnanda ekki tekizt gegn eindregnum andmælum forsvarsmanna gagnstefnda að færa fram nægilegar sannanir fyrir því, að hann hafi verið ráðinn verkstjóri við Sænsk-íslenzka frystihúsið á þeim tíma, sem hér um ræðir, og að honum hafi því borið sömu kjör og þeim. Verður því að sýkna gagnstefnda af kröfum gagnstefnanda í gagnsök, en rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður falli niður. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber aðalstefnda, Halldór Pétursson, til þess að greiða aðalstefnanda, Sænsk-íslenzka frystihúsinu h/f, kr. 52.379.00 ásamt vöxtum, sem eftir máls- atvikum þykja hæfilega ákveðnir 7% frá 19. apríl 1966 til greiðslu- dags og kr. 7.500.00 í málskostnað. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson bogarðdómari. Dómsorð: Í aðalsök greiði stefndi, Halldór Pétursson, stefnanda, Sænsk-íslenzka frystihúsinu h/f, kr. 52.379.00 auk 7% árs- waxta frá 19. apríl 1966 til greiðsludags og kr. 7.500.00 í málskostnað. Í gagnsök skal gagnstefndi vera sýkn af kröfum gagnstefn- anda. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 12 178 Mánudaginn 23. febrúar 1970. Nr. 49/1969. Byggingarfélag verkamanna í Keflavík (Hrafnkell Ásgeirsson hdl.) Segn Dánarbúi Jóns H. Magnússonar (Bjarni Beinteinsson hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Byggingarsamvinnufélag. Íbúðarverð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. marz 1969 og krafizt þess aðallega, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið, að áfrýjandi verði sýknaður af öllum kröfum stefnda í málinu og stefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda hæfilegan málskostnað fyrir báðum dómum, en fl vara, að áfrýjandi verði aðeins dæmdur til greiðslu kr, 125.926.34 með 7% ársvöxtum frá 1. október 1964 til 1. janúar 1965, með 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaður verði látinn niður falla. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að öllu leyti, að því er varðar greiðsluskyldu áfrýjanda, og honum verði dæmt að greiða stefnda máls- kostnað í Hæstarétti. Málsatvik eru rækilega rakin í héraðsdómi. Stefndi bauð fram greiðslu láns þess úr Byggingarsjóði verkamanna, er á íbúð hans hvíldi, og mátti því njóta verð- hækkunar á verði allrar íbúðarinnar samkvæmt 8. tl. 6. gr. laga nr. 60/1962 um verkamannabústaði. Áfrýjandi hafnaði viðtöku greiðslunnar og ráðstafaði íbúðinni til annars manns við lægra verði en stefndi átti rétt til að fá fyrir hana. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, að því er varðar skipti áfrýjanda og stefnda, ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um greiðslu- 179 skyldu áfrýjanda með þeirri breytingu, að 6% ársvextir greiðist frá 1. janúar 1965 til 1. janúar 1966 og 7% árs- vextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til þess að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 45.000.00 fyrir báðum dómum. Dómsorð: Áfrýjandi, Byggingarfélag verkamanna í Keflavik, greiði stefnda, dánarbúi Jóns H. Magnússonar, kr. 139.080.21 með 7% ársvöxtum frá 1. október 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludass og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 45.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Keflavíkur 16. desember 1968. Mál þetta, sem þingfest var hinn 10. júní 1966 og tekið til dóms hinn 18. nóvember 1968, hefur Jón H. Magnússon, Austur- braut 5, Keflavík, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri á Þingfestingardegi, en fallið var frá stefnufresti f. h. beggja stefndu, gegn Guðleifi Sigurjónssyni, Sólvallagötu 40, Keflavík, stjórnarformanni Byggingarfélags verkamanna í Keflavík f. h. byggingarfélagsins og Torfa Stefánssyni, Faxabraut 24, Keflavík, til greiðslu in soliðum á skuld að fjárhæð kr. 465.054.79 með 7% ársvöxtum frá 1. október 1964 til 31. desember s. á. og 6% árs- vöxtum frá þeim degi til 11. júní 1965 og 1% mánaðarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi Byggingarfélag verkamanna, Keflavík, krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að sér verði dæmdur máls- kostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda, en til vara, að sér verði aðeins gert að greiða stefnanda kr. 125.926.34 með 7% ársvöxtum frá 1. október 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og T% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, en málskostnaður verði látinn falla niður, og til þrautavara, að kröfur stefnanda verði stórlækkaðar og máls- kostnaður látinn falla niður. 180 Stefndi Torfi Stefánsson krefst sýknu af öllum kröfum stefn- anda og málskostnaðar úr hendi hans að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefnandi lézt að áliðnu sumri 1968, og tók dánarbú hans við sökinni. Málavextir. Árið 1947 réðst Byggingarfélag verkamanna í Keflavík í að reisa íbúðarhús fyrir félagsmenn sína í sérstökum byggingar- flokki, II. flokki, Byggingarframkvæmdir stóðu yfir árin 1947 til 1953, og voru þá í flokknum reist íbúðarhús við Ásabraut og Faxabraut í Keflavík. Íbúð stefnanda á efri hæð hússins nr. 24 við Faxabraut var byggð á árunum 1951— 1953, og flutti stefnandi inn í íbúð sína í ársbyrjun 1953, þótt framkvæmdum við hana væri þá eigi að fullu lokið. Bjó stefnandi síðan í íbúðinni til ársins 1964. Hinn 27. maí 1964 tilkynnti stefnandi stefnda byggingarfélag- inu, að hann óskaði eftir sölu á íbúð sinni, jafnframt því sem hann óskaði eftir mati og útreikningi á verðmæti íbúðarinnar. Samkvæmt matsgerð, sem dagsett er 16. júlí 1964, reyndust endurbætur á íbúðinni að frádeginni fyrningu nema kr. 53.456.40, en stofnkostnaður hafði á sínum tíma numið kr. 134.060.80, og á því verði hafði stefnandi keypt íbúðina, en áhvílandi veðskuld við Byggingarsjóð verkamanna nam í september 1964 kr. 74.686.94. Þá segir orðrétt í stefnu: „Er stefnanda barst matið í hendur hinn 16. júlí 1964, fékk hann einnig upplýsingar um útreikning þann, er stefndi bygg- ingarfélagið vildi leggja til grundvallar. Var þar miðað við vísi- töluna 790, eins og hún var haustið 1952. Stefnanda líkaði ekki þessi útreikningur, enda taldi hann, að miða ætti við aðra vísi- tölu. Stóð við svo búið fram eftir sumri, að eigi náðist samkomulag um verðið“. Í framhaldi af áðurnefndri tilkynningu til stefnda byggingar- félagsins, dagsettri 27. maí 1964, þess efnis, að stefnandi óskaði eftir sölu á íbúðinni, útvegaði stefndi byggingarfélagið kaup- anda, meðstefnda Torfa, og reiknaði út söluverðið, eins og félagið taldi það réttast í samræmi við gildandi lög um verkamannabú- staði nr. 60 frá 1962. Er stefnandi vildi ekki sætta sig við verðið, leituðu forráða- menn stefnda byggingarfélagsins til félagsmálaráðuneytisins um 181 upplýsingar og ráðleggingar varðandi mál þetta, en orðrétt segir í greinargerð stefnda byggingarfélagsins: „Eftir þetta stigu for- ráðamenn byggingarfélagsins ekkert skref í máli þessu án fulls samráðs við fulltrúa ráðuneytisins“. Þá segir enn í sömu greinar- gerð: „Eftir að álitsgerð félagsmálaráðuneytisins lá fyrir, var fljótlega gengið frá skjölum varðandi sölu íbúðarinnar, enda var þá fullráðið, að íbúðin yrði seld stefnda Torfa“. Um viðskipti sín hér að lútandi við stefnda byggingarfélagið hefur meðstefndi Torfi sagt í réttarhaldi hinn 27. maí s.l., að hann hafi á sínum tíma undirritað bréf það, dags. 11. júlí 1964, þar sem hann óskar eftir að kaupa umrædda íbúð. Ekki kveðst stefndi Torfi muna, hver hafi skrifað bréfið, en finnst sennilegast, að einhver hafi gert það fyrir sig, en bréfið kveður hann undir- ritað fleiri mánuðum áður en hann fékk íbúðina. Ekki kvaðst stefndi Torfi þá hafa gert sér grein fyrir því, hvað íbúðin mundi kosta, en upplýsingar um verðið hafi hann fengið, skömmu eftir að mat á íbúðinni fór fram í júlí 1964, en þá hafi verðið verið miðað við það, að stefnandi greiddi ekki upp áhvílandi lán til Byggingarsjóðs verkamanna, en um annað hugsanlegt verð hafi hann aldrei fengið neinar upplýsingar, enda hefði hann sennilega ekki keypt íbúðina, ef hún hefði kostað mörgum tugum þúsunda meira en hann greiddi fyrir hana. Kveðst stefndi Torfi síðan hafa fengið afsal fyrir íbúðinni í hendur á fundi með stjórn byggingarfélagsins hinn 30. september 1964, meira en mánuði eftir að honum hafi verið „úthlutuð íbúðin“. Eins og að framan segir, leitaði stefndi byggingarfélagið um- sagnar félagsmálaráðuneytisins um fyrirkomulagsatriði og út- reikninga varðandi væntanlega sölu á íbúð stefnanda og virðist þá hafa stungið upp á því, að stefnanda yrði veittur frestur til 20. september 1964 til þess að greiða til byggingarfélagsins áhvíl- andi lán frá Byggingarsjóði verkamanna, en greiðsla þess láns var samkvæmt lögum skilyrði þess, að verðhækkun reiknaðist af öllu íbúðarverðinu. Í svari ráðuneytisins, dagsettu 9. september 1964, við erindi stefnda byggingarfélagsins segir m. a. orðrétt: „Ráðuneytinu hefur borizt erindi yðar út af ágreiningi um, hvernig reikna beri út verð íbúðar, sem reist hefur verið á vegum yðar að Faxa- braut 24 í Keflavík á árunum 1951— 1953. Að fengnum þeim upplýsingum, að við fyrri sölur íbúða í þessu húsi hafi verið miðað við vísitölu ársins 1952 og miðað við byggingartíma um- 182 rædds húss, telur ráðuneytið rétt, að miðað sé við fyrrnefnda vísutölu. Hins vegar getur ráðuneytið ekki kveðið upp endan- legan úrskurð í málinu, þar eð slíkt ágreiningsmál heyrir undir dómstóla. Ráðuneytið getur einnig fallizt á, að eiganda umræddrar íbúðar verði veittur frestur til 20. september n. k. til þess að greiða upp áhvílandi lán, þannig að verðhækkun fáist reiknuð á allt íbúðar- verðið. Samrit af bréfi þessu mun sent hr. Jóni H. Magnússyni, eig- anda umræddrar íbúðar“. Um áramót 1963 og 1964 urðu formannaskipti í Byggingarfé- lagi verkamanna í Keflavík. Björgvin Árnason, sem verið hafði formaður um fjögurra ára skeið, lét af störfum í stjórn félagsins, en við formennskunni tók núverandi formaður, Guðleifur Sigur- jónsson. Stefnandi kveðst hafa fengið afrit af fyrrgreindu bréfi ráðu- neytisins í hendur um það bil viku fyrir 20. september. Hafi hann þá leitað upplýsinga um upphæð eftirstöðvar weðskuldar- innar bæði hjá þáverandi og fyrrverandi formanni félagsins. Hafi hann þá fengið vitneskju um áætlaðar eftirstöðvar, en endan- legt svar hafi sér borizt frá fyrrverandi formanni hinn 21. sept- ember með bréfi, dagsettu 17. þess mánaðar, undirrituðu af Björgvini Árnasyni, þar sem sagði: „Eftirstöðvar af láni frá Byggingarsjóði verkamanna pr. 20/9 1964 eru kr. 74.686.94“. Á grundvelli upplýsinga um áætlaðar eftirstöðvar útvegaði stefnandi sér kr. 75.000.00 til þess að greiða lánið að fullu hinn 18. september og kveðst þá strax eftir tilvísun ráðuneytisstjóra hafa boðið fram greiðsluna gjaldkera byggingarsjóðs, Eggerti Bachmann, sem hafnaði viðtöku á fénu. Kveðst stefnandi þá hafa snúið sér til Eggerts Þorsteinssonar eftir tilvísun gjaldkera sjóðs- ins, en þá verið bent á að greiða féð til gjaldkera Byggingar- félags verkamanna í Keflavík, Kristjáns Sigmundssonar, sem einnig hafnaði viðtöku á greiðslunni. Einnig reyndi stefnandi að greiða Björgvini Árnasyni, fyrrverandi formanni, féð hinn 21. september. Um íþað segir vitnið Björgvin Árnason, að rétt sé, að stefnandi hafi viljað greiða sér lánið, en vitnið hafi ekki viljað taka að sér að koma fénu til rétts viðtakanda fyrir stefnanda, þar eð það hafi vitað, „að fresturinn, sem stefnandi hafði fengið til að greiða upp lánið, hafi verið útrunninn“. Í stefnu segir orðrétt: „Vegna samskipta sinna við Guðleif 183 Sigurjónsson, fyrirsvarsmann stefnda byggingarfélagsins, vildi stefnandi ekki afhenda honum. peninga, er hann hafði útvegað (18. september) til að greiða með lánið“. Hinn 7. október 1964 ritar síðan stefnandi stjórn byggingarfé- lagsins bréf, þar sem hann afturkallar sölubeiðni sína. Um það segir í greinargerð stefnda byggingarfélagsins: „Það var skoðun forráðamanna byggingarfélagsins, eins og áður segir, að stefn- andi hefði með bréfi sínu, dags. 27/5 1964, sbr. rskj. nr. 4, gefið byggingarfélaginu bindandi tilboð um sölu íbúðarinnar, er hann gæti ekki afturkallað án samþykkis stefnda byggingarfélagsins. Það er staðreynd, að það sé byggingarfélagsins að ákveða, hvaða aðila er gefinn kostur á að kaupa íbúð í verkamannabústað. Það á því ekki að skipta seljanda neinu máli, hvaða aðila er gefinn kostur á kaupum íbúðar í verkamannabústað, þar sem verð íbúðar og greiðsluskilmálar eru lögákveðnir. Þess vegna töldu forráðamenn stefnda byggingarfélagsins, að stefnandi gæti ekki afturkallað söluna, er gengið hafði verið frá öllu nema undirskrift seljanda, þ. e. a. s. hann væri bundinn skv. sölutilboði sínu, og þar af leið- andi sinntu þeir ekki yfirlýsingu stefnanda, er fram kom í bréfi hans, dags. 7/10 1964, sbr. rskj. nr. 9. Er bréfið frá stefnanda barst B. V., hafði íbúðin staðið auð og ónotuð í 2 mánuði“. Frá því að stefnandi gerir tilraunir sínar til að greiða upp margumrætt lán fyrir og um 20. september 1964, þar til hann ritar afturköllun sína á sölubeiðni hinn 7. október 1964, gerist það, að stjórn stefnda byggingarfélagsins boðar stefnda Torfa á sinn fund hinn 30. september. Fundinn sat einnig fulltrúi úr félagsmálaráðuneytinu. Stefnandi var eigi boðaður til þessa fundar og fékk enga vitneskju um hann fyrr en síðar. Á fundi þessum var gengið frá sölu íbúðarinnar til stefnda Torfa, sölureikningur útbúinn og undirritaður af stjórn félagsins og stefnda Torfa fengið í hendur afsal, sem hann undirritaði fyrir sitt leyti, jafnframt því sem hann greiddi útborgunarfjár- hæð íbúðarinnar, eins og félagið hafði reiknað út, kr. 216.480.00. Daginn eftir var fjárhæð þessi lögð inn á bankareikning á nafn stefnanda og hefur verið þar til reiðu síðan. Við útreikninga á verði íbúðarinnar var miðað við byggingar- vísitölu ársins 1952, 790 stig á móti 2.123 stigum, er sala fór fram, og werðið síðan reiknað út í samræmi við fyrirmæli laga um það efni, þannig að verðhækkun reiknaðist af þeim hluta upphaflegs byggingarverðs, sem umfram var eftirstöðvar áhvíl- 184 andi veðskuldar við Byggingarsjóð verkamanna, og tekið var tillit til endurbóta og fyrningar samkvæmt áðurnefndu mati. Hinn 13. október 1964 barst stefnanda ábyrgðarbréf frá stefnda byggingarfélaginu, póstlagt 12. október, ásamt samningi þeim frá 30. september, er áður greinir og sem jafnframt er afsal, og sparisjóðsbók með innstæðu að fjárhæð kr. 216.480.00. Bréfið er svohljóðandi: „Stjórn Byggingarfélags verkamanna, Keflavík, sendir yður hér með greiðslu hluta yðar í íbúðinni Faxabraut 24, e. h., sem er kr. 216.479.51, tvöhundruðogsextánþúsundfjögur- hundruðsjötíuogníukrónurfimmtíuogeinneyrir. Jafnframt hefir fé- lagið selt Torfa Stefánssyni, Faxabraut 24, n. h., íbúð yðar, og tekur hann að sér greiðslu áhvílandi skulda. Það skal tekið fram, að í 6. gr. laga nr. 60/1962 er gert ráð fyrir, að eigendur íbúða í Byggingarfélagi verkamanna, sem átt hafa íbúð sína í 10 ár eða lengur, geti greitt upp áhvílandi lán og þar með fengið fulla verðhækkun samkvæmt vísitölu á alla íbúðina. Stóð yður þetta til boða, og var yður weittur frestur til 20. sept. til að greiða upp lánið, en með því að þér hafið ekki notað þann rétt, tekur nýr eigandi téðrar íbúðar að sér greiðslu umræddrar skuldar. Félagið vill ennfremur taka það fram, að lögum samkvæmt eigið þér enga heimtingu á slíkum fresti, og hefir yður því verið sýnd meiri tillitssemi en heimilt var, og væntum wér, að með þessu sé máli þessu lokið. Keflavík, 30/9 1964. F. h. Byggingarfélags verkamanna, Keflavík. Guðleifur Sigurjónsson“. Stefnandi endursendi stefnda byggingarfélaginu bréfið ásamt fylgiskjölum um hæl og mótmælti öllum aðgerðum stjórnar fé- lagsins og hefur eigi enn undirritað afsalið til stefnda Torfa. Taldi stefnandi verðútreikning íbúðarinnar rangan, ekki væri miðað við rétta byggingarvísitölu, þegar verðhækkun var reiknuð út, auk þess sem hann ætti rétt til verðhækkunar á alla fjárhæð hins upprunalega byggingarkostnaðar. Enn var reynt að miðla málum og ná samkomulagi milli aðilja um endanlegt uppgjör, m. a. fyrir milligöngu fulltrúa ráðuneytis- ins. Stóðu samkomulagsumleitanir þessar fram á sumar árið 1965, en báru ekki árangur. 185 Stefnandi hefur talið sig bundinn við sölugerninginn, þótt hann vildi ekki sætta sig við verðútreikninginn, og í febrúar 1966 krafði hann stefnda byggingarfélagið bréflega um fjárhæð þá, sem stefnt er út af í máli þessu, eftir að hafa leitað upplýsinga hjá Bygg- ingafélagi verkamanna í Reykjavík um það, hvernig reikna ætti út verð framangreindrar íbúðar í samræmi við lög nr. 60 frá 1962 um verkamannabústaði. Áður en lokið er málavaxtalýsingu, skal þess getið, að formað- ur stefnda byggingarfélagsins hefur fyrir rétti hinn 24. október 1967 upplýst, að á fundinum hinn 30. september 1964, þegar gengið var frá sölunni, hafi sér verið ljóst, að stefnandi hafði vilja og getu til þess að greiða upp lánið og að sennilega hafi allri stjórninni verið kunnugt um, að stefnandi vildi greiða upp lánið. Kveðst formaður stefnda byggingarfélagsins hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við stefnanda, eftir að hann frétti, að stefnandi vildi greiða upp lánið, en án árangurs. Kveðst formaður stefnda byggingarfélagsins hafa innt stefn- anda eftir því, þegar sölubeiðnin kom fram, hvort hann hygðist greiða upp lánið, en hann hafi svarað því neitandi og muni ekki hafa breytt þeirri afstöðu sinni fyrr en í september. Þess vegna hafi stefnda Torfa aðeins verið gefnar upplýsingar um væntan- legt verð, miðað við að lánið yrði eigi greitt upp. Tilboð stefnda Torfa var hið eina, sem barst í íbúðina, og hefur hann upplýst fyrir rétti hinn 27. maí 1968, að hann hefði senni- lega ekki keypt íbúðina, ef hún hefði kostað mörgum tugum þúsunda meira en hann greiddi fyrir hana, enda er því haldið fram í greinargerð stefnda Torfa, að það hagræði, að á íbúðinni hvíldi áfram fast lán að upphæð kr. 74.686.94, hafi verið ein aðal- forsendan fyrir því, að hann réðst í kaupin. Málsástæður og lagarök. Stefnandi heldur því fram, að hann eigi skýlausan rétt til stefnufjárhæðarinnar, sem sé hið rétta söluverð íbúðarinnar samkvæmt ákvæðum laga nr. 60 frá 1962. Bendir stefnandi á í því sambandi, að Byggingafélag verkamanna í Reykjavík hafi haft þann hátt á í samræmi við 6. tölulið 6. gr. nefndra laga um verkamannabústaði við uppgjör á söluverð íbúða, að seljandi, sem samkvæmt ofangreindu ákvæði á rétt á að greiða upp lán við Byggingarsjóð verkamanna og fá vísitöluhækkun á allt upp- haflegt kaupverð, vegna þess að hann hefur átt íbúðina í 10 ár eða lengur, gerir upp lánið, er afsal er gefið út og lokauppgjör 186 fer fram. Hér sé því aðeins um reikningsdæmi að ræða og allur annar skilningur á greindu lagaákvæði leiði til óeðlilegrar niður- stöðu, sem sé til þess fallin að valda mikilli mismunun. Það geti ekki hafa verið vilji löggjafans, að sú tilviljun, hvort seljandi hafi fé handbært til þess að greiða upp lánið, þegar sölu er óskað eða ekki, eigi að ráða því, hvort væntanlegt söluverð verði jafnvel hundruðum þúsunda króna hærra eða lægra. Verði orða- lag ákvæðisins ekki skilið á annan veg en þann, að greiðsla á láninu fari fram, um leið og uppgjör við seljanda fer fram, enda sé hér aðeins um hlunnindi að ræða fyrir þá, er átt hafa íbúð- irnar í 10 ár samfleytt. Annar skilningur gæti m. a. leitt til þeirrar ranglátu niðurstöðu, að með því að greiða lánið upp, áður en frá sölu er gengið, neyddist væntanlegur seljandi til að afsala sér hagræðinu af hinu fasta láni, ef ekki yrði úr sölu. Telur stefn- andi, að á þessum skilningi, þ. e. að lánið sé greitt, um leið og lokauppgjör fer fram, sé alfarið byggt hjá Byggingafélagi verka- manna í Reykjavík og sé hann viðurkenndur af félagsmálaráðu- neytinu. Bendir stefnandi á, að frestur sá til 20. september 1964, er ráðuneytið hafi í þessu tilviki fyrir sitt leyti fallizt á, að stefn- andi fengi til að greiða upp lánið, hafi enga þýðingu í máli þessu, enda hafi fresturinn enga stoð í lögum. Stefnukrafan sé því eingöngu skuld á andvirði íbúðar, sem stefnda byggingarfélagið hafi ráðstafað til meðstefnda Torfa, án þess að söluverðið væri gert upp í sambandi við gildandi laga- ákvæði, og eigi stefnandi því beina fjárkröfu á hendur báðum stefndu, enda geti stefndi Torfi aldrei komizt hjá því að greiða það verð fyrir eignina, er lög áskilja, þar sem sala slíkra íbúða, er hér um ræðir, sé ákveðnum lagafyrirmælum bundin. Við útreikning á stefnukröfu miðar stefnandi annars vegar við byggingarkostnaðarvísitöluna 585 stig, sem er meðalvísitala ár- anna 1947— 1952, er bygging viðkomandi byggingarflokks stóð yfir, og hins vegar við vísitölu þá, er gilti haustið 1964, eða 2.122 stig, en stefnukröfuna sundurliðar stefnandi Þannig: Miðað er við byggingarvísitölu 1. júlí—31. október 1964, 2.122 stig, og meðalvísutölu þeirra ára, 1941—1952, er bygging við- komandi byggingarflokks stóð yfir, enda íbúðin á sínum tíma seld á meðalverði þess flokks. Vísitala 585 stig (1947— 1948 455 stig, 1948— 1949 478 stig, 1949—1950 527 stig, 1950— 1951 674 stig og 1951— 1952 790 stig). 187 Stofnkostnaður samkvæmt byggingarreikningi, dags. 1. janúar 1954, kr. 134.060.80. 134.060.80 X 2.122 = 486.285.33 Íbúðarverð 20. september 1964 er því þannig: kr. 486.285.33 -- — 53.456.40 (endurbætur fyrning). Samtals kr. 539.741.73 = — T4.686.94 (skuld við Byggingarsjóð verka- Samtals kr. 465.054.79 manna pr. 20. september 1964). Í munnlegum málflutningi mótmælti lögmaður stefnanda góðri trú stefnda Torfa og áréttaði, að hann hefði ekki getað öðlazt meiri rétt en lögin nr. 60 frá 1962 segja til um, enda megi ráða það af framburði stefnda Torfa sjálfs, sem borið hafi fyrir rétti, að sér hafi skilizt af viðræðum við formann stefnda byggingar- félagsins, „að stefnandi hafi stundum ætlað að greiða lánið og stundum ekki“ og að stefndi Torfi hafi þegar í júlí 1964 fengið vitneskju um verð það, sem honum var gert að greiða hinn 30. september 1964, en aldrei hafi verið um það rætt, hvaða verð greiða þyrfti, ef lánið yrði greitt upp, áður en kaup ættu sér stað. Þá byggir stefnandi rétt sinn á því, verði eigi á það fallizt, að greiðsla lánsins sé aðeins reikningsatrið við endanlegt uppgjör, að hann hafi sannanlega, og sé það viðurkennt fyrir rétti, boðið fram rétta greiðslu til forsvarsmanna byggingarsjóðs og stefnda byggingarfélagsins, áður en fresturinn til 20. september rann út og meira en 10 dögum áður en salan fór fram, en viðtöku á henni hafi verið hafnað. Hljóti þessi staðreynd að leiða til þess, að stefnandi eigi rétt til greiðslu í samræmi við stefnukröfu. Kröfu sína um, að miða beri við meðalvísutölu byggingarkostn- aðar áranna 1947— 1952, 585 stig, er bygging viðkomandi bygg- ingarflokks stóð yfir, styður stefnandi þeim rökum, að hann hafi þegar á árinu 1947 byrjað að greiða í flokkinn til jafns við hina, sem fyrr fengu íbúðir sínar afhentar. Breyti þar engu, þótt stefnandi hafi þurft að sætta sig við það, að íbúð hans var ekki byggð fyrr en á árunum 1951— 1953, reyndar að mestu leyti lokið fyrir árslok 1952, enda hafi hann, eins og fyrr greinir, flutt inn í íbúðina í ársbyrjun 1953. 188 Stefndi byggingarfélagið reisir sýknukröfu sína á því, að í sölubeiðni stefnanda frá 27. maí 1954 komi fram, að stefnandi hafi þá þegar gert sér ljóst, að greiða þyrfti upp áhvílandi lán, ef verðhækkun átti að fást á allt kostnaðarverð íbúðarinnar miðað við hækkun vísitölu byggingarkostnaðar á tímabilinu, frá því íbúðin var byggð, 1951—1953, þar til sala færi fram, og hafi hann því haft rúman tíma til að greiða upp lánið. Það hafi stefnandi ekki gert og því hafi að öllu leyti verið gengið frá sölunni á lögmætan hátt og verð íbúðarinnar reiknað út í samræmi við ákvæði laga nr. 60 frá 1962 um verkamannabústaði. Verð íbúðar- innar hafi því verið rétt útreiknað, er gengið var frá sölunni 30. september 1964, enda hafi þá verið miðað við vísitölu árs þess, sem var á miðju byggingartímabili viðkomandi íbúðar, þ. e. vísi- tölu ársins 1952, sem var 790 stig. Allur annar skilningur á ákvæð- um laga nr. 60 frá 1962 um það, hvernig reikna beri út verð þar greindra íbúða, sé rangur, enda hljóti 8. töluliður 6. greinar þeirra laga að skýrast svo, að seljandi verði að hafa greitt upp lánið, áður en reiknað er út söluverð íbúðar, svo að verðuppbót fáist á allt upphaflegt kostnaðarverð. Seljandi verði þar sjálfur að bera áhættuna af því, að svo geti farið, að ekki verði úr sölu. Gæti þar almennra áhættusjónarmiða í hagnaðarvon af viðskipt- um. Rétt söluverð hafi verið innt af hendi á réttum tíma og sé það mál stefnanda eins, að fjárhæðin hafi legið ónotuð á hans nafni í banka fram til þessa. Eigi því stefnandi engar kröfur á hendur byggingarfélaginu. Þá byggir stefnda byggingarfélagið sýkukröfu sína á því, að félagið hafi í einu og öllu fylgt ráðleggingum félagsmálaráðu- neytisins við afgreiðslu málsins. Félagið hafi aðeins áleveðið sjálft, hverjum skyldi gefinn kostur á að kaupa íbúðina, en það, félagið, sé undir yfirstjórn Byggingarsjóðs ríkisins og félagsmálaráðu- neytisins og geti ekki bakað sér ábyrgð, er það fylgir ráðum yfirboðara síns. Leiði þessi málsástæða sjálfstætt til sýknu. Þá grundvallar stefnda byggingarfélagið sýknukröfu sína enn fremur á því, að félagið hafi aðeins verið „milligönguaðili um sölu íbúðar- innar“, en raunverulegur kaupandi hafi verið meðstefndi Torfi, þannig að krafa stefnanda hljóti að eiga að beinast að hinum raunverulega kaupanda, ef svo yrði litið á, að stefnandi ætti einhverja kröfu út af sölu íbúðarinnar, en ekki milligönguaðilja um sölu, sem hafi engra hagsmuna að gæta. Hlutverk félagsins 189 hafi aðeins verið að koma á sölusambandi og ganga frá skjölum og hafi félagið í öllu hagað sér eftir fyrirmælum félagsmálaráðu- neytisins, svo að fráleitt sé, að það beri nokkra ábyrgð á við- skiptunum. Varakrafa stefnda byggingarfélagsins er miðuð við fjárhæð þá, er söluverð íbúðarinnar hefði hækkað um, ef vísitöluhækkun hefði einnig reiknazt af eftirstöðvum lánsins, enda verið litið svo á, að greiðsla á kr. 216.480.00 hinn 1. október 1964 sé lögleg greiðsla, sem hafi þau áhrif, að ekki reiknist aðrir vextir af þeirri fjárhæð en beir, er hún hefur borið í Útvegsbanka Íslands í Kefla- vík, en því jafnframt mótmælt að öðru leyti, að stefnandi eigi rétt á hærri vöxtum en almennum sparisjóðsvöxtum. Þrautavarakrafa stefnda byggingarfélagsins er miðuð við það, að kröfur stefnanda verði að minnsta kosti lækkaðar um kr. 216.480.00, sem er sú fjárhæð, er stefnandi neitaði að taka við, en er nú Í geymslu á nafni stefnanda í banka. Stefndi Torfi reisir sýknukröfu sína á því, að hann hafi á rétt- um tíma staðið full skil á skyldum sínum varðandi kaup á íbúð stefnanda. Meðstefndi byggingarfélagið komi fram við söluna sem umboðsmaður stefnanda. Samkvæmt almennum reglum sé því stefnandi bundinn við þá samninga, sem umboðsmaður hans gerir. Hafi stefnda byggingarfélagið farið út fyrir umboð sitt, beri það eitt ábyrgð gagnvart stefnanda, en grandalaus kaupandi, stefndi Torfi, ekki. Hann hafi verið í algerlega góðri trú um, að verð íbúðarinnar hafi verið rétt reiknað, enda hafi hann hlotið að mega treysta útreikningi félagsins, sem sé lögskipaður aðili í þeim efnum, sem reikna eigi verð samkvæmt lögum, og geti stefndi Torfi engin áhrif þar á haft. Hljóti hann því að hafa mátt treysta því, að uppgjör færi fram í samræmi við lög. Hafi steinda byggingarfélaginu orðið á mistök wið útreikning á söluverði, sé það stefnda Torfa óviðkomandi og beri hann enga ábyrgð á þeim. Áður en lokið er reifun málsástæðna, skal þess getið, að full- yrðingar stefnanda og stefnda byggingarfélagsins um Íþað, hvort fyrirsvarsmenn félagsins hafi gert stefnanda viðvart um hagræði það, er stefnandi hefði af því að greiða upp lánið, áður en sala færi fram, stangast gersamlega á. Hefur því werið haldið fram af forsvarsmönnum félagsins, að stefnanda hafi verið gerð grein fyrir þessu, er hann óskaði eftir sölunni, og hafi hann þá tjáð félaginu, að hann ætlaði ekki að greiða lánið, en stefnandi full- yrðir, að slíkt hafi aldrei borið á góma, hvorki hafi hann nokkru 190 sinni gefið Í skyn, að hann ætlaði ekki að greiða lánið, né hafi sér nokkurn tíma verið bent á það hagræði, sem hann hefði af því að greiða lánið. Ályktun dómara. Rétt þykir að víkja fyrst að þeirri sýknuástæðu stefnda bygg- ingarfélagsins, að félagið sé undanþegið ábyrgð út af umræddum viðskiptum, þar eð það hafi aðeins verið milligönguaðili við söluna, sem engra hagsmuni hafði að gæta, auk þess sem það hafi í öllu farið eftir fyrirmælum ráðuneytisins. Lögin nr. 60 frá 21. apríl 1962 um werkamannabústaði, sem gilda um viðskipti aðilja, eru fáorð um byggingarfélög. Í 6. grein þeirra laga er m. a. kveðið á um þau skilyrði, er byggingarfélög þurfa að uppfylla til þess að eiga rétt á að fá lán úr Byggingar- sjóði verkamanna, auk þess sem fjallað er um fyrirkomulag á sölu íbúða, sem keyptar hafa verið af byggingarfélagi, og 7. grein laganna gerir ráð fyrir, að félögin geti átt eignir. Um réttarstöðu byggingarfélags út á við og um réttarsamband þess við einstaka félagsmenn verður fátt ráðið af lögum nr. 60/ 1962. Um Byggingarfélag verkamanna í Keflavík gildir samþykkt, staðfest af ráðherra 9. júní 1946, samkvæmt lögum nr. 44 frá 7. maí 1946 um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum, og er samþykkt þessari ætlað að gilda um ákvæði laga, er sett verða „til viðbótar þeim eða í Þeirra stað“. Af samþykkt þessari verður ráðið, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að félagið geti bakað sér ábyrgð bæði út á við og gagnvart einstökum félagsmönnum. Er m. a. gert ráð fyrir, að varasjóður félagsins sé til styrktar, ef eitthvert óvænt tap berst að félaginu, og í 18. gr. samþykktarinnar segir: „Allir þeir samningar, sem stjórnin gerir fyrir hönd félagsins samkvæmt samþykktum þessum eða fundarályktun í félaginu, eru bindandi fyrir félagsheildina og hvern einstakan félagsmann. Stjórnendur 3 saman skuldbinda félagið. Stjórnin ber ábyrgð gerða sinna fyrir aðalfundi“. Þá segir í 4. grein: „Félagsmenn bera með hús- eignum þeim, sem íþeir hafa keypt hjá félaginu, sameiginlega ábyrgð á öllum fjárreiðum þess sem sjálfskuldarábyrgðarmenn“. Í máli þessu er enginn ágreiningur með aðiljum um, að stefnda byggingarfélagið hafi ráðstafað íbúð stefnanda, svo að bindandi hafi orðið fyrir hann. Eigi verður á það fallizt með stefnda bygg- ingarfélaginu, að við eigendaskipti komi félagið fram sem óábyrg- ur milliliður. Í því sambandi er m. a. á það að líta, að réttur félagsins takmarkar í ýmsu rétt einstakra félagsmanna á íbúðum 191 þeirra, enda hefur það viðgengizt og verið látið óátalið, að fé- lagið sé þinglesinn eigandi íbúða einstakra félagsmanna. Verður því að telja, að hér sé um mjög náið réttarsamband að ræða, nokkurs konar sameign á ráðstöfunarrétti. Ráðstöfunarréttur stefnda byggingarfélagsins þykir með þeim hætti, að það hljóti að geta bakað sér ábyrgð bæði gagnvart kaupanda og seljanda, og breytir þar engu um, þótt það hafi leitað fulltingis ráðu- neytisins. Í 8. tölulið 6. greinar laga nr. 60 frá 1962 segir, að maður, sem átt hefur íbúð í 10 ár, megi njóta verðhækkunar á verði allrar íbúðarinnar, ef hann greiðir upp lánið. Ákvæðið á við Í tilviki því, sem hér er til úrlausnar. Í 3. málsgrein 4. greinar laga nr. 60/1962 segir, að lántakendum sé heimilt að greiða bygg- ingarlán að fullu, hvenær sem (þeir óska þess, en eigi skuli það hafa áhrif á söluverð samkvæmt 8. tl. 6. gr. Undanþágan, sem samkvæmt 8. tl. 6. gr. gildir um þá, er átt hafa íbúðir í 10 ár, hlýtur að ráða því, að fyrirvari 3. mgr. 4. gr. um, að greiðsla lánsins hafi eigi áhrif á söluverð, gildi eigi í tilvikum sem því, er hér er til úrlausnar. Þá segir í 2. mgr. 10. gr. samþykktar um Byggingarfélag verka- manna Í Keflavík, að sérstakur kaupsamningur skuli gerður um hverja íbúð, sem seld er, og skuli þar ákveðið, að kaupanda sé heimilt að greiða byggingarlán sitt að fullu, hvenær sem hann óski þess, og í 17. gr. samþykktarinnar segir, að stjórnin inn- heimti afborganir til félagsins. Samkvæmt framansögðu verður að líta svo á, að stefnandi hafi boðið fram greiðslu réttum viðtakanda, en viðurkennt er, að hann hafi m. a. boðið gjaldkera stefnda byggingarfélagsins umrædda greiðslu. Jafnframt verður að líta svo á, að stefn- andi hafi átt fullan rétt á að greiða lánið allt til þess tíma, er gengið var frá sölunni, 30. september 1964. Áðurnefndur frestur til 20. september 1964 hefur hér engin áhrif né heldur það, að stjórn stefnda byggingarfélagsins virðist hafa skipt þannig með sér verkum, að ætlazt hafi verið til, að formaður félagsins tæki við afborgunum lána. Lítur rétturinn svo á, að stefnandi hafi tryggt sér rétt til verð- hækkunar á allt upphaflegt kostnaðarverð íbúðarinnar með því að bjóða fram greiðslu lánsins, sem að framan segir, og hafi stefnda byggingarfélagið með því að hafna viðtöku greiðslunnar bakað sér skyldu til að standa stefnda skil á verði íbúðarinnar, eins og það hefði orðið Í samræmi við fyrirmæli laga nr. 60 192 frá 1962, ef áhvílandi lán hefði verið greitt upp, án tillits til þess, við hvaða verði byggingarfélagið lét eignina af hendi til annars félagsmanns. Um það, við hvaða vísitölu eigi að miða, þegar verðhækkun er reiknuð út við sölu, segir í 8. tl. 6. gr. laga nr. 60/1962: „Söluverð slíkrar íbúðar má ekki vera hærra en síðasta kaup- verð hennar, að viðbættri verðhækkun, sem skv. vísitölu bygg- ingarkostnaðar hefur orðið á þeim hluta kostnaðarverðs íbúðar- innar, sem fallið hefur í gjalddaða og verið greiddur af seljanda, Þegar sala fer fram“. Stefnda byggingarfélagið hefur haldið því fram, að verð það, er stefnandi fékk íbúð sína á, hafi verið meðalverð hliðstæðra íbúða byggingarflokksins, byggðra á árunum 1951 til 1953, og er því ómótmælt. Lögin kveða ekki skýrt á um það, við hvaða vísitölu skuli miðað í tilviki sem þessu, en rétturinn lítur svo á, að eðlilegust og sanngjörnust niðurstaða fáist með því að miða við meðal- vísitölu þeirra ára, sem byggingartímabilið nær yfir, þ. e. áranna 1951, 1952 og 1953, og sé þá miðað við vísitölu á miðjum þessum árum. Samkvæmt útreikningi Hagstofunnar, birtum í Hagtíðindum 1964, eru vísitölur byggingarkostnaðar, miðað við grunntöluna 100 árið 1939, þessar: Árið 1951 ........ 674 — 1952...... .. 790 — 1953 ........ 801 Meðalvísitala greindra ára er því 755 stig. Samkvæmt útreikningi sömu stofnunar er vísitalan 2.122 stig, þegar eigendaskipti urðu á íbúð stefnanda. Kostnaðarverð íbúðar stefnanda er óumdeilt, kr. 134.060.80. Sé verðhækkun samkvæmt framansögðu reiknuð á allt kostnaðar- verðið, fæst fjárhæðin kr. 376.790.75. Samkvæmt 8. tl. 6. gr. laga nr. 60/1962 skal við þessa fjárhæð bæta virðingarverði end- urbóta að frádreginni fyrningu, kr. 53.456.40. Rétt söluverð verður því kr. 430.247.15 að frádregnum kr. 74.686.94, eftirstöðvum veð- skuldar pr. 20. september 1964, eða kr. 355.560.21. Svo virðist sem stefnandi hafi talið fyrrnefnda innstæðu í Útvegsbanka Íslands í Keflavík frá október 1964, að fjárhæð kr. 216.480.00, sér óviðkomandi, en þar sem málatilbúnaður allur ber með sér, að stefnandi hafi unað sölunni eða talið sig bundinn við hana, þótt hann eigi sætti sig við útreikning stefnda bygg- 193 ingarfélagsins á söluverði, telur rétturinn rétt að fallast að því leyti á varakröfu stefnda byggingarfélagsins, að litið sé á fyrr- nefnda greiðslu sem innborgun á réttum tíma upp Í endanlegt söluverð. Samkvæmt því nemur höfuðstóll eftirstöðva söluverðsins kr. 139.080.21 (355.560.21 -— 216.480.00). Stefnandi hefur eigi Í máli þessu gert kröfu til greiðslu annars kostnaðar, er rekja má til sölunnar, svo sem kostnaðar við dómkvaðningu og mat. Stefndi Torfi hefur haldið fram góðri trú sinni, og hefur þeirri staðhæfingu eigi verið hrundið. Þykir hann hafa mátt gera ráð fyrir, að stefnda byggingarfélagið færi að öllu leyti að lögum, er sala fór fram, og að verð það, sem honum var gert að greiða, hafi verið endanlegt og rétt, enda gerir 8. tl. 6. gr. laga nr. 60/ 1962 ráð fyrir, að íbúðarverð kunni að vera rétt reiknað á þann hátt, sem gert var. Gagnstætt því, sem upplýst er um stjórn stefnda byggingarfélagsins, hefur ekki verið sýnt fram á, að stefndi Torfi hafi, þá er sala fór fram, vitað um vilja og getu stefnanda til að greiða áhvílandi lán né um tilraunir hans til þess. Þótt almennt verði að telja ósennilegt, að menn kjósi að af- sala sér rétti til hárra fjárhæða í viðskiptum sem þeim, er hér er um að tefla, lítur rétturinn svo á, að það sé eigi nægileg ástæða eitt sér til að hnekkja fullyrðingu stefnda Torfa um góða trú. Því verður á það að fallast, að stefnandi eigi ekki fjárkröfu á stefnda Torfa, og það enda þótt um mistök hjá stefnda bygg- ingarfélaginu hafi verið að ræða. Niðurstaða máls þessa er því sú, að dæma ber stefnda Bygg- ingarfélag verkamanna í Keflavík til að greiða stefnanda kr. 139.080.21 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. október 1964 til 31. des- ember s. á., 6% ársvöxtum frá þeim degi til 12. júní 1965 og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 30 þúsund í máls- kostnað. Stefndi Torfi skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í þeim hluta sakar- innar falli niður. Jakob Þ. Möller, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi Torfi Stefánsson skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, dánarbús Jóns H. Magnússonar, en málskostnaður í þeim hluta sakarinnar falli niður. 13 194 Stefnda Byggingarfélag verkamanna í Keflavík greiði stefn- anda, dánarbúi Jóns H. Magnússonar, kr. 139.080.21 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. október 1964 til 31. desember s. á., 6% ársvöxtum frá þeim degi til 12. júní 1965 og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 30 þúsund í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 27. febrúar 1970. Nr. 235/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) Segn Guðmundi Holberg Þórðarsyni (Ragnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjársvik. Tékkamisferli. Dómur Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti hefur verið lögð yfirlýsing Samvinnu- banka Íslands h/f um, að ávísanareikningi nr. 32263 og hlaupareikningi nr. 7595, sem fjallað er um í málinu, hafi verið lokað 13. maí 1968. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 20.000.00, og laun verj- anda síns, kr. 20.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Álkærði Guðmundur Holberg Þórðarson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð, kr. 20.000.00, og laun verjanda sins, 195 Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 20.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11, júní 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 11. júní, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 237/1969: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Holberg Þórðarsyni, sem tekið var til dóms 6. þ. m. Með ákæru, dags. 14. október 1968, var opinbert mál höfðað gegn Guðmundi Holberg Þórðarsyni sölumanni, Spítalastíg 5, fæddum 1. ágúst 1906 í Reykjavík, „fyrir tékkasvik við Ólaf Bergstein Þorvaldsson sælgætisgerðarmann, Spítalastíg 7 í Reykja- vík, í október og nóvember 1967 með því að gefa út Ólafi Berg- steini til handa eftirtalda tíu tékka, samtals að upphæð kr. 80.709.00, á ávísanareikning nr. 3943 í Útvegsbanka Íslands, en reikningur þessi var tæmdur að fullu 29. nóvember 1961, og nota tékkana sem greiðslu til Ólafs Bergsteins fyrir sælgætisvörur, vitandi, að eigi var innstæða fyrir þeim: 1. M. Nr. 2207, kr. 13.365.00, dagsettur 9. október 1967. 2. M. Nr. 2208, kr. 9.720.00, dagsettur 10. (sic). 3. M. Nr. 2209, kr. .175.00, dagsettur 12. október 196 (sic). 4. M. Nr. 2210, kr. 3.345.00, dagsettur 12. október 1967. 5. M. Nr. 2211, kr. 9.960.00, dagsettur 31. október 1967. 6. M. Nr. 2212, kr. 4.860.00, dagsettur 31. október 1967. 7. M. Nr. 2213, kr. '7.020.00, dagsettur 31. október 1967. 8. M. Nr. 2214, kr. 6.314.00, dagsettur 12. nóvember 1967. 9. M. Nr. 2216, kr. 5.045.00, dagsettur 14. nóvember 1967. 10. M. Nr. 2217, kr. 13.905.00, dagsettur 20. nóvember 1967. Framangreindir verknaðir þykja varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 261. gr. sömu laga. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, skaða- bótagreiðslu og greiðslu sakarkostnaðar“. Með ákæru, dags. 31. marz s.l., var einnig höfðað opinbert mál gegn Guðmundi Holberg Þórðarsyni „fyrir tékkasvik og annað tékkamisferli, framið í Reykjavík á síðasta fjórðungi ársins 1968 og fyrsta fjórðungi ársins 1969, með því að gefa út eftirtalda tékikka og nota þá í viðskiptum, svo sem rakið verður, án þess að innstæða væri fyrir þeim: 196 I. Tékkar á ávísanareikning nr. 32263 í Samvinnubankanum, en reikningi þessum war lokað 14. maí 1968: 1. N. Nr. 55901, kr. 3.000.00, til Konráðs Jóhannessonar, dag- settur 15. nóvember 1968. Greiðsla fyrir vörur, en tékkinn dag- settur um tvo mánuði fram í tímann með vitund viðtakanda. 2. NN. Nr. 55903, kr. 2.960.00, til Jóhanns Björnssonar, dagsettur 17. október 1968. Greiðsla fyrir sælgætisvörur og viðtakanda tjáð, að innstæða yrði næg daginn eftir útgáfudag. 3. N. Nr. 55904, kr. 450.00, til Iðunnar Apóteks, dagsettur 19. október 1968. Greiðsla fyrir lyf í Lyfjabúðinni Iðunni. 4. N. Nr. 55907, kr. 3.375.00, til Jóhanns Björnssonar, dagsettur 21. október 1968. Sama notkun og í lið 2. 5. N. Nr. 55908, kr. 950.00, til KRON, dagsettur 22. október 1968. Greiðsla fyrir vörur í verzlun Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis við Skólavörðustig. 6. N. Nr. 55910, kr. 980.00, til KRON, dagsettur 24. október 1968. Sama notkun og í 5. lið. 11. Tékkar á hlaupareikning Sælgætis. og efnagerðarinnar Caró, nr. 7595 í Samvinnubankanum, gefnir út af ákærða með stimpli Sælgætis. og efnagerðarinnar Caró. Hlaupareikningi þessum var lokað 26. ágúst 1968. 1. H. Nr. 68869, kr. 800.00, til handhafa, dagsettur 9. janúar 1969. Greiðsla til Erlends Erlendssonar bifreiðarstjóra, Klepps- mýrarbletti 11 við Snekkjuvog, fyrir bifreiðarakstur og viðtak- anda tjáð, að innstæða yrði næg daginn eftir afhendingu. 2. H.Nr. 68870, kr. 650.00, til Reykjavíkur Apóteks, dagsettur 31. janúar 1969. Greiðsla fyrir lyf í apótekinu. Ill. Verknaðir þeir, sem lýst er í liðum I 3, 5 og 6 og II 2, þykja varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en verkn- aður sá, sem lýst er í lið I 1, þykir varða við 261. gr. sömu laga. Verknaðir þeir, sem lýst er í liðum I 2 og 4 og II 1, þykja aðal- lega varða við nefnda 248. gr. en til vara við nefnda 261. gr. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar“. Mál (þessi hafa verið sameinuð og rekin sem eitt mál. 197 Málavextir. A. Með bréfi, dagsettu 6. júlí 1968, kærði Hafsteinn Baldvins- son hæstaréttarlögmaður yfir því, að ákærði hefði notað 10 tékka á viðskiptareikning 3943 við Útvegsbankann, án þess að innstæða hefði verið fyrir þeim og án þess að hann væri rétthafi að reikn- ingnum. Tékkarnir tíu, sem kærunni fylgja og allir eru gefnir út til Ólafs Þorvaldssonar á bók 3943 í Útvegsbankanum, eru að fjár- hæð og dagsettir sem hér segir: 1. Kr.13.365.00, dags. 9. október 1967. 2. — 9.720.00, — 10. október 1967. 3. — 1.175.00, — 12. október 1967. 4. — 3.345.00, — 12. október 1967. 5. — 9.960.00, — 31. október 1967. 6. — 4.860.00, — 31. október 1967. 7. — 7.020.00, — 31. október 1967. 8. — 6.314.00, — 12. nóvember 1967. 9. — 5.045.00, — 14. nóvember 1967. 10. — 13.905.00, — 20. nóvember 1967. Samanlögð fjárhæð tékkanna er kr. 80.709.00. Tékkarnir eru allir framseldir af viðtakanda, Ólafi Þorvalds- syni, Spítalastíg 7, hinn fyrsti einnig af Steinunni Guðleifsdóttur. Fyrsti tékkinn hefur verið sýndur í banka á útgáfudegi, 9. október 1967, og er áritaður um, að innstæða sé ekki næg. Samkvæmt bréfi Útvegsbanka Íslands var reikningur 3943 opnaður af Steindóri Jónssyni, Baldursgötu 12, hinn 18. nóvember 1960, en reikningurinn var tæmdur að fullu 29. nóvember 1961. Tékkhefti með eyðublöðum þeim, sem framangreindir tékkar eru skráðir á (M 2207 — M 2214, M 2216 og M 2217) fékk Steindór af- hent 21. nóvember 1961. Viðtakandi tékkanna, Ólafur Bergsteinn Þorvaldsson sælgætis- gerðarmaður, Spítalastíg 7, kveðst hafa fengið þessa tíu tékka sem greiðslu fyrir sælgæti, sem hann hafi selt ákærða. Afhending vörunnar hafi farið fram í mörgu lagi sumarið 1967 og hver afhending verið greidd með einum tékka. Ólafur segir, að tékk- arnir hafi verið dagsettir fram í tímann, en innstæða hafi átt að vera til fyrir tékkunum á hinum skráðu útgáfudögum. Ákærði hafi ætlað að sjá um að leggja inn á reikninginn, en hann hafi látið í veðri vaka, að hann hefði þennan reikning. Kveðst Ólafur ekki hafa haft hugmynd um annað en að svo væri. Vitnið Steindór Jónsson, nú til heimilis að Álafossi, segir, að 198 hann hafi starfað við sælgætisgerðina Hróa, sem ákærði hafi rekið. Steindór kveðst hafa notað reikninginn að mestu leyti í þágu sælgætisgerðarinnar. Steindór kveðst einn hafa mátt ávísa á reikninginn, en ákærði hafi átt verulegan þátt í notkun hans, lagt inn á hann eða látið leggja inn á hann og mælt fyrir um greiðslur, sem inntar skyldu af hendi af reikningnum. Þegar Steindór hætti störfum hjá sælgætisgerðinni, kveðst hann hafa hætt að nota reikninginn og tæmt hann, en áðurnefnd eyðublöð muni hafa orðið eftir hjá ákærða. Steindór kveðst þó engan þátt hafa átt í notkun þeirra 10 tékka, sem þessi þáttur málsins snýst um. Ákærði kveðst hafa gefið umrædda tékka út. Hann kveðst hafa keypt sælgæti af Ólafi Bergsteini Þorvaldssyni og látið hann hafa tékkana. Þeir hafi átt að vera til tryggingar á greiðslu sæl- gætisins. Þeir hafi verið afhentir Ólafi í tvennu eða þrennu lagi síðla sumars 1967. Hafi verið gert ráð fyrir, að þegar ákærði væri búinn að selja vörurnar, gerði hann upp við Ólaf með greiðslu Í peningum eða vöruvíxlum og yrðu tékkarnir þá afhentir ákærða aftur. Ólafur hafi ekki átt að sýna tékkana í banka. Ákærði kveðst ekki hafa gert Ólafi það ljóst, að ákærði var ekki rétthafi að reikningi 3943. Hann kveðst hafa af tilviljun rekizt á tékk- heftið og ekki athugað annað en að hann hefði sjálfur rétt til að ávísa á reikninginn. Ólafur Bergsteinn Þorvaldsson mótmælir eindregið þeim fram- burði ákærða, að tékkana hafi ekki átt að sýna í banka. Það hafi beinlínis verið gert ráð fyrir, að þeir yrðu sýndir á hinum til- greindu útgáfudögum. . B.1I. Ákærði hafði reikning í Samvinnubankanum með númeri 32263. Þessum reikningi var lokað 13. maí 1968. 1. Á árinu 1968, sennilega í september, keypti ákærði snyrti- vörur af Konráði Davíð Jóhannessyni framkvæmdastjóra, Bar- ónsstíg 55, og greiddi vörurnar með tékka að fjárhæð kr. 3.000.00, útgefnum á reikning 32263, dags. 15. nóvember 1968. Var við- takanda ljóst, að tékkinn var dagsettur fram í tímann og að inn- stæða var ekki fyrir honum við afhendingu. Hann segir, að svo hafi verið um talað, að innstæða yrði fyrir tékkanum á hinum tilgreinda útgáfudegi. Ákærði segir, að gert hafi verið ráð fyrir, að tékkann mætti sýna á hinum tilgreinda útgáfudegi, en við- skiptin hefðu ekki verið gerð upp með öðrum hætti fyrr. Hann heldur því fram, að Konráð hafi þó átt að hafa samband við sig, áður en hann sýndi tékkann, en því neitar Konráð. 199 9. Ákærði átti viðskipti við Jóhann Kristin Björnsson sæl- gætisgerðarmann, Linnetsstíg 9 A, Hafnarfirði. Með tékka á reikning 32263 að fjárhæð kr. 2.960.00, útgefnum 17. október 1968, greiddi ákærði Jóhanni sælgæti, sem hann keypti af honum. Ákærði hefur haldið því fram, að tékki þessi hafi verið dagsetlur um % mánuð fram í tímann með vitund og samþykki viðtak- anda. Hafi verið gert ráð fyrir, að sýna mætti tékkann á skráðum útgáfudegi, þó svo, að áður skyldi J óhann Kristinn hafa samband við ákærða. Þetta kveður Jóhann Kristinn rangt. Tékkinn hafi verið staðgreiðsla. Hefur Jóhann sýnt frumbók með afriti af reikningi þeim, sem hann kveður ákærða hafa greitt með tékk- anum. Er hann dagsettur 16. október 1968 og er að fjárhæð kr. 5.960.00. Segir Jóhann Kristinn, að 3.000 kr. hafi ákærði greitt í peningum, en afganginn með tékkanum. Hafi hann haft við orð, að tékkann mætti nota næsta dag. Jóhann Kristinn segir, að ákærði hafi viljað fá að greiða vörurnar með víxlum, en hann hafi ekki samþykkt gjaldfrest. 3. Fyrir tékka, kr. 450.00, sem ákærði gaf út á reikninginn 32263 í Samvinnubankanum 19. október 1968, lét ákærði kaupa lyf fyrir sig í Lyfjabúðinni Iðunni. 4. Ákærði notaði tékka að fjárhæð kr. 3.375.00, dags. 21. október 1968, til þess að greiða sælgæti, sem Jóhann Kristinn Björnsson (sbr. 2 hér að ofan) seldi honum. Um þennan tékka ber ákærða og Jóhanni ekki saman fremur en um notkun fyrr- nefnds tékka. Heldur ákærði því fram, að tékkinn hafi verið dags. um það bil % mánuð fram í tímann, en Jóhann kveður hafa verið um staðgreiðslu að ræða. Frumbók Jóhanns Kristins sýnir afrit af reikningi að fjárhæð íkr. 3.375.00, dags. 21. október, og segir Jóhann þennan reikning hafa verið greiddan með tékk- anum. Ákærði hafi haft við orð, að tékkann mætti nota næsta dag. 5. Fyrir tékka að fjárhæð kr. 950.00 og kr. 980.00, útgefna á reikning 32263 22. október og 24. október 1968, keypti ákærði vörur í verzlun Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Il. Ákærði hafði enn fremur hlaupareikning nr. 7595 í Sam- vinnubankanum, en (þeim reikningi var einnig lokað 13. maí 1968. Á þennan reikning gaf ákærði út tvo tékka og notaði í janúar s.l. 1. Tékki, kr. 800.00, útgefinn 9. janúar. Með tékka þessum kveðst ákærði hafa gert upp einhver gömul viðskipti við Erlend Jónsson Erlendsson bifreiðarstjóra, Kóngsbakka 6. 200 Erlendur skýrir hins vegar svo frá, að hann hafi ekið ákærða og Íþegar til hafi komið, hafi ákærði ekki átt fyrir ökugjaldinu, sem numið hafi rúmum 1.000 kr. Kveðst Erlendur hafa tekið sem greiðslu á ökugjaldinu nokkuð af sælgæti og þennan tékka. Tékkinn hafi verið dagsettur tvo daga fram í tímann og hafi ákærði beðið um, að tékkinn yrði ekki sýndur fyrr en á skráðum útgáfudegi. 2. Fyrir tékka að fjárhæð kr. 650.00, dags. 31. janúar, voru lyf keypt fyrir ákærða í Reykjavíkur Apóteki. Fram hefur komið, að ákærði hefur greitt að fullu tékka þá, sem taldir eru undir liðum I. 3, 1. 5, 1. 6 og II. 2 hér að ofan. Í málinu hefur einungis Ólafur Bergsteinn Þorvaldsson haft uppi fjárkröfu á hendur ákærða, en hann krefst þess, að ákærði verði dæmdur til greiðslu fjárhæðar tékka þeirra, er ákæra 14. október lýtur að, samtals kr. 80.709.00. Niðurstöður. A. Ákærði greiddi vörur með tékkum á reikning 3943 í Út- vegsbankanum. Viðtakandi vissi að vísu, að innstæða var ekki til fyrir tékkunum við viðtöku. Hins vegar verður að telja, að hann hafi mátt gera ráð fyrir því, að innstæða yrði fyrir tékk- unum á þeim dögum, er tilgreindir voru sem útgáfudagar. Slíkt kom þó ekki til greina, þar sem hér var um að ræða reikning, sem ákærði mátti ekki ávísa á. Telja verður, að Ólafur hafi tekið við tékkunum sem greiðslu í trausti þess, að um wæri að ræða reikning, sem ákærði hefði í Útvegsbankanum, og að á þeim forsendum hafi hann látið vöruna af hendi. Þannig þykir ákærði með notkun umræddra 10 tékka hafa brotið gegn 248. gr. almennra hegningarlaga með því að hagnýta sér ranga hug- mynd Ólafs Bergsteins um rétt ákærða til að ávísa á reikning 3943. B. Ákærði notaði 6 tékka á reikning 32263 í Samvinnubank- anum Í september og október 1968 og tvo tékka á hlaupareikning 1595 í sama banka í janúar 1969. Sumir af viðtakendum vissu að vísu, að ekki var innstæða fyrir tékkunum við viðtöku. Hins vegar verður að telja, að allir viðtakendur hafi tekið við tékk- unum 'og látið á móti verðmæti í trausti þess, að ákærði hefði umrædda reikninga, gæti ávísað á þá og lagt inn á þá. Báðum reikningunum hafði hins vegar verið lokað, löngu áður en ákærði notaði tékkana. Um það hefur öllum viðtakendum verið ókunnugt. Þannig verður að telja, að ákærði hafi aflað sér verð- mæta með sviksamlegum hætti með notkun þessara 8 tékka. 201 Verður ákærða refsað samkvæmt 248. gr. hegningarlaga fyrir notkun þeirra tékka, sem taldir eru í ákæru 31. marz, nema samkvæmt 261. gr. fyrir notkun tékkans í ákærulið Í 1, svo sem krafizt er í ákæru. Ákærði hefur sætt refsiðómum, svo sem hér skal rakið: 1941 4/2 300 kr. sekt fyrir húsaleigulagabrot. Hæstaréttar- dómur í sama máli 6. október 1941: 800 kr. sekt. 1944 1/11 2 ára fangelsi fyrir brot gegn 248., 249., 262. og 250. gr. hegningarlaga, bókhaldslögum og gjaldþrotaskipta- lögum. Hæstaréttardómur í sama máli 19. júní 1947: 2 ára og 8 mánaða fangelsi. 1963 16/12 10.000 kr. sekt fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga. Ákærði hefur 10 sinnum sætzt á greiðslu sekta, m. a. fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga (8.500 kr. sekt 19. júlí 1957). Refsing ákærða verður með hliðsjón af 77. gr. alm. hegningar- laga ákveðin fangelsi 6 mánuði. Taka ber til greina að öllu leyti kröfu Ólafs Bergsteins Þor- valdssonar. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 5.000.00 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Högna Jónssonar héraðsdómslögmanns. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Holberg Þórðarson, sæti fangelsi 6 mánuði. Ákærði greiði Ólafi Bergsteini Þorvaldssyni kr. 80.709.00. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Högna Jónssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 5.000.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 202 Föstudaginn 27. febrúar 1970. Nr. 11/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Grétari Þór Sigurðssyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lögreglubifreið. Nytjastuldur. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Sakaratriðum er rétt lýst í forsendum héraðsdóms, og er hegðun ákærða færð þar til réttra refsiákvæða. Eftir atvikum þykir mega ákveða, að fullnustu refsingar ákærða, sem er hæfilega tiltekin í héraðsdómi, fangelsi þrjá mánuði, skuli fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 haldið. Rétt þykir að svipta ákærða ökuleyfi 1 ár. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er stað- fest. Ákærði greiði allan áfrýjunarskostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 12.000.00, og mál- flutningslaun verjanda sins, kr. 12.000.00. Dómsorð: Ákærði, Grétar Þór Sigurðsson, sæti fangelsi 3 mánuði, en fullnustu refsingar skal frestað og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði al- mennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 haldið. Hann er sviptur ökuleyfi 1 ár. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 12.000.00, og 203 málflutningslaun verjanda sins, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 12.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Keflavíkur 13. nóvember 1969. Ár 1969, fimmtudaginn 13. nóvember, var í sakadómi Kefla- víkur, sem haldinn war í lögreglustöðinni á Keflavíkurflugvelli af Þorgeiri Þorsteinssyni, dómara samkvæmt sérstakri umboðs- skrá, uppkveðinn dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Grétari Þór Sigurðssyni. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 30. október s.l., er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, útgefnu 22. marz 1967, á hendur Grétari Þór Sigurðssyni, Baldursgötu 2, Keflavík, fyrir brot á áfengis-, umferðar og hegningarlögum. Þykir hann hafa gerzt brotlegur við téð lög með því að hafa: 1. Verið hneykslanlega ölvaður og með óspektir fyrir utan húsið Túngötu 20 í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 15. janúar 1966 og þá kastað steini í rúðu í glugga hússins, svo að rúða brotnaði. Er þetta talið varða við 21. gr., sbr. 44. gr. áfengislaga nr. 58/1954. 2. Skömmu eftir atburðina í 1 tekið í heimildarleysi lögreglu- bifreiðina Ö 1002, þar sem hún stóð við Túngötu 20, og ekið henni um götur Keflavíkur, þar til ákærði stöðvaði bifreiðina á lóð við Sérleyfisbifreiðastöðvar Keflavíkur, er lögreglan hand- tók hann. Er þetta talið varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1956, 2. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til svipt- ingar ökuréttinda samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og Í. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. , Ákærði er sakhæfur, fæddur 4. janúar 1947, og hefur áður sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1961 16/6 á Keflavíkurflugvelli: Uppvís að bílþjófnaði. Ákæru frestað skilorðsbundið í 3 ár frá 1. apríl 1961. Skal háður eftirliti Skafta Friðfinnssonar forstjóra, Kefla- vík. 1962 10/12 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 490 kr. sekt fyrir brot á 231. gr. hegningarlaga og 21. gr. áfengislaga. 204 1963 29/10 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1964 5/2 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 150 kr. sekt og bætur fyrir brot gegn 257. gr. hegningarlaga. 1964 25/4 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 49. gr. umferðarlaga. 1964 25/4 á Keflavíkurflugvelli: Uppvís að brotum gegn 244. gr. og 1. mir. 259. gr. hegningarlaga, sbr. lög nr. 20/1956. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 30. maí 1964. 1965 14/6 í Keflavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir og brot á 49. og 50. gr. umferðarlaga. 1966 28/6 á Keflavíkurflugvelli: Áminning fyrir tolllagabrot. Málavextir. Laugardaginn 15. janúar 1966, kl. 0200, hringdi Sigurður Gizur Baldursson, Túngötu 20, Keflavík, til lögreglunnar í Keflavík og beiddist aðstoðar lögreglunnar til að fjarlægja frá greindu húsi mann, sem hefði ætlað að ryðjast inn í húsið. Tveir lögreglu- menn, þeir Sveinn Víkingur Sveinsson og Vilhjálmur Grétar Árnason, fóru þegar á vettvang í lögreglubifreiðinni Ö 1002. Er þangað kom, var Landrover bifreið í þann mund að aka frá hús- inu, en um leið kom Sigurður Gizur hlaupandi frá húsinu og út að Landrover bifreiðinni og kallaði til lögreglumannanna, að maður sá, er hann hefði beiðzt aðstoðar út af, ákærði í máli þessu, væri farþegi í bifreið þessari. Lögreglumennirnir fóru Þegar að Landrover bifreiðinni og hugðust flytja ákærða yfir í lögreglubifreiðina. Ákærði vildi Þó ekki hlíta þessum afskiptum lögreglumannanna og gerði m. a. tilraun til að ráðast á Sigurð Gizur. Urðu við þetta nokkrar stimpingar milli ákærða og lög- reglumannanna, en við það komu félagar ákærða, sem verið höfðu með honum í bifreiðinni, út úr henni og hindruðu, að ákærði yrði fluttur í lögreglubifreiðina að sinni. Meðan á þessu gekk, skiptust Þeir ákærði og Sigurður Gizur á ýmsum ókvæðisorðum og ögr- unum, og tókst lögreglumönnunum ekki um sinn að stilla til friðar. Hlauzt af þessu mikill hávaði, og jafnframt óx æsingur þeirra ákærða og Sigurðar Gizurar. Eftir nokkurt þref hélt Sigurður Gizur til híbýla sinna, en rétt á eftir þreif ákærði upp stein og varpaði honum í herbergisglugga Sigurðar með þeim afleiðingum, að rúða brotnaði. Kom Sigurður Gizur þá út að vörmu spori og hafði nú meðferðis stóra sveðju, sem. hann sveifl- aði í kringum sig ótt og títt. Er hér var komið, hafði lögreglu- 205 mönnunum tekizt að sefa ákærða, og hafði hann fallizt á að koma með þeim í lögreglubifreiðina. Sigurður Gizur gerðist nú nær- göngull við lögreglumennina með sveðjunni, þannig að þeir urðu undan að hörfa, en fyrir fortölur sefaðist hann einnig, og tókst lögreglumönnunum þá að fá ákærða inn í lögreglubifreiðina mótþróalaust. Settist ákærði í framsæti lögreglubifreiðarinnar og hafði wið orð, að réttast væri að aka brott. Víkingur Sveinsson lögreglumaður hafði fylgt ákærða Í lögreglubifreiðina, en áður en til þess kæmi að sinna ákærða frekar, fór hann aftur yfir að húsinu til að aðstoða félaga sinn, sem átti þar í útistöðum við félaga ákærða og Sigurð Gizur. Var vél lögreglubifreiðarinnar þá í gangi. Er ákærði var orðinn einsamall í bifreiðinni, gerði hann sér hægt um vik, færði sig undir stýri hennar og ók á brott. Lögreglumennirnir urðu varir við Íbrottakstur ákærða mjög skömmu síðar, og hóf Víkingur lögreglumaður eftirför í Landrover bifreiðinni, sem ekið var af Vilhjálmi Arngrímssyni. Fundu þeir ákærða skömmu síðar í Hafnargötu við hús Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, þar sem hann stöðvaði samkvæmt bendingum frá lögreglumanninum. Gaf ákærði lögreglumanninum þá skýringu á akstri sínum, að hann hefði ætlað að aka til lögreglustöðvar. Ákærði bað nú lögreglumanninn leyfis til að fara heim, og varð lögreglumaðurinn við þeirri beiðni. Gaf lögreglumaðurinn þá skýringu á þessari ráðstöfun á ákærða, að of tafsamt hefði orðið að flytja ákærða til blóðtöku og síðan í fangageymslu, þar eð hann taldi, að félagi sinn þyrfti á aðstoð sinni að halda að Túngötu 20. Eftir að hafa ekið ákærða heim til sín hélt Víkingur þegar að Túngötu 20, en er þangað kom, voru félagar ákærða komnir inn í bifreið sína og kyrrð komin á við húsið. Lögreglumennirnir héldu nú aftur heim til ákærða, kvöddu þar dyra og höfðu tal af móður ákærða. Fóru þeir fram á að fá að tala við ákærða í því skyni að fá hann með þeim til læknis til blóðtöku, en móðir hans tjáði þeim, að ákærði væri sofnaður og að hún treysti sér ekki til að vekja hann. Hurfu lögreglumenn- irnir frá við svo búið. Eftirtaldir menn voru í slagtogi með þeim ákærða og Sigurði Gizuri Baldurssyni umrætt kvöld og viðstaddir umræddar rysk- ingar: Jón Hensley, Vesturgötu 17, Lúðvík Ingvarsson, Hátúni 8, Lúðvík Björnsson, Suðurgötu 18, Henry Olsen, Vallargötu 7, og að auki stjórnandi títtnefndrar Landrover bifreiðar, Vilhjálmur Arngrímsson, Hátúni 18, Keflavík. Þá bar þarna að, meðan á 206 ryskingunum stóð, þá Braga Eyjólfsson, Aðalgötu 14, og Martein Webb, Melteigi 4. Þá hafði Ólafur A. Þorsteinsson, Túngötu 19, vaknað við hávað- ann og fylgdist að nokkru með því, er fram fór fyrir utan hús nr. 20. Að sögn lögreglumannanna voru flestir félagar ákærða, að ökumanni Landrover bifreiðarinnar undanskildum, meira og minna undir áhrifum áfengis. Ákærði ber, að umrætt kvöld hafi hann farið einsamall á dansleik í samkomuhúsið Stapa í Ytri- Njarðvík. Dvaldist hann á dansleiknum til loka hans, og kveðst hann einskis áfengis hafa neytt. Að dansleiknum loknum kveðst hann hafa ekið heim til sín að Baldursgötu 2, en þaðan hafi hann farið gangandi til Fólksbílastöðvarinnar, þar sem hann hitti fyrir í Landrover bifreiðinni þá Vilhjálm Arngrímsson og fleiri, sem áður eru nefndir. Slóst ákærði í för með mönnum þessum, sem endaði við húsið Túngötu 20. Fór ákærði með fleirum að húsinu og kvaddi þar dyra hjá Sigurði Gizuri, sem tók þeim félögum fálega og vísaði þeim á braut. M. a. kveður ákærði, að Sigurður Gizur hafi sparkað í kynfæri sín, er hafi leitt til stympinga milli þeirra. Hann kveður, að er lögreglumennirnir hafi komið á vett- vang, hafi þeir ekki reynt að handtaka sig, heldur einungis beðið sig að koma með þeim í lögreglubifreiðina. Hann kveður, að Sigurður Gizur hafi haft í frammi ofstopa gagnvart sér og slegið sig, eftir að lögreglumennirnir komu á vettvang. Nokkru síðar, er lögreglumönnunum hafði tekizt að stía honum og Sigurði Gizuri sundur og síðan fá Sigurð til að hverfa inn í húsið, kveðst ákærði í reiði hafa gripið upp stein og kastað í herbergisglugga Sigurðar Gizurar með þeim afleiðingum, að rúða brotnaði. Er Sigurður Gizur kom út aftur með sveðju í hendi, eins og áður er lýst, kveðst ákærði hafa farið inn í lögreglubifreiðina að tilmælum annars lögreglumannsins. Hafi hann síðan, sleginn ótta af athæfi Sigurðar Gizurar, ekið á brott í lögreglubifreiðinni og stöðvað hana síðan í Hafnargötu, eins og að framan er lýst. Mörg vitni hafa verið leidd í málinu og innt um ástand og athafnir ákærða umrædda nótt. Ber þeim að mestu saman um, að ákærði hafi verið ölvaður. Vitnið Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður lýsir ástandi ákærða þannig, að hann hafi verið greinilega övaður. Hann hafi verið voteygur, þrútinn og litar- háttur rauðleitur og hafi framkoma hans í alla staði borið vitni um ölvun. Vitnið Vilhjálmur Svanberg Arngrímsson ber, að allir farþegarnir í Landrover bifreiðinni hafi verið undir áhrifum áfengis og hafi hann fundið áfengislykt af ákærða. Þá hafi hátt- 207 erni ákærða í hvívetna sýnt, að hann væri ölvaður. Vitnið Vil- hjálmur Grétar Árnason lögreglumaður kveður, að ákærði hafi verið greinilega ölvaður. Hafi andlit hans verið þrútið og rjótt og augu hans vot. Þá hafi framkoma ákærða og hátterni borið vott ölvunar. Jón Ernest Hensley sjómaður war yfirheyrður fyrir dómi sem ákærði og hefur skýrt svo frá, að hann hafi sjálfur verið ölvaður, er umræddir atburðir áttu sér stað. Ber hann, að ákærði hafi verið allölvaður án þess að lýsa því nánar. Kveður hann, að ákærði hafi haft meðferðis genever á Coca-Cola flösku og hafi hann neytt þess í Landrover bifreiðinni ásamt þeim félögum. Vitnið Lúðvík Björnsson plötusmiður ber, að þeir félagar hafi allir verið blindfullir, að undanskildum ökumanni, en að með- töldum ákærða. Vitnið veitti því athygli, að lögreglubifreiðin var skilin eftir í gangi og lýsti furðu sinni á þeirri ráðstöfun lögreglumannanna, að láta Íblindfullan og snarvitlausan mann, eins og vitnið orðaði það, einsamlan í framsæti bifreiðarinnar, eins og á stóð. Vitnið Henry Olsen vélsmiður ber, að ákærði hafi verið greini- lega ölvaður og að framkoma hans hafi borið vitni um slíkt ástand. Vitnið Ólafur Arinbjörnsson Þorsteinsson framkvæmdastjóri telur vafalaust, að ákærði hafi verið ölvaður Í umrætt sinn án þess að rökstyðja það frekar. Vitni þetta fylgdist með atburðun- um úr nokkurri fjarlægð, eða nánar tiltekið úr glugga hússins Túngötu 19. Vitnið Bragi Eyjólfsson rennismiður telur, að bæði ákærði og Sigurður Gizur hafi verið greinilega ölvaðir, en ekki dauða- drukknir. Vitnið kveður, að ákærði hafi engin óttamerki sýnt við hegðun Sigurðar Gizurar, heldur hafi hann þvert á móti virzt vera „svellkaldur“ og ögrandi gagnvart Sigurði Gizuri. Vitnið Marteinn Webb verkamaður fullyrðir, að ákærði hafi verið drukkinn. Kveðst vitnið hafa merkt það af áfengislykt af andardrætti hans og framkomu í heild. Vitnið kveðst oft hafa séð ákærða bæði drukkinn og ódrukkinn og kveðst því hafa séð greini- lega, að hann var drukkinn í umrætt sinn. Þá hefur Sigurður Gizur Baldursson verið yfirheyrður sem kærði. Hann skýrir svo frá, að hann hafi séð ákærða Grétar Þór á umræddum dansleik í Stapa og hafi ákærði þá verið ölvaður svo og hafi hann séð ákærða drekka áfengi, að hann telur geneverblöndu. Hann kveðst hafa farið heim til sín að dans- 208 leiknum loknum ásamt fleira fólki. Nokkru síðar hafi verið barið að dyrum hjá sér og hafi þar verið kominn ákærði, allölvaður, og hafi hann heimtað að komast í „partý“. Ekki gaf Sigurður ákærða kost þess, og kveður hann, að ákærði hafi þá slegið sig í andlitið og sparkað í dyrnar, þannig að þær skemmdust. Hann kveður, að af þessu hafi orðið allharður atgangur og hafi hann reynt að stjaka ákærða út fyrir, unz hann að lokum hringdi í lögregluna. Hann kveður, að lögreglumönnunum hafi ekki tekizt að ráða við ákærða og hafi hann slegið sig margoft í viðurvist lögreglumann- anna, án þess að þeir fengju að gert. Er ákærði braut síðan rúðu í herbergi hans, kveðst hann hafa misst þolinmæðina og hlaupið út með sveðju í hendi. Hann kveður, að tilgangur sinn hafi verið sérstaklega að hræða ákærða á brott. Hann kveður fráleitt, að hann hafi ætlað að vinna nokkrum manni mein með vopninu. Kveðst hann hafa otað sveðjunni í ýmsar áttir og einnig hafi hann sveiflað henni yfir höfuð sér. Með framanröktum framburðum vitna og annarra, sem allir hníga í þá átt, að ákærði hafi verið ölvaður í umrætt sinn, og að öðru leyti með skírskotun til framangreindrar atvikalýsingar og þrátt fyrir synjun ákærða verður að telja fyllilega sannað, að ákærði hafi umrædda nótt verið ölvaður á almannafæri og í því ástandi átt hlut að óspektum, sem ollu ónæði og röskuðu svefnró fólks í nærliggjandi húsum við Túngötu 20, Keflavík. Telst ákærði með þessu atferli hafa gerzt brotlegur við 21. gr., sbr. 44. gr. áfenigislaga nr. 58/1954, sbr. nú sömu greinar laga nr. 82/1969. Með eigin framburði ákærða og með skírskotun til atvikalýsingar, sem byggð er á framburðum vitna, telst og sannað, að ákærði hafi í framhaldi af þeim atburðum, sem á undan er lýst, tekið í heim- ildarleysi lögreglubifreiðina Ö 1002, þar sem hún stóð framan við húsið Túngötu 20, og síðan ekið henni um götur í Keflavík, unz akstur hans var stöðvaður í Hafnargötu móts við hús Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur. Af hálfu ákærða er því haldið fram, að hann hafi gripið til þessa ráðs, þar eð hann hafi talið líf sitt í hættu vegna atferlis Sigurðar Gizurar Baldurssonar. Samkvæmt framburðum vitna um undanfarandi hegðun ákærða og þegar virt eru ýmis atriði, svo sem þau, að tveir lögreglumenn voru á staðnum og að þeim hafði tekizt að stía ákærða og Sigurði Gizuri í sundur og koma ákærða inn í lögreglubifreiðina, þar sem telja verður, að hann hafi verið óhultur fyrir ofstopa Sigurðar Gizurar, verður ekki fallizt á, að ákærði hafi verið í slíkri hættu, er rétt- læti brottakstur hans í bifreiðinni. Telst ákærði því með þessu 209 atferli hafa gerzt brotlegur við 1. mgr. 259. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1956. Með skírskotun til þess, sem á undan er rakið í rökstuðningi fyrir því, að ákærði hafi verið með áfengisáhrifum umrædda nótt, liggur fyrir sönnun um, að hann hafi neytt áfengis undanfarandi umræddum akstri og hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Telst hann með þessu atferli hafa gerzt brotlegur við 25. gr., sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958, sbr. nú sömu greinar laga nr. 40/1968. Með því að eigi liggur fyrir niðurstaða alkóhólrannsóknar á blóði ákærða, er Ósannað, hversu mikið áfengismagn var í blóði hans við umræddan akstur, og af gögnum málsins verður ekki ráðið, að aksturslag hans hafi verið óeðlilegt né að nokkurt óhapp hafi hent hann við aksturinn. Með hliðsjón af almennum reglum refsi- réttar um sönnunarbyrði ber að túlka þennan vafa um magn áfengis í blóði ákærða honum í hag, og þykir því rétt að heim- færa brot hans til 2., sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga. Þá telst ákærði með síðastgreindu atferli og hafa gerzt brotlegur við 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954, sbr. nú sömu greinar laga nr. 82/1969. Samkvæmt 44. og 45. gr. áfengislaga, 259. gr. almennra hegn- ingarlaga og 80. gr. umferðarlaga og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga svo og með tilliti til brotaferils ákærða og að bifreið sú, er ákærði tók og ók í heimildarleysi, var opinber bifreiðar til öryggisþjónustu, þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi Í 3 mánuði. Þá ber samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga að svipta ákærða ökuleyfi í 9 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Þá ber ákærða að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Þórarinssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 5.000.00. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Grétar Þór Sigurðsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Hann skal sviptur ökuleyfi í 9 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Hann greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Þórarinssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 5.000.00. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. 14 210 Mánudaginn 2. marz 1970. Nr. 211/1969. Halldór Magnússon gegn Pétri Þorsteinssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Halldór Magnússon, er eigi sækir dómfþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Pétri Þorsteinssyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. marz 1970. Nr. 217/1969. Kjartan Sveinsson gegn Vökli h/f. Útivistardómur. Ólmaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kjartan Sveinsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Vökli h/f, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 4.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 211 Mánudaginn 2. marz 1970. Nr. 246/1969. Guðmann Pálsson gegn Yfirborgarfógetanum í Reykjavík f. h. þrotabús Fiskimiðstöðvarinnar h/f og Almennum tryggingum h/f til réttargæzlu. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmann Pálsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. marz 1970. Nr. 31/1970. Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Berndsens gegn Pétri Péturssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Knútur Kristinsson f. h. Ewalds Berndsens, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistar- gjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 212 Mánudaginn 2, marz 1970. Nr. 200/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sveini Benediktssyni (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Gunnar Thoroddsen og prófessor Þór Vilhjálmsson. Fiskveiðabrot. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Lögð hefur verið fram í Hæstarétti greinargerð Jónasar Sigurðssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans, dags. 27. nóv- ember 1969, svohljóðandi: „Samkvæmt beiðni yðar, herra saksóknari ríkisins, hef ég sett út í meðfylgjandi sjókort nr. 30 staðarákvarðanir varðskipsins Alberts, eins og um getur í hæstaréttarmálinu nr. 200/1969: Ákæruvaldið gegn Sveini Benediktssyni, skip- stjóra á m/b Björgu, NK 103. Á kortinu eru staðir varðskipsins auðkenndir með svört- um Mt, en staðir bátsins með rauðum lit. Í kortinu eru: A = staður varðskipsins kill. 1002 h. 6/10 "69, Þá mælist báturinn á stað a um 1,9 sjóm. frá landi, eða um 1,1 sjóm. innan bannsvæðismarkanna fyrir togveiðar. staður varðskipsins kl. 1008. Þá mælist báturinn á stað b um 1,0 sjóm. innan bannsvæðismarkanna. = staður varðskipsins kl. 1014. Þá mælist báturinn á stað ec um 0,5 sjóm. innan bannsvæðistnarkanna. staður varðskipsins kl. 1020. Þá mælist báturinn á stað d um 0,3 sjóm. innan bannsvæðismarkanna, = staður varðskipsins kl. 1026. Þá mælist báturinn á stað e um Ó,1 sjóm. utan bannsvæðismarkanna. a ll ð 0 | 213 F = staður varðskipsins ki. 1037 við hlið bátsins. Staður F mælist um 0,6 sjóm. utan bannsvæðismarkanna. Hraði bátsins, miðað við fjarlægðir milli mælistaða, reikn- ast mér þannig: a—b um 4,0 sjóm., b—c um 5,5 sjóm., c—d um 2,0 sjóm., d—e um 4,0 sjóm. og e—F um 3,0 sjóm. Þar sem sjókortið er í litlum mælikvarða og tíminn er aðeins tiltekinn með míinútunákvæmni, má gera ráð fyrir nokkurri ónákvæmni í hraðanum milli mælistaða“. Hinn 4. febrúar 1970 voru að tilhlutan Hæstaréttar og beiðni sakadóms ríkisins dómkvaddir í sakadómi Reykja- vikur þeir Þorsteinn Gíslason skipstjóri og Sigurður Þórar- insson skipstjóri sem sérkunnáttumenn wm togveiðar, „til að láta uppi sitt álit með hliðsjón af niðurlagi skýrslu Jónasar Sigurðssonar skólastjóra um hraða v/s Bjargar, NK 103, miðað við fjarlægðir milli mælistaða, hvort báturinn geti með vörpuna í sjó farið á þeim hraða, sem þar greinir“. Skyldu hinir dómkvöddu menn láta í té skriflega álitsserð. Álitsgerð þeirra, dags. 10. febrúar 1970, hljóðar svo: „Vegna beiðni saksóknara ríkisins senda undirritaðir hér með álit sitt varðandi M 2112/69, þ. e. hvort v/s Björg, NK 103, geti hafa náð þeim hraða með vörpu í sjó, sem um getur í niðurlagi skýrslu Jónasar Sigurðssonar skólastjóra. Tvö atriði benda á, að þetta geti fyllilega staðizt: 1. Að athuguðu máli sést, að þarna getur verið um óná- kvæma tímasetningu að ræða, þar sem svo stuttar vega- lengdir eru og tíminn aðeins sex mínútur milli viðmiðunar- punkta og notuð er mínútu nákvæmni. En sé meðalhraðinn tekinn frá punkti a—f, þ. e. í 35 mín., kemur í ljós, að hraði bátsins er innan við 4,0 sml. Ekkert er við þann tog- hraða að athuga. Þessu til stuðnings bendum við á, að hraðinn frá c—d fer niður í 2,0 sml., en hvergi kemur fram, að báturinn hafi dregið úr ferð sinni á þessu tímabili. 2. Ef litið er á þann hraða, sem gefinn er upp frá bc, þ. e. 5,5 sml., þá er ekkert því til fyrirstöðu, að bátur af þessari gerð geti náð þessum toghraða á svo grunnu vatni, sem um ræðir. 214 Til þess að svo megi verða, eru til ýmsar leiðir: a) Venjulega toga þessi skip ekki með fullu vélaafli og geta því aukið ferð sína. hb) Á svo grunnu vatni er lítið af togvírum úti. Og með því að slaka út til viðbótar getur náðst mikil ferð á meðan. c) Ef slakað er út öðrum togvirnum og varpan skekkt, þá eykst hraði skipsins mikið, og nægði það örugglega til að ná 5,5 sml. ferð“. Hinir dómkvöddu menn staðfestu álitsgerðina fyrir dómi. Þorsteinn Gíslason 20. febrúar og Sigurður Þórarinsson 23. febrúar 1970. Báðir svöruðu þeir fyrir dómi ýmsum spurn- ingum, sem Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður lagði fyrir þá af hendi verjanda ákærða: 1. „Er uppgefinn toghraði miðaður við það, sem um- ræddur bátur hafði í togi umrætt sinn, eða það, sem ætla má eftir stærð skipsins o. s. frv.?“ Svar Þorsteins: „Það, sem var ætlazt til af okkur mats- mönnum, var að segja til um, hvort útreiknaður hraði á milli b og c gæti staðizt, og miðuðum við þá við skip um 200 smálestir að stærð með 400 hestafla vél, sem notar vörpu með 85 feta höfuðlinu. Einnig tókum við tillit til þess afla, sem sagður var í vörpunni, og breytir hann ekki áliti okkar“. Svar Sigurðar: „Við gerðum okkur grein fyrir og mið- uðum við, að 5—7 tonna afli væri í vörpunni, og tókum tillit til annarra aðstæðna umrætt sinn“. 2. „Er álitsgerðin byggð á sannanlegu sjólagi á umrædd- um tíma með hliðsjón af vindi og straumum ?“ Svar Þorsteins: „Hliðsjón var höfð af því, sem fram kom í dómprófi gagnvart þessu atriði“. Svar Sigurðar: „Í hæstaréttarágripinu kemur fram, hvern- ið veðrið var á ummræddum tíma, og var tekið tillit til þess og einnig, að skv. töflum hafi verið straumlaust eða strauímlítið á umræddum tíma. Þó að straumur hefði verið, hefði hann ekki haft nein áhrif á togferðina, þar sem hann liggur þvert á stefnu skipsins“. 3. „Er uppgefinn toghraði óvenjulega mikill, miðað við aðstæður?“ 215 Svar Þorsteins: „Milli viðmiðunarpunkta b og c er hann óvenju mikill, en milli c og d óvenju lítill“. Svar Sigurðar: „Sé miðað við meðalhraða frá punkti a—f, er toghraðinn um 4 sjómilur, sem ekki er óeðlilegt, en hins vegar er toghraðinn 5,5 sjómílur frá punktum b—ce óvenju- lega mikill“. 4. „Er eðlilegt, að þessum toghraða sé náð í beinni stefnu 2 Svar Þorsteins: „Svar við þessu kemur fram í álitsgerð- inni“. Svar Sigurðar: „Það er hægt, en ekki venjulegt“. 5. „Er tekið tillit til í álitsgerðinni, að sérstaklega í austan- átt liggur harður straumur vestur með landinu og mest við stórstreymi ?“ Svar Þorsteins: „Í dómprófi kemur fram, að uppgefin vindátt er SV 3 og síðan kul. Auk þess er þetta rétt eftir fjörufallaskipti, svo að þetta frá landi má ætla, að litt sé farið að gæta straums vestur á við. Auk þess er stefnan milli punkta b—e frá landi, en straumur liggur þarna með ströndinni, svo að með þessari stefnu gætir straums lítið gagnvart toghraða skipa, þegar togað er þvert á strauminn“. Svar Sigurðar: „Já, við tókum tillit til allra aðstæðna“. 6. „Telur mættur, að raunhæfari niðurstöður myndu nást með því, að matsímenn reyndu sjálfir siglingahraða bátsins við svipaðar aðstæður og voru í umrætt skipti?“ Svar Þorsteins: „Slíkt myndi ekki breyta niðurstöðum álits- gerðarinnar, þar sem við teljum, að hægt sé að komast milli viðmiðunarpunkta a—f, miðað við þær stefnur, sem eru uppgefnar og tímann 35 miín.“. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður að telja sannað, að bátur ákærða, v/s Björg, NK 103, hafi verið að ólöglegum veiðum innan fiskveiðimarka á þeim tíma, sem mál þetta fjallar um. Ákvæði laga nr. 62/1967 eru reist á þeim sjónarmiðum, að skipstjóri beri eindregna fjársektarábyrgð á því, er fiski- skip hans stundar ólöglegar veiðar innan fiskveiðimark- anna, sbr. t. d. ákvæði 4. gr., þar sem segir: „Nú næst ekki 216 í skipstjóra, og er þá einnig heimilt að gera upptækt skipið sjálft eða andvirði þess að hluta“. Ákvæði 5. gr. laganna gera ráð fyrir því, að ekki verði aðrir skipverjar saksóttir fyrir fiskveiðibrot. Samkvæmt þessu verður að telja ákærða ábyrgan fyrir sekt þeirri, sem til hefur verið unnið eftir lagaboðum þeim, sem í ákæru greinir. Telst sektin hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Hins vegar þykir eigi eiga að dæma ákærða til refsivistar til vara, þar sem eigi er upp komið, að hann, sem var sofandi, hafi átt saknæman þátt í brotinu. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra og sakarkostnað í héraði staðfestast. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00, og máls- varnarlaun verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sveinn Benediktsson, greiði kr. 40.000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra og málskostnað í héraði eiga að vera órðskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, sem renni í ríkissjóð, kr. 18.000.00, og málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 18.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði prófessors Þórs Vilhjálmssonar. Í lögum nr. 62/1967 segir hvergi berum orðum, að skip- stjóri beri hlutlæga refsiábyrgð á brotum gegn ákvæðum laganna. Er því ekki um slíka ábyrgð að ræða samkvæmt 217 þeirri meginreglu í íslenzkum rétti, sem fram kemur í 18. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. og 108. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 82/1961 og 2. tölulið 6. gr. Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem fullgiltur hefur verið af Íslands hálfu sam- kvæmt auglýsingu nr. 11/1954. Að vísu hvílir rík stjórnar- og eftirlitsskylda á skipstjóra vegna stöðu hans, en í þessu máli er tilefni til að rannsaka sérstaklega, hvort hún leiði til refsiábyrgðar. Af þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, verður ráðið, að ákærði hafi lagzt til svefns kl. 0440 aðfaranótt hins 6. októ- ber 1969. Varðskipsmenn um borð í v/s Albert urðu skips varir um eða rúmlega 5 klukkustundum síðar og töldu það vera að ólöglegum veiðum. Fyrsta staðarákvörðun var gerð kl. 1002, en kl. 1038 var m/b Björg, NK 103, stöðvuð. Kl. 1100 kom skipstjórinn, ákærði í máli þessu, um borð í varð- skipið. „Sagðist hann hafa verið sofandi og ekkert vita um þetta og hafði stýrimaður verið að toga“, eins og segir í skýrslu skipherrans á varðskipinu. Þegar ákærði kom fyrir sakadóm Vestmannaeyja sama dag, kvaðst hann hafa sengið til svefns kl. 0440 og „hafi hann ekki vaknað, fyrr en varð- skipið var við. hliðina á bátnum“. Síðan var bókað: „Mætti segir, að þegar hann hafi farið að sofa, séu þeir staddir 8 mílur SA af Ingólfshöfða og hann hafi sagt stýrimanni sin- um, hvar hann hafi verið að toga um nóttina“. Er þetta hið eina, sem fram kemur í skjölum málsins um orðaskipti milli ákærða og stýrimanns, um það leyti sem ákærði gekk til náða. Hins vegar styður framburður annarra skipverja á m/b Björgu það atriði í skýrslu ákærða, að hann hafi falið öðrum manni að stjórna veiðum þennan morgun og að hann hafi verið í svefni, þegar varðskipsmenn stöðvuðu bátinn. Liklegt er, að ákærði hafi verið rúmlega 5 klukkustundir í svefni, þegar bátur hans var stöðvaður. Er því tilefni til að rannsaka nánar, hvort svo hafi verið. Reynist það rétt, þarf að rannsaka, hver fyrirmæli ákærði gaf stýrimanni, 218 þegar ákærði fól honum að stjórna veiðum, enda verður að telja, að brot stýrimanns gegn fyrirmælum ákærða geti valdið sýknu í máli þessu. Því hefur ekki fengizt framgengt, að þessi atriði væru tekin til rannsóknar. Hef ég því talið óhjákvæmilegt að greiða atkvæði með heimvísun málsins. Þar sem ég hef orðið í minni hluta um það atriði, hef ég vegna ákvæðis 53. gr. laga nr. 57/1962 um Hæstarétt Íslands lýst mig andvígan atkvæði meiri hluta dómenda. Varaforseti Hæstaréttar, sem er dómsforseti, þegar fjallað er um þetta mál, hefur beint til mín þeirri spurningu, hvernig ég telji efnisdóm í málinu eiga að vera. Það er sem fyrr segir álit mitt, að erfiðleikum sé bundið að kveða upp efnisdóm. Þó tel ég mér skylt vegna ákvæða 2. mgr. 52. gr. og 53. gr. hæstaréttarlaga að láta uppi álit hér að lútandi. Með tilvísun til þess, sem segir í 1., 2. og 3. málsgrein þessa dómsatkvæðis, verður dómsorð mitt þetta: Dómsorð: Ákærði, Sveinn Benediktsson, skal vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þ. á m. laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 30.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 8. október 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 8. október, kl. 1600, war sakadómur Vestmannaeyja settur á skrifstofu embættisins við Bárugötu af Guðmundi Malmquist, fulltrúa bæjarfógeta, með samdómsmönn- unum Einari Guðmundssyni skipstjóra og Martin Tómassyni for- stjóra. Fyrir var tekið málið: Ákæruvaldið gegn Sveini Benediktssyni og í því uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins, dags. 7. þ. m., á hendur skipstjóranum á vélskipinu Björgu, NK 103, Sveini Benediktssyni, Hafnarbraut 2, Neskaupstað, „fyrir að hafa gerzt 219 sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. lög nr. 21/1969 um breytingu á þeim lögum, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglu- gerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið á botnvörpuveiðum á nefndu skipi mánudaginn 6. október 1969 út af Ingólfshöfða á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru með öllu bannaðar, sbr. 2. mir. nefndra laga nr. 21/1969, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961, 29/1964 og auglýsingu nr. 4/1961. Ákærist því nefndur Sveinn Benediktsson til að sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. 4. gr., nú 5. gr., nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Ákærði, Sveinn Benediktsson, er fæddur hinn 8. júlí 1935 í Mjóafirði, Suður-Múlasýslu, og hefur hvorki sætt ákæru né refs- ingu, svo að kunnugt sé. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, dags. 6. þ. m., undirritaðri af skipherra varðskipsins Alberts, segir á þessa leið: „Hinn 6. okt. 1969 tók varðskipið mb. Björgu, NK 103, að meintum ólöglegum veiðum. Skipstjóri Sveinn Benediktsson, fæddur 8. 7. 1935, til heimilis að Hafnarbraut 2, Neskaupstað. Nánari atvik voru sem hér segir: Mánudaginn 6. okt. 1969, er varðskipið var á vesturleið austur af Ingólfshöfða, sást skip, sem wirtist vera að ólöglegum veiðum. Voru í því sambandi gerðar eftirfarandi ráðstafanir: Lausi fjar- lægðarhringur radsjárinnar athugaður og var réttur. Kl. 0955 sett á fulla ferð. 1. Kl. 1002 gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Skipið í r/v 2409, fjarlægð 7,2 sjóm. Salthöfði, fjarlægð 7,3 sjóm. Ingólfshöfði, fjarlægð 8,1 sjóm., og gefur það stað skipsins 2,0 sjóm. frá næsta landi. 2. Kl. 1008. Skipið í r/v 241?, fjarlægð 5,7 sjóm. Salthöfði, fjarlægð 6,6 sjóm. Ingólfshöfði, fjarlægð 7,0 sjóm., og gefur það stað bátsins 2,0 sjóm. frá næsta landi. 3. Kl. 1014. Skipið í r/v 237“, fjarlægð 4,4 sjóm. 220 Salthöfði, fjarlægð 6,2 sjóm. Ingólfshöfði, fjarlægð 6,0 sjóm., og gefur það stað skipsins um 2,5 sjóm. frá næsta landi. 4. KI. 1020. Skipið r/v 2339, fjarlægð 3,1 sjóm. Salthöfði, fjarlægð 5,8 sjóm. Inigólfshöfði, fjarlægð 4,8 sjóm., og gefur það stað skipsins um 2,8 sjóm. frá næsta landi. 5. Kl. 1026. Skipið r/v 221“, fjarlægð 2,0 sjóm. Salthöfði, fjarlægð 5,7 sjóm. Inigólfshöfði, fjarlægð 3,8 sjóm., og gefur það stað skipsins 3,1 sjóm. frá næsta landi. Kl. 1028 stöðvunarmerki -K- með ljósmorse Kl. 1031 stöðvunarmerki -K- með ljósmorse og sést, að báturinn er að toga með stjórnb. vörpu. Kl. 1033 -K- með flautu. Ki. 1035 -K- með flautu og sést, að þetta er m.b. BJÖRG, NK 103. K1. 1036 -K- með flautu. Kl. 1037 komið að bátnum og gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið hans: Eiríksnef í r/v 2999, fjarlægð 3,6 sjóm., dýpi 83 m. Kallað yfir í bátinn og honum sagt að hífa upp og verði bátur sendur yfir. Kl. 1038 báturinn stöðvaður. KI. 1039 slegið úr blökkinni. Kl. 1043 hlerar í gálga. Kl. 1045 fer bátur yfir. Um íkl. 1047 flýtur belgur vörpunnar upp, og virðist vera tals- vert af fiski í honum. Kl. 1100 kemur skipstjóri bátsins um borð í varðskipið. Sagðist hann hafa verið sofandi og ekkert vita um þetta og hafi stýri- maður werið að toga. Kl. 1108 farið með skipstjórann yfir aftur og komið með stýri- manninn um borð í varðskipið. Hann kvaðst hafa kastað milii kl. 0800 og 0830, að hann minnir, og hann þá verið 7 sjóm. af Ingólfs- höfða. Kvaðst hann hafa togað í S og SV-læga stefnu og hafa togað í hring, er hann kom á 3 mílurnar, en togað síðan í austur og síðar SA. Kl. 1120 var stýrimaður fluttur aftur um borð í bátinn og skip- stjóranum sagt að halda til Vestmannaeyja. 221 Staðarákvarðanir voru gerðar af I. og II. stýrimanni á KH 14/9T radsjá og gýróáttavita undir umsjón skipherra. Úrklippa úr sjókorti nr. 30, þar sem staðir varðskipsins og bátsins eru markaðir, fylgir hér með. Veður: SV-3, kul, sjór 4—5, skýjað loft“. Skipherra varðskipsins, Bjarni Ólafur Helgason, mætti fyrir sakadómi Vestmannaeyja, og kvað hann skýrsluna rétta og kann- aðist við undirskrift sína á henni. Einnig mættu 1. og 2. stýri- maður, og kváðu þeir skýrsluna rétta. Er ákærði kom fyrir sakadóm Vestmannaeyja, kvaðst hann hafa verið sofandi frá því kl. 0440 og þangað til varðskipið var komið við hliðina á bátnum. Þeir hafi verið staddir 8 sjóm SA af Ingólfshöfða, þegar stýrimaður tók við um nóttina, og hann hafi sagt honum, hvar hann hefði verið að toga. Ákærði kvaðst hafa litið í ratsjá, þegar hann vaknaði, og hafi þeir þá verið 3.6 sjóm frá landi. Ákærði kvað stýrimann sinn hafa sagt sér, að hann hefði togað fyrst í N, beygt síðan í A og stefnan hafi verið ASA eða SA, þegar varðskipið hafi komið að bátnum. Ákærði kvaðst ekki viss, hvort byrjað hafi verið að beygja 0.2 sjóm frá landhelgislínu eða hvort búið hafi verið að beygja 0.2 sjóm frá mörkunum. Ákærði kvað togferð bátsins vera um það bil 3 sjóm. Ákærði kvaðst hafa séð Ingólfshöfða, þegar hann hafi komið upp, en hann hafi ekki séð til ferða neins báts fyrir innan Björgu, NK. Stýrimaður m/b Bjargar, NK, kom fyrir réttinn sem vitni, og kvaðst hann hafa verið á vakt frá því kl. 0430 eða 0500 um morguninn og hann hafi verið enn á vakt, þegar varðskipið hafi komið að bátnum. Vitnið lagði fram sjókort, þar sem það hafði teiknað inn á leið bátsins, frá því að síðasta tog hófst og þar til að varðskipið kom að bátnum. Vitnið kvaðst hafa séð annan bát fyrir innan Björgu, þegar það hafi verið að beygja austur um, en það hafi ekki veitt þeim bát neina athygli, enda verið þoku- slæðingur. Vitnið sagði, að endurskin, sem komið hafi fram á ratsjá varðskipsins og sýnt hafi bát fyrir innan 3 sjóm, geti ekki hafa verið af Björgu, NK 103. Vitnið kvaðst alls ekki hafa togað nær landi en 3.2 sjóm, enda hafi það stuðzt við ratsjármælingu í Ingólfshöfða, en ekki notað Salthöfða sem viðmiðunarpunkt, vegna þess að það telji Salt- höfða mjög vafasaman stað til fjarlægðarmiðunar. 222 Vitnið sagði, að rétt hafi verið eftir því haft í skýrslu varð- skipsins, nema hvað það hafi kastað kl. 0830. Vitnið vann eið að framburði sínum. Vitnið Pétur Kjartansson kom fyrir rétt, og hafði það komið upp í brú einhvern tíma á milli kl. 1000 og 1030, en ekki lesið á ratsjá eða dýptarmæli, en það hafi tekið eftir því, að stefnan hafi verið SA. Vitnið sá engan bát innan við Björgu um morg- uninn. Vitnið vann eið að framburði sínum. Vitnið Dagur Björnsson matsveinn kom fyrir réttinn og skýrði frá því, að það hafi komið upp í brú kl. 1000, en þó sé það ekki nákvæm tímasetning. Það segist hafa litið í ratsjá og það hafi ekki séð bátinn fara nær landi en 3.2 sjóm. Vitnið gat ekki sagt neitt um stefnu eða dýpi. Ekki kvaðst vitnið hafa séð neitt skip innan við bátinn. Vitnið vann eið að framburði sínum. Skipherra varðskipsins, 1. og 2. stýrimaður komu þá hver um sig fyrir rétt, og kváðu þeir útilokað, að annar bátur hefði getað verið fyrir innan Björgu, NK 103, eða að nokkur ruglingur hefði getað átt sér stað milli Bjargar annars vegar og annars báts hins vegar, þannig að annað skip hafi fyrst verið í ratarskerminum hjá varðskipinu, en síðar Björg, NK 103. Í málinu var lögð fram skrifleg vörn af hálfu verjanda ákærða, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, og eru dómkröfur þær, að ákærði verði algerlega sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að hæfileg málsvarnarlaun verði greidd verjanda úr ríkissjóði. Í vörn sinni segir verjandi, að öll skilyrði skorti til þess að refsa ákærða fyrir eitt eða neitt, vegna þess að skipstjóri hafi verið. sofandi eftir kl. 0440 um nóttina og þá búinn að standa vakt í tæpan sólarhring. Megi því segja, að skipstjóri sé forfall- aður og sé það stýrimaður, sem grípi inn í og gegni skipstjóra- störfum. Hafi því verið eitthvað athugavert við skipið á togferð- inni, beri stýrimaður sök á. Subjektivt séð sé þannig engin sök hjá ákærða, sem hljóti að leiða til sýknu hans. Dómurinn getur ekki fallizt á, að til komi neitt neyðarréttar- sjónarmið, þannig að stýrimaður taki við skipstjórastöðu vegna svefnleysis skipstjóra, heldur lítur hann svo á, að skipstjóri gegni áfram stöðu sinni á skipinu, þó að hann fari af vakt, og beri hann því ábyrgð samkvæmt stöðu sinni. Um þá málsástæðu í vörn, að hugsanlega hafi verið tekið feil á m/b Björgu og öðru skipi, þá er það að segja, að skipherra 223 varðskipsins, 1. og 2. stýrimaður, sem allir hafa verið eiðfestir í máli þessu, hafa lýst því yfir, að útilokað sé, að um nein mistök geti verið að ræða, þannig að fyrst hafi annar bátur verið á rat- sjárskerminum. Upplýst er og í málinu, að enginn hefur séð umrætt skip nema stýrimaður. Ef annar bátur hefur verið í nánd við Björgu, hefði hann átt að sjást í ratsjá varðskipsins og þeir varðskipsmenn, sem stöðugt fylgdust með ratsjánni, að taka eftir honum. Um mislestur þann á dýptarmæli, sem kom fram í yfirheyrslum á varðskipsmönnum, er það að segja, að rétturinn fór um borð í varðskipið Albert, og hinir sérfróðu dómendur athuguðu bar allar aðstæður við dýptarmælinn. Telja þeir víst, að farið hafi verið kvarðavillt, þegar lesið var af um dýptina. Í vörn sinni heldur verjandi því fram, að fyrst um mislestur hafi verið að ræða hjá varðskipsmönnum á dýptarmæli, þá geti þeir alveg eins farið villt á bátum. Dómurinn getur eigi fallizt á þetta, þar sem hér er um tvennt ólíkt að ræða. Í lok varnar sinnar segir verjandi, að í máli þessu liggi alls engin sönnun fyrir, að m/b Björg hafi verið að botnvörpuveiðum innan landhelgi, enda sé hið gagnstæða staðhæft í eiðfestum vættum skipverja, er um hafi getað borið. Ágreiningslaust er í máli þessu, að m/b Björg, NK 103, var að togveiðum á þeim tíma, sem mælingar varðskipsins Alberts voru gerðar. Um vætti matsveinsins er það að segja, að ekki er um að ræða nákvæma tímasetningu í vitnisburðinum, og getur íþað því vel staðizt, að báturinn sé kominn 3.2 sjóm frá landi, þegar hann lítur í ratsjána. Einnig er á það að líta, að matsveinninn gerir eigi nákvæma staðarákvörðun. Stýrimaður rengir ekki í vitnisburði sínum skýrslu varðskips- mannanna um, að hann hafi togað í S og SV læga stefnu og að hann hafi togað í hring, er hann kom á 3 mílurnar, en togað síðar í A og síðar SA. Dómendur telja og, að ónákvæmni gæti hjá stýrimanni, þegar hann notar aðeins einn viðmiðunarpunkt (Ingólfshöfða), en telur Salthöfða mjög vafasaman til viðmiðunar, sem þó er al- mennt notaður austan við Ingólfshöfða. Ekki þykir geta komið til greina, að um annað skip hafi verið að ræða en Björgu, NK 103, og þar sem mælingarnar sjálfar hafa ekki beint verið rengdar auk þess sem hinir sérfróðu dómendur 224 hafa og komiz að þeirri niðurstöðu, að þær séu réttar, enda styrkir hver mæling aðra, þykir því sannað, að ákærði hafi verið að ólöglegum veiðum í fiskveiðilandhelgi Íslands á vélbátnum Björgu, NK 103, morguninn 6. október 1969. Hefur ákærði því gerzt brotlegur wið öll þau lagaákvæði, sem tilgreind eru í ákæru, og unnið til refsingar samkvæmt (þeim. M/b Björg, NK 103, er samkvæmt alþjóðamælibréfi vélbátsins, dags. 20. apríl 1966, 196.74 brúttórúmlestir. Samkvæmt síðustu opinberum skýrslum um gullgengi jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Samkvæmt þessu og með tilvísun til lagaákvæða þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 40 þúsund króna sekt, er honum ber að greiða í Landhelgissjóð Íslands innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Afli og veiðarfæri um borð í m/b Björgu, NK 103, eru gerð upp- tæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sveinn Benediktsson, greiði kr. 40.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Björgu, NK 103, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar á meðal málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlög- manns, kr. 7.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 225 Miðvikudaginn 4. marz 1970. Nr. 135/1969. The Belfast Ropework Company Ltd. (Haukur Jónsson hrl.) gegn Kristjáni Guðlaugssyni (Hjörtur Torfason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Gunnar Thoroddsen og prófessor Magn- ús Þ. Torfason. Ómerking. Frávísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1969. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmd- ur til greiðslu enskra sterlingspunda 2.103-5-0 með 6% árs- vöxtum frá 1. júní 1951 til greiðsludags. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með dómi sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja hinn 5. desember 1955 var bæjarsjóður Vestmannaeyjakaupstaðar dæmdur til að greiða stefnda f. h. áfrýjanda £ 2.103-5-0 ásamt vöxtum og málskostnaði gegn afhendingu tiltekinna botn- vörpuhluta. Í máli því, sem hér er flutt fyrir Hæstarétti, er stefndi sóttur persónulega til að (greiða andvirði varanna samkvæmt héraðsdóminum skilyrðislaust. Ekkert er leitt í ljós um ásigkomulag þeirra. Er kröfugerð svo ófullkomin og málið svo vanreifað, að eigi verður dómur á það lagður. Þykir því verða að ómerkja héraðsdóminn og alla málsmeð- ferðina og vísa málinu frá héraðsdómi. Eins og málinu er háttað, var og rétt, að héraðsdómur kveddi til sérfróða menn til að dæma það ímeð sér, sbr. 200. gr. laga nr. 85,/1936. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. 15 226 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins fyrir héraðs- dómi eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðs- dómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar prófessors. Af málflutningi aðilja má ráða, að kröfur áfrýjanda á hendur stefnda séu reistar á því, að við innheimtu dóm- kröfu þeirrar, sem í atkvæði meiri hluta dólmenda greinir, hafi stefndi eigi farið svo að í lögmannsstörfum fyrir áfrýj- anda sem skylt hafi verið. Að svo vöxnu máli verður að telja, að ekki hafi verið nauðsynlegt fyrir héraðsdómara að kveðja sérfróða samdómendur til að dæma um sakarefnið ásamt sér samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 200. gr. laga nr. 85/1936. Hins vegar fellst ég á, að málatilbúnaður sé ekki svo skýr sem skyldi, og er því samþykkur niðurstöðu meiri hluta dómenda. Dómur bæjarbings Reykjavíkur 23. apríl 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 27. f. m., hefur Haukur Jónsson hæstaréttarlögmaður hér í borg höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur fyrir hönd firmans The Belfast Ropework Company Ltd., Belfast, Norður-Írlandi, á hendur Kristjáni Guðlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Sóleyjargötu 53 hér í borg, til greiðslu á £ 2.103-5-0 auk 6% ársvaxta frá 1. júní 1951 til greiðsludags og málskostnaði samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómarans. Málavextir eru þessir: Á árinu 1955 fól fyrirtækið V. Sigurðs- son éz Snæbjörnsson h/f hér í borg lögmannsskrifstofu stefnda til innheimtu kröfu stefnanda, The Belfast Ropework Company Ltd., á hendur Bæjarútgerð Vestmannaeyja að fjárhæð £ 2.103-5-0. Er fyrirtækið V. Sigurðsson ér Snæbjörnsson h/f um- boðsaðili The Belfast Ropework Company Ltd. hér á landi. Hafði krafa þessi stofnazt vegna kaupa Bæjarútgerðar Vestmannaeyja 227 á botnvörpunetjum á árinu 1951. Höfðaði stefndi síðan mál til heimtu kröfunnar, og gekk dómur í því í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja hinn 5. desember 1955. Varð dómsniðurstaða sú, að bæjarsjóður Vestmannaeyjakaupstaðar var dæmdur til að greiða stefnda f. h. Belfast Ropework Company Ltd. £ 2.103-5-0 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. júní 1951 til greiðsludags og kr. 10.000.00 í málskostnað gegn afhendingu vara þeirra, sem fjallað var um Í málinu. Bæjarsjóður Vestmannaeyja innti nú af hönd- um greiðslur til stefnda á árunum 1956 og 1957 og fyrri hluta árs 1958, samtals að fjárhæð kr. 95.000.00. Það er ágreiningslaust, að það hafi svo verið hinn 23. apríl 1958, þótt í yfirlitsreikningi komi fram, að það hafi verið á árinu 1957, sem bæjarsjóður Vestmannaeyja sendi stefnda kr. 57.357.79, sem fram kemur, að fyrirsvarsmenn 'bæjarsjóðsins töldu vera lokagreiðslu á dóm- skuldinni. Á þessum tíma var sölugengi sterlingspunds, miðað við Íslenzkar krónur, 45.70. Með lögum nr. 133 frá 29. maí 1958 var yfirfærslugjald samkvæmt lögum nr. 26 frá 22. desember 1958 hækkað. Samkvæmt yfirlýsingu Seðlabanka Íslands féllu gjald- eyrissölur og yfirfærslur við gjaldeyrisbankana niður frá og með 13. maí til 30. maí 1958, en sala gjaldeyris hófst síðan að nýju frá og með 30. maí 1958 með þeim breytingum, sem leiddi af lögum um útflutningssjóð o. fl. nr. 33 frá 29. maí 1958. Sam- kvæmt yfirlýsingunni munu þó óumflýjanlegar og nauðsynlegar gjaldeyrissölur og yfirfærslur hafa farið fram á tímabilinu 13.— 30. maí gegn fyrirvara og greiðslu tilskilinnar deponeringar. Hinn 28. nóvember 1960 ritaði fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f stefnda bréf, og er það svohljóðandi: „INNHEIMTA v/The Belfast Ropework Co., Ltd., BELFAST, N.Írlandi. £ 2103-5-0 d á Bæjarútgerð Vestm.eyja. Sem umboðsmenn The Belfast Ropework Co. Ltd. fólum við yður ofangreinda innheimtu. 5. desember 1955 var Bæjarútgerðin dæmd til þess að greiða upphæðina ásamt 6% vöxtum frá 1. júní 1951 til greiðsludags gegn afhendingu netja, er pöntuð voru af þeim og enn liggja úti í Belfast. Þrátt fyrir fjölmörg samtöl við yður og starfsmenn yðar út af þessari innheimtu, hafið þjer ekki innt neina greiðslu af hendi til Belfast verksmiðjunnar, sem krefst nú án frekari dráttar fullr- ar greiðslu á höfuðstól og vöxtum. Síðan við áttum viðtal saman í septemberbyrjun s.l., höfum 228 við ekkert heyrt frá yður, en þá lögðum við áherzlu á, að þjer krefðuð Bæjarútgerðina um viðbótargreiðslur vegna gengisbreyt- ingar o. s. frv. og ljetuð gera fjárnám hjá henni (Vestmanna- eyjabæ), til þess að þjer gætuð gert skil á innheimtunni. Hvað gerst hefir síðan í málinu þessa þrjá mánuði, er okkur ókunnugt um með öllu. Það liggur í augum uppi, að við svo búið má ekki standa lengur. Belfast verksmiðjan krefst nú enn frjetta af inn- heimtunni og sættir sig ekki við hinn langa drátt, sem orðinn er á málinu, heldur óskar eftir lausn án tafar“. Bréfi þessu svaraði stefndi með bréfi, dags. hinn 31. nóvember s. á., og segir þar m. a. svo: „Svo sem yður er kunnugt, sendi bæjarstjóri Vestmannaeyja- kaupstaðar lokagreiðslur skv. dómi á kröfu The Belfast Rope- work Co. Ltd. miðað við það gengi, sem sterlingspundið var skráð á hinn 23. apríl 1958. Yfirfærslur fengust þá engar vegna væntanlegra opinberra ráðstafana varðandi gjaldeyrisskráningu eða álags vegna sölu gjaldeyris, enda fékk bæjarsjóður Vest- mannaeyja ekki kvittaðan dóminn í hendur. Vil ég vekja athygli yðar á, að dómurinn er bundinn því skil- yrði, að afhending keyptra veiðarfæra færi fram, en slík afhend- ing stendur Í engu sambandi við innheimtuaðgerðir af minni hálfu og lggur utan míns verksviðs sem málaflutningsmanns. Ég hefi átt tal við Guðlaug Gíslason, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum, og vakið athygli hans á, að bæjarsjóður ber ábyrgð á breyttri gengisskráningu, en það væri bæjarfélaginu að skað- lausu, með því að veiðarfæri myndu hækka tilsvarandi í verði. Guðlaugur gaf ekki endanlegt svar, en virtist gera ráð fyrir málaferlum til þess að fá úr þessu skorið með dómi. Ég er nýlega kominn úr ferð til Vestmannaeyja. Afhenti ég stefnuvottum dóminn til birtingar jafnframt greiðsluáskorun, en að birtingarfresti loknum verður þá að reyna fjárnám hjá Vest- mannaeyjakaupstað, og fæst þá úr því skorið, hvort bæjarsjóður ber ábyrgð á gengismun samkvæmt hinni nýju skráningu. Ef til máls kemur eða ef þér óskið, mun ég deponera á nafn Belfast Ropework Co. þeirri fjárhæð, sem hjá mér stendur, að frádregnum kostnaði“. Í bréfi, sem fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar og Snæbjörnssonar h/f ritaði stefnda hinn 14. marz 1961, kemur fram, að þeir hafi ræðzt við, frá því að stefndi ritaði bréf sitt. Segir síðan svo Í bréfinu: „Við viljum benda á, að við fólum yður málið vegna The 229 Belfast Ropework Co. Ltd., Belfast, sem við erum umboðsmenn fyrir, og teljum ekki, að okkur beri að leggja yður ráð um máls- meðferð, sem að sjálfsögðu er innan werksviðs yðar sem mála- flutningsmanns. Ljóst er hins vegar, eins og málið liggur fyrir, að yður ber að greiða innheimtuupphæðina til Belfast í sterlings- pundum ásamt vöxtum, enda verksmiðjunni óviðkomandi gengis- breytingar íslenzkrar myntar. Veiðarfærin (trollnet) yrðu þá strax afhent í skip í Belfast til sendingar til Íslands á nafn Bæjar- sjóðs Vestmannaeyja eða hvert það nafn, sem þjer ákveðið í sam- ráði við bæjarsjóðinn. Verð veiðarfæranna er miðað við afhend- ingu fob. — brezka höfn, t. d. Leith, en þar gæti „Gullfoss“ flutt vörurnar til Íslands. Um greiðsluform til Belfast, hvort þjer ljetuð þá fá tjekk eða opnuðuð bankaábyrgð þeim til handa, látum við yður um að ákveða, enda yðar að taka ákvörðun um slíkt sem innheimtumanns. Ef þjer óskið eftir að „deponera“ þeirri nettóupphæð, er hjá yður stefndur, á nafn Belfast Ropework, þá höfum við ekkert við það að athuga eða um að segja, þar sem þjer verðið sjálfur að ráða fram úr málinu á bezta hátt fyrir umbjóðendur yðar. Gjörið svo vel að láta okkur vita, hvort og hvenær þjer farið til Vestmannaeyja og árangurinn af förinni“. Með bréfi, dags. hinn 10. apríl, var efni síðastgreinds bréfs ítrekað og þess jafnframt íkrafizt, að málið yrði endanlega til lykta leitt og stefndi greiddi kröfuna þegar í stað. Í bréfi, sem fyr- irsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f ritaði steinda hinn 27. september s. á., kemur fram, að frá því að síðastgreint bréf var ritað, hafi farið fram viðræður milli hans og stefnda og fulltrúa hans. Kemur meðal annars fram, að í viðtölum þessum hafi stefndi skýrt frá þeirri uppástungu bæjarstjórans í Vest- mannaeyjum, að stefnandi afgreiddi net með minni möskvastærð í stað þeirra netja, sem í upphafi hafði verið beðið um, en þessu hafi fyrirsvarsmenn V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f hafnað og óskað eftir því, að stefndi léti fjárnám ganga án tafar hjá bæjarsjóði Vestmannaeyja. Eigi kemur fram, að frekari bréfaskipti hafi farið fram út af máli þessu, fyrr en fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörns- sonar h/f ritaði stefnda bréf hinn 1. maí 1962. Kemur fram í bréfi þessu, að stefndi hafi ekkert aðhafzt til að knýja fram endanlega lausn málsins, og sætti stefnandi sig eigi lengur við vanefndir stefnda, heldur geri kröfu til fullrar greiðslu höfuðstóls og vaxta að fráðregnum eðlilegum málskostnaði gegn afhendingu netjanna. 230 Fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f ritaði stefnda bréf hinn 30. júlí 1964 og krafði hann enn um greiðslu á £ 2.103-5-0 ásamt 6% ársvöxtum og veitti honum frest til loka ágústmánaðar. Hinn 10. ágúst 1964 ritaði stefndi lögmanni sínum bréf og sendi honum jafnframt endurrit dóms í málinu The Belfast Ropework Company Ltd. gegn bæjarsjóði Vestmanna- eyjakaupstaðar ásamt yfirlitsreikningi yfir innheimtuna og vaxta- reikningi af innheimtufé hjá stefnda til þess dags. Kvað hann reikninginn sýna heildarinneign að fjárhæð kr. 191.300.63, en af þeirri fjárhæð kvaðst hann hafa deponerað í Landsbanka Ís- lands samkvæmt meðfylgjandi innleggsnótu kr. 185.000.00, en mismunurinn fylgdi með bréfinu í ávísun. Í bréfi þessu skýrir stefndi svo frá, að skrifstofa hans hafi aldrei gefið kvittun fyrir síðustu greiðslu bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar og hafi mótmælt henni sem lokagreiðslu, þar sem yfirfærsla hafi ekki fengizt. Dómurinn hafi síðan verið sendur lögmanni í Vestmanna- eyjum til fyrirgreiðslu og hafi hann látið birta Guðlaugi Gísla- syni bæjarstjóra (greiðsluáskorun hinn 30. desember 1960, en hlé hafi orðið á frekari aðgerðum. Bað stefndi, sem kvaðst vera hættur lögfræðistörfum, lögmann sinn um að hraða afgreiðslu málsins. Kvaðst stefndi telja rétt að birta greiðsluáskorun að nýju og láta síðan fara fram málflutning í fógetarétti. Hinn 9. desember 1964 ritaði lögmaður stefnda bæjarsjóði Vestmanna- eyja áskorun um greiðslu dómskuldarinnar. Hinn 22. desember 1964 ritaði lögmaður stefnda fyrirsvarsmanni V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f bréf og óskaði eftir skriflegri yfirlýsingu Bel- fast Ropework Company Ltd. eða hans sem umboðsmanns Belfast Ropework Company Ltd. þess efnis, að vörur þær, sem viðskipti stefnanda og bæjarútgerðar Vestmannaeyja höfðu snúizt um, yrðu afhentar, jafnskjótt og full greiðsla samkvæmt dómi sjó- og verzl- unarðdóms Vestmannaeyja frá 5. desember 1955 yrði innt af hendi. Bréfi þessu svaraði fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörns- sonar h/f hinn 9. janúar 1965. Kvaðst hann sem umboðsmaður The Belfast Ropework Company Ltd. staðfesta, að jafnskjótt og þeim, þ. e. The Belfast Ropework Company Ltd., hefði borizt full greiðsla eða trygging fyrir greiðslu í sterlingspundum samkvæmt dómi sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja frá 5. desember 1955, mundi verksmiðjan senda botnvörpunetin áleiðis til Íslands með fyrstu skipsferð. Lögmaður stefnda krafðist nú fjárnáms í eignum bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Í fógetaréttarmáli því, sem rekið var 231 af því tilefni, var hinn 9. maí 1966 kveðinn upp svohljóðandi úr- skurður: . „Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 6. þ. m., kom fyrir fógetaréttinn 28. apríl 1965. Hafði gerðarbeiðandinn, Belfast Ropework Co. Ltd., uppi þær réttarkröfur, að gert yrði fjárnám í eignum gerðarþola, bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar, til tryggingar dómskuldinni £ 2.103-5-0 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. janúar 1958 til greiðsludags og kr. 10.000.00 í málskostnað auk alls kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð, ef til kæmi, að frádregnum kr. 191.300.63 ásamt 8% ársvöxtum frá 10. ágúst 1964 til greiðsludags. Gerðarþoli gerði þær réttarkröfur, að synjað yrði um framgang gerðarinnar og að sér yrði úrskurðaður hæfilegur málskostnaður úr hendi gerðarbeiðanda eftir mati réttarins. Gerðarbeiðandi byggir kröfur sínar á dómi sjó- og verzlunar- dóms Vestmannaeyja, uppkveðnum 5. desember 1955. Dómur þessi hefur ekki verið birtur, en greiðsluáskorun hans vegna var birt gerðarþola 11. desember 1964. Með dómi (þessum er Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri Í. h. bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar dæmdur til að greiða Kristjáni Guðlaugssyni hæstaréttarlögmanni Í. h. Belfast Rope- work Company Ltd., Belfast, Norður-Írlandi, £ 2.103-5-0 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. júní 1951 til greiðsludags og kr. 10.000.00 í málskostnað gegn afhendingu tiltekinna botnvörpuhluta, eða nánar til tekið „20 squares, 20 upper bellies, 20 lower bellies, 20 upper belly extension pieces, 20 lower belly extension pieces og 40 codemds“. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram ljósrit af bréfi umboðsmanns gerðarbeiðanda hér á landi, V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/t, bar sem umboðsmaðurinn staðfestir, að umræddir botnvörpu- hlutar verði sendir með fyrstu skipsferð, er við verður komið, áleiðis til Íslands, jafnskjótt og full greiðsla eða trygging fyrir greiðslu í sterlingspundum hefur borizt gerðarbeiðanda samkvæmt dóminum. Gerðarþoli hefur stutt kröfur sínar um synjun á framgangi gerðarinnar með þeim rökum, að framangreindur dómur er skil- yrtur og skilyrðum samkvæmt dóminum sé ekki fullnægt, þar sem afhending hinna tilskyldu vara hafi enn ekki farið fram, og sé eigi unnt að krefja um greiðslu dómsins nema samhliða eða eftir afhendingu varanna. 232 Þá heldur gerðarbeiðandi því fram, að dómurinn hafi verið að fullu greiddur til Kristjáns Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns og hafi lokagreiðsla farið fram 23. apríl 1958, en þá voru greiddar með ávísun kr. 57.357.79, en sú fjárhæð var af skrifstofu Kristjáns Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns gefin upp sem eftirstöðvar af dómskuldinni, að sögn gerðarþola. Greiðsla þessi, kr. 57.357.79, var greidd með tékka nr. 101063 á Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum, og var tiltekið í bréfi gerðarþola til Kristjáns Guðlaugssonar hæstaréttarlögmanns, dagsettu 23. apríl 1958, er fylgdi greiðslunni, að hér væri um að ræða lokagreiðslu á dóminum, og var jafnframt óskað eftir, að dómurinn yrði sendur kvittaður ásamt greinargerð um vexti og kostnað. Afrit af bréfi þessu var lagt fram í réttinum. Segir gerðarþoli, að engar athugasemdir hafi komið fram varð- andi þessa greiðslu og hafi ekki verið heimilt að ráðstafa henni á annan hátt en sem lokagreiðslu á þessari dómskuld án þess að gera um það athugasemdir þegar í stað. Ekki komu fram af hálfu gerðarbeiðanda mótmæli gegn stað- hæfingu gerðarþola um, að dómurinn væri að fullu greiddur, og hélt gerðarbeiðandi fast við upphaflega kröfu sína um framgang gerðarinnar samkvæmt framansögðu. Af þeim gögnum, er fram hafa komið í máli þessu, verður ekki ráðið með wissu, hvort fyrrnefndur dómur er að fullu greiddur eður ei, og verður af þeim sökum ekki lagður úrskurður á það atriði. Hins vegar þykir rétt þegar af þeirri ástæðu, að hér er um að ræða fjárnámsbeiðni eftir dómi, sem er skilyrtur, og skilyrði því er ekki fullnægt enn, að synja um framgang gerðarinnar að svo komnu máli. Hæfilegt þykir, að gerðarbeiðandi greiði gerðarþola kr. 6.000.00 Í málskostnað. Ályktarorð: Hin umbeðna fjárnámsgerð skal ekki fara fram“. Hinn 18. ágúst 1966 ritaði fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f stefnda bréf, og segir þar m. a. svo: „Með því að þér hafið hvorki hafizt handa um áfrýjun á úrskurðinum nje gjört ráðstafanir til þess að fullnægja skilyrði dómsins og úr- skurðarins, skorum við á yður að fullnægja dómsskilyrðinu með því að opna ábyrgð til handa The Belfast Ropework Co. Ltd. fyrir £ 2103-5-0 ásamt vöxtum frá 1. 6. 1951“. Var stefnda jafnframt 233 veittur mánaðarfrestur til að verða við áskoruninni. Bréfi þessu svaraði stefndi hinn 19. ágúst. Í bréfi þessu kveðst stefndi hafa skýrt fyrirsvarsmanni V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f frá því, allt frá því að dómur gekk í málinu, og lagt á það áherzlu, að nauðsyn bæri til, að fyrirtæki hans fullnægði dóminum af sinni hálfu, svo sem samningar hefðu staðið til og verzlunarvenjur biðu. Fyrr væri ekki hægt að fá endanlegan úrskurð um ábyrgð Vestmannaeyjakaupstaðar vegna gengisbreytingar, sem gerð hefði verið um það leyti, sem greiðsla fór fram. Þessum tilmælum hefði ekki verið sinnt og væri því um afhendingardrátt að ræða af hálfu fyrirtækisins, sem kynni að varða riftun af hálfu Vest- mannaeyjabæjar. Þá kvaðst stefndi alla tíð hafa Íboðizt til að deponera greiðslu Vestmannaeyjabæjar hjá Landsbanka Íslands, sem hann og hefði gert hinn 8. ágúst 1964, og hefði hann þá bætt við vöxtum eftir útreikningi fyrirsvarsmanns V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f, en væntanlega umfram skyldu. Kvaðst stefndi telja málið úr sínum höndum, þótt hann vildi á engan hátt skjóta sér undan þeirri ábyrgð, sem lögfræðiskrifstofa hans kynni að hafa bakað honum, en ekki yrði skorið úr nema með dómi. Hinn 25. ágúst 1966 ritaði fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar éz Snæbjörnssonar h/f lögmanni stefnda bréf, þar sem hann bendir á, að krafa á hendur bæjarsjóði Vestmannaeyja virðist komin að fyrningu og því full ástæða til aðgerða strax, ef frekari að- gerðir eigi að hafa uppi gagnvart bæjarsjóðnum. Er og tekið fram, að The Belfast Ropework Company Ltd. geri kröfu til þess, að stefndi standi sjálfur skil á kröfunni, ef hún glatist á hendur Vest- mannaeyjakaupstað. Er tekið fram í bréfi þessu, að varan sé og hafi alltaf verið tilbúin til afhendingar í Belfast og verði afhent í skip, um leið og bankatrygging fyrir greiðslu hafi verið sett. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að stefndi hafi ekki innt af hendi skyldur sínar sem lögmaður stefnanda. Hann hafi að vísu fengið dóm fyrir kröfunni á hendur bæjarsjóði Vestmanna- eyjakaupstaðar og hafi fengið greiðslur frá bæjarsjóðnum, að minnsta kosti að nokkru. Hins vegar hafi stefndi ekki staðið skil á dómskuldinni né greiðslum þessum til stefnanda. Hafi stefndi talið, að dómskuldin væri eigi (greidd að fullu með greiðslum þessum, þá hafi hann átt að hafa uppi mótmæli á þeim grund- velli, er síðasta greiðsla bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar var innt af hendi, og halda síðan áfram innheimtu dómskuldarinnar:. Er því haldið fram, að það hafi verið fyrir vangæzlu stefnda, að 234 stefnandi hafi eigi fengið dómskuldina greidda, og beri stefndi fébótaábyrgð á tjóni því, sem stefnandi hafi orðið fyrir af þeim sökum. Er því haldið fram í þessu sambandi, að stefnda hafi borið að sjá um yfirfærslu á greiðslum þeim, sem hann fékk frá Bæjarútgerð Vestmannaeyja, í erlendum gjaldeyri til stefnanda, en stefndi hafi aldrei sótt um slíkar gjaldeyrisyfirfærslur. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi byggð á því, að stefnandi sé ekki réttur aðili máls þessa. Er því haldið fram, að það hafi verið fyrirsvarsmaður fyrirtækisins V. Sigurðssonar ér Snæbjörns- sonar h/f, sem falið hafi stefnda innheimtu kröfunnar á hendur Vestmannaeyjakaupstað. Öll samskipti stefnda hafi verið við Þennan aðilja og stefndi hafi unnið að málinu fyrir hann. Stefndi hafi engin samskipti haft við stefnanda, The Belfast Ropework Company Ltd., og hafi því ekkert það réttarsamband stofnazt milli þeirra, sem veiti stefnanda rétt til kröfugerðar þeirrar á hendur stefnda, sem hann hefur uppi í máli þessu. Er því haldið fram í þessu sambandi, að skylda stefnda hafi eigi náð til annars en að innheimta skuldina í innlendum gjaldeyri og sera skil á fénu til umboðsaðilja stefnanda hér á landi, þ. e. fyrirtækisins V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f, og Þótt stefna á hendur Vestmannaeyjakaupstað hafi verið gefin út í nafni stefnanda, þá skipti það ekki máli. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að engin atvik liggi til bótaskyldu á hendur stefnda vegna skipta hans við fyrirtækið V. Sigurðsson ér Snæbjörnsson h/f. Stefndi hafi innheimt skuldina með þeim aðferðum, sem tiltækar hafi verið hverju sinni, og haft um það fullt samráð við fyrirsvars- mann V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f. Er því haldið fram, að stefndi hafi gert allt, sem nauðsynlegt hafi verið til að halda við rétti dómhafa, þar til hann, þ. e. stefndi, hafi hætt afskiptum af málinu á árinu 1964 og hafi hann þá gert endanlega upp við fyrirsvarsmann V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f. Er því haldið fram, að stefndi hafi að fullu staðið skil á hinu innheimta andvirði kröfunnar til fyrirsvarsmanns V. Sigurðsson- ar ér Snæbjörnssonar h/f og hafi stefndi einnig gætt þess, að hann yrði ekki bundinn af þeirri gengisbreytingu, sem varð á þeim tíma, sem máli skiptir. Er því haldið fram, að stefnda hafi ekki borið að sjá um yfirfærslu á andvirðinu í erlendum gjaldeyri og hafi það verið á ábyrgð fyrirsvarsmanns V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f, hvernig til tækist um yfirfærslu á því fé, sem innheimzt hafi. Þá er því haldið fram, að stefnandi geti 235 enga kröfu átt á hendur stefnda út af umræddum dómi á hendur bæjarsjóði Vestmannaeyja, því að stefnandi hafi eigi fullnægt honum að sínu leyti, og byggist sú aðstaða á ákvörðun stefnanda og fyrirsvarsmanns V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f, og ef þeir hafi ekki viljað una úrskurði fógetaréttarins, sem kveð- inn var upp hinn 9. maí 1966, þá hafi þeim verið í lófa lagið að áfrýja honum án atbeina stefnda. Þá er því að lokum haldið fram, að jafnvel þótt svo verði talið, að stefndi hafi átt að sjá um gjaldeyrisyfirfærslur til stefnanda á fé því, sem hann hafði fengið greitt frá bæjarsjóði Vestmannaeyja, þá verði fébóta- ábyrgð eigi byggð á því, bar sem stefndi hafi verið hindraður af ómöguleika vegna afstöðu gjaldeyrisyfirvalda. Af hálfu stefnanda er því mótmælt, að hann sé ekki réttur aðili máls þessa. Stefnandi er eigandi kröfu þeirrar á hendur bæjarsjóði Vest- mannaeyja, sem stefnda var falið að innheimta. Þótt umboðsaðili stefnanda hér á landi hafi falið stefnda kröfuna til innheimtu, þá er stefnandi réttur aðili að máli þessu, sem hann hefur höfðað á hendur stefnda vegna innheimtustarfsins. Þótt stefndi tæki að sér innheimtu kröfunnar, tók hann ekki á sig ábyrgð á því, að krafan fengist greidd. Er loks var reynt fjárnám hjá bæjarsjóði Vestmannaeyja, varð niðurstaða fógetaréttarins, eins og áður er rakið, að fjárnámsgerðin skyldi ekki fara fram, þar sem dómur sá, sem lá til grundvallar fjárnámskröfunni, væri skilyrtur og hefði skilyrðinu ekki verið fullnægt. Ekki var í úrskurðinum tekin afstaða til þess, hvort dómkröfurnar væru greiddar eður ei. Þessa niðurstöðu fógetaréttarins, sem ekki hefur werið áfrýjað, þykir verða að leggja til grundvallar, er taka skal afstöðu til þess, hvort stefndi beri gagnvart stefnanda ábyrgð á dómkröfunum samkvæmt dómi sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja frá 5. desember 1955. Er samkvæmt því eigi grundvöllur til að leggja á stefnda fébótaábyrgð á fullnustu dómkrafnanna. Eins og fram er komið, innti bæjarsjóður Vestmannaeyja af höndum greiðslur til stefnda í sambandi við umrædda kröfu. Námu greiðslur þessar kr. 152.357.79. Það kemur fram í málinu, að fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f og stefndi hafi framkvæmt útreikning, þar sem frá fjárhæð þessari hafi verið dreginn út- lagður kostnaður stefnda og málflutningsbóknun hans og af þeim mismun hafi svo verið reiknaðir 6% ársvextir frá 1. maí 1955 til 1. ágúst 1964. Nam niðurstöðutala útreiknings þessa kr. 191.633.34, 236 þar af vextir kr. 52.263.75. Stefndi hefur skýrt svo frá, að út- reikningur þessi hafi verið framkvæmdur í sambandi við uppgjör kröfunnar við V. Sigurðsson ér Snæbjörnsson h/f. Hafi það verið Í samræmi við þennan útreikning, sem hann hafi síðan deponerað kr. 185.000.00 inn á reikning við Landsbanka Íslands, og hafi Björn Snæbjörnsson, fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnsson- ar h/f, haft um (það fulla vitneskju. Björn Snæbjörnsson hefur hins vegar skýrt svo frá, að þarna hafi ekki verið um að ræða neitt uppgjör milli fyrirtækis síns og stefnda, enda hafi slíkt aldrei staðið til, þar sem innheimtan hafi verið eign stefnanda og hafi stefndi átt að gera upp við hann, þ. e. stefnanda sjálfan. Hér hafi verið um að ræða útreikning, til þess að stefndi gæti gert sér grein fyrir, hversu háa fjárhæð hann ætti að krefja Vest- mannaeyjakaupstað um, miðað við þáverandi gengi. Björn kveður stefnda hafa boðið sér greiðslu á fjárhæð í samræmi við niður- stöðutölu útreikningsins, en hann hafi hafnað því, enda ekki talið sig hafa neina heimild til að taka við þeim peningum. Stefn- andi á rétt á fjárhæð þessari að frádregnum kostnaði við fjár- námsgerðina hinn 9. maí 1966, kr. 6.060.00, sem ágreiningslaust er, að stefndi eða lögmaður hans hafi greitt þrátt fyrir kvittun þess efnis, að V. Sigurðsson ér Snæbjörnsson h/f hafi greitt fjár- hæðina. Það er fram komið, að fyrirsvarsmaður V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f hafi sem umboðsaðili stefnanda falið steinda umrædda kröfu á hendur bæjarsjóði Vestmannaeyja til innheimtu og að fyrirsvarsmaður þess fyrirtækis, þ. e. V. Sig- urðssonar ér Snæbjörnssonar h/f, hafi eingöngu haft samskipti við stefnda og komið fram gagnvart stefnda af því tilefni, en stefnandi hafi aldrei haft nein bein samskipti við stefnda. Verður því að telja, að boð stefnda til fyrirsvarsmanns V. Sigurðssonar ér Snæbjörnssonar h/f um greiðslu framangreindrar fjárhæðar hafi verið gilt gagnvart stefnanda, en ekki var deponering sú, sem stefndi framkvæmdi, fullnægjandi. Þykir því verða að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 185.573.34 (191.633.34 = 6.060.00), en án vaxta. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Kristján Guðlaugsson, greiði stefnanda, Hauki Jónssyni f. h. The Belfast Ropework Company Ltd., kr. 185.573.34. 231 Málskostnaður fellur niður. Dómi |þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 6. marz 1970. Nr. 108/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Magnúsi Eydór Snæfells Þorsteinssyni (Örn Clausen hr|l.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Sýknað af ákæru um skjalafals. Dómur Hæstaréttar. Eins og í ákæru og héraðsdómi greinir, er ákærði í máli þessu sakaður um að hafa í heimildarleysi breytt fjárhæð víxils, sem hann hafði samþykkt, úr kr. 5.000.00 í kr. 25.000.00, eftir að hann var gefinn út af Jóni Rósmundi Eyjólfssyni og ábakinn af Erni Kristinssyni, og síðan selt víxilinn Landsbanka Íslands um 23. maí 1967 þannig breytt- an. Eru málavextir raktir í hinum áfrýjaða dómi og í megin- atriðum greint frá framburðum ákærða, Jóns Rósmundar og Arnar Kristinssonar, en í þinghaldi í sakadómi Reykjavíkur hinn 14. janúar 1969 er m. a. bókað eftir Erni Kristinssyni: „Vitnið minnir, að fjárhæð víxilsins hafi ekki verið nema 5.000 krónur. Vitnið kveðst ekki þora að segja um, hvort það hafi ábakið víxilinn, áður en meginmál hans var útfyllt eða á eftir, en telur sig geta fullyrt, að fjárhæð vixilsins hafi ekki verið nema 5.000 krónur, eins og frá honum var gengið þarna. Vitnið segir, að það hafi komið sér algjörlega á óvart, þegar það var krafið um greiðslu á 25.000 krónum út af víxli þessum“. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms óskaði saksóknari ríkis- 238 ins þess, að dómkvaddir yrðu „tveir sérkunnáttumenn um rithendur og ritfæri til að kanna vixilinn, uskj. 3, og láta uppi álit sitt á því, hvort rituð. hafi verið í einu lagi eða ekki fjárhæðin, bæði í tölustöfum og bókstöfum (25000,00 og Tuttu og Fimþúsund krónur)“. Til þessa starfs voru dómkvaddir þeir Guðmundur I. Guð- jónsson, skólastjóri Æfinga- og tilraunaskólans við Háteigs- veg, og Þorvaldur Jónasson, skriftarkennari við Kennara- skólann. Er álitsgerð þeirra dags. 5. desember 1969, svo- hljóðandi: „Við höfum kynnt okkur gang málsins eftir þeim gögnum, sem fyrir okkur voru lögð, einkum og sér í lagi réttarskjal 3 (víxillinn) og ljótrit af rskj. 7 (rithandar- sýnishornið). Til þess notuðum við stækkunargler, smásjá og kvartslampa. Því miður er rskj. 7 mjög ófullkomið og nauðalitið á þvi að byggja um það, sem um er deilt í máli þessu. Kemur þar fleira en eitt til. Málið fjallar ekki um rithandarfölsun, held- ur víxilupphæð, hvernig vixileyðublað er útfyllt í tölustöfum og bókstöfum. Okkur virðist, að sjálfsagt hefði verið að prófa þessi atriði strax, þegar málið kom upp, og láta ákærða útfylla með kúlupenna sams konar vixileyðublað með texta og tölustöfum og á þann mismunadi hátt, sem um er deilt. Slíkt próf hefði átt að endurtaka með nokkurra daga eða vikna millibili, tvisvar —þrsivar sinnum, og forðast að láta hann — eða aðra málsaðila — sjá hinn upprunalega víxil. Með því móti hefði mátt ætla, að nokkur samanburðargrund- völlur hefði fengizt, sem hægt væri að styðjast við. Hvergi kemur fram, hvaða aðferð var beitt til að fá rithandarsýnis- hornið, hvernig stendur á misræmi á því o. s. frv. En úr engu þessu verður bætt héðan af. Einsýnt virðist, að rskj. 3 sé skrifað með tveim kúlu- pennum með ólíkum oddum (mismunandi fyllingu). Nöfn samþykkjanda, heimilisfang og dagsetning er skrifað ímeð sama kúlupennanum, sem við nefnum nr. 1. Aftur á móti er upphæðin „25.000.00% (í tölustöfum) og „Tuttu og Fimþúsund krónur. — —“ (í bókstöfum) og orðin „Jón Eyjólfsson Vallargötu 24“ (bæði sem útgefandi 239 og ábekingur) skrifuð með öðrum kúlupenna, en litur skriftarinnar, útlit og áferð bendir hins vegar til þess, að það sé penni nr. 2, sami penninn. Þá er um það að ræða, hvort rituð hafi verið í einu lagi eða ekki fjárhæðin, bæði í tölustöfum og bókstöfum „25.000.00% og „Tuttu og Fimþúsund krónur. — —“ Ekkert sérstakt mælir því í gegn, að upphæðin sé skrifuð í einu lagi. Eins og áður er sagt, er þetta skrifað með kúlupenna. Tölustafirnir fara vel í heild og eru samstæðir. Svipað er að segja um orðin í bókstöfum. Átak skrifarans í orðunum „Tuttu og“ og seinni hlutanum í „Fimþúsund“ og „krónur. — —“ er hið sama. Línan öll, miðað við skriftargetu ákærða og stafsetningu, er eðlileg, samanber í þvi efni rskj. 7, að svo miklu leyti sem mark er á því takandi. En hver átti eða hafði umráð yfir penna nr. 2? Rétturinn (sakadómur) virðist ekki hafa komizt að staðfestri niður- stöðu um það. Hafi ákærði átt pennan og alið með sér þann ásetning að falsa víxilinn, þegar hann útfyllti hann, með því að skrifa „Fimþúsund“ svo aftarlega í strikalinuna, að orðin „Tuitu og“ kæmust hæglega framan við, mætti hugsa sér, að hinn umdeildi víxill væri dæmi um árangurinn. Þó ber að árétta það, að í réttarskjölunum eru engar heimildir, sem hægt er að nota til samanburðar. Hafi Jón Eyjólfsson aftur á móti átt pennan, er óupplýst, með hvaða hætti ákærða tókst að framkvæma þessar brevt- ingar án hans vitundar, Eða er það trúlegt, að ákærði hafi hitt á að vera með annan kúlupenna með sams konar fyll- ingu (oddi) ? Eftir þeim gögnum, sem fyrir Liggja á þessu sviði og gangi málsins, treystum við okkur ekki til að taka nánari afstöðu en þessi greinargerð ber með sér og vísum málinu frá okkur“. Þegar það er virt, sem nú var rakið, svo og önnur sakar- gögn, sem lýst er í héraðsdómi, þykir ákæruatriði máls þessa gegn neitun ákærða eigi sannað. Verður honum því dæmd sýkna og allur sakarkostnaður lagður á ríkissjóð, þar 240 með talin laun verjanda ákærða í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 25.000.00. Eftir þessum úrslitum ber að vísa frá héraðsdómi kröfu Landsbanka Íslands, er gerð var í bréfi bankans, dags. 16. nóvember 1967, sbr. 3. mgr. 146. gr. laga nr. 82,/1961. Dómsorð: Ákærði, Magnús Eydór Snæfells Þorsteinsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Framangreindri kröfu Landsbanka Íslands er vísað frá héraðsdómi. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæsta- rétti, Arnar Clalsens hæstaréttarlögmanns, samtals kr. 25.000.00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 6. febrúar 1969. Ár 1969, fimmtudaginn 6. febrúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 54/1969: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Eydór Snæfells Þorsteinssyni, sem tekið var til dóms 31. f. m. Mál þetta er höfðað með ákæru, dagsettri 10. júní f. á. gegn Magnúsi Eydór Snæfells Þorsteinssyni bifreiðarstjóra, Foossvogs- bletti 5, fæddum 26. apríl 1932 í Reykjavík, „fyrir víxilfals með því að hafa um 23. maí 1967 selt Landsbanka Íslands í Reykjavík víxil, er hann hafði samþykkt til greiðslu þar 23. september 1967, útgefinn í Keflavík af Jóni Rósmundi Eyjólfssyni og ábakinn af honum og Erni Kristinssyni, eftir að hafa breytt upphaflegri fjár- hæð víxilsins, kr. 5.000.00, í kr. 25.000.00 án witundar og heim- ildar þeirra Jóns og Arnar. Telst ákærði með fyrrgreindu atferli hafa gerzt brotlegur við 1. mgr. 155. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar““. Málavextir. Hinn 23. maí 1967 keypti Landsbanki Íslands, Reykjavík, víxil 241 af ákærða. Var víxillinn samþykktur af ákærða, gefinn út af Jóni Eyjólfssyni, Vallargötu 24, og framseldur eyðuframsölum af útgefanda og Erni Kristinssyni, Kirkjuveg 37, Keflavík. Víx- illinn var að fjárhæð kr. 25.000.00, og er fjárhæðin skráð á víxilinn, svo sem vera ber, bæði með tölustöfum og bókstöfum. Talan er skráð með bókstöfum á þennan hátt: „Tuttu og Fimþúsund krónur — —“. Víxillinn er ritaður á prentað eyðublað frá Verzlunarbanka Ís- lands h/f, útibúi, Keflavík, en strikað hefur verið yfir heiti bankans og greiðslustaður í stað þess skráður Landsbanki Íslands, Reykjavík. Víxillinn var ekki greiddur á gjalddaga, en hann var 23. sept- ember 1967. Fór afsögn fram 26. september. Með bréfi til bæjar- fógetans í Keflavík, dags. 11. nóvember 1967, krafðist Landsbank- inn rannsóknar vegna þess, að útgefandi og ábekingar höfðu lýst yfir því, að víxillinn hefði verið falsaður. Við rannsókn, sem fram fór út af kæru þessari, og við meðferð máls þessa hafa víxil- skuldararnir Jón Rósmundur Eyjólfsson verkamaður, Framnes- vegi 14 í Keflavík, og Örn Kristinsson sjómaður, Kirkjuvegi 37 í Keflavík, 25 ára að aldri, báðir haldið því eindregið fram, að fjárhæð víxilsins hafi ekki verið nema 5.000 kr., er þeir rituðu nöfn sín á víxilinn. Ákærði ber á móti þessu. Hann segir wíxilinn hafa frá öndverðu verið að fjárhæð kr. 25.000.00 og hafi svo verið um rætt milli hans og hinna víxilskuldaranna, er tekið hafi á sig víxilskuldbindingar í greiðaskyni við hann. Kveðst ákærði hafa verið í fjárþröng og leitað til Jóns Rósmundar um að vera útgefandi á víxli fyrir hann, en Jón Rósmundur er móður-- bróðir ákærða. Hann kveðst einnig hafa leitað til Arnar Krist- inssonar, sem verið hafði skipsfélagi hans. Upphaflega hafi ekki verið um það rætt, hversu hár víxillinn ætti að vera. Kveðst ákærði síðan hafa rætt við konu sína um þetta og hafi þeim komið ásamt um, að víxillinn þyrfti að vera 25 þús. kr. Ákærði kveðst síðan hafa útvegað eyðublað og farið með það heim til Jóns Rósmundar, Jón hafi sótt Örn, sem staðdur hafi verið í bílskúr utan við hús Jóns. Þá hafi ákærði sagt, að hann vantaði 25 þúsund kr., og hafi bæði Jón Rósmundur og Örn samþykkt það, að sú yrði fjárhæð víxilsins. Hafi víxillinn síðan verið út- fylltur og undirritaður. Ákærði kveðst hafa ritað meginmál víx- ilsins með kúlupenna. Hafi hann ritað samfellt allt, sem á víxl- inum stendur. Hann kveðst hafa beðið Jón Rósmund að útfylla víxilinn, en hann hafi færzt undan því. Ákærði telur, að Jón og 16 242 Örn hafi notað sama kúlupenna og hann fyllti víxilinn út með, en er þó ekki viss um það. Jón Rósmundur Eyjólfsson kveður ákærða hafa komið til sín eitt kvöld þeirra erinda að biðja hann að gefa út víxil að fjárhæð kr. 5.000.00. Næsta dag hafi hann svo komið á ný og þá hafi víxillinn verið ritaður. Örn Kristinsson hafi þá einnig verið við- staddur. Ákærði hafi sjálfur ritað meginmál wíxilsins, en Jón kveðst sjálfur hafa lagt til eyðublaðið. Hann kveðst einnig hafa lagt til pennann og hafi þeir allir þrír notað sama pennann. Jón segir, að vera kunni, að hann hafi ritað nafn sitt undir wíxilinn, áður en ákærði útfyllti hann, en öruggt sé, að fjárhæð víxilsins hafi ekki verið nema 5.000 kr., er ákærði fór burt með hann. Jón Rósmundur sagði við rannsókn málsins, að ákærði hefði haft við orð, að hann ætlaði að greiða 5.000 kr. víxil í útibúi Samvinnubankans í Keflavík, en á þessum víxli hafi Jón Rósmund- ur verið útgefandi. Er Jón Rósmundur kom fyrir dóm sem vitni við meðferð máls þessa 31. f. m., taldi hann, að ákærði hefði ekki sagt beinlínis, hvað hann ætlaði að gera við peningana, en þegar hann hafi verið að leita eftir því, að hann gæfi út víxilinn, hafi hann talað um, að kona sín væri alltaf lasin og þyrfti á læknishjálp að halda. Í þessu þinghaldi taldi Jón sig ekki muna eftir, að ákærði hefði talað um greiðslu á öðrum víxli. Vitnið Örn Kristinsson segir, að hann hafi ritað nafn sitt á umræddan víxil á heimili Jóns Rósmundar. Ekki kveðst hann muna, hvort ákærði hafi áður verið búinn að biðja hann um að ábekja wíxilinn. Örn segir, að ákærði hafi fyllt úr víxileyðu- blaðið. Hann taldi fyrst, að þeir þrír hefðu allir notað sama pennann, en eftir að hann hafði séð víxilinn, fullyrti hann þó, að svo væri ekki. Örn kveðst ekki muna, hvort hann ritaði nafn sitt á víxilinn, áður en ákærði fyllti hann út eða á eftir, en full- yrðir, að fjárhæð víxilsins hafi ekki verið nema 5.000 kr., eins og frá honum var igengið þarna á staðnum. Kveður Örn það hafa komið sér algerlega á óvart, er hann var af bankanum krafinn um greiðslu á 25 þús. kr. Örn segir, að ákærði hafi talið sig þurfa á peningunum að halda til þess að greiða hluta af verði bifreiðar, sem hann hafi ætlað að kaupa fyrir 10 þús. kr. Jón Rósmundur telur sig ekki minnast þess, að minnzt væri á bifreiðakaup í þetta skipti. Ber vitnunum að þessu leyti ekki saman. Því war lýst hér að framan, hvernig fjárhæð. víxilsins er til- 243 greind á honum með bókstöfum. Víxillinn sjálfur ber ekki með sér, hvort fjárhæðinni hefur verið breytt. Þó kynni það að benda til þess, að talan fimm er rituð með upphafsstaf (Fimþúsund ...), og er ekkert því til fyrirstöðu, að bætt hafi verið framan við töluna (Tuttu og ...). Þá er heldur ekkert til fyrirstöðu, að töl- unni 2 hafi verið bætt síðar framan við töluna 5.000.00, en ekki er heldur neitt, sem bendir sérstaklega til þess. Víxillinn hefur verið ritaður með kúlupenna, þar á meðal undirskriftirnar. Ekki verður neitt talið því til fyrirstöðu, að talan (Tuttu og Fimþúsund ...) sé rituð öll með sama penna, þótt fyrri hlutinn (Tuttu og) virðist lítið eitt dekkri áferðar. Niðurstaða. Samkvæmt samhljóða framburði tveggja vitna, útgefanda og framseljanda umrædds víxils, hefur fjárhæð víxilsins verið breytt til hækkunar án wilja þeirra og vitundar og ákærði selt banka víxilinn þannig breyttan. Um þetta meginatriði eru witnin öld- ungis sammála. Þótt vitnunum beri ekki að öllu leyti saman um það, til hvers ákærði hafi talið sig ætla að verja fénu, þykir það ekki hnekkja vætti þeirra um aðalatriði málsins. Verða vitnis- burðirnir þrátt fyrir neitun ákærða taldir sönnun þess, að fjár- hæð víxilsins hafi, eftir að útgefandi og ábekingur rituðu nöfn sín á hann, verið breytt úr 5.000 kr. í 25.000 kr., enda mælir víxillinn sjálfur ekki gegn því, og þannig breyttan hafi ákærði notað wíxilinn í lögskiptum. Hefur ákærði þannig brotið gegn 155. gr. alm. hegingarlaga. Ákærði hefur ekki fyrr sætt refsingum nema fyrir t:nferðar- brot. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin fangelsi 4 mánuði. Ekki þykja efni til þess að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði var í gæzluvarðhaldi 9. til 13. desember 1967 vegna rannsóknar þeirr- ar, er leiddi til máls þessa. Er samkvæmt 76. gr. alm. hegningar- laga rétt, að refsing þessi komi fangelsisvist ákærða til frá- dráttar. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens hæstaréttarlögmanns, kr. 7.500.00. Dómsorð: Ákærði, Magnús Eydór Snæfells Þorsteinsson, sæti fangelsi 4 mánuði. Frá refsingunni dragist gæzluvarðhaldsvist ákærða. 4 dagar. 244 Ákærði greiði Landsbanka Íslands kr. 25.000.00 ásamt 1%, mánaðarvöxtum frá 23. september 1967 til greiðsludass. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausens hæsta- réttarlögmanns, kr. 7.500.00. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 9. marz 1970. Nr. 214/1969. Hafskip h/f (Valgarður Briem hdl.) gegn G. Albertssyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Flutningssamningur. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 7. maí 1969. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 235.350.80 með 9% ársvöxtum af kr. 153.975.00 frá 18. janúar 1968 til 13. nóvember s. á. og af kr. 235.350.80 frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur verið aflað nokkurra gagna um viðskiptavenjur skipafélaga. Í bréfi Jökla h/f 25. febrúar 1970 segir svo m. a.: „Við staðfestum bókanir aldrei skriflega, nema þess sé sérstaklega óskað. Við viljum líka 245 taka fram, að þeir sem bóka fyrirfram, en koma vörunum ekki í skip, eru ekki látnir greiða flutningsgjald. Hjá okkur hefur ekki verið venja að fá skriflega lestunar- lista, enda getur magn breytzt milli hafna, þar sem fram- leiðsla hefur jafnan átt sér stað, meðan skipið er að lesta, og þá flutt með“. Í bréfi H/f Eimskipafélags Íslands 28. febrúar 1970 segir svo m. a.: „Í sumum tilfellum er óskað eftir skriflegri staðfestingu á bókun fyrir ákveðið magn af hálfu vöruútflytjenda, og svarar Eimskipafélagið þá slíkri beiðni einnig skriflega, ef um er beðið sérstaklega. Það er venja, að farmsendandi láti í té skriflegt yfirlit, þegar um flutning á frystum vörum er að ræða, t. d. hvar taka skuli vöruna til útflutnings og á hvaða höfn og magn á hverjum stað og hvernig varan er merkt. Hvað viðvíkur t. d. flutningi á frystum fiskafurðum, þá er venjulega búið að ræða áður við farmsendanda um heildarmagn, sem fara á í hvert skip, og þegar svo skriflegt yfirlit kemur frá farm- sendara, sem er Í samræmi við fyrri umræðu um útflutn- ingsmagnið, þá er hægt að reikna með því, að bað, sem stendur á listanum, jafngildi loforði í flestum tilfellum um að flytja vörurnar, sem á listanum eru tilgreindar, nema samkomulag verði um einhverja tilfærslu“. Þegar gætt er þessara nýju gagna og að öðru leyti með skirskotun til forsendna héraðsdóms, þykir mega staðfesta þau úrslit hans, að áfrýjandi beri fébótaábyrgð á tjóni þvi, sem stefndi varð fyrir vegna þess, að áfryjandi tók eigi til flutnings það magn af fiskimjöli, sem um er fjallað í mál- inu, en fjárhæð tjónsins hefur ekki sætt andmælum af hendi áfrýjanda, Að því er varðar farmgjaldskröfu áfrýjanda, þá átti stefndi rétt á að skuldajafna bótakröfu sinni við þá kröfu, en skaða- bótakrafan nam meiru fé í íslenzkum krónum. Kemur því ekki til álita hækkun farmgjaldakröfunnar vegna síðari gengisbreytinga. Með þessari athugasemd ber að staðfesta að niðurstöðu til héraðsdóminn, að því er þennan þátt máls- ins varðar. Eftir þessum málalokum ber að dæma áfrýjanda til að 246 greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er þykir hæfi- lega ákveðinn kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Hafskip h/f, greiði stefnda, G. Albertssyni, kr. 12.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 7. marz 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Hafskip h/f hér í borg höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 2. apríl 1968, gegn Guðmundi Albertssyni, Miðtúni 4 hér í borg, f. h. fyrirtækisins G. Albertssonar hér í borg til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 153.975.00 með 9% ársvöxtum frá 18. janúar 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar. Með framhaldsstefnu, birtri 13. nóvember 1968, hefur stefn- andi hækkað kröfur sínar um kr. 81.375.79, eða í kr. 235.350.79. Eru dómkröfur stefnanda þær nú, að gagnstefnanda verði gert að greiða síðastgreinda fjárhæð með 9% ársvöxtum af kr. 153.975.00 frá 18. janúar 1968 til 13. nóvember 1968, en af kr. 253.350.79 frá beim degi til greiðsludags auk málskostnaðar. Með gagnstefnu, birtri 14. maí 1968, hefur firmað G. Alberts- son höfðað gagnsök í málinu. Í gagnsökinni gerir gagnstefnandi, G. Albertsson, þær dómkröfur, að aðalstefnanda verði dæmt að greiða honum kr. 60.816.30 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 18. janúar 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar. Aðalstefnandi hefur gert þær dómkröfur í gagnsökinni, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnstefnanda. Jafnframt krefst hann málskostnaðar úr hendi gagnstefnanda í gagnsökinni. Aðalstefnandi, Hafskip h/f, hefur í frumstefnu skýrt svo frá, að hin umstefnda krafa sé flutningsgjald fyrir fiskimjöl, sem Hafskip h/f hafi flutt fyrir gagnstefnanda, G. Albertsson, svo sem hér segir: „A. Með „Langá“ til Kaupmannahafnar 18. 1. 1968 skv. farmskránr... .. .. .. .. .. 2. 5,400 sk. = 20.000 ki. 6,300 — == 40.000 — 7,400 sk. = 20,000 kg. 1811 — = 40,550 — Með sama skipi til Gautaborgar: skv. farmskránr .. .. .. .. .. .. 2541 sk. = 27,050 kg. eða alls .. .. .. „2. 2,400 sk. = 147.600 kg. og auk þess með „Selá“ 18. jan. „til Bretlands: 3,600 sk. = 180.000 kg. Farmgjald skv. farmgjaldaskrá félagsins fyrir vörurnar með „Langá“ hafi numið .. .. .. .. .. .. 2. =. kr.114.429,00 og með „Selá“ .. 2... 139.546,00 eða alls... .. .... Lo. ikr. 253.975.00%. Af þessari fjárhæð hafi gagnstefnandi einungis greitt kr. 1.000.000.00 og séu því enn ógreiddar kr. 153.975.00. Af hálfu aðalstefnanda, Hafskips h/f, er skýrt svo frá, að hinn 27. desember 1967 hafi gagnstefnandi, G. Albertsson, afhent aðalstefnanda skrá um lestun vara, svonefndan hleðslulista, með ósk um, að aðalstefnandi tæki þar greindar wörur, síldarmjöl, til flutnings. Af hálfu aðalstefnanda hafi Pétur Einarsson fulltrúi haft með mál þetta að gera. Hafi Pétur veitt hleðslulistanum viðtöku, en jafnframt tekið fram við Hörð G. Albertsson (Hörð Albert Guðmundsson), sem listann afhenti, að reynt yrði að taka það af vörum þessum, sem hægt væri, en þá begar væri búið að ráðstafa mjög miklu af flutningsgetu skipsins. Frekari rannsókn hafi leitt í ljós, að ekki var unnt að verða við óskum gagnstefnanda, og hafi skrifstofu gagnstefnanda verið tilkynnt um það hinn 10. janúar 1968. Vegna þrábeiðni gagnstefnanda hafi þó verið ákveðið daginn eftir að taka 147.6 tonn af mjölinu, en það hafi því aðeins verið unnt, að vörur fyrir aðra viðskiptavini voru skildar eftir. Sá háttur sé almennt á hafður um greiðslu farmgjalds á vörum til útlanda, að farmgjaldið sé greitt við af- hendingu frumrits farmskírteinis, enda sé farmgjaldið gjaldfallið fyrirfram og ekki endurkræft, þótt skip farist í sjóferð. Þrátt fyrir þetta hafi fulltrúa gagnstefnanda hinn 20. janúar 1968 verið afhent frumrit farmskírteina yfir vörur þær, sem teknar höfðu verið til flutnings, enda hafi hann lofað, að farmgjaldið allt yrði greitt næstu daga. Bið hafi þó orðið á efnd þess loforðs og hinn 25. janúar hafi gagnstefnandi greitt kr. 100.000.00, en mismuninn hafi gagnstefnandi ekki fengizt til að greiða þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. 248 Varðandi framhaldssökina hefur aðalstefnandi skýrt svo frá, að farmgjald fyrir mjöl það, sem aðalstefnandi flutti fyrir gagnstefn- anda, hafi verið tilgreint í bandarískum dollurum, 13.45 dollarar fyrir hver 1.000 kíló. Samtals hafi aðalstefnandi flutt 327.600 kíló fyrir gagnstefnanda. Sé síðastgreind tala margfölduð með flutningsgjaldinu 13.45, þá komi út bandarískir dollarar 4.406.22. Þegar vörurnar voru fluttar, hafi gengi íslenzku krónunnar gagn- vart bandarískum dollar verið kr. 57.64 og hafi heildarfarm- gjaldið umreiknað á því gengi numið kr. 253.975.00. Hinn 11. nóvember 1968 hafi Seðlabanki Íslands ákveðið nýtt gengi ís- lenzku krónunnar gagnvart bandarískum dollar, þannig að hver bandarískur dollar kosti nú kr. 88.10 og hafi því hækkað sem nemi 52.85% miðað við gengi það, sem reikningar aðalstefnanda gáfu upp. Telur aðalstefnandi, að með því að farmgjaldið hafi verið tilgreint í bandarískum dollurum, eigi hann rétt á að fá sér tildæmt jafnvirði farmgjaldsins í þeim gjaldeyri á skráðu gengi hans á greiðsludegi og beri því að hækka þann hluta farm- gjaldsins, sem ógreiddur sé, í samræmi við hið breytta gengi og beri því að taka hækkunarkröfuna, kr. 81.375.79, til greina. Í gagnstefnunni hefur gagnstefnandi m. a. skýrt svo frá mála- vöxtum, að þann 19. desember 1967 hafi annar af forstjórum firmans G. Albertssonar, Hörður G. Albertsson, óformlega samið um íþað við Pétur Einarsson, fulltrúa aðalstefnanda, að fluttur yrði með skipi aðalstefnanda, m/s Langá, farmur af síldarmjöli 5.—9. janúar 1968 að magni 300 til 500 tonn. Þetta samkomulag hafi verið staðfest milli sömu manna í símtali 21. desember og þá endanlega ákveðið, að lágmarksmagn farms yrði 380 tonn. Í samræmi við samkomulag þetta hafi af hálfu gagnstefnanda verið saminn hleðslulisti með fyrirmælum um fermingar- og losunarhafnir farms og magns í hverri höfn. Lestunarfyrirmæli þessi hafi nefndur Pétur Einarsson sótt á skrifstofu gagnstefn- anda 27. desember. Skrifleg staðfesting hafi engin verið gerð á þessu samkomulagi. Það hafi heldur ekki verið gerður fyrirvari um það af hálfu aðalstefnanda, hvorki þá né endranær, að eigi kynni að reynast mögulegt að efna flutningsloforðið. Það hafi samt farið svo, að aðalstefnandi hugðist alveg virða að vettugi áðurgreint samkomulag við gagnstefnanda um greindan farm- flutning með m/s Langá. En vegna árvekni og festu af hálfu gagnstefnanda hafi hluta umsamins magns verið komið í skipið, eða 147.5 tonnum í stað 380 tonna. Vegna þessara stórkostlegu van- einda af hálfu aðalstefnanda hafi gagnstefnandi orðið að sæta 249 því að kaupa erlendis mjöl hærra verði til þess að geta efnt rétt skuldbindingar sínar wið sína erlendu kaupunauta. Hafi beint fjártjón hans af |þessu leiðandi numið í íslenzkum krónum 224.843.30. Farmgjaldsskuld við aðalstefnanda hafi numið kr. 264.027.00. Upp í þá kröfu hafi gagnstefnandi greitt, áður en til málsröfðunar kom, kr. 100.000.00. Mismunurinn sé kr. 164.027.00. En mismunurinn á þeirri fjárhæð og tjóni gagnstefnanda vegna greindra vanefnda aðalstefnanda (kr. 224.843.30 164.027.00) nemi íkr. 60.816.30, sem sé stefnufjárhæðin í gagnsökinni. Þar sem upphæð þessi gangi af við skuldajöfnuð í aðalsök, sé gagn- stefnanda nauðsynlegt að höfða gagnsökina til þess að fá dóm fyrir henni. Í málinu liggur frammi skýrsla Harðar G. Albertssonar, annars af forráðamönnum gagnstefnanda. Í skýrslu þessari segir m. a.: „Þegar við í síðastliðnum nóvember/ðesember 1967 hófum á ný að bóka flutning með Hafskipi h.f., hafi liðið alllangur tími frá því, að wið síðast áttum viðskipti við það skipafélag. Ástæðan fyrir því, að við höfðum ekki lagzt eftir viðskiptum við Hafskip h.f., var einfaldlega sú, að við höfðum orðið að reyna það, að ekki var nægilega tryggt að okkar áliti, að það, sem við töldum fastar bókanir, væri að öllum jafnaði efnt af þeirra hálfu. Svo var komið, að við gjörðum ekki bókanir öðruvísi en skriflega. En síðastliðið sumar eða haust réðst til Hafskips h.f. hr. Pétur Einarsson, sem áður hafði starfað hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga í Reykjavík. Undirritaður hafði um margra ára bil átt viðskipti við Pétur í starfi hans hjá Sambandinu, og voru þau wiðskipti slík, að undirritaður treysti orðum Péturs jafn vel og eigin orðum. Það var hinn 19. desember, sem undirritaður bókaði munn- lega hjá Pétri Einarssyni fyrir hönd Hafskips h.f. provisional bókun með M.s. „Lang“ 5.—9. janúar. Bráðabirgðabókun sú hljóðaði upp á 300/500T., samanber dagbók undirritaðs. Þann 21. desember staðfesti undirritaður við Pétur Einarsson í síma bókun þessa sem fasta bókun á min. 3807. af mjöli í M.s. „Langá“. Pétur sagðist ekki geta staðfest meira magn en 380T., en lofaði að til viðbótar yrði tekið eftir því sem mögulegt væri önnur 265'T., samanber lestunarlista. Lestunarhafnir þær, sem sérstak- lega voru tilnefndar af okkur og samþykktar af Pétri Einarssyni fyrir hönd Hafskips, voru Keflavík og Akureyri, sbr. lestunar- lista. Siglufjörð var lofað að taka, ef mölgulegt yrði, þegar að lestun kæmi. Þar sem skipið átti að koma á Ísafjörð hvort sem 250 var, var um það samkomulag, að bar yrði einnig lestað fyrir okkur. Að öðru leyti vísast hér til lestunarfyrirmæla. Sökum jólaanna var ekki rituð sérstök staðfesting á flutn- ingnum þá Þegar. Yfir jóladðagana var endanlega ákveðið, að undirritaður færi til útlanda þann 28. desember. Lestunarlistinn var gerður hinn 27. desember, og samkvæmt beiðni undirritaðs kom hr. Pétur Einarsson hingað á skrifstofuna til okkar og sótti lestunarlistann fyrir Ms. „Langá“. Ástæðan fyrir því, að eigi var þá um leið gerð skriflega staðfesting um flutninginn, er einfaldlega sú, sem nefnd er hér á undan: Að undirritaður var mjög tímabundinn og taldi sig þekkja Pétur Einarsson nægilega vel til þess að treysta því, að um þennan samning færi eins og alla aðra samninga, sem við (hann og ég) höfðum áður haft með að gjöra. Lestunarlistinn var því frá sjónarmiði undirritaðs nauð- synlegur í sambandi við lestun skipsins, en sjálf bréflega stað- festingin ekki af ofangreindum ástæðum. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar undir- rituðum, sem þá var staddur í London, war tilkynnt af skrifstofu okkar, að Hafskip h.f. hefði svikizt um að lesta í Keflavík, að skipið væri komið á Ísafjörð og neitaði að lesta nokkurn skap- aðan hlut fyrir okkur þrátt fyrir það samkomulag, sem gert hafði verið. Undirritaður sendi af þessu tilefni frá London telex sendi- boð beint á telex til Hafskips. Í telexi þessu var höfðað til sam- komulags þess, sem gert hafði verið og skipafélaginu bent á það, að þeir kynnu að verða ábyrgir fyrir vanefndir. Síðar þennan dag tilkynnti skrifstofa okkar mér, að Hafskip hefði nú lýst yfir, að þeir mundu lesta fyrir okkur á Ísafirði. Jafnframt, að þeir lofuðu að standa við lestun á Akureyri, ef mögulegt yrði. Niðurstaðan varð sú, að „Langá“ lestaði ekki nema 147,550 kg. fyrir okkur af þeim mín. 3807., sem samið hafði verið um. Kaupendur okkar höfðu veitt okkur frest á afskipun frá des- embermánuði gegn því, að við tilnefndum ákveðið skip til flutn- ings á vörunni Í janúarmánuði. Þetta höfðum við gjört og tilnefnt M.s. „Langá“ í fullu samræmi við samning okkar við Hafskip h.f. Þegar „Langá“ sveik samninga við okkur, lentu kaupendur okkar (neytendur) í þeim vanda að sitja uppi án þess að hafa mjöl í myllur sínar. Þeim var því nauðugur einn kostur að kaupa mjöl annars staðar. Samkvæmt venju í mjölviðskiptum keyptu þeir fyrir reikning þess, sem wanefndi. Í okkar tilviki vorum við samningsaðilar, en með tilliti til samnings okkar við skipafélagið 251 Hafskip h.f. þá neyddumst við að sjálfsögðu til að yfirfæra þá ábyrgð á Hafskip h.f., sem sökina átti“. Hér fyrir dómi 18. október 1968 hefur Hörður G. Albertsson lýst skýrslu þessa rétta og jafnframt staðhæft, að Pétur Einars- son hafi f. h. Hafskips h/f lofað að flytja umrædd 380 tonn af síldarmjöli og í viðbót allt að 265 tonnum, ef unnt yrði. Hann kveðst aldrei hafa lofað að greiða meira en kr. 100.000.00, fyrr en séð væri, hverjar skaðabótakröfur yrðu gerðar á hendur firmanu G. Albertssyni af hendi mjölkaupenda. Aðspurður um það, hvað hann eða aðrir fyrirsvarsmenn gagnstefnanda hafi gert til þess að reyna að koma mijölinu á ákvörðunarstað, eftir að ljóst var, að m/s Langá gat ekki tekið það, skýrði hann svo frá: „Það var gerð tilraun til þess að fá m.s. Freyfaxa til þess að taka þetta samkvæmt ábendingum frá Hafskipi h.f., en þeir gátu ekki sinnt því. Freyfaxi var eina skipið, sem kom til greina að taka vörurnar. Gerð var þó tilraun hjá öðrum skipafélögum, en án árangurs. Það var einnig reynt að fá erlend leiguskip, en engin erlend flutningaskip voru fáanleg innan tilskilis tíma“. Aðspurður um það, hvort hann telji, að Pétri Einarssyni hafi verið eða mátt vera ljóst, hve afdrifaríkar afleiðingar það kynni að hafa fyrir gagnstefnanda, ef gagnstefnandi gæti ekki komið vörunum með m/s Langá í umræddri ferð, svaraði hann þannig: „Pétri var ljóst, þegar ég talaði við hann, að þetta var desember- afskipun, sem ég hafði fengið framlengt gegn því að tilnefna ákveðið skip til afskipunar innan ákveðins tíma. Ég vil jafn- framt benda á, að Pétur Einarsson hafði áður sem starfsmaður s. Í S. unnið við sams konar starf og ég sjálfur var að annast í þessu tilfelli. Mátti honum því sem reyndum manni á þessu. sviði almennt vera ljóst, hvaða afleiðingar slíkar vanefndir kynnu að hafa í för með sér“. Í málinu liggur frammi yfirlýsing Péturs Einarssonar, dags. 28. febrúar 1968, en þar segir m. a.: „Að gefnu tilefni lýsi ég því hér með yfir, að um endanlega bókun á mjöli fyrir G. Al- bertsson með m.s. „Langá“ fyrri hluta janúarmánaðar til Norður- landa var ekki að ræða, heldur einungis lofað að athuga, hvað hægt væri að taka“. Einnig liggur frammi yfirlýsing, dagsett 28. marz 1968, frá Pétri Einarssyni, og segir þar svo: „1. Undirritaður móttók hjálagðan lista af hr. Herði Alberts- syni 27. 12. 1967 og tók þá fram við hann, að reynt yrði að taka 252 það, sem hægt væri, en mjög mikið væri þá þegar bókað í skipið. 2. 10. 1. 1968 war skrifstofu G. Albertssonar tilkynnt, að ekki væri hægt að eiga við þessa flutninga. 3. 11. 1. 1968 var ákveðið að taka af G. Albertssyni kg. 147.600 af mjöli til Kaupmannahafnar og Gautaborgar, og þurfti þá að skilja eftir vörur fyrir aðra útflytjendur. 4. 20. 1. 1968 var Herði G. Albertssyni afhent frumfarmbréf án greiðslu á flutningsgjaldi með loforði um greiðslu næstu daga“. Í skýrslu Péturs Einarssonar, dagsettri 22. maí 1968, segir m. a.: „1. Það er rangt að ég hafi 21. des. í símtali við Hörð Guð- mundsson lofað eða ábyrgzt f. h. Hafskips að taka 380 tonn af nefndum farmi. Það gerði ég aldrei. 2. Það er rangt, að ég hafi lofað að taka 265 tonn til viðbótar, ef þess yrði nokkur kostur. Ég lofaði aldrei neinu ákveðnu magni, heldur aðeins að athuga, hvað hægt væri að taka, og taka það, sem hægt væri án þess að tilgreina nokkuð magn. 3. Ég mótmæli því, að móttaka mín á hleðslulista á skrifstofu G. Albertssonar 27. des. hafi á nokkurn hátt mátt skilja sem staðfestingu af minni hálfu um, að allt magn, sem þar var skráð, yrði tekið. Þessi listi hafði einungis að geyma óskir Harðar Al- bertssonar, og ég var ráðinn í að uppfylla þær að svo miklu leyti sem unnt væri og sagði Herði það. Hörður hafði enga rétt- mæta ástæðu til að ætla eftir það wiðtal, að allt magnið yrði tekið, enda vissi Hörður af fyrri viðtölum, að lítið rúm var til ráðstöfunar í skipinu, og með öllu óljóst, hve mikið yrði hægt að taka. 4. Það er rangt, að ég í samtali við Þórð Kjartansson 9. janúar hafi ég talið, að lestun í Keflavík myndi geta tafizt 11. janúar, enda kom skipið ekki til Keflavíkur í þeirri ferð. 5. Það er rétt, að ég sagði Þórði Kjartanssyni í síma að morgni 11. janúar, að athugun hefði leitt í ljós, að ekkert mjöl væri unnt að taka í þessari ferð skipsins vegna annarra skuldbindinga. Hins vegar taldi ég þar ekki um neinar vanefndir að ræða, þar sem engu hafði verið lofað í þeim efnum. 6. Þegar í ljós kom, hversu áríðandi Hörður Albertsson taldi það vera fyrir fyrirtæki sitt, að umrætt mjöl fengist flutt, náði ég samkomulagi við aðila, sem áttu lofað pláss í skipinu, að fresta flutningi á afurðum þeirra þar til síðar, svo unnt væri að taka nokkuð magn fyrir G. Albertsson. Þetta var ekki gert 253 vegna skyldu við G. Albertsson, heldur einungis til þess að reyna að leysa vanda, sem hann virtist vera kominn Í. 7. Hörður Albertsson leitaði ekki míns samþykkis, áður en hann gerði sölusamning um nefnt mjöl, og tel ég þá sölusamn- inga mér og Hafskipi h.f. algerlega óviðkomandi. 8. Ég hefi aldrei lofað neinu í þessu sambandi öðru en því að reyna að gera það, sem hægt væri, og það er víðs fjarri, að ég hafi nokkurn tíma lofað, að allt skyldi gert, sem Hörður Al- bertsson óskaði í þessum efnum. 9. Ég tel, að Hafskip h.f. hafi gert meira en því bar með því að fá aðra aðila til að gefa eftir pláss, svo unnt yrði að bjarga málefnum G. Albertssonar að einhverju leyti, en í því fólst alls engin viðurkenning á neinni skyldu Hafskips h.f. til flutnings á vöru þessari“. Pétur Einarsson kom fyrst hér fyrir dóm þann 18. október 1968. Skýrði hann þá svo frá, að það hafi verið endanlega ákveðið 3. janúar 1968, hvaða vörur skyldu sendar með m/s Langá í umræddri ferð. Aðspurður, hvers vegna svo seint hafi verið tekin ákvörðun um þetta, sagði hann, að það hafi verið vegna þess, að skipið hafi einungis átt að fara til Helsingborgar, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar, og þeir hafi ekki haft tíma til þess að láta skipið fara á aðrar hafnir. Ákvörðun um það að láta skipið aðeins fara til þessara borga hafi einnig verið tekin sama dag. Ákvarðanir um þetta hafi verið teknar sameiginlega af honum og forstjóranum, Sigurði Njálssyni. Hann var spurður að því, hvers vegna hann hafi verið að gefa gagnstefnanda ádrátt um að flytja hluta af vörunum, þegar hann tók við hleðslulist- anum þann 27. desember, en tilkynnt gagnstefnanda svo skömmu síðar, að gagnstefnandi fengi engan flutning fluttan með skipinu. Svaraði hann því svo, að það hafi verið vegna þess, að hann hafi lofað Herði að reyna að taka hluta af þessum 380 tonnum og láta vita síðar. Hann kvaðst sjá um bókanir á vöruflutning- um, en hann þurfi að fá endanlega staðfestingu á þeim hjá framkvæmdastjóranum, Sigurði Njálssyni. Venjan sé sú, að hann taki við bókunum og leggi þær síðan fyrir Sigurð Njálsson og eftir að Sigurður Njálsson hafi samþykkt bókanirnar, staðfesti hann (Pétur Einarsson) þær til viðkomandi aðilja. Staðfesting fari yfirleitt fram í símtölum. Skriflegar staðfestingar séu aðeins í á að gizka 5% tilfellum. Aðspurður, hvers vegna hann hafi ekki látið skrifstofu gagnstefnanda strax vita þann 3. janúar, þegar ákveðið var, hvert skipið skyldi sigla, sagði hann, að það 254 hafi hann ekki gert, vegna þess að hann hafi verið að athuga við S. Í. S., hvort möguleikar væru á að skilja eftir visst magn af gærum til þess að geta tekið hluta af þessum 380 tonnum. Af- hleðslulistann frá gagnstefnanda kveðst hann hafa sýnt Sigurði Njálssyni þann 28. desember. Hann segir, að fullbókað hafi verið í skipið Langá í umrædda ferð síðustu dagana í desember. Hann var spurður að því, hvort honum hafi verið ljóst, að gagnstefn- andi kynni að verða fyrir tjóni vegna skaðabóta á hendur fyrir- tækinu, ef vörurnar færu ekki með þessu skipi. Sagði hann, að honum hafi ekki verið um það kunnugt. Honum hafi heldur ekki verið kunnugt um, að um var að ræða desemberafskipun, sem hafði verið framlengd gegn því, að tilnefnt væri ákveðið skip til afskipunar innan ákveðins tíma. Yfirleitt sé tekið fram í sölu- samningum um mjöl, að afgreiðsla skuli fara fram í ákveðnum mánuðum, en honum hafi ekki verið kunnugt um, hvort umrætt mjöl hafi verið desemberafskipun aðeins eða desember-janúar- afskipun. Hins vegar segir hann, að honum hafi vissulega verið ljóst, að það skipti kaupendur eða gat skipt kaupendur miklu máli að fá mjölið afgreitt á réttum tíma. Þá skýrði Pétur svo frá, að Hörður hafi átt símtal við sig og óskað eftir að fá frumrit farmskírteinanna yfir mjölið, sem sent var með m/s Langá. Kvaðst Pétur þá hafa spurt, hvernig færi með greiðslu farm- gjaldsins. Hafi Hörður þá svarað því til, að hann (Pétur) skyldi koma á skrifstofu gagnstefnanda eftir næstu helgi. Kveðst Pétur í framhaldi af þessu hafa sent Herði farmskiírteinin, til þess að hann gæti innheimt andvirði vörunnar. Í réttarhaldinu 18. október 1968 voru þeir Hörður og Pétur samprófaðir. Skýrði Pétur þá svo frá, að venjulega fylgi ekki hleðslulistar vörusendingum, en í þeim undantekningartiifellum, sem slíkir listar séu afhentir, þá sé það venjulega ekki gert, fyrr en um leið og skipin fara að lesta. Pétri er jafnframt bent á, að í hleðslulistanum, sem hann sótti til Harðar, standi: „Total ákveðið 3807“. Var hann beðinn um að gefa skýringu á því, hvers vegna hann hefði tekið á móti skjalinu með þessu ákvæði. Sagði hann, að þetta magn hefði verið ákveðið af G. Albertssyni, en hann (Pétur) hafi lofað að reyna að taka hluta af þessu magni. Hörður skýrði hins vegar svo frá, að hleðslulisti sé aldrei afhentur frá gagnstefnanda, fyrr en flutningssamningur (bókun) hafi verið gerður. Þá afhenti firmað G. Albertsson ávallt hleðslu- lista í góðan tíma, áður en útskipun færi fram. Í réttarhaldi 13. nóvember 1968 gaf Hörður aftur skýrslu. Hefur 255 hann skýrt þar svo frá, að fyrirtækið G. Albertsson sendi ávallt staðfestingu á flutningsbókun til flutningsfyrirtækja, eftir að bókun hefur farið fram munnlega, venjulega í síma. Í þessu sambandi var hann spurður að því, hvers vegna hann hafi ekki látið Pétur Einarsson staðfesta bókunina á hleðslulistann eða afritið af honum, þegar Pétur kom að ná í listann. Svaraði Hörður þessu þannig: „Það var einfaldlega vegna þess, að það er ekki vani að kvittað sé á lestunarlistann“. Þá skýrði hann svo frá, að húið hafi verið að reyna til þrautar að fá farskip til að taka umrætt mjöl í dessmbermánuði, bæði með íslenzkum og erlend- um skipum, en pláss hafi ekki fengizt. Þess vegna hafi kaup- endur mjölsins verið beðnir að veita afskipunarfrest, sem þeir hafi gert með því skilyrði, að tilgreint yrði skip til flutninganna innan tiltekins tíma í janúarmánuði. Hann kveðst hafa tekið ákvörðunina um að fara til útlanda með eins eða tveggja daga fyrirvara og kveðst hafa talið sig hafa gengið tryggilega frá flutningssamningnum. Pétur Einarsson kom aftur fyrir dóm 17. desember 1968. Var hann þá spurður að því, á hvern hátt hann hafi skráð niður bók- anir á farmi í m/s Langá í umræddri ferð. Lagði hann jafnframt fram sem dómsskjal nr. 59 bókunarlista, svohljóðandi: „Hafskip h.f. Bókunarlisti M.s. „Langá“ Sendendur Frá Til Tonn Vörur CBF Samkv. Gdynia Saltaðar Sam. ísl. samv.fél. hjál. lista 260 gærur 26,000 do. do. Helsing- do. 25,500 Síldarútvegsnefnd ýmsar borg Söltuð hafnir Kaupmh. 688 síld 34,400 Bernhard Petersen Norðfirði Gautab. 41 Fiskimij. 2,665 do. Flateyri do. 75 do. 4,875 do. Norðfirði do. 1 bifreið 92,440“. Skýrði hann svo frá, að hann hafi skráð bókanir á sams konar eyðublað og dómsskjal nr. 59. Dómsskjal nr. 59 sé hins vegar vél- ritað eftir upphaflega bókunarlistanum, sem mætti kveðst hafa skráð eigin hendi, en hann tekur fram, að upphaflega bókunar- listanum hafi verið hent, um leið og búið var að vélrita dskj. nr. 59. Segir hann, að dómsskjal nr. 59 sé vélritað 3. janúar 1968. Hann kveðst hafa skráð niður bókanir fyrir S. Í. S. í byrjun 256 desember samkvæmt símtali við Skúla Ólafsson, starfsmann S. Í. S., og hafi þá verið bókað magnið, sem tilgreint er í tveim fyrstu línunum á dskj. nr. 59. Hann segir, að Bernhard Petersen hafi einnig gert pöntun sína í byrjun desember. Bókanir um farm fyrir Síldarútvegsnefnd hafi farið fram á milli 15. og 20. desember. Friðrik Guðjónsson útgerðarmaður hafi pantað flutn- ing fyrir ca. 2.300 tunnur fyrir Síldarútvegsnefnd á að gizka 15. eða 16. desember. Umboðsmaður Hafskips h/f í Kaupmannahöfn hafi hins vegar pantað flutning fyrir ca. 2.000 tunnur á vegum Síldarútvegsnefndar. Hafi sú pöntun eða bókun farið fram í símtali, sem Henning Andersen, starfsmaður Bendix og Co. í Kaupmannahöfn, átti við Sigurðs Njálsson 20. desember. Segir Pétur, að Sigurður hafi látið hann vita strax sama daginn um þá bókun. Samkvæmt því, sem fram er komið í málinu, er flutningsgeta m/s Laxár um 1.500 tonn. Þegar lagður er saman tonnafjöldinn á dskj. nr. 59, þá kemur úr 1.310 tonn. Meir en helmingur þess farms, eða 688 tonn, var síld í tunnum. Síld í tunnum tekur mikið rými. Aðspurður um þetta segir Pétur Einarsson, að samkvæmt list- anum, dómsskjal nr. 59, hafi verið búið að bóka að fullu í m/s Langá þann 20. desember. Var Pétur af þessu tilefni spurður að því, hvernig komið hafi getað til greina flutningur fyrir gagn- stefnanda í umræddri ferð m/s Langár, eftir að búið var að ráð- stafa öllu farrými skipsins. Þessu svaraði Pétur þannig: „Eftir að Hörður Albertsson talaði við mig 19. des., að því er mig minnir, tala ég strax við Skúla Ólafsson hjá S. Í. S. og ræddi við hann um möguleika á að fresta hluta af afskipun á gærtunum til Helsing- borgar til þess að geta tekið hluta af mjölinu, sem Hörður var búinn að biðja mig um að reyna að taka. Skjúli hafi hins vegar ekki viljað samþykkja það að svo stöddu, en Skúli hafi þó látið til leiðast, þegar knúið var á hann, eftir að Hörður sendi telex- skeyti frá London“. Einnig var bókað eftir Pétri: „Ég sagði Herði, og ég mundi reyna að taka hluta af þessum 380 tonnum eða eins mikið og mögulegt væri, en nefndi ekki við hann, að ég væri að vinna að því við Skúla Ólafsson hjá S. Í. S. að fá ettir- gefið hluta af magninu á gærunum til Helsingborgar“. Þá tók hann fram, að Gdynia sé alltaf áætlunarhöfn m/s Langár og hafi einnig svo verið í þessari ferð skipsins. Skýrsla Þórðar Kjartanssonar, dskj. nr. 22, sem síðar verður rakin, var lesin upp fyrir Pétri. Tók hann fram í því sambandi, að hann kann- 257 aðist ekki við að hafa talað um Keflavík við Þórð sem fyrstu hleðsluhöfn skipsins, heldur hafi verið rætt um, hvenær búið væri að afferma skipið í Reykjavíkurhöfn. Voru Pétur og Þórður sam- prófaðir um skýrslu Þórðar. Kvaðst Pétur ekkert annað hafa að athuga við skýrslu Þórðar en ofanritað. Í málinu liggur frammi óðagsett skýrsla Þórðar Guðjóns Kjart- anssonar, skrifstofumanns hjá gagnstefnanda, svohljóðandi: „Þann 28. desember 1967 fer Hörður Albertsson til útlanda. Meðal fyrirmæla, sem hann gaf mér, var að sjá um lestun skv. bókun í m.s. Langá. Lestunarlisti fyrir skipið var tilbúinn, sótti Pétur frumrit hans hingað á skrifstofuna, áður en Hörður fór. Á lestunarlistanum stóð, að ákveðið ætti að fara í skipið 380T., en óákveðið með 265T. Áætlaður lestunartími var 510. janúar 1968. Þann 4.—-5. janúar hringdi ég til Péturs fyrst. Þá sagði hann, að 2007. sem samkvæmt lestunarlista ættu að fara til NORÐ- KJÖPING frá NORÐFIRÐI, gæti hann ekki tekið, um að annað væri ekki í lagi, minntist hann ekki á. Þá hefði skipið tafizt, en myndi verða komið eftir næstu helgi og tilbúið til lestunar í síðasta lagi miðvikudaginn þann 10. janúar. Þriðjudaginn 9. janúar tala ég við Pétur. Þá hafði uppskipun tafizt vegna veðurs (rigningar) og áætlað að Péturs sögn, að skipið mundi verða tilbúið til lestunar í Keflavík á fimmtudag, ef veður leyfði losun. Á miðvikudag 10. janúar hef ég samband við Pétur aftur til að fá e.t.a. Langár í Keflavík, svo ég geti látið eigendur vörunnar vita, hvenær þeir ættu að vera tilbúnir. Pétur sagðist mundu láta mig vita, strax og hann vissi endanlega um losunina, en sagði jafnframt, að yrði skipið ekki búið þá um kvöldið, þá myndi það klára strax á fimmtudagssmorgun, og sagði ég honum, að ég myndi láta framleiðendur í Keflavík og Njarðvík vita. Með þetta hringdi ég til Hr. Gunnars Ólafssonar, forstjóra Fiskiðjunnar s.f., einnig til Hr. Huxleys Ólafssonar, forstjóra Fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. Njarðvík, og Árna Guð- mundssonar, verkstjóra Fiskiðjunnar s.f., og sagði þeim það, sem okkur Pétri hafði farið á milli, og ég myndi láta þá vita, þegar ég hefði nákvæman áætlaðan komutíma Langár til Keflavíkur til lestunar. Eftir þetta, frá hádegi á miðvikudag þar til ég náði í hann á fimmtudagsmorgun, talaði Pétur ekki við mig og var aldrei við, Þegar ég hringdi. Á fimmtudagsmorgun 11. janúar, kl. rúmlega 9:00, hringdi ég 17 258 til Hafskips, en Pétur var þá ekki við. En mér var sagt, að Langá hefði klárað að losa á miðvikudagskvöld og væri á leið til Ísa- fjarðar. Þegar ég svo næ í Pétur í síma milli kl. 10— 11 þá um morguninn, segir hann mér, að Langá geti ekkert mjöl tekið fyrir okkur. Um ástæðuna svaraði hann því til, að hr. Sigurður Njáls- son, forstjóri Hafskips, hefði verið búinn að bóka á skipið um áramótin. Pétur baðst afsökunar á að hafa ekki látið okkur vita fyrr og benti á, að ef til vill gæti m.s. „Freyfaxi“ tekið þetta fyrir okkur. Guðmundur Albertsson hringdi í hr. Sigurð Njálsson og bað um skýringar, þar sem við höfðum fast ákveðið í skipið 380. og loforð fyrir 265T., sem aldrei hafði verið neitað að taka, fyrr en öllu var neitað. Sigurður sagðist ekkert með bókanir hafa að gera og vísaði í Pétur Einarsson sem sinn mann um þau mál. Þá þegar hafði ég samband við Hörð, sem var staddur í London. Hann sagðist þá mundu hafa samband við Hafskip. Um kl. 3:00 (15,00) höfðum við samband við Pétur aftur, og þá sagðist hann mundu geta tekið mjölið, sem samkvæmt lestunarlista ætti að fara frá Ísafirði, og ætlaði að reyna að koma um borð mjölinu frá Siglufirði og Akureyri. Allan þann tíma, frá því ég tala við Pétur fyrst þann 4.—5. janúar og þar til skipið fer áleiðis til Ísafjarðar — og ég talaði við hann næstum á hverjum degi — var ávallt rætt um lestunina sem eðlilega og sjálfstæða í samræmi við greindan lestunarlista, að undanteknum umræddum 2007. til Norrköping“. Hér fyrir dómi hefur Þórður Guðjón lýst ofangreinda skýrslu rétta. Jafnframt hefur vitnið skýrt svo frá, að samkvæmt sölu- samningi hafi verið gert ráð fyrir 125 tonnum af mjöli til útflutn- ings frá Akureyri, en síðar hafi komið í ljós, að það magn hafi ekki verið fyrir hendi. Minnir vitnið, að aðeins hafi verið um 90—95 tonn tilbúin til afgreiðslu. Vitnið kveðst ekki geta sagt um, hvaða verð fékkst fyrir mjölið, sem ekki fór með Langá, en um ræðir í málinu. Vitnið veit ekki, hvað varð af mjölinu, sem skilið var eftir. Vitnið kveðst ekki vita, hvers vegna mjölið hafi ekki verið sent í desember, eins og gert hafi verið ráð fyrir í sölu- samningi. Í málinu liggur frammi ódagsett aðiljaskýrsla Guðmundar Al- bertssonar, eiganda gagnstefnanda, svohljóðandi: „Ég, Guðmundur Albertsson, átti engin bein viðtöl við Haf- skip h.f. varðandi bókun á farmi né lestun á M.s. Langá þar til fimmtudaginn 11. janúar, að okkur var tilkynnt af skrifstofu Haf- 259 skips, að skipið væri farið til Ísafjarðar án þess að lesta í Kefla- wík og að þeir gætu ekkert mjöl flutt fyrir okkur með skipinu í þeirri ferð. Þá átti ég símtal við forstjóra Hafskips h.f., hr. Sigurð Njáls- son, sem svaraði því til, að sér væri ókunnugt um málið, og vísaði til Péturs Einarssonar fulltrúa, sem hefði með að gjöra bókanir alls flutnings með skipum Hafskips. Ég benti Sigurði á, að bókun hefði farið fram hjá Pétri Ein- arssyni samkvæmt lestunarlista, sem fyrir lægi hjá Pétri, og ef þeir flyttu ekki með skipinu það mjöl, sem fastákveðið væri sarn- kvæmt lestunarlistanum, myndum við tilneyddir að gjöra þá ábyrga fyrir væntanlegum skaðabótakröfum af hendi kaupenda okkar. Hinsvegar fylgdist ég með samtölum þeirra Þórðar Kjartans- sonar og Hafskips h.f., þ. e. við Pétur Einarsson, sem og er óhjá- kvæmilegt, þar sem við Þórður vinnum báðir í sama herbergi“. Sigurður Njálsson, framkvæmdastjóri aðalstefnanda, hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá, að Pétur Einarsson sjái um bókanir á útflutningsvörum frá Íslandi, en bókanirnar beri Pétur undir hann, en þeir taki venjulega sameiginlega lokaákvarðanir um, hvaða vörur skuli teknar í hverri ferð. Hann kveðst nú ekki muna, hvenær Pétur Einarsson minntist fyrst á það, að Hörður hefði leitað eftir að koma vörum með m/s Lanigá í nefnda ferð. Hafi Pétur sagt í þessu sambandi, að hann (Pétur) hefði lofað Herði að reyna að taka það, sem hægt væri, af mjöli fyrir gagn- stefnanda. Heldur Sigurður því ákveðið fram, að Pétur hafi alls ekki talað um það við hann (Sigurð), að Pétur væri búinn að lofa að taka tiltekið magn. Sigurður kveðst líta á hleðslulistann, dskj. nr. 14, sem lista yfir þarfir gagnstefnanda á flutningi. Tekur hann sérstaklega fram, að í listanum séu tilgreind 60 tonn af mjöli til Málhmeyjar. Telur Sigurður útilokað, að Pétur eða Sig- urður sjálfur mundu hafa samþykkt að flytja aðeins 60 tonn af varningi fyrir gagnstefnanda til þeirrar hafnar, ef ekki hefði verið um annan og meiri flutning til þeirrar borgar að ræða, þar sem hafnargjöld og annar kostnaður við að afferma það magn af vörum til Málmeyjar mundi hafa farið með mikinn hluta af flutningsgjaldinu. Þá bendir Sigurður á, að hleðslulistinn til- greini 200 tonn til Norðköping, án þess að tilgreint sé í honum, hvar eigi að taka þær vörur. Hann tekur einnig fram, að sam- talan undir dálkinum Málmey sé 185 tonn og þar fyrir neðan 260 ({- 125 T.). Kveðst Sigurður ekki geta gert sér grein fyrir, hvað síðastgreindar tölur eigi að merkja. Þá bendir hann á, að ef tölurnar í samtöludálkunum séu lagðar saman, þá komi út hærri tala en 645 tonn. Kveðst hann fljótt á litið ekki hafa aðrar athugasemdir að gera við listann, en ítrekar, að þessi atriði bendi eindregið til þess, að um þarfalista fyrir fyrirtækið sé að ræða. Hann tekur fram, að bókanir útflytjenda um flutning á farmi fari að langmestu leyti í gegnum síma. Hann kveðst minnast þess að hafa átt símtal við Guðmund Albertsson og að hafa sagt Guð- mundi að hafa samband við Pétur Einarsson, sem hefði allar upplýsingar um þetta. Minnir Sigurð, að hann hafi verið heima hjá sér, þegar Guðmundur hringdi í umrætt sinn. Hér fyrir dómi hefur Hörður G. Albertsson skýrt svo frá, eftir að hann hafði kynnt sér skýrslu Sigurðar Njálssonar, að það magn, sem á hleðslulistanum er skráð til annarra hafna en áætlaðra losunarhafna skipsins, hafi átt samkvæmt samningnum að sendast frá raunverulegri losunarhöfn skipsins til skráðrar áætlunarhafnar samkvæmt hleðslulistanum fyrir reikning gagn- stefnanda með öðru farartæki, landveg eða sjóleið. Að því er varðar 200 tonnin til Norrköping, þá sé viðurkennt af gagnstefn- anda, að þau séu hluti af því viðbótarmagni, sem lofað var að taka, ef pláss yrði. Að því er varðar ( 125T.), þá gildi það sama um þau. Að því er varðar skýringuna á tölunni 185 tonn, þá sé þess að geta, að hún sé samlagning talnanna 60 125, en af þeirri tölu sé talan 60 hluti af þeim 380 tonnum, sem samn- ingurinn var gerður um. Þá segir hann að tölurnar 80 60 150 40 | 50 sé jafnt og 380. Tölurnar umfram 380 tonn sé Þarfalisti, eins og viðurkennt sé, en um hafi verið samið að flytja 380 tonn. Hörður Albertsson hefur skýrt svo frá, að kaupandi mjölsins hafi verið hlutafélag Karls Engströms, sem hafi höfuðstöðvar sínar í Eslöv í Svíþjóð. Hlutafélag þetta eigi fóðurmyllur í Helsingborg, Malmö, Ystad og Kalmar og hafi félagið keypt mjölið eingöngu til eigin nota. Firmað G. Albertsson hafi komið fram sem seljandi mjölsins, enda þótt finmað hafi ekki verið raunverulegur seljandi, heldur hafi firmað verið seljandi sam- kvæmt umboði, enda þótt það komi ekki fram í kaupsamningn- um, sem er svohljóðandi: „CONTRACT I hereby beg to confirm this day having sold, through the medium of Messrs. Egon Westrell Aktiebolag, Malmö: FROM: TO: DESCRIPTION OF GOODS: QUANTITY: PACKING: QUALITY: PRICE: SHIPMENT: DESTINATION: DISCHARGE: ANALYSE: WEIGHT: PAYMENT: ARBITRATION: REMARKS: 261 Messrs. G. Albertsson, P. O. Box 571, Reykja- vik, as sellers. Messrs. Aktiebolaget Carl Engström, Eslöv, as buyers. Icelandic Herringmeal, Machine-dried, with protein approx. 70/74%, fat maximum 10%, salt maximum 3%, moisture maximum 10%. about 1,400 ts. (onethousandandfourhundred- tons) Paper-and/or jutebags containing approx. 30 kilos each gross for net sound, merchantable sh. 15/9d (fifteenshillingsandninepence) per unit of protein per metric ton, shippingweight, gross for net including bags, payable upto 72% (seventytwo) protein, Cost, Insurance and Freight to Malmö and/or Ystad in buyers option. about 500 ts in December 1967, about 450 ts in January 1968 and about 450 ts in February 1968 from Iceland to be given upon sellers request every month alongsiðe buyer's warehouse provided berth available on arrival of vessel Icelandic Fisheries Laboratories' analysis to be final Official Icelandic certificate of weight to be final net cash against documents on first presenta- tion in Eslöv or in London in buyers option. Certificate of origin showing that the Herring- meal is of Icelandic origin, to be attached to the shipping documents and a copy of same to be forwarded immediately after shipment directly to buyers. any dispute arising out of this contract to be settled in London, in accordance with the rules and regulations of the Cattle Food Trade As- sociation (Incorporated), London each shipment to be considered as a separate contract. Overtest, if any, of fat, salt and 262 moisture to be allowed 1:1. Extention of ship- ments as per DF.T.A. contract nos. 1. Usual Force-Majeure, War Risk and Strike Clause. This contract is issued in duplicate, one for buyers and one for sellers. Kopenhagen, the 26th of May 1987. Confirmed by Buyers: LARS F. TOFT Aktiebolaget Carl (ólæsil. undirskrift) Engström L. Toft Arthur Mattson (Agent)“. (ólæsil. nafn) Í skýrslu, sem lögð var fram 8. janúar 1969, hefur Hörður gert svofellda grein fyrir viðskiptalegri réttarstöðu gagnstefnanda, G. Albertssonar: „Fyrirtækið er rekið á grundvelli vörumiðlunar, umboðsverzlun, þ. e. max. 1% af heildarsölum, sem fyrirtækið annast. Vegna sérstöðu landsins gagnvart markaðslöndum okkar og nútíma framgangi viðskipta er hins vegar alger ómöguleiki að reka hér á landi fyrirtæki, sem í raunverulegri merkingu upp- fyllir skilgreiningu orðsins „miðlun“ (commission) umboðs- mennska. Framleiðendur eru smáir, margir og dreifðir um land allt, við hafnir og hafnarleysur, þar sem ekki eru neinar fastar áætlunar- ferðir skipa og því alger óvissa um einstaka afskipunarmögu- leika. Hér er okkar hlutverk að sameina og gera að möguleika afskipun frá fleirum. Þar sem talað er um „aðild“, verður því hér um að ræða tvenns konar merkingu, þ. e. „efnislega aðild“ og „formlega að- ild“, þ. e. aðild aðeins að nafninu til, í framkvæmd eingöngu. Fyrirtækið kemur olltaf fram sem „formlegur“ aðili (þ. e. principal on a contract) gagnvart erlendum aðilum, af því reynsl- an hefur sýnt, að annað er óframkvæmanlegt, sbr. hér að ofan. Hinn erlendi kaupandi tilskilur, að svo sé, vegna þess að ógern- ingur er vegna aðstæðna hér fyrir kaupandann að hafa marga smáa seljendur. Kaupandinn þarf að fá vöruna á þeim tíma, sem til er ætlazt, og telur sig því verða að hafa sem bezta tryggingu fyrir, að svo verði. Við ísl. aðstæður telur hann hag sínum bezt borgið með því, að útflytjendur, sem hann þekkir og telur sig geta treyst, séu sá aðili, sem hann geti ávallt snúið sér að og sjái um framkvæmdirnar. 263 Frumforsenda þess, að fyrirtækið er ávallt formlegur aðili gagnvart erlendum efnislegum aðilum, er því hin sérstaka að- staða hér á landi, mótsett því, sem er Í markaðslöndum okkar. Það skal hér sérstaklega fram tekið, að hinum erlendu kaup- endum er ávallt öllum ljóst, algerlega án undantekningar, að við erum aðeins af tekkniskum ástæðum aðilar að samningi við þá. Þeim er sem sé öllum ljóst, að við erum þar aðilar í fullu um- boði framleiðenda hér á landi og að ávallt er sama vörumagn og verð á þeim staðfestingum til seljendanna (framleiðendanna), sem byggja upp hinn erlenda samning. Það skiptir hér einnig meginmáli, að framleiðendum hér er full ljós þessi tilhögun, bein nauðsyn hennar, og þeir óska hennar jafnvel beinlínis, því eins og segir í endurritinu, gjörum við meira en bara að taka umboðslaunin fyrir sölurnar, við sjáum alveg um allar afskip- anir, öll skjöl, greiðslur, innheimtur og skil til eigenda vörunnar hverju sinni, allt fyrir hönd og reikning viðkomandi framleið- enda (seljenda). Ljóst er af þessu, að aðstaða okkar gæti verið mjög óvarin og opin fyrir, ef óprúttnir aðilar sæju sér leik á borði að nota sér, ef skort hefur á aðgæzlu um formsatriði. Einkanlega þegar þeim er full ljóst, að aðstaða fyrirtækis eins og okkar er vegna hinnar sérstæðu aðstöðu landsins gagnvart viðskiptalöndum okkar algjörlega einstæð, þ. e. fyrirtækið er í raun rekið sem umboðsfyrirtæki, þ. e. vörumiðlun, en ekki kaupmennska, — en sérstæðar kringumstæður gjöra óhjákvæmilegt, að fyrirtækið sé samt formlegur aðili á erlendum samningum, því slíkt fær ef til vill ekki samrýmzt hinni „bókstaflegu“ fræðilegu skýringu á „umboðsmennsku“. En í okkar tilfelli er svo í raun og hægt að leggja fram skattauppgjör því til sönnunar, að fyrirtækið hefur aldrei yfir 1% tekjur af heildarupphæð þeirrar vöru, sem séð hefur verið um sölu á. Þá er einnig rétt að geta þess, að komi það fyrir, að rökstuddar kvartanir komi um selda vöru, þá eru það ávallt framleiðendur (seljendurnir), eigendur vörunnar, sem endanlega afstöðu taka. Þeir bera bótatjón, ef nokkurt verður. Ekki við. Hins vegar er það alger undantekning, að fyrirtækið sé aðili á annan hátt, þ. e. sem efnislegur aðili“. Hér fyrir dómi 8. janúar 1968 hefur Hörður G. Albertsson skýrt svo frá, að enginn skriflegur samningur sé á milli firmans G. Albertssonar og framleiðenda mjölsins hér á landi, að því er varðar umboðssamninginn í heild. Þá taldi hann tjón það, sem 264 varð vegna vanefnda aðalstefnda, þegar hafa verið skuldfært á viðskiptareikning viðkomandi síldarverksmiðju á bókum G. Albertssonar, en Síldarvinnslan í Neskaupstað muni hafa verið sá aðili, sem skuldfært hafi verið hjá, og ef til vill einnig Síldar- verksmiðja Vopnafjarðar. Síðastgreindar verksmiðjur hafi verið seljendur samkvæmt ofangreindum kaupsamningi og höfðu með skriflegri staðfestingu til G. Albertssonar tiltekið ákveðið magn til efnda á samningnum, en ekki staðið við að afhenda mjöl á réttum tíma. Vegna vanefnda Síldarverksmiðjunnar í Neskaup- stað á samningum hafi gagnstefnandi fengið leyfi til að senda Þorskmjöl í staðinn til Ystad, en vegna vanefnda aðalstefnanda hafi kaupandinn í Ystad endanlega fengið danskt síldarmjöl. Í bréfi, dagsettu 11. febrúar 1969, hefur Hörður G. Alberts- son skýrt svo frá: „Vegna yfirlýsingar í réttarhaldi 8. jan. s.l. þess efnis, að tilgreindar síldarverksmiðjur hafi verið skuld- færðar fyrir tjóni því, er varð vegna vanefnda Hafskips h.f., vil ég taka fram, að við eftirgrennslan hjá endurskoðanda firmans G. Albertssonar reyndist þetta rangt. Var hér um misminni mitt að ræða. Hins vegar mun þetta verða gert formlega, nái kröfu- gerð okkar ekki fram að ganga í málinu“. Þá hefur gagnstefnandi lagt fram eftirfarandi yfirlýsingu: „Tilefnið er, að hafin eru málaferli vegna þess, að niður féll afskipun, sem fara átti fram í byrjun janúar 1968 til efnda sölu- samningi 26. maí 1967, sem G. Albertsson gjörði á okkar vegum. Við allar sölur á framleiðsluvörum okkar til útflutnings hefur það ávallt tíðkazt, að útflytjandinn hefur algjörlega séð um allt, sem varðar flutning vörunnar, skjalagjörð og skil andvirðisins til okkar. Alla þá gjörninga, sem gjörðir eru vegna þess, gjörir útflytjandinn. Í Þessu tilfelli G. Albertsson, Reykjavík, — í fullu umboði okkar. Slík umboð telur undirritaður sig veita hverju sinni, er sala fer fram. G. Albertsson, Reykjavík, hefur því fullt umboð okkar til þess að gjöra í ofangreindu máli allar þær ráð- stafanir og kröfugjörðir, sem eru eðlilegt framhald af nefndri umsýslu hans á okkar vegum“. Í málinu liggur frammi svohljóðandi yfirlýsing: „Að gefnu tilefni staðfestist hér með, að um jólaleytið 1967 lét Hörður G. Albertsson, hjá G. Albertsson, Reykjavík, mig undir- ritaðan vita, að hann væri búinn að festa flutning á minimum 50 tonnum af síldarmjöli frá Fiskimjölsverksmiðjunni h.f., Njarð- vík, Innri-Njarðvík, með Ms. „Langá“, sem lesta ætti á tímar bilinu ca. 5.—-10. janúar í Keflavík. Undirritaður man ekki nú 265 að tilgreina nánar tiltekna daga, en einhvern tíma stuttu eftir áramótin lét Þórður Kjartansson hjá G. Albertssyni mig vita um, að Ms. „Langá“ mundi koma til Keflavíkur að morgni tiltekins dags til lestunar ofangreinds síldarmjöls. Reykjavík, 12. desember 1968. Fiskimjölsverksmiðjan h.f. Njarðvík. Huxley Ólafsson“. Þá hefur gagnstefnandi lagt fram eftirgreinda yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni staðfestist hér með, að um jólaleytið 1967 lét Hörður G. Albertsson hjá G. Albertssyni, Reykjavík, mig undirritaðan vita, að hann væri búinn að festa flutning á mini- mum 50 tonnum af síldarmjöli frá Fiskiðjunni s.f., Keflavík, með M.s. „Langá“, sem lesta ætti á tímabilinu ca. 5.—10. janúar í Keflavík. Undirritaður man nú ekki að tilgreina nánar tiltekna daga, en einhvern tíma stuttu eftir áramótin lét Þórður Kjartans- son hjá G. Albertssyni mig vita um, að M.s. „Langá“ mundi koma til Keflavíkur að morgni tiltekins dags til lestunar ofangreinds síldarmjöls. Þess má geta, að ein megin ástæða þess, að undirritaður rekur enn minni til ofangreinds, er sú, að venjulega lætur Hörður vita um lestun, en í þetta skipti var það Þórður Kjartansson. Reykjavík, 12. desember 1968. Fiskiðjan s.f., Keflavík. Gunnar Ólafsson“. Aðalstefnandi hefur lagt fram eftirfarandi vottorð: „Að gefnu tilefni viljum vér staðfesta, að hjá oss eins og öðr- um íslenzkum skipafélögum er farmgjald fyrir útfluttar vörur ávallt tilgreint í erlendri mynt. Þegar gengisbreyting verður, eru ógreidd farmgjöld endur- reiknuð. Farmgjöld fyrir útflutning hækka í réttu hlutfalli við gengisbreytingu, en fyrir innflutning Í samræmi við ákvörðun verðlagsstjóna. Virðingarfyllst, f. h. Jökla h.f. Tómas P. Óskarsson“. „22. nóvember 1968. Hr. Valgarð Briem, héraðsdómslögmaður, Sóleyjargötu 17, Reykjavík. Með skírskotun til bréfs yðar, dagsetts 18. þ. m., varðandi farm- 266 gjöld fyrir útfluttar vörur vil ég leyfa mér að tilkynna yður, að samið er um farmigjöldin í erl. gjaldeyri. Hvernig fara mun um greiðslu farmgjalds, sem er ógreitt við gengisbreytingu, get ég því miður ekki svarað, eins og er. Virðingarfyllst, pr. pr. Gunnar Guðjónsson s.f. M. Árnason“. „Reykjavík, 22. janúar 1969.... 1. Verðlagsyfirvöld hafa yfirleitt ekki haft afskipti af farm- gjöldum vegna útfluttra vara. Reglur um slíkt eru því ekki fyrir hendi. 2. Í sambandi við gengisfellinguna í nóvember s.l. heimilaði verðlagsnefndin 33% hækkun á farmgjaldatöxtum vegna innfluttra vara, og náði sú hækkun jafnframt til vörusend- inga, sem voru í vörzlu skipafélaganna, ef farmgjöld höfðu þá eigi verið greidd. Verðlagsstjórinn Kristján Gíslason“. Gagnstefnandi hefur sundurliðað tjónkröfu sína þannig: 1. Vegna 60 tonna síldarmjöls danskar kr. 10.051.50 2. — 40 — — — — ;5.964.85 3. — 90 — — — — 13.367.25 Samtals danskar kr. 29.383.60 sem á genginu 765.20 reiknast íslenzkar krónur 224.843.30. Af hálfu aðalstefnanda var því lýst yfir í þinghaldi 24. janúar s.l., að aðalstefnandi vefengi ekki tjónfjárhæð gagnstefnanda. Eins og málið horfir nú við, eru ágreiningsatriði málsins brjú. Í fyrsta lagi, hvort aðalstefnanda sé rétt að fá farmigjaldskröfu sína hækkaða í samræmi við breytt gengi íslenzku krónunnar (framhaldssök). Í öðru lagi, hvort aðalstefnandi hafi orðið bóta- ábyrgur vegna þess tjóns, sem gagnstefnandi kveður hafa orðið, og í þriðja lagi, hvort gagnstefnandi sé réttur aðili að sækja aðalstefnanda um bætur fyrir tjónið. Verður nú tekin afstaða til þessara atriða. Um framhaldssök. | Því hefur verið lýst yfir af hálfu gagnstefnanda, að ekki hafi verið sérstaklega samið um flutningsgjaldið, en gengið hafi verið 267 út frá því, að venjulegt flutningsgjald yrði greitt. Óvefengt er, að samkvæmt farmgjaldaskrá aðalstefnanda var flutningsgjald skráð 13.45 bandarískir dalir fyrir hver 1.000 kg. mjöli. Aðalstefnandi telur vafalaust, að hann eigi rétt á að fá Íarm- gjaldskröfu sína hækkaða Í samræmi við breytt gengi íslenzku krónunnar hinn 11. nóvember 1968, enda séu fordæmi fyrir því. Samband íslenzkra samvinnufélaga hafi t. d. þann 12. desember 1968 greitt umyrðalaust farmgjaldsskuld við aðalstefnanda á hinu nýja gengi vegna flutnings á vörum ". nóvember 1968. Gagnstefnandi telur, að krafa aðalstefnanda í framhaldssök- inni hafi við engin rök að styðjast. Aðalstefnandi sé Íslenzkt fyrirtæki. Svo sé einnig um viðsemjanda hans að þeim viðskint- um, er málið fjallar um. Til viðskiptanna hafi stofnazt hér á landi. Farmurinn, sem aðalstefnandi tók að sér að flytja, sé Ís- lenzk framleiðsla, lestuð í íslenzk skip í Íslenzkum höfnum. End- urgjald fyrir þjónustu þá, er aðalstefnandi tókst á hendur að láta í té, hafi átt að greiðast í íslenzkum gjaldmiðli. Enginn áskilnaður hafi verið gerður af hálfu aðalstefnanda um genigis- tryggingu farmgjaldsins. Slíkt hefði einnig verið Í hæsta máta óeðlilegt og raunar eigi fengizt staðizt að lögum. Þegar að sé gáð, komi í ljós, að hið eina, sem stefnandi hafi til að byggja þessa kröfugerð á, sé útreikningur farmgjaldsins 'á dómsskjöl- um nr. 10—13. En það vilji nú svo til, að farmigjaldið sé þar fært gagnstefnanda til skuldar í íslendkum krónum. Sé krafa aðalstefnanda í aðalsök í samræmi við það í íslenzkum krónum. Í stefnu og greinargerð aðalsakar sé og hvergi vikið að því, að annar gjaldmiðill en íslenzkur eigi að ráða farmgjaldinu. Þá séu farmsamningar og 'farmskírteini hér á landi yfirleitt gerð á ensku. Og að lokum megi leiða af 3. gr. laga nr. 74/1968 um ráð- stafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um nýtt gengi ís- lenzkrar krónu, að aðalstefnanda sé alls ekki heimilt að inn- heimta hina umstefndu farmgjaldskröfu á hinu nýja gengi. Aðalstefnandi hefur mótmælt því, að síðastgreint lagaákvæði geti átt við, en hefur þess í stað vitnað til a-liðar 15. gr. laga nr. 79/1968 um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar krónu. ' Þegar virt er ákvæði 3. gr. laga nr. 74/1968, sbr. og Í. gr. laga nr. 71/1966 um verðtryggingu fjárskuldbindinga, sbr. áður 8. gr. laga nr. 22/1950, 6. gr. laga nr. 4/1960 og 11. gr. laga nr. 28/1962 svo og þær almennu reglur, er hér eiga við, þá verður að fallast á það með gagnstefnanda, að aðalstefnanda sé ekki 268 heimilt að innheimta hina umstefndu farmgjaldskröfu á hinu nýja gengi. Verður krafa aðalstefnanda í framhaldssökinni því ekki tekin til greina, enda á a-liður 15. gr. laga nr. 79/1968 aðeins við um vörur, sem fluttar eru út eftir gengisfellinguna 11. nóvember 1968. Um aðalsök og gagnsök. { Því er haldið fram af gagnstefnanda, að honum hafi verið gefið bindandi loforð af fullgildum starfsmanni stefnanda hinn 19. desember 1967 og 21. sama mánaðar um flutning á a. m. k. 380 tonnum af síldarmjöli með margnefndu skipi. Í trausti þess loforðs hafi hleðslulistinn á dskj. nr. 14 verið saminn. Viðtaka Péturs Einarssonar á þessum hleðslulista á skrifstofu gagnstefn- anda hinn 27. desember án þess að hreyfa athugasemdum eða gera nokkurn fyrirvara um óvissu þess, að stefnandi gæti efnt áðurgefið loforð um flutning, hafi verið enn frekari staðfesting þess loforðs. Hleðslulistinn hafi haft að geyma nákvæm fyrir- mæli um fermingarstaði á Íslandi, affermingarstaði erlendis og magn þess farms, er taka skyldi í skipið í hverri hinna tilgreindu hafna. Ef Pétur Einarsson hefði þá ástæðu til að vera í nokkrum vafa um fyllstu möguleika stefnanda til að fullnægja hleðslu- fyrirmælunum, hafi honum borið brýn skylda til að láta það skýrt í ljós við gagnstefnanda, svo að enginn vafi gæti þar á orðið. Pétur Einarsson hafi engar efasemdir látið í ljós og hafi gagnstefnandi því mátt treysta því við svo búið, að hagsmuna hans yrði gætt á umsaminn hátt. Brigð á því, er af hafi hlotizt tjón fyrir gagnstefnanda, hljóti óhjákvæmilega að valda því, að hann geti endurkrafið aðalstefnanda og gert hann ábyrgan, þannig að sjálfur verði gagnstefnandi skaðlaus. Aðalstefnandi hafi ekki látið við það eitt sitja að hlaupast frá skyldum sínum við gagnstefnanda, heldur hafi hann gert það á þann veg, að fátítt mun vera, að slíkt ábyrgðarleysi sé haft í frammi. Það minnsta, sem ætlazt mátti til af aðalstefnanda, hafi verið, að hann léti gagnstefnanda vita afdráttarlaust, að hann mundi ekki efna samningsskyldur sínar. Viðbrögð aðalstefnanda við hinum ákveðnu mótmælum af hálfu gagnstefnanda sýni glöggt, að aðal- stefnandi gerði sér vel ljóst, að hann hafði brugðizt skyldum sínum. Þá eigi aðalstefnandi að bera hallann af því, að hann hirti ekki um að gera skriflegan samning, en aðalstefnandi hafi verið í þeirri aðstöðu sem skipafélag, að á honum hafi hvílt brýn skylda í því efni. Að lokum telur gagnstefnandi, að um 269 slíkt ósamræmi sé í skýrslum Péturs Einarssonar hér fyrir dómi, að ekki verði mikið lagt upp úr framburði hans. Aðalstefnandi kveður það hinn mesta misskilning hjá gagn- stefnanda, að aðalstefnandi hafi nokkurn tíma skuldbundið sig til þess að flytja umrætt síldarmjölsmagn. Það sé rétt, að aðal- stefnandi hafi gjarna viljað taka að sér að flytja umrætt mjöl, enda átt viðskipti við þetta fyrirtæki áður, en því fari víðs fjarri, enda algerlega Ósannað, að aðalstefnandi hafi skuldbundið sig til þessara flutninga, hvorki bréflega né munnlega. Ekki skuli því í móti mælt, að forráðamenn gagnstefnanda hafi litið svo á, að vegna góðvilja aðalstefnanda og viðleitni til þess að verða við óskum viðskiptavina sinna mundi þetta á einhvern hátt bjargast. En það verði að teljast ákaflega óvarlegt af fyrirtækinu að gera bindandi sölusamning um afurðir á grundvelli slíks trausts, og sé reyndar mjög vafasamt, að aðalstefnandi hefði viljað koma nálægt þessum viðskiptum, ef það hefði verið vitað í upphafi, að tafir á afgreiðslu mjölsins kynnu að valda seljanda vörunnar svo gífurlegu fjárhagstjóni, sem í ljós virðist vera komið. Ef aðalstefnanda hefði verið gert ljóst, að svo mikið lægi við og ef út af brygði, yrði það á ábyrgð þess fyrirtækis, þá hefði hann getað gert ráðstafanir til þess að fá mjölið flutt með öðrum hætti, ef ekki rættist úr um eigin flutningsmöguleika, og þannig getað firrt sig tjóni því, sem um var að ræða. Um hafi verið að ræða hjá gagnstefnanda bjartsýni, sem ekki hafi staðizt í raun- veruleikanum, og ekkert hafi komið fram í gögnum málsins, sem sanni, að annar eigi að bera ábyrgð á því, að sú bjartsýni rættist ekki, en sá, sem ól hana í brjósti og tók af henni allar viðskipta- legar skuldbindingar og afleiðingar. Kveðst aðalstefnandi því mótmæla allri ábyrgð á tjóni gagnstefnanda, en eins og fyrr greinir, mótmælir hann ekki fjárhæð tjónsins. Hins vegar telur aðalstefnandi, að gagnstefnandi sé ekki réttur aðili til að lög- sækja aðalstefnanda um bætur fyrir slíkt tjón, þar sem gagn- stefnandi hafi komið fram sem umboðsmaður seljenda við sölu mjölsins, en ekki raunverulegur seljandi. Sé þetta viðurkennt af gagnstefnanda. Beri því þegar af þeirri ástæðu að hafna kröf- um gagnstefnanda Í aðalsök og gagnsök. Hér að framan hafa skýrslur fyrirsvarsmannia aðilja og vitna verið raktar. Þar kemur fram, að aðalstefnandi hefur ekki haft góða reglu á bókunum á pöntunum, sem að jafnaði fóru fram í gegnum síma, enda hefur aðalstefnandi ekki getað lagt fram frumrit þeirra bókana, sem Pétur Einarsson kveðst hafa gert. 210 Svo sem fyrr er frá lýst, kveðst Pétur ekki hafa sjálfur tekið á móti pöntuninni frá Kaupmannahöfn þann 20. desember 1967, en það rými í skipinu, sem eftir var, áður en sú pöntun kom, hefði rúmað um 240 tonn af mjöli. Hörður G. Albertsson hefur staðhæft, að Pétur hafi þann 21. desember staðfest ósk hans um bókun á nefndum 380 tonnum samkvæmt bráðabirgðapöntun hans frá 19. sama mánaðar. Pétur Einarsson tók við margnefndum hleðslulista þann 27. desember án nokkurs fyrirvara, að séð verði. Þegar þetta er virt og framkoma Péturs Einarssonar gagnvart gagnstefnanda (að öðru leyti, verður, eins og sönnunarreglum er háttað, að líta svo á, að aðalstefnandi hafi vakið það traust hjá gagnstefnanda, að bindandi flutningssamningur hafi verið kom- inn á. Og verður það lagt til grundvallar. Gagnstefnandi hefur sjálfur komið fram sem aðili flutnings- samningsins, enda hefur aðalstefnandi beint kiöfum sínum um greiðslu á eftirstöðvum farmgjaldsins að gagnstefnanda. Gagn- stefnandi kom einnig fram sem seljandi gagnvart kaupanda mjölsins, Karl Engström A/S, samanber áðurgreindan kaup- samninig. Gagnstefnandi kveðst hafa greitt þær skaðabætur, sem til hafi stofnazt vegna vanefnda aðalstefnanda, og lagt fram skjöl því til sönnunar. Þeim staðhæfingum hefur ekki verið andmælt sérstaklega. Þegar þetta allt er virt, þá verður að líta svo á þrátt fyrir hið sérstæða réttarsamband gagnstefnanda og framleiðenda mjöls hér á landi, að gagnstefnandi geti sótt aðalstefnanda um endur- greiðslu á þeim skaðabótum, sem hann hefur greitt vegna þeirra vanefnda aðalstefnanda að taka ekki til flutnings öll þau 380 tonn af mjöli, sem hann samkvæmt framansögðu hafði skuld- bundið sig til, enda hefur aðalstefnandi, sem ekki hefur mót- mælt fjárhæð tjónsins, sannað, að gagnstefnandi hefði getað dregið úr tjóni þessu, eins og á stóð. Er í því sambandi rétt að minna á, að í telexskeytinu, sem Hörður Albert Guðmundsson sendi aðalstefnanda frá London þann 11. janúar 1968, er lýst ábyrgð á hendur aðalstefnanda, ef vanefndir yrðu á flutnings- loforðinu. Niðurstaða málsins verður þá sú, að taka ber til greina allar kröfur gagnstefnanda í aðalsök og gagnsök, þó þannig, að rétt þykir að reikna gagnstefnanda 7% ársvexti af kröfu hans í gagn- sökinni og miða upphafstíma vaxtakröfunnar frá 26. febrúar 1968, sbr. dómsskjal nr. 42, Fæst þessi niðurstaða með því, að 211 í aðalsök er skuldajafnað af gagnkröfu gagnstefnanda að svo miklu leyti sem nemur kröfu aðalstefnanda í frumstefnu. Verður gagnstefnanda því einnig dæmd sýkna í aðalsök. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ber að dæma aðal- stefnanda til að endurgreiða gagnstefnanda kr. 224.843.30. Svo sem fyrr er frá greint, hefur kröfu aðalstefnanda í framhalds- sökinni verið hafnað. Gagnstefnandi hefur viðurkennt að skulda aðalstefnanda eftir- stöðvar af flutningsgjaldinu fyrir umrædda sendingu, kr. 153.975.00, eins og Í stefnu aðalsakar greinir, svo og í viðbót flutningsgjald að fjárhæð kr. 10.052.00, eða samtals kr. 164.027.00. Mismunurinn, kr. 60.816.30 (224.843.30 =- 164.027.00), verður þá skuld aðalstefnanda wið gagnstefnanda. Samkvæmt kröfu gagn- stefnanda ber að skuldajafna gagnkröfu gagnstefnanda í aðalsök sem svarar stefnufjárhæð þeirrar sakar. Leiðir þetta til þess, að sýkna ber gagnstefnanda af kröfum aðalstefnanda í aðalsökinni, en Í gagnsökinni verður aðalstefnanda dæmt að greiða gagnstefn- anda kr. 60.816.30 með ársvöxtum, sem rétt þykir að reikna 7% frá 26. febrúar 1968 til greiðsludags. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Jóhanni J. Ólafssyni forstjóra og Guð- mundi Hjaltasyni skipstjóra. Dómsorð: Gagnstefnandi, firmað G. Albertsson, á að vera sýkn af kröfum aðalstefnanda, Hafskips h/f, í aðalsök og framhalds- sök. Aðalstefnandi greiði gagnstefnanda í gagnsök kr. 60.816.30 með 7% ársvöxtum frá 26. febrúar 1968 til greiðsludags innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður fellur niður. 212 Miðvikudaginn 11. marz 1970. Nr. 193/1969. Valdimar Karlsson (Kristinn Sigurjónsson hrl.) gegn. Jarlinum h/f (Áki Jakobsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Gengi. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi skaut máli þessu upphaflega til Hæstaréttar með stefnu 13. maí 1969, og var það þingfest í Hæstarétti 2. júní 1969. Hinn 1. október 1969 var málið fellt niður vegna útivistar af hendi áfrýjanda. Hann hefur skotið málinu af nýju til Hæstaréttar með stefnu 28. október 1969 samkvæmt 36. gr. laga nr. 57/1962 og krafizt þess, að honum verði einungis dæmt að greiða danskar kr. 12.436.60 í íslenzkum krónum eftir því gengi, sem gilti hinn 8. febrúar 1965, þ. e. ísl. kr. 77.565.09, ásamt 7% ársvöxtum frá 26. september 1967 til greiðsludags og svo að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Svo sem í héraðsdómi er lýst, varð stefndi fyrir útlátum á dönskum kr. 12.436.60 í Danmörku hinn 8. febrúar 1985 vegna smyglbrots áfrýjanda, sem var stýrimaður á m/s Jarl- inum. Í flutningi máls þessa í héraði hefur umboðsmaður áfrýjanda viðurkenni, að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða stefnda nefnda fjárhæð í dönskum krónum, en mótmælt þvi, að honum verði dæmt að greiða vexti. Er málflutningsyfir- lýsing þessi eigi andstæð ákvæðum laga nr. 71/1966. Ber því að taka skaðabótakröfu stefnda til greina og dæma áfrýj- anda til að greiða stefnda danskar kr. 12.436.60 ásamt 7% ársvöxtum frá 8. febrúar 1965 til greiðsludags og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 30.000.00. 213 Dómsorð: Áfrýjandi, Valdimar Karlsson, greiði stefnda, Jarlin- um h/f, danskar kr. 12.436.60 ásamt 7% ársvöxtum frá 8. febrúar 1965 til greiðsludags og svo málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, kr. 30.000.00, að viðlagðri að- för að lögum. Sératkvæði Benedikts Sisurjónssonar hæstaréttardómara. Áfrýjandi var stýrimaður á skipi stefnda á árunum 1964 og 1965. Í febrúarmánuði 1965 var skip þetta statt í Kaup- mannahöfn. Hinn 8. febrúar 1965 greiddi stefndi danskar kr. 12.436.60 vegna áfrýjanda. Var hér um að ræða sekt, er honum hafði verið gert að greiða í Danmörku vegna toll- lagabrots, og kostnað í sambandi við það mál. Er fjárhæðin viðurkennd af áfrýjanda. Fé til greiðslunnar virðist stefndi hafa fengið flutt frá Íslandi um sömu mundir. Var hér um að ræða viðskipti aðilja vistfastra á Íslandi. Að málavöxtum athuguðum og samkvæmt grunnreglum 1. og 3. mgr. 1. gr. laga nr. 71/1966 verður áfrýjanda ein- ungis dæmt að greiða stefnda fé þetta, danskar krónur 12.436.60, með íslenzkum krónum eftir gengi í Reykjavík 8. febrúar 1965. Viðurkenning áfrýjanda í greinargerð í hér- aði 17. október 1967 þykir eigi skipta hér máli, enda gengi danskrar krónu í Reykjavík þá eigi hærra en 8. febrúar 1965. Áfrýjanda ber að greiða vexti af hinu dæmda fé, 7% ársvexti frá 8. febrúar 1965. Eftir þessum úrslitum og þar sem áfrýjandi lét falla niður þingsókn í héraði, ber áfrýjanda að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilegur kr. 25.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Valdimar Karlsson, greiði stefnda, Jarlin- um h/f, danskar krónur 12.436.60 með islenzkum krón- um eftir gengi í Reykjavík 8. febrúar 1965 ásamt 7% 18 274 ársvöxtum frá 8. febrúar 1965 til greiðsludags og kr. 25.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. marz 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Jarlinn h/f hér í borg höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 3. október 1967, gegn Valdimar Karlssyni stýrimanni, Reynimel 92 hér í borg, „til greiðslu skuldar að upphæð danskar kr. 12.436.60 ásamt 9% ársvöxtum frá 8. febrúar 1965 til 12. júní s. á. og 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt mati réttarins“. Í greinargerð af hálfu stefnda eru þær kröfur gerðar, „að málskostnaður verði látinn niður falla, en að umbjóðanda mín- um verði gert að greiða stefnufjárhæðina, d. kr. 12.436.60, og ennfremur að vextir verði látnir niður falla. Umbjóðandi minn viðurkennir að skulda Jarlinum h.f. fjárhæð þessa, en telur sig eiga inni mun hærri fjárhæð vegna launa hjá Jarlinum h.f., þ. e. kr. 135.000.00. Af þeim sökum, að hann á inni hærri fjárhæð hjá Jarlinum h.f. en hann skuldar, telur hann, að málskostnaður og vextir eigi að falla niður“. Stefndi höfðaði gagnsök í málinu með gagnstefnu, dagsettri 17. október 1967 til greiðslu ógreiddra launa að fjárhæð kr. 135.000.00 auk 8% ársvaxta frá 1. marz 1965 til greiðsludags auk málskostnaðar. Gagnstefndi krafðist frávísunar á gagnsökinni, en hún var hafin vegna útivistar af hálfu gagnstefnanda. Stefnandi skýrir svo frá málavöxtum, að stefndi hafi verið stýrimaður á skipi stefnanda, m/s Jarlinum, er stefndi ásamt öðrum yfirmönnum skipsins hafi verið sekur fundinn um wvín- smygl í Kaupmannahöfn. Hafi stefndi verið settur í gæzluvarð- hald í 14 daga og síðan hafi hann gert réttarsátt 8. febrúar 1965 í Köbenhavns Byret um að greiða til danska ríkisins sekt, svikinn toll og afgjöld, danskar kr. 12.436.60. Samdægurs hafi stefnandi greitt fé þetta af hendi til þess að losa skipið. Krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða fé þetta. Svo sem áður greinir, hefur igagnsök stefnda verið hafin. Verður því ekki fjallað frekar um gagnkröfu þá, sem stefndi telur sig eiga á hendur stefnanda. 275 Stefndi hefur viðurkennt að skulda stefnanda hina umstefndu skuld. Ber því að taka kröfu stefnanda til greina ásamt vöxtum, eins og krafizt hefur verið. Rétt þykir, að stefndi greiði stefnanda kr. 14.000.00 í máls- kostnað. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Valdimar Karlsson, greiði stefnanda, Jarlinum h/f, danskar kr. 12.436.60 ásamt 9% ársvöxtum frá 8. febrúar 1965 til 12. júní s. á. og 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags og kr. 14.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 13. marz 1970. Nr. 61/1969. Sigurður Ármann Magnússon (Agnar Gústafsson hrl.) gegn Slippfélaginu í Reykjavík h/f (Guðjón Styrkársson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. marz 1969. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá héraðsdómi, en fil vara, að áfrýjandi verði sýknaður af öllum kröfum stefnda. Þá krefst hann máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir báðum dómum. Áfrýjandi reisir ómerkingar- og frávísunarkröfu sína á því, að honum hafi ekki verið löglega birt stefna í héraði. Hann eigi lögheimili á Seltjarnarnesi. Stefnan hafi ekki verið 276 birt fyrir áfrýjanda sjálfum, heldur fyrir starfsmanni verzl- unar, sem áfrýjandi eigi í sameign með öðrum, en starfi ekki hjá því fyrirtæki. Fyrir Hæstarétti hafa verið lögð fram nokkur ný gögn. Áfryjandi, sem á lögheimili á Barðaströnd 10, Seltjarnar- nesi í Kjósarsýslu, rekur smásöluverzlunina Nýbors, Hverf- isgötu 76, Reykjavík, með ótakmarkaðri ábyrð ásamt Aðal- steini Kristinssyni, Áfrýjandi hefur eftirlit með bókhaldi verzlunarinnar og hefur skrifstofu uppi á næstu hæð í sama húsi. Stefnan var birt starfsmanni verzlunarinnar. Var birtingin lögmæt, sbr. lög nr. 85/1936, 1. málsgrein 95. gr. og 2. málsgrein 96. gr. Stefna í héraði var gefin út 6. des- ember 1968 „með eins sólarhrings stefnufresti“, en þar sem hún var birt 9 dögum fyrir þingfestingu, verður stefnufrestur eigi talinn of skammur, sbr. lög nr. 85/1936, 3. málsgrein 99. gr. Verður ómerkingar- og frávísunarkrafan því eigi tekin til greina. Áfrýjandi er í máli þessu krafinn greiðslu á 20 þús. kr., er séu eftirstöðvar í viðskiptareikningi hans hjá stefnda. Samkvæmt tveim kvittunum, sem áfrýjandi hefur lagt fram, er þessi skuld greidd að fullu. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að þessar kvittanir varði eina og sömu greiðslu. Ber því að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda. Málskostnaður í héraði fellur niður, en í málskostnað fyrir Hæstarétti greiði áfrýjandi, er eigi sótti dómþing í héraði, stefnda kr. 9.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Sigurður Ármann Magnússon, skal vera sýkn af kröfum stefnda, Slippfélagsins í Reykjavík h/f. Málskostnaður í héraði fellur niður. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 9.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 271 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. desember 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 19. desember s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 10. desember s.l., af Slippfélaginu h/f, Mýrargötu, Reykjavík, gegn Sigurði Ármanni Magnússyni, Hverfisgötu 76, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 20.000.00 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 14. nóvember 1966 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera eftirstöðvar af viðskiptareikningi stefnda hjá stefnanda vegna vörukaupa, timb- urs o. fl., einnig smíði. Stefndi hafi í samtölum borið fyrir sig, að skuld þessi væri greidd, þar sem hann hafi kvittanir fyrir greiðslu þessara fjár- hæða. Stefnandi telji hins vegar, að skuldin sé ógreidd og stefndi hafi af misskilningi fengið tvær mismunandi kvittanir fyrir þess- ari greiðslu. Í greinargerð á dskj. nr. 2 segir stefnandi svo orðrétt: „Mála- vextir eru þeir, svo sem rakið er í stefnu, að stefndi telji sig hafa greitt skuldina að fullu og hafi hann í höndum kvittanir fyrir greiðslu þeirra fjárhæða, er hann verzlaði fyrir. Umbjóðandi minn telur hins vegar, að stefndi hafi fengið tvær kvittanir fyrir greiðslu á sömu tuttugu þúsund krónunum, þannig að Jón Gunnar, núverandi deildarstjóri umbj. míns, hafi gefið stefnda kvittun, sbr. rskj. nr. 3, fyrir greiðslu inn á reikning stefnda, sú kvittun hafi verið röng af misskilningi starfsmannsins (J. G.), enda hafi stefndi þá engan viðskiptareikning haft hjá fyrirtækinu. Hafi því síðar sama dag þáverandi deildarstjóri félagsins, Karl Guð- mundsson, sem lézt skömmu síðar, útbúið aðra kvittun, stað- greiðslukvittun, fyrir þeirri upphæð og einnig hafi hann fært þá upphæð með tilvitnun inn á útlánsnótu nr. 1310, rskj. nr. 6: „Innborgað samkvæmt nótu 3181 kr. 20.000.00%. Viðskiptareikn- ingur stefnda er fyrst stofnaður 16. júlí 1965. Stefndi mun fyrst í stað hafa viðurkennt skuld sína, nokkru síðar farið að tala um að fá afslátt af svo miklum viðskiptum, og síðast mun hann alveg hafa neitað að viðunkenna skuld þessa. Eins og fram kemur í reikningsyfirlitinu er skuld stefnda kr. 20.000.00 frá 14. nóvem- ber 1966 auk vaxta frá þeim degi“. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar 278 sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefnanda, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti. Eins og áður er sagt, hefur stefndi ekki sótt þing og engum andmælum hreyft, og verður því að dæma málið, eins og það liggur fyrir héraðsdómara sam- kvæmt fullyrðingum stefnanda. Málskostnaður ákveðst kr. 4.900.00. Ólafur B. Árnason, fulltrúi yfiríborgarðómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Ármann Magnússon, greiði stefnanda, Slippfélaginu h/f, kr. 20.000.00 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 14. nóvember 1966 til greiðsludags og kr. 4.900.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögibrtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 13. marz 1970. Nr. 138/1969. Björn G. Björnsson (Jóhannes Helgason hdl.) gegn Ástu Stefánsdóttur og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Gunnar Thoroddsen og prófessor Gauk- ur Jörundsson. Lifeyrisgreiðsla. Löghald. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. júlí 1969. Krefst hann þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagnáfrýjanda, að löghaldsgerðin frá 9. september 1968 verði felld úr gildi og að gagnáfrýj- anda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 279 Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hálfu með stefnu 7. ágúst 1969. Krefst hún þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða henni kr. 122.008.83 ásamt 12% árs- vöxtum af kr. 45.982.92 frá 31. desember 1966 til 1. april 1967, af kr. 57.817.95 frá þeim degi til 30. nóvember 1967, af kr. 89.378.03 frá þeim degi til 1. júlí 1968 og af kr. 122.008.83 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst gagn- áfrýjandi þess, að staðfest verði löghaldsgerðin frá 9. sept- ember 1968 til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Loks krefst hún málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta ákvæði hans um kr. 74.852.07 greiðslu úr hendi aðaláfrýjanda til gagnáfrýjanda ásamt vöxtum. Rétt þykir, að aðaláfrýj- andi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 25.000.00. Er löghalds- gerðin frá 9. september 1968 staðfest til tryggingar fjár- hæðum þessum, þó svo, að upphafstími vaxta reiknast frá 5. júlí 1968, eins og löghaldsserðin kveður á um. Dómsorð: Framangreint löghald er staðfest. Aðaláfrýjandi, Björn G. Björnsson, greiði gagnáfrýj- anda, Ástu Stefánsdóttur, kr. 74.852.07 ásami 7% árs- vöxtum af kr. 28.210.44 frá 1. janúar 1967 til 1. april 1967, af kr. 35.471.19 frá þeim degi til 1. desember 1967, af kr. 54.833.19 frá þeim degi til 1. júlí 1968 og af kr. 74.852.07 frá þeim degi til greiðsludass. Svo greiði aðal- áfrýjandi og gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarbings Reykjavíkur 30. júní 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 25. f. m., hefur Ásta Stefáns- dóttir frú, Hávallagötu 38 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi 280 Reykjavíkur með stefnu, birtri 10. september 1968, gegn Birni G. Björnssyni, Freyjugötu 43 hér í borg. Dómkröfur stefnanda eru nú þær, að stefnda verði dæmt að greiða kr. 122.008.83 með 12% ársvöxtum af kr. 45.982.92 frá 31. desember 1966 til 1. apríl 1967, af kr. 57.817.95 frá þeim degi til 30. nóvember 1967, af kr. 89.378.03 frá þeim degi til 1. júlí 1968 og af kr. 122.008.83 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Jafnframt er þess krafizt, að staðfest verði löghald, er gert var í fógetadómi Reykjavíkur 9. september 1988 til tryggingar ofangreindri skuld. Þá krefst stefnandi máls- kostnaðar, þar á meðal lóghaldskostnaðar að skaðlausu. Stefndi kirefst sýknu og að honum verði tildæmdur málskostn- aður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Málavextir eru þessir: Aðiljar málsins gengu í hjónaband 1. ágúst 1931. Með leyfis- bréfi, dags. 24. júní 1948, útgefnu af dómsmálaráðuneytinu, fengu hjónin leyfi til algers skilnaðar „með þeim skilmálum, að konan hafi forræði og annist framfærslu sonar þeirra Reynis, 14 ára, en maðurinn greiði meðlag með konunni kr. 700.00 auk verðlagsvísitölu 300 í næstu 5 ár frá 1. |þ. m. að telja, en þar eftir kr. 400.00 á mánuði sem verðlagsvísitölu. Meðlagið greiðist fyrir fram 1. hvers mánaðar, en fyrir yfirstandandi mánuð þegar í stað“. Áður, eða hinn 26. maí 1948, höfðu hjónin gert með sér skriflegt samkomulag um skilnaðarkjör. Í 4. gr. samningsins segir: „Maðurinn lofar að greiða í meðlag með konunni 700.00 kr. á mánuði í næstu 5 ár og síðan 400.00 kr. á mánuði, hvort tveggja auk dýrtíðaruppbótar, eins og hún er greidd á laun opin- berra starfsmanna. Verðlassvísitala er nú 300 stig. Meðlagsgreiðsl- ur þessar falla niður, ef konan stofnar til hjúskapar að nýju“. Jafnframt er tekið fram í samningnum, að stefndi greiði stefn- anda ekki meðlag með syni þeirra, en lofar að kosta menntun hans að öllu leyti. Þá skyldi fasteignin nr. 38 við Hávallagötu vera eign konunnar, en stefndi lofaði að greiða áhvílandi 1. veð- réttarskuld. Þá komu allir innanstokksmunir og búslóð á heimili hjónanna í hlut konunnar. Einnig fékk konan sparisjóðsinnstæðu í Útvegsbankanum svo og bifreiðina R 58. Stefndi ánafnaði syni Þeirra hlutabréf í Loftleiðum h/f ásamt fleiru. Jafnframt afhenti stefndi stefnanda líftryggingarskírteini og skuldbatt sig til þess að greiða iðgjald af því. Þá segir í samnimignum, að allar aðrar eignir félagsbúsins falli til stefnda, enda taki hann að sér að 281 greiða allar áhvílandi skuldir og skuldbindingar, þar á meðal skatta og opinber gjöld fyrir árið 1948. Á tímabilinu frá 1. marz 1949 til 1. janúar 1966 greiddi stefndi í lífeyrisgreiðslur til stefnanda samkvæmt áðurgreindri 4. gr. skilmálanna samtals kr. 464.419.16 að hans eigin sögn. Með bréfi, dags. 14. desember 1965, ritaði stefndi dómsmála- ráðuneytinu bréf. Þar segir m. a.: „En sjálfur fékk ég úr búinu aðeins hlutabréf í Sænsk-slenzka frystihúsinu h.f. að nafnverði kr. 50.000.00. Með hliðsjón af þeim eignum, sem konan fékk við búskipti, og þar sem ég hefi stofnað heimili á ný, vænti ég þess, að dómsmálaráðuneytið sjái sér fært að fella niður frá og með 1. október s.l. meðlagsgreiðslur með fyrrverandi konu minni“. Dómsmálaráðuneytið sendi stefnanda erindi þetta til umsagnar með bréfi, dags. 22. desember 1965. Stefnandi lét undan fallast að taka afstöðu til erindis þessa. Með bréfi, dags. 25. janúar 1966, ritaði dómsmálaráðuneytið stefnda svofellt bréf: „Eftir viðtöku bréfs yðar, dags. 14. f. m., þar sem þess er óskað, að fellt verði niður frá 1. október s.l. að telja ákvæði í leyfisbréfi til lögskilnaðar til yðar og frú Ástu Stefánsdóttur, útg. 24. júní 1948, um meðlagsgreiðslur til hennar af yðar hálfu, tilkynnist yður hér með, að ráðuneytið fellst á, að meðlagsgreiðslan falli niður frá 1. janúar 1966 að telja“. Lögmaður stefnanda ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf, dags. 22. apríl 1966, með beiðni um endurupptöku málsins. Varð dóms- málaráðuneytið ekki við þeim tilmælum án þess þó að skjalfesta þá neitun. Með bréfi, dags. 6. maí 1967, til fógetaréttar Reykja- víkur krafðist stefnandi lögtaks í eignum stefnda til tryggingar lífeyrisskuld, sem stefnandi taldi stefnda þá skulda samkvæmt áðurgreindu leyfisbréfi, tímabilið frá 1. janúar 1966 til 1. apríl 1967. Stefndi lét mæta í máli þessu í fógetaréttinum, og var málið þar sótt og warið af aðiljum. Kvað fógeti upp úrskurð í málinu 14. ágúst 1967 með þeirri niðurstöðu, að lögtak samkvæmt beiðni stefnanda skyldi ekki fara fram. Stefnandi áfrýjaði úr- skurði fógeta til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu 3. apríl 1968. Í forsendum dóms Hæstaréttar segir m. a.: „Í leyfis- bréfi til lögskilnaðar aðilja 24. júní 1948 staðfestir dómsmála- ráðuneytið ákvæði greinds samkomulags um lífeyrisgreiðslur stefnda. Með bréfi 25. janúar 1966 lýsti ráðuneytið því samkvæmt beiðni stefnda 14. desember 1965, „að meðlagsgreiðslan falli niður frá 1. janúar 1966 að telja“. Í þessari ákvörðun felst, að niður er felld staðfesting ráðuneytisins á lífeyrissamningi aðilja. 282 Að svo komnu fylgir lífeyriskröfu áfrýjanda eigi lögtaksréttur, sbr. 6. tölulið 1. gr. laga nr. 29/1885. Ber því að staðfesta niður- stöðu hins áfrýjaða úrskurðar“. Með bréfi, dags. 5. júlí 1968, ritaði stefnandi borgarfógeta- embættinu beiðni um löghald í eignum stefnda til tryggingar lít- eyrissktuld stefnda, kr. 125.953.84. Málið var því næst tekið fyrir í fógetarétti Reykjavíkur. Stefndi mótmælti hinu umbeðna löghaldi. Var ágreiningsefni það sótt og varið fyrir fógetaréttinum. Fógeti kvað upp úrskurð um íþað 9. september 1968, að löghaldið skyldi fram fara. Og sama dag lýsti fógeti yfir löghaldi í bifreiðinni R 313, Bronco, árgerð 1966, sem skráð var eign stefnda. Höfðaði stefnandi því næst mál þetta, svo sem fyrr er lýst. Með bréfi, dags. 23. apríl 1969, leitaði lögmaður stefnanda álits dómsmálaráðuneytisins á afgreiðslu þess á málinu á sínum tíma. Svarbréf ráðuneytisins, sem liggur frammi í málinu, er dags. 16. maí 1969. Það er svohljóðandi: „Ráðuneytið skírskotar til bréfs yðar, herra hæstaréttarlög- maður, dags. 23. f. m., þar sem óskað er greinargerðar um for- sendur fyrir úrskurði ráðuneytisins frá 25. janúar 1966, þar sem ákveðið er, að niður skyldi felld frá 1. janúar 1966 meðlags- greiðsla af hálfu Björns G. Björnssonar, Freyjugötu 43, Reykja- vík, til fyrrverandi eiginkonu hans, Ástu Stefánsdóttur, Hávalla- götu 38, er ákveðin hafði verið í leyffisbréfi til algers skilnaðar milli þeirra, útgefnu 24. júní 1948, sem hér með fylgir í afriti. Af þessu tilefni will ráðuneytið upplýsa eftirfarandi: Með bréfi, dags. 14. desember 1965, sem hér með fylgir í afriti, fór Björn G. Björnsson þess á leit, að umræddar meðlags- greiðslur yrðu felldar niður. Erindi þetta var sent Ástu Stefáns- dóttur til umsagnar hinn 22. desember 1965, en svar barst ekki frá hennar hálfu. Svo sem fram kemur í framangreindum af- ritum, er ekki í skilnaðarleytfisbréfinu né í erindi Björns G. Björnssonar um breytingu á því vísað til samnings milli umræddra aðilja um skilnaðarkjör, dags. 26. maí 1948, og lá hann ekki fyrir ráðuneytinu, er úrskurður ráðuneytisins um að fella meðlags- ákvæði skilnaðarleyfisbréfsins niður var gerður. Var því ekki með þeim úrskurði tekin afstað til þess samnings eða þess atriðis, hvort ráðuneytið teldi sig hafa heimild til að fella niður samn- inginn um réttargerning milli aðiljanna. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um fordæmi þess, að slík atriði hafi verið til meðferðar hjá ráðuneytinu“. 283 Stefnandi styður kröfur sínar þeim rökum, að dómsmálaráðu- neytið hafi ekki haft vald til þess að fella niður lífeyrisgreiðsl- una, sem stefndi gekkst undir að greiða með 4. gr. skilnaðar- skilmálanna. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu þá muni fulltrúi sá, er hafði málið til afgreiðslu, ekki hafa vitað, að lfeyrisgreiðslan war byggð á samningi, og því haldið, að málið heyrði undir 78. gr. laga nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar. Með því að hér sé um að ræða samning um lífeyri, heyri þetta mál undir 79. gr., 1. mgr., sömu laga. Dómsmálaráðuneytið hafi því enga heimild haft til þess að fella þennan samning úr gildi. Samkvæmt síðastgreindri lagagrein geti dómstólar hrundið skiln- aðarkjörum, ef bersýnilegt sé, að þau séu ósanngjörn, en frestur til málshöfðunar sé 6 mánuðir frá lögskilnaði. Sá frestur sé löngu út runninn og auk þess sé á það að líta, að það sé ekki rétt, að á hlut stefnanda hafi verið gengið við skilnaðinn, enda sé það með öllu ósannað. Dómsmálaráðuneytið hafi ekki viljað breyta hinni löglausu ákvörðun sinni. Sé málið því lagt fyrir dómstólana, en samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar skeri dómendur úr öll- um ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Beri því sam- kvæmt framansögðu að taka kröfur stefnanda til greina og dæma stefnda til að greiða stefnanda lífeyri samkvæmt margnefndri 4. gr. skilnaðarskilmálanna frá 1. janúar 1966 til 1. júlí 1968, svo sem krafizt hefur verið. Kröfu sína um sýknu styður stefndi þeim rökum, að ákvörðun stefnanda og stefnda um lífeyrisgreiðslu til stefnanda hafi verið lögð fyrir dómsmálaráðuneytið til staðfestingar. Það þýði, að dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað eða ákveðið lífeyrisgreiðsl- una. Í lögskilnaðarleyfinu sé beinlínis ákvarðað, að stefndi skyldi greiða fyrst kr. 700.00 á mánuði í 5 ár, en síðan kr. 400.00. Af þessu leiði, að stefnda hafi verið lögmætt að leita úrskurðar ráðuneytisins um niðurfellingu lífeyrisgreiðslna í samræmi við ákvæði 78. gr. laga nr. 39/1921, en hins vegar eigi 79. gr. sömu laga ekki við, því að hún varði aðeins það tilvik, þegar aðiljar gera með sér samning, sem ekki er lagður undir ráðuneytið til úrskurðar eða staðfestingar. Þar sem dómsmálaráðuneytið hafi, eftir að það hafði sent erindi stefnda um niðurfellingu lífeyris- greiðslna til stefnanda til umsagnar, en hún hafi svarað því með þögninni einni saman, úrskurðað, að stefndi skuli vera laus allra mála, hljóti slíkt að leiða til þess, að sýkna beri stefnda, en eins og 78. gr. nefndra laga sé orðuð, sé dómsmálaráðneytinu fengið frjálst mat á því, hvort ástæða sé til að breyta fyrri úrskurðum 284 eða ákvörðun um lífeyri, og eigi dómstólar ekki úrskurðarvald um lögmæti slíkrar ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins, með öðrum orðum ákvörðun dómsmálaráðuneytisins sé undir frjálsu mati þess sjálfs komin og þá sé það meginregla, að dómendur geti eigi hreyft við slíkri ákvörðun, nema til þess sé sérstök heimild í löggjöf, en í þessu tilviki sé ekki um slíka heimild að ræða. Þegar stefndi hafði samþykkt með undirskrift sinni undir skilnaðarkjarasamninginn að greiða stefnanda lífeyri, hafi það verið umfram lagaskyldu, sbr. 75. gr. nefndra laga. Stefndi hafi wiljað gera vel wið stefnanda, enda hafi stefnandi fengið svo til allar eignir búsins. Í hlut mannsins hafi aðeins komið hlutabréf í fyrirtæki því, sem stefndi vann hjá, að nafnverði kr. 50.000.00 og það sé firra, að jafnt hafi verið skipt með þeim stefnanda og stefnda. Þessi samningur hafi verið óeðlilegur, knúinn fram við annarlegar aðstæður, er stefnandi gerði kröfu um lögskilnað vegna hjúskaparbrots stefnda. Efnahagur stefnanda hafi farið batnandi með árunum, en efnahag stefnda hrakað. Það væri því ósanngjarnt að láta stefnda standa við samninginn ævilangt, sbr. meðal annars meginregluna í 10. gr. laga nr. 20/1923. Það sé að vísu rétt, að stefndi hafi samþykkt að greiða stefnanda ákveðna fjárhæð mánaðarlega í lífeyri, en í samningnum sé ekkert um Það, að hann hafi um alla framtíð afsalað sér rétti til þess að krefjast endurskoðunar. Það sé hvergi minnzt á það í samningn- um, að stefndi eigi að vera bundinn ævilangt. Það virðist einsætt, að þetta hafi átt að standa opið til endurskoðunar, enda í beztu samræmi wið þá meginreglu hjúskaparlaga, að allir slíkir samn- ingar milli hjóna um forræði barna, meðlagsgreiðslur og fram- færslueyri til maka séu háðir endurskoðun. Stefndi hefur lagt fram reikning yfir lífeyrisgreiðslur til stefnanda. Samkvæmt reikningnum telst stefnda svo til, að hann hafi greitt stefnanda samtals kr. 464.419.16 í lífeyri á tímabilinu maí 1948 til loka ársins 1965. Stefndi mótmælir útreikningi þeim, sem stefnandi leggur til grundvallar á lífeyriskröfu sinni í máli þessu. Sér- staklega mótmælir hann, að tilvikið B eigi við um lífeyriskröfu stefnanda. Stefndi bendir á, að með því að bera saman niðurstöðu- tölur á útreikningum þeim, sem stefnandi hefur lagt fram í mál- inu, og þá heildargreiðslu, kr. 464.419.16, sem hann kveðst hafa greitt stefnanda, þá komi í Tjós, að hann hafi ofgreitt stefnanda lífeyrisfé. Til vara sé þess því krafizt, að sá mismunur verði notaður til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda í málinu, ef svo ólíklega skyldi fara, að dómurinn tæki kröfu stefnanda til greina 285 að einhverju leyti eða öllu. Stefndi telur, að ef hliðsjón sé höfð af útreikningi A, sem rakinn hefur verið hér að framan, þá hafi hann átt að greiða á öllu tímabilinu ikr. 404.092.48. Mismunurinn á síðastgreindri tölu og fjárhæðinni kr. 464.419.16, sem hann kveðst hafa greitt, nemi kr. 60.326.68. Krefst hann þess, að sú fjárhæð komi þá til skuldajafnaðar við kröfur stefnanda. Sé út- reikningur B lagður til grundvallar, þá hafi hann átt að greiða kr. 451.701.37 á öllu tímabilinu. Miðað við þann útreikning sé mismunurinn kr. 12.717.79. Til þrautavara krefst stefndi þess, að sú fjárhæð verði lögð til grundvallar skuldajöfnuði. Að lokum mótmælir stefndi vaxtakröfu stefnanda sem allt of hárri. Upplýst er í málinu, að stefndi flutti af heimili aðiljanna haustið 1947. Er því haldið fram af hálfu stefnanda, að stefndi hafi verið búinn að taka upp sambúð með síðari konu sinni, Ragnhildi Kristjánsdóttur, þegar stefndi undirritaði skilnaðar- skilmálana hinn 26. maí 1948. Stefndi og Ragnhildur gengu í hjónaband 17. nóvember 1950. Hinn 21. febrúar 1968 undir- rituðu hjónin Ragnhildur Kristjánsdóttir og stefndi kaupmála, sem skrásettur var hjá borgarfógetaembættinu 18. apríl 1968. Í kaupmálanum segir: „1. Séreign mín, Ragnhildar Kristjánsdóttur, skal vera hús- eignin nr. 43 við Freyjugötu hér í borg ásamt öllu innbúi sam- kvæmt meðfylgjandi lista. Svo skal og vera séreign mín sá arður, sem kann að verða af eigninni, og sömuleiðis það, sem ég kann að kaupa fyrir eign þessa, ef ég kynni að selja hana. 2. Fari svo, að ég falli frá á undan eiginmanni mínum, Birni G. Björnssyni, skal séreign þessi teljast hjúskapareign mín, og ber þá að skipta henni samkvæmt gildandi lögum. Að öðru leyti fer um fjárhag okkar eftir almennum reglum“. Við hinn munnlega málflutning lagði lögmaður stefnanda fram vottorð Jóns Gunnlaugssonar, dagsett 19. júní 1969, svohljóð- andi: „Ásta Stefánsdóttir, f. 15/7 1905, Hávallagötu 38, Reykja- vík, er óvinnufær utan heimilis vegna liðagigtar“. Lögmaður stefnda mótmælti vottorðinu sem röngu og óstaðfestu. Í fyrstu málsgrein 79. gr. laga nr. 39/1921, sem stefnandi vitnar einkum til, segir: „Nú hafa hjón, vegna væntanlegs lögskilnaðar, komið sér saman um skiptingu eigna sinna, um bætur samkvæmt 74. gr. eða um framfærslu annars á hinu eða börnunum, og getur þá það hjónanna, er þykir hallað á sig, stefnt hinu fyrir dóm og dómarinn hrundið samningnum, ef hann er bersýnilega ósann- gjarn, enda sé mál höfðað innan 6 mánaða frá skilnaði“. 286 Það ákvæði 78. gr. laga nr. 39/1921, er stefndi byggir kröfur sínar á, er svohljóðandi: „Nú breytast kjör foreldra eða þörf barna, og má þá stjórnarráðið, krefjist annað foreldra þess, breyta ákvörðun um framfærslu foreldris á hinu eða börnunum“. Dómsmálaráðuneytið tók samkvæmt venju upp í leyfisbréfið ákvæði skilnaðarskilmála um lífeyrisgreiðslu. Í því fólst enginn úrskurður eða ákvörðun af hálfu ráðuneytisins um lífeyrisgreiðsl- una Í skilningi nefnds ákvæðis 78. gr. laga nr. 39/1921, sem hér á því ekki við. Aðiljar málsins höfðu gert með sér samkomulag, sem 79. gr. nefndra laga tekur til. Það var því ekki á valdi dóms- málaráðuneytisins að fella lífeyrisgreiðsluna niður, eins og á stóð. Ber því að meta þá ákvörðun ráðuneytisins ógilda, og er stefnandi alls óbundinn af henni, endia verður eigi á það fallizt með stefnda, að 10. gr. laga nr. 20/1923, sem fjallar um lífeyris- greiðslur milli hjóna, án þess að um skilnað sé að ræða, eigi hér við. Og þar sem stefndi hefur að öðru leyti ekki sannað neinar þær ástæður, sem hagga þessari niðurstöðu, þá ber að dæma stefnda til að greiða stefnanlda lífeyri fyrir tímabil það, sm um er krafið í málinu. Stefnandi sundurliðar lífeyriskröfu sína nú þannig: 1. Lífeyrir árið 1966, 12 mánuðir, kr. 3.831.91 á mánuði, .. .... .. „2 kr. 45.982.92 2. Lífeyrir mánuðina j janúar til nóvember 1967, 11 mánuðir, kr. 3.945.01 á mánuði, .. .. „2. — 43.395.11 3. Lífeyrir frá 1. desember 1967 til 1. júlí 1968, 8 mánuðir, kr. 4.078.85 á mánuði, .. .. .. .. .. .. — 32.630.80 Samtals kr. 122.008.83 Stefnandi byggir fjárhæðir lífeyrisgreiðslnanna á útreikningi Hrólfs Ásvaldssonar og Hagstofu Íslands. Í útreikningi Hagstofu Íslands, sem dagsettur er 31. október 1968, segir svo: „£00 kr. grunnlaun á mánuði 1. janúar 1948 eins og þau hefðu orðið samanlögð frá þeim tíma og til 30. nóvember 1968, ef þau hefðu fylgt verðlagsuppbót til opinberra starfsmanna á hverjum tíma (tilvik A). Auk þess er reiknað, hver launin hefðu orðið, ef þau hefðu fylgt breytingum vísitölu framfærslukostnaðar á tímabilinu 1/3 1960 til 31/5 1964 (tilvik B). 287 Vísitölur, sem við Greiðsla (kr.) á er miðað meðaltöl. mánuði skv. vísi- tölu, meðaltöl. A B A B 1/1 1948—28/2 1950 300 300 1200.00 1200.00 1/3 1950—31/12 1950 108.3331) 108.3331) 1300.00 1300.00 1951 131.00 131.00 1572.00 1572.00 1952 148.911 148.911 1786.93 1786.93 1953 157.25 157.25 1887.00 1887.00 1954 158.083 158.083 1897.00 1897.00 1955 162.250 162.250 1947.00 1947.00 1956 175.583 175.583 2107.00 — 2107.00 1957 180.667 180.667 2168.00 — 2168.00 1958 185.083 185.083 2221.00 2221.00 1959 177.25 177.25 2127.00 — 2127.00 1/1 1960—-28/2 1960 1752) 175?) 2100.00 2100.00 1/3 1960—31/12 1960 1003) 102.56 2100.00 2153.76 1961 100 107.40 2100.00 2255.40 1962 100 119.15 2100.00 — 2502.15 1963 100 134.61 2100.00 — 2826.81 1/1 1964—31/5 1964 100 156.81 2100.00 3293.01 1/6 1964—31/12 1964 100 1634) 2100.00 3423.00 1965 103.5075) 103.5075) 2173.65 3543.06 1966 111.946 111.946 2350.87 — 3831.91 1/1 1967—31/3 1967 115.25 115.25 2420.25 3945.01 1/4 1967—30/11 1967 115.25 115.25 2420.25 — 3945.01 1/12 1967—30/11 1968 119.16 119.16 2502.36 — 4078.85 1) Vísitölu 1/3 1950 breytt í 100 og öll laun með verðlagsuppbót frá þeim tíma gerð að grunnlaunum (lög nr. 22/1950). 2) Vísitölunni 1/3 1959 breytt í 100 (lög nr. 1/1959). 3) Verðlagsuppbót á laun afnumin frá 1/3 1960 (lög nr. 4/ 1960). Jafnframt voru laun, eins og þau voru þá að meðtalinni verðlagsuppbót, gerð að grunnlaunum (sbr. og lög nr. 1/1959). Allar launahækkanir á tímabilinu 1/3 1960 til 31/5 1964 voru hækkanir á grunnlaunum. Í dálkum merktum B er reiknuð sú hækkun, sem varð á vísitölu framfærslukostnaðar það tímabil, sem bannað var að greiða verðlagsuppbót á laun, þ. e. frá 1/3 1960 til 31/5 1964. 4) Grunnlaun teljast þau laun, er greidd voru, þegar vísitala framfærslukostnaður var 163, og reiknast verðlagsuppbót sam- 288 kvæmt hækkun frá kaupgreiðsluvísitölu 163, sbr. lög nr. 63/1964. 5) Með lögum nr. 70/1967 var ákiveðin niðurfelling laga nr. 63/1964 um verðtryggingu launa, og skyldi sú verðlagsuppbót gilda, sem greidd var Í desember 1967 (19.16%), þar til annað yrði ákveðið með samningum stéttarfélaga og samtaka vinnu- veitenda. Samkvæmt úrskurði Kjaradóms frá 21. júní 1968 fá opinberir starfsmenn greidda verðlagsuppbót á laun frá 1/4 1968, en þessi verðlagsuppbót er skert, og er í dag enginn á hærri launum. Í þessum útreikningi er ekki tekið tillit til þessarar verðlagsuppbótar“. Svo sem fram kemur í áðurgreindiri sundurliðun hjá stefnanda, bá miðar hann lífeyrisgreiðslurnar við tilvik B í útreikningi Hag- stofu Íslands. Svo sem fyrr er frá greint, hefur stefndi mótmælt því, að útreikningurinn í tilviki B eigi hér við. Það er áður fram komið, að samkvæmt 4. gr. samnings aðiljanna um skilnaðar- skilmála skyldi greiðslan miðast við „dýrtíðaruppbót, eins og hún er greidd á laun opinberra starfsmanna“. Í skýrslu Hagstofunnar, tilviki A, kemur fram útreikningur, sem við það er miðaður, sbr. þó athugasemd Hagstofunnar nr. 5 við útreikninginn. Eins og málflutningi aðiljanna er háttað, þykir bera að leggja til grundvallar nefndan útreikning, tilvik A, þrátt fyrir úrskurð Kjaradóms frá 21. júní 1968, sem kann að hafa í för með sér lítilsverð frávik á lífeyrisgreiðslum tímabilið 1. apríl til júlíloka 1968. Samkvæmt því reiknast lífeyrisgreiðsl- urnar þannig: 1. Allt árið 1966, 12 mánuðir, kr. 2.350.87 á mánuði, kr. 28.210.44 2.1/1 1967—30/11 1967, 11 mánuðir, kr. 2.420.25 á Mánuði, .. 0... — 26.622.75 3.1/12 1967—-31/7 1968, 8 mánuðir, kr. 2.502.36 á Mánuði, .. 2... 0... 2. — 20.018.88 Samtals kr. 74.852.07 Að því er varðar lækkunarkröfu stefnda, þá sést á yfirliti hans um greiðslur til stefnanda, dskj. nr. 6, að á tímabilinu frá 13. marz 1959 til ársloka 1965 hefur stefndi greitt í lífeyri til stefnanda kr. 2.100.00 á mánuði. Eru greiðslur þessar í heild fyrir síðastgreint tímabil lægri en útreikningur Hagstofunnar, tilvik 289 A, segir til um. Er því ljóst, að stefndi hefur ekki ofgreitt stefn- anda lífeyri á þessu tímabili. Með þessari athugasemd og þegar það er haft í huga, að viðurkennt er af stefnda, að hann hafi innt lífeyrisgreiðslurnar af hendi án nokkurs fyrirvara, þá eru eigi efni til að taka kröfu stefnda um lækkun vegna ofgreiðslu lífeyris fyrir 1. janúar 1966 til greina. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 74.852.07 ásamt vöxtum, sem með tilliti til málavaxta og kröfugerðar stefnanda þykir bera að reikna þannig: T% ársvexti af kr. 28.210.44 frá 1. janúar 1967 til 1. apríl s. á., af kr. 35.471.19 frá þeim degi til 1. desember s. á., af kr. 54.833.19 frá þeim degi til 1. júlí 1968 og af kr. 74.852.07 frá þeim degi til greiðsludags. Þegar málavextir í heild eru wirtir, þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda kr. 6.000.00 fupp í málskostnað. Löghald, sem gert var í fógetarétti Reykjavíkur 9. september 1968 og áður er lýst, er staðfest til tryggingar ofangreindum fjárhæðum. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðjóni Hansen tryggingafræðingi og Guðlaugi Þorvaldssyni prófessor. Dómsorð: Framangreint löghald er staðfest. Stefndi, Björn G. Björnsson, greiði stefnanda, Ástu Stefáns- dóttur, kr. 74.852.07 með 7% ársvöxtum af kr. 28.210.44 frá 1. janúar 1967 til 1. apríl s. á., af kr. 35.471.19 frá þeim degi til 1. desember s. á., af kr. 54.833.19 frá þeim degi til 1. júlí 1968 og af kr. 74.852.07 frá þeim degi til igreiðsludags og kr. 6.000.00 upp í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Löghaldsgerð fógetadóms Reykjavíkur 9. september 1968. Ár 1968, mánudaginn 9. september, var fógetaréttur Reykja- víkuir settur að Skólavörðustíg 12 og haldinn þar af fulltrúa yfir- borgarfógeta, Pétri Axel Jónssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir war tekið: Fógetaréttarmálið C-64/1968: Ásta Stefáns- dóttir gegn Birni G. Björnssyni. Mál þetta, sem hér er til úrskurðar, hófst, er umboðsmaður gerðarbeiðanda, Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður, ritaði 19 290 yfirborgarfógeta hinn 5. júlí 1968 löghaldsbeiðni, rskj. 1, þar sem hann fer fram á, að löghald verði lagt á eignir Björns G. Björnssonar fyrir upphæðinni kr. 125.953.84 með 12% ársvöxt- um frá 5. júlí 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar, gerðar- beiðanda að skaðlausu. Krafa þessi er sprottin vegna samkomulags, er þau Ásta og Björn gerðu með sér í skilnaðarmáli 2. maí 1948. Liggur nú fyrir að úrskurða, hvort löghaldið skuli ná fram að ganga. Í greinargerð umboðsmanns gerðarbeiðanda, Magnúsar Thor- lacius hæstaréttarlögmanns, sem lögð var fram í réttinum 19. júlí 1968, segir m. a.: „Þó að eigi fylgi lögtaksréttur lífeyris- kröfunni, þá sé ekki þar með sagt, að lífeyriskrafan sé felld niður, enda bresti dómsmálaráðuneytið vald til að breyta samn- ingi fullveðja aðilja um lífeyrisgreiðslur“. Í greinargerð umboðsmanns gerðarþola, Guðmundar 1. Sigurðs- sonar, sem lögð var fram í réttinum 29. júlí 1968, krefst hann, að synjað verði um framkvæmd löghaldsins og gerðarbeiðanda gert að greiða gerðarþola málskostnað. Enn fremur segir í greinargerð Guðmundar I. Sigurðssonar, að réttindi þau, sem gerðarbeiðandi ætli sér að tryggja, sæti ekki úrlausn dómstóla. Hæstaréttardómur, sem kveðinn var upp 3. apríl 1968 og Guð- mundur Ingvi Sigurðsson vitnar til í greinargerð sinni, tók að- eins afstöðu til þess, hvort löghaldsréttur væri fyrir hendi, og taldi Hæstiréttur svo ekki vera, en um það, hvort dómsmála- ráðuneytið hefði farið út fyrir embættistakmörk sín, var engin afstaða tekin. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram tryggingu í máli þessu, kr. 30.000.00, sem er í vörzlum fógeta. Að því athuguðu, að dómstólar hafa ekki fjallað um réttmæti kröfu þessarar og að samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar segir, að dómendur skeri úr um öll embættistakmörk yfirvalda, þykir rétt, að löghald þetta nái fram að ganga, þó að því tilskyldu, að trygging sú, sem lögð hefur verið fram, hækki um kr. 10.000.00, þ. e. í kr. 40.000.00. Umboðsmaður gerðarbeiðanda gerir kröfu um málskostnað skjólstæðing sínum að skaðlausu. Umboðsmaður gerðarþola gerir þær kröfur, að gerðarbeiðandi verði dæmdur til að greiða gerðarþola málskostnað samkvæmt ákvörðun dómsins. 291 Rétt þykir, að málskostnaður fyrir fógetadómi falli niður, enda verður að ætla, að fram komi kröfur um málskostnað í stað- festingarmáli. Því úrskurðast: Löghaldið skal fara fram á ábyrgð gerðarbeiðanda, og trygging til handa gerðarþola ákveðst kr. 40.000.00. Föstudaginn 13. marz 1970. Nr. 34/1970. Ákæruvaldið gegn Sveinbirni Gíslasyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhald. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Saksóknari rikisins hefur skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 18. febrúar 1970. Síðustu skjöl máls- ins bárust Hæstarétti 5. þ. m. Krefst saksóknari þess, að hinum kærða úrskurði verði breytt þannig, að ákærði sæti gæzluvarðhaldi, unz Hæstiréttur felli dóm í máli hans, en við uppsögu héraðsdóms í því máli hinn 13. febrúar 1970 var lýst yfir því af hálfu saksóknara, „að málinu verði skotið til Hæstaréttar“. Ákærði krefst þess aðallega, að kærumáli þessu verði vísað frá Hæstarétti, þar sem „saksóknara ríkisins bresti heimild að lögum til að kæra úrskurðinn“. Til vara krefst ákærði þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur með þeirri breytinigu, að fellt verði niður það ákvæði úrskurðarins, að honum sé „skylt að hafast við innan lögsagnarumdæma Gullbringu- og Kjósarsýslu, Reykjavíkur og Kópavogs og sæta eftirliti lögreglu“. Ákærði gerir þá þrautavarakröfu, að úrskurðurinn verði staðfestur með þeirri breytingu, að hann: 292 „megi einnig hafast við innan lögsagnarumdæma Hafnar- fjarðar og Keflavíkur“. Loks krefst ákærði kærumálskostn- aðar. Saksóknara ríkisins var heimil kæra samkvæmt ákvæð- um 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961, sbr. 1. migr. 13. gr. laga nr. 57 /1962. Eigi þykir vegna rannsóknar málsins bera brýna nauðsyn til að láta ákærða að svo stöddu sæta gæzluvarðhaldi. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Ekki eru efni til að dæma kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 13. febrúar 1970. Ár 1970, föstudaginn 13. febrúar, var úrskurður þessi kveðinn upp á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í dómsal hegningarhússins. Sveinbjörn Gíslason, Sækambi, Seltjarnarnesi, var 22. septem- ber 1969 ákærður fyrir brot gegn 211. gr. eða til vara gegn 211., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga svo og fyrir brot gegn 244. gr. sömu laga og gegn reglugerð 105/1936. Í dag hefur dómur gengið í máli þessu, og var Sveinbjörn sýkn- aður af ákærum um brot gegn 211. gr. og gegn 211. gr., sbr. 22. gr. hegningarlaga, ákæru fyrir brotið gegn 244. gr. hegningar- laga var vísað frá dómi, en fyrir brot gegn reglugerð 105/1936 var honum dæmd 10.000 króna sekt, er telst afplánuð með 10 dögum af gæzluvarðhaldsvist. Með málið fóru þrír sakadómarar, og stóðu tveir þeirra að nefndri niðurstöðu, Gunnlaugur Briem og Halldór Þorbjörnsson, en einn dómenda, dómsformaður, Þórður Björnsson yfirsakadómari, lagði til í atkvæði sínu, að Sveinbjörn yrði dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 22. gr. og 244. gr. hegningarlaga og gegn reglugerð 105/1936. Af hálfu ákæruvalds er því yfirlýst, að málinu verði skotið til Hæstaréttar, og þess jafnframt krafizt, að framlengd verði gæzluvarðhaldsvist Sveinbjörns Gíslasonar, unz hæstaréttardóm- ur ganlgi. Til vara er þess krafizt, að fyrir hann verði lagt að halda sig innan takmarka lögsagnarumdæmia Gullbringu- og Kjósarsýslu, Reykjavíkur og Kópavogs og jafnframt sæta sérstöku 293 eftirliti af hálfu lögreglu, unz dómur fellur í Hæstarétti. Verði niðurstöðu dómsins um þessi efni skotið til Hæstaréttar, er þess krafizt, að Sveinbjörn sæti gæzluvarðhaldi, unz niðurstöður Hæstaréttar að því leyti liggja fyrir. Samkvæmt framangreindri niðurstöðu dóms þykja ekki vera fyrir hendi skilyrði til framlengingar á gæzluvarðhaldsvist, unz hæstaréttardómur gengur. Ekki verður heldur tekin til greina krafa um framlengingu þess, unz úrlausn Hæstaréttar liggur fyrir, verði úrskurði þessum skotið til Hæstaréttar, enda virðist úrskurður um atriði sem þetta ekki sæta kæru til Hæstaréttar. Rétt þykir að ákveða, að Sveinbirni sé skylt, unz dómur Hæsta- réttar liggur fyrir, að halda sig innan takmarka áðurnefndra lög- sagnarumdæma og sæta lögreglueftirliti. Dómararnir Gunnlaugur Briem og Halldór Þorbjörnsson standa að þessari niðurstöðu. Því úrskurðast: Kröfur um framlengingu á gæzluvarðhaldi Sveinbjörns Gíslasonar verða ekki teknar til greina. Sveinbirni Gíslasyni skal, unz dómur Hæstaréttar í máli hans liggur fyrir, vera skylt að hafast við innan lögsagnar- umdæma Gullbringu- og Kjósarsýslu, Reykjavíkur og Kópa- vogs og sæta eftirliti lögreglu. Dómsformaður gerði eftirfarandi grein fyrir atkvæði sínu: „Með skírskotun til ákæru saksóknara ríkisins, sératkvæðis míns í málinu svo og til 1. og 4. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961 tel ég, að taka ætti til greina aðalkröfu ákæruvaldsins um framlengingu á gæzluvarðhaldsvist dómþola, Sveinbjörns Gíslasonar, þar til dómur Hæstaréttar gengur“. 294 Föstudaginn 13. marz 1970. Nr. 42/1970. Vökull h/f (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Kjartani Sveinssyni (enginn). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. febrúar 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. s. m. Stefndi áfrýjaði upphaflega með stefnu 17. nóvember 1969, en útivistardómur gekk í því máli 2. marz 1970. Var því ástæða til, að áfrýjandi bæri málið undir Hæstarétt, Áfrýjandi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti var ekki sótt þing af hálfu stefnda. Hann hafði ekki sent Hæstarétti greinargerð samkvæmt 44. gr laga nr. 57/1962. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr, 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Stefndi, Kjartan Sveinsson, greiði áfrýjanda, Vökli h/f, kr. 15.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. september 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 4. september s.l., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 24. júní s.l., af Vökli h/f, Hring- braut 121, Reykjavík, gegn Sveini Halldórssyni, Eskihlíð 12, Reykjavík, og Kjartani Sveinssyni, Ljósheimum 4, Reykjavík, til greiðslu víxla að fjárhæð samtals krónur 67.854.00, útgefinna 15. 295 desember 1967 af Guðna Halldórssyni og samþykktra af Sveini Halldórssyni til greiðslu í Búnaðarbanka Íslands og Verzlunar- banka Íslands h/f hér í bæ 25. júní 1968, 25. júlí 1968, 25. ágúst 1968 og 25. september 1968, 25. október 1968 og 25. desember 1968, en á víxlum þessum, sem woru afsagðir vegna greiðslufalls 27. júní 1968, 29. júlí 1968, 27. ágúst 1968, 27. september 1968, 28. október 1968 og 28. desember 1968, eru útgefandi og Kjartan Sveinsson ábekingar. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða fjárhæð víxlanna, kr. 67.854.00, með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 11.077.00 frá 25. júní 1968 til 25. júlí s. á., af kr. 22.241.00 frá þeim degi til 25. ágúst s. á., af kr. 33.492.00 frá þeim degi til 25. september s. á., af kir. 44.830.00 frá þeim degi til 25. október s. á., af íkr. 56.255.00 frá þeim degi til 25. desember s. á., en af kr. 67.854.00 frá þeim degi til greiðsludags, kr. 1.178.00 í stimpil-, banka- og afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu sam- kvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Stefnandi kveður, að engar kröfur séu gerðar á hendur útgefanda í máli þessu, en allur réttur áskil- inn. Stefndi Kjartan Sveinsson hefur látið sækja þing, en engum andmælum hreyft. Þingsókn féll síðan niður af hans hálfu. Stefndi Sveinn hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður íþá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem stefnandi hefur lagt fram frumrit víxlanna með löglegri heimild, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 9.800.00. Ólafur B. Árnason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Sveinn Halldórsson og Kjartan Sveinsson, greiði in soliðum stefnanda, Vökli h/f, Reykjavík, kr. 67.854.00 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af ikr. 11.077.00 frá 25. júní 1968 til 25. júlí s. á., af kr. 29. 241.00 frá þeim degi til 25. ágúst s. á., af kr. 33.492.00 frá þeim degi til 25. september s. á., af kr. 44.830.00 frá þeim degi til 25. október s. á., af kr. 56.255.00 frá þeim degi til 25. desember s. á., en af kr. 67.854.00 frá þeim degi til greiðslu- dags, kr. 1.178.00 í stimpil-, banka- og afsagnarkostnað og kr. 296 9.800.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 16. marz 1970. Nr. 20/1969. Ólafur Helgason (Sigurður Ólason hrl.) gegn Rögnu Aðalsteinsdóttur og Sigríði Aðalsteinsdóttur og (Bárður Jakobsson hrl.) Landbúnaðarráðherra til réttargæzlu, og gagnsök. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. febrúar 1969. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Að því er efni málsins varðar, krefst aðaláfrýjandi þess aðallega, að synjað verði um „innlausnarrétt til handa“ sagnáfrýjendum „að veiðiréttindum fyrir „hálfum Efstadal“ í Laugardal, Ögurhreppi“, en til vara, að hann verði sýknaður að svo stöddu af innlausnarkröfu gagnáfrýjenda. Til þrauta- vara krefst aðaláfrýjandi þess, „að innlausnarréttur taki ekki til veiði í Efstadalsvatni“. Þá gerir aðaláfrýjandi að lokum þá kröfu, að verði gagnáfrýjendur „taldir eiga inn- lausnarrétt að veiðinni, þá verði svo ákveðið“, að aðaláfrýj- andi „eigi endurkaupsrétt (innlausnarrétt) að jarðarhelmingi þeim eða eignarhluta, sem hér um ræðir“. Í öllum tilvikum hefur aðaláfrýjandi krafizt málskostnaðar úr hendi gagn- áfrýjenda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 22. 297 merz 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. s. m. Krefjast þær þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, en aðaláfrýj- anda dæmt að greiða þeim málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál, en gagnáfrýjendum var veitt gjafsókn í máli þessu fyrir Hæsta- rétti með bréfi dómsmálaráðuneytisins 4. júlí 1969. Gagnáfrýjendur hafa stefnt landbúnaðarráðherra til rétt- argæzlu með stefnu 5. marz 1969. Engar kröfur hafa verið gerðar á hendur réttargæzlustefnda, en hann hefur eigi sótt þing. Í máli þessu er fjallað um kröfu gagnáfrýjenda til að fá viðurkenndan innlausnar- og eignarrétt þeirra að veiðirétti fyrir hálfum Efstadal í Ögurhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu, „fyrir Laugardalsá og vötnum í Laugardal“. Mál þetta var í héraði rekið fyrir aukadómbþingi Ísafjarðar- sýslu á Ísafirði, að því er virðist með samþykki aðilja. Sam- kvæmt ákvæðum 78. gr., sbr. 72. gr. laga nr. 85/1936 skyldi mál þetta rekið fyrir héraðsdómi í Ögurhreppi, Norður-Ísa- fjarðarsýslu, og máttu aðiljar eigi semja um, að það skyldi rekið í annarri þinghá. Þegar af þessari ástæðu ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Það athugast, að mál þetta er mjög vanreifað. Gögn skortir um, að málsaðiljar séu þinglesnir eigendur jarðarinnar Efsta- dals. Ekkert er fram komið um veiði í vötnum þeim, sem um er fjallað í málinu, og á hvern hátt henni er ráðstafað. Eigi verður séð, að atvinnumálaráðherra hafi leitað álits aðaláfrýjanda, áður en (gagnáfrýjendum var veitt leyfi til að leysa til sín veiðiréttinn. Þá kemur eigi fram, að hinir dómkvöddu matsmenn hafi gefið aðiljum kost á að gæta réttar síns, áður en þeir framkvæmdu mat sitt, og ekki kemur fram í matsgerðinni, hvaða gögn lágu fyrir mats- mönnum og hvaða sjónarmið þeir lögðu til grundvallar við matsgerðina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Allur áfrýjunarkostnaður gagn- sakar (greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns gagnáfrýjenda fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. 298 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað frá héraðsdómi. „ Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Áfrýjunarkostnaður gagnsakar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns gagnáfrýjenda, Bárðar Jakobssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dómur aukadómþings Ísafjarðarsýslu 20. nóvember 1968, Ár 1968, miðvikudaginn 20. nóvember, var á aukadómþingi Ísa- fjarðarsýslu, Ögurhreppsþinghá, sem haldið var af Einari Gunnari Einarssyni fulltrúa í dómsal embættisins á Ísafirði, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var 4. október s.l. Mál þetta er höfðað fyrir aukadómþinginu með stefnu, útgef- inni 26. júní 1968, af Rögnu og Sigríði Aðalsteinsdætrum, Lauga- bóli, Ögurhreppi, Norður-Ísafjarðarsýslu, gegn Ólafi Helgasyni framkvæmdastjóra, Njörvasundi 36, Reykjavík, til þess að fá með dómi viðurkenndan innlausnar- og eignarrétt á weiðirétti fyrir hálfum Efstadal í Ögurhreppi fyrir Laugardalsá og vötnum í Laugardal í sama hreppi. Er þess krafizt, að stefnendum verði til- dæmt að fá að leysa til sín til eignar hinn umrædda veiðirétt, svo og er krafizt alls útlagðs kostnaðar sem og málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi gerði þær dómkröfur aðallega, að synjað verði um innlausnarrétt til handa stefnendum að veiðiréttindum fyrir hálf- um Efstadal í Laugardal, Ögurhreppi, til vara, að sýknað verði að svo stöddu. Til þrautavara krefst stefndi, að innlausnarréttur nái ekki til veiði í Efstadalsvatni, og til þrauta-þrautavara er þess krafizt, að verði stefnendur taldir eiga innlausnarrétt að veiðinni, þá verði svo ákveðið með dómi, að stefndi eigi endur- kaupsrétt (innlausnarrétt) að jarðarhelmingi þeim eða eignar- hluta, sem hér um ræðir. Þá krefst hann enn fremur málskostn- aðar eftir mati dómsins úr hendi beggja stefnenda in solidum, en til vara, að málskostnaður verði felldur niður. Aðiljar voru sammála um, að ekki væri nauðsynlegt að fara á vettvang, og enn fremur sammála um, að ekki væri nauðsyn fjölskipaðs dóms. 299 Sátta var leitað árangurslaust. Málavextir eru þessir: Með afsali, dags. 5. janúar 1942, seldi stefndi föður stefnenda, Aðalsteini Jónassyni, Laugabóli, Ögurhreppi í Norður-Ísafjarðar- sýslu, hálfa jörðina Efstadal í Laugardal, Ögurhreppi, Norður-Ísa- fjarðarsýslu, að undanteknum wveiðirétti Laugardalsár. Stefnendur, sem eru dætur Aðalsteins heitins Jónassonar, erfðu wið lát hans þann jarðarhluta, sem hér um ræðir, og eru sameig- endur að eigninni. Með bréfi, dags. 8. febrúar 1966, fóru stefn- endur fram á það við landbúnaðarráðherra, að hann samþykkti innlausn á ofangreindum wveiðirétti í Laugardalsá, sbr. 3. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 53/1957. Að fengnum meðmælum veiðimálanefndar og með skírskotun til nýgreindra lagaákvæða heimilaði landbúnaðarráðherra með bréfi, dags. 13. júní 1967 stefnendum að innleysa til sín veiðirétt í Laugardalsá, sem svarar til eignarhluta þeirra í jörðinni. Fóru stefnendur síðan fram á útnefningu matsmanna til að meta ofangreindan veiðirétt þann 12. desember 1967, sbr. XVI. kafla laga nr. 53/1957, og voru útnefndir 3 menn þann 6. febrúar 1968. Að vandlega athuguðu máli urðu matsmenn sammála um að meta umræddan veiðirétt á kr. 7.000.00. Stefndi óskaði ekki eftir yfirmati, en mótmælti matsgerðinni á þeirri forsendu, að hann samþykkti ekki innlausn veiðiréttinda nema samkvæmt dómi, að matið væri markleysa og of lágt að fjárhæð. Stefnendur telja, að þær eigi skilyrðislausan rétt til innlausnar veiðiréttinum gegn gjaldi samkvæmt framlögðu mati, kr. 7.000.00, enda heimili 3. gr. laga nr. 53/1957, áður sama grein laga nr. 112/1941, að leysa til sín hinn fráskilda veiðirétt, og telja þær, að öllum þeim skilyrðum, er lögin setja og settu fyrir innlausnar- réttinum, sé fullnægt af þeirra hálfu, svo sem umsögn veiðimála- nefndar og leyfi ráðherra, og skilyrði um, að % hlutar landeig- enda krefjist innlausnar, eigi ekki hér við. Þá telja þær, að frá- taka veiðiréttarins undan jarðarhlutanum hafi frá upphafi verið ólögleg samkvæmt þágildandi lögum um lax- og silungsveiði nr. 112/1941. Stefndi rökstyður kröfur sínar þannig, að innlausnarákvæði lax- og silungsveiðilaganna sé eignarnáms eðlis og þess vegna háð skilyrði stjórnarskrárinnar fyrir eignarnámi, að um almenn- ingsheill sé að ræða, sem ekki sé fullnægt hér, og bryti það í bág við ákvæði stjórnarskrárinnar, 67. gr., ef einum einstaklingi z væri heimiluð slík innlausn, eins og hér sé farið fram á. Stefndi 300 telur, að hér sé eingöngu um að ræða persónulega einkahagsmuni, sem gangi út yfir hagsmuni stefnda. Til þess að slíkar eigna- sviptingar séu löglegar, þurfi þær að ganga vítt og jafnt yfir og fleiri en einn aðili að eiga hlut að máli beggja vegna í sömu veiðigrennd og vísar til 3. gr. lax- og silungsveiðilaganna, þar sem tilskilið er, að %4 hlutar þeirra verði að krefjast innlausnar. Ekki sé heldur um að ræða almenningsþörf vegna friðunar eða fiskiræktar. Faðir stefnenda gerði ekki kröfu til, að veiðiréttindin fylgdu með í kaupum, því að hér hafi aðeins verið um að ræða sölu á íbeitar- og slægjuafnotum jarðarinnar og veiðiréttinum því ekki haldið undan við söluna. Forsenda fyrir sölunni hafi verið sú, að stefndi héldi veiðiréttinum, og er því gerð varakrafa um endurkaupsrétt. Hér sé ekki að ræða um sjálfstæða jörð og landareignin verði ekki nýtt, eins og almennt er um jarðir, enda um að ræða eyðijörð, og veiðirétturinn verði því alveg jafnt skil- inn frá jörðinni, hvort sem hann er í höndum stefnenda eða stefnda. Um sé að ræða óútskiptan hluta óbyggðrar jarðar, — í óskiptri sameign. Stefnendur geti því ekki tilgreint neina ákveðna „landareign“, sem innleysa á weiðirétt fyrir, og þess vegna ekki hægt að leggja efnisdóm á málið að svo stöddu og gerir því varakröfu um sýknun að svo stöddu. Áður hefur verið getið um mótmæli stefnda gegn matinu. Stefnendur hafa þegar fengið leyfi landbúnaðarráðherra, að fengnum meðmælum Veiðimálanefndar, til að innleysa umræddan veiðirétt, sem svarar til eignarhluta þeirra í jörðinni (hálfri) Efstadal, Ögurhreppi. Verður ekki séð, að ákvæðið um „% hluta eigenda“ eða stofnun veiðifélags komi í veg fyrir, að skil- yrðum til innlausnar á veiðiréttinum sé þegar fullnægt samkvæmt 3. gr. laga nr. 53/1957. Samkvæmt framansögðu þykir rétt að taka kröfu stefnenda um innlausn á veiðiréttinum í Laugarðalsá að hálfu til greina gegn greiðslu til stefnda samkvæmt matinu, kr. 7.000.00. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefnendur, Ragna og Sigríður Aðalsteinsdætur, hafa sem eigendur að hálfri jörðinni Efstadal í Ögurhreppi í Norður- Ísafjarðarsýslu rétt til innlausnar samkvæmt 3. gr. laga nr. 53/1957 á veiðirétti í Laugardalsá í Ögurhreppi, sem svarar til jarðarhluta þeirra, gegn greiðslu til stefnda, Ólafs Helga- sonar, á kr. 7.000.00. 301 Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innán fimmtán daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 16. marz 1970. Nr. 234/1969. Sveinn Gunnarsson (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Fiskanesi h/f (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. desember 1969. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 510.836.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 7. marz 1966 til greiðsludags. Þá krefst hann og, að viður- kenndur verði sjóveðréttur í m/b Geirfugli, GK 66, til trygg- ingar dæmdum fjárhæðum. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum áfrýjanda og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 9. október 1969 Mál þetta, sem dómtekið var hinn 24. september s.l., hefur Sveinn Gunnarsson, Morastöðum, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu, höfð- 302 að fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 25. október 1967, gegn Fiskanesi h/f, Mánagötu 9 í Grindavík, til greiðslu á skuld að fjárhæð kr. 437.025.00 með 7% ársvöxtum frá 7. marz 1966 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu og til viðurkenn- ingar á sjóveðrétti í m/b Geirfugli, GK 66, til tryggingar um- kröfðum fjárhæðum. Með framhaldsstefnu, útgefinni 19. septem- ber s.l., hefur stefnandi aukið wið kröfu sína, þannig að hún nemur kr. 510.836.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 7. marz 1966 til greiðsludags. Sem áður er krafizt málskostnaðar að skaðlausu og viðurkenningar á sjóveðrétti í m/b Geirfugli, GK 66, til trygg- ingar dæmdum fjárhæðum. Tryggingamiðstöðinni h/f er stefnt til réttargæzlu í málinu, en engar kröfur eru gerðar á hendur félaginu, og það hefur heldur engar kröfur gert. Af hálfu stefnda er aðallega krafizt sýknu af kröfum stefn- anda og málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins, en til vara lækkunar á kröfunum til verulegra muna og að málskostn- aður verði látinn niður falla. Málavextir eru þessir, en við lýsingu þeirra er einkum byggt á sjóferðaprófum, sem fram fóru 6. maí 1966 og 18. janúar 1967 og þá um borð í m/b Geirfugli, GK 66, og skoðuðu þá dómendur aðstæður allar um borð og afstöðu tækja og hluta, er máli skipta: Hinn "7. marz 1966, klukkan 1730, er m/b Geirfugl, GK 66, sem er eign stefnda, var að veiðum 14 sjómílur NNA frá Önd- verðarnesi, vildi það slys til, að stefnandi í máli þessu, sem var skipverji á bátnum, lenti með winstri handlegg í spilskífunni með (þeim afleiðingum, að framhandleggur brotnaði. Þegar slysið varð, var verið að draga þorskanet. Talsvert mikill sjór var og um 5 vindstig af ASA. Margir bátar voru á sömu slóðum og voru almennt að draga net sín. Til þess að draga netin var notað spil, sem staðsett var stjórnborðsmegin á þilfarinu fyrir framan miðjan bát skammt frá öldustokknum. Spilið var knúið af aðalvél bátsins með vökvaþrýstingi og hraða þess stjórn- að með ventli og stöng, er stóð upp úr þilfarinu rétt aftan við spilið, en nær borðstokknum. Einnig var hægt að stöðva spilið með því að taka það úr sambandi, „kúpla frá“, í stýrishúsi, en við gólf stýrishússins lá sveif, sem auðvelt var að stöðva spilið með með því að snúa henni um það bil þriðjung úr hring með fætinum. Lárétt ofan á spilinu var hjól, svonefnt netjaskífa. Var hún með rauf, sem þrenigdist inn á við. Á stjórnborðsöldustokk til hliðar við spilið var netjarúlla. Voru netin dregin af netjarúll- 303 unni eftir palli eða rennu, svonefndu greiðslustæði, sem lá framan við spilið, og síðan aftur eftir skipinu að stýrishúsi. Netjaskífan snerist rangsælis, og voru netin dregin þannig, að netjateinninn var felldur inn í raufina á skífunni. Á netjateininum voru steina- hankar, sem einnig gátu farið inn í raufina á skífunni. Aftan við spilið stóð svonefndur dráttarmaður og dró teininn af skíf- unni jafnóðum. Verður dráttarmaðurinn að gæta þess, að teinn- inn snúist ekki of langt með skífunni, því að þá lendir hann undir sjálfum sér og vefst utan um hana. Þegar það kemur fyrir, að teinninn wefst utan um spilið, tekst dráttarmanninum stund- um að losa hann með því að rykkja í hann, en takist ekki að losa hann þannig, verður að stöðva spilið til þess. Er stefnandi slasaðist, hafði hann starf dráttarmanns með höndum. Til hliðar við dráttarmanninn við netjarúlluna er venjulega annar maður, svonefndur rúllumaður, oftast stýrimaður, sem hefur m. a. það starf að lagfæra netið á rúllunni eftir þörfum og sjá um, að það fari rétt inn á netjaskífuna. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að hann hafi, er slysið varð, staðið aftan wið spilið og verið að draga af því, en þá hafi netja- teinninn festst í raufinni á netjaskífunni. Kvaðst hann hafa verið að hægja á spilinu með hægri hendi, er báturinn datt niður að framan. Við það létti á spilinu, og hraði þess jókst. Var vinstri handleggur hans um leið kominn í spilið, og snerist hann með því, að því er stefnandi taldi, nær heilan hring. Hann kvað eina trossu hafa werið dregna eftir það. Hann minnti, að stýrimaður- inn hefði verið við netjarúlluna og allavega hefði einhver af áhöfninni verið þar. Hann kvað hásetann Braga Ingvason hafa stöðvað spilið, enda haft betri aðstöðu til þess heldur en rúllu- maðurinn. Hann treysti sér ekki til að segja neitt um það, hvort Bragi hefði staðið við hlið sér eða hinum megin wið úrgreiðslu- stæðið, þannig að hann hefði þurft að hlaupa yfir bað. Hann kvaðst hafa haft nægt svigrúm við vinnu sína og hafa verið fjórar vertíðir á sjó. Hann kvaðst álíta, að netjaskífan hefði ekki verið Í góðu lagi, þannig að hún hafi haldið ýmist of fast eða of laust við. Hafi netin verið með ýmist sísal- eða gerviefnateinum og skipverjar orðið að breyta skífunni, þrengja eða víkka, eftir því, hvor tegundin dregin war. Við sjóferðaprófið 6. maí 1966 var lögð fram skýrsla skipstjór- ans, Dagbjarts Einarssonar, dagsett 15. marz 1966. Skýrir skip- stjórinn þar m. a. svo frá, að stefnandi, er hafði það starf að draga af spilinu, hafi hrasað, er kvika reið undir bátinn, er 304 verið var að draga síðustu trossuna, með þeim afleiðingum, að hann fór með handlegginn í spilið, svo að hann brotnaði. Skip- stjórinn staðfesti skýrsluna fyrir dómi, en kvað þó ekki rétt, að stefnandi hefði hrasað. Hann kvaðst hafa verið á stjórnpalli, er slysið varð. Hann kvaðst halda, að stýrimaðurinn Willard Ólafs- son, hefði verið við netjarúlluna, en Bragi Ingvason hefði staðið aftan til við hlið stefnanda. Hann kvaðst, er hann sá, að hand- leggur stefnanda fór í spilið, hafa snúið kúplingunni í brúnni einn þriðja úr hring með fætinum til að stöðva spilið, en Bragi hefði orðið fyrri til að stöðva það. Hann kvað spilið hafa verið stöðvað mjög fljótt, eftir að stefnandi lenti í því, og hefði hand- leggur hans ef til vill verið kominn hálfhring með spilinu. Hann kvað það vandamál hafa skapazt, er gerviteinar komu á markað- inn, að draga hefði þurft sitt á hvað net með sísalteinum eða gerviefnateinum. Kvaðst hann telja, að skífan á spilinu hefði þurft að wera og getað verið betri og ef til vill hefðu einhverjir skipstjórar verið með betri skífur. Vitnið Willard Ólafsson kvaðst hafa verið stýrimaður á m/b Geirfugli, GK 66, í umrætt sinn og hafa haft það starf með hönd- um, er netjatrossurnar voru dregnar um borð, að standa við rúlluna og hagræða teinunum og fiskinum. Hann kvaðst ekki hafa verið sjónarvottur að slysinu, heldur verið þá niðri í lest bátsins, en kvaðst þess fullviss, að annar maður hefði á meðan komið í sinn stað við rúlluna. Hann kvaðst halda, að slysið hafi orðið, er verið var að draga næstsíðasta eða síðasta netið í trossu, og eftir það hafi verið dregin inn ein trossa. Vitnið Bragi Ingvason skýrði svo frá, að hann hefði staðið við hlið stefnanda, er handleggur hans lenti í spilinu, en mundi ekki, hvort nokkur annar maður hefði staðið við rúlluna. Hann kvaðst hafa þurft lítið meira að gera en að teygja út hönd sína, er hann stöðvaði spilið, en ekki þurft að hlaupa yfir netjapall eða Úrgreiðslustæði. Hann kvaðst hafa stöðvað spilið, eins fljótt og hann gat, en þó hefði handleggur stefnanda, að hann minnti, verið kominn næstum (því heilan hring með spilinu. Hann mundi ekki, hvort teinn hefði festst í netjaskífunni, rétt áður en slysið varð, en kvað skífuna hafa haldið of fast við, er steinahankarnir komu í raufina. Hann kvað ýmist hafa verið sísalteina eða gervi- efnateina í hverri netjatrossu fyrir sig, en mundi ekki, hvor tegund teina var í netjum, sem verið var að draga, er slysið varð. Hann skýrði svo frá, að yfirleitt hefði þurft að breyta skífunni, þrengja eða víkka, eftir því, hvernig aðstæður voru við dráttinn, 305 þ. e. veður, dýpi, straumar, og hvort dregnir voru sísalteinar eða gerviefnateinar. Hann kvað sig muna, að sjór hefði verið fremur úfinn, er slysið var, en kvaðst ekki muna, hvort báturinn hefði í þann mund dottið niður að framan. Fram hefur verið lagt örorkumat frá 25. júlí 1967, sem gert hefur Stefán Guðnason tryggingalæknir. Í álitsgerð læknisins segir m. a.! „Slasaði fór til rannsóknar og meðferðar í Slysavarðstofu Reykjavíkur, og liggur fyrir vottorð Sverris Bergmanns læknis, dags. 19. apríl 1966, svohljóðandi: „Þann 8. marz s.l. kom hingað Sveinn Gunnarsson, sjóm., Í. 26. 2. 1943, til heimilis að Morastöðum í Kjós. Sveinn kemur hingað kl. 08.20, en daginn áður, um kl. 15.00, hafði Sveinn lent með vinstri handlegg í spili um borð í skipi því, er hann er starfandi á. Sveinn hefur glögg broteinkenni á vinstri framhandlegg, og sýnir rtg.mynd, að sveifarbeinið er brotið í miðju, en hefur nær ekkert gengið úr skorðum. Hann er því settur í gipsumbúðir, án þess að þurfi að hreyfa við brotinu. Sveinn hefur síðan komið hingað til eftirlits fjórum sinnum og var hér síðast 2. apríl s.1. Rtg.mynd sýndi þá, að brotið hefst vel við, situr eðlilega og er að gróa. Hins vegar er brotið ekki fullgróið, enda hefur Sveinn einkenni án umbúða. Hann er því enn í gipsumbúðum. Svona brot getur orðið allt að 12 vikum að gróa, og Sveinn kemur hingað til eftirlits“. Slasaði hafði gipsumbúðir um handlegginn til 14. maí 1966 og kom að sögn síðast í Slysavarðstofuna 28. maí 1966. Hann var óvinnufær til 30. júní 1966, og eftir það gat hann aðeins unnið smádútl á heimili sínu í sveit, kauplaust að sögn, og telur sig tæpast hafa verið matvinnung. Hann fór svo 9. september 1966 að vinna sem háseti á m.s. Laxá og hefir síðan unnið fulla vinnu á sjó og Í sveit. Fyrir liggur vottorð Friðriks Sveinssonar héraðslæknis, Reykja- lundi, dags. 20. janúar 1967, svohljóðandi: „Undirritaður læknir hefir í dag skoðað hr. Svein Gunnarsson, f. 26. 2. 1943, Morastöðum, Kjós. Hann slasaðist þann 7. marz 1966, er v. framhandleggur lenti í spili, sem slasaði var að vinna við um borð í m.b. Geirfugli, GK 66, úti á miðum. Hann var stundaður af læknum Slysavarðstofu Reykjavíkur. Hóf vinnu um borð í m.s. Laxá hinn 9. sept. 1966. 20 306 Núverandi ástand: Áberandi meiri sveigja á v. framhandlegg en á þeim hægri. Kraftur virðist eðlilegur og vöðvar ekki rýrari. Húðskyn eðlilegt. Langatöng v. handar devierar óeðlilega til hliðar. Hefur svo verið, síðan slysið henti, og ekki lagazt kraftur í fingrum eðlilega. Slasaði telur, að hann þreytist fyrr í hinum slasaða handlegg, og kveðst ennþá fá þreytuverki í hann, ef hann reynir fast á hann eða tekur skyndilega á. D.u.s. Friðrik Sveinsson“. Slasaði kom til skoðunar til undirritaðs 7. 4. og 21. 4. 1967. Hann kvartar um, að hann þreytist óeðlilega fljótt í meidda handlimnum og segist fá seyðingsverk í hann, einkum við og eftir vissa vinnu, t. d. við að vinda. Byrjar verkurinn um úln- liðinn og leggur upp handlegginn. Sýnileg sveigja er á vinstri framhandlegg, lateral angulation um 5“. Hreyfingar í liðum lims- ins eru góðar, nema vantar um 5“ í fulla supination framhand- leggsins, og kraftar góðir. Langatöng vinstri handar, sem einnig meiddist, nær ekki alveg fullri réttingu og er sveigð dálítið til hliðar. Þá liggur fyrir lýsing á röntgenmynd af hinum meidda hand- legg slasaða, tekinni í röntgendeild Borgarspítalans 11. maí 1967, svolátandi: „Vinstri framhandleggur: 7/3 1966 hefur sjúklingur fengið þverfracturu í gegnum radiusskaptið, ca. 10 cm distalt við capi- tulum radii. Fracturan er þá með corticalisbreiddardislocation ulnart, og í henni eru tvö intermediafragmina, annað, sem liggur dorsalt og er vinklað um rúma corticalisbreidd út úr beininu að ofanveru, og hitt, sem liggur ulnart og virðist vera án dislokation- ar. Við kontrollrannsókn 16. 4. er situs í þessari fracturu óbreytt- ur, og sést enginn callus. Á röntgenrannsókn, sem gerð er 14. 5. 1966, er kominn talsverður endosteal og periosteal callus og corti- calishakið í fracturunni að útfyllast. Status núna, 11. 5. 1967, er sá, að fracturan er algjörlega gróin og órofið corticalis, en dálítið þykknað radialt, lítilsháttar útbungun á beininu á fracturu- staðnum, bæði wolart og dorsalt, en engin einkenni um pseud- arthrosu eða önnur missmíði en það, sem lýst er. ÁB/hj.“. Slasaði kom enn til skoðunar til undirritaðs 28. júní 1967. Líðan er að sögn alveg óbreytt í handlimnum, og skoðun er einnig alveg óbreytt. 307 Ályktun: Um er að ræða 24 ára gamlan sjómann og verkamann, sem varð fyrir slysi við vinnu sína á sjó fyrir 1 ári og nær 5 mán- uðum síðan og hlaut þá brot á vinstra framhandlegg og meiðsli á vinstri löngutöng. Hann var alveg óvinnufær af afleiðingum slyssins til 30. júní 1966 og vinnugeta hans verulega skert til 9. september 1966. Síðan hafa afleiðingar slyssins bagað slasaða nokkuð við vinnu, einkanlega þá, sem beita þarf vinstri hendi við. Tæpast er hægt að búast við frekari bata en orðinn er á af- leiðingum meiðslisins, og þykir því tímabært að meta nú örorku slasaða af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega metin sem hér segir: Frá 7. marz 1966 til 30. júní 1966 .. .. .. .. -- 100% — 1. júlí 1966 til 9. september 1966 .. .. .. .. 75% — 10. september 1966 varanlega .. .. .. 2... 109%“. Samkvæmt úrskurði, uppkveðnum 20. janúar 1969, war beiðst umsagnar Læknaráðs um örorku stefnanda. Ályktun Læknaráðs, dagsett 23. apríl 1969, hljóðar svo: „Læknaráð fellst á Örorkumat Stefáns Guðnasonar tryggingalæknis, eins og það kemur fram í álitsgerð hans, dags. 25. júlí 1967“. Guðjón Hansen tryggingafræðingur gerði útreikning varðandi örorkutjón stefnanda í september 1967 og endurskoðaði útreikn- inginn í september 1969. Skýrir hann frá niðurstöðum sínum í bréfum til lögmanns stefnanda, dagsettum 25. september 1967 og 4. september 1969. Í fyrra bréfi Guðjóns Hansens segir m. a.: „Sveinn Gunnarsson er sagður fæddur 26. febrúar 1943 og hefur samkvæmt því verið 23 ára að aldri, er hann varð fyrir slysi því, sem hér um ræðir. Í örorkumatsgerðinni kemur fram, að hann sé sjómaður og verkamaður að atvinnu, og af óstað- festum ljósritum skattframtala hans fyrir starfsárin 1963—1965 virðist mér koma fram, að winnutekjur hans þau ár skiptist Þannig: Ár Tekjur af Aðrar Samtals fiskveiðum vinnutekjur 1963 .. kr. 136.308.00 kr. 12.552.00 kr. 148.860.00 1964 .. — 278.275.00 — 0.00 — 278.275.00 1965 .. — 84.932.00 — 44.417.00 — 129.349.00 308 Til vinnutekna hafa hér auk launatekna verið taldar tekjur af sauðfjárrækt árið 1963, kr. 2.695.00. Tvennt veldur því, að ofangreindar tekjuupplýsingar geta virzt ótraustur grundvöllur undir áætlun vinnutekna í framtíðinni, annars vegar aldur Sveins og hins vegar hin misjafna afkoma hans þau þrjú ár, sem hér um ræðir. Þótt Sveinn hafi verið að- eins tæpra 20 ára að aldri í ársbyrjun 1963, hefur hann haft góðar tekjur það ár, ef borið er saman við meðalvinnutekjur verkamanna og sjómanna samkvæmt úrtaksrannsókn skattfram- tala. Hinn lági aldur virðist því ekki vera því til fyrirstöðu, að notast megi við upplýsingar um winnutekjur þrjú ár fyrir slysið, svo sem venjulega er gert. Hitt er ljóst, að grundvöllurinn verður ótryggari fyrir þá sök, hve geysimikill munur er á vinnutekjum frá ári til árs, einkum árin 1964 og 1965. Við slíkum sveiflum má þó búast hjá þeim, sem stunda fiskveiðar, ekki sízt, ef þær eru stundaðar mjög mislengi á ári. Sveinn er talinn hafa verið slysa- tryggður á fiskiskipi 40 vikur árið 1963, 32 vikur árið 1964 og 13 vikur árið 1965. Með hliðsjón af framanrituðu hefi ég lagt fram vinnutekjur Sveins starfsárin 1963—-1965, eins og þær hafa hér verið tilgreind- ar, til grundvallar útreikningi á tapi vinnutekna. Tekjur af fisk- veiðum hef ég umreiknað til kauplags, eins og það hefur verið frá slysdegi til þessa, með tilliti til breytinga á fiskverði á vetrar- vertíð, en við umreikning annarra vinnutekna hefur verið stuðzt við breytingar á almennum taxta Dagsbrúnar í Reykjavík. Um- reiknaðar á þennan hátt reiknast mér meðalvinnutekjur á ári verða sem hér segir: Frá slysdegi til31/5 1966 .. .. .. kr. 232.454.00 Frá 1/6 til 30/6 1966 .. .. .. .. — 233.350.00 Frá 1/7 til 31/8 1966 .. .. .. .. — 234.183.00 Frá 1/9 til31/12 1966 .. .. ., ... — 234.581.00 Eftir þann tíma .. .. .. .. .. .. — 251.344.00 Miðað við þann tekjugrundvöll, sem hér hefur verið lýst, reikn- ast mér verðmæti tapaðra vinnutekna á slysdegi nema: Vegna tímabundins orkutaps til 9. sept. 1966 kr. 103.145.00 Vegna varanlegs orkutaps eftir þann tíma .. — 322.559.00 Samtals kr. 425.704.00 309 Við útreikninginn hefur ekki verið tekið tillit til bóta (dag- peninga og aflahlutar), er slasaði kann að hafa fengið vegna slyssins frá Tryggingastofnun ríkisins. Reiknað er með 7% töflum um starfsorkulíkur, samræmdum eftirlifendatöflum íslenzkra karla 1951—1960“. Í síðarnefndu bréfi Guðjóns Hansens segir m. a. „Fiskverð á vetrarvertíð, sem umreikningur tekna af fiskveið- um. miðaðist við, hefur hækkað tvívegis, þ. e. í ársbyrjun 1968 og í ársbyrjun 1969. Þá hefur verðlagsuppbót á kauptaxta verka- manna breytzt 7 sinnum frá því í septembermánuði 1967, í fyrsta sinn 1. desember 1967 og nú síðast 1. þ. m. Áætla verður, hve miklu þessi hækkun verðlagsuppbótar nemur eftir 18. marz 1968, þar eð hún er mismunandi eftir því, hvort um dagvinnu, eftir- vinnu eða næturvinnu er að ræða, svo og eftir því, hve hár dag- vinnutaxtinn er. Er hér áætlað, að full uppbót komi á 85% tekna Sveins af vinnu í landi. Samkvæmt ofanrituðu helst tekjugrundvöllur fyrri útreiknings óbreyttur til nóvemberloka 1967, en síðan reiknast mér hinar umreiknuðu meðalárstekjur verða sem hér segir: Frá 1/12 til 31/12 1967 .. .. .. íkr. 252.193.00 Frá 1/1 til 18/3 1968 .. .. .. .. — 2'74.824.00 Frá 19/3 til 31/5 1968 .. .. .. — 275.484.00 Frá 1/6 til 31/8 1968 .. .. .. .. — 275.788.00 Frá 1/9 til30/11 1968 .. .. .. .. — 276.099.00 Frá 1/12 til 31/12 1968 .. .. .. — 277.322.00 Frá 1/1 til 19/5 1969 .. .. .. .. — 297.237.00 Frá 20/5 til 31/8 1969 „. .. .. — 299.878.00 Eftir þann tíma .. .. .. .. .. — 300.648.00 Þegar tillit er tekið til þeirra breytinga á tekjugrundvellinum, sem hér hefur verið lýst, reiknast mér verðmæti tapaðra vinnu- tekna á slysdegi verða sem hér segir: Vegna tímabundins orkutaps til 9. september 1966 kr. 103.145.00 Vegna varanlegs orkutaps eftir þann tíma .. .. .. — 377.729.00 Samtals kr. 480.874.00 Á yfirstandandi ári hefur verið samið um lífeyrisréttindi frá næstkomandi áramótum bæði fyrir bátasjómenn og verkamenn. 310 Eftir er að ákveða bótagreiðslur, en framlag vinnuveitenda á að nema 6% af kauptryggingu hjá sjómönnum og dagvinnutekjum hjá verkamönnum (í fyrstu verður framlagið þó lægra). Séu lífeyrisréttindi þessi talin jafngilda 6% hækkun dagvinnutekna og séu dagvinnutekjur reiknaðar 144 þús. kr. á ári, reiknast mér verðmæti tapaðra vinnutekna hækka af þeim sökum um kr. 8.641.00 frá því, sem að ofan greinir“. Stefnandi reisir fébótaábyrgð stefnda á því, að skífan á spilinu, netjaskífan, hafi verið gölluð og hafi það valdið slysinu, en á gölluðum tækjum beri stefndi bótaábyrgð, enda hafi verið um hættulegt werk að ræða. Bótakröfu sína sundurliðar stefnandi þannig: 1. Útlagður kostnaður .. .. .. .. .. .. .. .. kr. 7.321.00 2. Örorkubætur .. .. .. .. .. 2... .. 2. 2. — 489.515.00 3. Fyrir þjáningar .. .. .. .. .. .. .. .. .. — 25.000.00 Kr. 521.836.00 —- greitt af Tryggingastofnun ríkisins .. .. .. — 11.000.00 Kr. 510.836.00 Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að hvorki verði vanbúnaði skips né mistökum skipshafnar um slysið kennt. Stefnandi hafi ekkki sýnt fram á neina þá galla á búnaði skipsins, spili eða öðru, sem valdi almennri skaðabótaábyrgð, eða mistök annarra skip- verja, sem útgerðarmaður beri húsbóndaábyrgð á. Almennt sé talið og viðurkennt af dómstólum, að vinna um borð í fiskiskipum falli ekki undir hættulegan atvinnurekstur, þannig að útgerðar- maður beri ekki objektiva ábyrgð á þeim slysum, sem verða um borð. Þegar atvik að slysi þessu eru wirt, telur dómurinn, að það hafi orðið fyrir óhappatilvik, er kvika reið undir m/b Geirfugl, GK 66. Við það datt báturinn niður að framan, og hraði spilsins jókst við það, að á því létti. Stefnandi war að hægja á spilinu með hægri hendi, en vinstri handleggur lenti í netjaskífunni. Samkvæmt skýrslu stefnanda hafði netjateinninn festst í rauf netjaskífunnar, en um það er hann einn til frásagnar. Ósannað er, að það atvik hafi orsakað slysið eða að það verði rakið til galla á netjaskífunni. Ekki hefur verið sýnt fram á neina þá galla á búnaði skipsins, sem valdi almennri skaðabótaábyrgð. Þá 31l verður slysið heldur ekki talið þess eðlis, að reglum skaðabóta- réttar um hættulegan atvinnurekstur verði beitt. Telja werður því, að slysið hafi orðið fyrir óhappatilvik, sem stefnandi sem reyndur sjómaður mátti vera viðbúinn og warazt, en að það verði ekki rakið til vanbúnaðar skipsins eða annarrar áhættu, sem stefndi beri ábyrgð á. Verður krafa stefnda um sýknu því tekin til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Sigurður Hallur Stefánsson, fulltrúi sýslumanns, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Jónatan Sveinssyni og Þorsteini Einarssyni, fyrrum skipstjórum. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Fiskanes h/f, skal vera sýkn af kröfum stefnand- ans, Sveins Gunnarssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 18. marz 1970. Nr. 224/1969. Byggingasamvinnufélag atvinnubifreiða. stjóra í Reykjavík og nágrenni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn Sigurði Magnússyni og gagnsök (Kristinn Einarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. UÚtburðarmál. Dómur Hæstaréttar. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. nóvember 1969 og krafizt þess, að gagnáfrýjandi verði með fógetagerð borinn út úr íbúð á annarri hæð til vinstri að Kóngsbakka 12 hér í borg. Þá krefst hann máls- 312 kostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 17. des- ember 1969. Krefst hann þess, að synjað verði um útburð þann, sem krafizt er á hendur honum, og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðiljar máls þessa deila m. a. um reiknings- og skulda- skil vegna íbúðar þeirrar, er að framan getur. Ber mál þetta því eigi undir fógetadóm, og verður hinn áfrýjaði úrskurður staðfestur að niðurstöðu til og svo ákvæði hans um máls- kostnað. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostn- að fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Byggingasamvinnufélag atvinnubif- reiðastjóra í Reykjavík og nágrenni, greiði gagnáfrýj- anda, Sigurði Magnússyni, málskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 10. nóvember 1969. Af hálfu gerðarbeiðanda, Byggingasamvinnufélags atvinnubif- reiðastjóra (B.S.A.B.) eru þær réttarkröfur gerðar, að gerðarþoli Sigurður Marinó Magnússon, verði borinn út úr íbúð, er hann hefur undanfarið hafzt við í í húsinu nr. 12 við Kóngsbakka hér í borg. Málskostnaðar er krafizt úr hendi gerðarþola. Gerðarþoli hefur mótmælt framgangi hinnar umbeðnu útburð- argerðar. Hann hefur krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarbeiðanda. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, sem fór fram 31. október s.l. Í máli þessu liggur fyrir sem rskj. 3 byggingarsamningur á þessa leið: „Byggingarsamningur. Við undirritaðir, Byggingasamvinnufélag atvinnubifreiðastjóra Reykjavíkur og nágrennis (skammst. B.S.A.B.) annars vegar og 313 hr. Sigurður Magnússon, Stóragerði 10, Reykjavík, meðlimur B.S.A.B., félagi í 4. byggingarflokki félagsins, hins vegar gerum með okkur svofelldan byggingarsamning: 1. gr. B.S.A.B. tekur að sér að reisa íbúð fyrir með-undirritaðan, hr. Sigurð Magnússon, á 2. hæð til v. í húsinu nr. 12 við Kóngs- bakíka, Breiðholtshverfi í Reykjavík. Frágangur skal í aðaldráttum vera þannig: Hitalögn sameigin- leg, hreinlætistæki frágengin. Þvottaaðstaða fylgir íbúðinni. Í gluggum skal vera tvöfalt gler. Íbúðin skal vera tilbúin undir málningu og allt sameiginlegt utan húss og innan fullgert. Allt það, er B.S.A.B. tekur að sér að gera samkvæmi þessu, skal gert í samræmi við uppdrætti og verklýsingar Þorvalds Kristmundssonar, arkitekts, og verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen s.f. 2. gr. B.S.A.B. tekur einnig að sér að þekja lóð hússins, þ. e. rykbinda hana, ganga frá barnaleikvelli, gangstéttum, bílageymslum, bíla- stæðum o. s. frv., svo og að kaupa venjuleg leiktæki á barnaleik- völl. En gera verður sérstaka skrá um fyrirkomulag á greiðslum í viðbót við ákvæði 5. greinar þessa samnings. 3. gr. Verkið er unnið að öllu leyti fyrir kostnaðarverð, þ. e. án allrar álagningar af hálfu B.S.A.B. eða annarra, þó þannig, að sameiginlegur kostnaður, svo sem uppdrættir allir, umsjónarlaun, samningagerðir, útboðskostnaður, eftirlit, efnisaðdrættir og út- veganir og annar óumflýjanlegur kostnaður vegna byggingar- flokksins, jafnast niður á byggingarflokkinn í heild í réttum hlut- föllum, þar á meðal á íbúð meðundirritaðs miðað við verðmæti hennar. 4. gr. Verð íbúðar meðundirritaðs félagsmanns skal miðast við hlui- fallslega stærð hennar, þ. e. skiptilega sameign hans í fasteign- inni allri, sbr. lög nr. 19 24. apríl 1959 um sameign fjölbýlishúsa. 5. gr. Undirritaður byggingarfélagi 4. byggingarflokks hagar greiðsl- um sínum til stjórnar B.S.A.B. í sambandi við ofangreindar fram- kvæmdir sem hér segir: ð14 1. Hann greiðir við undirskrift þessa samnings fram- lag, sem svarar kr. 1.000.00 pr. m? í eignarhluta sínum í húsinu .. ... - kr. 157.000.00 2.Hann greiðir miðað við framgang verks þessa samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar vegna skuld- bindingar hennar: 10. október 1967 .. .. .. .. ........ 0. 2. 2... — 120.000.00 10. janúar 1968 .. .. .. .. 2... 0... 2. 2. 2. — 120.000.00 10. apríl 1968 .. .. .. ......0. 0... 2. — 120.000.00 10. júlí 1968 .. .. .......0... 2... 2. 2. 2. — 120.000.00 10. október 1968 .. .. .. 2... 2... 2. 0. 2... — 120.000.00 10. janúar 1969 .. .. .. 2... 2. 2. 2. 2. 2. 2. — 120.000.00 10. marz 1969 .. .. .... 0... 0... — 80.000.00 Fyrri hluta húsn.m.stjórnarláns — 170.000.00 3. Hugsanlegar eftirstöðvar af kostnaðarverði íbúðarinnar með tilheyrandi samkvæmt samningi þessum greiðist eftir nánari ákvörðun félagsstjórnar. 6. igr. Félagar byggingarflokksins geta kosið úr sínum hópi þrjá menn til þess að fylgjast sérstaklega með öllum fjárreiðum byggingar- flokksins auk hinnar venjulega árlegu endurskoðunar, enda er stjórn B.S.A.B. skylt að halda saman öllum fylgiskjölum, íþar til slík sérstök endurskoðun hefur farið fram eða menn hafa í orði eða verki afsalað sér rétti til hennar. 7. gr. Undirritaður félagsmaður í 4. byggingarflokki felur stjórn B.S.A.B. að kaupa af sínum hluta hæfilega ábyrgðartryggingu (briðja manns tryggingu) vegna þessara byggingarframkvæmda auk venjulegra trygginga á húsinu í smíðum og efni og tækjum á vinnustað, og telst iðgjaldið til reglulegs byggingarkostnaðar. 8. gr. Ef undirritaður meðlimur 4. byggingarflokks B.S.A.B. getur ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt þessum samningi eða kýs af öðrum ástæðum að draga sig í hlé, áður en smíði íbúðarinnar er lokið og hann hefur veitt henni viðtöku, skal stjórn félagsins ráðstafa íbúð hans í samræmi við lög félagsins og endur- greiða honum framlag sitt án vaxta að viðbættri hækkun sam- kvæmt húsbyggingavísitölu, en að frádregnum umboðslaunum, auglýsingum og öðrum óhjákvæmilegum kostnaði. 315 9. gr. Undirritaður félagsmaður 4. byggingarflokks skuldbindur sig til þess að hlíta settum reglum um alla sámeign í kjallara, sbr. lög nr. 19 24. apríl 1959. 10. gr. Allt varðandi framkvæmd ofangreinds verks skal fara eftir meginreglum laga nr. 19 24. apríl 1959 um sameign fjölbýlishúsa eftir því sem við á. 11. gr. Rísi mál út af þessum samning má reka það fyrir bæjarþingi Reykjavíkur án milligöngu sáttamanna. 12. gr. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða frumritum og heldur hvor aðili sínu eintaki. Þessu til staðfestu ritum við nöfn okkar í viðurvist tveggja vitundarvotta. Reykjavík, 27. 7. 1967. BSF. Atvinnubifreiðastjóra Óskar Jónsson Sigurður Magnússon. Vitundarvottar: Guðm. J. Ottósson“. Gerðarbeiðandi skýrir svo frá, og vísast þar jafnframt til fram- burðar Einars Jónssonar, verkstjóra við byggingu B.S.A.B. við Kóngsbakka 1—15 og 2—16, að gerðarþoli, Sigurður Magnússon, hafi fengið afhentan lykil að útihurð hússins Kóngsbakka 12 nú í sumar s.l. Þá hafi engin hurð verið komin að íbúðinni, er Sig- urður átti að fá á 2. hæð t. v., en verkstjórinn, Einar Jónsson, hafi fyrir þrábeiðni Sigurðar leyft honum að setja flekahurð fyrir íbúðina, enda hafi Einar fengið lykil að henni, svo að vinna mætti halda þar áfram. Í skjóli þessarar aðstöðu hafi gerðarþoli síðan að því er virðist flutt húsmuni sína ýmsa inn Í íbúðina. Óskar Jónsson, formaður B.S.A.B., segir, að hann hafi ekki komizt á snoðir um þessar athafnir gerðarþola til að leggja undir sig íbúðina fyrr en u. þ. b. 25. ágúst s.l., er hann hitti gerðarþola og konu hans í íbúðinni, og kveðst Óskar hafa mótmælt þessu atferli við þau og síðan hafa gefið verkstjóra fyrirmæli um að hafa íbúð- ina framvegis læsta. Einar verkstjóri Jónsson kveðst ekki vita með vissu, hvenær gerðarþoli flutti inn, en einn morgun í septem- 316 ber s.l., líkast til 8. þess mánaðar, er átti að fara að vinna í íbúð- inni, hafi nefnd bráðabirgðahurð verið læst og sýnilega hafi verið búið að skipta um skrá. Er hér var komið, hafi íbúð Sigurðar ekki verið fullgerð, eftir hafi verið að setja innihurðir og setja handlista á altan. Þessar athafnir gerðarþola hafi verið kærðar til saka. Gerðar- þoli hafi alls engan rétt haft, hvernig sem á málið sé litið, til að taka íbúð þessa til afnota. Hann hefði að sjálfsögðu átt að leita til dómstóla, ef hann hefði talið sig vanhaldinn um þetta atriði, til að fá sig settan inn, en hann hafi farið þá leið að brjótast inn í húsnæði þetta. Hann hafi að auki alls engan rétt haft til að fá afnot íbúðarinnar á þessu stigi máls. Fyrst og fremst hafi íbúðin verið í byggingu og þinglesin eign gerðarbeiðanda. Að vísu sé ekki sérstaklega samið um ástand íbúðar, er hún skuli afhent, en auð- vitað eigi hún að vera fullgerð og komi þetta beinlínis fram í samningnum. Ef félögum í byggingafélagi, þar sem eru tugir íbúða í smíðum, eigi að haldast slíkar aðfarir uppi, sé allsendis útilokað að hafa handastjórn á framkvæmdum í slíkum félögum. Af hálfu gerðarbeiðanda er vísað til fundargerðar frá 25. ágúst s.1. Þar er bókað, að gerðarþoli hafi ekki viljað fallast á að láta félaginu í té umboð til að taka síðari hluta húsnæðismálastjórnar- láns og hafi félagið þá enga tryggingu fyrir þeirri hækkun, sem nú sé ljóst, að verða muni á íbúð og muni nema u. þ. b. 9% hækk- un á áætluðu verði, og var fastmælum bundið á fundi þessum að leyfa gerðarþola engin afnot af íbúðinni, nema hann setti fulla tryggingu fyrir þessum mismun. Nú skýrir gerðarbeiðandi svo frá, að gerðarþoli hafi neitað að setja nýnefnda tryggingu. Hann sé auk þess sem að ofan getur í óbættum sökum við félagið og eigi þaðan af minni rétt til að troða því um tær. Gerðarþoli vefengir öll þau sjónarmið gerðarbeiðanda, sem fram hafa komið og að framan er lýst. Hann minnir á greiðslu- ákvæði 5. greinar byggingarsamningsins á rskj. 3 og kveðst hafa staðið í skilum með allar þar greindar fjárhæðir, kr. 957.000.00 í peningum, og er það ekki vefengt af hálfu gerðarbeiðanda, og hinn 16. september s.l. afhenti hann fógetaréttinum sparisjóðsbók við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis með innstæðu kr. 170.007.00, þó með þeim áskilnaði, að hann mætti taka bókina aftur, hvenær sem honum sýndist, en þá til þess að deponera inn- stæðunni, enda verði þá eftirfarandi skilyrðum fullnægt af hálfu gerðarbeiðanda: Að gerðarbeiðandi gefi út veðleyfi til handa öl“ gerðarþola til lántöku hjá Veðdeild Landsbankans fyrir allt að kr. 380.000.00 og að gerðarbeiðandi gangi frá íbúðinni samkvæmt skyldum þeim, sem hann tók á sig í byggingarsamningi, og að hann gefi út afsal fyrir hinni nú umdeildu íbúð. Þegar á þetta sé litið, sé vafalaust, að gerðarþoli hafi sýnt getu og wilja til að standa við skyldur sínar samkvæmt byggingarsamningnum og eigi hann vegna þessa atriðis eingöngu fullan rétt til að taka íbúðina til afnota. Þar við bætist, að gerðarbeiðandi hafi í júnímánuði s.i. afhent gerðarþola lykil að útidyrahurð hússins, verkstjóri hans sam- þykkt að gerðarþoli fengi að setja hurð fyrir íbúðina. Þá hafi gerðarþola verið öldungis rétt að líta svo á, að honum hefði verið afhent íbúðin og að hann hefði rétt til þess að flytja búslóð sína inn í hana, sem hann og hafi gert, og það alveg mótmælalaust af hálfu gerðarbeiðanda. Þannig hafi fram farið um skeið án ágreinings, en allt í einu hafi gerðarbeiðandi skotizt til og látið fjarlægja flekahurð þá, er gerðarþoli hafi sett fyrir íbúðina, og sett aðra í hennar stað og þverneitað að láta í té lykla nema þá með svofelldu móti, að gerðarþoli væri búinn að setja tryggingu fyrir hugsanlegri hækkun á verði íbúðarinnar. Gerðarþoli kveðst nú hafa tjáð forráðamönnum gerðarbeiðanda, að hann vildi sjá þau gögn, sem rökstyðddu boðaða hækkun á íbúðarverðinu, og jafnframt kveðst hann hafa boðið fram kr. 170.000.00, enda fengi hann jafnframt veðleyfi fyrir láni að upp- hæð kr. 380.000.00, en árangurslaust með öllu. Gerðarþoli kveðst nú ekki hafa átt annars kost en að ná að- gangi að íbúðinni um svalahurð, enda verið á götunni með konu og þrjú börn, enda íbúðin eign hans. Gerðarþoli leggur megin- áherzlu á það, að byggingarsamningur tekur svo til orða, að B.S.ABB. taki að sér að byggja íbúð þessa „fyrir hann“. Eina atriðið í samningum aðilja, sem segi fyrir um ástand íbúðarinnar við afhendingu, sé að finna í 1. grein og sé það á þá leið, að íbúðin skuli vera af byggjanda hálfu tilbúin undir málningu, en með því að félagsmenn hafi mátt sjá um málingu sjálfir, merki þetta það, að þá er gerðarboli fékk aðgang að íbúðinni, hafi það út af fyrir sig merkt afhendingu íbúðarinnar. Hann hafi fengið staðfestingu á þessu með fyrirvaralausu leyfi til að setja hurð að íbúðinni og átölulaust hafi verið, að hann flytti þar inn. Hann hafi og verið búinn að uppfylla skyldur sínar og í réttar- haldi 23. september s.l. hafi hann skorað á umboðsmann gerðar- beiðanda að leggja fram gögn, sem sanni rétt gerðarbeiðanda til 318 að krefjast 9% álags á kostnaðarverð það, er rskj. 3 tiltekur, en. svör hafi ekki komið fram. Það verður ekki talið, að (gerðarþoli hafi mátt líta á það sem fullnaðarafhendingu íbúðarinnar til sín, þó að hann fengi af- hentan lykil að útidyrum eða þó að starfsmaður gerðarbeiðanda leyfði honum að setja bráðabirgðahurð að forstofu. Verður ekki komizt hjá að álíta, að gerðarþoli hafi lagt undir sig íbúðina, fyrr en hann hafði formlegan rétt til þess. Síðan 'gerist það, að gerðar- beiðandi lætur skipta um læsingu að inngangsdyrum að íbúðinni, en gerðarþoli sniðgengur þá lokun og hefur hafzt við í íbúðinni síðar. Það verður ekki fallizt á það, að það út af fyrir sig sé út- burðarástæða, þó að gerðarþoli hafi tekið sér þann rétt, sem hann Þóttist eiga. Það verður að athuga, hver staða gerðarþola var gagnvart gerðarbeiðanda, er hann tók á sitt eindæmi íbúðina til afnota, og enn fremur, hver staða hans var, er mál þetta var tekið til úrskurðar, sem sé: Í byggingarsamvinnufélagi þessu er þannig um hnúta búið, að félagið tekur að sér að byggja ákveðna íbúð fyrir félagsmann. Það liggur ljóst fyrir, hver sú íbúð var, sem gerðarþoli átti að verða eigandi að: íbúð á 2. hæð til vinstri í Kóngsbakka 12. Telja verður, að eignarréttarlegur réttur gerðarþola til þessarar húseignar íhafi stofnazt við (gerð byggingarsamningsins og að hann verði ekki frá gerðarþola tekinn nema fyrir þau atvik, sem samkvæmt almennum reglum mundu heimila gerðarbeiðanda riftun á samningi: fyrst og fremst vanskil á umsömdum fjár- greiðslum, í öðru lagi einhver sú framkoma hans, er gerði gerðar- beiðanda stórlega erfitt og óþægilegt að efna sínar skyldur, og má t. d. nefna, að gerðarþoli flytti í ótíma inn í húsnæðið og gerði starfsmönnum gerðarbeiðanda um skör erfitt fyrir að gegna smíðum sínum. Það liggur fyrir í máli þessu, að þá er gerðarþoli flytur inn í íbúðina, er aðeins eftir að setja innihurðir, þétta með hurðum og setja handlista á altan. Var þannig lítið að snúast í íbúðinni á þessum tíma og engar líkur til, að návist vandamanna gerðar- Þola yrði starfsmönnum gerðarbeiðanda til óviðunandi trafala. Varðandi fjármunalega stöðu gerðarþola gagnvart gerðarbeið- anda, þá tiltekur byggingarsamningur nákvæmlega greiðsluskyld- ur gerðarþola í tölum. Er ómótmælt af gerðarbeiðanda hálfu, að gerðarþoli hafi borgað þær upphæðir, sem þar eru taldar, og 319 varðandi þær kr. 170 þúsund, sem síðast getur á listanum, hefur gerðarþoli lagt þær inn til fógetaréttarins með því fororði, að hann geti tekið þær þaðan undir vissum skilyrðum, en þá aðeins í því skyni að deponera þeim á nafn gerðarbeiðanda. Verður ekki komizt hjá að telja, að gerðarþoli hafi að öllu sýnt fram getu sína til að standa í skilum við gerðarbeiðanda, að því er þær fjárhæðir áhrærir, sem byggingarsamningur tekur til berum orð- um. Í 5. grein byggingarsamningsins er áskilnaður um hækkun á byggingarkostnaði, sem félagar um samvinnu þessa verða að bera, Hefur gerðarbeiðandi nú kveðið upp úr um það, að hækk- un verði um 9% frá upphaflega ákveðnu kostnaðarverði. For- ráðamenn gerðarbeiðanda hafa þó ekki fengizt til að leggja fram töluleg gögn um þessa hækkun. Þykir því ekki rétt að telja gerðar- þola til víta í útburðarmáli þessu, að hann hefur ekki lagt fram fjármuni eða tryggingu fyrir þessari hækkun. Þegar á þetta er litið, þykir ekki rétt að telja, að grundvöllur sé fyrir útburði með beinni fógetagerð. Málskostnaður á að falla niður. Því úrskurðast: Gerð þessi fer ekki fram. Málskostnaður fellur niður. 320 Mánudaginn 23. marz 1970. Nr. 213/1969. Trausti Jónsson (Guðjón Steingrímsson hrl.) Segn Íslenzkum Aðalverktökum s/f (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þessu hefur áfrýjandi skotið til Hæstaréttar með stefnu 11. nóvember 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 16. október 1969, Í Hæstarétti hefur komið fram, að annar samdómenda, Indriði Níelsson húsasmíðameistari, er í varastjórn Samein- aðra verktaka h/f, en eignarhluti þess í hinu stefnda sam- eignarfélagi er helmingur. Samdómandinn mátti því eigi skipa dómarasæti í máli þessu, sbr. 36. gr. laga nr. 85/1936. Verður því að ómerkja málið frá og með þinghaldi 25. marz 1969 og svo héraðsdóminum og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Meðferð málsins frá og með þinghaldi 25. marz 1969 og svo héraðsdómurinn eiga að vera ómerk, og er mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. júní 1969, Mál þetta, sem dómtekið var í dag, höfðaði Trausti Jónsson, Brekkugötu 20, Hafnarfirði, með stefnu, útgefinni 14. marz 1967, á hendur Íslenzkum Aðalverktökum, Reykjavík, til greiðslu skaða ö2i bóta að fjárhæð kr. 500.000.00 með 9% ársvöxtum frá 9. maí 1966 til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að skað- lausu. Í Þinghaldi 25. marz 1969 breytti stefnandi kröfum sínum á þá leið, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 458.947.00 með 7% ársvöxtum frá 9. maí 1966 til greiðsludags svo og til að greiða málskostnað að skaðlausu, en til vara aðra lægri fjárhæð að mati dómsins ásamt vöxtum og málskostnaði sem að framan. Stefndi hefur aðallega krafizt algerrar sýknu af kröfum stefn- anda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins, en til ýtrustu vara, að dómkröfur stefnanda verði stórvægilega lækkaðar og að málskostnaður verði þá látinn niður falla. Málsatvik eru þau, að að morgni mánudagsins 9. maí 1966 var stefnandi, sem vann sem trésmiður á trésmíðaverkstæði stefnda á Keflavíkurflugvelli, að vinna wið stóra hjólsög í verkstæðinu. Var hann að vinna við að rista niður trélista. Skyndilega, er hann var að rista einn listann, klofnaði stór flís úr honum, og stakkst flísin niður í hægra handarbakið, þar sem hún stóð föst. Einn vinnufélagi stefnanda tók flísina úr handarbakinu. En síðar kom í ljós, að eitthvað af flísinni varð þar eftir. Þurfti stefnandi að gangast undir læknisaðgerð til að ná því, sem eftir hafði orðið. Telur stefnandi stefnda bera fébótaábyrgð gagnvart sér á afleiðingum slyssins. Stefnandi sundurliðar nú kröfur sínar þannig: 1. Örorkutjón .. .. 2. 2... . kr.353.947.00 2. Þjáning og óþægindi .. .. .. .. .. — 100.000.00 3. Útlagður kostnaður „. .. .. .. .. — 5.000.00 Samtals kr. 458.947.00 Örygegiseftirlitinu var ekki tilkynnt um slys þetta, og engin sérstök rannsókn fór fram af þess hálfu af því tilefni. Hinn 2. september 1966 var tekin skýrsla af stefnanda af ríkislögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Þar skýrði stefnandi svo frá, að hann hefði verið að vinna við stóra hjólsög og rista niður trélista. Skyndi- lega hafi heyrzt hár smellur og um leið hafi stór flís klofnað úr listanum, sem hann var að renna, og stakkst hún niður í hægra handarbakið á honum. Flísin hafi staðið föst í handarbakinu og hafi þurft aðstoð vinnufélaga hans til þess að ná henni. Síðan 21 322 hafi strax verið farið með hann til sjúkrahúss, og þar gerði læknir að meiðslunum. Hafi hann að því loknu farið heim. Meiðslin hafi gróið illa og hafi hann þá, síðan slysið varð, þurft að vera undir læknishendi. Kvaðst hann þá vera óvinnufær og allt útlit fyrir, að svo yrði lengi. Vélin, sem hann hafi verið að vinna við, er slysið skeði, væri ársgömul. Kvaðst hann hafa unnið við vélina af og til allan þann tíma. Hann kvað enga öryggishlíf hafa verið yfir vélinni, þá er slysið skeði, og hafi ekki verið í nokkurn tíma. Gat hann þess, að er verið sé að vinna efni, sem mikið fari fyrir, þá sé erfitt og helzt ekki hægt að hafa hlífina á vélinni og hafi það því tíðkazt þann tíma, sem umrædd sög hafi verið í notkun, að hún war hlífðarlaus annað slagið. Hann kvað verkstjórann í verkstæðinu ekki hafa verið viðstaddan, er slysið skeði, en einir sex samstarfsmenn hans hefðu verið í verkstæðinu. Hann kvað það ekki hafa verið sérstaklega matsatriði verkstjórans, hvenær hlífin skyldi notuð, heldur hafi það farið að vilja hvers og eins, sem við sögina vann, og þá eftir því, hvernig smíðaefnið var, sem vinna átti hverju sinni. Jón Frímann Jónsson, verkstjóri í umræddu trésmíðaverkstæði stefnda, kvaðst ekki hafa verið sjónarvottur að slysinu. Kvaðst hann strax hafa tilkynnt um slysið til Steingríms Jónassonar, sem sjái um öryggismál fyrir stefnda. Er slysið skeði, hafi engin hlíf verið yfir söginni, enda sé hún mjög óþjál og í sumum til- fellum helzt ekki hægt að nota hana, sérstaklega þegar um stórt efni er að ræða, sem vinna á. Hann taldi slys þetta mjög óvenju- legt, en það muni hafa orsakazt vegna þess, að mergur hafi verið í viðnum, og við það hafi flísin losnað, sem síðan stakkst í hönd stefnanda. Hann taldi, að þótt hlífin hefði verið yfir sög- inni, þá hefði það ekki fyrirbyggt slys þetta. Vitnið Vilhelm Hansson kvaðst í umrætt sinn hafa verið til aðstoðar stefnanda við sögunina á þann hátt, að vitnið tók á móti listum beim, sem stefnandi hafði sagað. Stefnandi hafi verið að saga löng borð í granna lista. Er stefnandi eitt sinn setti borð í sögina, flaskaðist úr því stykki um 10—20 em langt og um 7 mm á breidd í breiðari endann, og stakkst það í handarbak stefn- anda. Sjónarvottar voru ekki aðrir að slysinu. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að orsök slyssins megi beinlínis rekja til þess, að hlíf, sem tilheyrði söginni, hafi verið fjarlægð, enda hefði slysið ekki orðið, ef hlífin hefði verið á sínum stað. Þó telur stefnandi hæpið, að mögulegt hefði verið að 323 saga trélistana, ef hlífin hefði verið á sínum stað, en með frekari öryggisbúnaði hefði mátt koma í veg fyrir slysið. Telur stefnandi, að hér hafi verið um að ræða skort á öryggisbúnaði og beri stefndi því ábyrgð á tjóni stefnanda eftir reglum um ábyrgð vinnuveit- enda á tjóni starfsmanna sinna, enda hafi verkstjóra í verkstæðinu borið að sjá svo um, að fyllsta öryggis væri gætt. Stefndi siyður sýknukröfur sínar þeim rökum, að umrædd hjól- sög hafi verið nýleg. Öryggishlíf hafi tilheyrt búnaði vélarinnar og var tiltæk á verkstæðinu. Stefnandi sé lærður trésmiður og hafi mjög langa starfsreynslu að baki. Hann hafi unnið meira og minna við hjólsögina það árstímabil, sem hún hafði verið á verkstæðinu. Engum gat því verið betur kunnugt en einmitt hon- um, hvernig öruggast og hagkvæmast væri að haga verki við hjólsögina, hvað var að varast og hverjar öryggisráðstafanir bar að hafa í frammi. Mátti vinnuveitandi stefnanda treysta því, að hann rækti starf sitt við hjólsögina af fyllstu varúð og öryggi. Stefnanda og Jóni Frímanni verkstjóra beri saman um, að mikl- um annmörkum hafi verið háð að nota hlífðarbúnað vélarinnar, Þegar sagað er í vélinni fyrirferðarmikið efni, eins og efni það var, sem stefnandi var að saga, er hann slasaðist. Hafi þá heizt ekki verið hægt að nota hlífðarbúnað vélarinnar. Stefnandi sem lærður og reyndur starfsmaður hlaut að meta það sjálfur, hvenær hlífðarbúnaðinum var eigi við komið. Miklar líkur séu til þess, að umrætt slys hefði orðið, þótt öryggishlíf vélarinnar hefði mátt koma við og hún hefði verið notuð. Af þessu sé fylli- lega leitt í ljós, að ekkert skorti af hendi stefnda um öryggis- búnað á vinnustað, leiðbeiningar, verkstjórn eða annað það, sem orðið geti grundvöllur að fébótaábyrgð vinnuveitanda á tjóni starfsmanns við vinnu í hans þágu. Líklegast sé, að orsök slyssins hafi verið sú, að mergur hafi verið í viðnum, sem stefn- andi var að saga, og fyrir þá sök hafi flísin losnað frá. Slíkt geti ávallt komið fyrir, hvort sem hlíf er notuð eða ekki, og sé ekki við neinn að sakast nema ef til vill hlutaðeigandi starfsmann sjálfan, sem kann að hafa mátt sjá af eiginleikum viðsins, að slík hætta gæti vofað yfir. Víst sé, að vinnuveitandi beri eigi gagn- vart starfsmanni sínum ábyrgð á slíkri áhættu. Varakrafa stefnda er byggð öðrum þræði á sömu rökum og í sýknukröfunni og að stefnandi verði sjálfur að bera sök á tjóni sínu, komi til fébótaábyrgðar stefnda. Einnig að kröfufjárhæð stefnanda sé allt of há. Dómendur hafa skoðað umrædda vélsög og kannað starfsað- 324 stöðu við hana. Sögin er nokkuð stór, og er borð sagarinnar, sem er úr steypujárni, í tvennu lagi. Hægri hluti er fastur, en vinstri hluti gengur eftir sleða fram og aftur, og er það sérstakur útbún- aður til þess að saga niður ýmiss konar plötur og búta í lengdir ýmiss konar efni. Þennan helming er einnig hægt að festa. Milli borðshelminganna er sjálft hjólsagarblaðið, en á milli borðplatn- anna er ca. 12—13 mm bil. Á hægri helmingi sagarblaðsins er færanlegt „land“, sem sagað er við, þegar rist er Í söginni. „Land- ið“ er ca. 6 cm hátt. Á hliðarkant hægra sagarborðsins eru festir armar, sem halda öryggishlíf, sem hangir yfir hjólsagarblað- inu, og er auðvelt að hækka og lækka hlífina. Öryggishlíf þessi er ca. 7 cm breið og er staðsett yfir miðju hjólsagarblaðinu. Ef ristir eru listar undir 3.5 cm breiðir, kemst hlífin ekki lengra niður en að „landinu“, sem sagað er eftir. Hlífin tekur aðallega við sagi og flísum, sem koma frá aftari röð hjólsagarblaðsins. Þar skera tennur blaðsins upp, en hjólsagarblaðið snýst á móti þeim, er við sögina vinnur. Aftan við blaðið er fastur járnfleinn (hnífur), sem gengur milli lista beirra, sem sagaðir eru, og kemur Í veg fyrir, að þeir klemmist utan um hjólsagarblaðið. Upplýst er, að stefnandi var að skásaga glerfalslista úr efni ca. % tommu sinnum 1% tomma, er slysið skeði. Við slíkar að- stæður er „landið“ svo nálægt hjólsagarblaðinu, að hlífin hefði ekki komizt neðar að efninu en ofan á „landið“. Í hér um ræddu tilviki hefði hlífin, ef notuð hefði verið, verið um 6 cm ofan við borðhjól sagarinnar. Í vottorði öryggismálastjóra, dags. 25. apríl 1967, sem fyrir liggur í málinu, segir, að Öryggiseftirlit ríkisins hafi kannað ör- yggisbúnað umræddrar vélar og orsakir slyssins, „enda þótt ávallt sé hæpið, að rannsókn á slysi, sem verður við vél, beri nokkurn árangur, ef rannsókn fer ekki fram, strax eftir að slysið verður“, eins og stendur í vottorðinu. Þá segir í vottorðinu, að skoðunar- mennirnir hafi átt tal við stefnanda, sem hafi verið að starfi við sömu vél og þegar slysið varð, og hafi þá engin öryggishlíf verið yfir sagarhjóli vélarinnar. Hafi stefnandi lýst fyrir skoðunar- mönnunum verki því, sem hann hafi verið að vinna, þegar slysið skeði, þannig að aðstaða öll hafi legið ljós fyrir. Síðan segir í vottorði öryggismálastjórans: „Ég tel, að ekki hafi verið neinum vandkvæðum bundið að hafa öryggishlífina á vélinni við verk það, sem verið var að vinna, þegar slysið varð. Ekki vil ég stað- hæfa, að hlífin hefði komið í veg fyrir slysið, en tel miklar líkur fyrir því“. 925 Samkvæmt reynslu hinna sérfróðu meðlómenda kemur það stundum fyrir, þá er verið er að saga í hjólsögum, að flísar skjótast úr viðnum, en það á rætur að rekja til mergjar eða kvista, sem í efninu eru, og ekki verður séð á efninu að utan. Það er einróma álit hinna sérfróðu dómenda, að öryggishlífin hefði ekki komið í veg fyrir hér um rætt slys, þótt hún hefði verið notuð í margnefnt sinn. Stefnandi er trésmiður og hefur þar af leiðandi allnokkra reynslu af hjólsögum. Hafði hann og um eins árs skeið unnið við vél þá, er hann var að vinna við, er slysið skeði. Honum var vel kunnugt um tilvist öryggishlífarinnar, enda hafði það verið að vilja hvers og eins, sem við hjólsögina vann, að nota hana hverju sinni, svo sem fram kemur í framburði stefnanda hér að framan. Þegar þetta er virt, sem hér að framan hefur verið rakið, þá verður eigi talið í ljós leitt, að margnefnt slys verði rakið til vanbúnaðar vélarinnar, handvammar starfsmanna stefnda eða annarrar áhættu, sem stefndi ber ábyrgð á samkvæmt reglum skaðabótaréttarins. Verður því að sýkna stefnda af kröfum stefn- anda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Indriða Níelssyni hásasmíðameistara og Þor- steini Hjálmarssyni húsgagnasmíðameistara. Dómsorð: Stefndi, Íslenzkir Aðalverktakar s/f, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Trausta Jónssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 326 Mánudaginn 23. marz 1979. Nr. 168/1969. Hólanes h/f (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Jóni Valgeirssyni og gagnsök (Gunnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnulaun. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. september 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröf- um gagnáfryjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Gragnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 7. októ- ber 1989. Dómkröfur hans eru þær, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 20.881.10 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. maí 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til sreiðsludags. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Loks krefst hann, að viður- kenndur verði sjóveðrétur í m/b Keili, AK 92, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Í málinu er ágreiningslaust, að verðmæti aflahlutar gagn- áfrýjanda hafi numið kr. 37.466.45. Þegar hann fór fyrir- raralaust úr skiprúmi hinn 8. april 1964, höfðu honum verið greiddar kr. 13.381.65 (11.500.00 - 1.884.65), en fæðiskostn- aður hans var kr. 3.200.70. Kauptryggingarfé hans var kr. 6.580.20 á mánuði, en hann var lögskráður á bátinn hinn 22. febrúar 1964. Samkvæmt þessu var aðaláfrýjandi ekki í vanskilum á greiðslu kauptryggingarfjárhæðar, þegar gagn- álrýjandi lét af störfum. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms þykir bera að staðfesta hann. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.500.00. Samkvæmt 2. 927 tölulið 216. gr. laga nr. 66/1963 á gagnáfrýjandi sjóveðrétt í m/b Keili, AK 92, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Hólanes h/f, greiði gagnáfrýjanda, Jóni Valgeirssyni, kr. 8.500.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi á sjóveðrétt til tryggingar dæmdum fjárhæðum í m/b Keili, AK 92. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 26. júní 1969 Mál þetta, sem tekið var til dóms 3. júní s.1., hefur Jón Val- geirsson, Gufuskálum, Leiru, Gullbringusýslu, höfðað fyrir sjó- og verzlunarðdómi Reykjavíkur á hendur Þorfinni Bjarnasyni odd- vita, Höfðakaupstað, f. h. Hólaness h/f, Höfðakaupstað, til greiðslu á eftirstöðvum vinnulauna samkvæmt reikningi, kr. 23.466.45, ásamt 7% ársvöxtum frá 1. maí 1964 til igreiðsludags og málskostnaði að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Enn fremur krefst stefnandi, að viðurkenndur verði sjó- veðréttur í m/b Keili, AK 92, til tryggingar tildlæmdum fjár- hæðum. Við munnlegan flutning málsins lækkaði stefnandi höfuðstól dómkröfu sinnar niður í kr. 20.881.10, en gerði að öðru leyti sömu dómkröfur sem í stefnu. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnað- ur að mati dómsins. Þá kveðst stefndi áskilja sér rétt til að hafa uppi gagnkröfur á hendur stefnanda, annað hvort í máli þessu með höfðun gagnsakar eða í sérstöku máli. Stefnandi skýrir þannig frá málavöxtum, að hann hafi verið ráðinn háseti á m/b Keili, AK 92, og lögskráður á bátinn 22. febrúar á þorskanetjaveiðar. Um mánaðamót marz—apríl kveðst hann hafa verið búinn að fá greiddar hjá útgerðinni upp í kaup kr. 7.000.00 eða kr. 7.200.00. Hafi hann þá beðið skipstjóra um kr. 1.000.00 til 4.000.00, sem hann nauðsynlega hafi þurft að fá til að greiða víxil, en skipstjóri hafi ekki haft peninga, en hann 328 hafi sagt stefnanda, að hann skyldi fara til Reykjavíkur og tala við Guðmund Björnsson, sem verið hafi fyrir útgerð bátsins. Hafi þetta verið um 4. apríl. Stefnandi kveðst hafa talað við Guðmund, en Guðmundur hafi sagt, að hann gæti ekki látið hann hafa nema kr. 500.00, og kveðst stefnandi hafa tekið við þeirri fjár- hæð. Hinn 8. apríl kveðst stefnandi hafa farið aftur til Reykja- víkur, en þá hafi verið landlega, og talað við fyrrnefndan Guð- mund. Hann hafi ekki getað fengið greiddar nema um kr. 1.500.00, og kveðst stefnandi hafa beðið um meira, en Guðmundur hafi sagt, að hann hefði ekki meira til. Stefnandi kveðst þá hafa til- kynnt Guðmundi, að hann mundi hætta störfum á nefndum bát, og það hafi hann gert. Það athugist að láðst hefur að geta um ártal í stefnu í sambandi við ráðningartíma stefnanda á m/b Keili, en samkvæmt öðrum gögnum málsins kemur fram, að það hefur verið árið 1964. Aðilja- og vitnayfirheyrslur hafa farið fram í málinu. Hefur stefnandi í þinghaldi hinn 11. október 1966 staðfest Mmálavaxtalýsingu í stefnu. Kveður hann þar rétt frá greint með Þeirri athugasemd, að hann telur, eftir að hann athugaði dagbók sína, að hann hafi tekið út kr. 3.000.00, en ekki kr. 1.500.00, þann 8. apríl. Í þessu sambandi var stefnanda kynnt dskj. nr. 8, sér- staklega liðurinn: „An.: Pen. útt. hjá skipstj. kr. 10.300.00%. Telur stefnandi útilokað, að hann hafi tekið út svo mikla peninga hjá skipstjóranum, en hann kveðst jafnan hafa undirritað kvittun, er hann fékk peninga hjá skipstjóranum. Þá kveðst stefnandi mótmæla fjárhæð reikningsins frá Kaupfélagi Suðurnesja, kr. 4.370.30. Telur hann útilokað, að hann hafi tekið út vörur fyrir svo háa fjárhæð hjá kaupfélaginu. Stefnandi kveðst ekki mót- mæla fæðisliðnum, kr. 3.200.70, en hins vegar öllum síðari liðum reikningsins sem röngum og þýðingarlausum fyrir málið. Hann segir, að báturinn hafi verið gerður út á þessari vertíð frá Grinda- vík, en telur, að skráð hafi verið á bátinn á Skagaströnd. Kveðst stefnandi ekkki muna nákvæmlega, hver umsamin kauptryggins hafi verið, en hann telur, að stefnda hafi verið skylt að greiða kauptrygginguna hálfsmánaðarlega, en á því hafi orðið vanefndir. Stefnandi kveðst hafa lýst því yfir við skipstjórann og Guðmund Björnsson, áður en hann fór úr skiprúminu, að hann mundi fara af bátnum, ef hann fengi ekki kaup sitt greitt með skilum. Þessar yfirlýsingar kveðst hann hafa gefið fyrir mánaðamótin marz— apríl 1964. Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Hólaness h/f, hefur 329 komið fyrir dóm í máli þessu hinn 1. nóvember 1967. Var honum þá sýndur yfirlitsreikningur á dskj. nr. 8. Af því tilefni segir hann, að fjárhæðin kr. 10.300.00, sem um getur í reikningsyfir- litinu, hafi hann fengið uppgefna hjá skipstjóranum Í gegnum síma, en þegar skipstjórinn hafi skilað af sér kvittunum fyrir úttekt skipsmanna, hafi hann aðeins haft kvittanir frá stefnanda að fjárhæð samtals kr. 8.500.00 og eigi þessi liður því að lækka um kr. 1.800.00. Framkvæmdastjórinn segir, að kvittanirnar dskj. nr. 13 og 14 hafi skipstjóri á skipinu, Gunnar Sveinsson, afhent honum með þeim ummælum, að stefnandi hafi ekki gefið kvittanir fyrir þeim fjárhæðum, kr. 1.500.00 og kr. 1.000.00, sem á kvittununum grein- ir, og hafi hann (skipstjórinn) því undirritað kvittanir sjálfur. Framkvæmdastjóranum war sýnt dskj. nr. 20, sem lögmaður stefnda kveður hluta af fjárhæðinni kr. 4.370.30 á reikningsyfir- litinu dskj. nr. 8. Gerir framkvæmdastjórinn þá grein fyrir þess- um reikningi, að stefnandi hafi mælt með Sigurði Axelssyni sem háseta í skiprúm á m/b Keili við skipstjórann í símtali og tekið ábyrgð á Sigurði sem vönum manni. Reyndin hafi orðið sú, að Sigurður Axelsson hafi farið með skipinu í þrjá róðra, en vart komizt úr rúmi sakir sjóveiki, og eftir þessa þrjá róðra hafi hann verið látinn í land. Hann hafi hins vegar tekið út vörur hjá Kaupfélagi Suðurnesja, eins og dskj. nr. 20 beri með sér, og þar sem hann hafi ekki átt rátt á neinu kaupi fyrir þessa Þrjá sjóróðra, hafi stefndi skuldfært stefnanda fyrir úttekt Sigurðar. Framkvæmdastjórinn segir, að liðurinn: „Sóttur maður til Skaga- strandar“ sé þannig til kominn, að han kveðst sjálfur hafa ekið norður á Holtavörðuheiði til þess að sækja háseta í staðinn fyrir stefnanda, en háseti þessi, Jón Þorgeirsson, hafi verið fluttur til móts við hann á Holtavörðuheiði og hafi félagið greitt kr. 1.000.00 fyrir flutning Jóns út á Holtavörðuheiði, en stefndi hafi áætlað kostnað við ferðina norður á heiði kr. 2.000.00 og þá miðað við verð bílaleigubíla. Framkvæmdastjórinn segir, að næstu reikn- ingsliðir á dskj. nr. 8, kr. 1.430.10, kr. 9.750.00 og kr. 585.00, séu þær fjárhæðir, sem Jóni Þorgeirssyni hafi verið greiddar, á meðan hann var á skipinu, umfram venjulegan aflahlut. Fram- kvæmdastjórinn man ekki, hver aflahlutur Jóns var. Jón Þor- geirsson hafi þurft að fara af skipinu 2. maí vegna fermingar- athafnar á barni hans og hafi útgerðin því lagzt niður, þar sem ekki hafi verið hægt að fá annan háseta á skipið, en staðið hafi til að gera bátinn út til 11. maí. Þá segir framkvæmdastjórinn 330 til frekari skýringar, að Jón Þorgeirsson hafi ekki viljað fara á bátinn, nema hann fengi sitt fulla kaup sem vélstjóri við frysti- hús stefnda á Skagaströnd ásamt orlofi og fríu fæði um borð auk fulls aflahlutar. Segir framkvæmdastjórinn, að liðurinn: „Aflatjón útgerðar (10 tonn) kr. 18.000.00“ sé tjón útgerðarinnar, lágt áætlað, vegna þess að í róðri þeim, sem skipið hafi farið án stefnanda og meðan verið var að ná í mann í hans stað, hafi ekki verið hægt að færa til net skipsins, sem legið hafi í sjó, vegna mannfæðar, en þennan dag hafi bátar í Grindavík, sem verið hafi með net á svipuðum slóðum og Keilir, flutt net sín á önnur mið og haft miklu meiri afla en Keilir í net sín á upphaflega staðnum. Þá lætur framkvæmdastjórinn þess getið, að á reikn- ingsyfirlitinu sé síðan tilgreint það tjón, sem útgerðin hafi orðið fyrir síðustu daga vertíðarinnar, eftir að Jón Þorgeirsson hafi farið af skipinu. Skýrsla stefnanda í þinghaldi 11. október 1966 var lesin fyrir framkvæmdastjórann, Guðmund Björnsson, og neitar hann því, að stefandi hafi beðið sig um peninga og ekki fengið þá, og jafn- framt kveðst framkvæmdastjórinn eindregið neita því, að stefn- andi hafi gefið yfirlýsingar í þá átt, að hann færi af skipinu, ef hann fengi ekki kaup sitt greitt með skilum, hvorki fyrir mánaða- mótin marz— apríl 1964 né í annað sinn. Telur framkvæmda- stjórinn, að stefndi hafi ekki verið í vanskilum wið stefnanda um kaupgreiðslur á vertíðinni. Þá tekur framkvæmdastjórinn fram, að stefnandi hafi horfið úr skiprúminu án þess að tala við sig eða skipstjórann, Gunnar Sveinsson. Framkvæmdastjórinn segir, að báturinn hafi fiskað vel framan af vertíðinni, en heldur síður, begar leið á vertíðina. Stefnandinn, Jón Valgeirsson, kom aftur fyrir dóm í málinu hinn sama dag og framkvæmdastjórinn, Guðmundur Björnsson, þ. e. 1. nóvember 1987. Voru honum þá sýndar kvittanir dskj. nr. 9—-17. Segir stefn- andi, að í eitt sinn hafi ekki verið til kvittanahefti um borð í skipinu og hafi skipstjórinn í það skipti afhent honum kr. 1.500.00 og skrifað kvittun á laust blað. Næst kveðst hann hafa fengið kr. 500.00 um miðjan marz og hafi þá verið útbúnar 2 kvittanir, hvor að fjárhæð kr. 1.000.00, og kveðst stefnandi hafa undirritað þær. Stefnandi var nú beðinn að benda á þessar tvær 1.000.00 kr. kvittanir á dskj. nr. 9— 17, og benti hann á dskj. nr. 15 og telur, að þar sé um aðra kvittunina að ræða, en hann kveðst ekki hafa séð texta hinnar kvittunarinnar, sem skipstjórinn útbjó 3ð1 í umrætt sinn. Þá voru stefnanda sýnd dskj. nr. 13 og 14, og var hann spurður að því, hvort hann neiti að hafa tekið út hjá skip- stjóranum fjárhæðirnar, sem skipstjórinn hefur kvittað fyrir sjálfur, auk fjárhæðanna á dskj. nr. 9—12. Kveðst stefnandi neita að hafa tekið út fjárhæðirnar á dskj. nr. 13— 14. Stefnandi, sem staddur var við yfirheyrsluna á framkvæmdastjóranum, Guð- mundi Björnssyni, var spurður að því, hvort hann héldi fast við það, að hann hefði gefið Guðmundi Björnssyni þá yfirlýs- ingu fyrir mánaðamótin marz—apríl 1964, að hann mundi fara af bátnum, ef hann fengi ekki kaup sitt greitt með skilum, og kvaðst stefnandi halda fast við fyrri staðhæfingu sína um, að hann hafi um mánaðamótin marz—apríl gefið slíka yfirlýsingu við Guðmund, en hann hafi farið bæði fram á við skipstjórann og Guðmund að fá 4.000.00 til 5.000.00 kr. til þess að greiða víxil, sem hafi fallið á hann. Þá kvaðst stefnandi hafa sagt við Guð- mund þann 8. apríl, að ef hann gæti ekki fengið meiri peninga en hann fékk afhenta þá, þá yrði hann að fara af bátnum, en stefnanda minnir fastlega, að Guðmundur hafi þá afhent honum kr. 3.000.00. Stefnandi segir, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, það er hann kveðst hafa „smakkað það“, en ekki hafi hann verið svo ölvaður, að hann hafi ekki vitað, hvað hann gerði, þegar hann átti síðasta viðtalið við Guðmund Björnsson. Að því er varðar dskj. nr. 20 segir stefnandi, að hann hafi ekkert mælt með Sigurði Axelssyni við skipstjórann sérstaklega, en Sigurður hafi sjálfur talað við skipstjórann, og kveðst stefnandi ekki hafa heyrt, hvað þeim fór á milli í símanum. Stefnandi tekur fram, að Sigurður Axelsson muni ekki hafa fengið að taka með sér neitt af því, sem hann hafði tekið út, sbr. dskj. nr. 20, þegar hann fór af skipinu, og hafi skipstjórinn látið þau orð falla, að Sigurður hefði ekki unnið fyrir varningi þessum. Við samprófun stefnanda og framkvæmdastjórans, Guðmundar jörnssonar, neitaði framkvæmdastjórinn því eindregið, að stefn- andi hafi látið liggja að því á nokkurn hátt, að hann mundi fara af skipinu. Þvert á móti hafi stefnandi haft orð á því, hve mikið þeir ætluðu að fiska á bátnum á vertíðinni. Stefnandi hélt hins vegar fast við, að hann hefði gefið slíka yfirlýsingu, eins og áður er greint frá, og náðist ekki samræmi. Stefnandi gerir svofellda grein fyrir dómkröfu sinni, að kaup hans frá 22. febrúar 1964 til 8. apríl sama ár hafi numið kr. 37.466.45. Frá þeirri upphæð dragist fæðiskostnaður umrætt tíma- bil, kr. 3.200.70, peningaúttekt hjá útgerð m/b Keilis, kr. 11.500.00, 332 og úttekt hjá Kaupfélagi Suðurnesja, kr. 1.884.65, samtals kr. 16.585.35. Mismuninn, kr. 20.881.10, kveðst stefnandi ekki hafa fengið greiddan enn. Stefndi styður hins vegar sýknukröfu sína þeim rökum, að eins. og fram komi af yfirlitsreikningum á dskj. nr. 8, þá skuldi stefn- andi sér fé. Sé augljóst, að stefnandi hafi valdið sér miklu tjóni með því að hlaupast fyrirvaralaust úr skiprúmi og nemi það tjón miklu hærri upphæð en stefnandi hafi átt inni, þegar hann hafi hlaupizt á brott. Á þessum tíma vertíðar hafi menn verið ófáanlegir í hans stað nema með afarkjörum, sem grípa hafi þurft til, þannig að útgerð bátsins stöðvaðist ekki vegna manneklu, og hafi tjón það, sem af því hafi leitt, orðið nær óbætanlegt. Samkvæmt því, sem fram kemur í málinu, hefur stefnandi farið úr skiprúmi hjá stefnda fyrirvaralaust, og kveðst hann hafa gripið til þess ráðs af þeim sökum, að stefndi hafi ekki greitt honum reglulega kauptrygginguna. Kveðst stefnandi hafa tilkynnt stefnda, rúmri viku áður en hann fór úr skiprúmi, að hann mundi hafa þennan hátt á, ef hann fengi ekki reglulega greidda trygginguna. Því hefur hins vegar verið neitað af hálfu stefnda, að stefn- andi hafi nokkru sinni gefið slíka yfirlýsingu, og er það því alveg ósannað, að svo hafi verið. Þá verður ekki séð af gögnum málsins, samanber einkum kvittanir á dskj. nr. 9—19, að vanskil hafi verið á greiðslu kauptryggingar, að minnsta kosti ekki svo að neinu verulegu næmi. Verður því ekki séð, að forsendur þær, sem stefnandi ber fyrir sig, hafi verið fyrir hendi til fyrirvaralausrar brottfarar úr skip- rúmi né heldur aðrar ástæður, sem réttlæti slíka framkomu. Þrátt fyrir þetta verður þó eigi fallizt á, að stefnandi verði gerður ábyrgur fyrir öllu því tjóni, sem stefndi telur sig hafa orðið fyrir vegna framangreindrar hegðunar hans. Kemur þar hvort tveggja til, að ósannað er, hversu hárri fjárhæð raunveru- legt tjón stefnda af þessum sökum kann að hafa numið, til dæmis að því er varðar hugsanlegt aflatjón, auk þess sem ekki þykir verða litið svo á, að stefnandi beri ábyrgð á gerðum annars manns, sem ósannað er, að hann hafi átt nokkurn þátt í að ráða. Eigi að síður voru aðgerðir stefnanda til þess fallnar að valda stefnda tjóni, og þykir raunar mega telja fullvíst, að stefndi hafi eitthvert fjárhagslegt tjón af þeim beðið, ekki sízt, þegar litið er til þess, að erfitt var að fá menn í skiprúm á þessum tíma vegna skorts á vinnuafli. 333 Með tilliti til þess, sem nú hefur verið rakið, þykir eðlilegt að meta stefnanda til einhverrar lækkunar á stefnukröfunni áður- greinda framkomu hans gagnvart stefnda í máli þessu, þar sem fullvíst má telja, eins og áður segir, að hún hafi valdið stefnda beinu fjárhagslegu tjóni að einhverju leyti. Þykir samkvæmt þessu hæfilegt að dæma stefnanda sem fulla greiðslu í máli þessu kr. 14.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. maí 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykkir hæfilega ákveðinn ikr. 4.500.00. Á stefnandi sjóveðrétt í m/b Keili, AK 92, til tryggingar til- dæmdum fjárhæðum. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Eiríki Kristóferssyni skipherra og Guð- mundi Hjaltasyni skipstjóra. Dómsorð: Stefndi, Hólanes h/f, greiði stefnanda, Jóni Valgeirssyni, kr. 14.000.00 ásamt 7T% ársvöxtum frá 1. maí 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 4.500.00 í málskostnað. Á stefnandi sjóveðrétt í m/b Keili, AK 92, til tryggingar á fjárhæðum þessum. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 934 Mánudagiin 23. marz 1970. Nr. 47/1970. Halldór Magnússon (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) geon Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar h/f (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. marz 1970. Hann áfrýjaði upphaflega með stefnu 10. nóvember 1969, að fengnu á. rýjunarleyfi 23. nóvember 1969, en útivistardómur gekk í því máli 2. marz 1970. Dóm- kröfur áfrýjanda eru þær, að stefnda verði dæmt að greiða kr. 1.820.340.60 ásamt 7% ársvöxtum frá 30. marz 1961 til greiðsludags. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum áfrýjanda og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júní 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 6. þ. m., hefur Halldór Magnús- son, Norður-Botni, Tálknafirði, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 29. nóvember 1968, á hendur Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar h/f, Tálknafirði, Barðastrandarsýslu, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1.820.340.60 með 7% ársvöxtum frá 30. 335 marz 1961 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur gert þær dómkröfur aðallega, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaður úr hans hendi að skaðlausu, en til vara, að fjárhæð dómkröfu stefn- anda verði stórlega lækkuð eftir mati dómsins og málskostnaður þá látinn niður falla. Leitazt hefur verið við að koma á sáttum í máli þessu, en sú viðleitni hefur eigi borið árangur. Aðiljar máls þessa eru sammála um að reka málið fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur. Málavextir eru þessir: Hinn 30. marz 1961 varð stefnandi fyrir því slysi við vinnu sína í fiskimjölsverksmiðju stefnda að lenda með vinstri hönd í beinatætara, sem staðsettur var utanhúss við fiskimjölsverk- smiðjuna á Tálknafirði, með þeim afleiðingum, að taka varð höndina af um það bil 10 em ofan við úlnliðinn. Dómsrannsókn út af slysi þessu hófst 5. apríl 1961 í sakadómi Barðastrandarsýslu. Kom þá verkstjóri stefnda, Helgi Elíasson, fyrir dóminn, og 14. apríl kom stefnandi sjálfur fyrir réttinn. Stefnandi er fæddur 8. marz 1945 og hefur því nýlega verið orðinn 16 ára gamall, þegar slysið varð. Mun hann hafa unnið í frystihúsi stefnda frá upphafi vetrarvertíðar 1961 og gengið þar að ýmsum störfum. Viku áður en slysið varð, hafði hann verið settur til verks í fiskimjölsverksmiðju stefnda. Unnið var á vöktum í fiskimjölsverksmiðjunni. Voru tveir menn saman á vakt. Var verksvið annars inni í verksmiðjuhúsinu að gæta véla verksmiðjunnar. Hinn starfsmaðurinn vann utan dyra. Þar var staðsettur fiskbeinatætari rétt utan við inngögudyr í verksmiðj- una. Var verkefni þess starfsmanns að moka fiskbeinum upp í tæki þetta. Fiskbeinatætara þessum hafði verið komið fyrir á vinnustaðnum af starfsmönnum frá Landssmiðjunni. Utan um fiskbeinatætarann var trékassi, nefndur beinakassi. Hann var luktur á allar hliðar og stóð á trépalli. Samkvæmt uppdrætti af kassa þessum, gerðum af Bjarna Andréssyni, vélvirkja frá Búðar- dal, samkvæmt tilmælum sýslumannsins í Barðastrandarsýslu, eru mál kassans sem hér segir: hæð frá jörðu 115 cm öðrum megin, en 105 em hinum megin. Stærð kassans að ofan var 141 cm > 151 em. Yfir kassanum var lok, en í lokinu nálægt miðju var fer- hyrnt gat um 30 cm > 45 em að stærð. Niður um gat þetta voru beinin látin. Niðurundan gatinu var sívalningur alsettur hnífum, 336 en á móti þeim voru fastir hnífar í kassanum. Fjarlægð frá brún opsins á kassalokinu niður að hnífaoddunum á sívalningnum var 18 em. Beinatætarinn gekk fyrir rafmagni. Þegar tætarinn var Í gangi, snerist fyrrgreindur sívalningur, og tættust fisk- beinin sundur milli hnífa hans og hinna föstu hnífa, er áður greinir. Frá beinakassanum lá sérstakur flytjari (snigill), er flutti beinamjölið inn í verksmiðjuna. Helgi Elíasson, verkstjóri í fiskimjölsverksmiðjunni, skýrði svo frá fyrir sakadómi Barðastrandarsýslu hinn 5. apríl 1961, að stefnandi og hann hefðu komið á vakt hinn 30. marz 1961 kl. 1600. Hafi stefnandi komið inn og náð sér í yfirhöfn og síðan farið út að beinatætaranum til þess að moka í hann beinum. Skömmu síðar hafi maður nokkur komið inn í verksmiðjuna og sagi, að stefnandi væri fastur í tætaranum. Hafi þá Bragi Frið- riksson rafvirki verið staddur í verksmiðjunni og strax hlaupið að öryggjunum fyrir tætarann og skrúfað þau úr, til að tætarinn stöðvaðist, en sjálfur kvaðst Helgi hafa hlaupið út. Hafi stefnandi þá legið á maganum á tætarakassanum og vinstri hönd hans verið föst í tætaranum, en með hægri hendi hafi hann haldið í opið á tætarakassanum. Sagði Helgi, að sér hefði fljótlega tekizt að losa vinstri hönd stefnanda og hafi hún þá verið tætt upp að úlnlið. Hafi strax verið bundið til bráðabirgða um sárið og lækn- inum á Patreksfirði tilkynnt um slysið. Hafi stefnanda verið komið í bát áleiðis til Patreksfjarðar 10 mínútum eftir slysið og til Patreksfjarðar hafi hann komið innan klukkustundar, frá því að slysið varð. Helgi kvað verk stefnanda hafa verið í því fólgið að setja beinin ofan um opið á tætarakassanum með sting. Í frostum komi það fyrir, að tætarinn stöðvist vegna þess, að beinin séu frosin eða að of mikið sé látið í tætarann í einu, þá spryngi öryggi. Öryggin séu venjulega 25 ampera öryggi. Þegar tætarinn stöðv- ist, kveðst Helgi sjálfur hafa farið út til að hreinsa tætarann og geri hann /það með sting. Hann kvaðst hafa bannað stefnanda að hreinsa tætarann. Hann kvaðst margoft hafa varað stefnanda við að fara upp á tætarakassann og fara með hendurnar niður í hann. Ekki sé hægt að fara með höndina niður í tætarann, nema með því að fara upp á tætarakassann eða þá með því að standa uppi á flytjaranum og teygja höndina þaðan í tætarann. Hann kvaðst margoft hafa sagt stefnanda að fara aldrei upp á tætarakassann og ekki heldur að vera að fikta í honum með sting, en það kvaðst Helgi einu sinni hafa séð stefnanda gera. Hafi stefnandi þá lofað öð að gera það aldrei aftur. Helgi kvaðst hafa spurt stefnanda að því, því í ósköpunum hann hefði farið upp á kassann. Hafi stefnandi þá sagt, að hann hefði ætlað að ýta kola ofan í tætar- ann. Stefnandi hafi verið með ullarbelgvettlinga á höndum. Taldi hann líklegt, að tætaratennurnar hefðu náð í wettlinginn og stefn- andi reynt að halda í hann og svo lent í tönnunum. Hafi stefn- andi verið í úlpu og rifið hafi verið framan af ermi hennar. Hinn 14. apríl 1961 kom stefnandi fyrir sakadóm Barðastrand- arsýslu og skýrði svo frá, að hann hefði strax byrjað að setja bein í tætarann með sting, þegar hann kom á vakt. Hafi hér verið um steinbítsbein að ræða og þau verið töluvert freðin. Hafi beinin lagzt fyrir kassaopið. Kvaðst stefnandi þá hafa farið upp á tæt- arakassann til þess að laga beinin. Koli hafi verið í kassanum, sem tætarinn hafi ekki tekið (tennurnar náðu ekki), og ætlaði stefnandi, sem var með ullarbelgvettlinga, að setja steinbítsbein fyrir aftan kolann. Hélt hann í sporðinn á steinbítnum og lét hausinn niður í kassann. Lá stefnandi á maganum á kassanum, þegar hann war að þessu. Hann kvaðst hafa haldið í steinbítinn með vinstri hendi og hafi vettlingurinn festst í steinbítsbeininu og dregið höndina niður í tætarann með þeim afleiðingum, að höndin tættist í sundur. Stefnandi sagði, að vettlingurinn hefði verið nokkuð þröngur um úlnliðinn. Aðspurður sagði stefnandi, að Helgi verkstjóri hefði verið búinn að banna sér að fara upp á tætarakassann og þegar tætarinn stöðvaðist, hafi Helgi alltaf hreinsað tætarann sjálfur. Hinn 6. júní 1969 kom vitnið Bragi Friðfinnsson rafvirki fyrir bæjarþing Reykjavíkur. Skýrði hann svo frá, að hann hefði lagt rafmagn að beinakassa þeim, sem hér um ræðir. Hafi rofi fyrir kassann verið staðsettur á hlið flytjarans, rétt við beina- kassann. Vitnið mundi ekki að greina frá því, hvort Örygsis- eftirlit ríkisins hefði skoðað og tekið úr beinakassann og búnað hans fyrir slysið, en hins vegar hafi verið búið að taka út raf- lögnina fyrir slysið. Vitnið áleit, að verksmiðja þessi hefði verið gömul og að hún hefði komið úr togara eða hluti hennar, en menn á vegum Landssmiðjunnar hefðu sett hana upp á Tálkna- firði og jafnframt smíðað flytjarann, sem hafi verið nýr. Vitnið kvaðst hafa fengið rafvirkjameistara að nafni Matthías Kristjáns- son til að yfirfara raflögnina í verksmiðjunni og tilkynna hana, eftir að vitnið var búið að leggja lögnina. Vitnið kvað rafvirkja- meistara þennan hafa verið vanan raflögnum í síldarverksmiðjum. Aðspurður kvaðst Bragi Friðfinnsson vera kvæntur fósturdóttur 22 338 Alberts Guðmundssonar, sem verið hafði forstjóri Hraðfrystihúss Tálknafjarðar h/f og eigandi að litlu leyti á þessum tíma, en hann sé nú látinn. Stefnandi hefur mótmælt framburði þessum sem röngum að svo miklu leyti sem hann fari í bága við málsskýringar sínar. Páll Sigurðsson læknir hefur skoðað stefnanda og metið örorku hans af völdum slyssins þannig: „Í 6 mánuði 100% örorka. Í 6 mánuði 75% örorka og síðan varanleg örorka 65 % “. Á grundvelli þessa örorkumats hefur Þórir Bergsson, cand. act., reiknað út vinnutekjutap stefnanda vegna slyssins. Er út- reikninigur tryggingafræðingsins gerður 18. apríl 1968, og byggir stefnandi dómkröfur sínar á honum, en þær eru sundurliðaðar á eftirfarandi hátt: 1. Örorkutjón vegna tímabundinnar og varanlegrar örorku sam- kvæmt útreikningi Þóris Bergssonar, cand. act., kr. 1.567.565.00 = Greiðsla frá Tryggingastofnun ríkisins... .. — 52.054.40 Kr. 1.515.540.60 2. Bætur fyrir þjáningar, óþægindi og lýti .. .. — 300.000.00 3. Útlagður kostnaður vegna mats á örorku og út- reiknings á örorkutjóni .... .. .......... — 4.800.00 Samtals kr. 1.820.340.60 Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að samkvæmt upp- dráttum, sem gerðir hafi verið að tilhlutan rannsóknardómarans á tætaranum og beinakassa þeim, sem hann var staðsettur í, komi í ljós, að tætaraopið sé algerlega óvarið og aðeins 18 cm séu frá opinu í sjálfum tætaranum, þ. e. tætarahjólin. Útbúnaður tætarans virðist því vera algerlega ófullnægjandi og stórhættu- legur, enda hafi hann ekkert verið notaður, eftir að stefnandi slasaðist, og verið tekinn niður þá um vorið. Enn fremur heldur stefnandi því fram, að það hafi verið óforsvaranlegt að staðsetja tætara þennan utanhúss, þar sem bein þau, sem mokað hafi verið í hann, hafi oft verið frosin, þegar þannig viðraði, og því valdið stíflu í tætaranum. Þá telur stefnandi, að verkstjórn og eftirlit hafi verið ófullnægjandi af hálfu stefnda, þegar slysið varð. Stefn- andi hafi þá nýlega verið orðinn 16 ára gamall og verið látinn vinna einn án nægilegrar umsjónar við verk, sem teljast megi mjög hættulegt. Telur stefnandi, að öryggisbúnaður tætarans hafi 339 verið ófullnægjandi, og heldur því fram, að enginn rafmagnsrofi hafi verið við tætarann sjálfan að utanverðu, heldur inni í húsinu, og það uppi undir lofti. Að endingu hélt stefnandi því fram við munnlegan flutning málsins, að verksmiðja þessi hefði aldrei verið tekin út af Öryggis- eftirliti ríkisins, og enn fremur hélt hann því fram, að Öryggis- eftirlitinu muni ekki hafa verið tilkynnt slys þetta, svo sem lög- skylt sé samkvæmt 26. gr. laga nr. 23/1952 um öryggisráðstaf- anir á vinnustöðum. Stefndi hefur sérstaklega mótmælt þessum nýju málsástæðum stefnanda við munnlegan málflutning sem of seint fram komnum. Stefndi reisir sýknukröfur sínar á því, að slysið verði eigi rakið til neinna þeirra atvika eða áhættu, er stefndi beri fébótaábyrgð á. Verk það, sem stefnandi vann, hafi verið óvenjulega einfalt og með öllu hættulaust. Tæki það, sem stefnandi vann við, hafi verið í fullkomnu lagi og frágangur þess og allur búnaður óaðfinnan- legur. Stefnandi hafi fengið fyrirmæli um, hver viðbrögð hann skyldi hafa í frammi, ef tækið stöðvaðist vegna þess, að bein festust í tætaranum. Hann hafi þá átt að kveðja til verkstjóra sinn, sem ávallt hafi verið nærstaddur, og láta hann um að koma tætaranum Í gang á nýjan leik. Þetta sé viðurkennt af stefnanda. Stefnanda hafi verið bannað að fara upp á tætarakassann, enda hafi hann ekkert erindi getað átt þangað. Þá hafi honum einnig verið bannað að fikta við tætarann og hafi hann einnig viður- kennt það. Af þessu telur stefndi augljóst, að stefnandi hafi sjálfur átt alla sök á slysinu. Hann hafi brugðizt starfsskyldum sínum og vikizt undan fyrirmælum og banni yfirboðara síns með því að fara upp á beinakassann og enn fremur gerzt sekur um hið ein- stæða glapræði að stinga hendinni niður um opið yfir tætaran- um. Hann hafi meira að segja vanrækt að rjúfa strauminn til tætarans áður, enda þótt rofinn væri innan seilingar hans. Þetta framferði stefnanda verði hvorki réttlætt með reynsluleysi hans né ungum aldri. Þá mótmælir stefndi því sem alröngu, að stefnandi hafi eigi haft tök á því að stöðva tætarann sjálfur, þar sem rofinn fyrir hann hafi verið inni í verksmiðjunni, en vantað á sjálft tækið. Stefndi mótmælir því, að slys þetta hafi verið ástæðan Íyrir því, að beinatætarinn hafi verið tekinn úr notkun og annar nýr fenginn í staðinn. Þar hafi ekki komið annað til heldur en hag- kvæmniástæður. Stefndi mótmælir því sem rakalausu, að skort 540 hafi á verkstjórn af hans hálfu. Bendir hann á, að verk stefnanda hafi verið einfalt og verkstjóri hans hafi verið á næstu grösum og viðurkennt sé af stefnanda, að hann hafi brotið gegn fyrir- mælum og banni verkstjóra síns. Að endingu hefur stefndi mótmælt þeirri málsástæðu stefnanda sem of seint fram kominni, að slys þetta hafi eigi verið tilkynnt Öryggiseftirliti ríkisins. Sérstaklega bendir stefndi á, að þetta geti eigi leitt til bótaábyrgðar stefnda, þar sem slys þetta hafi verið rannsakað af sakadómi Barðastrandarsýslu og sé því að öllu leyti nægilega upplýst. Rétturinn lítur svo á, að slysið verði hvorki rakið til vanbún- aðar á vinnustað, skorts á öryggisbúnaði né til ófullnægjandi verkstjórnar, enda var starf það, sem stefnandi vann, einfalt og með öllu hættulaust. Stefnandi fór upp á beinakassann og tók að fikta við opið yfir tætaranum, meðan hann var í gangi. Með þessu sýndi hann af sér stórkostlegt gáleysi, braut í bága við fyrir- mæli verkstjóra síns og stofnaði sjálfum sér í þá hættu, sem leiddi til hins hörmulega slyss. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður að telja, að stefnandi eigi sjálfur alla sök á slysi sínu. Af þessum sökum verður eigi hjá því komizt að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, enda telst mál þetta nægilega upplýst, og verður stefnda því eigi dæmt áfall með þeim rökum, að hann hafi vanrækt að tilkynna Öryggis- eftirliti ríkisins slysið. Eftir atvikum öllum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðmundi Péturssyni vélstjóra og Þórði Grön- dal vélaverkfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Hraðfrystihús Tálknafjarðar h/f, á að vera sýkn af kröfum stefnandans, Halldórs Magnússonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 941 Þriðjudaginn 24. marz 1970. Nr. 1/1969. Kristján Eiríksson (sjálfur) gegn Magnúsi Guðmundssyni (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjárnámsgerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Pétur Axel Jónsson, fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykja- vík, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. janúar 1969. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjár- námsgerð verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Á bæjarþingi Reykjavíkur 21. ágúst 1968 gerðu aðiljar máls þessa svohljóðandi sátt: „Kristján Eiríksson hrl., Lauga- vegi 27, Reykjavík, lofar að greiða Magnúsi Guðmundssyni frá Skörðum, Fjölnisvegi 20, Reykjavík, kr. 480.889.00 þannig: Hinn 1. október 1968 kr. 129.573.00, hinn 1. apríl 1969 kr. 117.105.33 auk 1% dráttarvaxta á mánuði af kr. 351.316.00 frá 1. okt. 1968 til 1. apríl 1969, hinn 1. okt. 1969 kr. 117.105.33 auk 1% dráttarvaxta á mán. af kr. 234.210.67 frá 1. april 1969 til 1. október 1969 og hinn 1. april 1970 kr. 117.105.34 auk 1% dráttarvaxta á mánuði frá 1. október 1969 til 1. apríl 1970. Verði afborganir og/eða vextir ekki greiddir á ofangreindum gjalddögum eða bú Kristjáns Eiriks- sonar hrl. tekið til gjaldþrotaskipta, eru eftirstöðvar skuld- arinnar þá þegar í gjalddaga fallnar. Sátt þessi er aðfarar- hæf. Greiðslur fari fram á skrifstofu Jónasar A. Aðalsteins- sonar, hrl., Laufásvegi 12, Reykjavík“. 342 Áfrýjandi stóð eigi í skilum samkvæmt sátt þessari. Með bréfi 18. nóvember 1968 til yfirborgarfógetans í Reykjavík krafðist Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður þess f. h, stefnda, að gert yrði fjárnám Í eignum áfrýjanda til tryggingar áðurgreindri skuld ásamt kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð, ef til kæmi. Pétur Axel Jónsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók fjár- námsbeiðnina til meðferðar í fógetadómi Reykjavíkur 5. desember 1968, sem skráður er háður á lögheimili áfrýjanda að Holtsgötu 23 hér í borg. Jónas A. Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður sótti þing af hendi stefnda, en áfrýjandi var eigi viðstaddur gerðina og enginn af hans hendi, og eigi var honum skipaður réttargæzlumaður. Í þingbók er skráð: „Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir fjárnámi í eignarhluta gerðarþola Bánargötu 13, íbúð á 2. hæð að Holtsgötu 23, fasteigninni Bræðraborgarst. 29 og %% hluta Þverholti 15. Ákv. er að senda gerðar. áb.bréf, þar sem ekki tekst að ná til hans. Fallið var frá virðingu. Fógeii skýrði þýðingu gerðarinnar. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Jónas Aðalsteinsson. Rétti slitið. Pétur Axal Jónsson ftr. Vottar: Pétur Þorsteinsson Jóhanna Guðnadóttir“. Áfrýjandi reisir kröfur sínar á því, að fógeta hafi orðið á stórfelld mistök við framkvæmd hinnar áfrýjuðu fjár- námsgerðar og hún hafi eigi farið fram að þeim hætti, sem bókað sé. Fógeti hafi eigi hafið gerðina á heimili áfrýjanda og alls eigi lokið henni þar. Aðeins einn vottur hafi verið við gerðina. Ekki hafi áfrýjanda verið skipaður réttargæzlu- maður, svo sem skylt sá. Engin virðing hafi farið fram á hinum fjárnumdu eignum. Telur áfrýjandi, að fógeti hafi því eigi farið eftir ákvæðum 2. mir. 2.'gr., 19. gr., sbr. 1. mgr. 45. gr., 84. gr. laga nr. 19/1887 og 41. gr. laga nr. 85/1936. Stefndi heldur því aftur á móti fram, að hin áfrýjaða fjár- 343 námsgerð hafi fram farið lögum samkvæmt og á engan háti hafi verið hallað rétti áfrýjanda. Eftir að máli þessu var áfrýjað, hafa fulltrúi yfirborgar- fógeta, sá sem fjárnámið framkvæmdi, og annar skráði vott- urinn við gerðina gefið skýrslur fyrir dómi. Pétur Axel Jónsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, hefur skýrt svo frá, að fjárnámsgerðin hafi verið framkvæmd á stiga- palli fyrir framan íbúðardyr áfrýjanda, en undirskriftir hafi farið fram „á skrifstofu embættisins að venju“, Aðeins annar votturinn, Pétur Þorsteinsson, hafi verið viðstaddur, þegar gerðin fór fram. Áður en gerðin fór fram, hafi verið reynt að hafa símasamband við áfrýjanda, en án árangurs. Ekki hafi verið reynt að hafa samband við annan en áfrýj- anda að Holtsgötu 23, enda hafi hann ekki „átt erindi við neinn annan“. Áður en farið var í fjárnámsgerðina, kveðst fulltrúinn hafa kynnt sér veðmálabækur borgarfógetaem- bættisins varðandi veðbönd á þeim eignum, sem fjárnám var gert í Samkvæmt þeirri athugun hafi verið „fallið frá formlegri virðingu á eignunum“ og hann talið, að „ekki væru fleiri eignir teknar fjárnámi en nægja myndu til að fullnægja kröfum“ stefnda. Votturinn Pétur Þorsteinsson kveður sig ráma í að hafa verið viðstaddur gerð þessa. „Hafi fógetafulltrúinn bankað snögglega einu sinni eða tvisvar og taldi Kristján ekki heima“. Frekar man hann eigi eftir atvikum. Eins og endurritið af fjárnámsgerðinni ber með sér og það, sem að framan er rakið, hefur fógeti eigi gætt sem skyldi þeirra lagareglna, sem honum bar að fara eftir við framkvæmd fjárnámsgerðarinnar. Eigi var nema einn vottur við fjárnámsgerðina, eignir voru eigi metnar til fjár, bótt fjárnám væri gert í fjórum fasteignum. Þá var áfrýjanda eigi skipaður maður til réttargæzlu. Eru því slíkir misbrestir á framkvæmd hinnar áfrýjuðu fjárnámsgerðar, að ógilda ber hana, sbr. 2. mgr. 2. gr., 19. gr., sbr. 1. mgr. 45. gr., 23. gr. og 34. gr. laga nr. 19/1887. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. 344 Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnálmsgerð er úr gildi felld, Stefndi, Magnús Guðmundsson, greiði áfrýjanda, Kristjáni Eiríkssyni, kr. 10.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. Þriðjudaginn 24. marz 1970. Nr. 186/1969. Örn Vilhelm Randrup Georgsson (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Tryggingarfélaginu Ábyrgð h/f og (Páll S. Pálsson hrl.) Tryggingarfélagið Ábyrgð h/f gegn Erni Vilhelm Randrup Georgssyni og til réttargæzlu Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. október 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. s. m., og gerir þær dómkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda og honum dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti, Til vara krefst aðaláfrýjandi þess, að sök verði skipt og málskostnaður falli niður. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað (málinu af sinni hendi með stefnu 30. október 1969 og gerir þær dómkröfur, að aðal- áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 93.170.00 með 8% ársvöxtum frá 26. apríl 1966 til greiðsludags, máls- 345 kostnað í héraði, kr. 30.568.50, svo og málskostnað fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um sakarskiptingu, bótaupphæð og vaxtagreiðslu. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 35.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Örn Vilhelm Bandrup Georgsson, greiði gagnáfrýjanda, Tryggingarfélaginu Ábyrgð h/f, kr. 69.877.50 með 7% ársvöxtum frá 26. apríl 1966 öl greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, kr. 35.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Einars Arnalds og Benedikts Sigurjónssonar. Atvikum málsins er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Fallast má á þá úrlausn héraðsdóms, að aðaláfrýjandi eigi meginsök á árekstri þeim, sem um er fjallað í málinu. Samkvæmt skýrslu löggæzlumanns, er kvaddur var á vett- vang eftir áreksturinn og gerði mælingar að vettvangsupp- drætti kl. 1945, voru hemlaför eftir bifreiðina Ö 138 21.65 m. Skýrslu þessari hefur ekki verið hnekkt. Skyggni virðist ekki hafa verið gott í umrætt sinn, myrkur og nokkur skaf- renningur. Af atvikum öllum er ljóst, að bifreiðinni Ö 138 hefur, miðað við aðstæður, verið ekið of hratt í umrætt sinn, og nægilegrar varúðar hefur eigi verið gætt við aksturinn, sbr. 1. mgr., 2. mgr. og b-lið 3. mgr. 49. gr. laga nr. 26/1958, sem giltu, er slys þetta varð. Á ökumaður Ö 138 því einnig nokkra sök á, hvernig fór. Með vísun til þessa þykir rétt að leggja á aðaláfrýjanda %3 hluta fébótaábyrgðarinnar vegna slyss þessa. Aðiljar eru sammála um, að fjárhæð tjóns þess, sem um er fjallað í máli þessu, sé kr. 93.170.00. Ber aðaláfrýjanda 346 að greiða sagnáfrýjanda % hluta þess, eða kr. 62.113.30, með 7% ársvöxtum frá 26. april 1966 til greiðsludass. Eftir þessum úrslitum ber aðaláfrýjanda að greiða gagn- áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 30.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Örn Vilhelm Randrup Georgsson, greiði sagnáfrýjanda, Trygsingarfélaginu Ábyrgð h/f, kr. 62.113.30 með 7% ársvöxtum frá 26. april 1966 til greiðsludags og kr. 30.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. apríl 1989. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 20. f. m., hefur Trygg- ingarfélagið Ábyrgð h/f hér í borg höfðað fyrir bæjarþingi Reykja- víkur á hendur Erni Vilhelm Randrup Georgssyni, Lyngholti, Hólmsbergi, Gerðahreppi, Gullbringusýslu, til heimtu skaðabóta að fjárhæð kr. 93.170.00 með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 26. apríl 1966 til greiðsludags og málskostn- aðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómarans. Stefnandi hefur stefnt Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f til réttargæzlu. Á hendur réttargæzlustefnda eru engar dómkröfur gerðar, og af hans hálfu eru engar kröfur gerðar í málinu. Málavextir eru þessir: Um klukkan 1930 fimmtudaginn 25. nóvember 1965 ók Jónas Guðmundsson bifreið sinni, Ö 138, af gerðinni Saab, árgerð 1966, eftir Reykjanesbraut á leið til Keflavíkur. Á móts við Ytri-Skor vildi svo til, að Jónas ók aftan á vörubifreiðina Ö 53 af gerðinni Scania Vabis, sem þar stóð á veginum mannlaus. Er bifreið þessi eign Keflavíkur h/f. Við áreksturinn slasaðist Jónas mikið og bifreið hans skemmdist mikið. Löggæzlumenn voru kvaddir á vettvang. Gerðu þeir uppdrátt af vettvangi. Hinn steypti hluti Reykjanesbrautar er á þessum stað 7.5 metrar á breidd, en fyrir utan hann báðum megin er um tveggja metra malarborinn veg- öd7 jaðar. Bifreiðin Ö 53, sem er 2.35 m á breidd, hafði verið skilin eftir yzt á syðri helmingi hins steypta hluta vegarins. Samkvæmt uppdrættinum hafði bifreiðin Ö 138 rekizt aftur undir hægra pall- horn Ö 53, þannig að pallhornið var aðeins hægra megin við miðja bifreiðina Ö 138. Samkvæmt uppdrættinum reyndust hemla- för eftir Ö 138 vera um 21 metri. Í skýrslu, sem löggæzlumenn- irnir gáfu, skýra þeir svo frá, að bifreiðinni Ö 138 hafi verið ekið í átt til Keflavíkur eftir Reykjanesbraut, er hún hafi lent undir vörupalli bifreiðarinnar Ö 53, sem skilin hafi verið eftir mann- laus og ljóslaus á akbrautinni með sprunginn hægri afturhjói- barða. Kemur og fram, að bifreiðin hafi verið hlaðin varningi og hafi segl verið yfir honum. Glitmerki á vörupallshornum hafi ekki sézt. Það kemur fram í skýrslunni, að sjónarvottur að slysi þessu hafi verið erlendur sendiráðsstarfsmaður í Reykjavík, Brooks að nafni, er verið hafi á leið til Reykjavíkur. Hann hafi ekið fram hjá hinni kyrrstæðu vöruflutningabifreið, en þá hafi bifreiðin Ö 138 verið að koma á móti og hafi lent aftan á vöru- flutningabifreiðinni í sömu andrá. Samkvæmt skýrslu löggæzlu- mannanna var þurrt færi á veginum, en myrkur, er umræðdur atburður warð. Löggæzlumennirnir Tryggvi Kristvinsson, Sigurður Jónsson, Hjalti Sigurðsson og Helgi Vestmann Einarsson, sem allir komu á vettvang, hafa staðfest lögregluskýrslu þá, sem gerð var um atburðinn. Löggæzlumaðurinn Tryggvi Kristvinsson, sem gerði uppdrátt þann af vettvangi, sem skýrslunni fylgir, hefur skýrt svo frá, að hann treysti sér nú ekki til að fullyrða óyggjandi, að hemlafðrin, sem á uppdrættinum eru sýnd, hafi stafað frá bifreiðinni Ö 138. Kveður Tryggvi það fræðilegan möguleika, að hemlaför þessi hafi að einhverju leyti stafað frá öðrum bifreiðum, sem um veginn hafi farið og hemlað hafi á þessum stað, en hann kveðst telja ólíklegt, að svo hafi verið, þar sem hann hafi athugað hemlaförin mjög vel, eins og venja sé í slíkum tilvikum. Jónas Guðmundsson, ökumaður bifreiðarinnar Ö 138, hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið á heimleið af fundi í Reykjavík og verið einn í bifreið sinni. Hann kveður sér ekkert hafa legið á og því ekið rólega. Hann kveðst hafa ekið í þriðja ganghraða- stigi af fjórum, á 40—-50 km hraða, er atburðurinn varð, og ekið með lægri ljósgeisla. Hann kveður norðanstorm hafa verið á og frost og kveður hafa skafið yfir veginn. Jónas kveðst allt í einu hafa séð vörubifreið þá, er hann lenti á, og hafi hún verið ljós- laus með öllu og engin glitaugu á henni. Jónas kveðst ekki hafa 348 séð vörubifreiðina, fyrr en hann hafi verið að lenda á henni. Kveður hann hraða bifreiðar sinnar ekki hafa verið það mikinn, að hann hefði getað stöðvað bifreiðina á þeirri vegalengd eða komizt hjá því að lenda aftan á bifreiðinni, ef hann hefði séð hana fyrr en hann gerði. Er hann sá vörubifreiðina, kveður hann bifreiðar hafa verið að koma á móti og kveður sér hafa fundizt þær vera á móts við vörubifreiðina og hafi önnur þeirra verið að fara fram úr hinni. Jónas kveðst hafa hugsað sem svo, að annað hvort yrði hann að aka á móti bifreiðinni, sem var að aka fram úr, eða hemla og reyna að stöðva bifreið sína fyrir aftan wöru-. bifreiðina. Kveðst hann hafa tekið þann kostinn, en afleiðingin hafi orðið sú, að hann hafi lent undir palli vörubifreiðarinnar. Jónas kveður það eigi geta staðizt, að hemlaför eftir bifreið hans hafi verið jafnlöng og greint er frá í skýrslu löggæzlumannanna. Vitnið Jóhannes Gunnar Jóhannesson hefur skýrt svo frá, að. það hafi sjálft verið á fundi þeim í Reykjavík, sem Jónas Guð- mundsson var að koma af. Það kveðst hafa haldið heim strax að loknum fundinum og hafa verið aðeins á undan Jónasi. Jóhannes kveður norðan eða norð-austan kalsaveður hafa verið og kveður svolítinn skafrenning hafa verið. Jóhannes telur, að það hafi sára- lítið orðið vart við hálku á veginum, en kveður svolitla föl hafa verið á honum. Jóhannes kveðst minnast kyrrstæðrar vörubif- reiðar á veginum fyrir ofan Innri-Njarðvík og kveðst vart geta skilið, hvernig hann hafi getað komizt hjá að lenda á bifreiðinni. Hann kveður tvær bifreiðar hafa komið á móti sér og kveðst því hafa lækkað ljósin, en um leið hafi hann verið kominn undir vörubifreiðina og hafi hann rétt náð að sleppa milli hennar og bifreiða þeirra, sem á móti komu. Kveður hann farþega þann, sem með honum hafi verið í bifreiðinni, hafa kastazt til í bif- reiðinni, er hann hafi sveigt henni fyrst til vinstri og síðan til hægri. Eftir atburðinn kveður Jóhannes sér og farþega sínum hafa verið ljóst, að stórvítavert væri að skilja bifreiðina eftir á veg- inum, eins og þarna hafði verið gert, og kveður þeim hafa komið saman um, að rétt væri að tilkynna þetta lögreglunni. Jóhannes kveður sér kunnugt um, að farþegi sinn hafi tilkynnt lögreglunni þetta, en þá hafi slysið verið skeð. Vitnið Sigtryggur Árnason, yfirlögregluþjónn í Keflavík, var að koma frá Grindavík og ók í bifreið sinni áleiðis til Keflavíkur. Kom hann á slysstaðinn skömmu eftir slysið. Hefur han skýrt svo frá, að skafrenningur hafi verið og hafi aulað yfir veginn. Hann kveðst hafa ekið í bifreið með fjórum gírum, en kveðst vegna 349 aðstæðna aðeins hafa ekið í öðrum og þriðja gír. Hann kveðst hafa orðið að margstöðva bifreiðina, þegar hann hafi mætt bif- reiðum, þegar kófi sló fyrir. Sigtryggur kveður snjóflykring hafa verið, en kveður hann ekki hafa festst á veginum, sem heitið geti, en þó hafi verið sljóblettir á veginum. Sigtryggur kiveðst ekki hafa getað ekið með hærri geisla ljósa bifreiðar sinnar og því hafa ekið með lægri geislanum. Sigtryggur kveður svo hvasst hafa verið, að náð hafi mold úr börðum, sem blandazt hafi skaf- renningnum, og hafi það gert akstursskilyrði enn erfiðari. Sig- tryggur kveðst hafa lýst með ljósum bifreiðar sinnar aftan á bifreiðina Ö 53 til þess að kanna, hvort ekki væri eitthvað lýs- andi aftan á henni. Hann kveðst ekki hafa getað séð neitt lýs- andi aftan á vörubifreiðinni, hvorki glitaugu né annað, en hafi þau verið á bifreiðinni, þá hafi þau verið það óhrein, að ekki hafi verið gagn að þeim. Kveður Sigtryggur bifreiðina Ö 53 alla hafa verið útataða í mold eða moldarryki, er hann athugaði hana að aftan. Sigtryggur kveðst telja, að leggja hefði mátt bifreiðinni Ö 53 að öllu leyti utan hinnar steyptu akbrautar, ekki sízt þar sem jörð hafi verið frosin, og hefði ekki skipt máli, þótt sprungið hafi verið á vinstri afturhjólbarða, þá hefði aðeins þurft að ská- setja bifreiðina út á vegbrúnina. Ökumaður bifreiðarinnar Ö 53, Örn Vilhelm Randrup Georgs- son, hefur skýrt svo frá, að þannig hafi staðið á ferðum sínum, að hann hafi verið sendur til Reykjavíkur af fyrirtæki því, sem hann starfaði hjá, til að sækja fiskumbúðir úr pappa. Kveður hann hlassið á bifreiðinni á leiðinni til Keflavíkur hafa verið um þrjár smálestir. Hann kveður það svo hafa verið á milli klukkan 1800 og 1900, að vinstri afturhjólbarði bifreiðarinnar hafi sprungið og farið af, en þeim megin hafi aðeins verið einn hjólbarði, og hafi hann ekki getað ekið hifreiðinni lengra á felgunni einni. Hann kveður snjó og mikla hálku hafa verið á veginum. Hann kveðst hafa reynt að aka bifreiðinni lengra, eftir að hjólbarðinn sprakk, en felgan hafi spólað og hafi hann ekki komizt lengra. Örn kveður sér hafa fundizt óhætt að skilja bifreiðina þarna eftir. Örn kveður glitaugu hafa verið á aurhlífum að aftan, tvö hvoru megin, en auk þess hafi glitaugu hangið á sitt hvoru aftur- horni bifreiðarinnar. Þá kveður hann rautt glitgler hafa verið á númersljósi að aftan. Ekki kveðst hann hafa aðgætt, hvort glit- augu þessi að aftan hafi verið hrein, er hann yfirgaf bifreiðina. Er hann athugaði glitaugun eftir slysið, kveðst hann ekki hafa getað séð annað en að þau væru nægilega hrein. Örn kveðst ekki 350 hafa skilið eftir tendruð ljós á bifreiðinni, er hann yfirgaf hana. Örn kveðst nú hafa fengið far með bifreið til Keflavíkur og kveðst hafa ætlað að sækja nýjan hjólbarða til að setja undir bifreiðina, en enginn varahjólbarði hafi verið í henni. Á meðan hann var staddur í frystihúsi fyrirtækisis til að athuga hjólbarða, kveður hann mann hafa komið að og skýrt frá því, að slys hefði orðið við bifreiðina. Vegna atburðar þessa undirgekkst Örn réttar- sátt í sakadómi Hafnarfjarðar til greiðslu á kr. 1.000.00 í sekt. Jónas Guðmundsson, eigandi bifreiðarinnar Ö 138, hafði keypt húftryggingu fyrir hana hjá stefnanda. Greiddi stefnandi Jónasi verðmæti bifreiðarinnar, sem í uppgjöri þeirra war talið nema kr. 182.000.00. Seldi stefnandi síðan bifreiðina í því ástandi, sem hún var, á kr. 90.000.00. Mismunurinn, kr. 92.000.00, auk flutn- inigskostnaðar, kr. 1.170.00, er fjárhæð sú, sem stefnandi krefur stefnda um í máli þessu. Það er ágreiningslaust, að stefnandi hafi öðlazt rétt Jónasar Guðmundssonar á hendur stefnda sam- kvæmt 16. gr. tryggingarskilmála þeirra, sem um trygginguna giltu, sbr. og upphafsákvæði 25. gr. laga um vátryggingarsamn- iniga. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að það hafi verið vítavert gáleysi ökumanns bifreiðarinnar Ö 53 að skilja hana eftir án ljósa á steyptri akbraut Reykjanesbrautar í myrkri og skafrenn- ingi og með þeim útbúnaði, að glitmerki hennar hafi ekki sézt. Er því haldið fram, að þeir, sem skilji eftir bifreiðar á akbraut Reykjanesbrautar, sem sé hraðbraut, verði að bera alla ábyrgð á tjóni, sem af því kunni að hljótast fyrir aðra vegfarendur. Kröfur stefnda eru byggðar á því, að orsök slyssins verði ein- göngu rakin til aksturs Jónasar Guðmundssonar. Jónas hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að aka allt of hratt. Verði eigi á þetta atriði fallizt, þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að alla meginsök á slysi þessu beri að leggja á ökumann Ö 53, en aðeins að óverulegu leyti á stefnda. Undir rekstri málsins hefur því verið lýst yfir, að stefndi muni ekki bera fyrir ákvæði 25. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1954, enda muni réttargæzlustefndi greiða fjárhæðir þær, sem stefnanda kunni að verða dæmdar í málinu. Stefndi skildi bifreiðina Ö 53 eftir yzt við syðri brún hinnar steyptu akbrautar Reykjanesbrautar, er winstri afturhjólbarði bifreiðarinnar hafði sprungið, en við það kveður stefndi hjól- barðann hafa farið af. Kveðst stefndi hafa reynt að akia bifreið- inni lengra, en kveður það eigi hafa tekizt. Samkvæmt 4. mgr. 3ðl 51. gr. umferðarlaga ber að flytja biluð ökutæki tafarlaust af akbrautum. Stefndi leitaði eigi aðstoðar til að færa bifreiðina af akbrautinni. Stefndi kveðst að vísu hafa farið til Keflavíkur til að sækja annan hjólbarða, en eigi skildi hann eftir tendruð ljós á bifreiðinni, svo sem honum bar að gera samkvæmt 3. mgr. 53. gr. umferðarlaga. Það verður að telja fram komið af framburði vitna, að lögboðin iglitmerki aftan á bifreiðinni Ö 53 samkvæmt ákvæði 6. liðar 1. mgr. 5. gr. umferðarlaga, sbr. "7. tl. 6. gr. reglugerðar nr. 51 frá 1964, hafi eigi verið sýnileg. Þessi viðskilnaður stefnda við bifreiðina Ö 53 skapaði verulega hættu fyrir ökumenn, sem um veginn óku, en Keflavíkurvegur er einn af fjölförnustu þjóðvegum landsins og er byggður sem hrað- braut. Verður að telja, að stefndi hafi með þessu sýnt af sér verulega óaðgæzlu við notkun bifreiðarinnar Ö 53 og eigi hann því samkvæmt ákvæði 3. mgr. 69. gr. umferðarlaga meginsök á tjóni því, sem varð á bifreiðinni Ö 138, er hún lenti aftan á Ö 53. Er umræddur atburður varð, var myrkur og samkvæmt fram- burði ökumanns Ö 138, Jónasar Guðmundssonar, skafrenningur, og notaði hann hinn lága ljósgeisla ljóskerja bifreiðar sinnar. Við akstursskilyrði þau, sem þarna voru fyrir hendi, þykir ökumaður Ö 138 eigi hafa gætt þeirra varúðarreglna, sem fyrir er mælt í 1. mgr., 2. mgr. og b-lið 3. mgr. 49. gr. umferðarlaga, sbr. A-lið 1. tl. 6. gr. reglugerðar nr. 51 frá 1964, og þykir hann því einnig eiga nokkra sök á því, er bifreið hans lenti aftan á Ö 53. Eftir öllum atvikum þykir rétt að leggja á stefnda fébóta- ábyrgð að % hlutum á tjóni því, sem varð vegna skemmda á bifreiðinni Ö 53 við umræddan atburð. Það er ágreiningslaust, að stefnandi hafi öðlazt rétt eiganda bifreiðarinnar Ö 138 á hendur stefnda og að nettógreiðsla stefnanda sem húftryggjanda bif- reiðarinnar Ö 138 hafi numið hinni umstefndu fjárhæð. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda % hluta af kr. 93.170.00, eða kr. 69.877.50, með vöxtum frá 26. apríl 1966 til greiðsludags, sem ákveðast 7% ársvextir, svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 21.000.00. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Örn Vilhelm Randrup Georgsson, greiði stefnanda, Tryggingarfélaginu Ábyrgð h/f, kr. 69.877.50 með 7% árs- vöxtum frá 26. apríl 1966 til greiðsludags og kr. 21.000.00 352 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 24. marz 1970. Nr. 230/1969. Álafoss h/f (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Verksmiðjunni Otri h/f (Guðjón Styrkársson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Fyrning. Víxlar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. desember 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. nóv- ember 1969. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða kr. 63.602.52 ásamt 12% ársvöxtum frá 5. júní 1963 til greiðsludags, kr. 250.00 í stimpil- og afsagnarkostnað og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi sótti ekki þing í héraði. Með skirskolun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 3. júní 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 27. maí.s.l., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 20. maí s.l., af Álafossi h/f, Þingholts- =o 353 stræti 2, Reykjavík, gegn Otri h/f, Hringbraut 121, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 63.973.52 með 12% ársvöxtum frá 15. júní 1963 til greiðsludasgs, kr. 250.00 í stimpil- og afsagnar- kostnað og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LM F. Í. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera þannig til komna, að stefndi hafi tekið út ýmsar áklæðavörur hjá stefnanda á árinu 1963. Stefndi hafi samþykkt m. a. 4 víxla fyrir skuld sinni vegna téðra viðskipta með fjárhæðum og gjalddögum sem hér segir: íð. apríl 1963 að fjárhæð kr. 24.000.00 17. apríl 1963 að fjárhæð — 19.675.12 30. apríl 1963 að fjárhæð — 10.000.00 5. júní 1963 að fjárhæð — 9.227.40 H= GOÐ Samtals kr. 63.973.52 Greiðslufall hafi orðið á öllum víxlunum, sem samtals nemi hinni umistefndu fjárhæð, og hafi stefndi reynzt ófáanlegur til greiðslu þeirra. Mál þetta sé höfðað með heimild í 74. gr. laga nr, 93/1933. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skiðlum og skilríkjum. Þar sem hér er um vöruúttekt að ræða, gildir fjögurra ára fyrningarfrestur á kröfum þessum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14 frá 1905 er því skuld þessi fyrnd, og ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnandia. Málskostnaður fellur niður. Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborgarðómara, kvað upp dóm bennan. Dómsorð: Stefndi, Otur h/f, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Álafoss h/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 23 3ð4 Þriðjudaginn 24. marz 1970. Nr. 41/1970. Þorsteinn Bjarnason gegn Kristjáni Bjarnasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Gunnar Thoroddsen og prófessorarnir Gaukur Jörundsson og Magnús Þ. Torfason. Kærumál. Frávísun. Bómur Hæstaréttar. Með kæru 26. janúar 1970, sem barst Hæstarétti 24. febrú- ar 1970, hefur sóknaraðili samkvæmt 21. gr., 1. tl., b., laga nr. 57/1962 skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæsta- réttar, Krefst hann þess, að dómurinn verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að efni til. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Kröfur sóknaraðilja fyrir héraðsdómi voru þær, að varn- araðili yrði „dæmdur til þess að kaupa eignarhluta“ sóknar- aðilja í jörðinni Garðakoti í Dyrhólahreppi „fyrir það verð, sem segir í tilboði“ varnaraðilja, dags. 12. febrúar 1968. Í tilboði þessu segir svo um kaupverðið: „Hús öll á jörðinni býðst ég til að kaupa á því verði, sem þau verða virt á sam- kvæmt næsta fasteignamati, sem enn hefur ekki verið Þirt, hvað svo sem það kann að verða. Hluta yðar úr landi jarðar- innar, þ. á m. ræktun og girðingar, býðst ég til að kaupa eftir mati tveggja dómkvaddra manna“. Þá krafðist og sókn- araðili þess, að viðurkennd yrði skaðabótaskylda varnaraðilja, „allt að kr, 50.000.00, fyrir það tjón og óhagræði“, sem sóknaraðili „hefur beðið eða kann að bíða vegna vanefnda“ varnaraðilja „á téðu kauptilboði“. Sóknaraðilja var rétt að hafa uppi þá kröfu, að viðurkennt væri, að varnaraðili væri bundinn við greint tilboð, en fram- angreind kröfugerð sóknaraðilja er andstæð lögum, sbr. 2 355 mgr. 137. gr. og 4. mgr. 193. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að staðfesta héraðsdóminn að niðurstöðu til. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 5.000.00 í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Þorsteinn Bjarnason, greiði varnaraðilja, Kristjáni Bjarnasyni, kr. 5.000.00 í kærumálskostnað að viðlægðri aðför að lögum. Dómur sukadómbþings Skaftafellssýslu 23. janúar 1970. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 10. þ. m., hefur Þor- steinn Bjarnason bóndi, Garðakoti, Dyrhólahreppi, höfðað fyrir aukadómþingi Skaftafellssýslu á hendur Kristjáni Bjarnasyni bónda, Norður-Hvoli, Dyrhólahreppi, með stefnu, birtri hinn 2. maí 1989. Í stefnu og sáttakæru er málavöxtum lýst svo af stefnanda, að hinn 12. febrúar 1988 hafi stefndi gert honum svofellt tilboð: „Ég undirritaður Kristján Bjarnason bóndi, Norður-Hvoli, Myýr- dal, gjöri yður hér með svohljóðandi tilboð: Ég býðst til að kaupa yðar hluta í jörðinni Garðakoti í Dvrahólahreppi með svohljóð- andi skilmálum: Hús öll á jörðinni býðst ég til að kaupa á því verði, sem þau verða virt á samkvæmt næsta fasteignamati, sem enn hefur ekki verið birt, hvað svo sem það kann að verða. Hluta yðar úr landi jarðarinnar, þ. á m. ræktun og girðingar, býst ég til að kaupa eftir mati 2ja dómkvaddra manna. Kostnað af matinu greiðum við báðir að hálfu hvor. Verði beðið um yfirmat, ber sá kostnaðinn af því, sem um það biður. Tilboð þetta er háð því skilyrði, að þér fallið frá kröfu yðar um uppboð á jörðinni“. Tilboð þetta kveðst stefnandi hafa samþykkt með bréfi, dags. hinn 15. s. m., en það er svohljóðandi: „Ég samþykki hér með. að taka tilboði þínu í bréfi, dagsettu 12. febrúar 1968, þar sem þú býðst til að kaupa eignarhlut minn í jörðinni Garðakoti, Dyrhólahreppi. Ég samþykki að selja þér 356 eignarhlut minn í jörðinni Garðakoti með öllum þeim skilmálum, sem í fyrrgreindu bréfi þínu greinir“. Í bréfi, sem stefndi ritaði hinn 22. s. m., kveður stefnandi hann svo hafa komið með viðbótarskilyrði og undanbrögð og vilji nú era því við, að honum hafi verið sagt rangt til, er hann hafi gert kauptilboð sitt. Er þetta bréf stefnda svohljóðandi: „Hefi meðtekið bréf þitt, dags. 15. febrúar s.l., þar sem þú tjáir þig fúsan að taka tilboði mínu um kaup á jörðinni Garða- koti. Nú í dag talaði ég við Tómas Lárusson, sem er eigandi að ! í umræddri jörð, og neitar hann að selja sinn hluta úr jörðinni, og er það ekki í samræmi við það, er mér var sagt, þá er ég gjörði kauptilboð í þinn hluta jarðarinnar. Og krefst ég, að þú sjáir um, að ég fái einnig Tómasar hluta keyptan, ef ég á að standa við mitt tilboð. Og einnig áskil ég að fá lánað andvirði húsa og jarðar, það sem umfram er áhvílandi veðlán á jörð og húsum, og lánstíminn verði 30 ár með jöfnum afborgunum. Einnig tel ég sjálfsagt, að vangoldin jarðarafgjöld nú um árabil komi sem greiðsla, ef að samningum verður. Svar þarf að berast þetta varðandi fyrir 1. marz“. Þessu bréfi stefnda svaraði stefnandi með svofelldu bréfi: „Hefi móttekið bréf þitt, dagsett 22. þ. m., þar sem þú krefst þess, að ég sjái um, að hr. Tómas Lárusson, Álftagróf, selji þér %, hluta sinn úr jörðinni Garðakoti, Dyrhólahreppi. Tel ég, að það mál komi mér ekkert við, og skoða tilboð þitt, dags. 12. febr. s.l., um kaup á mínum hluta úr umræddri jörð sem algjörlega bindandi fyrir þig, þar sem ég hef með bréfi mínu, dags. 15. febr. s.l, tekið þínu tilboði með öllum þeim skilmálum, sem í fyrrgreindu tilboði þínu felast. Í tilboði þínu, dags. 12. þ. m., takið þér ekkert fram um greiðslufrest á andvirði jarðarinnar, þannig að ég tel augljóst að álykta, að greiðsla fari fram á húsum jarðarinnar, um leið og nýtt fasteignamat verður birt, og greiðsla á öðrum hlutum til- greindum í kauptilboði fari fram, strax eftir að mat dómkvaddra manna liggur fyrir. Í síðasta bréfi þínu, dags. 22. febr., minnist þú á vangoldin jarðarafgjöld. Ég leyfi mér að neita því, að um vangreiðslu jarðar- afgjalda sé um að ræða, þar sem þau hafa verið greidd reglulega samkv. mati, sem telja verður fullgilt, þar sem mér er ekki kunnugt um, að farið hafi fram annað mat en það, sem ég hef greitt eftir. Komi hins vegar fram, að um vangreiðslu sé að ræða, 307 tel ég sjálfsagt, að skuldajöfnun eigi sér stað við greiðsluuppgjör okkar vegna jarðakaupanna. Mun ég krefjast þess að lögum, að þú standir í öllum greinum við áðurgreint kauptilboð þitt, dags. 12. febr. s.l., um kaup á mínum hluta (% hl.) jarðarinnar Garðakots, Dyrhólahreppi, ásamt húsum og mannvirkjum“. Hinn 3. júlí 1968 ritaði lögmaður stefnanda stefnda bréf og krafðist skriflegs svars hans við því, hvort hann hefði í hyggju að standa við tilboð sitt. Er stefndi svaraði eigi bréfi þessu, höfð- aði stefnandi mál þetta. Í málinu hefur stefnandi gert þessar dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi, að Kristján Bjarnason sé bund- inn við ofangreint kauptilboð og hann dæmdur til þess að kaupa eignarhluta stefnanda í jörðinni Garðakoti í Dyrhólahreppi ásamt húsum öllum á jörðinni, ræktun og girðingum og allt, sem í nefndu tilboði greinir á þann hátt og fyrir það verð, sem segir í tilboði stefnda, dags. 12. febrúar 1968. Að viðurkennd verði skaðabóta- skylda stefnda, allt að kr. 50.000.00, fyrir það tjón og óhagræði, sem stefnandi hefur beðið eða kann að bíða vegna vanefnda stefnda á téðu kauptilboði. Þá krefst stefnandi og þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða allan kostnað málsins að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi hans að mati dómarans. Stefndi hefur skýrt svo frá atvikum máls þessa, að hann eigi Í sameign með stefnanda og Tómasi Lárussyni land jarðarinnar Garðakots, en sinn hluta kveðst hann hafa fengið í arf eftir móður sína. Hann kveður það hafa verið um mánaðamót ágúst og september 1967, að Einar Oddsson, sýslumaður í Skaftafellssýslu, hafi komið til sín og tjáð sér það erindi að fá sig til að selja stefnanda hluta sinn í jörðinni Garðakoti. Kveðst stefnandi hafa tjáð sýslumann- inum, að hann neitaði algerlega að selja eignarhluta sinn Í jörð- inni. Næst kveður stefndi það svo hafa gerzt, að sér hafi borizt bréf stefnanda, dags. hinn 16. janúar 1968, svohljóðandi: „Eins og þér hefur áður verið gefið til kynna, hefi ég ákveðið að slíta sameign okkar og Tómasar Lárussonar, Álftagróf, á jörð- inni Garðakoti í Dyrhólahreppi. Sameignarhlutföllin eru þannig í landverði jarðarinnar: Kristján Bjarnason eigandi að % hlutum. Undirritaður Þorsteinn Bjarnas. eig. að 3 hlutum. Tómas Lárusson eigandi að 1 hluta. 358 Hús öll á jörðinni og önnur mannvirki, svo sem ræktun og girðingar, eru eign undirritaðs. Nú vil ég bjóða þér að kaupa af þér þinn hluta úr landi jarðar- innar á kr. 20.000.00. Ef þú tekur þessi boði mínu eða gerir gagntilboð, þarf svar þitt að hafa borizt mér skriflega fyrir 1. febrúar 1968. Viljir þú ekki selja þinn hluta úr landi jarðarinnar, getur þú fengið minn hluta úr jörðinni ásamt húsum öllum og öðrum mannvirkjum keyptan, ef viðunandi boð fæst frá þér. Tilboð og gagntilboð samkvæmt framanskráðu þurfa að hafa borizt mér skriflega fyrir 1. febrúar 1968. Hafi svar ekki borizt fyrir þann tíma eða ef svo fer, að samn- ingar takist ekki, mun ég biðja um uppboð á jörðinni Garðakoti til slita á sameigninni. Um önnur slit á sameigninni, svo sem skipti, er ekki að ræða, þar sem þau myndu hafa í för með sér eyðileggingu á jörðinni sem slíkri. Jörðin er það landlítil, að það er alveg á mörkum, að hún sé byggileg af þeim sökum. Skipti á jörðinni myndu hafa í för með sér tjón fyrir alla aðila og því útilokað af þeim sökum“. Bréfi þessu kveðst stefndi hafa svarað með bréfi, dags. hinn 29. janúar, svohljóðandi: „Til svars bréfi þínu 16/1 1968 hefi ég það að segja, að ég hef ekki í hyggju að selja minn hluta í jörðinni Garðakoti. Hinsvegar er ég til með að kaupa þá % hluta, sem þið Tómas Lárusson í Álftagróf eigið, fyrir fyllilega það verð, er þú býður ér fyrir minn hlut í umræddri jörð. Einnig er ég fús til þess, að sameign okkar sé slitið með land- skiptum í milli okkar“. Stefndi kveður stefnanda nú hafa ritað sér bréf hinn 31. janúar svohljóðandi: „Hefi móttekið bréf þitt, dags. 29. janúar s.1. Ekki fæ ég séð, að bréf þitt sé á nokkurn hátt svar við bréfi mínu, dags. '16. janúar 1968, þar sem ég býð þér minn hluta í jörðinni Garðakoti ásamt mannvirkjum öllum, sem á jörðinni eru, til sölu. En svar Þitt hljóðar upp á að kaupa hluta okkar Tómasar í Álftagróf í landverði jarðarinnar án þess að tilgreina fjárhæð. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina, að ég selji minn hluta í jörðinni, án þess að öll mannvirki á jörðinni fylgi með í kaup- unum. Ég læt svo útrætt um þetta mál, skoða bréf þitt sem neitun 359 á samkomulagi um sölu jarðarinnar og vísa til bréfs míns frá 16. janúar s.l. að öðru leyti. Þar sem frestur sá, er ég setti í bréfinu, rennur út í dag, mun ég biðja um, að jörðin Garðakot verði seld á opinberu uppboði til slita á sameigninni án þess að tilkynna þér frekar um það“. Þessu bréfi kveðst stefndi hafa svarað með svohljóðandi bréfi, dags. 1. febrúar: „Ég hefi móttekið bréf þitt, dags. 31. jan, 1968, sem svar við bréfi, er ég ritaði þér 29. s. m. Þar sem þú tilkynnir mér, að þú munir biðja um sölu á jörðinni Garðakoti í Dyrhólahreppi til slita sameign okkar. Í fyrra bréfi mínu bauð ég verð fyrir þinn hluta ásamt hluta Tómasar í Álfta- gróf, verð, sem er fyllilega á jarðarhundrað eins mikið og þú bauðst í minn hluta. En þú telur svo í þínu seinna bréfi sem að ég geri ekkert verð- tilboð. Hins vegar álít ég, að hús og aðrar byggingar á jörðinni sé alveg óviðkomandi sameign okkar í jörðinni sjálfri. Þar sem ég lít svo á, að með þessum aðgerðum þínum sért þú búinn að segja mínum jarðaríhluta úr ábúð nú þegar, og mátti segja, að þú sért nú búinn að því fyrr vegna vanskila á jarðar- afgjaldi um nokkurra ára skeið. Er því bezt fyrir okkur að koma okkur saman um sameignarslit með landskiptum á umræddri sameign“. Stefndi kveður það nú næst hafa gerzt, að sýslumaður hafi kvatt sig á fund sinn og hafi erindið verið það að fá sig til að selja sinn hluta í jörðinni, en að öðrum kosti yrði jörðin seld á uppboði. Stefndi kveður Guðjón Þorsteinsson, son stefnanda, einnig hafa verið á fundi þessum. Stefndi kveður miklar umræður hafa farið fram á fundi þessum. Kveður hann sýslumanninn síðan hafa samið tilboð það, sem hann, þ. e. stefndi, hafi undirritað. Kveðst stefndi hafa gert það til að komast að einhverju sam- komulagi, því sýslumaður hafi að öðrum kosti hótað því, að jörðin yrði seld á uppboði. Stefndi kveður kaupverð ekki hafa verið nefnt öðruvísi en fram kemur í tilboðinu, og ekki kveður hann rætt hafa verið um, hvernig kaupverðið skyldi greitt. Hann kveður eitthvað hafa verið rætt um fasteignamatið og hafi komið fram hjá sýslumanni, að verið gæti, að það fjórfaldaðist, en þó væri það allt óvíst. Kveðst stefndi hafa talið, að síðar yrði samið nánar um greiðsluskilmála. Stefndi kveður Guðjón hafa sagt í viðræðum þeim, sem fram fóru á fundi þessum, að aldrei hefði staðið á Tómasi Lárussyni að selja sinn hluta af jörðinni. Kveðst 360 stefndi hafa skrifað undir tilboðið á þeirri forsendu, að hann gæti sætt sig við greiðsluskilmála og hlutur Tómasar í landi jarð- arinnar fylgdi með í kaupunum. Er í ljós kom, að Tómas vildi ekki selja sinn hluta og að stefnandi lagði þann skilning í til- boðið, að kaupverðið skyldi allt greitt í peningum, kveðst stefndi hafa talið allar forsendur fyrir tilboðinu niður fallnar og að hann væri eigi lengur bundinn af því. Vitnið Guðjón Þorsteinsson, sonur stefnanda, kveðst hafa verið viðstatt, er stefndi undirritaði tilboð það, sem fjallað er um í máli þessu. Kveður Guðjón tildrög þess hafa verið þau, að faðir sinn hafi beðið sig um að fá leyfi til að fá jörðina selda á uppboði. Kveðst Guðjón hafa farið í þessu skyni á fund sýslumannsins, Einars Oddssonar. Kveður Guðjón sýslumanninn hafa viljað tala við stefnda, áður en frekar yrði að gert í málinu, og hafi hann því boðað stefnda til fundar við þá. Er stefndi kom, kveður Guðjón hann og sýslumanninn hafa rætt saman, og kveðst hann hafa hlýtt á viðræður þeirra. Kveður Guðjón fram hafa komið í viðræðum þessum, að stefndi hafi alls ekki viljað, að jörðin yrði seld á uppboði, en hins vegar hafi komið fram hjá honum, að hann vildi kaupa hluta stefnanda í henni. Guðjón kveður ekkert hafa verið rætt um hluta Tómasar Lárussonar í jörðinni í viðræðum þessum. Guðjón kveður lyktir viðræðnanna svo hafa orðið þær, að samið hafi verið kauptilboð í jörðina, sem stefndi hafi undirritað þarna á staðnum. Guðjón kveður sýslumanninn hafa sagt í viðræðum þessum, að hann vissi ekki, hversu hátt fasteignamat á húsum jarðarinnar yrði, enda væri ekki búið að vinna úr fasteignamatinu og lægi það enn ekki fyrir. Ekki kveður Guðjón hafa verið rætt um það í viðræðum þessum, hvernig kaupverðið skyldi greitt, að öðru leyti en því, að frá kaupunum skyldi gengið, er fasteignamatið kæmi út. Einar Oddsson sýslumaður kveður afskipti sín af kauptilboði því, sem fjallað er um í málinu, vera þau, að það hafi verið sumarið 1967, að Guðjón Þorsteinsson, sonur stefnanda, hafi komið og tjáð sér, að faðir sinn vildi slíta sameign sinni og steinda um jörðina Garðakot., Kveður hann Guðjón hafa tjáð sér, að hann hefði farið fram á það við stefnda, að hann annað hvort keypti hluta stefnanda í jörðinni eða seldi stefnanda sinn hluta, en stefndi hafi hvorugan kostinn viljað taka. Kveður Einar það hafa orðið úr, að hann hafi samkvæmt ósk Guðjóns reynt að finna lausn á máli þessu. Einar kiveðst hafa rætt þessi mál oftar en einu sinni við stefnda, en árangurslaust. Einar kveður 361 stefnanda ekki hafa viljað una þessu og hafi hann talað um að fá jörðina selda á uppboði. Er Einar skýrði stefnda frá þessu, kveður hann stefnda hafa lýst þeirri skoðun sinni, að stefnandi hefði engan lagalegan rétt til þess að biðja um uppboð nema á sínum hluta jarðarinnar, og hafi hann jafnframt lýst því yfir, að hann mundi leita réttar síns um það efni. Einar kveður stefnda hins vegar hafa gert það tilboð, að Guðjón Þorsteinsson skyldi fá hans hluta í jörðinni Garðakoti til leigu til lífstíðar gegn sömu greiðslu og stefnandi hafði greitt. Einar kveður stefnanda og son hans hafa werið ófáanlega til að taka þessu tilboði. Einar kveðst hafa talið rétt að reyna frekari sættir og kveðst hafa rætt við stefnda og ráðlagt honum að selja stefnanda sinn hluta jarðarinnar, ef hann byði það verð, sem hann gæti unað við. Kveðst Einar hafa verið þeirrar skoðunar, að stefndi hefði nóg rneð búskap sinn á Norður-Hvoli að gera. Hins vegar hafi sér virzt lítil líkindi til þess, að jörðin Garðakot byggðist, ef stefnandi og synir hans færu þaðan. Kvöld það, sem tilboð það var gert, sem fjallað er um í máli þessu, kveður Einar Guðjón Þorsteins- son hafa komið til sín og skýrt sér frá því, að stefnandi hefði afráðið að biðja um uppboð á jörðinni Garðakoti. Kveðst Einar hafa talið rétt að reyna enn einu sinni að koma á sáttum með aðiljum og hafi hann því hringt til stefnda og spurt hann að því, hvort hann gæti komið til sín þá um kvöldið. Hafi ekkert verið því til fyrirstöðu af hálfu stefnda. Einar kveður nú hafa verið rætt um sömu leiðir til lausnar deilunni og áður voru fram komnar, en kveður sér hafa virzt menn vera sama sinnis og fyrr. Einar kveður stefnda allt í einu hafa boðizt til að kaupa hluta stefnanda í jörðinni Garðakoti á því verði, sem hann yrði metinn á við hið nýja fasteignamat. Kveðst Einar hafa spurt stefnda að því, hvort hann væri ákveðinn í þessu og hvort hann vildi gera skriflegt tilboð. Hafi stefndi játað því. Kveðst Einar þá hafa útbúið tilboðið þannig breytt, að landverð skyldi metið af tveimur dómkvöddum mönnum, þar sem ekki séu líkur til, að hluti stefn- anda í landverði jarðarinnar verði metinn sérstaklega í hinu nýja fasteignamati. Einar kveður sér hafa virzt báðir aðiljar sammála um að telja tilboðið sanngjarnt og eðlilegt. Hins vegar kveður hann Guðjón ekki hafa haft umboð frá föður sínum til að taka tilboðinu eða hafna því. Ekki kveðst Einar hafa haft hugmynd um, hversu hátt hið nýja fasteignamat mundi verða, og hafi þeir Guðjón og stefndi ekki verið neinu fróðari um það. Kveðst Einar ekki hafa nefnt neina tölu í því sambandi. Ekki 362 kveðst Einar muna til þess, að rætt hafi verið um hluta Tómasar Lárussonar í sambandi wið tilboðið. Ekki kveður Einar rætt hafa verið um greiðsluskilmála, en hann kveður sér hafa virzt þeir Guðjón og stefndi ganga út frá því, að kaupverðið yrði ekki greitt, fyrr en búið væri að meta eignina, enda leiði það af til- boðinu. Vitnið Sigurður Nikulásson, sem var vitundarvottur að undir- skrift stefnda á tilboði hans, sem áður er rakið, kveðst hafa verið kvatt úr íbúð sinni, sem verið hafi annars staðar í em- bættisbústað sýslumannsins, til að undirrita tilboðið sem vit- undarvottur. Kveðst vitnið ekki hafa verið wiðstatt, er tilboðið var útbúið. Vitnið kveður, að vera kunni, að það hafi verið að einhverjum störfum í næsta herbergi, er viðræður þeirra Guðjóns, stefnda og sýslumannsins fóru fram, og það kunni því að hafa heyrt eitthvað af viðræðum þeirra, en vitnið kveðst hafa talið sér þetta óviðkomandi og því ekki lagt það á minnið. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að hann hafi samþykkt tilboð það, sem stefndi hafi gert hinn 12. febrúar 1968 um kaup á hluta hans í jörðinni Garðakoti, og sé tilboðið því endanlegt og bindandi fyrir þá báða. Er því haldið fram, að tilboðið sé í fullu gildi, eins og það liggi fyrir, og komi kaupin til framkvæmda, er næsta fasteignamat liggi fyrir. Er því haldið fram, að þótt ekki séu greiðsluskilmálar í tilboðinu, þá beri að beita megin- reglum lausafjárkaupalaga um það efni, sbr. ákvæði 5., 12. og 14. gr. þeirra laga. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að kauptilboð það, sem hann gerði hinn 12. febrúar 1968 í hluta stefnanda í jörðinni Garðakoti, hafi ekki verið endanlegt kauptilboð af hans hálfu. Er því haldið fram, að tilboðið hafi aðeins verið undirbúningur að frekari viðræðum, enda sé ekki í tilboðinu getið um greiðslukjör eða hvenær eignarhlutinn skuli afhentur og hafi átt að ræða um þessi atriði síðar. Er því haldið fram, að óvenjulegt sé, að and- virði jarða sé greitt út í hönd, en títt sé, að jarðir séu seldar á verði, sem sé langt undir brunabótamati húsa jarðarinnar. Þá er því og haldið fram, að stefndi hafi sett munnlega það skilyrði við gerð tilboðsins, að hluti Tómasar Lárussonar fylgdi með í kaupunum. Fasteignamat það, sem nú er í gildi, er frá árinu 1942. Nú um nokkurn tíma hefur verið unnið að undirbúningi aðalfasteigna- mats samkvæmt lögum nr. 28/1963, en óvíst er, hvenær fast- eignamatið kemur til framkvæmda. Eins og sakarefni máls þessa 363 er háttað, þykir ekki verða lagður dómur á það, fyrr en fyrir liggur mat á húsum jarðarinnar Garðakots samkvæmt aðalfast- eignamati því, sem nú er unnið að. Þykir því verða að vísa máli þessu sjálfkrafa frá dómi með hliðsjón af ákvæði Í. mgr. 69. gr. laga nr. 85/1936, en eins og málavöxtum er háttað, þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 1. júlí 1969, vék hinn reglu- legi dómari, Þorleifur Pálsson, settur sýslumaður, sæti Í máli þessu. Hinn 7. ágúst s.l. var Guðmundur Jónsson borgarðdómari skip- aður setudómari í máli þessu. Hefur hann frá þeim tíma farið með mál þetta og kveðið upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er sjálfkrafa vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 6. apríl 1970. Nr. 124/1969. Gústaf Sigjónsson segn Jóhanni G. Filippussyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gústaf Sigjónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Jóhanni G. Filippussyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 364 Mánudaginn 6. apríl 1970. Nr. 157/1969. Guðmundur Guðlaugsson gegn Samgöngumálaráðherra f. h. samgöngu- málaráðuneytisins vegna úthlutunarmanna atvinnuleyfa leigubifreiðarstjóra í Reykjavík. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðmundur Guðlaugsson, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði kr, 400.00 útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 6. apríl 1970. Nr. 158/1969. Pétur Pétursson gegn Knúti Kristinssyni f. h. Ewalds Berndsens. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pétur Pétursson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Knúti Kristinssyni f. h. Ewalds Berndsens, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 365 Mánudaginn 6. apríl 1970. Nr. 6/1970. Radíóbúðin gegn Kristínu Þórðardóttur og Jóhannesi Elíassyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Radióbúðin, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hún stefndu, Kristínu Þórðardóttur og Jó- hannesi Elíassyni, sem látið hafa sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 2.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 6. april 1970. Nr. 65/1970. Margrét G. Hjaltested fyrir sjálfa sig og f. h. ófjárráða barna sinna, Margrétar, Sigurðar Kristjáns og Karls Lárussonar Hjaltesteds, fyrir hönd dánar- og félagsbús Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds gegn Magnúsi S. Hjaltested. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Frestur. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 24. febrúar 1970 hefur sóknaraðili samkvæmt 21. gr., 1. tl., j, laga nr. 57/1962 skotið til Hæstaréttar úr- skurði, sem kveðinn var upp á bæjarþingi Kópavogs hinn 366 12. febrúar 1970, þar sem varnaraðilja er veittur 8 vikna frestur til öflunar gagna. Skjöl málsins bárust Hæstarétti hinn 23. marz 1970. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og varnaraðilja synjað um frest til gagnaöflunar. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eftir atvikum þykir rétt að fresta máli þessu til 9. aprii 1970. Eftir þessum úrslitum ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja kærumálskostnað, kr. 4.600.00. Dómsorð: Máli þessu er frestað til gagnaöflunar til 9. apríl 1970. Sóknaraðili, dánar- og félagsbú Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds, greiði varnaraðilja, Magnúsi S. Hjaltested, kr. 4.000.00 í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Kópavogs 12. febrúar 1970. Mál þetta er höfðað hér fyrir bæjarþinginu af Margréti Guð- mundsdóttur Hjaltested, fyrrum húsfreyju á Vatnsenda í Kópa- vogskaupstað, fyrir sjálfs sín hönd og ófjárráða barna sinna, Margrétar Hjaltesteds, Sigurður Kristjáns Hjaltesteds og Karls Lárusar Hjaltesteds, fyrir hönd dánar- og félagsbús Sigurðar L.. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds gegn Magnúsi S. Hjalte- sted pípulagningameistara, Vatnsenda í Kópavogskaupstað. Stefnandi hefur stefnt til réttargæzlu, sbr. 52. gr. laga nr. 85/ 1938, þeim Ólafi Þorgrímssyni hæstaréttarlögmanni, Reykjavík, fyrir Markús Ívar Hjaltested, Bræðraborgarstís 23, Reykjavík, og Sigríði S. Hjaltested, Kirkjusandi við Reykjanesbraut, svo og skiptaráðanda í dánar- og félagsbúi Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds, Unnsteini Beck, borgarfógeta í Reykja- vík. Stefna í málinu er útgefin hinn 24. október 1969, og eru dóm- kröfur stefnanda þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda og greindum börnum hennar fyrir hönd nefnds dánar- 307 og félagsbús kr. 811.159.00 með 1% vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 16. maí 1969 til greiðsluðags svo og kostnað sakar- innar að skaðlausu. Á hendur réttargæzlustefndu eru engar kröf- ur gerðar né gera þeir kröfur. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Þá krefst hann málskostnaðar solid- ariskt úr hendi stefnenda. Samkvæmt skjölum málsins eru helztu málavextir þessir: Magnús Einarsson Hjaltested, sem fæddur var 23. nóvember 1871, eignaðist jörðina Vatnsenda, sem nú er í lögsagnarumdæmi Kópavogs, árið 1914. Magnús mun hafa búið á jörðinni lengst af eftir það, unz hann andaðist árið 1940. Hann var alla ævi ókvænt- ur og lézt barnlaus. Lárus Pétursson Hjaltested hét bróðursonur Magnúsar. Hann var fæddur 1892. Árið 1928 varð það að sam- komulagi með þeim Magnúsi og Lárusi, að Lárus tæki við ábúð á Vatnsenda, enda bjó hann þar upp frá því til dauðadags jafn- framt Magnúsi. Lárus Hjaltested lézt árið 1956. Tók þá við jörðinni ekkja hans, Sigríður Jónsdóttir Hjaltested, og bjó þar til fardaga 1960. Þá tók wið ábúð á jörðinni elæti sonur Lárusar og Sigríðar, Sig- urður Lárusson Hjaltested, og bjó hann þar til dauðadags. Sig- urður var tvíkvæntur. Var seinni kona hans Margrét Guðmunds- dóttir Hjaltested, stefnandi í máli þessu. Sigurður Lárusson Hjaltested andaðist 13. nóvember 1966. Bjó þá kona hans áfram á jörðinni ásamt börnum sínum, og nytjaði hún jörðina, eftir því sem kostur var, unz hún var borin út af fógeta í júlí 1969. Dánar- og félagsbú Sigurðar L. Hjaltesteds og ekkju hans, stefnandans, Margrétar G. Hjaltesteds, var tekið til opinberra skipta, og var fyrsti skiptafundur Í búinu 25. febrúar 1967. Var þá m. a. lögð fram í afriti erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjalte- steðs, dags. 4. janúar 1938 og árituð að nýju 29. október 1940. í erfðaskránni segir m. a. svo! „Ég undirritaður Magnús Einarsson Hjaltested, fyr úrsmiður Í Reykjavík, en nú bóndi á Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, sem ekki á neitt afkvæmi, lýsi hérmeð yfir því sem síðasta vilja mín- um, að með eignir mínar lausar og fastar allar undantekningar- laust skal fara á þann hátt, er hér eftir segir, að mér látnum. 1.gr. Allar eignir mínar — fastar og lausar — skuiu ganga að erfðum til Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, með þeim nánari takmörkunum og skilyrðum, er nú skal greina. 368 a. Hann má ekki selja fasteign þá, er ég nú á — Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi — er hann fær að erfðum með þessari arfleiðsluskrá, né heldur veðsetja hana fyrir meira en sem nemur 50% af fasteignamati jarðarinnar og bó aðeins til greiðslu erfða- fjárskatts, ef með þarf, eða nauðsynlegra varanlegra endurbóta á húsum jarðarinnar eða henni sjálfri. b. Hann skal búa á eigninni sjálfur, sbr. þó það, er síðar segir um föður hans undir tölulið 2. c. Arftaki má selja á leigu lóðir undir hús, leikvelli eða annað úr óræktuðu landi jarðarinnar gegn árlegu afgjaldi, er hæfilegt þyki á hverjum tíma, og skulu þær leigur goldnar á tilteknum gjalddaga til ábúanda, hver sem hann verður, og má ekki veð- setja þær neinum fremur en jörðina, fyr en þær eru greiddar ábúanda. 2.gr. Meðan Lárus Hjaltested, faðir Sigurðar, lifir, má hann búa endurgjaldslaust á fyrnefndri jarðeign, að öðru en því, að hann svarar til vaxta og afborgana af skuldum þeim, er á eign- inni hvíla. Allar bætur fyrir landspjöll, sem þegar eru orðin eða kunna að verða á jörðinni af annara völdum og jörðinni ber, hefur Lárus Hjaltested eða næsti ábúandi rétt til að krefja inn og semja um með lögsókn, ef með þarf, sem tilheyrandi jörðinni að mér látn- um, ef ekki hefur verið fullkomlega um það samið áður. Sömuleiðis hefur Lárus Hjaltested eða næsti ábúandi allan rétt þann, er um ræðir í gr. 1, tölulið c. 3.gr. Að Sigurði látnum gengur jarðeignin að erfðum til elzta sonar hans og svo til hans niðja í beinan karllegg og sé sá leggur útdauður, þá til næst elzta sonar Sigurðar og hans niðja í beinan karllegg o. s. frv. íkoll af kolli, þannig að ávalt fær aðeins einn maður allan arfinn, sá elzti í þeim legg, er að réttu ber arfur samkvæmt því, er nú hefur verið sagt. Sé enginn erfingi réttborinn til arfa frá Sigurði samkvæmt frarnanskráðu, þá gengur arfurinn til Georgs Péturs Hjaltested, næst elzta sonar Lárusar, og hans niðja í beinan karllegg eftir sömu reglum. Sé enginn til í legg Péturs, sem uppfylli skilyrðin, þá skal arfurinn ganga til Jóns Einars Hjaltested, sonar Lárusar, og niðja hans í beinan karllegg eftir sömu reglum og svona koll af kolli, meðan til er eitthvað afkvæmi í karllegg frá Lárusi Hjaltested, sem uppfylli erfðaskilyrði þau, er margnefnd eru. 4. gr. Skyldi einhver erfingjanna hætta búskap á Vatnsenda, 369 missir hann rétt sinn samkvæmt erfðaskrá þessari, og sá, sem næstur er í röðinni, tekur við. 5.gr. Ef viðkomandi erfingi er ómyndugur, skal fjárhalds- maður hans ráðstafa ábúðinni, þar til hann er myndugur. 6. gr. Sérhver erfingi, sem fær erfðarétt samkvæmt þessum arfleiðslugjörningi, er skyldugur til þess að halda öll þau skil- yrði, sem Sigurði eru sett með honum, og gæta þeirra takmark- ana, er samningurinn hefur inni að halda, vanræki einhver það, veldur það tafarlaust réttindamissi fyrir hlutaðeiganda“. Við búskiptin hélt stefndi, Magnús S. Hjaltested, því fram, að jörðina Vatnsenda bæri að afhenda sér sem elzta syni Sig- urðar L. Hjaltesteds, enda bæri að öðru leyti að haga skiptum samkvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar. Þessum skilningi og kröfum mótmælti stefnandi og krafðist skipta á öllum eignum búsins, þ. á m. jörðinni Vatnsenda, eftir reglum erfðalaganna. Urðu um þetta efni miklar greinir með aðiljum, og war rekið fyrir skiptarétti sérstakt mál um kröfu stefnda um afhendingu jarðarinnar. Kvað skiptaráðandi upp úr- skurð um ágreininginn 24. júlí 1967. Eru ályktunarorð úrskurðar- ins svohljóðandi: „Varnaraðilja Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, er áskilinn réttur eftir látinn föður sinn til að taka við til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda í Kópavogskaupstað með þeim takmörkunum og skilmálum, sem settir eru í arfleiðsluskrá Magnúsar Einarsson- ar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1938. Málskostnaður fellur niður“. Þessum úrskurði skaut stefnandi til Hæstaréttar, sem staðfesti hann með dómi, uppkveðnum 5. apríl 1968. Hinn 7. maí 1968 var haldinn skiptafundur í búinu. Gerði þá skiptaráðandi svolátandi bókun: „Þá lýsti skiptaráðandi því yfir, að hann afhenti Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, Sólbakka, Vatnsenda, umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað með því, sem henni fylgir og fylgja ber, samkvæmt þeim réttindum, sem honum sem erfingja eru áskilin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1938 og 29. október 1940, að geymdum rétti þeirra, sem löglega kunna að eiga tilkall til af- nota eða annara réttinda á jörðinni eða hluta hennar, enda tekur Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður ásamt erfingjunum ábyrgð á greiðslu skiptakostnaðar, erfðafjárskatts og annarra opin- 24 370 berra (gjalda, sem á erfingjana kann að falla í sambandi við skiptin“. Þessari ákvörðun skiptaráðanda war áfrýjað til Hæstaréttar af báðum aðiljum. Eftir það voru haldnir nokkrir skiptafundir í búinu, og komu þar fram ýmsar kröfur af hálfu aðilja. Meðal annars krafðist stefnandi þess, að framkvæmd yrði úttekt á jörð og húsum á Vatnsenda, og hélt því fram, að eigi gæti komið til álita, að hún þyrfti að víkja af jörðinni, nema svo wæri gert, enda yrði úttekt fullnægt við hugsanlegan brottflutning hennar. Þessari kröfu var mótmælt af stefnda, en skiptaráðandi vildi eigi hafa frumkvæði að því að koma fram úttektargerð. Að fyrirsögn Hæstaréttar fór úttektargerð fram, og var henni lokið 16. maí 1969. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á grundvelli úttektar- gerðarinnar, en samkvæmt henni telur stefnandi, að stefnda beri að greiða sér f. h. búsins kr. 796.159.00 í ábúandabót og kr. 15.000.00 í úttektarkostnað, eða samtals kr. 811.159.00, sem er stefnufjárhæðin. Málið var þingfest hinn 6. nóvember 1969. Fékk þá stefndi frest til greinargerðar til 27. s. m. Á bæjarþingi þann dag varð það samkomulag, að stefndi fengi framhaldsgreinargerðarfrest til 11. desember s.1. Þann dag lagði stefndi fram greinargerð sína og enn fremur ljósrit 21. leigusamnings um landspildur úr landi Vatnsenda, þar sem leigugjaldið tjáist vera greitt nokkur ár fram í tímann. Þá lagði stefndi fram afrit af rekstrar- og efnahags- reikningi Veiðifélags Elliðavatns fyrir árið 1968. Eftir árangurs- lausa sáttatilraun dómara varð það samkomulag með aðiljum að fresta málinu til 15. janúar 1970 til frekari öflunar gagna. Í þinghaldi 15. f. m. óskaði lögmaður stefnda eftir frekari fresti til gagnaðflunar, m. a. í því skyni að leiða ýmis vitni og afla fleiri skjala til að leggja fram í málinu. Lögmaður stefnda mót- mælti frekari frestun málsins og gerði þá kröfu, að gagnasöfnun í málinu væri talið lokið og það tekið til munnlegs flutnings. Lögmaður stefnda krafðist úrskurðar um frestbeiðni sína, eftir að báðir lögmenn höfðu tjáð sig í stuttu máli um þetta ágrein- ingsefni. Fór síðan fram munnlegur málflutningur um frest- beiðnina hinn 4. þ. m. Lögmaður stefnda rökstyður kröfur sínar með því, að um- bjóðandi sinn þurfi nauðsynlegan frest til að upplýsa og sanna gagnkröfur, sem hann eigi á hendur stefnanda. Hann heldur því fram, að lögskipti málsaðilja fari ekki eftir ábúðarlögum, eins 971 og stefnandi heldur fram í sinni málsútlistun. Lögmaðurinn kveð- ur, að úttektargerðin hafi þá þýðingu eina að sanna framlög stefnanda og eiginmanns hennar í þeirra búskapartíð á jörðinni, en geti á engan hátt hindrað, að lögmætar gagnkröfur stefnda komist að í málinu. Þegar hafi verið lögð fram allmörg ljósrit samninga um landspildur í Vatnsendalandi, þar sem fram komi, að landleigur hafi verið greiddar ár og áratugi fram í tímann í tíð stefnanda og eiginmanns hennar á jörðinni. Í sumum ttil- vikum sé ársleigugjaldið ekki tilgreint í viðkomandi samningi. Verði því stefndi að leiða fyrir dóminn viðkomandi leiguhafa til að upplýsa og sanna þá liði gagnkröfu sinnar. Þá hafi enn eigi unnizt tími til að afla og leggja fram ljósrit fjölmargra samninga til viðbótar, sem stefndi telur sig vita, að til séu og tilgreini, að leigan sé greidd langt fram í tímann. Enn fremur kveðst lög- maður stefnda vinna að því að afla rekstrar- og efnahagsreiknings fyrir Veiðifélag Elliðavatns árin 1967 og 1969 til að leggja fram í málinu. Lögmaður stefnanda rökstyður kröfur sínar í þessum þætti málsins með því, að dómkröfur umbjóðanda síns í málinu séu byggðar á úttektargerð, er framkvæmd var samkvæmt fyrir- mælum Hæstaréttar og eftir reglum ábúðarlaga. Þar sem málinu hafi ekki verið skotið til yfirúttektar, verði gerðinni hvorki hrundið né haggað héðan af og komist því ekki að í málinu neins konar 'gagnkröfur. Hann mótmælir gagnkröfum stefnda ex tuto sem ósönnuðum og röngum og wanreifuðum. Lögmaðurinn telur, að málið sé að fullu upplýst og dómhæft, eins og nú standi, og því beri að ákveða, að gagnasöfnun sé að fullu lokið og málið tekið til munnlegs málflutnings. Í þessu máli sé ekki réttur vettvangur fyrir neinar gagnkröfur stefnda. Telji stefndi sig eiga einhverjar gagnkröfur á hendur stefnanda og búinu, en því sé mótmælt af stefnanda, beri stefndi að lýsa þeim í búið, enda muni þá skiptarétturinn taka afstöðu til þeirra. Gagnkröfur stefnda séu ekki runnar af sömu rót og dómkröfur stefnanda og heldur ekki samkynja. Á gagnkröfur stefnda, eins og þær eru fram settar í málinu, ber fyrst og fremst að líta sem sýknumálsástæðu. Þessar gagn- kröfur eru ekki reifaðar sem skyldi í skjölum málsins, en líta ber til þess, að stefndi hefur beðið um frest til þess að bæta þar um og freista þess að koma fram sönnun um þær. Eigi er því haldið fram af hálfu stefnanda né á annan hátt fram komið, að stefndi hafi haft nægan tíma til að koma því fram, sem 372 hann nú krefst frests til. Þá kemur það til, að gagnkröfunum hefur verið mótmælt efnislega. Að þessu athuguðu og með tilvísun til almennra reglna um málsmeðferð í IX. kafla laga nr. 85/1936 verður að álíta, að frestbeiðni stefnda sé á fullum rökum reist. Á þessu stigi máls- ins eru eigi efni til að taka afstöðu til þess, hvort gagnkröfur stefnda geti komizt að í þessu máli eða ekki. Verður því stefnda veittur frestur til þeirrar gagnaöflunar, sem hann hefur tjáð sig um. Þykir frestun málsins í þessu skyni hæfi- lega ákveðin 8 vikur. Báðir aðiljar hafa lýst því yfir, að eðlilegt sé, að ákvörðun málskostnaðar í þessum þætti málsins bíði væntanlegs dóms. Ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp úrskurð þennan. Ályktunarorð: Beiðni stefnda um frekari frest til gagnaöflunar er tekin til greina. Mánudaginn 6. april 1970. Nr. 194/1965. Ásbjörn Ólafsson gegn Kr. Kristjánssyni h/f og þrotabúi Kára B. Helgasonar. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Niðurfelling máls. Málið var flutt 25. janúar 1967, og gekk úrskurður 27. s. m., þar sem uppsögu dóms í máli þessu var frestað. Ritari lagði fram skjöl málsins, sem síðan hafa borizt. Af hálfu áfrýjanda sótti dómþingið Gústaf Ólafsson hæsta- réttarlögmaður og af hálfu stefndu Gunnar J. Möller hæsta- réttarlögmaður. Hæstaréttarlögmaður Gunnar J. Möller lýsti því yfir, að hið áfrýjaða fjárnám, A 2004/1965, sem fram fór í fógeta- 373 rétti Reykjavíkur 15. nóvember 1965, væri fallið niður, að því er varðar kr. 250.000.00. Lögmenn lýstu því síðan yfir, að þeir óskuðu þess, að málið yrði fellt niður. Málið var fellt niður. Föstudaginn 10. april 1970. Nr. 63/1970. Kristján Sigurðsson gegn Hafsteini Guðmundssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Málskostnaðartrygging. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 26. febrúar 1970, sem barst Hæstarétti 20. marz 1970, hefur sóknaraðili samkvæmt 21. gr., 1. tl., g., laga nr. 57/1962 skotið hinum kærða úrskurði til Hæsta- réttar, en sóknaraðili fékk vitneskju um úrskurðinn hinn 18. febrúar 1970. Krefst hann þess, að krafa varnaraðilja um, að sóknaraðili setji tryggingu fyrir greiðslu málskostn- aðar verði ekki tekin til greina. Til vara krefst sóknaraðili þess, „að tryggingarfjárhæðin verði stórlega lækkuð og frestur til framboðs tryggingar verði tiltekinn eigi skemmri en þrír mánuðir, talinn frá dómsuppsögn Hæstaréttar, enda verði“ honum „heimilað að velja milli annarra tegunda trygginga auk þeirra, er Í úrskurðinum greinir, svo sem veðs eða ábyrgðar einkaaðila eða honum heimilað að leggja fram samþykktan vixil“, Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi varnaraðilja við rekstur þessa þáttar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. ö74 Með skirskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 5.000.00 1 kærumálskostnað. Dómsorð: , Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Kristján Sigurðsson, greiði varnaraðilja, Hafsteini Guðmundssyni, kr. 5.000.00 í kærumálskostn- að að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður aukadómþings Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. febrúar 1970. Mál þetta hefur Kristján Sigurðsson, nú til heimilis að Niagara Falls, Ontario, Kanada, en áður til heimilis að Laugavegi 31 í Reykjavík, höfðað með sáttakæru, birtri 1. október 1969, á hendur Hafsteini Guðmundssyni prestsmiðjustjóra, Lindarbraut 1A, Seltjarnarneshreppi, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 710.788.70 með 1% vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mán- uði af kr. 509.228.00 frá 1. janúar 1889 til greiðsludags og af kr. 148.826.70 frá birtingu sáttakæru til greiðsludags auk málflutn- ingsþóknunar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Af stefnda hálfu er krafizt sýknu og málskostnaðar. Í þessum þætti málsins krefst stefndi þess, að stefnanda verði gert að setja tryggingu að fjárhæð samkvæmt mati dómsins fyrir greiðslu málskostnaðar innan þess tíma, sem dómarinn tiltekur, en ef hann gerir það ekki, verði málinu vísað frá dómi. Af hálfu stefnda er kröfum stefnanda mótmælt og krafizt máls- kostnaðar í þessum þætti málsins. Málavextir eru þeir í stórum dráttum, að á árinu 1966 tók stefnandi að sér að safna áskriftum að bókum, sem stefndi gaf út. Starfaði stefnandi að þessu verki í þágu stefnda þar til síðla árs 1968. Telur stefnandi, að hann eigi hjá stefnda vangreidd sölulaun að fjárhæð kr. 561.962.00, bætur fyrir fyrirvaralausa uppsögn, að fjárhæð kr. 116.287.00, útlagðan kostnað við að setja auglýsingaskilti á bifreið og skrifstofhús, kr. 29.739.70, og kostnað við endurskoðun löggilts endurskoðanda á gögnum þeim, er hann byggir kröfu sína í fyrsta lið á, kr. 2.800.00. Samtals nema fjár- hæðir íþessar stefnufjárhæðinni. ðíð Stefndi telur sig hafa greitt stefnanda sölulaun hans að fullu og telur stefnanda skulda sér kr. 91.161.90 vegna skipta þeirra. Stefndi synjar fyrir að hafa sagt upp samningi aðiljanna án fyrirvara. Hann telur stefnanda hafa sjálfan átt að standa straum af kostnaði sínum við sölustarfið og telur kostnað við endur- skoðun sér óviðkomandi. Meginágreiningur aðiljanna virðist vera um það, hvort stefn- andi hafi átt að fá sölulaun af öllum bókum, sem honum tókst að semja um sölu á, eða aðeins af þeim bókum, sem sölusamningar urðu virkir um. Við þingfestingu málsins, 13. október 1969, var stefnandi bú- settur hér á landi, en fluttist síðan búferlum til Kanada. Mál- flutningsumboðsmaður stefnanda skýrði frá brottflutningi stefn- anda á dómbþingi 20. janúar 1970. Gerði stefndi þá þegar kröfur þær, sem eru efni úrskurðarins. Var atriðið tekið til úrskurðar 22. janúar 1970. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir kröfu sína á ákvæði 1. mgr. 183. gr. laga nr. 85 frá 1936, en greinin hijóðar svo: „Nú höfðar maður erlendis búsettur mál fyrir íslenzkum dómi, og getur þá stefndur gert þá kröfu á þingfestingardegi, að stefn- andi setii þá tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar innan ákveð- ins tíma, sem dómari tiltekur. Ef hann gerir það ekki, skal vísa máli frá dómi. Ef menn búsettir á Íslandi eru undanþegnir því að setja sams konar tryggingu í landi stefnanda, skal hann einnig vera undan- beginn því hér á landi“. Af hálfu stefnda er það að vísu viðurkennt, að ákvæði greinar- innar eigi ekki við samkvæmt orðanna hljóðan, þar sem stefnandi var búsettur hér á landi, þegar málið var höfðað. Því er hins vegar haldið fram, að með lögskýringu nái ákvæði greinarinnar yfir það tilvik, sem hér er til úrskurðar, ómögulegt hafi werið að gera þessa kröfu við þingfestingu málsins, þar sem þá hafi stefnandi verið búsettur hér. Með því að krafan hafi verið gerð strax og tilefni gafst til, sé krafan nægilega snemma fram komin. Að öðru leyti er á því byggt, að aðstöðu þeirri, sem hér er lýst, verði öldungis jafnað við atvik þau, sem nefnd eru í ákvæðinu. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að ákvæði 183. gr. einka- málalaganna sé undantekningarákvæði, sem beri að skýra þröngt. Stefnandi hafi verið búsettur hér á landi, þegar málið var höfðað og þingfest. Ákvæðið eigi því ekki við hann, enda sé stefnandi 376 íslenzkur þegn. Er því haldið fram, að ákvæðið eigi aðeins við erlenda menn, og vitnað um það til athugasemda við greinina í greinargerð, sem fylgdi lagafrumvarpinu. Til vara hefur því verið hreyft af hálfu stefnanda, að stefndi hafi fyrirgert rétti sínum til málskostnaðar úr hendi stefnanda með því að láta undir höfuð leggjast að mæta á sáttafundi fyrir sáttanefnd, sbr. 9. og 12. gr. og 4. tl. 2. mgr. 177. gr. laga nr. 85 frá 1936. Loks hefur stefnandi vitnað til þess ákvæðis 178 gr. laganna, að ef veruleg vafaatriði séu í máli, geti dómari skipt málskostnaði milli aðilja eða látið hann falla niður með öllu. Ályktun stefn- anda er þannig í fyrsta lagi, að stefnanda beri ekki að setja trygg- ingu fyrir málskostnaði stefnda, og í öðru lagi, að jafnvel þótt dómurinn komist að gagnstæðri niðurstöðu, beri að taka tillit til þess, að litlar líkur séu á, að stefnda yrði dæmdur fullur máls- kostnaður, þótt hann ynni málið. Er það talið jafngilda því, að stefnandi, sem er íslenzkur ríkis- borgari, væri sviptur réttarvernd, ef honum yrði gert að setja málskostnaðartryggingu, þar sem hann muni ekki hafa fjárhags- legt bolmagn til að setja tryggingu í samræmi wið ákvæði há- marksgjaldskrár Lögmannafélags Íslands, en því er sérstaklega haldið fram, að ekki beri að miða tryggingu við ákvæði gjald- skrárinnar, þar sem hún yrði þá óhætfilega há. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að hann hafi ekki getað mætt á sáttafundi, þar sem lögleg forföll hafi bannað, hafi hann verið staddur norður í landi vegna andláts tengdaföður síns. Vitnað er í 4. gr. laga nr. 61 frá 1942 um máiflutningsmenn, þar sem segir, að ef héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður eða fulltrúi þeirra sæki dómþing fyrir aðilja, skuli hann talinn hafa umboð til, nema annað sé sannað. Er ákvæði þetta einnig talið eiga við sáttafund með sáttamönnum. Ágreiningslaust er, að Jóhann Ragnarsson hæstaréttarlögmaður sótti sáttafund fyrir stefnda. Kröfu sína um málskostnað í þessum þætti málsins styður stefnandi við ákvæði 1. mgr. 177. gr. og 2. tl. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 85 frá 1936. Álit réttarins. Samkvæmt orðanna hljóðan á ákvæði 183. gr. laga nr. 85 frá 1936 ekki við um það tilvik, sem er ágreiningsefni þessa úrskurð- ar. Ákvæði þetta er undantekningarákvæði, sem almennt ber að skýra þröngt. Það girðir þó ekki fyrir, að beitt verði lögjöfnun. 377 Það er höfuðtilgangur ákvæðisins að tryggja, að varnaraðili í dómsmáli, sem lýkur með sýknu, hafi tryggingu fyrir því, að málskostnaður, sem honum kann að verða tildæmdur úr hendi sóknaraðilja, sem búsettur er erlendis, fáist greiddur, án þess að hann iþurfi að lögsækja skuldarann fyrir erlendum dómstóli. Áherzlan liggur á þeirri aðstöðu, sem upp kemur, þegar málinu lýkur, en sú aðstaða er öldungis hin sama, hvort sem stefnandi er búsettur erlendis, þegar mál er höfðað, eða flytur af landi brott, eftir að mál er höfðað. Í ákvæðinu er augljóslega miðað við búsetu, en ekki ríkisfang. Ekki er vitað til, að menn búsettir á Íslandi séu undanþegnir því að setja málskostnaðartryggingu í Kanada. Undanþága 2 mgr. 183. gr. laga nr. 85 frá 1936 kemur hér því ekki til greina. Ekki verður á þessu stigi málsins tekin afstaða til þess, hvort stefndi hafi fyrirgert hugsanlegum rétti til málskostnaðar úr hendi stefnanda með broti á sáttalöggjöfinni. Samkvæmt framansögðu ber stefnanda þannig að setja trygg- ingu fyrir greiðslu málskostnaðar stefnda. Með hliðsjón af stefnufjárhæðinni og líkum um kostnað, sem stefndi mun hafa af rekstri málsins héðan í frá, þykir fjárnæð tryggingarinnar hóflega ákveðin kr. 96.000.00. Rétt þykir, að tryggingin sé sett í formi bankaábyrgðar eða með því að leggja fjárhæðina inn á sparisjóðsreikning og afhenda í réttinum sparisjóðsbók sem skilríki fyrir innstæðunni innan tveggja mánaða frá uppkvaðningu úrskurðarins. Málskostnaður í þessum þætti málsins bíður endanlegs dóms í málinu. Úrskurð þennan kvað upp Steingrímur Gautur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns. Úrskurðarorð: Stefnandi, Kristján Sigurðsson, setji 96.000.00 króna trygg- ingu fyrir greiðslu málskostnaðar stefnda, Hafsteins Guð- mundssonar, í formi bankaábyrgðar eða sparisjóðsbókar innan tveggja mánaða frá uppkvaðningu úrskurðar þessa. Málskostnaður í þessum þætti málsins bíður endanlegs dóms í málinu. 378 Mánudaginn 13. april 1970. Nr. 111/1969. Kristján Eiríksson (sjálfur) Ssegn Kristjáni Fjeldsted (Ingi Ingimundarson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fjárnámsgerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Viggó Tryggvason, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. júní 1969. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjár- námsgerð verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest, en til vara, að hún verði staðfest, að því er varðar fjárnám í fasteigninni Dalbraut 1 í Reykjavík. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýj- anda. Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 31. janúar 1969 var áfrýjanda dæmt að greiða stefnda kr. 100.000.00 með 12% ársvöxtum frá 4. desember 1968 til greiðsludags, kr. 420.00 í afsagnar- og stimpilkostnað og kr. 15.900.00 í málskostnað. Með bréfi 26. febrúar 1969 til yfirborgarfógetans í Reykja- vík krafðist Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögmaður þess vegna stefnda, að gert yrði fjárnám í eignum áfrýjanda til tryggingar áðurgreindri dómskuld ásamt kostnaði við gerð- ina og eftirfarandi uppboð, ef til kæmi, allt að frádregnum kr. 20.000.00. Vigsó Tryggvason, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók fjárnáms- beiðnina til meðferðar í fógetadómi Reykjavíkur 19. maí 1969, sem skráður er háður á lögheimili áfrýjanda að Holts- götu 23 hér í borg. Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögmaður sótti þing af hendi stefnda, en áfrýjandi var eigi viðstaddur 379 gerðina og enginn af hans hendi, og eigi var honum skipaður réttargæzlumaður. Í þingbók er skráð: „Gerðarþoli býr hér, en er ekki viðstaddur og enginn, er mætt gæti af hans hálfu. Umboðsmaður gerðarbeiðanda vísar til fjárnáms á eignar- hluta gerðarþola í húseigninni Borgarholtsbraul 3, Kópa- vogi. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir fjárnámi í eign/arhluta gerðarþola í húseignunum Holts- götu 23, Þverholti 15, Bræðraborgarstíg 29 og Dalbraut 1. Gerðarþola var tilkynnt um fjárnámið með áb.bréfi. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mætt- um að skýra gerðarþola frá fjárnáminu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Ingi Ingimundarson Rétti slitið Viggó Tryggvason fir. Vottar: Hj. Jónsson. Sveinn Jónasson“. Áfrýjandi reisir kröfur sínar á því, að fógeta hafi orðið á veruleg mistök við framkvæmd fjárnámsgerðarinnar. Áfrýjanda hafi ekki verið skipaður réttargæzlumaður, svo sem skylt sé að lögum. Þá hafi engin virðing farið fram á hinum fjárnumdu eignum, hafi þó verið lýst fjárnámi í fjórum fasteignum eða fasteignahlutum og ekki sé bókað, svo ljóst sé, hvort áfrýjandi eigi fasteignir þessar allar eða aðeins að hluta. Stefndi telur hins vegar, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð hafi verið framkvæmd lögum samkvæmt og rétti áfrýjanda að engu hallað. Eins og endurrit fjárnámsgerðarinnar ber með sér, hefur fógeti eigi gætt sem skyldi þeirra lagareglna, sem honum bar að fara eftir við framkvæmd fjárnámsins. Eignir voru eigi metnar til fjár, þótt fjárnám væri gert í fjórum fast- eignum, og áfrýjanda var eigi skipaður maður til réttar- gæzlu. Eru því slíkir misbrestir á framkvæmd hinnar áfrýjuðu 380 fjárnámsgerðar, að ógilda ber hana, sbr. 19. gr., sbr. 45. gr., 23. gr. og 34. gr. laga nr. 19/1887. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr, 10.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Stefndi, Kristján Fjeldsted, greiði áfrýjanda, Kristjáni Eiríkssyni, kr. 10.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 13. april 1970. Nr. 146/1969. Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Samvinnutryggingum og gagnsök (Björn Sveinbjörnsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson, Gunnar Thoroddsen og Logi Einarsson og prófessor Gaukur Jörundsson. Húftrygging bifreiðar. Veð. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. ágúst 1969 og krafizt þess, að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 37.833.33 ásamt 8% ársvöxtum af kr. 33.333.33 frá 16. apríl 1959 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 21. októ- ber 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 16. s. m. Krefst hann sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. aði Telja verður, að stefndi hafi verið grandlaus um, að veð- bönd höfðu hvílt á bifreiðinni, er hann innti vátryggingar- fjárhæð af hendi, og ráða má af ákvæði 2. mgr. 57. gr. laga nr, 20/1954, að honum hafi eigi borið skylda til að kanna það efni. Ber því að staðfesta héraðsdóminn um sýknu gagn- áfrýjanda af kröfum aðaláfrýjanda. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostn- að í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 12.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Samvinnutryggingar, skal vera sýkn af kröfum aðaláfrýjanda, Sjóvátryggingarfélags Íslands h/f. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 12.000.00, að við- lagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. maí 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Sjóvátryggingar- félag Íslands h/f, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með utan- réttarstefnu, útgefinni 19. maí 1964, gegn skiptaráðandanum Í Gullbringusýslu, Birni Sveinbjörnssyni, f. h. þrotabús Ægissands h/f, Grindavík, og Samvinnutryggingum, Sölvhólsgötu, til greiðslu in solidum á skuld að fjárhæð kr. 37.833.33 með 8% ársvöxtum af kr. 33.333.33 frá 16. apríl 1959 til greiðsludags og málskostnaði að skaðlausu eftir mati dómara. Við munnlegan flutning málsins féll lögmaður stefnanda frá kröfum á hendur þrotabúi Ægissands h/f í máli þessu, þar sem skiptum í búinu væri lokið og ekkert hefði fengizt upp í al- mennar kröfur. Kvaðst hann því nú eingöngu beina kröfum sínum í máli þessu að Samvinnutryggingum. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði al- gerlega sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu og að stefn- andi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu eftir mati dómsins. Stefnandi kveður málsatvik vera þau, að með dómi bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 1814/1959: Sjóvátryggingarfélag Ís- lands h/f gegn Magnúsi Magnússyni, Barðavogi 14, hafi stefndi verið dæmdur til að greiða stefnanda kr. 33.333.33 með 8% árs- 382 vöxtum frá 16. apríl 1969 til greiðsludags og kr. 4.500.00 í máls- kostnað. Dómur þessi hafi verið vegna eftirstöðva veðskulda- bréfs, útgefins 16. janúar 1959 af nefndum Magnúsi, upphaflega að fjárhæð kr. 40.000.00. Hafi skuld þessi verið tryggð með 1. veðrétti í bifreið Magnúsar, R 10162, sem hafi verið vöruflutn- ingabifreið af gerðinni Praha, smíðuð árið 1959. Hafi fyrsta af- borgun af bréfinu, sem fallið hafi í gjalddaga 16. apríl 1959, verið greidd, en síðan hafi orðið vanskil á greiðslum. Hin veðsetta bif- reið hafi verið kaskótryggð hjá stefnanda. Hinn 15. febrúar 1960 hafi verið beðið um fjárnám hjá nefndum Magnúsi og hafi það verið framkvæmt 25. sama mánaðar og gert fjárnám í bifreiðinni R 10162. Hinn 28. marz 1960 hafi verið beðið um nauðungarsölu á bifreiðinni R 10162, en hún hafi þá ekki fundizt þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu. Hafi síðar komið í ljós, að Ægissandur h/f hafi keypt bifreiðina af Magnúsi Magnússyni og fært hana úr tryggingu hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands til stefnda Sam- vinnutrygginga. Eigendaskipti þessi hafi ekki verið tilkynnt til skráningar. Síðar muni (bifreiðin hafa hrapað fyrir björg og Samvinnutryggingar greitt Ægissandi h/f alla tryggingarupphæð- ina, enda þótt á bifreiðinni hvíli veðskuld á 1. veðrétti. Kveðst stefnandi telja, að stefndu beri in solidðum að greiða veðskuldina ásamt vöxtum og kostnaði, þar sem veðskuldabréfinu hafði verið þinglýst og veðsetningin hafi náð til tryggingarfjárins. Hafi stefnda Samvinnutryggingum því borið að halda eftir af trypg- ingarfénu nægilegu fé til greiðslu veðskuldarinnar. Hins vegar hafi Ægissandi borið að standa skil á því fé, sem þeir tóku við, úr því að tryggingafélagið hafi ekki gert það, enda hafi hvílt á því veðbönd. Stefnandi skýrir nánar svo frá í greinargerð, að stjórnarmenn Ægissands h/f hafi verið kærðir fyrir brot á 250. gr. hegningar- laga fyrir skilasvik, en saksóknara ríkisins muni ekki hafa þótt ástæða til frekari aðgerða af hálfu ákæruvaldsins. Samkvæmt því, sem fram kom í lögregluskýrslu á dskj. nr. 9, hafi Ægis- sandur h/f keypt bifreiðina R 10162 10. apríl 1959, en hún mun hafa horfið fyrir björg 18. febrúar 1960. Endurrit af vottorði lög- reglustjóra um skráningu R 10162 sé tekið upp á dskj. nr. 10, bls. 2, og á sama dskj., bls. 5, sé tekin upp fjárnámsgerð sú, sem fram hafi farið 25. febrúar 1960. Eftir að í ljós hafi komið, að bifreiðin R 10162 hafi verið ónýt, hafi verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að fá stefnda Ægissand h/f til að greiða veðskuldina, en án árangurs. Hafi Samvinnutryggingum verið tilkynnt um 383 kröfugerðina 20. október 1961, samanber dskj. nr. 5. Þegar í ljós hafi komið, að ekki tækist að fá greiðslu frá Ægissandi h/f, og ljóst hafi werið, að gegn stjórnarmönnum félagsins yrði ekki höfðað skaðabótamál, hafi Samvinnutryggingum verið ritað kröfubréf, sbr. dskj. nr. 11, en synjað hafi verið um greiðslu með bréfi, dags. 9. janúar 1964, samanber dskj. nr. 12. Lögreglu- og sakadómsrannsókn hefur farið fram Í máli þessu vegna ætlaðra skilasvika stjórnarmeðlima Ægissands h/f og Magnúsar Magnússonar. Eins og þegar er fram komið, mun sak- sóknara ríkisins ekki hafa þótt ástæða til frekari aðgerða af hálfu ákæruvaldsins, er rannsókn lá fyrir. Fram kemur í málinu á bls. 8 í dskj. nr. 9, þ. e. skýrslu rann- sóknarlögreglunnar í Reykjavík, að Magnús Þórarinn Magnússon hafi verið úrskurðaður gjaldþrota 24. september 1960. Þá er Ælgissandur h/f einnig orðinn gjaldþrota, þegar mál þetta var höfðað, enda er málið höfðað gegn skiptaráðandanum í Gull- bringusýslu, Birni Sveinbjörnssyni, f. h. þrotabús Ægissands h/f, en eins og einnig er áður fram tekið, hefur stefnandi nú fallið frá kröfum á hendur þrotabúi Ægissands h/f, þar sem upplýst er, að skiptum í búinu sé lokið og ekkert hafi fengizt upp Í almennar kröfur, og hefur því stefnandi nú eingöngu beint kröf- um sínum í máli þessu gegn Samvinnutryggingum. Stefnandi reisir kröfur sínar á hendur stefnda Samvinnutrygg- ingum á því, að félaginu hafi borið að kynna sér, hvort veðbönd hvíldu á hinni veðsettu bifreið, áður en tryggingarféð hafi werið greitt út. R 10162 hafi verið nýleg bifreið, er tjónið varð, og hafi félagið því haft fulla ástæðu til að ætla, að á henni hvíldu veðbönd, en um þetta sé tryggingafélögunum sérlega vel kunn- ugt, þar sem þau séu þær stofnanir, sem einkum hafi lánað mönnum fé til bifreiðakaupa og þá jafnan tryggt greiðslu með veði í bifreið þeirri, sem lánað sé út á. Verði því ekki talið, að starfsmenn félagsins hafi verið bona fide, er þeir greiddu stefnda Ægissandi tryggingarféð án þess að grennslast eftir því, hvort á bifreiðinni hvíldu veðbönd. Stefndi Samvinnutryggingar styðja sýknukröfu sína þeim rök- um, að þeim sem kaskótryggjendum umræddrar bifreiðar hafi ekki borið skylda til að vita af veðskuld hvílandi á henni eða sjá um greiðslu á slíkri skuld, enda hafi þeim ekki verið tilkynnt um veðbönd á bifreiðinni, sbr. 8. gr. skilyrðanna fyrir kaskótrygg- ingar. Þá líti þeir einnig svo á, að þeim hafi ekki borið af sjálfs- dáðum að rannsaka, hvort veðhafar væru fyrir hendi, sem kynnu öðí að hafa átt rétt til vátryggingarfjár, enda sé hér um frjálsa trygg- ingu að ræða. Mönnum sé í sjálfsvald sett, hvort þeir húftryggi bifreiðar. Húftryggingu geti hver sem er tekið, ekki endilega eigandi bifreiðar, heldur einnig t. d. hver sá, sem bíða mundi tjón við það, að bifreiðin skemmdist eða færi forgörðum, sbr. ð4. gr. laga nr. 20/1954. Upplýst sé í dskj. nr. 2, að eigendaskipti að R 10162 hafi ekki verið tilkynnt, þannig að bifreiðin hafi, er hún fórst, verið skráð eign Magnúsar Magnússonar, skuldara veðskuldabréfsins á dskj. nr. 13. Þá er því algerlega mótmælt af hálfu stefnda Samvinnutrygginga, að þeim hafi borið nokkur skylda til að rannsaka, hvort veðbönd hvíldu á hinni húftryggðu bifreið, enda hafi þeim ekkert verið um veðbönd tilkynnt, svo sem þó sé áskilið í 8. gr. vátryggingarskilmálanna, dskj. nr. 16. Sé og vísað á bug þeirri staðhæfingu stefnanda á dskj. nr. 2, að starfsmenn stefnda hafi ekki verið bona fide, er þeir greiddu vátryggingarféð. Þeim hafi verið heimilt að greiða vátryggingar- takanum bæturnar án þess að leita veðhafa eða kveðja þá til, sbr. 2. mgr. 57. gr., sem mæli fyrir um sérreglu, aðeins þegar um sé að ræða þinglýst réttindi til vátryggðra fasteigna. Þá bendi stefndi á það, að í dskj. nr. 9 beri framkvæmdastjóri Ægissands h/f, að hann íhafi tilkynnt stefnanda, að hin vátryggða bifreið væri forgörðum farin, en stefnandi hafi ekki gert neinn reka að því að fá veðkröfu sína greidda hjá stefnda Samvinnutrygging- um. Þá komi og fram á dskj. nr. 10, að Kristján Ómar Kristjáns- son, stjórnarmaður í Ægissandi h/f, hafi rætt um þetta við starfs- mann stefnanda. Loks kveðst stefndi vilja vekja athygli á niður- lagi 4. mgr. veðskuldabréfsins á dskj. nr. 13. Gæti það ákvæði gefið ástæðu til að ætla, að skuld samkvæmt bréfinu hefði verið greidd, er bifreiðin fórst. Samkvæmt 54. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga virðist hver sá geta húftryggt bifreið, sem bíða mundi tjón við það, að bifreiðin skemmdist eða færi forgörðum, og þurfi hann því ekki endilega að vera skráður eigandi hennar. Upplýst er í málinu, að eigendaskipti höfðu ekki verið tilkynnt, þannig að bifreiðin var skráð eign Magnúsar Magnússonar, er hún fórst eða eyðilagðist. Í 57. gr. laga nr. 20/1954 segir, að þegar vátryggingaratburður- inn beri að höndum, eigi sá rétt á bótum, sem eigi hagsmuni þá, er vátryggingin tók til, þótt honum hafi ekki verið skýrt frá vátryggingunni. Þó geti vátryggingartaki, svo gilt sé, samið við félagið um bæturnar og tekið við greiðslu þeirra, nema því aðeins 385 að vátryggingartaki hafi nefnt til ákveðinn mann eða einhver hafi gefið sig fram við félagið sem rétthafa eða loks, að vátryggður eigi rétt til vátryggðra fasteigna, er tryggður sé með þinglýsingu. Í 58. gr. sömu laga segir, að taki vátrygging samtímis bæði til hagsmuna eiganda og veðhafa, megi greiða eigandanum bæturnar, ef tjónið hafi þegar verið bætt, hús, er vátryggt var, byggt upp að nýju, aflað á ný annarra hluta, sem vátryggingin og veðréttur- inn náðu til, eða önnur jafngóð trygging sett fyrir því, að veð- hafi fái rétti sínum fullnægt. Sama gildi, ef vátryggingin taki til hagsmuna annarra, sem rétt eigi til hlutarins. Hafi viðgerð eigi farið fram eða nýrra hluta verið aflað, skuli vátryggingarfénu skipt milli eigandans og annarra rétthafa og skuli þá gætt ákvæða 2. mgr. 57. gr. Hafa nú verið rakin þau ákvæði laga um vátryggingarsamn- inga, sem einkum eiga við það tilvik, sem hér um ræðir. Ekki þykir verða af þeim ráðið, að vátryggjanda hlutar beri skylda til að kynna sér að fyrra bragði, hvort hann sé veðsettur, áður en tryggingarfé er greitt, verði hluturinn fyrir tjóni. Stefndi Sam- vinnutryggingar hafa ómótmælt haldið því fram, að þeim hafi eigi verið tilkynnt um veðbönd á bifreiðinni R 10162, er nefnd bifreið var tryggð hjá þeim, enda þótt svo sé áskilið í 8. gr. vá- tryggingarskilmála á dskj. nr. 16. Að öllu því athuguðu, sem nú hefur verið rakið, ber því að sýkna stefnda Samvinnutryggingar af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Samvinnutryggingar, á að vera sýkn af öllum kröf- um stefnanda, Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 386 Miðvikudaginn 15. april 1970. Nr. 29/1970. Ágúst Ellertsson og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) segn Pétri Jökli Pálmasyni (Skúli J. Pálmason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Ásmundur S. Jóhannsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akur- eyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. febrúar 1970. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi Ágús Ellertsson krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 26.444.50 með 7% ársvöxtum frá 22. ágúst 1969 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að taka ber til greina 4 hluta af kröfu áfrýjanda Ágústs Ellertssonar um bætur fyrir afnota- missi, þ. e. kr. 750.00. Rétt þykir, að áfrýjendur greiði sefnda kr. 10.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjendur, Ágúst Ellertsson og Sjóvátryggingarfélas Íslands h/f, greiði stefnda, Pétri Jökli Pálmasyni, kr. 441.996.25 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1969 ti! greiðsludags og kr. 10.000.00 í málskostnað í héraði. öð/ Stefndi greiði áfrýjanda Ágústi Ellertssyni kr. 6.611.10 með 7% ársvöxtum frá 22. ágúst 1969 til greiðsludags og kr. 3.500.00 í málskostnað í héraði. Áfrýjendur greiði stefnda kr. 10.000.00 í málskosinað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Akureyrar 27. janúar 1970. Mél þetta, sem tekið var til dóms 13. þ. m., hefur aðalstefnandi, Pétur Jökull Pálmason verkfræðingur, Skarðshlíð 11G, Akur- eyri, höfðað fyrir bæjarþinginu með utanréttarstefnu, útgefinni 11. nóvember 1969, gegn Ágústi Ellertssyni sjómanni, Norðurgötu 3, Akureyri, og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, Reykjavík, til réttargæzlu, og sóttu aðalstefndu þing við þingfestingu 1. desem- ber 1969 óstefndir. Aðalstefnandi krefst greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 61.295.00 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1969 til greiðsludags, en til vara annarrar lægri upphæðar að mati dómsins, svo og greiðslu málskostnaðar að skaðlausu, hvernig sem málið fer. Aðalstefndu hafa krafizt sýknu í aðalsök af öllum kröfum aðal. stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins. Með stefnu, útgefinni 15. desember 1969, hefur aðalstefndi gagn- stefnt aðalstefnanda til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 26.444.50 auk 7% ársvaxta frá 22. ágúst 1969 til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Samvinnutryggingum g/t er stefnt til réttargæzlu í gagnsökinni. Gagnstefndi hefur krafizt sýknu af kröfum gagnstefnanda í Sagnsök og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Hér eftir verður Pétur Jökull ýmist nefndur aðalstefnandi eða gagn- stefndi og Ágúst ýmist nefndur aðalstefndi eða gagnstefnandi. Aðalsök. Málavextir eru þeir, að hinn 22. ásúst 1969, kl. 1858, var aðal- stefnandi á ferð í bifreið sinni, A 2890, upp Spítalaveg á Akur- eyri, en aðalstefndi á ferð í bifreið sinni, A 2417, á leið niður sömu götu. Á móts við húsið nr. 9 rákust bifreiðarnar saman. Skemmdir urðu miklar á báðum bifreiðunum, og verður beim lýst hér síðar. Lögreglan á Akureyri kom strax á vettvang og gerði athuganir á vettvangi. 588 Í skýrslu lögreglunnar um atburðinn, sem tekin war af aðal- stefnanda, segist hann hafa ekið á öðru hraðastigi á 20 til 30 km hraða miðað við klukkustund. Skömmu áður en hann kom að húsinu nr. 9 við Spítalaveg, kom bifreiðin A 2417 allt í einu framundan horni, sem skagar úti Í götuna að vestan, en þar fyrir norðan og ofar er útskot. Fannst stefnanda þéttingsferð á A 2417 og sá strax, að hætta var á árekstri, og hemlaði hann og taldi sig vera stöðvaðan, og skipti engum togum, að Á 2417 kom vinstra megin framan á A 2890 með framhlið miðja. Kastaðist A 2890 um 85 em aftur á bak við höggið. Kvað aðalstefnandi hafa sézt vel upp eftir veginum eftir hans vegarhelmingi ofan þess staðar, er hann var kominn á, þegar árekstur varð. Aðalstefndi gaf á sama hátt skýrslu um atvik. Kvaðst hann hafa ekið á 25 til 30 km hraða miðað við klukkustund. Skömmu áður en hann kom að útskoti norðan hússins nr. 9, mætti hann bifreið á upp leið, og vék hann vestur á vegarbrún, en stöðvaði ekki. Vék hann inn á útskot, en neðan þess er horn út í götuna. Er hann kom fyrir hornið, sá hann bifreiðina A 2890 koma á móti, og virtist honum bifreiðin vera heldur meira vinstra megin á veginum. Sá hann, að hætta var á árekstri, og reyndi að beygja til hægri og hemlaði um leið, en bifreið hans rann því sem næst beint áfram. Skullu bifreiðarnar saman, og kom vinstra framhorn A 2890 á framhlið A 2417 miðja. Taldi hann báðar bifreiðarnar hafa verið á ferð, er árekstur varð, en A 2890 á minni ferð virtist honum. Hann taldi sennilegt, að A 2890 hefði runnið aftur á bak við áreksturinn, en gat ekki fullyrt það. Skemmdir á bifreiðunum urðu miklar. Á A 2890 ónýttist vinstri framhjólhlíf, höggvari að framan og vatnskassahlíf, vinstra fram- ljós og grind skemmdist innan við framhjólhlífina. A 2417 var talin óðkufær, og verður því atriði gerð skil, þegar vikið verður að gagnsök. Báðir aðiljar komu fyrir dóm og staðfestu skýrslur sínar. Aðal- stefnandi kvað uppdrátt lögregiu ekki gefa rétta mynd af veg- inum og umhverfi hans, hins vegar væri afstaða bifreiðanna hvorr- ar gagnvart hinni rétt. Af þessu dregur hann þá ályktun, að stefna hemlafara A 2417 sé eigi rétt, en þau gefi eigi til kynna, að bifreiðin hafi komið út úr útskotinu fyrir hornið. Aðalstefn- andi gerði uppdrátt af vettvangi eftir eigin mælingum, og er staða bifreiðanna mörkuð inn á uppdráttinn eftir mælingum lög- reglunnar, en frumriss þeirrar mælingar er lagt fram Í málinu. 389 Aðalstefnandi hefur gert lýsingu á vettvangi, og er hún tekin upp hér óbreytt, enda í samræmi við uppdrætti, ljósmyndir, lagðar fram í málinu, og önnur gögn: „Spítalavegur er sneiðingur, sem liggur í brekkunni neðan við sjúkrahúsið frá Lækjargötu að sunnan og neðan upp að Lystigarði. Brekkan er mjög brött á þeim kafla vegarins, sem hér um ræðir og viðkemur þessu máli. Vegbreidd er um og innan við fimm metra, mæld 4.70 m af lögreglumanni rétt ofan við árekstursstað, en 5.20 m neðan hans. Mælt er á yztu mörk vegar. Akbraut er hins vegar mjórri og liggur um 1.2—1.5 m frá austurkanti, en nær allt að vesturkanti vegar. Mun bæði vera, að gangandi fólk notar austurkantinn, en gangstígur er ekki við götuna, og eins hitt, að bifreiðarstjórum þykir ófýsilegt að aka nær svo bröttum kanti nema þá á mjög hægri ferð. Í austurkanti vegar eru lágir tré- staurar til varnar því, að bifreiðar aki út af kantinum. Ofan við húsið nr. 9 við Spítalaveg verður útskot úr götunni, en hár bakki neðan þess, er skyggir á útsýni niður eftir götunni, þegar inn á útskotið er komið. Utan útskotsins sést nokkuð niður eftir göt- unni og vel upp eftir henni“. Aðalstefnandi kvað útilokað, að A 2890 hafi runnið aftur á bak eftir áreksturinn, heldur hafi hún kastazt til baka við árekst- urinn um 85 em, og byggir hann það á því, að á uppdrætti lög- reglu eru sýnd glerbrot úr báðum bifreiðum framan við Á 2417. Aðalstefndi taldi fyrir dómi, að aðalstefnandi hefði ekið „heldur vinstra megin á veginum“, eins og segir í skýrslu hans, og sé þá átt við staðsetningu A 2890 fyrir árekstur, og taldi hann aðal stefnanda hafa beygt til hægri eftir það og virtist A 2890 að meiri hluta til á vestari vegarhelmingi, miðað við miðlínu vegar. Hann taldi og staðsetningu A 2890 eftir árekstur hafa verið þannig, að A 2417 hafi ekki komizt fram hjá vestan við hana. Hann gerði þá athugasemd við uppdrátt lögreglunnar, að Á 2417 ætti að færast vestur á uppdrættinum, þar sem vinstra framhorn A 2890 hefði komið á framhlið Á 2417 miðja. Aðalstefndi hefur. lagt fram ljósmyndir af vettvangi. Mynd A: Af útskoti og þar á A 2890, sem eigi að sýna áætlaða akstur=- leið A 2417 fyrir árekstur og þar við hliðina, en austar hjólför þeirra, sem að neðan og ofan koma, en þau falli saman. Aðalstefndi taldi akstursleið sína ekki eins vestarlega og mynd þessi á að sýna, og nokkru ofan við stað bennan mætti hann bifreið þeirri, sem áður greinir. 390 Mynd B: áætluð staða Á 2890 rétt fyrir árekstur, sem aðalstefnandi taldi of austarlega, en samkvæmi myndinni hefði hann getað ekið vestan við A 2890. Utsýni ökumanns Á 2890 upp eftir götunni, miðað við stöðu indsson, farþegi í A 2417, gaf skýrslu fyrir t hann í framsæti og áætlaði hraðann um 30 km miðað -kustund. Taldi hann akstursleið A 2417 á uppdrætti aðal- stefnanda nær lagi. Hins vegar taldi hann stöðu ÁA 2890 eiga að vera meira austlæga á báðum uppdráttum. Fyrir árekstur taldi harn Á 2890 að mestu leyti á vestari vegarhelmingi, en eftir það og áður en árekstur varð sveigði A 2890 til hægri og hemlaði, að hann hugði. Hemlaför A 2890 voru 3.60 m á vinstri hlið og 3.80 m á hægri hlið, en hem!laför Á 2417 8.20 m. Aðalstefnandi telur aðalstefnda eiga alla sök á árekstrinum og byggir það á því, að árekstur hefði orðið engu að síður, þótt aðal- stefnandi hefði verið utar á sínum vegarhelmingi, ef miðað er við akstursstefnu A 2417, sem er austlæg á veginum. Þá telur hann aðalstefnda hafa ekið á yfir 40 km hraða út úr útskoti og fyrir horn. Hraðann reiknar hann út eftir lengd hemlafara og því, að Á 2890 kastaðist aftur um 85 cm. Þá telur hann akstur sinn eðlilegan miðað við aðstæður, eins og þær komu honum fyrir áðalstefndi telur, að árekstur hefði ekki orðið, ef A 2890 hefði ttu megin á götunni, og því beri að leggja alla sök á inum á aðalstefnanda. Aðalstefndi hefði þá haldið sig am við hægri brún götunnar og fylgt henni, en eina ástæðan til þess, að hann hemlaði og barst að miðlínu götu, var gálaus akstur A 2890 á röngum hluta götunnar. Eins og atvikum er hér að framan lýst og eins og sönnun er háttað í 1, þykir rétt, að aðalsteindi beri sök að % hlutum og aðalstefnandi að % hluta, og er þá aðallega hafður í huga hraður akstur A 2417, en aðalstefndi hefur viðurkennt 30 km aksturshraða miðað við klukkustund, en allt bendir til þess, að hraði hafi verið meiri, en jafnvel 30 km hraði miðað við klukku- stund í Þeirri aðstöðu, sem aðalstefndi var, telst of mikill. Þá er hliðsjón höfð af staðsetningu beggja bifreiðanna, en árekstur verður nær því á miðri akbraut, þó litlu austar en stefna 391 bifreiðanna. Þrátt fyrir það bera mælingar með sér, að aka hefði mátt A 2417 vestan við A 2890. Hins vegar bera sömu mælingar með sér, að 15 m var austur að vegarbrún frá Á 2890. Mexgin- orsök árekstrarins er samkvæmt framansögðu of hraður akstur A 2417, en aðalstefnda bar að gæta sérstakrar varúðar, þar sem horn war út í götuna hans megin séð. Þá er einnig hliðsjón höfð af aksturshraða A 2890, sem ekið var upp í mót brekku á öðru sanghraðastigi með greiðan veg framundan á um 20—30 km hraða miðað við klukkustund, sbr. ljósmyndir B og C. Bifreiðarnar voru báðar í lögboðinni ábyrgðartryggingu, A 2890 hjá Samvinnutryggingum g/t og Á 2417 hjá Sjióvátrygsingarfé- lagi Íslands h/f. Aðalstefnandi gerir þá grein fyrir kröfu sinni, að hún sé vegna kostnaðar við viðgerð á tjóninu, eins og því hefur áður verið lýst, eða kr. 54.795.00 samkvæmt reikningum, kr. 6.500.00 bætur fyrir afnotamissi bifreiðarinnar, kr. 250.00 á dag Í 26 daga. Viðgerðar- reikningnum hefur ekki verið mótmælt, en bótum fyrir afnota- missi er mótmælt sem of háum. Aðalstefnandi kvað einhverja töf hafa orðið á viðgerð vegna varahlutaskorts og áleit, að eyðan 18. september 1969 á reikningunum gæti bent til bess, að þá daga virðist ekki hafa verið unnið við bifreiðina. Hann kvað sig vera sameiganda verkfræðistofu og noti hann bifreið sína í þágu fyrirtækisins til smárra og stórra erinda eftir atvikum, en jafn- framt sé hún fjölskyldubifreið. Með hliðsjón af kröfugerð aðal- stefnda í gagnsök um bætur fyrir afnotamissi A 2417 þykja bætur í þessu tilviki hæfilega metnar kr. 5.200.00. Aðalstefnandi gerir í málabúnaði sínum kröfur in soliðum á hendur aðalstefnda og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, og hefur félagið sótt þing og haldið uppi vörnum í málinu, eins og því væri stefnt til greiðslu bótanna solidariskt með aðalstefnda. Sam- kvæmt framangreindu og með hliðsjón af 2. mgr. 74. gr. umferðar- laganna dæmast aðalstefndi og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f in soliðum til að greiða aðalstefnanda í aðalsök % hiuta af kr. 54.795.00 að viðbættum kr. 5.200.00, eða kr. 44.996.25, auk 7% ársvaxta frá 1. nóvember 1969 að telja til greiðsludags og máls- kostnað í aðalsök, sem þykir hæfilega metinn kr. 10.000.00. Gagnsök. Atvik að gagnsök eru þau sömu og Í aðalsök. Kröfur gagnstefn- anda eru byggðar á tjóni því, sem hlauzt á A 2417 við áreksturinn, en bifreiðin var talin ónýt. Gagnstefnandi fékk dómkvadda menn til:þess að meta, hvort svara mundi kostnaði að gera við bifreið- 392 ina, og komust þeir að þeirri niðurstöðu, að andvirði bifreiðar- innar fyrir árekstur hefði verið kr. 20.000.00, en viðgerðarkostn- aður mundi nema kr. 30.500.00, og er krafið um lægri fjárhæðina. Mati þessu var ekki mótmælt af hálfu gagnstefnda. Að öðru leyti sundurliðast kröfur í gagnsök þannig: 1. Dómkvaðning matsmanna .. .. .. .. .. Kr. 650.00 2. Þóknun matsmanna .. .. .. .. .. .. .. — 2.400.00 3. Útlagður kostnaður matsmanna .. .. .. — 394.50 4. Afnotamissir .. .. .. .. „. .. .. .. .. — 3.000.00 Samtals kr. 6.444.50 að viðbættum framantöldum kr. 20.000.00. Framangreindir liðir né vaxtakrafa gagnstefnanda hafa ekki sætt andmælum af hálfu gagnstefnda nema liðurinn nr. 4, afnota- missir, sem mótmælt er sem of háum og órökstuddum, þar sem vart sé unnt að krefjast bóta fyrir afnotamissi vegna eigna, sem eigi verða endurnýjaðar. Hins vegar kveðst gagnstefnandi áætla hætfilegan tíma til að staðreyna, hvort bifreiðin væri viðgerðar- hæf, og tíma til að kaupa nýja bifreið í stað þeirrar ónýtu vera 20—30 daga og afnotamissistjón hans nemi kr. 100—150 á dag. Ekki er fram komið í málinu, að gagnstefnandi hafi notað bifreið sína við atvinnurekstur sinn. Gegn mótmælum gagnstefnda er því eigi unnt að taka greindan kröfulið til greina. Að öðru leyti verða kröfur gagnstefnanda í gagnsök teknar til greina þannig, að gagnstefndi verður með hliðsjón af sakarskiptingu í aðalsök dæmdur til að greiða gagnstefnanda % hluta af kr. 23.444.50, eða kr. 5.861.10, auk 7% ársvaxta frá 22. ágúst 1969 til greiðsludags og kr. 3.500.00 í málskostnað. Dómsorð: Í aðalsök greiði aðalstefndi, Ágúst Ellertsson, og Sjóvá- tryggingarfélag Íslands h/f aðalstefnanda, Pétri Jökli Pálma- syni, kr. 44.996.25 auk 7% ársvaxta frá 1. nóvember 1969 til greiðsludags og kr. 10.000.00 í málskostnað. Í gagnsök greiði gagnstefndi, Pétur Jökull Pálmason, gagn- stefnanda, Ágústi Ellertssyni, kr. 5.861.10 auk 7% ársvaxta frá 22. ágúst 1969 til greiðsludags og kr. 3.500 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 393 Föstudaginn 17. april 1970. Nr. 43/1969. Fjörður h/f (Guðjón Steingrímsson hrl.) segn Seyðisfjarðarbæ (Tómas Árnason hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómeérking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Erlendur Björnsson, bæjarfógeti á Seyðisfirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. marz 1969 og krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Til þrautavara krefst áfrýjandi sýknu af kröfum stefnda. Í öllum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda dæmt að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Í máli þessu krefst stefndi þess, að riftað verði samningi aðilja frá 4. nóvember 1966 um byggingu fjölbýlishúss við Vesturveg á Seyðisfirði. Þá krefst stefndi þess, að áfrýjanda verði dæmt að endurgreiða honum skuld samkvæmt við- skiptareikningi þeirra aðiljanna, kr. 1.425.131.75, að frá- dregnu verðmæti þeirra mannvirkja, er áfrýjandi hefur látið gera sem hluta af byggingu fyrrgreinds fjölbýlishúss, en það telur stefndi nema kr. 404.300.00 samkvæmt mati dóm- kvaddra manna. Hinn 27. janúar 1969 dómkvaddi bæjarfó- getinn á Seyðisfirði að beiðni stefnda þá Garðar Eymunds- son og Ernst Pettersen til þess „að meta til peningaverðs þær framkvæmdir við fjölbýlishúsbyggingu á Fjarðartúni, sem 994 teljast myndu fullunnar og yrðu hluti af byggingunni sjálfri“. Af matsgerð hinna dómkvöddu manna frá 30. janúar 1969 verður eigi séð, að fyrirsvarsmönnum áfrýjanda hafi verið gefið færi á að sæta hagsmuna sinna í sambandi við matið, sbr. 1. mgr. 140. gr. laga nr. 85/1936. Mátti héraðsdómari því eigi leggja matið til grundvallar dómi í máli þessu. Er málið þegar af þessari ástæðu svo vanreifað, að eigi verður dómur á það lagður. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð alla og vísa málinu frá héraðsdómi. Það athugast, að rétt hefði verið af héraðsdómara að dæma mál þetta með sérfróðum samdónendum, sbr. 3. tl. 1. mgr. 200. gr. laga nr. 85/1936. Áfrýjandi lét eigi sækja þing í héraði, þótt honum væri löglega stefnt. Verður því að dæma hann til greiðslu máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 25.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Áfrýjandi, Fjörður h/f, greiði stefnda, Seyðisfjarðar- bæ, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 25.000.00, að við- lagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Seyðisfjarðar 14. febrúar 1969. Árið 1969, föstudaginn 14. febrúar, kl. 1000, var í bæjarþingi Seyðisfjarðar, sem haldið var í bæjarfógetaskrifstofunni af Erlendi Björnssyni bæjarfógeta með undirrituðum vottum, kveðinn upp dómur í bæjarþingsmálinu nr. 7/1969: Seyðisfjarðarbær gegn Firði h/f, sem dómtekið var samdægurs. Mál þetta er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, dags. 5. Þ. m., en birtri 6. þ. m., af Seyðisfjarðarbæ gegn Firði h/f, Seyðis- firði, til riftunar á verksamningi og til endurgreiðslu á kr. 1.425.131.75, að frádregnum kr. 404.300.00, með 9% ársvöxtum af kr. 1.384.698.30 frá 21. desember 1967 til 2. apríl 1968, en af kr. 1.425.131.75 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaði samkvæmt taxta L. M. F. Í. Málavextir eru þeir, að með verksamningi, dags. 4. nóvember 395 1966, tók stefndi að sér að reisa á Seyðisfirði fyrir stefnanda sam- býlishús fyrir heildarupphæð kr. 5.448.000.00, er skila skyldi til- búnu undir tréverk eigi síðar en 1. október 1967. Fyrir þessa upnp- hæð átti stefndi að leggja til alla vinnu og allt efni nema steypu- styrktarstál og miðstöðvarofna og bera af verkinu allan kostnað og gjöld. Greiðsla skyldi innt af hendi þannig, að kr. 600.000.00 voru greiddar við undirritun samnings, en eftirstöðvar síðan hlut. fallslega eftir því sem verki miðaði áfram. Verkið stöðvaðist hjá stefnanda í nóvember 1967, og hafði þá verið steyptur grunnur undir húsið, sem síðar hefur verið metinn af mönnum, útnefndum af dómara, á kr. 404.300.00. Þá hafði einnig verið slegið upp fyrir hæð, en uppsláttur kom ekki að notum, með því að ekki var steypt í hann. Stefnandi hefur lagt fram viðskiptareikning við stefnda, sem sýnir, að hann hafði 21. desember 1967 fengið greiddar kr. 1.384.698.30. En með endurgreiðslum og leiðréttingum teljast greiðslur til stefnda endanlega hafa orðið kr. 1.425.131.70. Stefndi hefur hvorki sótt þing né sækja látið, og er honum þó löglega stefnt. Með því að hann hefur ekki gert tilraun til að hnekkja kröfum stefnanda, verður eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, en þau eru í samræmi við dómkröfur hans, sem verða því teknar til greina að öllu leyti, nema dráttarvextir reiknast af nettóupn- hæðinni. Málskostnaður ákveðst kr. 80.000.00. Dómsorð: Stefnanda, Seyðisfjarðarbæ, skal heimilt að rifta verksamn- ingi við stefnda, Fjörð h/f, um byggingu sambýlishúss á Seyðisfirði. Stefndi, Fjörður h/f, greiði stefnanda, Seyðisfjarðarbæ, kr. 1.020.831.00 með 9% ársvöxtum af kr. 980.398.00 frá 21. desember 1967 til 2. apríl 1968, en af kr. 1.020.631.00 frá Þeim degi til greiðsludags, og málskostnað, kr. 80.000.00, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 396 Föstudaginn 17. apríl 1970. Nr. 9/1970. Karl Guðmundsson og Samvinnutryggingar (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) Segn Ingólfi Árna Sveinssyni (Ingi Ingimundarson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. janúar 1970 og gera þær dómkröfur, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnda og þeim dæmdur máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur stefndi gefið skýrslu fyrir dómi og nokkur vitni staðfest skýrslur sínar. Eftir atvikum málsins telst rétt, að stefndi beri %% hluta tjóns, sbr. 3. málsgrein 67. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Staðfesta ber niðurstöðu héraðsdóms um 1.—4. lið bóta- krafna. Samkvæmt þessu ber að dæma áfrýjendur til þess að greiða stefnda 24 hluta af kr. 504.790.00, þ. e. kr. 201.916.00, að frá- dregnum kr. 10.000.00, er Samvinnutryggingar hafa greitt sefnda, með 6% ársvöxtum frá 20. september 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjendur greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 50.000.00. Dómsorð: Áfrýjendur, Karl Guðmundsson og Samvinnutryggins- ar, greiði óskipt stefnda, Ingólfi Árna Sveinssyni, kr. 191.916.00 með 6% ársvöxtum frá 20. september 1965 til 397 1. janúar 1966, 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 50.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. nóvember 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 3. þ. m., hefur Ingólfur Árni Sveinsson, Kaplaskjólsvegi 65 hér í borg, höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 23. október 1968, á hendur Karli Guðmundssyni, Árnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, og Samvinnutryggingum g/t hér í borg til greiðslu skaðabóta in solidðum að fjárhæð kr. 690.657.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 20. september 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómarans, allt að frádregnum kr. 10.000.00. Af hálfu stefndu eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað að skaðlausu að mati dómarans, en til vara er krafizt verulegrar lækkunar á stefnufjárnæðinni og verði þá málskostnaður látinn niður falla. Málavextir eru þeir, að milli kl. 3 og 4 aðfaranótt mánudags- ins 20. september 1965 var stefnandi fótgangandi á þjóðveginum við Syðri-Vallaá á Vatnsnesi, og gekk hann í áttina til Hvamms- tanga. Á sama tíma ók Ragnhildur Karlsdóttir í bifreiðinni H 76 frá Hvammstanga, og var hún á leið heim til sín að Árnesi í Miðfirði. Er stefndi Karl skráður eigandi bifreiðarinnar, og hafði hann keypt lögboðna ábyrgðartryggingu fyrir hana hjá stefnda Samvinnutryggingum g/t. Nú vildi svo til, er bifreiðin var að koma að brúnni yfir Syðri-Vallaá, að stefnandi varð fyrir bif- reiðinni og kastaðist út af veginum. Bifreiðin stöðvaðist ekki, heldur fór út af veginum að vestanverðu og ofan í Vallaá, þar sem hún stöðvaðist. Ekki var það fyrr en kl. 1810 þennan dag sem löggæzlumaður kom á vettvang. Var þá búið að fjarlægja bifreiðina, en löggæzlumaðurinn kveður greinileg för hafa sézt eftir hana, þar sem hún hafi farið út af veginum norðan við brúarstöpulinn á Syðri-Vallaá og þar ofan í ána og yfir ána, og hafi bifreiðin numið staðar við bakkabrúnina að sunnanverðu. Síðan kveður hann bifreiðina hafa runnið til baka aftur ofan í ána. Af ummerkjum kveður löggæzlumaðurinn ljóst, að bifreiðin hafi aldrei farið af hjólunum, þótt snarbratt sé ofan í ána frá veginum. Kveður hann hæðina frá yfirborði vegarins að árbotn- 398 inum virðast vera um 5.50 m. Það kemur fram í skýrsiu löggæzlu- mannsins, að brúin á Syðri-Vallaá sé staðsett í miðri s beygju og að engin aðvörunarmerki séu við brúna. Tekur lösgæzlumaðurinn fram, að slys hafi áður orðið við brúna, og telur hann vítavert að hafa brú þessa án hættumerkja. Samkvæmt skýrslu löggæzlu- mannsins er yfirborð vegarins, þar sem slysið varð, malarborið, en fast. Er atburðurinn varð, var myrkur og skýjað og færi blautt. Það kemur fram í skýrslu löggæzlumannsins, að engin sjáanleg hemlaför hafi verið á slysstaðnum. Löggæzlumaðurinn tók skýrslu af ökumanni H 76 svo og af vitnum, sem komu á vettvang. Rann- sóknarlögreglan í Reykjavík tók frekari skýrslu af ökumanni H 76, og einnig tók hún skýrslu af stefnanda máls þessa. Verður nú rakið það, sem fram kemur í skýrslum þessum. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið á dansleik í Víðihlíð í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, kvöldið áður en slys þetta varð. Hann kveður ökumann bifreiðar beirrar, sem hann kom með, hafa tekið annan farþega og hafi hann því ekki komizt með bifreiðinni til baka. Stefnandi kveðst svo hafa farið af dansleiknum klukkan rúmlega tvö um nóttina, og kveðst hann þá hafa fengið far með jeppabifreið, sem bar var stödd. Ekki kveðst stefnandi hafa kannazt við ökumann þeirrar bifreiðar, og kveðst hann ekki hafa spurt ökumanninn að heiti eða hvaðan hann væri eða hvert hann ætlaði. Stefnandi kveðst hafa neytt áfengis á dansleiknum, en kveðst ekki telja sig hafa verið mikið drukkinn, er dansleiknum lauk. Hann kveðst ekki hafa neytt áfengis, eftir að hann fór af dansleiknum, en kveðst hafa haft meðferðis flösku með slatta af áfengi. Stefnandi kveðst nú hafa íarið úr bifreiðinni á Norðurbraut og síðan gengið áleiðis í áttina að Hvammstanga, en bifreiðin hélt áfram suður þjóðveginn. Á leiðinni frá Norðurbraut að slysstaðnum kveður stefnandi tvær bifreiðar hafa ekið fram hjá sér, en hvorug bifreiðanna hafi verið stöðvuð. Stefnandi kveður hvorugan ökumanninn hafa flautað á sig, er bifreiðarnar nálguðust, enda kveðst hann hafa verið vel úti á hægri vegarbrún miðað við stefnu þá, sem hann gekk í. Stefnandi kveðst svo hafa mætt einni bifreið, sem Baldur Ingvars- son hafi ekið. Ekki kveðst hann hafa reynt að stöðva þessa bif- reið, en kveður Baldur hafa stöðvað, áður en þeir hafi mætzt. Ækki kveður stefnandi þá hafa ræðzt við, og ekki kveður hann Baldur hafa ávarpað sig. Er stefnandi mætti þessari bifreið, kveðst hann hafa verið staddur vinstra megin á veginum. Hefur stefn- andi algerlega neitað því, að hann hafi slagað á veginum. Kveðst 399 hann aldrei slaga, þá er hann sé undir áhrifum áfengis, enda kveðst hann ekki hafa verið það mikið undir áhrifum áfengis í betta sinn, að hann hafi ekki getað gengið eðlilega eftir veginum af beim sökum. Kveðst stefnandi hafa gengið eðlilega eftir veg- jaðrinum. Stefnandi kveðst svo hafa verið kominn rétt norður fyrir brúna að Vallaá, er hann hafi mætt bifreið þeirri, er hann varð fyrir. Hann kveður bifreiðina hafa verið með sterkum ljós- um og því hafi hann ekki séð hana vel. Hann kveðst hafa haldið, að þetta væri bifreiðin, sem hann fór með á dansleikinn í Víði- hlíð. Kveðst hann hafa ætlað að stöðva ökumanninn og því rétt út hægri höndina og stanzað á vinstri vegarhelmingi miðað við stefnu að Hvammstanga. Hann kveður það þá engum togum hafa skipt, að bíllinn hafi skollið framan á sig og hafi hann sjálfur kastazt út af veginum við ákeyrsluna og komið niður í moldarruðning. Ekki kveðst stefnandi hafa misst meðvitund við álkeyrsluna eða fall það, sem hann hlaut. Hann kveðst hafa séð, að bifreiðin fór út af veginum sömu megin og hann sjálfur kast- aðist út af honum. Stefnandi kveðst strax hafa fundið, að hann væri brotinn á hægra fæti, er hann hafi gert tilraun til að rísa á fætur. Hann kveðst hafa legið þarna, þar til læknirinn kom. Stefnandi kveður Pál Guðmundsson, bónda á Syðri-Völlum, hafa komið til sín og verið hjá sér, þar til hann, þ. e. stefnandi, var fluttur á brott. Stefnandi kveðst hafa verið fluttur á sjúkrahúsið á Hvammstanga og kveðst hafa legið þar til daginn eftir, er hann var fluttur í Landspítalann. Þar kveðst hann hafa legið í fimm eða sex vikur. Er umræddur atburður varð, kveðst stefnandi hafa verið klædd- ur í dökk jakkaföt og verið í hvítri skyrtu, en berhöfðaður. Hann kveðst hafa verið frakkalaus. Stefnandi kveður myrkur hafa verið, er slysið varð, og loft skýjað og því mjög dimmt, en hann kveður úrkomulaust hafa verið. Stefnandi kveðst örugglega hafa verið vinstra megin við miðju vegarins frá sér séð, er slysið varð. Hann kveður sér hafa fundizt bifreiðin vera um miðjan veginn, er hún hafi nálgazt hann, eftir því sem hann hafi getað séð vegna ljósanna, sem hafi verið sterk, og hafi hann horft beint í ljósin, er bíllinn nálgaðist. Stefnandi kveður sér hafa fundizt bifreiðinni ekið frekar greitt. Ragnhildur Karlsdóttir, ökumaður H 76, hefur skýrt svo frá, að umrætt sinn hafi hún verið á leið frá Hvammstanga heim til sín að Árnesi í Miðfirði. Kveðst hún hafa farið frá Hvammstanga rétt um kl. 3 um nóttina. Ragnhildur kveðst hafa verið ein í 400 bifreiðinni og ekið hægt, er hún nálgaðist stað þann, er slysið varð, eða um 30 km hraða miðað við klukkustund á að gizka. Hún kveður veginn hafa verið sæmilega sléttan og kveðst hafa ekið sem næst miðjum veginum, enda engin umferð á móti. Hún kveðst hafa ekið með hærri ökuljósum bifreiðarinnar og kveður þau hafa lýst veginn sæmilega. Ragnhildur kveðst hafa verið að koma úr beygju, er hún hafi séð eitthvað á miðjum veginum fyrir framan bifreiðina. Hún kveður sér hafa komið þetta ógreini- lega fyrir sjónir í ljósum bifreiðarinnar. Ragnhildur kveður það svo engum togum hafa skipt, að bifreiðin hafi samstundis runnið á Þetta, en hún hafi þá um leið skynjað, að þetta mundi vera maður, mikið drukkinn.Sökum þess að hún var að koma úr beygju, kveður Ragnhildur ljós bifreiðarinnar ekki hafa fallið á manninn, fyrr en bifreiðin var komin á beina vegarspottann, sem fram- undan var að brúnni. Kveður hún bifreiðina hafa verið rétt komna að manninum, er ljósin féllu á hann. Ragnhildur kveðst í fyrstu hafa séð manninn |það óglögst, að hún hafi ekki gert sér sam- stundis ljóst, að þetta væri maður, sem framundan var á miðjum veginum. En hún kveðst hafa séð, að þetta var maður, í því bili sem bifreiðin var að lenda á honum, og kveðst hún hafa séð, að hann veifaði út báðum höndum og virtist vera mjög drukkinn. Kveður Ragnhildur sér hafa virzt, í því er hún sá manninn vel, er slysið var að verða, að hann gæti varla staðið. Ragnhildur kveður sér hafa brugið svo við þessa óvæntu sjón, að hún hafi ekki hemlað, og hafi það engum togum skipt, að maðurinn hafi orðið fyrir framenda bifreiðarinnar innanvert við hægra fram- bretti. Við áreksturinn kveður hún manninn hafa kastazt út af veginum hægra megin frá sér. Við slysið kveður Ragnhildur sér hafa virzt bifreiðin sveigja til hægri, og kveðst hún því hafa reynt að sveigja til vinstri, en það hafi mistekizt og hafi engum togum skipt, að billinn hafi runnið út af vegarbrúninni hægra megin. Ragnhildur kveður bifreiðina ekki hafa farið af hjólunum og kveður hana hafa runnið niður í ána og yfir hana og lent þá á árbakkanum hinum megin. Þar hafi bifreiðin stöðvazt og runnið svo aftur niður í ána og stöðvazt að mestu undir brúnni. Við atburðinn kveðst Ragnhildur hafa lent með höfuðið í framrúðu bifreiðarinnar og hafi rúðan brotnað. Ekki kveðst Ragnhildur hafa misst meðvitund. Hún kveðst hafa flýtt sér út úr bifreiðinni, er hún hafi stöðvazt. Ragnhildur kveðst ekki hafa séð, hvar maðurinn, sem fyrir bifreiðinni varð, hafi legið, en hún kvaðst hafa heyrt óglöggt í honum. Hún kveðst hafa hugsað um það eitt 401 að reyna að ná í hjálp fyrir manninn og því hafi hún farið að Syðri-Völlum. Hafi bóndinn þar, Páll Guðmundsson, síðan farið manninum til aðstoðar, en sonur Páls hafi farið að ná í lækni á Hvammstanga. Ekki kveðst Ragnhildur hafa farið aftur á slys- staðinn. Ragnhildur kveðst hafa verið búin að sjá stefnanda á dansleik í Víðihlíð um kl. 2 um nóttina og hafi hann þá verið mikið drukkinn. Páll Guðmundsson, bóndi á Syðri-Völlum, hefur skýrt svo frá, að það hafi verið um kl. 0345 aðfaranótt mánudagsins 20. septem- ber 1965, að Ragnhildur Karlsdóttir hafi vakið upp á bænum. Kveður hann Ragnhildi hafa skýrt svo frá, að hún héldi, að hún hefði ekið á mann á veginum fyrir neðan bæinn og hefði hún síðan misst bifreiðina út af veginum og ofan í ána. Kveður Páll svo hafa wirzt sem Ragnhildur væri ekki alveg viss um, hvar hún væri stödd. Páll kveðst hafa brugðið við og farið á slysstað- inn, en kveðst hafa sent son sinn til Hvammstanga eftir lækni. Páll kveðst hafa fundið manninn, þar sem hann hafi legið vestan við veginn í moldarruðningi. Kveður hann manninn hafa verið með fullri rænu og hafi hann sagzt vera eitthvað brotinn, a. m. k. á öðrum fæti. Kveðst Páll síðan hafa hlúð að manninum og beðið læknis. Nokkru síðar kveður hann Baldur Ingvarsson hafa komið á slysstaðinn. Baldur Ingvarsson hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið á leið frá Hvammstanga að Víðihlíð fyrr umrædda nótt, eða um kl. 0240, og hafi hann þá mætt stefnanda gangandi á veginum á hæðinni skammt norður af Norðurbraut. Er hann kom syðst á hæðina, kveðst hann hafa orðið einhvers var á veginum, sem virtist flikrótt á lit. Hann kveðst ekki hafa áttað sig á bví á augabragði, hvað þetta væri, því að það hafi rásað á veginum, en hann kveður sér fljótlega hafa orðið ljóst, að þetta var maður í dökkum fötum og í hvítri skyrtu. Er hann kom nær, kveðst hann hafa kennt manninn, sem verið hafi stefnandi máls þessa. Kveður Baldur manninn auðsjáanlega hafa verið mikið ölvaðan og kveður hann hafa vikið illa á veginum, enda kveðst Baldur hafa beðið þess, að maðurinn færi fram hjá bifreiðinni, þar sem hann hafi ekki treyst honum of vel till þess að halda réttu striki á veginum. Baldur kveðst svo hafa komið á slysstaðinn kl. rúmlega fjögur um nóttina. Páll Sigurðsson læknir hefur metið örorku stefnanda af völd- um áverka þeirra, er hann hlaut við slysið. Í örorkumati læknis- ins, sem dagsett er hinn 12. apríl 1968, eru rakin læknisvottorð 26 402 þau, sem liggja fyrir um áverka þá, er stefnandi hlaut við slysið, og meðferð þá, er hann hlaut á sjúkrahúsinu, svo og vottorð um síðari skoðun á stefnanda. Auk þess sem vottorð þessi eru rakin í mati læknisins, segir þar svo um grundvöll þess og niðurstöðu: „Slysið varð með þeim hætti, að ekið var á slasaða á þjóðvegi. Við slysið þá hlaut hann áverka á andlit og hægri ganglim, og var hann fyrst fluttur á sjúkrahús á Hvammstanga, en síðar á Landspítala. Það liggja fyrir 2 vottorð frá Friðriki Einarssyni, yfirlækni, um slysið og meðferðina, hið fyrra frá 4/12 1965 og hið síðara frá 13/3 1968, og eru þau svohljóðandi: „á/12 ?65. Vottorð þetta er gefið eftir beiðni Kristins Ó. Guðmundssonar, héraðsdómslögmanns, og er ætlunin að nota það í bótamáli gagn- vart tryggingafélagi. Ingólfur Sveinsson, sagður fæddur 9. apríl 1947, til heimilis Syðri-Kárastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu, var innlagður á hand- læknisdeild Landspítalans 20. sept. 1965, kl. 11. Svo var frá skýrt, að nóttina áður, um kl. 3, hafi sjúklingur orðið fyrir bíl, hafi „stuðari“ bílsins lent á hægra fæti, og kveðst sjúklingur hafa kastazt til fleiri metra. Hann fann strax til í hægra hné og gat ekki staðið upp. Auk þess fékk hann áverka á nef. Við rannsókn fannst brot í hægra hnélið. Var um skábrot að ræða niður eftir sköflungsbeininu og út á við, einnig var efsti endinn á sperrileggnum brotinn þversum. Auk þess voru rifin liðbönd. Auk þessa áverka var nef sjúklingsins brotið. 21. 9. '65 var gert að fótbrotinu með skurðaðgerð og sjúklingur lagður í gipsum/búðir. 18. 10. '65 var gert að nefbrotinu. 7. 10. voru um- búðirnar teknar af fætinum og sjúklingur látinn fara að hreyfa sig, og heilsaðist honum mjög vel, og sjúklingur útskrifaðist af spítalanum 23. 10. 1965“. „13/3 '68. Vottorð þetta er gefið samkvæmt beiðni Inga Ingimundarsonar, hæstaréttarlögmanns, og er ætlað til stuðnings um bætur hjá tryggingafélagi. Ingólfur Árni Sveinsson, sagður fæðdur 9/4 1947, þá til heimilis Syðri-Kárastöðum, V.-Húnavatnssýslu, lá á handlæknisdeild Land- spítalans frá 20. sept. til 23. okt. 1965 vegna brots á efri enda fótleggjar og nefbrots (factura condyli lateralis tibiae dx. et fibulae et fractura nasi), en hann hafði orðið fyrir meiðslum þessum í bílslysi. 21/9 1965 var gert að fótbrotinu með skurðaðgerð, en 18/10 '65 403 var gert að nefbrotinu. Báðar aðgerðirnar voru gerðar í svæfingu. Ca. þrem vikum eftir fótbrotsaðgerðina fór sjúklingurinn á fæt- ur með hækjur og eins og áður er sagt, heim þ. 23. 10. Í síðara skiptið kom sjúklingur á deildina vegna óþæginda í hnénu, sem hann hafði meiri og minni verk í, einkum við göngu, og fannst honum þetta heldur fara versnandi. Vængskrúfan, sem sett hafði verið í beinið til þess að halda brotunum saman, var þess vegna tekin 30/9 1966, ef vera mætti, að óþægindin bötnuðu við það. Allar þessar aðgerðir voru fylgikvillalausar, og fór sjúkl- ingur af spítalanum 3/10 1966“. Slasaði kom til viðtals hjá undirrituðum 25/3 1968. Hann skýrir frá slysinu og meðferðinni, eins og lýst hefur verið. Hann kveðst hafa verið frá vinnu um það bil 4 mánuði eftir slysið, en var þá allhaltur og hafði mikil óþægindi, bar til naglinn var tekinn í sept. 1966. Maðurinn er nú sjómaður og hyggst stunda það starf áfram. Núverandi óþægindi: Kvartar um iþrevíu í hægri ganglim við alla áreynslu og er kulsækinn. Verður haltur, ef hann þreytist. Telur, að ekki hafi reynt á gangþol fótarins vegna þeirrar vinnu, er hann stundar. Er að öðru leyti hraustur. Kvartar ekki um óþægindi frá nefi. Skoðun: Gengur óhaltur. Hægri ganglimur: Það er Ör utan- fótar neðan við hnéð 22 cm á lengd, vel gróið. Hreyfingar í hægra hné 180—80 {vinstri 180—50). Mikil rýrnun er á hægra læri og mælist 314 em miðað við vinstra. Lítilsháttar hliðarhreyt- ing er í hnénu á fullréttu hné, en engin rennihreyfing. Röntgen- skoðun var gerð síðast 27/3 1968, og segir svo Í umsögn röntgen- læknis: „27/3 ?68, h. hné -- leggur. Hér hefur verið um condylær-fracturu að ræða í tibia, senni- lega Y-formaða. Condenseruð lína, vafalaust gamla brotlínan, sest liggja frá medial brún eminentia intercondyloidea skáhallt niður á við og út á við og niður fyrir condylinn, rétt niður fyrir fibula og tibialliðinn og ójöfnur á frambrún. Legan á þessu broti sýnist mjög góð. Nokkrar ójöfnur eru á brotstaðnum á mediala condylar-liðfletinum framantil, og allstór uppvöxtur eða útvöxtur gengur upp úr þeim liðfleti að aftan, en í heild er hann sléttur. Það er ekki grunlaust um, að laust sequester sé í sclerotiska svæð- inu, rétt neðan við defectinn. Fibula brotið sýnist alveg gróið“. Ályktun: Hér er um að ræða 21 árs gamlan mann, sem slas- 404 aðist í bifreiðarslysi fyrir 2% ári. Við slysið þá hlaut hann áverka á andlit, nefbrot, og brot á hægri sköflung upp við hnéliðinn. Slasaði lá á Landspítala, og var gert að brotum hans þar. Vegna slyssins þá hefur maðurinn nú veruleg óþægindi í hægri ganglim, óþægindi í hægri hnélið, sem rekja má til brotsins, og mikla rýrnun á hægra læri. Röntgenskoðun sýnir, að liðflötur sköflungs hefur skaddazt varanlega. Vegna slyssins verður að telja, að maðurinn hafi hlotið tíma- bundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: ð Í 3 mánuði 100% Örorka Í 1 mánuð 7"5% — Í 2 mánuði 50% — i6 — 25% — Í 1 mánuð 100% — Í 1 — 50% — ii — 25% — Og síðan varanleg örorka 20%“. Á grundvelli þessa örorkumats hefur Þórir Bergsson trygginga- fræðingur reiknað áætlað verðmæti tapaðra vinnutekna stefnanda á slysdegi. Um annan grundvöll útreikningsins og niðurstöður segir að öðru leyti svo í bréfi tryggingafræðingsins, dagsettu 27. maí 1968: „Árni er sagður fæddur 9. apríl 1947 og hefur því verið 18 ára á slysdegi. Hér er um svo ungan mann að ræða, að marklaust er að nota skattframtalstekjur áranna fyrir slysið við áætlun framtíðar- vinnutekna. Árni mun ekki hafa stundað neitt iðnnám. Ég mun þvi áætla vinnutekjur hans miðað við tekjur verkamanna og sjómanna. Geri ég það á tvo vegu. I, Á 22. aldursári geri ég ráð fyrir taxta Dagsbrúnar fyrir almenna verkamannavinnu með 7% orlofi. Reiknað er með 47% vinnuviku á ári með 44 dagvinnustundum á viku. Þessar tekjur eru einnig notaðar á 21. aldursári, en lækkaðar um 5%, um 10% á 20. aldursári og um 15% á 19. aldursári. Frá 271 árs aldri, sem er meðalgiftingaraldur íslenzkra karla samkvæmt nýjustu rannsókn, er gert ráð fyrir meðaltekjum kvæntra verka- og sjómanna samkvæmt nýjustu úrtakstölum 405 Efnahagsstofnunarinnar með þeim breytingum, sem orðið hafa vegna vísitölu og samninga. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum vinnutekjum og örorka er metin. Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: "1. árið eftir slysið .. .. kr. 76.540.00 kr. 41.502.00 2. — — — .... — 4.050.00 — 27.580.00 3. — — — .. 2. — 103.857.00 —- 20.771.00 4, — — — .. .. — 115.737.00 — 23.147.00 5. — — —- .. 2. — 140.205.00 — 28.041.00 6. — — — .... — 164.673.00 — 32.935.00 T — — — .. .. — 189.141.00 — 37.828.00 8. — — — 2 — 213.609.00 — 42.218.00 9. — — — .. —- 238.077.00 — 47.615.00 Síðan árlega .. .. — 256.431.00 — 51.286.00 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi vegna tímabundinnar örorku .. .. .. .. kr. 52.261.00 — varanlegrar — 0... — 532.155.00 Samtals kr. 584.416.00 II. Vinnutekjur áætlast eins að öðru leyti en því, að reiknað er með 10 eftirvinnustundum á viku fyrir 22 ára aldur. Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: 1. árið eftir slysið .. .. kr. 93.922.00 kr. 50.927.00 2. — — — .. 2. — 115.409.00 — 33.844.00 3. — — —- .. .. —- 127.443.00 — 25.488.00 4 — — — .. 2. — 139.594.00 — 27.919.00 5. — — —— .. 2. — 159.914.00 — 31.983.00 6. — — — .. .. —- 180.234.00 — 36.047.00 1 — — — .. . — 200.554.00 — 40.111.00 8. — — — .. 2. — 220.874.00 — 44.175.00 9 — — — .. 2. — 241.194.00 — 48.239.06 Síðan árlega .. .. .. .. — 256.431.00 — 51.286.00 406 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi vegna tímabundinnar örorku .. .. .. .. kr. 64.129.00 — varanlegrar —— 0... — 541.738.00 Samtals kr. 605.867.00 Ekki hefur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p.a., dánarlíkur ís- lenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Kröfur stefnanda í máli þessu eru byggðar á því, að samkvæmt $7. gr. umferðarlag nr. 26/1958, er í gildi voru á þeim tíma, er umræddur atburður varð, beri stefndi Karl fébótaábyrgð á tjóni því, sem stefnandi varð fyrir af völdum slyssins. Er því mótmælt af hálfu stefnanda, að framferði hans hafi á nokkurn hátt verið slíkt, að efni séu til að meta honum til sakar. Er því sérstaklega mótmælt, að sannað sé, að stefnandi hafi verið undir slíkum áhrifum áfengis, að það hafi á nokkurn hátt haft áhrif á hegðun hans. Sýknukrafa stefndu er á því byggð, að stefnandi hafi sjálfur valdið umræddu slysi með stórkostlegu og vítaverðu gáleysi sínu. Hann hafi verið dökkklæddur gangandi á ferð á vegi um hánótt í svartamyrkri á slóðum, þar sem engra mannaferða hafi verið von. Hafi hann verið ölvaður og eigi kunnað fótum sínum forráð. Er því haldið fram, að er hann hafi séð til ferða bifreiðarinnar H 76, hafi hann tekið sér stöðu á miðjum veginum, eða a. m. k. alveg við miðju vegarins. Hafi hann gert þetta í því skyni að neyða ökumann H 76 til að stöðva bifreiðina með því að gera sjálfan sig að algerum farartálma á veginum. Er því haldið fram, að með þessu atferli sínu hafi stefnandi ekki aðeins stofnað sjálf- um sér í lífshættu, heldur hafi hann látið sig engu skipta öryggi þeirra, sem Í bifreiðinni kynnu að vera. Er því haldið fram, að bifreiðarstjóri, sem sé settur í slíkar aðstæður, geti ekki komið í veg fyrir þá stórkostlegu hættu, sem af því skapist, nema með Örþrifaráðum, og sé því alveg undir hælinn lagt, hverjar afleið- ingarnar verði. Er því haldið fram af hálfu stefndu, að sökum þessa stórkostlega vítaverða atferlis stefnanda verði hann að bera tjón sitt að öllu leyti sjálfur. Auk sjónarmiða þeirra, sem aðalkrafa stefndu byggist á, er varakrafa stefndu byggð á því, að stefnandi verði að bera tjón sitt að verulegu leyti sjálfur. Þá 407 er varakrafan og reist á því, að ætlað tjón stefnanda af völdum slyssins sé allt of hátt metið í gögnum málsins. Löggæzlumaður sá, sem kom á vettvang eftir slysið, gerði upp- drátt af vettvangi og studdist þá við ummerki á staðnum svo og frásögn Páls Guðmundssonar. Uppdráttur þessi hefur ekki sætt andmælum, og verður hann því lagður til grundvallar við úr- lausn málsins. Á uppdrættinum er árekstrarstaðurinn markaður rétt til hægri við miðju vegarins miðað við akstursstefnu H 76, og hefur bifreiðin þá verið að koma á beina vegarkaflann að brúnni úr sveigju, sem þarna er á veginum. Kemur það heim við það, sem stefnandi og ökumaður H 76 hafa skýrt frá um þetta atriði. Þá liggur einnig frammi uppdráttur, sem Skúli Magnússon, vegaverkstjóri á Hvammstanga, hefur gert af veginum við Syðri- Vailaá, og kemur þar fram breidd vegarins á um 240 m löngum kafla sitt hvorum megin við brúna. Kemur þar fram, að í sveigju þeirri, sem H 76 hefur farið um norðan við brúna, rétt áður en hún rakst á stefnanda, er vegurinn um 8.60 m breiður, en vegur- inn mjókkar síðan, er að brúnni dregur, í 7.60 m og 5.30 m, en sjálf er brúin 3.90 m breið milli handriða. Bifreiðin H 76 er 1.50 m breið. Þegar wirt er það, sem rakið hefur verið um aðstæður á vettvangi, svo og það, sem fram er komið hjá stefnanda og ökumanni H 76 um atvik að slysinu, þá verður að telja ljóst, að ökumaður H 76 hafi ekki hagað akstrinum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 45. gr. umferðarlaga eða 2. mgr. og b og d lið 3. mgr. 49. gr. sömu laga, enda bar ökumanni H 76 að haga akstri sínum að lögboðnum hætti, þótt hánótt væri og eigi væri að vænta gangandi vegfarenda. Stefnandi gekk á winstri vegarhelmingi miðað við átt þá, sem hann gekk í, og hefur hann verið allnærri miðju vegarins. Það verður að telja ósannað, að stefnandi hafi ætlað að gera sjálfan sig að vegartálma og fá ökumann H 76 með þeim hætti til að stöðva bifreiðina. Hins vegar þykir stefn- andi ekki hafa sýnt næga aðsæzlu, er hann hugðist gefa ökumanni H 76 til kynna, að hann vildi stöðva bifreiðina, og tók sér í því skyni stöðu nálægt miðju vegarins. Er á það að líta í þessu sam- bandi, að stefnandi var dökkklæddur, og mátti honum því vera ljóst, að örðugt gat verið fyrir ökumenn, sem eftir veginum óku, að greina hann í náttmyrkrinu. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þykir ökumaður H 76 eiga meginsök á slysinu, en telja verður, að stefnandi hafi sýnt af sér nokkra óaðgæzlu og verði því að bera tjón sitt að nokkru leyti sjálfur. Þykir rétt að 408 skipta sök þannig, að ökumaður H 76 beri % hluta sakar, en stefnandi sjálfur "4 hluta. Í samræmi við þetta verður fébóta- ábyrgð á tjóni stefnanda af völdum slyssins skipt þannig, að stefndi Karl sem skráður eigandi bifreiðarinnar H 76, sbr. 67. og 69. gr. umferðarlaga, beri fébótaábyrgð á tjóni stefnanda að % hlutum, en stefnandi beri sjálfur % hluta tjóns síns. Verður nú afstaða tekin til fjárhæðar dómkröfu stefnanda, en hún er sundurliðuð þannig: 1. Bætur fyrir örorkutjón .. .. .. .. .. kr.805.867.00 2. Þjáningabætur .. .. .. .. .. .. ,„. .. — 5.000.00 3. Fatatjón.. .. ................ 2. — 4.000.00 4. Kostnaður við öflun ýmissa vottorða .. — 5.790.00 Kr. 690.657.00 Frá þessari fjárhæð dregur stefnandi greiðslu, sem Samvinnutryggingar g/t hafa innt af hendi, .. .................. — (10.000.00 Kr. 680.657.00 Um 1. Fjárhæð kröfuliðar þessa er byggð á örorkumati Páls Sigurðssonar læknis, sem áður er rakið, svo og örorkutjónút- reikningi Þóris Bergssonar tryggingafræðings. Af hálfu stefndu er fjárhæð þessa liðar mótmælt sem of hárri. Er því haldið fram, að óraunhæft sé að ætla manni á aldri stefnanda svo háar tekjur sem hér er gert, m. a. með tilliti til hins óvissa ástands í atvinnu- málum, sem nú er. Er og á það bent, að stefnandi hafi verið frá vinnu af völdum slyssins í fjóra mánuði, en allt að einu sé hann metinn tímabundinn öryrki í lengri tíma. Einnig er því haldið fram, að örorkumatið sé óraunhæft, að bví er tekur til hinnar varanlegu örorku. Þá er því haldið fram, að taka beri tillit úil skattfríðinda af bótum sem þessum svo og til þess hagræðis, sem stefnandi hafi af því að fá bætur greiddar sem eingreiðslu. Ör- orkumati Páls Sigurðssonar læknis hefur eigi verið hnekkt, og verður það því lagt til grundvallar við úrlausn málsins. Samkvæmt þessu og með tilliti til annarra þeirra gagna, sem fyrir liggja í málinu, svo og með hliðsjón af öðrum atriðum, sem hafa ber í huga við ákvörðun bóta sem þessara, þá bykja þær hæfilega ákveðnar kr. 420.000.00. Um 2. Af hálfu stefndu hefur fjárhæð þessa liðar verið mót- 409 mælt sem of hárri. Hér að framan hefur verið lýst áverkum þeim, sem stefnandi hlaut við slysið, og einnig hefur sjúkrasaga hans verið rakin. Samkvæmt því þykir mega taka fjárhæð liðar þessa til greina óbreytta. Um3og 4. Kröfuliðir þessir hafa ekki sætt andmælum, og verða þeir því teknir til greina óbreyttir. Samkvæmt (þessu verða úrslit málsins þau, að stefnda Karli og stefnda Samvinnutryggingum g/t sem ábyrgðartryggjanda H 76, sbr. 70. og 74. gr. umferðarlaga, verður gert að greiða stefnanda in soliðum % hluta af kr. 504.790.00 (420.000.00 -| 75.000.00 4.000.00 - 5.790.00), þ. e. kr. 378.592.50 með 6% ársvöxtum frá 20. september 1965 til 1. janúar 1966 með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 53.000.00, allt að frádregnum kr. 10.000.00, sem ágreiningslaust er, að Sam- vinnutryggingar g/t hafi greitt stefnanda. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Karl Guðmundsson og Samvinnutryggingar g/t, greiði in soliðum stefnanda, Ingólfi Árna Sveinssyni, kr. 378.592.50 með 6% ársvöxtum frá 20. september 1965 til 1. janúar 1966 og með 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og kr. 53.000.00 í málskostnað, allt að frádregnum kr. 10.000.00, innan 15 daga frá lösbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. 410 Mánudaginn 20. april 1970. Nr. 30/1970. Jónatan Guðmundsson (Magnús Thorlacius hrl.) gegn Ófeigi Ófeigssyni, Geir Ófeigssyni, Jónínu Ófeigsdóttur, Ragnheiði Ófeigsdóttur, Guðrúnu Ófeigsdóttur og Haraldi Runólfssyni (Ragnar Ólafsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Eignarréttur að fasteign. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. febrúar 1970. Dómkröfur hans eru þessar: „Að viðurkenndur verði fullur eignarréttur“ hans „að sumar- bústað í Hraunteigi innan Næfurholtslands á Rangárvöllum og landi umhverfis bústaðinn innan girðingar, er mörkuð er á uppdrátt á hdskj. 15 af línum dregnum milli punktanna a-b-c-d-e“, að viðurkenndur verði umferðarréttur hans að og frá bústaðnum og að stefndu verði óskipt dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda, Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt vottorð sýslumannsins í Rangárvallasýslu, dags. 16. apríl 1970, svohljóðandi: „Að gefnu tilefni skal votiað samkvæmt afsals- og veðmálabók- um Rangárvallasýslu, að hinn 18. ágúst 1969 voru, að því er varðar jörðina Næfurholt í Rangárvallahreppi, engar þing- lýstar eignarheimildir fyrir %, einum þriðja, hluta jarðar- innar“. Var eigendum þessa 4 hluta jarðarinnar því rétti- lega stefnt með opinberri stefnu, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 85/1936. Stefndu, sem eru þinglýstir eigendur að samtals 2% hlutum jarðarinnar, létu sækja þing í héraði. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. 411 Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 14.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jónatan Guðmundsson, greiði stefndu, Ófeigi Ófeigssyni, Geir Ófeigssyni, Jónínu Ófeigsdóttur, Ragn- heiði Ófeigsdóttur, Guðrúnu Ófeigsdóttur og Haraldi Runólfssyni, kr. 14.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Rangárvallasýslu 7. desember 1969. Ár 1969, sunnudaginn 7. desember, var á aukadómþingi Rangár- vallasýslu, sem haldið var í skrifstofu Árnessýslu að Selfossi af hinum reglulega dómara, Birni Fr. Björnssyni sýslumanni, ásamt meðdómendunum Lárusi Ág. Gíslasyni hreppstjóra, Miðhúsum, og Páli Hallgrímssyni sýslumanni, Selfossi, kveðinn upp dómur í málinu nr. 27/1968: Jónatan Guðmundsson gegn krefjendum eign- arréttar, en málið var þingfest 22. nóvember 1968 og dómtekið eftir munnlegan málflutning hinn 17. október 1969. Málið er höfðað með opinberri stefnu, útgefinni 4. september 1968 og birtri í Lögbirtingablaðinu 16. sama mánaðar, af Jónatan Guðmundssyni verzlunarmanni, Sörlaskjóli 24, Reykjavík, gegn krefjendum eignarréttar. Dómkröfur sóknaraðilja eru þær, að viðurkenndur verði eignar- réttur hans að sumarbústað í Hraunteigi í Næfurholtslandi á Rangárvöllum og að landi umhverfis bústaðinn innan girðingar, allt í samræmi við uppdrátt, framlagðan í málinu, svo og að viðurkenndur verði umferðarréttur hans að og frá bústaðnum og loks, að honum verði dæmdur úr hendi varnaraðilja málskostn- aður, þar á meðal ferðakostnaður og dagpeningar eftir lágmarks- gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, að skaðlausu. Undir rekstri málsins mætti Haraldur Runólfsson bóndi, Hólum, en hann og kona hans eru eigendur Hóla, sem er nýbýli og M;, hluti úr landi Næfurholts. Síðar bættust í hóp varnaraðilja 4 sameigendur að landi Næfurholts, systkinin Geir Ófeigsson, Ófeig- ur Ófeigsson, Jónína Ófeigsdóttir og Ragnheiður Ófeigsdóttir, eig- endur samtals að 84. hlutum úr Næfurholti. Hefur innkomu þessara fjögurra aðilja eigi verið andmælt. 412 Dómkröfur varnaraðilja eru þær, að kröfur sóknaraðilja verði eigi teknar til greina og að málskostnaður verði þeim tildæmdur úr hendi sóknaraðilja. Í málflutningi varnaraðilja var athugasemdum hreyft við því, að stefnt var opinberri stefnu í málinu, enda þótt vitanlegt væri, hverjir væru eigendur Næfurholts, en engar kröfur voru gerðar af hálfu varnaraðilja varðandi þetta atriði. Á stefnudegi voru heimildir nokkurra eigenda Nætfurholts ekki þinglýstar, og sér dómurinn ekki ástæðu til þess að finna að stefnubirtingunni. Málavextir eru þessir: Á árinu 1945 byggði Guðný Guðnadóttir, Eskihlíð 6, Reykjavík, sumarbústað í landi jarðarinnar Næfurholts í Rangárvallahreppi, í svokölluðum Hraunteigi. Sumarbústaðurinn var reistur á óskiptu landi Næfurholts (og þar með einnig Hóla). Samkvæmt millimats- gerð, sem úttektarmenn Rangárvallahrepps framkvæmdu 12. des- ember 1966, er bústaðurinn talinn eign Guðnýjar Guðnadóttur. Stærð hans 75 mö, lengd 8.3 metrar, breidd 3.6 metrar og hæð 2.5 metrar. Álitinn óvandaður, byggður úr timbri og járni. Lóðar- eigendur taldir vera Næfurholtseigendur. Að sumri til mun Guðný hafa dvalizt í sumarbústaðnum um lengri eða skemmri tíma, þar til hún andaðist 14. maí 1967. Hinn 8. apríl 1967 gekk Guðný frá erfðaskrá, sem m. a. er á þessa leið: „Sumarbústaður minn í Hraunteigi á Næfurholtslandi verði eign Jónatans Guðmundssonar, Sörlaskjóli 24, með því, sem í honum er. .... Ég ráðstafa ca. 50.000 kr., sem á að verja ein- göngu til friðunar og verndar Hraunteignum, enda verði land það, sem sumarbústaður minn nú stendur á, eign Jónatans Guð- mundssonar“. Sóknaraðili telur sig eigi aðeins hafa fengið sumarbústaðinn í arf eftir Guðnýju heitina Guðnadóttur, heldur og einnig lóðina undir bústaðnum og umhverfis, innan girðingar, þar eð lóðin hafi verið orðin eign Guðnýjar. Fyrst og fremst telur sóknaraðili ekkert líklegra en Guðný hafi fengið lóðina að gjöf frá Næfurholtsfólk- inu. En hitt sé þó fullvíst og leiki ekki á tveim tungum, að Guðný hafi með afnotum sínum af lóðinni lengur en 20 ár og sem girt var af í upphafi, unnið fullnaðarhefð á lóðinni og öðlazt því fullan eignarrétt yfir henni. Báðum þessum staðhæfingum hafa varnaraðiljar mótmælt og halda því fram, að lóðin sé og hafi verið eign sín og annarra eig- enda Næfurholts og að Guðný hafi einungis haft munnlegt leyfi lóðareigenda að nota lóðina, meðan hún lifði. 413 Skal ágreiningsefnið rakið að nokkru. Það er upplýst, að Haraldur Runólfsson óg fleiri varnaraðiljar, en ekki allir eigendur Næfurholts, svo fram sé komið, hafa átt skipti eða samninga við Guðnýju Guðnadóttur, þegar frá lóðar- málinu var gengið og sumarbústaðurinn reistur. Um þau viðskipti hefur eigi verið skriflegur gerningur gerður, svo kunnugt sé. Verður því að leita eftir því með túlkun á erfðaskrá Guðnýjar, svo sem unnt er, og svo með hliðsjón af yfirlýsingu Haralds Run- ólfssonar og annarra varnaraðilja, hvernig ætla má, að um lóðina hafi verið samið upphaflega. Í skýrslu Haralds Runólfssonar segir m. a., að eigi hafi verið gerður annars konar samningur við Guðnýju en svo, að þannig hafi talazt til með þeim Haraldi, að Guðný mætti hafa afnot lóðar- innar, svo sem lóðin var afgirt, meðan Guðnýjar nyti við, en síðan skyldi sumarbústaðurinn fjarlægður, þegar þetta skilyrði væri eigi lengur til staðar. Næfurholtssystkin skýra frá upphafs- viðskiptunum með sama hætti, sbr. dskj. 16. Enn segir í skýrslu Haralds, að aðeins um eitt annað sams konar tilfelli hafi verið að ræða varðandi lóð undir sumarbústað í Hraunteigi. Hafi eig- andi sumarbústaðarins látizt og bústaðurinn skömmu síðar verið fluttur brott. Hafi þannig í báðum tilvikum verið algerlega um að tefla hrein persónuleg lóðarafnot og sumarbústaðaeigendum hafi alla tíð verið skilyrði þetta fullljóst. Fyrir þeirri ætlan sinni, að Guðný Guðnadóttir hafi að líkindum fengið lóðina að gjöf, hefur sóknaraðili engin rök fært, og ekkert hefur komið fram í málinu, sem til þess bendir. Í annan stað heldur sóknaraðili því fram, að Guðný hafi unnið eignarhefð á lóðinni og öðlazt á henni eignarrétt, nokkru áður en hún andaðist. Í erfðaskránni er tekið fram, að sumar-,bústaðurinn“ með því, sem í er, skuli til arfs falla sóknaraðilja. Enn fremur er það skil- yrði sett fyrir afhendingu ca. 50.000 króna úr dánarbúinu til fegrunar og verndar Hraunteigi, að land það, sem sumarbústaður- inn stendur nú á, verði eign sóknaraðilja. Það má telja líklegt, að Guðný heitin hafi vitað, að margir voru eigendur að Næfurholtslandi aðrir en Haraldur Runólfsson og þau Ófeigsbörn og einnig, að allt landið, þar með talið nýbýlið Hólar, var í óskiptri sameign. Enn fremur hefur það vart farið fram hjá Gugnýiu, hve sterkum tryggðaböndum þau Næfurholts- systkin eru tengd átthögunum, svo löng og náin skipti, sem hún við þau hafði, og vinsamleg. Enda er það alkunna í héraði og 414 víðar og þeim systkinum lítt ætlandi að láta af hendi lóðir eða landspildur til annarra nema í algeru undantekningartilviki, og þá með ströngu skilaákvæði. Orðalag erfðaskrárinnar sýnist líka taka allan vafa af um það, að arfleiðandi, Guðný Guðnadóttir, hefur alls ekki álitið lóðina sína eign. Sóknaraðili hefur ásamt öðrum undirritað erfðafjárskýrslu, Þar sem lóðin er ekki færð til eignar dánarbúi Guðnýjar Guðna- dóttur og eðlilega af þeirri sök ekki greiddur af henni tilsvar- andi erfðafjárskattur. Enn fremur hefur sóknaraðili átt hlut að samningu skiptagernings á dskj. 7 og staðfest hann með undir- skrift sinni. Í þessum skiptagerningi segir svo, að Guðný hafi ánafnað 50.000 kr. til friðunar og verndar Hraunteigi, „en bundið því skilyrði, að það land, sem sumarbústaðurinn stendur á, verði eign Jónatans Guðmundssonar“, og enn fremur segir þar, að þrátt- nefndar 50.000 kr. séu „háðar því skilyrði, að eigandi Hraunteigs leggi til lóðarréttindi fyrir sumarbústaðinn“. Þannig hefur sóknar- aðili sjálfur á beim tíma, sem dánarskiptin áttu sér stað og gengið var frá dánarbúinu og eignum Íbess til erfingja, ekki talið lóðina vera eign dánarbúsins og sækja yrði um lóðarréttindi til eigenda Næfurholts sóknaraðilja til handa. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, eru eigi föng til annars en líta svo á, að Guðný heitin Guðnadóttir hafi frá upphafi talið sér skylt að skila aftur til Næfurholtseigenda margnefndri lóð, þegar hennar nyti eigi sjálfrar lengur við. Um slíkt eignar- hald á lóðinni af hálfu Guðnýjar, að bað mætti leiða til fullnaðar hefðar og óskoraðs eignarréttar hennar á lóðinni, er því að áliti dómsins ekki að ræða. Niðurstaða dómsins er því sú, að sóknaraðili hafi hvorki öðlazt eignarrétt né umráðarétt yfir þeirri lóð, sem ræðir í máli þessu og þráttnefndur sumarbústaður stendur á. Verða því kröfur sókn- araðilja, að því er lóðina varðar, eigi teknar til greina. Hins vegar hafa engar brigður verið bornar á eignarrétt sóknar- aðilja að sumarbústað beim, sem Guðný Guðnadóttir byggði í Hraunteigi á sínum tíma, og því ekki sérstök ástæða til höfðunar máls til viðurkenningar þeim rétti sóknaraðilja. Málskostnað, kr. 12.500.00, ber sóknaraðilja að greiða til varnar- aðilja. Nokkur dráttur hefur orðið á uppkvaðningu dóms vegna erfið- leika að ná dómendum saman og enn fremur vegna fjarveru dómsforseta á tímabili úr héraði. 415 Dómsorð: Viðurkenndur er eignarréttur sóknaraðilja, Jónatans Guð- mundssonar, að sumarbústað þeim, sem Guðný Guðnadóttir byggði árið 1945 í Hraunteigi í Næfurholtslandi innan Rangár- vallahrepps. Að öðru leyti eru kröfur sóknaraðilja eigi til greina teknar. Málskostnað greiði sóknaraðili til varnaraðilja, kr. 12.500.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 20. apríl 1970. Nr. 16/1970. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason íhrl.) gegn Sigurjóni Einarssyni og gagnsök (Kristinn Sigurjónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Gunnar Thoroddsen og prófessor Magn- ús Þ. Torfason. Ólögleg frelsissvipting. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. janúar 1970 og gert þær dómkröfur, að honum verði dæmd sýkna af kröfum gsagnáfrýjanda og sagnáfrýj- anda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 4. febrúar 1970. Hann hefur fengið sjafsóknarleyfi. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 700.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1968 til greiðsludass og svo málskostnað. Svo sem í héraðsdómi greinir, krafðist móðir gagnáfrýj- anda þess hinn 20. september 1967, að hann yrði sviptur sjálf- ræði vegna drykkjuskaparóreglu. Hún afturkallaði beiðnina, 416 er gagnáfrýjandi vistaðist af sjálfsdáðum á Kleppsspitala til lækninga. Dvaldist hann þar að því sinni um sex vikna skeið. Enn krafðist móðir gagnáfrýjanda sjálfræðissvipting- ar hans hinn 23. desember 1967. Hófst dómsrannsókn út af beiðninni hinn 28. s. m, Saksóknari höfðaði sjálfræðissvipt- ingarmál gegn gagnáfrýjanda hinn 18. janúar 1968. Mál þetta felldi saksóknari niður hinn 9. september 1968 samkvæmt tilmælum móður gagnáfrýjanda í bréfi 11. maí 1968, enda var gagnáfrýjandi þá að læknis dómi orðinn sæmilega stilltur. Meðan sjálfræðissviptingarmálið var í gangi, gerðust þeir atburðir, sem nú verða raktir. Hafði rannsóknardómari eigi afskipti af þeim, en setti þó rétt yfir gagnáfrýjanda í sjálf- ræðissviptingarmálinu á Kleppsspítala. Samkvæmt skýrslu Ævars Pálma Eyjólfssonar lögreglu- manns, dags. 24. desember 1967, hringdi Pétur Einarsson, bróðir gagnáfrýjanda, nefndan dag, kl. 1305, á lögreglustöð- ina og beiddist þess, að lögreglan handtæki gagnáfrýjanda og flytti hann á Kleppsspitalann. Nefndur lögreglumaður handtók, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum, gagnáfrýj- anda á Hótel Borg kl. 1315 sama dag og flutti hann á lögreglu- stöðina. Skömmu síðar fluttu þrír aðrir lögreglumenn hann á Kleppsspitalann, og var honum veitt viðtaka þar. Þá er lögreglumenn fluttu gagnáfrýjanda á Kleppsspítalann, lá fyrir læknisvottorð Ólafs Hauks Ólafssonar læknis, dags. 23. desember 1967, svohljóðandi: „Pláss óskast á sjúkrahúsinu Kleppi fyrir Sigurjón Einarsson, p.t. Snorrabra. 52, Rvk. Diagn. Alcoholismus chron.“ Gagnáfrýjandi var settur á 10. deild spítalans, órólegu deildina. Var hann nú þar um sinn, Hinn 9. janúar 1968 undirritaði gagnáfrýjandi eftirfar- andi skuldbindingu, sem yfirlæknir spítalans, Tómas Helga- son, lagði fyrir hann: „Eg undirritaður, Sigurjón Einarsson, f. 18. 12. ?30, til heimilis að Snorrabraut 52, Reykjavík, undirgengst hér með, sbr. 1. tl. 11. gr. laga nr. 39/1964, að dveljast á hæli eða sjúkrahúsi eða hlíta þeirri meðferð, sem læknar Klepps- spítalans telja nauðsynlega, í allt að 6 mánuðum frá deginum í dag að telja til lækninga vegna ofnautnar áfengis. 417 Skylt er mér að hlita þeim reglum, sem um slíka hælisvist eru settar, og má flytja mig með lögregluvaldi á hælið eða sjúkrahúsið, hverfi ég þaðan eða úr meðferð án leyfis. Reykjavík, 5. 1. 1968 Sigurjón Einarsson Vottar: Nanna Jónasdóttir Þórunn Pálsdóttir“. Hinn 10. janúar 1968 ritaði sagnáfrýjandi yfirlækninum á Kleppi svohljóðandi bréf: „Hér með tilkynnist yður, að ég undirritaður, Sigurjón Einarsson, f. 13/12 1930, afturkalla og lýsi með öllu ógilda yfirlýsingu þá, er undirrituð var af mér 9. janúar 1968, en dagsett var 5. janúar 1968, þess efnis, að ég samþykki sjúkra- húsvist eða læknismeðferð í allt að sex mánuði vegna meintr- ar áfengissýki. Með afturköllun þessari fellur að sjálfsögðu niður heimild til afskipta lögreglunnar vegna brottfarar minnar af Klepps- spítalanum svo og hvers konar annarra afskipta hennar eða yðar af högum mínum. Mun ég skoða öll slík afskipti á ábyrgð yðar persónulega og Kleppsspítalans. Bréf þetta er sent yður í ábyrgðarpósti, en afrit þess í al- mennum pósti. Sigurjón Einarsson Vottar: Ólæsilegt nafn Benedikt Blöndal“. Hinn 15. janúar 1968 fór gagnáfrýjandi af spítalanum, en var fluttur þangað aftur með lögregluvaldi að beiðni yfir- læknisins hinn 17. s. m. Var honum síðan haldið þar, unz hann hinn 30. s. m. var fluttur á Landspítalann til upp- skurðar. Um geðheilsu gagnáfrýjanda hefur Grímur Magnússon læknir gefið vottorð hinn 23. ágúst 1967. Var læknirinn spurður um, hvort gagnáfrýjandi væri sérstaklega hættu- legur umhverfi sínu, en hann var sakaður um húsbrot og 27 418 ofbeldi við fyrrverandi eiginkonu sína. Niðurlag vottorðsins hljóðar svo: „Í viðtali er Sigurjón, eins og áður er sagt, sjálfhælinn, yfirborðskenndur og hefur litt forvakaða siðgæðiskennd, en hann er að öllu leyti með skýra meðvitund um athafnir sínar á umræddum dögum, og ekki er hægt að finna hjá honum neinar ranghugmyndir eða önnur einkenni um geðveiki, og er hann því að sjálfsögðu sakhæfur. Álit mitt er, að Sigurjón sé haldinn geðveilu og drykkju- hneigð, ábyrgur gerða sinna, en ekki hættulegri en fjöldi slíkra manna, sem eru að öllu leyti frjálsir, annaðhvort vegna þess, að þeir hafa ekki brotið lög eða þá afplánað afbrot sin“. Yfirlæknir Tómas Helgason hefur hinn 16. janúar 1968 sent sakadómi Reykjavíkur svohljóðandi vottorð: „Samkvæmt beiðni yðar, dags. 12. janúar 1968, skal upp- lýst, að Sigurjón Einarsson, f. 13. 12. 1930, hefur verið hér á spítalanum 23. 9.—2. 11. 1967 og aftur siðan 24. 12. 1967, þar til hann strauk í gærkvöldi, þann 15. 1. 1968. Sjúkdómsgreining spítalans er alcoholismus chronicus og psychopathia. Hér með fylgja ljósrit af innlagningarbeiðni Ólafs H. Ólafssonar læknis fyrir Sigurjón, dags. 23. 12. 1967“. Sami yfirlæknir segir í bréfi til sakadómara 20. febrúar 1968: „Þess má geta, að sjúkdómsgreining Kleppsspitalans er hin sama og fram kemur í vottorði Gríms seðlæknis Magnússonar til sakadóms Reykjavíkur þann 29. 8. 1967“. Handtaka gagnáfrýjanda og vistun hans á Kleppsspítala hinn 24. desember 1967 verða, eins og aðgerðum þessum var háttað, eigi réttlættar samkvæmt ákvæðum laga nr. 39/1964 um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra né öðrum réttarreglum. Skuldbinding sú, sem gagnáfrýjandi undir- ritaði að áeggjan yfirlæknisins hinn 9. janúar 1968, verður, að athuguðum aðdraganda hennar og sköpulagi, eigi talin bindandi fyrir hann samkvæmt 1. tl. 11. gr. laga nr. 39/ 1964. Áframhaldandi hald gagnáfrýjanda á Kleppsspitalan- um eftir 9. janúar 1968, hin endurtekna handtaka hans 17. 419 janúar 1968 og vistun hans á nýjan leik á Kleppsspítala voru því ólögmæt. Með tilvísun til þess, sem rakið var, og samkvæmt 1. tl. 151. gr. laga nr. 82/1961, sbr. 3. tl. 154. gr. og 155. gr. sömu laga, ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða sagnáfrýjanda miskabætur, sem ákveðast með hliðsjón af öllum aðstæðum kr. 50.000.00, ásamt vöxtum, eins og krafizt er, en eigi eru efni til að dæma gagnáfrýjanda bætur fyrir atvinnutjón. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfestast. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 18.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Sigurjóni Einarssyni, kr. 50.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1968 til greiðsludags og svo málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 31. desember 1989. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 15. þ. m., hefur Sigurjón Einarsson, Ljósheimum 2 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 8. ágúst 1969, á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, aðallega til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 700.000.00 auk 7% ársvaxta frá 1. febrúar 1988 til greiðsludags, en til vara til greiðslu annarrar fjárhæðar, sem dómurinn kann að ákveða. Þá er þess krafizt, að stefnanda verði dæmdur málskostnaður samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Ís- lands úr hendi stefnda samkvæmt 154. gr. laga nr. 82/1961, hver svo sem úrslit málsins kunna að verða. Stefnandi hefur stefnt saksóknara ríkisins, Sigurjóni Sigurðs- syni lögreglustjóra og Tómasi Helgasyni yfirlækni til réttargæzlu í málinu. Af hálfu stefnda fjármálaráðherra í. h. ríkissjóðs eru þær dómkröfur gerðar, að hann werði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Af hálfu réttargæzlustefndu eru engar dómkröfur gerðar. Mál út af sama sakarefni hafði stefnandi höfðað með stefnu, 420 birtri hinn 6. apríl 1968, en með dómi, uppkveðnum hinn 20. maí s.l, var því máli vísað frá dómi. Málavextir eru þessir: Um kl. 1300 sunnudaginn 24. desember 1987 handtók lögreglan stefnanda, þar sem hann var staddur á Hótel Borg, og flutti á lögreglustöðina. Skömmu síðar þennan sama dag fluttu lögregluþjónar stefnanda á Kleppsspítalann. Í skýrslu eins lögregluþjónsins, sem handtók stefnanda, kemur fram, að bróðir stefnanda, Pétur Einarsson, hafi hringt á lög- reglustöðina og óskað eftir því, að lögreglan handtæki stefnanda og flytti hann á Kleppsspítalann. Kemur fram í skýrslunni, að búið muni hafa verið að svipta stefnanda sjálfræði og hafi til- tekinn lögmaður með mál hans að gera. Í vottorði læknis þess, sem tók við stefnanda á Kleppsspítalanum, kemur fram, að hann hafi verið fluttur þangað og vistaður þar samkvæmt beiðni Unnar Pétursdóttur, en hún er móðir stefnanda. Hinn 28. desember 1967 var tekin fyrir í sakadómi Reykjavíkur beiðni Unnar Pétursdóttur um, að sonur hennar, stefnandi máls þessa, yrði sviptur sjálf- ræði. Ástæður fyrir þessari kröfu sinni kvað Unnur vera þær, að stefnandi hefði á undanförnum árum hneigzt svo mjög til áfengis- nautnar og drykkjuskaparóreglu, að hann hefði algerlega van- rækt atvinnu sína, heimili og börn og sólundað eignum sínum. Árið 1966 hefði drykkjuskapur og óregla stefnanda ágerzt svo mjög, að hann hefði ekki lengur haldið því starfi, sem hann þá gegndi. Þáverandi eiginkona hans hefði þá reynt að fá hann sviptan sjálfræði í því skyni að stemma stigu við áframhaldandi sóun á eignum þeirra svo og til að ráða bót á drykkjuskaparfýsn hans, en stefnandi hefði þá skilið við eiginkonu sína og knúið fram eignaskipti. Unnur kvað stefnanda skömmu síðar hafa farið af landi brott og taldi hann hafa eytt öllum eignum sínum, er hér var komið. Er stefnandi hafi komið aftur til landsins í byrjun ágústmánaðar 1967, kvað hún svo hafa virzt sem ekki hafi orðið lát á drykkjuskaparóreglu hans. Hefði hann þá brotizt ölvaður inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar, ráðizt á hana og veitt henni áverka. Vegna þessarar árásar hefði hann dvalizt í gæzluvarð- haldi um þriggja vikna skeið, en hann hefði fyrir verknaðinn hlotið skilorðsbundinn dóm. Eftir að stefnandi var látinn laus úr gæzluvarðhaldi, kvað Unnur ekkert lát hafa orðið á drykkju- skap hans og tilraunir kunningja hans til að fá hann til að stöðva drykkjuskap sinn hefðu ekki borið árangur. Stefnandi hefði að vísu dvalið um skeið að heilsuhælinu á Kleppi og á Flókagötu- hælinu, en hann hafi horfið þaðan á brott eftir skamma hríð án 421 þess að hafa fengið lækningu. Hafi nú enn sótt í sama horf með drykkjuskap stefnanda. Frú Unnur kvað nú stefnanda hafa kvænzt enskri konu og hefði hún þá að undanförnu dvalizt hér á landi og gert allt, sem í hennar valdi hafi staðið, til að reyna að stemma stigu við drykkjuskap stefnanda. Þær tilraunir hefðu þó ekki borið árangur og hefði stefnandi ekki getað séð þeim eða sjálfum sér farborða. Kvað Unnur konuna ekki hafa treyst sér til að búa lengur við það öryggisleysi, sem leitt hafi af sam- búðinni við stefnanda, og hefði hún farið utan. Kvað frú Unnur eiginkonu stefnanda hafa rætt nokkuð wið sig vandamál sín og stefnanda og hefði hún verið sér sammála um, að nauðsynlegt væri að svipta stefnanda sjálfræði til þess að freista læknisaðgerða gegn vilja hans. Dómsrannsókn út af sjálfræðissviptingarbeiðninni hófst í saka- dómi Reykjavíkur hinn 28. desember 1967. Dómari sá, er með rannsókn málsins fór, lét þess getið í upphafi rannsóknarinnar, að málið hefði hann fengið til meðferðar daginn áður. Kemur og fram, að dómarinn hafi engin afskipti haft af vistun stefnanda á Kleppsspítalanum. Þennan sama dag var tekin skýrsla af stefn- anda fyrir dómi um hagi hans. Stefnandi mótmælti því, að hann yrði sviptur sjálfræði. Hinn 5. janúar 1965 kom móðir stefnanda, Unnur Pétursdóttir, fyrir dóm og staðfesti lögræðissviptingar- beiðnina. Kom þá fram, að hún hefði hinn 20. september Í. á. óskað eftir því, að stefnandi væri sviptur sjálfræði, en hún hefði síðar afturkallað þá beiðni sína, er stefnandi hefði sjálfur sótt um vist á Kleppsspítalanum til lækningar á drykkjuhneigð sinni. Hefði stefnandi þá dvalizt í sex vikur á sjúkrahúsinu. Þennan sama dag komu fyrir sakadóm Reykjavíkur systkini stefnanda, Pétur Einarsson og Guðrún Einarsdóttir. Kváðust þau bæði vera meðmælt lögræðissviptingarbeiðninni. Pétur skýrði jafnframt svo frá, að aðfaranótt aðfangadags jóla 1967 hefði stefnandi gert tilraun til að brjótast inn til móður sinnar og hefði hann þá brotið rúðu við inngang hússins. Í sambandi við bað hafi stefnanda verið ráðstafað á Kleppsspítalann, þar sem talið hafi verið, að hann gæti verið hættulegur. Stefnandi dvaldist á Kleppsspítalanum, og á því tímabili undirritaði hann yfirlýs- ingu þess efnis, að hann undirgengist, sbr. 1. tl. 11. gr. laga nr. 39/1964, að dveljast á hæli eða sjúkrahúsi eða hlíta þeirri með- ferð, sem læknar Kleppsspítalans teldu nauðsynlega, í allt að sex mánuðum frá þeim degi, er yfirlýsingin var undirrituð, til lækningar vegna ofnautnar áfengis. Í yfirlýsingunni kveður stefn- andi sér skylt að hlíta þeim reglum, sem um slíka hælisvist eru og megi flytja hann með Íí uvaldi á hælið eða sjúkra- = hverfi hann baðan brott. Er yfirlýsing þessi dagsett >. 1988. Með bréfi til yfirlæknis Kleppsspítalans, dags. hinn anúar 1968, lýsti stefnandi yfir, að hann afturkallaði og st ilda þessa yfirlýsingu sína, sem hann hefði undirritað hinn 9. s. m. Stefnandi mun nú hafa yfirgefið Kleppsspítalann hinn 17. s. m. war stefnandi he ndtekinn, þar sem Í ustjórans hér í borg, w ur á skrifstofu fulltrúa Íö t Kleppsspítalann á ný. eð ákæruskjali, dagsettu 8. janúar 1968, ákvað saksóknari ríkisins að höfða opinbert mál á hendur stefnanda samkvæmt heimild í 6. tl., b., sbr. 2. ti7 a nr. 95/1947, sbr. 4. tl. 2. gr., sbr. 1. mgr. 21. gr. laga til sviptingar sjálfræði vegna ofnautnar áfengis og geðveilu s sanni 3. og 1. tl. 5. gr. nefndra laga nr. 95 5/1947. Mál það var síðan þingfest í sakadómi Reykjavíkur hinn 24. janúar. Meðal annarra gagna þess máls var bréf dr. med. Tómasar Seigasonar yfirlæknis til sakadómarans, dags. 12. janúar 1968, hljóðandi: „Samkvæmt beiðni yðar, dags. 12. janúar 1968, skal upplýst, að Sigurjón Einarsson, f. 13. 12. 1930, hefur verið hér á spítalanum 23. 9.—2. 11. 1967 og aftur síðan 24. 12. 1967, þar til hann strauk í gærkvöldi, þann 15. 1. 1968. Sjúkdómsgrein- i ítalans er alcolismus chronicus og psycopathia. Hér með ósrit af innlagningarbeiðni Ólafs H. Ólafssonar læknis gurjón, dags. 23. 12. 1967. Ljósrit af vfirlýsingu hans, dags. 1968, og ljósrit af bréfi Siguri ; dags. 10. 1. 1968“. Inn- ngarbeiðni Ólafs H. Ólafssonar læknis er svohljóðandi: „Pláss óskast á sjúkrahúsinu Kleppi fyrir Sigurjón Einarsson p. t. Snorra- Rvk. Diagn. Alcoholismus chron - Með bréfi, sen móðir | is On ið , afturkallaði hún 1 beiðni sína frá 23. desember 1967 um, að stefnandi yrði sviptur sjálfræði. Í bréfinu kveður móðir stefn- anda ástæðuna fyrir hinni breyttu afstöðu sinni vera þá, að hún telji eftir atv m, að tilgangi beim, er lá til grundvallar beiðni hennar, sé að nokkru leyti náð, þar sem stefnandi hafi hætt drykkjuskaparóreglu sinni og sé nú kominn í fast starf. Staðfesti frú Unnur þetta fyrir sakadómi hinn 7. ágúst 1968. Kvaðst hún þá ekki vita til þess, að stefnandi hefði neytt áfengis síðustu mánuði. Kvað hún stefnanda vera prúðan í framkomu og ekki áreita neinn, að því er hún vissi til. Hinn 13. ágúst staðfesti Ólafur Haukur Ólafsson læknir vottorð sitt, dags. 3. júní, þar sem hann 423 lýsti því yfir, að hann hefði undanfarna mánuði haft stöðugt samband við stefnanda og teldi hann, eins og þá væri, ástæðu- laust að beita hann nokkrum þvingunarráðstöfunum í lækninga- skyni. Lýsti læknirinn bví þá jafnframt yfir, að stefnandi hefði ekki þurft á hælisvist að halda vegna alcoholisma, er wottorðið var gefið. Með bréfi, dagsettu 9. september 1968, tjáði saksóknari ríkisins sakadómara þeim, er með málið fór, að felld væri úr gildi ákæra valdstjórnarinnar á hendur stefnanda frá 18. janúar á., þar sem krafizt var sjálfræðissviptingar og sakarkostnaðar- greiðslu. Hér fyrir dómi hefur stefnandi skýrt svo frá, að hann hafi ekki vitað tilefni handtöku sinnar hinn 24. desember 1967, en hann kveður sér hafa verið tjáð af varðstjóranum á lögreglustöð- inni, að nafngreindur lögmaður væri væntanlegur á lögreglu- stöðina, og mundi hann leggja fram einhver ótilgreind gögn, sem renna mundu stoðum undir handtökuna. Kveður stefnandi beiðni sína um að fá að hafa samband við lögfræðing sinn af þessu tilefni hafa verið synjað. Eftir að hann hafði dvalizt á lögreglu- stöðinni í einar tvær klukkustundir, kveður stefnandi Pétur Einarsson hafa birzt og hafi hann afhent varðstjóranum lokað umslag. Kveður stefnandi varðstjórann síðan hafa tjáð sér, að hann yrði fluttur á Kleppsspítalann. Ekki kveður stefnandi varð- stjórann hafa kynnt sér innihald umslagsins og kveður hann hafa neitað sér um leyfi til að hafa samband við lögfræðing sinn brátt fyrir það, að stefnandi kveðst hafa mótmælt handtökunni og Ílutningnum að Kleppi harðlega. Stefnandi kveðst nú hafa verið fluttur á Kleppsspítalann og kveður læknanema hafa tekið á móti sér. Stefnandi kveðst hafa óskað eftir viðtali við annan hvorn yfirlækninn eða lækni, sem á vakt væri, en ekki hafi verið orðið við þeirri ósk sinni. Kveður stefnandi læknanemann hafa tjáð sér, að fyrir sig væri lagt að vista stefnanda á 10. deild, en það kveður stefnandi vera svokallaða órólegu deild. Kveður hann læknanemann hafa tjáð sér, að hann gæti valið um, hvort hann færi þangað sjálfviljugur eða hvort valdi þyrfti að beita. Stefnandi kveður nú ekkert hafa borið til tíðinda fyrr en hinn 26. desember, er hann hafi krafizt þess við lækni þann, sem var á stofugangi, að hann yrði látinn laus tafarlaust. Stefnandi kveður lækni þennan ekkert hafa vitað um málsatvik, en hann hafi lofað að kynna sér þau og láta sig síðan vita. Síðar um daginn kveðst stefnandi hafa fengið skilaboð frá lækninum, að sjálfræðissviptingarbeiðni lægi frammi og því væri spítalanum ta 424 fullkomlega heimilt að halda honum þar, svo lengi sem læknum spítalans sýndist. Stefnandi kveður Tómas Helgason prófessor hafa rætt við sig 2. janúar 1968 og hafa lagt til við sig, að hann undirritaði yfirlýsingu um, að hann undirgengist meðferð sjúkra- hússins og/eða vistun á spítalanum í sex mánuði, enda mundi þá sjálfræðissviptingarbeiðnin afturkölluð og það mál niður falla. Stefnandi kveðst hafa bent prófessornum á, að þetta væri að sínum dómi nauðungarsamningur og væri hann ekki fús til að ganga til þeirra. Kveðst stefnandi þá hafa tjáð prófessornum, að hann vildi gjarnan hafa við hann og stofnunina nauðungarlaust samstarf, ef þess væri þörf, og skyldi ekki á sér standa. Kveður hann prófessorinn hafa talið slíkt algerlega ófullnægjandi, en hann hafi jafnframt talið, að stefnandi þyrfti ekki að óttast langvarandi vistun á Kleppi eða annars staðar, þar eð þess gerðist að hans áliti engin þörf. Hins vegar vildi hann hafa stefnanda undir einhvers konar eftirliti, vikulega eða svo, án þess að hann væri tilbúinn til frekari skýringa á því að svo komnu. Stefnandi kveðst hafa bent prófessornum á, að hann teldi vistun sína á Kleppi algerlega óheimila og brystu allar forsendur til þeirrar ráðstöfunar. Stefnandi kveður prófessorinn hins vegar hafa talið, að þar eð beiðni um sjálfræðissviptingu hefði verið lögð fram, væru þessar ráðstafanir allar heimilar. Að morgni hins 9. janúar kveður stefnandi yfirlækninn enn hafa komið að máli við sig um sama efni og áður. Stefnandi kveðst hafa borið við fyrri rökum, en kveðst þó hafa látið tilleiðast að undirrita áðurgreinda yfirlýsingu, enda hafi sér verið heitið því, að sjálfræðissvipt- ingarbeiðnin yrði afturkölluð svo og að hann yrði fluttur í við- unanlegri vistarverur án tafar. Stefnandi kveðst hafa nú verið fluttur á 1. deild spítalans samdægurs, en sú deild hafi reynzt lítið skárri en 10. deild. Stefnandi kveður 10. deild vera svokall- aða órólega deild og séu þar allar útgöngudyr læstar. Sjúklingar á deildinni geti þó fengið að fara út til að fá sér frískt loft, en eingöngu í fylgd með gæzlumanni. Stefnandi kveður 1. deild vera ætlaða geðsjúklingum einungis og sé deild þessi að nokkru leyti frjálslegri en 10. deild og séu hurðir ekki læstar á þessari deild. Stefnandi kveður sér hafa verið bannað að yfirgefa spítalann, á meðan hann dvaldist á báðum þessum deildum. Þó að hann hafi brugðið sér frá spítalanum 2—3 sinnum, þá kveðst stefnandi hafa talið sér sá kostur nauðugur að snúa aftur til spítalans, þar sem hann hafi talið víst, að hann yrði að öðrum kosti fluttur þangað nauðugur með lögregluvaldi, sem svo hafi 425 orðið raunin hinn 17. janúar 1968. Hinn 10. janúar kveðst stefn- andi hafa fengið staðfestingu þess, að sjálfræðissviptingarbeiðnin hefði ekíki verið afturkölluð. Kveðst hann þá hafa ritað yfirlýs- ingu, þar sem hann hafi afturkallað yfirlýsingu sína frá 9. janúar. Stefnandi kveðst nú hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá samtal við annan hvorn yfirlækni spítalans, en án árangurs. Hinn 15. janúar kveðst stefnandi hafa tilkynnt lækni þeim, er stofugang annaðist þann dag, að hann mundi fara af sjúkrahúsinu, þar eð hann hefði frá upphafi talið vistun sína þar óheimila, en auk þess gæti hann ekki séð, að neitt það væri aðhafzt í sínum mál- um af hendi spítalans, er gerði honum nauðsynlegt að vera þar lengur. Hinn 17. janúar kveðst stefnandi hafa rætt við lögfræðing sinn, Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmann, um þessi mál, en stefnandi kveðst daginn áður hafa ritað Kleppsspítalanum bréf, þar sem hann hafi krafizt bóta vegna handtökunnar og vistunar- innar þar. Kveður stefnandi sér og lögfræðingi sínum hafa komið saman um, að ástæða væri til að gera yfirmönnum lögreglunnar ljóst, að frekari handtökur af því tilefni mundi hann eigi þola bótalaust, og jafnframt óskað þess, að lögreglan léti frekari aðgerð- ir af sinni hendi ekki (sic) kyrrar liggja, þar til úrlausn dómstóla fengist um málið. Kveðst stefnandi hafa farið þeirra erinda á lögreglustöðina að eiga um þetta viðtal við fulltrúa lögreglu- stjórans. Kveðst stefnandi hafa hitt fyrir Bjarka Elíasson yfir- lögregluþjón, sem hafi beðið sig að bíða. Skömmu síðar hafi fulltrúi lögreglustjóra, Andrés Valdimarsson, tjáð sér, að fyrir lægi beiðni frá Tómasi Helgasyni yfirlækni bess efnis, að lög- reglan handtæki hann, íþ. e. stefnanda, og flytti á Kleppsspítal- ann. Kveðst stefnandi hafa mótmælt þessu harðlega og krafizt úrskurðar, en þá hafi komið fram, að sakadómari sá, er með lög- ræðissviptingarmálið fór, hefði neitað að kveða upp úrskurð varðandi þetta atriði. Stefnandi kveður málið hafa verið borið undir lögreglustjóra, sem ekki hafi talið sér annað fært en að verða við beiðni yfirlæknisins. Stefnandi kveðst hafa verið fluttur að Kleppi aftur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli sín. Kveðst stefn- andi hafa verið allsgáður, er þetta var. Er að Kleppi kom, kveðst stefnandi hafa haft uppi ítrekuð mótmæli vegna þessara ráð- stafana við lækni þann, sem á móti honum tók, en án árangurs. Kveðst stefnandi nú á ný hafa werið fluttur á 10. deild og vist- aður þar til 30. janúar, er hann var fluttur til skurðaðgerðar á Landspítalanum. Á meðan á þessari dvöl hans á Kleppsspítalanum stóð, kveðst stefnandi ekki hafa fengið að fara fram á gang á 426 deildinni. Á (þessu tímabili kveðst stefnandi hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá samtöl við forráðamenn stofnunarinnar, en án árangurs. Kveðst stefnandi hafa óskað eftir því að fá að vita, hvaða eða hvers konar meðferð og úrlausn hans mál ætti að fá, en við því hafi heldur engin svör fengizt. Stefnandi kveðst síðan hafa átt tal við einn af læknum Kleppsspítalans, áður en vist hans á Landspítalanum lauk, og kveðst hann hafa viljað fá að vita vissu sína um, hvað forráðamenn spítalans ætluðust fyrir. Ekki kveðst stefnandi hafa fengið önnur svör wið málaleitan þessari en þau, að ætlazt væri til, að hann kæmi aftur á spítalann. Þessu kveðst stefnandi hafa neitað. Stefnandi kveður ekki hafa verið gerða tilraun til þess að handtaka sig eða flytja sig til nauð- ungarvistar að Kleppi, eftir að hann kom af Landspítalanum. Í skýrslu dr. med. Tómasar Helgasonar, yfirlæknis á Kleppi, sem lögð hefur verið fram Í málinu, kveður hann stefnanda hafa verið lagðan inn á Kleppsspítalann í annað sinn hinn 24. des- ember 1967 samkvæmt beiðni Ólafs Hauks Ólafssonar læknis vegna drykkjusýki. Yfirlæknirinn kveður móður stefnanda hafa lagt fram sama dag beiðni til yfirsakadðómarans í Reykjavík þess efnis, að stefnandi yrði sviptur sjálfræði. Yfirlæknirinn kveðst hafa hitt stefnanda á spítalanum að kvöldi þess sama dags, sem hann var lagður þar inn. Kveður hann þá stefnanda ekki hafa mótmælt innlagningunni við sig. Á gamlárskvöld kveður yfir- læknirinn stefnanda hafa farið út um glugga á spítalanum, en komið aftur sjálfviljugur að morgni, en nokkuð undir áhrifum áfengis. Dagana á eftir kveður yfirlæknirinn þá stefnanda hafa talað allmikið saman. Einnig kveðst hann þá hafa rætt við lög- fræðing stefnanda svo og sakadómara um mál hans. Yfirlæknir- inn kveður stefnanda hafa verið bent á þá venju, að hann gæti ef til vill losnað við sjálfræðissviptingarmálið með því að skrifa undir yfirlýsingu samkvæmt lögunum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra um, að hann undirgengist að dveljast á hæli eða í sjúkrahúsi eða hlíta þeirri meðferð, sem læknar Klepps- spítalans teldu nauðsynlega, í allt að sex mánuðum. Kveður yfir- læknirinn það hafa verið ákveðið í samræðum þeirra hinn 5. janúar, að hann léti vélrita slíka yfirlýsingu, sem stefnandi síðan undirritaði. Þegar til kom, kveður yfirlæknirinn stefnanda hafa viljað hugsa mál sitt nánar og hafi hann fengið þann umhugs- unarfrest að sjálfsögðu. Kveður yfirlæknirinn yfirlýsinguna hafa verið skilda eftir hjá stefnanda, svo að hann gæti lesið hana yfir og kynnt sér eins rækilega og hann vildi og rætt um hana við 427 lögfræðing sinn og aðra, svo sem hann teldi nauðsynlegt. Yfir- læknirinn kveður stefnanda hafa notað tímann til að ræða við lögfræðing sinn og ýmsa aðra um yfirlýsinguna, og einnig kveður hann lögfræðing stefnanda hafa rætt um hana við sig. Því kveður yfirlæknirinn það hafa verið, að undirritun yfirlýsingarinnar hafi dregizt þar til þann 9. janúar, að stefnandi hafi ákveðið sig. Af þessu kveður yfirlæknirinn ljóst, að fráleit sé sú stað- hæfing stefnanda, að hann hafi undirritað yfirlýsinguna nauð- ugur. Yfirlæknirinn kveður stefnanda nú hafa farið í bæinn án þess að láta vita á spítalanum, en hann hafi komið aftur. Hið sama kveður yfirlæknirinn hafa endurtekið sig hinn 13. janúar, en hinn 15. janúar kveður hann stefnanda enn hafa farið í bæinn. Hann hafi þá komið aftur og tilkynnt starfsfólki á deildinni, að hann væri búinn að rifta yfirlýsingunni og væri alfarinn. Yfir- læknirinn kveður stefnanda hafa hringt á spítalann næsta morgun og hafi hann sagzt mundu sækja dót sitt, en af því hafi þó ekki orðið. Yfirlæknirinn kveður nú ættingja Sigurjóns hafa verið látna vita, að hann hefði yfirgefið spítalann gegn ráðleggingum lækna og þrátt fyrir yfirlýsinguna, er hann áður hafði undir- ritað í votta viðurvist. Kveður hann þá hafa beðið lögreglu um að koma stefnanda aftur á spítalann. Yfirlæknirinn kveður stefn- z anda hafa byrjað að gulna nokkrum dögum síðar og hafi þá verið hafizt handa um nánari rannsókn á orsökum þess. Er þær skýrðust, kveður hann stefnanda hafa verið tilkynnt, að hann þyrfti að fara á Landspítalann til uppskurðar. Kveður ytfir- læknirinn stefnanda svo hafa verið fluttan á Landspítalann, strax og rúm losnaði, og hafi það verið hinn 30. janúar. Yfir læknirinn kveður stefnanda svo hafa verið útskrifaðan af Landspítalanum, en hann hafi ekki verið fluttur á Kleppsspítalann aftur. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að hann hafi verið hand- tekinn af tilefnislausu, fluttur (gegn vilja sínum að geðveikra- spítalanum á Kleppi og vistaður þar á deild með órólegum geð- sjúklingum, allt án dómsúrskurðar og án lagaheimildar. Er því haldið fram af háifu stefnanda, að yfirlýsingu þá, sem dagsett er hinn 5. janúar 1968, hafi hann undirritað nauðugur og sé hún því marklaus. Yfirlýsingu þessa hafi hann afturkallað með bréfi, dagsettu hinn 10. janúar, enda hafi þá komið í ljós, að sjálfræðis- sviptingarbeiðnin, sem fram hafi komið, hafði ekki verið aftur- kölluð. Kröfur stefnda eru byggðar á því, að vistun stefnanda á Klepps- spítalanum hafi verið þáttur í læknisaðgerð, en stefnandi hafi 428 síðan samþykkt áframhaldandi dvöl sína og lækningatilraunir þar. Er því haldið fram, að stefnandi hafi ekki verið beittur neinni nauðung, enda hafi hann farið út af spítalanum, en komið sjálfviljugur aftur. Er því mótmælt, að um handtöku hafi verið að ræða. Er á það bent, að Kleppsspítalinn sé lögboðin lækningastöð, sbr. ákvæði 2. mgr. í. gr. laga nr. 39/1964. Er stefnandi var handtekinn hinn 24. desember 1967 og fluttur gegn vilja sínum á Kleppsspítalann, hafði hann ekki óskað eftir vistun þar, verið sviptur sjálfræði, undirgengizt fyrir sakadómi að sæta hælisvist þar eða verið dæmdur til slíkrar hælisvistar samkvæmt ákvæði 11. gr. laga nr. 39/1964. Það er eigi fram komið, að stefnandi hafi verið ölvaður, er hann var handtekinn. Það hefur komið fram, að nóttina áður en stefnandi var handtekinn, muni hann hafa reynt að ráðast inn í íbúð móður sinnar. Ekki war það atvik rannsakað sérstaklega. Rannsókn út af kröfu móður stefnanda um, að hann yrði sviptur sjálfræði, hófst hinn 28. desember 1967. Dómari sá, er með þá rannsókn fór, hafði engin afskipti af vistun stefnanda á Kleppsspítalanum hinn 24. s. m., og ekki tók dómarinn afstöðu til þeirrar vistunar við rannsókn málsins. Það verður því að telja, að handtaka stefnanda hinn 24. desember 1967 og vistun hans á Kleppsspítalanum hafi verið ólögmæt frelsissvipting. Það er á engan hátt fram komið, að læknar Kleppsspítalans eða annað starfsfólk hafi beitt stefnanda nauðung til að undirrita yfirlýsingu þá, sem áður er rakin og dagsett er hinn 5. janúar 1968, en líta verður svo á, að við þær aðstæður stefnanda, sem þá voru fyrir hendi, hafi yfirlýsingin ekki verið bindandi fyrir hann. Það verður því einnig að telja, að handtaka stefnanda hinn 17. janúar 1968 og vistun hans á Kleppsspítalanum á ný hafi einnig verið ólögmæt frelsisskerðing. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður að telja, að stefnandi eigi rétt á bótum úr hendi ríkissjóðs af þessum sökum samkvæmt ákvæði 151. gr. laga nr. 82/1961, sbr. ákvæði 3. tl. 154. gr. og 155. gr. sömu laga. Við munnlegan flutning málsins var fjárhæð stefnukröfunnar sundurliðuð þannig: 1. Bætur fyrir atvinnutjón .. .. .. kr. 40.000.00 2. Miskabætur .. .. .. .. .. .. 2 — 660.000.00 Kr. 700.000.00 429 Af hálfu stefnda hefur fjárhæð dómkröfu stefnanda í heild verið mótmælt sem of hárri. Einnig var því mótmælt við munn- legan flutning málsins, að stefnandi hefði orðið fyrir atvinnu- tjóni. Eigi hafa verið færð fram rök fyrir því, að stefnandi hafi orðið fyrir atvinnutjóni, og verður því sá þáttur kröfugerðar stefn- anda, er það varðar, eigi tekinn til greina. Hins vegar þykir stefnandi eiga rétt á miskabótum, og þykja þær hæfilega ákveðnar kr. 90.000.00. Af hálfu stefnda hefur því verið mótmælt, að stefnandi eigi rétt á gjafsókn í máli þessu, enda hafi gjafsóknarleyfi eigi verið formlega veitt. Af hálfu stefnanda var sótt um gjafsóknarleyfi við rekstur máls þessa. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins var því lýst yfir, að litið væri svo á, að þar eð gjafsókn sé lögbundin í slíku máli, sbr. ákvæði 154. gr. laga nr. 82/1961, þurfi ráðuneytið ekki að taka afstöðu til gjafsóknarinnar. Með vísan til greinds lagaákvæðis þykir stefnandi eiga rétt á gjafsókn við rekstur máls þessa. Samkvæmt þessu verður stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, dæmdur til að greiða stefnanda kr. 90.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1968 til greiðsludags svo og málskostn- að, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 15.500.00, en af þeirri fjár- hæð hljóti lögmaður stefnanda, Kristinn Sigurjónsson hæsta- réttarlögmaður, kr. 15.000.00 í málssóknarlaun. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm Þennan. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Sigurjóni Einarssyni, kr. 90.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1968 til greiðsludags og kr. 15.500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 430 Miðvikudaginn 29. apríl 1970. Nr. 7/1970. — Ákæruvaldið {Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gunnari Andréssyni (Kristinn Gunnarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Í Hæstarétti hefur verið lagt fram bréf Rannsóknarstofu prófessor Jóns Steffensens, dags. 3. febrúar 1970, þar sem m. á, segir svo: „Samkvæmt bókun í rannsóknabók Rannsóknarstofu prófessors Jóns Steffensens var gerð rannsókn á blóðsýni merktu Árn. 108 hinn 4. maí 1965. Blóðrannsóknin var gerð á venjulegan hátt, gerð tvöföld mæling á sama blóð- sýni, og kom nákvæmlega sama niðurstaða úr báðum, þ. e. reducerandi efni samsvara 2.09%, af alkoholi“. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og laun skip- aðs verjanda síns, kr. 10.000.00. Ber að víta hinn óhæfilega drátt, sem orðið hefur á rekstri máls þessa í héraði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Gunnar Andrésson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 6.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins fyrir Hæstarétti, Kristins Gunnarssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. dð1 Dómur sakadóms Reykjavíkur 1. apríl 1969. Ár 1969, þriðjuðaginn 1. apríl, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ólafi Þorlákssyni saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 214/1969: Ákæruvaldið gegn Gunnari Andréssyni, sem tekið var til dóms 18. marz s.l. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 1. september 1966, höfðað á hendur Gunnari Andréssyni bifreiðarstjóra, Akurgerði 40, Reykjavík, fæddum 9. janúar 1939 í Hafnarfirði, fyrir að aka sunnudagskvöldið 25. apríl 1965 undir áhrifum áfengis bifreið- inni G 3098 frá Þykkvabæ til Hellu í Rangárvallasýslu. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir. Sunnudaginn 25. apríl 1965, kl. 1945, var lögreglunni á Selfossi tilkynnt, að bifreiðin G 3098 væri nýlögð af stað frá Þykkvabæ í Rangárvallasýslu áleiðis til Reykjavíkur og væri ökumaðurinn mikið ölvaður. Héldu tveir lögreglumenn, þeir Tómas Jónsson varðstjóri og Reynir Þorkelsson, frá Selfossi á móti bifreið þess- ari. Komust þeir að Hellu í Rangárvallasýslu, en þar sáu þeir bif- reið þessa fyrir utan veitingahús þar á staðnum. Í aftursæti bif- reiðarinnar sat aldraður maður, og skýrði hann lögreglumönn- unum frá því, að ökumaðurinn, Gunnar að nafni, og tveir menn aðrir væru staddir inni í veitingahúsinu. Menn þessir allir voru að mati lögreglu undir áhrifum áfengis. Eftir nokkurt þóf viðurkenndi einn þeirra, ákærði Gunnar Andrésson, að hann væri ökumaðurinn, og viðurkenndi jafn- framt að sögn lögreglu, að hann hefði ekið bifreiðinni úr Þykkva- bæ undir áhrifum áfengis. Var ákærði fluttur til læknis á Hellu, er tók honum blóðsýnishorn til alkóhólrannsóknar. Fram komu í blóðsýnishorninu reducerandi efni, er samsvara 2.09%, af alkó- hóli. Í yfirheyrslu fyrir sakadómi Reykjavíkur hinn 13. júlí 1966 neitaði ákærði að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur- inn, en hann hafi verið svolítið „þunnur“. Hefði hann setið að drykkju kvöldið áður og fram á nótt, en farið að sofa kl. 3—4 432 og sofið fram að hádegi. Fullyrti ákærði, að hann hefði ekkert áfengi drukkið, frá því að hann vaknaði um hádegið og þar til lögreglan hafi handtekið hann. Lögreglumenn þeir, sem handtóku ákærða, hafa komið fyrir dóm sem vitni. Vitnið Reynir Þorkelsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá, að ákærði hafi sýnilega verið töluvert undir áfengisáhrifum og hafi það sézt greinilega, er hann gekk eftir götunni, því að hann hafi verið óstyrkur í spori. Vitnið Tómas Jónsson varðstjóri hefur skýrt svo frá, að ákærði hafi verið áberandi mikið undir áfengisáhrifum, en vitni þetta var kunnugt ákærða fyrir atvik málsins. Vitnið Ólafur Íshólm Jónsson lögreglumaður var staddur á lög- reglustöðinni á Selfossi, þegar komið var með ákærða þangað, og var vitnið vottur að undirskrift varðstjóraskýrslu. Vitnið hefur borið, að ákærði hafi greinilega verið undir áfengisáhrifum, en þó ekki það mikið, að hann væri miður sín, og virtist ákærði fylgjast með því, sem um var rætt, að sögn vitnisins. Vitnið Haraldur Gunnarsson var farþegi í bifreið ákærða úr Þykkvabæ að Hellu á Rangárvöllum í umrætt skipti. Vitnið hefur talið, að það hafi ekki séð, að ákærði væri undir áhrifum áfengis né að hann bæri þess merki, að hann væri eftir sig eftir áfengis- neyzlu. Vitnið neytti áfengis með ákærða kvöldið og nóttina fyrir atvik málsins, en hefur greint frá því, að það hafi ekki neytt áfengis í bifreið ákærða og verið allsgáð í ökuferðinni. Vitnið Kristjón Pálmarsson var farþegi í umræddri bifreið í greint sinn. Vitnið kveðst hafa verið drukkið og ekki muna eftir gangi mála þá. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknarinnar, staðfestum framburðum vitnanna Tómasar Jónssonar, Reynis Þorkelssonar og Ólafs Í. Jónssonar þykir sannað þrátt fyrir neitun ákærða og þrátt fyrir framburð vitnisins Haralds Gunnarssonar, að ákærði hafi sunnudagskvöldið 25. apríl 1965 ekið undir áhrifum áfengis bifreiðinni G 3098 frá Þykkvabæ að Hellu, þar sem ákærði var handtekinn. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Ákærði hefur sætt refsingum sem hér segir: 1955 17/11 á Keflavíkurflugvelli: Sátt, 150 kr. sekt fyrir toll- lagabrot. 433 1956 10/10 í Árnessýslu: Sátt, 200 kr. sekt fyrir bifreiðalagabrot. 1957 2/8 í Árnessýslu: Sátt, 150 kr. sekt fyrir umferðarlaga- brot. 1957 2/11 í Árnessýslu: Sátt, 50 kr. sekt fyrir bifreiðalagabrot. 1961 20/11 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1961 30/11 í Kópavogi: Áminning fyrir ökuskírteinisleysi. 1962 6/1 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1962 6/3 í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun. 1962 13/3 í Kópavogi: Áminning fyrir umferðarlagabrot. 1962 22/9 í Árnessýslu: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun. 1962 22/10 í Árnessýslu: Sátt, 550 kr. sekt fyrir brot á áfengis- lögum og umferðarlögum. 1963 8/5 í Hafnarfirði: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og rúðu- brot. Greiði skaðabætur kr. 200.00. 1964 17/1 í Kópavogi: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 232. gr. hegningarlaga. 1964 4/5 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1964 20/8 í Kópavogi: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1965 11/3 í Reykjavík: Dómur: 3.000.00 kr. sekt, sviptur öku- leyfi í 6 mánuði fyrir brot á áfengislögum og um- ferðarlögum. (Dómsbirting 20. maí 1965). 1965 13/8 á Seyðisfirði: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1966 13/7 í Reykjavík: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga. 1967 27/12 í Reykjavík: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengis. laga. 1968 19/6 í Reykjavík: Sátt, 1.800.00 kr. sekt fyrir brot á 11. og Í7. gr. umferðarlaga. Refsidómur frá 11. marz 1965 hefur samkvæmt 71. gr. laga nr. 19/1940 ítrekunarverkanir á brot ákærða, er hér er fjallað um, og verða honum í samræmi við það ákvörðuð viðurlög. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin varðhald í 20 daga. Þá ber að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostn- aðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Kristins Gunnarsson hæstaréttarlögmanns, kr. 7.000.00. Mál þetta var þingfest í sakadómi Reykjavíkur 23. nóvember 1966, en þá hafði þesar verið tekin dómskýrsla af ákærða hinn 28 434 13. júlí s. á. og þá jafnframt lagðar fram lögregluskýrslur og niður- staða alkóhólrannsóknar. Að beiðni skipaðs verjanda ákærða fóru fram framhaldsrannsóknir í málinu í Árnessýslu, fyrir sakadómi Reykjavíkur, í Rangárvallasýslu og að nýju í Árnessýslu. Fram- haldsrannsóknir þessar hafa ailar tafið mjög framgang málsins. Dómsorð: Ákærði, Gunnar Andrésson, sæti varðhaldi í 20 daga. Frá birtingu dóms þessa að telja er ákærði sviptur öku- réttindum ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnar, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Kristins Gunnarssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 7.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 29. april 1970. Nr. 19/1970. Sigurjón Einarsson (Hrafnkell Ásgeirsson hdl.) gegn Fiskiðjunni h/f og Trygginsamiðstöðinni h /æ og gagnsök (Jóhannes L. L. Helgason hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn hafa kveðið upp Freymóður Þorsteinsson, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, og samdómsmennirnir Kristján Þór Kristjánsson véltæknifræðingur og Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1970. Krefst hann þess, að gagnáfrýjanda Fiskiðjunni h/f verði dæmt að greiða honum kr. 1.757.716.40 435 ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júní 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Þá krefst aðal- áfrýjandi sýknu af málskostnaðarkröfu gagnáfrýjanda Tryggingamiðstöðvarinnar h/f í héraði, en hefur að öðru leyti ekki uppi kröfur á hendur þessum gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. apríl 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. s. m. Gagnáfrýjandi Fiskiðjan h/f krefst sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og að aðaláfrýjanda verði gert að greiða hon- um málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Gasnáfrýjandi Tryggingamiðstöðin h/f krefst málskostnaðar í héraði úr hendi aðaláfrýjanda, en gerir ekki aðrar kröfur á hendur honum. Atvikum máls þessa er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð fram ný álitsgerð cand. act. Þóris Bergssonar um tjón aðaláfrýjanda vegna örorku af völdum slyss þess, sem mál þetta er af risið, dags. 28. marz 1970, og segir þar svo m. a.: „Í útreikningi, dagsettum 9. apríl 1969, reiknaði ég út örorkutjón Sigurjóns Einarssonar vegna slyss 15. júni 1968. Í þeim útreikningi er gerð grein fyrir slysinu og afleiðingu:n þess. Einnig er þar örorkumat Páls Sigurðssonar trvgginga- yfirlæknis, dags. 14. febrúar 1969, þar sem tímabundinn og varanlegur orkumissir Sigurjóns er metinn. Frá því síðasti útreikningur minn var gerður, hafa átt sér stað mjög verulegar hækkanir á kauptöxtum verkamanna. Einnig skal bent á, að meðalgiftingaraldur íslenzkra karla hefur lækkað samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands allt að þrem árum, Í þessum útreikningi hef ég þó ekki talið rétt að reikna með þessari lækkun að fullu og nota meðal- giftingaraldurinn 26 ár. Ég verð þó að telja það vafasamt að nota svo háan giftingaraldur, þar sem Sigurjón hefur sýnt, að hann hefur haft óvenjulega hæfileika til tekjuöfl- unar fyrir slysið, þrátt fyrir hve ungur hann var.. Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nú nema á slysdegi: 456 Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. kr. 359.843.00 — varanlegrar örorku .. .. .. .. — 1.111.447.00 Samtals kr. 1.471.290.00 Frádráttur. 1. Ekki hefur verið dregið frá það, sem Sigurjón kann að hafa fengið greitt frá atvinnurekanda fyrst eftir slysið. Sigurjón á rétt á bótum frá Tryggingastofnun ríkisins, sem munu nema á slysdegi kr. 216.1400.00. 3. Ekki hefur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. hú Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað sömu forsendur og í fyrri útreikningi“. Ekki verður séð, að aðaláfrýjandi hafi sýnt af sér óvar- kárni við starfa sinn, er honum skrikaði fótur af óhappa- tilviljun á hinum hála trégrindarpalli fyrir framan hausun- arvélina, enda hvorki í ljós leitt, að lagt hafi verið fyrir aðaláfrýjanda að halda pallinum hreinum né honum fengin tæki tl þess, sópur eða vatnsslanga. Rofi vélarinnar var bilaður, og má rekja slys þeita til þessa vanbúnaðar. Ber gagnáfryiandi Fiskiðjan h/f því að fullu fébótaábyrgð á tjóni aðaláfrýjanda vegna slyss þessa. Aðaláfrvjandi sundurliðar kröfur sinar þannig, en þess skal getið, að hann hefur eigi farið eftir ákvæðum 45. gr. laga nr. 57/1969 við hina auknu kröfugerð sina: 1. Vinnutekjutap vegna tímabundinnar og varanlegrar örorku .. .. .. .. 2... 2. kr.1.471.290.00 Þar frá dragast örorkubætur, kr. 265.188.00, og dagpeningar kr. 91.155.60. er Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt aðaláfrýjanda vegna slyss hans .. .. .. — O354.323.60 kr. 1. 116. 966.40 2. Bætur fyrir lýti, þjáningar og röskun á stöðu og högum .. .. .. ... 2... 2. 2. — (500.000.00 437 3. Ferðakostnaður .. ................ kr. 16.000.00 4. Dvalarkostnaður í Reykjavík, meðan á sjúkraþjálfun og læknisaðgerðum stóð .. —- O167.000.00 5. Kostnaður við örorkumat og tjónútreikn- Í L— 7.150.00 kr. 1.807.716.40 Þar dragast frá tryggingarbætur frá Tryggingamiðstöðinni h/f .. .. .. .. .. — 50.000.00 kr. 1.757.716.40 sem aðaláfrýjandi krefst úr hendi gagnáfrýjanda Fiskiðj- unnar h/f. Um 1. kröfulið. Með hliðsjón af örorkumati aðaláfryj- anda, tjónmatsgerðum og öðrum gögnum, er fram hafa komið í málinu, og þegar þess er gætt, að bætur, sem hér er um að tefla, eru undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari, Þykir óbætt tjón aðaláfrýjanda samkvæmt þessum kröfulið hæfilega metið kr. 520.000.00. Hafa þá verið frádregnar tryggingarbætur, er áður getur, samtals að fjárhæð kr. 404.323.60 (kr. 354.323.60 - kr. 50.000.00). Jm 2. kröfulið. Þegar virt ern læknisgögn málsins og sjúkrasaga aðaláfrýjanda, þykja bætur samkvæmt Þessum kröfulið hæfilega ákveðnar kr. 75.000.00. Um 3.0g4. kröfulið. Liðir þessir eru yfir ferðakostnað aðaláfrýjanda, kr. 16.000.00, og dvalarkostnað hans í Reykja- vik, kr. 167.000.00. Hefur hann lagt fram í málinu farmiða- kvittanir, samtals að fjárhæð kr. 11.750.00, en enga reikn- inga yfir dvalarkostnað sinn í Reykjavík, sem hann reiknar sér kr. 500.00 á dag, einnig fyrir þá daga, er hann dvaldist á sjúkrahúsi, svo sem nánar er greint frá í héraðsdómi í vott- orði Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, en alls telur aðaláfrýjandi, að hann hafi dvalizt utan heimilis síns í 335 daga vegna læknisaðgerða og sjúkraþjálfunar. Þykir hæfilegt að taka þessa kröfuliði til greina með sam- tals kr. 60.000.00. 438 Um 5. kröfulið. Kostnað þann, er hér um ræðir, er rétt að taka með við ákvörðun málskostnaðar. Samkvæmt þessu telst óbætt heildartjón aðaláfryjanda kr. 655.000.00. Ber gagnáfrýjanda Fiskiðjunni h/f að greiða aðaláfrýjanda þá fjárhæð ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júní 1966 til greiðsludags. Þá ber gagnáfrýjanda Fiskiðjunni h/f að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, samtals kr. 110.000.00. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostn- aðar aðaláfrýjanda til handa gagnáfrýjanda Tryggingamið- stöðinni h/f. Dómsorð: Gagnáfrýjandi Fiskiðjan h/í greiði aðaláfrýjanda, Sigurjóni Einarssyni, kr. 655.000.00 ásamt 7% ársvöxi- um frá 15. júní 1966 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 110.000.00. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar aðal- áfrýjanda til handa gagnáfrýjanda Tryggingamiðstöð- inni h/f skal vera óraskað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 8. desember 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 18. f. m., er höfðað fyrir bæjar- þingi Vestmannaeyja af Sigurjóni Einarssyni, Landagötu 3, Vest- mannaeyjum, með stefnu, útgefinni 29. apríl 1969, birtri 3. og 12. maí 1969, á hendur Guðmundi Karlssyni framkvæmdastjóra, Urðavegi 11, Vestmannaeyjum, Í. h. Fiskiðjunnar h/f, Vestmanna- eyjum, og Gísla Ólafssyni forstjóra, Hávallagötu 32, Reykjavík, f. h. Tryggingamiðstöðvarinnar h/f, Aðalstræti 6, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta vegna slyss, sem stefnandi varð fyrir 15. júní 1966. Stefnandi gerir þær réttarkröfur, að stefndu verði dæmdir til að greiða honum kr. 1.656.053.40 ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júní 1966 til greiðsludags auk alls málskostnaðar að fullu að skaðlausu, þar með talin full málfærslulaun fyrir dóminum sam- 439 kvæmt lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Jafnframt áskildi stefnandi sér rétt til að hækka kröfur á síðara stigi, ef í ljós kæmi, að þær væru of lágt reiknaðar. Mætt var í málinu af hálfu hinna stefndu og þær kröfur gerðar, að stefndu verði bæði sýknuð í máli þessu og þeim tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda. Að því er Fisk- iðjuna h/f warðar, var gerð sú varakrafa, að bótakrafan verði verulega lækkuð með hliðsjón af sök og öðrum atvikum og málskostnaður niður felldur. Miðvikudaginn 15. júní 1966 var stefnandi við vinnu í Fisk- iðjunni. Vann hann við hausunarvél í svokölluðum vélflökunar- sal, og var starf hans í því fólgið að stjórna vélinni og hagræða fiskinum, áður en hann færi inn í vélina, eða leggja fiskinn í vélina. Fiskurinn barst að eftir færibandi. Sjálfur stóð stefnandi á rimlapalli framan við vélina. Nokkru eftir kvöldmat, er vélin var í gangi, vildi það til, að stefnandi rann í slori á rimlapall- inum, og lenti vinstri hönd hans ofan í færiskúffu, sem flytur fiskinn að hausunarhnífnum. Barst höndin þegar undir griparm vélarinnar og sat þar föst. Í sama bili seildist stefnandi með hægri hendi í slökkvarann (stopprofann), og stöðvaðist þá vélin þegar. Síðan sleppti hann taki á rofanum, en vélin hélt þá áfram. Ýtti hann þá undir eins aftur á rofann og hélt honum inni. Kvaðst hann nú hafa kallað á Guðmund Ólafsson vélstjóra, er var nær- staddur, og beðið hann að koma til hjálpar. Guðmundur kom strax og fór að halda við rofann. Að sögn stefnanda kallaði Guð- mundur í stráka, sem voru þarna nálægt, og beiddi þá að taka öryggin úr rafmagnstöflunni, sem er í skáp á vesturvegg rétt hjá vélinni. En strákarnir vissu ekki, hvaða öryggi var fyrir hausar- ann, Sleppti þá Guðmundur rofanum og fór sjálfur að taka ör- yggin úr. Um leið fór vélin aftur í gang, og barst nú höndin í hausunarhnífana, og skárust í sundur sinar, taugar og æðar Í handieggnum rétt ofan við úlnliðinn. Kvaðst stefnandi þegar hafa gripið til rofans og stöðvað vélina. Var þá höndin laus, vegna þess að griparmur vélarinnar opnaðist, um leið og hnífurinn skar. Fór hann þá niður, og batt stúlka um sár hans til bráða- birgða. Síðan war honum ekið upp á sjúkrahús. Eftir um það bil klukkutíma dvöl á sjúkrahúsinu kom sjúkraflugvél, sem flutti hann til Reykjavíkur, og var hann lagður inn á Landspítal- ann. Var þar gert að meiðslum hans. Hann lá í 12 daga á Land- spítalanum, en síðan dvaldist hann í Reykjavík undir læknis- hendi. Er hann gaf aðiljaskýrslu fyrir réttinum 19. júní s.l., kvað 440 hann sig minna, að hann hafi síðan komið hingað til Eyja, en 16. júlí 1966 fór hann að Reykjalundi og dvaldist þar fram í desember. Fór hann þá aftur á Landspítalann og var þar fram- kvæmd á honum ný læknisaðgerð. Lá hann þar í 5 daga. Að hann minnti fór hann til Eyja fyrir jólin og var með höndina í gipsi. Eftir nýárið fór hann til Reykjavíkur, og var þá gipsið tekið utan af hendinni. Síðan fór hann til Vestmannaeyja og vann þar fram eftir árinu. Um haustið fór hann til Reykjavíkur, og upp úr því var hann lagður inn á Landspítalann og ný aðgerð fram- kvæmd. Þar var hann í 5 daga, en síðan fór hann á æfingastöð fatlaðra og lamaðra við Sjafnargötu. Hann fór til Eyja fyrir jólin 1967, en fór til Reykjavíkur eftir nýárið og dvaldist á æf- ingastöðinni í 2 eða 3 mánuði. Á vertíðinni 1968 kom hann til Eyja og fór að vinna hér, en þurfti öðru hverju að fara til Reykja- víkur til lækninga. Í september 1968 fluttist hann til Reykjavíkur og hefur dvalizt þar síðan. Um haustið 1968 fór hann enn í aðgerð á Landspítalann og dvaldist þar í 5 eða 6 daga. Enn fór hann á æfingastöð lamaðra og fatlaðra og dvaldist þar fyrir og eftir síðustu áramót. Síðan var hann atvinnulaus um tíma. En 16. júní s.l. hóf hann vinnu í Straumsvík og er þar baðvörður. Hann kvaðst ekki vera fær um að stunda venjulega verkamannavinnu. Allur vinstri handleggur hefur rýrnað, og hann getur ekki rétt úr fingrum þeirrar handar, og þumalfingur er krepptur. Hann kveðst jafnan hafa seiðing í handleggnum, og við áreynslu finnur hann til sviða. Hann kvaðst ekki hafa haft þrautir í hendinni eftir slysið, því að handleggurinn hafi dofnað og hafi það ekki lagazt enn. Stefnandi er fæddur 4. desember 1948 og var því 18 ára, þegar slysið átti sér stað. Hann varð gagnfræðingur 1965 og vann eftir það í Fiskiðjunni. Um veturinn vann hann við að setja fisk á borðin undir pökkun, en eftir vertíðina byrjaði hann að vinna við hausunarvélina og hafði unnið við vélina rúman mánuð, áður en slysið varð. Hann kvaðst hafa mjög slæma sjón, vera svo til blindur á hægra auga, en með sæmilega sjón á vinstra auga með gleraugum. Gleraugu hefur hann notað frá því hann var 2ja ára. Hann kvaðst halda, að sjóndepran hafi ekki bagað hann í starf- inu. Sjóndepran hafi ekki orðið honum til baga við almenna verkamannavinnu, en aftur á móti við öll fínleg störf. Hann kvaðst eiga erfitt með að lesa og noti hann stækkunargler, og þannig fór hann að, er hann var við nám. Fáir voru staddir í vélflökunarsalnum, er slysið vildi til, og 441 enginn varð áhorfandi að tildrögum þess. Guðmundur Kristinn Ólafsson, Brimhólabraut 13, var að vinna við flökunarvél í saln- um. Allt í einu heyrði hann kall. Leit hann upp og sá, að eitt- hvað var að hjá stefnanda. Hljóp hann til hans og sá, að hann var fastur í vélinni með aðra höndina. Með hinni hendinni hélt hann um stopprofa vélarinnar. Guðmundur kvaðst nú hafa tekið við að halda rofanum inni, því að hann þóttist vita, að rofinn ryfi ekki strauminn að öðrum kosti, enda hafði það komið fyrir áður, að rofinn rauf ekki strauminn, nema honum væri haldið inni. Guðmundur kallaði á Marinó Nordendal og beiddi hann að halda rofanum inni, meðan hann skryppi frá og tæki öryggin úr. Er Marinó var kominn að vélinni og tilbúinn til að styðja fingri á stopprofann, sleppti Guðmundur takinu og fór að rafmagnstöfl- unni og losaði öryggin. Er hann war búinn að því og leit til stefnanda, sá hann, að stefnandi var laus. Allt gerðist þetta á stuttum tíma. Hann kvaðst halda, að vélin hafi ekki farið Í gang, er hann tók við af stefnanda að halda um rofann, en vilji þó ekki fortaka það, enda hafi komið mikið fát á hann, er hann sá, í hve mikla hættu stefnandi var kominn. Hann kvaðst ekki heldur geta gert sér grein fyrir, hvort vélin fór í gang, er hann sleppti rofanum í hendur Marinós. Hann kvaðst ekki hafa gert sér fyllilega ljóst, hvernig stefnandi var fastur, er hann kom til hans, en hélt, að vinstri handleggur hans hafi verið kominn undir griparm vélarinnar, en hve nærri hnífnum hönd hans var komin, kvaðst hann ekki geta sagt um. Hann kvaðst ekki hafa séð áverka stefnanda, en blóð sá hann á vélinni, er stefnandi var far- inn. Hann kvaðst hafa sett öryggin í eftir slysið, og fór þá vélin í gang, án þess að stutt væri á startrofann, og kom þá í ljós, að startrofinn var bilaður. Marinó Nordendal mætti ekki fyrir réttinum, en hann gaf skýrslu fyrir lögreglunni daginn eftir slysið. Skýrir hann svo frá, að hann hafi verið að vinna við flökunarvél rétt hjá hausunarvél- inni, er slysið átti sér stað. Allt í einu kvaðst hann hafa heyrt kall og sá, að Guðmundur Ólafsson hljóp að hausunarvélinni. Þá hafði stefnandi lent með handlegginn undir griparmi vélarinnar, og hélt hann, að stefnandi hafi verið búinn að stöðva vélina, er Guðmundur kom að. Sjálfur kvaðst hann hafa farið að hausunar- vélinni, og hélt þá Guðmundur rofanum inni. Hann kvaðst svo hafa tekið við að styðja á rofann, en Guðmundur fór að losa um öryggin. Er Guðmundur hafði losað öryggin, lyfti stefnandi upp griparmi vélarinnar og var þá laus. Hann kvaðst halda, að neðri 442 hnífurinn í vélinni hafi veitt stefnanda áverkann. Hann kvaðst ekki vita, hvernig slysið bar að, en verið var að hausa löngu, og oft þurfti að hagræða henni við griparminn og sé hugsanlegt, að stefnandi hafi verið að því og orðið of seinn að kippa hendinni frá. Í réttarhaldinu 19. júní s.l. sagði stefnandi sig minna, að hann hafi verið að hausa ýsu í vélinni, er slysið varð. Yfirleitt sé auð- velt að hausa ýsu og sé henni ekki hætt við að aflagast í vélinni eins og sumum fisktegundum. Hann kvað alit hafa gengið með eðlilegum hætti, „ekkert óklárt í vélinni“, eins og hann orðaði það. Hann lýsti þá nánar tildrögum slyssins. Hann kvaðst hafa verið að draga fisk að hausaranum, er slysið vildi til. Eins og venja hans var, tók hann með hægri hendi um augu fisksins og dró hann að hausaranum, en um leið skrikaði honum fótur og féll fram yfir sig og til hliðar og lenti með vinstri hönd ofan í skúffu, sem flytur fiskinn að hnífnum. Hann var Í gúmmístígvélum og með gúmmívettlinga, sem náðu upp á miðjan framhandlegg. Hann var aðeins í skyrtu að ofan. Hann sagði, að þegar Guðmundur Ólafsson var kominn til hans og farinn að styðja á stopprofann, hafi hann kallað í Marinó Nordendal og beðið hann að taka var- tappana úr, en Marinó hafi ekki vitað, hvaða vartappa hann átti að taka. Hafi svo Marinó komið að hausunarvélinni, og, að hann hélt, tók þá Marinó við af Guðmundi að halda stopprofanum inni, meðan Guðmundur fór að taka úr öryggin, en um leið og eir skiptu, fór vélin í gang og olli slysinu. Guðmundur Ólafsson kvað það ekki rétt, að hann hafi beðið Marinó að taka öryggin úr, því að hann hafi vitað, að Marinó vissi ekki um öryggin í rafmagnstöflunni. Pálmi Pétursson verkstjóri, Brimhólabraut (sic) 10, mætti sem vitni. Hann hefur verið verkstjóri í vélasal Fiskiðjunnar í mörg ár, og var verkstjóri þar, er slysið vildi til. Hann var staddur í litlu verkstæði við endann á salnum, er hann heyrði hróp frammi í salnum. Gekk hann fram, og sagði Guðmundur Ólafsson honum, að stefnandi hefði skorizt mjög illa í hausunarvélinni. Stefnandi var þá á leið niður á næstu hæð í byggingunni. Pálmi kvaðst hafa hlaupið eftir honum, og er hann kom til hans, var stúlka að byrja að binda um sár hans. Hann aðstoðaði síðan við að flytja stefn- anda í sjúkrahúsið. Hann sagði, að stefnandi hafi lítið verið búinn að vinna við hausunarvélina, er slysið varð. Hann kvað það venju sína að leiðbeina þeim, sem hefja vinnu við vélarnar, og gerir hann ráð 443 fyrir, að hann hafi einnig leiðbeint stefnanda, þó að hann minnist þess ekki lengur sérstaklega, er hann mætti sem vitni 19. júní s.l. Fyrst og fremst sé öllum bent á, hvar rofarnir séu, bæði sá, er stöðvar vélina, stopprofinn, og sá, sem setur hana í gang, start- rofinn. Við venjulega vinnu þarf að stöðva vélina og setja hana í gang oft á dag og stundum oft á klukkutíma, og enginn getur unnið við vélina, nema því aðeins að hann viti, hvar rofarnir eru. Einnig kvaðst hann jafnan hafa brýnt fyrir þeim, sem við vélina vinna, að þeir skyldu stöðva vélina, ef fiskur aflagaðist, og reyna ekki að laga hann til, meðan vélin væri í gangi. Stefnandi gerði engar athugasemdir við framburð Pálma að þessu leyti. Pálmi Pétursson kvaðst hafa vitað, að stefnandi hafði ekki góða sjón og notaði gleraugu, og er til orða kom, að stefnandi færi að vinna við hausunarvélina, kvaðst hann hafa spurt hann að, hvort hann treysti sér til að vinna við vélina, og hafi stefn- andi svarað því játandi. Stefnandi viðurkennir, að þetta sé rétt, en ekki hafi Pálmi minnst á sjón hans í því sambandi. Pálmi kvaðst ekki hafa vitað og vissi raunar ekki enn, hve mikil sjón- depra stefnanda var, enda hefði ekki werið krafizt af honum læknisvottorðs. Hann sagði, að það væri sín skoðun, að þörf væri á, að allir þeir, sem við fiskvinnsluvélar vinna, sýndu læknis- vottorð, því að vélarnar væru hættulegar og nauðsynlegt, að þeir, sem við þær starfa, hefðu sæmilega sjón og væru ekki svima- eða yfirliðagjarnir og með góða andlega og líkamlega heilbrigði. Eins og áður er tekið fram, kvaðst stefnandi álíta, að sjóndepra hafi ekki bagað hann í vinnunni við vélina, og virðist því mega álykta, að hann telji, að orsakir slyssins verði ekki raktar til sjóndepru hans. Pálmi Pétursson kvaðst ekki hafa veitt því athygli, hvort pall- urinn eða rimlagrindin, sem stefnandi stóð á, hafi verið slorugri en venja var til í umrætt sinn, en yfirleitt sé pallurinn meira og minna slorugur. Hann kvað það starf mannsins, sem við vélina vinnur, að halda pallinum hreinum, ýmist með því að sópa slorinu burtu eða sprauta á það. Stefnandi kvaðst ekki minnast þess að hafa heyrt lagt fyrir manninn við hausunarvélina að hreinsa pallinn, og aldrei var slíkt haft á orði við hann. Hann sagði, að venjulegt væri, að maðurinn, sem væri á gólfinu, hreinsaði pallinn og yfirleitt væri það látið duga að sprauta á pallinn. Sjálfur kvaðst hann hvorki hafa haft sóp né annað tæki til að hreinsa pallinn, en öðru hverju ýtti hann slori og öðru niður af pallinum. Svo kvaðst hann og minnast þess, að hann, sérstaklega í matar- 444 tímanum, sprautaði yfir pallinn og gólfið í kring, og sjóslanga var nálægt, þar sem hann stóð. Hann sagði, að allurinn hefði verið slorugur, er slysið átti sér stað, en ekkert umfram það, sem venja var til, þegar unnið var við vélina. Eins og áður er að vikið, kom í ljós eftir slysið, að startrofinn var. bilaður. Sat hann fastur í startstöðu og gekk ekki út, þó að stutt væri á stopprofann. Stefnandi kvað rofann hafa verið í lagi allan daginn, allt þangað til slysið gerðist. Væri vélin stöðvuð oft á dag og jafnan oft á klukkustund, þegar hún væri í notkun. Pálmi Pétursson gat þess til, að bilun í rofanum gæti orsakazt með þeim hætti, að stefnandi hafi í ógáti, er hann var að festast í vélinni, ýtt fast á startrofann og þar næst á stopprofann. Stefn- andi taldi, að bilunin hefði ekki stafað af þessari ástæðu. Kvaðst hann hafa verið orðinn það æfður að stöðva og starta vélinni, að hann hafi ósjálfrátt jafnan stutt á réttan hnapp. Vélin hafi líka stöðvazt strax, er hann ýtti á hnappinn. Hann tók einnig fram, að hann mundi ekki hafa ýtt fast á rofann, enda væri afstaða þannig, að það væri tæplega hægt. Hilmar Högnason rafvirki var kvaddur til eftir slysið að skoða og gera við rofann. Komst hann að raun um, að fíberflís úr sjálfum starthnappnum hafði komizt inn í slíðrið innan við hnappinn og skorðað rofann fastan. Hann skipti um rofa daginn eftir, áður en vélin var tekin í notkun. Hann kvaðst gera ráð fyrir, að galli hafi verið á rofanum frá verksmiðjunnar hendi og hafi það orðið þess valdandi, að flís hafi hrokkið úr hnappnum, og gat það viljað til með þeim hætti, að högg hafi komið á starthnappinn eða honum ýtt of langt inn. Þá tók hann fram, að hugsanlegt væri, að flís brotni úr start- hnappnum við högg eða við snöggan og mikinn þrýsting, þó að eigi sé á honum verksmiðjugalli. En þetta geti ekki átt sér stað við venjulega notkun, ef enginn framleiðslugalli er á hnappnum. Hann upplýsti, að hálfum mánuði áður en slysið skeði, hafi sjór komizt í rofann og gert hann óvirkan. Setti hann þá nýtt verk í rofahúsið og nýtt gúmmí. Hausunarvélin, sem stefnandi vann við, er frá Nordischer Maschinenbau, Rud, Baader, Lúbeck, og gengur undir nafninu Baader hausunarvél og er af gerðinni B-419. Samkvæmt upp- lýsingum umboðsins hér á landi eru 19 vélar af þeirri gerð í notkun á landinu. Hafa vélar af þeirri gerð verið mjög mikið notaðar hér á landi allt frá árinu 1960 og aldrei hlotizt slys af við notkun nema í þetta eina skipti, sem mál þetta snýst um. Slys stefnanda er það fyrsta og eina, sem umboðið hefur heyrt 445 um, að hlotizt hafi við notkun B-419. Öryggiseftirlit ríkisins hefur aldrei gert athugasemdir við notkun véla af gerðinni B-419 og ekki sett fram, svo að vitanlegt sé, kröfur um breytingar á upprunalegum öryggisútbúnaði. Pálmi Pétursson verkstjóri tók fram, er hann var leiddur sem vitni, að hann hefði ekki orðið þess var, að öryggiseftirlitið hefði gert neinar athugasemdir við stað- setningu rofanna eða búnað vélanna almennt. Rofarnir voru og eru hlið við hlið til hægri við þann, sem matar vélina, uppi undir borðbrúninni og auðvelt að seilast til þeirra eða ná til þeirra með hægri hendi. Engar breytingar á öryggisbúnaði voru gerðar, eftir að slysið vildi til, en hins vegar voru gerðar breytingar á færi- bandinu, sem flytur fiskinn að vélinni. Áður náði færibandið að kassa með hallandi botni, sem var við borð vélarinnar, og rann fiskurinn úr kassanum inn á borðið. Kassinn var tekinn burtu og færibandið lækkað og látið ná inn að borði vélarinnar. Ástæð- an til breytinganna var sú, að færa þurfti til vigt, sem vegur fiskinn, áður en hann fer í hausarann. Að áliti Pálma Pétur=- sonar er aðstöðumunur fyrir manninn, sem er við vélina, svo að segja enginn frá því, sem áður var. En komið gat fyrir áður, að fiskur sæti eftir í kassanum, og þurfti þá maðurinn við vélina að beygja sig eftir honum og draga hann inn á borðið. Páll Sigurðsson læknir framkvæmdi örorkumat á stefnanda vegna slyssins og skilaði álitsgerð, dagsettri 14. febrúar 1969. Segir þar svo: „Vinnuslys 15. júní 1966. Slysið varð með þeim hætti, að slasaði, sem vann sem verka- maður í Fiskiðjunni h.f. Vestmannaeyjum, var í vélflökunarsal og var að leggja fisk í hausingarvél, en vinstri hönd hans festist í vélinni með þeim afleiðingum, að hann skarst illa. Það liggur fyrir vottorð Ólafs Hallgrímssonar, læknis í Vestmannaeyjum, frá 1. 8. 1966, og segir þar, að vinstri handlimur hafi verið skor- inn um 5—-6 cm fyrir ofan úlnlið. Þar segir, að slasaði hafi sam- dægurs verið sendur á Landspítalann í Reykjavík, þar sem hann dvaldist frá 27. 6. 1968. Í ýtarlegu vottorði frá Hauki Þórðarsyni, yfirlækni á Reykja- lundi, dags. 3. 11. 1966, er lýst slysi og meðferð og ástandi þá, og er vottorðið svohljóðandi: Sigurjón Einarsson, f. 4. 12. 1948, Landagötu 3 A, Vestmanna- eyjum. Ofangreindur 17 ára piltur lenti með vinstri hönd í fisk- hausingarvél, er hann var að vinna í Fiskiðjunni h.f. í Vest- mannaeyjum þann 15. 6. 1966. Við þetta hlaut hann mikið sár 446 ca. 5 em ofan við vinstri úlnlið, lófamegin. Í sundur skárust allar íkreppisinar á því svæði nema sin m. flexor pollicis longus og m. flexor carpi raðialis. Einnig skárust n. uinaris og n. median- us, og os ulnae brotnaði. Hann var fluttur samdægurs til Reykja- víkur og innlagður á Landspítalann, deild IV, þar sem sinar og taugar voru saumaðar saman. Hann lá 12 daga á Landspítalanum og kom á Reykjalund þ. 15. 7. 1966 með það fyrir augum að fá æfingar fyrir höndina. Hér hefur hann dvalið síðan. Ástand handar í dag er sem hér segir: Extensio Í úlnlið ær ail- sóð, flexio í úlnlið er lakari, einkum lélegur kraftur radialt við flexio. Radial deviation í úlnlið er léleg, úlnar deviation er sterk. Interosseus stöðvar eru mjög kraftlitlar. Lumbrical vöðvar sömu- leiðis, þannig að flexio um MCP liði er kraftlítil. Flexor digiton- um sublimus er kraftgóður, en flexor digit. profundus eru kraft- litlir. Þannig hefur hann sterka flexio í PIP liðnum, en lélega í DIP. Enda þótt góður kraftur sé í fingurextensonum fæst slæm rétting í PIP liðnum, vegna þess að lumbricala vantar. Í þumal er flexor pollicis longus eini vöðvinn með fullum krafti (ex tensor Dollicis brevis og longus voru ekki með í áverkanum né heldur taug þeirra, en átak beirra nýtist illa vegna skorts á stabiliteti). Flexor pollicis brevis hefur sæmilegt afl, abductor pollicis longus er allgóður, en abductor pollicis brevis er lélegur. Abductio á bumli og oppositio eru kraftlitlar hreyfingar. Á svæðum n. medianus og n. ulnaris er húðskyn truflað, það er ýmist hypo- aða anaesthesia. Hann hefur fengið „tropisk“ sár á fingurgóma. Hið síðasta er nú að gróa. Niðurstaða: Tæplega 5 mánuðir liðnir frá áverka á flexora- sinar v. handar, á n. medðianus og n. ulnaris. Framfarir allgóðar. Hönd er talsvert nothæf til starfa, takmörkuð mest af tapi á húðskyni“. Þá liggur einnig fyrir nýtt vottorð frá Hauki Þórðarsyni, dags. 25. 1. 1969, og er það vottorð raunverulega áframhald fyrra vott- orðs, en Íþetta vottorð er þannig: „Sigurjón Einarsson, f. 4. 12. '48, Landagötu 3 A, Vestmanna- eyjum. Ofangreindur piltur lenti með vinstri hönd í fiskvinnsluvél, er hann war við vinnu í Fiskiðjunni h.f., Vestmannaeyjum, þ. 15. 6. 1966. Vísast til læknisvottorðs frá 3. nóv. 1966. Sj. var á Reykjalundi frá 15. 7. '66 til 8. 12. '66, en þ. 9. 12. 66 var gerð aðgerð á IV. d. Landsp. (Árni Björnsson), en þá var 447 nervus medianus exploreraður. Kom í ljós, að töluverður diastasi var á tauginni, en þetta var saumað saman. Einnig hafði stórt neurinom myndazt á proximala endanum. Fór hann eftir þetta til Vestmannaeyja, vann þar eitthvað sumarið 1967. Vinstri hönd vildi kreppast og tilfinningaleysi í húð á hendi háði honum mikið. Haustið 1967 var hann enn innlagður inn á IV. d. Landsp. og nervus medianus skoðaður. Reyndist nýtt neurinoma hafa mynd- azt á suturstað, og var á ný gert við þetta. Hann leitaði til undir- ritaðs á Æfingast. Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra þ. 24. nóv. 1967. Þá var ekkert húðskyn á innervations svæði nervus medi- anus og minnkað húðskyn á svæði nervus radialis og ulnaris. Flexio í w. úlnlið var þá góð, en extensio engin og passiv extensio sár. Þumalhreyfing var þá góð og sterk nema adductio og flexio í MP.lið. Enginn máttur var í smávöðvum handar, sem tilheyrðu nervus medianus. Hann gat ekki extenderað fingur nema lítið eitt og flecterað aðeins á kafla. Hann hóf þá æfingameðferð og hélt henni áfram fram til 23. febr. 1968. Máttur og hreyfanleiki í v. hendi var þá orðinn betri, þótt ennþá væri langt frá því að vera góð (Klóhandar tilhneiging). Húðskyni var þá ennþá mjög áfátt, þó meiri hyperaesthesia en áður. Þumalfunctio var léleg vegna paresu á áðurnefndum vöðvum. Um það leyti sem hann hætti í æfingum, skoðaði Árni Björns- son höndina m. í. t. hugsanlegrar smá transplantationar í þumal. Seinna transplantið var síðar gert á IV. d. Lsp. (Árni Björns- son) þ. i6. 10. 1968. Hann var síðar á æfingum á æfingarstöðinni fram að 17. 1. 1969. Framfarir voru ágætar. Hreyfingar í úlnlið eru með eðlilegum hætti. Hann hefur ennþá tilhneigingu til að mynda klóhönd. Það er rýrnun í interossealvöðvum í tenar og hypothenar. Húðskyn er nú þannig, að það er nokkuð minnkað á hendi bæði volart og dorsalt, en hvergi alveg horfið, og bað er ennþá hyperaesthesia ulnart á handarbaki og rétt aðeins vottur ulnart á lófa. Það hefur þannig orðið góð framför varðandi húð- skyn við notkun handarinnar. Hreyfing fingra er sæmilega sterk og extensionshæfni sæmileg. Þumall: Abductio er góð, kraftur 3, adductio eðlil. m. t. t. krafta og fimis, flexionsferill í MP-lið er allgóður og styrkur við átakið 2—3, í IP-lið eðlilegir kraftar og ferill, extensio í MP-lið er allsterk, eða 3—4, og ferill eðlil., í IP-lið er extensionsferill eðlilegur og styrkur 3. Við fulla réttingu á MP.liðum fingra kemur nokkur óhjákvæmileg flexio í PIP-liði. Extension í IP, PIP og DIP-liðum fingra er sæmilega sterk svo og flexion í 448 þessum liðum. Grip er þannig allgott, og er flexio sterkari en ex- tensio, þannig að aðalerfiðleikarnir í sambandi við grip handar er við opnun gripsins. Telja má, að fullnaðarárangur hafi fengizt af skurðaðgerðinni og æfingameðferð, og eru frekari læknisað- gerðir ekki fyrirhugaðar. Pilturinn hefur ekki verið fús til ráðagerða urn störf í fram- tíðinni. Sérlega hefur hann haft lítinn áhuga á námi. Hann hefur áður verið í sambandi við Guðmund Löve m. t. t. vinnuútvegunar, og er honum ráðlagt að hafa á ný samband við hann. Enn fremur gerir pilturinn ráð fyrir því að hverfa til heimkynna sinna og leita sér þar atvinnu“. Slasaði hefur komið til viðtals hjá undirrituðum, og er skoðun algerlega í samræmi wið það, sem fram kemur í vottorði Hauks Þórðarsonar. Ályktun: Hér er um að ræða tvítugan mann, sem slasaðist við vinnu sína fyrir 2% ári. Við slysið hlaut hann mikinn skurð á vinstri framhandlegg, þannig að ölnarbein fór í sundur, allar beygisinar fingra og úlnliðs, og auk þess var sköddun á báðum taugum handarinnar. Vafalaust hefur einnig verið sköddun á úlnaræð. Sem afleiðingu þessa meiðslis nú þá hefur maðurinn mikinn stirðleika og kraftminnkun í öllum fingrum vinstri hand- ar og auk þess lamanir og skyntruflanir svarandi til sköðdunar á báðum taugum handarinnar. Gagnsemi handarinnar er mjög mikið skert, og verður að telja, að um sé að ræða tímabundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 7 mánuði .. .. .. .. 100% Örorka Í 6 — sr 5% — 13 0. 50% — Í 14 — 100% — Í 3 — „ T5% — Í 3 — rr .50% — og síðan varanleg örorka 40%“. Á grundvelli örorkumats Páls Sigurðssonar reiknaði Þórir Bergsson, cand. act., út örorkutjón stefnanda og skilaði greinar- gerð 9. apríl 1969. Í upphafi ræðir hann um slysið og gerir grein fyrir örorkumati Páls Sigurðssonar. Síðan segir á þessa leið: „Samkvæmt staðfestum afritum af skattframtölum Sigurjóns tvö almanaksárin fyrir slysið og slysárið fram að slysdegi hafa vinnutekjur hans verið: 449 Árið 1964 .. .. .. .. .. kr.48.626.00 — 1965 .. .. .. .. .. — 85.131.00 — 1966... .. .. .. .. — 83.569.00 Árið 1964 mun einungis um frítímavinnu að ræða, því að þá var Sigurjón í gagnfræðaskóla. Hann lauk námi vorið 1965. Þessar tekjur sýna, að Sigurjón hefur aflað sér verulega hærri tekna en venja er að áætla unglingum. Ég mun því nota skattfram- talstekjur hans slysárið umreiknaðar til kauplags á slysdegi og fram til 22 ára aldurs. Frá 27) árs aldri, sem er meðalgiftingar- aldur íslenzkra karla, nota ég sem árstekjur 250.000.00 kr., en bað er mjög nærri þeirri tölu, sem fæst úr úrtakstölum Efna- hagsstofnunarinnar yfir tekjur kvæntra verkamanna. Hækkun- inni frá 22 ára aldri til 27% árs aldurs er dreift jafnt á árin þar á milli. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, begar gert er ráð fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum tekjum og ör- orkan er metin. Áætlaðar Áætlað vinnutekjur vinnutekjutap Á 18. aldursári .. .. kr. 90.752.00 kr. 90.752.00 - 19. — .. 0... — 182.464.00 — 68.877.00 - 20. — „. 2. — 188.566.00 — 188.561.00 - 91. — .. 2. — 210.066.00 — 107.662.00 - 22. — „002. — 210.066.00 — 84.026.00 - 23. — „202. — 215.058.00 — 88.023.00 - 24. — „2. 2. — 221.714.00 — 88.686.00 - 25. — .. 2. — 228.370.00 — 91.348.00 - 26. — .. 2. — 235.026.00 — 94.010.00 - 27. — „00. — 241.682.00 — 96.673.00 - 28. — „00. — 248.338.00 — 99.335.00 Síðan árlega .. .. .. — 250.000.00 — 100.000.00 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. kr. 359.843.00 Vegna varanlegrar örorku „. .. 2... — 1.011.284.00 Samtals kr. 1.371.127.00 29 450 Sigurjón hefur fengið greidda dagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir tímabilið frá 23. 6. 1966 til 31. 1. 1967 og 27. 10. 1967 til 31. 12. 1968, alls kr. 91.135.60, og eingreiðslu 24. 2. 1969, kr. 224.924.00 að viðbættri 17% hækkun 14. 3. 1969, kr. 38.264.00. Samtals hafa greiðslur til hans frá Tryggingastofnuninni því verið 354.323.60 kr., sem ekki hefur verið dregið frá. Ekki hefur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Við útreikninginn hefi ég notað 7% vexti p. a., dánarlíkur ís- lenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—-1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Stefnandi heldur því fram, að stefndu beri tvímælalausa og óskipta bótaábyrgð á slysinu. Orsakir slyssins megi fyrst og fremst rekja til mistaka eða handvammar starfsmanna Fiskiði- unnar, sem komu stefnanda til hjálpar, er hann hafði festst í vélinni. Einnig hafi búnaði vélarinnar verið áfátt og winnuað- staða ekki eins góð sem vera bæri. Í því sambandi hefur stefnandi bent á, að sérstakur rofi hafi ekki verið í húsinu fyrir utan roÍ- ann, sem var á vélinni sjálfri, og í þeim rofa kom fram bilun, án þess að stefnanda verði um kennt. Svo hafi og bess ekki verið gætt af hálfu starfsmanna Fiskiðjunnar að sjá um, að rimlapall- urinn, sem stefnandi stóð á við vinnu sína, væri nægjanlega hreins- aður, svo að hann væri hvorki háll né sleipur. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að stefnandi eigi engar kröfur á hendur Tryggingamiðstöðinni h/f. Stefndi Fiskiðjan hafi raunar með frjálsu samkomulagi keypt trygsingu hjá Trygginga- miðstöðinni á vissu tjóni Í atvinnurekstri sínum, en það sam- komulag veitti stefnanda ekki heimild til beinnar málshöfðunar gegn tryggingafélaginu. Beri því að sýkna tryggingafélagið með öllu í máli þessu. Stefnda Fiskiðjuna beri einnig að sýkna vegna þess, að slysið hafi atvikazt með þeim hætti, að Fiskiðjunni verði ekki um kennt. Frágangur og búnaður vélarinnar hafi verið óaðfinnanlegur og aðstaða á vinnustað hafi ekki verið þannig, að til hennar mætti rekja orsakir slyssins. Starfsmönnum Fiskiði- unnar verði ekki heldur um kennt, þótt þeim tækist ekki að forða slysinu (sic). Orsakir slyssins megi að öllu leyti rekja til aðgæzluleysis stefnanda sjálfs og að öðrum þræði til sjóndepru hans. Til vara er þess krafizt, eins og áður er að wikið, að sök verði skipt, ef svo yrði litið á, að stefndi Fiskiðjan bæri að ein- hverju leyti bótaábyrgð á slysinu. Af hálfu hinna stefndu er viðurkennt, að stefndi Fiskiðjan h/f 451 hafi keypt ábyrgðartryggingu hjá stefnda Tryggingamiðstöðinni h/f og nemi hámark bóta samkvæmt beim samningum kr. 800.000.00 fyrir einstakt 1 tjón vegna einstaklings. Samningurinn eða samningarnir um ábyrgðartrygginguna hafa ekki verið lagðir fram. Ábyrgðar fryggingin er fengin til verndar hagsmunum Fisk- iðjunnar h/f, án bess að lagaskylda væri til. Hér er því um frjálsa tryggingu að ræða, sem veitir ekki þeim, sem fyrir slysi verða, sjálfstæðan rétt á hendur tryggingafélaginu. Bein málssókn frá þeirra háifu gegn tryggingafélaginu getur því ekki náð fram að ganga. Samkvæmt þessu verður stefndi Tryggingarmiðstöðin h/f sýknuð að öllu leyti í máli þessu. Ekki verður annað ráðið en öryggisbúnaður a að Öllu leyti verið fullnægjandi að áliti Öryggiseftirlit s, og ekki fór öryggiseftirlitið fram á neinar breytingar, hvorki áður né eftir að slysið vildi till Um vinnuaðstöðu stefnanda er þess að Seta, að hann stóð við vinnu sína á rimlapalli, sem hlaut að vera Meira og minna slorugur og blautur, er vélin var í sangi, en að sögn stefnanda ekki slorugur umfram venju, er slysið vildi til. Af hálfu Öryggiseftirlits ríkisins virðist ekki heldur hafa verið gerðar neinar athugasemdir varðandi rímlapallinn eða vinnuað. stöðu þess manns, sem vélinni stjórnaði. Með tilvísun til þessa lítur rétturinn svo á, að öryggisbúnaði vélarinnar eða vinnuað- stöðu á vinnustað hafi ekki verið þann veg háttað, að það leiði til bótaábyrgðar stefnda Fiskiðjunnar h/f á slysi stefnanda. Stefnandi er einn til f ásagnar um tildrögin að slysinu. Kveðst hann hafa verið að draga fisk úr kassanum að hausaranum, er honum skrikaði fótur og féll fram yfir sig og til hliðar og lenti með vinstri hönd á færibandi, sem flytur fiskinn að hnífnum. íefndi hefur ekki sannað né leitt að því viðunandi líkur, að slysið hafi borið að með öðrum hætti og verður - því framburður stefnanda lagður 1 il grundva Allar að þessu Rofinn hafi verið í góðu lagi allan daginn og einnig dagan undan, en þegar stefnandi festist í vélinni, reyndist hann óvirl að miklu leyti og stöðvaði ekki véli ina, nema því aðei s að Í væri stöðugt á hann. Áður er þess go hvernis bíluninn háttað, og tilgáta rafvirkja, að bilunin kunni að hafa hlotizt a höggi eða við snöggan og mikinn þrýsting á stopphnappinn, Stefn- andi kveðst ekki hafa brýst fast á hnappinn, er í óefni var kon nið, enda hafi það tæplega verið hægt. Þessum framburði hefur ekki 452 verið hnekkt og stefnda ekki tekizt að sanna, að stefnandi hafi átt sök á biluninni. Bilun rofans verður því að reiknast stefnda til ábyrgðar. Að sögn stefnanda hlaut hann aðalmeiðsli sín, eftir að starfs- menn Fiskiðjunnar komu á vettvang honum til hjálpar. Segir hann, að þegar Guðmundur Ólafsson sleppti taki á rofanum í hendur Marinós Nordendals eða um leið og þeir skiptu, hafi vélin farið í gang og vinstri hönd sín borizt inn á milli hnífanna. Guðmundur Ólafsson kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir, hvort vélin hafi farið í gang, er hann sleppti taki á stopprofanum, og ekki kvaðst hann heldur hafa gert sér grein fyrir, er hann kom að, hve nærri hnífunum hönd stefnanda var komin. Framburður Guðmundar gengur því ekki í bága við frásögn stefnanda, og þar sem öðrum upplýsingum er ekki til að dreifa, verður frásögn stefnanda að þessu leyti lögð til grundvallar. Áður er þess getið, að öryggisbúnaður vélarinnar og aðstaða á vinnustað verði að teljast fullnægjandi, en þrátt fyrir það hlaut starfið að hafa nokkra hættu Í för með sér, ef aðgát og varúð væri eigi sýnd. Rimlapallurinn var venjulega blautur og sleipur, og færiband og hnífar vélarinnar gátu valdið tjóni, ef tilhlýðileg aðgæzla var ekki viðhöfð. Stefnandi viðurkennir að hafa runnið á rimlapallinum og fallið utan á færibandið, og virðist mega líta svo á, að slíkt hefði ekki komið fyrir, ef stefnandi hefði gætt tilhlýðilegrar varúðar í starfinu. Af þessu leiðir, að stefnandi ber sjálfur nokkra sök á slysinu. Sjón stefnanda var slæm og fjarlægðarskyn sennilega skert, en naumast verður litið svo á, að það hafi átt þátt í slysinu nema þá óverulega, enda taldi stefn- andi sjálfur, að sjónin hafi ekki bagað hann í starfinu. Bilun stopprofans verður samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að reiknast stefnda Fiskiðjunni til ábyrgðar, og einnig ber félagið ábyrgð á mistökum, sem starfsmenn þess sýndu, er þeir komu stefnanda til hjálpar, og hér að framan er lýst. Samkvæmt þessu þykir stefnandi eiga að bera sjálfur ábyrgð á slysinu að % hluta, en stefndi Fiskiðjan h/f að 248 hlutum. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar á þessa leið: 1. Örorkutjón samkvæmt útreikn- ingum Þóris Bergssonar .. -. kr. 1.371.127.00 —=- greitt af Tryggingastofnun ríkisins .. 2... .. 2. 2. 2. 2. — 354.323.60 kr. 1.016.803.40 453 2. Greitt Páli Sigurðssyni lækni fyrir örorkumat kr. 2.500.00 3. Greitt Þóri Bergssyni fyrir örorkuútreikning .. — 3.250.00 4. Ferðakostnaður til að leita sér læknishjálpar utan Vestmannaeyja, ferðir .. .. .. .. a 16.000.00 5. Uppihald í Reykjavík, meðan stóð á sjúkra- þjálfun, bílkostnaður o. fl, 335 dagar á kr. 500.00.0..0...0 0 .. — 187.500.00 6. Miskabætur, bætur fyrir sárindi, lýti, óbæg- indi, röskun á stöðu og högum .. .. .. .... .. — 500.000.00 Samtals kr. 1.706.053.40 = greitt af Tryggingamiðstöðinni h/f 10. febrúar 1967 .. .. .. .. kr. 25.000.00 og sama 25. nóvember 1967 .. .. — 25.000.00 —————————— — 50.000.00 Samtals kr. 1.656.053.40 Um 1. Útreikningur Þóris Bergssonar, cand. act., á Örorkutjóni stefnanda er byggður á örorkumati Páls Sigurðssonar læknis, sem rakið er hér að framan, og er þar einnig tilfærð greinargerðin fyrir útreikningnum. Stefndi hefur mótmælt kröfuliðnum sem of háum og vakti athygli á, að enginn frádráttur væri gerður vegna opinberra gjalda. Svo var og bent á, að samkvæmi b Fiskiðjunnar h/f eru tekjur stefnanda fyrirtækinu ár og 1968 sem hér segir: Árið 1967 .. .. .. .. .. kr.96.825,44 — 1968 .. .. .. „0... —- 59.444.59 Taldi stefndi, að taka bæri tillit til þessara launagreiðslna, er örorkubætur yrðu ákveðnar. Upplýsingar bessar benda til, að bætur vegna tímabundinnar örorku séu reiknaðar nokkru hærri en vera ætti. Með tilliti til þessa og það jafnframt haft í huga, að bætur eru skattfrjálsar, og enn fremur tekið tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins, sem stefnandi dregur frá kröfu sinni, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 500.000.00. Um 20g3. Kröfuliðir þessir eru réttir, en tilheyra málskostn- aði og verða teknir til greina, er málskostnaður verður ákveðinn. Um. 4. Kröfuliður bessi nemur kr. 16.000.00, og hefur stefnandi d5d a fyrir samtals kr. 11.750.00. En auk þess kveðst itt kr. 4. 250.00 í fargjöld vegna ferða til að leita lækninga, en ekki tekið kvittanir fyrir. Virðist ekki ástæða til að vefengja þessa frásögn, og verður kröfuliður þessi því tekinn til greina að fullu. 5, Kröfuliður þessi er fyrir uppihald og bifreiðakostnað, tefnandi dvaldist í Reykjavík við sjúkraþjálfun og er sérfræðilegrar læknishjálpar. Kveðst hann hafa dvalizi í þessu skyni í Reykjavík í samtals 335 daga og reiknar kostnaðinn á dag kr. 500.00, eða aiis kr. 167.500.00. Sjúkrasaga stefnanda cr rakin hér að framan, og er ljóst, að hann þurfti vegna meiðslnanna að dveljast langdvölum í Reykjavík. Kostnaður við dvöl hans þar hefur hlotið að vera allmiklu meiri en kostn- aður við uppihald hans hér, og þykir eftir atvikum hæfilegt að áætla honum í bætur samkvæmt þessum lið kr. 100.000.00. Um 6. lið. Stefnandi krefst kr. 500.000.00 í miskabætur. Hér að framan er gerð grein fyrir meiðslum hans, sem voru mikil og varanleg og leiddu til þess, að hann varð hvað eftir annað að gangast undir læknisaðgerðir. Vinstri hönd hans er varanlega lýtt, handleggur visinn og fingur krepptir. Enn hefur hann stöðugan seiðing í har egnu. Með tilvísun til þessa þykja bætur sam- kvæmi þa um lið hæfilega ákveðnar kr, 100.000.00. Samkv t því, sem nú er fram tekið, nema hæfilegar bætur vegna slyssir ins kr. 500.000.00, kr. 16.000.00, kr. 100.000.00 og kr. 100.000.00, eða alls kr. 716.000.00. Af þeirri fjárnæð ber stefnda i Sjunni h/f að greiða % hluta, eða kr. 481.334.00. Inn á þá fjárhæð | hefur Trygsingamiðstöðin h/f greitt kr. 50.000.00. Niður- málsins verður því sú, að stefnda Fiskiðjunni h/f werður til að (greiða stefnanda kr. 431.334.00 ásamt 7% ársvöxtum júni 1966 til greiðsludags t bykir að ákveða, að stefndi P Fiskiðjan h/f greiði stefnanda „000.06 í málskostnað, og er þar innifalinn kostnaður við örorkumat og örorkuútreiknins. Eins og áður segir, verður Tryggingamiðstöðin algerlega sýknuð af kröfum stefnanda í máli þessu, og rétt þykir að ákveða, að stefnandi greiði henni kr. 3.000.00 í málskostnað. Dómsuppsaga hefur dregizt vegna anna dómsformanns við mánaðaruppgjör og önnur störf. frá 1 yf el Ms Þa EK 3 1 Dómsorð: Stefndi Tryggingamiðstöðin h/f skal vera sýkn af kröfum 455 stefnanda, Sigurjóns Einarssonar, í máli þessu. Stefnandi, Sigurjón Einarsson, greiði stefnda Tryggingamiðstöðinni h/f kr. 3.000.00 í málskostnað. Stefndi Fiskiðjan h/f greiði stefnanda, Sigurjóni Einarssyni, kr. 431.334.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 15. júní 1966 til greiðsludags og kr. 52.000.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 30. april 1970. Nr. 116/1969. Stefán G. Ásmundsson (Ragnar Jónsson hrl.) gegn Gyla Gunnarssyni (Birgir Ísl. Gunnarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Egilsson, bæjarstjóri á Neskaupstað, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm ásamt samdómendunum Sveinbirni Á. Sveinssyni og Guðjóni Marteinssyni skipstjórum. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með. stefnu 20. júní 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 63.570.50 með 1% vöxtum á mánuði frá 9. marz 1968 til greiðsludags og máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega, „að hann verði sýknaður af kröfum áfryjanda“, en til vara, „að hann verði dæmdur til greiðslu mun lægri fjárhæðar“. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar. Í héraðsdómi eru málsatvik lítt rakin, og eigi er getið þar nema að nokkru málsástæðna aðilja, Í dóminum koma 456 eigi skýrt fram þeir liðir í viðskiptum aðilja, sem um er deilt, og úrslit, að því er varðar einstaka kröfuliði, eru lítið rökstudd. Er gerð héraðsdómsins því andstæð ákvæðum 193. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nýju. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verzlunardóms Neskaupstaðar 31. janúar 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 10. janúar s.l, hefur stefnandi, Stefán G. Ásmundsson, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Nes- kaupstaðar með stefnu, útgefinni 27. marz 1968, gegn stefnda, Gylfa Gunnarssyni framkvæmdastjóra, til greiðsiu launa, kaup- tryggingar, ferðakostnaðar og orlofs kr. 93.007.80, 1% vanskila- vaxta, málskostnaðar samkvæmt reikningi og alis kostnaðar við fullnustu dóms í málinu. Þá krefst stefnandi einnig sjóveðréttar í m/b Glað, VE 270, til tryggingar dæmdum kröfum. Við flutning málsins lækkaði stefnandi dómkröfu sína um kr. 6.000.00. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og sér verði dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Málavextir eru þeir, að í byrjun árs 1968 réðst stefnandi sem skipstjóri á skip stefnda, m/b Glað, VE 270, og átti skipið að stunda togveiðar. Var skipinu haldið til veiða við Vestmanna- eyjar og afli lagður þar á land. Úthald skipsins virðist hafa gengið nokkuð skrikkjótt af ýmsum orsökum. Með símskeyti, dagsettu 9. marz 1968, sagði stefndi stefnanda upp starfi sem skipstjóra fyrirvaralaust. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að samkvæmt I. kafla sfó- mannalaga nr. 67 frá 31. desember 1963 beri skipstjóra, sem sagt 457 er upp stöðu sinni fyrirvaralaust og án heimilda þeirra, sem getið er í 4. og 5. gr. sömu laga, bætur fyrir tjón það, sem frá- vikningin veldur honum. Sér hafi verið sagt upp stöðu sinni án fyrirvara og án nokk- urrar ástæðu. Í því sambandi hefur stefnandi mótmælt sérstak- lega yfirlýsingu þriggja skipsmanna sinna sem ósannri og óstað- festri. Sé því með öllu ósannað, að hann hafi gefið útgerðarmanni skipsins tilefni til þess að segja sér upp starfi bótalaust. Þá bendir stefnandi á, að inni í kröfu sinni séu eftirstöðvar skuldar útgerðar sama skips við sig frá línuvertíð árið áður og sé því kröfum sínum um bætur vegna frávikningarinnar mjög í hóf stillt. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að stefnandi hafi brotið svo af sér í starfi, að sér hafi verið heimilt að víkja stefnanda úr starfi sem skipstjóra á skipi sínu fyrirvaralaust og án bóta, enda sé sér það heimilt samkvæmt ákvæðum 5. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. Kemur þá til athugunar, hvort útgerðarmanni m/b Glaðs, VE 270, hafi verið heimilt að segja stefnanda upp starfi sínu sem skipstjóra fyrirvaralaust og án bóta. Þrír skipsmanna hafa með yfirlýsingu, sem tveir þeirra hafa staðfest fyrir dómi, vottað um ástand stefnanda dagana fyrir uppsögnina, og lítur dómurinn svo á, að leggja beri yfirlýsingu þessa til grundvallar, þegar meta skal heimild stefnda til upp- sagnar stefnanda. Þá lítur dómurinn svo á, að vottorð löggilts vigtarmanns í Vestmannaeyjum um löndun báta þar dagana "7. til 9. marz, en vottorð þetta er einungis frá einni vigt, bendi til þess, að bátar hafi almennt verið á sjó þessa daga frá Vestmanna- eyjum. Þá ber einnig að líta svo á, þar sem engar viðhlýtandi skýringar hafa fengizt frá stefnanda, að yfirlýsing sú, sem flug- afgreiðslumaðurinn í Vestmannaeyjum gefur á dómsskjali nr. 31, 10, gefi tilefni til þess að álykta, að stefnandi hafi ekki ætlað sér að fara í róður næstu daga. Af framansögðu lítur dómurinn svo á, að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda um bætur vegna uppsagnar á skipstjóra- starfi. Samkvæmt 5. gr. sjómannalaga nr. 63/1967 ber skipstjóra með tilliti til framanskráðs réttur á kaupi fyrir þann tíma, sem hann gegnir starfi. Kemur þá til álita, hverjar kröfur verði lagðar til grundvallar launauppgjöri stefnda við stefnanda. 458 Stefnandi byggir kröfugerð sína á dómsskjali nr. 4, en stefndi á dómsskjali nr. 22. Á undirreikningi við dómsskjal nr. 4 eru 5 liðir, þar af 3 ágizk- anir að einhverju leyti, og hafa ekki verið gefnar viðhlítandi skýringar á þeim. Þá er kauptrygging og fastakaup reiknað allt til 20. apríl 1968, og verður því ekki af skjölum þessum séð, hver launakrafa stefnanda er. Á dómsskjali nr. 22 er nákvæmt yfirlit yfir viðskipti máls- aðilja, og er það skjal stutt undirskjölum að mestu, og þykir því verða að leggja bað skjal til grundvallar launauppgjöri stefnda við stefnanda. Af dómsskjali nr. 22 sýnist mega ráða, að stefnandi hafi fengið greiðslur frá stefnda til útgerðar skipsins, og hefur hann m. a. greitt til áhafnar gegn kvittunum, og eiga þær greiðslur að koma stefnanda til góða svo og aðrar bær greiðslur, sem sannanlega tilheyra útgerðarkostnaði skipsins. Niðurstaðan verður því þessi: Stefndi greiði stefnanda kr. 52.945.06. Þar frá dregst fjárhæð sú, sem stefnandi hefur mót- tekið í peningum, honum reiknaður fæðiskostnaður og þinggjald, samtals kr. 44.572.06, en af þeirri fjárhæð á stefnanda að koma til góða kr. 10.500.00, sem eru greiðslur frá honum til áhafnar skipsins, og enn fremur samanlögð fjárhæð reikninga, kr. 9.419.00, sem stefndi hefur greitt, en dregið frá stefnanda í uppgjörinu, en ósannað er, að reikningar þessir, sem eru á dómsskjölum nr. 28—-30, svo og greiðsla, uppgefin í síma, og greiðsla til bæjarsjóðs, sem fylgiskjöl eru ekki fyrir hendi um, tilheyri öðru en útgerð skipsins. Samkvæmt framansögðu ber stefnda að greiða stefnanda kr. 52.945.06 —- kr. 44.572.06 == 8.373.00 10.500.00 -| kr. 9.419.00 = kr. 28.292.00. Vextir þykja hæfilega ákveðnir 8% frá 9. marz 1968 til greiðslu- dags, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Gylfi Gunnarsson, á að vera sýkn af kröfu stefn- anda, Stefáns G. Ásmundssonar, um bætur vegna uppsagnar á skipstjórn 9. marz 1968. Stefndi, Gylfi Gunnarsson, greiði stefnanda, Stefáni G. Ásmundssyni, kr. 28.292.00 auk 8% ársvaxta frá 9. marz 1968 til greiðsludags. 459 Stefnandi, Stefán G. Ásmundsson, á sjóveðrétt í m/b Glað, 7E 270, til tryggingar kröfu sinni, Málskostnaður falli niður. Fimmtudaginn 30. april 1970. Nr. 166/1969. Haraldur Pétursson (Jón P. Emils hrl.) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Ólafur Stefánsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Riftun ráðningarsamnings. Sýkna. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. september 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. ágús! s. á., og gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda kr. 304.300.00 með 7% ársvöxtum frá 1. október 1966 til greiðsludags og málskostnað í héraði os fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Háttsemi áfrýjanda í sambandi við ölbrugg í húsakynnum skólans, eins oy hún er rakin í vitnaframburðum, var óviður- kvæmileg og samrýmdist ekki starfi hans. Skólastjóra var því heimilt að rifta ráðningu áfrýjanda. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna héraðsdóms ber að sykna stefnda af kröfum áfrýi- anda. Rétt þykir, að 1nálskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæstarétti, 460 Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Haralds Péturssonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. nóvember 1968, Mál íþetta, sem dómtekið var 5. nóvember 1968, hefur stefn- andi, Haraldur Pétursson bryti, Eiðum, Eiðahreppi, Suður-Múla- sýslu, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 29. septem- ber 1966, á hendur fjármálaráðherra og menntamálaráðherra f. h. ríkissjóðs fyrir sína hönd og eiginkonu sinnar, Katrínar Hrafnfjörð, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 427.900.00 með 7% ársvöxtum frá 1. október 1966 til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi annarrar lægri fjárhæðar eftir mati dómsins með vöxt- um, eins og í aðalkröfu greinir. Enn fremur krefst stefnandi máls- kostnaðar samkvæmt lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands að mati réttarins. Af hálfu stefnda menntamálaráðherra hefur ekki verið sótt Þing. Af hálfu stefnda fjármálaráðherra eru gerðar eftirfarandi dómkröfur: Aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af kröf- um stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður að mati dóms- ins. Til vara, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og máls- kostnaður látinn niður falla. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi kröfum sín- um þannig, að hann féll frá öllum kröfum í máli þessu vegna eiginkonu stefnanda, Katrínar Hrafnfjörð. Lækkar því stefnu- fjárhæðin úr kr. 427.900.00 í kr. 304.300.00. Stefnandi skýrir svo frá málavöxtum í stefnu, að með samn- ingi, dagsettum 21. júní 1966, undirrituðum af Þorkeli St. Ell- ertssyni skólastjóra f. h. Allbýðuskólans á Eiðum, Suður-Múla- sýslu, og stefnanda máls þessa, var stefnandi ráðinn bryti við Alþýðuskólann á Eiðum skólaárið 1966 til 1967, og gilti samningur- inn fyrir tímabilið frá 1. október 1986 til 20. júní 1967. Stefnandi hafði haft sama starf á hendi næsta skólaár á undan samkvæmt samningi, gerðum milli sömu aðilja í september 1965. Um leið og gengið var frá ráðningarsamningi stefnanda, segir hann svo hafa samizt um, að eiginkona hans, Katrín Hrafnfjörð, z hafi verið ráðin sem starfsstúlka í mötuneyti Eiðaskólans frá 461 1. október 1966 til 20. júní 1967, en hún hafi einnig starfað þar skólaárið á undan. Skyldu laun hennar vera kr. 8.000.00 á mánuði, en auk þess skyldi hún hafa ókeypis fæði í mötuneytinu. Um ráðningarkjör hennar var ekki gerður skriflegur samningur. Eftir að stefnandi kom frá Eiðum vorið 1966, var hann og fjölskylda hans búsett að Nýbýlavegi 49 í Kópavogi. Sunnudaginn 21. ágúst bar það til tíðinda, að skólastjóri Eiða- skólans, Þorkell St. Ellertsson, hringdi til stefnanda og mæltist til að fá viðtal við hann vegna áríðandi erindis. Þegar skólastjór- inn kom til bústaðar stefnanda í Kópavogi, kvað hann það erindi sitt að fá stefnanda og eiginkonu hans til að falla frá samningum um ráðningu þeirra til starfa við Eiðaskóla. Er hann var inntur eftir ástæðum til þessarar málaleitunar, færðist skólastjórinn í fyrstu undan því að gefa upp ástæðu sína, en svaraði því síðan til, að eiginkona stefnanda hefði á s.l. vetri gefið þremur nem- endum skólans sígarettur, sem væri freklegt brot á reglum skól- ans, og gæti hann ekki sem skólastjóri unað því, að við skólann starfaði fólk, sem svo alvarlega bryti gegn skólareglunum. Kæmi því ekki tilgreina af sinni hálfu, að Katrín starfaði við skólann næsta vetur. Ekki hafði það nein áhrif á skólastjóra, þótt Katrín segði honum, að áburður um sígarettugjafir hennar til skólanema væri algerlega úr lausu lofti gripinn. Er skólastjórinn var spurður um sannanir fyrir ásökunum sínum, kvaðst hann ekki hafa þær á takteinum, en þrír nemendur, sem verið höfðu í skólanum s.l. vetur, en synjað hafi verið um skólavist næsta vetur vegna reyk- inga, hefðu borið, að Katrín hefði gefið þeim sígarettur. Neitaði hann algerlega að láta uppi nöfn þessara nemenda, en kvaðst mundu leggja sönnunargögn sín fram síðar, ef á þyrfti að halda. Stefnandi kveðst þá hafa bent skólastjóranum á, að jafnvel þótt nefndar ásakanir á hendur konu hans væru sannar, svo sem þær þó ekki væru, væri hér naumast um svo stórvægileg afglöp að ræða, að þau (gætu réttlætt riftun gerðra samninga, heldur hlyti að nægja áminning um að láta slíkt ekki koma fyrir aftur. Auk þess væri þess að gæta, að riftun ráðningarsamnings Katrín- ar hefði engin áhrif á ráðningu sína, og mundi hann því koma austur að Eiðum á umsömdum tíma og taka þar við starfi sínu, þó að samningi konu hans yrði rift. Segir stefnandi, að skóla- stjórinn hafi þá orðið ókvæða við þessi viðbrögð sín og látið þau orð falla, að stefnandi yrði fjarlægður með lögregluvaldi, ef hann léti sjá sig á Eiðastað til starfa. Í samtali því, sem hér að framan greinir, segir stefnandi, að 462 skólastjórinn hafi tekið margsinnis fram, að ekkert hafi verið út á störf hans eða konu hans að setja. Þau hafi verið leyst af hendi sem bezt varð á kosið, enda væri hann fús að gefa þeim hin beztu meðmæli, hvenær sem væri. Þriðjudagskvöldið 3. ágúst kveður stefnandi skólastjórann hafa komið að máli við sig að nýju og krafizt endanlegs svars við því, hvort stefnandi ætlaði raunverulega að koma til starfa austur að Eiðum í algerri óþökk sinni, og þá ítrekað, að honum yrði meinuð staðarvist með lögreglu. eða fósetavaldi. Stefnandi hafi þá svarað því til, að staðið yrði við samning þeirra af sinni hálfu, og kveðst stefnandi hafa látið svo um mælt við skólastjóra, að enn væri unnt að jafna ágreining þeirra í góðu. Skólastjórinn þyrfti aðeins að biðja Katrínu afsökunar á ásökunum á hendur henni og mundu þau hjónin þá líta svo á sem ekkert hefði í skorizt. Skólastjórinn hafi þá svarað því til, að það hvorki mætti hann né gæti. Eftir þessi samtöl við skólastjórann kveðst stefnandi hafa verið í mikilli óvissu um, hvað um fyrirhugað starf hans við Eiðaskóla yrði, þar sem skólastjórinn hafi annars vegar svarað neitandi beinni fyrirspurn um það, hvort samningi hans væri einnig rift, og hins vegar hótað að láta flytja hann og skyldulið með valdi frá Eiðaskóla, ef þau kæmu bansað. Hann hafi því leitað til lög Íræðings og falið honum að ræða við skólastjórann til þess a! fá úr því skorið, hvað hann hygðist fyrir. Átti lög fræðingurinn nokkur samtöl við skólastjórann um málið dagana 24. og 25. ágúst s.1. Í þeim viðræðum hafi skólastjórinn lýst yfir, að ráðn- ingarsamningur stefnanda stæði „að svo stöddu“, eins og hann komst að orði, og hann gæti komið austur að Eiðum með skyldu- lið sitt. Jafnframt hafi í hann látið þess getið, að með þessu hefði málið snúizt á annan veg en hann hefði kosið og gert ráð fyrir, bar sem honum hefði alltaf skilizt, að það væri skilyrði af hálfu stefnanda fyrir starfi hans við skólann, að eiginkona hans hefði einnig starf þar, en um það yrði nú ekki að ræða, nema það sannaðist, að ásakanir á hendur henni ættu ekki við rök að styði- ast. Loks lét skólastjórinn að því liggja í þessum viðræðum, að fyrir hendi kynnu að vera ástæður, sem réttlætt gætu riftun samningsins við stefnanda, en vildi ekki láta uppi, hverjar þær ástæður væru. Næst gerðist það svo, að hinn 30. ágúst barst stefnanda hrað- bréf, undirritað af skólastjóra Eiðaskóla, dagsett í Reykjavík 20. ágúst 1966 og póstlagt þar 29. ágúst, en með því bréfi rifti skóla- 463 stjórinn ráðningarsamninsgi sínum wið stefnanda, þar sem honum hefði borizt sá orðrómur, að stefnandi bruggaði áfengi í húsa- kynnum skólans. tefnandi kveðst hafa mótmælt eindregið þeim aðdróttunum, sem fram komu í greindu bréfi skólastjóra Eiðaskóla, og kvað þær ekki eiga sér nokkra stoð. Hafi skólastjórinn heldur ekki leitt hinar minnstu líkur að sannindum þeirra. Stefnandi kvaðst neita algerlega áburði skólastjóra um bruggun áfengis á skólastaðnum að Eiðum og kveður þá ásökun tilhæfu- lausa með öllu. Hins vegar kveðst hann játa, að fyrir hafi komið, að hann lagaði nokkrar flöskur af öli, sem nefnist Maltó, en er ekki áfengara en svo, að duft til lögunar þess mun vera selt í flestum matvöruverzlunum. Nokkrum dögum eftir að stefnanda barst fyrrnefnt uppsagnar- bréf, eða hinn 5. september Þ. á., var honum svo tilkynnt frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, að hann ætti þar húsgagna- sendingu frá Eiðum. Var þar komin öll búslóð hans og fjölskyldu úr íbúð þeirra að Eiðum. Skýrði bifreiðarstjóri sá, sem annaðist flutning búslóðarinnar, Eggert Ellertsson, svo frá, að hann heiði tekið þennan flutning að sér samkvæmt beiðni skólastjórans á Eiðum. Sé því ljóst, að skólastjórinn hafi sjáifur farið eða látið aðra fara inn á heimili sitt, bera búslóðina þangað út og flytja í burtu. Kveður stefnandi skólastjórann hafa fengið sig til að láta af hendi við sig lykil sinn að íbúðinni undir því yfirskini, að lykill skólans að íbúðinni hefði glatazt, en óvarlegt væri að hafa ekki lykil að henni á staðnum, ef eitthvað kæmi fyrir, t. d. vatnsrör spryngju. Stefnandi telur, að með riftun ráðningarsamninga hans sjálfs og eiginkonu hans hafi skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum gerzt sekur um ólögmæt ráðningarslit, sem ríkissjóði beri að bæta sér með fébótum. Skólastjóri Eiðaskóla, Þorkell St. Ellertsson, hefur lýst við- horfum sínum til máis þessa í greinargerð, sem lögð hefur verið fram á dskj. nr. 12. Hann kveðst hafa verið settur skólastjóri við Alþýðuskólann á Eiðum haustið 1965. Þegar honum barst setn- ingarbréfið, var komið fram í septembermánuð. Mörgu var þá eftir að ráðstafa á Eiðum til undirbúnings vetrarstarfinu, og vant- aði meðal annars þrjá kennara og fimm manns Í mötuneyti skól- ans, þar með talinn forstöðumaður. Á skömmum tíma tókst að útvega þetta fólk, og var stefnandi, Haraldur Pétursson, þá ráð- inn bryti, en kona hans starfsstúlka í eldhúsi. Tóku þau síðan 464 við starfi sínu og sinntu því fram í júní 1966. Hann segir, að fljótlega hafi komið í ljós, að stefnandi hafi verið um marga hluti sérstæður maður. Hann hafi verið uppstökkur og ekki þurft mikið út af að bera, til þess að hann ysi úr skálum reiði sinnar yfir alla nærstadda. Komið hafi fyrir, að hann hafi sleppt sér í sinni návist og ausið þá skömmum yfir sig, jafnvel í áheyrn starfs- fólks mötuneytisins. Þá hafi hann einnig verið mjög vínhneigður. Að vísu hafi borið lítið á því um haustið, en farið í vöxt, er líða tók á veturinn, Var stefnandi þá iðulega undir áhrifum áfengis við störf sín. Kveðst skólastjórinn hafa gefið honum í skyn, að slíkt væri óviðunandi, og yrði hann að halda þessu einkalífi sínu aðskildu frá starfinu. Sú aðvörun hafi aðeins dugað skamma hríð. Þrátt fyrir þessa ágalla hafi stefnandi verið dágóður mat- reiðslumaður og stjórnað mötuneytinu sæmilega. Kveðst skóla- stjórinn hafa verið í miklum vafa, þegar líða tók á vorið, hvort hann gæti framlengt samning hjónanna. Eftir nokkrar vanga- veltur og heilabrot hafi hann þó tekið þá ákvörðun að reyna einn vetur enn og sjá til, hvort ekki rættist úr því, sem miður hafði farið. Það, sem einkum hafi ráðið því, var, að matur stefn- anda var allgóður, og eins hitt, að erfitt var að fá starfskrafta til að stjórna mötuneytinu. Þá hafi stefnandi enn fremur lofað að bæta ráð sitt og sníða af þá vankanta, sem mest höfðu verið áberandi í fari hans. Í viðræðum wið sig hafi stefnandi skýrt hina afbrigðilegu framkomu sína á þann hátt, að við áratuga sjó- mennsku hefði hann vanizt á að bjarga sér með kjafti og klóm. Samningur um ráðningu stefnanda hafi svo verið gerður og undirritaður þann 21. júní 1968. Fór stefnandi síðan frá Eiðum með fjölskyldu sína og mest alla búslóð suður til Kópavogs, þar sem hann á íbúð. Eitt herbergi hafi hann þó fengið til að geyma dót það, sem hann skildi eftir. Þegar þau hjón, stefnandi og Katrín, voru upphaflega ráðin til starfa, hafi verið lögð á það rík áherzla, að þau reyndu eftir fremsta megni að stuðla að góðum skólabrag. Samskipti nemenda og starfsfólks yrði að vera á heilbrigðum grundvelli. Sérstaklega hafi verið brýnt fyrir þeim að vinna að fyllstu reglusemi með nemendum og tilkynna skólastjóra tafarlaust, ef út af brygði. Þessi atriði hafi verið ítrekuð nokkrum sinnum við þau hjón um veturinn, Nokkru eftir að stefnandi og Katrín voru farin af staðnum, hafi sér borizt vitneskja um heldur misjafna hegðun þeirra og 465 illbolandi framferði. Hafi sér verið tilkynnt, að stefnandi hefði bruggað áfengi í húsakynnum skólans og Katrín afhent að minnsta kosti brem skólapiltum sígarettur þá um vorið. Þetta hafi verið miklar fréttir og illar. Skólastjórinn kveðst hafa vitað, að stefnandi neytti áfengis og kona hans reykti. En að hann bruggaði í húsnæði skólans og hún afhenti piltum sígarettur, slíkt hefði sér aldrei dottið í hug né fyrr fengið fréttir af því framferði. Það hafi því legið í augum uppi, að reyndust þessar fregnir réttar, var óhugsandi að hafa þau hjón áfram í þjónustu skólans. Hann hafi því snúið sér að því að leita nánari upplýsinga um málið. Allt hafi borið að sama brunni. Nokkrir kennarar hafi vitað um þetta, allar starfsstúlkur og enn fremur hafi tveir nemendur viðurkennt að hafa fengið sígarettur hjá konu bryt- ans. Hafi hún afhent þær fortölulaust. Þegar hann hafi fengið nákvæmar upplýsingar um framferði Þeirra hjóna hjá trúverðugu og traustu fólki, hafi hann tekið þá ákvörðun að rifta samningnum við brytann, enda álitið, að sá grundvöllur, sem samningurinn var gerður á, væri brostinn. Þessa ákvörðun sína hafi hann tilkynnt stefnanda bréflega í ágústlok. Áður en hann ritaði ofangreint bréf, kveðst hann hafa reynt að ná fundi stefnanda til þess að fá hann til að falla frá samn- ingnum með góðu. Kom hann þá að máli við stefnanda og hóf máls á þessu, en allt kom fyrir ekki. Hann wildi fá ástæður fyrir riftuninni, og kveðst skólastjórinn í fyrstu atrennu hafa sagt hon- um, að uppvíst hefði orðið um sígarettugjafir konu hans til nem- enda. Stefnandi hafi þá brugðizt æfur við og kallað það hauga- lygi, róg og sviksemi. Kona hans hafi tekið í sama streng. Hafi stefnandi þá hótað sér málssókn, því að hér væri borinn hinn argasti rógur á konu sína, og mundi hann aldrei sætta sig við það. Skólastjórinn kveðst ekki hafa kippt sér upp við stóryrði stefnanda, enda vanur þeim frá því um veturinn. Bað hann nú hjónin að hugleiða málið og mundi hann koma aftur og heyra álit þeirra. Sólarhring síðar hitti hann þau enn á ný. Stefnandi hafi þá viljað fallast á riftunina gegn því, að honum væru greiddar skaðabætur. Hann kveðst hafa tjáð honum, að hann skyldi sjá um flutninginn á fáeinum húsmunum, sem hann hefði skilið eftir, en annað gæti hann ekki gert í þeim efnum. Þessum málalokum hafi stefnandi tekið illa og tjáð sér, að hann mundi vísa málinu til lögfræðings síns. Eftir að hafa haft tal af lögfræðingi stefnanda kveðst skólastjórinn nokkrum dögum 30 466 síðar hafa farið enn til bústaðar stefnanda í Kópavogi í þeim tilgangi að afhenda honum uppsagnarbréfið. Hann var þá kominn út á sjó, en skólastjórinn ræddi málið við konu hans. Varð þá meðal annars að samkomulagi þeirra á milli, að hann sendi suður þann farangur, sem þau ættu að Eiðum. Ekki kveðst hann hafa afhent henni í þetta skipti uppsagnarbréfið, heldur sent það í ábyrgðarpósti sama dag. Eftir þetta kveðst skólastjórinn hafa farið austur að Eiðum og sent þá fljótlega dót þeirra hjóna suður. Ráðningarsamningur sá, sem skólastjóri Eiðaskóla gerði við stefnanda, og mál þetta fjallar um, hefur verið lagður fram á dskj. nr. 3, og þykir eftir atvikum rétt að rekja nákvæmlega efni hans. Samningurinn gildir fyrir tímabilið 1. október 1966 til 20. júní 1967. Við þetta bætast þrír til fimm dagar, fyrir og eftir, til undirbúnings og frágangs. Verkefni bryta var framkvæmdastjórn og skipulag 125 manna mötuneytis (þó ekki reikningshald) sem bryti og yfirmatsveinn. Starfsliðið fimm stúlkur (fjórar eða færri Í maí og júní). Ánnast bryti ráðningu starfsfólks, en leitar þó samþykkis skólastjóra. Reynt skal að fá reglusamt starfsfólk. Bryti annast öll innkaup til matarfélagsins á sem hagkvæmastan hátt, og hann setur starífs- liði sínu starfsreglur. Þá annast bryti daglegan flutning að mötu- neytinu. Bryti skal hafa samráð við formann matarfélagsins um rekstur þess, en á aðeins undir skólastjóra að sækja. Kjör: Greidd laun eru 14.000.00 á mánuði og greiðast í lok hvers mánaðar. Orlof er innifalið. Fríðindi eru leigufrí íbúð með ljósi og hita, fæði fyrir bryta og tvö börn hans. Uppbót sú á ferða- og flutningskostnað, sem greiðast átti í októberlok 1966, skal greiðast til Eiðaskóla sem sumarleiga á íbúð. Frídagar dragast saman og falla inn í jóla- og páskaleyfi nem- enda. Um engar aðrar greiðslur eða fríðindi er að ræða. (Undan- tekning þó nauðsynlegur kostnaður við auglýsingar og síma). Almennt: Mötuneytinu skal aflæsa að afloknum starfsdegi. Reykingar eru ekki heimilar í mötuneytinu. Nemendum skólans er óheimil dvöl í mötuneytinu. Sérstakir aðiljar annast sorphreins- un frá mötuneyti. Skólastjóri setur eða staðfestir þær reglur og ákvæði, sem nauðsynleg eru á hverjum tíma. Önnur atriði en þau, sem hér eru nefnd, skulu vera munnleg samkomulagsatriði. Þessi samningur er undirritaður af stefnanda og skólastjóranum f. h. Eiðaskóla. Þessum ráðningarsamningi segir skólastjórinn upp með bréfi, dagsettu 20. ásúst 1966, sem er á Íbessa leið: 467 „Haraldur Pétursson var ráðinn bryti að Alþýðuskólanum á Eiðum frá októbermánuði 1965 til 19. júní 1966. Þann 21. júní sl. var samningurinn endurnýjaður og framlengdur fyrir tíma- bilið október 1966 til júní 1967. Um mitt sumar 1966 barst sá orðrómur til eyrna skólastjóra, að bryti hefði brotið landslög í húsakynnum skólans og bruggað þar áfengi. Leitað var staðfest- infar á orðrómi þessum, og fullyrtu nokkur vitni, að rétt væri. Var það meðal annars vottorð með undirskrift. Þar sem hér er um að ræða freklega móðgun við stofnunina og alvarleg afglöp í starfi og auk þess útilokað að hafa slíkan starfskraft á skólastaðnum, telur skólastjóri einsætt, að sá grund- völlur, sem samningurinn var byggður á, sé brostinn. Riftir hann því samningnum hér með. Reykjavík, bann 20. ágúst 1986. Þorkell St. Ellertsson, skólastjóri“. Þann 30. september 1968 ritar stefnandi saksóknara ríkisins bréf, þar sem hann fer þess á leit, að saksóknari höfði opinbert refsimál á hendur Þorkeli St. Eilertssyni, skólastjóra Albýðu- skólans á Eiðum, fyrir að hafa í byrjun þessa mánaðar ruðzt inn á heimili sitt á Eiðum og borið eða látið bera út búslóð sína og fjölskyldu sinnar. Telur stefnandi, að as háttsemi skólastjórans, sem hér er kært út af, sé refsiverð samkvæmt ákvæðum 231. almennra hegningarlaga nr. 19/1949, 260. gr. sömu laga og 1 oks brot gegn 234. gr. sömu laga. Vegna þeirrar móðgunar og lítils- virðingar, sem honum og fjölskyldu hans sé sýnd með hinum ólöglega útburði af heimili sínu, fer hann þess á leit við sak- sóknara, að hann höfði opinbert refsimál á hendur skólastjóra fyrir brot á 230. gr. hegningarlaganna og öðrum refsiákvæðum, sem hann teldi brot þessi varða við. Stefnandi skýrir svo nánar frá ástæðum fyrir þessari kæru sinni, sem verða ekki endurteknar hér, þar sem áður hefur verið frá þeim skýrt hér að framan, Með bréfi, dagsettu 7. október 1966, leggur saksóknari fyrir sýslumann Suður-Múlasýslu að rannsaka mál Þetta, eftir því sem kæran veitir efni til og tilefni kann að gefa til. Þann 20. október mætir skólastjórinn, Þorkell Steinar Ellerts- son, fyrir dómi og skýrir þá frá málsatvikum á svipaðan hátt og rakið hefur verið hér áður í greinargerð hans. Hann neitar því að hafa ruðzt heimildarlaust inn í íbúð stefn- anda, þar eð íbúðina hafi hann ekki haft, heldur aðeins eitt her- bergi. Hann telur, að eins og á stóð, hafi þetta herbergi ekki 468 verið heimili stefnanda, þar eð stefnandi hafi lýst því yfir, að hann ætlaði að dveljast í Kópavogi yfir sumarmánuðina. Þá segir hann, að það sé rangt, sem kemur fram í kærunni, að hann hafi fengið lykil að íbúðinni hjá stefnanda undir því yfirskini, að lykill skólans hefði glatazt, heldur hafi það verið skylda stefn- anda að skila lyklinum, áður en hann fór. Þessum lykli hafi stefnandi skilað heim til foreldra sinna, er hann var staddur Í Reykjavík í júnímánuði þá um sumarið. Skólastjórinn tekur fram, að er hann fór heim til stefnanda í Kópavogi, eins og áður segir, en stefnandi var ekki heima, hafi hann sagt konu hans, að hann mundi rita honum síðar upp- sagnarbréf og tilgreina þá meðal annars sem riftunarástæðu, að stefnandi hefði bruggað áfengi þá um veturinn í skólanum. Í þetta sinn hafi hann tjáð konu stefnanda, að hann mundi senda henni húsmuni þá, sem þau hjónin ættu eftir á Eiðum, og hafi Katrín ekki hreyft neinum athugasemdum við þeirri ráðstöfun. Þessari yfirlýsingu skólastjórans hefur stefnandi síðar mótmælt sem rangri. Í sambandi við þessa dómsrannsókn óskaði skólastjóri eftir, að vitni þau, sem gefið höfðu vottorð í málinu, yrðu kvödd fyrir dóm. Sigrún Björgvinsdóttir kennari hefur borið eftirfarandi fyrir dómi og staðfest framburð sinn með eiði: Vitnið kvaðst hafa verið kennari á Eiðum veturinn 1965—-66. Það hafi farið að kvisast fyrir jól meðal starfsfólks og kennara, að stefnandi neytti mikils áfengis og bruggaði áfenga drykki auk þess. Vitnið skýrir svo frá, að skömmu fyrir jólin hafi Þráinn Bertelsson kennari komið til þess að kvöldlagi og beðið það að koma til íbúðar Haralds bryta og spila á spil. Vitnið varð við þessari beiðni, og var þá sezt niður við spilin, en þau, sem spil- uðu, voru auk vitnisins húsráðendur, stefnandi og kona hans Katrín og Þráinn Bertelsson. Um leið og þau hófu spilamennsk- una, hafi vökvi verið borinn á borð í glösum, ljósleitur og greini- lega heimagerður. Vitnið segir, að sér hafi strax orðið ljóst bæði af orðum þeirra stefnanda og Þráins, að stefnandi hafði bruggað þennan drykk. Einnig varð vitninu ljóst af því að bragða á drykknum, að hann var áfengur. Ekki kveðst vitnið bó hafa fundið til áfengisáhrifa, enda ekki drukkið nema hálft glas. Vitnið sagði, að Þráinn hefði drukkið talsvert af þessum drykk og orðið sýnilega ölvaður við neyzlu hans. Stefnandi hafi einnig neytt drykkjarins nokkuð 469 og hafi hann þá einnig orðið ölvaður, æst sig upp út af spila- mennskunni og sofnað í stól í stofunni. Af framangreindum atvikum svo og fleiru segir vitnið, að sér hafi verið ljóst, að þeir Þráinn og stefnandi væru drykkjufélagar. Þá hefur mætt sem vitni í málinu Jökull Sigurðsson, kennari við Eiðaskóla, og staðfest framburð sinn með eiði. Vitnið tók fram, að eftir áramót 1965—66 hefði það heyrt samstarfsmenn sína hafa orð á því, að stefnandi neytti mikils áfengis og brugg- aði jafnframt áfengt öl. Nokkru eftir áramót, líklega um mánaða- mótin janúar—febrúar, hafi vitnið svo komið í íbúð stefnanda ásamt Þráni Bertelssyni. Hafi stefnandi þá strax borið öl í glösum á borð og hafi vitnið bragðað á drykknum, en þótt hann ólysi- ugur vegna megns gerbragðs. Vitnið tók fram, að er það kom í íbúð Haralds að þessu sinni, hafi því ekki dulizt, að hann varð talsvert ölvaður, og eftir drykklanga stund hafi hann og Þráinn orðið að hjálpa honum til sængur sökum ölvunar. Þá segir vitnið, að sér hafi oft verið kunnugt um í fyrravetur, að stefnandi hafi verið undir áfengisáhrifum og þá oft tvo til brjá daga í einu. Hafi þetta stundum átt sér stað á þeim tíma, sem samgöngulaust var við Eiðaskóla sökum ófærðar, og vitnið því ályktað, að stefnandi væri undir áhrifum áfengis af öli, enda hafi vitninu verið ljóst, að öl það, sem boðið var af stefnanda og fyrr getur, hafi verið bruggað. Ekki kveðst vitnið hafa séð nein bruggunartæki hjá stefnanda nema krukku í íbúð hans, sem öl þetta var geymt þá í. Aðspurt sagði vitnið, að það hefði ekki wiljað kæra stefnanda fyrir athæfi þetta, þar sem það taldi hann stunda atvinnu sína sómasamlega og einnig vegna bess, að vitnið taldi, að þessir ágallar í fari hans væru ekki á vitorði nemenda. Þá hefur komið fyrir dóm Hildur Sigurðardóttir, kennari við Eiðaskóla, og staðfest framburð sinn með eiði. Vitnið segir, að einhvern tíma um áramótin 1965—66 hafi það ásamt Þráni Bertelssyni verið einu sinni að spila bridge í íbúð stefnanda að Eiðum. Hafi hann þá borið öl á borð og vitnið neytt nokkurs af því og fundið greinilega til áhrifa af því. Ekki kveðst vitnið hafa verið í neinum vafa um, að öl þetta var heimatilbúið, og minnist vitnið þess, að karlmennirnir ræddu um styrkleika ölsins, og einnig skildist vitninu það, að stefnandi byggi þetta til. Vitnið segist einnig minnast þess, að það hafi öðru sinni komið Í íbúð stefnanda og hafi þar þá verið rætt um það, að sú ílögn, sem þá var í gangi, hefði annað hvort heppnast vel eða illa, en 470 vitnið man nú ekki nákvæmlega, hvernig orð féilu. En vitnið skildi það svo, að ef ölið heppnaðist vel, merkti það, að mikið áfengismagn væri í því. Vitnið kveðst hafa vitað, að stefnandi bruggaði ölið ekki í íbúð sinni, og aldrei kveðst vitnið hafa séð nein bruggunartæki eða stefnanda að iðju sinni. Margir kennar- anna hafi vitað um Íbetta, en látið það afskiptalaust. Þá hefur mætt sem vitni í málinu Hildur Friðbergsdóttir, starfs- stúlka við mötuneytið á Eiðum. Vitnið skýrði svo frá, að hún hefði verið starfsstúlka á Eiðum veturinn 1965—66 og hafi hún iðulega orðið vör við það, að brytinn, Haraldur Pétursson, stefnandi þessa máls, var undir áhrifum áfengis við vinnu sína, stundum marga daga í einu. Hafi vitnið heyrt samstarfsstúlkurnar og fleiri ræða um það, að stefn- andi bruggaði áfengt öl, og hafi vitnið ályktað, að svo væri, út frá lykt þeirri, sem það fann frá vitum stefnanda, og einnig af því, að hann wirtist vera undir áfengisáhrifum. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð nein bruggunartæki hjá stefnanda eða vitað, hvar hann geymdi ölið. Ekki kveðst vitnið hafa bragðað á þessu öli. Þá kveðst vitnið ekki vita neitt um samskipti þeirra stefn- anda og skólastjóra, Þorkels Ellertssonar. Vitnið kveðst minnast þess gerla, að í fyrravetur, líklega skömmu eftir nýár, hafi það horft á, er Katrín, eiginkona stefn- anda, afhenti skólapilti vindlinga, enda hafi verið rætt um það meðal starfsstúlkna, að Katrín léti skólapiltunum í té tóbak, en vitninu var það ljóst, að nemendum var bannað að reykja. Öll framangreind vitni komu fyrir dóm 20. október 1968. Þann 19. janúar 1967 komu Vilhjálmur Ingvi Árnason kennari fyrir dóm á Akureyri og bar eftirfarandi: Vitnið kvaðst hafa verið kennari við Eiðaskóla veturinn 1965—66. Vitnið kvaðst vita til þess, að stefnandi hefði eitthvað fengizt við bruggun þennan vetur, það er að segja ölbruggun. Það kveðst hafa séð ölið, sem bruggað var, en ekki bragðað á því. Það kveðst hafa haft ástæðu til að ætla, að ölið hafi verið áfengt, þar sem stefnandi hafði aðgang að geri og notaði það ásamt ávöxtum, rúsínum o. fl. við bruggunina, en ekki telur vitnið, að vökvinn hafi verið eim- aður. Vitnið kvaðst hafa séð menn neyta þessa drykkjar og hafi það haft í för með sér ölvunaráhrif á þá. Vitnið telur, að þetta hafi verið á flestra vitorði í skólanum og lykt hafi fundizt í skóla- húsinu. Vitnið kveður stefnanda hafa neytt áfengis nokkuð um- fram ölið og hafi hann sézt ölvaður oftar en einu sinni. 471 Það kveðst hafa séð ílagningarbrúsa, 30 lítra undan saft, sem matarfélagið átti. Í eitt skipti var í tveim brúsum í einu í húsa- kynnum skólans. Vitnið kveðst ekki hafa séð, þegar lagt var í, né heldur, þegar af brúsanum var hellt. Hins vegar telur það, að hellt hafi verið í minni ílát af þeim, þegar neyta átti ölsins, og sá vitnið slík ílát með drykk í. Vitnið kveðst einu sinni hafa verið viðstatt í íbúð stefnanda, þegar þeir stefnandi og Þráinn Bertels- son kennari neyttu ölsins. Voru þeir ódrukknir, þegar öldrykkjan hófst, en voru orðnir ölvaðir, er það skildi við þá. Það segir, að Þeir hafi einungis neytt ölsins þá, en ekki sterkra drykkja. Það sá fleiri neyta ölsins, en sá ekki ölvunaráhrif á öðrum. Vitnið kveðst aldrei neyta áfengra drykkja. Vitnið kveðst vita til þess, að fleiri kennarar hafi neytt áfengis, en einungis í frí- tímum. Það telur þó, að ekki hafi verið meiri brögð að því en mannlegt sé. Þá tók vitnið fram, að það álíti, að skólastjórinn eða fjölskylda hans hafi ekki vitað um þetta, enda hafi þau búið í öðru húsi. Þá hefur Þráinn Bertelsson kennari komið fyrir dóm 8. marz 1967 og borið eftirfarandi: Vitnið kveðst ekki vita til þess, að stefnandi hafi bruggað áfengt öl umræddan vetur. Það kveðst oftar en einu sinni hafa drukkið með stefnanda í íbúð hans, a. m. k. vökva, þar sem blandað var saman víni og Maltóðrykk, sem stefnandi hafði búið til. Vitnið kveðst hafa drukkið Maltó- drykkinn eintóman, en aldrei fundið til áfengisáhrifa af honum og telji hann óáfengan. Fjöldi manna á Eiðum, þar á meðal það sjálft og fleiri kennarar, hafi búið til Maltódrykk, en meðferð kennaranna á þessum drykk hafi miðazt við það, að nemendur kæmust ekki á snoðir um hann, svo að ekki vöknuðu grunsemdir í þá átt, að um sterkari drykk væri að ræða. Framburður Hildar Sigurðardóttur hér að framan var borinn undir vitnið. Vitnið sagði þar rétt frá skýrt að því frátöldu, að Ölið, sem þar sé talað um, sé blanda sú, sem það hafi áður lýst. Þá var framburður Jökuls Sigurðssonar kennara borinn undir vitnið. Sagðist vitnið ekki minnast þess atburðar, sem þar greinir, en vel geti verið, að þar sé rétt frá skýrt. Ekki sagðist vitnið í tilefni af framburði Jökuls geta sagt um, hvort af umræddum drykkjum hafi einhvern tíma verið gerbragð, þar sem það viti ekki, hvernig ger sé á bragðið. Þá var framburður Sigrúnar Björgvinsdóttur borinn undir vitnið. Sagðist vitnið ekki muna, hvaða drykkur hefði verið drukkinn í það sinn, en lýsingin í framburði Sigrúnar á lit vökv- 472 ans komi ekki heim við það, að þar hafi verið um Maltó að ræða, þar sem sú blanda sé dökkleit. Ekki kvaðst vitnið vita til þess, að Katrín, kona stefnanda, hefði afhent nemendum sígarettur. Ekki heldur vissi vitnið til þess, að nemendur hefðu tekið sígar- ettur í eldhúsi, en tekur fram, að þar hafi sígarettur verið geymd- ar í ákveðinni skúffu, sem auðvelt var að komast að. Vitnið sagði, að reykingar hefðu sannazt á nokkra nemendur, en aldrei sann- azt, að þeir hefðu fengið sígaretturnar afhentar hjá Katrínu eða úr eldhúsinu. Þá hefur kona stefnanda, Katrín Hrafnfjörð Líkafrónsdóttir, komið fyrir dóm og borið eftirfarandi: Hún hefur algerlega neitað því, að maður hennar, stefnandi, hafi bruggað áfengt öl, meðan þau voru á Eiðum. Enn fremur neitar hún því að hafa afhent nokkrum nemanda sígarettu í eld- húsi skólans. Neitar hún því enn fremur eindregið, að nokkurt samkomulag hafi orðið milli hennar og skólastjóra um sendingu farangurs þeirra frá Eiðum. Stefnandi hefur fyrir sakadómi þann 22. nóvember 1966 borið eftirfarandi: Hann segir, að aldrei hafi annað komið til tals en að hann hefði alla íbúð sína á Eiðum sumarið 1966 og kveður gagnstæðan framburð skólastjórans rangan. Aðspurður sagði hann, að það væri rétt, að hann hefði neitað skólastjóranum um að láta hann hafa lykil að læstri matvælageymslu, er hann fór suður. Ástæðan fyrir þeirri neitun hafi verið sú, að skólastjórinn hafi neitað að koma með sér og telja vörubirgðir, sem voru í geymslunni, og jafnframt undirrita lista yfir þær. Síðan kveðst hann hafa skilað lyklinum, eins og áður segir. Seint í september 1966 kveðst hann hafa afhent skólastjóranum lykil að íbúð sinni að Eiðum. Þetta hafi hann gert eftir þrábeiðni skólastjórans, er benti honum á, að hann yrði að geta komizt inn í íbúðina í því tilfelli, að eitt- hvað kæmi fyrir, svo sem vatnsleki á miðstöð eða þess háttar. Hann kveðst hafa aðvarað skólastjórann um að hreyfa nokkurn hlut í íbúðinni sjálfs hans vegna, því að áður hefði skólastjórinn verið búinn að hóta að koma honum burt frá Eiðum með lögreglu- eða fógetavaldi. Enn fremur segir hann, að það sé algerlega rangt, að skólastjórinn hafi nokkurn tíma minnzt á það við konu sína, að hann mundi flytja búslóð þeirra, sem var á Eiðum, suður. Stefnandi viðurkenndi, að hann hefði stundum lagað nokkrar flöskur af öli, er nefndist Maltó og fæst í flestum matvöruverzl- 473 unum, en efni þetta sé selt í pökkum. Þetta kveðst hann hafa gert í íbúð sinni á Eiðum. Hann sagði, að áfengismagn þess öls hefði annað hvort verið ekkert eða svo lítið, að það bryti á engan hátt í bága við áfengislög. Öl þetta kveðst hann aðallega hafa notað til að blanda með áfengi. Annað öl kveðst hann ekki hafa lagað. Stefnanda var bent á framburð Sigrúnar Björgvinsdóttur hér að framan. Hann sagði, að það væri rétt, að spilamennskan, sem þar um getur, hefði farið fram og að þau hefðu haft áfengi þar um hönd, en það hafi annað hvort verið gin eða vodka, blandað með framangreindu öli. Þá var honum bent á framburð Hildar Sigurðardóttur hér að framan. Hann segir, að umrætt vitni hafi nokkrum sinnum spilað bridge í íbúð sinni að Eiðum og hafi vitninu verið kunnugt um ölið og að það hafi eingöngu verið notað til að blanda með, enda hafi vitnið stundum sjálft lagt til hinn sterkari drykk, og telur stefnandi, að svo hafi verið í þetta sinn. Þá hefur stefnandi fyrir dómi í Reykjavík 8. marz 1967 borið eftirfarandi: Þar endurtekur stefnandi mótmæli sín gegn því að hafa nokk- urn tíma bruggað áfengt öl, meðan hann dvaldist að Eiðum við störf sín. Hins vegar, eins og áður segir, hafi hann lagað drykk úr svonefndum Maltó, sem sé óáfengur drykkur. Við lögunina hafi hann fylgt leiðbeiningarreglum, sem fylgdu, og aldrei hafi hann búið til áfengan drykk úr Maltó. Honum var bent á vottorð og framburð vitna, og tók hann fram í því sambandi, að til- gangur hans með tilbúningi framangreinds drykks hafi verið að búa til góða blöndu út í vín. Hann kveðst ætíð hafa lagað úr einum pakka af Maltó í tíu lítra. Þá var borin undir hann frásögn Þorkels St. Ellertssonar skóla- stjóra á dskj. nr. 21, en þar skýrir skólastjórinn svo frá, að er Eiðaskóli hóf starfsemi sína haustið 1966, hafi hann afhent Jenný Sigurðardóttur ráðskonu lykil að matvælageymslu í kjallara mötuneytisins. Skömmu síðar hafi ráðskonan farið inn í geymsl- una, en hún hafi staðið læst frá því um vorið, að stefnandi gekk frá henni. Ætlun ráðskonunnar hafi verið að taka til í geymsl- unni. Með henni hafi verið Karen Benediktsdóttir starfsstúlka og Örn Gissurarson staðarráðsmaður. Í geymslunni fundu þau meðal annars stóran bláan plastbrúsa, sem innihélt dreggjar af einhverjum vökva með rammri lykt. Innihaldi brúsans var hellt í krukku og krukkan síðan sett á 474 annan stað. Nokkru eftir þetta tilkynnti ráðskonan honum fund þennan, og tók hann þá vökvann í sína vörzlu. Þar sem skóla- stjórinn telur líkur benda til, að hér sé um leifar af bruggfram- leiðslu stefnanda að ræða, hafi sér þótt rétt að senda sýnishorn af vökvanum suður, ef vera kynni, að það gæti orðið málstað sínum að gagni. Skólastjórinn tekur fram í bréfinu, að stefnandi sé eini maðurinn, sem geti gert grein fyrir þessum vökva, enda hafi nefnd geymsla verið í forsjá hans að öllu leyti skólaárið. Stefnandi kveðst alls ekki kannast við þennan vökva, sem skólastjórinn greinir þarna frá, og segist ekki vita, hvernig til- komu hans sé háttað, en vökvi þessi inniheldur samkvæmt vott- orði Rannsóknarstofu iðnaðarins 7.55% alkóhól. Auk þess eru í honum reikular sýrur 0.15%. Bruggið var mjög gruggugt og innihélt auk þess rúsínur. Gruggið var að miklu leyti hreint gerkúltúr. Stefnandi kveðst oft hafa drukkið Maltódrykk sér, en þó aldrei, áður en hann fór í vinnu. Hann segist ekki vita, hvort menn lykti eftir slíkan drykk, en telji þó, að það sé ósennilegt. Þá ítrekar hann, að á engan hátt hafi samizt svo um milli hans og skóla- stjórans eða konu hans og skólastjórans, að hann geymdi eftir- stöðvar búslóðar sinnar í einu herbergi íbúðarinnar á Eiðum. Sá hluti búslóðarinnar, sem hann hafi ekki farið með suður, hafi verið í öllum herbergjum íbúðarinnar að frátöldu svefnherbergi, sem hafi verið tómt, en opið. Mótmælir hann frásögn skólastjór- ans, er fer í bága við þessa frásögn sína. Þá tók stefnandi fram, að sér væri algerlega ókunnugt um, að kona sín hefði nokkurn tíma afhent nemendum sígarettur. Hér að framan hafa nú verið rakin málsatvik, svo sem þau liggja fyrir í skjölum málsins eftir framburðum vitna svo og frásögn beggja aðilja. Stefnandi reisir kröfur sínar í máli þessu á því, að með riftun ráðningarsamnings hans sjálfs svo og eiginkonu sinnar hafi skóla- stjóri Alþýðuskólans á Eiðum, Þorkell Ellertsson, gerzt sekur um ólögmæt ráðningarslit. Þá telur hann enn fremur, að ástæður þær, sem fram hafa verið bornar af hálfu skólastjórans til ráðn- ingarslitanna séu til þess fallnar að sverta mannorð sitt og konu sinnar í augum almennings. Árás skólastjórans eða fólks hans inn á heimili sitt á Eiðum og brottflutningur búslóðar sinnar telur stefnandi mjög móðgandi og særandi fyrir sig og fjölskyldu sína og auk þess sé þar um að ræða refsivert atferli samkvæmt 231. og 260. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Auk þess 475 kveður stefnandi allt atferli skólastjórans, sem að framan er lýst, hafa valdið sér og aðstandendum sínum miklum hugraunum og óþægindum auk röskunar á stöðu og högum, þar sem þau hafi verið flæmd frá réttu og lögmætu heimili þeirra. Af öllu þessu telur stefnandi ríkissjóð bera fébótaábyrgð. Eins og fram kemur í upphafi dómsins, nemur fjárhæð endan- legrar dómkröfu stefnanda alls kr. 304.300.00. Hafa þá verið felldir niður úr upphaflegri kröfugerð tveir liðir, þ. e. um laun í 9 mánuði til handa eiginkonu stefnanda, kr. 72.000.00, og bætur vegna ærumeiðandi ummæla um hana, kr. 30.000.00. Jafnframt hefur krafa um fæði stefnanda og fjölskyldu hans lækkað úr kr. 86.400.00 í kr. 64.800.00. Sundurliðast kröfugerð stefnanda eftir þessa breytingu þannig: 1. Umsamin laun stefnanda í 9 mánuði .. .. .. kr. 126.000.00 2. Afnotamissir íbúðar í 9 mánuði .. .... — 13.500.00 3. Fæði stefnanda og fjölskyldu hans í 9 mánuði — 64.800.00 4. Bætur vegna ærumeiðandi ummæla um stefnanda — 50.000.00 5. Bætur vegna miska af ólögmætri árás inn á heimili stefnanda og útburð .. .. .. .. .. .. — 50.000.00 Kr. 304.300.00 Af hálfu stefnda fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs hefur kröfu- liðum þessum verið mótmælt í einu og öllu. Stefndi fjármálaráðherra rökstyður kröfur sínar á eftirfarandi hátt: Sýknukröfu sína byggir hann á því, að um aðildarskort sé að ræða. Stefnandi telji, að skólastjóri Eiðaskóla, Þorkell Steinar Ellertsson, hafi bakað honum tjón með ólögmætri riftun á ráðn- ingarsamningi við hann, ærumeiðandi ummælum um hann og konu hans og ólögmætri árás inn á heimili hans og útburð. Hann hafi því átt að beina þessum kröfum sínum að skólastjóranum, en ekki ríkissjóði. Verði aðalkrafan ekki tekin til greina, rök- styður hann varakröfu sína á eftirfarandi hátt: Þegar skóla- stjórinn komst á snoðir um, að stefnandi hefði ef til vill bruggað áfengi innan skólastofnunar og auk þess kona hans stuðlað að því, að unglingar næðu Í sígarettur, en tóbaksreykingar séu algerlega bannaðar innan skólans, hafi skólastjóranum verið rétt og skylt að rifta ráðningarsamningnum, enda hafi þá algerlega verið brostin forsenda fyrir honum. Heimavistarskólinn á Eiðum er kostaður af almannafé og starfar innan fræðslukerfis ríkisins. Skólastjórinn er skipaður af mennta- 476 málaráðherra og tekur laun úr ríkissjóði. Hann er því ríkis- starfsmaður. Verður að telja, að ríkissjóður eigi aðild að máls- sókn, sem til er stofnað vegna ætlaðra ávirðinga skólastjórans í starfi, og að ríkissjóður geti í slíku máli orðið sóttur til fébóta- greiðslu, yrði svo litið á, að skilyrði fébótaábyrgðar að öðru leyti væru til staðar. Svo sem að framan greinir, rifti skólastjórinn ráðningarsamn- ingi stefnanda eftir að hafa kannað sannleiksgildi orðróms, sem honum barst til eyrna á miðju sumri 1968, þess efnis, að stefnandi bruggaði áfengi í húsakynnum skólans. Ásökunum í þessu efni hefur stefnandi neitað, en viðurkennt að hafa lagað Maltódrykk í íbúð sinni, sem hann notaði til þess að blanda með áfengi. Í 2. gr. áfengislaga nr. 58/1954 er skilgreining á því, hvað sé áfengi. Þar segir, að áfengi teljist samkvæmt lögunum hver sá vökvi, sem meira er í en 20M% af vínanda að rúmmáli. Í þessu lagaákvæði segir enn fremur, að duft og annað efni, er þau efni eru Í, sem sundur má leysa í vökva og hafa nefndan áfengis- styrkleika, skuli fara með sem áfengan drykk. Lagður hefur verið fram sem dskj. nr. 9 pakki með áprentuðu vörumerki, „Maltó — Til heimilisölgerðar“. Ekki er getið á um- búðum framleiðslustaðar, en efni þetta mun hafa verið framleitt á Akureyri. Maltó-pakkinn vegur um 250 grömm, og er innihald hans ætlað til framleiðslu á 10 lítrum af öli. Á bakhlið pakkans eru prentaðar notkunarreglur, og samkvæmt þeim á að bæta í löginn, sem fæst eftir suðu og síun, 300 grömmum af sykri eða sýrópi og gerja hann síðan í einn sólarhring. Innihald pakkans er malað malt, en malt er aðalhráefni til ölgerðar. Sé hinum prentuðu notkunarreglum fylgt, er ekki unnt að framleiða áfengt öl úr Maltó eða öl með yfir 1.8 grömmum af etanol í 100 grömmum af öli (1.8 grömm af etanol í 100 grömm af öli samsvara 2.25 ml. í 100 ml. af öli). Hins vegar er auðvelt að gera öldrykk þennan áfengan, án þess að nokkur sérstakur tækja- búnaður þurfi til að koma, einungis með því að auka sykur- eða sýrópsmagnið og lengja gerjunartímann. Við hagstæðustu skilyrði myða 100 grömm af hreinum sykri við gerjun allt að 50 grömm- um af etanol. Þannig auka 100 grömm af sykri í 10 lítra af öli áfengismagnið um 0.5 grömm í 100 grömm af öli, eða 0.5 þyngdar- prósent. Eftirfarandi tafla sýnir, hvernig áfengismagnið eykst með auknu sykurmagni, miðað við 10 lítra öls og hagstæðustu skilyrði til gerjunar: 477 100 grömm sykurs gera 0.5%, miðað við þyngd 8 T 200 — — — 104, — — 300 — — — 15% — — — 400 — — 04, — 500 — — — 25%, 600 — — — 30%, — — — 700 — — — 35%, — — — 800 — — — 404, — — — 900 — — — 45%, — 1.000 — — — 50%, — — Samkvæmt ofangreindu má sjá, hve nákvæmt sykurmagnið þarf að vera og gerjunartíminn til þess, að áfengismagn ölsins fari ekki yfir lögleyft hámark. Þá er þess að gæta, að við gerjun á sykri og malti myndast megn ger- og öllykt, sem óhjákvæmi- lega berst á milli herbergja, nema glerlásar séu notaðir við brugs- unina. Þegar öls, sem hefur verið gerjað, er neytt að einhverju ráði, leggur óhjákvæmilega öllykt frá öndunarfærum neytandans. Þegar virtir eru framburðir framangreindra vitna um höfuð- álitaefni málsins, þ. e. ætlaða bruggun stefnanda á áfengu öli innan veggja Eiðaskóla, verður að telja sannað, að ölbrugg hans hafi eigi verið svo saklaust sem hann vill vera láta. Þykir nægi- lega leitt í ljós með framburðum witnanna Sigrúnar Björgvins- dóttur, Jökuls Sigurðssonar, Hildar Sigurðardóttur og Vilhjálms Árnasonar, sem öll voru kennarar skólans, að stefnandi hafi gerzt sekur um tilbúning öls, sem innihélt meira áfengismagn en 2. gr. áfengislaganna heimilar, og ber þá sérstaklega að hafa í huga framburð Vilhjálms Árnasonar, sem ber, að stefnandi hafi notað bæði ávexti og rúsínur í ölið, sem fer í bága við notkun- arreglur á dskj. nr. 9. Þessa drykks neytti stefnandi sjálfur í híbýlum sínum í skólanum og veitti öðrum af honum. Þegar litið er til þess, að þessi háttsemi átti sér stað í heimavistarskóla, þar sem á annað hundrað nemendur voru saman komnir til náms og dvalar, verður að telja, að þessi ávirðing stefnanda hafi verið sérstaklega ámælisverð og óviðeigandi og til þess fallin að veikja aga og góða reglu í skólanum og þar með torvelda skólastarfið. Var skólastjóranum því rétt að rifta ráðningarsamningnum við stefnanda. Í því sambandi verður það eigi fundið skólastjóranum til foráttu, að hann rifti ekki samningnum, fyrr en áliðið var sumars 1966, þar sem ósannað er, að hann hafi fyrr vitað um 478 athæfi stefnanda þá um sumarið, en skólastjórinn átti ekki bústað í skólahúsinu. Af lögmæti riftunar ráðningarsamningsins leiðir, að skilyrði brestur til þess að stefndu verði gerð fébótaábyrgð á því tjóni stefnanda, er af ráðningarslitunum kann að hafa leitt. Þegar af þeirri ástæðu koma eigi til álita fjárhæðirnar undir lið 1, 2 og 3 í kröfugerð hans. Kemur þá til athugunar, hvort liðir 4 og 5 í kröfugerð stefn- anda hafa við rök að styðjast, en þeir liðir varða eigi beint sjálf ráðningarslitin, þótt þeir séu í tengslum við þau. Stefnandi færir þau rök að 4. lið kröfugerðar sinnar, að Þorkell St. Ellertsson skólastjóri hafi dróttað að sér refsiverðri háttsemi með ásökunum þeim, er hann hefur fært fram til réttlætingar ráðningarslitunum. Þessar ærumeiðandi aðdróttanir hafi skóla- stjórinn síðan borið út stefnanda til álitshnekkis. Hér er krafizt bóta fyrir ærumeiðandi ummæli. Slíkri kröfu verður ekki beint til annarra en þeirra, sem ummælin hafa við- haft. Skólastjóranum hefur ekki verið stefnt til aðildar í málinu, og verður þegar af þeirri ástæðu að sýkna af kröfu stefnanda undir bessum lið. Stefnandi telur, að það hafi verið ólögmætur útburður að fara inn í íbúð þá, er hann hafi haft til umráða í Eiðaskóla, taka þar búsmuni sína og senda þá burt af staðnum. Hafi sér og fjölskyldu sinni verið sýnd móðgun og lítilsvirðing með þessum aðgerðum. Það er að vísu ósannað gegn mótmælum stefnanda, að samráð hafi verið haft við hann um brottflutning húsmuna hans frá Eiðaskóla, en þegar litið er til bess, er þá var á undan gengið, og mjög neikvæðrar afstöðu stefnanda til ráðningarslitanna, verður eigi talið, að það hafi verið réttarbrot gagnvart honum að fara inn í íbúð þá, er hann hafði haft til umráða, til þess að rýma hana. Við mat á þessu ber að líta til þess, að ráðningartími stefnanda hófst eigi fyrr en 1. október um haustið, og að vistarverur þær, sem hér er um að ræða, voru fram til þess tíma fremur geymsla fyrir búsmuni hans undir umsjón skólayfirvaldanna en heimili, enda var raunverulegt heimili stefnanda þá í Kópavogi, og þar dvaldist hann með fjölskyldu sinni. Þykja því ekki efni til þess að taka þennan lið til greina að neinu leyti. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, verða úrslit málsins þau, að sýkna ber stefndu í málinu. Eins og málinu er háttað og eftir úrslitum þess, þykir rétt að dæma stefnanda til að greiða stefnda fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs kr. 10.000.00 479 upp Í málskostnað. Á hinn bóginn ber að láta málskostnað gagn- vart stefnda menntamálaráðherra vegna ríkissjóðs falla niður, þar eð sá aðili tók eigi til varnar í málinu. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt meðdómendunum Gunnari M. Guðmundssyni lögfræðingi og Hallgrími Björnssyni efnaverkfræðingi. Dómsorð: Stefndu, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra í. h. rík- issjóðs, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Haralds Pét- urssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs kr. 10.000.00 upp í málskostnað. Dómi þessura ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að wiðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 1. maí 1970. Nr. 45/1970. Landsbanki Íslands (Stefán Pétursson hrl.) gegn Húsfélaginu Ferjubakka 2—.16 og sagnsök (Kristinn Einarsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lögveð. Fjölbýlishús. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hætaréttar með stefnu 26. febrúar 1970 og krafizt þess, að sagnáfrýjanda verði synjað um greiðslu af uppboðsandvirði íbúðar Garðars Steinþórssonar að Ferjubakka 16, Reykjavík, og svo að gagn- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 18. marz 480 1970 og krafizt þess, að gagnáfrýjanda verði greiddar af upp- boðsandvirði íbúðar Garðars Steinþórssonar að Ferjubakka 16 kr. 20.755.00 ásamt 1% mánaðarvöxtum af kr. 19.191.00 frá 1. september 1969 til 1. október s. á. og af kr. 20.755.00 frá þeim degi til greiðsludags og svo að aðaláfrýjanda verði dæmt að sreiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Umboðsmaður gagnáfrýjanda hefur sundurliðað kröfur hans þannig: „1) Hitakostnaður vegna íbúðar Garðars Stein- þórssonar (innifalinn kostnaður við hitun sameiginlegs húsnæðis að tiltölu) .. .. .. kr.13.074.00 2) Hússjóðsframlag .. .. .. 2... 2... -. — 3.726.00 3) Lóðarsjóðsframlag. . „2... — 1.452.00 4) Kostnaður vegna rafmagnsnotkunar í sam- eiginlegu húsnæði .. .. .. .. .. .. 2... — 2.601.00 Samtals kr. 20.853.00 Athygli er á því vakin, að kröfufjárhæðin er kr. 20.755.00, eða 98.00 krónum lægri en ofangreind fjárhæð, en sá mis- munur stafar af misreikningi í upphafi málsins“. Um í. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða úrskurði, fá allar íbúðir fjölbýlishússins Ferjubakka 2—16, sem eru 52 að tölu, hita um eina og sömu hitavatnsæð frá kyndistöð fyrir Breiðholtshverfi. Einungis einn neyzlumælir mælir hitavatnsnotkun alls hússins, og eru eigi tilfæringar til að mæla hitavatnsnotkun einstakra íbúða. Upphitun fjölbýlis- hússins er því algerlega sameiginleg, og ber samkvæmt 15. gr. laga nr. 19/1959 að jafna hitunarkostnaðinum niður á íbúðarhafana eftir rúmmáli íbúðanna. Bera íbúðarhafarnir eftir meginreglum um skuldaskipti óskoraða samábyrgð á greiðslu þess hitavatns, sem til hússins rennur. Þetta er sam- eiginlegur rekstur eftir eðli hlutarins og einnig samkvæmt meginstefnu 11. gr. nefndra laga. Það er því eðlileg skýring laganna, að sá hluti upphitunarkostnaðar, sem á samkvæmt réttri niðurjöfnun að koma á hverja íbúð, sé samkvæmt 481 grunnrökum 4. mgr. 11. gr. og grunnrökum 14. gr. tryggður lögveði í íbúðinni, ef íbúðarhafinn lendir í vanskilum með greiðslu hans. Eru því ákvæði úrskurðarins fyrir upphitunar- kostnaðinum staðfest. Um 2—4. Ákvæði úrskurðarins um þessa kröfuliði ber að staðfesta með skírskotun til forsendna. Samkvæmt því, er rakið var, er rétt að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð um annað en févexti, en þeir ákveðast 7% frá þeim tímamörkum, sem þar segir. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður að öðru en því, að févextir ákveðast 7% frá þeim tímamörkum, sem þar greinir. Aðaláfrýjandi, Landsbanki Íslands, greiði gagnáfryj- anda, Húsfélaginu Ferjubakka 2— 16, málskostnað fyrir Hæstarétt, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Einars Arnalds og Benedikts Sigurjónssonar. Í máli þessu krefst gagnáfrýjandi þess, að honum verði greitt sem lögveðshafa af uppboðsandvirði íbúðar Garðars Steinþórssonar að Ferjubakka 16, kr. 20.755.00, en íbúð þessi var seld á nauðungaruppboði 27. ágúst 1969. Varð aðal- áfrýjandi hæstbjóðandi í íbúðina og fékk hana útlagða sér sem ófullnægðum veðhafa. Áfrýjandi sundurliðar fjárhæð þá, sem um er fjallað, þannig: 1. Hitakostnaður vegna Garðars Steinþórs- 3l 482 sonar fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1968 til septemberloka 1969 2. 00.00.0080... kr. 13.074.00 2. Vangreitt framlag Garðars Steinþórssonar til hússjóðs fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1968 til septemberloka 1969 .. 20.00.0000. 3.726.00 3. Vangreitt framlag Garðars Steinþórssonar til lóðarsjóðs fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1968 til septemberloka 1969 .. 2002... 2. — 1.452.00 4. Vangreiddur hluti Garðars Steinþórssonar í rafmagnskostnaði vegna sameignar Í hús- inu fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1968 til sept- emberloka 1969 ...... 2. 2. 0. 20. 00. 2. — 2.601.00 Um 1. Hér er um að ræða hitakostnað vegna íbúðar Garð- ars Steinþórssonar, þeirrar, er seld var á nauðungaruppboð- inu, og hluta hans í hitakostnaði vegna sameignar í húsinn. Hitakostnaður nefndrar íbúðar verður ekki talinn til þess sameiginlega kostnaðar, sem lögveð er fyrir samkvæmt 11. gr. og 13. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 19/1959, en eigi verður talið, að lögveð geti stofnazt með lögjöfnun. Brestur því laga- heimild fyrir stofnun lögveðs fyrir þessari kröfu. Þar sem eigi hefur verið greindur í sundur þessi kostnaður og kostn- aður vegna hita í sameign í húsinu, kemur þessi kröfutiður eigi til álita við úthlutun uppboðsandvirðis þess, sem hér er um fjallað. Um 2—“4. Fallast má á niðurstöður héraðsdóms um þessa liði. Samkvæmt þessu er viðurkennt lögveð gagnáfrýjanda í nefndri íbúð til tryggingar kr. 7.779.00, og skal áfrýjandi fá það fé greitt af uppboðsandvirði íbúðarinnar ásamt /“% ársvöxtum af kr. 7.263.00 frá 1. september 1969 til 1. októ- ber s. á. og af kr. 7.779.00 frá þeim degi til greiðsludags. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Húsfélagið Ferjubakki 2—16, skal fá greitt af uppboðsandvirði íbúðar Garðars Steinþórssonar 483 að Ferjubakka 16, sem seld var á nauðungaruppboði 27. ágúst 1969, kr. 7.779.00 með 7% ársvöxtum af kr. 7.263.00 frá 1. september 1969 til 1. október 1969 og af kr. 7.779.00 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 1970. Kristinn Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur gert þær kröfur af hálfu Húsfélagsins Ferjubakka 2—16, að því verði greidd af upp- boðsverði íbúðar í húsinu Ferjubakka 16, sem var seld á nauðung- aruppboði 27, ágúst 1969 sem talin eign Garðars Steinþórssonar, skuld Garðars, kr. 20.755.00, með 1% vöxtum fyrir hvern byrjað- an vanskilamánuð, eins og skuldin var á hverjum tíma. Enn fremur er krafizt málskostnaðar af Veðdeild Landsbanka Íslands, sem hefur mótmælt framgangi bessara krafna. Hefur veðdeildin mótmælt því, að þessar upphæðir verði greidd- ar af uppboðsverði, og enn fremur krafizt þess, að húsfélaginu verði gert að borga málskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fór fram 5. Þ. mán. Hinn 27. ágúst 1969 fór fram nauðungaruppboð á íbúð í húsinu nr. 16 við Ferjubakka, en Garðar Steinþórsson var talinn eigandi hennar. Hæstbjóðandi á uppboði þessu varð Veðdeild Landsbanka Ís- lands, sem átti 1, veðrétt í íbúð þessari, og vísast þar til veðbókar- vottorðs á rskj. 8. Hefur veðdeildin fengið íbúðina útlagða sér sem ófullnægðum veðhafa. Þessi íbúð er í sambyggingunni Ferjubakka nr. 2—16, og er starfandi húsfélag fyrir sambygginguna. Lög húsfélagsins liggja frammi í máli þessu sem rskj. 5. Er uppboðið fór fram, hafði uppboðshaldara borizt bréf húsfélagsins, þar sem sett var fram krafa um greiðslu á kr. 19.191.00 auk vaxta af væntanlegu upp- boðsverði og jafnframt tekið fram, að hér væri um að ræða skuld íbúðareigandans við húsfélagið fyrir tímabilið 1. ágúst 1968 til 1. september 1969, og staðhætt, að kröfu þessari fylgdi lögveðsréttur. Þessi krafa húsfélagsins sætti mótmælum af hálfu Veðdeildar Landsbankans, og var ákveðið að reka sérstakt uppboðsréttarmál um ágreininginn. Kemur Húsfélagið Ferjubakki 2—16 fram sem 484 sóknaraðili málsins og krefst nú greiðslu á kr. 20.755.00, og er þá meðtalinn reikningur fyrir september 1969. Því er haldið fram af hálfu húsfélagsins, að allar þessar kröfur séu þess eðlis, að vangreiðsla eins eiganda stofni lögveðrétt í eignarhluta hans í sambýlishúsinu hinum eigendum til handa. Er vísað til 11. og 14. greinar laga nr. 19/1959 og því haldið fram, að kröfuliðirnir falli beinlínis undir lögveðsákvæðin. Sérstaklega er minnt á þann tilgang, sem að baki þessara ákvæða býr: Að vernda sameigendur fyrir skakkaföllum af hálfu eins eða fleiri úr þeirra hópi. Viðvíkjandi kröfuliðnum, er fjallar um hitakostn- að, er upplýst af hálfu talsmanns húsfélagsins, að eitt hitainntak sé að sambýlishúsinu Ferjubakka 2—16 frá sameiginlegri kyndi- stöð og á þessu inntaki sé eini mælirinn, sem sýni neyzlu alls hússins. Útilokað sé að greina á milli hitamagns þess, sem fer til íbúðanna og sem fer til hins sameiginlega húspláss, og úr því verði ekki með neinu móti bætt. Það láti að líkum, að verði van- greiðsla á hitareikningum, þá verði lokað fyrir allan hitaflutning til sambyggingarinnar. Þannig sé útilokað annað en að veita lögveðrétt fyrir allri hitaskuldinni. Jafnframt hefur verið upp- lýst, að hússjóður og lóðarsjóður hafi þann eina tilgang að standa straum af viðhaldi húss og lóðar og falli þeir liðir beint undir 11. grein. Um rafmagnskostnaðarliðinn er því haldið fram, að hann eigi aðeins við rafmagnsneyzlu í sameignarplássi hússins, og sé gefið mál, að lögveðrétt beri að viðurkenna fyrir þeim kostnaðarlið. Talsmaður húsfélagsins hefur upplýst, að hinir ýmsu gjalda- liðir séu fastar greiðslur, sem sé jafnað niður mánaðarlega og séu innheimtar í lok hvers mánaðar fyrir viðkomandi mánuð. Þessar greiðslur geti sætt endurskoðun og ef það sýni sig, að of lágt hafi verið jafnað niður á aðilja, þá sé tiltekin aukagreiðsla sett á reikninga, sbr. t. d. reikning fyrir desember 1968 og fyrir febrúar 1969. Af hálfu Veðdeildar Landsbanka Íslands er á það bent, að íbúðir í bessu fjölbýlishúsi séu það, sem lög nr. 19/1959 nefna skiptilega sameign. 13. grein laganna eigi ekki við hér, þar sem hún taki aðeins til viðhalds á óskiptilegu sameigninni. Varðandi hitareikninga er vísað til þessa og því haldið fram, sbr. og 15. grein laganna, að 13. greinin eigi ekki við, og fylgi þessum lið enginn lögveðréttur. Um aðra liði kröfu húsfélagsins varðandi hússjóðs-, lóðarsjóðs- og rafmagnsskuld gildi bað sama, sem sé, að þeir falli ekki undir 13. grein laganna, þar sem tæmandi sé 485 talið, hvað átt sé við með viðhaldi óskiptilegrar sameignar, sem lögveðréttur fylgi. Þó megi fallast á, að hússjóðs- og lóðarsjóðs- framlag komi til greina, að því leyti sem þau framlög gangi til viðhalds og viðgerða, en að því leyti, sem rekstrarkostnað varði, er því mótmælt, að vangreiðsla þeirra geti grundvallað lögveð- rétt. Rafmagnskostnaður falli hér beint undir 16. grein, sem sett sé sérstaklega til að aðgreina rekstrarkostnað frá viðhalds. kostnaði, og fylgi rekstrarkostnaði ekki lögveðréttur. Það er komið fram í máli þessu ómótmælt, að Garðar Stein- þórsson var einn þeirra, sem fékk úthlutað íbúð í Ferjubakka 2—16, og var hann í fyrstu stjórn húsfélagsins. Þannig er full- nægt ákvæðum 1. og 2. mgr. 11. greinar laga nr. 19/1959, að því er bezt verður séð. Eins og áður segir, eru kröfur húsfélagsins Ferjubakka 2—16 ekki gagnrýndar tölulega séð, heldur aðeins vegna þess, að þær heimili ekki lögveðrétt. Tilgangurinn með því að veita íbúðareigendum lögveðrétt í eignarhluta þess, sem greiðir ekki gjöld vegna þess hluta fjöl- býlishúss, sem er í óskiptri sameign, er að sjálfsögðu sá, að þeir verði fyrir sem minnstu óhagræði og tjóni vegna vanefndanna. Ber að taka eindregið tillit til þessa sjónarmiðs við skýringu á hinum mörgu óljósu ákvæðum laganna, sem að þessu lúta. Húsfélagið að Ferjubakka 2—16 hefur farið þá leið að jafna niður föstum mánaðarlegum greiðslum á hvern íbúðareiganda til að mæta útgjöldum, sem af sameign leiða, í stað bess að jafna útgjöldum niður, eftir að þau eru fallin á. Það mætti leggja þann skilning í ákvæði 11. greinar, sérstaklega 4. mgr. in fine, að útgjöld þurfi þegar að hafa verið innt af hendi, svo lögveðréttur stofnist. En það fyrirkomulag, sem hér er viðhaft, og er almennt svo Í stærri fjölbýlishúsum, að aðiljar komi sér upp greiðslu: sjóðum til að mæta rekstrarkostnaði ýmiss konar til viðhalds og til aðkallandi viðgerða, sem jafnan geta að höndum borið, verður að teljast sérstaklega heppilegt fyrir alla aðilja sambýlisins, og ekki síður fyrir þá, sem eiga wið húsfélagsskapinn að skipta. Þykir því sjálfsagt, að kröfum húsfélagsins verði ekki þegar af bessari ástæðu vísað á bug. Í áminnztri málsgrein 11. greinar segir, að lögveðréttur þessi falli niður, sé honum ekki fylgt fram með lögsókn, áður en eitt ár er liðið frá þeim degi, er greiðslan fór fram. Það er upplýst af talsmanni húsfélagsins og ómótmælt af hálfu gagnaðilja, að gjöld falla á mánaðarlega eftir á. Húsfélagið kom fram fyrir 486 uppboðsréttinn með kröfur sínar með bréfi, dagsettu 28. ágúst 1969, en elzti reikningurinn lýtur að ágústmánuði 1968. Þykir því ákvæðinu um lögsókn hafa verið fullnægt til þess að halda lögveðrétti í gildi. Það er komið fram í máli þessu, að hiti til sambyggingarinnar Ferjubakka 2—16 fæst um eina aðfærsluæð frá kyndistöð fyrir Breiðholtshverfi. Er einn neyzlumælir á inntakinu, og sýnir hann hitaneyzlu allrar sambyggingarinnar, en þar eru 52 íbúðir alls. Ekki er fyrir hendi neinn möguleiki til aðgreiningar á hitaneyzlu íbúðanna annars vegar og sameignarplássins hins vegar. Þó að lög nr. 19/1959 veiti íbúðareigendum ekki lögveðrétt í eignar- hluta vanefndamanns nema fyrir kostnaði vegna sameignarinnar, þykir þó með tilliti til hinnar brýnu nauðsynjar sameignaraðilj- anna ekki fært annað en að taka allan þennan kröfulið hús- félagsins til greina sem lögveðskröfu. Virðist heldur ekkert hafa komið fram um það, að meiri fjárhæðum sé jafnað niður fyrir hitakostnaði en nægi til þess að standa í skilum við kyndistöðina og hindra, að lokað verði fyrir allan hita til hússins vegna van- skila. Þá er upplýst, að greiðslur til hússjóðs og lóðarsjóðs eru lagðar á mánaðarlega, og því er ekki mótmælt, að þessir sjóðir eigi að ganga til viðgerða og viðhalds á húsi og lóðarmannvirkjum. Falla þessir liðir beint undir 11. grein laganna, og eru þeir teknir til greina sem lögveðskröfur, enda verður þeim talið mjög í hóf stillt. Loks er rafmagnskostnaður. Því er haldið fram, að hér sá að- eins um að ræða rafmagnseyðslu vegna hins sameiginlega hús- rýmis, og er því ekki sérstaklega mótmælt. Því er haldið fram af hálfu veðdeildarinnar, að þar eð 16. grein nefnir ekki lögveðrétt, sé ekki um að ræða, að þessi liður megi njóta þess réttar, en 2. mgr. 11. greinar virðist sýna með tilvísun sinni til 16 greinar, að þessi sé þó tilgangur laganna og að 16. grein sé einvörðungu sett til þess að kveða á um greiðsluhlutfall milli íbúðareigenda. Verður niðurstaðan sú, að húsfélagið fær greiddar kr. 20.755.00 af uppboðsandvirði svo og vexti, sem reiknast frá enduðum ágúst 1969 af kr, 19.191.00, en krafa í uppboðsverð kom, eins og áður segir, fram í bréfi, dagsettu 26. ágúst 1969, og síðan reiknast vextir af kr. 20.755.00 frá enduðum september s. á. til greiðsludags. Málskostnaður á að falla niður í máli þessu. 487 Því úrskurðast: Kristinn Einarsson hæstaréttarlögmaður vegna Húsfélagsins Ferjubakka 2—16 fær greiddar af uppboðsverði hluta af Ferjubakka 16, sem seldur var á nauðungaruppboði 27. ágúst 1969, talinn eign Garðars Steinþórssonar, kr. 20.755.00 með 1% mánaðarvöxtum af kr. 19.191.00 frá 1. september 1969 til 1. október s. á., og af kr. 20.755.00 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 8. maí 1970. Nr. 126/1969. Hreiðar Svavarsson (Jón Bjarnason hrl.) gegn Timburiðjunni h/f og sagnsök (Agnar Gústafsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. júlí 1969. Dómkröfur hans eru þessar: Aðallega, að hinu áfrýjaða máli verði vísað frá héraðsdómi og honum dæmdur málskostnaður úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst aðaláfrýjandi, að meðferð málsins í héraði frá og með 6. maí 1969 verði ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar af nýju. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til þrautavara krefst bann sýknu að svo stöddu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 27. ágúst 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 19. s. m. Krefst hann stað- festingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 488 Aðaláfrýjandi hefur ekki sýnt fram á, að endurgjald það, sem gagnáfrýjandi krefur aðaláfrýjanda um fyrir smíðina, sé ósanngjarnt. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber því að staðfesta hann, þó þannig, að vaxtahæð ákveðist /% p. a. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 15.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að vaxtahæð ákveðst 7% p. a. Aðaláfrýjandi, Hreiðar Svavarsson, greiði gagnáfrýj- anda, Timburiðjunni h/f, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. maí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 6. þ. m., hefur Timburiðjan h/f við Miklubraut, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 21. maí 1968, gegn Hreiðari Svavarssyni, Borg- artúni 21, Reykjavík, f. h. Ásaklúbbsins, sama stað, til greiðslu eftirstöðva af skuld að fjárhæð kr. 71.440.00 ásamt 1% vanskila- vöxtum pr. mánuð frá 1. maí 1968 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu. Stefnandi segir skuldina upphaflega hafa verið kr. 156.440.90. Í stefnu lýsir stefnandi málavöxtum þannig, að í marz og apríl 1967 hafi stefnandi unnið við að innrétta Ásaklúbbinn að beiðni stefnda, einnig hafi stefndi keypt efni í innréttingarnar hjá stefn- anda. Hafi Timburiðjan h/f smíðað bar, eldhús, fatageymslu, úti- hurð, sólbekki o. fl, einnig innréttað stigagang í salarkynni klúbbsins, auk þess hafi stefndi keypt óuppsettan skáp hjá stefn- anda. Skuld þessi hafi ekki fengizt greidd þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og sé málshöfðun því óhjákvæmileg. Ásaklúbburinn sé ekki skrásettur í firmaskrá Reykjavíkur og sé því Hreiðari, sem sé forstöðumaður klúbbsins, stefnt. Þá er málið var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 28. maí 1968, var sótt þing af hálfu stefnda, og var skilað greinargerð af hans hálfu 18. júní 1968. Var þar gerð sú aðalkrafa, að málinu 489 í heild yrði vísað frá dómi. Hinn 10. desember s.1. fór fram munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna, og var kveðinn upp úrskurður sama dag, þar sem framkomin frávísunarkrafa var ekki tekin til greina. Í greinargerð gerði lögmaður stefnda þá varakröfu, að stefndi yrði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi yrði dæmdur til að greiða stefnda mjög ríflegan málskostnað. Sýknukröfu sína rökstyður stefndi með því, að fyrir eftirtalin verkefni: að smíða og setja upp afgreiðsluborð, smíða og setja upp tvö borð í eldhúsi og hillur á tvo eldhúsveggi, smíða og setja upp grind á stigapall og handrið á stiga, smíða og setja upp fata- hengishillu með slá og smíða grind utan um skrifborð, sem stefndi hafi átt og sé síðan notað sem afgreiðsluborð í fatahengi, hafi stefnanda borið kr. 80.000.00, er hann hefði lokið verkinu. Stefnandi hafi enn eigi lokið þessum verkum að fullu og eigi hann (því eigi kröfu til endurgjalds, þótt stefndi hafi um skyldu fram þegar greitt honum kr. 75.000.00 af samningsfjárhæðinni. Telur lögmaður stefnda sjálfsagt að sýkna stefnda af eftirstöðv- unum að óbreyttum aðstæðum. Varðandi eftirtalda liði: útihurð, sólbakki og skáp, þá segir stefndi, að hann hafi ekkert af þessu keypt af stefnda. Hins vegar kveðst stefndi hafa falið stefnanda utan samninga að setja í húsið vandaða útihurð, sem stefndi hafi keypt erlendis, og sé ekki útilokað, að níundi reikningurinn höfði til þess verks. Frágangur stefnanda á verki þessu sé stórgallaður og hurðin sjálf hafi orðið fyrir skemmdum í meðförum verk- manna stefnanda. Krafa um kr. 4.745.00 fyrir slíka framkvæmd nái að sjálfsögðu engri átt, auk þess séu vinnustundir taldar að minnsta kosti tvöfalt fleiri en rétt sé. Varðandi kröfu stefnanda vegna sólbekkja segir stefndi, eins og áður greinir, að hann hafi ekki keypt sólbekki af stefnanda. Jafnframt segir stefndi, að stefnandi hafi ekki leyst af hendi neina vinnu við uppsetningu sólbekkja fyrir stefnda og það sé fölsun að hendi stefnanda, að stefndi hafi greitt kr. 10.000.00 inn á gervireikning þennan. Mál þetta var tekið fyrir 12. febrúar s.l, og skoraði dómarinn þá á lögmann stefnda að láta dómkveðja matsmenn til þess að meta þau verk, sem ágreiningur er um í máli þessu. Málið var tekið fyrir 12. marz s.l., og boðaði lögmaður stefnda þá forföll. Var málinu þá frestað til 26. marz s.l., og lýsti þá lögmaður stefnda því yfir, að hann hefði enn ekki óskað eftir dómkvaðn- ingu matsmanna, og lýsti lögmaður stefnanda því þá yfir, að hann mundi sjálfur óska eftir því, að dómkvaddir yrðu mats- 490 menn, og var málinu síðan frestað til 16. apríl s.1. Þá, er málið var tekið fyrir þann dag, var ekki sótt þing af hálfu stefnda, og krafðist lögmaður stefnanda þess, að málið yrði dómtekið. Ekki hafði þá verið óskað eftir dómkvaðningu matsmanna, og var málið dómtekið. Með úrskurði, uppkveðnum 23. apríl s.l., var málið endurupp- tekið og fyrisvarsmanni stefnanda gefinn kostur á að koma fyrir dóm til yfirheyrslu. Hinn 30. apríl s.l. kom svo Tyrfingur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Timburiðjunnar h/f, fyrir dóm til yfiheyrslu. Fyrirsvarsmaður stefnanda lýsti tildrög- um málsins á þá leið, að stefndi hafi komið að máli við hann og hafi þeir í sameiningu litið á, hvað þyrfti að gera í húsnæði Ása- klúbbsins, og hafi þar verið um að ræða smíði og uppsetningu á fatahengi, smíði á vínbar og stigahandriði. Hafi stefndi spurt fyrirsvarsmann stefnanda, hvað framkvæmd þessa verks mundi kosta, og kvaðst hann hafa sagt á að gizka 70—80 þús. krónur, en þetta hafi ekki verið ákveðið verðtilboð, heldur ágizkun um það, hvað verkið mundi kosta. Eftir að verkið hafi verið byrjað, þá hafi komið til breytinga á vínbarnum, þannig að inn á verkið hafi verið bætt innréttingu á barnum að innanverðu. Síðar hafi bætzt við, að stefnandi skyldi smíða eldhúsinnréttingu og gera breytingar á skrifborði, sem skyldi notast sem afgreiðsluborð. Einnig hafi verið unnið í sambandi við uppsetningu á rennihurð. Enn fremur hafi verið sett upp útihurð, sem keypt hafi verið erlendis, en þeirri hurð hafi þurft að breyta, bæði stytta hurðina og mjókka, einnig breyta körmum. Þegar breytingu á hurðinni hafi verið lokið, hafi hurðin verið flutt í húsnæði Ásaklúbbsins og hafi hurðin laskazt eitthvað í meðförum bílstjórans, en það hafi ekki verið í neinu sambandi við vinnu stefnanda. Fyrirsvarsmaður stefnanda kvað vinnustundafjölda í sambandi við verk þetta vera rétt talinn, Enn fremur hafi stefnandi annazt uppsetningu á sól- bekkjum, og sagði fyrirsvarsmaður stefnanda, að maður sá, sem annaðist uppsetningu sólbekkjanna, hafi farið með kvittun frá Timburiðjunni h/f til stefnda og afhent honum, þá er stefnandi borgaði kr. 10.000.00 inn á reikninginn, en fyrirsvarsmaður stefn- anda kvaðst sjálfur hafa borgað smiðnum mismuninn á 10 þús. kr. innborgun stefnda og þeim launum, sem smiðnum hafi borið fyrir verkið. Varðandi það, sem segir í greinargerð stefnda varðandi óupp- settan skáp, þá sagði fyrirsvarsmaður stefnanda, að hann hafi 491 ekki afhent skápinn, þar sem staðið hafi á greiðslum frá stefnda, og hafi einungis verið byrjað að saga niður efni í skápinn og geti verið, að í stefnufjárhæðinni séu einhver vinnulaun í sam- bandi við þá vinnu, en það sé í mesta lagi ein daglaun og ekki sé inni á reikningnum efniskostnaður vegna skápsins. Þetta sé það eina, sem ekki hafi verið lokið við, og hafi stefndi ekki kvartað við fyrirsvarsmann stefnanda um, að einhverjum hluta verksins væri ólokið, og ekki hafi heldur verið kvartað yfir frágangi eða almennt, hvernig verkið væri unnið. Eins og hér hefur verið rakið og fram kemur í skjölum máls- ins, þá virðist það vera rétt hjá stefnda, að stefnandi hafi ekki selt stefnda útihurð, sólbekki og skáp. Er málavaxtalýsing í stefnu því röng að þessu leyti, en þar sem það er viðurkennt af hálfu stefnda, að stefnandi hafi breytt og sett upp útihurð, og því er haldið fram af hálfu fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, að stefnandi hafi annazt uppsetningu á sólbekkjum, og jafn- framt, að stefndi hafi pantað skáp og hafi verið byrjað á skápn- um, en ekki lokið við hann og hann ekki afhentur vegna greiðslu- falls stefnda, þá þykir ekki efni til að vísa málinu frá dómi, að því er þessa liði varðar, þrátt fyrir mishermi í stefnu. Hinn 30. apríl s.1. fóru dómendur að húsakynnum Ásaklúbbsins þeirra erinda að skoða verk þau, sem um er deilt í málinu. Hafði áður verið haft samband við starfsmann klúbbsins og hann lofað að vera við, til þess að dómendur gætu skoðað umrædd verk. Þá er dómendur komu á umsömdum tíma, voru húsakynni klúbbs- ins lokuð, og var dómendum ekki hleypt inn. Hinn 6. þ. m. fóru dómendur enn á vettvang, og var þeim þá hleypt inn í húsnæði Ásaklúbbsins, en stefndi óskaði eftir því við dómendur, að þeir skoðuðu ekki umdeild verk að sinni vegna ónæðis, sem dóm- endur kynnu að valda gestum klúbbsins. Var stefndi upplýstur um það, að dómarar mundu ekki gera þriðju tilraunina til þess að líta á verk þessi, en samt sem áður óskaði stefndi eftir því, að dómarar færu og skoðuðu ekki verkin. Eins og hér hefur verið rakið, er gangur málsins sá, að málið var dómtekið, þar sem þingsókn féll niður af hálfu stefnda, án þess að stefndi hefði rökstutt sýknukröfur sínar. Ekki hafði lög- maður stefnda heldur orðið við óskum dómara málsins um að láta dómkveðja matsmenn til þess að meta hin umdeildu verk, og að síðustu var dómurum málsins meinað að skoða hin um- deildu verk. Fyrirsvarsmaður stefnanda hefur verið yfirheyrður 492 fyrir dómi, og studdi framburður hans kröfur stefnanda. Enn fremur eru hin framlögðu skjöl í samræmi við kröfur stefnanda og framburð. Þegar til alls þess er litið, sem hér hefur verið rakið, þá þykir verða að taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 14.800.00. Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardógara, kvað upp dóm Þennan ásamt meðdómendunum Þorsteini Hjálmarssyni húsgagna- smíðameistara og Indriða Níelssyni húsasmíðameistara. Dómsorð: Stefndi, Hreiðar Svavarsson f. h. Ásaklúbbsins, greiði stefn- anda, Timburiðjunni h/f, kr. 71.440.00 með 1% vöxtum fyrir hvern mánuð frá 1. maí 1968 til greiðsludags og kr. 14.800.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að:viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 8. maí 1970. Nr. 87/1970. Valdstjórnin gegn Rafni Svavarssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhalr. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 24. apríl 1970, sem barst Hæstarétti 27. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 493 Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 24. apríl 1970. Ár 1970, föstudaginn 24. apríl, var á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp úrskurður í málinu: Ákæruvaldið gegn Rafni Svavarssyni, sem tekið var til úrskurðar sama dag. Með dómi sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 25. marz s.l., var Rafn Svavarsson sjómaður, Bragagötu 38, fæddur 31. júlí 1938 í Reykjavík, dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun. Dómi þessum hefur samkvæmt ósk ákærða verið skotið til Mæstaréttar með áfrýjunarstefnu, dags. 18. þ. m. Ákærði hefur afplánað refsivist samkvæmt eldri refsidómi síðan 25. marz, en afplánun lýkur í dag. Af hálfu ákæruvaldsins hefur þess verið krafizt, að ákærði verði úrskurðaður til gæzluvarðhaldsvistar, „unz hæstaréttardómur í málinu kemur til framkvæmda“. Ákærði mótmælir því, að krafan nái fram að ganga. Þegar litið er til þess, að ákærði hefur alls 10 sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir ýmiss konar brot, nú síðast fyrir tvö nauðgunarbrot, framin með stuttu millibli á s.l. hausti, verður að telja, að hætta sé á, að hann haldi áfram brotum, ef hann verður látinn laus. Eins og áður segir, ákvað hinn áfrýjaði héraðs- dómur ákærða 4 ára fangelsi. Þykir því samkvæmt 4. og 5. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961 eiga að taka til greina kröfu ákæruvalds- ins um gæzluvarðhald, þó svo, að varðhaldinu verði sett skýrari tímamörk. Er hæfilegt, að gæzluvarðhaldstíminn megi nema allt að 75 dögum. Því úrskurðast: Rafn Svavarsson sæti gæzluvarðhaldi 75 daga. 494. Þriðjudaginn 12. maí 1970. Nr. 203/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Magnúsi Móberg Hanssyni (Páll S. Pálsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Nytjastuldur. Dráttarvél. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Æftir uppkvaðningu héraðsdóms hafa verið háð framhalds- próf í máli þessu og nokkur ný gögn verið lögð fyrir Hæsta- rétt. Lögreglumenn þeir, er að handtöku ákærða stóðu, sáu hann ekki aka dráttarvélinni, og á handtökuvettvangi viður- kenndi hann eigi fyrir þeim að hafa ekið henni, en lögreglu- maður sá, er ritaði frumskýrslu í máli þessu, gat þess þar, að ákærði hefði viðurkennt aksturinn. Hafði hann þetta eftir lögregluvarðstjóra þeim, er yfirheyrði ákærða nokkru eftir handtöku. Við framhaldspróf í málinu kvaðst ákærði hvorki kunna að gangsetja dráttarvél né aka slíku tæki, enda hafi kunn- ingi hans, Jón Jónsson, ekið dráttarvél þeirri, sem um ræðir í máli þessu, nema hvað hann hafi sjálfur aðeins gripið ann- arri hendi í stýri hennar, er hann óttaðist, að hún mundi rekast á grindverk. Er þeir ákærði og Jón Jónsson voru sam- prófaðir í framhaldsrannsókn málsins, kvaðst Jón Jónsson hafa verið ölvaður, er þeir félagar tóku dráttarvélina, og ekki geta staðhæft, að framburður ákærða um akstur hennar sé rangur, en samkvæmt varðstjóraskýrslu bar nefndur Jón skömmu eftir handtöku þeirra félaga, að ákærði hefði ekið dráttarvélinni. Að því athuguðu, er nú hefur verið rakið, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að rétt þykir að 495 ákveða, að fullnustu refsingar ákærða skuli fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 haldið. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr, 8.000.00, og laun verj- anda sins, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að fulinustu refsingar ákærða skal fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 haldið. Ákærði, Magnús Móberg Hansson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 28. ágúst 1969. Ár 1969, fimmtudaginn 28. ágúst, var á dómfþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ólafi Þorlákssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 333/1969: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Móberg Hanssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 27. febrúar 1969, höfðað á hendur Magnúsi Móberg Hanssyni verkamanni, Hátúni 1, Reykjavík, fæddum þar í borg hinn 21. desember 1949, fyrir að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 7. nóvember 1968 tekið í heim- ildarleysi í félagi við piltinn J. J. dráttarvélina Rd 226, þar sem hún stóð á bifreiðastæði Mjólkurstöðvarinnar við Brautarholt í Reykjavík, og ekið henni undir áhrifum áfengis vestur Brautar- holt að Rauðarárstíg, þar sem þeir skildu við hana gegnt húsi Egils Vilhjálmssonar h/f. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1956, og 2. mgr., sbr. 3. mgr. 496 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir. Fimmtudaginn 7. nóvember 1968, kl. 0135, var lögreglunni hér í borg tilkynnt um það, að tveir menn hefðu þá nýverið sézt aka dráttarvél vestur Brautarholt hér í borg. Lögreglumenn fóru að sinna tilkynningu þessari. Skömmu síðar fundu lögreglumenn dráttarvél gegnt húsi Egils Vilhjálmssonar á Rauðarárstíg. Í nágrenninu handtóku lögreglumenn í framhaldi af þessu ákærða í máli þessu, Magnús Móberg Hansson, ásamt Jóni Jónssyni, Skúla- götu 78 hér í borg. Á vettvangi fyrir lögreglu viðurkenndi ákærði að hafa ekið greindri dráttarvél ásamt félaga sínum Jóni frá stæði Mjólkurstöðvarinnar í Brautarholti og þangað, sem lög- reglan kom að dráttarvélinni. Úr varð, að ákærði var færður til frekari rannsóknar. Fyrir lögregluvarðstjóra sama dag greindi ákærði m. a. svo frá, að hann hefði verið að aka dráttarvélinni, en tekið hana, þar sem hún var á stæði við Mjólkurstöðina við Brautarholt. Fyrir lögregluvarðstjóra viðurkenndi ákærði að hafa neytt áfengis skömmu fyrir akstur og að hafa fundið til áhrifa þess, er aksturinn fór fram. Kl. 0350 var ákærða tekið blóð til alkóhólákvörðunar, og fundust í blóði hans reducerandi efni, er samsvara 0.94%, af alkóhóli. Fyrir dómi hefur ákærði viðurkennt að hafa í félagi við Jón Jónsson, Skúlagötu 78 hér í borg, tekið í heimildarleysi dráttar- vélina Rd 226 greint sinn. Úr hafi orðið, að nefndur Jón hafi ekið dráttarvélinni mestan hluta leiðarinnar niður á Rauðarár- stíg, þar sem lögreglumenn komu að dráttarvélinni skömmu síðar, en ákærði hefur þó viðurkennt að hafa stjórnað dráttarvélinni lítinn hluta umræddrar leiðar með því að stýra dráttarvélinni þá. Ákærði hefur viðurkennt að hafa verið undir áhrifum áfengis, er framangreindir atburðir urðu. Samkvæmt játningu ákærða sjálfs fyrir dómi, niðurstöðu alkó- hólrannsóknarinnar og með vísan til annarra gagna málsins, telst sannað, að ákærði hafi aðfaranótt fimmtudagsins 7. nóvember 1968 tekið í heimildarleysi í félagi við Jón Jónsson, Skúlagötu 78 hér í borg, dráttarvélina Rd 226, þar sem hún stóð við hús Mjólkurstöðvarinnar við Brautarholt hér í borg, og ekið henni undir áhrifum áfengis hluta leiðarinnar frá Brautarholti að 497 Rauðarárstíg. Með því framferði, sem nú hefur verið rakið, þykir ákærði hafa gerzt brotlegur við 1. mgr. 259. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 20/19586, og 2. megr., sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 58/1954, sbr. nú lög nr. 82/1969. Ákærði hefur hlotið refsingar sem hér segir: 1968 22/1 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot gegn 26. og 49. gr. umferðarlaga. 1968 18/4 í Reykjavík: Sátt, 4.000 kr. sekt fyrir brot gegn 25. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfengislaga. Sviptur öku- leyfi í 6 mánuði frá 16. marz 1968. Dómssátt, er ákærði undirgekkst 18. apríl 1968, hefur sam- kvæmt 71. gr. almennra hegningarlaga ítrekunarverkanir á brot ákærða, er hér er um fjallað, og verða honum í samræmi við það ákvörðuð viðurlög. Refsing ákærða þykir eftir atvikum hæfilega ákveðin varðhald 45 dagar. Svo sem krafizt er í ákærukjali og samkvæmt 81. gr. umferðar- laga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga, ber að svipta ákærða ökurétt- indum æfilangt, og miðast sviptingartíminn við 19. nóvember 1968, en þann dag var ákærði sviptur ökuréttindum til bráða- birgða af lögreglustjóranum í Reykjavík. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Magnús Móberg Hansson, sæti varðhaldi í 45 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi æfilangt frá 19. nóvember 1968 að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 498 Föstudaginn 15. maí 1970. Nr. 139/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) gegn Finnboga Péturssyni og gagnsök (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. júlí 1969. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýj- anda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 5. janúar 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 31. desember 1969. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 140.188.00 með 7% ársvöxtum frá 12. júní 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málsatvik eru skilmerkilega rakin í héraðsdómi. Orsakir slyss gagnáfrýjanda verða að meginhluta raktar til ölvunar og ógætni hans sjálfs, en hins vegar sýndi lögreglumaðurinn ekki fyllstu aðgæzlu. Þegar litið er til allra málavaxta, þykir rétt, að gagnáfrýjandi beri tjón sitt, sem er hæfilega metið í héraðsdómi, að 34 hlutum sjálfur, en aðaláfrýjandi bæti honum það að 74 hluta. Verður aðaláfrýjanda því dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 26.335.00 ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 16.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra í. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Finnboga Péturssyni, kr. 26.335.00 með 7% ársvöxtum frá 12. júní 1964 til 1. janúar 1965, 6% 499 ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 16.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. júní 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 10. þ. m., hefur Finnbogi Pétursson, Laugavegi 72 hér í borg, höfðað með stefnu, birtri 12. júní 1968, gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu á skaðabótum að fjárhæð kr. 140.188.00 með 8% ársvöxtum frá 18. september 1962 til greiðsludags auk málskostnaðar að skað- lausu. Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað eftir mati réttarins, en til vara, að stefnukröfurnar verði verulega lækkaðar, en málskostnaður Í því tilfelli látinn niður falla. Í stefnu lýsir stefnandi málavöxtum svo: „Hinn 18. september 1962 var stefnandi tekinn af lögreglunni Í Reykjavík inni í Álfheimum hér í borg vegna ölvunar. Var farið með stefnanda í fangageymslu lögreglunnar í Síðumúla. Þar var stefnandi settur til geymslu í klefa nr. 17. Er stefnandi hafði verið nokkra stund í klefanum, þurfti hann að gera þarfir sínar, en þá reyndist bjöllukerfi klefans vera óvirkt, enda hafði það verið tekið úr sambandi. Tók þá stefnandi að kalla á fangavörð. inn og varðstjórann. Eftir stutta stund kom fangavörðurinn, Þórir Þorsteinsson, og tjáði þá stefnandi honum, hvers hann þyrfti með. Fangavörðurinn sinnti ekki beiðni stefnanda að fá að fara á salerni, en skellti í þess stað aftur hurðinni á fanga- klefanum, en við það lenti baugfingur hægri handar stefnanda á milli hurðarinnar og dyrastafsins. Stefnandi var strax fluttur á slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hans“. Stefnandi gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni þann 20. september 1962. Hefur hann skýrt þar svo frá, að hann hafi verið að ganga eftir götunni inni í Álfheimum laust eftir miðnætti umrædda nótt. Hann kveðst hafa verið eitthvað drukkinn, en vel ferðafær og hafi ekki haft í frammi hávaða eða nokkurt hneykslanegt athæfi. Hann kveðst hafa mótmælt handtökunni, þar sem hann hafi talið, að ekki væri ástæða til fyrir lögregluna að skipta sér af sér, en lögregluþjónarnir hafi drifið hann inn í lögreglubifreiðina og ekið með hann beint að fangageymsl- 500 unni í Síðumúla. Hann hafi þó ekki verið settur í handjárn. Þegar í fangageymsluna kom, hafi hann verið leiddur fyrir varðstjór- , Matthías Sveinbjörnsson. Muni varðstjórinn sennilega hafa st þa nn úrskurð, að stefnandi skyldi settur í fangaklefa, enda orið farið þegar með hann þangað. Þegar stefnandi hafði 1. nokkra stund í fangaklefanum, kveðst hann hafa orðið þess var, að hann þurfti að ganga örna sinna. Hann hafi því æpt, eins hátt og hann gat, á fangavörðinn og varðstjórann, þar sem bjöllu- kerfið var ekki í lagi. Eftir stundarbið hafi fangavörðurinn, Þórir Þorsteinsson, komið og opnað hurðina og stigið inn í klefann. Kveðst stefnandi þá hafa tjáð fangaverðinum, að hann þyrfti að komast á salerni til þess að leysa buxur sínar. Fangavörðurinn hafi hins vegar „röflað og rifið kjaft“, en stefnandi kveðst áður hafa verið búinn að kalla út úr klefanum, að hann mundi gera þarfir sínar á klefagólfið, ef hann fengi ekki að fara á salernið. Þegar fangavörðurinn igerði sig ekki líklegan að fara með stefn- anda á salernið, kveðst stefnandi hafa ætlað út úr klefanum, en þá hafi fangavörðurinn skellt aftur hurðinni og hafi baugfingur hægri handar hans þá lent á milli hurðarinnar og dyrastafsins þeim megin, sem lamirnar eru. Við þetta kveðst stefnandi hafa rekið upp skerandi neyðaróp og hafi hurðin þá strax verið opnuð. Stefnanda var strax ekið á slysavarðstofuna, og þar var gert að meiðslum hans, eftir því sem tök voru á. Dvaldist stefnandi þar í sjúkraklefa það sem eftir var nætur og daginn eftir. Þórir Þorsteinsson lögregluþjónn, sem gegndi starfi fangavarðar fanga geymslunni við Síðumúla umrædda nótt, ritaði samdægurs kýrslu um atburð þennan. Í skýrslu þessari segir m. a.! „Þriðjudaginn 18/9 1962 var ég undirritaður fangavörður við fangageymsluna við Síðumúla. Kl. 01.40 var komið með Finnboga Pétursson, til heimilis Laugavegi 165. Var Finnbogi allmikið ölvaður og æstur. Finnbogi var færður í klefa nr. 17 af lögreglu- þjóni nr. 98 og undirrituðum. Er undirritaður var á eftirlitsferð kl. 02.20 og kíkti á Finnboga, sá ég þá, hvar hann hafði leyst niður um sig buxurnar, og hugðist hanna ganga örna sinna á klefagólfið, Opnaði undirritaður þá klefann og spurði Finnboga, af hverju hann bæði mig ekkki að fá að fara á klósettið. Sagði Finnbogi mér að halda kjafti, hann ætlaði bara að ganga örna sinna á gólfið. Allt í einu stekkur Finnbogi á hálfopna klefahurð- ina hjá mér, og er ég hugðist láta aftur hurðina, varð einn fingur Finnboga á milli. Varð Finnbogi á milli ramma í dyrakarmi og hurðarinnar lamamegin“. hn 501 Þórir Þorsteinsson lögregluþjónn hefur í skýrslu hjá rannsókn- arlögreglunni þann 21. september 1962 skýrt svo frá, að hann hafi verið í nokkur skipti fangavörður í fangageymslunni við Síðumúla í forföllum fangavarðarins og umrædda nótt hafi hann gegnt því starfi. Hann segir, að stefnandi hafi verið látinn í fangaklefa nr. 17 kl. 0140 um nóttina. Hann hafi verið mjög drukkinn og æstur og hafi lögregluþjónninn Björn Sigurðsson hjálpað honum til að láta stefnanda inn í klefann. Hann segir, að menn þeir, sem woru í fangaklefanum umrædda nótt, hafi verið mjög órólegir, og sérstaklega minnist hann Grænlendings, sem hafi verið tekinn vegna ölvunar. Hafi Grænlendingurinn sparkað í klefaveggina og æpt og hljóðað stanzlaust. Hafi Græn- lendingurinn verið settur í járn og muni hafa verið búið að gera bað, um það leyti sem stefnandi kom inn, en Grænlendingurinn hafi haldið áfram að öskra eftir sem áður. Þórir kveðst hafa verið á stöðugri ferð um gangana og litið inn um sægjugötin á klefunum og fylgzt á þann hátt með föngunum. Einnig minnist hann þess, að hann færði þó nokkuð mörgum vatn á þessum tíma. Hann minnist þess ekki á þessum tíma, að hann hafi heyrt stefnanda kalla til sín eða varðstjórans, en kveðst ekki geta sagt um fyrir víst, hvort stefnandi hafi æpt á þessum tíma, því að óp og óhljóð hefðu komið frá svo mörgum klefum. Þórir kveðst muna, að hann leit nokkrum sinnum inn um sæpgjugatið á klefa stefnanda. Hafi stefnandi þá setið á fletinu og bölvað lögrogl- unni, en Þórir kveðst ekkert hafa gefið sig frekar að því. Í einni eftirlitsferðinni, um kl. 0220, kveðst Þórir hafa kíkt inn um Sægjugatið á klefa nr. 17. Hafi stefnandi þá staðið upp við einn klefavegginn os var búinn að leysa niður um sig brækurnar og var að setjast niður á hækjur sínar. Kveðst Þórir hafa þá opnað klefahurðina, sem fellur út, og litið inn í klefann og spurt stefn- anda eitthvað á þá leið, hvað þetta ætti að þýða. Stefnandi hafi þá sagt, að hann ætlaði að gera barfir sínar á gólfið, því að hann fengi ekki að fara á salerni. Þórir kveðst þá hafa boðið stefnanda að koma á salerni, en stefnandi hafi neitað því og sagzt bara mundu ganga örna sinna á klefagólfið. Kveðst Þórir þá hafa sagt eitthvað á þá leið, að stefnandi skyldi fá að þrífa það upp sjálfur, en stefnandi hafi þá sagt Þóri að halda kjafti, en um leið hafi stefnandi hysjað upp um sig buxurnar og stokkið á hurðina, en Þórir, sem stóð að utanverðu við hurðina, kveðst þá hafa ýtt á hana og þar með ætlað að loka klefanum, þar sem hann vildi ekki fara að eiga þarna einn í stimpingum við stefnanda, enda 502 hafi það verið venja, að tveir menn færðu fanga á milli, sérstak- lega ef um mjög ölvaða og æsta menn var að ræða. Áður en hurðin féll að stöfum, kveðst Þórir hafa fundið, að eitthvað var fyrir henni. Tók hann þá hurðina strax að sér aftur, og kom þá í ljós, að stefnandi hafði lent með baugfingur hægri handar milli hurð- arinnar, hjaramegin, og ramma Í dyrakarminum, sem sé úr járni og allhvass. Segir Þórir, að stefnandi hafi upphaflega komið á því sem næst miðja hurðina og muni svo sennilega sökum ölvunar hafa runnið til í áttina að hjörunum og þá gripið með hendinni í hurðarbrúnina. Lögregluvarðstjórinn, Matthías Sveinbjörnsson, hefur í skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni þann 20. september 1962 skýrt svo frá, að hann hafi athugað ástand stefnanda, þegar hann var færð- ur í fangageymsluna við Síðumúla umrædda nótt. Kveðst varð- stjórinn hafa ákveðið, að stefnandi yrði settur í fangaklefa til geymslu yfir nóttina. Stefnandi hafi verið mikið drukkinn, í æstu skapi og leiðinlegur, en það sé hann vanalega, þegar hann sé drukkinn. Eftir að stefnandi hafði verið látinn í fangaklefann, kveðst varðstjórinn hafa werið inni á skrifstofu sinni og setið þar við skriftir. Hann kveðst ekki geta sagt um, hvort bjöllukerfi tilheyrandi klefa nr. 17 var í sambandi umrædda nótt. Stefnandi styður kröfur sínar í málinu þeim rökum, að til- drög slyssins verði rakin til mistaka af hálfu fangavarðar þess, sem hafði með stefnanda að gera í umrætt skipti. Fangavörðurinn hafi ekki sýnt þá aðgæzlu, sem nauðsynleg sé gagnvart ölvuðum mönnum. Fangavörðurinn hafi skellt hurðinni á stefnanda. Þetta hafi verið mjög óvarlegt, eins og á stóð. Undir þessum kringum- stæðum hafi fangavörðurinn átt að sýna sérstaka aðgæzlu gagn- vart stefnanda. Stefnandi telur auk þess, að hann hafi werið beittur óþarfa harðræði, þar sem honum hafi verið meinað að fara á salerni. Þá telur stefnandi jafnframt, að hurðarbúnaður í umræddum klefa sé ekki forsvaranlegur og að mörgu leyti stór- hættulegur, þar sem bæði hurðin og dyrakarmurinn sé úr járni og auk þess all hvass. Stefndi beri ábyrgð á þessum framan- greindum mistökum fangavarðarins og hinum óforsvaranlega hurðarbúnaði. Beri því að taka kröfur hans til greina. Stefndi styður nú kröfu sína um sýknu fyrst og fremst þeim rökum, að stefnandi eigi sjálfur alla sök á óförum sínum. Verði hann því sjálfur að bera tjón sitt. Stefnandi hafi beinlínis sýnt mótspyrnu við fangavörðinn, svo sem með því að ætla að hindra fangavörðinn í því að loka klefadyrunum. Þetta hefði þó ekki 503 komið að sök, ef stefnandi hefði látið nægja að ýta eða leggjast á hurðina. Stefnandi hafi hins vegar um leið tekið annarri hendi inn í dyrafalsið, sem hafi verið óðs manns æði, þar sem fanga- vörðurinn hafi ekki getað fundið eða vitað um það utan frá og alls ekki reiknað með slíku. Lögreglumanninum verði því ekkert til saka fundið í þessu sambandi. Stefnandi geti hér engu um kennt nema sjálfum sér og því bersýnilega hættulega tiltæki að grípa hendinni inn í falsið, um leið og verið var að loka hurð- inni utan frá. Jafnvel þótt rétt væri, að stefnandi hafi þurft að ganga til salernis, sem að vísu hafi ekki reynzt annað en fyrir- sláttur, þá segi það sig sjálft, að ekki hefði nein fyrirstaða verið á slíku af lögreglunnar hendi. Stefnandi hafi líka haft uppi til- burði um að ráða fram úr þessum hlutum án þess að fara út úr klefanum. Þetta atriði málsins hafi því enga þýðingu sem máls- ástæða. Í öðru lagi hefur stefndi algerlega mótmælt því, að hurð- arútbúnaðurinn sé á nokkurn hátt athugaverður eða hættulegur umfram það, sem slíkur útbúnaður er og hljóti ávallt að vera, enda hafi stefnandi ekkert sannað í því efni. Í þriðja lagi heldur stefndi bví fram, að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir aðgerðar- leysi, ef hún hefur einhvern tíma verið fyrir hendi. Í því sam- bandi bendir stefndi á það, að stefnandi hafi strax 20. september 1962 í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglunni krafizt skaðabóta vegna meðferðarinnar í fangageymslunni. Stefnandi hafi látið það mál niður falla og ekki hafizt handa á ný, fyrr en lögmaður hans ritaði stefnda bréf, dags. 18. apríl 1968, og hafi síðan höfðað mál þetta með birtingu stefnu þann 12. júní 1968. Eigi verði talið, að stefnandi hafi komið fram með frambærilega ástæðu eða gefið skýringu fyrir þessum langa drætti á málshöfðun. Slíkt aðgerðarleysi feli í sér fráfall allra hugsanlegra kröfugerða, hvernig svo sem annars kynni að vera litið á hinar formlegu fyrningarreglur í þessu sambandi. Þá bendir stefndi á í sambandi við lækkunarkröfu sína, að eigi geti leikið á því vafi, að stefnandi hafi sýnt af sér svo gálaust atferli, að hann verði að minnsta kosti að bera sjálfur meginhluta sakar á ófarnaði sínum. Kröfur um bætur, slíkar sem í máli þessu er um fjallað, fyrn- ast á 10 árum, sbr. 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905. Eigi verður á það fallizt með stefnda, að stefnandi hafi þrátt fyrir síðbúna máls- sókn fyrirgert rétti til bóta vegna aðgerðarleysis. Kemur þessi málsástæða stefnda því ekki að haldi. Dómendur hafa kynnt sér dyraumbúnað fangaklefa þess, er um ræðir hér að framan. Hurðarkarmurinn er úr járni. Járnlisti 501 er á honum að ofan og til beggja hliða, og myndar listinn hurðar- fals. Listi þessi er um 2 om á breidd og 2 cm á þykkt. Hvassar brúnir eru á listanum. Hurðin er allþykk, járnslegin á báðar hliðar. Er dyraumbúnaður þessi rammger og bersýnilega hættu- legur, ef um mótþróa er að ræða hjá fanga við dyrnar, í þann mund er hurð er felld að stöfum. Eigi verður þó talið, að dyra- umbúnaður sé óeðlilega hættulegur eða óforsvaranlegur á slíkum stað. Nokkru áður en slysið varð, hafði stefnandi verið lokaður inni í umræðdum klefa. Svo sem áður er rakið, hafði hann verið tek- inn vegna ölvunar og færður í fangageymsluna. Stefnandi hafði reiðzt handtökunni, sem hann taldi ástæðulausa. Hafði hann sýnt mótþróa og var í æstu skapi. Að svo vöxnu máli mátti fangavörðurinn, sem hér átti hlut að, vænta óeðlilegra viðbragða af hálfu stefnanda, er hann opnaði klefadyrnar umrætt sinn, meðal annars að stefnandi mundi leita fast á um útgöngu úr klefanum. Sú varð og raunin. Brást fangavörðurinn á þann hátt við að loka á stefnanda hurðinni til að firra sig stympingum við hann. Telja verður, að þetta hafi verið ógætileg viðbrögð hjá fangaverðinum og hættuleg, eins og á stóð, en honum bar að kosta kapps um að bregðast á þann veg við mótþróa stefnanda, að hann yrði eigi fyrir meiðslum. Má rekja slysið að nokkru til þessarar vangæzlu fangavarðarins. Á hinn bóginn verður slysið og rakið til þess framferðis stefn- anda að freista útgöngu úr klefanum á þann hátt, sem að framan er lýst, án þess að sjást fyrir um öryggi sitt þrátt fyrir auðsæja hættu við klefadyrnar. Þegar litið er til allra málavaxta, þykir rétt, að stefndi beri fébótaábyrgð að hálfu á tjóni stefnanda. tefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Vinnutekjutap vegna tímabundinnar og varan- legraröðrorku .. .. 2... 2... 0... 2... Kr. 84.848.06 2. Bætur fyrir þjáningar, varanleg óþægindi og lÝti 2. 00. 0... 00.000.00 3. Kostnaður við örorkumat, bótaútreikning o. fl — 5.340.00 Kr. 140.188.00 Um kröfulið 1. Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir hefur metið örorku stefn- 505 anda. Er álitsgerð læknisins, sem dagsett er 5. janúar 1968, svo- hljóðandi: „Slasaði var fluttur á slysavarðstofuna, og það liggja fyrir 2 vottorð Tryggva Þorsteinssonar, læknis þar, hið fyrra dags. 5/10 1962 og hið síðara 4. des. 1962. Þessi vottorð eru svohljóðandi: „Aðfaranótt 18. sept. 1962, kl. 2.45, var komið með Finnboga Pétursson, til heimilis Laugavegi 165, Reykjavík, hingað á slysa- varðstofuna vegna meiðsla á baugfingri hægri handar. Finnbogi kom í fylgd lögregluþjóna frá Síðumúla og hafði klemmzt þar í hurðarfalsi skömmu fyrir komuna hingað. Var Finnbogi talsvert undir áhrifum áfengis. Við rannsókn fannst eftirfarandi: Marið og rifið (contunderað) sár á 4ða fingri hægri handar, sem gengur spírallaga frá nær- kjúkulið (proximal interphalangeallið) radialt fram fingurinn volart og dorsalt að fjærkjúkulið (dist. interphalangeal lið) ulnart, og þar hangir kjúkan á dálitlum holdflipa. Kjúkan er brotin að- eins dist. við miðju, og sjást lausar beinflísar í brotendum. Stendur kjúkan ber í sárinu. Gómhluti fingursins er mjög kraminn, og nagibeður klesstur. Rtg.mynd var tekin af fingrinum, og staðfesti hún aðeins það, sem sást með kliniskri skoðun. Vegna þrábeiðni Finnboga var fingurinn ekki amputeraður, enda þótt það yrði að teljast óhjákvæmilegt frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Sagðist Finnbogi aldrei samþykkja það að láta taka framan af fingrinum. Var sett gips á höndina og gefið antibiotica, Finnbogi síðan lagður inn hér á slysavarðstofuna. Fór hann heim 2 dögum síðar og var settur á antibiotica. Við skiptingu á fingrinum þ. 26. 9. var augljóst, að fingrinum yrði ekki bjargað, og ákveðið að amputera 2 dögum síðar. Þann 28. 9. var tekið framan af fingrinum, og reyndist nauðsynlegt að taka upp við nærkjúkulið (prox. interphalang. lið), til að hægt væri að þekja yfir með nægilegu holdi. Fingurinn lítur nú eftir atvikum vel út, en of snemmt er að segja, hvenær sárin verða að fullu gróin. Ekki er heldur hægt að segja um, hvenær Finnbogi verður vinnufær aftur. Vottorð þetta er skrifað skv. beiðni Jóhannesar Lárussonar lögfræðings“. „4/12 1962. Viðbótarvottorð fyrir Finnboga Pétursson, Laugavegi 165, Reykjavík. Af gefnu tilefni get ég undirritaður vottað eftirfarandi: 506 Þann 20. 9. '62 skýrði Finnbogi Pétursson mér frá því, að snúið hefði verið upp á vinstri handlegg sinn í sambandi við átök við lögregluþjón kvöldið, er hann slasaðist (aðfaranótt 18. 9. 62). Var Finnbogi stirður og aumur í upphandlegg og aftan á oln- boga. Hliðarlyfting (abduction) á handlegg var minnkuð, stirð og sársaukafull. Ekki þótti ástæða til að rannsaka handlegginn frekar. Þess má geta, að Finnbogi mun hafa handleggsbrotnað á vinstri upphandlegg árið 1958“. Slasaði hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum komið til viðtals hjá undirrituðum, bæði vegna þess slyss, er hér um ræðir, svo og vegna alls almenns heilsufars og umsókna um örorku- bætur hjá Tryggingastofnun ríkisins, en hann hefur notið örorku- bóta þar á tímabilinu frá 1959—1962 og aftur síðan 1963 og nýtur fullra örorkubóta þar nú. Ástæðan fyrir örorkubótum hans upp- haflega var mikil taugaveiklun, áfengisneyzla og afleiðingar meiðsla á vinstri handlim. Er hann slasaðist í september 1962, hafði hann ekki notið ör- orkubóta hjá Tryggingastofnuninni um tveggja mánaða bil og leitaði ekki eftir bótum að nýju fyrr en í júlí 1963. Maðurinn kom til viðtals og skoðunar hjá undirrituðum síðast hinn 29/12 1967. Hann hefur ekkert unnið undanfarna mánuði. Sem afleiðingu meiðslisins hinn 18/9 1962 þá kvartar hann aðallega um kraftleysi í hægri hendi og óþægindi í stúf. Skoðun: Það vantar 2 kjúkur á baugfingur hægri handar, það er vel gróið fyrir stúfinn. Hreyfing í hendinni er eðlileg. Maðurinn upplýsir, enda þótt það komi ekki fram í vottorð- um, sem fyrir liggja, að 6 mánuðum eftir slysið hafi hann verið í meðferð hjá Árna Björnssyni lækni, og gerði hann aðgerð vegna óþæginda Í stúf. Eins og fram kemur hér að framan, þá hafði maðurinn sjúk- dóm í vinstri handlim vegna afleiðinga meiðslisins fyrir slysið 1962, og verður ekki talið, að kvartanir hans frá vinstri öxl nú séu Í neinu sambandi við það meiðsli, er hér um ræðir. Lýsing á ástandi mannsins að öðru leyti verður því ekki rakin hér. Ályktun: Hér er um að ræða 53ja ára gamlan mann, sem slas- aðist í fangageymslu lögreglunnar fyrir rúmlega 5 árum. Við slysið hlaut hann meiðsl á baugfingri hægri handar og missti framan af fingrinum 2 kjúkur. Nokkrum mánuðum eftir slysið þurfti að gera aðgerð til að bæta ástand slasaða vegna fingurmiss- isins. 507 Fyrir slysið hafði maðurinn notið örorkubóta og nýtur örorku- bóta nú. Vegna slyssins verður að telja, að maðurinn hafi hlotið tíma- bundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 1 mánuð .. .. .. .. 100% Örorka Í1 — 50% — Í1 — 25% — Íí3 — 10% —- Í — „ 100% — Í1 — 50% — Í1 — 25% — Í1 — 10% — og síðan varanleg örorka 3%“. Á grundvelli ofangreinds mats fékk stefnandi Þóri Bergsson tryggingafræðing til að meta örorkutjón sitt. Í álitsgerð trygg- ingafræðingsins segir m. a.: „Finnbogi er sagður fæddur 14. júlí 1914 og hefur því verið 48 ára, þegar hann meiddist. Samkvæmt staðfestum afritum af skattframtölum Finnboga árin 1960— 1962 voru vinnutekjur hans þrjú heilu almanaksárin fyrir slysið: Árið 1959 .. .. .. .. .. Kr.37.645.00 — 1960... .. ... .. .. — 46.055.00 — 1961 .. .. ... .. .. — 84.261.00 Þessara tekna mun Finnbogi hafa aflað sem málari. Ég hef því umreiknað þær til kauplags á slysdegi og síðan samkvæmt breyt- ingum á kauptaxta málarasveina. Þannig umreiknaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætluðum tekjum og örorkan er metin Áætlaðar Áætlað vinnutekjur vinnutekjutap 1. árið eftir slysið .. .. kr. 76.384.00 kr. 22.117.00 2 — — — .. 2. — 86.455.00 — 2.594.00 3. — — — 2... — 98.182.00 — 2.945.00 4, — — — 2. 2. — 117.451.00 — 3.524.00 0. — — — .. 02. — 130.212.00 — 3.906.00 6. — — — .. .. — 135.431.00 — 4.063.00 Síðan árlega .. .. .. .. — 140.075.00 — 4.202.00 508 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 20.841.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 36.442.00 Samtals kr. 57.283.00 Hér hafa verið notaðar skattframtalstekjur þriggja heilu almanaksáranna fyrir slysið. Auðséð er, að tekjur tveggja fyrri áranna eru mjög verulega lægri en síðasta árið. Kemur og í ljós, að bæði þau ár hefur Finnbogi notið örorkulífeyris. Ég hef því einnig byggt eingöngu á tekjum ársins 1961. Verða þá allar tölur 48.12% hærri, þannig að áætluð laun nú yrðu kr. 207.479.00 og vermæti vinnutekjutaps: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 30.870.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 53.978.00 Samtals kr. 84.848.00 Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p.a., dánarlíkur ís- lenzkra karla fyrir árin 1951—-1960 og líkur fyrir missi starfs- orku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Í málinu liggur frammi vottorð Trygsingastofnunar ríkisins, dagsett 3. júní 1969, svohljóðandi: „samkvæmt beiðni vottast, að Finnbogi Pétursson, Laugavegi 72, f. 14/7 1914, hefir notið örorkubóta 75% frá Tryggingastofn- uninni frá 1/1 1959 óslitið að undanteknum tímabilum hans á hælum og öðrum opinberum stofnunum“. Bótakröfu sína fyrir örorkutjón byggir stefnandi á þeim út- reikningi tryggingafræðingsins, sem byggður er á tekjum stefn- anda á árinu 1961. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum, bæði vegna þess, að stefnandi hafi verið 75% öryrki, og auk þess sé útreikningur kröfunnar of hár. Þar við bætist, að hér sé um eingreiðslu að ræða, sem stefnandi þurfi ekki að greiða af tekju- skatt eða útsvar. Þegar haft er í huga það, sem hér að framan hefur verið rakið, og tekið er tillit til annarra þeirra atriða, sem hér skipta máli, þá þykir tjón stefnanda samkvæmt þessum kröfulið hæfilega metið kr. 60.000.00. 509 Um kröfulið 2. Stefndi hefur mótmælt þessum kröfulið sem allt of háum. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir meiðslum stefnanda og sjúkrasaga hans rakin nokkuð. Þegar virt eru meiðsli hans og afleiðingar þeirra, þykir hæfilegt að taka kröfulið þennan til greina með kr. 40.000.00. Um kröfulið 3. Krafa stefnanda samkvæmt þessum lið hefur ekki sætt tölu- legum andmælum. Hér er um að ræða nauðsynlegan kostnað við undirbúning máls þessa. Verður kostnaður þessi lagður óbreyttur til grundvallar. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telst tjón stefnanda nema kr. 105.340.00. Ber stefnda að greiða stefnanda helming Þeirrar fjárhæðar, eða kr. 52.670.00. Stefndi hefur mótmælt, að vextir verði dæmdir lengra aftur en frá stefnudegi. Samkvæmt 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 voru eldri vextir en 4 ár aftur í tímann fyrndir, er stefna var birt í máli þessu 12. júní 1968. Ber því að reikna upphafstíma vaxta frá 12. júní 1964, en rétt er að reikna vaxtahæðina 7% ársvexti frá 12. júní 1984 til 1. janúar 1965, 6% frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% frá beim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 11.000.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásarnt meðdómendunum Gunnari M. Guðmundssyni hæstaréttarlög- manni og Indriða Nielssyni húsasmíðameistara. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Finnboga Péturssyni, kr. 52.670.00 með 7% ársvöxtum frá 12. júní 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% frá þeim degi til greiðsluðags og kr. 11.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 510 Föstudaginn 15. maí 1970. Nr. 95/1970. Valdstjórnin gegn Þorsteini Þórði Sigurðssyni, Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Gísli Einarsson, fulltrúi sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 5. maí 1970, sem barst Hæstarétti 11. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Varnaraðilja er gefin að sök háttsemi, sem varðað getur hann fangelsisrefsingu eftir ákvæðum XXVI. kafla al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eru því samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hendi skilyrði til gæzluvarðhalds, sem rétt er að beita, eins og á stendur, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 82/1961. Með skirskotun til þessa og forsendna hins kærða úrskurð- ar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Suður-Múlasýslu 5. maí 1970. Aðfaranótt sunnudagsins 26. apríl 1970 var brotizt inn í verzlun Elíasar Guðnasonar hér á Eskifirði. Var stolið þaðan ýmsum munum, sem eru áætlaðir að verðmæti um kr. 242.000.00 — tvö hundruð fjörutíu og tvö þúsund krónur. Munirnir eru 2 útvarpstæki, segulbandstæki, armbandsúr, um 30 að tölu, gull- og silfurhringir, um 32 að tölu, hálsmen, armbönd og aðrir skartgripir svo og reykjapípur og 2 reykjapípuhausar, „kóngar“. öll Morguninn eftir innbrotið lét m/s Hólmanes, SU 120, úr höfn hér á Eskifirði. Áætluð var för skipsins til Þorlákshafnar. Gerðar voru frumathuganir á innbrotsstað. Þá er m/s Hólmanes, SU 120, kom til Þorlákshafnar, var gerð í því leit. Ekkert fannst grunsamlegt við leitina. M/s Hólmanes, SU 120, kom til Eskifjarðar kl. 2100 í gær- kvöldi, 4. þ. m. Var gerð leit í skipinu með samþykki skipstjóra. Fljótlega fundust tveir reykjapípuhausar, „kóngar“, svo og gyllt armband. Eigandi verzlunarinnar, Elís Guðnason, kvað tvo „kónga“ hafa verið í verzluninni fyrir innbrotið og hafi þeir verið sömu teg- undar og þeir, sem fundust. Fullyrti Elís, að armbandið væri úr verzluninni og hefðu munir þessir horfið úr verzluninni við inn- brotið. Við yfirheyrslur hefur Jón Ríkharður Kárason játað, að Þor- steinn Þórður Sigurðsson hafi aðfaranótt sunnudagsins 26 apríl s.l. komið inn í klefa, þar sem hann svaf. Hafi hann vaknað. Hafi Þorsteinn Þórður verið með tvo kassa, annan stóran, hinn minni. Í stærri kassanum hafi verið 2 útvarpstæki og segulbandstæki og í minni kassanum úr, armbönd, hringir og ýmsir skartgripir svo og reykjapípur. Hafi Þorsteinn Þórður tjáð honum, að hann hefði brotizt inn í verzlun og stolið munum þessum. Hafi Þorsteinn Þórður síðar hent útvarpstækjunum og segulbandstækinu í sjóinn, er skipið var farið frá Eskifirði, en falið aðra muni í skipinu, og telur Jón Ríkharður Kárason, að þeir séu þar enn. Þorsteinn Þórður Sigurðsson hefur neitað að hafa framið inn- brotið og stolið mununum. Með því að rannsókn málsins er enn á byrjunarstigi og hætta er á, að framangreindir menn geti torveldað rannsókn málsins, þykir rétt með vísun til 1. mgr. 1. töluliðar 67. gr. laga nr. 82 frá 1961 um meðferð opinberra mála að úrskurða þá í gæzlu- varðhald í allt að 30 dögum. Því úrskurðast: Jón Ríkharður Kárason og Þorsteinn Þórður Sigurðsson 2 sæti gæzluvarðhaldi í allt að 30 dögum. 512 Miðvikudaginn 20. maí 1970. Nr. 10/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Brynjólfi Sveinssyni og Gunnari Þór Sigvaldasyni (Jóhannes L. L. Helgason hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Dreifing mjólkur. Birting sérleyfa. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti í Ólafsfirði, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur verið aflað nokkurra nýrra gagna, og ákærðu hafa gefið frekari skýrslur fyrir dómi. Í máli þessu eru ákærðu sakaðir um „að hafa öðru hverju síðan sumarið 1967, s. s. eftir því hvenær samgöngur frá Akureyri féllu, látið selja mjólk á vegum verzlunarinnar Val- bergs h/f í Ólafsfirði úr kæligeymslu í kjallara hússins eða heimsenda til viðskiptavina, sem á vegum verzlunarinnar hafði verið flutt frá Akureyri til Ólafsfjarðar í söluskyni, þrátt fyrir ákvörðun framleiðsluráðs landbúnaðarins 7. des- ember 1961 um, að Ólafsfjörður sé, þar til öðru vísi verður ákveðið, „sérstakt mjólkursölusvæði með þeim réttindum og skyldum, sem því tilheyra samkvæmt gildandi lögum þar um“.“ Er þetta framferði talið varða við 1. mgr. 28. gr., sbr. 27. gr., sbr. 22. gr., sbr. 1. mgr. 48. gr. laga um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl. nr. 59/1960. Með lögum nr. 55/1966 voru gerðar nokkrar breytingar á lögum nr. 59/1960, þó ekki þeim ákvæðum, sem hér skipta máli. Samkvæmt heimild í 33. gr. laga nr. 55,/1966 voru ákvæði þeirra laga felld inn í meginmál laga nr. 59/1960 og lögin síðan gefin út af nýju sem lög nr. 101/1966. Kveður 513 saksóknari ríkisins, að brot ákærðu varði því við 1. mgr. 27. gr., sbr. 26, gr., sbr. 22. gr. sbr. í, mgr. 46. gr. laga nr. 101/ 1966, en ákvæði þessi eru nákvæmlega samhljóða þeim ákvæðum, sem í ákæru greinir. Samkvæmt ákvæðum 8. mgr. 118. gr. laga nr. 82/1961 þykja skilyrði vera fyrir hendi að beita ákvæðum laga nr. 101/1966. Á fundi framleiðsluráðs landbúnaðarins 7. desember 1961 var tekin fyrir beiðni Kaupfélags Ólafsfjarðar frá 13. sept- ember 1961 um, að kaupfélaginu yrði úthlutað lögsagnar- umdæmi Ólafsfjarðarkaupstaðar sem sölusvæði fyrir mjólk- urbú sitt. Samþykkti framleiðsluráð að verða við þessari ósk. Framleiðsluráð landbúnaðarins tilkynnti Kaupfélagi Ólafsfjarðar þessa ákvörðun með bréfi 11. desember 1961. Ekki var frekar auglýst um þessa ákvörðun, enda kveður framleiðsluráð landbúnaðarins slikt aldrei hafa verið gert, þegar sölusvæði hafa verið ákveðin. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnvaldaerinda skal birta í Lögbirtingablaði auglýsingar um „sérleyfi, er stjórnvöld veita“. F ramangreinda ákvörðun, sem veitti Mjólkurbúi Kaupfélags Ólafsfjarðar einkaleyfi til sölu mjólkur innan lögsagnarumdæmis Ólafsfjarðarkaup- staðar, bar því að birta í Lögbirtingablaði. Þar sem ákvörðun þessi varðaði ótiltekinn fjölda manna og skyldi samkvæmt efni sinu gilda um langan ótiltekinn tíma, og brot gegn henni gat varðað refsingu, sbr. 1. mgr. 27. gr. sbr. 26. gr., sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 101/1966, þykir samkvæmt grunnregl- um 7. gr. laga nr. 64/1943 eigi mega beita refsingu fyrir brot gegn ákvörðun þessari, fyrr en lögmælt birting hefur fram farið. Að svo vöxnu máli verður að dæma ákærðu sýknu af kröfum ákæruvaldsins í máli Þessu. Allur kostnaður af málinu bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærðu í héraði, kr. 5.000.00, og laun verjanda þeirra fyrir Hæsta- rétti, kr, 12.000.00. 33 514 Dómsorð: Akærðu, Brynjólfur Sveinsson og Gunnar Þór Sig- valdason, eisa að vera sýknir af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Kostnaður af málinu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærðu í héraði, Sveins Snorrasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00, og laun verjanda þeirra fyrir Hæstarétti, Jó- hannesar L. L. Helgasonar héraðsdómslögmanns, kr. 12.000.00. Sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardómara. Lög nr. 59/1960 voru leyst af hólmi með lögum nr. 101/ 1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verð- miðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fi. Dæma má mál þetta samkvæmt lögum nr. 101/1966, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 82/1961. Framleiðsluráð hefur samkvæmt 22. gr. laga nr. 101/1966 skipað landinu niður í mjólkursölusvæði. Eru takmörk mjólkursölusvæða á vitorði allra þeirra, sem málið skiptir nokkru. Ákærðu fluttu mjólk af hinu alkunna mjólkursölu- svæði Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu til sölu á mjólkursölu- svæði Ólafsfjarðar, sem notið hafði réttinda slíks svæðis að boði framleiðsluráðs allt frá því á árinu 1961. Var skipan mjólkursölusvæðis Ólafsfjarðar lýðum ljós norður þar. Þetta varðar ákærðu við niðurlagsákvæði 22. gr. laga nr. 101/ 1966, sbr. 22. gr. laga nr. 19/1940, en með nefndu ákvæði laga nr. 101/1966 er bannað að flytja mjólk, rjóma og nýtt skyr, framleitt á einu mjólkursölusvæði, yfir á annað m jólk- ursölusvæði til sölu, nema leyfi framleiðsluráðs komi til. Atferli ákærðu varðar og við 26. gr. laga nr. 101 1966, þar sem mælt er, að sé einungis eitt mjólkurbú starfandi á mjólk- ursölusvæði, skuli stjórn þess annast alla sölu og dreifingu mjólkur, rjóma og nýs skyrs í kaupstöðum eða kauptúnum 515 innan mjólkursölusvæðisins. Slíkt mjólkurbú þarfnast eigi löggildingar af hendi framleiðsluráðs. Refsing hvors hinna ákærðu er samkvæmt 46. gr, laga nr. 101/1966 hæfilega ákveðin 5.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, og skal 7 daga varðhald koma í stað sektar hvors, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 12.000.00, laun verjanda ákærðu í héraði, kr. 5.000.00, og laun verjanda þeirra fyrir Hæsta- rétti, kr. 12.000.00. Dómsorð: Ákærðu, Brynjólfur Sveinsson og Gunnar Þór Sig- valdason, greiði hvor um sig 5.000.00 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi 7 daga varðhald í stað sektar hvors þeirra, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu greiði óskipt allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 12.000.00, laun verjanda síns í héraði, Sveins Snorrasonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 5.000.00, og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóhannesar L. 1. Helgasonar héraðsdóms- lögmanns, kr. 12.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Ólafsfjarðar 6. desember 1969. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 13. nóvember s.l, er höfðað með ákæruskjali, dags. 7. janúar s.l., gegn Brynjólfi Sveinssyni póstmeistara, Strandgötu 2, fæðdum 28. október 1914, og Gunnari Þór Sigvaldasyni framkvæmdastjóra, Hornbrekkuvegi 16, fædd- um 15. október 1938, báðum fæddum og til heimilis í Ólafsfirði, ákærða Bryniólfi sem stjórnarformanni, en ákærða Gunnari Þór sem framkvæmdastjóra verzlunarinnar Valbergs h/f í Ólafs- firði fyrir að hafa öðru hverju síðan sumarið 1967, s. s. eftir því hvernig samgöngur frá Akureyri féllu, látið selja mjólk á vegum verzlunarinnar Valbergs h/f í Ólafsfirði úr kæligeymslu í kjallara verzlunarhússins eða heimsenda til viðskiptavina, sem á vegum verzlunarinnar hafði verið flutt frá Akureyri til Ólafsfjarðar í 516 söluskyni, þrátt fyrir ákvörðun framleiðsluráðs landbúnaðarins 7. desember 1961 um, að Ólafsfjörður sé, þar til öðruvísi verði ákveðið, „sérstakt mjólkursölusvæði með þeim réttindum og skyld- um, sem því tilheyra samkvæmt gildandi lögum þar um“, en ákvörðun þessi var með bréfi framleiðsluráðs, dagsettu 11. s. m., tilkynnt hlutaðeigandi, og af gefnu tilefni, eftir að áðurgreind mjólkursala hófst, var ákvörðun framleiðsluráðs ítrekuð með bréfi þess, dagsettu 23. febrúar 1988, til Mjólkursamlags K.E. A, Akureyri, Mjólkursamlagsins Í Ólafsfirði og verziunarinnar Val- bergs h/f í Ólafsfirði. Telst brot ákærðu varða við 1. mgr. 28. gr., sbr. 27. gr., sbr. 22. gr., sbr. 1. mgr. 48. gr. laga um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl. nr. 59/1960. Þess er krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir eru þeir, að með bréfi, dags. 16. apríl 1968, kærði stjórn Mjólkursamlags Ólafsfjarðar yfir því, að verzlunin Valberg hér í bæ hefði þrátt fyrir aðvörun framleiðsluráðs landbúnaðar- ins hafið flutninga á mjólk frá Akureyri til Ólafsfjarðar. Kærunni fylgdi afrit af bréfi framleiðsluráðs til Kaupfélags Ólafsfjarðar, dags. 23. febrúar 1968, þar sem segir, að þá um nokkurt skeið hafi mjólk verið flutt til Ólafsfjarðar frá Akureyri og að verzlun ein í Ólafsfirði hafi haft mjólk þessa til sölu og jafnvel lagt sjálf ofan á söluverðið ákveðna upphæð fyrir flutningskostnaði, en þetta sé hvort tveggja ólöglegt. Er meðal annars tekið fram í bréfinu, að hinn 7. desember 1931 hafi framleiðsluráðið ákveðið, að Ólafsfjörður skuli vera sérstakt sölusvæði. Bréfinu lýkur með þessum orðum: „Eru framangreindir flutningar á mjólk til Ólafs- fjarðar því algert lagabrot, og þeim aðilum, sem hér um ræðir, bent á að kippa þessu í það form, sem gildandi lög gera ráð fyrir, svo ekki þurfi að koma til frekari málareksturs. Bréf þetta er sent Mjólkursamlagi K. E. A., Akureyri, Mjólkur- samlaginu í Ólafsfirði og verzluninni Valberg, Ólafsfirði“. Formaður stjórnar Mjólkursamlags Kaupfélags Ólafsfjarðar, Nývarð Jónsson, kom fyrir dóm hinn 9. maí 1968. Hann taldi, að á árinu 1967 hefði fyrst farið að bera á því, að aðflutt mjólk væri seld í sölubúð Valbergs h/f. Hafi mjólkin aðallega verið flutt með bifreiðum og hafi þetta haft töluverð áhrif á mjólkursölu Mjólkursamlags Kaupfélags Ólafsfjarðar, þannig að salan hafi lækkað allmikið, er bílfært var til Akureyrar, en hækkað þá tíma, sem ófært var. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ólafsfjarðar, Ármann Þórðarson, 517 kom fyrir dóm hinn 10. maí 1968. Taldi hann einnig, að mjólkur- sala Valbergs h/f hefði haft veruleg áhrif til lækkunar á mjólkur- sölu Mjólkursamlags Ólafsfjarðar. Hann kvað framkvæmdastjórn og reikningshald mjólkursamlagsins vera í höndum kaupfélagsins og hefði svo verið frá upphafi. Þá upplýsti hann, að verzlunin Valberg hefði með bréfi, dags. 12. október 1961, óskað eftir að fá mjólk frá mjólkursamlaginu til endursölu, en þeirri beiðni hafi verið hafnað með bréfi, dags. 5. nóvember 1961. Hinn 28. október 1966 hafi Valberg h/f ítrekað þessa ósk bréflega og hafi þeirri málaleitun verið hafnað með bréfi, dags. 10. nóvember sama ár. Þá upplýsti hann, að haustið 1967 hefði fyrir tilstilli stjórnar Mjólkursamlags K. Ó. verið haldinn fundur með stjórn Valbergs h/f og stjórnarformönnum mjólkursamlagsins og kaupfélagsins ásamt honum og starfsmanni mjólkursamlagsins, Valgeiri Ás- björnssyni. Á þessum fundi hafði beiðni Vaibergs h/f verið rædd og kjör þau, er Valberg h/f bauð síðan, verið lögð fyrir félags- fund mjólkursamlagsins hinn 12. desember s. á. Hafi boði Vai- bergs h/f verið hafnað með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða fundarmanna. Hann kvað Valberg h/f hafa hafið sölu á Akureyrarmjólk þá um vorið, strax og bílfært varð, og hafi mjólkursala Mijólkur- samlags K. Ó. minnkað verulega við það. Þá kvaðst kaupfélagsstjórinn telja, að þessi sala á Akureyrar- mjólk til Ólafsfjarðar væri með vitund Mjólkursamlags K. E. A. á Akureyri, og kvaðst vita til, að bifreið Mjólkursamlags K. EF. A. hefði flutt mjólk um borð í bát til Ólafsfjarðar. Fyrir dómi á Akureyri hinn 30. maí 1968 hefur forstjóri Mjólkursamlags K. E. A. synjað þverlega fyrir þetta. Hins vegar kom í ljós, að stór- kaupmaður einn á Akureyri hafði stundum keypt töluvert af mjólk í Mjólkursamlagi K.E.A., sem hann síðan afhenti Val- bergi h/t. Framkvæmdastjóri Valbergs h/f, Gunnar Sigvaldason, ákærði í máli þessu, kom fyrir dóm hinn 16. maí 1968. Hann skýrði svo frá, að Valberg h/f hefði hafið flutning á Akureyrarmjólk til Ólafsfjarðar einhvern tíma á sumrinu 1967. Þessi mjólk sé ein- göngu í 10 lítra kössum. Hún sé ekki höfðu uppi í búð, heldur afgreidd úr kæligeymslu í kjallara verzlunarhússins og gjarnan send heim til viðskiptavina, sem oftast séu sama fólkið. Mjólk Þessi sé eingöngu keypt í smásölu gegn staðgreiðslu, ýmist í búð- um á Akureyri eða í mjólkursamlagi K. E. A. Mjólkin sé yfirleitt flutt til Ólafsfjarðar á bifreiðum, en komið hafi fyrir, að hún 518 væri flutt með bát. Hann taldi sig ekki geta sagt fyrir víst, hve miklu sala þessi næmi, en taldi, að kaupendur væru um eða yfir. 20. Verð mjólkurinnar kvað hann hið sama og á Akureyri, enda greiddi Valberg h/f allan kostnað við útvegun hennar og flutn- ing. Fyrir dómi hinn 18. júlí s.l. skýrði hann enn fremur frá því, að áður en Kaupfélag Ólafsfjarðar hætti að hafa á boðstólum flöskumjólk, og jafnvel eftir það, hafi fólk spurt talsvert eftir því, hvort Valberg h/f gæti ekki útvegað kassamjólk frá Akur- eyri. Hafi það orðið til þess, að fyrirtækið hafi útvegað nokkra kassa að beiðni einstakra manna, en síðar hafi mjólk verið fengin, eftir því sem talið var að þyrfti, án þess að taka við sérstökum pöntunum. Þá skýrði hann einnig frá því, að viðskiptavinir væru ekki skuldbundnir til að kaupa mjólkina, og kæmi það fyrir, að hún gengi ekki upp, væri afgangurinn geymdur og næsta pöntun höfð minni. Það kæmi fyrir, að mjólk væri látin til annarra en fastra viðskiptavina, en það væri mjög sjaldan. Þá skýrði framkvæmdastjórinn frá því, að Jóhannesi Jóhannes- syni, bónda í Kálfsárkoti hér í kaupstaðnum, hefði verið afhent bréf Valbergs h/f, dags. 15. janúar 1968, í því skyni, að hann kynnti stjórn og meðlimum mjólkursamlagsins innihald þess. Í bréfi þessu er farið fram á frekari viðræður og enn fremur boðið að sækja mjólkina til samlagsins, ef samkomulag yrði, sam- laginu að kostnaðarlausu, enda yrði hún afhent á bíl. Þá er og í bréfi þessu boðin fram fyrirgreiðsla varðandi væntanleg kaup á fitusprengingartækjum. Ekki var framkvæmdastjóranum kunn- ugt um, hvort eða á hvern hátt Jóhannes hefði komið bréfi þessu á framfæri. Stjórnarformaður Valbergs h/f, Brynjólfur Sveinsson, ákærði í máli þessu, kom fyrir dóm hinn 17. maí 1968. Hann kvað mjólk- ursölu Valbergs h/f gerða með vitund og samþykki stjórnar fé- lagsins, en formleg samþykkt hafi ekki verið gerð um hana á stjórnarfundi. Hann lagði fram afrit af fyrrgreindu bréfi Val- bergs h/f, dags. 15. janúar 1968, og kvað Jóhannes Jóhannesson hafa lesið það upp á fundi í mjólkursamlaginu. Er Ármann Þórð- arson kaupfélagsstjóri kom fyrir dóm hinn 10. maí 1968, eins og áður hefur verið lýst, óskaði hann að taka fram „vegna blaða- skrifa, þar sem bréfs þessa var getið, meðal annars, að sér eða stjórn mjóikursamlagsins hafi aldrei borizt þetta bréf. Aðrir stjórnarmenn Valbergs h/f, þeir Sigvaldi Páll Þorleifs- son og Sigurður Guðmundsson, komu einnig fyrir dóm hinn 17. 519 maí 1968 og sögðu hið sama og stjórnarformaðurinn um mjólkur- sölu Valbergs h/f. Með bréfi, dags. 14. júní 1968, sendi saksóknari ríkisins mál þetta til framleiðsluráðs landbúnaðarins og óskaði eftir rök- studdri umsögn ráðsins og tillögum um frekari meðferð málsins. Svar framleiðsluráðs, dags. 11. júlí 1968, þótti ekki fullnægjandi, og var ráðinu sent málið á ný hinn 12. júlí 1968 og þess óskað með skírskotun til 22. gr., sbr. 27. gr. laga um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbún- aðarvörum o. fl. nr. 59/1960, þar sem segir, „framleiðsluráð ákveði skipun mjólkursölusvæða“, að upplýst verði, hvaða ákvarð- anir framleiðsluráð hafi tekið í þeim efnum, að því er varðar Eyjafjarðarsýslu og Ólafsfjörð, og hvernig, hvenær og hverjum þær ákvarðanir hafi verið tilkynntar. Þessu svarar framleiðsluráð þannig með bréfi, dags. 15. júlí 1968: „1. Þann 7. desember 1961 er eftirfarandi bókað í fundargerða- bók ráðsins: „í. Lagt fram erindi, dags. 13. sept. s.l., frá Kt. Ólafsfjarðar, þar sem þess er farið á leit við framleiðsluráð, að kaupfélaginu verði úthlutað sölusvæði fyrir mjólkurbú sitt á staðnum. Í brét- inu er talið, að nægileg mjólkurframleiðsla sé í umhverfinu, þ. e. lögsagnarumdæminu, og það er einmitt það svæði, sem óskað er eftir að fá sem sölusvæði. Samþykkt með öllum atkvæðum að verða við þessum tilmælum“.“ Síðan er lýst undirskriftum undir fundargerðinni og það tekið fram, að einn þeirra, sem undirriti hana, sé Jónas Kristjánsson, þáverandi forstjóri mjólkursamlaga K. E. A. Í öðru lagi er skýrt frá því, að Kaupfélagi Ólafsfjarðar hafi verið tilkynnt þessi ákvörðun með bréfi, dags. 11. desember 1961. Loks er skýrt frá því, að með bréfi, dags. 23. febrúar 1968, hafi hlutaðeigendum, þ. e. Mjólkursamlagi K. E. A., verzluninni Valberg h/f og Kaup- félagi Ólafsfjarðar, verið tilkynnt um þessa samþykkt fram- leiðsluráðs. Að þessu fengnu var hinn 29. júlí 1968 fallizt á bað af ákæru- valdsins hálfu, að máli þessu yrði lokið með dómssátt, ef ákærðu féllust á að greiða hæfilegar sektir auk sakarkostnaðar. Fyrir dómi hinn 16. nóvember 1968 neituðu ákærðu að ljúka máli þessu með sátt, að fenginni umsögn Sveins Snorrasonar hæstaréttarlög- manns um málið. Verjandi ákærðu hefur krafizt algerrar sýknu þeim til handa, 520 fyrst og fremst sökum þess að með ákvörðun framleiðsluráðs hinn 7. desember 1961 hafi Mjólkursamlagi Kaupfélags Ólafs- fjarðar verið veitt einkaleyfi til mjólkursölu í Ólafsfirði, en til þess að slík ákvörðun nái gildi gagnvart þriðja manni, þurfi hún að birtast í Lögbirtingablaði samkvæmt 3. gr. laga nr. 64/1943, en það hafi ekki gerzt. Á þétta verður ekki fallizt. Til þess verður að ætlast af þeim, sem atvinnurekstur stunda, að þeir kynni sér, hvort tilteknar athafnir í þeim rekstri fari í bága við lög eða ekki. Í 28. gr. laga nr. 59/1960 segir svo: „Nú er starfandi viðurkennd samsala eða mjólkurbú, og er þá öðrum óheimilt að selja mjólk eða rjóma í þeim kaupstöðum og kauptúnum, sem eru innan sama mjólkur- sölusvæðis. ... Það var því full ástæða til þess fyrir forráða- menn Valbergs h/f að kynna sér, hvaða skipun hefði verið gerð á þessum málum hér í Ólafsfirði, áður en þeir hófu mjólkur- söluna. En jafnvel þótt rétt hefði verið að birta fyrrgreinda ákvörðun framleiðsluráðs í Lögbirtingablaði, getur undanfelling þess í þessu tilviki ekki leitt til sýknu ákærðu. Birting sérleyfis í Lögbirtingablaði er til þess ætluð að rjúfa grandleysi þeirra, sem ganga kunna á rétt viðkomandi leyfishafa. Samkvæmt al- mennum reglum getur enginn borið fyrir sig grandleysi um atvik, sem honum er sannanlega kunnugt um. Bein tilkynning stjórn- valds til viðkomenda, svo sem gerð var með bréfi framleiðsluráðs til ákærðu hinn 23. febrúar 1968, er ekki síður til þess fallin að rjúfa grandleysi þeirra en auglýsing í Lögbirtingablaði. Þá heldur verjandinn því fram, að forsendur fyrir leyfisveiting- unni til Mjólkursamlags Kaupfélags Ólafsfjarðar hafi á sínum tíma ekki verið fyrir hendi, eða séu a. m. k. brostnar nú, sökum þess að mjólkursamlagið fullnægi ekki mjólkurþörf kaupstaðar- ins. Hefur hann því til sönnunar hlutazt til um, að aflað var upplýsinga um mjólkurkaup Kaupfélags Ólafsfjarðar frá Mjólk- ursamlagi K. E. A. árin 1966, 1967 og 1968. Kemur þar í ljós, að Kaupfélag Ólafsfjarðar hefur á þessum árum keypt frá Mjólkur- samlagi K. E. A. mjólkurvörur sem hér segir: Skyr Rjómi Mjólk Mysa kg. 1. 1. 1. 1966 .. .. .. .. 1423 727 1152 1967 .. .. .. .. 460 380 40 1968 .. .. .. .. 3270 1201 6830 630 Samtals 5153 2308 8072 630 ö21 Af þessum sökum vefengir verjandinn gildi sérleyfisins, en án þess hafi umbjóðandi hans fulla heimild til dreifingar mjólkur í lögsagnarumdæminu. Samkvæmt 22. gr. laga nr. 59/1960 ákveður framleiðsluráð land- búnaðarins skipun mjólkursölusvæða, og eru í greininni taldar upp þær aðstæður, er að jafnaði skuli tekið tillit til. Er þess hvergi getið, að mjólkurframleiðsla á tilteknu sölusvæði skuli fullnægja markaðsþörf þess. Samkvæmt 29. gr. nefndra laga er mjólkurbúum, sem fengið hafa einkaleyfi til að starfrækja mjólkurbúðir, skylt að sjá um, að ætíð sé nóg neyzlumjólk til sölu á þeim stöðum, svo sem framast er unnt. Verður að telja fyrrgreind mjólkurkaup Kaupfélags Ólafsfjarðar til þess gerð að fullnægja þessu ákvæði. Verður því ekki talið, að framleiðsluráð hafi með fyrrgreindri samþykkt farið út fyrir valdsvið sitt ná heldur að forsendur fyrir henni séu brostnar. Samkvæmt framansögðu ber að telja sannað, að ákærðu hafi gerzi sekir um verknað þann, er greindur er í ákæruskjalinu, og með því brotið lagaákvæði þau, er þar greinir. Ákærðu eru báðir fæddir í Ólafsfirði, Brynjólfur Sveinsson hinn 28. október 1914 og Gunnar Þór Sigvaldason hinn 15. október 1938. Hvorugur hefur áður sætt ákæru né refsingu, svo að kunn- ugt sé. Refsing hvors hinna ákærðu þykir hæfilega ákveðin 3.500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 5 daga varðhald í stað sektar, verði þær ekki greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dæma ber ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar annan fyrir báða og báða fyrir annan, þar með talin málflutningslaun ti! skipaðs verjanda þeirra, Sveins Snorrasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 5.000.00. Dómsorð: Ákærðu, Brynjólfur Sveinsson og Gunnar Þór Sigvaldason, greiði hvor um sig 3.500 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 5 daga varðhald í stað sektar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu greiði báðir fyrir annan og annar fyrir báða allan sakarkostnað í máli þessu, þar með talin málflutningslaun til skipaðs verjanda þeirra, Sveins Snorrasonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 5.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 522 Miðvikudaginn 20. maí 1970. Nr. 46/1970. Helgi Lárusson (Kristinn Einarsson hrl.) gegn Bæjarstjóranum í Kópavogi f. h. kaupstaðarins (Árni Guðjónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Lóðarleigusamningur. Aðför. Dómur Hæstaréttar. Ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. febrúar 1970, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. febrúar 1970 og krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir fógeta að fullnægja dómi Hæsta- réttar, uppkveðnum 10. febrúar 1961, í máli aðilja í samræmi við lóðarleigusamning áfrýjanda við landbúnaðarráðherra frá 6. febrúar 1948. Áfrýjandi krefst og málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir fógetadómi og Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá 10. febrúar 1961 segir m. a.: „Með yfirlýsingu Steingríms Steinþórssonar, er landbún- aðarráðherra var 1955, greinargerð Sveinbjarnar Dagfinns- sonar, deildarstjóra í Landbúnaðarráðuneytinu, og málflutn- ingsyfirlýsingum af hendi ráðuneytisins fyrir héraðsdómi og fyrir Hæstarétti er sannað, að Steingrímur ráðherra lofaði gagnáfrýjanda máls þessa að leysa land það, sem í málinu greinir, að stærð 4.736 ha við Álfhólsveg austan túns í Digra- nesi, úr erfðaleigu þriðja aðilja og leigja gagnáfrýjanda það með þeim kjörum, sem gagnáfrýjandi hafði haft á landi á Digraneshálsi samkvæmt lóðarleigusamningi 2. apríl 1947, 523 er breytt var með samningi 6. febrúar 1948, gegn þvi, að sagnáfrýjandi afsalaði sér hluta af síðarnefndu landi til afnota handa samvinnufélagi. Þá er landbúnaðarráðherra 15. ágúst 1957 afsalaði samkvæmt lögum nr. 32/1957 Kópa- vogskaupstað lendum jarðanna Digraness og Kópavogs, var í afsalinu tekið fram: „Einstaklingar, félög og stofnanir, sem fengið hafa á leigu eða loforð fyrir lóðum eða land- spildum í Kópavogi, halda rétti sinum samkvæmt þar að lútandi samningum eða skuldbindingum“. Deildarstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu, sem að sölunni starfaði, hefur vottað, að fyrirsvarsmönnum aðaláfrýjanda hafi, áður en frá kaupum var gengið, verið kynnt loforð ráðherra til gagn- áfýjanda og „það ítrekað við kaupanda, að skyldan til að efna það yfirfærðist á hann, um leið og hann fengi afsal fyrir landinu“, Þáverandi fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda hefur viðurkennt, að honum hafi verið kunnust um loforð ráð- herra, en kveðst hafa talið það ógilt. Samkvæmt þessu og öðrum gögnum málsins hvílir á aðal- áfrýjanda skylda til að efna loforð það, sem landbúnaðar- ráðherra Steingrímur Steinþórsson veitti gagnáfrýjanda 1955 og rakið var, og ber að dæma aðaláfrýjanda til efnda“. Í nefndu máli var lagt fram á bæjarþingi Kópavogs hinn 29. október 1958 endurrit af lóðarleigusamningi áfrýjanda við landbúnaðarráðherra 6. febrúar 1948. Var endurrit þetta staðfest á skrifstofu sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu hinn 20. október 1958. Fyrir Hæstarétt lögðu málflytj- endur nefnds hæstaréttarmáls uppkast að nýjum lóðarleigu- samningi milli áfrýjanda og Kópavogskaupstaðar, sem var um leigukjör samkvæmur nefndu endurriti frá sýsluskrif- stofunni. Rituðu málflytjendurnir hinn 10. febrúar 1961 á samningsuppkastið svofellt vottorð: „Uppkast þetta er í samræmi við lóðarleigusamning gagnáfrýjanda Helga Lárus- sonar við landbúnaðarráðherra, dags. 6. febrúar 1948“. Á þeim tímum, er margnefnt mál var flutt fyrir dóm- stólum, var áfrýjandi, Helgi Lárusson, erlendis vegna heilsu- brests. Eftir heimkomuna til Íslands, komst hann að raun um, að hvorki endurrit sýsluskrifstofunnar né samnings- 524 uppkast það, sem málflytjendurnir staðfestu, var í samræmi við lóðarleigusamning hans við landbúnaðarráðherra frá 6. febrúar 1948. Skakkaði þar miklu, sérstaklega um uppsögn. Hljóðan 7. gr. samnings áfrýjanda Helga og landbúnaðar- ráðherra frá 6. febrúar 1948 er sú, er hér segir: „Nú vill leigutaki veðsetja leigurétt sinn ásamt mannvirkjum á lóð- inni, og er honum þá óheimilt að veðbinda eignina fyrir hærri fjárhæð en sem nemur faásteignamati þeirra mann- virkja, sem eru hans eign á lóðinni“. Hljóðan 7. gr. samningsendurrits frá sýsluskrifstofunni, þess er áður greindi, er: „Hvenær sem ríkið telur þörf fyrir lóðina undir opinber mannvirki ríkis- hrepps- eða bæjar- félaga, svo og til sérstaks atvinnureksturs, er leigutaka þá skylt að láta leigurétt sinn og lóðina af hendi að nokkru eða öllu leyti. Fyrir byggingar og önnur mannvirki á lóðinni skal greiða leigutaka eftir mati, nema öðruvísi semjist. Fyrir leiguréttinn greiðist ekkert endurgjald. Slík afhending á lóð- inni eða hluta af henni skal þó í engu skerða rétt veðhafa“. Hljóðan 7. gr. samningsuppkasts málflytjenda frá 1. febrúar 1981 er; „Hvenær sem bæjarstjórn telur þörf fyrir lóðina undir opinber mannvirki ríkis- eða bæjarfélagsins svo og til sérstaks atvinnureksturs, er leigutaka þá skylt að láta leigurétt sinn og lóðina af hendi að nokkru eða öllu leyti. Fyrir byggingar og önnur mannvirki á lóðinni skal greiða leigutaka eftir mati, nema öðruvísi semjist. Fyrir leiguréttinn greiðist ekkert endurgjald. Slík afhending á lóðinni eða hluta af henni skal þó í engu skerða rétt veð- hafa“. Starfsmaður á sýsluskrifstofunni hefur notað yngra breytt og prentað samningsmót, er hann gaf endurritið. Stafa mis- tök hans af því. Dómur Hæstaréttar, uppkveðinn 10. febrúar 1961, er á því srunnsjónarmiði reistur, að áfrýjandi skuli í skiptum sínum við stefnda njóta réttar í samræmi við samning þann, sem áfrýjandi gerði við landbúnaðarráðherra 6. febrúar 1948, að því leyti sem áfrýjandi hefur eigi fyrirgert þeim rétti. Fyrir nefnd mistök starfsmannsins á sýsluskrifstofunni og óvilja- 525 verk málflytjenda, sem kynntu sér eigi af sjálfra sín raun þinglýsingabækur, voru hin réttu uppsagnarákvæði lóðar- leigusamningsins frá 6. febrúar 1948 eigi kunn, er dómur Hæstaréttar gekk hinn 10. febrúar 1961. Verður eigi talið rétt, að áfrýjandi biði halla af þvi. Eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja, má ætla, að það samrýmist eigi fyrirhuguðu skipulagi í Kópavogskaupstað, að gerður sé nú við áfrýjanda lóðarleigusamningur um landspildu þá, sem í málinu greinir, með leigukjörum þeim, sem greinir í lóðarleigusamningnum frá 6. febrúar 1948. Ef málum er þannig háttað, á áfrýjandi rétt til fébóta, sem ákveðnar séu eftir grunnreglum laga um eignarnám. Ef aðiljar vilja eigi hlita þeim leiðarvísi, sem hér er gefinn, kemur til athugunar af nýju endurupptaka máls þessa, sem dæmt var í Hæstarétti hinn 10. febrúar 1961. Með framanritaðri greinargerð ber að staðfesta úrskurð fógeta að niðurstöðu til. Málskostnaður í fógetadómi og Hæstarétti á að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er staðfestur að niðurstöðu til. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetadóms Kópavogs 12. júní 1969. Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar 9. þ. m. að undan- gengnum munnlegum málflutningi, hefur gerðarbeiðandi, Helgi Lárusson, Stóragerði 24, Reykjavík, krafizt þess, að fram fari aðför hjá gerðarþola, Hjálmari Ólafssyni bæjarstjóra, f. h. Kópa- vogskaupstaðar og honum þröngvað til þess að hlýðnast dóms- ákvæðum um gerð leigusamnings við sig um tilgreinda landspildu í Kópavogi. Nánar tilgreindar eru dómkröfur gerðarbeiðanda þær, að aðförin fari fram á þann hátt, að gerðarþola verði gert skylt að gefa útí lóðarleigusamning um hið umþrætta land ná- kvæmlega samhljóða samningsuppkasti, sem gerðarbeiðandi hefur lagt fram í málinu og þingmerkt er dskj. nr. 8, eða ef ómöguleiki hindrar gerð slíks samnings, að bætur verði ákveðnar samkvæmt ll. gr. laga nr. 19/1887 um aðför og fjárnám gert Í eignum gerðar- bola þeim til fullnustu, allt á grundvelli aðfararheimildarinnar, dóms Hæstaréttar í máli nr. 57/1960: Bæjarstjórinn í Kópavogi 526 f. h. Kópavogskaupstaðar gegn Helga Lárussyni og Helgi Lárus- son gegn bæjarstjóranum í Kópavogi f. h. Kópavogskaupstaðar og til réttargæzlu landbúnaðarráðherra f. h. jarðeignadeildar ríkis- sjóðs. Gerðarþoli hefur krafizt þess, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu gerðar á þann hátt sem gerðarbeiðandi krefst, en gerðarbeiðanda verði gert að taka við og undirrita lóðarleigu- samning, sem útgefinn sé hinn 10. febrúar 1969 og lagður fram í málinu sem dskij. nr. 4, enda séu það réttar efndir á dómi Hæsta- réttar í málinu nr. 57/1960. Jafnframt kveðst þá gerðarþoli greiða gerðarbeiðanda kr. 1.172.50 í birtingarkostnað. Aðiljar hafa hvor um sig krafizt málskostnaðar. Málavextir eru þeir, að með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 57/ 1960 var gerðarþoli dæmdur til að efna loforð um gerð lóðarleigu- samnings við gerðarbeiðanda, en dómsorðið hljóðaði svo um þetta efni: „Aðaláfrýjanda, bæjarstjóranum í Kópavogi f. h. kaupstaðarins, ber áður en 5 mánuðir eru liðnir frá birtingu dóms þessa, að viðlögðum skaðabótum, er ákveðast samkvæmt 11. gr. laga nr. 19/1887, að efna loforð um gerð lóðarleigusamn- ings við gagnáfrýjanda, Helga Lárusson, samkvæmt því, sem að Írarnan er skráð“. Forsaga þessara málaferla var sú, að árið 1947 fékk gerðar- beiðandi lóð á leigu við Álfhólsveg í Kópavogi samkvæmt lóðar- leigusamningi, útgefnum 2. apríl 1947 af landbúnaðarráðher:a, en landið var úr jörðinni Digranesi í Seltjarnarneshreppi, sein þá var í eigu ríkissjóðs. Í ársbyrjun 1955 var þess farið á leit við gerðarbeiðanda, að hann léti hluta lóðarinnar af hendi við Byggingarsamvinnufélag Kópavogs. Varð hann við þessum tilmælum að fengnu ákveðnu loforði landbúnaðarráðherra þess efnis, að hann fengi land annars staðar í Kópavogi, sem væri viðunandi fyrir hann bæði um stærð og legu, með sömu kjörum og leiguskilmálum og hann áður hafði haft samkvæmt leigusamningi um land það, er hann lét af hendi. Af ýmsum ástæðum dróst að ganga frá formlegum leigusamn- ingi við gerðarbeiðanda um land það, sem hann skyldi fá í stað- inn. Hafði það ekki verið gert, er Kópavogskaupstaður eignaðist landið með afsali, útgefnu 14. ágúst 1957. Gerðarþoli, hinn nýi landsdrottinn, vildi ekki viðurkenna, að skyldan til að efna lof- orðið, sem landbúnaðarráðherra gaf gerðarbeiðanda, hefði yfir- færzt á hans hendur við afsalsgerninginn. Hófust þá langvinn málaferli milli aðiljanna. ö2/ Í héraði var málið rekið fyrir bæjarþingi Kópavogs, og var dómur uppkveðinn 17. febrúar 1960. Var gerðarþola dæmt skylt að veita gerðarbeiðanda lóðarleigusamning fyrir hinu umrædda landi með sömu skilmálum og voru í lóðarleigusamningi landbún- aðarráðherra og hans frá 2. apríl 1947 um land á Digraneshálsi að undanskildu ákvæðinu „aðrir skilmálar“ í 15. gr. Þessum dómi vildi gerðarþoli ekki una og skaut málinu til Hæstaréttar, en gerðarbeiðandi gagnáfrýjaði. Eftir uppkvaðningu hæstaréttardómsins, 10. febrúar 1961, virð- ist svo sem að legið hafi niðri um hríð af hálfu gerðarbeiðanda að fá fram efndir samkvæmt dóminum. Í júlí 1965 er hæstaréttar- dómurinn svo birtur formlega fyrir gerðarþola. Í desember 1965 kveðst gerðarþoli hafa komið á framfæri við gerðarbeiðanda, að hann væri reiðubúinn að efna dóminn, og kom til gerðarbeiðanda uppkasti að lóðarleigusamningi um hið umrædda land, sem losað hafði verið úr erfðafestu. Eigi varð málinu lokið með þessu. Gerðarþoli kveður, að gerðarbeiðandi hafi ekki komið fram með neinar ákveðnar athugasemdir eða mótmæli við efni eða orðalag uppkastsins og því aldrei neitað að taka við slíkum samningi. Hins vegar hafi hann talið, að í uppkastið vantaði ákvæði þess efnis, að leyfileg væri á landinu bygging bifreiðaverkstæðis, geymslu o. fl. fyrir bíla, þrátt fyrir að lögmaður hans sjálfs hefði lýst því yfir fyrir héraðsdómi, að hann óskaði, að þetta ákvæði yrði ekki haft með í tildæmdum leigusamningi. Á næstu árum reyndi gerðarbeiðandi fyrir sér a. m. k. tvisvar að fá fram með samningum aðrar efndir en eftir efni hæstaréttar- dómsins, en gerðarþoli léði ekki máls á því. Gerðarbeiðandi hóf mál þetta með framlagningu aðfararbeiðni, dags. 31. janúar 1969. Beiðninni fylgdi ljósrit hæstaréttardómsins svo og áskorun til gerðarþola um efndir á dóminum, birt af stefnu- vottum fyrir bæjarstjóra og öllum bæjarstjórnarmönnum Kópa- vogskaupstaðar. Málið var þingfest hinn 14. febrúar s.l., en þá hafði gerðarþoli hinn 10. s. m. gefið út og komið á framfæri við fógeta lóðarleigu- samningi til handa gerðarbeiðanda um landið. Gerðarþoli lýsti og yfir, að þessi lóðarleigusamningur væri í fullu samræmi við hæstaréttardóminn og því réttar og fullkomnar efndir. Í þinghaldi 24. febrúar s.l. vísaði gerðarbeiðandi á bug lóðar- leigusamningi bæjarstjóra sem réttum og fullkomnum efndum, en lagði sjálfur fram uppkast að samningi, eins og hann taldi hann eiga að vera. Þá lagði hann einnig fram ljósrit af lóðarleigusamn- 528 ingi sínum við landbúnaðarráðherra, dags. 6. febrúar 1948. Varð nú fyrst fullljóst, að fullkominn ágreiningur var risinn með að- iljum um túlkun á efni aðfararheimildarinnar, hæstaréttardóms- ins í máli nr. 57/1960. Með samanburði á ljósriti samningsins frá 6. febrúar 1948 og frumriti þessa samnings annars vegar og staðfestu endurriti þessa sama samnings úr veðmálabókum Gullbringu- og Kjósarsýslu hins vegar þykir í ljós leitt, svo ótvírætt sé, að þar komi fram nákvæmlega sami munur á og rætt er um í héraðsdómi, að sé á samningum gerðarbeiðanda frá 2. apríl 1947 og 6. febrúar 1948. Þetta staðfesta endurrit samningsins frá 6. febrúar 1948 var lagt fram af hálfu gerðarbeiðanda, er mál hans gegn gerðar- þola var rekið fyrir bæjarþingi Kópavogs, og lá því fyrir í dóms- gerðum, þegar málið var fyrir Hæstarétti. Samkvæmt þessu er því nú fram komið, að raunverulega var enginn munur á samn- ingunum frá 2. apríl 1947 og 6. febrúar 1948, og því var hið stað- festa endurrit samningsins frá 6. febrúar 1948 rangt. Gerðarbeiðandi rökstyður kröfur sínar um aðför hjá gerðar- þola með því, að samkvæmt 4. gr. aðfararlaga, sbr. 39. gr. sömu laga, skuli fógeti því aðeins aðfarar synja, að dómurinn eða úr- skurðurinn sé eigi uppkveðinn af löglegum dómstóli eða yfir- valdi, er vald hafi til að uppkveða aðfararhæfa úrskurði, eður honum samkvæmt efni sínu verði eigi fullnægt eða þá að dómur- inn eða úrskurðurinn sé eigi í lögmætu formi. Gerðarbeiðandi heldur því fram, að hæstaréttardómurinn verði eigi túlkaður á annan hátt en þann, að gerðarþola beri að gera við sig samning um þrætulandið með þeim kjörum, sem hann áður hafði á landi á Digraneshálsi samkvæmt lóðarleigusamningi 2. apríl 1947, er breytt var með samningi 6. febrúar 1948. Það sé nú Í ljós leitt, hvernig samningurinn frá 6. febrúar 1948 hljóðaði frá orði til orðs, og því geti samningur, byggður á röngu eftirriti þessa samnings, ómögulega talizt réttar efndir. Gerðarþoli rökstyður dómkröfur sínar með því, að hann hafi ætíð síðan í byrjun desember 1965, þ. e. innan 5 mánaða frestsins frá birtingu dómsins, verið reiðubúinn til fullkominna efnda á dóminum. Þannig hafi samningur, sem sé kalkipappírsafrit af réttarskjali G í Hæstarétti, verið tilbúinn til undirskriftar af hendi bæjarstjórans í Kópavogi gegn því, að gerðarbeiðandi undirritaði hann einnig, þar sem í honum felast gagnkvæmar skuldbindingar. Þetta dómsskjal G í Hæstarétti hafi á sínum tíma verið sérstak- lega gert af þáverandi lögmanni gerðarbeiðanda, til þess að ekki 529 færi á milli mála, hverjar væru kröfur hans í málinu, þ. e. ótví- rætt væri, hvernig samningurinn skyldi hljóða orði til orðs. Samningur sá, sem nú hafi verið gefinn út til handa gerðar- beiðanda, sé nákvæmlega orði til orðs eins og gerðarbeiðandi sjálfur krafðist, að sér yrði tildæmdur af Hæstarétti. Við athugun á dómi Hæstaréttar í málinu nr. 57/1960 þykir auðsætt, að þar komi fram önnur niðurstaða en héraðsdómur komst að. Var það einróma álit málsaðilja þá, enda hefur því ekki verið á móti mælt. Eins og að framan er rakið, var í héraði dæmt á þann veg, að gerðarbeiðandi skyldi fá samning með sömu skilmálum og voru í samningi hans frá 2. apríl 1947. Í hæsta- réttardóminum segir m. a., að á aðaláfrýjanda, þ. e. gerðarþola, hvíli sú skylda að efna loforð það, sem landbúnaðarráðherra, Steingrímur Steinþórsson, veitti gerðarbeiðanda 1955, og beri því að dæma gerðarþola til efnda á því. Í dóminum segir, að þetta loforð hljóði á þann veg að leysa land það, sem í málinu greinir, úr erfðaleigu þriðja aðilja og leigja gerðarbeiðanda með þeim kjörum, sem hann hafði haft á landi á Digraneshálsi samkvæmt lóðarleigusamningi 2. apríl 1947, er breytt var með samningi 6. febrúar 1948. Með samanburði á þessu orðalagi og dómkröfum gerðarbeiðanda, eins og þær voru í smáatriðum settar fram í Hæstarétti, þykir vera ljóst, að þar er átt við þá breytingu á skilmálum fyrri leigusamnings, sem fram kemur í hinu staðfesta endurriti samningsins frá 6. febrúar 1948 og lagt var fram í málinu af hálfu gerðarbeiðanda. Samkvæmt 4. gr. aðfararlaga nr. 19/1887 á fógeti eigi að rannsaka eða dæma um, hvort á aðfararheimild séu þeir gallar eða brestir, er öðrum úrslitum mundu valda, ef áfrýjað yrði. Með hliðsjón af þessari reglu verður að telja, að það geti heldur ekki undir fógeta heyrt að bollaleggja eða dæma um, hver úrslit mundu verða, ef hæstaréttarmálið nr. 57/1960 fengist endur- upptekið, sbr. 59. gr. laga nr. 57/ 1962, á grundvelli þeirra nýju Sagna, sem gerðarbeiðandi hefur nú komið fram með, eða hverju það teljist varða, að gerðarbeiðandi reisti dómkröfur sínar og málflutningsyfirlýsingar á röngum forsendum að nokkru, en hefur nú, fullum átta árum eftir uppkvaðningu dómsins, komið fram með ný gögn, sem sýna fram á, að atvik málsins hafi eigi verið réttilega í ljós leidd, er málið var til meðferðar í Hæsta- rétti. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og með tilvísun til þeirrar meginreglu, að dómar og úrskurðir gangi ekki lengra en 34 530 kröfur aðilja, er það skoðun fógeta, að aðfararheimildin í máli þessu hljóði um skyldu gerðarþola til að gefa út gerðarbeiðanda til handa lóðarleigusamning nákvæmlega orði til orðs eins og hæstaréttarskjal merkt G, en þetta skjal, sem á sínum tíma var gert af hálfu gerðarbeiðanda, er eins og hið staðfesta endurrit samningsins frá 6. febrúar 1948 að breyttu breytanda. Þar sem gerðarþoli hefur nú gefið út slíkan lóðarleigusamning til handa gerðarbeiðanda um hið umrædda land og lýst því yfir við munnlegan málflutning, að lóðarleiga verði aðeins krafin frá útgáfudegi hans, ber að telja samkvæmt framansögðu, að hann hafi komið fram með þær efndir, sem dómurinn hljóðar um. Eftir þessu verður því að synja aðfarar hjá gerðarþola eftir túlkun og skilningi gerðarbeiðanda á greindum dómi. Með tilvísun til forsögu málsins og allra málsatvika þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Ályktunarorð: Synja ber um framgang aðfarar hjá gerðarþola. Málskostnaður falli niður. Föstudaginn 22. maí 1970. Nr. 220/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ástvald Bern Valdimarssyni (Árni Halldórsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Ómerking. Heimvísun, Dómur Hæstaréttar. Sigmundur Böðvarsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómsmennirnir Angantýr Elíasson og Finar Guðmundsson skipstjórar hafa kveðið upp héraðs- dóminn. 531 Höndum hefur mjög verið kastað til við rannsókn máls Þessa, áður en hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp, og einnig við samningu héraðsdómsins. Málefnalýsingu þar er mjög ábótavant, framburðir varðskipsmanna og ákærða litt raktir og einskis getið framburða þeirra fjögurra skipverja á v/b Jóni Eiríkssyni, SF 100, sem fyrir dóm komu og báru vætti. Eftir uppsögu héraðsdóms var háð framhaldsrannsókn í málinu, og komu þá af nýju fyrir dóm yfirmenn varðskips- ins og gáfu frekari skýrslur um málsatvik, en eigi voru ákærða kynntir framburðir þessir og þeir bornir undir hann. Þá er í héraðsdómi eigi farið eftir ákvæðum XVI. kafla laga nt. 82/1961 um sakarkostnað. Að svo vöxnu máli ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til frekari rannsóknar og dóms- álagningar af nýju. Eftir þessum úrslitum ber að leggja á ríkissjóð allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 18.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur, og er málinu visað heim í hérað til frekari rannsóknar og dómsálagningar af nýju. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Árna Halldórssonar hæstarétt- arlögmanns, kr. 18.000.00. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 12. septemþar 1989. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins í dag, á hendur skipstjóranum á vélbátnum Jóni Eiríkssyni, SF 100, Ást- vald Bern Valdimarssyni, Svalbarði 7, Höfn, Hornafirði, „fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- 532 vörpu, sbr. lög nr. 21/1969 um breytingu á þeim lögum, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands með því að hafa verið á botnvörpuveiðum á nefndum bát aðfaranótt fimmtudagsins 11. september 1969 út af Ingólfshöfða á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru með öllu bannaðar, sbr. 2. gr. nefndra laga nr. 21/1969, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 3/1961, 87/ 1958, 4/1964 og auglýsingu nr. 4/1981. Ákærist því nefndur Ást- vald Bern til að sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. 4. gr., nú 5. gr.; nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og upptöku áfla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakar- kostnaðar“. . - Ákærði, Ástvald Bern Valdimarsson, er talinn fæddur 12. júlí 1933 og hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunn- ugt sé. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, undirritaðri af skipherra varð- skipsins Óðins, dags. 11. september 1969, segir á þessa leið: „Fimmtudaginn 11. september 1969 var m. b. JÓN EIRÍKSSON, sr 100, staðinn að meintum ólöglegum togveiðum út af Ingólfs höfða. Nánari atvik voru sem hér segir: KI. 0300, er varðskipið var á A-leið SV af Ingólfshöfða, sást bátur grunsamlega nærri landi. Var þá gerð eftirfarandi staðar- ákvörðun: Ingólfshöfði, fjarl. 5.4 sjóm. Næsta land, fjarl. 4.1 sjóm. Báturinn r/v 044, fjarl. 6.2 sjóm., gefur það stað bátsins um 1.0 sjóm. frá landi. Kl. 0305 var gerð eftirfarandi staðar ákvörðun: Ingólfshöfði, fjarl. 4.05 sjóm. Næsta land, fjarl. 3.3 sjóm. Báturinn r/v 045“, fjarl. 4.75 sjóm., gefur það stað bátsins um 1.0 sjóm. frá landi. Kl. 0320 sáust hlerar í gálgum, skipverjar að innbyrða vörpuna og einkennissiafir bátsins, SF 100. Kl. 0322 var varpan komin inn. Kl. 0323 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins: Ingólfshöfði r/v 3009, fjarlægð 1.2 sjóm., dýpi 44 m, gefur það stað skipanna um 1.2 sjóm. frá landi. Skipstjóra bátsins sagt, að 533 hann væri staðinn að meintum ólöglegum togveiðum, og sagt að halda til Vestmannaeyja. Staðarákvarðanir voru gerðar með KH 14/9 ratsjá af skip- herra, 2. og 3. stýrimanni. Lausi fjarlægðarhringurinn á ratsjánni var borinn saman við föstu hringina og reyndist réttur. Veður: Logn, sjór 2, léttskýjað“. Skipherra varðskipsins, Þröstur Sigtryggsson, mætti fyrir saka- dómi Vestmannaeyja og kannaðist við undirskrift sína á skýrsl- unni og kvað hana rétta. Einnig mættu Il. og lll. stýrimaður varðskipsins, og kváðu þeir skýrsluna rétta. Er ákærði kom fyrir sakadóm Vestmannaeyja, kvaðst hann ekki vefengja staðarmælingar varðskipsins. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa verið að togveiðum í umrætt skipti, og er sú stað- hæfing hans studd eiðfestum framburðum annarra skipverja bátsins, er komu fyrir sakadóm Vestmannaeyja. Hefur því ákærði ekki gerzt sekur um brot gegn 1. mgr. 1. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. 1. gr. laga nr. 21/1969. Af framburði ákærða fyrir dómi er ljóst, að veiðarfæri hafa ekki verið í búlka innanborðs, og hefur því ákærði gerzt sekur um brot á 2. gr. laga nr. 62/1967, sbr. 4. gr. laga nr. 21/1969, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 3/1961. Vélbáturinn Jón Eiríksson, SF 100, er samkvæmt alþjóðamæli- bréfi bátsins, dags. 26. júlí 1965, 101.41 brúttórúmlestir. Samkvæmt síðustu opinberum skýrslum nema 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Samkvæmt framansögðu eru ekki skilyrði til þess að láta ákærða sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. á. gr., nú 5. gr. laga nr. 62/1967. Hins vegar þykir rétt samkvæmt heimild í 118. gr. i.f. laga nr. 82/1967 að láta ákærða sæta refsingu fyrir brot á 2. gr. laga nr. 62/1967, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og þykir refsing samkvæmt 2. mgr. 4. gr., nú 5. gr., nefndra laga, sbr. 7. gr. nefndrar reglugerðar, hæfilega ákveðin kr. 20.000.00 til Land- helgissjóðs Íslands. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Ákærði greiði kr. 20.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Ís- 534 lands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 10 daga. Málskostnaður falli niður. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 27. maí 1970. Nr. 189/1969. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Karli Jónssyni og Jóni Ingiberssyni f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens og Unnsteini Beck, skiptaráðanda í Reykjavík (Guðjón Steingrímsson hri.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Unnsteinn Beck borgarfógeti hefur framkvæmt hina áfrýj- uðu dómsathöfn. Áfrýjandi hefur með stefnu 23. október 1969 skotið til Hæstaréttar ákvörðun skiptadóms Reykjavíkur frá 5. febrúar 1969 um að heimila höfðun máls til riftunar viðskiptasamn- ings. Kærumáli milli sömu aðilja um sama efni var vísað frá Hæstarétti hinn 26. september 1969. Áfrýjunarheimild 36. gr. laga nr. 57/1962 er þvi skilyrði háð, að frávísuðu máli hafi áður verið áfrýjað innan lögmælts áfrýjunarfrests, en heimildin tekur ekki til málskots með kæru. Samkvæmt 2. mgr. 96. gr. skiptalaga nr. 3/1878 er áfrýjunarfrestur 12 vikur. Þessi frestur var Mðinn, þegar áfrýjunarstefna var gefin út, og áfrýjandi hafði ekki aflað sér áfrýjunarleyfis. Ber því að vísa máli þessu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. 535 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum h/f, greiði stefndu, Karli Jónssyni og Jóni Ingiberssyni f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Ákvörðun skiptadóms Reykjavíkur 5. febrúar 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 5. febrúar, var skiptaréttur Reykjavík- ur settur í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustíg 12 og haldinn af borgarfógeta Unnsteini Beck ásamt neðanrit- uðum vottum. Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um tillögu Guðjóns Stein- grímssonar hæstaréttarlögmanns um höfðun riftunarmáls á hendur Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f, sem fram kom á skiptafundi í þrotabúi Friðriks Jörgensens h/f hinn 20. janú- ar s.l. Atkvæðagreiðslur um málshöfðun þá, sem að framan getur, hafa farið svo, að tillögur um málshöfðun hafa yfirleitt ekki sætt andmælum frá öðrum en þeim málflytjanda, sem m. a. fer með umboð væntanlegs varnaraðilja í málinu. Með því að svo virðist sem höfðun riftunarmáls á þeim grundvelli, sem lagður er fyrir í tillögu Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttarlög- manns, hafi ekki í för með sér verulega hættu á útgjöldum fyrir búið og þar sem riftunarmál gæti leitt til þess, að búinu bætist fjármunir til skiptingar milli almennra kröfuhafa í búinu, bar á meðal þeirra, sem óskað hafa heimildar til málshöfðunar f. h. búsins, þykir skiptaráðanda rétt að veita heimild til margnefndrar málshöfðunar. Guðjóni Steingrímssyni hæstaréttarlögmanni heimilast því f. h. kröfuhafanna Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar að höfða f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens dómsmál til riftunar á samningi Friðriks Jörgensens og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmanna- eyjum h/f, dags. 28. desember 1966, um sölu á saltfiskbirgðum og að gera í því máli fjárkröfur um greiðslu á andvirði hins selda fisks svo og kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðilja. 536 Miðvikudaginn 27. maí 1970. Nr. 17/1970. Magni h/f (Guðmundur Yngvi Sigurðsson hrl.) gegn Landsbanka Íslands (Stefán Pétursson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Aðalskuldabréf. Umsýsla. Veðréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. janúar 1970. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétii. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 10.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Magni h/f, greiði stefnda, Landsbanka Ís- lands, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. nóvember 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 4. þ. m., hefur Landsbanki Íslands höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 30. september 1966, gegn Birni Líndal, Bröttuhlíð 20, Hveragerði, persónulega og f. h. Magna h/f til greiðslu á kr. 5.810.00 með 8% ársvöxtum frá 30. september 1966 til greiðsludags. Þá er og krafizt stað- festingar á veðrétti stefnanda fyrir útdráttarkostnaði. Enn fremur krefst stefnandi málskostnaðar. 537 Undir rekstri málsins hefur stefnandi fallið frá kröfum á hendur stefnda Birni Líndal persónulega. Er málssókninni nú eingöngu beint gegn stefnda Magna h/f. Stefndi Magni h/f krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málsatvik eru þessi: Með kaupsamningi, dagsettum 25. apríl 1963, urðu eiganda- skipti að hlutabréfum stefnda. Seljandi var Jóhann Karlsson o. fl, en kaupandi Árni Ásbjarnarson o. fl. Verðið var ákveðið kr. 2.100.000.00, sem skyldi greiðast þannig: „a. Greiðir við undirskrift samnings þessa „. .. kr. 300.000.00 b. Tekur að sér áhvílandi veðskuld .. .. .. .. — 68.150.00 c.'Gefur út skuldabréf fyrir eftirstöðvum, tryggt með 1. veðrétti í öllu hinu selda nema 2. veðrétti í fasteigninni við Barmahlíð, næst á eftir kr. 68.150.00, sem hvílir á 1. veðrétti. Uppfærsluréttur fylgir. Bréfið greiðist á þriggja mánaða fresti með jöfnum afborg- unum, þannig að öll fjárhæð þess greiðist á 15 árum. Fyrsti gjalddagi er 1. ágúst n. k. Vextir af bréfi þessu skulu vera 8% — átta af hundraði — í ársvexti. Greiðast þeir eftir á um leið og afborganir, í fyrsta skipti 1. ágúst n. k. og reiknast þá frá 1. maí 1963 .. — 1.731.850.00 Samtals kr. 2.100.000.00%. Ákveðið var í kaupsamningnum, að kaupandi fengi afnot hins selda 1. maí 1963. Skuldakröfur á hendur stefnda, stofnaðar fyrir 1. maí 1963, voru kaupanda óviðkomandi, þar með talin opinber gjöld. Gengið var frá afsali tæpu ári síðar, og þá fór fram upp- gjör, bæði vegna kaupanna og fyrri viðskipta kaupanda og selj- anda. Breyttist fjárhæð veðskuldabréfsins til lækkunar, eða í kr. 1.643.100.00, og var eitt aðalveðskuldabréf útbúið með þeirri fjárhæð. Ljósmynd af aðalskuldabréfi þessu liggur frammi í mál- inu. Í aðalskuldabréfinu segir m. a.: „Hlutafélagið Magni, Reykjavík, gjörir kunnugt, að það er skuldugt orðið eigendum hlutdeildarskuldabréfa, sem byggjast á aðalskuldabréfi þessu, um kr. 1.643.100.00. 538 Eru hlutdeildarbréfin 60 að tölu, tölusett nr. 1—60, hvert að upphæð kr. 27.385.00. Höfuðstól lánsins skuldbindur félagið sig til að endurgreiða á 15 árum .......... gjalddagar eru 4 árlega, hinn 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember. Í fyrsta skipti 1. maí 1964, þannig að þann dag greiðir félagið þeim, sem samkvæmt því, er síðar segir, á hverjum tíma er umboðsmaður lánveitenda, kr. 27.385.00 til innlausnar tilsvarandi nafnverðsupphæðar í hlutdeildarskulda- bréfum og auk þess upphæð, sem svarar til 8% ársvaxta af ógreiddum hlutdeildarskuldabréfum á hverjum tíma, sem vexti ber að greiða af. Mánuði fyrir hvern gjalddaga skal ákveðið með útdrætti, sem notarius publicus í Reykjavík framkvæmir, hvaða hlutdeildar- skuldabréf skuli greiða af inneign okkar á næsta gjalddaga, og skal það nú þegar auglýst í Lögbirtingablaðinu. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls og vaxta svo og alls innheimtukostnaðar, allt samkvæmt reikningi umboðsmanns lánveitenda, veðsetur félagið eftirfarandi eignir. Verði vanskil á greiðslu afborgana og vaxta ofangreindrar skuldar, þá er hún öll í gjalddaga fallin án fyrirvara. ........ Þegar skuldin er í gjalddaga fallin, getur veðhafi ávallt látið taka hinar veðsettu fasteignir fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar skv. 15. gr. laga nr. 29/1885 eða selja þær á opinberu uppboði án dóms, sátta eða aðfarar skv. 1. gr. laga nr. 57/1949. Landsbanki Íslands í Reykjavík eða sá, sem hann setur í sinn stað, skal vera umboðsmaður skuldareiganda, og hefur hann óskorað vald og umboð til þess að koma fram í hvívetna fyrir þeirra hönd sem skuldareigandi samkvæmt veðskuldabréfi þessu og getur þar á meðal innheimt afborganir eða allan höfuðstólinn og vexti ásamt öllum kostnaði með eða án lögsóknar og með fullu gildi kvittað veðskuldabréf þetta til aflýsingar. Skal allt, sem hann gerir eða gera lætur í þessu efni, hafa fullt gildi fyrir lánveitendur, og er skylt að hlýta því í alla staði, svo sem lán- veitendur hefðu gjört það sjálfir. Veðskuldabréf þetta skal geymt í Landsbanka Íslands í Reykja- vík eða hjá síðari umboðsmönnum lánveitenda. Rísi mál út af veðskuldabréfi þessu, skal það rekið fyrir bæjar- 539 þingi Reykjavíkur eftir 17. kafla einkamálalaganna nr. 85/1936, og ber veðsala að greiða málskostnað við slíka málssókn að skað- lausu“. Aðalskuldabréfið og sérskuldabréfin eru öll undirrituð af þrem stjórnarmönnum Magna h/f. Stefnandi, sem kveðst vera lögformlegur umboðsmaður skuidar- eiganda samkvæmt áðurgreindum skýlausum ákvæðum aðal skuldabréfsins, krefur stefnda í máli þessu um þóknun fyrir að sjá um útdrátt hlutdeildarskuldabréfanna, auglýsingu í Lögbirt- ingablaðinu, þóknun fyrir að innheimta vexti og afborgun á gjald- daga og þóknun fyrir að innleysa vaxtamiða og útdregin hlut- deildarskuldabréf. Stefndi hefur eigi viljað greiða stefnanda kostnað þennan, og hefur stefnandi því höfðað mál þetta. Lögmaður stefnda, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hefur í grein- argerð sinni, dskj. nr. 5, skýrt svo frá, að seljendur hafi fengið þá hugmynd, þegar uppgjör fór fram, að þeim væri hentugra að fá útgefið aðalskuldabréf ásamt hlutdeildarskuldabréfum og hafi þeir farið fram á slíkt. Hafi það verið samþykkt af hálfu kaup- enda, en með því skilyrði, að slíkt hefði ekki aukakostnað í för með sér, hvorki um útgáfu né innheimtu. Hafi seljandi samþykkt það. Vitni að þessu hafi verið auk ofangreinds lögmanns hæsta- réttarlögmennirnir Árni Guðjónsson og Ólafur Þorgrímsson. Kaup- samningur hafi gert ráð fyrir einu bréfi, er kaupandi gæfi út, og að hann þyrfti ekki að greiða af því annað en afborganir og vexti, svo sem venja standi til. Sá skilningur hafi líka verið lagður í orðið innheimtukostnaður, að veðsetningin næði til slíks kostnaðar, ef ekki yrði staðið í skilum með greiðslu afborgana og vaxta. Björn Líndal, forstjóri stefnda, hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá, að hann hafi verið einn af aðalkaupendum hlutabréfanna. Kveðst hann hafa tekið þátt í samningum viðvíkjandi kaupunum, og hann kveðst meðal annars hafa verið á fundi, þegar þess var óskað af hálfu seljenda, að breytt væri um skuldabréf. Kveður Björn rétt frá greint um málavexti í ofangreindri greinargerð. Segir hann, að skýrt hafi verið tekið fram af hálfu kaupenda, að breyting á veðskuldabréfi yrði því aðeins samþykkt, að hún hefði ekki í för með sér aukinn kostnað fyrir kaupendur. Kveðst Björn hafa litið svo á, að seljendur hafi samþykkt ofangreind skilyrði, enda þótt ekki hafi verið gerð skrifleg yfirlýsing um það. Segir 540 hann, að ljóst hafi legið fyrir á fundinum, sem haldinn hafi verið á skrifstofu Árna Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, að umrædd breyting hefði aukakostnað í för með sér. Vitnið Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá, að hann hafi verið hluthafi og stjórnarmaður í Magna h/f og annazt umrædda sölu ásamt fleiri lögfræðingum. Í upphaflegum umræðum um kaupin hafi venju samkvæmt verið gengið út frá því, að sá hluti kaupverðsins, sem ekki var greiðdur við samninga, greiddist með einu skuldabréfi til ákveðins ára- fjölda. Við endanlegan frágang kaupa hafi hins vegar orðið sam- komulag um samkvæmt sérstakri ósk Jóhanns Karlssonar, sem var aðalhluthafi félagsins, að í stað eins skuldabréfs yrðu gefin út hlutdeildarskuldabréf með útdrætti fjórum sinnum á ári. Hæstaréttarlögmaðurinn var spurður að því, hvort kaupendur hefðu gert fyrirvara í sambandi við útgáfu hlutdeildarskulda- bréfanna um það, að slíkt hefði ekki í för með sér aukinn kostnað fyrir kaupendur um innheimtu. Hann svaraði: „Meira en 5 ár eru liðin frá því, að kaup þessi gerðust, og treysti ég mér því ekki til að greina nákvæmlega, hverjar umræður áttu sér þar stað. Hins vegar gekk ég út frá því, að sá aukakostnaður, sem yrði vegna þessarar breytingar, sem gerð var samkvæmt sérstakri ósk seljanda, yrði að greiðast af seljanda“. Hæstaréttarlögmaður- inn telur, að frá veðskuldabréfinu hafi verið gengið annað hvort í skrifstofu hans eða í skrifstofu Árna Guðjónssonar hæstaréttar- lögmanns. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá, að Ólafur Þorgrímsson hafi verið lögmaður selj- anda, en Árni kveðst að ósk Jóhanns Karlssonar hafa gengið endanlega frá sölunni og hafi það verið gert í skrifstofu Ólafs. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir, að aðeins eitt veðskuldabréf yrði gefið út fyrir eftirstöðvum söluverðsins. Síðar hafi verið dregnar frá upphaflega skuldabréfinu vörur, sem seljandi skulda- bréfanna hafði tekið út hjá kaupendum. Hafi fjárhæð skulda- bréfsins þá breytzt og jafnframt hafi seljendur óskað eftir því, að út yrði gefið eitt aðalskuldabréf og útdráttarhlutdeildarbrét. Minnist lögmaðurinn þess ekki, að minnzt hafi verið orði á kostnað við útdrátt bréfanna, þegar kaupendur féllust á þessa tilhögun. Hæstaréttarlögmaðurinn telur hins vegar, að þar sem þessi breyting hafi verið gerð í þágu seljenda, hefðu þeir, ef til umræðu hefði komið, fallizt á greiðslu útdráttarkostnaðarins, nema annað hefði komið til. 541 Jóhann Karlsson hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá, að hann hafi verið aðalhluthafinn í Magna h/f og forstjóri þess og stjórn- armaður. Kveðst hann hafa verið aðalsöluaðilinn, þegar Björn Líndal og félagar hans keyptu hlutabréfin í Magna h/f á árinu 1963. Hann segir, að í upphafi hafi verið ákveðið, að hluti sölu- verðs skyldi greiddur með einu veðskuldabréfi, en þessum kaup- samningi hafi síðan verið breytt. Um þetta hafi orðið samkomu- lag milli seljanda og kaupenda og hafi verið ákveðið, að í stað eins veðskuldabréfs skyldi gefið út útdráttarbréf. Hann segir, að kaupendur hafi aldrei minnzt á neinn aukakostnað, enda hafi þeir prentað bréfin sjálfir, þ. e. kaupendurnir, og kveðst Jóhann því ekki hafa greitt neinn kostnað við prentun bréfanna og hafi honum aldrei verið sýndur reikningur yfir þann kostnað. Hann kveðst hafa tekið við öllum sérskuldabréfunum að frádregnum bréfum, sem lögmennirnir héldu eftir sem greiðslu til sín. Kveðst hann hafa farið með öli sérskuldabréfin, sem eftir voru, til Jó- hanns Ágústssonar, bankastjóra Austurbæjarútibús Landsbankans, og beðið hann f. h. Landsbankans að taka bréfin til geymslu og annast um innheimtu þeirra. Ekki kveðst hann þora að fara með það, hvort aðalveðskuldabréfið fylgdi þá með. Eiginkona hans lézt, eftir að umrædd skuldabréf voru gefin út. Við skipti á dánarbúinu segir hann, að sumt af bréfunum hafi runnið til barna þeirra hjóna. Minnir hann, að börnin hafi fengið samtals 12 eða 16 bréf, að fjárhæð kr. 27.385.00 hvert, en meginhluta bréfanna, sem ekki hafi verið dregin út, kveðst hann enn eiga. Hann tekur fram, að hann hafi talað við aðallögfræðing Landsbankans, Stefán Pét- ursson, og hafi Stefán talið, að honum bæri engin skylda til að greiða kostnað, sem stefnt hefur verið fyrir í þessu máli. Kröfur sínar í málinu styður stefnandi þeim rökum, að greini- lega sé tekið fram í aðalskuldabréfinu, sem þrír af stjórnarmönn- um .stefnda hafi undirritað, að stefnandi skuli vera umboðsmaður skuldareiganda og hafa óskorað vald og umboð til að koma fram í hvívetna fyrir þeirra hönd sem skuldareigandi og innheimta afborganir og/eða allan höfuðstólinn og vexti ásamt öllum kostn- aði. Í málinu sé stefndi krafinn um kostnað við útdrátt hlut- deildarbréfa, kostnað við að birta auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og þóknun fyrir að innheimta vexti og afborganir og fyrir að innleysa vaxtamiða og útdregin hlutdeildarskuldabréf. Ljóst megi vera, að ofangreindur kostnaður sé innheimtukostnaður, eins og aðalskuldabréfið geri ráð fyrir. Með tilliti til þessa og þar sem það sé einnig föst venja, að skuldunautur greiði bankanum slíkan 542 kostnað og þóknun, þegar bankanum eru falin skuldabréf af þessu tagi til meðferðar, telur stefnandi, að dæma beri stefnda til að greiða hina umstefndu skuld. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að aðalskulda- bréfið hafi ekki að geyma nein bein fyrirmæli um það, að stefnda sé skylt að greiða hinn umstefnda kostnað, enda hefði þurft að kveða skýrt á um það í bréfinu. Engin venja sé heldur fyrir hendi um það, að skuldari eigi að greiða slíkan kostnað. Stefndi leggur þó megináherzlu á það, að stefndi hafi samþykkt að gefa út aðal- skuldabréf með hlutdeildarbréfum í stað venjulegs skuldabréfs með því skilyrði, að slíkt hefði ekki aukakostnað í för með sér, hvorki um útgáfu né innheimtu, og hafi seljendur samþykkt það. Þá bendir stefndi á það, að stefnandi geti sem umboðsmaður selj- enda, þ. e. eigenda bréfanna, aldrei átt meiri rétt en umbjóðendur hans. Einnig tekur stefndi fram, að þegar í aðalskuldabréfinu sé talað um innheimtukostnað, þá verði að skýra það orð þannig, að í því felist, að vanskil hafi orðið af hálfu skuldara. Þegar veðskuldabréf er gefið út í því formi, að um er að ræða eitt aðalbréf og mörg hlutdeildarbréf, er tilgangurinn með því sá að auðvelda eigandanum að koma í kring sölu á bréfinu, með því að fleirum aðiljum gefist kostur á að eignast eignarhlutdeild í því. Þykir þetta sérstaklega hagkvæmt, þegar um háa fjárhæð er að ræða og til langs tíma. Er þá yfirleitt kveðið svo á í bréf- inu, að innlausn hlutdeildarbréfa skuli fara fram að undangengn- um útdrætti. Slík hlutdeildarbréf eru samkvæmt þessu til þess fallin að dreifast á margar hendur. Mega eigendur hlutdeildar- bréfanna jafnan treysta því að fá hlutdeildarbréfin greidd á nafn- verði á gjalddaga samkvæmt útdrætti. Þegar um slíkt skulda- bréfafyrirkomulag er að ræða, er að jafnaði kveðið svo á, hver annast skuli um, að útdráttur fari fram og síðan innlausn bréf- anna samkvæmt honum. Yrði og naumast önnur skipan á höfð. Þetta var og ákveðið í aðalskuldabréfi því, sem hér ræðir um, með því að fela stefnanda að sjá um þetta. Þegar það er virt, sem nú hefur verið rakið, efni aðalskulda- bréfsins, er að þessu lýtur, og höfð er í huga sú venja, sem um þetta gildir, þá verður að líta svo á, að stefnandi hafi mátt treysta því, að venjulegur kostnaður samfara útdrætti og innlausn hlutdeildarbréfanna yrði greiddur af útgefanda aðalskuldabréfs- ins, stefnda í máli þessu. Að svo vöxnu máli ber að taka kröfu stefnanda til greina, enda hefur fjárhæð hennar ekki sætt sér- stökum andmælum. 543 Samkvæmt þessari niðurstöðu eru ekki efni til að taka afstöðu til þess í máli þessu, hvort stefndi kunni að eiga kröfu á hendur heimildarmönnum sínum að Magna h/f um endurgreiðslu á um- ræddum kostnaði. Vaxtakrafa stefnanda hefur ekki sætt andmælum, og verður hún því tekin til greina. Samkvæmt kröfu stefnanda ber að viðurkenna veðrétt í eign- um þeim, sem um ræðir í aðalskuldabréfi, til tryggingar greiðslu hinna tildæmdu fjárhæða. Eins og mál þetta er vaxið, þykir eftir atvikum rétt, að máls- kostnaður falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Gunnari M. Guðmundssyni hæstaréttarlögmanni og Herði Þórðarsyni sparisjóðsstjóra. Dómsorð: Framangreindur veðréttur er staðfestur. Stefndi, Magni h/f, greiði stefnanda, Landsbanka Íslands, kr. 5.810.00. með 8% ársvöxtum frá 30. september 1966 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 1, júní 1970. Nr. 98/1970. Hárgreiðslustofan Hörn s/f segn Gjaldheimtunni í Reykjavík, Gunndóru Viggósdóttur og til réttargæzlu Friðjóni Skarphéðinssyni yfirborgarfógeta. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hárgreiðslustofan Hörn s/f, er eigi sækir dóm- 544 þing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivitargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 1. júní 1970. Nr. 207/1969. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Bjarni Beinteinsson hdl.) gegn Ingibergi Kristinssyni og gagnsök (Arnljótur Björnsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson, Gunnar Thoroddsen og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. nóvember 1969, Krefst hann sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 16. des- ember 1969. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 591.195.00 auk 7% ársvaxta af kr. 581.437.00 frá 15. september 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvaxta af sömu fjárhæð frá þeim degi til 25. nóvember s. á., 6% ársvaxta af kr. 591.195.00 frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvaxta af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð fram álitsgerð tveggja dómkvaddra manna, þeirra Finnboga Eyjólfssonar bifvéla- virkjameitara og Þóris Jónssonar forstjóra, dags. 9. mai 1970, um orsök slyssins og vætti þeirra fyrir héraðsdómi sama dag. Álitsgerðin er svohljóðandi: „Samkvæmt dómkvaðningu borgardómarans í Reykjavík, 545 dagsettri 17. apríl 1970, höfum við undirritaðir kynnt okkur málsskjöl þau, er um getur í beiðni um gjörð þessa, og komizt að þeirri niðurstöðu, að frumorsök Þess, að. bifreiðin VL 2880 fór út af veginum í umrætt sinn, hafi verið sú, að hjólið á innri enda snigilsáss, sem situr í sniglinum og mynd- ar 909 horn við hann, hafi brotnað og þar með rofið sam- bandið milli snigils og snigilsáss, sem gerði stýrishjólið óvirkt í höndum ökumanns. Undirritaðir hafa staðreynt með tilraun á stýrisvél af sömu gerð og var í VL 2880, að slíkt getur átt sér stað. Skýrsla P.D. Starbird, sem við höfum fengið í hendur á frummálinu, um ástand stýrisbúnaðar VL 2880 eftir óhappið styður einnig ofangreint álit okkar. Hins vegar gætir nokkurs misræmis milli texta þessarar skýrslu og þýðingar á henni (réttarskj.: No. 5) varðandi skil- greiningu á því, hvað hafi verið brotið í stýrisvélinni, og til þess að taka af allan vafa um, hvað P.D. Starbird á við í skýrslu sinni, látum við fylgja hér með ljósrit af blaðsíðu úr varahlutalista, sem sýnir sundurtekna stýrisvél af um- ræddri gerð, og höfum við merkt inn á blaðið heiti þeirra hluta, sem máli skipta í þessu sambandi. Undirritaðir geta eftir atvikum fallizt á álit P.D. Starbird í skýrslu hans, það sem segir, að hjólið á snigilsásnum hafi verið sprungið löngu fyrir óhappið, en farið alveg í sundur, Þegar VL 2880 fór yfir slæmar holur, sem voru á Reykjanes- braut í þetta sinn“. Einnig hefur verið lagt fram nýtt örorkumat 98. april 1970, er gert hefur Bjarni Þórðarson, cand. act. og er það svohljóðandi: „Þér hafið óskað eftir endurreikningi á örorkutjóni Ingi- bergs Kristinssonar, þar sem tekið sé tillit til kauplagsbrevt- inga, er orðið hafa, síðan síðasti útreikningur var gerður 30. júní 1969. Ég hefi umreiknað áætlaðar framtíðarvinnutekjur Ingi- bergs í þeim útreikningi með tilliti til kauplagsbreytinga 1. sept., 1. des. og 1. marz s.l. Eru þær sýndar í næstu töflu. Þar er einnig sýnt áætlað vinnutekjutap, Þegar gert er ráð 35 546 fyrir, að það sé á hverjum tíma sami hundraðshluti af áætl- uðum vinnutekjum og örorkan er metin. Áætlaðar Áætlað vinnutekjur: vinnutekjutap: 1. árið eftir slysið .. .. kr.188.176.00 kr. 139.472.00 9. — — — .. .. — 212.286.00 — 56.574.00 3. — — — .... — 228.209.00 — 45.642.00 4. — — — ... — 287.389.00 — 47.A68.00 5 — — — .... — 258.370.00 — 51.674.00 6. — — — ... — 283.332.00 — 56.666.00 Síðan árlega .. .. -. — 285.523.00 — 57.105.00 Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. -. kr.165.578.00 — varanlegrar — 0. — 592.024.00 Samtals kr. 757.602.00 Við útreikninginn hefur ekki verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda, og ekki hefur verið tekið tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins eða frá atvinnurekanda vegna slyssins. Beiknigrundvöllur er hinn sami og í síðasta útreikningi“. Telja verður í ljós leitt, að slys það, sem mál þetta er risið af, hafi hlotizt af bilun í stýrisbúnaði bifreiðarinnar VL 2880. Bifreið þessi, er var eign varnarliðsins, var atvinnu- tæki gagnáfrýjanda, en hann starfaði í þjónustu varnarliðs- ins. Bifreiðareigandi ber því að lögum bótaábyrgð á tjóni því, er af slysinu hlaut. Samkvæmt 2. tölulið 12. gr. við- bótarsamnings um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra, er lögfestur var með lögum nr. 110/1951, verður þvi að dæma ríkissjóð til greiðslu bótanna. Gagnáfrýjandi sundurliðar dómkröfur sínar fyrir Hæsta- rétti þannig: 1. Bætur fyrir Örorkutjón: Bætur fyrir missi eftir- og 547 næturvinnu frá 15/9—-15/12 1964 svo og bætur fyrir algert tekjutap frá 15/12 '64—-12/2 650... kr. 25.000.00 Útreiknað tjón vegna varan- legrar örorku, sbr. bréf Bjarna Þórðarsonar, cand. act., dags. 28/4 *70 .. .. .. kr.592.024.00 kr. 617.024.00 Frádráttur vegna hagræðis af greiðslu bóta í einulagi .. .. -- 11.231.00 kr. 605.793.00 —- greiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins „, .. .. .. — 89.856.00 —,— kr.516.437.00 2. Bætur fyrir þjáningar og óþægindi og rösk- un á stöðu oghögum................ — 65.000.00 3. Fataskemmdir.. .................. — 1.200.00 4.Skjalaþýðing .. .. .. ................ — 1.908.00 5.Örorkumat.... .................. — (1.500.00 6. Örorkutjónsútreikningur .. .. .. ... .. .. — 3.450.00 7. Læknishjálp og læknisvottorð .. .. .. .. — #1.700.00 Samtals kr. 591.195.00 Rétt þykir að ákvarða bætur samkvæmt 1. lið kr. 450.000.00. Bætur samkvæmt 2. lið þykja hæfilega metnar í héraðs- dómi á kr. 55.000.00. 3. og 7. liður hafa ekki sætt andmælum og verða teknir til greina, samtals kr, 2.900.00. 4.—6. liður, samtals kr. 6.858.00, og reikningur vegna síð- asta útreiknings örorkutjóns, kr. 600.00, eru teknir til greina við ákvörðun málskostnaðar. Samkvæmt þessu ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda kr. 450.000.00 55.000.00 - 2.900.00, þ. e. samtals kr. 507.900.00, ásamt 7% ársvöxtum frá 15. septem- 548 ber 1964 til 1. janúar 1963, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 150.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Ingibergi Kristinssyni, kr. 507.900.00 með 7% ársvöxtum frá 15. september 1964 til 1. janúar 1965, % ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 150.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. október 1969. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, höfðaði Ingibergur Kristins- son bifreiðarstjóri, Hellisgötu 36, Hafnarfirði, fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 6. nóvember 1966, á hendur fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 517.590.00 með 7% ársvöxtum af kr. 484.032.00 frá 15. september 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum af kr. 509.032.00 frá þeim degi til 12. júní 1965 og 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mán- uði af sömu fjárhæð frá þeim degi til 21. nóvember 1965 og sömu vöxtum af stefnufjárhæðinni, kr. 517.590.00, frá þeim degi til greiðsluðags svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefnanda var veitt gjafsókn í málinu samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneyt- isins, dags. 14. október 1966. Í þinghaldi í dag hækkaði stefnandi fjárhæð stefnukröfu sinnar með samþykki stefnda án framhaldsstefnu. Krefst hann nú, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 591.195.00 með 7% ársvöxtum af kr. 591.437.00 frá 15. september 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 25. nóvem- ber 1965, 6% ársvöxtum af kr. 591.195.00 frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsluðags svo og til greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dómsins, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Til vara 549 krefst stefnandi annarrar lægri fjárhæðar að mati dómsins með vöxtum og málskostnaði sem í aðalkröfu. Stefndi hefur aðallega krafizt sýknu af kröfu stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skað- lausu, en til vara, að stefnukrafan verði stórlega lækkuð og málskostnaður verði látinn niður falla. Málsatvik eru þau, að hinn 15. september 1964 var stefnandi, sem er starfsmaður varnarliðsins, sendur frá vörugeymslu Navy exchange á Keflavíkurflugvelli áleiðis til Reykjavíkur á bifreið- inni VL 2880, Ford vörubifreið með yfirbyggðum palli. Bifreið þessi er eign varnarliðsins, og var ferðin heimiluð af yfirmanni Navy exchange vegna flutninga tveggja þvottavéla í viðgerð og til að taka farm til baka fyrir smásöluverzlun Navy exchange. Er stefnandi hafði ekið um 8 km Vegalengd frá vörugeymslunum og var staddur á Reykjanesbraut á leið yfir Vogastapa, hætti bifreiðin allt í einu að láta að stjórn og fór út af veginum með þeim afleiðingum, að hún valt. Farþegar þeir, sem í bifreiðinni voru, meiddust lítið eða ekkert, en stefnandi meiddist illa í þaki. Var hann óvinnufær í sex mánuði eftir slysið og hlaut örkuml, sem metin var varanleg örorka fyrir. Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi í umrætt sinn ekið bifreiðinni rólega, eða á milli 40—45 km hraða miðað við klukkustund. Rétt áður en bifreiðin fór út af veginum, eða tæpa 30 m frá þeim stað, hafi verið hvarf í veginum. Kvaðst hann hafa orðið var við smell í undirvagni bifreiðarinnar, er hún fór yfir hvarfið, og eftir það hafi hann ekki getað haft neina stjórn á bifreiðinni, svo að hún fór út af veginum og valt á hliðina. Hann kvaðst hafa unnið sem bifreiðarstjóri hjá varnarliðinu frá því á árinu 1957 og hafi hann aðallega ekið vöruflutninga- bifreiðum. Hann kvaðst sjálfur hafa tekið á móti vörubifreið þeirri, sem hann ók í umrætt sinn, þegar hún kom til landsins um áramótin 1960—-1961, að því er hann minnti. Hann kvaðst síðan hafa ekið bifreiðinni að mestu leyti, allt þar til slysið varð, en aðrir menn, bæði bandarískir hermenn og Íslendingar, hafi þó gripið í bifreiðina og ekið henni af og til. Hann kvaðst hafa látið smyrja bifreiðina reglulega á íslenzkri smurstöð, en um reglulegt viðhald á bifreiðinni hafi ekki verið að ræða af hálfu þeirrar deildar varnarliðsins, þ. e. Navy exchange, sem átti bifreiðina. Ástæða þess hafi verið sú, að Navy exchange hafi ekki haft aðgang að bifreiðaverkstæðum varnarliðsins á 550 Keflavíkurflugvelli fyrir bifreiðar sínar. Hann kvað framðempara vinstra megin hafa brotnað mörgum mánuðum fyrir slysið. Kvaðst hann margsinnis hafa kvartað yfir því við yfirmann sinn Í vöru- skemmu Navy exchange, en hann hafi ekki sinnt því og stefn- andi hafi ekki sjálfur haft leyfi til þess að koma bifreiðinni á verkstæði án samþykkis yfirmanna. Hann kvað enga reglulega skoðun hafa verið framkvæmda á bifreiðinni, hvorki af hálfu varnarliðsins né Bifreiðaeftirlits ríkisins, en það embætti hafi ekkert skipt sér af bifreiðum Navy exchange. Kvað hann fram- demparann hafa alveg verið lausan við öxulinn að neðan og því hafi hann verið gersamlega óvirkur. Hann kvað þá einu orsök vera til slyssins, að stýrisútbúnaður bifreiðarinnar hafi farið úr sambandi. Vitnið Viðar Sandholt Guðjónsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi verið farþegi í bifreiðinni og setið við hlið ökumannsins. Hafi þeir verið á leið til Reykjavíkur og með þeim hafi einnig verið starfsfélagi þeirra, Ólafur Jóhannesson. Rétt áður en bifreiðin fór út af veginum, hafi hún lent í slæmu hvarfi. Ökumaðurinn, stefnandi, hafi haft orð á því, að sér fyndist eitt- hvað vera að, og virtist bifreiðin ekki láta að stjórn eftir það, unz hún lenti út af veginum. Hann gat þess til, að hraði bif- reiðarinnar hafi verið um 40—-50 km miðað við klukkustund, er hún lenti í umræððu hvarfi. Hann kvaðst muna, að fyrir slysið hafi stefnandi kvartað við starfsmann Navy exchange, yfirmann í vöruskemmunni, og jafnframt yfirmann stefnanda og vitnisins yfir því, að framdempari bifreiðarinnar væri úr lagi genginn. Ekki kvaðst hann muna eftir því að hafa hlýtt á þetta samtal, en hann gat þess, að stefnandi hafi mjög oft kvartað án árangurs um ýmislegt, sem aflaga fór í bifreiðinni, án þess að úr því fengist bætt. Hann kvað umræðda stofnun, Navy exchange, vera sér- staka deild á Keflavíkurflugvelli og ekki í beinu sambandi við sjálft varnarliðið, þannig að stofnunin hefði ekki fengið leyfi eða aðstöðu til þess að láta gera við bifreiðar sínar á bifreiðaverk- stæðum hersins. Áður hafi þeir haft sérstakan viðgerðarmann, sem hafi átt að sjá um viðgerðir á bifreiðum stofnunarinnar, en það hafi verið mjög löngu fyrir slysið. Um það leyti, sem slysið varð, hafi enginn sérstakur viðgerðarmaður verið og stofnunin ekki haft neitt fast verkstæði til þess að senda bifreiðar sínar til, heldur hafi sú leið verið farin að leita eftir tilboðum um kostnað við ákveðin verk, sem gera þurfti við bifreiðina. Síðan hafi þurft að leita samþykkis yfirmanns stofnunarinnar fyrir öðl því, að taka mætti tilboðinu. Gat vitnið þess, að mjög erfitt hafi verið að fá gert við bifreiðar stofnunarinnar. Hann kvað um- rædda bifreið hafa verið notaða til að flytja varning úr vöru- skemmum, og kvaðst hann því hafa haft mjög góða aðstöðu til að fylgjast með bifreiðinni. Hann kvaðst einnig sjálfur hafa ekið umræddri bifreið á stundum. Í skýrslu sinni hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli gat Ólafur Jóhannesson, sem var annar farþegi í bifreiðinni, þess, að akst- urslag stefnanda fyrir slysið hafi að hans dómi verið óaðfinnan- legt. Hraðinn hafi verið skikkanlegur miðað við aðstæður. Bif- reiðin hafi lent í hvarfi í veginum og eftir það hafi hún ekki látið að stjórn. . Vitnið Gunnar Jóhannsson, samstarfsmaður stefnanda í vöru- geymslunni, kvaðst hafa fylgzt nokkuð með ástandi Þifreiðar- innar. Kvaðst vitnið hafa verið búið að vera í leyfi í nokkra daga fyrir slysið, en áður hafi stefnandi margsinnis kvartað um það við yfirmann í vöruskemmunni, að framdempari bifreiðar- innar væri brotinn, og óskað eftir viðgerð á honum, en það hafi ekki fengizt gert. Yfirleitt hafi ekki verið hægt að fá gert við bifreiðina nema með miklum eftirgangsmunum og ekki fyrr en seint og síðar meir. Magnús Wium bifreiðaeftirlitsmaður skoðaði bifreiðina eftir slysið. Í vottorði hans, dags. 17. september 1964, segir svo: „Ég athugaði hemla, og virtust þeir virka eðlilega. Við athugun á stýrisbúnaði kom í ljós, að stýrið var óvirkt, hægt var að snúa stýrishjólinu í hringi sitt á hvað, án þess að stýrisarmur hreyfðist. Sennilega hefur annað hvort stýrisstöng, sem stýrishjól er fest á, brotnað inni í stýrisvél ellegar öxull (cektor), sem togstangar- armur er festur á. Ekki var sjáanlegt, að stýrisvél hafi orðið fyrir nokkru hnjaski við útafaksturinn eða veltuna. Ca. 20—25 m frá þeim stað, þar sem bifreiðinni var ekið út af veginum, er hvarf í veginum. Ekki er ósennilegt, að stýrisvélin hafi farið úr sambandi við það, að bifreiðin hafi lent harkalega ofan í hvarfinu“. Eftir slysið var bifreiðin dregin að vörugeymslu Navy exchange á Keflavíkurflugvelli, en þar var framkvæmd skoðun á bifreið- inni af bandarískum starfsmanni þar á vellinum. Í skýrslu, sem fyrir liggur í málinu, dskj. nr. 5, segir svo um skoðun þessa: „Þegar stýrinu var snúið með fingrunum, kom í ljós, að engin stjórn var á framhjólunum, vegna þess að eitthvað hafði bilað 552 í stýrisganginum. Athugun að utan sýndi, að stýrishjólið, stýris- stöngin, stýristogstöng (ás afturúrtaks), Pitmanarmur, framstýris- endi, sambandsstöng framhjólaáss (spindill) og spindilarmur var óskemmt og í réttri stöðu. Þegar Osstrowsky T.U., CMI, USN, tók stýrisbúnaðarhúsið í sundur, kom í ljós, að lagerinn nær stýristogstönginni, sem hvílir í slitna skaftinu, var sprunginn á tveim stöðum“. Síðan segir í sömu skýrslu um meintar ástæður á þessa leið: „a. Vegna ryðhúðar á öðrum fleti hins sprungna lagers, sem hvíldi í slitna skáftinu til að snúa stýrinu 90 til vinstri og sem orsakar hreyfingu Pitman-armsins fram og aftur, svo og hins fægða og slitna útlits á báðum brostnu flötunum er ætlað, að lagerinn háfi brostið fullkomlega, áður en slysið varð, en eigi verður ákvarðað hvenær. b. Lager stýristogstangarinnar hefur virkað, þótt hann væri sundur, og svarað hreyfingum stýrishjólsins til stýringar fram- hjólanna, meðan helmingarnir héldust nærri hvor öðrum, og hald- ið við stöngina vegna þess, hve þjappað var saman. c. Ætlað er, að við höggið, þegar framhjólin komu á „bvotta- brettis“svæðið, hafi það komið fram á spindlunum, stýrisend- anum, Pitmanarminum og stýristogstönginni og síðan sprungna lágernum, þannig að sambandslaust hafi orðið milli hinna sprungnu helminga lagersins og ormskaftsins, þannig að ekki hafi eftir það verið hægt að stýra bifreiðinni“. Í tilefni af þessu var leitað álits bifreiðaeftirlitsmannanna Ágústs G. Kornelíussonar og Harðar Jónssonar um það, „hvort bifreiðaeftirlitsmaður myndi normalt hafa uppgötvað þennan leyriða galla í stýrisbúnaðinum, ef hann hefði skoðað bifreiðina, eins og tíðkast í bifreiðaskoðun, eftir að sprungan kom í lager- inn, en áður en sprungurnar gengu í sundur við höggið“. Bifreiðaeftirlitsmennirnir svara þessu á þá leið, að þeir hafi fengið ljósrit af stýrisvél úr sams konar bifreið og hér um ræðir, þeir hafi merkt inn á ljósritið með ör við slíf þá, er þeim hafi skilizt, að hafi sprungið. Segja þeir, að slíf þessi, sem sé í botni stýrisvélarinnar, sé innilokuð og sé því ekki hægt að sjá það við venjulega skoðun, hvort slífin sé sprungin eða ekki. Þessa yfir- lýsingu staðfesta bifreiðaeftirlitsmennirnir síðan fyrir dómi. Ágúst G. Kornelíusson gat þess þá, að hann gæti út af fyrir sig fallizt á það álit Magnúsar Wiums, að annað hvort hafi stýris- stöng brotnað eða öxull (cektor). Hörður Jónsson kvað það álit sitt, að líklegt sé, að eitthvað meira hafi brotnað en umrædd slíf, öð3 til þess að stýrið færi alveg úr sambandi, nema um eitthvert verulegt slit hafi verið að ræða í stýrisvélinni. Gat hann þess, að ef mikið slit hefði verið komið í stýrisvélina, þá hefði það fundizt við venjulega bílaskoðun á þann hátt, að óvenjulega mikið hlaup hefði verið í stýrisvél. Bifreið þannig á sig komna hefði Bifreiðaeftirlitið ekki leyft, að notuð væri í akstri. Í vottorði lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, dags. 29. ágúst 1967, segir meðal annars, að varnarliðið hafi öll ökutæki sín í fullri umsjón sinni og tryggingu og hafi verið svo, frá því að varnarliðið kom hingað til lands með tæki sín. Enn fremur segir, að það hafi oftlega verið kvartað yfir því, að ökutæki varnar: liðsins væru ekki í skoðunarhæfu ástandi, og ef slík kvörtun hafi borizt til embættis lögreglustjóra, hafi málið verið tekið upp við varnarliðið til úrbóta hverju sinni. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því, að orsök slyssins verði einvörðungu rakin til bilunar í stýrisbúnaði bifreiðarinnar. Stýrisbúnaður bifreiðarinnar hætti skyndilega að virka og hafi hún runnið út af veginum, án þess að stefnandi fengi við það ráðið. Af gögnum málsins sé ljóst, að bifreiðin hafi aldrei sætt skoðun, frá því er hún var tekin í notkun, og viðhald og eftirlit hafi ekki farið fram af hálfu varnarliðsins á bifreiðinni. Sam- kvæmt 6. gr., 4. tl, og 3. gr., 2. tl., laga nr. 110/1951 í fylgiskjali um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra segi: „Ráðn- ingarkjör og vinnuskilyrði einkum ... öryggisráðstafanir við vinnu, skulu fara að íslenzkum lögum og venjum“. Með þessum lagaákvæðum sé varnarliðið skyldað til þess að fara að íslenzk- um lögum um öryggisráðstafanir og verði það varla skilið öðru- vísi en svo, að á því hvíli skylda til að láta skoða bifreiðar sínar samkvæmt ákvæðum umferðarlaga. Vanræksla í því efni svo og önnur vanræksla í eftirliti með ökutækjum sínum baki varnar- liðinu að sjálfsögðu bótaábyrgð. Af skoðunum þeim, sem fram fóru á bifreiðinni eftir út af aksturinn, komi í ljós, að eitthvað hafi brotnað í stýrisvélinni, en ekki sé fullyrt, hvað hafi bilað. Komi þar ýmislegt til, svo sem fram komi í skýrslu skoðunar- mannanna. Það sé því alls óvíst nema þeirrar bilunar, sem varð í stýrisbúnaði bifreiðarinnar í umrætt sinn, hefði orðið vart við venjulegar skoðanir. Vafi að þessu leyti hljóti að túlkast stefn- anda í hag. Ljóst sé, að þá er stefnandi var sendur á bifreiðinni í umrædda ferð, hafi hún verið óforsvaranleg til notkunar. Hún hafi verið haldin leyndum göllum og því hafi stefnandi verið settur í sérstaka hættu, en vinnuveitandi hans beri að sjálfsögðu 554 ábyrgð á því, að tæki þau, sem starfsmönnum eru fengin til afnota, séu í ökufæru standi. Allt þetta leiði því beint til bóta- skyldu af hálfu varnarliðsins. Af gögnum málsins sé ljóst, að stefnandi hafi í akstri sínum í umrætt sinn sýnt fyllstu aðgæzlu. Hraði bifreiðarinnar hafi verið eðlilegur og ekki meiri en efni og aðstæður leyfðu, svo sem fram komi í skýrslu stefnanda sjálfs svo og farþega þeirra, sem í bifreiðinni voru. Í annan stað byggir stefnandi kröfur sínar í málinu á 67. gr. umferðarlaga. Stefnandi hafi verið að gegna skyldustarfi á tæki, sem haldið var leyndum galla og því hættulegt. Eigi hann því að njóta verndar greinarinnar gegn óhappi. Stefndi styður sýknukröfu sína þeim rökum, að umrætt slys verði eingöngu rakið til ógætilegs aksturs stefnanda. Hann hafi ekið bifreiðinni of hratt miðað við ásigkomulag vegarins, sem honum var vel kunnur. Stefnandi gerþekkti bifreiðina, sem hann hafði ekið að meira eða minna leyti um margra ára skeið. Honum var og kunnugt um það, að bifreiðin var ekki skoðuð reglulega eða viðhald á henni framkvæmt. Bar honum því enn ríkari skylda til fyllstu aðgæzlu við akstur bifreiðarinnar. Í annan stað reisir stefndi sýknukröfu sína á því, að slysið hafi skeð fyrir óhappa- tilviljun. Eitthvað brestur í stýrisbúnaði bifreiðarinnar í þar lok- aðri stýrisvél, en slíkan galla hefði ekki verið hægt að sjá við skoðun, svo sem fram komi í vottorði bifreiðaeftirlitsmannanna. Varakrafa stefnda er á því byggð, að stefnandi eigi mestan hluta sakar af slysinu, svo og að dómkröfur hans í málinu séu allt of háar. Eins og rakið er hér að framan, skoðaði Magnús Wium bif- reiðaeftirlitsmaður bifreiðina eftir slysið. Við athugun hans á stýrisbúnaði kom í ljós, að stýrið var óvirkt. Taldi Magnús senni- legt, að annað hvort hefði stýrisstöng, sem stýrishjól er fest á, brotnað inni í stýrisvél eða öxull (cektor), sem togstangararmur er festur á. Svo sem fram kemur á dskj. nr. 5, tók bandarískur starfsmaður varnarliðsins stýrisbúnaðarhús bifreiðarinnar í sundur eftir slysið, og er eftir honum haft, að í ljós hafi komið, að lagerinn nær stýristogstönginni, sem hvílir í slitna skaftinu, var sprunginn á tveimur stöðum, en aðra ágalla er ekki getið um. Viinið Ágúst Kornelíusson gat þess í framburði sínum, að hann gæti út af fyrir sig fallizt á það álit Magnúsar Wiums, að annað hvort hefði stýrisstöng brotnað eða öxuli. Vitnið Hörður Jónsson öðð kvað það álit sitt, að líklegt sé, að eitthvað meira hafi brotnað en umrædd slíf (lager), til þess að stýrið færi alveg úr sambandi, nema um eitthvert verulegt slit hafi verið að ræða í stýrisvél- inni. Gat hann þess jafnframt, að ef mikið slit hefði verið komið í stýrisvélina, þá hefði það fundizt við venjulega bílaskoðun, en bifreið þannig á sig komna hefði Bifreiðaeftirlitið ekki leyft að notuð yrði í akstri. Það er einróma álit hinna sérfróðu meðdómenda, að eitthvað meira hljóti að hafa farið í stýrisbúnaði bifreiðarinnar en um- rædd slíf, til þess að stýri bifreiðarinnar færi alveg úr sambandi. Að þessu athuguðu svo og öðru því, er hér að framan er rakið, verður að telja, að bifreiðin hafi ekki verið í forsvaranlegu ástandi til aksturs, er stefnandi fór í umrædda ökuferð, og að bilun sú, sem varð í stýrisbúnaði hennar og var orsök slyssins, verði rakin til þess ástands hennar. Þessi atvik óg ástæður leiða til ábyrgðar á hendur stefnda, sem kemur í stað bifreiðareigandans, sbr. 2. tölulið 12. gr. fylgiskjals með lögum nr. 110/1951. Þegar gögn málsins eru virt að öðru leyti, þá verður eigi talið, að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt gáleysi við akstur bifreiðarinnar, að efni séu til að leggja hluta sakar af slysinu á hann. Ber því að leggja á stefnda óskipta fébótaábyrgð á tjóni því, er stefnandi varð fyrir af völdum slyssins. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Bætur fyrir örorkutjón .. ... . kr.516.437.00 2. Bætur fyrir þjáningar og óþægindi og röskun á stöðu oghögum.... .. .... 2. 2. 2. 0. 0. — 65.000.00 3. Fataskemmdir .. .. .. .. .. .. 2... 2. 2... — '1.200.00 4. Skjalaþýðing .. .. .. .. .. 2... 0... 2... — 1.908.00 5. Örorkumat ...... 2... 0... 0 2... — 1.500.00 6. Örorkutjónsútreikningur 0... — 0 3.450.00 7. Læknishjálp og læknisvottorð .. .. .. .. .. .. — 1.700.00 Samtals kr. 591.195.00 Verða nú hinir einstöku kröfuliðir teknir til meðferðar. Um 1. Eftir slysið fór stefnandi í Slysavarðstofu Reykjavíkur, þar sem teknar voru af honum röntgenmyndir. Þær sýndu brot í níunda brjóstlið, og var hann dálítið lækkaður að framan, svo sern segir í vottorði Hauks Kristjánssonar læknis, dags. 2. apríl 1965. 556 Hinn 25. október 1965 var stefnandi skoðaður af Páli Sigurðs- syni lækni. Mat læknirinn síðan örorku stefnanda af völdum slyss- ins. Örorkumatið er dagsett 2. nóvember 1965, en í því segir meðal annars á þessa leið: „Slasaði mun hafa dvalizt í sjúkrahúsinu Í í hálfan mánuð, en dvaldist síðan í heimahúsum. Slasaði kom til viðtals hjá undirrituðum hinn 25/10 1965. Hann skýrir frá slysinu og meðferð, eins og lýst hefur verið. Segist hafa verið frá vinnu 5—6 mánuði, en síðan unnið svipaða vinnu og áður. Hann kveðst hafa stöðug óþægindi í baki, síðan slysið varð. Verkirnir eru mest staðbundnir í baki, en leggja stundum niður í fætur. Hann fékk dregilbol hjá gervilimasmið í september s.l. og notar hann. Skoðun: Lágvaxinn maður, hæð 156 cm, þyngd 70 kg. Bakið er beint. Það eru eymsli á hryggtindum brjóstliða. Hreyfing er góð í mjóbaki, laseque er neikvæður báðum megin og ekki ein- kenni um þrýsting á taugarætur. Röntgenskoðun hefur ekki verið gerð nú nýlega, en umsögn er um röntgenskeðun, gerða 21/9 1964, og segir svo. í umsögn rönt- genlæknis: „Compressions fractur á corpus á th. IX, og er hann aðallega fleygmyndaður fram á við, en enginn hliðarhalli. Fractura sést ekki í rifjum h. megin, h. crus né í col. lumbalis. Sprunga í nefbeinum b. megin, en engin dislokatio né deviatio á septum naa. Enginn skuggi á sinusum“. Gerð var röntgenskoðun á ný 7/1 1965, og segir svo í umsögn röntgenlæknis: „Col. th. L. Th. 8, 2,8 Th 9, 1,8 Th 103 em að hæð að framan. Compressio því svipað og áður. Enginn hliðarhalli. Engar nýjar compr. eða fractur sjáanlegar“. Ályktun: Hér er um að ræða 37 ára gamlan mann, sem slasast við vinnu sína fyrir rúmlega einu ári og hlýtur brot á brjóstlið. Hann var frá vinnu um það bil hálft ár eftir slysið, hefur síðan unnið svipaða vinnu og áður, en hefur sífellt óþægindi í baki. Hann notar dregilbol eftir slysið“. Á grundvelli þessa örorkumats reiknaði Bjarni Þórðarson trygg- ingafræðingur út atvinnutjón stefnanda af völdum slyssins. Byggði hann útreikning sinn á tekjum stefnanda samkvæmt skattframtölum árin 1961, 1962 og 1963, en tekna þeirra hafði stefnandi aflað hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Umreikn- 557 aði hann vinnutekjur stefnanda með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið höfðu á launakjörum hans, og umreiknaði þær vinnu- tekjur til kauplags á slysdegi, og enn fremur tók tryggingafræð- ingurinn tillit til vísitöluhækkunar á kaupi, sem gengu í gildi 1. desember 1965. Verðmæti áætlaðs vinnutekjutaps stefnanda reikn- ast tryggingafræðingnum nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. kr. 166.374.00 — varanlegrar örorku .. .. .. .. — 499.184.00 Samtals kr. 665.558.00' Hinn 30. júní 1969 gerði sami tryggingafræðingur nýjan út- reikning á áætluðu atvinnutjóni stefnanda vegna kauplagsbreyt- inga og vaxtahækkunar, er orðið hafa síðan fyrri útreikningur var gerður. Með tilliti til þess reiknast tryggingafræðingnum áætlað vinnutekjutap stefnanda nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. .. kr. 165.578.00 — varanlegrarörorku .. .. ... .. — 571.589.00 Samtals kr. 737.167.00 Krafa í þessum lið er byggð á þessum síðasta útreikningi trygg- ingafræðingsins, og krefst stefnandi bóta vegna varanlegrar ör- orku, kr. 571.589.00, að frádregnum kr. 80.152.00, sem stefnandi hefur fengið greitt frá Tryggingastofnun ríkisins, eða samtals kr. 491.437.00. Að auki gerir stefnandi í þessum lið kröfu til tapaðrar eftir- og næturvinnu frá 15. september 1964 til 15. desember 1964, samtals kr. 25.000.00, þannig að fjárhæðin samkvæmt þessum lið nemur kr. 516.437.00. Stefndi hefur mótmælt fjárhæð kröfuliðar þessa sem alit of háum. Bendir hann meðal annars á í því sambandi, að þær kr. 25.000.00, sem stefnandi krefst vegna tapaðrar eftir- og nætur- vinnu á þar greindu tímabili, sé innifalin í útreikningi trygginga- fræðingsins. Þegar virt eru gögn þau, sem þessi kröfuliður er studdur, svo og annað það, sem helzt kemur til álita við ákvörðun bóta sam- kvæmt honum, þykir hæfilegt að taka hann til greina með kr. 390.000.00. Um 2. lið. Stefndi hefur mótmælt kröfulið þessum sem of háum. öð8 Þegar virt eru meiðsli stefnanda og afleiðingar þeirra sam- kvæmt læknisgögnum þeim, sem rakin hafa verið, þykir hæfilegt að dæma kr. 55.000.00 í bætur samkvæmt þessum kröfulið. Um 3. til 7. lið. Kröfuliðir þessir hafa ekki sætt andmælum af hálfu stefnda, og verða þeir því teknir til greina að öllu leyti. Úrslit málsins verða því þau samkvæmt framansögðu, að tjón stefnanda telst nema kr. 454.700.00 (kr. 390.000.00 -|- 55.000.00 -|- 9.700.00). Verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda þá fjár- hæð með vöxtum, eins og krafizt er og ekki hafa sætt andmælum, þó af breyttum fjárhæðum í samræmi við niðurstöðu. Samkvæmt þessu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað. Þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 63.000.00 og renni til talsmanns stefnanda, Árna Gunnlaugssonar hæstaréttar- lögmanns, en hann hefur lagt fram annan kostnað af málarekstr- inum en þann, sem tekinn er til greina í kröfuliðum stefnanda. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Sigurgesti Guðjónssyni og Sigþór Guðjónssyni bifvélavirkjum. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Ingibergi Kristinssyni, kr. 454.700.00 með 7% ársvöxtum af kr. 445.000.00 frá 15. september 1964 til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 25. nóvember 1965, 6% ársvöxtum af kr. 454.700.00 frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags svo og kr. 63.000.00 í málskostnað, er renni til talsmanns stefnanda, Árna Gunnlaugssonar hæstaréttar- lögmanns. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 559 Mánudaginn 1. júní 1970. Nr. 13/1970. Sjöfn h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Sigurði Berg Bergsteinssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Úthlutun uppboðsandvirðis. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. janúar 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 14. s. m. Dómkröfur hans eru þær, að hinn áfrýjaði úrskurður upp- boðsdóms Reykjavíkur frá 17. nóvember 1969 verði felldur úr gildi, stefnda verði synjað að svo stöddu um greiðslu af uppboðsandvirði m/b Sjafnar, VE 37, og stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar úrskurðar uppboðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur í málinu nr. 142/1967, eftirfarandi fjárnámi samkvæmt þeim dómi og úrskurði uppboðsdóms frá 13. maí 1968 hefur ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar. Að svo vöxnu máli og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sjöfn h/f, greiði stefnda, Sigurði Berg Berg- steinssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 560 Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 17. nóvember 1969. Sóknaraðili máls þessa, Sigurður Berg Bergsteinsson, til heim- ilis Miklubraut 42 hér í borg, hefur krafizt þess, að sér verði greiddar af uppboðsverði v/b Sjafnar, VE 37, eftirtaldar fjár- hæðir: kr. 80.152.31 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1966 til greiðsludags, kr. 11.000.00 í málskostnað, kr. 240.00 í dóms- birtingarkostnað, kr. 30.00 í endurritskostnað, kr. 1.590.00 í fjár- námskostnað, kr. 500.00 fyrir mót við uppboð. Hann krefst þess, að varnaraðiljanum, Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum, verði gert að greiða sér málskostnað vegna uppboðsmáls þessa. Af hálfu varnaraðilja eru þær réttarkröfur gerðar, að upphæðir þær, er sóknaraðili krefst að fá, verði ekki greiddar honum, meðan ólokið er meðferð kæru varnaraðilja á hendur sóknaraðilja og eftirfarandi sakamáli, ef höfðað verður. Hann krefst málskostn- aðar úr hendi sóknaraðilja. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, er fór fram 12. þ. mán. Málavextir eru þeir, að með bréfi til uppboðshaldarans í Reykja- vík, dags. 9. janúar 1968, krafðist Gunnar Jónsson hæstaréttar- lögmaður þess, að v/b Sjöfn, VE 37, yrði seldur á nauðungarupp- boði til lúkningar kröfu Sigurðar Bergs Berfsteinssonar gegn Vesturmiðum h/f, en dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur hafði gengið í máli þessu, og fjárnám hafði farið fram í vélbát þessum, enda hafði dómurinn viðurkennt sjóveðrétt í honum, en báturinn er þinglesin eign Sjafnar h/f í Vestmannaeyjum. Vegna mótmæla, er komu fram af hálfu uppboðsþolans, Sjafn- ar h/f, var rekið uppboðsréttarmál vegna þessarar uppboðsbeiðni. Þessi mótmæli byggðust á því, að uppboðsgrundvöll skorti, þar eð Sjöfn h/f hefði aldrei verið stefnt til sjó- og verzlunardóms. Vesturmið h/f, sem urðu gjaldþrota 23. marz 1968, hafi átt gagn- kröfur á uppboðsbeiðanda, sem hafi jafnframt verið hluthafi í félaginu, en hlutafélag þetta hafi ekki látið halda uppi vörnum í sjó- og verzlunardómi og óraunhæfar kröfur hafi m. a. vegna þess náð fram að ganga. Loks hafi það fram komið, að þá er forráðamenn Sjafnar h/f gerðu kaupsamning um v/b Sjöfn, VE 37, við Vesturmið h/f, hafi síðarnefnt hlutafélag ekki verið til á hlutafélagaskrá og hafi þeim verið þetta hulið, allt þar til Vesturmið h/f voru orðin gjaldþrota. Öllum þessum mótbárum Sjafnar h/f var vísað á bug með úr. skurði uppboðshaldara 13. maí 1968. 561 Fór uppboð fram á vélbátnum Sjöfn, VE 37, hinn 3. júlí 1968, og var Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum hæstbjóðandi og bauð kr. 575.000.00 og krafðist jafnframt útlagningar sem ófullnægður 2. veðréttarhafi. Er útlagning fór fram hinn 23. september 1968, lágu fyrir ýmsar kröfur, sem krafizt var greiðslu á af uppboðsverði, og var enginn ágreiningur um þær nema kröfu sóknaraðilja máls þessa og kröfu Bergs Eiríkssonar, og var því lýst yfir, að þær væru ágreiningskröfur. Þá lá og fyrir, að Útvegsbanki Íslands í Vest- mannaeyjum hafði sett kr. 250.000.00 bankatryggingu þessum tveim kröfum til lúkningar, ef til greina yrðu teknar í uppboðs- réttarmáli. . Þannig mótmælti Sjöfn h/f enn sem fyrr, að fallizt yrði á kröfugerð sóknaraðiljans, og í réttarhaldi í uppboðsréttinum hinn 30. október s.l., þar sem fyrir lá frumvarp uppboðshaldara að út- hlutunargerð, mótmælti umboðsmaður Sjafnar h/f, að greiðslur þessar færu fram, meðan skiptum á þrotabúi Vesturmiða h/f væri ólokið og meðan ekki sé lokið rannsókn og/eða málshöfðun vegna kæru hans á hendur sóknaraðilja. Var þá ákveðið, að sérstakt uppboðsréttarmál yrði rekið um ágreining aðiljanna, og er það hér til úrskurðar. Sóknaraðili vísar til dóms sjó- og verziunardóms Reykjavíkur í málinu nr. 142/1967, eftirfarandi fjárnáms og uppboðsgerðar, en engum þessara dómsathafna hafi verið áfrýjað. Hann heldur því fram, að hann sé ekki skyldur til að bíða lengur eftir greiðslu Þessara fjárhæða og hafi raunar gert það hingað til algerlega utan skyldu, enda eigi kæra sú, sem varnaraðili hefur sent saka- dómi, engin áhrif að hafa á greiðslu til sín. Varnaraðili vísar til endurrits af kærubréfi sínu til yfirsaka- dómara, dags. 24. júní 1968, rskj. nr. 5. Hann skýrir svo frá, að 19. janúar 1966 hafi Sjöfn h/f selt Vesturmiðum h/f vélbátinn Sjöfn, VE 37, og hafi Sigurður Berg Bergsteinsson ritað undir skuldabréf að fjárhæð kr. 1.790.000.00 sem formaður Vesturmiða h/f. Þá hafi það ekki verið vitað, sem síðar kom fram, að Vestur- mið voru fyrst stofnuð 20. ágúst 1966, og hafi Sjöfn h/f verið beitt blekkingum að þessu leyti, og þeir, sem stóðu að kaupunum f. h. Vesturmiða h/f, beri persónulega ábyrgð á tjóni Sjafnar h/t. Nú hafi Vesturmið h/f verið tekin til gjaldþrotaskipta og ekki hafi komið fram við skiptin, að hlutafé hafi verið greitt þrátt fyrir staðhæfingar um það. Meðan vélbátur þessi var að nafninu til í eigu Vesturmiða h/f, hafi Sigurður Berg Bergsteinsson, for- 36 562 maður félagsstjórnar, tekið bátinn á leigu fyrir eigin reikning, en ekki verði séð, að hann hafi greitt neina leigu, og heldur ekki verði séð, að aflaverðmæti bátsins hafi gengið til félagsins. Aftur á móti komi fram af yfirlýsingu Þorgeirs Sigurðssonar endur- skoðanda, að úttekt Sigurðar hafi numið kr. 192. 466.40 frá 29. janúar 1966 til 8. september s. á., og verði því að telja ósenni- legt, að Sigurður hafi átt nokkuð inni hjá Vesturmiðum h/f, er hann höfðaði skuldamálið, sem leitt hefur til uppboðs þessa, en hann hafi mjög getað flýtt þessum málarekstri og séð til þess, að ekki væri haldið uppi vörnum af hálfu Vesturmiða h/f. Varnaraðili vísar til 144. greinar laga nr. 82/1961 og krefst þess, að fé þetta verði enn kyrrsett, meðan rannsókn og máli er ekki lokið vegna kæru hans til yfirsakadómara. Telur hann víst, að meðferð kærunnar ljúki á næstu dögum eða vikum. Tilvitnun varnaraðilja í 144. grein laga nr. 82/1961 á ekki við í þessu máli, en greinin lýtur að gerðum dómarans Í sakamáli, en slík beiðni um kyrrsetningu hefur ekki borizt borgarfógeta- embættinu. Aftur á móti segir í 117. grein laga nr. 85/1936, 2. mgr., að dómari geti frestað máli af sjálfsdáðum, ef hann fái grun um það, að refsivert athæfi hafi verið framið, sem opinbert mál hafi verið höfðað eða opinber rannsókn hafin út af, og telja megi, að úrslit rannsóknar eða máls skipti verulegu máli um úrslit einkamálsins. Engin ástæða þykir vera til þess að beita síðastnefndri heimild í þessu máli. Upphæðir þær, sem sóknaraðili krefur sér til handa, eru í samræmi við dóm sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, og aðrar fjárhæðir virðast réttar. Ber að úrskurða, að sóknaraðili fái þessar upphæðir greiddar nú begar. Þá ber að úrskurða varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja máls- kostnað vegna uppboðsmáls þessa. Sá málskostnaður þykir hæfi- lega tiltekinn kr. 10.000.00. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Sóknaraðili fær greiddar af uppboðsverði v/b Sjafnar, VE 37, kr. 80.152.31 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1966 til greiðsludags og kr. 11.000.00 í málskostnað, kr. 1.860.00 sam- tals í endurrits-, birtingar og fjárnámskostnað og kr. 500.00 fyrir mót í uppboðsrétti. Þá greiði varnaraðili, Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum, sókn- 563 araðilja kr. 10.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá Þbiri- ingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 1. júní 1970. Nr. 14/1970. Sjöfn h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Bergi Eiríkssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Úthlutun uppboðsandvirðis. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. janúar 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 14. s. m. Dómkröfur hans eru þær, að hinn áfrýjaði úrskurður upp- boðsdóms Reykjavíkur frá 17. nóvember 1969 verði felldur úr gildi, stefnda verði synjað að svo stöddu um greiðslu af uppboðsandvirði m/b Sjafnar, VE 37, og stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar úrskurðar uppboðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur í málinu nr. 141,/1967, eftirfarandi fjárnámi samkvæmt þeim dómi og úrskurði uppboðsdóms frá 13. maí 1968 hefur ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar. Að svo vöxnu máli og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. 564 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sjöfn h/f, greiði stefnda, Bergi Eiríkssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsdóms Reykjavíkur 17. nóvember 1969. Sóknaraðili máls þessa, Bergur Eiríksson, til heimilis Hlíðar- vegi 46 í Kópavogi, hefur krafizt þess, að sér verði greiddar af uppboðsverði v/b Sjafnar, VE 37, eftirtaldar fjárhæðir: kr. 95.366.63 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1966 til greiðslu- dags, kr. 12.100.00 í málskostnað, kr. 100.00 í dómsbirtingarkostn- að, kr. 30.00 í endurritskostnað, kr. 1.740.00 í fjárnámskostnað, kr. 500.00 fyrir mót við uppboð. Hann krefst þess, að varnaraðiljan- um, Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum, verði gert að greiða sér máls- kostnað vegna uppboðsmáls þessa. Af hálfu varnaraðilja eru þær réttarkröfur gerðar, að upphæðir þær, er sóknaraðili krefst að fá, verði ekki greiddar honum, meðan ólokið er meðferð kæru varnaraðilja á hendur sóknaraðilja og eftirfarandi sakamáli, ef höfðað verður. Hann krefst málskostn- aðar úr hendi sóknaraðilja. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, er fór fram 12. þ. mán. Málavextir eru þeir, að með bréfi til uppboðshaldarans í Reykja- vík, dags. 9. janúar 1968, krafðist Gunnar Jónsson hæstaréttar- lögmaður þess, að v/b Sjöfn, VE 37, yrði seldur á nauðungarupp- boði til lúkningar kröfu Bergs Eiríkssonar gegn Vesturmiðum h/f, en dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur hafði gengið í máli þessu, og fjárnám hafði farið fram í vélbát þessum, enda hafði dómurinn viðurkennt sjóveðrétt í honum, en báturinn er þinglesin eign Sjafnar h/f í Vestmannaeyjum. Vegna mótmæla, er komu fram af hálfu uppboðsþolans, Sjafn- ar h/f, var rekið uppboðsréttarmál vegna þessarar uppboðsbeiðni. Þessi mótmæli byggðust á því, að uppboðsgrundvöll skorti, þar eð Sjöfn h/f hefði aldrei verið stefnt til sjó- og verzlunardóms. Vesturmið h/f, sem urðu gjaldþrota 23. marz 1968, hafi átt gagn- kröfur á uppboðsbeiðanda, sem hafi jafnframt verið hluthafi í félaginu, en hlutafélag þetta hafi ekki látið halda uppi vörnum í sjó- og verzlunardómi og óraunhæfar kröfur hafi m. a. vegna 565 þess náð fram að ganga. Loks hafi það fram komið, að þá er forráðamenn Sjafnar h/f gerðu kaupsamning um v/b Sjöfn, VE 37, við Vesturmið h/f hafi síðarnefnt hlutafélag ekki verið til á hlutafélagaskrá og hafi þeim verið þetta hulið, þar til Vestur- mið h/f voru orðin gjaldþrota. Öllum þessum mótbárum Sjafnar h/f var vísað á bug með úr- skurði uppboðshaldara 13. maí 1968. Fór uppboð fram á vélbátnum Sjöfn, VE 37, hinn 3. júlí 1968, og var Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum hæstbjóðandi og bauð kr. 575.000.00 og krafðist jafnframt útlagningar sem ófullnægður 2. veðréttarhafi. Er útlagning fór fram hinn 23. september 1968, lágu fyrir ýmsar kröfur, sem krafizt var greiðslu á af uppboðsverði, og var enginn ágreiningur um þær nema kröfu sóknaraðilja máls þessa og kröfu Sigurðar Bergs Bergsteinssonar, og var því lýst yfir, að þær væru ágreiningskröfur. Þá lá og fyrir, að Útvegsbanki Íslands í Vestmannaeyjum hafði sett kr. 250.000.00 bankatrygg- ingu þessum tveim kröfum til lúkningar, ef til greina yrðu teknar í uppboðsréttarmáli. Þannig mótmælti Sjöfn h/f enn sem fyrr, að fallizt yrði á kröfugerð sóknaraðiljans, og í réttarhaldi í uppboðsréttinum hinn 30. október s.l., þar sem fyrir lá frumvarp uppboðshaldara að út- hlutunargerð, mótmælti umboðsmaður Sjafnar h/f, að greiðslur þessar færu fram, meðan skiptum á Þrotabúi Vesturmiða h/f væri ólokið og meðan ekki sé lokið rannsókn og/eða málshöfðun vegna kæru hans á hendur sóknaraðilja. Var þá ákveðið, að sérstakt uppboðsréttarmál yrði rekið um ágreining aðiljanna, og er það hér til úrskurðar. Sóknaraðili vísar til dóms sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur í málinu nr. 141/1967, eftirfarandi fjárnáms og uppboðsgerðar, en engum þessara dómsathafna hafi verið áfrýjað. Hann heldur því fram, að hann sé ekki skyldur til að bíða lengur eftir greiðslu bessara fjárhæða og hafi raunar gert það hingað til algerlega utan skyldu, enda eigi kæra sú, sem varnaraðili hefur sent saka- dómi, engin áhrif að hafa á greiðslu til sín. Varnaraðili vísar til endurrits af kærubréfi sínu til yfirsaka- dómara, dags. 24. júní 1968, rskj. nr. 5. Hann skýrir svo frá, að 19. janúar 1966 hafi Sjöfn h/f selt Vesturmiðum h/f vélbátinn Sjöfn, VE 37, og hafi Sigurður Berg Bergsteinsson ritað undir skuldabréf að fjárhæð kr. 1.790.000.00 sem formaður Vesturmiða h/f. Þá hafi það ekki verið vitað, sem síðar kom fram, að Vestur- 566 mið voru fyrst stofnuð 20. ágúst 1966, og hafi Sjöfn h/f verið beitt blekkingum að þessu leyti, og þeir, sem stóðu að kaupunum ft. h. Vesturmiða h/f, beri persónulega ábyrgð á tjóni Sjafnar h/f. Nú hafi Vesturmið h/f verið tekin til gjaldþrotaskipta og ekki hafi komið fram við skiptin, að hlutafé hafi verið greitt þrátt fyrir staðhæfingar um það. Meðan vélbátur þessi var að nafninu til í eigu Vesturmiða h/f, hafi Sigurður Berg Bergsteinsson, for- maður félagsstjórnar, tekið bátinn á leigu fyrir eigin reikning, en ekki verði séð, að hann hafi greitt neina leigu, og heldur ekki verði séð, að aflaverðmæti bátsins hafi gengið til félagsins. Aftur á móti komi fram af yfirlýsingu Þorgeirs Sigurðssonar endur- skoðanda, að úttekt Sigurðar hafi numið kr. 192.466.40 frá 29. janúar 1986 til 9. september s. á., og verði því að telja ósenni- legt, að Sigurður hafi átt nokkuð inni hjá Vesturmiðum h/f, er hann höfðaði skuldamálið, sem leitt hefur til uppboðs þessa, en hann hafi mjög getað flýtt þessum málarekstri og séð til þess, að ekki væri haldið uppi vörnum af hálfu Vesturmiða h/f. Varnaraðili vísar til 144. greinar laga nr. 82/1961 og krefst þess, að fé þetta verði enn kyrrsett, meðan rannsókn og máli er ekki lokið vegna kæru hans til yfirsakadómara. Telur hann víst, að meðferð kærunnar ljúki á næstu dögum eða vikum. Tilvitnun varnaraðilja í 144. grein laga nr. 82/1961 á ekki við í þessu máli, en greinin lýtur að gerðum dómarans Í sakamáli, en slík beiðni um kyrrsetningu hefur ekki borizt borgarfógeta- embættinu. Aftur á móti segir í 117. grein laga nr. 85/1936, 2. mgr., að dómari geti frestað máli af sjálfsdáðum, ef hann fái grun um það, að refsivert athæfi hafi verið framið, sem opinbert mál hafi verið höfðað eða opinber rannsókn hafin út af, og telja megi, að úrslit rannsóknar eða máls skipti verulegu máli um úrslit einkamálsins. Engin ástæða þykir vera til þess að beita síðastnefndri heimild í þessu máli. Upphæðir þær, sem sóknaraðili krefur sér til handa, eru í samræmi við dóm sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, og -aðrar fjárhæðir virðast réttar. Ber að úrskurða, að sóknaraðili fái þessar upphæðir greiddar nú þegar. Þá ber að úrskurða varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja máls- kostnað vegna uppboðsmáls þessa. Sá málskostnaður þykir hæfi- lega tiltekinn kr. 10.000.00. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. 567 Því úrskurðast: Kröfum Sjafnar h/f er hafnað. Sóknaraðili fær greiddar af uppboðsverði v/b Sjafnar, VE 37, kr. 95.366.63 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1966 til greiðsludags, kr. 12.100.00 í málskostnað, kr. 100.00 í dómsbirtingarkostnað, kr. 30.00 í endurritskostnað, kr. 1.740.00 í fjárnámskostnað, kr. 500.00 fyrir mót við uppboð. Þá greiði varnaraðili, Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum, sókn- araðilja kr. 10.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá birt- ingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 3. júní 1970. Nr. 58/1969. Söfnunarsjóður Íslands (Sigurður Ólason hrl.) segn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gisur Bergsteinsson og Logi Einarsson og Magnús Thoroddsen borgardómari. Lögtaksgerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Halldór Sigurgeirsson, fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykja- vík, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu lögtaksgerð. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 24. marz 1969 og krefst þess, að lögtak, sem hjá honum var gert 24. febrúar 1969, verði úr gildi fellt og stefnda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega, að hin áfrýjaða lögtaksgerð verði staðfest, en til vara, að hún verði staðfest til trygg- ingar kr. 4.812.00. Í báðum tilfellum krefst stefndi máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. 568 Á árinu 1966 gerðu skattstjórnarvöld áfrýjanda að greiða kr. 72.00 í slysatryggingagjald og kr. 1.008.00 í lífeyristrygg- ingagjald. Þá var áfrýjanda gert á árinu 1967 að greiða kr. 70.00 í slysatryggingagjald, kr. 980.00 í lifeyristrygginga- gjald og kr. 1.146.00 í launaskatt. Á árinu 1968 var áfrýj- anda gert að greiða kr. 70.00 í slysatryggingagjald, kr. 1.400.00 í lífeyristryggingagjald og kr. 1.146.00 í launaskati. Stefndi mun hafa krafizt þess, að gert yrði lögtak í eign- um áfrýjanda til tryggingar gjöldum þessum ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði. Gísli Símonarson, fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík, tók lögtaksbeiðnina til meðferðar í fógetadómi Reykjavikur 30. ágúst 1968. Er þá skráð í fógetabók, að engar eignir hafi fundizt hjá áfrýjanda, og er gerðinni lokið. Halldór Sigurgeirsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók lög- taksbeiðni stefnda aftur til meðferðar í fógetadómi Reykja- víkur 24. febrúar 1969, sem háður var í skrifstofu áfrýjanda. Í þingbók er skráð: „Af hálfu gerðarþola er mættur í réttinum að tilhlutan fógeta Sigurður Briem, gjaldkeri gerðarþola, og skoraði fógeti á mætta að greiða umkrafin gjöld, en hann/hún kveðst ekki geta greitt þau. Skoraði fógeti þá á mætta að benda á eignir gerðarþola til uppskriftar og lögtaks og brýndi fyrir mætta að segja satt og að það varðaði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Var þá skrifað upp: Ein reiknivél Frieden, rafknúin, og ein reiknivél Odhner, einnig rafknúin. Árangurslaus fógetagerð frá 30. ágúst 1968 fellur niður. Fallið er frá virðingu. Fógeti lýsti yfir því, að hann gerði lögtak í framangreind- um eignum gerðarþola til tryggingar framangreindum gjöld- um auk dráttarvaxta og alls kostnaðar áfallins og áfallandi, að geymdum betra rétti þriðja manns. Brýndi fógeti fyrir mætta að tilkynna gerðarþola lögtakið og að ekki mætti ráðstafa hinu lögtekna á nokkurn þann 569 hátt, er færi í bága við gerð þessa, að viðlagðri ábyrgð að lögum. Fleira ekki tekið fyrir. Gerðinni lokið. Rétti slitið. Halldór Sigurgeirsson, fulltrúi. Vottur: Halldór J. Þórarinsson“. Í yfirlýsingu Sigurðar J. Briems 26. maí 1970 segir m. a. um þinghald þetta: „Jafnframt skal þess getið, að ég fékk ekkert að vita eða heyra, hvað bókað kann að hafa verið, enda ekkert af því upp lesið fyrir mér“. Fógetagerð þessari hefur eigi verið fram haldið með nægi- legum hraða, sbr. 2. gr. laga nr. 29/1885, eins og henni var breytt með lögum nr. 83/1947. Þá kemur eigi fram í fógetabók, að það, sem bókað var í þinghaldi þessu, hafi verið lesið upp fyrir þeim, sem sótti þing af hálfu áfrýjanda, en það skal gera samkvæmt 7. gr. laga nr. 29/1885, sbr. 4. mgr. 42, gr. laga nr. 19/1887. Þar sem fógeti gætti þannig eigi lagareglna við framkvæmd hinn- ar áfrýjuðu lögtaksgerðar, ber að ógilda hana. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða lögtaksgerð er úr gildi felld. Stefndi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði áfrýjanda, Söfnunarsjóði Íslands, kr. 10.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 570 Miðvikudaginn 3. júní 1970. Nr. 81/1970: Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Einari Guðmundssyni (Ragnar Jónsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skjalafals. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og laun verj- anda sins fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Einar Guðmundsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Ragnars Jónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. febrúar 1970. Ár 1970, þriðjudaginn 3. febrúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 49-50/ 1970: Ákæruvaldið gegn Einari Guðmundssyni og Sveini Gunnari Saló- monssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 13. f. m., gegn: 1. Einari Guðmundssyni matsveini, Langhaltsvegi 85 hér í borg, fæddum 16. október 1946 að Arnarstaðakoti í Flóa, 9. Sveini Gunnari Salómonssyni sjómanni, Safamýri 40, fædd- 571 um 29. október 1946 í Reykjavík, „fyrir skjalafals, framið í Reykjavík í október, nóvember og desember 1969, og gegn hinum síðarnefnda fyrir skjalafals, framið í Keflavík í október 1969, en til vara þykir þetta síðastnefnda tilvik vera fjársvik. Í skjalafalsbrotunum notuðu þeir tékka, sem ritaðir voru á eyðublöð úr hlaupareikningshetti frá Útibúi Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum, sem ákærði Einar tók ófrjálsri hendi í her- bergi í Hafnarbúðum laugardaginn 5. október 1969. Fölsuðu ákærðu, svo sem rakið verður, nöfn útgefenda og framseljenda á tékkana, valin af handahófi, og stíluðu þá til handhafa, nema þar sem annars verður getið, á hlaupareikningsnúmer, valin af handahófi. Fyrir tékkana keyptu þeir vörur í ýmsum verzlunum og veitingar á veitingastöðum og fengu í sumum tilfellum lítið eitt af peningum til baka. I. Báðum ákærðu er gefið að sök að hafa í félagi selt eftirtalda falstékka, sem ákærði Einar ritaði: 1. No. 505413, kr. 500.00, dagsettur 5. október 1969, á hlaupa- reikning nr. 510. Nafn útgefanda Pétur Ragnarsson. Seldur á út- gáfudegi í verzluninni á Brekkustíg 1. 2. No. 505417, kr. 500.00, dagsettur 5. október 1969, á hlaupa- reikning nr. 20. Nafn útgefanda Pétur Ragnarsson. Seldur á út- gáfudegi á veitingastaðnum Múlakaffi, Hallarmúla. 3. No. 505425, kr. 5.280.00, dagsettur 10. nóvember 1969, á hlaupareikning nr. 210. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í Vinnufatabúðinni, Hverfisgötu 26. 4. No. 505428, kr. 9.705.00, dagsettur 11. nóvember 1969, á hlaupareikning nr. 210. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í Tízkuverzluninni Hélu, Laugavegi 31. 5. No. 505433, kr. 2.500.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikning nr. 312. Nafn útgefanda Ragnar H. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í Verzluninni Sóley, Hafnarstræti 19. 6. No. 505435, kr. 4.500.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikning nr. 312. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í raftækjaverzluninni Raforku, Austurstræti. 7. No. 505438, kr. 3.281.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikning nr. 312. Nafn útgefanda og framseljanda Ragnar E. Eggertsson. Við framsalið er ritað heimilisfangið Eyjagötu 12. Seldur á útgáfudegi í verzluninni Hagkaupum, Lækjargötu 4. ð72 II. Ákærða Einari Guðmundssyni er gefið að sök að hafa ritað og selt eftirtalda falstékka: 1. No. 505423, kr. 10.500.00, til Herramannsins, dagsettur 10. nóvember 1969, á hlaupareikning nr. 210. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í verzluninni Herramanninum, Aðalstræti 16. 2. No. 505427, kr. 3.320.00, til Á. T. V. R., dagsettur 11. nóv- ember 1969, á hlaupareikning nr. 210. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur í vínbúðinni Laugarásvegi 1. 3. No. 505432, kr. 1.500.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikning nr. 312. Nafn útgefanda Ragnar H. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í verzluninni Skósölunni, Laugavegi Í. 4. No. 505434, kr. 1.800.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikning nr. 312. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í skóverzlun Hvannbergsbræðra, Pósthús- stræti 2. 5. No. 505436, kr. 1.800.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikning nr. 312. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í verzluninni London, dömudeild, Austur- stræti 14. 6. No. 505437, kr. 1.195.00, dagsettur 13. desember 1969, á hlaupareikningi nr. 312. Nafn útgefanda Ragnar E. Tómasson. Seldur á útgáfudegi í Véla- og Raftækjaverzluninni, Lækjar- götu 2. III. Ákærða Sveini Gunnari Salómonssyni er gefið að sök að hafa ritað og selt þennan falstékka: 1. No. 505429, kr. 10.856.00, dagsettur 12. nóvember 1969, á hlaupareikning nr. 210. Nafn útgefanda Sveinn Kristinsson. Seld- ur á útgáfudegi í verzluninni Herrabúðinni, Vesturveri. IV. Ákærða Sveini Gunnari Salómonssyni er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 16. október 1969 fengið eiginkonu sína, Brynhildi Sigurðardóttur, til að útfylla tékka úr áðurnefndu tékkhefti, No. 505422, kr. 1.000.00, til handhafa, dagsettan nefndan dag, á hlaupareikning nr. 210 og gefa hann út og framselja með réttu nafni konunnar, en rita við framsalið rangt heimilisfang og símanúmer: Austurvegi 18, S. 1354. Með plagg þetta, sem ákærða 573 var ljóst, að var verðlaust, sendi hann konuna inn í verzlunina Blöndu við Hafnargötu í Keflavík, þar sem hún keypti vörur fyrir kr. 300.00 og fékk kr. 700.00 í peningum til baka, en þá peninga fékk ákærði og eyddi þeim. V. Verknaðir þeir, sem lýst er í liðum I—IV, þykja varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940, en til vara þykir verknaður sá, sem lýst er í lið IV, varða við 248. gr. sömu laga. Þess er krafizt, að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar, skaðabótagreiðslu og til greiðslu sakarkostnaðar“. Málavextir. Sunnudaginn 5. október 1969 voru ákærðu staddir í Hafnar- búðum hér í borg. Tók ákærði Einar þá í heimildarleysi tékk- hefti, eign Péturs Eggerz frá Vestmannaeyjum, sem bjó í Hafnar- búðum, er þetta gerðist. Heftið var í jakkavasa Péturs í herbergi hans. Samkvæmt framburði ákærða voru þeir við drykkju með Pétri. Tékkheftið var úr Útibúi Útvegsbanka Íslands í Vestmanna- eyjum. Á eyðublöð úr hefti þessu fölsuðu ákærðu síðan tékka og seldu þá, svo sem nú verður rakið. I. Ákærðu voru saman um að hagnýta sjö tékka, sem falsaðir voru á áðurnefnd eyðublöð. Ákærði Einar ritaði alla þessa tékka. 1. Tékki, kr. 500.00, útgefinn til handhafa 5. október á hlaupa- reikning 510, undirritaður Pétur Ragnarsson. Tékka þennan seldu ákærðu í verzluninni Brekkustíg 1. 2. Tékki, kr. 500.00, útgefinn til handhafa 5. október á hlaupa- reikning 210, undirritaður Pétur Ragnarsson. Fyrir tékka þennan keyptu ákærðu veitingar í Múlakaffi hér í borg, enda er tékkinn framseldur af Veitingum h/f, sem reka það veitingahús. 3. Tékki, kr. 5.280.00, útgefinn til Vinnufatabúðarinnar 10. nóvember á hlaupareikning 210, undirritaður Ragnar EF. Tómas- son. Fyrir tékkann keyptu ákærðu fatnað í Vinnufatabúðinni, Hverfisgötu 26, tvo kuldajakka og tvær skyrtur. Við rannsókn málsins hafðist upp á fatnaði þessum, og var honum skilað. 4. Tékki, kr. 9.705.00, útgefinn til handhafa 11. nóvember á hlaupareikning 210, undirritaður Ragnar E. Tómasson. Ákærði Sveinn Gunnar ók konu sinni og ákærða Einari að Tízkuverzlun- inni Hélu, Laugavegi 31. Fór Einar þar inn, keypti fatnað og 574 greiddi hann með tékkanum. Kona Sveins Gunnars fór inn í verzlunina með Einari, og fékk hún í sinn hlut „skokk“, sem keyptur var. Ákærði Einar telur sig hafa verið einan um brot þetta, en Sveinn Gunnar segir, að erindið að verzluninni hafi verið að selja þar tékka. Kannast hann við það, að hann hafi átt hlutdeild í broti þessu. 5. Tékki, kr. 2.500.00, útgefinn til handhafa 13. desember á hlaupareikning 312, undirritaður Ragnar H. Tómasson. Fyrir tékka þennan keyptu ákærðu nokkuð af fatnaði í Verzluninni Sóley, Hafnarstræti 19. Skiptu þeir honum milli sín. Fatnaður- inn, sem talinn er að verðmæti kr. 2.451.00, komst til skila við rannsókn málsins. 6. Tékki, kr. 4.500.00, útgefinn til handhafa 13. desember á hlaupareikning 312, undirritaður Ragnar E. Tómasson. Fyrir tékka þennan keyptu ákærðu tvö loftljós í raftækjaverzluninni Raforku í Austurstræti. Ákærðu fengu 187 kr. greiddar til baka í peningum. Vörurnar komust til skila, en önnur ljósakrónan var skemmd. 7. Tékki, kr. 3.281.00, útgefinn til handhafa 13. desember á reikning 312, undirritaður Ragnar E. Eggertsson. Tékkinn er einnig framseldur með sama nafni. Fyrir tékka þennan keyptu ákærðu vörur, aðallega fatnað, í verzluninni Hagkaupum við Lækjargötu. Við rannsókn málsins komust til skila vörur að verðmæti kr. 3.151.00. Il! Sannað er, að ákærði Einar Guðmundsson falsaði eftirtalda 6 tékka og notaði þá í lögskiptum, svo sem nú skal lýst: 1. Tékki, kr. 10.500.00, útgefinn til Herramannsins 10. nóvem- ber á hlaupareikning 21C, undirritaður Ragnar E. Tómasson. Fyrir tékka þennan keypti ákærði Einar fatnaðarvörur í verzlun- inni Herramanninum í Aðalstræti. Ákærði Sveinn Gunnar var þá í fylgd með Einari og vissi um atferli hans, en hann fékk ekkert af varningnum í sinn hlut. Hann er ekki saksóttur fyrir þátttöku í notkun tékkans. Við rannsókn málsins komst til skila varningur sá, sem Einar hafði fengið fyrir tékkann, a. m. k. að miklu leyti, og hefur verzlunin fallið frá kröfu á hendur ákærða Einari. 2. Tékki, kr. 3.320.00, útgefinn til Á. T. VLR. 11. nóvember á hlaupareikning 210, undirritaður Ragnar E. Tómasson. Fyrir tékka þennan keypti ákærði Einar áfengi í vínbúðinni Laugarás- vegi 1. Sveinn Gunnar var ekki í fylgd með honum í þetta skipti. 3. Tékki, kr. 1.500.00, útgefinn til handhafa 13. desember á ð7ð hlaupareikning 312, undirritaður Ragnar H. Tómasson. Fyrir tékka þennan keypti ákærði Einar í Skósölunni 1 dömukulda- stígvél, er hann gaf kærustu sinni. Sveinn Gunnar var í fylgð með honum, er hann gerði kaup þessi, en ekki naut hann góðs af því, sem fyrir tékkann fékkst. Við rannsókn málsins komust stígvélin til skila, og hefur verzlunin ekki óskað að koma að fjár- kröfu á hendur ákærða. 4. Tékki, kr. 1.800.00, útgefinn til handhafa 13. desember á hlaupareikning 312, undirritaður Ragnar E. Tómasson. Fyrir tékka þennan keypti ákærði Einar í verzlun Hvannbergsbræðra, Pósthússtræti hér í borg, skó, sem kostuðu 1.530 kr., og fékk mis- muninn á verði skónna og tékkanum greiddan í peningum. Skóna gaf ákærði kærustu sinni. Ákærði Sveinn Gunnar var í fylgð með honum. Við rannsókn málsins komust skórnir til skila, en fjárkrafa er ekki höfð uppi í máli þessu af hálfu verzlunarinnar. 5. Tékki, kr. 1.800.00, útgefinn til handhafa 13. desember á hlaupareikning 312, undirritaður Ragnar E. Tómasson. Fyrir tékka þennan keypti ákærði Einar dömuveski í verzluninni London, dömuðeild, Austurstræti 14. Ákærði Sveinn Gunnar var í fylgd með Einari, en naut ekki góðs af broti hans. Við rannsókn málsins komst veskið til skila, og hafa ekki verið hafðar uppi kröfur af hálfu verzlunarinnar. 6. Tékki, kr. 1.175.00 (ekki 1.195.00 kr., eins og segir í ákæru), útgefinn til handhafa 13. desember á hlaupareikning 312. Fyrir tékka þennan keypti ákærði Einar rafmagnsrakvél í Véla- og raftækjaverzluninni, Lækjargötu 2. Ákærði Sveinn Gunnar var í fylgd með honum. Við rannsókn málsins komst vélin til skila óskemmd. Er ekki um fjárkröfur af hálfu verzlunarinnar að ræða. III! Ákærði Sveinn Gunnar Salómonsson hafði stundum undir höndum tékkhefti Péturs Eggerz, það, sem ákærði Einar hafði tekið í Hafnarbúðum 5. október. Hinn 12. nóvember keypti ákærði Sveinn Gunnar fatnað í Herrabúðinni í Vesturveri og greiddi með tékka, sem hann hafði falsað á eyðublað úr heftinu. Er hér um að ræða tékka að fjárhæð kr. 10.856.00, útgefinn til handhafa 12. nóvember á hlaupareikning 210, undirritaður Sveinn Kristinsson. Ákærði Einar var í fylgd með Sveini Gunnari, en naut ekki góðs af fengnum. Við rannsókn málsins komst til skila að því er virðist allur sá varningur, sem ákærði hafði keypt fyrir tékkann, þó ekki óskemmdur, en verzlunin hefur þó ekki óskað að koma að fjárkröfu á hendur ákærða. IV. Hinn 16. október fékk ákærði Sveinn Gunnar konu sína, 576 Brynhildi Kristjánsdóttur, til þess að rita tékka á eitt af áður- nefndum eyðublöðum. Gaf hún tékkann, sem var að fjárhæð kr. 1.000.00, út til handhafa á hlaupareikning 210 og undirritaði hann með réttu nafni sínu. Fékk ákærði Sveinn Gunnar Brynhildi til þess að kaupa fyrir tékkann vörur í verzluninni Blöndu í Keflavík. Vörurnar kostuðu um 300 kr., og fékk Brynhildur því um 700 kr. til baka í peningum. Ákærðu hafa ekki að neinu leyti bætt tjón af brotum sínum að undanskildu því, sem fram er komið hér á undan, að töluvert af fatnaði þeim, sem þeir öfluðu sér með brotunum, komst til skila. Á hendur hinum ákærðu in soliðum hafa þessir tékkaeigendur gert fjárkröfur í málinu: Leví Konráðsson (sbr. I. 1.). „oe... 2. Kr. 500.00 Veitingar h/f (sbr. 1. 2.). . „22. — 500.00 Raftækjaverzlunin Raforka (sbr. I. 6). . — 1.500.00 Þá hefur Sigurður Halldórsson, útsölustjóri í vínbúðinni Laug- arásvegi 1, krafizt þess, að ákærði Einar verði dæmdur til greiðslu kr. 3.320.00, sbr. ákærulið 11, 2. Loks krefst Jóhanna Sigurbjörg Óladóttir, Hátúni 4 í Keflavík, þess, að ákærði Sveinn Gunnar verði dæmdur til greiðslu kr. 1.000.00, sbr. ákærulið IIl. Ákærði Einar hefur samþykkt kröfurnar fyrir sitt leyti. Ákærði Sveinn Gunnar hefur einungis mótmælt ábyrgð sinni á kröfu raftækjaverzlunarinnar Raforku, en samþykkir fjárkröfurnar að öðru leyti. Niðurstöður. Með því að nota í lögskiptum tékka með fölsuðum nafnritun- um hafa ákærðu báðir brotið gegn 155. gr. almennra hegningar- laga, svo sem í ákæru segir, og fyrir notkun tékka þess, sem talinn er í IV. kafla ákæru, ber einnig að refsa ákærða Sveini Gunnari fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga, sbr. varakröfu í ákæruskjali. Ákærði Einar Guðmundsson hefur áður sætt þessum refsi- dómum: 1962 30/7 2 mánaða skilorðsbundið varðhald fyrir brot gegn 259. gr. almennra hegningarlaga o. fl. 1966 16/3 5.000 kr. seki fyrir umferðarlagabrot. 1966 26/5 4 mánaða fangelsi fyrir skjalafals og svik. 577 1966 5/8 5.000 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1967 11/10 1 árs fangelsi fyrir árás og svik. 1967 12/12 8 mánaða fangelsi fyrir bjófnað og svik. Refsing ákærða Einars verður með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga ákveðin fangelsi 1 ár. Ákærði Sveinn Gunnar Salómonsson hefur ekki sætt öðrum refsingum en sektum fyrir umferðarlagabrot, ölvun o. fl, en 26. júní f. á. var ákæru á hendur honum fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga frestað skilorðsbundið 2 ár. Ákæra út af því broti hefur ekki verið tekin upp nú þrátt fyrir skilorðsrof. Refsing ákærða Sveins Gunnars verður með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga ákveðin fangelsi 6 mánuði. Ekki eru skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Rétt þykir að taka til greina allar fjárkröfur á hendur hinum ákærðu, þar á meðal kröfu raftækjaverzlunarinnar Raforku á hendur ákærða Sveini Gunnari óskipt með ákærða Einari. Þá ber að dæma hina ákærðu til að greiða in solidum kostnað sakar þessarar. Dómsorð: Ákærði Einar Guðmundsson sæti fangelsi 1 ár. Ákærði Sveinn Gunnar Salómonsson sæti fangelsi 6 mán- uði. Ákærðu greiði in solidum: 1. Leví Konráðssyni kr. 500.00, 2. Veitingum h/f kr. 500.00, 3. Raftækjaverzluninni Raforku kr. 1.500.00. Ákærði Einar Guðmundsson greiði Sigurði Halldórssyni kr. 3.320.00. Ákærði Sveinn Gunnar Salómonsson greiði Jóhönnu Sigur- björgu Óladóttur kr. 1.000.00. Ákærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 37 578 Mánudaginn 8. júní 1970. Nr. 15/1970. Guðbrandur Jörundsson og Ingólfur Jörundsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Sveinbjörgu Kristjánsdóttur Boga Sigurðssyni Fríði Sigurðardóttur Guðrúnu Sigurðardóttur Jökli Sigurðssyni og Sigríði Sigurðardóttur (Ingi Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason og Magnús Thoroddsen borgardómari. Búskipti. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Yngvi Ólafsson, sýslumaður í Dalasýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. janúar 1970 og gert þessar dómkröfur: Aðalkrafa: Að jörðin Vatn með húsum og öðrum mann- virkjum og veiðiréttindum skuli koma til skipta í dánar- og félagsbúi hjónanna Jörundar Guðbrandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Varakrafa: Að undanskilinn verði frá því, er segir í aðal- kröfu, sá hluti jarðarinnar Vatns, sem svonefnt afsal frá 8. desember 1947 fjallar um, og verði hann metinn til núver- andi verðgildis, að undanteknum jarðabótum og þar reist- um byggingum, og sú fjárhæð reiknuð sem skuld erfingja Sigurðar Jörundssonar við dánarbúið. Þrautavarakrafa: Að frá aðalkröfu dragist siðastnefndur hluti jarðarinnar Vatns, er verði metinn til verðgildis 8. des- ember 1947, og að sú fjárhæð, að viðbættum 7% ársvöxtum. 579 verði reiknuð sem skuld erfingja Sigurðar Jörundssonar við dánarbúið. Þá krefjast áfryjendur þess, að þeim verði dæmdur hæfi- legur málskostnaður úr hendi stefndu óskipt í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur í samræmi við dómkröfur þeirra í héraði og að áfrýjendum verði dæmt að greiða þeim óskipt málskostnað fyrir Hæstarétti. I. Jörundur Guðbrandsson og kona hans, Sigríður Sigurðar- dóttir, bjuggu mörgum árum saman á jörðinni Vatni, Hauka- dalshreppi, Dalasýslu, Þau létu af búskap árið 1948 og flutt- ust til Reykjavíkur og tóku þar búsetu hjá syni sínum Guð- brandi. Jörundur andaðist hinn 7. desember 1948, en Sig- ríður hinn 13. júlí 1950. Þau hjón áttu þrjá syni, Guðbrand, Ingólf og Sigurð. Sigurður bjó á hluta jarðarinnar Vatns á árunum 1935 til 1948, en þá fluttist hann og fjölskylda hans til Reykjavíkur. Á árinu 1958 hóf Sigurður af nýju búskap á Vatni og bjó þar til dánardægurs síns, 23. júní 1965. Erfingjar hans eru: Sveinbjörg Kristjánsdóttir, eftir- lifandi kona hans, og börn þeirra fimm. Eru erfingjarnir stefndu hér fyrir dómi. 1l. Um eignaraðild að jörðinni Vatni er þetta í ljós leitt: '1. Hinn 8, desember 1947 gaf Jörundur Guðbrandsson út svohljóðandi afsal: „Ég undirritaður, Jörundur Guðbrandsson, bóndi á Vatni í Haukadalshreppi, Dalasýslu, afhendi hérmeð og afsala til sonar míns, Sigurðar, eignarrétti yfir hálfu landi téðrar eign- arjarðar minnar, Vatni í Haukadalshreppi, utan hins rækt- aða lands (61 hundrað landverð að dýrleika), svo og hlunn- indum öllum að hálfu bæði til lands og vatns, þarmeð talin lax- og silungsveiði í ám og vötnum fyrir landi jarðarinnar. Ennfremur fylgir án sérstaks endurgjalds nytjar af hálfu heimatúni næstu 5 ár. Af þessu hálfa landi jarðarinnar er 580 úrskipt og eign Sigurðar landspilda með þessum landamerkj- um: Að sunnan Haukadalsá, að austan Haukadalsvatn og bein lína úr norðvesturhorni vatnsins (Húsavíkinni) um Barnaborg í Þverá, og úr þvi ræður Þverá, þar til hún rennur í Haukadalsá í Blóta (að norðan og vestan). Samkvæmt því, sem hér að framan segir, lýsi ég hérmeð yfir því, að fyrrnefndur sonur minn, Sigurður, er, frá því í dag að telja, réttur og löglegur eigandi að helmingi að landi og hlunnindum jarðarinnar Vatns í Haukadalshreppi í Dalasýslu, og ber mér að svara til vanheimildar. Tvö frumrit eru gerð af afsali þessu, og heldur sinn aðili hvoru eintaki. Til staðfestu ritum við nöfn okkar hér undir í viðurvist vitundarvotta. Vatni, 8. des. 1947 Sigurður Jörundsson Jörundur Guðbrandsson. Vitundarvottar: Páll Rögnvaldsson Benedikt Björnsson“. Á afsalið er ritað: „Móttekið í dag samhljóða skjal til innritunar í afsals- og veðmálabækur Dalasýslu og til þinglesturs á næsta mann- talsþingi fyrir Haukadalshrepp, merkt nr. 505. Skrifstofu Dalasýslu 22. des. 1947 Þorst. Þorsteinsson“. 2. Bjarni F. Finnbogason héraðsráðunautur hefur hinn 7. april 1970 gefið svohljóðandi vottorð: „Útteknar jarðarbætur á jörðinni Vatni í Haukadal í bú- skapartíð Sigurðar Jörundssonar. Árið 1960. Nýrækt 4,6969 ha. Árið 1961. Nýrækt 1,3780 — Árið 1964. Nýrækt 2,7100 — Þurrheyshlaða 576 mö. Auk þess byggði Sigurður heitinn fjárhús fyrir 400 fjár árið 1964. Ofanskráðar framkvæmdir eru gerðar á landi, úrskiptri eign Sigurðar, samkv. afsali, sem ég hef kynnt mér. Þetta viðurkennist hérmeð“. 581 3. Á skattframtal sitt fyrir árið 1948 hefur Jörundur Guð- brandsson ritað svofellda fororðsgrein: „30 og % hundrað úr jörðinni Vatn afsalað til sonar míns, Sigurðar, 8. des. s.1. Kaupverð þessu óviðkomandi, því liðin eru mörg ár síðan eignaskiptin fóru fram“. 4. Í umboði til lántöku, sem Sigurður Jörundsson gaf Guð- brandi Jörundssyni hinn 23. febrúar 1962, telur Sigurður hálfa jörðina Vatn eign sína. 5. Á skattframtölum sínum fyrir árin 1962, 1963 og 1964 telur Sigurður Jörundsson fram sína eign hálfa jörðina Vatn, en á skattframtölum 1961 og 1965 telur hann einungis fram einn þriðja hluta hennar sem sína eign. 6. Guðjón G. Sigurðsson segir í vottorði, dags. 4. júlí 1969, að hann hafi vorið 1948 með munnlegum samningi við þá Jörund Guðbrandsson og Sigurð Jörundsson tekið á leigu hálfa jörðina Vatn, þ. e. eignarhluta Jörundar. Kveður hann þá feðga hafa sagt sér, að þeir ættu hvor sinn helming Jarðarinnar. Hafi hann mátt nýta eignarhluta Sigurðar að nokkru, meðan Sigurður bjó ekki „á sínum hluta jarðar- innar“. Guðjón bjó á Vatni frá árinu 1948 til ársins 1950. 7. Sigurvin Yngvi Guðjónsson og Stefanía Anna Guð- mundsdóttir hafa hinn 4. júlí 1969 vottað, að þau hafi búið á Vatni frá því á árinu 1949 til ársins 1959. Hafi Sigurður Jörundsson oft sagt þeim, að hann ætti hálfa jörðina Vatn á móti föður sínum og að hann ætti land fyrir vestan Hauka- dalsvatn, úrskipt úr jörðinni. 8. Magnús Rögnvaldsson vegaverkstjóri hefur hinn 17. október 1969 vottað, að það hafi oft komið fram í viðtölum sínum við Sigurð Jörundsson, er þeir ræddu um vegagerð um Vatnsland og gerð ristarhliðs, að Sigurður taldi sig eig- anda að einum þriðja jarðarinnar Vatns á móti bræðrum sínum, Ingólfi og Guðbrandi. 9. Friðjón Þórðarson, sem var sýslumaður í Dalasýslu á árunum 1955—1965, kveðst í vottorði 4. desember 1969 eftir kynnum sinum af mönnum og málefnum hafa talið, að bræðurnir þrír ættu jörðina Vatn að einum þriðja hver. 582 10. Afrýjendur hafa staðhæft, að þeir bræðurnir, Guð- brandur, Ingólfur og Sigurður, hafi eftir lát foreldra sinna skipt arðinum af veiði Í veiðivatni jarðarinnar Vatns jafnt á milli sin og hafi sá skiptigrundvöllur haldizt eftir lát Sig- urðar til ársloka 1968. Hefur þessari fullyrðingu eigi verið mótmælt. NI. Aðalsönnunargögn áfrýjenda eru framtal Sigurðar Jör- undssonar fyrir árið 1965, þar sem hann telur sig einungis eiganda að einum þriðja hluta Vatns, og svo óhrakin stað- hæfing þeirra um arðskiptingu af veiði í veiðivatni jarðar- innar. Þessi gögn verða samt eigi metin nægilega sterk til að hrinda hinu þinglesna afsal, sem áfrýjendur máttu þekkja og eigi hafði verið vefengt áratugum saman. Verður því að leggja afsalið til grundvallar. Er því úrlausnarefni að skýra afsalið frá 8. desember 1947. Þessi þáttur málsins hefur verið alveg vanræktur fyrir skiptarétti. Á skiptafundi í dánarbúi hjónanna Jörundar Guð- brandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur hinn 17. október 1969 lýsti umboðsmaður stefndu yfir því, „að undir búskiptin eigi að koma sem eign dánarbúsins hálf jörðin Vatn í Hauka- dal og vísar jafnfram til afsals, dags. 8. desember 1947, sem áður hefur verið lagt fram í skiptaréttinum“. Síðar á skipta- fundinum kvaðst umboðsmaðurinn eiga „nánar tiltekið við þann hluta jarðarinnar Vatns, sem ekki var seldur Sigurði heitnum Jörundssyni með afsali, dags. 8. desember 1947“. Áður en afsal þetta er skýrt, ber nauðsyn til að fyrir liggi mat á verðhlutfallinu milli jarðarinnar í heild og hins úr- skipta lands Sigurðar Jörundssonar. Þarf að miða slíkt mat bæði við verðmæti þessi, eins og þau voru 8. desember 1947 og eins og þau eru nú. Önnur gögn kunna og að reynast gagnleg. Þar sem kröfugerð umboðsmanns áfrýjenda fyrir skiptadómi er eigi nægilega skýr og skilmerkileg, gagna- söfnun þar hefur verið áfátt og niðurstaða hins áfrýjaða úrskurðar, sérstaklega um húsakostinn og skiptigrundvöll- inn, er eigi nægjanlega glögg, verður að ómerkja hinn 583 áfrýjaða úrskurð og vísa málinu aftur til skiptaréttarins til löglegrar meðferðar og uppsögu úrskurðar af nýju. Rétt er, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er mál- inu vísað aftur til skiptaréttarins til löglegrar meðferðar og uppsögu úrskurðar af nýju. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptadóms Dalasýslu 23. desember 1969. Ágreiningur er á milli erfingja í dánar- og félagsbúi hjónanna Jörundar Guðbrandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur frá Vatni um það, hve mikill hluti jarðarinnar Vatns í Haukadalshreppi skuli koma til skipta, en bú þetta er nú í opinberum skiptum hjá skiptaráðanda Dalasýslu, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 161/1969, 24. september s.l. Erfingjar dánarbúsins eru Guðbrandur Jörundsson, Ingólfur Jörundsson og erfingjar Sigurðar heitins Jörundssonar, þau Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Bogi Sigurðsson, Jökull Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Fríður Sigurðardóttir og Guðrún Sig- urðardóttir. Á skiptafundi 17. október s.l. og í greinargerð gerir umboðs- maður (Guðbrandar og Ingólfs Jörundssona, Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður, þær kröfur aðallega, að jörðin Vatn með húsum og öðrum mannvirkjum og veiðiréttindum verði talin eign dánarbúsins. Til vara krefst hann þess, að sá hluti Vatns, sem svonefnt afsal frá 8. desember 1947 fjallar um, verði metinn til núverandi verð- gildis og sú fjárhæð reiknuð sem skuld erfingja Sigurðar Jör- undssonar við dánarbúið. Til þræutavara krefst hann þess, að síðastnefndi hluti jarðar- innar Vatns verði metinn til verðgildis 8. desember 1947 og sú fjárhæð að viðbættum 7% ársvöxtum verði reiknuð sem skuld erfingja Sigurðar Jörundssonar við dánarbúið. Þá krefst hann þess, að umbjóðendum sínum verði úrskurðaður hæfilegur málskostnaður úr hendi erfingja dánarbús Sigurðar Jörundssonar in solidum. öð4 Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögmaður, umboðsmaður ert- ingja Sigurðar Jörundssonar, gerir þær kröfur f. h. umbjóðenda sinna, að undir búskiptin eigi að koma sem eign dánarbús Jör- undar Guðbrandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur hálf jörðin Vatn í Haukadal ásamt húsum og mannvirkjum og hlunnindum öllum til lands og vatns, eða nánar tiltekið sá helmingur jarðar- innar, sem ekki var seldur Sigurði heitnum Jörundssyni með afsali, dags. 8. desember 1947. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu úr hendi Guð- brandar og Ingólfs Jörundssona. Ákveðinn var skriflegur málflutningur, enda geta ferðalög að vetri frá Reykjavík í Dali verið erfið og málið talið verða nægi- lega skýrt á þann hátt. Jörundur Guðbrandsson andaðist 7. desember 1948, en kona hans, Sigríður Sigurðardóttir, andaðist 13. júlí 1950. Með afsali, dags. 8. desember 1947, sem innritað var til þing- lýsingar 22. sama mánaðar, afhenti og afsalaði Jörundur Guð- brandsson syni sínum Sigurði „eignarrétti yfir hálfu landi téðrar eignarjarðar minnar, Vatni í Haukadalshreppi, utan hins ræktaða lands (61 hundrað að dýrleika), svo og hlunnindum öllum að hálfu, bæði til lands og vatns, þarmeð talin lax- og silungsveiði í ám og vötnum fyrir landi jarðarinnar. Ennfremur fylgir án sérstaks endurgjalds nytjar af hálfu heimatúni næstu 5 ár. Af þessu hálfa landi jarðarinnar er úrskipt og eign Sigurðar land- spila með þessum landamerkjum: Að sunnan Haukadalsá, að austan Haukadalsvatn og bein lína úr norðvesturhorni vatnsins (Húsavíkinni) um Barnaborg í Þverá, og úr því ræður Þverá, þar til hún rennur í Haukadalsá, í Blóta (að norðan og vestan)“. Sigurður Jörundsson hafði búið á Vatni ásamt föður sínum frá 1935 til 1948 eða 1949, er hann fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1958 hóf hann aftur búskap á Vatni og bjó þar til dauðadags, 24. júní 1965. Umboðsmaður Guðbrandar og Ingólfs Jörundssona hefur haldið því fram, að afsalið frá 8. desember 1947 hafi verið „pro forma“, gefið út til að auðvelda Sigurði Jörundssyni stofnun nýbýlis. Ekki verður fallizt á þessa skoðun, enda vitað, að þeir, sem hyggja á nýbýlastofnun, tryggja sér að jafnaði réttindi yfir landi, áður en byggingar og ræktun hefjast. Þá hefur hann bent á ósamræmi það, sem er í framtölum Sig- urðar Jörundssonar, en 1961 telur hann '% Vatns til eignar á framtali, en 1962—-1964 helming jarðarinnar og 1965 á síðasta 585 framtali sínu í jarðarinnar. Ekki þykir þetta ósamræmi hafa þýðingu um úrslit málsins. Í málinu hefur komið fram, að arði af veiði í Haukadalsá hafi þeir bræður, Buðbrandur, Ingólfur og Sigurður, skipt jafnt á milli sín, á meðan allir lifðu, og hefur arðinum verið skipt á sama hátt allt til ársins 1968. Kostnaði vegna veiðiréttarins hefur einnig verið skipt í sama hlutfalli. Ekki hefur verið upplýst nánar um viðskipti þeirra bræðra um notkun jarðarinnar, og þykja úrslit ekki geta oltið á þessu atriði. Upplýst er í málinu, að Sigurður Jörundsson tók á árinu 1962 lán hjá Ræktunarsjóði út á hálfa jörðina Vatn, án þess að veiði- leyfi væri fengið í því sambandi. Niðurstaða réttarins er sú, að meta verði afsalið frá 8. desem- ber 1947 á dskj. nr. 10 gilt, þar sem engir þeir gallar eru á því, að ógildi varði. Úrslit málsins verða því þau, að hálf jörðin Vatn ásamt húsum og mannvirkjum og hlunnindum að hálfu skuli koma til skipta í dánar- og félagsbúi hjónanna Jörundar Guðbrandssonar og Sig- ríðar Sigurðardóttur. Eftir þessum úrslitum verður að dæma Guðbrand og Ingólf Jörundssyni til að greiða erfingjum Sigurðar Jörundssonar máls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 20.000.00. Úrskurðarorð: Hálf jörðin Vatn í Haukadalshreppi ásamt húsum og mann- virkjum og hlunnindum að hálfu skal koma til skipta í dánar- og félagsbúi hjónanna Jörundar Guðbrandssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Guðbrandur og Ingólfur Jörundssynir greiði in solidum erfingjum Sigurðar Jörundssonar kr. 20.000.00 í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. 586 Mánudaginn 15. júní 1970. Nr. 80/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Ólafi Sigurði Steingrímssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson, Gunnar Thoroddsen og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Bifreiðar. Sýknað af ákæru um brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Jón Eysteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm, en hann hafði með höndum rannsókn málsins frá því um haustið 1966. Ákærði er sakaður um akstur bifreiðar með áhrifum áfengis hinn 4. september 1964. Var hann þá fluttur á lög- reglustöðina í Reykjavík, þar sem tekin var af honum varð- stjóraskýrsla. Ákærði kom fyrir dóm hinn 5. nóvember 1965. Var hann þá yfirheyrður litillega. Síðan var ákæra gefin út hinn 20. nóvember 1965. Var hún birt ákærða í þinghaldi 14. janúar 1966. Ákærði kom síðan fyrir dóm hinn 25. febrúar 1966. Var hann þá fyrst skilmerkilega yfirheyrður. Síðan var ekkert dómþing háð í málinu fyrr en hinn 4. april 1968. Þetta niðurfall á rannsókn málsins leiðir til fyrningar sakar samkvæmt 1. tl. 81. gr. og 2. mgr. 82. gr. laga nr. 19/ 1940. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allan kostnað sakarinnar ber að dæma á hendur ríkis- sjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda í hér- aði og fyrir Hæstarétti, kr. 4.000.00 og kr. 10.000.08. Ber að víta hina óhæfilegu málsmeðferð í héraði. 587 Dómsorð: Ákærði, Ólafur Sigurður Steingrímsson, á að vera sýkn að kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda í héraði, Kristins Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda fyrir Hæstarétti, Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dómur sakadóms Kópavogs 19. apríl 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 4. þ. m., er höfðað af saksóknara ríkisins með ákæruskjali, útgefnu 20. nóvember 1965, á hendur Ólafi Sigurði Steingrímssyni bÞifreiðarstjóra, Víghólastíg 13 í Kópavogi, fæddum 11. desember 1937 að Hamraendum í Staf- holtstungum, fyrir að aka aðfaranótt föstudagsins 4. september 1964 undir áhrifum áfengis bifreiðinni R 2625 frá Elliðaám í Reykjavík vestur Suðurlandsbraut og um Gnoðarvog, þar til lögreglan stöðvaði akstur ákærða. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 26/1958 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 58/1954. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði, sem er fæðdur 11. desember 1937 að Hamraendum í Stafholtstungum, hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1960 28/3 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot gegn 46. gr. lögreglusamþykktar. 1960 27/5 í Reykjavík: Sátt, 250 kr. sekt fyrir brot gegn 26. gr. umferðarlaga. 1960 27/10 í Reykjavík: Sátt, 7.000 kr. sekt fyrir brot gegn 18. og 19. gr. áfengislaga. 1960 9/11 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1961 12/10 í Reykjavík: Sátt, 250 kr. sekt fyrir umferðarslys. 1962 28/2 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ökuhraða. 588 1962 22/11 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á lögum nr. „. 13/1952. 1963 17/4 Áminning fyrir ölvun. 1963 15/11 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir umferðarlaga- brot. 1964 17/2 í Reykjavík: Dómur: 6.000 kr. sekt, sviptur bílstjóra- réttindum og atvinnuleyfi bílstjóra í 4 mánuði fyrir brot á 18., sbr. 39. gr. áfengislaga, en sýknaður af meintu broti gegn 1. mgr. 247. gr. hegningarlaga. 1964 7/10 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir umferðarlaga- brot. 1967 30/1 í Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á 45. og 50. gr. umferðarlaga. 1967 17/5 í Reykjavík: Sátt, 3.600 kr. sekt fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga. Málavextir eru þessir helztir: Föstudaginn 4. september 1964, um kl. 0440, voru lögreglu- þjónar nr. 58 og 113 í Reykjavík á eftirlitsferð um Reykjavík. Á Suðurlandsbraut austan Elliðaár veittu þeir athygli bifreiðinni R 2625, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Veittu þeir bifreið þessari eftirför og stöðvuðu hana í Gnoðarvogi. Höfðu þeir tal af ökumanni, sem reyndist vera ákærði í máli þessu, og virtist lög- regluþjónunum ákærði strax vera ölvaður, enda lagði talsverðan vínþef frá vitum hans. Ökumaður og bifreið hans voru færð á lögreglustöðina. Ákærði var síðan færður á slysavarðstofuna til blóðtöku, og var tekið þar úr honum blóð til alkóhólákvörðunar kl. 0545 sam- kvæmt blóðtökuvottorði og blóðsýnishornið merkt nr. 490. Þar, sem segir í skýrslu varðstjóra um útlit og önnur einkenni ákærða, kemur fram, að lítils háttar áfengisbefur hefur verið af andarðrætti ákærða, andlit hans hefur verið fölt, augu rauð og framburður hans ruglingslegur, en að öðru leyti hefur ákærði verið eðlilegur. Auk þess kemur fram, að öndunarprufa hefur sýnt 3—4 stig. Varðstjóri tekur fram í lok skýrslu sinnar, að ákærði hafi ekki viðurkennt áfengisáhrif, en haft einkenni áfengisáhrifa. Ákærði kom fyrir sakadóm Reykjavíkur 5. nóvember 1965. Ákærði kveðst hafa verið á leið með stúlku að Gnoðarvogi 26 og kvaðst hafa verið að koma frá Elliðaánum (Rafstöðinni). Ákærði kveðst hafa drukkið þar í bifreiðinni erlent áfengt öl, eina flösku ásamt stúlkunni. 589 Ákærði kveðst ekki hafa merkt áfengisáhrif við aksturinn. Föstudaginn 25. febrúar 1966 kom ákærði fyrir sakadóm Kópa- vogs til skýrslutöku samkvæmt beiðni verjanda ákærða, sem þá hafði verið skipaður Kristinn Sigurjónsson héraðsdómslögmaður, nú hæstaréttarlögmaður. Kvað ákærði rétt eftir sér haft í réttarhaldi hjá sakadómi Reykjavíkur. Ákærði skýrði svo frá, að morguninn áður en umræðdur at- burður átti sér stað, þ. e. a. s. skömmu fyrir hádegi finmíudags- ins 3. september, hefði hann neytt einhvers magns af whisky og kvaðst hafa fundið á sér nokkra breytingu eftir þá drykkju. Ákærði kveðst síðan hafa lagzt til svefns og sofið, að því er ákærða minnti, fram undir kl. 1900—-2000. Ákærði kvaðst ekki hafa fundið til neinna áfengisáhrifa, er hann vaknaði, og kvaðst ekki hafa neytt neinna áfengra drkkjá, fyrr en hann neytti hins áfenga öls í bifreið sinni, eins og hann kvaðst hafa skýrt frá í réttarhaldi fyrir sakadómi Reykjavíkur. Ákærði kvaðst hafa verið á þessu tímabili nokkuð illa kvefaður og verið búinn að vera þannig í nokkra daga, þegar umræddur atburður átti sér stað. Taldi ákærði m. a. líklegt, að augu sín hefðu verið rauð vegna þess kvefs, en gæti einnig stafað af reyk frá vindlingum. Ákærði sagði, að sér hefði verið bent á það, að gott ráð við kvefi væri að taka C-vitamín, og kvaðst ákærði hafa verið búinn að taka það 3 daga í röð, 30 stk. í hvert sinn, síðast að kvöldi fimmtudagsins 3. september, áður en hann fór til vinnu. Ákærði skýrði nánar aðspurður svo frá, að sig minnti, að hann hefði drukkið um það bil eða tæplega hálfa þriggja pela flösku af whiskyi fyrir hádegi fimmtudaginn 3. september, en ítrekaði, að hann hefði algerlega verið laus við áfengisáhrif, er hann vaknaði um kvöldið, og kvaðst hafa borðað fulla máltíð, eftir að hann vaknaði, og ekki farið út í akstur fyrr en kl. 200— 2300. Ákærði kvaðst hafa hitt vinkonu sína, Alice Smith, um kl. 0100 og ekið með henni inn að Elliðaám, þar sem þau drukku úr einni flösku af erlendu öli. Ákærði kvaðst ekki hafa fundið til áfengisáhrifa af þessari drykkju. Verjandi ákærða óskaði eftir því, að leitað yrði umsagnar Læknaráðs um það, hvort inntaka svo mikils magns af C-vita- míni, sem hér um ræðir, geti valdið því, að fram komi reducerandi efni við rannsókn á blóði mannsins. 590 Leitað var álits héraðslæknisins í Kópavogi með bréfi, dag- settu 7. marz 1966. Segir svo orðrétt í áliti hans, dagsettu 22. marz 1966: „Þegar mælt er áfengismagn í blóði, eru mæld reikul (volatile} efni í blóðinu, sem hafa reðducerandi áhrif. Á þá mælingu á C- vitamín, askorbinsýra, ekki að geta haft áhrif“. Með bréfi, dagsettu 25. marz 1966, var verjanda ákærða send álitsgerð héraðslæknisins. Með bréfi, dagsettu 13. júní 1966, bað verjandi um, að álit héraðslæknisins yrði borið undir Læknaráð. Málið lá nú að mestu niðri í rúmt ár, þar sem það lagðist rang- lega til vegna mannaskipta við embættið. Með bréfi, dagsettu 15. nóvember 1967, var verjanda gert að skila skriflegri vörn í málinu, þar sem engin önnur skoðun á áliti héraðslæknisins lá fyrir. Með bréfi, dagsettu 12. febrúar s.l., voru ítrekuð tilmæli til verjanda um að skila skriflegri vörn. Með bréfi, dagsettu 1. marz 1968, bað verjandi um framhalds- rannsókn, sem skyldi beinast að framkvæmd blóðtökunnar. Þann 4. apríl mætti verjandi svo loks og skilaði skriflegri vörn í málinu. Af hálfu ákærða er krafizt algerrar sýknu. Ákærði byggir sýknukröfu sína á því, að ekki sé hægt að styðj- ast við niðurstöðu alkóhólrannsóknar, þar sem hún sýni mikla ölvun, en ákærði hafi ekki verið mikið ölvaður samkvæmt lýs- ingu varðstjóra á útliti hans. Einnig byggir hann sýknukröfu sína á því, að eigi er lögð fram blóðprufan, sem tekin var af ákærða, og hún samprófuð við blóð ákærða. Ákærði hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni R 2625 frá Elliðaám í Reykjavík vestur Suðurlandsbraut og um Gnoðarvog, þar til lögreglan stóðvaði akstur hans. Ákærði var færður í blóðtöku til alkóhólrannsóknar kl. 0545, eða um það bil klukkutíma eftir að akstri hans lauk. Blóðsýnis- hornið var merkt nr. 490. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrann- sóknar á blóðsýnishorni nr. 490 reyndust vera í blóðinu reducer- andi efni, er samsvara 1.71%, af alkóhóli. Í varðstjóraskýrslu kemur fram, að ákærði hafi haft á sér ein- kenni áfengisáhrifa auk þess sem lítils háttar áfengisþefur var af andardrætti hans. Samkvæmt framanrituðu verður að telja sannað þrátt fyrir öð1 neitun ákærða um áfengisáhrif, að ákærði hafi gerzt sekur um atferli það, er honum er gefið að sök í ákæruskjali og er þar réttilega heimfært til refsiákvæða. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 80 gr. umferðarlaga hæfilega ákveðin 10 daga varðhald. Þá ber og samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga að svipta ákærða ökuréttindum í 1 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alis sakarkostn- aðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans, Kristins Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns, en þau teljast hæfi- lega ákveðin kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Sigurður Steingrímsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum í 1 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði sakarkostnað allan, þar með talin málsvarn- arlaun til verjanda síns, kr. 4.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Þriðjudaginn 16. júní 1970. Nr. 44/1970. Kári Einarsson og Agnar Árnason (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Gesti Gíslasyni (Jón N. Sigurðsson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 26. febrú- ar 1970 og krefjast þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og viðurkenndur verði réttur þeirra til að fá upp- 592 boðsafsal fyrir jörðinni Trostansfirði í Suðurfjarðarhreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu, enda ljúki þeir greiðslu upp- boðsandvirðis, uppboðskostnaðar og fullnægi að öðru leyti settum uppboðsskilmálum. Þá krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði stað- festur og áfrýjendum dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Hinn 23. október 1969 fór fram opinbert uppboð á jörð- inni Trostansfirði. Jörð þessi var eign dánarbús Bjarna Arngrímssonar og Sigríðar Ólafsdóttur, en bú þetta er undir opinberum skiptum. Áfrýjendur urðu hæstbjóðendur í jörð- ina á uppboðinu, en stefndi krefst þess, að hann fái að ganga inn í boð þeirra og fá uppboðsafsal, þar sem hann sé ábúandi á jörðinni, sbr. 3. gr. laga nr. 40/1948. Áfrýjendur hafa í máli þessu einungis stefnt Gesti Gísla- syni fyrir Hæstarétt, en hvorki skiptaráðandanum í Barða- strandarsýslu vegna dánarbúsins né erfingjum í dánarbú- inu, Með hliðsjón af atvikum máls þessa og meginreglum laga um aðilja að áfrýjunarmálum, sbr. 8. gr. laga nr. 57/ 1949 og 1. gr. laga nr. 19/1895, var skylt að veita fyrrgreind- um aðiljum kost á að gæta réttar síns í máli þessu fyrir Hæstarétti. Þar sem þetta hefur eigi verið gert, verður mál- inu af þessum sökum vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður fellur niður. Úrskurður uppboðsdóms Barðastrandarsýslu 11. febrúar 1970. Ár 1970, miðvikudaginn 11. febrúar, kl. 1600, var í uppboðsrétti Barðastrandarsýslu, sem haldinn var í félagsheimilinu á Bíldu- dal, Suðurfjarðarhreppi, af hinum reglulega uppboðshaldara, Jó- hannesi Árnasyni sýslumanni, kveðinn upp úrskurður í uppboðs- málinu nr. 5/1969 vegna forkaupsréttarkröfu Gests Gíslasonar bónda, Trostansfirði, á jörðinni Trostansfirði, er seld var á upp- 593 boði 23. október 1969, en úrskurðarmál þetta var endanlega tekið til úrskurðar 4. þ. m. Málsatvik eru sem hér segir: Hinn 23. október 1969 var jörðin Trostansfjörður í Suðurfjarð- arhreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu, seld á opinberu uppboði, er fram fór á eigninni sjálfri. Jörðin var eign dúnarbús Bjarna Arn- grímssonar og konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur, er lengi höfðu búið í Trostansfirði, en létust bæði árið 1929. Fór uppboðið fram samkvæmt ákvörðun skiptafundar í dánarbúinu 25. ágúst s.l., en opinber skipti fara fram á dánarbúi þessu í skiptarétti Barða- strandarsýslu og hófust á s.l. ári. Hæstbjóðendur á uppboðinu urðu Kári Einarsson og Agnar Árnason, Bíldudal, með boði að upphæð kr. 1.120.000.00. Þá þegar og áður en uppboðsrétti var slitið, tók Gestur Gíslason bóniði, Trostansfirði, fram og lét bóka í uppboðsbókina, að hann áskildi sér rétt til að nota réttindi sín sem ábúanda til að ganga inn í hæsta boð á uppboðinu. Tók uppboðshaldari sér tilskilinn 14 daga frest til að taka af- stöðu til boðsins. Þegar næsta dag eftir uppboðið var uppboðshaldara tilkynnt af hálfu Gests Gíslasonar, að hann gerði kröfu um, að honum yrði heimilað að ganga inn í hæsta boð, sem gert var í jörðina á uppboðinu, og jafnframt, að út yrði gefið afsal honum til handa fyrir nefndri jörð. Af hálfu hæstbjóðenda var þessi réttur Gests Gíslasonar ve- fengdur og neitað að verða við kröfu hans. Kom ágreiningsefni þetta því til sérstakrar meðferðar í upp- boðsréttinum. Sækjandi máls þessa, Gestur Gíslason, kveðst byggja kröfu sína fyrst og fremst á 3. gr. laga nr. 40/1948 um kauprétt á jörðinni, en samkvæmt því lagaákvæði sé leiguliða veittur réttur til að ganga inn í kaupin á þann hátt, sem krafizt hefur verið. Hann kveðst hafa búið á jörðinni síðan árið 1950, fyrst með konu sinni, Filippíu Bjarnadóttur, til ársins 1967, er hún lézt, en frá þeim tíma einn. Varðandi ábúðarrétt sinn hefur sækjandi bent á, að er hann kvæntist Filippíu árið 1950, hafði hann gengið inn í bú hennar, er þá jókst verulega, enda hafi hann komið með veruleg verð- mæti í búið. Hafi kona hans þá staðið fyrir búi í Trostansfirði, ýmist á allri jörðinni eða hluta hennar, allt frá árinu 1929, fyrst búi foreldra sinna, en síðan eigin búi. Hafi hún á þessum árum 38 594 annazt greiðslur á skuldum foreldra sinna, bæði að því er varð- aði andvirði jarðarinnar, er enn hafði ekki verið greitt, svo og ýmsar verzlunarskuldir. Hafi hún smám saman losað sig við lausafé og bústofn foreldra sinna og greitt með andvirðinu skuldir dánarbúsins, en það hafi þó ekki dugað til. Hafi hún þá með veðleyfi samerfingja sinna tekið nýtt lán út á jörðina til greiðslu á helztu skuldum dánarbúsins svo og til að ljúka við byggingu íbúðarhúss á jörðinni, er verið hafði í smíðum, þegar foreldrar hennar létust. Þá hafi hún enn fremur leyst til sín skuld við Landsbanka Íslands árið 1936, er jörðin skyldi seld á nauð- undaruppboði til lúkningar skuldinni. Allt hafi þetta verið gert með vitund samerfingja hennar. Hins vegar hafi Filippía ekki haft byggingarbréf fyrir jörðinni, en þar fyrir hafi ábúðarréttur hennar verið óvefengjanlegur samkvæmt ákvæðum ábúðarlaga, enda hafi samerfingjar hennar aldrei gert neinar athugasemdir við setu hennar á jörðinni fyrr eða síðar. Sé tvímælalaust, að hún hafi setið sem ábúandi í eigin búi á jörðinni, en ekki í búi dánarbús foreldra sinna, enda megi það með ólíkindum teljast, að samerfingjarnir hefðu ekki krafið hana reikningsskila, ef þeir hefðu verið í þeirri trú, að hún sæti Í búi foreldra þeirra. Allan þann tíma, sem þau hjónin, sækjandi og kona hans Filippía, hafi búið á jörðinni, hafi þau, eins og Filippía hafði gert ein áður, greitt alla skatta og skyldur af jörðinni, enn fremur vexti og afborganir af áhvílandi lánum og yfirleitt haldið uppi af jörðinni fullum lögskilum, svo sem ábúanda ber að gera, og þó nokkuð umfram það, enda hafi fyrst Filipía og síðan sækjandi verið talin ábúandi jarðarinnar í öllum opinberum skýrslum. Af hálfu annarra erfingja í dúnarbúi Bjarna og Sigríðar hafi allan þennan tíma aldrei verið gerðar athugasemdir við ábúð hans og konu hans á jörðinni. Hafi samerfingjarnir þvert á móti á þessu tímabili veitt þeim hjónum heimild til veðsetningar á jörðinni vegna töku nauðsynlegra lána til framkvæmda á jörðinni. Þá hafi nú eftirlifandi erfingjar Bjarna og Sigríðar gert kröfu á hendur sækjanda um greiðslu landskuldar, en landskuld greiði hins vegar enginn annar en ábúandi. Ætti ekki hvað sízt af því mega ráða viðurkenningu á ábúðarrétti sækjanda á jörðinni. Af hálfu hæstbjóðenda á uppboðinu, verjenda í máli þessu, þeirra Kára Einarssonar og Agnars Árnasonar, er kröfu sækj- andans, Gests Gíslasonar, eindregið mótmælt. Gera þeir þá kröfu, að þeim verði slegin jörðin fyrir kr. 1.200.000.00 og þeim síðan gefið afsal fyrir jörðinni að fullnægðum greiðsluskilmál- 595 um, en þeir hafi fram til þessa að öllu leyti staðið við boð sitt. Þá er þess og krafizt, að Gesti bónda Gíslasyni verði gert að greiða hæfilegan málskostnað. Mótmæla verjendur því eindregið, að sækjandinn, Gestur Gísla- son, sé nú eða hafi verið ábúandi jarðarinnar í lagalegum skiln- ingi. Sé það viðurkennt, að eiginkona hans, Filippía, sem nú er látin, hafi ekki haft byggingarbréf fyrir jörðinni og bygsingar- réttur sækjanda ekki meiri en sá, að hann kvæntist konu þessari árið 1950. Eftir að hún andaðist 25. febrúar 1967, sé ekki vitað til þess, að sækjandi hafi stundað á jörðinni sjálfstæðan búrekstur né heldur greitt eða boðið fram lögskil af jörðinni til jarðeiganda, dánarbúsins. Þá telja verjendur, að þó svo kunni að vera, sem að vísu er mótmælt, sbr. framanritað, að sækjandi hafi haft ábúðar- rétt, þá hafi hann með beiðni um opinber skipti á búinu án nokkurs fyrirvara og án þess að láta þess getið, þegar jörðin var auglýst til sölu, að hann ætti þar ábúðarrétt, afsalað sér öllum slíkum rétti þá og um framtíð. Það hafi verið þá fyrst, þegar uppboðsréttur hafði verið settur og menn komnir til að bjóða í jörðina, að hann lætur bóka, „að hann hyggist nota ábúðarrétt sinn í öllum greinum“. Hafi hann síðan verið einn beirra, er buðu í jörðina á uppboðinu, en er hann varð ekki hæstbjóðandi, hafi hann áskilið sér rétt til að nota réttindi sín sem ábúanda og að ganga inn í hæsta boð í uppboðinu. Er þessu eindregið mótmælt af hálfu verjenda. Benda þeir einnig á, að sækjandi hafi ekki sýnt fram á, hvorki á uppboðs- binginu né síðar, að hann hafi á uppboðsþingi verið fær um að greiða Má hluta kaupverðsins á uppboðinu eða greiða uppboðs- kostnað. Leitað var um sættir með aðiljum, en sáttaumleitun reyndist árangurslaus. Lögð hafa verið fram í málinu auk greinargerða af hálfu aðilja 14 vottorð opinberra aðilja í Suðurfjarðarhreppi og víðar og nú- verandi og fyrrverandi bænda í hreppnum. Enn fremur greinar- gerð erfingja Trostansfjarðar, og aflað hefur verið aðiljaskýrslu sækjanda. Samkvæmt vottorði sóknarprestsins í Bíldudalsprestakalli á dskj. nr. 21, dags. 4. nóvember s.l., er staðfest, að Gestur Gíslason, fæddur 24. júlí 1901, hafi kvænzt Ólínu Filippíu Bjarnadóttur í Trostansfirði hinn 23. júlí 1950. Samkvæmt vottorði sveitarstjóra Suðurfjarðarhrepps á dskj. ar. 16, dags. 7. nóvember s.l., hefur Gestur Gíslason átt lögheimili 596 í Trostansfirði alit frá árinu 1949. Þá segir enn fremur, að sam- kvæmt þeim fjallskilaseðlum, sem eru Í bréfasafni hreppsins, hafi Gestur Gíslason verið gangna- og réttarstjóri á Trostans- fjarðarleitarsvæði frá árinu 1950. Samkvæmt vottorði sama að- ilja á dskj. nr. 25, dags. 22. desember s.1l., hefur Gestur Gíslason allt frá árinu 1950 innt af hendi öll lögskil af jörðinni Trostans- firði. Samkvæmt vottorði hreppstjóra Suðurfjarðarhrepps á dskj. nr. 15, dags. 20. nóvember s.l., hefur Gestur Gíslason búið á jörðinni Trostansfirði frá árinu 1950 ásamt konu sinni, Filippíu Bjarna- dóttur, þar til hún lézt tyrst á árinu 1967, en síðan einn. Er ekki til þess vitað, að ábúðarréttur Gests hafi verið vefengdur, í það minnsta ekki á meðan kona hans lifði. Samkvæmt vottorði sama aðilja á dskj. nr. 25, dags. 23. desember s.l., er staðfest, að Gestur Gíslason hafi innt af hendi öll lögskil af jörðinni Trostansfirði frá árinu 1950. Með vottorði skattstjóra Vestfjarðaumdæmis á dskj. nr. 22, dags. 5. nóvember s.l., er staðfest, að samkvæmt skattframtölum 1963— 1969 hefur Gestur Gíslason átt heima í Trostansfirði og verið bóndi þar, nema hvað skráð er á landbúnaðarskýrslu með framtali 1968, að bústofni hafi verið fargað. Eldri skattframtöl eru ekki sögð vera Í vörzlu skattstofunnar. Með vottorði Brynjólfs Eiríkssonar, umboðsmanns Brunabótafé- lags Íslands á Bíldudal, á dskj. nr. 23, dags. 19. nóvember s.l., hefur nefndur umboðsmaður staðfest, að Gestur Gíslason hafi greiti honum brunabótaiðgjöld af jörðinni Trostansfirði síðast- liðin 11 ár. Í vottorði Sigurðar Guðmundssonar, bónda í Otradal og hreppsnefndarmanns í Suðurfjarðarhreppi, á dskj. nr. 14, dags. 16. nóvember s.l., segir svo: ,,... Ég hefi aldrei talið vafa leika á um það, að Gestur Gíslason, bóndi í Trostansfirði í Suðurfjarð- arhreppi, væri ábúandi á nefndri jörð, allt frá því að hann og Filippía Bjarnadóttir, sem nú er látin, gengu Í hjónaband árið 1950, enda hef ég aldrei heyrt neinn telja ábúðarrétt hans á téðri jörð vafasaman. Að nefndur Gestur hafi verið ábúandi Trostansfjarðar síðan 1950, má og ljóst vera af því, að allt frá þeim tíma hefur hann orðið að gegna skyldum, sem sveitar- og sýslufélag leggur hverjum ábúanda jarðar á herðar, og má þar t. d. nefna fjallskil, smölun lands jarðarinnar og réttarhald. Þá vil ég og að gefnu tilefni taka það fram, að eftir því sem ég hefi bezt vit á, hefur Gestur setið jörðina með ágætum, enda ber 597 öll umgengni um hús og annað á jörðinni þess vott. Þá má og nefna, að ræktun, sem Gestur framkvæmdi á jörðinni á mjög svo erfiðu landi, tókst vel“. Í vottorði Halldórs G. Jónssonar, bónda á Hóli, á dskj. nr. 17, dags. 12. nóvember s.l., segir svo: „1. Veit ekki befur en að Gestur Gíslason hafi verið ábúandi í Trostansfirði síðan árið 1950. Aldrei heyrt ábúðarrétt hans vefengdan. 2. Tel Gest Gíslason hafa setið jörðina óaðfinnanlega, t. d. hefur hann aukið þar ræktað land. 3. Aldrei orðið var annars en að honum hafi smölunar og réttarhalds“. Í vottorði Ester Gísladóttur og Matthíasar Leós Jónssonar, ábúenda á Fossi, segir svo: „1. Við höfum aldrei talið vafa á né heyrt aðra telja, að Gestur Gíslason væri ábúandi í Trostans- firði frá 1950 með fullum rétti. 2. Sem ábúanda teljum við Gest hafa setið jörðina ágætlega. 3. Okkur er kunnugt um, að Gestur hefur innt af hendi fjallskil í Trostansfirði, svo sem ábúendur annarra jarða“. Í vottorði Björns Ólafssonar bónda, Dufansdal, á dskj. nr. 20, dags. 17. nóvember s.l, segir svo: „Í 1. lagi: Ég hefi aldrei heyrt neinn efast um ábúðarrétt Gests Gíslasonar í Trostansfirði, og enginn hefur mér vitanlega efast um, að hann hafi haft þann rétt. Í 2. lagi: Það er augljóst öllum kunnugum, að Gestur Gísla- son hefur stórbætt jörðina bæði að húsum og ræktun svo og með beitilandsgirðingu. Í 3. lagi: Það er öllum hér kunnugt, að Gesti Gíslasyni hafa verið gerð fjallskil til jafns við aðra ábúendur hér og réttarstjórn í sambandi við þau, og nægir í því sambandi að vísa til fjallskilaseðils Suðurfjarðarhrepps“. Í vottorði Gunnars Ólafssonar frá Reykjafirði á dskj. nr. 19, dags. 19. nóvember s.l, segir: „Ég undirritaður lýsi því hér með yfir, að ég tel, að Gestur Gíslason hafi með langvarandi búskap Í Trostansfirði verið orðinn löglegur ábúandi þar“. Í vottorði Ásgeirs Jónassonar, fyrrverandi bónda á Litlu-Eyri, nú hreppsnefndarmanns í Suðurfjarðarhreppi, segir: „Ég hefi aldrei efast um ábúðarrétt hans (b. e. Gests) á Trostansfirði, eftir að hann giftist ábúanda jarðarinnar, Filippíu Bjarnadóttur. Ekki hef ég heldur heyrt aðra efa þann rétt hans. Sem ábúanda tel ég hann hafa setið jörðina eins og almennt gjörist. Mér er kunnugt, að honum hafa verið gjörð fjallskil eins og öðrum ábúendum í Suðurfjarðarhreppi“. Af hálfu verjenda hefur vottorðum þessum verið mótmælt 598 sem þýðingarlausum og þeir lagi fram dskj. nr. 27 „Greinargerð erfingja Trostansfjarðar“, dags. 15. desember 1969. Greinargerð þessi er undirrituð af Málmfríði Bjarnadóttur, systur Filippíu, konu sækjanda, og manni hennar, Ólafi Bjarnasyni, Bíldudal, samkvæmt umboði erfingja“. Í greinargerð þessari er því haldið fram, að sækjandi hafi árið 1950 sezt í óskipt bú systkinanna Arngríms Bjarnasonar 08 Filippíu Bjarnaðóttur, er þá bjuggu í Trostansfirði, og annarra erfingja að jörðinni. Þá um haustið hafi sækjandi lagt andvirði allra dilka undan búfénu, sem fargað var, í reikning hjá sér og tekið öll búsforráð af nefndum Arngrími. Síðan hafi nefndur Arngrímur verið flæmdur burtu af jörðinni árið 1955. Þá er það álit látið í lós, að hvorki Filippía né sækjandi hafi öðlazt neinn ábúðarrétt á jörðinni, en Filippía aðeins fengið að vera þar. Þá er á það bent, að haustið 1967 hafi sækjandi fargað skepnunum og þar með brotið allan rétt sinn, ef einhver hefur verið, en eftir það heyjað á jörðinni og hirt hlunnindðin. Þá hafi sækjandi ekki borgað af tilteknu láni 1967 og 1968. Greinargerð þessari hefur sækjandi mótmælt sem rangri. Greinargerð þessi er undirrituð „samkvæmt umboði erfingja“. Slíkt umboð af hálfu erfingja hefur hins vegar ekki verið lagt fram í máli bessu, enda eru erfingjarnir ekki aðiljar að úrskurð- armáli því, sem hér er til meðferðar vegna forkaupsréttarkröfu sækjanda. Fullyrðingar þær, er fram koma í greinargerðinni varðandi ábúð og ábúðarrétt sækjanda og konu hans á jörðinni, þykja vera órökstuddar að verulegu leyti, enda mótmælt af sækjanda sem röngum. Er því ekki talið fært að leggja upp úr þeim nema að takmörkuðu leyti við úrlausn þess atriðis, hvort sækjandi teljist hafa ábúðarrétt á jörðinni eða ekki. . Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og gögnum málsins, þ. á m. aðiljaskýrslu sækjanda, er hann hefur staðfest í dómi sem rétta, þykir sannað, að sækjandi máls þessa, Gestur Gísla- son, hafi tekið við búsforráðum í Trostansfirði árið 1950, er hann kvæntist Filippíu Bjarnadóttur, en hún hafði þá um 20 ára skeið lengst af í reynd staðið fyrir búi á jörðinni, ýmist allri jörðinni eða hluta hennar, ásamt systkinum sínum, upphaflega búi for- eldra þeirra, en síðan eigin búi. Verður að telja, að grundvöllur- inn að búrekstri. sækjanda á jörðinni við hjúskaparstofnun árið 1950 hafi þá verið lagður með samruna eigna þeirra hjóna í gangandi fé og öðru lausafé. Hefur sækjandi alla tíð síðan verið 599 skrifaður fyrir búi í Trostansfirði sem ábúandi og þau hjón og hann yfirleitt haldið uppi venjulegum lögskildum af jörðinni, svo sem ábúanda ber lögum samkvæmt að gera. Á því tímabili, sem sækjandi býr á jörðinni, eru sléttaðir og ræktaðir rúmlega 4 hektarar af túninu og ræktun nokkuð á veg komin á 2 hekturum í viðbót. Byggt var fjárhús fyrir 120 fjár árið 1957, enn fremur hænsnahús, og í smíðum var fjós fyrir 12— 14 kýr, er byrjað var á árið 1965. Fjár til þessara framkvæmda á jörðinni var m. a. aflað með nýjum lánum með veði í jörðinni, og var það gert með samþykki og veðleyfum annarra erfingja í hinu óskipta dánarbúi, er jörðin tilheyrði og fyrr getur. Verður að álykta sem svo, að í þeirri afstöðu umræddra erfingja í dánar- búinu hafi verið fólgin viðurkenning á rétti til handa sækjanda og konu hans til búrekstrar á jörðinni og nauðsyn á eðlilegri uppbyggingu og framkvæmdum þar með það fyrir augum, að jörðin yrði nytjuð til búrekstrar á eðlilegan og skynsaman hátt sem lögbýli í fullkominni ábúð. Hefur heldur ekkert komið fram í máli þessu, er bendir til þess, að ábúðarréttur þeirra hjóna eða sækjanda sérstaklega hafi á umræddu tímabili verið vefengdur af hálfu jarðeiganda á formlegan og löglegan hátt eða yfir- leitt nokkrar athugasemdir, er gildi gætu haft að lögum, verið gerðar við ábúðarrétt þeirra hjóna eða setu á jörðinni af hálfu þeirra aðilja, er afskipti geta haft af ábúð jarða samkvæmt ábúðarlögum nr. 8/1951 eða nr. 36/1961. Upplýst er í málinu, að eftir lát konu sinnar árið 1967 fargar sækjandi skepnunum um haustið, sbr. dskj. nr. 22 og 27 og aðiljaskýrslu sækjanda. Var bústofninn þá 70 ær, 11 kýr, naut og um 200 hænsni. Ástæðu fyrir þeirri ráðstöfun kveður sækj- andi hafa verið þá, að hann hafi ekki treyst sér einn síns liðs til vetursetu á jörðinni undir þeim kringumstæðum, sem fyrir hendi voru. Hafi hann ekki haft tök á að afla heyja fyrir skepnurnar um sumarið, enda átt fullt í fangi með að komast yfir hirðingu skepnanna og koma mjólk og öðrum afurðum frá búinu á markað. Vegna þess ástands og deilna, er síðan hafa skapazt vegna skipta á dánarbúi Bjarna og Sigríðar, og þeirrar óvissu, er af þeim sökum hefur ríkt um, hvað verða mundi um jörðina og þar með áframhaldandi ábúð sækjanda þar, hafi hann ekki séð sér fært að endurreisa bústofninn. Hins vegar er upplýst, að sækjandi hefur á árunum 1968 og 1969 borið á tún, heyjað á jörðinni, eftir því sem aðstæður hafa leyfi, og seit heyið. Enn fremur stundað þar garðrækt og nytjað æðarvarp. Húsum og mannvirkjum hefur 600 verið haldið við eftir beztu getu. Á þessum tveimur undanförnum árum hefur hann verið á jörðinni frá því á vorin og fram í nóvember eða desember. Hinn hluta ársins, þ. e. yfir vetrarmán- uðina, hefur hann verið á Bíldudal. Sækjandi hefur verið tekju- rýr á þessum tveimur árum, en aðaltekjur hans auk ellilífeyris eru af hlunnindum jarðarinnar. Verður eftir atvikum að telja, að samdráttur þessi í búskap á jörðinni s.l. tvö ár byggist á afsakanlegum ástæðum vegna millibilsástands og þurfi því engu að breyta um ábúðarrétt sækjanda, enda jörðin nytjuð af honum á meðan að öðru leyti eftir föngum. Þá er upplýst í málinu, að sækjandi hefur aldrei haft bygging- arbréf fyrir jörðinni. En þar sem um svo langan ábúðartíma hefur verið að ræða, og telja verður, að ábúðin hafi í reynd verið viður- kennd af jarðeigendum, verður ekki talið, að vöntun á byggingar- bréfi eigi að breyta neinu um rétt sækjanda í þessum efnum, enda verður það leitt af 7. gr. ábúðarlaga nr. 36/1961, að aðili geti notið fullra réttinda sem ábúandi á jörð, enda þótt sérstakt byggingarbréf hafi ekki verið gefið út honum til handa fyrir jörðinni. Verður og að telja, að skyldan til útgáfu byggingar- bréfs fyrir jörð hvíli á landsdrottni, og í því tilviki, sem hér um ræðir, vandséð, hvaða aðili hefði átt að annast útgáfu byggingar- bréfs fyrir jörðinni Trostansfirði til handa sækjanda. Ekki verður fallizt á það sjónarmið verjenda, að sækjandi hefði þurft, vildi hann byggja á ábúðarrétti sínum, að setja fram forkaupsréttarkröfu þá, er mál þetta snýst um, fyrr en á upp- boðsþingi, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 40/1948, er gerir ráð fyrir þriggja sólarhringa fresti í þessu skyni, frá því að uppboðsþingi er slitið. Var heldur ekki unnt fyrir sækjanda að fá úr því skorið fyrr en á uppboðsþingi, hvort hann þyrfti að setja kröfuna fram. Hlaut það eðlilega að fara eftir því, hvernig boð féllu á uppboðinu. Aðdragandi þess, að jörðin er seld á uppboði, getur engu breytt í þessu tilliti. Þegar allt það, er nú hefur verið rakið, er virt, verður að telja, að langvarandi búseta og búskapur sækjanda, Gests Gíslasonar, á jörðinni hafi verið með þeim hætti, að hann teljist hafa haft og hafa ábúðarrétt á jörðinni, er veiti honum rétt til að ganga inn í hæsta boð á uppboðinu á nefndri jörð hinn 23. október 1969 sem forkaupsréttarhafi samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/1948. Hreppsnefnd Suðurfjarðarhrepps hafði áður afsalað sér forkaupsrétti að jörðinni. 601 Verða kröfur sækjanda því teknar til greina, enda fullnægi hann að öllu leyti uppboðsskilmálum þeim, er við uppboðið giltu. Eftir þessum úrslitum verður málskostnaðarkrafa verjenda ekki tekin til greina. Því úrskurðast: Viðurkenndur er réttur Gests Gíslasonar til að ganga inn í hæsta boð, kr. 1.120.000.00, í jörðina Trostansfjörð í Suður- fjarðarhreppi á uppboði, er fram fór á eigninni sjálfri hinn 23. október 1969, enda fullnægi hann að öllu leyti uppboðs- skilmalum þeim, er við uppboðið giltu. Þriðjudaginn 16. júní 1970. Nr. 91/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Gretti Jósepssyni Skafta Jóhannssyni Árna Guðmundssyni Árna Lárusi Víglundssyni og Þórólfi Meyvantssyni (Gunnlaugur Þórðarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason og Magnús Thoroddsen borgardómari. Þjófnaður. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafa verið lögð fram nokkur ný gögn í málinu. Atvikum máls þessa er skilmerkilega lýst í héraðsdómi og brot ákærðu heimfærð þar til réttra refsiákvæða. Refsing ákærða Grettis Jósepssonar þykir hæfilega ákveðin 602 fangelsi 2 mánuði og refsing hinna ákærðu, Skafta Jóhanns- sonar, Árna Guðmundssonar, Árna Lárusar Viglundssonar og Þórólfs Meyvantssonar, hvers um sig fangelsi 3 mánuði, en eftir atvikum þykir mega ákveða, að fullnustu refsinga ákærðu skuli fresta og þær niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955, haldið. Hinn 9. júni 1970 komu fyrir sakadóm Hafnarfjarðar Har- aldur Gíslason, skipstjóri á m/b Tindastól, og tveir skip- verjar bátsins, Gísli, sonur Haralds, og Vilmundur Guð- mundsson, Hringbraut 63 í Hafnarfirði. Bera þeir allir, að þeir hafi orðið af einni veiðiferð, eins og nánar er rakið í héraðsdómi, en Haraldur getur þess, að nokkurn tíma hafi tekið að koma hlerunum fyrir í bátnum, auk þess sem 21. maí 1967 hafi verið sunnudagur, „frídagur“, og því erfiðara um vik með tilfæringar. Að þessu athuguðu þykir mega taka til greina kröfu Har- alds Gíslasonar um bætur fyrir aflatjón með kr. 13.429.24 ásamt 7% ársvöxtum frá 20. maí 1967 til greiðsludags og dæma ákærðu aðra en ákærða Gretti til greiðslu þessarar fjárhæðar auk vaxta. Að öðru leyti er bótakröfum í máli þessu vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Innheimtu- laun verða ekki dæmd af fé þessu, þar sem krafa er höfð uppi í opinberu máli, sbr. 145. gr. laga nr. 82/1961. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar ber að staðfesta. Dæma ber ákærðu óskipt til að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkis- sjóðs, kr. 15.000.00, og laun skipaðs verjanda sins, kr. 15.000.00. Dómsorð: Ákærði Grettir Jósepsson sæti fangelsi 2 mánuði og ákærðu Skafti Jóhannsson, Árni Guðmundsson, Árni Lárus Víglundsson og Þórólfur Meyvantsson fangelsi 3 mánuði hver, en fullnustu refsinga skal fresta, og 603 falla þær niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði haldið almennt skilorð 57. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærðu Skafti Jóhannsson, Árni Guðmundsson, Árni Lárus Víglundsson og Þórólfur Meyvantsson greiði óskipt Haraldi Gíslasyni kr. 13.420.21 ásamt 7% ársvöxtum frá 20. maí 1967 til greiðsludags. Að öðru leyti er skaðabóta- kröfum í máli þessu vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar skal vera óraskað. Ákærðu greiði óskipt allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 15.000.00, og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Gunn- laugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Hafnarfjarðar 5. desember 1969. Árið 1969, föstudaginn 5. desember, var í sakadómi Hafnar- fjarðar, sem haldinn var af Guðmundi L. Jóhannessyni í skrifstofu embættisins, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 790-794/ 1967: Ákæruvaldið gegn Gretti Jósepssyni, Skafta Jóhannssyni, Árna Guðmundssyni, Árna Lárusi Víglundssyni og Þórólfi Mey- vantssyni. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað gegn Gretti Jósepssyni skipstjóra, Álfaskeiði 29 í Hafnar- firði, Skafta Jóhannssyni sjómanni, Arnarhrauni 4 í Hafnarfirði, Árna Guðmundssyni stýrimanni, Fellsmúla 2 í Reykjavík, Árna Lárusi Víglundssyni sjómanni, Meistaravöllum 31 í Reykjavík, og Þórólfi Meyvantssyni, Dunhaga 23 í Reykjavík, fyrir eftirtalin Þjófnaðarbrot í maí 1967: I. Gegn hinum ákærðu Skafta Jóhannssyni, Árna Guðmunds- syni, Árna Lárusi Víglundssyni og Þórólfi Meyvantssyni er málið höfðað fyrir að stela í fyrri hluta maí 1967 tveimur trollhlerum og nokkru af gúmmíbobbingum á vírteini, þar 604 sem þeir voru geymdir úti við skúr á Flatahrauni í Hafnar- firði. II. Gegn öllum hinum ákærðu er málið höfðað fyrir að stela 16. maí 1967 tveimur trollhlerum og 15 gúmmíbobbingum, þar af 12 á vírteini, þar sem þeir voru geymdir úti við hús Faxafisks h/f við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Teljast þessir verknaðir varða við 244. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar, skaðabótagreiðslu og greiðslu alls sakarkostnaðar. Allir hinir ákærðu eru sakhæfir. Ákærði Grettir Jósepsson er fæddur 29. október 1923 á Ísafirði og hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. Ákærði Skafti Jóhannsson er fæðdur 22. júlí 1931 á Akureyri og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1947 5/11 á Akureyri: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1963 5/11 í Hafnarfirði: Sátt, 100 kr. sekt fyrir of langar stöður bifreiðar. 1965 28/9 í Hafnarfirði: Áminning fyrir brot á 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga. 1967 18/4 í Hafnarfirði: Sátt, 700 kr. sekt fyrir brot á 261. gr. og 248. gr., sbr. 1. mgr. 256. gr. hegningarlaga. Á kærði Árni Guðmundsson er fæddur 9. febrúar 1924 í Reykja- vík og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1946 23/10 í Reykjavík: Sátt, 40 kr. sekt fyrir ógætilegan bif- reiðarakstur. 1967 5/5 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 37. og 49. gr. umferðarlaga. Ákærði Árni Lárus er fæddur 28. desember 1938 í Reykjavík og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1955 8/8 á Siglufirði: Áminning fyrir brot á 2. gr. lögreglu- samþykktar Siglufjarðar. 1956 19/1 í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun á veitingastað. 1956 6/4 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 20. gr. áfengislaga. 1959 10/3 í Reykjavík: Sátt, 2.000 kr. sekt fyrir brot á 244. gr., sbr. 256. gr. hegningarlaga. 1959 20/11 í Reykjavík: Sátt, 1.200 kr. sekt fyrir ölvun, helgi- spjöll og spellvirki. 1962 9/4 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir rangstöðu bif- reiðar. 1966 1966 1967 16/3 16/3 31/3 605 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt og skaðabætur, kr. 512.00, fyrir brot gegn 21. gr. áfengislaga og 1., 3. og 7. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 12.000 kr. sekt fyrir brot gegn 38. gr. laga nr. 68/1956 og lögum nr. 58/1954 og 15. gr. laga nr. 58/1931. Upptaka á 10 flöskum af áfengi og 29 lengjum vindlinga. í Reykjavík: Dómur: 125.000 kr. sekt fyrir brot á 38. gr. tolllaga og 3., sbr. 33. gr. áfengislaga. Upptækar 294 flöskur áfengis og tóbak. Ákærði Þórólfur er fæddur 23. ágúst 1923 í Reykjavík og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1942 24/10 í Reykjavík: Dómur aukaréttar Reykjavíkur: 10 daga 1942 1943 1943 1944 1945 1946 1950 1953 1961 1964 1967 21/12 30/5 25/7 16/7 29/11 19/3 16/1 16/11 16/2 9/4 13/4 varðhald og 3ja mánaða ökuleyfissvipting fyrir að aka bifreið og vera undir áhrifum áfengis. (15/12 1942 breytt með náðun í 500 kr. sekt). í Reykjavík, Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir á almannafæri. í Reykjavík: Sátt, 25 kr. sekt fyrir ógætilegan akstur. í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir sælgætissmygl. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 15., sbr. 96. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 77.000 kr. sekt fyrir brot á áfengis- og tolllögum. í Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á 45. gr. umferðarlaga. Verjandi hinna ákærðu gerir þær dómkröfur, að ákærðu verði dæmdir í þá vægustu refsingu, sem lög frekast heimila, og fram- kornum skaðabótakröfum verði vísað frá dómi vegna vanreif- unar, en til vara krefst hann þess, að þær verði ekki teknar til 606 greina nema að litlu leyti. Þá krefst hann þess, að sér verði dæmd málsvarnarlaun. Málavextir eru þessir: 1. Árið 1967 og síðar rak Haraldur Gíslason skipstjóri, Mosabarði 4, Hafnarfirði, útgerð í Hafnarfirði. Um mánaðamótin janúar— febrúar þetta ár kemur hann fyrir til geymslu úti við skúr, sem hann hafði á Flatarhrauni, Hafnarfirði, rétt hjá vigt Jóns Gísla- sonar s/f, trollhlerum og nokkrum gúmmíbobbingum á vírteini ásamt öðrum útgerðarvörum. Þriðjudagsmorguninn 9. maí sama ár tók Haraldur eftir því, að tveir trollhlerarnir og gúmmíbobb- ingarnir voru horfnir, og taldi hann, að þeim hefði verið stolið á tímabilinu frá 7. til 9. maí. Haraldur kvað þetta hafa verið nýlega, tveggja ára gamla trollhlera, svo kallaða Ingimarshlera, en bobbingarnir hafi verið notaðir og væru hlutir þessir 20 þús. króna virði. Kvaðst Haraldur þekkja hlerana á því, að varg- kjafturinn á forhleranum væri úr þykkara efni en á þeim aftari og einnig minni um sig, en bobbingana þekkti hann á því, að bobbingarnir eru víða gengnir inn í gúmmíið. Haraldur tilkynnti hvarfið á munum þessum sama dag til lögreglunnar í Hafnar- firði og hóf jafnframt sjálfur leit að þeim. Þann 16. maí s. á. er lögreglunni svo tilkynni um þjófnað á sams konar útgerðarvörum frá Faxafiski h/f, sbr. lið Il hér á eftir. 17. maí fór lögreglumaður til Sandgerðis og Grindavíkur til að leita að greindum munum í bátum, sem verið var að búa á fisk- og humartroll, og einnig var leitað upplýsinga hjá mönn- um á þessum slóðum, sem kunnugir voru flestu, sem varðar út- gerð, en án árangurs. Eftir mikla eftirgrennslan og leit af hálfu eigenda áðurnefndra útgerðarvara fann annar þeirra þær í m/b Hilmi Il, KE 8, þar sem hann lá í Reykjavíkurhöfn. Lék grunur á, að skipverjarnir á bát þessum og hluthafar í Haferninum h/f, útgerðarfélagi bátsins, hefðu stolið vörunum. Voru þeir þegar yfirheyrðir af lögreglu, og neituðu þeir í fyrstu að hafa tekið vörurnar og héldu fram, að maður, sem þeir nefndu Hafstein Gíslason, hefði boðið þeim þær til kaups og seli, en breyttu síðan framburði sínum og viðurkenndu að hafa tekið vörurnar í heimildarleysi. Kom í ljós, að allir hinir ákærðu nema Grettir höfðu verið saman um að taka trollhlerana og gúmmíbobbingana frá Haraldi Gíslasyni. Hjá lögreglunni og hér fyrir dómi hefur ákærði Skafti Jó- 607 hannsson lýst málsatvikum svo, að hann vissi ekki, hver hinna ákærðu hafi átt uppástunguna um að taka munina, en þá hafi vantað þá og hvergi getað fengið. Kvaðst ákærði Skafti hafa fengið lánaða sendiferðabifreið hjá Magnúsi Hannessyni framkvæmda- stjóra, Hafnarfirði, sem þó hafi verið ókunnugt um, til hvers hún skyldi notuð. Ákærði Skafti kvaðst hafa notað bifreiðina, er hann ásamt öllum hinum ákærðu nema Gretti tók hlera og bobbinga, sem lágu við skúr uppi hjá Flatarhrauni í Hafnarfirði skammt frá nýja Iðnskólahúsinu þar. Hafi þeir sett hlerana og bobbingana í bifreiðina og hann svo ekið þeim inn í Blesugróf í Reykjavík. Ákærðu Árni Guðmundsson, Árni Lárus Víglundsson og Þór- ólfur Meyvantsson hafa hér fyrir dómi verið yfirheyrðir um máls- atvik, og er framburður þeirra mjög á sama veg og hjá ákærða Skafta. Allir munu þeir hafa komið ásamt Skafta að kvöldlagi nokkru fyrir 9. maí 1967 að nefndum skúr og komið sér saman um að taka þar tvo trollhlera og nokkra bobbinga, sem þar voru geymdir. Var þeim ljóst, að þeim var taka þessara útgerðarvara óheimil, þar eð einhver hlyti að vera eigandi að þeim, en þeir hafi álitið, að hætt væri að nota þessar vörur, þar eð þær hafi legið þarna lengi í hirðuleysi, en þær hafi þeir ætlað að nota við veiðar á m/b Hilmi, KE 8. Geymdu þeir vörurnar fyrst inni í Blesugróf, en að kvöldi 19. maí 1967 fluttu þeir þær um borð í m/b Hilmi, KE 8. Ljóst er af því, sem rakið hefur verið hér að framan, að allir hinir ákærðu að undanskildum ákærða Gretti tóku í heimildar- leysi tvo trollhlera og nokkra bobbinga, sem voru til geymslu hjá skúr við Flatarhraun í Hafnarfirði, og ætluðu ákærðu að hagnýta þá síðar við veiðar á m/b Hilmi, KE 8. Verknað þennan frömdu þeir að kvöldi eða næturlagi í byrjun maí 1967 og hafa með honum gerzt brotlegir við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 11. Þriðjudaginn 16. maí 1967 var lögreglunni í Hafnarfirði til- kynnt, að stolið hefði verið trollhierum og gúmmíbobbingum frá Faxafiski h/f, Óseyrarbraut 3—-5 í Hafnarfirði. Fóru lögreglu- menn á staðinn, og upplýsti verkstjóri fyrirtækisins, Markús Jónsson, Þórólfsgötu 7, Hafnarfirði, að úti við norðurgafl fisk- verkunarhúss Faxafisks hafi verið geymdir 15 gúmmíbobbingar og hafi 12 þeirra verið á vírteini, sem notaðir eru á fiskitroll. Bobbingana kvað hann hafa verið svarta, úr gúmmíi með rauf 608 í miðju. Í þvermál hafi þeir verið 9 tommur og þykkt þeirra verið um 8 tommur. Þá kvað verkstjórinn hafa verið geymda norðan við Óseyrar- braut gegnt fiskverkunarhúsinu tvo trollhlera, svokallaða Ingi- marshlera, og hafi munir þessir legið þarna til geymslu í um það bil 2 mánuði. Verkstjórinn kvaðst hafa tekið eftir því þá um morguninn, að bobbingarnir og hlerarnir voru horfnir, og talið, að þeim hefði verið stolið þá um nóttina eða helgina á undan. Ekki grunaði hann neinn ákveðinn um þjófnaðinn. Eins og rakið hefur verið hér að framan undir lið I, fór lög- reglan ásamt Markúsi verkstjóra til Sandgerðis, Keflavíkur og Grindavíkur að leita að útgerðarvörum þessum, en ekki bar sú leit árangur. Að morgni laugardagsins 20. maí 1967, um kl. 1200, fór svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins og einn af eigendum þess, Erling R. E. Magnússon, um borð í m/b Hilmi, KE 8, þar sem hann lá í Reykjavíkurhöfn, og sá hann þar framangreinda troll- hlera og bobbinga, sem hann kvaðst hafa þekkt, einkum hafi hann þekkt trollhlerana á höggförum, sem á þeim voru. Áður hafði Erling aflað sér upplýsinga um þá, sem voru að gera út á togveiðar, og þá nýlega fengið vitneskju um, að verið væri að gera m/b Hilmi, KE 8, út á togveiðar og að fyrrverandi skip- verjar á b/v Marz, RE, hefðu tekið hann á leigu. Kannaði Er- ling, hverjir þessir menn voru, og eftir það vaknaði hjá honum grunur um, að þeir væru valdir að þjófnaðinum. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni vildu ákærðu Skafti og Grettir ekki í fyrstu kannast við að hafa tekið framangreindar útgerðar- vörur, en viðurkenndu síðar hjá lögreglu og hér fyrir dómi að hafa tekið þær í heimildarleysi og ætlað að nota þær við útgerð m/b Hilmis, KE 8. Svo hafa og gert aðrir, sem ákærðir eru Í máli þessu. Í framburði ákærða Grettis segir svo um greint tilvik, að að- faranótt 16. maí 1967 hafi hann ásamt öðrum ákærðu í máli þessu tekið tvo trollhlera og eina lengju af bobbingum. Ekki kvað hann neinn sérstakan hafa átt uppástunguna að þessu, þeir hafi allir verið samtaka um það. Hafi fyrirtæki þeirra verið í fjárþröng. Hann kveðst ekki hafa vitað, hver átti muni þessa, en álitið, að hætt væri að nota þá. Hann kvað þá hafa tekið á leigu bláa sendiferðabifreið, sem þeir hafi notað við þjófn- aðinn. Hann kvaðst hafa ætlað að nota veiðarfærin við veiðar á m/b Hilmi, KE 8. Framburður annarra hinna ákærðu er mjög á sama veg. Kemur 609 bar í ljós, að ákærði Þórólfur Meyvantsson ók sendiferðabifreið- inni, sem þeir fluttu þýfið í, og að hann var eigandi hennar. Var henni ekið í Kópavog og geymd þar við bryggju, þar sem bátur- inn lá, þar til 19. maí, að vörurnar voru fluttar um borð í m/b Hilmi. Öllum var hinum ákærðu ljóst, að þeim var taka varanna óheimil. Með verknaði þessum hafa þeir gerzt brotlegir við 244. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Refsing ákærðu þykir samkvæmt framangreindri hegningar- lagagrein hæfilega ákveðin Þannig: Ákærðu Skafti Jóhannsson, Árni Guðmundsson, Árni Lárus Víglundsson og Þórólfur Meyvantsson sæti hver um sig fangelsi í 6 mánuði. Ákærði Grettir J ósepsson sæti fangelsi í 5 mánuði. Eftirtaldir tveir aðiljar hafa gert kröfur til skaðabóta. a. Hæstaréttarlögmaður Jón Finnsson f. h. Haralds Gíslasonar kr. 60.606.48 auk 7% ársvaxta frá 20. maí 1967 til greiðsludags og kr. 6.100.00 í innheimtuþóknun. Krafan sundurliðast þannig: 1. Vegna leitar að og fyrirhafnar við að fá hina stolnu murti: Vinna, 42 tímar, kr. 200.00 pr. tíma, .. .. .. .. kr. 8.400.00 Akstur, 42 tímar, kr. 300.00 pr. tíma, .. .. .. .. — 12.600.00 Óþægindi, hugarangur og kostnaður við öflun nýrra hluta 0... 0... 9.000.00 Samtals kr. 30.000.00 2. Aflatjón. Misst af veiðiferð, 19.—23. maí 1967. Hlutur bátsins Tindastóls, miðað við meðalafla ára báta í veiðiför í 4 daga á tímabilinu frá 19. eða 20. til 23. eða 24. maí, 48.2% 0... — 24.494.38 Aflahlutur skipstjóra, Haralds, 12.2% .. .. ... ., — 6.182.10 b. Faxafiskur h/f, Hafnarfirði... 0... 0... kr. 34.000.00 Krafan sundurliðast þannig: Leit að veiðarfærum .. .. .. „, .. kr. 8.400.00 39 610 Ökutæki .. .. .. 2... 2. 20 2... 7 12.600.00 Óþægindi ýmiss konar og fyrirhöfn, vörubíll o. fl... 13.000.00 A ——————— Samtals kr. 34.000.00 Ljóst er, að ákærðu ber að greiða allt það fjártjón, sem telja verður sennilega afleiðingu hins ólögmæta verknaðar þeirra. Um a. 1. Vinna. Því er ómótmælt í máli þessu, að Haraldur lagði fram töluverða vinnu í leit að hinum þjófstolnu útgerðarvörum og mun m. a. hafa gert sér ferð til Eyrarbakka, Stokkseyrar, Keflavíkur, Sandgerðis og víðar í leit að þeim. Þá mun hann og hafa orðið að leggja á sig aukna vinnu við að afla nýrra veiðar- færa. Má fallast á, að alls hafi farið til þess 42 klukkustundir. Haraldur gerir kröfu til að fá greiddar kr. 200.00 fyrir hverja unna stund. Samkvæmt kjarasamningum skipstjórnarmanna skal skipstjóri hafa sömu laun og sveinar Í vélsmiðjum eftir 8 ára starf þar, er hann vinnur í þágu skipsins milli veiðitímabila. Verður þetta lagt hér til grundvallar við mat á kaupkröfu Haralds. í maí 1987 var tímakaup sveina Í vélsmiðju þannig: Fráðdráttarkaup .. 2.00. kr. 62.24 Eftirvinnukaup .. 2. 00.00. 93.35 Næturvinnukaup .. 00. ...0.....77 116.69 Haraldur mun hafa unnið að leitinni á öllum tímum sólar- hrings, og verður því kaup hans miðað við eftirvinnukaup sveina. Samkvæmt því verður þessi kröfuliður lækkaður í (42 tímar % 93.35 kr.) kr. 3.920.70. Akstur. Ekki hafa verið lagðir fram í málinu reikningar frá leigubifreiðarstjóra né bílaleigu um greindan akstur, og Mun krafan því gerð fyrir akstur í eigin bifreið. Af framangreindu sést, að Haraldur mun hafa farið akandi í ýmsar verstöðvar á Suðurnesjum, til Eyrarbakka, Stokkseyrar og víðar og einnig til og um Reykjavík auk aksturs um Hafnarfjörð. Má telja sann- gjarnt að ætla akstur Haralds 500—-600 km og gjald fyrir hvern ekinn km sé kr. 6.00 og kröfuliður þessi verði lækkaður niður í kr. 3.300.00. 611 Krafa um greiðslu fyrir óþægindi og hugarangur ekki tekin til greina. 2. Aflatjón. Þegar virtur er framburður ákærðu Skafta og Grettis um, að þeir hafi tekið veiðarfærin vegna þess, að þeir hafi hvergi getað fengið þau keypt og féleysi hafi háð útgerðar- fyrirtæki þeirra, verður og að fallast á, að fjárþröng og erfið- leikar við að afla nýrra veiðarfæra hafi valdið því, að Haraldur gat ekki gert bát sinn út á veiðar 19. maí 1967. Hins vegar fær Haraldur veiðarfæri sín aftur 20. maí s. á. og átti því að geta farið í róður með m/b Tindastól 21. maí 1987. Fallið hefði þá úr 2ja daga róður. Lagðar hafa verið fram 4 innleggsnótur og vottorð útgerðar- manna um afla bátanna Guðbjargar, GK 6, Hafbjargar, GK 7, Mjölnis, GK 323, og Sæljónsins, GK 103, í 4 daga veiðiferð á tímabilinu frá 19. til 23. og 20. til 24. maí 1967. Miðað við þessa fjóra báta er meðalafli í veiðiferðinni að verðmæti kr. 50.673.08. Meðalaflaverðmæti í 2ja daga veiðiferð yrði þá kr. 25.336.54. Aflahlutur til báts Haralds, Tindastóls, hefði orðið 48.2% af heildaraflaverðmæti, eða alls kr. 12.212.21. Frá dregst olíukostn- aður, sem sparast við, að veiðiferðin var ekki farin, áætlað 1.000 lítrar hráolía, per 1/67 ltr., og 5 lítrar smurolía, per 14/45 ltr. Hinn frádregni olíukostnaður alls kr. 1.742.25. Bátshlutur að frádregnum kostnaði verður þá kr. 10.469.96. Aflahlutur skipstjóra hefði orðið 12.2 % af heildar- verðmæti, eða alls .. .. 0... kr. 3.091.06 Frá dregst fæðiskostnaður í 2 daga 0... — 181.78 Samtals kr. 2.959.28 Alls verður því fjártjón Haralds vegna aflamissis metið kr. 13.429.24. Ber því að dæma alla hina ákærðu nema Gretti Jósepsson til að greiða Haraldi Gíslasyni kr. 20.849.94 ásamt 7%, ársvöxtum frá 20. maí 1987. Lögmaður Haralds, hæstaréttarlögmaður Jón Finnsson, gerir kröfu til kr. 6.100.00 eða lægri upphæðar að mati réttarins sem innheimtuþóknun. Þá er aðilja máls er gefinn kostur á að gera skaðabótakröfu í refsimáli samkvæmt heimild í 145. gr. laga nr. 82/1961, er miðað við tiltölulega einfalda kröfugerð, sem ekki tefji framgang refsimáls og aðili geti gert sjálfur með því að hljóta leiðbein- 612 ingar þar um hjá dómara, og mun venja ekki til að dæma lög- manni aðilja þóknun í slíkum málum. Ekki verður talið óeðli- legt, að aðili leiti sér lögfræðiaðstoðar við kröfugerð sams konar þeirri, sem Haraldur hefur gert í máli þessu, og að á ákærðu falli hinn aukni kostnaður, sem af þessu leiðir fyrir hann. Þykir því í máli þessu mega fallast á, að allir ákærðu nema Grettir greiði til hæstaréttarlögmanns Jóns Finnssonar þóknun fyrir veitta lögfræðiaðstoð, sem þykir hæfilega metin kr. 3.000.00. b. Krafa þessi þykir það óljós og illa skýrð þrátt fyrir tilmæli dómarans til umboðsmanns kröfuhafa um nánari skýringar, sem ekki hefur verið sinnt, að vísa verður henni frá dómi. Dæma ber ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, héraðsdómslögmanns Brands Brynjólfssonar, sem ákveðin eru kr. 8.500.00. Því dæmist rétt vera: Ákærði Grettir Jóepsson sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákærðu Skafti Jóhannsson, Árni Guðmundsson, Árni Lárus Víglundsson og Þórólfur Meyvantsson sæti hver um sig fang- elsi í 6 mánuði. Ákærðu Skafti Jóhannsson, Árni Guðmundsson, Árni Lárus Víglundsson og Þórólfur Meyvantsson greiði in solidum til hæstaréttarlögmanns Jóns Finnssonar ft. h. Haralds Gísla- sonar kr. 20.649.94 ásamt 7% ársvöxtum frá 20. maí 1967 og kr. 3.000.00 í þóknun fyrir lögfræðiaðstoð. Ákærðu greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs verjanda, héraðsdómslögmanns Brands Brynjólfssonar, kr. 8.500.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 613 Þriðjudaginn 16. júní 1970. Nr. 101/1970. Gjaldheimtan í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.) gegn Fylki h/f og gagnsök (Ekkert Kristjánsson hdl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skattamál. Útsvar. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. maí 1970. Krefst hann sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 21. maí 1970 og gerði sömu kröfur og fyrir héraðsdómi, þ. e. að aðal- áfrýjandi yrði dæmdur til að greiða honum kr. 307.761.00 ásamt vöxtum, Í greinargerð fyrir Hæstarétti hefur gagn- áfrýjandi breytt kröfum sínum á þá leið, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum kr. 103.822.00 með 7% ársvöxtum frá 24. ágúst 1967 til greiðsludags auk máls- kostnaðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Segir svo í grein- argerðinni: „Krafa þessi sundurliðast þannig, að krafizt er endur- greiðslu á öllu tekjuútsvari umbjóðanda míns, álögðu 1965, eins og það var endanlega ákveðið, kr. 60.863.00, og kr. 42.959.00 af tekjuútsvari umbjóðanda míns, álögðu 1967. Sú upphæð finnst þannig: Á árinu 1967 námu opinber gjöld umbjóðanda míns, sem aðaláfrýjandi annaðist innheimtu á, samtals kr. 628.130.00. „=. Þar af nam tekjuútsvarið kr. 389.301.00, eða 62.175% at nefndum gjöldum. Þann 24. ágúst 1967 hafði umbjóð- andi minn greitt samtals kr. 69.095.00 inn á reikning sinn hjá aðaláfrýjanda upp í gjöld þessi ..., þ. e. fyrirfram- greiðsluna kr. 39.095.00 og kr. 30.000.00 þann 24. ágúst 1967. 614 Gerði hann það án þess að tilgreina eða gera fyrirvara um, upp í hvaða gjöld greiðslur þessar ættu að ganga. Tel ég því, að lita beri svo á, að greiðslurnar hafi skipzt hlutfalls- lega á hin ýmsu gjöld. Samkvæmt því hafði umbjóðandi minn þann 24. ágúst 1967 greitt 62.175% af kr. 69.095.00, eða kr. 42.059.00, upp í tekjuútsvar sitt 1967. ... Ástæður breytinganna eru eftirfarandi: Þann 5. september 1967 lét aðaláfrýjandi gera lögtak hjá umbjóðanda mínum fyrir eftirstöðvum opinberra gjalda 1967 ... kr. 557.035.00. Eftir að gagnáfrýjunarstefna var gefin út, og ég fór að undirbúa flutning málsins frekar og kannaði m. a. til hve mikils hluta af tekjuútsvarinu 1967 lögtaksgerðin tók, varð ljóst, að hún tók til alls, sem greitt hafði verið upp í út- svarið eftir 24. ágúst 1967. Í héraðsdómi og sagnáfrýjunar- stefnu var krafizt endurgreiðslu á allri fjárhæðinni, sem greidd hafði verið upp í gjöldin 1967 umfram önnur gjöld en tekjuútsvarið, og þar með verulegum hluta af því, sem greitt hafði verið upp í tekjuútsvarið eftir 5. september 1967. En þegar í ljós kemur, að lögtak hefur verið gert fyrir því, sem ógreitt var af tekjuútsvarinu 5. september 1967, virðist mér, að Hta mætti svo á, að sá hluti útsvarskröfunnar væri þegar dæmdur af hliðsettum dómstól við bæjarþingið. ... Lækka ég því kröfur mínar um það, sem krafið hafði verið endurgreiðslu á og greitt var, eftir að lögtakið fór fram, og krefst nú aðeins endurgreiðslu á því, sem greitt var upp í tekjuútsvarið, áður en lögtakið var gert. eins og að framan er rakið“. Samkvæmt 31. gr. laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitar- félaga giltu ákvæði B liðar 15. gr. laga nr. 55/1964, sbr. lög nr. 90/1965, um tekjuskatt og eignarskatt við álagningu útsvara árin 1965 og 1967. E liður ákvæða til bráðabirgða í lögum nr. 51/1964 tekur ekki til B liðar 15. gr. laga nr. 55/1964, sbr. lög nr. 90/1965. Var því óheimilt að synja um þann frádrátt taps vegna 20% fyrningarafskrifta, sem um er deilt í máli þessu. Ber því að dæma aðaláfrýjanda til þess að greiða sagn- 615 áfrýjanda kr, 103.822.00 með 7% ársvöxtum frá 24. ágúst 1967 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 45.000.00. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði gagn- áfrýjanda, Fylki h/f, kr. 103.822.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 24. ágúst 1967 til greiðsludags og málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti, kr. 45.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. maí 1970. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Fylkir h/f hér í borg höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgef- inni hinn 28. febrúar 1969, á hendur Gjaldheimtunni í Reykjavík til endurgreiðslu á tekjuútsvari félagsins, álögðu árið 1965, kr. 60.863.00, og því, sem félagið hefur greitt upp í tekjuútsvar sitt, sem álagt var á árinu 1967, kr. 246.898.00, eða samtals kr. 307.761.00, með 7% ársvöxtum af kr. 97.761.00 frá 9. október 1967 til 31. s. m., af kr. 157.761.00 frá 1. nóvember s. á. til 21. október 1968 og af kr. 307.761.00 frá 22. s. m. til greiðsludags auk málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómsins. Af hálfu stefnanda er málavöxtum lýst svo: Stefnandi máls þessa er útgerðarfélag, er á árinu 1958 tók í notkun botnvörpunginn Fylki. Á árunum 1958—-1960 notaði stefn- andi heimild laga um sérstakar fyrningarafskriftir og afskrifaði skipið um 20% á ári í þrjú ár. Vegna þessara afskrifta komu fram töp á rekstrarreikningum stefnanda á greindu árabili, sem námu þessum fjárhæðum: árið 1958 kr. 11.224.50, árið 1959 kr. 901.835.97 og árið 1960 kr. 1.412.030.71, eða samtals kr. 2.225.091.18. Voru töp þessi ásamt rekstrartöpum áranna 1961, 1962 og 1963 tilgreind á framtölum viðkomandi ára, hvor tegund fyrir sig, og flutt milli ára. Á árinu 1964 nam hagnaður félagsins samkvæmt rekstrar- reikningi þess kr. 320.519.05. Töldu fyrirsvarsmenn félagsins, að 616 við ákvörðun hreinna tekna til tekjuútsvars ætti að draga frá hagnaðinum tap félagsins, sem stafaði af 20% fyrningarafskrift- unum á árunum 1958—1960, að fjárhæð kr. 2.225.091.18. Var samkvæmt því talið, að engar tekjur kæmu til tekjuútsvarsálagn- ingar á því ári. Samkvæmt útsvarsskrá Reykjavíkur það ár bar stefnandi ekkert tekjuútsvar. Í bréfi fulltrúa skattstjórans í Reykjavík og framtalsnefndar Reykjavíkur til stefnanda, dags. hinn 27. desember 1965, var fyrirsvarsmönnum stefnanda tjáð, að þau mistök hefðu orðið í síðustu skatt- og útsvarsskrá, að tekjuútsvar stefnanda hefði fallið niður, en á stefnanda mundi verða lagt tekjuútsvar að fjárhæð kr. 92.800.00 af útsvarsskyld- um tekjum að fjárhæð kr. 347.300.00. Var jafnframt tekið fram, að tilkynning um álagninguna mundi verða send síðar ásamt ákvörðun um kærufrest. Hinn 31. desember tilkynnti framtals- nefnd Reykjavíkur fyrirsvarsmönnum stefnanda, að á stefnanda hefði verið lagt tekjuútsvar gjaldárið 1965 að fjárhæð kr. 92.800.00. Í reglum þeim, sem framtalsnefnd Reykjavíkur hafði sett um álagningu útsvars í Reykjavík á árinu 1965 var m. a. svofellt ákvæði: „Tekjur til útsvars eru hreinar tekjur til skatts samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Hefur við ákvörð- un útsvarsstofna verið leyfður allur sá frádráttur, sem heimilaður er eftir þeim lögum. Frádráttur vegna tillags til varasjóðs er þó ekki heimilaður né færsla tapa milli ára“. Fyrirsvarsmenn stefn- anda kærðu útsvarsálagninguna til framtalsnefndar með bréfi, dags. hinn 6. janúar 1966. Er efni kærunnar var synjað, kærðu fyrirsvarsmenn útsvarsálagninguna til ríkisskattanefndar með bréfi, dags. hinn 8. febrúar 1966. Það kom nú fram, að vegna mistaka við gerð framtals stefnanda höfðu skattskyldar tekjur stefnanda verið oftaldar um kr. 111.000.00, og með úrskurði ríkis- skattanefndar, dags. 24. ágúst 1966, var fallizt á beiðni fyrir- svarsmanna stefnanda um, að hagnaður ársins 1964 yrði lækk- aður um þessa fjárhæð. Hins vegar ákvað ríkisskattanefnd í úrskurði þessum, að á því stigi málsins yrði eigi tekin afstaða til heildaryfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum. Með hliðsjón af þessum úrskurði ríkisskattanefndar tók framtalsnefnd fram- tal stefnanda til útsvarsálagningar að nýju og ákvarðaði hreinar tekjur til útsvars kr. 236.300.00, og lækkaði tekjuútsvar stefn- anda samkvæmt því í kr. 60.662.00. Hinn 13. september 1968 gekk úrskurður ríkisskattanefndar varðandi álagningu útsvars á stefn- anda á árinu 1965, og varð niðurstaða meiri hluta nefndarinnar sú, að staðfesta bæri þá ákvörðun framtalsnefndar, að hreinar 617 tekjur til útsvars næmu kr. 236.300.00 og að tekjuútsvar ætti því að nema kr. 60.863.00á Var niðurstaða meiri hluta ríkisskatta- nefndar byggð á því, að við álagningu útsvarsins bæri að líta á yfirfært tap fyrra árs í heild sem ófrádráttarbært samkvæmt reglum framtalsnefndar, e lið ákvæða til bráðabirgða í lögum nr. 51/1964, 2. mgr. B liðar 11. gr. laga nr. 90/1965, sbr. lög nr. 70/1965 og lög nr. 55/1964. Minni hluti ríkisskattanefndar taldi hins vegar, að tekjuútsvarið ætti að falla niður. Til stuðnings niðurstöðu sinni vísar minni hluti ríkisskattanefndar í forsendum fyrir atkvæði sínu til ákvæða 1. og 2. mgr. 31. gr. laga nr. 51/ 1964 og e liðar „Ákvæða til bráðabirgða“ með þeim lögum, en segir síðan svo: „Af þessum lagatilvitnunum virðist fullkomlega ljóst: 1. Að grundvöllur til útsvarsálagningar er fyrst og fremst hreinar tekjur og eign samkv. skattskrá, þ. e. a. s. hreinar tekjur og eign eins og þær eru ákvarðaðar af skattstjóra sem grundvöllur að álagningu tekjuskatts og eignarskatts, sbr. ákvæði 1. mgr. 31. gr. tekjustofnalaganna. 2. Að framtalsnefndum er heimilt í ákveðnum tilvikum, sbr. ákvæði e-liðar „Ákvæði til bráðabirgða“, að víkja frá ákvæð- um 1. mgr. 31. gr. laganna með samþykkt álagningarreglna þar að lútandi. Með samþykkt og birtingu álagningarreglna, sem stoð hefðu skv. greindum e-lið, fullnægja því framtalsnefndir öllum formsatriðum og hafa heimild til breytinga á framtölum gjaldendum í óhag í samræmi við þær álagningarreglur án þess að vera skuldbundnar til þess að tilkynna hverjum einstökum gjaldþegn þá fyrirætlun og gefa honum kost á að gæta réttar síns. 3. Að í öllum öðrum tilvikum en greinir í 2. tl, þegar fram- talsnefndir hyggjast breyta framtali gjaldanda í óhag, ber þeim tímamælalaust að fullnægja ákvæðum fyrri málsliðar 2. mgr. 42. gr. laganna, nema um sé að ræða tilvik skv. síðari málslið þeirrar mgr. Í lögum nr. 90/1965 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 70/1965 og nr. 55/1964, er að finna a. m. k. þrenn ákvæði um frádráttarhæfni tapa, sem draga má frá tekjum, áður en skattur er á þær lagður. Í fyrsta lagi ákvæði 1. mgr. B-liðar 11. gr. lag- anna um frádráttarhæfni tapa á útistandandi skuldum, í öðru lagi ákvæði 2. mgr. B-liðar 11. gr. laganna um frádráttarhæfni tapa, sem orðið hafa á atvinnurekstri félaga eða einstaklinga, og 618 í þriðja lagi ákvæði síðustu mgr. Br-liðar Íó. gr. laganna um frádráttarhæfni tapa, sem orsakast kunna af afskriftum skv. 1. mgr. B-liðar greinarinnar. Löggjafarvaldið hefir hér skýrt og skilmerkilega afmarkað frá- dráttarbær töp í þrjá flokka eða tegundir tapa. Fyrstnefnda tapið er frádráttarbært á því ári, sem vitanlegt er um tapið, næstnefnda tapið er með tímabundna frádráttarhæfni, þ. e. má flytja á milli ára um fimm áramót, og það síðastnefnda er með ótímabundna frádráttarhæfni, þ. e. a. s. má flytja á milli ára og draga frá skattskyldum tekjum, „unz það er að fullu greitt“. Fyrstnefnda tapið er sérstæð tegund taps, þ. e. a. s. eingöngu vegna tapa á ákveðinni tegund eigna, næstnefnda tapið er al- vinnurekstrartap, þ. e. a. s. tap, sern myndazt hefur í atvinnu- rekstri vegna þess, að frádráttarbær rekstrarútgjöld gjaldandans skv. ákvæðum skattalaganna, þar með taldar fyrningar, voru hærri en skattskyldar tekjur eða brútótekjur, og síðastnefnda tapið er sérstæð tegund taps, sem orsakazí hefir af notkun gjald- anda á heimild til sérstakra fyrninga skv. B-lið 15. gr. laganna í stað venjulegra fyrninga skv. A-lið sömu greinar. Ef svo vill til, sem á er fullur möguleiki, að einn og. sami gjaldandinn hefði rétt til frádráttar tveggja af þessum þremur tegundum tapa eða jafnvel allra tegunda þeirra, yrðu skattyfir- völd að ákvarða eða úrskurða sjálfstætt um hverja einstaka teg- und taps. Ljóst er því, að líta ber á hverja einstaka tegund taps sem sjálfstæðan þátt, sem eigi er unnt að ákvarða í samsetningu hvern við annan. Meðal þeirra ákvæða skattalaga um fráðráti skv. lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem heimilt var að víkja frá á árunum 1982 til 1967 skv. ákvæðum e-liðar í „Ákvæðum til bráðabirgða“ í tekjustofnalögunum við álagningu tekjuútsvara umrædd ár, eru ákvæði 11. gr. .B, 2. mgr., laga nr. 90/1965, sbr. 11. gr. B, 2. mgr., laga nr. 55/1964. Í greindum e-lið er hvergi að finna tilvísun til ákvæða 1. mgr. B-liðar 11. gr. skattalaganna né heldur til ákvæða síðustu mgr. B-liðar 15. gr. þeirra. Í hinum almennu álagningarreglum, sem birtar voru Í Út- svarsskrá Reykjavíkurborgar gjaldárið 1965, segir m. a. svo: „Tekjur til útsvars eru hreinar tekjur til skatts samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Hefur við ákvörðun útsvars- stofna verið leyfður allur sá frádráttur, sem heimilaður er eftir 619 þeim lögum. Frádráttur vegna tillags til varasjóðs er þó ekki heimilaður né færsla á tapi milli ára“. Skv. þessum álagningarreglum er frádráttur vegna færslu tapa á milli ára ekki heimilaður við álagningu útsvara í Reykjavík á greindu gjaldári. Með hliðsjón af því, sem áður greinir, verður að álíta, að það eina tap, sem framtalsnefnd Reykjavíkurborgar hafði heimild til að synja um yfirfærslu á milli ára með almennri álagningarreglu hafi verið tapsyfirfærsla skv. ákvæðum 2. mgr. B-liðar 11. gr. laga nr. 90/1965 um tekjuskatt og eignarskatt. Skv. því sem fram hefir komið gerði umbm. kæranda kröfu til þess, að yfirfærsla tapa vegna sérstakra fyrninga skv. ákvæðum B-liðar 15. gr. laga nr. 90/1965 yrði leyfð við ákvörðun útsvars- skyldra tekna kæranda á gjaldárinu 1965 og gerði þar um greinar- gerð um upphæð þessara tapa. Skv. framtali kæranda árið 1965 taldi umbm. hans, að ekki væri um að ræða neinar hreinar tekjur til útsvarsálagningar á því gjaldári. Með ákvörðun sinni um hreinar tekjur til útsvars á gjaldárinu 1965 breytti framtalsnefnd framtali kæranda honum í óhag. Álíta verður með hliðsjón af þvi, er áður greinir, að til þessa gjörnings hafi nefndin eigi haft neina heimild, fyrr en hún hafði uppfyllt skilyrði fyrri málsl. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 51/1964 um tekju- stofna sveitarfélaga. Þessa lagaákvæðis gætti nefndin eigi, hvorki við upphaflega ákvörðun sína, sem vegna mistaka leiddi eigi til álagningar tekjuútsvars í Útsvarsskrá Reykjavíkurborgar gjald- árið 1965, né við endurákvörðun sína, sem fram fór með álagn- ingu tilkynntri kæranda með tilkynningu, dags. 31. des. 1965. Þegar af þeirri ástæðu þykir verða að fella niður álagt tekju- útsvar á kæranda á gjaldárinu 1965“. Á árinu 1965 varð tap á rekstri stefnanda, og var því ekki um að ræða, að neitt af tapinu vegna 20% fyrningarafskriftanna á árunum 1958—1960 kæmi til frádráttar hagnaði. Á árinu 1966 varð hagnaður á rekstrinum, er nam kr. 1.653.831.44. Er því haldið fram af hálfu stefnanda, að ákveða hafi átt hreinar tekjur til útsvars gjaldárið 1967 þannig: Hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi .. .. .. kr.1.653.831.44 =- Ís reksírartap 1965, leyft til frádráttar sam- kvæmt reglum framtalsnefndar .. .. .. .. — 248.284.00 kr. 1.405.597.44 620 = Yfirfært tap vegna 20% fyrningarafskrifta .. kr. 1.988.702.13 Kr. 583.104.69 Samkvæmt þessu hafi frádráttarbær töp vegna 20% fyrningar- afskrifta við ákvörðun hreinna tekna til tekjuútsvars gjaldárið 1967 numið kr. 583.104.69 umfram hagnað og því eigi grundvöllur til að leggja tekjuútsvar á stefnanda. Hins vegar hafi tekjuútsvar- ið verið miðað við tekjur að fjárhæð kr. 1.405.500.00 og ákveðið kr. 389.301.00. Hafi álagningin byggzt á því, að færsla milli ára á tapi vegna 20% fyrningarafskriftanna á árunum 1958— 1960 væri ekki heimil samkvæmt álagningarreglum framtalsnefndar. Ekki kærðu fyrirsvarsmenn stefnanda útsvarsálagningu þessa, en þá var eigi genginn úrskurður ríkisskattanefndar varðandi útsvarsálagninguna á árinu 1965. Eftir að sá úrskurður gekk, höfðaði stefnandi mál þetta. Í málinu er fram komin yfirlýsing framtalsnefndar Reykja- víkur þess efnis, að ef nefndin hefði við álagningu útsvara gjald- árin 1965 og 1967 heimilað að fullu töp, sem orðið höfðu vegna 20% fyrningarafskrifta samkvæmt B lið 15. gr. laga nr. 90/1965, þá hefði stefnandi ekki borið útsvar umrædd ár. Það er ágreiningslaust, að af hálfu stefnanda hafi verið inntar af hendi greiðslur af útsvörum álagningaráranna 1965 og 1967 þannig: kr. 97.761.00 hinn 9. október 1967, kr. 60.000.00 hinn Í. nóvember s. á. og kr. 150.000.00 hinn 22. október 1968. Það er og ágreiningslaust, að af hálfu stefnanda hafi ekki verið gerður sérstakur fyrirvari um lögmæti útsvarsálagninga ára þessara, er greiðslur þessar voru inntar af hendi. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að á árunum 1958— 1959 og 1960 hafi orðið tap á rekstri hans, sem stafað hafi af því, að stefnandi hafi. notfært sér heimild laga nr. 59/1946 um 20% fyringarafskriftir af b/v Fylki. Við niðurjöfnun útsvara á árun- um 1965 og 1967 hafi framtalsnefnd Reykjavíkur synjað að taka til greina frádrátt á tapi þessu og hafi nefndin með því breytt framtali stefnanda honum í óhag. Nefndin hafi í hvorugt skiptið tilkynnt stefnanda þessa fyrirætlun sína og ekki gefið honum kost á að gæta réttar síns, svo sem henni hafi þó borið samkvæmt ákvæði 2. mgr. 42. gr. laga nr. 51/1964. Er því haldið fram, að nefndin hafi því þegar af þessari ástæðu brostið heimild til álagn- ingar útsvars á þeim grundvelli sem gert var þessi ár. Þá er því haldið fram, að synjun framtalsnefndar um yfirfærslu greinds 621 taps milli ára og frádrátt á því, sbr. B lið 15. gr. laga nr. 55/ 1964, hafi ekki við lög að styðjast, þar sem í lögum nr. 51/1964, e lið, í ákvæðum til bráðabirgða, sé ekki vísað til B liðar 15. gr. laga nr. 55/1964 og því geti framtalsnefnd ekki vikið frá því lagaákvæði með setningu framtalsreglna. Er því haldið fram sam- kvæmt þessu, að byggt hafi verið á ólögmætum grundvelli við álagningu tekjuútsvars á stefnanda árin 1965 og 1967, en ef byggt hefði verið á hinum réttargrundvelli, hefði stefnandi ekki átt að bera neitt tekjuútsvar þessi ár. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að útsvör þau, sem fjallað er um Í málinu, séu réttilega álögð. Er því haldið fram í fyrsta lagi, að framtalsnefnd hafi ekki borið skylda til að tilkynna stefnanda sérstaklega, að eigi væru teknar til greina á skatt- framtölum hans árin 1965 og 1967 færslur milli ára á tapi því, sem stafaði af 20% fyrningarafskriftum á árunum 1958— 1960, enda hafi framtöl að þessu leyti brotið í bága við lagafyrirmæli. Þá er því haldið fram, að framtalsnefnd hafi eigi brotið í bága við lagafyrirmæli með setningu þess ákvæðis framtalsreglna þessi ár, að yfirfærsla taps milli ára væri eigi heimil árin 1965 og 1967, enda falli fyrningarafskriftir undir rekstrarkostnað. Við munnlegan flutning málsins var því lýst yfir af hálfu stefnda, að sýknukrafa stefnda sé ekki byggð á því, að greiðslur stefnanda upp í útsvör áranna 1965 og 1967 hafi verið inntar af hendi án fyrirvara. Hins vegar er vaxtakröfum stefnanda mótmælt á þessum grundvelli. Með lögum nr. 59/1946 voru fyrst sett ákvæði um sérstakar fyrningarafskriftir, þar sem í stað venjulegra fyrningarreglna var heimilað að afskrifa vissar tegundir eigna um 20% á ári í þrjú ár samkvæmt nánari reglum í 1., 2. og 3. gr. laganna. 1. mgr. 4. gr. laganna er svohljóðandi: „Tap það, sem kann að or- sakast af afskriftunum, má flytja milli ára og draga frá skatt- skyldum tekjum, unz því hefur verið náð“. Þá er 5. gr. svohljóð- , andi: „Afskriftahækkanir samkvæmt lögum þessum skerða í engu rétt bæjar- og sveitarfélaga til útsvarsálagningar á aðila þá, sem afskriftanna njóta“. Á þessum tíma voru í gildi útsvars- lög nr. 66/1945, þar sem heimilað var að leggja á útsvar eftir efnum og ástæðum án tillits til rekstrarafkomu. Ákvæði laga nr. 59/1946 voru síðan framlengd með lögum nr. 103/1950, nr. 14/1954, nr. 90/1957 og síðan með lögum nr. 33/1960, en með lögum nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt voru lög nr. 59/ 1946 og lög um framlengingu þeirra felld niður, en í B lið 15. gr. 622 laga nr. 70/1962 var tekin upp heimild til hinna sérstöku fyrn- ingarafskrifta. Í stað laga nr. 70/1962 með áorðnum breytingum komu lög nr. 55/1964, en í stað þeirra laga með áorðnum breyt- ingum komu lög nr. 90/1965. Með lögum nr. 43/1960 var sú breyt- ing gerð á reglum um álagningu útsvara, sbr. 3. gr. laganna, að nú skyldi miða við hreinar tekjur og eign samkvæmt skattskrá með nokkrum frávikum, m. a. þeim samkvæmt b lið greinar- innar, að víkja mátti frá ákvæðum skattalaga um tapsfrádrátt milli ára og um fyrningarfrádrátt og afskriftir eigna hjá at- vinnufyrirtækjum og félögum, þó með takmörkun miðað við álagningu ársins 1959. Með gildistöku laga nr. 69/1962 um tekju- stofna sveitarfélaga voru felld úr gildi ákvæði laga nr. 66/1945 með áorðnum breytingum. Samkvæmt ákvæði 31. gr. laganna skyldi útsvör miða við hreinar tekjur og eign samkvæmt skatt- skrá, sbr. þó ákvæði 2. mgr. 36. gr. og 42. gr. Ekki var Í stofni laga þessara sérstök ákvæði um meðferð á tapsfrádrætti eða fyrn- ingarfrádrætti og afskriftum eigna atvinnufyrirtækja og félaga, en í e lið ákvæða til bráðabirgða, sem lögunum fylgdu, var svo- fellt ákvæði: „Á árunum 1962 til 1967 er heimilt að víkja frá ákvæðum skattalaga um frádrátt, samkvæmt lögum um tekju- skatt og eignarskatt 3. gr., ll. gr. B, 2. mgr. 12. gr. D, 14. gr. og 17. gr., 2. mgr.“ Í stað laga nr. 69/1962 með áorðnum breyt- ingum komu síðan lög nr. 51/1964, og eru þar óbreytt ákvæði 31. gr. og 42. gr. laga nr. 69/1962. Ekki voru tekin upp í hin nýju lög sérstök ákvæði um yfirfærslu taps milli ára eða fyrningar- afskriftir, en í ákvæðum til bráðabirgða, sem einnig fylgdu lög- um þessum, var m. a. tekið upp óbreytt ákvæði e liðar bráða- birgðaákvæða laga nr. 69/1962. Með lögum nr. 67/1965, lögum nr. 37/1966, sbr. lög nr. 14/1967, og lögum nr. 43/1966 voru gerðar breytingar á ákvæðum laga nr. 51/ 1964, en ekki þykja þær hafa þýðingu fyrir úrlausn máls þessa. Sú afstaða framtalsnefndar að leggja skattframtöl stefnanda ekki óbreytt til grundvallar útsvarsálagningu á hann árin 1965 og 1967, eins og rakið hefur verið, fól í sér leiðréttingu á atriði. sem nefndin taldi brjóta í bága við lagaákvæði. Verður því eigi talið, að framtalsnefndinni hafi borið nauðsyn til að tilkynna stefnanda sérstaklega þá ákvörðun sína, sbr. niðurlagsákvæði 42. gr. laga nr. 51/1964, sbr. og lög nr. 43/1966. Verða kröfur stefn- anda í máli þessu því ekki byggðar á því, að framtalsnefnd hafi að þessu leyti farið að andstætt ákvæðum laga. B liður 15. gr. laga nr. 55/1964, sbr. lög nr. 90/1965, hefur sjálfstætt gildi um 623 eignir þær, er þar eru tilgreindar, gagnvart ákvæði 2. mgr. B liðar 11. gr. laga þessarra. Þegar virt eru hin ótvíræðu ákvæði, sem í gildi voru um heimild niðurjöfnunarnefnda til að víkja frá reglum skattalaga um yfirfærslu taps milli ára, áður en ákvæði e liðar bráðabirgðaákvæða laga nr. 69/1962 komu til, þá þykir verða að skýra ákvæði e liðar bráðabirgðaákvæða laga nr. 51/1964 þannig, að það taki ekki til ákvæðis B liðar 15. gr. laga nr. 55/1964, sbr. lög nr. 90/1965, og að samkvæmt því hafi framtalsnefndinni verið óheimilt að synja stefnanda um frádrátt taps vegna 20% fyrningarafskrifa af b/v Fylki á árunum 1958— 1960 við álagningu útsvara árin 1965 og 1967. Samkvæmt þessu verður að telja, að álagning útsvara á stefnanda árin 1965 og 1967 hafi ekki verið byggð á lögmætum grundvelli. Lögmenn aðilja hafa lýst yfir, að ekki sé ágreiningur um fjárhæðir í máli þessu og að ágreiningslaust sé, að heildartekjuútsvarsfjárhæð álagn- ingaráranna 1965 og 1987 hafi af þessum sökum orðið kr. 450.164.00 hærri en ella hefði verið og að af þeirri fjárhæð hafi stefnandi greitt kr. 307.761.00. Fjárhæð þessa greiddi stefnandi án fyrirvara, eins og áður er rakið, en fram er komið af hálfu stefnda, að ekki sé byggt á þessu varðandi rétt stefnanda til endurgreiðslu fjárhæðar þessarar, en hins vegar er á þessu atriði byggt varðandi kröfu stefnda um sýknu af vaxakröfu stefnanda. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið um grundvöll álagn- inga tekjuútsvara á stefnanda árin 1965 og 1967, og þar sem fram er komið, að stefnandi hefði ekki borið tekjuútsvar þessi ár, ef tekið hefði verið til greina tap hans vegna 20% fyrningaraf- skriftanna árin 1958--1960, þá ber samkvæmt ákvæði 58. gr. laga nr. 51/1964 að dæma stefnda til að endurgreiða stefnanda fjárhæð hinna ofgreiddu útsvara, kr. 307.761.00. Þá þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda vexti af fjárhæð þessari, eins og krafizt er, enda fólst í kærum stefnanda til skattayfirvalda fyrir- vari um lögmæti grundvallar þess, sem álagning útsvara þessi ár byggðist á. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Árna Björnssyni og Ragnari Ólafssyni, löggiltum endurskoðendum. Dómsorð: Stefndi, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði stefnanda, Fylki h/f, kr. 307.761.00 með 7% ársvöxtum af kr. 97.761.00 frá 624 9. október 1967 til 31. s. m., af kr. 157.761.00 frá 1. nóvember s. á. til 21. október 1968 og af kr. 307.761.00 frá 22. s. m. til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 18. júní 1970. Nr. 79/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Rafni Svavarssyni (Gunnlaugur Þórðarson hrl.). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Skirlifisbrot. Nauðgun. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann með þeirri breytingu, að gæzluvarðhaldsvist ákærða frá 24. april 1970 komi með fullri dagatölu einnig til frá- dráttar refsingu hans. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 25.000.00, og laun verj- anda síns, kr. 25.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að gæzluvarðhaldsvist ákærða frá 24. apríl 1970 komi með fullri dagatölu til frádráttar refsingu hans. Ákærði, Rafn Svavarsson, greiði allan kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- 625 sjóð, kr. 25.000.00, og laun verjanda sins, Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, kr. 25.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 25. marz 1970. Ár 1970, miðvikudaginn 25. marz, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, kveðinn upp dómur í málinu nr. 160/1970: Ákæruvaldið gegn Rafni Svavarssyni, sem tekið var til dóms 23. Þ. m. Með ákæru, dags. 18. desember 1969, var opinbert mál höfðað gegn Rafni Svavarssyni sjómanni, Bragagötu 38, fæddum 31. júlí 1938 í Reykjavík, „fyrir eftirtalin nauðgunarbrot, framin í Reykjavík 23. september og il. nóvember 1969: I. Að þröngva M, ... í Garðahreppi, með líkamlegu ofbeldi til holdlegs samræðis við sig í húsinu nr. 14 við Vitastíg þriðju- dagsnóttina 23. september 1969, en bæði voru þau þá þar gest- komandi. II. Að þröngva K, 17 ára, ... í Reykjavík, með líkamlegu of- beldi til holdlegs samræðis við sig á heimili hennar þriðjudaginn 11. nóvember 1969, en ákærði var þá þar gestkomandi. III. Þykja þessir verknaðir ákærða varða við 194. gr. 1. mgr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, skaðabótagreiðslu og til greiðslu sakarkostnaðar““. Málavextir. I. Ákæra fyrir nauðgun 23. september 1969. Klukkan 0230 aðfaranótt þriðjudagsins 23. september 1969 kom M, fædd 21. ágúst 1929, til heimilis ... í Garðahreppi, á lögreglustöðina í Reykjavík og skýrði frá því, að ákærði hefði þá skömmu áður nauðgað henni. Ekki gat hún gert grein fyrir, hvar þetta hefði gerzt. Að tilhlutan lögreglunnar var M flutt til læknisskoðunar, er Guðjón Guðnason, sérfræðingur í kvensjúk- dómum, var kvaddur til að gera. M var svo flutt heim til sín. Hún kom næsta dag eftir hádegi til rannsóknarlögreglunnar, þar sem Leifur Jónsson rannsóknarlögregluþjónn tók skýrslu af henni. M gat að vísu ekki greint frá því, í hvaða húsi nauðgunin hefði farið fram, en Leifi var um það kunnugt, að ákærði hafði oft hafzt við á heimili Jóns Brynjólfssonar fangavarðar, þegar hann var ekki á sjó. Fór Leifur því ásamt Guðmundi Tómasi Guðmundssyni rannsóknarlögregluþjóni heim til Jóns, og var 40 626 ákærði þar þá fyrir og var drukkinn. Var ákærði nú fluttur í fangageymslu, en skýrsla tekin af honum að morgni miðviku- dags 24. september. Verður frá þeirri skýrslu greint síðar. Sama dag var ákærði úrskurðaður í gæzluvarðhald til allt að 30 dög- um, og var hann leystur úr gæzlu hinn 24. október. Guðjón Guðnason læknir lýsir skoðun sinni á M á þessa leið í vottorði sínu, dags. 23. september: „Hefi í nótt samkv. beiðni frá lögreglunni í Hafnarfirði (sic) skoðað frú M, fædda 21/8 1929, til heimilis að ..., Garðahreppi. Skoðun þessi fór fram á stofu minni í Domus Medica kl. 3.50. M er talsvert drukkin. Er klæðd í mikið rifinn kjól, og eins eru sokkabuxur hennar nokkuð rifnar. Af áverkum sjást: Í. Margir stærri og smærri marblettir neðarlega á hálsi, aðallega hægra megin. 2. Margir marblettir á báðum upphandleggjum. 3. Ótal húðrispur á efri hluta búks. Við gynekologiska skoðun sjást engir áverkar á ytri kynfær- um, aðeins lítilsháttar roði á burðarbörmum““. M hefur lýst atvikum á þessa leið við dómsrannsókn málsins: M var að leita að konu, sem hún hélt eiga heima á Lindargötu 43, en fann ekki hús með því númeri. Hún spurðist fyrir um kon- una í nálægum húsum án árangurs. Hún ætlaði þá að taka sér leigubifreið, og sá hún þá kyrrstæða leigubifreið á götu, sem samkvæmt lýsingu hennar hefur verið Frakkastígur, milli Lindar- götu og Skúlagötu. Í bílnum var farþegi, sem virtist vera að fara úr henni, og gekk M því að bílnum og spurði, hvort hann væri laus, en ökumaður kvaðst varla vita það. Farþeginn, sem var ákærði í máli þessu, sagðist þá skyldu aka M heim, þar sem hann væri ekki að fara neitt sérstakt. M settist inn í bifreiðina. Hún sá þá, að hún kannaðist við svip ákærða, og sagði, að hann mundi vera tvíburabróðir Páls Svavarssonar, sem hún hafði þekkt, og kvað ákærði svo vera. Ákærði var með hálfa geneverflösku og hafði við orð að koma við í áfengisverzlun þar nálægt, og bað M hann þá að kaupa í leiðinni portvínsflösku fyrir sig. Fór ákærði og gerði kaupin. Síðan var ekið heim til M. Er komið var á leiðarenda, lét ákærði í ljós ósk um að fá að koma inn til hennar, og féllst hún á það. Heima voru tveir synir hennar, 14 og 22 ára, og eiginmaður hennar var væntanlegur heim á hverri stundu, enda kom hann skömmu síðar. Ákærði dvaldist síðan þarna og drakk nokkuð af áfengi, en þáði ekki kaffi né kvöld- verð. Hann staglaðist mikið á því, að hann vildi kynna hana fyrir föður sínum og systur, sem M þekkir ekki, en hún þekkir aftur 627 á móti móður ákærða svo og aðra systur hans, sem býr í Njarð- vík. Ákærði tók nú að hvetja M til þess að koma með sér smá- stund í Sigtún eða Hábæ, og varð bað að samkomulagi og í samráði við eiginmann M. Þau ákærði og M fóru nú í leigubíl til Reykjavíkur og komu að Sigtúni, og hefur það verið fyrir kl. 100, því að þeim kom saman um að skreppa út á Hótel Borg og vera þar til kl. 2100, þar sem enn var fátt um manninn í Sigtúni. Á Hótel Borg drukku þau glas af áfengi, en héldu aftur út í Sigtún um kl. 2130 og fóru þar inn. Meðan þau dvöldust bar, var ákærði á ferð og flugi, og sá M lítið af honum. Þau dönsuðu aldrei saman, en hún dansaði við aðra menn. Þegar komið var fram undir lokun, hitti M ákærða, þar sem hann sat á gólfinu. Hún spurði hann þá: „Hvenær á maður að fá að sjá hann pabba þinn, þennan fína og flotta mann, og systur þína?“ „Núna eins og skot“, sagði ákærði, og héldu þau síðan saman út og inn í leigubíl. Lét ákærði síðan aka að húsi einhverju, er hún tók ekki eftir, hvar var, en reyndist vera Vitastígur 14. Fóru þau þar inn, og spurði M ákærða, hvar faðir hans og systir væru, en hann kvað þau mundu hafa farið út í göngu eða í heimsókn. M settist á stól inni í stofu og lagði kápu sína á stólbak fyrir aftan sig. Eftir stutta dvöl þarna fór hana að gruna, að ekki væri allt með felldu. Ákærði stóð þá upp, gekk að M, tók um handlegg hennar og dró hana með sér inn í herbergi, sem er inn af stofunni, en hún spyrnti við og kallaði á hjálp. Gerðist nú allt í einni svipan, að ákærði kom henni inn í herbergið og fleygði henni á rúm, sem þar er, greip fyrir kverkar henni og reif utan af henni kjól og sokkabuxur, en lét brjóstahald óhreyft. Hann svipti sig síðan sjálfan klæðum. Hóf hann síðan samfarir við hana. Hann rauf samfarirnar nokkrum sinnum og neyddi M til þess að fara hönd- um um kynfæri hans, en hóf svo samfarir að nýju. Á þessu gekk alllangan tíma, en ákærði fékk ekki fullnægingu. Hann hætti ioks og sagði M að flýta sér í, því að einhver væri að koma. Hún klæddist þá í skyndingu, greip kápu sína og hljóp út. Hún varð vör við konu einhverja rétt fyrir innan útidyrnar og mætti, að því er hana minnir, tveimur mönnum á leið inn í húsið. Náði M sér svo í leigubifreið og hélt til lögreglustöðvarinnar. Við dómsrannsókn í máli þessu hefur ákærði kannazt við það, að hann hafi haft samfarir við M í íbúð Jóns Brynjólfssonar, en neitar því, að hann hafi þröngvað henni til samfaranna, Fram- burður hans í þinghaldi 25. september var á bessa leið: Ákærði hafði verið skipverji á togara, sem kom í höfn sunnu- 628 2 dagsmorguninn 21. september. Ákærði hafði verið við skál á leiðinni frá Þýzkalandi til Íslands, en skipið var að koma úr söluferð. Hann hélt áfram drykkju, er hingað var komið. Á mánudagsmorgun var hann staddur í Hafnarbúðum. Hann fór svo og tók út kaup sitt í skrifstofu útgerðarinnar, keypti síðan áfengi. Hann var síðan að þvælast um, ýmist gangandi eða Í leigubílum, og neytti áfengis af flösku, er hann hafði haft með- ferðis. Samkvæmt lýsingu ákærða var hann staddur á Frakka- stíg, er kona ávarpaði hann og spurði um eitthvert hús, sem ákærði kann nú ekki frá að greina. Ákærði var þá með leigu- bifreið. Ákærði þekkti ekki konuna, en hér var um að ræða M. Hún spurði ákærða, hvort hann væri ekki tvíburabróðir Páls Svavarssonar, og játti ákærði því. Það varð nú úr, að M slóst í för með ákærða, en ákærði kvaðst ætla að Umferðarmiðstöðinni og sleppa bílnum þar. Gerði konan síðan ráð fyrir að taka bilinn þaðan. Á leiðinni sýndi konan ákærða í myndaalbúm, sem hún var með. Ákærða fannst hann kannast við fólk á sumum mynd- anna og spurði konuna, hvort hún væri systir Ó, og kvað hún svo vera. Sagði ákærði nú deili á sér, en konan kvaðst hafa þekkt vel tvíburabróður ákærða, Pál, sem nú er látinn. Ákærði var, er hér var komið sögu, ekki verulega drukkinn, en þó nokkuð þéttur. Hann telur, að konan hafi verið eitthvað við skál. Þegar að Umferðariniðstöðinni kom, talaðist svo til með ákærða og M, að hann æki henni suður í Garðahrepp, þar sem hún bjó þá, og Liti inn til hennar, áður en hann héldi áfram ferð sinni suður í Njarðvík, en þangað var för ákærða heitið. Var síðan ekið að ..., þar sem ákærði greiddi ökugjaldið og fór inn með M. Þar heima var staðdur sonur M, uppkominn, svo og annar yngri, og eiginmaður hennar kom heim um kvöldmatarleytið. Ákærði hafðist þarna við nokkra klukkutíma. Um kvöldið ákváðu ákærði og M að fara saman í skemmti- staðinn Sigtún. Ákærði spurði eiginmann M, hvort hann vildi koma með, en hann vildi það ekki. Fóru ákærði og M tvö saman að Sigtúni, en ekki fóru þau þar inn strax, heldur á Hótel Borg, þar sem þau neyttu nokkurs áfengis. Síðan fóru þau að Sigtúni á ný og þar inn og voru þar fram til lokunartíma kl. 0100 um nóttina. M var þar mjög ölvuð og alltaf að detta, er þau voru að dansa, og felldi hún við það borð og stóla og missti af sér hárkollu. Ákærða minnir, að hann byði konunni upp á „dóp““ í Sigtúni, en man ekki hvort hún þáði það. 629 Þegar þau ákærði og M fóru frá Sigtúni, héldu þau að Vita- stíg 14, þar sem ákærði átti athvarf. Ákærði man ekki tildrögin að því, að þangað var farið. Hann man lítið um samskipti sín við M á Vitastíg 14, enda hafi hann alltaf verið að éta pillur. Hann man þó, að einhver átök áttu sér stað milli beirra undir lokin. Hann man ekki til þess, að hann rifi föt utan af M né að hann háttaði sjálfan sig og ekki til þess, að hann tæki fyrir kverkar M og hótaði að drepa hana. Hann man til þess, að barið var ofsalega að dyrum, og opnaði hann, og var þar komin kona af efri hæðinni, sem spurði, hvað gengi á, og hótaði að hringja til Jóns húsráðanda. Ákærði sagði við hana, að hún réði því, þau mundu verða farin, er Jón kæmi. Hann fór síðan inn til M, sem sat nakin á dívani. Hann sagði við hana „Eigum við að fá okkur eitt númer?“ og hafði hún ekkert á móti því, en lítið varð úr samförum, þar sem limur ákærða vildi ekki harðna. Fljótlega klæddist ákærði síðan og hjálpaði M að klæðast. Urðu þau síðan samferða út úr dyrunum. Um Þessar mundir kom Jón Brynjólfsson heim, en M hélt á brott. Ákærði gat enga skýringu gefið á áverkum þeim, sem reynzt höfðu verið á M, eða ástandi fata hennar, nema hvað hann sagði, að vera mætti, að hún hefði eyðilagt kjól sinn á stólunum í Sigtúni. Í þinghaldi 9, október lýsti ákærði nánar samskiptum sínum við M, frá því þau fóru saman burt úr Sigtúni. Er frásögn hans efnislega á þessa leið: Ákærði man ekki, hvort þau fóru í bíl eða gangandi frá Sigtúni að Vitastíg 14. Eftir að þangað var komið, blandaði ákærði áfengi handa þeim M, og neyttu þau bæði af því. Ákærði hafði meðferðis ritalintöflur og tók nokkrar inn, en man ekki, hvort M þáði af þeim. Hann spurði M, hvort hann gæti fengið það hjá henni, og vékst hún vel undir bá málaleitan. Í framhaldi af þessu fóru þau inn í svefnherbergið, þar sem M háttaði sig sjálf og lagðist síðan aftur á bak á dívan. Ákærði bað hana taka af sér brjóstahaldara, og gerði hún það. Hann lagðist svo ofan á hana og hóf samræði, og stýrði M lim hans inn í kynfæri sín. Höfðu þau síðan samræðishreyfingar, og sagði M, að hún hefði fengið fullnægingu tvisvar og vildi hætta, en ákærði, sem ekki hafði fengið sitt, brást reiður við og löðrungaði M og hristi hana til og sagði henni að láta ekki svona. Varð nú rifrildi milli þeirra og eftir nokkra stund barið að dyrum í eldhúsinu. Ákærði fór fram nakinn, og var þar komin kona af efri hæðinni, sem kvaðst 630 mundu kalla til húsráðandans, ef þessi læti hættu ekki. Ákærði kvað sig einu gilda og fór inn. fiann hugðist hefja samfarir á ný, en honum reis ekki holð, og varð ekkert úr samförum, og klæddust þau M síðan bæði. Ákærði hjálpaði M í kápuna og lét hana að beiðni hennar hafa 100 kr. fyrir leigubíl og síðan eitthvað um 150 kr., er hún bað um meiri peninga. Ákærði minnist þess ekki, að hann hafi minnzt neitt á föður sinn og systur né að M spyrði um þau, er komið var á Vitastíg 14. Ákærði neitar því eindregið, að hann hafi dregið M gegn vilja hennar inn í svefnherbergið, og yfirleitt neitar hann með öllu, að hann hafi viðhaft neins konar ofbeldi né hótanir gagnvart henni. Hún hafi aldrei kallað á hjálp, en verið geti, að hún hafi æpt eitthvað, þegar hann danglaði í hana, er hún vildi hætta samförunum. Í málinu hefur verið lögð fram skýrsla rannsóknarlögreglunnar, og geymir hún meðal annars skýrslu, sem Leifur Jónsson rann- sóknarlögreglumaður tók af ákærða að morgni 24. september. Er sú skýrsla mjög á annan veg en framburður ákærða fyrir dómi við rannsókn málsins. Frásögn hans um það, hvernig fund- um hans og M bar saman, og um samskipti þeirra fram til þess tíma, er þau komu heim á Vitastíg 14, er yfirleitt í samræmi við það, sem hann síðar bar fyrir dómi, en um það, sem gerðist á Vitastíg 14, þykir rétt að tilfæra orðrétt úr nefndri skýrslu ákærða fyrir rannsóknarlögreglunni: „Mætti segir, að M hafi verið mikið ölvuð, er þau fóru heim í greint hús, og þar heima hafi þau setzt að drykkju, drukkið af geneverflösku, sem hann hafi verið með. Mætti kveðst hafa verið með á sér nokkrar töflur af ritalíni, sem hann hafi tekið inn, bæði á ballinu og eins er þau voru komin heim í íbúðina að Vitastíg 14. Það og áfengið hafi sett hann alveg úr sambandi, þannig að hann hafi alveg misst stjórn á sér. Hann kveðst muna eftir því, að hann hafi barið M og tekizt á við hana. Hvernig það hafi byrjað, muni hann nú ekki, en hún lýsi atburðum rétt, að hann telji. Mætti kveðst viðurkenna, að hann hafi gegn vilja M haft við hana samfarir, og telji hann, að hún lýsi öllu rétt, er þeim fór á milli. Hann kveðst ekki kæra sig um að lýsa sam- förunum nánar, en hann viðurkenni sök sína að öllu leyti. Mætti segir, að hann hafi ekki náð að fá fullnægingu af samförunum, vegna þess að hann hafi verið búinn að taka inn fyrrgreindar töflur. Hann segir, að eftir að samförunum lauk, hafi M klætt sig og verið komin út úr húsinu, er Jón Brynjólfsson fanga- 631 z vörður hafi komið þarna heim. Hún hafi mætt honum Í portinu, en Jón hafi svo komið inn og rekið mætta út og tekið af honum lykilinn. Mætti kveðst svo hafa verið á fiækingi um borgina fram yfir hádegið í gær, en þá hafi hann farið heim til Jóns aftur til að sækja dótið sitt, en hann hafi átt að fara út með b/v Agli Skallagrímssyni, sem hefði átt að láta úr höfn kl. 1800 í gær. Mætti kveðst samþykkja að greiða frú M bætur fyrir þau meiðsli, er hún hafi hlotið af hans völdum, og muni hann tjá sig um bóta- kröfu, er hún liggi fyrir“. Ákærði hefur kannazt við það, að hann hafi undirritað þessa skýrslu, en hann hefur haldið því fram, að hann hafi undirritað skýrsluna í þeirri von, að hann mundi þá losna úr haldi. Hafi lögregluþjónn sá, sem skýrsluna tók, sagt, að hann yrði ekki settur Í gæzluvarðhald, „ef málið lægi rétt fyrir“. Ákærði segist hafa verið miður sín, er skýrslan var tekin, og hafa hafi mestan áhuga á að komast burtu og út í sjó. Leifur Jónsson rannsóknarlögregluþjónn hefur borið vitni í málinu. Hann segist hafa farið á Vitastíg 14 til þess að leita að ákærða hinn 23. september ásamt Guðmundi Tómasi Guðmunds- syni rannsóknarlögreglumanni. Þeir hafi kvatt dyra og ákærði opnað og hafi hann komið tregðulaust með þeim. Hafi hann haft við orð, að hann hefði verið að bíða eftir þeim eða að hann hefði átt von á þeim eða eitthvað í þá átt. Ákveðið hafi verið að setja ákærða í gæziu, þar sem hann hafi verið ölvaður. Leifur kveðst, eftir því sem hann man bezt, hafa sagt við ákærða, að verið væri að sækja hann vegna atburðar, sem gerzt hefði þarna á Vitastíg um nóttina. Ákærði hafi sagt á leiðinni til fanga- geymslunnar, að hann hefði áður verið dæmdur saklaus í sams konar máli, en nú væri hann sekur og vildi helzt ganga frá þessu í hvelli. Skýrsla hafi svo verið tekin af ákærða næsta morgun, eftir að hann hafði verið í fangageymslu um nóttina. Leifur kveður með öllu rangt, að hann hafi gefið ákærða vilyrði fyrir því, að honum mundi verða sleppt, ef hann játaði kæruefnið rétt. Ákærði hafi raunar spurt um það, hvort ekki væri möguleiki á, að honum yrði sleppt, en Leifur kveðst hafa sagt honum, að hann gæti engin fyrirheit gefið í þá átt. Slíkt væri ekki í valdi hans. Leifur kveðst hafa bókfært skýrsluna eftir ákærða svo samvizkusamlega sem hann hafi getað. Ákærði hafi skýrt frá eins og bókað er eftir honum, án þess að þurft hafi að beita fortölum við hann. Framkoma ákærða hafi verið góð. Ástand hans hafi ekki verið á þann veg, að neitt hafi verið 632 athugavert að taka skýrslu af honum. Að lokinni skýrslutöku hafi ákærði verið færður í hegningarhúsið. Hann hafi enn rætt um það, hvort ekki væri fært að sleppa honum, en hann hafi ekki haft uppi nein mótmæli á þeim grundvelli, að honum hefði verið heitið lausn, ef hann játaði. Ákærði hlýddi á, þegar Leifur bar vitni. Hann kvaðst ekki muna, hvaða ummæli hann hefði viðhaft í ölvunarástandi á leið frá Vitastíg 14 að fangageymslunni í Síðumúla. Ákærði skýrði nú svo frá, að hann hefði spurt Leif, hvort hann gæti ekki fengið að sleppa, og Leifur hafi sagt, að það gæti farið eftir því, hvernig framburður hans yrði, eða eitthvað á þá leið. Kvaðst ákærði hafa staðið í þeirri trú, að honum yrði sleppt, ef hann játaði. Því hafi hann hagað framburði sínum eins og raun varð á. Leifur hefur fullyrt, að hann hafi ekkert sagt við ákærða, sem hann hafi haft ástæðu til að líta á sem ádrátt um, að hann mundi sleppa. Vitnið Guðmundur Tómas Guðmundsson rannsóknarlögreglu- þjónn sótti ákærða að Vitastíg 14 ásamt Leifi Jónssyni. Guð- mundur Tómas kveðst muna, að ákærði hafi komið til dyra og haft glas í hendi. Hann hafi maldað í móinn, er þeir báðu hann að koma með þeim, en síðan fallizt á að fylgja þeim. Guðmundur Tómas segist ekki muna, hvernig ákærði hafi látið orð falla á leiðinni, en hann hafi þó gerla skilið, hvað á seyði var, og honum hafi ekki komið á óvart, að hann var sóttur. Haukur Bjarnason rannsóknarlögregluþjónn hefur undirritað sem vottur skýrslu þá, sem Leifur Jónsson tók af ákærða og áður var lýst. Hann hefur borið það sem vitni, að hann hafi ekki verið viðstaddur sjálfa skýrslutökuna, en verið kvaddur til þess að vera vottur að upplestri skýrslunnar fyrir ákærða. Að upp- lestri loknum hafi Leifur spurt ákærða, hvort rétt væri eftir honum haft, og hafi ákærði játað því athugasemdalaust og undir- ritað skýrsluna að því búnu. Verða nú raktir framburðir vitna, er skýrslu hafa gefið við dómsrannsókn máls þessa um atvik, er varða sakarefnið. Vitnið Bjarni Bjarnason vaktstjóri, 56 ára að aldri, er var dyravörður á skemmtistaðnum Sigtúni kvöld það, sem hér er um að ræða, skýrir svo frá, að hann muni eftir konu, sem stödd hafi verið í húsinu um kvöldið og datt þar á dansgólfinu. Kona þessi hafi sagzt vera gift útlendingi. Hún taldi, að maður, sem hún var með, hefði fellt sig í dansinum. Bjarni man einnig eftir, þegar fólk þetta hélt á brott, og var það einna síðbúnast til 633 brottfarar af gestunum. Konan hafi fundið að því við manninn, að hann hefði látið sig vera lengi eina. Bjarni man enn fremur, að þetta fólk hafði komið að húsinu laust eftir kl. 2000 um kvöldið og bæði undir áhrifum áfengis og maðurinn með flösku. af genever, er hann geymdi undir buxnastreng sínum. Bjarni segist ásamt starfsfélaga sínum hafa viljað losna við fólk þetta og sagt því, að ekkert fólk væri komið og betra væri að koma seinna. Hafi þau fallizt á þetta og farið, en komið aftur eftir svo sem klukkutíma eða rúmlega það. Var ástand þeirra þá svipað og áður. Fengu þau að koma inn, eftir að maðurinn hafði af- hent til geymslu áfengisflösku sína, en hana hafi hann svo fengið aftur við brottför. Vitnið Einar Brynjólfsson iðnnemi, 42 ára að aldri, er var við dyravörzlu í Sigtúni ásamt Bjarna Bjarnasyni, man einnig eftir komu fólks þessa skömmu eftir opnun hússins um kvöldið. Er framburður hans mjög á sama veg og framburður Bjarna. Einar man einnig eftir því, er par þetta kom aftur seinna. Segir hann, að konan hafi verið að ásaka manninn fyrir það, að hann væri lítill kavalér að láta sig hanga yfir honum, meðan hann hefði sofið mestallan tímann. Einar segir, að þau hafi verið róleg og stillt og ekki annað til frásagnar af þeim en það, að þau hafi dottið í dansi. Ekki hafi annað verið að sjá en að samkomulag þeirra væri gott, er þau héldu á brott frá húsinu. Lögregluþjónarnir Sigurður Pálsson og Þorlákur Runólfsson fluttu M frá lögreglustöðinni til læknisskoðunar. Sigurður segir, að hún hafi verið áberandi ölvuð og staglazt aftur og aftur á því sama. Kjóll hennar hafi verið rifinn og lafað niður undan káp- unni. M hafi verið í nokkuð mikilli geðshræringu, grátið öðru hverju og virzt mjög reig og miður sín. Þorlákur Runólfsson segir, að er hann sá M fyrst í lögreglu- stöðinni, hafi hún verið mjög miður sín og æst og grát hafi sett að henni. Kápan hafi flakað frá henni og kjóllinn hafi verið rifinn og tættur. Frásögn hennar um það, sem gerzt hafði, hafi verið samhengislaus. Vitnið Þorvarður Trausti Eyjólfsson lögregluflokksstjóri kveðst hafa tekið á móti M í lögreglustöðinni. Hún hafi verið mjög æst og greinilegt hafi verið, að hún hafði lent í einhverju. Kjóll hennar hafi verið rifinn sundur á hægri mjöðm alveg frá baki og fram á miðjan maga, að því er vitninu virtist. Andlit hennar hafi verið þrútið, froða kringum munnvikin og áverkar sjáan- legir á hálsi hennar. Trausti segir, að langa stund hafi tekið að 634 fá samhengi í frásögn hennar af því, sem gerzt hafði. Hun hafi staðhæft, að maður að nafni Rafn Svavarsson hefði nauðgað henni. í vætti Þorvarðs Trausta rekur hann það, sem M sagði honum, en ekki er þörf á að rekja það hér nánar, enda kemur það heim við síðari skýrslur M. Vitnið Magnea Rannveig Þorgilsdóttir skipsþerna, Vitastíg 14, 53 ára að aldri, skýrir svo frá, að hún hafi umrædda nótt heyri, að kona hafi verið að rífast, og af málrómnum hafi henni heyrzt konan vera drukkin. Samkvæmt vætti Magneu virðist hún búa á efri hæð hússins (næstu hæð ofan við íbúð Jóns Brynjólfsson- ar). Hún kveðst hafa farið fram og niður í stiga og séð ákærða þá í gættinni að íbúð Jóns og hafi hann verið í skjóli bak við hurðina, en að svo miklu leyti sem Magnea Rannveig kveðst hafa séð hann, hafi hann verið nakinn. Kveðst Magnea hafa spurt, hvort Jón væri heima, og ákærði játað því, en er Magnea vildi fá að tala við Jón, hafi vöflur komið á ákærða og hafi hann viðurkennt, að Jón væri við vinnu, er hún gekk frekar á ákærða um þetta. Kveðst Magnea Rannveig þá hafa hringt til Jóns og sagt honum, að það væru „andskotans læti“ niðri hjá honum. Jón hafi síðan komið heim að vörmu spori. Magnea Rannveig kveðst hafa orðið vör við umgang, líklega upp úr kl. 2400 um nóttina. Eftir það hafi hún heyrt karlmann og kvenmann ræða saman, og síðar heyrðist henni kona kalla á hjálp, en ekki gerir Magnea sér grein fyrir, hvort kall þetta komm af hæðinni fyrir neðan eða úr kjallaranum, en þar kveður hún óreglufóik búa. Vitnið Jón Brynjólfsson fangavörður, Vitastíg 14, 56 ára að aldri, segir, að hann hafi stundum skotið skjólshúsi yfir ákærða, þar sem hann eigi ekki í önnur hús að venda hér í borginni. Umrædðda nótt kveðst hann hafa verið á verði Í fangahúsinu, er Magnea Rannveig Þorgilsdóttir hafi hringt til hans og sagt, að hávaði væri í íbúð hans. Hann kveðst þá hafa skundað heim. Leigubifreið hafi verið fyrir utan húsið. Hann kveðst hafa mætt ókunnugri konu í portinu á leið inn í húsið. Jón kveðst ekkert hafa séð athugavert við klæðnað hennar, en hún hafi verið í kápu. Rigning hafi verið og dimmt. Konan hafi spurt hann, hvort hann væri lögreglumaður, en hann neitað því. Hún hafi beðið hann að aka sér heim, en Jón kveðst hafa sagt, að hann gæti það ekki, þar sem hann hefði engan bíl. Konan hafi ekki haft við orð, að hún hefði orðið fyrir árás, heldur hafi hún haldið áfram út úr portinu. Jón kveðst hafa hitt ákærða fyrir í íbúð sinni. Hann 635 hafi verið í nærbol og buxum, en ekki í skyrtu né jakka. Jón kveðst hafa spurt hann, hvað gengið hefði á, en ákærði hafi sagt, að bað hefði ekkert verið, nema hvað hann hefði verið að rífast við konuna. Á borði í íbúðinni hafi verið tvö glös og genever- flaska, en allt með röð og reglu í íbúðinni. Jón kveðst hafa leyft ákærða að vera áfram í íbúðinni, en skipað honum að fara að sofa og hafa hægt um sig. Síðan hafi hann farið aftur til vinnu. Upp úr ki. 0800 hafi hann komið aftur heim iil sín og hafi ákærði þá verið sofandi. Ákærði hafi síðan vaknað. Jón kveðst hafa spurt hann, hvaða djöfulgangur þetta hefði verið um nóttina, en ákærði hafi svarað, að það hefði svo sem ekki verið neitt. Jón kveðst hafa verið heima, er rannsóknarlögreglumenn komu að sækja ákærða. Ákærði hafi ekki virzt verða hissa á komu þeirra. Um M er þess að geta, að hún var lögð inn á spítala, eftir að umrætt atvik átti sér stað. Reyndist erfitt að fá hana til þess að koma fyrir dóm við dómsrannsókn málsins. Hinn 8. október vottaði Karl Strand yfirlæknir, að hún væri þá sem stæði ófær um að koma fyrir dóm. Var það fyrst hinn 30. október, að hún bar vitni við rannsóknina, og síðan einnig næsta dag. Var hún þá þó enn sjúklingur í Borgarspítalanum. Hún kvaðst með engu móti treysta sér til þess að standa augliti til auglitis við ákærða og skoraðist undan að verða samprófuð við ákærða. Hefur það því ekki verið gert, þótt þau greini mjög á í framburði sínum, bæði um meginatriði, þ. e. samskipti sín á Vitastíg 14, og um ýmis önnur atriði, svo sem fram kemur af því, sem rakið hefur verið. Í bréfi frá geðdeild Borgarspítalans til sakadóms Reykjavíkur, dags. 4. desember 1969, segir Jakob Jónasson læknir á þessa leið: „Sem svar við bréfi yðar, dags. 7. nóvember 1969, varðandi M, -.., Garðahreppi, leyfi ég mér að tjá yður, að rannsóknir á Geð- deild Borgarspítalans leiddu í ljós, að hjá M hefir gætt geðlægra einkenna Hm margra ára skeið, og hefir hún a. m. k. einu sinni áður reynt að svifta sig lífi. Veikindi hennar í heild virðast því ekki standa í beinu sam- bandi við árásina 23. segtamber s.l., að öðru leyti en því, að ekki verður útilokað, að ástand hennar hafi versnað um stundar- sakir vegna árásarinnar, þótt slíkt verði ekki sannað til fulls“. Í þinghaldi 5. nóvember kveðst M krefjast þess, að ákærði greiði henni eins háar bætur og lög leyfa, en hún lýsir sig ekki reiðubúna til þess að sundurliða bótakröfuna. 636 Eftir að mál þetta var höfðað, var M gefinn kostur á að ákveða. fjárkröfu sína og skýra hana, en hún færðist undan því að koma fyrir dóm í því skyni. II. Ákæra fyrir nauðgun 11. nóvember 1969. Þriðjudaginn 11. nóvember 1969 var lögreglan kvödd að Ás- garði 45 hér í borg. Á staðinn fóru þrír lögregluþjónar, Baldvin Þórir Þorsteinsson, Indriði Aðalsteinn Jóhannsson og Guðmundur Ingþór Guðveigsson. Í Ásgarði 45 hittu þeir fyrir K, til heimilis ..., fædda 5. september 1952, er skýrði svo frá, að ákærði Rafn, sem einnig var þarna staddur, hefði nauðgað henni á heimili hennar, ..., þá um morguninn. Rannsóknarlögreglumenn voru kvaddir á staðinn, og tóku þeir að sér rannsókn, en ákærði var fluttur á lögreglustöðina og síðan í fangageymslu að loknu við- tali við varðstjóra. Við rannsókn máls þessa hefur það komið fram, að snemma morguns umræðdan dag, eða um kl. 0630, kom ákærði heim í . í fylgd með bræðrunum P og J, en áðurnefnd K er systir þeirra. Í fylgd með þeim var einnig Örn Sigurgeir Einarsson verkamaður, Selvogsgötu 15, Hafnarfirði. Höfðu þeir verið við drykkju um nóttina. Móðir bræðranna hleypti þeim inn í húsið, en fór síðan til vinnu nokkru síðar. Sátu ákærði og félagar hans nú um hríð við spil, og höfðu þeir eitthvað af áfengi um hönd. Er fram á morguninn leið, kom K niður í eldhúsið, þar sem mennirnir voru, en hún var þá nýkomin á fætur. Nokkru síðar fór Örn Sigurgeir burt. Enn leið nokkur stund, og ákváðu ákærði og bræðurnir að afla meiri drykkjarfanga, og fóru þeir bræður P og J út til þess að ná í þau. Voru þau þá tvö eftir í íbúðinni, ákærði og K, og urðu þar nú þau tíðindi, sem málið er risið al. K lýsir atvikum á þá leið, er nú skal greina: Hún varð vör við það, þegar bræður hennar og gestir þeirra komu um morguninn. Hún kom síðan niður um kl. 0900 og hitti þá piltana í eldhúsinu. Um kl. 1000 fór Örn, og reyndi hann að fá ákærða burt með sér, en hann vildi ekki fylgjast með honum. Eftir að bræðurnir voru á brott, fór K að þvo eldhúsgólfið. Ákærði var á meðan ýmist í eldhúsinu eða inni í stofu. Hún hafði lokið að taka til milli kl. 1130 og 1200. Fór hún þá inn í stofu og fór að leggja kapal. Ákærði kom nú inn til hennar og hafði nú farið úr frakka sínum, er hann hafði verið í fram til þessa. Hann skipaði henni nú að koma með sér upp í svefnher- bergi og horfði mjög græðgislega á hana. Hún varð hrædd og sagði við ákærða: „Mikið agalega ertu ógeðslegur“, en síðan 637 hljóp hún út úr stofunni fram í forstofu. Þar náði ákærði henni og tók fyrir kverkar henni, og þegar hún hljóðaði og kallaði á hjálp, herti hann tökin. Hann skipaði henni að koma inn með sér og hótaði að rota hana, ef hún væri ekki góð. Hann reif í hár hennar og tróð fingri upp í hana til að kæfa hljóð hennar. K varð svo skelfd, að hún vætti buxur. Ákærði ýtti henni nú inn í stofu, setti hana niður í stól og settist ofan á hana. Hún reyndi að hljóða, en ákærði greip fyrir kverkar henni. Hann tók síðan að tæta fötin utan af henni, fyrst peysu og brjóstahald, og síðan síðbuxur og tvennar nærbuxur. Síðan fór hann sjálfur úr fötum. Þá fleygði hann henni aftur á bak upp í svefnsófa, sem ær í stofunni, lagðist síðan ofan á hana, færði sundur læri hennar og hóf samfarir, án þess að K fengi rönd við reist. Hún reyndi að hljóða og kalla og spyrna á móti, en ákærði átti alls kostar við hana. Henni fannst samræðið standa mjög lengi, en loks hætti ákærði. Hún gerir sér ekki grein fyrir því, hvort ákærða varð sáðfall. Ákærði klæddist síðan, og K smeygði sér í buxur, brjóstahöld og peysu og hljóp síðan út og hitti kunningjafólk sitt í Ásgarði 45 og tjáði því tíðindin. Þegar ákærði kom fyrir dóm hinn 12. nóvember, neitaði hann því, að hann hefði neytt K til samfaranna. Hann skýrði svo frá, að hann hefði verið alldrukkinn, er hann kom í .... K hefði komið inn í eldhúsið, þar sem félagar hans hafi verið að spila. Ákærði sagði, að bræður hennar hefðu verið að stríða henni og sagt við hana, að hún ætti að „lofa Rabba að ríða“, og það væri ekki meira, að hann fengi það en hinir strákarnir. Hún hefði ekki svarað þessu neinu. Um það, sem gerðist, eftir að félagar ákærða voru farnir út og hann var einn eftir með stúlkunni, sagði hann, að hún hefði farið að þvo gólf, en síðan komið inn í stofu og setzt í stól. Þá hefði hann farið að orða við hana það, sem bræðurnir hefðu verið að nefna, og sagt, að þetta tæki engan tíma. Hún hefði sagt, að þau yrðu að vera fljót, því að bræður hennar færu að koma. Hún hefði síðan afklæðzt og þau síðan haft samfarir í sófanum með vilja hennar. Við samprófun næsta dag hélt ákærði enn fast við það, að K hefði samþykkt samfarirnar, en K hvikaði ekki frá vitnisburði sínum. Síðar sama dag yfirheyrði rannsóknardómarinn ákærða á ný eftir ósk hans. Breytti hann nú framburði sínum á þennan veg: Eftir að K hafði lokið að taka til í íbúðinni, spurði ákærði hana, hvort hún vildi koma með sér upp á loft. Hún anzaði þessu 638 ekki, og þegar ákærði fór að reyna til við hana, vildi hún ekki býðast hann. Ákærði taldi, að það væru látalæti í henni. Hún stóð síðan upp og hljóp fram að dyrum, en ákærði hljóp á eftir henni, náði henni í dyrunum og setti hana niður í stól og settist síðan hjá henni. K fór þá að æpa, en ákærði tók fyrir kverkar henni og sagði henni að vera ekki að æpa. Hann færði hana síðan úr peysu og brjóstahaldara, en hún færði sig sjálf úr bux- unum, bersýnilega til þess að þær rifnuðu ekki, og var hún skelfingu lostin. Síðan bárust þau að sófanum, og þar hafði ákærði samfarir við hana nauðuga. Hún sagði í hræðslu sinni, að hann yrði að vera búinn, áður en bræðurnir kæmu. Ákærði tók ekki mark á mótspyrnu stúlkunnar og taldi, að hún mundi ekki fara að kæra hann á eftir. Ákærði kannaðist ekki við, að hann hefði hótað að rota K, og ekki, að hann hefði hárreytt hana. Hann minntist þess ekki, að hún hefði kallað á hjálp, en hún hefði eitthvað verið að skæla. Verður nú greint frá framburðum vitna og öðrum gögnum um atvik þetta. J, fæddur 19. janúar 1945, bróðir K, segir, að eftir að komið var í ..., hafi hann farið að spila við ákærða og Örn Sigurgeir í eldhúsinu, en P sofnað fram á borðið. Eitthvað hafi verið til af áfengi og þeir neytt af því. K hafi svo komið niður og verið eitthvað að sýsla í eldhúsinu. Örn Sigurgeir hafi svo farið og nokkru síðar hafi hann og P farið út til áfengisöflunar. Ákærði hafi þá orðið eftir. Hann hafi fram til þess tíma hegðað sér vel. J kannast ekki við, að þeir bræðurnir hafi viðhaft þau ummæli við systur sína, er ákærði heldur fram og áður var lýst, í þá átt að hvetja hana til samfara við ákærða. P, fæðdur 8. september 1948, bróðir K, kveðst hafa verið mjög ölvaður umræðda nótt, og man hann þá fyrst eftir ákærða, er hann er kominn heim í ... og er þar að spila við þá J og Örn Sigurgeir. Man P ekki eftir því, er hann fór út með bróður sín- um til áfengiskaupa. Hann kveðst ekki muna til þess, að þeir bræðurnir hafi verið að stríða systur sinni eða eggja hana til lags við ákærða, og telur P fráleitt, að það hafi komið til. Örn Sigurgeir Einarsson verkamaður, Selvogsgötu 15, Hafnar- firði, fæðdur 17. janúar 1950, segir, að áður en hann fór burt úr ..., hafi K verið komin niður til þeirra félaga. Hún hafi ekki tekið þátt í drykkju né spilamennsku. Örn segir, að ekki hafi verið um það að ræða, að bræðurnir væru að stríða henni 639 né tala um, að hún skyldi vera ákærða eftirlát. Örn Sigurgeir fór burt úr ... á undan félögum sínum. Iðunn Kristjánsdóttir húsfreyja í Ásgarði 45, 56 ára að aldri, segir, að þegar K kom þangað, hafi hún verið hágrátandi með mikinn ekka og hár hennar úfið. Hún hafi beðið um að kallað væri í lögregluna. Þegar Iðunn og Ragnheiður dóttir hennar fóru að tala nánar við hana, sagði hún, að hún hefði verið tekin nauðug. Ragnheiður Alda Ólafsdóttir, Ásgarði 45, 19 ára að aldri, segir, að K hafi verið útgrátin og hár hennar í óreiðu og hún verið að öllu leyti illa á sig komin, er hún kom í Ásgarð 45. Hún hafi skýrt svo frá, að maður, sem komið hefði heim með bræðrum hennar, hefði nauðgað henni. Jón Haukur Ólafsson, Ásgarði 45, 21 árs að aldri, sonur Iðunnar Kristjánsdóttur, kveðst hafa verið staddur niðri í kjallara, er móðir hans kallaði á hann. Er hann kom upp, var þar fyrir k, og var hún hágrátandi og sagði, að sér hefði verið nauðgað. J kveðst hafa hringt til lögreglunnar. Hann segir, að þegar hann ræddi hánar við K, hafi hún sagt honum, að sá, sem nauðgaði henni, héti Rafn Svavarsson. J kveðst nú hafa litið út og séð ákærða, sem hann kannaðist við, koma út úr húsinu .... J kveðst hafa kallað til ákærða og gefið sig á tal við hann og það hafi orðið úr, að ákærði hafi komið inn með honum, og hafi hann spurt J, hvort hann vissi, hvað orðið hefði af K, en J kvaðst ekki vita það. Þá hafi ákærði sagt, að stelpan hefði verið snar- vitlaus og ætlað að hringja til lögreglu. Kveðst J hafa sagt honum, að hún mundi hafa farið út í sjoppu, og síðan hafi hann talað við ákærða fram til þess, er lögreglubjónarnir komu á vettvang. Sævar Már Ólafsson sjómaður, Ásgarði 45, 20 ára að aldri, kveðst hafa verið á efri hæð heima hjá sér, er K kom þangað, og hafi hann á eftir séð hana grátandi inni í herbergi Ragnheiðar Öldu systur hans. Hann kveðst einnig hafa séð J bróður sinn á tali við ákærða. Sævar Már kveðst ekkert hafa rætt við K. Baldvin Þórir Þorsteinsson lögregluþjónn, er sendur var að Ásgarði 45, segir, að K hafi verið mjög miður sín, útgrátin og skjálfandi, og hafi tekið nokkurn tíma að róa hana, þannig að hún fengi skýrt frá málavöxtum. Baldvin Þórir kveðst hafa farið inn í íbúðina í ... og athugað vettvang án þess að hrófla við neinu. Síðan hafi ákærði og K verið flutt í lögreglustöðina. 640 Ákærði hafi þar neitað því með öllu, að hann hefði átt samfarir við K. Indriði Aðalsteinn Jóhannsson lögregluflokksstjóri ók lögreglu- bifreiðinni, sem send var að Ásgarði 45. Hann fór ekki inn, en tók þátt í að leiða ákærða að lögreglubifreiðinni og koma honum inn í hana. Segir hann, að ákærði hafi verið rólegur og ekki að sjá undir áfengisáhrifum. Stúlkan hafi verið útgrátin og miður sín. Guðmundur Ingþór Guðveigsson lögregluþjónn segir, að ákærði hafi verið rólegur og lítt ölvaður. K hafi verið útgrátin og hár hennar úfið. Guðmundur Ingþór kveðst ekki hafa talað við hana og ekki hafi hann hlýtt á, er varðstjóri talaði við ákærða. Páll Eiríksson aðalvarðstjóri kveðst hafa talað við ákærða, er komið var með hann í lögreglustöðina. Hann hafi neitað því alfarið, að hann hefði átt samfarir við K. Hann hefði setið hjá henni í eldhúsinu, er hún var að þvo gólf, og þá hefði hann sparkað í fötuna hjá henni og sagt henni að fara með fötuna til andskotans. Þá hefði hún orðið hrædd og hlaupið út. Njörður Snæhólm, aðalvarðstjóri í rannsóknarlögreglunni, rannsakaði vettvang í ... ásamt Ragnari Vigni aðalvarðstjóra og Sævari Þ. Jóhannessyni, og var Baldvin Þórir Þorsteinsson í fylgd með þeim. Í skýrslu sinni um rannsóknina segir Njörður á þessa leið: „... Aðaldyr hússins eru í norður, en þetta er sambyggð húsa- lengja, ein íbúð á tveimur hæðum. Útihurð er læst með smekklás. Þegar komið er inn, er fyrst ytri forstofa og ofn á vegg, t. v. fatahengi, til hægri og innan við það dyr niður í kjallara. Grænn dregill er á gólfinu og er í hnipri. Á honum liggur ermahnappur úr silfri með steini á plötu. Hnappurinn hefur orðið fyrir hnjaski og slitnað sundur. Þórir sagðist hafa séð, að Rafn hefði verið með svona hnapp í annarri skyrtuerminni. Rauðar dömusíðbuxur með sundurslitnum rennilás liggja undir fatahenginu, og í þeim eru tvennar kvennærbuxur, þær ytri bleikar, en innri frekar hvítar. Allar buxurnar eru þvagblautar í klofinu. Þetta er ekki efnagreint, en lyktar greinilega af þvagi. Þetta tókum við með okkur, og K staðfesti, að þetta væru buxur þær, er Rafn hefði þvingað hana úr og hún pissað í af hræðslu. Beint fram við hliðina á kjallarahurðinni eru dyr að innri forstofu, og þar eru dyr að eldhúsi til vinstri, en stigi upp á loft til hægri. Beint fram eru dyr að stofu. 641 Þegar komið er inn í stofuna, eru tveir hægindastólar til vinstri, en útskot er á bak við þá, og þar er skápur og borð. Sófi með bláu ullaráklæði er við austurvegg. Í SA horni er sjónvarp. Á suðurvegg er stór gluggi og ofn undir honum, og við hann, næst sjónvarpi, er smáborð og á því blómapottur með blómi í, tveir vasar og öskubakki. Framan við miðjan gluggann er hæginda- stóll. Útvarpstæki er á borði í NV-horni. Tækið er í gangi, miðl- ungs hátt stillt. Sófi er við NV-vegg og sófaborð fyrir framan hann. Á því er vasi, tóm ölflaska, stór skál og tveir öskubakkar. Við endann á sófanum næst dyrunum er ryksuga og stór pappa- kassi með dóti í Mikið autt rúm er á miðju gólfi milli húsgagn- anna og sófans við austurvegg. Það eru engin merki um átök þarna inni í stofunni. Allt virðist vera í lagi á borðum, en þar sem um svo mikið autt rúm er að ræða og ekkert fyrir framan sófann við austurvegginn, gætu hafa átt sér stað læti á miðju gólfi, án þess að nokkuð færi úr lagi á borðum. Nokkur dreif af rauðum höfuðhárum eru í sófanum við austur- vegginn frá miðju og að höfðalagi til vinstri, en þar er smápúði Í sófanum. K er rauðhærð. Í um það bil miðjum sófanum er nokkuð af stuttum, krulluðum hárum, en þau virðast vera glær með rauðri slykju. Teknar voru myndir og íbúðin teiknuð upp. Eftir athuganirnar var húsinu læst og K síðan afhentur lyk- illinn. Gluggar í íbúðinni voru lokaðir“. Guðjón Guðnason læknir skoðaði K að tilhlutan rannsóknar- lögreglunnar í lækningastofu sinni í Domus Medica hinn 11. nóvember kl. 1525. Skoðuninni lýsir hann þannig í vottorði sínu, dags. 11. nóvember: „.-- K er alveg róleg að sjá og svarar öllum spurningum hik- laust. Hún er með nokkra marbletti á vinstri upphandlegg, og er sá stærsti þeirra ca. 3 sinnum 5 cm stór. Framan á hálsi ofan- verðum sjást nokkrir minni háttar marblettir, en mjög aumir viðkomu. Við gynekologiska skoðun sjást engir áverkar á ytri kynfærum, en töluverður roði er á burðarbörmum. Tekið er sýni úr leggöngum, skoðað undir smásjá, og sést í því lifandi sáð- frumur“. Á dómbingi 12. nóvember skýrði K svo frá, að hún hefði sofið sæmilega þá um nóttina, en þó dreymt atburðinn aftur og aftur. Í þinghaldi 25. f. m. kvaðst K ekki vera búin að jafna sig að 41 642 fullu. Hún kvaðst enn kenna hræðslutilfinningar gagnvart karl- mönnum. Hún kvaðst hafa haft samfarir við karlmann, áður en þessi atburður varð, en ekki síðan. Af hálfu K er þess krafizt, að ákærði verði í máli þessu dæmd- ur til greiðslu miskabóta að fjárhæð kr. 100.000.00. Kröfu þeirri hefur ákærði mótmælt. TILL Að tilhlutun sakaðóms rannsakaði Grímur Magnússon, læknir og sérfræðingur Í geðsjúkdómum, geðheilsu ákærða. Um rannsóknina hefur hann samið skýrslu, dags. 11. febrúar s.l., og segir þar á þessa leið: „2... Um ætt Rafns hef ég ekki fengið nema fátæklegar upp- lýsingar. Faðirinn var drykkjumaður, og skildu foreldrar Rafns, þegar hann var um það bil 10 ára. Börnin voru níu, og hann var tvíburi, áttundi í röðinni. Móðir hans varð að vinna fyrir heimilinu, og uppeldi barnanna varð að mæta afgangi. Skóla- ganga Rafns var einnig í molum, enda hann sjálfur treggáfaður. Hann var þó í heimavistarskóla á Jaðri, en á sumrin á ýmsum sveitabæjum, svo að segja má, að hann hafi snemma verið á hrakhólum, og var fátt, sem stuðlað gæti að því að móta stefnu- festu eða ábyrgðartilfinningu hjá líttgefnum ungling. Hann lenti líka brátt í ýmsum óknyttum, strauk t. d. frá Jaðri ásamt öðrum strák til innbrota. (Einn bróðir hans hefur líka lent í þjófnaði). Síðan hann komst á lögaldur, hefur hann, ef svo má segja, verið með annan fótinn í fangelsi. Hann hefur þó unnið vel fyrir sér með köflum og verið duglegur til vinnu. En varla hafa það verið nema nokkrir mánuðir í senn og hafi honum safnazt fé, hefur hann byrjað drykkjutúra, þar til allir peningar voru þrotnir, og hafa slíkir túrar oft staðið vikum saman. Hann telur sig aldrei hafa framið afbrot nema undir áhrifum víns, en ekki er hægt að fá frekari sönnur á því. Nánir ættingjar, sem hann umgengst, telja hann mjög prúðan, viðmótsþýðan og hjálpfúsan, þegar hann er án víns. En byrji hann drykkjutúra (oft er fyrirboði þeirra eirðarleysi, svitakóf og slappleiki), breytist hann í annan mann. Kemur þá upp í honum mikilmennska og hroki, og finnst honum sér þá allt leyfilegt. Að öðru leyti finnst þeim hann hafa fulla skynjun og sé sér meðvitandi um allt, sem hann segir og gerir, þótt hann sé drukkinn. Sjálfum segist honum frá á sömu lund. Rafn er hvatvís, málgefinn, opinskár og óspar á að láta tilfinn- ingar sínar í ljós. Hann telur sig hafa verið órétti beittan (eink- um með fyrsta dómi fyrir nauðgun), segist hatast við þjóðfélagið, 643 einkum ef hann sé drukkinn og hati hann þá allt og alla. Telur hann, að ekkert hafi verið gert fyrir sig, en hann vilji ekki beygja sig fyrir neinum. Hann segir, að ekkert þýði að vinna, því að allt sé tekið í skatta, miklu betra og öruggara að vera inni (í fangelsi) en úti, hafi að engu að hverfa, þótt hann komist út. Um síðasta afbrot segir hann, að sér hafi fundizt lítið gera til, þó að hann fremdi það, þar eð hann lá undir sams konar ákæru, sem honum finnst óréttmæt með öllu. Hvorki í tali né framkomu Rafns verður vart ranghugmynda, ofskynjana eða annars, sem gæfi nokkur einkenni um geðveiki. Af ofangreindu má sjá, að Rafn hefur vanizt rótleysi frá bernsku og að hann hefur ekki Þþroskazt upp úr því. Hann á því mjög erfitt með að laga sig eftir umhverfi sínu og þjóðfélags- reglum, verður í og með af þeim sökum þvermóðskufullur og heiftugur. Þessir vankantar á skapgerð hans og lítt þroskuðu tilfinningalífi virðast aukast mjög og fá útrás, þegar hann er drukkinn. Styðst það bæði við upplýsingar hans sjálfs og annarra. En ekki hefur gefizt tækifæri til að athuga hann undir áhrifum víns. Allsgáður virðist hann halda vanköntum sínum í skefjum, en einnig undir áhrifum víns er hann sér fullmeðvitandi um það, hvað hann aðhefst, og verður því að teljast sakhæfur þrátt fyrir geðveilur sínar. Erfitt er að spá nokkru um horfur á betri hegðun í framtíðinni, en þó eru talsverðar líkur til, að slíkt væri mögulegt“. Enn fremur athugaði Kristinn Björnsson sálfræðingur ákærða, og er athugun hans lýst þannig í skýrslu hans, dags. 10. febrúar: „Rafn Svarvarsson, f. 31/7 1938, var athugaður af undirrit- uðum að beiðni Gríms Magnússonar, læknis, í febrúar 1970. "Niðurstöður voru þessar: Próf Wechslers fyrir fullorðna: Greindarvísitala munnlega hlutans reyndist .. .. 81 Greindarvísitala verklega hlutans reyndist .. ,„, .. 93 Greindarvísitala prófsins alls reyndist .. .. .. ,„, 86. Er því nokkurt misræmi milli munnlegs og verkiegs hluta prófsins. Yfirleitt eru bættir, sem reyna á kunnáttu og fræðslu, mun verr leystir en hinir, og sýnir það, að uppeldisleg vanhirða, lítil skólun og ófullnægjandi rækt við hæfileika hefur dregið úr þroska þeirra og nothæfni. Gott samræmi er innan hvers þáttar, og ekkert bendir hér á geðræna veilu. Álykta má, að uppruna- legir hæfileikar séu í slöku meðallagi, en notagildi þeirra af fyrrgreindum ástæðum heldur skert. 644 Kunnátta: - - . Lestur er stirður, maðurinn má þó teljast læs, einkunn um 7.0. Kann ekki að skrifa eftir upplestri, kann ekki skrifstafi, en skrifar allvel prentstafi, getur þó ekki stafsett algeng, auðveld orð. Fjarri því að standast barnapróf í skrift, stafsetningu eða reikningi. Sýnir það, að skólagangur hefur á sínum tíma verið lítill eða drengurinn þá verið haldinn einhverri veilu, sem haml- aði algerlega árangri. Athugun með aðferð Rorschachs: Prófaður var fús til samvinnu, reyndi eindregið að leggja sig fram og gera sitt bezta við prófið og sýndi þannig mikinn metnað og festu við að vinna að verkefni. Þetta jafnvel nokkuð yfirdrifið, svo að það hafði á sér þvingunarblæ eða óvenjulega viðleitni til að ná fullkomleika. Svör eru mörg og form þeirra flestra gott, sum eru fátækleg að innihaldi, en nokkur þó samsett og frumleg. Litasvör eru fá, en þó hafa litir áhrif, en fjarvíðdd og dekkt þó meiri áhrif. Hreyfisvör koma fyrir. Engin svör eru fjarstæð, en viss sérkenni í orðalagi koma fram, virðist þó afleiðing fá- fræði og erfiðleika við að orða hugsun skýrt frekar en að um sér- kenni í hugsun sé að ræða. Niðurstöðu má túlka þannig: - Greind er nálægt meðallagi. Raunveruleikamat virðist óskert, stjórn er á hugarflugi og raunsæi allgott. Tilfinningalíf er nokkuð ofsafengið, geðríki mikið, en ekki tamið í samskiptum við aðra. Það veldur því kvíða, ofsa og ófullnægðri þörf fyrir tengsl. Spyrja má, hvort léleg uppeldisleg mótun eða meðfædd gerð valdi þessu, en það er erfitt að aðgreina, sennilega hvort tveggja. Þetta virðist ekki hægt að flokka sem geðsjúkdóm eða sér- staka gerð hugsýki. En tilfinnanleg vandkvæði hjá uppeldislega lítt mótuðum manni eru líkleg til að valda geðrænum erfiðleik- um, sambúðavandkvæðum og hegðunarerfiðleikum. Varðandi batahorfur er metnaður, greind og óskert raunveru- leikamat jákvæð atriði, en taumleysi tilfinninga og andfélags- legur hugsunarháttur geta gert þær minni en efni standa til. Niðurstaða: Greindarþroski eðlilegur eða í slöku meðallagi. Ekki er um að ræða geðsjúkdóm, en hins vegar ótamið og ofsafengið tilfinn- ingalíf, sem veldur hegðunarerfiðleikum. Batahorfur gætu verið nokkrar, ef maðurinn fæst til raunverulegrar samvinnu“. 615 Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði áður sætt þessum refsidómum: 1957 18/1 5 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. og 157. gr. hegningarlaga. 1957 11/7 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningar- laga. 1958 12/12 2 ára fangelsi fyrir brot gegn hegningarlögum, áfeng- islögum og umferðarlögum. 1959 15/6 8 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningar- laga. 1960 16/3 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 110. gr. hegningar- laga. 1961 29/12 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningar- laga. 1964 30/7 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 217. gr. og 245. gr. hegningarlaga. 1966 7/3 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningar- laga (staðfest í Hæstarétti 1. desember 1967). 1969 18/11 30 daga fangelsi fyrir brot gegn 248. gr. hegningar- laga. Þá hefur hann 14 sinnum sætzt á greiðslu sekta, oftast fyrir ölvun. IV. Niðurstöður: I) Ákærði hefur að vísu við dómsrannsókn máls þessa og málsmeðferð borið á móti því, að hann hafi neytt M til samfara aðfaranótt 23. september f. á., og hefur framburður hans fyrir dómi þó verið nokkuð reikull: Hins vegar hefur M staðhæft, að ákærði hafi haft samfarir við hana með því að brjóta með ofbeldi á bak aftur mótspyrnu hennar. Önnur gögn í málinu styðja Þennan framburð hennar: a) M bar eftir nótt bessa töluverða áverka, og klæði hennar voru spjölluð, og hlýtur það að hafa verið af völdum ákærða. b) Magnea Rannveig Þorgilsdóttir segist hafa heyrt hávaða og jafnvel að kona kallaði á hjálp. c) Samkvæmt framburði vitna benti ástand M, eftir að hún kom á fund lögreglunnar, til þess, að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hana um nóttina. d) Viðbrögð ákærða við því, er hann var handtekinn næsta dag, benda eigi til þess, að hann hafi verið saklaus af sakar- giftum M, heldur fremur til þess, að hann hafi vitað upp á sig sök. 646 e) Ákærði játaði skýlaust fyrir rannsóknarlögreglu, að frá- sögn M um, að hann hefði tekið hana nauðuga, væri rétt. Ákærði hefur kannazt við, að hann hafi gefið skýrslu þessa og undir- ritað hana, og skýringar þær, sem hann gefur í því sambandi, verða að teljast markleysa. Þykja þannig traustar sannanir komnar fram um, að ákærði hafi framið brot það, sem lýst er í ákærulið 1. og varðar við 194. gr. almennra hegningarlaga. II) Með framburði ákærða sjálfs, vætti K og öðrum gögnum þykir sannað, að ákærði hafi með líkamlegu ofbeldi þröngvað KR, sem var aðeins 17 ára að aldri, til samfara á heimili herinar Í . að morgni hins 11. nóvember f. á., og hefur hann þannig gerzt sekur um stórfellt brot gegn 194. gr. almennra hegningar- laga. Refsing ákærða verður með hliðsjón af 77. gr. almennra hegn- ingarlaga og ferli ákærða ákveðin fangelsi 4 ár. Ákærði var í gæzluvarðhaldi 24. september til 24. október 1969, og enn fremur hefur hann verið í gæzluvarðhaldi samfleytt síðan 12. nóvember 1969. Er samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga rétt, að vist þessi, samtals 163 dagar, verði dregin frá refsingu hans. Í máli þessu verður ekki dæmt um fjárkröfi u M, en rétt þykir að taka að öllu leyti til greina bótakröfu K. - Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakar- innar, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, kr. 12.000.00, og málssóknarlaun kr. 12.000.00, er renni í ríkissjóð, en af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Jónatan Þórmundsson saksóknar- fulltrúi. Dómsorð: Ákærði, Rafn Svavarsson, sæti fangelsi 4 ár. Til frádráttar refsingunni komi gæzluvarðhaldsvist ákærða, 163 dagar. Ákærði greiði K kr. 100.000.00. Fjárkröfu M er vísað frá dómi. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal máls- sóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 12.000.00, og kr. 12.000.00 í máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 647 Föstudaginn 19. júní 1970. Nr. 180/1969. Birgir Þorvaldsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Ársæli Jóhannssyni (Guðmundur Pétursson hrl.) og Ársæll Jóhannsson gegn Birgi Þorvaldssyni og Einari Sigurðssyni (sjálfur). Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Fasteign. Kaup og sala. Veðskuldabréf. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 20. októ- ber 1969. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagsnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 19. janúar 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s. m. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda og stefnda Einari Sigurðssyni verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 339.000.00 ásamt 602% árs- vöxtum frá 12. april 1965 til 12, apríl 1966 og 1% vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi Einar Sigurðsson krefst aðallega sýknu af kröfum sagnáfrýjanda, en til vara, að honum verði aðeins dæmt „að bera einfalda ábyrgð á greiðslum þeim, sem aðaláfrýjandi, Birgir Þorvaldsson, kann að verða dæmdur til þess að greiða Ársæli Jóhannssyni þó að undanskildum málskostnaði“. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda. Átvikum máls þessa er skilmerkilega lýst í hinum áfrýj- aða dómi. Telja verður, að gagnáfrýjandi hafi tekið við veðskulda- 648 bréfum þeim, sem um er fjallað í málinu, úr hendi aðal- áfrýjanda á þeirri forsendu, að með þeim fengi hann örugga greiðslu á þeim hluta verðs hinnar seldu íbúðar. Aðaláfryýj- anda var kunnugt um, að fjárhagur skuldara veðskuldabréf- anna var mjög slæmur, og veðskuldir tryggðar með 1. og 9. veðrétti í m/s Ísborg voru í verulegum vanskilum. Veð- skuldabréfin reyndust og algerlega verðlaus, og aðaláfrýj- andi fékk enga greiðslu samkvæmt þeim. Getur hann því krafið aðaláfrýjanda um þennan hluta verðs íbúðarinnar, enda er ekki fram komið, að verðið hafi verið ákveðið óeðlilega hátt með hliðsjón af greiðsluháttum. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans, að því er varðar aðaláfrýjanda. Eftir þessum úrslitum ber aðaláfrýj- anda að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 50.000.00. Með skirskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann, að því er varðar stefnda Einar Sigurðsson, en rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, að því er hann varðar. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður, að því er varðar stefnda Einar Sigurðsson. Aðaláfrýjandi, Birgir Þorvaldsson, greiði gagnáfrýj- anda, Ársæli Jóhannssyni, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 50.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarbings Reykjavíkur 29. september 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Ársæll Jóhanns- son, Lokastíg 9 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 5. apríl 1967, gegn Birgi Þorvaldssyni fram- kvæmdastjóra, Hjarðarhaga 29 hér í borg, og Einari Sigurðssyni 649 héraðsdómslögmanni, Nesvegi 63 hér í borg, til greiðslu in solid- um á skuld að fjárhæð kr. 339.000.00 ásamt 614 % ársvöxtum frá 12. apríl 1965 til 12. apríl 1966 og 1% dráttarvöxtum á mánuði og fyrir brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu. Stefndi Birgir gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur hætfi- legur málskostnaður úr hendi stefnanda. Dómkröfur stefnda Einars eru nú þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að hann verði ekki dæmdur solidariskt með stefnda Birgi, heldur aðeins sem ábyrgðarmaður með einfaldri ábyrgð. Hann krefst nú ekki máls- kostnaðar sér til handa. Stefnandi lýsir málavöxtum í stefnu á þessa leið: „Málavextir eru þeir, að með afsali, dags. 10. júlí 1965, seldi stefnandi stefnda Birgi Þorvaldssyni fjögurra herbergja kjall- araíbúð að Lokastíg 9 hér í borg. Samkvæmt kaupsamningi 20. maí 1965 var söluverð íbúðarinnar kr. 600.000.00, sem greiddist Þannig: Hinn 22. maí 1965 kr. 111.000.00 í peningum, hinn 10. júlí 1965 kr. 150.000.00 í peningum og eftirstöðvarnar, kr. 339.000.00, með sex handhafaskuldabréfum, hverju að fjárhæð kr. 56.500.00, útgefnum 1. febrúar 1965 af Borgum h.f. Veð- skuldabréfin skyldu greiðast með jöfnum afborgunum á 5 árum, í fyrsta sinn hinn 12. apríl 1966, og voru þau tryggð með 3. sam- hliða veðrétti og uppfærslurétti ásamt 4 öðrum samhljóða skulda- bréfum í flutningaskipinu ÍSBORG, næst á eftir skuld á 1. veð- rétti við stofnlánadeild sjávarútvegsins að eftirstöðvum kr. 1.440.000.00 og skuld á 2. veðrétti við sama, kr. 9.960.000.00. Stefnandi fékk Iðnaðarbanka Íslands h.f. skuldabréfin til vörzlu og innheimtu, en hvorki þær né síðari innheimtutilraunir báru árangur, enda kom í ljós, að Borgir h.f. römbuðu á barmi gjaldþrots og höfðu þegar árið áður, er umrædd kaup fóru fram, verið komnar í stórfelld vanskil. Stefnandi gekk inn á nauðungar- uppboð á skipinu í nóvember s.l. Fór nauðungarsala á því fram 13. febrúar s.l, og var skipið slegið stofnlánadeildinni á kr. 3.250.000.00. Hefir félagið nú verið tekið til úrskurðar um gjald- Þrotaskipti. Stefnandi tók við umræddum veðskuldabréfum sem greiðslu upp í íbúð þá, er hann seldi, í því trausti, að þau fengjust greidd hjá skuldara þeirra og að greiðsla þeirra væri Örugglega tryggð í hinu veðsetta. 650 Þótt ekki kæmi annað til, er hið fyrra skuldasamband stefn- anda og stefnda Birgis aftur orðið virkt, en auk þess vissi stefndi Birgir sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Borga h.f., hvernig fjárhag fyrirtækisins var komið og hefir því ekki gengið þess dulinn, að veðskuldabréf þau, er hann lét sem greiðslu á hluta af kaupverðinu, voru einskis virði. Fasteignasala Einars Sigurðssonar hdl. hafði milligöngu um þessi viðskipti, en starfsmaður hennar lét undir höfuð leggjast að upplýsa stefnanda um það, hvernig farið gæti, ef eigi yrði staðið í skilum með greiðslur af skuldabréfunum, og hann yrði að leita fullnustu í veðinu. Með þessu hefir fasteignasala stefnda vanrækt skyldur þær, sem á henni hvíla, og bakað sér skaða- bótaskyldu gagnvart stefnanda. Skuld þessi hefir ekki fengizt greidd þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og er málshöfðun því óhjákvæmileg“. Í greinargerð gerir stefnandi svofellda grein fyrir máli sínu: „Stefndi Birgir Þorvaldsson seldi umrædda kjallaraíbúð með afsali, dags. 3. sept. 1965, Sigurði Guðmundssyni fyrir mun hærra verð en hann hafði keypt íbúðina á. Virðist augljóst, að hann hafi einungis keypt kjallaraíbúðina í því skyni að skapa sér verðmæti úr veðskuldabréfum, er voru einskis virði. Samkvæmt veðskuldabréfunum skyldu greiðast af þeim 614% ársvextir eftir á í sama gjalddaga og afborganirnar, þ. e. 12. apríl, en í fyrsta skipti 12. apríl 1965 fyrir tímabilið 1/2 '65—12/4 765. Er kvittað fyrir þeirri greiðslu á skuldabréfin af stefnda Birgi, framkvæmda- stjóra Borga h.f. og handhafa bréfanna. Er kaupin fóru fram, mun skuld Borga h.f. við stofnlánadeild sjávarútvegsins á 2. veðrétti, kr. 9.960.000.00, hafa verið í van- skilum síðan 15. apríl 1965. Atferli stefnda Birgis í sambandi við kaupin á kjallaraíbúðinni varðar augljóslega við 30. gr. samningalaganna nr. 7 frá 1936. En jafnvel þótt ekki kæmi þetta til, ber stefndi Birgir samt sem áður ábyrgð á skuldinni, þar sem viðtaka stefnanda á skulda- bréfunum felur ekki annað og meira í sér en það, að hann tekur á sig þá kvöð að reyna innheimtu á þeim, og þar sem fullreynt er, að sú innheimta er árangurslaus, þá er skuldasamband hans og stefnda Birgis aftur orðið virkt. Heimild til fasteignasölu byggist á sérstökum skilyrðum um menntun, starfsreynslu eða á sérstöku prófi. Hver sem er getur ekki fengið leyfi til slíkrar starfsemi, þar sem starfið er ábyrgðar- mikið og krefst sérþekkingar. Það leiðir af eðli starfans, að fast- 651 eignasalanum ber að gæta hagsmuna beggja aðila, kaupanda og seijanda, og leiðbeina þeim að svo miklu leyti sem þeir hafa ekki þekkingu á málunum sjálfur, og fasteignasalanum er eða má vera bað ljóst. Starfsmaður sá á fasteignasölu stefnda Einars Sigurðssonar héraðsdómslögmanns, Guðmundur Guðmundsson, er sá um sölu á kjallaraíbúð stefnanda, lét þess getið, að umrædd veðskulda- bréf væru þau líklegustu, er um væri að ræða af 5 ára bréfum. Ekki gerði hann stefnanda, sem var maður við aldur, f. 1883, og allskostar ókunnugur viðskiptamálum, neina grein fyrir því, eins og þó var brýn ástæða til, að til þess að fá fulinustu af veðinu yrði hann að yfirtaka skipið sem ófullnægður veðhafi, ef það seldist ekki fyrir áhvílandi skuldum, og greiða í peningum eða taka að sér skuldir á annan tug milljóna. Mátti hann þó vita sem sérfróður maður, að fjölmörg skip eru lítt seljanleg eða óseljanleg með öllu og áhvílandi veðskuldir í engu samræmi við verðmæti skipanna. Enda er það mála sannast, að stefnandi hefði aldrei tekið við umræddum bréfum, ef hann hefði gert sér grein fyrir þessu, Af framansögðu er ljóst, að framangreind „trygging“ var mjög óvenjuleg og óeðlileg í sambandi við þessi viðskipti, og verður að telja það stórfellt gáleysi, að starfsmaður fasteignasölunnar skyldi ekki vekja athygli stefnanda á þeirri áhættu, sem því var samfara að taka slíka „tryggingu“ góða og gilda, en á þessu ber stefndi Einar Sigurðsson ábyrgð sem eigandi skrifstofu þeirrar, er sá um söluna“. Hér fyrir dómi hefur stefnandi skýrt svo frá, að starfsmenn á fasteignasölu stefnda Einars Sigurðssonar hafi hvorki latt sig né hvatt til þess að taka við skuldabréfunum, en ekki kveðst hann muna, að starfsmenn fasteignasölunnar hafi útskýrt, hvernig færi, ef ekki yrði staðið í skilum með greiðslur samkvæmt skulda- bréfunum. Hann segir, að Guðmundur Guðmundsson, sölumaður á fasteignasölu stefnda Einars Sigurðssonar, hafi einn séð um sölu íbúðarinnar, allt til þess er hann skyldi gefa út afsal, en þá kveðst stefnandi fyrst hafa hitt Hauk Davíðsson, lögfræðing á skrifstofu fasteignasölunnar. Haukur hafi farið fram á bað, að hann (stefnandi) gæfi afsalið út á nafn Sigurðar nokkurs Guð- mundssonar, en sá hafi ætlað að kaupa íbúðina af stefnda Birgi. Segir stefnandi, að þá hafi stefndi Einar Sigurðsson verið kvadd- ur til og hafi hann sagt, að það væri allt í lagi að stíla afsalið á Sigurð Guðmundsson, en stefnandi segir, að Guðmundur Guð- 652 mundsson hafi latt sig til þess og sagt, að réttara væri að stíla afsalið á nafn stefnda Birgis Þorvaldssonar. Aðspurður um. það, hvernig því hafi verið háttað, þegar kaupsamningur var gerður, þá segist stefnandi hafa komið á skrifstofuna til undirskriftar, og kveðst hann halda, að kaupsamningurinn hafi þá verið tilbú- inn. og muni Haukur þá hafa verið viðstaddur sem vottur, en stefnandi tekur fram, að hann hafi eingöngu átt við Guðmund Guðmundsson í sambandi við söluna og ekki hafi hann átt tal við Hauk, fyrr en kom að því, sem hann hefur áður sagt um afsalið. Stefnandi segist oft hafa hitt Guðmund Guðmundsson í sam- bandi við sölu þessa og hafi Guðmundur komið tvisvar heim til hans, en stefnandi kveðst einu sinni hafa hitt Birgi Þorvaldsson. Þá hafi þegar verið búið að samþykkja kaupin, en í það skipti hafi stefndi Birgir ekið stefnanda heim og hafi stefndi Birgir komið inn með stefnanda til þess að fá teikningu af húsinu. Sér- staklega aðspurður um það, hvað stefnandi eigi við með orða- laginu, að þá hafi verið búið að samþykkja kaupin eða ganga frá þeim, þá kveðst stefnandi meina, að hann hafi verið búinn að lofa að selja, en það kveðst stefnandi skilja svo, að þá sé búið að ganga frá því, þar sem hann reikni með, að fólk standi við orð sín, en í þessu tilfelli, sem áður greinir, þegar Birgir kom heim með stefnanda, þá kveðst stefnandi ekki muna, hvort búið hafi verið að ganga frá kaupsamningnum, en stefnandi kveðst muna, að hann hafi verið búinn að lofa að selja, og í þetta skipti hafi Birgir sagt, að bréfin væru 100% trygg. Stefnandi neitar því, að Aron Guðbrandsson hafi komið til tals á milli hans og Guðmundar Guðmundssonar. Þá sé það alrangt, að Aron Guð- brandsson hafi verið fjármálaráðgjafi stefnanda. Stefnandi kveðst þekkja Aron frá barnæsku, en ekkert kveðst hann hafa minnzt á mál þetta við Aron, fyrr en eftir að gengið var frá sölunni, en þá kveðst stefnandi hafa farið með bréfin til Arons og spurt hann um sölumöguleika á bréfunum. Stefnandi kveður það rétt, að Guðmundur Guðmundsson hafi látið þess getið, að umrædd veð- skuldabréf væru þau líklegustu, sem um væri að ræða af fimm ára bréfum. Segir stefnandi, að þetta hafi komið fram í símtali, en þá hafi Guðmundur hringt til þess að láta stefnanda vita, að hann gæti selt íbúðina, ef þessi bréf væru tekin upp í andvirðið. Aðspurður um það, hvernig stefnandi hafi skilið þau ummæli, að þessi bréf væru þau líklegustu, þá segir stefnandi, að hann 653 hafi skilið það svo, að það væri ekki um önnur betri bréf að ræða. Stefnandi segir, að ekki hafi aðrir gert tilboð í íbúðina, en nokkrir hafi komið og litið á hana. Stefnandi segir, að íbúðin hafi ekki verið lengi til sölu hjá fasteignasalanum, en kveðst þó ekki muna, hve lengi. Stefnandi kveðst aldrei hafa neitað því, að það hafi verið hann sjálfur, sem tók ákvörðun um að selja íbúðina, og eins og áður sé fram komið, þá hafi starfsmenn fast- eignasölunnar hvorki hvatt hann né latt, en stefnandi segir, að vel gæti hann hafa hætt við íbúðarsöluna, ef þeir hefðu latt hann, og það sé það, sem hann telji á vanta, þ. e. að þeir löttu hann ekki. Stefnandi kveðst hafa verið togaraskipstjóri í um það bil 15 ár, en hafi hætt skipstjórastörfum árið 1935 eða 1936. Frá þeim tíma og þar til um 1952 kveðst stefnandi hafa verið stundum stýrimaður og stundum háseti á togurum. Seinna hafi hann unnið á olíupramma, og frá 1955 kveðst stefnandi hafa unnið á trésmíðaverkstæði Reykjavíkurborgar. Stefnandi kveðst aldrei hafa átt togara eða í togara eða fengizt við togaraútgerð, en hann kveðst einu sinni hafa átt hlut í vélbátnum Viktoríu, sem byggður var árið 1947. Hann segist hafa heyrt talað um, að Ísborgin væri togari, sem hefði verið breytt í flutningaskip. Aðspurður um það, hvenær stefnandi hafi fengið umrædd skulda- bréf í hendur, þá kveðst hann ekki muna það, en hann efist um, að hann hafi fengið þau fyrr en við undirskrift afsalsins. Spurn- ingu um það, hvort stefnandi hafi ekki notað tímann frá undir- skrift kaupsamningsins til undirskriftar afsals til þess að kynna sér, hvernig bréf þessi í raun og veru væru, svarar stefnandi því, að hann hafi ekkert gert í því, fyrr en hann hafi fengið bréfin í hendur, en þá hafi hann, eins og áður er komið fram, farið með þau til Arons Guðbrandssonar til þess að spyrja hann um sölumöguleika á þeim. Í þinghaldi 18. október 1967 var stefnandi samprófaður við vitnið Hauk Davíðsson. Skýrði stefnandi þá svo frá, að hann gæti þá ekki munað, hvor þeirra Hauks Davíðssonar eða Einars Sig- urðssonar hafi komið með tilmæli um að stíla afsalið á annað nafn, en þó taldi stefnandi sennilegt, að það mundi hafa verið Haukur Davíðsson, bar sem Guðmundur Guðmundsson hafi latt sig til þess að gera þetta, en Einar Sigurðsson hafi verið tilkall- aður út af þessu atriði og hafi Einar komið úr öðru herbergi þangað, sem þeir voru. Tók stefnandi fram, að tilmæli Hauks Davíðssonar um að stíla afsalið á annað nafn hafi verið gerð 654 að tilmælum Birgis Þorvaldssonar. Hafi honum (stefnanda) verið sagt, að Birgir óskaði eftir því, að afsalið yrði stílað á nafn Sig- urðar Guðmundssonar. Í þinghaldi 14. marz 1968 var stefnandi samprófaður við stefnda Birgi Þorvaldsson. Kvaðst stefnandi halda fast við, að tilmæli hafi komið fram um það, að afsal yrði stílað á Sigurð Guð- mundsson, en fullyrti ekki frá hverjum, en hann kvaðst eiga skjal, sem fyrst hafi verið stílað á Sigurð, en síðan breytt í nafn Birgis. Þá kvaðst stefnandi halda fast við það, að stefndi Birgir hafi sagt við hann, að bréfin væru 100% trygg. Þá skýrði stefnandi svo frá, að stefndi Birgir muni ekki hafa afhent hon- um peningana. Það hafi verið Haukur Davíðsson, sem það gerði, en ekki kveðst stefnandi fullyrða neitt um það. Stefndi Birgir Þorvaldsson kveður hina umræddu íbúð hafa verið fjögurra herbergja kjallaraíbúð við þrönga og lítt eftir- sótta götu og hafi verð íbúðarinnar eð tilliti til þess, hve út- borgun var há, verið mjög hagstætt seljanda. Muni það hafa haft áhrif á söluverðið, að um var að ræða skuldabréf, sem tryggð voru með veði í skipi, sem áður var veðbundið háum fjárhæðum, eins og mjög sé tíðkað í sambandi við hvers konar útgerð. Miðað við byggingarkostnað skipsins í þáverandi formi og það söluverð, sem skipið hafi verið boðið út á á frjálsum markaði, verði þó ekki talið, að skipið hafi verið fullveðsett. Stefndi Birgir kveðst enga ábyrgð hafa tekið á greiðslu bréf- anna. Hann hafi átt fé hjá Borgum h/f, eiganda Ísborgar, og fengið veðskuldabréfin sem greiðslu upp í þessa skuld. Þegar hann leitaði fyrir sér hjá fasteignasala um kaup á íbúð, bá hafi hann ekki getað fest kaupin, nema með því að greiða hluta kaup- verðsins með þessum bréfum. Hann hafi hvorki leynt fasteigna- salann né seljanda, hvers eðlis bréfin voru. Kaupandinn, sem við bréfunum tók, hafi tekið á sig þá áhættu, að veðin kynnu að reynast ónóg og að skuldin yrði af einhverjum ástæðum erfið til innheimtu. Þetta hafi verið handhafabréf, sem gengið hafi manna á milli sem slík. Ef stefnandi hefði látið bréf þessi í viðskiptum til þriðja manns, mundi hann án efa hafa borið það fyrir sig, ef hinum nýja eiganda sóttist illa innheimtan, að hann bæri enga ábyrgð á því, að veðið reyndist fullnægjandi eða að innheimtan tækist með öðrum hætti. Áherzla sé lögð á það, að hér sé um veðbréf að ræða. Ef krafa stefnanda yrði tekin til greina, gæti það haft þær afleiðingar, að veðbréf í skipum og fasteignum yrðu framvegis ónothæf í viðskiptum, ef sá, sem léti 655 þau af hendi, væri sjálfkrafa ábyrgur fyrir skilvísum greiðslum og fullnægjandi veðum, þó að hann væri hvorki útgefandi bréfs- ins né eigandi veðsins. Því er eindregið mótmælt af stefnda Birgi, að honum hafi sem stjórnarformanni og prókúruhafa Borga h/f verið ljóst, þegar bréfin voru afhent, að þau mundu reynast einskis virði. Hitt er annað mál, sem oft geti komið fyrir, að veðið fari á nauðungaruppboð vegna þeirra veðbanda, er hvíli á undan öðrum skuldum. Þegar stefnandi tók við veðbréfunum sem greiðslu, hafi hann engan veginn verið dulinn þess, því að texti bréfanna gefi það sjálfur til kynna, hvað hvíli á veðinu á undan þessari skuld. Þar hafi engin brögð verið í tafli. Stefnanda hafi hlotið að vera það ljóst, að til þess kynni að koma, svo sem ávallt sé um skuldir til langs tíma, ef þær lenda í vanskilum, að veðið yrði sett á nauðungaruppboð og þá allar áhvílandi skuldir gjaldfelldar. Undir slíkum kringumstæðum kunni til þess að koma og það verði síðari veðhafar að gera sér ljóst, að þeir verði að bjóða í veðið það háa fjárhæð, að hún fullnægi fyrri veðhöf- um. Þegar nauðungaruppboðið fór fram á m/s Ísborg, hafi stefn- andi verið einn af uppboðsbeiðendum. Með þeirri beiðni hafi stefnandi tekið alla þá áhættu, sem því fylgi að setja veðið á nauðungaruppboð. Stefnandi eða fulltrúi hans muni hafa verið til staðar að gæta réttar síns á nauðungaruppboðinu. En þá hafi ekkert boð komið í veðið frá hendi þessa uppboðsbeiðanda og hafi veðið verið slegið á mjög lágu verði til I. og II. veðréttar- hafa, sem vitanlega þurfti ekki að bjóða hærra verð í skipið en nauðsynlegt var til þess að fá sér slegið það sem eign. Að því er varðar dóma þá, sem stefnandi hefur vitnað til, þá leggur stefndi Birgir áherzlu á, að í þeim málum sé einungis fjallað um víxla og tékka, en hér sé um veðskuldabréf að ræða. Skipti dómar þessir því hér ekki máli. Sjálfur hefur stefndi vitnað til dóms Hæstaréttar frá 13. maí 1969 í málinu Matthías Andrésson gegn Emilíu Guðlaugsdóttur. Heldur stefndi Birgir því fram, að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt tómlæti, að hugsanlegar kröfur hans á hendur stefnda séu fallnar niður fyrir aðgerðaleysi. Svo sem fyrr greinir, var stefndi Birgir Þorvaldsson formaður stjórnar og prókúruhafi Borga h/f. Hér fyrir dómi hefur hann skýrt svo frá, að Borgir h/f hafi á þeim tíma, sem hér skiptir máli, verið eigandi að skipinu m/s Ísborg. Borgir h/f hafi gert skipið út, en Skipamiðlunarskrifstofa Gunnars Guðjónssonar hafi annazt allan rekstur skipsins í nafni Borga h/f. Aðspurður, hvort Borgir h/f hafi í maí 1965 haft einhver trygg verkefni fyrir m/s 656 Ísborg á næstu mánuðum eða næsta ári þar frá, hefur stefndi Birgir svarað með því að vitna í 3. tl. fundargerðar Borga h/f frá 26. apríl 1965, en þar er bókað: „Magnús Ármann, fulltrúi Skipamiðlunarskrifstofu Gunnars Guðjónssonar, mætti á fundin- um. Hann telur, að útlit sé fyrir batnandi frögtum og þar með afkomu“. Segir stefndi Birgir, að skipið hafi verið í stöðugum flutningum á þessum tíma. Segir stefndi Birgir, að hann mundi því ekki telja, að Borgir h/f hafi átt í greiðsluörðugleikum vorið 1965. Sjálfur kveðst hann hafa fengið greidda vexti af skulda- bréfunum nálægt gjalddaga og án erfiðleika. Spurningu um það, hvort honum sem stjórnarformanni og prókúruhafa hafi verið kunnugt um hag fyrirtækisins þrátt fyrir það, að skipamiðlunarskrifstofan annaðist reksturinn, svaraði stefndi Birgir á þá leið, að hann hafi ekki fengið mánaðarlegt yfirlit, en hann kveðst mjög oft hafa haldið stjórnarfundi í fé- laginu þetta ár. Hann segir, að á þeim tíma, sem bréfin voru gefin út, hafi skipið verið vátryggt hjá Álmennum tryggingum h/f og hafi vátryggingarfjárhæðin verið yfir 15 milljónir. Hann tekur fram, að hann hafi sjálfur ekki efazt um gildi bréfanna og ekki talið skipið of veðsett. Hann kveður það heldur ekki hafa hvarflað að sér, að skipið yrði selt á nauðungaruppboði. Að- spurður um það, hvort hann hafi vitað, að lán á ll. veðrétti hafi verið í vanskilum frá 15. apríl 1965, hefur hann svarað á þá leið, að hann muni það ekki, en hafi lánið verið í vanskilum, þá hafi hann átt að vita það, en hann viti, að Magnús Ármann, starfs- maður Skipamiðlunarskrifstofu Gunnars Guðjónssonar, greiddi til Seðlabankans upp í áhvílandi skuldir á I. og Íl. veðrétti kr. 400.000.00 til 500.000.00 á þessu ári. Þá tekur hann fram, að greiðsluörðugleikar á lánum til stofnlánadeildarinnar valdi því yfirleitt ekki, að gengið sé að skipum, og seint á árinu 1966 hafi starfsmenn Seðlabankans tjáð eigendum Borga h/f, að þeir mundu ekki ganga að skipinu, en jafnframt tekið fram, að eig- endurnir skyldu reyna að halda skipinu eins lengi gangandi og þeir gætu. Segir hann, að um líkt leyti og gengið var frá skip- inu, eða í nóvember eða desember 1966, hafi eigendur skipsins fengið góð tilboð um að láta breyta skipinu í olíuleitarskip í Norðurhöfum, en af þeim samningum hafi ekki orðið, þar sem skipið hafi verið selt á nauðungaruppboði. Tekur stefndi fram í því sambandi, að þegar Borgir h/f fengu þessi tilboð í skipið, þá hafi eigendur hlutafélagsins viljað reyna að semja við skuldheimtumenn skipsins, en Björn Ólafs, lögfræðingur Seðla- 657 bankans, hafi sagt, að af öllum lögfræðingum væri lögfræðingur stefnanda aðgangsharðastur um að krefjast nauðungaruppboðs. Aðspurður, hvort Borgir h/f hafi reynt að selja m/s Ísborg fyrir 20. maí 1965, hefur stefndi Birgir skýrt svo frá, að það hafi verið reynt að selja hlutabréf í Borgum h/f, en engin bréf hafi selzt. Hann kveðst aðeins einu sinni hafa talað við stefnanda um hin umstefndu bréf, en það hafi verið, þegar hann hafði gert tilboð í íbúðina. Ekki kveðst hann muna, að hann hafi talað um, hversu trygg bréfin væru eða hversu góð þau væru, en hann kveðst hafa sagt, að á undan bréfum þessum hvíldi á skipinu um 11 milljónir, en það væri vátryggt á um 15 milljónir. Stefndi Birgir segist aldrei hafa keyrt stefnanda heim, en hann kveðst hafa komið heim til stefnanda tvisvar eða Þrisvar sinnum til að taka við teikningum. Hafi stefnandi þá ekki verið við, en í síðasta skiptið, sem stefndi kom þangað, hafi verið búið að finna teikningarnar og hafi stefnandi þá verið við. Þetta hafi verið eftir að búið var að ganga frá kaupunum og eftir að hann var byrjaður að vinna við standsetningu á íbúðinni, annað hvort síðast í júní eða í byrjun júlí. Hann kveðst hafa hugsað sér annað hvort að eiga íbúðina og leigja hana eða selja hana, en það hafi ekki verið ákveðið, fyrr en hann fékk tilboð í hana frá Sigurði Guðmunds- syni og það hafi verið eftir að afsal var gefið út. Hann segir, að af sinni hálfu hafi aldrei komið fram tilmæli í þá átt, að afsal væri stílað á Sigurð Guðmundsson. Aðspurður, hvenær umtal milli hans og Sigurðar Guðmundssonar hafi fyrst átt sér stað um sölu umræddrar íbúðar, segist hann hafa látið íbúðina í sölu á fasteignaskrifstofu á Óðinsgötu 4 og muni starfsmenn þeirrar skrifstofu getað svarað þessari spurningu, en hann kveðst ekki muna, hvenær hann hafi látið íbúðina í sölu eða hvort það hafi verið áður en afsal frá stefnanda var gefið út eða síðar. Að- spurður um það, hvenær hann tók ákvörðun um það að selja íbúðina aftur, svaraði hann þannig: „Það var ekki fyrr en rétt áður en íbúðin var seld. Því mjög kom til greina að skipta henni í tvær íbúðir, eins og hægt var. Söluverð íbúðarinnar til Sigurðar var kr. 600.000.00. Ég man ekki betur. Afrit af kaupsamningnum hlýtur að vera til“. Lögmaður stefnanda benti stefnda Birgi á, að honum hafi verið sagt, að söluverð íbúðarinnar til Sigurðar Guðmundssonar hafi verið kr. 7 50.000.00, og var stefndi spurður að því, hvað hann hefði um þetta að segja. Stefndi Birgir svaraði: „Ég minnist þess ekki, en þeir, sem gengu frá sölunni, geta um þetta borið“. Hann var spurður að því, hvort hann hefði gert 42 658 mikið af því að kaupa og selja íbúðir. Hann svaraði: „Nei, enga nema þessa og svo íbúðirnar tvær, sem ég hefi búið í“. Hann var beðinn um að gera grein fyrir því, af hvaða ástæðu hann keypti þessa íbúð og seldi hana svo fljótt aftur. Hann svaraði: „Ég fékk lánaða peninga, en þurfti að greiða þá fyrr en ég bjóst við. Þess vegna þurfti ég að selja hana“. Hann kveðst hafa gert íbúðina hreina og rúllað yfir hana. Stefndi Einar Sigurðsson hefur Í greinargerð, dskj. nr. 13, gert svofellda grein fyrir máli sínu: „Í atvikalýsingu háttvirts andstæðings í stefnu og grg. €r það rétt, að salan á íbúð stefnanda, sem mál þetta er risið af, fór fram fyrir milligöngu fasteignasölu minnar. Ekki rengi ég það, sem þar er sagt um aldur stefnanda, ókunnugleika hans á við- skiptum almennt né að hann hefði ekki tekið við margnefndum skuldabréfum, ef hann hefði átt þess von, að þau fengjust ekki greidd. Allt annað í málflutningi háttv. andst. er rangt, ýkt eða villandi. I Sú staðhæfing, að starfsmaður sá í fasteignasölu minni, „€r sá um sölu á kjallaraíbúð stefnanda“, heiti Guðmundur Guð- mundsson, er röng. Fulltrúi minn, sem veitti skrifstofu minni forstöðu á þeim tíma, er sala þessi fór fram, og „sá um“ allar sölur fyrir mína hönd og á mína ábyrgð, heitir Haukur Davíðs- son, héraðsdómslögmaður, sem hafði sinnt þessu starfi hjá mér í 2 ár, en um árabil starfað við embætti sýslumannsins og bæjar- fógetans á Ísafirði og bæjarfógetans á Norðfirði, ýmist sem fulltrúi 1. flökks eða settur sýslumaður og/eða bæjarfógeti. IL Það er einnig rangt eða a. m. k. villandi hjá háttv. andst., að starfsmenn mínir (hann virðist halda, að aðeins sé um einn, Guðmund Guðmundsson, að ræða) hafi vanrækt upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skrifstofunnar varðandi hin umræddu skulda- bréf, og alrangt eða a. m. k. misskilningur stefnanda, að Guð- mundur Guðmundsson hafi mælt með bréfunum, ef háttv. andst. ætlaðist til þess, að orðalagið „væru þau líklegustu, er um væri að ræða af 5 ára bréfum“, eigi að skiljast á þann veg. Annars er um þessa setningu að segja, að ég hefi aldrei heyrt talað um „líkleg eða ólíkleg“ skuldabréf og enn síður skil ég samanburðar- merkingu þessarar setningar, þar sem um engan samanburð á þessum bréfum og neinum öðrum gat verið að ræða, hvorki 5 ára né lengri eða skemmri bréfum. Mér vitanlega koma engin önnur bréf til greina við þessi kaup, þar sem starfsmenn mínir 659 hafa tjáð mér, að það hafi verið algjör forsenda meðstefnda, Birgis Þorvaldssonar, að þessi bréf gengju upp í kaupin. Enn ber þess að gæta, að hin umræddu skuldabréf eru síður en svo boðlegri (ef það ætti að vera bað sama og líklegri) en nokkur önnur 5 ára bréf, að þau bera aðeins 614 % ársvexti, sem eru lægri vextir en ég minnist að hafi verið samið um í fasteignasölu minni. Guðmundur Guðmundsson kveðst heldur aldrei hafa látið þau orð falla, sem að framan greinir og höfð eru eftir honum í grg. háttv. andst. Hins vegar kveður hann stefnanda hafa rætt við sig um bréfin og spurt um álit hans á þeim, og kveðst Guðmundur Guðmundsson hafa svarað honum því, að lánstími eða tímalengd bréfanna væri hagstæðari en tíðkaðist við sölu á gömlum íbúð- um, en þar væri venjulegur lánstími 10 ár. Guðmundur Guð- mundsson kveður þó, að vera megi, að hann hafi sagt stefnanda, að stefndi Birgir Þorvaldsson hafi fullyrt, að skuldabréfin væru mjög örugg greiðsla, en Guðmundur Guðmundsson hafi alls ekki gert þau orð að sínum. Þá kveður Guðmundur Guðmundsson stefnanda hafa getið þess, að Aron Guðbrandsson væri fjármála- ráðgjafi hans, en jafnframt, að hann ætti í erfiðleikum með að ná tali af honum. Haukur Davíðsson segir stefnanda við samningsgerðina, að Guðmundi Guðmundssyni viðstöddum, hafa spurt sig um álit á skuldabréfunum. Kveðst hann hafa svarað stefnanda því skýrt og afdráttarlaust, að hann vildi hvorki mæla með því né móti, að hann tæki við bréfum sem greiðslu upp í íbúðina. Slíkt yrði stefnandi sjálfur að ákveða eða þiggja ráð um annarsstaðar frá. Haukur kveðst hafa flutt stefnanda þau ummæli Birgis Þorvalds- sonar, að bréfin væru mjög góð, enda hafi Birgir Þorvaldsson mjög lagt áherziu á það við sig, að bréfin væru „gulltrygg“. Ekki kveður Haukur Davíðsson stefnanda hafa nefnt við sig, að Guðmundur Guðmundsson hafi talið umrædd skuldabréf „lík- leg“ né neitt í þá átt, en Guðmundur Guðmundsson hafi verið viðstaddur, er þetta samtal fór fram. Haukur Davíðsson kveðst hafa svarað stefnanda svo sem að framan greinir, vegna þess að hann hafi einfaldlega alls ekki haft neina hugmynd um, hvers virði veðið væri, og talið sér með öllu óheimilt að láta uppi neina skoðun á jafn mikilvægu málefni, nema að vel athuguðu máli, enda hvorki viljað baka sér persónulega né skrifstofunni ábyrgð með fljótfærnislegeum fullyrðingum. Háttv. andst. byggir skaðabótakröfu stefnanda á hendur mér 660 á því, að um vanrækslu starfsmanna minna, stórfellt gáleysi eða hvatningu, beina eða óbeina, til hinna misheppnuðu viðskipta, hafi verið hér að ræða. Ég hefi hér að framan sýnt fram á, að allar eru þessar ásak- anir úr lausu lofti gripnar og byggðar á þekkingarleysi á máls- atvikum. Leiðir af sjálfu sér, að þegar grundvöllur kröfugerðar- innar hrynur, þá fellur rökstuðningur kröfunnar marklaus niður. Þá vil ég ekki láta ómótmælt skoðunum háttv. andst. á kröfum þeim, sem gerðar séu til fasteignasala og starfsmanna þeirra. Er þar fyrst, að í lögum um fasteignasölu er hvergi getið um starfs- reynslu né sérþekkingu í þeirri merkingu, sem notuð er Í grg. háttv. andst. Það er engrar starfsreynslu í fasteignasölu krafizt af þeim, sem vill gerast fasteignasali. Það er engrar sérþekkingar krafizt af fasteignasala, annarrar en skjalagerðar, og sú sérþekking og þjálfun í faginu var ekki önnur en sú, þegar ég var í skóla, að laganemum var gert að skila heimaverkefni í skjalaritun, en það voru ca. 10—20 mis munandi skjöl lögfræðilegs efnis, þar 3—4 varðandi fasteigna- sölu, en öllum sameiginlegt, að þau voru rituð beint upp úr for- málabókum eða áður notuðum verkefnum. Sú sérþekking, sem háttv. andst. tileinkar starfsmanni mínum Guðmundi Guðmundssyni í grg. sinni, er þó sú, að honum eigi að liggja Í augum uppi, hversu seljanleg hvers konar skip séu á hverjum tíma og í hverju hlutfalli áhvílandi veðskuldir séu í samanburði við verðmæti skipanna. Þetta tel ég algjöra fjar- stæðu og til alls of mikils ætlazt, enda órökstutt. Hitt vil ég leyfa mér að benda á, að stefnandi sjálfur er fyrrverandi skip- stjóri og mætti ætlazt til þess af honum frekar en starfsmönnum mínum, að hann hefði einhverja þekkingu á skipum, verðmæti þeirra og rekstrargrundvelli. Þá er og þess að geta, að kaup- samningur er undirritaður 20. 4. '65, en afsal gert og hin um- deildu bréf afhent 10. júlí s. á., eða 50 dögum síðar. Ætlazt mætti til þess, að sá tími hefði getað notazt stefnanda til þess að kynna sér skuldabréfin með aðstoð ráðgjafa síns í fjármálum, ekki sízt með tilliti til þess, að teljast verður nokkur aðvörun fyrir hann í þessu efni, að Haukur Davíðsson hefur neitað að mæla með þeim. Tel ég, að með því aðgerðaleysi sínu svo og með því að taka við bréfunum fyrirvaralaust hafi stefnandi firrt sig öllum hugsanlegum bótarétti á hendur mér og verði þess vegna að bera tjón sitt sjálfur, ef hann fær það ekki bætt á annan hátt“. Hér fyrir dómi hefur stefndi Einar Sigurðsson lýst því, að 661 hann taki til baka ummæli sín á dskj. nr. 13, þess efnis, að hann rengi ekki ókunnugleika stefnanda á viðskiptamálum almennt. Hann kveðst ekkert hafa komið nálægt máli þessu. Kveðst hann mótmæla því, sem fram komi í framburði stefnanda, þess efnis, að hann (stefndi Einar) hafi verið viðstaddur afsalsgerðina. Jafnframt kveðst stefndi mótmæla því, að hann hafi óskað þess, að afsalið yrði gefið út á nafn Sigurðar Guðmundssonar. Kveðst stefndi Einar ekki minnast þess, að hann hafi átt tal við stefn- anda. Þá kveðst hann ekki muna að hafa hitt stefnanda fyrr en í bæjarþingi Reykjavíkur, þegar yfirheyrsla í máli þessu fór fram. Segir stefndi Einar, að Guðmundur Guðmundsson sé sölu- maður á fasteignaskrifstofunni og vel geti það verið, að flest eða öll samtöl stefnanda við starfsmenn fasteignaskrifstofunnar hafi hann átt við Guðmund Guðmundsson, en þegar komi að samningsgerð, þá sjái lögfræðingur fasteignasölunnar, Haukur Davíðsson, um alia samningsgerð. Vel geti verið, að viðsemjanda fasteignasölunnar finnist hann eiga mest viðskipti við sölumann- inn, þó svo að endanleg samningsgerð og allt það, sem að lög- fræðilegum upplýsingum lýtur, sé í höndum lögfræðings fast- eignasölunnar. Í sumum tilfellum geli svo verið, að sölumaður sé raunverulega búinn að koma á samkomulagi um söluskilmála, þegar málið komist í hendur lögfræðings fasteignasölunnar. Hann segir, að það sé mjög óvanalegt, að veðskuldabréf, tryggð í skipum, séu notuð í fasteignaviðskiptum, en aftur á móti sé bað nokkuð algengt við kaup á fasteignum, að notuð séu hand- hafaskuldabréf, útgefin af þriðja aðilja, og þá með veði í fast- eign. Í þessu sambandi tekur stefndi Einar fram, að sé svo við sölu á fasteign, að kaupandi bjóði handhafaskuldabréf eða aðra greiðslu en peninga, ellegar skuldabréf, tryggt í hinni seldu fasteign, þá kveðst hann hafa gefið starfsmönnum sínum Þau fyrirmæli, að þeir skyldu hvorki hvetja seljendur né letja til að taka við bréfunum. Seljendur verði sjálfur að afla sér upplýsinga hjá utanaðkomandi aðiljum, ef þeir geti ekki metið bréfin sjálfir. Ástæðu fyrir þessu kveður stefndi Einar vera þá, að skrifstofan sé ekki óvilhallur aðili, þar sem fasteignasalan fái sölulaun, verði af viðskiptum, ella ekki. Hann segir, að bréf þau, sem mál þetta er af risið, séu mjög óvenjuleg greiðsla í fasteignaviðskipt- um. Í því sambandi tekur hann þó fram, að hann telji það mjög óvenjulegt, að ríkisbanki láni út á veð, sem ekki sé fulltryggt, og kunni það að hafa villt um fyrir starfsmönnum sínum. Hann kveðst einu sinni hafa boðið einu skipafélagi m/s Ísborg til 662 kaups, en skipafélag þetta hafi ekki viljað kaupa. Ekki kveðst hann hafa auglýst skipið. Ekki man hann, hvenær þetta var, en hann telur, að þá hafi annað hvort verið búið að breyta skipinu í flutningaskip eða það hafi verið í breytingu. Vitnið Haukur Davíðsson héraðsdómslögmaður hefur skýrt svo frá, að afskipti þess af umræddri sölu hafi verið Í því fólgin, að vitnið gekk frá kaupsamningi og afsali og var vottur á báðum skjölunum. Segir vitnið, að stefnandi hafi spurt um álit vitnisins á bréfunum. Kveðst vitnið hafa svarað því til, að það hefði ekkert vit á verðgildi skipa. Vitnið segir, að Guðmundur Guð- mundsson, sölumaður á fasteignasölunni, hafi sagt vitninu, að stefnandi hefði ráðgjafa í sambandi við viðskipti þessi í Kaup- höllinni. Segir vitnið, að sér hafi skilizt, að það mundi vera Aron Guðbrandsson. Ekki man vitnið nákvæmlega, hvenær því var sagt þetta, en fullyrðir þó, að það muni hafa verið áður en afsalið var gefið út, en vel geti verið, að það hafi verið eftir að kaupsamningurinn var gerður. Vitnið kveðst hafa margspurt stefnda Birgi Þorvaldsson um bréfin og hafi hann svarað því til, að þau væru gulltrygg. Vitnið segir, að stefndi Birgir Þor- valdsson hafi farið fram á það við vitnið að stíla afsalið frá stefnanda á nafn Sigurðar Guðmundssonar. Kveðst vitnið hafa aftekið það með öllu, en vitnið kveðst hafa sagt Guðmundi Guð- mundssyni frá þessum tilmælum. Vitnið tekur fram, að það sé rangt, að Einar Sigurðsson hafi þá verið tilkvaddur, því að Einar hafi ekkert komið nálægt þessari sölu, og kveðst vitnið halda, að Einar muni hafa verið fjarverandi úr bænum, því að annars kveðst vitnið mundu hafa hringt í Einar vegna máls þessa, en það kveðst vitnið ekki hafa gert. Ítrekað aðspurt kveðst vitnið hafa sagt stefnanda, að hann yrði að taka ákvörðun sjálfur um bréfin, og kveðst vitnið hafa ráðlagt honum að leita sér upplýs- inga annars staðar, þar sem vitnið kveðst ekki hafa haft vit á þessu, en vitnið kveðst ekki hafa sagt við stefnanda, hvar hann skyldi leita sér upplýsinga. Aðspurt um það, hvort veðskuldabréf eins og þau, sem í máli þessu ræðir, eða tryggð með veði í skipi séu venjuleg greiðsla Í fasteignaviðskiptum, svaraði vitnið á þá leið, að það gæti einungis svarað fyrir þann tíma, sem það hafi unnið við fasteignasölu, en það muni hafa verið í rúm tvö ár a. m. k., en þá hafi þetta verið eina tilfellið, og því kveðst vitnið hafa verið hálfhrætt við þessi viðskipti. Vitnið Guðmundur Guðmundsson sölumaður hefur skýrt svo frá 663 hér fyrir dómi, að stefnandi hafi sagt við vitnið, að hann ætlaði að ráðgast við mann í Kauphöllinni um verðgildi bréfanna. Vitnið seg- ir, að stefnandi hafi ekki nafngreint Aron Guðbrandsson, en vitnið kveðst sjálft hafa haldið, að maður þessi mundi vera Aron Guð- brandsson. Vitnið segir jafnframt, að stefnandi hafi sagt vitninu, að hann hefði ekki náð í þennan mann í Kauphöllinni, en samtal Þetta hafi átt sér stað, nokkru áður en afsal var gefið út. Vitnið kveðst aldrei hafa sagt, að þessi bréf væru þau líklegustu, sem um væri að ræða af fimm ára bréfum. Vitnið kveðst hins vegar hafa sagt, að bréf þessi væru styttri en almennt gerðist, og lætur vitnið þess getið, að við sölu eldri fasteigna þá sé algengast, að greitt sé með 10 ára skuldabréfum, þannig að þessi greiðsla væri þá til styttri tíma, en vitnið tekur fram, að það hafi aldrei sagt, að þau væru þau líklegustu. Aðspurt um það, hvort það hafi útskýrt fyrir stefnanda, hvernig færi, ef ekki yrði greitt af veðskuldabréfinu og skuldin færi í vanskil, segir vitnið, að það hafi það ekki gert, enda sé það ekki í þess verkahring og væri það þá frekar lögfræðingur fasteignasölunnar, sem slíki gerði. Vitnið kveðst muna, að Haukur Davíðsson hafi sagt við vitnið, að tilmæli hefðu komið fram um það, að stefnandi gæfi út afsal á nafn Sigurðar Guðmundssonar, og kveðst vitnið hafa sagt, að þeir skyldu hafa þetta eins og venjulega, en það er, að afsalið yrði stílað á hinn raunverulega kaupanda. Ekki kveðst vitnið minnast þess, að Einar Sigurðsson hafi verið viðstaddur, þegar samræður þessar áttu sér stað, og minnist þess ekki, að Einar hafi nokkuð komið nálægt þessari sölu, og telur vitnið, að hann hafi verið fjarverandi. Vitnið segir, að stefndi Birgir Þorvaldsson hafi sagt við vitnið, að bréfin væru góð, en vitnið kveðst ekki muna, hvort það hafi sagt stefnanda frá þessum ummælum Birgis. Vitnið segir, að Haukur Davíðsson hafi séð um gerð kaup- sarnnings og afsals og hafi stefnandi talað við Hauk þar að lút- andi, en vitnið kveðst ekki muna, hvernig hafi verið háttað sam- komulagi eða umræðum, áður en kom að gerð kaupsamnings. Vitnið segir, að það telji bréf, tryggð með veði í skipum, frekar óvenjulega greiðslu. Það komi mjög sjaldan fyrir, að slík bréf séu notuð í fasteignaviðskiptum. Vitnið telur, að það hafi ekki séð umrædd veðskuldabréf, þar sem allar greiðslur hafi farið fram hjá lögfræðingnum, a. m. k. man vitnið ekki eftir að hafa séð bréfin, en það telur víst, að bréfin hafi verið afhent á fast- eignaskrifstofunni. Vitnið kveðst hafa vitað, að skuldabréfin væru 664 tryggð með veði í skipinu, en vitnið kveðst ekki minnast þess, að það hafi kynnt sér, hve mikið hafi hvílt á skipinu á undan veðskuld þessari. Stefnandi og vitnið Guðmundur Guðmundsson voru sampróf- aðir. Tók stefnandi fram, að hann hafi aldrei minnzt á Aron Guðbrandsson eða mann í Kauphöllinni á fasteignaskrifstofu Einars Sigurðssonar, og kveðst stefnandi ekki hafa rætt við Aron, fyrr en eftir að hann fékk bréfin í hendur, og telur stefnandi, að bréfin hafi hann fengið við afsal. Vitnið Guðmundur segist ákveðið muna, að stefnandi hafi hringt í vitnið og þar minnzt á, að hann ætlaði að tala um bréfin við mann í Kauphöllinni, og jafnframt að stefnandi hefði ekki náð í manninn. Segir vitnið Guðmundur, að samtal þetta hafi átt sér stað, eftir að kaupsamn- ingur var gerður, en áður en afsalið var gert. Minnir vitnið, að samtal þetta hafi átt sér stað, rétt eftir að kaupsamningur var gerður. Aðspurt segir vitnið Guðmundur, að það minnist þess ekki, að það hafi átt tal við stefnanda um viðskipti þessi, eftir að gengið var frá afsali. Stefnandi kveðst heldur ekki minnast þess, að hann hafi átt tal við vitnið Guðmund, eftir að gengið var frá afsali. Vitnið Björn Ólafs hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi, að það hafi verið lögfræðingur stofnlánadeildar sjávarútvegsins, á meðan stofnlánadeildin var deild í Seðlabanka Íslands. Segir vitnið, að stofnlánadeildin hafi keypt umrætt skip á nauðungaruppboði á Ísafirði í febrúar 1962, að því er vitnið minnir. Var skipið þá útbúið sem togari, en hafði legið lengi á Ísafirði, áður en upp- boðið fór fram. Fáum mánuðum eftir að stofnlánadeildin keypti togarann, seldi hún skipið til þeirra Guðfinns Þorbjörnssonar, Bjarna Pálssonar og Guðmundar Kristjánssonar. Minnir vitnið, að skipið hafi verið verðlagt á kr. 2.000.000.00 og sú fjárhæð verið söluverð. Afhending hafi átt að fara fram á Ísafirði, enda hafi kaupendur sótt skipið þangað. Við kaupin hafi verið gert ráð fyrir því, að kaupendur sýndu uppdrætti og tillögur að breyt- ingum á skipinu. Jafnframt hafi verið tekið fram af hálfu stofn- lánadeildðar, að hún mundi lána fé til breytinga á skipinu, ef hún gæti fallizt á tillögur kaupenda. Segir vitnið, að kaupendur hafi fljótt hafizt handa um að ná í skipið og framvísa við stofnlána- deildina tillögum um breytingar. Tillögur þessar, sem gengu í þá átt að breyta skipinu í flutningaskip, hafi verið samþykktar af stofnlánaðeildinni og jafnframt hafi verið gefið loforð um að lána verulegan hluta af áætluðum breytingarkostnaði til kaup- 665 endanna. Hins vegar hafi kaupendur átt frjálst val á því, hvaða fyrirtæki annaðist um breytingarnar. Tekur vitnið fram, að af hálfu stofnlánadeildar hafi verið gerður skriflegur samningur við kaupendur þessu viðvíkjandi. Þeim samningi hafi síðar verið breytt, þegar Birgir Þorvaldsson o. fl. gengu inn í kaupin. Vitnið tekur fram, að af hálfu stofnlánadeildarinnar hafi verið gengið út frá því, að kaupendur stofnuðu félag um kaupin á togaranum. Það hafi þeir gert og hafi afsalið frá stofnlánadeildinni verið gefið út til Borga h/f. Vitnið man ekki, hvort afsal betta hafði að geyma söluverð togarans. Stofnlánadeildin hafi lánað kaup- endum samtals um 12.000.000.00 til endurbyggingarinnar, en þó sé að minnsta kosti ekki inni í beirri fjárhæð falið upphaflega stofnlánið, kr. 1.440.000.00. Vitnið kveðst hafa gengið frá afsal- inu, sem muni hafa verið dagsett 15. apríl 1964. Þau afskipti, sem vitnið hafði næst af þessum málum, voru þau, að stefndi Birgir Þorvaldsson kom til vitnisins sem prívatsmanns og lögfræðings í janúar 1965 og óskaði þess, að vitnið semdi fyrir sig nokkur veðskuldabréf, sem skyldu vera útgefin af Borgum h/f til hand- hafa. Hafi stefndi Birgir sagt, að Borgir h/f skulduðu fyrirtæki hans, Járni h/f, fé, sem svaraði fjárhæðum bréfanna. Vitnið kveðst hafa útbúið bréfin, en kveðst hvorki hafa séð um unðir- skriftir, stimplun né þinglestur þeirra. Fyrir vitninu var lesin skýrsla stefnda Birgis á dskj. nr. 36. Segir vitnið, að í meginatr- iðum sé rétt frá greint í skýrslu þessari, en tekur þó fram, að fleiri en Jón Finnsson hafi gengið fast eftir kröfum umbjóðenda sinna. Tekur vitnið fram, að það hafi fengið að sjá ýmis bréf varðandi tilraunir og samningaumleitanir þess efnis, að Borgir h/f leigðu umrætt skip til langs tíma til olíuborana og/eða sprengiefnaflutninga. Segir vitnið, að leigugjöld skipa fyrir slík störf séu mjög há. Taldi vitnið, að ef slíkur leigusamningur kæmist á, þá væri rekstur skipsins tryggður fyrir leigutímabilið. Kveðst vitnið því hafa reynt að halda kröfuhöfum frá og í fyrst- unni reynt að koma í veg fyrir það, að skipið færi á uppboð, til þess að reyna að bjarga því, sem bjargað yrði f. h. stofnlána- deildar. Vitnið segir varðandi ferð skipsins, sem um getur í síð- ustu málsgrein á dskj. nr. 36, að skipið hafi orðið fyrir vélar- bilun á Austfjörðum. Viðgerð hafi farið fram á Seyðisfirði. Við- gerðaraðili hafi kyrrsett skipið sem handveðshafi. Af þessum sökum hafi stofnlánadeildin greitt þann hluta viðgerðarkostnað- arins, sem á vantaði, til þess að losa skipið. Þetta hafi stofnlána- deildin gert til þess að reyna að vinna tíma, á meðan Borgir h/f 666 voru að vinna að samningaumleitunum um leigu skipsins, svo sem fyrr er frá greint. Vitnið kveðst hafa séð nokkur bréf við- víkjandi samningaumleitunum bessum. Hafi það verið álit stofn- lánaðeildar, að einasta vonin til að bjarga rekstri skipsins væri, að samningar næðust um leigu til áðurgreindra aðilja. Kveðst vitnið meðal annars hafa rætt mál þetta við skipamiðlara, Lúðvík M. Jóhannsson. Auk þess kveðst vitnið hafa haft samráð við bankastjórn Seðlabankans og hafi bankastjórnin verið samdóma vitninu um þetta atriði. Að gefnu tilefni tekur vitnið fram, að Seðlabankinn hafi ekki haft neitt daglegt eftirlit með skipinu á árinu 1965, en vitninu var kunnugt um það, að miklar skuldir hvíldu á skipinu og fóru vaxandi. Vitnið segir, að skipið hafi vetið tilbúið til siglinga, um það leyti sem afsalið 15. apríl 1964 var gefið út, en vitnið kveðst hafa neitað að samþykkja, að skipið sigldi úr höfn sem skrásett eign stofnlánadeildar. Að gefnu tilefni segir vitnið, að kostnaðarverð Ísborgar hafi verið orðið meira en verð tilsvarandi nýs skips frá útlöndum að viðgerð og yfirbyggingu lokinni þann 15. apríl 1964. Vitnið tekur þó fram í þessu sambandi, að með tilliti til þess, að skip, sem keypt eru frá útlöndum, séu jafnan bundin erlendum lánum, sem eigi ef til vill í vændum hækkanir vegna gengisfellinga, þá festi landsmenn ekki síður kaup í sambærilegum skipum, sem fáist hér á landi fyrir svipað verð, séu síðarnefnd skip aðeins bundin lánum í íslenzkum krónum. Að þessu athuguðu kveðst vitnið hafa litið svo á, að verðmunur Ísborgar og nýs skips frá útlönd- um væri ekki mikill. Vitnið segir, að skipið Ísborg beri að sumarlagi allt að 670 tonnum, en tæp 600 tonn að vetrarlagi. Þá segir vitnið, að stofnlánadeildin hafi í febrúar eða marz árið 1968 selt Ísborg fyrir 5.8 milljónir til Guðmundar Á. Guðmundssonar og fleiri, og skyldi stofnlánadeildin jafnframt útvega á sinn kostnað það, sem minnst þyrfti að gera, til þess að skipið fengi haffærisskírteini. Hafi skipið þá verið í sölu heima og erlendis, frá því að stofnlánadeildin keypti það. Var kauptilboð kaupenda það bezta, sem stofnlánaðeildinni barst. Fékk stofnlánadeildin sem greiðslu meðal annars um það bil helming af kaupverði í tryggum fasteignaveðskuldabréfum. Segir vitnið, að stofnlána- deildin hafi ekki treyst veði í skipinu fyrir allri fjárhæðinni, þó mest vegna hugsanlegra sjóveðskrafna. Lögmaður stefnanda hefur upplýst, að umbjóðandi hans hafi óskað eftir því við Sigurð Guðmundsson, er keypti kjallaraíbúð- ina af stefnda Birgi, að Sigurður gæfi skriflegar upplýsingar 667 um kaupverð íbúðarinnar. Sigurður hafi í fyrstu verið fús að efa slíkt vottorð, síðar hafi komið í ljós, að hann vildi helzt losna undan því, að því er virðist vegna þess, að honum hafi orðið óeðlilega mikið um að þurfa að gefa slíkt vottorð, að því er virtist sökum ellihrumleika, en hann muni vera maður á níræðisaldri. Í málinu liggja frammi tvö endurrit úr fundargerðabók Borga h/f, svohljóðandi: „Miðvikudagur 27. janúar 1965. Stjórnarfundur á Víðimel 38. Öll stjórnin mætt. 1. Rætt um rekstur skipsins og vanskil, sem félagið er komið í við Seðlabankann og stofnlánadeild. G. Þ. hefur átt viðtal við fulltrúa bankans, Jónas Aðalsteinsson, sem hótar að ganga að félaginu, ef við getum ekki staðið í skilum með vexti og afborganir. Hann vill fá rekstursreikning fyrir s.l. ár, spyr um hlutafé o. fl. Þetta samtal var 25. þ. m., og var gefinn vikufrestur. 2. Þá upplýsti G. Þ., að hann hefði gert tilraunir með að koma skipinu í ísfiskflutninga, talað við Meitil í Þorlákshöfn, Óla Óskar og fleiri aðila, sem allir telja þetta upplagt, ef fisk- ur(?) væri fáanlegur, en sennilega ekki tímabært eins og er. Birgir Þorvaldsson Guðfinnur Þorbjörnsson“. „Mánudagur 1/2 1965. Birgir Þorvaldsson og Guðfinnur fara á fund Jónasar Aðal- steinssonar. Hann upplýsir, að auk vangoldinna skulda frá 15/10 s.l, kr. 323.000.00, sé stofnlánið gamla líka fallið í gjalddaga (1/11 s.l.), ca. kr. 180.000.00, svo vanskilin eru %2 milljón í dag, og svo komi nýir gjalddagar í apríl. Hann fellst á, að við greiðum kr. 250.000.00 fyrir 20. þ. m. og kr. 150.000.00 pr. mánuð eftir það. Tilboð þetta var gert í samráði og með aðstoð Magnúsar Ármanns. Auk þessara greiðslna er því lofað af okkur, að ógreidd hlutafjárloforð verði innheimt með hörku. B. Þorvaldsson. Guðfinnur Þorbjörnsson“. Dómurinn hefur jafnframt haft til athugunar sjálfa fundar- gerðabókina og bókhaldsgögn frá félaginu. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir málavöxtum og 668 málsástæðum aðilja, en aðiljar málsins hafa jafnframt stutt rök sín með tilvísun í ýmsa dóma Hæstaréttar. Svo sem lýst hefur verið hér að framan, eru stefndi Einar Sig- urðsson og starfsmenn hans, Haukur Davíðsson og Guðmundur Guðmundsson, á einu máli um það, að óvenjulegt sé, að skulda- bréf, tryggð með veði í skipum, séu notuð í fasteignaviðskiptum. Með tilliti til þess og þar sem stefndi Birgir setti það skilyrði fyrir kaupunum, að veðskuldabréfin gengju upp í kaupin, þá var ástæða fyrir starfsmenn fasteignasölunnar að gera sjálfstæða könnun, en láta sér ekki nægja einhliða yfirlýsingu stefnda Birgis um, að bréfin væru trygg. Þegar atvik málsins eru virt, þykir þó eigi vera næg ástæða til að telja, að af hendi fasteignasöl- unnar hafi verið um svo vítaverða vanrækslu að ræða, að stefndi Einar Sigurðsson sé bótaskyldur gagnvart stefnanda. Ber því að sýkna stefnda Einar Sigurðsson af kröfum stefnanda, þar á meðal af málskostnaðarkröfu stefnanda, en eins og fyrr er frá sagt, hefur stefndi Einar Sigurðsson fallið frá málskostnaðarkröfu sinni. Svo sem hin umstefndu veðskuldabréf bera með sér, skyldu Borgir h/f greiða vexti af bréfunum í fyrsta sinn 12. apríl 1965. Þann 28. apríl 1965 greiddu Borgir h/f vexti þessa, og ritaði stefndi Birgir kvittun fyrir vöxtunum á bréfin. Með þessu voru vextir af bréfunum, sem tryggð voru með 3. veðrétti í skipinu, greiddir með skilum, enda þótt bæði lánin, sem hvíldu á 1. og 2. veðrétti á skipinu, væru þá í mjög verulegum vanskilum, sbr. dómsskjöl nr. 54—-57, en samkvæmt þeim námu vanskil þessi rösklega kr. 1.300.000.00. Greiðsla vaxta af hinum umstefndu bréfum og áritunum á þau var, eins og á stóð, til þess fallin að vekja óverðugt traust stefnanda á bréfunum. Af gögnum málsins má ráða, að fjárhagsafkoma Borga h/f var á þessum tíma bág- borin, og rekstur skipsins stóð höllum fæti, og alger óvissa var um rekstur og afkomu skipsins í náinni framtíð. Þykir mega byggja á því, að stefnda Birgi, sem var formaður stjórnar félags- ins og prókúruhafi þess, hafi verið kunnugt um þessa erfiðleika félagsins. Þrátt fyrir þetta gerði hann stefnanda ekki grein fyrir högum þess, en til þess var þó full ástæða, eins og á stóð. Að svo vöxnu máli og með hliðsjón af málavöxtum að öðru leyti verður að telja, að stefnda Birgi sé skylt að standa stefnanda skil á andvirði hinna umstefndu veðskuldabréfa. Ber því að dæma hann til að greiða stefnanda hina umstefndu fjárhæð, enda verður eigi á það fallizt með stefnda, að stefnandi hafi, eins og atvikum 669 er háttað, sýnt af sér slíkt tómlæti, að kröfur hans séu af þeim ástæðum fallnar niður fyrir aðgerðaleysi. Sú málsvörn, sem stefndi Birgir bar fram til vara við hinn munnlega málflutning, að krafan samkvæmt bréfunum sé ekki öll gjaldfallin, verður með hliðsjón af ákvæðum bréfanna um afleiðingar vanskila og málsatvika að öðru leyti ekki tekin til greina. Rétt þykir að dæma stefnda Birgi til að greiða stefnanda 614 % ársvexti af hinni tildæmdu fjárhæð frá 12. apríl 1965 til greiðslu- dags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda Birgi til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 50.000.00. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Eggert Kristjánssyni og Guðmundi Skaftasyni, lögfræðingum og löggiltum endurskoðendum. Dómsorð: Stefndi Einar Sigurðsson skal vera sýkn af kröfum stefn- anda í máli þessu. Stefndi Birgir Þorvaldsson greiði stefnanda, Ársæli Jó- hannssyni, kr. 339.000.00 með 612 % ársvöxtum frá 12. apríl 1965 til greiðsludags og kr. 50.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 670 Mánudaginn 22. júní 1970. Nr. 223/1969. Dagfinnur Stefánsson (Ólafur Þorgrímsson hrl.) Segn Soffíu Haraldsdóttur og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds. Gizur Bergsteinsson, Gunnar Thoroddsen og Logi Einarsson og prófessor Magnús Þ. Torfason. Hjónaband. Skilnaður. Fjármál. Úrskurður úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. nóvember 1969, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. nóv- ember 1969 og krafizt þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur um þá séreign hans, sem þar er kveðið á um, og enn fremur að dæmd verði séreign hans öll umdeild hluta- bréf í Loftleiðum h/f, samtals að nafnverði kr. 729.000.00. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar úr hendi gagn- áfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 5. des- ember 1969 og krafizt þess, að séreign aðaláfrýjanda verði aðeins talin hálf húseign nr. 41 við Sólheima og hlutabréf í Loftleiðum h/f, að nafnverði kr. 50.000.00, og að aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða henni málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þeita hefur hvorki í héraði né fyrir Hæstarétti verið flutt svo rækilega, að það sé undir dómtöku búið: 1. Brýna nauðsyn ber til að kveðja báða aðilja málsins fyrir dóm og taka af þeim rækilega aðiljaskýrslu um aðdragandann að kaupmála þeim, sem þau gerðu hinn 12. marz 1960, og um tilætlun þeirra hvors um sig, að því er varðar hlutabréf aðaláfrýjanda í Loftleiðum h/f. Er rétt, að gagnáfrýjandi gefi greið svör um vitneskju sína um öflun aðaláfrýjanda á hlutabréfum í nefndu 671 hlutafélagi á þeim tíma, er kaupmálinn var gerður. Vætti þess manns eða þeirra manna, sem aðstoðuðu við kaupmálagerðina, er og nauðsynlegt til glöggvunar. 2. Rétt er að leiða í ljós, hversu mikið fé aðaláfrýjandi hefur alls greitt í Lífeyrissjóð atvinnuflugmanna og hvert er verðgildi innstæðuréttar hans í lifeyrissjóðn- um. Glöggar skýrslur um þetta verða að vera fyrir hendi, þá er tekin er afstaða til þess, hvort gagnáfrýj- andi skuli að afnámi hljóta einhverja fúlgu til að jafna að einhverju leyti metin vegna lífeyriskaupa mannsins, sbr. 2, mgr. 17. gr., 19. gr. og 53. gr. laga nr. 20/1923. Eins og málið er í pottinn búið, telst rétt að fella úrskurð skiptaráðanda úr gildi og vísa málinu til skiptadóms af nýju. Eftir atvikum ber að fella niður málskostnað í Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er mái- inu vísað til skiptadóms til meðferðar af nýju. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 21. maí 1969. Mál þetta er risið út af búskiptum vegna hjónaskilnaðar Soffíu Haraldsdóttur og Dagfinns Stefánssonar flugstjóra, Sólheimum 41 hér í borg. Var málið tekið til úrskurðar 8. þ. m. að loknum munnlegum málflutningi, eftir að gagnaöflun og árangurslaus sáttaumleitun hafði fram farið. Sóknaraðili, Dagfinnur Stefánsson, gerir þær kröfur, að endur- heimtur verði réttur hans til séreignar að háifri húseigninni nr. 41 við Sólheima í Reykjavík og allri hlutafjáreigninni í Loft- leiðum h/f samkvæmt kaupmála frá 12. marz 1960, sbr. dskj. nr. 3, og til viðurkenningar réttindum hans í Lífeyrissjóði at- vinnuflugmanna sem persónulegrar eignar sóknaraðilja og óskipt- anlegri. Einnig krefst hann málskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili hefur viðurkennt, að sóknaraðili átti hálfa hús- eignina að Sólheimum 41 sem séreign og hlutabréf í Loftleiðum h/f að fjárhæð kr. 50.000.00, en mótmælir kröfu sóknaraðilja að öðru leyti. Hún krefst og málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Í skjölum þessa máls er upplýst, að aðiljar þess gengu í hjóna- 672 band 27. marz 1954. Með leyfisbréfi, dags. 13. september 1959, fengu hjónin skilnað að borði og sæng, sbr. dskj. nr. 11, og var þá gerður skriflegur samningur með þeim hjónum, dags. 16. september 1959, um forræði og framfærslu barnanna tveggja, sem þau áttu, um framfærslueyri til konunnar, meðan skilnaður að borði og sæng stæði, og búskipti. Samkvæmt því tók maðurinn á sig greiðslur allra skulda félagsbúsins og skatta og útsvars á árinu 1959. Maðurinn fær í sinn hlut fasteign búsins að Sól- heimum 41, hlutabréf í Loftleiðum h/f, erlendar innstæður og enn fremur bækur sínar og persónulega muni. Innanstokksmun- um skyldi skipt að jöfnu milli hjónanna. Þá segir svo í samn- ingnum: „Maðurinn greiði konunni hinn 1. október 1959 kr. 120.000.00 og hinn 15. desember 1959 kr. 80.000.00. Fyrir síðari greiðslunni samþykkir maðurinn víxil með fyrrgreindum gjald- daga. Vextir reiknast ekki af víxli þessum til gjalddaga. Maðurinn gefi út veðskuldabréf að fjárhæð kr. 95.000.00. Bréf þetta greiðist upp með jöfnum afborgunum á fimm árum, beri Tð% ársvexti, er greiðist eftir á. Bréfið verði tryggt með veðrétti í Sólheimum 41. Skuldabréf þetta fái konan. Maðurinn greiði konunni hinn 28. febrúar 1960 kr. 9.500.00%. Hjónin tóku svo upp sambúð aftur á öndverðu ári 1960, og kom því eigi til endanlegs hjónaskilnaðar. Í sambandi við það, að þau hjónin tóku upp sambúð að nýju í ársbyrjun 1960, segir sóknaraðili, að þau hafi gert með sér kaupmála, sbr. dskj. nr. 3, dags. 12. marz 1960 og tilkynntur 27. apríl s. á., en meginmál kaupmálans hljóðar svo: „1. Séreign mín, Dagfinns, og utan hjúskapareignar skal vera hálft húsið nr. 41 við Sólheima hér í bæ. Jafnframt ber mér einum að sjá um greiðslu helmings áhvílandi skulda. Verðmæti hússins hálfs telst vera kr. 180.000.00, en fasteignamat er ekki fyrir hendi, þar sem byggingu þess er enn ekki lokið. Þá skulu vera séreign mín, Dagfinns, og utan hjúskapareignar hlutabréf í Loftleiðum h.f. að nafnverði kr. 50.000.00 og auk þess öll þau hlutabréf, er ég síðar kann að eignast í því félagi. Enn skal vera séreign mín allt það fé, er ég kann að erfa frá ættingjum mínum. 2. Séreign mín, Soffíu Sigurrósar, og utan hjúskapareignar skal vera allt það fé, er ég kann að erfa. 3. Að öðru leyti skal fara um fjármál okkar samkvæmt ákvæð- um laga um fjármál hjóna“. Sóknaraðili segir, að það hafi verið alger forsenda þess, að 673 þau hjónin tækju upp sambúð aftur, að kaupmáli væri gerður. Þá hefur sóknaraðili upplýst, að þegar þau hafi tekið upp sam- búð að nýju, hafi hann verið búinn að greiða konunni kr. 200.000.00 í peningum samkvæmt skilnaðarsamningnum auk meðlaga og framfærslueyris til konunnar, eins og samningur- inn hljóðaði um, og hafi séreign hans átt að jafna metin eftir bað. Varðandi ákvæði kaupmálans um séreign sóknaraðilja á hluta- bréfum í Loftleiðum h/f, sérstaklega þeim hlutabréfum, er hann síðar kynni að eignast í því félagi, telur sóknaraðili, að sérstök ástæða hafi verið til þess ákvæðis, því þá þegar, eða á aðalfundi félagsins 1958, hafi verið ákveðið að auka hlutafé félagsins og hafi hann, áður en kaupmálinn var gerður, verið búinn að skrifa sig fyrir auknu hlutafé. Þá hafi sóknaraðili á þessum tíma verið í stjórn félagsins, auk þess sem hann hafði þar atvinnu og hafi hlutafjáreign hans í Loftleiðum h/f haft svo mikla þýðingu fyrir hann, að ákvæðin um hlutabréf í kaupmálanum hafi verið alger forsenda þess, að hann tæki aftur um sambúð með varnaraðilja. Þetta hafi konunni verið vel ljóst og sé hér því um bindandi samning að ræða. Til styrktar kröfu sinni hefur sóknaraðili um hlutafi járeignina vitnað til ákvæða 29. gr. laga nr. 20/1923, sbr. lög nr. 10 14. marz 1962, 1. gr., en þar segir: „Með kaupmála, sem gerður er á undan hjúskap, eða meðan hjúskapur stendur, geta aðilar ákveð- ið, að munir, sem annað hjóna á eða eignazt kann og annars yrðu hjúskapareign, skuli vera séreign þess ...“. Telur sóknar- aðili, að þetta ákvæði eigi hér við, þar sem hér sé um einstak- lega ákveðna muni að ræða, þar sem hlutabréfin séu, en ekki ákvæði 3. mgr. 30. gr. Þá hefur sóknaraðili haldið því fram, að hlutabréf þau, er hann hafi eignazt eftir gerð kaupmálans, séu ýmist aukningar- (jöfnunar) hlutabréf eða greidd af arði hluta- bréfanna og félagsbúinu því óviðkomandi. Varnaraðili hefur viðurkennt séreign sóknaraðilja að hálfri fasteigninni Sólheimum 41, Reykjavík, og hlutafjáreign í Loft- leiðum h/f, að kr. 50.000.00 að nafnverði, en hefur andmælt kröfu sóknaraðilja að öðru leyti, eins og áður greinir. Verður fyrst vikið að andmælum hennar varðandi hlutafjáreignina. Hún and- mælir því sérstaklega, að sóknaraðili hafi verið búinn að skrifa sig fyrir hlutafjárkaupum, þegar kaupmálinn var gerður, og að varnaraðili hafi samþykkt þessa ráðstöfun. Hún telur ákvæði kaupmálans, er kveður svo á, að hlutabréf, er sóknaraðili síðar 43 674 kunni að eignast í Loftleiðum h/f, verði séreign hans, sé ógilt samkvæmt 3. mgr. 30. gr. laga nr. 20/1923 og hefur bent á, að sóknaraðili hafi enga peninga átt sem séreign, er hann gæti varið til þessara hlutabréfakaupa. Ekki hafi arður af hlutabréfaeign- inni heldur orðið séreign stefnanda, þar sem það sé ekki fram tekið í kaupmálanum, sbr 2. mgr. 23. gr. nefndra laga. Uppskrift á búi aðilja fór fram dagana 4. og 8. marz 1968, og er hlutafjáreignin í Loftleiðum h/f talin þar kr. 679.000.00, sbr. dskj. nr. 10, en samkvæmt lista, er sóknaraðili lagði síðar fram í málinu, er hlutafjáreignin sem hér segir: Hlutabréf 210—214, ódagsett .. .. .. 2... 0 =. kr. 5.000.00 Hlutabréf, keypt í júní 1954, útgefin 3. júní 1954 — 33.000.00 Hlutabréf, útgefin 1960 .. 2. 0000. 200.000.00 Nafnskráð hlutabréf, útgefið 1948 2. .0.00.00.80.. 2. 5.000.00 Jöfnunarhlutabréf, útgefin 1. desember 1966 .... — 486.000.00 Samtals kr. 729.000.00 Eins og sést af þessari skýrslu, virðist sóknaraðili ekki hafa z átt nema í mesta lagi hlutabréf fyrir kr. 43.000.00, þegar kaup- máli var gerður í marz 1960. Hins vegar hefur sóknaraðili lagt fram óstaðfest endurrit úr fundargerðabók Loftleiða h/f frá hluthafafundi 18. janúar 1958, þar sem samþykkt er að auka hlutaféð úr 2 milljónum í 4 milljónir króna og stjórn félagsins falið að efna til útboðs á hlutafjáraukanum meðal hluthafa, sbr. dskj. 14, og enn fremur hefur sami aðili lagt fram ljósrit af skrá, þar sem hann skráir sig fyrir hlutafjáraukningu, og er dagsetning á þessu skjali 23. janúar 1958. Á því skjali hefur sóknaraðili skráð sig fyrir hlutafjárkaupum að fjárhæð kr. 250.000.00. Af þessari fjárhæð hefur sóknaraðili síðan raunverulega keypt hluta- bréf að fjárhæð kr. 200.000.00 eftir því, er að framan greinir og upplýst er í málinu, og hefur þannig átt hlutabréf að fjárhæð kr. 243.000.00 fyrir, þegar jöfnunarhlutabréfin voru gefin út, en hækkunin nam 200%, eða alls kr. 486.000.00. Fallast verður á það, eins og gagnaðili hefur viðurkennt, að sóknaraðili eigi sem séreign upphafleg hlutabréf fyrir að fjár- hæð kr. 50.000.00. En einnig þykir verða að fallast á, að hann eigi sem séreign jöfnunarhlutabréf, er svarar til hækkunar á þeim hluta, og nemur það kr. 100.000.00, enda verður að telja, að þar sé aðeins um að ræða breytta verðskráningu á sama 675 hlutnum, en þar sé ekki um nýja eign að ræða. Hins vegar verður ekki á það fallizt með sóknaraðilja gegn andmælurn varnaraðilja, að hér hafi verið samið um það, svo að bindandi sé, að sóknar- aðili eignaðist alla hlutafjáreignina sem séreign, hversu mikil sem hún yrði, og verða kröfur hans í þessu efni því ekki teknar til greina frekar en að framan greinir. Skal þá vikið að kröfu sóknaraðilja um, að hlutdeild hans í Lífeyrissjóði atvinnuflugmanna tilheyri honum einum. Sóknaraðili heldur því fram, að hér sé um bundið fé að ræða, sem hann ráði ekki yfir og komi því aðeins til útborgunar, að sérstök skilyrði séu fyrir hendi. Það sé sem sé bundið við líf og starf hans og tilheyri ekki félagsbúinu, enda ekki gjaldfallið til útborgunar. Hér sé því ekki um eiginlega eign að ræða, heldur skilyrtan kröfurétt og séu skilyrði fyrir útborgun úr sjóðnum ekki fyrir hendi og ekki vitað, hvort þau komi nokkurn tíma fram. Fram hefur verið lögð í málinu reglugerð fyrir Lífeyrissjóð atvinnuflugmanna, dskj. nr. 12. Í 2. gr. reglugerðarinnar eru ákvæði um tilgang sjóðsins sem hér segir: „1) Að tryggja flug- mönnum rétt til lífeyris, frá því þeir láta af störfum sem flug- menn og þar til þeir verða 67 ára, sbr. þó 1. mgr. 7. gr. 2) Að tryggja börnum og mökum flugmanna lífeyri, ef flugmaðurinn fellur frá“. Í 7. gr. reglugerðarinnar eru ákvæði um greiðslur úr sjóðnum, m. a. um skilyrðin, sem þurfa að vera fyrir hendi til að greiða megi úr honum. Eru meginskilyrðin tvö í samræmi við tilgang sjóðsins, er að framan greinir. Fyrra tilvikið er, ef flugmaður hættir flugstörfum í lifanda lífi, á hann rétt á að fá greiddan líf- eyri úr sjóðnum, enda sé hann þá minnst 50 ára að aldri eða hafi tapað 25% eða meiru af starfsorku sinni. Hitt tilvikið er, þegar flugmaður deyr, hvort heldur er, meðan hann er starfandi flug- maður eða eftir að hann hefur hætt flugstörfum, þá skal allur lífeyrisréttur hans í sjóðnum ganga til aðstandenda hans eftir þeim reglum, er í greininni getur nánar. Fyrst skulu börn, sem flugmaður hafði á framfæri sínu, hljóta lífeyri, sem svarar lög- ákveðnum meðalmeðlögum með óskilgetnum börnum til 16 ára aldurs. „Sé hins vegar meiri inneign í sjóðnum, skiptist afgang- urinn milli erfingja flugmannsins eftir sömu reglum og erfða- fé...“ Í reglugerðinni, 9. gr., segir svo: „Óheimilt er að framselja eða veðsetja lífeyriskröfu samkvæmt reglugerð þessari, og ekki 676 ná leggja á þær löghald né gera Í þeim fjárnám eða lögtak. Eng- inn skuldheimtumaður í dánarbúi eða þrotabúi hefur rétt til að skerða kröfurnar á nokkurn hátt“. Varnaraðili hefur eindregið mótmælt því, að lífeyrissjóður til- heyri manninum einum, og hefur í því tilliti sérstaklega vitnað til ákvæða 23. gr. laga nr. 20/1923, þar sem rakin eru skilyrði þess, að eign sé talin séreign annars hjóna. Auk þess væri eðli- legast að taka fram, ef kona í slíkum tilfellum og hér um ræðir, ætti ekki neinn rétt til þess fjár. Eins og áður er greint, verður annað af tveimur skilyrðum að vera fyrir hendi, til að skylt sé að greiða úr Lífeyrissjóði at- vinnuflugmanna, sem sé, að flugmaðurinn hætti flugstörfum og hafi þá náð 50 ára aldri eða að flugmaðurinn deyi. Um fyrra skilyrðið ér það að segja, að alls óvíst er, hvort því verði nokkurn tíma fullnægt, að því er hvern einstakan flugmann varðar, og þar á meðal flugmann bann, er hér um ræðir. Varðandi hitt skilyrðið, að flugmaður deyi, er tekið fram, að lífeyrisrétturinn gangi fyrst til barna hans innan 16 ára aldurs og síðar, ef af- gangur verður, þá gengur hann til erfingja flugmannsins eftir sömu reglum og eríðafé. Eins og sést á þessu, er ekki að því vikið í reglugerðinni, að fráskilinn maki flugmannsins geti verið aðili þessara réttinda, enda er fráskilinn maki ekki erfingi flug- manns frekar en annarra manna. Það verður því að fallast á bað með sóknaraðilja, að lífeyrisrétturinn tilheyri sjóðsfélagan- um einum við hjónaskilnað og erfingjum hans að honum látnum, ef einhverjir eru. . Þessa skoðun styrkir bæði ákvæði 9. gr. framannefndrar reglu- gerðar, sem að framan er rakið, svo og ákvæði laga og reglur um eftirlauna- og lífeyrissjóði, sbr. t. d. opið bréf frá 31. maí 1855, 9. gr., þar sem maður er leystur undan þeirri skyldu að sjá konu þeirri borgið sem ekkju, er hann hefur skilið við undir vissum kringumstæðum. Einnig má í þessu efni vitna til 9. gr. laga nr. 4/1904, laga um eftirlaun, sbr. lög nr. 5/1904, 9. gr, 14. gr. laga nr. 64/1955 og loks 14. gr. laga nr. 29/1963, sbr. 22. gr. Samkvæmt þessum lagaákvæðum eiga fráskyldar konur lát- inna embættismanna yfirleitt ekki rétt til lífeyris úr eftirlauná- sjóðum, fyrr en gert er ráð fyrir þeim möguleika í síðastgreind- um lögum. Einnig gildir sú regla að jafnaði um eftirlauna- og lífeyrissjóðina, að kröfuhafar geta ekki gengið að þeim. Sam- kvæmt því, er nú hefur verið rakið, verður réttur sóknaraðilja 677 eins viðurkenndur til nefnds lífeyrissjóðs við búskipti aðilja þessa máls. Samkvæmt því, er að framan greinir, er viðurkennt, að hálf húseignin nr. 41 við Sólheima í Reykjavík sé séreign sóknaraðilja, Dagfinns Stefánssonar, að hlutafé í Loftleiðum h/f að fjárhæð kr. 150.000.00 sé séreign sóknaraðilja og að réttur sama aðilja í Lífeyrissjóði atvinnuflugmanna tilheyri honum einum. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Sigurður M. Helgason kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Hálf húseignin nr. 41 við Sólheima, Reykjavík, og hluta- bréf í Loftleiðum h/f, að nafnverði kr. 150.000:00, er séreign sóknaraðilja, Dagfinns Stefánssonar. Réttur sóknaraðilja til Lífeyrissjóðs atvinnuflugmanna tilheyri honum einum, en ekki búi aðilja þessa máls. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 22. júní 1970. Nr. 117/1970: Valdstjórnin gegn Þorsteini Þórði Sigurðssyni. Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar. Kærumál. Gæzluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 13. júní 1970, sem barst Hæstarétti 16. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 82/1961 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar og krafizt þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. 678 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 12. júní 1970. Ár 1970, föstudaginn 12. júní, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Þóri Oddssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Málsatvik eru þau, að fimmtudaginn 5. júní s.1. var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um innbrot, sem framið hafði verið í Kaffi- stofu Guðmundar að Sigtúni 3 hér í borg og þvottastöðina Blika, sama stað. Rannsókn leiddi í ljós, að farið hafði verið inn um glugga á álmu þvottastöðvarinnar með því að brjóta hann. Í afgreiðsluherbergi þvottastöðvarinnar hafði verið rótað Í skúffum, en engu hafði verið stolið þar. Í norðvesturhorni hússins hafði hurð að Kaffistofu Guðmundar verið sprengd upp, og urðu nokkur spjöll á dyraumbúnaði. Í húsnæði kaffistofunnar var sprengdur upp peningakassi og úr honum stolið kr. 600— 700. Enn fremur var stolið útvarpstæki, segulbandstæki svo og skinkustykki úr ísskáp og einu kartoni af Kent vindlingum. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni hefur Georg Drake, Langholtsvegi 17 hér í borg, fæddur 25. apríl 1942, játað að hafa framið innbrot þetta í félagi við Þorstein Þórð Sigurðsson, fædd- an 22. október 1945, en hann hefur eindregið neitað öllum sakar- giftum. Jórunn Drake, eiginkona Georgs Drakes, hefur kannazt við hjá rannsóknarlögreglunni að hafa séð útvarps- og segulbandstæki í fórum þeirra Þorsteins Þórðar og Georgs Drakes morguninn eftir innbrotið, auk þess sem hún sagði, að skinka, er þeir félagar hefðu komið með heim um nóttina, hefði verið höfð til matar. Bjarni Aðalsteinsson, til heimilis að Búðargerði 1, hefur skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að hann hafi tekið við útvarps- og segulbandstæki úr hendi Þorsteins Þórðar og Georgs og komið þeim í geymslu. Greind tæki hefur Bjarni nú afhent rannsóknarlögreglunni, og eru þetta sömu tækin og stolið var í áðurnefndu innbroti. Eftir er að yfirheyra tvö vitni í málinu, þau Guðleifu Jóhannes- dóttur, tengdamóður Georgs Drakes, og J ón Ríkharð Kárason. Dómaranum er kunnugt um, að 3. júní s.1. höfðaði saksóknari 679 ríkisins mál á hendur Þorsteini Þórði með útgáfu ákæruskjals, dagsettu sama dag, fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga, og er það mál ódæmt enn. Kærði Þorsteinn Þórður Sigurðsson er grunaður um háttsemi, sem varðað getur hann fangelsisrefsingu eftir KXXVI. kafla hegn- ingarlaganna. Skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 eru því fyrir hendi til beitingar gæzluvarðhaldi. Með hliðsjón af framansögðu, sakarferli kærða, sem ítrekað hefur gerzt sekur um auðgunarbrot, svo og tilvísun til 1. og 5. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 82/1961 þykir nauðsyn til bera að úrskurða kærða í gæzluvarðhald, svo að hann spilli eigi sakar- gögnum með óskertu frelsi og haldi áfram brotum, meðan málum hans er eigi lokið. Ákveðst gæzluvarðhaldstíminn allt að 60 dögum. Ályktarorð: Kærði Þorsteinn Þórður Sigurðsson skal sæta gæzluvarð- haldi í allt að 60 dögum. Föstudaginn 2. október 1970. Nr. 116/1970. Georg Stanley Axelsson segn Búri h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Georg Stanley Axelsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 680 Föstudaginn 2. október 1970. Nr. 127/1970. Eimskipafélag Reykjavíkur h/f gegn Unnsteini Beck, skiptaráðanda í Reykjavík f. h. þrotabús Vátryggingafélagsins h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Eimskipafélag Reykjavíkur h/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 2. október 1970. Nr. 105/1969. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis (Ragnar Ólafsson hrl.) gegn Sigurði Gunnari Hendrik Rasmus (Ólafur Þorgrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kaupgjaldsmál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. júní 1969. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Málsatvik eru rakin í héraðsdómi. Áfrýjandi reisir sýknu- kröfu sína á því, að stefndi hafi vanrækt starf sitt svo mjög, 681 að hann eigi ekki rétt til bóta vegna fyrirvaralausrar brott- vikningar úr starfi. Telur áfrýjandi sannað, að stefndi hafi gerzt sekur um vítaverða vanrækslu, þar sem komið hafi í ljós mjög stórfelld vörurýrnun við vörutalningar, sem fóru fram hinn 30. júní og 31. ágúst 1960. Stefndi var veikur, er vörutalningin fór fram hinn 381. ágúst 1960. Kveðst hann ekki hafa verið viðstaddur vöru- talninguna hinn 30. júní 1960. Vefengir hann, að skýrslur þær, sem lagðar hafa verið fram í málinu um þessar vöru- talningar, séu réttar, Þessar skýrslur eru óundirritaðar. Af öðrum málsgögnum verður ekki ráðið, hver eða hverjir sömdu þær. Að svo vöxnu máli er ekki unnt að leggja þessi gögn til grundvallar í málinu. Ber því að staðfesta niður- stöðu hins áfrýjaða dóms. "Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 7.000.00. Héraðsdómarinn, Stefán M. Stefánsson, fulltrúi yfirborgar- dómarans í Reykjavík, fékk málið til meðferðar árið 1968, en áður var orðinn mjög vítaverður dráttur á málinu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, greiði stefnda, Sigurði Gunnari Hendrik Rasmus, kr. 7.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. marz 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 17. febrúar s.1., hefur höfðað Sigurður Gunnar Hendrik Rasmus, fil heimilis að Hlíðarvegi 62 A, Kópavogi, gegn Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 17.430.00 ásamt 11% ársvöxt- um frá 1. október 1960 til 31. desember s. á., en 9% ársvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags, svo og málskostnaðar að skað- lausu að mati réttarins. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi þó varakröfu sinni á þá leið, að hann krafðist nú hæstu lögleyfðra vaxta frá 1. október 1960 til greiðsludags. 682 Stefndi hefur krafizt þess að verða sýknaður og að honum verði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanða að mati réttarins. Jafnframt var mótmælt breytingu á vaxtakröfu. Sátt hefur verið reynd í máli þessu, en án árangurs. I. Um efnishlið málsins. Aðilja- og vitnaleiðslur fóru fram í máli þessu fyrir bæjar- þinginu þann 22. janúar, 3. febrúar og 17. febrúar 1969. Verða málavextir hér á eftir raktir með tilliti til skýrslna þessara svo og framlagðra gagna í málinu. Með starfssamningi milli aðilja máls þessa, dags. 19. febrúar 1960, var stefnandi máls þessa ráðinn sem verzlunarstjóri í verzlun stefnda að Barmahlíð 4, Reykjavík. Samkvæmt samningi þessum skyldi stefnandi fá mánaðarlaun, kr. 5.810.00 á mánuði, og hófst starfið þann 19. febrúar 1960. Í greindum starfssamningi er m. a. að finna eftirfarandi ákvæði: „Reynslutími er sex mánuðir. Á þessum reynslutíma getur hvor aðili sem er sagt þessum samningi upp með viku fyrirvara. Að reynslutíma loknum er uppsagnarfrestur af beggja hálfu þrír mánuðir“. Starfssamningur þessi hafði að öðru leyti að geyma ákvæði um tiltekin atriði, sem hér verða ekki rakin nánar, en um kjör og ráðningarskilmála milli aðilja að öðru leyti fór samkvæmt samningum KRON við Verzlunarmannafélag Reykja- víkur. Af gögnum málsins má ráða, að eftirlitsmaður verzlana stefnda, Guðmundur Einar Ingimundarson, hafi verið í raun verzlunar- stjóri í umræddri KRON verzlun allan febrúarmánuð 1960 og talið sig bera ábyrgð á henni, en síðan hafi stefnandi tekið við störfum verzlunarstjóra. Vörutalning fór fram í verzluninni, áður en stefnandi hóf verzlunarstjórastörf sín, og var stefnandi við- staddur þá talningu. Niðurstöður talningar þessarar sýndu, að rýrnun frá 1. janúar 1960 til 29. febrúar s. á. var kr. 4.965.37 af kr. 256.541.69 vörusölu. Af gögnum málsins verður ráðið, að á þeim tíma, sem hér skiptir máli, hafi kaupfélagsstjóri verið yfirmaður deildarstjór- anna (verzlunarstjóranna) og hafi kaupfélagsstjórinn ráðið fólk í verzlanir stefnda og vikið því úr starfi, en þó hafi verið farið eftir tillögum deildarstjóra í þessum efnum, enda þótt það úr- slitavald hafi legið hjá kaupfélagsstjóra. Regluleg vörutalning fór fram í umræddri verzlun þann 30. 683 júní 1960, og aukatalningar fóru fram 31. ágúst 1960 og 30. september 1960. Stefnandi kveðst ekki hafa verið viðstaddur þessar vörutalningar og ekki haft um þær neina hugmynd. Sam- kvæmt skjölum málsins var vörusala í umræddri verzlun frá 1. marz til 30. júní 1960 kr. 503.537.55, en rýrnun á sama tímabili kr. 75.729.12. Af sömu gögnum má ráða, að vörusalan frá 1. júlí til 31. ágúst 1960 hafi numið kr. 236.011.45, en rýrnun á sama tímabili kr. 65.303.06. Í september var hins vegar vörusalan kr. 137.114.43, en rýrnun á sama tímabili kr. 25.598.68. Þann 30. september eða 1. október 1960 var stefnanda fyrir- varalaust vikið úr starfi á þeim forsendum, að rýrnun í um- ræddri verzlun væri óeðlilega mikil. Vitnið Guðmundur Ingimundarson, eftirlitsmaður KRON verzl- ananna, hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi, að störf verzlunar- stjóra hafi ekki fallið stefnanda vel úr hendi. Hafi þetta komið fram í ýmsum atriðum, en auk þess hafi niðurstöður vörutaln- ingar sýnt þetta. Hefur vitnið skýrt svo frá, að það hafi legið nokkuð ljóst fyrir við aðaltalningu í júní 1960, að stefnandi hafi verið lítt fær um að gegna starfi verzlunarstjóra, en hins vegar hafi forráðamenn stefnda viljað kanna til þrautar hæfni stefn- anda, áður en honum yrði vikið úr starfi. Vitnið kvað rýrnun þá, sem orðið hafi í stjórnartíð stefnanda, hafa verið mjög óeðli- lega mikla, og kvaðst vitnið ekki þekkja dæmi um svo mikla rýrnun frá öðrum verzlunum stefnda. Kvað vitnið, að stefnandi hefði engar skýringar getað gefið fyrirsvarsmönnum stefnda um þetta atriði. Sjálfur hefur stefnandi skýrt svo frá fyrir dómi, að honum hafi ekki verið kunnugt um niðurstöður vörutalinga frá 30. júní og 31. ágúst 1960 fyrr en nú fyrir skömmu og hafi sér komið þessar niðurstöður algerlega á óvart. Stefnandi kvaðst aldrei hafa fengið nokkra kvörtun eða áminningu vegna rekstrar verzlunar- innar. Hann skýrði svo frá, að reglulegir verzlunarstjórafundir hefðu verið haldnir mánaðarlega og á þeim fundum hafi verið gefin upp rýrnun í hverri verzlun. Þessa fundi kveðst stefnandi hafa sótt. Hann kvaðst hafa grunað, að verzlunin stæði höllum fæti, og kvaðst hann hafa komið með uppástungur um breyt- ingar til þess að bæta úr rekstri verzlunar sinnar á áðurnefnd- um verzlunarstjórafundum, en þær hafi eigi fengið hljómgrunn. Lagt hefur verið fram í málinu læknisvottorð, en í því kemur 684 fram, að stefnandi hafi legið á Landakotsspítala vegna aðgerðar í vinstra hné frá 11. ágúst 1960 til 3. september s. á. Stefnandi skýrði svo frá hér fyrir dómi, að hann hafi verið við vinnu allt til þess tíma, er hann hafi verið lagður á spítalann þann 11. ágúst 1960, enda þótt hann hafi verið byrjaður að finna fyrir veikindum áður. Kvað veikindin hafa borið mjög brátt að og hafi hann verið fluttur beint frá heimili sínu á spítalann. Kvað stefnandi, að sér hafi eigi gefizt ráðrúm til þess að ganga frá verzluninni að neinu leyti og hafi hann sent einhvern með lykilinn að verzlun- inni til starfsflóksins þar. Ekki mundi stefnandi nákvæmlega, hvenær hann hefði hafið störf sín, eftir að hann kom af spítalanum þann 3. september 1960. Hann kvaðst þó hafa legið nokkra daga óvinnufær á heimili sínu, og kveðst hann hafa verið byrjaður að vinna fyrir fáeinum dögum, þegar honum hafi verið sagt upp þann 30. september eða 1. október 1960. Stefnandi kvaðst halda, að ein af verzlunarstúlkunum hafi verið í fyrirsvari fyrir verzlunina, á meðan hann hafi verið sjúklingur. Hann skýrði svo frá, að er hann hafi komið aftur til starfa eftir sjúkrahúsvistina, hafi a. m. k. verið búið að ráða tvær nýjar verzlunarstúlkur. Að öðru leyti kveðst stefnandi aldrei hafa átt neina aðild að ráðningu fasts starfsfólks í verzlunina eða uppsögn þess, meðan hann var verzlunarstjóri. Um tildrög þess, að stefnanda var fyrirvaralaust vikið úr starfi, verður það helzt ráðið, að framkvæmd hafi verið auka- talning þann 30. september 1960 og að þáverandi kaupfélags- stjóri, Kjartan Sæmundsson, sem nú er látinn, og Guðmundur Ingimundarson, eftirlitsmaður verzlana stefnda, hafi verið við- staddir þessa talningu og að kaupfélagsstjórinn hafi sagt stefn- anda upp í sambandi við hana og tekið af honum lyklana að verzluninni, Á hinn bóginn hefur stefnandi haldið því fram, að hann hafi ekkert vitað um talningu þá, sem sögð sé hafa farið fram þann 30. september 1960, og stefnandi kvað sér hafa komið algerlega á óvart, er honum hafi verið skyndilega sagt upp störfum. Eigi fór fram opinber rannsókn í tilefni af vörurýrnun þeirri, sem Í málinu greinir. Ekki hefur tekizt að upplýsa í máli þessu með neinum viðhlítandi hætti, hverjar voru orsakir vörurýrn- unarinnar. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að hin fyrirvaralausa upp- 685 sögn hafi verið ólögmæt. Samkvæmt starfssamningnum "milli aðilja hafi stefnandi átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda hafi reynslutíminn verið liðinn. Er því stefnukrafan þrenn mánaðarlaun stefnanda. Málsástæður stefnanda eru einkum þær, að í málinu sé eigi sannað, að hann eigi persónulega sök á rýrnun þeirri, sem orðið hafi. Á það sé að líta, að stefnanda hafi eigi verið gefinn kostur á að mæta við vörutalningar þær, sem að framan eru greindar. Stefnandi bendir á, að hann hafi ekki einn farið með lyklavöld að verzluninni, en auk þess hafi aðrir verið með lykla, á meðan stefnandi hafi legið veikur, og stefnandi bendir enn fremur á, að rýrnun hafi aukizt stöðugt, á meðan stefnandi hafi verið á spítala. Loks hefur stefnandi bent á, að stefnda hafi verið í lófa lagið að nota ákvæði starfssamningsins til þess að segja stefnanda upp með viku fyrirvara eftir talningu þá, sem framkvæmd hafi verið í júnílok 1960, ef fyrirsvarsmenn stefnda hefðu verið óánægðir með störf hans. Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram, að stefndi hafi sem verzlunarstjóri borið ábyrgð á starfs- fólki og rekstri verzlunarinnar að öllu leyti. Ef eitthvað fari úrskeiðis, beri verzlunarstjórinn því ábyrgð, nema hann geti sannað atvik, sem undanþiggi hann þeirri ábyrgð. Er því haldið fram af hálfu stefnda, að stefnandi beri þessa ábyrgð þrátt fyrir það, að hann hafi orðið veikur um nokkurn tíma. Rýrnunin hafi verið miklu minni á árinu 1959, eða kr. 30.878.98 af vörusölu samtals kr. 1.935.733.73 í verzlun þessari, en í stjórnartíð stefn- anda hafi rýrnunin numið samtals 19.81% af sölu. Stefnandi hafi engar skýringar haft á reiðum höndum um þessa miklu rýrnun og hafi hann þó haft aðgang að öllum reikningum varð- andi vörukaup og sölu og farið yfir þá og ekki fundið neitt athugavert. Af framangreindum sökum telur stefndi auðsætt, að stefnandi hafi vanrækt svo starf sitt, að óhjákvæmilegt hafi verið að segja honum upp starfi án fyrirvara. 11. Um formhlið málsins. Mál þetta hefur verið rekið slælega af hálfu aðilja. Það var þingfest 16. febrúar 1961, og lagði þá stefnandi fram nokkur skjöl. Þann 13. apríl skilaði stefndi greinargerð. Hófst síðan sameiginleg gagnasöfnun, sem lauk 4. júní 1964, og höfðu þá aðiljar engra frekari gagna aflað. Þar á meðal höfðu ekki verið teknar aðiljaskýrslur og málið langt frá því að vera á dómhæt. 686 um grundvelli. Dómari máls þessa fékk málið til meðferðar um veturinn 1968, og var það fyrst tekið fyrir þann 3. desember 1988. Var þá aðiljum gefinn kostur á að afla gagna um þar nánar tilgreind atriði. Við næstu fyrirtekt málsins þann 5. desember 1968 var málinu frestað vegna anna dómarans til 20. desember 1968. Við næstu fyrirtekt málsins þann 22. janúar 1969 höfðu enn eigi komið fram öll þau gögn, sem aðiljum var gefinn kostur á að afla, og féllst dómarinn á að fresta málinu enn um hríð í því skyni. Við fyrirtekt málsins þann 3. febrúar 1969 komu fram nokkur gögn, og í því réttarhaldi fór fram munnlegur málflutn- ingur. Þann 17. febrúar var málið endurupptekið á ný og teknar aðilja- og vitnaskýrslur, en að loknum endurflutningi málsins var það dómtekið á þeim degi. Hafa enn ekki komið fram í málinu öll þau gögn, sem dómarinn benti aðiljum á að afla þyrfti. Afleiðingin af framansögðu er sú, að ýmislegt í málinu er illa upplýst. Engu að síður verður að leggja efnisdóm á mál þetta, eins og það nú liggur fyrir. III. Niðurstaða. Vörurýrnun sú, sem varð í verzlun stefnda að Barmahlíð 4, Reykjavík, meðan stefnandi var þar verzlunarstjóri, var mjög stórfelld. Rýrnun sú, sem varð í verzluninni, meðan stefnandi var sjálfur við störf og heill heilsu, veitir líkur til þess, að hon- um hafi ekki fallið verzlunarstörf vel úr hendi. Þegar tekin er afstaða til þess, hvort heimilt hafi verið að víkja stefnanda fyrirvaralaust úr starfi um mánaðamótin sept- ember— október 1960, koma hins vegar fleiri atriði til álita. Er á það að líta, að stefnandi var ráðinn til reynslu fyrstu sex mánuðina. Þykir það ásamt vitnaframburði (Guðmundar Ingi- mundarsonar veita líkur fyrir því, að fyrirsvarsmönnum stefnda hafi verið kunnugt um reynsluleysi stefnda við verzlunarstörf. Á meðan á reynslutíma stóð, gat hvor aðili sem var sagt upp starfssamningnum með viku fyrirvara, og verður að líta svo á, að ekki hafi þurft að tilgreina ástæður til þeirrar uppsagnar. Vörutalning sú, sem fram fór 30. júní 1960, sýndi um 15% rýrnun, frá því að stefnandi tók við verzlunarstjórn. Sú vöru- talning var regluleg, og mátti því stefnanda vera um hana kunn- ugt. Þrátt fyrir þá miklu vörurýrnun, sem þá þegar var orðin, var stefnanda ekki sagt upp með viku fyrirvara samkvæmt 687 ákvæðum starfssamningsins. Ekki er heldur sannað, að niður- stöður vörutalningarinnar hafi þá þegar verið sýndar stefnanda sérstaklega, honum veittur kostur á því að koma að sínum sjónarmiðum eða hlotið viðvörun í því sambandi. Þar sem svo mikil rýrnun var í umræddri verzlun stefnda, höfðu forráðamenn stefnda ástæðu til þess að hafa verzlun þessa undir nánara eftirliti, á meðan á reynslutíma stefnanda stóð. Þann 11. ágúst 1960 var stefnandi fluttur á spítala og var óvinnufær fram í septembermánuð. Eins og valdaskiptingu um ráðningu og uppsögn starfsfólks var háttað hjá stefnda og með tilliti til starfs stefnanda að öðru leyti, verður ekki talið, að atvik, sem gerðust að stefnanda fjar- verandi í veikindaforföllum hafi getað veitt stefnda rétt til að víkja stefnanda úr starfi fyrirvaralaust. Þann 31. ágúst 1960 fór fram aukavörutalning í umræddri verzlun, og hafði þá ástand hennar enn versnað frá 30. júní s. á. {vörurýrnun 30. júní 1960 til 31. ágúst s. á. um 28 % ). Er ósannað, að stefnandi hafi átt þess kost að koma að sínum sjónarmiðum við talningu þessa, enda lá hann þá á spítala. Næsta aukatalning fór fram þann 30. september 1960. Eins og gögnum málsins er háttað, verður að miða við það, að stefnandi hafi þá verið mættur til vinnu frá veikindum sínum fyrir nokkrum dögum. Talning sú, sem fram fór þann 30. september 1960, sýndi um 17% vörurýrnun, Stefnanda var sagt upp í framhaldi af þeirri talningu. Stefnandi hefur haldið því fram, að hann hafi ekkert um talningu þessa vitað. Hefur ekki verið sannað, að honum hafi verið gefinn kostur á að koma að sínum sjónarmiðum í sambandi við þá talningu. Dómur í málinu verður reistur með hliðsjón af atvikum þeim, sem gerðust á starfstímanum öllum, þar til stefnanda var vikið frá starfi. Eftirfarandi atriði koma þá einkum til álita: a. Eigi hefur verið leidd í ljós með neinum viðhlítandi hætti, hver hafi verið orsök vörurýrnunar þeirrar, sem stefnandi er talinn bera ábyrgð á. Sérstaklega er þess að geta, að ekkert hefur komið fram í málinu, sem bendir til persónu- legrar ávirðingar stefnanda í sambandi við vörurýrnun þá, sem varð. b. Fyrirsvarsmönnum stefnda var í lófa lagið að segja stefn- anda upp störfum með viku fyrirvara samkvæmt ákvæðum starfssamningsins, allt reynslutímabilið, þ. e. fyrstu 6 mán- 688 uðina. Vitnið Guðmundur Ingimundarson hefur lýst því hér fyrir dómi, að við talningu þann 30. júní 1960 hafi verið komið í ljós, að stefnandi væri lítt fær um að gegna starfi verzlunarstjóra. Þrátt fyrir þetta var stefnanda hvorki þá né síðar á reynslutímanum sagt upp starfi. c. Ósannað er, að stefnanda hafi verið gefinn nægjanlega kostur á því að koma að sínum sjónarmiðum við vörutaln- ingar þær, sem fram fóru 31. ágúst og 30. september. Þá hefur og ekki verið í ljós leitt, að stefnandi hafi fengið áminningar eða aðvaranir. d. Stefnandi ber ekki ábyrgð á rekstri verzlunarinnar, á meðan hann var frá vinnu sakir veikinda, þannig að það geti orðið lögmætt tilefni til fyrirvaralausrar brottvikningar. e. Er stefnanda var sagt upp starfi fyrirvaralaust þann 30. september eða 1. október 1960, var hann nýkominn til starfa eftir veikindi þau, sem að framan var drepið á. Var minni ástæða til brottvikningar þá heldur en eftir að niðurstöður vörutalningarinnar frá 30. júní 1960 lágu fyrir eða síðar á reynslutímanum, þegar unnt var að beita ákvæðum starfs- samnings um viku uppsagnarfrest, en slík uppsögn hefði augljóslega haft minni röskun í för með sér. Þegar öll þau atriði, sem nú hafa verið rakin, eru virt, þá veiður að meta hina fyrirvaralausu brottvikningu stefnanda úr starfi verzlunarstjóra ólögmæta, eins og á stóð, brátt fyrir hina miklu vörurýrnun, sem varð í verzluninni. Þar sem telja verður, að sá 6 mánaða reynslutími, sem að ofan greinir, líði í samfellu þrátt fyrir veikindi stefnanda, var reynslu- tíma lokið, er stefnanda var vikið úr starfi. Samkvæmt starfs- samningi þeim, sem að ofan getur, átti stefnandi rétt á 3 mán- aða uppsagnarfresti að reynslutíma liðnum. Verður að dæma honum bætur fyrir þana tíma, enda hafa engin gögn verið lögð fram í málinu, sem veita líkur fyrir því, að lækka beri þá fjár- hæð. Stefnukrafa verður því tekin til greina að öllu leyti. Vextir ákveðast 9% frá 1. október 1960 til 29. desember s. á., 7T% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1965, 6% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1966, en 7% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir öllum atvikum, þar á meðal rekstri málsins, þykja ekki efni til að dæma málskostnað. Stefán M. Stefánsson, fulltrúi yfirborgarðómara, kvað upp dóm 689 Þennan ásamt meðdómsmanninum Jóhanni J. Ólafssyni lögfræð- ingi. Dómsorð: Stefndi, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, greiði stefn- anda, Hendrik Rasmus, kr. 17.430.00 með 9% ársvöxtum frá 1. október 1960 til 29. desember s. á., 7% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966, en 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Framangreindar fjárhæðir greiðist innan 15 daga frá birt- ingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Árna Árnasonar kaupmanns. Stefnandi hefur komið Þannig fram í starfi sínu, að mjög ámælisvert verður að telja. Vörutalning sú, sem fram fór 30. júní 1960, sýndi um 15% vörurýrnun. Sem verzlunarstjóra hlaut stefnanda að vera um talningu þessa kunnugt. Stefnandi hefur sjálfur borið hér fyrir dómi, að hann hafi mætt á reglulegum verzlunarstjórafundum, en þar hafi verið gefin upp rýrnun í hverri verzlun. Eftirlitsmaður verzlana stefnda, Guðmundur Ingimundarson, hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi, að stefnanda hafi ekki verið sagt upp störfum eftir talninguna þann 30. júní 1960, þar sem forráðamenn stefnda hefðu viljað kanna hæfni stefnanda til þrautar, áður en honum yrði vikið úr starfi. Verður að líta svo á, að með þessum hætti hafi stefnanda verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Maður í starfi verzlunarstjóra, svo sem stefnandi var, átti að sjá, hversu alvarleg vörurýrnunin var, og gera viðeigandi ráðstafanir til úrbóta. Þann 11. ágúst 1960 var stefnandi lagður á spítala, og lá hann Þar til 3. september 1960. Eitthvað fyrir mánaðarlok september 1960 var hann aftur mættur til vinnu. Það verður að telja sannað, að stefnandi hafi vitað um vöru- talningu þá, sem fram fór 30. september 1960, enda verður að telja, að hann hafi haft einn lykla að verzluninni. Niðurstöður aukatalningarinnar frá 30. september 1960 sýndu mjög stórfellda vörurýrnun, og skiptir þá ekki máli, við hvaða tímabil er miðað í stjórnartíð stefnanda. 44 690 Samkvæmt framansögðu verður að telja, að stefnandi hafi brotið starfsskyldur sínar Í svo verulegum atriðum, að heimilt hafi verið að víkja honum úr starfi án fyrirvara. Ber því að sýkna stefnda. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Hendriks Rasmus, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 7. október 1970. Nr. 178/1969. Samvinnubanki Íslands h/f (Örn Þór hrl.) gegn Rúnari Hallgrímssyni (Vilhjálmur Þórhallsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Víxill. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaða dóm kvað upp Ólafur B. Árnason, fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. október 1969. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða kr. 9.000.00 með 1% dráttarvöxtum á mán- uði eða fyrir brot úr mánuði frá 13. júlí 1965 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Vörn stefnda er eingöngu á því byggð, að vixilkrafa áfrýj- 691 anda sé fallin niður fyrir fyrningu. Við þingfestingu málsins í héraði var sótt þing af hálfu stefnda, sem fékk frest til greinargerðar í tvær vikur. Þegar þingað var í málinu að þeim tíma liðnum, féll þingsókn stefnda niður. Var málið dómtekið í því þinghaldi. Stefndi hafði þá málsástæðu ekki uppi í héraði, að víxil- krafan væri fallin niður fyrir fyrningu, en ex officio bar eigi að dæma um það efni, þar sem þing var í upphafi sótt af hans hálfu. Skilyrðum 45. gr. laga nr. 57/1962 hefur eigi verið fullnægt, og kemur þessi málsástæða því eigi til álita í Hæstarétti. Samkvæmt þessu verða kröfur áfrýjanda teknar til greina. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 8.000.00. Dómsorð: Stefndi, Rúnar Hallgrímsson, greiði áfrýjanda, Sam- vinnubanka Íslands h/f, kr. 9.000.00 með 1% dráttar- vöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá 13. júlí 1965 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. júlí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 19. júní s.l, er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 22. maí s.l., af Samvinnubanka Íslands h/f, Reykjavík, gegn Rúnari Hallgrímssyni, Vesturgötu 15, Keflavík, til greiðslu víxils að fjárhæð samtals krónur 9.000.00, útgefins 13. apríl 1965 af Erlingi R. E. Magnússyni og samþykkts af stefnda til greiðslu í Útvegsbanka Íslands hér í bæ 13. júlí 1965, en á víxli þessum, sem var afsagður vegna greiðslufalls 15. júlí 1965, er útgefandi ábekingur og einnig Halldór Halldórsson. Hefur stefnandi krafizt þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða fjárhæð víxilsins, kr. 9.000.00, með 1% dráttarvöxtum 692 fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 13. júlí 1965 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M.F. Í. Stefndi hefur látið sækja þing, en engum andmælum hreyft. Þingsókn féll síðan niður af hans hálfu. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum "og skilríkjum. Í stefnu segir stefnandi, að stefna vegna víxilskuldar þessarar hafi verið birt stefnda hinn 12. júlí 1968 og hafi verið ætlunin að þingfesta það mál hinn 12. september 1968. Vegna mistaka hafi málið eigi verið þingfest þann dag. Telur stefnandi fyrn- ingu víxilsins hins vegar slitið með birtingu þeirrar stefnu og vitnar í því sambandi í 71. gr. laga nr. 93/1933. Í 5. mgr. þeirra laga segir hins vegar, að hafi fyrningu verið slitið, en lögsókn eigi til lykta leidd, þá hefjist nýr fyrningarfrestur frá þeim degi, er málið var síðast til meðferðar í rétti. En, eins og fram kemur í stefnu, þá var málið aldrei þingfest og þar af leiðandi aldrei til meðferðar í dómi. Hefur því fyrningu aldrei verið slitið sam- kvæmt þessari málsgrein þrátt fyrir stefnubirtinguna fyrri og nýr fyrningarfrestur aldrei hafizt. Þó að stefndi hafi látið sækja þing og ekki hreyft andmælum, verður ekki litið svo á, að hann hafi ekki viljað bera fyrninguna fyrir sig. Skal því stefndi vera sýkn af víxilkröfunni í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Ólafur B. Árnason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndi, Rúnar Hallgrímsson, skal vera sýkn af víxilkröf- unni í máli þessu. 693 Föstudaginn 9. október 1970. Nr. 59/1970. Pálmi Sigurðsson (Jón Hjaltason hrl.) gegn Steingrími Arnar og Fiski h/f (Björn Sveinbjörnsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kaupgjaldsmál. Fyrning sjóveðréttar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Guðmundur Malmquist, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og Angantýr Elíasson skipstjóri hafa kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. marz 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 5. s. m. Krefst hann þess, að stefnda Steingrími Arnar verði dæmt að greiða kr. 56.696.10 með 8% ársvöxtum frá 1. ágúst 1965 til greiðslu- dags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Kröfur áfrýjanda á hendur Fiski h/f eru þær, að hlutafélagið verði dæmt til að þola sjóveðrétt í m/b Mjölni, GK 323, til trygg- ingar dæmdum fjárhæðum á hendur stefnda Steingrími Arnar. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi hins stefnda hlutafélags. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 694 Dómur sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja 28. október 1969. Mál þetta, sem var dómtekið hinn 91. október s.l., hefur Pálmi Sigurðsson skipstjóri, Hólagötu 18, Vestmannaeyjum, höfðað með réttarstefnu, útgefinni 14. júlí 1966, birtri 15. s. m. fyrir Stein- grími Arnar og 2. ágúst fyrir gjaldkera Fisks h/f, á hendur Stein- grími Arnar, Faxastíg 39, Vestmannaeyjum, til heimtu skipstjóra- kaups, aflahlutar og skaðabóta vegna fyrirvaralausrar brottvikn- ingar úr skipstjórastarfi á m/b Ólafi Magnússyni, AK 102, sam- tals að fjárhæð kr. 56.969.10 ásami 8% ársvöxtum frá Í. ágúst 1965 til greiðsludags auk ails málskostnaðar að fullu að skað- lausu, þar með talin full málfærslulaun fyrir dóminum sam- kvæmt lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands, enn fremur núverandi eiganda Mjölnis, GK 323 (áður Brandur, VE 313, og þar áður Ólafur Magnússon, AK 102), Fiski h/f, Hafnarfirði, til að þola viðurkenningu á sjóveðrétti í bátnum fyrir framangreind- um kröfum. Stefndu hafa krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur ríflegur málskostnaður úr hendi stefnanda. Málavextir eru þeir, að stefnandi réðst sem skipstjóri á bát stefnda, Ólaf Magnússon, AK 102, hinn 7. júní 1965. Hinn 26. júní s. á. lögskráði stefnandi skipshöfn á bátinn, m. a. stefnda sem háseta. Hinn 27. júlí 1965 var komið úr veiðiferð kl. 1100 og skipverjar boðaðir til skips í aðra veiðiferð kl. 1300 s. d. Stefndi kom eigi til skips kl. 1300, enda segir hann, að hann hafi sagt stefnanda, að hann hygðist hætta sem háseti á bátn- um. Stefnandi hefur hins vegar haldið því fram, að stefndi hafi aldrei rætt við hann um að hætta á bátnum. Stefnandi sagði í skýrslu sinni, að hann hefði gefið II. vélstjóra frí vegna heimilisástæðna og ætlað stefnda að taka við því starfi í næstu veiðiferð, en stefndi taldi hins vegar, að honum væri óhætt að fara í land, þar sem báturinn gæti vel haldið áfram að veiða, þó að hann færi eigi með. Reynt var að ná í stefnda á tímabilinu kl. 1300—1500, en kl. 1500 boðaði stefnandi, að haldið yrði á veiðar kl. 2000. Stefnandi sagði, að þegar hann hafi komið um borð rétt fyrir kl. 2000, hafi stýrimaður, Valdimar Karlsson, verið þar fyrir og sagt, að stefndi hafi komið um borð skömmu áður og sagt hon- um, að stefnandi færi eigi oftar út með Ólaf Magnússon, og hafi stefndi gefið stýrimanni leyfi til að fara með m/s Herjólfi til Reykjavíkur sama dag kl. 2100, sem stýrimaður gerði. 695 Með þessu segir stefnandi, að stefndi hafi vikið honum fyrir- varalaust úr starfi. Stefndi segir aftur á móti í sinni aðiljaskýrslu, að hann hafi ekki gefið neitt ferðaleyfi, en þegar hann hafi séð, að eigi var hægt að fá stýrimann ofan af förinni, hafi hann undir kl. 2100 fallizt á, að stýrimaður færi, þar sem útséð hafi verið um það, að báturinn færi á veiðar fyrir þjóðhátíð. Í málinu var lagt fram vottorð, dómsskjal nr. 8, frá stýrimanni skipsins, Valdimar Karlssyni, þar sem segir meðal annars, að um kl. 1830 hafi stefndi komið um borð og sagt meðal annars, að hann gæti ekki starfað með stefnanda sem skipstjóra og færi Pálmi ekki oftar út með m/b Ólaf Magnússon og gæti stýrimað- urinn farið til Reykjavíkur um kvöldið. Vottorð þetta er óstað- fest fyrir rétti. Árni Mortensen háseti vottar í dómsskjali nr. 9, að hann hafi hitt stefnda um kvöldmatarleytið og hafi hann sagt sér, að skipið færi eigi á veiðar fyrr en eftir þjóðhátíð. Vottorð þetta er óstað- fest. Bæði stýrimaður og Árni munu nú staddir erlendis til lengri dvalar. Ágúst Ólafsson, Brekastíg 24, Vestmannaeyjum, I. vélstjóri á m/b Ólafi Magnússyni, vottar í dómsskjali nr. 17, að sjálfhætt hafi verið við að fara út um kvöldið, vegna þess að stefndi og II. vélstjóri hafi eigi mætt til skips og að stýrimaður hafi verið á förum til Reykjavíkur. Hann sagði einnig, að hann hefði hitt stefnda daginn eftir og hafi hann þá spurt, hvers vegna stefndi hafi eigi komið til skips. Hafi stefndi svarað því til, að hann gæti ekki starfað með stefnanda sem skipstjóra. Þegar Ágúst Ólafsson mætti til að staðfesta skýrslu sína fyrir rétti, sagði hann allt rétt, sem í vottorðinu stæði, nema hvað stefndi hefði aldrei sagt, að hann gæti ekki starfað með stefnanda. Stefnandi sendi síðan stefnda bréf, dags. 9. ágúst, þar sem hann segir meðal annars, að stefndi taki sínar eigin ákvarðanir um áframhaldandi rekstur bátsins. Stefndi lét skrá á bátinn 9. ágúst í nafni stefnanda í þeirri von, að stefnandi kæmi aftur, að hann segir. Annar hinna sérfróðu meðdómenda, Páll Þorbjörnsson, skilaði séráliti. Rökstuðningur meiri hluta dómsins. Stefnandi og stefndi hafa ekkert ræðzt við 9. ágúst, hvorugur hefur sent frá sér skriflega uppsögn, eins og þó er gert ráð fyrir í 19. gr. samninga þeirra, er lagðir eru fram í málinu. Það verður 696 á engan hátt hægt að draga þá ályktun af því, þó að stefndi fari af skipinu, að hann þar með sé að segja stefnanda upp starfi. Enda lítum við svo á, að jafnvel þó að stefndi hafi sagt við skip- verja, að hann gæti ekki starfað með stefnanda, þá sé það ekki um uppsögn skipstjóra að ræða. Hinu ber eigi að leyna, að mjög undarleg virðast samskipti aðilja máls þessa, þar sem þeir ræðast ekkert við á tímabilinu 27. júlí til 9. ágúst, en 9. ágúst ritaði stefnandi stefnda mjög svo óljóst orðað bréf, sem stefndi virðist ekki hafa svarað. Þykir því eigi hægt með hliðsjón af því, sem hér hefur verið rakið, að taka til greina hvorki kröfur stefnanda um bætur fyrir fyrirvaralausa brottvikningu né kröfur stefnda um bætur fyrir fyrirvaralausa brottför. Þykja báðir aðiljar eiga sök hér á. Aðrir kröfuliðir á dómsskjali nr. 3 hafa allir verið viðurkenndir og samþykktir af stefnda, og verða þeir því teknir óbreyttir til greina. Þar sem stefna er eigi birt fyrr en 2. ágúst 1966 á hendur Fiski h/f auk þess sem málið er eigi þingfest fyrr en 22. septem- ber 1966, þá er sjóveðréttur í Mjölni, GK 323, fyrndur, sbr. 232. gr. laga nr. 66/1963, sbr. og 11. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Niðurstaða málsins verður því sú, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda laun fyrir vinnu á tímabilinu 7. júní 1965 til 1. ágúst sama árs, kr. 28.411.83, að frádregnum kr. 18.695.00, sem þegar eru greiddar, eða kr. 9.716.83 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. ágúst 1965 til greiðsludags. Rétt þykir að ákveða, að stefndi greiði stefnanda kr. 3.300.00 í málskostnað. Stefndi Fiskur h/f skal vera sýkn í máli þessu, en málskostnaður falli niður, að því er hann varðar. Dómsorð: Stefndi Steingrímur Arnar greiði stefnanda, Pálma Sig- urðssyni, kr. 9.716.83 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. ágúst 1965 til greiðsludags og kr. 3.300.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefndi Fiskur h/f skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Pálma Sigurðssonar. Málskostnaður falli niður. Sératkvæði Páls Þorbjörnssonar skipstjóra. Ég er sammála málavaxtalýsingu meiri hluta dómsins, en styð 697 niðurstöðu mína þeim rökum, að skipstjórinn á m/b Ólafi Magnús- syni, Pálmi Sigurðsson, skrifaði útgerðarmanninum Steingrími Arnar bréf út af ágreiningi þeirra, réttarskjal nr. 5. Þessu bréfi svarar útgerðarmaðurinn aldrei, heldur fer í skipshöfnina sam- dægurs og spyr, hvort skipshöfnin vilji fara út með sér sem skipstjóra. Eftir jákvætt svar skipshafnarinnar ræður útgerðar- maðurinn tvo háseta á bátinn og skráir þá samdægurs, 9. ágúst. Síðan heldur báturinn á veiðar skipstjóralaus. Útgerðarmaðurinn segist hins vegar hafa afskráð skipstjórann seinna, eða 25. ágúst. Ég tel, að allt framferði útgerðarmannsins verði að heimfæra undir, að hann hafi 9. ágúst vikið skipstjóranum úr starfi, án þess að hann hafi haft uppi lögmætar ástæður eða aðferðir við verkn- aðinn. Tel ég því, að dæma beri skipstjóranum bætur, er svari til uppsagnarfrests. Þar sem ég tel skipstjóra vikið úr starfi 9. ágúst, þá ber að viðurkenna sjóveðrétt í Mjölni, GK. Niðurstaða: Taka ber til greina allar kröfur stefnanda í málinu, þannig að dæma ber stefnda til að greiða stefnanda stefnukröf- una, kr. 56.969.10, ásamt 8% ársvöxtum frá 9. ágúst 1965 til greiðsludags. Rétt þykir, að stefndi greiði stefnanda kr. 11.400.00 í málskostnað. tefsdi Fiskur h/f verður dæmdur til að þola sjóveðrétt í m/b Mjölni, GK, fyrir dómkröfunum. Dómsorð: Stefndi Steingrímur Arnar greiði stefnandanum, Pálma Sigurðssyni, kr. 56.969.10 ásamt 8% ársvöxtum frá 9. ágúst 1965 til greiðsludags og kr. 11.400.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefndi Fiskur h/f skal þola sjóveðrétt í m/b Mjölni, GK 323, fyrir dómkröfunum. 698 Miðvikudaginn 14. október 1970. Nr. 219/1969. Hreiðar Svavarsson (J ón Bjarnason hrl.) Segn Gluggum h/f (Benedikt Sveinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi yfirborgarfógetans Í Reykjavík, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. nóvember 1969. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Með dómi, uppkveðnum á bæjarþingi Reykjavíkur 12. maí 1969, var áfrýjanda óskipt með tveimur öðrum mönn- um dæmt að greiða stefnda kr. 13.000.00 með 1% ársvöxt- um fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 8. desember 1968 til greiðsludags, kr. 201.00 í stimpil- og afsagnarkostnað og kr. 3.450.00 í málskostnað. Með bréfi 18. júní 1969 til yfirborgarfógetans í Reykjavík krafðist Benedikt Sveinsson hæsaréttarlögmaður þess vegna stefnda, að gert yrði fjárnám í eignum áfrýjanda til trygg- ingar dómskuld þessari ásamt kostnaði við gerðina og eftir- farandi uppboð, ef til kæmi. Fjárnámsbeiðni þessi var tekin til meðferðar í fógetadómi Reykjavíkur 7. júlí 1969. Var lýst fjárnámi í peningaskáp, sem talinn var eign áfrýjanda. Peningaskápur þessi var seldur á nauðungaruppboði 4. nóvember 1969, en ekkert af andvirði hans greiddist upp í kröfu stefnda. Nokkru síðar var þess farið á leit við yfirborgarfógetann 699 í Reykjavík, að áðurgreint fjárnám yrði tekið upp af nýju, en beiðni þessi er eigi í dómsgerðum málsins og er talin glötuð. Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók beiðni þessa til meðferðar í fógetadómi Reykjavikur 14. nóvember 1969, sem háður var í skrifstofum sakadóms Reykjavíkur. Fulltrúinn lagði fram „nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 fjárnámsg. framkv. 7. 7. 1969“. Sótt var þing af hendi stefnda og krafizt fjárnáms. Í þingbók er skráð: „Gerðarþoli á eignir hér ... hér er mættur Sverrir Einars- son, sem starfar hér. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætts lýsti fógeti yfir fjárnámi í eign gerðarþola, 77“ flösk- um af áfengi, þar af nokkrar áteknar, allar í vörzlu saka- dómaraembættisins. Allt að geymdum betri rétti Jja manns. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá fjárnám- inu“. Samkvæmt sundurliðaðri skýrslu rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík eru áfengisbirgðir þessar í vörzlum sakadóms Reykjavíkur vegna kæru á hendur áfrýjanda fyrir brot á áfengislögum, og er hér um að ræða 70 flöskur óáteknar og 7 flöskur áteknar. Að svo vöxnu máli þykir hin áfrýjaða fjárnámsgerð eigi haldin þeim göllum, að ástæða sé til að ógilda hana. Eftir þessum málalokum er rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 6.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest. Áfrýjandi, Hreiðar Svavarsson, greiði stefnda, Glugg- um h/f, kr. 6.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 700 Föstudaginn 16. október 1970. Nr. 74/1970. Halldór Laxdal f. h. Radíóbúðarinnar (Ragnar Ólafsson hrl.) gegn Kristínu Þórðardóttur og Jóhannesi Elíassyni (Þorvaldur Þórarinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Eignarréttarfyrirvari. Innsetningargerð. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu var upphaflega áfrýjað til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 7. janúar 1970, en féll niður 6. apríl 1970 vegna útivistar áfrýjanda. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu af nýju til Hæstaréttar með stefnu 8. apríl 1970 á hendur stefnda Kristinu Þórðar- dóttur og stefnu 8. apríl 1970 og birtri 17. s. m. í Lögbirt- ingablaðinu á hendur stefnda Jóhannesi Elíassyni. Krefst áfrýjandi þess, að honum verði með fógetagerð veitt umráð sjónvarpstækis þess af gerðinni Eltra Bellevue 1022, sem í málinu greinir, gegn því, að hann skili ógreiddum vixlum fyrir kaupverði tækisins, nú samtals að fjárhæð kr. 9.545.00. Hann krefst málskostnaðar úr hendi stefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi Kristin Þórðardóttir krefst þess, að úrskurður fógeta verði staðfestur og áfrýjanda verði dæmt að greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti. Af hendi stefnda Jóhannesar Elíassonar hefur eigi verið sótt dómþing fyrir Hæstarétti. Í sölusamningi 11. janúar 1968 áskildi áfrýjandi sér eign- arrétt að nefndu sjónvarpstæki, ef eigi yrði staðið í skilum með kaupverðið. Enn standa ógreiddir víxlar að fjárhæð kr. 9.545.00, sem greiðast áttu á árinu 1968. Samkvæmt þessu ber að taka kröfu áfrýjanda um innsetn- ingu í sjónvarpstækið til greina. 701 Það bar eigi undir fógetadóm í máli þessu að lúka dóms- orði á skuldaskil aðilja vegna tækiskaupsins samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu til að greiða áfrýjanda óskipt málskostnað fyrir fógetadómi og Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 7.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og ber fógeta að framkvæma hina umbeðnu fógetagerð. Stefndu, Kristin Þórðardóttir og Jóhannes Elíasson, greiði áfrýjanda, Halldóri Laxdal f. h. Radióbúðarinnar, óskipt málskostnað fyrir fógetadómi og Hæstarétti, sam- tals kr. 7.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Reykjavíkur 11. nóvember 1969. Gerðarbeiðandi, Halldór Laxdal, Löngubrekku 12 í Kópavogi, hefur krafizt þess, að Radíóbúðin, sem hann er eigandi að, verði sett inn í umráð sjónvarpstækis af gerðinni ELTRA BELLFVUE 1022, sem hann kveður gerðarþolana, Kristínu Þórðardóttur og Jóhannes Elíasson, halda fyrir sér. Hann krefst málskostnaðar úr höndum gerðarþolanna in solidum, að því leyti sem hann hafi útgjöld af máli þessu. Jóhannes Elíasson hefur ekki mætt í máli þessu, og hefur fógeti ekki getað náð sambandi við hann, en haldið er, að hann sé bú- settur utanlands. Aftur á móti hefur gerðarþoli Kristín Þórðarðótt- ir, Grensásvegi 60, látið mæta í málinu og krafizt þess, að synjað verði um innsetningargerð þessa, og krafizt málskostnaðar úr hendi gerðarbeiðanda. Er mál þetta var tekið fyrir hinn 10. þessa mánaðar samkvæmt ákvörðun fógetaréttarins hinn 5. þessa mánaðar, var ekki mætt af hálfu gerðarþola. Umboðsmaður gerðarbeiðanda lagði þá málið í úrskurð. Í máli þessu liggur fyrir sem rskj. 5 kaupsamningur Radíð- búðarinnar og Jóhannesar Elíassonar, Ljósheimum 22, dagsettur 11. janúar 1968. Kaupir Jóhannes þar sjónvarpstæki, ELTRA BELLEVUE 1022, fyrir kr. 27.665.00. Útborgun var kr. 9.000.00, en fyrir eftirstöðvunum samþykkti Jóhannes 10 víxla, og vísast 702 tilrskj. 5 um upphæðir og gjalddaga. Kaupsamningur þessi kveður svo á, að seljandi sé eigandi hins selda, unz kaupverð þess sé að fullu greitt, og skipti þar engu samþykki víxla eða greiðsla með ávísun og sé kaupanda óheimilt að afhenda hið selda eða veðsetja það og honum sé óheimilt að flytja það úr stað, nema að undangenginni tilkynningu til seljanda. Þá tiltekur samningur þessi, að verði vanskil á afborgunum eða brot á nefndum samn- ingsreglum, þá geti seljandi tekið hið selda þegar í stað án þess að greiða aftur það, sem hann kynni að hafa tekið við af sölu- verði. Nú skýrir gerðarbeiðandi svo frá, að 5 víxlar með gjalddögum 11. hvers mánaðanna júlí—nóvember 1968 séu í vanskilum, sam- tals kr. 7.602.00. Vill gerðarbeiðandi nú nota sér ákvæði samnings þeirra Jóhannesar til að taka hið umsamda sjónvarpstæki í sínar hendur. Hann segir, að innheimta hafi reynzt árangurslaus og að gerðarþoli Kristín Þórðardóttir, fyrrverandi eiginkona kaup- andans, Jóhannesar Elíassonar, hafi lýst því yfir, að við sam- vistaslit þeirra og brottför hans af landi hafi tækið komizt í hennar vörzlu og að hún hvorki greiddi skuldina né afhenti tækið. Gerðarþoli Kristín Þórðardóttir skýrir svo frá í greinargerð, að hún og Jóhannes Elíasson hafi skilið að borði og sæng 26. marz 1968 og við skipti á búinu hafi sjónvarpstæki þetta komið í hennar hlut. Kveðst hún ekki hafa vitað betur en Jóhannes væri algerlega kvaðalaus eigandi þess. Hann hafi og verið skráður eigandi þess hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt tilkynningu gerðar- beiðanda. Þar eð hér sé um að ræða opinbera skrásetningu sam- kvæmt lögum og komi til sömu reglur um traustfang og um væri að ræða fasteignir, skip, bifreiðar og þess háttar og hefði gerðar- beiðandi viljað tryggja rétt sinn, hefði hann átt að senda Ríkis- útvarpinu eintak kaupsamningsins. Þá vefengir gerðarþoli, að um vanskil sé að ræða, samþykki víxla sé greiðsla. Gerðarþoli heldur því eindregið fram, að samningar sem þessir séu lagaðir til þess að skapa óvissu í viðskiptum manna og sé nauðsyn að krefjast þess, að sá, sem byggja vilji rétt sinn á slíkum samningi, láti skrásetja rétt sinn, þar sem slíkri skrásetningu verði við komið. Umboðsmaður gerðarbeiðanda hefur mótmælt þessum sjónar- miðum og kröfum gerðarþola í einu og öllu. Í kaupsamningi með eignarréttarfyrirvara hefur kaupandi greitt hluta kaupverðs við samningsgerð. Hér hefur seljandi lýst yfir riftingu samnings. Hann hefur ekki viljað bjóða fram endur- greiðslu þess fjár, sem kaupandi hefur greitt. Ekki liggur heldur 703 neitt fyrir um raunverulegt ástand þess munar, sem samningur var gerður um, og er óvíst, hve mikils virði hann er nú. Með tilliti til þessa alls verður að telja, að ekki verði beitt beinni fógetagerð hér, heldur verði fjallað um viðskipti aðiljanna í heild fyrir hinum almenna dómstóli í einkamálum. Er því synjað um innsetningargerð þessa, en málskostnaður fellur niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Gerð þessi fer ekki fram. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 16. október 1970. Nr. 113/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins} gegn Stefáni Þór Elíssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Líkamsárás. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Bogi Nilsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Með skirskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 9.000.00, og laun verj- anda sins, kr. 9.000.00. 704 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Stefán Þór Elísson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, kr. 9.000.00, og laun verjanda síns, Ragnars Aðal- steinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 9.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Akureyrar 3. marz 1970. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 26. febrúar s.l., er höfðað samkvæmt ákæruskjali saksóknara ríkisins, útgefnu 27. ágúst 1969, „á hendur Stefáni Þór Elíssyni matreiðslunema, Hafnar- stræti 95, Akureyri, fæddum 28. september 1945 í Reykjavík, fyrir að hafa laust eftir misnætti aðfaranótt laugardagsins 27. apríl 1968 gerzt sekur um líkamsárás samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að veitast að Aðalsteini Berg- dal, Fjólugötu 18, Akureyri, og slá höfði sínu í andlit honum og sparka síðan í hann með þeim afleiðingum, að Aðalsteinn hlaut talsverð meiðsli, m. a. varð að taka 4 tennur úr efri gómi hans, og sprunga kom í kjálkabein. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Málsatvik eru þessi: Hinn 6. maí 1968 kærði Aðalsteinn Bergdal, Fjólugötu 18 hér í bæ, yfir því, að laust eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 27. april 1968 hefði ákærði veitzt að sér, þar sem þeir voru staddir í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, og veitt sér áverka með því að reka höfuðið í andlit sér. Nánar skýrði kærandi svo frá, að hann hefði verið á dansleik í Sjálfstæðishúsinu greint sinn og um miðnætti staddur á snyrti- herbergi hússins ásamt fleirum, þeirra á meðal ákærða, Stefáni Sigtryggssyni og Unnari Ottesen. Hann sagðist hafa verið að tala við Stefán Sigtryggsson, er ákærði hafi komið að og farið að hnýta í sig. Hafi orðahnippingar þá hafizt milli þeirra og síðan hafi þeir tekið í jakka hvor annars, en engar stimpingar orðið. Þá hafi ákærði beðið sig að sleppa taki á jakka hans, en haldið sínum. Kærandi kvaðst ekki hafa hlýtt strax og ekki vitað fyrri til en ákærði hafi rekið höfuðið í andlit sér þrisvar sinnum. Hann sagði, að ekki hefðu orðið frekari átök milli þeirra, nema hvað 705 ákærði sparkaði í hann að endingu. Hann sagðist hafa litið í spegil þarna á snyrtingunni og þá séð, að ein framtönn hékk niður á vör. Sneri hann sér þá til dyravarðar hússins og var fluttur á sjúkrahús, þar sem tönnin var fjarlægð. Hann kveðst hafa leitað til Baldvins Ringsteds tannlæknis næsta dag, sem tók fjórar tennur úr efri gómi hans, en enn fremur kom í ljós, að efri kjálki var sprunginn. Kærandi kveðst hafa legið rúmfastur að mestu síðan og kveðst ekki vera vinnufær. Þá sagði kærandi, að hann svo og ákærði hefðu verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn, en vitnið Unnar Ottesen hefði verið ódrukkið. Erlingur Pálmason lögregluvarðstjóri, sem tók skýrslu þá, sem rakin er hér að framan, af kæranda, getur þess í skýrslunni, að kærandi hafi komið á lögregluvarðstofuna um kl. 0130 um- rædda nótt og að hann hafi þá verið að koma af sjúkrahúsinu, þar sem framtönn hafði verið fjarlægð úr honum. Getur varð: stjóri þess, að kærandi hafi verið bólginn á munni og undir áhrifum áfengis, en ekki verulega. Í vottorði Baldvins Ringsteds tannlæknis, dagsettu 30. apríl 1968 segir svo: „Aðalsteinn Bergdal, Fjólugötu 18, Akureyri, kom til mín á tannlækningastofuna laugardaginn 27. apríl. Kvaðst hann hafa fengið högg framan á munninn og framtennurnar. Við skoðun kom í ljós, að tannholdið var mikið marið. Önnur mið- framtönnin brotin uppi í beininu (alveolae) og hún laus, enn fremur báðar hliðarframtennur lausar. Við röntgenmyndun kom í ljós, að sprungur voru í kjálkabeini (pros alveolaris), en ekki náðu þær nema stutt upp í beinið (ca. 5 mm). Mikil bólga var í öllum stoðvefjum kringum tennurnar svo og Í slímhúð. Aðgerð: Tannúrdráttur á 4 tönnum (Fúkkalyfsgjöf)“. Ákærði kom fyrir sakadóm Akureyrar hinn 15. ágúst 1968. Var honum þá kynnt skýrsla kæranda og sagði, að þar væri rétt greint frá átökunum, en tók fram, að upptök þeirra væru eigi síður kæranda að kenna en honum sjálfum. Í bréfi, dags. 17. október 1968, krafðist lögmaður kæranda þess, að ákærði yrði látinn bera bóta- og refsiábyrgð á athæfi sínu og gerði grein fyrir bótakröfum kæranda. Með bréfi hans fylgdi m. a. vottorð Guðmundar Eyjólfssonar læknis, dags. 12. ágúst 1968, svohljóðandi: „Aðalsteinn Guðjónsson, f. 1. 12. 1949, Fjólugötu 18, Akureyri, 45 106 hefur 15 gráðu hlikk á 2% nefsins til vinstri, % fremst á nefinu leitar til hægri. Miðsnes er bogið til hægri. Þetta hefur valdið stíflu í nefinu, einkum hægra megin. Þetta telur hann hafa komið við áverka 12. apríl 1968. Það getur þurft að leiðrétta þetta með aðgerð“. Hinn 23. október 1968 kom fyrir dóminn sem vitni Unnar Halldór Ottesen, 22 ára, til heimilis að Munkaþverárstræti 19 hér í bæ. Kvaðst vitnið hafa verið statt á snyrtiherbergi Sjálfstæðis- hússins, þegar umræddur atburður gerðist. Sagðist það fyrst hafa orðið þess vart, að kærandi og ákærði voru farnir að rífast út af einhverju, en síðan séð, er ákærði hjó í andlit kæranda með höfð- inu. Taldi vitnið, að þetta hefði verið mikið högg, og sagði, að glumið hefði í höfði kæranda. Vitnið kvaðst ekki vita um upptök átakanna, en sagðist muna með vissu, að kærandi hafi haldið í brjóst ákærða, þegar ákærði hjó til hans. Vitnið sagði, að þegar hefði fossað blóð úr andliti kæranda og átökin þá stöðvazt. Kærandi kom fyrir sakadóm hinn 24. október 1968. Staðfesti hann þá skýrslu sína, sem reifuð er hér að framan. Með hliðsjón af vottorði Guðmundar Eyjólfssonar læknis sagði kærandi, að hann hefði hlotið mikið högg á nefið umrætt sinn. Hann sagðist hins vegar ekki hafa orðið þess var, að áverka væri þar að finna, fyrr en 3—4 vikum eftir að hann hlaut höggið, en þá var nef hans að stíflast. Hann kvaðst þá þegar hafa leitað til læknis á Akureyri, sem vísað hafi sér til sérfræðings. Kærandi staðhæfði, að áverkar á nefi hans stöfuðu af átökum við ákærða og neitaði því eindregið að hafa síðar hlotið þar högg. Málið var síðan sent saksóknara ríkisins til fyrirsagnar, og með bréfi, dagsettu 14. apríl 1969, krafðist saksóknari þess, að kannað yrði, hvort áverki á nefi kæranda hefði hlotizt af ætlaðri árás ákærða. Ákærði, sem kvaddur var fyrir dóminn, kvaðst muna eftir því, að kærandi hefði hlotið högg á munninn umrætt sinn og að tennur hefðu verið teknar úr honum þess vegna. Hann kvaðst hins vegar ekki vita til þess, að kærandi hefði meiðzt á nefi. Vitnið Erlingur Pálmason lögregluvarðstjóri kvaðst muna eftir því, að framtönn eða framtennur voru lausar í kæranda umrætt sinn, en kvaðst ekki muna eftir öðrum áverkum á honum. 707 Þá kom kærandi aftur fyrir dóminn hinn 8. maí 1969. Var framburður hans þá í samræmi við það, sem áður hefur verið. rakið úr framburði hans. Hann sagðist ekki hafa hlotið blóðnasir í átökunum við ákærða og sagði jafnframt, að engir áverkar hefðu verið sýnilegir á nefi sínu eftir þau. Kærandi kveðst aldrei hafa hlotið högg á nefið áður og aldrei fyrr orðið þar var óþæginda. Vitnið Stefán Birgir Sigtryggsson, 19 ára, til heimilis að Norð-. urbyggð 20 hér í bæ, kvaðst hafa verið statt á snyrtiherbergi Sjálfstæðishússins greint sinn á tali við kæranda, þegar ákærði kom þar að. Vitnið kvaðst muna, að kærandi greip í jakka ákærða og hélt þar, en mundi ekki, hvernig það atvikaðist. Það. sagði, að ákærði hefði síðan gripið báðum höndum í jakka kær-- anda og höggvið höfðinu í andlit hans. Þá hefðu þeir sleppt tök- um og byrjað handalögmál. Sagði vitnið, að ákærði hefði slegið kæranda í andlitið krepptum hnefa, þannig að glumdi í, og loks sparkað í afturenda hans, er kærandi sneri sér við. Sagði vitnið, að blóð hefði fossað úr andliti kæranda eftir bessi átök og hefði kærandi byrjað að þurrka blóðið framan úr sér, en síðan farið á brott. Vitnið kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir, hvar hnefahögg ákærða lenti á kæranda, nema hvað það lenti í andliti hans, og mundi ekki, hverja áverka kærandi hlaut. Vitnið kvaðst ekki minnast þess að hafa verið undir áhrifum: áfengis greint sinn. Vitnið vann eið að þessum framburði. Þá kom vitnið Unnar Halldór Ottesen aftur fyrir dóminn. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið sérstaklega eftir því, hvar höfuð- högg ákærða lenti á andliti kæranda, og kvaðst ekki vita, hvaðan blóð rann úr andliti hans, en sagði sig minna, að það hefði verið úr nefi hans. Þá sagði vitnið sig minna, að kærandi hefði hlotið áverka í munni, þ. e. tennur losnað, en mundi ekki eftir áverkum á nefi hans. Vitnið mundi ekki eftir því, að til hanðalögmáls kæmi milli kæranda og ákærða greint sinn. Vitnið kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis greint sinn,, en ekki verulega. Loks hefur verið aflað vottorðs frá Fjórðungssjúkrahúsi Akur-- eyrar, svohljóðandi: „Það vottast, að Aðalsteinn Bergdal, Fjólugötu 18, Akureyri, 708 kom á slysavarðstofu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 27. 4. 1968. Sjúkdómsgreining í dagbók er: Brotin framtönn í efri góm eftir ryskingar“. Niðurstaða. Með skírskotun til framburðar aðilja og vættis vitna þykir í Hós leitt, að aðiljar málsins hafi byrjað að deila, þar sem þeir voru staddir í snyrtiherbergi Sjálfstæðishússins greint sinn, síðan gripið hvor í annars föt, en ákærði loks höggvið höfði sínu í andlit kæranda, er kærandi sleppti eigi taki á jakka hans, með þeim afleiðingum, að 4 framtennur losnuðu í efri gómi kæranda, svo að taka varð þær úr, og sprunga kom í kjálkabein. Hins vegar þykir eigi nægilega sannað, að kærandi hafi hlotið áverka á nefi af völdum ákærða. Verknaður ákærða, sem eigi þykir réttlætanlegur, varðar við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins, útgefnu 25. ágúst 1969, hafði ákærði þá sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1962 12/9 í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun. 1963 8/1 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 1963 9/2 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 1966 13/1 á Akureyri: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 3. og 7. gr. lögreglusamþykktar. 1966 24/3 á Akureyri: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 1. gr. lögreglusamþykktar. 1966 22/4 á Akureyri: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 20. gr. og 21. gr. áfengislaga, 3. og 7. gr. lögreglu- samþykktar og 16. gr. áfengislaga. 1966 21/7 á Akureyri: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 7. gr. lögreglusamþykktar. 1066 23/8 á Akureyri: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr, 3. gr. og 7. gr. lögreglusamþykktar. 1967 7/2 á Akureyri: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 256. gr. sömu laga. 1968 25/1 á Akureyri: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 3. og "7. gr. lögreglusamþykktar. 1968 29/2 á Akureyri: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 3. og 7. gr. lögreglusamþykktar. 1968 24/4 á Akureyri: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 3. og". gr. lögreglusamþykktar. 1968 27/8 á Akureyri: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 3. og 7. gr. lögreglusamþykktar. 709 Með dómi sakadóms Akureyrar, uppkveðnum 14. ágúst 1969, var ákærði dæmdur í 10 daga varðhald og sviptur ökuleyfi í 1 ár frá og með 6. maí 1969 að telja fyrir brot á 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Refsing ákærða eftir 217. gr., sbr. 78. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 þykir eftir atvikum og með hliðsjón af sakaferli ákærða hæfilega ákveðin varðhald 30 daga. Af kæranda hálfu hefur verið krafizt skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð kr. 44.754.00. Sundurliðar kærandi kröfurnar þannig: 1. Vinnutjón frá 26. apríl 1968 til 10. maí 1968 kr. 4.754.00 2. Læknishjálp og önnur útgjöld .. .. .. .. .. — 15.000.00 3. Miskabætur .. .. .. ......... 0... 2. — 25.000.00 Samtals kr. 44.754.00 Ákærði hefur mótmælt skaðabótakröfum. Um 1. Kærandi hefur lagt fram vottorð frá vinnuveitanda sínum um vinnutekjutap í samræmi viðkröfulið þennan. Verður hann því dæmdur að fullu. Um 2. Kærandi hefur lagt fram reikning fyrir lækniskostnaði Baldvins Ringsteds tannlæknis, að fjárhæð kr. 8.100.00, og ber að taka þennan kröfulið til greina að því leyti. Um 3. Kröfulið þessum þykir í hóf stillt, og verður hann því . dæmdur að fullu. Af hálfu kæranda hefur eigi verið krafizt vaxta. Samkvæmt framangreindu verður ákærði dæmdur til að greiða kæranda skaðabætur, samtals að fjárhæð kr. 37.854.00. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Rannsókn máls þessa og meðferð hefur dregizt, einkum vegna þess að ákærði hefur verið til sjós og við vinnu á ýmsum stöðum á landinu. Dómsorð: Ákærði, Stefán Þór Elísson, sæti varðhaldi í 30 daga. Ákærði greiði Aðalsteini Bergdal, Fjólugötu 18, Akureyri, kr. 37.854.00 í skaðabætur. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 710 Föstudaginn 16. október 1970. iNr. 135/1970. Margrét G. Hjeltested vegna sjálfrar sín og ófjárráða barna sinna, Margrétar, Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar f. h. dánar- og félagsbús Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds gegn Magnúsi S. Hjaltested. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Frestur. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 25. maí 1970 hefur sóknaraðili kært til Hæsta- réttar úrskurð bæjarþings Kópavogs, sem kveðinn var upp 11. maí 1970, en sóknaraðili fékk vitneskju um úrskurðinn hinn 12. s. m. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 3. júlí 1970. Með úrskurði þessum var tekin til greina krafa varnaraðilja um, að fram færu vitnaleiðslur til upplýsingar gagnkröfum hans í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Var málinu frest- að í þessu skyni til 30. júní 1970. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, að eigi verði leyfð frekari gagnasöfnun í málinu né frekari frestir í því skyni og verði málið tekið til munnlegs flutnings um efni þess. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Dómkröfur varnaraðilja eru þær, að honum verði veittur nægilegur frestur til að upplýsa málið með vitnaleiðslum. Krefst hann einnig kærumálskostnaðar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 4.000.00 í kærumáls- kostnað. 711 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Margrét G. Hjaltested vegna sjálfrar sin og ófjárráða barna sinna, Margrétar, Sigurðar Kristjáns og Karls Lárusar f. h. dánar- og félagsbús Sigurðar L. Hjaltsteds og Margrétar G. Hjaltesteds, greiði varnarað- ilja, Magnúsi S. Hjaltested, kr. 4.000.00 í kærumálskostn- að að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður bæjarþings Kópavogs 11. maí 1970. Mál þetta er höfðað hér fyrir bæjarþinginu af Margréti Guð- mundsdóttur Hjaltested, fyrrum húsfreyju á Vatnsenda í Kópa- vogskaupstað, fyrir sjálfs sín hönd og ófjárráða barna sinna, Margrétar Hjaltesteds, Sigurðar Kristjáns Hjaltesteds og Karls Lárusar Hjaltesteds fyrir hönd dánar- og félagsbús Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds gegn Magnúsi S. Hjalte- sted pípulagningameistara, Vatnsenda í Kópavogskaupstað. tefnandi hefur stefnt til réttargæzlu, sbr. 52. gr. laga nr. 85/ 1936, þeim Ólafi Þorgrímssyni hæstaréttarlögmanni, Reykjavík, fyrir Markús Ívar Hjaltested, Bræðraborgarstíg 23, Reykjavík, og Sigríði S. Hjaltested, Kirkjusandi við Reykjanesbraut, svo og skiptaráðandanum í dánar- og félagsbúi Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds, Unnsteini Beck, borgarfógeta í Reykjavík. Stefna í málinu er útgefin hinn 24. október 1969, og eru dóm- kröfur stefnanda þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda og greindum ófjárráða börnum hennar fyrir hönd nefnds dánar- og félagsbús kr. 811.159.00 með 1% vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 16. maí 1969 til greiðsludags svo og kostnað sakarinnar að skaðlausu. Á hendur réttargæzlustefndu eru engar kröfur gerðar né gera þeir kröfur. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Þá krefst hann málskostnaðar solidar- iskt úr hendi stefnenda. Samkvæmt skjölum málsins eru helztu málavextir þessir: Magnús Einarsson Hjaltested, sem fæddur var 23. nóvember 1871, eignaðist jörðina Vatnsenda, sem nú er í lögsagnarumdæmi Kópavogs, árið 1914. Magnús mun hafa búið á jörðinni lengst af 712 eftir það, unz hann andaðist árið 1940. Hann var alla ævi ókvænt- ur og lézt barnlaus. Lárus Pétursson Hjaltested hét bróðursonur Magnúsar. Hann var fæddur 1892. Árið 1928 varð það að sam- komulagi með þeim Magnúsi og Lárusi, að Lárus tæki við ábúð á Vatnsenda, enda bjó hann þar upp frá því til dauðadags jafn- framt Magnúsi. Lárus Hjaltested lézt árið 1956. Tók þá við jörðinni ekkja hans, Sigríður Jónsdóttir Hjaltested, og bjó þar til fardaga 1960. Þá tók við ábúð á jörðinni elzti sonur Lárusar og Sigríðar, Sig- urður Lárusson Hjaltested, og bjó hann þar til dauðadags. Sig- urður var tvíkvæntur. Var seinni kona hans Margrét Guðmunds- dóttir Hjaltested, stefnandi í máli þessu. Sigurður Lárusson Hjaltested andaðist 13. nóvember 1966. Bjó þá kona hans áfram á jörðinni ásamt börnum sínum, og nytjaði hún jörðina, eftir því sem kostur var, unz hún var borin út af fógeta í júlí 1969. Dánar- og félagsbú Sigurðar L. Hjaltesteds og ekkju hans, stefnandans Margrétar G. Hjaltesteds, var tekið til opinberra skipta, og var fyrsti skiptafundur í búinu 25. febrúar 1967. Var Þá m. a. lögð fram í afriti erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjalte- steds, dags. 4. janúar 1938 og árituð að nýju 29. október 1940. Í erfðaskránni segir m. a. svo: „Ég undirritaður Magnús Einarsson Hjaltested, fyr úrsmiður í Reykjavík, en nú bóndi á Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, sem ekki á neitt afkvæmi, lýsi hérmeð yfir því sem síðasta vilja mínum, að með eignir mínar lausar og fastar allar undantekn- ingarlaust skal fara á þann hátt, er hér eftir segir, að mér látnum. 1. Allar eignir mínar — fastar og lausar — skulu ganga að erfðum til Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, með þeim nánari takmörkunum og skilyrðum, er nú skal greina. a. Hann má ekki selja fasteign þá, er ég nú á — Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi — er hann fær að erfðum með þessari arf- leiðsluskrá, né heldur veðsetja hana fyrir meira en sem nemur 50% af fasteignamati jarðarinnar og þó aðeins til greiðslu erfða- fjárskatts, ef með þarf, eða nauðsynlegra endurbóta á húsum jarðarinnar eða henni sjálfri. b. Hann skal búa á eigninni sjálfur, sbr. þó það, er síðar segir um föður hans undir tölulið 2. c. Arftaki má selja á leigu lóðir undir hús, leikvelli eða annað úr óræktuðu landi jarðarinnar gegn árlegu afgjaldi, er hæfilegt 113 þyki á hverjum tíma, og skulu þær leigur goldnar á tilteknum gjalddaga til ábúanda, hver sem hann verður, og má ekki veð- setja þær neinum fremur en jörðina, fyr en þær eru greiddar ábúanda. 2. gr. Meðan Lárus Hjaltested, faðir Sigurðar, lifir, má hann búa endurgjaldslaust á fyrnefndri jarðeign, að öðru en því, að hann svarar til vaxta og afborgana af skuldum þeim, er á eign- inni hvíla. Allar bætur fyrir landspjöll, sem þegar eru orðin eða kunna að verða á jörðinni af annara völdum og jörðinni ber, hefur Lárus Hjaltested eða næsti ábúandi rétt til að krefja inn og semja um með lögsókn, ef með þarf, sem tilheyrandi jörðinni að mér látn- um, ef ekki hefur verið fullkomlega um það samið áður. Sömuleiðis hefur Lárus Hjaltested eða næsti ábúandi allan rétt þann, er um ræðir í gr. 1, tölulið c. 3. gr. Að Sigurði látnum gengur jarðeignin að erfðum til elzta sonar hans og svo til hans niðja í beinan karllegg og sé sá leggur útdauður, þá til næst elzta sonar Sigurðar og hans niðja í beinan karllegg o. s. frv. koll af kolli, þannig að ávalt fær aðeins einn maður allan arfinn, sá elzti í þeim legg, er að réttu ber arfur samkvæmi því, er nú hefur verið sagt. Sé enginn erfingi réttborinn til arfa frá Sigurði samkvæmt framanskráðu, þá gengur arfurinn til Georgs Péturs Hjaltested, næst elzta sonar Lárusar, og hans niðja í beinan karllegg eftir sömu reglum. Sé enginn til í legg Péturs, sem uppfylli skilyrðin, þá skal arfurinn ganga til Jóns Einars Hjaltested, sonar Lárusar, og niðja hans í beinan karllegg eftir sömu reglum og svona koll af kolli, meðan til er eitthvað afkvæmi í karllegg frá Lárusi Hjaltested, sem uppfylli erfðaskilyrði þau, er margnefnd eru. 4. gr. Skyldi einhver erfingjanna hætta búskap á Vatnsenda, missir hann rétt sinn samkvæmt erfðaskrá þessari, og sá, sem næstur er í röðinni, tekur við. 5. gr. Ef viðkomandi erfingi er ómyndugur, skal fjárhaldsmað- ur hans ráðstafa ábúðinni, þar til hann er myndugur. 6. Sérhver erfingi, sem fær erfðarétt samkvæmt þessum arf- leiðslugjörningi, er skyldugur til þess að halda öll þau skilyrði, sem Sigurði eru sett með honum, og gæta þeirra takmarkana, er samningurinn hefur inni að halda, vanræki einhver það, veldur það tafarlaust réttindamissi fyrir hlutaðeiganda“. Við búskiptin hélt stefndi, Magnús S. Hjaltested, því fram, að jörðina Vatnsenda bæri að afhenda sér sem elzta syni Sigurðar 714 L. Hjaltesteds, enda bæri að öðru leyti að haga skiptum sam- kvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar. Þessum skilningi og kröfum mótmælti stefnandi og krafðist skipta á öllum eignum búsins, þ. á m. jörðinni Vatnsenda, eftir reglum erfðalaganna. Urðu um þetta efni miklar greinir með aðiljum, og var rekið fyrir skiptarétti sérstakt mál um kröfu stefnda um afhendingu jarðarinnar. Kvað skiptaráðandi upp úrskurð um ágreininginn 24. júlí 1967. Eru ályktunarorð úr- skurðarins svohljóðandi: „Varnaraðilja, Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, er áskilinn rétt- ur eftir látinn föður sinn til að taka við til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda í Kópavogskaupstað með þeim takmörkunum og skilmálum, sem settir eru Í arfleiðsluskrá Magnúsar Einars- sonar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1938. Málskostnaður fellur niður“. Þessum úrskurði skaut stefnandi til Hæstaréttar, sem staðfesti hann með dómi, uppkveðnum 5. apríl 1968. Hinn 7. maí 1968 var haldinn skiptafundur í búinu. Gerði þá skiptaráðandi svolátandi bókun: „Þá lýsti skiptaráðandi því yfir, að hann afhenti Magnúsi Sig- urðssyni Hjaltested, Sólbakka, Vatnsenda, umráð og afnot fast- eignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað með því, sem henni fylgir og fylgja ber samkvæmt þeim réttindum, sem honum sem erfingja eru áskilin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjalte- steds, dagsettri 4. jan. 1938 og 29. okt. 1940, að geymdum rétti þeirra, sem löglega kunna að eiga tilkall til afnota eða annarra réttinda á jörðinni eða hluta hennar, enda tekur Ólafur Þorgríms- son hæstaréttarlögmaður ásamt erfingjunum ábyrgð á greiðslu skiptakostnaðar, erfðafjárskatts og annarra opinberra gjalda, sem á erfingjana kann að falla í sambandi við skiptin“. Þessari ákvörðun skiptaráðanda var áfrýjað til Hæstaréttar af báðum aðiljum. Eftir það voru haldnir nokkrir skiptafundir í búinu, og komu þar fram ýmsar kröfur af hálfu aðilja. Meðal annars krafðist stefnandi þess, að framkvæmd yrði úttekt á jörð og húsum á Vatnsenda, og hélt því fram, að eigi gæti komið til álita, að hún þyrfti að víkja af jörðinni, nema svo væri gert, enda yrði úttekt fullnægt við hugsanlegan brottflutning hennar. Þessari kröfu var mótmælt af stefnda, en skiptaráðandi vildi eigi hafa frumkvæði að því að koma fram útektargerð. Að fyrirsögn Hæstaréttar fór úttektargerð fram, og var henni lokið 16. maí 1969. 715 Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á grundvelli úttektar- gerðarinnar, en samkvæmt henni telur stefnandi, að stefnda beri að greiða sér f. h. búsins kr. 796.159.00 í ábúandabót og kr. 15.000.00 í úttektarkostnað, eða samtals kr. 811.159.00, sem er stefnufjárhæðin. Málið var þingfest hinn 6. nóvember 1969. Fékk þá stefndi frest til greinargerðar til 27. s. m. Á bæjarþingi þann dag varð það samkomulag, að stefndi fengi framhaldsgreinargerðarfrest til 11. desember. Á bæjarþingi hinn 11. desember s.1. lagði stefndi fram greinargerð sína og enn fremur ljósrit 21 leigusamnings um landspildur úr landi Vatnsenda, þar sem leigugjaldið tjáist Vera greitt nokkur ár fram í tímann. Þá lagði stefndi fram afrit af rekstrar- og efnahagsreikningi veiðifélags Elliðavatns fyrir árið 1968. Eftir árangurslausa sáttatilraun dómara varð það sam- komulag með aðiljum að fresta málinu til 15. janúar 1970 til frekari öflunar gagna. Í þinghaldi þann dag óskaði lögmaður stefnda eftir frekari fresti til gagnaöflunar, m. a. í því skyni að leiða ýmis vitni og afla fleiri skjala til að leggja fram í málinu. Lögmaður stefnanda mótmælti frekari frestun málsins og gerði þá kröfu, að gagnasöfnun í málinu væri talið lokið og það tekið til munnlegs flutnings. Lögmaður stefnda krafðist úrskurðar um frestsbeiðni sína, eftir að báðir lögmenn höfðu tjáð sig í stuttu máli um þetta ágreiningsefni. Fór fram munnlegur málflutningur um frestsbeiðnina hinn 4. febrúar s.l. og málið tekið til úrskurðar. Úrskurður bæjarþingsins var uppkveðinn 12. febrúar s.l. og gekk á þá leið, að frestsbeiðnin var tekin til greina. Var frestun málsins ákveðin 8 vikur. Stefnandi skaut þessum úrskurði til Hæstaréttar með kæru, dags. 24. febrúar s.1. Dómur Hæstaréttar var uppkveðinn 6. f. m. og sagði svo m. a. í forsendum: „Eftir atvikum þykir rétt að fresta máli þessu til 9. apríl 1970“. Lögmenn aðilja voru nú boðaðir til þinghalds í málinu, og var það tekið fyrir á reglulegu bæjarþingi hinn 16. f. m. Var þá lagt fram af hálfu stefnda sem dskj. nr. 8 ljósrit 126 leigusamn- inga um spildur úr Vatnsendalandi, þar sem leigugjaldið tjáist vera greitt nokkur ár fram í tímann, og nr. 9 ljósrit leigusamnings um spildu úr nefndri jörð. Af hálfu stefnanda var dskj. nr. 8 og 9 mótmælt sem óstaðfestum ljósritum, og kvaðst hann geyma sér allan rétt til gagnrýni á téðum skjölum svo og athugasemda og mótmæla. Af hálfu stefnda var skorað á stefnanda að koma fyrir bæjarþingið til aðiljaskýrslugjafar. Málinu var síðan frestað til 30. f. m. með samkomulagi aðilja til frekari öflunar gagna. Jafn- 716 framt lagði lögmaður stefnda fram skriflega beiðni um aðilja- og vitnaleiðslu í málinu. Ákvað dómari síðan tíma í þessu skyni og boðaði lögmenn aðilja með venjulegum hætti til þinghaldsins. Þegar bæjarþingið hafði verið sett þennan dag, hinn 27. f. m., lögðu lögmenn aðilja fram nokkur skjöl, og var síðan fyrsta vitnið leitt fyrir réttinn, en nokkur önnur biðu á meðan, en vitni þessi komu óstefnd. Er vitnið Jóel Sigurðsson verkstjóri, Álftamýri 10, Reykjavík, hafði verið brýnt á vitnaskyldunni, lýsti lögmaður stefnanda því yfir, að hann mótmælti því, „að nú eða síðar í máli þessu fari fram neins konar yfirheyrslur“, bar sem þær gætu ekki lotið að neinu því, sem verða kunni til upp- lýsingar málinu. Lögmaður stefnda andmælti yfirlýsingum lög- manns stefnanda um þetta atriði og krafðist úrskurðar. Munn- legur málflutningur fór fram um þetta ágreiningsefni hinn 8. Þ. m. Lögmaður stefnda leggur kröfur sínar bannig fyrir í þessum þætti málsins, að úrskurðað verði, að nauðsynlegar vifnaleiðslur til upplýsingar gagnkröfum stefnda verði leyfðar og málinu frestað í því skyni, eins og þörf er á. Þá ítrekar hann áskorun sína til stefnanda að koma fyrir dóminn til aðiljayfirheyrslu, en krefst þess að öðrum kosti, að allar staðhæfingar stefnda í mál- inu um þau atriði, sem stefnandi gæti persónulega upplýst, yrðu annars lagðar til grundvallar dómi í málinu. Hann krafðist máls- kostnaðar sérstaklega úr hendi stefnanda í þessum þætti máls- ins. Lögmaður stefnanda krefst þess, að synjað verði um yfirheyrsl- ur og frekari gagnasöfnun í málinu en orðið er, enda verði ekki veittir frekari frestir í því skyni, og að dómari ákveði, að gagna- söfnun í málinu skuli lokið og það tekið til munnlegs flutnings. Hann mótmælir málskostnaðarkröfu stefnda, en krefst þess, að á sínum tíma, þegar dómur gengur í málinu og gert verður út um málskostnaðarkröfu umbjóðanda síns, verði tekið tillit til þessa málflutnings um ágreiningsefnið. Rök stefnda eru þau, að hann eigi gagnkröfur á hendur stefn- anda, sem hann hafi sett fram í málinu, og krefjist skuldaj afnaðar á móti þeim kröfum stefnanda, sem hann kynni að fá tildæmdar. Til stuðnings þessum gagnkröfum hafi af sinni hálfu verið lögð fram u. þ. b. 150 ljósrit leigusamninga um landspildur í Vatns- endalandi, þar sem fram komi, að landleigur hafi verið greiddar ár og áratugi fram í tímann í tíð stefnanda og eiginmanns hennar á jörðinni. Í sumum tilvikum sé ársleigugjaldið ekki tilgreint í 117 viðkomandi samningi. Beri sér því nauðsyn til að leiða fyrir dóminn viðkomandi leiguhafa til að upplýsa og sanna þá liði gagnkröfu sinnar. Um þetta hafi ekki staðið á sér undir rekstri málsins, heldur hafi strandað á mótmælum stefnanda, þegar til- kvödd vitni hafi verið komin til vitnaleiðslu, sem um hafi verið beðið á sameiginlegum gagnaöflunarfresti. Stefndi mótmælir þeirri staðhæfingu stefnanda, að gagnkröfur sínar fái ekki komizt að í málinu gegn stefnukröfunum. Hann bendir á, að mál þetta sé höfðað af stefnanda með heimild skipta- réttarins, þar sem krafan var fyrst höfð uppi. Þessi lögskipti aðilja hafi því færzt úr skiptaréttinum yfir í meðferð bæjarþings- ins og hljóti það að taka jafnt til gagnkröfu sem aðalkröfu, þar sem gagnkröfurétturinn kynni að öðrum kosti að reynast einskis virði. Stefndi kveður ágreiningsefni þetta vera í raun nákvæmlega það sama og kom upp undir rekstri málsins í janúar s.l. og úr- skurðað var 12. febrúar s.l, en málskot og mótmæli stefnanda hafi hindrað að fram færu vitnaleiðslur til upplýsingar lögmæt- um gagnkröfum sínum. Stefnandi rökstyður kröfur sínar í þessum þætti málsins með því, að dómkröfur sínar séu byggðar á úttektargerð, sem fram- kvæmd var eftir fyrirmælum Hæstaréttar og eftir reglum ábúðar- laga. Þar sem yfirúttektar hafi ekki verið beiðzt, verði gerðinni hvorki haggað né hrundið héðan af. Stefndi ætlast nú til, að fram fari vitnaleiðslur til stuðnings þeim rskj., er lögð hafi verið fram í málinu varðandi gagnkröfur, sem hann telji sig eiga á hendur sér. Í þessu máli sé ekki réttur vettvangur fyrir neinar slíkar gagnkröfur stefnda. Telji hann sig eiga einhverjar gagn- kröfur á hendur sér, en því sé mótmælt, þá beri honum að lýsa þeim í búið, enda muni þá skiptarétturinn taka afstöðu til þeirra. Þessar gagnkröfur stefnda séu hvorki runnar af sömu rót og stefnukröfurnar né heldur samkynja. Þeim beri að vísa frá dómi ex officio, hvað þá vegna kröfu. Þannig hnigi öll rök að því, að svo beri að telja, að þessar kröfur fái ekki komizt að í þassu máli og séu því alls óviðkomandi. Því beri að ákveða, að gagna- söfnun sé endanlega lokið og málið tekið til munnlegs flutnings. Kröfur stefnanda í þessum þætti málsins beinast hvor tveggja að því, að synjað verði um, að tiltekin gögn, þ. e. vitnayfirheyrsl- ur til upplýsingar gagnkröfum stefnda, fái að komast að, og í öðru lagi, að alls engin frekari gögn fái að komast að og að mál- inu verði ekki frestað meira en orðið er og það tekið til munn- 718 legs flutnings í heild. Þá hefur hann í málflutningi lýst þeirri skoðun sinni, að gagnkröfum stefnda beri að vísa frá dómi ex officio. Eigi verður fallizt á það með stefnanda, að ákveðið verði, að einhver ótiltekin gögn, sem eigi er vitað um nú, hver kunni að vera, fái ekki komizt að í málinu og að jafnframt verði ákveðið, að málið skuli tekið til munnlegs málflutnings nú. Þá þykja eigi á þessu stigi málsins vera efni til að vísa frá dóminum gagn- kröfum stefnda. Samkvæmt þessu verður fallizt á þá kröfu stefnda, að fram fari vitnaleiðslur, sem hann hefur tjáð sig um, til upplýsingar nefndum gagnkröfum. Verður því óhjákvæmilega að fresta mál- inu í þessu skyni, enda verður ekki talið, að stefndi hafi eftir atvikum misnotað fyrri fresti í málinu til að koma þessu fram. Þykir rétt að ákveða frest þennan til 30. júní n. k. Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað vegna þessa þáttar málsins, sem ákveðst kr. 4.000.00. Ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp úrskurð þennan. Ályktunarorð: Krafa stefnda um, að fram fari vitnaleiðslur til upplýs- ingar gagnkröfum hans í málinu, er tekin til greina, og er málinu frestað til 30. júní 1970 í því skyni. Stefnandi, Margrét G. Hjaltested fyrir sjálfa sig og ófjár- ráða börn sín f. h. dánar- og félagsbús Sigurðar L. Hjaltesteds og Margrétar G. Hjaltesteds, greiði stefnda, Magnúsi S. Hjalte- sted, kr. 4.000.00 í málskostnað. 719 Mánudaginn 19. október 1970. Nr. 66/1970. Hafsteinn Markússon (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) segn Kristni Júlíussyni og gagnsök (Haukur Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Landamerkjamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. marz 1970 og haft uppi þessar dómkröfur: „Aðallega, að viðurkennd verði með dómi hin fornu landa- merki Vogatungu og Leirár í samræmi við landamerkja- bréf fyrir jörðinni Vogatungu í Leirársveit, dags. í maí 1890, þannig að á svæðinu milli ánna Leirár og Laxár skuli merkin vera bein lína úr keldu fyrir ofan Jöklaberg til landsuðurs, sjónhending í Hrossaklett norðanvert við Stóra-Lambhaga í Skilamannahreppi, þ. e. að línan fylgi skurði þeim, sem grafinn var á mörkum á þessum stað skömmu eftir síðustu aldamót, að líkindum árið 1905“. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og hér fyrir dómi úr hendi gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 29. september 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 25. s. m. Krefst hann þess, „að mörk milli jarðanna Leirár og Vogatungu verði ákveðin með dómi Hæstaréttar eins og lína, sem dregin er á afstöðuuppdrátt, gerðan af Zóphóniasi Pálssyni 23. marz 1969, milli Hrossakletts á syðri bakka Laxár og í keldukjaft við Leirá, hvort tveggja eftir ábendingu Júlíusar Bjarna- sonar á Leirá, sbr, dskj. undirréttar nr. 78. Til vara, að hinn áfrýjaði dómur verði að efni til stað- festur“. 720 Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Með afsali, dags. 18. marz 1970, sem lagt hefur verið fyrir Hæstarétt, keypti aðaláfrýjandi jörðina Vogatungu í Leirár- og Melahreppi af Hilmari Ágústssyni, Arnarbrauni 22 í Hafnarfirði. Að tilhlutan Hæstaréttar hefur Ragnar Árnason verkfræ ingur gert uppdrátt af þrætulandinu, sem lagður hefur ið fram í Hæstarétti og merktur L K. Á uppdrátt þennan eru dregnar markalinur, sem aðiljar málsins krefjast, að dæmd- ar verði. Svo sem skýrt er frá í héraðsdómi, lét Böðvar Sigurðs- son, bóndi í Vogatungu, grafa skurð laust eftir síðastliðin aldamót, sennilega um 1905 eða 1906, úr keldu norðan (ofan) Jöklabergs til landsuðurs í sjónhendingu í klett norð- an Stóra-Lambhaga, er aðaláfrýjandi telur vera Hrossaklett. Á þeim tíma, er skurður þessi var grafinn, var hann all- mikið mannvirki, og ber fjöldi vitna, að Böðvar Sigurðsson hafi talið skurð þennan vera á landamörkum Vogatungu og Leirár, og telja þau einnig, að hann hafi verið það. Verður og ekki annað séð en skurður þessi hafi verið grafinn á landamörkum jarðanna í samræmi við landamerkjabréf Vogatungu frá 1890 og í framkvæmd verið Ltið á hann sem landamerki milli jarða þessara. Samkvæmt þessu verða mörk jarðanna Leirár og Vogatungu milli Leirár og Laxár ákveðin þannig: Frá markapunktinum A í keldu norðan (ofan) Jöklabergs á uppdrætti Ragnars Árnasonar verk- fræðings í sjónhendingarlinu í markapunktinn B á kletti norðan Stóra-Lambhaga. Eftir þessum úrslitum ber að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, er eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 35.000.00. Það athugast, að mjög mikill dráttur hefur orðið á rekstri máls þessa í héraði, Dómsorð: Landamerki milli jarðanna Leirár og Vogatungu milli Leirár og Laxár skulu vera frá markapunktinum A í Asa ea Arfstóðsupodróftur ir hlrfo jarðanna - Leiror 2g Logafungu lerorsverð Skr ca 4000 (etnoð efhr lofimynd) Asam lar tfandrótlur þess! er gerðar somkvæmi ost lögtr go? Borðar bongnirssonar eg Mots Jórssonor vegnó sgreinngs vm mörk mill jarðanna tögofunga og leirðr lerrðrsvar LK ii A rímórk Jondspikki þei 4 f good! leirðr jei léni or ror dr Guð ; 290 290. Or Jeigði Guðjón Jónssyni | a vil Sér, fr Erol 7 fenderrare sara 2 ær " um ær Regk/ark, Q3. marfs (969 ' Ea Mkr -. kígldla skv. ábendingu hkolsteins Mfarkessonor | malpgoerdf cv Tin - ú “ nn á vapdróll Þennan hofa verið dregnar bær linur, sem krófur oðilo hvila á og í semtæm „vð þr kennseiti sero oðslor sýndu undir ríííðum á veffvengsgongu sem gerð (vor þriðjudaginn 14.1969 Fo ak 1548 Markalína skv dómi Hæstaretiar Tekin var ni greina krafa Hafsteics Merkússonar 7 Si sr Helsubrot Nn * r merkt st *% Ág = sas > Ng 0 it “ „ Bor sosbnor a i “ “ or . : Sn ; Sg n ' Á. Jókloberg ; = > 4 > Rr ) “ | . „. re „ Lenin = mn “ ; Í ar ; 3 0 En „ „ð j e a Á Á a a A a 4 A ; Á rr Á LG (7 Hluti af löndum jarðanna | Leirár og Vogatungu í = . A # Leirdrsveit, Borgarfjorðarsyýslu st j / Á “ Þessi uppdráttur er fyrst gerður af Zóphóníasi Pálssyni í marz 1969 fr w “ . | ; . - “ Í október 1970 eru dregnar á uppdráttinn markalínur skv. héraðsdómi Mælikvarði uppdráttarins er breyttur frá frumriti og dómi Hæstaréttar í hæstgrétiarmálinu nr. 66/1970 og er því ovíss Reykjavík í október 1970 Agnar Sjá mál nr. 66/1970, bls. 719—-739. | 121 keldu norðan (ofán) Jöklabergs á uppdrætti Ragnars Árnasonar í sjónhendingarlinu í markapunktinn B á kletti norðan: Stóra-Lambhaga. nn Gagnáfrýjandi, Kristinn Júlíusson, greiði aðaláfrýj- anda, Hafsteini Markússyni, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 35.000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Merkjadómur Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 14. febrúar 1970. Með bréfi, dagsettu 23. október 1965, tjáði Þorvaldur Þórarins- son hæstaréttarlögmaður sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að ágreiningur væri um merki jarðanna Vogatungu og Leirár í Leirár- og Melahreppi. Hinn 15. nóvember á sama ári setti sýslu- maður landamerkjadóm í Vogatungu og leitaði sátta um árgrein- inginn milli Hafsteins Markússon, þáverandi eiganda Vogatungu, sem mættur var ásamt lögmanni sínum, Þorvaldi Þórarinssyni hæstaréttarlögmanni, og Júlíusar Bjarnasonar, sem mættur var ásamt lögmanni sínum, Hauki Jónssyni hæstaréttarlögmanni. Sættir tókust ekki, og var skipan landamerkjadóms þá ákveðin. Hinn 30. nóvember 1965 var málið þingfest. Eigendaskipti hafa síðar orðið á báðum jörðunum. Sóknaraðili er nú Hilmar Ágústsson verzlunarmaður, Arnarhrauni 22 í Hafnarfirði, en varnaraðili Kristinn Júlíusson, bóndi á Leirá. Málið var dómtekið 31. janúar sl. Dómkröfur sóknaraðilja eru þær, að „viðurkennd verði með dómi hin fornu landamerki jarðanna Vogatungu og Leirár í samræmi við landamerkjabréf fyrir jörðinni Vogatungu í Leirár- sveit, dags. í maí 1890, þannig að á svæðinu milli ánna Leirár og Laxár skuli merkin vera bein lína úr keldu fyrir ofan Jókla- berg til landsuðurs í Hrossaklett norðanvert við Stóra- -Lambhaga Í Skilmannahreppi, þ. e. a. s. línan fylgi skurði þeim, sem graf- inn var á mörkum á þessum stað fyrir nálega hálfri öld og talinn hefur verið merkjaskurður síðan“. Þá er krafizt málskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Dómkröfur varnaraðilja eru þær, að „landamerki milli jarð- anna Leirár og Vogatungu verði ákveðin með dómi, eins og þau eru skrásett í landamerkjabók Borgarfjarðarsýslu, sbr. skjal nr. 46 122 221, innfært í veðmálabækur (sic) upphaflega 24. júní 1886 og síðar hinn 27/6 1921. Skjal þetta er ritað að Leirá 3. maí 1886, og segir svo Í upphafi þess um landamerki fyrir Leiráreigninni: Stefnan ræður frá fremri Sjónarhól við Laxá, en þessi á ræður þaðan í frá landamerkjum niður á móts við Hrossaklett, er stendur að sunnanverðu við ána; úr Hrossakletti síðan sjónhend- ing í keldukjapt við Leirá, rétt fyrir ofan Jöklaberg. Þaðan ræður svo Leirá ...“. Krafizt er málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Við áreið hefur komið fram, að lönd Vogatungu og Leirár liggja saman yfir tunguna milli Leirár og Laxár og eru þau um 880 m á lengd. Ekki er ágreiningur um, að mörkin séu bein lína um punkt á árbökkunum, en deilt er um punktana við báðar árnar. Lengd þrætulandsins meðfram Leirá er 115 m, en við Laxá 155 m. Merkjalínurnar, sem aðiljar krefjast viðurkenn- ingar á, eru markaðar á uppdrátt þann, sem er hluti dóms þessa, en staðháttum mun lýst nánar, eftir því sem tilefni verða til. Heimildarbréf: Sóknaraðili lagði fram staðfest endurrit úr landamerkjabók sýslunnar um skráningu nr. 231, en þar segir: „Landamerki fyrir jörðina Vogatungu í Leirársveit innan Borgarfjarðarsýslu. 1. Milli Vogatungu og Leirár eru merkin úr keldu fyrir ofan svokallað Jöklaberg beina sjónhendingu til landsuðurs í Hrossa- klett norðanvert við Stóra-Lambhaga að Laxá. Vogatungu í maí 1890 Böðvar Sigurðsson. Framangreindum landamerkjum erum við undirskrifaðir hlut- aðeigendur samþykkir: Fyrir Beitistaði Fyrir Lambhaga Magnús Ásbjörnsson Illugi Bárðarson Rannveig Kolbeinsdóttir ábúandi á Leirá (skrifað af Þórði Þórðarsyni Leirá fyrir móðir sína)“. Skjal þetta hefur samkvæmt áritunum verið lesið á manntals- þingi að Leirá 7. júní 1890 og ritað í landamerkjabók sýslunnar þá og síðar á ný 1923. Varnaraðili lagði fram endurrit úr landamerkjabók um skrán- ingu nr. 221, en þar segir: „Landamerki fyrir Leiráreigninni. Stefnan ræður frá fremri Sjónarhól við Laxá, en þessi á ræður þaðan í frá landamerkjum niður á móts við Hrossaklett, er stend- 123 ur sunnanvert við ána. Úr Hrossakletti síðan sjónhendingu í keldukjapt við Leirá rétt fyrir ofan Jöklaberg. Þaðan ræður svo Leirá milli jarðanna Leirárgarða og Leirár. ... Leirá, 3. maí 1886. Jarðareigandi: Þórður Þorsteinsson, Leirá. Sem umboðsmaður Austurleirárgarða: Þórður Þorsteinsson frá Leirá. Eigandi Vesturleirárgarða: Pétur Sigurðsson (hrds). Eigandi Miðleirárgarða: G. Guðmundsson. Sem eigandi Vogatungunnar: Böðvar Sigurðsson. Sem ábúandi Stóra-Lambhaga: Illugi Bárðarson. Sem ábúandi Steinsholts: Jónas Jóhannesson“. Skjal þetta hefur samkvæmt áritun sýslumanns verið lesið á Leirá 24. júní 1886 og innritað 1923. Fram hefur verið lagt afrit af lögfestu Árna lögmanns Odds- sonar, sem fyrst var lesin á Leirá 8. júní 1634. Þar segir m. a.: „ð fyrstu lógfeste eg allt Leyrærland, sem mier hefur vered af- hendt og fyrer mig hefur haft og hallded vered i millum Voga- tungu og Leyrár, kielduna sem madur geingur fyrer ofan Joklaberg og ur kieldunni í Laxá“. Í framlögðu afriti af lögfestu Odds lögmanns Sigurðssonar frá 18. maí 1737 segir m. a.:,,...ij millum Wogatungu og Leiraar kiellduna sem næst geingur fyrer ofann Jökla berg og ur kielldunne ij Laxá ...“. 1730 hafði Kristín Guðbrandsdóttir, eigandi Leirár, lýst lögfestu með sömu orðum. Frásagnarskjöl, sem hafa að geyma upplýsingar um merki Vogatungu og Leirár og út hafa verið gefin án tillits til þessa dómsmáls, hafa nokkur komið fram. Í vísitasíubók Gísla Oddssonar biskups segir svo 1634: „Suo Hallda Briefin A Leijra vm Landamerke. Jn primis j millum Leijrar og Vogatungu lyste Runolffur bonde Hauskulldsson ad sier heffde vered affhendt vorðud landa- merke aff fodur sijnum þa hann var eigande ad Leijrá. Jn primis í millum Vogatungu og Leijrar kiellduna þá sem geingur fyrir offan Joklaberg og ecki sagðist hann betur vita enn kirkian a Leijra ætte þa saumu jord sem vered haffde neðan i tijdaas og so heffde sier vered sagdt ...“. (Ísl. fornbréfasafn X1., bls. 32). Fram hefur verið lagt afrit af leigusamningi frá 1. júlí 1930 milli Júlíusar Bjarnasonar á Leirá og Guðjóns Jónssonar í Voga- tungu, en með honum leigði Júlíus Guðjóni „landspildu þá, sem takmörkuð er af Ásmelnum að norðanverðu frá Leirá austur í 724 Hundafoss, Laxár að sunnan. Landamerkjum milli Leirár og Vogatungu að vestan og Leirár að útnorðanverðu, fyrir kr. 50.00 „um árið ...“. Í máli þessu hafa alls verið lögð fram "77 skjöl og 25 manns hafa gefið skýrslur fyrir dómi, þar af 20 fyrir dómi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Mun nú rakið það, sem þykir varða atriði, sem geta haft áhrif á úrslit máls þessa. Til að fram komi sem gleggst yfirlit yfir hin umdeildu atriði, munu framburðir ekki raktir í heild á einum stað, heldur rætt um ágreiningsatriðin hvert af öðru. Um mörk við Leirá er ágreiningur sem fyrr segir. Aðiljar og nokkur vitni hafa vikið að þessu atriði. Þar sem dómendur telja staðhætti á þessum slóðum sýna glögglega, hvar mörkin hafa verið við ána samkvæmt heimildarbréfum þeim, sem fyrr er vikið að, þykir eigi vera ástæða til að víkja að þessu atriði í málavaxta- lýsingu. Þó er þess að geta, að eitt vitni kveðst muna eftir merkja- vörðu nálægt Leirá. Er það Ólafur Daníelsson, fæddur í Melkoti 1895, síðar bóndi á Hurðarbaki í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Ólst hann upp í Melkoti, sem er skammt norðan við hin umdeildu merki, til 26 ára aldurs. Ólafur kvaðst á dómþingi 30. nóvember 1965 „kannast við smáþúfu á Jöklabergi, sem gerð er af mönnum og sennilega um 1890. Hann kveðst hafa þetta frá föður sínum og Guðna, sem var bóndi á Leirá. Hann heyrði sagt, að þúfa þessi væri svo gerð, að neðst væru steinar reistir ólögulega upp, en hnausar þar ofan á“. Að frumkvæði dómsins hefur verið rofin þúfa, sem Júlíus Bjarnason, hinn upphaflegi varnaraðili máls- ins, taldi leifar merkjavörðu. Kom þar fram grjót, sem hugsanlegt er, að sé úr hleðslu. Um merkin við Laxá er meginágreiningur máls þessa. Í báðum þeim landamerkjabréfum, sem fram hafa verið lögð, er sagt, að merkin séu lína um Hrossaklett. Í bréfi um Leirá frá 1886 segir, að Hrossaklettur standi „að sunnanverðu við ána“. Í bréfi um Vogatungu segir, að Hrossaklettur sé „norðan vert við Stóra- Lambhaga“. Þeir, sem í upphafi voru aðiljar máls þessa, eru ósammála um það, hvar Hrossaklettur sé, og benda hvor á sinn stað. Núverandi varnaraðili hefur tekið undir skýrslu föður síns um þetta atriði. Vitni hafa haft það að segja um þetta atriði, sem nú skal rakið: Árni Böðvarsson, fyrrum sparisjóðsstjóri á Akranesi, fæddur 1888 í Vogatungu, var þar til 1915. Hann hefur í skjölum og vitnaskýrslum eindregið haldið því fram, að Hrossaklettur sé Í 125 túninu í Stóra-Lambhaga, og tekið fram, að byggingarframkvæmd- ir hafi leitt til þess, að jarðvegur hafi hlaðizt að klettinum. Vitneskju um örnefnið kveðst hann hafa úr landamerkjabréfum og frá föður sínum, eiganda Vogatungu, er undirritaði bæði bréfin, sef fyrr eru nefnd, og bjó þar lengi. Árni hefur borið, að þessi staður hafi fyrrum einnig verið notaður til að marka merki milli Melkots og Leirár. Klett þann við Laxá, sem varnaraðiljar nefna Hrossakleit, kveður Árni í sínu minni aldrei hafa heitið annað en Gretti. Bjarni Júlíusson, Reykjavík, fæðdur 1923, bróðir núverandi varnaraðilja, ólst upp á Leirá. Hann kveðst hafa álitið klettinn rétt við Laxá, sem faðir hans hafði bent á sem Hrossaklett, bera það nafn og segir fyrr og síðar hafa miðað veiði í ánni við hann. Ekki kveðst hann þekkja nafn á klöppinni hjá Stóra-Lambhaga. Nafnið Gretti kveðst hann ekki hafa heyrt á fyrrnefnda klett- inum, fyrr en mál þetta hófst, en Grettisstreng í Laxá hefur hann heyrt um, þó að hann hafi ekki vitað, hvar hann væri. Böðvar Guðjónsson, fæddur 1913, bóndi á Kringlumýri í Skila- marnahreppi, kveðst fæddur og uppalinn í Vogatungu og hafa búið þar nokkur ár. Hann segir Hrossaklett vera í túninu á Stóra-Lambhaga, en steininn við ána bera nafnið Gretti. Böðvar kveðst hafa nytjað land upp að merkjum þeim, sem sóknaraðili krefst viðurkenningar á, án þess að það sætti andmælum. Guðmundur Björnsson, fæddur 1896, bóndi á Arkarlæk í Skila- mannahreppi, kveður Sigurð Sigurðsson, hreppstjóra á Stóra- Lambhaga, er lézt 1953, hafa sagt í sinni áheyrn 1907, að klettur- inn á árbakkanum héti Grettir eða Grettistak. Guðríður Ásmundsdóttir, fædd 1903. húsfrú á Akranesi, kveðst hafa dvalizt í Stóra-Lambhaga frá 1908 til fullorðinsára og af og til allt fram til 1939. Hún segist af umræðum fólks á bænum hafa fengið vitneskju um, að landamerki Leirár og Vogatungu væru miðuð við klett í túni Stóra-Lambhaga. Niður við Laxá væri hins vegar stór steinn, sem kallaður væri Grettir. Vitnið gaf í fyrstu vottorð, sem lagt var fram af lögmanni sóknaraðilja, en síðan staðfest með eiði á bæjarþingi Akraness. Helgi Júlíusson, Akranesi, fæddur 1918, bróðir núverandi varn- araðilja, segir klettinn við ána kallaðan Hrossaklett. Grettis- nafnið kveðst hann ekki hafa heyrt, fyrr en deilan kom upp um landamerkin, en Grettisstreng kveðst hann Þekkja og sé það veiði-. staður við Klettinn. Jóhann Kr. Ólafsson (1883 1967) var tengdasonur Guðna 726 Þorbergssonar, sem bjó á Leirá 1906— 1915, og kvaðst hann hafa dvalizt þar a. m. k. á árunum 1906 til 1908, að hann minnti. Hann sagði steininn við ána vera merkjastein og hafa verið kallaðan Hrossaklett. Jón Einarsson hefur ekki komið fyrir dóm í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, en vottorð frá honum hefur verið lagt fram. Kom Jón síðan fyrir bæjarþing Akureyrar og staðfesti vottorðið. Það er svohljóðandi: „Ég undirritaður Jón Einarsson, vélstjóri, Byggðavegi 103, Akureyri, fæddur 11/11 1910, sonur Einars Sveinssonar, sem bjó á Leirá og átti þá jörð, þar til hann seldi hana Júlíusi Bjarna- syni, votta eftirfarandi: Faðir minn sagði mér, að mörk milli Leirár og Vogatungu væru úr Hrossakletti á syðri bakka Laxár í keldukjaft við Leirá. Hann sagði, að þessi stóri steinn væri óumdeilanlega Hrossa- klettur, en hins vegar hefði, sagði hann, Böðvar í Vogatungu fært mörkin upp og í klöpp norðanvert við bæinn á Stóra-Lamb- haga og kallað þá klöpp Hrossaklett. Þessi mörk Böðvars taldi faðir minn ekki rétt, og nafnið Hrossaklett taldi hann einnig tilbúning um þetta kennileiti, klöppina“. Jón Guðnason, fæddur 1896, Hólmgarði 10, Reykjavík, er sonur Guðna Þorbergssonar, bónda á Leirá. Hann sagði steininn við ána vera merkjastein og hafa verið kallaðan Hrossaklett. Eftir vettvangsgöngu tók hann fram, að hann hefði vitað, að Hrossa- klettur var til, en ekki nákvæmlega vitað, hvar hann var. Jón Ólafsson, fæddur 1896, Nýlendugötu 24 B, Reykjavík, kveðst hafa komið 3ja ára að Katanesi, Hvalfjarðarstrandarhreppi, og hafa alizt þar upp fram undir tvítugsaldur. Síðar kveðst hann hafa búið þar. Jón hefur ekki komið fyrir dóm í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, en vottorð frá honum hefur verið lagt fram. Kom Jón síðan fyrir bæjarþing Reykjavíkur og staðfesti vottorðið. Hann kveðst hafa heyrt Sigurð eldri í Lambhaga kalla klettinn á árbakkanum Hrossaklett. Jón Sigurðsson, fæddur 1924, bóndi í Stóra-Lambhaga, hefur undirritað vottorð ásamt bróður sínum Sigurði. Það er dagsett 20. marz 1965. Vottorð þetta staðfesti Jón fyrir dómi 30. nóvember sama ár. Meginmál vottorðsins er þannig: „Eftir beiðni Hafsteins Markússonar, Vogatungu, viljum við undirskrifuð votta eftirfarandi: Steinn sá, er stendur neðan við túnið á Stóra-Lambhaga á bakka Laxár, hefur alla tíð, sem við munum eftir, verið í daglegu tali kallaður Grettir. 727 Norður í túninu í Stóra-Lambhaga, nánar tiltekið rétt vestan við íbúðarhús Sigurðar Björnssonar, er klettur, er nefnist Hrossa- klöpp, í þennan klett stefnir skurður sá, er við höfum talið, að væri landamerkjaskurður milli Leirár og Vogatungu, og höfum við ekki heyrt talað um önnur landamerki á milli þessara bæja en þessi“. Magnús Ásmundsson, Akranesi, kveðst hafa verið vinnumaður í Vogatungu 1916— 1919. Hann kveður Hrossaklett vera í túninu á Stóra-Lambhaga, en klettinn við ána heita Gretti. Vottorð frá Magnúsi var lagt fram í málinu, en síðar staðfesti hann það með eiði á bæjarþingi Akraness 20. marz 1969. Kvaðst hann þá vera 72 ára gamall. Magnús Eggertsson, fæddur 1899, bóndi á Melaleiti í Leirár- og Melahreppi, var búsettur í Leirárgörðum, að eigin sögn í 42 ár. Hann kveður klettinn við Stóra-Lambhaga heita Hrossaklett og sýna merki Vogatungu og Leirár. Um steininn á árbakkanum segir hann: „Á unglingsárum mínum heyrði ég stein þennan ávallt kallaðan Gretti, og ber ég fyrir því fólk í Stóra-Lambhaga, en á síðari árum hef ég einnig heyrt hann nefndan Hrossaklett, sem engan veginn fær staðizt, því þetta er steinn, en ekki klettur“. Ólafur Daníelsson á Hurðarbaki er áður nefndur. Frá honum var upphaflega lagt fram vottorð, sem þeir Jón Guðnason, Jó- hann Kr. Ólafsson og Þorbergur Guðjónsson, er síðar mun nefnd- ur, rituðu einnig undir. Eru á það festar tvær ljósmyndir af steininum við ána, sem sumir kalla Hrossaklett. Síðan er svo- hljóðandi texti: „Við undirritaðir lýsum því yfir, að stóri ein- staki steinninn, sem meðfylgjandi mynd er af, heitir réttu nafni Hrossaklettur, og landamerkin milli Leirár og Vogatungu eru bein sjónhending úr áður nefndum Hrossakletti í neðri endann á keldu fyrir norðan Jöklaberg, þar sem hún endar við Leirá“. Ólafur Daníelsson gaf fyrst skýrslu fyrir landamerkjaðómi 30. nóvember 1965. Var þá m. a. eftir honum bókað: „Vitnið segir margumræddan klett hafa Hrossaklett sem aðalnafn. Hann segist strax á barnsaldri hafa heyrt suma nefna hann Gretti. Hann segir, að Hrossaklett telji hann aðalnafn, þar sem fleiri hafi notað það, t. d. jafnan faðir vitnisins og Illugi Bárðarson, bóndi í Lambhaga. Faðir hans, Daníel Ólafsson, kom í Melkot 1890 og dó þar 1916. Vitnið telur, að t. d. Vogatungufólkið hafi notað nafnið Gretti og Lambhagafólkið að nokkru leyti. Vitnið segist hafa vitað, að kletturinn sýndi merki Leirár. Hann sagðist muna, að hann hafi heyrt Þórð Þórðarson, bónda á Leirá, sem dó 1905, 728 tala um! steininn sem Hrossaklett og að hann sýndi landamerki“. Ólafur sagði á þessu sama dómþingi, að hann hefði aldrei heyrt talað um Hrossaklett í Lambhagatúni, en klettinn aðeins nefndan Klöpp. Staðfesti vitnið skýrslu sína með drengskaparheiti. Ólafur Daníelsson gaf skýrslu á ný fyrir landamerkjaðómi 19. október 1966. Meginhluti þess framburðar varðar skurði, er síðar mun vikið að, en jafnframt sagði Ólafur, að ágreiningur hefði verið um merkin í upphafi aldarinnar, þegar skurðir þessir voru grafnir. Hann kveðst ekki vita til, að Böðvar í Vogatungu hefði viður- kennt, að steinnin við ána væri merkjasteinn. Hins vegar sagði hann, að Jón Sigurðsson í Kalastaðakoti, bróðir Böðvars, hefði kallað stein þennan Hrossaklett og haft á orði í sín eyru, að Guðni á Leirá hlyti að mótmæla skurðgrefti, sem miðazt hafi við önnur landamerki. Ólafur Sigurðsson, fæddur 1902, Lambhaga, segir Hrossaklett í túninu á bænum, en steininn við ána heita Gretti. Ólöf Guðjónsdóttir, fædd 1910, húsfrú á Akranesi, kveðst fædd í Vogatungu og hafa dvalizt þar til 1933. Afi hennar var Böðvar Sigurðsson, bóndi þar. Hún kveður merkjasteininn Hrossakleit vera í túninu á Stóra Lambhaga. Vitnið gaf í fyrstu vottorð, sem var lagt fram af lögmanni sóknaraðilja, en síðan staðfest með eiði á bæjarþingi Akraness. Sigurður Sigurðsson, fæddur 1918, hreppstjóri í Stóra-Lamb- haga, hefur undirritað tvö vottorð, sem lögð hafa verið fram. Fyrra vottorðið, sem dagsett er 20. marz 1965, hefur hann gefið ásamt Jóni bróður sínum, og er meginmál þess áður tekið upp. Síðara vottorðið er dagsett 28. september 1964, og er meginmál þess þannig: „Júlíus Bjarnason, hreppstjóri, Leirá, hefur beðið mig að votta um nafn á kletti þeim, er stendur á bakka Laxár að sjá í norður eða norðvestur frá Stóra-Lambhaga. Klettur þessi hefur, síðan ég man fyrst eftir mér, verið í daglegu tali nefndur Grettir, hinsvegar hefi ég og heyrt, að hann heiti Hrossaklettur og jafnvel fleiri nöfnum“. Sigurður Sigurðsson kom fyrir dóm 30. nóvember 1965 og kvað vottorðin rétt. Hann sagðist hafa verið uppkominn, er hann heyrði klettinn við ána fyrst nefndan Hrossaklett, og hefði Ólafur Daní- elsson á Hurðarbaki sagt sér það heiti á klettinum. Sigurður kvaðst hafa heyrt Ólaf segja, að kletturinn hefði einnig verið nefndur Barnaklettur. Sæmundur Eggertsson, fæddur 1896, kvaðst hafa átt heima í 129 Vestri-Leirárgörðum 1903— 1925. Hann kveðst vel muna eftir gerð landamerkjaskurðar, sem Böðvar Sigurðsson í Vogatungu hefði grafið, en ekki minnast neins ágreinings varðandi hann. „Var skurðurinn grafinn beina stefnu á Hrossaklett, hjá Stóra- Lambhaga í Skilamannahreppi, sem mig minnir, að væri talinn ráða merkjum á milli Vogatungu og Leirár“. Ekki sagðist Sæ- mundur hafa heyrt steininn Gretti á suðurbakka Laxár nefndan í sambandi við landamerki á milli Vogatungu og Leirár. Sæmundur Eggertsson gaf vottorð, sem lagt var fram af lög- manni sóknaraðilja, en síðan staðfest á bæjarþingi Reykjavíkur 22. apríl 1966, en Sæmundur var þá búsettur að Hringbraut 103 þar í borg. Þorbergur Guðjónsson, fæddur 1911, bóndi í Melkoti, sem er ekki langt norðaustan við hina umdeildu markalínu, kveður landa- merkin milli Vogatungu og Leirár miðuð við Hrossaklett rétt við Laxá. Þorbergur kveðst hafa komið að Melkoti 1921 og telur Ólaf Daníelsson heimildarmann sinn um heitið á steininum og landamerkin. Hann kannast við nafnið Grettisstreng í Laxá. Þórður Júlíusson, Reykjavík, fæddur 1928, bróðir núverandi varnaraðilja, segist hafa álitið klettinn við ána heita Hrossaklett og vera merkjastein. Hann segir „Hrossaklett ekki hafa haft ann- að nafn, en hann hafi vakið athygli, þar sem hann sé stór og sérstæður og hafi verið kallaður Grettistak“. Þorsteinn Jakobsson (1884—19867) bjó síðast að Skólagerði 5 í Kópavogi, en var frá Húsafelli og dvaldist mestan hluta æv- innar í Borgarfjarðarhéraði. Á Leirá höfðu þeir Júlíus Bjarnason félagsbú um skeið. Þorsteinn kom fyrst fyrir bæjarþing Reykja- víkur 22. apríl 1966 til skýrslugjafar vegna þessa landamerkja- máls. Þá var lagt fram svohljóðandi vottorð frá honum: „Ég undirritaður, Þorsteinn Jakobsson, sem var heimilismaður á Leirá 1924— 1928, kom þa ingað, um leið og Einar Sveinsson flutti burt þaðan, staðfesti hér með, að Einar Sveinsson sagði mér, að Hrossakletiur væri sunnan Laxár fast við ána, nokkurn spöl fyrir neðan Laxfoss. Einar sagði, að mörkin milli Voga- tungu og Leirár væru úr þessum kletti“. Fyrrnefndan dag, 22. apríl 1968, var m. a. bókað eftir Þor- steini, er hann hafði sagt vottorð sitt rétt: „Vitnið kveðst ekki muna eftir örnefninu Gretti á steini við ána. Vitnið kveðst ekki vita, við hvað merkin voru miðuð Leirármegin, og kveðst ekki hafa gengið á merkin. Vitnið er spurt, hvort það kannist við klett nálægt Stóra-Lambhaga, sem verið hafi merkjasteinn. Vitnið 730 neitar því, en segir þó nánar aðspurt, að Einar Sveinsson hafi eitthvað á það minnzt, að klettur nálægt Stóra-Lambhaga væri að áliti Vogatungubóndans merkjasteinn milli Leirár og Voga- tungu, þ. e. „Hestaklöpp“. Vitnið segir, að Einari hafi þótt þetta ósennilegt og sér líka. Vitnið minnist þess ekki að hafa heyrt aðra en Einar Sveinsson tala um landamerkin“. Hinn 19. október 1966 kom Þorsteinn Jakobsson fyrir landa- merkjaðdóm eftir vettvangsgöngu. Meðal þess, sem þá var bókað, var eftirfarandi: „Að gefnu tilefni frá lögmanni stefnanda segir vitnið, að borizt hafi í tal milli sín og Einars Sveinssonar, að Böðvar í Vogatungu teldi merkin vera í klöppina upp við Stóra-Lambhaga, en þeim hefði þótt þetta ólíklegt. ... — Nú er lesið vottorð það, sem vitnið gaf 4. apríl 1966. Vitnið ítrekar, að Einar hafi sagt sér, að kletturinn við ána væri merkjakletturinn, Hrossaklettur. Að ósk lögmanns stefnanda er vitnið spurt, hvort hann minnist þess að hafa á vettvangi í dag sagt, að þeim Einari hafi þótt líklegt, að kletturinn við ána héti Hrossaklettur. Vitnið segist hafa haft þessi orð“. Það er fyrr fram komið, að skurðir eru við þrætulandið og á því, og er haldið fram af Hafsteini Markússyni, fyrsta sóknar- aðilja málsins, að tilteknir skurðir séu á mörkum Leirár og Vogatungu og hafi verið grafnir til að sýna mörkin. Skurðirnir á svæðinu koma fram á uppdrættinum í dómi þessum. Þeir eru stungnir, en nú grunnir orðnir, og er ljóst, að þeim hefur ekki verið haldið við að undanförnu. Hér á eftir mun það rakið, sem fram kemur í vitnaskýrslum og þykir geta skipt máli varðandi skurði þessa. Árni Böðvarsson segir föður sinn hafa grafið merkjaskurði frá keldukjafti við Leirá um hálfa leið yfir tunguna milli ánna. Skurðurinn hafi ekki verið til áveitu í fyrstu, en síðan hafi áveituskurðir verið tengdir honum. Böðvar Guðjónsson segir skurðinn vera á merkjum samkvæmt því, sem hann hafi jafnan talið, en skurðurinn hafi verið gerður fyrir sitt minni. Kemur lýsing Böðvars á merkjaskurðinum heim við staðhæfingar Hafsteins Markússonar þar að lútandi. Í vottorði Jóns og Sigurðar Sigurðssona er vikið að merkjaskurði, en megin- mál vottorðsins hefur áður verið tekið upp í dóm þennan. Magnús Ásmundsson segir Böðvar Sigurðsson hafa grafið merkjaskurð frá Leirá í stefnu á Hrossaklett við Stóra-Lambhaga. Magnús Eggertsson kveðst jafnan hafa heyrt hið sama. Þegar 131 Ólafur Daníelsson gaf vitnaskýrslu 30. nóvember 1965, var m. a. bókað: „... Vitnið segir Böðvar bónda í Vogatungu sennilega hafa grafið skurðinn, sem sumir kalla merkjaskurð, til áveitu á svonefndar Fitjar. Vitnið segir eins strengs girðingu hafa verið setta, áður en skurðurinn var grafinn, og segir vitnið hana hafa verið til að verja engið. Dómsformaður spyr vitnið, hvort hann telji hugsanlegt, að bóndinn í Vogatungu hafi gert skurð í Leirárlandi. Vitnið svarar játandi, enda hafi Vogatungubóndinn haft land þetta á leigu frá eiganda Leirár“. Ólafur kom, sem fyrr segir, á ný fyrir dóm 19. október 1966. Var þá m. a. bókað: „Að gefnu tilefni frá lög- manni stefnda segir vitnið, að skurðurinn hafi verið grafinn af Böðvari í Vogatungu haustið 1906, þ. e. sá hluti hans, sem stefnir frá Leirá upp í hornið. Hinn hlutann gerði Böðvar tveim árum síðar. Vitnið segir dýptina hafa verið 2 stungur, en skurðinn 4 fet á breidd, þ. e. hálfur skurður skv. þágildandi jarðabóta- ákvæðum. Vitnið segist hafa séð skurðinn um sama leyti og hann var grafinn. Fyrri framkvæmdina segir hann hafa verið gerða til áveitu og kveðst hafa heyrt Böðvar segja svo frá. Vitnið segir, að Böðvar hafi talið, að skurðurinn væri á merkjum, en segir Guðna á Leirá hafa mótmælt skurðgreftinum. Vitnið segist oft hafa heyrt Guðna tala um þetta svo og Rannveigu Kolbeinsdóttur, sem verið hafi húsfreyja á Leirá og dvalizt áfram þar. Vitnið segir Guðna ekki hafa leitað með ágreininginn til yfirvalda, þar sem hann hafi ekki viljað gera ófrið út af þessu atriði. Vitnið segir, að mörk þessa lands, sem Vogatungubóndi hafði á leigu frá Leirá, hafi verið ofar, upp við melinn, þ. e. á mörkum Leirár og Melkots..... Vitnið segir, að það muni hafa verið skoðun Vogatungubónd- ans, að mörkin við Leirá hafi verið bein lína úr skurðinum. Vitnið segir, að vírinn við skurðinn hafi Böðvar sett 1908. Lesið er það, sem bókað var í nóvember 1965, að eins strengs girðing hafi verið sett, áður en skurðurinn var grafinn. Vitnið segir, að sig minni nú, að engin girðing hafi verið gerð fyrr en 1908. Vitnið segist ekki hafa heyrt, að girðingunni hafi verið sérstaklega mót- mælt. Vitnið segist vita, að Guðni á Leirá hafi ekki grafið neinn hluta skurðarins. Vitnið segir, að sá hluti skurðarins, sem graf- inn var 1908, hafi að einskis áliti verið á merkjum. Vitnið kveðst ekki vita til, að Böðvar hafi nokkurn tíma viðurkennt, að klettur- inn við ána væri merkjasteinn. Vitnið segir, að seinni skurðurinn hafi verið grafinn sem girðing og að áliti Böðvars allur í hans 132 landi. Hafi hann ekki kært sig um meira slægjuland en var sjávarmegin skurðarins frá 1908, en handan hans hafi verið beitarland. ... Vitnið ítrekar, að Rannveig Kolbeinsdóttir hafi verið óánægð með skurðgröftinn og viljað fá Guðna til aðgerða, en segir hann hafa viljað forðast ágreining. ... Ákveðið var að fara með Ólafi Daníelssyni að Stóra-Lambhaga til að fá yfirsýn yfir stefnu skurðarins milli ánna. Þetta er gert. Ólafur segir, að skurðurinn, sem sést frá Stóra-Lambhaga, sé yngri en frá 1906-—-1908 og plægður og sýnir, hvar hinir eldri skurðir eru að hans áliti“. Ólafur Sigurðsson kveður Böðvar Sigurðsson hafa sagt sér, að skurðurinn upp frá Leirá hafi verið grafinn sem landamerkja- skurður. Um dýpt skurðarins sagði Ólafur, að hann hefði verið orðinn nokkuð gróinn upp um 1920, en hann muni hafa verið grafinn um 1905. Ólöf Guðjónsdóttir kveðst muna eftir „landamerkjaskurðin- um“, sem afi hennar hafi látið grafa fyrir ofan Jöklaberg. Í vottorði því, sem Sæmundur Eggertsson gaf 9. júní 1965 og stað- festi síðar fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, segir m. a.: „Ég átti heima í Vestri-Leirárgörðum árin 1903 til 1925. Var ég vel kunn- ugur mönnum og málefnum í Leirársveit og Melasveit á þessum árum, og er mér enn í fersku minni Ýmislegt, sem gerðist, á meðan ég dvaldist í Leirársveit. Meðal annars man ég vel eftir því, þegar Böðvar Sigurðsson, bóndi og póstur í Vogatungu, réðst í það að grafa langan skurð á merkjum Leirár og Vogatungu, þó að liðin séu nær 60 ár síðan. Mig minnir fastlega, að skurður- inn væri kominn þarna á merkjunum árið 1906, því það sumar var ég mjólkurpóstur (rjómapóstur) fyrir nærliggjandi bæi og fór m. a. um Leirárland fyrir austan skurðinn og fyrir enda hans og niður með Laxá að rjómabúinu. Umræðdur landamerkjaskurður var grafinn frá litlu jarðfalli við Leirá og upp og landsuður eftir flóa þeim, sem er á milli Laxár og Leirár. Ég man það alveg eins og það hefði gerzt í gær, þegar Böðvar og hans menn fóru að grafa niður undir Leirá. Fylgdu þeir keldu, sem myndazt hafði í slakkanum fyrir austan Jöklaberg, þ. e. á milli Jöklabergs í Vogatungulandi og Leiráráss í Leirárlandi. Var skurðurinn grafinn í beina stefnu á Hrossa- klett hjá Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi, sem mig minnir að væri talinn ráða merkjum á milli Vogatungu og Leirár. Skurð- ur þessi þótti nokkurt mannvirki á sínum tíma, og heyrði ég aldrei nokkurn ágreining eða orð um, að hér væri ekki rétt að 133 farið, þ. e. að skurðurinn væri landamerkjaskurður á milli Voga- tungu og Leirár jafnframt því að vera vörzluskurður á milli jarðanna, enda man ég vel, að Böðvar reisti gaddavírsgirðingu á skurðbakkanum til þess að verja land jarðar sinnar ágangi búfjár. ... Enn fremur skal tekið fram, að Hrossaklettur og landamerkjaskurðurinn eru vel sýnilegir frá Leirárgörðum. Hrossaklettur sást sérstaklega vel í vestansól, vegna þess hve ljós hann var“. Þegar Þorsteinn Jakobsson gaf vitnaskýrslu 22. apríl 1966, var m. a. bókað: „Vitnið kveðst kannast við skurð milli Laxár og Leirár. Hann segir Böðvar bónda í Vogatungu hafa fengið að nota land þarna og gera girðingu ofan við merkin þess vegna. Vitnið heldur, að skurðurinn hafi ekki verið mikið mannvirki og ef til vill gerður til að hlaða undir girðinguna. Vitnið heldur, að skurðurinn hafi verið gerður, ekki löngu áður en hann kom að Leirá“. Þegar Þorsteinn kom fyrir dóm 19. október 1968 tók hann fram, að hann hefði þann dag heyrt, að skurðurinn hefði verið grafinn fyrr en hann taldi áður. Hann kvað land það, sem Vogatungubóndinn hafði á leigu, hafa verið sjávarmegin við skurðinn. Þorsteinn sagðist ekki vita, hvar Jöklaberg væri, og ekki muna eftir að hafa komið að Leirá á þessu svæði. Það er fram komið í máli þessu, að gerður var skriflegur samn- ingur 1. júlí 1930 milli bændanna í Vogatungu og á Leirá um, að hinn fyrrnefndi fengi á leigu land frá svonefndum Ásamel norðan við þrætulandið og að merkjum milli jarðanna. Frá þess- um samningi er áður greint. Ólafur Daníelsson hefur, eins og áður er fram tekið, talið, að bóndinn í Vogatungu hafi haft þarna land á leigu 1906. Ólafur Sigurðsson gat um leiguland, en ekki um það, hvenær Voga- tungubóndinn hefði fengið það fyrst á leigu. Hið sama er að segja um framburð Magnúsar Eggertssonar. Eins og áður er fram komið, sagði Þorsteinn Jakobsson, að Böðvar í Vogatungu hefði fengið að nota land, sem heyrði til Leirá „og gera girðingu ofan við merkin þess vegna“. Taldi Þorsteinn leigulandið hafa verið sunnar (sjávarmegin) og Böðvar í Vogatungu hafi viðurkennt eignarrétt Leirár að því með því að greiða leigu fyrir landið. Í nokkrum skýrslum er vikið að veiði, einkum í Laxá, en þau ummæli virðast ekki hafa þýðingu í mál- inu, og munu þau ekki rakin. Fram er komið, að arðskrá um Laxá var gerð árið 1957. Ljóst er, að þá var miðað við þau merki, sem varnaraðili krefst 134 viðurkenningar á í þessu máli, en um ágreining var matsmönn- um ekki kunnugt. Ekki er fram komið, að grundvelli arðskrár- innar að þessu leyti hafi verið mótmælt. Samkvæmt skjölum um jarðarmatið 1915 voru merki Melkots og Leirár þá miðuð við línu um stein á Sauðhúsamel og „stein á Stóra Lambhagatúni“. Vitnin Árni Böðvarsson, Jóhann Kr. Ólafsson, Ólafur Daníelsson og Ólafur Sigurðsson hafa tekið fram, að á sínum tíma hafi mörkin milli Melkots og Leirár verið miðuð við klöpp í túninu á þessum bæ. Þessi lína er ekki langt norðan við þrætulandið. Lönd Melkots og Vogatungu liggja ekki saman. Í því sem nú hefur verið rakið um málsatvik, hefur komið fram, að ýmis vitni hafa tekið beint fram, hvar hin umdeildu landamerki væru. Skal nú rakið samhengi það, sem um þetta hefur verið sagt af vitnum. Árni Böðvarsson hefur sagt fyrrgreindan skurð hafa verið graf- inn á merkjum. Böðvar Guðjónsson segist ekki vita annað, frá því hann fyrst man. Eins og fyrr greinir, segja Jón Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson, að skurðurinn sýni merki og hafi þeir ekki heyrt talað um önnur merki milli Leirár og Vogatungu. Ólöf Guðjónsdóttir segir, að merkin hafi miðazt við skurðinn. Hið sama gerir Sæmundur Eggertsson. Helgi Júlíusson kveðst alltaf hafa heyrt, að hin umdeildu landa- merki væru eins og faðir hans, hinn upphaflegi varnaraðili í málinu, lýsti þeim. Framburður Þórðar Júlíussonar er eins um þetta atriði. Hið sama segir, eins og fyrr greinir, í vottorði þeirra Jóns Guðnasonar, Jóhanns Kr. Ólafssonar, Ólafs Daníelssonar og Þorbergs Guðjónssonar. Eins og fyrr segir, kveðst Ólafur hafa upplýsingar um, að merk- in miðuðust við klett á bakka Laxár, frá Þórði Þórðarsyni bónda á Leirá, sem lézt í nóvember 1905. Það er einnig áður fram komið, að Ólafur skýrði svo frá, er hann kom í annað sinn fyrir dóm 19. október 1966, að það hefði komið fram 1906, að ágrein- ingur væri um merkin. Þorbergur Guðjónsson hefur sagt fyrir dómi, að vitneskju sína um merkin hafi hann fengið hjá Ólafi Daníelssyni. Jón Einarsson hefur í vottorði, sem áður er tekið upp, sagt föður sinn hafa sagt sér, að merkin væru eins og varnaraðili heldur fram í mál- inu, en jafnframt getið um ágreining um þau. Þorsteinn Jakobs- son ber fyrir sig sama heimildarmann, og framburður hans er svipaður að öðru leyti, sem fyrr er rakið. Málsástæður og lagarök. 135 Af hálfu sóknaraðilja er byggt á landamerkjabréfi Vogatungu frá 1890 og því haldið fram, að bæði orð bréfsins og vitnisburðir, sem á verði að byggja, sýni, að merkjalínan milli Vogatungu og Leirár sé um klett í túni Stóra-Lambhaga. Þá er því haldið fram, að skurður sá, sem um hefur verið rætt, hafi verið grafinn á merkjum upp frá Leirá, enda verið á því byggt í áratugi, að skurðurinn væri á merkjum. Leiguspilda sú, sem Vogatungu- bóndinn hefur haft í Leirárlandi, er sögð norðan þessarar merkja- línu, er nú hefur verið lýst. Tekið er fram, að næsta ótrúlegt sé, að skurður þessi hafi getað verið grafinn af bóndanum í Voga- tungu einum í annars manns landi. Af hálfu varnaraðilja er byggt á landamerkjabréfi Leirár frá 1886 og því haldið fram, að orð bréfsins og vitnisburðir, sem á verði að byggja, sýni, að merkjalínan milli Leirár og Voga- tungu sé um klett rétt við bakka Laxár. Því er haldið fram, að skurður sá, sem um hefur verið rætt, hafi verið grafinn til áveitu eða annars, merkjum óviðkomandi og hafi ekki verið tekinn á merkjum. Af hálfu beggja aðilja hafa verið gerðar athugasemdir við einstaka framburði. Niðurstaða. Dómendur hafa tekið til sérstakrar athugunar, hvort landa- merkjabréfin frá 1886 og 1890, sem fyrr er frá sagt, séu sam- rýmanleg. Bæði segja þau merkin milli Vogatungu og Leirár beint strik um punkta á bökkum Leirár og Laxár. Í landamerkja- bréfi Leirár, sem er frá 1886, segir, að Leirármegin sé punktur- inn keldukjaftur við ána, rétt fyrir ofan J öklaberg. Í landamerkja- bréfi Vogatungu er talað um keldu fyrir ofan svokallað Jökla- berg. Dómendur telja ljóst eftir athugun á vettvangi, að kelda sú, sem hér er vikið að og nefnd er þegar 1634, hafi verið þar, sem nú er bakki rétt ofan við eyrar við Leirá, og er að áliti dómara ekki vafi um það, við hvaða stað við þessa á beri að miða merkin. Í landamerkjabréfi Leirár segir, að við Laxá séu landamerkin miðuð við „Hrossaklett, er stendur að sunnan verðu við ána“. Hins vegar stendur í Vogatungubréfinu, að þau séu miðuð við „Hrossaklett, norðanvert við Stóra-Lambhaga“. Það er skoðun dómenda, að ekki sé unnt að líta svo á, að hér sé átt við einn og sama stað, og er eðlilegast að telja, að bréfin eigi við þá tvo staði, sem málsaðiljar halda fram, og séu ósam- rýmanleg. Vitnaframburðir eru margir í máli þessu, og ber mjög á milli 136 í skýrslum vitna um það, hvar Hrossaklettur sé. Þá hafa, witnin Jón Einarsson, Ólafur Daníelsson og Þorsteinn Jakobsson sagt frá mismunandi skoðunum á því fyrr á árum, hvar hin umdeildu merki væru. Af þessu tvennu telja dómendur nægilega fram komi, að um áratugaskeið hafi verið mismunandi skoðanir á því, hvar merkin væru að réttu lagi. Að þessu athuguðu verður að skera úr um það, hvort hinna tveggja framlögðu landamerkjabréfa veiti betri rétt. Af hálfu varnaraðilja hefur því verið haldið fram, að ósannað sé;.að Þórður Þórðarson, sem ritaði nafn móður sinnar, Rann- veigar Kolbeinsdóttur, á landamerkjabréf Vogatungu 1890, hafi haft til þess heimild. Fram er komið í málinu, að eiginmaður Rannveigar og faðir Þórðar, Þórður Þorsteinsson, bóndi á Leirá, lézt 3. marz 1889. Fékk ekkjan leyfi til setu í óskiptu búi. Þórður sonur hennar var fæðdur 22. apríl 1870. Eftir sóknarmannatali í nóvember 1890 er hann þá heimilismaður móður sinnar á Leirá. Hann kvæntist Guðnýju Stefánsdóttur, sennilega 1892, og hófu þau búskap að Leirá. Verður ráðið af sóknarmannatölum, að eftir það taldist tvíbýli á jörðinni, og var Þórður talinn fyrir öðru búinu, en móðir hans fyrir hinu. Stóð svo, alit þar til Þórður lézt 1. nóvember 1905. Ekkert hefur komið fram um það, hvernig undirritun landa- merkjabréfsins bar að í maí eða júní 1890. Hins vegar las sýslu- maður það á manntalsþingi á Leirá 7. júní á þessu sama ári. Um athugasemdir af hálfu Þórðar eða Rannveigar er getið í fram- burði Ólafs Daníelssonar, sem fyrr er rakinn. Þó að ljóst sé, að ekki er sannað, að Þórður Þórðarson hafi haft heimild til að rita nafn móður sinnar á merkjabréf Vogatungu til sam- þykkis því, telja dómendur, að rétt sá að kanna, hversu sennilegt sé, að bréfið sé rétt, áður en leyst er úr þeirri spurningu, hvort á því verði byggt í málinu. Bréf Vogatungu frá 1890 er yngra en Leirárbréfið, og mæla sum rök með því að leggja það til grundvallar. Hugsanlegt er, að í því hafi átt að felast leiðrétting á villu í Leirárbréfinu frá 1886 eða að afsal á þrætulandinu hafi farið fram á þessu ára- bili eða jafnvel hafi hið nýja merkjabréf Vogatungu átt að fela í sér slíkt afsal. Engin framkomin sönnunargögn styðja þó slíka skoðun, og landamerkjabréf eru ekki almennt ætluð til að vera afsalsbréf. Var og ekkert gert til að breyta merkjalýsingu fyrir Leirá, sem þó hefði verið rétt, ef um breytingu merkja hefði verið að ræða, sbr. merkjalínu frá 1882. Er hugsanlegt, að hvorki 731 Rannveigu Kolbeinsdóttur né Þórði syni hennar hafi verið kunn- ugt um merkin milli jarðanna í svo miklum smáatriðum, sem vera þurfti til að sjá muninn á bréfum Leirár og Vogatungu. Mælir það gegn því, að rétt sé að leggja Vogatungubréfið til grundvallar. Hins vegar mælir það með því, að ekki er sannað, að þau Rannveig eða Þórður hafi eftir 1890 haft uppi aðgerðir til að fá Vogatungubréfinu breytt. Vitnaskýrslur eru sem fyrr segir komnar fram um, að Hrossa- klettur sé í túninu á Stóra-Lambhaga. Jafnframt er fram komið, að við klett þar í túninu voru á sínum tíma miðuð merki milli Leirár og Melkots. Felast í báðum þessum atriðum nokkrar líkur, sem styðja kröfur sóknaraðilja. Þó er þess að geta, að í þeim merkjalýsingum fyrir Melkot, sem dómendur hafa fundið frá fyrri tíð, er kletturinn í túni Stóra-Lambhaga eigi nafngreindur, og veikir það líkurnar, sem getið var. Skurður er við þrætulandið, og er hann grafinn frá þeim stað við Leirá, sem dómendur telja að sýni merkin við ána. Stefnir skurðurinn á klöpp þá í túni Stóra-Lambhaga, sem sóknaraðili telur Hrossaklett. Vitni hafa borið, að þessi skurður sé eða hafi átt að vera merkjaskurður. Vitnið Ólafur Daníelsson hefur borið, að það hafi ekki verið viðurkennt af eiganda Leirár eða Rann- veigu Kalbeinsdóttur. Hugsanlegt er, að skurðurinn hafi verið ætlaður til áveitu, enda aðrir skurðir við hann tengdir, sem hljóta að hafa verið grafnir í slíkum tilgangi. Þó verða dómendur að telja, að skurður sá, sem grafinn er frá Leirá og í stefnu á klett í túni Stóra-Lambhaga, veiti nokkrar líkur fyrir því, að merkin hafi verið á þessum stað. Það veikir þó þessar líkur, að ekki var um þátttöku eiganda Leirár í skurðgreftinum að ræða. Þá er og eigi ósennilegt, svo sem vitnið Þorsteinn Jakobsson sagði, „að hafi skurðurinn verið grafinn til að fá undirstöðu undir eins strengs girðingu til verndar slægjum Vogatungubóndans í leigu- landi frá Leirá“. Sum rök mæla aftur á móti með því, að Leirárbréfið frá 1886 sé lagt til grundvallar, og skulu þau nú nefnd. Leirárbréfið er eldra en Vogatungubréfið og því í vissum skilningi rétthærra að lögum, sérstaklega þar sem ekkert er fram komið um afsal á skika úr Leirárlandi á árunum 1886—-1890. Leirárbréfið er með óvefengdri áritun bóndans í Vogatungu, ritaðri aðeins 4 árum áður en hann ritaði Vogatungubréfið, sem er ósamrýmanlegt hinu fyrra. Svonefndur Hrossaklettur, sem stendur 25 m frá Laxá, er 47 138 glöggt kennileiti, og verður að teljast mun eðlilegra að miða landamerki Leirár og Vogatungu við hann en klett eða klöpp í túni Stóra-Lambhaga, sem er 418 m frá ánni. Upplýst er, að bændur í Vogatungu hafa haft land norðan við þrætulandið á leigu. Um það verður því ekki að ræða, að hefð skipti hér máli, og telja dómendur fram komnar upplýsingar um leigulandið ekki hafa þýðingu og ekki heldur fram komnar upp- lýsingar um veiði og hugsanlegar hleðsluleifar í þúfu á Jökla- bergi. Það er niðurstaða dómenda, að úrslit máls þessa eigi að ráðast af því, að ekki er neitt fram komið því til stuðnings, að það hafi verið tilgangur eigenda Leirár að breyta landamerkjum á ár- unum 1886—1890. Hins vegar er vel hugsanlegt, að Þórður Þórð- arson, sem ritar tvítugur undir landamerkjabréf Vogatungu fyrir móður sína, hafi ekki gert sér nákvæma grein fyrir því, að bréfið væri ósamræmanlegt landamerkjabréfi Leirár. Þó að hann gerði eigi síðar ráðstafanir til að breyta Vogatungubréfinu, þykir það ekki hafa áhrif á úrslit málsins, enda var heldur engu breytt í bréfi Leirár. Þá er það og að áliti dómenda mikilvægt atriði, hversu miklu eðlilegra og sennilegra er, að merkin milli Voga- tungu og Leirár við Laxá séu miðuð við þann stað, sem nefndur er í bréfi Leirár, en klöpp í túni Stóra-Lambhaga. Samkvæmt framanskráðu skulu hin umdeildu landamerki vera eins og markað er á uppdráttinn í dómi þessum, þ. e. beint strik frá stað, þar sem kelda hefur komið út í Leirá fyrir ofan Jöklaberg í stefnu á einstæðan klett, sem er 25 m frá syðri bakka Laxár. Er endapunktur striksins á nyrðri bakka árinnar. Við Leirá ber að líta svo á með hliðsjón af 5. gr. laga nr. 15/1923, að hver staður á eyrunum, sem myndazt hafa framan við merkjapunkt- inn, skuli heyra til því landi, sem hann er næstur. Þar sem verulegur vafi er um úrslit máls þessa, er rétt sam- kvæmt 178. gr. laga nr. 85/1936, að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kváðu upp Ásgeir Pétursson sýslumaður og með- dómsmennirnir Guðmundur Jónsson skólastjóri og Þór Vilhjálms- son prófessor. Sem fyrr getur, samdi meðdómandinn Guðmundur Jónsson arð- skrá fyrir Laxá, þar sem byggt var á tilteknum landamerkjum. Þar sem þeim, er arðskrána sömdu, var ekki kunnugt um ágrein- ing um merki Vogatungu og Leirár, hefur ekki þótt ástæða til, að meðdómandinn víki úr sæti, enda engin krafa komið fram. um það. 139 Dómsorð: Landamerki Vogatungu og Leirár milli Laxár og Leirár skulu vera beint strik frá stað, þar sem kelda hefur komið út í Leirá fyrir ofan Jöklaberg, í stefnu á einstæðan klett, sem er 25 m frá syðri bakka Laxár. Er endapunktur striksins á nyrðri bakka árinnar. Á eyrum framan við endapunktinn við Leyrá heyrir hver staður til því landi, sem hann er næstur. Málskostnaður falli niður. Miðvikudaginn 21. október 1970. Nr. 179/1969. Hákon Benediktsson Guðmundur Benediktsson og Garðar Benediktsson (Guðmundur Pétursson hrl.) gegn Sumarliða Betúelssyni og gagnsök (Þorsteinn Júlíusson hrl.). Dómendur: hæstcréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Víxill. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. sept- ember 1969, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. október 1969 og gert þær dómkröfur, að þeim verði dæmd alger sýkna og gagnáfrýjanda dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 30. október 1969 og krafizt þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 28.000.00 ásamt 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 22. júní 1965 til greiðsludags, kr. 188.00, stimpil- og afsagnarkostnað, og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjandi Hákon Benediktsson ritaði upphaflega nafn 740 sitt undir orðinu samþykkur á víxilblað það, sem í máli þessu greinir. Því næst ritaði aðaláfrýjandi (Guðmundur Benediktsson nafn sitt sem útgefandi á vixilblaðið og ábakti það með nafni sínu. Loks ábakti aðaláfrýjandi Garðar Bene- diktsson vixilblaðið. Að svo búnu var víxilblaðið sent Ómari Gústafssyni. Ómar eða einhver annar hefur ritað nafn Ómars Gústafssonar á stað greiðanda á víxilblaðið. Nú ritaði Ómar Gústafsson og sambýliskona hans, Sveinsina Jónsdóttir, nöfn sin fyrir ofan orðið samþykkur á vixilblaðið. Loks strikaði Ómar Gústafsson yfir nafn aðaláfrýjanda Hákonar Bene- diktssonar á víxilblaðinu í viðurvist gagnáfrýjanda. Þar sem aðaláfrýjandi Hákon Benediktsson var eigi greið- andi samkvæmt víxiltextanum fullgerðum, var hann eigi bundinn sem samþykkjandi vixilsins, sbr. 25. og 29. gr. vixillaga nr. 93/1933. Með því að nafn hans var strikað út á vixlinum í viðurvist gagnáfrýjanda, verður hann eigi þegar af þeirri ástæðu talinn bera aðra víxilábyrgð, sbr. 10. gr. laga nr. 93/1933. Þar sem víxilblaðið var þannig útfyllt og nafnritun á því breytt, svo sem að framan segir, eftir að aðaláfrýjendurnir Guðmundur Benediktsson og Garðar Benediktsson rituðu nöfn sín á víxilblaðið, verða þeir eigi bundnir að víxilrétti. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, ber að taka til greina kröfu aðaláfrýjanda um sýknu í málinu. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Hákon Benediktsson, Guðmundur Benediktsson og Garðar Benediktsson, eiga að vera sýknir af kröfum gagnáfrýjanda, Sumarliða Betúelssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. desember 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 2. þ. m., hefur Sumarliði Betúelsson, Grundarstíg 15 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi 741 Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 30. nóvember 1965 og birtri 2. og 3. desember 1965, á hendur þeim Ómari Gústafssyni, Hátúni 6 hér í borg, og Guðmundi Benediktssyni, Akursbraut 22, og Garðari Benediktssyni, Stekkjarholti 22, báðum á Akra- nesi, til greiðslu in solidðum á skuld að fjárhæð kr. 28.000.00 ásamt 1% mánaðarvöxtum frá 22. júní 1965 til greiðsludags, kr. 188.00 í stimpil- og afsagnarkostnað og málskostnaði að skaðlausu. Í stefnu er málavöxtum lýst svo: „Skuld þessi er skv. víxli, útgefnum hinn 22. marz 1965 af Guðmundi Benediktssyni, Akurs- braut 22, Akranesi, en samþykktum til greiðslu af Ómari Gústafs- syni, Hátúni 6, Reykjavík, með gjalddaga hinn 22. júlí 1965. Víxillinn er ábaktur af útgefanda, samþykkjanda og Garðari Benediktssyni, Stekkjarholti 22, Akranesi. Víxillinn átti að greið- ast í Útvegsbanka Íslands, Reykjavík, en var afsagður sökum greiðslufalls hinn 24. júlí 1965“. Í greinargerð, sem fram kom af hálfu stefndu Guðmundar og Garðars, eru þær dómkröfur gerðar af þeirra hálfu, að þeir verði með öllu dæmdir sýknir af kröfum stefnanda og þeim verði dæmdur málskostnaður samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Ís- lands úr hans hendi. Í greinargerð þessara stefndu kemur fram, að þeir hafi ábakt víxil með sömu fjárhæð og með sama greiðslu- degi og stefnt er til greiðslu á í máli þessu, en sá víxill hafi verið útgefinn af bróður þeirra, Hákoni Benediktssyni, Sunnubraut 18, Akranesi, og hafi hér verið um framlengingarvíxil að ræða, sem stefndi Ómar Gústafsson hafi tekið að sér að greiða. Því er haldið fram í greinargerðinni, að um fölsun á greindum víxli sé að.ræða og hafi stefndu eigi annað vitað en víxill sá, er þeir höfðu gefið út og ábakið, væri greiddur. Með stefnu, útgefinni hinn 14. marz 1966 og birtri hinn 16. s. m., höfðaði stefnandi sakaukamál á hendur Hákoni Benedikts- syni, Sunnubraut 18, Akranesi, og gerði þær dómkröfur, að sak- aukastefndi verði dæmdur in solidum með frumstefndu, Ómari Gústafssyni, Guðmundi Benediktssyni og Garðari Benediktssyni, til að greiða kr. 28.000.00 ásamt 1% vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 22. júlí 1965 til greiðsludags, kr. 188.00 í stimpil- og afsagnarkostnað og málskostnað að skaðlausu. Um lýsingu málavaxta segir svo í sakaukastefnu: „Skuld þessi er skv. víxli, útgefnum 22. marz 1965 af Guðmundi Benedikis- syni, Akursbraut 22, Akranesi. Í frumstefnu er þess getið, að víx- illinn sé samþykktur til greiðslu af Ómari Gústafssyni. Í fram- lagðri greinargerð varnaraðilanna Guðmundar og Garðars upp- 742 lýsir lögmaður þeirra, að framhaldsstefnandi sé raunverulegur og upphaflegur samþykkjandi á umstefndum víxli og sé yfirstrik- un hans á víxlinum gerð í heimildarleysi bræðranna Guðmundar og Garðars. Þykir því rétt og sjálfsagt að stefna honum einnig til greiðslu á víxlinum. Nánari skilgreining verður færð fram í greinargerð“. Víxill sá, sem mál þetta fjallar um, er að fjárhæð kr. 28.000.00. Er hann útgefinn af Guðmundi Benediktssyni. Er útgáfustaður Reykjavík og víxillinn gefinn út hinn 22. marz 1965. Gjalddagi hefur upprunalega verið skráður 6. ágúst 1965, en hefur verið breytt í 22. júní sama ár. Samkvæmt meginmáli víxilsins er Ómar Gústafsson, Hátúni 6, greiðandi hans. Hákon Beneðiktsson hefur skrifað nafn sitt sem samþykkjandi víxilsins. Yfir nafn hans hefur verið strikað svo og orðið „samþykkur“, en framan við nafn Hákonar hafa verið rituð þvert yfir víxilinn nöfn þeirra Sveinsínu Jónsdóttur og Ómars Gústafssonar. Víxillinn er ábak- inn af Guðmundi Benediktssyni, Garðari Benediktssyni og Ómari Gústafssyni. Greiðslustaður víxilsins er Útvegsbanki Íslands, Reykjavík. Víxillinn var afsagður sökum greiðslufalls hinn 24. júní 1965. Í greinargerð stefnanda er því haldið fram, að enginn vafi sé um víxilábyrgð stefndu Guðmundar og Garðars Beneðiktssona, en samkvæmt upplýsingum, sem fram hafa komið í greinargerð frumstefndu, hafi nafn Hákonar Benediktssonar ekki átt að vera strikað út á víxlinum og muni hann því vera hinn raunverulegi samþykkjandi víxilsins. Af vankunnáttu hafi stefndi Ómar strikað út nafn Hákonar og skrifað sig sem samþykkjanda, er hann hafi viljað gera sig meðábyrgan fyrir víxilskuldinni. Jafnframt hafi Ómar ábakið víxilinn. Er því haldið fram af hálfu stefnanda, að þar sem það sé á valdi stefnanda, hvort hann stefni samþykkj- anda eða ekki, og stefni aðeins útgefanda og ábekingi, þá raskist eigi ábyrgð nefndra ábyrgðarmanna við greinda breytingu á víxl- inum. Í greinargerð sakaukastefnda er því lýst, að stefndi Ómar hafi á árinu 1964 keypt bifreið af stefnda Hákoni og hafi hann átt að greiða andvirði hennar með því að greiða víxil, sem stefndi Hákon hafi skuldað í Útvegsbanka Íslands. Víxill þessi hafi verið samþykktur af stefnda Hákoni, útgefinn af stefnda Guðmundi og ábakinn af stefndu Guðmundi og Garðari. Upphaflega hafi víxill þessi verið að fjárhæð kr. 35.000.00. Stefndi Ómar hafi samið um að greiða inn á víxilinn kr. 5.000.00 á þriggja mánaða 143 fresti. Á ýmsu hafi nú gengið varðandi greiðslur af hendi stefnda Ómars, en þeir Hákon, Guðmundur og Garðar hafi alltaf sent honum víxla til framlengingar greindum víxli, en muni ekki alltaf hafa fyllt þá út nema að litlu leyti. Þeir bræður hafi ekki vitað annað en víxlar þeir, sem Ómari voru sendir, hafi verið notaðir til framlengingar áðurgreindum víxli, sem þeir hefðu fengið vitneskju um, að var þá að fjárhæð kr. 28.000.00. Síðast hafi víxill þessi verið endurnýjaður hinn 7. maí 1965 með gjald- daga hinn 7. október 1965 og hafi sakaukastefndi nú leyst hann til sín. Er því haldið fram af hálfu sakaukastefnda, að ráðstöfun stefnda Ómars á víxli þeim, sem fjallað er um í máli þessu, sé hrein svik af hans hendi. Er því haldið fram af hálfu sakauka- stefnda, að þar sem fram sé komið, að stefnandi hafi keypt greindan víxil, eftir að nafn sakaukastefnda hafði verið strikað út sem samþykkjanda og stefndi Ómar hafi ritað nafn sitt sem samþykkjandi í staðinn, þá geti sakaukastefndi nú eigi verið skuldbundinn til að greiða víxilinn. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefndu, að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að taka við víxlinum í því ástandi, sem hann var í, sbr. ákvæði 2. mgr. 16. gr. víxillaga. Með kæru, dagsettri hinn 12. október 1966, kærði sakauka- stefndi, Hákon Benediktsson, stefnda Ómar Gústafsson fyrir meint svik og fölsun í sambandi við meðferð hans á víxli þeim, sem fjallað er um í máli þessu. Við rannsókn þá skýrði sakaukastefndi svo frá, að hann hefði á árinu 1964 selt stefnda Ómari bifreið. Í sambandi við þau kaup hafi stefndi Ómar tekið að sér að greiða víxil í Útvegs- banka Íslands að fjárhæð kr. 35.000.00. Kveðst sakaukastefndi hafa haft þann hátt á, að hann hafi sent eða farið með til stefnda Ómars útfyllt víxileyðublöð til framlengingar víxlinum og hafi Ómar svo annazt framlengingu víxilsins og greitt vexti og af- borganir. Muni Ómar hafa ábakið víxilinn, um leið og hann fram- lengdi hann. Sakaukastefndi kveðst hafa verið samþykkjandi víxils þessa, en útgefandi hafi verið Guðmundur bróðir hans og ábekingur Garðar bróðir þeirra. Kveður sakaukastefndi Ómar munu hafa ábakið framlengingarvíxlana einnig, áður en hann hafi selt þá. Sakaukastefndi kveðst oftast hafa fyllt víxlana út, þ. e. sett fjárhæðina á framlengingarvíxilinn, bæði í tölustöfum og bókstöfum, en þó hafi það ekki alltaf verið, því að ekki hafi verið fastir samningar við bankann um ákveðnar afborganir, og hafi Ómar þurft að semja um það hverju sinni. Haustið 1965 ÁA kveður sakaukastefndi svo hafa virzt sem Ómar hafi hætt að framlengja víxilinn í Útvegsbankanum og hafi hann verið af- sagður hinn "7. október 1965 vegna greiðslufalls. Kveðst sakauka- stefndi hafa orðið að greiða víxilinn upp. Á árinu 1966 kveður sakaukastefndi þeim bræðrum hafa verið stefnt til greiðslu á víxli þeim, sem fjallað er um í máli þessu. Síðar kveður sak- aukastefndi sér hafa einnig verið stefnt til greiðslu víxils þessa. Við athugun kveður hann hafa komið í ljós, að víxill þessi hafi verið samþykktur upphaflega af sér, en strikað hafi verið yfir nafnið, en fyrir ofan skráð nafn Ómars Gústafssonar. Síðan hafi víxillinn komizt í hendur Sumarliða Betúelssonar, sem falið hafi lögmanni sínum innheimtu hans, er hann var eigi greiddur á gjalddaga. Sakaukastefndi staðhæfði, að það hefði aldrei komið til mála, að stefndi Ómar mætti selja víxla þessa öðrum aðilja en framangreindum banka. Sakaukastefndi kveðst telja, að stefndi Ómar hafi í algeru óleyfi þeirra bræðranna selt víxil þann, sem fjallað er um í máli þessu, og jafnframt hafa strikað nafn sitt, þ. e. sakaukastefnda, út og skrifað eigið nafn í staðinn. Hákon kvað það alrangt, að hann hefði gefið stefnda Ómari leyfi til áð semja umræddan víxil eða breyta um nöfn á honum, enda hafi Ómar aldrei farið fram á það. Stefndi Garðar Bene- diktssön skýrði svo frá við rannsókn þessa, að hann hefði verið ábyrgðarmaður á víxlum hjá Hákoni bróður sínum vegna kaupa hans á vörubifreið. Hafi annar víxlanna, að fjárhæð kr. 35.000.00, verið vistaður í Útvegsbankanum. Þegar svo Hákon hafi selt stefnda Ómari vörubifreiðina, hafi Ómar tekið að sér að greiða víxlana, en þó hafi orðið að samkomulagi, að þeir bræðurnir skrifuðu nöfn sín á víxlana eins og áður með Hákon sem sam- þykkjanda. Kveður Garðar Hákon ávallt hafa annazt að senda víxlana til Ómars, og kveðst Garðar hafa skrifað sem ábekingur á víxlana, þegar Hákon hafi beðið um það. Ekki kvaðst Garðar minnast þess að hafa nokkru sinni skrifað á nema einn víxil í einu, er framlengja þurfti. Ekki kveðst hann geta fullyrt, hvort ávallt hafi verið búið að setja fjárhæðina á víxilinn, þegar Hákon hafi komið með hann til áritunar, og ekki kveðst hann heldur muna, hvort Hákon hafi þá verið búinn að skrifa framlengingu á víxilinn. Garðar kveður víxilinn í Útvegsbankanum hafa fallið, þegar fjárhæð hans hafi verið kr. 28.000.00. Hann kveður sig hafa fengið stefnu, að því er hann minnir, í ársbyrjun 1966 um greiðslu víxilsins, kr. 28.000.00, ásamt Guðmundi bróður sínum. Kveðst Garðar vegna máls þessa hafa mætt á bæjarþingi Reykja- 745 víkur og þá hafa séð frumrit víxilsins. Kannast hann þar við nafnritun sína á víxlinum. Á víxlinum kveður hann nafn Hákonar Benediktssonar hafa verið sem samþykkjanda, en strikað hafi verið yfir það og nafn Ómars Gústafssonar skrifað í staðinn og einnig nafn sambýliskonu Ómars, Sveinsínu Jónasdóttur. Kvaðst Garðar hafa mótmælt greiðslu víxilsins, því að hann hafi talið hann augsýnilega falsaðan að því leyti, að hér hafi verið um víxil að ræða, sem átti að vera til framlengingar á fyrrnefndum víxli í Útvegsbanka Íslands og hafi Ómari verið óheimilt að selja víxilinn öðrum aðilja. Garðar kveðst ekki hafa gerzt ábyrgðar- maður á víxli með Hákoni sem samþykkjanda nema til fram- lengingar á fyrrgreindum víxli og hafi stefnda Ómari verið það vel kunnugt. Hins vegar kveðst Garðar hafa gefið út og verið ábyrgðarmaður á víxli eða víxlum, sem stefndi Ómar hafi sam- þykkt og selt. Hafi þetta verið í sambandi við ætluð íbúðarkaup Ómars. Kveður Garðar Guðmund bróður sinn ekki hafa verið á víxlum þessum. Garðar kveður víxla þessa ekki hafa fallið á sig. Stefndi Guðmundur Benediktsson hefur skýrt svo frá við rann- sókn: þessa, að í sambandi við framangreind bifreiðakaup stefnda Ómars hafi hann verið útgefandi á framlengingarvíxlum þeim, sem fjallað hafi verið um, og hafi hann ritað nafn sitt á víxlana að beiðni stefnda Hákonar. Kveðst hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni skrifað á fleiri en einn víxil í einu, að minnsta kosti hafi Hákon oftast verið búinn að setja fjárhæð á víxlana, er hann hafi gefið þá út. Guðmundur kveður svo hafa komið að því fyrri hluta árs 1966, að hann hafi verið krafinn um greiðslu á víxli að fjárhæð kr. 28.000. 00, sem Sumarliði Betúelsson, Grund- arstíg í Reykjavík, hafi átt, og kveðst Guðmundur hafa mætt á bæjarþingi Reykjavíkur í sambandi við það mál og mótmælt greiðslu víxilsins. Kveðst hann hafa séð frumrit víxilsins og hafi hann verið útgefandi hans og ábekingur ásamt Garðari, en Hákon bróðir þeirra samþykkjandi, en nafn Hákonar hafi verið strikað út og nafn Ómars Gústafssonar skrifað í staðinn svo og nafn sambýliskonu Ómars. Kveðst Guðmundur telja öruggt, að hér hafi verið um að ræða framlengingarvíxil, sem stefndi Ómar hafi aðeins haft heimild til að selja í Útvegsbankanum, en verið algerlega óheimilt að selja öðrum, eins og hann hafi gert. Kveðst Guðmundur hafa talið, að hér hafi verið um svik og fölsun að ræða af hálfu Ómars, og hafi þeir bræðurnir á þeirri forsendu neitað að greiða víxilinn. Guðmundur kveðst aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafa gerzt ábyrgðarmaður á víxli hjá stefnda Ómari 746 og hafi honum algerlega verið óheimilt að selja fyrrnefndan víxil eða gerast samþykkjandi hans. Stefndi Ómar skýrði svo frá við rannsókn þessa, að hann hefði á árinu 1964 keypt vörubifreið af stefnda Hákoni og hafi aðeins verið munnlegur samningur um þau kaup. Kveðst hann hafa tekið að sér að greiða víxla, sem Hákon hafi átt, bæði í Landsbank- anum og Útvegsbankanum. Hafi Hákon verið samþykkjandi á báðum þessum víxlum, en stefndi Guðmundur útgefandi og stefndi Garðar ábekingur. Ómar kveður Hákon ávallt hafa afhent sér víxla til framlengingar víxlum þessum og hafi þeir verið með framangreindum áritunum, en ekki kvaðst hann muna, hvort Hákon skrifaði fjárhæðina á víxlana, og kveður varla svo hafa getað verið, þar sem hann hafi sjálfur farið með víxlana í bank- ann og séð um afborganir og greiðslu vaxta. Ómar kveðst hafa reynt að halda við afborganir og greiðslu vaxta af framan- greindum víxlum í bönkunum, en að því hafi komið, að hann hafi ekki getað það, og hafi þeir fallið á Hákon. Víxil þann, sem fjallað er um í máli þessu, kveðst Ómar hafa selt Sumarliða Betúelssyni, stefnanda máls þessa, og hafi Sumarliði greitt kr. 18.000.00 fyrir víxilinn. Ómar kveður Sumarliða hafa lofað að láta víxilinn ekki í umferð. Þegar svo Sumarliði stefndi til greiðslu víxilsins, kveðst Ómar hafa kært Sumarliða fyrir saka- dómi Reykjavíkur fyrir okur. Ómar kveðst sjálfur hafa strikað út nafn Hákonar Benediktssonar á víxlinum eða kveður Sumar- liða hafa gert það, því að hann kveðst hafa sagt Sumarliða, að hann mætti ekki krefja ábyrgðarmann um greiðslu víxilsins, og hafi Sumarliði lofað því. Ómar kveðst aldrei hafa talað við Guð- mund Benediktsson eða Garðar Benediktsson um sölu þessa víxils, en hann kveðst hafa haft leyfi Hákonar til sölu víxilsins. Ómar kveður víxil þennan hafa legið hjá sér og hafi Hákon afhent honum hann. Ómar kveður víxilinn hafa verið með nöfnum þeirra bræðranna, en kveður hann hafa verið án fjárhæðar. Kveðst hann sjálfur hafa fært fjárhæðina á víxilinn. Kveðst Ómar telja, að víxill þessi hafi komizt í sínar hendur til þess að framlengja víxilinn í Útvegsbankanum, sem áður er frá skýrt. Ómar stað- hæfði, að Hákon hefði sagt honum, að hann mætti nota víxla þá, sem í vörzlum hans voru, ef hann þyrfti á að halda. Ómar kveðst hafa haft í sínum vörzlum fleiri víxla frá Hákoni en þá, sem hér er fjallað um, en kveðst ekki muna, hverjir hafi ritað á þá víxla. Ekki kveðst Ómar hafa talað um það við stefnda Hákon að strika nafn hans út af víxlinum. 747 Stefnandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að stefndi Ómar hafi tvisvar verið búinn að koma með greindan víxil til sín og biðja sig um að kaupa hann, en hann hafi neitað í bæði skiptin. Er Ómar hafi svo komið í Þriðja skiptið, kveðst stefnandi hafa látið til leiðast og keypt víxilinn, en með því skilyrði, að hann yrði greiddur strax og hann félli. Stefnandi kveður nöfn þeirra Svein- sínu Jónsdóttur, Ómars Gústafssonar og Hákonar Benediktssonar hafa verið komin á víxilinn, er hann fékk hann í hendur. Kveður stefnandi Ómar hafa strikað yfir nafn Hákonar að sér ásjáandi. Kveðst stefnandi hafa sagt Ómari, að hann vildi ekki kaupa víxilinn, þar sem hann hefði strikað yfir nafn Hákonar, en Ómar hafi þá sagt, að það mundi ekki koma að sök, þar sem hann ætlaði sjálfur að greiða víxilinn, þegar hann félli. Ekki kveðst stefnandi hafa lofað Ómari því að láta víxilinn ekki fara í um- ferð, og ekki kveður hann Ómar hafa haft orð á því, að ekki mætti ganga að ábyrgðarmönnum. Það er eigi fram komið, að víxillinn sé falsaður. Eigi þykir handhöfn stefnanda á víxlinum komin til með þeim hætti, að ákvæði 2. mgr. 16. gr. víxillaga standi í vegi fyrir því, að hann leiti fullnustu samkvæmt honum. Greindur víxill ber það ekki með sér, að hann hafi verið gefinn út og samþykktur til framlengingar öðrum víxli. Strikað hefur verið yfir nafn Hákonar Benediktssonar sem samþykkjanda á víxlinum. Er Hákon því eigi bundinn gagnvart stefnanda af nafn- ritun sinni sem samþykkjandi víxilsins. Telja verður með lög- jöfnun frá 7. gr. víxillaga, að stefndi Guðmundur sé bundinn við víxilskuldbindingu sína, sem hann tók á sig með nafnritun sinni sem útgefandi víxilsins, svo og stefndi Garðar sem ábekingur víx- ilsins þrátt fyrir það, að sakaukastefndi Hákon Benediktsson, verði eigi talinn víxilskuldari, enda var Hákonar ekki getið sem greiðanda víxilsins í meginmáli hans. Stefndi Ómar hefur ritað nafn sitt sem samþykkjandi víxilsins samkvæmt ákvæðum 25. gr. víxillaga, og er hann bundinn af því. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, verða úrslit málsins Þau, að sakaukastefndi, Hákon Benediktsson, verður sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu, og verður stefnandi dæmdur til að greiða sakaukastefnda málskostnað, sem ákveðst kr. 6.000.00. Stefndu, Ómar Gústafsson, Guðmundur Benediktsson og Garðar Benediktsson, verða in soliðum dæmdir til að greiða stefnanda fjárhæð víxilsins, kr. 28.000.00, með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá gjalddaga víxilsins, 22. júní 1965, 748 kr. 188.00 í stimpil- og afsagnarkostnað og kr. 7.500.00 í máls- kostnað. Guðmundur Jónsson borgarðómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Sakaukastefndi, Hákon Benediktsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Sumarliða Betúelssonar, í máli þessu og greiði stefnandi sakaukastefnda kr. 6.000.00 í málskostnað. Stefndu, Ómar Gústafsson, Guðmundur Benediktsson og Garðar Benediktsson, greiði stefnanda in solidum kr. 28.000.00 með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá 22. júní 1965 til greiðsluðags, kr. 188.00 í stimpil- og af- sagnarkostnað og kr. 7.500.00 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 749 Miðvikudaginn 21. október 1970. Nr. 52/1970. Stefán Karlsson Karl Stefánsson og Stefán Stefánsson (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn Starfsmannafélagi Áburðarverksmiðjunnar (Hrafnkell Ásgeirsson hrl.) og Starfsmannafélag Áburðarverksmiðjunnar gegn Stefáni Karlssyni Karli Stefánssyni og Stefáni Stefánssyni og til réttargæzlu Ólafi Haraldssyni (Haukur Jónsson hrl.) Snorra Halldórssyni (enginn) Gunnari Snorrasyni (enginn) Rudolf Ásgeirssyni (Magnús Thorlacius hrl.) Sólborgu Marinósdóttur (Magnús Thorlacius hrl.) Inga B. Ársælssyni (enginn) Sigurði Guðmundssyni (enginn) Antoni Guðmundssyni (enginn) Byggingarnefnd Laugardalshrepps (enginn) Hreppsnefnd Laugardalshrepps (enginn) Jóhanni Sveinbjörnssyni (enginn) Soffíu Vilhjálmsdóttur (enginn) og Ólafi Jónassyni (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Landamerkjamál. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. marz 1970 og gert þessar dómkröfur: 750 Aðallega, að aðaláfrýjendur verði sýknaðir af öllum kröf- um gagnáfrýjanda í aðalsök og gagnsök. Til vara, að málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málskostnaðar er krafizt úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. april 1970 og gert þessar dómkröfur: Aðallega, að aðaláfrýjandi Stefán Karlsson verði dæmdur til þess að veita gagnáfrýjanda umferðarrétt um veg þann, sem Stefán lagði á árinu 1966 fyrir sunnan land sitt í Stekk- ártungu úr Snorrastaðalandi, Laugardal, Árnessýslu, og upp með því að austan að landi Soffíu Vilhjálmsdóttur, og aðal- áfrýjendur, Stefán Karlsson, Karl og Stefán Stefánssynir, verði dæmdir til þess að viðlögðum 500 króna dagsektum að vísa gagnáfrýjanda á vegarstæði frá vegi þessum yfir lönd sín og upp að landi Ólafs Haraldssonar, en þar liggi vegur- inn á eystri bakka Vestari Stekkár upp að landspildu þeirri, sem gagnáfrýjandi keypti af aðaláfrýjanda Stefáni Karlssyni með kaupsamningi, dags. 22. september 1965, og afsali 29. s. m., enda reynist hið ávísaða vegarstæði, ef ágreiningur verður, sambærilegt að mati dómkvaddra manna við hið áður fyrirhugaða vegarstæði á vestari bakka Eystri Stekkár samkvæmt afsali, dags. 29. september 1965. Til vara, að aðaláfrýjandi Stefán Karlsson verði dæmdur til þess að láta gagnáfrýjanda í té vegarstæði frá landspildu þeirri, er gagnáfrýjandi keypti af honum með kaupsamningi, dags. 22. september 1965, og afsali 29. s. m., á eystri bakka Vestari Stekkár og á bakkanum vestan við skurð þann, sem m. a. takmarkar eignarland Sigurðar Guðmundssonar að vestan, en þaðan að Vestari Stekká. Á hendur aðaláfrýjend- um Stefáni og Karli Stefánssonum eru gerðar þær kröfur, að þeir verði dæmdir til að þola umferðarrétt gagnáfrýjanda gegnum lönd þeirra á eystri bakka Vestari Stekkár. Til þrautavara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, að því er varðar aðaláfrýjendur, og að aðaláfrýjendur verði 1 dæmdir in solidum til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Til þrautaþrautavara, að aðaláfrýjendur, Stefán Karlsson og Karl og Stefán Stefánssynir, verði dæmdir til þess að viðlögðum 500 króna dagsektum að vísa gagnáfrýjanda á vegarstæði yfir land það, sem Stefán Karlsson átti hinn 29. september 1965 og var þá heimildarmaður að, frá landi gagnáfrýjanda að vegi Jóhanns Sveinbjörnssonar, Snorra- stöðum, er liggur vestan Vestari Stekkár frá þjóðvegi, enda reynist hið ávísaða vegarstæði, ef ágreiningur verður, eigi lakara að mati dómkvaddra manna en hið áður fyrirhugaða vegarstæði samkvæmt afsali, dags. 29. september 1965. Þá eru þær dómkröfur gerðar á hendur aðaláfrýjendum, Stefáni Karlssyni og Karli og Stefáni Stefánssonum, að þeir verði in solidum dæmdir til þess að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir báðum dómum. Dómkröfur gagnáfrýjanda mundu eigi leiða til nægilega ákveðins dóms, ef til greina væru teknar. Þær brjóta og gegn 2. mgr. 137. gr. laga nr. 85/1936, að því er krafðar mats- gerðir varðar. Vegna framkominnar gagnrýni hefur umboðs- maður gagnáfrýjanda í málflutningi fyrir Hæstarétti orðað kröfur sínar þannig: Aðallega, að aðaláfrýjendur, Stefán Karlsson, Karl og Stefán Stefánssynir, verði dæmdir til að láta gagnáfrýjanda í té vegarstæði eftir nánari ákvörðun Hæstaréttar um stað- setningu, 8 metra breitt eða aðra breidd eftir mati réttarins, frá vegi Jóhanns Sveinbjörnssonar bónda, Snorrastöðum, Laugardal, Árnessýslu, vestan Vestari Stekkár, yfir lönd aðal- áfrýjenda, Stefáns Karlssonar, Karls og Stefáns Stefánssona, í Stekkártungu úr landi Snorrastaða, Laugardal, þar með talda landspildu þá, sem Ólafur Haraldsson hefur girt af, upp að landi gagnáfrýjanda í Stekkártungu, en til vara, að Hæstiréttur ákveði vegarstæði upp að áðurgreindri land- spildu, sem Ólafur Haraldsson hefur girt af. Þá er þess krafizt, að aðaláfrýjendur verði in solidum dæmdir til þess að greiða gagnáfrýjanda málskostnað að skaðlausu fyrir báðum dómum. 152 Á hendur réttargæzlustefndu eru ekki gerðar neinar kröfur. Af hendi réttargæzlustefndu Rudolfs Ásgeirssonar og Sól- borgar Marinósdóttur eru þær dómkröfur gerðar, að vegar- stæði það, sem í málinu greinir, verði ákveðið rauða linan á hdsky. 27 og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hendi annarra réttargæzlustefndu hafa eigi verið hafðar uppi kröfur. Í dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 20. júní 1969, segir: „Samkvæmt gögnum málsins er aðaláfrýjanda skylt að veita gagnáfrýjanda aðstöðu til umferðar að landi sinu, en slíkt virðist eigi unnt, nema veita gagnáfrýjanda umferðar- rétt um lönd aðilja, sem aðaláfrýjandi hefur leigt eða selt landspildur á svæði þessu. Rétthöfum þessara landspildna hefur þó eigi verið stefnt í málinu til að þola slíkan um- ferðarrétt eða gæta réttar sins. Verður því í máli þessu eigi lagður dómur á það, hvort aðaláfrýjandi geti fullnægt fram- angreindri skyldu eftir aðalefni sínu. Samkvæmt þessu og eins og kröfugerð máls þessa er háttað, er meðferð þess eigi að lögum og málið vanreifað. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og vísa málinu frá héraðsdómi“. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að réttargæzlu- stefnda Ólafi Haraldssyni sé eigi skylt að þola umferð um leiguland sitt né láta í té vegarstæði án samnings. Sýknaði dómurinn því Ólaf Haraldsson. Hins vegar dæmdi sami dómur aðaláfrýjanda Stefán Karlsson til þess að viðlögðum 500 króna dagsektum að afla gagnáfrýjanda réttar til um- ferðar og vegarlagningar um leiguland réttargæzlustefnda Ólafs Haraldssonar, sem hefði gefið kost á slíkri umferð með aðgengilegum kjörum. Sýknudómi réttargæzlustefnda Ólafs Haraldssonar hefur eigi verið áfrýjað af gagnáfrýjanda. Dómkröfur gagnáfrýjanda í héraði og upphaflega fyrir Hæstarétti voru eigi nægilega ákveðnar og vísuðu í Hæsta- rétti til mats, er andstætt væri 2. mgr. 137. gr. laga nr. 85/ 1936. Héraðsdómurinn dæmir aðaláfrýjanda Stefán Karlsson til þess að viðlögðum dagsektum að afla gagnáfrýjanda með 753 samningi við Ólaf Haraldsson umferðarréttar um leiguland Ólafs. Eigi verður fullyrt fyrirfram, hvernig slíkri samnings- gerð reiddi af. Er því ákvörðun dagsekta ófær lausn. Mál þetta hefur þannig eigi enn fengið þá meðferð, að dómur verði lagður á það. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og vísa málinu frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti á að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti á að fella niður. Dómur aukadómþings Árnessýslu 14. janúar 1970. Ár 1970, miðvikudaginn 14. janúar, var í aukadómþingi Árnes- sýslu, sem haldið var á þingstað Laugardalshrepps að Laugar- vatni af sýslumanni Páli Hallgrímssyni og meðdómsmönnunum Eiríki Eyvindssyni rafvirkjameistara og Arnóri Karlssyni bónda kveðinn upp dómur í málinu nr. 53/1969: Starfsmannafélag Áburðarverksmiðjunnar gegn Stefáni Karlssyni og fleirum, en málið var þingfest hinn 15. júlí 1969 og dómtekið eftir munnlegan flutning hinn 13. desember 1969. Mál þetta hefur stefnandi, Starfsmannafélag Áburðarverk- smiðjunnar, Reykjavík, höfðað með stefnu, útgefinni 25. júní 1969, á hendur stefndu, Stefáni Karlssyni rafvirkja, Víðihvammi 14, Kópavogi, Karli Stefánssyni, s. st., Stefáni Stefánssyni s. st., Ólafi Haraldssyni, Hrauntungu 36, Kópavogi, og Jóhanni. Svein. björnssyni bónda, Snorrastöðum. Með sömu stefnu er stefnt til réttargæzlu í málinu þeim Snorra Halldórssyni, Karfavogi 24, Reykjavík, Gunnari Snorrasyni, Ljósheimum 18, Reykjavík, Rudolf Ásgeirssyni og Sólborgu Marinósdóttur, Laugarnesvegi 116, Reykjavík, Inga B. Ársælssyni, Skaftahlíð 14, Reykjavík, Sigurði Guðmundssyni, Gnoðarvogi 82, Reykjavík, Antoni Guð- mundssyni, Hvassaleiti 8, Reykjavík, Þórarni Stefánssyni bygg- ingarfulltrúa, Laugarvatni, f. h. byggingarnefndar Laugardals- hrepps og Magnúsi Böðvarssyni oddvita, Laugarvatni, f. h. hrepps- nefndarinnar. Með stefnu, útgefinni 28. júlí 1969, stefndi stefn- andi einnig til réttargæzlu þeim Soffíu Vilhjálmsdóttur, Skeggja- götu 12, og Ólafi Jónassyni, Safamýri 15, báðum í Reykjavík. 48 754 Dómkröfur stefnanda samkvæmt stefnunni frá 25. júní 1969 eru þessar: „Gerir stefnandi þær dómkröfur, aðallega að stefndi Stefán Karlsson verði dæmdur til þess að veita stefnanda umferðarrétt um veg þann, sem Stefán lagði á árinu 1966 fyrir sunnan land sitt og upp með því að austan upp að landi Soffíu Vilhjálmsdóttur, og að stefndu Stefán Karlsson og Karl og Stefán Stefánssynir verði dæmdir til þess að viðlögðum 500 króna dagsektum að vísa stefnanda á vegarstæði frá vegi þessum yfir lönd sín upp að landi Ólafs Haraldssonar, en þar liggi vegurinn á eystri bakka Vestari Stekkár upp að landspildu þeirri, sem stefnandi keypti af stefndum Stefáni Karlssyni með kaupsamningi, dags. 22. sept., og afsali 29. s. m. Eru gerðar þær kröfur á hendur Ólafi Har- aldssyni, að hann verði dæmdur til þess að þola umferðarrétt stefnanda yfir land Ólafs á eystri bakka Vestari Stekkár. Til vara er þess krafizt, að stefndur Stefán Karlsson verði dæmdur til þess að láta stefnanda í té vegarstæði frá landspildu þeirri, er stefnandi keypti af honum með kaupsamningi 22. sep. 1965 og afsali 29. s. m. á eystri bakka Vestari Stekkár og á bakkan- um vestan við skurð þann, sem m. a. takmarkar eignarland Sigurð- ar Guðmundssonar að vestan að Vestari Stekká. Á hendur Ólafi Haraldssyni og Stefáni og Karli Stefánssonum eru gerðar þær kröfur, að þeir verði dæmdir til þess að þola umferðarrétt stefn- anda gegnum lönd þeirra á eystri bakka Vestari Stekkár. Á hendur Jóhanni Sveinbjörnssyni bónda, Snorrastöðum, er gerð sú krafa, að viðurkenndur verði umferðarréttur stefnanda um veg þann í landi hans (Jóhanns), er liggur frá þjóðvegi vestan Vestari Stekkár og að landi Stefáns Karlssonar austan árinnar. Þá er gerð sú krafa á hendur Stefáni Karlssyni og Karli og Stefáni Stefánssonum, að þeir verði dæmdir in soliðum til þess að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati hins virðulega dóms. Áskilinn er réttur til þess í sérstöku máli að krefja stefndu Stefán Karlsson, Karl Stefánsson og Stefán Stefánsson in soliðum um bætur fyrir allt það tjón, sem stefnandi hefur orðið fyrir af völdum þeirra. Áskilinn er réttur til þess að breyta kröfugerð í málinu síðar, ef ástæða þykir til“. Samkvæmt réttargæzlustefnunni frá 28. júlí 1969 eru engar kröfur gerðar. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi kröfum sín- 755 um án nokkurra athugasemda af hálfu stefndu og færði þær í það horf, sem hér greinir: „Stefnandi gerir þær dómkröfur, aðallega að stefndur Stefán Karlsson verði dæmdur til þess að veita stefnanda umferðar- rétt um veg þann, sem Stefán lagði á árinu 1966 fyrir sunnan land sitt og upp með því að austan að landi Soffíu Vilhjálms- dóttur, og að stefndu Stefán Karlsson og Karl og Stefán Stefáns- synir verði dæmdir til þess að viðlögðum 500 króna dagsektum að vísa stefnanda á vegarstæði frá vegi þessum yfir lönd sín upp að landi Ólafs Haraldssonar, en þar liggi vegurinn á eystri bakka Vestari Stekkár upp að landspildu þeirri, sem stefnandi keypti af stefndum Stefáni Karlssyni með kaupsamningi, dags. 22. sept. 1965, og afsali 29. s. m., enda reynist hið ávísaða vegar- stæði, ef ágreiningur verður, sambærilegt að mati dómkvaddra manna við hið áður fyrirhugaða vegarstæði á vestari bakka Eystri Stekkár samkvæmt afsali, dags. 29. sept. 1965. Á hendur Ólafi Haraldssyni eru gerðar þær kröfur, að hann verði dæmdur til þess að þola umferðarrétt stefnanda yfir land Ólafs á eystri bakka Vestari Stekkár. Til vara er þess krafizt, að stefndur Stefán Karlsson verði dæmdur til þess að láta stefnanda í té vegarstæði frá landspildu: Þeirri, er stefnandi keypti af honum með kaupsamningi 22. sept. 1965 og afsali 29. s. m. á eystri bakka Vestari Stekkár og á bakk- anum vestan við skurð þann, sem m. a. takmarkar eignarland Sigurðar Guðmundssonar að vestan, en þaðan að Vestari Stekká. Á hendur Ólafi Haraldssyni og Stefáni og Karli Stefánssonum eru gerðar þær kröfur, að þeir verði dæmdir til þess að þola um- ferðarrétt stefnanda gegnum lönd þeirra á eystri bakka Vestari Stekkár. Til þrautavara að stefndu Stefán Karlsson og Karl og Stefán Stefánssynir verði dæmdir til þess að viðlögðum 500 króna dag- sektum að vísa stefnanda á vegarstæði yfir land það, sem Stefán Karlsson átti hinn 29. sept. 1965 og var þá heimildarmaður að, frá landi stefnanda að vegi Jóhanns Sveinbjörnssonar, Snorra- stöðum, er liggur vestan Vestari Stekkár frá þjóðvegi, enda reynist hið ávísaða vegarstæði, ef ágreiningur verður, eigi lakara að mati dómkvaddra manna en hið áður fyrirhugaða vegarstæði sam- kvæmt afsali, dags. 29. sept. 1965. Á hendur Jóhanni Sveinbjörnssyni bónda, Snorrastöðum, er gerð sú krafa, að viðurkenndur verði umferðarréttur stefnanda um veg þann í landi hans (Jóhanns), er liggur frá þjóðvegi vestan 756 Vestari Stekkár að landi Stefáns Karlssonar, austan árinnar.. Þá er gerð sú krafa á hendur Stefáni Karlssyni og Karli og Stefáni Stefánssonum, að þeir verði dæmdir in solidum til þess að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati hins virðulega dóms. 7 Áskilinn er réttur til þess - í sérstöku máli að krefja stefndu Stefán Karlsson, Karl Stefánsson og Stefán Stefánsson in soliðum um bætur fyrir allt það tjón, sem stefnandi hefur orðið fyrir af þeirra völdum. Á hendur réttargæzlustefndum eru ekki gerðar neinar kröfur, en mótmælt er málskostnaðarkröfum þeirra svo og málskostnað arkröfum Ólafs Haraldssonar og Jóhanns Sveinbjörnssonar, en ekki eru gerðar málskostnaðarkröfur á hendur þeim af hálfu stefnanda“. Stefndu Stefán Karlsson, Karl Stefánsson og Stefán Stefánsson krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda í í málinu og máls- kostnaðar samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Enn fremur krefjast þeir, að dæmd verði dauð og ómerk eftirfarandi ummæli í grein- argerð stefnanda: „Er hér augsýnilega um sýndargerning að ræða eða gerning gerðan beinlínis í því skyni að reyna að. koma í veg fyrir, að réttmætar kröfur umbj. m. nái fram að ganga“. Í öðru þinghaldi málsins lét lögmaður stefndu bóka kröfu um útivistardóm á hendur þrem réttargæzlustefndu og kröfu um málskostnað úr þeirra hendi, en við munnlegan flutning málsins voru þessar kröfur látnar falla niður. Stefndi Ólafur Haraldsson krefst algerrar sýknu af stefnu- kröfum og málskostnaðar eftir taxta Lögmannafélags eða mati dómsins. ' Stefndi Jóhann Sveinbjörnsson mótmælir kröfum stefnanda sem ástæðulausum og óþörfum og krefst málskostnaðar að mati dómsins. Réttargæzlustefndu Soffía Vilhjálmsdóttir og Anton Guðmunds- son krefjast málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Réttargæzlustefndu Rudolf Ásgeirsson og Sólborg Marinósdóttir krefjast málskostnaðar að skaðlausu og að vegarstæði verði ákveð- ið á eystri bakka Vestari Stekkár, eins og sýnt er á dómsskjali 27. Réttargæzlustefndu Ingi B. Ársælsson, Snorri Halldórsson, Gunnar Snorrason og Sigurður Guðmundsson krefjast málskostn- aðar að skaðlausu eftir mati réttarins. Enn fremur krefst Sigurður Guðmundsson viðurkenningar þess, að hann þurfi ekki að þola 751 Vvegarstæði að landi Starfsmannafélags Áburðarverksmiðjunnar á landspildu þeirri, sem liggur á milli eignarlands hans og Vestari Stekkár. Aðrir réttargæzlustefndu gerðu ekki kröfur í Málinu. Stefnandi mótmælti málskostnaðarkröfum réttargæzlustefndu og sérstaklega þeirra, sem ekki mættu við þingfestingu. Málsatvik, Stefndi Stefán Karlsson eignaðist 10 hektara lands úr jörðinni Snorrastöðum í Laugardalshreppi með kaupsamningi, dags. 20. júlí 1941, og afsali 12. september sama ár. Landinu er svo lýst, að þið liggi „milli svonefndra Stekkáa, og skulu árfar- vegirnir vera markalína landsins að vestan og austan, þar til ár þessar sameinast, og að norðan lína milli nefndra árfarvega, þar sem mæling á landinu segir til um, að línan eigi að vera“. Úr þessari landspildu hefur stefndi Stefán leigt þrjár lóðir, þ. e. meðstefnda Ólafi Haraldssyni hálfan hektara vorið 1965 — en leigusamningur hefur ekki verið skjalfestur — og réttargæzlu- stefndu Soffíu Vilhjálmsdóttur og Antoni Guðmundssyni hálfan hektara hvoru til 40 ára með samningum, dags. 20. júní 1965. Lóðir þessar liggja saman að Eystri Stekká, neðst lóð Soffíu, þá lóð Antons og efst lóð Ólafs. Enn fremur hefur stefndi Stefán selt sjö lóðir úr umræddu landi sínu, þ. e. stefnanda, Starfsmannafélagi Áburðarverksmiðj- unnar, einn hektara með afsali 29. september 1965, réttargæzlu- stefndu Rudolf Ásgeirssyni og Sólborgu Marinósdóttur hálfan hektara með afsali 22. maí 1967, réttargæzlustefnda Sigurði Guð- mundssyni 0.48 hektara með afsali 22. maí 1967, meðstefndu sonum sínum, Karli og Stefáni, einn hektara með afsali 30. júní 1967, réttargæzlustefndu Snorra Halldórssyni og Gunnari Snorra- syni 0.48 hektara með afsali 27. júlí 1967 og réttargæzlustefnda Inga B. Ársælssyni hálfan hektara með afsali 17. ágúst 1967, en lóðárafsal Ólafs Jónassonar liggur ekki fyrir í málinu. Lóð stefnanda tekur við ofan við leiguland Ólafs Haraldssonar og afmarkast af Stekkánum að austan og vestan, af Snorrastaða- landi að norðan, en að sunnan þannig, að lóðin verði einn hektari. Lóðir réttargæzlustefndu Rudolfs og Sólborgar, Ólafs Jónas- sonar, Inga B. Ársælssonar, Snorra Halldórssonar og Gunnars Snorrasonar og Sigurðar Guðmundssonar eru samfelldar neðan til í upphaflegri landspildu stefnda Stefáns, og liggja þessar lóðir hvergi nær Stekkánum en svo, að nægilega breitt vegarstæði er á milli lóðanna og ánna. Lóð stefndu Karls og Stefáns Stefánssona nær frá mörkum 758 leigulóða Soffíu Vilhjálmsdóttur og Antons Guðmundssonar til suðvesturs að mörkum Snorrastaða í Vestari Stekká og skiptir þannig í tvennt því landi stefnda Stefáns, sem hann hefur ekki ráðstafað. Í þegar nefndu lóðarafsali stefnanda svo og í áðurgerðum kaup- samningi um lóðina er svolátandi málsgrein: „Fyrirhuguð er reyting á aðkeyrslu að landinu þannig, að vegurinn verður lagður á vestari bakka Eystri Stekkár. Taka kaupendur þátt í kostnaði við vegargerð þessa að jöfnu á móti þeim öðrum, er veginn nota“. Umboðsmenn stefnanda, þeir Kjartan V. Guðmundsson, Hvassa- leiti 28, og Óli H. Þórðarson, Háaleitisbraut 49, báðir í Reykjavík, hafa lýst yfir því, að þeim hafi við undirskrift kaupsamnings og afsals fyrir umræddu landi verið kunnugt um áðurgreinda leigusamninga. Málsaðiljar eru sammála um, að við samnings- gerðina hafi verið rætt um væntanlega afstöðu leigutaka til vegargerðarinnar, en stefndi Stefán Karlsson hafi talið, að sam- þykki þeirra fengist sjálfkrafa, og kveðast umboðsmenn stefnanda ekki hafa talið ástæðu til að tortryggja frásögn stefnda um þetta atriði. Þegar til átti að taka, kom í ljós, að enginn hinna þriggja leigutaka vildi leyfa vegarlagningu yfir leiguland sitt á vestari bakka Eystri Stekkár. Eigandi Snorrastaða hefur heimilað máls- aðiljum umferð um einkaveg sinn frá þjóðvegi að landi stefnda Stefáns, en stefndi hefur síðan gert leiðina akfæra áfram á vestari bakka Eystri Stekkár upp að leigulandi Soffíu Vilhjálms- dóttur, og við það situr. Eftir að ljóst var um afstöðu leigutak- anna til vegarlagningar á vestari bakka Eystri Stekkár, skoruðu umboðsmenn stefnanda á stefnda Stefán Karlsson að vísa á annað vegarstæði, en til þess hefur hann verið ófáanlegur, þar eð hann kveður aldrei hafa verið um annað vegarstæði talað. Starfsmannafélag Áburðarverksmiðjunnar höfðaði mál fyrir vettvangsdómi Árnessýslu gegn Stefáni Karlssyni með stefnu, út- gefinni 2. nóvember 1966, og krafðist umferðarréttar yfir land hans að lóð sinni. Dómur í því máli var uppkveðinn 27. apríl 1968 og Stefáni gert skylt að vísa starfsmannafélaginu á viðun- andi vegarstæði yfir land hans, en dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem kvað svo á, að samkvæmt gögnum málsins væri Stefáni skylt að veita starfsmannafélaginu aðstöðu til umferðar að landi sínu, en vegna formgalla á meðferð málsins og vanreif- unar var dómurinn ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Stefnandi, Starfsmannafélag „Áburðarverksmiðjunnar, hefur 159 með máli þessu hafizt handa af nýju um að leita réttar síns til umferðar að landi sínu og hefur í því skyni stefnt þeim Stefáni Karlssyni, Karli og Stefáni Stefánsson, Ólafi Haraldssyni og Jóhanni Sveinbjörnssyni auk réttargæzlustefndu, svo sem áður er rakið. Orðalag bæði kaupsamnings og afsals fyrir lóð stefnanda tekur af öll tvímæli um það, að í kaupunum skyldi fylgja aðstaða til umferðar með venjulegum ökutækjum að lóðinni, enda er lega hennar þannig, að slíkur umferðarréttur hlaut að vera ein af forsendum kaupanna. Er þetta einnig í samræmi við afstöðu steinda Stefáns Karlssonar gagnvart meðstefnda Ólafi Haralds- syni, en Í réttarhaldi 14. nóvember 1969 kveðst Stefán á sínum tíma hafa lofað Ólafi umferðarrétti um sitt land, ef eigandi Snorrastaða lokaði leiðinni um hans land. Við munnlegan flutning málsins var skýrt fram tekið af hálfu stefndu Karls og Stefáns Stefánssona, að þeir hefðu ekki keypt lóðina af föður sínum til þess að koma í veg fyrir, að stefnandi fengi umferðarrétt um landið, enda var þeim báðum kunnugt um fyrrnefnd málaferli og um hvað þau snerust. Var því yfirlýst af þeirra hálfu, að lóðarsalan til þeirra hafi engin áhrif á það, hvort faðir þeirra geti veitt stefnanda aðstöðu til umferðar að landi sínu eða ekki. Stefndi Ólafur Haraldsson hefur í málinu lýst yfir því, að hann sé reiðubúinn til þess að láta stefnda Stefáni Karlssyni eftir veg- arstæði á eystri bakka Vestari Stekkár með tilteknum skilyrðum, sem dómurinn metur eðlileg og aðgengileg. Verður því að telja upplýst í málinu, að stefnda Stefáni Karls- syni sé í fyrsta lagi skylt að láta stefnanda í té aðstöðu til um- ferðar með venjulegum ökutækjum um land það, sem hann átti 29. september 1965, og í öðru lagi, að honum sé í lófa lagið að fullnægja þessari skyldu sinni. Við munnlegan flutning málsins voru af hálfu beggja aðilja, stefnanda annars vegar og stefnda Stefáns Karlssonar hins vegar, lagðir fram uppdrættir, sem sýna tillögur þessara aðilja um vegar- stæði að landi stefnanda. Stefnandi leggur til, að vegurinn verði lagður um lönd stefndu Stefáns Karlssonar, Karls og Stefáns Stefánssona og leiguland Ólafs Haraldssonar, alla leið á eystri bakka Vestari Stekkár, og hefur byggingarnefnd Laugardals- hrepps fallizt á þessa tillögu fyrir sitt leyti með áritun á upp- dráttinn. Stefndi Stefán Karlsson leggur til, að vegur hans á vestari bakka Eystri Stekkár verði framlengdur upp með ánni 760 yfir leigulönd Soffíu Vilhjálmsdóttur, Antons Guðmundssonar og Ólafs Haraldssonar. Í greinargerð (dómsskj. 9) áskilur stefndi Stefán sér rétt til þess að stefna nefndum þrem leigutökum til þess að sæta því, að vegur að landi stefnanda verði lagður yfir lönd þeirra, þ. e. á vestari bakka Eystri Stekkár, hæfilega breiður eftir mati réttra skipulagsyfirvalda í Laugardalshreppi. Stefndi hefur ekki hafizt handa um slíka málssókn, enda grein gert fyrir því, á hvern hátt hann hygðist koma tillögu sinni í framkvæmd gegn eindregnum vilja leigjenda lóðanna, og ekki lagt fram upp- lýsingar um afstöðu skipulagsyfirvalda Laugardalshrepps til þessarar tillögu. Tillaga stefnanda á dómsskj. 27 um vegarstæði var lögð fram með öðrum skjalfestum dómkröfum hans í málinu, og lítur dóm- urinn á tillöguna sem hluta af þeim. Framkvæmd sú, sem mál þetta snýst um, er háð samþykki byggingarnefndar Laugarðals- hrepps, sem er skipulagsskyldur. Byggingarnefndin hefur fallizt á tillögu stefnanda, en engar aðrar framkvæmanlegar tillögur málinu til úrlausnar hafa komið fram. Dómurinn lítur svo á, að stefndu Stefáni Karlssyni, Karli og Stefáni Stefánssonum sé skylt að þola umferð og vegargerð af hálfu stefnanda samkvæmt tillögu hans og í samræmi við upp- drátt á dómsskjali 27 og Stefáni Karlssyni sé skylt að viðlögðum dagsektum, sem þykja hæfilega ákveðnar 500 krónur, að afla stefnandða réttar til umferðar og vegargerðar yfir land stefnda Ólafs Haraldssonar, sem, eins og áður segir, hefur gefið kost á slíku með aðgengilegum kjörum. Stefnandi hefur hins vegar ekki rökstutt, að stefnda Ólafi Haraldssyni sé skylt að þola umferð um leiguland sitt eða láta í té vegarstæði án samnings, og verður hann því sýknaður af kröfum stefnanda. Stefnandi hefur heldur ekki rökstutt, að stefnda Jóhanni Svein- björnssyni sé skylt að þola umferð um einkaveg hans án samn- ings, og verður hann því einnig sýknaður af kröfum stefnanda. Ómerkingarkröfu stefndu Karls og Stefáns Stefánssona ber að taka til greina með tilliti til afstöðu þeirra í málinu, sem lýst er hér að framan, en hin tilfærðu ummæli voru viðhöfð um útgáfu lóðarafsals stefnda Stefáns Karlssonar til nefndra sona hans. Hæfilegt þykir, að stefndu Stefán Karlsson, Karl og Stefán Stefánssynir greiði in solidum stefnanda kr. 40.000.00 í máls- kostnað, en stefnandi greiði í málskostnað stefnda Ólafi Haralds- syni kr. 7.500.00 og stefnda Jóhanni Sveinbjörnssyni kr. 2.500.00. 761 Ekki þykja efni til þess að dæma réttargæzlustefndu málskostnað, enda hafa kröfur ekki verið hafðar uppi í málinu á hendur þeim. Dómsorð: Stefnandi skal í samræmi við framlagðan uppdrátt á dóms- skjali 27, sem byggingarnefnd Laugardalshrepps hefur fallizt á, hafa umferðarrétt um lönd stefndu Stefáns Karlssonar, Karls og Stefáns Stefánssona meðfram Vestari Stekká upp að leigulandi stefnda Ólafs Haraldssonar og rétt til að gera þessa leið akfæra bifreiðum. Stefndi Stefán Karlsson skal innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlögðum 500 króna dagsektum afla stefnanda réttar til umferðar og vegarlagningar um leiguland Ólafs Haraldssonar. Tilgreind ummæli í greinargerð lögmanns stefnanda eiga að vera dauð og ómerk. Stefndu Stefán Karlsson, Karl og Stefán Stefánssynir greiði in solidum stefnanda kr. 40.000.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefndi Ólafur Haraldsson á að vera sýkn af kröfum stefn- anda. Stefnandi greiði honum kr. 7.500.00 í málskostnað innan 15 sólarhringa frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefndi Jóhann Sveinbjörnsson á að vera sýkn af kröfum stefnanda. Stefnandi greiði honum kr. 2.500.00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaðarkröfur réttargætlustefndu eru ekki teknar til greina. 762 Miðvikudaginn 21. október 1970. Nr. 179/1970. Snæbjörn Kaldalóns gegn Þóru Brynjólfsdóttur. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 22. september 1970, sem barst Hæstarétti 6. október s. á., hefur sóknaraðili samkvæmt 21. gr., 1. tl. b, laga nr. 57/1962 skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar. Hann fékk vitneskju um frávisunardóminn hinn 17. september 1970. Krefst sóknaraðili þess, að dómurinn verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir háraðsdómara að dæma málið að efni til. Svo krefst hann og kærumálskostn- aðar úr hendi varnaraðilja. Af hálfu varnaraðilja hafa hvorki borizt greinargerðir né kröfur. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. júlí 1970. Mál þetta er höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri þann 13. marz 1969. Stefnandi málsins er Snæbjörn Kaldalóns, Reykjavík, en stefndi Þóra Brynjólfsdóttir, Skeiðarvogi 85, Reykjavík. Stefnandi krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skuld að fjárhæð kr. 48.623.50 með 12% árs- vöxtum af kr. 22.620.50 frá 1. janúar 1967 til greiðsludags og 763 7% ársvöxtum af kr. 26.003.34 frá 13. apríl 1967 til greiðsludags og málskostnað að mati dómsins. Mál þetta var þingfest 20. marz 1969. Fékk þá stefndi frest til skila á greinargerð allt til 30. október 1969, að greinargerð hennar var lögð fram. Var málinu síðan frestað um óákveðinn tíma til frekari gagnaöflunar. Er mál þetta var tekið fyrir til sáttaum- leitana fyrir dómi að beiðni beggja lögmanna þann 16. júní s.l., var ekki sótt þing af hálfu stefnda og engin forföll boðuð af hennar hálfu, og var þá af hálfu stefnanda krafizt dómtöku máls- ins. Í greinargerð sinni hefur stefndi aðallega krafizt sýknu í mál- inu og að henni verði dæmdur hæfilegur málskostnaður að mati réttarins, en til vara, að hún verði sýknuð gegn afhendingu í réttinum á skuldabréfi að fjárhæð kr. 26.003.34 og að máls- kostnaður verði látinn falla niður. Í stefnu og greinargerð lýsir stefnandi málavöxtum svo, að aðiljar málsins hafi verið hjón, en hafi skilið í janúar 1966. Af stefnukröfunni séu kr. 26.003.34, sem stefnda hafi borið að greiða stefnanda samkvæmt skiptasamningi og mati matsmanna, sem aðiljar málsins hafi tilnefnt. Eftirstöðvar dómkröfunnar, kr. 22.620.50, sé helmingur gjalda, sem lögð hafi verið á stefnanda af tekjum ársins 1966 og stefnandi telur stefnda eiga að greiða, en dráttarvextir af sköttum séu 12% á ári. Í greinargerð stefnanda er málavöxtum nánar lýst þannig, að hinn 14. janúar 1966 hafi hjónin, aðiljar málsins, fengið útgefið leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng og síðar hafi verið gefið út lögskilnaðarleyfi, en bæði þessi skjöl séu lögð fram í málinu. Skipti á hjúskapareign hjónanna hafi farið fram með samningum milli þeirra með aðstoð lögfræðinganna Áka Jakobssonar og Sigurðar Ólasonar. Í sambandi við skiptin hafi verið gerður skiptasamningur milli hjónanna. Í þeim samningi séu upptaldar eignir búsins og ákveðið, hvort hjónanna tæki hverja eign. Eign- irnar séu í samningnum uppfærðar á ákveðnu verði, sem hjónin hafi verið sammála um, og sé því með skiptasamningnum gert út um þau atriði, en nokkurn tíma hafi tekið að ná því samkomu- lagi. Samkvæmt skiptasamningnum fái konan kr. 13.000.00 meira en maðurinn, en auk þess hafi þá verið óuppgerðir ýmsir reikn- ingar og greiðslur, sem fram hafi farið í sambandi við byggingu íbúðar að Sæviðarsundi 42 í Reykjavík, en sú eign hafi átt að falla til mannsins. Hafi orðið nokkurt þref út af þessu, en því 764 hafi lókið svo, að lögmennirnir hafi fengið hjónin inn á, að gert yrði samkomulag um, að gerðardómur yrði látinn fjalla um upp- gjör á þessum skuldum og greiðslum. Samkomulagið um gerðar- dóminn sé undirritað af lögmönnum hjónanna og sé lagt fram í málinu. Gerðardómsmennirnir, þeir Valdimar Guðnason endur- skoðandi fyrir stefnanda, en Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri fyrir stefnda, hafi lokið gerð sinni þann 13. apríl 1967 og sé gerðarðdómurinn lagður fram í málinu. Aðiljar þessa máls hafi orðið sammála um að sætta sig við gerðardóminn og skuli því niðurstaða hans lögð til grundvallar á uppgjöri á félagsbúi þeirra hjóna. Þá segir í greinargerð stefnanda, að niðurstaða gerðardómsins hafi orðið sú, að hallað hafi á stefnanda um kr. 52.007.17, og til þess að rétta þann mismun beri konunni að greiða manninum kr. 26.003.34. Í skiptasamningnum, dskj. nr. 6, sé ákveðið, að konan skuli gefa úr skuldabréf, er greiðist innan 3ja ára, sem eigi að þýða, að það skuli greitt á 3 árum (sic Í greinargerð stefnanda). Stefndi hafi hins vegar hvorki gefið út skuldabréf né greitt nokkuð af þessari upphæð til stefnanda. Eftir atvikum hafi þótt rétt að miða vaxtakröfu við útgáfudag gerðardómsins hinn 13. apríl 1967 og gera kröfu um 7% ársvexti, en í skipta- samningnum sé ekki getið vaxtahæðar. Þá segir og Í greinargerð stefnanda, að í skiptasamningnum (dskj. nr. 6) sé þess getið, að ágreiningur sé með hjónunum um gildi kaupmála frá 22. október 1955, en kaupmálinn áskilji kon- unni húseignina Skeiðarvog 85 sem séreign. Samkvæmt ákvæð- um skiptasamningsins hafi ágreiningur þessi verið lagður fyrir bæjarþing Reykjavíkur og sé það mál enn í meðförum réttarins. Síðan segir svo orðrétt í greinargerð stefnanda: „Annar þáttur kröfu umbj. m. í þessu máli er sá, að hann telur, að fyrrverandi eiginkona hans, stefnda í máli þessu, eigi að greiða skatta þeirra, sem á þau hjónin voru lagðir árið 1966, af tekjum ársins 1965. Svo sem réttarskjal nr. 5 ber með sér, fengu þau skilnað að borði og sæng þann 14. jan. 1966, en skattar voru að sjálfsögðu ekki á lagðir fyrr en um sumarið 1966. Á dómsskjali nr. 11 upplýsir Gjaldheimtan í Reykjavík, að á þau hafi verið lagt árið 1966 kr. 39.473.00 við aðalálagninguna, en þann 21. jan. 1967 hafi verið bætt við þau sköttum að upp- hæð kr. 5.768.00, eða skattar samtals þá kr. 45.241.00. Hefur stefnandi farið fram á það við Gjaldheimtuna, að hún innheimti % þessara skatta hjá stefndu, sbr. dskj. nr. 8 og 9, en Gjald- 765 heimtan hefur með bréfi, dags. 11. febr. .s.1.; neitað því að sleppa honum við að greiða gjöld þessi, enda hafi konan, stefnda, neitað greiðsluskyldu sinni, segir í bréfinu á dskj. nr. 10. Af þessum sökum hefur umbj. m. fundið sig knúðan til þess að leggja þetta ágreiningsefni.. fyrir dóm. Helmingur skattanna. nemur kr. 22.620.50, eins og greinir í stefnu, og af þessum hluta kröfunnar ær krafizt 12% .ársvaxta, en það eru.vanskilavextir, sem gjald- heimtan tekur, og reiknaðir frá 1. janúar 1967, er öll gjöldin voru fallin í gjalddaga. Það skal hér tekið fram, og kemur það raunar greinilega fram í bréfsafritunum á dskj. nr. 8 og 9, að umbj. m. var búinn að greiða helming gjaldanna án viðbótarinnar, en helmingur sá, sem umbj. m. telur, að stefnda eigi að greiða, er ógreiddur, og verður því nú, er ljóst er orðið, að Gjaldheimtan ætlar að innheimta þessi gjöld hjá umbj. m., innheimt með drátt- arvöxtum, eða 12% árlega. Ég tel því full rök fyrir því hjá umbj.m. að. gera. kröfu um 12% ársvexti af þessum hluta dómkröfunnar. Í máli því, sem nú liggur fyrir bæjarþingi Reykjavíkur varð- andi kaupmála hjónanna, hefur umbj. m. borið fram varakröfu, ef kröfu hans um riftun kaupmálans kynni að verða hafnað af dóminum, en hún fjallar um, að konan endurgreiði honum % af því fé, sem bú þeirra hjóna lagði fram til gagngerðrar lag- færingar og endurbóta á húseigninni, sem er séreign konunnar samkvæmt fyrrnefndum kaupmála. Um þessi atriði er ekki fjallað í þessu máli, en ég vildi geta þessa, til þess að. ekki skapaðist neinn ruglingur“. Í greinargerð stefnda er kröfum um vaxtagreiðslur öllum hafn- að. Síðan segir svo orðrétt í greinargerð stefnda: „Skiftasamningurinn á dskj. 6 ásamt með gerðardómnum á dskj. 7 er fullnaðaruppgjör á fjármálum málsaðila. Fyrir niður- stöðufjárhæðinni, kr. 26.003.34, var þegar í stað gert skuldabréf, og tilkynnti ég hv. andst. bæði munnlega og skriflega, sbr. dskj. 14, að það væri tilbúið, en hann neitaði eða færðist undan að taka við því, þar sem hann teldi umbj. sinn eiga meira inni. Bréfið get ég afhent honum þegar í stað hvort heldur utan réttar eða innan, og er alveg óþarft að blanda því á nokkurn hátt inn í málssókn þessa. Síðari hluta stefnukröfunnar er algerlega mót- mælt, þar sem gerðardómurinn úrskurðaði endanlega um fjármál þeirra hjónanna, en um skattamálið var einmitt rætt sérstaklega Í gerðardómnum, svo sem nú framlögð dskj. 15 og 16 bera með sér. Þess má og geta, að skilnaður þeirra hjóna varð um mitt ár 1965, og hefði þegar af þeirri ástæðu ekki komið til mála, að 766 umbj. minn tæki á sig neinar greiðslur opinberra gjalda. Beitti stefnandi og þrásetu í íbúð umbj. míns alllangt fram á árið 1966 og hefði sú húsaleiga þá átt að koma til mótreiknings, ef út Í slíkt væri farið“. Eins og áður er getið, féll niður þingsókn af hálfu stefnda í réttarhaldi þann 16. júní s.1. Til þess réttarhalds var boðað á þann hátt, að lögmenn beggja aðilja komu á skrifstofu dómarans og óskuðu eftir því, að málið yrði tekið fyrir til sáttaumleitana í dómi, áður en réttarhlé hæfist. Ákvað dómarinn þá réttarhald þriðjudaginn 16. júní kl. 2 e. h., og skrifuðu báðir lögmennirnir þann fyrirtektartíma hjá sér. Er ekki var sótt þing af hálfu stefnda og engin forföll boðuð af hennar hálfu, krafðist lögmaður stefnanda dómtöku málsins. Samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/1936 verður að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Áður en lögmaður stefn- anda krafðist dómtöku máls þessa, benti dómari málsins honum á, að nauðsynlegt væri, að a. m. k. aðiljar málsins kæmu fyrir rétt, og skoraði á lögmanninn að hlutast til um, að stefnandi gæfi skýrslu fyrir rétti. Þá benti dómari lögmanninum og á, að nefndir gerðardómsmenn hefðu ekki komið fyrir rétt, en það væri að áliti dómarans nauðsynlegt, m. a. vegna umsagnar annars þeirra, Brynjólfs Ingólfssonar, á dómsskjali nr. 16, sem er svo- hljóðandi: „Að gefnu tilefni er hér með rifjað upp, að þegar ég á árinu 1967 átti sæti í gerðardómi til þess að ákveða fullnaðar- skipti milli Þóru Brynjólfsdóttur og Snæbjarnar Kaldalóns, kom m.a. til umræðu, hvort konunni bæri að taka á sig eitthvað af skuldum manns síns. Eins og úrskurður gerðardómsins ber með sér, var það ekki talið. Reykjavík, 16. september 1969. Virðingarfyllst, Brynjólfur Ingólfsson“. Þá benti dómarinn og á, að hér fyrir dómi væri rekið annað mál milli sömu aðilja, sbr. greinargerð stefnanda, og lét dómar- inn í ljós þá skoðun, að eðlilegt hefði verið, að bæði málin fylgd- ust að til dóms. Þrátt fyrir ofangreindar ábendingar dómara hélt lögmaðurinn fast við kröfu sína um dómtöku málsins. Lögmenn aðilja þessa máls urðu í bæjarþingi þann 30. október 1969 sammála um að fá málinu frestað um óákveðinn tíma til frekari gagnasöfnunar. Frá þeim tíma hefur engin gagnaöflun átt sér stað, og ekki lýstu lögmenn því yfir, að gagnaöflun í 767 málinu væri lokið. Aðiljar málsins hafa ekki komið fyrir dóm, engin vitni hafa verið leidd, og framlögð skjöl hafa ekki verið staðfest fyrir dómi, þar sem það á við. Af hálfu stefnanda hefur ekki verið sinnt áskorunum dómara um þá gagnaöflun, sem að ofan getur. Með vísan til alls þessa telur dómarinn mál þetta svo van- reifað, að eigi sé unnt að legja á það efnisdóm, eins og það liggur hér fyrir dómi. Af þeim sökum verður ekki hjá því komizt þrátt fyrir útivist af hálfu stefnda að vísa málinu ex officio frá dómi. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómari í málinu var Björn Þ. Guðmundsson. Dómsorð: Máli þessu er ex officio vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 21. október 1970. Nr. 182/1970. Ewald Berndsen gegn Unnsteini Beck, skiptaráðanda í Reykjavík. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófossor Ármann Snævarr. Kærumál. Endurrit skjala. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 29. júní 1970, er Hæstarétti barst 2. júlí s. á., hefur sóknaraðili kært synjun varnaraðilja um afgreiðslu endurrita úr þingbókum skiptadóms Reykjavíkur og máls- skjala, sem fjalla um skipti á dánarbúum foreldra sóknar- aðilja. Krefst sóknaraðili þess, að varnaraðili sæti viðurlög- um samkvæmt niðurlagsákvæði 21. gr. laga nr. 57/1962. Þá krefst hann og kr. 200.000.00 skaðabóta úr hendi varnaraðilja og kærumálskostnaðar. 768 Varnaraðili hefur sent Hæstarétti greinargerð um málið og andmælt framangreindum kröfum sóknaraðilja. Þar segir m. a. svo: „Kærunni er gefið það tilefni, að ég hafi átt að hindra, að kærandi fengi endurrit af málsskjölum og bókun- um varðandi skipti á dánarbúum foreldra hans, Margrétar og Sigurðar Berndsen. Opinberum skiptum á þessum dánarbúum lauk 12. apríl 1967. Hafa skipti ekki sætt málsskoti né einstök atriði í sambandi við þau. Skiptin eru hér því ekki til dómsmeðferð- ar lengur, og réttarsynjun í sambandi við þau sem dómsmál er þegar af þeirri ástæðu útilokuð. Kærunni fylgir endurrit af bréfi til min, dags. 25. maí þ. á., þar sem kærandi óskar að fá afrit af skiptabókum svo og skiptafundum öllum vegna dánarbúa Margrétar og Sigurðar Berndsen. Sama dag, sem þetta bréf er dagsett, átti kærandi tal við mig og heimtaði af mér endurrit af öllu því, sem hjá embættinu væri og varðaði framangreind búskipti. Ég visaði honum á að snúa sér til vélritunardeildar embættisins með þá beiðni og tók skýrt fram, að ég hefði ekki milligöngu um pantanir á endurritum úr skjalasafni né bókum embættisins, hvorki fyrir hann né aðra. Jafnframt benti ég kæranda á, að í sambandi við skipti á þessum dánarbúum hefði komið mikill fjöldi skjala, sem ég teldi ólíklegt, að hann kærði sig um að kosta af endurrit. Ráðlagði ég honum að kynna sér, hvað hann þyrfti að fá endurritað af gögnum málsins, áður en hann legði inn beiðni sína. Daginn eftir þetta viðtal tók ég á móti bréfi þvi, sem kærubréfinu fylgir. Ég hafði, sem áður segir, sagt kæranda skýrt og skorinort, að ég tæki ekki að mér að koma á framfæri pöntunum á endurritum úr skjalasafni embættisins og því sinnti ég þessari beiðni ekki. Öll skjöl, sem varða skipti á dánarbúum Margrétar og Sigurðar Berndsen, hafa frá árslokum 1967, eða jafnvel lengur, verið óslitið í skjalageymslu borgarfógetaembættis- ins, auðfundin og tiltæk öllum starfsmönnum embættisins. Þar hafa fundargerðarbækur skiptaréttarins frá þessum tíma einnig verið. Það er því hrein fjarstæða að halda því fram, 169 að ég hafi hindrað það, að kærandi gæti fengið endurrit af þessum gögnum. --. ég tel það utan mins verkahrings sem borgarfógeta að annast beiðnir um endurrit af dómsskjölum eða bókunum í þingbækur. Ef ég bið um slík endurrit, t. d. vegna búa, sem ég hef til skiptameðferðar, tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir greiðslu endurritsins og greiði það, þótt svo fari, að endurgreiðsla fáist ekki úr viðkomandi búi. Slíka ábyrgð tek ég ekki gagnvart þeim, sem eiga þess kost að snúa sér beint til vélritunardeildarinnar með beiðnir sinar“. Hæstarétti hefur borizt endurrit af bréfi, dags. 15. þ. m., frá yfirborgarfógetanum í Reykjavík til sóknaraðilja: „Mér hefur verið tjáð, að borizt hafi til Hæstaréttar kæra frá yður um, að þér hafið ekki fengið afgreidd endurrit frá borgarfógetaembættinu af „skiptabókum og skiptafundum vegna dánarbús Margrétar og Sigurðar Berndsen“, eins og það er orðað í bréfi til Unnsteins Beck borgarfógeta frá 25. maí, sem ég hefi séð fyrst í dag. Mér virðast hafa átt sér stað með einhverjum hætti mistök, sem mér er skylt að biðjast afsökunar á. Þó vil ég geta þess, að Unnsteinn Beck, borgarfógeti, kveðst hafa látið taka sam- kv. beiðni yðar öll endurrit í sambandi við sölu á Flókagötu 57. Þau endurrit, 5 að tölu, greiddi hann ritlaun fyrir, en þér hafið ekki hirt um að taka þau né greiða ritlaun fyrir þau. Mun ég að sjálfsögðu láta yður í té þau endurrit úr skipta- bókum, sem um ræðir í ofangreindu bréfi, enda greiðið þér fyrirfram áætluð ritlaun kr. 1.000.00, sbr. 44. gr. 1. nr. 85, 1936“. Bótakrafa sóknaraðilja verður ekki höfð uppi í kærumáli. Verður henni því vísað frá Hæstarétti. Þar sem yfirborgarfógetinn í Reykjavík hefur, eins og að framan er rakið, lýst því, að sóknaraðili eigi þess kost að fá endurrit þau, sem málið fjallar um, eru eigi efni til að taka til greina aðrar kröfur sóknaraðilja á hendur varnaraðilja. 49 710 Dómsorð: Framangreindri kröfu er vísað frá Hæstarétti. Aðrar kröfur sóknaraðilja, Ewalds Berndsens, á hendur varnaraðilja, Unnsteini Beck skiptaráðanda, eru eigi tekn- ar til greina. Föstudaginn 23. október 1970. Nr. 238/1969. Óskar Árnason (Áki Jakobsson hrl.) gegn Skipasmíðastöð Njarðvíkur h/f (Vilhjálmur Þórhallsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds. Benedikt Sigurjónsson. Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Skuldamál. Frávísun fjárnámsgerðar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. desember 1968, að fengnu áfrýjunarleyfi 20. nóvember 1968. Krefst hann þess, að honum verði dæmd sýkna af kröfum stefnda, að fjárnámsgerð, er í málinu greinir og framkvæmd var hinn 24. júní 1968, verði felld úr gildi og að stefnda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og hinnar áfrýj- uðu fjárnámsgerðar. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Frestur til að áfrýja fjárnámsgerðinni var liðinn, þegar stefna var gefin út, og framangreint áfrýjunarleyfi tekur ekki til þeirrar dómsathafnar. Þessum þætti málsins er því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. 7 Af hálfu áfrýjanda var ekki sótt þing í héraði. Hann hefur eigi fullnægt skilyrðum 45. gr. laga nr. 57/1962, og koma því málsástæður hans eigi til álita í Hæstarétti. Samkvæmt þessu ber að staðfesta héraðsdóminn og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð er sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Óskar Árnason, greiði stefnda, Skipasmiða- stöð Njarðvíkur h/f, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunradóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 23. febrúar 1968. Mál þetta, sem dómtekið var 20. febrúar s.l., hefur Skipasmíða- stöð Njarðvíkur h/f, Ytri-Njarðvík, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 7. október s.l, gegn Óskari Árnasyni, Landakoti, Sandgerði, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 34.458.01 með 1% dráttarvöxtum á mánuði frá 28. febrúar 1966 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera samkvæmt nótum frá tímabilinu 2. janúar 1963 til 11. febrúar 1966 fyrir vinnu og efni við vélbát hans, m/b Freyju, GK 48. Hafi skuldin upphaflega numið kr. 74.458.41, en stefndi hafi greitt hinn 12. febrúar 1966 kr. 40.000.00 af skuldinni, þannig að eftir standi stefnukrafan. Stefndi hefur hvorki sótt þing né sækja látið, og er honum Þó löglega stefnt. Verður því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefnanda, verða: bær teknar til greina að öðru leyti en því, að vextir ákveðast 8%, sbr. 5. gr. laga nr. 58/1960 og auglýsingu Seðlabanka Íslands frá 30. desember 1965. Málskostnaður ákveðst kr. 6.605.00. Már Pétursson fulltrúi kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms-. mönnunum Þorsteini Einarssyni og Þorsteini Eyjólfssyni skip- stjórum. 712 Dómsorð: Stefndi, Óskar Árnason, Landakoti, Sandgerði, greiði stefnanda, Skipasmíðastöð Njarðvíkur h/f, Ytri-Njarðvík, kr. 34.458.01 með 8% ársvöxtum frá 28. febrúar 1966 til greiðslu- dags og kr. 6.605.00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. júní 1968. Ár 1968, mánudaginn 24. júní, var fógetaréttur Gullbringu- og Kjósarsýslu settur að Norðurgötu 11, Sandgerði, Miðneshreppi, og haldinn með undirrituðum vottum af Skúla Thorarensen. Fyrir tekið fógetamál: Skipasmíðastöð Njarðvíkur gegn Óskari Árna- syni. Fógeti leggur fram nr. Í gerðarbeiðni og nr. 2 dóm. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jón E. Jakobsson héraðsdómslög- maður vegna Vilhjálms Þórhallssonar hæstaréttarlögmanns og krefst fjárnáms fyrir kr. 34.458.00 með 8% ársvöxtum frá 28. febrúar 1966 til greiðsludags, kr.... í banka, stimpil- og afsagnar- kostnað (sic), kr. 115.00 í endurrits- og Þbirtingarkostnað, kr. 6.650.00 í málskostnað samkvæmt gjaldskrá L. M. F. Í., kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli, sem býr hér, er ekki mættur, en fyrir hann mætir Anna Sigurðardóttir, sem býr hér. Áminnt um sannsögli kveðst mætti ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti yfir fjárnámi í eignarhluta gerðarþola, fast- eign, Norðurgötu 11, Sandgerði, Miðneshreppi. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mætta að skýra gerðarþola frá gerð þessari. Upplesið, staðfest. Gerðinni, sem að nokkru reyndist árangurs- laus, lokið. 713 Mánudaginn 26. október 1970. Nr. 83/1969. Vesturröst h/f (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Björgunarfélaginu h/f og gagnsök (Jón Finnsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Magnús þ. Torfason. Skaðabótamaál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu, dags. 5. maí 1969. Krefst hann þess, að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða sér kr. 1.038.799.45, ásamt 7% ársvöxtum frá 5. október 1965 til 31. desember s. á. og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu, dags. 22. október 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi, dags. 13. október s. á. Krefst hann sýknu af kröfum aðaláfrýjanda í málinu og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er réttilega lýst í héraðsdómi samkvæmt sak- argögnum. Í Hæstarétti hafa ekki verið lögð fram ný gögn, og hefur m. a. ekki verið hirt um að afla álits verkkunnáttu- manna um vinnubrögð þau, sem viðhöfð voru við að ná upp nót þeirri, er málið fjallar um. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísun til raka héraðsdóms ber að stað- festa hann. Dæma ber aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda máls- kostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 20.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Vesturröst h/f, greiði gagnáfrýjanda, IA Björgunarfélaginu h/f, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 20.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 13. marz 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Vesturröst h/f, Patreksfirði, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur á hendur Björgunarfélaginu h/f hér í borg til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1.179.735.40 ásamt 7% ársvöxtum frá 5. október 1865 til 31. desember s. á. og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðags og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Við munnlegan flutning málsins var höfuðstóll stefnukröfunnar lækkaður í kr. 1.038.799.45. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Ís- lands. Til vara er þess krafizt af hálfu stefnda, að kröfur stefn- anda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir eru þeir, að er m/s Helga Guðmundsdóttir, BA 77, var að síldveiðum fyrir austurlandi hinn 5. október 1965, vildi það til, er nótinni hafði verið kastað, að nótin og snurpuvírinn fóru í skrúfu skipsins. Báðu skipstjórnarmenn um aðstoð björg- unarskipsins Goðaness, sem er eign stefnda. Kom m/s Goðanes á vettvang. Froskmaður af m/s Goðanesi kafaði við skrúfu m/s Helgu Guðmundsdóttur. Er hann hafði losað nótina úr skrúf- unni, brá hann keðju utan um snurpuvírinn, og var vír af vindu skipsins síðan festur við keðjuna. Er froskmaðurinn hafði losað snurpuvírinn úr skrúfu skipsins, var gerð tilraun til að ná enda snurpuvírsins inn Í skipið, en það brást. Sökk því nótin. Sjópróf fóru fram út af atburði þessum í sjó- og verzlunarðómi Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaupstaðar hinn 7". október 1965 og einnig í sjó- og verzlunarðómi Reykjavíkur 4. og 16. nóvember 1965. Verða nú raktir framburðir skipverja á m/s Helgu Guðmundsdóttur og m/s Goðanesi, sem komu fyrir dóm í sjóprófum þessum. Ingvi Einarsson, skipstjóri á m/s Helgu Guðmundsdóttur, hefur skýrt svo frá, að er snurpuvírinn fór Í skrúfu skipsins, hafi verið logn og þoka og lítil kvika. Hann kveður þá skipverjana hafa verið búna að kasta út mestu af nótinni og skipið búið að sigla í hring og hafi verið að koma að baujunni við nótarend- ann. Hafi þá nótin kippt í skipið með þeim afleiðingum, að skutur 775 þess hafi slegizt í stjórnborða og nótin hafi farið í skrúfuna. Ingvi kveður þá skipverjana hafa orðið vara við, að nótin var komin í skrúfuna, þegar vél skipsins hafi stöðvazt. Hann kveður ekki hafa verið reynt að hreyfa skrúfu skipsins eða reynt að losa nótina úr skrúfunni. Hann keðst hafa vitað af því, að m/s Goðanes hafi verið að aðstoða skip þar rétt hjá, og hafi hann þá kallað í það og beðið um aðstoð. Ingvi kveður brjóstlínurnar hafa allan tímann verið fastar við skipið, en nótin hafi sokkið, á meðan beðið var eftir m/s Goðanesi. Er m/s Goðanes kom á vettvang, kveður Ingvi stýrimann þess ásamt froskmanni hafa komið að m/s Helgu Guðmundsdóttur í léttbáti. Kveður hann skipverja sína hafa sagt þeim Goðanesmönnum, hvernig komið var, og hafi þá froskmaðurinn fyrst kafað til þess að hreinsa garnið úr skrúfu skipsins, svo að vírinn væri hreinn. Hann kveður stýrimann m/s Goðaness síðan hafa kallað í sig og spurt, hvort ekki væri til keðjuvasi og hvort ekki væri ráð að slá honum á vírinn og höggva síðan vírinn úr skrúfunni. Kveðst Ingvi hafa samþykkt þetta. Ekki kveður Ingvi stýrimanninn á m/s Goðanesi hafa sagt sér nánar, hvernig vírinn hafi legið í skrúfunni. Ingvi kveður snurpuvírinn hafa verið 2% þumlung að ummáli, en kveðst ekki geta sagt nákvæmlega um gerð keðjunnar, sem notuð var. Hann kveður skipverja sína áður hafa verið búna að setja snurpuvírinn fastan með svona keðju og hafi þá verið sama átakið á vírinn og þarna var. Ingvi kveðst hafa beðið froskmann- inn að setja keðjuvasann neðarlega á vírinn, en þegar froskmað- urinn hafi verið búinn að koma keðjuvasanum fyrir, hafi skips- menn sínir fengið honum vír til að lása í keðjuvasann. Síðan kveður hann hafa verið togað í þann vír með vindu skipsins, bar til hann hafi verið orðinn stífur. Kveðst Ingvi þá hafa látið þá Goðanesmenn vita um, að óhætt væri að losa vírinn úr skrúf- unni, og hafi þeir þá höggvið á hann. Ingvi kveður nú skipverja sína hafa farið að lyfta snurpuvírnum með vírnum á vindu skips- ins. Kveðst hann hafa staðið á stjórnpalli og séð keðjuvasann í sjónum. Ingvi kveður hafa verið togað jafnt og rólega í snurpu- vírinn og kveðst ekki hafa séð, að vírinn rynni til í keðjuvas- anum. Hann kveðst svo hafa orðið þess var, þegar vírinn með keðjunni hafi komið upp úr sjónum, að snurpuvírinn hafi verið runninn úr keðjuvasanum. Ingvi kveðst ekki hafa skoðað keðju- vasann sérstaklega, en kveðst af stjórnpalli hafa séð hann, þegar hann var dreginn inn, og kveðst ekki hafa séð annað en að hann væri heill og að ekkert væri að honum að sjá. Kveður hann og 716 einn skipverja sinn, Eggert Skúlason, hafa tjáð sér, að keðju- vasinn væri heill. Á meðan á þessu stóð, kveður Ingvi frosk- manninn hafa kafað á ný til að hreinsa úr skrúfu skipsins. Hafi hann svo komið upp og tilkynnt, að hún væri hrein. Ingvi kveðst aldrei hafa rætt við froskmanninn og kveðst ekki hafa orðið þess var, að neinn af skipverjum sínum ræddi við hann. Hann kveður froskmanninn ekki hafa látið í ljós við sig, að hann kynni ekki að útbúa keðjuvasa. Þegar vél skipsins var sett í gang á ný, kveður Ingvi gírinn hafa hitnað og hafi vélin þá verið stöðvuð. Síðan hafi verið beðið í tvær klukkustundir, á meðan gírinn hafi verið að kólna, og hafi þá verið reynt að setja vélina í gang á ný, en allt hafi farið á sömu leið. Kveðst hann þá hafa beðið skipstjórann á m/s Goðanesi að draga skip sitt til Seyðis- fjarðar. Er til Seyðisfjarðar kom, kveður Ingvi froskmanninn hafa verið fenginn þar til þess að kafa og athuga skrúfu skips- ins. Kveður Ingvi sér hafa verið tjáð, að froskmaðurinn hafi komið upp með netjaleifar. Ingvi kveðst telja, að skipverjar m/s Helgu Guðmundsdóttur hefðu getað náð upp nótinni án aðstoðar skipverja Goðaness með því að setja vír undir skipið og færa hana að snurpuvírnum og hífa síðan í slakann og ná snurpu- vírnum þannig upp. Hefði þá mátt ná nótinni, en snurpuvírinn hefði verið áfram í skrúfunni. Hann kveður alvanalegt vera að draga nótina saman á öðrum endanum og hafi það t. d. verið gert í næsta kasti á undan. Ingvi kveðst telja, að keðjuvasinn hafi verið settur vitlaust á snurpuvírinn, en algengt muni vera að ná upp vírendum á þann hátt, sem þarna var fyrirhugaður. Ingvi kveður sams konar tilvik ekki hafa borið fyrir sig áður. Theódór Jónsson, stýrimaður á m/s Helgu Guðmundsdóttur, hefur skýrt svo frá, að er umræddur atburður varð, hafi skipið verið statt 55—60 sjómílur SA frá Dalatanga og hafi þá verið logn og svo til sléttur sjór. Hann kveður þá skipverjana hafa verið að kasta nótinni og hafi þá nótin og vírinn farið í skrúfuna, er síðasti hluti nótarinnar var að fara út, og hafi vél skipsins stöðvazt við það. Ekki kveðst hann geta gert sér grein fyrir orsökum þessum. Theódór kveður þá skipverjana hafa vitað af m/s Goðanesi nálægt sér og hafi því verið kallað í það og beðið um aðstoð og hafi þeir sjálfir ekki reynt að ná nótinni úr skrúf- unni. Á meðan beðið var eftir m/s Goðanesi, kveður Theódór nótina hafa sokkið nema annar endi hennar og hafi brjóstlínan verið slitin. Er m/s Goðanes kom á vettvang, kveður Theódór froskmann ásamt aðstoðarmanni, sennilega stýrimanni, hafa 711 komið yfir að m/s Helgu Guðmundsdóttur. Þeir hafi síðan fengið vír og keðju og hafi froskmaðurinn síðan kafað með það niður að nótinni. Theódór kveðst hafa verið frammi við vindu skipsins og hafa gefið eftir vírinn til froskmannsins. Skömmu seinna kveður hann sér hafa verið sagt, að vasinn væri kominn á vírinn og hann ætti að hífa. Kveðst hann þá hafa híft mjög rólega og hafa notfært sér hreyfingar skipsins. Þegar vírinn hafi verið orðinn vel stífur, hafi verið kallað, að hann ætti að stanza vind- una, og hafi hann þá stöðvað hana. Síðan kveður Theódór frosk- manninn hafa höggvið á vírinn í skrúfunni. Hann kveðst síðan hafa sett vinduna af stað á nýjan leik og híft inn ca. 5—6 faðma, en þá hafi skipverjar orðið þess varir, að um leið og híft var, hafi keðjan runnið til á vírnum. Theódór kveðst hafa stöðvað vinduna, en kveður keðjuna hafa haldið áfram að renna á vírn- um. Þá hafi verið reynt að hífa aftur, en eftir örskamma stund hafi vírendinn verið kominn í gegnum keðjuvasann og hafi þeir misst af nótinni. Telur Theódór, að tvær til þrjár mínútur hafi varað, frá því að vírinn var höggvinn úr skrúfunni og þar til nótin tapaðist. Theódór kveður það alvanalegt að nota keðju þessa til að festa með víra, eins og þarna stóð á, og kveður það eiga að reynast fullnægjandi, ef rétt sé að farið. Hann kveður auðveldlega hafa verið hægt að ná nótinni, ef vírinn hefði náðst. Theódór kveðst aldrei hafa rætt við froskmanninn eða aðstoðar- menn hans, á meðan á björgunartilrauninni stóð. Hann kveður keðjuvasann ekki hafa verið kominn í sjónmál, þegar vírinn rann úr honum. Ekki kveðst hann hafa athugað sérstaklega, hvort keðjulásinn væri heill. Theódór kveðst telja, að ef björgunarskipið hefði ekki verið þarna nálægt, mundu skipverjar á Helgu Guð- mundsdóttur hafa reynt að ná nótinni með því að bregða „bugt“ á vírinn eða nota járnkrók, sem til var, og hífa í, en þar sem nokkur áhætta sé samfara slíku, þá hafi þeir talið ástæðulaust að reyna þetta, enda hafi þeir vitað af björgunarskipinu í nánd. Theódór kveðst hafa verið viðstaddur, þegar froskmaðurinn sagði skipstjóranum á m/s Helgu Guðmundsdóttur, að búið væri að hreinsa úr skrúfunni. Hann kveður í ljós hafa komið, þegar þeir komu til Seyðisfjarðar, að net var undir öxulhlífinni. Kveður hann froskmann hafa skoðað skrúfuna í Seyðisfjarðarhöfn og hafi hann komið upp með netjadruslur. Finnur Sigurðsson, stýrimaður á m/s Goðanesi, hefur skýrt svo frá, að er umræddur atburður varð, hafi hann farið frá m/s Goðanesi ásamt kafaranum, Richard H. Richardssyni, í léttbáti 718 skipsins að síðu m/s Helgu Guðmundsdóttur. Hann kveður þá hafa verið búna að fá þær upplýsingar í gegnum talstöð, að nót m/s Helgu Guðmundsdóttur væri í skrúfu skipsins, og hafi hann og Richard því strax farið að skut skipsins. Hann kveður þá hafa skipzt á kveðjum við skipverja á m/s Helgu Guðmunds- dóttur, er hafi kastað fangalínunni yfir í léttbátinn. Finnur kveður nú kafarann strax hafa kafað niður að skrúfu m/s Helgu Guðmundsdóttur og hafi hann tekið til við að skera net úr skrúf- unni. Síðan hafi hann komið upp til að skipta um hníf, en að því loknu hafi hann kafað aftur. Finnur kveður þá Richard lítið samband hafa verið búna að hafa við skipverja á m/s Helgu Guðmundsdóttur, en á meðan Richard kafaði í annað sinnið, kveður Finnur skipverja á m/s Helgu Guðmundsdóttur hafa sagt sér, að þeir hafi ekki getað náð baujunni og væri nótin nú sokkin, en héngi á snurpuvírnum, sem væri fastur í skrúfu skipsins. Finnur kveður það ekki hafa verið skipstjórann á m/s Helgu Guðmundsdóttur, sem hann hafi rætt við, og ekki heldur stýrimanninn. Finnur kveður mann þennan hafa minnzt á það við sig, hvort ekki væri rétt að setja keðjuvasa á vírinn og höggva svo á vírinn fyrir ofan. Kveðst Finnur hafa fallizt á þessa uppástungu, en kveðst aldrei áður hafa lent í slíku tilfelli, sem þarna var fyrir hendi. Hann kveðst síðan hafa kallað Richard upp og hafi síðan skipverji á m/s Helgu Guðmundsdóttur, sem hann hafi rætt við, komið með keðju og sýnt Richard, hvernig setja skyldi keðjuvasa á vírinn með því að snúa keðjunni um fangalínuna úr léttbátnum. Ekki kveðst Finnur hafa haft neitt samráð við skipstjórann eða stýrimanninn á m/s Helgu Guð- mundsdóttur um þessar aðgerðir, enda kveðst hann þá hafa álitið, að maður sá, er hann ræddi við, væri annað hvort skipstjórinn eða stýrimaðurinn. Kveðst Finnur þekkja Ingva Einarsson í sjón, en hann kveðst þá ekki hafa verið búinn að sjá hann um borð í m/s Helgu Guðmundsdóttur og kveðst ekki hafa vitað, að hann væri skipstjóri á því skipi. Finnur kveður ekki neina fasta reglu vera um það hjá þeim skipverjum á m/s Goðanesi að kalla sérstaklega í skipstjóra eða stýrimann skips, sem þarf á aðstoð þeirra að halda, en yfirleitt gefi skipstjórinn sig fram. Finnur kveður skipsmenn á m/s Helgu Guðmundsdóttur svo hafa komið með vír aftur eftir hlið skipsins stjórnborðsmegin. Kafarinn hafi þá verið búinn að festa keðjuvasann á snurpuvírinn og hafi skipverjar á m/s Helgu Guðmundsdóttur látið vírinn síga niður til hans, en hann hafi síðan lásað honum í keðjuvasann. Finnur 719 kveður svo skipverjana hafa togað í vírinn, þar til hann var orðinn strekktur. Hann kveður þá skipverjana á m/s Helgu Guðmundsdóttur hafa kallað til kafarans og hafi hann þá kafað og sagað vírinn Í sundur með járnsög. Ekki kveðst Finnur vita, hvaða skipsmenn þetta voru á m/s Helgu Guðmundsdóttur, en hann kveðst nú vita, að þetta hafi hvorki verið skipstjórinn né stýrimaður skipsins. Finnur kveðst ekki hafa séð vírinn, þar eð léttbáturinn, sem hann var í, hafi verið hléborðsmegin við skipið, en þegar búið hafi verið að hífa stutta stund, hafi Ingvi skip- stjóri komið aftur á og sagt sér, að allt væri slitið. Finnur kveður nú Richard hafa kafað að nýju og hreinsað það, sem eftir var í skrúfu m/s Helgu Guðmundsdóttur, og þegar hann kom upp, hafi hann tilkynnt, að skrúfan væri hrein. Finnur kveður þá félagana nú hafa farið í m/s Goðanes í léttbátnum, en þeir hafi einu sinni áður, á meðan á aðstoðinni stóð, farið yfir í skipið til að skipta um loftkút. Hafi þeir þá lítillega rætt við skip- stjóra skipsins um aðstoðina og hafi hann sagt þeim að fara varlega, vegna þess að þetta væri stórhættulegt. Kveðst Finnur hafa sagt skipstjóranum, hvaða aðferð þeir hygðust hafa við að ná upp nótinni, og hafi hann engar athugasemdir gert. Finnur kveður Richard kafara aðeins hafa verið búinn að starfa um borð í skipinu skamman tíma og telur, að skipstjóranum hafi verið ókunnugt um, að hann væri óvanur að setja á keðjuvasa. Richard Henry Richardsson hefur skýrt svo frá, að er hann og stýrimaður m/s Goðaness hafi komið að síðu m/s Helgu Guðmundsdóttur í léttbátnum, hafi þeim verið sagt, að nótin væri í skrúfu skipsins. Hann kveðst strax hafa kafað niður að skrúfunni og kveðst þá hafa séð, að garn var í henni og vír, sem lá beint niður í sjóinn. Hann kveðst hafa athugað, hvort unnt væri að losa vírinn, en er hann hafi fundið, að í honum voru mikil þyngsli, hafi hann farið upp í léttbátinn og látið stýri- manninn vita. Hann kveður stýrimanninn þá hafa rætt við skips- menn á m/s Helgu Guðmundsdóttur, einkanlega við einn mann, sem hafi verið aftur á. Kveður Richard niðurstöðuna af þessum viðræðum hafa orðið þá, að ákveðið hafi verið að setja keðju- vasa á vírinn. Ekki kveðst Richard vita, hver hafi átt uppá- stunguna að þessari ráðstöfun. Richard kveðst hafa séð keðju- vasa áður, en kveðst aldrei áður hafa komið keðjuvasa fyrir og hafi ekki kunnað það. Hann kveður skipsmenn á m/s Helgu Guð- mundsdóttur hafa sett keðjuna um borð í bátinn og hafi hann þá spurt, hvernig ætti að setja keðjuvasann á. Hann kveður 180 stýrimanninn á m/s Goðanesi hafa ætlað að sýna sér það, en áður en það hafi orðið, hafi fyrirsvarsmaður skipverja á m/s Helgu Guðmundsdóttur tekið keðjuna upp úr léttbátnum og brugðið henni á fangalínuna, sem léttbáturinn var festur við skipið með, og hafi hann sýnt sér, hvernig ætti að útbúa keðjuvasa. Kveðst Richard hafa kannazt við handbragðið og kveðst hafa talið, að hann væri fullfær um að koma keðjuvasanum fyrir. Richard kveður þá félagana nú hafa farið um borð í m/s Goða- nes til að skipta um loftkút. Kveðst hann hafa farið undir þiljur, en stýrimaðurinn hafi rætt við skipstjórann. Hann kveður þá svo aftur hafa farið yfir að m/s Helgu Guðmundsdóttur. Hafi hann þá synt aftur fyrir skipið með keðjuna á öxlinni, tekið þar við vírnum og kafað síðan með hvort tveggja. Hann kveðst ekki minnast þess, að neinn af skipverjum m/s Helgu Guðmunds- dóttur hafi gefið sér fyrirmæli um að festa keðjuvasann neðar- lega á snurpuvírinn, en hann kveðst hafa kafað um tvo faðma niður fyrir skrúfu skipsins og fest keðjuvasann þar á snurpu- vírinn. Kvaðst hann hafa fest keðjuvasann á vírinn, eins og sér hafi verið sýnt. Ekki kveðst hann hafa getað gengið úr skugga um, hvort keðjuvasinn rynni til á vírnum, þar eð ekkert átak hafi verið komið á keðjuna. Á enda vírs þess, sem hann var með og lá upp við vindu m/s Helgu Guðmundsdóttur, kveður Richard hafa verið lás og hafi hann læst honum í báða enda keðjunnar. Kveðst hann síðan hafa gert aðvart um, að lásinn væri kominn á. Hann kveður skipverja m/s Helgu Guðmundsdóttur hafa gert sér viðvart, er búið var að strekkja vírinn, og hafi hann þá kafað með járnstöng niður að snurpuvírnum, en forðast að koma nálægt keðjuvasanum. Hann kveðst síðan hafa sagað snurpuvírinn í sundur við skrúfublaðið, en vírinn hafi verið heill, þar sem hann gat séð. Richard kveðst ekki hafa þurft að saga nema tæplega helming snurpuvírsins í sundur, en þá hafi vírinn brostið. Ekki kveðst hann hafa séð niður að keðjuvasanum, er hann var að saga vírinn. Er snurpuvírinn fór í sundur, kveður hann hann hafa slegizt með keðjuvasanum fram með skipinu. Richard kveðst hafa farið upp í léttbátinn, um leið og hann var búinn að saga snurpuvírinn í sundur, og kveðst ekki hafa séð, þegar vírinn rann úr keðjuvasanum. Er hann var kominn upp í léttbátinn, kveður: Richard skipstjórann á m/s Helgu Guðmundsdóttur hafa komið aftur á og sagt beim, að allt væri farið. Hann kveðst þá ekki hafa verið búinn að sjá skipstjórann áður. Rétt á eftir kveður Richard svo annan mann hafa komið og hafi hann sagt 781 honum, að keðjuvasinn hafi slitnað. Kveðst hann hafa talið, að þetta hafi verið sami maður, sem hafi leiðbeint honum um það, hvernig setja ætti keðjuvasann á. Richard kveðst nú hafa kafað að nýju og hafa hreinsað vír og garn úr skrúfu skipsins. Kveðst hann nú hafa hreinsað allt, sem hann hafi séð. Kveðst hann síðan hafa tilkynnt, að skrúfan væri hrein. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að skipverjar á m/s Helgu Guðmundsdóttur hafi að vísu sjálfir getað bjargað nótinni, en skipstjórinn hafi talið réttara að leita aðstoðar skipverja m/s Goðaness, þar sem hann hafi talið þá geta bjargað nótinni auð- veldlegar og með minni áhættu en skipverjar hans, enda hafi hann talið, að skipverjar m/s Goðaness hafi verið sérfróðir um björgunarstarfsemi og þeim mætti treysta til slíks starfs. Er á það bent í þessu sambandi, að m/s Goðanes sé gert út af vátrygg- ingafélögum til aðstoðar og björgunar skipum í hafsnauð og hafi komið fram tilmæli frá vátryggingafélögunum um að leita frekar aðstoðar m/s Goðaness en annarra skipa, ef m/s Goðanes væri nærstatt. Er því haldið fram, að skipstjórnarmenn m/s Goðaness hafi sent mann, sem þeir vissu, að var óvanur og reynslulaus, til að kafa við skipið og hafi hann af handvömm eða kunnáttu- leysi eigi fest keðjuvasann nægilega vel og hafi hann því dregizt af snurpuvír nótarinnar, sem hafi sokkið og þar með glatazt með öllu. Er því haldið fram, að á tjóni þessu beri stefndi fébóta- ábyrgð sem vinnuveitandi manns þess, sem köfunina annaðist. Við munnlegan flutning málsins kom fram af hálfu stefnanda, að samkvæmt verksamningi, sem stofnazt hafi fyrir milligöngu skipstjórnarmanna m/s Helgu Guðmundsdóttur og m/s Goðaness, hafi stefndi tekið að sér að bjarga nót m/s Helgu Guðmunds- dóttur og hafi skipstjórnarmönnum m/s Goðaness borið að til- kynna skipstjórnarmönnum m/s Helgu Guðmundsdóttur, ef framkvæma ætti verkið á áhættu útgerðar þess skips. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að björgun nótarinnar hafi, eins og á stóð, verið tvísýn og erfið og hafi engar líkur verið til þess, að áhöfn m/s Helgu Guðmundsdóttur hefði tekizt að ná nótinni og vírnum úr skrúfu skipsins af eigin rammleik, hvað þá að ná nótinni upp. Eigi sé annað fram komið en kafari sá, sem að björgun nótarinnar vann, hafi í hvívetna farið eftir leiðbeiningum skipverja m/s Helgu Guðmundsdóttur um það, hvernig björgun nótarinnar skyldi hagað, og verði hann ekki sak- aður um nein mistök í því sambandi. M. a. hafi skipverjar á m/s Helgu Guðmundsdóttur sýnt kafaranum, hvernig festa ætti keðju- 782 vasann, enda hafi þeim verið ljóst, að hann hafði ekki æfingu í meðferð hans. Í þessu sambandi er því haldið fram af hálfu stefnda, að frumkvæðið að því að nota keðjuvasann og að saga í sundur vírinn hafi komið frá skipverjum m/s Helgu Guðmunds- dóttur, sem þeir, sem að björguninni unnu, hafi mátt ætla, að væru skipstjórnarmenn skipsins. Er og á það bent, að keðja sú, sem notuð var, hafi verið frá m/s Helgu Guðmundsdóttur og eins vír sá, sem festur var við hana. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að með öllu sé ósannað, hvort keðjuvasinn hafi runnið af snurpuvírnum eða hvort keðjan hafi slitnað. Er því haldið fram, að gildleiki keðjunnar hafi ekki verið í réttu hlut- falli við gildleika. snurpuvírsins, og þess hafi heldur ekki verið gætt að strekkja nægilega vírinn, sem tengdur var í keðjuvas- ann. Kunni að vera, að keðjuvasinn hafi losnað við það, að slinkur hafi komið á snurpuvírinn, er hann brast, eða að keðjuvasinn hafi slegizt utan í skipshliðina. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að það sé í algerri andstöðu við þau undirstöðurök, sem reglur siglingalaga um björgun eru reistar á, að leggja skaða- bótaskyldu á þá, sem leggja sig í lífsháska við björgunarstarf, ef tvísýn björgun mistekst. Varakrafa stefnda er á því byggð, að yfirmenn og skipverjar á m/s Helgu Guðmundsdóttur beri meginhluta sakar, ef um sök sé að tefla, af þeim ástæðum, sem raktar hafa verið. Einnig er því haldið fram, að verðmæti nótar þeirrar, sem glataðist, hafi verið mun lægra en verðmæti nýrrar nótar. Er m/s Goðanes kom á vettvang, hafði nót m/s Helgu Guð- mundsdóttur og snurpuvír festst í skrúfu skipsins, og komst það eigi ferða sinna af eigin rammleik. Við sjópróf þau, sem fram fóru, kom eigi fram, að er m/s Goðanes var kvatt á vettvang, hefðu skipstjórnarmenn skipanna rætt sérstaklega um fyrirhug- aðar aðgerðir til að ná nótinni og vírnum úr skrúfunni og hvort reynt yrði að bjarga nótinni. Kemur eigi fram, að það hafi verið fyrr en kafarinn hafði athugað aðstæður, sem rætt hafi verið um, hvernig aðgerðum skyldi hagað. Það er óljóst, hver tekið hafi ákvörðun um að reyna að bjarga nótinni á þann hátt, sem raun varð á. Það er þó ljóst, að samráð hefur verið um þetta milli stýrimanns og kafara m/s Goðaness og skipverja m/s Helgu Guðmundsdóttur, enda var keðja sú, sem notuð var til að útbúa keðjuvasann, af búnaði m/s Helgu Guðmundsdóttur, og skip- verjar þess skips unnu að því að koma vír af vindu skipsins til kafarans og toga síðan í, er hann hafði tengt vírinn við keðju- 783 vasann og losað vírinn úr skrúfu skipsins. Það er og ljóst, að skipstjórinn á m/s Helgu Guðmundsdóttur hefur fylgzt með því, sem fram fór. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að Richard Richardsson kafari hafi ekki sett keðjuvasann rétt á. Richard Richardsson kafari hefur skýrt frá því, að hann hafi ekki áður útbúið keðjuvasa og hafi ekki vitað, hvernig átti að gera það. Hefur hann jafnframt skýrt frá því, að einn af skipverjum m/s Helgu Guðmundsdóttur, sá, sem með keðjuna kom, hafi sýnt sér, hvernig útbúa ætti keðjuvasa, og hafi hann sett keðjuvasa á snurpuvírinn á sama hátt. Ekki er þó fram komið, hver af skipverjum m/s Helgu Guðmundsdóttur hafi látið kafarann fá keðjuna. Skipstjórinn og stýrimaðurinn á m/s Helgu Guðmunds- dóttur skoðuðu ekki keðjuna sérstaklega eftir atburðinn, og ekki fór heldur fram skoðun á henni við sjóprófið á Seyðisfirði, sem fram fór, þegar skipin komu til lands. Allur þungi nótarinnar hvíldi á snurpuvírnum, þar sem hann var fastur í skrúfu m/s Helgu Guðmundsdóttur, enda hefur kafarinn skýrt frá því, að vírinn hafi brostið, er hann hafði sagað hann í sundur að hálfu. Kafarinn vann starf sitt við hættulegar aðstæður. Þótt stefndi reki m/s Goðanes sem björgunarskip, þá verður eigi á það fallizt, að skipverjar á m/s Goðanesi hafi með að- gerðum sínum sem starfsmenn stefnda skuldbundið hann til að bjarga nótinni, en bæta ella stefnanda tjón hans. Þegar virt er það, sem rakið hefur verið, þá verður eigi talið í ljós leitt, að það hafi verið vegna yfirsjónar eða handvammar starfsmanna stefnda, að eigi tókst að bjarga nótinni. Þykir því verða að sýkna stefnda af kröfum stefnanda, en rétt Þykir, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendum Eiríki Kristóferssyni, fyrrverandi skip- herra, og Guðmundi Hjaltasyni skipstjóra. Dómsorð: Stefndi, Björgunarfélagið h/f, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Vesturrastar h/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 784 Miðvikudaginn 28. október 1970. Nr. 22/1970. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar (Ingi Ingimundarson hrl.) gegn Sigurði Ágústssyni (Hafsteinn Baldvinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. febrúar 1970. Krefst hann þess, að héraðsdómur- inn verði ómerktur og málinu visað frá héraðsdómi. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi lét sækja þing í héraði, en þingsókn hans féll þar niður á síðara stigi málsins. Í greinargerð í héraði voru kröfur hans eigi studdar neinum haldbærum rökum. Sakar- efni er mjög einfalt. Voru hagsmunir áfrýjanda á engan hátt fyrir borð bornir, þótt málið, sem bar undir verzlunar- dóm, væri rekið fyrir bæjarþinginu og sérfróðir meðdóm- endur eigi til kvaddir. Engin sýknuástæða hefur verið höfð uppi í Hæstarétti af hálfu áfrýjanda. Að svo vöxnu máli þykir mega staðfesta héraðsdóminn með skírskotun til for- sendna hans að öðru leyti en því, að ársvextir ákveðast 7%. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda kr. 9.000.00 í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að ársvextir ákveðast 7%. Afrýjandi, Kjötverzlun Tómasar Jónssonar, greiði 785 stefnda, Sigurði Ágústssyni, kr. 9.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. janúar 1970. Mál þetta, sem dómtekið var 12. janúar s.l., hefur Hafsteinn Baldvinsson hæstaréttarlögmaður, Garðastræti 41, Reykjavík, höfðað f. h. Sigurðar Ágústssonar kaupmanns, Stykkishólmi, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 22. apríl 1969, gegn Garðari Svavarssyni f. h. Kjötverzlunar Tómasar Jónssonar, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 20.000.00 með 12% ársvöxtum af kr. 15.000.00 frá 1. marz 1968 til 31. júlí 1968, en af allri fjárhæðinni frá 1. ágúst 1968 til greiðsludags, auk máls- kostnaðar að skaðlaus samkvæmt lágmarksgjaldskrá L. M. F. Í. Stefnandi segir skuldina til komna vegna úttektar. stefnda á lunda í verzlun stefnanda hinn 17. febrúar 1968, 1.500 stk. á kr. 10.00 pr. stk., og aftur hinn 10. júlí 1968, 500. stk. á kr. 10.00 pr. stk., eða samtals 2.000 stk. á kr. 10.00 pr. stk., samtals kr. 20.000.00, sem sé stefnufjárhæðin. Stefndi hefur krafizt sýknu að svo stöddu, en til vara krefst stefndi þess, að stefnukrafan verði lækkuð verulega. Þá mótmælir stefndi vöxtum nema frá stefnudegi. Enn fremur krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu að mati dómara. Stefndi rökstyður sýknukröfu sína með því, að Sigurður Ágústs- son hafi lofað sér lengri gjaldfresti en orðinn sé. Sé því krafan enn ekki í gjalddaga fallin. Varakröfu sína rökstyður stefndi með því, að verð það, sem tilgreint sé í nótum, sé of hátt. Segir stefndi, að verð á lunda á þeim tíma, sem hér um ræðir, hafi ekki verið svona hátt og vilji hann því ekki sæta því að greiða hærra verð en gangverð. Þar að auki kveðst stefndi eiga gagnkröfu á Sigurð Ágústsson og/eða verzlun hans, sem stefndi áskilur sér rétt til að koma að sem gagnkröfu í máli þessu, enda hafi stefnandi trassað að greiða skuld þessa og raunverulega synjað fyrir greiðslu hennar með því að draga hana ekki frá kröfu sinni. Þá er mál þetta var tekið fyrir 12. janúar s.l, var ekki sótt þing af hálfu stefnda, og var málið dómtekið að kröfu umboðs- manns stefnanda samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/1936. Hinn 10. desember s.l. kom stefnandi málsins, Sigurður Ágústs- son, fyrir dóm. Stefnandi kvaðst ekki minnast þess, að sérstak- lega hefði verið samið um gjaldfrest vegna skuldar þessarar, 50 786 heldur hafi meiningin verið að veita venjulegan gjaldfrest, sem stefnandi sagði, að væru tveir til þrír mánuðir. Stefnandi kvaðst hafa margreynt að innheimta skuldina, áður en hann afhenti hana lögfræðingi til innheimtu. Stefnandi sagði, að verð það, sem hann krefst fyrir lunda þann, sem hann seldi stefnda, sé sama verð og hann hafi selt öðrum lunda á þessum tíma, en hann hafi selt mjög mikið af lunda á þeim tíma og viti hann ekki til, að lundi hafi verið seldur á lægra verði annars staðar. Af því, sem hér hefur verið rakið, og þegar litið er til þess, að stefndi hefur ekki sannað eða gert neinar tilraunir til þess að sanna fullyrðingar sínar um lengri gjaldfrest, of hátt verð á lundanum ellegar komið með gagnkröfu þá, sem hann kvaðst eiga á stefnanda, þá þykir verða að taka kröfu stefnanda til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst kr. 6.300.00. Auður Þorbergsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Garðar Svavarsson f. h. Kjötverzlunar Tómasar Jónssonar, greiði stefnanda, Sigurði Ágústssyni, kr. 20.000.00 með 12% ársvöxtum af kr. 15.000.00 frá 1. marz 1968 til 31. júlí 1968, en af kr. 20.000.00 frá 1. ágúst 1968 til greiðslu- dags, og kr. 6.300.00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 787 Miðvikudaginn 28. október 1970. Nr. 84/1970. M (Þorvaldur Þórarinsson hrl.) gegn K og gagnsök (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Barnsfaðernismál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. apríl 1970. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum sagnáfrýjanda, en til vara, að honum verði dæmdur synjunar- eiður í málinu. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 14. maí 1970. Krefst hún þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur faðir meybarns þess, B, er hún ól hinn 29. júní 1968, og að honum verði dæmt að greiða meðlag með telpunni frá fæð- ingu hennar til fullnaðs 16 ára aldurs svo og fæðingarstyrk og tryggingariðgjald gagnáfrýjanda árið 1968, allt sam- kvæmt yfirvaldsúrskurði. Til vara krefst hún þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Loks krefst hún málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að öðru en því, að eiðsfrestur ákveðst tveir mánuðir frá birtingu dóms þessa, og um málskostnað fer, svo sem síðar greinir. Ef gagnáfrýjandi vinnur eiðinn, staðfestast málskostnað- arákvæði héraðsdóms og aðaláfrýjandi greiði málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 9.000.00. Ef gagnáfrýjanda verður eiðfall, greiði hún aðaláfrýjanda kr. 12.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti, en málskostn- aður í héraði falli niður. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda í héraði greiðist úr 788 rikissjóði, þar með talin laun talsmanns hennar, kr. 8.000.00. Það athugast, að aðaláfrýjandi er samkvæmt gögnum málsins skráður faðir barns gagnáfrýjanda í prestþjónustu- bók eftir einhliða skýrslu hennar og að aðaláfrýjanda forn- spurðum. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að frestur til eiðvinningar er tveir mánuðir frá birtingu dóms þessa. Ef gagnáfrýjandi, K, vinnur eiðinn, skal aðaláfrýjandi, M, greiða málskostnað í héraði, kr. 11.400.00, er renni til ríkissjóðs, og greiða gagnáfryj- anda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 9.000.00. Nú verður gagnáfrýjanda eiðfall, og skal hún þá greiða aðaláfrýjanda kr. 12.000.00 í málskostnað fyrir Hæsta- rétti, en málskostnaður í héraði fellur niður. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda í héraði greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns hennar í héraði, Gísla Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. a Dóminum Þber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 1. apríl 1970. Ár 1970, miðvikudaginn 1. apríl, var í bæjarþingi Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7. af Gunnlaugi Briem sakadómara, kveðinn upp dómur í barnsfaðernismálinu nr. 6/1970: K gegn M, sem tekið var til dóms 24. f. m. Sóknaraðili í máli þessu, K, sem er ógift, til heimilis að ..., Kópavogi, fædd 18. apríl 1952, ól hinn 29. júní 1968 meybarn, sem í skírninni hlaut nafnið B. Föður að barni þessu hefur hún lýst M veitingabjón, ... hér í borg, fæðdan 10. ágúst 1944, en hann hefur ekki viljað við faðerni barnsins kannast, og höfðaði sóknaraðili því mál þetta gegn honum hinn 17. september á fyrra ári. Hefur hún krafizt þess fyrir dómi, að varnaraðili verði dæmdur faðir barnsins, til að greiða með því meðlag frá fæðingu 789 þess til fullnaðs 16 ára aldurs, fæðingarstyrk til sín og trygg- ingariðgjald sitt fyrir árið 1968, allt samkvæmt yfirvaldsúr- skurði. Þá krefst hún málskostnaðar að mati dómsins. Til vara gerir sóknaraðili kröfu um fyllingareið. Varnaraðili, M, hefur krafizt þess, að hann verði sýknaður af kröfum sóknaraðilja í málinu, en til vara gerir hann kröfu um synjunareið. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar, þar á meðal hæfilegrar þóknunar til talsmanns síns. Sóknaraðili hefur skýrt frá því, að hún hafi kynnzt varnar- aðilja, M, um miðjan júlí 1967 fyrir milligöngu I, vinkonu sinnar. Kveðst sóknaraðili hafa komið heim til varnaraðilja í nokkur skipti og þegið þar áfengi. Aðfaranótt hins 12. september framan. greint ár var sóknaraðili á dansleik annað hvort í Þórscafé eða í veitingahúsinu Glaumbæ. Þegar hún fór af dansleiknum, hitti hún varnaraðilja fyrir utan samkomuhúsið, en hann hafði einnig verið þar. Fór sóknaraðili með varnaraðilja heim til hans ásamt fleira fólki. Man hún eftir tveim mönnum, er þar voru staddir, þeim H verziunarmanni og E söngvara. Sóknaraðili kveðst hafa verið með áfengisáhrifum, en muna þó allt, er gerðist umrædda nótt. Kveður hún varnaraðilja hafa byrjað að kyssa sig í stof- unni heima hjá honum, en síðan hafi þau farið inn í herbergi hans. Eigi man sóknaraðili, hvort þau læstu að sér. Þau lögðust út af á frekar breiðan dívan, er rúmföt voru á. Afklæddist sóknar- aðili að nokkru, að hana minnir, en eigi man hún, hvort hún klæddi sig sjálf úr fötunum. Kveður hún þau hafa haft samfarir Þarna. Hafi verið um fullkomnar samfarir að ræða og tilraun ekki verið gerð til að hindra getnað. Sóknaraðili man ekki, hve lengi hún dvaldist í herbergi varnaraðilja. Hún varð eigi vör við mannaferðir í íbúðinni á meðan. Þegar sóknaraðili fór á brott frá varnaraðilja um kl. 0500 um morguninn, að hún telur, sá hún, að E svaf á stofugólfinu í svefnpoka eða hafði vafið um sig teppi. H sat í stól í stofunni, en eigi veit sóknaraðili, hvort hann var sofandi eða ekki. Sóknaraðili kveðst ekki hafa haft samfarir við varnaraðilja nema í þetta eina skipti, og kveður hún barn sitt þá getið. Sóknaraðili skýrði frá því, að hún hefði haft sam- farir við karlmann um það bil 5 mánuðum, áður en hún hafði samfarir við varnaraðilja, en síðan hafi hún ekki verið við karl- mann kennd. Sé því engum öðrum til að dreifa um faðernið en varnaraðilja. Eins og síðar mun rakið, var hér um að ræða L leigubifreiðarstjóra, .... Sóknaraðili kveðst ekki geta sagt, hvenær hún hafði síðast á klæðum, áður en hún varð ófrísk, 790 en tíðir hjá henni hafa verið reglulegar. Sóknaraðili var á hús- mæðraskólanum á Hallormsstað veturinn, sem hún gekk með barn sitt. Kveðst hún hafa lagzt inn á spítala, eftir að hún kom aftur hingað til borgarinnar og ekki látið varnaraðilja vita um barnið fyrr en 3 mánuðum, eftir að það fæddist. Hann hafi brugð- izt illa við, er hún skýrði honum frá barninu, og borið því við, að hann hefði verið svo drukkinn, þegar hann var með sóknar- aðilja, að hann hafi ekki getað gert hana ófríska. Þá skýrði sókn- araðili frá því, að varnaraðili hefði spurt um, hvenær þetta hefði verið. Hafði hún tilgreint 12. september, en varnaraðili þá sagt, að það væri ekki rétt, þar sem þau hefðu verið saman daginn, áður en hún fór á húsmæðraskólann. Varnaraðili kveðst hafa þekkt sóknaraðilja, en eigi muna, hvernig þau hafi kynnzt né hvenær það hafi verið. Gæti vel verið, að það hafi verið í Þórscafé. Varnaraðili kveður geta verið, að sóknaraðili hafi komið heim til sín í einhver skipti, en ekki man hann, hvenær það var, og eigi veit hann heldur fyrir víst, hvort eitthvað fór á milli þeirra. Telur varnaraðili, að hann hafi rætt við sóknaraðilja, en eigi minnist hann þess að hafa kysst hana eða sýnt henni önnur ástaratlot og telur það ólíklegt. Varnar- aðili kveðst ekki muna fyrir víst, hvenær sóknaraðili kom heim til hans, en verið geti, að það hafi verið 12. september 1967. Varnaraðili bjó þá að Grettisgötu 43 A. Hann neitar því, að sóknaraðili hafi nokkurn tíma komið inn í herbergi sitt. Varnar- aðili kveðst hafa verið drukkinn. Varnaraðili neitar því að hafa nokkurn tíma haft samfarir við sóknaraðilja og geti hann því ekki verið faðir að barni hennar. Varnaraðili kveður sóknaraðilja hafa tilkynnt sér um áramótin 1968— 1969, að hann væri faðir barnsins. Kveðst varnaraðili hafa sagt henni, að það væri ekki rétt og skyldi hún snúa sér til þess manns, sem ætti barnið. Varn- araðili kveðst ekki muna eftir því, er sóknaraðili hefur skýrt frá, að þegar hún tilkynnti honum um barnið, hafi hann spurt, hvenær þetta hefði verið, og hún þá tilgreint 12. september. Hafi hann þá sagt, að það gæti ekki verið, þar sem þau hefðu verið saman daginn, áður en hún fór á skólann á Hallormsstað. Bæði E og H hafa mætt sem vitni Í máli þessu. Hefur vitnið E skýrt frá því, að hann hafi búið að Grettisgötu 43 A á árinu 1967, en varnaraðili er eigandi húss þessa. Vitnið kveðst minnast þess, að það sá sóknaraðilja koma að Grettisgötu 43 A í fylgd með varnaraðilja nótt eina einhvern tíma seinni 79 hluta árs 1967. Vitnið man ekki nákvæmlega, hvenær þetta var, en kveður það geta verið rétt hjá sóknaraðilja, að það hafi verið 12. september. Vitnið fór að sofa í herbergi sínu, skömmu eftir að sóknaraðili kom, og veit ekki, hvenær hún fór á brott. Vitnið kveðst ekkert vita um samskipti sóknaraðilja og varnaraðilja umrædda nótt. Vitnið H kveðst hafa búið að Grettisgötu 43 viku eða 10 daga á árinu 1967. Eigi man vitnið nákvæmlega, hvenær þetta var, en það var seinni part ársins. Vitnið minnist þess, að sóknaraðili kom nótt eina að Grettisgötu 43 A í fylgd með varnaraðilja, sem er eigandi hússins. Vitnið man ekki, hvenær þetta var, en kveður geta verið, að það hafi verið 12. september. Vitnið veit ekkert um skipti sóknaraðilja og varnaraðilja í umrætt sinn, og eigi veit það, hvenær hún fór á brott úr húsinu. Varnaraðili hefur tilnefnt nokkra karlmenn, er haft hafi kynni af sóknaraðilja, og hefur þetta verið kannað nánar. Verður nú rakið það, er komið hefur fram um þetta. Varnaraðili hefur skýrt frá því, að kunningi sinn, Ó, ..., hafi skýrt sér frá því, nokkru áður en sóknaraðili kom til hans og tilkynnti honum um barnið, að hún hafi þá skömmu áður komið til Á, ..., og kennt honum barnið. Skýrði Ó varnaraðilja frá því, að Á hefði sagt, að verið væri að kenna sér barn, sem varnar- aðili væri faðir að. Kveður varnaraðili sóknaraðilja hafa komið til sín daginn eftir þetta. Sóknaraðili hefur skýrt frá því af þessu tilefni, að nefndur Á sé kunningi sinn. Hún kveðst aldrei hafa haft við hann samfarir og sé það eigi rétt, að hún hafi kennt honum barn sitt. Á hefur mætt í dómi út af framangreindum framburði varnar- aðilja. Hann kveður þau sóknaraðilja hafa þekkzt s.1. 2—3 ár. Hafi hann heimsótt hana einu sinni, eftir að hún ól barn sitt, og eins muni hún hafa komið til hans. Á neitar, að um náin kynni hafi verið að ræða milli þeirra, og kveðst hann aldrei hafa haft við hana samfarir. Hann neitaði því eindregið, að sóknaraðili hefði nokkurn tíma kennt sér barn hennar, og sé það alrangt, er varnaraðili hefur skýrt frá um þetta. Hann kveðst hafa heyrt áður sögu varnaraðilja og kunningja hans um, að sóknaraðili hafi lýst hann föður að barninu. Hafi sóknaraðili skýrt sér frá henni, er hann heimsótti hana. Sóknaraðili hafi beðið sig að fara til lögfræðings hennar og skýra honum satt og rétt frá um kynni þeirra. 792 Þá hefur varnaraðili skýrt frá því, að D, ..., hafi fyrir um einu ári sagt sér, að hann hefði haft samfarir við sóknaraðilja, en á hvaða tíma, veit varnaraðili ekki. D hefur mætt í dómi og skýrt frá því, að hann hafi hitt sóknar- aðilja, sem hann kannaðist við, á skemmtun hér í borginni á gamlárskvöld 1968. Hafi þau farið saman á brott af skemmtun- inni um nóttina heim til hans að ... og haft þar samfarir. Var eigi að sögn D gerð tilraun til að hindra getnað. Sóknaraðili kveðst þekkja nefndan D í sjón, en ekki hafi verið um neinn kunningsskap að ræða milli þeirra. Neitar hún að hafa haft nokkurn tíma kynmök við hann. Sóknaraðili kveður það rétt, að hún hafi hitt D einhvern tíma á veitingahúsinu Glaumbæ, og gæti það hafa verið á gamlárskvöld 1968, en ekk- ert hafi farið á milii þeirra. Varnaraðili kveður sér hafa verið sagt, að þegar sóknaraðili var á skóla á Hallormsstað veturinn 1967—-1968, hafi hún verið í tygjum við pilt, sem fórst í bílslysi síðar um veturinn. Í tilefni af þessum framburði varnaraðilja hefur sóknaraðili skýrt frá því, að hún hafi kynnzt þremur piltum, er hún var á skólanum á Hallormsstað framangreindan vetur. Piltar þessir fórust í bílslysi um það bil mánuði síðar. Sóknaraðili neitar því, að um náin kynni hafi verið að ræða milli sín og neins af piltum þessum. Kveður sóknaraðili skólastýrunni á Hallormsstað hafa verið um það kunnugt, að hún var ófrísk. Kveðst sóknaraðili aðeins einu sinni hafa farið á dansleik þennan vetur, en þegar dansleikir voru haldnir, hafi venjulega ein af skólasystrum hennar verið heima með henni. Í það skipti, sem sóknaraðili fór á dansleik, hafi kennari verið með til eftirlits og strax verið farið heim og dansleiknum var lokið. L, er að framan greinir, hefur mætt í dómi. Kveðst hann einu sinni hafa haft samfarir við sóknaraðilja, og var eigi tilraun gerð af þeirra hálfu til að hindra getnað. Eigi er hann öruggur um, hvenær þetta var, en telur það hafa gerzt í ársbyrjun annað hvort 1987 eða 1968. Kveðst hann eigi hafa haft samfarir við sóknaraðilja í annan tíma. Eigi man hann, hvenær hann kynntist sóknaraðilja, en um áframhaldandi kunningsskap hefur ekki verið að ræða milli þeirra. Við samprófun við L skýrði sóknaraðili frá því, að hún hafi farið til Reykjavíkur í jólafrí, á meðan hún var í skólanum á Hallormsstað veturin 1967—-1968. Stóð jólafríið frá 16. desember til 7. janúar. Sóknaraðili kveður sig minna við nánari athugun, 793 að hún hafi haft samfarir við L einhvern tíma á tímabilinu frá janúar til marz 1967. Nánar man hún ekki um þetta. Þó var það ekki í apríl, en þá átti hún afmæli, heldur fyrir þann tíma. Sóknaraðili kveður þetta ekki getað hafa verið veturinn 1967— 1968, er hún kom til Reykjavíkur í jólafrí. Sóknaraðili kveður það rétt hjá L, að þau hafi eigi gert tilraun til að hindra getnað, er þau höfðu samfarir. Blóðflokkarannsókn, sem gerð var á aðiljum máls þessa og barninu, samrýmist því, að varnaraðili geti verið faðir þess, en niðurstaða hennar varð sem hér segir: ABO MNSs Rh Kell Fy P, Hp CDE c eCvKk ab Sóknaraðili 0 Nss kk 4 B 0 MNSs þf} 2 Varnaraðili 0 MNSs Hött t= = 22 Samkvæmt vottorði frá fæðingarðeild Landspítalans var barn sóknaraðilja við fæðingu 3.630 gr. að þyngd og 51 em að lengd. Í vottorðinu segir, að sóknaraðili hafi ekki gefið upp nafn barnsföður. Var hún nánar innt eftir því fyrir dómi, hvernig á þessu stæði. Sagði hún það rétt, að hún hefði verið um þetta spurð, en vegna feimni ekki svarað til um þetta strax. Þá hafi starfsstúlka sú eða ljósmóðir, er spurði hana, sagt henni, að ekki væri nauðsynlegt, að hún gæfi þetta upp. Mundi nægja, að hún gerði það, er barnið væri skírt. Sóknaraðili kveðst hafa gert það, sbr. vottorð sóknarprests, er lagt hefur verið fram í málinu. Leitað var umsagnar borgarlæknis í Reykjavík um hugsan- legan getnaðartíma barns sóknaraðilja. Segir svo Í álitsgerð hans, dags. 17. desember s.l.: „Af vottorði ljósmóður, dags. 5. þ. m., má ráða, að barnið hafi verið fullburða, er það fæddist. Meðal meðgöngutími fullburða barna er talinn vera 271 dagur, með 11 daga misvísun til eða frá. Samkvæmt því ættu mestar líkur að vera til, að umrætt barn sé getið á tímabilinu 21. september til 13. október 1967. Sé höfð hliðsjón af þyngd barnsins og lengd við fæðingu, getur það samkvæmt dreifingartöflum F. J. Linder's, Málmey, verið komið undir einhvern tíma á tímabilinu 5. ágúst til 27. nóvember 1967. Samkvæmt sömu töflum eru 816%, líkur til, að barnið sé getið á tímabilinu 2. september til 6. október sama ár“. Var sóknaraðilia kynnt álitsgerð þessi. Neitaði hún sem áður 794 að hafa haft samfarir við nokkurn annan karlmann en varnar- aðilja á hugsanlegum getnaðartíma barns hennar frá 5. ágúst til 27. nóvember 1967. Eins og nú hefur verið rakið, hefur varnaraðili neitað að hafa haft samfarir við sóknaraðilja á getnaðartíma barns hennar. Hafa því ekki fengizt lögfullar sannanir fyrir samförum þeirra á þessu tímabili, svo að málsúrslit verða að velta á eiði, sbr. 213. gr. laga nr. 85/1936. Sóknaraðili hefur alltaf staðhæft við yfirheyrslur, að hún hafi ekki haft samfarir við aðra karlmenn en varnaraðilja á hugsanlegum getnaðartíma barns hennar, og hefur ekkert komið fram í málinu, er hnekki því. Þegar virtur er framburður varnar- aðilja um, að sóknaraðili hafi komið heim til hans að næturlagi og að verið geti, að það hafi verið 12. september 1967, en 816%, líkur eru samkvæmt vottorði borgarlæknis, að barnið sé getið á tímabilinu frá 2. september til 6. október sama ár, svo og þegar niðurstaða blóðflokkarannsóknar er virt og annað, sem fram er komið í máli þessu, verður að telja málstað sóknaraðilja líklegri. Ber því í samræmi við nefnda lagagrein að láta málsúrslit velta á fyllingareiði hennar, þannig að vinni hún eið að því innan 2 mánaða frá birtingu dóms þessa á lögmæltu varnarþingi sínu, að hún hafi á tímabilinu frá 5. ágúst til 27. nóvember 1967, að báðum dögum meðtöldum, haft holdlegar samfarir við varnar- aðilja, en eigi aðra karlmenn, skuli hann teljast faðir meybarns þess, er hún ól hinn 29. júní 1968 og skírt var B, enda greiði hann þá meðiag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs svo og fæðingarstyrk til sóknaraðilja og tryggingariðgjöld hennar fyrir árið 1968, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Ef sókn- araðili vinnur eiðinn skal varnaraðili greiða allan málskostnað. Úr ríkissjóði hafa þegar verið greiddar vegna máls þessa kr. 3.400.00. Enn fremur verður greidd úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðilja, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Ber samkvæmt þessu að dæma varnaraðilja til að greiða í málskostnað kr. 11.300.00, er renni til ríkissjóðs. Verði sóknaraðilja eiðfall, á varnaraðili að vera sýkn af kröfum hennar, en málskostnaður skal niður falla. Dómsorð: Vinni sóknaraðili, K, innan tveggja mánaða frá birtingu dóms þessa á lögmæltu varnarþingi sínu eið að því, að hún hafi á tímabilinu frá 5. ágúst til 27. nóvember 1967, að báðum dögum meðtöldum, haft holdlegar samfarir við varnaraðilja, 795 M, en eigi aðra karlmenn, skal hann teljast faðir meybarns þess, er sóknaraðili ól hinn 29. júní 1968 og skírt var B, og greiða meðlag með því frá fæðingu þess til fullnaðs 16 ára aldurs, fæðingarstyrk til sóknaraðilja og tryggingariðgjald hennar fyrir árið 1968, allt samkvæmt yfirvaldsúrskurði. Þá greiði varnaraðili málskostnað, kr. 11.400.00, er renni til ríkissjóðs, og er þar innifalin þóknun talsmanns sóknar- aðilja, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Verði sóknaraðilja eiðfall, skal varnaraðili vera sýkn af kröfum hennar og falli málskostnaður niður. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudagur 30. október 1970. Nr. 83/1970. Kristján Eiríksson (sjálfur) gegn Kristjáni Fjeldsted (Ingi Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Fjárnámsgerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Barði Þórhallsson, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. apríl 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Krefst hann þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og stefnda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hin áfrýiaða fjárnámsgerð verði staðfest og áfrýjanda dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Hinn 19. maí 1969 var tekin fyrir í fógetadómi Reykja- 796 víkur, sem háður var á lögheimili áfrýjanda að Holtsgötu 23 hér í borg, beiðni stefnda um fjárnám hjá áfrýjanda til tryggingar dómskuld að fjárhæð kr, 100.000.00 með 12% ársvöxtum frá 4. desember 1968 til greiðsludags, kr. 145.00 í endurrits- og birtingarkostnað, kr. 420.00 í afsagnar- og stimpilkostnað, kr. 15.900.00 í málskostnað ásamt kostnaði við gerðina og eftirfarandi uppboð, ef til kæmi, allt að frá- dregnum kr. 20.000.00. Áfrýjandi var eigi viðstaddur gerð- ina og enginn af hans hendi, og ekki var honum skipaður réttargæzlumaður. Lögmaður stenda benti á til fjárnáms eignarhluta áfrýjanda í húseigninni nr. 3 við Borgarholts- braut í Kópavogi. Er eigi frekar um þetta skráð í þingbók- ina, en að kröfu lögmanns stefnda lýsti fógeti fjárnámi í eign áfrýjanda í húseignunum Holtsgötu 23, Þverholti 15, Bræðraborgarstíg 29 og Dalbraut í. Engin virðing fór fram á eignum þessum. Í fógetabók er skráð, að gerðinni sé lokið. Með bréfi 19. maí 1969 til bæjarfógetans í Kópavogi fór lögmaður stefnda þess á leit, að haldið yrði „áfram fjár- námi, sem byrjað var á í húseigninni Borgarholtsbraut 3, Kópavogskaupstað“, til tryggingar fyrrgreindri dómskuld. Bréfi þessu fylgdi endurrit af fjárnámsgerð þeirri frá 19. maí, sem að framan hefur verið rakin. Með stefnu 19. júní 1969 áfrýjaði áfrýjandi til Hæstaréttar fjárnámsgerð þeirri frá 19. maí 1969, sem að framan getur. Með dómi Hæsta- réttar 13. apríl 1970 var fjárnámsgerð þessi felld úr gildi. Barði Þórhallsson, fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, tók fjárnámsbeiðnina frá 19. maí 1969 til meðferðar í fógeta- dómi Kópavogs 8. ágúst 1969, sem háður var að Borgar- holtsbraut 3 í Kópavogi. Í þingbók er skráð, að fyrir hafi verið tekið: „Að halda áfram fjárnámsgerð, sem byrjuð var 19. maí s.l. í Rvík“. Fógetinn lagði fram fjárnámsbeiðnina og endurrit af fjárnámsgerðinni frá 19. maí 1969. Lögmaður stefnda krafðist fjárnáms til tryggingar fyrrgreindri dóm- skuld. Síðan er bókað í þingbókina: „Gerðarþoli á hér húseign, en er ekki viðstaddur, og fyrir hann mætir enginn. Skv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda lýsti fógeti yfir 797 fjárnámi í eign gerðarþola, 1. hæð húseignarinnar að Borgar- holtsbraut 3, Kópavogi. Gerðarbeiðandi sendir gerðarþola tilkynningu um gerðina með ábyrgðarbréfi. Fallið var frá virðingu. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni, sem að nokkru reynd- ist árangurslaus, lokið“. Gögn málsins, sem að framan hafa verið rakin, bera með sér, að fógeti hefur eigi gætt sem skyldi lagareglna þeirra, sem honum bar að gæta við framkvæmd fjárnámsins. Eignir þær, sem teknar voru fjárnámi 19. maí 1969, voru eigi metnar til fjár, og var því eigi ljóst, hvort þörf var á framhaldsfjárnámi. Eigi var eign sú, sem fjárnám var gert Í, metin til fjár, og eigi var áfrýjanda skipaður réttargæzlu- maður. Eru því þegar af þessum ástæðum slíkir misbrestir á framkvæmd hinnar áfrýjuðu fjárnámsgerðar, að ógilda ber hana, sbr. 19. gr., sbr. 51. gr., 45. gr. og 34. gr. laga nr. 19/ 1887. Eftir þessum málalokum er rétt, að stefndi greiði áfrýj- anda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst kr. 10.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Stefndi, Kristján Fjeldsted, greiði áfrýjanda, Kristjáni Eiríkssyni, kr. 10.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 798 Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 25/1970. Gunnlaugur Karlsson gegn Finnboga Bjarnasyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gunnlaugur Karlsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Finnboga Bjarnasyni, sem látið hefur sækja þing og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 169/1970. H/f Júpiter gegn Ágúst Benjamínssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, H/f Júpiter, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 799 Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 185/1970. Ingibjörg Kortsdóttir gegn Útvegsbanka Íslands. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ingibjörg Kortsdóttir, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 186/1970. Ingibjörg Kortsdóttir gegn Samvinnubanka Íslands h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ingibjörg Kortsdóttir, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 800 Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 190/1970. Kristján J. Pétursson gegn Höskuldi Skagfjörð. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján J. Pétursson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 191/1970. Kristján J. Pétursson gegn Höskuldi Skagfjörð. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Kristján J. Pétursson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 801 Mánudaginn 2. nóvember 1970. Nr. 138/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn a Sigfúsi Jörundi Árnasyni Johnsen (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 1. mgr. 142. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Dómur Hæstaréttar. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Fram- haldspróf hafa verið háð í málinu eftir uppsögn hans. Lögfull sönnun er eigi fyrir hendi um efni símtals ákærða og vitnisins Auðuns Hafnfjörðs Jónssonar hinn 19. april 1967. Þrátt fyrir þær líkur gegn ákærða, sem sakargögn veita, þykir varhugavert að meta þau fullnægjandi ákærða til áfellis. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan kostnað sakar- innar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðast samtals kr. 36.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sigfús Jörundur Árnason Johnsen, á að vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður af sökinni greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 36.000.00. öl 802 Dómur sakadóms Hafnarfjarðar 9. marz 1970. Árið 1970, mánudaginn 9. marz, var í sakadómi Hafnarfjarðar, sem haldinn var af Guðmundi L. Jóhannessyni í réttarsal bæjar- fógetaembættisins í Vestmannaeyjum, kveðinn upp dómur í saka- dómsmálinu nr. 1241—1246/1968: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Guðna Sigurjónssyni, Jóni Ármanni Sigurjónssyni, Sigfúsi Jörundi Árnasyni Johnsen, Guðmundi Karli Guðfinnssyni, Atla Benedikts- syni og Hrafni Hólmfjörð Hansen. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er með ákæruskjali sak- sóknara ríkisins, dagsettu 10. febrúar 1968, höfðað gegn eftir- töldum mönnum: 1. Kristjáni Guðna Sigurjónssyni skipstjóra, Vestmannabraut 61, 2. Jóni Ármanni Sigurjónssyni netjamanni, Bröttugötu 11, 3. Sigfúsi Jörundi Árnasyni Johnsen framkvæmdastjóra, Kirkju- bæjarbraut 17, 4. Guðmundi Karli Guðfinnssyni vélstjóra, Boðaslóð 3, öllum bú- settum í Vestmannaeyjum, 5. Atla Benediktssyni sjómanni og 6. Hrafni Hólmfjörð Hansen sjómanni, báðum til heimilis að Kleppsvegi 68 í Reykjavík. I. Gegn ákærða Jóni Ármanni er málið höfðað fyrir að hafa borið það ranglega í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja mánu- daginn 17. apríl 1967, að hann hafi verið vélstjóri á vélbátnum Sæfaxa, NK 102, í veiðiferð bátsins frá Vestmannaeyjum 30. marz 1967, enda þótt ákærði hefði eigi í þá veiðiferð farið, — með eftir- farandi framburði sínum: 1. „Aðspurður kvaðst mætti hafa farið þessa einu veiðiferð, þar eð ráðinn vélstjóri var rétt ókominn og því eigi tími til að fá lögskráningu, þar eð mætti tók verkið að sér nær fyrirvara- laust. ... mætti kveðst hafa farið að athuga smurninginn gaumgælfi- lega. ... Aðspurður kveður mætti það hafa komið í ljós við athugun, að nægur smurningur hafi verið á vélinni. Í vélinni eru svonefndar systrasíur, og skipti mætti yfir á aðra síu, án þess að nokkur breyting yrði á smurþrýstingi. ... Aðspurður kveður mætti vélina ekki hafa gengið lengur en 5 mínútur, er hún var sett Í gang á ný, eftir að komið var að bryggju. Hann kveðst af sjálfsdáðum hafa stöðvað vélina. ... 803 Aðspurður kveður mætti vélina þetta sinn hafa farið í gang þegar við ræsingu. Aðspurður kveður hann og hafa komið reyk úr sveifarhúsi, er vélin var stöðvuð úti í sjó kl. 07.10“. 2. Með eftirfarandi bókun í véladagbók bátsins, sem sýnd var í sama þinghaldi og lögð var fram í dóminum í endurriti, sbr. dskj. nr. 16: „Á ferðinni frá Vestmannaeyjum á veiðar 30/3 aðalvél ræst kl. 5 og keyrt á veiðar, 650 snúninga. Kl. 7 fer vél að hitna mikið og smurþrýstingur að falla, og stoppa ég vélina, nokkur reykur úr sveifarhúsi, dregnir í land. Verkstæðismenn koma um borð. Vélstjóri Jón Ármann Sigurjónsson. Ég undirritaður staðfesti að ofanritað sé rétt. (Undirskrift): Jón Ármann Sigurjónsson yfirvélstjóri“. II. Gegn ákærða Atla Benediktssyni og Hrafni Hólmfjörð Hansen er málið höfðað fyrir að hafa hvor um sig í þessu sama þinghaldi borið það ranglega, að í greindri veiðiferð bátsins hafi verið full áhöfn (7 manns) og að yfirvélstjóri hafi verið með- ákærði Jón Ármann Sigurjónsson. Brot allra ákærðu í liðum I og Il teljast varða við 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Gegn ákærða Sigfúsi Jörundi Árnasyni Johnsen er málið höfðað fyrir að hafa um hádegi miðvikudaginn 19. apríl 1967, er ákærði Sigfús var staddur í húsi ónafngreinds kunningja síns í Reykjavík, haft símasamband — að meðákærða Kristjáni Guðna viðstöddum, sbr. IV. lið — við Auðun Hafnfjörð Jónsson, Breka- stíg 19 í Vestmannaeyjum, einn af skipverjum á vélbátnum Sæ- faxa í greindri veiðiferð, þar sem hann var staddur í húsinu Bólstaðarhlíð, Heimagötu 39 í Vestmannaeyjum, og reynt að fá hann (Auðun) til þess við væntanlega yfirheyrslu í sjó- og verzl- unardómi Vestmannaeyja í máli þessu „að láta vitneskju sína (Auðuns) um hið rétta í málinu um vélstjórann ekki koma fram fyrir réttinum“ „að vita ekki neitt um málið“ og að „segja ekki neitt“ fyrir réttinum — með frekari útskýringum og tilmælum í um í klst. samtali, sem efnislega var um að fá nefndan Auðun til að bera annað fyrir dómi en sannleikann í málinu, þar sem „allt“ ylti á framburði hans (Auðuns), og reynt að taka af hon- um loforð í framangreinda átt, þ. e. að bera gegn betri vitund fyrir dómi. Brot ákærða telst varða við 1. mgr. 142. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 804 IV. Gegn ákærða Kristjáni Guðna er málið höfðað fyrir að hafa: i. Borið eftirfarandi ranglega í áðurgreindu þinghaldi í sjó- og verzlunarðómi Vestmannaeyja 17. apríl 1967: „Aðspurður um róðurinn 30/3 kveður mætti Jón Ármann Sig- urjónsson hafa verið vélstjóra þá veiðiferð, þann, er undirritaði véladagbók þann dag“. 2. Fengið meðákærðu Jón Ármann, Atla Benediktsson og Hrafn Hólmfjörð til að bera slíkt hið sama í sama þinghaldi, sbr. liði 1 og II, og meðákærða Jón Ármann til að rita ranga bókun í véla- dagbók, sem ákærði Kristján Guðni síðan sýndi dóminum og lagði fram endurrit úr, sbr. lið 1. 3. Í sama símtali og greinir í lið Ill og á milli þess, sem með- ákærði Sigfús talaði, skýrt áðurnefndum Auðuni Hafnfjörð frá því, „hve alvarlegt málið væri fyrir sig“ — eingöngu í því skyni að hafa áhrif á væntanlegan framburð hans fyrir sjó- og verzlun- ardómi samhliða tilmælum meðákærða Sigfúsar, sbr. lið III. 4. Í blekkingarskyni tilgreint eftirfarandi ranglega í dagbók og eftirlitsbók vélbátsins Sæfaxa, sbr. útdrætti á dskj. nr. 2, 18 og 21: Í dagbók: „Næstu daga (þ. e. frá 18. marz) var báturinn hreinsaður og lagfært það, sem úrskeiðis hafði farið. Lá báturinn við bryggju til 30. marz“. Í eftirlitsbók: Við dagsetningu 25/3: Leynt róðri bátsins með því að skrá ekkert um róður, sem farinn var þann dag. Við dagsetningu 27/3: Leynt því, er lagt var upp í róður og bátnum skömmu síðar snúið við vegna vélarbilunar, og jafnframt ranglega skráð róður, sem farinn var þennan sama dag sem róður 28. marz. Brot ákærða í 1. tl. telst varða við 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga, brot ákærða í 2. tl. einnig við 1. mgr. 142. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga, brot ákærða í 3. tl. við 1. mgr. 142. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga og brot ákærða í 4. tl. við 158. gr. sömu laga, sbr. 35. gr. siglingalaga nr. 66/1963. V. Gegn ákærða Guðmundi Guðfinnssyni er málið höfðað fyrir að hafa í blekkingarskyni tilgreint eftirfarandi ranglega í véla- dagbók vélbátsins Sæfaxa, er ákærði var þar vélstjóri: 1. Með öllu leynt róðri bátsins 25. marz 1967 með því að skrá alls ekkert um hann í véladagbók, sbr. dskj. nr. 16. 2. Leynt því, er lagt var upp í róður 27. marz, og að bátnum wæri þá vegna vélarbilunar snúið við innan hafnar og haldið að 805 bryggju — og jafnframt rangiega skráð róður, sem farinn var þennan sama dag sem róður 28. marz. Brot ákærða í 1. og 2. tl. teljast varða við 1. og 2. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 35. er. siglingalaga. Þess er krafizt, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Allir eru hinir ákærðu sakhætfir. Ákærði Kristján Guðni er fæðdur 3. ágúst 1931 á Ólafsfirði og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1951 1/5 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 14/12 í Vestmannaeyjum: Áminning fyrir ólöglegan aðgang að sundlaug. 1954 í Vestmannaeyjum: Dómur: 2.000 kr. sekt, sviptur rétti til ökuleyfis í eitt ár fyrir brot á áfengislögum, bifreiðalögum og umferðarlögum. 1960 8/6 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1961 28/4 í Vestmannaeyjum: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot gegn 3. og 21. gr. áfengislaga. 1962: 15/9 í Vestmannaeyjum: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á “1200 948. gr. hegningarlaga, sbr. 256. gr., 1. mgr., hegningar- laga. ; 1963 '12/7 í Vestmannaeyjurn: Dómur: Fangelsi í 2 mánuði, skil- orðsbundið, fyrir brot gegn 248. og 261. gr. hegningar- laga. Greiði skaðabætur kr. 5.750.00. 1964 30/10 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 63. a gr. umferðarlaga og reglum um stöðumæla. "Ákærði Jón Ármann er fæddur 15. desember 1940 í Vestmanna- eyjum og hefur hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé. " Ákærði Sigfús Jörundur er fæddur 25. nóvember 1930 í Vest- marinaeyjum og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1949..20/10 í Reykjavík: Áminning fyrir ólöglegt bifreiðastæði. 1950 20/2 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir ógætilegan bifreið- ; ar akstur. 1964 12/10 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 27. 0 gr. og 37. gr. umferðarlaga og reglugerð um stöðu- mæla. 1966 9/3 í Vestmannaeyjum: Áminning fyrir brot á 27. og 45. gr. umferðarlaga. 1967 13/3 1967 9/10 806 í Vestmannaeyjum: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 51. gr., sbr. 65. gr. umferðarlaga. í Vestmannaeyjum: Dómur: 10 daga varðhald fyrir brot á 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í 1 ár frá 21. september. 1967 að telja. Ákærði Guðmundur Karl er fæddur 8. janúar 1941 í Vest- mannaeyjum og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1964 2/3 1964 26/6 1964 10/12 1964 22/12 1966 13/12 1967 6/3 í Vestmannaeyjum: Dómur. 20.000 kr. sekt fyrir brot á 1. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920. Afli og veiðarfæri m/b Farsæls, VE 12, gerð upptæk. í Vestmannaeyjum: Dómur: 10.000.00 kr. sekt, afli og veiðarfæri m/b Farsæls, VE 12, gerð upptæk, fyrir brot á lögum nr. 5/1920, 1. gr., sbr. 3. gr. og tilheyr- andi. í Vestmannaeyjum: Dómur: 2ja mánaða varðhald, 30.000.00 kr. sekt fyrir brot á 1. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920 og tilheyrandi. Veiðarfæri í m/b Farsæli, VE 12, 19. ágúst 1964 — afli og veiðarfæri í m/b Kap, VE 272, 7. desember 1964 gerð upptæk. Siglingadómur: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 19. og 23. gr., sbr. 33. gr. tilskipunar nr. 47/1953, sbr. 5. gr. laga nr. 56/1932. Hinn 14. apríl 1965 veitti forseti Íslands uppgjöf sak- ar, að því er varðar dómana uppkveðna 2. marz 1964, 26. júní 1964 og 10. desember 1964. í Vestmannaeyjum: Dómur: 30.000 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fiskveiðimarkanna. Afli og veiðarfæri m/b Guðfinns Guðmundssonar, VE 445, gerð upptæk. í Vestmannaeyjum: Dómur: Varðhald í 2 mánuði og 25.000 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fisk- veiðimarkanna. Afli og veiðarfæri m/b Guðfinns Guðmundssonar, VE 445, gerð upptæk, Ákærði Atli er fæddur 25. júní 1937 í Reykjavík og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1954 1/3 1954 31/3 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. Í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1954 1954 1954 1955 1955 1955 1955 1955 1956 1956 1956 1956 1956 1957 28/8 12/9 18/9 10/3 20/4 3/9 25/9 4/11 22/12 8/4 16/8 2/11 12/12 11/10 28/6 27/7 28/7 14/8 5/2 17/4 807 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Dómur: 5 mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið í 3 ár, fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. á Akureyri: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. í Hafnarfirði: Sátt, 250 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. í Reykjavík: Dómur: 7 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi, fyrir brot á 244. gr. hegningar- laga. í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almannafæri. í Reykjavík: Dómur: 60 daga fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi, fyrir brot á 244. gr. hegningar- laga. 1958 8/9 1959 12/6 10/4 17/6 25/6 9/12 18/1 16/4 9/3 6/7 1960 1960 1960 1960 1961 1961 1962 1962 1963: 1963 1964 14/8 19/9 20/1 1965 '22/1 1965 30/4 1965 1965. 8/10 9/10 1966: 29/7 1967 25/1 1967 14/7 1967 17/7 1967 '7/12 Reykjavík: Reykjavík: indum, fyrir í Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: egn 244. gr. Reykjavík: Reykjavík: Reykjavík: gegn 244. gr. í Reykjavík: gegn 244, gr. 1.070.00. í Reykjavík: gegn 244. gr. í Reykjavík: í Reykjavík: gegn 244. gr. í Reykjavík: í Reykjavík: í í Þ þ þ þ - gegn 244. gr. í Reykjavík: í Reykjavík: í Reykjavík: 808 Sátt, 250 kr. sekt fyrir ölvun. Dómur: 60 daga fangelsi, sviptur rétt- brot á 244. gr. hegningarlaga. Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. Dómur: 3ja mánaða fangelsi fyrir brot hegningarlaga. Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 400 kr. sekt fyrir ölvun. Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot hegningarlaga. Dómur: 4 mánaða fangelsi fyrir brot hegningarlaga. Greiði skaðabætur, kr. Dómur: 1 mánaðar fangelsi fyrir brot hegningarlaga. (Hegningarauki). Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun. Dómur: 8 mánaða fangelsi fyrir brot hegningarlaga. Sátt, 500 kr. sekt fyrir ölvun. Dómur: 8 mánaða fangelsi fyrir brot hegningarlaga. Sátt, 400 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 1.800 kr. sekt fyrir ölvun. Ákærði Hrafn Hólmfjörð er fæddur 26. nóvember 1941 og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1958 1959 1960 1961 1962 26/3 1/12 29/4 18/1 26/4 1962 1963 1963 24/5 23/8 í Reykjavík: í í í Reykjavík: Áminning fyrir brot á brunaboða. Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 400 kr. sekt fyrir ölvun. á Akranesi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr., sbr. 44. gr. áfengislaga nr. 58/1954. í Reykjavík: í Reykjavík: 21/12 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 809 1963 9/9 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1964 30/5 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. 1964 3/9 í Reykjavík: Dómur: 15 daga varðhald, svipting öku- leyfis í 1 ár frá 3. september 1964 fyrir brot gegn 259. gr. hegningarlaga, áfengis- og umferðarlögum. 1964 10/9 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir ölvun. 1964 30/9 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun. 1964 14/10 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir ölvun. 1965 19/3 í Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í 3 ár, sviptur ökuleyfi í 2 ár frá 3. september 1965, fyrir brot á 244. gr., 1. mgr. 259. gr. hegningar- laga, sbr. lög nr. 20/1956, áfengislögum og umferðar- lögum. 1966 6/1 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 1966 23/3 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot gegn 21. gr. áfengislaga og 7. gr. lögreglusamþykktar. 1967 7/4 í Vestmannaeyjum: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1967 4/8 í Reykjavík: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1967 11/8 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1 1967 24/10 í Reykjavík: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Upphaf þessa máls er, að 17. apríl 1967 hófust sjópróf í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja vegna ferðar m/b Sæfaxa, NR 102, frá Norðfirði til Vestmannaeyja 15. til 18. marz 1967, en þá mun báturinn hafa orðið fyrir brotsjó og vél hans bilað, og einnig Vegna vélarbilunar í veiðiferð bátsins 30. marz s. á. Í byrjun sjóprófsins komu fyrir dóminn ákærðu Kristján G. Sigur- jónsson, Jón Ármann Sigurjónsson, Atli Benediktsson og Hrafn Hólmfjörð Hansen, og báru þeir allir, að ákærði Jón Ármann Sigurjónsson hefði verið yfirvélstjóri á m/b Sæfaxa, NK 102, í veiðiferðinni 30. marz 1967. Tveimur dögum síðar kom svo fyrir dóminn matsveinninn á bátnum, Auðunn Hafnfjörð Jónsson, og bar, að hann hefði ekki orðið þess var, að ákærði Jón Ármann hefði verið vélstjóri í greindri veiðiferð. Komu svo áðurnefndir ákærðu aftur fyrir dóminn, breyttu fyrri framburðum sínum, sem þeir kváðu vera ranga, enginn yfirvélstjóri hafi verið í greindri veiðiferð. Sjóprófum var enn hald- ið áfram, og beindist rannsóknin einkum að því, hvort tryggingar. svik kynnu að liggja til grundvallar hinum röngu framburðum. 810 Þá kom matsveinnin Auðunn Hafnfjörð aftur fyrir dóm og bar, að ákærði Sigfús Jörundur hefði hringt til hans daginn, sem hann kom fyrst fyrir dóminn, og reynt að fá hann til að bera rangt, er hann kæmi síðar um daginn fyrir dóm, og snerist rannsóknin eftir það talsvert mikið um ætlaða tilraun ákærða Sigfúsar til að fá matsveininn til að bera rangt fyrir dómi. Hinn 28. júní 1967 mætir í réttinum ákærði Sigfús Jörundur Árnason Johnsen, og átti að fara fram samprófun við ákærða Kristján Guðna Sigurjónsson. Ákvað dómurinn, að réttarhaldið skyldi lokað, og var kveðinn upp úrskurður þar um og jafnframt að hvorki hæstaréttarlögmanni Jóni Hjaltasyni né öðrum lögmönn- um, verjendum né réttargæzlumönnum væri heimilt að mæta í þinghaldi þessu með kærða Sigfúsi Jörundi Árnasyni Johnsen. Úrskurði þessum var skotið til Hæstaréttar, þar sem honum var hrundið. Nokkru síðar urðu dómaraskipti í málinu, og var núverandi dómari með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 19. október 1967, falið að fara með framhaldsrannsókn þess sam- kvæmt sérstakri umboðsskrá. Var rannsókninni haldið áfram í Vestmannaeyjum frá 13. til 15. nóvember 1967 og 11. desember s. á. í Hafnarfirði, er þá kom þar fyrir rétt fyrrverandi yfirvélstjóri, Björgvin Guðmunds- son. 18. desember 1967 var málið sent saksóknara ríkisins til fyrir- sagnar, og með bréfi, dags. 10. febrúar 1968, og ákæru, dags. sama dag, ákvað hann málshöfðun. Var ákæran birt ákærðu á tímabilinu frá 12. marz 1968 til 4. maí 1968. Hinn 20. maí 1968 var málið þingfest í sakadómi Hafnarfjarðar, og hafði áður verið haft samráð við saksóknara ríkisins þar um munnlega. Voru verjendum ákærðu svo send skjöl málsins 30. september 1968 og þeim gert að skila skriflegri vörn 25. október s. á., en þá var máið tekið fyrir að nýju í sakadómi Hafnarfjarðar. Verj- endur ákærðu Atla Benediktssonar og Hrafns Hansens lögðu þá fram varnir, en verjandi ákærðu Jóns Ármanns og Guðmundar Karls hafði boðað forföll vegna veikinda. Þá var og lagt fram í réttinum bréf frá verjanda ákærða Sigfúsar Jörundar, þar sem beiðst var frekari rannsóknar, einkum að vitnið Auðunn Hafn- fjörð Jónsson yrði leitt aftur fyrir dóm. Fór hin umbeðna rann- sókn fram og varð lokið 24. júlí 1969. Dróst í fyrstu, að vitnið z Auðunn Hafnfjörð, sem þá var matsveinn á m/b Gideon, gæti 811 . komið fyrir rétt. Einnig varð dráttur á, að verjandi ákærðu Jóns Ármanns, Guðmundar Karls og verjandi Kristjáns Guðna skiluðu vörnum sínum. 23. júlí 1969 skilaði fyrrnefndi verjandinn vörn fyrir skjólstæðinga sína. 8. september var öllum verjendunum sent bréf, þar sem þeim, sem þá höfðu ekki skilað vörn, var veittur frestur til þess til 23. september og öðrum verjendum gefinn kostur á að skila viðbótarvörn á sama tíma, ef þeir óskuðu þess. 23. september mætti í réttinum verjandi ákærða Hrafns Hansens, verjendur ákærðu Kristjáns Guðna og Sigfúsar Jör- undar komu því þá ekki við að leggja fram varnir sínar, en þær voru lagðar fram í réttinum 26. september 1969 og málið þa dómtekið, en endurupptekið 9. marz 1970 og dómtekið sama dag að nýju. Í réttarhaldinu 23. september s.l. gerði verjandi ákærða Hrafns Hansens kröfu til, að rannsókn máls þessa yrði ómerkt og því vísað frá dómi, og vitnaði í því sambandi í 85. gr. laga nr. 82/ 1961. Mun hér átt við skipun fyrrverandi dómara þessa máls, héraðsdómslögmanns Péturs Gauts Kristjánssonar, sem verjanda ákærðu Jóns Ármanns og Guðmundar Karls. Vart verður talið, að verjandi ákærða Hrafns Hansens sé réttur aðili til að gera þessa kröfu. Frekast væri hér réttur aðili sak- sóknari ríkisins, sem var kunnugt um umrædda skipun, en hefur ekki mótmælt henni, eða ákærðu Jón Ármann og Guðmundur Karl, sem einmitt óskuðu þess, að héraðsdómslögmaður Pétur Gautur Kristjánsson yrði skipaður verjandi þeirra. Samkvæmt 81. gr. fyrrgreindra laga skal dómari jafnan, þegar lögskylt er eða ástæða þykir til, skipa sökunaut verjanda eða réttargæzlu- mann, vekja athygli hans á því atriði og veita honum kost á að benda á einhvern þann mann, er rétt hefur að lögum til að fara með það starf fyrir dómi almennt og sérstaklega í því máli. Dómari ákveður svo hvern skipa skuli. Er það meginregla ís lenzkra dómstóla að fara eftir óskum sökunautar um það, hvern skipa skuli, nema varhugavert þyki vegna hagsmuna sökunautar sjálfs. Ekki verður skipun héraðsdómslögmanns Péturs Gauts talin varhugaverð fyrir hagsmuni skjólstæðinga hans. Af gögnum málsins verður ekki séð, að hann hafi verið vanhæfur sem dómari í máli þessu, og það eitt, að hann hafi sem forseti sjó- og verzlunardóms Vestmannaeyja stjórnað rannsókn máls þessa, þar til skipt er um dómara fyrir tilstilli dómsmálaráðuneytisins, gerir heldur ekki skipunina varhugaverða né það, að hann kemur fyrir dóminn og ber vætti um formsatriði, þ. e. starfsaðferð hans “ 812 við dómarastarfið, sem þó varðar ekki beinlínis skjólstæðinga hans í þessu tilviki. Frávísunarkröfunni í máli þessu er því hrundið. Verður málið nú tekið til efnismeðferðar og vikið nánar að málavöxtum, sem eru þessir: 1. marz 1967 keypti ákærði Kristján Guðni Sigurjónsson m/b Sæfaxa, NK 102, af Garðari Lárussyni, Þiljuvöllum 23, Neskaup- stað, og hugðist Kristján gera bátinn út frá Vestmannaeyjum. Gekk ákærði Sigfús Jörundur Árnason Johnsen í ábyrgð fyrir meiri hluta kaupverðsins gegn því, að afli bátsins yrði lagður upp til vinnslu í frystihúsi hans, sem hann hóf starfrækslu á síðar í mánuðinum. Mun Sigfús svo ásamt Kristjáni og með sam- þykki hans að nokkru leyti hafa annazt útgerð bátsins. Ákærði Kristján varð skipstjóri á bát sínum, m/b Sæfaxa. Hafði hann ekki almenn réttindi til skipstjórnar á stærri skipum en allt að 30 rúmlestum. M/b Sæfaxi, NK 102, var hins vegar 101 rúmlest (brúttó) að stærð, og fékk ákærði Kristján Guðni undanþágu hjá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu til að stjórna skipi sínu, og gilti sú undanþága til 31. maí 1967. Þá munu og ráðnir stýrimáður og II. vélstjóri hafa fengið undanþágur. Sem 1. vél- stjóri. bátsins var ráðinn frá 14. marz 1987 til. loka vertíðar Björgvin Guðmundsson, Kleppsvegi 134, Reykjavík, en hann var þó einungis skráður til að vera I. vélstjóri á bátnum ferðina frá Neskaupstað til Vestmannaeyja. Var lagt upp frá Norðfirði 15. marz 1967. Í þessari ferð reið brotsjór yfir skipið með þeim af- leiðingum, að sjór flæddi óhindrað niður í vélarúm þess, svo að aðalvél og ljósavél þess stöðvuðust, og slokknaði á öllum ljósum í því. Var skipið svo dregið til Vestmannaeyja og kom þangað í höfn 18. marz s. á. Vann greindur Björgvin, 1. vélstjóri, að viðgerð á vélum skipsins ásamt vélamönnum frá Vélsmiðjunni Magna: á tímabilinu frá 19. til 23. marz, en þá um kvöldið fór hann fyrirvaralaust úr skiprúmi til Reykjavíkur með m/s Herjólfi. Skýrði hann þessa háttsemi sína svo, að hann hefði ekki fengið kauptryggingu greidda, eins og samningar stóðu til um, og einnig, að ákærði Kristján skipstjóri hefði verið afskiptasamur og rekið of mikið á eftir. Er ákærða Sigfúsi varð ljóst, að I. vélstjóri hafði hlaupizt á brott úr skiprúmi, lét hann stöðva ferð hans, er hann kom til Reykjavíkur, og hann gera lögreglunni grein fyrir fram- ferði sínu. Ákærði Sigfús réð svo sem 1. vélstjóra ákærða Guð- mund Karl Guðfinnsson, Boðaslóð 3, Vestmannaeyjum, og var hann skráður I. vélstjóri frá 24. marz til 30. marz 1967. Fór Guð- 813 mundur tvær veiðiferðir á m/b Sæfaxa, þá fyrri 25. marz, en hina síðari 27. marz. M/b Sæfaxi fór og í veiðiferð 29. og 30. marz. Vegna anna við eigið skip fór Guðmundur Karl ekki sem I. vélstjóri á m/b Sæfaxa tvær síðasttöldu veiðiferðirnar, og voru þær farnar án þess að skráður Í. vélstjóri væri um borð. Ákærði Kristján, sem, eins og áður getur, hafði stjórn skipsins á hendi, hafði og réttindi sem yfirvélstjóri á vélar allt að 500 ha. Í m/b Sæfaxa var 435 ha. aðalvél af Deutz gerð. Kvaðst hann við yfir- heyrslu 13. nóvember 1967 hafa annazt vélstjórnina sjálfur í þessum tveimur veiðiferðum og haft II. vélstjóra sér til aðstoðar. Í veiðiferðinni 30. marz, meðan á togi stóð, stöðvaðist vél bátsins. Er þá enginn í vélarúmi, og fór skipstjóri þá niður í vélarúm, ræsti aðalvélina að nýju, og gekk hún þá í um 10 mínútur, en var þá stöðvuð og beðið um aðstoð úr landi, en Sæfaxi var þá staddur skammt NV af Eyjum. Kom lóðsinn á vettvang og tók m/b Sæfaxa í tog og dró hann til hafnar og að bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Er komið hafði verið inn á svonefnda Vík eða jafnvel er komið var inn fyrir gárða, ræsti ákærði aðalvélina, og fór hún í gang. Sigldi hann skipinu síðasta spölinn að bryggju, og ætlaði hann að leggja sjálfur að bryggju, en er skipið nálgaðist bryggjuna, kúplaði hann frá og ætlaði að taka aftur á, en þá stöðvaðist vélin. Er hún var síðar skoðuð, reyndist hún úrbrædd. Vegna vélar- bilunarinnar í þessari síðastnefndu veiðiferð og einnig í ferðinni frá Norðfirði fóru fram sjópróf, eins og áður getur, Í sjó- og verzl- unardómi Vestmannaeyja, og hófust þau 17. apríl 1967. Kom fyrstur fyrir réttinn skipstjórinn, ákærði Kristján Guðni, lagði fram sjófreðarskýrslu sína og dagbók skipsins. Var hann spurður nánar um þessar tvær ferðir m/b Sæfaxa og einkum, hver hefði verið I. vélstjóri í veiðiferðinni 30. marz, og kvað hann bróður sinn, ákærða Jón Ármann, hafa verið það. Þennan sama dag komu og fyrir dóminn sem vitni meðákærðu Jón Ármann Sigur- jónsson, Atli Benediktsson og Hrafn Hólmfjörð Hansen, og stað- festu þeir allir framburð skipstjórans um 1. vélstjóra. Verða fram- burðir þeirra raktir nánar í I. og 11. hér á eftir. 19. apríl 1967 er sjóprófum haldið áfram í málinu, og kom þá sem vitni fyrir dóminn Auðunn Hafnfjörð Jónsson, þá matsveinn á m/b Hávarði, ÍS 160, áður á m/b Sæfaxa, NK 102, til heimilis að Brekastíg 19, Vestmannaeyjum. Vitnið kvaðst hafa verið mat- sveinn á m/b Sæfaxa, NK 102, í veiðiferð skipsins 30. marz 1967, og kvaðst það ekki hafa orðið vart við ákærða Jón Ármann Sigurjónsson um borð í skipinu, en það hafi að sjálfsögðu ekki 814 gert leit í skipinu. Þennan umrædda dag á milli kl. 1500 og 1600 hafi bróðir skipstjóra, er vitnið taldi, að væri Jón Ármann, er ynni á netjaverkstæði, komið um borð, er Sæfaxi lá enn við Básaskersbryggju, og drukkið þar kaffi með áhöfninni. Vitnið kvaðst að sjálfsögðu hafa sofið í káetunni og þar hafi yfirvélstjóri og átt að sofa eða halda til, hafi hann verið eitthvað um borð. Vitnið vann eið að framburði sínum. Verður nú vikið nánar að hinum ranga framburði og rang- færslum, sem í ákæru greinir, og fylgt sömu niðurröðun efnis- ins og þar. I. 1. Við upphaf sjóprófa í máli þessu 17. apríl 1967 kom fyrir sjó- og verzlunardóm Vestmannaeyja ákærði Jón Ármann Sigur- jónsson og bar vætti um veiðiferð m/b Sæfaxa, NK 102, 30. marz 1967. Hann kvaðst hafa 500 ha. réttindi frá 1959—1960. Aðspurður kvaðst hann hafa farið þessa einu veiðiferð, þar eð ráðinn vélstjóri hefði verið rétt ókominn og því eigi tími til að fá lögskráningu, þar eð hann hefði tekið verkið að sér nær fyrirvaralaust. Frá því vélin var stöðvuð kl. 0710 og þangað til beðið var um aðstoð, kvaðst ákærði Jón hafa farið í það að athuga smurninginn gaumgætfi- lega, síðan hafi verið haft samband við vélvirkja í Magna. Kl. 1000 hafi svo verið beðið um aðstoð, enda þótt boðin hafi e. t. v. borizt lóðsinum síðar. Aðspurður kvað ákærði Jón hafa komið í ljós við athugun, að nægur smurningur hafi verið á vélinni. Í vélinni væru svonefndar systrasíur og hafi hann skipt yfir í aðra síu, án þess að nokkur breyting yrði á smurþrýstingi. Hann kvaðst aðspurður ekki hafa athugað, hvort varasíur (olíusíur) hafi verið um borð. Hann kvað vélina ekki hafa gengið lengur en 5 mínútur, er hún hafi verið sett í gang á ný, eftir að komið var að bryggju, og hafi hann stöðvað hana af sjálfsdáðum, þar eð hann hefði óttazt reyk þann, er kom úr sveifarhúsinu. Hann kvað vélina í þetta sinn hafa farið í gang þegar við ræsingu. Þá kvað hann og hafa komið reyk úr sveifarhúsi, er vélin var stöðvuð úti á sjó kl. 0710. Eftir að vitnið Auðunn Hafnfjörð hafði borið vætti þann 19. apríl um veiðiferð Sæfaxa 30. marz og borið, að það hefði ekki orðið vart við ákærða Jón Ármann um borð í skipinu, kom ákærði Jón, eftir að þinghaldi lauk þennan sama dag, á fund forseta sjó- 815 og verzlunardóms Vestmannaeyja, þar sem hann var staðdur í dómsal bæjarfógetaembættisins og játaði þá af sjálfsdáðum hrein- skilnislega að hafa borið rangt í þinghaldi 17. apríl, að hann hefði verið yfirvélstjóri á m/b Sæfaxa, og bauðst hann til að gera allt, er verða mætti málinu til upplýsingar og til að reyna eftir megni að bæta úr þegar unnu tjóni af sínum völdum. Kom hann fyrir dóminn daginn eftir og játaði umyrða- og vafningalaust brot sitt, eins og hann hafði gert daginn áður utan réttar. Kvað hann bróður sinn, ákærða Kristján Guðna, hafa fengið sig til verksins. Upptök málsins hafi verið þau, að Kristján bróðir hans hafi spurt hann, hvort eigi mætti nefna nafn hans (ákærða Jóns Ár- manns) sem vélstjóra í sambandi við veiðiferð þennan dag, en þar væri nánast um formsatriði að ræða. Kvaðst ákærði Jón, sem að sjálfsögðu vildi og hafi viljað hjálpa bróður sínum, sem ætti í hinu mesta basli bæði heima fyrir og í sambandi við útgerðina, hafa þannig smátt og smátt dregizt lengra inn í málið eftir hin fyrstu tilmæli, sem hann jánkaði. Er til þess hafi komið, að mætt skyldi fyrir sjóðómi, hafi hann átt erfitt með að kingja þeim bita að leika hlutverkið til fulls, en taldi sig orðinn svo þvældan inn í málið, þóttist enda vita, að nafn hans hefði af ákærða Kristjáni þegar verið nefnt við aðra sem vélstjóra umrædda veiðiferð, að eigi væri um annað að gera en að leika leikinn til enda. Kvað ákærði Jón Ármann sér í upphafi alls ekki hafa verið ljóst, hvað um væri að vera, en er hinn raunverulegi tilgangur á bak við tilmælin lá ljós fyrir, hafi allt verið orðið of seint að mati hans. Ákærði Jón kvaðst hvað eftir annað hafa snúið sér til bróður síns til þess að fá hann til að leysa sig undan því oki, er fyrsta loforð ákærða Jóns var orðið honum, en án nokkurs annars árang- urs en þess, að bróðir hans hafi svarað því, að „þetta væri ekk- ert“, „bara formsatriði“, og enn fremur, að „þetta þurfi ekkert að koma nálægt þér“ (þ. e. ákærða Jóni). Ákærði sagðist ætíð hafa reynt, ef bróðir hans hafi óskað, að hjálpa honum og sér ætíð hafa fundizt erfitt að segja nei við hann. Bróðir hans væri mun betur máli farinn en hann sjálfur og kunni það vel að tala máli sínu, að hann (Jón) hafi að jafnaði átt óhægt um vik til andsvara. Ljóst er af eigin framburði ákærða Jóns svo og vætti vitnisins 816 Auðuns Hafnfjörðs, að hann var ekki I. vélstjóri í veiðiferð m/b Sæfaxa 30. marz 1967, og framburður hans þar um fyrir dómi 17. apríl s. á. var rangur, og þar af leiðandi er framburður hans um vélagæzluna í greindri veiðiferð, eins og nánar er tilgreint í ákæru, rangur. 2. Í þinghaldinu 17. apríl var sýnd í dóminum véladagbók m/b Sæfaxa, og er sjóprófum var haldið áfram 13. nóvember s. á., var lagður fram í dóminum útdráttur úr greindri véladagbók. Í bókina var þetta skráð um veiðiferðina 30. marz 1967: „Á ferðinni frá Vestmannaeyjum á veiðar 30/3, aðalvél ræst kl. 5 og keyrt á veiðar, 650 snúninga. Kl. 7 fer vél að hitna mikið og smurþrýstingur að falla, og stoppa ég vélina, nokkur reykur úr sveifarhúsi, dregnir í land. Verkstæðismenn komu um borð. Vélstjóri Jón Ármann Sigurjónsson. Ég undirritaður staðfesti að ofanritað sé rétt (undirskrift): Jón Ármann Sigurjónsson, yfirvélstjóri“. Er ákærði Jón Ármann kom fyrir dóminn og var spurður um veiðiferðina 30. marz, eins og vikið hefur verið að undir lið 1, var hann ekki spurður um greinda bókun né hvort rétt væri bók- að, og ekki staðfesti hann þar í réttinum, að hann hefði skrifað undir hana. Í þinghaldi 20. apríl s. á. skýrði ákærði Jón Ármann svo frá, að á bókuninni sjálfri væri ekki, svo sem sjá mætti, rithönd hans, enda væri hún samin af öðrum. Eigi mundi hann, hver hafi átt orðalag vottorðsins fyrir ofan undirskriftina, en það hafi verið ritað af honum, sem og hafi ritað undirskriftina sjálfur. Ástæðan til þess hafi verið sú, að Kristján hafi sagt honum, að hann yrði að gera svo, enda mundi hann þá og losna við allt annað, þ. á m. „mjög trúlega“ að þurfa að mæta fyrir rétti. Hann kvaðst hafa falsað véladagbókina með greindu vottorði sínu, undirrituðu við bókunina 30. marz. Ekki verður talið, að ákærði Jón Ármann hafi með þessu atferli brotið 1. mgr. 142. gr. alm. hegningarlaga, þar eð hann hvorki staðfesti í þinghaldinu 17. apríl, að bókunin væri rétt, né var þá spurður um hana. Hins vegar hefur ákærði Jón Ármann með þessari hegðan, sem rétt er lýst í ákæruskjali, gerzt sekur um ranga tilgreiningu í bók, sem skylt er að halda og löggilt hafði verið sem vélabók m/b Sæfaxa, NK 102, sbr. 34. og 35. gr. laga nr. 66/1963. Er ljóst, að hin ranga tilgreining í vélabókina var gerð í blekk- ingarskyni, þ. e. til að leyna, að I. vélstjóra vantaði á m/b Sæfaxa 817 í veiðiferðina 30.-marz 1967, og hlaut ákærða Jóni að vera ljóst, að vélabókin yrði sýnd í sjó- og verzlunarðómi Vestmannaeyja við sjóprófin. Með atferli því, sem lýst er undir lið 1, hefur ákærði Jón gerzt brotlegur við 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, en við 1. mgr. 158. gr. sömu laga með atferli því, sem lýst er undir lið 2. II. Áðurnefndan 17. apríl komu og fyrir dóm og báru. vætti um sjóferðina 30. marz ákærðu Atli Benediktsson og Hrafn: Hólm- fjörð Hansen, en báðir höfðu þeir verið skipverjar á m/b Sæfaxa, NK 102, í greindri veiðiferð, og var Hrafn skráður sem stýri- maður, en Atli sem II. vélstjóri. Ákærðu báru báðir á sama veg um það, að í veiðiferðinni 30. marz hefði verið full áhöfn (7 manns) um borð í m/b Sæfaxa og að Jón Ármann Sigurjónsson hefði verið yfirvélstjóri. Er fyrir lá vitnisburður Auðuns Hafnfjörðs Jónssonar, voru ákærðu kvaddir aftur fyrir dóminn, og játuðu þeir þá báðir, að fyrri framburðir þeirra um, að Jón Ármann hefði verið yfirvél- stjóri, væru rangir. Kváðu þeir ákærða Kristján Guðna hafa fengið. þá til að bera svo fyrir dómi. Hafi hann í fyrstu aðeins beðið þá, ef þeir yrðu spurðir af öðrum, að skýra svo frá, .að vélstjóri með réttindi hefði verið um borð í greindri veiðiferð, og þá ekki talið, að þeir þyrftu að mæta fyrir dómi. Ákveðin tilmæli um að bera rangt fyrir dómi hafi ekki komið frá ákærða, fyrr en sama dag og þeir hafi verið kvaddir fyrir dóm 17. apríl, og hann ekki tjáð þeim fyrr en í biðsal réttarins, hvern tilgreina bæri sem vélstjóra. Báðir töldu þeir, að bak við tilmæli Kristjáns hefði falizt auðg- unartilgangur í sambandi við vátryggingarfé. Ástæður til breytninnar eru að mestu þær sömu hjá báðum ákærðu: Þeir hafi vorkennt skipstjóranum vegna heimilisástæðna hans, þ. e. a. m. a. að hann væri margra barna faðir. Þá hafi þeir og verið of háðir skipstjóranum sem yfirmanni og einnig fjárhagslega í sambandi við húsnæði, fæði, eyðslufé og annað pa : kærði Hrafn Hansen kvað það og hafa haft áhrif á sig, basl skipstjórans í sambandi við m/b Sæfaxa og óhöpp útgerðarinnar. Með játningu ákærðu Atla og Hrafns svo og með framburði vitnisins Auðuns og meðákærðu er nægilega sannað, að ákærðu 52 818 Atli og Hrafn báru rangt fyrir dómi 17. apríl 1967, og hafa þeir með því gerzt brotlegir við 1. mgr. 142. gr. almennra hegningar- laga. III. Að loknum sjóprófum 18. apríl 1967 hélt ákærði Sigfús Jör- undur til Reykjavíkur, og að morgni næsta dags, miðvikudagsins 19. apríl, fór hann ásamt meðákærða Kristjáni Guðna á skrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar h/f í Reykjavík á fund forstjóra fé- lagsins, Gísla Ólafssonar, og mun erindið hafa verið að ganga eftir vátryggingarbótum, fá fram greiðslur vegna þess, sem unnið hafði verið í bátnum, þ. e. m/b Sæfaxa, og leystir yrðu út pant- aðir varahlutir, en Gísli kvað þá hafa viljað fá fjárhagsaðstoð til kaupa á varahlutum í skipið. Kvaðst Gísli þá hafa vitað, að Auðunn Jónsson væri reiðubúinn til að koma fyrir dóm og bera um það, að enginn vélstjóri hefði verið um borð í skipinu í greindri veiðiferð. Kvaðst Gísli því hafa neitað þeim um fjárhagsaðstoðina og tjáð þeim, að hann teldi tryggingafélagið ekki bótaskylt. Hann kvað ákærðu Kristján og Sigfús ekki hafa viljað við það kannast, að enginn vélstjóri hefði verið í áðurnefndri veiðiferð, þ. e. 30. marz. Þeir hafi viljað fá upp gefið nafn þess vitnis, sem ætlaði að bera um, að vélstjóra hefði vantað í greinda veiðiferð, og hann gefið þeim upp nafn matsveinsins. Ákærðu Kristján og Sigfús fóru af fundinum við Gísla út í bifreið, sem beið þeirra þar við skrifstofu Tryggingamiðstöðvar- innar h/f við Aðalstræti í Reykjavík. Með bifreið þessa var Jón Svan Sigurðsson, Hvassaleiti 16, Reykjavík, sem ákærði Sigfús bekkti, og ók hann bifreiðinni frá Aðalstræti að Blómvallagötu 11, Reykjavík, en þar fóru ákærðu úr henni. Vitnið Jón Svan sagði, að eftir að ákærðu komu út í bifreiðina til þess eftir að hafa verið í um það bil hálfa klukkustund inni Í skrifstofuhúsi Tryggingamiðstöðvarinnar, hefðu þeir tekið tal saman og hefði þá ákærði Sigfús verið nokkuð æstur og strax farið að spyrja ákærða Kristján spurninga um það, hvort þetta væri Örugglega rétt, sem Kristján hefði haldið fram. Hafi Kristján fullyrt, að það væri rétt, sem hann hefði haldið fram. Hafi ákærði Sigfús gengið fast á meðákærða Kristján, sem færzt hafi undan svörum og sagt, að hið rétta mundi koma í ljós, og Sigfús þá ákveðið að fara að Blómvallagötu 11 og fá úr þessu skorið með símtali til Vestmannaeyja. 819 Kl. 1215 þennan sama dag hringdu ákærðu Kristján og Sigfús í vitnið Auðun Hafnfjörð Jónsson og áttu við hann um hálfrar klukkustundar símtal, og mun ákærði Sigfús hafa talað mestallan tímann. Vitnið Auðunn Hafnfjörð var þá statt í húsinu Bólstaðarhlíð nr. 39 við Heimagötu í Vestmannaeyjum, en þar var það í fæði hjá fósturmóður sinni. Vitnið kváðst þá að vísu hafa verið farið að gera ráð fyrir því, að það yrði kallað fyrir dóm, með því að maður, er vitnið hafði sagt frá því áður að gefnu tilefni, að eng- inn vélstjóri með réttindi hefði verið í umræddri ferð, var þá búinn að hafa tal af vitninu og spyrja, hvort það mundi ekki koma fyrir rétt, yrði um það beðið. Er ákærði Sigfús hafi hringt, hafði vitnið ekki verið boðað, en hann tjáð því, að svo mundi verða. Hafi hann í upphafi verið að fá upplýsingar hjá því um það, hvort Jón Ármann Sigurjóns- son hefði verið um borð í Sæfaxa, NK 102, umrætt sinn. Vitnið kvaðst hafa svarað því til, að það hefði ekki orðið vart við Jón Ármann í umrætt sinn. Vitnið sagði, að er það hafði sagt ákærða Sigfúsi þetta, þá hefði hann beðið það um að segja ekki neitt og vita ekki neitt, er það kæmi fyrir réttinn. Þessari beiðni kvaðst vitnið hafa hafnað algerlega og sagt, að slíkt kæmi ekki til mála. Hafi þá ákærði Sigfús komið með „einhverja þvælu“ til útskýr- ingar og stuðnings beiðninni, sem vitnið kvaðst ekki hafa botnað í og ekki sett á minnið. Þá hafi og komið í símann ákærði Kristján Guðni og talað stutt. Virtist vitninu hann vera talsvert miður sín og hafi það hreint ekkert botnað í því samtali, en í því hafi þó Kristján minnzt á ómegð sína, en mælt þar um einungis eins og til stuðnings beiðni Sigfúsar. Vitnið kvað svo ákærða Sigfús hafa tekið aftur að tala, og virtist því erindi hans í stuttu máli ekki vera annað en hræra í því og fá það til að bera annað fyrir dómi en sannleikann í málinu og fyrst og fremst að láta vitneskju vitnisins um hið rétta í málinu um vélstjórann ekki koma fram fyrir réttinum. Hafi hann m. a. kveðið allt velta á framburði vitnisins í málinu. Ekki hafi hann útskýrt beinum orðum, hvað væri þetta allt, enda vitninu verið fullljóst, hvað um var að tefla og ekkert þar farið á milli mála. Vitnið kvað mikinn tíma af hinu langa samtali hafa farið, eins og gengur, í sífelldar endurtekningar um hið sama, þ. e. fyrst og fremst að taka loforð af vitninu í framangreinda átt, þ. e. að bera gegn betri vitund fyrir dómi. 820 Vitninu fannst Sigfús vera talsvert ágengur, en það staðið fast á sinni fyrri afstöðu og hann þá slitið samtalinu. Ákærði Sigfús Jörundur hefur fyrir dómi neitað, að hann hafi í framangreindu símtali reynt að fá vitnið Auðun Hafnfjörð til að bera rangt fyrir rétti. Hann kvaðst að morgni þess. 19. apríl 1967 hafa farið ásamt meðákærða Kristjáni á skrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar h/f og frétt þar, að einn af áhöfn m/b Sæfaxa væri reiðubúinn að staðfesta, að Jón Ármann Sigur- jónsson hefði ekki verið um borð í umræddri veiðiferð 30. marz. Kvaðst ákærði hafa fengið upplýst hjá forstjóranum, hver maður þessi væri. Hafi hann þá innt meðákærða Kristján eftir því, hvort fyrri frásögn hans varðandi vélstjórann (þ. e. Jón Ármann) væri rétt, og hafi Kristján fullvissað ákærða um, að svo væri. Til- gangur símtalsins hafi einungis verið sá að ganga úr skugga um það persónulega, hvort vitnið Auðunn væri örugglega visst. urn, að meðákærði Jón Ármann hefði ekki verið um borð í umræddri ferð. Hafi Auðunn svarað því m. a., að Jón Ármann hefði ekki mætt í mat í þessari veiðiferð og hann (ákærði) þá spurt, hvenær matur hefði verið framreiddur í nefndri veiðiferð. Ákærði Sigfús kvaðst hafa verið í góðri trú um sannleiksgildi fraburða skipverja í sjóprófinu 17. apríl, er hann hafi hringt í Auðun. Hann kvaðst ekki hafa hlustað á símtal Kristjáns við Auðun. Vitnið Auðunn Hafnfjörð og ákærði Sigfús Jörundur voru sam- prófaðir og staðfesti vitnið, að erindi ákærða Sigfúsar hafi verið að fá vitnið til þess að vita ekki neitt og segja ekki neitt. Ákærði Sigfús kvað það ekki rétt, að það hefði verið erindi hans við vitnið, en er hann var aðspurður, hvort orð kynnu að hafa fallið á þessa leið, svaraði ákærði því til, að honum fyndist það ósenni: legt, en samtalið orði til orðs myndi hann ekki. Þá kvaðst ákærði Sigfús telja mjög sennilegt, að hann hefði getið þess, að allt kynni að velta á framburði vitnisins. Hinn 27. apríl 1967 kom meðákærði Kristján Guðni öðru "sinni fyrir dóm í máli þessu og játaði þá, að fyrri framburður hans um, að bróðir hans Jón Ármann hefði verið I. vélstjóri í veiði. ferð Sæfaxa 30. marz, væri rangur og jafnframt að hann hefði fengið þrjá af meðákærðu til að bera rangt um þetta atriði. Meðákærði Kristján kvað ákærða Sigfús ekki hafa átt þátt að fá umræðda menn til verksins, en ákærði Sigfús hafi vitað um þetta, þar eð hann hafi tjáð Sigfúsi ætlun sína áður en eða þegar á eftir, að meðákærði Jón Ármann hafði tekið að sér að leika hlutverk vélstjórans, og hafi því ákærði Sigfús vitað, áður 821 en réttarhöldin hófust hinn 17. apríl 1967 og meðan á þeim stóð, að framburðir meðákærða Kristjáns og 3ja annarra meðákærðu þann dag voru rangir. Kristján kvað Sigfús hafa spurt sig, hvort hann, Kristján, teldi sig geta „staðið á því“, en eigi hafi Sigfús mótmælt áætlun hans né síðari framkvæmd hennar. Kristján var og spurður um símtal það, sem að framan greinir, milli hans og Sigfúsar annars vegar og vitnisins Auðuns Hafnfjörðs hins vegar. Kvað hann Sigfús hafa hringt og talað mestallan tímann, sem það stóð. Kristján kvaðst varla geta sagt, að hann hafi hlustað á eða almennilega heyrt til Sigfúsar, en svo mikið væri víst, að eigi hafi Sigfús hótað vitninu Auðuni neinu. Kristján kvað þó engin tvímæli vera, hvert hefði verið erindi Sigfúsar við vitnið Auðun, þar eð hringt hafi verið í hann einvörðungu í tilefni nýheyrðrar frásagnar for- stjóra vátryggingafélags bátsins um, að téður Auðunn mundi verða kvaddur fyrir dóm. Orðaskipti kvaðst Kristján, svo sem áður sagði, ekki muna glöggt, enða ekki í því ástandi (Í sjokki“), sem hann var, hafa lagt eyrun vel við, allra sízt til frásagnar, en kvað sér þó frá upphafi hafa verið ljós tilgangur Sigfúsar rheð samtalinu og meðan það stóð vel hafa vitað, um hvað það snerist, m. ö. o. að fá Auðun til að mæta ekki fyrir rétti, ella segja þar ekkert, en í öllu falli ekki að skýra frá málinu sann- leikanum samkvæmt. Hinn eiðfesti framburður vitnisins Auðuns um greint símtal var lesinn fyrir ákærða Kristjáni, og gerði hann engar athuga- semdir við hann, kvað hann vera í fullu samræmi við eigin skoð- un á því, er þarna hefði átt sér stað. 13. nóvember 1967 kom ákærði Kristján enn fyrir rétt og hvarf þá frá fyrri framburði sínum, sem rakinn er hér að framan, og bar hann þá á sama veg og meðákærði Sigfús Jörundur hafði sjálfur borið um, hvenær Kristján hefði fyrst tjáð honum um, að meðákærði Jón Ármann hefði ekki verið I. vélstjóri í veiði- ferð m/b Sæfaxa 30. marz. Enn fremur kvaðst ákærði Kristján þá ekki hafa heyrt, hvað Sigfús sagði við Auðun í greindu sím- tali, en grunað, að hann væri að spyrja um, hvort Jón Ármann hefði verið I. vélstjóri í veiðiferðinni. Í binghaldi þessu lagði ákærði Kristján fram skýrslu, merkta dskj. nr. 22, sama efnis, þ. e. um afturhvarf frá fyrri framburði. Kvaðst ákærði Kristján hafa samið skýrslu þessa um miðjan september 1967, en þá skömmu áður hefði meðákærði Sigfús innt hann eftir því, hvort hann hefði undirbúið sig undir væntan- 822 leg réttarhöld, sem hann hefði búizt við að þurfa að mæta í. Meðákærði Sigfús hafi svo síðar vélritað skýrsluna eftir sam- ljóða frumriti, sem Kristján kvaðst hafa samið einn og án hvatn- ingar frá nokkrum. Afturhvarf sitt frá fyrri framburði skýrði ákærði Kristján svo, að skömmu áður en réttarhöldin hófust yfir honum 27. apríl 1967, kl. 1450, hafi þáverandi dómsformaður, Pétur Gautur Kristjáns- son, komið að máli við hann í dómsalnum og bent honum á, að með því móti að gera Sigfús J. Johnsen að einhverju leyti með- sekan sér, þá mundi það mjög milda dóm þann, er hann væntan- lega fengi. Vegna þessa áburðar kom Pétur Gautur fyrir dóm og neitaði hann honum sem fráleitum. Við samprófun kom og í ljós, að ákærði Kristján var nokkuð óstöðugur í framburði sínum um þetta atriði. Ekki verður heldur merkt af framburði ákærða Kristjáns frá 27. apríl nein sérstök viðleitni um að gera hlut meðákærða Sigfúsar sem verstan, hvað samskipti þeirra snertir. Þar segir ákærði Kristján t. d., að meðákærði Sigfús Johnsen hafi ekki átt þátt í því að fá 3 meðákærðu til að bera rangt fyrir dómi. Í greindu réttarhaldi 27. apríl játaði ákærði Kristján að hafa borið rangt fyrir dómi og hafa fengið 3 aðra til þess. Skýrir hann þá afdráttarlaust og greinilega frá atvikum öllum að brotum sínum, þar á meðal símtalinu við Auðun, og er framburður hans þá mjög í samræmi við hinn eiðfesta framburð Auðuns. Mun ákærði þá hafa gert sér grein fyrir, að ekki var til neins að halda til streitu fyrri framburði og skýrði því sem greinilegast og réttast frá atvikum, og verður ekki séð, að hann hafi þá hafi neina ástæðu til að skýra rangt frá um þátt Sigfúsar, enda verður síðari áburður Kristjáns á fyrrverandi dómsformann að teljast ósannaður og marklaus. Afturhvarf ákærða Kristjáns frá fyrri framburði 27. apríl 1967 verður því ekki tekið til greina. Vitnið Gísli Ólafsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar h/f, til heimilis að Hávallagötu 32, Reykjavík, kvaðst minna, að það hafi verið í Vestmannaeyjum laugardaginn 15. apríl 1967 og þá ætlað að ná sambandi við Braga Björnsson lögfræðing, en ekki tekizt, og þá hringt til Sigfúsar Johnsens og tjáð honum, áð í sjóprófunum, sem fram færu vegna vélarbilunarinnar síðast í marz, yrði reynt að fá staðfestingu á þeim grun, sem þeir hjá Tryggingamiðstöðinni hefðu um, að enginn vélstjóri hefði verið um borð í síðustu veiðiferð skipsins (Sæfaxa). Vitnið kvað ákærða Sigfús hafa tjáð, að þetta gæti ekki átt sér stað. 823 Er talað er hér að framan um vélstjóra, er átt við I. vélstjóra, og veldur þessi ónákvæmni ekki neinum vafa, með því að rann- sókn málsins hefur að mestu snúizt um, hver verið hafi I. vél- stjóri, og er minnzt er á, að vantað hafi vélstjóra, er augljóst, að átt er við I. vélstjóra, þar eð ekki er minnsti vafi um, að Il. vélstjóri hafi verið um borð í greindri veiðiferð 30. marz. Af framangreindu er ljóst, að ákærði Sigfús hlaut að vita og hafði alla vega, er hann hringdi í vitnið Auðun, fulla ástæðu til að ætla, að meðákærði Jón Ármann hefði ekki verið I. vélstjóri í veiðiferð m/b Sæfaxa 30. marz, enda fékk hann fulla staðfest- ingu á því í upphafi símtalsins. Samt verður ekki talin fram komin sönnun um, að ákærði Sigfús hafi haft ásetning um að fá vitnið Auðun til að bera rangt fyrir dómi, er hann hringdi til þess. Ákærði Sigfús hafði, eins og áður er komið fram, gengizt í ábyrgð fyrir meiri hluta af kaupverði m/b Sæfaxa. Eftir að ákærði Sigfús og meðákærði Kristján höfðu verið á fundi með forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar h/f að morgni miðvikudagsins 19. apríl 1967, var þeim ljóst orðið, að engar vá- tryggingarbætur yrðu greiddar vegna vélarbilunar m/b Sæfaxa, ef það sannaðist, að enginn yfirvélstjóri hefði verið um borð í skipinu í veiðiferðinni 30. marz. Þá var þeim og ljóst, að allt gat oltið á framburði vitnisins Auðuns, hvort gildi fyrri framburða um þetta atriði yrði hnekkt. Miklir hagsmunir voru fyrir ákærðu Sigfús og Kristján tengdir því, hvernig framburður vitnisins Auð- uns yrði þá síðar um daginn. Með eiðfestum framburði vitnisins Auðuns Hafnfjörðs Jóns- sonar, sem fær stuðning í framburði meðákærða Kristjáns Guðna, og þegar virt er annars vegar, að við samprófun vitnisins Auðuns og ákærða Sigfúsar þokast ákærði heldur nær framburði vitnis- ins, og hins vegar, hversu miklir hagsmunir voru Í húfi fyrir ákærða Sigfús og tengdir röngum framburði vitnisins Auðuns og eftir öðru, sem upplýst er í málinu, verður að telja, að fram sé komin lögfull sönnun um, að ákærði Sigfús Jörundur Árnason Johnsen hafi með símtali á tímabilinu kl. 1215 til kl. um 1300 19. apríl 1967 reynt að fá vitnið Auðun Hafnfjörð til að bera rangt í réttarhaldi sama dag, svo sem lýst er nánar í Ill, lið ákæru. Hefur ákærði með þessu atferli gerzt brotlegur við 1. mgr. 142. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 824 IV. 1. Svo sem greint hefur verið frá hér að framan, kom skip- stjórinn á m/b Sæfaxa, NK 102, ákærði Kristján Guðni, fyrstur fyrir rétt, er sjóprófin hófust fyrir sjó- og verzlunardómi Vest- mannaeyja 17. apríl 1967, og bar um sjóferð skipsins frá Neskaup- stað til Vestmannaeyja og vélarbilun í þeirri ferð 17. marz s. á. og einnig um síðari ferðir skipsins og einkum um veiðiferð þess 30. marz s. á., er það varð fyrir vélarbilun, svo að draga varð það til hafnar. Er ákærði Kristján var spurður um veiðiferðina 30. marz, kvað hann meðákærða Jón Ármann Sigurjónsson, þann, er undir- ritaði véladagbók þann dag, hafa verið vélstjóra þá veiðiferð, en hann ekki verið lögskráður, þar eð búið hafi verið að ráða annan vélstjóra frá og með næsta degi, Kristján nokkurn Georgsson. Eftir að vitnið Auðunn Hafnfjörð hafði borið, að það hefði ekki orðið vart við meðákærða Jón Ármann í greindri veiðiferð, kom ákærði Kristján aftur fyrir dóminn 27. apríl 1967 og játaði þá, að fyrri framburður sinn um, að meðákærði Jón Ármann hefði verið vélstjóri í veiðiferðinni, væri rangur. Áður höfðu meðákærðu Jón Ármann, Atli Benediktsson og Hrafn Hansen breytt fyrri framburðum og staðfest framburð vitnisins Auðuns um, að Jón Ármann hefði ekki verið yfirvélstjóri í greindri ferð. Með játningu ákærða Kristjáns, vætti vitnisins Auðuns og framburði meðákærðu er því sannað, að ákærði Kristján bar rangt um þetta atriði fyrir dómi 17. apríl 1967. 2. a. Á sama veg og ákærði Kristján, eins og lýst er undir lið 1, báru og fyrir réttinum 17. apríl Hrafn Hansen og Atli Benediktsson um, að meðákærði Jón Ármann hefði verið vél- stjóri í greindri veiðiferð, og staðfesti meðákærði Jón Ármann þetta og með framburði sínum í réttinum sama dag. Við síðari yfirheyrslu fyrir dómi viðurkenndu framangreindir meðákærðu, svo sem lýst er undir lið I og 1l hér að framan, að framburðir þessir væru rangir og að ákærði Kristján hefði fengið þá til þess. Ákærði Kristján viðurkenndi og í réttarhaldi 27. apríl 1967 að hafa fegið þá til verksins. Með játningu ákærða og framburði þessara meðákærðu er sönnuð hlutdeild ákærða Kristjáns í broti þeirra. b. Eins og rakið er undir lið II, 2, hér að framan, var lögð fram og sýnd í réttarhaldi 17. apríl 1967 véladagbók m/b Sæfaxa, 825 þar sem var bókun um veiðiferðina 30. marz og vélgæzlu í þeirri ferð, og staðfesti meðákærði Jón Ármann með undirritun sinni, að bókunin væri rétt. Fram er komið, að Jón Ármann var ekki 1. vélstjóri í greindri ferð, og var því þetta fölsun á vélaðagbók- inni. ' Kvað meðákærði Jón Ármann ákærða Kristján hafa fengið sig til þessa verknaðar og talið honum trú um, að með því mundi hann, þ. e. Jón Ármann, mjög trúlega losna við að þurfa að mæta fyrir rétti. Ákærði Kristján hefur í þinghaldi 27. apríl 1967 viðurkennt að hafa fengið bróður sinn, meðákærða Jón Ármann, til að undir- rita falsaða bókun í véladagbók. Hefur ákærði með greindu atferli gerzt sekur um hlutdeild í broti meðákærða Jóns. 3. Í símtali því, sem lýst er undir lið III, talaði og ákærði Kristján. Kvaðst hann ekki hafa þorað að biðja Auðun að skrökva, enda þá orðin ljós alvara málsins, en þó hafi hann ekki getað stillt sig um að benda Auðuni á, hve alvarlegt málið væri fyrir sig eftir nýheyrðum hótunum forstjóra vátryggingafélagsins. Vitnið Auðunn kvað ákærða Kristján hafa talað stutt og það hreint ekkert botnað í samtali þessu, en því virtist hann talsvert miður sín. Hann hafi minnzt m. a. á ómegð sína, en ræddi þar um einungis eins og til stuðnings beiðni Sigfúsar. Ákærði Kristján minntist á ómegð sína við vitnið Auðun og benti því á, hve málið væri alvarlegt fyrir hann í beinu fram- haldi af símtali Sigfúsar, bar sem meðákærði Sigfús, eins og greinir undir lið 1ll, reyndi að fá vitnið Auðun til að bera rangt fyrir dómi. Þegar þannig er virt, við hvaða aðstæður og í hvaða sambandi hin tilvitnuðu ummæli ákærða Í lið IV, 3. tl, eru sett fram, verður að telja, að hann hafi með þeim ætlað að reyna að hafa áhrif á vitnið Auðun í þá átt, að það bæri rangt fyrir dómi. 4. Í upphafi sjóprófanna, þ. e. í þinghaldi 17. apríl 1967, lagði ákærði Kristján fram sjóferðarskýrslu, merkta dskj. nr. 2, um sjóferðir m/b Sæfaxa frá 15. marz til 30. marz 1967. Í sama binghaldi var sýnd dagbók skipsins, sem svo var nefnd, en var í raun löggilt eftirlitsbók, sem færð hafði verið sem dagbók af ákærða Kristjáni og einnig af fyrri skipstjórnarmönnum m/b Sæfaxa. Var bókin aftur sýnd í þinghaldi 13. nóvember 1967, og bar þá tveimur meðdómsmönnunum í sjó- og verzlunardómi Vest- mannaeyja saman um, að fært hefði verið í bókina eins og dag- 826 bók á tímabilinu frá 1. maí til 29. september 1966 (sic). Við dómaraskiptin í máli þessu voru skjöl málsins fengin núverandi dómara, og þar á meðal var útdráttur úr eftirlitsbók m/b Sæfaxa, NK 102, sem láðst hafði að leggja fram að því, en var lögð fram í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja 13. nóvember 1967 og merkt dskj. nr. 18, og sama dag lagði ákærði Kristján fram afrit af sama útdrætti, en með árituðum breytingum, og er það merkt dskj. nr. 21. Þegar talað hefur verið um dagbók og eftir- litsbók er því átt við sömu bók. Hin löggilta eftirlitsbók hefur því verið notuð sem dagbók skipsins og lögð fram í sjó- og verzl- unardómi Vestmannaeyja sem slík. Í 4. tl. IV. liðar ákæruskjalsins er ákærða Kristjáni gert að sök að hafa í blekkingarskyni tilgreint ranglega í dagbók vélbáts- ins Sæfaxa eftirfarandi: „Næstu daga (þ. e. frá 18. marz) var báturinn hreinsaður og lagfært bað, sem úrskeiðis hafði farið. Lá báturinn við bryggju til 30. marz“. Þessar tilgreindu setningar eru teknar orðréttar upp úr dóms- skjali nr. 2, sem er sjóferðarskýrsla skipstjóra, ákærða Kristjáns. Hafa þarna orðið mistök eða orðabrenglun við samningu ákæru. Verknaði ákærða er annars rétt lýst í ákæru, og vitnað er þar í dskj. nr. 2. Verður þannig ekki talið, að ákæru sé áfátt um svo verulegt atriði, að vísa beri frá kröfu ákæruvaldsins, að því er varðar þennan þátt hennar, og verður hann því tekinn til efnis- meðferðar, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 82/1961. Samkvæmt 39. gr. siglingalaga nr. 66/1963 ber skipstjóra að gera sjóferðarskýrslu um atburði þá, sem verða á ferð skips eða í fermingar- eða affermingarstað þess, er skip eða farmur bíður skaða við, svo að nokkru nemi, eða gild rök eru til að ætla, að tjón á þeim leiði af. Ákærða Kristjáni bar því að gera sjóferðar- skýrslu um ferð m/b Sæfaxa, NK 102, frá Neskaupstað til Vest- mannaeyja og veiðiferðir hans 25., 27. og 29. marz 1967, en í öll skiptin var gangur aðalvélar svo óeðlilegur, að halda varð til hafnar af þeim sökum. Skýrslu þessa gerði ákærði Kristján, og var hún lögð fram í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja 17. apríl 1967 og merkt dskj. nr. 2. Í skýrslunni er greint frá ferð Sæfaxa frá Neskaup- stað til Vestmannaeyja og brotsjó, vélarbilun og fleiri atburðum í ferðinni, en hins vegar er þar ekki getið um veiðiferðir skipsins 25., 27. og 29. marz 1967, heldur segir þar, svo sem vikið er að hér áður, að báturinn hafi legið við bryggju næstu daga (þ. e. 827 frá 18. marz) til 30. marz 1967 og hafi þá báturinn á tímabilinu verið hreinsaður og lagfært það, sem úrskeiðis hafði farið. Skýrsla ákærða um tímabilið frá 25. marz til 30. marz 1967 verður að telja ranga. Viðurkenndi hann í sjó- og verzlunardómi Vestmanna- eyja 17. apríl 1967, að báturinn hefði farið í veiðiferð 25. og 29. marz. Þá er í ljós leitt með vigtarnótum, framburði ákærða Guð- mundar Karls, útdrætti úr eftirlitsbók með gerðum breytingum af ákærða, merktum dskj. nr. 21, að m/b Sæfaxi fór í veiðiferðir greinda daga, 25., 27. og 29. marz, og varð fyrir vélarbilun í þeim öllum, svo að halda varð til hafnar af þeim sökum. Í þinghaldi 17. apríl 1967 var lögð fram til sýnis í réttinum af ákærða Kristjáni dagbók m/b Sæfaxa, eins og bókin var þá nefnd, en hún var, eins og áður getur, í raun löggilt til að vera eftirlitsbók bátsins. Í greindu þinghaldi ræðir ákærði Kristján um bók þessa sem dagbók bátsins og kveðst m. a. hafa gefið vél- stjóra upp dagsetningar eftir þessari dagbók sinni. Þá ber og tveimur meðdómsmönnum, sem eru reyndir skip- stjórnarmenn, í þinghaldi 13. nóvember 1967, en þá var eftirlits bókin aftur sýnd í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja, saman um, að hún beri það með sér að hafa verið færð sem dagbók skipsins frá 1. maí til 29. september 1966, þó að hún væri ekki undirrituð af skipstjóra. Bókin var færð með álíka hætti af ákærða Kristjáni tímabilið 15. marz til 31. marz 1967. Í síðar- nefnda þinghaldinu heldur ákærði Kristján því hins vegar fram, að hann hafi ekki haldið dagbók, þar sem hún hafi ekki verið um borð í skipinu, er það fór frá Neskaupstað, og hann hafi bætt úr því, eftir að til Vestmannaeyja kom. Hann kvaðst ekki hafa fært eftirlitsbókina sem dagbók, heldur eingöngu skrifað í hana sér til minnis og ritað í hana sumt jafnóðum, annað á eftir. Samkvæmt 35. gr. siglingalaga var ákærða Kristjáni skylt sem skipstjóra að halda dagbók um ferðir m/b Sæfaxa, eftir að hann tók við stjórn hans. Meðal skipsbóka var þá löggilt eftirlitsbók, sem bar með sér að hafa verið færð sem dagbók skipsins áður. Hélt ákærði Kristján áfram að færa bókina á sama hátt og leggur bókina síðar fram Í sjó- og verzlunarðómi sem dagbók sína. Verður að telja, að ákærði Kristján hafi með færzlum sínum í hina löggiltu eftirlitsbók leitazt við að uppfylla skyldu sína sem skipstjóri, sbr. 35. gr. siglingalaga. Við dagsetningu 25/3 bókaði ákærði Kristján einungis: „Unnið um borð“. 828 Við dagsetningu 27/3 bókaði hann: „Vinnu að ljúka og vél ræst, og virðist allt vera í lagi“. Og við dagsetningu 28/3 bókaði hann: „Farið út á fiskirí kl. 5. Keyrt í N-V kl. 610, hægt á vegna hita á vél, slóað í land, verk- stæðismenn koma um borð“. Í fyrrnefndu þinghaldi 17. apríl 1967 voru sýnd vigtarvottorð, þar sem greint var frá fisklöndunum úr m/b Sæfaxa 25. marz, 29. marz og 31. marz. Viðurkenndi ákærði Kristján þá að hafa skráð ranglega í vélabókina, en dagsetningar í henni voru færðar samkvæmt eftirlitsbók, og að vigtarvottorðin væru rétt. Löndunin 25. marz kvað hann eiga við veiðiferð, sem greind hafi verið í véladagbókinni með dagsetningunni 28. marz. Hafi verið haldið til veiða 25. marz. Síðan verið legið yfir páskana og næsta veiði- ferð farin 29. marz. Að öðru leyti taldi hann dagbókina rétta. Þá er og ljóst af framburði meðákærða Guðmundar Karls, sbr. skýrslu hans, merkt dskj. nr. 19, og af breytingum, sem ákærði gerði sjálfur á afriti af útdrætti úr eftirlitsbók, merktri dskj. nr. 21, að m/b Sæfaxa var siglt til veiða 27. marz 1967, en skipinu snúið við eftir kiukkustundar siglingu á miðin og haldið aftur til hafnar vegna vélarbilunar. Virðist augljóst, þegar borin eru saman dskj. nr. 19 og 21, að bókun við dags. 28/3 í dagbók á við ferð bátsins 27. marz, en ekki hefur verið farið í róður eða aðra ferð á bátnum 28. marz. Bókun ákærða Kristjáns í eftirlitsbókina er því röng að því leyti, að hann leynir róðrum m/b Sæfaxa 25. og 27. marz 1967 með því að skrá ekkert um þá í dagbókina við þessar dagsetningar, en bókar hins vegar við dags. 28. marz um róður, sem farinn var 27. marz (bls. 31). Í þinghaldi 27. apríl 1967 kvaðst ákærði Kristján hafa gert hina röngu sjóferðarskýrslu og hinar röngu færslur í skipsdagbók í því skyni að leyna þeirri staðreynd, að sérstakur yfirvélstjóri hefði ekki verið um borð í veiðiferðinni 30. marz, og bann veg forðazt missi undanþágu til skipstjórnar á greindu skipi. Hefur ákærði Kristján með þessu athæfi gerzt sekur um að tilgreina ranglega í sjóferðarskýrslu og í eftirlitbók m/b Sæfaxa, sem færð var sem dagbók og lögð fram í rétti sem sönnunar- gagn um ferðir bátsins og atburði í þeim. Er ljóst, að þetta var gert til þess að blekkja með því í lögskiptum. Ástæðurnar til þess, að ákærði framdi verknaði þá, sem lýst er hér að framan í tl. 1, 2 og 4, kvað ákærði Kristján hafa verið 829 þá, að hann, sem hafði skipstjórnarréttindi á m/b Sæfaxa sam- kvæmt sérstakri undanþágu, óttaðist að missa þau réttindi, ef það sannaðist, að hann hefði farið í róður án löglegs yfirvélstjóra. Hann neitaði hins vegar að hafa framið verknaði þessa Í auðg- únárskyni eða til að afla sér ólöglega tryggingarfjárhæð. Þykir ákærði með framangreindum verknuðum hafa brotið þau refsilagaákvæði, sem rétt eru tilgreind í niðurlagi IV. liðar ákæru, að öðru leyti en því, að sú háttsemi ákærða, sem greinir í tl. 2, að fá meðákærða Jón Ármann til að rita ranga bókun í véladagbók, þykir ekki varða við 1. mgr. 142. gr., sbr. 22. gr. alm. hegningarlaga, heldur 1. mgr. 158. gr., sbr. 22. gr. sömu laga. V. - Wikið var að því hér að framan, að ákærði Guðmundur Karl Guðfinnsson hafi verið skráður sem Í. vélstjóri á m/b Sæfaxa frá 24. til 30. marz 1967 og fór í veiðiferð með bátnum 25. og 27. marz s. á. Í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja var lögð fram til sýnis 17. apríl 1967 véladagbók m/b Sæfaxa, NK 102, og útdráttur úr henni lagður fram í sama dómi 13. nóvember 1967, merktur dskj. nr. 16, sbr. lið 1, 2. tl, hér að framan. . Í bókinni er greint frá veiðiferðum m/b Sæfaxa 28. og 29. marz 1967 og gangi vélar bátsins lýst í þessum ferðum. Kemur þar og fram, að vélstjóri hafi verið í þessum ferðum ákærði Guð- mundur Karl, og verður helzt af útdrættinum ráðið, að ákærði Guðmundur hafi annazt þessa bókun. Í bókina er hins vegar ekkert bókað um veiðiferðir bátsins 25. og 27. marz 1967. Ákærði Guðmundur hefur fyrir dómi neitað að hafa fært véla- dagbók þá 2 daga, sem hann var Í. vélstjóri á m/b Sæfaxa. Hann kvaðst ekki hafa vitað, að það væri véladagbók um borð. Ekki kvaðst hann hafa fært inn í véladagbók það, sem bókað var í hana um veiðiferðir 28. og 29. marz 1967, né hafi það verið bókað ettir honum. Ástæða til þess, að hann hafi ekki fært dagbók, hafi verið sú, að það hefi ekki verið venja að færa véladagbók á bátum af þessari stærð. Hann kvaðst ekki með þessari vanrækslu um að færa véladag- bók hafa ætlað að leyna neinu um ferðir bátsins. Þann 13. nóvember kom ákærði Guðmundur fyrir sjó- og verzl- 830 unardóm Vestmannaeyja. Lagði hann þá fram skýrslu um vél- gæzlu sína í veiðiferðunum 25. og 27. marz 1967. Kvaðst hann einungis hafa farið þessar tvær ferðir með m/b Sæfaxa og lýsti því, sem bar við í vélarúmi í ferðum þessum. Er véladagbókin var lögð fram í réttarhaldi 17. apríl 1967, var meðákærði Kristján Guðni spurður um efni hennar. Hann kvað ekki hafa verið bókað í hana jafnóðum, heldur síðar og hafi það gert vélstjóri sá, sem skráður var á skipið 24. marz (til 30. marz) og var um borð, þ. e. ákærði Guðmundur Karl. Hann hafi þá spurt sig um dagsetningar og hann (þ. e. meðákærði Kristján) þá gefið honum upp dagsetningar eftir sinni dagbók. Þann 27. apríl 1987 kom meðákærði Kristján, svo sem áður greinir, aftur fyrir dóm, og játaði hann þá að hafa borið rangt, er hann kom í fyrra skiptið fyrir dóm. Hann kvaðst nú sjálfur hafa gert bókanir í véladagbók fyrir þá tvo daga, sem Guðmundur Guðfinnsson var yfirvélstjóri, en Guðmundur hafi ekkert bókað í véladagbók þá daga. Gegn neitun ákærða Guðmundar verður því að telja með öllu ósannað, að ákærði hafi bókað nokkuð í véladagbók m/b Sæfaxa og að hann hafi með þeirri vanrækslu í blekkingarskyni ætlað að leyna neinu um veiðiferðir bátsins. Ber því að sýkna ákærða af því að hafa brotið 1. og 2. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 35. gr. siglingalaga nr. 66/1963 ber vélstjóra að skrifa vélabók með umsjá skipstjóra og skrifa allt í bókina eftir réttri tímaröð, í höfn eftir hvern sólarhring, en á sjó eftir varð. tíðir. Með því að vanrækja með öllu að færa nokkuð inn í vélabókina um vélgæzlu sína í veiðiferðum m/b Sæfaxa 25. og 27. marz hefur ákærði gerzt sekur um brot við framangreind ákvæði sigl- ingalaga. VI. Vikið var að útgerð bátsins Sæfaxa hér að framan. Er af því ljóst, að hún hefur gengið mjög erfiðlega. Báturinn varð strax fyrir óhappi og vélarbilun í ferð sinni frá Neskaupstað til Vest- Mmannaeyja, og einnig varð vart vélarbilana í fyrstu veiðiferðum bátsins, eftir að til Vestmannaeyja kom, svo að ekki mun hafa aflazt sem skyldi. Þrír skipverja, ákærðu Atli og Hrafn svo og Björgvin Guðmundsson vélstjóri, komu frá Reykjavík og urðu að afla sér viðurgernings og uppihalds á staðnum eða láta annazt 831 um það fyrir sig. Bjuggu þeir þar í gistihúsi, meðan skipið lá í höfn vegna vélarbilunar. Kvaðst vitnið Björgvin ekki hafa fengið kauptryggingu greidda, eins og samningar stóðu til, og það m. a. valdið því, að hann strauk úr skiprúmi. Af framburðum ákærðu Atla og Hrafns sést og, að þeir telja sig hafa verið fjárhagslega háða ákærða Kristjáni í sambandi við húsnæði, fæði, eyðslufé og annað uppihald. Verður á það fallizt, að þessir ákærðu hafi verið svo háðir ákærða Kristjáni, að jafna megi til þess, sem lýst er í 5. tl 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Jón Ármann er bróðir meðákærða Kristjáns, en tölu- vert yngri. Sýnt er, að ákærði Jón hefur verið töluvert háður bróður sínum, sem virðist hafa haft töluvert áhrifavald yfir honum, og honum ætíð fundizt erfitt að neita bón hans. Ákærði Kristján mun hafa verið mun betur máli farinn og kunnað það vel að tala máli sínu, að ákærði Jón hafi að jafnaði átt óhægt um vik til andsvara. Ákærði Kristján fékk bróður sinn til föls- unar á véladagbókinni undir því yfirskini, að aðeins væri um formsatriði að ræða, og er Jón fyrst jánkaði tilmælum bróður síns um, hvort nefna mætti nafn hans í sambandi við róður (30. marz) sem vélstjóra, er ekki víst, að hann hafi gert sér grein fyrir því, að þetta væri refsilagabrot, en er honum varð það síðar ljóst, er hann ekki nægilega sjálfstæður til að neita, eins og hugur hans stóð til, frekari afskiptum af máli þessu, þ. á m. að bera rangt fyrir dómi. Ákærði Jón kom síðar, eftir að hafa framið brot sín, til dómara og sagði af sjálfsdáðum til þess og skýrði hreinskilnislega frá atvikum að því og var reiðubúinn að bæta eftir megni úr unnu tjóni af því. Hegðun hans eftir brotið og við rannsókn málsins var Í alla staði góð, og hann, sem mun vera mjög trúhneigður, mun hafa haft töluverða raun af broti sínu og iðrast þessara gerða sinna. Samkvæmt heimild í 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga þykir mega færa refsingu þessara þriggja ákærðu niður úr því lágmarki, sem í 142. gr. almennra hegningarlaga er ákveðin við broti þeirra. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin þannig: Ákærði Kristján Guðni skal sæta fangelsi í 7 mánuði. Ákærði Jón Ármann skal sæta varðhaldi í 60 daga. Ákærði Sigfús Jörundur skal sæta fangelsi í 3 mánuði. Ákærði Guðmundur Karl skal greiða kr. 6.000.00 í sekt til 832 ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði Atli Benedikt skal sæta fangelsi í 60 daga. Ákærði Hrafn Hólmfjörð skal sæta fangelsi í 45 daga. Eftir atvikum þykir mega ákveða, að fresta skuli fullnustu refsingar ákærða Jóns Ármanns og hún niður falla að liðnum 3 árum, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar- laga, sbr. lög nr. 22/1955. Dæma ber ákærða Kristján Guðna til að greiða málsvarnar- laun til skipaðs verjanda síns, héraðsdómslögmanns Jóns Óskars- sonar, sem ákveðast kr. 8.500.00. Dæma ber alla hina ákærðu til að greiða málsvarnarlaun til skipaðra verjenda sinna, sem ákveðin eru svo: Ákærði Jón Ármann greiði til héraðsdómslögmanns Péturs Gauts Kristjánssonar kr. 7.000.00. Ákærði Sigfús Jörundur greiði til hæstaréttarlögmanns Jóns Hjaltasonar kr. 18.000.00. Ákærði Guðmundur Karl greiði til héraðsdómslögmanns Péturs Gauts Kristjánssonar kr. 6.000.00. Ákærði Atli Benediktsson greiði til hæstaréttarlögmanns Arnar Clausens kr. 7.500.00. Ákærði Hrafn Hólmfjörð greiði til hæstaréttarlögmanns Bene- dikts Blöndals kr. 7.500.00. Þá ber að dæma ákærðu til að greiða allan annan sakarkostnað einn fyrir alla og állir fyrir einn. ' Því dæmist rétt vera: Ákærði Kristján Guðni Sigurjónsson sæti fangelsi í 7 mánuði. Ákærði Jón Ármann Sigurjónsson sæti varðhaldi í 60 daga, en fullnustu refsingar hans skal fresta, og niður skal hún falla að 3 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 23/1955, haldin. Ákærði Sigfús Jörundur Árnason Johnsen sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði Guðmundur Karl Guðfinnsson greiði Í sekt til ríkis- sjóðs kr. 6.000.00, og komi 12 daga varðhald í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 833 Ákærði Atli Benediktsson sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði Hrafn Hólmfjörð Hansen sæti fangelsi Í 45 daga. Ákærði Kristján Guðni greiði skipuðum verjanda sínum, héraðsdómslögmanni Jóni Óskarssyni, í málsvarnarlaun kr. 8.500.00. Ákærði Jón Ármann greiði skipuðum verjanda sínum, héraðsdómslögmanni Pétri Gaut Kristjánssyni, kr. 7.000.00. Ákærði Sigfús Jörundur greiði skipuðum verjanda sínum, hæstaréttarlögmanni Jóni Hjaltasyni, í málsvarnarlaun kr. 18.000.00. Ákærði Guðmundur Karl greiði skipuðum verjanda sínum, héraðsdómslögmanni Pétri Gaut Kristjánssyni, í málsvarnar- laun kr. 6.000.00. Ákærði Atli Benediktsson greiði skipuðum verjanda sínum, hæstaréttarlögmanni Erni Clausen, í málsvarnarlaun kr. 7.500.00. Ákærði Hrafn Hólmfjörð greiði skipuðum verjanda sínum, hæstaréttarlögmanni Benedikt Blöndal, kr. 7.500.00. Ákærðu greiði allan annan sakarkostnað in solidum. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 53 834 Miðvikudaginn 4. nóvember 1970. Nr. 105/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Magnúsi Jóhannssyni (Ragnar Ólafsson hr|l.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Brot gegn 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, skattalögum og lögum um bókhald. Dómur Hæstaréttar. Málavöxtum er einkar skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. 1. Telja verður samkvæmt gögnum málsins, að víxlasam- þykktir ákærða, sem í málinu greinir, hafi að talsverðu leyti verið vegna vörukaupa hans. Ríkisskattanefnd hefur áætlað og ákveðið vangreidda skatta ákærða þannig fyrir árin 1963 og 1964: Ár Söluskattur Tekjuskattur 1963 kr. 90.290.00 kr. 152.864.00 1964 — 241.035.00 — 143.549.00 Héraðsdómendur komast að þeirri niðurstöðu, að hinir vangreiddu skattar séu hóflega reiknaðir svo: Ár Söluskattur Tekjuskattur 1963 kr. 53.286.00 kr. 107.625.00 1964 -— 215.636.00 — 222.251.00 Þess ber að geta, að einungis er ákært fyrir vangreiddan tekjuskatt fyrir skattárið 1964, að fjárhæð kr. 143.549.00, og hafa héraðsdómendur tekið tillit til þess. 835 Samkvæmt útreikningum héraðsdómenda hefur of lág út- svarsálagning á ákærða numið fyrir skattárið 1963 kr. 96.900.00 og fyrir skattárið 1964 kr. 234.700.00, en ákærði var einungis saksóttur fyrir að hafa valdið of lágri útsvars- álagningu nefnd ár, samtals að fjárhæð kr. 250.000.00, og hafa héraðsdómendur lagt það til grundvallar dómi sínum. Ríkisskattanefnd gerði ákærða að greiða viðbótaraðstöðu- gjald fyrir árin 1963 og 1964, samtals að fjárhæð kr. 61.600.00. En ákærði er saksóttur fyrir að hafa skotið sér undan álagn- ingu aðstöðugjalds fyrir skattárin 1963 og 1964, samtals að fjárhæð allt að kr. 45.500.00. Héraðsdómendur hafa metið, að hið undandregna aðstöðugjald fyrir bæði árin nemi kr. 92.766.00. Þegar litið er til gagna máls þessa, þ. á m. úrskurðar rikis- skattanefndar, þykja hin undandregnu skattgjöld ekki nema lægri fjárhæðum en héraðsdómendur hafa metið. Framangreind brot ákærða eiga eigi undir ákvæði 145., 146. og 147. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti er atferli ákærða, er í kafla þessum greinir, réttilega heimfært til refsiákvæða í héraðsdómi að því við- bættu, að undanskot hans undan útsvari og aðstöðugjaldi varða við sömu lagagreinar og undanskot hans undan tekju- skatti, þær, er í hinum áfrýjaða dómi getur, sbr. 118. gr. laga nr. 82,/1961. 1. Bókhaldsbrot ákærða þykja varða við þau lagaákvæði, er í héraðsdómi greinir, að því viðbættu, að brot, er í Í, 3. tl. ákæru getur, varðar við 158. gr. almennra hegningarlaga, en eigi við 262. gr. þeirra. 11. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 2. mgr. 49. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga fangelsi 3 mánuði og 1.200.000.00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi fangelsi 9 mánuði í stað sektar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. 836 Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sviptingu veralunár- leyfa og greiðslu sakarkostnaðar. Dæma ber ákærða til að bera kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 65.000.00, og laun verjanda sins, kr. 65.000.00. Dómsorð: Ákærði, Magnús Jóhannsson, sæti fangelsi 3 mánuði og greiði kr. 1.200.000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi Íangelsi 9 mánuði í stað sektar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu verzlunarleyfa og greiðslu sakarkostnaðar skulu vera óröskuð. Ákærði greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin málssóknarlaun í ríkissjóð, kr. 65.000.00, og laun verjanda sins, Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 65.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 25, marz 1970. Ár 1970, miðvikudaginn 25. marz, var á dómþingi sakaðóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara sem dómsformanni og Eggert Kristjánssyni og Sigurði Stefánssyni löggiltum endurskoðendum sem meðdómend- um, kveðinn upp dómur í málinu nr. 161/1970: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Jóhannssyni, sem tekið var til dóms 23. þ. m. Með ákæru, dags. 19. apríl 1967, var opinbert mál höfðað gegn Magnúsi Jóhannssyni kaupmanni, Sunnubraut 18 í Kópavogi, fæddum 24. desember 1928 á Patreksfirði, „fyrir að hafa með æftirgreindum hætti gerzt sekur um skattsvik og bókhaldsbrot í sambandi við rekstur húsgagnaverzlunar sinnar — Skeifunnar — að Laugavegi 59 í Reykjavík: I. Skattsvik. Ákærða er gefið að sök að hafa: 1. Á árunum 1963, 1964 og 1965 dregið undan við framtal til söluskatts verulegan hluta af vörusölu verzlunar sinnar, Skeif- 837 unnar að Laugavegi 59 í Reykjavík. Er sala þessi og undandreginn söluskattur talin nema eftirtöldum fjárhæðum: Ár Sala Söluskattur 1963 .. .. 3.100.000.00 90.290.00 1964 .. .. 4.800.000.00 241.035.00 1965 .. .. 2.355.825.00 164.358.00 10.255.825.00 495.683.00 2. Við framtal til tekjuskatts og eignarskatts fyrir skattárin 1963 og 1964 dregið undan álagningu hreinar tekjur fyrra árið allt að kr. 504.500.00, sem leiddi til lægri tekjuskattsálagningar en vera átti, sem nam alit að kr. 152.864.00, og síðara árið hreinar tekjur allt að kr. 526.400.00, sem leiddi til lægri tekjuskatts- álagningar en vera átti, sem nam allt að kr. 143.549.00. 3. Dregið á skattárunum 1963 og 1964 tekjur undan álagningu útsvars allt að kr. 504.500.00 fyrra árið og hið síðara allt að kr. 526.400.00, sem leiddi til lægri tekjuútsvarsálagningar en vera átti fyrir bæði árin, sem nam allt að kr. 250.000.00. 4. Á skattárunum 1963 og 1964 dregið undan skattstofn við álagningu aðstöðugjalds, að fjárhæð allt að kr. 6.500.000.00 bæði árin, sem leiddi til lægri álagningar aðstöðugjalds en vera átti fyrir bæði árin, sem nam allt að kr. 45.500.00. Telst ákærði með fyrrgreindum sakarefnum, svo sem rakin eru í liðum 1—4 incl, hafa gerzt brotlegur við þau lagaákvæði, er hér greinir: Með 1. lið við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 26. gr., sbr. 25. gr. laga um söluskatt nr. 10/1960 og 31. gr., sbr. 30. gr. reglugerðar nr. 15/1960 um sama efni, með 2. lið við 1., sbr. 5. mgr. 48. gr. laga nr. 55/1964 um tekjuskat og eignarskatt, sbr. áður 1. og 4. mgr. 48. gr. laga nr. 70./1962, en nú 1. og 5. mgr. 48. gr. laga nr. 90/1965 um sama efni, sbr. 1. og 3. mgr. 112. gr. reglugerðar nr. 245/1963 um sama efni, en með 3. og 4. lið við 2. og 5. mgr. 61. gr. laga nr. 51/1964 um tekju- stofna sveitarfélaga, sbr. 5. gr. laga nr. 67/1965 um breytingu á þeim lögum. Ennfremur þykir sakarefni allra fyrrgreindra fjög- urra liða varða við 145, gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 148. gr. eða 147. gr. sömu laga. Il! Bókhaldsbrot. 1. Ákærða er gefið að sök að hafa í blekkingarskyni vanfært í bókhaldi sínu vörukaup á tímabilinu apríl til desember 1964 frá 838 Trésmiðju Birgis Ágústssonar um allt að kr. 1.236.734.00 eftir röngum reikningum, sem að neðan greinir: Reiknings- Dag- númer setning Rétt verð Rangt verð 915 9/4 kr. 51.180.00 kr. 1.500.00 983 20/4 — 39.465.00 — 600.00 1020 28/4 — 27.760.00 — '750.00 1088 13/5 — 48.320.00 — 1.180.00 1094 13/5 — 20.470.00 — 300.00 1119 21/5 — 30.240.00 — 1.700.00 1145 26/5 — 17.520.00 — 850.00 1150 27/5 — 31.600.00 — 600.00 1204 9/6 — 24.720.00 — 1.180.00 1206 10/6 — 21.845.00 — 300.00 1222 12/6 — 21.040.00 — 2.360.00 1262 25/6 — 55.560.00 — 4.720.00 1283 30/6 — 21.520,00 — 1.500.00 1306 6/7 — 42.100.00 — 2.180.00 1313 7/1 — 30.060.00 — 3.360.00 1332 14/7 — 35.445.00 — 2.320.00 1341 15/7 — 103.040.00 — ".120.00 1369 23/7 — 67.320.00 — 1.880.00 1411 31/7 — 32.620.00 — 2.180.00 1436 7/8 — 50.700.00 — 2.680.00 1454 12/8 — '76.070.00 — 1.760.00 1519 26/8 — 80.000.00 — 10.880.00 1535 31/8 — 39.980.00 — 1.500.00 1540 1/9 — 32.880.00 — 1.580.00 1554) 3/9 — 18.900.00 — 3.760.00 1585 9/9 — 48.520.00 — '".160.00 1711 24/9 — 10.220.00 — 1.880.00 1737 28/9 — 21.980.00 — 2.180.00 1776 2/10 — 52.900.00 — 2.560.00 1857 8/10 — 21.860.00 — 2.680.00 1891 13/10 — 33.160.00 — 840.00 1892 13/10 — 18.480.00 — „150.00 1914 16/10 — 39.185.00 — 390.00 1928 19/10 — 44.360.00 — 4.980.00 1953 22/10 — 20.330.00 — 2.680.00 1992 27/10 — 57.860.00 — 2.560.00 839 Reiknings- Dag- númer setning Rétt verð Rangt verð 1995 27/10 kr. 39.900.00 kr. 2.560.00 2076 5/11 — 18.480.00 — 1.880.00 2107 10/11 — 15.120.00 — 1.880.00 2176 19/11 — 14.640.00 — 1.500.00 2223 24/11 — 94.000.00 — 9.420.00 2244 27/11 — 24.684.00 — 1.800.00 2303 4/12 — 52.050.00 — 1.880.00 2334 8/12 — 63.490.00 — 1.595.00 2352 10/12 — 42.180.00 — 9.620.00 2521 22/12 — 22.320.00 — 1.460.00 Kr. 1.776.074.00 Kr. 127.095.00 Mismunur .. ... „2... — 1.648.979.00 =- 25% afsláttur frá átsöluverði .. .. — 412.245.00 Undandregin vörukaup apríl—desember kr. 1.236.734.00 2. Ákærða er gefið að sök að hafa á árunum 1963 og 1964 vanrækt að færa í bókhaldi sínu vörukaup frá eftirgreindum við- skiptamönnum sínum: a. Á árinu 1963 vörukaup frá Eini h/f, húsgagnavinnustofu, Kaupvangsstræti 19, Akureyri, Valbjörk h/f, Glerárgötu 28, Akureyri, Lárusi Sigurgeirssyni, Fálkagötu 30, Reykjavík, Óla Þorbergssyni, Dunhaga 13, Reykjavík, og Bjarna Guðlaugssyni, Reykjavík, allt að kr. 1.015.951.00. b. Vörukaup á árinu 1963 frá Trésmiðju Birgir Ágústssonar, Brautarholti 6, Reykjavík, Húsgagnavinnustofu Ingvars og Gylfa, Bogahlíð 15, Reykjavík, Sveini Guðmundssyni, Sogavegi 192, Reykjavík, Árna Guðjónssyni, Háaleitisbraut 49, Reykjavík, Bene- dikt Björnssyni, Köldukinn 18, Hafnarfirði, Flugmó h/f, Selási 3, Reykjavík, Guðbrandi Benediktssyni, Reykjavík, Jóni J. Jakobs- syni, Skipasundi 42, Reykjavík, Ragnari Haraldssyni, Langagerði 58, Reykjavík, og Steinari J óhannessyni, Skógargerði 6, Reykja- vík, að fjárhæð allt að kr. 1.730.851.00. c. Vörukaup á árinu 1964 frá Ásbirni Ólafssyni h/f, Grettis- götu 2, Reykjavík, Dúnu h/f, Auðbrekku 49, Kópavogi, Eini h/f, húsgagnavinnustofu, Kaupvangsstræti 19, Akureyri, Híbýlaprýði, Hallarmúla, Reykjavík, Húsgagnaverkstæði Þorsteins Sigurðsson- ar, Grettisgötu 13 A, Reykjavík, Íslenzkum húsgögnum h/f, Auð- brekku 53, Kópavogi, Ólafi R. Kristjánssyni, Skipasundi "77, 840 Reykjavík, Pétri Snæland h/f, Vesturgötu 71, Reykjavík, Ragnari Björnssyni h/f, Dalshrauni 6, Hafnarfirði, Edwin Árnasyni, Lind- argötu 25, Reykjavík, Trésmiðjunni Víði h/f, Laugavegi 166, Reykjavík, og Valbjörk h/f, Glerárgötu 28, Akureyri, að fjárhæð allt að kr. 1.834.638.00. d. Vörukaup á árinu 1964 frá Sveini Guðmundssyni, Soga- vegi 192, Reykjavík, Árna Guðjónssyni, Háaleitisbraut 49, Reykja- vík, Benedikt Björnssyni, Köldukinn 18, Hafnarfirði, Dagbjarti Stígssyni, Þingholtsstræti, Reykjavík, Flugmó h/f, Selási 3, Reykjavík, Guðbrandi Benediktssyni, Reykjavík, Magnúsi Guð- mundssyni, Langholtsvegi 62, Reykjavík, Ragnari Haraldssyni, Langagerði 58, Reykjavík, og Steinari Jóhannssyni, Skógargerði 6, Reykjavík, að fjárhæð allt að kr. 1.384.007.00. 3. Ákærða er og gefið að sök að hafa í blekkingarskyni á ár- unum 1963 og 1964 rangfært í bókhaldi sínu vörusölu verzlunar sinnar Skeifunnar, Kjörgarði, Reykjavík, svo að vanfærð sala á árinu 1963 nam allt að kr. 3.100.000.00 og á árinu 1964 allt að kr. 4.800.000.00. 4. Þá er ákærða ennfremur gefið að sök að hafa á árunum 1963 og 1964: a. Ekki haldið í bókhaldi sínu neina sjálfstæða sjóðbók aðra en dálk í sjóðdagbók, sem var ótölusett lausblaðabók, og að hafa ekki í bókhaldinu haldið viðskiptamannabók og löggilta aðal- eða efnahagsbók. b. Að hafa vanrækt að láta færa í bókhaldinu viðskipti sín við hlaupareikning nr. 229 hjá Verzlunarbanka Íslands h/f og hlaupareikning nr. 743 í Iðnaðarbanka Íslands h/f, að því undan- skildu að færður er reikningsmunur á hinum síðarnefnda reikn- ingi miðað við árslok 1964. c. Að hafa ekki í bókhaldinu fært yfirlitsreikninga yfir víxla- viðskipti eða einkaúttekt og lánsviðskipti ekki nema að nokkru. d. Að hafa eigi fært sjóðgreiðslur í bókhaldinu, fyrr en löngu eftir að þær áttu sér stað, og fært bókhaldið löngu eftir á að öðru leyti. e. Að hafa ekki varðveitt og geymt í skipulegri röð ýmis fylgi. skjöl og gögn um viðskipti sín, svo sem gögn varðandi banka- viðskipti, samninga um sölu og afborganir á húsgögnum, miða þá eða lista, sem talið er, að frumskráning vörusölunnar hafi verið gerð á, svo og gögn um talningu og verðlagningu vöru- birgða, að undanteknum tveim stílabókum, sem höfðu að geyma nokkurn hluta birgðanna við árslok 1964. 841 f. Að hafa vanrækt að færa í bókhaldinu ýmsar skuldir, sem við árslok 1964 námu samtals kr. 1.316.865.02, og eignir á sama tíma að fjárhæð samtals kr. 677.745.24, og er þá þar meðtalin séreign konu, kr. 371.990.00. Bókhaldsbrot ákærða, svo sem rakið er hér að framan, þykja í einstökum liðum varða við þau lagaákvæði, er hér greinir: Í. liður við 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 8. gr., sbr.19. gr. og 20. gr. bókhaldslaga nr. 62/1938, 2. liður, stafliður a—d, við 8. gr., sbr. 19. gr. og 20. gr. bókhaldslaganna, 3. liður við 158. gr. hegningarlaganna og 6. gr. og 8. gr., sbr. 19. gr. og 20. gr. bókhaldslaganna, og stafliðir 4. liðar við eftirgreind ákvæði bókhaldslaganna: a-liður við 6., 7., 8. og 10. gr., bliður við "7. gr., c-liður við 8. gr., d-liður við 6. gr., e-liður við 14. og 15. gr. og f-liður við 11. gr., allt sbr. 19. og 20. gr. Þá þykja og bók- haldsbrot ákærða í heild sinni varða við 262. gr. hegningarlag- anna. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess og krafizt, að ákærði verði sviptur öllum verzlunarleyfum samkvæmt 2. mgr. 68. gr. hegningarlaganna og 19 gr. bókhaldslaganna“. Mál þetta var dæmt í sakadómi Reykjavíkur hinn 13. október 1967. Dóminum var skotið til Hæstaréttar, og var héraðsdómur ómerktur með dómi Hæstaréttar 22. maí 1968 á þeim forsendum, að héraðsdómari hefði átt að dæma það með sérfróðum meðdóm- endum. Málið var tekið fyrir til nýrrar meðferðar í sakadómi Reykjavíkur hinn 2. ágúst 1968. Voru þá skipaðir meðdómendur Eggert Kristjánsson héraðsdómslögmaður, löggiltur endurskoð- andi, og Svavar Pálsson, löggiltur endurskoðandi. Flytja átti málið hinn 5. desember 1968. Þá um haustið tók annar meðdómenda, Svavar Pálsson, að sér starf, sem reyndist svo umfangsmikið, að honum gafst ekki tími til að starfa að máli þessu. Frestaðist málið af þessum sökum, en gert var ráð fyrir, að umræddur starfi með- dómandans yrði einungis til bráðabirgða. Svo fór þó að lokum, að Svavar taldi sig ekki hafa möguleika á að leysa meðdómanda- starf sitt af höndum, og var hann að eigin ósk leystur frá því 25. júní 1969, en Sigurður Stefánsson, löggiltur endurskoðandi, skipaður í hans stað. Af þessu var nú orðinn mikill dráttur á málinu, en auk þess hefur meðferð þess tekið langan tíma, vegna þess að rétt var talið að afla margvíslegra nýrra gagna í málinu, og dómendur urðu að gera víðtæka könnun á bókhaldsgögnum ákærða, áður en dómur yrði á lagður. 842 Málavextir. I. Ákærði hefur um árabil rekið verzlanir hér í borg undir firm- anu Skeifan. Honum voru hinn 13. október 1953 og 19. október 1956 veitt smásöluleyfi og heildsöluleyfi hinn 5. janúar 1954. Ákærði verzlaði framan af með matvörur og um skeið með vefnaðarvörur. Fyrir um það bil 8 árum kveðst ákærði hafa tekið að verzla með húsgögn, og hann rak húsgagnaverzlunina Skeifuna til ársloka 1965, en þá tók við rekstrinum samnefnt hlutafélag. Verzlunin er í verzlunarhúsnæðinu Kijörgarði við Laugaveg, en skrifstofa ákærða á Hverfisgötu 82. Í sambandi við verzlunina hefur ákærði rekið bólstrunarverkstæði. Rannsóknardeild ríkisskattstjóra hóf könnun á skattframtölum ákærða, og í sambandi við þá rannsókn var í janúar 1966 leitað til sakadóms Reykjavíkur, til þess að aflað yrði bókhaldsgagna, er nauðsynleg þóttu vegna rannsóknarinnar, Hinn 25. janúar 1966 var gerð húsleit í verzluninni Skeifunni í Kjörgarði og skrifstof- unni að Hverfisgötu 82 og hald lagt á margs konar gögn. Leit þessi var gerð með samþykki ákærða. Rannsóknardeildin tók gögnin í sínar hendur og hélt rannsókn áfram og sendi dóminum heildarskýrslu um hana 15. júní 1966, Var dómsrannsókn síðan hafin hinn 29. júní, og var saksóknara ríkisins sent endurrit af rannsókninni með bréfi 2. desember. Var mál þetta síðan höfðað hinn 19. apríl 1967, eins og áður segir. Hér á eftir verður fyrst gerð grein fyrir þeim gögnum, sem fram hafa komið í máli þessu og skipt geta máli um úrlausn á kröfum ákæruvaldsins í máli þessu (II). Þá verður (í III) skýrt frá endurskoðun á álagningu söluskatts á ákærða fyrir árin 1963, 1964 og 1965 og álagningu tekjuskatts fyrir gjaldárin 1964 og 1965 og aðstöðugjalds fyrir sömu ár, en endurálagning þessi fór fram 8 febrúar 1967. Í samhengi við það greinir frá rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir kröfum sínum í málinu og vörnum af hálfu ákærða. Loks verður í IV gerð grein fyrir niðurstöðu dómsins. II. A. Við rannsókn þá, sem rannsóknarðeild ríkisskattstjóra gerði á bókhaldi og framtölum ákærða, komu fram gögn, sem bentu til þess, að ákærði hefði ekki bókfært eða talið fram að fullu vöru- kaup né vörusölu verzlunar sinnar. Ákærði kannast við það í skýrslu, sem hann gaf rannsóknar- deildinni 31. janúar 1966, að einhverjar fjárhæðir mundi vanta z í bókfærð og framtalin vörukaup og vörusölu á árum þeim, sem 843 hér skipta máli. Hins vegar kvaðst hann ekki vita, um hve háar fjárhæðir væri að ræða, og hefði hann engin gögn um það í sín- um fórum. Ákærði hefur við dómsrannsókn málsins einnig viðurkennt, að nokkuð hafi kveðið að því, að vanrækt hafi verið að bókfæra vörukaup til verzlunarinnar í því skyni að sýna veltu hennar lægri en hún var í raun og veru. Verða nú rakin gögn þau um þessi atriði, sem komið hafa fram í máli þessu, þar á meðal framburður ákærða og vitna, sem að þeim lúta. Rannsóknardeildin leitaði eftir upplýsingum um vörusölu frá mörgum viðskiptamönnum ákærða (húsgagnaframleiðendum) til hans á árunum 1963 og 1964 og bar þær upplýsingar, sem feng- ust á þann hátt, saman við það, sem í bókhaldi ákærða er fært um vörukaup frá þessum aðiljum. Kom við þetta í ljós, að í bók- haldi ákærða voru ýmist ekki bókfærð nein vörukaup frá þeim eða þá mun minni en þeir töldu verið hafa. Þá kannaði rannsóknardeildin víxlaspjaldskrár banka yfir keypta víxla, samþykkta af ákærða, á árunum 1963 og 1964. Bar deildin síðan gögn þau, sem þannig fengust, saman við bók- færða vörukaupareikninga í bókhaldi ákærða. Telur rannsóknar- deildin, að með þessum samanburði megi fá upplýsingar um óbókfærð vörukaup, og er þá gert ráð fyrir, að útgefandi víxils sé seljandi vöru, þ. e. að ákærði hafi samþykkt víxilinn til greiðslu á vöru, er hann hafi keypt af útgefandanum, sem síðan hafi selt víxilinn í banka. Hér fara á eftir töflur rannsóknardeildar ríkisskattstjóra yfir undanskot það á vörukaupum, sem ákærða er gefið að sök. Í töflu 1 greinir frá vörukaupum á árinu 1963. Eru fyrst (A) tilgreindir vöruseljendur til ákærða samkvæmt upplýsingum seljenda, athugun á bókhaldi þeirra og óbókfærðum reikning- um í fórum ákærða. Er getið nafns seljanda, hve mikil vöru- kaupin hafi verið samkvæmt bókhaldi ákærða, hve mikil sam- kvæmt öðrum upplýsingum og loks mismunur þessa tveggja. Síðan (B) eru tilgreindir víxlar, samþykktir af ákærða samkvæmt spjaldskrám banka, nafn útgefanda, hve mikil vörukaup frá út- gefanda ákærði hefur bókfært, síðan samanlögð fjárhæð víxlanna og loks mismunurinn. Tafla 2 sýnir samsvarandi samanburð um árið 1964. Þar er enn fremur tekinn inn einn liður af öðru tagi, varðandi viðskiptin við Svein Birgi Ágústsson. Þeim viðskiptum verður lýst síðar. 844 . Tafla 1 Árið 1963. A. Samanburður á vörukaupum samkvæmt upplýsingum selj- enda og bókfærðum vörukaupum framteljanda. Vörukaup skv. Seljendur: bókhaldi Einir h/f, húsg.vst., Kaupvangs- str. 18, Ak. ., .. .. oo... Kr.0.00 Valbjörk h/f, Glerárgötu 28, Ak. — 0.00 Lárus Sigurgeirsson, Fálkagötu 30, Rvík.. ,,.. .. — 0.00 Óli Þorbergsson, Dunhaga 13, Rvík — 0.00 Bjarni Guðlaugsson, Rvík .. .. .. — 0.00 Vörukaup skv. seljendum kr.341.907.00 kr. 341.907.00 — 200.819.00 — 200.819.00 — 56.275.00 — 56.275.00 — 336.700.00 — 336.700.00 — — 80.250.00 Kr.1.015.951.00 B. Samþykktir víxlar (vöruvíxlar) af framteljanda samkvæmt víxlaspjaldskrám bankanna og bókfærð vörukaup hjá framtelj- anda, sbr. nánar hér að framan. Vörukaup skv. Seljandi/útgefandi: bókhaldi Birgir Ágústsson, Brautarholti 6, Rvík .. .. .. ..... .. kr.343.001.00 Húsg.vst. Ingvars og Gylfa, Bogahl. 15, Rvík .. .. .. — 15.050.00 Sveinn Guðmundsson, Sogavegi 192, Rvík... .. .... -. — 232.201.00 Árni Guðjónsson, Háaleitis. braut 49, Rvík .. ...... — 0.00 Benedikt Björnsson, Köldu- kinn 18, Hf. —- 0.00 Flugmó h/f, Selási 3, Rvík . — 0.00 Guðbrandur Benediktss., Rvík — 0.00 Jón J. Jakobsson, Skipasundi 42, Rvík .. .. 2... a — 0.00 Ragnar Haraldsson, Langa- gerði 58 .. .. ..., — 0.00 Steinar J óhannesson, Skógar- gerði 6, Rvík... ...... .. — 0.00 Samb. víxlar af framtelj. kr.946.840.00 kr. 603.839.00 Þ3 — 46.725.00 — 31.675.00 — 5'75.178.00 — 342.977.00 — 14.125.00 — 14.125.00 — 59.850.00 — 59.850.00 — 127.989.00 — 127.989.00 —- 12.425.00 — 12.425.00 — 47.85200 — 47.852.00 —- 247.030.00 — 247.030.00 — 243.089.00 — 243.089.00 Kr. 1.730.851.00 Kr. 2.746.802.00 Árið 1964. 845. Tafla 2 A. Samanburður á vörukaupum samkvæmt upplýsingum selj- anda og bókfærðum vörukaupum framteljanda. Vörukaup skv. Vörukaup skv. Seljendur: bókhaldi seljendum Mismunur Ásbjörn Ólafsson, Grettisg. 2, Rvík .. . kr. 55.809.00 kr. 81.334.00 kr. 25.525.00 Dúna h/f, Auðbrekku 49, Kópavogi .. .. .. 2. — 327.078.00 — 448.598.00 — 121.520.00 Einir h/f, húsg.vst. Kaup- vangsstr. 19, Ak. .. — 0.00 — 247.557.00 — 247.557.00 Híbýlaprýði h/f, Hallar- múla, Rvík .. rr — 92.437.00 — 386.267.00 — 293.830.00 Húsg.verkst. Þorst. Sig., Grettisg. 13 A, Rvík — 20.750.00 —- 43.750.00 -- 23.000.00 Íslenzk húsgögn h/f, Auð- brekku 53, Kópav. .. .. .. — 221.796.00 — 239.546.00 — 17.750.00 Ólafur L. Kristjánsson, Skipasundi 77, Rvík .. — 0.00 — 11.600.00 -— 11.600.00 Pétur Snæland h/f, Vestur- götu TIl, Rvík .. „ — 262.811.00 — 337.022.00 — "74.211.00 Ragnar Björnsson, Dals- hrauni 6, Hf. .. .. 2... 2. — — 82.200.00 Sólargl., Edwin Árnason, Lindarg. 25, Rvík .. .. .. — 0.00 — 5.293.00 — 5.293.00 Trésmiðjan Víðir h/f, Laugavegi 166, Rvík .. .. — 0.00 — 348.810.00 — 348.810.00 Valbjörk h/f, Glerárgötu 28, Ak... 0.00 — 583.342.00 — 583.342.00 Kr.1.834.638.00 Birgir Ágústsson, Brautarholti 6, mismunur á endurrituð- um sölunótum og frumnótum, sbr. meðfylgjandi skrá .. — 1.236.734.00 Kr. 3.071.372.00 B. Samþykktir víxlar (vöruvíxlar) af framteljanda skv. víxla- spjaldskrám bankanna og bókfærð vörukaup hjá framteljanda, sbr. nánar hér að framan. 846 Vörukaup skv. Samb. víxlar Seljandi/útgefandi: seljendum af framtelj. Mismunur Sveinn Guðmundsson, Soga- vegi 92, Rvík .. .. .. .. kr. 43.280.00 kr.383.580.00 kr. 340.300.00 Árni Guðjónsson, Háaleitis- braut 49, Rvík .. .. .. .. — 0.00 — 47.840.00 — 47.840.00 Benedikt Björnsson, Köldu- kinn 18, Hf. 0 — 0.00 — 45.150.00 — 45.150.00 Dagbjartur Stígsson, Þing- holtsstr., Rvík .. .. a 0.00 — 5.520.00 — 5.520.00 Flugmó h/f, Selási 3, Rvík — 0.00 — 170.992.00 — 170.992.00 Guðbrandur Benediktss., Rvík — 0.00 — 17.325.00 —- 17.325.00 Magnús Guðmundsson, Lang- holtsv. 62, Rvík... .. .. .. — 0.00 — 15.600.00 — 15.600.00 Ragnar Haraldsson, Langa- gerði 58, Rvík .. .. .. .. — 0.00 — 273.620.00 — 273.620.00 Steinar Jóhannsson, Skógar- gerði 6, Rvík ...... .. .. — 0.00 — 467.660.00 — 467.680.00 Mismunur á bókf. vöruk. og víxlum kr.1.384.007.00 Heildarmismunur skv. framanrituðu kr. 4.455.379.00 Tölur þær, sem tilfærðar eru í A kafla taflnanna, hefur rann- sóknardeildin byggt á ýmiss konar upplýsingum, skýrslum selj- endanna sjálfra, athugun á bókhaldi þeirra o. fl. Við meðferð máls þessa hefur dómurinn aflað allra fáanlegra gagna um þessi atriði og auk þess sannreyt, hvort þau viðskipti, sem hér er um að tefla, hafi ekki verið færð í bókhaldi Skeif- unnar. Verður nú lýst heimildum þeim, sem fyrir hendi eru um viðskipti Skeifunnar við umrædda aðilja. Einir h/f, Akureyri. Um viðskipti Skeifunnar við Eini h/f liggja fyrir ljósrit af viðskiptareikningi Skeifunnar hjá Eini árin 1963 og 1964 ásamt afritum af 17 sölunótum fyrir árið 1963, að fjárhæð samtals kr. 345.934.00, og af 9 sölunótum fyrir árið 1964, samtals kr. 250.837.00. Á viðskiptareikningi 1963 er Skeifunni færður til tekna afsláttur, kr. 4.000.00, og einnig leiðrétting, kr. 27.00, og þegar þessar tölur, samtals kr. 4.027.00, eru dregnar frá kr. 345.934.00, kemur út tala sú, sem tilgreind er á töflu 1 A, kr. 341.907.00. Á viðskiptareikningi 1964 er Skeifunni færð til tekna leiðrétting, kr. 3.280.00, og sé sú tala dregin frá kr. 250.837.00, kemur út tala sú, sem í töflu 2 A greinir, kr. 247.557.00. 847 Í bókhaldi Skeifunnar eru ekki færð nein vörukaup frá Eini h/f árin 1963 og 1964. Valbjörk h/f, Akureyri. Samkvæmt afritum af 9 sölunótum nam vörusala Valbjarkar h/f til Skeifunnar 1963 kr. 200.819.00, og samkvæmt 19 sölunótum frá 1964 nam vörusalan til Skeif- unnar það ár kr. 583.342.50. Tölur þessar eru í samræmi við töflurnar 1 A og 2 A. Bókhald Skeifunnar greinir ekki frá neinum viðskiptum við Valbjörk á þessum árum. Lárus Sigurgeirsson, Fálkagötu 30, kveðst hafa selt Skeifunni vörur á árinu 1963, og samkvæmt yfirlýsingu Lárusar til rann- sóknardeildar ríkisskattstjóra, dags. 26. janúar 1966, nam sú vörusala kr. 56.275.00. Lárus hefur komið fyrir dóm og staðfest yfirlýsingu sína og lagt jafnframt fram sundurliðun á viðskipt- unum. Viðskipti þessi eru ekki færð í bókhaldi Skeifunnar. Óli Halidór Pálmi Þorbergsson, Dunhaga 13, rak á árinu 1963 húsgagnaframleiðslu í félagi við Pálma Jónsson húsgagnasmið. Í málinu liggja fyrir afrit af 13 sölunótum þeirra yfir vörusölu til Skeifunnar 1963, og nemur fjárhæð þeirra samtals kr. 336.700.00, eins og í töflu 1 A segir. Í bókhaldi Skeifunnar 1963 eru ekki færð nein vörukaup frá þessum aðiljum. Bjarni Guðlaugsson. Í málinu liggur fyrir ljósrit af reikningi til Skeifunnar yfir hjónarúm, snyrtikommóður og kolla, samtals kr. 80.250.00, undirritaður Björn Kjartansson, en viðskipti þessi eru ekki færð í bókhaldi Skeifunnar. Nafnið Björn Kjartansson er í skýrslu rannsóknardeildarinnar ranglega tilgreint sem Bjarni Guðlaugsson, og er hér bersýnilega um mislestur að ræða. Sam- kvæmt framburði Bjórns Kjartanssonar húsgagnasmiðs, Meðal- holti 17, seldi hann Skeifunni vörur, svo sem reikningurinn ber með sér. Ákærði kannast við viðskipti þessi, en segir, að hann hafi aldrei fengið afhentan nema helming af vörum þeim, sem um var að ræða. Hins vegar hafi hann orðið að greiða víxil, sem hann hafi samþykkt fyrir kaupverði allrar vörunnar, og síðar orðið að leita aðstoðar lögmanns til þess að fá hlut sinn réttan gagnvart Birni. Þessi framburður ákærða hefur ekki verið borinn undir Björn, sem nú hefur dvalizt alllengi erlendis. Ásbjörn Ólafsson h/f. Um viðskipti þessa fyrirtækis við Skeif- una 1964 liggur fyrir ljósrit af viðskiptareikningi ásamt 13 sölu- nótum, að fjárhæð samtals kr. 81.334.00, eins og segir í töflu 9 A. Í bókhaldi Skeifunnar 1964 eru bókfærð vörukaup frá 848 Ásbirni Ólafssyni h/f kr. 55.809.00, og kemur hér fram mismunur kr. 25.525.00, eins og í töflunni segir. Dúna h/f. Dómurinn hefur fengið í hendur frumbækur Dúnu h/f 1964, og koma fram í þeim samrit af 50 sölunótum til Skeif- unnar 1964, að fjárhæð samtals kr. 447.683.00. Á einni nótunni hafa verið dregnar frá kr. 4.290.00 fyrir áklæði, og hefur komið í ljós, að þar er um að ræða vörusölu Skeifunnar til Dúnu h/f. Ef þessari tölu er bætt við kr. 447.683.00, kemur út talan kr. 451.973.00. Í dagbók Dúnu h/f er sala til Skeifunnar færð í sam- ræmi við framangreindar nótur að undanskildum þeim 5 nótum, er hér greinir: Nr. 228... ........ ... kr. 4.600.00 — 229............ — 1.260.00 — 230............ — 6.440.00 — 231............ — 6.200.00 — 232............ — 4.220.00 Kr. 22.720.00 Hins vegar er færð sala í dagbók samkvæmt reikningi, dags. 31. marz 1964, stíluðum á Skeifuna, Kjörgarði, að fjárhæð kr. 18.900.00. Á reikningnum er vitnað til ofangreindra nótna, en auk þess til nótu nr. 31. Sú nóta hefur ekki fundizt, en líklegt má telja, að þar sé um að ræða kreditnótu að fjárhæð kr. 3.820.00, og sé það skýringin á mismuninum á samanlagðri fjárhæð nótn- anna 228—232 og reikningnum. Ef fjárhæðin kr. 3.820.00 er dregin frá áðurgreindri heildartölu, kr. 451.973.00, kemur út talan kr. 448.153.00. Svo sem fram kemur í töflu 2 A, telur rannsóknarðeildin vörusöluna til Skeif- unnar 1964 hafa numið kr. 448.598.00. Ekki er ljóst, hvernig stendur á mismun þeim, kr. 445.00, sem hér kemur fram. Í bókhaldi Skeifunnar árið 1964 eru færð vörukaup frá Dúnu h/f, að fjárhæð samtals kr. 327.078.00. Miðað við, að vörukaupin hafi numið kr. 448.153.00, sbr. hér að ofan, hefur verið vanrækt að bókfæra kr. 121.075.00 af vörukaupunum. Híbýlaprýði h/f. Rannsóknardeild ríkisskattstjóra hefur haft undir höndum bókhaldsgögn þessa fyrirtækis, og skýrslu rann- sóknardeildarinnar fylgdi yfirlit yfir vörusölu Híbýlaprýði h/f til Skeifunnar á árinu 1964. Samkvæmt vætti Sigurðar Tómasson- ar, er Var starfsmaður rannsóknardeildarinnar, gerði hann yfirlit þetta samkvæmt bókhaldsgögnum Híbýlaprýði, og kveðst hann 849 hafa gert það eftir beztu vitund og samvizku. Samkvæmt bók- haldi Skeifunnar hafa vörukaup frá Híbýlaprýði h/f 1964 numið samtals kr. 92.437.00, en samkvæmt áðurnefndu yfirliti seldi Híbýlaprýði Skeifunni vörur sem hér greinir: Reikningur Dags. 20/10 kr. 54.467.00 — — 23/2 — 23.060.00 — — 5/3 — 875.00 — — 17 — 2.360.00 — — 31/8 — 2.560.00 — — 30/9 — '.280.00 — — 12/10 — 2.624.00 — — 10/11 — 4.970.00 — — 21/12 — 975.00 — — 19/8 — 79.262.00 — — 17/2 — 20.250.00 — — 17/2 — 5.307.00 — — 12/6 — 3.705.00 — — 23/5 — 1.850.00 — — 26/5 — 1.560.00 — — 19/5 — 2.782.50 — — jan. — 100.000.00 — — óðags. — 72.379.00 Kr. 386.266.50 Dómurinn reyndi að ná til bókhalds Híbýlaprýði h/f fyrir 1964 til þess að sannreynt yrði, hvort yfirlit þetta væri rétt, en ekki tókst að finna bókhald fyrirtækisins, sem nú er hætt störfum. Við athugun á ýmsum óbókfærðum gögnum, er fylgdu með bók- haldsgögnum Skeifunnar, sem dómurinn hefur haft undir hönd- um, fundust eftirtalin skjöl, sem lúta að viðskiptum Skeifunnar við Híbýlaprýði h/f árið 1964: 1. Nóta frá Híbýlaprýði h/f til Skeifunnar, dags. 17. febrúar 1964, yfir 10 stk. fatahengi á samtals kr. 27.000.00 - 25%,-kr. 6.750.00, þ. e. kr. 20.250.00. Þessi niðurstöðutala kemur fram á áðurgreindu yfirliti. 2. Nóta frá Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 26. febrúar 1964, yfir samtals 221.8 m af áklæði, að fjárhæð kr. 62.104.00. Við nótu þessa er festur miði, sem á er ritað: „3 stk. stólar frá Ný- virki, sem sendir voru á bólsturverkst. Skeifan og það yfirbókað 54 850 í des. 1963 J. Bj. Skeifan 4650, 3 svefnstólar ...“ (annað ólæsi- legt). Þá fylgir einnig reikningnum reikningur Skeifunnar til Hiíbýlaprýði yfir 1 stk. skrifborð, kr. 7.500.00 = 25%, kr. 1.875.00, og yfir skrifborðsstóla, kr. 1.541.00. Á reikning þennan er ritað með penna, þar sem getið er um skrifborðið: „Endursent 5625“. Framan við þessi 3 gögn er samlagningarstrimill, svohljóðandi: 62.104.00 4.650.00 5.625.00 72.379.00 Heildartalan svarar til tölu þeirrar, er tilgreind er síðast í yfirliti rannsóknardeildarinnar. En ljóst virðist, að talan sýni ekki alla vörusölu Híbýlaprýði til Skeifunnar, eða ekki nema kr. 62.104.00. Kr. 5.625.00 er vegna vara, sem Híbýlaprýði hefur áður keypt af Skeifunni, en skilað síðan. Ekki er ljóst, hvernig talan 4.650.00 er tilkomin, en ekki virðist þó koma til mála, að hún sé vegna vörusölu Híbýlaprýði til Skeifunnar. 3. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 17. júlí (ár vantar), yfir 8 m af áklæði, kr. 2.360.00. Þessi reikningur kemur fram á yfirliti rannsóknardeildarinnar. 4. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 19. ágúst (ár vantar), yfir 5 stk. af hornskápum, kr. 11.075.00 = 25% afsláttur, kr. 2.767.00, þ. e. kr. 8.308.00, yfir 119 m af áklæði, kr. 51.170.00 =- 20% afsláttur, kr. 10.216.00, þ. e. kr. 40.954.00, og yfir 10 stk. af svefnsófagrindum, kr. 30.000.00. Samanlögð fjárhæð reikningsins nemur kr. 79.262.00, og kemur hann fram á áðurgreindu yfirliti. 5. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 31. ágúst (ár vantar), yfir 1 sett af innskotsborðum, kr. 3.200.00 20% afsláttur, kr. 640.00, þ. e. kr. 2.560.00. Reikningur þessi kemur fram á áðurgreindu yfirliti. 6. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 30. september (ár vantar), yfir vörur samkvæmt nótu (nótuna vant- ar), fjárhæð kr. 7.280.00, sbr. framangreint yfirlit. 7. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 12. október (ár vantar), yfir 2 stk. af stólum, kr. 3.280.00 — afsláttur kr. 656.00, þ. e. kr. 2.624.00, sbr. framangreint yfirlit. 8. Reikningur Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 20. október 851 1964, yfir áklæði, kr. 18.290.00 og kr. 36.177.00, og yfir 10 svefn- bekkjagrindur, kr. 30.000.00, eða samtals kr. 84.467.00, sbr. áður- greint yfirlit, en þar eru vörukaup umræddan dag færð kr. 54.467.00. 9. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 10. nóvember (ár vantar), yfir 25 yards (vara ekki tilgreind nánar), kr. 6.625.00 — kr. 1.655.00, eða kr. 4.970.00, sbr. áðurgreint yfirlit. 10. Samrit af reikningi Híbýlaprýði til Skeifunnar, dags. 21. desember (ár vantar), yfir leðurlíki fyrir kr. 1.300.00 —— afsláttur kr. 325.00, eða kr. 975.00, sbr. áðurgreint yfirlit, Svo sem áður segir, eru vörukaup af Híbýlaprýði h/f færð í bókhaldi Skeifunnar kr. 92.437.00. Er hér um að ræða eina færslu, 30. desember, og er vísað til fylgiskjals 1249. Þetta fylgiskjal vantaði í fylgiskjalamöppu þá, sem dómurinn fékk í hendur við. meðferð máls þessa. Húsgagnavinnustofa Þorsteins Sigurðssonar. Vörukaup frá þessum aðilja eru bókfærð kr. 20.750.00 í bókhaldi Skeifunnar 1964. Samkvæmt yfirlýsingu fyrirtækisins, er staðfest hefur verið í dómi, námu vörukaup Skeifunnar á þessu ári kr. 43.750.00. Í gögnum frá Skeifunni, sem rannsóknardeild ríkisskattstjóra lagði hald á og dómurinn hefur kannað, fannst óbókfærður reikningur frá húsgagnavinnustofu Þorsteins Sigurðssonar yfir 10 svefnsófa- grindur, verð samtals kr. 23.000.00, og svarar fjárhæð þessi til mismunar áðurgreindra talna. Íslenzk húsgögn h/f. Á viðskiptareikningi Skeifunnar hjá Ís- lenzkum húsgögnum h/f árið 1964 er skuldfærð vörusala samtals kr. 211.097.50. Í bókhaldi Skeifunnar komu auk þess fram 6 sölu- nótur frá Íslenzkum húsgögnum, sem voru ekki færðar á við- skiptareikninginn, að fjárhæð samtals kr. 28.448.00. Samanlagt ætti því vörusala til Skeifunnar að hafa numið kr. 211.097.50 -- kr. 28.448.00, eða kr. 239.545.50. Eins og greint er í töflu 2 A, sýnir bókhald Skeifunnar vörukaup frá Íslenzkum húsgögnum h/f 1964 kr. 221.796.00, og er hér um að ræða mismun, kr. 17.750.00. Stafar mismunur þessi af eftirtöldum tveimur nótum, sem færðar eru hjá Íslenzkum húsgögnum h/f á viðskiptareikning Skeifunnar, en eru ekki færðar í bókhaldi Skeifunnar: Nóta skv. fskj. 648 kr. 7.250.00 — — — 1117 — 10.500.00 Kr. 17.750.00 852 Ólafur L. Kristjánsson. Ólafur Lúther Kristjánsson, Skipasundi 71, rak húsgagnaframleiðslu í félagi við Karl Jónsson undir firmanu Húsgagnastofan s/f. Í töflu 2 A hér að framan er talið, að vanrækt hafi verið að færa í bókhaldi Skeifunnar á árinu 1964 vörukaup frá Ólafi að fjárhæð kr. 11.600. 00, en samkvæmt skýrslu Ólafs nam vörusalan til Skeifunnar 1964 þeirri fjárhæð. Hér er eigi rétt með farið, þar sem vörukaup frá Húsgagnastofunni að fjárhæð kr. 11.600.00 eru færð í dagbók Skeifunnar 18. desember 1964. Pétur Snæland h/f. Samkvæmt yfirlýsingu fyrirtækis þessa nam vörusala til Skeifunnar 1964 kr. 337.022.22. Viðskiptareikn- ingur Skeifunnar hjá Pétri Snæland h/f sýnir vörukaup samtals. kr. 336.856.45, og virðist mismunurinn, kr. 165.77, stafa af því, að í söluupphæðinni samkvæmt yfirlýsingunni hafi af misgáningi verið taldir með vextir, kr. 165.77, sem skuldfærðir eru á við- skiptareikninginn. Bókhald Skeifunnar sýnir vörukaup frá Pétri Snæland h/f 1964 einungis kr. 262.811.00, og virðast því vantalin vörukaup vera kr. 74.054.45. Ragnar Björnsson. Meðal gagna, er hald var lagt á hjá Skeif- unni og dómurinn hefur kannað, voru tveir reikningar frá Ragnari Björnssyni h/f, Hafnarfirði. Annar reikningurinn er ársettur 1964, en ekki dagsettur, og er hann yfir vörur samkvæmt með- fylgjandi nótum að fjárhæð kr. 88.070.00 í 20% afsláttur, kr. 17.614.00, þ. e. kr. 70.456.00. Reikningnum fylgja 18 nótur, dag- settar á tímabilinu 18. apríl til 24. september 1964. Hinn reikn- ingurinn er dagsettur 31. desember 1964, og er hann að fjárhæð kr. 14.680.00 - afsláttur 20%, kr. 2.936.00, þ. e. kr. 11.744.00. Reikningnum fylgja 2 nótur, dagsettar 14. og 22. desember 1964. Hvorugur reikninga þessara finnst bókfærður í bókhaldi Skeif- unnar 1964. Kannað var, hvort reikningarnir kynnu að hafa verið bókfærðir á árinu 1965, en ekki reyndist svo. Sólargluggatjöld. Samkvæmt yfirlýsingu Edwins Árnasonar, sem veitir forstöðu fyrirtæki þessu, seldi það Skeifunni 1964 vörur fyrir kr. 5.293.00. Edwin hefur komið fyrir dóm og staðfest yfirlýsingu þessa. Kvaðst hann muna, að hann hafi selt Skeifunni plastmottur. Trésmiðjan Víðir h/f. Samkvæmt yfirlýsingu Ólafs Pétursson- ar endurskoðanda seldi Trésmiðjan Víðir h/f Skeifunni vörur fyrir kr. 348.810.00 árið 1964. Hafa einnig verið lagðir fram í málinu fjórir reikningar Víðis yfir vörusölu til Skeifunnar, og 853 nema þeir samtals kr. 299.730.00. Vörukaup þessi voru ekki færð í bókhaldi Skeifunnar 1964, en í sjóðdagbók Skeifunnar 27. febrúar 1965 eru færð vörukaup hjá Trésmiðjunni Víði h/f, kr. 348.810.00. Ákærði hefur verið spurður um þau atriði, sem fram koma í töflum 1 og 2. Hann hefur kannazt við það, að hann hafi á árinu 1963 átt viðskipti við þá aðilja, er taldir eru í töflu 1 A. Hann kveðst ekki muna neitt um það, hversu miklum fjárhæðum við- skipti þessi hafi numið, en vefengir ekki tölur þær, sem fram koma í töflunni. Hann gerði einungis athugasemd út af viðskipt- unum við Björn Kjartansson, sbr. það, sem áður var frá skýrt um þau. "Um vörukaup þau á árinu 1964, sem talin eru í töflu 2 A, sagði ákærði, að hann kannaðist við þá aðilja, sem þar eru taldir, og að hann hefði keypt af þeim vörur. Hins vegar kvaðst hann ekkert um það vita, hve mikil þau viðskipti hefðu verið, og gæti hann ekkert sagt um tölur þær, sem taflan geymir. Hann gat þess eins, að viðskiptin við Trésmiðjuna Víði mundu hafa farið fram í árslok 1964 og eigi verið bókfærð fyrr en á árinu 1965. Hefur þetta einnig verið sannreynt, eins og áður hefur verið greint frá. Þegar ákærði var spurður um víxlaviðskipti þau, sem í töflum 1—2 (B) greinir, kannaðist hann við víxla þessa og kvað yfir- leitt hægt að gera ráð fyrir, að þeir væru greiðsla fyrir keyptar vörur. Þó væri ekki svo í öllum tilvikum. Sumir víxlarnir kynnu að vera framlengingarvíxlar. Þá hefði komið fyrir, að hann hefði skipzt á víxlum við einhverja af þessum aðiljum, þ. e. fyrir víxil, sem hann hefði samþykkt og afhent aðilja, hefði hann í staðinn fengið víxil, sem sá aðili hefði samþykkt. Báðir hefðu síðan selt víxlana og fengið þannig lánsfé í hendur. Enn nefndi ákærði eitt atriði um, að víxill sýndi ekki vörukaup. Hann hefði t. d. samið um kaup á húsgögnum fyrir 200 þús. kr. og samþykkt 100 þús. kr. víxil sem fyrirframgreiðslu upp í kaupin. Þegar varan hefði svo verið afhent, hafi hann svo samþykkt víxil fyrir allri fjár- hæðinni, en seljandi sjálfur séð um greiðslu á fyrri víxlinum. Ákærði hefur ekki tilgreint nein ákveðin dæmi um framleng- ingarvíxla, skiptivíxla eða þess konar tilvik, er frá var greint í næstu málsgrein hér að ofan. Hann hefur skýrt svo frá í dómi, að hann geti fallizt á, að yfirleitt sýni víxlar þessir vörukaup frá útgefendum víxlanna. 854 Útgefendur víxlanna hafa komið fyrir dóm, og verða nú rakin vætti þeirra: Vitnið Ingvar Þorsteinsson, sem rekur húsgagnavinnustofu í félagi við Gylfa Einarsson, telur, að víxlaviðskipti þau, sem tafla 1 B sýnir, sýni greiðslur frá Skeifunni fyrir vörur, keyptar af vinnustofunni árið 1963. Hann kveðst þó ekki geta fortekið, að ákærði hafi einhverju sinni samþykkt víxil handa honum í greiðaskyni við hann, en altítt sé í þessari atvinnugrein, að menn skiptist þannig á víxlum til að afla sér rekstrarfjár. Ingvar minnist þess þó ekki, að hann hafi skipzt þannig á víxlum við ákærða. Gylfi Einarsson hefur einnig borið vitni, og hefur hann ekkert getað um það sagt, hvernig viðskiptum vinnustofu þeirra Ingvars við Skeifuna hafi verið varið, nema hvað hann segir, að um lítil viðskipti hafi verið að ræða. Hann getur ekkert um það sagt, hvort um það hafi verið að ræða, að þeir hafi skipzt á víxlum við ákærða, en hann kannast við, að slíkt hafi verið tíðkað í atvinnugrein þeirra. Þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að hafa upp á bókhaldi húsgagnavinnustofunnar, til þess að - við- skiptin yrðu sannreynd. Telur Ingvar Þorsteinsson, að þeir félagar muni hafa tortímt bókhaldsgögnunum, eftir að rannsóknardeild ríkisskattstjóra hafði haft þau til athugunar. 0 Vitnið Sveinn Guðmundsson húsgagnasmiður, Sogavegi 192, kveðst hafa umrædd ár selt ákærða töluvert af vörum, sérstak- lega annað árið. Hann kveður þó víxilfjárhæðir Þær, sem töfl- urnar tilgreina, ekki gefa rétta hugmynd um vörusölu hans til ákærða. Hann og ákærði hafi gert töluvert að því að skiptast á víxlum til þess að afla sér rekstrarfjár. Sveinn kveður víxla þá, er hann fékk frá ákærða, yfirleitt hafa verið til skamms tíma og þeir hafi verið endurnýjaðir aftur og aftur. Ekki hefur Sveinn getað tilgreint neinar tölur um vörusölu sína til ákærða, enda kveðst hann ekkert bókhald hafa haft. Vitnið Árni Guðjónsson húsasmiður, Sólvallagötu 41, virðist vera sá maður, sem tilgreindur er í töflum 1 og 2 sem Árni Guð- jónsson, Háaleitisbraut 49. Árni Björn Guðjónsson, Háaleitisbraut 49, kveðst aldrei hafa átt nein viðskipti við ákærða og aldrei selt í banka víxil, samþykktan af honum. Árni Guðjónsson, Sólvallagötu 41, kveðst dálítið hafa fengizt við húsgagnasmíði og hafa selt ákærða vörur. Hann kveðst hafa selt í bönkum víxla, samþykkta af ákærða. Hann man ekki fjárhæðir víxla þessara, en neitar ekki, að þær séu rétt tilgreindar í töflunum. Árni kveðst 855 einvörðungu hafa fengið víxla frá ákærða sem greiðslu fyrir vörur. Vitnið Benedikt Björnsson húsgagnasmiður, Goðatúni 32 í Garðahreppi, kveðst hafa selt ákærða vörur og fengið þær greidd- ar með víxlum, svo sem tíðkanlegt sé. Hann kveðst hafa selt víxla frá ákærða í bönkum og vefengir ekki, að töflurnar séu réttar að þessu leyti. Kveður hann víxla þessa að miklu leyti hafa verið greiðslu fyrir vörur, en þó hafi komið fyrir, að hann og ákærði hafi skipzt á víxlum. Ekki hefur Benedikt þó talið sig vita, hve oft það hafi komið fyrir né hversu mikilli fjárhæð slíkir víxlar hafi numið. Hann hefur ekki getað tilgreint, hversu mikil viðskipti hann hafi átt við Skeifuna árin 1963 og 1964. Vitnið Pétur Filippusson, Bugðulæk 6, framkvæmdastjóri fyrir Flugmó h/f, sem hefur m. a. með höndum framleiðslu á hús- gögnum, segir fyrirtæki sitt hafa átt viðskipti við Skeifuna, m. a. 1963, en árið 1964 telur hann ekki hafa verið um viðskipti að ræða og hafi það stafað af ágreiningi um afslátt. Er Pétri var bent á sölu Flugmó h/f á víxlum, samþykktum af ákærða, sagði hann, að hann hefði gert talsvert að því að skiptast á víxlum við ákærða og muni víxlasalan 1964 svo til komin, en einnig geti verið, að Flugmó h/f hafi eignazt víxla frá ákærða í öðrum viðskiptum. Þrátt fyrir áskoranir á Pétur um að kanna í bókum fyrirtækis síns, hversu miklu vörusala til Skeifunnar hafi numið umrædd ár og loforð hans um að gera það, hefur hann ekki fengizt til að gefa neinar skýrslur um hana, og ekki tókst dóm- inum að hafa upp á bókhaldi Flugmó h/f, til þess að gengið yrði úr skugga um þetta atriði. Vitnið Guðbrandur Benediktsson iðnverkamaður, Gnoðavogi 50, kveðst hafa starfað á húsgagnaverkstæði, en gripið í það í tóm- stundum sínum að smíða sjálfur húsgögn og selja. Kveðst hann hafa átt nokkur viðskipti við ákærða og sé öruggt, að víxlar þeir, samþykktir af ákærða, sem hann hefur selt í bönkum, hafi verið greiðsla frá ákærða fyrir vörur. Vitnið Jón Jörunds Jakobsson húsasmíðameistari, Laugarnes- vegi 102, kveðst hafa selt Skeifunni vörur, m. a. á árinu 1963. Kveður Jón vafalaust, að víxlar þeir, sem hann seldi í bönkum það ár og samþykktir eru af ákærða, hafi í öllum tilvikum verið greiðsla fyrir vörur, en ekki kveðst hann nú geta sagt um, hve miklu vörusala hans til ákærða það ár hafi numið. Hann kveðst aldrei hafa skipzt á víxlum við ákærða. Hann hefur tekið fram, 856 að það sé hugsanlegt, að hann hafi tekið við víxlum sem greiðslu fyrir vörur, þótt víxlarnir hafi verið samþykktir af öðrum en greiðanda. Ragnar Haraldsson húsgagnasmiður, Langagerði 106, bar vitni við dómsrannsókn málsins. Taldi hann þá, að víxlar þeir, sem hann hefði selt bönkum 1963 og 1964 og samþykktir væru af ákærða, hefðu að mestu leyti verið „skiptivíxlar“. Hann hefði staðið í húsbyggingu árið 1963 og ákærði hefði af greiðasemi við hann samþykkt víxla, er hann hafi síðan selt í bönkum. Á móti kvaðst Ragnar hafa samþykkt aðra víxla, er ákærði hafi fengið í hendur sem tryggingu. Ragnar kvaðst árið 1964 hafa selt ákærða vörur fyrir eitthvað á annað hundrað þús. kr. Við meðferð máls þessa hefur komið fram yfirlit, sem Ragnar hafði látið rann- sóknardeild ríkisskattstjóra í té yfir vörusölu sína á árinu 1964. Er sala til Skeifunnar talin á yfirliti þessu kr. 106.268.30. Ragnar hefur komið fyrir dóm við meðferð málsins og borið það, að yfirlit þetta muni hafa verið gert af endurskoðanda hans. Vitnið Steinar Jóhannsson vélvirki, Skógargerði 6, framleiðir húsgögn úr stáli. Hann kveðst hafa selt ákærða talsvert af vörum. Víxlar þeir, sem hann hafi selt í bönkum og ákærði hafi sam- þykkt, séu að mestu leyti vöruvíxlar, sem ákærði hafi greitt vörur með. Þó kveður hann það hafa komið fyrir, að hann hafi skipzt á víxlum við ákærða. Ekki getur hann þó tilgreint, hversu oft það hafi komið fyrir né hve mikilli fjárhæð slíkir víxlar hafi numið. Þá hefur Steinar borið það, að fyrir hafi komið, að hann hafi fengið greiðslu frá öðrum aðiljum en ákærða með víxlum, sem ákærði hafði samþykkt. Loks segir Steinar, að það hafi borið við, að ákærði framlengdi víxilskuldir, fengið Steinar til að gefa út nýjan víxil, sem hann (ákærði) hafði samþykkt, og notað hann til að greiða eldri víxilskuld eða hluta hennar. Ekki hefur Steinar getað gefið greinilegri skýrslur um vörusölu sína til ákærða né viðskipti við hann að öðru leyti, en hann kveður bók- hald sitt hafa verið mjög ófullkomið á þessum tíma. Hann segir, að eftir að ákærði varð að afhenda bókhald sitt, hafi hann beðið sig að eyðileggja allar nótur yfir vörusölu til sín, og hann kveðst af kjánaskap hafa orðið við þeirri beiðni. Ákærði hefur mótmælt þessum framburði Steinars. Vitnið Dagbjartur Stígsson húsgagnasmiður, Stykkishólmi, kveðst hafa selt ákærða dálítið af listiðnaðarvörum úr tré og muni víxill sá, sem hann hefur selt í banka 7. nóvember 1964 857 og ákærði hefur samþykkt, að fjárhæð kr. 5.520.00, vera greiðsla fyrir þær vörur, enda séu þetta einu viðskiptin, sem bann hafi átt við ákærða. Vitnið Magnús Guðmundsson húsgagnasmiður, Langholtsvegi 62, kveðst hafa átt lítils háttar viðskipti við ákærða, en kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir viðskiptum árið 1964. Um þá tvo víxla, samþykkta af ákærða, sem hann er talinn hafa selt í bönk- um 1964, segir hann, að þar sé sennilega um vöruvíxla að ræða. Hann aftekur, að hann hafi nokkru sinni samþykkt víxil í greiða- skyni við ákærða, sem hann kveðst ekki þekkja að ráði. Ákærði átti mikil viðskipti við Svein Birgi Ágústsson hús- gagnasmíðameistara, sem rekur trésmiðju að Brautarholti 6 hér í borg. Er það samhljóða framburður ákærða og Sveins Birgis, að á árinu 1964 hafi sá háttur verið hafður á í viðskiptum þeirra, að þegar vara var afhent til ákærða, var ritaður sölureikningur, þar sem verð vörunnar var skráð með smásöluverði. Mánaðarlega fékk ákærði reikning yfir úttekt sína og greiddi reikninginn, þ. e. smásöluverðið að frádregnum 25%. Eftir það fékk Sveinn Birgir aftur í hendur mánaðarreikninginn ásamt sölureikningum þeim, sem honum fylgdi. Lét hann svo rita nýjan mánaðarreikning og sölureikninga, sem sýndu miklu minni viðskipti en hinir réttu reikningar. Þessa nýju reikninga fékk ákærði svo og færði bók- haldið samkvæmt þeim. Báru hinir nýju reikningar sömu númer og hinir fyrri, en Sveinn Birgir kveðst í ársbyrjun 1964 hafa látið prenta í tveimur upplögum reikninga með númeraröðinni 0001 til 4000 í því skyni að nota þá við þá tvenns konar skráningu, sem nú var lýst. Rannsóknardeildinni tókst að hafa upp á tölu- verðu af hinum upprunalegu sölureikningum frá febrúar til des- ember 1964, og virðast allir reikningar frá tímabilinu apríl til desember hafa fundizt. Þegar þessir upprunalegu sölureikningar eru bornir saman við reikninga þá, sem fundust í bókhaldi ákærða, sést, að hve miklu leyti vörukaup ákærða frá Sveini Birgi Ágústs- syni á tímabilinu febrúar —desember 1964 eru rangfærð. Er sam- anburð um þetta að finna í eftirfarandi yfirliti: 858 Nóta Upphæð Upphæð endurritunar- nr. Dags. frumnótu nótu í bókh. Skeifunnar 648 17/2 kr. 96.105.00 kr. 2.360.00 780 13/3 — 35.520.00 — 2.360.00 790 16/3 — 36.825.00 — 3.000.00 915 9/4 — 51.180.00 — 1.500.00 983 20/4 — 39.465.00 — 600.00 1020 28/4 — 27.760.00 — 750.00 1088 13/5 — 48.320.00 — 1.180.00 1094 13/5 — 20.470.00 — 300.00 1119 21/5 — 30.240.00 — 1.700.00 1145 26/5 — 17.520.00 — 850.00 1150 27/5 — 31.600.00 — 600.00 1204 9/6 — 24.720.00 — 1.180.00 1206 10/6 — 21.845.00 — 300.00 1222 12/6 — 21.040.00 — 2.360.00 1262 25/6 — 55.560.00 — 4.720.00 1283 30/6 — 21.520.00 — 1.500.00 1306 6/7 — 42.100.00 — 2.180.00 1313 7/1 — 30.060.00 — 3.360.00 1332 14/7 — 35.445.00 — 2.320.00 1341 15/7 — 103.040.00 — ".120.00 1369 23/7 — 67.320.00 — 1.880.00 1411 31/7 — 32.620.00 — 2.180.00 1436 7/8 — 50.700.00 — 2.680.00 1454 12/8 — "76.070.00 — ".760.00 1519 26/8 — 80.000.00 — 10.880.00 1535 31/8 — 39.980.00 — 1.500.00 1540 1/9 — 32.880.00 — 1.580.00 1544 3/9 — 18.900.00 — 3.760.00 1585 9/9 — 48.520.00 — .160.00 1711 24/9 — 10.220.00 — 1.880.00 1737 28/9 — 21.980.00 — 2.180.00 1776 2/10 — 52.900.00 — 2.560.00 1857 8/10 — 21.860.00 — 2.680.00 1891 13/10 — 33.160.00 — 940.00 1892 13/10 — 18.480.00 — 150.00 1914 16/10 — 39.185.00 — 390.00 1928 19/10 — 44.360.00 — 4.980.00 1953 22/10 — 20.330.00 — 2.680.00 1992 27/10 — 57.860.00 — 2.560.00 859 Nóta Upphæð Upphæð endurritunar- nr. Dags. frumnótu nótu í bókh. Skeifunnar 1995 27/10 kr. 39.900.00 kr. 2.560.00 2076 5/11 — 18.480.00 — 1.880.00 2107 10/11 — 15.120.00 — 1.880.00 2176 19/11 — 14.640.00 — 1.500.00 2223 24/11 — 94.000.00 — 9.420.00 2244 27/11 — 24.684.00 — 1.800.00 2303 4/12 — 52.050.00 — 1.880.00 2334 8/12 — 63.490.00 — 1.595.00 2352 10/12 — 42.180.00 — 9.620.00 2521 22/12 — 22.320.00 — 1.460.00 Kr. 1.944.524.00 Kr. 134.815.00 Mismunur .. .... .. .. .- e. =. =. — 1.809.709.00 = 25% afsláttur frá útsöluverði .. kr. 452.527.00 Undandregin vörukaup febrúar-des. kr. 1.357.282.00 Fram hefur komið, að eldsvoðar höfðu orðið í trésmiðju Sveins Birgis Ágústssonar, og höfðu skjöl farið þar forgörðum. Hafa ekki fundizt gögn, er sýni það, að reikningar hafi verið endur- ritaðir með framangreindum hætti fyrir 1964. Mánaðarreikningar Sveins Birgis Ágústssonar til Skeifunnar árið 1963 sýna vörukaup að fjárhæð kr. 343.001.00 (sbr. töflu 1), en þar kemur einnig fram, að Birgir hefur á árinu selt í banka víxla, samþykkta af ákærða, að fjárhæð samtals kr. 946.840.00, og bendir það til þess, að vörukaupin hafi verið miklu meiri en bók- haldið sýnir. Áður var frá því greint, hvað ákærði hafði að segja um víxla þá, sem hann hafði samþykkt, og hvað ráða mætti af þeim um vörukaup ákærða frá seljendum víxlanna. Sakir sjúk- leika Sveins Birgis Ágústssonar við rannsókn máls þessa var ekki hægt að taka af honum rækilega vitnaskýrslu, og hefur þetta atriði ekki verið borið undir hann. Hins vegar hefur Sveinn Birgir í skýrslu, sem hann gaf rannsóknardðeildinni og hann hefur fyrir dómi lýst rétta, viðurkennt, að hann hafi látið rita tvenns konar reikninga um vörusölu sína til ákærða 1964 og fram á árið 1965, sem áður hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknardðeildarinnar er þess getið, að komið hafi 860 í ljós, að um einhver erlend vörukaup hafi verið að ræða á ár- unum 1963 og 1964, en engin skráning finnist í bókhaldinu á þessum vörukaupum og ekki hafi fengizt neinar upplýsingar um upphæð þessara viðskipta. Hér er eigi rétt með farið, enda er í yfirliti yfir vörukaup Skeifunnar 1963 og 1964, sem rannsóknar- deildin hefur gert og lagt hefur verið fram við meðferð máls þessa, tilgreindur innflutningur (húsgögn, lampar, áklæði o. fl.) fyrir kr. 183.987.95 á árinu 1963 og kr. 259.002.40 á árinu 1964. Ákærði hefur viðurkennt, að vörusala í verzlun hans hafi ekki verið bókfærð að fullu. Hann hefur hins vegar vikizt undan því að segja neitt ákveðið um það, hversu mikið hafi kveðið að undan- skoti á vörusölu, og er hann var um það spurður, hvort því hefði verið hagað með hliðsjón af þeim undandrætti á vörukaupum, er lýst hefur verið hér að framan, kvað hann þetta allt hafa verið óskipulegt og laust í reipunum. Hann hefur þó viðurkennt, að vörusalan hafi að yfirlögðu ráði verið sýnd of lítil og hafi það staðið í sambandi við það, að vörukaup voru vantalin. Í skýrslu rannsóknardeildarinnar er frá því greint, að við könnun á bókhaldi og gögnum ákærða hafi komið í ljós, að undan hafi verið fellt að bókfæra á árinu 1963 sölu frá tveimur umboðs- mönnum ákærða, að fjárhæð kr. 243.075.00, og á árinu 1984 hafi ekki verið fært í bækur uppgjör yfir tvær söluferðir út á land, en sala samkvæmt þeim hafi numið kr. 457.884.00. Dómurinn hefur ekki getað sannreynt fyrri töluna af þeim gögnum, sen hann hefur haft undir höndum. Um síðari töluna er það að segja, að í málinu hafa verið lagðir fram listar yfir vörur, sem afhentar hafa verið í tvær söluferðir 1964, og nemur verð varanna samtals kr. 457.884.00. Hins vegar liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um það, hversu mikið af vörum hafi selzt í umræddum sölu- ferðum. Í dagbók Skeifunnar árið 1965 er bókfærð sala kr. 10.197.207.00, en í sölubók, sem einungis hefur verið færð til loka september- mánaðar, er bókfærð sala kr. 6.081.885.00. Þá fundust einnig gögn um söluferðir út á land, og hafði sala samkvæmt þeim ekki verið bókfærð. Í skýrslu rannsóknardeildarinnar er því haldið fram, að vörusala í ferðum þessum hafi numið kr. 4.678.753.00, en eigi er þar rétt með farið, heldur sýna umrædd gögn, að vörusala í ferðum þessum hefur numið kr. 3.312.004.00. Á söluskattskýrslum árið 1965 hefur ákærði talið fram þessa vörusölu: 861 1. ársfjórðungur .. .. .. kr. 1.863.035.00 2. 2. 202. — 2.206.430.00 3. — 2. oe... — 2.012.420.00 4 — „0... — 6.438.250.00 Alls 1965 kr. 12.520.135.00 Ákærði hefur haft hlaupareikning nr. 229 í Verzlunarbanka Íslands. Hann hefur raunar haft reikning í fleiri bönkum, en kveðst ekki hafa notað neinn, svo að teljandi sé, nema reikning 229. Inn á þann reikning kveður ákærði hafa runnið alla vöru- sölu, þar á meðal innheimta víxla samkvæmt afborgunarsamn- ingum, en mjög mikið af vörum hefur verið selt þannig. Verzl- unarbankinn hefur annazt innheimtu þessara víxla. Samkvæmt skýrslu rannsóknardeildarinnar námu innborganir á reikning þennan 1963 kr. ca. 15.200.000.00 og árið 1964 kr. 17.900.000.00. Til samanburðar er þess að geta, að á rekstrarreikningi, sem fylgir skattframtali ákærða 1964, er vörusala 1963 talin hafa numið kr. 6.631.379.98 (þar með talin sala til endurseljenda, kr. 986.787.98), og á rekstrarreikningi, er fylgir framtali 1965, er vörusala 1964 talin kr. 10.395.112.00. Sýna innborganir á hlaupa- reikning 229 þannig mun hærri innborganir en ákærði telur vörusölu sína þessi ár. Ákærði hefur gefið þær skýringar á þessu, að inn á reikninginn hafi runnið auk vörusölunnar skyndilán, sem hann hefur þó ekki gert nánari grein fyrir. Einnig hefur hann getið þess, að árið 1964 hafi það stundum komið fyrir, að hann hafi skipzt á tékkum við kunningja sinn Í greiðaskyni við hann, þannig að hann hafi látið hann hafa tékka á hlaupareikn- ing 229 og fengið á móti innstæðulausan tékka frá kunningjan- um og þann tékka hafi hann mátt sýna til greiðslu eftir einhvern tiltekinn tíma. Ekki hefur ákærði gert neina grein fyrir, hversu mikið hafi að þessu kveðið, og færzt undan að nefna nafn manns þess, sem hér hafi átt hlut að máli, Af söluskattskýrslum ákærða 1963—1965, en þær eru gerðar ársfjórðungslega, kemur fram, að samkvæmt þeim hefur sala verið langsamlega mest síðasta fjórðung hvers árs. Hefur ákærði kannazt við það, að hann hafi yfirleitt gefið upp of litla sölu framan af ári. Til dæmis hafi greiðslur frá umboðsmönnum úti á landi ekki verið gefnar upp fyrr en á skýrslu síðasta ársfjórð- ungs, enda þótt þær bærust fyrr. Þá segir ákærði, að hann hafi haft bifreið í förum um landið með vörur og hafi vörusala, sem 862 þannig fór fram, ekki verið færð til bókar né gefin upp til sölu- skatts fyrr en á síðasta ársfjórðungi. Þannig kveðst ákærði hafa skapað sér nokkurn frest á greiðslu söluskatts. Ákærði kannast einnig við það, að heildarvörusalan, eins og hún kemur fram í bókhaldi og söluskattskýrslum, hafi af ásettu ráði verið sýnd of lítil, eins og áður var rakið. Um skeið fékkst ákærði við að taka í umboðssölu notuð hús- gögn. Fundust hjá ákærða nokkur gögn um þá starfsemi. Af þeim sást, að brúttósala á notuðum húsgögnum 1964 hafði numið um 300 þús. kr., og náðu nótubækur þær, sem leiddu þetta í ljós, þó ekki nema yfir rúmlega hálft árið. Rannsóknardeildin kveður þessi viðskipti hvergi koma fram í bókhaldi ákærða. Ákærðli skýrir svo frá, að hann hafi tekið 20% í sölulaun af notuðum húsgögnum. Þegar slík húsgögn hafi verið seld, hafi söluverðið runnið inn í hina almennu vörusölu. Seljandinn hafi svo fengið vottorð í verzluninni um söluna og hafi hann svo í skrifstofu verzlunarinnar fengið söluverðið greitt að frádregnum umboðs- launum. Eins og áður var nefnt, taldi ákærði á skattframtali árið 1964, að hann hefði selt vörur til endurseljenda á árinu 1963 að fjár- hæð kr. 986.787.98. Segir ákærði, að það hafi komið fyrir, að hann hafi stundum látið öðrum verzlunum í té vörur til endur- sölu. Samkvæmt skýrslu rannsóknardeildar kom í ljós, að ákærði taldi meðal vöru til endurseljenda vörur, sem sendar höfðu verið umboðsmönnum ákærða úti á landi, og var verð vara þessara kr. 417.197.00. Er þetta atriði var borið undir ákærða, kvaðst hann ekkert geta um það sagt. Í skýrslu rannsóknardeildar greinir frá því, að grunsamleg sé færsla á víxlaeign ákærða í efnahagsreikningum hans. Var fram- talin víxlaeign hans miðuð við 31. desember 1962 kr. 702.604.00, 31. desember 1963 sama tala, þ. e. kr. 702.604.00, og 31. desember 1964 kr. 1.026.320.00. Er á það bent, að víxlaeignin hafi verið óeðlilega lág, og eftirtektarvert, ef hún hafi staðið nákvæmlega í stað árið 1963. Þá er þess getið, að víxlarnir séu ekki bókfærðir nema birgðabreytingin um áramót. Ákærði getur enga skýringu gefið á þessu. Hann hefur ein- ungis getið þess, að sleppt hafi verið að telja víxla, sem komnir voru í vanskil, en auk þess hafi 20% verið dregin frá víxilfjár- hæðinni til þess að ætla fyrir vanskilum. Samkvæmt skýrslu rannsóknardeildarinnar var innstæða á hlaupareikningi ákærða nr. 743 í Iðnaðarbanka Íslands hinn 31. 863 desember 1963, kr. 261.096, ekki bókfærð. Hér er um ranghermi að ræða, þar sem innstæðan var þá einungis kr. 261.96, eins og yfirlit yfir reikninginn ber með sér. Þann 1. janúar 1966 seldi ákærði Skeifunni h/f eign sína í húsgagnaverzluninni Skeifunni á kr. 2.426.344.82. Söluverð þetta var síðar leiðrétt til hækkunar um kr. 132.032.70 og varð þá kr. 2.558.377.52. Sala þessi fór þannig fram, að Skeifan h/f yfirtók allar eignir og skuldir Skeifunnar við áramót 1965 og 1966 samkvæmt efna- hagsreikningi Skeifunnar pr. 31. desember 1965, sem síðar var leiðréttur um kr. 132.032.70. Rekstrarreikningur fyrir Skeifuna árið 1965 hefur hins vegar aldrei verið saminn. Þegar efnahagsreikningur Skeifunnar pr. 31. desember 1964, sem fylgdi framtali ákærða 1965, er borinn saman við nefndan efnahagsreikning Skeifunnar 31. desember 1965 og tekið tillit til þess, að á efnahagsreikningi pr. 31. desember 1965 eru talin hlutabréf að nafnverði kr. 62.500.00, sem í árslok 1964 voru talin á einkaframtali ákærða, kemur fram eignaaukning á síðari efna- hagsreikningnum frá fyrri efnahagsreikningum, sem nemur miðað við bókfært verð kr. 2.470.622.28. Ekki er unnt eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja, að ákveða, hve mikill hluti af eignaaukningu þessari var orðinn til fyrir 31. desember 1964 né heldur hve mikill hluti hennar stafar af undandregnum skattskyldum tekjum alls eða skattskyldum tekj- um áranna 1963 og 1964. Þannig er ekki kunnugt um söluverð bifreiða umfram bók- fært verð né matsverð áhalda á síðara reikningi miðað við fyrri reikning. Þá er ekki upplýst, hvort vörubirgðir hafa verið metnar á sama hátt í árslok 1964 og 1965. Ákærði taldi ekki fram til skatts árið 1966, en taldi hins vegar fram 1967. Ef framantaldar eignir ákærða og skuldir á einkaframtali 31. desember 1964 annars vegar og 31. desember 1966 hins vegar eru bornar saman, kemur fram eignaaukning á þessu tímabili að upphæð kr. 848.230.08 til viðbótar þeirri eignaaukningu, er að framan greinir. Gildir hér það sama og um hina fyrrgreindu eignaaukningu, sem ráða má af samanburði efnahagsreiknings Skeifunnar 31. desember 1964 og 31. desember 1965, að ekki er hægt að ákveða, hve mikill hluti hennar hafði myndazt fyrir 31. desember 1964 né heldur hve mikill hluti hennar stafar af 864 undandregnum skattskyldum tekjum alls eða skattskyldum tekj- um áranna 1963 og 1964. Í skýrslu rannsóknardeildar ríkisskattstjóra er grein gerð fyrir bókhaldi ákærða og hvernig færslu þess hefur verið háttað. Þykir hér verða að taka upp í heild þessa lýsingu á bókhaldinu: „Framteljandi er bókhaldsskyldur, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 62/ 1938 um bókhald. Samkvæmt því, sem vitað er, hefur hann notað eftirtaldar bækur við bókhald sitt: 1. Sölubók. Bók þessi er innbundin og tölusett. Í hana er færð vörusalan, en ekki daglega. Sjá síðar. 2. Sjóðdagbók. Bókin er lausblaðadálkabók (Kalamazoo) með ótölusettum blöðum. Fyrirsagnir dálkanna, reikninganna, eru þessar: Sjóður, vörureikningur, bólsturverkstæðið, kostnaður, samþ. víxlar, viðskiptamenn, vextir og söluskattur. 3. Aðalbók, innbundin og tölusett. 4. Viðskiptamannabók. 1. Sölubók. Í hana er færð dagleg sala í verzluninni gegn stað- greiðslu svo og víxilinnheimtur og önnur innheimt sala gegn gjaldfresti. Framteljandi hefur talið, að bókin sé færð eftir á, 1—2 mánuði, en þar til hún sé færð, sé salan skráð á lausa miða. Þegar bókin var afhent um 10. janúar s.l., hafði aðeins verið í hana færð sala til septemberloka 1965. Aðrar innborganir í sjóð svo og allar útborganir úr sjóði eru hvergi skráðar jafnóðum og þær eiga sér stað eða daglega. Niðurstaða sölubókar fyrir hvern mánuð sér er síðan færð í sjóðdagbók. Samkvæmt því, sem fram kemur annars staðar í skýrslu þess- ari og viðurkennt er af framteljanda, þá er salan ranglega til- færð í sölubókinni. Virðist augljóst, að þar skakki verulegum fjárhæðum. 2. Hlaupareikningar. Framteljandi hafði hlaupareikning nr. 229 við Verzlunarbankann h/f. Hann hefur upplýst, að nær allar greiðslur vegna verzlunarinnar hafi farið fram með ávísunum á þennan reikning. Virðist þetta koma vel heim við útskrift bank- ans af reikningnum, en útskriftin fyrir árið 1964 er 48 bls. og fyrir árið 1963 44 bls. Á hverri bls. útskriftarinnar eru á að gizka 40 færslur úttektarmegin. Ennfremur hafði framteljandi hlaupareikning nr. 743 í Iðnaðarbankanum h/f. Þennan reikning notaði framteljandi aftur á móti lítið. Hvorugur þessara reikn- inga er færður í bókum framteljanda að því undanskildu, að færður er, miðað við árslok 1964, reikningsmunur á hlaupa- reikningi nr. 743, sem er skuld reikningshafa að fjárhæð kr. 865 302.083.04. Látið er hjá líða að færa innistæðu á hlr. 743 í árs- lok 1963, kr. 261.096.00. Eru því hvorki færðar sérstaklega inn- borganir né útborganir af þessum reikningum. Af framanskráðu er ljóst, að framteljandi hefur ekki haldið neina sjálfstæða sjóðbók aðra en sjóðreikninginn í sjóðdagbók- inni, sem er ótölusett lausblaðabók, eins og fyrr greinir. Engin skráning á sjóðgreiðslum fer fram samtímis því, sem þær eiga sér stað. Sleppt er að bókfæra sérstaklega inn- og útborganir af hlaupareikningunum. Þessi háttur, að viðhafa ekki réttar bók- unarreglur, að því er snertir greiðslureikninga, er nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að unnt sé að framkvæma undandrátt slíkan, sem á sér stað í þessu máli. Verður vart lögð of mikil áherzla á þýðingu þess, að haldnar séu reglur bókhaldslaga og góðrar bókhandsvenju um rétta bókun inn- og útborgana. 3. Víælareikningur. Eins og fram kemur annars staðar í grein- argerð þessari, er vörusölu framteljanda svo háttað, að hún fer ýmist fram gegn staðgreiðslu eða selt er gegn gjaldfresti og með eignarréttarfyrirvara, og samþykkir þá kaupandi jafnframt víxil eða víxla fyrir eftirstöðvum söluverðsins. Salan gegn gjaldfresti og víxlarnir eru þá eigi bókfærðir, fyrr en þeir greiðast. Fram- teljandi hefur talið, að um áramót séu víxlabirgðirnar taldar og bókfærðar, sbr. þó nánar sem áður segir um þetta. Breyting á víxlabirgðunum — aukning þeirra eða rýrnun — kemur þannig aðeins fram um áramót. Þessi háttur á færslu víxlareikningsins virðist ekki samrýmast bókhaldslögum, en hann er einn af þeim yfirlitsreikningum, sem talinn er í 8. gr. 4. Einkaúttekt framteljanda á árinu 1963 er tilfærð á höfuð- stólsreikningi kr. 52.188.00, og er þá meðtalin áætluð einkaafnot af bifreið, kr. 10.500.00. Árið 1964 var úttektin uppfærð á kr. 116.452.00. Á árinu 1963 er úttektin færð ársfjórðungslega eftir á í sjóðdagbók samkvæmt miðum, sem tilbúnir virðast vera Í sambandi við færsluna. Útektin 1964 er færð í sjóðdagbók eftir árið og sundurliðast þannig: Opinber gjöld .. .. .. .. .. kr. 41.703.00 Sama .. .. 2... 00... 2. — 28.249.00 Þátttaka í rekstri bifr. .. .. — 11.500.00 Úttekið af eiganda .. .. .. — 35.000.00 Samtals kr. 116.452.00 Fyrir færslunni „Úttekið af eiganda“ er ekkert fylgiskjal. Út- 55 866 tektarfjárhæðirnar virðast sumar hverjar a. m. k, einungis byggð- ar á ágizkun, enda t. d. engar skráningar farið fram á einkaút- tekt framteljanda af hlaupareikningi nr. 229, sbr. skýrslu hans þar um. Þess ber að gæta, að ýmis viðskipti framteljanda eru ekki færð í bókhald hans, svo sem t. d. húsbygging, húsakaup og sölur og lántökur ýmsar. 5. Viðskiptamannabók. Auk þess sem getið hefur verið um sölufyrirkomulag framteljanda hér að framan, þá hefur hann haft á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur umboðsmenn, sem selt hafa fyrir hann í umboðssölu. Viðskipti sín við þessa aðila auk sölu til einnar verzlunar hefur hann fært í sérstaka bók, sem ætlazt mun til, að gegni hlutverki viðskiptamannabókar. Bók þessi er ekki í neinum tengslum við bókhaldið, hvorki sem undir- bók sjóðdagbókar né sem hluti hennar. Afleiðing þessa er m. a. sú, að hluti af sölu viðskiptamanna, sem skráður er í bók þessa, hefur ekki verið færður í sjóðdagbók. Viðskipti þau, sem hér ræðir um, er skylt að færa í viðskipta- mannabók, svo sem tilætlunin hefur verið, þótt svona tækist til með hana. 6. Vörukaup og vörusala. Eins og boðið er í 1. tölul. 8. gr. laga nr. 62/1938, eru í sjóðdagbók og aðalbók færðir reikningar yfir keyptar og seldar vörur. Um reikninga þessa er það að segja, að fellt hefur verið undan að bókfæra vörukaup og vörusölu í stór- um stíl að segja má. Nokkur grein hefur verið gerð fyrir því á öðrum stað í greinar- gerð þessari um hve háar fjárhæðir megi ætla, að þar sé að ræða. Rekstrarreikningur sýnir því alranga mynd af þessum atriðum og þar af leiðandi tekjum framteljanda, að ætla verður. Álíta verður, að þannig sé bókfært til að villa um við álagningu þeirra gjalda, sem á þessa gjaldstofna eru lögð, og ennfremur við álagn- ingu tekjuskatts og útsvars. 7. Vöntun bókhaldsgagna. Ljóst er af þeim gögnum, sem fram- teljandi afhenti til endurskoðunar, svo og þeim gögnum, sem fram komu við húsleit, að nokkuð virðist hafa skort á, að fylgi- skjölum hafi verið haldið saman og þau varðveitt, svo sem vera ber. Má nefna í því sambandi kjölstúfa úr ávísanaheftum, útskriftir af bankareikningum, innleggsnótur á hlaupareikningana, skila- greinir um innheimtu víxla, en nær engin gögn hafa komið fram viðvíkjandi bankaviðskiptum framteljanda. 867 Svo sem fyrr var sagt, fer vörusalan í verzluninni fram með gjaldfresti, og eru gerðir samningar með eignarréttarfyrirvara um húsgagnasöluna. Mjög lítið af slíkum samningum kom fram. Í sambandi við skráningu vörubirgða komu aðeins fram 2 stílabækur, sem höfðu að geyma nokkurn hluta birgðanna við árslok 1964. Aðrar heimildir um birgðatalningu komu ekki fram. Þá er þess að geta hér, að miðar þeir, sem frumskráning söl- unnar er sögð gerð á, hafa ekki verið varðveittir. 8. Viðskiptin við Birgi Ágústsson. Því er lýst á öðrum stað í greinargerð þessari, hvernig viðskiptin við Trésmiðju Birgis Ágústssonar fóru fram. Endurrituðu sölunóturnar voru notaðar sem fylgiskjöl fyrir færslum í sjóðdagbókina, sbr. nánar með- fylgjandi skrár. 9. Eignir og skuldir utan bókhalds. Í upphafi 11. gr. laga nr. 62/1938 segir: „Á efnahagsreikningi séu tilfærðar allar eignir og skuldir hlut- aðeiganda, eins og þær eru í lok reikningsársins“. Í árslok 1963 koma fram á framtali framteljanda skuldir og eignir, sem eigi eru færðar í bókum hans, svo sem íbúð, Austurbrún 4, að fast- eignamati kr, 38.713.00, peningar kr. 60.000.00, hlutabréf í 3 hluta- félögum, kr. 112.500.00, og ennfremur skuldir að fjárhæð kr. 667.179.00. Á árinu 1964 selur framteljandi íbúðina að Austubrún 4 og byggir hús að Sunnubraut 18, Kópavogi, að kostnaðarverði kr. 1.159.588.64, kaupir auk þess hlutabréf í 2 hlutafélögum að nafnverði kr. 40.000.00 og eignast skuldakröfu að fjárhæð kr. 30.000.00. Engra þessara viðskipta né eigna í árslok er getið í bókhaldi eða efnahagsreikningi. Þá aukast skuldir gjaldanda utan bókhalds um kr. 649.686.02 og eru í árslok kr. 1.316.865.02. Innifalin í skuldum utan bókhalds er skuldin á hlr. 229 við Verzlunarbankann h/f, og er hún tilfærð í árslok 1964 kr. 693.425.02 og í árslok 1963 kr. 563.140.20. Að áliti rannsóknardeildar bar gjaldanda að færa þessi við- skipti og eignir og skuldir í bækur sínar. Bókhaldsskyldan er bundin við hann sem einstakling, en ekki verzlunina sem fyrir- tæki, Ekki er í lögunum heldur að finna heimild að fella þessi viðskipti undan skráningu í bókhaldi, enda hér verið að breyta einni eign í aðra, Getur þetta því ekki fallið undir venjulegri úttekt á einkareikningi, sem svarar til einkaeyðslu hlutaðeiganda. 10. Rekstrar- og efnahagsreikningar eru ekki færðir í löggilta 868 efnahagsbók, enda slík bók ekki til hjá framteljanda. a. gr. 1. nr. 62/1938)“. Við framanskráða skýrslu rannsóknardeildarinnar er þess. að gæta í 2. kafla (hlaupareikningur), að innstæða á hlaupareikn- ingi 743 var ekki kr. 261.096.00, heldur kr. 261.96, eins og áður hefur verið frá greint, og skuld á hlaupareikningi 743 í árslok 1964 var kr. 302.073.04, þótt hún hafi verið færð á efnahagsreikn- ingi kr. 302.083.04. Ákærði hefur greiðlega kannast við það, að bókhald hans hafi ekki verið eins og vera bar. Hafi hann gert sér það fullkomlega ljóst, að svo var, og haft lengi hug á að bæta úr því. Það hafi hins vegar dregizt á langinn og hafi það ekki verið fyrr en um áramót 19635—66, sem hann hafi fengið viðskiptafræðing til þess að koma lagi á bókhaldið, og telur hann það síðan hafa. verið fært lögum samkvæmt. Ákærði hefur tekið fram, að í þau.13 ár, sem hann hafi rokið verzlun, hafi það aldrei komið.fyrir fyrr en nú, að skattayfirvöld forvitnuðust um það, hvernig bókhaldi hans væri háttað.. Hafi það leitt til þess, að hann hafi orðið hirðulaus um bókhaldið. Il. = Eins og áður segir, gekk ríkisskattanefnd hinn 8. febrúar s.l. frá endurskoðun á álagningu tekju- og eignarskatts á. ákærða fyrir gjaldárin 1964. og 1965, aðstöðugjalds fyrir sömu: gjaldár og enn fremur álagningu söluskatts fyrir árin 1963, 1964 og 1965. Er I. kafla ákæru í máli þessu hagað í samræmi við niðurstöður ríkisskattanefndarinnar. Verður nú' greint frá nefndum niður- stöðum nefndarinnar og jafnframt greint frá rökstuðningi ákæru- valdsins fyrir ákæruatriðum þeim, sem hér er um að ræða. Söluskattur. Á árinu 1963 taldi ákærði fram söluskattskylda vörusölu að fjárhæð kr. 5.644,592.00, og nam söluskattur af: þeirri fjárhæð kr. 164.984.00. Ríkisskattanefnd úrskurðaði, að. á- þessu ári væri vantalin vörusala kr..3.100.000.00 og að söluskattur af henni næmi kr. 90.290.00. Á árinu 1964 taldi ákærði fram vörusölu kr. 10.104. 289. 19. og söluskatt af henni kr. 517.875.00. Ríkisskattanefnd telur undan- dregna sölu hafa numið kr. 4.800.000.00 og söluskatt af fjárhæð Þeirri kr. 241.035.00.. Á árinu 1965 taldi ákærði fram söluskattskylda vörusölu kr. 12.520.135.00 og söluskatt af henni kr. 873.491.00. Ríkisskatta- nefnd telur undandregna sölu á þessu ári hafa numið kr. 869 2.355.825.00 og þar af leiðandi undandreginn söluskatt kr. 164.358.00. Af hálfu ákæruvaldsins er því haldið fram, að þetta mat ríkis- skattanefndarinnar sé óhætt að leggja til grundvallar, þegar meta skal atferli ákærða til refsingar. Er á það bent, að sönnuð hafi verið óbókfærð vörukaup ákærða, og vísað auk viðurkenningar ákærða til þess, sem fram hafi komið um óbókfærð vörukaup frá tilteknum aðiljum og um víxla, samþykkta af ákærða, sem seldir hafa verið í bönkum, og um viðskiptin við Birgi Ágústsson 1964 samkvæmt skjölum, er hafzt hafi upp á. Þá er vikið að innflutningi þeim á vörum, sem ákærði hefur kannazt við, en ekki hefur verið færður til bókar. Þá er bent á, að ekkert finnist í bókhaldinu um umboðssölu þá með notaðar vörur, sem ákærði hefur kannazt við, og loks, að þó að nokkur könnun hafi farið fram á viðskiptamannahóp ákærða, sé þess ekki að vænta, að hún hafi verið tæmandi, og ekki sé við því að búast, að fengizt hafi upplýsingar um öll þau vörukaup, sem undan hafi verið skotið. Skrárnar yfir óbókfærð vörukaup samkvæmt upplýsing- um frá tilteknum aðiljum og skrárnar yfir víxlaviðskiptin (töflur 1 og 2 hér að framan) sýni niðurstöðutölur samtals ca. 7.2 millj. kr. Í úrskurðum ríkisskattanefndar og í ákæru sé gert ráð fyrir, að óbókfærð vörukaup þessi 2 ár hafi ekki numið nema 6.5 millj. kr. og sé þannig í öryggisskyni dregin frá ofangreindri tölu um 10% og ekki gert neitt álag fyrir innfluttum vörum eða óbók- færðum vörukaupum frá öðrum en í nefndum skrám greinir. Þegar ríkisskattanefnd hefur áætlað vörusölu 1963 kr. 3.100.000.00 og 1964 kr. 4.800.000.00, komi í ljós, að gert sé ráð fyrir meðalálagningu á seldar vörur 1963 ca. 28% og 1964 ca. 299%. Í úrskurði ríkisskattanefndar um tekjuskatt ákærða er frá því greint, að á rekstrarreikningi, sem fylgði framtali ákærða fyrir skattárið 1963, sé kostnaðarverð seldra vara í verzlun og verkstæði tilfært kr. 4.973.314.44 á móti heildarsölu kr. 6.631.379.98 og komi þannig fram meðalálagning á seldar vörur um 33%. Samsvarandi tölur fyrir skattárið 1964 séu kr. 7.389.767.13 og 10.395.112.65 og meðalálagning um 40%. Þannig sé í úrskurði ríkisskattanefndar og Í ákæru af varúðar- ástæðum gert ráð fyrir lægri álagningu en sennilega hafi verið. Hafi ákærði verið látinn njóta fyllsta hagræðis af hugsanlegum vafa við ákvörðun gjaldstofnanna. Ákæran fyrir undanskot á vöru- sölu 1965 er stuðd við gögn, sem rakin voru í Il. kafla hér að framan, þ. e. að þegar framtalin sala á því ári sé dregin frá hinni 870 bókfærðu sölu, að viðbættri sannaðri sölu í söluferðum út á land, komi út vantalin sala að fjárhæð kr. 2.355.825.00. Af hálfu ákæruvalds er til styrktar ákærunum um undandregna vörusölu bent á bankareikning ákærða nr. 229 og að hann bendi til mun meiri sölu en ákærði hefur talið fram, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að ýmislegt annað en vörusala hafi runnið inn á reikninginn, sbr. það, sem ákærði hefur haft um þetta að segja. Tekjuskattur. Skattstofa lagði tekjuskatt á ákærða fyrir skatt- árið 1963 samkvæmt framtali ákærða á hreinar tekjur, að fjár- hæð kr. 155.500.00, og varð tekjuskattur samkvæmt því kr. 11.463.00. Ríkisskattanefnd hefur talið, að hreinar tekjur ákærða hafi á því ári numið kr. 660.000.00 og að tekjuskattinn beri því að ákveða kr. 164.327.00. Þannig hafi ákærði skotið undan fram- tali hreinum tekjum að fjárhæð kr. 504.500.00 og tekjuskattur því orðið kr. 152.864.00 lægri en átt hefði að vera. Fyrir skattárið 1964 var lagður á ákærða tekjuskattur, kr. 28.251.00, á hreinar tekjur, kr, 248.600.00 samkvæmt framtali ákærða. Ríkisskattanefndin úrskurðaði, að hreinar tekjur á því ári hefðu numið kr. 775.000.00 og að tekjuskattur ætti því að nema kr. 171.800.00. Hefði þannig verið skotið undan framtali hreinum tekjum að fjárhæð kr. 526.400.00 og skattur því orðið kr. 143.549.00 lægri en átt hefði að vera. Í úrskurði ríkisskattanefndar er lýst vanköntum þeim, sem hafi verið á bókhaldi ákærða, og telur nefndin, að það og framtöl ákærða hafi verið haldin þvílíkum annmörkum, að þau verði ekki lögð til grundvallar álagningu á ákærða. Þá er skírskotað til viðurkenningar ákærða á því, að vanrækt hafi verið að bókfæra vörukaup og vörusölu, og til þess, er fram hefur komið í málinu um vanrækslu á að bókfæra vörukaup frá tilteknum aðiljum og til víxilviðskipta þeirra, sem áður hefur verið lýst. Þá er tekið fram, að þegar hreinar tekjur hafi verið ákveðnar, hafi hækkanir þær á söluskatti og aðstöðugjaldi, sem jafnframt hafi verið ákveðnar, verið reiknaðar til frádráttar. Tekjuútsvar. Svo sem áður var sagt, hefur ekki farið fram nein endurálagning á tekjuútsvari ákærða fyrir umrædd ár. Er ákæran að þessu leyti miðuð við sams konar undanskot á hrein- um tekjum og ákæran fyrir undanskot á hreinum tekjum til tekjuskatts, en þegar í ákæru segir, að undanskotið hafi leitt til lægri tekjuútsvarsálagningar en átt hefði að vera fyrir bæði árin, allt að kr. 250.000.00, þá er sú tala miðuð við bað, sem 871 ætla megi samkvæmt álagningarstigum, að viðbótarálagning mundi nema, og sé þó af varúðarástæðum farið nokkru lægra en álagningarstigar segi til um. Aðstöðugjald. Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að vantal- inn gjaldstofn gjaldárið 1964 teljist kr. 3.500.000.00 og 1965 kr. 5.300.000.00. Nemi hækkun gjaldsins, miðað við gjaldstiga 0.7%, fyrsta árið kr. 24.500.00 og síðara árið kr. 37.000.00. Í úrskurð- inum segir, að hækkunin sé ákveðin með rökum, er leitt hafa til hækkana á tekjuskatti, en einnig verði að hækka gjaldið vegna þess, að fellt hafi verið undan að leggja á millifært verð- mæti húsgagna frá bólstrunarverkstæði til smásöluverzlunar ákærða. Á rekstrarreikningum ákærða fyrir árin 1963 og 1964 (framtöl 1964 og 1965) er kostnaður við bólstrunarverkstæðið fyrra árið tilfærður kr. 1.014.477.29 og síðara árið kr. 1.336.976.85, eða samtals bæði árin kr. 2.351.454.14. Af hálfu ákæruvaldsins er krafa þess varðandi refsiábyrgð fyrir undandrátt á skattstofni við álagningu aðstöðugjalds skýrð þannig, að kostnaðurinn við bólstrunarverkstæðið sé dreginn frá gjald- stofninum og einungis krafizt ábyrgðar fyrir mismuninn, sem sé um kr. 6.500.000.00, en undanskot þeirrar fjárhæðar hafi leitt til lægra aðstöðugjalds, kr. 45.500.00. Í sóknarskjali ákæruvalds er loks á það bent, að í skattfram- tali ákærða á þessu ári telji hann hreina eign verzlunarinnar Skeifunnar hinn 1. janúar 1966 kr. 2.426.344.00. Á efnahagsreikn- ingi, sem fylgir framtali 1965, sé hrein eign í árslok talin kr. 25.255.24. Samkvæmt því ætti hrein eign að hafa aukizt á árinu 1965 um sem næst 2.400.000.00. Enga skýringu hafi ákærði gefið á þessu. Sé ljóst, að hér sé ákærði að telja fram eignir, sem hann hafi skotið undan við framtöl fyrri ára, og sé þannig komin fram lokasönnun fyrir undandrætti þeim á gjaldstofnum, sem I. kafli ákæru lýtur að. Af hálfu ákærða hefur þess verið krafizt, að hann verði ein- ungis dæmdur til hinnar vægustu refsingar og að refsingin yrði skilorðsbundin. Þá er því sérstaklega mótmælt, að ákærði verði sviptur verzlunarleyfum. Verjandi ákærða hefur bent á það, að veigamiklar villur hafi komið fram í skýrslu rannsóknardeildar ríkisskattstjóra. Þá hefur hann einnig bent á, að víxlasjaldskrár bankanna séu ekki hluti af bókhaldi þeirra og beri því ekki að byggja á þeim í dómsmáli. Ekki beri að leggja of mikið upp úr 872 játningum ákærða á sakargiftum, en ákærði hafi ekkert vitað um bókhald sitt og haft tilhneigingu til þess að játa hvað eina, sem á hann var borið. IV. Niðurstöður. Skattsvik. Færðar hafa verið sönnur á, að ákærði hefur haldið utan bókhalds Skeifunnar vörukaupum á árinu 1963 sem hér segir: Einir h/f... ... ... ... .. .. ..kr.341.907.00 Valbjörk h/f .. .. .. .. .. — 200.819.00 Lárus Sigurgeirsson .. .. .. — 56.275.00 Óli Þorbergsson .. .. .. .. — 336.700.00 Björn Kjartansson .. .. .. — 40.125.00 Kr. 975.826.00 Um viðskiptin við Björn Kjartansson er hér lagður til grund- vallar sá framburður ákærða, að hann hafi fengið í hendur ein- ungis helming þeirrar vöru, sem hann greiddi með kr. 80.250.00. Á sama hátt hefur verið leitt í ljós, að ákærði hefur á árinu 1964 eigi bókfært vörukaup frá ýmsum aðiljum, svo sem nú verður rakið: Ásbjörn Ólafsson h/f .. .. ... .. .. .... kr. 25.525.00 Dúna h/f .. ............ 0. 000 2. — 121.075.00 Einir h/f .. 2... 0... — 247.557.00 Híbýlaprýðih/f .. .. .. .. .......... — 283.555.00 Húsgagnavinnustofa Þorsteins Sigurðssonar — 23.000.00 Íslenzk húsgögn h/f .. .. .. .. .. ... .. — 17.750.00 Pétur Snæland h/f .. .. .. ........... — 74.054.00 Ragnar Björnsson h/f .. .. .. 2... .. — 82.200.00 Edwin Árnason .. .......... 0 — 5.293.00 Valbjörk h/f .. .. .. 2... 0... 2. — 0583.343.00 Ragnar Haraldsson .. ... .. ... .... .. .. — 106.268.00 Birgir Ágústsson .. .. .. .. .. .. .. .. — 1.357.282.00 Kr. 2.926.902.00 Viðskipti þau við Trésmiðjuna Víði, sem ákærði færði ekki í bókhald sitt á árinu 1964, fjárhæð kr. 348.810.00, eru ekki talin 873 hér að ofan, enda voru þau færð í bókhaldi Skeifunnar í febrúar 1965. ' Samkvæmt skýrslu rannsóknarðeildarinnar sýndu víxlaspjald- skrár bankanna, að ýmsir húsgagnaframleiðendur höfðu á árun- um 1963 og 1964 selt í bönkum víxla, samþykkta af ákærða, sem bentu til þess, að aðiljar þessir hefðu selt ákærða vörur umfram það, sem ákærði hafði bókfært, fyrir kr. 1.730.851.00 á árinu 1963 og fyrir kr. 1.384.007.00 á árinu 1964. Við meðferð máls þessa hafa komið fram gögn um sölu eins þessara aðilja, Ragnars Haraldssonar, til ákærða, og hefur Ragnar samkvæmt þeim selt ákærða vörur á árinu 1964 fyrir kr. 106.268.30, svo sem talið er hér áð framan, en á árinu 1963 kveðst Ragnar ekkert hafa selt ákærða, og víxla þá, samþykkta af ákærða, sem hann hafi selt í bönkum á því ári, hafi ákærði samþykkt handa honum í greiða- skyni og fengið aðra víxla á móti (skiptivíxlar). Ef víxlar Ragnars eru dregnir frá ofangreindum heildartölum, verður út- koman þessi: 1963 kr.1.730.851.00 - 247.030.00, þ. e. kr. 1.483.821.00 1964 — 1.384.007.00 -- 273.620.00, þ. e. — 1.110.387.00 Spurningin verður þá, hvað ályktað verði af ofangreindum nið- urstöðutölum um vörusölu þeirra aðilja, er hér eiga hlut að máli, til ákærða umrædd tvö ár. Ljóst verður að telja, að upplýsingar úr víxlaspjaldskrám af þessu tagi séu ekki örugg heimild um þetta. Spjaldskrárnar eru ekki stemmdar af við bókhald bankanna, og má draga í efa, að þær séu tryggilega færðar. Þá er sala húsgagnaframleiðenda á víxlum, sem ákærði hefur samþykkt, ekki út af fyrir sig sönnun fyrir því, að framleiðandinn hafi fengið víxlana sem greiðslu fyrir vörur. Vísast til þess, sem rakið er í forsendum hér að fram- an um framburð þeirra víxilseljenda, sem hér koma við sögu. Á hitt verður að líta, að þeir, sem selt hafa víxlana, kannast yfirleitt við það, að þeir hafi selt ákærða vörur og fengið þær greiddar með víxlum. Sumir telja sig einungis hafa fengið víxla frá ákærða sem greiðslu fyrir vörur. Aðrir telja, að víxlar ákærða hafi yfirleitt verið greiðsla fyrir vörur, en vera kunni, að um „skiptivíxla“ hafi verið að ræða í viðskiptum þeirra. Enn aðrir segja mikið hafa kveðið að slíkum „skiptivíxlum“ í viðskiptum þeirra við ákærða. Um síðasta atriðið vísast til framburðar Péturs Filippussonar og Sveins Guðmundssonar (sbr. einnig framburð 874 Ragnars Haraldssonar), og að öðru leyti er skírskotað til fram- burðar víxilseljendanna, sem rakinn hefur verið áður í dómi þessum. Sjálfur lýsti ákærði yfir því, að yfirleitt gæti hann fallizt á, að umræddir víxlar hans sýndu vörukaup frá útgefendum víxlanna. Af því, sem nú var rakið, lítur dómurinn svo á, að sannað megi telja, að ákærði hafi vanrækt að bókfæra einhver vörukaup frá þeim aðiljum, sem hér er um að ræða. Hins vegar er engin leið að ákveða þau vörukaup með vissu. Þá þykir óvarlegt að leggja til grundvallar framburð ákærða og telja sannað, að víxilvið- skiptin sanni „yfirleitt“ vörukaup. Þykir nauðsynlegt að viðhafa enn meiri varúð að þessu leyti. Þegar öll atriði eru metin, þykir dóminum mega telja víst, að a. m. k. 30% af heildarfjárhæð áður- greindra víxilviðskipta hafi verið greiðsla fyrir vörur. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaðan sú, að talið verður sannað, að ákærði hafi skotið undan bókhaldi vörukaupum sem hér segir: Árið 1963 kr. 975.826.00 -|- 30% af kr. 1.483.821.00, kr. 445.146.00, þ. e. samtals kr. 1.420.972.00. Árið 1964 kr. 2.926.902.00 -Þ 30% af kr. 1.110.387.00, kr. 333.116.00, þ. e. samtals kr. 3.260.018.00. Samkvæmt 111. kafla laga nr. 51/1964, sbr. áður III. kafla laga nr. 69/1962, bar ákærða að greiða 0.7% í aðstöðugjald af rekstrar- útgjöldum, og með því að telja ekki fram ofangreind vörukaup 1963 og 1964, samtals kr. 4.680.990.00, hefur hann skotið sér undan greiðslu aðstöðugjalds að fjárhæð kr. 32.766.00. Í málinu liggja fyrir upplýsingar um, að vörukaupum ákærða frá Birgi Ágústssyni var þannig háttað, að vörurnar keypti ákærði á útsöluverði að frádregnum 25%. Svarar það til, að ákærði hafi selt vörur þessar með 3314 % álagningu. Meðalálagning ákærða samkvæmt rekstrarreikningunum, sem fylgdu framtölum hans 1964 og 1965, nam rekstrarárið 1963 um 30% og 1964 um 33%. Þá hefur meðalálagning Skeifunnar h/f, er tók við rekstri ákærða í ársbyrjun 1966, numið á því ári um 27% samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. Söluskattur er ekki innifalinn í nefndum álagningarprósentum. Hér ber að hafa í huga, að auk þess að verzia með húsgögn rak fyrirtæki ákærða, Skeifan, og einnig Skeifan h/f bólstrunarverk- stæði. Eins og ársreikningarnir eru frá gengnir, er ekki unnt að reikna út sérstaklega álagninguna á verzlunarvörurnar og sérstak- lega álagninguna á framleiðsluvörurnar. Framangreindar álagn- 875 ingarprósentur sýna því meðalálagningu á báða vöruflokkana. En álagning á framleiðsluvörur er almennt hærri en á verzlunar- vörur. Þá er upplýst, að ákærði hefur selt eitthvað af vörum, sem hann hefur flutt inn sjálfur, og haft af þeim alla álagningu, en gera má ráð fyrir, að slík álagning hafi a. m. k. ekki verið lægri en á innlendar verzlunarvörur. Ákærði hefur skýrt frá því, að hann hafi selt eitthvað af not- uðum húsgögnum og tekið 20% fyrir þessi viðskipti og hafi salan verið færð í einu lagi inn í kassann, en seljendur síðan fengið sína greiðslu. Þegar framangreint er virt og fullrar varúðar gætt, þykir mega treysta því, að meðalálagning ákærða á verzlunarvörur árin 1963 og 1964 hafi ekki numið undir 25%. Þá verður og méð hliðsjón af framburði ákærða og gögnum málsins í heild byggt á því, að hann hafi a. m. k. fellt undan að bókfæra af sölunni upphæð, er svari til innkaupanna, sem ekki voru bókfærð, að viðbættri álagningu, þ. e. a. s. 25% álagningu. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir mega telja sannað, að ákærði hafi á árunum skotið undan framtali til sölur skatts vörusölu, er nemi eigi minni fjárhæð en hér verður greint: Árið 1963: Vantalin vörukaup .. .. .. .. kr.1.420.972.00 25% af kr. 1.420.972.00 .. ... .. — 356.243.00 Kr. 1.776.215.00 Árið 1964: Vantalin vörukaup .. .. .. .. kr.3.260.018.00 25% af kr. 3.260.018.00 .. .. .. — 815.004.00 Kr. 4.075.022.00 Enn fremur þykir sannað, að ákærði hafi skotið undan framtali 1965 vörusölu sem hér greinir: Bókfærð vörusala 1965 .. .. .. .. .. .. -- kr. 10.198.207.00 Óbókfærð sala (söluferðir) .. .. .. 2. 2. — 3.312.004.00 Vörusala samtals kr. 13.509.211.00 = vörusala samkvæmt söluskattsskýrslum — 12.520.135.00 Óframtalin vörusala kr. 989.076.00 876 Þess er að gæta, að í ofangreindri tölu (989.076.00) er inni- falinn söluskattur, en hins vegar ekki í niðurstöðutölum fyrir árin 1963 og 1964. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 10/1960, er var í gildi óbreytt á árinu 1963, var söluskattur ákveðinn 3% af andvirði seldrar vöru eða þjónustu. Á árinu 1963 hefur ákærði þannig skotið sér undan greiðslu söluskatts að fjárhæð kr. 53.286.00. Með 5. gr. laga nr. 1/1964 var söluskattur hækkaður upp Í 54 % frá 1. febrúar 1964 að télja. Ef söluskattur er reiknaður 3% á 14, hluta af vörusölu þeirri, er undan var skotið, en 5%% af 114, hlutum af vörusölunni, hefur ákærði á árinu 1964 skotið sér undan greiðslu söluskatts að fjárhæð kr. 215.636.00. Með 2. gr. laga nr. 61/1964-var 2. gr. laga nr. 10/1960 breytt á þann veg, að söluskattur skyldi nema 71 %, og tók breyting þessi gildi 1. janúar 1965. Ákærði hefur þannig á árinu 1965 skotið sér undan greiðslu söluskatts að fjárhæð kr. 69.004.00. , Samkvæmt framansögðu hefur brúttóágóði af undandreginni vörusölu árið 1963 numið a. m. k. kr. 355.243.00 og árið 1964 a. m. k. kr. 815.004.00. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann telji annan rekstrarkostn- að verzlunarinnar og verkstæðisins en vörukaupin réttilega til- færðan á reikningum. Með tilvísan til þess svo og með hliðsjón af hinni miklu eigna- aukningu, sem fram kemur á efnahagsreikningi Skeifunnar 31. desember 1965 og framtali ákærða 1967, sem lýst er að framan, verður því að telja, að skattskyldar tekjur ákærða hafi á árinu 1963 numið a. m. k. kr. 355.243.00 og á árinu 1964 a. m. k. kr. 815.004.00 umfram þær tekjur, sem ákærði taldi fram til tekju- skatts. Samkvæmt þessu þykir ákærði hafa skotið sér undan álagningu tekjuskatts, svo sem nú verður sýnt: Árið 1963: Framtaldar tekjur ,. .. .. .. .. ...,. .. .. kr. 155.500.00 vantaldar tekjur .. .. .. .. ........ .. — 355.243.00 Tekjur samtals kr. 510.743.00 =- Þersónufrádráttur .. .. .. ......00.00. 91.000.00 Kr. 419.743.00 871 Tekjuskattur samkvæmt 25. gr., sbr. 56. gr. laga nr. 55/1964 og 3. gr. laga nr. 42/1957 verður kr. 119.088.00 —- álagður tekjuskattur 1963 .. .. 2... 2. 7 11.463.00 Kr. 107.625.00 Árið 1964: Framtaldar tekjur .. .. .. 2. 2. 0... kr. 248.600.00 -- vantaldar tekjur .. 2. 00..00...77 815.004.00 Tekjur samtals kr. 1.063.604.00 —- persónufrádráttur .. 2. 2. 0. 77 112.000.00 Kr. 951.604.00 Tekjuskattur verður .. .. .. 2. 00... Kr. 250.502.00 —- álagður tekjuskattur 1964. on 28.251.00 Mismunur kr. 222.251.00 Hins vegar er þess að gæta, að ákærði er einungis saksóttur fyrir, að hann hafi komið til leiðar of lágri tekjuskattsálagningu 1964, er nemi kr. 143.549.00. Verður að miða við þá tölu við úrlausn sakarefnisins. Álagning tekjuútsvars fer fram samkvæmt sama framtali. og álagning tekjuskatts. Með hliðsjón af þeim niðurstöðum varðandi tekjuskatt, sem nú hafa verið raktar, þykir mega telja sannað, að ákærði hafi með hinum röngu framtölum komið til leiðar, að á hann var lagt of lágt útsvar, svo sem hér verður sýnt: - Árið 1963: Tekjúr .. 2... 0... 2... Kr. 510.743.00 — útsvar 1963 .. 0... 0... 16.800.00 Kr. 493.943.00 Tekjuútsvar af þeirri fjárhæð hefði orðið sam- kvæmt lögum nr. 51/1964 .. .. .. .. .. 2. -- Kr. 121.600.00 —- álagt útsvar 2... 2... 24.700.00 Mismunur kr. 96.900.00 Árið 1964: Tekjur 2... 0... Kr. 1.063.600.00 = útsvar 1964 .. 2. 0... — 24.700.00 Kr. 1.038.900.00 Tekjuútsvar (sbr. lög nr. 67/1965) .. .. .. .. — 277.100.00 =- álagt útsvar .. 2... 0... — 42.400.00 Mismunur kr. 234.700.00 Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur of lág útsvarsálagning fyrir skattárin 1963 og 1964 numið kr. 96.900.00 -- kr. 234.700.00, eða samtals kr. 331.600.00, en þess ber að gæta, að ákærði er einungis saksóttur fyrir, að hann hafi komið til leiðar of lágri útsvarsálagningu, er nemi kr. 250.000.00 fyrir bæði umrædd ár. Verða þá brot þau gegn skattalöggjöf, sem nú hefur verið lýst, færð til refsiákvæða. Fyrir að tilgreina ranglega vörusölu sína á söluskattskýrslum hefur verið krafizt refsiábyrgðar samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga, 26. gr. laga um söluskatt, 31. gr. reglugerðar nr. 15/1960 og 145. eða til vara 146. eða 147. gr. almennra hegningar- laga. Í 2. gr. laga nr. 10/1960 segir, að sá, sem selji eða afhendi vörur eða verðmæti, skuli „innheimta söluskatt skv. 1. mgr. og standa skil á honum í ríkissjóð“. Spurningin er þá, hvort líta beri svo á, að þegar kaupmaður hefur selt og fengið greidda vöru, sé ríkissjóður eigandi að söluskatti þeim, sem kaupmaður hefur tekið við, að vanskil kaupmannsins á söluskattinum eigi að teljast fjárdráttur, sbr. 247. gr. hegningarlaga. Hér verður að líta á refsi- ákvæði söluskattslaganna. Í 25. gr. segir, að sekt skuli sölu- skattsskyldur aðili greiða, sem „af ásetningi eða gáleysi“ skýrir „rangt frá því, sem máli skiptir um söluskatt hans“. Í 26. gr. er mælt fyrir um viðurlög við sams konar broti, þegar því er að skipta, að viðurlög eru ákveðin af dómstólum. Segir bar, að brot varði sektum í ríkissjóð allt að kr. 100.000.00 eða varðhaldi, „nema þyngri refsing liggi við skv. öðrum lögum“. Líta verður svo á, að með 25.—26. gr. laga nr. 10/1960 hafi verið sett refslákvæði, sem ætlazt hafi verið til að tæma skyldu sök að þessu leyti. Þrátt fyrir orðalagið, „nema þyngri refsing liggi við skv. öðrum lögum'?, verður ekki talið, að ætlun lög- gjafans hafi verið, að 247. gr. almennra hegningarlaga yrði beitt 879 um umrætt atferli. Refsiákvæði söluskattslaganna hefðu verið öldungis marklaus, ef svo hefði verið. Refsiákvæði reglugerðar nr. 15/1960, sem vitnað er til í ákæru, eru samhljóða refsiákvæðum 25. og 26. gr. laga nr. 10/1960, og hafa þau ekki sjálfstætt gildi. Samkvæmt þessu ber að refsa ákærða samkvæmt 26. gr. laga nr. 10/1960 fyrir brot það, sem greinir í 1. lið I. kafla ákæru. Þess er að gæta, að eins og ákvæði 25. og 26. gr. laga nr. 10/1960 eru orðuð, verður hinum rúmu sektarákvæðum einungis beitt, þegar stjórnvöld ákveða sekt, en dómstóll er bundinn við refsi- mörk 26. gr. (sektir allt að 100 þús. kr. eða varðhald). Er orða- lag greinanna ótvírætt í þessu efni, og verður að hlíta því, þótt óeðlilegt sé, að hámark sektar sé lægra, er dómstólar ákveða viðurlög. Með því að afhenda skattayfirvöldum rangar söluskattskýrslur hefur ákærði einnig brotið gegn 146. gr. almennra hegningarlaga. Með röngum framtölum til tekju- og eignarskatts hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt 1. og 5. ml. 48. gr. laga nr. 90/ 1965, sbr. eldri lög 1. og 4. ml. 48. gr. laga nr. 70/1962 og 1. og 5. ml. 48. gr. laga nr. 55/1964. Útsvar og aðstöðugjald eru lögð á samkvæmt sömu framtölum. Á þeim tíma, er hér skiptir máli, voru ekki refsiákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. lög nr. 69/1962 og síðar lög nr. 51/1964. Refsiákvæði komu í þau lög með 5. gr. laga nr. 67/ 1965, en ákærði verður ekki dæmdur samkvæmt því ákvæði, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur vottað að viðlögðum drengskap, að framtöl hans séu gefin eftir beztu vitund. Með hinum röngu framtölum hefur hann þannig unnið til refsingar samkvæmt 145. gr. almennra hegn- ingarlaga. Bókhaldsbrot. 1. Svo sem áður hefur verið lýst, er sannað, að ákærði hefur í bókhaldi sínu fært í sambandi við vörukaup sín af Sveini Birgi Ágústssyni þær röngu færslur, sem taldar eru í 1. lið II. kafla ákæru. Er sannað með játningu ákærða, að hér var um vísvitandi rangar færslur að ræða. Með færslum þessum í bækur, sem ákærða var skylt að rita samkvæmt lögum nr. 62/ 1938, sbr. nú lög nr. 51/1968, hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Ákærði færði ekki í bókhaldi sínu á árinu 1965 vörukaup frá þeim 5 aðiljum, sem í 2. lið a í 11. kafla ákæru eru taldir, þó þannig, að í ákæru er einn seljandinn, Björn Kjartansson, rang- 880 nefndur Bjarni Guðlaugsson, og samkvæmt því, sem áður var frá greint, er ekki talið sannað, að raunveruleg vörukaup frá honum hafi numið nema kr. 40.125.00. Þá er einnig talið sannað, að ákærði hafi á árinu 1964 vanrækt að færa til fulls vörukaup frá þeim aðiljum, sem taldir eru í 2. lið c, þó að undanskildum Ólafi L. Kristjánssyni, sbr. það, sem áður hefur verið rakið. Nema vörukaup þau frá þessum aðiljum samkvæmt þeim niðurstöðum, sem áður hafa verið fengnar, kr. 1.812.162.00. Hér eru talin með vörukaupin frá Víði h/f, sem ákærði færði í bókhaldi í febrúar 1965, en áttu að réttu lagi að færast til bókar á árinu 1964. Eins og áður hefur verið rakið, telst sannað, að ákærði hafi skotið undan bókhaldi einhverjum vörukaupum frá þeim aðiljum, sem taldir eru í 2. lið b og d í II. kafla ákæru. Þykir sannað, að á árinu 1964 hafi ákærði vanrækt að bókfæra vörukaup frá Ragnari Haraldssyni, kr. 106.268.00, og að öðru leyti hafi hann vanrækt að bókfæra vörukaup frá umræddum aðiljum fyrir a. m. k. kr. 445.146.00 á árinu 1963 og fyrir kr. 333.116.00 á árinu 1964. Með bókhaldsvanrækslu þeirri, sem 2. liður a-d tekur til, hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt 262. gr. almennra hegn- ingarlaga. 3. Áður hefur verið komizt að þeirri niðurstöðu, að ákærði hafi vanrækt að bókfæra af vörusölu sinni á árinu 1963 a. m. k. kr. 1.776.215.00 og á árinu 1964 a. m. k. kr. 4.075.022.00. Fyrir það atferli ber að refsa honum samkvæmt 262. gr. almennra hegningarlaga, en 158. gr. verður ekki beitt um þetta atriði. 4. a) Í bókhaldi ákærða voru þeir annmarkar á færslu sjóð- bókar, sem í 4. lið a segir, og varðaði það við 6. gr. laga nr. 62/ 1938. Hann hélt ekki viðskiptamannabók í skilningi bókhalds- laga, svo sem mælt var fyrir um í 7. gr. laga nr. 62/1938. Hann hélt heldur ekki löggilta efnahagsbók né heldur færði hann árs- reikninga í löggilta aðalbók. Fór hann þannig ekki eftir ákvæðum 10. gr. laga nr. 62/1938. Í stað hinna tilvitnuðu ákvæða laga nr. 62/1938 gilda nú ákvæði laga nr. 51/1968, 5. gr. Þessi brot varða ákærða nú refsingu samkvæmt 262. gr. almennra hegingarlaga. b) Samkvæmt sama ákvæði verður ákærða refsað fyrir að hafa ekki fært í bókhaldinu viðskipti sín á hlaupareikningum 229 í Verzlunarbanka Íslands h/f og 743 í Iðnaðarbanka Íslands h/f. en það þykir honum hafa borið að gera samkvæmt 8. gr. laga nr. 62/1938, sbr. nú lög nr. 51/1968, 9. gr., 4. mgr., 4. tl. 881 c) Ákærði færði ekki í bókhaldi sínu yfirlitsreikninga yfir víxlaviðskipti né einkaúttekt né heldur yfir lánsviðskipti nema að nokkru, en yfirlitsreikninga þessa bar honum að færa sam- kvæmt 8. gr. laga nr. 62/1938, sbr. nú 9. gr. laga nr. 51/1968, og varðar þetta ákærðan refsingu samkvæmt 262. gr. almennra hegningarlaga. d) Á færslu bókhalds ákærða voru þær misfellur, sem taldar eru í ákærulið II, 4 d, og fór hann þannig ekki að fyrirmælum 6. gr. laga nr. 62/1938, sbr. nú 7. gr. laga nr. 51/1968. Ber þannig að refsa ákærða samkvæmt 262. gr. almennra hegningarlaga. e) Þá þykir fram komið, að ákærði hafi ekki varðveitt og geymt í skipulegri röð fylgiskjöl og gögn, sem talin eru í ákæru- lið II, 4 e, og þannig brotið gegn 15. gr. laga nr. 62/1938, sbr. nú 16. gr. laga nr. 51/1968. Þó verður ekki talið, að ákvæði 15. gr. laga nr. 62/1938 hafi tekið til gagna um talningu og verð- lagningu vörubirgða (sbr. nú aftur á móti 14. gr. laga nr. 51/ 1968), og verður ákærða ekki refsað að því leyti, en að öðru leyti varðar umrætt atferli hann refsingu samkvæmt 262. gr. almennra hegningarlaga. f) Þessi ákæruliður lýtur að því, að ákærði hafi vanrækt að færa í bókhaldinu ýmsar skuldir að fjárhæð kr. 1.316.865.02. Að sömu atriðum lúta liðir b) og c) hér að ofan, og hefur afstaða þegar verið tekin til þeirra. Þá er ákærði einnig saksóttur með þessum ákærulið fyrir að hafa vanrækt að bókfæra eignir í árslok 1964 að fjárhæð kr. 67'7.745.24. Í skattframtali árið 1965 telur ákærði fram eftirtaldar eignir í árslok 1964: 1. Hrein eign samkvæmt meðfylgjandi efnahags- reikningi .. 2... 0... 0... kr. 25.255.24 2. Fasteignir, Sunnubraut 18 .. .. .. .. -- -- — 98.000.00 3. Hlutabréf í 5 hlutafélögum, alls .. .. .. .. .. — 152.500.00 4. Verðbréf o.fl... 20... 0. 30.000.00 5 „ Séreign konu .. .. .. .. 2. 2. 0. 0. 2 2. #0 77 871.990.00 Kr. 677.745.24 Af eignum þessum er liður 1 mismunur á eignum og skuldum samkvæmt efnahagsreikningi Skeifunnar. Er ekki um neina 56 882 vanræsklu að ræða af hálfu ákærða, að því er varðar færslu þessa liðar. Ákærða var ekki skylt að færa í bókhald sitt séreign konu sinnar, og verður honum ekki refsað að þessu leyti. Eftir er þá að taka afstöðu til þess, hvort ákærða var skylt að færa í bókhaldi sínu íbúðarhús sitt, hlutabréf og verðbréf (liðir 2—-4 á ofangreindum lista). Þrátt fyrir orðalag 11. gr. laga nr. 62/1938 hefur það almennt tíðkazt, að bókhaldsskyldir aðiljar færðu ekki eignir slíkar, sem hér er um að ræða og eins er ástatt um, í efnahagsreikning sinn, en tilgreindu þær hins vegar á skattframtali. Hefur framkvæmd þessi ekki verið átalin. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykja kröfur ákæru- valdsins um refsiábyrgð á hendur ákærða samkvæmt ákærulið 11, 4 f, ekki verða teknar til greina. Refsingu ákærða ber að ákveða með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber við refsiákvörðun að líta annars vegar til þess, a5 um var að ræða samfellda og verulega brotastarfsemi. Ákærði kom því til leiðar með röngum skýrslum sínum til skatta- yfirvalda, að opinber gjöld hans voru ákveðin lægri en vera átti, og munar hér verulegum fjárhæðum. Í bókhaldi ákærða var eigi aðeins um að ræða margvíslega óreiðu, heldur einnig skipu- lagðar rangfærslur. Á hinn bóginn verður að hafa í huga, að ákærði hefur ekki fyrr sætt refsingum, er hér skipta máli, að ákærði hefur komið vel fram við rekstur máls þessa og að opin- bert mál hefur ekki fyrr verið höfðað út af skattsvikabrotum. Rétt er, eins og efni máls þessa er háttað, að dæma ákærða bæði sekt og refsivist, sbr. 2. mgr. 49. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða verður ákveðin 4 mánaða fangelsi og sekt til ríkissjóðs, kr. 650.000.00, er afplánist fangelsi 5 mánuði, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 31/1961, þykir rétt að svipta ákærða heildsölu- og smá- söluleyfi. Sakarkostnaður. Svo sem greint var frá í upphafi forsendna dóms þessa, var héraðsdómur í máli þessu, er kveðinn var upp 13. október 1967, ómerktur með dómi Hæstaréttar 22. maí 1968 og þá einnig ákvæði dóms þessa um akarkostnað, en samkvæmt því skyldi ákærði greiða saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 35.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Hauks Valdi- marssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 35.000.00. Hins vegar hefur 883 Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður flutt mál þetta við með- ferð þess fyrir sakadóminum að þessu sinni. Eftir atvikum þykir niðurstaðan eiga að verða sú, að ákærði verði dæmdur til þess að greiða allan kostnað, sem leitt hefur af rekstri máls þessa í héraði, þar með talin málsvarnarlaun til Sveins Hauks Valdimarssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 35.000.00, málsvarnarlaun til Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 25.000.00, og málssóknarlaun, samtals kr. 60.000.00, er renni til ríkissjóðs, en af hálfu ákæruvaldsins hefur Hallvarður Einvarðs- son, aðalfulltrúi saksóknara, flutt málið hér fyrir dómi. Við ákvörðun málsvarnarlauna Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlög- manns er haft í huga, að hann flutti málið fyrir Hæstarétti, og voru honum þá tildæmd málsvarnarlaun. Dómsorð: Ákærði, Magnús Jóhannsson, sæti fangelsi 4 mánuði. Hann greiði einnig kr. 650.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi 5 mánaða fangelsi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal vera sviptur heildsöluleyfi og smásöluleyfi. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sinna, kr. 35.000.00 til Sveins Hauks Valdimarssonar hæstaréttarlögmanns og kr. 25.000.00 til Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, og málssóknarlaun, samtals kr. 60.000.00, er renni í ríkissjóð. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 884 Mánudaginn 9. nóvember 1970. Nr. 103/1970. Friðrik Ólafsson (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Matvælaiðjunni h/f (Sveinn H. Valdimarsson hr|l.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Ógildi loforðs. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. maí 1970 og krafizt þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 171.992.07, en til vara kr. 167.008.84, ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júní 1968 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Í erindi áfrýjanda og fimm annarra rækjuútgerðarmanna á Bildudal 28. október 1967 til stefnda segir m. a.: „Í Ísa- fjarðarsamningunum er tekið fram, að verði gengisfelling, hækki verð til rækjuveiðisjómanna, sem henni nemur ... teljum við, að sjónarmið bæði yðar og okkar hafi verið, að við ættum að bera sama úr býtum og rækjuveiðisjómenn norður á Ísafirði, Með öðrum orðum, að verð fyrir rækju upp úr sjó verði kr. 8.50 pr. kiló, og verði gengisfelling, þá hækki verðið, sem henni nemi. Við viljum vinsamlegast biðja yður að staðfesta með bréfi til einhvers undirritaðs, að það samkomulag, sem gert var á Ísafirði, gildi einnig hér í Bildu- dal“. Í svarbréfi stefnda til áfrýjanda 30. október 1967 segir m. a.: „Viljum vér hér með staðfesta, að vér samþykkjum að greiða yður kr. 8.50 pr. kiló frá upphafi veiðanna og sömu- leiðis, að verði gengisbreyting, að þá hækki rækjuverðið til yðar í hlutfalli við það. Oss er ókunnugt um, hvernig gengis- 885 breytingarákvæði þeirra Ísfirðinga hljóðar, en vér viljum taka fram, að vér leggjum þann skilning í verðhækkun við gengislækkun, að hún verki ekki aftur fyrir sig, heldur komi verðhækkun hennar vegna til framkvæmda þann dag, sem sengisbreytingin á sér stað“. Í samkomulagi milli Smábátafélagsins Hugins, Ísafirði, og rækjukaupmanna við Ísafjarðardjúp 24. október 1967 segir m. a. svo: „1. Umsamið verð á rækju upp úr sjó skal vera kr. 8,50 — átta krónur og fimmtíu aurar — pr. kg., miðað við, að seljandi skili rækjunni á bryggju, og skal gilda fyrir vertíðina 1967—-68.... 3. Verði gerð veruleg gengislækkun á samningstímabilinu, sem hrófli þeim grundvelli, er samkomulag þetta er byggt á, skal verðið tekið til endurskoðunar“. Því er yfir lýst í málflutningi, að rækjuútgerðarmenn á Ísafirði hafi eigi hlotið verðhækkun á rækju á vertíðinni 1967—1968 vegna gengistfellingarinnar 24. nóvember 1967. Svo sem gögn málsins, þau er rakin voru, bera með sér, reisti áfrýjandi og félagar hans tilmæli sín í erindinu frá 28. október 1967 um verðhækkun vegna gengisfellingar á alger- lega rangri og villandi frásögn um samninga rækjuútgerðar- manna og rækjukaupmanna á Ísafirði. Telja verður, að hin villandi greinargerð áfrýjanda og félaga hafi orðið tilefni til hins hvatvíslega loforðs stefnda. Að svo vöxnu máli ber að líta svo á, að hann sé óbundinn af loforðinu. Samkvæmt þessu er héraðsdómurinn staðfestur. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Máiskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. marz 1970. Mál þetta, sem dómtekið var þann 3. marz s.l., hefur Friðrik Ólafsson, Dalbraut 10, Bíldudal, höfðað fyrir bæjarþingi Reykja- víkur með stefnu, birtri 11. júní 1969, á hendur Matvælaiðjunni h/f, Bíldudal, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 304.126.99 auk 886 12% ársvaxta af kr. 128.772.37 frá 1. júní 1967 til 31. maí 1968 og af allri upphæðinni frá 1. júní 1968 til greiðsluðags svo og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt lágmarksgjaldskrá L. M. F. 1. Stefndi hefur gert þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og honum tildæmdur fullur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefnandi greindi kröfu sína í fjóra þætti, þannig: 1. Kr. 65.323.57. Endurkrafa vegna frádráttar stefnda á þeirri upphæð frá inneign stefnanda sökum meintrar skuldar hans í árslok 1966. 2. Kr. 63.448.80. Endurkrafa sökum millifærslu úr inneign stefnanda hjá stefnda til Kaupfélags Arnfirðinga vegna meintrar skuldar stefnanda við kaupfélagið. 3. Kr. 3.362.55, sem stafa af því, að stefnandi telur sig hafa fengið of lágt verð fyrir rækju hjá stefnda. Rækja þessi var inn lögð á tímabilinu 15. janúar 1967 til 30. apríl sama ár. 4. Kr. 171.992.78 vegna gengisuppbótar á rækjuverð. Í þinghaldi 3. marz s.l., áður en málið skyldi munnlega flutt, varð með aðiljum málsins svofelld sátt um 1.—3. lið í kröfum stefnanda: „Stefndi verður við þessum kröfuliðum svo, að hann lofar að greiða stefnanda kr. 90.000.00 án vaxta svo og kr. 17.000.00 í málskostnað. Helming fjárhæðanna greiði stefndi 15. marz 1970 og eftirstöðvarnar 15. apríl 1970. Jafnframt afhendir lögmaður stefnda lögmanni stefnanda yfir- lýsingu um, að Friðrik Ólafsson sé skuldlaus við Kaupfélag Arn- firðinga pr. 31. 12. 1967, um leið og hann lofar að greiða inneign Friðriks hjá kaupfélaginu pr. 13. 12. 1968, kr. 3.542.70 (skv. dskj. nr. 37 og 38 í málinu), þann 15. 3. 1970. Málið heldur því að öðru leyti áfram um lið 4 í stefnukröfunni, kr. 171.992.07“. Af frekari sátt varð ekki í málinu. Eftir stendur þá af kröfu stefnanda kr. 171.992.07 ásamt 12% dráttarvöxtum frá 1. júní 1968 til greiðsludags svo og málskostnaður að skaðlausu sam- kvæmt lágmarksgjaldskrá L. M. F. Í. Af þessum lið kröfu stefnanda krefst stefndi sýknu og að hon- um verði dæmdur málskostnaður vegna þessa liðar í kröfum stefnanda. Málavextir eru þeir, að þann 28. október 1967 ritar stefnandi 887 ásamt fimm öðrum rækjuseljendum Matvælaiðjunni h/f, Bíldu- dal, bréf, svohljóðandi: Matvælaiðjan h.f., Bíldudal. Vegna samninga þeirra, sem nú hafa verið gerðir á Ísafirði milli rækjuveiðisjómanna og rækjukaupenda, þykir okkur undir- rituðum rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Samkomulagið á Ísafirði virðist vera beinir samningar á milli áðurnefndra tveggja aðila, en ekki, eins og við reiknuðum með, að hlutur hvers og eins aðila um sig yrði ákveðinn af ríkis- valdinu, ef um uppbætur í einhverri mynd yrði um að ræða. 2. Í Ísafjarðarsamningunum er tekið fram, að verði gengis- felling, hækki verð til rækjuveiðisjómanna, sem henni nemur. Hinsvegar var ekki á þetta atriði minnzt í samningaviðræðum okkar við yður, en við teljum nauðsynlegt, að við fáum loforð fyrir því, að svo verði. Þrátt fyrir það, sem að framan greinir, teljum við, að sjónar- mið bæði yðar og okkar hafi verið, að við ættum að bera sama úr bítum og rækjuveiðisjómenn norður á Ísafirði. Með öðrum orðum, að verð fyrir rækju upp úr sjó verði kr. 8.50 pr. kíló og verði gengisfelling, þá hækki verðið, sem henni nemi. Við viljum því vinsamlegast biðja yður að staðfesta með bréfi til einhvers undirritaðs, að það samkomulag, sem gert var á Ísa- firði, gildi einnig hér á Bíldudal. Virðingarfyllst, Sigurm. Jörundsson Gísli Friðriksson Guðm. R. Einarsson Jón Kristmundsson Jón Jóhannesson Friðrik Ólafsson“. Með bréfi, dagsettu 30. október 1967, stíluðu til stefnanda máls þessa, svarar Gísli Theódórsson, framkvæmdastjóri stefnda, til- mælum rækjuseljendanna. Bréf þetta er svohljóðandi: „Oss hefur í dag borizt bréf yðar, dagsett 28. október 1967, varðandi rækjuverð. Viljum vér hér með staðfesta, að vér samþykkjum að greiða yður kr. 8.50 pr. kíló frá upphafi veiðanna og sömuleiðis, að verði gengisbreyting, að þá hækki rækjuverðið til yðar í hlut- falli við það. Oss er ókunnugt um, hvernig gengisbreytingar- ákvæði þeirra Ísfirðinga hljóðar, en vér viljum taka fram, að vér leggjum þann skilning í verðhækkun við gengislækkun, að 888 hún verki ekki aftur fyrir sig, heldur komi verðhækkunin hennar vegna til framkvæmda þann dag, sem gengisbreytingin á sér stað. Getum vér eigi samþykkt, að verðhækkun vegna gengisbreyt- ingar verki aftur fyrir sig, þar sem vér erum að selja rækju. sem nú er veidd á innanlandsmarkaði, eins mikið og mögulegt er“. Þann 24. nóvember 1967 var gengi íslenzkrar krónu lækkað, þannig að gengi eins Bandaríkjadals var skráð kr. 57.00 í stað kr. 43.00 áður, og hafði þannig orðið verðhækkun á stofngenginu, sem nam 32.558%. Stefnandi hefur haldið því fram, að í samræmi við greint sam- komulag bæri stefnda að greiða kr. 11.27 á kílóið af innlagðri rækju í stað kr. 8.50 áður. Á tímabilinu 24. nóvember 1967 til 15. maí 1968 kveðst hann hafa lagt inn hjá stefnda samtals 62.091 kg. af rækju. Það er ágreiningslaust, að þetta magn hafi verið lagt inn hjá stefnda á þessu tímabili. Stefndi gerði upp við stefnanda með kr. 8.50 á kíló þrátt fyrir yfirlýsinguna á dskj. nr. 24, sem rakið er hér að ofan, og gerir stefnandi kröfu um mismuninn, samtals kr. 171.992.07. Lögmaður stefnanda upplýsti, að Bílddælingarnir hefðu skrifað bréfið á dskj. nr. 23, eftir að þeir fréttu um hækkun frá Ísafirði. Hann upplýsti jafnframt, að samkvæmt upplýsingum formanns rækjuveiðifélagsins á Ísafirði hefði samningur verið gerður milli rækjuseljenda og rækjukaupenda á Ísafirði þann 24. október 1967 og í þeim samningi hafi verið ákvæði um það, að ef veruleg gengisfelling yrði, skyldi rækjuverðið tekið til endurskoðunar. Lögmaðurinn upplýsti jafnframt, að eftir gengisfellinguna hefði samningurinn á Ísafirði ekki verið endurskoðaður og engin hækk- un verið veitt. Hann mótmælti því þó, að forsendur væru brostnar vegna engrar hækkunar á rækjuverðinu á Ísafirði. Lögmaðurinn flutti mál sitt einnig með tilliti til laga nr. 71/ 1966 um verðtryggingu fjárskuldbindinga. Taldi hann, að lögin næðu ekki til atvika þeirra, sem mál þetta er risið af. Taldi hann, að samkvæmt greinargerð með lögunum þá næðu lögin ekki til atriða í kaupgjaldsmálum, en sjómenn fái hlut sinn reiknaðan af rækjuverðinu og af því leiði, að lögin nái ekki til Þeirra atriða, sem hér sé fjallað um. Jafnframt sé með samn- ingnum á Bíldudal ekki átt við fjárskuldbindingar í skilningi laganna, þar sem lögin eigi aðeins við þau tilvik, að vara eða þjónusta sé látin í té fyrir gengisfellingu, en endurgjaldið eigi 889 að koma eftir hana. Að öðru leyti nái lögin fyrst og fremst til lánastarfsemi. Skuldbinding stefnda samkvæmt dskj. nr. 24 eigi ekki við, nema um rækju, veidda, eftir að gengisfelling hafi orðið. Eftir gengisfellinguna hafi stefndi tekið við rækjunni athuga- semdalaust og rækjan af rækjuseljendum verið lögð inn í trausti til samningsins. Annars hefðu farið fram nýjar samningaumleit- anir. Hann taldi það vera visst ákvæði í öllum samningum sjó- manna, að þeir skyldu endurskoðaðir, ef gengisfelling yrði. Lögmaður stefnda byggði mál sitt á því, að í réttarskjali nr. 23 fullyrði Bílddælingar, að rækjuverð til sjómanna á Ísafirði muni samkvæmt samningi hækka um það, sem gengisfelling muni nema, ef á hana reyni. Því óska þeir eftir sams konar loforði frá Matvælaiðjunni h/f. Jafnframt taki þeir þar fram, að sjónar- mið þeirra og Matvælaiðjunnar hafi verið, að rækjuveiðisjómenn á Bíldudal fengju það sama og þeir ísfirzku. Lögmaðurinn hélt því fram, að umbjóðandi hans hefði treyst fullyrðingum Bíld- dælinganna og því gefið loforðið á dskj. nr. 24 í því trausti og byggt á þessu sameiginlega sjónarmiði allra. Fullyrðing Bílddæl- inganna hafi reynzt röng eða byggð á einhverjum misskilningi. Ísfirðingarnir hefðu ekki samið um og ekki fengið gengisuppbót af rækjuverði, heldur áfram kr. 8.50, svo sem allir aðrir rækju- sjómenn. Hann hélt því jafnframt fram, að enginn Bílddæling- anna hefði farið fram á þessa gengisuppbót, fyrr en bréf lög- manns stefnanda, dags. 6. marz 1969, hafi borizt Matvælaiðjunni. Hann taldi, að samkvæmt lögjöfnun frá 54. gr. laga nr. 39/1962 væri of seint af stað farið með athugasemdir. Heilt ár væri liðið frá uppgjöri stefnda við stefnanda. Hann vitnaði til 30. gr. og 32. gr. samningalaganna, sem hann taldi eiga við í þessu tilfelli og leiða til þess, að stefndi væri ekki bundinn við samninginn. Jafnframt taldi hann, að ef ekki yrði svo litið á, að þessi ákvæði samningalaganna ættu við, þá væri í öllu falli brostnar forsendur fyrir loforði stefnda til stefn- anda samkvæmt dskj. nr. 24. Hann taldi, að útgerðarmennirnir sjálfir legðu til forsendur fyrir loforði stefnda á dskj. nr. 24. Hann hélt því fram, að útgerðarmennirnir hefðu allir fengið strax að vita, að ekki yrði staðið við samninginn á dskj. nr. 24 og við þá hafi verið gert upp eftir eldra verðinu. Ef svo skyldi fara, að talið yrði, að standa ætti við samkomulagið, þá taldi hann, að samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laga nr. 71/1966 væri fjárskuldbinding eins og sú, sem fram komi á dskj. nr. 24, ógild. Orðið fjárskuld- binding sé miklu víðtækara en lögmaður stefnanda vilji vera 890 láta. Benti hann í því sambandi á greinargerðina með lögunum, þar sem fjallað sé um 1. gr. laganna. Hann benti jafnframt á, að hvergi væri gert ráð fyrir því við kaup- og kjarasamninga, að þeir hækkuðu vegna gengisfellinga, án þess að nokkuð frekara þyrfti til að koma. Heldur væri þar heimild um endurskoðun, ef gengisfelling yrði. Hann taldi óheimilt, að slíkt ákvæði væri í kaup- og kjarasamningum. Það stangaðist á við 2. mgr. 1. gr. laga nr. 71/1966. Hann taldi þau lög eiga við alls konar fjárskuldbindingar og vitnaði í því sam- bandi til tilgangs löggjafans með þeim lögum. Svo sem fram kemur í bréfi á dskj. nr. 41, byggja seljendur rækju á Bíldudal kröfu sína á hendur stefnda á því, að í samn- ingum rækjuseljenda á Ísafirði sé ákvæði um hækkun, sem nemi gengisfellingu, ef af henni verði. Jafnframt vitna þeir til þess, sem þeir telja sameiginlegt sjónarmið þeirra og stefnda, að þeir beri það sama úr býtum og stéttarbræður þeirra á Ísafirði. Þessar upplýsingar reyndust rangar, eins og fram kom hjá lögmanni stefnanda við munnlegan flutning málsins. Í svarbréfi sínu á dskj. nr. 24 virðist stefndi ganga út frá því, að þær séu réttar, það sýnir orðalag bréfsins, „hvernig gengisbreytingarákvæði þeirra Ísfirðinga hljóðar“. Á því verður að byggja í máli þessu, að upplýsingar þær, sem fram koma í bréfi rækjuseljendanna um Ísafjarðarsamningana hafi verið ákvörðunarástæða stefnda til loforðs hans. Þetta mátti stefnda vera ljóst. Þar sem þær reyndust rangar, verður ekki talið, að stefndi sé bundinn við loforð sitt. Er þá einnig á því byggt, að stefndi gerði upp við rækjuseljendur eftir gamla verð- inu, og stefnandi hefur ekki sannað, að hann hafi hreyft and- mælum við því, fyrr en málið var komið í hendur lögmanns hans. Af þessu leiðir, að sýkna ber stefnda af kröfu stefnanda sam- kvæmt umdeildum kröfulið. Málskostnaður fellur niður. Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þennan. Dómsorð: Stefndi, Matvælaiðjan h/f, skal sýkn af kröfu stefnanda, Friðriks Ólafssonar, samkvæmt umdæmdum kröfulið. Málskostnaður fellur niður. 891 Miðvikudaginn 11. nóvember 1970. Nr. 161/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Baldri Magnúsi Stefánssyni (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Gjaldheimtan í Reykjavík kærði mál þetta til yfirsaka- dómarans í Reykjavík með bréfi 21. ágúst 1968. Rannsóknar- lögreglan í Reykjavík tók skýrslu af ákærða 17. september 1968. Málið var síðan sent saksóknara ríkisins án frekari rannsóknar. Saksóknari ríkisins gaf út ákæru á hendur ákærða 16. desember 1968. Hafði þá ekkert verið kannað um stöðu og starfsskyldu ákærða og engar skýrslur teknar af skráðum fyrirsvarsmönnum Lithoprents h/f. Ákæra í máli þessu er því reist á rannsókn, sem fullnægði ekki, eins og á stóð, skilyrðum laga til málshöfðunar, sbr. 1. mgr. 115. gr. laga nr. 82/1961. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa ákærunni frá héraðsdómi. Sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti skal greiða úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæsta- rétti, kr. 18.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hætarétti, Jónasar A. Aðalsteinssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 18.000.00. 892 Dómur sakadóms Reykjavíkur 10. inarz 1969. Ár 1969, mánudaginn 10. marz, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 103/1969: Ákæruvaldið gegn Baldri Magnúsi Stefánssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 16. desember 1968, gegn Baldri Magnúsi Stefánssyni prentara, Háagerði 81, fæddum 13. nóvember 1928 í Reykjavík, „fyrir fjárdrátt með því að standa Gjaldheimtunni í Reykjavík ekki skil á og þannig draga Litho- prenti h/f kr. 62.947.00, sem hann hafði haldið eftir af kaupi starfsmanns fyrirtækisins, Malcholms Waltons, Búðargerði 9, Reykjavík, til greiðslu opinberra gjalda hans samkvæmt kvitt- unum frá árunum 1967 og 1968. Telst þetta varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar“. Málavextir. Ákærði réðst sem setjari til prentsmiðjunnar Lithoprents, sem rekin er af samnefndu hlutafélagi, fyrir rúmu ári, að eigin sögn. Skömmu eftir að ákærði tók til starfa, lét framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Páll G. Bjarnason, af störfum. Réðst þá svo, að ákærði tók að sér að annast daglegan rekstur prentsmiðjunnar, og hefur hann gert það þar til nú fyrir fáum dögum, er hann kveðst hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu. Ekki virðist ákærði þó hafa formlega verið ráðinn prentsmiðjustjóri, og ekki var hon- um veitt prókúruumboð fyrir Lithoprent h/f. Stjórnarformaður í hlutafélaginu er Einar Sigurðsson, Bárugötu 2. Ákærði annaðist daglega stjórn prentsmiðjunnar, sá um launagreiðslur, og yfirleitt kveðst hann hafa séð um að skila Gjaldheimtunni fé því, sem kvittað var fyrir sem greiðslu opinberra gjalda starfsmanna. Bókhald Lithoprents h/f var fært í bókhaldsvélum í skrifstofu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík, sem Einar Sigurðsson veitir forstöðu. Árið 1967 og fram eftir ári 1968 starfaði í Lithoprenti erlendur maður, Malcolm Walton að nafni. Hann hvarf af landi brott síð- sumars 1968. Samkvæmt kvittunum, er maður þessi sýndi Gjald- heimtunni í Reykjavík, var haldið eftir af launum hans hjá Litho- prenti samtals kr. 101.547.00 til greiðslu opinberra gjalda. Er hér um að ræða 76 kvittanir fyrir opinberum gjöldum samkvæmt 893 gjaldheimtuseðli, útgefnar á tímabilinu janúar 1967 til ágúst 1968, svo sem hér greinir: 27/1 1967 .. .. .. .. .. kr. 900.00 1/2 — .... 2. 2. — 900.00 10/2 — .... 0... 2. — 900.00 17/2 — 2... 2. — 800.00 94/2 — 0... 2... — 900.00 3/3 — 0... .— 900.00 10/3 = 2... 2 2. 2. — 900.00 17/3 — 2... 2. — 900.00 22/3 — 0... — 900.00 31/3 — 0... 2. — 900.00 TJA 0 — 2 2. — 900.00 14/4 — .... 2... 2. — 900.00 21/4 — 2 2. — 900.00 28/4 — 0... — 0 900.00 5/5 — 2... 2. 2. — 900.00 12/5 — ...... 2... — 900.00 16/5 — ...... 2... — 900.00 26/5 — 2... 2. — 900.00 2/6 — 0... 2. — 900.00 T/6 — 0... — 900.00 16/6 — ...... 2. 2. — 800.00 23/6 — 2... 2 — 900.00 30/6 — 0. 2. — 900.00 6/7 0 — 0. — 900.00 14/7 — 2... 2. — 900.00 21/7 — 2... 2. — 900.00 28/T — 0... 2. — 900.00 28 — 0... — 900.00 11/8 — .... 2 — 900.00 18/8 — 2... 0. — 900.00 25/8 — 2... 2. — 900.00 1/9 — 0... 2. — 900.00 8/9 — 0... — 900.00 13/9 — 0... — 900.00 18/9 — 2... — 900.00 22/9 — 2... 2. — 900.00 29/9 — 00... — 900.00 6/10 — -. .. 2. 2. 2. — 900.00 894 20/10 1967 .. .. .. .. .. kr. 900.00 27/10 — .. 0... 2... — 900.00 3/11 — ...... 0... — 900.00 10/11 — .. .. .. 0... — 900.00 17/11 — „... 2... — 900.00 2M/11 — .. 0... 2. — 900.00 1/12 — .... 2... .. — 900.00 8/12 — .. 0... 2. — 900.00 15/12 — ........ 2. — 900.00 22/12 — ...... 2... — 900.00 29/12 — 2... 0... — 900.00 11/1 1968 .. .. .. .. .. — 900.00 26/1 — ...... .. 2. — 2.200.00 22 — 0... 0. — 2.200.00 T/2 0 — 0... — 2.200.00 16/2 — „2... 02. — 1.700.00 23/2 — 2... 2. — 1.700.00 1/3 — „0... 2. — 1.700.00 8/3 0 — 2... — 480.00 29/3 — 2... 2. — 2.400.00 3/4 — 2... 2. 2. 2. — 2.500.00 10/4 — .. 0... 2. — 3.000.00 19/4 — .......... — 2.500.00 26/4 — .... 2... 2. — 2.500.00 3/5 — .. 00... 2. — 2.400.00 10/5 — .... .. 2... — 3.100.00 22/5 — .. 0... 0... — 2.200.00 29/5 0 — .. 0... 2. — 2.500.00 8/6 — .... 2... 2. — 2.200.00 14/6 — .... .. .. 2. — 2.500.00 21/6 — .... .. 0... — 2.300.00 28/6 — .... 2... 2. — 2.500.00 18/7 — .... 0... — 900.00 26/7 — ...... 2... — 2.800.00 2/8 — .. 0... 0... — 2.500.00 1/8 — .. 0... 0. — 2.500.00 14/8 0 — „0... — 807.00 17/8 — .......... — 2.200.00 Kvittanir þessar eru allar undirritaðar af starfsfólki í skrif- stofu þeirri, þar sem vélabókhald var fært. 895 Samkvæmt bréfi Gjaldheimtunnar í Reykjavík skilaði Litho- prent h/f einungis kr. 38.600.00 af fé því, sem haldið var eftir af kaupi Malcolms Waltons samkvæmt framansögðu. Hefur ákærði viðurkennt, að svo sé. Samkvæmt því hefur Lithoprent h/f van- rækt að standa Gjaldheimtunni skil á kr. 62.947.00. Ákærði hélt því í fyrstu fram, að honum væru vanskil þessi með öllu óviðkomandi. Einar Sigurðsson hefur borið það, að ákærða hafi borið að sjá um skil á fé til Gjaldheimtunnar, enda hafi hann yfirleitt séð um það. Hefur ákærði síðan játað það, að skil á opinberum gjöldum hafi verið í hans verkahring. Um gjöld Malcolms Waltons hefur hann sagt, að á árinu 1967 hafi verið haldið eftir af launum hans samkvæmt áætlun, en opinber gjöld hafi fyrst verið lögð á mann þennan á gjaldárinu 1968. Skömmu eftir mitt ár 1968 hafi Walton sagt upp starfi sínu og horfið úr landi. Sakir fjárhagsörðugleika fyrirtækisins hafi það lent í undandrætti að standa skil á öllu því, sem haldið hafði verið eftir af launum Waltons. Ákærði segir, að fyrir síðastliðin áramót hafi megináherzla verið lögð á það að skila opinberum gjöldum fyrir þá menn, sem höfðu hagsmuni af því, að gjöld þeirra yrðu goldin að fullu fyrir áramót. Skil á gjöldum Waltons hafi því heldur verið látin sitja á hakanum, þar sem þau gátu ekki, úr því sem komið var, skipt hann máli. Þá segir ákærði, að síðan hafi hann látið greiðslu á vinnulaunum starfsmanna ganga fyrir skilum á umræddu fé, enda hefði það þýtt stöðvun á rekstri prentsmiðjunnar, ef laun hefðu ekki verið goldin. Leitt er í ljós, að Gjaldheimtan sendi Lithoprenti h/f kröfu um skil á umræddum kr. 62.947.00 hinn 21. ágúst f. á. Þar sem greiðsla var ekki innt af höndum, kærði Gjaldheimtan yfir broti á 247. gr. almennra hegningarlaga með bréfi, dags. 2. september. Hinn 17. s. m. kom ákærði fyrir rannsóknarlögreglu og gaf skýrslu og kannaðist við, að vanskil hefðu orðið, og lofaði að greiða fjárhæðina innan tveggja vikna. Úr greiðslu varð þó ekki, og er fjárhæðin ennþá ógreidd. Niðurstöður. Svo sem lýst hefur verið, var af hálfu Lithoprents h/f kvittað fyrir viðtöku samtals kr. 101.547.00 upp í opinber gjöld Malcolms Waltons á tímabilinu 27. janúar 1967 til 17. ágúst 1968, án þess að Gjaldheimtunni væri skilað nema kr. 30.600.00 af þeirri fjár- hæð. Eftir því sem upplýstst hefur um stöðu ákærða hjá fyrir- tækinu, verður að telja, að hann hafi átt að sjá um skil þessi. Með því að vanrækja þau þykir ákærði því hafa gerzt sekur um 896 fjárdrátt og unnið til refsingar samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða, sem ekki hefur sætt áður öðrum refsingum en nokkrum sektum fyrir umferðarbrot, þykir hæfilega ákveðin fangelsi 4 mánuði. Fært þykir að ákveða, að fresta skuli fullnustu refsingarinnar, þannig að hún falli niður eftir 3 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 svo og hið sérstaka skilorð 6. tl. sömu greinar, þ. e. annist skil á þeim kr. 62.947.00, sem um ræðir í máli þessu. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Baldur Magnús Stefánsson, sæti fangelsi 4 mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar, og falli hún niður eftir 3 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, svo og sérstakt skilorð 6. tl. sömu greinar. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 897 Föstudaginn 13. nóvember 1970. Nr. 247/1969. Snorri Guðlaugsson (Sigurður Baldursson hrl.) segn Brynhildi Björgvinsdóttur (Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Búskipti. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. desember 1969. Krefst hann þess, að við fjárskipti milli sín og stefnda vegna skilnaðar verði sér dæmt af óskiptu 29.93% af andvirði húseignarinnar Ásvegi 15 í Reykjavík og sami hundraðshluti í biðskýlisbyggingu þeirri við Dal- braut í Reykjavík, sem greinir í hinum áfrýjaða úrskurði, að frádreginni 39.000.00 kr. skuld. Enn fremur krefst áfrýj- andi þess, að dæmt verði, að í sinn hlut komi helmingur af þeim eignum búsins, að frádregnum skuldum, sem þá verða eftir. Enn krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða úrskurði og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsaðiljar eru sammála um, að krafa áfrýjanda um 29.93% af óskiptu nemi kr. 380.020.00. Bótafé það, sem áfrýjanda var dæmt með dómi Hæsta- réttar 13. febrúar 1956 og greint er í hinum áfrýjaða úr- skurði, festi hann samkvæmt gögnum málsins í fasteignum, en ekki er þó til hlítar ljóst, hversu þeirri fjárfestingu var háttað. Áfrýjandi skildi ekki til, svo að sannað sé, þegar hann festi fé sitt í fasteignunum, að þær eða ígildi þeirra skyldi verða utan skipta, ef bú þeirra stefnda sætti skiptameðferð. Þegar af þessu og að öðru leyti með skírskotun til hins 57 898 áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta niðurstöðu hans. Máls- kostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður skal óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Úrskurður skiptadóms Reykjavíkur 5. desember 1969. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 28. f. m., er risið út af búskiptum málsaðilja vegna hjónaskilnaðar þeirra að borði og sæng, en skilnaðarmálið er til meðferðar hjá dómsmálaráðuneyt- inu. Í upphafi voru kröfur sóknaraðilja þessar: Aðallega, að honum verði úrskurðuð í sinn hlut úr óskiptu búi þeirra hjóna 29.93% af eignum búsins og auk þess 50% af þeim eignum, sem þá verða eftir í búinu. Til vara, að hann fái af óskiptu 29.93% af þeim eignum búsins, sem sannanlega verða raktar til slysabóta, sem hann fékk greiddar samkvæmt dómi Hæstaréttar 13. febrúar 1956, og 50% af þeim eignum, sem þá verða eftir í búinu. Til brautavara, að hann fái greiddar úr búinu af óskiptu kr. 136.957.60 auk hæstu innlánsvaxta hvers tíma frá 14. október 1951 til greiðsludags og helming þeirra eigna, sem eftir verða í búinu, þegar þessi krafa hefur verið greidd. Málskostnaðar krefst sóknaraðili sér til handa, hvernig sem málið dæmist. Við munnlegan flutning máisins lögðu umboðsmenn málsaðilja fram yfirlýsingu, dags. 28. október s.l, um, að þeir væru sam- mála um, að þær eignir í búi hjónanna, sem raktar verði til þeirra slysabóta, sem sóknaraðili fékk greiddar og síðar verður vikið að, séu eignarhluti búsins í Ásvegi 15 og söluskýlisbygging við Dalbraut, hvort tveggja að frádregnum kr. 130.000.00 vegna skulda, sem á búinu hvíla. Samkvæmt síðastrituðu breytti sóknaraðili kröfu sinni við munnlegan flutning málsins á þá lund, að honum yrði úrskurðað í sinn hlut af óskiptu búinu 29.93% af hluta búsins í húseigninni nr. 15 við Ásveg og sami hundraðshluti af biðskýlisbyggingunni við Dalbraut, að frádregnum kr. 39.000.00 vegna þess hluta af skuldum búsins, sem honum beri einum að greiða, ef krafa hans verður tekin til greina. Auk þess krefst hann í sinn hlut helm- ings af þeim eignum búsins, að frádregnum skuldum, sem eftir 899 verða, þegar framanritaðri kröfu hans hefur verið fullnægt. Máis- kostnaðarkrafa sóknaraðilja er óbreytt. Kröfur varnaraðilja eru þær, að hrundið verði tilkalli sóknar- aðilja um hluta af búinu óskiptu og að viðurkenndur verði réttur hennar til helmings hreinni eign búsins óskertri. Hún krefst einnig málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Krafa um slit á hjónabandinu var lögð fyrir borgardómara 13. janúar 1969. Ekki náðist þar samkomulag um skipti á búi hjónanna, og var skilnaðarmálinu vísað til dómsmálaráðuneytis- ins 20. febrúar s.1. Með bréfi, dagsettu s. m., óskaði varnaraðili þessa máls uppskriftar á búinu. Uppskrift fór fram 6. marz og Í. apríl s.ll Með bréfi, dags. 12. marz 1969, vísaði dómsmálaráðu- neytið búinu til meðferðar skiptaréttarins. Aðiljar máls þessa gengu í hjúskap 14. október 1951. Um fjár- mál þeirra fer samkvæmt lögum um réttindi og skyldur hjóna nr. 20 frá 1923. Þau hafa ekki með sér kaupmála. Hinn 2. júní 1951 varð sóknaraðili fyrir slysi við störf sín um borð í b/v Jóni forseta, en þar var hann þá skipverji. Slysið leiddi til þess, að nema varð af honum hægri hönd ofan úlnliðs. Hann dvaldist eftir slysið á sjúkrahúsi til 2. ágúst 1951. Þegar slysið vildi til, voru málsaðiljar heitbundin og varnaraðili barns- hafandi að eldri dóttur þeirra, sem fæddist 8. nóvember 1951. Í hjónaband sengu bau, sem fyrr greinir, 14. október s. á. Vegna slysfara sinna höfðaði sóknaraðili mál á hendur útgerð b/v Jóns forseta með stefnu, útgefinni 15. maí 1952, til greiðslu skaðabóta vegna örorku, þjáninga og lýta, sem af slysinu hlutust. Var örorka sóknaraðilja vegna slyssins metin þannig: Frá 2. júní til 2. ágúst 1951 100% örorka, frá 3. ágúst til 31. desember 1951 80% órorka og frá 1. janúar 1952 varanleg örorka 60%. Á grundvelli þessa mats taldist sérfræðingi í tryggingarmálum svo til, að heildarverðmæti örorkutjóns sóknaraðilja, miðað við atvinnutekjur hans árin næstu fyrir slysið, næmi kr. 559.653.00. Þessi fjárhæð var höfð til hliðsjónar við dóm í málinu, en lækkuð nokkuð, m. a. sökum þess, að tryggingafræðingurinn hafði miðað útreikning sinn við lægri vexti en almennt tíðkast hér á landi. Niðurstaða héraðsdóms í bótamálinu varð sú, að stefnandi, þ. e. sóknaraðili máls þessa, fékk sér dæmdar örorkubætur að fjár- hæð kr. 350.000.00 og vegna þjáninga og lýta kr. 40.000.00, eða samtals kr. 390.000.00. Þessi niðurstaða var staðfest með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 13. febrúar 1956. 900 Skömmu eftir að dómur Hæstaréttar féll, fékk sóknaraðili greiddar hinar dæmdu bætur. Af gögnum málsins verður ekki séð til hlítar, hvernig sóknaraðili varði bótafénu. Þó sést af skattskýrslum hans, að árið 1956 kaupir hann þann hluta, sem hann á enn, í húsinu nr. 15 við Ásveg ásamt hluta í annarri hús- eign, sem hann síðar seldi. Á árunum 1958 og 1959 byggir hann söluturn á mótum Dalbrautar og Kleppsvegar. Uppfrá því hefur hann haft atvinnu af að reka þar verzlun með gosdrykki, tóbak, sælgæti og ýmsan smávarning, sem tíðkast að selja á slíkum stöðum. Málsaðiljar eru sammála um, að uppistaðan í kaupverði þessara eigna sé runnin af bótafé því, sem rætt er um hér að framan, og miða raunar málflutning sinn við það, að þetta séu einu eignir búsins, sem raktar verði til bótafjárins. Sóknaraðil hefur leitað á því álits tryggingafræðings þess, sem gerði áætlun um örorkubætur hans í sambandi við skaða- bótamálið, hve mikill hluti hins áætlaða vinnutekjutaps vegna örorkunnar megi teljast fyrir tímabilið frá slysdegi til 18. janúar 1969 og þar af leiðandi, hve mikill hluti örorkubótanna geti talizt óeyddur þann dag. Niðurstaða tryggingafræðingsins á dskj. nr. 7 er sú, að ef fjárhæð bótanna hefði í upphafi verið skipt á tvö tímabil fyrir og eftir 18. janúar 1969, þá teldust 70.07% bótanna fyrir tímabilið frá slysdegi til 18. janúar 1969, en 29.93% fyrir tímann upp frá þeim degi. Miðað er við 18. janúar s.l. sökum þess, að þá telst sambúð hjónanna hafa lokið. Byggir sóknaraðili kröfu sína um, að honum verði greiddur ákveðinn hluti af eignum búsins af óskiptu, svo sem um séreign væri að ræða, á því, að skaðabætur þær, sem hann hlaut vegna líkamsáverkans, sem lýst er hér að framan, séu svo persónulegs og sérstaks eðlis, að ekki sé réttmætt, að konan geti krafizt hlut- deildar í þeim, þegar til skipta kemur á búi hjónanna í lifanda lífi beggja, að svo svo miklu leyti sem féð sé bætur fyrir örorku hans á ókomnum tíma. Nú er samkomulag með málsaðiljum, að tvær ákveðnar eignir í búinu hafi áskotnazt því sem andvirði Þbótafjár sóknaraðilja. Samkvæmt áliti tryggingafræðings, sem ekki hefur sætt andmælum, er gert ráð fyrir, að 29.93% af örorkubótafé sóknaraðilja séu bætur fyrir vinnutekjutap hans á ókomnum árum. Telur sóknaraðili í hæsta máta óeðlilegt, að konan geti við búskiptin gert tilkall til þessara verðmæta. Bendir hann á, að sóknaraðili hefði getað farið þá leið við heimtu bót- anna að krefjast örorkubótanna í tímabundnum greiðslum, t. d. árlega, Í stað fyrirframgreiðslu í einni fjárhæð. Hefðu bæturnar 901 verið greiddar þannig í tímabilsgreiðslum, væru 29.93% þeirra ennþá ófallin í gjalddaga og mundi konan þá væntanlega ekki hafa getað krafizt hlutdeildar í þeim greiðslum við skipti á búi hjónanna. Sama eigi að gilda að tiltölu, þótt bótafjárhæðin hafi verið greidd í einu lagi. Sóknaraðili hefur bent á, að réttarreglur um bótaábyrgð at- vinnurekenda utan samninga séu svo nýtt fyrirbæri í íslenzkum rétti, að þær hafi naumast þekkzt, þegar lögin um réttindi og skyldur hjóna nr. 20 frá 1923 voru sett. Þess sé því ekki að vænta, að þau lög taki beina afstöðu til bótafjár af því tagi, og því sé eðlilegt, að um það myndist reglur samkvæmt eðli málsins, sem ekki eru beint tjáðar í löggjöfinni. Varnaraðili byggir kröfur sínar á því, að samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga um réttindi og skyldur hjóna nr. 20 frá 1923 sé það meginregla, að við skipti á búi hjóna við hjúskaparslit geti hvort þeirra um sig krafizt helmings af hreinni hjúskapareign beggja hjónanna. Bótafé það, sem hér er um deilt, sé hjúskapar- eign mannsins, enda taki ákvæði 23. gr. laganna, sem séu tæm- andi, að því er séreign varðar, ekki til þess. Hún bendir á, að tjón mannsins vegna slysfaranna sé ekki einungis persónulegur skaði hans, því að það snerti sameiginlegan fjárhag málsaðilja, að aflahæfi mannsins og þar með möguleiki hans til að afla búi sínu eigna, hafi rýrnað. Einnig hafi þetta snert hag varnaraðilja að því leyti, að hún hafi þurft að leggja meira að sér en ella vegna fötlunar mannsins og lifað hennar vegna við rýran kost þann tíma, sem leið, frá því að málsaðiljar hófu sambúð og þar til bótagreiðslan var innt af hendi. Svo sem áður greinir, fer um fjármál málsaðilja samkvæmi lögum nr. 20 frá 20. júní 1923. Reglur 23. gr. þeirra laga um sér- eign koma hér ekki til greina, þar sem hvorki er kaupmáli með hjónunum né önnur tilvik, sem ákvæði greinarinnar eiga við. Skipti á búinu fara því samkvæmt 2. mgr. 18. gr., sbr. 17. grein laganna. Samkvæmt 17. gr. öðlast hvort hjóna um sig hjúskapar- rétt yfir öllu því, sem hinn á við giftinguna eða eignast síðar. Eigi annað hjóna réttindi, sem eigi má afhenda eða eru að öðru leyti persónulegs eðlis, koma reglurnar um hjúskapareign að svo miklu leyti til framkvæmda sem þær fara eigi í bága við þær sérreglur, sem um þau réttindi gilda. Ekki verður talið, að réttur sóknaraðilja varðandi bótafé sitt eða það, sem í stað þess hefur komið, sé svo persónulegs eðlis, að hann útiloki hjúskapar- rétt varnaraðilja til þess samkvæmt síðastgreindu lagaboði. Ekki 902 verður heldur talið, að aðrar reglur íslenzks réttar útiloki hjú- skaparrétt varnaraðilja yfir fé þessu. Samkvæmt því verður að fara um skipti á öllum eignum í búi þessu eftir 1. málslið 2. málsgr. 18. gr. laga nr. 20 frá 1923. Af því leiðir, að hvort hjóna um sig hlýtur við skiptin helming af samanlagðri hreinni hjú- skapareign beggja hjónanna. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Unnsteinn Beck borgarfógeti kvað upp úrskurðinn. Uppsögn hans hefur dregizt vegna mikilla anna dómara við önnur em- bættisstörf. Því úrskurðast: Krafa sóknaraðilja er ekki tekin til greina. Við skipti á búi málsaðilja, Snorra Guðlaugssonar og Brynhildar Björg- vinsdóttur, skal farið með allar eignir búsins sem hjúskapar- eignir hjónanna, og koma þær, að skuldum frádregnum, til jafnra skipta milli þeirra. Málskostnaður falli niður. Nr. 49/1970. Föstudaginn 13. nóvember 1970, Gestur Kristjánsson og Samvinnutryggingar (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) Segn Hafsteini Sigurðssyni og gagnsök (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 3. marz 1970. Krefjast þeir þess, að þeim verði aðeins dæmt að greiða gagnáfrýjanda kr. 20.750.00 með 7% ársvöxtum frá 903 1. júní 1968 til greiðsludags. Þá krefjast þeir málskostnaðar tir hendi gagnáfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 9. apríl 1970. Krefst hann þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt kr. 65.755.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júní 1968 til greiðsludags og málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum ber að dæma aðaláfrýjendur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Gestur Kristjánsson og Samvinnu- tryggingar, greiði gagnáfrýjanda, Hafsteini Sigurðssyni, kr. 8.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 31. janúar 1970. Mál þetta, sem dómtekið var 12. janúar 1970, hefur stefnandi, Hafsteinn Sigurðsson, Bergþórugötu 14 A, Reykjavík, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 11. marz 1969, á hendur Gesti Kristjánssyni, Forsæti 11, Villingaholtshreppi, Árnessýslu, og Samvinnutryggingum g/t, Ármúla 3, Reykjavík, til greiðslu fébóta að upphæð kr. 65.755.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júní 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu eftir mati réttarins. Stefndu gera þær dómkröfur, að þeir verði algerlega sýknaðir af kröfum stefnanda í málinu gegn greiðslu á kr. 20.750.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júní 1968 til greiðsludags. Jafnframt er gerð krafa til þess, að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefndu málskostnað að mati dómsins. Málavextir eru þeir, að föstudaginn 9. febrúar 1968 ók stefnandi bifreið sinni, R 3065 (Jeepster, árgerð 1967), vestur Suðurlands- veg áleiðis til Reykjavíkur. Skömmu fyrir kl. 1525, er hann var staddur á móts við Jaðar, vildi svo til, að bifreiðin, sem var á 904 ca. 40 km hraða, snerist á veginum og stöðvaðist. Stefndi Gestur ók bifreið sinni, X 549, rétt á eftir bifreið stefnanda. Fékk hann ekki stöðvað bifreið sína og rákust bifreiðarnar saman, svo sem nánar verður lýst síðar. Lögregluþjónar komu fljótlega á vettvang og gerðu uppdrátt af afstöðu bifreiðanna á veginum eftir áreksturinn. Í skýrslu þeirra er atburðum lýst þannig, að báðum bifreiðunum hafi verið ekið vestur Suðurlandsveg og hafi R 3065 verið á undan. Á móts við Jaðar hafi áreksturinn orðið, en þar sé lítils háttar hliðar- halli á veginum. Bifreiðin R 3065 hafi verið með snjókeðjur á afturhjólum, en X 549 keðjulaus og með nokkuð slitna aftur- hjólbarða. Skemmdir á R 3065 hafi verið þessar: Hægra frambretti mikið dældað, enn fremur felga hægra framhjóls, framhöggvari, vélar- húslok, hægra afturhorn og afturhöggvari. Ökumaður R 3065 skýrði svo frá, að hann hefði ekið á ca. 40 km hraða. Vissi hann þá ekki fyrr til en bifreiðin snerist og stöðvaðist þvert á veginum. Ekki kvaðst hann vita neina aðra ástæðu til þess, að bifreiðin snerist, en þá, að allmikil háika hafi verið á veginum og einnig hliðarhalli til suðurs. Hann kvaðst hafa vitað af bifreiðinni, sem ekið var á eftir honum, en ekki getað aðhafzt neitt og engum togum hafi skipt, að hægra framhorn X 549 rakst á hægra frambretti bifreiðar sinnar. Við áreksturinn snerist bifreiðin og lenti þá hægra aftur- horn hennar á vinstri hliðarhurð X 549. Ökumaður R 3065 mætti þann 13. febrúar sama ár hjá rann- sóknarlögreglunni. Hann staðfesti þar skýrslu þá, er hann hafði áður gefið. Honum var sýndur uppdrátturinn af vettvangi og taldi hann réttan í meginatriðum, en gat þess, að bifreið sín muni hafa skemmzt meira við áreksturinn en talað sé um í skýrslunni. Ökumaður bifreiðarinnar X 549 skýrði lögreglunni svo frá, að hann hefði ekið á eftir R 3065 með sama hraða. Vissi hann þá ekki fyrr til en bifreiðin á undan snerist á veginum og stöðvaðist þversum. Hann kveðst hafa hemlað og beygt frá til þess að reyna að forðast árekstur, en sökum þess, hve stutt var á milli bifreiðanna, hálka á akbrautinni og atvikið skeði skyndilega, tókst honum ekki að forðast árekstur. Þann 7. marz mætti ökumaðurinn hjá lögreglunni í Árnes- sýslu. Taldi hann vettvangsuppdráttinn réttan og kvað rétt frá atvikum skýrt í fyrri skýrslu sinni hjá lögreglunni í Reykjavík, 905 en bætti við, að þegar hann kom á hæðarbrúnina, sem er þar, sem beygjan er sýnd á uppdrættinum, hafi hann séð bifreiðina R 3065, en augnabliki síðar snerist bifreiðin og skrensaði til á veginum og snerist alveg þversum. Hann hafi þá reynt að draga úr hraða bifreiðar sinnar og hemlað, en það hafi ekki nægt til að forðast árekstur sökum hálku þarna í brekkunni, en hún hafi aukizt, eftir því sem neðar kom. Ökumaðurinn gat þess, að engin teljandi hálka hafi verið á leiðinni að austan, fyrr en komið var á stað þann, sem árekstur- inn varð. Hann hafi tekið snjókeðjur af bifreið sinni austur í Ölfusi, þar sem hann veitti því athygli, að bifreiðar, sem hann mætti, voru yfirleitt keðjulausar. Þar sem áreksturinn varð, var þjóðvegurinn malborinn, en háll af ísi. Dagsbirta var og veður bjart. Engir sjónarvottar voru að atburði þessum. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að stefndi Gestur eigi alla sök á árekstrinum. Stefnandi hafi ekið á 40 km hraða, sem verði að teljast hóflegur aksturshraði. Bifreið hans hafi verið með snjókeðjur á afturhjólum og í fullkomnu lagi. Ástæðan fyrir því, að bifreiðin snerist á veginum, hafi eingöngu verið hliðarhalli og hálka. Slík óhöpp geti alltaf komið fyrir, þótt fyllsta aðgæzla sé viðhöfð, og beri þeim, sem á eftir ekur, að haga akstri sínum með það fyrir augum. Afstöðuteikning og vettvangsrannsókn styrki þessa skoðun sína. Stefndu rökstyðja kröfur sínar þannig, að einsætt sé, að báðir ökumennirnir hafi átt sök á því, hvernig fór. Stefnandi hafi rnisst vald yfir bifreið sinni mjög óvænt og án þess að nokkur að- dragandi væri að því. Afleiðingin hafi orðið sú, að bifreið hans hafi snúizt alveg þversum á veginum og orðið alger farartálmi á vegi bifreiðarinnar, sem á eftir fór. Stefndi Gestur hafi sízt af öllu átt von á því, að svo hrapallega tækist til um stjórn bif- reiðar stefnanda. Það sé frumskylda hvers bifreiðarstjóra að haga akstri sínum þannig, að hann hafi fullt vald yfir ökutæki sínu og verði eigi farartálmi í vegi annarrar umferðar. Í því tilfelli, sem hér um ræðir, hafi reyndin orðið sú, að stefnanda brast ekki aðeins fulla stjórn á bifreið sinni, heldur hafði hann alls enga stjórn á henni. Ekki fari á milli mála, að þessi áfallaakstur eigi rætur að rekja til ógætni og fyrirhyggjuleysis stefnanda. Jafnvel þótt þetta hefði gerzt honum algerlega að ósjálfráðu, komist hann ekki undan því að bera allan halla af þeirri áhættu, sem af þessu leiddi. 906 Þá sé þess að gæta, að stefndi Gestur hafi engrar aðvörunar notið frá hemlaljósum ökutækis stefnanda, heldur hafi bifreið hans orðið eins bráður og óvæntur farartálmi og hugsazt gat. Með hliðsjón af þessu eigi stefndi Gestur ekki meiri sök á árekstrinum en að hálfu og með því sé hlutur hans gerður lakari en efni standi til. Eins og nú hefur verið lýst, getur stefnandi ekki gert aðra grein fyrir því, að hann missti stjórn á bifreið sinni, en þá, að hliðarhalli hafi verið á veginum og hálka. Hann hefur því ekki hagað akstri sínum sem skyldi, miðað við þau akstursskilyrði, sem fyrir hendi voru. Samkvæmt 1. mgr. 49. gr. umferðarlaga bar honum að sam- ræma ökuhraðann staðháttum og ástandi vegarins, þannig að far- artæki hans yrði ekki hættulegur farartálmi fyrir vegfarendur. Þá er ekki upplýst í málinu, hvort stefnandi ók með drif á fram- hjólum eða ekki, en það hefði dregið mikið úr þeirri hættu, að bifreiðin snerist á veginum. Hefði verið nauðsynlegt að athuga það, er frumrannsókn fór fram á vettvangi. Þegar alls þessa er gætt, þykir stefnandi sjálfur eiga nokkra sök á því, hvernig fór. Hins vegar hefur stefndi Gestur sýnt af sér óvarkárni með því að aka bifreið sinni án snjókeðja, sérstaklega þegar þess er gætt, að afturhjólbarðar voru nokkuð slitnir og veittu því minni mót- stöðu. Hefur hann því gerzt brotlegur við 1. mgr. 49. gr. um- ferðarlaga. Þá hefur hann ekki gætt sem skyldi ákvæða 5. mgr. 45. gr. umferðarlaga og 2. mgr. 49. gr. sömu laga. Þykir hann því eiga meginsök á árekstrinum. Þegar öll málsatvik eru saman tekin, svo sem þeim er lýst í skjölum málsins og komu fram við munnlegan málflutning, þykir stefnandi eiga að bera sjálfur 74 hluta tjóns síns, en dæma ber stefndu til þess að bæta honum fébótum 4%4% hluta þess. Skulu nú kröfur stefnanda teknar til meðferðar. Um 1. Samkvæmt framlögðum reikningi á dskj. nr. 3 nam viðgerðarkostnaður bifreiðarinnar R 3065 kr. 35.155.00. Aðiljar hafa einkum deilt um, hvort þörf hafi verið að setja nýja vélar- hlíf (húdd) í stað þeirrar gömlu, en reikningur hans er miðaður við nýja vélarhlíf. Að áliti hins sérfróða dómara hefði auðveld- lega mátt með réttingu gera vélarhlífina jafngóða og hún var fyrir óhappið. Hefði það orðið kostnaðarminna. Að áliti dómsins á stefnandi einungis rétt til þess að fá bættan þann kostnað, 907 sem samfara var því að fá vélarhlífina jafngóða og hún var fyrir áreksturinn. Eftir hinum framlögðu reikningum verður ekki með fullkom- inni vissu séð, hve hárri fjárupphæð mismunurinn á nýrri og viðgerðri vélarhlíf nam. En eftir því, sem hinn sérfróði dómari bezt fær séð, nemur sá mismunur sem næst kr. 3.200.00, og ber að lækka þennan kröfulið sem því nemur. Samkvæmt þessu verður að telja tjón það, sem á bifreiðinni varð, fullbætt með kr. 31.955.00. Um 2. Eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja í málinu, og þá sérstaklega ljósmyndum þeim, sem fyrir liggja, virðist ljóst að áliti hins sérfróða dómara, að auðvelt hefði verið að rétta hægra frambretti þannig, að bifreiðin yrði ökuhæf. Slík bráðabirgðavið- gerð hefði orðið tiltölulega kostnaðarlítil. Þegar hafðar eru í huga skemmdir þær, sem á bifreiðinni urðu, og með hliðsjón af framlögðum reikningum, þykir viðgerðartími bifreiðarinnar hæfilega metinn 33 dagar. Fallast má á, að stefn- anda beri kr. 300.00 á dag í bætur fyrir afnotamissi. Samkvæmt þessu er tjón stefnanda fyrir afnotamissi bifreiðarinnar hæfilega metið á kr. 9.900.00. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber stefndu in solidum til þess að greiða stefnanda kr. 31.955.00 - 9.900.00 að frádregnum 74 hluta, eða kr. 33.484.00. Stefndu hafa krafizt með vísan til 177. gr. einkamálalaga nr. 85/1936, að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða málskostnað. Eftir atvikum þykir þessi krafa stefndu ekki á rökum reist og verður því ekki tekin til greina. Samkvæmt framangreindum málalokum ber að dæma stefndu til þess að greiða stefnanda í málskostnað kr. 7.500.00. Dóm þennan kváðu upp Kristján Jónsson borgardómari, Gunn- laugur Briem lögfræðingur og Bent Jörgensen bifvélavirkja- meistari. Dómsorð: Stefndu, Gestur Kristjánsson og Samvinnuiryggingar g/t, greiði in solidum stefnanda, Hafsteini Sigurðssyni, kr. 33.484.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júní 1968 til greiðslu- dags og kr. 7.500.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 908 Föstudaginn 13. nóvember 1970. Nr. 100/1970. Snæbjörn Sigurðsson (Hólfríður Snæbjörnsdóttir (skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 61/1942)) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Héraðsdómur úr gildi felldur. Máli vísað til gerðardóms. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. maí 1970. Hann fékk gjafsóknarleyfi fyrir Hæsta- rétti 3. nóvember 1970. Áfrýjandi krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 1.479.320.00 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1968 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Telja verður, að áfrýjandi kunni samkvæmt grunnsjónar- miðum laga, sbr. 7. gr. laga nr. 11/1928 og 2. gr. laga nr. 16/1952, að eiga rétt til nokkurra bóta vegna sóttvarnar- aðgerða, að svo miklu leyti sem hann hefur eigi aukið tjón sitt með aðgerðum sínum eða gefið fyrirvaralausar kvitt- anir. Bótaréttur áfrýjanda kemur m. a. til álita vegna af- urðatjóns, miðað við, að hann hefði rekið bú sitt áfram. Athugaefni er og, hvort áfrýjandi eigi bótarétt á þeim grund- velli, að hann mátti eigi um stundarsakir selja gripi né hev utan hins sýkta svæðis né ala upp gripi. Er málið vanreifað um þessi efni. Það þykir vera í samræmi við niðurlags- ákvæði nefndrar 7. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 16/1952, sbr. 2. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 20/1952, að serðardómur, 909 svo skipaður sem í 7. gr. laganna segir, kveði á um bóta- fjárhæð. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi um annað en málskostnað. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málssóknarlaun talsmanns áfrýjanda, Hólmfríðar Snæbjörnsdóttur lögfræðings, kr. 60.000.00. Dómsorð: Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms eru staðfest. Að öðru leyti er héraðsdómurinn úr gildi felldur, og er málinu vísað til gerðardóms, skipuðum svo sem að fram- an segir. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjaf- sóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málssóknarlaun talsmanns áfrýjanda, Hólmfríðar Snæbjörnsdóttur lögfræðings, kr. 60.000.00. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. apríl 1970. Mál þetta var tekið til dóms 7. apríl s.l. Það var höfðað af Snæbirni Sigurðssyni, bónda á Grund Il í Hrafnagilshreppi, með utanréttarstefnu, sem út var gefin 6. nóvember 1968. Stefndi er fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Málið var þingfest 21. nóvember 1968. Framhaldsstefna var gefin út 25. marz 1969 og birt sama dag. en framhaldssökin þingfest 27. marz. Enn var framhalds- stefna gefin út 28. maí 1969 og birt sama dag, en síðari fram- haldssökin var þingfest 12. júní 1969. Dómkröfur stefnda eru nú þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 2.688.441.30, svo sem nánar mun sundurliðað síðar. Þá er krafizt 7% vaxta p. a. af kr. 1.474.088.30 frá 1. janúar 1968 til greiðsluðags og af kr. 1.214.353.00 frá 25. marz 1969 til greiðsludags. Stefnandi krefst einnig málskostnaðar. Af hálfu stefnda er krafizt sýknu gegn greiðslu á kr. 9.800.00. Þá er og krafizt málskostnaðar úr hendi stefnanda og þess, að vextir verði einungis reiknaðir frá stefnudögum. Málavextir eru þeir, að veturinn 1966—-1967 varð vart við 910 hringskyrfi, sem er smitandi húðsjúkdómur í búfé, og kom hann: upp bæði í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu og Grýtubakka- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Síðar breiddist sjúkdómurinn lítið eitt út. Stefnandi málsins byggir kröfur sínar á því, að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna sjúkdómsins. Talið, er, að smit hafi borizt hingað til lands með dönskum manni, sem starfaði sumarið 1966 í fjósi á Grund I, en þangað var maðurinn ráðinn á vegum Búnaðarfélags Íslands. Sjúkdóms- ins varð fyrst vart, þannig að hann yrði greindur, í október þetta haust, þegar slátrað var á Akureyri kúm frá Grund I. Við athug- un kom í ljós, að hringskyrfi var komið í nautgripi víðar, m. a. hjá stefnanda. Gerðar voru ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar og lækningaaðgerðir hafnar. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir vann að þessum málum, og hafa verið lögð fram í málinu mörg bréf frá honum þar að lútandi. Heima í héraði starfaði Gudmund P. Knutsen héraðsdýralæknir á Akureyri að athugunum og lækningum, og eru skýrslur frá honum meðal máls- skjala. Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri sauðfjárveiki- varna, vann að samningagerð og framkvæmdum sem umboðs- maður atvinnumálaráðuneytisins, og hafa verið lögð fram í mál- inu bréf og önnur skjöl, sem hann hefur gefið út. Allir þessir menn hafa og gefið vitnaskýrslur í málinu. Hinn 18. febrúar 1967 var gefin út reglugerð nr. 35/1967 um varnir gegn smitandi hringskyrfi í nautgripum og öðrum húsdýrum af völdum sveppa (dermatomycosis). Ýmsar stjórnarathafnir, samningar, er stjórn- völd áttu aðild að, og aðrar opinberar ráðstafanir miðuðu einnig að útrýmingu veikinnar. Verður að þessu vikið svo og öðru, sem fram er komið um veikina almennt, eftir því sem þurfa þykir til skýringar á sakarefni því, sem hér er til úrlausnar. Gudmund P. Knutsen dýralæknir hófst handa um lækninga- tilraunir í fjósi stefnanda um sama leyti og annars staðar vetur- inn 1966— 1967. Fóru þær þannig fram, að úðað var lyfi á hinar sýktu skepnur. Einu sinni var og reynt að úða geldneyti og ungviði, sem haft var í fjárhúsi og í sérstöku húsi, þar sem grip- irnir lágu að mestu við opið, en sú tilraun virðist ekki hafa verið endurtekin. Í málinu hefur verið lagt fram bréf frá yfirdýralækni til at- vinnumálaráðueytisins, sem dagsett er 28. janúar 1967. Segir þar, að Knutsen hafi tjáð yfirdýralækni, að „sérstakar ráðstafanir þurfi að gera á búi Snæbjarnar Sigurðssonar ... til að hindra 911 útbreiðslu sveppakauna. ... Á búi þessu eru nú 42 kálfar og vetrungar. Af þeim hóp eru 15 kvígur ætlaðar til lífs og eiga sumar af þeim að bera á þessu ári. 19 kálfar %—1 árs eru ætlaðir til förgunar næsta sumar og haust, og loks eru 8 kálfar 1—3 mánaða í fjósi. Aðbúnaður þessara kálfa er ófullkominn frá sótt- varnarsjónarmiði, þeim er ætlað að liggja við opið, og viðhlítandi hús til þess að hafa þá inni að staðaldri eru ekki fyrir hendi. Knutsen leggur því til, að kálfum þessum verði lógað sem fyrst, þar sem hann óttast, að þeir kunni að valda smitdreifingu, þegar fram líður á vorið. Vil ég hér með leita eftir samþykki hins háa ráðuneytis til að framkvæma þá aðgerð, sbr. lög nr. 11, 23. apríl 1928, 7. gr.“. Vegna þessa bréfs fór Sæmundur Friðriksson til stefnanda sem umboðsmaður atvinnumálaráðuneytisins, og gerðu þeir samning 7. marz 1967. Hefur hann verið lagður fram, og segir í honum m. a.: „Ég Snæbjörn Sigurðsson fellst á eftir tilmælum ráðuneytis- ins að láta slátra hið allra fyrsta 42 ungum nautgripum til að hindra útbreiðslu hringorms í Hrafnagilshreppi. Gripirnir eru: 15 kvígur, ætlaðar til lífs, 19 kláfar % til 1 árs, ætlaðir til förgunar á næsta sumri, og 8 kálfar í fjósi. Við komum okkur saman um að leggja til grundvallar bótum fyrir 15 kvígurnar áætlað söluverð þeirra næsta sumar eða haust, að fráðdregnu áætluðu niðurlagsverði nú og frádregnum fóður- kostnaði til vors. Á sama hátt er áætlað niðurlagsverð 27 gripa í sláturtíð næsta haust, að frádregnu áætluðu niðurlagsverði nú og frádregnum fóðurkostnaði til vors. Í báðum tilvikum er um meðaltal að ræða á verðmæti gripanna. Niðurlagsverði, eins og það verður nú við slátrun gripanna, heldur eigandi þeirra. Samkvæmt ofanrituðu komum við okkur undirritaðir saman um, að bætur, sem ríkissjóði beri að greiða af þessu tilefni, skuli vera sem hér segir: Bætur á 15 kvígur, kr. 5.000.00 .. .. kr. 75.000.00 Do „, 27 aðra gripi, kr. 4.000.00 .. — 108.000.00 Samtals kr. 183.000.00 Það skal tekið fram, að gripirnir virðast vel fóðraðir og í góðum holdum og hirðing og annar aðbúnaður í góðu lagi. 912 Ég Snæbjörn Sigurðsson tek fram, að ég geri engar kröfur á hendur ríkissjóði í tilefni af förgun gripa þessara aðrar en bætur bær, er að ofan greinir. Ég Sæmundur Friðriksson lofa að hlutast til um, að ofan- greindar bætur verði greiddar hið allra fyrsta til Snæbjarnar Sigurðssonar, ef ráðuneytið fellst á að staðfesta þennan samn- ing ...“. Óumdeilt er í málinu, að samningur þessi var staðfestur af at- vinnumálaráðuneytinu, gripunum lógað og stefnanda greiddar umsamdar bætur. Stefnandi skýrir svo frá í aðiljaskýrslu, að nokkru eftir að samningurinn var gerður um niðurskurð geldneyta og kálfa 7. marz 1967, hafi uppeldi kálfa verið bannað. Yfirdýralæknir hefur skýrt svo frá, að samkvæmt upplýsingum frá Guðmund P. Knut- sen hafi verið um tilmæli til bænda að ræða fremur en bann og að farið hafi verið fram á, að ekki væru aldir upp kálfar, fyrr en 5—6 mánuðum eftir að hringskyrfis var síðast vart á hverjum bæ. Hér hafi ekki verið um ákveðnar dagsetningar að ræða almennt, þar sem sjúkdómurinn hafi ekki komið samtímis á bæina og staðið misjafnlega lengi. Um þetta atriði var Ketill Guðjónsson, bóndi á Finnatöðum, spurður, er hann gaf vitna- skýrslu á Akureyri 12. júní 1969, en hringskyrfi kom upp á Finnastöðum veturinn 1966--1967. Ketill sagði, „að óskað hafi verið eftir því, að ekki væru aldir upp kálfar, og hafi Gudm. Knutsen héraðsdýralæknir borið þá ósk fram“. Vitnið kvaðst ekki vita, hvort uppeldið hafi beinlínis verið bannað, og sagði, að sjálfur hefði hann ekki haft kálfa í uppeldi í um 10 mánuði. Gudmund P. Knutsen héraðsdýralæknir gaf vitnaskýrslu sama dag og Ketill Guðjónsson, og var þá bókað m. a.: „Að gefnu tilefni segir vitnið, að veturinn 1966—-1967 hafi verið mælzt til þess við bændur, að þeir létu kálfa ekki lifa nema sérstaka úrvals- gripi, en að lokum hafi kálfauppeldi verið bannað vorið 1967. Banninu hafi verið aflétt, um 5 mánuðum eftir að sjúkdómsins varð síðast vart á hverjum bæ. Kálfauppeldi stefnanda segir vitnið, að hafi enn verið bannað í október 1967“. Hinn 15. apríl 1967 sendi yfirdýralæknir atvinnumálaráðuneyt- inu skýrslu um athuganir, sem þeir Knutsen gerðu 13. s. m. Í skýrslunni segir, að læknisaðgerðir hafi verið framkvæmdar að staðaldri. Virðist „auðkenni sjúkdómsins horfin á gripunum að mestu og algjörlega á sumum bæjum“. Þá segir og Í skýrslunni: „Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamlagi K.E.A. á Akureyri 913 z virðist fitumagn í mjólkinni svipað og á sama tíma árið áður á öllum þessum bæjum nema á Grund 11 hjá Snæbirni Sigurðssyni. Þar hefur fitumagn verið mjög lágt frá áramótum, 1-1%% minni fita í mjólkinni en á þessum sama tíma árið 1965. Þessi mikla lækkun á mjólkurfitu á þessum eina bæ er varla tilviljun, en hins vegar erfitt að skýra orsök hennar, en mismunandi að- búð gæti valdið nokkru. Snæbjörn bóndi á Grund telur líka, að nyt hafi lækkað, en á öðrum bæjum er ekki talið, að nyt kúnna hafi lækkað. Um þetta er erfiti að dæma, þar sem ekki lggja fyrir nákvæmar upplýsingar um fóðrun, kúafjölda og burðartíma einstakra kúa nú í vetur og síðastliðinn vetur. Yfirleitt virtist fjósafólki á þessum bæjum sem gripirnir hefðu lítil óþægindi af kvillanum, en einnig að þessu leyti er dómur Snæbjarnar á Grund á annan veg. Hann telur gripina hafa af kvillanum tölu- verða vanlíðan og telur þar orsök rýrari afurða. Sjálfum virtust mér gripirnir sællegir, þokkalega og sums staðar vel hirtir, og gat ég ekki séð, að sjúkdómurinn hefði háð þeim. Ekki hefur þess orðið vart, að önnur húsdýr á þessum bæjum, hross, sauðfé eða hundar hafi tekið veikina. Á þremur bæjum, öllum Grundar- bæjunum, hefur fólk veikzt, alls 7 manns“. Í skýrslu yfirdýra- læknisins er síðan sagt nánar frá smitun á fólki og gerðar til- lögur um aðgerðir vegna sjúkdómsins. Að tilhlutan atvinnumálaráðuneytisins fór Sæmundur Friðriks- son norður í Eyjafjörð 1. maí 1967 og boðaði til fundar um málið þann dag, einkum til að ræða um uppsetningu girðinga um- hverfis svæðin, þar sem hringskyrfis hafði orðið vart. Girðingar voru settar upp seinna um vorið. Allt búfé stefnanda skyldi vera innan varnargirðinganna um sumarið, og tók stefnandi “ ha spildu af ræktuðu landi til beitar af þeim sökum. Stefnandi ritaði atvinnumálaráðuneytinu bréf 27. júní 1967 og fór fram á bætur vegna afurðarýrnunar, sem hann taldi stafa af hringskyrfi „og lækningatilraunum, sem verið var að gera á kúnum“. Bréfinu fylgði skýrsla um mjólk frá stefnanda og félags- húi á Grund II frá 1. janúar 1965 til 24. júní 1967. Hinn 28. júní 1967 birtist grein eftir stefnanda í dagblaði í Reykjavík. Segir þar í upphafi: „Að gefnu tilefni finn ég mig knúðan til að skrifa nokkur orð um hringormssýkina, sem kom upp á Grund í Eyja- firði, svo og meðferð þess máls frá upphafi, orðróm manna á meðal, sögur, sannar og ósannar, og láta fram koma álit mitt á sjúkdómi þessum eftir nær 8 mánaða reynslu. Sú reynsla hefur orðið mér dýr og frómt frá sagt erfið og ógeðfelld“. Síðan rekur 58 914 stefnandi í blaðagreininni sögu málsins frá sínu sjónarmiði, og leggur hann eindregið til, að beitt verði niðurskurði til að hefta útbreiðslu veikinnar. Hinn 28. ágúst 1967 sendi yfirdýralæknir atvinnumálaráðu- neytinu skýrslu um athuganir, sem þeir Guðmund P. Knutsen höfðu gert skömmu áður. Í skýrslunni segir m. a.: „Seint í apríl síðastliðnum tók Snæbjörn eftir smáskellum á milli horna á tveimur kindum í fjárhúsi, þar sem kálfarnir höfðu verið geymd- ir. Við nánari rannsókn kom í ljós, að hér var um að ræða smit með sömu sveppategund og olli hringskyrfi í nautgripunum á Grund. Ekki hefur fundizt fleira fé með útbrot af þessu tagi hjá Snæbirni á Grund. Þess má geta, að á tilraunastöðinni á Keldum var reynt að smita kindur með sveppum frá kúm á Grund síðast- liðinn vetur, en án árangurs, enda þótt fleiri tilraunir væru gerð- ar. ... Við rúning í sumar varð ekki frekar vart við útbrot á fé þessu, en þess skal um leið getið, að örðugt er að leita af sér allan grun um slík útbrot í mörgu fé. Á hrossum á smituðum bæjum hafa útbrot af þessu tagi ekki fundizt. Unnið hefur verið í sumar að mjög rækilegri hreinsun og sótthreinsun fjósa á þess- um bæjum. Er hreinsun þessari lokið að öllu eða mestu leyti á flestum bæjanna. Tréverk í fjósunum hefur víðast verið brennt og fjósin síðan máluð að lokinni sótthreinsun. Svo virðist sem sjúkdómurinn sé alls staðar í rénun og á tveim bæjum alveg horfinn, hvort sem sá bati reynist varanlegur eða ekki. Hægast hefur bati gengið á þeim bæjum, þar sem ekki hefur verið sinnt fyrirmælum dýralæknis um að setja ekki á kálfa. Hafa kálfarnir þá smitazt 114 —2 mánaða gamlir, t. d. hjá Gísla Björnssyni hrepp- stjóra á Grund I, en hann setti á nær tuttugu kálfa, og er enn að finna útbrot á nokkrum þeirra, þó allar mjólkurkýr séu lausar við útbrot fyrir löngu“. Í skýrslu þeirri, sem hér hefur verið tekið úr, ræðir yfirdýralæknirinn síðan um aðgeðir til að vinna bug á veikinni og tekur fram, að hann telji ekki unnt að komast hjá niðurskurði fjár á smituðum bæjum. Óumdeilt er í málinu, að sauðfé stefnanda, 97 kindur, svo og hestum hans, sem virðast hafa verið 3, var lógað haustið 1967. Fyrir kindurnar komu bætur eftir lögum nr. 23/1956, en fyrir hrossin komu bætur eftir samn- ingi, og er eigi um þessi atriði deilt í málinu. Stefnandi ritaði atvinnumálaráðuneytinu bréf 20. september 1967, og segir þar m. a.: „Eins og hinu háa ráðuneyti er kunnugt, varð ég fyrir því óláni að fá hringskyrfi í búfé mitt á s.l. ári. 915 Af því tilefni var samið um förgun rúmlega 40 geldneyta, semi slátrað var síðari hluta vetrar, og hafa umsamdar bætur komið fyrir. Nú í haust hefur verið ákveðið að fella sauðfé mitt vegna sýkingar, sem fannst í tveim gemlingum í vor. Eftir á ég nú einungis fullorðnu kýrnar, 50 að tölu, sem reynt hefur verið að lækna, en tekizt miður vel. Nú eru kringumstæður mínar þannig, að ég tel, úr því sem komið er, skárstu úrlausnina að losna við kýrnar líka, meðal annars vegna þess, að ég sé enga framtíð í því að viðhalda sýkt- um gripum, og uppeldi er bannað, eins og er, en jafnfran.t eru mjög miklir erfiðleikar á að fá nokkurn aðfenginn vinnukraft vegna ótta við sýkina. Að sjálfsögðu er slíkt ekki framkvæman- legt nema að fá verulegar bætur úr ríkissjóði, og hefur mér dottið í hug eftirfarandi greiðslumáti í eitt skipti fyrir öll: 50 kýr, söluverð 15000/— .. .. kr. '750.000.00 50 kýr, niðurlagsv. 4500/— .. — 225.000.00 kr. 525.000.00 Afföll á heyverði, 2000 hestar, 150/— .. .. — 300.000.00 Kr. 825.000.06 Um heyið er það að segja, að nú er mér ekki heimilt að selja það samkvæmt úrskurði yfirdýralæknis, og verður það mér því lítils virði, a. m. k. í Þili, og þó ég gæti selt það eftir 1 eða 2 ár, má búast við stórfelldri rýrnun á því. Ef ráðuneytið gæti fallizt á ofannefnda greiðslu, mundi ég engar frekari kröfur gera gagnvart kúnum (nema afurðatjónið frá í vetur) eða jörðinni og láta niður falla kröfu um leigu eftir það ræktunarland, sem ég varð að hafa fé mitt á að verulegu leyti í sumar. Um bætur yfir niðurskurð sauðfjár míns fer að sjálfsögðu sam- kvæmt ákvæðum laga þar um“. Stefnandi hefur sagt frá því, er gerðist eftir þetta, í aðilja- skýrslu: „Því bréfi var ekki beint svarað, en næst verður það, að fyrrnefndur Sæmundur Friðriksson kemur norður og tjáir mér, að hann muni bjóða kýr mínar til sölu innan hringskyrfis- svæðisins, sem hann og gerði. Útkoman varð sú, sem öllum er kunnugt, að Landbúnaðarráðuneytið seldi 2 bændum 17 kýr, sem þeir völdu úr hópnum. Eftir voru þá 32 kýr, sem ég að sjálfsögðu lét lóga í sláturhúsi, þar sem ríkisvaldið hafði lagt sölubann á 916 bær utan hringskyrfissvæðisins“. Til frekari skýringar sagði stefnandi á bæjarþingi 12. marz 1969: „Stefnandi tekur fram, að hjá honum hafi verið 49 kýr, þegar hann skrifaði bréfið, en sú 50. hafði þá nýlega drepizt, að því er stefnandi telur vegna að- gerða dýralæknis. Mætti tekur fram, að hann hafi ekki selt þær 17 kýr, sem ekki var lógað. Það hafi fulltrúi Landbúnaðarráðu- neytisins gert og ákveðið verðið. Kveðst mætti einungis hafa haft samband við Landbúnaðarráðuneytið um þetta mál. Dómar- inn spyr mætta, hvort hann telji, að í bréfinu komi fram full- nægjandi greinargerð um það, hvers vegna hann lét fella þær 32 kýr, sem hann átti eftir, haustið 1967. Mætti tekur fram, að hann hafi átt úr mjög vöndu að ráða. Hann hafi ekki brátt fyrir miklar tilraunir fengið vinnukraft á bú sitt. Að sönnu hafi sér staðið til boða, að sonur sinn kæmi frá háskólanámi til að vinna á búinu, en það hafi hann talið ákaflega erfiðan kost. Þá segir mætti, að það hafi valdið erfiðleikum, að aldrei fékkst vitneskja um, hvað framundan væri í málinu. Hann segir, að bæirnir, sem hringskyrfi kom upp á, séu enn í banni og sé bændum þar bannað að eiga hesta og kindur og að kaupa nautgripi. Á árinu 1968 telur stefnandi hafa verið leyft að hefja í einhverjum mæli kálfauppeldi, en í mjög litlum mæli. Hann kveðst hafa viljað byrja sauðfjárrækt á s.1. hausti. Kveðst hann hafa sótt það mjög fast, en fengið synjun“. Áður en meira er rakið af því, sem stefnandi hefur skýrt frá og varðar sölu og slátrun á kúm hans í nóvemberbyrjun. 1967, er rétt að taka upp nokkur atriði, sem þetta varða og frá öðrum stafa. Fram hefur verið lagt símskeyti, sem Sauðfjárveikivarnir sendu 27. október 1967 til Ketils Guðjónssonar, bónda á Finna- stöðum. Þar segir: „Snæbjörn á Grund hefur tilkynnt, að hann ætli að fella kýr sínar í haust. Til að auðvelda bændum, þar sem hringskyrfis hefur gætt, viðhald kúastofnsins og tryggja Snæbirni hærra en niðurlagsverð fyrir hluta af kúnum vill landbúnaðar- ráðuneytið stuðla að því, að viðskipti fari þarna fram án þess þó að taka á sig skuldbindingar í því sambandi“. Stefnanda og Gudmund P. Knutsen voru send símskeyti, þar sem skýrt var frá skeytinu til Ketils og texti þess tekinn upp í heild. Fjórum dögum síðar, 31. október, var stefnanda sent svohljóðandi sím- skeyti: „Heimilum sölu á kúm frá Grund II á bæi í Hrafnagiis- hreppi, þar sem hringskyrfis hefir orðið vart í gripum. — Land- búnaðarráðuneytið“. 917 Í málinu hefur verið lögð fram þessi yfirlýsing: „Grund IT 1/11 1967. Við undirritaðir höfum keypt 17 kýr af landbúnaðarráðuneyt- inu, og hefir Snæbjörn Sigurðsson bóndi, Grund, afhent okkur þær. Þetta viljum við hér með yfirlýsa. Ketill Guðjónsson, Finnastöðum. Reynir H. Schiöth, Hólshúsum“. Þá hefur enn fremur verið lögð fram þessi kvittun: „Hér með viðurkenni ég undirritaður að hafa veitt móttöku frá Sauðfjárveikivörnum söluverði 17 kúa, kr. 170.000.00 ..., sem ég afhenti frá búi mínu að tilstuðlan Landbúnaðarráðuneyt- isins þeim Katli Guðjónssyni, Finnastöðum, og Reyni Schiöth, Hólshúsum, þann 1. nóv. s.l. Reykjavík, 20. nóv. 1967 Snæbjörn Sigurðsson“. Það er fram komið, að öðrum kúm stefnanda en þeim 17, er nú hafa verið nefndar, var slátrað á Akureyri 1. og 2. nóvember 1967. Sæmundur Friðriksson sendi atvinnumálaráðuneytinu greinar- gerð 14. október 1968 um ýmis atriði varðandi það sakarefni, sem hér er til úrlausnar. Var það gert að ósk ráðuneytisins vegna kröfubréfs, sem lögmaður stefnanda, Tómas Árnason hæstarétt- arlögmaður, hafði ritað því nokkrum dögum áður. Í greinargerð Sæmundar segir m. a.: „Í bréfi Tómasar Árnasonar kemur fram, að Snæbjörn hefur bann 20. sept. 1967 tilkynnt ráðuneytinu, að hann hafi ákveðið að fella 50 mjólkurkýr í haust. Síðar tilkynnti hann undirrituðum þessa ákvörðun. Þegar þetta lá fyrir, varð það úr, að undirritaður f. h. ráðuneytisins kannaði, hvort bændur á hringskyrfissvæð- inu hefðu hug á að kaupa til lífs eitthvað af kúm Snæbjarnar, sem að öðrum kosti hefðu verið felldar. Bað ég Ketil Guðjóns- son, bónda á Finnastöðum, að athuga þetta, og taldi hann, að einhver áhugi væri fyrir kaupunum. Var honum hinn 27. október 1967 sent svohljóðandi símskeyti ... (sjá hér á undan). ... Það varð úr, að keyptar voru 17 kýr fyrir kr. 10.000.00 kýrin. Sam- kvæmt bréfi T. Á. hefur niðurlagsverð verið um kr. 4.500.00 á kú. Hefur Snæbjörn því hagnazt um kr. 5.500.00 á kú, eða kr. 93.500.00 fyrir milligöngu ráðuneytisins í þessu efni. Honum til hagræðis greiddi ég upphæðina kr. 170.000.00 að fullu í nóvember og hefi séð um innheimtu frá kaupendum. Ég get ekki betur séð en að Snæbjörn hljóti að bera sjálfur 918 ábyrgð á ákvörðun sinni um að fella kýrnar. Engin fyrirskipun eða ákvörðun um slíkt kom annars staðar frá, og stefna yfirvalda í málinu var sú að einangra sýktu bæina, en láta kýrnar lifa. Hefur þeirri stefnu ekki verið breytt. Þótt bú Snæbjarnar hefði töluvert gengið saman, samanber niðurskurð sauðfjárins, sem bætur koma fyrir, og förgun ungviða, sem strax var samið um bætur fyrir, átti hann samt eftir álitlegt bú, eða 50 mjólkandi kýr. Svarar það nálega þreföldu grundvallarbúi, eins og það hefur lengst af verið. Verður því varla sagt, að skerðing á bústofni væri orðin svo mikil, að hann gæti ekki af þeirri ástæðu haldið áfram búskap“. Þegar Sæmundur Friðriksson gaf skýrslu á bæjarþingi 12. marz 1969, sagði hann, að sér hefði ekki verið annað kunnugt um erfið- leika á að fá menn til að hirða sýktan búpening en það, sem stefnandi muni hafa sagt sér um erfiðleika sína við að fá menn. Er Sæmundur var spurður um sölu kúnna um mánaðamót október og nóvember 1967, var eftir honum bókað: „Vitnið segir, að eins og komið hafi fram í bréfi sínu ..., megi segja, að landbúnaðarráðuneytið hafi haft milligöngu um sölu á þessum kúm, en hér hafi ekki verið um fyrirskipun að ræða. Að ósk lögmanns stefnanda er vitninu sýnt dskj. nr. 13 (vottorð Ketils Guðjónssonar og Reynis H. Schiöths). Vitnið segir, að það megi vel vera, að kaupendurnir hafi litið svo á sem í vottorðinu greini, en sjálfur kveðst hann ekki gera það. Vitnið segir, að verðið muni hafa verið miðað við, hvað bændur vildu greiða, en Þó kunni að hafa verið höfð hliðsjón af, hvað verðið var frá stöð Sambands nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði. Lögmaður stefnanda spyr vitnið, hvort hann viti, hvort stefnandi hafi samþykkt þetta verð. Vitnið svarar, að hann hafi litið svo á, að stefnandi væri óbundinn af því, hvort hann léti kýrnar fyrir þetta verð. Lög- maðurinn spyr þá, hvort vitnið viti, hvort verðið hafi verið borið undir stefnanda. Vitnið svarar með því að segja, að stefnandi hafi fengið afrit af símskeyti ... (þ. e. skeytinu til Ketils Guðjóns- sonar 27. október, sem fyrr er frá sagt). Vitnið segist fullyrða að hafa sagt í samtali við Ketil Guðjónsson, að byggja yrði á því verði, sem hann taldi unnt að fá, þ. e. bændurnir vildu borga“. Þegar Ketill Guðjónsson gaf vitnaskýrslu, var hann spurður, hvort hann hafi álitið sig kaupa kýrnar af ráðuneytinu eða stefn- anda. Ketill kvaðst hafa talað við Sæmund Friðriksson í síma, daginn áður en fella átti kýrnar á Grund, og hefði Sæmundur sagt, að um þetta ætti að semja við stefnanda. Ketill sagðist 919 hafa farið til stefnanda ásamt Reyni Schiöth, en stefnandi hefði sagt, að um málið ætti að semja við ráðuneytið. Ketill kvaðst enn hafa átt tal við Sæmund Friðriksson og eftir það símtal hefði skeytið frá ráðuneytinu til stefnanda verið sent, þ. e. skeytið frá 31. október, sem áður er tekið upp. Ketill kvaðst „hafa talið, að stefnandi hefði litið svo á, að það skeyti staðfesti aðild ráðu- neytisins að sölunni“. Þegar Guðmund P. Knutsen gaf vitnaskýrslu, var m. a. eftir honum bókað: „Að gefnu tilefni frá lögm. stefnda segist vitnið oft hafa komið til stefnanda, eftir að hringskyrfið kom upp, 08 þá orðið var við áhyggjur hjá honum um framtíð búrekstursins. Hann kveðst sjaldnar hafa komið til stefnanda, áður en sjúkdómurinn kom upp, og ekki geta sagt, að þá hafi hann heyrt á stefnanda, að hann hygðist hætta búskap. ... Dómari spyr vitnið, hvort það hafi verið af læknislegum ástæðum, sem kúm stefnanda var ýmist lógað eða þær seldar í okt. 1967. Vitnið svarar spurningunni neitandi. ... Dómari spyr vitnið, hvort hann hafi sagt við Ketil Guðjóns- son, að stefnandi ætlaði að skera kýr sínar 1967. Ekki kveðst vitnið minnast þess, svo öruggt sé. Um ýmislegt hafi hins vegar verið talað þetta haust, þar á meðal að farga kúnum. Að gefnu tilefni frá lögmanni stefnanda segir vitnið, að frá sínu sjónar- miði hafi ekki verið nauðsynlegt að farga kúnum“. Stefnandi gaf aðiljaskýrslu í annað sinn sama dag og Gudmund P. Knutsen kom fyrir dóm. Sagði stefnandi, að hann hefði ekki fengið svar við bréfi sínu til ráðuneytisins frá 20. september 1987, en hafa „heyrt heima í héraði, að hið opinbera væri að bjóða kýr hans til sölu“. Hann sagðist ekki hafa ætlað að fella kýrnar þetta haust og ekki hafa sagt við Knutsen, að hann ætlaði að gera það, enda hafi sonur sinn þá verið kominn heim. Síðan var bókað: „Dómari spyr mætta, hvenær hann hafi tekið ákvröðunina um að fella gripi sína. Mætti svarar, að Helgi fremur en Reynir Schiöth hafi komið til sín og sagt, að þeir hefðu keypt 5 af kúm stefnanda af Katli á Finnastöðum, sem sjálfur ætlaði að taka 12, sem verið hafi umboðsmaður Sæmundar Friðrikssonar í málinu. Að þessum upplýsingum fengnum kveðst stefnandi hafa hringt í sláturhúsið og beðið um sláturpláss fyrir einhverja gripi. Muni þetta hafa verið 2—3 dögum áður en slátrun fór fram. Dómari spyr stefnanda, hvers vegna hann hafi talið sig þurfa að láta 920 slátra kúnum. Mætti segir, að hann hafi ekki talið sig geta haldið áfram búskap, eftir að búið var að velja úr beztu gripina. Dómari spyr mætta, hvort hann hafi talið sér skylt að selja þessar 17 kýr. Mætti svarar því játandi og telur sig hafa verið bundinn af bréfinu ...“. Úrskurður var kveðinn upp á bæjarþinginu 20. marz s.1. með heimild í 120. gr. laga nr. 85/1936. Var aðiljum þá m. a. gefinn kostur á að afla „skýrslu Gunnlaugs Briem ráðuneytisstjóra og/ eða annarra, sem kunna að geta gefið upplýsingar um það, sem fór á milli stefnanda og atvinnumálaráðuneytisins eða umboðs- manna þess varðandi bréf stefnanda frá 20. september 1967 og þær ráðstafanir, er gerðar voru í tilefni af bréfinu“. Lagt hefur verið fram bréf Gunnlaugs Briems, dagsett 24. marz, og segir í því m. a.: „Framangreint bréf er bókfært sem innkomið í landbúnaðar- ráðuneytið 21. september 1967. Á bréfið hefi ég ritað þetta: „Sæmundur hefur afrit af bréfinu. Hann athugar, hvort hugs- anlegt sé, að nágrannar Snæbjarnar vilji kaupa kýr og hey. 25/9 1967 G.B.“. Um þetta leyti kom Snæbjörn í ráðuneytið og skýrði mér frá því, að hann yrði að fella kýrnar, sökum þess að hann fengi ekki mann til að hirða þær. Ég skoraði á hann að gera ekki þessa vit- leysu, og í því sambandi vakti ég máls á því, hvort ekki gæti komið til mála, að synir hans, sem þá stunduðu nám í háskól- anum, aðstoðuðu hann við kúahirðinguna til skiptis, þar til úr rættist með ráðningu fjósamanns. Um önnur orðaskipti okkar Snæbjarnar við þetta tækifæri treysti ég mér ekki til að tilfæra eftir 2% ár. Hins vegar vil ég fullyrða, að ég hafi algerlega vísað á bug þeirri hugdettu eða kröfum Snæbjarnar, sem um ræðir í téðu bréfi, um bótagreiðslur úr ríkissjóði vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á mjólkurkúnum. Ég skýrði landbúnaðarráðherra Ingólfi Jónssyni strax frá þessu samtali okkar Snæbjarnar, og í viðtali við hann í dag segist ráð- herrann minnast þessarar frásagnar minnar. Um frekari afskipti ráðuneytisins af ákvörðun Snæbjarnar um förgun kúnna vísast til frásagnar Sæmundar Friðrikssonar í 3. tölulið bréfs hans, dags. 14. október 1968, sem lagt hefur verið fram í málinu“. Þau ummæli Sæmundar Friðrikssonar, sem hér er vitnað í, hafa verið tekin upp í dóm þennan. 921 Stefnandi hefur lagt fram yfirlýsingu í tilefni bréfs ráðuneytis- stjórans. Þar segir m. a.: „Um skýrslu Gunnlaugs Briem vil ég taka þetta fram: 1. Ég talaði við hann, áður en ég lagði inn erindi mitt. Það er rangt, að ég hafi sagt honum, að ég yrði að fella kýrnar vegna manneklu, en benti honum hins vegar á mikla erfiðleika í því sambandi. Aðalumræðuefnið voru aðgerðir ráðuneytisins og að það hefði farið ver með mig en aðra, sem urðu fyrir þessum sjúk- dómi, og að mér þætti framtíðin skuggaleg að búa við sjúkar kýr og allt uppeldi og viðhald bannað. Kvaðst mundu leggja inn erindi í ráðuneytið viðvíkjandi máli þessu. Taldi hann, Gunn- laugur, að það væri hin rétta leið, og hvatti mig til þess. 2. Hann segist fullyrða, að hann hafi algjörlega vísað á bug kröfum Snæbjarnar um kröfu úr ríkissjóði. Þetta er alrangt ...“. Síðasti hluti yfirlýsingarinnar er fremur málflutningur en skýrsla, þótt ekki hafi þótt ástæða til að neita viðtöku skjalsins. Því hefur verið sérstaklega mótmælt af hálfu stefnda. Stefnandi hefur ekki haft búfé á jörð sinni síðan haustið 196', en hins vegar hefur hann heyjað þar og selt hey. Stefnandi skýrir svo frá, að hann hafi margsinnis óskað eftir heimild frá atvinnu- málaráðuneytinu til að kaupa á ný bústofn, en því hafi jafnan verið synjað. Þegar yfirdýralæknir gaf skýrslu á bæjarþingi 18. marz 1969, var hann spurður, hvenær stefnandi mætti kaupa bú- stofn, en hann kvaðst ekki treysta sér til að svara þeirri spurn- ingu. Það er ljóst, að óheimil var sala á heyi því, sem stefnandi átti haustið 1967. Stóð það bann, unz ákveðið var í júlí 1968 að heim- ila sölu á heyinu á svæði á norðausturhluta landsins, þar sem óþurrkar höfðu verið miklir, enda væru uppfyllt tiltekin skil- yrði um sóttvarnir. Stefnandi seldi hey þangað. Sumarið 1969 var takmörkunum á heysölu aflétt. Þess er að geta, að ekki hefur orðið vart við hringskyrfi hér á landi síðan síðla árs 1969, og er talið, að sjúkdómnum hafi verið útrýmt. Ýmis atriði, sem varða málavexti, þykir rétt að ræða síðar, þegar fjallað verður um einstaka liði í kröfugerð stefnanda. Málsástæður og lagarök. Dómkröfur stefnanda eru almennt studdar þeim rökum, að hringskyrfi hafi borizt í gripi hans, án þess að honum verði um það kennt. Hins vegar hvíli skylda á opinberum aðiljum til að hafa eftirlit með búfjársjúkdómum og til að gera ráðstafanir til 922 að koma í veg fyrir, að þeir berist til landsins og breiðist út, sbr. lög nr. 11/1928 og nr. 23/1956. Í þessu tilviki hafi eftirlitið þó ekki verið nægilegt, til að unnt reyndist að koma í veg fyrir, að hringskyrfi bærist til landsins 1966. Eftir að smitið var komið fram, hafi tilraunir hafizt á vegum opinberra aðilja til að lækna sjúka gripi og hefta útbreiðslu veikinnar. Stefnan í málinu hafi þó verið á reiki og ekki hafi verið farið eftir tillögum, sem yfir- dýralæknir taldi vænlegast til árangurs, þ. e. að skera niður búfé á því svæði, er veikinnar hafði orðið vart. Þess í stað hafi verið gerðar lækningatilraunir á ófullnægjandi hátt og beitt einangrun, sem ekki hafi þó verið framfylgt, svo sem nauðsynlegt hafi verið. Því er haldið fram, að það leiði til skaðabótaskyldu, að hið opin- bera hafi tekið í sínar hendur að gera ráðstafanir vegna hring- skyrfis, en þær ráðstafanir hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda. Því er jafnframt haldið fram, að stefnandi hafi verið látinn búa við annan kost en aðrir bændur, sem fengu hringskyrfi í búfé sitt, og hafi hann þess vegna orðið fyrir meira tjóni en þeir og mjög tilfinnanlegu. Hafi þetta komið fram í því, að borin hafi verið fram svonefnd tilmæli, sem í raun hafi verið fyrirskip- un, um niðurskurð á kálfum hans og geldneytum og um það gerður samningur 7. marz 1967. Á þeim tíma, er samningurinn var gerður, hafi stefnandi mátt álíta, að honum mundi heimilt að ala upp kálfa eftir það með venjulegum hætti, enda hafi stefn- andi verið þessarar skoðunar. Þessu hafi þó verið á annan veg farið, því að kálfauppeldi hafi verið bannað nokkru síðar. Þetta hvort tveggja, niðurskurður ungra gripa og bann við uppeldi kálfa, hafi stefnt búskap stefnanda í slíka tvísýnu, að jafngilt hafi lömun rekstrarins. Því hafi eigi verið annarra kosta völ en ráðgera förgun á mjólkurkúm stefnanda haustið 1967. Hafi ráðuneytið fallizt á nauðsyn þeirrar ráðstöfunar og tekið málið að sér. Með því hafði það jafnframt skuldbundið ríkissjóð til að greiða bætur vegna þessara aðgerða. Því er haldið fram, að enn hafi verið þrengt að stefnanda, þegar heysala var bönnuð, og síðan bannað að koma upp nýjum stofni á jörð hans. Því er haldið fram, að allar þessar aðgerðir hafi beinzt að stefnanda eingöngu eða aðallega og valdi það skaðabótaskyldu ríkissjóðs. Er í því sambandi tekið fram, að stefnandi hafi beðið verulegt tjón, að hann hafi beðið tjón umfram aðra, sem áttu við sjúk- dóminn að stríða, að aðgerðir stjórnvalda hafi leitt til þess, að tjónið varð, að búskapur hafi verið aðalatvinna stefnanda og að honum hafi verið meinað að nota eignir sínar til búrekstrar. Er 923 því haldið fram, að samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar og al- mennum reglum um vernd eignarréttar og atvinnuréttar eigi stefnandi þá kröfu til skaðabóta, sem gerð er í málinu. Því hefur verið hreyft af hálfu stefnanda, að bótaskyldu ríkissjóðs kunni að mega byggja á því, að Búnaðarfélag Íslands hafi ráðið til starfa mann þann, sem ljóst sé, að borið hafi hringskyrfið til landsins. Sýknukrafa stefnda er studd þeim rökum, að ríkisvaldið beri enga ábyrgð á því, að hringskyrfi barst til landsins og síðan í búpening stefnanda. Því er haldið fram, að opinberum aðiljum hafi í raun ekki borið nein skylda til að sjá um lækningaaðgerðir, en það hafi þeir þó gert bæði með því að kosta lækningaaðgerð- irnar sjálfar og girðingar, sem settar voru upp til einangrunar. Allt hafi þetta verið gert til hagsbóta fyrir bændur, sem orðið höfðu fyrir búsifjum vegna hringskyrfis, þ. á m. fyrir stefnanda, en af því leiði ekki, að skaðabótaskylda stofnist. Því er haldið fram, að engin mistök hafi orðið við lækningaaðgerðirnar. Bent er á reglugerð nr. 35/1967 og á það, að ekki eru í henni fyrirmæli um bótagreiðslur, svo sem heimilt hafi verið að setja í hana samkvæmt 7. gr. laga nr. 11/1928. Er því haldið fram, að af þessu leiði, að ekki sé um bótaskyldu að ræða. Samkomulagið við stefnanda, sem gert var 7. marz 1967, er sagt endanlegt, að því er varðar niðurskurð kálfa og geldneyta, og geti stefnandi eigi gert neinar kröfur vegna þessara gripa, svo sem fram komi í samningnum sjálfum berum orðum. Því er haldið fram, að bann við uppeldi kálfa hafi ekki verið skilyrðislaust og að auki staðið svo skamma hríð, að það hafi eigi haft nein raunveruleg áhrif í þá átt að hnekkja búskap stefnanda. Því er algerlega mótmælt, að ráðstafanir stjórnvalda hafi leitt til þess, að stefnandi hafi verið neyddur til að hætta búskap. Muni hann af allt öðrum ástæðum hafa haft hug á að leggja niður bú sitt. Ákvörðun sína þar að lútandi hafi hann tilkynnt ráðuneytinu 20. september 1967. Þá hafi sem oftar verið ákveðið að veita stefnanda fyrir- greiðslu umfram lagaskyldu og að sjálfsögðu án skuldbindingar. Hafi fyrirgreiðslan að þessu sinni verið fólgin í aðstoð við að selja kýr hans og hafi hún tryggt honum mun hærra verð fyrir kýrnar en ella hefði fengizt. Loks er því haldið fram, að bann við heysölu leiði ekki til neinnar bótaskyldu, enda sé það almenn regla, að sóttvarnarráðstafanir skapi ekki bótarétt. Takmarkanir á heimild stefnanda til að kaupa, gagnstætt löglegum reglum um sóttvarnir, bústofn á jörð sína skapi heldur engan bótarétt. 924 Um einstaka kröfuliði og atvik og lagarök, sem þá varða, er þessa að geta: 1. Beit á ræktuðu landi, kr. 138.320.00. Stefnandi hafði fé. sitt á ræktuðu landi sumarið 1967, a. m. k. að einhverju leyti. Skýrir stefnandi svo frá, að hann hafi um vorið borið á land- spilduna, sem verið hafi 7 ha að stærð, en vegna beitarinnar hafi hann ekki getað nýtt hana til slægna. Krafan er að þessu leyti á því byggð, að af landinu hefðu fengizt 385 hestburðir af heyi að verðmæti 154.000.00 krónur. Frá þeirri fjárhæð eru dregn- ar kr. 15.680.00 vegna kostnaðar við áburðarkaup. Því er haldið fram, að ráðstafanir stjórnvalda hafi leitt til þess, að stefnandi varð að taka þessa spildu til beitar, og beri ríkissjóður því ábyrgð: á tjóninu. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að reikningsgrundvöllur kröfugerðar stefnanda að þessu leyti fái ekki staðizi. Þá er því enn fremur haldið fram, að stefnandi eigi ekki að lögum rétt til bóta þessara, enda hafi það verið hans eigin búpeningur, sem var á landinu sumarið 1967. Engu að síður er því lýst yfir, að stefndi fallist á að greiða vegna þessa kröfuliðar stefnanda kr. 9.800.00, þ. e. kr. 1.400.00 vegna hvers ha landsins. 2. Afurðatjón, kr. 147.268.30. Til skýringar á þessum kröfulið er rétt að taka upp hluta bréfs, sem stefnandi ritaði atvinnu- málaráðuneytinu 27. júní 1967: „Frá því í byrjun desember s.1. fór að koma í ljós veruleg aí- urðarýrnun á kúabúi mínu, bæði minni mjólk og lægra fitumagn, svo að miklu munaði, þrátt fyrir sams konar fóðrun og aðra aðbúð og verið hafði undanfarna vetur. Þegar gerður er samanburður á mjólkurmagni frá búi mínu mánuðina desember 1965, janúar, febrúar, marz og apríl 1966 við sömu mánuði síðast liðinn vetur, kemur í ljós, að síðari veturinn hefur mjólkin reynzi 19647 lítrum minni en árið áður. Þetta kenni ég eingöngu áður nefndri veiki og lækningatil- raunum, sem verið var að gera á kúnum. Það skal tekið fram, að báða veturna voru jafn margar kýr á búinu, 50 talsins. Til staðfestingar ofan sögðu fylgir hér með skýrsla mjólkur- bússtjóra Mjólkursamlags K.E.A, á Ákureyri, Vernharðs Sveins- sonar: Sé reiknað með grundvallarverði (kr. 8.90 pr. ltr.) á mjólk, nemur tjónið, sem af þessu hefur leitt, 16547 x9.90=kr. 147.268.30, sem ég sé mig tilneyddan að óska eftir að fá greitt úr ríkissjóði. Geri ég þó ekki kröfu til að fá greidda þá verðlækkun, sem 925 varð á innleggsmjólk minni þennan umrædda tíma vegna lægra fitumagns. Tel ég því, að krafa mín í þessu efni sé sanngjörn“. Við flutning málsins hefur því verið haldið fram, að afurða- rýrnunin hljóti að vera afleiðing hringskyrfisins í búfé stefnanda, „og leiði því fyrrnefnd almenn rök til þess, að stefnda beri að greiða honum skaðabætur. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ósannað sé og ólíklegt, að hringskyrfi hafi valdið afurðatjóni hjá stefnanda. Þótt svo hefði verið, eigi stefnandi enga kröfu á ríkissjóð. 3. Vangoldið verð á kúm, kr. 85.000.00. Þessi kröfuliður er rökstuðdur með því, að atvinnumálaráðuneytið hafi selt 17 kýr úr fjósi stefnanda um mánaðamót október og nóvember 1987. Selt hafi verið fyrir kr. 170.000.00 alls, þótt ráðuneytinu hafi verið um það kunnugt af bréfi stefnanda frá 20. september sama ár, að kýrnar hafi ekki verið falar fyrir lægra verð en kr. 15.000.00 hver gripur, eða alls kr. 255.000.00 þessar 17 kýr. Mis- munur þessara tveggja talna er fjárhæð kröfuliðarins. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefnandi hafi sjálfur selt þessar 17 kýr og að sú sala hafi verið atvinnumálaráðu- neytinu og þar með ríkissjóði með öllu óvikomandi að þessu leyti. ænda geti fyrirgreiðsla sú, sem stefnanda var veitt og áður er lýst, ekki leitt til bótaskyldu. 4. Rýrnun á heyjum, kr. 300.000.00. Því er haldið fram, að haustið 1967 hafi stefnandi átt 2.000 hestburði af heyi, sem hann hafi viljað selja, enda hafi verið nægur markaður. Hins vegar hafi stjórnvöld lagt bann við heysölu til að koma í veg fyrir útbreiðslu hringskyrfis. Afföll á hvern hest eru talin kr. 150.00, eða á 2.000 hesta alls kr. 300.000.00. Til stuðnings kröfuliðnum eru færð fram hin almennu rök, sem áður eru talin, en sérstak- lega tekið fram, að þetta sölubann jafngildi eignarnámi. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að kröfuliðurinn sé óljós og tjón ósannað. Jafnframt er bent á, að stefnandi hafi selt hey fyrir hátt verð 1968, svo að um fjártjón sé ljóslega eigi að tefla. Þá er og öllum bótarétti neitað. 5. Tjón vegna niðurskurðar á kúm, kr. 336.000.00. Því er haldið fram af stefnanda, að atvinnumálaráðuneytið hafi í fram- haldi af bréfi stefnanda til þess frá 20. september 1967 ákveðið, svo að skuldbindandi sé fyrir ríkissjóð, að kúabúskap stefnanda skyldi lokið í bráð. Er því haldið fram, að þau afskipti ráðu- neytisins af sölu á 17 kúm til tveggja bænda, sem fyrr eru rakin, sýni, að það hafi verið atvinnumálaráðuneytið, sem seldi kýrnar, 926 en ekki stefnandi. Til vara er því haldið fram, að vegna aðgerða stjórnvalda hafi stefnandi ekki átt annars kost en hætta skepnu- haldi haustið 1967. Fjárhæð kröfuliðarins er fundin sem mis- munur á áætluðu meðalkýrverði (kr. 15.000.00) og niðurlagsverði (kr. 4.500.00) margfaldaður með fjölda kúnna, sem slátrað var, en þær voru 32. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að það hafi verið stefn- andi sjálfur, sem tók ákvörðun um að fella kýr sínar. Hafi það verið gert að ástæðulausu, þar sem engin krafa hafi komið um það frá stjórnvöldum og stefnandi því getað haldið áfram búskap eins og aðrir, sem fengu hringskyrfi í búpening sinn. Því er mótmælt, að nokkrar yfirlýsingar eða loforðsígildi hafi komið fram, sem felli bótaskyldu á ríkissjóð. 6. Ferðalög og annar kotnaður, kr. 20.000.00. Kröfuliðurinn hefur ekki verið skýrður í einstökum atriðum, en því er haldið fram, að stefnandi hafi vegna þess sakarefnis, sem hér er til úrlausnar, haft margs konar kostnað vegna ferðalaga o. fl. Greiðsluskyldu er mótmælt af hálfu stefnda. 1. Tekjumissir vegna hringskyrfis og aðgerða stjórnvalda á tímabilinu 1. nóvember 1967 til 1. janúar 1970, kr. 812.504.00. Kröfuliður þessi er skýrður þannig í framhaldsstefnu: „Nettó meðaltekjur áranna 1964, 1965 og 1966, kr. 375.002.00X2%, kr. 812.505.00“. Því er haldið fram, að stefnandi mundi hafa rekið búskap áfram með svipuðum hætti og fyrr, ef hringskyrfi og aðgerðir stjórnvalda hefðu ekki neytt hann til að hætta búrekstri. Með tlivísun til raka, sem áður er greint frá, er því haldið fram, að úr ríkissjóði beri að greiða skaðabætur vegna þessa tjóns stefnanda. Af hálfu stefnda er kröfulið þessum mótmælt með þeim al- mennu rökum, sem fyrr er frá greint. Þá er kröfuliðnum mót- mælt reikningslega. 8. Kostnaður við að koma upp nýjum bústofni, kr. 1.019.000.00. Þessi kröfuliður var hluti þess, sem fram kom í hinni fyrri fram- haldsstefnu í málinu. Er hann þar sundurliðaður á bessa leið: Kostnaður við að koma upp nýjum bústofni: 50 mjólkandi kýr, pr. kr. 20.000.00 .. .. .. .. kr.1.000.000.00 15 gripir, allt frá ungkálfum upp í kvígur, komnar að burði, pr. kr. 10.000.00 .. .. ... ... .. ... .. — 150.000.00 927 100 kindur, pr. kr. 2.300.00 2... 2.000 kr. 230.000.06 3 hross, pr. kr. 20.000.00 0... 0... 60.000.00 Samtals kr. 1.440.000.00 Frá þessu skyldi samkvæmt framhaldsstefnunni draga andvirði búpenings, sem felldur var: 15 geldneyti, pr. kr. 4.500.00 0... 2...00..0.0. kr. 67.500.00 17 mjólkurkýr, pr. kr. 10.000.00 ...00.00... 170.000.00 82 stk. fullorðið fé, innl KEA... 00.000.0. 49.508.00 5 stk. kjöt af fullorðnu, innl. KEA... 20.00.0000. 2.640.00 Bætur fyrir niðurskurð sauðfjár, 97 bótaskyldar kindur, 287,160.00 0... 00.00.0000... 174.212.00 Niðurlagsverð, 31 nautgripur 2. 2. 0... 7 128.291.00 Einn kýrskrokkur tekinn heim . 2. 00.00.0.. 4.000.06 3 hross, pr. kr. 7.000.00. .....00. 21.000.00 Kr. 617.151.00 Við munnlegan flutning málsins var kröfuliður þessi lækkaður um kr. 421.000.00 með þeirri skýringu, að hluti hans hefði þegar komið fram sem 3. og 5. liður hér að framan, en þeir nema sam- tals kr. 421.000.00. Er því nú krafizt kr. 1.019.000.00 vegna kostn- aðar við að koma upp nýjum bústofni. Kröfuliðurinn er rök- stuðdur með þeim hætti, sem fyrr er að vikið, að hringskyrfið og aðgerðir stjórnvalda hafi leitt til þess, að búskapur stefnanda lagðist niður. Af hálfu stefnda er þessum kröfulið mótmælt með þeim al mennu rökum, sem fyrr er frá greint. Þá er kröfuliðnum mót- mælt reikningslega. 9. Tjón vegna slátrunar alikálfa, kr. 200.000.00. Þessi kröfu- liður kom fram í síðari framhaldsstefnunni í málinu. Þar er hann skýrður þannig: „... Landbúnaðarráðuneytið greiddi Jóni Krist- inssyni bónda, Ytra-Felli, Hrafnagilshreppi, kr. 80.000.00 í skaða- bætur fyrir það að hafa samkvæmt ákvörðun stjórnvalda orðið að hætta alikálfaræktun á búi sínu vorið 1967. Lagt var til grundvallar, að Jón hefði haft 20 alikálfa til niðurlags, ef hann hefði haft frjálsar hendur. Bústærð Jóns var m. a. 20 mjólkandi kýr. Stefnandi hafði 50 mjólkandi kýr, og hann ræktaði alikálfa 928 ekkert síður en Jón og með góðum hagnaði. Þess vegna gerir stefnandi kröfu til þess, að lagt verði til grundvallar kröfu hans bætur fyrir 50 alikálfa“. Við flutning málsins var því haldið fram, að stefnandi hefði fengið loforð atvinnumálaráðuneytisins um, að hann skyldi fá bætur eins og aðrir, og var það fært fram til stuðnings þessum kröfulið. Af hálfu stefnda er kröfuliðnum mótmælt, og er í því sam- bandi vísað til bréfs frá Sæmundi Friðrikssyni til lögmanns stefnda, sem ritað var 21. apríl 1969. Í bréfinu segir: „Hefi móttekið tilmæli yðar um að rifja upp tildrög þess, að Jóni Kristinssyni, Ytra-Felli, voru greiddar kr. 80 þúsund vegna banns við uppeldi. alikálfa. Þetta mun einkum hafa stafað af því, að Jón hafði talsvert stundað þessa búgrein, en var nú bannað að láta kálfana ganga í landi, sem hann á utan sýkta hólfsins. Hann varð því að hafa heima um sumarið þá kálfa, sem hann átti, og mátti ekki kaupa kálfa inn á svæðið, sem hann annars hefði gert. Nú var kálfum Snæbjarnar slátrað síðla vetrar þetta ár, 1967, og gerður samningur um fullnaðar bætur þá þegar. Getur því ekki verið um neina bótakröfu að ræða gagnvart þeim alikálfum. Hins vegar gæti hafa átt sér stað, ef kálfauppeldi hefði verið frjálst þetta sumar, 1967, að Snæbjörn hefði látið lifa einhverja kálfa í þessu augnamiði og þá til slátrunar haustið 1968. En haustið 1967 slátraði hann af sjálfsdáðum 50 kúm, meðal annars af því að hann taldi, að þá væri búið orðið svo skert fyrir að- gerðir hins opinbera. Mér finnst því ekki beinlínis líklegt, að hann hefði þá haldið eftir til lífs nokkrum alikálfum, fyrst honum þótti 50 kúa bú ekki viðunandi. Þetta er þó matsatriði, sem ég treysti mér ekki til að dæma um. --- Krafa Jóns í Ytra-Felli var fyrst um kr. 160 þúsund og miðuð við innlegg, sem hann hafði af alikálfum haustið 1966. Vorið 1967 mun hann hafa átt 11 slíka kálfa og ætlaði að kaupa til viðbótar, en var hindraður í því, þar sem ekki mátti flytja gripi inn á svæðið, og þótti því hæfilegt að miða við 20 kálfa alls. Sína kálfa varð hann annað hvort að drepa um vorið eða láta þá ganga í túni um sumarið. Hins vegar fékk Snæbjörn bætur á sína kálfa, sem svaraði að meðtöldu niðurlagsverði um vorið fullu haustverði, og var laus við þá úr túni eða högum yfir sumarið. Virðist hann því hafa farið betur út úr þessu en Jón. Bótakröfu fyrir bann við uppeldi kálfa til slátrunar á árinu 929 1968 hefur Jón ekki gert, og er það misskilningur hjá Snæbirni, ef hann heldur, að bætur til Jóns hafi verið miðaðar við annað en kálfa til slátrunar haustið 1967“. 10. Bætur fyrir sölubann á heyi, kr. 247.500.00. Þessi kröfu- liður kom fram í síðari framhaldsstefnu í málinu, og segir um hann í stefnunni: „Haustið 1967 átti stefnandi 400 hesta af súr- heyi, sem hann hefir ekki fengið að selja þrátt fyrir nægan markað. Áður hefur stefnandi gert kröfu vegna rýrnunar á þess- um heyjum. Með bréfi yfirdýralæknis til Landbúnaðarráðuneyt- isins, dags. 1. apríl 1969, hefir verið boðað áframhaldandi bann á sölu heyja. Ljóst er, að stefnandi getur ekki verkað vothey, meðan gömlu heyin eru í votheysturninum á Grund. Því krefst hann tafarlausrar greiðslu fyrir þessi hey og að turninn verði rýmdur á kostnað ríkissjóðs. Ennfremur krefst stefnandi greiðslu fyrir 150 hesta af þurrheyi, sem hann hefir ekki geta selt vegna banna. Verðið á heyjum þessum telst hæfilegt kr. 450.00 hestur- inn, eða samtals kr. 247.500.00%. Af hálfu stefnda er kröfulið þessum mótmælt með þeim rök- um, sem fyrr er frá greint. Þá er kröfuliðnum mótmælt reikn- ingslega. Niðurstaða. Stefnandi máls þessa varð fyrir því, að hringskyrfi kom upp í búfé hans 1966. Sjúkdómur þessi er smitandi, og taka bæði menn og nautpeningur henn auðveldlega. Þá eru bess dæmi, að kindur smitist, svo sem gerðist hjá stefnanda, og e. t. v. aðrar skepnur. Sjúkdómurinn er landlægur í nágrannalöndum Íslands, en ekki talinn alvarlegs eðlis og ekki talinn valda gripum veru- legum óþægindum eða leiða til rýrari búsafurða. Sjúkdómnum mun nú hafa verið útrýmt hér á landi, og er ekki fram komið, að hann hafi leitt til verulegra skakkafalla í búskap manna, ef ekki er litið til máls stefnanda. Á því verður að byggja, að hringskyrfið hafi borizt í Hrafna- gilshrepp með dönskum manni, sem starfaði hjá bóndanum á Grund I sumarið 1966. Þaðan hefur smit borizt í Grýtubakka- hrepp með kúm, er þangað voru seldar. Hinn danski maður, er hér um ræðir, var ráðinn til starfa af Búnaðarfélagi Íslands í umboði vinnuveitandans. Félagið er sjálfstæð stofnun, og er ekki almennt um að ræða skaðabótaábyrgð ríkissjóðs á tjóni, sem félagið kann af einhverjum ástæðum að bera ábyrgð á. Ekki hefur verið sýnt fram á, að sérstök rök séu fyrir bótaábyrgð ríkissjóðs í þessu tilviki. Verður því þegar af þessum ástæðum 59 930 ekki á því byggt, að stefnandi eigi rétt á bótum á grundvelli þess, að ráðning hins danska manns hingað til lands og afleið- ingar hennar séu á ábyrgð ríkissjóðs. Eftir að ljóst var orðið haustið 1966, að hringskyrfi var komið upp, hófust aðgerðir á vegum opinberra aðilja. Guðmund P. Knutsen, héraðsdýralæknir á Akureyri, var eingöngu við þetta starf alllengi, en önnur störf hans voru á meðan falin öðrum manni. Hóf Knutsen eftirlit, almennar aðgerðir, til að hefta út- breiðslu sjúkdómsins og lækningatilraunir. Tilraunum þeim, er gerðar voru til að lækna sjúkdóminn með lyfjum, sýnist fljót- lega hafa verið hætt og talið nægja, að veikin væri látin ganga yfir á einstökum bæjum og ráðstafanir gerðar, til að hún bærist ekki víðar. Um málið var sett reglugerð nr. 35/1967. Áður er að því vikið, að hringskyrfi muni nú hafa verið útrýmt. Það er álit dómenda, að opinberar ráðstafanir vegna hringskyrfisins hafi verið með þeim hætti, að hafna beri þeirri málsástæðu, er fram hefur komið af hálfu stefnanda, að hann eigi bótarétt vegna ófullnægjandi viðbragða opinberra aðilja, er hringskyrfi hafði komið upp. Því er haldið fram af hálfu stefnanda, að hann hafi vegna ráðstafana opinberra aðilja orðið að búa við annan og verri kost en aðrir bændur, sem fengu hringskyrfi í kýr sínar. Dýralæknar töldu, sem fyrr er frá sagt, rétt af sóttvarnarástæðum, að kálfum og geldneytum hjá stefnanda væri lógað vorið 1967, en það var ekki gert hjá öðrum bændum. Um þetta var gerður samningur 7. marz 1967, og er þar tekið fram, að stefnandi geri ekki frekari kröfur „í tilefni af förgun gripa þessara“. Samningurinn er gildur löggerningur. Eftir þetta var stefnanda bannað að ala upp kálfa. Um þá ráðstöfun, sem aðrir urðu og að hlýta, mun verða rætt síðar, en dómendur geta ekki fallizt á, að gagnvart stefnanda hafi hún verið ólögmæt, af því að ungum gripum hjá honum hafði áður verið lógað eftir samningnum frá 7. marz. Er þess að geta, að dómendur telja ekki, að þetta hvort tveggja saman hafi þurft að leiða til verulegra erfiðleika í búskap stefn- anda. Hann átti eftir 50 mjólkandi kýr og mátti búast við, að bannið við kálfauppeldi mundi standa fremur skamman tíma, svo sem raun varð á. Svo sem síðar verður greint frá nánar, er það álit dómenda, að stefnandi eigi ekki rétt á bótum vegna slátrunar á mjólkurkúm hans 1. og 2. nóvember 1967 og ekki heldur vegna takmarkana á sólu á heyjum frá búi hans. Hann varð af sóttvarnarástæðum að þola verulegar takmarkanir á 931 heimild til að koma upp nýjum bústofni á jörð sinni, en dóm- endur telja, að þær takmarkanir hafi verið löglegar. Ljóst er, að allt það, er nú hefur verið nefnt, verður talið hafa leitt til verulegrar röskunar á atvinnustarfsemi stefnanda. Hver einstök ráðstöfun var hins vegar lögmæt, einnig þegar hún er skoðuð í samhengi við aðrar ráðstafanir. Verður því að líta svo á, að stefnandi eigi ekki bótarétt á þeim grundvelli, að hann hafi orðið að sæta verri kosti en aðrir bændur vegna aðgerða opin- berra aðilja. Bein lagaákvæði um bótarétt stefnanda eru ekki fyrir hendi, og slíkur réttur verður ekki heldur að áliti dómenda leiddur af almennum réttarreglum. Með tilvísun til þess, sem nú hefur verið rakið, telja dómendur, að ekki verði teknar til greina þær kröfur stefnanda, sem fram koma í 2., 6., 7. og 8. lið í kröfugerð hans. Framanskráð leiðir og ásamt öðru til sýknu af kröfum í öðrum liðum kröfugerðar- innar, en um þá er þessa að geta sérstaklega: 1. liður (beit á ræktuðu landi). Á því þykir eiga að byggja, að stefnandi hafi sumarið 1967 notað 7 ha ræktaðs lands til beitar og fyrir þær sakir ekki fengið hey af landspildunni. Landið var notað til beitar fyrir gripi stefnanda sjálfs vegna lögmætra sóttvarnarráðstafana. Eru því ekki efni til þess eftir íslenzkum lögum að dæma honum bætur. Þar sem boðnar hafa verið bætur að fjárhæð kr. 9.800.00 og þær enn ekki greiddar, ber að dæma stefnda til að greiða þessa fjárhæð með 7% árs- vöxtum frá þingfestingarðegi 21. nóvember 1968. 3. liður {vangoldið verð á kúm). Eftir að stefnandi ritaði atvinnumálaráðuneytinu 20. september 1967, var kannað á veg- um þess, hvort unnt væri að selja kýr stefnanda til bænda, sem fengið höfðu hringskyrfi í nautgripi sína. Skriflegt beint svar við bréfinu frá 20. september var stefnanda ekki sent. Sím- skeytin, er send voru 27. október frá Sauðfjárveikivörnum og 31. s. m. frá ráðuneytinu, eru áður nefnd. Í símskeytum þessum er ekki loforð um greiðslu bóta til stefnanda. Afskipti þau, sem ráðuneytið hafði af málinu, verða ekki talin fela í sér loforðs- ígildi eða sýna, að ráðuneytið hafi keypt kýrnar af stefnanda. Verður að byggja á því, að stefnandi hafi sjálfur ráðstafað þeim: kúm, sem seldar voru, og að hann hafi sjálfur ákveðið slátrun: þeirra, er hann átti eftir. Um greiðslur til hans af þessum sökum. verður því eigi að ræða. 4. liður (rýrnun á heyjum). Með 1. málsgrein 4. greinar reglugerðar nr. 35/1967 var með lögmætum hætti lagt bann við 932 sölu á heyi frá sýktum bæjum. Réttarákvæði hafa ekki að geyma bein eða óbein fyrirmæli um bótagreiðslu til stefnanda vegna þessa reglugerðarákvæðis og afleiðinga bannsins, og verður bóta- krafa hans í þessum lið þess vegna ekki tekin til greina. 5. liður (tjón vegna niðurskurðar á kúm). Um þetta atriði er rætt, þar sem fjallað er um 3. lið, og vísast til þess. 9. liður (tjón vegna slátrunar alikálfa). Um bann við uppeldi kálfa var ekki gefin út sérstök reglugerð eða auglýsing, svo sem þó hefði verið rétt eftir 7. gr. laga nr. 11/1928. Á því verður að byggja, að í upphafi hafi Guðmund P. Knutsen mælzt til þess, að kálfar væru ekki aldir upp, nema sérstaklega stæði á, en síðar hafi hann gefið fyrirmæli um, að uppeldi skyldi hætt, og að þau fyrirmæli hafi hann gefið í samráði við yfirdýralækni. Verður að telja, að heimilt hafi verið að leggja fyrir stefnanda að hætta um sinn kálfauppeldi, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um dýra- lækna nr. 124/1947 og 3. gr. reglugerðar nr. 35/1967. Réttar- ákvæði hafa ekki að geyma bein fyrirmæli um bótagreiðslu til stefnanda vegna þessara ákvæða. Þess er að geta, að stefnandi var ekki sviptur eign sinni, en meinað að nýta hana með til- teknum hætti. Hér var um tiltölulega lítil verðmæti að ræða, sem ekki voru nema hluti af búi stefnanda, og ekki er ljóst, að hann hafi haft verulegar tekjur af kálfauppeldi áður. Bannið var á lagt af sóttvarnarástæðum. Verður ekki talið, að stefnandi eigi eftir almennum reglum bótarétt vegna missis hagsvonar af þessari búgrein, og ekki er fram komið, að gefið hafi verið loforð, er á verði byggður sá réttur, sem stefnandi krefst sér til handa í þessum lið. 10. liður (bætur fyrir sölubann á súrheyi). Um þennan lið er hið sama að segja og 4. lið að því viðbættu, að sala á súrheyi er jafnan erfiðleikum bundin. Bannið við heysölu í reglugerð nr. 35/1967 varð því eitt sér ekki til þess fallið að valda stefnanda tjóni, að því er súrhey varðar. Slátrun kúnna á búi hans í nóvem- Der 1967 leiddi hins vegar til þess, að hann gat ekki nýtt súr- heyið. Þar sem sú slátrun var, sem fyrr greinir, ekki framkvæmd að skipun opinberra aðilja, verður ekki um bótarétt að ræða á grundvelli þessarar ráðstöfunar. Samkvæmt framanskráðu verða kröfur stefnanda ekki teknar til greina að öðru leyti en því, sem kröfugerð stefnanda gefur tilefni til. Unnt þykir með vísun til 178. gr. laga nr. 85/1936 að láta málskostnað falla niður. z Stefnandi hefur gjafvörn í málinu. Gjafvörn felur ekki í sér, 933 að hann eigi rétt á greiðslu úr ríkissjóði á þeim kostnaði, er hann hefur krafizt í 6. lið kröfugerðar sinnar. Hins vegar ber að kveða á um greiðslu úr ríkissjóði á málflutningsþóknun og útlögðum kostnaði til talsmanns stefnanda fyrir bæjarþinginu, Tómasar Árnasonar hæstaréttarlögmanns, sbr. 173. gr. laga nr. 85/1936. Þykir þessi greiðsla til lögmannsins hæfilega ákveðin kr. 95.112.00, þar af kr. 15.112.00 vegna útlagðs kostnaðar. Þór Vilhjálmsson, dómari samkvæmt sérstakri umboðsskrá, kvað upp dóm þennan ásamt Árna Jónassyni erindreka og Guð- brandi E. Hlíðar dýralækni. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra Í. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Snæbirni Sigurðssyni, kr. 9.800.00 með 71% vöxtum p. a. frá 21. nóvember 1968 til greiðsludags. Málskostnaður falli niður, en málflutningsþóknun og út- lagður kostnaður skipaðs talsmanns stefnanda, Tómasar Árna- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 95.112.00, greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 13. nóvember 1970. Nr. 188/1970. Hellugler h/f og Ingvar S. Ingvarsson gegn Eyjólfi Bjarnasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Frávísun. Meiðyrði. Ómerking ummæla. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðiljar hafa með heimild í 21. gr., 1. tl. b, laga nr. 57/1962 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. sept- ember 1970, er hingað barst 19. október s. á. 934 Krefjast sóknaraðiljar þess, „að hinum kærða dómi verði hrundið um frávísun aðalsakar, ómerkingu ummæla og sektir á hendur Ingvari S. Ingvarssyni“. Þá krefjast sóknar- aðiljar kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því, að greiðslufrestur sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum málalokum er réti, að sóknaraðiljar greiði varnaraðilja málskostnað, sem ákveðst kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að greiðslufrestur sektar verði 4 vikur frá birt- ingu dóms þessa. Sóknaraðiljar, Hellugler h/f og Ingvar S. Ingvarsson, greiði varnaraðilja, Eyjólfi Bjarnasyni, kærumáls- kostnað, kr. 8.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur í. september 1970. Mái þetta var tekið til dóms í dag. Áðalsök máls þessa er höfðuð af Fjöliðjunni h/f, Hellu, Rang- árvöllum, með stefnu, birtri 26. apríl 1968, á hendur gagnstefn- anda, Eyjólfi Bjarnasyni rafvirkjameistara, Háaleitisbraut 30 hér í borg. Eftir að mál þetta var höfðað, hefur aðalstefnandi breytt um nafn, og heitir félagið nú Heilugler h/f. Í upphafi var fjárhæð dómkröfu aðalstefnanda kr. 1.407.781.49, en í þinghaldi 9. júní s.1. lækkaði hann kröfur sínar, sbr dóms- skjal nr. 81. Dómkröfur aðalstefnanda, Helluglers h/f, í aðalsök eru því nú þær, að gagnstefnandi, Eyjólfur Bjarnason, verði dæmdur til þess að greiða aðalstefnanda kr. 1.176.535.99 með 1% vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð af kr. 40.000.00 frá 30. marz 1968 til 26. apríl 1968 og af kr. 1.176.535.99 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að mati dómsins. 935 Í aðalsök gerir gagnstefnandi, Eyjólfur Bjarnason, þær dóm- kröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum aðalstefnanda í aðalsökinni og að honum verði tildæmdur málskostnaður. Með gagnstefnu, birtri 19. febrúar 1969, höfðaði gagnstefnandi, Eyjólfur Bjarnason, gagnsök á hendur aðalstefnanda, Hellugleri h/f. Í gagnsök gerir gagnstefnandi, Eyjólfur Bjarnason, þær dóm- kröfur, að aðalstefnanda verði gert að greiða honum kr. 187.010.50 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 1. apríl 1968 til greiðsludags auk málskostnaðar eftir mati réttar- ins. Í gagnsökinni gerir aðalstefnandi þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnstefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi gagnstefnanda í gagn- sökinni að mati dómsins. Aðalsök. Félagið Fjöliðjan h/f, Hellu, var stofnað 25. október 1967. Voru þá kjörin í stjórn félagsins Sigurlaug M. Jónsdóttir frú, Engjavegi 15, Ísafirði, Ingvar S. Ingvarsson forstjóri, sama stað, og gagnstefnandi, Eyjólfur Bjarnason. Varastjórnendur voru kjörnir Sigurbjörn Ólafsson, Skeiðarvogi 141, Reykjavík, og Hrefna Ingvarsdóttir frú, sama stað. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. í stofnsamningi félagsins er Ingvar S. Ingvarsson „ráðinn forstjóri félagsins til lífstíðar, og verður honum fyrir engar sakir sagt upp því starfi hjá félaginu eða sviptur launum“. Ingvar S. Ingvarsson tékk jafnframt prókúru- umboð fyrir félagið. Hinn 20. nóvember 1967 var gagnstefnanda veitt prókúruum- boð fyrir félagið, og jafnframt var hann ráðinn framkvæmdastjóri þess. Ekki var gerður skriflegur samningur um launakjör gagn- stefnanda. Gagnstefnandi kveðst hafa byrjað störf hjá hlutafé- laginu, strax eftir að hann var ráðinn. Ingvar S. Ingvarsson var einnig forstjóri fyrir Fjöliðjunni h/f á Ísafirði, sem var systurfélag aðalstefnanda. Bæði þessi hluta- félög virðast hafa haft bjónustuútibú að Nýlendugötu 10 hér í borg. Kveðst gagnstefnandi hafa veitt forstöðu þjónustuútibúi þessu jafnframt framkvæmdastjórastarfi sínu fyrir Fjöliðjunni h/f á Hellu. Ingvar S. Ingvarsson hefur í bréfi á dskj. nr. 41 skýrt svo frá, að hann hafi hinn 2. marz 1968 komið ásamt eiginkonu sinni, Sigurlaugu M. Jónsdóttur, formanni stjórnar aðalstefnanda, úr 936 utanlandsferð. Kveðst Ingvar S. Ingvarsson þá hafa frétt, að gagnstefnandi hefði haft í frammi fullyrðingar varðandi afgreiðslu glers frá aðalstefnanda, sem reynzt hefðu næsta fjarstæðukennd- ar. Þá hafi fleira orðið ljóst í framferði gagnstefnanda til skaða á hagsmunum félagsins. Hafi þetta orðið til þess, að hann (Ingvar S. Ingvarsson) hafi í samráði m. a. við stjórnarformann aðal- stefnanda ákveðið að fara þá þegar á skrifstofu aðalstefnanda að Nýlendugötu 10 í þeim tilgangi að athuga, hvað af skjölum félagsins væru þar fyrir hendi. Er hann kom á skrifstofuna, hafi komið í ljós við fljótlega athugun, að þar hafi aðeins verið ein mappa með fylgiskjölum félagsins auk nokkurra með pökkunar- seðlum. Möppur þessar kveðst Ingvar hafa tekið að fleiri mönn- um viðstöddum og beðið Gunnar Á. Ingvarsson, sem hafi átt að annazt bókhald félagsins, að rannsaka nánar innihald umræddra mappna og koma þeim síðan aftur á skrifstofuna. Er gagnstefnandi kom á skrifstofuna að Nýlendugötu 10 morg- uninn 3. marz 1968, varð hann þess var, að búið var að fjarlægja skjöl þaðan. Sneri hann sér þá til rannsóknarlögreglunnar og kærði atburð þennan. Í skýrslu hans fyrir lögreglunni nefndan dag segir m. a. svo: „Í morgun kom ég í skrifstofu þjónustuútibúsins á Nýlendu- götu 10. Þá sé ég, að búið var að fjarlægja þaðan öll skjöl varð- andi viðskipti Fjöliðjunnar á Ísafirði og Fjöliðjunnar á Hellu við þjónustufyrirtækið og einnig öll önnur skjöl varðandi viðskipti þjónustufyrirtækisins. Þá var einnig tekið þarna nokkuð af skjöl- um, sem voru óviðkomandi þessum fyrirtækjum og ég átti sjálfur, og voru það aðallega kvittanir. Þess sáust engin merki, að brotizt hefði verið inn. Nú var þannig ástatt, að auk mín og skrifstofumanns míns, Þorsteins Tryggvasonar, Kleppsvegi 74, hafði Ingvar Ingvarsson, sem áður er nefndur, lykil að skrifstof- unni, þar sem þessi skjöl voru geymd. Mér datt því helzt í hug, að það væri af hans ráðstöfun, að þessi skjöl hefðu verið tekin.... Nokkru fyrir kl. 13.00 símaði Ingvar svo til mín. Ég spurði hann þá, hvort hann hefði stolið skjölunum af skrifstofunni. Hann svar- aði eitthvað á þá leið, að stjórnarformaðurinn mundi vera einfær um að svara því. Ég sagði þá, að ekki þyrfti að fara í grafgötur með, hvar þessi gögn væru, og hvort hann vildi ekki skila þeim eins og skot. Ingvar svaraði því á þá leið, að hann ætlaði að láta mig vita, að hann væri yfirmaður minn. Nánari svör fékk ég ekki um þetta. Af því, sem að framan segir, þykist ég þess fullviss, að Ingvar hafi tekið eða látið taka skjöl þessi úr skrifstofu minni. 937 Til þess tel ég, að hann hafi engan rétt, þar sem ég gegni þarna framkvæmdastjórastarfi og á að hafa þessi skjöl í minni vörzlu. Ég geri því kröfu til, að skjölin verði tekin af Ingvari eða öðr- um, sem tekið hafa þau í sína vörzlu, og afhent mér. Aðra kröfu geri ég ekki í þessu máli. Ég skal að lokum taka það fram, að Ingvar S. Ingvarsson er forstjóri bæði Fjöliðjunnar á Ísafirði og Fjöliðjunnar á Hellu, en ég er, eins og áður segir, framkvæmda- stjóri Fjöliðjunnar á Hellu og forstöðumaður þjónustuútibúsins hér. Ég veit ekki, hvort þjónustufyrirtækið hér í Reykjavík er skráð sem sérstakt fyrirtæki. Það eru engin ákvæði í lögum Fjöliðjunnar á Hellu um skipti á völdum milli forstjóra og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins“. Hinn 4. marz 1968 afréð meiri hluti félagsstjórnar aðalstefn- anda að segja gagnstefnanda upp störfum, og var gagnstefnanda ritað svohljóðandi bréf: „Hér með er yður sagt upp frá og með þessum degi öllum störfum fyrir hlutafélag vort, Fjöliðjuna h/f, Hellu, og fyrir útibú félagsins í Reykjavík, enda hafið þér upp þaðan ekkert umboð til að skuldbinda félagið né til neins konar ráðstafana eða athafna fyrir það. Laun verða yður ekki goldin eptir þenna tíma, enda teljum vér yður hafa fyrir gert ölium kröfur þar um á hendur félaginu. Hins vegar lýsir félagið ábyrgð á hendur yður og geymir sér allan rétt til bóta fyrir tjón það, er þér kunnið að hafa valdið oss. Með tilvísan til þess, er nú var ritað, krefjumst vér þess, að þér tafarlaust skilið oss: 1) öllum skjölum félagsins, þeim er enn eru í yðar vörzlum, bókum, bókhaldsgögnum og fylgiskjölum, tékkheptum, not- uðum og ónotuðum, og öðrum skjölum, að engu undan- skildu, 2) öllum lyklum, þar á meðal að hnúsnæði voru, bíl, pósthólfi og öðrum geymslum, 3) öllum öðrum eignum félagsins, þar á meðal vixlum og tékkum þeim, er þér hafið í yðar vörzlum, og öðrum eign- um, hverju nafni sem nefnast“. Af hálfu aðalstefnanda er skýrt svo frá, að gagnstefnandi hafi tregðast við að skila skjölum og öðrum eignum félagsins, þeim, er getið er í ofangreindu bréfi. Höfðaði aðalstefnandi þá mál gegn gagnstefnanda fyrir fógetarétti Reykjavíkur 6. marz 1968 og krafðist þess, að fógeti tæki af gagnstefnanda umrædd skjöl z og eignir og setti aðalstefnanda inn í vörzlur þeirra. Gagnstefn- 938 andi hafi eftir allmikið þras í fógetarétti skilað hinum helztu skjölum félagsins og öðrum mikilvægum eignum þess, þeim, er að ofan var getið. Gagnstefnandi hafi hins vegar eigi gert nein reikningsskil og eigi skilað bókhaldi nema mjög ófullkomnu. Hafi aðalstefnandi því neyðzt til þess að fá endurskoðanda til að koma í aðgengilegt horf bókhaldi félagsins. Fékk aðalstefnandi Jarl Jónsson, löggiltan endurskoðanda, til þess að annast þetta. Er því haldið fram af aðalstefnanda, að nú hafi komið í ljós það, sem félagsstjórnina grunaði, að mjög mikil óreiða hafi verið á fjárhaldi gagnstefnanda fyrir félagið, enda hafi hann reynzt skulda því mikið fé. Vísar aðalstefnandi í því efni til skýrslu endur- skoðandans Jarls Jónssonar, sem dagsett er 1. apríl 1968, dóms- skjals nr. 4. Þar segir svo: „Eftir ósk hr. Ingvars S. Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Fjöl- iðjunnar h.f., Hellu, hefi ég endurskoðað fylgiskjöl og reiknings- hald Eyjólfs Bjarnasonar yfir fjárreiður hans hjá Fjöliðjunni hlf., Hellu (og Reykjavík). Þetta tímabil mun vera frá ca. 9. nóvember 1967, en þá er opnaður hlr. nr. 88 við Búnaðarbanka Íslands á Hellu, og til ca. 1. marz 1968, en þá eru dagsett síðustu fylgiskjölin. Í hendur mér voru lögð fylgiskjöl samkvæmt tveim upptaln- ingum fulltrúa borgarfógetans í Reykjavík, dagsettum 9. marz 1968. Önnur yfir fylgiskjöl nr. 1—-234, hin yfir fylgiskjöl nr. 1—70. Ýmis af þessum skjölum eru þó ekki bókhaldsfylgiskjöl. Ennfremur dálkadagbók með færzlum á opnu 2 og 3 (vegna 1967) og 7", 8 og 9 vegna 1968. Þar sem fjölmargar athugasemdir og leiðréttingar hefði þurft að gera við færslur í dálkadagbókina, tók ég það ráð að færa bókhaldið upp á nýtt. Það skal tekið fram, að bókhald það, er ég hefi fært upp, er ekki bókhald Fjöliðjunnar h.f., Hellu, í heild, heldur fyrst og fremst það, er snert hefur fjárreiður Eyjólfs Bjarnasonar hjá fyrirtækinu. Niðurstöðutölur bókhaldsins eru: Reikn. nr. Debet: Kredit: 101 Sjóður Eyjólfur Bjarnason .. kr. 188.395.85 212 Viðsk.reikn. Eyjólfs Bjarnas. — 67.801.00 110 Ófullkomin greiðslufskj., önn- ur en launafskj. .. .. .. .. — 15.473.04 115 Ófullkomin launafylgiskjöl . — 362.230.50 939 Reikn.nr. Debet: Kredit: 210 Óskýrðar innborganir .. .. kr. 60.000.00 102 Sjóður Gunnar Ingvarsson .. — 5.000.00 104 Geymslufé, Olíufél. Skelj. .. kr. 1.000.00 201 Hir. 88, Búnaðarb. Ísl., Hellu — '783.381.28 202 Hir. 1728, Iðnaðarb. Ísl, R. .. — 9.10 211 Gr. víx. Híbýlaprýði .. .. — 5.206.00 211 Samþ. víx. Trésm. Víðir h.f. — 16.677.00 212 Samþ. víx. Búnaðarb. Ísl., Hellu... — 175.000.00 212 Viðsk.reikn. Kf. Þór, Hellu — 99.348.90 212 Afborgunarsamn. Fönix, O. Kornerup-Hansen sf. .. .. -- 2.280.00 212 Viðsk.reikn. Ingvar S. Ingv. — 79.881.00 215 Viðsk.reikn. Fjöliðjan, Ísaf. — 34.668.90 291 Innb. hlutafé Eyj. Bjarnas. . — 20.000.00 120 Áhöld .. 2. 07 51.407.77 150 Stofnkostnaður .......... — 162.537.70 300 Hráefni .. .. .. .. .. .- -- — 680.856.75 310 Vinnulaun gr. af Búnaðarb. — 222.776.50 390 Kostnaður .. .. .. .. .. -- — 100.363.07 400 Tekjur .. 2... — 863.130.00 Kr. 2.029.947.18 Kr. 2.029.947.18 Bókhaldið er fært í vél. Því miður er ekki texti í ritmáli á vélinni. Á sumum ofangreindra reikninga hefi ég þó handskrifað texta til glöggvunar, svo sem á sjóðreikning Eyjólfs Bjarna- sonar (101), viðskiptareikning sama (212) og reikninga, sem ófullkomin fylgiskjöl eru færð á (110, 115 og 210). í vélskrifuðum textum bókhaldsins er fyrst tékk nr. þar sem það á við og nr. mótreiknings. Í fylgiskjaladálk er fært færslu- númer mitt í áframhaldandi röð og seinni hlutinn (3 tölustafir) er nr. fylgiskjala samkvæmt skráningu fulltrúa borgarfógetans. Þar sem sú skráning er í tvennu lagi, er önnur skráning auð- kennd með 2 í fyrsta sæti. Fylgiskjal 1 úr fyrri skráningu er auðkennt 001, en fylgiskjal 1 úr seinni skráningu 201. Fylgiskjöl, sem auðkennd eru frá 801 og áfram, eru færslur á upphæðum, sem ávísað hefir verið á á hlaupareikninga fyrir- tækisins, en fylgiskjöl eru ekki fyrir hendi. Þessar upphæðir eru færðar samkvæmt „stubbum“ tékkheftanna og færðar í sjóð 940 Eyjólfs Bjarnasonar. Heimildir fyrir handskrifuðum texta eru í þessu tilviki „stubbar“ tékkheftanna. Með því að raða fylgiskjölum upp eftir dagsetningum, eftir því sem hægt hefir verið, og athuga síðan, hvort ávísað hefir verið á hlaupareikninga félagsins fyrir viðkomandi upphæð, hef ég komizt að raun um, hvað af fylgiskjölunum hefir verið greitt úr tékkheftum fyrirsækisins. Þau fylgiskjöl, sem þannig hefir verið ávísað á fyrir sömu upphæð, hef ég fært á viðkomandi gjaldaliði og kredit á hlaupa- reikninga, þ. e. a. s. færslan hefir ekki komið að neinu leiti á sjóðreikning Eyjólfs Bjarnasonar. Þau fylgiskjöl, sem mér hefir ekki tekizt að rekja greiðslu á á ofangreindan hátt, og einnig þær ávísanir, sem ekki hefir verið tilsvarandi fylgiskjöl fyrir hendi, hef ég hinsvegar fært yfir sjóðreikning Eyjólfs. Þeir reikningar, sem hér koma einna helzt máli við sögu, eru: 101 Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar, 212 Viðskiptareikningur Eyjólfs Bjarnasonar, 110 Ófullkomin greiðslufylgiskjöl, önnur en launafylgiskj. . 115 Ófullkomin launafylgiskjöl, 210 Óskýrðar innborganir. Hér á eftir mun ég leitast við að skýra þessa reikninga. 101 Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar, kr. 188.395.85. Ég hefi leitazt við að færa eingöngu yfir sjóð þær upphæðir, sem ég hef ekki getað fundið, að greiddar væru með tékkum, þannig að reikningur er tekjufærður fyrir þeim upphæðum, er greiðslufylgiskjöl segja til um og ekki eru greidd með tékka á hlaupareikninga fyrirtækisins. Ennfremur er sjóðreikningurinn tekjufærður fyrir þeim „ófullkomnu launafylgiskjölum“, sem síð- ar er sagt frá. Hér má að vísu rekja, að eitthvað af þessum greiðslum hafi verið, að minnsta kosti að hluta til, greitt með tékkum. Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar er fyrst og fremst skuld- færður fyrir þeim upphæðum, er ávísað hefir verið á hlaupa- reikninga fyrirtækisins, án þess að tilsvarandi fylgiskjöl séu fyrir hendi. Hérmeð eru taldar ávísanir til launþega samkvæmt næstu málsgrein á undan. Ennfremur er sjóðreikningurinn skuldfærður fyrir kr. 5.000.00, sem samkvæmt upplýsingum Gunnars Ingvarssonar og af upp- gjöri hans fyrir tímabil næst á undan því, er hér um ræðir, var greitt Kristni Sigurjónssyni upp í laun. Laun Kristins eru færð sjóðreikningnum til tekna í heild, sbr. áður sagt. 941 Vegna ávísana, sem hafa runnið í sjóð, tel ég áberandi, hvað í sumum tilfellum er um stórar upphæðir að ræða (kr. 75.000.00 og kr. 50.000.00), sem samkvæmt texta tékkheftanna virðast hafa verið lagðar inn á persónulega hlaupareikninga Eyjólfs Bjarna- sonar, t. d. hir. 8591 í Landsbanka Íslands. Í einstaka tilfellum er sjóðreikningurinn skuldfærður fyrir mismun á ákveðnum tékkum og viðkomandi fylgiskjali. Nokkr- um sinnum eru færslur annað hvort til gjalda eða tekna, en mótfærslur síðar þannig, að jöfnuður er á. Er þetta auðkennt á reikningnum. Að lokum er reikningurinn tekjufærður fyrir launum og bif- reiðastyrk Eyjólfs Bjarnasonar, samtals kr. 79.000.00. Ingvar S. Ingvarsson hefir ekki viljað viðurkenna þau fylgiskjöl, er Eyjólf- ur Bjarnason hefir gefið fyrir sínum launum og bifreiðakostnaði, en hinsvegar samþykkt að færa honum til tekna eftirfarandi: Laun fyrir nóvember .. 20.0.00 . .. kr. 10.000.00 Laun fyrir desember, janúar og febrúar, kr. 20.000.00 Pr. Mánuð 2. 00. 60.000.00 Bifreiðastyrk fyrir desember, janúar og febrúar, kr. 3.000.00 pr. mánuð .. 2. 00. 9.000.00 Kr. 79.000.00 Gegn mótmælum Ingvars S. Ingvarssonar hefi ég ekki talið mér fært að taka til greina þau fylgiskjöl, sem Eyjólfur Bjarna- son hefir gefið fyrir launum sínum og bílkostnaði, en þau eru: Nr. samkvæmt skráningu borgarfógetans: Nr. 69, bílkostnaður 1/11—31/12, kr. 5.000.00 pr. MÁN. 2 2. 00... .. Kr. 10.000.00 Nr. 70, bílkostnaður 1/7—31/10, kr. 1.000.00 pr. mán. . — 4.000.00 Nr. 179, bílkostnaður 1/1—29/2, kr. 5.000.00 pr. mán... re. 2. 0. — 10.000.00 Nr. 180, vinnulaun 1/11 1967—31/3 1968, kr. 35.000.00 pr. mán... . 2. 2. 2. — 175.000.00 Nr. 183, hluti, laun 1/7—31/10 1967 .. 2... 2. — 100.000.00 Ennfremur hefi ég ekki talið mér fært að taka til greina sem greiðsluviðurkenningu fylgiskjal nr. 183, sem auk áður nefndra 942 launa E. B., kr. 100.000.00, er upptalning Eyjólfs Bjarnasonar á ýmsum greiðslum. Sumt af þessum greiðslum er þegar fært samkvæmt upprunalegum greiðslufylgiskjölum. Ég tel ekki eðli- legt að taka upptalningu þessa sem heimild fyrir greiðslum í þágu fyrirtækisins. 212 Viðskiptareikningur Eyjólfs Bjarnasonar, kr. 67.801.00. Á þennan reikning er í fyrsta lagi fært hlutafjárloforð Eyjólfs: Bjarnasonar, kr. 20.000.00. Samkvæmt upplýsingum Ingvars S.. Ingvarssonar hefir E. B. átt að standa skil á hlutafjárloforði sínu inn á bankareikning félagsins. Þar sem engin heimild er fyrir greiðslu hlutafjárloforðsins, er það skuldfært á viðskiptareikn- ing E. B. Að öðru leyti eru færðar upphæðir, sem ég tel persónuleg gjöld. Eyjólfs Bjarnasonar og fylgiskjöl eru fyrir hendi í bókhaldinu. Er hér aðallega um að ræða kostnað við bifreið E. B., R 22482, símkostnað o. fl. Þar sem Eyjólfur fær bifreiðastyrk, tel ég óeðli- legt, að kostnaður við eigin Þifreið E. B. komi til gjalda hjá fyrirtækinu. Ennfremur eru færð hér til gjalda laun Bjarna Jarlssonar, rafvirkjanema Eyjólfs, kr. 8.640.00 og kr. 3.000.00. Ingvar S. Ingvarsson hefir neitað að greiðsla á launum til Bjarna sé í þágu Fjöliðjunnar, og talið, að þau séu eingöngu viðkomandi rekstri Eyjólfs sjálfs. 110 Ófullkomin greiðslufylgiskjöl, önnur en launafylgiskjöl, kr. 15.473.04. Þessi upphæð samanstendur af eftirfarandi upphæðum: 1. Rafmagn og hiti, kr. 7.596.54. Vegna athugasemdar Ingvars S. Ingvarssonar á hluta af við- komandi fylgiskjali, þ. e. reikningi fyrir hita að upphæð kr. 5.604.50 fyrir tímabilið frá 1/1 til 26/6 1967, en Ingvar telur sig hafa lagt fyrir Eyjólf Bjarnason að greiða ekki þennan reikning. Er fylgiskjalið í heild fært hér til nánari athugunar. Hitakostnaður, að upphæð kr. 5.604.50 fyrir tæpan 1 mánuð, er vægast sagt óeðlilegur. Ég tel þó álitamál, hvort Eyjólfur verði talinn ábyrgur fyrir þessari upphæð, m. a. með hliðsjón af, hvort ekki fengist leiðrétting frá Hitaveitunni. 2. Eiríkur Davíðsson, glerísetning kr. 6.240.00 -}- 2 nótur kr. 886.50, samtals kr. 7.126.50. Ingvar S. Ingvarsson vill ekki taka þennan kostnað til greina nema með frekari skýringum, svo sem hvar glerið var sett í og 943 hvers vegna. Það gæti ekki talizt eðlilegur kostnaður fyrirtækis- ins sem framleiðanda að kosta ísetningu glers nema gegn sér- stöku endurgjaldi eða vegna ábyrgðar á vörunni. 3. „10/1 Bjarni, ferð austur, leigubíll kr. 500.00%. Þessi texti og upphæð er skrifað neðanmáls á færsluskjali nr. 93, fylgiskjali nr. 72. Þennan sama dag er fylgiskjal fyrir greiðslu á akstri í leigubíl frá Selfossi til Hellu, kr. 530.00, færsluskjal nr. 94, fylgiskjal nr. 121. Umrætt „fylgiskjal“ verður að teljast mjög ófullkomið og tæplega hægt að taka gilt sem sönnun fyrir greiðslu. 4. Bréfaskrift á ensku, kr. 250.00. Ingvar S. Ingvarsson telur sér ekki vera kunnugt um neitt bréf, er Eyjólfur hafi látið skrifa á ensku í þágu fyrirtækisins, og því sé Eyjólfur ábyrgur fyrir þessari upphæð, nema að fengn- um nánari skýringum. 115 Ófullkomin launafylgiskjöl, kr. 362.230.50. Laun virðast hafa verið greidd á tvennan hátt. Í fyrsta lagi hafi Búnaðarbankinn á Hellu greitt í reikning viðkomandi iaun- þega ákveðnar upphæðir og gefið kvittun þar fyrir. Ég tel ekki ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir, enda þótt ekki komi fram á kvittununum, að um laun sé að ræða, og því síður fyrir hvaða tímabil. Þessi laun eru gjaldfærð á vinnulaunareikning. Í öðru lagi hafa laun verið greidd af Eyjólfi Bjarnasyni. „Kvitt- anir“ fyrir þessum greiðslum eru oft óundirritaðar. Þessar „kvitt- anir“ hafa þó verið færðar sjóði Eyjólfs til tekna samkvæmt ósk Ingvars S. Ingvarssonar og gjaldfærðar á „ófullkomin fylgiskjöl“ að undanteknum launakvittunum frá Bjarna Jarlssyni, rafvirkja- nema Eyjólfs Bjarnasonar, sem Ingvar samþykkir ekki sem launa- kostnað Fjöliðjunnar h.f. Laun Bjarna eru skuldfærð á viðskipta- reikning Eyjólfs Bjarnasonar. Þær launakvittanir, sem óundirritaðar eru, tel ég, að útbúnar séu allar á sama tíma. Þær eru allar dagsettar 31. des. 1967 að tveim undanteknum, sem dagsettar eru „jan. 1968“. Þessi fylgi- skjöl virðast eiga að vera launakvittanir fyrir mánuðina október, nóvember og desember 1967 og í einu tilviki einnig fyrir janúar 1968. Í þrem tilvikum tel ég, að í ofangreindum heildarkvittunum hafi verið meðtalin laun, sem áður hafði verið kvittað fyrir, þ. e.: 1. Færsla nr. 29, fskj. 27, 2/12 1967, greitt Þorgrími Guðna- syni upp í laun, kr. 1.000.00. 944 2. Færsla nr. 31, fskj. 30, 12/12 1967, greitt Ingibjörgu Sigur- geirsdóttur upp í laun, kr. 2.000.00. 3. Færsla nr. 224 (fært í sjóð E. B. úr sjóði Gunnars Ingvars sonar), 19/10 1967, greitt Kristni Sigurjónssyni upp í laun, kr. 5.000.00. Þar sem fylgiskjölum fyrir launum, er Eyjólfur Bjarnason hefur greitt, er að mörgu leyti ábótavant og jafnvel tortryggi- leg, hefi ég fært þau í heild á „ófullkomin launafylgiskjöl““. Að lokum hef ég ennfremur fært á þennan reikning laun og bifreiðakostnað Eyjólfs sjálfs, sbr. fyrri sundurliðun. 210 Óskýrðar innborganir, kr. 60.000.00. Hér er um að ræða tvær upphæðir, sem lagðar hafa verið inn á hlr. Fjöliðjunnar h.f., Hellu, nr. 88 í Búnaðarbanka Íslands, Hellu. Þann 30/11 1967 leggur Eyjólfur Bjarnason inn kr. 50.000.00, og þann 5. janúar 1968 leggur Bjarni Jarlsson inn kr. 10.000.00. Þetta er hvorutveggja lagt inn í aðalbankanum í Reykjavík. Á meðan annað kemur ekki í ljós, verður að álíta, að hér hafi Eyjólfur Bjarnason (og Bjarni Jarlsson) móttekið peninga fyrir hönd Fjöliðjunnar h.f. og lagt þá síðan inn á hir. fyrirtækisins. Að lokum vil ég taka fram, að ég hefi ekki framkvæmt neina könnun á tekjuliðum fyrirtækisins. Gunnar Ingvarsson tjáði mér, að allir reikningar hefðu átt að afhendast Búnaðarbankanum á Hellu til innheimtu og að andvirði þeirra rynni síðan inn á hlaupareikning fyrirtækisins hjá bankanum. Gunnar hefir ekki að svo stöddu máli talið ástæðu til að gera athugasemdir þar að lútandi“. Í stefnu aðalsakar segir m. a.: „2) Enn telur stefnandi stefndan hafa valdið félaginu tjóni með ýmissi vanrækslu og annarri aðferð sinni um stjórn á félaginu eða stjórnleysi. Hefur Gunnar Ingvarsson, endurskoðandi, dregið saman nokkrar niðurstöður sínar um hér greint efni, og ritar hann þar um hrl. Gústafi A. Sveinssyni sem hér segir: „1. Framleiðsla í verksmiðju að Hellu féll alveg niður vegna verkfallanna í rúmar 2 vikur, þrátt fyrir að ekki kom til verk- falls að Hellu. Ástæða fyrir þessu var eingöngu sú, að Eyjólfur Bjarnason lét alveg hjá líða að hafa fyrir hendi hráefni til fram- leiðslunnar, þrátt fyrir að þau væru liggjandi á hafnarbakkanum í Reykjavík. Það tók okkur % dag að fá þau í hendur, daginn eftir að verkfalli lauk. Krafa á Eyjólf Bjarnason vegna þessa held ég eðlilega eftirfarandi: 945 Vegna mannakaups .. .. 2. -- kr. 92.885.80 Vegna kostnaðar v/húsnæðis .. — 5.000.00 Vegna ýmislegs (áætlað) .. .. — 9.788.60 Kr. 107.674.40 Tap á hagnaði (áætlað) .. .. .. — 20.000.00 Samtals kr. 127.674.40 9. Í verksmiðju að Hellu voru að hálfu framleiddar pantanir v/Búlands 34 og 40. Var þetta framleitt samkvæmt skriflegum fyrirmælum Eyjólfs Bjarnasonar. Pöntun frá eigendum húsanna fannst ekki á skrifstofu Fjöliðjunnar h.f., enda neita þeir að hafa gert þessa pöntun, en þeir viðurkenna aftur á móti að hafa beðið um tilboð. Til þess að forða algjörum skaða (sic) vegna þessa neyddumst við til að gefa 10% afslátt frá venjulegu söluverði, kr. 6.026.70 (sjá meðf. bréf). 3. Bifreið Fjöliðjunnar h.f., sem er Ford-vörubifreið, 10 tonn með hlassi, árgerð 1966, er stórlega skemmd eftir útafkeyrslu. Við höfum ástæðu til að ætla, að bifreiðarstjóri sá, er Eyjólfur Bjarnason réð til starfa, og sem stjórnaði bifreiðinni (að því er okkur er tjáð), er henni var ekið út af, hafi ekki réttindi til að aka svo stórri bifreið, auk þess sem hann mun óvanur slíkum akstri. Téður bifreiðarstjóri er bróðir Eyjólfs, Jóhann Bjarnason. Auk framanritaðs var bifreiðin í algjörri óhirðu, er hún var tekin af Eyjólfi Bjarnasyni. Lágt áætlaður skaði á bifreiðinni myndi ég segja kr. 100.000.00, en eðlilegast væri að fá lögskipaða matsmenn til að meta þetta. Teljum við Eyjólf Bjarnason ábyrgan fyrir tjóninu. 3) Það hefur komið í ljós, að stefndur hefur 30. jan. 1968 gefið út „pr. Fjöliðjan h/f, Reykjavík“, víxil á hendur sjálfum honum, að upphæð kr. 40.000.00, og samþykkt til greiðslu 30. marz 1968. Téðan víxil hefur stefndur selt í Iðnaðarbanka Íslands h/f. Hefur stefndur eigi goldið víxilinn, enda krefur bankinn stefnanda um greiðslu á umræddum fjárhlut. 4) Eptir að stefndur lét af störfum í þjónustu stefnanda, hefur hann hitt að máli margan mann og afflutt mjög stefnanda, ráð- stafanir hans og fjárreiður. Hefur stefndur einkum gert sér far um að lýsa slíku fyrir viðskiptamönnum stefnanda og öðrum þeim, er ætla má, að með einhverjum hætti sinni um málefni 60 946 félagsins og hafi hug á þeim. Telur stefnandi örðugt að áætla tjón sitt af hérgreindu efni, en eigi getur hann haldið það nema minni upphæð en kr. 500.000.00, enda muni slíkt tjón raunar vera miklu meira“.“ Í aðalsökinni sundurliðar aðalstefnandi kröfur sínar nú þannig: 1. Sjóðreikningur gagnstefnanda .. „, .. .. .. kr. 188.395.85 2. Viðskiptareikningur sama .. .. .. .. 2. .. — 67.801.00 3. Ófullkomin fylgiskjöl .. .. .. .. .. .. .. — 15.473.04 4. Ófullkomin launafylgiskjöl.. .......... — 70.985.00 5. Óskýrðar innborganir .. „. ............ — 60.000.00 6. Framleiðslutjón .. .. s.s — 127.674.40 7. Tjón af viðskiptum við Búland . sr — 6.026.70 8. Tjón á bifreið... .. ... .. .. — 100.000.00 9. Víxill að viðbættum afsagnarkostnaði Lo — 40.180.00 10. Bótakrafa .. .. .. .. .............. 2. — 0 500.000.00 Kr. 1.176.535.99 Í upphafi var fjárhæð dómkröfu aðalstefnanda kr. 1.407.781.49. Nú hefur aðalstefnandi lækkað kröfulið nr. 4 um kr. 291.245.50, úr kr. 362.230.50 í kr. 70.985.00, en krafan „Óskýrðar innborg- anir“, kr. 60.000.00, hefur komið inn sem nýr kröfuliður. Veldur þetta lækkun á kröfum aðalstefnanda í aðalsökinni, miðað við stefnu, um kr. 231.245.50. Af hálfu gagnstefnanda hefur öllum ofangreindum kröfuliðum aðalstefnanda verið mótmælt. Í greinargerð lögmanns gagnstefnanda, sem lögð var fram 6. júní 1968, er m. a. tekið fram viðvíkjandi endurskoðunarskýrslu Jarls Jónssonar á dómsskjali nr. 4, að aldrei hafi Jarl haft sam- band við gagnstefnanda varðandi athugunina, þótt gagnstefnandi væri einmitt sá maður, sem gerzt þekkti til, að aldrei hafi verið leitað eftir skýringum bókhaldara fyrirtækisins, Sigurðar Tómas- sonar viðskiptafræðings, en aðeins virðist hafa verið farið eftir skýringum Ingvars S. Ingvarssonar, en slíkt hafi endurskoðanda þessum hlotið að vera ljóst, að varhugavert væri, þar sem hatramt deilumál var þá þegar risið millum Ingvars og gagnstefnanda. Af því tilefni kveðst lögmaðurinn hafa fengið Sigurð Tómasson til að gera greinargerð um málsefnið, dómsskjal nr. 11, sem síðar verður rakin, og með vísan til þeirrar greinargerðar m. a. hefur kröfuliðum aðalstefnanda nr. 1—5 verið mótmælt sem 947 alröngum og ósönnuðum, en kröfuliðir þessir eru allir byggðir á endurskoðunarskýrslu Jarls Jónssonar. Gagnstefnandi heldur því fram, að ástæðan til þess, að framleiðsla stöðvaðist í verksmiðj- unni í áðurgreindu verkfalli, hafi verið sú, að skortur hafi verið á rekstrarfé aðalstefnanda. Af hálfu gagnstefnanda er kröfulið nr. 6 því mótmælt á þessum grundvelli sem röngum og auk þess verði gagnstefnandi ekki frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar gerður ábyrgur fyrir tjóni, sem af verkföllum stafar, enda geti engir sagt óyggjandi til um, hvort og hvenær verkföll skelli á. Kröfu- lið nr. 7 er af hálfu gagnstefnanda algerlega mótmælt sem röng- um og ósönnuðum, enda hafi glerið fyrir Búland verið framleitt, að því er virðist, eftir að gagnstefnandi lét af störfum, en án þess að gild pöntun lægi þá fyrir frá Búlandi. Aðalstefnandi hafi síðar samið við Búland um afslátt án nokkurs samráðs við gagn- stefnanda og sé sá samningur gagnstefnanda óviðkomandi með öllu. Gagnstefnandi mótmælir kröfulið nr. 8 sem röngum og al- gerlega ósönnuðum og hefur m. a. haldið því fram, að ökumaður bifreiðarinnar hafi haft full réttindi til að aka henni. Viðvíkjandi kröfulið nr. 9 hefur lögmaður gagnstefnanda tekið fram: „Á ofanverðu árinu 1967 var svo komið málum, að Fjöliðjan h.f., Hellu og Ísafirði, skuldaði umbj. m. allmikla fjárhæð, en ekkert fé handbært til greiðslu. Það varð úr með samþykki Ingvars S. Ingvarssonar, að umbj. m. freistaði þess að selja Í Íðnaðarbanka Íslands h.f. víxil að fjárhæð kr. 50.000.00. Þetta tókst. Umræðdur víxill var samþykktur af umbj. m., en útg. af Fjöliðjunni h.f., Hellu. Var að sjálfsögðu ætla hin, að fyrirtækið greiddi víxilinn (eða víxlana), þá hann félli, enda var, eins og áður segir, um að ræða laun umbj. m. Raunin varð hins vegar sú, að einungis voru greiddar kr. 10.000.00, en gefinn út og sam- þykktur framlengingarvíxill að fjárhæð kr. 40.000.00. Á þeim víxli er umbj. m. samþ., en Fjöliðjan h.f. útgefandi. Gjalddagi þess víxils var 30. marz 1968. Eins og sjá má af framanrituðu, er hér um óafturkræf laun að ræða. Skylt er að geta þess, að mér er ókunnugt um, að Fjöliðjan h.f. hafi leyst til sín víxil bennan með greiðslu, en slíkt mun sannreynt við væntanlegar vitnaleiðslur“. Að því er varðar kröfulið nr. 10 tekur lögmaður gagnstefnanda fram: „Að þessum kröfulið er vart orðum eyðandi, en skorað er á stefnanda að upplýsa, hverjir þeir aðilar eru, sem umbjóðandi minn hefur afflutt fyrirtækið við, svo og hvenær og þá hvernig. Verði ekki orðið við þessum kröfum á fulnægjandi hátt, hlýtur 948 umbjóðandi minn að líta þessar fullyrðingar sem rangar sakar- giftir og áskilur sér allan rétt til bóta og refsikrafna gagnvart hlutaðeigandi aðilum“. Áðurgreind greinargerð Sigurðar Tómassonar, sem dagsett er 3. júní 1968, er svohljóðandi: : „Að beiðni Kristins Einarssonar, hdl., hefi ég samið eftirfar- andi greinargerð um bókhald Fjöliðjunnar h.f., Hellu, einkum greiðslufyrirkomulagið og einnig með sérstöku tilliti til „Greinar- gerðar um endurskoðun á fylgiskjölum og fjárreiðum Eyjólfs Bjarnasonar hjá Fjöliðjunni h.f., Hellu, á tímabilinu ca. 9. nóv. 1967 til ca. 1. marz 1968“, en greinargerð þessi er samin af Jarli Jónssyni, löggiltum endurskoðanda, Holtagerði 22, Kópavogi. I. Bókhald Fjöliðjunnar h.f., Hellu, var uppfært í dálkadagbók, og voru þar færðir sérstaklega þeir tveir reikningar, sem mestu máli skipta í sambandi við málarekstur Fjöliðjunnar h.f., Hellu, gegn Eyjólfi Bjarnasyni (hér nefndur EB). Er hér um að ræða reikningana sjóður og hlaupareikningur 88. Samkvæmt því greiðslufyrirkomulagi, sem ég gerði ráð fyrir við EB, að yrði hjá fyrirtækinu, þá skyldu allar greiðslur fara fram með ávís- unum, útgefnum á hlr. 88 við útibú Búnaðarbanka Íslands að Hellu. Af „praktískum“ ástæðum taldi ég þó nauðsynlegt, að fyrirtækið hefði á skrifstofunni peningakassa með einhverri fastri fjárupphæð (10.000), sem mundi notast til greiðslu smærri reikninga. Af þessum ástæðum voru tilkomin nöfn reikn- inga í dálkadagbók, sjóður og hlr. 88. Aðrir reikningar í dálka- dagbókinni skipta ekki verulegu máli í þessari athugun, en þeir eru helztir: viðskiptamannareikningur, kostnaðarreikningur og hráefni. Af ýmsum ástæðum urðu málsatvik þau, að það greiðslufyrir- komulag, sem ég hafði ætlazt til, að yrði upp tekið, komst ekki á laggirnar og það þrátt fyrir ítrekanir til EB um, að svo yrði að gera. Í stað þess fyrirkomulags, sem ég hafði gert ráð fyrir, þá hafði EB þá aðferð að ávísa af hlr. 88 ýmsum upphæðum, án þess að reikningar sömu upphæðar lægju að baki, og það fjármagn, sem þannig var ávísað af hlr. 88, var notað til greiðslu ýmissa reikninga Fjöliðjunnar h.f. Þegar svo bókhald Fjöliðj- unnar h.f., Hellu, var fært upp í nefnda dálkadagbók, þá var nauðsynlegt að hafa sérstakan reikning, þar sem þessi sérstöku ávísanaviðskipti koma fram, og af þeim sökum er sjóður í dálka- 949 dagbók einhvers konar yfirlitsreikningur yfir það fjármagn Fjöl- iðjunnar h.f., sem EB hefur ávísað af hlr. 88, án þess að reikn- ingar sömu upphæðar liggi að baki. Merkir Þannig debit-hlið sjóðreikningsins þær upphæðir, sem ávísað hefur verið á ofan- greindan hátt, en credit-hliðin þær upphæðir, sem greiddar hafa verið vegna Fjöliðjunnar h.f. með því fjármagni. Ekki skal dregið úr því, að þessi meðhöndlun á greiðslufyrir- komulaginu var að sjálfsögðu ekki rétt, enda gerði ég EB ljóst og sem hann var sér fullkomlega meðvitandi um, að kæmi fram debet-jöfnuður á þessum sjóðreikningi — þ. e. að innborganir í sjóð yrðu hærri en útborganir — þá yrði hann að standa ábyrgur fyrir þeim mismun. Að sama skapi mundi credit-jöfnuður á reikn- ingnum sýna, að EB hefði greitt hærri fjárhæðir fyrir fyrirtækið en hann hefði tekið á móti. Enda þótt þetta greiðslufyrirkomulag hjá EB hafi verið óeðlilegt og raunar óþarft, þá fer ekki á milli mála, að það gat á engan hátt orðið honum til fjárhagslegs ávinn- ings, heldur lá hættan miklu fremur í því, að einstakir reikn- ingar, sem þannig voru greiddir, mundu tapast í meðförum og EB þannig bera fjárhagslegt tjón af. 11. Þykir nú rétt að gefa nokkuð tölulegt yfirlit um sjoðsmeðferð EB. Á því tímabili, sem dálkadagbókin nær yfir, þ. e. fram í miðjan febrúar, þá eru útborganir af hlr. 88 kr. 1.606.822.31. Af þeirri fjárhæð eru kr. 823.557.45 færðar sem debetfærslur í sjóðreikning, eða rúmlega helmingur þess fjármagns, sem ávísað er út af hlr. 88. Að auki hafa á einn eða annan hátt kr. 100.449.00 komið til sjóðsmeðferðar (seldir víxlar í bönkum o. fl.), þannig að sjóðsmeðferð á tímabilinu hefur numið kr. 924.006.45. Á sama tímabili hefur EB greitt reikninga til ýmissa aðila fyrir Fjöliðjuna h.f. að fjárhæð kr. 786.374.50, og eru hér með taldar launagreiðsl- ur að fjárhæð kr. 261.370.50 og sem ég taldi ástæðulaust að rengja, þó ákvitteraðar væru, enda var mér kunnugt um, að EB hafði fólk í vinnu fyrir fyrirtækið, en vann ekki einn öll störf þar. Var það og ætlun EB að bæta hér úr og fá kvitteringar fyrir vinnulaununum, enda launakvittanirnar í bókhaldinu gerðar í þeim tilgangi jafnframt. Að öðru leyti voru þau fylgiskjöl, sem EB framvísaði til mín til bókfærslu og voru að fjárhæð kr. 786.374.50, greiddir reikningar og fullgild sem slík til bókhalds. Samkvæmt framansögðu kemur fram debet-jöfnuður á sjóð- reikningi, sem nemur kr. 137.631.95 (kr. 924.006.45 = kr. 950 786.374.50), og kemur þetta fram í dálkadagbókinni. Töluðum við Eyjólfur um, að þessum málum yrði að koma í lag undir eins, og var það ákveðið, að það skyldi gert ekki síðar en um mánaðamótin febr./marz, enda skyldi á þeim tíma aflað þeirra reikninga, sem hér bar á milli. En í millitíðinni áttu eftir að verða þeir atburðir, er leiddu til málarekstrar og gerðu ókleift að ganga frá þessum málum sem skyldi. Í byrjun marz var þess krafizt, að EB afhenti öll bókhaldsgögn Fjöliðjunnar h.f., Hellu, of voru þá til bráðabirgða samdir þeir listar yfir ýmsar greiðslur EB vegna Fjöliðjunnar h.f. og vísað er til í skýrslu Jarls Jóns- sonar. Samkvæmt þessum listum telur EB sig hafa greitt kr. 103.510.95 (laun kr. 100.000.00 til EB eru ekki meðtalin hér) til ýmissa og í þágu fyrirtækisins. Var ákveðið að bókfæra þessa lista, enda mundi EB afla raunverulegra reikninga, eins og þess væri kostur og ef á þyrfti að halda. Með hliðsjón af þessu og í samræmi við niðurstöður dálkadagbókarinnar þá var EB ábyrgur fyrir fjárhæð, sem nam kr. 29.121.00 (137.631.95 -— 108.510.95). ins og fram kemur í bókhaldinu, hefur EB ekki á öllu tíma- bilinu tekið nein laun hjá fyrirtækinu. Áður en bókhaldið var afhent, voru bókfærð fylgiskjöl fyrir launum og bifreiðastyrk til EB eftir fylgiskjölum eða reikningum, er EB gerði sjálfur og sem hér segir: Laun 1/7 '67--31/10 787 .. .. ., .. kr. 100.000.00 Laun 1/11 '67--31/3 '68 .. .. .. .. — 175.000.00 Bílkostnaður 1/11--31/12 '67 .. .. — 10.000.00 Bílkostnaður 1/1—29/2 '68 .. .. .. — 10.000.00 Bílkostnaður 1/7—31/10 67 .. .. .. — 4.000.00 Samtals kr. 299.000.00 Mismunur á þessum tveim niðurstöðum, sjóðreikningi annars vegar og laun- og bílkostnaði EB hins vegar, er færður á við- skiptamannareikning sem skuld Fjöliðjunnar h.f. Hellu, við Eyjólf Bjarnason. Hins vegar mun launagreiðsla og bílkostnaður EB fram að nóvember 1967 vera kostnaður Fjöliðjunnar h.f., Ísafirði. Samtals er viðskiptamannareikningur EB hjá fyrirtæk- inu kr. 269.879.00 (kr. 299.000.00 = kr. 29.121.00) í hag EB, og var það jöfnuður sá, er reikningurinn stóð í, er bókhaldið var afhent. 951 III. Enda þótt bókhald Fjöliðjunnar h.f., Hellu, næði þannig ekki yfir allt það tímabil, sem EB starfar hjá því sem framkvæmda- stjóri, þá reyndi ég með hjálp útskriftar á hlr. 88 og skráningu borgarfógetaembættisins í Reykjavík á þeim gögnum, sem því voru afhent, að gera sér sem bezta grein fyrir vegna EB niður- stöðum á sjóðreikningi og hir. 88 og viðskiptamannareikningi. Af þeim gögnum hefi ég talið, að heildar debet-jöfnuður á sjóð- reikningi EB frá byrjun og þar til fyrstu dagana í marz væri sem næst kr. 77.989.50 (sjötfuogsjöþúsundníuhundruðáttatíuogníu 50/100). Með tilvísun til kaflans hér á undan og þeirra launa og bílastyrks, sem EB telur sig eiga hjá fyrirtækinu, þá er loka- niðurstaðan sú, að Fjöliðjan h.f. telst skulda EB kr. 221.010.50 (mismunur á kr. 299.000.00 og kr. 77.989.50). Í þessu sambandi vil ég taka fram, að mjög erfitt er að gera upp á grundvelli þeirra gagna, sem unnið var úr. Hins vegar er rétt að benda á, að allar þær ávísanir, sem útgefnar eru af hlr. 88 og ekki hafa ákveðna reikninga að baki, hafa allar verið færðar í þessu uppgjöri Í debet-hlið sjóðreikningsins eða til skuldar EB. Hins vegar og eins og áður hefur verið bent á, þá er alls óvíst, að fram hafi komið allir þeir reikningar, er gætu talizt eiga að færast í credit-hlið sjóðreikningsins, og verður því það, sem á vantar, að sjálfsögðu að teljast vera á ábyrgð EB. Vil ég og geta þess, að síðasta fylgi- skjalamappa bókhalds Fjöliðjunnar og þar sem geymd voru óbókfærð fylgiskjöl fyrirtækisins, þar á meðal þau viðskipti, sem eiga sér stað frá miðjum febrúar og út mánuðinn, var ekki meðal þeirra bókhaldsgagna, er EB afhenti í byrjun marz, þar sem sú mappa hafði verið á skrifstofu félagsins. Sýnist mér með tilliti til þeirrar hörku, sem stjórn félagsins sækir að EB, að sérstakrar athugunar þurfi við til fullvissunar um, að þau skjöl öll hafi komið til skráningar hjá borgarfógetaembættinu. IV. Með því að í greinargerð endurskoðanda (JJ) er komizt að þeirri niðurstöðu, að EB muni skulda Fjöliðjunni h.f. m. a. sjóð að upphæð .. .. .. 2. 2. 2. =. íkr. 188.395.85 viðskiptaskuld að upphæð .. .. — 67.801.00 ófullnægjandi greiðslufskj. .. .. — 15.473.04 eða samtals .. .. .. .. .. .. -- kr. 271.669.89 952 og með því að samkvæmt þeirri niðurstöðu minni, er um getur í kafla III hér að framan, að Fjöliðjan h.f. skuldi EB sem næst kr. 221.010.50, þá kemur það fram, að bilið milli hinna mismun- andi niðurstaðna er kr. 492.680.39 (kr. 271.669.89--kr. 220.010.50). Skal hér á eftir getið þeirra helztu liða, sem gera það að verk- um, að þessi mismunur kemur fram. a. Mismunur á bókfærðum launum til EB og laun- um samkvæmt greinargerð endurskoðanda „. .. kr. 205.000.00 b. Mismunur á bókfærðum bílkostnaði og bifreiða- styrk skv. greinargerð endursk. rn — 15.000.00 c. Liður í greinargerð endursk. sem heitir „óskýrðar innborganir“ .... — 60.000.00 d. bókfærðar sérstakar greiðslur samkv. sérstökum listum ...... sr... 108.510.95 e. Ógreitt hlutafé EB. -. — 20.000.00 f. Ófullkomin greiðslufylgiskjöl önnur en laun .. — 15.473.04 g. Samanburður á sjóðfærslum í bókhaldi Fjöliðj- unnar h.f. og greinargerð endurskoðanda. Mun ég hér á eftir skýra einstaka liði þessa mismunar, sem hér kemur fram. Liður a og b.: Samtals er hér um mismun upp á kr. 220.000.00 að ræða. Hér hlýtur að vera um samningsatriði að ræða milli framkvæmdastjóra og stjórnar félagsins. Ekki er mér kunnugt um, að frá slíkum samningi um launakjör væri formlega gengið. Í þessu sambandi vil ég geta atriðis, sem fram kemur í greinar- gerð endurskoðanda, bls. 4, en þar segir svo m. a. um færslur á viðskiptareikning EB: „Þar sem Eyjólfur fær bifreiðastyrk, tel ég óeðlilegt, að kostnaður við eigin bifreið EB komi til gjalda hjá fyrirtækinu“. Hér virðist sem endurskoðandi hafi einhliða ákveðið, í hvaða formi greiðslum til EB fyrir störf hans skuli hagað. Sem fyrr segir hljóta launakjör að vera samningsatriði og þá einnig í hvaða formi þau koma og því ekki í annarra verka- hring að ákveða eitt eða annað um þessa hluti. Liður c. Í þessum lið er um að ræða tvær innborganir á hlr. 88, önnur að upphæð kr. 50.000.00, en hin að upphæð kr. 10.000.00, eða samtals kr. 60.000.00. Skýring á þessum innborgunum er ein- faldlega sú, að EB hefur lagt inn á hlr. 88 kr. 60.000.00 af því fjármagni, sem hann áður hefur ávísað út af hlr. 88 án sérstakra reikninga eða greiðslukvittana. Þessi upphæð á því ótvírætt að 953 færast credit á sjóðreikning EB, eins og gert var Í bókhaldi fyrir- tækisins og algjörlega ástæðulaust var að breyta. Liður d. Áður hefur verið getið þess lista og þeirra sérstöku kringumstæðna, sem réðu því, að listinn var bókfærður. Þessi listi getur eðlilega ekki talizt vera fullkomið fylgiskjal og hefur að sjálfsögðu ekki gildi sem slíkur, nema reikningar liggi að baki. Efa ég ekki, að EB leggi fram þá reikninga, sé þess óskað. Hins ber að geta, að EB var fært að rekja greiðslur á þessum reikn- ingum með aðstoð tékkheftis síns, en nokkur hluti þess fjár- magns, sem EB ávísaði reikningalaust út af hlr. 88, var lagt inn á einkareikning EB við Landsbanka Íslands og ávísað aftur út af honum til greiðslu á reikningum Fjöliðjunnar h.f. Á sama hátt má rekja greiðslu á ýmsum reikningum Fjöliðjunnar h.f., sem í bókhaldi eru og sem fullkomið fylgiskjal er fyrir. Hins vegar vil ég og benda á athugasemd í greinargerð endurskoðand- ans, þar sem hann ræðir þennan lista, en þar segir svo á bls. 4: „Sumt af þessum greiðslum er þegar fært samkvæmt uppruna- legum greiðslufylgiskjölum“. Liggur hér fyrir staðfesting á því, að greiðslurnar samkvæmt listanum eru í þágu Fjöliðjunnar h.f. Liður e. Að því er varðar hlutafjárloforð EB, þá var það aldrei greitt. Er reyndar sama að segja um allt hlutafé félagsins, að er ég skilaði til EB bókhaldinu í byrjun marz, þá var allt lutaféð ógreitt. Hins vegar kemur fram í yfirliti endurskoðand- ans, að einungis EB er skuldaður á viðskiptareikningi fyrir sínum hluta. Liður f. Samkvæmt þeirri upptalningu á ófullkomnum greiðslufylgiskjölum, öðrum en launafylgiskjölum, sem gefin er í greinargerð endurskoðandans á bls. 4 og 5, þá eru kr. 500.00 af heildarfjárhæðinni, sem er kr. 15.473.04, færðar á ófullnægjandi fylgiskjöl. Að því er varðar önnur fylgiskjöl, er hér um ræðir, þá er ekkert ófullkomið við þessi skjöl. Þau eru öll stíluð á fyrirtækið, öll greidd með ávísunum, útgefnum af prókúruhafa og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og þess vegna allt réttlætan- leg bókhaldsfylgiskjöl vegna starfsemi fyrirtækisins. Liður g. Vegna þess mismunar, sem fram kemur í sjóði fyrir- tækisins samkvæmt bókhaldi og sjóðnum samkvæmt greinargerð endurskoðandans, þá hefi ég alls ekki öll þau nauðsynlegu gögn í höndum, sem þyrfti til að aðgæta með samanburði, hvar ber í milli. Sýnist einsýnt, að bæði færslum í debet-hlið og credit-hlið er misjafnt farið í þessum tveim niðurstöðum, og er að sjálfsögðu ómögulegt að gera sér grein fyrir, í hverju þetta liggur, nema 954 með fullkomnum samanburði á öllum þeim gögnum, sem þessar mismunandi niðurstöður hafa verið unnar eftir. Kemur þar m. a. til athugunar, hvort sömu gögn hafi legið til grundvallar þessum niðurstöðum, og í annan stað kemur til athugunar, hvar færslum í sjóð er misjafnt farið. V. Samkvæmt greinargerð endurskoðandans eru ófullkomin launafylgiskjöl í bókhaldi Fjöliðjunnar h.f. að upphæð kr. 362.230.50. Þegar greinargerð endurskoðandans er samin, þá eru fyrirliggjandi í bókhaldinu fullgildar launakvittanir fyrir kr. 79.050.00 af áðurnefndri heildarupphæð og því með öllu óþarft að vera að skýra slík ófullkomin launafylgiskjöl. Þau skjöl, er hér um ræðir, eru: Jóhannes Bjarnason, laun f. jan. '68 .. .. kr. 26.000.00 Sigurjón Guðmundsson, laun f. jan. 768 .. — 14.050.00 Þorsteinn Tryggvason, laun f. jan. '68 .. .. — 90.000.00 Björgvin Hannesson, laun f. nóv. '67 .. .. — 19.000.00 Að auki kemur í ljós, að innifalið í heildarupphæðinni, kr. 362.230.50, eru kr. 79.000.00, en samkvæmt greinargerð endur- skoðandans hefur ákveðinn Ingvar Ingvarsson samþykkt að láta færa EB til tekna þessa fjárhæð sem laun fyrir nóv. '67—febr. '68 og sem bifreiðastyrk fyrir des. '67— febr. '68. Í máli því fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, sem þessi sami Ingvar Ingvarsson fyrir hönd Fjöliðjunnar h.f., Hellu, hefur höfðað gegn EB, er m. a. gerð sú krafa, að EB sé gert að greiða Fjöliðjunni h.f. kr. 362.230.50 vegna ófullkominna launafylgiskjala, eða með öðrum orðum er þess hér krafizt, að EB greiði til fyrirtækisins þær kr. 79. „000. 00, sem honum einhliða voru ákveðnar sem laun. Í greinargerðinni frá endurskoðandanum kemur fram, að fylgi- skjölum fyrir launagreiðslum sé „að mörgu leyti ábótavant og jafnvel tortryggileg“. Í íslenzkri orðabók er sagt að tortryggja sé að „trúa öðrum illa, gruna aðra um svik“. Ekki fæ ég séð, hvað kemur endurskoðandanum til að lýsa yfir, að fylgiskjölin séu tortryggileg, eða hvað hann með þessu vill saka EB um, en væntanlega kemur þetta í ljós síðar. Ég hefi áður í greinargerð þessari lýst, að enda þótt mér væru afhent til bókfærslu ókvitteruð launafylgiskjöl, taldi ég ekki ástæðu til að hafna þeim til bókfærslu — hvað Þá tortryggja. 955 Mun og nú þegar EB hafa aflað sér yfirlýsinga frá þeim laun- þegum, er hér eiga hlut að máli, um, að þeir hafi móttekið þau laun, er bókfærð eru. VI. í lokakafla þessarar greinargerðar vil ég taka fram nokkur atriði varðandi greinargerð endurskoðandans. Vil ég fyrst taka fram, að til mín sem bókhaldara félagsins og fyrirtækisins var aldrei leitað á einn eða annan hátt né óskað skýringa að einu eða öðru leyti á færslum eða öðru, er snertu starf það, er ég hafði innt af hendi fyrir fyrirtækið. Eins og fram kemur Í greinargerð endurskoðandans á bls. 1, hefur hann ekki fært bókhald fyrir Fjöliðjuna h.f., Hellu, heldur „fyrst og fremst það, er snert hefur fjárreiður Eyjólfs Bjarna- sonar hjá fyrirtækinu“. Verður það að teljast mjög varhugavert að slíta þannig Í sundur bókhaldið, því eins og báðar greinar- gerðirnar bera með sér, þá eru fjárreiður fyrirtækisins sem heild mjög samtvinnaðar fjárreiðum EB. Þá getur endurskoðandinn þess, að „þar sem fjölmargar athugasemdir og leiðréttingar hefði þurft að gera við færslur í dálkaðagbókina, tók ég það ráð að færa bók- haldið upp á nýtt“. Er það mjög miður, að endurskoðandi skuli einmitt hafa tekið þessa stefnu, þar sem um aðgengilegri saman- burð hefði verið að ræða á sjóðfærslum, ef bent hefði verið á hvert einstakt fylgiskjal, sem leiðréttingar hefði þurft við að hans mati. Einnig ber á það að líta, að bókhaldsgreinargerð end- urskoðandans er talin ná yfir tímabilið til ca. 1. marz 1968, en hins vegar nær bókhald fyrirtækisins fram í miðjan febrúar, og engin skil koma fram í greinargerð endurskoðandans, þar sem samanburður við bókhald fyrirtækisins lýkur. Á bls. 2 í greinargerðinni, þar sem endurskoðandi ræðir sjóð- færslur EB, segir svo m. a.: „fylgiskjöl, sem auðkennd eru frá 801 og áfram, eru færslur á upphæðum, sem ávísað hefir verið á á hlaupareikninga fyrirtækisins, en fylgiskjöl eru ekki fyrir hendi. Þessar upphæðir eru færðar samkvæmt stubbum tékk- heftanna og færðar í sjóð Eyjólfs Bjarnasonar. Heimildir fyrir handskrifuðum texta eru í þessu tilviki stubbar tékkheftanna“. Því miður kemur hér ekki fram, að endurskoðandi hafi haft hlið- sjón af því eina ótvíræða utanaðkomandi samanburðargagni, sem að notum mátti koma við bókhaldsgreinargerð hans, Þ. e. útskrift og samanburð á hlaupareikningum fyrirtækisins. Hvergi kemur fram, að hann hafi afstemmt hlaupareikningana við bókhalds- 956 greinargerðina, og er það að sjálfsögðu stór galli. Verður það að teljast ófullnægjandi að fara hér einungis eftir „stubbum“ tékk- heftanna. Að mínu viti er öll skýrsla endurskoðandans samin í þeim anda, að meir ber keim dæmandans en um vinnubrögð óháðs aðila sé að ræða. Sýnir það öðru fremur, að verði áframhald á málatilbúnaði á hendur EB, þurfi þriðji aðili að meðhöndla bók- haldið, óháður og sem leiti skýringa beggja á málavöxtum eftir því sem honum sjálfum þurfa Þykir“. Jarl Jónsson ritaði á ný greinargerð varðandi endurskoðun sína, dómsskjal nr. 40. Þessi síðari greinargerð endurskoðandans er dagsett 2. september 1968. Þar segir m. a. svo: „Ég vil sérstaklega geta þess, að á sum fylgiskjöl hefur for- stjóri Fjöliðjunnar h.f. á Hellu, Ingvar S. Ingvarsson, ritað at- hugasemdir. Er þar m. a. um að ræða liði, sem ég færði á við- skiptareikning E.B., svo sem einka-bílkostnað, laun Bjarna Jarls- sonar o. fl. Ennfremur launa- og bílstyrkskvittanir E.B., „ ófull- komin launafylgiskjöl“ og „ófullkomin greiðslufylgiskjöl, önnur en laun“. Ég hefi í greinargerð minni vakið athygli á öllum þessum liðum. Lögmaðurinn ræðir síðan um upphæð þá, er hann telur Fjöl- iðjuna h.f. skulda E.B., en um það mun ég ræða síðar. Lögmaður- inn segir, að í þeirri upphæð séu reyndar faldar kr. 104.000.00, sem hafi verið skuld Fjöliðjunnar h.f., Ísafirði, við E.B. Mun lögmaðurinn líklega eiga hér við „laun“ E.B. fyrir tímabilið 1. júlí til 31. október 1967, kr. 100.000.00, og bílstyrk fyrir sama tímabil, kr. 4.000.00, sem E.B. telur sig hafa átt inni og hafi greitt sjálfum sér á umráðatíma fjármála hjá Fjöliðjunni h.f., Hellu. Næst vísar lögmaðurinn til greinargerðar „bókhaldara fyrir- tækisins“, Sigurðar Tómassonar, viðskiptafræðings, dómskj. nr. 11, sem hann telur hluta af greinargerð sinni. Mér var ekki kunnugt um, að Sigurður Tómasson hefði verið ráðinn bókhaldari fyrirtækisins, enda hef ég ekki orðið var við, að Sigurður þæði greiðslur frá fyrirtækinu fyrir störf sín á því tímabili, er athugun mín náði yfir. Mér varð ekki kunnur þáttur hans í þessu máli, fyrr en hann kom til mín Í sumar og óskaði eftir að fá að sjá dálkadagbók þá, er hann kvaðst hafa fært fyrir Fjöliðjuna h.f. á starfstíma E.B. Hann hafði þá undir höndum ljósrit af sjóðreikningi, viðskiptareikningi E.B. o. fl. úr bókhaldi mínu. Veitti ég honum fúslega aðgang að öllum skjölum og gögnum þessu máli viðkomandi og jafnframt starfsaðstöðu hjá 957 mér til að gera sínar athuganir. Ekki óskaði hann þó eftir að sjá önnur gögn en dálkadagbókina. Í greinargerð sinni reynir Sigurður ekki nema að takmörkuðu leyti að skýra og rökstyðja mismun þann, sem er á niðurstöðu hans í þessu máli og niður- stöðu minni. Hins vegar fer hann mörgum orðum um vinnu- brögð mín og athugasemdir og þykir yfirleitt allt miður. Gunnar Ingvarsson, endurskoðandi, tjáði mér hins vegar, er hann afhenti mér skjöl og gögn þessu máli viðvíkjandi, að honum hefði á sínum tíma verið falið að annast bókhald Fjöliðjunnar h.f. og mér var kunnugt um, að hann hafði, bæði á undan og eftir starfstímabili E.B., unnið í þágu Fjöliðjunnar h.f. Meðal þeirra gagna, er hann afhenti mér, voru leiðbeiningar til EB. um meðferð fylgiskjala, greiðslufyrirkomulag, sjóðbók, víxlabók o. fl., dags. 18. desember 1967. Af ummælum Sigurðar Tómassonar í fyrsta kafla greinargerð- ar hans mætti ráða, að hann hafi starfað hjá Fjöliðjunni hf., Hellu, strax frá stofnun þess fyrirtækis. Sé það rétt, verð ég að telja afköst hans mjög léleg, því ekki er hægt að sjá, að annað liggi eftir hann á sviði bókhalds og skipulagningar hjá fyrir- tækinu en dálkadagbók með færslum í 189 línur samtals. Ætla mætti, að honum hefði t. d. unnizt tími til að sjá til þess, að a. m. k. sjóðbók væri færð, sem teljast verður þó lágmarks bók- haldsskylda. Í niðurlagi I. kafla greinargerðar sinnar kemst Sigurður að þeirri niðurstöðu, að með óreglu í peningamálum mundi E.B. frekar baka sér fjárhagslegt tjón en ábata. En hvað þá um hags- muni fyrirtækisins? Svo bókhaldsfróðum manni sem Sigurður hlýtur að teljast ætti að vera ljóst, að bókhald og gott skipulag á fyrst og fremst að gæta hagsmuna fyrirtækisins, m. a. gagn" vart starfsmönnum þess. Í II. kafla greinargerðarinnar gefur Sigurður tölulegar upp- lýsingar úr dagbók sinni. Jafnframt lýsir Sigurður því yfir, að dálkadagbókin nái ekki yfir allt starfstímabil E.B., og er hún því þegar af þeirri ástæðu ekki í samræmi við niðurstöður mínar. Athyglisvert er, að Sigurður lýsir því hér, að hann hafi ekki séð ástæðu til athugasemda við launagreiðslur, þótt kvittanir væru óundirritaðar. Mun ég síðar víkja frekar að þessu atriði. Ennfremur segir Sigurður, að bókfærðir hafi verið listar yfir greiðslur, sem E.B. telur sig hafa greitt vegna Fjöliðjunnar h.f., að upphæð kr. 108.510.95, án þess að fylgiskjöl hafi verið fyrir hendi fyrir þessum greiðslum. Ég vil taka fram, að ennfremur 958 er á öðrum þessara lista kr. 100.000.00, „laun E.B. 1. júlí til 31. okt.“. Í IV. kafla eru þessir listar aftur umræðuefni Sigurðar (bls. 5, liður d.). Þar er Sigurður sammála mér um, að listarnir (þeir eru tveir) hafi „að sjálfsögðu ekki gildi sem slíkir, nema að reikningar liggi að baki“. Skorar hann á E.B. að leggja umrædda reikninga fram, sé þess óskað. E.B., jafnt sem Sigurði, hlýtur að hafa verið ljóst, að slíkt var nauðsynlegt, til þess að umræddir listar yrðu teknir til greina. Ekki er mér kunnugt um, að E.B. hafi enn lagt umrædda reikninga fram. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á einum lið á umræddum listum, þ. e. „reikn. Raftækjast. E.B., kr. 29.118.00“. Hér virðist vera um reikning frá E.B. sjálfum að ræða, og ætti það því ekki að vera erfiðleikum bundið fyrir hann að framvísa þeim reikningi. Síðan kemst Sigurður að furðulegri niðurstöðu, er hann vitnar í eftirfarandi ummæli mín varðandi þessa lista: „Sumt af þess- um greiðslum er þegar fært samkvæmt upprunalegum fylgiskjöl- um“. Telur hann þetta staðfestingu mína á því, að greiðslur samkvæmt listunum séu í þágu Fjöliðjunnar h.f. Ég vil leyfa mér að benda á, að þegar greiðsla hefir verið bókfærð samkvæmt upprunalegu fylgiskjali, er það tóm fjarstæða, að það eigi að færa sömu greiðslu aftur samkvæmt einhverju tilbúnu fylgi- skjali. Í niðurlagi Ill. kafla víkur Sigurður að því, að verið gæti, að eitthvað af fylgiskjölum hefði ekki komizt í mínar hendur í sam- bandi við starf mitt hér að lútandi. Sigurður hafði aðgang að, ef ekki undir höndum, upptalningu borgarfógetaembættisins á skjölum málsins og gat jafnframt haft aðgang að öllum skjölum málsins hjá mér og var því í lófa lagið að ganga úr skugga um, hvort þar væri einhverju ábótavant. Í fjórða kafla segir Sigurður, að mismunur á niðurstöðum hans og minni sé kr. 492.680.39. Telur hann upp liði a. til f. sam- tals að upphæð kr. 423.983.99, til skýringar þessum mismun og auk þess lið g., óþekkta upphæð. Ég vil bæta því við, að ofan- nefndur mismunur stafar einnig af upphæðum, er færðar voru á viðskiptareikning E.B. öðrum en „hlutafé E.B.“, en þær upp- hæðir eru samtals kr. 47.801.00. Mismunur samkvæmt g. lið verður þá kr. 20.895.40. Ég mun í fylgiskjali A hér á eftir gera grein fyrir mismun þessum í heild. Síðan ræðir Sigurður frekar um þessa liði: 959 Um lið a. og b., mismun á launum og bifreiðastyrk E.B., kr. 220.000.00, og segir, að ég „hafi einhliða ákveðið, í hvaða formi greiðslur til E.B. fyrir störf hans skuli hagað“, og vitnar í um mæli mín, um að ég teldi óeðlilegt, að fyrirtækið bæri reksturs- kostnað einkabifreiðar E.B. jafnframt því að greiða honum bif- reiðastyrk. Ég leyfi mér að endurtaka, að ég tel slíkt fyrirkomu- lag óeðlilegt. Ég gerði Í greinargerð minni grein fyrir, hvernig þessu var háttað í uppgjöri mínu, og læt öðrum eftir að dæma um réttmæti þess. Um lið c., óskýrðar innborganir, kr. 60.000.00. Af ummælum Sigurðar hér að lútandi mætti skilja, að ofur eðlilegt væri, að E.B. færi með fé fyrirtækisins eftir eigin geðþótta, ávísaði á hlaupareikninga þess og legði aftur inn, allt eftir eigin hentug- leikum. Enda þótt E.B. hafi haft prókúruumboð fyrir fyrirtækið, álít ég, að í því felist ekki heimild til slíkrar meðferðar á fé fyrirtækisins. Í athugasemd (bls. 6) í greinargerð minni gerði ég grein fyrir áliti mínu varðandi þessar innborganir. Telji Sigurður, að fé þetta sé komið frá E.B. persónulega (eða sjóði hans), leyfi ég mér að benda á, að nær allar stærri upphæðir, er E.B. ávísaði á hlr. fyrirtækisins án samsvarandi fylgiskjala (í sjóð), voru lagðar inn á persónulegan hlr. E.B. Mætti því ætla, að E.B. hafi ávísað á eigin hlr. til þess að leggja umræddar upphæðir inn á hir. fyrirtækisins. Ætti þá að vera auðvelt að staðfesta þá full- yrðingu, að umrætt fé sé frá E.B. persónulega. Um lið d., greiðslur samkvæmt sérstökum listum, kr. 108.510.95. Ég hef áður rætt um þessa lista og læt þar við sitja. Um lið e., hlutafé E.B., kr. 20.000.00. Hér staðfestir Sigurður, að hlutafé E.B. hafi ekki verið greitt, og tel ég því rétt, að E.B. sé skuldfærður fyrir því. Varðandi annað hlutafé fyrirtækisins hef ég ekki tekið neina afstöðu, enda er það ekki til umræðu í þessu máli. Um lið f., ófullkomin greiðslufylgiskjöl, önnur en launafylgi- skjöl, kr. 15.473.04. Sigurður er stuttorður um þessi fylgiskjöl og lýsir þeim í heild, að undanteknu einu, sem fullkomnum að öllu leyti, en víkur í engu að athugasemdum mínum. Lögmaður stefnds lætur þó í té dómskj. nr. 20 sem sönnun fyrir lið 4 í athugasemdum mínum hér um (,„bréfaskrift á ensku, kr. 250.00), og er það vel. Um lið g, mismun á sjóðfærslum Sigurðar Tómassonar og mínum. Sigurður treystir sér ekki til að gera grein fyrir þessum 960 mismun, enda þótt hann hafi átt kost á að athuga öll gögn máls- ins. Eins og áður segir, geri ég grein fyrir þessum mismun Í fylgiskjali A hér á eftir. Sigurður ræðir í V. kafla um „ófullkomin launafylgiskjöl“. Þar sem ég taldi, að „kvittanir“ fyrir launum, er E.B. greiddi, væri í heild mjög ábótavant, færði ég þau í uppgjöri mínu öll á einn og sama reikninginn, enda þótt í nokkrum tilfellum væru kvittanir undirritaðar. Ennfremur taldi ég, að í nokkrum tilfell- um væru kvittanir tvítaldar vegna sömu greiðslu. Með því að færa allar launagreiðslur E.B. á einn reikning taldi ég, að það yrði aðgengilegra við frekari athuganir. Við samningu greinar- gerðar minnar vakti fyrir mér, að E.B. gerði heildargreinargerð um launagreiðslur þær, er hann hafði innt af hendi. Hvernig þeirri ósk var komið á framfæri (með stefnu), er mér óviðkom- andi. Nú hefir E.B. lagt fram yfirlýsingu frá launþegum um mót- tekin laun frá honum. Þar sem þar geldur ýmsu skökku við, leyfi ég mér að útlista það frekar í fylgiskjali B hér á eftir. Yfirleitt, en þó sérstaklega í lokakafla greinargerðar sinnar, reynir Sigurður Tómasson að gera lítið úr vinnubrögðum mínum í þessu máli. M. a. gerir Sigurður það að umtalsefni, að ég hafi ekki lýst því yfir, að ég hafi borið saman hlaupareikningsút- skriftir við bókhaldið, og ræður af því, að ég hafi ekki gert það. Að ég hefði viðhaft svo sjálfsagða bókhaldsvenju, taldi ég ekki ástæðu til að lýsa sérstaklega yfir. Ég vil að lokum taka fram, að athugun mín í þessu máli er byggð á þeim gögnum, er fyrir hendi eru í máli þessu, og að sú athugun var unnin af samvizkusemi. Í greinargerð minni þar að lútandi gerði ég grein fyrir öllum þeim atriðum, er ágreiningur gæti verið um. Kópavogi, 2. september 1968 Jarl Jónsson, lögg. endurskoðandi. Fylgiskjal A. Skilgreining á mismun á minni (Jarls Jónssonar). Skuld E.B. skv. niðurstöðu minni .. kr. 271.669.89 niðurstöðu Sigurðar Tómassonar og Mism. á launum og bifr.styrk E.B. .. kr. 220.000.00 Óskýrðar innborganir .. ... a — 60.000.00 Listar E.B. yfir ýmsar greiðslur — 108.510.95 Ógreitt hlutafé EB... ,„. ........ — 20.000.00 Ófullkomin greiðslufskj. .. .. .... — 15.473.04 961 Fært á viðsk.reikn. E.B., annað en hlutafé .. ..... kr. 47.801.00 Gr. Kristni Siguri. s. upp Í Taun af Gunnari Ingvarssyni.. .. .. . — 5.000.00 Oftalin launagr. til Þorg. Guðnas. . — 1.000.00 Do., til Ingibjargar Sigurg.dóttur .. — 2.000.00 Tvífærðar 2 nótur frá Byggingavöru- verzlun Kópav. (sjá ljósrit „ófullk. fskj“). . — 886.50 Mism. á sjóði EB. frá lokun dálka- dagbókar til enda tímabils, sjá aths. — 12.883.90 3 nótur (kr. 500.00 -| 200.00 | 65.00) sjóði E.B. til góða .. .. .. .. kr. 765.00 Mismunur á 2 nótum, sj. E.B. til góða — 110.00 Mism., inneign E.B. skv. niðurst. S.T. — 221.010.50 Kr. 493.555.39 Kr. 493.555.39 Skýringar á mismun á sjóði E.B. frá lokun dálkadagbókar til enda starfstímabils E.B. Í niðurlagi II. kafla greinargerðar sinnar telur Sigurður Tómas- son, að samkvæmt dálkaðagbók sinni sé sjóður E.B. í óhag (deb.) um kr. 29.121.00. Í upphafi Ill. kafla telur Sigurður, að í lok tímabilsins sé niðurstaða sjóðs „því sem næst“ kr. 77.989.50 E.B. í óhag (deb.) Mismunurinn á þessum tveim tölum, kr. 48.868.50, ætti því að vera sú upphæð, sem sjóður E.B. hefði aukizt um frá lokun dálkadagbókarinnar til enda tímabilsins. Samkvæmt uppfærslu minni er þessi upphæð kr. 61. 759.40. Á þessu tímabili er sjóði E.B. aðallega fært til gjalda ávísanir á hlr. og ekki hafa verið fyrir hendi fylgiskjöl fyrir, þ. e. færslur nr. 884—-913, 891 undanskilin, samtals kr. 66.182.95, en auk þess mimunur á tveimur ávísunum og fylgiskjölum, færslur nr. 166 og 176, samtals kr. 82.00. Á sama tíma er sjóði E.B. fært til tekna greiddir reikningar samkvæmt færslum nr. 155, 159, 161, 162, 180, 182, 183, 184, 190, 191, 192 og 195, samtals kr. 4.512.55 (kr. 66.182.95 -|- 82.00 = 4.512.55 = kr. 61.752.40). Samkvæmt þessu er mimunurinn á mínu áliti og S.T. kr. 12.883.90 (kr. 61.752.40 - 48.868.50)“. Sigurður Tómasson ritaði aðra greinargerð varðandi málsefnið, dómsskjal nr. 71. Greinargerð þessi, sem dagsett er 30. janúar 1970, er svohljóðandi: 61 962 „Greinargerð um samanburð á niðurstöðum bókhalds Fjöliði- unnar h.f., Hellu. Vegna bókhalds fyrirtækisins og þess mismunar, er fram kemur á sjóðreikningi Eyjólfs Bjarnasonar í greinargerð Sigurðar Tómas- sonar (S.T.), dags. 3. 6. 1968, annars vegar og hins vegar í greinargerð Jarls Jónssonar (J.J.), dags. 1. 4. 1968, vil ég upplýsa um eftirfarandi atriði, er leiða í ljós, í hverju sá mismunur er fólginn. Í máli því, er rekið er fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur Eyjólfi Bjarnasyni, er gerð krafa á hann að upphæð kr. 633.900.39, og er hún byggð á bókhaldi, færðu af J.J., og greinist í 4 liði. 1. Sjóðreikningur Eyjólfs Bjarnasonar. Debetjöfnuður á sjóðreikningi í dálkadagbók Fjöl- iðjunnar h.f., sbr. kafla II á bls. 2 í greinargerð ST... Kr. 137.631.95 Aukning á debetjöfnuði sjóðreiknings, unnið eftir uppskrift borgarfógetaembættisins á fylgiskjöl- um Fjöliðjunnar h.f., sbr. kafli III í greinargerð S.T. (mismunur á kr. 77.989.50 og 29.121.00) .. — 48.868.50 Raunverulegur debetjöfnuður skv. gr.gerð S.T. .. kr. 186.500.45 Fram hafa komið eftirfarandi atriði, er hækka þennan jöfnuð: a) Tvífærðar eru launakvittanir Þorgríms Guðna- SONAr 2... 0... 1.000.00 Ingibjargar Sigurgeirsdóttur .. .. .. .. .. .. — 2.000.00 b) Tvífærðar nótur, samtals .. 2. .... 0... — 886.56 c) Launagreiðsla til Kristins Sigurjónssonar, en skv. yfirlýsingu hans eru launin að hluta greidd til hans af öðrum en EB .. .. .. .. .. 2... — 5.000.00 d) Aukning sjóðmismunar frá lokun bókar. Um- framaukning skv. skýrslu JJ, miðað við upp- gjör ST eftir uppskrift borgarfógeta á fylgi- skjölum .... 2... — 12.883.90 Kr. 208.270.85 Þessu til frádráttar koma ófærðar nótur í bókhaldi ST, færðar hjáJJ .. .. 0... — 875.00 2 Nýr debetjöfnuður á sjóðreikningi .. .. .. ., .. kr. 207.395.85 963 Sé ofangreind breytt niðurstaða borin saman við greinargerð JJ, kemur fram eftirfarandi: Sjóður EB samkvæmt niðurstöðum bókhalds, færðu afJJ.. ...... 2. 2. Kr. 188.395.85 Laun EB skv. ákvörðun Ingvars Ingvarssonar, færð sjóðreikningi EB til tekna, sbr. 5. málsgrein, bls. 3 í greinargerð JJ .. .. .. .. 2... 2. 20 0. 2. — '79.000.00 Raunverulegur sjóðimismunur skv. bókh. JJ .. .. kr. 267.395.85 Þessu til frádráttar kemur innborgun á hlr. 88, sem er meðtalin í sjóðfærslum hjá ST, þ. e. creditfærð, sbr. greinargerð kafla IV, c. liður. Í niðurstöðum bókhalds JJ eru umræddar innborganir undir liðnum „óskýrðar innborganir“. Ekkert hefur komið fram um, að hér sé um innborgun að ræða frá Sja aðila til Fjöliðjunnar h.f., og því er rétt að telja þetta sem innborgun EB sjálfs inn á reikn- inginn, sbr. skýringar í greinargerð ST, kafla IV, lið... 00. 60.000.00 Nýr debetjöfnuður á sjóðreikningi .. .. .. .. .. kr. 207.395.85 Hér eru því komnar sameiginlegar niðurstöður um, að hinn raunverulegi debetjöfnuður á sjóðreikningi Eyjólfs Bjarnasonar sé kr. 207.395.85. Það skal sérstaklega tekið fram, að í ofangreindri niðurstöðu er ekki tekið tillit til þess sérstaka lista, er bókfærður var í bókhaldi Fjöliðjunnar h.f. og getið er um í greinargerð ST, né heldur er tekið tillit til þeirra reikninga, er EB kann að hafa lagt fram síðar til stuðnings þessum lista. Þá er og ekkert tillit tekið til þeirra launa eða annarra greiðslna í launaformi, er EB kann að eiga inni eða verða reiknuð honum hjá Fjöliðjunni h.f. 2. Viðskiptareikningur Eyjólfs Bjarnasonar. Til nánari glöggvunar er rétt að sundurliða hér viðskiptaskuld- ina, kr. 67.801.00. Viðgerðir R-22482 .. .. .. „20... kr. 14.682.00 Viðgerð Y-438 (síðar R- 22482) . ... — 5.571.00 Benzín og olíur (R-22482) .. .. .. .. .. — 4.055.00 Bílaleigan Falur .. .. „. .. .. 2. 2... — 1.662.00 Naust, veitingahús .. .. .. 2... 0... — 80.00 964 Áfengisverzlun .. .. .. .. .. .. „. .. 2. Kr. 425.00 Símreikningar: sími 81876 .. .. .. .. .. — 3.097.00 Ljósvirkinn og vélarstilling .. .. .. .. .. — 209.00 Frjáls verzlun .. .. .. .. .. .. .. 2. 2. — 1.190.00 Laun Bjarna Jarlssonar .. .. .. .. .. .. — 11.640.00 Kr. 42.611.00 Víxill, Sveinn Egilsson h.f. útg. .. .. .. — 5.190.00 Hlutafjárloforð Eyjólfs Bjarnasonar .. .. — 20.000.00 Kr. 67.801.00 Í bókhaldi Fjöliðjunnar h.f., færðu af ST, eru ofangreindar upphæðir að fjárhæð kr. 42.611.00 færðar á kostnaðarreikninga og greiðslur þeirra í gegnum sjóðreikning eða hlaupareikning. Um þessa liði er almennt það að segja, að á sínum tíma voru þeir taldir tilheyra beint rekstri Fjöliðjunnar h.f. og því sem slíkir tilfærðir á kostnað þess fyrirtækis. Hvað snertir hina tvo liðina, þá er hér um einkaútgjöld EB sjálfs að ræða. 3. Ófullkomin fylgiskjöl. Að því er snertir ófullkomin greiðslufylgiskjöl önnur en launafylgiskjöl, samtals kr. 15.473.04, þá er um þetta að segja, að þessir reikningar voru allir taldir tilheyra beint rekstri Fjöl- iðjunnar h.f. og því færðir sem slíkir á kostnaðarreikninga. Um ófullkomin launafylgiskjöl er það að segja, að kvittanir eða yfirlýsingar hafa komið fram fyrir öllum fjárhæðum nema þeim hluta heildartölunnar, er voru ákveðin laun EB sjálfs“. Gagnsök. Í gagnstefnu er gerð svofelld grein fyrir kröfum gagnstefnanda í gagnsókinni: „Atvik máls þessa eru þau, að í byrjun nóvembermánaðar 1967 réðst gagnstefnandi sem framkvæmdastjóri til gagnstefnda. Var í upphafi svo umsamið, að gagnstefnandi skyldi hafa í laun kr. 35.000.00 pr. mánuð að viðbættum kr. 5.000.00 á mánuði í bif- reiðastyrk. Gagnstefnandi starfaði í þágu gagnstefnda frá 1/11 1967 til 4/3 1968, en þá var honum fyrirvaralaust og án tilefnis vikið frá störfum. Telur gagnstefnandi sig eiga rétt á 3ja mánaða uppsagnarfresti. Stefnukrafan er því laun fyrir mánuðina nóv. ?68—maí '69, kr. 245.000.00, og bifreiðastyrkur fyrir mánuðina nóv. '68 til feb. '69, kr. 20.000.00. Upp í þessa fjárhæð hefur gagn- stefnandi fengið greiddar kr. 77.989.50, en þó skal fram tekið, að 965 sú greiðsla kannn að reynast lægri, er öll kurl koma til grafar. Af því tilefni er réttur áskilinn til hækkunar stefnukröfum. Stefnukröfur í máli þessu eru m. a. byggðar á skjölum, sem fram hafa verið lögð í aðalmálinu, og vísast til þeirra um nánari máls- atvik“. Af hálfu aðalstefnanda er öllum kröfum gagnstefnanda í gagn- sökinni mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Hefur lögmaður aðalstefnanda í greinargerð á dómsskjali nr. 66 m. a. mótmælt gagnstefnukröfunum á þessa leið: „Svo sem sjá má af skjölum umbj. míns í málinu, einkum skýrslum bræðranna Ingvars S. Ingvarssonar, forstjóra, og Gunn- ars Á. Ingvarssonar, endurskoðanda, og skýrslum Jarls Jónssonar, lögg. endurskoðanda, svo og vitnaframburðum bræðranna, eru þessar kröfur með öllu rangar. Sést það af umræddum skjölum og vitnisburðum svo og mörgum öðrum gögnum, að gagnstefn- andi hefur reynzt umbj. mínum hinn óþarfasti maður og ekki stundað gagn félagsins, enda þótt hann væri um tíma fram- kvæmdastjóri þess. Kvað svo rammt að þessu, að gagnstefnandi hefur fyrir víst fyrirgert öllu tilkalli til launa hjá umbj. mínum. Er þessu nokkuð lýst í stefnu á rskj. 1, enda vísast um efnið til téðrar stefnu og ofangreindra skjala. Af þessu leiðir, að fullar sakir voru til að segja upp gagnstefnanda án uppsagnarfrests, svo sem stjórn félagsins gerði 4. marz 1968. Að öðru leyti og til vara vil ég enn að sinni taka fram þetta: Gagnstefnandi var ekki ráðinn með 35.000 króna mánaðar- launum, heldur 20.000 kr., svo sem sjá má af framburði Ingvars S. Ingvarssonar á bæjarþingi 19. febrúar 1969, og eru þetta ríf- lega laun stjórnarráðsfulltrúa. Hefðu því launin aldrei getað orðið hærri en 80.000.00 alls, þótt gagnstefnandi hefði tii ein- hverra launa unnið. Bílastyrk átti gagnstefnandi að fá goldinn með kr. 3.000.00 á mánuði, enda hefði sá styrkur aldrei getað numið hærri upphæð en kr. 12.000.00 alis. Er mótmælt sem röngum öllum staðhæfingum gagnstefnanda hér um. Hins getur Ingvar S. Ingvarsson, að gagnstefnandi skyldi hljóta í viðbót við föstu launin 3% þóknun af sölu félagsins (brúttó-sölu, að frá dregnum söluskatti), sem um fram væri 5 milljónir króna á ári. Þessi þóknun kom að sjálfsögðu eigi til álita“. Við hinn munnlega málflutning var því lýst yfir af lögmanni gagnstefnanda, að aðalsök málsins væri stórlega vanreifuð af hálfu aðalstefnanda. Bæri því að vísa aðalsökinni frá dómi ex officio. Lögmaðurinn gerði þó ekki sérstaka kröfu um frávísun, 966 en gat þess jafnframt, að gagnsökin væri svo nátengd aðalsök- inni, að vísa yrði henni einnig frá, ef dómurinn kæmist ex officio að þeirri niðurstöðu, að vísa ætti aðalsökinni frá. Lögmaður aðal- stefnanda taldi frávísun ekki eiga við. Niðurstaða. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir kröfum aðilja í aðalsök og gagnsök, og hafa áðurnefndar fjórar greinargerðir endurskoðendanna verið raktar. Mál þetta er mjög umfangsmikið, og eru hin framlögðu skjöl orðin samtals 84 og sum yfirgrips- mikil að efni. Auk þess hafa farið fram aðili ja- og vitnaleiðslur. Eins og málavöxtum er háttað, þykir ekki vera ástæða til að reifa frekar skjöl, skýrslur aðilja eða vætti vitna en gert hefur verið. Af gögnum málsins má ráða, að endurskoðandinn Jarl Jónsson byggði fyrstu skýrslu sína, dskj. nr. 4, ekki á heildarbókhaldi aðalstefnanda. Við samningu skýrslunnar byggði hann á skjölum og skýrslum frá aðalstefnanda, án þess að gagnstefnanda væri gefinn kostur á að leggja fram skjöl, gefa upplýsingar og lýsa sjónarmiðum sínum um einstök atriði. Gagnstefnandi virðist ekki hafa fengið endurskoðunarskýrsluna til athugunar fyrr en við höfðun málsins. Eftir að skýrslan var lögð fram í dómi, hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir af hálfu gagnstefnanda við hana, sbr. áðurgreindar skýrslur Sigurðar Tómassonar. Enn fremur hefur gagnstefnandi lagt fram lista, dómsskjal nr. 49, yfir reikninga, samtals að fjárhæð kr. 108. 510.95, sem gagn- stefnandi telur, að hann hafi greitt fyrir aðalstefnanda og komi eigi inn í reikningsskilin. Eins og á stóð, m. a. vegna þess að fyrirsvarsmenn aðalstefnanda tóku bókhaldsgögn að Nýlendugötu 10, svo sem fyrr er frá skýrt, án samráðs við gagnstefnanda og án íhlutunar fógeta, var sérstök ástæða til þess fyrir aðalstefn- anda að gefa gagnstefnanda færi á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum við samningu reikningsuppgjörsins. Endurskoðunarskýrslan, dómsskjal nr. 4, eins og hún var í pott- inn búin, var á svo veikum grunni byggð, að hún gat því ekki verið grundvöllur til uppgjörs í fjárskiptum aðiljanna, og þar sem aðiljum málsins hefur ekki tekizt undir rekstri málsins að upplýsa þá kröfuliði nægjanlega, sem byggðir eru á bókhaldsupp- gjörinu, þ. e. kröfuliði nr. 1—5 í aðalsök, og málið er svo flókið og óskýrt í búnaði sínum, verður ekki hjá því komizt að vísa kröfuliðum nr. 1—5 í aðalsök frá dómi. Kröfuliðir nr. 6— 10 í aðalsök eru ýmist tengdir eða háðir kröfuliðum 1—5 og fjárhags- 967 uppgjöri aðilja og eru þar að auki ekki nægjanlega reifaðir og upplýstir. Þykir því einnig bera að vísa þeim frá dómi. Kröfur gagnstefnanda Í gagnsök eru svo tengdar fjárhagsuppgjöri að- iljanna og þar með kröfum aðilja Í aðalsök, að ekki verður heldur hjá því komizt að vísa gagnsökinni frá dómi. Samkvæmt framansögðu er kröfum aðalstefnanda í aðalsök og kröfum gagnstefnanda í gagnsök vísað í heild frá dómi. Gagnstefnandi hefur krafizt þess, að neðangreind ummæli Ingvars S. Ingvarssonar, forstjóra aðalstefnanda, sem hann hefur viðhaft í dómsskjölum nr. 41 og 72, verði ómerkt og hann dæmdur til sektargreiðslu fyrir þau: „Samanber framanritað er ljóst, að umræddan víxil að upp- hæð kr. 40.000.00, sem félagið varð að innleysa með kostnaði, var því með öllu óviðkomandi, en ljóst er, að Eyjólfur Bjarnason hefur freklega misnotað firmað Í fjárðráttarskyni“. „Fram er komið, að Eyjólfur Bjarnason hefði átt að hafa yfir nægu fé að ráða til að undirbúa starfsemi félagsins, fyrir verk- fallstímann, í tæka tíð, ef hann hefði ekki, samanber skýrslu Jarls Jónssonar, löggilts endurskoðanda, bæði dregið sér fé fyrir- tækisins og misnotað það til heimildarlausra greiðslna“. „Fylgiskjölum nr. 69, 70, 179, 180 og 183, sem eru þau laun og hlunnindi, sem stefndi skenkir sér í algjöru heimildarleysi, er harðlega mótmælt, og eru í rauninni sannanir um blygðunar- lausan fjárdrátt stefnda“. „Þeir, sem þekkja þetta mál allt, þurfa ekki að furða sig á þeirri vanrækslu hans, því eðlilega reyndi hann í lengstu lög að hindra, að upp kæmist misferli hans og óráðsía með fjármuni félagsins“. Ofangreind ummæli eru ómerkt. Samkvæmt 5. tl. 188. gr. laga nr. 85/1936 þykir bera að dæma Ingvar S. Ingvarsson til greiðslu sektar, kr. 1.000.00, og komi 2 daga varðhald í stað hennar, ef hún greiðist eigi innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður Í báðum sökum falli niður. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Eggert Kristjánssyni og Ragnari Ólafs- syni, hæstaréttarlögmönnum og löggiltum endurskoðendum. Dómsorð: Kröfum aðalsakar og gagnsakar er í heild vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður í báðum sökum. 968 Framangreind ummæli eru ómerkt. Forstjóri aðalstefnanda, Ingvar S. Ingvarsson, greiði 1.000.00 króna sekt í ríkissjóð, og komi 2 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist eigi, áður en 4 vikur eru liðnar frá birtingu dóms þessa. Föstudaginn 13. nóvember 1970. Nr. 198/1970. Fasteignasalan Hátúni 4 A gegn Kristínu Erlu Stefánsdóttur persónulega og fyrir hönd ófjárráða barna sinna. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Fasteignasala. Sölulaun. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 21. október 1970, sem barst Hæstarétti 30. s. m., hefur sóknaraðili samkvæmt 291. gr., 1. tl. b., laga nr, 57/ 1962 skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar. Kæran barst héraðsdómi innan lögmælts frests. Krefst sókn- araðili þess, að dómurinn verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir héraðsdómara að dæma málið að efni til. Svo krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Af hálfu varnaraðilja hafa hvorki borizt greinargerð né kröfur. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. 969 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. september 1970. Mál þetta, sem dómtekið var 17. september s.l, er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 23. júní s.l., af Jóni Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni f. h. Fasteignasölunnar Hátúni 4 A gegn Kristínu Erlu Stefánsdóttur persónulega og Í. h. ófjárráða barna sinna, þeirra Hauks, Ingibjargar og Guðríðar Vilbertsbarna, in soliðum til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 17.000.00 með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 26. maí 1970 til greiðsluðags auk málskostnaðar. 2 Málavöxtum lýsir stefnandi svo Í stefnu, að stefnda Kristín Erla hafi falið stefnanda að selja íbúð að Kársnesbraut 18, Kópa- vogi, Í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík. Hafi stefnandi komið stefnda Kristínu Erlu í samband við Rúnar 1. Finnbogason, til heimilis að Bergþórugötu 51, Reykjavík, og hafi hann haft til sölu íbúð á þeim stað. Hafi þetta leitt til þess, að bæði hafi viljað selja og kaupa íbúðir þær, sem að framan greinir, og hafi verið ákveðinn tími til að undirrita kaupsamninga, en áður en undirritun færi fram, hafi Rúnar óskað eftir stuttum fresti til að athuga betur sín mál, eins og hann hafi orðað það. Nú hafi komið á daginn, að framangreindir aðiljar hafi skipzt á nefndum íbúðum. Í skjali, sem fram hefur verið lagt og er frekari greinargerð um málavexti, segir, að stefnandi hafi auglýst framangreinda íbúð í Kópavogi nokkrum sinnum í dagblöðum og hafi það leitt til þess, að áðurnefndur Rúnar hafi viljað fá íbúð í skiptum fyrir sína áðurnefnda íbúð. Þá segir og í skjali þessu, að stefnd Kristín Erla og nefndur Rúnar hafi gengið frá skiptum á íbúðunum án þess að ræða frekar við stefnanda, en einungis hafi verið eftir að skrifa undir samningana um áðurnefnd skipti. Þá hefur verið lögð fram í málinu yfirlýsing frá Gunnari Al bertssyni, starfsmanni stefnanda. Þar segir m. a., að það hafi verið hinn 26. febrúar 1970, sem nefndur Rúnar hafi hringt til fast- eignasölunnar og spurzt fyrir um nefnda íbúð stefnda. Ákveðið hafi verið að ganga frá skiptunum á íbúðunum hjá stefnanda þann 28. febrúar, enda hafi þá verið búið að afla veðbókarvott- orða fyrir báðar íbúðirnar. Íbúðina að Kársnesbraut 18 hafi átt að selja á kr. 850.000.00, en íbúðina að Bergþórugötu 51 á kr. 480.000.00. Stefnandi telur, að sér beri full sölulaun af íbúðinni að Kárs- nesbraut 18, er nemi stefnufjárhæðinni. Stefnda hafi verið ritað kröfubréf þann 26. maí s.l., en greiðsla eigi fengizt. 970 Stefndu hafa hvorki sótt né látið sækja þing, og er þeim lög- lega birt stefna. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á því, að stefndi og nefnd- ur Rúnar I. Finnbogason hafi skipzt á íbúðum sínum, en engin gögn, eins og t. d. veðbókarvottorð, hafa verið lögð fram um það, að nefnd eigendaskipti hafi raunverulega átt sér stað. Því er haldið fram í málsskjölum, að allri undirbúningsvinnu af hálfu stefnanda hafi verið lokið fyrir samningsgerð og ein- ungis verið eftir að skrifa undir samninga varðandi umrædd eigendaskipti, en engin gögn, svo sem t. d. uppkast að kaupsamn- ingi eða afsali, hafa verið lögð fram til stuðnings þessari full- yrðingu stefnanda, og eigi hefur heldur verið lagt fram yfirlit, sbr. 4. gr. laga nr. 47 frá 1938. Svo sem nú hefur verið rakið, er mál þetta svo vanreifað, að eigi er unnt að leggja á það dóm, eins og það liggur hér fyrir, og verður eigi hjá því komizt að vísa því ex officio frá dómi, sbr. 88. gr. laga nr. 85 frá 1936, sbr. og meginreglu 105. gr. sömu laga. Málskostnaður dæmist eigi. Björn Þ. Guðmundsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er ex officio vísað frá dómi. Málskostnaður dæmist eigi. 971 Mánudaginn 16. nóvember 1970. Nr. 180/1970. Þorfinnur Egilsson gegn Sjómannadagsráði Keflavíkur og Njarðvíkur. Dómendur: hæstaréttardómararmir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Gizur Bergsteinsson og Logi Einarsson og prófessor Ármann Snævarr. Kærumál. Innheimtulaun. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærði úrskurður er kveðinn upp hinn 18. apríl 1970 af stjórn Lögmannafélags Íslands, þeim Jóni N. Sigurðssyni, Benedikt Blöndal, Guðmundi Ingva Sigurðssyni, Kjartani Reyni Ólafssyni og Þorsteini Júlíussyni hæstaréttarlögmönn- um. Samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 61//1942 hefur sóknar- aðili skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. júní 1970. Hann fékk vitneskju um uppsögu hins kærða úrskurðar hinn 25. maí 1970. Skjöl málsins bárust Hæstarétti hinn 7. október 1970 og greinargerð sóknaraðilja hinn 30. s. m. Hann krefst þess, að endurgjald fyrir lögmannsstörf við innheimtu veðskuldabréfa, sem varnaraðili hafði gefið út og í hinum kærða úrskurði greinir, verði ákveðið kr. 188.000.00. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir stjórn Lögmanna- félagsins og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega, að honum verði aðeins gert að greiða kr. 13.925.00 í innheimtulaun, en tl vara staðfestingar hins kærða úrskurðar. Málið hefur ekki verið sagnkært. Þá krefst hann og málskostnaðar og kærumáls- kostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að kærumálskostnaður falli niður. 972 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður stjórnar Lögmannafélags Íslands 18. apríl 1970. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar eftir munnlegan mál- flutning 17. marz 1970, lagði Vilhjálmur Þórhallsson hæstaréttar- lögmaður fyrir hönd sóknaraðilja, Sjómannadagsráðs Keflavíkur og Njarðvíkur, fyrir stjórn Lögmannafélags Íslands með bréfi 9. janúar 1970 og gerði þá kröfu, að þóknun varnaraðilja, Þorfinns Egilssonar héraðsdómslögmanns, fyrir innheimtu tiltekinna veð- skuldabréfa hjá sóknaraðilja yrði ákveðin kr. 13.925.00 í stað kr. 188.000.00, er varnaraðili hafði krafizt og fengið greiddar. Upphaf málsins er það, að 18. september 1967 gaf Sjómanna- dagsráð Keflavíkur og Njarðvíkur út 26 veðskuldabréf til hand- hafa, samtals að fjárhæð kr. 4.000.000.00, er tryggð voru með samhliða veðrétti í húseigninni nr. 80 við Hafnargötu í Keflavík. Bréfin voru tölusett og fjárhæð þeirra sem hér segir: nr. 1—4, hvert kr. 150.000.00, nr. 5—-8 kr. 175.000.00 og nr. 9—26, hvert kr. 150.000.00. Öll báru skuldabréfin 7% ársvexti, er reiknuðust frá og með 26. júní 1967 og áttu að greiðast eftir á hinn 1. des- ember ár hvert, þar til skuldin greiddist, en gjalddagi skulda- bréfanna var þannig ákveðinn, að bréf nr. 1 og 2 áttu að greiðast þann 1. desember 1968, nr. 3 og 4 þann 1. desember 1969, 5 og 6 1. desember 1970, 7—8 1971, 9—11 1972, 12—14 1973, 15— 17 1974, 18—20 1975, 21—23 1976 og hin síðustu, nr. 24—26, þann 1. desember 1977. Í öllum skuldabréfunum eru skilmálar hinir sömu, en í þeim segir meðal annars: „Í eftirfarandi tilvikum er skuldin öll í gjalddaga fallin án nokkurs fyrirvara: a) ef vextir eða afborganir eru ekki greiddir innan 14 daga frá gjalddaga“. Eigandi skuldabréfanna, Sturlaugur Björnsson, Kárastíg 9 í Reykjavík, fól þau Sparisjóði Keflavíkur til innheimtu, og krafði sparisjóðurinn sóknaraðilja um greiðslu vaxta af öllum skulda- bréfunum pr. 1. desember 1968, samtals kr. 280.000.00, og svo höfuðstóls skuldabréfa nr. 1 og 2, samtals kr. 300.000.00. Dagana 11. og 12. janúar 1969 voru sparisjóðnum greiddar kr. 300.000.00, án þess þó að sú greiðsla væri færð inn á skuldabréfin, og kr. 63.500.00 voru greiddar upp í skuldina með millifærslu á sköttum skuldareiganda hjá bæjarsjóði Keflavíkur 28. des- 973 ember 1968, en sú greiðsla var eigi heldur færð inn á skulða- bréfin. Í október 1969 sneri skuldareigandi sér til varnaraðilja þessa máls og fól honum innheimtu skuldarinnar, en varnaraðili taldi skuldabréfin öll í gjalddaga fallin sakir vanskila. Skrifaði varnaraðili þann 29. október 1969 innheimtubréf til forsvars- manna sóknaraðilja á þessa leið: „Sturlaugur Björnsson, Kárastíg 9, Reykjavík, hefur falið mér að innheimta hjá yður sem formanni Sjómannadagsráðs Kefla- víkur og Njarðvíkur skuld að fjárhæð kr. 3.850.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. des. 1967 til greiðsluðags auk innheimtulauna skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Skuld þessi er tilkomin vegna kaupa Sjómannadagsráðsins á húseigninni Hafnargötu 80, Keflavík, sbr. samningur, gerður 26/4 1967. Til tryggingar skuld þessari eru 96 samhliða veðskuldabréf, tryggð með öðrum veðrétti í húseigninni, Hafnargötu 80, auk ábyrgðar bæjarsjóðs Keflavíkur. Skv. ákvæðum í hverju skulda- bréfi eiga vextir að greiðast eftir á þann 1. des. árlega og reikn- ast frá 26/6 1967. Auk þess segir í a lið 6. greinar skuldabréf- anna, að séu ekki vextir og afborganir greiðdar innan 14 daga frá gjalddaga, sé öll skuldin í gjalddaga fallin án nokkurs fyrir- vara. Af þessum 26 skuldabréfum féllu 2 í gjalddaga 1. des. 1968, að fjárhæð samtals kr. 300.000.00, auk 7% vaxta af öllum skulda- bréfunum fyrir árið 1968. Vegna vangreiðslu vaxtanna er öll skuldin í gjalddaga fallin, því ekki hafa verið greiddir vextir nema til 1/12 1967. Þar sem um svona mikla upphæð er að ræða, eru það tilmæli Sturlaugs, að þér f. h. Sjómannaðagsráðsins greiði honum nú þegar og ekki síðar en 15. nóv. n. k. gjaldfallna vexti auk hinna áðurnefndra 2ja skuldabréfa og innheimtulauna til mín af allri upphæðinni, en eftirstöðvarnar eins og um var samið í upphafi skv. skuldabréfunum. Væntum við svars yðar fyrir 15. nóv.n. k., ella lítum við svo á, að ekki sé gengið að þessu góða og sann- gjarna boði Sturlaugs, og mun ég þá innheimta alla skuldina skv. 7. gr. skuldabréfanna. Skuldabréfin eru á skrifstofu undirritaðs“. Þegar varnaraðili tók við skuldabréfunum, höfðu greiðslur þær, sem að framan er getið, enn ekki verið færðar inn á skuldabréfin, og færði varnaraðili nú greiðslurnar inn á bréfin þannig, að hann taldi skuldabréf nr. 1 og 2 greidd upp 12. janúar 1969, en aðeins greitt upp í vexti skuldabréfa nr. 3—26 og þau bréf þess vegna öll í gjalddaga fallin. Þessi áritun var gerð án samráðs við skuldarann, og telur sóknaraðili, að borið hafi að færa greiðsl- 974 urnar inn á skuldabréfin á þann hátt, sem skuldara þeirra var hagstæðast, og ljúka fyrst öllum vöxtum, áður en færð væri greiðsla inn á höfuðstól skuldabréfanna, er greiða átti upp 1. desember 1968. Heldur sóknaraðili því fram, að alla greiðslu á útsvari skuldareiganda, er færð var 28. desember 1968, kr. 63.500.00, hafi átt að færa inn á skuldabréfin sem vaxtagreiðslu og á sama hátt hafi Sparisjóði Keflavíkur borið að færa bær kr. 100.000.00, er greiddar voru 11. janúar 1969, sem vexti og ljúka vaxtafærslunni af greiðslu á kr. 200.000.00 bann 12. janúar 1969, en færa síðan kr. 83.500.00 sem greiðslu upp í höfuðstól skuldabréfa nr. 1 og 2, og hafi þá verið ógoldnar af höfuðstól þessara tveggja skuldabréfa kr. 216.500.00, en öll önnur skulda- bréf verið í skilum. Skuldareiganda hafi því eigi verið unnt að fela varnaraðilja innheimtu hærri fjárhæðar í október 1969 en nú hefur verið greint, og viðurkennir sóknaraðili, að varnaraðili eigi rétt til innheimtulauna af þeirri fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 11. gr. gjaldskrár Lögmannafélags Íslands frá 30. september 1966, enda kröfugerð hans við það miðuð. Varnaraðili telur aðferð sína við áritun á skuldabréfin rétt- mæta og þau öll hafa verið í vanskilum samkvæmt ákvæði Þeirra sjálfra, er honum var falin innheimta þeirra. Telur hann þau því öll hafa verið í gjalddaga fallin og eindögun þeirra þess Vegna heimila og hafi skuldareigandi falið sér að tilkynna skuid- aranum þetta jafnframt því sem hann fól honum innheimtuna. Kveðst varnaraðili hafa eindagað skuldabérfin með framan- greindu innheimtubréfi sínu, en síðan hafa boðið upp á samninga Í niðurlagi þess, en við þá samningsgerð hafi verið fallið frá eindögun skuldabréfanna og eigi því við síðari hluti 2. mgr. 11. gr. gjaldskrár L. M. F. Í, er segir, að þegar hætt sé við eindögun gjaldfallins skuldabréfs, þá beri lögmanni innheimtuþóknun af heildarfjárhæð bréfs og vaxta. Við samningsgerð þá, sem nú verður lýst, kveðst varnaraðili hafa miðað innheimtulaun sín við kr. 3.700.000.00. Eftir viðtöku bréfs varnaraðilja sneri sóknaraðili sér til hans um saminga um uppgjör skuldar sinnar, og kom starfsmaður hans á skrifstofu varnaraðilja 14. nóvember 1969, en þann dag greiddi hann varnaraðilja kr. 100.001.60 upp Í skuldina, og á kvittun hefur varnaraðili ritað: „Einnig er þessi greiðsla færð inn á bréfin sem greiðsla upp í vexti“. Eigi verður séð, að starfs- maðurinn hafi mótmælt þessu orðalagi sérstaklega, en þennan ag tókst samkomulag um að ljúka eftirstöðvum greiðslu pr. 1. 975 desember 1968 og greiðslu þeirri, er féll í gjalddaga |. desember 1969, í nokkrum áföngum, en ágreiningur er nú um efni þessa samkomulags að því leyti, að sóknaraðili telur sig hafa átt að ljúka greiðslunum fyrir miðjan janúar 1970, en varnaraðili kveður þeim hafa átt að vera lokið fyrir árslok 1969. Við þessa samnings- gerð krafðist varnaraðili innheimtulauna sér til handa af kr. 3.700.000.00, eða kr. 188.000.00, en sóknaraðili vefengdi rétt hans til svo hárrar þóknunar og áskildi sér rétt að leita úrskurðar í því efni. Greiðslur til varnaraðilja urðu nú sem hér segir: Hinn 4. desember 1969 voru honum greiddar kr. 125.955.90, er hann kvittaði fyrir í tvennu lagi, kr. 90.000.00 upp í innheimtu- laun og kr. 35.955.90 í vexti, er hann kvað jafnframt færða á skuldabréf nr. 3—. Hinn 15. desember 1969 voru varnaraðilja greiddar kr. 162.750.00, er færðar voru sem greiðsla höfuðstóls skuldabréfs nr. 3 og vaxta af bréfi nr. 5. Loks voru varnaraðilja greiddar kr. 578.292.50 þann 6. janúar 1970, er hann kvittaði fyrir í þrennu lagi, kr. 150.000.00 sem höfuðstól skuldabréfs nr. 4, kr. 330.292.50 sem vöxtum af bréfum nr. 5-—-26 og kr. 98.000.00 sem innheimtulaunum. Félagsstjórnin lítur svo á, að jafnan sé skylt að færa greiðslur af veðskulabréfum á þann veg, er skuldaranum sé hagkvæmast, en þó sé rétt að ljúka vöxtum, áður en höfuðstóll sé skertur. Samkvæmt því námu vanskil Sjómannadagsráðs Keflavíkur og Njarðvíkur í máli þessu kr. 216.500.00, er varnaraðilja var falin innheimta framangreindra skuldabréfa, og var varnaraðilja heimilt að krefjast innheimtulauna sér til handa miðað við þá fjárhæð. Dráttarvaxta var ekki krafizt, og koma þeir því ekki til álita. Innheimtulaun af kr. 216.500.00 nema samkvæmt 11. gr. gjald- skrár L. M. F. Í. kr. 13.925.00, og gat varnaraðili því samtals krafið sóknaraðilja um greiðslu á kr. 230.425.00, er hann ritaði framangreint innheimtubréf sitt. Upp í þessa fjárhæð voru honum greiddar kr. 100.001.60 þann 14. nóvember 1969 og kr. 125.955.90 þann 4. desember 1969, og stóðu þá eftir kr. 4.467.50 af þeirri greiðslu, er féll í gjalddaga 1. desember 1968. Næsta greiðsla til varnaraðilja fór fram 15. desember 1969, og þykir rétt að ráð- stafa hluta hennar til lúkningar þessum eftirstöðvum, en láta af- ganginn, kr. 158.282.50, renna upp í þá greiðslu, er féll 1. des- ember 1969, en þann dag átti að greiða vexti af skuldabréfum 976 nr. 3—26, kr. 259.000.00, og höfuðstól skuldabréfa nr. 3 og 4, samtals kr. 300.000.00. Er þessari fjárhæð hefur verið ráðstafað sem greiðslu upp í vexti, standa eftir ógoldnir vextir kr. 100.717.50 auk alls höfuðstóls bréfa nr. 3 og 4, eða samanlagt kr. 400.717.50, er lokið var með greiðslunni 6. janúar 1970, en hún nam, eins og fyrr segir, kr. 578.292.50, og höfðu þá verið greiddar kr. 177.575.00 umfram þá fjárhæð, er féll til greiðslu í desember 1969. Rétt er að taka fram, að skekkja virðist í vaxta- reikningi varnaraðilja. Kemur nú til álita, hvort varnaraðili eigi rétt til innheimtu- launa úr hendi sóknaraðilja vegna þess, að við hann var samið um greiðslu vaxta og afborgana pr. 1. desember 1969 af marg- nefndum skuldabréfum, áður en að gjalddaga kom, en það sam- komulag ekki haldið, að því er hann telur. Vanefndir þess geta þó ekki hafa verið verulegar, þar sem greiðslu var lokið 6. janúar 1970, en varnaraðili telur hafa verið samið um uppgjör fyrir lok desembermánaðar 1969. Er þessir samningar voru gerðir, 14. nóvember 1969, voru skuldabréf þau, sem um ræðir, ekki í gjalddaga fallin, og var því ekki um að ræða samninga um upp- gjör vanskilaskuldar. Á hinn bóginn verður að hafa það í huga, að samningsgerðin var í þágu sóknaraðilja, og því sanngjarnt, að hann beri af henni kostnaðinn. Í gjaldskrá L. M. F. Í. er ekkert ákvæði, sem beinlínis á við um atvik sem betta, en með hliðsjón af 16. gr. hennar, er heimilar að taka 2—4% af upphaflegri fjár- hæð skulda fyrir samninga um skuldaskil, þykir þóknun varnar- aðilja úr hendi sóknaraðilja að þessu leyti hæfilega ákveðin kr. 17.000.00, og er þá samanlögð þóknun sú, er varnaraðili gat krafizt úr hendi sóknaraðilja vegna skuldheimtu þessarar, ákveðin kr. 30.925.00. Báðir málsaðiljar hafa krafizt málskostnaðar, en eftir úrslitum málsins er rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðilja kr. 5.000.00 upp í kostnað hans af málinu. Ályktarorð: Innheimtuþóknun varnaraðilja, Þorfinns Egilssonar héraðs- dómslögmanns, ákveðst kr. 30.925.00. Varnaraðili greiði sóknaraðilja kr. 5.000.00 upp í máls- kostnað. 971 Þriðjudaginn 17. nóvember 1970. Nr. 195/1970. Landeigendafélag Laxár og Mývatns gegn Laxárvirkjun. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds og Logi Einarsson og prófessor Gaukur Jörundsson, Þórður Björnsson yfirsakadómari og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Kærumál. Vanhæfi dómara. Dómur Hæstaréttar. Hinn 2. október 1970 var nafni sóknaraðilja breytt og nefn- ist nú Landeigendafélag Laxár og Mývatns í stað Félags landeigenda á Laxársvæðinu. Með kæru 15. október 1970, sem barst Hæstarétti hinn 28. s. m. hefur sóknaraðili kært úrskurð, uppkveðinn á auka- dómþingi Þingeyjarsýslu hinn 6. október 1970, þar sem hrundið var kröfu sóknaraðilja um, að setudómarinn viki sæti í máli sóknaraðilja gegn varnaraðilja. Krefst sóknar- aðili þess, að greindum úrskurði verði breytt á þann veg, að setudómaranum, Magnúsi Thoroddsen, verði gert að víkja ir dómarasæti í framangreindu máli. Þá krefst sóknaraðili og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fyrir Hæstarétti færir sóknaraðili sömu rök fyrir kröfu sinni og greinir í hinum kærða úrskurði. Rök setudómarans fyrir því, að honum hafi eigi borið að víkja úr dómarasæti vegna frændsemisbanda hans og Sig- urðar Thoroddsens verkfræðings, standa óhögguð. Málsmeð- ferð setudómarans í fógetaréttarmálinu gerir hann ekki van- hæfan til dómsetu í aukadómþingsmálinu. Aðrar ástæður sóknaraðilja fyrir frávikningarkröfunni hafa heldur ekki við rök að styðjast. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 5.000.00 í kærumálskostnað. 62 978 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Landeigendafélag Laxár og Mývatns, greiði varnaraðilja, Laxárvirkjun, kr. 5.000.00 í kæru- málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður aukadómþings Þingeyjarsýslu 6. október 1970. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar hinn 30. f. m., hefur Sigurður Gizurarson héraðsdómslögmaður f. h. Félags landeig- enda á Laxársvæðinu höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 25. júlí 1970, á hendur stjórn Laxárvirkjunar. Dómkröfur stefnanda eru þær, að staðfest verði með dómi: 1) Að framkvæmdir þær, sem Laxárvirkjun er að hefja til virkjunar Laxár við Brúar í Aðaldælahreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu, brjóti í bág við íslenzk lög og séu óheimilar. 2) Að lokuvirki þau, sem Laxárvirkjun hefur reist, þar sem útfallskvíslar Laxár renna úr Mývatni, skorti lagastoð og brjóti því í bág við íslenzk lög. Jafnframt áskilur stefnandi sér allan rétt til að höfða síðar önnur mál til heimtu skaðabótagreiðslna vegna þess tjóns, sem Laxárvirkjun hafi þegar valdið landeigendum á Laxársvæðinu, og vegna tjóns þess, sem hún kunni að valda síðar. Auk þess krefst stefnandi, að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað eftir gjaldskrá L. M. F. Í. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hann verði með öllu sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að skaðlausu eftir framlögðum reikningi eða mati dómara. Með úrskurði, uppkveðnum 4. ágúst 1970, vék hinn reglulegi dómari, Jóhann Skaptason, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, sæti í máli þessu. Með bréfi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dags. 26. ágúst 1970, var Magnús Thoroddsen borgardómari skipaður setudómari í Þingeyjarsýslu til að fara með og dæma aukadómpingsmál þetta. Setudómari tilkynnti lögmönnum málsaðilja með bréfum, dags. 15. september 1970, að hann mundi þinga í máli þessu hinn 30. september 1970, kl. 1000, í dómssal sýslumannsins í Húsavík. 979 Á þeim stað og stundu setti setudómarinn rétt í máli þessu og lagði fram skjöl nr. 40—78, en skjölin nr. 1—39 hafði hinn reglulegi dómari, Jóhann Skaptason sýslumaður, veitt viðtöku og þingmerkt, áður en hann vék úr dómarasæti í máli þessu. Málavextir eru í stuttu máli þessir: Með lögum nr. 60 frá 20. maí 1965 um Laxárvirkjun, 4. gr., var Laxárvirkjun heimilað að reisa allt að 12.000 KW raforkuver í Laxá við Brúar. Í 5. gr. sömu laga segir, að til byggingar nýrra aflstöðva og aðalorkuveitna þurfi Laxárvirkjun leyfi ráðherra þess, sem fer með raforkumál. Laxárvirkjun hefur látið hanna raforkuver í Laxá. Er það svo- nefnd Gljúfurversvirkjun. Var hönnun virkjunar þessarar unnin á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens s/f. Samkvæmt áætlun um Gljúfurversvirkjun á hún að verða sam- tals 54.6 MW að stærð og vinnast í fjórum áföngum. Áætlun um virkjun þessa var gefin út í janúar 1968. Hinn 15. september 1989 ritaði Laxárvirkjun raforkumálaráð- herra bréf með áætlun um Gljúfurversvirkjun í Laxá, þar sem óskað var leyfis ráðuneytisins til virkjunar í samræmi við þá áætlun. Ráðuneytið óskaði umsagnar orkumálastjóra um þetta erindi Laxárvirkjunar. Umsögn orkumálastjóra er dags. 16. sept- ember 1969. Þessa umsögn orkumálastjóra sendi atvinnumálaráðuneytið (raforkumálaráðherra) stjórn Laxárvirkjunar ásamt bréfi, dags. 23. september 1969. Í því bréfi sagði m. a. svo: „Í 4. gr. og 5. gr. laga nr. 60/1965 um Laxárvirkjun er ráð- herra heimilað að leyfa Laxárvirkjun að reisa allt að 12 þúsund KW raforkuver í Laxá við Brúar, og nægir þessi lagaheimild til að leyfa að framkvæma fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar, sem nemur um 7 þúsund KW að afli. Að óbreyttum lögum brestur ráðuneytið heimild til að leyfa framkvæmd annars áfanga téðrar virkjunar, sem gerir ráð fyrir að auka aflið upp í 14,7 þúsund KW. Samkvæmt þessu vill ráðuneytið hér með leyfa Laxárvirkjun að reisa fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar í Laxá með um "7 þúsund KW afli í samræmi við framangreinda áætlun. Telji stjórn Laxárvirkjunar hagsmunum virkjunarinnar betur borgið með því að leggja í þann aukakostnað við fyrsta áfanga, sem með þarf til að búa undir stærri virkjun, og taka þá áhættu, sem því er samfara, þá hefir ráðuneytið út af fyrir sig ekkert við það að 980 athuga. Hins vegar skal það tekið fram, að engin fyrirheit eru gefin um leyfi til stærri virkjunar en framangreind lög gera ráð fyrir“. Hinn 25. maí 1970 gerði Laxárvirkjun verksamning við Norður- verk h/f á Akureyri, þar sem Norðurverk h/f tók að sér að byggja fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar. Nam verksamningsfjárhæð um það bil 170 millj. króna, en áætlaður kostnaður alls við þenn- an fyrsta áfanga virkjunarinnar mun nema um 346 millj. króna. Virkjunarframkvæmdir eru nú hafnar. Hinar fyrirhuguðu virkjunarframkvæmdir við Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu hafa valdið miklu hugarróti meðal ábúenda og landeigenda á Laxársvæðinu. Hafa þeir stofnað með sér félags- skap, Félag landeigenda á Laxársvæðinu. Með bréfi Sigurðar Gizurarsonar héraðsdómslögmanns til sýslu- mannsins í Þingeyjarsýslu, dags. 30. maí 1970, er þess beiðst f. h. nefnds félags, að lagt verði lögbann við virkjunarframkvæmdum þessum. Með úrskurði, uppkveðnum 3. júní 1970, vék hinn reglulegi fógeti, Jóhann Skaptason, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, sæti í fógetamáli þessu. Hinn 18. júní 1970 var Magnús Thoroddsen borgardómari skipaður setudómari í Þingeyjarsýslu til að fara með og dæma lögbannsmálið. Kvaddi hann með sér sem meðdómendur í lög- bannsmáli þessu þá verkfræðingana dr. Gunnar Sigurðsson og Ögmund Jónsson. Úrskurður í lögbannsmáli þessu (fógetaréttarmál nr. 1/1970 í Þingeyjarsýslu) var kveðinn upp 4. ágúst 1970 og var á þá lund, að synjað var um framgang lögbannsgerðarinnar, en málskostn- aður felldur niður. Úrskurði þessum hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Verður nú aftur vikið að þinghaldi í máli þessu hinn 30. sept- ember 1970 í Húsavík. Þegar setudómarinn, Magnús Thoroddsen, hafði tekið við og Þingmerkt framangreind málsskjöl (nr. 40—78), kom fram krafa frá lögmanni stefnanda þess efnis, að setudómarinn viki sæti í máli þessu. Var málið þá samdægurs tekið til úrskurðar um þetta atriði. Stefnandi byggir kröfu sína um það, að setudómarinn víki úr dómarasæti, á þeim forsendum, sem hér greinir: 1) Það muni einum ættlið, að setudómaranum sé skylt að víkja sæti lögum samkvæmt vegna skyldleika við Sigurð Thoroddsen 981 verkfræðing, sem Í raun réttri sé aðili þessa máls. Sigurður Thor- oðdsen sé aðalhöfundur Gljúfurversskipulagsins. Verkfræðistofa hans hafi teiknað Gljúfurversskipulagið og gert kostnaðaráætlun um framkvæmd verksins, sem þó hafi verið langt fyrir neðan tilboð, sem gerð hafi verið í verkið á sínum tíma. Sigurður Thor- oddsen hafi verið mikill hvatamaður að framkvæmd verksins og m. a. beitt áhrifum sínum Í Náttúruverndarráði málinu til framdráttar. Hann hafi einnig verið einn af þremur mönnum í hinni umdeildu Laxárnefnd, sem skipuð hafi verið þegar árið 1964, til að rannsaka hugsanleg spjöll af stórri virkjun í Laxá, en nefndin hafi ekki skilað áliti fyrr en árið 1969, eflir að búið hafi verið að hanna Gljúfurversvirkjun. Sigurður Thoroddsen hafi því bæði mikilla persónulegra og fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Thoroddsensnafnið hljóti vegna framkomu Sigurðar Thoroddsens í málinu að vekja mikla tortryggni gagnvart selu- dómaranum, Magnúsi Thoroddsen, af hálfu stefnanda í máli þessu og alls almennings í landinu. 2) Setuðómarinn hafi þegar í úrskurði 16. júlí 1970 neitað að víkja sæti í fógetadómi, sem hafi verið undanfari þessa máls. Rökstuðningur hans hafi þá m. a. verið á þá leið, að hugur aðilja til dómara skipti ekki máli. Þessu mótmælir stefnandi og bendir m. a. á það, að það sé grundvallarskylda hvers dómara að forðast að vekja tortryggni. Dómstólarnir fái því aðeins rækt hlutverk sitt, að dómarar eyðileggi ekki það traust, sem aðiljar og allur almenningur beri til þeirra. Magnús Thoroddsen skapi að óþörfu tortryggni og vantraust hjá öllum almenningi þessa lands til íslenzkra dómstóla með setu sinni í dómarasæti, en alkunna sé, að allir landsmenn fylgist af áhuga með máli þessu. Skapist hróplegt ósamræmi, þegar sýslumaður Þingeyinga, hr. Jóhann Skaptason, hafi vikið sæti í málinu af sjálfsdáðum, án þess að honum væri það skylt, af því að hann vildi forðast að vekja tortryggni, en í hans stað komi maður, sem séu þeir hagsmunir náskyldir, sem reynt sé að verja í málinu. Því fremur veki seta Magnúsar Thoroddsens í dómarasæti tortryggni, að honum hafi orðið það á sem setufógeta í áðurnefndu fógetamáli að velja tvo virkjunarverkfræðinga sem meðfógeta þveri gegn ákvæði 223. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85 frá 1936, sem banni, að meðdómsmenn séu skipaðir í fógetamálum. Tilvitnun 5. gr. laga nr. 18 frá 1949 eigi vitaskuld við þessa grein, eins og skýrt orðalag hennar beri með sér. Fógetamálið sé nú að koma 982 fyrir í Hæstarétti og taki setudómarinn, ef hann víki ekki sæti, því þá áhættu að þurfa að víkja sæti úr tveimur málum. 3) Það styðji og frávikningarkröfuna, að Magnúsi Thoroddsen hafi orðið það á í áðurnefndu fógetamáli, sem fjalli um sama sakarefni, að kveða upp efnisdóm í málinu, gagnstætt 2. mgr. 1. gr. laga nr. 18 frá 1949, með úrskurði fógetadómsins hinn 4. ágúst s.1. Hafi hann því þegar dæmt sakarefni og sé því van- hæfur til að dæma það á nýjan leik. Lögmaður stefnda mótmælti frávikningarkröfunni sem rangri og gerðri algerlega að ástæðulausu. Krafðist hann þess, að henni yrði hrundið. Engin lagarök liggi til þess, að setudómarinn víki úr dómarasæti í máli þessu. Hann sé í engum þeim tengslum við málsaðilja, sem leitt geti til þess. Sigurður Thoroddsen verði aldrei talinn aðili þessa máls eða jafnað til aðilja vegna starfs í þágu Laxárvirkjunar. Frændsemisbönd hans við setudómarann séu ekki það náin, að þau geti gert hann vanhæfan. Benti stefndi á dskj. nr. 6 í málinu um afstöðu Sigurðar Thoroddsens verk- fræðings á fundi Náttúruverndarráðs hinn 30. október 1969. Þá benti stefndi á það, að Jóhann Skaptason, sýslumaður í Þing- eyjarsýslu, fari með fyrirsvar fyrir sýslunefnd Þingeyjarsýslu og hafi beitt sér fyrir skipan Héraðsnefndar Þingeyinga og því hlotið að víkja sæti vegna afskipta sinna af því. 5. gr. laga um kyrrsetningu og lögbann hafi verið sett árið 1949, en lög um meðferð einkamála í héraði séu sett árið 1936. 5. gr. laga nr. 18 frá 1949 um kyrrsetningu og lögbann leggi fyrir að beita einkamálalögunum um kyrrsetningu og lögbann yfirleitt eftir því, sem tilefni er til, og breyti hún þannig 223. gr. einkamála- laganna að þessu leyti. Málið var síðan tekið til úrskurðar um framangreint atriði. Skyldleika setudómarans og Sigurðar Thoroddsens verkfræð- ings er þannig farið, að þeir eru af öðrum og þriðja. Sigurður Thoroddsen er sonur Skúla Thoroddsens, sonar Jóns Thoroddsens. Setudómarinn er sonur Jónasar Thoroddsens, sonar Sigurðar Thoroddsens, er var sonur Jóns Thoroddsens. Enginn kunnings- skapur er milli setuðómarans og Sigurðar Thoroddsens verk- fræðings. Setudómarinn hafði ekki hugmynd um, að Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsens s/f hefði starfað í þágu Laxárvirkj- unar að hönnun á mannvirkjum þessum, er hann var skipaður setudómari í fógetamáli nr. 1/1970 í Þingeyjarsýslu hinn 18. júní 1970. 983 Ekki vissi setudómarinn þá heldur um þann þátt, sem stefnandi heldur fram, að Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hafi átt til framdráttar virkjun þeirri, sem hér um ræðir. Þessa vitneskju fékk setudómarinn fyrst hjá lögmanni stefnanda eftir þennan tíma. Setudómarinn hefur aldrei rætt þessi mál við Sigurð Thor- oddsen. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur er eigi aðili að þessu dómsmáli. Ekki verður séð, að mál þetta varði hvorki Sigurð Thoroddsen verkfræðing né setudómarann verulega fjárhagslega eða siðferðislega eða að annars sé hætta á því, að setudómarinn fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu, enda er það hugur dómar- ans til málsaðilja, sem máli skiptir, en eigi öfugt. Það er grundvallarregla í réttarfari, að dómari kveðji til sér- fróða meðdómendur, þegar mál snýst um tæknileg efni, sem dómara brestur sérþekking á. Meginregla þessi horfir til réttar- öryggis og er lögfest í 3. tl. 200. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85 frá 1936. Gildir regla þessi hvort heldur um venjuleg einkamál í héraði eða fógetaréttarmál er að ræða, sbr. 5. gr. laga nr. 18 frá 1949 um kyrrsetningu og lögbann, enda verður eigi á það fallizt með stefnanda, að 223. gr. laga um með- ferð einkamála í héraði breyti hér nokkru um. Fógetaréttarmál það, sem stefnandi vitnar til hér að framan (fógetaréttarmálið nr. 1/1970 í Þingeyjarsýslu), var lögbannsmál, er snerist um það, hvort leggja skyldi lögbann við framhalds- virkjun í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu eður ei. Tók málið til hagsmuna, sem áætlaðir eru á um það bil 346 milljónir króna. Þótti setufógetanum því sjálfsagt með tilvísun til ofangreindra lagaákvæða svo og eðli málsins samkvæmt að kveðja í dóm með sér tvo sérfróða menn á sviði virkjunarmála, og urðu þeir verk- fræðingarnir dr. Gunnar Sigurðsson og Ögmundur Jónsson fyrir valinu. Verður því alls ekki á það fallizt með stefnanda, að setufógetanum hafi með dómnefnu þessari orðið nokkuð á né þaðan af síður, að hann sé af þessum ástæðum vanhæfur til að dæma þetta mál. Fógetaréttarmálið nr. 1/1970 í Þingeyjarsýslu er annað mál og annars eðlis heldur en aukaðdómsmál það, sem hér liggur fyrir. Úrskurður sá, sem upp var kveðinn í nefndu fógetaréttarmáli hinn 4, ágúst 1970, var byggður á þeim gögnum og málsástæðum, er fyrir lágu í því máli. Hefur sá úrskurður enga þýðingu fyrir úrslit þessa máls, og er setudómarinn óbundinn af honum, þegar 984 hann fjallar um þetta mál. Verður því heldur eigi á það fallizt með stefnanda, að meðferð setudómarans á margnefndu fógeta- máli geri hann vanhæfan til að fara með og dæma þetta mál. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telst framangreind krafa stefnanda eigi hafa við rök að styðjast, og er henni hrundið. Magnús Thoroddsen, setudómari í Þingeyjarsýslu, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Framangreindri kröfu stefnandans, Sigurðar Gizurarsonar héraðsdómslögmanns f. h. Félags landeigenda á Laxársvæð- inu, um, að setuðómarinn, Magnús Thoroddsen, víki úr dóm- arasæti í máli þessu, er hrundið. Föstudaginn 20. nóvember 1970. Nr. 85/1970. Ásgeir Ásgeirsson (Gunnar Jónsson hrl.) Segn H/f Eimskipafélagi Íslands (Einar B. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Kaupgjaldsmál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. apríl 1970. Krefst hann þess, að stefnda verði gert að greiða kr. 25.107.02 með 12% ársvöxtum frá 1. október 1968 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. 985 Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ásgeir Ásgeirsson, greiði stefnda, H/f Eim- skipafélagi Íslands, kr. 8.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 25. marz 1970. Mál þetta, sem upphaflega var dómtekið 4. febrúar 1970, hefur Ásgeir Ásgeirsson stýrimaður, Unnarbraut 4, Seltjarnarneshreppi, höfðað hér fyrir dómi með stefnu, dagsettri 4. janúar 1969, á hendur H/f Eimskipafélagi Íslands, Reykjavík, til greiðslu á kr. 25.107.02 auk 12% ársvaxta frá 1. október 1968 til greiðsluðags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Stefndi hefur gert eftirfarandi réttarkröfur: 1. Aðallega, að málinu verði vísað frá dómi. 2. Til vara, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefn- anda í málinu. 3. Til þrautavara, að stefnukröfurnar verði lækkaðar til stór- kostlegra muna. Þá er krafizt málskostnaðar úr hendi stefn- anda eftir mati réttarins. Við munnlegan flutning málsins féll lögmaður stefnda bæði frá frávísunarkröfu sinni í málinu og þrautavarakröfu. Þann 11. marz 1970 var málið endurupptekið til frekari gagna- söfnunar. Þann 19. marz var málið flutt að nýju, og gerðu aðiljar þá sömu kröfur og áður. Málavextir eru þeir, að stefnandi, sem var Íll. stýrimaður á m/s Tungufossi, eign stefnda, slasaðist við vinnu um borð í skipinu þann 3. apríl 1968, er skipið var statt í Gautaborg. Slysið varð með þeim hætti, að hann féll niður í lest skipsins. Er slysið átti sér stað, hafði stefnandi verið í þjónustu stefnda um tveggja ára skeið. Vegna slyssins var hann óvinnufær í marga mánuði. Greiddi stefndi honum kaup í fimm mánuði, þ. e. a. s. fastakaup, fæðispeninga og frídaga, en aftur á móti hefur stefndi ekki fallizt á að greiða stefnanda nokkuð vegna yfirvinnu, er hann missti af vegna slyssins. Telur stefnandi, að yfirvinna eftirmanns hans 986 á skipinu þá fimm mánuði, sem hér um ræðir, hafi numið kr. 25.107.02. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að samkvæmt sjómannalög- unum nr. 67/1963, 18. gr., 3. mgr., eigi stýrimaður, sem verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, er hann verður fyrir, meðan á ráðningartímanum stendur, rétt til kaups í allt að tvo mánuði, og samkvæmt 2. gr. kaup- og kjarasamnings milli H/f Eimskipafélags Íslands o. fl. eigi stýrimaður, er veikist, eftir að hann er orðinn fastur starfsmaður hjá útgerðinni, rétt til allt að þriggja mánaða kaupi umfram það, sem tekið er fram í sjó- mannalögunum. Telur stefnandi, að samkvæmt þessu sé augljóst, að hann eigi rétt á öllu því kaupi, sem hann hefði fengið, ef hann hefði verið vinnandi í starfi sínu umrædda fimm mánuði, og þá einnig sömu fjárhæð fyrir yfirvinnu og staðgengill hans fékk greidda þá mánuði, þ. e. a. s. kr. 25.107.02. Að öðru leyti hafi stefndi gert upp við stefnanda að fullu. Stefndi rökstyður aðalkröfu sína með því, að stefnandi eigi aðeins rétt á fastakaupi í fimm mánuði og öðrum greiðslum, sem hann hafi þegar fengið, en eigi ekki rétt til neinnar greiðslu fyrir yfirvinnu, enda þótt hann kunni að hafa misst af einhverri yfir- vinnu vegna slyssins. Engar dómvenjur hafi skapazt um tilfelli það, sem hér um ræði. Til lausnar á ágreiningsefninu um það, hvort stýrimenn eigi rétt til yfirkaups í slysa- og veikindafor- föllum, verði því að leita til skýringa á kjarasamningum og fram- kvæmd þeirra með hliðsjón af gildandi lögum. Gildandi lög og kjarasamningar hafi ávallt verið framkvæmd þannig, að ekki hafi verið greidd yfirvinna í slysa- og veikindaforföllum, svo sem hér sé krafizt Ekki kemur fram, að stefnanda hafi verið gefið neitt fyrirheit af hálfu stefnda um eftirvinnukaup. Er og ágreiningslaust, að greiðslur til stefnanda af því tagi hafi algerlega ráðizt af því, hve mikil eftirvinna féll til á hverjum tíma. Er það í samræmi við vinnutilhögun á skipum hins stefnda félags og greiðsluhætti hjá því. Verður samkvæmt þessu ekki fallizt á, að krafa sú, sem stefnandi hefur uppi í málinu, verði reist á sjómannalögum nr. 67/1963, 18. gr., 3. mgr. Fyrrgreint ákvæði í kjarasamningi þeim, sem hér á við, er svohljóðandi: „Veikist stýrimaður, eftir að hann er orðinn fastur starfsmaður hjá útgerðinni, ber honum, auk þess sem tekið er fram í sjólögunum, allt að Þriggja mánaða kaupi“. Ekki er um það neinn ágreiningur með málsaðiljum, að þetta 987 ákvæði taki einnig til þess tilviks, þegar stýrimaður er óvinnu- fær vegna slyss. Með hliðsjón af fyrrgreindum atriðum verður aftur á móti ekki heldur talið, að krafa stefnanda verði reist á þessu ákvæði. Er þar og haft sérstaklega í huga það, sem upp- lýst hefur verið, að í framkvæmd, bæði fyrir og eftir gerð um- rædds kjarasamnings, hafa íslenzk skipafélög ekki greitt stýri- mönnum eftirvinnukaup í veikindaforföllum þeirra. Samkvæmt því, er að ofan greinir, verða úrslit máls þessa þau, að sýkna ber stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir at- vikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Kristján Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Guðmundi Hjaltasyni skipstjóra og Gauki Jör- undssyni prófessor. Dómsorð: Stefndi, H/f Eimskipafélag Íslands, á að vera sýkn af öll- um kröfum stefnanda, Ásgeirs Ásgeirssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 23. nóvember 1970. Nr. 112/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sigurði Hannessyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Gizur Bergsteinsson og prófessorarnir Ármann Snævarr og Gaukur Jörundsson. Bifreiðar. Sýknað af ákæru um brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur verið aflað nokkurra nýrra gagna. Rannsókn á vínandamagni í blóði ákærða var framkvæmd 988 á rannsóknarstofu Jóns Steffensens prófessors. Samkvæmt skýrslu Jóns Steffensens 6. júlí 1970 var rannsóknin fram- kvæmd 8. júlí 1969. Voru þá „6 blóðsýni rannsökuð sam- tímis fyrir vinandamagni, og reyndist það lægsta vera með 0.39% vínanda, sem gæti svarað til neyzlu tveggja bjóra“. Blóðsýni þetta var merkt „LM. 12“, en blóðsýni ákærða „H.F. 41“, og er talið, að í því hafi fundizt „reducerandi“ efni, er samsvari 1.49%, af vínanda. Í bréfi 14. nóvember 1970 lýsir Jón Steffensen vinnuháttum á rannsóknarstofunni svo: „Þeg- ar fleiri sýni eru rannsökuð samtímis, er þeim raðað upp í nr.röð og færð inn í rannsóknabókina í þeirri röð. Glös- unum, sem blóðsýnin eru soðin í, er raðað í þar til gerðri grind Í sömu nr.-röð. Þá er mældur ákveðinn skammtur af blóði úr sýninu og látinn í suðuglasið og aftur athugað, að nr.-röð beggja sé hin sama“. Fram er komið, að maður sá, sem blóðsýni „LM. 19“ var úr, hafði lent í umferðarslysi, en farið af vettvangi, áður en löggæzlumenn komu að, og eigi fundizt fyrr en rúmum fjór- um klukkustundum síðar. Lögreglumaður sá, er tók þá skýrslu af manni þessum, taldi af honum lítils háttar áfengis- þef. Vitnið Steingrímur Helgi Atlason yfirlögregluþjónn, sem ók ákærða frá Vatnsskarði til Hafnarfjarðar, hefur borið, að hann hafi talið, að ákærði „mundi að líkindum vera undir áhrifum áfengis, enda hafi hann fundið af honum áfengis- þef“. Sveinn Haukur Georgsson lögregluvarðstjóri, sem tók skýrslu af ákærða á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, kveðst ekki hafa fundið áfengislykt af ákærða og getur ekki ölvun- areinkenna. Lögreglumenn þeir, er fóru með ákærða að sækja bifreið hans, eftir að skýrsla hafði verið tekin af honum á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, voru ekki um það spurðir við rannsókn málsins, hvort þeir hefðu séð áfengis- áhrif á ákærða, og ekki geta þeir þess í skýrslum sínum. Þykja skýrslur þessar í ósamræmi við niðurstöður rann- sóknar á blóðsýni „HF. 41“. Með skírskotun til þessa og svo þess, er í hinum áfrýjaða dómi greinir, þykir verða að staðfesta hann. 989 Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan kostnað sakar- innar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, sem ákveðast kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða fyrir Hæsta- rétti, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 12.000.00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 5. marz 1970. Ár 1970, fimmtudaginn 5. marz, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ólafi Þorlákssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 115/1970: Ákæruvaldið gegn Sigurði Hannessyni, sem tekið var til dóms sama dag. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 19. september 1969, höfðað á hendur Sigurði Hannessyni viðskiptafræðingi, Eskihlíð 20, Reykjavík, fæddum 27. marz 1921 í Stykkishólmi, fyrir að aka föstudagskvöldið 4. júlí 1969 undir áhrifum áfengis bifreiðinni R 21509 frá Reykjavík sem leið liggur upp fyrir Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi við Kleifarvatn, þar sem hann festi bifreiðina og akstri lauk. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlag og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir. Föstudaginn 4. júlí 1969 var Steingrímur Atlason, yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði, að aka um Krýsuvíkurveg í bifreið sinni, G 558. Um kl. 2300 stöðvaði ákærði í máli þessu, Sigurður Hannes- son, bifreiðina við Vatnsskarð. Ákærði leitaði eftir því við Stein- grím, að hann hjálpaði sér að ná bifreið sinni úr festu, er væri þar skammt frá utan þjóðvegarins. Úr varð, að Steingrímur lög- 990 reglumaður ók ákærða til Hafnarfjarðar. Á leiðinni til Hafnar- fjarðar taldi Steingrímur lögreglumaður ákærða bera þess merki að hafa neytt áfengis. Úr varð, að Steingrímur ók ákærða á lögreglustöðina í Hafnarfirði. Úr varð, að ákærða var tekið blóð kl. 2350 samdægurs, og fundust í blóði hans „teducerandi“ efni, er samsvara 1.49%, af alkóhóli. Eftir að ákærði hafði undirgengizt blóðtökuna, fór lögreglan að sækja bifreið ákærða. Bifreiðin reyndist vera R 21509, og var hún staðsett austan við Vatnsskarð utan þjóðvegarins við Fagradal. Bifreiðin var föst milli þúfna í moldarbarði. Lögreglumenn sátu losað bifreiðina, og var hún færð til Hafnarfjarðar. Fyrir dómi sem og fyrir lögreglu hefur ákærði eindregið neitað því að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðarinnar R 21509 í umrætt skipti. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann hafi hafið akstur um kl. 1700 hinn 4. júlí s.l. Hann hafi ekið bifreiðinni sem leið liggur að Undirhlíðum við Kleifarvatn og þaðan um nágrenni Helgafells. Á leið sinni á þjóðveginn að nýju hafi hann fest bifreiðina í aurbleytu við Fagradal. Ákærði hefur ætlað, að akstrinum hafi verið lokið um kl. 1830 sama dag. Eftir að akstrinum lauk, kveðst ákærði hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná bifreiðinni úr festunni, allar án árangurs. Síðar um kvöldið hafi hann gengið út á þjóðveginn í því skyni að fá aðstoð við að leysa bifreiðina úr festunni. Ákærði kveðst hafa stöðvað nokkra ökumenn á þjóðveginum. Enginn þeirra hafði tök á því að hjálpa ákærða að ná bifreiðinni úr festunni. Ákærði hefur skýrt svo frá, að einn af ökumönnunum, er hann stöðvaði í fram- anlýstu skyni, hafi verið Bandaríkjamaður, er hann kann engin deili á. Bandaríkjamaður þessi hafi gefið honum brauðsneið og tvo danska áfenga bjóra. Ákærði kveðst hafa verið nýbúinn að drekka bjóra þessa, er yfirlögregluþjóninn í Hafnarfirði bar þar að, Steingrím Atlason, svo sem rakið hefur verið. Ákærði hefur talið, að hann hafi tæpast fundið til áhrifa áfengis við neyzlu umræddra bjóra. Fyrir dóm hafa komið sem vitni Steingrímur Helgi Atlason yfirlögregluþjónn, er nefndur hefur verið, svo og varðstjóri, er tók af ákærða skýrslu í umrætt skipti, og lögregluþjónar, er að. stoðuðu ákærða við að ná bifreið hans úr festunni. Framan- greind vitni hafa ekki getað borið um það, að ákærði hafi sýnt einkenni þess að hafa verið undir áhrifum áfengis utan Stein- grímur Atlason, er telur, að áfengislykt hafi verið úr vitum ákærða, er þeir voru samferða í bifreið vitnisins til Hafnarfjarðar. 991 Engin vitni hafa komið fyrir dóminn eða fundizt, er borið hafa getað um akstur ákærða hinn 4. júlí s.1. eða um ástand ákærða við þann akstur. Svo sem mál þetta er vaxið, þykir verða að leggja til grundvallar skýrslu ákærða sjálfs um akstur hans og ásigkomulag greint sinn. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, þykir ósannað, að ákærði hafi gerzt sekur um þá háttsemi, sem rakin er í ákæru- skjali. Svo sem úrslit máls þessa hafa orðið, ber að dæma ríkissjóð til að greiða allan kostnað málsins. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Hannesson, skal vera sýkn af öllum kröf- um ákæruvaldsins í máli þessu. Kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 23. nóvember 1970. Nr. 162/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Jakob Sigurði Árnasyni (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson: Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Fjársvík. Dómur Hæstaréttar. Í Hæstarétti hafa verið lögð fram nokkur ný gögn. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Samkvæmt málflutningi hér fyrir dómi hefur ákærði enn eigi greitt víxla þá, er hann samþykkti vegna bifreiðarkaup- anna. Svo sem efnum ákærða var háttað, gat honum eigi dulizt, 992 að hann gæti ekki staðið við þær fjárskuldbindingar, er hann tókst á hendur með samþykki greindra vixla, Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000.00, og laun skipaðs verjanda síns, kr. 8.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jakob Sigurður Árnason, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda sins, Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 31. júlí 1970. Ár 1970, föstudaginn 31. júlí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörnssyni saka- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 295/1970: Ákæruvaldið gegn Jakob Sigurði Árnasyni, sem tekið var til dóms sama dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 10. þ. m., gegn Jakob Sigurði Árnasyni húsgagnasmið, Bogahlíð 14 hér í borg, fæddum 3. nóvember 1930 að Þóreyjarnúpi í Kirkjuhvammshreppi, „fyrir fjársvik samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa eftir að hafa verið úrskurðaður gjaldþrota hinn 3. október 1969 samið um kaup á bifreiðinni R 23046 hinn 26. eða 27. nóvember 1969 af frú Erlu Sigurðardóttur, Óðinsgötu 18 C í Reykjavík, á kr. 28.500.00, samþykkt 5 víxla til greiðslu á kaup- verði bifreiðarinnar með gjalddögum 3. desember 1969 og 3. janúar, 3. febrúar, 3. marz og 3. apríl 1970, selja því næst bif- reiðina hinn 28. nóvember 1969 fyrir milligöngu Bílasölunnar að Borgartúni 1 í Reykjavík Ólafi Skaftasyni, Hnjúkahlíð í Austur- Húnavatnssýslu, fyrir 25.000.00 króna staðgreiðslu án þess að tilkynna nokkuð um fyrri eigendaskipti og með villandi og röngum ummælum á bílasölunni þess efnis, að hann væri að selja bifreiðina fyrir hönd konu sinnar. Eyddi ákærði fé þessu (kr. 993 25.000.00) þegar í eigin þarfir, og varð greiðslufall af hans hálfu á gjalddögum víxla þeirra, er greiðast skyldu frú Erlu. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Málavextir. Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur, uppkveðnum 3. október 1969, var bú ákærða tekið til gjaldþrotaskipta, en hinn 20. ágúst hafði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum. Ákærði var ekki viðstaddur þinghald þetta í skiptaréttinum, en gjaldþrota- stefna hafði 17. september verið birt á heimili ákærða fyrir konu hans, Margréti Sigurðardóttur. Hinn 5. nóvember var skiptaréttur Reykjavíkur háður á heimili ákærða til þess að skrifa upp og virða eignir þrotabúsins. Kona ákærða skýrði þar frá því, að búið væri eignalaust með öllu, og varð uppskrift árangurslaus. Hinn 25. nóvember 1969 auglýsti Erla Sigurðardóttir, Óðins- götu 18 C, til sölu notaða bifreið af gerðinni Moskvitch, R 23046. Ákærði kom að máli við Erlu og falaðist eftir bifreiðinni. Hefur það líklega verið hinn 26. nóvember, sem hann talaði fyrst við Erlu um bifreiðarkaupin, en frá þeim gekk hann síðan næsta dag. Var kaupverð umsamið kr. 28.500.00, og greiddi hann það að öllu leyti með víxlum að fjárhæð 5.700.00 kr. hverjum, og voru gjalddagar víxlanna 3. desember 1969 og 3. janúar, 3. febrúar, 3. marz og 3. apríl 1970. Ákærði fór síðan með bifreiðina í bifreiðasölu Friðriks Árna- sonar í Borgartúni 1 til þess að láta selja hana. Hitti hann þar fyrir Ólaf Skaptason frá Hnjúkahlíð í Húnavatnssýslu, er var að leita eftir bifreið til kaups. Tókust samningar milli ákærða og Ólafs um, að Ólafur keypti bifreiðina fyrir 25.000.00 krónur, er hann galt þegar. Var síðan ritað afsal, og í því er Erla Sigurðar- dóttir talin afsala bifreiðinni til Ólafs. Ákærði undirritaði afsalið þannig: „f h Jakob Árnason seljandi“. Einnig var gengið frá sölu- tilkynningu. Ákærði hefur ekki greitt neinn af víxlum þeim, sem hann notaði til greiðslu bifreiðarinnar. Ákærði heldur því fram, að hann hafi ætlað sér það, er hann keypti bifreiðina, að eiga hana, en þegar hann hafði fengið hana í hendur, hafi hann komizt að því, að hún var ekki eins góð og hann hafði vænzt, og því hafi hann tekið þann kost að selja hana strax. Hann kveðst hafa fengið kunningja sinn, Ólaf Rúnar Björgúlfsson, til að skoða bifreiðina, en Ólafur sé vanur að fást 63 994 við bifreiðar. Ákærði telur sig hafa ætlað sér að greiða víxla þá, er hann lét Erlu Sigurðardóttur hafa sem greiðslu fyrir bifreið- ina. Er ákærði var spurður, af hverju hann hefði ekki greitt víxil Þann, sem féll í gjalddaga 3. desember, kvaðst hann ekki hafa haft peninga til þess. Hann gat þó ekki gert grein fyrir því, hvað hann hafði gert við þær 25 þús. kr., sem hann hafði tekið við 28. nóvember sem greiðslu fyrir bifreiðina. Kvaðst hann mundu hafa verið búinn að eyða þeim, en ekki hefur hann skýrt frá því, í hvað féð hafi eyðzt. Vitnið Erla Sigurðardóttir húsfreyja, Óðinsgötu 18C, 31 árs að aldri, hefur skýrt þannig frá: Hún auglýsti R 23046 til sölu 25. nóvember. Næsta dag kom ákærði að máli við hana og kvaðst heita Jakob Árnason, en hér er þess að geta, að ákærði notar yfirleitt Sigurðar-nafnið. Hann lét í ljós áhuga á því að kaupa bifreiðina, en þó voru kaup ekki ráðin að þessu sinni. Næsta dag eftir hádegi kom ákærði aftur heim til Erlu, og kom hann í bifreið. Hann bað Erlu að lofa sér að reyna bifreiðina, og féllst hún á það. Fór ákærði brott í R 23046, en skildi hina bifreiðina eftir á meðan. Þegar ákærði kom aftur, vildi hann kaupa bif- reiðina, en þó kvaðst hann verða að fá að greiða hana að öllu leyti með víxlum. Var Erla treg til að ganga að þeim skilmálum, þar sem hún hafði hugsað sér að nota greiðsluna til þess að borga skuld í Landsbankanum í desember. Ákærði lét þess getið, að hann hefði viðskipti við Landsbankann, og mundi bankinn fallast á að taka víxla frá honum sem greiðslu. Eiginmaður Erlu hringdi til bankans, og niðurstaða af símtali því varð sú, að bankinn mundi taka víxlana. Lét Erla síðan tilleiðast að selja bifreiðina með þeim greiðsluskilmálum, er áður hefur verið lýst. Erla segir, að ákærði hafi sagt, að hann ræki verkstæði og hefði mikið að gera, en hann væri búinn að leggja svo mikið fé út vegna efniskaupa, að hann hefði ekki reiðufé handbært. Hann hafi sagt, að hann væri eigandi bifreiðar þeirrar, sem hann hafði komið í, en hina bifreiðina þyrfti hann handa konu sinni, sem stundaði vinnu utan heimilis. Hún fengi útborgað á miðviku- dögum og mundi sjá um fyrstu afborgunina, en annars ætlaði hann sér að hjálpa henni að greiða bifreiðarverðið. Um þennan framburð Erlu hefur ákærði sagt það, að bifreið sú, sem hann kom á til Erlu, sé eign 14 ára gamallar dóttur hans, en hann og kona hans noti bifreið þessa. Neitar ákærði því, að hann hafi sagt Erlu, að hann sjálfur væri eigandi bifreiðarinnar. Vitnið Friðrik Árnason bifreiðasali, Vífilsgötu 12, 48 ára að 995 aldri, hefur skýrt svo frá: Ákærði kom til hans og bað hann að selja fyrir sig R 23046. Í bifreiðasölunni var þá staddur Ólafur Skaptason frá Hnjúkahlíð í Blönduóshreppi, 18 ára að aldri, og var hann að leita eftir bifreið til kaups. Ólafur og ákærði urðu ásáttir um, að Ólafur keypti R 23046 fyrir 25.000.00 kr. Þegar ganga átti frá kaupunum, kom í ljós, að ákærði hafði meðferðis sölutilkynningu, er á stóð, að seljandi bifreiðarinnar væri Erla Sigurðardóttir, en kaupandi Jakob Árnason. Ákærði gaf þá skýr- ingu á þessu, að Erla væri kona hans og hefði verið ráðgert, að bifreiðin yrði flutt yfir á nafn ákærða, og þannig stæði á sölu- tilkynningunni, en síðan hefðu þau hjón ákveðið að selja bif- reiðina. Í samræmi við þetta var afsal orðað þannig, að Erla Sigurðardóttir afsalaði bifreiðinni til Ólafs, og undirritaði ákærði síðan afsalið fyrir hennar hönd. Friðrik fór fram á, að Erla undirritaði afsalið sjálf, en ákærði eyddi því og bar því við, að hún væri bundin í vinnu. Ákærði mótmælir því eindregið, að hann hafi sagt Friðrik, að Erla væri konan hans. Segir hann, að Friðrik hafi verið kunnugt um, að hann hafi keypt bifreiðina daginn áður. Þessu neitar Friðrik, en kannast þó við, að ákærði hafi fengið hjá honum eyðublað undir sölutilkynningu. Vitnið Ólafur Rúnar Björgúlfsson verkamaður, B-götu 10 í Blesugróf, 22 ára að aldri, er útgefandi að víxlum þeim, sem ákærði greiddi Erlu Sigurðarðóttur bifreiðina með. Hann skýrir svo frá, að hann þekki ákærða, síðan hann starfaði hjá honum á s.l. ári, og einhverju sinni hafi hann gert það í greiðaskyni við ákærða að gefa út fyrir hann víxla, sem ákærði kvaðst þurfa að nota í sambandi við bifreiðarkaup. Ákærði hafi síðan komið heim til hans með bifreiðina og lofað honum að reyna hana. Segist Ólafur Rúnar hafa talið bifreiðina lélega. Vitnið Ólafur Skaptason kveðst hafa verið á ferð hér í borg- inni til þess að leita sér að bifreið. Hann kveðst hafa verið staddur í Bifreiðasölunni í Borgartúni 1 og hafa hitt ákærða þar. Eftir að Ólafur hafði skoðað bifreið ákærða, vildi hann kaupa hana. Frá kaupunum varð þó ekki gengið þann hinn sama dag, með því að Ólafur þurfti bæði að fá samþykki föður síns sem lögráðamanns til kaupanna og einnig að fá peninga sím- senda suður. Voru kaupin þó ekki gerð endanlega fyrr en næsta dag. Faðir Ólafs Skaptasonar samþykkti kaupin með símskeyti til bifreiðasölunnar, og ber það tímasetninguna 28. nóv. 13:52. Segir Ólafur, að því sé öruggt, að fundum hans og ákærða hafi 996 fyrst borið saman 27. nóvember og hafi það verið síðdegis, á að gizka kl. 15—16. Hann hafi síðan greitt bifreiðina og fengið hana afhenta 28. nóvember. Ólafur Skaptason segir, að ákærði hafi eitthvað talað um, að hann væri að selja bifreiðina fyrir konu sína, og kveðst Ólafur hafa tekið það svo, að Erla Sigurðardóttir, sem tilgreind var sem seljandi á afsalinu, væri eiginkona ákærða. Ólafur kveðst ekki hafa séð sölutilkynningu þá, sem ákærði hafði meðferðis, en minnist þess, að ákærði hafi talað um, að ætlunin hafi verið að færa bifreiðina yfir á nafn hans. Svo sem áður var lýst, telur ákærði, að hann hafi farið með bifreiðina til sölu í Bifreiðasöluna Borgartúni 1 daginn, eftir að hann keypti bifreiðina af Erlu. Af framburði Ólafs Skaptasonar kemur fram, að hann hafi hitt ákærða 27. nóvember. Hins vegar er útgáfudagur víxils þess, sem ákærði samþykkti og féll í gjald- daga 3. desember, 27. nóvember 1969, og af því og framburði Erlu Sigurðardóttur má ráða, að ákærði hefur keypt bifreiðina af Erlu einmitt 27. nóvember. Ákærði hefur látið þess getið, að vera kunni, að hann hafi fyrst hitt Erlu að máli 25. nóvember og gengið frá kaupunum 28. nóvember og hafi þá orðið misritun í dagsetningu víxlanna. Að öðru leyti hefur ekki fengizt skýring á því ósamræmi varðandi tímasetningar, sem hér hefur komið fram. Ákærði var spurður um það, hvort verið gæti, að hann hefði daginn, sem hann fékk bifreiðina léða til reynslu hjá Erlu, farið með hana í bílasöluna og þá hitt Ólaf Skaptason þar, þ. e. hvort hann hefði verið búinn að leggja drög að sölu bifreiðar- innar, áður en hann gekk frá kaupum á henni, en þessu hefur ákærði neitað algerlega. Í upphafi málsmeðferðar hélt ákærði því fram, að sér hefði ekki verið kunnugt um, að bú hans hefði verið tekið til gjald- Þrotaskipta. Er hann var að því spurður, hvort hann teldi sig eiga fyrir skuldum, kvaðst hann ekki búast við því. Samkvæmt gögnum, sem aflað hefur verið hjá skiptarétti Reykjavíkur, hefur gjaldþrotastefna, eins og áður segir, verið birt á heimili ákærða fyrir konu hans, Margréti Sigurðardóttur, hinn 17. september 1969, og hefur hún veitt viðtöku endurriti af stefnunni og lofað að koma því í hendur stefnanda (þannig í birtingarvottorðinu). Hinn 3. október hefur í skiptaréttinum verið tekin fyrir beiðni Kjartans Reynis Ólafssonar lögmanns um, að bú ákærða yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þar hefur verið lögð fram árangurslaus fjárnámsgerð frá 20. ágúst og bú ákærða síðan 997 tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði. Ákærði hefur ekki verið viðstaddur þinghald þetta. Við uppskriftar- og virðingargerð þá, sem fram fór heima hjá ákærða 5. nóvember 1969, hefur Margrét, kona ákærða, verið viðstödd og skýrt svo frá, að allt innbú væri eign föður hennar, en að hún og ákærði væru með öllu eignalaus. Vitnið Margrét Sigurðarðóttir dregur ekki í efa, að hún hafi tekið við birtingu gjaldþrotastefnunnar, þótt hún muni ekki beinlínis eftir því. Hún segir, að hafi hún veitt endurriti af stefnunni viðtöku, hafi hún örugglega fengið ákærða það í hendur. Margrét man eftir því, að hún var viðstödd uppskriftargerðina, og kveður hún augljóst, að hún hafi skýrt ákærða frá henni. Ákærði hefur ekki gert athugasemdir við vætti Margrétar. Margrét segir, að staðið hafi til, að þau keyptu bifreið, sem hún gæti notað til að aka til vinnu sinnar, en segir, að bifreiðin hafi reynzt gölluð og þau hafi því ákveðið að selja hana. Margrét hefur ekki getað sagt um það, hvað orðið hafi um fé það, sem ákærði fékk fyrir bifreiðina, er hann seldi hana. Niðurstöður. Þegar ákærði fékk Erlu Sigurðarðóttur til þess að selja sér bifreiðina R 23046 gegn gjaldfresti, hafði bú hans verið tekið til gjaldþrotaskipta, og var honum þannig ljóst, að hann gat ekki staðið við skuldbindingar þær, er hann tókst á hendur gagnvart Erlu. Þykir og sýnt, að ákærði hafi aldrei ætlað sér að gera það, enda seldi hann bifreiðina strax á eftir, 28. nóvember, og stóð þó ekki í skilum með greiðslu víxils þess, er féll í gjalddaga 5 dögum síðar. Þannig þykir ákærði hafa komið Erlu til þess að gera kaupin með því að telja henni trú um, að hann mundi standa í skilum, þótt til þess hefði hann hvorki getu né vilja. Hefur ákærði þannig unnið til refsingar samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur 12 sinnum sætzt á greiðslu sekta, oftast fyrir umferðarbrot, en einu sinni fyrir brot gegn 248., sbr. 256. gr. hegningarlaga og 261. gr. sömu laga. Hinn 13. júní 1968 var ákærði dæmdur í sakadómi Kópavogs í 5 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til 3 ára, fyrir tékkasvik og brot gegn 261. gr. al- mennra hegningarlaga. Hann hefur nú rofið skilorð þess dóms, og verður honum samkvæmt 60. gr. hegningarlaga dæmd í einu lagi refsing fyrir þau brot, sem um ræðir í nefndum dómi, og það brot, sem hann er nú ákærður fyrir. Verður refsingin með hlið- sjón af 77. gr. almennra hegningarlaga ákveðin fangelsi 8 mánuði. 998 Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Fjárkrafa hefur ekki verið höfð uppi Í máli þessu. Dómsorð: Ákærði, Jakob Sigurður Árnason, sæti fangelsi 8 mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 27. nóvember 1970. Nr. 124/1970. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Karli Jónssyni, Jóni Ingiberssyni og Unnsteini Beck, skiptaráðanda í Reykjavík f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens (Guðjón Steingrímsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ, Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Ákvörðun skiptadóms um höfðun riftunarmáls staðfest. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur með stefnu 26. júni 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 11. s. 1., skotið til Hæstaréttar ákvörðun skiptadóms Reykjavíkur frá 5. febrúar 1969 um að heimila höfðun máls til riftunar viðskiptasamningi Friðriks Jörgen- sens og áfrýjanda, dags. 28. desember 1966, um sölu á salt- fiskbirgðum. Dómkröfur áfrýjanda eru aðallega, að hinni áfrýjuðu dómsathöfn verði vísað heim í hérað til úrskurðar af nýju, en til vara, að dómsathöfnin verði úr gildi felld. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefndu. Stefndu krefjast þess aðallega, að málinu verði vísað frá 999 Hæstarétti, en til vara, að hin áfrýjaða ákvörðun skipta- dóms verði staðfest. Þeir krefjast málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Bú Friðriks Jörgensens var tekið til gjaldþrotaskiptameð- ferðar hinn 14. apríl 1967. Beiðni um málshöfðunarheimild til riftunar greindum samningi var borin fram af stefnda Karli Jónssyni á skiptafundi hinn 12. janúar 1968. Með dómi Hæstaréttar 28. nóvember 1968 var auglýsing um skiptafund 19. september 1968, sem taka skyldi ákvörðun um aðild þrotabúsins að riftunarmálinu, ekki talin birt á lögmætan hátt. Var því boðað til skiptafundar 17. desember 1968, er taka skyldi ákvörðun um þetta efni. Var auglýsingin um þann fund birt á lögmætan hátt. Ákveðið var á fundi þessum að fresta ákvörðun um þetta málefni til næsta fundar, sem haldinn yrði 27. s. m. Á þeim skiptafundi var enn frestað til 20. janúar 1969 að taka ákvörðun um málshöfðunina. Heimildin til riftunarmálshöfðunar var svo borin undir atkvæði á skiptafundinum 20. janúar 1969. Um það segir svo: „Fyrir liggur nú til atkvæðagreiðslu tillaga Guðjóns Stein- grímssonar hrl. frá seinasta fundi um áframhald málssóknar til riftunar á samningum gjaldþrota við Fiskiðjuna h.f. og Fiskimjölsverksmiðjuna h.f., Vestmannaeyjum. Guðjón Steingrímsson hrl. lýsir nú yfir því, að hann falli frá kröfu sinni um, að höfðað verði mál gegn Fiskiðjunni h.f. í Vestmannaeyjum til riftunar samningi hennar við gjaldþrota. Varðandi kröfu sína um riftunarmálshöfðun á hendur Fiskimjölsverksmiðjunni h.f. leggur hann fyrir fyrri tillögur sínar svo breyttar: Skiptafundur ákveður að heimila Guðjóni Steingrimssyni hrl. vegna Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar að höfða fyrir hönd þrotabúsins riftunarmál gegn Fiskimjölsverk- smiðjunni í Vestmannaeyjum til riftunar samningi, dags. 28. des. 1966, og gera í því máli kröfu um greiðslu á andvirði saltfisks auk vaxta og málskostnaðar. Málssóknin verði búinu að kostnaðarlausu, að því leyti að Guðjóni Steingríms- syni hrl. beri aðeins málflutningslaun, reiknuð af þeim verð- mætum, sem koma inn í búið með þessari málssókn. 1000 Verði niðurstaða málsins á þann veg, að málskostnaður verði lagður á sóknaraðila, mun Guðjón Steingrímsson taka þann kostnað á sig. Tillaga þessi var síðan borin upp undir atkvæði. Atkvæði féllu þannig, að Guðmundur Pétursson hrl., sent fer með kröfumagn að fjárhæð £ 83.319.7.1 - ísl. kr. 431 þúsund, og Guðjón Steingrímsson, sem fer með kröfur sam- tals að fjárhæð kr. 2.034.000.00, greiddu atkvæði með til- lögunni. Á móti tillögunni greiddi atkvæði Sveinn Snorrason hrl., sem fer með lýstar kröfur að fjárhæð kr. 26.575.000.00. Bragi Björnsson hdl. sat hjá. Guðjón Steingrímsson hrl. mótmælti því, að krafa Fiski- mjölsverksmiðjunnar h.f. skapaði atkvæðisrétt í þessu máli, þar sem Fiskimjölsverksmiðjan er aðili að því. Sveinn Snorrason hrl. andmælir því, að atkvæðisréttur Fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. falli niður í þessu máli, og lítur svo á, að fundurinn hafi ekki veitt Guðjóni Steingríms- syni heimild til málshöfðunar. Fleira var ekki tekið fyrir. Skiptaráðandi tók sér frest til að taka afstöðu til fram- kominnar tillögu og atkvæðagreiðslunnar um hana“. Skiptaráðanda bar að skera úr framangreindum ágreiningi og fara eftir því, er hann taldi samrýmast bezt hagsmunum búsins, sbr. 24. og 90. gr. laga nr. 3/1878, og þar sem á rök hans verður fallizt, ber að staðfesta hina áfrýjuðu ákvörðun hans. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. Dómsorð: Hin áfrýjaða ákvörðun skiptadóms á að vera óröskuð. Áfrýjandi, Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum h/f, greiði stefndu, Karli Jónssyni, Jóni Ingiberssyni og Unnsteini Beck skiptaráðanda f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens, málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. 1001 Ákvörðun skiptadóms Reykjavíkur 5. febrúar 1969. Ár 1969, miðvikudaginn 5. febrúar, var skiptaréttur Reykja- víkur settur í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðu- stíg 12 og haldinn af borgarfógeta Unnsteini Beck ásamt neðan- rituðum vottum. Fyrir var tekið: Að taka ákvörðun um tillögu Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns um höfðun riftun- armáls á hendur Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum h/f, sem fram kom á skiptafundi í þrotabúi Friðriks Jörgensens h/f hinn 20. janúar s.l. Atkvæðagreiðslur um málshöfðun þá, sem að framan getur, hafa farið svo, að tillögur um málshöfðun hafa yfirleitt ekki sætt andmælum frá öðrum en þeim málflytjanda, sem m. a. fer með umboð væntanlegs varnaraðilja í málinu. Með því að svo virðist sem höfðun riftunarmáls á þeim grundvelli, sem lagður er fyrir í tillögu Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns, hafi ekki í för með sér verulega hættu á útgjöldum fyrir búið og þar sem riftunarmál gæti leitt til þess, að búinu bætist fjár- munir til skiptingar milli almennra kröfuhafa í búinu, þar á meðal þeirra, sem óskað hafa heimildar til málshöfðunar f. h. búsins, þykir skiptaráðanda rétt að veita heimild til margnefndrar málshöfðunar. Guðjóni Steingrímssyni hæstaréttarlögmanni heimilast því f. h. kröfuhafanna Karls Jónssonar og Jóns Ingiberssonar að höfða f. h. þrotabús Friðriks Jörgensens dómsmál til riftunar á samningi Friðriks Jörgensens og Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmanna eyjum h/f, dags. 28. desember 1966, um sölu á saltfiskbirgðum og að gera í því máli fjárkröfur um greiðslu á andvirði hins selda fisks svo og kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðilja. 1002 Miðvikudaginn 2. desember 1970. Nr. 20/1970. Jón Ellert Jónsson gegn Einari Jónssyni. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Ellert Jónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Finari J ónssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Nr. 96/1970. 1003 Miðvikudaginn 2. desember 1970. Ewald Ellert Berndsen gegn Jóhönnu Baldvinsdóttur, Unnsteini Beck borgarfógeta, Kristjáni Kristjánssyni, fyrr- verandi yfirborgarfógeta, Kristjáni Eiríkssyni hæstaréttarlörmanni, Gústaf Ólafssyni hæsta- réttarlösmanni, Magnúsi Jónssyni fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs og til réttargæzlu Friðjóni Skarphéðinssyni yfirborgarfógeta, Einari Ingimundarsyni sýslumanni og Jóhanni Hafstein dómsmálaráðherra f. h. dómsmálaráðuneytisins. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ewald Ellert Berndsen, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda Kristjáni Eiríkssyni hæsta- réttarlögmanni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafizt ómaksbóta, kr. 3.000.00 í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Nr. 177/1970. Miðvikudaginn 2. desember 1970. Ólafur Finnbogason segn Jöklum h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Afrýjandi, Ólafur Finnbogason, er eigi sækir dómþing í 1004 máli þessu, greiði kr. 400.00 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. desember 1970. Nr. 170/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Samúel Jónssyni (Kristinn Einarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Framhaldsrannsókn hefur verið háð í málinu eftir upp- sögu héraðsdóms. Ákærði, er hafði skýrt svo frá í þinghaldi í sakadómi Ísa- fjarðar 26. nóvember 1969, að hann hefði neytt áfengis á heimili sínu eftir ökuóhappið, en áður en lögreglumenn komu á vettvang, hefur komið fyrir dóm og itrekað þá staðhæfingu sína. Bjarni Jónsson hefur sem vitni borið það, að eftir öku- óhappið hafi ákærði farið inn í borðstofu í húsi sínu og farið að neyta áfengis og verið við áfengisneyzlu, þar til lögreglu- menn komu á staðinn, a. m. k. hálftíma eftir að ákærði kom inn í húsið. Þá hefur Þorsteinn Einarsson bakari borið um áfengisneyzlu ákærða, áður en hann hóf aksturinn, en lög- reglumennirnir Jóhann Jason Kárason, Haraldur Guðmunds Benediktsson og Kristinn Friðbjörn Ásgeirsson um handtöku ákærða og skýrslugjöf hans fyrir lögreglu. Eins og ökuóhappi ákærða var háttað, verður ekki talið, að hann hafi gerzt brotlegur við 2. mgr. 41. greinar um- 1005 ferðarlaga nr. 40/1968, þótt hann tilkynnti það ekki til lög- reglu. Að öðru leyti varðar háttsemi ákærða við þau laga- ákvæði, sem í ákæru greinir. Ber samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms að staðfesta hann að niðurstöðu til. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda sins, kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Samúel Jónsson, greiði kostnað af áfrýjun málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 8.000.00, og laun verjanda síns, Kristins Einarssonar hæsaréttarlögmanns, kr. 12.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Ísafjarðar 27. ágúst 1970. Ár 1970, fimmtudaginn 27. ágúst, var á dómþingi sakadóms Ísa- fjarðar, sem háð var í dómsal embættisins að Pólgötu 2 á Ísafirði af Björgvin Bjarnasyni bæjarfógeta, kveðinn upp dómur í máli þessu, sem dómtekið var í dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 18. marz 1970, gegn Samúel Jónssyni forstjóra, Seljalandsvegi 6 á Ísafirði, fæddum 7. janúar 1910 á Langeyri í Súðavíkurhreppi, fyrir að aka mánu- dagskvöldið 20. október 1969 í beinu framhaldi af neyzlu áfengis og undir áhrifum þess bifreiðinni Í 803 frá vinnustað sínum, Hafnarstræti 1 á Ísafirði, heim til sín að Seljalandsvegi 6, en er ákærði hugðist aka bifreiðinni þar inn á lóðina, lenti afturhluti hennar út af veginum, þannig að bifreiðin festist og stóð eftir það þvert yfir veginn, og þannig yfirgaf ákærði bifreiðina án þess að gera ráðstafanir til að tilkynna óhappið til lögreglu. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr., sbr. 4. mgr. og 2. mgr. 41. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls kostnaðar sakarinnar. Ákærði 1006 er kominn yfir aldur sakhæfra manna og hefur hvorki sætt refs- ingu né ákæru, svo að kunnugt sé. Mánudaginn 20. október 1969, um kl. 2005, er lögreglumenn- irnir Jóhann Kárason og Haraldur Benediktsson voru á eftirlits- ferð á Seljalandsvegi, komu þeir að bifreið ákærða, Í 803, þar sem hún stóð út af veginum neðan við húsið nr. 6 við Seljalands- veg. Eigandi bifreiðarinnar, ákærði í máli þessu, var þar heima hjá sér, og var hann áberandi ölvaður. Farið var með hann á varðstofu lögreglunnar og tekið úr hon- um blóðsýni kl. 2050, og í því fundust reducerandi efni, er samsvara 1.60%, af alkóhóli. Ákærði kveðst hafa byrjað að drekka létt vín, Saki, um kl. 1800 á vinnustað sínum að Hafnarstræti 1 og um kl. 1900 hafi hann farið á bifreið sinni, Í 803, heim og afturhluti bifreiðar- innar farið út af, er hann ætlaði að aka inn á bifreiðastæði á lóð nr. 6 við Seljalandsveg. Þegar ákærði gat ekki hjálparlaust náð bifreiðinni upp á veginn, hafði hann samband við Aðalbjörn Tryggvason kaupmann, Brunngötu 7 hér í bæ, um kl. hálfsjö, er slysið varð, og kom hann til aðstoðar. Þegar hann kom á stað- inn, voru lögreglumenn komnir bangað, og sáu þeir ásamt Aðal- birni um að ná bifreiðinni upp á veginn, og var hún síðan sett á bifreiðastæðið. Nefndur Aðalbjörn, sem nú er látinn, kom fyrir dóminn, og kvaðst vitnið hafa séð, að ákærði var undir áhrifum áfengis, er það kora til að aðstoða hann við að ná bifreiðinni upp. Ákærði hefur haldið því fram, er skýrsla var tekin af honum af lögreglumönnum, að hann hafi ekki drukkið áfengi í umrætt skipti, ekki fundið til áfengisáhrifa við aksturinn og ekki drukkið áfengi, eftir að hann hætti að aka bifreiðinni. Nefndir lögreglumenn hafa komið fyrir í dóminn og unnið eið að framburðum sínum. Jafnframt því að staðfesta skýrslu sína um það atriði, að ákærði hafi ekki neytt áfengis, eftir að hann hætti akstri bifreiðarinnar, hafa þeir staðfest, að af ákærða hafi verið talsverður áfengisþefur, andlit hans eðlilegt og snyrtilegt, fram- koma kærulaus og ákærði Þrætugjarn, augu hans vot og dauf, jafnvægi óstöðugt, málfar þvoglulegt og framburður ruglings- legur og samhengislaus. Þá hefur bróðir ákærða, Bjarni Jónsson trésmiður, komið í dóminn og áminntur um sannsögli skýrt frá því, að hann hafi talað við ákærða, þegar hann kom út úr bifreiðinni, og þá hafi ekki verið frítt við það, að ákærði væri undir áhrifum áfengis. 1007 Ákærði hefur ítrekað þrætt fyrir það að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Ákærði fullnægði ekki þeirri skyldu samkvæmt 2. mgr. 41. gr. umferðarlaga að tilkynna um út af akstur bifreiðar sinnar til lögreglunnar. Þrátt fyrir neitun ákærða verður að telja með tilliti til niður- stöðu alkóhólrannsóknar, framburða lögreglumanna og Bjarna Jónssonar, að ákærði hafi gerzt sekur um háttsemi þá, sem hann er borinn í ákæru, og eru brot hans rétt heimfærð þar til refsl- ákvæða. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, þykir brot ákærða nagi- lega sannað, eins og því er í ákæru lýst, og varða þau við þar greind ákvæði, eins og að framan getur, og þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Með vísun til 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengis- laga ber að svipta ákærða ökuleyfi í eitt ár frá birtingu dóms þessa. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar, þar með talin málflutningslaun til verjanda ákærða, Kristins Einars- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Samúel Jónsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði er sviptur öÖkuleyfi í eitt ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun til verjanda síns, Kristins Einarssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1008 Miðvikudaginn 2. desember 1970. Nr. 123/1969. Karl Leví Jóhannesson (Ólafur Þorgrímsson hrl.) gegn Karli Ólafssyni (Gunnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Fasteign. Bílskúrsréttindi. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. júní 1969. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómurinn verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur áfrýjandi gefið skýrslu fyrir dómi og skýrt svo frá, að hann minnist þess ekki, að sérstaklega hafi borizt í tal, er stefndi lét skoða íbúðina, áður en kaup voru gerð, að henni fylgdi réttur til byggingar bifreiðarskýlis á húslóðinni. Er ósannað, að áfrýjandi hafi haft uppi staðhæfingar um þetta. Ákvæði um rétt þennan í afsali fyrir íbúðinni voru hins vegar til þess fallin að vekja hjá stefnda þá skoðun, að ekki mundi verða fyrirstaða gegn því af hálfu byggingaryfirvalda eða sameigenda, að hann reisti bifreiðargeymslu við húsið. Með þessari athugasemd þykir mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm að öðru leyti en því, að málskostnaður í héraði, að meðtöldum matskostnaði, er ákveðinn kr. 10.000.00. Áfrýjandi greiði stefnda kr. 6.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. 1009 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að áfrýjandi, Karl Leví Jóhannesson, greiði stefnda, Karli Ólafssyni, kr. 10.000.00 í málskostnað í héraði. Áfrýjandi greiði stefnda kr. 6.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. apríl 1969. Mál þetta, er dómtekið var 18. nóvember 1968, en síðan endur- upptekið og dómtekið á ný 25. marz 1969, er höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni 19. júní 1967, af Karli Ólafssyni, Álftartungukoti, Mýrasýslu, gegn Karli Leví Jóhannes- syni, Þjórsárgötu 4, Reykjavík. Stefnandi hefur gert þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 10.000.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1964 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands, þar með talinn matskostnað, kr. 6.640.00, og lögmannsaðstoð vegna matsbeiðni, kr. 500.00. Stefndi hefur gert þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, og jafnframt krafizt máls- kostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu eða eftir mati réttar- ins. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að hann hafi keypt af stefnda íbúð á 1. hæð húseignarinnar nr. 15 A við Bergþórugötu í Reykja- vík, nánar tiltekið þrjú herbergi og eldhús og salerni og geymslu undir stiga í kjallara. Enn fremur segir í afsalinu: „Þá fylgir og í kaupum þessum réttur til að byggja bílskúr á lóð hússins óátalið af meðeigendum“. Afsalið er dagsett 4. júní 1964. Stefnandi segir, að komið hafi í ljós, að nefndri íbúð fylgdu engin bílskúrsréttindi og byggingaryfirvöld segi, að ekki verði leyfð bygging neins bílskúrs á lóð hússins Bergþórugötu 15 A í Reykjavík. Dómkvaddir hafi verið tveir hæfir og óvilhallir menn iil að meta hæfilegan afslátt af kaupverði nefndrar eignar með tilliti til þess, að engin bílskúrsréttindi séu fyrir hendi. Þeir hafi talið, að verðlækkun eignarhlutans við það, að bílskúrsréttur sé ekki fyrir hendi, sé kr. 10.000.00 miðað við staðgreiðslu. Sam- 64 1010 kvæmt afsali sé hin selda eign talin 30% allrar húseignarinnar Bergþórugötu 15 A. Stefnandi telur því, að samkvæmt þessu beri stefnda að greiða honum kr. 10.000.00 svo og allan kostnað vegna matsgerðar og vexti og málskostnað. Stefndi hefur stutti dómkröfur sínar þeim rökum, að ljóst sé af afsalinu frá 4. júní 1964, að við kaupin hafi legið frammi veð- bókarvottorð, þannig að kaupandi hafi getað gengið úr skugga um, hvað hann var að kaupa og hver réttur seljanda hafi verið. Í afsalinu segi einungis, að í kaupunum fylgi réttur til að byggja bílskúr á lóð hússins óátalið af meðeigendum. Þar segi hvergi, að slíkur réttur fylgi frá byggingarvöldum, og ekki sé upplýst í málinu, að meðeigendur að eigninni hafi meinað stefnanda að byggja bílskúr á lóð hússins. Stefnandi máls þessa, Karl Ólafsson, hefur ekki komið fyrir dóm og gefið skýrslu, enda upplýst, að hann kom aldrei nálægt kaupunum og var ekki staddur í bænum, þegar þau fóru fram, heldur voru þau gerð fyrir hans hönd af systur hans, Sigurborgu Ólafsdóttur. Vitnið Sigurborg hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að bað hafi keypt umrædda íbúð í umboði bróður síns. Segir vitnið, að það hafi farið ásamt eiginmanni sínum til þess að skoða íbúð- ina að Bergþórugötu 15 A í Reykjavík eftir tilsögn fasteignasala. Þar hafi þau hitt þáverandi eiganda íbúðarinnar, Karl Leví Jóhannesson, og hafi hann fullyrt við þau hjónin, að bílskúrs- réttindi fylgdu íbúðinni. Ekki segir vitnið, að þau hafi spurt Karl Leví Jóhannesson að því, hvar bílskúrinn ætti að standa eða hvort teikning væri til af honum, en hins Vegar segir vitnið, að það hafi skilið orð Karls Leví Jóhannessonar svo, að réttur fylgdi til að byggja bílskúr á baklóð hússins. Ekki kvaðst vitnið minnast þess, er afsalið var gert á skrifstofu Nýju fasteigna- sölunnar hér í borg, að komið hafi til tals, hvort byggja mætti bílskúr á lóð hússins Bergþórugötu 15A í Reykjavík. Segist vitnið hafa veitt því athygli 4. júní 1964, að í afsalinu hafi staðið „þá fylgir og í kaupum þessum réttur til að byggja bílskúr á lóð hússins óátalið af meðeigendum“. Segir vitnið, að það hafi eins og áður lagt þann skilning í þessa setningu, að bílskúrsrétt- indi fylgdu íbúðinni, og hafi það talið það tvímælalausan kost við eignina og gerði hana verðmeiri. Segir vitnið síðan, að það hafi, að því er það minnir, í árs- byrjun 1967 hringt í stefnda, Karl Leví Jóhannesson, seljanda 1011 íbúðarinnar Bergþórugötu 15 A, og sagt honum, að það væri búið að kynna sér, að ekki væri leyfi byggingaryfirvalda til þess að byggja bílskúr á umræddri lóð. Segir vitnið, að stefndi hafi þá svarað því til, að hann héldi, að ekki væri leyfi byggingar- yfirvalda til að byggja bílskúr á baklóð húseignarinnar, en hafi hins vegar sagt, að það mundi vera allt í lagi að byggja um- ræddan bílskúr þrátt fyrir það. Ekki segist vitnið hafa grennslazt sérstaklega fyrir um það, hvort leyfi byggingaryfirvalda væri fyrir því að byggja bílskúr á lóðinni, þar eð það hafi skilið orð seljanda svo, að slíkur réttur væri innifalinn í kaupum og að ekkert væri því til fyrirstöðu. Fyrir dóminn hefur komið Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlög- maður og borið vitni í málinu. Segir vitnið, að það hafi útbúið afsalið milli Karls Ólafssonar og Karls Leví Jóhannessonar. Ekki kveðst vitnið muna eftir því, að neinar sérstakar umræður hafi átt sér stað um það, hvort leyfi byggingaryfirvalda væri fyrir hendi til þess að byggja bílskúr á lóð hússins Bergþórugötu 15 Á. Sjálft segir vitnið, að það hafi lagt þann skilning í setninguna: „Þá fylgir og í kaupum þessum réttur til að byggja bílskúr á lóð hússins óátalið af meðeigendum“, á þá leið, að í henni fælist ekki meiri réttur heldur en orð setningarinnar gæfu til kynna. Hins vegar hafi það ekkert hugsað út í það, hvort leyfi bygg- ingaryfirvalda væri fyrir hendi. Ekki minnist vitnið þess, að það hafi sérstaklega útskýrt skilning sinn á ákvæði afsalsins í áðurnefndri setningu, sem hefst á orðunum „þá fylgir o. s. frv.“. Þá hefur komið fyrir dóm sem vitni Jóhannes Trausti Jóns- son, eiginmaður vitnisins Sigurborgar Ólafsdóttur. Skýrði vitnið svo frá, að þau hjónin hafi farið saman til að skoða umrædda íbúð og hafi þá hitt þar fyrir fyrrverandi eiganda hennar, Karl Leví Jóhannesson. Segir vitnið, að þau hafi rætt við hann um kaupverð íbúðarinnar m. a, og enn fremur segir vitnið, að stefndi hafi sagt við þau, að bílskúrsréttindi fylgdu eigninni, og bent þeim á bann stað á baklóð hússins, hvar sá bílskúr ætti að standa, án þess að minnast nokkuð á, að leyfi byggingarytir- valda væri ekki fyrir hendi. Þá segir vitnið, að það hafi verið viðstatt, er afsal var gert milli Karls Leví Jóhannessonar og Karls Ólafssonar, og hafi það þá borizt í tal, að bílskúrsréttindi fylgdu áðurgreindri húseign. Ekki segir vitnið, að borizt hafi í tal, hvort leyfi byggingaryfir- valda væri fyrir hendi til slíkrar byggingar, enda segist vitnið ekki hafa getað skilið orð Karls Leví Jóhannessonar né ákvæði 1012 í fyrra afsali, er lá frammi, á aðra lund en þá, að ekki væri neitt því til fyrirstöðu, að reisa mætti bílskúr á baklóð umræðdrar húseignar. Stefndi í máli þessu, Karl Leví Jóhannesson, hefur aldrei fengizt til að koma fyrir dóm og gefa skýrslu þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar að lútandi. Dómkvaddir hafa verið tveir matsmenn til þess að meta verð- lækkun á eignarhluta Karis Ólafssonar í fasteigninni nr. 15 Á við Bergþórugötu í Reykjavík við það, að bílskúrsréttur fylgir ekki. Hinir dómkvöddu matsmenn luku matsgerð sinni hinn 30. marz 1967. Segir þar í niðurlagi matsgerðarinnar orðrétt: „Við teljum einsætt, að það skipti máli um verðmæti framangreinds eignar- hluta matsbeiðanda í fasteigninni nr. 15 A við Bergþórugötu, hvort honum fylgir bílskúrsréttur eða eigi. Metum við verð- lækkun eignarhlutans við það, að bílskúrsréttur er ekki fyrir hendi, kr. 10.000.00 miðað við staðgreiðslu“. Samkvæmt vottorði frá skrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. desember 1968, eru ekki bílskúrsréttindi á lóðinni nr. 15 A við Bergþórugötu. Fallast verður á það með stefnanda, að það hafi verið eðli- legur skilningur á áðurnefndri setningu í afsalinu „þá fylgir og í kaupum þessum réttur til að byggja bílskúr á lóð hússins óátalið af meðeigendum“, að öll réttindi fylgdu til þess að byggja bílskúr á lóð hússins Bergþórugötu 15 A, enda virðist seljandi eignarinnar hafa vakið þá trú hjá kaupendum, sbr. framburði Þeirra hér að framan. Stefndi hefur, sem áður segir, ekki komið fyrir dóm til þess að mótmæla þessum staðhæfingum vitnanna, og ber því að leggja orð þeirra til grundvallar. Ekki er heldur leitt í ljós, að fasteignasalinn hafi á nokkurn hátt gefið kaup- endum til kynna, að áðurnefndur bílskúrsréttur væri nokkrum annmörkum háður. Matsgerðinni hefur á engan hátt verið mótmælt, og þykir því mega leggja hana óbreytta til grundvallar stefnukröfunni. Samkvæmt þessu verður því Karl Leví Jóhannesson dæmdur til að greiða stefnanda, Karli Ólafssyni, kr. 10.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júní 1964, kr. 3.500.00 í málskostnað, kr. 6.640.00 í matskostnað og kr. 500.00 í lögmannsaðstoð vegna matsbeiðni. Ólafur B. Árnason, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þennan. 1013 Dómsorð: Siefndi, Karl Leví Jóhannesson, greiði stefnanda, Karli Ólafssyni, kr. 10.000.00 með 7% ársvöxtum frá 1. júní 1964 til greiðsluðags, kr. 3.500.00 í málskostnað, kr. 6.640.00 í matskostnað og kr. 500.00 í lögmannsaðstoð vegna mats- beiðni, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 8. desember 1970. Nr. 192/1969. Engilbert Eggertsson Guðlaug Ástmundsdóttir Steinn Lárusson Arnfinnur Ingi Sigurðsson Sigríður Níelsdóttir Hrefna Níelsdóttir Tryggvi Kristjánsson og Gísli Guðmundsson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni s/f og Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni persónulega (Gústaf Ólafsson hrl.) og Kristni Sveinssyni og gagnsakir (Ingi Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds. Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. október 1969, að fengnu áfrýjunarleyfi 16. s. m. Krefjast þeir þess, að gagnáfrýjendur verði allir in solidum dæmdir til að greiða þeim kr. 340.368.50 ásamt 1% dráttar- 1014 vöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsludags. Enn fremur krefjast aðaláfrýjendur þess, að gagnáfrýjendur Jón Sigurðsson og Hermann Helga- son s/f og Jón Sigurðsson og Hermann Helgason persónulega verði dæmdir til að greiða þeim óskipt kr. 71.845.00 ásamt 1% dráitarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánnði frá 20. janúar 1965 til greiðsludags. Þá krefjast aðaláfrýjendur þess, að gagnáfrýjendum verði óskipt gert að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 30. október 1969. Krefst hann sýknu af kröfum aðaláfrýjenda og að aðaláfrýjendum verði óskipt dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Gagnáfrýjandi Kristinn Sveinsson hefur skotið máli þessu til Hætaréttar með stefnu 4. nóvember 1969. Krefst hann sýknu af kröfum aðaláfrýjenda og að þeim verði óskipt gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafa verið lögð fram í Hæstarétti ýmis ný gögn og framhaldspróf háð í málinu. Eins og í hinum áfrýjaða dómi getur, byggði gagnáfrýj- andi Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f bær sjö íbúðir að Fallsmúla 7 hér í borg, sem í málinu greinir, og seldu þær, en um viðskipti þessi hafa verið lagðir fram kaupsamn- ingar og afsöl, eins og nánar verður rakið. 1. Engilbert Eggertsson. Hinn 19. nóvember 1963 gerðu aðaláfrýjandi Engilbert Eggertsson og gagnáfrýjandi Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f með sér kaupsamn- ing, þar sem aðaláfrýjandi Engilbert skuldbatt sig til að kaupa og nefndur gagnáfrýjandi að selja fjögurra herbergja ibúð á 3. hæð í greindu húsi. Afsal fyrir íbúð þessari var síðan gefið 15. nóvember s. á. 2. Sigríður og Hrefna Níelsdætur. Aðaláfrýjendur Sig- ríður og Hrefna Níelsdætur og gagnáfrýjandi Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f gerðu með sér kaupsamning um fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð hússins hinn 18. nóvember 1015 1963, en afsal fyrir íbúð þessari var gefið hinn 21. desember 1964. 3. Tryggvi Kristjánsson. Kaupsamningur milli aðaláfrýj- anda Tryggva Kristjánssonar og gagnáfrýjanda J óns Sigurðs- sonar og Hermanns Helgasonar s/f um fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð hússins var gerður hinn 11. nóvember 1964 og afsal gefið fyrir íbúðinni hinn 5. október 1965. Greindir kaupsamningar og afsöl eru öll undirrituð af Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni f. h. gagnáfrýjanda Jóns Sigurðssonar og Hermanns Helgasonar s/f og svo af kaup- endum. 4. Gísli Guðmundsson. Með afsali, dags. 23. desember 1964, seldi og afsalaði gagnáfrýjandi Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f aðaláfrýjanda Gísla Guðmundssyni fimm her- bergja íbúð á 1. hæð hússins, en kaupsamningur um íbúð þessa hefur ekki verið lagður fram í málinu. Samkvæmt málflutningi er kaupsamningurinn gerður 30. apríl 1964. Er afsalið undirritað á sama veg og að framan greinir. 5. Steinn Lárusson. Hinn 19. nóvember 1963 gerðu Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali, Barmahlíð 30 hér í borg, og sagnáfrýjandi Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f með sér kaupsamning um fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð í margnefndu húsi. Hinn 15. nóvember 1964 framseldi Lárus Blöndal Guðmundsson aðaláfrýjanda Steini Lárussyni, syni sinum, kaupsamning þennan, og sama dag fékk hann afsal fyrir íbúðinni, en löggerningar þessir eru undirritaðir á sama hátt og fyrr getur. 6. Arnfinnur Ingi Sigurðsson. Með afsali, dags. 15. sepi- ember 1965, seldu og afsöluðu Jón Sigurðsson og Hermann Helgason f. h. gagnáfrýjanda Jóns Sigurðssonar og Her- manns Helgasonar s/f fimm herbergja íbúð á 2. hæð nefnds húss aðaláfrýjanda Arnfinni Inga Sigurðssyni. Kaupsamn- ingur um íbúð þessa hefur ekki verið lagður fram í málinu, en samkvæmt málflutningi var hann gerður 10. april 1964. Á afsalið er skráð: „Samþykk ofangreindri sölu. Reykjavik 21. okt. 1965, f. h. Bsf. atvinnuflugmanna. Anton G. Axels- 6 son . 1016 7. Guðlaug Ástmundsdóttir. Með kaupsamningi 19. nóv- ember 1963 skuldbatt Ástmundur Guðmundsson skrifstofu- stjóri, Grenimel 1 hér í borg, sig til að kaupa og Jón Sig- urðsson og Hermann Helgason f. h. gagnáfrýjanda Jóns Sigurðssonar og Hermanns Helgasonar s/f til að selja fimm herbergja íbúð á 4. hæð að Fellsmúla 7. Hinn 15. nóvember 1964 var afsal gefið fyrir íbúðinni og undirritað á sama veg og kaupsamningurinn. Hinn 1. október 1965 afsöluðu svo Ástmundur Guðmundsson og Ágústa Ágústsdóttir gagnáfrýj- anda Guðlaugu Ástmundsdóttur, dóttur sinni, íbúðinni. Í matsgerðum þeim, sem lagðar hafa verið fram í málinu, er tjón hvers einstaks aðaláfrýjanda ekki sérgreint og eigi heldur í stefnu eða flutningi málsins. Kröfur aðaláfrýjenda eru sprottnar af sams konar tilvik- um, göllum á gluggum í greindu húsi og vöntun á tækjum við hitkerfi þess, að því er þeir telja, og ljóst er, að úrlausn þeirra skiptir máli fyrir þá alla, en kröfur þessar eru ekki af sömu rót runnar og hver einstök byggð á sérstökum lög- gerningi. Mega aðaláfrýjendur því ekki sækja þær í einu og sama máli, sbr. 47. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjendur til að greiða gagnáfrýjendum óskipt málskostnað í héraði og hér fyrir dómi, gagnáfrýjanda Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni s/f samtals kr. 30.000.00 og gagnáfrýjanda Kristni Sveinssyni samtals kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Aðaláfrýjendur, Engilbert Eggertsson, Guðlaug Ást- mundsdóttir, Steinn Lárusson, Arnfinnur Ingi Sigurðs- son, Sigríður Nielsdóttir, Hrefna Níelsdóttir, Tryggvi Kristjánsson og Gísli Guðmundsson, greiði gagnáfrýj- endum óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, gagnáfrýjanda Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni 1017 s/f samtals kr. 30.000.00 og gagnáfrýjanda Kristni Sveinssyni samtals kr. 12.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. maí 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 5. maí s.l., hafa stefnendur, Engil- bert Eggertsson, Guðlaug Ástmundsdóttir, Steinn Lárusson, Arn- finnur Ingi Sigurðsson, Sigríður og Hrefna Níelsdætur, Tryggvi Kristjánsson og Gísli Guðmundsson, öll til heimilis að Fellsmúla 7, Reykjavík, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgef- inni 6. nóvember 1967, á hendur firmanu Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni s/f, Reykjavík, og Jóni Sigurðssyni, Fells- múla 7, Hermanni Helgasyni, Bogahlíð 17, og Kristni Sveinssyni trésmíðameistara, Bogahlíð 12, in soliðum til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 412.213.50 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu eftir mati réttarins. En til vara greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 173.113.50 auk 1% dráttarvaxta á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsluðags auk málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Stefndu Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f og Jón Sig- urðsson og Hermann Helgason persónulega krefjast þess, að þeir verði algerlega sýknaðir af öllum kröfum stefnenda og að stefn- endur verði in solidðum dæmdir til að greiða þeim málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Stefndi Kristinn Sveinsson krefst þess, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnenda og honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður. Við munnlegan flutning málsins settu stefnendur fram kröfur sínar þannig: AS stefndu firmað Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f, Jón Sigurðsson og Hermann Helgason persónulega og Kristinn Sveinsson trésmíðameistari verði in solidum dæmdir til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 340.368.50 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsluðdags og firmað Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f og Jón Sig- urðsson og Hermann Helgason verði persónulega auk þess in soliðum dæmdir til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 71.845.00 1018 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsludags, en til vara, að stefnda firmað Jón Sig- urðsson og Hermann Helgason s/f og Jón Sigurðsson og Hermann Helgason persónulega og Kristinn Sveinsson verði in solidum dæmdir til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 101.268.50 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsludags og firmað Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f og Jón Sigurðsson og Hermann Helgason persónulega verði auk þess in soliðum dæmdir til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 71.845.00 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. janúar 1965 til greiðsludags, en málskostnaðar er krafizt að skaðlausu að mati dómsins bæði í aðalkröfu og varakröfu. Kröfur hinna stefndu voru óbreyttar. Sátta var leitað, en árang- urslaust. Í stefnu er málavöxtum lýst þannig, að á tímabilinu nóvember 1964 til október 1965 keyptu stefnendur máls þessa sjö íbúðir af firmanu Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni s/f í húsinu nr. 7 við Fellsmúla. Veturinn 1964 til 1965 kom í ljós, að mikill raki settist innan á tvöfalt verksmiðjugler, sem var í gluggum íbúða þessara, og bar einkum á þessu í köldum veðrum. Stefn- endur gerðu þegar í stað athugasemdir varðandi þessa galla við seljendur. Seljendur höfðu einnig látið undir höfuð leggjast að ljúka við íbúðirnar að öðru leyti, meðal annars vantaði kontróltæki á mið- stöðvarkerfi hússins. Seljendur höfðu neitað algerlega, að þeim bæri skylda til þess að setja upp greind tæki vegna miðstöðvar- lagnar hússins. Íbúðir bær, sem stefnt er út af, eru samkvæmt framlögðum veðbókarvottorðum íbúð á 1. hæð til hægri, eign Gísla Guðmunds- sonar, íbúð á 1. hæð til vinstri, eign Tryggva Kristjánssonar, íbúð á 2. hæð til hægri, eign Arnfinns 1. Sigurðssonar, íbúð á 2. hæð til vinstri, eign Sigríðar Níelsdóttur og Hrefnu Níelsdóttur, íbúð á 3. hæð til vinstri, eign Steins Lárussonar, íbúð á 4. hæð til hægri, eign Guðlaugar Ástmundsdóttur, og íbúð á 4. hæð til vinstri, eign Engilberts Eggertssonar. Íbúðir þær, sem hér um ræðir, eru ýmist 4 eða 5 herbergja íbúðir. Samkvæmt framlögðum afsölum hafa seljendur skuld- bundið sig til að kosta og ganga fullkomlega frá miðstöðvarlögn, vatns. og skolpleiðslum út úr veggjum, rafpípum og dósum án ídráttar og þakeinangrun með 2 tommu plasti, enn fremur skyldu íbúðirnar afhentar með tvöföldu gleri í föstum gluggum og tvö- 1019 földu trélistagleri í opnanlegum gluggum. Tvöfalt verksmiðju- gler skyldi vera í stigahúsi og einfalt gler í ytri forstofu og kjallara. Það er óumdeilt í málinu, að stefnendur hafi þegar í stað og þeir urðu varir við galla þá, sem þeir telja vera á umræddum gluggum, kvartað undan því við seljendur íbúðanna. Þann 19. janúar 1965 rita þeir yfirborgardómaranum í Reykja- vík bréf, þar sem þeir óska eftir, að dómkvaddir verði tveir menn til að athuga glugga, gluggabúnað, gler og glerísetningu í þessum íbúðum. Óska þeir eftir, að hinir dómkvöddu menn láti í ljós álit sitt, hvort farið hafi verið eftir fyrirsögn framleiðenda um ísetningu glersins og hvort frágangur á gluggum og gleri sé eins og vera ber og ef svo væri ekki, þá hverra úrbóta sé þörf. Mats- beiðni þessi segja þeir, að sé til komin vegna mikils raka, er komið hafi innan á glerið og í glugga, sérstaklega í kulda. Þann 20. janúar 1965 dómkvaddi yfirborgardómari Indriða Níelsson húsasmíðameistara og Ögmund Jónsson verkfræðing til þess að framkvæma hið umbeðna mat. Matsgerð þeirra er dagsett 26. apríl 1965. En skoðunargerð fór fram 28. janúar 1960. Í mats- gerðinni skýra matsmennirnir svo frá: „Matsmönnunum var afhentur leiðarvísir um glerið og ísetn- ingu þess. Vörumerki glersins er Aterphöne. Er það framleitt í Frakklandi. Síðar bárust uppdrættir af gluggum, gerðir af Þor- valdi Kristmundssyni, dags. 30. júlí 1963. Frágangur glersins var skoðaður í flestum íbúðum, en sums staðar var aflæst. Innréttingu íbúðanna er ekki lokið. Þegar skoðun fór fram, var hlýtt í veðri og engin móða á gluggum, en matsmenn töldu sig á stöku stað sjá merki um raka á málningu. Samkvæmt frásögn Engilberts Eggertssonar sést dögg c/a % tommu inn á gluggakisturnar og % tommu inn á rúðurnar, þegar frost er. Nokkru eftir að skoðunargerð fór fram, var samkomulag um það við Ástmund Guðmundsson að bíða með að ljúka matsgerð- inni, þar til matsmenn hefðu fengið tækifæri til að skoða glugg- ana í frosti. Þann 4. marz 1965 fór Indriði Níelsson á staðinn. Frost var 9 stig og bjart veður. Indriði gat ekki skoðað allar íbúðirnar, en athug- anir hans á þeim, sem opnar voru, eru Í stuttu máli þessar: 4. h. til vinstri, vatn í gluggum, dögg á rúðum neðan til og upp með hliðum. 1020 4. h. til hægri, íbúðin óupphituð, ís í gluggahornum, en ekkert vatn Í gluggum. 3. h. til vinstri, verið að mála, en íbúðin upphituð, raki var í spartli í gluggum, en ekkert vatn. 2. h. til vinstri, vel upphituð og loftað, engin dögg á rúðum. Samkvæmt leiðarvísi þeim, sem að framan getur, á rúðufalsið að vera 20 mm djúpt og 30 mm breitt. Dýpt falsins mældist 16,5 mm, en breiddina var ekki hægt að mæla nákvæmlega. Þykkt kíttisins var nokkuð misjöfn, 13 mm hvorum megin, en ætti að vera um 4 mm samkvæmt leiðarvísinum, vantar því nokkuð á breiddina. Af þessu er ljóst, að ekki hefur verið farið eftir fyrir- sögn framleiðanda. Ógerningur virðist að auka breidd rúðufalsins, en dýptina mætti auka með því að setja hærri lista að utan og bæta lista að innan, nokkur lýti yrðu af þessu. Matsmenn telja, að frávikið frá leiðarvísinum um frágang Blugganna sé ef til vill ekki meginorsök þess raka, sem fram hefur komið. Húsið er nýbyggt og ekki fyllilega upphitað, tölu- verður raki mun því enn vera í því. Matsmenn bekkja dæmi þess, að raki í gluggum nýbyggðra húsa hafi horfið, er þau hafi náð að þorna og upphitun og loftun verið komin í eðlilegt horf. Á 2. hæð til vinstri var engin dögg við síðari skoðunargerð, og styður það mjög þá skoðun, að hér muni einnig svo reynast. Hefur því ekki verið metið til fjár, hvað kosta mun að dýpka rúðufalsið, enda ekki um það beðið í matsbeiðninni“. Hinn 25. nóvember og 28. desember 1965 rita stefnendur stefnda firmanu Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni s/f bréf, þar sem þeir krefjast bóta fyrir framkomna galla á gluggunum og óska eftir samkomulagi um það atriði. Með bréfi 6. janúar 1966 svara stefndu þessu bréfi, og kemur þar fram sú skoðun þeirra, að móðumyndun á gleri, sem fram hefur komið, sé vegna steinraka hússins. Þá telja þeir einnig klukkurofa, útitermostat og rennslismæli sér óviðkomandi, þar sem umrædd teikning hafi aldrei verið lögð fram við gerð kaup- samningsins og sú hitalögn, sem lögð hefur verið í húsin, verið gerð í samráði við verkfræðing þeirra. Hitalögnin sé talin gera meira en að fullnægja ákvæðum kaupsamningsins, bæði um efni og gerð. Nokkur bréfaskipti fara síðan fram, unz stefnendur rita yfir- borgardómara bréf þann 13. september 1966, þar sem þeir óska eftir, að dómkvaddir verði tveir eða fleiri sérfróðir og óvilhallir 1021 menn til að skoða og meta galla þá, sem fram hafa komið í hinum umdeildu íbúðum. Þann 21. september 1966 dómkveður yfirborgardómari þá Gísla Þorkelsson efnaverkfræðing, Kristinn Sigurjónsson húsasmíða- meistara og Svein Torfa Sveinsson verkfræðing til þess að fram- kvæma hina umbeðnu matsgerð. Lagt er fyrir matsmennina að skoða gler í íbúðum hússins nr. 7 við Fellsmúla, lýsa göllum, sem á því kunna að vera, og hvernig úr þeim megi bæta, svo og meta til fjár, hvað það muni kosta. Einnig er óskað, að matsmennirnir sannreyni vöntun framrennslis- mæla, klukkurofa og útitermostats í hitakerfi hússins, segi til um kostnað við kaup þeirra og uppsetningu, allt eins og nánar getur í beiðninni. Matsgerð þeirra er dags. 23. maí 1967, en matið fór fram 21. október 1966. Í matsgerðinni segir svo: „Vegna þess, hvernig þéttingu á gluggum er háttað, var ekki talið unnt að meta umrædda galla, nema kalt væri úti, og var því matsfundi frestað, eftir að matsmenn höfðu kynnt sér nokkuð ísetningu glersins o. fl. Matsmenn hafa síðar komið á staðinn þrisvar sinnum til að kynna sér málavöxtu, sérstaklega í frostum. Lýsing á galla, sbr. A-lið. Matsmenn hafa kannað umrædda galla og komizt að raun um, að mikil þétting er á rúðum, en ekki hefur borið á leka í rign- ingu, en það var sérstaklega athugað þann 3. desember s.l. Umrædd föls, sem rúðurnar eru Í, eru grynnri en framleiðandi glersins tekur til, eða nánar til tekið 16 mm í stað 20 mm. Á gluggum var málning meira og minna skemmd vegna bleytu, en matsmenn telja tæplega, að um fúa geti verið að ræða í gluggum, þar eð húsið er svo ný byggt. Lýsing á galla skv. B-lið. Ekki eru framrennslismælar á hverju hitakerfi fyrir sig, ekki heldur klukkurofi og útitermostat, sem á því eiga að vera sam- kvæmt teikningu. Á innrennslispípu frá Hitaveitu Reykjavíkur er framrennslis- mælir, en ekki er um að ræða skiptingu samkvæmt slíkum mæli á milli einstakra kerfa í húsinu, en þau eru þrjú talsins. Úrbætur. Matsmenn telja nauðsynlegt að breyta gluggum í húsinu, þannig að falsdýpt verði í samræmi við það, sem framleiðandi glersins 1022 segi fyrir um og annar frágangur einnig, sbr. hjálagðar leiðbein- ingar. Með því móti verður komið á betri einangrun kringum lista þann, sem tengir saman rúðurnar, og þar með brotin sú kuldabrú, sem nú er í gluggum umrædds húss. Enda þá gengið frá gluggum að öðru leyti, svo sem framleiðandi glersins segir fyrir um, eins og áður er sagt. Tvær leiðir eru til lausnar vandanum. 1. Allar rúður eru teknar úr og öll föls dýpkuð um 4 mi til samræmis við kröfur framleiðanda glersins, en síðan fengið nýtt gler, sem passi í fölsin þannig breytt. Með því móti er ljósmál glugganna ekki rýrt, eða 2. settur sé listi innan í alla gluggana, þannig að forskriftum verksmiðjunnar sé fullnægt. Jafnframt verði skipt um lista á rúðunum utanverðum, þannig að sömu forskriftum sé full nægt. Að lokum annarri hvorri aðgerðinni hér að ofan þarf að mála gluggana að nýju að utan og innan. Hitalögnin mundi vera í samræmi við uppdrátt, að því er við kemur hitaklefa, með þeim lagfæringum, sem um getur hér að framan. Kostnaðaratriði: 1. Állar rúður teknar úr, fölsin dýpkuð og sett- ar nýjar rúður oglistar .. ... „002... kr. 316.000.00 2. Settir listar innan á alla gluggana skv. lið 2 hér að ofan .. ... „2. 2. — '76.900.00 3. Hitalögn breytt í hitaklefa til. samræmis við teikningu .. ..... „2... — 1.845.00%. Þann 3. janúar 1968 fór fram framhaldsskoðun samkvæmt beiðni lögmanns stefnanda. Er hún dagsett 3. janúar 1968. Þar taka matsmennirnir fram, að við ítrekaða skoðun standist mats- gerðin frá 23. maí 1967 fyllilega, en taka fram eftirfarandi til viðbótar: „Íbúð á 4. hæð til vinstri. Raki og frost var með brúnum á stóru rúðunum, í þeirri íbúð einkum að neðan. Einnig var frost á opnanlegu gluggunum neðst og dögg á brúnum upp með gluggunum nokkuð. Málning var víða farin að bila. Íbúð á 4. hæð til hægri. Íbúðin var til muna kaldari og minni móða var á gluggum í þeirri íbúð, en samt var nokkuð frost neðst á rúðum. Málning 1023 var óskemmd nema í svefnherbergisglugga, en þar var hún mjög mikið skemmd. Íbúð á 3. hæð til hægri. Þar var allt þurrt á öllum gluggum nema í einu herbergi, og var þar biluð málning. Matsmönnum var sagt, að þessi íbúð hefði verið lítið notuð um tíma, eða frá því um jól. Íbúð á 3. hæð til vinstri. Raki og frost var í flestum gluggum, baðherbergisgluggi var skemmdur og dálitlar skemmdir í svefnherbergisgluggum. Íbúð á 2. hæð til vinstri. Raki og frost var í flestum gluggum, málning var biluð í bað- glugga, en ekki annað. Íbúð á 2. hæð til hægri. Matsmenn komust ekki inn í íbúðina, þar sem enginn var við- látinn, sem hafði lykil að henni. Íbúð á 1. hæð til vinstri. Mjög mikill raki og frost var í baðgluggum. Frost var nokkuð á öllum gluggum neðst, einnig á opnanlegum gluggum. Gluggar voru ekki full málaðir. Íbúð á 1. hæð til hægri. Raki og frost var í gluggum, málning í baðglugga ónýt, skemmdir voru á svefnherbergis- og setustofugluggum. Að loknu mati fór einn matsmanna, Kristinn Sigurjónsson, ásamt Kristni Sveinssyni í húsið Skipholt 70. En í því húsi er tvöfalt gler, sem afgreitt er frá sama fyrirtæki og það tvöfalda gler, sem er Í Fellsmúla 7. Ekki sáust merki þar um raka á neinum gluggum, enda munu fölsin í því húsi vera talin í sam- ræmi við þær forskriftir, sem framleiðandi glersins hefur fyrir mælt“. Lagt hefur verið fram sem dskj. nr. 38 bæklingur, er stefn- endur segja vera leiðbeiningar frá framleiðendum glersins. Á forsíðu hans er stimplað: „Umboðsmenn á Íslandi H. Benedikts- son h.f., Reykjavík“. Þykir nú rétt að rekja nokkuð þær upplýsingar, sem fram hafa komið í málinu í vitnaleiðslum og aðiljayfirheyrslum. Matsmaðurinn Sveinn Torfi Sveinsson hefur komið fyrir dóm. Vitnið kvaðst ekki muna, hve kalt var úti, er skoðun fór fram, en man þó, að mikið frost var. Það man ekki, hvort móða var í eldhúsgluggum, en á stigagangi hafi engin móðumyndun verið. Ekki kvaðst vitnið muna, hvort meiri móða var í svefnher- 1024 bergissluggum eða stofugluggum, því að þetta hafi verið mis- munandi eftir íbúðum. Í sumum herbergjum var loftræsting ekki góð. Vitnið tók fram, að frekar óalgengt væri, að móða mynd- aðist á tvöföldu gleri, þótt frost væri. Það kæmi þó helzt fyrir í baðherbergjum og eldhúsum, þar sem rakastig er miklu hærra en venjulega. Þá tók vitnið fram, að það væri ekki sjálfstætt mat sitt, að gluggafölsin væru of grunn, heldur byggði það þá skoðun sína á fyrirmælum framleiðenda glersins, og átti vitnið þá við leið- beiningar þær, sem lagðar hafa verið fram sem dskj. nr. 38. Ekki kvaðst vitnið muna nú, hvort það hafi veitt því athygli, að stál- karmar glersins sæjust upp úr falsinu. Hins vegar tók vitnið það fram að gefnu tilefni, að ef stálkantur sá, sem tengir glerið saman, væri óvarinn af innra kanti gluggans, mundi það orsaka kuldabrú, sem héldi hélu og rakamyndun á innra borði glersins í frostum. Vitnið sagði, að bleyta sú, sem um ræðir í matinu á gluggunum, hafi stafað af þéttingu innan frá. Vitnið taldi aðspurt nauðsynlegt að breyta gluggum í húsinu, þannig að falsdýpt yrði í samræmi við fyrirmæli framleiðenda glersins, vegna kuldabrúa og þar með einangrunar gluggans í heild. Þá sagði vitnið, að ekki hefði verið mælt raka- og hitastig í herbergjunum. Í sambandi við miðstöðvarlögn hússins var vitnið að því spurt, hvort miðstöðvarlögn gæti verið fullfrágengin, þótt vantaði úti- termostat, klukkurofa eða framrennslismæla. Vitnið svaraði því þannig, að hitakerfi gæti verið fullfrágengið, þó að ekki sé á því útihitaraskynjari, termostat, klukkurofi eða aðgreindir fram- rennslismælar. Matsmaðurinn Kristinn Sigurjónsson húsasmíðameistari hefur komið fyrir dóm og borið eftirfarandi: Vitnið kvað það vera sjálf- stætt mat sitt, að gluggafölsin hafi verið of grunn. Það kveðst hafa veitt því eftirtekt, að ef stálkarmar glersins komast upp fyrir ljósmál gluggans, sé hætt við, að myndist kuldabrú. Gildi þetta bæði að utan og innan. Vitnið kvað það álit sitt að bleyta í gluggum hafi stafað af raka, sem myndast hafi innan frá. Það kveðst ekkert athugavert hafa séð við glerísetninguna almennt eða t. d. kíttunina. Þá hefur matsmaðurinn Gísli þorkelsson verkfræðingur komið fyrir dóm og borið eftirfarandi: Vitnið segir, að það álit sitt, að gluggafölsin séu of grunn, sé ekki reist á sjálfstæðu mati sínu, 1025 heldur byggt á leiðbeiningum varðandi ísetningu glersins frá framleiðendum. Hins vegar sé sér ljóst, að fölsin þurfi að hafa ákveðna dýpt til að fyrirbyggja leiðni stállistans. Vitnið sagði, að einkum hafi borið á þéttingu á rúðum með- fram útjöðrum glersins, en þó hafi borið mest á þéttingum neðst, og það bendi til þess, að um óeðlilega kælingu sé að ræða. Vitnið tók fram, að eftir samsetningu glersins sé ekki óeðlilegt, að mest beri á þéttingu í útjöðrum glersins eftir ísetninguna. Hins vegar hafi sér fundizt þéttingin vera óeðlilega mikil, eða með öðrum orðum meiri en eðlilegt gæti talizt út frá kælingu vegna snert- ingar við gluggana. Vitnið kveðst ekki minnast þess, að það hafi séð málmlista skerða ljósmál glugganna, hins vegar minnir vitnið, að það hafi séð listann, án þess að hann skerti ljósmál glugganna. Þá tók vitnið fram, að vegna mikillar leiðni stállistanna yrði kæling meiri þar, sem listinn væri ekki varinn eða einangraður. Vitnið gat ekki betur munað en að H. Benediktsson hefði lagt fram leiðbeiningar þær, sem um hefði verið rætt í málinu. Þá hefur einn af stefnendum málsins, Engilbert Eggertsson, komið fyrir dóm. Hann skýrði svo frá, að mikil móða hefði komið fram í íbúð hans og móðunnar mest gætt út við kantana, en þó meira að neðan. Hann segir, að rakastig hafi verið mælt í íbúð sinni fyrsta árið og hafi seljendur gert það, en ekki veit hann, hvað þær mælingar sýndu. Strax fyrsta veturinn segir hann, að kvartað hafi verið undan þessu við seljendur, en þeir töldu, að sökum þess að íbúðin hans hefði verið máluð með vatns- málningu, væri svo hátt rakastig í henni, að það orsakaði móðu á rúðum. Móðan á rúðunum hafi ekki ennþá horfið og í vetur hafi komið í ljós, að rúðurnar hafi frosið að innanverðu út við kantana. Við það kveðst hann einnig hafa orðið var veturinn áður. Þá tók hann fram, að þegar kaupsamningurinn var gerður, þá lá miðstöðvarteikning ekki frammi, en að sér hafi verið lofað, að það yrði sérhiti fyrir fjögurra herbergja íbúðir, fimm her- bergja íbúðir, stigagang og sameiginlegt í kjallara, eða nánar til- tekið þrjú kerfi í stigahúsinu. Hann tók fram, að kerfin hafi verið samtengd við einn forhitara fyrir allt húsið, þegar hann tók við íbúðinni. Á síðastliðnu hausti hafi húseigendur sjálfir breytt tengingum þannig, að sérhitari hafi verið settur á hvert af kerfunum þremur með sérmælum og hitastillum á hitaveitu- inntaki. Þessar breytingar hafi kostað sem næst kr. 115.000.0U. Þá hefur Kristinn Sveinsson húsasmíðameistari, stefndi í máli 65 1026 þessu, komið fyrir dóm. Hann kveðst hafa verið byggingameistari við húsið nr. 7 við Fellsmúla og ráðinn til þess af Jóni Sigurðs- syni og Hermanni Helgasyni. Gluggarnir, sem um er deilt í máli þessu, hafi verið smíðaðir hjá Gissuri Sveinssyni. Ekkert kveðst hann hafa komið nálægt þeim samningum og hafi Jón og Her- mann algerlega ráðið gerð glugganna og hafi hann ekkert haft með það að gera, t. d. hvað falsdýptina snerti. Þegar gluggarnir voru settir í húsið, var glerið ekki komið á staðinn. Hann kveðst hafa tekið mál af gluggunum (stíft mál), það er gluggamálið, og eftir því máli hafi svo verið pantað glerið frá viðkomandi verksmiðju, og kveðst hann ekkert hafa haft með það að gera og viti ekki betur en að Jón og Hermann hafi pantað glerið. Hann kveðst ekki hafa haft neinar tillögur fram að færa, hvaða gler skyldi vera notað. Þegar svo glerið kom á staðinn, kveðst hann hafa stjórnað ísetningu þess og hafi þá ekki legið fyrir neinn leiðarvísir frá verksmiðjunni. Aðspurður sagði hann, að þetta sé ekkert óvenjulegt, þeir hefðu sett glerið í á sama hátt og gert var við gler frá Cudo og Eggert Kristjánssyni. En hann tók fram, að þetta hefði ekki verið sams konar gler, sem hann hefði áður notað í hús, er hann byggði. Kringum þetta gler hafi verið breiður málmrammi eða skúffa, en í gleri því, sem hann hafði áður notað, var ramminn mjórri og Í gleri frá Eggert Kristjánssyni hafi enginn rammi verið. Mætti tók fram, að persónulega sé sér illa við gler með málm- skúffu og hann hefði ekki ráðlagt að nota það, hefði hann verið spurður ráða, en annars kvaðst hann enga reynslu hafa haft af þessu gleri. Ekki kveðst hann hafa gert neinar athugasemdir við að nota glerið, einkum vegna þess, að það var komið á staðinn. Hann sagði aðspurður, að er hann fór að setja glerið í, hafi enginn grunur setzt að sér um það, að falsdýptin væri ekki nægi- lega mikil, enda hafi hann þá ekki haft teikningu af gluggunum og ekki séð hana, fyrr en mat fór fram á húsinu. Hann var að því spurður, hvers vegna hann hefði ekki kynnt sér gluggateikninguna áður eða um leið og hann framkvæmdi glerísetninguna. Þessu svaraði hann á þá leið, að hann hafi treyst á, að gluggafölsin væru nægilega djúp, enda hafi það aldrei brugð- izt, að falsdýptin væri í lagi frá hinum tveim glerseljendum, Eggert Kristjánssyni og Cudogler, og hafi hann því verið granda- laus. Hann var að því spurður, hvort nokkurs staðar hefði orðið vart við, að málmrammarnir væru óvarðir, er hann setti glerið 1027 í, og svaraði hann því til, að sums staðar hafi litlu munað, en hann hafi hvergi séð þá óvarða, eftir að gengið var frá kíttun. En hann gat ekki sagt um, hvort listarnir hafi einhvers staðar komið upp, eftir að kíttið fór að mást af. Hann upplýsti, að þetta verk hefði verið unnið í ákvæðisvinnu, eftir því sem hann bezt muni, og við glerísetninguna hafi verið vanir menn. Honum sé algerlega ókunnugt um, hvers vegna þessi tegund af gleri var valin. Engar athugasemdir hafi komið fram frá neinum varðandi glerísetninguna, meðan verkið var unnið. Mættum var á það bent, að samkvæmt teikningu af gluggunu:n sé gert ráð fyrir að nota Termopane gler eða gler, sem er sett saman á sams konar hátt, það er án máimlista. Hann svaraði, að sér væri algerlega ókunnugt um, hvers vegna vikið hafi verið frá þessu. Um þetta mál hafi ekki verið rætt við sig og þess vegna hafi hann ekki vakið athygli húseigendanna á þessu atriði. Hann kvaðst ekki geta munað, hvort hann hafi mælt falsdýptina, um leið og hann tók stíf mál af gluggunum. Hann kveðst ekki hafa verið meðeigandi að húsbyggingunni eða haft neinna hagsmuna að gæta í sambandi við sölu íbúðanna. Ekki kvaðst hann hafa með nein efniskaup að gera fyrir stefndu, þeir hafi yfirleitt sjálfir annazt öll innkaup á efni. Einnig hafi þeir séð um viðskiptin við verkstæði. Yfirheyrði tók fram, að undanfarin átia ár hafi hann byggt margar blokkir með síefndu og hefðu þeir yfirleitt alltaf keypt gler í blokkirnar eftir máli, sem hann hafi tekið eða menn hans. Þá óskaði hann eftir að benda á, að ekki hafi borið á móðu í gluggum í tveim íbúðum og stigagangi. Önnur þessara íbúða var eign stefnda Jóns Sigurðssonar, en hin hafi verið á jarðhæð. Þá sagði mætti, að það væri rétt, að hann hefði ásamt Kristni Sigurjónssyni skoðað húsið Skipholt 20, þar sem tvöfalt gler er frá sama fyrirtæki og hér um ræðir, og ekki hefði sézt þar neinn raki í gluggum, enda hafi gluggafölsin þar verið 22 mm. Þá hefur stefndi Hermann Helgason komið fyrir dóm. Hann skýrði svo frá, að hann ásamt Jóni Sigurðssyni hefði pantað glerið og hefði Kristinn Sveinsson ekki komið þar nærri. Ástæðan fyrir því, að glerið var keypt hjá H. Benediktssyni hafi verið sú, að það fyrirtæki var viðskiptavinur þeirra og hafði reynslu af þessu gleri, enda notuðu þeir slíkt gler í stórhýsi þeirra við Suðurlandsbraut. Ekki veit hann, hvort þeir höfðu teikningu glugganna, er glerið var pantað. Þá segir hann, að hann muni ekki, hvort falsdýptin hafi verið 1028 tilgreind við pöntunina eða hvort H. Benediktsson hafi spurt sérstaklega eftir því. Pöntun glersins hafi ekki verið gerð skrif- leg, heldur hafi verið farið með gluggamál trésmiðanna til H. Benediktssonar og pöntunin gerð eftir því. Ekki hafi H. Benediktsson vakið athygli þeirra á því, að gler þeita væri frábrugðið gleri því, sem almennt var notað í hús hér í Reykjavík, eða nokkurra sérstakra atriða þyrfti að gæta við umbúnað eða ísetningu þess. Hann kveðst ekki hafa fengið leiðarvísi um ísetningu glersins hjá seljanda, fyrr en löngu eftir að glerið var sett í, eða er athugasemdir bárust frá stefnendum. Þá hafi hann útvegað sér leiðarvísinn hjá H. Benediktssyni. Hann tók fram, að hér hafi engan veginn verið ljóst, að gluggarnir voru ekki rétt smíðaðir samkvæmt teikningunni og gluggafölsin væru grynnri en til var ætlazt. Ekki kveðst hann hafa gert neinar athugasemdir við Ísetningu glersins og telji hann, að það verk hafi verið vel unnið. Stefnendur reisa kröfur sínar á því, að hin mikla rakamyndun inni á gluggum hússins sé leyndur galli, sem seljendur og bygg- ingameistari hússins beri ábyrgð á in solidum. Hér sé um veru- lega galla að ræða. Seljendum hafi verið gefinn kostur á að lag- færa eða bæta gallann, en þeir hafi ekki viljað sinna því. Krafan um bætur vegna vöntunar á framrennslismælum, klukkurofa og útitermostati byggist á því, að seljendur hafi verið skuldbundnir til að skila hitakerfi hússins svo sem samþykkt teikning segði til um. Í afsölum fyrir greindum íbúðum sé skýrt tekið fram, að hitakerfi hússins eigi að skila í fullkomnu ásigkomulagi. Mismunurinn á aðalkröfu og varakröfu byggist á því, að mats- menn benda á tvær mismunandi kostnaðarsamar leiðir til úr- bóta á göllum á glerísetningunni. Stefnendur telji þá lausn eina viðhlýtandi, að skipt sé um gler í gluggum hússins og í þá sett passandi gler. Þeir telja það ekki fullkomna viðgerð á galla þess- um, að settir verði listar utan og innan á glerið, þar eð því sé samfara veruleg lýti á íbúðum þessum og auk þess sé skert ljós- mál glugganna. Eins og áður segir, breyttu stefnendur nokkuð kröfum sínum við munnlegan flutning málsins, og þykir rétt að skýra það nánar. Aðalkrafan sundurliðast þannig, að þess er krafizt, að Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f og Jón Sigurðsson, Her- mann Helgason og Kristinn Sveinsson verði in solidum dæmdir til greiðslu: 1029 Kostnaðar við að taka núverandi rúður úr, dýpka föls og setja nýjar rúður og lista samkvæmt 1. kostnaðarlið matsgerðar .. .. .. lr er 2. Kr. 316.000.00 Matskostnaðar vegna mats, dags. 96. apríl 1965 0... 0... kr. 4.600.00 Matskostnaðar vegna sama .. .. 2. — 253.50 Matskostnaðar vegna mats, dags. 23. maí 1967 ........ 2. 0. 2. 2. 2. 2. — 19.000.00 Kostnaðar vegna sama .. 2. 200. 207% 515.00 —- 24.368.50 Samtals kr. 340.368.50 og að Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f, Jón Sigurðsson og Hermann Helgason verði in soliðum dæmdir til greiðslu: Kostnaðar við að breyta hitalögn í hitaklefa til sam- ræmis við teikningu samkvæmt 3. kostnaðarlið matsgerðar .. 2. 00. kr. 7T1.845.00 Varakrafa er þannig sundurliðuð: Þess er krafizt, að Jón Sig- ursson og Hermann Helgason s/f, Jón Sigurðsson, Hermann Helga- son og Kristinn Sveinsson verði in soliðum dæmdir til greiðslu: Kostnaðar við að setja lista á glugga, sbr. 2. kostn- aðarlið matsgerðar .. ..... Ll 2. kr. 76.900.00 Kostnaðar á sama hátt og í aðalkröfu rr — 24.368.50 kr. 101.268.50 og að Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f, Jón Sigurðsson og Hermann Helgason verði in soliðum dæmdir til greiðslu: Kostnaðar við að breyta hitalögn í hitakerfi til samræmis við teikningu samkvæmt 3. kostnaðarlið matsgerðarinnar .. 2. 0... kr. 71.845.00 Í báðum tilfellum er krafizt 1% dráttarvaxta á mánuði eða broti úr mánuði af tildæmdum fjárhæðum frá 20. janúar 1965 til greiðsluðags auk málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Stefndu Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f, Jón Sig- urðsson og Hermann Helgason persónulega rökstyðja sýknunar- kröfur sínar á eftirfarandi hátt: Þeir hafi skuldbundið sig að- eins til þess að nota tvöfalt verksmiðjugler í glugga hússins. Aftur á móti hafi þeir enga sérstaka ábyrgð tekið á gæðum glersins né eiginleikum þess. Glerið sé keypt frá mjög þekktri 1030 og viðurkenndri franskri verksmiðju og talið vera gott. Þá benda þeir á, að þeir hafi enga ábyrgð tekið á því, að móða gæti mynd- azt innan á rúðunum undir vissum kringumstæðum, enda sé það talið eðlilegt, þegar viss skilyrði eru fyrir hendi. Þá mótmæla þeir algerlega, að nokkrir leyndir gallar hafi verið í sambandi við glerið eða ísetningu þess, sem framkvæmd hafi verið af þaul- æfðum fagmönnum. Þá mótmæla þeir algerlega, að farið hafi verið rangt að við ísetningu glersins og ekki hafi verið farið eftir fyrirsögn fram- leiðenda þess. Gluggarnir hafi verið smíðaðir, áður en glerið var pantað, og framleiðendur glersins hafi talið allt í stakasta lagi með gluggafölsin og gluggana yfirleitt fyrir það gler, sem í þá var sett, og vísa þeir þar til dskj. nr. 9. Sýknukröfu sína í sam- bandi við frágang miðstöðvarlagnar rökstyðja þeir á þann hátt, að hitalögn sú, sem fylgdi húsunum, hafi gert meira en að full- nægja ákvæðum kaupsamnings bæði að gerð og efni. Þeir hafi aldrei skuldbundið sig til að fullgera hitalögnina samkvæmt teikningu. Einnig hafi þeir aldrei skuldbundið sig til að koma fyrir klukkurofa og útitermostati á hitakerfi hússins né heldur rennslismælum. Þessir hlutir séu ekki venjulegir í sambandi við hitalögn húsa og þeir hafi aldrei látið þá fylgja hitalögninni í beim húsum, sem þeir hafi áður selt, en húsasölu slíka sem þessa hafi þeir stundað árum saman. Það hafi heldur ekki verið ætlunin að hafa hitakerfin mörg Í notkun í einu (sic), þótt hentugt hafi verið að hafa þessa mögu- leika, á meðan á byggingunni stóð. Allt þetta hafi stefnendur þessa máls vitað og komi þetta fram í gögnum málsins. Í bréfi stefnenda til þeirra, dags. 25. nóvember 1965, hafi ekkert verið á það minnzt, að hitalögnin væri ekki fullfrágengin, og hafi þó verið um kröfubréf að ræða. Þá hafi stefnendur beðið rafvirkja hússins að setja upp fyrir sig klukkurofa og greiddu sjálfir fyrir hann og höfðu engin orð um, að þetta væri hlutur, sem stefndu hefðu átt að sjá um. Tali þetta sínu máli. Að öðru leyti vilja þeir leggja aðaláherzlu á, að hitalögn teljist fullfrágengin, þótt ekki fylgi klukkurofi, útitermostat og framrennslismælar, enda hafi aldrei verið ætlunin að þessir hlutir fylgdu hitalögninni. Stefndi Kristinn Sveinsson rökstyður sýknukröfu sína á þá leið, að engir gallar séu á verki þessu frá sinni hendi, sem hann beri fébótaábyrgð á gagnvart stefnendum. Hann kveðst hafa sinnt eftirliti sínu sem meistari hússins, eins og tilskilið er í byggingar- 1031 samþykkt Reykjavíkur, og gallar hafi engir fundizt á verkinu sjálfu, það er kíttun og ísetningu glersins. Hann hafi því ekkert réttarbrot framið gagnvart kaupendum íbúðanna og leiði það eitt til sýknu. Hann tekur fram, að hann og menn hans, sem unnu við glerísetninguna, hafi veitt því athygli, að falsdýpt glugganna hafi verið í það minnsta fyrir gler það, sem notað var, vegna breiddar málmrammanna. Hins vegar kveðst hann hafa talið öruggt, að H. Benediktsson ér Co hefði talið þetta næga falsdýpt fyrir glerið, þar eð falsdýpt hljóti að hafa verið gefin þeim upp af Jóni Sigurðssyni og Hermanni Helgasyni, sem pöntuðu glerið. Hann kveðst ekkert hafa haft með pöntun glersins að gera og því ekki talið ástæðu til að gera athugasemd um framkvæmd verksins, eftir að glerið var komið á staðinn, en hann ítrekar, að við Ísetningu þessa glers hafi hann farið að öllu leyti eins að og venja hafi verið með það gler, sem hann áður hafði sett í ótal mörg hús og aldrei fengið athugasemdir við. Hafa nú verið raktir framburðir aðilja og vitna Í máli þessu og sjónarmið beggja aðilja rakin, eins og þau liggja fyrir í skjöl- um málsins og komu fram í málflutningi aðilja. Skal þá fyrst vikið að kröfu stefnenda um bætur vegna galla á gluggabúnaði og glerísetningu. Tvær matsgerðir hafa farið fram, eins og áður segir. Það er samhljóða álit allra matsmanna, að við frágang glersins í gluggafölsunum hafi ekki verið fylgt leiðbeiningum frá fram- leiðendum glersins um dýpt gluggafalsanna, er vera skyldu 20 mm, en reyndust við mælingu aðeins 16—1i6.5 mm. Þá er það enn fremur álit hinna dómkvöddu matsmanna, sbr. matsgerð á dskj. nr. 11, að dýpka þurfi gluggafölsin í 20 mm minnst til þess að koma á betri einangrun kringum málmlista þá, sem tengja saman rúðurnar. Á þessa skoðun matsmanna getur dómurinn fallizt. Eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja Í málinu, og á grundvelli eigin rann- sókna telja hinir sérfróðu dómendur nægilega í ljós leitt, að meginorsök hinnar óeðlilegu þéttingar, sem fram hefur komið á rúðunum meðfram körmum, megi rekja til þess, að glugga- fölsin séu of grunn og kítti, sem rúðurnar voru lagðar í, of þunnt fyrir umrætt gler, sem er með 10 mm breiðum málmramma. Úr þessu verður ekki bætt á annan veg en að auka einangrun meðfram stálrömmunum, sem svari 20 mm djúpu falsi, og endur- bæta kíttunina. 1032 Með þessu má telja nokkurn veginn víst, að málmrammi glersins sé nægilega einangraður, til þess að hin óeðlilega þétting hveri. Við þetta er þó þess að sæta, að óvenjulega mikil rakamyndun innanhúss, t. d. 40—60%, gæti valdið tímabundinni þéttingu á rúðunum, þegar útihiti er mjög lágur. Þar sem ísetning glersins og frágangi glugganna hefur verið ábótavant, eins og að framan greinir, hafa hinar seldu íbúðir verið haldnar leyndum göllum, sem kaupendur gátu ekki séð fyrir og seljendum ber að bæta þeim fébótum. Svo sem að framan greinir, hafa matsmenn bent á tvær leiðir til að bæta úr göllunum. Í fyrsta lagi að dýpka öll gluggaföls um 4 mm og skipta um allt gler. Og í öðru lagi að setja lista innan á alla gluggana og skipta um lista að utan, eins og nánar er lýst á dskj. nr. 11. Að áliti hinna sérfróðu dómenda er hagkvæmari lausn til úr- bóta að setja lista innan á rúðurnar og skipta um lista að utan heldur en að dýpka gluggafölsin. Við þá aðferð minnkar að vísu ljósmál glugganna lítið eitt, en gluggarnir eru það stórir, að slíkt kemur ekki að sök, og auk þess má ná meiri einangrun rammanna með því móti. Þessi kostnaðarliður er að áliti hinna sérfróðu dómenda hætfi- lega metinn hjá hinum dómkvöddu mönnum á kr. 76.900.00, og eiga stefnendur rétt á að fá þá upphæð bætta. Eins og áður segir, hafa stefnendur stefnt seljendum íbúðanna og húsasmíðameistaranum solidariskt til greiðslu bóta samkvæmt þessum lið. Það er upplýst, að húsasmíðameistarinn Kristinn Sveinsson var byggingameistari hússins og bar því ábyrgð gagn- vart húsbyggjendum sem slíkur. Hann hefur upplýst, að hann hafi ekkert haft með að gera smíði glugganna eða kaupin á gler- inu og ekki hafi verið leitað samráðs við hann um þau atriði. Um þetta atriði segir svo í greinargerð lögmanns stefnda Kristins: „Umbjóðandi minn segir, að því sé ekki að neita, að menn hans, sem unnu verkið, þ. e. glerísetninguna, og hann sjálfur hafi veitt því athygli, að falsdýpt glugganna hafi verið í það minnsta fyrir þetta gler fyrir hina breiðu málmramma“. Fyrir dómi hefur stefndi sagt, að sér sé persónulega illa við gler með málmrömmum og hann hefði ekki ráðlagt húsbyggj- endum að nota glerið, ef hann hefði verið spurður. Hann hefur lýst því yfir, að hann hafi ekki kynnt sér sérstaklega glugga- teikninguna eða leiðbeiningar frá framleiðendum glersins, áður 1033 en hann framkvæmdi glerísetninguna. Hann hafi treyst því, að seljendur hafi pantað glerið í í samræmi við falsdýpt glugganna. Samkvæmt 4. gr., 12. tl., þágildandi byggingarsamþykktar „bar stefndi ábyrgð á, að allt það verk, sem undir hann heyrði, væri vel af hendi leyst“. Stefnda bar því, strax og honum bauð í grun, að fólsin væru of grunn, að kanna það atriði sjálfstætt, leita sér upplýsinga í leiðbeiningum framleiðenda um ísetningu glersins og afla sér vitneskju um, hvort reynslu væri að fá annars staðar frá um sams konar gler. Síðan bar honum að leggja niðurstöður rannsókna sinna fyrir húsbyggjendur. Þessar starfsskyldur vanrækti stefndi, og þykir hann því samkvæmt grundvallarreglum skaðabótaréttar eiga að bera samábyrgð ásamt seljendum á göllum þeim, er fram hafa komið við glerísetninguna. Skal þá komið að kröfu stefnenda vegna vöntunar á fram- rennslismælum, klukkurofa og útitermostati. Það hefur upplýstst í málinu, að teikning af hitunarkerfi húss- ins fylgði ekki samningum og var ókunnugt kaupendum við gerð kaupsamninga. Á teikningu er gert ráð fyrir þeim hlutum, sem krafizt er, en í framkvæmd hefur verið horfið frá sérmælum og sérstillingu hinna þriggja kerfishluta. Það er álit hinna sérfróðu dómenda, að sú breyting hafi frekar verið til bóta, þar sem ekki verður séð, að skipting kerfisins í þrennt, án þess þó að hver íbúð fyrir sig hefði mæli og sér- stillingu, þjónaði neinum tilgangi fyrir íbúðareigendur, hins vegar hlyti rekstrarkostnaður (rafmagn og viðhald tækja) að verða mun hærri við skiptinguna en ella. Að vísu hefði pípulagningarmeistara borið að tilkynna til borgaryfirvalda þessa breytingu og fá hana samþykkta, en ekki kemur neitt fram um það í gögnum málsins, að svo hafi verið gert, enda snertir það ekki beint deiluefni þessa máls, og breyting sú, sem áður hefur verið lýst, brýtur ekki í bága við neinar reglu- gerðir um hitalagnir. Með vísun til þess, sem hér að ofan hefur verið sagt, þykja ekki standa efni til að taka þennan kröfulið stefnenda til greina, og ber að sýkna stefndu af honum. Eins og áður greinir, þá hafa farið fram tvær matsgerðir í málinu. Þessar matsgerðir báðar hafa verið nauðsynlegar fyrir framgang málsins, og ber því að dæma stefndu til að greiða þann kostnað, sem af þeim hefur hlotizt. 1034. Niðurstaða málsins verður því sú, að dæma ber firmað Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f, Reykjavík, og Jón Sigurðs- son, Fellsmúla 7, Reykjavík, og Hermann Helgason, Barmahlíð 17, Reykjavík, persónulega og Kristinn Sveinsson húsasmíða- meistara til að greiða stefnendum in soliðum kr. 76.900.00 4.583.50 —- 19.515.00, eða samtals kr. 101.263.50, auk 8% ársvaxta frá 6. nóvember 1967 til greiðsludags og kr. 22.850.00 í máls- kostnað. Dóm þennan kváðu upp Kristján Jónsson borgardómari, Gísli Halldórsson arkitekt og Jóhannes Zoéga verkfræðingur. Dómsorð: Stefndu, Jón Sigurðsson og Hermann Helgason s/f, Reykja- vík, og Jón Sigurðsson og Hermann Helgason persónulega og Kristinn Sveinsson húsasmíðameistari, greiði in soliðum stefnendum, Engilbert Eggertssyni, Guðlaugu Ástmundsdótt- ur, Steini Lárussyni, Arnfinni Inga Sigurðssyni, Sigríði og Hrefnu Níelsdætrum, Tryggva Kristjánssyni og Gísla Guð- mundssyni, kr. 101.268.50 auk 8% ársvaxta frá 6. nóvember 1967 til greiðsludags og kr. 22.850.00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 1035 Föstudaginn 11. desember 1970. Nr. 24/1970. Björgvin Frederiksen og Björgvin Frederiksen h/f (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Kjartani Sigurðssyni og gagnsök (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Ómerking. Heimvíisun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 6. febrúar 1970, að fengnu áfrýjunarleyfi 26. janúar s. á. Krefjast þeir sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og máls- kostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 12. marz 1970. Krefst hann þess, að aðaláfrýjendur verði dæmdir óskipt til þess að greiða sér kr. 125.542.00 með 7% ársvöxt- um frá 28. janúar 1967 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Miða verður við, að áfrýjunarstefna hafi verið birt gagn- áfrýjanda hinn 2. marz 1970. Var sagnáfrýjanda því rétt að skjóta máli sínu til Hæstaréttar með stefnu 12. marz s. á. án áfrýjunarleyfis, sbr. 20. gr., 3. málsgrein, laga nr. 57/1862. Í Hæstarétti hefur gagnáfrýjandi lagt fram álitsgerð gjald- skrárnefndar Arkitektafélags Íslands, dags. 24. nóvember 1970, um það, hvað telja megi sanngjarna þóknun fyrir verk það, er gagnáfrýjandi leysti af hendi og liggur til grundvallar málssókn þessari. Er það álit gjaldskrárnefndar, að sann- gjörn þóknun sé kr. 103.037.10. Þá hefur enn fremur verið lögð fram kvittun, er gagnáfrýjandi hefur gefið aðaláfrýj- anda Björgvin Frederiksen, fyrir greiðslu samtals 50.000 króna fyrir teiknivinnu þá, sem í málinu greinir. 1036 Svo sem rakið er í héraðsdómi, greinir aðilja máls þessa á um, hversu víðtækt verkefni það var, er aðaláfrýjendur, annar eða báðir, fólu gagnáfrýjanda við teiknivinnu á fyrir- huguðum mannvirkjum á lóðinni Lækjarteigi 2 í Reykjavík. Gögn málsins sýna, að á þeim tíma, sem gagnáfrýjanda var falið verkefnið, var skipulagningu þess hluta borgarinnar, sem hér um ræðir, ekki ráðið til lykta, og ríkti óvissa um, hversu stórt lóðarsvæði aðaláfrýjendur hefðu að Lækjarteigi 2 og hversu nýta mætti það til byggingarstarfsemi. Sýnt er af bréfi gagnáfrýjanda til byggingarnefndar Reykjavíkur, dags. 9. nóvember 1966, að honum var ljóst, að uppdrættir þeir, sem hann gerði úr garði, voru grundvöllur undir fyrir- spurn til byggingarnefndar um, hvort leyft yrði að byggja á lóðinni samkvæmt uppdráttum þessum. Er þá úrlausnar- efni í máli þessu, í hverju formi uppdrættir þessir áttu að vera, svo að þeir gætu verið fullnægjandi grundvöllur undir þeirri málsmeðferð hjá byggingarnefnd Reykjavíkur, sem Sagnáfrýjanda mátti vera ljóst, að hér var stefnt að. Um Þetta atriði er sitthvað á huldu, og er málið vanreifað í þeim efnum, sem nú greinir: 1. Í héraðsdómi er rakin frásögn sagnáfrýjanda um, að aðaláfrýjandi Björgvin Frederiksen hafi falið syni sínum, Hilmari, að afhenda gagnáfrýjanda tilteknar teikningar með ósk um, að hann gengi að fullu frá þeim og legði síðan mál fyrir byggingarnefnd. Hilmar Björgvinsson, cand. jur., hefur ekki komið fyrir dóm. Svo sem andsvörum aðaláfrýjanda var háttað í héraði, þykir rétt, að Hilmari sé veittur kostur á að tjá sig um þetta atriði fyrir dómi. 2. Í héraðsdómi er rakið viðtal, sem aðaláfrýjandi Björg- vin Frederiksen telur sig hafa átt við Pál Líndal borgarlög- mann út af því, hvernig unnt væri að fá svör byggingar- nefndar við málaleitun hans um byggingarstarfsemi á lóð- inni Lækjarteigi 2. Nauðsynlegt er að afla umsagnar borgar- lögmanns um það, sem þeim aðaláfrýjanda Björgvin Frederiksen fór á milli um mál þetta. ö. Þá er rétt að afla umsagnar frá byggingarnefnd Beykja- víkur um það, hversu uppdráttur að fyrirhugaðri mann- 1037 virkjagerð á lóðinni Lækjarteigi 2 hefði þurft að vera Úr garði gerður, svo að svar fengist við fyrirspurn um heimild til byggingarstarfsemi á lóðinni, eins og hér hagaði til. 4. Álitsgerð gjaldskrárnefndar Arkitektafélags Íslands, sem fyrr er greind, lá ekki fyrir héraðsdómi, en hennar hefði átt að afla, meðan mál var til meðferðar í héraði. Leita ætti sjónarmiða stjórnar Arkitektafélags Íslands um það atriði, sem greinir í 3. tölulið, þ. e. í hverju formi upp- dráttur þurfi að vera, svo að hann teljist fullnægjandi grund- völlur undir fyrirspurn til byggingarnefndar, eins og hér stendur á. Með því að mál þetta er vanreifað í þeim efnum, sem að framan greinir, þykir ekki verða hjá því komizt að ómerkja héraðsdóm og meðferð máls í héraði frá og með þinghaldi 26. september 1969. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins frá þinghaldi 26. september 1969 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms af nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. október 1969. Mál þetta, sem dómtekið var 26. september 1969, hefur Kjartan Sigurðsson arkitekt, Hagamel 28, Reykjavík, höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, útgefinni 3. apríl 1967, á hendur Björgvin Frederiksen framkvæmdastjóra, Lindargötu 50, Reykjavík, til greiðslu eftirstöðva skuldar að fjárhæð kr. 125.542.00 með 7% ársvöxtum frá 28. janúar 1967 til greiðsludags auk málskostn- aðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Með sakaukastefnu, dags. 29. apríl 1968, höfðar stefnandi sak- aukamál á hendur fyrirtækinu Björgvin Frederiksen h/f, Reykja- vík, til greiðslu á kr. 125.542.00 með 7% ársvöxtum frá 28. janúar 1967 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Gerir stefnandi kröfu til, að stefnda 1038 verði dæmt in solidum ásamt Björgvin Frederiksen persónulega til greiðslu á stefnufjárupphæðinni ásamt vöxtum og málskostn- aði. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði dæmdur hæfilegur málskostnaður að mati réttarins. Stefnandi, sem er arkitekt að mennt, skýrir svo frá í stefnu, að hann hafi gert aðaluppdrætti að húseign stefnda, Lækjarteigi 2 hér í borg. Þann 4. nóvember 1966, er verkinu lauk, kveðst hann hafa lagt fyrir stefnda reikning að fjárhæð kr. 175.542.00. Innifalið í þessari reikningsfjárhæð hafi verið útlagður kostnaður, er nam kr. 1.542.00. Eftir margítrekaðar innheimtutilraunir hafi stefndu greitt kr. 10.000.00 inn í reikninginn. Auk þess hafi stefndu látið stefnanda í té fjóra víxla, hvern að fjárhæð kr. 10.000.00, eða samtals kr. 40.000.00, til greiðslu á skuldinni. Þessi viðskipti hafi átt sér stað 28. janúar 1967. Þessar greiðslur hafi stefndi innt af hendi fyrirvaralaust. Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir hafi stefndi ekki feng- izt til að greiða reikningsfjárhæðina að fullu. Af skuldinni standi því eftir kr. 125.542.00, sem sé stefnufjárhæðin í máli þessu. Í aðiljaskýrslu hefur stefnandi skýrt nánar frá málavöxtuni á eftirfarandi hátt: Haustið 1963 hafi Björgvin Frederiksen komið að máli við sig og beðið sig að teikna fyrir sig viðbyggingu við húseignina Lækjarteig 2. Kvaðst hann hafa í hyggju að reisa þar hótel með eins mörgum og ódýrum herbergjum og unnt væri ásamt kaffistofu á 1. hæð. Eldhús og matsal skyldi nýta í Klúbbn- um í sömu byggingu. Stefndi Björgvin hafi haft með sér teikn- ingar, sem Ágúst Steingrímsson tæknifræðingur hafi gert og helmingur hússins var byggður eftir. Lóðinni Lækjarteigi 2 hafi verið úthlutað Björgvin á sínum tíma undir iðnaðarhús, þótt síðar hafi verið innréttað þar danshús o. fl. tefnandi kveðst þegar hafa hafið vinnu við teikningar af umbeðnu húsi á hinni upprunalegu lóðarstærð, 2095 m?. Kveðst hann hafa fengið mælingarblað af lóðinni hjá borgarverkfræð- ingi. Að tillögugerð lokinni kveðst hann hafa borið teikninguna undir skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa, eins og venja hafi verið. Þeir upplýstu báðir, að vegna vinnu við aðalskipulag Reykjavíkurborgar mundi vera ráðlegt að tala við þá skipu- leggjarana prófessor Bredsdortff og Nyvik verkfræðing, sem þá voru hér staddir, þar sem þeir einir gætu upplýst, hvernig nýta mætti lóð þessa. Stefnandi kveðst hafa setið fund með þeim Bredsdorff og 1039 Nyvik, og upplýstu þeir, að í ráði væri að framlengja Kringlu- mýrarbrautina, þar sem nú er Lækjarteigur, og jafnvel væri í ráði að byggja brú með hliðarslaufum yfir Borgartún. Við þessar framkvæmdir mundi Kringlumýrarbrautin geta orðið allt að 59 m á breidd. Ef skornir væru 10 m af austurhluta lóðar- innar og húsið stytt sem því næmi, mætti stefnandi þeirra vegna byggja samkvæmt tillöguuppdrættinum. Að fengnum þessum upplýsingum kveðst stefnandi fyrir alvöru hafa byrjað að vinna að teikningunum. Nokkru síðar hafi Björgvin Frederiksen komið á sinn fund og tjáð sér, að hann væri hættur við hótelhugmyndina, því að á meðan á þessu stóð, væru tvö önnur hótel í byggingu í Reykjavík, Hótel Holt og Loftleiðahótelið. Björgvin hafi nú beðið sig að teikna þarna hús, sem hægt væri að nota sem skrifstofuhús á hæðum og verzlanir á götuhæð. Þegar hús þetta var vel á veg komið á teikniborðinu, hafi Björg- vin óskað eftir afritum af teikningunum og hafi hann fengið þær til athugunar. Nokkru síðar hafi sonur hans, Hilmar, komið með afrit þessi til sín ásamt kveðju frá föður sínum, sem þá var staddur erlendis. Hann hafi beðið sig að fullgera teikningar þessar, enda væri faðir hans þeim samþykkur, og senda síðan verkefnið til byggingarnefndar. Meðan á uppteikningu stóð, kveðst stefnandi hafa sýnt teikn- ingarnar skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa, og gerðu þeir báðir þá einu athugasemd, að bílastæði vantaði við bygginguna. Í þessu sambandi hafi Björgvin tjáð sér, að hann hefði vilyrði borgar- stjóra fyrir lóðarskika við norðvesturhlið lóðarinnar undir bíla- stæði og skyldi skiki þessi vera bættur fyrir 10 m styttingu lóðarinnar í austur. Þegar teiknivinnu við aðalteikningar var endanlega lokið, kveðst stefnandi hafa ákveðið að leggja málið fyrir byggingar- nefnd. Tjáði byggingarfuiltrúinn honum þá, að til þess að fyrir- byggja, að uppdráttum yrði synjað, skyldi hann leggja málið fyrir sem fyrirspurn, því að ekki væri hægt að samþykkja húsið, fyrr en búið væri að ganga frá innlimun áðurgreinds lóðarskika. Málið hafi þannig komizt í sjálfheldu. Stefndi Björgvin Frederiksen skýrði svo frá í aðiljaskýrslu, að árið 1955 hefði Ágúst Steingrímsson tæknifræðingur gert upp- drætti af húseign þeirri, sem nú stendur á lóðinni Lækjarteigi 2, sem áður hafði verið úthlutuð fyrirtækinu Björgvin Freðerik- sen h/f. Auk þess hafi hann gert aðaluppdrátt af heildarbygg- 1040 ingu á allri lóðinni, sem var þá samþykkt af réttum borgaryfir- völdum. Var sú bygging meira en helmingi stærri en sá hluti hússins, sem þegar var byggður. Núverandi bygging var byggð á vestari bakka lækjar, sem þá rann um lóðina þvera, en var síðar veitt í ræsi. Fyrir nokkrum árum, þegar heildarskipulag borgarinnar var í deiglunni, hafi ljóst orðið, að gatan Lækjarteigur yrði breikkuð og þar af leiðandi lóðin skert, þannig að ekki mætti byggja allt húsið samkvæmt teikningum Ágústs Steingrímssonar, sem þá var látinn, þar sem húsið mundi styttast um ca. 10 m samkvæmt hinni nýju götulínu. Björgvin Frederiksen hafi þá rætt við borgarstjóra, Geir Hall- grímsson, um, að sjálfsagt væri að afsala þessum hluta lóðarinnar og taka upp makaskipti á lóð vestan við húsið fyrir bílastæði og minnka lengd byggingarinnar við Borgartún. Borgarstjóri hafi vísað Björgvin síðan til borgarlögmanns, Páls Líndals, um framgang málsins. Borgarlögmaður hafi lagt til, að gerður yrði uppdráttur við núverandi aðstæður, hann lagður fyrir byggingar- nefnd og að fengnu samþykki nefndarinnar yrðu teknar upp samn- ingaviðræður um lóðina. Þegar málum var svo komið, hafi það orðið að samkomulagi milli sín vegna Björgvins Frederiksens h/f, eiganda húseignar- innar, og Kjartans Sigurðssonar arkitekts, að hann gerði tillögu- uppdrætti að framhaldsbyggingu, þ. e. a. s. álmu við Lækjarteig. Þann 10. nóvember 1966 hafi tillöguuppdrættir Kjartans verið lagðir fyrir byggingarnefnd. Síðan hafi byggingarnefnd sent fyrirspurn til umsagnar skipu- lagsstjóra Reykjavíkurborgar og sömuleiðis gatnamálastjóra, og tóku þessir aðiljar málið til meðferðar. Þann 18. apríl 1967 sendu þeir neikvætt svar til byggingarfulltrúa. Í því lögðust þeir á móti því, að byggingin yrði leyfð. Að fengnum þessum upplýs- ingum hafi byggingarnefnd synjað um leyfi þann 27. apríl 1967. Stefnandi máls þessa og stefndi Björgvin Frederiksen hafa báðir komið fyrir dóm og staðfest aðiljaskýrslur sínar. Stefnandi hefur lagt fram bréf, er hann ritaði byggingarnefnd 9. nóvember 1966, þar sem hann gerir fyrirspurn til byggingar- nefndar, hvort hún fyrir sitt leyti gæti gefið leyfi til að byggja á lóðinni Lækjarteigi 2 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Þessi umsókn var framsend þann 11. nóvember 1966 skipulags- stjóra og gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar. Með bréfi, dags. 18. apríl 1967, tilkynnir borgarverkfræðingur, að beiðninni hafi 1041 verið hafnað, og tekur fram, að hæð hennar eigi ekki að vera meiri en hæð núverandi byggingar. Auk þessa er bent á, að lóð- inni hafi upprunalega verið úthlutað til þess að reisa á henni iðnaðarhúsnæði. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að stefndi Björgvin Frederik- sen persónulega hafi falið sér að teikna hús það, sem hér um ræðir. Hann hafi aldrei minnzt á það við sig, að honum bæri aðeins að gera tillögur til fyrirspurnar hjá byggingarnefnd. Bendir hann þar á teikningar af hinu ófullgerða húsi, sem eru aðalteikningar í mælikvarða 1:100 og stefndi Björgvin hafi beðið sig að fullgera og senda til byggingarnefndar til samþykktar. Meðan á teiknivinnu stóð, hafi hann beðið Björgvin að greiða inn á reikninginn, en það hafi hann ekki gert. Að ráði byggingarfulltrúa hafi málið verið lagt fyrir bygg- ingarnefnd sem fyrirspurn til þess að fyrirbyggja synjun, þar sem ekki hafi verið búið að ganga frá áðurgreindum lóðarskika undir bílastæði, en það hafi Björgvin ekki getað, fyrr en búið var að teikna húsið og senda málið til byggingaryfirvalda. Þetta hafi leitt til þess, að málið komst í sjálfheldu, án þess að hann gæti við ráðið. Þegar það hafði verið afgreitt frá sinni hendi og hann óskað eftir greiðslu fyrir útfærðar teikningar, hafi Björgvin greitt sér í ávísun kr. 10.000.00 og með samþykktum víxlum kr. 40.000.00. Greiðsla þessi hafi verið algerlega fyrirvaralaus. Að lokum bendir stefnandi á, að engin þóknun sé tekin fyrir hallamælingu og viðbyggingarviðauka samkvæmt gjaldskrá. Ekki sé heldur tekin þóknun fyrir óvenjulegar aðstæður vegna breytts skipulags og af þeim sökum endurteknar uppteikningar. Stefndi Björgvin Frederiksen hafi aldrei minnzt á annað en að hann væri persónulega ábyrgur fyrir öllum greiðslum í sambandi við verkið. Stefndu rökstyðja sýknukröfu sína á eftirfarandi hátt: Þeir hafi aldrei falið stefnanda að inna annað verk af hendi en að leggja fram fyrirspurnir fyrir hönd Björgvins Frederiksens h/f, hvort byggja mætti við hús, sem þegar var búið að reisa á lóð- inni Lækjarteigi 2. Stefnanda hafi því með öllu verið óheimilt að leggja meiri vinnu í fyrirspurnina en nauðsynlegt var, til þess að byggingaryfirvöld gætu tekið afstöðu til þess, hvort bygging þessi yrði leyfð eða ekki. Hins vegar hafi það verið ætlunin, að stefnandi héldi áfram að teikna húsið, ef leyfi fengist, þannig að hægt yrði að byggja eftir teikningunni. Stefndu mótmæla því, að stefnanda hafi verið falið að teikna hótelbyggingu árið 1963, 66 1042 honum hafi aðeins verið falið að festa á pappír skissur eða hug- myndir um það, hvernig nýta mætti síðarnefnda byggingu, án þess að fram hefði farið nokkur athugun við byggingaryfirvöld borgarinnar. Fyrir þessar hugmyndir geti þeir ekki fallizt á að greiða samkvæmt taxta um hótelbyggingar. Þá taka stefndu fram, að það hafi eingöngu verið í greiðaskyni, að stefnanda voru greiddar kr. 50.000.00 og hafi ekki nein viðurkenning falizt í þeirri greiðslu. Að lokum taka stefndu fram, að þeir geti fallizt á, að mál þetta sé afgreitt af hendi Kjartans sem tillögur, sem ekki báru árangur, en telja, að með áðurgreindri greiðslu sé verkið að fullu greitt og beri því að sýkna í málinu. Þá hafa stefndu krafizt þess, að stefndi Björgvin Frederiksen persónulega verði sýknaður af kröfum stefnanda. Verk þau, sem stefnanda hafi verið falin að vinna, hafi verið eingöngu á vegum Björgvins Frederiksens h/f, sem sé eigandi húseignarinnar. Þetta komi greinilega fram á dskj. nr. 8. Hafa nú verið rakin málsviðhorf beggja aðilja, eins og þau liggja fyrir í skjölum málsins og komu fram í málflutningi. Skal þá fyrst vikið að aðild málsins. Stefnandi hefur haldið því fram, að Björgvin Frederiksen hafi aldrei látið annars getið við sig en hann væri persónulega ábyrgur fyrir greiðslum vegna verks síns og aldrei minnzt á Björgvin Frederiksen h/f í því sambandi. Þessa staðhæfingu stefnanda styðja dskj. nr. 3 og 5, sem bæði eru stíluð á Björgvin Frederik- sen persónulega. Þá hefur stefndi Björgvin viðurkennt, að dskj. nr. 5 hafi verið sent heim til sín. Ekki verður séð, að hann hafi hreyft neinum mótmælum gegn skjali þessu á þeim grundvelli, að því væri beint til rangs aðilja. Með hliðsjón af þessu þykja ekki efni standa til að taka sýknukröfu stefnda Björgvins per- sónulega til greina. . Eins og atvikum hefur nú verið lýst, er ágreiningslaust í mál- inu, að stefnanda hafi verið falið að gera teikningar af fyrir- hugaðri stækkun núverandi byggingar að Lækjarteigi 2 og kanna, á hvern hátt mætti nýta nefnda stækkun. Hins vegar greinir aðilja á um, hvort stefnanda hafi verið falið að gera aðalteikningar, sem leggja skyldi fyrir byggingarnefnd Reykjavíkurborgar til umsagnar, eða aðeins „skissur eða hugmyndir um, hvernig síðar mætti ef til vill nýta nefnda byggingu“. Stefndu hafa haldið því fram, að stefnandi hafi útfært marg- brotnari teikningar en nauðsynlegt var til þess að leggja fyrir 1043 byggingarnefnd og með því farið út fyrir verksvið það, sem hon- um hafi verið falið. Nú er því ómótmælt af hálfu stefndu, að stefndi Björgvin Frederiksen hafi fengið til athugunar og umsagnar ófullgerðar aðaltekningar, dags. 28. ágúst 1964 og 2. september 1964, sbr. dskj. nr. 18, og falið syni sínum, Hilmari, að afhenda þær stefn- anda með ósk um að fullgera þær og leggja fyrir byggingarnefnd. Ekki verður heldur séð af málsskjölum, að stefndi Björgvin eða sonur hans fyrir hönd stefndu hafi í umrætt skipti gert athuga- semd um, að stefnandi hafi þegar farið út fyrir verksvið sitt. Mátti stefnda þó vera sýnileg sú vinna, sem búið var að leggja í teikningarnar. Það verður hins vegar ekki ráðið af málsskjölum, að stefnandi hafi fengið ósk eða fyrirmæli frá stefndu um að teikna hluta fyrirhugaðrar stækkunar einni hæð hærri en byggingaryfirvöld ráðgerðu á byggingarsvæðinu né að stefnandi hafi spurzt fyrir urn það hjá byggingaryfirvöldum, áður en hann gekk frá *eikn- ingunum, hvort slík hækkun yrði leyfð. Mátti honum sem fag- manni vera ljós sú áhætta, sem því fylgdi, og verður hann að bera hallann af því. Stefnandi byggir kröfur sínar á reikningi samkvæmt gjaldskrá Arkitektafélags Íslands fyrir forvinnu og vinnu við aðalteikningar, dags. 28. ágúst 1984 og 2. september 1964. Þegar öll atvik þessa máls eru virt og framlagðar teikningar lagðar til grundvallar, þykir þóknun stefnanda fyrir störf þau, er hann innti af hendi fyrir stefndu og um er deilt í máli þessu, sanngjarnlega metin á kr. 101.542.00 | útlagður kostnaður, kr. 1.542.00, eða kr. 103.084.00. Þar frá dragast kr. 50.000.00, sem þegar hafa verið greiddar. Ber því að dæma stefndu in solidum til þess að greiða stefnanda kr. 53.084.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. apríl 1967 til greiðsludags og kr. 12.000.00 í málskostnað. Dóm þennan kvað upp Kristján Jónsson borgardómari ásamt meðdómendunum Ögmundi Jónssyni verkfræðingi og Guðinundi Kr. Kristinssyni arkitekt. Dómsorð: Stefndu, Björgvin Frederiksen persónulega og Björgvin Frederiksen h/f, greiði in solidum stefnanda, Kjartani Sig- urðssyni, kr. 53.084.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. apríl 1967 til greiðsludags og kr. 12.000.00 í málskostnað. 1044 Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 11. desember 1970. Nr. 99/1970. Rafveita Akureyrar (Páll S. Pálsson hrl.) segn Almennum Tryggingum h/f (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason eg prófessor Ármann Snævarr. Vátrygging. Endurgreiðsla, Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 15. maí 1970. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur áfrýjandi aflað nýrrar álitsgerðar frá Jóhanni Indriðasyni verkfræðingi. Þá fékk hann hinn 12. nóvember 1970 dómkvadda rafmagnsverk- fræðingana Sigurð Halldórsson og Sverri Norland til að segja álit sitt um nokkur atriði málsins. Í álitsgerð hinna dóm- kvöddu manna, sem dagsett er 23. nóvember 1970, segir svo: „1. Það er sannað skv. skjölum málsins, að einn þáttur raflinunnar var fastur við horn hússins, og var sá þáttur línunnar spennuhafa, þegar slökkvistarf hófst. 2. Af þessu leiðir, að straumur hefur farið frá raflinunni 1045 um þak hússins. Þessi straumur hefur verið það sterkur, að hann hefur brætt koparvír línunnar fastan við þakið. Teljum við, að þessi straumur hafi því einnig verið nægilega mikill til að geta valdið ikveikju við sérstakar aðstæður. 3. Gert var við raflínuna að morgni brunadagsins, 27. 1. 1968, og snerti hún ekki húsið að þeirri viðgerð lokinni. Af því leiðir, að línan hefur komizt í snertingu við húshornið einhvern tíma á tímabilinu, frá því að viðgerð lauk og þang- að til slökkvistarf hófst. Varðandi mælingu þeirra Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar svo og síðari mælingar þeirra Ólafs Jónssonar og Ingimars Þorkelssonar þá viljum við benda á eftirfarandi: Báðar mælingar þessar eru gerðar með 13.5 volta jafn- spennu. Spenna sú, sem á byggingunni hefur hvílt, þegar raflínan snerti hana, hefur verið um 127 volta riðspenna. Viðnámsgildin eru ekki fyllilega sambærileg við þessar tvær spennur, þótt við teljum, að hliðsjón megi taka af fyrrnefnd- um mælingum. Þess er enn að geta, að mælingar þeirra Aðalgeirs Páls- sonar og Péturs Pálmasonar voru gerðar á brunnu þakinu, blautu af sjó og vatni. Teljum við því, að viðnámsgildin, sem þeir mældu í þakinu, hafi verið óraunhæf og gefi ekki rétta hugmynd af viðnámi þaksins fyrir brunann. Í greinargerð sinni telja þeir Aðalgeir Pálsson og Pétur Pálmason, að bilunarstraumur hafi getað verið allt að 352 amper. Við lítum svo á, að slíkur straumur hefði að öllum Hk- indum brennt í sundur 16 mm? línuna, þar sem hún snerti húshornið. Mælingar Ólafs Jónssonar og Ingimars Þorkelssonar eru gerðar á þakinu endurbyggðu og gefa vísbendingu um, hvert viðnám gæti hafa verið í þaklinu fyrir brunann. Við teljum þó mælingar þessar hvorutveggja og staðhæf- ingar um afl í bilunarrásinni nokkuð hæpnar. Hefði þakið verið jafnt (homogent) að byggingu og eiginleikum yfir allan flöt þess, þá hefði bilunarstraumurinn frá raflínu í þakhorn streymt nokkuð dreift um þakið til jarðar án þess 1046 endilega að valda íkveikju. Hafi nú hins vegar verið einhver ójafna í gerð þaksins á einum stað, t. d. nagli, sem var nærri eða snerti festibolta þá, sem halda langböndunum við stálbitana, þá hefði þar myndast straumrás með lægra við- námi heldur en í öðrum hlutum þaksins. Þar hefði því mestur hluti bilunarstraumsins farið um og hæglega getað valdið upphitun í langbandi og íkveikju. Slík misfella eða ójafna í gerð þaksins myndi að sjálfsögðu ekki vera sjáanleg eða mælanleg eftir jafnmikinn eldsvoða og hér varð. Í málsskjölum er rætt um þrjár aðrar hugsanlegar orsakir eldsvoðans: Íkviknun út frá málningu, út frá reykröri og út frá raflögnum innanhúss. Fyrir liggja í gögnum málsins, að skoðunarmenn hafa talið útilokað að kviknað hafi í út frá málningunni eða frá reykrörinu. Ekkert er í þessum skoðunargjörðum, sem við teljum tortryggilegt eða drögum í efa. Svona löngu eftir brunann er ekki um að ræða neinar frekari athuganir á þessum atriðum. Er þá komið að raflögnum innanhúss. Eins og fram kemur í dómsskjölum, voru raflagnir í hinum brunna hluta verk- smiðjunnar ósamþykkíar, og vantaði teikningar yfir þær. Eins og sést á myndum nr. 2 og nr. 19 í dómsskjali 6, lágu raflagnir um þann hluta hússins, þar sem mikill eldur hefur geysað. Eftir þessum myndum að dæma og miðað við ofangreindar aðstæður myndi án frekari upplýsinga vera erfitt að útiloka a priori, að þessar raflagnir hafi veldið íkveikju. Aðalgeir Pálsson og Pétur Pálmason svo og Sigurður Helgason telja, að við athuganir sinar hafi ekkert komið í ljós, sem benti til, að upptök eldsins hefðu orðið vegna raflagna innanhúss. Við teljum, að þessar niðurstöður, byggðar á skoðun á vettvangi, séu endanlegar, en hefðum talið, að skýrslugerðir skoðunar- manna varðandi þetta atriði hefðu mátt vera ítarlegri. Varðandi loftlinuna sjálfa viljum við taka fram eftirfar- andi: 1. Vör fyrir línunni voru 300 amp., þótt hluti línunnar hafi verið vir að stærð 16 mm?. Okkur er kunnugt um, að 1047 rafveitur leyfa sér oft að hafa yfirstærðir af vörum fyrir loftlínum, en við teljum, að hér hafi verið of langt gengið. Við skammhlaup á línunni, sem hér var um að ræða, getur straumur orðið það mikill, án þess að vör rjúfi, að 16 mm? vír geti hitnað meir en forsvaranlegt er. Koparvír byrjar að missa þolseiginleika sina við 200? C, og teljum við, að vör ættu undir öllum kringumstæðum að tryggja, að línur nái ekki þessu hitastigi. Sýna má fram á með útreikningum, að skammhlaups- straumur í þarnefndri loftlínu hefur getað valdið upphitun, sem er meiri en 200 gráður. 2. Eins og sést á mynd nr. 16 í dómsskjali 6 af 16 mm? hluta loftlinunnar, var einangrun vírsins hvít eða mjög ljós. Reglugerð Rafmagnseftirlits ríkisins um raforkuvirki fyrir- skipar, að loftlínur skuli vera úr harðdregnum vír. Þar eð okkur er kunnugt um, að einangraður harðdreginn loftlinu- vír hefur oftast svarta einangrun, báðum við um, að virinn yrði sendur okkur, en fengum þær upplýsingar, að honum hefði verið hent. Gylfi Thorlacius, lögfræðingur, fulltrúi Páls S. Pálssonar hrl., tjáði okkur skv. símtali við Akureyri, að Svanbjörn Sigurðsson, starfsmaður Rafveitu Akureyrar, hafi sagt sér, að vírinn hafi verið „venjulegur idráttarvir“. Hér er vænt- anlega átt við vir af gerð NYA eða álika. Slíkur vír er ekki harðdreginn og er ekki með einangrun, sem þolir að vera úti. 3. Svo er að sjá sem viðgerð sú, sem fram fór að morgni 27. 1. 1968, hafi falizt í að gera við skammhlaup svo og að losa vír undan krók á einangrara við horn verksmiðjuhúss K. Jónsson á Co. Hafi vírinn þá litið út eins og mynd 16 í dómsskjali sýnir, þá er greinilegt, að einangrun hans hefur þá þegar verið ónýt. Þessa þætti varðandi línuna mætti draga saman og segja: Vör voru of stór fyrir vírinn. Vírinn var af rangri gerð. Viðgerð línunnar við horn verksmiðjunnar var ófullnægj- andi“. Í niðurstöðum hinna dómkvöddu manna segir svo: 1048 „Samkvæmt matsbeiðni yðar, dags. 6. 11. 1970, erum við undirritaðir beðnir um að gefa upp álit okkar um, „hvort við teljum sannað frá rafmagnsfaglegu sjónarmiði, eftir því, er séð verður á gögnum þeim, sem fylgdu matsbeiðninni, að eldsupptök í húsi Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson á Co hinn 27. janúar 1968 hafi verið út frá raflinu þeirri, sem lá að norð-vestur horni hússins“. Sé miðað við ströngustu merkingu orðsins sannað, þá svör- um við spurningu þeirri, sem felst í ofanritaðri matsbeiðni, neitandi. Í dómkvaðningu borgardómara, dags. 12. 11. 1970, er okkur ennfremur falið skv. beiðni Guðmundar Péturssonar hrl. að gefa umsögn um lklegustu orsök íkveikjunnar, ef við teljum brunaorsök ekki fullsannaða. Álit okkar er, að yfirgnæfandi líkur bendi til, að orsök íkveikjunnar sé að rekja til ofannefndrar raflínu. Varðandi þann þátt matsbeiðninnar, er lýtur að Rafveitu Akureyrar, teljum við, að snerting línunnar við húshornið, eins og fram kemur í dómsskjölum, stafi af ófullnægjandi og ólöglegum frágangi Rafveitu Akureyrar á nefndri linu“. Þegar virt eru þau gögn málsins, sem í héraðsdómi eru rakin, niðurstaða hinna rafmagnsfróðu samdómenda í hér- aði og framangreint álit hinna dómkvöddu rafmagnsverk- fræðinga, þykja komnar fram svo sterkar líkur fyrir því, að orsök eldsvoðans hafi verið sú, sem í héraðsdómi segir, að leggja verði það til grundvallar í málinu, enda hefur ekki verið gert sennilegt, að öðrum orsökum sé til að dreifa. Telja verður sannað með skirskotun til framangreindra gagna, að búnaði raflinunnar hafi verið verulega áfátt, þegar litið er til nálægðar hennar við verksmiðjuhúsið, en raflína þessi flutti ekki orku til þess. Það var og gáleysi af yfir- verkstjóra áfrýjanda, Sigurði Guðlaugssyni, að láta eigi kanna nánar bilun þá á línunni, sem viðgerðarmenn áfrýj- anda urðu varir við um morguninn 27. janúar 1968 og hon- um var tilkynnt um. Samkvæmt þessu, sbr. 37. gr. laga nr. 58/1967, bar áfrýjandi fébótaábyrgð á tjóni því, er húseig- 1049 andinn, K. Jónsson £ Co h/f, varð fyrir eldsvoða þessum og um er fjallað í málinu. Stefndi, sem hafði selt K. Jónssyni á Co h/f brunatrygg- ingu, bætti félaginu tjón þess á vélum, áhöldum og birx gðum, bæði hráefni og framleiðsluvörum, hinn 30. marz 1968 með kr. 1.325.210.00. Öðlaðist stefndi þar með rétt verksmiðj- unnar á hendur þeim, er skaðabótaskyldu kynnu að bera vegna brunans, sbr. upphaf 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954, að svo miklu leyti sem hann bætti tjónið. Er áfrýjandi því bótaskyldur gagnvart stefnda. Þar sem sök áfrýjanda verður eigi talin stórkostleg og byggist öðrum þræði á gáleysi starfs- manna hans, þykir eftir atvikum rétt að beita niðurlags- ákvæðum 1, mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954 um lækkun skaða- bótaábyrgðar. Fjárhæð kröfu stefnda er byggð á mati, framkvæmdu af trúnaðarmönnum stefnda og fyrirsvarsmönnum K. Jóns- sonar á Co h/f. Áfrýjandi hefur mótmælt mati þessu seim of háu. Eigi verður nú aflað frekari gagna um tjón það, sem K. Jónsson £ Co h/f varð fyrir af völdum brunans og hér skiptir máli. Með hliðsjón af þessu og með vísan til þess, er áður greindi um lækkun skaðabótaábyrgðar áfrýjanda, telst hæfilegt, að áfrýjandi Í bæti tjón það, sem hér um ræðir, með kr. 800.000.00 auk 7% ársvaxta frá 30. marz 1968 til greiðsludags. Eftir þessum málalokum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 150.000.00. Dómsorð: Áfrýjandi, Rafveita Akureyrar, greiði stefnda, Almenn- um Tryggingum h/f, kr. 800.000.00 með 7% ársvöxtum frá 30. marz 1968 til greiðsludags og kr. 150.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 1050 Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara og Ármanns Snævarrs prófessors. Í atkvæði meiri hluta dómenda er rakin kröfugerð máls- aðilja fyrir Hæstarétti og framlögð skjöl þar. Þegar virt eru þau gögn málsins, sem í héraðsdómi eru rakin, niðurstaða hinna rafmagnsfróðu samdómenda í hér- aði og framangreint álit hinna dómkvöddu rafmagnsverk- fræðinga, þykja komnar fram svo sterkar líkur fyrir því, að orsök eldsvoðans hafi verið sú, sem í héraðsdómi segir, að leggja verði það til grundvallar í málinu, enda hefur ekki verið gert sennilegt, að öðrum orsökum sé til að dreifa. Þegar viðgerðarmenn áfrýjanda að morgni brunadagsins gerðu við loftlinuna, sem var slitin við inntakið í skipasmiða- stöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar, tóku þeir eftir því, að mið- vír loftlínunnar var kræktur niður fyrir einangrarann á horni verksmiðjuhúss K. Jónssonar £ Co h/f. Annar viðgerðar- mannanna hefur nánar lýst þessu svo, að hann hafi séð, „að einangrun á miðvirnum hafi tekið litarbreytingum, sem benti til þess, að hann hefði hitnað“. Hinn viðgerðarmaður- inn lýsir þessu þannig, að miðvírinn hafi verið „afglóðaður, og einangrun hafði breytt lit og gúlpað frá, en var þó heil að sjá“. Sami viðgerðarmaður hefur og greint frá því, „að efsti vírinn hafi legið niðri á miðvirnum við skipasmíðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar“. Viðgerðarmennirnir létu þó við það sitja að losa virinn af einangraranum. Yfirverkstjóri áfrýjanda fékk vitneskju um framangreindar aðstæður frá viðgerðarmönnunum, en ekki gerði hann gangskör að því að kanna bilunina með eigin athugun. Verður að meta honum það til verulegrar vanrækslu, einkum þar sem hann vissi. að virinn hafði í upphafi verið lagður mjög nálægt þakhorn- inu, við því mátti búast, að hann hefði tognað og slaknað, og var honum kunnugt um, að einangrun hans hafði látið á sjá. Loks verður við það að miða samkvæmt álitsserð rafmagnsverkfræðinganna Sigurðar Halldórssonar og Sverris 1051 Nonlands, að við húshornið hafi vírinn ekki verið af réttri gerð, en héðan af verður þetta ekki kannað til hlítar með skoðun, þar sem fram er komið í málflutningi, að áfrýjandi hefur ekki haldið vír þessum til haga. Samkvæmt þessu og með vísan til laga nr. 58/1967, 37. gr., var áfrýjandi skaða- bótaskyldur gagnvart K. Jónssyni á Co h/f vegna bruna- tjóns þess, sem mál þetta er risið af. Áfrýjandi er fyrirtæki, sem eðlilegt er að leggja á ríka skyldu til varkárni og öruggs búnaðar með sérstakri hlið- sjón af þeirri hættu, sem samfara er starfsemi hans. Eins og hér stendur á, var aðgæzla sérstaklega brýn vegna þess gruns, sem á því lék, að eldsvoðinn, sem kom upp í niður- suðuverksmiðju K. Jónassonar á Co h/f í janúar 1967, hefði verið af völdum hinnar eldri loftlínu. Þegar þetta er haft í huga og aðstæður áfrýjanda að öðru leyti, eru ekki efni til að lækka eða fella niður skaðabótaábyrgð hans samkvæmt lögum nr. 20/1954, 25. gr., 1. mgr., 2. ml. Stefndi, sem selt hafði K. Jónssyni á Co h/f brunatrygg- ingu, bætti fyrirtækinu tjón þess á vélum, áhöldum og birgð- um hinn 30. marz 1968 með kr. 1.325.210.00. Öðlaðist hann þar með rétt fyrirtækisins á hendur áfrýjanda, er skaða- bótaskyldu bar vegna brunans, að svo miklu leyti sem hann bætti tjónið með greiðslu þessari, sbr. lög nr. 20/1954, 25. gr., Í. mgr., 1. ml. Fjárhæð þeirra vátryggingarbóta, er stefndi greiddi, var byggð á mati, framkvæmdu af trúnaðarmönnum stefnda og fyrirsvarsmönnum K. Jónssonar á Co h/f. Áfrýjandi hefur mótmælt mati þessu sem of háu. Eigi verður nú aflað frekari gagna um tjón það, sem K. Jónsson £ Co h/f varð fyrir af völdum brunans og hér skiptir máli. Eins og ákvörðun vá- tryggingarbótanna var háttað, verður fjárhæð þeirra ekki lögð til grundvallar við úrlausn þessa máls um skaðabætur úr hendi áfrýjanda, enda var honum ekki gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna við mat á tjóninu. Hins vegar er ekki ástæða til að ætla, eftir því sem sakargögnum er farið, að bótaskylt tjón K. Jónssonar á Co h/f hafi numið lægri 1052 fjárhæð en segir í héraðsdómi. Verður því upphæð tjónsins og skaðabætur úr hendi áfrýjanda miðaðar við þá fjárhæð, en málinu hefur ekki verið gagnáfrýjað. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda samtals kr. 150.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Rafveita Akureyrar, greiði stefnda, Almenn- um Tryggingum h/f, kr. 1.000.000.00 með 7% ársvöxt- um frá 30. marz 1968 til greiðsludags og kr. 150.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 12. apríl 1970, Mál þetta, sem tekið var til dóms 23. september 1969, endur- upptekið og dómtekið 4. nóvember 1969 og endurupptekið á ný 28. s. m. og endanlega dómtekið í gær, er höfðað hér fyrir dómi með stefnu, birtri 28. júní 1969, af Almennum Tryggingum h/f, Reykjavík, gegn Rafveitu Akureyrar til endurgreiðslu á tjón- bótum, sem stefnandi hefur greitt niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar éc Co h/f, Akureyri, vegna eldsvoða, sem varð í verksmiðju félagsins 27. janúar 1968. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 1.325.210.00 með 8% árs- vöxtun frá 30. marz 1968 til greiðsludags auk hæfilegs máls- kostnaðar að mati dómsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefn- anda. Málavextir eru þessir samkvæmt skýrslum lögreglunnar á Akureyri, slökkviliðsstjórans á Akureyri, vætti vitna og öðrum gögnum málsins, m. a. skýrslum skoðunarmanna: Laugardaginn 27. janúar 1968, kl. 2026, var tilkynnt í síma slökkvistöðvarinnar á Akureyri, að eldur væri laus í niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar ér Co h/f á Oddeyrartanga. Atburðin- um er þannig lýst í skýrslu varaslökkviliðsstjórans á Akureyri, sem lögð hefur verið fram í málinu: „Á vakt voru Tómas Jóns- son og Víkingur Björnsson brunaverðir. Báðu þeir strax um, að kallað yrði út 1. og 2. „útkall“ slökkviliðsins, en á leið að bruna- stað höfðu þeir samband við lögreglustöðina um talstöð og báðu 1053 um, að einnig 3. „útkall“ yrði kvatt út. Er þeir Tómas og Vík- ingur komu að verksmiðjunni, lagði mikinn reyk frá þaki eystri hluta vesturálmu, og um leið gaus eldur upp úr þekjunni. Var strax ljóst, að hér var um mikinn eld að ræða. Þegar Víkingur reisti álstiga slökkviliðsins upp að húshliðinni til að komast að eldinum, snerti stiginn þá skorstein byggingarinnar, sem er úr járni og í tengslum við þakið, og varð af mikið neistaflug. Einnig fékk Víkingur raflost. Nú komu að slökkviliðsmenn. Var þá ráðizt til uppgöngu á Þakið og af því rifið bárujárn til að komast að eldinum. Einnig var farið innanfrá upp á geymsluloft, en slökkvistarfið var þar erfitt sökum reyks og hita. Urðu menn þar að vinna með reykgrímum. Slökkvistarfið á þakinu beindist í fyrstu að því að hefta útbreiðslu eldsins. Var bárujárnið rifið af, þvert yfir aðra hlið þaksins, upp yfir millivegg úr timbri á geymsluloftinu og vatni sprautað þar niður um. Var þannig hægt að varna, að eldur kæmist gegnum vegginn og á þann hátt að hefta frekari „itbreiðslu hans. Inni á loftinu var mikill eldur í skilrúmi að kaffistofu ásamt málningar- og lakkvörum. Um kl. 21.45 hafði tekizt að hefta útbreiðslu eldsins, og var hann að fullu slökktur kl. 22.30. Notaðar voru allar fjórar bifreiðar slökkviliðsins og auk þess tvær dælur“. Rannsókn á orsökum og afleiðingum brunans hófst strax hinn 20. s. m. hjá lögreglunni á Akureyri og var fram haldið daginn eftir í sakadómi Akureyrar og lauk þar 1. febrúar s. á. Saka- dómur Akureyrar kvaddi til þá Aðalgeir Pálsson rafmagnsverk- fræðing og Pétur Pálmason byggingaverkfræðing sem hæfa menn og óvilhalla til þess að skoða og kanna brunarústirnar og allar aðstæður á brunastað. Skiluðu þeir skýrslu sinni skriflegri 12. s. m. Í skýrslunni segir svo: „Fyrst fór fram athugun á þeim stað hússins, sem eldurinn hafði herjað. Svo var að sjá sem eldur hefði orðið hvað mestur uppi við þak rétt vestan við skilrúm milli kaffistofu og herbergis, þar sem dósagerð var. Var skilrúm þetta mjög brunnið að vestan uppi við loft, en minna niðri við gólf og gólf ekkert brunnið nema í skoti inn af dósagerð, en þar voru geymdar málningar. vörum ýmiss konar. Þetta kemur greinilega fram á ljósmyndum, sem lagðar hafa verið fram í sakadómi Akureyrar 31. janúar, nr. 2, 4, 5 og 19. Þakbiti sá, sem var yfir skilrúminu, hafði sýni- lega hitnað meir en aðrir þakbitar. 1054 Af ummerkjum þessum höfum við ráðið, að eldur hafi kviknað í þaki í grennd við horn á skilvegg. Raflögn innanhúss er í þessum hluta plastvarðir strengir, lagðir sýnilegir innan á veggi og loft og tæki laustengd í jarðbundnum tenglum. Við umgetinn skilrúmsvegg stóð rafmagnshitablásari, en greinilegt var, að kló hans var ekki í tenglinum, þegar eldur varð, sjá ljósmynd nr. 4. Loftræstiviftur við loftbrún, sjá ljós- mynd nr. 19 og nr. 2, virtust einnig hafa verið stöðvaðar fyrir brunann. Lýst var með fluorlömpum, sem héngu á keðjum frá lofti. Um ástand raflagna og frágang þeirra viljum við vísa til umsagnar rafmagnseftirlits Akureyrar, en taka fram, að ekkert kom í ljós við athugun okkar, sem benti til þess, að upptök elds- ins hefðu orðið vegna raflagna innanhúss. Nú beindust athuganir okkar að aðstæðum vegna rafmagns- loftlínu, er liggur við norðvesturhorn verksmiðjuhússins, athug- unarmorguninn hafi þessi lína verið lagfærð og er nú fest á ein- angrunarkúlur á stólpa, er stendur nokkuð frá húshorninu, sjá afstöðumynd og ljósmynd nr. 15. Aðstæður fyrir brunann voru þær, að neðsti fasaleiðir var festur á einangrunarkúlu á endavegg hússins, sjá ljósmyndir nr. 7 og nr. 20. Samkvæmt upplýsingum varaslökkviliðsstjóra myndaðist neisti milli þakbrúnar og stiga, er reistur var af brunavörðum. Sigtryggur Þorbjörnsson rafvirkjameistari, er kominn var á brunastaðinn, rauf nú stofnstraum verksmiðjunnar, en að húsinu liggur jarðstrengsheimtaug, og er aðaltöfluvirki í öðru húsi áföstu því, sem skemmdist. Beindist nú athygli Sigtryggs að nefndri loftlínu. Fékk hann stiga og losaði með nokkru átaki miðfasaleiði línunnar af járnklæðningu efst á gafli, sjá ljósmynd nr. 20, og var línan þá spennuhafandi. Neðsti fasaleiðir virtist óskaðdaður eftir brunann, en sýnilegt var, að hinir tveir fasaleiðarnir höfðu hitnað það mikið, að ein- angrun þeirra var ónýt. Mynd nr. 16 sýnir leiðana í réttri röð, og er sá neðsti lengst til hægri. Í símtali, sem Friðþjófur Hraundal, starfsmaður Rafmagnseftir- lits ríkisins, átti við Aðalgeir Pálsson um hádegi mánudags, óskaði hann, að upplýst yrðu eftirfarandi atriði: 1. Athugað væri, hvort sýnilegir áverkar væru á húsinu vegna snertingar rafmagnsloftlínu og þeir ljósmyndaðir, ef einhverjir fyndust. 2. Gerð og tenging spennis í spennistöð. 1055 cs „Hvaða vör væru í spennistöð og hvaða gerð. 4, Hvaða gerð leiðara væri í lögnum og gildleiki þeirra frá spenni- stöð að húsi. 5. Reynt væri að mæla heildarslaufuviðnám rásarinnar, sem bil- unarstraumurinn hefur farið eftir (viðnám bilunarrásarinnar). 6. Afstaða rafmagnsloftlínu til hússins: a) Fjarlægð snertipunkts á húsi að línu, miðað við áætlaða legu hennar í logni. b) Fjarlægð frá snertipunkti á húsi að næstu festipunktum lín- unnar. c) Hugsanlegt sig línunnar. „Hvert var hitastig og hver var vindstefnan og vindstyrkur, er bruni varð, og voru þá skilyrði til ísingarmyndunar. Hér á eftir fara þær upplýsingar, er okkur hefur tekizt að afla. Mælingar á viðnámum voru gerðar í samvinnu við Svanbjörn Sigurðsson tæknifræðing, starfsmann Rafveitu Akureyrar. Einnig veitti hann upplýsingar um gildleika lagna, vör o. fl. 1. Ofan á vesturgafl, sem er steinsteyptur, kemur klæðning úr zinkhúðuðu blikki til varnar leka, og nær hún lítið eitt niður fyrir útbrúnir gaflsins, en yfir brún bárujárnsklæðningar þaksins við gaflinn innanverðan. Á útbrún klæðningarinnar í norðvesturhorni mátti ljóslega sjá rafbrunablett, sem yfirlögregluþjónn ljósmyndaði, sjá ljósmynd nr. 20. 2. Gerð og tenging spennis: Titan Type TOT— 4155. Forvaf 8000 volt 57.7 amper. Eftirvaf 230 volt 1510 amper. Skamm- hlaupsspenna ek = 5.2%. Tenging D/Y — 0. Það er að segja eftirvaf er stjörnutengt og O-tengt í vatnspípu- kerfi bæjarins. 3. Vör: Lauritz Knudsen Type 170E 7026 300 amper 500 volt HL 110 mm. Fylgiskjal nr. 6. Þetta eru hröð-vör, og fylgir hér með bræðilínurit varanna. 4. a) Jarðstrengur .. .. 95 mm?, 140 m R = 0,0258 ohm b) Jarðstrengur .. .. 70 mm?, 165 m R = 0.0413 ohm c) Loftlína.. .. ... .. 35 mm?, 55 m R = 0.0275 ohm d) Loftlína.. .. .. ... 16 mm?, 17 m R = 0.0185 ohm 5. Fylgiskjal nr. 1 sýnir, hvernig mælingum var háttað, og fylgiskjal nr. 2 niðurstöður hinna einstöku mælinga. Séu teknar mælingar, er sýna viðnám frá bilunarstað og að vatnskerfi húss- ins og þaðan í O-taug Rafveitu Akureyrar og þar við bætt út- teiknuðu viðnámi í leiðslum frá spennistöð að bilunarstað, fæst: 1056 a) Milli bilunarstaðar og vatnskerfis „. .. .. .. 0.177 ohm b) Milli vatnskerfis og O-taugar .. .. .. .. .. .. 0.06 ohm c) Í jarðstrengjum og loftlínum .. .. .. .. .. .. 0.113 ohm Heildarviðnám 0.35 ohm Samkvæmt mælingum má finna viðnám milli bárujárns og járnbita sem: a) Mismun M8ogMg.............00.00 0. 0.193 ohm b) Mismun M3ogM5.............. 0... 0.127 ohm Meðaltal þessara mælinga er 0.125 ohm. Til þess að fá öruggari vitneskju um slaufuviðnámið voru framkvæmdar mælingar frá spennistöð laugardaginn 3. febrúar. Þá var ákveðið viðnám rásar, er var frá jörð spennistöðvar eftir jarðstrengjum og að vatnskerfi hússins. Niðurstöður: Mæling 15 vatnslögn hússins eftir jarðstrengjum að jarðtaug spennistöðvar að frádregnum mælivír 0.485-0.336 = 0.149 ohm Frá bilunarstað aðalvatnskerfisM8..,....... = 0177 ohm Loftlínur 35 MM? ....0 0.0275 ohm ll Loftlínur 16 mm?........ 0.0185 ohm Heildarviðnám 0.372 ohm R SL Ef þessar niðurstöður eru lagðar til grundvallar, fæst, að bil- unarstraumurinn IJ 1; UJ 7 = — = 342 amp. R SL 0,372 stmp Samkvæmt mælum spennistöðvarinnar nefndan laugardag var enginn fasaleiðir með meiri álagsstraum en 80 amper, og mætti hafa hliðsjón af því við áætlun á álagi strengsins brunadaginn, laugardaginn áður. Mælingar fóru fram klukkan um 15. 6. Afstaða loftlínu til húss. a--b) Sé hugsað lóðrétt plan, er gangi gegnum staura þá, er standa sitt hvorum megin við hornið, sést á meðfylgjandi upp- drætti, fylgiskjal 3, að það rétt sleppur við húshornið. Þannig er fjarlægð frá húshorni í línu jafnt hæðarmun húshornsins og lín- unnar. Ætla má, að miðfasaleiðir hafi verið minnst 60 em yfir húshorni, áður en tognaði á línunni. Fjarlægðir eru sýndar á uppdrætti, fylgiskj. 3. 1057 c) Hugsanlegt sig línunnar. Í staurabilinu við verksmiðjuhornið var þversnið leiðara 16 mm?, og var hann plasteinangraður „útivír“, í næstu spennum norðan við (fjær spennistöð) er þversnið leiðara 35 mm? og þeir berir. Upplýst er, að skipt var um leiðara í staurabilinu við verksmiðjuhornið, er bilun varð fyrir um einu ári, en þá kom einnig upp eldur í verksmiðjunni. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna Rafveitu Akureyrar orsakaði skammhlaup á loft- línunni fjær spennistöð en verksmiðjuhornið útleysingu vara í spennistöð, og var gert við þá bilun á morgni þess dags, er bruninn varð. Þá er upplýst, að miðfasaleiðir línunnar var kræktur niður- fyrir einangrunarkúlu þá, er bar uppi neðsta fasaleiðir og fest var í gafl hússins. Telja starfsmenn, að miðfasaleiðir hafi verið frjáls af húsinu eftir viðgerðina. Við athugun á leiðurunum kom í ljós, að tveir efri leiðararnir höfðu hitnað svo, að plasteinangrun þeirra var ónýt. Af þessu ráðum við, að leiðararnir við skammhlaupsbilunina (um morguninn) hafi misst stælingu sína og tognað þannig, að fjarlægð miðfasaleiðara frá húshorni hafi verið næsta lítil. 7. Varðandi veður vísast til meðfylgjandi vottorðs frá Veður- stofu Íslands, fylgiskjal nr. 5. Rétt er að taka fram, að viðnámsmælingar, sem gerðar voru með Westonmælibrú, mælispenna 13.5 volt, eru gerðar við að- stæður nokkuð frábrugðnar þeim, er voru fyrir brunann. Sem dæmi má nefna, að búið var að rjúfa þakið og einangrun á all- stóru svæði og dæla vatni (sjó) á þakið. Þrátt fyrir þetta og að nokkur mismunur er á niðurstöðum eftir því, hvaða mælingar eru lagðar til grundvallar, teljum við, að heildarslaufuviðnámið 0.372 ohm gefi allgóða mynd af að- stæðum og að viðnám milli þakklæðningar og járnbita megi reiknast 0.125 ohm. Niðurstöður: Svo sem segir hér að framan, er húsið mest brunnið uppi undir lofti, vestan skilrúms milli kaffistofu og dósagerðar, og álitum við, að þar hafi eldurinn kviknað. Við athugun fannst ekkert það inni, er líklegt væri, að brunanum hefði valdið, og teljum við, að eldur hafi orðið vegna þess, að rafstraum hafi leitt úr loftlínu við vesturgafl í þakklæðningu verksmiðjuhússins og þaðan niður í burðarbita, stálbita, en vegna viðnáms milli þak- 67 1058 klæðningar og stálbita hefur þar getað myndazt hiti hærri en brunamark þakefnis, langbanda og loftklæðningar. Samkvæmt mælingum okkar hefur heilðarafl í bilunarrásinni verið um 42 kw, en um 11 kw milli þakklæðningar og stálbita. Af meðfylgjandi línuriti yfir bræðikurfur fyrir vör í spenni- stöð virðist mega ráða, að þetta ástand hafi getað varað í a. m. k. 1 klst. Er hér miðað við heildarálagsstraum á vörum 420 amp. Ljóst er, að loftlínan hefur flutt orku út í þakklæðninguna, því annars hefði hún ekki festst við húsið, og einnig hefur leiðar- inn bráðnað á snertistaðnum, sbr. ljósmynd nr. 21. Þá má benda á, að er eldur varð laus í verksmiðjuhúsinu á síðastliðnu ári, festist leiðari loftlínu einnig við húsþakið, en ekki varð þá sýnt fram á samband þessara tveggja atburða“. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands var veður á Akur- eyri 27. janúar 1968, kl. 2000, frost 9.8, raki 78, vindur vestan fjórir, og að áliti hinna dómkvöddu skoðunarmanna er ekki talin hætta á ísmyndun í slíku veðri. Fyrstur til að tilkynna slökkviliðinu um eldsvoðann var Bjarni Reykjalín. Varð hann var við eldinn um 5 mínútum fyrir til- kynntan tíma. Gaf Bjarni skýrslu fyrir lögreglunni á Akureyri, og sama gerðu þeir Dúi Eðvaldsson og Þórir Kristjánsson. Nefndur Dúi er vélgæzlumaður hjá niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar ér Co h/f, en Þórir verkstjóri. Voru þeir báðir við vinnu sína daginn fyrir eldsvoðann, Dúi til kl. 2130 og Þórir til kl. 2200 að sögn þeirra beggja. Báðir báru, að síðdegis þann dag hafi farið að bera á rafmagnstruflunum í verksmiðjunni, þannig að ljósin blikkuðu. Í framburði Dúa segir svo: „Er hann fór heim um kvöldið, sá hann rafmagnsblossa á loftlínunni norðan við verksmiðjuna eða hjá bátaverkstæði Nóa Kristjánssonar. Hann segist ekki hafa aðgætt né tekið eftir, hvort raflínurnar við vesturenda verksmiðjuhússins lágu við þakbrúnina. Hann segist aldrei hafa tekið eftir því né heyrt um það talað, að rafmagnsstrengurinn snerti þakið, fyrr en eftir að eldur varð laus þar. Hann segir, að Guðmundur Jónsson, forstjóri í Esso, hafi sagt sér, að á laugardagsmorgun hafi verið straumlaust í stöðinni og hafi hann tilkynnt rafveitunni um það, og var það lagfært þá strax, en þá mun einnig hafa verið straumlaust í niðursuðuverk- smiðjunni, því straumur er þangað frá sömu spennustöð. Hann segist hafa komið að verksmiðjunni á laugardaginn og hitt þar 1059 Pál Emilsson, starfsmann rafveitunnar, og var hann þá að taka straum af loftlínunum vestan við verksmiðjuna. Hann hafði orð á því, að á laugarðagsmorguninn hefði miðstrengur verið kræktur niður fyrir „klukkuna“, sem neðsti strengurinn er festur við. Hann segir, að Víkingur Björnsson slökkviliðsmaður hafi sagt sér, að er hann reisti brunastiga við þakbrúnina að norðan, hafi hann fundið rafstraum frá honum, og er hann var að hagræða honum, hafi komið neistar við þakbrúnina“. Vitnið Dúi kvaðst síðastur hafa yfirgefið verksmiðjuna föstu- dagskvöldið 26. janúar 1968, kl. um 2130, en nokkru áður hafði hann slökkt á kynditæki verksmiðjunnar með því að rjúfa raf- straum að henni. Þórir Kristjánsson bar, að um það bil einu sinni í viku hverri um nokkurn tíma fyrir eldsvoðann hefði orðið að stöðva raf- magnsmótorana í verksmiðjunni vegna rafmagnstruflana, en lag- færing hafi verið framkvæmd af starfsmönnum Rafveitu Akur- eyrar þegar í stað. Sigurður Guðlaugsson, yfirverkstjóri Rafveitu Akureyrar, mætti í sakadómi Akureyrar og gaf skýrslu. Kvað hann rafmagnsloft- línuna vestan verksmiðjunnar allgamla, en hún hafi verið austar áður, þar til hafið var að reisa nýbyggingu vestan við verksmiðj- una, og var línan þá færð vestur fyrir hana. Hann skýrði enn fremur svo frá, að lína þessi, sem nú hefur verið tekin niður, hafi verið framhald af jarðstrengslínu, sem liggi yfir Sjávargötu og endi við suðausturhorn vöruskemmu, sunnan við verksmiðjuna, en sé tekin þar upp Í staur og leiðd vestur og norður í gamla Odda og skipasmíðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar og þar endi hún. Kvað hann raflínurnar á staurabilinu vestan verksmiðjunnar hafa verið endurnýjaðar árið áður af því tilefni, að um það leyti eða nokkru fyrr kom upp eldur í verksmiðjunni, og lék grunur á því, að raflínurnar, sem voru óeinangraðar, hefðu slegizt í þakið og leitt rafmagn út í það. Voru þá settir einangraðir vírar á þessu svæði og neðsti vírinn festur í einangrara í norðvesturhorni húss- ins, efst í gaflinn, en tveir efri þræðirnir léku í lausu lofti. Sig- urður gizkaði á, þá er gengið var frá þessum vírum hafi mið- vírinn verið í a. m. k. 30 sm hæð yfir þakinu og til hliðar út frá því, og miðaði hann þá við gaflbrúnina, sem er nokkru hærri en þakið og málmi slegin. Morguninn, sem eldsvoðinn varð, barst Rafveitu Akureyrar kvörtun þess efnis, að rafmagnslaust s væri á þessu svæði, sem áður er lýst. „Við athugun kom í ljós, 1060 að strengur hafði slitnað. í skipasmíðastöð Kristjáns Nóa Krist- jánssonar. Við. þetta var gert, og í sama sinn tóku viðgerðarmenn eftir því, að miðvírinn í bilinu vestan við verksmiðjuna hafði krækzt niður fyrir einangrarann, sem áður er getið. Var losað um vírinn, en starfsmennirnir tóku eftir því, að einangrunin hafði skemmzt af hita, sem ekki var óeðlilegt, þar sem vírarnir höfðu legið saman nokkru norðar, þegar vírinn slitnaði, eins og áður getur. Sigurður kvað Ragnar Stefánsson, en hann vann að viðgerðinni í þetta sinn, hafa sagt sér frá skemmdinni á línunni, en hann kvaðst ekki hafa talið ástæðu til aðgerða. Áðurnefndur Ragnar kvaðst hafa tekið eftir því, að miðvírinn vestan við verksmiðjuna var kræktur niður fyrir einangrarann á húsinu og afglóðaður og að einangrun hafði breytt lit og gúlpaði frá, en var þó heil að sjá. Sömu ummerki kvað hann hafa verið á efsta strengnum. Eftir brunann voru línustrengirnir festir í aukastaur vestan við húsið í 2.70 m fjarlægð frá húshorninu, en staur þessi var reistur sumarið áður. Sigtryggur Þorbjörnsson rafvirkjameistari, sem fylgdist með slökkvistarfinu, kvaðst hafa tekið eftir því, er slökkviliðsmenn reistu stiga upp við húsið að norðan við reykháfinn, að rafneistar mynduðust milli stigsans og þakbrúnarinnar, og virtist jarðsam- band myndast þar við snertingu við reykháf hússins. Er hann ásamt Gísla Ólafssyni yfirlögreglubjóni gekk vestur fyrir verk- smiðjuna, sá hann, að miðstrengur raflínunnar lá nyrzt á þak- brúninni á sjálfum gaflinum. Fór hann upp á þakið, tók um vír- inn og lyfti honum frá með lausu átaki, og myndaðist við þetta neisti. Var vírinn soðinn við þakbrúnina, svo að greinilega mátti sjá, og er eldur kom upp í verksmiðjunni ári fyrr, voru. sömu ummerki á gaflinum, en í því tilfelli var það þó neðri vírinn, sem fastur var. . - Páll Línberg Emilsson, línumaður hjá Rafveitu Akureyrar, var kallaður út til starfa vegna: rafmagnstruflana á nefndri línu að morgni brunadagsins. Sá hann, að miðvírinn í bilinu vestan verk- smiðjunnar var kræktur niður fyrir einangrarann á húsinu, þar sem neðsta línan var fest. Losaði hann línuna af króknum og merkti ekki, að vírarnir hefðu orðið fyrir hnjaski, en miðvírinn hafði tekið litabreytingum, en það benti aftur til þess, að hann hefði hitnað. Víkingur Þór Bjarnason slökkviliðsmaður, sem tók á móti til- kynningunni um eldsvoðann, og Tómas Jónsson slökkviliðsmaður 1061 komu fyrstir á vettvang. Reistu þeir sitga við miðja norðurhlið verksmiðjunnar, en þegar stiginn nam við járnklætt þakið, neist- aði þar á milli. Forstöðumaður stefnda, Knútur Otterstedt rafveitustjóri, kom fyrir dóm í málinu og lýsti staðháttum svo, að raflínan norður Sjávargötu sé jarðstrengslína að skemmu sunnan niðursuðuverk- smiðjunnar, en þar taki við loftlína, sem endi við skipasmíða- hús Kristjáns Nóa Kristjánssonar. Loftlínan var fjarlægð á s.l. sumri, og var þá eigi vitað um aldur hennar, en þegar nýbygg- ingin var reist vestan niðursuðuverksmiðjunnar, var loftlínan færð vestur fyrir hana, en hún lá áður yfir grunninn. Gaf hann fyrirmæli um, að staur væri reistur í 2.70 m fjarlægð frá norð- vesturhorni verksmiðjunnar, og átti að færa línuna úr húshorn- inu í þennan staur. Fleiri breytingar á legu þessarar línu voru fyrirhugaðar, en útfærslan og seinni framkvæmdir strönduðu á því, að skúr vestan verksmiðjunnar, en óviðkomandi henni, yrði fjarlægður. Rafveitustjórinn lýsti því yfir varðandi skoðunargerð hinna dómkvöddu manna, þeirra Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálma- sonar, að hann teldi byggingaverkfræðinginn ekki hafa nægilega kunnáttu til þess sjálfstætt eða með öðrum að framkvæma at- huganir á rafbúnaði. Þá taldi hann rafmagnsverkfræðinginn ekki hafa lært fræði, sem lúti að sterkstraumi eða mælingum á honum, þar sem hann sé síma- og útvarpsverkfræðingur og búi yfir sér- fræðiþekkingu í veikstraumi. Hann vakti athygli á því, að í mæl- ingum sem þessum séu fleiri viðnám en raunviðnám (,„ohmskt- viðnám“), svo sem „reaktansviðnám“ í loftlínunni og „capacitans- viðnám“ í jarðstrengnum, og vanti að gera grein fyrir þeim í mælingum skoðunarmannanna. Hann taldi enn fremur, að mæl- ing á viðnámi milli járnbita og bárujárns væri ekki nógu nákvæm með frádrætti á tveimur mælingum, M 8 og M 9, á fylgiskjali 2 með skoðunargerðinni, en þar sé munur þeirra 0.123 ohm, en eigi að vera 0.158 ohm. Taldi hann nákvæmari mælingu að mæla beint milli þessara hluta, en ekki frá gafli hússins. Mælingu nr. 15 á sama fylgiskjali taldi hann þurfa að skýra nánar, hvernig framkvæmdin var, þar sem af útreikningum megi ekki ráða niður- stöðuna, og engin grein sé gerð fyrir því, hvernig talan 0.485 sé fengin. Þar við bætist, að mælingar hafi verið gerðar við allt aðrar aðstæður en þegar bruninn varð. Við mælingarnar lagði stefndi fram aðstoð rafmagnstæknifræðingsins, Svanbjörns Sig- urðssonar, og mælitæki. Var slaufuviðnám í jarðstrengnum, að 1062 sögn nefnds Svanbjörns, mælt frá rafmagnsinntaki niðursuðu- verksmiðjunnar eftir einni æð jarðstrengs að spennistöð, en strengurinn var bundinn við jarðskaut spennistöðvarinnar að vatnsinntaki verksmiðjunnar, og er þá viðnámið frá stofnvörum verksmiðjunnar í staurinn sunnan hennar komið inn í heildar- slaufuviðnámið, en nefnt viðnám hefur ekki áhrif á viðnámið í bilunarrásinni og hefði átt að dragast frá. Fjarlægðin frá staur í verksmiðju er um 50 m. Eðlilegast var að mæla frá bilunarstað til spennistöðvar. Um síðasttalin atriði voru þeir sammála nefndur Svanbjörn og rafveitustjórinn, sem er rafmagnsverkfræðingur. Rafveitustjórinn lét uppi það álit, að hvorki straumurinn né aflið í rásinni skipti máli við myndun elds, heldur sé það fyrst og fremst leiðið samband, sem þar hafi áhrif, sbr. að oft kviknar eldur í íbúðarhúsum út frá ljósagreinum. Stefndi lagði fram í málinu álitsgerð Jóhanns Indriðasonar rafmagnsverkfræðings um framangreinda skoðunargerð hinna dómkvöddu matsmanna. Telur hann augljóst, að miðfasi hafi leitt út í þakbrún um þakklæðningu til jarðar og að heildarslaufuvið- námið í straumrásinni hafi verið það hátt, að öryggi í spennistöð bráðna ekki. Skoðunargerðin geti þess ekki, hvernig gengið hafi verið frá þaki og hvernig fáist leiðið samband milli þakklæðningar og járnbita. Taldi hann erfitt að álykta, að útleiðni hafi valdið íkveikjunni, ef þarna á milli er öruggt leiðið samband, en hins vegar, ef hið leiðna samband er tilviljanakennt, aukist líkurnar mikið. Hann taldi skoðunargerðinni áfátt í því, að ekki var kannað: 1) Hvort bilun í raflögn innanhúss hafi valdið bruna, en það sé hugsanlegt. 2) Hvaða öryggi hafi leyst út, meðan á bruna stóð. 3) Hversu stór öryggi voru í amperum. 4) Hversu gildur stofn liggur frá þeim. 5) Hvort eldfim efni með sjálfs- íkveikjuhættu hafi valdið brunanum. Hinir dómkvöddu skoðunarmenn staðfestu skýrslu sína fyrir dómi og gáfu viðbótarskýrslu með hliðsjón af því, sem síðar er komið fram í málinu. Pétur Pálmason kvað bak verksmiðjunnar þannig, að því haldi uppi stálburðarbitar og á þá komi langbönd úr tré, sennilega 27X6". Þá komi sums staðar loftklæðning úr tré og yfir öllu járnklæðning, sem negld sé í langböndin með venjulegum þak- saum, ca. 5 sm löngum, að hann gizkaði á. Langböndin eru þannig fest, að boltað er í þau í eyru á stálburðarbitunum. Hann áleit, að loft hafi verið án einangrunar. Aðalgeir Pálsson kvaðst vera rafeindaverkfræðingur frá danska 1063 verkfræðingaháskólanum og athuganir byggðar á áðurnefndum mælingum svo og mælingarnar sjálfar falli innan kunnáttusviðs hans. Hins vegar hafi stillingar og meðferð mælibrúarinnar verið á hendi Svanbjörns Sigurðssonar, þess sem áður greinir í dóm- inum, og sannfærði Aðalgeir sig um það, að aflestrar væru í sam- ræmi við það, sem skrifað var. Aðalgeir kvað „reaktansviðnám“ í loftlínu og „capacitansviðnám“ í jarðstreng ekki hafa áhrif á raunstraum, en hins vegar heildarstraum rásarinnar og það sé raunstraumur, sem hafi áhrif á hitamyndunina. Mælingar voru jafnstraumsmælingar, sem leiða að því rök, að 11 kw afl hafi í að minnsta kosti klukkustund verið á milli þakklæðningar og stálbita, en ekki staðhæfði hann, að slíkt afl sé undir öllum kring- umstæðum nægilegt til að kveikja eld. Bein viðnámsmæling milli þakklæðningar og stálbita var ekki framkvæmd, en mæling nr. 3 sýni, að mælt hafi verið frá vesturgafli í 5. bita þar frá, sbr. fylgiskjal nr. 1 með dómsskjali nr. 4. Varðandi frádráttarskekkju milli M 8 og M 9, sem rafveitu- stjórinn gat um, sagði Aðalgeir, að mælingar M 9 og M 10 séu framkvæmdar á sama hátt frá tveim bitum til jarðar og hafi hin seinni verið í betra samræmi við aðrar mælingar, og var hún notuð til að finna meðaltal, og kvað hann Í skoðunargerðinni eiga að standa á bls. 6 M 10, en ekki M 9, enda er mismunur M 8 og M 10 0.123 ohm. Tók hann fram, að meðaltalið 0.125 ohm sé ekki notað til að finna hringrásarstrauminn. Verkaskipting við mælingarnar var sú, að skoðunarmennirnir fóru hvor með sinn þráð til tenginga, sbr. fylgiskjal nr. 1, en aðstoðarmaðurinn, Svanbjörn, stillti mælibrúna. Í skoðunargerðinni á bls. 6 er nefnd mæling 15, en hennar er ekki getið á fylgiskjölum nr. Í og 2. Töluna 0.336 kvað Aðalgeir vera viðnám mælivírsins, og er það dregið frá heildarviðnáminu, og er hér um að ræða sömu mælingu og Svanbjörn getur um Í framburði sínum, og fór hún fram 3. febrúar 1968, en aftur á móti allar aðrar mælingar fóru fram samkvæmt fylgiskjölum 1 og 2 hinn 30. janúar 1968. Rafeindaverkfræðingurinn taldi það ekki hafa áhrif á endan- lega niðurstöðu málsins, að viðnám í inntakskapli verksmiðjunn- ar er innifalið í heildarslaufuviðnámi jarðstrengsins að spenni- stöð. Hefði átt að draga það frá, en þá minnkaði heildarslaufu- viðnámið og ykist straumurinn Í bilunarrásinni, og því meiri sem straumurinn er, þeim mun styttri ástöðutími. Álitsgerð Jóhanns Indriðasonar rafmagnsverkfræðings til um- boðsmanns stefnda, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, taldi 1064 Aðalgeir ekki fá hnekkt niðurstöðu skoðunargerðarinnar varðandi leiðið samband og heildarafi í bilunarrásinni og aflið í milli þak- klæðningar og stálbita, en hins vegar gat hann ekki fullyrt um það, hvort orkan milli síðasttalinna hluta sé undir öllum kring- umstæðum nægileg til þess að mynda opinn eld, en það fari m. a. eftir efnum þeim, sem að liggja, og ytri kælingu. Á vettvangi var ekki unnt að kanna, hvort fyrir voru sérstakar aðstæður, sem ollu íkveikju. Hugsanlega orsök kvað hann Vera, ef nagli úr þak- klæðningu hefði legið ofan í timburbita í nálægð við stálbita, og gæti þá hafa myndazt neisti milli þessara hluta. Þá kvað hann skoðunarmennina sjálfstætt, eftir því sem föng voru á, hafa kannað, hvort bilun var innanhúss á raflögn eða raftækjum, sem valdið gat brunanum, en ekkert kom í ljós við athugun þeirra, sem benti til þess, að upptök eldsins hefðu verið innanhúss og enginn ófullkomleiki á rafbúnaði hússins. Um þetta síðasttalda atriði gaf Sigurður Helgason, eftirlits- maður Rafveitu Akureyrar, vitnisburð, þar sem hann ályktaði eftir athugun og skoðun á brunastað, að ekki væri unnt „að sjá nokkur merki þess, að kviknað hafi þarna í af völdum raflagna, búnaðar eða raftækja verksmiðjunnar“, eins og segir í skýrslu hans til sakadóms Akureyrar. Sá hann ekkert óeðlilegt við var- tappa, miðað við gildleika á leiðslum, en það er einn liður í því að útiloka íkveikju frá rafmagni, en ekki einhlítur. Raflögn í ný- byggingu verksmiðjunnar hafði ekki verið tekin út af rafmagns- eftirliti, að sögn Sigurðar, vegna vöntunar á tilkynningu rafvirkja- meistara, og þá kvað hann engar teikningar af raflögn hafa verið lagðar fyrir rafmagnsettirlit og Öryggiseftirlit. Þá upplýsti hann, að óheimilt væri að tengja nýlögn án úttektar, en það var óform- lega heimilað, þegar tengt var í nýbygginguna, sem honum var kunnugt um, og fylgdist hann með framkvæmd raflagnanna og gerði ekki við þær athugasemdir. Sigtryggur Þorbjörnsson rafvirkjameistari hefur borið fyrir dóminum og lagt fram teikningar af raflögn hússins, sem hann lauk í desember s.1. Sýna þær teikningar raflögn, eins og hún er og var í öllum meginatriðum fyrir brunann. Eftir að málið var endurupptekið í síðara sinnið, var aflað skoðunar að tilhlutan dómsins á reykpípu verksmiðjunnar, þar sem hún liggur í gegnum nýbygginguna, en í ljós kom við vett- vangsgöngu dómsins 28. nóvember s.l., að skorið var úr reyk- pípunni inni í húsinu fyrir stálbita. Dómkvaddir voru þeir Sig- mundur Magnússon vélstjóri og Steindór Steindórsson járnsmiður, 1065 báðir héðan úr bæ, og hljóðar skýrsla þeirra svo, en hún er dagsett 22. janúar s.l.: „I. Athuguðum tæki og búnað í kyndiklefa. Ketillinn er gufu- ketill, smíðaður í Reykjavík af Gunnari og Óskari 1960, No. 10. Þrýstireyndur 14 kg, em?, viðurkennt af H. G. Vinnuþrýsting 7 kg. cm?, stærð ca. 30 m?. Kynditækið er af Thatcher gerð, módel 69 (751—-3), þriggja spíssa. Í því eru venjulega spíssar samtals 17 A. G., miðað við klukkustund. Sjáum ekkert athugavert við búnað í kyndiklefa. Klefinn er gerður úr steinsteypu, veggir, gólf og loft. Hurðir eru þrjár á klefanum, ein út, blikkslegin tréhurð, önnur inn í vinnusal úr stáli og sú þriðja í litla geymslu, einnig úr stáli. Il. Þá beindist athygli okkar næst að reykpípu, þar sem hún kemur frá katli gegnum vesturveginn inn í nýbyggingu og gegn- um útvegg til norðurs í reykháf. Þar sem pípan liggur í gegnum norðurvegg, hefur verið skorið úr hlið hennar fyrir stálstoð og sperru. Við það myndast op í reykpípuna, sem ekki hefur verið lokað, samanber ljósmyndir I-IV og teikning. Frá þessu opi eru reykstraumar og reykryk á gólfi. Þegar athugunin fór fram, var verið að vinna í verksm. og því kynditækið í gangi. Reyndist hiti reykpípunnar á umræddum stað ca. 100 gráður C., mælt með snertimæli. Þegar hendi er brugðið að opinu, var greinilegur undirþrýstingur í því. III. Við athugun á reykháf, sem er sérbyggður úr stáli, stendur á stöpli úr steinsteypu norðan við nýbyggingu (sic). Reykháfur- inn er 35 sm frá vegg, og hefur þurft að taka úr þakskeggi fyrir honum að hluta. Þakskeggið er úr timbri. Þvermál! á reykháf er ca. 60 em, hæð frá jörðu 17 m. Á honum að ofan er reykhattur. Niðurstaðan er sú, að við teljum ósennilegt, að kviknað hafi í út frá reykpípu í umrætt skipti, ef það sannast, að nær sólar- hringur hefur liðið, frá því að slökkt var á kynditæki, þar til eldsins varð vart. Samt sem áður teljum við umbúnað reykpípu mjög varhuga- verðan, eins og við höfum lýst honum“. Að tilhlutan dómsins hafa enn fremur verið framkvæmdar nýj- ar viðnámsmælingar til samanburðar við fyrri mælingar. Þá hefur verið mælt viðnám milli þaka eldri og nýrri byggingar svo og milli þaka til reykháfs og til jarðar. Dómkvaddir voru til þessarar framkvæmdar Ólafur Jónsson rafvirkjameistari og Ingimar Þor- kelsson rafvélavirkjameistari, báðir héðan úr bæ, og hljóðar skýrsla þeirra svo, en hún er gerð 1. febrúar s.l.: 1066 „Laugardaginn 17. janúar 1970 framkvæmdum við undirritaðir samkvæmt beiðni bæjarþings Akureyrar eftirtaldar viðnámsmæl- ingar í verksmiðjuhúsi K. Jónssonar ér Co. 1. mæling. Járn á stafnbrún til vatnsinntaks. 2 — Þakjárn við stafnbrún til vatnsinntaks. 3 — Járn á stafnbrún til þakjárns við stafnbrún. 4. — Járn á stafnbrún til járnbita nr. 7 (talið vestan frá). 5. — Járn á stafnbrún til járnbita nr. 8 (talið vestan frá). 6 — Þakjárn við stafnbrún til járnbita nr. 8. 7 — Hjálpartaugar nr. 1. 8. — Milli eldri og yngri þaka. 9. — Nýtt þak til vatnsinntaks. 10. — Nýtt þak til reykháfs. 11. — Eldra þak til reykháfs. 12. — Eldra þak til vatnsinntaks. 13. — Frá reykháf til vatnsinntaks. 14. — Frá járnbita nr. 8 til vatnsinntaks. 15. — Frá járnbita nr. 7 til vatnsinntaks. Framanskráðar mælingar eru sýndar á fylgiskj. 1 og niður- stöður mælinga á fylgiskj. 2. Fresta varð mælingum til spennistöðvar til miðvikudagsins 28. janúar 1970, er gerðar voru eftirtaldar mælingar: M 16: Mæling milli jarðskinnu spennistöðvar og vatnsinntaks verksmiðjuhúss K. Jónssonar ér Co. M 17: Mæling milli jarðskinnu spennistöðvar og snertipunkts á þakbrún verksm. K. J. M 18: Mæling á lausri hjálpartaug notuð við M 16 og 17. Mælingar þessar eru sýndar á fylgiskj. 3 og niðurstöður þeirra á fylgiskj. 2. Mælingar 16 og 17 eru framkvæmdar með O-taug aftengdri í spennistöð og inntaki í verksmiðjuhúsi K. J., eins og starfsmenn Rafveitu Akureyrar bera, að hafi verið, er bruni átti sér stað. Ef mæling 17 er lögð til grundvallar í útreikning bilunar- straums, yrði heildarslaufuviðnám (það er í jarðstrengjum, loft- línum og frá snertipunkti á þaki verksm. K. J. að spennistöð R. A.): a) 140 m, 95 mm? jarðstrengur .. .. R = 0.0258 ohm b) 165 m, 70 mm? jarðstrengur .. .. R = 0.0413 ohm c) öð m, 35 mm? loftlína .. .. .. .. R = 0.0275 ohm 1067 d) 17 m, 16 mm? loftlína .. .. 2... R = 0.0185 ohm EM MIT... rr. 2 R = 1.255 ohm Rsl = 1.368 ohm Bilunarstraumur yrði þá: U; 127 IJ =- --—.—.—.— = 92.9 amper. R sl 1.368 Allar viðnámsmælingar eru framkvæmdar með VESTON mæli- brú þeirri, er notuð var við mælingar Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar, og aðstoðaði Svanbjörn Sigurðsson tækni- fræðingur“. Hvorar tveggja skoðunargerðirnar hafa verið staðfestar fyrir dómi. Ályktun dómsins,að því er lýtur eldsupptökum. Möguleikar á eldsupptökum af öðrum orsökum en rafmagni eru þeir, að eldur hafi kviknað í málningarvörum eða eldur hafi læstst í húsið frá reykháf. Í skýrslu Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar, sem athuguðu aðstæður á brunastað mánudaginn 29. janúar 1968, kemur í ljós, að mestur eldur hefur orðið uppi við Þak, rétt vestan við skilrúm milli kaffistofu og herbergis, þar sem dósagerð var. Gólf var aftur á móti hvergi gegnbrunnið. Þetta má enn fremur ráða af myndum, sem teknar voru af veti- vangi. Stefndi hefur á það bent, að eldsupptökin gætu verið í máin- ingu, sem geymd var á millivegg milli kaffistofu og skots út frá geymslu eða út frá reykröri frá gufukatli, sem liggur í gegnum þetta skot. Dómurinn telur, að hvorugur þessi möguleiki sé fyrir hendi. Upptök eldsins í málningarvörunum hefði valdið mestum brunaskemmdum á þakinu yfir þeim stað, þar sem þær voru geymdar. Af gögnum málsins má ráða, sbr. skoðunargerð Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar og ljósmyndir, að mestar skemmd- ir hafa orðið á þaki nokkru vestar inni í sjálfri dósagerðinni. Er því útilokað, að eldsupptök séu í málningarvörunum. Sama máli gegnir um reykrörið. Ef neisti frá því hefði valdið íkveikju, þurfti hann að kastast af töluverðu afli út úr rifunni á bann stað, þar sem eldurinn var mestur. Við venjulegar að- stæður er undirþrýstingur á þessum stað í reykháfnum og hefði annað hvort þurft að verða sprenging í honum eða slá niður í honum, til þess að yfirþrýstingur myndaðist. Neisti, sem flogið hefði út úr reykháfnum, hefði fallið á gólfið í grennd við reyk- 1068 háfinn og valdið bruna á því. Svo var ekki, og telur dómurinn útilokað, að þær aðstæður hafi skapazt, að kviknað hafi í út frá reykrörinu á þeim stað, sem hinir dómkvöddu sérfræðingar, Aðal- geir og Pétur, telja eldsupptökin hafa verið. Upplýst er í málinu, að eldtraust efni eru yfir, undir og meðfram reykrörinu, þar sem það liggur í gegnum bygginguna. Þessi niðurstaða styðst enn fremur við framburð Dúa Eðvaldssonar vélgæzlumanns, sem slökkti á kyndingunni föstudagskvöldið fyrir brunann, og niður- stöðu skoðunargerðar Steindórs Steindórssonar og Sigmundar Magnússonar. Eldsupptök út frá rafmagni gætu verið tvenns konar: Annars vegar út frá innanhúslögn eða rafmagnstækjum og hins vegar út frá raflínu þeirri, sem lá við norðvesturhorn hússins. Eftirlitsmaður raflagna, sem er starfsmaður Rafveitu Akureyr- ar, telur að lokinni skoðun á brunastað, að ekki sé unnt að sjá nokkur merki þess, að kviknað hafi í af völdum raflagna, bún- aðar eða raftækja verksmiðjunnar. Ekkert bað hefur komið fram við rannsókn málsins, sem dregið gæti í efa þessa skoðun hans. Það verður að teljast sannað af framburði vitna, að einn fasi raflínunnar var fastur við járnklæðningu þaksins og hafði soðizt fastur vegna straums, sem farið hafði frá vírnum í þakið. Það eitt, að vírinn festist á þennan hátt, sýnir, að töluverður straumur hefur farið þarna um. Aðalgeir Pálsson og Pétur Pálmason leggja á það mikla áherziu að reyna að finna, hversu mikill þessi straumur hafi verið. Í þessu skyni gerðu þeir ýmsar viðnámsmælingar, svo sem fram kemur í greinargerð þeirra. Þeir komast að þeirri niður- stöðu, að viðnámið í straumrásinni (slaufuviðnámið) hafi verið 0.372 ohm, sem þá hefði gefið bilarstrauminn 342 amper. Í grein: argerð sinni taka þeir fram, að aðstæður við mælingar þeirra hafi verið nokkuð breyttar frá því, sem þær voru fyrir brunann. Þakið hafði verið rofið og á það dælt sjó. Dómurinn telur því, að þau gildi, sem þeir fá á viðnáminu, séu lægri en þau voru fyrir brunann, þannig að sú niðurstaða, sem þeir komast að um bilunarstrauminn, sé of há. Í janúar 1970 eru síðan framkvæmdar aðrar mælingar á við- námum sömu straumrása. Þá er viðgerð á þakinu lokið. Dómurinn lítur svo á, að aðstæður við seinni mælingarnar hafi verið líkari því, sem þær voru fyrir brunann. Niðurstaða seinni mælinganna er sú, að slaufuviðnámið sé þá 1.368 ohm og bilunarstraumurinn þá um 92.9 amper. 1069 Tæknilegur ráðunautur lögmanns Rafveitu Akureyrar, Jóhann Indriðason rafmagnsverkfræðingur, bendir á, að ekki sé tekið tillit til þess, að sýndarviðnám sé hærra en ohmskt viðnám, og heldur ekki tekið tillit til yfirgangsviðnáms á bilunarstað, þannig að straumurinn sé minni en þau 92.9 amper, sem Ingimar Þor- kelsson og Ólafur Jónsson gera ráð fyrir. Hann telur sýndarvið- nám ekki hafa áhrif á niðurstöður framkvæmdra mælinga, en hins vegar lækki það strauminn. Yfirgangsviðnám verður að áliti Jóhanns ekki ákvarðað nema með tilraunum, en það minnki við það, að vírinn festist við þakið. Viðnámsmælingar á þakinu, eins og það er að lokinni viðgerð, sýna, að þessi straumur getur orðið allt að 92.9 amper, eða að heildarafl í bilunarrásinni gæti orðið allt að 11 til 12 kw. Ekki þarf nema lítið brot af þessu afli, til þess að svo mikill hiti geti myndazt, að hann orsaki íkveikju. Samkvæmt því, sem hér að framan hefur verið rakið, er það álit dómsins, að fullsannað sé, að eldsupptök hafi verið með þeim hætti, að rafstraum hafi leitt úr loftlínu við vesturgafl í þak- klæðningu verksmiðjuhússins og þaðan niður í burðarbita, en vegna viðnáms milli þessa hefur myndazt hiti hærri en bruna- mark þakefnis, langbanda og loftklæðningar, og verður þetta nú stutt eftirfarandi rökum með hliðsjón af því, sem. fyrr er rakið í dóminum. Skoðunargerð Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálma- sonar lýkur á þessari niðurstöðu. Það er álit dómsins, að skýrslur allra hinna dómkvöddu mats- og skoðunarmanna séu vel unnar og vandaðar og gerðar eftir vísindalegar, fullkomnar athuganir og ekkert sé það komið fram í málinu, sem rýri sönnunargildi þeirra. Sigurður Helgason rafmagnseftirlitsmaður staðhæfir eftir athugun og skoðun á brunastað, að ekki geti verið unnt „að sjá nokkur merki þess, að kviknað hafi þarna í af völdum raflagna, búnaðar eða raftækja“. Upptök eldsins samkvæmt skoðunargerð Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar hafa verið í þaki vestan vil skilrúm milli kaffistofu og dósagerðar undir súð norðan við mitt þak. Samkvæmt áliti Jóhanns Indriðasonar er ekki vefengt, að miðlínan, sem festst hafði við vesturgafli, hafi leitt út í gaflinn og síðan í þakklæðningu. Niðurstaða skoðunargerða Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar og einnig Ingimars Þorkelssonar og Ólafs Jónssonar eru á þessu byggðar. Framburðir vitna, sem komu að brunastað, sanna, að rafmagn hafi verið í þaki og línan föstlóðuð við þakbrúnina. Fram er 1070 komið í málinu, að í hillu á vegg norðan við kaffistofuna voru afgangar í lokuðum dósum af „Eposy-lakki“ frá sumrinu áður, en ekki er sýnt fram á af hálfu stefnda, að af því stafi sjálfs- íkveikjuhætta. Í málinu er einnig upplýst, að ári fyrir brunann kom einnig upp eldur í verksmiðjuhúsinu, og festist leiðari loftlínu þá einnig við húsþakið, en bruni þessi varð ekki stór, þar sem miður vinnu- dagur var og ráðið var niðurlögum eldsins nær strax. Ítarleg rannsókn á eldsupptökum fór ekki fram þá. Stefnandi telur stefnda, Rafveitu Akureyrar, hafa valdið tjón- inu, sem varð í verksmiðjunni, með lagningu og lélegum frágangi umræddrar loftlínu og eigi því sök, og vísar hann í þessu efni til skoðunargerðar Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálmasonar og vottorðs rafmagnseftirlitsmannsins. Verður þessu næst vikið að því, í hverju ábyrgð stefnda kann að vera fólgin. Í fyrsta lagi kann stefndi að bera fébótaábyrgð gagnvart tjónþola, þar sem starfsmenn hans hafi með athöfn eða aðgerðarleysi, sem meta megi til stórfellds gáleysis, valdið brunanum og megi stefndi skoðast skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum íslenzks réttar um ábyrgð atvinnurekanda á skaðaverkum starfsmanna sinna. Í öðru lagi kann stefndi að bera fébótaábyrgð gagnvart tjónþola, því að um sé að ræða ábyrgð án sakar, „objectiv ábyrgð“, þar sem tjón frá sterkstraum- leiðslu sé eðlilegur þáttur í ábyrgð virkis á starfseminni. Geti bað ekki afstýrt slysi, beri því að bæta tjón. Fyrra tilvikið verður reifað nú, en samkvæmt 1. gr. reglu- gerðar nr. 61 14. júní 1933 um raforkuvirki er reglugerðin sett til öryggis gegn hættu og tjóni, og í henni eru skilyrði um gerð, uppsefningu og starfrækslu raforkuvirkja, og er sérhver, sem gerist valdur að því, að raforkuvirki brjóti í bága við reglugerð- ina, sekur gagnvart henni. Tilgangur þessi er einnig settur fram í VI. kafla raforkulaga nr. 12 9. apríl 1946, 40. gr. Í 147. gr. reglugerðarinnar er ákvæði um refsingar fyrir brot á henni, kr. 1.000.00 sekt, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum, og í fyrrnefndri lagagrein er gert ráð fyrir kr. 10.000.00 sekt fyrir sömu brot. Það er álit dómsins, að lega rafmagnslínunnar, eins og henni hefur áður verið lýst í dóminum og samkvæmt fylgiskjali nr. 3 með skoðunargerð Aðalgeirs Pálssonar og Péturs Pálma- sonar, hafi brotið í bága við reglugerðina, einkum 74. gr. og 81. gr., b og c liði, og hin almennu ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar og 1071 41. gr. raforkulaganna um það, að „raforkuvirki mega ekki hafa í för með sér hættu fyrir eignir annarra manna .. „“, eins og þetta er orðað í báðum tlivitnuðum greinum. Þá er og upplýst í málinu, að vör í spennistöð voru 300 amper, en samkvæmt 21. gr. reglugerðar um raforkuvirki máttu þau eigi vera stærri en 60 amper, ef miðað er við gildleika vírs þess, sem lá með húsinu. Framburðir vitnanna Páls Emilssonar og Ragnars Stefánssonar sýna, að vírarnir hafa ofhitnað, þegar skammhlaup varð á línunni. Enn fremur verður það að metast Sigurði Guðlaugssyni yfir- verkstjóra til stórfelldrar vanrækslu morguninn sem brann, þegar viðgerðarmenn höfðu lokið viðgerð og Sigurði var tilkynnt sím- leiðis um ástand raflínunnar, að hann taldi ekki ástæðu til að- serða. Honum bar að fara á vettvang og kynna sér aðstæður, þar sem honum var kunnugt um, að eldur hafði komið upp Í verksmiðjunni ári fyrr, og þá lék grunur á því, að eldsupptök væru frá raflínunni. Yfirverkstjórinn bar fyrir dómi, að eftir fyrri brunann hafi verið skipt um víra á staurabilinu vestan við verksmiðjuna og settir einangraðir vírar í stað óeinangraðra. Í framhaldi af því voru einnig gerðar ráðstafanir til þess að færa raflínuna frá húsinu, en staur hafði verið reistur í 2.7 m fjarlægð, en línan eigi á hann fest, og engin fullnægjandi skýring hefur komið fram í málinu á því. Samkvæmt þessum niðurstöðum ber stefndi fébótaábyrgð gagn- vart tjónþola. Áður er getið, að stefndi kunni að bera fébótaábyrgð án tillits til sakar, og í 41. gr. raforkulaga og á. gr. reglugerðar um raf- orkuvirki, sem áður er vikið að, og 9. gr., C lið, reglugerðarinnar, þar sem segir, að eigendur raforkuvirkja beri á þeim fulla ábyrgð, kemur fram sá ótvíræði vilji löggjafans. Af því má ráða, að hin ríka ábyrgð sé lögð á eigandann, þar sem starfræksla raforku- virkisins sé hættulegur atvinnurekstur. Við óhöppum, sem hér um ræðir, megi búast og unnt sé að vátryggja gegn þeim. Stefnandi byggir bótakröfu sína á því, að Rafveita Akureyrar sé bótaskyld gagnvart niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar ér Co h/f og þá jafnframt gagnvart vátryggjanda félagsins samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga, og fellst dómurinn á það og viðurkennir, enda hefur stefnandi greitt z tjónbætur til vátryggðs og lagt fram í málinu greiðslukvittanir. 1072 Verksmiðjan hafði brunatryggingu hjá stefnanda fyrir að- keyptar vörur, eigin framleiðslu og hráefni fyrir kr. 10.000.000.00 og fyrir vélar, áhöld og verkfæri fyrir kr. 10.000.000.00. Tjónþoli og stefnandi gerðu með sér samning um greiðslu tjónbóta, dag- settan 30. janúar 1968, og samkvæmt því urðu fullnaðarsam- komulagsbætur kr. 1.290.000.00, en hækkuðu síðar um kr. 25.000.00 upp í kr. 1.315.000.00, og við bættust síðar kr. 10.210.00, ýmis kostnaður, Þannig að stefnukrafan er kr. 1.325.210.00, sem sundurliðast þannig: 1. Niðursuðudósir, ónýtar .. .. .. ., .. .... Kr. 499.100.00 2. Umbúðir, bylgjukassar, pappír og „edikett- ur“ Ónýt... — 230.017.50 3. Kryddvörur, skemmdar ............ 0. — 43.289.00 4. Hráefni, ýmiss konar, skemmt .. .. „. „, — 139.398.75 5. Ýmsir munir, ónýtir .. .............. — 914.000.00 6. Vinna við hreingerningu, umpökkun og flutning .. 2... 172.000.00 7. Lampar, Ónýtir .. 0000... 25.000.00 8. Ýmis kostnaður .. .. ..............— 10.210.00 Alls kr. 1.326.015.25 Síðan virðist dregiðfrá .. ...........,. — 805.25 Alls kr. 1.325.210.00 Eldurinn varð í nýrri byggingu vestan gömlu verksmiðjubygg- ingarinnar í risi hennar, eins og áður er komið fram. Nýbygging þessi var tekin í notkun í febrúarmánuði 1967. Risið er hólfað í fjögur hólf. Austast er kaffistofa, þar fyrir vestan dósageymsla og vinnusalur, þá umbúðageymsla og vestast nótageymsla. Sam- kvæmt því, sem fram er komið, kom eldurinn upp í dósageymslu og vinnusal, og þar inni var mestur hluti Þeirra muna, sem greinir undir liðum 1—5 og lið 7. Skemmdir í risi verða bezt virtar á myndunum á dskj. nr. 2—6, 8—10, 13 og 18—19 í sakadómsrann- sókninni. Á neðri hæð byggingarinnar urðu skemmdir af vatni og reyk. Aðiljar þeir, sem stóðu að samkomulaginu um bætur til handa niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar ér Co h/f vegna skemmda Þeirra, sem mál þetta er af risið, komu allir fyrir dóm. Voru þeir 4 talsins, 2 frá hvorum aðilja, vátryggjanda og vátryggðum. 1073 Lýstu þeir framkvæmd matsins allir á einn veg, og verður það rakið hér á eftir undir liðum 1— í sömu röð og kröfum stefnanda er lýst: Um 1. Niðursuðuðósir undir þessum lið voru ekki taldar, en notast var við birgðatalningu fyrirtækisins frá 31. desember 1967 varðandi magn og einingarverð til hliðsjónar. Skorað var á stefn- anda að leggja fram þessa birgðatalningu, og hefur dómurinn haft hana til athugunar. Birgðir þessar töldust ónýtar eftir brunann, og höfðu þær legið óhreyfðar frá áramótum. Um 2. Umbúðir úr bylgjupappa undir þessum lið voru taldar, en hins vegar ekki „etikettur“, en verð þeirra og magn var áætl- að, og tjón á öðrum munum undir þessum lið taldist algert. Um 3. Magn vöru undir lið þessum er í samræmi við áramóta- birgðatalninguna, og var tjónið á vörunni metið 50%, og upphaf- legt verð var kr. 86.578.00. Um 4. Magn hráefnis undir þessum lið var fundið með taln- ingu eftir brunann. Þar af voru 289 pk. af grænum baunum að verðmæti kr. 166.175.00, og var tjón á þeim metið 75%, eða kr. 124.631.25. Það, sein eftir var af hráefni hér undir, var metið 50% tjón. Um 5. Munir þeir, sem taldir eru undir lið þessum, voru allir notaðir, og var verð þeirra ákveðið með hliðsjón af aldri þeirra og fyrri notkun, og voru þeir allir ónýtir eftir brunann. Um 6. Undir lið þessum er áætlaður kostnaður við þurrkun á nótum, sem voru vestast í risinu, kr. 10.000.00, kostnaður við þrif á vélum og varahlutum kr. 10.000.00, kostnaður við þrif á stólum og borðum kr. 2.000.00 og vinnulaun við umpökkun, þrif og flutning á vörubirgðum, ca. 650.000 dósum, kr. 150.000.00, eða samtals kr. 172.000.00. Kostnaður þessi var ákveðinn af Kristjáni og Mikael Jónssonum, fyrirsvarsmönnum vátryggðs. Um 7. Lampar þeir, sem hér um ræðir, voru Í rislofti og brunnu. Taldi vátryggjandi, að bætur skyldu fyrir þá greiðast af brunatryggingu hússins, en svo varð ekki, og voru þeir bættir fébótum síðar af stefnanda. Um 8. Til stuðnings þessum lið hefur stefnandi lagt fram reikninga vegna tilfallins kostnaðar við rannsókn brunans o. fl., áður en mál þetta er höfðað. Hins vegar verður kostnaður þessi að teljast hluti af tjóni stefnanda. Stefndi hefur haldið því fram, að engin sönnun sé fyrir því, að nefndir hlutir hafi brunnið, og að vísa beri málinu frá, þar sem Rafveita Akureyrar hafi ekki verið kvödd til, þegar samið 68 1074 var um tjónbætur til vátryggðs. Þá hefur hún haldið því fram, að tjónupphæð sé ósönnuð og veikar stoðir hvíli undir samkomu- lagi vátryggjanda og vátryggðs. Dómurinn getur ekki fallizt á þessar málsástæður stefnda og telur, að ekkert hafi fram komið, sem rýri sönnunargildi sam- komulags vátryggjanda og vátryggðs. Matið var framkvæmt án tillits til skaðabótakröfu á hendur stefnda, þar sem ekki þá eða hinn 30. janúar 1968 var vitað um endurkröfurétt stefnanda á hendur stefnda. Á það verður að fallast, að fram hefðu getað kom- ið upplýsingar, sem lækkað hefðu verðmæti notaðra eigna þeirra, sem eyðilögðust, og hækkað matsgerð eigna, sem fyrir skemmd- um yrðu, ef tjónvaldur hefði verið viðstaddur matið. Eðlilegt hefði verið, að vátryggjandi hefði fengið dómkvadda hæfa og óvilhalla menn til þess að skoða og meta tjónið til þess að tryggja fullkomnar sönnur þess vegna endurgreiðslukröfu. Samkvæmt því, sem greint hefur verið hér að framan, verða kröfur stefn- anda undir liðum 1 og 2 og 7 teknar til greina að öllu leyti, en kröfur undir liðum nr. 3 til 6 að hálfu leyti, og kröfuliður nr. 8 lækkar um kr. 3.030.00, þar sem ýmist vantar skýringar eða fylgiskjöl fyrir þeirri upphæð. Stefndi, Rafveita Akureyrar, verður þá dæmdur til að greiða stefnanda kr. 1.038.641.37, eða umreiknað í kr. 1.000.000.00 auk 7% ársvaxta frá 30. marz 1968 til greiðsluðags. Að öðru leyti eru ekki efni til lækkunar á kröfunum samkvæmt 2. mgr. 25. gr. vátryggingasamningalaga. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem eftir atvikum þykir hæfilega ákveðinn kr. 127.000.00. Dóm þennan kváðu upp Ásmundur S. Jóhannsson dómsforseti. Eggert Steinsen rafmagnsverkfræðingur og Árni Árnason tækni- fræðingur. Helgi Indriðason rafvirkjameistari var upphaflega kvaddur meðdómandi, en vék sæti ex officio, og tók nefndur Eggert sæti hans. Dómsorð: Stefndi, Rafveita Akureyrar, greiði stefnanda, Almennum Tryggingum h/f, kr. 1.000.000.00 auk 7% ársvaxta frá 30. marz 1968 til greiðsludags og kr. 127.000.00 í málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. 1075 Föstudaginn 11. desember 1970. Nr. 209/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Agnari Karlssyni Svendsen (Kristinn Einarsson hr|l.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Þjófnaður. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun fyrir Hæstarétti í ríkissjóð, kr. 6.000.00, og mál- flutningslaun verjanda síns þar, kr. 6.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Agnar Karlsson Svendsen, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti í ríkissjóð, kr. 6.000.00, og málsvarnar- laun verjanda síns þar, Kristins Einarssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 6.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 28. september 1970. Ár 1970, mánudaginn 28. september, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 322/1970: Ákæruvaldið gegn Agnari Karlssyni Svendsen, sem tekið var til dóms 22. þ. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 4, júní s.l, gegn ákærða, Agnari Karlssyni Svendsen verkamanni, 1076 heimilislausum, fæddum 22. ágúst 1925 í Neskaupstað, fyrir að stela þriðjudaginn 12. maí 1970 karlmannsfrakka með hönzkum og bíllyklum í í biðstofu í Útvegsbanka Íslands í Reykjavík. Þykir þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er þess krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og sakarkostnaðargreiðslu, Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1944 9/11 í Neskaupstað: Sátt, 100 kr. sekt fyrir að taka bif- reið í heimildarleysi og aka henni ökuréttindalaus. 1949 17/9 í Neskaupstað: Sátt, 1.250 kr. sekt fyrir brot á áfeng- islögum. : 1953 13/12 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1954 8/2 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1954 23/3 í Keflavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1954 27/9 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1954 6/12 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1956 11/6 í Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á áfengis- lögum og tolllögum. 1957 30/12 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á áfengis- lögum. 1961 4/9 í Neskaupstað: Sátt, 5.000 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1962 8/12 í Gullbringu- og Kjósarsýslu: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 26. gr. 1. mgr. 27. gr. og 4. mgr. 49. gr. umferðarlaga. 1964 1/4 í Hafnarfirði: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á al mannafæri. 1964 29/4 í Hafnarfirði: Áminning fyrir ölvun í leigubifreið. 1965 15/10 í Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið 3 ár, fyrir brot gegn 155. gr. hegningarlaga. 1966 4/8 í Reykjavík: Dómur: 1 árs fangelsi fyrir brot gegn 155. gr. hegningarlaga. 1968 1/2 í Reykjavík: Dómur: 60 daga fangelsi fyrir brot gegn 155. gr. hegningarlaga. 1968 25/10 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. 1077 1970 15/4 í Reykjavík: Dómur: 3 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga. Málavextir eru þessir samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum í máli þessu: Þriðjudaginn 12. maí s.i. kom Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- maður á lögreglustöðina og tilkynnti um þjófnað á frakka sínum. Skýrði hann frá því, að hann hefði farið í Útvegsbankann fyrr um daginn, eða um kl. 1140, og hengt frakkann upp í fatahengi í biðstofu bankastjóra. Í vösunum hefðu verið nýir hanzkar og bíllyklar. Þegar hann ætlaði að taka frakkann aftur, hafi hann verið horfinn. Ingvar kvað frakkann hafa verið bláleitan og lítið slitinn. Grunur féll á, að ákærði Agnar væri valdur að hvarfi frakkans. Kvað Ingvar hann hafa komið þarna inn ölvaðan, en enginn frakki hafi verið skilinn eftir í fatahenginu. Hafin var leit að ákærða, en hann fannst ekki. Var það ekki fyrr en daginn eftir, miðvikudaginn 13. maí, sem ákærði kom Í leitirnar. Gerðist það með þeim hætti, að beðið var um aðstoð lögreglunnar að Höfðaborg 42 vegna ölvaðs manns. Var þar um að ræða ákærða Agnar, og var hann í frakka þeim, er hvarf frá Ingvari Vilhjálmssyni. Lyklarnir, sem verið höfðu í frakkavas- anum, fundust hins vegar að Grettisgölu 2, bar sem ákærði hafði verið við drykkju. Voru þeir ofan í fötu, er var full af rusli inni í vaskaborði í eldhúsinu, vafðir inn í bréf. Hanzkarnir fundust hins vegar ekki að sögn lögreglunnar. Ákærði hefur skýrt frá því, að hann hafi verið ölvaður um- ræddan dag. Hafi hann farið niður í Útvegsbanka til að hafa tal af Þormóði Ögmundssyni bankastjóra vegna víxils. Ákærði kveðst hafa verið í frakka, er hann kom í bankann. Hafi frakkinn verið blágrár og dekkri en frakki Ingvars Vilhjálmssonar. Ákærði kveðst hafa skilið frakkann eftir í fatahengi niðri í bankanum, þar sem gengið er inn frá Lækjartorgi. Þegar ákærði fór á brott, kveðst hann hafa tekið í misgripum frakka Ingvars Vilhjálmsson- ar, en frakkinn hékk í fatahengi á biðstofunni. Síðar um daginn fann ákærði lykla og hanzka í vösum frakkans, og varð honum þá ljóst, að ekki var um hans frakka að ræða. Ákærði hélt áfram drykkjunni og hirti ekki um að skila frakkanum. Kveðst hann þó, að því er hann segir í síðari framburði, hafa farið niður að banka um kl. 1700 til að skila frakkanum, en þá hafi verið búið að loka. Daginn eftir var ákærði einnig ölvaður, og vildi hann af þeim sökum ekki fara í bankann til að skila frakkanum. Ákærði 1078 kveðst sjálfur hafa vafið lyklunum, er voru í frakkavasanum, inn Í bréf og sett þá í ruslafötuna. Hafi hann gert þetta til þess, að þeir töpuðust ekki, enda hafi fleiri verið þarna viðstaddir en hann og maður að nafni Helgi Halldórsson. Ákærði kveðst hafa sótt frakka sinn nokkrum dögum síðar niður í Útvegsbanka. Hafi hann verið þar í fatahenginu og ákærði tekið hann, án þess að nokkur afhenti sér hann. Ákærði skipti á frakkanum við annan mann síðar. Ákærði neitar að hafa ætlað að slá eign sinni á frakkann, en það hafi lent í undandrætti hjá sér að skila honum. Ákærði kveður hanzkana hafa komið í leitirnar. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni þeim í Útvegsbank- anum, sem annast móttöku fyrir bankastjóra, var nafn ákærða skráð hinn 12. maí s.1. í bók yfir menn þá, sem óska að hafa tal af bankastjórum. Starfsmaður þessi kvaðst eigi vita til, að ákærði hafi komið í bankann til að sækja frakka, er hafi verið í óskilum. Eins og nú hefur verið rakið, skilaði ákærði ekki umræddum frakka né tilkynnti um hann, heldur hélt áfram að ganga í hon- um, eftir að honum var orðið ljóst, að eigi var um hans frakka að ræða. Þá tók ákærði lyklana, er voru í vösum frakkans, vafði þá inn í bréf og setti þá í ruslafötu, að eigi verður ráðið í öðru skyni en að fela þá. Verður að líta svo á samkvæmt framansögðu, að ákærði hafi tekið frakkann í því skyni að slá eign sinni á hann, þrátt fyrir framburð hans um, að um mistök hafi verið að ræða. Hefur ákærði með þessu atferli sínu gerzt brotlegur gegn 244, gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 2 mánaða fangelsi. Ákærða ber að dæma til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Kristins Einars- sonar hæstaréttarlögmanns, er þykja hæfilega ákveðin kr. 4.000.00. Dómsorð: Ákærði, Agnar Karlsson Svendsen, sæti fangelsi í 2 mán- uði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Kristins Einarssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 4.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1079 Mánudaginn 14. desember 1970. Nr. 73/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Páli Ágústi Finnbogasyni (Sigurður Ólason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Tékkamisferli. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur verið aflað nokkurra nýrra gagna og þrír bankamenn komið fyrir dóm og gefið skýrslur. Samkvæmt þessum gögnum verður að leggja til grundvallar, að ákærði hafi haft ástæðu til að ætla, að dregið yrði að skuldfæra vexti á hlaupareikningi hans í Útvegs- banka Íslands. Nægði því yfirdráttarheimild ákærða til greiðslu þeirra tékka, sem lýst er í 5.—9. ákærulið. Ber því að sýkna ákærða af þessum ákæruatriðum. Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum 1—4 og 10 eru í héraðsdómi rétt færð til 261. gr. almennra hegningarlaga. Gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt þess efnis, að ákærði hafi greitt tékk- ann, sem fjallað er um í ákærulið 2, í októbermánuði 1969. Hefur ákærði því greitt fjárhæðir allra tékkanna. Að þessu athuguðu þykir mega ákveða, að fullnustu refsingar ákærða, sem þykir hæfilega ákveðin varðhald 45 daga, skuli fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 haldið. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 10.000.00, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 15.000.00. 1080 Dómsorð: Ákærði, Páll Ágúst Finnbogason, sæti varðhaldi 45 daga, en fullnustu refsingar skal fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 haldið. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000.00, og málsvarnar- laun verjanda síns í Hæstarétti, Sigurðar Ólasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 29. janúar 1970. Ár 1970, fimmtudaginn 29. janúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni sakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 48/1970: Ákæruvaldið gegn Páli Ágústi Finnbogasyni, sem tekið var til dóms 27. þ. m. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 8. desember f. á., gegn Páli Ágústi Finnbogasyni prentmyndasmið, Laugavegi 28 hér í borg, fæddum 12. maí 1919 að Velli í Hvolhreppi, „fyrir tékka- svik og annað tékkamisferli, framið í Reykjavík á árinu 1969, með því að gefa út eftirtalda tékka á hlaupareikning sinn nr. 5142 í Útvegsbanka Íslands og nota þá í viðskiptum, svo sem rakið verður, án þess að innstæða væri fyrir þeim: 1. I. Nr. 56104, kr. 15.825.00, til handhafa, dagsettur 8. maí 1969. Greiðsla til Erlu Pálsdóttur, Smyrlahrauni 56, fyrir áskrifta- söfnun að riti. 2. 1. Nr.56113, kr. 565.50, til Rafmagnsveitu Reykjavíkur, dag- settur 25. maí 1989. Greiðsla á rafmagnsreikningi. 3. I. Nr. 56123, kr. 10.000.00, til Davíðs Sigurðssonar, dagsettur 15. maí 1969. Greiðsla til Davíðs Sigurðssonar h/f á afborgun af bifreið. 4. I. Nr. 56125, kr. 3.000.00, til sj., dagsettur 9. maí 1989. Óvíst um notkun. 1081 5. I. Nr. 58897, kr. 1.440.00, til Leturs, dagsettur 27. ágúst 1969. Greiðsla til Leturs h/f fyrir prentverk. 6. I Nr. 58898, kr. 6.342.00, til Búnaðarbankans, dagsettur 28. ágúst 1969. Greiðsla víxilskuldar við Búnaðarbanka Íslands. 7. I. Nr. 59846, kr. 150.00, til handhafa, dagsettur 8. september 1969. Greiðsla fyrir vörur í verzlun Vald. Poulsen h/f. 8. I.Nr. 60109, kr. 500.00, til handhafa, dagsettur 23. september 1969. Greiðsla fyrir veitingar í Hótel Loftleiðum. 9. I. Nr. 60119, kr. 1.000.00, til handhafa, dagsettur 28. septem- ber 1969. Greiðsla fyrir benzín í Nesti við Elliðaár. 10. I. Nr. 60123, kr. 10.000.00, til handhafa, dagsettur 30. sept- ember 1969. Seldur Sigurbirni Eiríkssyni, veitingamanni Í Glaumbæ. Verknaðir þeir, sem lýst er í liðum 7—10, þykja varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en verknaðir þeir, sem lýst er í liðum 1—6, þykja varða við 261. gr. sómu laga. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, skaða- bótagreiðslu og til greiðslu sakarkostnaðar“. Málavextir. Ákærði rekur prentmyndagerð. Í sumar hóf hann einnig út- gáfu mánaðarritsins Húsmóðirin og heimilið. Ákærði hafði hlaupareikning í Útvegsbanka Íslands með núm- erinu 5149. Hann notaði reikninginn í sambandi við atvinnurekst- ur sinn. Í byrjun apríl samdi hann við bankann um yfirdráttar- heimild að fjárhæð kr. 150.000.00. Átti að greiða yfirdráttinn með 50 þús. kr. hvert sinn hinn 25. maí, 25. júní og 25. júlí 1969. Í maí 1969 gaf ákærði út og notaði í viðskiptum 4 tékka á reikninginn, er innstæða var ekki fyrir við sýningu. Um tékka þessa fjalla liðir 1—4 í ákæru. Með tékka að fjárhæð kr. 15.825.00, útgefnum til handhafa 8. maí, greiddi ákærði Erlu Pálsdóttur, Smyrlahrauni 56, Hafnar- firði, þóknun fyrir söfnun á áskrifendum að riti ákærða. Tékki þessi var sýndur Í greiðslubankanum 23. maí. Samkvæmt yfirliti yfir reikninginn hefur yfirdráttarskuld á reikningnum þá verið kr. 151.412.21, þ. e. yfirðráttarheimildin hefur verið fullnýtt og nokkru meira. 1082 Með tékka að fjárhæð kr. 565.50, útgefnum til Rafmagnsveitu Reykjavíkur 25. maí, kveðst ákærði hafa greitt reikning fyrir rafmagn. Þegar tékkinn var sýndur í banka 3. júní, hefur skuld á reikningnum numið kr. 153.138.21. Með tékka að fjárhæð kr. 10.000.00, útgefnum til Davíðs Sig- urðssonar 15. maí, greiddi ákærði Davíð Sigurðssyni afborgun af bifreið, sem hann hafði keypt af fyrirtæki Davíðs. Tékkinn var sýndur í greiðslubankanum 22. maí. Þá hefur yfirdráttarheim- ildin verið fullnýtt (skuld á reikningnum kr. 151.412.21). Hinn 31. júlí, en þá hefur ákærði verið búinn að fá frá Seðla- bankanum kröfu um greiðslu á tékkum þessum, greiddi ákærði Seðlabankanum 15.000.00 kr. upp í tékkana. Kveðst hann hafa fengið frest hjá bankanum á greiðslu eftirstöðvanna. Ekki stóð ákærði við samninga sína við Útvegsbankann um greiðslur á yfirdrættinum. Þrátt fyrir það hækkaði bankinn hinn 26. ágúst yfirdráttarheimild sína til ákærða um 20 þús. kr. Nam yfirdráttarheimild ákærða nú kr. 170.000.00. Ákærði skyldi greiða yfidráttinn upp hinn 25. september. Á tímabilinu 27. ágúst til 30. september 1969 gaf ákærði út og notaði í viðskiptum 6 tékka á reikning sinn, sem taldir voru án innstæðu við sýningu í greiðslubankanum. Með tékka að fjárhæð kr. 1.440.00, útgefnum til Leturs 27. ágúst, greiddi ákærði Letri h/f, fjölritun, fyrir fjölritunarverk. Tékkinn var sýndur í greiðslubankanum 17. september. Þá var yfirdrátt- urinn fullnýttur, enda nam skuld ákærða á reikningnum kr. 170.150.56. Með tékka að fjárhæð kr. 6.342.00, útgefnum til Búnaðarhank- ans 28. ágúst, kveðst ákærði hafa greitt Búnaðarbankanum víxil- skuld. Tékkinn hefur verið sýndur í greiðslubankanum 29. ágúst. Þá hefur yfirdráttarskuld á reikningi ákærða eigi numið nema kr. 161.502.51. Hefur þannig verið eftir af yfirdráttarheimild ákærða kr. 8.497.49. Ekki liggur fyrir skýring á því, hvers vegna umræddur tékki var ekki greiddur í Útvegsbankanum við sýn- ingu. Fyrir tékka að fjárhæð kr. 150.00, útgefinn til handhafa 8. september, kveðst ákærði hafa keypt einhverjar vörur í verzlun Vald. Poulsen, en tékkinn ber framsal verzlunarinnar. Tékkinn hefur verið sýndur í greiðslubankanum 17. september, og hefur yfirdrátturinn þá verið fullnýttur. Fyrir tékka að fjárhæð kr. 500.00, útgefinn til handhafa 23. september, kveðst ákærði hafa keypt veitingar í Hótel Loftleið- 1083 um, og er það í samræmi við framsal á tékkanum. Á sýningar- degi tékkans, 2. október, hefur yfirdráttarskuldin á reikningnum numið kr. 176.032.26. Með tékka að fjárhæð kr. 1.000.00, útgefnum til handhafa 28. september, (framseljandi Valdimar Jónsson, Nesti h/f) kveðst ákærði hafa greitt benzín, sem hann keypti í Nesti. Þessi tékki var sýndur í greiðslubankanum 2. október, sbr. næst hér á undan. Tékka að fjárhæð kr. 10.000.00, útgefinn til handhafa 30. sept- ember, seldi ákærði Sigurbirni Eiríkssyni veitingamanni. Tékk- inn var sýndur í greiðslubankanum 2. október. Sigurbirni var kunnugt um það við viðtöku tékkans, að innstæða var þá ekki fyrir honum. Var hér í rauninni um skyndilán Sigurbjörns til ákærða að ræða. Ákærði telur sig aldrei hafa gefið tékka út í sviksamlegum tilgangi. Hafi hann jafnan talið, að reikningur sinn stæði þannig, að tékkarnir mundu greiddir við sýningu. Hann hefur borið það fyrir sig, að hann hafi fengið loforð um, að beðið yrði með að draga vexti út af reikningnum, en það hafi eigi að síður verið geri. Við þetta er það að athuga, að eftir að ákærði samdi í ágúst um viðbótaryfirðrátt, hafa vextir einungis verið skuldfærðir á reikningnum hinn 25. september, kr. 1.398.70, en þá var yfir- dráttarheimildin þegar fullnýtt, enda nam skuld á reikningnum kr. 171.399.26, þegar umræddir vextir höfðu verið reiknaðir. Ákærði kveðst hafa greitt alla tékkana, og hafa verið færðar sönnur á, að ákærði greiddi Seðlabankanum tékka þá, sem lýst er í ákæruliðum 1, 6, 7 og 10, og auk þess er upplýst, að ákærði hefur greitt tékkana í ákæruliðum 3, 4, 5, 8 og 9. Niðurstöður. Með notkun tékka þeirra, sem lýst er í ákæruliðum 7—8, hefur ákærði brotið gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Fyrir notkun tékka þeirra, sem lýst er í ákæruliðum 1—5, ber að refsa ákærða samkvæmt 261. gr. almennra hegningarlaga. Einnig ber að refsa ákærða samkvæmt sama ákvæði fyrir notkun tékkans, sem ákæruliður 10 lýtur að, en ekki samkvæmt 248. gr., svo sem krafizt er, enda hefur komið fram, að viðtakandi tékkans vissi um það við viðtöku hans, að innstæða var þá ekki fyrir tékkanum. Ákærði verður sýknaður af refsikröfu vegna tékka þess, sem lýst er í ákærulið 6, enda hafði ákærði yfirdráttarheimild ónot- aða, er nam meiru en fjárhæð þessa tékka. Ákærði hefur áður sætt þessum refsiðómum: 1944 11/3 1954 20/1 1962 21/3 1964 24/7 1965 2/6 1084 400 kr. sekt fyrir brot gegn 2. mgr. 155. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 2.000 kr. sekt fyrir áfengis- og bifreiðalagabrot. 6 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. 1 árs fangelsi fyrir skjalafals. Sakfelldur fyrir brot gegn 248. gr. hegningarlaga, en refsing ekki dæmd. Auk þess hefur ákærði sætzt á greiðslu sekta fyrir ýmiss konar brot, m. a. þrívegis fyrir brot gegn 261. gr. hegningarlaga (1960: 3.000 kr. sekt, 1961: 1.000 kr. sekt, 1969: 5.000 kr. sekt). Tjón af auðgunarbrotum ákærða nemur að vísu aðeins kr, 1.650.00, en með því að ákærði hefur áður verið sakfelldur fyrir auðgunarbrot með dómi, verður að dæma hann til fangelsisrefs- ingar (sbr. um þetta 1. mgr. 256. gr. hegningarlaga). Með hlið. sjón af 77. gr. hegningarlaga og brotaferli ákærða, en einnig því, að ákærði hefur bætt tjón af brotum sínum, verður refsing hans ákveðin fangelsi 45 daga. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Páll Ágúst Finnbogason, sæti fangelsi 45 daga. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. 1085 Þriðjudaginn 15. desember 1970. Nr. 35/1970. Stígandi s/f (Magnús Fr. Árnason hrl.) gegn Helga Benediktssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) og Fjármálaráðherra f. h, ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) og Helgi Benediktsson gegn Stíganda s/f. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Skipakaup. Gallar. Sýkna. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 23. febrúar 1970, að fegnu áfrýjunarleyfi 11. s. m. Krefst hann þess, að gagnáfrýjanda, Helga Benediktssyni, verði dæmt skylt að þola riftun á kaupsamningi þeirra aðaláfrýjanda um v/b Helga Helgason, VE 34ð, frá 17. nóvember 1964. Þá verði gagnáfrýjanda dæmt að endurgreiða honum hluta kaupverðs báts þessa, kr. 2.798.752.52 með 9.5% ársvöxtum frá 17. nóvember 1964 til greiðsludags. Enn verði gagnáfrýj- anda og stefnda, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, dæmt að greiða honum óskipt kr. 655.697.54 með 7% ársvöxtum frá 17. nóvember 1964 til greiðsludags. Aðaláfrýjandi krefst málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda og stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 24. febrúar 1970. Krefst hann sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og hér fyrir dómi. 1086 Stefndi krefst sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og máls- kostnaðar úr hans hendi fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi, veitti aðaláfrýj- andi v/b Helga Helgasyni, VE 343, viðtöku í Vestmanna- eyjahöfn 14. nóvember 1964. Aðaláfrýjanda varð ljóst í síðari hluta janúarmánaðar 1965, að skipið var stórskemmt af bráðafúa og líklega haldið fleiri göllum. Hins vegar tilkynnti hann eigi gagnáfrýjanda, Helga Benediktssyni, um gallana og krafðist riftunar fyrr en með bréfi 11. október 1965, sem birt var 16. s. m. Telja verður, að kvörtun þessi hafi verið allt of seint fram borin, sbr. 52. gr. laga nr. 39/1922. Ber Þegar af þeirri ástæðu að sýkna gagnáfrýjanda af riftunar- kröfu og skaðabótakröfum aðaláfrýjanda. Í héraðsdómi eru raktar kröfur aðaláfrýjanda á hendur gagnáfrýjanda, að fjárhæð kr. 31.500.00 og kr. 182.434.42, svo kröfur vegna hafnargjalda o. fl., að fjárhæð kr. 6.047.60, og enn fremur kröfur vegna iðgjalda fyrir bráðafúatryggingu árin 1961—-1965, en fjárhæðir þessar koma fram í reiknings- skilum Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum um vátryggingar- fé vegna bráðafúatjóns á v/b Helga Helgasyni, VE 343. Krafna þessara var ekki getið í héraðsdómsstefnu, og miða verður við, að þær hafi eigi verið settar fram fyrr en við munnlegan flutning málsins í héraði. Gegn andmælum gagn- áfrýjanda koma þær því eigi til álita í þessu máli. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skirskotun til for- sendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, kr. 75.000.00 til sagnáfrýjanda og kr. 30.000.00 til stefnda. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Stígandi s/f, greiði sagnáfrýjanda, Helga Benediktssyni, kr. 75.000.00 og stefnda, fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, kr. 30.000.00 í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 1087 Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 4. júní 1969. Mál þetta, sem tekið var til dóms 20. Í. m., hefur Stígandi s/f, Ólafsfirði, höfðað fyrir sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur gegn Helga Benediktssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, og fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs með stefnu, útgefinni 6. nóvember 1965, en stefna þessi var birt stefnda Helga 15. nóvember 1965 og fjármálaráðherra 22. s. m. Í stefnu hefur stefnandi gert eftirfarandi dómkröfur: „1. Að stefndi Helgi Benediktsson verði dæmdur til að þola riftun á kaupum stefnanda á vélbátnum Helga Helgasyni, VE 434, sem fram fóru með afsali, dags. 17. nóv. 1964, og að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda kaup- verð bátsins, kr. 6.500.000.00, og verði auk þess dæmdur til þess að greiða stefnanda skaðabætur, kr. 1.353.956.23 að frádregnum kr. 344.700.00 og kr. 243.704.50, sem er andvirði tækja úr hinu ónýta skipi, sem kaupandi (stefnandi) hefir notfært sér. Ennfremur, að stefndi Helgi Benediktsson verði dæmdur til að greiða stefnanda 7% ársvexti af kaupverðinu frá afsalsdegi til greiðsludags svo og málskostnað eftir mati hins virðulega dóms. 9. Til vara: Að stefndi verði dæmdur til þess að lækka kaup- verð bátsins úr kr. 6.500.000.00 niður í kr. 4.426.200.00 að viðbættum kr. 344.700.00 og kr. 243.704.50, sem er andvirði þeirra tækja, sem stefnandi hefir notfært sér úr skipinu, svo og að fráðdregnu andvirði véla skipsins eftir mati dón- kvaðddra manna eða mati dómsins sjálfs. Verði varakrafa þessi tekin til greina, er krafizt vaxta, 7%, af lækkuninni frá afsalsdegi 17. nóvember 1964 til greiðsludags svo og máls- kostnaðar eftir mati dómsins. Einnig í þessu tilfelli krefst stefnandi skaðabóta eins og í aðalkröfu, kr. 1.353.956.23, ásamt 7% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags. 3. Að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs verði dæmdur in soliðum með stefnda Helga Benediktssyni til þess að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 1.353.956.23 auk 7% ársvaxta frá stefnudegi til greiðsludags og málskostnað eftir mati dómsins“. Dómkröfur stefnanda eru nú þessar: „Að Helgi Benediktsson verði dæmdur til þess að þola riftun á kaupum á vélbátnum Helga Helgasyni, VE 343, frá 17. nóvember 1964 og að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda 1088 bann hluta kaupverðsins, sem Samábyrgð Íslands á fiskiskipum (Fúasjóður) greiði ekki, eða kr. 2.798.752.52 með víxilvöxtum (9%) frá afsalsdegi, 17. nóvember 1964, til greiðsludags og skaðabætur, kr. 1.000.397.54 að frádregnum kr. 344.700.00, sem er andvirði tækja úr hinu ónýta skipi, sem stefnandi hefir hagnýtt sér, eða kr. 655.697.54 með 7% vöxtum frá afsalsdegi, 17. nóvem- ber 1964, til greiðsludags svo og málskostnað eftir mati dómsins. Að fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs verði dæmdur in solidum með stefnda Helga til þess að greiða stefnanda skaðabætur, kr. 655.697.54, svo og vexti og málskostnað, eins og í aðalkröfu greinir“. Stefndi Helgi Benediktsson krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað að skaðlausu. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs krefst aðallega sýknu og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði þá látinn niður falla. Málavextir eru þeir, að með kaupsamningi, dags. 11. nóvember 1964, keypti stefnandi, Stígandi s/f í Ólafsfirði, vélskipið Helga Helgason, VE 343, af stefnda Helga Benediktssyni í Vestmanna- eyjum. Lögmaður stefnanda lét birta fyrir stefnda Helga Benedikts- syni þann 16. október 1965 svofellda tilkynningu: „Hér með tilkynnist yður, að Samlagsfélagið Stígandi í Ólafs- firði, sem keypti af yður vélbátinn Helga Helgason, VE 343, sam- kvæmt afsali, dags. 17. nóv. 1964, hefir ákveðið að rifta kaup- unum á bátnum vegna leyndra galla. Báturinn reyndist algjör- lega ónýtur af þurrafúa, og athugun leiddi í ljós, að viðserðar- kostnaður hefði farið langt fram úr vátryggingarmati, sbr. yfir- lýsingu Samábyrgðar Íslands á á fiskiskipum. Ennfremur hefir félagið ákveðið að krefja yður um greiðslu skaðabóta vegna útlagðs kostnaðar og annars tjóns, er það hefir beðið af þessum sökum, þó að frádregnum þeim verðmætum, sem það hefir notfært sér úr hinu ónýta skipi. Vinsamlegast bendið á lögfræðing yðar og veitið honum umboð til þess að árita stefnu í máli þessu, ef þér hafið ekki áhuga á samningum um málið“. Höfðaði stefnandi síðan mál þetta, svo sem að framan er rakið. Áðurgreindur kaupsamningur var undirritaður í Vestmanna- eyjum. Seljandinn, stefndi Helgi Benediktsson, undirritaði kaup- 1089 samninginn sjálfur, en af hálfu kaupanda þeir Anton Benjamíns- son og Jón Guðjónsson. Í kaupsamningnum segir m. a.! „Vér undirritaðir, Stígandi s.f., Ólafsfirði, lofum hér með og skuldbindum oss til að kaupa af Helga Benediktssyni, Vestmanna- eyjum, vélbát hans, Helga Helgason, VE 343, í haffæru standi. Kaupverð skipsins ásamt öllum tækjum til siglinga og síld- veiða, astic og kraftblokk, lestarinnréttingu og skilrúmum á dekki vegna síldveiða, sem skipið hefur átt og á, skal vera kr. 6.500.000.00, er vér stöndum þannig skil á: 1. Tökum að oss að greiða skuldir við Fisk- veiðasjóð Íslands, sem tryggðar eru með 1. veðrétti í skipinu, samtals .. .. .. .. „. Kr.1.645.000.00 2. Tökum að oss að greiða skuld við Stofnlána- deild sjávarútvegsins, sem tryggð er með ll. veðrétti í skipinu, nú að eftirstöðvum .. .. — 1.341.400.00 3. Tökum að oss að greiða skuld við Útvegs- banka Íslands með víxilvöxtum .. .. .. — 3.513.600.00 Samtals kr. 6.500.000.00 Skipið skal afhent oss í ríkisskoðunarstandi í Reykjavík eigi síðar en 20. nóvember n. k., en að öðru leyti höfum vér kynnt oss ástand þess. Skipið skal við afsal vera veðbanda- og kvaðalaust að öðru leyti en því, sem lýst er hér að framan undir lið 1, 2 og 3 í kauptilboði þessu, þ. á m. að eigi hvíli sjóveð eða önnur lögveð á skipinu. Til tryggingar skuldinni við Útvegsbankann undir lið 3 setjum við bankanum tryggingu, er hann tekur gilda, og semjum við hann um greiðslu hennar. Helgason“ fari fram í samræmi við framanritað tilboð með þeirri breytingu einni, að afhending skipsins fari fram í Vestmanna- eyjum“. Í málinu liggur frammi skjal, undirritað í Vestmannaeyjum 14. nóvember 1964 af Jóni Guðjónssyni og Antoni Benjamíns- syni, svohljóðandi: „Við undirritaðir, Jón Guðjónsson, skipstjóri, og Anton Benja- 69 1090 mínsson, vélstjóri, í umboði Stígsanda h.f., Ólafsfirði, höfum í dag skoðað og móttekið m.s. Helgi Helgason, VE 343, ásamt um- sömdu fylgifé, sem allt er samþykkt og í samræmi við samþykkt tilboð um kaup hlutafélagsins á skipinu, og kvittum við hér fyrir móttöku á skipinu“. Í eftirlitsbók skipsins er skráð eftirfarandi: „Í dag fór fram skoðun á búnaði skipsins og Ööryggistækjum. Virtist búnaður vera í bezta lagi. Jafnframt fór fram skoðun á aðalvél og hjálparvélum. Í ljós hafði komið við mælingar, að skekkja er óeðlilega mikil á aðalvél. Eitt bulluhylkislok lekt ásamt ýmsu öðru smávegis, sem lagfæra þarf. Skipið vantar botnskoðun, mælum með haffærisskírteini ti! Reykjavíkur. Vestmannaeyjum 14. nóvember 1964, Guðmundur Jónsson. Einar J. Gíslason“. Jón Guðjónsson og Anton Benjamínsson munu hafa siglt skip- inu til Reykjavíkur, en þar var gengið frá afsali, sem er dagsett 17. nóvember 1964. Af hálfu seljandans, Helga Benediktssonar, undirritaði Þormóður Ögmundsson, lögfræðingur Útvegsbankans í Reykjavík, afsalið, en af hálfu kaupanda Sigurður Baldvinsson útgerðarmaður, Jón Guðjónsson skipstjóri og Anton Benjamíns- son vélstjóri. Í afsalinu segir m. a.: „Kaupverð bátsins sjálfs er kr. 5 milljónir og fylgifjárins kr. 1.500.000.00, eða samtals kr. 6.500.000.00. Skipið hefur þegar verið afhent kaupanda, og hefur hann kynnt sér og sætt sig við ástand þess. Seljandi skal sjá um, að skipið verði veðbanda- og kvaðalaust að öðru leyti en lýst er hér að framan undir lið 1, 2 og 3 í afsali þessu, þ. á m., að eigi hvíli sjóveð eða önnur lögveð á skipinu“. Svo sem fyrr er frá greint, fékk skipið bráðabirgðahaffæris- skírteini til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum. Mun hafa staðið til að taka skipið þar í slipp, en engin skoðun fór fram á því í Reykjavík, og var skipinu siglt þaðan til Akureyrar. Virðist skipið þó ekki hafa haft haffærisskírteini nema til Reykjavíkur. Skipið mun svo hafa verið í Akureyrarhöfn, og er ekkert upn- lýst, hvað við það var gert, frá því það kom til Akureyrar, fyrr en 24. janúar 1965, en þann dag skoðuðu skipaeftirlitsmennirnir 1091 Magnús Guðmundsson og Magnús Bjarnason skipið að ósk kaup- enda. Í skoðunarskýrslunni segir svo: „Þegar skoðun fór fram, var búið að rífa tvö umför innsúðar í lest á milli bjálkasúðar og húfsýju og eitt umfar neðan húfsýju. Við skoðun kom í ljós, að í lest skipsins er víða fúi í böndum, húfsýjum, bjálkasúð, þilfarshnjám og þilfarsbitum. Kjölur og þilfar er gengið upp í skipinu (kjölsprungið). Tekið skal fram, að kjölur var upphaflega boginn niður um 20 cm skv. teikningu. Skipið er svagt og lHðað. Sjást greinileg merki um það í lest skipsins og víðar. Af ofanrituðum ástæðum og þar sem ástæða er til að ætla, að hér sé um bráðafúa að ræða, gerum við eftir- farandi kröfur: Rífa verður alla innsúð skipsins burt ásamt bjálkasúð og húfsýjum. Þótt ekki sé gert ráð fyrir, að bönd séu fúin í vélarrúmi skipsins, verður að fjarlægja olíugeyma í báðum síðum vegna viðgerðar á innviðum. Ennfremur verður að rífa frá í skutklefum til rannsóknar á skútanum og e. t. v. þilfars- og súðarplanka. Útlit er fyrir, að endurnýja þurfi flest þilfarsbita- hné frá vél og fram úr. Ennfremur er þegar vitað, að nokkra þilfarsbita þarf að endurnýja. Tekið skal fram, að endanlegar skemmdir koma ekki í jós, fyrr en búið er að rífa innviðina úr skipinu. Ef viðgerð verður framkvæmd á skipinu, verður að auka verulega langskipsstyrkleika skipsins. Allar viðgerðir á skipinu til skoðunar og síðar viðgerð, ef framkvæmd verður, fari fram eftir eftirliti og samkvæmt kröfum Skipaskoðunar ríkisins“. Í vottorði, dagsettu 25. janúar 1965, segja skoðunarmenn: „Framhaldsskoðun fór fram á skipinu að utan, og kom í ljós, að framhluti kjalar er ónýtur vegna skemmda og verður að endur- nýjast. Talsvert slit er í súðarplönkum á báðum síðum, og verður að endurnýja 6 umför í miðsíðum eftir nánari tilvísun skipa- skoðunarmanna. Skoðun er ekki lokið, hvað einstaka planka snertir í súð skipsins, þar sem engir vinnupallar voru við skipið. Einnig má búast við, að leyndir gallar komi í ljós við aðgerð“. Skafti Ásgeirsson ritaði f. h. Slippstöðvarinnar h/f á Akureyri bréf, dags. 18. febrúar 1965, til Sigurðar Baldvinssonar, eins af eigendum Stíganda s/f. Í bréfinu segir m. a.: „Í skipinu er mikill bráðafúi. Sérstaklega er skipið mikið skemmt af fúa frá vélarhúsi og fram úr. Þá er framstykki kjalar skemmt af tjóni, sem skipið hefur orðið fyrir, og hefur Skipa- skoðun ríkisins gert kröfu um, að framkjölur skipsins verði endurnýjaður. Ennfremur gerir Skipaskoðunin ýmsar aðrar kröf- ur um styrkleikaaukningu Í samræmi við reglur sínar. 1092 Okkar álit er, að hagkvæmast yrði að saga framan af skipinu og byggja þann hluta algerlega að nýju. Skipið yrði síðan byggt upp eftir þeim teikningum, sem samþykktar yrðu af Skipaskoðun ríkisins. Áætlað verð 7.5—8 milljónir króna“. Í bréfi skipaskoðunarstjóra, dagsettu 25. febrúar 1965, til Fisk- veiðasjóðs Íslands kemur fram umsögn þess fyrrnefnda varðandi lánsbeiðni stefnanda til endurbyggingar á v/b Helga Helgasyni. Í bréfi þessu segir m. a.: „Strax í upphafi skoðunar á Akureyri varð ljóst, að sennilegt var talið, að skipið yrði dæmt óviðgerðarhæft, bæði vegna fúa og þeirrar liðunar, sem vitað var um í skipinu, enda upphaflega illa byggt, ólögulega langt miðað við breidd og dýpt og úr grennra efni en reglur gera ráð fyrir. Samkvæmt samþykktri teikningu af skipinu, samþ. 27. ágúst 1942, var lengd þess ákveðin 31 m, en við uppmælingu skipsins í smíðum í Vestmannaeyjum í júlí 1945 reyndist raunveruleg lengd þess 33.10 metrar frá frambrún framstefnis að aftari brún afturstefnis. Vegna þessa vandamáls fór Magnús Guðmundsson skipaeftir- litsmaður héðan til Akureyrar til að vinna að skoðun skipsins ásamt Magnúsi Bjarnasyni á Akureyri. Hjálagt fylgja ljósprent af tveimur skýrslum þeirra, dags. 24. janúar og 25. janúar 1965. Ennfremur fylgir ljósprent síðari skýrslu Magnúsar Bjarna- sonar, þar sem staðfest er, að bráðafúi sé einnig í afturhluta skipsins. Hjálagt fylgir ljósprent tilboðs frá Slippstöðinni h.f., Akureyri, dags. 18. 2. 1965, til hr. útgm. Sigurðar Baldvinssonar, Ólafsfirði, bar sem áætlað er, að kosta muni 7.5—8 milljónir króna að saga skipið í sundur framan við vél og smíða nýjan og styttri fram- enda á skipið. Þess skal getið, að þetta er að sjálfsögðu aðeins nokkur hluti þess, sem gera þyrfti. Svo virðist sem einnig þurfi að saga megnið af afturhluta skipsins í burt og smíða að nýju. Taka þarf upp vélar og tæki úr vélarrúmi til að skoða innviði þar, og þilfar og þilfarsbita miðskipa mun og þurfa að endurnýja. Yfirbygging er enn ekki skoðuð, en einhver endurnýjun mun þar og sennilega vera nauðsynleg, enda myndi skipið væntanlega minnka eftir breytinguna og yfirbygging því breytast. Byrðingur þarf og að endurnýjast á miðhlutanum að einhverju leyti vegna styrkinga, en þetta þyrfti allt að kanna betur með því að rífa allt innan 1093 úr skipinu, svo komizt verði að að skoða bönd og aðra máttar- viði miðskipa. Það, sem ef til vill gæti orðið eftir af bol skipsins að þessu loknu, er afturhluti kjalar og eitthvað af böndum í vélarrúmi. Þegar endanlegri athugun yrði lokið, myndi vera búið að nota verulegar fjárupphæðir til að rífa frá vegna skoðunar, þ. á m. myndi þurfa að taka svo til allt upp úr vélarrúminu. Ég held, að öllum kunnáttumönnum Í skipasmíði beri saman um, að fjárhagslega geti ekki komið til mála, að nein hagsýni sé í að gera við bol skipsins. Hann er allur svo liðaður, kjöl- sprunginn og að auki svo eyðilagður af bráðafúa, að viðgerð yrði dýrari en nýtt skip. Þegar er búið að eyða verulegu fé í að rífa niður gamalt til skoðunar, og ennþá þarf að eyða stórfé í að rífa niður til að kanna endanlegt ástand skipsins, ef ætti að endur- byggja það. Að slíkri stórviðgerð lokinni, yrði skipið þó áfram skráð sem smíðað árið 1947, enda alltaf miðað við elzta hluta þess. Í öllum þeim viðræðum, sem ég hefi átt undanfarið við fulltrúa Sameignarfélagsins Stíganda í Ólafsfirði sem aðra, hefi ég ein- dregið mælzt til þess, að m.s. Helgi Helgason yrði ekki endur- byggður. Árangurinn getur ekki orðið annar en dýrara skip, en nýr skrokkur og skipið yrði áfram talið jafn gamalt elzta hluta þess, hversu lítill sem hann yrði. Mér er ekki kunnugt um, hvaða fjárhagslegar ástæður eru fyrir því, að auðveldara virðist að fá fé til að endursmíða skipið með því móti að skilja eftir einhvern hluta af gamla skrokknum, sem þó sannarlega er kominn til ára sinna og var að auki ekki sérlega sterkbyggður. Hér virðist skip hafa verið keypt, án þess að skoðað væri áður. Þar eð Útvegsbanki Íslands hafði milligöngu um kaupin, þótt enn sé reyndar ekki formlega frá þeim gengið, skilst mér, að Sameignarfélagið Stígandi telji sig mega vænta nokkurrar að- stoðar af hálfu Útvegsbankans þess vegna. Vitað er, að vélar og tæki m.s. Helga Helgasonar er verðlítið til sölu eitt sér, og ég tel ekki hægt að mæla með að gera við bol skipsins, sem ég tel, að eigi að afskrifa algjörlega gegn greiðslu þess fjár, sem fæst úr tryggingum. Eina leiðin, til að vélar og tæki skipsins verði áfram einhver verðmæti, er að smíða nýtt skip og setja það, sem nýtilegt er af búnaði þess, í nýja skipið. Hætt er þó við, að sum tækjanna verði talin of úrelt fyrir nýtt skip og því verði að kaupa eitthvað af 1094 nýjum búnaði, en hætt er við, að sama hefði orðið, þótt einhver hluti gamla bols skipsins yrði skilinn eftir. Bezt væri að smíða stálskrokk fyrir vél og búnað, því tréskip á stærð við m.s. Helga Helgason er vandsmíðað nú vegna efnis- skorts á hæfri eik og því væntanlega dýrara miðað við endingu en nýr stálskrokkur. Verði hinsvegar talið, að vegna atvinnuástands nyrðra eða annarra ástæðna sé æskilegast að smíða skrokk úr tré, þá kemur að mínum dómi aðeins til greina að smíða algjörlega nýti tré- skip eitthvað minna en m.s. Helga Helgason, og nota síðan í þann skrokk sem mest af vélum og búnaði skipsins. Ég teldi mjög óhagkvæmt að eyða meiru fé í að rífa í sundur bol m. s. Helga Helgasonar til að finna, hve mikið mætti nota aftur af gamla bolnum. Það er þegar ljóst, að þar er um svo lítinn hluta skipsins að ræða, að mun hagkvæmara er að smíða nýtt skip og vera þá algjörlega óháður eldra skipinu að efni til“. Þann 4. marz 1965 skoðaði Magnús Bjarnason skipaskoðunar- maður skipið. Í skoðunarskýrslu hans segir m. a.: „Athugun á skipinu gefur þessar niðurstöður: 25 bönd virðast Vera í því ástandi sem aldur þeirra gefur tilefni till Eru þau í vélarrúmi og aftur undir afturstefni. Innviðir í skúta eru fúnir og líkur til að sama sé með afturstefni. Bátaþilfar er mjög lélegt. Neðri bjálkasúð vantar og húfsýjur að innan eru of fáar. Mikinn hluta útsúðar þarf að fjarlægja. Mestur hluti banda í framskip- inu er fúinn. Sverleiki í hvalbak er sem næst 35 X29—-30 em.“ Samkvæmt ósk kaupanda framkvæmdu þeir Magnús Guðmunds- son og Magnús Bjarnason framhaldsskoðun á skipinu dagana 19.—20. marz 1965. Í skýrslu þeirra um þessa skoðun segir svo: „Þegar skoðun fór fram, var búið að saga skútann af skipinu við afturstefni og byrjað að brytja skipið niður fyrir framan vél, bar sem þessir hlutar skipsins eru ónýtir vegna fúa. Sá hluti skipsins, er kora nú til skoðunar, er frá framenda vélar að aftur- stefni. Í ljós kom, að afturstefni er ónýtt vegna fúa. Til álita koma ca. 20 bönd, sem við fyrstu sýn líta ekki illa út, en við nánari skoðun komu víða fram blettir, er benda eindregið á skemmd í bandviðum. Í þessum hluta skipsins er ekki búið að rífa bjálkasúð, húfsýjur né innsúð neðan húfsýju, en þær verða að fara vegna skemmda og til skoðunar á böndum. Ennfremur teljum við undirritaðir, að útsúð verði að rífa, áður en hægt sé að ákveða, hvort nokkurt band sé nothætt til endurbyggingar skipsins. Undirstöður vélar var ekki hægt að skoða, þar sem 1095 úti- og innsúð eru ennþá á þessum hluta skipsins, en í ljós kom, að fremst undir vélinni hefur kjalbakið verið skert að styrk- leika, þar sem tekið hefur verið ofan af því ca. 6 cm. Björninn við afturstefni er óskoðaður, þar sem ekki varð komizt að hon- um, og endanleg ákvörðun ekki tekin, fyrr en stefnið er komið frá. Þilfarsgrind undir vélarreisninni hefur verið veikt með því, að tveir heilbitar hafa verið teknir í sundur við innhlið vexla vegna stærðar vélarinnar, ennfremur er slig komið í grindina, og yrði hún að endurnýjast, ef endurbygging skipsins yrði fram- kvæmd. Við undirritaðir teljum, að ekki sé hægt að fortaka, að sams- konar skemmdir séu ekki í viðum þessa hluta skipsins og komið hefur í ljós í öðrum hlutum þess, þótt ekki séu þær komnar á jafnhátt stig þar“. Skoðunarmenn Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, þeir Krist- inn Einarsson og Egill Þorfinnsson, skoðuðu umrætt skip og skil- uðu skoðunargerð, sem er dags. 20. febrúar 1965, og er hún á þessa leið: „Bráðafúatjón 161/1965 M/s Helgi Helgason, VE 343 Skoðunin leiddi í ljós, að fúið var: Í fiskilest: 21 band Þbjálkasúð, húfsýjur, öll innsúð og bæði lestarþil. Þilfar: 14 þilfarsbitar með bitahnjám, 25 skjólborðsstoðir, þröm og meginþilja ásamt þilfari á 25 m lengd. Losa þarf allar lagnir að vindum, lestarkarm og losa upp hvalbak af öldustokk. Hásetaklefi: 5 bönd, öll innsúð, bjálkasúð, lífbönd, innrastefni ásamt þverhnjám og öll innrétting. Losa þarf upp vatnsgeyma undir gólfi í klefunum og aftan við þil. Káeta og hekk: Öll innrétting, 5 bönd, bjálkasúð, lífbönd, inn- súð, 5 þilfarsbitar með bitahnjám, þilfar með umgjörð í 9 m lengd, skútatré, hekkstoðir, klossning og 17 byrðingsplankar á hvorri síðu, ca. 30 f. hver. Tjón þetta metum við þannig: Efni .. .. .. 2. 2. 2. 2. kr. 1.803.144.00 Vélavinna .. .. .. .. .. .. — 120.000.00 Slippgjöld .. .. .. ...... — 319.000.00 Vinnulaun .... .. .... .. — 4.373.280.00 Kr. 6.615.424.00. 1096 Þá liggur frammi í málinu rannsókn Sigurðar Péturssonar gerlafræðings, dagsett 9. marz 1965, og er hún þannig: Sýnishorn: Viður Móttekið 21/2 '65 Sendandi: Samábyrgð Íslands Merkt: Fm 161/65 Niðurstöður rannsóknar: Pakki merktur: Akureyri 471 Nr. 1. Úr bandi. Fimm brot úr eik, mikill þurr fúi í þeim öllum, útlits sem bráðafúi. Mikið af sveppaþráðum, sem litu út fyrir að vera af Coniophora. Nr. 2. Úr bjálkaveg. Tvö brot úr eik, mikið fúin, útlits sem bráðafúi. Mikið af sveppþráðum eins og í nr. 1. Pakki merktur: Akureyri 54. Nr. 3. Húfsýja, innar í skut, st.b. Brot úr eik gegnfúið, útlits sem bráðafúi. Mikið af sveppþráðum, fleiri en ein tegund, en m. a. nokkrir þræðir líkir Coniophora. Nr. 4. Húfsýja, innar í skut, bb. Brot úr eik, lítið fúið, en mikið maðksmogið. Götin eftir maðkinn sýnilega gömul. Lítið eitt af sveppþráðum, nokkrir líkir Coniophora. Nr. 5. Úr bandi í skut. Brot úr eik, gegnfúið, líkt bráðafúa. Dálítið af sveppþráðum, sumir líkir Coniophora. Samkvæmt þessum niðurstöðum er útlit fyrir, að um bráðafúa sé að ræða í nr. 1 og 2 og að nokkru leyti einnig í nr. 3 og 5. Í nr. 4 ber meira á verksummerkjum eftir maðkinn en á fúa, en þó er hér sennilega bráðafúasmit fyrir hendi“. Það mun hafa verið álit fyrirsvarsmanna Samábyrgðar Íslands, að ofangreind skoðunargerð leiddi í ljós, að viðgerðarkostnaður mundi fara fram úr vátryggingarmati skipsins, sbr. það, sem síðar verður um það rakið hér á eftir. Samkvæmt uppgjörsnótum Sam- ábyrgðarinnar, dskj. nr. 38, er fyrsta greiðsla Samábyrgðarinnar Vegna tjóns þessa færð 9. marz 1965. Í málinu liggur frammi skýrsla Sigurðar Baldvinssonar, eins af eigendum stefnanda. Í skýrslu þessari, sem dagsett er 20. marz 1966, segir svo: „Eins og í stefnu greinir, keypti Sameignarfélagið Stígandi í Ólafsfirði vélskipið Helga Helgason, VE 343, af hr. kaupm. Helga 1097 Benediktssyni í Vestmannaeyjum þann 17. nóv. 1964 fyrir milli- göngu Útvegsbanka Íslands í Reykjavík. Áður en kaupin voru gerð, fór ég, Sigurður Baldvinsson, og Jón Guðjónsson, skip- stjóri, upp á skrifstofu skipaskoðunarstjóra til þess að fá upp- lýsingar um skipið. Þar var oss tjáð, að skipaskoðunarstjóri væri erlendis, en við hittum að máli hr. Hafliða Hafliðason, fulltrúa, og spurðum hann um vélskipið Helga Helgason. Hafliði sagðist ekki vita til, að nokkuð væri athugavert við það skip. Næst skoðuðum við eftirlitsbók skipsins, en samkvæmt henni var ekkert athugavert við skipið svo langt aftur í tímann sem bókin náði, eða aftur til ársins 1958, og kom þetta alveg heim við svar Hafliða. Vegna þessara upplýsinga og eingöngu vegna þeirra ákváðum við að kaupa skipið. Það varð úr, að við tækjum við skipinu í Vestmannaeyjahöfn, og óskuðum því eftir, að skipið fengi haffæris- skírteini aðeins til Reykjavíkur, því lögfr. Útvegsbanka Íslands. hr. Þormóður Ögmundsson, hafði pantað pláss fyrir skipið í slipp í Reykjavík, en það fékkst ekki, þegar til átti að taka, og var skipinu því siglt til Akureyrar og tekið þar í slipp til nánari skoðunar og viðgerðar. Við skoðun á Akureyri kom fljótt í ljós, að mjög mikill þurra- fúi var í skipinu, og töldu skoðunarmenn það auk þess mikið liðað, veikbyggt og kjölsprungið. Síðan var farið að kanna ástand skipsins nánar, og kom þá í ljós, að meiri hluti skipsins var undirlagður af þurrafúa, og það svo mjög, að skipið var sagað í sundur fyrir framan vél og fram- hluti þess dæmdur algjörlega ónýtur. Þá ákváðum við að láta smíða nýjan framenda á skipið, en eigi varð úr því, þegar í ljós kom, að afturstefni skipsins var algjörlega ónýtt af bráðafúa. Þegar hér var komið, var skipið dæmt algjörlega ónýtt og því óviðgerðarhæft, og er það viðurkennt í máli þessu, sbr. vottorð skipaskoðunarmanna og bréf skipaskoðunarstjóra og m. fl. Til greina kom að láta smíða nýjan skrokk og nota vélar og tæki úr Helga Helgasyni í nýtt skip, en það reyndist eigi tiltæki- legt, og keyptum við því vélskipið Skagfirðing af ríkissjóði vorið 1965. Eins og fram er komið í málinu, höfum við notfært okkur nokkur tæki úr hinu ónýta skipi, sbr. dskj. nr. 14, og höfum við dregið 40% frá upprunalegu verði þeirra og kostnað við að gera við þau“. Hér fyrir dómi 23. marz 1966 hefur Sigurður Baldvinsson lýst 1098 ofangreinda skýrslu rétta að öllu leyti. Hann kveðst vera eigandi Stíganda s/f ásamt þeim Jóni Guðjónssyni og Antoni Benjamíns- syni. Hann kveður milligöngu Útvegsbanka Íslands hafa verið fólgna í því, að einum bankastjóranna hafi verið um bað kunn- ugt, að stefnandi vildi eignast stærra skip en hann átti, og hafi bankastjórinn bent á, að v/b Helgi Helgason væri til sölu. Hafi Þormóður Ögmundsson í Útvegsbankanum haft samband við stefnda Helga Benediktsson út af kaupum þessum. Af hálfu stefn- anda hafi þrír menn farið gagngert til Vestmannaeyja til þess að skoða skipið, sem þá lá í Vestmannaeyjahöfn. Hafi það verið Jón Guðjónsson, Anton Benjamínsson og Þorsteinn Jónsson. Kveður hann þá Anton og Þorstein hafa skoðað vélar skipsins, en þeir séu báðir fróðir um vélar. Jón Guðjónsson hafi hins vegar farið sem skipstjóri. Hafi mennirnir talið vélar skipsins vera Í lagi, eftir því sem unnt væri að sjá. Sigurður kveðst hafa vitað, áður en kaupin fóru fram, hvenær síðasta skoðun fór fram á skipinu, svo og það, að það hafði ekki verið starfrækt á árinu 1964. Stefndi tók við skipinu í Vestmannaeyjum, og þar eð ekki var unnt að láta fara fram skoðun á því þar, segir hann, að skipstjórinn á skipinu hafi óskað þess við eftirlitsmanninn í Vestmannaeyjum, að fram færi skoðun á skipinu, þannig að það fengi haffærisskírteini til þess að sigla til Reykjavíkur, en þar hafi átt að skoða skipið að öllu leyti. Hafi þetta verið gert með hans vitund. Kveðst Sigurður hafa verið búinn að fá rúm fyrir skipið í slipp í Reykjavík, en þegar til hafi átt að taka, hafi verk- stjórinn í slippnum ekki getað sinnt þessu að svo stöddu og hafi orðið úr, að skipinu var siglt til Akureyrar. Aðspurður um viðtal sitt við Hafliða Hafliðason, fulltrúa hjá skipaskoðunarstjóra, segir Sigurður, að það eina, sem Hafliði hafi sagt við sig um skipið Helga Helgason, hafi verið það, að hann vissi ekki til, að neitt væri athugavert við skipið. Segir Sigurður, að nefndur Hafliði hafi ekki haft hér önnur orð um. Sigurður segir, að ákvörðunar- ástæða sín við kaupin hafi verið: 1. Skoðun sín á ettirlitsbók v/b Helga Helgasonar, þ. e. a. s. það, sem umboðsmenn hans lásu upp fyrir honum úr bókinni í síma, 2. Upplýsingar Hafliða Hafliða- sonar, fulltrúa skipaskoðunarstjóra, 3. Yfirlýsingar þeirra þriggja manna, sem sendir voru til Vestmannaeyja af hálfu stefnanda, en skoðanir þeirra hafi aðallega beinzt að vélum skipsins. Sigurður segir, að skipið hafi farið strax í slipp á Akureyri, eftir að pláss fékkst þar, en eftir að vart var þar við fúa í skipinu, hafi Skipa- eftirlitinu um leið verið gert viðvart. Strax eftir að fúa varð vart 1099 í skipinu, kveðst Sigurður hafa haft samband við annan hvorn eða báða bankastjóra Útvegsbankans, þá Jóhannes Elíasson og Jónas Rafnar, en kveðst hins vegar ekki hafa kvartað um þetta við stefnda Helga Benediktsson. Kveðst Sigurður hafa talið, að kvörtun hans við bankastjórana væri réttilega beint að bank- anum, þar sem þeir hafi ákveðið verð skipsins og komið, að því er honum virtist, fram fyrir hönd Helga Benediktssonar. Sigurður segir, að í upphafi hafi átt að reyna að gera við skipið í slippn- um á Akureyri, en þegar farið var að rífa það í sundur, hafi komið í ljós, að skemmdirnar voru mjög alvarlegs eðlis og um- fangsmiklar. Hafi framendinn verið sagaður alveg af skipinu og dreginn í burtu, en á tímabili hafi staðið til að smíða nýjan framenda á það. Hann segir, að þeir eigendurnir hafi ekki gefizt upp, fyrr en Skipaskoðunin hafi dæmt afturenda skipsins einnig ónýtan. Sé afturendi skipsins og aðalvél skipsins enn á Akureyri. Hann segir, að allir nýtilegir hlutir skipsins ásamt fylgifé hafi verið komið í geymslu í Slippstöðinni h/f á Akureyri. Sömuleiðis tvær eða þrjár ljósavélar, sem í skipinu voru. Séu þessir munir þarna enn til staðar, að því er hann telur. Hann segir, að munir þeir, sem tilgreindir eru á dskj. nr. 14, hafi verið notaðir í vél- skipið Skagfirðing, sem stefnendur keyptu vorið 1965. Hafi Út- vegsbanka Íslands verið kunnugt um þessa ráðstöfun. Sigurður kveðst hafa fengið kunnáttumann, Hilmar Jóhannesson að nafni, til þess að meta muni þessa. Hafi verðið verið þannig fundið út að draga 40% frá verði því, sem munir þessir höfðu verið í kaup- um og sölum árið 1965, ásamt kostnaði við að gera við þá. Sig- urður kveðst ekki hafa gefið stefnda Helga kost á að láta skoða skipið, eftir að gallarnir komu í ljós, enda litið svo á, að ein- staklingar gætu ekki haft áhrif á opinbera skoðun. Hann kveðst ekki hafa samið við Fúasjóð varðandi bætur á skipinu né neinn af hans hálfu. Hins vegar kveðst hann vita til þess, að Seðla- bankinn hafi fengið einhverjar greiðslur úr Fúasjóði. Hann tekur fram, að um það leyti, sem afsalið var undirritað, hafi hann spurt Þormóð Ögmundsson, lögfræðing Útvegsbankans, um það, hvernig færi, ef afsalið væri undirritað, en síðar kæmi í ljós við skoðun, að þurrafúi reyndist vera í skipinu. Kveðst Sigurður hafa spurt að þessu, þar seim honum hafi virzt sem Þormóði væri það kappsmál, að afsalið yrði strax undirritað. Hafi Þormóður svarað þessu þannig, að þetta mundi ekki koma að sök, þar eð engir samningar héldu, ef stórkostlegir gallar kæmu í ljós. Virtist honum Þormóður vera umboðsmaður seljanda við kaup þessi. 1100 Hann kveður sig ekki eiga hægt með að svara því, hvers vegna skipinu var siglt í leyfisleysi frá Reykjavík til Akureyrar án þess að láta Skipaskoðun ríkisins vita. Kveður hann það senni- lega hafa verið yfirsjón. Anton Benjamínsson, einn af eigendum stefnanda, gaf skýrslu hér fyrir dómi 15. október 1966. Hann kveðst lítið hafa komið nálægt samningum um kaup skipsins, en hann hafi farið ásamt meðeiganda sínum Jóni Guðjónssyni til Vestmannaeyja til þess að skoða það. Hann kveðst aðallega hafa skoðað vélar skipsins, en hann kveðst vera kunnugur vélum. Hann segir, að skipstjór- inn hafi átt að skoða aðra hluti skipsins, en þeim til aðstoðar í Vestmannaeyjum hafi verið synir stefnda Helga Benediktssonar. Margt hafi verið athugavert við skipið. Það hafi verið búið að liggja upp undir ár. Hins vegar kveðst hann ekki hafa orðið var við neitt, sem ekki mátti laga. Hann kveðst hafa verið um sex daga í Vestmannaeyjum við skoðunina. Hann kveðst ekki hafa heyrt minnzt á, að nokkuð væri að skipsskrokknum. Búnaður skipsins hafi verið skoðaður og hafi þeir fengið haffærisskírteini til þess að sigla skipinu til Reykjavíkur, en þar hafi verið ætlunin að skipið færi í slipp. Er til Reykjavíkur kom, hafi ekki verið pláss í slippnum og hafi þeir því farið til Akureyrar. Ekki veit hann, hvort þeir fengu leyfi til þess hjá Skipaskoðuninni. Hann kveðst ekki vita, hvenær haft var samband við stefnda Helga Benediktsson fyrst, eftir að þurrafúinn kom fram, en sjálfur kveðst hann ekki hafa haft neitt samband við stefnda Helga, enda hafi Sigurður Baldvinsson aðallega haft með stjórn útgerðar- innar að gera. Hann kveðst ekki vita til þess, að kauptilboð hafi komið í aðalvélar skipsins, eftir að það var dæmt óbætandi, en eitthvað hafi hann heyrt á það minnzt, að einhverjir hefði áhuga á þeim. Jón Guðjónsson skipstjóri, einn af eigendum stefnanda, hefur gefið skýrslu hér fyrir dómi 30. nóvember 1966. Hann kveðst hafa farið til Vestmannaeyja með þeim Antoni og Þorsteini til þess að skoða skipið og hafi þeir dvalizt þar í nokkra daga. Synir Helga Benediktssonar hafi aðallega verið með þeim við skoðun skipsins í Vestmannaeyjum. Einnig hafi þeir átt tal við Helga Benediktsson sjálfan. Þeir hafi aðallega skoðað bátinn með því að ganga um hann, en ekki hafi þeir rifið neitt. Hann segir, að honum hafi verið bent á mann, sem vann við slippinn í Vest- mannaeyjum, sem hafði eitthvað átt við viðgerðir á bátnum, en engar verulegar upplýsingar um bátinn hafi hann þó fengið hjá 1101 honum né öðrum þeim, sem hann hafi átt tal við í Eyjum. Hann segir, að það hafi ekki verið ákveðið, hvort þeir keyptu bátinn, þegar þeir fóru til Eyja. Það hafi ráðizt, á meðan þeir voru í Eyjum. Hann segir, að fullnaðarskoðun hafi átt að fara fram í Reykjavík, þar sem ekki hafi verið nægilega stór dráttarbraut Í Vestmannaeyjum til að taka bátinn upp. Hann minnist þess ekki, að það bærist í tal, að nokkuð væri athugavert við skipsskrokk- inn. Hann segir, að þeir hafi átt tal við skipaeftirlitsmenn í Eyjum og þeir hafi skoðað skipið, áður en þeir fóru með það frá Vestmannaeyjum. Hann skýrir svo frá, að hann hafi, að því er hann minnir, séð skeyti eða einhvern lappa frá Sigurði Bald- vinssyni þess efnis, að einhvern tíma fyrir kaupin hafi eftirlits- menn borað í skipsskrokkinn tiltekinn gatafjölda, en þeir hafi ekki fundið fúa. Hann kveðst ekki vita, frá hverjum skeytið eða lappinn, sem að ofan er getið, var. Stefndi Helgi Benediktsson ritaði lögmanni stefnanda bréf, sem dagsett er 25. október 1965. Þar segir m. a.: „Við heimkomu mína eftir nokkurra daga fjarveru beið mín bréf þitt frá 11. þ. m., sem hafði verið lesið yfir sonum mínum af stefnuvottum 16. þ. m. Í bréfinu tilkynnirðu ákvörðun þína um að rifta kaupum á m.s. Helgi Helgason, VE 343, og virðist einn af eigendum samlagsfélags þess, sem keypti skipið, hafa ritað samþykki sitt á þessa ákvörðun þína. Talarðu í bréfinu um leynda galla. Afhending kipsins fór fram í samræmi við kauptilboð kaup- endanna 15. nóv. 1964 eftir ítarlega skoðun, og segir í afsalinu: „Skipið hefir þegar verið afhent kaupanda, og hefir hann kynnt sér og sætt sig við ástand þess“. Skipið hafði haffærisskírteini við afhendingu og var í trygg- ingu fyrir öllum áhættum, þar á meðal fyrir þurrafúa. Þó mun samkvæmt umsögn skipaskoðunarmanna ekki hafa verið um að ræða þurrafúa, sem hefði torveldað notkun skipsins næstu árin, en kaupendurnir létu saga skipið sundur vegna fyrirhugaðra breytinga. Mér hefir engin kvörtun borizt sem seljanda fyrr en framangreint bréf þitt. Aftur á móti hefi ég séð í blaðafréttum, að kviknað hafi í skipinu í eigu hinna nýju eigenda, og skipið er ekki lengur til, það er búið að rífa skipið, eftir stendur aðeins sá hluti, sem aðal vélin hvílir á. Eigendur skipsins hafa bæði notfært sér sjálfir og selt tæki og búnað úr skipinu og samið við Samábyrgðina, sem hefir fram- kvæmd fúatryggingarinnar með höndum, um tryggingabætur 1102 fyrir skipið, og er Samábyrgðin Þegar farin að greiða út bæt- urnar samkvæmt þar um gerðu samkomulagi. Riftingargrundvöllur hefir að vísu aldrei verið til, en hefði um slíkt verið að ræða, þá var að sjálfsögðu frumskilyrðið, að hægt væri að skila hinu selda skipi aftur í upprunalegu ástandi. Salan á framangreindu skipi var nánar gjöf en sala. Kaup- endum stóðu opnar leiðir til þess að fá fyllri bætur heldur en um mun hafa verið samið við tryggjanda skipsins, og engar ráð- stafanir hafa verið bornar undir mig né upplýsinga leitað um mitt álit á skyldum tryggjanda. Kröfum þínum er þessvegna al- gerlega hafnað, og áskil ég mér rétt til greiðslu kostnaðar, sem þessi ófriður af þinni hálfu kann að baka mér sn Í bréfi, dagsettu 20. desember 1965, tekur stefndi Helgi Bene- diktsson m. a. fram: „Ég hefi farið yfir og athugað skjöl þau, er gagnaðili hefir lagt fram í máli þessu, og sömuleiðis hefi ég fengið Brynjólf Æinarsson, skipasmíðameistara, sem byggði skipið, til þess að lesa skjölin yfir. Eins og áður er fram komið af minni hálfu, þá dvöldu kaupendurnir hér í Eyjum vikutíma, áður en frá kaupum skipsins var gengið. Höfðu þeir með sér sérfræðing með alls- konar mælitæki, og framkvæmdu þeir gagngerða athugun á skip- inu hér og samþykktu ástand þess í einu og öllu, en sú breyting var gerð á tilboði þeirra um kaup á skipinu, að afhending skips- ins skyldi fara fram hér í Vestmannaeyjum, og var svo gert og endanlega kvittað fyrir skipinu án nokkurra athugasemda eða fyrirvara, en aðallögfræðingur Útvegsbankans í Reykjavík, herr Þormóður Ögmundsson, samdi og gekk frá afsali í samræmi við móttökukvittunina fyrir skipinu og samþykkt kauptilboð, er að framan greinir, Eftirlitsbækur skipsins voru hér til staðar við skoðun þess, og tóku kaupendurnir við beim eldri, þ. e. fyrsta eftirlitsbókin var í skúffu hjá skipstjóraherberginu, þegar skipið fór héðan, og er rétt að láta gagnaðila sýna þá bók í réttinum. Það plagg, er sóknaraðili virðist hyggja sér sterkast haldreipi, er bréf núverandi skipaskoðunarstjóra, herra Hjálmars Bárðar- sonar, til Fiskiveiðasjóðs Íslands, dagsett 25. febrúar s.l, en ef nánar er að gáð, þá viktar bréf þetta minna en ætla mætti og er hér þegar í upphafi mótmælt sem efnislega röngu og villandi og að engu hafandi í máli þessu, enda fjallar það um óskylt efni, þ. e. bygging á nýju skipi. Núverandi skipaskoðunarstjóri tók ekki við starfi sínu fyrr en árið 1954 og getur af þeim ástæðum ekki borið um byggingu skipsins, sem var framkvæmd samkvæmt 1105 smíðareglum þeim, er þá giltu, og undir yfirumsjón þáverandi skipaskoðunarstjóra, Ólafs heitins Th Sveinssonar, og eftirlits- manna hér á staðnum, sem hann skipaði til starfans. Af hálfu skipaskoðunarstjóra, sem persónulega kom til Vestmannaeyja Í sambandi við byggingu skipsins, þá höfðu þeir skipaskoðunar- mennirnir Matthías Finnbogason, vélfræðingur, og Runólfur Jó- hannsson, skipasmíðameistari, daglega umsjón með byggingunni. Þau lítilsháttar frávik, sem gerð voru á byggingu skipsins frá upphaflegri teikningu, voru gerð með jafnóðum og fyrirfram- samþykki skipaskoðunarstjóra, en helzta frávik kom af því, að skipið var upphaflega byggt fyrir tvær aðalvélar, sem voru í byggingu í Bretlandi hjá bresku Pólarverksmiðjunum, en breska herstjórnin tók vélar þessar til sinna þarfa samkvæmt herlögum, og þurfti þá nokkurra breytinga af þeim ástæðum, sem ekki er ástæða að rekja hér nánar, en þetta var allt samþykkt. Að skipið hafi verið illa byggt, er marklaust slúður, sem er mótmælt sem alröngu og ósönnu. Þvert á móti þá var skipið bæði vel byggt og traust, og vantaði hvergi á styrkleika sam- kvæmt settum reglum, þvert á móti þá voru viðir í ýmsum til- vikum sverari en tilskilið var, og er á sínum tíma var gert við skipið vegna bráðafúa, þá lýsti Vigelund tréskipasmíðameistari Slippfélagsins í Reykjavík því yfir, að hann hefði verið í miklum vandræðum með að rífa það, sem við þurfti að gera og endur- nýja, vegna þess hve viðir voru sverir og traustir. Þessu til viðbótar er rétt að geta þess, að vegna stærðar skipsins þá var ekki hægt að taka skipið á land í Vestmannaeyjum, og voru viðgerðir á því yfirleitt framkvæmdar í Reykjavík, og þá undir beinu eftirliti sjálfrar Skipaskoðunar ríkisins í Reykjavík. Kaupendur skipsins höfðu fengið að ganga í gegnum öll skoðunar- gögn skipsins þar, áður en þeir komu til Eyja til skipskaupanna. Ég teldi rétt, verði máli þessu haldið áfram, að skora á sóknar- aðila að láta skipaskoðunarstjóra staðfesta bréf sitt fyrir rétti og láta sömuleiðis spyrja þá, sem ábyrgð báru á skipsbyggingunni fyrir rétti, um bygginguna. Þá eins og áður er fram komið af minni hálfu, þá hefi ég ekkert frá kaupendum skipsins heyrt, frá því þeir tóku við og kvittuðu fyrir skipinu hér, fyrr en riftunarkrafan kom eftir ár. Ekkert af því, sem gert hefir verið við skipið, getur bundið mig, enda mér allt óviðkomandi. Ef skoðunargerðir þær, sem framkvæmdar hafa verið, hefðu átt að binda mig á einhvern hátt, þá hefði að sjálfsögðu þurft að gefa mér kost á að gæta 1104 minna hagsmuna, og er öllu því, sem fram kemur í skoðunar- gerðunum, mér til óhagræðis, mótmælt með öllu, bæði sem röngu og mér óviðkomandi, og er rétt að láta sóknaraðila færa lög- sannanir fyrir þeim atriðum. Þá er rétt að víkja nokkuð að stefnukröfunum, sem ekki er gott að átta sig á, hvernig eru uppbyggðar, það, sem umfram er sjálft kaupverð skipsins, En auk sjálfs kaupverðsins er krafizt kr. 1.353.956.23, og sé ég ekki með hverjum hætti sú tala er fengin, en í skjölum er reikn- ingur að fjárhæð kr. 547.957.70, sem er millifærsla í bókhaldi kaupendanna sjálfra og máli þessu með öllu óviðkomandi. En þegar í 2. lið stefnukröfunnar kippa stefnendurnir Þegar grunninum undan málssókn sinni, þar viðkenna þeir og stað- festa, að þeir eru þegar búnir að ráðstafa hinu keypta skipi, en í málinu liggur fyrir skjal frá Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, þar sem upp eru gerðar fúatjónbætur við eigendur skipsins. ... Skipið var tryggt gegn öllum áhættum. Hafi verið um liðun á skipinu að ræða, sem er mótmælt, þá hefði slíkt verið afleiðingar tjóns og bótaskylt frá tryggingu. Ekkert hefur komið fram í skip- inu, sem var ótryggt“. Stefndi Helgi Benediktsson hefur hér fyrir dómi 25. marz 1966 lýst ofangreind bréf efnislega sannleikanum samkvæm. Í því sam- bandi tekur hann fram, að með orðunum „fyllri bætur“ eigi hann við það, að hann líti svo á, að skipið hafi verið vanmetið til fúa- bóta og að unnt hefði verið að fá hærri bætur, en sér hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmuna sinna við mat Sam- ábyrgðarinnar. Hann skýrir svo frá, að þrír menn af hálfu kaup- anda hafi komið til Vestmannaeyja gagngert til að skoða skipið og sækja það, ef úr kaupum yrði. Hafi skoðun farið fram þar, sem skipið var í hafnarlegu, og hafi skipið ekki verið fært að bryggju, fyrr en kaupin voru ákveðin. Kveðst hann hafa vitað til þess. að aðkomumenn prófuðu vélar skipsins, reyndu tæki þess, ræddu við skipaeftirlitsmenn á staðnum, skipasmiði, sem höfðu unnið að viðgerðum á skipinu, m. a. við Gunnar M. Jónsson og starfs- menn vélaverkstæða, um ástand véla og tækja. Hafi umræddir Þrír sendimenn kaupanda dvalizt um viku í Vestmannaeyjum. Hann kveðst aldrei hafa vitað til þess, að skipið væri liðað eða kjölsprungið, og tekur jafnframt fram, að á árunum 1962 og 1963 hafi farið fram viðgerð á skipinu hjá Slippfélaginu í Reykja- vík og hafi kostnaður við viðgerðina numið kr. 880.000.00. Í sam- bandi við bréf skipaskoðunarstjóra telur hann, að vanrækt hafi 1105 verið sérstök fúaskoðun á skipinu, sbr. 6. mgr. 4. gr. laga nr. 24/ 1958. Þá telur hann, að skipaskoðunarstjóri hefði átt að krefjast styrkingar á skipinu á árinu 1958, ef skipið hefði verið að hans áliti of veikbyggt, en þá var skipið endurbyggt vegna bráðafúa. Hann segir, að Þormóður Ögmundsson hafi haft umboð frá sér til þess að undirrita afsalið fyrir skipinu og hafi að öðru leyti haft hagsmunagæzlu fyrir hönd hans við sölu þessa. Hann segir, að fyrsta og eina kvörtunin, sem honum hafi borizt út af kaup- unum, sé bréfið, sem honum var birt 16. október 1965. Hann kveðst heldur ekki hafa fengið neina kvörtun frá Þormóði Ög- mundssyni, en hann hafi ekki haft neitt umboð heldur til að taka á móti slíkum tilkynningum. Kveðst hann fyrst hafa haft samband við Útvegsbankann út af göllunum, eftir að hann fékk bréfið, sem honum var birt 16. október 1965. Aðspurður, hvort hann telji, að skipið hafi verið í ríkisskoðunarstandi, eins og segir í kaupsamningi, segir hann, að skipið hafi haft almenna skoðun fyrir allt árið 1964. Þá hafi skipið fengið búnaðarskoðun við afhendinguna, og með breytingu á kauptilboðinu og afhend- ingu skipsins ásamt fyrirvaralausri móttökukvittun kveðst hann hafa fullnægt skyldu sinni að öllu leyti. Hann telur, að skipið hafi verið dæmt óbætandi að þarflausu, enda kveðst hann hafa heyrt eftir skipaskoðunarmanni, að skipinu hefði verið óhætt í nokkur ár ennþá. Verði því að líta svo á, að stefnandi hafi sjálfur eyðilagt skipið. Vitnið Þormóður Ögmundsson hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi 15. október 1966, að það hafi ekki hafi milligöngu um kaup og sölu v/b Helga Helgasonar, en því hafi verið falið af banka- stjórum Útvegsbankans að semja kaupsamning og afsal. Vitnið kveðst búast við því, að bankastjórarnir Jóhannes Elíasson og Jónas Rafnar hafi haft einhverja milligöngu um kaupin. Vitnið kveðst hafa skrifað undir afsalið fyrir hönd Helga Benedikts- sonar. Segir vitnið, að bankinn hafi blandazt inn í kaupin, vegna þess að Helgi Benediktsson hafi skuldað bankanum og bankinn því haft áhuga á sölunni. Uppgjörið hafi gengið í gegnum bank- ann. Vitnið segir, að því hafi ekki verið kunnugt um ástand bátsins við söluna, og tekur sérstaklega fram, að það hafi lagt ríka áherzlu á, að kaupendurnir færu til Vestmannaeyja ásamt sérfræðingum til að kanna ástand bátsins, þar sem því hafi ekki verið kunnugt um það. Vitnið segist ekki minnast þess, að við kaupin hafi borið á góma, hvernig færi, ef gallar reyndust á bátnum, sem kaupendur hefðu ekki komið auga á. Vitnið var 70 1106 spurt að því, hvort það minnist þess, að það hafi komið til tals við það, að skipið ætti að fara til botnsskoðunar í Reykjavík. Kveðst vitnið ekki hafa pantað pláss fyrir skipið í Reykjavík né vita til þess, að það hafi verið gert af hálfu bakans. Vitnið ítrekar, að það hafi lagt áherzlu á það við kaupendurna, að þeir athuguðu allt ástand bátsins. Vitnið kveðst hafa frétt um það frá Jónasi Rafnar bankastjóra, að gallar hefðu komið fram á skipinu. Kaup- endurnir höfðu haft samband við Jónas. Skipið hafi þá verið komið til Akureyrar og verið athugað þar. Ekki man vitnið ná- kvæmlega, hvenær þetta var. Vitnið segir, að síðar hafi Sigurður Baldvinsson átt tal við vitnið. Sigurður hafi komið hingað til Reykjavíkur. Ekki man vitnið, hvenær það var. Þetta hafi að- eins verið lauslegt samtal milli þeirra, en Sigurður hafi aðallega talað við bankastjórana. Vitnið kveður þetta hafa verið, skömmu eftir að skoðun fór fram á bátnum fyrir norðan. Vitnið segir, að það sé ekki algengt, að það sjái um sölu á skipum, en ef kaup- andi sé fyrir hendi, þá sjái það um samningu kaupsamninga og afsala. Aðra milligöngu hafði það ekki. Vitnið segir, að bankinn hafi engin afskipti af því, að skip séu tekin upp í dráttarbraut og skoðuð þar fyrir sölu. Vitnið man ekki til þess, að það hafi verið orðað við vitnið, að skipið hefði aðeins haffærisskírteini frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Vitnið segir, að því hafi ekki verið kunnugt um það, hvenær bolskoðun fór síðast fram á skipinu fyrir söluna. Vitnið segist muna eftir því, að það hafi eitthvað komið til tals um skoðunina, og kveðst vitnið hafa vísað kaupendum á að athuga það sjálfir. Segir vitnið, að það hafi bent þeim á að tala við Hafliða Hafliðason hjá Skipaskoðun ríkisins. Vitnið segir, að það megi vera, að af bankans hálfu hafi verið hvatt til þess, að afhending færi fram í Vestmanna- eyjum, í þeim tilgangi, að enginn misskilningur yrði og bæði kaupendur og seljendur væru viðstaddir afhendinguna. Vitnið Hafliði Hafliðason skipasmiður, starfsmaður Skipaskoð- unar ríkisins, hefur skýrt svo frá hér fyrir dómi 23. marz 1966, að það telji sig muna eftir því, að Sigurður Baldvinsson hafi ásamt öðrum manni átt tal við vitnið á skrifstofu Skipaskoðunar- innar. Kveðst vitnið þó ekki muna eftir því, hvaða orðaskipti áttu sér stað þarna milli vitnisins og Sigurðar. Minnist vitnið þess ekki að hafa sagt, að skipið væri liðað og óeðlilega langt miðað við dýpt. Hins vegar fullyrðir vitnið, að það hafi hvorki hvatt né latt þá Sigurð til þess að kaupa skipið. Vitnið kveðst ekki hafa vitað, að skipið hafi verið liðað, og man ekki eftir 1107 því að hafa sagt, að það vissi ekki til, að nokkuð væri athugavert við skipið. Vitnið segir, að sem fagmaður þá líti það svo á, að skipið gæti hafa verið svagt, þar eð það var óeðlilega grunnt miðað við breidd og lengd. Hins vegar man vitnið ekki eftir að hafa fullyrt nokkuð um þetta við þá Sigurð, enda ekki vitað, hvort Helgi Helgason var í raun og veru liðað eða svagt. Páll Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, hefur hér fyrir dómi 3. maí 1969 skýrt svo frá, að lög um vátrygg- ingu fiskiskipa gegn bráðafúa, nr. 24/1958, hafi tekið gildi 1. maí 1958. Í 1. gr. nefndra laga sé kveðið svo á, að neiti eða van- ræki einhver skipseigandi að vátryggja skip, sem tryggingarskylt sé samkvæmt lögunum, skuli það eigi að síður metið og vátryggt af vátryggjanda og iðgjald innheimt. Enn fremur sé tekið fram, að óski eigandi tréskips með þilfari, sem ætlað er til annarra nota en fiskveiða, að vátryggja skip sitt fyrir skemmdum af völdum bráðafúa, skuli Samábyrgðinni skylt að veita þeim skipum trygg- ingu með þeim tryggingarkjörum, sem ráðherra ákveði í samráði við Samábyrgðina. Þar sem skipið Helgi Helgason hafi við upphaf bráðafúatrygginganna verið í vöruflutningum, hafi eiganda þess, Helga Benediktssyni, verið skrifað bréf, dagseti 4. júní 1960, þar sem hann var spurður af hálfu Samábyrgðarinnar, hvort hann óskaði eftir að tryggja skipið gegn bráðafúa. Með bréfi, dagsettu 9, júlí 1960, hafi Helgi Benediktsson óskað eftir, að skipið yrði undanþegið bráðafúatryggingunni. Í ársbyrjun 1964 hafi Sam- ábyrgðin frétt, að nefnt skip hefði byrjað fiskveiðar á árinu 1962, án þess þó að eigandi tilkynnti Samábyrgðinni um það sérstak- lega, en skipið hafi verið gert út á vetrarvertíð frá Vestmanna- eyjum nefnt ár svo og á sumar- og haustsíldarvertíð. Í samræmi við 2. mgr. 1. gr. áðurgreindra laga hafi skipið verið metið til vátryggingar fyrir árin 1961, 1962, 1963 og 1964 samkvæmi gild- andi matsreglum þessara ára og hafi skipinu verið reiknuð iðgjöld í samræmi við það. Í málinu liggur frammi sem dómsskjal nr. 43 ódagsett bráða- fúatryggingarskírteini nr. D. 53, útgefið af Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, svohljóðandi: „SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKI- SKIPUM vátryggir hér með fyrir Magnús Gamalíelsson, Ólafs- firði, m.s. Snarfara, ÓF. 30 (ex Helgi Helgason), sem byggt er árið 1947 og er að stærð 188 rúmlestir brúttó, gegn skemmdum af bráðafúa, allt að kr. 4.426.200.00, fjórarmilljónirfjögurhundruð- tuttuguogsexþúsundogtvöhundruðkrónur 00/-. Vátryggingartíma- bilið er frá 1. janúar 1965 til 31. desember 1965 að báðum dögum 1108 meðtöldum. Ársiðgjaldið er 3.65%, kr. 161.556.30 fyrir vátrygg- ingartímabilið - sölusk., kr. 12.116.72. Um vátryggingu þessa gildir í einu og öllu ákvæði laga um viðauka við lög nr. 23, 27. júní 1921 um vátryggingarfélag fyrir fiskiskip og reglugerða, sem samkvæmt þeim eru og kunna að verða settar“. Páll Sigurðsson hefur skýrt svo frá, að ofangreint skírteini hafi verið gefið út í byrjun árs 1965. Hafi skipið þá verið metið eftir gildandi matsreglum Samábyrgðarinnar, eins og þær voru árið 1965. Samkvæmt gögnum frá Samábyrgðinni, dskj. nr. 6, nam vá- tryggingarmatið kr. 4.918.000.00, en frá því dró Samábyrgðin 10% sjálfsábyrgð eiganda, kr. 491.800.00, og námu tjónbætur til eiganda því samkvæmt þessum útreikningi kr. 4.426.200.00. Sam- tals mun Samábyrgðin hafa greitt kr. 4.688.480.55 vegna um- rædds tjóns, sem hefur verið sundurliðað þannig: 1. Vátryggingarfjárhæð .. ..... . kr. 4.426.200.00 2. Vinna við rifrildi, 90% af kr. 273. 561. n2. — 246.205.55 3. Smásjárrannsóknir „, ... or — 1.700.U0 4. Eftirlit, kostnaðaráætlun og fleira or — 14.275.00 Kr. 4.688.380.55 Tjónuppgjör til eiganda hefur Samábyrgðin sundurliðað á dóms- skjali nr. 55 þannig: „Pr. Vátryggingarfjárhæð .. ,. kr. 4.426.200.00 An. Gr. Fiskveiðasjóði Íslands kr. 3.193.444.00 Pr. Vextir gr. af Samábyrgð Ís- lands...... — 186.743.00 An. Gr. hafnargjöld 0. „ fl a 6.047.60 — — Jóni Þorsteinssyni - — 31.500.00 — — GunnariJónssyni.... — 182.434.42 — Iðgjald 1961 .. .. .. .. .. — 87.109.41 — — 1962.......... — 111.675.57 — — 1963 .......... — 86.475.08 — — 1964 ........ .. — 107.112.88 — — 1965. oo... — 173.873.02 Pr. Endur. iðgj. 1963 sr — 81.576.46 = — — 1965 .. .. .. —- 126.395.00 1109 An. Gr. Útvegsbanka Íslands .. kr. '714.847.48 Mismunur .. .. .. .. .- — 126.395.00 Kr. 4.820.914.46 Kr. 4.820.914.46 Pr.Inneign .. 2. ...... .. — 126.395.00%. Páll Sigurðsson hefur skýrt svo frá, að bráðafúabæturnar hafi verið greiddar veðhöfum, þar sem tjónbætur hafi ekki náð fjárhæð veðskulda. Af þessu leiði, að Stígandi s/f hafi enga greiðslu fengið beint, þar sem vátryggjanda beri skylda til þess að gæta hags- muna veðhafa og haga útborgun vátryggingarfjár samkvæmt því. Kröfur sínar í málinu gagnvart stefnda Helga Benediktssyni styður stefnandi þeim rökum, að umrætt skip, v/b Helgi Helga- son, VE 343, sem stefnandi keypti, hafi verið haldið stórkostleg- um leyndum göllum, enda telur stefnandi, að skipið hafi reynzt algerlega ónýtt og dæmt óbætandi af Skipaskoðun ríkisins, svo sem fram komi í bréfi skipaskoðunarstjóra og skoðunarmanna hans. Hefur stefnandi sérstaklega vitnað í ummæli skipaskoðun- arstjóra í bréfinu frá 23. febrúar 1965: „Strax í upphafi skoðunar á Akureyri varð ljóst, að sennilegt var talið, að skipið yrði dæmt óviðgerðarhæft, bæði vegna fúa og þeirrar liðunar, sem vitað var um í skipinu, enda upphaflega illa byggt, ólögulega langt miðað við breidd og dýpt og úr grennra efni en reglur gera ráð fyrir. ... Ég held að öllum kunnáttumönnum í skipasmíði beri saman um, að fjárhagslega geti ekki komið til mála, að nein hagsýni sé í því að gera við bol skipsins. Hann er allur svo lið- aður, kjölsprunginn og að auki svo eyðilagður af bráðafúa, að viðgerð yrði dýrari en nýtt skip“. Telur stefnandi tvímælalaust, að hann hafi rétt til að rifta kaupunum á skipinu samkvæmt 42. gr. laga nr. 39/1922, sbr. 3. gr. laga nr. 66/1963, og samkvæmt almennum grundvallarreglum laga. Bráðafúasjóður hafi þegar að fullu greitt skuldir þær, sem stefnandi tók að sér í afsali sam- kvæmt 1. og 2. tölulið. Bráðafúasjóðurinn hafi hins vegar aðeins greitt kr. 714.847.48 af skuldinni við Útvegsbanka Íslands, sem var kr. 3.513.600.00. Beri stefnda Helga Benediktssyni því að greiða stefnanda mismuninn, kr. 2.798.752.52. Jafnframt krefst stefnandi þess, að stefndi Helgi verði dæmdur til að greiða skaða- bætur að fjárhæð kr. 655.697.54, sem stefnandi sundurliðar þannig: 1. Ymis kostnaður við að koma kaupunum á og við að flytja skipið norður, stimpilgjöld, þing- lesning o. fl. samkvæmt dskj. nr. 15, kr. 1110 547.957.70 —- 147.462.50 .. .. .. .. .. .. .. Kr. 400.495.20 2. Reikningar Slippstöðvarinnar á Akureyri, dskj. nr. 36, kr. 1.077.429.34, yfir ýmsan kostnað við að leita að fúa og fleira, kostnaður við uppsátur, hafnargjöld og fieira, að frádregnum seldum munum úr skipinu að fjárhæð kr. 257.506.00 og 250.000.00, sem greitt var af Samábyrgðinni .. — 569.923.34 3. Reikningur 1. vélstjóra vegna vinnu við skipið, dskj. Mr.37 0... — 29.979.00 Kr. 1.000.397.54 Frá dregst andvirði muna, sem stefnandi not- færði sér, sbr. dómsskjalnr. 14 .. .. .. .. .. — 344.700.00 Kemur þá út skaðabótafjárkrafan .. .. .. .. kr. 655.697.54 Skaðabótakröfu sína byggir stefnandi á 42. gr. laga nr. 39/ 1922, sbr. 53. og 54. gr. sömu laga, svo og á almennum grund- vallarreglum laga. Stefnandi krefst þess, að stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs verði dæmdur in solidum með stefnda Helga Benediktssyni til að greiða stefnanda sömu fjárhæð í skaðabætur, og færir þau rök fyrir þeirri kröfu sinni í fyrsta lagi á því, að í 31. gr. laga nr. 50/1959 um eftirlit með skipum segi svo: „Skip skal að jafn- aði fullnægja skilyrðum þeim, sem hér segir: A. Skrokkur og yfirbygging, reiði og reiðabúnaður og vélar skal vera nægilega sterkt og í góðu ástandi o. s. frv.“. Lagagrein þessi verði ekki skilin á annan veg en þann, að það sé höfuðskylda Skipaeftirlits ríkisins að fylgjast með því hverju sinni, hvenær skip séu í haf- færu ástandi, að skip séu byggð í samræmi við settar og viður- kenndar reglur og að þeim sé nægilega við haldið. Skipið Helgi Helgason, VE 343, hafi ekki verið byggt samkvæmt viðurkennd- um og settum reglum upphaflega samkvæmt áliti skipaskoðunar- stjóra. Áður en stefnandi keypti skipið, hafi fyrirsvarsmenn hans skoðað eftirlitsbók skipsins, sem náð hafi aftur til 1. apríl 1958 og fram til þess tíma, er kaupin fóru fram. Í bók þessa séu færðar skoðunargerðir þær, er fram hafi farið á skipinu á þessu tímabili. Stefnandi kaupi skipið á þeirri forsendu, að það skuli vera í ríkisskoðunarstandi, sbr. kaupsamning. Hins vegar komi það á daginn og sé sannað í málinu, að skipið hafi aldrei verið í samræmi við þær reglur, sem ríkisvaldið hefur sett um skip af 1111 þessari stærð og gerð. Það liggi því Í augum uppi, að Skipaeftir- litinu hafi borið skylda til fyrir löngu að láta lagfæra galla þá, er á skipinu voru frá upphafi vega. Með athafnaleysi sínu í þess- um efnum og með því að gefa skipinu haffærisskírteini allt fram í nóvember 1963 og takmarkað haffærisskírteini í nóvember 1964 hafi Skipaskoðun ríkisins haft úrslitaáhrif á það, að stefnandi keypti hið gerónýta skip, og hljóti því að bera fébótaábyrgð gagnvart stefnanda á því tjóni, er skipakaup þessi hafa valdið honum. Í þessu sambandi hefur stefnandi og bent á, að í 6. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1958 sé lögð sú skylda á Skipaskoðun ríkisins að láta fara fram sérstaka rannsókn á hverju tréskipi til þess að leiða í ljós, hvort um sé að ræða fúaskemmdir þær, sem tryggt sé fyrir í lögunum. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs byggir sýknukröfu sína á því, að ekkert bendi til þess, að upplýsingar frá Skipa- skoðun ríkisins hafi verið ákvörðunarástæða eða forsenda fyrir kaupum stefnanda á skipinu, heldur hafi skipið verið keypt þrátt fyrir það, að Skipaskoðunin teldi skipið ótryggt, sbr. það, að skipið hafi eingöngu fengið bráðabirgðahaffærisskírteini. Kaup- endur hafi ekki leitað formlega eftir áliti Skipaskoðunarinnar um skipið, en ræddu við einn af starfsmönnum hennar, Hafliða J. Hafliðason, sem hafi tjáð þeim, að skipið væri liðað og óeðli- lega langt miðað við dýpt. Sé það tvímælalaust æði langsótt hjá stefnanda að beina kröfum sínum gegn ríkissjóði, þar sem málið sé bersýnilega eingöngu mál kaupanda og seljanda. Að því er varðar ákvæði 6. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1958, þá er á það bent af hálfu ríkissjóðs, að það ákvæði um árlega skoðun vegna bráða- fúa hafi aldrei komið til framkmæmda, enda hafi skipaskoðunar- stjóri talið það óframkvæmanlegt. Lagaákvæði þetta hafi því verið fallið úr gildi fyrir aðgerðarleysi, þegar umrædd kaup fóru fram. Í hinum nýju lögum um Samábyrgð Íslands á fiski- skipum, nr. 47/1967, sé ákvæði um slíka árlega skoðun ekki tekið upp að nýju. Ákvæði laga um opinbert eftirlit með skipum miða að því að efla almennt öryggi í siglingum. Skýrsla um skoðun skipa, sem op- inberir skoðunarmenn gefa samkvæmt lögum, og meðmæli þeirra með því, að skip fái haffærisskírteini, eru ekki ætluð til að vera einhlít sönnunargögn til ákvörðunar í fjármunalegum viðskipt- um aðilja um skip. Verður ekki lögð skaðabótaskylda á ríkissjóð út af tjóni, sem aðili kann að hafa hlotið af slíkum viðskiptum, enda þótt í ljós komi, að skoðun starfsmanna Skipaeftirlitsins 1112 hafi ekki verið framkvæmd með þeirri kostgæfni, er skyldi. Þegar þetta er virt svo og það, að vélskipið Helgi Helgason hafði aðeins bráðabirgðahaffærisskírteini til Reykjavíkur, þá þykir bera að taka sýknukröfu stefnda ríkissjóðs til greina, en rétt þykir að málskostnaður, að því er hann varðar, falli niður. Stefndi Helgi Benediktsson mótmælir því sem ósönnuðu, að skipið hafi verið stórskemmt af bráðafúa, þegar kaup fóru fram, en kaupendur hafi þó mátt vita, að skipið kynni að vera með einhvern þurrafúa, eins og algengt sé um tréskip, enda séu þau sérstaklega tryggð fyrir honum, og hafi kaupendur öðlazt allan rétt samkvæmt þeirri tryggingu með yfirfærslu eignar- réttarins. Stefndi mótmælir því, að skipið hafi verið ólöglega byggt eða haldið öðrum leyndum göllum. Telur stefndi því ósann- að, að skipið hafi verið haldið slíkum göllum, sem heimili riftun, og er riftunarkröfunni mótmælt af þeim ástæðum svo og vegna þess, að stefnandi hafi sjálfur látið saga skipið í sundur, hirt úr því vélar og tæki og selt út um hvippinn og hvappinn eða tekið til eigin nota eftir sínum geðþótta, þannig að stefnandi geti ekki skilað hinu selda í sæmilegu ástandi. Raunverulega hafi stefnandi eyðilagt hið selda. Þá leggur stefndi áherzlu á það, að stefnandi hafi ekki haft uppi riftunarkröfuna, fyrr en tæpu ári eftir að kaupin áttu sér stað, og geti því engan veginn fullnægt ákvæðum 52. gr. laga nr. 39/1922. Stefnanda hafi borið að til- kynna stefnda strax um gallana, þegar hann varð þeirra var, og að hann ætlaði að bera þá fyrir sig. Þá hafi stefnandi sjálfur samið við Samábyrgð Íslands á fiskiskipum og látið greiða sér andvirði skipsins án þess að hafa nokkurt samband við stefnda. Með þessu hafi stefnandi raunverulega ráðstafað skipinu á sína ábyrgð og sé riftunarkrafan því fjarstæða ein. Stefndi mótmælir öllum endurgreiðslukröfum og skaðabótakröfum stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Svo sem fram hefur komið hér að framan, var kaupsamningur undirritaður um vélskipið Helga Helgason 11. nóvember 1964, og fór afhending fram þann 14. sama mánaðar. Þann sama dag fékk skipið haffærisskírteini til Reykjavíkur, en tekið var fram, að botnskoðun á því vantaði. Samkvæmt því, sem segir í bréfi skipa- skoðunarstjóra, mátti stefnandi strax við fyrstu skoðun á Akur- eyri gera sér ljóst, að verið gæti, að skipið yrði dæmt óviðgerðar- hæft. Hér að framan hefur hinum ýmsu skoðunargerðum á Akur- eyri verið lýst. Stefnandi hirti þó ekki um að tilkynna stefnda Helga Benediktssyni um galla þá, er stefnandi taldi sig finna á 1113 skipinu, og þá heldur ekki, að hann mundi bera gallana fyrir sig fyrr en 16. október 1965. Hafði stefnandi þá látið saga skipið í fleiri parta, taka úr því ýmis tæki og hagnýta sér sjálfur eða selja eftir eigin geðþótta og meðal annars sett sumt í annað skip, sem stefnandi keypti vorið 1965, án þess að gera stefnda nokkurn tíma aðvart um gallana eða að hann ætlaði að gera stefnda ábyrgan vegna þeirra. Af gögnum málsins sést, að þann 12. ágúst 1965 er stefnandi enn að selja búnað skipsins. Dómendur fóru norður á Akureyri 30. nóvember s.1. Kom þar í ljós, að aðal- vél stendur ennþá á undirstöðum í skipsflakinu. Þessi hluti flaks- ins var opinn í báða enda. Búið var að taka af vélarreisnina, svo að hún var óvarin að ofan líka. Vatn og vindur gátu því leikið um vélina. Er því mikil óvissa um bað, hvort vélin er nú viðgerðarhæf. Dómurinn lítur svo á, að jafnvel þótt talið yrði, að stefnandi hefði átt rétt á að rifta kaupunum og krefjast skaðabóta, þá hafi stefnandi verið búinn að gera málstað sinn þannig úr garði, þegar hann þann 16. október 1965 lét birta fyrir stefnda Helga Benediktssyni áðurgreinda tilkynningu, að réttur hans til að bera gallana fyrir sig var fallinn niður. Verður því ekki hjá því komizt að sýkna stefnda Helga Benediktsson af riftunar- og skaðabótakröfu stefnanda í máli þessu. Það athugast, að samkvæmt gögnum málsins kemur fram, að Samábyrgð Íslands á fiskiskipum hefur þann 27. janúar 1967 greitt af vátryggingarfé skipsins kr. 31.500.00 til Jóns Þorsteins- sonar héraðsdómslösmanns. Er hér um að ræða dómsskuld í sjó- og verzlunardómsmálinu: Arthur Sigurbergsson gegn Helga Bene- diktssyni, en dómur í máli því var kveðinn upp 10. júní 1965, og var stefnandanum, Arthur Sigurbergssyni, tildæmdur sjóveð- réttur í vélskipinu Helga Helgasyni, VE 343, fyrir tildæmdum fjárhæðum. Þá kemur einnig fram, að þann 16. júní 1967 hefur Samábyrgðin greitt af vátryggingarfé skipsins kr. 182.434.42 til Gunnars Jónssonar héraðsdómslögmanns. Var þar um að ræða dómsskuld samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem upp var kveðinn 12. maí 1967 í máli Finnboga Magnússonar gegn stefnda Helga Benediktssyni, en með þessum dómi var dæmt, að Finnbogi Magnússon ætti sjóveðrétt í v/b Helga Helgasyni, VE 343, til tryggingar tildæmdum fjárhæðum. Þá hefur Samábyrgðin haldið eftir af vátryggingarfé skipsins allmiklu fé vegna iðgjalda af bráðafúatryggingu skipsins árin 1961—1965 og greitt hafnar- gjöld og fleira að fjárhæð kr. 6.047.60. Af hálfu stefnda Helga Benediktssonar hefur því verið lýst 1114 yfir, að vel geti verið, að hann eigi að greiða eitthvað af síðast- greindum kröfum, en hann mótmælir því, að um þessar kröfur verði fjallað í máli þessu, þar sem þeirra sé ekki getið í stefnu, enda hafi þær komið upp löngu eftir þingfestingu málsins. Stefnandi hefur ekki framhaldsstefnt út af síðastgreindum atriðum. Eins og málatilbúnaði stefnanda er háttað og málflutn- ingi aðilja, þá þykir ekki unnt gegn mótmælum stefnda Helga Benediktssonar að taka afstöðu í máli þessu til síðastgreindra kröfuliða, sem stefndi Helgi Benediktsson kann að eiga að standa stefnanda skil á. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli einnig niður, að því er varðar stefnda Helga Benediktsson í máli þessu. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Hákoni Einarssyni og Sigurjóni Einarssyni skipasmíðameisturum. Dómsorð: Stefndu, Helgi Benediktsson og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Stíganda s/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1115 Þriðjudaginn 15. desember 1970. Nr. 111/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Sigurpáli Ólafssyni Jónssyni (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson og Magnús Þ. Torfason og prófessorarnir Ármann Snævarr og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Málsatvik eru skilmerkilega rakin í hinum áfrýjaða dómi. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafa verið háð framhalds- próf í máli þessu, vitnin Sumarliði Kristjánsson og Einar Ragnar Sumarliðason komið af nýju fyrir dóm og einnig ákærði. Þá hafa verið lögð fram nokkur ný gögn, þar á meðal ljósrit af mæliblöðum (uppdráttum) frá skrifstofu borgar- verkfræðings af gatna- og húsaskipun við mót Laugalækjar og Hrísateigs og næsta nágrenni. Vitnin Sumarliði Kristjánsson og Einar Ragnar Sumar- liðason skýra nánar svo frá, að þau hafi óskerta sjón, en vitnið Sumarliði kveðst þó nota gleraugu við lestur. Bera vitni þessi, að ekkert hafi hindrað útsýni þeirra úr stofu- glugganum yfir Laugalæk að bifreið ákærða. Þó segir vitnið Einar Ragnar, að svonefndur „stores“, þunnur og gegnsær, hafi verið fyrir glugganum, en það muni ekki örugglega, hvort það færði hann frá glugganum. Vitni þessi merktu inn á ljósrit af greindum mæliblöðum, hvar bifreið ákærða og hann voru, er þau sáu fyrst til hans. Samkvæmt mælingum hafa þá verið um 22 m frá glugg- anum að bifreið ákærða og um 15 m á milli hans og bifreið- arinnar, er vitnið Sumarliði kom auga á hann, en um 23 m frá stofuglugganum að bifreiðinni og um 30 m á milli ákærða og hennar, þegar vitnið Einar Ragnar sá hann fyrst. 1116 Eins og nánar er rakið í héraðsdómi, var ákærða tekið blóð, og reyndist áfengismagn í því 1.6%. Þegar virt eru sakargögn og allar aðstæður, þykir verða við það að miða, að ákærði hafi við aksturinn verið með áhrifum áfengis í þeim mæli, að við lagaboð varði. Ekki er unnt að leggja niðurstöðu blóðrannsóknar um vinandamagn í blóði ákærða eina sér til grundvallar refsingu og öðrum viðurlögum hans í máli þessu, enda óvíst, hvort eða hve mikils áfengis hann kann að hafa neytt, eftir að akstri hans lauk og þar til hann var handtekinn. Þykir bera að heim- færa brot ákærða til 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969 og 2. mgr. 25. gr., sbr. 1. og 3. mgr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 40/1968, en eins og fram kemur af saka- vottorði ákærða, var hann með dómi sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 23. september 1965, dæmdur til refsingar fyrir ölvunarakstur o. fl. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald 15 daga. Þá ber samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða ber að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar bæði í héraði og hér fyrir dómi, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000.00, laun skipaðs verjanda síns í héraði, kr. 8.000.00, og laun verjanda síns hér fyrir dómi, kr. 10.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sigurpáll Ólafsson Jónsson, sæti varðhaldi 15 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun verjanda síns í hér- aði, Jóhanns Nielssonar héraðsdómslögmanns, kr. 8.000.00, saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr, 10.000.00, og 1117 laun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Jónasar A. Aðal- steinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 14. apríl 1970. Ár 1970, mánudaginn 14. apríl, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var að Borgartúni 7 af Ólafi Þorlákssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 182/1970: Ákæruvaldið gegn Sigurpáli Ólafssyni Jónssyni, sem tekið var til dóms 3. þ. m. Málið er með ákæruskjali, dagsettu 26. nóvember 1969, höfðað á hendur Sigurpáli Ólafssyni Jónssyni verzlunarmanni, Rauða- læk 8, Reykjavík, fæddum 4. janúar 1917 í Reykjavík, fyrir að aka laugardagsmorguninn 6. september 1969 undir áhrifum áfengis bifreiðinni R 905 frá heimili sínu í Reykjavík sem leið liggur á Bergstaðastræti og síðan sömu leið til baka að heimili sínu, þar sem akstri lauk. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir. Laugardaginn 6. september 1969 var lögreglumaðurinn Bertram Henry Möller í umferðareftirliti á einu af bifhjólum lögreglunnar hér í borg. Kl. 1125 þann dag barst lögreglumanninum tilkynn- ing frá lögreglustöðinni í Pósthússtræti í talstöð bifhjólsins þess efnis, að bifreiðinni R 905 hefði þá litlu fyrr verið ekið um Laugalæk og Rauðalæk hér í borg og væri ökumaður hennar talinn vera undir áhrifum áfengis. Lögreglumaðurinn fór þegar að svipast um eftir bifreiðinni R 905. Litlu síðar kom lögreglu- maðurinn að nefndri bifreið við húsið nr. 8 við Rauðalæk hér í borg. Við athugun á bifreiðinni fann lögreglumaðurinn, að púst- rör hennar var volgt, og taldi því, að bifreiðinni hefði verið ekið nýlega. Lögreglumaðurinn fékk upplýsingar um eiganda bifreiðarinnar, og kom í ljós, að eigandinn var ákærði í máli þessu, Sigurpáll Ólafsson Jónsson, Rauðalæk 8. Lögreglumaður- inn kvaddi dyra hjá ákærða. Ákærði kom sjálfur til dyra og var að mati lögreglumannsins áberandi undir áhrifum áfengis. Úr 1118 varð, að lögreglumaðurinn fylgdist með ákærða inn í íbúð ákærða og dvaldist þar nokkra hríð, þar eð lögreglumaðurinn fékk að hringja þar til að biðja um aðstoð við rannsókn málsins. Litlu síðar kom annar lögreglumaður til að aðstoða Bertram Henry Möller, og eftir nokkra töf á heimili ákærða fylgdist ákærði með þeim lögreglumönnum á lögreglustöðina, þar sem ákærði var leiddur fyrir varðstjóra til yfirheyrslu. Yfirheyrsla fyrir varðstjóra hófst kl. 1215 samdægurs. Yfirheyrslan reyndist gagns- lítil vegna ölvunar ákærða. Kl. 1350 samdægurs var ákærða tekið. blóð til alkóhólákvörðunar, og fundust í blóði hans reducerandi efni, er samsvara 1.60%, af alkóhóli. Að loknum framangreindum aðgerðum var ákærði látinn hvílast hjá lögreglu, þar til hann var leiddur fyrir rannsóknarlögregluna kl. 1730 sama dag. Fyrir rannsóknarlögreglu þá skýrði ákærði svo frá, að hann hefði ekið bifreiðinni R 905 um kl. 1000—1100 sama dag frá heimili sínu að skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Bergstaða- stræti, en fyrir lögreglu hafði ákærði og skýrt svo frá, að hann hefði komið við á skóvinnustofu við horn Hrísateigs og Lauga- lækjar. Fyrir rannsóknarlögreglu kvaðst ákærði hafa verið alls- gáður við framangreindan akstur, en taldi, að hann hefði drukkið eitt glas af sherry annað hvort fyrir eða eftir aksturinn. Við þingfestingu málsins skýrði ákærði frá málavöxtum á líkan hátt og fyrir rannsóknarlögreglu, þannig að ákærði viðurkenndi að hafa ekið bifreið sinni, R 905, laugarðdagsmorguninn 6. sept- ember 1969 frá heimili sínu sem leið liggur niður á Bergstaða- stræti og þaðan heim aftur. Ákærði hefur haldið fast við það fyrir dómi að hafa verið allsgáður við framangreindan akstur. Ákærði hefur nánar skýrt svo frá fyrir dómi, að kvöldið fyrir atvik málsins og jafnvel fram yfir miðnætti hafi hann neytt áfengis. Eftir 6—-8 klst. svefn hafi hann vaknað að morgni laugar- dagsins 6. september 1969 og þá hvorki fundið til áfengisáhrifa né þreytu eða sljóleika vegna undanfarandi áfengisneyzlu. Litlu síðar hafi hann ekið bifreið sinni sem rakið hefur verið. Ákærði hefur talið, að hann hafi verið kominn heim úr ökuferðinni um eða jafnvel fyrir kl. 1100 greindan morgun. Þá hefur ákærði skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi drukkið sem samsvarar 3 vatnsglösum af sherryi eða u. þ. b. hálfa flösku af því áfengi, áður en hann fylgdist síðar með lögreglumönnunum til yfirheyrslu. Ákærði hefur talið, að áfengisneyzla hans, er nú hefur verið getið um, hafi farið fram, eftir að akstri lauk, bæði áður en lögreglu bar að garði hans og eftir að lögreglumenn voru komnir 1119 á heimilið. Ákærði ætlar, að um % klst. hafi liðið, frá því að hann lauk akstrinum greint sinn og þar til lögregla var komin á heimilið. Lögreglumenn þeir, er stóðu að handtöku ákærða, hafa báðir komið fyrir dóm sem vitni. Vitnið Bertram Henry Möller hefur skýrt frá atvikum mjög á sömu lund og rakið hefur verið hér í upphafi dómsins. Vitnið hefur nánar skýrt svo frá, að það telji, að 5—-10 mínútur hafi liðið, frá því að það fékk tilkynninguna um akstur ákærða umrætt skipti og þar til það náði tali af ákærða á heimili hans. Vitnið taldi ákærða áberandi undir áhrifum áfengis, er það kom á heimili hans. Vitnið tafði nokkra stund á heimili ákærða, svo sem þegar hefur verið rakið, og hefur vitnið fullyrt, að ákærði hafi ekki á þeim tíma, er það dvaldist í húsa- kynnum hans, neytt áfengis. Vitnið kveðst sérstaklega hafa fylgzt með ákærða þá. Vitnið Þorsteinn Svanur Steingrímsson lögregluþjónn stóð og að handtöku ákærða. Vitnið kveðst hafa komið í íbúð ákærða laust fyrir hádegi umræddan laugardag. Vitnið taldi við komu þess ákærða áberandi ölvaðan. Vitnið tafði nokkra stund í íbúð ákærða, eða ca. 15 mínútur, til að fá ákærða til að fylgja þeim lögreglumönnum til frekari rannsóknar. Vitnið sá ákærða ekki hafa áfengi um hönd á þeim tíma, og hefur vitnið talið útilokað, að ákærði hafi haft tækifæri til að neyta áfengis, meðan það dvaldist þar. Upplýst er í málinu, að tilkynningin um akstur bifreiðarinnar R 905 barst lögreglunni frá Laugalæk 17 hér í borg. Tveir heim- ilismenn af Laugalæk 17 hafa komið fyrir dóm sem vitni. Vitnið Sumarliði Kristjánsson verkstjóri, 56 ára að aldri, hefur skýrt svo frá, að laust fyrir hádegi 6. september s.l. hafi það séð sér óþekktan mann ganga að bifreiðinni R 905, þar sem bifreiðin stóð við verzlanir við Laugalæk 2, og aka bifreiðinni þaðan á brott. Vitnið kveðst hafa talið, að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis, þar eð hann hafi verið reikull í spori. Vitnið Einar Sumarliðason, einnig til heimilis að Laugalæk 17, 19 ára að aldri, hefur komið fyrir dóm sem vitni. Vitnið hefur skýrt svo frá, að nokkru fyrir hádegi 6. september 1969 hafi það séð út um stofuglugga á heimili sínu ákærða í máli þessu, er vitnið þekkir í sjón, ganga að bifreiðinni R 905, er stóð við verzlanir á Laugalæk 2. Er ákærði hafði gengið að bifreiðinni, hafi það séð, að hann slagaði, og taldi því vitnið, að ákærði væri undir áhrifum áfengis. Er ákærði hafði ekið bifreiðinni R 905 af stað, 1120 hafi það hringt á lögreglustöðina og tilkynnt um akstur ákærða. Upplýst er í málinu, að ákærði kom í skóvinnustofu á mótum Hrísateigs og Laugalækjar greint sinn. Komið hefur fyrir dóm- inn sem vitni Haraldur Albertsson skósmiður, Bragagötu 23, 28 ára að aldri. Vitnið rekur skóvinnustofu á mótum Hrísateigs og Laugalækjar. Vitnið hefur skýrt svo frá, að einhvern tíma haustið 1969 hafi lögreglan komið í vinnustofu þess til að spyrjast fyrir um ölvaðan mann. Vitnið kveðst muna, að nokkru fyrir fyrir- spurnir lögreglu hafi komið ölvaður viðskiptavinur inn í vinnu- stofuna. Vitnið hefur ekki getað sagt deili á hinum ölvaða við- skiptavini, og ekki þekkti vitnið ákærða sem umræddan við- skiptavin við sakbendingu undir rannsókn málsins. Þá var og upplýst í málinu, að ákærði kom í skrifstofu Stanga- veiðifélags Reykjavíkur við Bergstaðastræti. Komið hefur fyrir dóminn sem vitni Birgir Ásgeirsson, stud. theol., Sörlaskjóli 44 hér í borg, 24 ára að aldri. Vitnið var skrifstofumaður hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur, er atvik málsins urðu. Vitnið hefur talið nær fullvíst, að það hafi verið að störfum laugardagsmorguninn 6. september s.l. Vitnið þekkir ákærða í sjón og er málkunnugt honum vegna tíðra ferða ákærða á skrifstofu Stangaveiðifélags- ins, en ákærði er félagsmaður í nefndu félagi. Vitnið hefur skýrt svo frá, að það muni ekki til þess, að ákærði hafi komið undir áhrifum áfengis í skrifstofur félagsins, en vitnið hefur talið, að það hefði orðið vart við slíkt, a. m. k. undir haustið 1969, er það var orðið vel málkunnugt ákærða. Eiginkona ákærða og dóttir hans, 19 ára að aldri, hafa báðar komið fyrir dóm sem vitni. Framburðir mæðgnanna hafa verið mjög á sömu lund í máli þessu. Þær hafa skýrt svo frá, að kvöldið fyrir atvik málsins hafi verið samkvæmi á heimili ákærða. Þar hafi verið haft áfengi um hönd. Ákærði hafi neytt áfengis þá. Ákærði hafi gengið til hvílu ca. kl. 0200—0300 hinn 6. september s.l. Eftir að ákærði hafi verið sofnaður, hafi þær síðar um morg- uninn tekið til í íbúðinni. Þær hafi síðan farið að sofa undir morgun. Þær hafi vaknað, eftir að lögreglan var komin á heimilið. Þær áttu þá báðar tal við ákærða. Báðar sáu þá, að ákærði var undir greinilegum áfengisáhrifum. Eftir að ákærði var horfinn á braut með lögreglu, sáu þær báðar áfengisflösku í eldhúsi íbúð- arinnar nær því tóma, undan Sherry áfengi, en báðar mæðgurnar hafa fullyrt, að sú flaska hafi ekki verið í eldhúsinu né annars staðar í íbúðinni, er þær tóku til um morguninn, sem fyrr er rakið. 1121 Hefur nú verið rakið allt það helzta, sem fram kom í rannsókn málsins og máli hefur þótt skipta. Augljóst er af gögnum málsins, að ákærði var undir allmiklum áfengisáhrifum við handtöku sína í umrætt skipti. Ákærði hefur sjálfur haldið mjög fast við það fyrir dómi, að undir þau áfengis- áhrif hafi hann komizt af áfengisneyzlu, er fram hafi farið, eftir að akstri hans lauk umræddan laugardagsmorgun. Svo sem mál þetta er vaxið, þykir framburður ákærða um áfengisneyzlu á heimili sínu fyrir komu lögreglu þangað eigi verða hrakinn, en samkvæmt atvikalýsingu mun ákærði hafa getað dvalizt þar einn í ca. 10—-30 mínútur. Þá þykir óvarlegt að útiloka þann mögu- leika, að ákærði kunni að hafa neytt áfengis, eftir að lögregla kom á heimili hans, enda þótt framburðir lögreglumanna hnígi í aðra átt. Enda þótt miklar líkur séu fyrir því, að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis eða verulega miður sín, er hann ók bifreið sinni, R 905, frá Laugalæk 2 umræðdan morgun, svo sem framburðir vitnanna Sumarliða Kristjánssonar og Einars Sumarliðasonar gefa til kynna, þykir óvarlegt að ákveða, að svo hafi verið, þegar metin er aðstaða vitnanna til að tjá sig um ástand ákærða þá. Svo sem nú hefur verið rakið, þykir eigi nægilega sannað í refsimáli, að ákærði hafi gerzt sekur um þá háttsemi, sem rakin er í ákæru. Með niðurstöðu þessari er ákærði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu, og ber að leggja allan kostnað þess á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóhanns Níelssonar héraðsdómslögmanns, kr. 8.000.00. Dómsorð: Ákærði, Sigurpáll Ólafsson Jónsson, skal vera sýkn af kröf- um ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður málsins skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóhanns Níelssonar héraðsdómslögmanns, kr. 8.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 71 1122 Þriðjudaginn 15. desember 1970. Nr. 153/1970. Félag landeigenda á Laxársvæðinu (Sigurður Gizurarson hdl.) gegn Laxárvirkjun (Friðrik Magnússon hrl.). og Norðurverki h/f og gagnsakir (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds og Logi Einarsson og prófessor Gaukur Jörundsson, Þórður Björnsson yfirsakadómari og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Lögbann. Dómur Hæstaréttar. Málsaðiljar hafa fallið frá áfrýjun úrskurðar fógetadóms Þingeyjarsýslu, sem gekk hinn 16. júlí 1970. Tekur áfrýjun málsins því til úrskurðar fógetadóms, sem kveðinn var upp hinn 4. ágúst 1970 af Magnúsi Thoroddsen setufógeta og verk- fræðingunum Gunnari Sigurðssyni og Ögmundi Jónssyni. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnum hinn 14. ágúst og 28. september 1970. Dóm- kröfur hans eru þær, að lagt verði lögbann við framkvæmd- um Laxárvirkjunar við Brúar í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu til virkjunar á Laxá samkvæmt Gljúfurversáætlun um 1. áfanga. Þá krefst hann og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti óskipt úr höndum gagnáfrýjenda. Gagnáfrýjandi Laxárvirkjun hefur áfrýjað málinu með stefnu 28. september 1970. Hann krefst þess aðallega, að synjað verði um framgang lögbanns og að honum verði dæmdur málskostnaður fyrir fógetadómi og Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Til vara er þess krafizt, að aðaláfrýj- anda verði gert að setja tryggingu fyrir framgangi lögbanns- ins „til greiðslu alls fjártjóns og miskabóta, sem gagnáfrýj- anda Laxárvirkjun kann að stafa af gerðinni. Tryggingar- fjárhæð verði peninga- eða bankatrygging, er nemi 145 milljónum króna, eða önnur lægri fjárhæð“ eftir mati Hæsta- réttar. 1123 Gagnáfrýjandi Norðurverk h/f hefur áfrýjað málinu með stefnu 14. október 1970. Krefst hann aðallega staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar að öðru leyti en því, að honum verði dæmdur málskostnaður í héraði. Þá krefst hann og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Varakrafa hans er, ef lög- bannið nái fram að ganga, að sett verði „eigi lægri trygging af hálfu aðaláfrýjanda en kr. 145 milljónir (annaðhvort peninga — eða bankatrygging), þar af trygging“ Norður- verki h/f „til handa að fjárhæð kr. 107.105.000.00 og máls- kostnaður látinn niður falla“. Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Eins og sakarefni í máli þessu er háttað, var fógeta heimilt að kveðja til sérfróða meðdómendur, sbr. 5. gr. laga nr. 18/ 1949, en 223. gr. laga nr. 85/1936 geymir ekki tæmandi taln- ingu á þeim ákvæðum laganna, sem beitt verður um fógeta- dóm og málsmeðferð þar. Af gögnum málsins og málflutningi aðilja verður ráðið, að ákvörðun um framkvæmd fyrsta áfanga svonefndrar Gljúfurversvirkjunar, er í málinu greinir, hefur ekki verið kynnt landeigendum við Laxá né öðrum þeim, er kunna að eiga hagsmuni í húfi, á þann hátt, sem segir í c Hð 1. mgr. 144. gr. vatnalaga nr. 15/1923. Hefur þessum aðiljum ekki, svo að viðhlítandi sé, verið gefinn kostur á að gæta hags- muna sinna vegna fyrrgreindra framkvæmda. Af þessum sökum verður eigi talið, að sagnáfrýjandi Laxárvirkjun hafi sýnt ótvírætt fram á, að mefndur áfangi greindrar virkjunar hrófli ekki svo við rennsli Laxár, að bótaskylt tjón hljótist af. Ber að meta og bæta slíkt tjón eða setja trygg- ingu fyrir bótum í samræmi við nánari reglur í XV. og XVI. kafla vatnalaga nr. 15/1923, áður en rennsli Laxár er breytt með þeim hætti, sem virkjun árinnar í nefndum fyrsta áfanga hefur í för með sér. Af þessum ástæðum ber að taka til greina kröfu aðaláfrýjanda að því leyti, sem krafizt er lög- banns við því, að breytt sé rennsli Laxár, vatnsbotni hennar, straumstefnu eða vatnsmagni. Ber fógetadómi því að leggja á lögbann að þessu leyti gegn tryggingu af hálfu aðaláfrýj- anda, sem fógetadómur metur gilda. Hins vegar verður ekki 1124 fallizt á, eins og á stendur, að rök séu til að leggja að öðru leyti lögbann við framkvæmdum þeim, sem nú eru hafnar við Laxá á umráðasvæði gagnáfrýjanda Laxárvirkjunar. Rétt þykir, að gagnáfrýjandi Laxárvirkjun greiði aðaláfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 120.000.00, en að öðru leyti falli málskostnaður niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur. Setji aðaláfrýjandi, Félag landeigenda á Laxársvæðinu, tryggingu, sem fógetadómur metur gilda, er lagt fyrir fógetadóm að leggja lögbann við því, að breytt sé rennsli Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, vatnsbotni hennar, straumstefnu eða vatnsmagni. Málskostnaður í máli aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda Norðurverks h/f í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Gagnáfrýjandi Laxárvirkjun greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 120.000.00, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetadóms Þingeyjarsýslu 4. ágúst 1970. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar hinn 28. f. m., hefur Sigurður Gizurarson héraðsdómslögmaður f. h. Félags landeig- enda á Laxársvæðinu höfðað með lögbannsbeiðni til sýslumanns- ins í Húsavík, Jóhanns Skaptasonar, dags. 30. maí 1970. Kröfur gerðarbeiðanda fyrir fógetaréttinum eru þær, að úr- skurðað verði lögbann við virkjunarframkvæmdum við Laxá, sem Norðurverk h/f hefur hafið fyrir Laxárvirkjun. Þá krefst gerðar- beiðandi málskostnaðar úr hendi gerðarþola Laxárvirkjunar sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Gerðarþoli Laxárvirkjun gerir þær kröfur, að synjað verði um framkvæmd hinnar umbeðnu lögbannsgerðar og gerðarbeiðanda verði gert að greiða Laxárvirkjun málskostnað fyrir fógetadðóm- inum. Ef lögbannsgerðin verður tekin til greina, krefst gerðar- þoli Laxárvirkjun þess, að gerðarbeiðanda verði gert að setja 145 milljón króna tryggingu, er verði annað hvort peninga- eða 1125 bankatrygging, með tilvísun til 12. gr. laga nr. 18/1949 um kyrr- setningu og lögbann. Af hálfu gerðarþola Norðurverks h/f, Akureyri, eru gerðar þær réttarkröfur aðallega, að synjað verði um framgang hinnar umbeðnu gerðar og gerðarbeiðanda gert að greiða Norðurverki h/f málskostnað að skaðlausu. Verði lögbann lagt á, krefst Norð- urverk h/f þess, að sett verði trygging af hálfu gerðarbeiðanda að fjárhæð eigi lægri en 145 milljónir króna. Af þeirri tryggingar- fjárhæð krefst Norðurverk h/f tryggingar sér til handa frá gerðar- beiðanda, annað hvort peninga eða bankatryggingar, er nemi eigi lægri fjárhæð en kr. 107.105.000.00, samkvæmt 12. gr. laga nr. 18/1949 um kyrrsetningu og lögbann, sbr. 27. gr. sömu laga. Málavextir eru þessir: Með lögum nr. 60 frá 20. maí 1965 um Laxárvirkjun, 4. gr., var Laxárvirkjun heimilað að reisa allt að 12.000 KW raforkuver í Laxá við Brúar. Í 5. gr. sömu laga segir, að til byggingar nýrra aflstöðva og aðalorkuveitna þurfi Laxárvirkjun leyfi ráðherra þess, sem fer með raforkumál. Laxárvirkjun hefur látið hanna raforkuver í Laxá. Er það svo- nefnd Gljúfurversvirkjun. Var hönnun virkjunar þessarar unnin á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens s/f. Samkvæmt áætlun um Gljúfurversvirkjun á hún að verða samtals 54.6 MW að stærð og vinnast í fjórum áföngum. Áætlun um virkjun þessa var gefin út í janúar 1968. Hinn 15. september 1969 ritaði Laxárvirkjun raforkumálaráð- herra bréf með áætlun um Gljúfurversvirkjun í Laxá, þar sem óskað var leyfis ráðuneytisins til virkjunar í samræmi við þá áætlun. Ráðuneytið óskaði umsagnar orkumálastjóra um þetta erindi Laxárvirkjunar. Umsögn orkumálastjóra er dags. 16. sept- ember 1969. Þar sem þessi umsögn er málinu mjög til glöggvunar, þykir rétt að taka hana hér inn í úrskurðinn í heild. „Með bréfi, dags. í dag, hefur hið háa ráðuneyti sent mér til umsagnar og athugunar erindi frá stjórn Laxárvirkjunar, sem því barst í dag, ásamt áætlun yfir Gljúfurversvirkjun í Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu. Áætlun sú, sem fylgir bréfi stjórnar Laxárvirkjunarinnar, er á ensku og nefnist: „Gljúfurver project. Definate projetc report“ og er gefin út í janúar 1968. Áætlunin er um virkjun efri hluta fallsins við Brúar í orku- veri með tveimur vélasamstæðum í neðanjarðarstöð, samtals 54,6 1126 MW að stærð, og stíflu, er lyftir vatnsborði árinnar við núverandi stíflu um 46 m. Gert er ráð fyrir því, að síðar megi veita Suðurá, sem nú fellur í Skjálfandafljót, í Kráká og þannig í Laxá, en þau veitumann- virki eru ekki innifalin í áætluninni. Í bili er ekki ætlunin að framkvæma nema 1. áfanga af fjór- um, sem áætlunin er um. Í honum verður engin ný stífla byggð, heldur notuð gamla stíflan í Laxá I og vatnsborð ekki hækkað frá því, sem nú er. Sett verður aðeins ein vélasamstæða. Hins vegar er gerí ráð fyrir að gera vatnsgöngin nægilega víð, til þess að þau geti tekið vatn að báðum vélum, ef Suðurá verður síðar veitt í Laxá. Ennfremur að gera vélasamstæðuna þannig úr garði, að hún geti einnig unnið við 84 m fallhæð, en það verður fall- hæðin, ef vatnsborð er síðar hækkað um 46 m alls. Vélasam- stæðan verður gerð fyrir 24 MW við 84 m fali, en í fyrsta áfanga verður afl hennar aðeins um 7 MW. Loks er og innifalið í þessum áfanga að sprengja í bergið fyrir fullri stærð vélasalarins. Annar áfangi, er síðar kæmi, er bygging stíflu, sem lyftir vatnsborðinu 21 m og eykur fallhæðina upp í 59,5 m. Þá mun vélasamstæðan geta látið í té 14,7 MW. Í fylgiskjali með áætlun- inni er gert ráð fyrir, að þessari stíflugerð þurfi að vera lokið haustið 1974 til þess að mæta vaxandi álagi á núverandi Laxár- svæði, en ári fyrr, ef Norðurland vestra og Austurland eru tengd við Laxárvirkjunarsvæðið. Þriðji áfangi er samkv. áætluninni hækkun stíflunnar, svo að fallhæð verði alls 84 m, og getur fyrri vélin þá skilað 24 MW að afli. Á fyrrnefndu fylgiskjali áætlunarinnar er ráðgert, að sú hækkun þurfi að vera framkvæmd fyrir haustið 1984 fyrir núverandi Laxársvæði eitt, en tveim árum fyrr, ef áðurnefnd orkusvæði vestan og austan bætast við. Fjórði áfangi er samkvæmt áætluninni að setja seinni vélasam- stæðuna, og fer þá afl stöðvarinnar upp í 54,6 MW, eins og áður er sagt. Ef stíflan væri ekki hækkuð fram yfir það, sem ráðgert er í 2. áfanga, og fallhæðin þá 59,5 m, myndu tvær vélasamstæður með sömu vatnsnotkun láta samtals í té 35 MW að afli til. Svo sem Orkustofnun hefur áður látið í ljósi, fær hún ekki annað séð en að sú virkjun, sem framangreind áætlun frá janúar 1968 um Gljúfurversvirkjun, 54,6 MW, fallhæð 84 m, fjallar um, ásamt viðbótarveitu vatns í Laxá úr Suðurá, sem ekki er inni- falin í áætluninni, en bent er á í greinargerð um hana, sé hin 1127 hagkvæmasta tilhögun virkjunar efri hluta fallsins við Brúar, sem komið verður auga á eftir mjög ítarlegar rannsóknir, sem staðið hafa yfir ineð nokkrum hléum í meir en einn tug ára. Andmæli gegn framkvæmd Gljúfurversvirkjunarinnar hafa komið fram frá íbúum S.-Þingeyjarsýslu, byggð á ótta um, að hún geti haft fjölþætt skaðleg áhrif á búskaparaðstöðu og nátt- úrufar í Suður-Þingeyjarsýslu. Sum af þeim rökum, sem andmælin eru byggð á, eru augljós- lega á misskilningi byggð, önnur gefa tilefni til að láta nánari athuganir fara fram. Með andmælunum hefur þó ekkert sér- stakt komið fram, sem athygli hafði ekki áður borizt að við rannsókn og áætlanagerð að virkjuninni. Vísast í því sambandi til áætlananna og greinargerða með þeim, sérstakrar greinar- gerðar Laxárvirkjunarstjórnar, sem birzt hefur í dagblöðum höfuðstaðarins, og nefndarálits þeirrar þriggja manna nefndar (Haukur Tómasson, jarðfr., Sigurður Thoroddsen, verkfr., og Sigurjón Rist, forstm. vatnamælinga ríkisins), sem raforkumála- stjóri skipaði 26. 6. 1964 til „að kanna, hvort og að hve miklu leyti fullvirkjun Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu við Brúar kynni að valda spjöllum á ánni og næsta umhverfi hennar og jafnvel beinu fjárhagslegu tjóni“. Í heildarkostnaðaráætlunum þeim, sem nú liggja fyrir, er Í áætlunarliðum, er nefnast ýmislegt og ófyrirséð, gert ráð fyrir nokkrum kostnaði af bótum fyrir skaðleg áhrif á búskaparað- stöðu og af ráðstöfun til að koma í veg fyrir óæskileg áhrif á náttúrufar. Að dómi Orkustofnunar eru ekki líkur fyrir, að fullnaðarathuganir á þessum atriðum og nánari útreikningar á kostnaði þeim, er hér getur orðið um að ræða, muni hagga þeirri niðurstöðu rannsókna og áætlunargerðar, sem til þessa hafa farið fram, að hin áætlaða Gljúfurversvirkjun sé hin hagkvæm- asta virkjunartilhögun umrædds falls í Laxá. Núgildandi lög um Laxárvirkjun heimila ráðherra að veita Laxárvirkjun leyfi til að reisa allt að 12 þús. KW raforkuver Í Laxá (sbr. 4. og 5. gr. laganna). Þessi heimild nægir til leyfis- veitingar að fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar, sem ekki verður nema um 7,000 KW að afli. Áður en leyfi er veitt fyrir næsta áfanga, myndi hins vegar þurfa að fá Laxárvirkjunarlögum breytt á Alþingi. Tíminn, sem líður, þar til hefjast þarf handa um annan áfanga, veitir tóm til að athuga nánar þau atriði, sem fram hafa verið færð sem rök gegn fyrirhugaðri tilhögun Gljúfurversvirkjunar. 1128 Og raunar líður þó enn lengri tími, sem nota má til þeirra at- hugana, áður en stífla yrði hækkuð í fulla hæð og ráðist í veitu Suðurár. Hins vegar er svo miklu eftir að seilast, hvað hagkvæmni í virkjun snertir, að vænta má, að stjórn Laxárvirkjunar muni telja rétt að taka áhættuna af því að leggja í þann aukakostnað við fyrsta áfanga, sem með þarf til að búa undir fullvirkjun, Þótt óvíst sé um niðurstöður umræddra athugana og leyfi ekki fengið fyrir fullvirkjun. Leyfi það, er veitt var með bréfi ráðherra til stjórnar Laxár- virkjunarinnar, dags. 27. apr. 1967, var, svo sem að er vikið að framan, takmarkað við allt að 12,000 kílówatta stærð samkv. núgildandi lögum um Laxárvirkjun, og fyrsti virkjunaráfanginn, sem nú á að koma til framkvæmda, er að afli innan Þeirra marka. Með vísun til framanritaðs vill Orkustofnun mæla með því, að ráðherra veiti Laxárvirkjun leyfi til að framkvæma fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar samkvæmt framangreindri áætlun frá janúar 1968 með þeim fyrirvara, er leiðir af framanskráðu og samkvæmur er eðli málsins“. Þessa umsögn orkumálastjóra sendi atvinnumálaráðuneytið (raforkumálaráðherra) stjórn Laxárvirkjunar ásamt bréfi, dags. 23. september 1969. Í þessu bréfi atvinnumálaráðuneytisins segir m. a. svo: „Í 4. gr. og 5. gr. laga nr. 60/1965 um Laxárvirkjun er ráð- herra heimilað að leyfa Laxárvirkjun að reisa allt að 12 þúsund KW raforkuver í Laxá við Brúar, og nægir þessi lagaheimild til að leyfa að framkvæma fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar, sem nemur um 7 þúsund KW að afli. Að óbreyttum lögum brestur ráðuneytið heimild til að leyfa framkvæmd annars áfanga téðrar virkjunar, sem gerir ráð fyrir að auka aflið upp í 147 þúsund KW. Samkvæmt þessu vill ráðuneytið hér með leyfa Laxárvirkjun að reisa fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar í Laxá með 7 þúsund KW afli í samræmi við framangreinda áætlun. Telji stjórn Laxárvirkjunar hagsmunum virkjunarinnar betur borgið með því að leggja í þann aukakostnað við fyrsta áfanga, sem með þarf til að búa undir stærri virkjun, og taka þá áhættu, sem því er samfara, þá hefir ráðuneytið út af fyrir sig ekkert við það að athuga. Hinsvegar skal það tekið fram, að engin fyrirheit 1129 eru gefin um leyfi til stærri virkjunar en framangreind lög gera ráð fyrir“. Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir við Laxá í Suður-Þing- eyjarsýslu hafa valdið miklu hugarróti meðal ábúenda og land- eigenda á Laxársvæðinu. Hafa þeir stofnað með sér félagsskap, Félag landeigenda á Laxársvæðinu, er lögmaður þeirra upplýsti við munnlegan flutning málsins, að 78 menn stæðu að. Enn fremur gat lögmaðurinn þess, að stjórn þessa félags hefði falið sér að óska eftir lögbanni þessu. Hins vegar liggur ekki fyrir almenn fundarsamþykkt um málshöfðun þessa að sögn lögmanns gerðarbeiðanda. í málinu hefur verið lagt fram skjal, sem nefnist: „Samþykktir landeigenda og ábúenda við Laxá í S.-Þing.“. í meginmáli skjals þessa segir m. á. SVO: „Vér undirritaðir land- eigendur og ábúendur við Laxá í S.-Þingeyjarsýslu höfum bundizt órofa samtökum einn fyrir alla og allir fyrir einn um að verja rétt vorn og framtíðarvelferð Laxár“. Síðasta málsgrein þessa skjals hljóðar svo: „Fari svo, að byrjunarframkvæmdir verði ákveðnar við Gljúfurversvirkjun og framkvæmdir hafnar í and- stöðu við oss, munum vér beita öllum tiltækum ráðum til að hindra þær“. Vegna þeirrar mótstöðu, sem hin fyrirhugaða virkjun Laxár í S.-Þingeyjarsýslu átti að mæta meðal landeigenda á Laxár- svæðinu, leitaðist iðnaðarráðuneytið við að laða saman mismun- andi skoðanir, sem fram höfðu komið. Hafði iðnaðarráðuneytið samráð við stjórn Laxárvirkjunar, sveitarstjórnarmeðlimi, full- trúa héraðsnefndar Þingeyinga ásamt sýslumanni. Í bréfi, dags. 13. maí 1970, frá iðnaðarráðuneytinu til 7 aðilja, þar á meðal til stjórnar Laxárvirkjunar og til formanns Félags landeigenda á Laxársvæðinu, telur ráðuneytið, að í eftirfarandi yfirlýsingu þess sé fólgið viðunandi samkomulag aðilja, sem framhald málsins geti grundvallazt á: „Svo sem kunnugt er, hefur ráðuneytið með bréfi, dags. 23. september 1969, heimilað stjórn Laxárvirkjunar að hefjast handa um viðbótarvirkjun í Laxá í samræmi við lög nr. 60/1965 um Laxárvirkjun. Tekur þessi heimild þó aðeins til virkjunarframkvæmda, er veita mundu um 8 MW afl. Lengra nær heimildin ekki. Ráðuneytið telur vatnsborðshækkun um 20 m, sem kynni að felast í næsta áfanga, innan marka þess, sem unnt yrði að leyfa síðar, en þó verði ekki teknar endanlegar ákvarðanir um neina 1130 vatnsborðshækkun, nema að undangengnum alhliða rannsóknum og að höfðu samráði við íbúa Laxárdals, sem þar eiga nú búsetu, eða niðja þeirra, hlutaðeigandi sveitarstjórnir og Félag landeig- enda á Laxársvæðinu. Þessi vatnsborðshækkun skal þó aldrei verða meiri en brýn nauðsyn krefur og framkvæmd vatnsmiðlunar jafnan hagað með fyllsta tilliti til lax- og silungsveiði á veiðisvæðum, sem hún kynni að hafa áhrif á. Ráðuneytið tilkynnir stjórn Laxárvirkjunar, að það sé for- senda fyrir áframhaldandi virkjunarframkvæmdum umfram þann áfanga, sem þegar er leyfður (8 MW ), að gerðar verði fullnægj- andi sérfræðilegar rannsóknir á vatnasvæði Laxár, og mun ráðu- neytið hafa forgöngu um tilhögun og umfang þeirra rannsókna Í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir, sýslunefnd S.-Þing., náttúrufræðistofnunina, veiðimálastofnunina og Félag landeig- enda á Laxársvæðinu ásamt stjórn Laxárvirkjunar. Samkomulag er um það milli stjórnar Laxárvirkjunar og ráðu- neytisins, að horfið sé frá áformum um Suðurárveitu, og verður hönnun fyrirtækisins endurskoðuð þar af leiðandi. Að gefnu tilefni vill ráðuneytið taka fram, að virkjunaráform í efri hluta Laxár og Kráká eru ekki á dagskrá. Ráðuneytið mun beita sér fyrir, að hraðað verði eftir föngum rannsókn annarra virkjunarmöguleika, sem völ væri á, til að fullnægja raforkuþörf hlutaðeigandi héraða, svo sem virkjun Skjálfandafljóts við Íshólsvatn, en jafnframt haldið áfram að rannsaka stærri virkjunarmöguleika með hliðsjón af stóriðju fyrir norðan, svo sem Dettifossvirkjun eða samtengingu við aðrar orkuveitur“. Jafnframt þessu telur ráðuneytið æskilegt, að leitað sé sam- komulags um víðtækari aðild að virkjun Laxár en nú er, einkum með þátttöku þeirra hreppa, sem málið varðar nánast og Húsa- víkurkaupstaðar. Líkast til mundi samkvæmt framangreindu virkjað afl í Laxá alli að 15 MW með stíflu á síðara stigi af þeirri stærð, sem bæði sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu og Búnaðarsamband sýsl- unnar hafa tjáð sig um og talið, að gæti verið við hæfi. Í ályktun aðalfundar Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga 1969 segir m. a.: „Þessvegna skorar fundurinn á stjórn Laxárvirkjunar, raforku- málastofnun ríkisins og raforkumálaráðherra að miða fyrirhug- aðar framkvæmdir í Laxá í mesta lagi við 18—20 m vatnshækkun við efri stíflu í Laxárgljúfri frá því, sem nú er, og óbreytt vatns- 1131 rennsli, enda verði gengið frá nauðsynlegum samningum við héraðsbúa, áður en framkvæmdir hefjast“. Í ályktun sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu, dags. 8. maí 1969, segir m. a.! „Hins vegar vill sýslunefndin vekja athygli á, að hún telur héraðinu hagkvæmt, að raforkuframleiðsla verði aukin með við- bótarvirkjun þar, þótt hún hafi í för með sér hækkun vatns í Laxá ofan virkjunarinnar allt að 18 metrum“. Engu að síður myndi, áður en til þess kæmi, fara fram, svo sem vitnað er til, sérfræðileg rannsókn, sem ákvarðanir yrðu. grundvallaðar á. Svo kynni að reynast Í framkvæmd, að virkjunarmannvirki gætu stuðlað að óbeinni og beinni aðstoð við aukna og öruggari fiskirækt í Laxá. Eigi þarf að óttast, að neins yrði látið ófreistað til eðlilegrar verndar þessa merka og fagra vatnasvæðis, sem öllum ætti að vera jafn hugleikið, og aukið samstarf og vaxandi aðild Þingey- inga, svo sem að er vikið, ætti að stuðla að“. Hinn 25. maí 1970 gerði Laxárvirkjun verksamning við Norður- verk h/f á Akureyri, þar sem Norðurverk h/f tók að sér að byggja fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar við Brúar. Fjárhæð þessa verksamnings nemur kr. 169.965.020.00. Auk þess er samið við Norðurverk h/f um verk unnið á tímakaupi að upphæð kr. 8.377.000.00. Þá mun Laxárvirkjun sjálf taka að sér smáhluta af verkinu, sem kosta mun á milli 2—3 milljónir króna. Þessir verkhlutar kosta því samtals um 181 milljón króna. Vélabúnaður o. fL er samkvæmt kostnaðaryfirliti áætlað, að muni kosta 165.2 milljónir króna. Samtals mun því kostnaður við þennan fyrsta áfanga virkjunarinnar nema um 346.2 milljónum króna. Er þá ekki með talinn kostnaður vegna vaxta á byggingartíma, sem er áætlaður um 28 milljónir, og ekki heldur undirbúningskostn- aður, sem hefur numið um 8.5 milljónum króna. Knúiur Otterstedt, framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar, hefur komið fyrir réttinn og borið, að búið sé að hanna hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsens s/f orkuver í Laxá að stærð 54.6 MW, ef Suðurárveita kæmi til. Hann kvað Norðurverk h/f hafa með samningi við Laxárvirkjun tekið að sér allar byggingar, þar með talin gerð jarðgangna og stöðvarhúss fyrir fyrsta áfanga orkuvers- ins, svo sem hann hafi verið leyfður. Hann sagði, að sá áfangi, sem nú er byrjað á, væri ekki sjálfstæður áfangi, en hins vegar væri tæknilegur möguleiki að nýta hann einan, þótt eigi yrði 1132 haldið áfram virkjunarframkvæmdum. Knútur Otterstedt kvað jarðgöngin við þennan áfanga eiga að geta tekið við Q — 80 kl/s, sem mundi nægja einnig fyrir Suðurárveitu, ef hún yrði leyfð. Jafnframt tók hann fram, að mismunurinn á radíus á jarð- göngum, sem taki Q — 70 kl/s og 80, sé um 15 cm. Hann kvað það enga fyrirstöðu fyrir því að taka við Suðurárveitu, enda Þótt göngin hefðu verið gerð fyrir Q — 70 kl/s, hins vegar yrði það óhagkvæmara vegna aukningar á falltöpum. Knútur sagði, að samkvæmt verksamningnum við Norðurverk h/f eigi það fyrirtæki að vera búið að skila framangreindu verki 1. nóvember 1972, nema óviðráðanleg atvik hamli. Enn fremur sé áætlað, að fyrsti áfangi komist í gagnið á sama tíma. Með lögbannsbeiðni 30. maí 1970 óskaði gerðarbeiðandi, að lagt yrði lögbann við framangreindum virkjunarframkvæmdum: í Laxá. Með úrskurði, uppkveðnum 3. júní 1970, vék hinn reglu- legi fógeti, Jóhann Skaptason, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, sæti í máli þessu. Hinn 18. júní 1970 var Magnús Thoroddsen borgardómari skip- aður setudómari í Þingeyjarsýslu til að fara með og dæma fógeta- réttarmál þetta. Hefur setudómarinn kvatt með sér í dóminn þá dr. Gunnar Sigurðsson og Ögmund Jónsson verkfræðinga. Gerðarbeiðandi rökstyður lögbannskröfu sína með því, að allar líkur séu á, að verið sé að hefja virkjunarframkvæmdir sam- kvæmt hönnun Gljúfurversvirkjunar, sem enga lagaheimild hafi. Því kunni að vera mælt í mót, að hér sé aðeins um fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar að ræða, sem ekki muni veita meira afl en ráðuneytði hafi heimilað, þ. e. 8 MW. Óhaggað standi samt sem áður, að með slíkum framkvæmdum sé gengið í berhögg við samkomulagið við ráðuneytið, þar sem útilokað sé, að hönnun Gljúfurversvirkjunar hafi verið endurskoðuð á svo skömmum tíma, sem liðinn sé, frá því samkomulagið við ráðuneytið var gert, sbr. bréf iðnaðarráðuneytisins, dags. 13. maí 1970. Það sé ótvírætt, að Gljúfurversvirkjun, ef reist verður, muni valda tugum bænda á Laxársvæðinu miklu tjóni auk óbætan- z legra spjalla á íslenzkum náttúruverðmætum. Virkjunarfram- kvæmdir þessar feli því í sér vafalausan skaðatilgang, sem enga stoð hafi í lögum. Þá heldur gerðarbeiðandi því fram, að leyfi raforkumálaráðherra til virkjunarframkvæmdanna samkvæmt bréfi frá 23. september 1969 hafi enga lagastoð, og sé því ógilt að Íslenzkum lögum. Leyfi þetta sé byggt á röngum forsendum, illa undirbúið og órökstutt. 1133 Þá vitnar gerðarbeiðandi kröfu sinni til stuðnings í 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, en í þeirri grein segir, að enginn verði skyldaður til að láta af hendi eign sína, nema almennings- þörf krefji, og sú skylda styðjist við lagafyrirmæli. Enn fremur segi í 2. gr. stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með fram- kvæmdarvaldið“. Það þurfi því ótvíræða lagaheimild, til að gengið verði á rétt og hagsmuni bænda á Laxársvæðinu. Skipti það ekki máli, hvort það sé Laxárvirkjunarstjórn eða ráðherra, sem taki ákvarðanir um framkvæmdir, sem ekki hafi lagastoð. Fram- kvæmdir þessar séu samkvæmt áætlun, sem fari stórlega út fyrir lagaheimildir, og það hafi eigi verið tilgangur laganna um Laxár- virkjun nr. 60/1965 að heimila svo stóra virkjun, sem nú hefur verið hönnuð í Laxá, sem er hin svonefnda Gljúfurversvirkjun. Sé því um ótvíræðan tilgang til réttarbrots að ræða, sem valdi bændum stórkostlegu tjóni og miska, um leið og fyrsta skóflu- stunga verksins er tekin. Þá bendir gerðarbeiðandi á, að á árinu 1967 hafi tveir bændur í Laxárðal í Reykdælahreppi í S.-Þing- eyjarsýslu sótt um lán til Stofnlánadeildar landbúnaðarins vegna fyrirhugaðra bygginga á fjárhúsum og hlöðum á ábýlisjörðum sínum. Hafi stjórn Stofnlánadeildarinnar verið kunnugt um áform, Laxárvirkjunar um stíflugerð í Laxárdal og leitað umsagnar landnámsstjóra um lánsbeiðnir þessar. Hafi umsagnir landnáms- stjóra verið jákvæðar, en stjórn Stofnlánadeildarinnar eigi séð sér fært að samþykkja lánabeiðnir þessar eingöngu vegna þeirrar óvissu, er ríkti um framtíð þessara jarða út af fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum í Laxá. Að endingu heldur gerðarbeiðandi því fram, að það leiði ótví- tætt af reglum stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, vatnalaganna nr. 15/1923 og sveitarstjórnarlaganna nr. 58/1961, að bændur á Laxár- svæðinu eigi rétt á, að fyrst séu gerðir samningar við þá um sölu eða aðra afhendingu á þeim verðmætum, sem stjórn Laxár- virkjunar virðist ætla sér að skerða, áður en framkvæmdir séu hafnar. Gerðarþoli Laxárvirkjun rökstyður synjunarkröfu sína gegn hinni framkomnu lögbannsbeiðni með því, að framkvæmdin, sem lögbannsgerðinni sé ætlað að banna, sé heimiluð með leyfi atvinnumálaráðherra, dags. 23. september 1969, samkvæmt heim- ild í 4. og 5. gr. laga nr. 60/1965 um Laxárvirkjun. Samkvæmt því leyfi ráðuneytið Laxárvirkjun að hefjast handa um viðbótar- 1134 virkjun í Laxá í samræmi við lög nr. 60/1965 um Laxárvirkjun með um 7.000 KW afli. Telji stjórn Laxárvirkjunar hagsmunum virkjunarinnar betur borgið með því að leggja í þann auka- kostnað við fyrsta áfanga, sem með þarf til að búa undir stærri virkjun, og taka þá áhættu, sem því er samfara, kveðist ráðuneytið út af fyrir sig ekkert hafa við það að athuga. Hins vegar taki ráðuneytið fram, að engin fyrirheit séu gefin um leyfi til stærri virkjunar en framangreind lög nr. 60/1965 geri ráð fyrir. Iðnaðarráðuneytið taki fram í yfirlýsingu sinni, dags. 13. maí 1970, að samkomulag sé um það milli stjórnar Laxárvirkjunar og ráðuneytisins, að horfið sé frá áformum um Suðurárveitu. Enn fremur sé það tekið fram, að ekki verði teknar endanlegar ákvarðanir um neina vatnsborðshækkun, nema að undangengn- um alhliða rannsóknum og að höfðu samráði við íbúa Laxárdals, sem þar eigi nú búsetu, eða niðja þeirra, hlutaðeigandi sveitar- stjórnir og Félag landeigenda á Laxársvæðinu. Þetta hafi gerðar- beiðanda verið kunngert með sendingu samhljóða bréfs. Staðhæfingum gerðarbeiðanda um það, að leyfi ráðherra til virkjunarinnar hafi enga lagastoð og sé því ógilt að lögum, er mótmælt. Lagaheimild sé fyrir hendi. Einnig er því mótmælt af hálfu gerðarþola, að með framkvæmdinni séu brotin fyrirmæli 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar. Ekki sé krafizt afhendingar á landi eða réttindum vegna virkjunarinnar. Framkvæmdin, sem leyfð sé, raski ekki með ólögmætum hætti rétti gerðarbeiðanda. Engin breyting verði gerð á vatnsborði eða rennsli Laxár með þessari virkjun. Þá bendir gerðarþoli á það, að gerð Þþrýstivatnsgangnanna af þeirri stærð, sem ákveðin er, sé réttlætanleg í framkvæmd, hvort sem Suðurárveita verði gerð eða ekki. Göngin séu hönnuð fyrir Q — 80 kl/s rennsli í stað Q — 70 kl/s, sem annars hafi verið gert. Nemi aukinn kostnaður 0.64 af hundraði af heildarkostnaði við hina leyfðu framkvæmd, eða um 2 milljónir króna. Ráðgefandi verkfræðingur Laxárvirkjunar telji þetta lítil útgjöld vegna svo veigamikils máls og eigi því ekki að hika við framkvæmdina. Gerð gangnanna af þessari stærð minnki falltöp þeirra, af því leiði, að aflaukning verði 83 KW og orkuaukning 175 þúsund KW h/ár. Laxárvirkjun sé eigandi að vatnsafli í Laxá fyrir löndum jarð- anna Brúa og Presthvamms ásamt nægilegu landi meðfram ánni til starfrækslu á vatnsaflinu, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Ákureyrarkaupstaðar, dags. 27. marz og 27. apríl 1962, og 1135 afsal fyrir kirkjujörðinni Presthvammi, dags. 14. september 1915. Allt verk við byggingu á aflstöðvarhúsi og vatnsgöng- um frá stíflu að aflstöðvarhúsi, sem nothæf væru, ef stærri virkjun yrði leyfð síðar, verði unnið á landi og athafnasvæði Laxárvirkjunar og valdi engri rönskun eða tjóni á réttindum eða löndum gerðarbeiðanda. Engin fyrirheit séu gefin um leyfi til stærri virkjunar en þegar hafi verið leyfð. Þessar fram- kvæmdir séu því gerðarbeiðanda óviðkomandi. Hann eigi enga aðild til íhlutunar um þær. Þótt fyrirhuguð vatnsgöng og afl- stöðvarhús geti hentað til nota einnig fyrir síðari virkjun, ef leyfð yrði, veiti það ekki gerðarbeiðanda rétt til að beita lög- banni gegn byggingu þessara mannvirkja. Mannvirkin henti vel hinni leyfðu virkjun. Framkvæmdirnar brjóti hvorki í bága við lagaheimildir né rétt Laxárvirkjunar til athafna á umráðasvæði sínu og landareign. Megi því ljóst vera, að engin skilyrði séu fyrir hendi til að beita lögbanni gegn framangreindum fram- kvæmdum Laxárvirkjunar. Þær séu Í samræmi við lög, gerðar að fengnu leyfi stjórnvalds, sem eigi fullnaðarákvörðun um veit- ingu leyfis til þeirra. Framkvæmdirnar raski ekki rétti gerðar- beiðanda á nokkurn hátt. Beri því að synja um framgang lög- bannsgerðarinnar og úrskurða Laxárvirkjun málskostnað að mati fógetadómsins úr hendi gerðarbeiðanda. Röksemdir gerðarþola Norðurverks h/f gegn hinni umbeðnu lögbannsgerð falla mjög í sama farveg og röksemdir Laxárvirkj- unar hér að framan. Er því ástæðulaust að endurtaka þær hér. Niðurstaða fógetaréttarins. Virkjunarframkvæmdir þær, sem hér um ræðir, eru byggðar á leyfi raforkumálaráðherra Í bréfi til stjórnar Laxárvirkjunar, dags. 23. september 1969, að fenginni umsögn orkumálastjóra. stærð hinnar leyfðu virkjunar er innan þeirra marka, sem tiltekin eru í 4. gr. laga nr. 60 frá 20. maí 1965 um Laxárvirkjun. Ráðherra hefur því farið að lögum, er hann veitti virkjunarleyfi þetta. Það er að vísu ljóst, að þær virkjunarframkvæmdir, sem nú eru hafnar með leyfi ráðherra, eru einungis fyrsti áfangi þeirrar virkjunar, sem hönnuð hefur verið við Laxá (Gljúfurversvirkj- un). Áfangi þessi er hins vegar að stærð innan hinna lögleyfðu marka. Óhrakið er, að tæknilega sé unnt að starfrækja hann sjálfstætt. Engin fyrirheit hafa verið gefin af hálfu stjórnvalda um það, að leyfi verði veitt til stærri virkjunar en framangreind lög gera ráð fyrir. Þvert á móti er því lýst yfir í bréfi iðnaðar- 1136 ráðuneytisins frá 13. maí 1970, er sent var gerðarbeiðanda og fleiri aðiljum, að horfið sé frá áformum um Suðurárveitu og endanlegar ákvarðanir um vatnsborðshækkun vegna næsta virkj- unaráfanga verði ekki teknar, nema að undangegnum alhliða rannsóknum og að höfðu samráði við íbúa Laxárdals, sem þar eiga nú búsetu, eða niðja þeirra, hlutaðeigandi sveitarstjórnir og Félag landeigenda á Laxársvæðinu. Að þessu athuguðu lítur rétturinn svo á, að með áminnztri hönnun virkjunarinnar og fyrirhugaðri gerð fyrsta áfanga, sem ljúka á 1. nóvember 1972, sé hvorki framið réttarbrot gagnvart gerðarbeiðanda né geti það talizt yfirvofandi. Vegna virkjunar þessarar er hvorki krafizt afhendingar á landi annarra manna né réttindum. Allt verk við byggingu á aflstöðvar- húsi og vatnsgöngum frá stíflu að aflstöðvarhúsi, sem nothæf yrðu, ef stærri virkjun yrði leyfð, verður unnið á landi og at- hafnasvæði Laxárvirkjunar. Engin breyting verður gerð á vatns- borði eða rennsli Laxár með þessari virkjun. Ekkert er því fram komið í málinu, er renni stoðum undir þá fullyrðingu gerðar- beiðanda, að virkjun sú, sem nú er hafin, muni valda nokkru tjóni á réttindum eða löndum gerðarbeiðanda. Með tilliti til þessa verður ekki séð, að margnefndar virkjunar- framkvæmdir við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu brjóti gegn rétti gerðarbeiðanda. Ber því að synja um framgang lögbannsgerðar- innar, enda breytir afgreiðsla Stofnlánadeildar landbúnaðarins á lánsumsóknum tveggja ábúenda í Laxárdal hér engu um, þar sem slíkt er eigi grundvöllur lögbanns í þessu falli, heldur verða viðkomendur að leita réttar síns eftir öðrum réttarfarsleiðum. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Synjað er um framgang framangreindrar lögbannsgerðar. Málskostnaður fellur niður. 1137 Fimmtudaginn 17. desember 1970. Nr. 241/1969. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) segn Matthíasi Ólafi Gestssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson og Magnús Þ. Torfason og prófessorarnir Ármann Snævarr og Þór Vilhjálmsson. Ómerking. Frávísun ákæru. Mistök í dómsýslu, Dómur Hæstaréttar. Hinn 16. janúar 1967 ritaði Ásmundur S. Jóhannsson, hér- aðsdómslögmaður á Akureyri, sem einnig er aðalfulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, ákærða bréf, þar sem segir meðal annars: „Að beiðni Ljósmyndarafélags Íslands leyfi ég mér að senda yður bréf þetta og um leið að túlka fyrir yður, hvað félagið með vísan til viðeigandi laga og reglugerða telur vera ljósmyndaiðn. ... Félagið vill að lokum taka fram, að þar sem það hefur rökstuddan grun um það, að þér stundið ljósmyndatökur og vinnið að myndagerð gegn gjaldi, þá muni það fyrir hönd ljósmyndara hér á Akureyri, sem iðnréttindi hafa, gæta þeirra hagsmuna og framfylgja þeirra rétti samkvæmt lögum og reglugerðum um iðnfræðslu með því að hefta slíka starfsemi, sem það telur ólöglega. Eftir atvikum með verkbönnum eða beiðni til yfirvalda um rann- sókn á starfseminni. Erindi þessu hefi ég verið beðinn að koma á framfæri ...“. Bréfi þessu svaraði ákærði með bréfi 19. s. m. Síðar hélt Ásmundur að eigin sögn fund með ákærða og iðnlærðum ljósmyndurum á Akureyri um mál þetta. Hinn 8. nóvember 1967 ritaði bæjarfógetinn á Akur- eyri bréf til Sjálfstæðishússins á Akureyri, en bréf þetta er talið undirritað af Ásmundi S. Jóhannssyni aðalfulltrúa. Í bréfi þessu segir svo: „Tilefnið er það, að Matthías Gestsson, Holtagötu 5, Akureyri, hefur síðan í s.l. desembermánuði 72 1138 stundað ljósmyndun í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Sam- kvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, er starfsemi þessi ólögleg, og er hér með lagt fyrir yður að hefta þessa starf- semi, meðan hið ólöglega ástand varir“. Hinn 13. febrúar 1969 setti Ásmundur S. J óhannsson, aðal- fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, sakadóm Akureyrar. Sam- kvæmt endurriti af þingbókinni segir, að tekið hafi verið fyrir: „Að rannsaka kæru ljósmyndara á Akureyri á hendur Matthíasi Gestssyni um brot á lögum um iðnfræðslu og lögum um iðju og iðnað“. Ekki var í þinghaldi þessu lögð fram skrifleg kæra, en fyrir dóm komu þrír iðnlærðir ljós- myndarar á Akureyri. Kveða vitni þessi ákærða „enn starfa að ljósmyndun einn og hafa opna stofu í Skipagötu 12, Akur- eyri“, Enn þingaði aðalfulltrúinn í máli þessu 19. marz 1969, og kom þá eitt vitni fyrir dóm. Þá þingaði sami fulltrúi í málinu 21. marz, 2. apríl og 22. maí 1969, og voru þá teknar skýrslur af ákærða og einu vitni. Málið var síðan sent sak- sóknara ríkisins til ákvörðunar. Á grundvelli rannsóknar þessarar gaf saksóknari ríkisins út ákæru á hendur ákærða 28. júlí 1969, og var ákærði talinn hafa brotið gegn 1. mgr. 14. gr., sbr. 1. tl. 2. mgr. 27. gr. laga um iðju og iðnað nr. 18/1927, sbr. lög nr. 105/1936, sbr. 2. gr. reglugerðar um iðn- fræðslu nr. 143/1967. Málið var síðan þingfest í sakadómi Akureyrar 12. ágúst 1969, og stýrði Ásmundur S. Jóhanns- son aðalfulltrúi þinghaldinu. Kom ákærði þá fyrir dóm, og voru honum kynnt ákæran og gögn málsins. Enn þingaði aðalfulltrúinn í málinu 26. ágúst 1969, og kom ákærði þá fyrir dóm. Næst kom mál þetta fyrir dóm 29. október 1969, og stýrði Ólafur Birgir Árnason, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, því þinghaldi. Var málið þá dómtekið og dómur uppkveðinn af þeim fulltrúa 31. október 1989. Þegar litið er til framangreindra afskipta Ásmundar S. Jóhannssonar aðalfulltrúa af sakarefni þessu, áður en það kom til kasta dómstóla, þá verður að telja, að honum hafi verið óheimilt að þinga í málinu, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 82/1961, sbr. 5. og 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936. Ákæran í málinu var því reist á rannsókn, sem, eins og á stóð, full- 1139 nægði ekki skilyrðum laga. Ber því að ómerkja hinn áfrýj- aða dóm og vísa ákærunni frá héraðsdómi. Sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti skal greiða úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæsta- rétti, kr. 20.000.00. Svo sem að framan hefur verið rakið, hafði Ásmundur S. Jóhannsson aðalfulltrúi afskipti af sakarefni þessu sem lög- maður, áður en það kom til rannsóknar. Var því fjarri lagi, að hann gegndi dómarastörfum í málinu, og ber að víta hann fyrir þau mistök í dómsýslu. Þá athugast, að ekki verður séð, að aðalfulltrúinn hafi við frumrannsókn málsins gætt ákvæða 2. mgr. 77. gr. laga nr. 82/1961. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er ákæru í málinu vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttar- lögmanns, kr. 20.000.00. Dómur sakadóms Akureyrar 21. ektóber 1969. Mál þetta, er dómtekið var hinn 29. október 1969, er höfðað samkvæmt ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 28. júlí 1969, gegn Matthíasi Gestssyni kennara, Holtagötu 5, Akureyri, fyrir iðnlagabrot „með því að hafa frá s.l. áramótum og fram til þessa rekið án iðnréttinda ljósmyndastofu að Skipagötu 12 á Akureyri undir nafninu Myndver, þar sem ákærði hefur á sama tímabili að öllu leyti sjálfstætt tekið að sér og unnið að hvers konar ljós- myndatöku og ljósmyndagerð gegn gjaldtöku. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 14. gr., sbr. 1. tl. 2. mgr. 27. gr. laga um iðju og iðnað nr. 18/1927, sbr. lög nr. 105/1936, sbr. 2. gr. reglugerðar um iðnfræðslu nr. 143/1967. Þess er krafizt, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostn- aðar“. Ákærði er fæddur 14. júlí 1937 á Siglufirði og hefur hvorki sætt kærum né refsingum, svo að kunnugt sé. 1140 Hinn 13. febrúar 1969 lögðu þrír ljósmyndarar á Akureyri, þeir Eðvarð Sigurgeirsson, Sigurður Stefánsson og Páll A. Pálsson, fram kæru á hendur Matthíasi Gestssyni, þar sem þeir kveða hann starfa einan að ljósmyndun, án tilsagnar og eftirlits meistara síns Í iðninni, að Skipagötu 12 hér í bæ. Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur borið vitni í máli þessu. Segir hann, að ákærði hafi verið á námssamningi hjá sér frá 18. desember 1967 til 27. janúar 1969, en þá hafi hann sagt upp samningnum við ákærða, þar eð hann, þ. e. ákærði, hafi ekki tekið tillit til hans, þannig að ákærði hafi starfað einn á ljós- myndastofu í Skipagötu 12, Akureyri, og tekið að sér verkefni sjálfstætt fyrir þóknun. Ákærði hafi m. a. farið í ljósmyndaferða- lög til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og auglýst undir nafni vitnisins og sínu eigin og hafi ákærði hirt einn allan af- rakstur. Einnig segir vitnið, að ákærði hafi sölsað undir sig sam- eiginleg verkefni, svo sem gerð skólaspjalds fyrir Eiðaskóla, en hafi boðizt til að greiða vitninu tímakaup fyrir aðstoðarvinnu. Ákærði hefur skýrt svo frá atvikum fyrir dómi 2. apríl 1969, að hann hafi gert námssamning við Elías Hannesson ljósmynd- ara, Flókagötu 45, Reykjavík, haustið 1966. Seint í desember sama ár hafi hann svo ráðizt sem myndatökumaður við Sjálfstæðis- húsið á Akureyri. Segir ákærði, að ljósmyndarar á Akureyri hafi strax farið að amast við sér. Elías Hannesson hafi síðan fengið tilkynningu iðnfræðsluráðs um, að samningi hans og ákærða væri hafnað. Ákærði kveðst síðan hafa gert námssamning við Jónas Hall- grímsson ljósmyndara í desember 1967. Síðan hafi það gerzt, að hinn 13. eða 14. febrúar 1969 hafi Guðmundur Gunnarsson iðn- fulltrúi fært sér bréf, sem innihélt fulltrúseintak námssamnings ákærða og Jónasar Hallgrímssonar. Hafi iðnfulltrúinn þá verið búinn að rita á námssamninginn og kveðist slíta honum að ósk meistara ákærða. Ákærði hefur viðurkennt fyrir dómi að hafa unnið sjálfstætt að verkefnum án tilsagnar Jónasar Hallgrímssonar í fyrirtækinu Myndveri, sem þeir hafi stofnað saman. Einnig að hafa farið einn í ljósmyndaferðalag til Ólafsfjarðar og Dalvíkur, en hann og Jónas hafi farið saman til Siglufjarðar. Segir ákærði, að hann hafi lokið gerð skólaspjalds fyrir Eiðaskóla, þar eð meistari hans hafi ekki getað unnið að því sakir óreglu. Ákærði segir, að firmað Myndver starfi enn og hafi hann verið þar einn frá s.l. ára- mótum. 1141 Málið fór nú fyrir Iðnráð Akureyrar. Í bréfi, dags. 20. septem- ber 1969, telur iðnráðið, að ákærði hafi brotið iðnlöggjöfina með því að standa fyrir verki sjálfstætt, sem þó sé meistarans eins. Telur iðnráð þetta koma fram í vætti ákærða sjálfs, en álitsgerð þessa byggi iðnráð eingöngu á endurriti úr sakadómsbók bæjar- fógetaembættisins á Akureyri. Enn fremur sé brot ákærða fólgið í því að hafa vanrækt námið með því að fara ekki á ljósmyndaranámskeið í Reykjavík, sbr. 36. gr. iðnfræðslulaga nr. 68/1966. Þann 12. ágúst 1969 sagði ákærði fyrir dómi, að verkefni þau, sem hann starfaði að í fyrirtæki sínu, Myndveri, væru ljósmynd- un, þ. e. taka mynda og gerð þeirra, endurnýjun gamalla mynda, litun mynda og einnig teikning og kvikmyndagerð gegn gjald- töku. Er málið var dómtekið þann 29. október s.1., skilaði ákærði vörn í málinu og krafðist þess, að hann yrði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu og tildæmd hæfileg ómaks- laun úr ríkissjóði. Til vara krafðist hann þess, að refsing á hendur honum verði felld niður og sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði. Segir ákærði í vörn sinni, að hann hafi stofnað firmað Myndver á Akureyri og það hafi verið rekið á hans ábyrgð fjárhagslega. Hafi hann ráðið Jónas Hallgrímsson sem faglegan stjórnanda og eftirlitsmann með starfseminni, en hann hafi áður gert iðnnámssamning við nefndan Jónas, og hafi ákærði unnið sem iðnnemi að starfseminni auk þess að vera framkvæmda- stjóri Myndvers. Segir ákærði, að sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins hafi honum verið rétt að taka við verkefnum í þágu þess og áskilja sér þóknun fyrir. Á sýknukröfu ákærða verður ekki fallizt, þar sem sannað er af framburði hans sjálfs og framburði Jónasar Hallgrímssonar, að ákærði stundaði sjálfstætt í atvinnuskyni ljósmyndatöku og ljósmyndagerð án iðnréttinda. Þykir ákærði því hafa gerzt brotlegur gegn ákvæðum þeim, er í ákæru greinir. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga nr. 18/1927 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 1.500.00 kr. sekt, er renni til ríkissjóðs, og komi 3 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 1142 Dómsorð: Ákærði, Matthías Gestsson, greiði 1.500.00 kr. sekt til ríkis- sjóðs, og komi 3 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 21. desember 1970. Nr. 88/1970. Flugstöðin h/f gegn Sólrúnu Hafsteinsdóttur persónulega og vegna ófjárráða dóttur sinnar, Gunnhildar Fjólu Valgeirsdóttur, og gagnsök. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Gagnaöflun. Úrskurður Hæstaréttar. Áður en mál þetta er dæmt í Hæstarétti, er rétt samkvæmt 120. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 58. gr. laga nr. 57/1962, að veita aðiljum færi á því að afla eftirtalinna gagna: 1. Álitsgerðar dómkvaddra manna, sérfróðra um loftsigl- ingar og veðurfræði, um það, hvort ógætilegt hafi verið, að flugvélin TF-DGF færi ferð þá til Ísafjarðar, sem í málinu greinir, þegar gætt er flugkunnáttu og reynslu flugmannsins, flugtímans, upplýsinga um veður og veðurhorfur á flugleiðinni, þess, að fjarskiptastöð á Ísafirði var ekki opin og annars þess, sem máli kann að skipta um ákvörðun um ferðina og undirbúning hennar. Ef svo er talið, skal greina, hverju hafi verið áfátt, hverju máli þau atriði hafi skipt um flugslysið og hvort 1143 fyrirsvarsmönnum eða starfsmönnum aðaláfrýjanda máls þessa sé þar um að kenna. 2. Skýrslu Páls Bergþórssonar veðurfræðings um viðtal það, sem talið er, að Marinó Þórður Jónsson og Gisli heitinn Axelsson hafi við hann átt fyrir flugferðina. 3. Skýrslna um, á hvaða tímum dags séu gerðar veður- athuganir á veðurathugunarstöðvum frá Reykhólum og Æðey og hvenær tilkynningar um veðurathuganir þessar berist Veðurstofunni í Reykjavík. Ályktarorð: Aðiljum veitist kostur á því að afla framangreindra gagna. Mánudaginn 21. desember 1970. Nr. 136/1970. Georg Hermannsson (Björn Hermannsson hrl.) gegn Samvinnutryggingum (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds. Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Vátrygging. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6, júlí 1970. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 6.460.40 með 7% ársvötum frá 25. janúar 1968 til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1144 Eins og mál þetta er lagt fyrir Hæstarétt, er ágreinings- laust, að vátryggingarsamningur málsaðilja hafi eigi tekið til annars tjóns en þess, sem fallið hafi undir hina lögboðnu ábyrgðartryggingu samkvæmt 70. gr. laga nr. 26/1958, og að greiðsluskylda stefnda gagnvart áfrýjanda velti á þvi, hvort tjón það, sem málið er risið af, hafi orðið með þeim atvikum, að áfrýjandi hafi borið á því skaðabótaábyrgð sam- kvæmt 67. gr., sbr. 69. gr. laga þessara. Er fyrrgreint tjón varð, var dráttarvél áfrýjanda í notkun sem fastskorðuð, óhreyfanleg vinnuvél, er knúði skurðgröfu- tæki það, sem við hana var tengt og tjóninu olli. Stóð tjónið Þannig í engu sambandi við notkun dráttarvélarinnar sem ökutækis. Varð skaðabótaábyrgð áfrýjanda á tjóni þessu því ekki reist á 67. gr., sbr. 69. gr. fyrrgreindra laga. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að málskostnaður í Hæstarétti falli niður, Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. maí 1970. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 4. þ. m. hefur Georg Hermannsson bifreiðarstjóri, Yzta-Mói í Fljótum, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 3. desember 1969, á hendur Samvinnutryggingum g/t hér í borg til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 6.460.40 með 7% ársvöxtum frá 25. janúar 1968 til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi hefur krafizt sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi hans að mati dómsins. Málavextir eru þessir: Hinn 27. júní 1966 var unnið við að grafa skurð frá húsinu nr. 29 við Móabarð í Hafnarfirði yfir götuna. Var verkið fram- kvæmt með skurðgröfuútbúnaði, sem dráttarvélin KD 348 var búin og stjórnað var af stjórnanda dráttarvélarinnar. Dráttar- vélin er af gerðinni Massey Ferguson, árgerð 1962, og er eign stefnanda máls þessa. Er verið var að grafa skurð þennan með 1145 skurgröfuútbúnaði dráttarvélarinnar, vildi svo til, að skófla hans sleit rafmagnsstreng, er var í um 3 feta dýpt við götubrúnina. Er jarðstrengur þessi eign Rafmagnsveitu Hafnarfjarðar. Stefn- andi hafði hinn 9. nóvember 1962 keypt hjá bifreiðadeild stefnda ábyrgðartryggingu fyrir dráttarvélina. Í beiðni þeirri, sem stefn- andi undirritaði, er notkun þeirri, sem ðráttarvélin er ætluð til, lýst svo: „Landbúnaðarframkvæmda (Iðnaðarvél)“. Var síðan gefið út tryggingarskírteini til stefnanda. Nam hámarkstrygg- ingarfjárhæð kr. 200.000.00 og ársiðgjaldið kr. 750.00. Í meginmáli tryggingarskírteinisins segir m. a. SVO: „Tryggingir gildir fyrir tjón gegn sérhverri einkaréttarskaðabótakröfu, sem vátryggingar- taka, samkvæmt núgildandi bifreiðalögum, er skylt að tryggja gegn, sem eigandi hinnar vátryggðu vélar, vegna tjóns, sem hlotizt hefur af notkun hennar. ... Um tryggingu þessa gilda ennfremur almennir og sérstakir tryggingaskilmálar, sem skráðir eru annars staðar á þessu skírteini, svo og upplýsingar þær, er gefnar eru á vátryggingarbeiðni frá eiganda ofanskráðrar dráttar- vélar“. Það er ágreiningslaust, að ekki hafi verið gefin út ný tryggingarskírteini í stað hins fyrsta, en tryggingin hafi verið framlengd með iðgjaldskvittunum. Rafveita Hafnarfjarðar krafði stefnda um greiðslu bóta fyrir tjón það, sem orðið hafði á jarð- strengnum, en það nam kr. 4.962.05. Stefndi synjaði greiðslu á þeim grundvelli, að tjónið hefði ekki hlotizt af notkun dráttar- vélarinnar sem ökutækis. Hinn 25. janúar 1968 greiddi stefnandi Rafveitu Hafnarfjarðar bætur fyrir framangreint tjón hennar ásamt vöxtum, er námu kr. 449.92, og innheimtulaunum, er námu kr. 1.048.00, enda hafði Rafveita Hafnarfjarðar áður boðað stefn- anda, að krafan yrði heimt með málssókn. Stefnandi krafði nú stefnda um fjárhæðir þær, sem hann hafði greitt Rafveitu Hafn- arfjarðar, en af hálfu stefnda var synjað greiðslu á sömu forsend- um og fyrr. Í málinu er komin fram „Beiðni um ábyrgðartrygg- ingu“ til stefnda, undirrituð af stefnanda hinn 30. apríl 1964, þar sem óskað er eftir ábyrgðartryggingu fyrir dráttarvélina KD 348 „með ýtutönn og skurðgröfuútbúnaði“. Er tryggingar- fjárhæðin kr. 500.000.00 og tryggingartímabilið 1. maí 1964— I. nóvember s. á. Einnig er fram komin sams konar beiðni um ábyrgðartryggingu fyrir Massey Ferguson fjölgröfu í eigu stefnanda, dags. hinn 28. október 1965. Ekki er tryggingarbeiðandi nafngreindur, en fram kemur, að beðið hefur verið um trygg- inguna með símtali. Er tryggingarfjárhæðin kr. 500.000.00 og tryggingartímabilið 29. október 1965—4. nóvember s. á. 1146 Stefnandi hefur skýrt svo frá, að hann hafi í nóvembermánuði 1962 keypt af Dráttarvélum h/f nýinnflutta dráttarvél af gerð- inni Massey Ferguson og hafi vélin verið með áfestum ámoksturs- tækjum að framan og með búnaði til graftar að aftan. Hinn 9. nóvember 1962 kveðst stefnandi hafa snúið sér til aðalskrifstofu stefnda hér í borg til að fá keypta tryggingu fyrir dráttar- vélina. Kveðst stefnandi hafa snúið sér til þess manns innan stofnunarinnar, sem sér hafi verið vísað till Kveðst stefnandi og hafa lýst dráttarvélinni og búnaði hennar öllum fyrir starfsmanni þessum, eins og hann hafi bezt getað, og hafi hann ekkert undan dregið. Kveðst hann hafa skýrt frá því, að dráttarvélin væri búin tækjum til ámoksturs og graftar. Kveðst stefnandi síðan hafa gengið frá tryggingu þeirri, sem hann keypti fyrir vélina, eftir þeim reglum, sem þessi starfsmaður stefnda hafi sýnt sér og skýrt sér frá. Kveðst stefnandi hafa undirritað beiðni þar að lútandi, sem haft hafi að geyma lýsingu á dráttarvélinni og búnaði hennar, Síðan hafi samdægurs verið gefið út tryggingar- skírteini. Kveðst stefnandi hafa talið, að eftir þeim upplýsing- um, sem hann hafði fengið hjá fyrrgreindum starfsmanni stefnda, væri hann að kaupa þá tryggingu fyrir vélina, sem ætti við hana. Ekki kveðst stefnandi minnast þess, að breytingar hafi orðið á tryggingunni, frá því að hún var tekin og þar til greindur tjónatburður varð. Stefnandi kveðst hafa greitt iðgjöld af trygg- ingunni til umboðsmanns stefnda hjá Samvinnufélagi Fljóta- manna. Kveðst hann ekki minnast þess, að notkun vélarinnar hafi sérstaklega borið á góma milli sín og þeirra umboðsmanna stefnda, sem þar eru búnir að vera. Kveðst stefnandi telja, að vegna allra aðstæðna hljóti umboðsmönnum stefnda þar á staðn- um að hafa verið um það kunnugt, á hvern hátt dráttarvélin var notuð. Stefnandi kveðst ekki hafa stundað búrekstur, er umrædd trygging var tekin. Hann kveðst um langt árabil hafa stundað bifreiðarakstur. Kveðst hafa notað dráttarvélina til ámoksturs á vörubifreiðar, sem hann átti, svo og til annarra álíkra starfa. Stefnandi kveður verkefnaskort hafa verið fyrir dráttarvélina fyrir norðan og kveðst því hafa farið með hana suður. Kveður hann Níels Níelsson, sem starfað hafði með vélina fyrir norðan, nú hafa starfað hjá manni í Kópavogi, sem haft hafi með höndum útleigu á vinnvélum. Kveður stefnandi Níels hafa haft umráð yfir dráttarvélinni og kveður hana hafa verið notaða til útleigu frá greindu vélaleigufyrirtæki, þegar skortur hafi verið á dráttar- vélum. Kveður stefnandi þetta hafa verið gert með sinni vitund 1147 og sínu samþykki. Kveðst stefnandi ekki hafa verið með dráttar- vélina, er umræddur tjónatburður varð. Þegar vélin er notuð til skurðgraftar, kveður stefnandi hana yfirleitt vera skorðaða með stuðningsklossum, sem eru aftan á vélinni. Kveður hann einnig hægt að nota vélina til skurðgraftar, án þess að hún sé skorðuð með stuðningsklossunum, en það reyni meira á hjól hennar. Stefandi kveður skurðgröfuútbúnaðinn knúinn afli frá aðalvél dráttarvélarinnar, en kveður sjálfstæð stjórntæki vera fyrir skurðgröfuútbúnaðinn. Ekki kveðst stefnandi minnast sér- staklega atvika að tryggingarbeiðninni frá 30. apríl 1964. Telur hann frekast, að einhver, sem hann hafi unnið fyrir, hafi farið fram á það, að hann tæki slíka tryggingu. Varðandi tryggingar- beiðnina frá 28. október 1965 kveðst stefnandi telja sig muna það rétt, að hann hafi heyrt um þá tryggingu, eftir að hún hafði verið tekin. Vitnið Örn Björnsson, starfsmaður stefnda, kveðst hafa tekið við tryggingarbeiðni þeirri, sem stefnandi undirritaði og gengið frá henni. Ekki kveðst vitnið nú muna eftir atvikum að þessu, enda hafi það oft komið fyrir, að það hafi í starfi sínu afgreitt tugi manna á einum degi, og kveðst því ekki minnast allra þeirra, sein það afgreiði við slíkar aðstæður. Vitnið kveður starfsmenn stefnda, sem störfuðu við tryggingar ökutækja, hafa haft fyrir- mæli um að benda tryggingartökum á, að auk hinnar lögbundnu ábyrgðartryggingar gætu þeir keypt frjálsa ábyrgðartryggingu. Af tryggingarbeiðni stefnanda kveður vitnið vera ljóst, að það hafi spurt tryggingartaka að því, til hverra nota umrædd dráttar- vél væri ætluð, og sé ljóst, að stefnandi hafi ætlað að nota hana til landbúnaðarstarfa og verklegra framkvæmda. Kveðst vitnið telja mjög sennilegt, að það hafi bent tryggingartaka á, að þar sem hann ætlaði að nota dráttarvélina til verklegra framkvæmda, þá þyrfti hann einnig að kaupa frjálsa ábyrgðartryggingu. Vitnið kveður það ekki hafa verið í sínu starfssviði að tilkynna breyt- ingar á áhættuflokkum til eldri tryggingartaka. Vitnið Níels Níelsson kveðst hafa stjórnað umræddri dráttarvél, er umræddur tjónatburður varð. Kveðst vitnið hafa starfað við þungavinnuvélar um tveggja ára skeið, áður en atburður þessi varð, og með þessa dráttarvél. Áður en það byrjaði á verkinu, kveður það mann þann, sem það starfaði fyrir og verið hafi eigandi húss þess, sem vitnið telur, að verið hafi nr. 29 við Móabarð, hafa skýrt sér frá því, að hann væri búinn að fá götuleyfi. Kveður vitnið mann þennan hafa skýrt sér frá því, að jarðstrengur mundi 1148 vera þarna einhvers staðar á tveggja metra kafla, og hafi hann talið, að hann mundi vera í um 1 m dýpt. Vitnið kveður skurðinn, sem það gróf, hafa þurft að fara yfir jarðstrenginn. Ekki kveðst vitnið muna nánar, hvernig afstaðan var þarna. Kveðst vitnið engan uppdrátt hafa haft af staðsetningu jarðstrengsins. Kveður það manninn aðeins hafa krotað á jörðina með fætinum, hvar strengurinn mundi vera. Vitnið kveðst eiginlega hafa verið hætt að grafa, vegna þess að það hafi ekki vitað nánar um staðsetn- ingu jarðstrengsins, en það kveður manninn hafa beðið sig um að grafa svolítið lengra. Það kveðst hafa látið tilleiðast og kveður jarðstrenginn þá hafa farið í sundur. Vitnið kveðst hafa notað stuðningsklossana á vélinni, á meðan það var að grafa um- ræddan skurð. Kveður vitnið stuðningsklossana vera til að varna því, að dráttarvélin dragist aftur á bak, þegar hún er í átaki, og einnig til að varna því, að vélin fari á hliðina, þegar gröfuarminum er snúið út til hliðanna. Vitnið kveður hægt að nota skurðgröfuútbúnaðinn, án þess að stuðningsklossunum sé hleypt niður. Ef dráttarvélin festist, kveður vitnið til dæmis hægt að draga hana áfram og aftur á bak með því að beita skurðgröfuarminum og eins sé hægt að færa dráttarvélina til hliðar með þessum hætti. Vitnið kveður sérstök stjórntæki vera til að stjórna skurðgröfuútbúnaðinum á vélinni. Kveður vitnið skurðgröfuútbúnaðinn fá afl sitt frá vökvakerfi, sem drifið sé af aflvél dráttarvélarinnar. Um mánaðamótin október— nóvember 1965 kveðst vitnið hafa starfað með vélina við að grafa ofan af jarðstrengjum á Hofsósi. Kveður það verkstjóra rafmagnsveit- unnar á staðnum hafa spurt sig að því, hvort keypt hefði verið trygging fyrir vélina. Vitnið kveðst ekki hafa vitað, hvernig tryggingu vélarinnar var háttað, og kveðst ekki hafa náð til stefnanda. Vitnið kveður sér hafa verið ráðlagt að taka trygg- ingu fyrir vélina og kveðst því hafa haft samband við umboðs- mann stefnda á Hofsósi. Kveður vitnið tryggingartímabilið hafa verið ákveðið samkvæmt áætlun verkstjórans á þeim tíma, sem verkið mundi taka, en fjárhæðir tryggingarinnar muni hafa verið ákveðnar í samráði við umboðsmann stefnda á Hofsósi. Kröfur stefnanda eru bygðar á því, að hann hafi keypt af stefnda lögboðna tryggingu fyrir dráttarvélina KD 348 samkvæmt ákvæði 70. gr. laga nr. 26/ 1958, enda hafi vélin verið skráningar- skyld og tryggingarskyld. Með tryggingarsamningi þeim, sem Þannig hafi stofnazt með aðiljum, sbr. og ákvæði 67., 68., 69. og 70. gr. umferðarlaga, hafi stefndi tekið að sér að bæta tjón, sem 1149 vélin ylli þriðja manni, og skipti ekki máli, hver notkunin sé eða hvort það sé einn eða annar hluti vélarinnar, sem sé í notkun. Þrátt fyrir þetta hafi stefndi eigi fengizt til að greiða Rafveitu Hafnarfjarðar tjón það, sem dráttarvélin hafi valdið á greindum jarðstreng, en á því tjóni hafi stefnandi borið fébóta- ábyrgð samkvæmt ákvæði 67. gr. umferðarlaga. Því hafi stefn- andi sjálfur bætt Rafveitu Hafnarfjarðar tjón þetta, en það eigi hann rétt á að fá endurgreitt af stefnda á grundvelli tryggingar- samnings þeirra aðiljanna um hina lögbundnu ábyrgðartrygg- ingu Ökutækja. Er því haldið fram í þessu sambandi, að með orðinu „Iðnaðarvél“ í tryggingarbeiðninni hafi verið gefið til kynna, að tækið yrði notað til annarra starfa en landbúnaðar- starfa. Stefndi hafi samkvæmt því sjálfur ákveðið iðgjald fyrir trygginguna og verði einn að bera hallann af því, ef hann hefur ákveðið það of lágt. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að það skipti ekki máli, hvort dráttarvélin hafi verið skorðuð. Sýknukrafa stefnda er á því byggð, að skylduvátrygging drátt arvélarinnar KD 348 sem vélknúins ökutækis taki eigi til tjóns þess, sem fjallað er um í máli þessu. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. umferðarlaga beri eigendum skráningarskyldra vélknúinna öku- tækja að kaupa hjá vátryggingarfélagi og halda við vátrygg- ingu til tryggingar greiðslu tjóna, sem hljótast kunna af hinu tryggða tæki sem vélknúnu ökutæki í notkun. Þótt tjón hljótist af tækjum, sem tengd séu við dráttarvélina, t. d. tæki til skurð- graftar, eins og hér er fjallað um, þá sé auðsætt, að dráttar- vélin sé ekki í notkun sem ökutæki, heldur sem vinnuvél, enda sé tækið algerlega komið yfir á svið skurðgröfu, en slík tæki séu ekki tryggingarskyld samkvæmt umferðarlögum. Er því haldið fram samkvæmt þessu, að er umrætt tjón varð, hafi dráttarvél stefnanda ekki verið í notkun sem vélknúið ökutæki, heldur sem vinnuvél, þ. e. skurðgrafa. Er á það bent í þessu sambandi, að við slíka notkun tækisins sé það skorðað fast og verði ekki hnikað úr stað, á meðan grafið sé. Er því og haldið fram í þessu sambandi, að er umræddur tjónatburður varð, hafi stefnandi vitað, hver takmörk hinni lögboðnu ábyrgðartryggingu hafi verið sett, þar sem hann hafi áður verið búinn að kaupa frjálsa ábyrgðartryggingu fyrir dráttarvélina og tækjabúnað hennar um takmarkaðan tíma. Þá er því haldið fram, að með notkun dráttarvélarinnar sem skurðgröfu í þéttbýli hafi verið farið út fyrir eðlilegt notkunarsvið hennar sem dráttarvélar til landbúnaðarstarfa og hafi það stóraukið áhættu stefnda gagnvart 1150 Þriðja manni. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að tjónið hafi hlotizt af stórkostlegri óvarkárni stjórnanda tækisins, þar sem hann hafi unnið að greftinum innanbæjar án þess að kynna sér hjá viðkomandi aðiljum, hvar leiðslur lægju, en samkvæmt ákvæði 8. gr. tryggingarskilmálanna leiði þetta til þess, að stefn- andi hafi fyrirgert rétti sínum á hendur stefnda. Það er ágreiningslaust, að dráttarvélin KD 348 hafi verið skráningarskyld samkvæmt 11. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, sbr. nú lög nr. 40/1968, og að stefnanda hafi sem eiganda hennar verið skylt að kaupa ábyrgðartryggingu fyrir hana samkvæmt 70. gr. sömu laga. Keypti stefnandi slíka tryggingu, eins og rakið hefur verið. Ekki þykir breyting sú, sem gerð var á áhættuflokk- um dráttarvéla við hina lögboðnu ábyrgðartryggingu, hafa þýð- ingu við úrlausn máls þessa, enda er það alkunna, að við hina lögboðnu ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja er þeim skipt í áhættuflokka eftir svæðum og notkun. Það er ágreiningslaust, að tjón það, sem mál þetta er risið af, hafi orðið, er skófla skurð- gröfutækis þess, sem dráttarvélin var búin, sleit rafmagnsjarð- streng, sem lá í um þriggja feta dýpt, er unnið var með tækinu við að grafa skurð frá húsinu nr. 29 við Móabarð. Á árinu 1964 hafði stefnandi sjálfur keypt frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda um takmarkaðan tíma, á meðan unnið var við svipuð störf og er umrætt tjón varð. Mátti hann því ætla, að hin lög- boðna ábyrgðartrygging tæki ekki til tjóns sem þessa. Það verður að telja, að tjón þetta liggi utan notkunarsviðs dráttarvélarinnar sem skráningarskylds vélknúins ökutækis og falli því utan sviðs tryggingar þeirrar, sem stefnandi keypti hjá stefnda samkvæmt 70. gr., sbr. 69. gr. umferðarlaga. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Birni Bjarnarsyni ráðunaut og Sigurgesti Guð- Jónssyni bifvélavirkjameistara. Dómsorð: Stefndi, Samvinnutryggingar g/t, skal vera sýkn af kröf- um stefnanda, Georgs Hermannssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1151 Mánudaginn 21. desember 1970. Nr. 148/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Guðjóni Emil Aanes (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Sigmundur Böðvarsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, og samdómsmennirnir Martin Tómasson og Sighvatur Bjarnason hafa kveðið upp héraðsdóminn. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, markað á sjóuppdrætti staðar- ákvarðanir áhafnar gæzluflugvélarinnar TF — VOR yfir bátnum. Í greinargerð skólastjórans, dagsettri 21. september 1970, segir m. a. svo: „A = staður bátsins kl. 2117 h. 28,/4 *70 samkv. mælingu flugvélarinnar. Staður Á mælist um 1.45 sml. frá landi, eða um 1.55 sml. innan fiskveiðimarkanna fyrir togveiðar. B = staður bátsins kl. 2121 um 1.55 sml. frá landi, eða um 1.45 sml. innan fiskveiðimarkanna. C = staður bátsins kl. 2123 um 1.7 sml. frá landi, eða um 1.3 sml. innan fiskveiðimarkanna. D =— staður bátsins kl. 2126 um 1.9 sml. frá landi, eða um 1.1 sml. innan fiskveiðimarkanna. Hraði bátsins miðað við fjarlægðir milli mælistaða reikn- ast mér þannig: A--B um 3.0 sml., B—C um 7.5 sml. og C—D um 4.6 sml. Hér er þó um mjög stuttan tíma milli mælistaða að ræða og tíminn aðeins tiltekinn með mínútu nákvæmni. Má því 1152 gera ráð fyrir talsverðri ónákvæmni í hraðanum milli mæli- staða“. Samkvæmt gögnum málsins verður talið sannað, að ákærði hafi gerzt sekur við lagaákvæði þau, sem í ákæruskjali greinir. Hinn 30. nóvember 1968 veitti forseti Íslands samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar almenna uppgjöf saka vegna fisk- veiðibrota, sem framin voru á íslenzkum fiskiskipum frá 14. apríl 1965 til 30. nóvember 1968. Tveir refsidómar á hendur ákærða, sem kveðnir voru upp 3. marz og 30. sept- ember 1966, hafa því ekki itrekunaráhrif. Báturinn Stefán Þór, VE 150, er 51.11 rúmlestir brúttó. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dagsettu 14. desember 1970, jafngilda 100 gullkrónur 3.992.93 seðlakrónum. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að öðru leyti en því, að greiðslu- frestur sektar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa, en andvirði veiðarfæra bátsins var kr. 39.500.00 að mati dóm- kvaddra manna. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostn- að sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 12.000.00, og málflutningslaun verjanda, kr. 12.000.00. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að frestur til greiðslu sektar verði 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði, Guðjón Emil Aanes, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 12.000.00, og laun verjanda síns í Hæstarétti, Jóns Hjalta- sonar hæstaréttarlögmanns, kr. 12.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 2. júlí 1970. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, útgefinni af saksóknara ríkisins hinn 30. apríl 1970, á hendur skipstjóranum á vélbátnum Stefáni Þór, 1153 VE 150, Guðjóni Emil Aanes, Fífilgötu $, Vestmannaeyjum, fyrir fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. Í. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. lög nr. 21/ 1969 um breyting á þeim lögum, sbr. 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið á botnvörpuveiðum á nefndum báti þriðjuðagskvöldið 28. apríl 1970 út af Kötlutanga og Herjólfshöfða á svæði innan fiskveiði- landhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurgreindrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru með öllu bannaðar, sbr. 2. gr. nefndra laga nr. 21/1969, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 3/1961, 87/1958, 4/1961 og 29/ 1964 og auglýsingu nr. 4/1961. Er nefndur Guðjón Emil ákærður til þess að sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. 4. gr., nú 5. gr., nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði, Guðjón Emil Aanes, er fæddur 24. júlí 1930 í Vest- mannaeyjum og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1947 4/9 í Reykjavík: Sátt, 25 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. 1949 3/4 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1950 14/1 í Vestmannaeyjum: Sátt, 75 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1950 10/2 í Vestmannaeyjum: Dómur: 4 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 244. gr. hegn- ingarlaga og 6. gr. áfengislaga. 1951 15/3 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. 1951 6/8 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir sama. 1951 26/10 í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir sama. 1952 17/2 í Vestmannaeyjum: Sátt, 150 kr. sekt fyrir sama. 1952 28/10 í Vestmannaeyjum: Sátt, 150 kr. sekt fyrir sama. 1952 23/12 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir sama. 1953 5/3 í Vestmannaeyjum: Sátt, 100 kr. sekt fyrir sama. 1953 19/3 í Vestmannaeyjum: Sátt, 150 kr. sekt fyrir sama. 1953 6/5 í Vestmannaeyjum: Áminning fyrir ölvun innanhúss. 1953 16/10 í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 1953 17/10 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. 500 kr. skaðabætur fyrir spellvirki. 73 Na 1957 1960 1961 1961 1962 1962 1964 1965 1965 1966 1966 1966 1967 1967 1968 1968 1969 1969 19/4 30/1 9/1 1/11 28/3 20/12 23/2 1/2 9/5 3/3 28/6 30/9 21/1 24/2 13/5 10/4 24/6 1154 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Vestmannaeyjum: Sátt, 500 kr. sekt fyrir sama og brot gegn 231. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun. í Neskaupstað: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. í Neskaupstað: Sátt, 200 kr. sekt fyrir sama. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir sama. í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir sama. í Vestmannaeyjum: Dómur: Varðhald í 30 daga, sviptur rétti til þess að öðlast ökuleyfi í 15 mánuði, fyrir brot gegn 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 20/1956, áfengislögum og umferðar- lögum. í Vestmannaeyjum: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Skaðabætur kr. 100.00 til Valdimars Traustasonar fyrir líkamsmeiðingar og kr. 250.00 til lögregluþjóns fyrir skemmdir á úri. í Vestmannaeyjum: Dómur: 20.000 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fiskveiðilandhelgi Íslands. Afli og veiðarfæri m/b Dagrúnar, ÍS 11, gerð upptæk. í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Vestmannaeyjum: Dómur: Varðhald í 2 mánuði, 25.000 kr. sekt fyrir ólöglegar togveiðar innan fisk- veiðilandhelgi Íslands. Afli og veiðarfæri m/b Sig- urðar, VE 35, gerð upptæk. í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 91. gr. áfengislaga. í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 231. gr. hegningarlaga. í Vestmannaeyjum: Sátt, 300 kr. sekt fyrir sama. í Reykjavík: Hinn 30/11 1968 veitti forseti Íslands uppgjöf sakar, að því er varðar dómana, uppkveðna 3/3 1966 og 30/9 1966. í Vestmannaeyjum: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Vestmannaeyjum: Dómur: 40.000 kr. sekt fyrir tog- veiðar innan fiskveiðimarkanna. Afli og veiðarfæri 1155 m/b Glaðs, VE 270, gerð upptæk. Sýknaður í Hæsta- rétti þann 12/11 1969. 1969 2/7 í Vestmannaeyjum: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, dags. 29. apríl 1970, undirrit- aðri af skipherra flugdeildar Landhelgisgæzlunnar, Sigurði Þ. Árnasyni, segir á þessa leið: „Þriðjudaginn 28. apríl 1970 var gæzluflugvélin TF—VOR á eftirlitsflugi við Hjörleifshöfða. KI. 21.12 var tekið eftir fiskibát skammt undan landi SSV af Hjörleifshöfða. Kl. 21.14 var komið að m.b. Stefáni Þór, VE 150, sem var að toga með skutvörpu og hélt ASA-læga stefnu. KI. 21.17 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir bátnum: LUNDARDRANGUR A HATTA A HAFURSEY Flughraði: 134 sjóm. á klst. flughæð: 500 fet. Gefur það stað bátsins um 1.45 sjóm. frá landi. KI. 21.18 og kl. 21.19 var gert aðflug að bátnum, og sáust þá vírar svo og einkennisstafir greinilega. KI. 21.21 var staðarákvörðun endurtekin yfir bátnum: LUNDARDRANGUR 0147 A HATTA 2 ag A HAFURSEY “ Flughraði: 134 sjóm. á klst., flughæð: 350 fet. Gefur það stað bátsins um 1.55 sjóm. frá landi. Kl. 21.22 sást, að hlerar voru komnir úr sjó. Kl. 21.23 var staðarákvörðun enn endurtekin yfir bátnum: LUNDARDRANGUR A HATTA A HAFURSEY Flughraði: 134 sjóm. á kist., flughæð: 350 fet. Gefur bað stað bátsins um 1.7 sjóm. frá landi. KI. 21.24 sást, að báturinn var kominn á talsverða ferð, báðir hlerar í gálgum og höfuðlína vörpunnar dróst í sjóskorpunni. Var stefna bátsins þá orðin S-læg. KI. 21.26 var staðarákvörðun enn endurtekin yfir bátnum: LUNDARDRANGUR onar A HATTA 2 A HAFURSEY “ > 2956 > 52939 > 28924' > 50720 1156 Flughraði: 134 sjóm. á klst., flughæð: 400 fet. Gefur það stað bátsins um 1.9 sjóm. frá landi. Kl. 21.27 sást, að aðstæður um borð í bátnum voru óbreyttar frá því kl. 21.24. KI. 21.30 var báturinn yfirgefinn. KI. 22.08 var aftur komið að m.b. Stefáni Þór, VE 150, sem var þá á ferð A skammt austan við þann stað, sem hann var mældur á kl. 21.26. Skömmu síðar var haft samband við bátinn á bylgjulengdinni 2311 kriðs, en vegna erfiðra hlustunarskilyrða var ekkert not af því samtali. Kl. 22.20 var báturinn yfirgefinn, og hafði hann þá breyit um stefnu og hélt V með landinu. Framanskráðar mælingar voru gerðar af undirrituðum og Benedikt Guðmundssyni, stýrimanni, með sextant. Með skýrslu þessari fylgir úrklippa úr sjókorti No. 32, þar sem staðir bátsins eru markaðir. Veður: NV 2--3 vindstig, skýjað, skyggni gott“. Skipherra á gæzluflugvélinni TF— VOR í umrætt sinn, Sigurður Þorkell Árnason, kom fyrir sakadóm Reykjavíkur og vann eið að framburði sínum. Kvaðst skipherra hafa sjálfur samið skýrsl- una á dskj. nr. 1, kvað hana rétta og undirskriftin væri hans og hafi hann einnig sjálfur markað inn á sjókortið á dskj. nr. 2, sem lagt var fram í sakadómi Reykjavíkur, staði m/b Stefáns Þórs, VE 150, í samræmi við skráðar mælingar á dskj. nr. 1. Benedikt Guðmundsson stýrimann kvað skipherra hafa markað inn á frum- rit sjókortsins, sem lagt er fram í máli þessu sem dskj. nr. 2 fyrir skadómi Vestmannaeyja. Skipherra kvaðst hafa yfirfarið síðarnefndu útsetningarnar og væru þær réttar í hvívetna. Kvaðst skipherra hafa séð í fyrsta aðfluginu bátinn toga og að togvírar lágu aftur af honum. Síðar sá skipherra, að hlerar höfðu verið hífðir úr sjó í gálga og að báturinn dró vörpuna á eftir sér, og hafði höfuðlína vörpunnar sézt mjög greinilega í sjóskorpunni. Þá kvaðst skipherra hafa séð 3—5 menn á þilfari bátsins nálægt kl. 2122 þetta kvöld. Stýrimaður á gæzluflugvélinni TF—VOR í umrætt sinn, Bene- dikt Gunnar Guðmundsson, kom fyrir sakadðóm Reykjavíkur og vann eið að framburði sínum og kvað staðarákvarðanir hafa verið gerðar með sextant, og kvaðst vitnið alltaf hafa mælt vinstra hornið og skipherra hægra hornið. Hafi að aflokinni hverri 1157 einstakri mælingu hvor lesið af sínum sextant og auk þess hvor hjá öðrum til tryggingar réttum aflestri. Vitnið Benedikt Gunnar kveðst í fyrsta aðfluginu hafa séð s togvíra liggja úr togrúllum í stýrishúsinu aftur með bátnum og í sjó. Í þriðja aðfluginu kveðst vitnið hafa séð hlerana komna í gálga (að rúllum) og bátinn draga vörpuna á eftir sér, og freyddi sjórinn af kúlunum á höfuðlínunni og hafi kúlurnar sézt greini- lega. Ekki kvaðst vitnið hafa séð mannaferðir um borð í bátn- um. Kvað vitnið geta borið um dskj. nr. 1 og væri efni þess rétt og sömuleiðis væri frumrit sjókortsins, sem vitnið kvaðst hafa markað inn á, rétt. Afritið af sjókortinu á dskj. nr. 2, sem lagt var fram í sakadómi Reykjavíkur, kvað vitnið sams konar og frumritið. Vitnið Páll Halldórsson, flugmaður á gæzluflugvélinni TF-VOR í umrætt sinn, kom fyrir sakadóm Reykjavíkur og vann eið að framburði sínum. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið þátt í staðar- ákvörðunum, en kvaðst fyrst hafa séð vírana á bátnum liggja í sjó og síðar hlarana koma úr sjó. Þá kvaðst vitnið hafa séð einkennisstafi bátsins, en eigi kvaðst vitnið hafa orðið vart manna- ferða um borð í bátnum. Vitnið kvaðst geta borið um öll atriði skýrslunnar á dskj. nr. 1 fyrir sakadómi Reykjavíkur, nema staðarákvarðanir og tímasetningar, og sé þar rétt frá greint. Ákærði, Guðjón Emil Aanes, kom fyrir sakadóm Vestmanna- eyja og kvaðst hann ekkert geta sagt um staðarákvörðunina kl. 2117, þar eð hann hafi ekki tekið staðarákvörðun. Hann kvaðst ekki hafa verið að toga á greindum tíma, og kvaðst hann ekki hafa kastað þennan dag og kvaðst ekki vilja tjá sig um staðar- ákvarðanirnar á dskj. nr. 1 og 2. Ákærði kveðst ekki vita, hvort einhverjir skipverjar hafi verið á dekki milli kl. 2115 og 2130 þetta kvöld. Stýrimaður m/b Stefáns Þórs, VE 150, Elías Fannar Óskars- son, kom fyrir sakadóm Vestmannaeyja, og kvað hann ekki hafa verið kastað í umrætt sinn. Sagði hann óhugsandi, að togað hafi verið með skutvörpu kl. 2114 þetta kvöld eða síðar um kvöldið. Hafi kl. 2114 vírarnir verið slakir í gálgum, hlerarnir á dekkinu og trollið sömuleiðis. Kvað hann geta verið, að fangalínan hafi dregizt eftir bátnum. Hann kvaðst hafa farið upp á Þilfar báts- ins, meðan flugvélin var yfir bátnum. Vitnið Bjartmar Vignir Þorgrímsson, háseti á m/b Stefáni Þór, VE 150, kveðst hafa farið í koju rétt eftir kl. 1900 og eigi vaknað fyrr en kl. um 1130. Hann varð aldrei var við gæzluflugvélina. 1158 Vitnið kvað ekki hafa verið kastað umræddan dag, en það sé alltaf ræst, þegar kastað sé. Ekki kvaðst vitnið hafa orðið vart við, að fangalínan drægist á eftir bátnum. Vitnið Jón Katarínusson, háseti á m/b Stefáni Þór, VE 150, kvaðst eigi reiðubúinn að vinna eið né drengskaparheit að fram- burði sínum. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við flugvélina né kvaðst hann vita til þess, að kastað hefði verið umræddan dag. Vitnið Steinar Ágústsson vann eið að framburði sínum í réttar- haldi í sakadómi Vestmannaeyja hinn 2. maí s.l., og kvað hann kastað hafa verið umræddan dag, og enn fremur kvaðst hann hafa heyrt orðið „hífa“ kallað, en síðar í réttarhaldinu þann sama dag viðurkenndi þetta vitni að hafa verið ölvað daginn, sem báturinn var tekinn, og kvaðst það þá eigi vita, hvort kastað hefði verið þennan dag. Eigi verður vitnisburður þessa vitnis tekinn til álita í máli þessu. Svo sem að framan greinir, eru eiðfest vætti skipherra, stýri- manns og flugmanns gæzluflugvélarinnar TF—VOR í umrætt sinn. Ákærða hefur eigi tekizt að hnekkja staðarmælingum fram- angreindra yfirmanna flugdeildar Landhelgisgæzlunnar, sem lagð- ar hafa verið fram í máli þessu, og verða þær því lagðar til grundvallar í máli þessu. Allir framangreindir yfirmenn Landhelgisgæzlunnar hafa eið- fest, að þeir hafi séð togvíra liggja úr bátnum í sjó og að hlerar hafi komið í gálga. Skipherra og stýrimaður gæzluflugvélarinnar TF—VOR í umrætt sinn hafa enn fremur borið, að þeir hafi séð vörpuna dregna á eftir bátnum. Verða þessir eiðfestu fram- burðir lagðir til grundvallar í máli þessu, enda verður eigi talið neitt það fram komið í málinu, sem þykir geta hnekkt þeim. Samkvæmt framnrituðu þykir mega telja sannað, að ákærði hafi verið að botnvörpuveiðum á m/b Stefáni Þór, VE 150, þriðju- dagskvöldið 28. apríl 1970 út af Kötlutanga og Hjörleifshöfða á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. reglugerðar nr. 3/ 1961, og hefur því gerzt sekur um brot á öllum þeim lagaákvæðum, er í ákæru greinir, og þykir hafa unnið til refsingar samkvæmt 1. mgr. 4. gr., nú 5. gr., laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin kr. 40 þúsund í sekt, sem honum ber að greiða í Landhelgissjóð Íslands innan 4ra vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa að telja, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Öll veiðarfæri um borð í m/b Stefáni Þór, VE 150, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. 1159 Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málflutnings- laun til skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlög- manns, sem þykja hæfilega metin kr. 6.000.00. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Emil Aanes, greiði kr. 40.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá lögbirtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Öll veiðarfæri um borð í m/b Stefáni Þór, VE 150, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan málskostnað, þar með talin málflutn- ingslaun til skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 6.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 21. desember 1970. Nr. 184/1970. Ákæruvaldið (Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins) gegn Benedikt Ragnari Sigurðssyni (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason og prófessor Ármann Snævarr. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Sigmundur Böðvarsson, fulltrúi bæjarfógetans i Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp héraðsdóminn ásamt sam- dómsmönnunum Angantý Elíassyni skipstjóra og Páli Þor- björnssyni skipstjóra. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, markað á sjóuppdrætti staðar- ákvarðanir áhafnar gæzluflugvélarinnar TF— VOR yfir 1160 bátnum. Í greinargerð skólastjórans, dagsettri 28. október 1970, segir m. a. svo: sÁ = staður bátsins kl. 1512 h. 2/9 "70 samkvæmt mæl- ingum flugvélarinnar. Staður A mælist um 1.3 sml. frá landi, eða um 1.7 sml. innan fiskveiðimarkanna fyrir togveiðar. B = staður bátsins kl. 1515 um 1.4 sml. frá landi, eða um 1.6 sml. innan fiskveiðimarkanna. C == staður bátsins kl. 1518 um 1.5 sml. frá landi, eða um 1.5 sml. innan fiskveiðimarkanna“. Samkvæmt gögnum málsins verður talið sannað, að bátur ákærða, Einir, VE 180, hafi verið að ólöglegum togveiðum innan fiskveiðimarka á þeim tíma, sem mál þetta fjallar um. Varðar brot ákærða við lagaboð þau, er í ákæru greinir. Hinn 30. nóvember 1968 veitti forseti Íslands samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar almenna uppgjöf saka vegna fisk- veiðibrota, sem framin voru á íslenzkum fiskiskipum frá 14. apríl 1965 til 30. nóvember 1968. Þrir refsidómar á hendur ákærða, sem kveðnir voru upp 23. marz og 16. apríl 1966 og 29. nóvember 1968, hafa því ekki ítrekunaráhrif. Bátur- inn Einir, VE 180, er 63.14 rúmlestir brúttó. Gullgengi ís- lenzkrar krónu er óbreytt frá því, sem var, er héraðsdómur var kveðinn upp. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin í héraðsdómi, kr. 40.000.00 sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald 20 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt matsgerð dómkvaddra matsínanna, dagsettri 3. september 1970, var verðmæti veiðarfæra bátsins kr. 43.000.00 og verðmæti afla kr. 32.022.10. Skulu þessi andvirði veiðarfæra og afla vera upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í héraði eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 12.000.00, og laun skip- aðs verjanda sins fyrir Hæstarétti, kr. 12.000.00. 1161 Dómsorð: Ákærði, Benedikt Ragnar Sigurðsson, greiði kr. 40.000.00 sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi varð- hald 20 daga í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Andvirði afla v/b Einis, VE 180, kr. 32.022.10, og and- virði veiðarfæra, kr. 43.000.00, skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnað- ar í héraði eiga að vera ódöskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 12.000.00, og málsvarnarlaun verjanda sins fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 12.000.00. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 5. september 1970. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, dags. 4. þ. m., útgefinni af saksóknara ríkis- ins, á hendur skipstjóranum á vélbátnum Eini, VE 180, Benedikt Ragnari Sigurðssyni, Kirkjuvegi 39, Vestmannaeyjum, fyrir að hafa gerzt sekur um fiskveiðibrot samkvæmt 1. mgr. Í. gr. laga nr. 62/1967 um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, sbr. lög nr. 21/1969 um breyting á þeim lögum, sbr. Í. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 3/1961 um fiskveiðilandhelgi Íslands, með því að hafa verið á botnvörpuveiðum á nefndum báti síðdegis miðvikudaginn 2. september 1970 vestur af Ingólfshöfða á svæði innan fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í 1. gr. áðurnefndrar reglugerðar, þar sem botnvörpuveiðar eru með öllu bannaðar, sbr. 2. gr. nefndra laga nr. 21/1969, sbr. að öðru leyti reglugerðir um fsikveiðilandhelgi Íslands nr. 3/1961, nr. 87/1958, nr. 4/1961 og nr. 29/1964 og auglýsingu nr. 4/1961. Er nefndur Benedikt Ragnar ákærður til að sæta refsingu samkvæmt 1. mgr. 4. gr., nú 5. gr., nefndra laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og upptöku afla og veiðarfæra nefnds báts og til greiðslu sakarkostnaðar. 1162 Ákærði, Benedikt Ragnar Sigurðsson, er fæddur 4. nóvember 1934 í Vestmannaeyjum og hlaut tvisvar sinnum á árinu 1966 og hinn 29. nóvember 1968 að sæta refsingum fyrir ólöglegar togveiðar innan fiskveiðilandhelgi Íslands, en hinn 30. nóvember 1968 veitti forseti Íslands uppgjöf sakar, að því er varðar Þessa brjá dóma. Í skýrslu Landhelgisgæzlunnar, dags. 3. september 1970, undir- ritaðri af skipherra flugdeildar Landhelgisgæzlunnar, Sigurði Þorkeli Árnasyni, segir svo: „Miðvikudaginn 2. september 1970 var gæzluflugvélin TF-VOR á eftirlitsflugi V af Ingólfshöfða. Um kl. 15.08 var tekið eftir fiskibát grunnt undan landi skammt V við Ingólfshöfða. KI. 15.10 var komið að m.b. EINI, VE 180, sem var með vörpuna á síðunni, hlera í gálgum og hluta vörpunnar í sjó, einnig var nokkur fiskur á þilfari. Kl. 15.12 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir bátnum: A HATTA ora V.k. LÓMAGNÚPUR 2 14:08" INGÓLFSHÖFÐAVITI Flughæð 500 fet, flughraði 139 sjóm. Gefur það stað bátsins um 1.3 sjóm. frá landi. Kl. 15.14 sást, að báturinn var búinn að taka inn vörpuna og kominn á ferð og hélt V-læga stefnu. Kl. 1515 var staðarákvörðunin endurtekin yfir bátnum: A HATTA V.k. LÓMAGNÚPUR <1 SALTHÖFÐI Flughæð 500 fet, flughraði 139 sjóm. Gefur það stað bátsins um 1.4 sjóm. frá landi. KI. 15.18 var staðarákvörðunin enn endurtekin yfir bátnum: A HATTA V.k. LÓMAGNÚPUR 54?36' > 100916' > 55914 > 100*11 1163 dikt Guðmundssyni, stýrimanni, með sextöntum, og var venju- legur háttur hafður á við mælingarnar. Með skýrslu þessari fylgir úrklippa úr sjókorti No. 30, þar sem staðir bátsins kl. 15.12, kl. 15.15 og kl. 15.18 eru markaðir. Veður: Breytileg átt, skýjað“. Fyrir sakadóm Vestmannaeyja kom Sigurður Þorkell Árnason skipherra og Benedikt Gunnar Guðmundsson stýrimaður af áhöfn gæzluflugvélarinnar TF— VOR í umrætt sinn, báru vætti og stað- festu framburði sína með eiði. Kvaðst skipherra hafa samið skýrsluna á rskj. nr. Í og væri hún rétt í öllum atriðum. Þá kveðst skipherra hafa yfirfarið útsetningarnar á rskj. nr. 2 og væru þær réttar. Stýrimaður gæzluflugvélarinnar staðfesti, að skýrsla skipherra á rskj. nr. 1 væri rétt, en stýrimaðurinn kvaðst hafa sett út í sjókortið á rskj. nr. 2 og væru þær útsetningar réttar. Páll Halldórsson, flugmaður á gæzluflugvélinni TF—VOR í umrætt sinn, kom einnig fyrir sakadóm Vestmannaeyja og staðfesti vætti sitt, en eigi verður neitt ráðið af framburði þessa vitnis um sakargiftir á hendur ákærða. Af vætti skipherra verður ráðið, að hluti vörpu bátsins hafi verið á lunningu bátsins og hluti hennar í sjó, og álítur skip- herra, að helmingur vörpunnar hafi verið í sjó kl. 1510 um- ræddan dag. Eigi kvaðst skipherrann hafa séð, hvaða hluti vörp- unnar var Í sjó, en 4 mínútum eftir fyrsta aðflug, ki. 1510, hafi varpan verið komin inn fyrir. Stýrimaður gæzluflugvélarinnar kvaðst hafa séð, að mikill hluti af neti var á lunningu bátsins um það bil frá afturgálga og fram undir forgálga, en eigi sá vitni þetta pokann. Er ákærði kom fyrir sakaðóm Vestmannaeyja, kvaðst hann hafa verið staddur í brú m/b Einis, VE 180, hinn 2. þ. m., er flugvélin kom að bátnum, og væri staðsetning á bátnum á rskj. nr. 2 mjög nærri lagi. Eigi kvaðst ákærði hafa fram að leggja staðsetningu á bátnum á umræddum tíma. Á umræðdum tíma kvað ákærði forvæng vörpu bátsins hafa verið útbyrðis, en aðrir hlutar hennar hafi verið á lunningunni. Hlerar hafi verið í gálgum. Síðar sagði ákærði, að hann hefði stöðvað bátinn, um 5—10 mínútum áður en flugvélin kom að honum, og kveðst hann hafa stöðvað til þess að taka hlerana inn fyrir svo og hluta vörpunnar, sem hefði dregizt í sjónum. Kvaðst ákærði hafa haft forvænginn úti, rópana fasta, en aðra hluta vörpunnar innanborðs. Enn síðar kvað ákærði um helming vörp- 1164 unnar, þ. e. vænginn og bugt af belgnum, hafa verið í sjó kl. 1510 í umrætt sinn, en ákærði kvaðst hins vegar eigi hafa verið að toga með vörpunni. Áður en ákærði varð flugvélarinnar var, kveðst hann hafa sent Ingimund Axelsson háseta fram í til þess að vekja skip- verja, þar eð hann ætlaði að taka hlerana og forvænginn inn fyrir. Klukkan hafi þá verið 1510. Kveðst ákærði nú hafa ætlað að skipta um rúllu í dýptarmælinum, en þá hafi einn skipverj- anna kallað til hans, að báturinn lægi öfugur fyrir vindi. Kveðst ákærði þá hafa litið út um gluggann og séð, að Niels Joenson, 2. vélstjóri, og Ingimundur háseti höfðu sett poka vörpunnar á lunninguna. Kveðst ákærði hafa sagt þeim að taka allt inn fyrir og í því hafi flugvélin flogið yfir. Er hér var komið, hafi bátinn tekið að reka yfir netið, og kveðst ákærði því hafa bakkað bátnum, rétt áður en flugvélin flaug yfir. Sérstaklega aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa verið að toga og hafi ekki ætlað að fara að toga í umrætt sinn, en hann kvaðst hins vegar álíta, að nefndir Niels og Ingimundur hafi talið, er þeir voru ræstir kl. rúmlega 1500 umræddan dag, að kasta ætti, enda hafi þeir verið að undirbúa kast, er mættur leit út um gluggann. Ákærði kveðst hafa á umræddum tíma verið að leita að lóðn- ingum og hafi hann við þetta fært sig bæði utan og innan við 3ja sjómílna mörkin. Vitnið Halldór Almarsson, stýrimaður á m/b Eini, VE 180, 18 ára að aldri, kom fyrir dóm, bar vætti og vann eið að framburði sínum. Vitnið kvaðst hafa verið ræst af Niels vélstjóra og verið nýkomið upp á þilfar, er flugvélin flaug yfir. Er vitnið kom upp, voru Niels og Ingimundur að taka forvænginn inn fyrir, og kveðst vitnið hafa farið að aðstoða þá við að taka rossið á vængn- um og hlerana inn fyrir, en varpan var á dekkinu, forvængurinn lá út af síðu bátsins niður í sjó og hlerar í gálgum, er vitnið kom upp. Eigi var minnzt á það við vitnið, hvað gera skyldi, er það var ræst. Vitnið skýrði svo frá, að síðast, er híft var, áður en flugvélin kom að, hafi þannig verið gengið frá vörpunni, að pokinn hafi verið tekinn inn fyrir, varpan sett í kassann aftur á dekkinu, dregið í afturvænginn upp í kassann, þar sem varpan lá, bútur af afturvængnum og rossið híft upp í gálgablökk og afturhlerinn hifður upp í blökk, höfuðlínan á forvængnum tekin inn fyrir 1165 og slakinn tekinn af fótreipinu, þannig að það hafi verið strekkt, og forhlerinn hafi verið hífður upp í blökk eins og afturhlerinn. Hafi þessi umbúnaður verið óbreyttur, er vitnið kom upp um kl. 1510 umræddan dag, að því undanskildu, að byrjað hafði verið á því að taka forvænginn inn fyrir. Vitni þetta skýrði enn fremur svo frá, að byrjað væri á því, áður en veiðar hæfust, að setja út vængina, síðan væri pokinn tekinn og honum hent í sjóinn og belgurinn því næst tíndur út. Loks skýrði vitnið svo frá, að venjulega væri varpan látin þannig út, að pokinn væri hífður upp, vitnið leysi síðan frá honum, slakað væri niður og einhver, sem tæki sér stöðu í kass- anum, tíndi út belginn og er hann væri kominn út, tæki vitnið ásamt einhverjum öðrum pokann og henti honum út. Vitnið Jón Katarínusson, 1. vélstjóri á m/b Eini, VE 180, 39 ára að aldri, bar vætti og vann eið að framburði sínum. Vitnið kvað umbúnað vörpunnar hafa verið þannig, er flugvélin kom að bátnum, að forvængur hennar hafi verið úti og afturvængur- inn inni nema smábugt af honum, sem náði út fyrir hlerann. Hlerar hafi verið í gálga, en ekki kvaðst vitnið vita neitt um pokann. Hafi Ingimundur og Niels tekið inn forvænginn og annar hvor þeirra afturvænginn. Ekki heyrði vitni þetta sagt, að kasta ætti. Vitnið Niels Alviníus Joenson, 2. vélstjóri á m/b Eini, VE 180, 26 ára að aldri, bar vætti og staðfesti það með eiði. Vitnið kvaðst hafa ásamt Ingimundi tekið forvænginn og hlerana inn fyrir og hafi flugvélin flogið yfir, meðan þeir voru að taka vænginn inn fyrir. Hafi allur forvængurinn verið í sjó, en vitnið kvað eigi nema um 20% vörpunnar hafa verið í sjó og hafi ekki verið togað með vörpunni, er flugvélin flaug yfir, heldur hafi báturinn verið kyrr þá. Báturinn hafi verið á keyrslu í u. þ. Þ. 1—1% klst., áður en stöðvað var þarna, og hafi á keyrslunni forvængur- inn allur verið í sjó, smáhluti afturvængsins hafi hangið niður í sjó, en belgurinn og pokinn á dekkinu og annað af afturvængn- um, er áður er getið. Vitnið kveðst einungis hafa tekið forvæng- inn inn. Vitni þetta kveðst hafa kallað til ákærða, rétt áður en flug- vélin flaug yfir, að báturinn lægi öfugur fyrir vindi, en eigi kveðst vitnið vita til þess, að net hafi verið sett út, rétt áður en flugvélin flaug yfir. Ekki var minnzt á við vitni þetta, að kasta ætli. Ingimundur Axelsson, háseti á m/b Eini, VE 180, 25 ára að 1166 aldri, bar vætti og staðfesti það með eiði. Vitni betta kveðst hafa ásamt stýrimanni og 2. vélstjóra verið að taka forvænginn inn fyrir, er flugvélin kom að bátnum. Hafi smáhluti afturvængs- ins hangið út fyrir, en vitnið kvaðst álíta, að afturvængurinn hafi ekki náð niður í sjó. Ekki kvaðst vitni þetta vita, hver tók aftur- vænginn inn fyrir, en báturinn hafi verið stöðvaður, er for- vængurinn var tekinn inn. Hlerana kvað vitnið líka hafa verið úti. Vitnið þetta kveðst hafa sett hluta af pokanum út, þannig að hann rétt merkti sjóinn, og kveðst vitnið hafa gert þetta, þar eð það áleit, að kasta ætti, en kveðst hafa tekið pokann aftur inn fyrir, er það veitti því athygli, að báturinn lá öfugur fyrir vindi. Enginn sagði vitninu að setja pokann út né taka hann inn fyrir aftur, en þetta var, áður en flugvélin kom að, og hafði vitnið tekið pokann aftur inn fyrir, áður en hún kom að og áður en eða á meðan stýrimaður og Niels komu upp. Vitnið kveðst eitt hafa verið við að setja pokann út og taka hann inn. Vitni þetta segir, að komið hafi verið að vaktaskiptum, er það fór að ræsa stýrimann og Niels um kl. 1510 þennan dag, en stýri- maður bátsins bar, að eftir að lokið hafði verið við að taka for- vænginn inn og hlerana, hafi 1. vélstjóri og hásetinn átt um hálfa klukkustund af vaktinni. Ákærði bar, að forvængurinn hefði verið úti, en hinn hluti vörpunnar á lunningunni, þegar flugvélin kom að, en vitnið Ingi- mundur bar, að það hafi þá verið búið að taka inn pokann og bá hafi ekki annar hluti vörpunnar verið útbyrðis en forvængur- inn, og er því framburður vitnisins ekki Í samræmi við fram burð ákærða um þetta atriði. Af framangreindum framburðum yfirmanna flugdeilðdar Land- helgisgæzlunnar, ákærða og skipverja hans er ljóst, að ákærði hafði veiðarfæri m/b Einis, VE 180, í sjó á umræddum stað í umrætt sinn, og álíta verður, að ákærði hafi ætlað að hefja tog- veiðar, og hefur ákærði því fullframið fiskveiðibrot og gerzt með því sekur um brot á öllum þeim lagaákvæðum, er í ákæru- skjali greinir, og unnið til refsingar samkvæmt 1. mgr. 4. gr., sbr. nú 5. gr., laga nr. 62/1967, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 3/1961, og þykir hún hæfilega ákveðin kr. 40.000.00 í sekt, er honum ber að greiða í Landhelgissjóð Íslands innan 4ra vikna frá lög- birtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Eini, VE 180, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. 1167 M/b Einir, VE 180, er 64 rúmlestir að stærð samkvæmt skrá yfir íslenzk fiskiskip 1970. Samkvæmt síðustu opinberum skýrslum eru 100 gullkrónur jafnvirði 3.992.93 seðlakróna. Ákærði greiði allan skarkostnað, þar með talin málsvarnar- laun til Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 6.000.00. Dómsorð: Ákærði, Benedikt Ragnar Sigurðsson, greiði kr. 40.000.00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan 4ra vikna frá lög- birtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 20 daga. Allur afli og veiðarfæri um borð í m/b Eini, VE 180, eru gerð upptæk, og rennur andvirðið í Landhelgissjóð Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun til Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 6.000.00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum.