HÆSTARÉTTARDÓMAR 1976 Efnisskrá til bráðabirgða Bls. Ábyrgð 20... 145, 334, 563 Aðild ...............002 00 132 Áfengislög ........0....00.. 310, 379, 430, 741, 744, 904 Afsláttur .............20. 0000. 963 Áfrýjun .......0..0. 284 Áfrýjunarfjárhæð .............0.0..000 2 175 Afsögn víxla, mistök ..............0020000 00. 563 Áskorunarmál ...........00..000 00. 545 Barn, forræði ............2.2..0.eene ns 656 Barnaverndarmálefni .................0... 0... sva 129 Barnsmeðlag ..........0.0.020000 eens 138 Bifreiðar: a) Refsimál ...........2.2000.0 0... 310, 430, 741, 744, 904 b) Einkamál 14, 121, 212, 319, 334, 424, 503, 739, 863, 874, 1005, 1048, 1080 Björgun ............00000000.. sess . 74 Blóðrannsókn, bifreiðarstjórn .......... 310, 430, 741, 744, 904, 1080 Búfjárrækt ...........0...20022 0000. ssesss sess 29 Dómarar ..........0200000.00.ssvnsss sr 90, 653, 735 Dómkvaðning matsmanna .........00.s.esssssssr ss 26 Dómskuld, greiðsla .............0..0.0...ssees se 839 Dómssátt .............002000.0.se ss 487 Dýr, ábyrgð .........000.20020 0... sn ss 145 Dýravernd ...........0.220000 00 nsnsss sess 29 Endurkrafa ............0.0....eevees en so. „ "739 Erfðamál ...............002000.0..00 sess 955 Erfðaskrá ..............0.0.00. se... se... 197 Fasteignakaup ...........00000000 0... s.n... 82, 345, 594, 680 Fasteignaskattur ............0000000.00...0.... son... 232, 437 Fiskveiðabrot .........00000...e... 0... sens 1021 Fjárdráttur ............... oe... sess... -. 810 Fjárnám .............. soon 132, 1072, 1118 Fjárskipti hjóna ...........0000000000. s.s. sn ns 560, 941 Fógetaréttur, valdmörk ........0...0000 000. Forkaupsréttur .............220.0 0 Forræði barna ............22..00 0... Frávísun 22, 59, 161, 175, 284, 391, 394, 399, 527, 533, 539, 545, 113, 720, 854, 896, Frestun refsingar .........200000..esr er Gallar ...........0200. 0. 184, 345, Gengi .........0.0000 00 Gjaldþrot ..........00000 0000 Greiðsla dómskuldar ............00..... e.s Greiðslufall ..............2..00. 0... se Greiðslutilboð ...........200.00 000 Gæsluvarðhald 1, 73, 76, 205, 207, 210, 282, 374, 376, 397, 482, 522, 524, 676, 837, 944, 1017, Hafning máls ............000 0... 13, 396, 436, Heimvísun .........22.00..0 ss Hjón, skattar ..........2.20000 0000. Hjónaskilnaður ........20000.0000 00... 560, 656, 941, Húsleit ...........2.2.. 2... Innsetningargerð ...........0.02.02. 000. Kaupmáli .........2..20202. 0000 Kyrrsetningargerð, áfrýjun .......2.020000 000. an enn Kæruheimild ..............0..00 0. ns Kærumál: 1) Áskorunarmál..............0.sn rss 2) Barnaverndarmálefni ..........2.00002 000. ns. 3) Dómarar ..........0.s.. sr 90, 653, 4) Dómkvaðning matsmanna ........0.020.. 000 n nn. 5) Dómssátt ..........0.0.0.0 0 6) Fjárskipti hjóna .........0.0.00 0000 .r en 560, 7) Frávísun ...... 22, 161, 399, 527, 533, 539, 545, 713, 720 8) Gæsluvarðhald 1, 73, 76, 205, 207, 210, 282, 374, 376, 397 482, 522, 524, 676, 837, 944, 1017, 9) Hjónaskilnaður .........0000000 20. 560, 10) Húsleit ...........2000.002.0 sess 11) Kæruheimild .............20.0 0. seen 12) Landskipti .........0.0200. 0... ns 13) Matsmenn, dómkvaðning ........200.000 0... nn. 14) Réttarneitun ..........0...0...nn senn 15) Samlagsaðild .............0.00..esee nan 16) Sauðfjárbaðanir ...........0000. 00 essa 17) Sératkvæði ..........000...eses nr 367, 18) Stjórnvaldsfyrirmæli ...........02..000. 000... nn. 19) Vanhæfi dómara ........0.20.0.00.000.nsr 20) Vanreifun .........00...eoersssssenssssr Landamerkjamál ........00ccc0eeessensssssr 1075 ö46 286 1011 9ð4 129 1042 130 713 Landskipti .........0000..ssnssn ene Likamsárás ..........0.0 ns 4, Læknaráð .............seees sr Lögreglumenn .........0.000snnener nr 96, Lögtak ........020.0..ne eeen 391, 394, Málflytjendur ........2..0..00.00.nnereen rns Málskostnaður .........0.00e0ne nr 396, Matsmenn, dómkvaðning .........2.0000nnen enn Nauðungaruppboð ........0.0000ssnnnnn rr Nefndarstörf, þóknun ..........0000000nneennnrn nr Ómaksbætur ...........e.ee nn Ómerking ........0.000 000 286, Opinberir starfsmenn ........0000000ne nennt 1059, Refsing, frestun .........20000000nennne rr Réttarneitun .........200. 000 Riftun, kaupmáli ..........2000. 0000 .senrn rr Samdómendur ..........esceens sn Samlagsaðild ...........0000000s0nn nenna Samningar .......22000. 0. senn 82, 184, 413, Sauðfjárbaðanir ..........00000000 000 n annsi Sératkvæði 175, 184, 212, 232, 286, 367, 437, 447, 621, 656, 750, 908, 1011, 1075, Sjóvátrygging ...........00.000 nn rns 755, Sjóveðréttur ..........0000. eeen err Skaðabótamál 14, 96, 121, 145, 184, 212, 248, 300, 319, 334, 345, 424, 489, 503, 594, 621, 863, 874, 1005, 1030, 1048, Skattar, skattamál .........000000 0000... 232, 437, Skilnaðarskilmálar ...........00000.0 eeen Skipasala ........02000 0000 enn Skiprúmssamningur .....0.00000000 nenna 578, Skipstjórn ........00000 00 r rass Skiptaréttur, valdamörk .........2000020aneeernnrrr ern. Skipti ........0000 000. nenna Skjalafals ..........00.0000000 000 n nan Skuldabréf ........20..20000 00 Skuldamál .........000000 nn 59, 79, 132, 546, Stjórnvaldsfyrirmæli, stjórnvaldsreglur ................. 367, Söluþóknun .......20000000 er rnnn nenna Sönnun ......c...00ens sn Tilboð .......0.000.0 sn 963, Umboð .......000s0s sr 79, Umferðarlög 14, 121, 212, 310, 319, 334, 424, 430, 503, 741, 744, 874, 1005, 1048, Uppboð ......000020000 enn Uppsögn, vinnusamningur ........020000. 00.00.0000. 413, 578, Útburður .........000eensene rns Bls. 26 692 1019 621 1011 984 436 26 474 456 902 896 1066 469 130 546 399 1030 367 1118 908 974 1080 1011 984 164 586 586 1042 955 248 474 948 447 164 82 1030 9ð4 1080 232 586 Útivistardómar 3, 72, 391, 481, 726, T2T, 728, 729, 902, 903, 904, Valdmörk fógeta- og skiptaréttar ...........0.0.00.. 0. Vanhæfi dómara ................0. 000 Vanreifun ..................00.0 00 ens Veðhafar ................... 00... Vélstjóri ..................200.0 000 Verðtrygging ..............2.220. 0000 Verksamningur ............20..00..0.n es 184, Viðlagasjóður ..................22.2.0000 00. Vinnusamningar ............00%....0 00. 413, 1059, Vinnuslys ........00..20.2.20.0200n er 300, Víxilmál, víxlar ...........0.0000 0000 515, Þjófnaður ................00... 0020... 248, Bls. 1020 1042 90 720 908 578 1101 963 447 1066 489 563 692 Hæstaréttardómar Útgefandi: Hæstiréttur. LVII. árgangur 1976 Mánudaginn 5. janúar 1976. Nr. 184/1975. Ákæruvaldið gegn Sigurgeir Einari Karlssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Jón S. Magnússon, fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 17. desember 1975 í því skyni, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Gögn máls bárust Hæstarétti 29. s. m., en engin grein- argerð hefur borist af hálfu varnaraðilja og eigi heldur frá ríkissaksóknara. Í hinum kærða úrskurði er getið gæsluvarðhaldsúrskurða þeirra, er kveðnir hafa verið upp yfir varnaraðilja vegna sakarefnis þess, er rannsókn máls varðar. Úrskurður frá 25. september 1975 var kærður til Hæstaréttar og niðurstaða hans staðfest þar 8. október 1973. Eftir atvikum þykir mega staðfesta hinn kærða úrskurð með vísun til 1. og 4. töluliðs 67. gr. laga nr. 74/1974. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 2 Úrskurður sakadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 17. desember 1975. Aðfaranótt 14. maí 1975 varð sá atburður í Ólafsvík, að Sigur- geir Einar Karlsson, Ennisbraut 29, Ólafsvík, varð Rafni Svavars- syni að bana í vistherbergi sínu í verbúð Hróa h/f, eftir að upp kom deila milli þeirra. Rannsókn málsins hófst samdægurs, og var kærði, Sigurgeir Einar Karlsson, þá úrskurðaður í allt að 60 daga varðhald. Með úrskurði, uppkveðnum í sakadómi Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu þann 11. júlí 1975, var gæsluvarðhald kærða framlengt um allt að 45 dögum, vegna þess hve rannsókn málsins var skammt á veg komin. Með úrskurði sama dóms, sem upp var kveðinn þann 27. ágúst 1975, var gæsluvarðhald kærða framlengt í allt að 30 dögum, meðan framhaldsrannsókn í málinu færi fram, samkvæmt kröfu ríkissaksóknara, sem óskaði eftir, að ákveðnir tilgreindir menn yrðu kvaddir fyrir dóm til yfirheyrslu. Með úrskurði sama dóms, uppkveðnum 25. september 1975, var gæsluvarðhald kærða enn framlengt í allt að 90 dögum, þar eð rannsókn málsins var enn ekki lokið. Framhaldsrannsókn þessari er enn ekki lokið. Teknar hafa verið skýrslur í sakadómi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu af þeim tilgreindu mönnum, sem náðst hefur til í lögsagnarumdæmi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, og rannsókninni að öðru leyti fram haldið eftir því sem tilefni hefur gefist til. Með bréfi sýslu- manns Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, dags. 5. nóvember 1975, var málið síðan sent ríkissaksóknara. Þá var eftir að yfirheyra 9 tilgreinda menn, sem búsettir eru í Reykjavík og Keflavík. Dómaranum er kunnugt um það, að sakadómi Reykjavíkur hefur verið falið að annast þær yfirheyrslur. Rannsókn málsins er enn ekki lokið. Með skírskotun til þess svo og eðlis bréfsins og með vísun til forsendna fyrir úrskurði í málinu þykir nauðsyn bera til að fram- lengja gæsluvarðhald kærða, Sigurgeirs Einars Karlssonar, enn um sinn í allt að 90 dögum. Því úrskurðast: Gæsluvarðhald Sigurgeirs Einars Karlssonar, sem hófst með úrskurði sakadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu þann 14. maí 1975 og hefur síðan verið framlengt þrisvar sinnum, fram- lengist í allt að 90 dögum frá 24. desember 1975 að telja. 3 Miðvikudaginn 7. janúar 1976. Nr. 61/1974. Guðlaugur Aðalsteinsson Segn Val Símonarsyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðlaugur Aðalsteinsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 7. janúar 1976. Nr. 167/1975. Bergur Jörgensen gegn Bæjarstjóranum í Hafnarfirði f. h. bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Ingvari Björnssyni. UÚtivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Bergur Jörgensen, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 4 Föstudaginn 9. janúar 1976. Nr. 166/1975. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) Segn Þorsteini Vilhelmssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson. Líkamsárás. Ákvörðun um refsingu frestað. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaða dóm hefur kveðið upp Bogi Nílsson héraðs- dómari á Akureyri. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og laun verj- anda síns fyrir Hæstarétti, 30.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Þorsteinn Vilhelmsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, 30.000 krónur, og laun verjanda síns fyrir Hæsta- rétti, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlög- manns, 30.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Akureyrar 26. febrúar 1975. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 12. þ. m., er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, útgefnu 24. maí 1974, „á hendur Þorsteini Vilhelmssyni, stýrimanni, Laugargötu 2, Akureyri, fæddum 2. maí 1952 á Akureyri, fyrir líkamsárás samkvæmt 218. = 9 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa, laust eftir kl. 02.00 aðfaranótt sunnudagsins 27. maí 1973, er hann var staddur á mótum Geislagötu og Gránufélagsgötu á Akureyri, slegið þar til Björns Þorkelssonar, Lyngholti 4, Akureyri, svo að Björn féll í götuna, og slegið svo og sparkað í hann þar liggjandi. Af líkamsárás þessari varð Björn fyrir líkams- og heilsutjóni, hlaut heilahristing og blæðingu á heila, glóðarauga á bæði augu og hefur orðið fyrir sjóntruflunum vegna skaða á sjóntaugum. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. II. Aðfaranótt sunnudagsins 27. maí 1973 voru lögregluþjónarnir Þorsteinn Pétursson og Ófeigur Baldursson á verði við Sjálfstæðis- húsið, þar sem nýlokið var almennum dansleik. Gerðist þá atvik bað, sem mál þetta er risið út af, og lýsir Þorsteinn Pétursson lög- regluþjónn því þannig í skýrslu sinni: „Norðantil á mótum Geisla- götu og Gránufélagsgötu sá ég og þekkti Þorstein Vilhelmsson, Ránargötu 23, Akureyri, f. 3/5 1952, ásamt eiginkonu sinni. Voru þau á tali við mann, sem ég síðar þekkti sem Björn Þorkelsson, Lyngholti 4, Akureyri, f. 16/7 1933. Þorsteinn og Björn virtust báðir vera ölvaðir, Björn þó öllu meira. Skyndilega slær Þor- steinn til Björns, sem fellur fram yfir sig og lendir með andlitið harkalega í götuna. Ekki rótaði Björn sér eftir fallið, en Þor- steinn beygði sig niður að honum og sló í bak hans, reis síðan á fætur og sparaði tvisvar eða þrisvar í vinstri síðu hans. Þá var undirritaður kominn til Þorsteins og varnaði því, að hann ynni Birni frekara mein. Þorsteinn veitti ekki mótþróa við lögregluna, en var æstur og orðillur. Þorsteinn var fluttur á lögreglustöðina og færður fyrir Erling Pálmason, varðstjóra. Að afloknu viðtali við varðstjóra var Þorsteini ekið heim. Þorsteinn sagði orsökina fyrir því, að hann hefði slegið Björn, vera þá, að Björn hefði haft móðgandi orð í garð móður sinnar. Eins og fyrr greinir, féll Björn í götuna, og rótaði hann sér ekki. Töluvert blóð rann úr skurði, sem komið hafði á enni Björns, einnig var smá skurður á vinstra eyra hans. Þá höfðu höggvist sundur buxur á hnéi Björns og skrámur voru á hnénu. Björn var þegar fluttur á sjúkrahúsið. Sjónarvottar að atviki þessu voru Bjarni Jónsson, Sólvöllum 3, Akureyri, 20 ára, og Haukur Leifsson, Hrafnagilsstræti 34, Akur- eyri, 45 ára“. 6 Þorsteinr: Pétursson lögregluþjónn hefur staðfest skýrslu sína fyrir dómi með þeirri einu leiðréttingu, að ákærða hafi ekki verið ekið heim af lögreglustöðinni, heldur hafi honum verið leyft að fara heim til sín gegn því skilyrði, að hann settist þar um kyrrt. Þá kvaðst vitnið ekki hafa heyrt, hvaða orð fóru á milli ákærða og Björns, áður en ákærði sló hann. Sömu nótt og atburður þessi gerðist tók lögreglan skýrslu af vitninu Bjarna Jónssyni. Kvaðst hann hafa setið í bifreið sinni á Gránufélagsgötu, skammt vestan við mót Geislagötu, og séð tvo menn og eina konu koma sunnan frá Sjálfstæðishúsinu og stansa, komin norður á gatna- mótin. Hafi fólk þetta staðið um stund þarna á götunni, uns annar mannanna, sem hann frétti síðar, að var ákærði, ýtti við eða sló hinn manninn, Björn Þorkelsson, svo hann féll í götuna. Eftir að Björn féll, hafi ákærði kropið niður og slegið Björn mikið högg í bakið, en sparkað síðan í hann. Taldi Bjarni, að spörkin hefðu verið 2 eða 3 og þau komið í síðu Björns. Lögreglan hafi komið að Í þessu. Fjórum dögum síðar yfirheyrði lögreglan vitnið Hauk Leifsson bifreiðarstjóra. Kvaðst hann hafa ekið norður Geislagötu umrætt sinn og séð Björn Þorkelsson koma af vesturhluta götunnar og hlaupa nokkur skref norður á gatnamótin. Ákærði hafi farið á eftir honum og reynt að slá hann eða slegið hann í hnakkann. Björn hafi verið með hendur í buxnavösum og hafi verið líkast því sem hann væri að víkja sér undan höggi eða höggum ákærða. Hvort heldur sem ákærði sló hann eða ekki, hafi Björn steypst fram fyrir sig á andlitið í götuna og ekki hreyft sig eftir það. Haukur kvaðst hafa verið 5 metrum sunnan við stað þann, sem Björn lá á, þegar hér var komið, og hafi ákærði þá beygt sig niður og slegið miklu höggi í bak eða herðar Björns. Síðan hafi hann sparkað í Björn, fyrst í fætur hans, síðan 2 högg, sennilega í síðu hans, og 1 högg í öxl hans, og kvaðst hann geta trúað því, að það högg hefði einnig lent í höfði Björns að ein- hverju leyti, þar sem höfuð hans hafi slengst til. Bæði framangreind vitni hafa komið fyrir dóm og staðfest skýrslur sínar án þess að vinna eið að þeim. Kærandinn, Björn Þorkelsson, kom fyrst fyrir dóminn hinn 8. ágúst 1973. Kvaðst hann hafa farið heiman að frá sér um kl. 2200 umrætt laugardagskvöld að Hótel KEA til þess að ræða við sænska tæknimenn, sem starfað höfðu með honum að undan- / förnu. Hann hafi gengið áleiðis heim til sín um kl. 2300, en hitt kunningja sinn úti fyrir dyrum Sjálfstæðishússins og farið með honum þar inn. Kvaðst hann hafa drukkið eitthvað af áfengi í Sjálfstæðishúsinu. Björn tók fram, að hann myndi óljóst eftir sér í Sjálfstæðis- húsinu og ekkert eftir því, að hann var sleginn. Hefði honum verið sagt, að ákærði hefði slegið sig niður og sparkað í sig liggj- andi fyrir utan Sjálfstæðishúsið. Kvaðst hann ekki þekkja ákærða í sjón og minntist þess ekki að hafa rætt við hann, áður en til átakanna kom. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi hinn 13. ágúst 1973. Kvaðst hann hafa verið á dansleik í Sjálfstæðishúsinu umrætt sinn ásamt unnustu sinni, Þóru Hildi Jónsdóttur. Með þeim hafi verið Arn- grímur Brynjólfsson og vinkona hans, Jóhanna Magnúsdóttir. Hann og Arngrímur hafi drukkið talsvert af áfengi í Sjálfstæðis- húsinu, en stúlkurnar lítið. Ekkert sérstakt hafi gerst á dansleikn- um og hafi hann ekki séð Björn Þorkelsson þar. Hann þekki Björn Í sjón, en hafi ekki haft kynni af honum. Þau hafi farið af dansleiknum um kl. 0200 og gengið að Ráð- hústorgi. Með honum hafi þá verið unnusta hans og Þóra Ellerts- dóttir. Þau hafi síðan gengið til baka í áttina að Sjálfstæðishúsinu og Arngrímur slegist í hópinn á leiðinni. Við norðurhorn Sjálf- stæðishússins, á mótum Geislagötu og Glerárgötu, hafi Björn Þor- kelsson farið fram fyrir þau, snúið sér formálalaust að honum og sagt: „Er það satt, að mamma þín láti alla ríða sér?“ Björn hafi síðan bent á Arngrím og spurt sig, hvort það væri satt, að hún léti hann ríða sér. Einnig hafi Björn haft klúryrði um móður hans og meðal annars kallað hana mellu og hóru. Ákærði kvaðst ekki hafa svarað Birni einu orði og ætlað að leiða þetta hjá sér, en reiðst mjög, þegar Björn hélt áfram móðg- andi orðbragði um móður hans. Hafi hann slegið Björn með krepptum hnefa á vangann og hann fallið við fram fyrir sig Í götuna. Hann hafi beygt sig niður að Birni og slegið hann í bakið, en síðan sparkað í hann tvisvar sinnum, að hann minnti, í bak- hluta og síðu. Björn hafi ekki haft uppi neinar varnir, en reynt að koma fyrir sig höndum í fallinu, að hann minnti. Ákærði tók fram, að Björn hefði fallið aftur fyrir hann þannig, að hann hefði ekki séð, hvernig Björn féll í götuna. 8 Ákærði kvaðst hafa verið talsvert undir áhrifum áfengis, þegar þetta gerðist, og Björn alldrukkinn. Hann sagðist muna vel, hvað gerðist. Hann mótmælti því, að hann hefði elt Björn, og sagði rangt, að hann hefði sparkað í öxl hans, eins og vitnið Haukur Leifsson hafði sagt. Vitnin Arngrímur Brynjólfsson, fæddur 29. maí 1952, Þóra Hildur Jónsdóttir, unnusta ákærða, fædd 25. júní 1950, og Guð- björg Þóra Ellertsdóttir, fædd 19. júlí 1950, hafa gefið skýrslur fyrir dómi, og kom fram hjá þeim öllum, að þau höfðu gengið norður Geislagötu með ákærða, þegar umræddur atburður gerðist. Arngrímur sagði, að á mótum Geislagötu og Gránufélagsgötu, við hornið á Sjálfstæðishúsinu, hefði Björn Þorkelsson snarast fram fyrir þau, baðað út höndum og virst ör. Vitnið kvaðst hafa gengið við hlið ákærða og hafi Björn numið staðar fyrir framan pá. Virtist Björn beina orðum sínum að ákærða, þegar hann sagði: „Er það satt, að mamma þín láti ríða?“ Kvaðst vitninu hafa blöskr- að svo þessi talsmáti, að það hafi haldið áfram norður Geislagötu. Skömmu síðar hafi það snúið sér við til þess að huga að samferða- fólki sínu og hafi þá séð, að Björn lá á götunni og ákærði að tala við lögregluþjón. Vitnið kvaðst hafa verið vel við skál, þegar þetta gerðist, en taldi, að ákærði hefði verið minna drukkinn. Þóra Hildur Jónsdóttir sagði, að Björn Þorkelsson hefði undið sér fram fyrir þau, þegar þau voru komin norður fyrir Sjálfstæðis- húsið í Geislagötu, og sagt formálalaust eitthvað á þessa leið: „Það getur verið, að ég sé Björn bláþráður, en hitt veit ég, að mamma þín lætur alla ríða sér“. Björn hafi bent á ákærða, um leið og hann viðhafði þessi orð, en síðan á Arngrím og sagt eitthvað á þessa leið: „Og þú ríður henni líka“. Arngrímur hafi engu svarað, en fært sig frá. Vitnið kvaðst hafa sagt við ákærða, að hann skyldi koma og hlusta ekki á þessa vitleysu. Björn hafi haldið áfram svipuðu orðbragði og hafi ákærði slegið hann á kinnina, Björn hafi riðað við og fallið á ennið á götuna, en borið fyrir sig hendur í fallinu. Ákærði hafi síðan slegið Björn eitt högg í bakið og sparkað í bakhluta hans eða síðu, einu sinni eða tvisvar, þar sem hann lá á götunni. Vitnið sagði, að ákærði hefði verið talsvert við skál, þegar þetta gerðist, en alls ekki mikið drukkinn. Það hafi ekki séð vín á Birni, en dregið þá ályktun af hegðun hans, að hann mundi drukkinn. Guðbjörg Þóra Ellertsdóttir sagði, að maður hefði snarast fram 9 fyrir þau og sagt formálalaust: „Þó að ég sé Bjössi bláþráður, þá lætur mamma þín alla ríða sér“ og um leið bent á ákærða. Hann hafi einnig bent á Arngrím og sagt eitthvað á þessa leið: „Og þennan líka og hvern sem er“. Enginn hafi svarað Birni, en hann haldið áfram svívirðingum um móður ákærða og lagt hönd á brjóst hans, en þá hafi ákærði slegið hann á kjálkann. Taldi vitnið, að höggið hefði ekki verið mikið. Björn hafi riðað við högg- ið, reynt að hlaupa nokkur skref, en síðan fallið fram fyrir sig á höfuðið og reynt að bera fyrir sig hendur í fallinu. Ákærði hafi slegið Björn liggjandi eitt högg í bakið og sparkað í síðu hans eða bakhluta, líklega tvisvar sinnum, en síðan hætt af sjálfsdáðum. Vitnið kvað ákærða hafa verið eitthvað undir áhrifum áfengis, en Björn greinilega drukkinn. Verður nú greint frá þeim líkamsáverkum, sem Björn Þorkels- son varð fyrir. Björn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þegar um nóttina og Í sjúkraskrá sjúkrahússins segir m. a.: „Maður þessi er að því er virðist frekar hávaxinn, þrekinn mjög og liggur hann eins og slytti á borðinu, en hreyfir þó öðru hverju höndina til og slettir þeim þá eitthvað út í loftið. Hann er alblóðugur í and- liti, og eru föt hans öll ötuð í blóðslettum og jafnframt er stórt gat á annarri buxnaskálminni. ... Gerði tilraun til að sauma saman sár, er maðurinn hafði framan á enni sér, og er það alltætt, en er gerð var tilraun til að gera að þessu, hreyfir maðurinn sig allmikið með höfði og slengir til höndunum og tekst því rétt að rimpa saman sárin með Ethilon.... Þar sem óvíst er, hversu mikill alcoholfactor er hér með í spil- inu, en þá þykir rétt að leggja manninn inn til observationar, en það er auðsjáanlega eigi hægt nema að hafa lögregluvakt yfir manninum, og er fenginn lögregluþjónn til þess. ... Að morgni þess 27/5 er maðurinn í betra standi, og svarar hann spurningum, þegar á hann er yrt. Hann hefur þó retrograd amnesi. Pupillur reagera vel við ljósi og eru cirkulerar og Babinski er neikvæður bilateralt. Maðurinn hefur nú glóðarauga á báðum augum ...““. Um 10 dögum síðar þótti læknum sjúkrahússins ekki annað ráð vænna en senda Björn til frekari rannsóknar á taugasjúkdóma- deild Landspítalans með tilliti til þess, að „Sjúklingur kvartaði um þokusýn og sjónsviðstruflanir og augnconsultation studdi þetta, og viss grunur beindist að int. cranial blæðingu, sem eftir 10 áliti augnlæknis gæti verið lesio á occipital svæði vinstra meg- in ...“. Samkvæmt vottorði Sverris Bergmanns, sérfræðings í tauga- sjúkdómum, dags. 8. október 1973, hefur Björn legið á taugasjúk- dómadeild Landspítalans frá 8. júní til 14. júní 1973. Í vottorðinu segir m. a.: „Við komu hingað á deildina var sj. allvel vakandi, áttaður á stað og stund, ljúfur og samvinnuþýður, en hann virtist stundum eiga ögn erfitt með mál (dysfasiu), og einnig virðist vera létt máttleysi h. megin í andliti. Annað var raunverulega ekki að finna athugavert. Teknar voru rtg. myndir af höfði, og sýndust þær eðlil., en EGG sýndi lélegan alfarythma v. megin og intermitterandi lágan deltafokus á miðtemporal svæði vi. megin. Ákveðið var að gera carotis angiografiu, og sýndi hún, að Björn var með svokallað subduralt hæmatom v. megin, en auk þess voru tilfærslur á æðum í heila, er bentu til þess, að hann væri með heilamar og heilabjúg á afmörkuðu svæði, í svonefndum lobus temporalis v. megin“. Síðar segir: „Hins vegar er það reynsla, að svo mikill heilaáverki sem sá, er Björn hlaut, er iðu- lega alllengi að jafna sig og eink. um höfuðverk, svima, minnis- og einbeitingarleysi oft til staðar alllangan tíma“. Af Landspítala var Björn sendur á skurðlækningadeild Borgar- spítalans, og var þar gerð skurðaðgerð vegna blæðingar undir heilahimnu. Vottorð um dvöl hans á Borgarspítalanum og aðgerð er skráð af Bjarna Hannessyni, sérfræðingi í taugaskurðlækn- ingum, dagsett 26. október 1973. Kom Björn á spítalann 14. júní og var útskrifaður þaðan 22. júní 1973. Læknirinn lýsir aðgerð- inni, en segir síðan í vottorði sínu: „Áverkar sj. voru því: Heila- hristingur, 2 cm skurður yfir hægri augabrún og blæðing utan á heila undir heilahimnu yfir lobus temporalis vinstra megin“. Þá liggja frammi tvö vottorð frá Lofti Magnússyni, augnlækni á Akureyri, hið fyrra dagsett 21. nóvember 1973, en hið síðara dagsett 14. apríl 1974. Í hinu fyrra vottorði segir m. a.: „Undirritaður sá Björn nokkrum dögum eftir slysið, og var hann þá strax kominn með sjóntruflanir. Við næstu augnskoðun hérna þann 26/10 1973 var sjón á báðum augum 1.0 (-=-0,25). Hins vegar kom þá í ljós, að hann hafði sjónsviðseyðu niður og til hægri, eins á báðum augum, sem bendir til skaða á sjóntaugar- brautum í heila á því svæði, þar sem blæðingin lá yfir. Eins og sakir standa veldur þetta honum verulegum óþægindum og truflunum í starfi“. Í hinu síðara vottorði segir m. a.: 11 „Við skoðun 28/3 1974 var augnstatus svofelldur: Sjón 1.0 (= 0,25) á báðum augum. Augnhreyfingar eðlilegar. Ekkert athugavert sást við augnspeglun. Við sjónsviðspróf (campimetry) kom fram eyða, sem nær yfir 75“ eða %% af hægra, neðra fjórðungi sjónsviðs beggja augna. Engin breyting er sjáanleg frá fyrri skoðun 26/10 1973, og er því ekki hægt að reikna með bata úr þessu, heldur verður að líta á þetta ástand sem varanlegt“. Á grundvelli framangreindra læknisvottorða hefur Páll Sigurðs- son læknir metið örorkuna 100% í 3 mánuði, 75% Í næstu 3 mánuði, 50% næstu 6 mánuði, 35% næstu 6 mánuði og síðan 15% varanlega örorku. III. Með viðurkenningu ákærða og vætti vitna er sannað, að ákærði sló Björn Þorkelsson umrætt sinn hnefahögg í andlit, svo að Björn féll í götuna, og sló og sparkaði í hann þar liggjandi. Áverkar þeir, sem Björn hlaut og lýst er hér að framan, kunna að ein- hverju leyti að stafa af falli hans í götuna, en allt að einu verður talið, að áverkarnir stafi beint eða óbeint af höggi eða höggum ákærða. Eru áverkarnir slíkir sem lýst er í 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verjandi ákærða hefur krafist sýknu af kröfum ákæruvaldsins með þeim rökum, að um nauðvörn hafi verið að ræða af hans hendi og að verknaður ákærða verði ekki lagður honum til lasts vegna sannsýnissjónarmiða. Á þessar málsástæður verður ekki fallist. Að vísu verður að telja sannað með framburði ákærða og þriggja vitna, að Björn Þorkelsson hafi viðhaft þau orð um móður ákærða, sem lýst er hér að framan. Hins vegar verður atlaga ákærða að Birni hvorki talin hafa verið nauðsynleg til þess að verjast né afstýra hinu meiðandi orðbragði Björns né verður hún talin fyllilega réttlæt- anleg út frá sanngirnissjónarmiði. Verður hér einnig að hafa í huga, að ákærði hélt árásinni áfram, eftir að Björn féll óvígur í götuna, auk þess sem lögregluþjónar voru nærstaddir, þegar at- burðurinn gerðist. Þótt sjá megi af gögnum málsins, að orð Björns hafi verið mein- ingarlaus, enda þekkti hann ákærða ekki, og þau viðhöfð í ölvun- arástandi, hefur hann gerst sekur um alvarlegar meingerðir við móður ákærða og ákærða sjálfan, áður en ákærði hóf árásina. Með vísan til þessa, aldurs ákærða og þess, að ákærði hefur 12 ekki áður gerst sekur um refsivert atferli, þykir eftir atvikum og 75. gr., sbr. einnig 4. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 heimilt að ákveða, að fresta skuli ákvörðun um refs- ingu ákærða og refsiákvörðun falli niður að liðnum 2 árum frá dómsuppsögu að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. al- mennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 20.000, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstarétt- arlögmanns, kr. 20.000. Dómsorð: Ákvörðun um refsingu ákærða, Þorsteins Vilhelmssonar, skal fresta og refsiákvörðun falla niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 20.000, og málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstarétt- arlögmanns, kr. 20.000. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 13 Föstudaginn 9. janúar 1976. Nr. 97/1974. Sævar Baldursson (Logi Guðbrandsson hrl.) gegn Huldu Jósefsdóttur (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Hafning máls. Dómur Hæstaréttar. Er mál þetta kom fyrir dóm 7. þ.m. til munnlegs málflutn- ings, var þess krafist af hálfu áfrýjanda, að málið yrði hafið. Af hálfu stefndu var fallist á kröfu áfrýjanda um hafningu málsins, en þess krafist, að áfryjandi yrði dæmdur til greiðslu málskostnaðar eins og málið væri ekki sjafvarnarmál, en stefnda fékk gjafvörn fyrir Hæstarétti með leyfi dómsmála- ráðuneytis 27. júní 1975. Stefnda hefur 6 sinnum sótt dómþing í málinu. Munnlegum flutningi málsins, sem ákveðinn hafði verið 14. nóvember 1975, var frestað að beiðni áfrýjanda og með samþykki stefndu. Verður áfrýjandi dæmdur til að sreiða 32.630 krónur í málskostnað, og renni hann í ríkissjóð. Gjafvarnarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hennar, 30.000 krónur. Dómsorð: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Sævar Baldursson, greiði málskostnað fyrir Hæstarétti, 32.630 krónur, sem renni Í ríkissjóð. Allur gjafvarnarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns stefndu, Huldu Jósefsdóttur, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. 14 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Mánudaginn 12. janúar 1976. Nr. 42/1974. Elías Bernburg (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Vélsmiðjunni Héðni h/f (Hákon Árnason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Einar Arnalds. Bifreiðar. Umferðarlög. Skaðabótamál. Sýkna. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu er einungis áfrýjað að því er varðar Vélsmiðjuna Héðin h/f. Áfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 27. febrúar 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 1. febrúar s. á. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum 911.895 krónur með 7% ársvöxtum frá 16. maí 1966 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að stað- festa hann. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, 60.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Elías Bernburg, greiði stefnda, Vélsmiðj- 15 unni Héðni h/f, málskostnað fyrir Hæstarétti, 60.000 krónur, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. október 1973. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 27. f. m., hefur Elías Bernburg, Meistaravöllum, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 12. og 13. apríl 1972, á hendur Vélsmiðjunni Héðni h/f, Reykjavík, og Hraðfrystihúsi Eskifjarðar h/f, Suður- Múlasýslu, til greiðslu in solidðum á skaðabótum að fjárhæð kr. 674.774 ásamt 7% ársvöxtum frá 16. maí 1966 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu hafa báðir gert þær dómkröfur, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda í máli þessu og hann verði dæmdur til þess að greiða þeim málskostnað að mati dómsins. Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f og Samvinnutryggingum g/t, báðum í Reykjavík, hefur verið stefnt til réttargæslu í máli þessu. Á hendur réttargæslustefndu eru engar kröfur gerðar, og þeir hafa heldur engar kröfur gert. Við munnlegan flutning málsins breytti stefnandi dómkröfum sínum á þá lund, að hann hækkaði þær í kr. 911.895 auk 7% ársvaxta frá 16. maí 1966 til greiðsludags. Þá krafðist hann einnig málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu stefndu var það samþykkt, að þessi hækkun dómkröfunnar mætti komast að í málinu án framhaldsstefnu. Leitast hefur verið við að koma á sátt í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Hinn 11. apríl 1966 réðst stefnandi til starfa hjá Vélsmiðjunni Héðni h/f, Reykjavík, og vann þar við járnsmíði, enda þótt hann væri eigi fagmaður. Stefnandi hafði áður unnið hjá þessu fyrir- tæki á árunum 1948— 1953. Strax eftir ráðningu hinn 11. apríl 1966 var stefnandi sendur austur á Eskifjörð og vann þar við uppsetningu á síldarverksmiðju, sem Vélsmiðjan Héðinn h/f var að byggja fyrir stefnda Hraðfrystihús Eskifjarðar h/f. Hinn 16. maí 1966, um kl. 5 síðdegis, vann stefnandi ásamt Har- aldi Þórðarsyni vélvirkja við að flytja járnboga frá bryggju til verksmiðjunnar. Áttu járnbogar þessir að vera yfir ofnana fyrir þurrkarann. Verk þetta unnu þeir samkvæmt fyrirmælum Ár- manns Sigurðssonar verkstjóra. Járnbogana fluttu þeir á vöru- bifreiðinni U 697, sem var eign stefnda Hraðfrystihúss Eskifjarðar 16 h/f. Ökumaður bifreiðarinnar var starfsmaður hraðfrystihússins. Pallur bifreiðarinnar var tjaldaður segldúk, sem breiddur var yfir járngrind, og varð aðeins farið upp á pallinn og niður af honum gegnum dyr á afturgafli þessa tjalds, en út frá dyrum þess- um og niður af pallinum var festur járnstigi. Þessi vörubíll var aðallega ætlaður til mannflutninga. Pallur bifreiðarinnar var 2.3 m á breidd, 4 m á lengd, en hæð hans frá jörðu var 1.3 m. Á pall bifreiðarinnar röðuðu þeir framangreindum járnbogum. Sam- kvæmt teikningu, sem lögð hefur verið fram af vörubilnum og járnbogunum, þá mun hér hafa verið um að ræða 9—10 stk. af járnbogum, þyngd þeirra verið um það bil 30 kg hver bogi, en radíus 1.6 m. Járnbogunum var raðað þannig á pallinn, að endar þeirra stóðu aftur af pallinum, að minnsta kosti 1—1% m sam- kvæmt framburði stefnanda, og hafa bogarnir því lokað stiganum niður af pallinum. Stefnandi og Haraldur Þórðarson stóðu aftur á palli bifreiðar- innar til þess að styðja járnbogana, meðan á flutningnum stóð. Í aðiljaskýrslu stefnanda, dags. 7. mars 1967 og staðfestri hér fyrir réttinum 28. mars 1968, segir m. a. svo: „Er við komum á áfangastað, fórum við aftur af pallinum, en ég kom það illa niður, að ég hælbrotnaði á hægra fæti. Við komumst ekki niður stigann af pallinum, þar sem flutningurinn var fyrir uppgangi hans, þannig að við urðum að stökkva niður“. Stefnandi taldi, að sennilega hafi hann fest vinstri fót einhvern veginn í járnbogunum, þegar hann stökk aftur af bílnum. Hafi það orðið til þess, að hann hafi komið meira niður á hægri fótinn. Vitnið Haraldur Þórðarson hefur komið fyrir réttinn og borið, að framangreindir járnbogar hafi legið sitt með hvorri hlið bíl- pallsins og komið saman um miðjuna aftan á pallinum, þannig að þeir hafi lokað fyrir stigann, sem þar var til að komast upp á pallinn. Vitnið mundi ekki betur heldur en það og stefnandi hafi stokkið aftur af pallinum í umrætt sinn. Vörubifreið þessi hafi verið yfirbyggð og ætluð til mannflutninga og ekki hafi verið hægt að komast að palli hennar annars staðar en aftan af henni. Haraldur kveðst hafa séð, þegar stefnandi stökk ofan af palli bif- reiðarinnar. Hafi stefnandi stigið með annan fótinn út á járn- bogana, sem við það muni hafa sporðreistst eitthvað lítillega, og hafi það orðið til þess, að Elías hafi komið óeðlilega hart niður á hægri fótinn. Ármann Sigurðsson verkstjóri hefur komið fyrir réttinn og 17 borið, að hann hafi verið verkstjóri hjá Vélsmiðjunni Héðni h/f við byggingu fyrrgreindrar síldarverksmiðju. Ekki kvaðst vitnið hafa séð, þegar stefnandi stökk af palli bifreiðarinnar, en komið að rétt í því, er slysið varð. Hann kvaðst hafa beðið þá Harald og stefnanda að annast þessa flutninga. Enginn verkstjóri hafi verið með þeim við þetta verk né hafi þeim verið sagt sérstaklega til, hvernig þeir skyldu haga sér við verkið. Vitnið taldi, að verk það, er þeim stefnanda og Haraldi var falið að framkvæma í umrætt sinn, hafi ekki verið það stórvægilegt, að þurft hafi verkstjóra til að segja þeim til um framkvæmd þess. Stefnandi hefur hinn 20. mars 1968 lýst því svo hér fyrir rétt- inum, þegar hann stökk af pallinum, að hann hafi ekki farið í gegnum rauf þá á yfirbyggingunni, sem hafi verið beint upp af stiganum upp á pallinn, heldur hafi hann beygt sig undir járnið, er lá þvert aftur af pallinum. Sagði stefnandi, að það gæti verið, að hann hafi stigið út á járnbogana, en mundi það ekki nákvæm- lega. Hinn 27. maí 1968 kemur stefnandi aftur fyrir rétt. Bar hann, að þeir Haraldur Þórðarson hafi í umrætt sinn staðið framarlega á palli bifreiðarinnar til að koma í veg fyrir, að bogarnir sporð- reistust og dyttu aftur af pallinum. Vegur sá, er þeir hafi ekið um, hafi verið slæmur. Því kvaðst stefnandi hafa bankað í aftur- rúðu vörubifreiðarinnar til að gera bílstjóranum aðvart um að aka varlega, þar eð hann teldi hættu á, að bogarnir gætu fallið aftur af. Enn kemur stefnandi fyrir rétt hinn 2. júní 1971. Bar stefn- andi þá, að bifreiðin hafi farið í holu eða öllu heldur lægð. Hafi bifreiðin síðan ekið upp á bakkann handan lægðarinnar og járn- bogarnir farið að lyftast og hafi verið hætta á því, að þeir sporð- reistust, enda hafi járnvinkill verið aftan á pallinum og bogarnir verið því mjög hálir á pallinum. Af þeim sökum hafi hann ekki talið annað vænna en hoppa niður af pallinum, en við það hafi slysið orðið. Stefnandi sagði, að bifreiðin hafi stöðvast um sama leyti, og var öruggur um það, að vél hennar hafi verið í gangi. Eftir slysið var stefnandi fluttur til læknis á Eskifirði. En þar sem læknirinn var ekki við, fékk stefnandi eigi læknishjálp fyrr en klukkan 0100 nóttina eftir. Lá hann síðan á Eskifirði í 3 daga og var eftir það fluttur til Reykjavíkur flugleiðis. Á slysavarð- stofunni segir stefnandi, að það hafi fyrst komið í ljós, að hann var hælbrotinn, og fékk hann þar viðeigandi meðferð. „ 18 Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir hefur skoðað stefnanda og metið örorku hans af völdum slyssins. Örorkumat læknisins er dags. 25. janúar 1967. Í niðurlagi vottorðsins segir svo: „Ályktun: Hér er um að ræða fertugan mann, sem slasast við vinnu sína fyrir 8 mánuðum, og brotnaði hægra hælbein. Hann var frá vinnu rúmlega 3 mánuði, en hefur nokkur óþægindi í fætinum, sem rekja má til slyssins. Hann hefur hlotið tímabundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 2 mánuði.. .. .. .... 100% örorka Íl mánuð.. ........ T5% — Í2mánuði.......... 50% — Í3 mánuði .......... 25% — og síðan varanleg órorka 15%'“ Á grundvelli þessa örorkumats hefur Þórir Bergsson trygginga- fræðingur reiknað út örorkutjón stefnanda af völdum slyssins. Tryggingafræðingurinn hefur þrívegis reiknað út tjónið, hinn 6. mars 1967, 11. maí 1971 og að síðustu hinn 23. sept. 1973. Niður- staða síðasta útreiknings tryggingafræðingsins hljóðar svo: „Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku . .. .. kr. 59.326.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. .. — 831.468.00 Samtals kr. 890.794.00 Frádráttur. 1. Elías hefur fengið greidda dagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir tímabilið frá 16. júlí 1966 til 22. ágúst 1966, kr. 8.781.80, og öÖrorkulífeyri í formi eingreiðslu 1. febr. 1967 að upphæð kr. 66.424.00. 2. Ekki hefur verið athugað, hver eðlileg lækkun verðmætis vinnutekjutaps er vegna skattfrelsis bóta. Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað T% vexti p. a., dánarlíkur ís- lenskra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Stefnandi sundurliðar dómkröfur sínar þannig: 19 1. Atvinnu- og Öörorkutjón .. .. .. kr. 890.794 2. Bætur fyrir þjáningar og lýti .. — 100.000 3. Útlagður kostnaður .. .. .. .. — 10.200 Samtals kr. 1.000.994 Frá þessari fjárhæð dregur stefnandi bætur frá Trygginga- stofnun ríkisins, kr. 75.202, og kaup frá atvinnuveitanda eftir slys, kr. 12.894, eða samtals kr. 88.099. Eftir standa þá kr. 911.895, sem er kröfugerð stefnanda, svo sem vikið er að í upphafi dóms- ins. Mál út af slysi þessu var upphaflega þingfest 19. september 1967. Höfðaði stefnandi þá mál á hendur Vélsmiðjunni Héðni h/f og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f til réttargæslu. Hinn 9. júlí 1971 höfðaði stefnandi sakaukamál á hendur Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar og Samvinnutryggingum g/t til réttargæslu. Þetta mál var hafið vegna útivistar lögmanns stefnanda hinn 6. september 1971. Stefnandi höfðaði mál það, er hér er til úrlausnar, með stefnu, birtri 12. og 13. apríl 1972, og var það þingfest 27. júní 1972. Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar þannig, að orsök þessa slyss verði rakin til óforsvaranlegrar verkstjórnar af hálfu stefnda Vélsmiðjunnar Héðins h/f og lélegs umbúnaðar á farmi svo og til ógætilegs aksturs bifreiðarinnar og beri því stefnda Vélsmiðjunni Héðni h/f að bæta stefnanda tjón hans ásamt meðstefnda Hrað- frystihúsi Eskifjarðar h/f, er beri ábyrgð á tjóninu skv. 67. og 69. gr. umferðarlaga. Stefnandi telur, að stefndu beri solidariska ábyrgð á tjóni vegna slyssins. Stefndi Vélsmiðjan Héðinn h/f rökstyður sýknukröfu sína með því, að vörubíllinn hafi staðið kyrr, þegar slysið varð, og hafi stefnandi með ýmsu móti getað farið niður af bílpallinum án þess að stökkva. Reyndar sé stefnandi ekki sjálfum sér samkvæmur um slysið, en auðvitað verði að byggja á fyrstu frásögn hans. Þessi stefndi mótmælir því alveg, að stefnandi hafi neyðst til þess að stökkva af bílpallinum, svo sem haldið er fram í stefnu. Full- yrðingum stefnanda um óforsvaranlega verkstjórn og umbúnað af hálfu þessa stefnda er mótmælt sem röngum, órökstuddum og ósönnuðum, enda sé það mála sannast, að ekkert sé fram komið, er fellt geti ábyrgð á stefnda Vélsmiðjuna Héðin h/f. Að endingu bendir þessi stefndi á það, að verk það, sem stefnanda og Haraldi Þórðarsyni hafi verið falið að gera í umrætt sinn, hafi verið ein- 20 falt verk og því hafi engin þörf verið á sérstakri verkstjórn, enda hafi hér verið um reynda starfsmenn að ræða. Stefndi Hraðfrystihús Eskifjarðar h/f styður sýknukröfu sína Þeim rökum, að kröfur stefnanda á hendur honum í máli þessu hafi verið fyrndar, þegar mál þetta var höfðað. Þá hafi verið liðin meira en 6 ár, frá því að umrætt slys hafi orðið, en kröfur út af slysum sem þessum fyrnist á 4 árum skv. 78. gr. umferðarlaga. Í öðru lagi reisir stefndi þessi sýknukröfu sína á því, að slys það, sem hér um ræðir, sé honum með öllu óviðkomandi. Það sé ósannað, að slysið hafi orðið með þeim atvikum, að yfirleitt geti að lögum varðað aðra fébótaábyrgð. Þótt svo yrði litið á, heldur stefndi því fram, að ábyrgð geti ekki varðað sig að lögum. Minnir stefndi á, að bifreiðarstjórinn minnist ekki slyssins. Þá hefur þessi stefndi vakið athygli á því, að í fyrstu aðilja- skýrslu stefnanda, sem dagsett er og undirrituð af honum 7. mars 1967, skýri stefnandi m. a. svo frá: „Er við komum á áfangastað, fórum við aftur af pallinum, en ég kom það illa niður, að ég hæl- brotnaði á hægra fæti ...“. Samkvæmt þessari frásögn stefnanda hafi bifreiðin verið komin á áfangastað, þ. e. stöðvuð á afferm- ingarstað, er hann fór niður af vörupallinum. Í nefndri frásögn komi fram, að hann hafi stokkið niður af pallinum. Þessi lýsing stefnanda á atvikum sé í engu samræmi við frásögn lögmanns hans í stefnu, sem mótmælt sé sem rangri. Við yfirheyrslur undir rekstri málsins hinn 28. mars og 27. maí 1968, er stefnandi gaf aðiljaskýrslu á bæjarþingi Reykjavíkur, er í engu hvikað frá upphaflegri frásögn hans um aðdraganda slyssins. Hins vegar verði annað uppi á teningnum 2. júní 1971, meira en þremur árum seinna. Þá bregði svo við, að stefnandi sé tekinn að skýra frá málavöxtum líkt því, sem rakið er í stefnu. Gerir þessi stefndi þá kröfu, að seinni frásögn stefnanda verði að engu höfð, og telur hann einsætt, að þar sé stefnandi farinn að halla réttu máli. Beri ótvírætt fremur að miða við hina upprunalegu frásögn hans. Með því að bifreiðin var stöðvuð, þegar slysið varð, verði það ekki rakið til notkunar bifreiðarinnar sem slíkrar. Ábyrgð skv. 6. kafla umferðarlaga sé því ekki til að dreifa. Þegar af þeirri ástæðu sé hugsanleg fébótaábyrgð á tjóni stefnanda af völdum nefnds slyss honum óviðkomandi. Jafnvel þótt reyndi á ábyrgðarreglu umferðarlaga, heldur þessi stefndi því fram, að um bótarétt stefnanda geti ekki verið að ræða vegna eigin sakar hans, sbr. 3. mgr. 67. gr. laganna. Stefnandi segist hafa stokkið niður af bifreiðinni. Þetta hafi verið mjög gá- 21 leysislegt tiltæki og fallið til að valda honum meiðslum. Þetta hafi verið ófært með öllu. Alveg sé ósannað annað en stefnandi hafi komist niður af bílpallinum með eðlilegum hætti. Stefnandi sé sver vexti og greinilega mjög þungur miðað við hæð, en hann sé maður lágvaxinn. Samkvæmt teikningunni á rskj. nr. 14 sé hæðin af bílpallinum til jarðar 1.3 m. Í þessu sambandi vekur stefndi athygli á bví, að stefnandi og Haraldur Þórðarson, starfs- félagi hans, hafi borið ábyrgð á hleðslu bifreiðarinnar. Þeim hafi verið falið að flytja nefnda járnboga frá bryggju að byggingar- stað og lögð til bifreið í því skyni. Því hafi mátt treysta, að þeir framkvæmdu þetta einfalda verk á þann veg, að bæði farminum og þeim sjálfum væri borgið. Niðurstaða dómsins. Svo sem fyrr er rakið, varð stefnandi fyrir áðurgreindu slysi hinn 16. maí 1966. Honum var metin örorka af völdum slyssins hinn 25. janúar 1967, og örorkutjón hans var reiknað út hinn 6. mars 1967. Samkvæmt 78. gr. umferðarlaga nr. 26 2. maí 1958 fyrnast allar bótakröfur á hendur þeim, sem ábyrgur er, og vá- tryggingarfélagi á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, er kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Samkvæmt þessu ákvæði hefst fyrn- ingarfrestur í máli þessu gagnvart stefnda Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar h/f hinn 1. janúar 1968. Svo sem fyrr getur, var mál þetta höfðað gegn Hraðfrystihúsi Eskifjarðar h/f með stefnu, birtri 13. apríl 1972, og voru þá kröfur stefnanda á hendur þessum stefnda fyrndar, enda liðu meira en 6 mánuðir, frá því að fyrrgreint sak- aukamál á hendur honum var hafið, hinn 6. september 1971, og bar til stefna var birt honum í þessu máli, sbr. 11. gr. laga um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14 20. okt. 1905. Ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna þennan stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Rétturinn lítur svo á, að það hafi verið það einfalt verk að laða bílinn og afferma, að ekki hafi verið þörf sérstakrar verk- stjórnar við það verk, enda var stefnandi reyndur starfsmaður, 39 ára gamall, er slysið varð, og Haraldur Þórðarson 23 ára gamall og útlærður vélvirki. Ekki verður heldur talið, að bíll sá, sem notaður var, hafi verið óforsvaranlegur til flutninga þessara né að það hafi verið hættulegt að fara niður af palli bifreiðarinnar, ef aðgát var við höfð. Þá telur rétturinn, að byggja verði á fyrstu frásögn stefnanda frá 7. mars 1967 um það, að bíllinn hafi verið kominn á áfangastað, þegar þeir félagar stukku niður af pall- 22 inum. Samkvæmt því, sem nú hefur verið getið, telst slys stefn- anda ekki verða rakið til neinna atvika, sem stefndi Vélsmiðjan Héðinn h/f eigi að bera fébótaábyrgð á, heldur annað hvort til gáleysis stefnanda sjálfs eða klaufaskapar hans í umrætt sinn, og verður hann því einn að bera allt tjón sitt af völdum slyssins. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í máli þessu falli niður. Mganús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Vélsmiðjan Héðinn h/f og Hraðfrystihús Eski- fjarðar h/f, eiga að vera sýknir af öllum kröfum stefnandans, Elíasar Bernburgs, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Þriðjudaginn 20. janúar 1976. Nr. 178/1976. Sveinn H. Valdimarsson hæstaréttarlögmaður f. h. þrotabús Oks h/f, Reykjavík, gegn Viðari Þórðarsyni f. h. Birgis Viðarssonar. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Kærumál. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 11. desember 1975. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 22. desember 1975. Krefst sóknaraðili þess, að hinum kærða úr- skurði verði breytt á þá lund, að máli varnaraðilja á hendur sóknaraðilja verði vísað frá skiptarétti Reykjavíkur. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. 23 Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, samþykkti skiptafundur í þrotabúi Oks h/f 28. júní 1974 að fela Sveini H. Valdimarssyni hæstaréttarlögmanni að flytja mál þetta. Skýra verður ákvæði 2. tl. 21. gr. laga nr. 75/1973 með hliðsjón af 1. tl. sömu greinar. Lagaheimild brestur því til kæru máls þessa til Hæstaréttar. Bétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðilja kærumálskostn- að, sem ákveðst 12.000 krónur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Sveinn H. Valdimarsson hæstaréttarlög- maður f. h. þrotabús Oks h/f, Reykjavík, greiði varnar- aðilja, Viðari Þórðarsyni f. h. Birgis Viðarssonar, kæru- málskostnað, 12.000 krónur, að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 8. desember 1975. I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 5. þ. m., var þingfest í skiptarétti Reykjavíkur 28. júní 1974. Sóknaraðili er Viðar Þórðarson, Svöluhrauni 8, Hafnarfirði, f. h. ófjárráða sonar síns, Birgis Viðarssonar. Varnaraðili er þrotabú Oks h/f, Reykjavík. Í greinargerð hefur sóknaraðili gert þær kröfur í málinu, að honum verði greitt af eignum varnaraðilja kr. 1.229.622 með 7% ársvöxtum af kr. 876.208 frá 28. mars 1972 til 1. maí 1973 og með 9% ársvöxtum af kr. 1.229.622 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að mati réttarins. Varnaraðili hefur í greinargerð gert þá kröfu aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi og að sóknaraðilja verði dæmt að greiða honum málskostnað. Til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum sóknaraðilja og málskostnaðar úr hans hendi, en til þrauta- vara, að kröfur sóknaraðilja verði lækkaðar. Munnlegur málflutningur fór fram um frávísunarkröfu varnar- aðilja hinn 5. þ. m. Í þessum þætti málsins gerir varnaraðili þær kröfur, að málinu 24 verði vísað frá skiptaréttinum og að sóknaraðilja verði gert að greiða honum málskostnað. Sóknaraðili krefst þess, að frávísunarkröfunni verði hrundið og að varnaraðilja verði dæmt að greiða honum málskostnað í þessum þætti málsins. II. Málavextir eru þeir, að með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur hinn 25. nóvember 1971 var bú Oks h/f, Reykjavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum er ekki lokið í þrotabúi þessu. Annað félag, Ok h/f, Steypustöð, Hafnarfirði, var tekið til gjaldþrotaskipta í Hafnarfirði með úrskurði, uppkveðnum 15. desember 1971. Skiptum í því búi er heldur ekki lokið. Upplýst er, að ofangreind fyrirtæki voru bæði eign sömu aðilja, og stjórn þeirra og rekstur var nátengdur. Félagið í Reykjavík var verktakafyrirtæki, sem fékkst við byggingar og aðra mannvirkjagerð, en starfsemin í Hafnarfirði virðist aðallega hafa verið fólgin í rekstri steypustöðvar, og átti það fyrirtæki steinsteypustöð í Hafnarfirði og hafði athafnasvæði við hana. Hinn 28. mars 1972 fór drengurinn Birgir Viðarsson, sem var þá tæplega 10 ára gamall, inn í skúr á athafnasvæði Oks h/f, Steypustöðvar í Hafnarfirði. Með Birgi var jafnaldri hans. Í skúrnum fundu þeir sprengiefni, og kveikti Birgir í því, svo að af varð sprenging. Við sprenginguna slasaðist Birgir. Er því haldið fram af sóknaraðilja, að orsök slyssins sé stórfellt gáleysi við geymslu sprengiefnisins, sem slysinu olli. Staður sá, sem sprengiefnið var geymt á, hafi verið algerlega óhæfur staður til geymslu slíks efnis og Ok h/f, Reykjavík, hafi borið ábyrgð á geymslu sprengiefnisins og því eða starfsmönnum þess hafi verið kunnugt um, að sprengiefnið var geymt í fyrrnefndum skúr. Hefur sóknaraðili málsins krafist þess, að honum verði fyrir hönd Birgis greitt af eignum þrotabús Oks h/f, Reykjavík, sem forgangskröfu fjárhæð þá, sem greind er í kafla I að framan. Sóknaraðili hefur einnig þingfest sérstakt skiptaréttarmál fyrir skiptarétti Hafnarfjarðar og gert þær kröfur, að honum verði greitt af eignum þrotabús Oks h/f, Steypustöðvar, Hafnarfirði, sem forgangskröfu kr. 1.229.622 ásamt vöxtum og málskostnaði. Því skiptaréttarmáli er ekki lokið, en kröfur sínar í því máli rök- styður sóknaraðili á þann hátt, að þetta fyrirtæki hafi borið 25 ábyrgð ásamt fleirum á vangeymslu sprengiefnisins. Beri því að greiða drengnum Birgi skaðabætur af eignum búsins. Þá hefur sóknaraðili í júní 1974 höfðað skaðabótamál fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar gegn Sveini Ingimar Skaftasyni, Ný- býlavegi 28 B, Kópavogi, Jóni Bergssyni, Kelduhvammi 27, Hafn- arfirði, og Guðna Þórði Tómasi Sigurðssyni, Aratúni 20, Garða- hreppi, sem allir voru stjórnarmenn beggja fyrirtækjanna, sem nú hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Einnig hefur sóknaraðili beint málssókninni gegn Þórði Sigurðssyni, Lækjarfit 7, Garða- hreppi, sem var verkstjóri fyrirtækisins í Hafnarfirði. Jafnframt hefur sóknaraðili höfðað málið gegn fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs. Í bæjarþingsmáli þessu, sem enn er á gagnaöflunarstigi, hefur sóknaraðili krafist þess, að stefndu í málinu verði in solidum dæmdir til að greiða Birgi Viðarssyni skaðabætur að fjárhæð kr. 1.229.622 ásamt vöxtum og málskostnaði. Ill. Varnaraðili styður kröfu sína um frávísun málsins þeim rökum, að sóknaraðili hafi höfðað mál út af sama atviki og með sömu kröfum bæði fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar gegn fjórum ein- staklingum og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og fyrir skipta- rétti Hafnarfjarðar gegn þrotabúi Oks h/f, Steypustöðvar. Þetta sé andstætt grundvallarreglum íslensks réttarfars, einkum brjóti þetta í bág við 3. mgr. 104. gr., 46., sbr. 45. grein einkamálalag- anna nr. 85/1936. Beri því að vísa máli þessu frá dómi. Sóknaraðili heldur því fram, að það sé skiptaréttur Reykja- víkur einn, sem hafi úrskurðarvald um það, hvort taka eigi til greina kröfu sóknaraðilja um greiðslu skaðabóta af eignum varn- araðilja, sbr. 33. og 90. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Beri því að hrinda frávísunarkröfu varnaraðilja. IV. Fallast ber á það með sóknaraðilja, að úrlausn málsins beri undir skiptarétt Reykjavíkur, sbr. 33. og 90. gr. skiptalaganna nr. 3/1878, og þar sem hvorki skiptaréttur Hafnarfjarðar né bæj- arþing Hafnarfjarðar hafa lögsögu um kröfur sóknaraðilja á hendur varnaraðilja, ber að hrinda frávísunarkröfu varnaraðilja, enda verður eigi talið, að þær lagagreinar, sem varnaraðili vitnar til, haggi þessari niðurstöðu. Rétt þykir að taka afstöðu til málskostnaðar í þessum þætti málsins við væntanlega efnisúrlausn í málinu. 26 Bjarni Kristinn Bjarnason setuskiptaráðandi kveður upp úr- skurð þennan, en með úrskurði, uppkveðnum 28. júní 1974, vék skiptaráðandinn í Reykjavík, Friðjón Skarphéðinsson yfirborgar- fógeti, sæti í málinu. Úrskurðarorð: Frávísunarkrafa varnaraðilja er ekki tekin til greina. Þriðjudaginn 20. janúar 1976. Nr. 10/1976. Emma Þorsteinsdóttir og Jón Þorsteinsson gegn Þorsteini Aðalsteinssyni Gunnari Þorsteinssyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Landskipti. Synjað um dómkvaðningu mafsmanna. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 22. desember 1975, sem Hæstarétti barst 12. janúar 1976, hafa sóknaraðiljar kært úrskurð, uppkveðinn á aukadómþingi Þingeyjarsýslu 22. desember 1975. Krefjast þeir þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómara „aðallega að dómkveðja þrjá óvil- halla og hæfa utanhéraðsmenn til að framkvæma undirland- skipti á jörðinni Geiteyjarströnd II í Skútustaðahreppi, en til vara að dómkveðja fjóra utanhéraðsmenn til að framkvæma yfirlandskipti á jörðinni“. Þá krefjast sóknaraðiljar kæru- málskostnaðar óskipt úr hendi varnaraðilja. Frá varnaraðiljum hafa hvorki borist kröfur né greinar- serð. 27 Af gögnum máls verður ráðið, að Geiteyjarströnd ll sé sérstakt býli í óskiptri sameign málsaðilja. Beiðni sóknar- aðilja um dómkvaðningu beinist að því, að skipt verði eignar- hluta þeirra úr landi býlis þessa. Kröfu sína um landskipti reisa sóknaraðiljar eingöngu á ákvæðum landskiptalaga nr. 46/1941. Samkvæmt ákvæðum 1. gr. þeirra laga er það skil- yrði þess, að landskipti fari fram samkvæmt þeim lögum, að land það, sem skipta á, hafi verið til samnota fyrir tvö eða fleiri býli. Hér stendur ekki þannig á, og geta sóknaraðiljar því ekki reist kröfur sínar um landskipti á reglum nefndra laga. Verða kröfur sóknaraðilja því ekki teknar til greina, og ber að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður aukadómbþings Þingeyjarsýslu 22. desember 1975. Ár 1975, mánudag 22. desember, var á aukadómþingi Þingeyjar- sýslu, sem Sigurður Gizurarson sýslumaður hélt í skrifstofu em- bættisins í Húsavík, kveðinn upp úrskurður í aukadómþingsmál- inu nr. 10/1975: Magnús Thorlacius f. h. Emmu Þorsteinsdóttur og Jóns Þorsteinssonar gegn Þorsteini Aðalsteinssyni og Gunnari og Þorsteini Þorsteinssonum. Mál þetta var tekið til úrskurðar í dag. Málið er til komið vegna beiðni Magnúsar Thorlacius hæsta- réttarlögmanns f. h. Emmu Þorsteinsdóttur og Jóns Þorsteinssonar um, að dómkvaddir verði 3 undirlandskiptamenn til að fram- kvæma landskipti á Geiteyjarströnd II, og til vara, ef við þeirri beiðni verður ekki orðið, að dómkvaddir verði 4 yfirlandskipta- menn til að framkvæma yfirlandskipti samkvæmt 6. gr. laga nr. 46/1941. Skal nú víkja að málavöxtum og úrskurður lagður á málið: Í greinargerð sóknaraðilja eru þessar dómkröfur gerðar: Aðallega, að dómkvaddir verði þrír óvilhallir og hæfir utan- héraðsmenn til að framkvæma umbeðin landskipti á jörðinni Geit- eyjarströnd Il í Skútustaðahreppi, en til vara, að dómkvaddir verði fjórir óvilhallir og hæfir yfirmatsmenn til að framkvæma umbeðin skipti. Krafist er málskostnaðar úr hendi varnaraðilja in solidum. 28 Aðalkrafa: Lög nr. 46/1941 um landskipti geyma reglur um, hverjir séu landskiptamenn, sbr. 4. gr. laganna. Samkvæmt þeirri grein skipar sýslumaður oddamann til að framkvæma landskipti ásamt tveimur úttektarmönnum hrepps. Úttektarmenn hafa hlotið skipan samkvæmt 46. gr. laga nr. 36 frá 29. mars 1961. Lögmaður sóknaraðilja rökstyður dómkröfu sína á þann veg, að matsmenn hafi hafnað að framkvæma landskiptin á augljóslega röngum grundvelli og því vanrækt skyldu sína og orðið vanhætir. Um þessa staðhæfingu þykir rétt að taka fram: Í landskipta- lögum nr. 46 er gert ráð fyrir því, að landskiptamenn kunni að hafna kröfu um landskipti, sbr. 1. gr., 3. gr., 3. mgr., og 6. gr. lag- anna. Lögin heimila hvergi, að sýslumaður taki að segja mats- mönnum fyrir verkum. Matsmennirnir hafa ekki gerst vanhætfir, sbr. meginreglur 46. gr. laga nr. 36/1961 og 36. gr. laga nr. 85/ 1936. Hefur sýslumaður því ekki með stjórnsýslugerningi kvatt nýjan oddamann til starfa né heldur hafa varaúttektarmenn tekið við störfum aðalmanna. Varakrafa: Undirlandskiptamenn höfnuðu kröfu um landskipti á skiptafundi 9. okt. 1974. Lögmanni skiptabeiðenda var tilkynnt um skiptafund þennan með símskeyti. Á fundinum mætti Jón 1I1- ugason, oddviti Skútustaðahrepps, af hálfu skiptabeiðenda. Lög- maður skiptabeiðenda hafði því tök á þegar eftir fundinn að kynna sér, hvað gerðist á honum. Hann beiddist hins vegar ekki dómkvaðningar yfirmatsmanna fyrr en í júní 1975. Var því 6 mánaða frestur samkvæmt 5. gr. landskiptalaga liðinn. Að svo vöxnu máli er ekki unnt að verða við kröfu sóknaraðilja um dómkvaðningu undirmatsmanna eða yfirmatsmanna. Málskostnaður fellur niður. Því úrskurðast: Krafa Emmu Þorsteinsdóttur og Jóns Þorsteinssonar um dómkvaðningu þriggja hæfra og óvilhallra utanhéraðsmanna til að framkvæma landskipti á jörðinni Geiteyjarströnd II í Skútustaðahreppi er ekki tekin til greina. Varakrafa sömu aðilja um dómkvaðningu 4 óvilhallra manna til að framkvæma yfirlandskipti á Geiteyjarströnd 11 í Skútustaðahreppi er ekki tekin til greina. Málskostnaður fellur niður. 29 ni Ú Miðvikudaginn 28. janúar 1976. Nr. 81/1975. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Halldóri Sveinbirni Kristjánssyni (Páll S. Pálsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Brot gegn lögum um dýravernd og búfjárrækt. Dómur Hæstaréttar. Málavextir og málsgögn eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Skilja verður ákæruna í máli þessu þannig, að ákærði sé sóttur til saka fyrir að hafa vanfóðrað og vanhirt þau hús- dýr sín, sem nefnd eru í ákæruskjali, þ. e. nautgripi, sauðfé og hross. I. Af sögnum máls kemur fram, að ákærði hefur haft 14—16 hross á búi sínu. Í skýrslu þeirra Páls A. Pálssonar yfirdýra- læknis og Odds Rúnars Hjartarsonar héraðsdýralæknis frá 8. febrúar 1963 um skoðun þeirra 6. s. m. á búfé og aðbúnaði búfjár ákærða segir svo um hross hans: „Hross, 14 að tölu, voru úti, en virtust enn sæmilega á sig komin. Bóndi upp- lýsti, að þeim hefði verið ætlað hús í þeim hluta fjárhússins, sem enn er með þaki“. Var skýrsla þessi lögð fram í sakadómi 12. október 1974, og staðfesti yfirdýralæknir hana 17. s. m., en héraðsdýra- læknir 12. þess mánaðar. Bar hann þá, að hann hefði séð hross tilsýndar að Heynesi, en aldrei skoðað þau. Í sakadómi 12. október 1974 bar ákærði, að hross sín hafi gengið úti og þeim hafi aðeins verið gefið, ef þörf hafi verið á. Þau hafi lítið verið á húsi seinni árin. Jón Ottesen, hreppstjóri í InnrisAkraneshreppi, kom að Heynesi með sýslumanni Myra- og Borgarfjarðarsýslu og 30 héraðsdýralækni hinn 30. mars 1973. Segir hreppstjóri hross þá hafa verið úti. Hann hafi ekki litið á þau, en telji, „að þau hafi verið í lagi“. Gísli Þórðarson baðvörður, sem kom að Heynesi til ákærða 9. febrúar 1963, ber í sakadómi 17. október 1974, að „hross, er voru úti, virtust vera Í góðu lagi“. Ekki er sannað, að ákærði hafi vanhirt eða vanfóðrað hross sín, né heldur, að þau hafi eigi verið hýst, ef þörf var á. Verður ákærði því sýknaður af þessu ákæruatriði. II. Með skírskotun til þess, sem rakið er í héraðsdómi um með- ferð, fóðrun, hirðingu og húsakost sauðfjár og nautpenings ákærða, þykir hann hafa gerst brotlegur við lagaákvæði þau, er í hinum áfrýjaða dómi greinir. Svo sem í héraðsdómi getur, er sök ákærða ekki að neinu leyti fyrnd, enda er hér um að ræða ólöglegt ástand, er haldist hefur allt frá því á árinu 1962. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30.000 króna sekt, er að 2 hluta renni til ríkissjóðs og að 23 hlutum til Búnaðar- félags Innra-Akraneshrepps. Verði sektin eigi greidd innan Á vikna frá birtingu dóms þessa, afpláni ákærði hana með varð- haldi 10 daga. Samkvæmt 18. gr. laga um dýravernd nr. 21/1957, nú 19. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 38/1968, skal ákærða óheimilt í 5 ár frá birtingu dóms þessa að telja að hafa í umráðum sínum nautgripi og sauðfé. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostn- aðar. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 50.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans hér fyrir dómi, 50.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Halldór Sveinbjörn Kristjánsson, greiði 30.000 króna sekt, er að %% hluta renni til ríkissjóðs og að % öl hlutum til Búnaðarfélags Innra-Akranesshrepps. Verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa að telja, komi varðhald 10 daga í stað hennar. Ákærða er í 5 ár frá birtingu dóms þessa að telja óheimilt að hafa í umráðum sínum nautgripi og sauðfé. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostn- aðar á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 50.000 krónur, og laun skipaðs verjanda síns, Páls S. Pálssonar hæstaréttar- lögmanns, 50.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 11. febrúar 1975. Ár 1975, þriðjudaginn 11. febrúar, var á dómþingi sakadóms Myýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem háð var í Borgartúni 7 í Reykja- vík, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Halldóri Sveinbirni Kristjánssyni, sem tekið var til dóms 27. f. m. Málið er höfðað með ákæruskjali saksóknara ríkisins, dagsettu 14. maí 1973, gegn ákærða, „Halldóri Sveinbirni Kristjánssyni, bónda að Heynesi, Innra-Akraneshreppi, fæddum þar 7. maí 1918, fyrir að hafa með illri aðbúð og umhirðu skepna á bæ sínum farið svo illa með búfénað sinn, einkum nautgripi og kindur, að við skoðun 30. mars s.l. voru allar mjólkurkýr ákærða vanfóðraðar og þar af ein horfóðruð, ein kvíga fengin var horfóðruð og 14 kálfar allir vanfóðraðir, sumar kúnna voru lúsugar og ein hárlaus á vinstri síðu, og allir voru gripirnir með flórklepra á lærum og kviði. Í fjárhúsum, óhæfum að umbúnaði, sem hvorki halda vatni né vindum og hanga uppi að því er virðist á hliðarstífum, voru 54 kindur allar vanfóðraðar. Auk þess á ákærði og heldur við sömu aðstæður 16 hross. Ákærða er gefið að sök að hafa allt frá árinu 1962 og til þessa, þrátt fyrir ítrekaðar aðfinnslur á því tíma- bili öllu af hálfu opinberra aðila og fyrirmæli um úrbætur, síðast fulltrúa sýslumanns í þinghaldi 9. apríl s.l., vanhirt og vanfóðrað svo búfénað sinn, að hann hefur liðið sakir fóðurskorts og illrar umhirðu. Áðurtalinn búfénað hafði ákærði á fóðrum s.l. vetur, þrátt fyrir að hann í lok október s.l. ætti, samkvæmt athugun 32 forðagæslumanna, litlar sem engar heybirgðir og aðeins skemmt hey, það litla sem var. Þykir framangreint atferli ákærða varða við 1. gr. og 2. gr. sbr. 13. gr., sbr. 1. mgr. 17. gr. laga um dýravernd nr. 21/1957 og 76. gr., sbr. 81. gr. laga um búfjárrækt nr. 21/1965. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og að ákærði verði samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga um dýravernd sviptur heimild til að eiga dýr og hafa í um- ráðum sínum“. Samkvæmt vottorði frá sakaskrá ríkisins hefur ákærði hvorki sætt refsingu né öðrum viðurlögum, svo að kunnugt sé. Málavextir eru þessir: Ákærði í máli þessu, Halldór Sveinbjörn Kristjánsson, hefur alla tíð átt heima í Heynesi í Innra-Akraneshreppi, en þar bjuggu foreldrar hans. Ákærði er eigandi jarðarinnar og hefur rekið þar búskap frá árinu 1952. Síðustu 3—4 árin kveðst hann hafa rekið búskapinn einn síns liðs, en þó fengið aðstoð á sumrin við hey- skapinn. Bústofninn hjá ákærða hefur að jafnaði verið 11—16 kýr ásamt nokkru af kálfum, um 50 kindur, eða rúmlega það, og 14—16 hross. Í bréfi Búnaðarfélags Íslands, dags. 29. nóvember á sl. ári, segir svo um bústofn og fóðurforða ákærða á haustnóttum 1974: „Búfé á fóðrum: Fóðurforði: möð 5 mjólkurkýr Fyrningar 25 10 geldneyti Þurrhey 466 8 kálfar Vothey 50 50 ær 2 hrútar 14 gemlingar hestar 4 v. og eldri hryssur 4 v. og eldri tryppi folald. = No CO Mat forðagæzlumanna á heyforða þessum er samtals 29.550 F.E., en fóðurþörf bústofnsins 27.500 F.E. Er þá miðað við metna meðalþörf fóðurs á hverja tegund búfjár í hreppnum. Tún jarðar- innar er talið í árslok 1973 vera 21.6 hektarar“. Á undanförnum árum hefur búrekstur ákærða verið kannaður annað veifið vegna gruns um, að búfénaður hans sætti illri aðbúð og umhirðu. Verður nú rakið það, sem fram hefur komið um þetta í vottorðum skoðunarmanna, framburðum vitna og framburði ákærða sjálfs. Hinn 23. janúar 1961 skoðaði Oddur Rúnar Hjartarson héraðs- dýralæknir að beiðni sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fjós og peningshús að Heynesi. Var með honum við skoðunina Þorgrímur Jónsson, bóndi að Kúludalsá í Innra-Akraneshreppi, fóðurbirgðamaður hreppsins. Segir svo í skýrslu Odds um skoðun þessa: „Umhverfis íbúðarhús og peningshús úir og grúir af alls konar drasli, hálfgröfnu í forina, sem umhverfis húsin er. Fjósið er einstætt 12 kúa fjós, einangrað að nokkru leyti með torfi. Loftræsing er engin, enda óþörf, því að langveggurinn með fram tröðinni (örmjó silla fyrir aftan flórinn) er mjög óbþéttur, þannig að bæði rignir og blæs í gegnum hann. Veggurinn milli hlöðu og fjóss er einnig mjög óþéttur. Flórinn er mjög slæmur, mjór og næstum hallalaus, en steinsteyptur. Jötur eru mjóar og hálffullar af röku og föstu moði. Fóðurgangur er enginn. Moldar- básar klæddir timbri, ósléttir og óhreinir, eru í fjósinu. Mjög lágt er undir loft. Tveir litlir og óhreinir gluggar eru í fjósinu, báðir við suðurgafl. Þar af leiðandi er mjög dimmt í fjósinu. 11 Kýr og 1 geldneyti eru í fjósinu, og eru þau öll óhrein og illa hirt, en í sæmilegum holdum. Út úr einum júgurfjórðungi á tveim kúm hefur grafið (Mastitis necrotidans), og þeir fjórð- ungar eru óstarfhæfir. Ein kýr er með júgurbólgu, vegna þess að kálfur hefur losnað í fjósinu og hann sogið kúna. Mjólkurílát og mjólkursigti eru þakin þykkri skán af mjólkur- steini og óhreinindum. Mjólkin er kæld í djúpum vatnslausum brunni. Vatnsbólið (steyptur og illa lokaður brunnur) fyrir menn og skepnur er staðsett þannig, að því hallar frá opnu haugstæði. Vatnið í vatnsbólinu er ekki tært, og ýmis óhreinindi fljóta á yfirborði vatnsins. Hvorki finnst vatnssalerni né kamar að Heynesi. Heyhlaðan er byggð úr bárujárnsplötum. Í aðra hliðina vantar að minnsta kosti tvær bárujárnsplötur. Sama er að segja um þakið á hlöðunni. Óþéttleiki hlöðunnar orsakar dragsúg mikinn í fjósinu. Fjárhúsin eru hriplek, óþétt og komin að falli. Engar grindur eru í þeim. Jöturnar eru næstum fullar af blautu þéttu moði. Ástand fjárhúshlöðunnar er ámóta og fjárhúsanna. 3 öd Í örlitlum skúr í horninu milli fjárhúsa og fjárhúshlöðu eru hvorki meira né minna en sex vetrungar og tvö haustborin lömb. Holdafar þessara dýra var ekki svo slæmt. Jöturnar hér voru hálf- fullar eins og í fjárhúsunum. Birtan í kofanum er mjög takmörk- uð, og rétt fyrir utan dyrnar er mjög hár mykjuhaugur. Það er alger óhæfa að hafa þessi átta dýr í þessum kofa, sem er algerlega ónýtur. Öll gripahús að Heynesi eru, að mínu áliti, gjörsamlega ónot- hæf. Öll umhirðing fjóss og mjólkuráhalda er endemi, sem hvergi ætti að sjást, og mjólkurframleiðsla við slíkar aðstæður og að Heynesi er algerlega fráleit“. Hinn 10. apríl 1962 skoðaði Oddur Rúnar Hjartarson aftur að beiðni sýslumanns mjólkurkýr, geldneyti og fjós að Heynesi. Samtímis kveðst hann hafa skoðað, hvort 6 kvígur, sem voru hafðar í kofa við fjárhúshlöðu, hefðu verið fjarlægðar. Segir á bessa leið í skýrslu um skoðunina: „Öllum kvígunum, sem voru freklega vanfóðraðar, nema einni, hafði verið komið fyrir að Kjaranstöðum í sama hreppi. Þessi eina kvíga var nýborin og því flutt yfir í fjós til hinna kúnna. Gripahúsum að Heynesi ætla ég ekki að lýsa, en vísa í þess stað til skýrslu minnar dags. 24. janúar 1961, sem sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur undir höndum. Rétt þykir að taka fram, að gripahús að Heynesi hafa versnað frá 24. jan. 1961— 10. apr. 1962. Kýrnar í „fjósinu“ að Heynesi eru að mínu áliti vanfóðraðar, sóðalegar, óhirtar og hlandbrunnar. 2 kýr voru með júgurbólgu. Nokkrar kýr voru lúsugar. Básar eru 12 í „fjósinu“. Nautgripir á þessum básum voru 13“. Hinn 17. apríl 1962 fóru þeir Þorgrímur Jónsson og Benedikt Haraldsson, forðagæslumenn í Innra-Akraneshreppi, að beiðni oddvita hreppsins, að Heynesi til að athuga fóðrun fénaðar þar. Segir svo í skýrslu þeirra: „Um kýrnar viljum við segja þetta: Af þeim kúm, sem eru í fjósinu, eru 5 vanfóðraðar og þurfa nauð- synlega betra fóður og hirðingu. Hinar kýrnar eru einnig vanhirtar og ljótar, en ekki það holdgrannar, að við teljum þær — eins og er — aðfinnsluverðar. Hins vegar viljum við benda á það, að allar kýrnar hafa lagt af og sumar mikið, frá því að við framkvæmdum forðagæzluskoðun þarna þann 14/3 s.1. Þá er og að geta þess, að nú var búið að troða vetrungskálfi í básinn hjá einni kúnni, sem er óhæft, því mjög er vafasamt, að gripir þessir geti lagst. Þá viljum 3ð við einnig geta þess, að í fjóshlöðunni eru 2 vetrungar (þeir voru áður í kofanum við fjárhúsin). Aðbúð þeirra er óhæf. Að lokum þetta: Fjósið á Heynesi — eins og önnur gripahús þar, er nær ónýtt og algerlega ónothæft í því ástandi, sem það er í nú. Ennfremur er öll umgengni þarna með eindæmum slæm. Um féð, sem við skoðuðum einnig, segjum við þetta: Ærnar, sem sumar virðast eiga að bera snemma, hafa lagt mikið af, og er nauðsynlegt að koma einhverju af þeim í fóður annarsstaðar. Einnig eru þarna sármagrir gemlingar, sem þurfa hjúkrunar við. Þá viljum við geta þess, að í fjóshlöðunni lá ein kind ósjálfbjarga. Kröfðumst við þess, að henni yrði lógað strax. Hreppstjórinn tók að sér að sjá um framkvæmd þess. Síðast liðið haust setti bóndinn í Heynesi á vetur bleikan hest gamlan. Þessi hestur hefur ekki verið með hrossum Halldórs nú all lengi, og höfum við engar fullnægjandi upplýsingar fengið um afdrif hans“. Hinn 6. febrúar 1963 skoðuðu Páll Agnar Pálsson yfirdýra- læknir og Oddur Rúnar Hjartarson héraðsdýralæknir búfé og að- búnað þess að Heynesi. Fór skoðun þessi fram að beiðni sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Segir svo um hana í skýrslu til sýslumanns, dags. 8. sama mánaðar: „Bústofn hans (þ. e. ákærða) reyndist vera 12 kýr, 6 kálfar, 14 hross og 51 kind. Kýrnar voru í þolanlegum holdum, en hirðing þeirra mjög bág- borin, allar kýrnar með mikla flórklepra á lærum, kviði og upp á síður, einkum þær sem næst stóðu dyrum. Enn virtust þær þó ekki með flórsárum. Kálfar voru í afhýsi og tveir þeirra horaðir, en hinir í sæmilegu standi. Fjósið er að heita má ónýtt, enda rúmlega 30 ára gamalt sam- kvæmt upplýsingum bóndans. Það er dimmt, aðeins gluggar í öðrum enda þess. Fjósið er einstætt og snúa kýrnar haus að hlöðu, sem er aðskilin frá fjósinu með timburþili. Fóðurgangur er enginn og jötur víða brotnar og úr sér gengnar, hálffullar af moði. Básar eru Ósléttir og flór grunnur og mjór og aftan við hann mjó stétt. Ræstingu fjóssins var mjög ábótavant. Þak hefur verið einangrað með torfi innan á bárujárn og því haldið uppi með fjölum, þó ekki þéttklætt. Víða er þessi einangrun að falla niður. Útveggir eru víða að bila, svo að sér út um stór göt og glufur. Veður og vindar næða því um gripina, og ógerlegt virðist að ráða að neinu við fjóshitann, enda brynningartæki óvirk vegna frosts. 36 Svipuðu máli gegnir um skúr kálfanna, og er ræstingu þar einnig mjög ábótavant. Teljum við fjós þetta óhæft. Umgengni og ræsting þess er langt frá því að vera viðhlítandi. Hross, 14 að tölu, voru úti, en virtust enn sæmilega á sig komin. Bóndi upplýsti, að þeim hefði verið ætlað hús í þeim hluta fjár- hússins, sem enn er með þaki. Kindur voru allar í sama húsi. Þær voru mjög misjafnar, sumar í sæmilegum holdum, aðrar vanholda og kviðlausar. Bóndi taldi, að borið hefði á skitu í nokkrum kindum, og sáust merki þess, að svo hefði verið í nokkrum þeirra. Ekki hafði hann gefið þeim ormalyf. Fjárhúsin eru tvö, standa hlið við hlið og stoðir og vegg- slitrur á milli. Annað húsið er með öllu þaklaust, en sperrur standa að mestu, og liggja bárujárnsplöturnar af þakinu á gólf- inu. Hitt húsið er með þaki, en hlið sú, sem veit að þaklausa húsinu, að mestu opin, eins og áður segir. Ekki rúmar það hús nema hluta fjárins. Í þessu húsi er þykk skán og garðjatan í miðju húsinu líka barmafull af skán, enda eiga kindurnar greiðan gang þar um. Fénu er beitt að jafnaði, en nú hafði það staðið inni síðan fyrir helgi, eða 3—4 daga, vatnslaust að sögn bónda. Við teljum, að aðbúnaður þessara kinda sé hvergi nærri við- hlítandi og mjög sennilegt, að nokkrar þeirra að minnsta kosti lifi ekki til vors, verði eigi bætt verulega um fóðrun og meðferð fjárins. Það er álit okkar, að aðbúnaði nautgripa og sauðfjár á Heynesi sé svo ábótavant, að á engan hátt sé viðhlítandi að brýna nauðsyn beri til róttækra endurbóta sem allra fyrst“. Hinn 16. desember sama ár og að framan greinir skoðaði Oddur Rúnar Hjartarson að beiðni sýslumanns aðbúnað búfjár og pen- ingshús að Heynesi. Segir svo um skoðunina í skýrslu hans til sýslumanns: „Í fjósi voru 12 nautgripir. Í afhýsi við fjós voru 3 vetrungar, og í afþiljuðu skoti milli afhýsis og fjóss voru nokkrar hænur. Kýrnar voru í þolanlegum holdum, en hirðing þeirra slæm. Þær voru með talsverða flórklepra á lendum, læri, kviði og upp eftir síðum. Fjósið er ónýtt. Það er dimmt og þröngt. Víða sér út um stórar glufur og rifur á veggjum þess. Neðri hluti austurveggs, sem er úr torfi og grjóti, er nokkuð siginn og hætta á, að hann hrynji, vegna þess að stór grunnur hefur verið grafinn þétt við vegginn. Þessi grunnur er nokkrum metrum dýpri en gólf fjóssins. Torf- 37 einangrun er undir bárujárni í þaki fjóssins. Þessi einangrun er víða að falla niður. Fkki er einangrun að finna annars staðar Í fjósinu. Veður og vindar næða því um gripina, og fjóshitinn er mjög breytilegur. Í afhýsinu við fjós voru 3 vetrungar. Voru þeir með mikla flór- klepra, illa hirtir og holdlitlir. Afhýsið er einnig ónýtt. Fyrir framan það var stór mykjuhaugur, sem stóð hærra en flór af- hýsis. Flór afhýsisins var barmafullur af moði, hlandi og mykju. Að öðru leyti var ástand afhýsisins líkt og fjóssins. Hænsnin í afþiljaða skotinu, milli fjóssins og afhýsis, voru mjög illa hirt og sóðaleg. Öll voru dýrin útötuð í blóði, en blóð úr folaldi höfðu þau fengið sem fóður. Vistarvera hænsnanna heldur hvorki veðri né vindi. Ræsting hænsnahússins var með öllu ófullnægjandi. Fjárhúsin eru eins og fyrir ári síðan, að öðru leyti en því, að mokað hefur verið út talsvert af skán, stungið út úr jötunum og sett þak á þaklausa húsið. Víða sést þó enn út um rifur á þaki og gafli fjárhúsanna. Í kofa við fjárhúsin voru tveir hrútar. Voru þeir kviðlitlir, en í sæmilegum holdum. Mjög stór glufa var á norð-austurhlið kof- ans. Dyr kofans voru að mestu leyti huldar bak við stóran moldar- og taðhaug, og varð sá, sem inn um dyrnar fór, nærri því að skríða á fjórum fótum. Ræstingu í skúr þessum var mjög ábóta- vant. Að mínu áliti eru öll peningshús að Heynesi ónýt. Sum þeirra jafnvel hættuleg dýrum, þar sem þau geta hrunið ofan á dýrin. Hirðing búpenings að Heynesi er algerlega óviðunandi, og skjótra úrbóta er þörf, svo að komið verði í veg fyrir frekari þjáningu búpeningsins á staðnum. Nú hef ég undirritaður, síðan í janúar 1961, öðru hverju kynnt mér ástand búpenings og peningshúsa að Heynesi. Á þessu tíma- bili hefur hirðins búpenings verið mjög slæm, jafnvel vanfóðrun hefur átt sér stað. Peningshús hafa einnig mikið versnað, þannig að ég tel þau ónýt. Þar sem ábúandi Heynesjarðar hefur algerlega látið hjá líða að hefja þær ítrekuðu endurbætur á hirðingu búfjár síns og penings- húsum, sem krafist hefur verið af honum, þá mælist ég til, að Halldór Kristjánsson bóndi að Heynesi verði sviptur bústofni sínum“. Hinn 14. febrúar 1966 athuguðu Sighvatur Snæbjörnsson dýra- iæknir og Guðmundur Pétursson héraðsráðunautur, að beiðni 38 sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, gripahús, búpening og heybirgðir að Heynesi. Segir svo í skýrslu þeirra um skoðunina: „Að þessari skoðun lokinni teljum við, að gripahús séu óvið- unandi, holdafar gripa sæmilegt, en hirðing, sérstaklega naut- gripa, svo og umgengni Öll fyrir neðan það, sem sæmilegt má teljast. Heybirgðir munu vera nægjanlegar að vöxtum, en lélegar að gæðum. Við júgurskoðun með bromthymolbláum pappír sýndu 5 júgur jákvætt (júgurbólgu), og var eiganda gripanna greint frá því og ráðlagt, hvernig með skyldi fara. Viðeigandi aðstaða til framleiðslu og meðferðar söluhæfrar mjólkur virðist ekki vera fyrir hendi“. Hinn 10. maí 1968 framkvæmdi Oddur Rúnar Hjartarson fjósa- skoðun að Heynesi vegna stöðvunar á mjólkursölu frá bænum. Segir svo í vottorði hans til héraðslæknis og mjólkureftirlits- manns ríkisins um skoðun þessa: „Afhenti ég honum (þ. e. ákærða) ekki fjósaskoðunarvottorð fyrir árið 1968, en tjáði honum, að sala mjólkur úr fjósi hans yrði stöðvuð þegar í stað. Til rökstuðnings ákvörðun minni mun ég hér að neðan lýsa ástandi fjóssins, umhverfi þess, hirðingu og heilbrigði nautgripa o. fl. Haughús fjóssins er yfirfullt, svo að mykja og hland flýtur undir nautgripina á básunum. Kýrnar eru þess vegna þaktar flór- kleprum á kvið, júgri og síðum, og eitt geldneyti var orðið hár- laust á kvið og síðum vegna hlandbruna. Júgur kúnna voru auk fastra flórklepra þakin kúamykju og hlandi. Fóðrun kúnna var slæm, en ekki var um vanfóðrun að ræða. Gólflötur suðurhluta fjóssins er þakinn með ca 50 cm háum haugbing, sem myndast hefur við lausagöngu nokkurra nautgripa bar svo og við það, að mykju frá nautgripum í norðurhluta fjóss- ins hefur verið mokað þangað. Við einn vegg fjóssins var í haug- bingnum bundin geldkýr. Engin milligerði eru milli kúnna, svo að þær geta auðveldlega skitið og migið upp í básana hjá hver annarri. Fóðurgangur er þakinn moðrusli, og alls konar annað drasl er víða í fjósinu. Vesturgafli fjóssins er tildrað upp og einangraður með rey- plasti. Steypumót hafa ekki enn þá verið fyllilega fjarlægð af veggjum 39 fjóssins. Steyptir veggir eru allir óeinangraðir, ómúrhúðaðir og ómálaðir. Gler er í nokkrum gluggum, að öðru leyti eru gisnir flekar negldir fyrir aðra glugga, nema einn sem stendur opinn. Af 10 mjólkurkúm var ein kýrin algerlega ónýt vegna júgur- bólgu, 7 kýr svöruðu jákvætt við júgurbólgu-prófun með bromthy- molbláum pappír (júgurbólgupappír), og ein kýr var geld. Hvorki var kamar né vatnssalerni á bænum. Mjólkurhúsið er hrófatildur og sennilegt, að mjólk frjósi í kæli- tank, sem þar er, þegar mest eru frost. Umhverfis fjós og íbúðarhús úir og grúir af alls konar drasli, og forarleðja er þar mikil í rigningum. Mjólkurílát og mjaltavélar voru vel þrifin. Af framanskráðu ætti að vera ljóst, að mjög mikil vanhirða er á gripum bóndans að Heynesi, mjólkurkýrnar allar mjög sóða- legar og umgengni öll utan fjóssins sem innan að endemi. Vonast ég til, að þið getið fallist á þá ákvörðun mína að loka þessu fjósi þegar í stað, þar sem ég hinn 18. október 1967 tjáði umræðdum bónda, að fjósinu yrði lokað við næstu skoðun (1968), ef ekki stórfelldar umbætur yrðu framkvæmdar á hirðingu mjólk- urkúnna og á allri umgengni utan fjóss sem innan. Ástand fjóssins hefur stórlega versnað, frá því að skoðun fór fram hinn 18. október 1967. Ef þið getið ekki fallist á þessa ákvörðun mína, væri nauðsyn- legt, að við framkvæmdum sameiginlega fjósaskoðun að Heynesi Þegar í stað“. Vorið 1972 var bönnuð sala mjólkur frá Heynesi, og fór fram af því tilefni skoðun þar til að kanna aðstöðu til framleiðslu og meðferð mjólkur hinn 18. apríl. Ásgeir Ó. Einarsson dýralæknir hafði á hendi skoðun þessa, en með honum var Oddur Rúnar Hjartarson. Segir svo Í skýrslu Ásgeirs um skoðunina: „Eftir kvörtun frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík (M.S.) um slæma mjólk frá bænum Heynesi, Innri-Akraneshreppi, bóndi Halldór Kristjánsson, skoðaði eftirlitsmaður vor, Ásgeir Ó. Ein- arsson, dýralæknir, ásamt Oddi R. Hjartarsyni, héraðsdýralækni, aðstöðu til framleiðslu og meðferðar mjólkur á umræddum bæ þann 18. apríl síðast liðinn. Fjósið er nýlegt með ristarflór og haughúsi undir, en haugur flýtur jafnóðum fram á tún. Annar haugur, þéttari, er fyrir dyr- um. Í kringum fjós og íbúðarhús (og fjárhús) eru hrúgur af alls konar dóti og drasli, svo að annað eins þekkist ekki á landi hér. 40 Kýrnar eru horaðar og óhreinar og ekki mokað undan kálfum og kvígum. Einn bás er óhæfur fyrir nokkra skepnu að liggja á. Júgurbólga er algeng í kúnum. Mjólkurhúsið er óþéttur og ómálaður skúrræfill, sem hefur engan þann tækjabúnað, sem mjólkurhús þarf að hafa, ekki einu sinni rennandi vatn. Í skúr þessum er mjólkurkæligeymir, sem innihélt slatta af 4 daga gamalli mjólk. Var fúl lykt úr geyminum af gömlum mjólkurleifum vegna slæmrar hreinsunar, sem von er, þar sem eigi er rennandi vatn fyrir hendi. Kústurinn, sem notaður er við tankþvottinn, er geymdur í óhreinum glugganum. Undanfarin ár hafa ýmsir eftirlitsmenn, svo sem héraðsdýra- læknir, hreinlætisráðunautur M.S. og rannsóknardýralæknir M.S., reynt að segja viðkomandi framleiðanda Halldóri Kristjánssyni til um meðferð mjólkur og mjólkurbúa, en að því er virðist án árangurs. Nýverið hefur mjólkin þarna fallið tvívegis niður í 4. flokk, og í annað skiptið fór hún saman við góða mjólk í bíltankinum. Er það mjög bagalegt og óhugnanlegt, og ber að neyta allra ráða til að slíkt komi ekki fyrir. Að öllu athuguðu teljum vér, að umræddur bóndi sé alls ófær um að umgangast mjólkurkýr og mjaltatæki og að framleiða hreina og heilbrigða mjólk. Vér leggjum því til, að heilbrigðisnefnd í samráði við héraðs- dýralækni Odd R. Hjartarson stöðvi alla mjólkursölu frá um- ræddu kúabúi fyrir fullt og allt. Til þess geta þessir aðilar farið eftir ákvæðum laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, 3. grein, og reglugerð nr. 157/1953 um mjólk og mjólkur- vörur, 9. gr. 1., 3. mgr.“ Vitnið Ásgeir Einarsson dýralæknir hefur mætt í dómi og stað- fest vottorð sitt, er að framan greinir. Vitnið er starfsmaður hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins. Hefur það aðallega yfireftirlit með mjólkurbúum og mjólk og einnig ráðuneytisstarf fyrir heilbrigðisnefndir í þeim málum. Eins og í skýrslu vitnisins greinir, fór það að Heynesi ásamt Oddi Rúnari Hjartarsyni 18. apríl 1972. Var ferðin farin fyrst og fremst til að kanna aðstöðu til framleiðslu og meðferð mjólkur á umræddum bæ. Að sögn vitnisins voru kýr horaðar og óhreinar, sérstaklega kálfar og kvígur, og hafði ekki verið mokað undan hinum síðarnefndu. Tréverk hafði bilað í einum básnum. Hafði ekki verið gert við það, en planki lagður þversum á ská yfir básinn. Kvíga var bundin á básnum, og varð hún að liggja á 41 Þlankanum. Vitnið kveður framangreinda nautgripi hafa sætt illri meðferð. Í tilefni af skoðun þessari ritaði Oddur Rúnar Hjartarson bréf til sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, dags. 29. sama mán- aðar, þar sem hann lýsti sig samþykkan framangreindri ráðstöfun. Segir svo í bréfinu: „Þessu áliti mínu til rökstuðnings vil ég taka fram eftirfar- andi: 1. Þann 23. janúar 1961 skoðaði ég, samkvæmt kæru Ásgeirs Þ. Ólafssonar, héraðsdýralæknis í Borgarnesi, og beiðni sýslu- mannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, öll gripahús að Heynesi, heilbrigði, fóðrun og hirðingu gripanna svo og meðferð mjalta- tækja o. fl. 2. Þann 10. apríl 1962 skoðaði ég aftur áðurnefnda hluti og aðstæður að Heynesi samkvæmt eigin kæru og beiðni sýslu- manns. 3. Þann 6. febrúar 1963 skoðaði yfirdýralæknir ásamt mér og samkvæmt tilmælum sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu umrætt ástand og hluti að Heynesi. 4. Þann 16. desember 1963 er aftur skoðað vegna kæru minnar og beiðni sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. 5. Þann 14. febrúar 1964 er enn skoðað og ástand svipað og áður. 6. Þann 9. maí 1968 lokaði ég fjósinu, og mjólkursala úr því var samtímis stöðvuð. Síðar var honum (þ. e. ákærða) veitt undanþága til þess að selja mjólk til 1. ágúst sama ár, og eftir þann tíma hefur verið seld mjólk úr fjósinu, þótt ástand fjóssins, hirðing og fóðrun gripa o. fl. hafi verið óviðunandi. Júgurbólga í kúnum að Heynesi hefur oftast verið vandamál. Nú er svo komið, að Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur hætt að taka mjólk frá Heynesi, og ekki að ástæðulausu. Ábúandanum að Heynesi, Halldóri Kristjánssyni, hefur marg- sinnis verið veittur frestur til þess að bæta gripahús sín, fóðrun og meðferð gripanna, hreinlæti og meðferð mjólkur o. fl. o. fl., en ávallt brugðist trausti þeirra manna, sem hafa viljað leiðbeina og hjálpa honum“. Í bréfi frá Mjólkursamsölunni til Odds Rúnars Hjartarsonar, dags. 6. maí 1972, undirrituðu af Guðbrandi Hlíðar dýralækni, segir svo um flokkun mjólkur frá ákærða: „Það hefir dregist nokkuð að senda þér upplýsingar um flokkun 42 mjólkur frá Halldóri Kristjánssyni, Heynesi, en það þurfti að leita að flokkunarbók fyrra árs. Árið 1971 flokkaðist mjólk hans 35 sinnum í úrvalsflokk, 5 sinnum í fyrsta flokk, 7 sinnum í annan flokk og einu sinni Í fjórða flokk. Flokkun mjólkur frá honum það sem af er þessu ári: 8 sinnum í úrvalsflokk, einu sinni í fyrsta flokk, einu sinni í annan flokk og fjórum sinnum í fjórða flokk. Við megum ekki taka við og vinna lakari mjólk en í öðrum flokki. Hvað viðvíkur flokkun mjólkur, þá hefir það komið í ljós, að flokkunaraðferðin, sem við höfum alltaf notað, og er lit- próf samkv. aðferð Barthels éz Orla Jensen, nær engan veginn tilgangi sínum þar, sem heimilistankar eru notaðir. Ástæðan er sú, að mjólkin kælist í tönkunum niður í 3 gráður C, og við það verða gerlar í mjólkinni fyrir kuldalosti — á meðan á því stendur stöðvast æxlun og efnaskipti gerlanna því sem nær alveg. Það tekur um 18 klukkustundir að yfirvinna lostið, og er það gert með því að setja mjólkursýni í vatnsbað við 12 gráður C í 18 klst, og síðan er flokkað. Þessi aðferð hefir ekki verið upptekin hér, en aftur á móti á öllum hinum Norðurlöndunum. Því má segja, að furðulegt er, ef mjólk úr heimilistank fer í annan flokk, hvað þá enn lakari flokk, eins og hjá Halldóri, nú fjórum sinnum í fjórða flokk. Megin ástæðan til þess, að við viljum ekki taka lengur við mjólk frá þessum framleiðanda er, að fjós hans og mjólkurhús, ásamt hirðu kúa og hreinlæti við mjaltir og hreinsun mjalta- tækja og tanks, uppfyllir ekki þær kröfur, sem settar eru mjólk- urframleiðendum, sem vilja selja mjólk (sbr. reglugerð um mjólk og mjólkurvörur), og kýr hans eru mjög smitaðar með júgurbólgu, en mjólk úr slíkum kúm er ósöluhæf. Ástand þetta hefir verið svona um árabil, og Halldór hefir fengið margar aðvaranir og hótanir um, að mjólk verði ekki keypt frá honum, nema úrbætur verði gerðar, en það hefir hann ekki getað gert. Það er óverjandi að taka slíka mjólk og blanda í aðra mjólk í bíltanki, því við það mun mjólkin öll vera í hættu að spillast. Ég veit, að þér, sem framkvæmið fjósa- og kúaskoðun, þekkið þetta ástand til hlítar og eruð sammála. Hér duga engar málamiðlanir góðra manna, heldur er hér um brýna nauðsyn að ræða, og verður þetta ástand ekki þolað lengur“. 43 Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu ritaði Mjólkursam- sölunni í Reykjavík bréf, dags. 4. maí 1972. Er bréf þetta svo- hljóðandi: „Þar sem bönnuð hefur verið sala mjólkur frá bænum Heynesi í Innra-Akraneshreppi, Borgarfjarðarsýslu, er hér með fyrir yður lagt að veita ekki móttöku mjólk frá þessum bæ nema samkvæmt heimild héðan“. Hinn 23. apríl 1972 framkvæmdu forðagæslumenn í Innra- Akraneshreppi, þeir Benedikt Haraldsson, Eystri-Reyni, og Björn Ellertsson, Akrakoti, skoðun á skepnum og heyi að Heynesi. Segir svo um þetta í vottorði þeirra, sem er dags. 25. sama mánaðar: „Kýr eru illa fóðraðar, óhreinar og sjálfbrynning í ólagi. Geml- ingar voru vanfóðraðir. Annað sauðfé var úti og hefur ekki verið skoðað. Fjárhús ónothæf. Við mælingu reyndist heyforði lítill“. Með ákvörðun heilbrigðisnefndar Innra-Akraneshrepps 22. júlí 1972 var afnumið til reynslu bann við mjólkurmóttöku frá Hey- nesi. Ákvörðunin. sem undirrituð er af Þórði Oddssyni héraðslækni f. h. heilbrigðisnefndarinnar, er á þessa leið: „samkvæmt þriðju skoðun á öllum aðstæðum til framleiðslu mjólkur á bænum Heynesi í Innra-Akraneshreppi, sem fram fór í gærdag, telst, að aðstæður hafi það batnað, að séu tilkvaddir tveir aðilar, dýralæknir og valinkunnur bóndi, sem báðir sam- þykkja móttöku mjólkur frá nefndum bæ, skal til reynslu upp- hafið bann það á mjólkurmóttöku, sem undanfarið hefur gilt um bæinn Heynes“. Þá liggur fyrir í málinu svohljóðandi bréf frá Oddi Rúnari Hjartarsyni til Guðbrands Hlíðar dýralæknis, þá staðgengils yfir- dýralæknis, dags. 8. ágúst 1972: „Samkvæmt beiðni þinni hef ég skoðað fjós Halldórs bónda Kristjánssonar að Heynesi. Umhverfi þess og aðstæður til mjólk- urframleiðslu hef ég einnig kynnt mér að nokkru. Ég vil taka það mjög skýrt fram strax, að sumartími er að mínu áliti óhæfur til fjósaskoðunar eins og ber að framkvæma hana samkvæmt lögum. Einnig vil ég taka það fram, að ég skoðaði hvorki nautgripina að Heynesi né júgurhreysti þeirra. Þó var ein undantekning. Bóndinn bað mig að líta á lasna kú. Var hún með doðaslen, júgur- bólgu (kroniska) í þrem júgurfjórðungum. Einn speninn var lok- aður og annar með sári eftir spenastig. Kýrin var nýbæra. Það er mín skoðun, ef rannsaka þurfi júgurhreysti kúnna að 44 Heynesi, þá þurfi að senda þangað tæknimann Mjólkursamsöl- unnar til þess að taka spenaprufur úr öllum kúnum til gerlarann- sóknar. Að mínu áliti hefur engin stórvægileg breyting orðið á um- gengni bóndans að Heynesi. Enn þá er sama draslið í kringum íbúðarhúsið og fjósið. Ómokað er út úr haugstæði, mjólkurtankur er enn þá vanþrifinn, drasl er enn þá í mjólkurhúsi, þótt málað hafi verið yfir veggi þess einu sinni. Spýtnadrasl er enn þá í fóður- gangi, og hvorki hafa fóðurgangar né kálfabásar verið þrifnir það vel, að þeir hafi þornað alveg. En með sanni má segja, að þurrkur undanfarna daga hefur þurrkað mikið þá kúamykju í fjósinu (í básum og á stétt), sem venjulegast er þar til staðar. Einnig hefur bóndinn reynt að kalka fjósveggina upp að neðri brún glugga, en allsendis ófullnægjandi. Vesturgafl fjóssins er enn þá bráðabirgðagafl. Reyndar hefur hann mokað haugnum frá fjósdyrunum burtu. Ef hann hefði ekki gert það, þá hefðu kýrnar ekki komist út í sumar. Það er skoðun mín, að það sé tíðarfarsbreytingin og ártíðin, sem mestu veldur um þær smávægilegu breytingar, sem orðið hafa í Heynesfjósinu. Eftir að hafa haft eftirlit með Heynesfjósinu í 12% ár, get ég alls ekki fundið neina breytingu á hugarfari bóndans til betri meðferðar kúa sinna, mjólkur og mjaltatækja, og betri umgengni í fjósinu að Heynesi og utan þess. Að framanskráðu og athuguðu máli hefur sú skoðun mín ekki breyst, að umræddur bóndi sé alls ófær um að umgangast mjólk- urkýr og mjaltatæki og að framleiða hreina og heilbrigða mjólk“. Í bréfi, dagsettu 7. desember 1972, frá Búnaðarfélagi Íslands, undirrituðu af Gísla Kristjánssyni, til sýslumanns Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu segir á þessa leið: „Forðagæzla Búnaðarfélags Íslands hefur meðtekið skýrslu forðagæzlumanna í Innra-Akraneshreppi, vel og skilmerkilega útfyllta, og höfum vér í engu að kvarta yfir starfi þeirra. Skýrslan ber það með sér, að yfrið nóg fóður er í hreppnum nema hjá einum búfjáreiganda, Halldóri Kristjánssyni í Heynesi. Þar hafa forðagæzlumenn ekki treyst sér til að meta að neinu vetrarfóður, sem hann kann að hafa, en hann hefur þó um 20 gripi í fjósi, yfir 50 fjár og 14 hross samkvæmt nefndri skýrslu. Vér höfum rætt við oddvita sveitarstjórnar viðvíkjandi þessu 45 viðhorfi, og tjáði hann (Guðmundur Jónsson), að sveitarstjórnin hafi litið á mál þetta, en treysti sér ekki til að taka það til með- ferðar, og kvað oddvitinn, að sýslumanni hafi þegar verið gert aðvart um viðhorfið á umræddu búi. Ástæður og ásetningsmál hjá nefndum bónda hafa fyrr valdið nokkrum vanda, en varla hefur áður verið um að ræða svo slæmar horfur og nú blasa við. Með tilvísun til reglugerðar við búfjárræktarlögin frá 1965, "5. gr. reglugerðarinnar, mun sveitarstjórn Innra-Akraneshrepps hafa tjáð yður, herra sýslumaður, að úr vanda þeim, er hér um ræðir, hljóti að verða í hendi yfirvalds að leiða til betri vegar. Frá hálfu Forðagæslu Búnaðarfélags Íslands skal hér með tjáð, að vér mælumst eindregið til þess, að undinn verði bráður bugur að úrlausnum á þann hátt, að atferli bóndans varði hvorki við lög um dýraverndun né lög um búfjárrækt, og felum hér með sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu framgang mála, er þar að lúta“. Hinn 30. mars 1973 framkvæmdu Ásgeir Pétursson, sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, og Oddur Rúnar Hjartarson skoðun að Heynesi. Segir svo um skoðun þessa í skýrslu sýslumanns: „Í samræmi við ákvæði 13. gr. l. nr. 21 1957 um dýravernd hef ég undirritaður haft eftirlit með búskaparháttum ábúandans í Heynesi, Halldórs Kristjánssonar (Innra-Akraneshreppi, Borgar- fjarðars.) á allmörgum undanförnum árum. Hef ég tvívegis orðið að láta taka bústofn af bónda þessum og koma honum fyrir á öðrum bæjum vegna vanfóðrunar, sóðaskapar og af aðbúnaði, sem vissulega hefur verið kvalræði fyrir dýrin. Í skjölum máls þessa sést, hvernig og hvenær afskipti mín af bónda þessum hafa borið að, og er ekki ástæða til að rekja það allt, þar sem það sést á öðrum stöðum í málinu, en um alla með- ferð málsins hef ég haft samráð við héraðsdýralækninn í Borgar- fjarðarsýslu, forðagæslumenn viðkomandi hrepps, hreppstjóra og oddvita sveitarfélagsins, auk þess fékk ég Guðmund Pétursson bún- aðarráðunaut um skeið til þess að hafa eftirlit með búskap Hall- dórs Kristjánssonar í Heynesi, og annaðist hann það eftirlit á vegum embættisins. Á þessum vetri hef ég auk þess fengið tilmæli frá Búnaðarfélagi Íslands um að láta fylgjast með búskaparháttum í Heynesi, sbr. bréf Búnaðarfélags Íslands, dags. 7/12 1972, málsskjal nr. 1. Föstudaginn 30. mars s.l. fór ég á staðinn til rannsóknar. Ekki verður hjá því komist að greina frá því, að hið fyrsta, er vekur 46 furðu og raunar óhugnað við aðkomuna í Heynesi, er hin svívirði- lega umgengni á bænum (sjá ljósmyndir, er fylgja með í máli þessu). Sum húsin, svo sem einkum fjárhúsin, hanga uppi, að því er virðist á hliðarstífum, og blása vindar og veður gegnum þessi kofaræksni. Er augljóst mál, að ef hús þessi fykju í óveðri ofan á dýr, sem þar væru inni, gæti af því hlotist lemstrun og meiðsl dýranna. Umhverfis íbúðarhúsið eru hinir ótrúlegustu ruslahaug- ar. Er greinilegt, að bóndinn leggur í það fyrirhöfn og ástundar þá iðju að draga hvers kyns reka-rusl, sem drífur á fjörur neðan vert við bæinn. Er sú sjón öll með þeim ólíkindum, að ætla mætti, að atómsprengja hefði fallið á staðinn. Austanvert við íbúðarhúsið gapir heyhlöðugarmur, þar sem talsvert af bárujárninu hefur annað hvort fokið á brott eða verið rifið, nema að hvort tveggja sé. Í botni tóftarinnar gat, föstudaginn 30. f. m. að líta ónýtan heyrudda, en engin nothæf hey voru sjáanleg í húsum. Hins vegar skal þess getið, að svolítið hey var í vagni framan við fjósdyrnar, en fjósið er hins vegar nýlegt og sennilega núna hin sæmilegasta bygging, ef sómasamleg umgengni væri þar. Þennan dag, föstudaginn 30. mars s.l., skoðaði ég m. a. fjósið og ástandið þar inni ásamt fulltrúa mínum, Gísla Kjartanssyni, og Oddi R. Hjartarsyni dýralækni. Fól ég héraðsdýralækninum að skoða alla gripina, sem inni voru, sem voru kýr, geldneyti og kálfar, og láta í ljós álit sitt á ástandi gripanna. (Sjá skýrslu dýra- læknisins). Sem leikmaður skoðaði ég fjósið og gripina, og verð ég að segja. að mjög væri sá maður glámskyggn á þrifnaðarhætti, útlit og líðan dýra, sem ekki hefði, án aðstoðar sérfræðinga, séð, að flest voru dýrin kvalin af vanfóðrun, sum jafnvel hreinlega af hor, og nokkrir nautgripirnir voru illa brunnir á kviði af þvagi. Að lok- inni athuguninni tilkvaddi ég forðagæslumenn hreppsins og fól þeim að kanna, hvaða fóðurbirgðir væru fyrir hendi á búinu. Vísast til skýrslu þeirra um það í máli þessu. Ég lagði fyrir bóndann að ráða þegar í stað bót á forðaskorti og þrífa fjósið. Ef hann gerði það ekki þegar í stað, mundu verða gerðar ráðstafanir af opinberri hálfu til þess að bæta úr þessum hlutum til bráðabirgða, þar til endanleg ákvörðun yrði tekin, sem yrði mjög bráðlega, um það, hvort bústofninn yrði skorinn niður, eitthvað af honum eða hann allur, eða það af honum flutt á brott, sem líkur teldust á, að gæti lifað. Þess skal hinsvegar getið, að öll mjólkursala frá þessum bæ var bönnuð í fyrra, og stendur enn við það. 47 Bóndinn brást hið versta við þessum áminningum og viðvör- unum. Svaraði hann með illyrðum og útúrsnúningum, sem ég hirði ekki um að hafa eftir. Þá kvaðst hann hafa samráð við lögmann sinn, Stefán Sigurðs- son, hdl., Akranesi, og hefur lögmaðurinn haft samband við em- bættið. Hér skal það tekið fram, að fylgst verður með því, að dýrin verði ekki kvalin, þar til endanleg ákvörðun um meðferð þeirra hefur verið tekin. II. Í 18. gr. dýraverndunarlaganna er frá því greint, hvernig að skuli farið, ef maður hefur gerst sekur um brot á lögunum. Segir þar m. a. frá því, að unnt sé að svipta hann heimild til þess að eiga dýr, nota þau eða hafa í umráðum sínum. Í viðtölum mínum við forráðamenn hreppsins, forðagæslumenn og héraðsdýralækni, virðist mér skilningur þeirra á nefndu ákvæði eigi skýlaust við bóndann í Heynesi““. Oddur Rúnar Hjartarson hefur gefið skýrslu í dómi um skoðun þessa. Skýrir vitnið frá því, að fjósið sjálft hafi verið viðunandi, en umgengni slæm og umhverfi sömuleiðis. Í fjósinu voru 14 kálfar, allir vanfóðraðir, ein kvíga horfóðruð, 8 mjólkurkýr, allar vanfóðraðar, og ein var horfóðruð. Sumar kúnna voru lúsugar, og ein var hárlaus á vinstri síðu og kviði. Allar kýrnar voru með flórklepra á lærum og kviði. Ómokað var undan kálfunum í sunn- anverðu fjósinu, og lágu sumir á breiðum planka, sem lá þvert yfir nokkra bása. Básar kálfanna voru blautir og talsverð mykja í þeim. Hænsnin voru í fjósinu og fóðurgangar fullir af heyrudda og drasli. Loftræsting og birta var góð. Mjólkurtankur var í mjólk- urhúsi, en þar voru hænsnin, fóðurbætispokar og drasl. Mjólkur- tankurinn var óhreinn utan. Hey í hlöðu var sáralítið og lélegt. Á hlaðinu stóð hestvagn með um tveim hestburðum. Fjárhús og hlaða héldu hvorki vatni né vindi, og voru grindur og garðar þar meira og minna brotið. Mikil bleyta var í fjárhúsi, og sukku ærnar í taðið upp að framhnjám. Allt féð var vanfóðrað, en vitnið kveður hafa mátt koma í veg fyrir horfelli með góðri fóðrun. Engar teljandi heybirgðir voru í fjárhúshlöðu. Vitnið kveðst hafa séð hross að Heynesi, tilsýndar, en aldrei skoðað þau. 48 Loks skoðaði Oddur Rúnar Hjartarson gripi og gripahús að Heynesi 2. apríl á sl. ári. Segir svo um skoðunina í skýrslu hans til sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, dags. 18. sama mán- aðar: „Fóðrun nautgripanna var léleg, þó var ekki um horfóðrun að ræða. Hirðing mjólkurkúnna var léleg, en þó ýfið betri en oft áður. Lús fannst á nautgripunum. Kálfar og geldneyti voru illa hirt. Þau voru með flórklepra á lærum og kviði. Básar þeirra voru flestir blautir og óhreinir. Básar mjólkur- kúnna, næst heyhlöðu, voru forugir og blautir (öfugur vatnshalli á básum), þar sem ábúandinn viðheldur þeim upptekna hætti að láta vatn renna úr slöngu á rimlana í flórnum til þess að „moka“ hann. Vatnið rennur síðan niður í haughúsið, en það er næstum fullt og hefur ekki verið tæmt í mörg ár. Mest af þeirri mykju, sem ekki er fjarlægð með vatnsrennsli, er mokað af rimlaflórnum í haug úti fyrir öðrum dyrum fjóssins. Ekki er unnt að ganga um þær vegna haugsins. Öll umgengni ábúandans innan húss sem utan er afar slæm. Fjós og fjárhúshlaða halda hvorki vatni né vindi, en talsvert heymagn virðist vera í þeim. Fjárhúsin eru hriplek og taðið þar af leiðandi mjög blautt í þeim. Holdafar gemlinganna var rýrt, en ekki voru þeir horfóðraðir. Holdafar eldri fjárins var ekki kannað, sökum þess að það var á beit“. Oddur Rúnar Hjartarson hefur mætt í dómi og staðfest allar framangreindar skýrslur um skoðanir sínar að Heynesi. Í fram- burði sínum tók vitnið fram, að eigi sé sama, á hvaða tíma skoðun fari fram. Eðlilegasti tíminn til að kanna hvort um horfóðrun hafi verið að ræða, sé seinni part vetrar eða í byrjun vors. Eins og skoðunargerðirnar bera með sér, hefur framangreint ástand á búi ákærða verið ábekkt í hvert skipti sem skoðanir fóru fram. Síðasta skoðun fór fram hjá ákærða 2. apríl sl. og gerði vitnið skýrsluna á dskj. nr. B 13 um þá skoðun. Mjólkursala frá ákærða var stöðvuð 3. maí á árinu 1972, og er svo enn. Af því, sem að framan greinir, kveðst vitnið líta svo á, að ákærði sé algerlega óhæfur að hirða og fóðra búfé. 49 Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir hefur mætt í dómi og stað- fest framangreinda skýrslu sína, dags. 8. febrúar 1963. Vitnið Guðmundur Sigurður Thorgrímsen, Innra-Hólmi, var oddviti í Innra-Akraneshreppi frá 1951—-1974. Vitnið skýrir frá því, að í oddvitatíð þess hafi margsinnis borist til þess kvartanir um lélega hirðingu og fóðrun á búpeningi að Heynesi. Haustið 1972 hafi Benedikt Haraldsson og Björn Ellertsson forðagæslu- menn tilkynnt sér, að þeir treystu sér ekki til að mæla þær hey- birgðir, sem voru fyrir hendi að Heynesi, þær hafi verið svo litlar og lélegar. Hreppsnefndin tilkynnti sýslumanni um þetta. Vitnið kom sjálft einungis einu sinni að Heynesi fyrir mörgum árum. Vitnið heyrði, að ástandið væri þannig að Heynesi vorið 1973, að nauðsyn bæri til, að eitthvað yrði gert. Vitnið kveðst hafa hitt verjanda ákærða sumarið 1972. Fór verjandinn þess á leit við vitnið, að það tæki að sér starfa þann, er í vottorði Þórðar Oddssonar héraðslæknis greinir. Vitnið vildi ekki sjálft taka að sér starfið, en hreppsnefnd Innra-Akranes- hrepps kom sér saman um, að héraðslæknirinn yrði fenginn til þess að takast það á hendur f. h. heilbrigðisnefndar. Vitnið Benedikt Haraldsson bóndi, Vestri-Reyni, hefur verið forðagæslumaður í Innra-Akraneshreppi sl. 4 ár. Næstu 4 ár þar á undan gegndi það ekki starfanum, en þar áður hafði það verið forðagæslumaður í 10—12 ár. Vitnið skýrir frá því, að það hafi ásamt Þorgrími Jónssyni, Kúludagsá, er einnig var forðagæslumaður, farið að Heynesi að beiðni oddvita hreppsins 17. apríl 1962 til að kanna þar fóðrun á fénaði. Gáfu vitnið og Þorgrímur skýrslu um skoðunina, dag- setta 18. apríl s. á. Vitnið kveðst ekki geta annað nú, vegna þess hve langt sé um liðið, en vísa til þessarar skýrslu, sem það kveðst staðfesta í öllum atriðum. Þá skýrir vitnið frá því, að það hafi sem forðagæslumaður framkvæmt skoðun á skepnum og heyi í Heynesi ásamt Birni Ellertssyni 23. apríl 1972. Kom fram við þá skoðun, að kýr voru illa fóðraðar, óhreinar og sjálfbrynning í ólagi. Gemlingar, er voru í fjárhúsi, voru vanfóðraðir, en annað sauðfé var úti, og fór skoðun ekki fram á því. Fjárhús voru að sögn vitnisins ónothæf. Við mælingu reyndist heyforði of lítill. Vitnið staðfesti vottorð sitt varðandi framangreinda skoðun. Vitnið fór ásamt Birni Ellertssyni í lok október 1972 að Heynesi til að skoða heybirgðir. Leiddi sú skoðun í ljós, að heybirgðir voru litlar sem engar, og það, sem til var af heyi, var meira og minna 4 50 skemmt. Treystu forðagæslumenn sér ekki til að leggja mat á Það hey, sem fyrir var. Hinn 30. mars 1973 fór vitnið ásamt sýslumanni í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og fleirum að Heynesi til skoðunar. Var þá ekkert hey til þar nema smáslatti á heyvagni og lélegt hey í hlöðu til tveggja til þriggja daga. Vitnið sá nautgripi, og voru þeir greinilega vanfóðraðir. Vitnið skoðaði einnig sauðfé. Var það aflagt, en ekki horað. Vitnið kveðst halda, að sauðfé að Heynesi sé sjaldan hýst, en fjárhús þar eru algerlega ónothæf til að hýsa skepnur. Að lokum skýrir vitnið frá því, að heyforði að Heynesi hafi verið lítill öll þau ár, sem það hefur verið forðagæslumaður, og fóðrun búpenings alltaf verið léleg. Þá skýrir vitnið frá því, að það hafi haustið 1972 tilkynnt odd- vita Innra-Akraneshrepps, að heybirgðir væru það litlar eða lé- legar að Heynesi, að þær væru ekki mælanlegar. Ákærði, Halldór Sveinbjörn, skýrði forðagæslumönnunum frá því, að hann ætti von á heyi frá Melum í Melasveit, en eigi tilgreindi hann, um hve mikið magn væri að ræða. Kýr að Heynesi gengu ekki úti framangreindan vetur að sögn vitnisins. Vitnið Þorgrímur Jónsson bóndi, Kúludagsá, var forðagæslu- maður í Innra-Akraneshreppi árið 1962. Hinn 17. apríl þ. á. fram- kvæmdi vitnið athugun á fóðrun fénaðar að Heynesi samkvæmt beiðni oddvita hreppsins. Vegna þess hve langt er um liðið, kveðst vitnið ekki geta annað en vísað til skýrslu þeirrar, er það gaf ásamt Benedikt Haraldssyni um skoðun þessa. Kveðst það stað- festa hana í öllum atriðum. Vitnið Björn Ellertsson, bóndi í Akrakoti, var forðagæslumaður í Innra-Akraneshreppi árið 1972. Vitnið framkvæmdi ásamt Bene- dikt Haraldssyni skoðun á skepnum og heyi að Heynesi 23. apríl það ár. Við skoðunina kom fram, að kýr voru illa fóðraðar, óhrein- ar og sjálfbrynning í ólagi. Gemlingar, er voru í fjárhúsi, voru vanfóðraðir. Annað sauðfé var úti, og var það ekki skoðað. Fjár- hús voru ónothæf. Við mælingu reyndist heyforði of lítill. Vitnið skýrir frá því, að það hafi í október 1972 farið að Hey- nesi ásamt Benedikt Haraldssyni til að skoða þar heybirgðir. Heybirgðir voru þar litlar að sögn vitnisins. Forðagæslumenn treystu sér ekki til að leggja mat á það hey, sem fyrir var, að vitnið minnir. 51 Vitnið Sigurjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, Innra-Akra- neshreppi, var forðagæslumaður í hreppnum frá 1966—1970 ásamt Sigurði Brynjólfssyni, Gerði. Forðagæslumennirnir komu á alla bæi í hreppnum tvisvar sinnum hvern vetur, þar á meðal að Heynesi. Vitnið kveður þá ekki hafa séð ástæðu til aðfinnslu á fóðrun og umhirðu á búpeningi hjá ákærða, Halldóri Sveinbirni, þann tíma, sem það var forðagæslumaður. Hvernig ástandið hafi verið fyrir og eftir þann tíma, getur vitnið ekki borið um. Vitnið kveðst ekkert geta staðhæft um hliðarstífur á göflum fjárhúss að Heynesi. Fjárhúsið var að áliti vitnisins á mörkum þess að vera nothæft árið 1970. Vitnið Geir Guðlaugsson, bóndi að Kjaransstöðum, sem er næsti bær við Heynes, hefur skýrt frá því, að það hafi fyrir nokkuð mörgum árum tekið við kvígum í fóðrun frá ákærða, Halldóri Sveinbirni. Vitnið man ekki, hvaða ár þetta var, en það var að vetrarlagi nokkru eftir áramót. Gerði vitnið þetta að beiðni Péturs heitins Ottesens. Kvígurnar voru 6 eða 7 að tölu. Kvígurnar voru í skúr hjá fjárhúsinu að Heynesi. Þær voru sumar mjög horaðar og illa á sig komnar. Drapst ein þeirra, skömmu eftir að hún kom til vitnisins. Vitnið hafði kvígurnar á fóðrum fyrir ákærða fram á vor. Vitnið skýrir frá því, að kvíga sú, er drapst hjá því, hafi verið vannærð. Vitnið kveðst ekkert geta um það sagt, hvort hún hafi verið með súrdoða, en minnir, að henni hafi verið gefin einhver lyf til að auka lyst hjá henni. Haft var á orði, að kvígan gæti verið með súrdoða, en um það vill vitnið ekki fullyrða. Kvígan fékk súrdoðaskammta. Þá skýrir vitnið frá því, að sauðfé að Heynesi hafi gengið úti að mestu leyti veturinn 1972—73. Sumarið áður varð vitnið lítið vart við heyskaparstörf að Heynesi, enda er bóndinn, ákærði Halldór Sveinbjörn, tækjalítill. Miðar vitnið þá við þann hey- skap, sem tíðkast hjá bændum í Innra-Akraneshreppi. Vitnið varð ekki vart við, að ákærði fengi sent hey veturinn 1972— 73, nema þá um mánaðamótin mars—apríl 1973, en þó geti það verið. Vitnið kveður vetrarbeit, og er þá átt við bæði fjöru- og út- hagabeit, fyrir sauðfé að Heynesi vera með því besta, sem gerist þar í hreppi. Vitnið Jón Ottesen, Ytra-Hólmi, hreppstjóri í Innra-Akranes- hreppi, hefur skýrt frá því, að það hafi farið með sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Oddi Rúnari Hjartarsyni héraðs- 52 dýralækni að Heynesi 30. mars 1973. Ferðin var farin til að kanna ástand á búpeningi hjá Halldóri Sveinbirni, ákærða í máli þessu. Vitnið kveðst álíta, að allir nautgripir í fjósi hafi verið van- fóðraðir og sumir horaðir. Umgengni í fjósi var mjög sóðaleg, og stóðu kálfar í mykju og bleytu á básunum. Í hlöðu sá vitnið ekki neitt hey að heitið getur, og var hlaðan í því ástandi, að hún hélt hvorki vatni né vindi. Um ástand sauðfjár kveður vitnið það að segja, að engin kind hafi verið beint horuð, en allmargar þeirra aflagðar. Fjárhús voru ónothæf vegna niðurníðslu. Hross voru úti. Kveðst vitnið ekki hafa litið á þau, en telur, að þau hafi verið í lagi. Vitnið hefur ekki komið í gripahús að Heynesi síðan og veit ekki, hvernig ástandið er þar. Ákærði, Halldór Sveinbjörn Kristjánsson, hefur ekki viljað viðurkenna að hafa vanhirt og vanfóðrað búfénað sinn, eins og honum er gefið að sök í ákæru. Ákærði hefur skýrt frá því, að því er kýrnar varðar, að gamla fjósið hjá sér hafi verið lélegt og kýrnar óhreinar. Hins vegar hafi þær hvorki verið vanfóðraðar né hlandbrunnar. Ákærði kveður geta verið, að kýrnar hafi verið lúsugar. Um miðjan apríl 1972 var mjólkursala frá ákærða stöðvuð, og stendur það enn. Var það af þeim sökum, að mjólkin hafði flokkast illa vegna kælingar. Voru tvær prufur teknar af sömu mjólkinni, sem ákærði var ekki búinn að fjarlægja úr mjólkurtankinum. Mjólkin hafði heldur ekki flokkast vel sumarið áður vegna breytinga á sjálfvirkum hitastilli á mjólkurtanki. Ákærði kveður umgengni í fjósi e. t. v. hafa getað verið betri hjá sér, en hann hafi þrifið frá kúnum, eins og honum þótti þörf á. Ákærði kveðst ekki geta séð, að búfénaður hjá sér hafi sætt illri aðbúð og umhirðu vorið 1973, og þó hafi sumt af skepnunum ekki verið í eins góðu standi og hann hefði kosið. Ákærði kveðst ekki líta þannig á, að kýrnar hafi verið van- fóðraðar. Kýr sú, sem talað er um, að hafi verið horfóðruð, hafði verið veik lengi, og kvígan, sem talið er, að hafi verið fengin, var það ekki, en eitthvað var að henni. Kýrin, sem sögð er hafa verið hárlaus á vinstri síðu, var það á blettum, og hún var lúsug og óhrein á kviðnum. Sumir kálfarnir voru með flórklepra á lærum og kviði, en kýrnar voru nokkurn veginn hreinar. Ákærði kveðst mótmæla því, að fjárhúsin hjá sér hafi hvorki 53 haldið vatni né vindum, og engar hlífðarstífur voru til að halda beim uppi. Nokkrar gamlar ær voru þunnar að sögn ákærða, en hann kveðst ekki telja, að þær hafi verið vanfóðraðar. Hross ákærða hafa gengið úti og er aðeins gefið, ef þörf ef á. Hafa hrossin lítið verið á húsi seinni árin. Ákærði kveðst hafa átt litlar heybirgðir haustið 1972 og hafi orsökin aðallega verið bilun á tækjum og óhagstæð tíð. Ákærði veit ekki, hve heybirgðirnar voru miklar, en sumt af heyinu var lélegt. Forðagæslumenn, sem komu til að skoða hjá ákærða, gerðu ekki aðrar athugasemdir í viðtali við hann en þær, að heyin væru lítil. Ákærði tekur fram í þessu sambandi, að hann hafi haft loforð fyrir heyjum frá Melum í Melasveit og Eystri- Reyni í Innra-Akraneshreppi. Ákærða var kynnt það, sem fram er komið um heyfeng hjá honum undanfarin ár. Hann vill ekki viðurkenna, að hey hafi verið lítil og léleg hjá sér, nema haustið 1969. Ákærði gaf kúnum eingöngu hey, nema einni, er var veik. Hún fékk fóðurbæti. Orsök þess, að ákærði gaf kúnum ekki fóðurbæti, var sú, að hann hafði ekki ráð á að kaupa hann, enda var þá búið að leggja bann við mjólkursölu frá honum. Ákærði gaf kindunum fóðurbæti. Ákærði kveðst telja, að hlaðan hjá sér hafi algerlega haldið vatni, að undanskildu því, að ein 3ja feta járnplata hafi fokið upp við kjölinn. Ákærði telur, að hlaðan hafi getað gegnt hlutverki sínu. Ákærði hafði ekki stungið út úr fjárhúsunum, en hann var að grípa í að dytta að húsunum, um það leyti sem skoðunin fór fram. Ákærði fóðraði sauðfé eins og hann taldi þurfa. Ákærði var viðstaddur skoðunina, er fór fram hjá honum 30. mars 1973. Hann kveður dýralækni hafa tekið á kindunum til að skoða holdafar þeirra, en á hve mörgum, veit hann ekki. Ákærði varð ekki var við, að neitt væri litið á hrossin, en þau voru úti um þetta leyti. Ákærði hefur byggt nýtt fjós, og var það tekið í notkun veturinn 1967. Það var þó ekki fullfrágengið. Snemma vors 1968 stöðvaði héraðsdýralæknir mjólkursölu frá ákærða af þeim sök- um, en féllst síðar á að leyfa ákærða mjólkursölu fyrir tilmæli yfirdýralæknis. Mjólkursala var svo alveg stöðvuð frá ákærða árið 1972, eins og áður greinir. Ákærði tók fram varðandi framburð Geirs Guðlaugssonar, að komið hafi verið fram yfir sumarmál, er Geir tók kvígurnar í fóður af honum. Var þetta gert samkvæmt ábendingu forðagæslu- öd manna að beiðni Péturs Ottesens, og var ástæðan sú, að ákærði hafði lélegt hús fyrir kvígurnar. Kvígurnar litu illa út, en eigi vill ákærði álíta, að þær hafi verið horaðar. Kvíga sú, sem drapst, var með súrdoða að áliti Geirs. Var henni gefið lyf, en það dugði ekki, og drapst hún, nokkru eftir að hún kom til Geirs. Nokkur vitni voru yfirheyrð að beiðni skipaðs verjanda ákærða. Verða nú framburðir þeirra raktir. Vitnið Gísli Þórðarson baðvörður, Efstasundi 92 hér í borg, hefur skýrt frá því, að föstudaginn 8. febrúar 1963 hafi birst í Alþýðublaðinu grein með fyrirsögninni: „Skepnuníðsla rannsökuð í Borgarfirði“. Var í grein þessari skýrt frá því, að bóndinn í Heynesi, sem var ákærði, Halldór Sveinbjörn Kristjánsson, færi illa með skepnur sínar. Sagði enn fremur Í greininni, að aðkoman hefði verið hörmuleg og allar skepnur mjög illa farnar. Vitnið þekkti ákærða, Halldór Sveinbjörn, og fór að Heynesi daginn eftir og sýndi honum blaðagreinina. Í ferð þessari leit vitnið á útihús og búpening hjá ákærða. Dagana áður hafði gert norð- austan rok. Höfðu orðið allmiklar skemmdir á fjósi og fjárhlöðu. Var ákærði búinn að fá smið til að lagfæra þetta, en hann var ekki kominn ennþá. Var ákærði sjálfur að dytta að húsunum, er vitnið kom til hans. Vitnið leit á kýr í fjósi hjá ákærða. Voru bær í meðalholdum, og hross, er voru úti við, virtust vera í góðu lagi. Vitnið tekur fram, að það sé alið upp í sveit og þekki vel til skepnuhirðingar. Þriðjudaginn 3. apríl 1973 birtist í Alþýðublaðinu grein með fyrirsögninni: „Úrskurðaði bónda óhæfan til að annast skepnur“. Er í grein þessari m. a. sagt frá viðtali við Ásgeir Pétursson, sýslumann Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Vitnið skýrir frá því, að það hafi, 2—3 dögum eftir að greinin birtist, farið að Heynesi til ákærða, Halldórs Sveinbjörns. Voru þá kýr ákærða komnar í nýtt fjós. Vitnið leit á kýrnar og kveður þær hafa verið í sæmilegum holdum og sumar ágætar, nema tvær, er voru eitthvað veikar. Einnig skoðaði vitnið kindurnar hjá ákærða. Voru þær í ágætu standi að undanskildum nokkrum, er voru greinilega miklar mjólkurær og verða aldrei feitar. Vitnið skoðaði hrossin í haganum, og voru þau í góðu lagi. Ákærði átti litlar heybirgðir, en hann sagðist geta fengið nóg hey frá Melum og Eystri-Reyni. Vitnið kveðst hafa komið öðru hverju á undanförnum árum 5oð í heimsókn til ákærða að Heynesi. Hefur ástand búpenings alltaf verið þar í lagi. Vitnið Gunnar Jón Sigtryggsson húsasmíðameistari, Bjarma- landi 12, Sandgerði, hefur skýrt frá því, að það hafi séð í Alþýðu- blaðinu 8. febrúar 1963 grein með fyrirsögninni: „Skepnuníðsla rannsökuð í Borgarfirði“. Vitnið þekkir ákærða, Halldór Svein- björn, og fór samdægurs til hans að Heynesi til að kanna, hvort greinin hefði við rök að styðjast. Vitnið skoðaði fjósið hjá ákærða og önnur gripahús svo og ástand búfénaðar. Vitnið kveður það ekki fara á milli mála, að húsakosti á Heynesi hafi verið mikið ábótavant, en í þetta sinn hafði gert mikið norðaustan rok, dag- ana áður en greinin birtist. Hafði hliðin á fjósinu brotnað inn og þakið á fjárhúsinu að miklu leyti eyðilagst. Urðu í veðri þessu skemmdir á fleiri bæjum í Innra-Akraneshreppi en að Heynesi. Hafði ástand það, er skapaðist að Heynesi vegna þessara skemmda, verið notað til þess að útmála ástandið hjá ákærða og ávæna hann um verri meðferð á skepnum en efni stóðu til. Þegar vitnið kom að Heynesi, var lagfæring á veggnum nokkuð komin áleiðis. Vitnið skoðaði fyrst og fremst kýr ákærða. Voru þær alls ekki kvaldar af vanfóðrun, enda langt bil á milli þess að spikala skepnur og svelta þær. Sauðfé var úti, og skoðaði vitnið það ekki í þetta sinn. Vitnið Jón Eyjólfsson bóndi, Fiskilæk, hefur skýrt frá því, að það hafi farið að Belgsholti einhvern tíma seinni hluta vetrar 1963 til að aðstoða bóndann, er var að fá kýr í fóðrun frá ákærða, Halldóri Sveinbirni. Eigi veit vitnið, hvort um allar kýr ákærða var að ræða. Vitnið hjálpaði við að koma kúnum fyrir í fjósi. Vitnið kveður kýrnar hafa verið fyrir neðan meðallag að holda- fari, en þó þannig, að það hafi verið óaðfinnanlegt. Vitnið Haraldur Hákonarson bóndi, Fiskilæk, kveðst hafa verið að vinna hjá Magnúsi Ólafssyni í Belgsholti seinni hluta vetrar 1963, er komið var með kýr ákærða, Halldórs Sveinbjörns, þangað til fóðrunar. Kýrnar voru 12 eða 13. Vitnið kveður kýrnar hafa verið í óaðfinnanlegum holdum, en ein þeirra var léleg. Vitnið Hreinn Elíasson, Víðigerði 3, Akranesi, sem er búfræð- ingur að mennt, hefur skýrt frá því, að það hafi komið í fjósið að Heynesi um sumarmál 1972. Fjósið er nýlegt með rimlaflór. Vitninu virtist vera umhorfs þar eins og gengur og gerist í fjósum. Vitnið kom aftur í fjósið í júlí sama ár. Höfðu þá farið fram 56 lagfæringar á mjólkurhúsi, sem er til hliðar við fjósið, svo og fjósinu sjálfu. Mjólkurhúsið hafði verið málað og snyrt og fjósið kalkað að innan. Inngangur fyrir gripi hafði og verið lagfærður. Vitnið kveðst hafa komið í mörg fjós í grennd við Akranes og í nálægum sveitum. og getur það ekki séð, að fjósið í Heynesi standi þeim að baki. Vitnið Þorsteinn Þorvaldsson vélstjóri, Stekkjarholti 16, Akra- nesi, hefur skýrt frá því, að í júlí 1971 hafi ákærði, Halldór Svein- björn, beðið það að koma til sín að Heynesi og stilla fyrir sig mjólkurkæli, því að hann áliti, að hlitastigið á honum væri of hátt. Vitnið fór að Heynesi seinni hluta ágúst og lækkaði á hita- stillinum, en að sögn ákærða sýndi stillirinn um 5“ hita, sem ákærði sagði, að væri of mikið. Vitnið kveðst ekki hafa kynnt sér mjólkurkæla sérstaklega, en gert þetta í greiðaskyni við ákærða án þess að taka gjald fyrir. Vitnið kom ekki í peningshús að Heynesi og kveðst ekkert geta borið um ástand eða fóðrun búpenings. Nokkru eftir að vitnið fór að Heynesi í framangreint sinn, hafði ákærði tal af því og sagði, að kælingin á mjólkinni væri orðin góð. Vitnið Steinbór Bjarni Ingimarsson bifvélavirki, Miðhúsum, Innra-Akraneshreppi, hefur skýrt frá því, að það þekki ákærða, Halldór Sveinbjörn, og hafi oft komið til hans. Ákærði bað vitnið að líta á fjósið í Heynesi, er það kom þangað í apríl 1972, en þá var búið að stöðva mjólkursölu frá ákærða. Vitnið fór í fjósið með ákærða. Spurði ákærði vitnið, hvað því fyndist um fjósið. Vitninu virtist fjósið vera í sæmilegu standi, en benti ákærða á að fjarlægja timbur, er var á fóðurgangi. Vitnið leit á nautgripi þá, er voru í fjósinu, og var holdafar þeirra eins og gengur og gerist. Vitnið Ellert Haraldsson bóndi, Eystri-Reyni, Innra-Akranes- hreppi, hefur skýrt frá því, að ákærði, Halldór Sveinbjörn, hafi seinni hluta vetrar árið 1973 beðið það um hey. Vitnið lét hann fá 70—80 hesta af heyi. Vitnið flutti það á vagni heim til ákærða að Heynesi í nokkur skipti. Vitnið skildi vagninn þar eftir og sótti hann aftur, er ákærði var búinn að nota hey það, er á honum var. Vitnið veit ekkert um, hvernig ástatt var með heybirgðir ákærða. Vitnið Steinunn Sturludóttir verkakona, Hátúni 6, Reykjavík, kveðst hafa verið í vinnu hjá ákærða, Halldóri Sveinbirni, á tíma- bilinu frá því í byrjun ágúst þar til fyrstu dagana í september árið 1972. Vitnið sá um heimilishald fyrir ákærða og aðstoðaði 57 hann við mjaltir. Vitnið kveður kýr ákærða hafa verið í góðu lagi. Tekur vitnið fram í því sambandi, að það hafi unnið víða í sveitum og ástand kúnna og umhirða þeirra hafi verið eins og gengur og gerist. Vitnið hreinsaði mjólkurílát að Heynesi. Var farið eftir fyrirmælum frá Mjólkursamsölunni um þetta og það, að áliti þess, eins vel af hendi leyst og unnt er. Vitnið Sigurjón Sigurðsson bóndi, Þaravöllum, Innra-Akranes- hreppi, kveðst hafa átt leið fram hjá Heynesi snemma Í maí 1973. Vitnið sá kýr ákærða, Halldórs Sveinbjörns, er voru við hliðið heim að bænum. Kýrnar litu, að sögn vitnisins, ekki verr út en gengur og gerist, og sá vitnið ekki, að þær væru óþrifalegar. Vitnið Páll Eggertsson húsasmiður, Lindási, Innra-Akranes- hreppi, kveðst hafa komið að Heynesi 1. júlí 1973 að beiðni ákærða, Halldórs Sveinbjörns. Bað ákærði vitnið um að athuga hliðar- stífur, er samkvæmt skýrslu sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu voru upp við gafl á fjárhúsunum, þeim til styrktar. Vitnið gat engar hliðarstífur séð, enda er erfitt að tala um slíkar stífur á gafli húss. Tré, sem reist höfðu verið upp við gaflinn, gegndu ekki slíku hlutverki. Ákærði bað vitnið einnig um að athuga, hvernig ástatt væri með járn á þaki fjóshlöðu. Vitnið skoðaði þakið. Var gat á því, en því hefði mátt loka með 3ja—4ra feta langri bárujárnsplötu. Vitnið sér myndirnar á dskj. nr. A4 og 5. Vitnið kveðst ekki sjá betur en tré þau, sem liggja upp að gaflinum, hafi legið með sama hætti og á myndunum sýnir, er það athugaði þau umrætt sinn. Hið sama sé að segja um þakið á fjóshlöðunni. Það hafi verið með sömu ummerkjum og á myndunum að best verður séð. Niðurstöður. Eins og nú hefur verið rakið, hafa margsinnis farið fram skoð- anir hjá ákærða að Heynesi allt frá árinu 1961 á umhirðu og fóðrun búfénaðar og húsakosti fyrir hann. Verða skýrslur þær, sem gerðar hafa verið um skoðanir þessar af opinberum sýslunar- mönnum, svo og framburðir þeirra lögð til grunvallar í málinu um sönnun á því, sem ákærða er gefið að sök. Af gögnum þessum þykir sannað, að ákærði hafi allt frá árinu 1962 vanhirt og van- fóðrað búpening sinn, þannig að hann hafi liðið sakir fóðurskorts og illrar umhirðu, en öll peningshús að Heynesi voru ófullnægj- andi fyrir búpening ákærða og sum með öllu ónothæf, uns fjósið var byggt, og hið sama má að nokkru leyti segja um hlöður. Lét ákærði ekki skipast að lagfæra þetta þrátt fyrir aðvaranir yfir- valda, og virðist ástandið hafa farið versnandi síðari ár með ö8 fóðrun og hirðingu búpeningsins, þ. e. nautgripa og sauðfjár. Um fóðrun og hirðingu hrossa liggja hins vegar ekki fyrir nægar upp- lýsingar, sem unnt sé að byggja á, en ákærði hafði ekki fullnægj- andi húsnæði fyrir þau, svo sem honum bar skylda til. Þegar skoðun fór fram hinn 30. mars 1973 hjá ákærða, keyrði um þver- bak um aðbúð og umhirðu búpenings hans skv. skýrslu sýslu- manns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og framburði Odds Rúnars Hjartarsonar héraðsdýralæknis, eins og áður greinir. Er ljóst af gögnum þessum og öðru, sem fram er komið í málinu, að nautgripir ákærða og sauðfé hafa þá stórlega liðið sakir illrar umhirðu og fóðurskorts, en ákærði hafði ekki getað aflað nægilegra heyja fyrir búfénað sinn sumarið áður. Sök ákærða er ekki að neinu leyti fyrnd, þar sem hið ólögmæta ástand, er að framan greinir, hefur haldist óslitið að áliti dómsins frá því á árinu 1962. Þykir ákærði með framangreindu atferli hafa orðið brotlegur gegn Í. og 2. gr., sbr. 14. gr., sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 21/1957 um dýravernd, eftir að breyting var gerð á lögunum með lögum nr. 38/1968. Lög nr. 54/1957 um búfjárrækt giltu, er brot ákærða hófust. Ákvæði 81. gr., sbr. 80. gr., sbr. 86. gr. þeirra laga eru efnislega samhljóða 76. gr., sbr. 75. gr., sbr. 81. gr. laga nr. 21/ 1965 um búfjárrækt, þannig að brot ákærða frá árinu 1962—-1965 þykir mega heimfæra undir fyrrgreind lög, uns hin síðari taka gildi. Hinn 14. maí 1973, eða sama dag og ákæra var gefin út, tóku gildi búfjárræktarlög nr. 31/1973. Vísast og til 59. gr., sbr. 58. gr., sbr. 65. gr. þeirra laga, en lagaákvæði þessi eru efnislega samhljóða ákvæðum framangreindra laga. Ekkert liggur fyrir í málinu um, að ákærði hafi misþyrmt bú- ÞPeningi sínum, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin með hlið- sjón af því 10.000 króna sekt, er renni til ríkissjóðs, og komi varð- hald í 5 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga um dýravernd telur dómurinn rétt, að ákærði skuli vegna hirðuleysis þess, er að framan greinir um meðferð á búpeningi sínum, sviptur ævilangt heimild til að hafa í umráðum sínum búfé, er í búfjárræktarlögum greinir, en frekari sviptingu þykir eigi ástæða til að gera ákærða. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Stefáns Sig- urðssonar héraðsdómslögmanns, kr. 50.000. Dóm þennan kváðu upp Gunnlaugur Briem sakadómari sem setudómari og meðdómsmennirnir Brynjólfur Sandholt, héraðs- 59 dýralæknir í Reykjavík, og Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur Í nautgriparækt hjá Búnaðarfélagi Íslands. Dómsformaður var skipaður setudómari í máli þessu með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 30. september á sl. ári, og hefur hann engin afskipti haft af rekstri þess fyrir þann tíma. Dómsorð: Ákærði, Halldór Sveinbjörn Kristjánsson, greiði 10.000 kr. sekt. til ríkissjóðs, og komi varðhald í 5 daga í stað sektar- innar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal sviptur ævilangt heimild til að hafa í umráðum sínum búfé, er í búfjárræktarlögum greinir. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Stefáns Sigurðssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 50.000. Dóininum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 29. janúar 1976. Nr. 58/1974. Haf h/f (Logi Guðbrandsson hrl.) Or Sesn Steypustöðinni h/f (Hafsteinn Baldvinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Skuldamál. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Afrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. mars 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. 60 Hann krefst þess, að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um sýknu honum til handa í aðalsök í héraði, en til greina verði teknar kröfur hans í gagnsök í héraði og stefndi dæmdur til að greiða honum 168.640 krónur með 1% dráttarvöxtum á mánuði af 150.000 krónum frá 10. maí 1971 til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar í héraði, bæði í aðalsök og sagnsök, svo og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að héraðsdómur verði staðfestur að öllu leyti. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Um aðalsök í héraði. Málinu hefur eigi verið sagnáfrýjað, og stefndi andmælir ekki, að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um sýknu áfrýj- anda af kröfu þeirri, sem hér greinir. Verður krafa áfrýjanda um staðfestingu héraðsdóms að þessu leyti tekin til greina. Um gagnsök í héraði. Krafa áfrýjanda, sú sem hér er fjallað um, lýtur að því, að stefnda verði dæmt skylt að endurgreiða honum víxil, að fjárhæð 150.000 krónur, svo og stimpilgjald, afsagnarkostnað og málskostnað, sem áfrýjandi var dæmdur til að greiða stefnda með dómi bæjarþings Reykjavíkur 25. september 1972 í máli, er stefndi höfðaði gegn honum til heimtu víxils- ins. Nema þessar fjárhæðir alls 168.640 krónum. Af málflutningi fyrir Hæstarétti er ljóst, að áfryjandi hefur að engu leyti greitt stefnda umræddan vixil eða aðrar þær fjárhæðir, sem stefnda voru dæmdar úr hans hendi með framangreindum dómi. Verður kröfum áfrýjanda í gagnsök í héraði því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi samkvæmt 1. mgr. 69. gr. laga nr. 85/1936. Eftir atvikum þykir mega staðfesta ákvæði héraðsdóms um málskostnað, en dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti. Er hann ákveðinn 40.009 krón- ur. Það aihugast, að dómsformaður sjó- og verslunardóms sat ýmist einn eða með aðeins öðrum meðdómsmanna í dómi í Þinghöldum 14. og 21. mars og 2. apríl 1973, þegar fyrirsvars- menn málsaðilja og vitni gáfu skýrslur. 61 Dómsorð: Framangreindri kröfu áfrýjanda, Hafs h/f, er vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti á héraðsdómurinn að vera óraskaður. Áfrýjandi greiði stefnda, Steypustöðinni h/f, 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Dómur sjó- og verslunardóms Reykjavíkur 21. júní 1973. Mál þetta, sem tekið var til dóms 1. júní 1973, er höfðað með stefnu, birtri 26. september 1972, af Steypustöðinni h/f, Elliða- vogi, Reykjavík, gegn Hafi h/f, Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 62.529 ásamt 1% dráttarvöxt- um fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1. júlí 1971 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi Haf h/f krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að sér verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda eftir mati réttarins. Í þinghaldi 11. apríl 1973 var af hálfu stefnda, Hafs h/f, lögð fram gagnstefna og krafist skuldajafnaðar við kröfu stefnanda, Steypustöðvarinnar h/f, og sjálfstæðs dóms um afgang að upp- hæð kr. 168.640 með 1% dráttarvöxtum af kr. 150.000 frá 10. maí 1971 til greiðsludags og málskostnaðar að mati réttarins. Gagn- stefndi, Steypustöðin h/f, krefst sýknu í gagnsök af öllum kröfum gagnstefnanda, Hafs h/f, og að sér verði dæmdur málskostnaður úr hendi gagnstefnanda eftir mati réttarins. Í munnlegum mál- flutningi var af hálfu aðalstefnanda krafist 1%% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan mánuð af stefnufjárhæðinni frá 1. maí 1973 til greiðsludags. Málavextir eru þeir, að í júní 1970 hófust þau viðskipti milli aðilja þessa máls, að aðalstefnandi, Steypustöðin h/f, seldi aðal- stefnda, Hafi h/f, malargrús og steypu til verks, sem það fyrir- tæki hafði með höndum. Viðskipti þessi voru reikningsviðskipti, og greiddi aðalstefndi inn á reikning sinn ýmist í reiðufé eða með víxlum. Framkvæmdastjóri aðalstefnda, Guðmundur Bjarnason, var jafnframt framkvæmdastjóri annars fyrirtækis, Turns h/f, sem átti sams konar viðskipti við aðalstefnanda. Guðmundur var hlut- hafi í báðum fyrirtækjunum, sem hann veitti forstöðu. Á viðskipta- 62 reikningi aðalstefnda hjá aðalstefnanda fyrir árið 1970 höfðu verið færðar úttektir, sem Turn h/f hafði fengið til sinna verka. Þær voru síðan færðar út af þeim reikningi á viðskiptareikning Turns h/f. Samkvæmt viðskiptareikningi aðalstefnda hjá aðal- stefnanda nam skuld hans við aðalstefnanda kr. 208.640 í árs- byrjun 1971. Samkvæmt viðskiptareikningi þessum héldu við- skipti fyrirtækjanna áfram fyrri hluta ársins 1971, og í maílok 1971 sýndi hann skuld aðalstefnda við aðalstefnanda að upphæð kr. 62.529. Hinn 3. mars 1971 gaf aðalstefnandi út víxil að fjárhæð kr. 150.000, sem samþykktur var af aðalstefnda til greiðslu hinn 10. maí 1971, en víxill þessi var færður sem greiðsla á viðskiptareikn- ingi aðalstefnda hjá aðalstefnanda í febrúar 1971. Í júní 1971, Þegar víxill þessi hafði lent í vanskilum, var hann færður aðal- stefnda til skuldar að viðbættum kostnaði, eða samtals kr. 151.730. Í sama mánuði voru kr. 214.259 fluttar af viðskiptamannareikningi aðalstefnda á viðskiptamannareikning Turns h/f hjá aðalstefn- anda, eða samanlögð upphæð vanskilavíxilsins að viðbættri fjár- hæð þeirri, sem aðalstefnda var talin til skuldar hjá aðalstefnanda í maílok 1971. Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnum 25. september 1972, var aðalstefndi dæmdur til þess að greiða aðal- stefnanda framangreindan víxil að viðbættum áföllnum kostnaði. Hinn 31. ágúst 1972 er fjárhæðin 214.259 flutt af viðskiptareikn- ingi Turns h/f á viðskiptareikning aðalstefnda og síðan stefnir aðalstefnandi aðalstefnda til að greiða mismuninn á tildæmdri víxilfjárhæð og hinni yfirfærðu skuld, eða kr. 62.529, eins og að framan greinir, en aðalstefndi gagnstefnir til skuldajafnaðar og sjálfstæðs dóms til endurheimtu víxilfjárhæðarinnar ásamt áfölln- um kostnaði, eða kr. 168.640. Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri aðalstefnanda, kom fyrir réttinn og skýrði svo frá, að viðskipti aðilja máls þessa hefðu staðið frá því í júní 1970 þar til í maí 1971, en síðan hafi þeir engin viðskipti átt sín á milli. Fyrir viðskiptin hafi verið greitt með peningum og víxlum til skiptis. Í desember 1970 hafi nokkrir reikningar verið færðir af við- skiptareikningi Hafs h/f hjá Steypustöðinni yfir á reikning Turns h/f, væntanlega samkvæmt forsögn Guðmundar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra aðalstefnda, en hann hafi reglulega fengið afhenta reikninga. Það hefði verið með sinni vitund og samþykki, að þessi millifærsla var gerð. Varðandi úttektirnar á viðskipta- reikningi Hafs h/f á árinu 1971 sagði mætti (sic), að þær hefðu 63 verið gerðar í nafni Hafs h/f, enda séu reikningarnir stílaðir á það fyrirtæki. Sér hafi verið kunnugt um, að úttektir þessar fóru til lögreglustöðvarinnar og í Fellsmúla. Mætti (sic) sagði, að sér væri ekki kunnugt um, að á árinu 1971 hafi nokkuð verið fært á reikning Hafs h/f af því, sem Turn h/f hafi tekið út hjá Steypu- stöðinni h/f. Hann hafi litið á viðskiptin sem persónuleg viðskipti við Guðmund Bjarnason og hafi ekki vitað annað en Haf h/f væri með þessi verk, enda hafi hann séð, að vélar Hafs h/f voru notaðar við lögreglustöðina. Sú aðferð sé viðhöfð við afhendingu efnis, sem Steypustöðin selur, að kaupandi kvitti fyrir móttöku efnisins á staðnum á af- hendingarseðil, sem sé stílaður á þann aðilja, sem efnið kaupi. Kaupandinn haldi eftir afriti af afhendingarseðlinum. Sölureikn- ingar séu síðan samdir eftir afhendingarseðlum þessum. Sölu- reikningar Hafs h/f hafi verið skrifaðir daglega og hafi Haf h/f tekið þá eða þeir verið sendir til fyrirtækisins, en ekki hafi verið föst regla um, með hvaða millibili. Engar kvartanir hafi verið gerðar af hálfu Hafs h/f varðandi það, að afhendingarseðlarnir eða sölureikningar væru ekki stílaðir á réttan aðilja, né annars konar kvartanir. Varðandi millifærsluna í júní 1971 á kr. 214.259 af viðskipta- reikningi Hafs h/f á viðskiptareikning Turns h/f þá sé hún þannig tilkomin, eftir því sem hann hafi komist næst, að Guð- mundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Hafs h/f og Turns h/f, hafi beðið Jón Ólafsson, gjaldkera og bókara Steypustöðvarinnar h/f, sem þá hafi verið nýbyrjaður að vinna hjá fyrirtækinu, að milli- færa þessa upphæð. Það hafi Jón gert, en hann hafi ekki sagt sér af því fyrirfram og sig reki ekki minni til þess, að hann hafi sagt sér af því eftir á. Guðmundur Bjarnason hafi ekki talað við sig um þessa millifærslu. Mætti (sic) sagði, að verksvið gjaldkera og bókara næði ekki til þess að taka ákvörðun um hluti sem þessa, það mundi vera í sínum verkahring sem forstjóra. Mætti (sic) sagði, að þeir tveir 75.000 kr. víxlar, sem Turn h/f samþykkti pr. 1. okt. og 1. nóv. 1971, hafi verið sjálfstæð greiðsla inn á reikning Turns h/f, eins og kvittun sýni, en ekki framleng- ing á 150.000 kr. víxli, sem Haf h/f samþykkti til greiðslu pr. 10. maí 1971. Mætti (sic) gaf þá skýringu, að ástæðan fyrir því, að ekki hefði verið millifært á nýjan leik kr. 214.258 af reikningi Turns h/f yfir á reikning Hafs h/f, fyrr en ári eftir að millifærslan í júní 64 var gerð, eða í ágúst 1972, væri sú, að þeir hefðu ekki rekist fyrr á þessa rangfærslu, og þá fyrir ábendingu lögmanns síns. Mætti (sic) sagðist ekki muna, hvort sér hefði verið kunnugt um, að Turn h/f hefði beðið um gjaldþrotaskipti á búi sínu, þegar þessi millifærsla var gerð, en hins vegar hafi sér verið kunnugt um, að Turn h/f hafi átt í verulegum greiðsluvandræðum og mjög hafi verið erfitt að fá greitt hjá því fyrirtæki. Framkvæmdastjóri aðalstefnda, Guðmundur Bjarnason, kom fyrir réttinn og gaf skýrslu. Hann kvaðst enn fremur vera fram- kvæmdastjóri Turns h/f og hluthafi í báðum fyrirtækjunum. Mætti (sic) sagði, að Haf h/f hefði ekkert tekið út hjá Steypu- stöðinni h/f eftir september til október 1970, en það, sem tekið sé út eftir þann tíma hjá Steypustöðinni, sé á vegum Turns h/f. Sig minnti, að frá því í nóvember 1970 og fram Í maí 1971 hafi Haf h/f aðeins haft eitt verk með höndum, raflínulagningu fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en Haf h/f hafi ekki haft nein við- skipti við Steypustöðina h/f vegna þess verks. Bókhaldið fyrir þetta verk hafi verið fært með bókhaldi Turns h/f. Sömu starfs- menn hafi unnið hjá Turni h/f og Hafi h/f og sama máli hafi gegnt um vélakost. Millifærslurnar á reikningunum fyrir árið 1970 hafi komið til, þegar hann hafi verið staddur hjá forstjóra Steypustöðvarinnar h/f, og hafi verið vegna þess, að úttektir Turns h/f hafi verið færðar á reikning Hafs h/f. Mætti (sic) kveðst ekki muna, hvenær komið hefði í ljós, að ranglega hefði verið fært. Ekki væri vist, að það hefði verið á árinu 1970, en það hlyti að hafa verið fyrr en í júní 1971. Líklega hafi hann verið staddur hjá forstjóra Steypustöðvarinnar h/f í þetta skipti seinni- part vetrar eða snemma vors, en bókhaldinu hafi verið seint lokað og millifærslurnar líklega komið til við lokun þess. Mætti (sic) sagði, að í ljós hefði komið, að of mikið hefði verið samþykkt af víxlum af Hafi h/f, sem farið hefðu til greiðslu á skuldum Turns h/f. Mætti (sic) sagði, að millifærslan á kr. 214.259 hefði verið ákveðin, þegar hann hafi verið staddur inni í Steypustöð á skrif- stofu bókara fyrirtækisins og þar hafi verið staddur bókarinn Jón Ólafsson og Halldór Jónsson og að því er sig minni Sveinn Val- fells yngri. Í þetta skipti hafi Halldór Jónsson beðið sig að sam- þykkja víxla fyrir skuld Hafs h/f, en þá hafi hann bent honum á, að Haf h/f væri ekki skuldarinn, heldur Turn h/f. Reikningarnir hafi verið athugaðir og það hljóti að hafa verið tekin ákvörðun í þetta skipti um að millifæra skuldina. Sér hafi ekki verið kunnugt um á þessum tíma, að Turn h/f væri gjaldþrota. 65 Halldór Jónsson sagði í framburði sínum, að sá fundur, sem Guðmundur Bjarnason þarna lýsti, hefði aldrei átt sér stað. Hins vegar hefðu þeir tveir hist ásamt bókara fyrirtækisins, líklega rétt eftir áramótin 1970/1971, og þá hafi verið tekin ákvörðun um millifærslu á reikningnum fyrir árið 1970. Halldór Jónsson sagðist ekki muna til þess, að hann hefði rætt við Guðmund Bjarnason eða neinn aðilja frá honum um millifærsluna á kr. 214.259. Allir þeir víxlar, sem færðir væru í debethlið viðskipta- reiknings Turns h/f hjá Steypustöðinni árið 1972, væru í van- skilum. Athugasemdir um það, að ekki væri rétt fært, hefðu borist, eftir að Turn h/f hefði verið orðinn gjaldþrota og eftir bann tíma, að millifærslan í júní 1971 var gerð. Guðmundur Bjarnason skýrði enn fremur svo frá, að hann hefði ekki gert athugasemdir við færslu viðskiptareiknings Hafs h/f nema á þeim tveim fundum, sem hann hefði átt með forráðamönnum Steypustöðvarinnar h/f. Hins vegar myndi hann það óljóst, að athugasemdir hefðu verið gerðar við það, að af- hendingarseðlar og sölureikningar væru ekki stílaðir á réttan aðilja, en það muni skrifstofumaður sinn hafa gert og sig minni, að hann hafi líka gert það sjálfur. Bókhald Hafs h/f hafi á þeim tíma, sem um ræði í málinu, verið fært í vélum, en hins vegar hafi það ekki verið gert jafn- óðum. Guðmundur sagðist reikna með, að tveir 75.000 kr. víxl- arnir, sem Turn h/f hafi samþykkt til greiðslu 1. okt. og Í. nóvember 1971, hafi átt að vera framlenging á 150.000 kr. víxl- inum, sem Haf h/f hafi samþykkt með gjalddaga 10. maí 1971. Hann kvaðst reikna með því, að ástæðan fyrir því, að víxlarnir hefðu verið teknir sem innborgun í reikning Turns h/f, væri sú, að víxillinn pr. 10. maí 1971 hafi þá verið í banka. Víxlarnir hafi verið samþykktir hjá forstjóra Steypustöðvarinnar h/f, sem þá hafi átt að taka víxilinn úr bankanum. Gjaldkeri aðalstefnanda, Jón Ólafsson, bar vitni í máli þessu. Hann sagðist hafa hafið störf hjá stefnanda seinni partinn Í maí 1971. Starf sitt væri fyrst og fremst starf gjaldkera, þar með að sjá um greiðslur og innheimtur. Hann hafi hitt Guðmund Bjarna- son á skrifstofu sinni hjá stefnanda, en hann muni ekki hvenær. Sér hafi verið kunnugt um, að Guðmundur var forstjóri bæði Hafs h/f og Turns h/f, og sér hafi skilist, að þetta væri nánast sama fyrirtækið. Á þessum tíma hafi skuld Hafs h/f verið rúmlega kr. 214.000 og hafi hann krafið Guðmund um greiðslu á þeirri upphæð. Guð- 5 66 mundur hafi þá sagt, að það væri vitleysa, að Turn h/f ætti að skuldfærast fyrir þessu, en frekari skýringar á því hafi hann ekki gefið. Ekki minntist hann þess, að þeim Guðmundi færi fleira á milli. Hann hefði ekki millifært þetta þegar í stað, en hafi punktað það niður hjá sér og síðan fengið þeim starfsmanni, sem sjái um færslur bókhaldsins. Þessa millifærslu hafi hann ekki rætt við forstjórann, Halldór Jónsson. Vitnið kvaðst hljóta að hafa haldið á þessum tíma, að millifærslur af þessu tagi væru í sínum verkahring. Hann hafi fært millifærslu þessa í þeirri trú, að Guðmundur Bjarnason færi með rétt mál henni við- komandi. Sveinn Valfells verkfræðingur mætti sem vitni í réttinum og kvaðst engin afskipti hafa haft af þeim viðskiptum, sem mál þetta snýst um, og ekki verið á neinum fundi þeim viðkomandi. Ottó Gíslason, verkstjóri hjá aðalstefnanda, mætti fyrir rétt- inum sem vitni og skýrði frá því, að hann tæki við pöntunum frá þeim fyrirtækjum, sem keyptu efni hjá Steypustöðinni h/f, og skrifaði þær niður á afhendingarseðla eða sölunótur, en enn fremur skrifi bílstjórar þeir, sem efnið flytji, afhendingarseðla, sem viðskiptavinurinn kvitti á fyrir móttöku efnisins. Óglöggt hafi verið, hvernig pöntunum frá Hafi h/f og Turni h/f hafi verið varið. Eitthvað hafi getað verið skrifað á Turn h/f, sem Haf h/f hafi átt að fá, og öfugt, hann hafi ekki alltaf spurt að því, á hvort fyrirtækið reikningarnir ættu að færast, en það hafi ekki alltaf verið ljóst. Vitnið sagði, að aldrei hefði verið kvartað við sig af hálfu Hafs h/f um, að sölunótur eða afhendingarseðlar væru ekki stílaðir á rétt fyrirtæki. Vitnið sagðist ekki muna, hvernig pöntunum á því efni, sem fært er á viðskiptareikning Hafs h/f fyrir árið 1971, hafi verið varið. Símon Kærnested, löggiltur endurskoðandi, kom fyrir réttinn og bar vitni í málinu. Hann sagðist hafa aðstoðað við bókhald fyrirtækjanna Turns h/f og Hafs h/f fyrir árið 1971. Enn fremur hafi hann gert upp fyrir Haf h/f fyrir árið 1972, en ekki haft önnur afskipti af bókhaldi Turns h/f fyrir árið 1972 en að reikna út laun fyrir það fyrirtæki. Vitnið sagðist hafa fært þann þátt bókhalds Hafs h/f, sem laut að viðskiptum þess við Steypustöðina h/f, samkvæmt sölureikningum frá Steypustöðinni h/f. Á árinu 1971 hafi ekki verið um neinn rekstur að ræða á vegum Hafs h/f, nema að fyrirtækið hafi leigt út vélar og tæki til Turns h/f. Vitnið sagðist gera ráð fyrir því, að einhverjir sölureikningar frá Steypustöðinni h/f hafi verið stílaðir á Haf h/f á árinu 1971, 67 en þeir hafi verið færðir í bókhald Turns h/f, enda hafi þeir átt að vera stílaðir á það fyrirtæki. Á sölunóturnar hafi verið skráð, hvar efnið hafi verið afhent og í hvaða verk, og hafi þær verið færðar samkvæmt því í bókhaldið, en ekki samkvæmt því, á hvaða fyrirtæki þær voru stílaðar. Efnisúttekt fyrir sama verk hafi getað verið stíluð ýmist á Haf h/f eða Turn h/f. Vitnið sagðist ekki hafa gert athugasemdir við Steypustöðina h/f um það, að reikningar væru stílaðir á Haf h/f, sem ættu að vera stílaðir á Turn h/f. Hann hafi ekki talið það í sínum verkahring og enn fremur hafi verið búið að millifæra á milli fyrirtækjanna, þegar hann hafi tekið að færa bókhaldið. Vitnið sagði, að hafi Haf h/f samþykkt víxla sem greiðslu fyrir úttekt, hafi þeir verið færðir á viðskiptareikning Steypustöðvar- innar h/f hjá Turni h/f, en ekki hjá Hafi h/f, en sá viðskipta- reikningur beri það með sér, að Haf h/f og Steypustöðin h/f hafi ekki átt viðskipti sín á milli á árinu 1971. Af hálfu aðalstefnanda er því haldið fram, að engar athuga- semdir hafi komið frá aðalstefnda um það, að viðskiptin væru færð til skuldar hjá röngu fyrirtæki. Ekkert hafi verið gert af hálfu aðalstefnda til þess að leiðrétta sölureikninga ná annað, sem viðskiptunum var viðkomandi og kynni að hafa verið rangt. Skuld aðalstefnda hjá aðalstefnanda hafi numið kr. 62.529, þegar viðskiptum þeirra hafi lokið. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri aðalstefnda, hafi farið fram á millifærslu á kr. 214.259 og fengið því framgengt, að hún var gerð, án þess að leyfi forráðamanna aðalstefnanda lægi fyrir. Þarna hafi verið um að ræða mistök hjá bókara aðal- stefnanda, sem í fyrsta lagi hafi verið í því fólgin að millifæra skuldina yfirleitt og í öðru lagi að millifæra þann hluta skuldar- innar, sem byggst hafi á víxlinum að fjárhæð kr. 150.000. Þar sem víxillinn hafi verið sjálfstæð greiðsla, hefði aðalstefndi átt að fá víxilinn afhentan og greiðsluskuldbindingin samkvæmt hon- um að falla niður, en greiðsluskuldbindingin samkvæmt honum standi enn. Millifærslan hafi þannig átt sér stað fyrir mistök gjaldkera aðalstefnanda og geti engin áhrif haft að lögum. Til Þess að svo væri, hefði hún þurft að fara fram í formi skuldskeyt- ingar, en slíkur gerningur hafi aldrei átt sér stað og Guðmundur Bjarnason hafi því aldrei haft neina heimild til þess að láta milli- færa, enda sé því algerlega mótmælt, að nokkur fundur hafi átt sér stað um það efni. Skuld sú, sem millifærð var, hafi verið vegna úttekta aðalstefnda, en ekki Turns h/f. En yrði ekki litið 68 svo á, yrði að taka tillit til þess við dóm í málinu, að allur magn- afsláttur, sem aðalstefnda var talinn til tekna, þ. e. kr. 70.265, hefði átt að koma Turni h/f allur til tekna, og því hækkaði skuld aðalstefnda við aðalstefnanda á árinu 1971 um þá upphæð. Þeir þrír 100.000 kr. víxlar, sem Guðmundur Bjarnason sam- þykkti persónulega og færðir voru á viðskiptareikning Hafs h/f fyrir árið 1971, hefðu alveg eins að öllu eða einhverju leyti átt að færast á viðskiptareikning Turns h/f, enda beri kvittun það með sér, að með þeim þrem vízxlum hafi verið greitt vegna van- skila beggja fyrirtækjanna, Hafs h/f og Turns h/f. Taka verði tillit til þessa við dóm í málinu sem rökstuðning við kröfur aðal- stefnanda í aðalsök. Bókhald aðalstefnanda feli ekki í sér viður- kenningu á því, að víxlarnir hafi eingöngu átt að koma Turni h/f til góða. Viðskiptareikningur aðalstefnanda hjá aðalstefnda væri rangur, en hann sýndi engin viðskipti milli þeirra á árinu 1971. Auk þessa hafi Turn h/f rambað á barmi gjaldþrots, þegar milli- færslan hafi átt sér stað, en það hafi Guðmundi Bjarnasyni verið fullkunnugt um. Verði talið, að skuldskeyting hafi átt sér stað, verði engu að síður að telja hana ógilda samkvæmt 32. gr. laga nr. 7/1936, þar sem Guðmundur Bjarnason hafi beitt sviksamlegri launung við hana. Varðandi gagnsökina er því haldið fram af hálfu gagnstefnda, að rangt sé, að 75.000 kr. víxlarnir tveir pr. 1. október og 1. nóv- ember 1971, samþykktir af Turni h/f, hafi átt að vera fram- lenging á 150.000 kr. víxlinum pr. 10. maí 1971, enda beri kvittun fyrir móttöku þeirra það með sér, að þeir hafi verið greiddir inn á reikningsskuld Turns h/f. Væri um framlengingu að ræða, hefði aðalstefndi átt að fá 150.000 kr. víxilinn í hendur. Í raun hafi millifærslan aðeins numið kr. 62.529. Víxillinn hafi aldrei átt að koma inn á viðskiptareikninginn, þegar hann var kominn í van- skil, og verði að halda honum fyrir utan millifærsluna. Turn h/f hafi aldrei orðið skuldlaus við aðalstefnanda. Ástæðan fyrir því, að viðskiptareikningur þess fyrirtækis hjá aðalstefnanda hafi ekki sýnt skuld í tvö skipti, sé sú, að Turn h/f hafi greit! með ónýtum víxlum, sem ennþá séu í vanskilum, og sé því um málamyndagreiðslu að ræða. Því eigi aðalstefnandi ekki að endur- greiða víxilinn. Jafnvel þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu, að 75.000 kr. víxlarnir væru taldir greiðsla á 150.000 kr. víxlinum, þá gæti þar aðeins verið um skilyrta endurnýjun skuldarinnar að ræða og hún yrði að teljast ógreidd, þar sem 75.000 kr. víxlarnir 69 væru í vanskilum, þannig að aðalstefnandi gæti gengið eftir henni hjá aðalstefnda, fengist hún ekki greidd hjá Turni h/f. Af hálfu aðalstefnda er því haldið fram, að aðalstefndi hafi ekki haft nein verk með höndum, eftir að gangstéttarverkinu lauk, sem hafi verið í september til október 1970, utan eitt raf- línuverk, sem ekki hafi kallað á nein viðskipti við aðalstefn- anda. Að öðru leyti hafi starfsemi aðalstefnda á þeim tíma eingöngu verið fólgin í því að leigja Turni h/f vélar, og hafi það verið einasta sambandið, sem aðalstefndi hafði við verkin í Fellsmúla og Hverfisgötu, en verkið við Hverfisgötu hafi verið nýja lögreglustöðin. Þau verk hafi aftur á móti verið einu verkin, sem Turn h/f hafði með höndum á þeim tíma, sem um ræði í máli þessu. Þetta hafi aðalstefnanda verið vel ljóst. Upphaflega hafi ýmsar úttektir Turns h/f verið færðar á við- skiptareikning aðalstefnda hjá aðalstefnanda. Út af þessu hafi augljóslega verið kvartað, því að á viðskiptareikningunum fyrir desembermánuð 1970 hafi verið leiðréttar sjö færslur varðandi verk að Fellsmúla og Hverfisgötu. Þessu hafi samt ekki linnt og tvær síðustu færslurnar í þessum mánuði á viðskiptareikningnum séu vegna úttekta Turns h/f, að upphæð kr. 73.050. Í júní 1971 hafi verið færð í heilu lagi með samkomulagi for- ráðamanna aðalstefnanda og aðalstefnda kr. 214.259 af viðskipta- reikningi aðalstefnda á viðskiptareikning Turns h/f. Þarna hafi verið um að ræða leiðréttingu á villu í bókhaldi aðalstefnanda, en þessi millifærsla hafi verið rétt, þar sem Turn h/f hafi verið skuldarinn frá upphafi. Þarna sé ekki um að ræða neina skuld- skeytingu, heldur millifærslu, sem hafi átt sér fordæmi frá því í desember 1970. Enn fremur hafi gjaldkeri aðalstefnanda haft umboð til að framkvæma hana. Það, að aðalstefnandi færi aðal- stefnda þessar úttektir til skuldar, sé ekki að neinu leyti skuld- bindandi fyrir aðalstefnda. Ef litið verði svo á, að um skuldskeyt- ingu sé að ræða, þá hafi hún verið framkvæmd með heimild frá aðalstefnandða. Reikningunum sé ekki mótmælt tölulega, en þá hefði alla átt að færa á Turn h/f og hefðu heir þá sýnt rétt bók- hald þess fyrirtækis. Viðskiptareikningur aðalstefnanda hjá aðal- stefnda fyrir árið 1971 sýni, að engin viðskipti hafi átt sér stað milli þessara fyrirtækja það ár. Turn h/f hafi tvisvar orðið skuld- laust við aðalstefnanda, eftir að millifærslan í júní 1971 hafi verið gerð, í ágúst 1971 og janúar 1972. Því hafi þær úttektir, sem fólgnar hafi verið í millifærslunni í júní 1971, verið tvisvar greidd- ar upp, þar með talinn 150.000 kr. víxillinn pr. 10. júní 1971. 70 Magnafslátturinn skipti ekki máli tölulega, þar sem hann sé inni- falinn í millifærslunni, og í réttu lagi hefði hann allur átt að færast á reikning Turns h/f. Þess beri að gæta, að forstjóri aðal- stefnanda hafi borið það fyrir rétti, að ári eftir að millifærslan var gerð, þá hafi þeir hjá aðalstefnanda rekist á það, að millifærslan hafi verið ranglega gerð, samkvæmt ábendingu frá lögmanni sín- um. Þá hafi verið.ljós greiðsluvandræði Turns h/f og síðan hafi skuldin verið millifærð í því skyni að láta aðalstefnda greiða skuldina. Varðandi endurkröfuna á 150.000 kr. víxli aðalstefnda pr. 10. maí 1971 þá hafi sá víxill verið framlengdur með tveim 75.000 kr. víxlum pr. 1. október 1971 og 1. nóvember s. á. og enn fremur með þremur 100.000 kr. víxlum pr. 7. júlí, 7. ágúst og 7. september 1971. Þrír síðasttöldu víxlarnir hafi verið samþykktir af Guð- mundi Bjarnasyni persónulega og hafi hann lagt þá inn á reikning 18. maí 1971 vegna vanskilavíxla Hafs h/f og Turns h/f, eða 8 dögum eftir að 150.000 kr. víxillinn féll í gjalddaga. Víxillinn pr. 10. maí hafi aðalstefnandi leyst til sín frá greiðslubankanum 21. maí 1971, en hann hafi ekki verið afhentur. Þar sem hann hafi verið greiddur, geti skuldbinding samkvæmt honum ekki raknað við. Þá komi einnig til, eins og að framan er sagt, að Turn h/f hafi tvisvar orðið skuldlaus við aðalstefnanda, eftir að marg- umrædd millifærsla hafi verið gerð, og þannig hafi 150.000 kr. víxillinn einnig verið greiddur. Ljóst er af því, sem fram hefur komið í máli þessu, að við- skiptareikningur aðalstefnda hjá aðalstefnanda fyrir árið 1970 hefur verið leiðréttur þannig, að af honum hafa verið fluttar færslur vegna úttekta Turns h/f á viðskiptareikning þess fyrir- tækis hjá aðalstefnanda. Framkvæmdastjóri aðalstefnanda hefur borið það fyrir rétti, að það hafi væntanlega verið gert samkvæmt forsögu Guðmundar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra aðalstefnda, og með sinni vitund og samþykki. Því hafa sýnilega verið gerðar athugasemdir við það, að úttektir þessar skyldu í upphafi vera færðar á viðskiptareikning aðalstefnda. Byggja verður á því, að tvær síðustu úttektir á viðskiptareikningi aðalstefnda hjá aðal- stefnanda fyrir árið 1970 og úttektir á sama reikningi fyrir árið 1971 hafi ekki farið til verka, sem aðalstefndi hafði með höndum, og hann sé því ekki hinn rétti skuldari þessara úttekta. Er þá höfð hliðsjón af viðskiptum aðilja málsins á árinu 1970, fram- burði vitnisins Ottós Gíslasonar um færslur hans á úttektum aðal- 7 stefnda og Turns h/f, framburði vitnisins Símonar Kærnesteds og fleiri atriðum, sem fram hafa komið í málinu. Samkvæmt þessu og gegn mótmælum aðalstefnda telst ekki sannað, að aðalstefndi hafi orðið greiðsluskyldur vegna þessara úttekta samkvæmt loforði né með öðrum hætti. Fallast verður á það með aðalstefnda, að millifærslan í júní 1971 hafi einungis verið leiðrétting á röngum færslum í bókhaldi aðalstefnanda. Af gögnum málsins sést, að magnafsláttur sá, sem aðalstefnda var færður til tekna í maí 1971, var vegna úttekta til verka, sem Turn h/f hafði með höndum. Upphæð sú, sem millifærð var af viðskiptareikningi aðalstefnda á viðskiptareikning Turns h/f í maí 1971, er þeim mun lægri sem upphæð magnafsláttarins nem- ur, og skiptir því tilvist hans ekki máli fyrir úrslit máls þessa, eins og það liggur hér fyrir dóminum. Á sama hátt skiptir ekki máli, að Guðmundur Bjarnason greiddi persónulega inn á við- skiptareikning aðalstefnda í maí 1971 með þremur víxlum, hverj- um að fjárhæð kr. 100.000. Samkvæmt framansögðu þykir rétt að sýkna aðalstefnda af kröfum aðalstefnanda í aðalsök. Gegn mótmælum gagnstefnda verður að telja ósannað, að 150.000 kr. víxillinn, sem samþykktur var af gagnstefnanda pr. 10. maí 1971, hafi verið framlengdur með öðrum víxlum. Ekki Þykir heldur skipta máli, að fjárhæð framannefnds víxils var færð inn á viðskiptareikning gagnstefnanda sem skuld, þegar víxillinn var kominn í vanskil, og þaðan á viðskiptareikning Turns h/f hjá gagnstefnda. Aðrar málsástæður hafa ekki verið hafðar uppi af hálfu gagnstefnanda í gagnsök. Niðurstaða dómsins í gagnsök verður sú, að gagnstefndi skuli sýkn af kröfum gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður í báðum sökum. Friðgeir Björnsson, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm Þennan ásamt meðdómsmönnunum Eggert Kristjánssyni, löggilt- um endurskoðanda, og Jóhanni J. Ólafssyni forstjóra. Dómsorð: Í aðalsök skal aðalstefndi, Haf h/f, vera sýkn af kröfum aðalstefnanda, Steypustöðvarinnar h/f. Í gagnsök skal gagnstefndi, Steypustöðin h/f, vera sýkn af kröfum gagnstefnanda, Hafs h/f. Málskostnaður í báðum sökum fellur niður. 72 Mánudaginn 2. febrúar 1976. Nr. 9/1974. Ásgeir Þorleifsson gegn Landhelgisgæslunni og Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóð til réttargæslu. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ásgeir Þorleifsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá nál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. febrúar 1976. Nr. 5/1976. María Helgadóttir gegn Samvinnubanka Íslands h/f. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, María Helgadóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 73 Þriðjudaginn 3. febrúar 1976. Nr. 23/1976. Ákæruvaldið gegn Magnúsi Leopoldssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík. Af hálfu ríkissaksóknara hafa verið lagðar fyrir Hæstarétt frekari skýrslur þeirra Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar um för þeirra til Keflavíkur, er greinir í hinum kærða úrskurði. Skýrslur þessar tók rannsóknarlög- reglumaður af þeim hinn 27. f. m. Er ekki þörf á að rekja efni þeirra. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3 tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Var kæru lýst innan lögmælts tíma samkvæmt 2. mgr. 174. gr. nefndra laga. Gögn máls bárust Hæstarétti frá sakadómi Reykjavíkur 29. f. m. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá er krafist kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærimálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 74 Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 26. janúar 1976. Ár 1976, mánudaginn 26. janúar, var á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28 af Erni Höskuldssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson frá Kefla- vík, og hefur hann ekki sést síðan. Að undanförnu hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvarfi Guðmundar Einarssonar, sem síðast sást í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974. Einn þessara manna, Sævar Marinó Ciesielski, hefur skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að hann hafi vitneskju um afdrif Geirfinns Einarssonar. Kvaðst hann hafa, nokkrum dögum áður en Geirfinnur hvarf, hitt Geir- finn ásamt Magnúsi Leopoldssyni og Einari Bollasyni í bifreið hér í borginni. Hefðu þeir þá rætt um dreifingu á smygluðu áfengi. Nokkru síðar hafi hann farið ásamt Magnúsi Leopoldssyni og Valdimar Olsen og Einari Bollasyni til Keflavíkur. Hafi þeir Magnús og Valdimar farið úr bifreiðinni þar og gengið áleiðis niður hliðargötu, sem virtist liggja niður að höfninni. Þeir Einar hefðu ekið um í eina til tvær klukkustundir, en komið aftur að ákveðnum stað og hafi þá Magnús komið í bifreiðina til þeirra og sagt, að þetta hefði „reddast“, það er, að þeir hefðu náð áfeng- inu, en það slys hefði orðið, að Geirfinnur hefði dottið útbyrðis og drukknað. Hefði Magnús sagt við hann, að honum væri hollara að nefna ekki slysið við nokkurn mann, það væri honum fyrir bestu. Sævar Marinó hefur síðar breytt og endurbætt þennan framburð sinn og hefur nú sagt, að með í bifreiðinni hafi verið Magnús, Einar, Erla Bolladóttir, sambýliskona hans, og Kristján Viðar Viðarsson, en ekki Valdimar Olsen. Hafi þeir ekið til Keflavíkur og niður í flæðarmál í útjaðri bæjarins. Það, sem síðar gerðist, hafi Erla sagt sér. Hafi verið þarna staddir m. a. Geir- finnur Einarsson og Valdimar Olsen. Þeir Einar hefðu farið í ökuferð og komið aftur niður í flæðarmálið á ákveðnum tíma. Þá hefði staðið yfir uppskipun úr bát, sem þarna var, og var verið að setja eitthvað í sendiferðabifreið. Sagði Sævar, að Erla hefði sagt sér, að þarna hefði verið náð í töluvert mikið magn af áfengi. Einnig hefðu verið settar í bifreiðina einhverjar netjadræsur. Þeir Einar hefðu gengið aftur í átt að bifreiðinni og hefði þá Magnús komið til þeirra og sagt, að þetta hefði „reddast“, en slys hefði orðið, því Geirfinnur hefði fallið útbyrðis og drukknað. Erla Bolladóttir hefur skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að 75 hún hafi farið ásamt sambýlismanni sínum, Sævari Ciesielski, til Keflavíkur og hafi Magnús Leopoldsson ekið bifreiðinni. Þar var ekið niður í flæðarmál, og fóru þeir Magnús og Sævar þar úr bifreiðinni. Þarna hafi nokkrir menn verið samankomnir, og bar hún kennsl á Einar Bollason og Kristján Viðar Viðarsson. Kveður hún minni sitt um það, er síðast gerðist, mjög óskýrt, en kveðst hafa verið einhvern tíma þarna á staðnum, gripin ofsalegri hræðslu og hlaupið brott og falið sig. Á leiðinni sagði hún, að þeir Magnús og Sævar hefðu rætt um, að einhver maður hefði verið með „stæla“ og ætti að fara með hann út á sjó undir því yfirskyni, að verið væri að sækja eitthvað, og stytta honum aldur. Kristján Viðar Viðarsson hefur skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að hann hafi einhvern tíma seint á árinu 1974 farið að kvöld- lagi upp í stóra sendiferðabifreið við samkomuhúsið Klúbbinn við Borgartún. Hafi bifreið þessari verið ekið til Keflavíkur og þar niður í fjöru. Þar hafi hann séð nokkra karlmenn og eina konu og borið kennsl á Einar Bollason og Sævar Marinó og Erlu Bolladóttur. Kristján hefur sagt, að hann geti ekki tjáð sig um þetta mál að sinni frekar. Magnús hefur í dag hjá rannsóknarlögreglu og fyrir dómi neitað að hafa nokkra vitneskju um hvarf Geirfinns Einarssonar. Rannsókn máls þessa er á frumstigi. Brýna nauðsyn þykir bera til með vísan til 1. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að úrskurða Magnús Leopoldsson í gæsluvarðhald, á meðan rannsókn máls þessa verð- ur fram haldið, svo hann nái ekki með óskertu frelsi að spilla sönnunargögnum, en kanna þarf, hvern þátt hann hefur átt í máli þessu, og getur brot hans hugsanlega varðað við XXIII. kafla al- mennra hegningarlaga og 60. gr., sbr. 61. gr. laga nr. 59/1969 og varðað hann fangelsisrefsingu. Skilyrðum 65. gr. stjórnarskrár- innar nr. 33/1944 um gæsluvarðhald er því fullnægt. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 45 dögum. Úrskurðarorð: Kærði, Magnús Leopoldsson, sæti gæsluvarðhaldi í allt að 45 dögum. 76 Þriðjudaginn 3. febrúar 1976. Nr. 24/1976. Ákæruvaldið gegn Valdimar Olsen. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík. Af hálfu ríkissaksóknara hafa verið lagðar fyrir Hæstarétt frekari skýrslur þeirra Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar um för þeirra til Keflavíkur, er greinir í hinum kærða úrskurði. Skýrslur þessar tók rannsóknarlög- reglumaður af þeim hinn 27. f. m. Er ekki þörf á að rekja efni þeirra. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3 tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Var kæru lýst innan lögmælts tíma samkvæmt 2. mgr. 174. gr. nefndra laga. Gögn máls bárust Hæstarétti frá sakadómi Reykjavíkur 29. f. m. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá er krafist kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar, sbr. og 1. ti. 67. gr. laga nr. 74/1974, ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. “ Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 26. janúar 1976. Ár 1976, mánudaginn 26. janúar, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28 af Erni Höskuldssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson. Hann hefur ekki sést síðan. Að undanförnu hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Guðmundar Einarsson, sem síðast sást í Hafnarfirði að- faranótt 27. janúar 1974. Einn þessara manna, Sævar Marinó Ciesielski, hefur skýrt rannsóknarlögreglunni svo frá, að hann hafi vitneskju um afdrif Geirfinns Einarssonar. Segir Sævar, að hann hafi, nokkrum dögum áður en Geirfinnur Einarsson hvarf, hitt þá Magnús Leopoldsson, Einar Bollason og Geirfinn Einarsson í bifreið hér í borginni. Var rætt um dreifingu á smygluðu áfengi. Nokkru síðar fór Sævar með Einari, Magnúsi og Valdimar Olsen til Keflavíkur. Segir Sævar, að þeir Magnús og Valdimar hafi farið úr bifreiðinni í Keflavík og gengið niður einhverja hliðargötu, sem virtist liggja niður að höfninni, en þeir Einar hafi ekið á brott, en komið aftur eftir eina til tvær klukkustundir. Hafi Magnús þá komið í bifreiðina til þeirra og sagt, að þetta hefði „reddast“, og átt þar við, að tekist hefði að ná í áfengi úti á sjó, en slys hefði komið fyrir. Hefði Magnús sagt, að Geirfinnur hefði fallið útbyrðis úr bátnum og drukknað. Sævar Marinó breytti síðar þessum framburði sínum og bætti við hann. Sagði hann þá, að hann hefði farið niður að sjó með fyrrgreindum mönnum, en í stað Valdimars hefði Kristján Viðar Viðarsson verið í bifreið- inni. Hvað síðar gerðist, hefði sambýliskona hans, Erla Bolladóttir, sagt honum, en hún hefði einnig verið í bifreiðinni. Sagði Sævar, að Erla hefði sagt sér, að hún, Geirfinnur Einarsson, Magnús Leopoldsson, Kristján Viðar og Valdimar Olsen hafi verið þarna stödd ásamt fleirum. Hann og Einar Bollason hefðu aftur á móti farið á brott og komið aftur eftir ákveðinn tíma og þá hefði Magnús komið til þeirra og sagt, að þetta hefði „reddast“, en slys hefði orðið, því Geirfinnur hefði fallið útbyrðis og drukknað. Erla Bolladóttir hefur skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að hún hafi farið ásamt Sævari Marinó og Magnúsi Leopoldssyni í bifreið til Keflavíkur og þar niður í fjöru. Er til Keflavíkur hafi komið, hafi hún séð nokkra menn stadda þar í fjörunni og hafi hún þekkt þar Einar Bollason og Kristján Viðar Viðarsson. Hefur Erla sagt, að minni hennar um það, sem síðar gerðist, sé mjög 78 óskýrt, en telur, að hún hafi einhvern tíma þarna á staðnum orðið mjög hrædd og tekið til fótanna og forðað sér. Hún hefur sagt, að á leiðinni hafi þeir Magnús og Sævar rætt um, að einhver maður yrði að hverfa. Hefðu þeir talað um, að manni þessum ætti að stytta aldur með því að fara með hann út á sjó undir því yfirskyni að sækja eitthvað. Kristján Viðar Viðarsson hefur skýrt rannsóknarlögreglunni frá, að hann hafi einhvern tíma seint á árinu 1974 að kvöldlagi farið upp Í stóra sendibifreið við samkomuhúsið Klúbbinn við Borgartún. Hafi verið ekið til Keflavíkur og bifreiðin stöðvuð þar rétt við sjó. Hefur Kristján Viðar sagt, að þarna hafi verið nokkrir karlmenn og ein kona. Telur hann sig hafa þekkt þarna á staðnum Einar Bollason og Sævar Ciesielski og telur sig hafa séð Erlu Bolladóttur þarna. Hefur Kristján Viðar ekki getað tjáð sig frekar um þetta mál að sinni. Valdimar hefur í dag fyrir dómi og hjá rannsóknarlögreglu neitað að hafa nokkra vitneskju um hvarf Geirfinns Einarssonar. Rannsókn máls þessa er á frumstigi. Þykir bera nauðsyn til í þágu rannsóknar málsins að úrskurða Valdimar Olsen í gæslu- varðhald, svo takast megi, án þess að hann nái að spilla sakar- gögnum, að kanna, hver hans hlutdeild kunni að vera í máli þessu, en brot hans kann að varða við XXIII. kafla almennra hegningar- laga og 60. gr., sbr. 61. gr. laga nr. 59/1969 og getur varðað hann fangelsisrefsingu. Skilyrðum 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/ 1944 um gæsluvarðhald er því fullnægt. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 45 dögum. Úrskurðarorð: Kærði, Valdimar Olsen, sæti gæsluvarðhaldi í allt að 45 dögum. 79 Fimmtudaginn 5. febrúar 1976. Nr. 181/1974. Reynir Eyjólfsson f. h. umboðs Olíufélagsins Skeljungs h/f í Hafnarfirði (Árni G. Finnsson hrl.) gegn Þórði Árelíussyni (Jón Ólafsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Skuldamál. Umboð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. október 1974. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 42.496 krónur með 8% ársvöxtum frá 1. febrúar 1970 til 1. júní 1973, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 14% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi keypti hjá áfrýjanda þá olíu vegna m/b Blika, sem áfrýjandi krefur hann um greiðslu á í máli þessu. Ósannað er, að stefndi hafi gert áfrýjanda ljóst, að hann tæki ekki olíuna út í eigin nafni, heldur á vegum Útsæs h/f, sem væri eigandi bátsins og gerði hann út. Er áfrýjanda því rétt að krefja stefnda um greiðslu fyrir olíuna. Enginn tölulegur ágreiningur er um kröfu áfrýjanda, og stefndi hefur lýst yfir, að hann andmæli ekki vaxtakröfu hans. Verða kröfur áfrýj- anda því teknar til greina að öllu leyti. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 50.000 kr. Dómsorð: Stefndi, Þórður Árelíusson, greiði áfrýjanda, Reyni Eyjólfssyni f. h. umboðs Olíufélagsins Skeljungs h/f í 80 Hafnarfirði, 42.496 krónur með 8% ársvöxtum frá Í. febrúar 1970 til 1. júní 1973, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 14% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 50.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 24. september 1974. Mál þetta, sem hefur verið dómtekið í dag, hefur Reynir Eyjólfs- son, umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs í Hafnarfirði, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 18. maí 1973, á hendur Þórði Árelíussyni, Garðaflöt 33 í Garðahreppi, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 42.496.30 auk 8% ársvaxta frá 1. febrúar 1970 til 1. júní 1973, 10% ársvaxta frá 1. júní 1973 til 1. júní 1974, en með 149, ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu. Af stefnda hálfu er krafist sýknu og málskostnaðar. Málavextir. Stefnukrafan er vegna úttektar á olíu og olíuvörum til m/b Blika, GK 323, í janúarmánuði 1970. Báturinn var þá eign Útvers h/f (sic) í Reykjavík, en stefndi var stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri félagsins. Félagið var stofnað 25. mars 1969 og hóf rekstur útgerðar bátsins á þeim tíma, en stefndi var þá starfsmað- ur Skeljungs h/f á skrifstofu þess í Reykjavík. Komst sú venja á, að þegar skipið kom til Hafnarfjarðar, fékk það olíu hjá stefn- anda, og segir stefnandi, að olían hafi stundum verið staðgreidd, en stundum greidd eftir smátíma og þá einkum að loknum róðri. Stefndi kveðst hafa gert ráð fyrir, að viðskiptin færu þannig fram, að gert væri upp mánaðarlega, en man ekki, hvernig greiðsl- ur fóru fram, og telur, að hann hafi aldrei skuldað meira en eina áfyllingu í einu. Þegar viðskiptunum lauk, var ógreidd öll úttekt bátsins í janúar 1970. Stefndi kveðst ekki hafa tekið fram, hver væri útgerðaraðili bátsins, en segir, að ekki hafi komið til greina af sinni hálfu að taka á sig persónulega ábyrgð. Stefnandi kveðst ekki hafa vitað, hvernig útgerðinni var háttað, hvort stefndi rak hana einn eða með öðrum. Hann kveðst ekki mundu hafa lánað olíuna, ef hann hefði ekki treyst því, að stefndi bæri persónulega ábyrgð. S1 Hann kveður stefnda þó ekki hafa gefið sérstaka yfirlýsingu um persónulega ábyrgð sína. stefnandi kveðst hafa tekið upp lánsviðskipti við stefnda vegna Þess, að hann starfaði hjá Olíufélaginu Skeljungi h/f. Hann kveður venju sína og umbjóðanda síns að stofna ekki til lánsviðskipta við nýtt hlutafélag án tryggingar. Málsástæður. Meginmálsástæða stefnanda er sú, að stefndi hafi tekið olíuna út í sínu nafni og ekki minnst á, að hann væri umboðsmaður. Hann hafi ekki minnst á Útsæ h/f og ekki hreyft mótmælum, byggðum á aðildarskorti, þegar hann var krafinn, fyrr en í grein- argerð sinni. Hann hafi og greitt olíu til bátsins og til upphitunar á eigin húsnæði með sömu greiðslu. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að hann hafi stofnað til skuldar við stefnanda f. h. hlutafélagsins, en ekki tekið á sig per- sónulega skuldbindingu. Álit dómsins. Það er óumdeilt í málinu, að Útsær h/f var eigandi og útgerðar- aðili m/b Blika, þegar viðskipti aðiljanna fóru fram, og að stefndi var framkvæmdastjóri félagsins með heimild til að skuldbinda það. Alkunna er, að þeir sem leggja fé í útgerð, takmarka ábyrgð sína á ýmsan hátt, þar á meðal með stofnun hlutafélaga. Stefn- anda mátti því vera ljóst, að líklegt var, að útgerð bátsins væri rekin með takmarkaðri ábyrgð. Stefnandi telur sig ekki hafa vit- að, hver var eigandi og útgerðaraðili bátsins, en honum mátti vera ljóst, að stefndi var einungis að skuldbinda eiganda bátsins, hver svo sem hann var, en ljóst er, að stefndi hefur ekki gefið sérstaka persónulega ábyrgðaryfirlýsingu. Af þessum sökum ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 77. gr. laga nr. 85 frá 1936 ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 20.000. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Þórður Árelíusson, skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Reynis Eyjólfssonar. Stefnandi, Reynir Eyjólfsson, greiði stefnda, Þórði Árelíussyni, kr. 20.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 6 82 Þriðjudaginn 10. febrúar 1976 Nr. 202/1974. Sveinbjörg Ágústsdóttir (Vilhjálmur Árnason hrl.) gegn Guðmundi Kristmundssyni og gagnsök (Páll S. Pálsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Einar Arnalds og Logi Einarsson. Samningar. Sönnun. Fasteign. Dómur Hæstaréttar. Jón Ísberg, sýslumaður Húnavatnssýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. nóvember 1974. Krefst hún sýknu af öllum kröfum sagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 29. nóv- ember 1974. Hann krefst staðfestingar héraðsdóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Gagnáfrýjandi kom að máli við aðaláfrýjanda fyrri hluta árs 1974 og falaði jörð hennar, Ytri-Velli í Kirkjuhvamms- hreppi. Aðaláfrýjandi kvað þau kaup vel geta komið til greina. Um mánaðamótin apríl/maí ræddu aðiljar enn um kaupin. Telur aðaláfrýjandi, að gagnáfrýjandi hafi þá boðið 2 milljónir króna í jörðina, en neitar að hafa samþykkt það tilboð, „enda voru samningaumleifanir ekki komnar á það stig, að hægt væri að semja, t. d. hafði ekkert verið rætt um frekari greiðsluskilmála“. Gagnáfrýjandi heldur því hins vegar fram, að aðaláfrýjandi hafi upphaflega viljað fá 1.800.000 krónur fyrir jörðina, en stungið sjálf upp á 2.000.000 króna í viðræðunum um greind mánaðamót. Með bréti, dass. 1. júní 1974, bauð aðaláfrýjandi hreppsnefnd Kirkjuhvamms- hrepps jörðina til kaups fyrir tvær milljónir króna, en nefnd- 83 in kvaðst í bréfi 14. s. m. ekki geta tekið afstöðu til þessa kauptilboðs, fyrr en kaupsamningur væri sýndur. Hinn 7. júní keypti gagnáfrýjandi áburð og flutti hann að Ytri-Völlum. Vann hann og starfsmaður hans við áburgðardreifingu 8.— 11. júní. Kveðst gagnáfrýjandi hafa gert það með fullu samþykki aðaláfrýjanda. Hún skýrir aftur á móti svo frá, að gagn- áfrýjandi hafi farið að bera á túnið að sér fornspurðri. Kveðst hún hafa látið það afskiptalaust. Sér hafi þá fundist „tími til kominn að reyna að koma þessum málum á hreint“. Fóru aðiljar á fund Ingólfs Guðnasonar, sparisjóðsstjóra á Hvammstanga, 10., 11. eða 12. júní og svo aftur tveim eða þrem dögum síðar. Báðu þau Ingólf um aðstoð, og hann „punktaði niður“ eftir aðiljum helstu atriðin, sem taka átti fram í samningnum, en þessi atriði eru rakin í héraðsdómi. Þar er einnig lýst skýrslum aðilja um það, sem fram fór á þessum fundum. Ingólfur hefur komið fyrir dóm og skýrt svo frá, að hann hafi byrjað að semja afsal, en hætt við það, er hann sá, „að ekki gekk saman með“ aðiljum. Fyrir Hæstarétti reisir aðaláfrýjandi kröfu sína um sýknu eingöngu á því, að ekki hafi stofnast bindandi kaupsamn- ingur milli aðilja, heldur hafi aðeins verið rætt um kaupin. Gagnáfrýjandi telur hins vegar slíkan samning hafa komist á munnlega. Ljóst er af framansögðu, að gagnáfrýjandi hafði mikinn hug á að kaupa jörðina. Hann hóf að bera á túnið, og við- brögð aðaláfrýjanda voru slík, að báðir aðiljar hafa gert sér vonir um, að samningar um jarðarkaupin tækjust. Hins vegar er ekki sannað, að aðiljar hafi verið orðnir ásáttir um skil- mála fyrir kaupunum, áður en þeir fóru á fund vitnisins Ingólfs. Framburður Ingólfs er ákveðinn um það, að samn- ingar tókust ekki á fundum hans og aðilja. Sönnunarbyrði þess, að bindandi kaupsamningur hafi stofnast, hvílir á gagn- áfrýjanda, og gegn andmælum aðaláfrýjanda verður það ekki talið sannað. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda, en eftir öllum atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. 84 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Sveinbjörg Ágústsdóttir, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Guðmundar Kristmundssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur aukadómþings Húnavatnssýslu 28. október 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 4. þ. m., var höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 26. ágúst sl., þingfest 10. september sl., af Guðmundi Kristmundssyni, bónda að Breiðabólstað, Vesturhópi, segn Sveinbjörgu Ágústsdóttur, Ytri-Völlum, Kirkjuhvamms- hreppi. Gerir stefnandi þær kröfur, að stefndu verði gert skylt með dómi réttarins að afhenda stefnanda jörðina Ytri-Velli í Kirkjuhvammshreppi til fullrar eignar og umráða og rýmda til ábúðar gegn greiðslu sem hér segir: Stefnandi taki að sér greiðslu áhvílandi veðskuldar hjá Bún- aðarbanka Íslands, kr. 737.966.10, og greiði í peningum út í hönd kr. 1.262.033.90, alls kr. 2.0000.000.00. Þá krefst stefnandi úr hendi stefndu málskostnaðar að meðtöldum kostnaði við sáttatilraun, allt að áskildum rétti til skaðabóta vegna nýtingar jarðarinnar í blóra við stefnanda frá fardögum 1974 til rýmingarðags. Stefnda hefur aðallega krafist sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómsins og til vara, að hafi samningur komist á, hafi verið heimilt að rifta honum, þar sem ekki var staðið við efni hans og boðin fram önnur greiðsla en um var samið, og til þrautavara, að umræddur „samningur“ brjóti í bága við 32. gr. samningalaga og beri því að fella hann úr gildi. Málavextir eru þeir, er nú skal greina. Fyrri hluta þessa árs kom stefndi að máli við stefndu og falaði jörð hennar, Ytri-Velli í Kirkjuhvammshreppi. Kom þar viðræðum þeirra, að þau urðu sammála um söluverð jarðarinnar, kr. 2.000.000. Að vísu ber aðiljum ekki saman um, hvor hafi verðlagt jörðina. Stefnandi segir, að hann hafi viljað, að stefnda gerði það, og hafi hún stungið upp á kr. 1.800.000 og svo síðar hækkað sig um mán- aðamótin apríl — maí upp í kr. 2.000.000. Hins vegar segir stefnda, að stefnandi hafi boðið kr. 1.800.000, en henni fundist fulllágt og stungið upp á kr. 2.000.000. Með bréfi 1. júní býður stefnda hrepps- nefnd Kirkjuhvammshrepps að neyta kauparéttar að jörðinni fyrir kr. 2.000.000. Fyrstu dagana í júní kemur svo stefnandi og 8ð ber á túnið á Ytri-Völlum. Samkvæmt framburði hans spurði hann stefndu, hvort ekki væri allt í lagi, að hann bæri á túnið, og samþykkti stefnda það að sögn stefnanda og hafi starfsmaður hans þegið beina á Ytri-Völlum. Stefnda segir hins vegar, að hún hafi látið það átölulaust, en þá „farið að hugleiða, að það sé vit- leysa af þeim að ganga ekki þá þegar frá samningum um kaupin“. Þau fara svo bæði til Ingólfs Guðnasonar, sparisjóðsstjóra á Hvammstanga, 11. júní, og tekur hann niður punkta um sölu jarð- arinnar. Þess skal getið hér, að Ingólfur Guðnason er einnig hrepp- stjóri, og til hans leitar embættið með allskonar fyrirgreiðslur. Þetta hefur fylgt starfi sparisjóðsstjóra, að hann hefur verið fólki til aðstoðar við samningsgerðir o. fl., enda haft löggiltan pappir og tekur við greiðslu fyrir þinglýsingar og stimplar skjöl. Átti kaupandi að láta útbúa víxla með tryggum mönnum sem ábyrgðarmönnum, en er þau hittust aftur hjá Ingólfi tveimur dög- um síðar, þá vildi ekki stefnda taka víxlana sem greiðslu að sögn stefnanda, en hann bauð þá greiðslu í peningum. En að sögn stefndu var ekki rætt um víxlana, heldur skuldabréf, sem hún getur þó ekki tilgreint nánar. En þarna slitnar upp úr samningum, og hefur ekki gengið saman með þeim síðar þrátt fyrir sáttatilraunir. Lögmaður stefnanda lagði áherslu á við munnlegan málflutning, að munnlegur samningur hefði verið gerður, og bendir í því sam- bandi á uppkastið eða minnispunkta á dómsskj. nr. 5, á bréf stefndu á dómsskj. nr. 8, á þá fullyrðingu, sem ekki hafi verið mótmælt, að stefnda hafi fengið leigt húsnæði á Hvammstanga, eins og fram kemur í greinargerð á dómsskj. nr. 15, og að síðustu á viðbrögð stefndu við áburðarðreifingu stefnda. Hún hafi sam- Þykkt hana og haft starfsmann stefnanda að nokkru í fæði á meðan. Lögmaður stefndu telur hins vegar, að enginn bindandi samn- ingur hafi verið gerður, heldur aðeins ræddir möguleikar, og hafi samningur verið gerður, þá hafi hann verið háður greiðsluskil- málum og þegar við þá hafi ekki verið staðið eða boðið fram annað en um var talað, þá hafi hann fallið um sjálfan sig. Það liggur ljóst fyrir í málinu, að báðir aðiljar eru sammála um, er þeir ræddu um kaup jarðarinnar. Hvort stefndi bauð kr. 1.800.000 og stefnda hækkaði það upp í 2.000.000 eða stefnda stakk fyrst upp á kr. 1.800.000 og hækkaði það svo síðar upp í 2.000.000 skiptir ekki höfuðmáli. Staðreynd er, að stefndi átti kost á jörðinni fyrir tvær milljónir króna, og þannig stóðu málin, 86 er hann hóf áburðardreifinguna. Þá fór stefnda að hugleiða, „að það sé vitleysa af þeim að ganga ekki þá þegar frá samningum um kaupin“, eins og hún komst að orði í aðiljaskýrslu fyrir dómi 10. september sl. Það varð til þess, að báðir aðilja mættu hjá Ingólfi Guðnasyni, sem oft hjálpar fólki í svona sökum, eins og áður er fram tekið, og hann skrifað niður punkta eða helstu atriði samnings þeirra. Um þessa minnispunkta er ekki ágreiningur. Stefnda segir sem svar við spurningu, hvort hún kannist við skjalið á dómsskj. nr. 5, að Ingólfur hafi skrifað eða punktað niður fyrir sína hönd það, sem í skjalinu stendur. Samkvæmt því átti jörðin að kosta kr. 2.000.000 og greiðast þannig: Áhvílandi lán hjá Búnaðarbanka Íslands kr. 737.966.10 Í peningum við undirskrift .. .. .. .. .. — 762.033.90 Víxill þ. 15. okt. 1974 .. .. .. .. .. .. .. — 300.000.00 Víxill þ.31. des. 1974 .. .. .. .. .. .. .. — 200.000.00 Þessi greiðslumáti er samþykktur af stefndu á fundinum 10. júní samkvæmt viðurkenningu hennar á því, að Ingólfur hafi ritað þetta niður fyrir hana. Það verður því að álykta, að þau hafi þegar samið um kaupin og þau verið bindandi fyrir báða aðilja, enda stefnandi farinn að notfæra sér væntanlega eign átölulaust af stefndu. Þessi samn- ingsaðferð, að semja munnlega sín á milli, er algeng hér um slóðir. T. d. koma menn oft til dómarans sem sýslumanns og biðja um aðstoð við samningsgerð, en lögfræðingur starfar hér ekki. Það, sem sýslumaður gerir, er að leiðbeina aðiljum að koma samn- ingum í skilmerkilegan löggerning, nákvæmlega það sama, sem Ingólfur átti að gera, nema hann átti að skrifa samninginn líka. Þetta er sem sé þessi venjulega aðferð hér, og enginn efast um, að munnlegir samningar gilda og eru bindandi, enda oft við- kvæðið, þegar aðiljum er bent á ákvæði hjá þeim, sem t. d. er öðrum óhagkvæmt, að sá segir, að þetta verði að vera svona, úr því að þegar hafi verið samið um það. Dómurinn lítur því svo á, að tilboð hafi verið gert í jörðina, kr. 2.000.000, og það samþykkt og því hafi gildur munnlegur samningur komist á milli aðilja og efni hans verið punktað niður af Ingólfi Guðnasyni, eins og dómsskj. nr. 5 sýnir. Sýknukrafa stefndu verður því ekki tekin til greina. Þá ber að athuga þá fullyrðingu stefndu, að þegar þau, aðiljar, hittust aftur hjá Ingólfi Guðnasyni, hafi stefnandi boðið fram 87 skuldabréf í stað víxlanna, sem hann fékk frestinn til þess að út- vega. Samkvæmt frásögn stefnanda kom hann með tvo víxla að upphæð kr. 300 þús. og 200 þús., en stefnda neitaði að taka þá sem greiðslu og vildi fá alla fjárhæðina í peningum. Hann hafi þá fengið eins dags frest til þess að útvega peningana, en er hann bauð þá fram, hafnaði stefnda kaupunum og sagðist vera hætt við að selja. Stefnda segir aftur á móti, að þegar þau hittust þarna í annað sinn, hafi stefnandi ekki ætlað að greiða með víxlum, heldur skuldabréfum, sem hún getur samt ekki gert frekari grein fyrir, og ekkert liggur fyrir um tilvist þeirra, enda segist hún ekki hafa verið til viðtals um skuldabréf og því ekki rætt um efni þeirra að öðru leyti. Stefnda viðurkennir að hafa séð bak- hliðina á öðrum víxlinum og hafi það samkvæmt nöfnunum verið 300 þús. kr. víxillinn. Vitnið Ingólfur man ekki eftir viðræðum Þeirra, aðeins að ekki hafi gengið saman og þá hafi hans hlut- verki verið lokið. Hann hafi aðeins átt að skrifa vilja þeirra, en ekki vera samningamaður. Þarna er því orð á móti orði, og verður að vega líkurnar fyrir því, hvort þeirra aðiljanna fer með rétt mál, Stefnandi er með víxlana í umrætt skipti, þ. e. á síðari fund- inum hjá Ingólfi. Það virðist vera nokkurn veginn víst, a. m. k. viðurkennir stefnda, að hún hafi séð nöfn aftan á öðru víxileyðu- blaðinu. Lögmaður stefnanda hefði getað aflað sér vitnisburðar útgefenda og ábekinga, hvort stefnandi hefði yfir höfuð fengið hjá þeim uppáskrift á víxlana, og með sama hætti hefði lögmaður stefndu getað látið leiða þá sem vitni, ef hún taldi, að sagan um víxlana væri tilbúningur. Allt eru þetta gamlir sveitungar henn- ar, að einum undanteknum, úr næsta nágrenni, svo hún þekkti þá alla. Hefði hún verið viss í sinni sök, var ekkert auðveldara en fá vitnisburð þeirra um víxlana. Það verður því að álykta, að víxlarnir hafi verið til staðar á umræddum síðari fundi aðilja, og þá vaknar spurningin um það, að hafi víxlarnir verið fyrir hendi, hvers vegna skyldi stefnandi þá vera að bjóða fram skulda- bréf? Raunar er sagan um skuldabréfin ekki sannfærandi, því stefnda getur ekkert sagt frekar um þau, annað en það, að þau hafi verið boðin fram og Ingólfur sparisjóðsstjóri ekki viljað kaupa. Vitnið Ingólfur man þetta ekki, en segir, að hafi sér verið boðin skuldabréf með föstum vöxtum til nokkurra ára, megi sanga út frá því sem vísu, að hann hafi hafnað þeim kaupum. Verður því að telja, að tilvist þessara skuldabréfa sé of þoku- kennd, til þess að hægt sé að taka mark á henni, og sennilegt sé, 88 að sagan um þau hafi svona orðið til vegna riftunar kaupanna. Stefnandi segist hafa boðið fram peninga í stað víxlanna og fengið dagsfrest til þess að útvega fé. Þessu neitar stefnda. En svo mikið er víst, að saman gekk ekki með aðiljum á síðari fundi þeirra með vitninu Ingólfi sparisjóðsstjóra, en upp úr slitnaði ekki, a. m. k. kemur það ekki skýrt fram. Þetta styður framburð stefnanda, að um raunverulega höfnun kaupstilboðs hans hafi ekki verið að ræða, fyrr en hann hitti, að hans sögn, stefndu daginn eftir hinn margumrædda fund og vildi greiða í peningum. Stefnandi hafði ekki þá þekkingu að leggja féð inn á banka, deponera, eða bjóða greiðsluna fram í votta viðurvist. Að öllu þessu athuguðu kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að líkur bendi til þess, að víxlarnir hafi staðið stefndu til boða í samræmi við munnlegan kaupsamning, en hún hafnað. Stefnda hafi því ekki skilyrði til að bera það fyrir sig, að ekki hafi verið staðið við ákvæði punktanna á dómsskj. nr. 5 af kaupanda, stefn- anda, og hafi því ekki rétt til þess að rifta samningnum á þeim grundvelli. Varakrafa stefndu verður því ekki tekin til greina. Þá gerir lögmaður stefndu þá þrautavarakröfu, að kaupsamn- ingurinn brjóti í bága við 32. gr. samningalaganna, þar sem um samla konu sé að ræða, sem ekki uggði að sér. Ef athuguð er fullyrðing um gömlu konuna, sem ekki fylgist með, getur hún litið nógu vel út, en svo vill nú til, að stefnda átti í skilnaðarmáli fyrir 4 árum. Samningur hafði verið gerður milli aðilja, en hún vildi ekki við hann una og fór í mál út af honum. Kröfur hennar voru allmiklar. Málið kom ekki til dóms, þar sem dómari sætti aðilja, enda sætti hún sig við lítið brot af upphaflegu kröfunni. Hafði hún þá lögfræðing fyrir sig. Stefnda virðist því vera með á nótunum á þessu sviði, en ekki reynslulaus gömul kona. Hitt er svo annað mál, að jörðin Ytri-Vellir er þannig í sveit sett, að hún er mikils virði fyrir Hvammstangahrepp, og raunar honum nauðsyn, svo boð sveitarstjórans á Hvammstanga er eðlilegt, en byggist á öðrum grundvallarsjónarmiðum en kauptilboð stefn- anda, sem hyggst búa á jörðinni. Það sennilegasta er, að hrepps- nefndarmenn í Hvammstangahreppi hafi, er þeir fréttu um kaup- in, látið „gömlu konuna“ vita bak við tjöldin, að þeir væru reiðu- búnir að greiða 500 þús. meira fyrir jörðina og það riðið bagga- muninn. Jörðin Ytri-Vellir er að dýrleika 1.204.000, og eru engin hlunn- indi talin jörðinni. Ekki er mikið um jarðasölur hér í umdæm- inu og ekki alltaf að treysta uppgefnum tölum. Þó var hálft 89 Hvarf í Víðidal selt nú í vor. Sveitarsjóður neytti kaupréttar, og fór jörðin á kr. 900 þús. en fasteignamat allrar jarðarinnar er 401 þús., þar af hlunnindi 190 þús. Var boðið af Reykvíkingum, og verðið mótast af því, svo þetta er ekki sambærilegt. Miðað við það ástand, sem var nú í vor og að jörðin verði fyrst og fremst keypt sem bújörð, er verðið að mati dómsins ekki fjarri lagi, en meira er gefandi fyrir hana af Hvammstangahreppi og beim, sem bara hugsa sér að búa í húsinu og t. d. vinna á Hvamms- tanga. Í upphafi var jörðin ekki boðin föl á almennum markaði, heldur samið um fast verð. Dómarinn getur ekki fallist á, að stefnda hafi rétt til þess að hefja eins konar uppboð á jörðinni, eftir að hún hafði samið um ákveðið verð og kaupandi virst reiðubúinn að reiða þá greiðslu fram. Stefnda er að vísu komin af léttasta skeiði, þótt ekki sé hægt að segja, að hún sé „gömul kona“, sem snúa láti á sig. Enda sýna viðbrögð hennar í þessu máli, að hún er ákveðin og lætur ekki hræra í sér. Þess vegna getur dómurinn ekki tekið þrautavarakröfu stefndu til greina. Hins vegar má benda á, að allt þetta mál er þannig vaxið, að hægt væri að rita langar lögfræðilegar greinar um það. En það er ekki í verkahring dómsins, raunhæf úrlausn verður að fást. Þó má benda þeim, sem áhuga hafa á lögfræðilegum fræðiskrif- um í dómum, um efni svipað og dómurinn fjallar um, á dóm Hæstaréttar Noregs 16. júní 1973 (Nordisk domssamling, 3. hefti 1974, bls. 349). tefnandi gerir þá kröfu, að stefnda afhendi honum jörðina gegn greiðslu kr. 2.000.000, í veðskuldum kr. 737.966.10 og í pen- ingum 1.262.033.90. Á þá kröfu verður fallist. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 35.000. Ef til áfrýjunar kemur, er rétt að taka fram, að dómurinn er saminn rétt eftir munnlegan málflutning, en innfærsla í dómabók og uppsaga dómsins dregist nokkra daga vegna embættisanna. Dómsorð: Stefnda, Sveinbjörg Ágústsdóttir, afhendi stefnanda, Guð- mundi Kristmundssyni, jörðina Ytri-Velli og gefi honum af- sal fyrir henni gegn greiðslu kr. 2.000.000, í yfirteknum veð- skuldum kr. 737.966.10 og í peningum kr. 1.262.633.90. Þá greiði hún honum kr. 35.000 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga að viðlagðri að- för að lögum. 90 Þriðjudaginn 10. febrúar 1976. Nr. 27/1976. Sigurður Jónsson gegn Jóni V. Guðjónssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Vanhæfi dómara. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 21. janúar 1976, sem barst Hæstarétti 2. febrúar 1976, hefur sóknaraðili með heimild í 21. gr., 1. mgr., í. tl. a, laga nr. 75/1973 kært til Hæstaréttar úrskurð bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðinn 15. Janúar 1976. Með úrskurði þess- um var hrundið kröfu sóknaraðilja um, að Hrafn Bragason borgardómari viki sæti í bæjarþingsmáli milli varnaraðilja og sóknaraðilja. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði úr- skurður verði úr gildi felldur og að héraðsdómarinn víki sæti í málinu. Af hálfu varnaraðilja er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á, að afstöðu héraðs- dómarans til máls þessa eða aðilja þess sé þannig háttað, að honum sé skylt að víkja dómarasæti í málinu vegna ákvæða 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, svo sem sóknaraðili krefst. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð. Dæma ber sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja 8.000 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Sigurður Jónsson, greiði varnaraðilja, Jóni V. Guðjónssyni, 8.000 krónur í kærumálskostnað að við- lagðri aðför að lögum. 9 Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 15. janúar 1976. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar þann 13. janúar sl., hefur Jón V. Guðjónsson, Unnarbraut 5 á Seltjarnarnesi, höfðað með stefnu, birtri 8. apríl sl., fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur Sigurði Jónssyni, Blómvöllum, Seltjarnarnesi. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 68.725 með 9% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðslu- dags og sakarkostnað að mati dómsins. Af hálfu stefnda hefur verið sótt þing og þær kröfur gerðar, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Jafnframt krefst hann málskostnaðar úr hendi hans að mati dómsins. Þá hefur hann með stefnu, birtri 16. september 1974, höfðað gagnsakarmál á hendur stefnanda. Hann gerir þær kröfur, að stefnandi greiði honum kr. 100.000 ásamt 13% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags, að stefnanda verði með dómi að viðlögðum dag- sektum, kr. 2.000 á dag, gert skylt að afhenda honum tryggingar- víxil að fjárhæð kr. 20.000. Loks krefst hann málskostnaðar í gagnsökinni að mati dómsins. Stefnandi gerir þær kröfur, að hann verði sýknaður af öllum gagnkröfum stefnda, og krefst málskostnaðar úr hendi hans í gagn- sökinni. Stefndi, Sigurður Jónsson, hefur gert þær kröfur, að dómari málsins víki sæti, og er sú krafa hér til úrlausnar. Málsatvik eru þau, að með húsaleigusamningi, dags. 15. septem- ber 1969, tók stefndi á leigu hjá stefnanda húsið Blómvelli á Seltjarnarnesi ásamt bílskúr frá 1. október 1969 til 1. október 1970. Umsamin húsaleiga var kr. 9.000 á mánuði, og skyldi hún greiðast mánaðarlega fyrirfram. Til tryggingar ófyrirsjáanlegum kostnaði vegna leigusamningsins samþykkti stefndi tryggingar- víxil að fjárhæð kr. 20.000, sem afhentur var stefnanda til geymslu. Er leigumálinn rann út þann 1. október 1970, fékk stefndi um- ræddar eignir áfram á leigu. Umræddur samningur hefur síðan framlengst frá ári til árs, eða þar til stefndi sagði honum upp 3. desember 1973 miðað við 14. maí 1974. Á samningstímanum var leigan hækkuð þannig, að mánaðarleigan skyldi vera kr. 13.745 frá og með október 1973. Stefndi hefur greitt umsamda leigu til nóvemberloka 1973, en ekki lengur. Stefnandi sækir stefnda um leigu fyrir tímabilið desember 1973 til apríl 1974, eða fyrir > mánuði, kr. 13.745 á mánuði. Stefndi kveðst á árinu 1971 hafa orðið var við rottugang í 92 húsnæðinu og megn óþefur hafi verið í því allan leigutímann. Hann hafi mörgum sinnum kvartað við stefnanda út af þessu, en stefnandi hafi talið þetta stafa frá opnum skurðum austanmegin við húsið. Fenginn hafi verið meindýraeyðir frá borgarlækni, sem hafi komið mörgum sinnum til að eitra fyrir rotturnar, en það hafi ekki borið árangur. Síðast hafi hann komið í júlímánuði 1973 og þá uppgötvað, að holræsi hafði verið undir húsinu, og var það opið, og lagði óþefinn þaðan upp um sprungu á gólfi íbúðarinnar. Stefnanda hafi verið tilkynnt þetta og hafi hann þá viðurkennt að hafa vitað þetta allan tímann, þar sem hann hefði sjálfur tekið skólpið úr sambandi undir húsinu. Hann hafi lofað að brjóta upp gólfið og lagfæra þetta, en hafi dregið það fram í október 1973. Þá hafi hann brotið upp gólfið, lokað gamla ræsinu, en skilið eftir tvö göt á innri forstofu. Óþefurinn hafi magnast við þetta, enda hafi gagnstefndi ekki gengið frá götunum fyrr en 1. maí 1974, eftir að hann hafi fengið bréf frá borgarlækni um að lagfæra þetta, þar sem heilsu íbúanna gæti stafað hætta af þessum megna óþef. Stefndi hafi flutt úr húsinu 14. maí 1974. Stefndi byggir gagnkröfu sína á því, að stefnandi hafi í verulegum atriðum van- efnt leigusamninginn við hann. Í fyrsta lagi hafi leigt húsnæði ekki fullnægt þeirri grundvallarreglu að vera í leiguhæfu ástandi allan leigutímann. Í öðru lagi hafi stefndi ekki getað notað bíl- skúrinn á fullnægjandi hátt hluta leigutímans, þar sem stefnandi hafi ekki efnt loforð um að endurbæta hitann í honum. Loks eigi stefndi í þriðja lagi rétt á þóknun fyrir að hafa málað leigt hús- næði í tvö skipti. Þá segir hann, að krafan um afhendingu trygg- ingarvíxilsins, kr. 20.000, skýri sig sjálf, enda sé víxillinn eign stefnda, þar sem leigumálinn sé fallinn niður fyrir löngu. Stefndi hefur „deponerað“ kr. 36.191, sem hann telur vera full- nægjandi greiðslu vegna leigunnar á Blómvöllum, þar sem hækk- anir þær, sem urðu á húsaleigunni, hafi ekki verið heimilar lögum samkvæmt. Stefnandi og stefndi hafa komið fyrir dóm þann 7. maí 1975. Eftir að aðiljar höfðu báðir gefið skýrslur sínar, voru reyndar sættir með þeim. Um þessar sáttatilraunir er ekkert bókað í Þbinghaldinu, enda áður bókað um árangurslausar sáttatilraunir. Eftir að stefndi hafði hafnað sáttatilboði, sem undir hann hafði verið borið, hóf hann utan dagskrár ræðuhöld í réttinum, og tókst dómara ekki að stöðva hann þrátt fyrir tilraunir í þá átt. Dómar- inn greip því til þess ráðs að víkja honum úr þinghaldinu, sbr. 93 1. mgr. 39. gr. laga nr. 85/1936. Réttarhaldi var síðan slitið, og skrifuðu lögmenn báðir undir í þingbók, athugasemdalaust. Þann 14. maí 1975 barst dómara bréf frá lögmanni stefnda, Hilmari Ingimundarsyni, þar sem hann fyrir hönd umbjóðanda síns kærir til Hæstaréttar meðferð dómarans á málinu og vísar í því sambandi til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt. Tilkynnir hann þar, að fyrir Hæstarétti muni umbjóðandi hans gera þá kröfu, að dómaranum verði veitt áminning eða hann dæmdur í sekt til ríkissjóðs. Segir í bréfinu, að kæra þessi sé til komin vegna meðferðar dómarans á málinu í þinghaldi 7. þess sama mánaðar. Segir lögmaðurinn, að umbjóðandi hans telji, að dómarinn hafi með framkomu sinni í réttarhaldinu sýnt sér ókurteisi og beina óvild og muni því næst, þegar málið verði tekið fyrir, gera kröfu til þess, að hann víki sæti í málinu, með vísan til 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936. Dómaranum þótti sem ýmislegt það, sem í bréfi hæstaréttar- lögmannsins sagði, vera misvísandi, svo ekki sé meira sagt, og var sem lögmaðurinn gerði ýmsar af skoðunum umbjóðanda síns að sínum, og þótti leitt að taka upp deilur við lögmanninn og spilla Þannig áralöngu ágætu samstarfi við hann, tók hann það til bragðs að gefa lögmanninum kost á að leiðrétta missagnir í kærunni eða draga hana til baka og sendi honum því bréf 14. maí 1975 og endursendi kæruna þar með. Í lok bréfsins segir: „Þá skal þess getið, að umbjóðandi yðar er mér að öllu óþekktur, svo ég get tæpast borið óvild eða hlýhug til hans. Hins vegar erum við tveir vel kunnugir og höfum unnið árekstralaust saman að mörg- um málum fram að þessu, og vil ég því biðja yður að íhuga kæru þessa betur. Að öðrum kosti verð ég að íhuga, hvað ég eigi að gera í málinu, því tæpast ætlist þér til, að ég sitji þegjandi undir slíkum áburði og felst í kæru yðar. Viljið þér halda fast við kæruna, bið ég yður að senda mér kæru að nýju“. Dómarinn frétti næst til þessa máls úr Hæstarétti, og hafði þá stefndi sjálfur án aðstoðar lögmannsins kært dómarann fyrir Hæstarétti. Er sú kæra dags. 2. júlí 1975. Dómarinn lét Hæstarétti í té kæru lögmannsins og bréf sitt til hans, en hlutaðist ekki til um málið að öðru leyti. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu þann 17. október 1975. Í endurriti af þeim dómi kemur fram, að Sigurður Jónsson hefur fyrir Hæstarétti krafist þess, að dómaranum væri veitt áminning eða hann verði dæmdur í sekt til ríkissjóðs, og jafnframt að hann verði víttur fyrir meðferð sína á kærumálinu. Í forsendum Hæsta- 94 réttar fyrir dóminum segir: „Svo sem að framan er rakið, endur- sendi varnaraðili lögmanni sóknaraðilja kærubréf hans, en af- greiddi eigi kæruna til Hæstaréttar ásamt lögmæltum gjöldum, svo sem honum bar, sbr. 24., 27. og 28. gr. laga nr. 75/1973. Þegar þess er gætt, verður að telja, að kæran hafi komið fram nægilega tímanlega, sbr. 22. gr. laga nr. 75/1973. Svo sem kæruefni þessu er háttað, er kæra heimil samkvæmt lokaákvæði 21. gr. laga nr. 75/1973. Skýrslu sóknaraðilja um framkomu varnaraðilja á bæj- arþingi Reykjavíkur er andmælt efnislega af varnaraðilja. Skýrsla þessi er ekki studd neinum gögnum. Er því eigi sannað, að varnar- aðili hafi sýnt af sér óviðurkvæmilega háttsemi á dómþingi ". maí 1975, svo sem sóknaraðili ber honum á brýn. Þegar af þessari ástæðu er eigi efni til að taka til greina kröfur sóknaraðilja Í máli þessu“. Í þinghaldi þann 9. janúar sl. lýsti lögmaður stefnda, Sigurðar Jónssonar, því yfir, að umbjóðandi hans hefði falið sér að krefjast þess, að dómarinn viki sæti í málinu. Lagði hann fram í því sam- bandi kæru lögmannsins, dags. 14. maí 1975, bréf dómarans til lögmannsins, dags. sama dag, og kæru stefnda til Hæstaréttar, dags. 2. júlí 1975, og úrskurð Hæstaréttar, dags. 17. október 1975. Lögmaðurinn kvaðst byggja kröfu þessa á "7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1935 um meðferð einkamála í héraði. Lögmaður stefnanda kvaðst andmæla gerðri kröfu stefnda. Málinu var síðan frestað til munnlegs flutnings um þessa kröfu. Í þinghaldi þann 13. janúar sl. var málið sótt og varið um framkomna kröfu Sigurðar Jóns- sonar um, að dómarinn viki sæti í málinu. Sigurður lagði fram vottorð Guðlaugs Einarssonar hæstaréttarlögmanns máli sínu til stuðnings. Lögmaður stefnanda mótmælti þessu vottorði sem röngu, en ekki sem óstaðfestu. Vottorðið varðar einkasamtal Guð- laugs og lögmanns stefnanda. Kröfu sína byggir stefndi á 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, og auk þess vitnar hann til úrskurðar Hæstaréttar frá 17. október sl., en telur, að þar komi fram, að dómarinn hafi misfarið með afgreiðslu kæru sinnar til Hæsta- réttar. Af þessu leiði, að dómarinn fái ekki litið óhlutdrægt á málið. Lögmaður stefnanda mótmælti framkominni kröfu Sig- urðar Jónssonar og taldi hana út í bláinn og eingöngu fram komna til að draga málið. Álit dómsins. Stefndi byggir kröfu sína um, að dómarinn víki sæti, á 36. gr. laga nr. 85/1936, 7. tl. Ákvæðið segir, að dómari eigi að víkja sæti, ef hann er: Óvinur aðilja, eða málið varðar hann eða vensla- 95 menn hans verulega fjárhagslega eða siðferðilega, eða annars er hætta á því, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málið. Samkvæmt málflutningi stefnda mun það vera eingöngu fyrsta og síðast- talda atriðið, sem hann telur, að hér eigi við. Rök hans fyrir því, að dómarinn sé honum óvinveittur, eru, að hann hafi vikið honum úr þinghaldi í þessu máli. Báðir aðiljar þessa máls eru dómar- anum algerlega ókunnugir, og agavarsla dómara í þinghöldum getur ekki gert hann vanhæfan til að fara með mál. Þannig getur þessi fyrrnefnda ástæða ekki leyst dómarann undan því að fara með mál þetta. Þá hefur því verið haldið fram, að dómarinn hafi misfarið með kæru stefnda til Hæstaréttar og sé því hætta á, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málið. Í þessu sambandi vitnar stefndi til dóms Hæstaréttar frá 17. október sl., svo sem að framan er rakið. Í máli þessu fer stefndi fram á það, að dómarinn sé víttur fyrir meðferð sína á kærumálinu m. a. Niðurstaða Hæsta- réttar í heild er sú, að ekki séu efni til að taka til greina kröfur stefnda og þá m. a. um þetta atriði. Það liggur enda fyrir í málinu skjalfest, að dómari býður lögmanni stefnda, Hilmari Ingimundar- syni hæstaréttarlögmanni, að senda sér kæru að nýju, sbr. niður- lag bréfs dómara frá 14. maí 1975. Hefði það verið gert, hefði dómari auðvitað afgreitt kæruna til Hæstaréttar, svo sem honum bar. Hvers vegna þetta var ekki gert, fyrst stefndi vildi halda fast við kæru sína, er dómara ókunnugt. Með þetta í huga verður að skilja forsendur Hæstaréttar, sem reifaðar eru hér að framan, sem rökstuðning réttarins fyrir formlegri fyrirtöku málsins í Hæstarétti. Af þessu leiðir, að ekki liggur nokkuð það fyrir, sem réttlætt getur það, að dómari fari að skorast undan því að fara með málið. Krafa stefnda verður þannig ekki tekin til greina. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. Úrskurðarorð: Dómari málsins, Hrafn Bragason, víkur ekki sæti. 96 Föstudaginn 13. febrúar 1976. Nr. 141/1972. Sveinn Jónsson (Agnar Gústafsson hrl.) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson og Einar Arnalds og prófessor Arn- ljótur Björnsson. Lögreglumenn. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 26. október 1972. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða hon- um 1.910.720 krónur með 7% ársvöxtum frá 9. júlí 1967 til sreiðsludags. Þá krefst áfryjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en með bréfi dómsmálaráðuneytis 4. apríl 1972 fékk hann gjaf- sókn fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. At hálfu stefnda hefur verið lýst yfir, að dómsmálaráðherra hafi verið kunnugt um málssókn þessa frá öndverðu. Hftir uppsögu héraðsdóms hefur verið aflað nýrra gagna. I. Samkvæmt vottorði Jörgens Sigurjónssonar, dagsettu 6. desember 1973, sem hann staðfesti fyrir dómi 13. febrúar 1974, var hann staddur hjá samkomuhúsinu á Hellu í umrætt sinn. Sá hann þá áfrýjanda í samræðum við lögreglumann í anddyri hússins. Virtist viðræðum þeirra lokið, er lögreglu- maðurinn sagði greinilega, að áfrýjandi væri „sprúttsali“. Segir Jörgen áfrýjanda þá hafa gripið í öxl lögreglumanns- ins. Lögreglumaðurinn hafi kallað á annan lögreglumann, sem þarna hafi verið, og þeir tveir tekið áfrýjanda á milli 97 sin og leitt hann á brott í húsasund þar skammt frá. Allt í einu hafi hafist átök á milli áfrýjanda og annars lögreglu- mannsins. Þeir báðir fallið til jarðar og áfrýjandi orðið ofan á. Hinn lögreglumaðurinn hafi þá lamið áfrýjanda með kylfu sinni. Síðan hafi lögreglumennirnir handjárnað áfrýjanda og hafi annar þeirra barið áfrýjanda með kylfu, þar sem hann lá í járnum. Ekki kveðst Jörgen hafa tekið eftir því, að lögreglumennirnir sveigðu handleggi áfrýjanda sérstaklega mikið og harðneskjulega, en telur samt, að þeir hafi farið illa með hann. Samkvæmt vottorði Jóns Ingólfssonar og eiginkonu hans, Annie Friðriksdóttur, 8. desember 1974, sem þau staðfestu fyrir dómi 20. janúar 1975, voru þau stödd í samkomuhúsinu á Hellu umrætt kvöld. Kveðst Jón þá hafa séð áfrýjanda, sem hann þekkti í sjón, ásamt tveimur lögreglumönnum, og heiti annar þeirra Grétar Norðfjörð. Hafi áfrýjandi kallað, „að hann vildi fá vitni að því, að hann hefði verið kallaður sprútt- sali“. Lögreglumennirnir hafi þá leitt áfrýjanda á brott í húsasund þar skammt frá. Kveðst Jón hafa farið í humátt á eftir þeim ásamt konu sinni. Þeir Grétar og áfrýjandi hafi fallið til jarðar, en þá hafi hinn lögreglumaðurinn tekið að berja áfrýjanda með kylfu. Síðan hafi lögreglumennirnir handjárnað áfrýjanda. Við það hafi þeir sveigt handleggi áfrýjanda upp eftir baki hans, og kveðst Jón þá hafa sagt: „Þið beinbrjótið manninn“. Eiginkona hans, Annie Friðriks- dóttir, hefur skýrt á sama hátt frá atvikum. Ágúst Sæmundsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi 19. janúar 1976, að hann hafi verið staddur við samkomuhúsið á Hellu umrædda nótt. Kveðst hann hafa séð tvo lögreglu- menn sitja á áfrýjanda og handjárna hann. Hafi lögreglu- mennirnir síðan skipað áfrýjanda að standa á fætur, en þar sem maðurinn hafi ekki staðið strax upp, hafi annar lögreglu- maðurinn barið með kylfu sinni í handleggi hans. Síðan hafi lögreglumennirnir reist manninn upp og leitt hann á brott. Kröfur sínar í máli þessu byggir áfrýjandi eingöngu á því, að lögreglumennirnir hafi beitt hann óhæfilegri harðneskju og með því valdið handleggsbroti hans. Hann hefur skýrt 7 98 svo frá, eins og rakið er í héraðsdómi, að lögreglumennirnir hafi sveigt vinstri handlegg hans langt upp á bak, mjög harðneskjulega, þegar þeir handjárnuðu hann, og hafi þeir ekki línað takið, þótt hann bæði þá þess. Telur áfrýjandi sig í sömu svifum hafa heyrt smell og um leið hafa fundið til nístandi sársauka í handleggnum. Heldur áfrýjandi því fram, að á þessari stundu muni handleggurinn hafa brotnað. Þessa skýrslu áfrýjanda um, að hann hafi handleggsbrotnað, er lögreglumennirnir handjárnuðu hann, þykir mega leggja til grundvallar dómi í málinu. Þá þykir og verða að líta svo á, að við handjárnunina hafi lögreglumennirnir beitt áfrýjanda meiri harðræðum en efni voru til. Til hins er einnig að líta, að áfrýjandi hafði sýnt lögreglumönnunum verulegan mót- Þróa eg andspyrnu, áður en hann var handjárnaður. Sam- kvæmt þessu þykir rétt, að stefndi bæti að hálfu tjón áfrýj- anda vegna meiðslanna. 1. Kröfur sínar sundurliðar sana þannig: 1. Bætur fyrir örorku .. .. .. .. .. .. .. 1.804.740 kr. 2. Bætur fyrir þjáningar, lýti og röskun á stöðuoghögum.................. C100.000 — 3. Læknisvottorð o.fl... ............ 5.980 — Samtals 1.910.720 kr. Um 1 og 2. Hinn 29. janúar 1975 mat Jón Guðgeirsson læknir af nýiu örorku áfrýjanda vegna meiðsla hans. Mat hann örorkuna 100% 6 fyrstu mánuðina, síðan 75% í 11 mánuði, 50% í 7 mánuði og síðan 35% varanlega örorku. Með úrskurði Hæstaréttar 21. mars 1975 var örorkumat þetta lagt fyrir Læknaráð. Samkvæmt ályktun Læknaráðs, staðfestri 20. nóvember 1975, féllst ráðið á framangreint ör- orkumat Jóns Guðgeirssonar læknis. Krafa áfrýjanda um bætur fyrir örorku er gagngert reist á áætlunum Þóris Bergssonar tryggingastærðfræðings. Eru þær áætlanir að nokkru raktar í héraðsdómi, en einnig hefur áfrýjandi lagt fyrir Hæstarétt nýjar áætlanir tryggingastærð- J5 99 fræðingsins á tjóni áfrýjanda vegna tímabundinnar og varan- legrar örorku, svo sem nú skal greint. Áætlun 31. mars 1974 er byggð á sömu forsendum og áætlanir þær, sem getið er í héraðsdómi, að því breyttu, að miðað er við 7% ársvexti til 16. maí 1973, en síðan er miðað við 9% ársvexti. Vinnutekju- tjón áfrýjanda þannig reiknað nemur á slysdegi 395.03 krónum vegna tímabundinnar örorku og 1.761.998 krónum vegna varanlegrar örorku. Samkvæmt reikningi trvgginga- stærðfræðingsins 9. desember 1974 mundi vinnutekjutjón áfrýjanda samkvæmt síðastnefndri áætlun hins vegar lækka í 1.667.555 krónur, ef miðað væri við 13% ársvexti frá 15. júlí 1974. Enn hefur tryggingastærðfræðingurinn 10. mars 1975 reiknað með líkindatölum tjón áfrýjanda miðað við ör- ork mat Jóns Guðgeirssonar læknis. Reiknast honum vinnu- kjutjónið nema 273.506 krónum vegna tímabundinnar ör- orku og 2.936.976 krónum vegna varanlegrar örorku. Reiknar hann hér með 7% ársvöxtum til 16. maí 1973, 9 ársvöxlum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og síðan 13% í „Áð öðru leyti er áætlun þessi byggð á sömu forsendum og hinar fyrri. Við allar áætlanir á tjóni áfrýjanda vegna tímabundinnar og varanlegrar örorku hefur tryggingastærðfræðingurinn lagt töl grundvallar tekjur áfrýjanda samkvæmt ljós ritum af skattframtölum hans fyrir tekjuárin 1964, 1965 og 1966, en á þeim tíma rak áfrýjandi smásöluverslun. Að því er varð- ar tekjur á árinu 1964 er miðað við framtaldar hreinar tekjur áfrýjanda samkvæmt rekstrarreikningi. Sá rekstrarreikning- ur hefur þó eigi verið lagður fram í málinu. Að því er varðar tekjur á árunum 1965 og 1966 eru lagðar til grundvallar áætl- anir skattstjórans í Reykjavík um skattskyldar tekjur áfrvj- anda hvort þessara ára, en áfrýjandi taldi eigi fram til skatts árin 1966 og 1967. Eru tekjurnar áætlaðar 400.000 fyrra árið og 300.000 krónur síðara árið. Eru þær ósundurliðaðar, en líklegt má telja samkvæmt gögnum máls, að í áætlunum þessum sé reiknað með tekjum, sem ekki koma til álita, þegar mefa á Örorkutjón áfrýjanda. Þá er og aðgætandi, að áfrýj- andi kærði til lækkunar tekjuáætlun skattstjórans í Reykja- 100 vík fyrir tekjuárið 1965, en þeirri kæru var eigi sinnt. Með úrskurði 17. janúar 1973 lækkaði ríkisskattstjóri tekjuáætlun vegna tekjuársins 1966 í 145.000 krónur. Gögn þau, sem áætlanir Þóris Bergssonar eru reistar á, eru samkvæmt þessu svo ófullnægjandi, að ekki þykir unnt að taka að neinu leyti mið af þeim við ákvörðun bóta til handa áfrýjanda. Um örorkutjón áfrýjanda er þess enn að geta, að fyrir Hæstarétti er leitt í ljós, að hann hafði að mjög verulegu leyti misst starfsorku sína, áður en atburður þessi gerðist. Segir svo um þetta í vottorði Tryggingastofnunar ríkisins, sem lagt hefur verið fyrir Hæstarétt: „Sveinn Jónsson, f. 3/6 *18 var metinn hér til örorku í fyrsta sinn í des. 1959, og var örorka hans metin meira en 75% vegna nýrnabólgu. Í des. "63 var örorkan lækkuð í 65%, þar sem hann gat þá sinni léttum afgreiðslustörfum. Í des. *70 var örorka hans aftur hækkuð í meira en 75% vegna kroniskrar nýrnabólgu og þar af leiðandi hækkaðs blóðþrýstings. Í des. 1971 var Sveinn metinn meira en 75% varanlegur öryrki. Það vottast ennfremur, að slys það, er Sveinn varð fyrir 1967, er hann brotnaði á vinstri handlegs, er ekki bótaskylt hér og því ekki verið tekið tillit til þess við áðurnefnd ör- orkumöt“. Áfrýjandi verður að bera halla af því, hve greinargerð hans um tjón sitt er ófullkomin. Samkvæmt því og öðru, sem að framan er greint, þykir mega áætla tjón hans vegna örorku svo og fyrir þjáningar samtals 600.000 krónur, og er þá sætt örorkumats Jóns Guðgeirssonar læknis frá 29. janúar 1975. Um 3. Þessi kröfuliður hefur ekki sætt tölulegum andmælum og verður því tekinn fil greina. Samkvæmt þessu telst tjón áfrýjanda hæfilega ákveðið 605.980 krónur. Ber stefnda að bæta áfrýjanda helming þess, eða 302.990 krónur, með 7% ársvöxtum frá 9. júlí 1967 til greiðsludass. Samkvæmt þessum málalokum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði, sem ákveðst 60.000 krónur. 101 Allur gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr rík- issjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjanda, sem ákveðin eru 65.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði áfrýj- anda, Sveini Jónssyni, 302.990 krónur með 7% ársvöxt- um frá 9. júlí 1967 til greiðsludags og málskostnað í héraði, 60.000 krónur. Allur gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs tals- manns áfrýjanda, Agnars Gústafssonar hæstaréttarlös- manns, 65.000 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. september 1972. 1.0. 1.1. Mál þetta er höfðað með stefnu, birtri 18. júní 1971. Munn- legur málflutningur fór fram 7. september sl., og var málið dóm- tekið að honum loknum. Stefnandi máls þessa er Sveinn Jónsson kaupmaður, Frakkastíg 12, Reykjavík. Stefndi er fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómkröfur stefnanda voru upphaflega þær, að stefndi yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1.328.945 með 7% ársvöxtum frá 9. júlí 1967 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Við munnlegan málflutning hækkaði stefnandi dómkröfurnar í kr. 1.910.720. Var sú hækkun bókuð í Þingbókina, og var þeirri meðferð ekki mótmælt. Að öðru leyti standa stefnukröfurnar óbreyttar. Stefndi hefur aðallega krafist algerrar sýknu af dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða máls- kostnað að mati réttarins eða að málskostnaður verði látinn niður falla. Til vara krefst stefndi þess, að stefnukröfur verði stórlega lækkaðar frá því, sem krafist er, og að hvorum aðilja verði dæmt að greiða sinn kostnað af málinu. Sátt hefur verið reynd í máli þessu, en viðleitni í þá átt hefur engan árangur borið. 102 2.0. 2.1. Mál þetta fjallar um átök milli stefnanda og tveggja lög- reglumanna í og við samkomuhúsið í Hellubíói á Rangárvöllum þann 8. júlí 1967, meint handleggsbrot stefnanda í þeim átökum og handtöku hans. Skýrsla sú, sem hér fer á eftir, hefur stefnandi gefið hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík þann 10. ágúst 1967. Stefnandi hefur síðar staðfest hana að öllu verulegu leyti á dóm. þingi í sakaðómi Reykjavíkur. Skýrslan hljóðar svo: „Þann 8. og 9. júlí sl. var haldið mót hestamanna austur á Hellu á Rangárvöllum. Mætti fór þangað ríðandi með Fáksfélögum og gisti í tjaldi á mótsstaðnum. Laugardagskvöldið 8. júlí var dansleikur í Hellubíói, og fór mætti á þá skemmtun, kom hann þangað um kl. 23.15. Keypti hann aðgöngumiða í bíl, sem mið- arnir voru seldir úr, og síðan fór mætti inn í húsið. Mætti fór svo inn í salinn og settist þar við borð. Fékk hann sér flösku af Coca cola. Eftir smástund fór hann fram í anddyrið, og sá hann þá, að aðaldyr hússins voru galopnar og öllum frjáls aðgangur og miðasölu hætt. Var klukkan þá orðin meira en hálf tólf. Gekk mætti þá út úr húsinu og kom svo eftir stutta stund inn aftur, og fór hann þá inn í sal og þar um húsakynni. Um klukkan 01.00, eða rétt áður, var mætti kominn aftur fram í anddyrið. Sá hann þá Grétar Norðfjörð lögregluþjón í anddyri hússins (anddyri hússins sést á mynd nr. 1, er fylgir skýrslu þessari) ásamt lög- reglumanni nr. 122, sem heitir Þór Gunnlaugsson. Mætti gekk til Grétars og sagði við hann, að sér fyndist það ekki sanngjarnt að opna húsið fyrir almenning, þar sem aðrir væru búnir að kaupa sig inn á dansleikinn, og það nái ekki nokkurri átt að hleypa ótakmarkað inn í húsið og muni vera komnir um 700 manns í húsið. Mætti segir, að hann hafi sagt þetta í rólegheitum við Grétar. Svarið, sem Grétar gaf, var þannig: „Þú skalt bara halda kjafti, þú ert illa séður hjá lögreglunni, og þú ert sprútt- sali“. Við þessi orð segist mætti hafa tekið í öxlina á Grétari, og um leið sneri hann sér að þremur mönnum, er stóðu við borð í anddyrinu (merkt A á mynd 1) og spurði þá að því, hvort þeir vildu vera vitni að þessum orðum. Mætti þekkir ekki þessa menn og veit engin deili á þeim. En um leið og mætti sagði þetta við mennina, kallaði Grétar á Þór, lögreglum. nr. 122, og sagði við hann, að þeir skyldu járna mætta. Mætti kveðst hafa lýst þvi yfir, að hann gæti gengið með þeim út úr húsinu og gert þessi mál upp í rólegheitum. Lögreglumennirnir tóku þá sín í hvora hönd mætta og fettu þumalfingur hans aftur, og í þeim tökum 105 gengu þeir með hann út úr húsinu, frá anddyri samkomuhússins merkt A á mynd nr. 2 og að stað merktum X á sömu mynd. Í lög- regluskýrslu stendur, að mætti hafi lagt Grétar Norðfjörð upp á borðið í anddyri samkomuhússins og haldið honum þar. Mætti segir að það sé ósatt, mætti snerti ekki öðruvísi við Grétari en Þegar hefur komið fram í skýrslu þessari, tók aðeins í öxl hans í vinsemd. Auk þess vill mætti taka það fram, að þrír unglingar, sem mætti veit engin deili á, sátu uppi á þessu borði allan tímann, meðan fyrrnefnt samtal fór fram, og því ekki unnt að leggja full- orðinn karlmann upp á borðið hjá þeim. Lögreglumennirnir leiddu mætta í tökunum að þessum um- rædda stað, sem merktur er X á mynd 2 og 3. Á leiðinni gerðist ekkert markvert, og mætti segir, að tök þau, sem lögreglumenn- irnir hafi haft á sér, hafi ekki verið neitt sérstaklega harðneskju- leg. Er þeir komu svo á fyrrnefndan stað, sagði Grétar við Þór: „Nú skulum við láta Svein súpa sand, hafðu kylfuna tilbúna, ég ætla að leggja hann niður og járna hann“. Mætti segir, að við það hafi sér brugðið all hastarlega, hann væri þarna í höndum einhverra Gestapomanna og því gripið það til bragðs að slíta sig lausan, sem honum tókst strax. Um leið og mætti var laus, greip hann um Grétar, setti á hann hælkrók aftur fyrir báða fætur um leið, og féll Grétar þá flatur til jarðar og mætti ofan á hann. Er mætti ætlaði að standa upp, fór Þór að slá hann með kylf- unni. Sló hann mætta mörg högg, bæði í herðar, mjaðmir og mjóhrygg. Þetta voru þung og aflmikil högg og auðsjáanlega barið í æði. Vottorð læknis um áverkana eftir kylfuhöggin skýra þetta betur. Undir þessari barsmíð fór mætti ofan af Grétari og sagði við lögreglumennina, að þeir skyldu þá járna sig. Veitti mætti því ur leið athygli, að margt manna var komið þarna að og horfði á aðfarirnar. Mætti lá þá á jörðinni, á grúfu, en Grétar, sem var nú laus, settist klofvega ofan á herðarnar á mætta og Þór á lærin á honum. Mætti hafði af sjálfsdáðum lagt hendurnar aftur fyrir bak, og létu lögreglumennirnir þá járnin á hægri höndina, en er þeir tóku þá vinstri, greip þá eitthvert æði, því þeir tóku höndina og sveigðu hana langt upp á bak, mjög harðneskjulega. Mætti kallaði til þeirra og sagði þeim, að hann væri ekki sterkur Í þessum handlegg og skyldu þeir fara varlega. Þá sagði Grétar, að mætti hefði ekki sýnt það, er hann réðst á sig, og linaði ekki takið þrátt fyrir þessa ábendingu mætta. Um leið heyrði mætti smell og fann þá nístandi sársauka í vinstri handlegg. Vissi mætti þá um leið, að eitthvað hefði skeð, og datt strax í hug, að bein 104 í handleggnum hefði brostið. Þá sagði hann við lögreglumennina, að nú hefðu þeir haft það af að brjóta handlegginn. Þá linuðust tökin, og járnin voru sett á úlnliðinn. Þegar mætti hafði sagt Þetta við lögreglumennina, fóru þeir ofan af honum, voru sitt hvoru megin við hann. Þegar þeir höfðu járnað mætta, tók Grétar í hárið á honum, lyfti höfðinu upp og skellti síðan höfðinu af alefli niður aftur. Mætti lá í sandi, og lenti vinstri vangi í sand- inum og skrámaðist. Um leið tók Grétar hnefafylli af sandi og ætlaði að keyra upp Í mætta, en það tókst honum ekki. Þá stóðu þeir báðir upp og sögðu mætta að standa upp, en mætti gat það ekki. Þá fékk hann kylfuhögg á hendurnar í járnunum, ein tvö, og um leið sagði Þór: „Stattu upp, helvítið þitt“. Mætti veit ekki, hvor þeirra það var, sem sló, en telur líklegra, að það hafi verið Þór, þar sem hann var uppi með kylfuna og hafði barið áður. Þegar mætti heyrði brestinn og fann sársaukann í handleggnum, höfðu báðir lögregluþjónarnir tak á vinstri handleggnum og spenntu hann báðir upp. Telur mætti þó, að Grétar hafi tekið fastar á en Þór. Eftir þetta tóku lögreglumennirnir sín í hvora öxl mætta og reistu hann upp, gengu síðan með hann að lögreglubílnum, sem var bak við samkomuhúsið, þar í húsasundi. Sést afstaðan á mynd nr. 2, og bendir örin við stafinn B á sundið. Gekk mætti rólega upp í bílinn, en lögreglumennirnir lyftu aðeins undir hann. Gekk mætti síðan aftur í bílinn og settist í sæti rétt aftan miðju bílsins. Er mætti hafði sest, kom Grétar með klút í hendinni og þurrkaði sand úr augum mætta og af andlitinu um leið. Spurði hann um leið, hvort mætti vildi sættast við sig og sleppa eða lenda í Síðumúla. Mætti sagði, að fyrst og fremst þyrfti hann að komast til læknis, þar sem hann væri brotinn. Þá sagði Grétar, að mætti skrökvaði því, spurði, hvort mætti væri brotinn á hægri handlegg. Mætti svaraði og sagði, að honum ætti að vera kunnugt um það. Þá sagði Grétar, að mætti skyldi beygja sig fram, því hann ætlaði að losa um hægri höndina á honum. Losaði Grétar síðan hægri höndina, en járnaði vinstri höndina við sætið. Sagði um leið, að mætti skyldi átta sig á þessu, hann kæmi aftur og þá skyldi hann losa mætta, ef hann gengi að þessum skilmálum að sættast við Grétar. Strax og Grétar var farinn, kallaði mætti á lögregluþjón nr. 121, Snæbjörn Aðalsteinsson, og spurði, hver væri varðstjóri á staðnum. Kvaðst mætti óska eftir að hafa tal af honum, því mætti yrði að komast til læknis. Var þá náð í Greip Kristjánsson, er var þarna varðstjóri, og kom hann inn í bílinn 105 og spurði, hvað væri að ske. Mætti skýrði honum frá þeim grun sínum, að hann væri handleggsbrotinn, og þá lét Greipur lög- reglumann nr. 112 fara með mætta til héraðslæknisins á Hellu. Var tekin mynd af vinstri handleggnum, og kom þá fram, að hann var brotinn, og setti læknirinn þá handlegginn í gifs. Sagði jafn- framt, að mætti yrði að fara á Slysavarðstofuna í Reykjavík og láta gera þar betur að meiðslinu. Það var gert. Vottorð læknisins á Hellu og vottorð Slysavarðstofunnar í Reykjavík fylgja máli Þessu. Mætti vill taka það fram, að Snæbjörn lögregluþjónn mun hafa heyrt samtal þeirra Grétars í bílnum, því Grétar talaði full. um rómi. Eftir að læknirinn hafði sett gifs á handlegginn, fór mætti frá honum. Taldi hann, að lögregluþjónninn biði eftir mætta á bið- stofunni, en hann var þá farinn þaðan. Gekk mætti þá út að Hellu- bíói og ætlaði að ná í regntreyju, er hann var með, en þá var búið að loka húsinu og ballið búið. Fékk mætti að fara inn í húsið í gegnum veitingasalinn. Er inn í veitingasalinn kom, sat Greipur varðstjóri þar með fleiri lögreglumönnum, og voru þeir að drekka kaffi. Sneri mætti sér þá að borðinu og sagði við Greip, að þarna sæi hann verk sinna manna. Það væri æskilegt, að mætti fengi heimkeyrslu til Reykjavíkur. Þessu var ekki svarað. Fór mætti síðan út, eftir að hann hafði fengið treyjuna. En fyrir utan húsið hitti hann Grétar og sagði við hann, að hann hefði gert það mynd- arlega. Grétar svaraði því þá til, að það kæmi sér ekki að sök, þar sem hann væri á förum til útlanda til langdvalar. Þar með skildu þeir.... Mætti hafði lítillega smakkað áfengi um kvöldið og fann að- eins til áfengisáhrifa, en ekki meira ...“. Vitnið Grétar Norðfjörð lögregluþjónn hefur gefið svofellda skýrslu til lögreglustjórans í Reykjavík, að því er virðist, skömmu eftir að umræddir atburðir gerðust: „23.45 var ég undirritaður við löggæslu í anddyri samkomu- hússins að Hellu, Rangárvöllum, en þar fór fram dansleikur. Um kl. 23.00 var hætt sölu á aðgöngumiðum að dansleiknum, og Í samráði við dyraverði hússins opnuðum við aðalinngangsdyr þess til að auðvelda samkomugestum, er voru mjög margir, um- gang um salarkynnin og þar sem loftræsting var mjög slæm í húsinu og mikill hiti inni. Þar sem við stóðum á fyrr nefndum stað, kom til okkar maður, er ég þekki sem Svein Jónsson, til heimilis að Þingholtsstræti 31. Gaf hann sig á tal við okkur og kvartaði undan því, hve margt 106 manna væri í húsinu og hitinn óþolandi, hafði hann í frammi ýmis ögrandi ummæli um okkur og lögregluna í heild fyrir að hafa ekki stjórn á því, hve margir væru í húsinu, eins og gert væri Í Reykjavík, og annað þar að lútandi. Sveinn var all áberandi ölvaður og í nokkuð æstu skapi út af ofangreindu. Við bentum Sveini á að bera fram umkvörtun sína við yfir- mann okkar á staðnum, Greip Kristjánsson aðalvarðstjóra. Sinnti hann því engu, og af engu tilefni af okkar hálfu greip hann með báðum höndum snögglega í jakka minn og lyfti mér upp á af- greiðsluborð við fatahengi, og hélt hann mér föstum þar. Fór ég þess á leit við hann að sleppa mér lausum, en hann sinnti því engu. Aðstoðaði lögregluþjónn nr. 122 mig við að framkvæma hand- töku á Sveini, en hann hafði verið hjá mér í anddyrinu allan tímann. Tókum við sinn hvorn handlegg Sveins og færðum aftur fyrir bak, þannig að þeir lágu láréttir frá olnboga fyrir ofan mjaðmir. Færðum við hann út fyrir húsið, þar sem við breyttum um að- ferð og tókum undir sinn hvorn handlegg hans, þannig að þeir lágu niður með síðunum, ætluðum við að færa hann á fáfarnari stað til frekari viðræðna um árásina á mig og sökum fólksfjölda fyrir framan samkomuhúsið. Er við vorum staddir í húsasundi þar skammt frá, sleit Sveinn sig lausan frá félaga mínum, honum að óvörum, og brá mér, svo að ég féll í götuna. Mér tókst að snúa mér í fallinu, þannig að ég kom niður á bakið. Sveinn lagðist þegar ofan á mig, þannig að andlit mitt féll fast að brjósti hans með þeim afleiðingum, að ég átti mjög erfitt um andardrátt. Við þessa skyndilegu og óvæntu árás á mig greip lögregluþjónn nr. 122 kylfu sína og kom mér til aðstoðar. Sló hann Svein þrjú högg létt í mjóhrygg, að hans sögn. Við það losnaði ég undan honum, og færðum við Svein þegar í handjárn, þannig að við lögðum hann í götuna, færðum báða handleggi hans aftur fyrir bak, þannig að þeir lágu láréttir rétt fyrir ofan mjaðmir, síðan reistum við hann upp með því að taka undir brjóst hans og handarkrika. Að því loknu færðum við hann í lögreglubifreið, er var þarna skammt frá, og var hún notuð til geymslu á ölvuðu fólki og óróa- seggjum. Er við vorum á leiðinni þangað með Svein, sagði hann okkur, að hann væri veiklaður í handlegg vegna gamalla meiðsla, en 107 ekki tók hann fram, hvor handleggurinn það væri, og reyndum við að meðhöndla hann samkvæmt því, en hann sýndi mótþróa eftir mætti í handjárnum. Ræddi ég nokkra stund við Svein í bifreiðinni, og bað hann mig að leysa af sér handjárnin, er ég gerði af hægri hendi, en járnaði vinstri hönd hans við næsta sæti fyrir framan, en það var gert við alla, er færðir voru í bifreiðina til geymslu vegna óróa. Er ég var að fara úr bifreiðinni, kallaði Sveinn til mín og bauð sættir vegna langvarandi kunningsskapar, og féllst ég á það og bað hann jafnframt að vera rólegan í bifreiðinni, þar til ég kæmi aftur og ræddi nánar við hann, og féllst hann á það. Nokkru seinna um nóttina var ég á leið til lögreglubifreiðar- innar með það fyrir augum að ræða við Svein, er ég mætti lög- regluþjóni nr. 112, er kvaðst vera að fara með Svein til læknis, en hann mun hafa kvartað um þrautir í handlegg, nokkru eftir að ég yfirgaf bifreiðina“. Þessa skýrslu hefur vitnið staðfest í meginatriðum á dómbingi sakadóms Reykjavíkur þann 9. desember 1968. Á þessu dómþingi var eftirfarandi skýrsla enn fremur tekin af nefndu vitni, Grétari Norðfjörð: „2. Framburður Sveins um samskipti þeirra er nú lesinn fyrir mætta. Mætti stendur fast við sinn fyrri framburð. Hann ítrekar, að Þór Gunnlaugsson hafi verið við hlið sér í anddyrinu. Hann minnist þess ekki, að Sveinn hafi tekið upp ávísanahetti til að skrifa niður nöfn vitna. Hann segir það rangt, að hann hafi beðið Þór að hjálpa sér að járna Svein, enda engin ástæða til þess, heldur aðeins að fara með hann út fyrir og tala hann til. Hann segir það ekki vera rétt, að þeir hafi ýtt þumalfingrum Sveins aftur. Mætti tekur það fram, að hann vísaði kvörtunum Sveins til Greips Kristjánssonar aðalvarðstjóra, sem var yfirmaður lögregl- unnar á staðnum, en Sveinn sinnti því ekki. Mætti segir það tilhæfulaust, sem bókað er í sakadómsbók eftir Sveini um ummæli þau, er hann á að hafa viðhaft við Þór, rétt áður en honum var brugðið af Sveini. Nú er lesinn upp sá framburður Sveins, að mætti hafi kallað til Þórs, eftir að Sveinn felldi hann: „Berðu hann, berðu hann“. Mætti segir þetta vera alger ósannindi. Mætta er nú kynntur framburður Sveins um það, hvernig Þór losaði hann. Hann treystir sér ekki að segja um það, hvaða ráðum 108 Þór beitti, en segir tímasetningu ranga. Þetta hafi ekki tekið svona langan tíma. Nú er lesinn upp framburður Sveins, allt frá því hann var hand- járnaður og þar til farið var með hann í lögreglubílinn. Mætti lýsir hann ósannan og heldur fast við fyrri framburð. Mætti tekur það fram, að ekki hafi verið neitt minnisvert fyrir þessa handjárnun. Mætti óskar að taka það fram, að Sveinn hafi aldrei kvartað um sársauka við hann, fyrr en hann mætti Sveini á leið til læknis. Sérstaklega aðspurður, segir mætti það vel kunna að vera, að hann hafi þurrkað sand framan úr Sveini í lögreglubifreiðinni, enda hafi verið sendið, þar sem átökin áttu sér stað. Mætti neitar því eindregið að hafa sett Sveini þá kosti að sættast eða lenda í Síðumúla. Í fyrsta lagi tekur mætti fram, að honum hafi ekki runnið í skap í þessum átökum, og í öðru lagi hafi ekki komið til greina að flytja Svein í Síðumúla frá Hellu. Varðandi þau orðaskipti mætta og Sveins, er bókuð voru eftir Sveini hjá rannsóknarlögreglunni, ítrekar mætti fyrri framburð og tekur fram, að það hafi verið Sveinn, sem leitaði sátta. Mætta minnir fastlega, að hann hafi ekki hitt Svein, eftir að Sveinn var á leið til læknis. Þó vill hann ekki þvertaka fyrir, að hann kunni að hafa hitt Svein síðar, fyrir utan samkomuhúsið. Hinsvegar segir hann það vera fjarstæðu, að þá hafi átt sér stað þau orðaskipti þeirra, sem Sveinn greinir frá í rannsóknarlög- regluskýrslu. Mætti er nú spurður um það, hvernig hann áliti Svein hafa brotnað. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það“. Þór Gunnlaugsson lögreglumaður gaf skýrslu hjá rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík þann 10. október 1967. Í skýrslunni segir m. a. svo: „Ég man eftir atburði þeim, sem hér um ræðir, eins vel og það hefði gerst í gær. Laugardagskvöldið 8. júlí s.l. var ég á vakt á samkomu í Hellubíói ásamt Greipi Kristjánssyni aðalvarðstjóra, Grétari Norðfjörð lögreglum., Arnari Jónssyni lögreglum. og Snæ- birni Aðalsteinssyni lögreglum. Við skiftum með okkur verkum á samkomunni, við Grétar vor- um saman, og vorum við við löggæslu í anddyri hússins. Mjög margt gesta var í húsinu, en hve margt fólk má vera í því, er mér ekki kunnugt, ég held helst, að það sé ekkert ákvæði um, hve margir mega vera inni í því. Gestum var hleypt inn í húsið til 109 kl. 23.30, en eftir það fengu engir inngöngu. Þar sem mikill hiti var í húsinu, loftræsting léleg, opnuðum við Grétar útidyr, en stóðum sjálfir í anddyrinu til að fyrirbyggja, að nokkur færi inn í húsið. Er Sveinn Jónsson kom til okkar í anddyrið, stóð ég við endann á diskinum við fatageymsluna (sjá mynd nr. 1), en Grétar við hlið mér framan við diskinn, stóð mér á vinstri hlið. Sveinn var að kvarta undan því, hve mikill hiti væri í húsinu og allt of mikið af fólki og spurði um, hvort ekki væru neinar reglur um, hve margir mættu vera í húsinu. Við Grétar bentum honum á að tala við Greip aðalvarðstjóra, sem þá var staddur í útihúsi, þar sem veitingasalan var. Ég kannaðist við Svein Jónsson fyrir, en Grétar var honum persónulega kunnugur, og fóru viðræðurnar fram þeirra á milli. Þegar Sveinn Jónsson kom til okkar, sátu 3 piltar, sem ég veit ekki nöfn á, á enda disksins fjarst okkur, og eins voru krakkar í fatahenginu sjálfu. Allt í einu og alveg af tilefnislausu rauk Sveinn á Grétar, reif í jakka hans, lyfti honum upp á afgreiðslu- borðið, þannig að hann settist á það, og bar það á Grétar, að hann hefði verið að kalla hann sprúttsala og að hann væri illa séður af lögreglunni. Ég heyrði aldrei, að Grétar segði nokkuð slíkt, og er útilokað, að hann hefði getað sagt slíkt við Svein, án þess að ég hefði heyrt það, því hann stóð, sem fyrr segir, alveg við hlið- ina á mér, og þess vegna dettur mér í hug, að unglingarnir, sem þarna voru, hafi eitthvað haft orð á slíku, en Sveinn tekið það sem Grétar hefði sagt þetta. Er Sveinn hafði lyft Grétari upp á borðið, bað Grétar hann um að sleppa sér, hann tók ekkert á móti Sveini, heldur hélt höndunum út. Sveinn vildi ekki sleppa, og bað þá Grétar mig um að aðstoða sig, við tókum þá Svein venjulegum lögreglutökum, þ. e. hendur aftur fyrir bak, og leidd- um hann þannig á milli okkar út úr húsinu og inn í sund, sem sýnt er á myndnr. 3. Við fórum með Svein á nefndan stað, þar sem margt manna var fyrir utan húsið, en ætlunin var að tala við Svein í rólegheitum og róa hann. Þegar við komum með Svein inn í nefnt sund, vorum staddir inni í sundinu við miðglugga, sem sést á mynd 3, brá Sveinn Grétari og skellti honum á bakið og lagðist síðan ofan á hann, þar sem hann lá. Ég tók þá kylfu mína og sló Svein þrjú létt högg í mjóhrygg, og við það losaði Sveinn á tökunum á Grétari, þannig að Grétar gat velt sér ofan á hann, en síðan tókum við Svein og settum hann í handjárn, án þess að nein veruleg átök yrðu. Við leiddum síðan Svein í járn- unum í átt að lögreglubílnum, sem stóð bak við hús, sem sést á 110 mynd nr. 3, það er lága húsið, sem átökin við Svein áttu sér stað við. Á leiðinni að bílnum talaði Sveinn um, að hann væri bæklaður á handlegg, og reyndum við að meðhöndla hann eftir því, er við leiðdum hann að bílnum. Áður hafði hann ekki minnst á slíkt við okkur. Er inn í bílinn kom, leysti Grétar Svein úr járnunum, en setti síðan járnin á vinstri handlegg hans og festi hann síðan við stólbakið, sem hann sat á. Grétar þurrkaði framan úr Sveini óhreinindi, sem hann hafði fengið á sig, en síðan fórum við Grétar báðir út úr bílnum til starfa okkar, og hafði ég ekki frekari afskifti af margnefndum Sveini. Að mínu áliti var Sveinn all áberandi ölvaður í umrætt sinn, en þó ekki þannig, að það afsakaði neitt hans framkomu í umrætt sinn“. Í skýrslu vitnisins Greips Kjartans Kristjánssonar fyrir saka- dómi Reykjavíkur þann 13. desember 1968 kvaðst vitnið hafa haft á hendi stjórn fámennrar lögreglusveitar umrætt kvöld, sem þar hafi verið að löggæslu vegna hestamannamóts. Kvaðst vitnið hafa gert ráðstafanir til þess að láta flytja stefnanda til læknis, strax og það frétti um atburð þann, sem málið snýst um. Vitnið sagði enn fremur, að er það hafi komið út í bílinn til stefnanda, þá hafi stefnandi skýrt vitninu frá því, að hann, stefnandi, hefði brotnað í átökum við lögregluna þarna rétt áður. Sama dag gaf vitnið Snæbjörn Aðalsteinsson lögreglumaður skýrslu í sakadómi Reykjavíkur. Hann kvaðst hafa verið í bif- reiðinni R 2007, sem er rútubifreið, þegar lögreglurennirnir Grétar Norðfjörð og Þór Gunnlaugsson komu með stefnanda. Hendur stefnanda hafi verið járnaðar fyrir afan bak og hafi stefn- andi verið settur í aðra sætaröð frá dyrum. Þegar stefnandi hafi verið kominn í sætið, hafi smávegis orðaskak hafist milli stefn- anda og Grétars. Kvaðst vitnið hafa heyrt stefnanda segja, að Grétar hefði kallað sig sprúttsala, en því hafi Grétar eindregið neitað. Vitnið sagði, að Sveinn hefði verið nokkuð ölvaður og æstur. Skömmu eftir að Grétar og Þór fóru úr bifreiðinni, hafi stefnandi farið að kvarta um sársauka í handleggnum og minnst á, að hann hefði áður brotnað á þessum sama handlegg. Hafi stefnandi verið með vangaveltur um það, hvort hann gæti verið brotinn á ný. Þorsteinn Sigfússon hafi þá losað annan handlegg Sveins, en skömmu síðar einnig hinn handlegginn. Um þetta leyti hafi Greipur Kristjánsson varðstjóri komið á vettvang og mælt svo fyrir, að manninum skyldi komið undir læknishendur. Björn Jónsson verkamaður gaf skýrslu hjá rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík þann 2. september 1967. Björn kvaðst hafa verið 111 á samkomu í Hellubíói laugardagskvöldið 8. júlí 1967. Hann kveðst hafa séð lögreglumenn vera með mann í tökum í húsasundi. Hann kveðst ekki hafa þekkt stefnanda þá, en kynnst honum á sjúkra- húsi síðar. Björn kveðst hafa gengið að sundinu ásamt fleira fólki, en Björn hafði orðið var við, að einhverjar róstur áttu sér barna stað. Kveðst Björn hafa séð þar lögreglumenn með mann í tökum, en maðurinn hafi legið á grúfu á jörðinni og lögreglu- menn haldið báðum höndum hans aftur fyrir bak. Ekki kvaðst Björn hafa getað séð, að lögreglumennirnir færu neitt sérlega illa með manninn. Þó kvaðst hann vera alveg ókunnugur því, hvað þurfti til að taka mann slíkum tökum, og kvaðst Björn því ekki geta gert sér neina grein fyrir því, hvort tök lögreglumann- anna voru harðari en tilefni var til. Björn kvaðst því næst hafa séð, að lögreglumennirnir reistu manninn við og leiddu hann brott, en maðurinn hafi þá verið í handjárnum. Björn kvaðst hafa séð, að maðurinn var eitthvað hruflaður og óhreinn í andliti. Enn fremur hafi annar lögreglu- maðurinn verið óhreinn á baki, rétt eins og hann hefði dottið á jörðina. Ögmundur Árnason, til heimilis að Bergstaðastræti 30, Reykja- vík, hefur gefið skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík 2. september 1967. Hann kvaðst hafa verið á dansleik í Hellubíói laugardagskvöldið 8. júlí 1967. Kvaðst Ögmundur hafa kynnst stefnanda í Landakotsspítalanum, er hann, Ögmundur, lá þar eftir slys. Ögmundur kveðst hafa séð, þegar lögreglumenn voru með stefnanda fyrir utan samkomuhúsið, en þá hafi hann ekki vitað, hver það var, sem lögreglumennirnir voru með. Hann kvaðst hafa séð lögreglumennina fara með stefnanda inn í húsasund og enn fremur að lögreglumennirnir voru með stefnanda í tökum og með hendur hans, stefnanda, báðar fyrir aftan bak. Annar lög- reglumaðurinn hafi verið mjög óhreinn á baki, en Ögmundur vissi ekki, hvernig á því stóð. Kvaðst Ögmundur aðeins hafa stoppað þarna við stutta stund og ekki veitt átökunum eftirtekt. Helgi Hauksson, til heimilis að Miðstræti 10, Reykjavík, kveðst Í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík 2. septem- ber 1857 hafa verið á dansleik í Hellubíói umrætt sinn. Kvaðst hann ekki bekkja stefnanda og því ekki vita, hvaða mann lög- reglumennirnir tveir hafi verið með í sundinu við Hellubíó. Helgi kvaðst hafa séð, að lögreglumennirnir hafi verið með manninn í tökum, þegar hann, Helgi, kom þar að. Hafi maðurinn legið á 112 grúfu á jörðinni og lögreglumennirnir haldið höndum mannsins fyrir aftan bak og sett á hann handjárn. Kvaðst Helgi hafa séð, að lögreglumennirnir reistu manninn við og leiddu hann á burt. Helgi gat ekkert borið um það, hvað hafði skeð þá áður, en kvaðst hafa heyrt einhvern segja, að maðurinn, sem lögreglan var með, hefði barist hraustlega við þá. Kvaðst Helgi hafa veitt því athygli, að annar lögreglumaðurinn var húfulaus. Bragi Árnason, til heimilis að Bjarkarlandi, Vestur-Eyjafjöll- um, Rangárvallasýslu, gaf skýrslu í sakadómi Rangárvallasýslu 15. mars 1968. Vitnið kvaðst ekki þekkja stefnanda, en minntist þess að hafa horft á átök í sundi milli Hellubíós og annars húss þar á staðnum stutta stund um sumarið 1967. Kvaðst vitnið hafa séð tvo lögregluþjóna vera að stimpast við mann nokkurn þarna og hafi maðurinn brugðið fæti fyrir annan lögregluþjóninn, sem vitnið heldur, að heiti Grétar Norðfjörð, þannig að Grétar hafi fallið endilangur. Félagi Grétars, allmiklu yngri maður, hafi brugðið við Grétari til aðstoðar og slegið manninn með kylfu sinni. Síðan hafi lögregluþjónarnir sett handjárn á manninn og flutt hann eitthvað burt. Kristmundur Jóhannes Sigurðsson aðalvarðstjóri gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni 10. október 1967. Hann skýrði svo frá, að nokkru eftir kvöldmat laugardaginn 8. júlí 1967 hafi hann, Kristmundur, komið inn í tjald til stefnanda, en þeir hafi verið persónulega kunnugir. Hafi þeir þá drukkið saman tvo eða þrjá snafsa, en áfengisáhrif hafi ekki sést á stefnanda. Stefnandi hafi þá stungið upp á því, að hann, Kristmundur, kæmi með sér á sam- komu, sem yrði haldin í þorpinu, en Kristmundur kvaðst ekki hafa nennt því, en gengið með Sveini austur að tjaldsvæðisjaðr- inum og þar hafi skilið með þeim. Kvaðst vitnið ekki hafa séð hann aftur fyrr en um nóttina, er stefnandi hafi komið til sín og þá verið með höndina í fatla. Hafi stefnandi sagt sér, að lögreglan hefði farið svona með sig. 2.2. Fyrir liggur í málinu vottorð Ólafs Björnssonar héraðs- læknis, dags. á Hellu 27. júlí 1967. Í því segir svo: „Þann 9. júlí s.l. kl. 1.30 kom til mín Sveinn Jónsson, til heimilis að Þingholts- stræti 30, Reykjavík. Kvartaði hann um tilkenningu í vinstri framhandlegg, sem var talsvert bólginn ulnart á fremsta þriðj- ungi. Röntgenmynd sýndi fractura ulnae með nokkurri dislo- catio Í ant-post projectio, en góðum situs í hliðar-projectio. Mar- blettir voru á baki og vinstri síðu. Sveinn var sýnilega undir áhrifum víns, en kom að öllu prúðmannlega fram“. 115 Í vottorði Slysavarðstofu Reykjavíkur, undirrituðu 11. júlí 1967 af Frosta Sigurjónssyni, segir m. a.: „Sveinn kom hér í Slysavarðstofuna 9. 7. 1967 kl. 20.40, og kvaðst hann hafa lent í kasti við lögregluna á Hellu, Rangárvöllum, og við það hafa hlotið handleggsbrot v. megin. Sveinn er með v. framhandlegg í gipsi, og röntgenmynd tekin hér leiðir í ljós brot á öln (ulna). Brotið situr ekki vel, og er reynt að setja það betur, en það tekst ekki, svo sýnt þykir, að hér muni þurfa að negla. Haft er samband við Bjarna Jónsson á Landakoti, er tekur Svein að sér til frekari meðhöndlunar. ... Til viðbótar ofan- skráðu er Sveinn með ca. 15X15 cm stóran marblett á vinstri síðu neðan við herðablað. Þá er mar á vinstra vanga framan við v. eyra ca. 2X2 cm að flatarm.““. Vottorð Bjarna Jónssonar yfirlæknis, dags. 28. júlí 1969, um meiðsl stefnanda liggur frammi í málinu og hljóðar svo: „Sveinn Jónsson, Þingholtsstræti 30, f. 3. 6. 1918, var lagður Landakotsspítala þ. 10. 7. 1967; 2 dögum áður hafði hann lent ryskingum og meiðst á vinstra handlegg. Við komu hingað var sj. með fulla meðvitund, sjáöldur voru kringlótt, jafnvíð og svöruðu ljósi, augnhreyfingar eðlilegar, brjósthol lyftist jafnt við öndun beggja vegna, hlustun á hjarta og lungum eðlileg. Blóðþrýstingur 165/110, plús 72/mín, kviður mjúkur og eymslalaus, og ekki fundust þar fyrirferðaraukningar eða deyfur. Hann var aumur á v. framhandlegg, og þar var tölu- verður sársauki við allar hreyfingar. Röntgenskoðun sýndi brot á öln, neðan við miðju. Þ. 14. 7. var brotið fært í skorður með skurðaðgerð og fest með mergholsteini. Sárið hafðist vel við og greri með eðlilegum hætti. Sj. fór úr spítalanum þ. 12. 8. 1967, í gipsumbúðum frá hnúum og upp undir holhönd. Ég skoðaði sj. síðast þ. 18. 4. 1969. Hann sagðist þá vera mátt- minni í v. handlegg, ekki geta rétt til fulls úr olnboganum, en það sagðist hann hafa getað fyrir slysið. Við skoðun sést reactions- laust ör á framhandlegg. Hreyfingar í olnboga: Hjarahreyfing 150/90, hverfihreyfing er nú fullir % af því, sem er á hinum handleggnum. Handtak er veikara í vinstri hendi en hægri. Sj. meiddist fr. u. þ. b. 30 árum, brotnaði bein við olnbogalið, og var gert að því með skurðaðgerð. Rtg.myndir teknar í Landakotsspítala 3. 6. 1969 sýna vel gróið brot á vinstri öln, í góðri stillingu. Mergholsteinninn fer vel. Dálítil úrkölkun er væntanlega neðst í framhandleggsbeinum og 8 í í 114 í handrót (carpus). Miklar breytingar sjást í olnboga, liðbilið er mjög þunnt, sveifarhausinn er breiður og skagar dálítið út fyrir liðflötinn. Töluverðar kalkhrjónur eru á brúnum liðflata á öllum Þremur beinum, er mynda þennan lið. Ekki eru þessar breytingar nýjar. Hér er um að ræða 51 árs gamlan mann, sem handleggsbrotnaði í ryskingum fyrir 2 árum: Hafði raunar 30 árum áður brotnað um olnboga á sama handlegg. Gera þurfti að þessu síðara broti með skurðaðgerð, og var það fest með mergholsteini. Brotið hefur gróið hægt, eins og oft vill verða með ölnarbrot, en sýnist nú vel gróið í góðri stillingu. Enn vantar nokkuð upp á hreyfingar í fram- handlegg svo og mátt í hendi, og kann að vera, að það megi rekja að einhverju leyti til hins fyrra brots“. Stefán Guðnason læknir hefur framkvæmt mat á þeirri örorku, sem stefnandi er talinn hafa orðið fyrir vegna umrædds slyss. Örorkumatið er dags. 11. febrúar 1970. Í örorkumati þessu segir m. a. svo: „Slasaði kom til undirritaðs til skoðunar 15/10 og 24/10 1969. Slasaði kveðst hafa hlotið meiðsl þau, er hér um ræðir, í átökum við lögreglumenn að Hellu á Rangárvöllum í júlí 1967. Hann hlaut fyrstu læknishjálp hjá héraðslækninum á Hellu, fór í Slysa- varðstofu Reykjavíkur daginn eftir, og í Landakotsspítala fór hann 10/7 1967 og dvaldi þar til 12/8 1967 af þessum sökum. Hann var útskrifaður þaðan með gipsumbúðir á vinstri handlim frá hnúum og upp undir holhönd. Gipsið segir hann, að hafi verið tekið af eftir 17 mánuði, frá því að það var sett á í fyrstu. Slasaði telur sig hafa verið óvinnufæran, meðan hann var með handlim- inn Í gipsi, en eftir það hafi verið um litla sem enga vinnu hjá sér að ræða vegna óbþæginda í handleggnum, uns hann seldi versl- un sína, að sögn, í júnímánuði 1969. Síðan hafi hann unnið smá- vegis við verslun dóttur sinnar, bókhald og fleira. Slasaði handleggsbrotnaði að eigin sögn um 18 ára aldur vegna byltu, brotnaði þá á báðum handlimum. Kom brestur (klofnaði) í bein neðan við hægri olnboga, en hlaut brot ofan við vinstri oln- boga. Spenging var að sögn gerð á vinstri upphandlegg og lagt á gipsumbúðir. Hann telur sig hafa fengið fullan bata eftir bæði þessi brot, stundaði eftir það glímu og leikfimi án óþæginda. Læknisvottorð liggur ekkert fyrir um þetta slys. Slasaði kvartar um verki um brotstaðinn, sem hér um ræðir, á vinstri framhandlegg og segir verkina leggja upp og niður fram- handlegginn, og sársauki er við hreyfingar í honum og olnbog- 115 anum á þessum handlegg, einkum við áreynslu og handartiltektir. Þá kvartar hann og um máttleysi í vinstra handlimnum. Skoðun á vinstri handlim sýnir ör eftir skurðaðgerðina í Landa- kotsspítala. Hreyfingar í olnbogaliðnum, beyging-rétting 90*—130?, snún- ingshreyfing (pronation-supination) um það bil hálf. Síðustu röntgenmyndir sýna mergtein í ölninni, og kann sársaukinn við hreyfingar e. t. v. að stafa að einhverju leyti af tilvist hans. Ályktun: Um er að ræða 51 árs gamlan kaupmann, sem hlaut brot á vinstri öln fyrir tveimur og hálfu ári. Hann dvaldi af Þessum sökum í sjúkrahúsi rúman mánuð. Það varð að gera við brotið með mergholsteini, og hann hafði handlegginn í gipsi, að sögn, um 17 mánuði. Hann telst hafa verið óvinnufær jafnlangan tíma og lítt vinnufær þar til í júní 1969. Eftir það verulega skert vinnugeta um 6 mánaða skeið, en eftir það telst starfsgeta nokkuð skert. Tekið skal fram, að um 30 árum áður en hér greint slys vildi til, hafði slasaði hlotið brot um olnboga sama handlims, og kann hreyfingartakmörkun sú, sem nú gætir í vinstri olnbogalið, að standa að einhverju leyti í sambandi við fyrra slysið, og er litið á það við ákvörðun hins varanlega örorkumats. Tæpast er að vænta frekari bata en orðinn er af afleiðingum meiðsla þeirra, er hér um ræðir, og þykir því tímabært að meta nú örorku slasaða af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega metin sem hér segir: Frá slysdegi í 6 mánuði .. .. .. .. 100% Eftir það í 11 mánuði .. .. .. .. .. 75% Eftir það í 7 mánuði .. .. .. .. .. 50% Eftir það í 5 mánuði .. .. .. .. .. 30% Eftir það varanlega .. .. .. .. .. ... 20%“. Í aðiljaskýrslu sinni hér fyrir dómi þann 15. maí 1972 kveður stefnandi, að önnur handleggspípan á framhandlegg vinstri hand- ar hafi brotnað umrætt sinn. Kvaðst hann hafa lagst á Landa- kotsspítalann vegna meiðslanna 9. júlí 1967. Hafi hann verið skorinn upp í handlegg og mergnagli verið settur frá úlnlið upp að handleggslið. Hér hafi verið um þverbrot að tefla og hafi því gengið mjög illa að gróa til að byrja með, sérstaklega fyrsta mán- uðinn. Kveðst hann hafa verið settur í gifs allt frá fingrum upp að axlarlið, og kveðst hann hafa verið í gifsinu ca 15 mánuði. 116 Eftir það hafi handleggurinn verið mjög máittvana og sé svo enn í dag. Stefnandi sagði það rétt, að árið 1938 hafi hann einnig brotnað á sama handlegg, en þá á upphandlegg fyrir ofan lið. Engin eftirköst hafi þó orðið eftir það slys og hafi hann, stefnandi, m. a. stundað íþróttir eftir það. Í nefndri aðiljaskýrslu gat stefnandi þess sem dæmi um ástand handarinnar nú, að hann, stefnandi, gæti ekki dregið handlegg að brjósti. Á grundvelli framangreinds örorkumats hefur Þórir Bergsson, cand. act., reiknað út áætlað vinnutekjutap stefnanda á slysdegi. Í útreikningi þessum, sem dags. er 25. apríl 1970, segir m. a. svo: „Samkvæmt staðfestum ljósritum af skattframtölum Sveins árin 1965—1967 hafa vinnutekjur hans þrjú heilu almanaksárin fyrir slysið verið: Árið 1964... .. .. kr.223.545.00 Árið 1965... .. .. — 400.000.00 Árið 1966... .. .. — 300.000.00 Vinnutekjurnar árin 1965 og 1966 eru áætlaðar af skattayfir- völdum. Sveinn er kaupmaður og hefur aflað tekna sinna sem slíkur. Fyrr meir mun hann hafa rekið fleiri verslanir, en rekur nú aðeins eina. Ekki er til neinn grundvöllur til að áætla breytingar á tekjum kaupmanna, enda eru þær að sjálfsögðu afar mismunandi. Ég hef gripið til þess ráðs að nota breytingar á hæsta taxta Verslunar- mannafélags Reykjavíkur við umreikning á tekjum Sveins. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að varan- lega tapið sé 20% af áætluðum vinnutekjum frá slysdegi, en tímabundna tapið sé sá hundraðshluti af þeim, sem mat læknisins segir til um að frádregnum 20%. Áætlað vinnutekjutap Áætlaðar v/tímab. v/varanl. vinnutekjur: örorku: örorku: 1. árið eftir slysið kr.373.824.00 kr.251.247.00 kr. '74.765.00 2. árið eftir slysið — 408.954.00 — 157.146.00 -— 81.791.00 3. árið eftir slysið — 414.623.00 — 17.276.00 — 82.925.00 Síðan árlega .. .. — 414.623.00 — 82.925.00 117 Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 395.938.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 827.027.00 Samtals kr. 1.222.965.00 Frádráttur. Ekki hefur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a. dánarlíkur ís- lenskra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Samkvæmt skjali 17. maí 1972 hefur Þórir Bergsson, cand act., reiknað út örorkutjón stefnanda að nýju að beiðni stefnanda. Hefur nú verið tekið tillit til breytinga á hæsta taxta Verslunar- Mannafélags Reykjavíkur og hækkana á kaupgjaldsvísitölu. Að öðru leyti hefur sami reikningsgrundvöllur verið notaður. Þannig útreiknað nemur verðmæti tapaðra vinnutekna nú vegna tíma- bundinnar örorku kr. 395.938 og vegna varanlegrar örorku kr. 1.408.802, eða samtals kr. 1.804.740. Loks hefur verið lagt fram vottorð Guðmundar Þórðarsonar læknis, dags. 19. maí 1970, um sjúkrasögu stefnanda. Þar er m. a. minnst á, að árið 1938 hafi stefnandi hlotið byltu og hafi báðir handleggir brotnað, báðar pípur hægri framhandleggjar og sá vinstri um olnboga. Er sagt, að hann hafi legið í þrjá mánuði, brotin hafi gróið vel og engar „functions“-truflanir hafi komið fram. Þá segir í skýrslunni, að í janúarmánuði 1954 hafi stefnandi lent í bifreiðaslysi og slasast talsvert. Er talið víst, að vinstra nýra hafi skaddast við slys þetta. Þá er þess getið í vottorðinu, að þann 17. mars 1959 hafi stefnandi legið á St. Jósepsspítala með hálsbólgu og nýrnasjúkdóm. Eftir það lá hann þrisvar sinnum á Landspítalanum, einu sinni á árinu 1959 og tvisvar sinnum á árinu 1966, m. a. vegna nýrnasjúkdóms. Í fyrrnefndu vottorði Guð- mundar Þórðarsonar læknis er þess getið, að í öll þrjú skiptin á Landspítalanum sé tekið fram, að ekkert sé athugavert við út- limi stefnanda og hreyfingar í öllum liðum séu eðlilegar. Skýrsla Guðmundar Þórðarsonar læknis endar á þessum orðum: „Hér er því um að ræða alvarlegan nýrnasjúkdóm á chronisku stigi, með secunder breytingum á æðakerfi og hjarta sem afleiðingu. Starfs- 118 þrek slíkra sjúklinga er að sjálfsögðu mjög minnkað, og þeim er nauðsynlegt að forðast bæði andlega og líkamlega áreynslu, svo sem framast er unnt“. 3.0. 3.1. Stefnandi telur, að lögreglumennirnir Grétar Norðfjörð og Þór Gunnlaugsson eigi alla sök á því, að hann, stefnandi, hafi hlotið ofangreinda áverka. Hafi þeir sveigt vinstri handlegg stefn- anda svo harkalega upp á bak, þar sem hann, stefnandi, hafi legið á jörðinni, að vinstri öln hafi brotnað. Lögreglumennirnir hafi því gerst offarar í starfi og beri ríkissjóður ábyrgð á mistökum Þeirra, þar sem lögreglumennirnir hafi unnið störf í þágu ríkisins og á ábyrgð þess umrætt sinn. Stefnandi hefur sundurliðað dómkröfur sínar svo: a. Kr. 1.804.740. Er hér um að ræða fébætur, byggðar á mati því og útreikningum, sem rakið hefur verið í 2.2. b. Bætur fyrir þjáningar, lýti, röskun á stöðu og högum, kr. 100.000. Stefnandi kveður þennan lið áætlaðan, en þó mjög í bóf stillt miðað við það, hversu stefnandi hafi lengi átt í veik- indum sínum, m. a. með gifs í 17 mánuði, frá því að það var fyrst sett á hann. Bent er á, að stefnandi hafi ör eftir skurðaðgerð, sem fram hafi farið, þegar alnarbrotið var sett saman, og loks telur stefnandi ljóst, að hann hafi orðið fyrir mikilli röskun á stöðu og högum. c. Greitt fyrir læknisvottorð og röntgenskoðanir, kr. 5.980. Fjárhæðir þær, sem taldar hafa verið í a-c hér að framan, nema samtals kr. 1.910.720, og er það stefnukrafan í málinu. 3.2. Í vörn bendir stefndi á, að stefnandi hafi viðurkennt að hafa ráðist á lögreglumanninn að fyrra bragði og varpað honum til jarðar. Hins vegar sé algerlega ósannað, að lögreglumaðurinn hafi gefið tilefni það, sem stefnandi haldi fram. Slíkt tilefni hefði og heldur ekki nægt til þess að réttlæta árásina. Þá bendir stefndi á, að stefnandi hafi allmjög verið undir áhrifum áfengis og átt upptökin að orðaskaki því, sem síðar hafi leitt til handalögmála. Því er mótmælt, að lögreglumennirnir hafi beitt nokkru sérstöku harðræði umfram það, sem óhjákvæmilegt verði að telja, eins og á hafi staðið. Í munnlegum málflutningi hefur stefndi auk þess mótmælt fjár- hæð einstakra fjárkröfuliða. Varðandi lið a er auk venjulegra frá- dráttarliða, svo sem skattfrelsis og eingreiðslu, bent á, að líkam- legt ástand stefnanda fyrir slysið hafi verið bágborið. Enn fremur 119 dregur stefndi í efa, að stefnandi hafi hlotið svo mikla varanlega örorku, sem metin sé af tryggingalækni, miðað við atvinnu stefn- anda sem kaupmanns. Lið b hefur stefndi mótmælt sem of háum. Liður c hefur eigi sætt tölulegum mótmælum. 4.0. 4.1. Telja verður upplýst í málinu, að stefnandi máls þessa hafi undir áhrifum áfengis veist að lögreglumanninum Grétari Norðfjörð, er hann var að gegna skyldustörfum við löggæslu í anddyri samkomuhússins að Hellu, Rangárvöllum, á dansleik, sem þar var haldinn laugardagskvöldið 8. júlí 1967. Gegn mótmælum stefnda er ósannað, að stefnanda hafi verið veitt tilefni til þeirrar árásar. Skýrslur lögreglumannanna Grétars og Þórs eru samhljóða um það, að þeir hafi handtekið stefnanda þarna í anddyrinu með því að taka sinn hvorn handlegg stefnanda og færa þá aftur fyrir bak. Stefnandi telur hins vegar, að lögreglumennirnir hafi tekið í sinn hvorn handlegg og fett þumalfingur hans aftur. Var stefn- andi þannig færður í tökum að húsasundi þar skammt frá. Stefn- andi hefur látið að því liggja, að þetta hafi verið gert í ólögmæt- um tilgangi. Það telst þó ósannað. Stefnandi sjálfur hefur borið, að tök lögreglumannanna hafi ekki verið neitt sérlega harðneskju- leg þarna á leiðinni í húsasundið. Með tilliti til þeirra átaka, sem á eftir urðu, verður að telja sannað, að handleggur stefnanda hafi ekki brotnað í þessum sviptingum. Skýrslur eru samhljóða um það, að þegar kom í húsasundið, hafi stefnandi rifið sig lausan úr tökunum og brugðið Grétari þannig, að Grétar féll flatur til jarðar á bakið og stefnandi ofan á. Gegn mótmælum stefnda er ósannað, að fyrrnefndur Grétar hafi gefið stefnanda tilefni til þessarar árásar með því að viðhafa þessi orð: „Nú skulum við láta Svein súpa sand, hafðu kylfuna tilbúna, ég ætla að leggja hann niður og járna hann“. Þór kom til aðstoðar Grétari og veitti stefnanda nokkur kylfu- högg, aðallega í mjóhrygg, að því er virðist. Við það losnaði Grétar undan stefnanda, og tókst lögreglumönnunum fljótlega að yfir- buga stefnanda. Er upplýst, að hann var lagður á grúfu á götuna, báðir handleggir hans færðir aftur fyrir bak og stefnandi þannig handjárnaður. Samkvæmt skýrslu lögregluþjónsins Þórs Gunn- laugssonar urðu ekki nein veruleg átök við þessa handjárnun, og skýrsla Björns Jónssonar bendir í svipaða átt. Lögreglumennirnir reistu síðan stefnanda við og fóru með hann beint í lögreglubif- 120 reið, sem stóð þarna skammt frá. Voru járnin losuð af hægri handlegg og fest við stólbak í bifreiðinni. Skömmu eftir að lög- reglumennirnir Grétar og Þór voru farnir út úr bifreiðinni, fór stefnandi að kvarta um sársauka í handlegg, og var hann fljót- lega færður undir læknishendur. Kom í ljós, að hann var hand- leggsbrotinn, eins og áður segir. Þegar bótaskylda máls þessa er metin, verður að hafa í huga, að stefnandi veittist að fyrra bragði og af tilefnislausu að lög- reglumanninum Grétari Norðfjörð, meðan hann gegndi skyldu- störfum í anddyri nefnds samkomuhúss. Var lögreglumönnunum rétt að handsama stefnanda, svo sem gert var, og færa hann út fyrir. Þar hóf stefnandi nýja árás, eins og rakið var. Þessa árás verður einnig að telja tilefnislausa og ólögmæta, eins og hér stóð á. Veitti hún lögreglumönnunum tveimur fullt tilefni til þess að snúast til varnar á þann hátt, sem þeir gerðu, og yfirbuga stefn- anda. Sum gögn málsins benda til þess, að umræddir lögreglumenn hafi sýnt óþarfa harðræði og brotið handlegg stefnanda, eftir að þeir höfðu hrundið árás hans og höfðu í fullu tré við hann. Næg gögn um þetta eru þó ekki fyrir hendi, og verður að telja ósannað, að lemstur stefnanda hafi gerst fyrir bótaskyld mistök, sem stefndi ber ábyrgð á. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda, en málskostn- aður á að falla niður. Þess skal getið, að umræddir lögreglumenn, Þór og Grétar, hafa ekki gefið skýrslu um málavexti hér fyrir bæjarþinginu. Stafar það af því, að þeir eru báðir sagðir starfandi sem lögreglu- þjónar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, Bandaríkjunum. Lögmönnum aðilja hefur einnig verið gefinn kostur á að leiða önnur vitni hér fyrir dóminn. Af því hefur þó ekki orðið. Stefán M. Stefánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Sveins Jónssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 121 Miðvikudaginn 25. febrúar 1976. Nr. 130/1974. Dánarbú Guðjóns Halldórs Benediktssonar og Samvinnutryggingar g/t (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Gunnari H. Gunnarssyni og Almennum Tryggingum h/f (Hrafnkell Ásgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson. Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Sigurður Líndal. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Guðjón Halldór Benediktsson lést 2. janúar 1975, og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 5. júlí 1974. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda Gunnars H. Gunnars- sonar í máli þessu. Áfrýjandi dánarbú Guðjóns Halldórs Bene- diktssonar krefst þess, að stefndu verði óskipt dæmt að greiða honum 151.557 krónur með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Þá krefst áfryjandi Samvinnutryggingar g/t málskostn- aðar úr hendi stefnda Gunnari H. Gunnarssyni í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Málsatvik eru rakin í héraðsdómi. Af gögnum máls er ljóst, að akstursskilyrði voru slæm, en hvorugur ökumanna sýndi næga aðgæslu við aksturinn. Ber því að staðfesta þá úrlausn héraðsdóms, að þeir eigi báðir sök á árekstrinum. Eins og atvikum er háttað, þykir rétt að skipta sök að jöfnu. Úrslit málsins verða því þau, að stefndu verða óskipt dæmdir til að greiða áfrýjanda dánarbúi Guðjóns 122 Halldórs Benediktssonar 75.779 krónur með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og 30.000 krónur í máls- kostnað í héraði. Áfrýjendur greiði óskipt stefnda Gunnari H. Gunnarssyni 72.373 krónur með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til sreiðsludags og 30.000 krónur í málskostnað í héraði. Málskostnaður til áfryjenda fyrir Hæstarétti ákveðst 45.000 krónur. Þar af greiði stefndi Gunnar H. Gunnarsson einn áfrvjanda Samvinnutryggingum g/t 15.000 krónur, en stefndu óskipt áfrýjanda dánarbúi Guðjóns Halldórs Bene- diktssonar 30.000 krónur. Dómsorð: Stefndu, Gunnar H. Gunnarsson og Almennar Trygg- ingar h/f, greiði óskipt áfrýjanda dánarbúi Guðjóns Halldórs Benediktssonar 75.779 krónur með 9% árs- vöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og 30.000 krónur í málskostnað í héraði. Áfrýjendur, dánarbú Guðjóns Halldórs Benecdiktsson- ar og Samvinnutryggingar g/t, greiði óskipt stefnda Gunnari H. Gunnarssyni 72.373 krónur með 9% árs- vöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og 30.000 krónur í málskostnað í héraði. Stefndi Gunnar H. Gunnarsson greiði einn áfrýjanda Samvinnutryggingum g/t 15.000 krónur, en stefndu óskipt áfrýjanda dánarbúi Guðjóns Halldórs Benedikts- sonar 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. maí 1974. Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 16. maí sl., hefur Gunnar H. Gunnarsson, Skeiðarvogi 3, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 11. desember 1973, á hendur Guðjóni H. Benediktssyni, Skipholti 26, Reykjavík, og Samvinnu- 123 tryggingum g/t, Ármúla 3, Reykjavík, til greiðslu skuldar in soliðum að fjárhæð kr. 144.746 auk 10% ársvaxta frá 6. október 1973 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Af hálfu stefndu hefur verið sótt þing og krafist sýknu og hæfi- legs málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómara. Þá hefur stefndi Guðjón Halldór Benediktsson með stefnu, bitri 17. desember 1973, höfðað gagnsök á hendur stefnanda í aðalsök, Gunnari H. Gunnarssyni. Kröfur gagnstefnanda eru þær, að gagnstefndi og Almennar Tryggingar h/f hér í borg verði dæmd in solidum til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 151.557 með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eftir mati dómara. Af hálfu gagnstefndu, Gunnars H. Gunnarssonar og Almennra Trygginga h/f, eru gerðar dómkröfur um algera sýknu af öllum kröfum gagnstefnanda og þeim verði dæmdur hæfilegur máls- kostnaður í gagnsökinni. Sátt hefur verið reynd, en án árangurs. Tilefni máls þessa er, að um kl. 2000 laugardaginn 6. október 1973 var bifreiðinni R 9086, af Sunbeam-gerð, ökumaður Gunnar Gunnarsson, sonur stefnanda, ekið aftan á fólksbifreiðina R 10634, af Peugout-gerð, ekinni af stefnda, sem jafnframt er eigandi bif- reiðarinnar. Gerðist þetta á Grensásvegi, neðan gatnamóta Soga- vegar og Grensásvegar. Nánari atvik voru þau, að R 9086 var ekið norður Grensásveg. Grensásvegurinn er þarna aðalbraut og hallar til norðurs. R 10634 var ekið af Sogaveginum og inn á Grensásveginn, en umferð af Sogavegi er biðskyld fyrir umferð um Grensásveg. Steingirðing nær út á horn gatnanna, og skyggir hún á útsýni af Sogaveginum suður Grensásveginn og öfugt. Er R 10634 hafði verið ekið inn á Grensásveginn og nokkuð eftir honum með stefnu á gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar, en ætlun ökumanns var að aka bifreiðinni eftir miðakrein Grensás- vegar og yfir gatnamótin, var R 9086 ekið aftan á hana. Miklar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum. Hvor bifreiðaeigenda leit- aði til vátryggingarfélags hins um bætur fyrir tjón sitt, en bæði félögin synjuðu alfarið bótaábyrgð. Skýrslur voru teknar af öku- mönnum á árekstursstað. Þeir hafa komið til skýrslugjafar hjá rannsóknarlögreglu. Þá hafa tvö vitni gefið skýrslu hjá rann- sóknarlögreglu. Þá hefur eitt vitnið í viðbót komið hér fyrir dóm- inn. Verður nú nokkuð rakið úr framburðum þessum. Ökumaður bifreiðarinnar R 9086 skýrði svo frá á árekstursstað, 124 að hann hafi komið akandi norður Grensásveg með ca 40—-45 km hraða og ætlað að beygja austur Miklubraut. Hann hafi þá séð bifreiðina R 10634 koma mjög skyndilega inn á Grensásveginn frá Sogavegi og í veg fyrir bifreið hans. Hann hafi reynt að afstýra árekstri með því að hemla og sveigja undan, en ekki tekist. Hann hefur vefengt uppdrátt lögreglu af vettvangi, að því er varðar árekstursstað. Telur hann áreksturinn hafa átt sér stað nokkru sunnar á Grensásveginum, á móts við afleggjara vegarins til austurs. Hér fyrir dóminum kveðst hann hafa verið um 30 m frá gatnamótum Sogavegar og Grensásvegar, þegar hann fyrst varð var R 10634. Skömmu síðar hafi hann orðið þess áskynja, að bifreiðin hélt áfram inn á gatnamótin. Hann hafi þá hemlað að- eins og reynt að sveigja frá, en síðan hemlað algerlega. Hann gerði ekki ráð fyrir því, að hann hefði verið alveg kominn að gatnamótunum, þegar hann byrjaði að hemla. Þegar hann steig algerlega á bremsuna, hafi hann hins vegar verið kominn fram hjá gatnamótunum og R 10634 þá inn á götuna. Hann kvaðst hafa verið á 45 km hraða, en þegar hann ók á, hafi hraðinn verið orðinn eitthvað minni. Hann hafi lítið verið búinn að hemla, en þó nokkuð. Það hafi lítið þýtt að hemla, þar sem var grenjandi rigning. Þá hafi rigningin líka haft áhrif á skyggnið. Aðalstefndi skýrði svo frá á vettvangi, að hann hafi komið ak- andi vestur Sogaveg. Þar á gatnamótum við Grensásveg hafi hann numið staðar, en síðan ekið af stað, þar sem hann taldi bifreið, sem kom honum á vinstri hönd, það langt undan, að í lagi væri að aka inn á gatnamótin. Hann hafi ekið 20—30 m eftir Grensás- veginum, er bifreiðinni R 9086 var ekið aftan á bifreið hans. Við áreksturinn hafi bifreið hans kastast áfram og yfir gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Í skýrslu hans hjá rannsóknar- lögreglunni segist hann hafa valið miðakreinina til aksturs yfir Miklubrautina og hafi verið kominn þar, sem strikin sýna ak- brautarskiptingu, þegar áreksturinn varð. Árekstursstaðurinn sé rétt sýndur á uppdrætti lögreglunnar. Fyrir dómi mótmælti hann því, að hann hefði farið fyrirvaralaust inn á Grensásveginn, þó þar væri aðeins biðskyldumerki og blindhorn. Hann fari þarna mörgum sinnum á dag og stoppi alltaf. Hann hafi séð bifreið uppi á Grensásveginum ofarlega og fundist allt í lagi að aka inn á Grensásveginn. Hann hafi séð bifreiðina, þegar hann var stöðv- aður á Sogaveginum, þrátt fyrir blindhornið. Bifreiðin hafi verið mjög ofarlega á Grensásveginum, ekki uppi við Breiðagerði, en langleiðina, að því er hann taldi. Breiðagerði er næsta gata fyrir 125 ofan Sogaveginn, sem liggur inn á Grensásveginn. Hann taldi ekki möguleika á, að þarna hefði verið um aðra bifreið að ræða en bifreið stefnanda. Hann hafi síðan ekki vitað af R 9086, fyrr en hún lenti aftan á hans bifreið. Hann skýrði svo frá, að bifreið hans hefði verið óökufær eftir slysið og hefði hann ekki getað notað hana til leiguaksturs, en hann er leigubifreiðarstjóri. Bifreiðin hafi stanslaust verið í við- gerð, eftir að hún komst inn á verkstæði. Hann kvaðst ekki geta stundað aðra vinnu en leiguakstur vegna fyrrverandi sjúkleika. Jón Hallsson bankastjóri hefur gefið skýrslu fyrir rannsóknar- lögreglu og komið fyrir dóminn. Hann kvaðst hafa ekið norður Grensásveginn, næst á eftir bifreiðinni R 9086. Ökuhraðinn hafi verið mjög eðlilegur miðað við aðstæður. Heldur hafi verið dimmt vegna rigningar og bleyta á akbrautinni. Þegar kom niður undir gatnamót Sogavegar, hafi hann séð ljós bifreiðar, sem honum virtist koma viðstöðulaust af Sogaveginum inn á Grensásveginn. Fyrsta hugsun hans hafi verið, að árekstur hlyti að verða, og engum togum hafi skipt, að R 9086 hafi lent aftan á bifreiðinni, eftir að hún var komin inn á Grensásveginn. Ökumaður R 9086 hafi hemlað um leið og hafi bifreið hans þá nærfellt snúist í hálf- hring á blautri götunni. Áreksturinn hafi orðið á móts við miðju afleggjara Grensásvegar til austurs. Hér fyrir dóminum áleit Jón, að ökumaður R 9086 hafi byrjað að hemla fyrir mótum Sogavegar- ins. Hann kvaðst sjálfur hafa verið á mjög eðlilegum hraða, ef til vill um 40—45 km hraða. Hann bjóst við, að heldur hafi dregið Í sundur með honum og bifreiðinni, sem á undan var. Hann sagði, að ekki hefði verið gerlegt að aka fram hjá bifreiðinni, sem ekið var inn á Grensásveginn. Hann hefði ekki sjálfur treyst sér til þess. Hann áleit sig hafa verið um 50—-100 metra frá gatnamótum Sogavegar, þegar R 10634 var ekið inn á götuna, og R 9086 hefði verið um 30—-40 metra á undan honum. Jónas Hallgrímur Jónasson hefur gefið skýrslu hjá rannsóknar- lögreglu og jafnframt komið hér fyrir dóminn. Hann kvaðst hafa komið vestan Miklubrautina og ekið beygjubrautina að Litaveri við Grensásveginn. Hann hafi tekið eftir leigubifreiðinni R 10634, sem kom af Sogavegi, og einnig eftir bifreið, sem kom norður Grensásveginn. Slæmt veður hafi verið til aksturs, rigning og mjög dimmt. R 10634 hafi verið ekið mjög hægt inn á Grensás- veginn og beygt síðan norður götuna. Bifreiðinni, sem ekið var norður Grensásveginn, hafi verið ekið á mikilli ferð og hafi hon- um ekki fundist ökumaðurinn haga akstri sínum miðað við að- 126 stæður. Hann hafi ekki veitt ökutækinu mikla athygli í fyrstu, en þegar hann heyrði hemlahljóð, þá hafi honum verið litið upp og séð, að R 9086 hafi hemlað og runnið sleitulaust, þar til hún lenti aftan á R 10634. Höggið hafi verið mjög öflugt og hafi bif- reiðin R 10634 kastast áfram og yfir gatnamótin. Hann taldi upp- drátt af árekstursstað nokkuð réttan. R 10634 hafi verið komin fram hjá afleggjaranum til austurs af Grensásvegi og ekki hafi verið annað að sjá en að ökumenn beggja bifreiðanna ætluðu norður yfir Miklubrautina. Helga Ólafsdóttir hefur komið fyrir dóminn, en hún var farþegi í R 9086. Hún sagði, að þau hefðu verið að koma niður Grensás- veginn á hægri akrein og verið komin á móts við Sogaveginn, þegar leigubifreiðinni var ekið út á Grensásveginn. Áreksturinn hafi orðið við miðlínu við afleggjarann út á Miklubrautina til austurs. Hún taldi hraða R 9086 hafa verið um 45—50 km miðað við klst. Af hálfu aðalstefnanda og stefndu í gagnsök er málssóknin byggð á 68. og 74. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Því er haldið fram, að þar sem Grensásvegurinn nýtur aðalbrautarréttar fyrir Sogaveg- inum, sé ljóst, að bifreiðin R 10634 hafi verið í algerum órétti. Ökumanni hennar hafi borið að stöðva á gatnamótunum og víkja fyrir þeim bifreiðum, sem aðalbrautarréttar nutu. Með aksturs- lagi sínu hafi stefndi Guðjón Halldór Benediktsson brotið í bága við 37., 38., 41., 48. og 49. gr. umferðarlaga. Aðalstefnandi sundur- liðar kröfu sína þannig: a) Viðgerðarkostnaður skv. reikningum .. .. kr. 132.746 b) Afnotamissir bifreiðar .. .. .. .. .. .. — 12.000 Samtals kr. 144.746 Stefndu og gagnstefnandi byggja kröfur sínar í málinu á því, að ökumaður bifreiðar stefnanda hafi einn átt sök á umræddum árekstri. Bifreið stefnanda hafi verið ekið allt of hratt og ber- sýnilega mun hraðar en bifreiðarstjóri hennar vilji vera láta. Komi það fram af því, að bifreið stefnda hafi ekki aðeins verið komin inn á Grensásveg og í beina stefnu norður þá götu, er áreksturinn varð, heldur í að minnsta kosti 20 m fjarlægð frá Sogavegi. Sérstaklega sé þetta athyglisvert, ef þess sé gætt, að bifreið stefnda hafi verið ekið mjög hægt. Þá sé það til marks um hraða bifreiðar stefnanda, hversu geysiharður áreksturinn 127 varð og hversu miklar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum. Þessi mikli ökuhraði hafi verið mjög gáleysislegur, en með tilliti til mjög slæmra akstursskilyrða hafi hann verið vítaverður og stórhættulegur og stofnað öryggi annarrar umferðar og vegfar- enda í mikla og bráða hættu. Í öðru lagi hafi R 10634 ekki brotið gegn biðskyldu við gatnamótin. Þessi málsástæða sé samtvinnuð þeirri, sem áður sé reifuð um ökuhraða bifreiðar stefnanda. Aðal- brautarréttur sé því aðeins brotinn, að sá, sem inn á aðalbraut ekur, trufli eða torveldi akstur ökutækja um aðalbrautina, miðað við að ökuhraði ökutækja á aðalbrautinni sé innan löglegra marka. Þá var af hálfu stefndu og gagnstefnanda vaxtakröfu mótmælt sem of hárri. Eftir að stefnandi hafði lækkað kröfu sína um af- notamissi, var af hálfu stefndu ekki gerður tölulegur ágreiningur um upphæð krafna stefnanda. Gagnstefnandi sundurliðar kröfur sínar svo: 1. Viðgerðarkostnaður, efni og vinna... .. kr. 76.557 2. Málun, efni og vinna... .. .. .. .. .. .. — 20.000 3. Afnotamissir .. .. .. .. .. .. 2... 2. 2. — 55.000 Samtals kr. 151.557 Krafan um afnotamissi er rökstudd þannig, að gagnstefnandi sé leigubifreiðarstjóri og hafi hann notað bifreið sína sem atvinnu- tæki. Hann hafi ekki haft afnot bifreiðarinnar í 50 daga. Vátrygg- ingarfélög hafi á þessum tíma greitt 1.100 í dagpeninga til leigu- bifreiðarstjóra. Gagnstefnandi hafi átt erfitt með að stunda aðra vinnu og honum hafi því ekki nýst nefnt tímabil til tekjuöflunar á öðrum vettvangi. Af hálfu gagnstefndu var við munnlegan flutning málsins ekki gerður tölulegur ágreiningur um kröfu gagnstefnanda. Álit dómsins. Grensásvegurinn nýtur aðalbrautarréttar gagnvart Sogavegi. Ökumanni R 10634 bar því, sbr. 3. mgr. 48. gr. laga nr. 40/1968, skilyrðislaust að víkja fyrir ökumanni R 9086. Þá bar honum, þar sem blindhorn er honum á vinstri hlið, að sýna sérstaka að- gæslu. Þegar aksturslag hans og aðstæður á vettvangi eru skoðað- ar, framburður ökumanns R 9088 um fjarlægð bifreiðar hans frá gatnamótum Grensásvegar og Sogavegar, þegar hann verður bif- reiðar stefnda fyrst var, en sá framburður hefur stoð af fram- 128 burðum vitnanna Helgu Ólafsdóttur og Jóns Hallssonar, verður ekki betur séð en stefndi Guðjón Halldór Benediktsson hafi van- metið aðstæður, þegar hann ók inn á Grensásveginn af Soga- veginum. Þykir hann með aksturslagi sínu hafa brotið í bága við ákvæði 49. gr., 3. mgr., c liðar, laga nr. 40/1968. Þegar þetta allt er athugað, þykir stefndi eiga frumsök á árekstrinum. Í ljós þykir leitt, að ökumaður R 9086 hefur, miðað við aðstæður, ekið of hratt. Samkvæmt framburðum hans sjálfs og vitnanna Helgu Ólafsdóttur og Jóns Hallssonar ók hann að minnsta kosti á 45—50 km hraða. Þegar tekið er tillit til þess, að skuggsýnt var, skyggni að öðru leyti lélegt, hált á götunni og niður brekku að fara, auk þess sem horn Sogavegar og Grensásvegar er blint, þykir hann hafa brotið gegn fyrirmælum 49. gr. laga nr. 40/1968. Af þessu leiðir, að hann þykir eiga sök á árekstrinum að hluta. Þegar framangreind atriði eru virt og aðstæður allar, þykir rétt, sbr. 68. gr. laga nr. 40/1968, að skipta tjóni þannig milli öku- tækja, að R 10634 beri % tjóns, en R 9086 14 tjóns. Niðurstaða aðalsakar verður því sú samkv. 69. gr., 1. mgr., og 74. gr. og sbr. 70. gr. 1. mgr. laga nr. 40/1968, að stefndu skulu in soliðum greiða stefnanda kr. 96.498 með vöxtum, sem þykja réttilega ákvarðaðir 9% ársvextir frá 6. október 1973 til greiðsluðags. Samkvæmt úrslitum í aðalsök þykir rétt, að stefndu greiði stefn- anda kr. 30.000 í málskostnað í aðalsök. Úrslit gagnsakar verða þau skv. 69. gr., 1. mgr., og 74. gr., sbr. 70. gr, 1. mgr., laga nr. 40/1968, að stefndu skulu in solidum greiða stefnanda kr. 50.519 með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til greiðsluðags. Samkvæmt niðurstöðu gagnsakar þykir rétt, að stefndu greiði stefnanda kr. 25.000 í málskostnað. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Guðjón Halldór Benediktsson og Samvinnutrygg- ingar g/t, greiði in solidum í aðalsök stefnanda, Gunnari H. Gunnarssyni, kr. 96.498 með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og kr. 30.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri að- för að lögum. Stefndu í gagnsök, Gunnar H. Gunnarsson og Almennar Tryggingar h/f, greiði in solidum gagnstefnanda, Guðjóni Halldóri Benediktssyni, kr. 50.519 með 9% ársvöxtum frá 6. október 1973 til greiðsludags og kr. 25.000 í málskostnað, allt 129 innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 27. febrúar 1976. Nr. 29/1976. Valdstjórnin gegn Þórönnu Bjarnfreðsdóttur og Ólafi Gestssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Einar Arnalds, Benedikt Sigurjónsson og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Húsleit. Barnaverndarmálefni. Dómur Hæstaréttar. Varnaraðiljar hafa samkvæmt heimild í 1. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. febrúar 1976, sem barst Hæstarétti sama dag. Krefjast þau þess, að úrskurður sakadóms Reykjavíkur 3. febrúar 1976 verði úr gildi felldur og þeim dæmdur kærumálskostnaður. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur krafist staðfesting- ar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ýmis ný gögn, þar á meðal greinargerð frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Síðustu skjöl bárust Hæstarétti 18. febrúar 1976. Um miðjan september 1975, að því er ráðið verður af gögn- um máls, var drengnum Bjarnfreði Ólafssyni komið til dval- ar hjá hjónunum Guðrúnu Benjamínsdóttur og Lárusi Bjarn- íreðssyni, Lambastaðabraut 2, Seltjarnarnesi. Á fundi Barna- verndarnefndar Reykjavíkur 15. september 1975 var gerð svohljóðandi bókun: „Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sam- þykkir að vinna að því, að drengurinn Bjarnfreður fari í varanlegt fóstur til Lárusar Bjarnfreðssonar og Guðrúnar 9 130 Benjamínsdóttur, Lambastaðabraut 2, Seltjarnarnesi“. Í framhaldi af þessu ritaði Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hjónum þessum bréf 1. október 1975, þar sem segir: „Það tilkynnist yður hér með, að drengurinn Bjarnfreður Ólafsson, f. 17. 11. 1967, er kyrrsettur hjá yður, og er yður óheimilt að láta drenginn fara frá yður án samþykkis Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur, þar til annað verður ákveðið“. Dvaldist drengurinn á heimili þessu til 29. janúar 1976, er varnarað- iljar tóku drenginn til sín gagnstætt fyrirmælum barna- verndarnefndar Reykjavíkur. Á fundi 2. febrúar 1976 samþykkti barnaverndarnefnd Reykjavíkur með vísan til 26. gr. laga nr. 53/1966, að dreng- urinn skyldi tekinn frá varnaraðiljum og fluttur á upptöku- heimili til rannsóknar á heilsufari hans. Segir í samþykkt þessari, að áður hefði verið ákveðið, „að drengurinn skuli fara í rannsókn hjá geðdeild barnaspítala Hringsins, en for- eidrar hafa neitað samvinnu um slíka rannsókn“. Háttsemi varnaraðilja, sem lýst er hér að framan, kann að verða talin brot á 3. mgr. 49. gr. laga nr. 53/1966. Voru því samkvæmt lögjöfnun frá 48. gr. laga nr. 74/1974 skilyrði til að úrskurða, að húsleit mætti sera í íbúð varnaraðilja í því skyni, sem greint er í hinum kærða úrskurði. Ber því að staðfesta hann að niðurstöðu til. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 3. febrúar 1976. Ár 1976, þriðjudaginn 3. febrúar, var úrskurður þessi kveðinn upp á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörnssyni. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur í bréfi til dómarans, dags. í dag, tilkynnt, að hjónin Ólafur Gestsson og Þóranna Bjarn- freðsdóttir, Njálsgötu 40, hafi sl. fimmtudag tekið í heimildar- leysi son sinn Bjarnfreð, fæddan "7. nóv. 1967, frá Lambastaða- braut 2 á Seltjarnarnesi, þar sem nefndin hafði komið honum fyrir hjá Guðrúnu Benjamínsdóttur, og haldi honum síðan á 131 heimili sínu. Er þess jafnframt krafist, að úrskurðað verði, að opna megi með lögregluaðstoð íbúð þeirra. Með bréfi nefndarinnar fylgir ljósrit af bréfi nefndarinnar til umræddra hjóna, dags. í dag. Er þeim þar tilkynnt sú samþykkt nefndarinnar, að barnið skuli skv. 26. gr. barnaverndarlaga flutt frá Njálsgötu 40 og dveljast fyrst um sinn á upptökuheimili. Í samþykktinni kemur einnig fram, að hjónin hafi í heimildarleysi tekið barnið frá Guðrúnu Benjamínsdóttur, þar sem það hafi verið kyrrsett af barnaverndarnefnd 15. sept. sl. Þeim Ólafi og Þórönnu var stefnt fyrir dómþing þetta, en Þór- anna hringdi til dómarans og tilkynnti, að hvorugt mundi koma. Sú háttsemi, sem þau Ólafur Gestsson og Þóranna Bjarnfreðs- dóttir eru borin, þ. e. að taka barn sitt gagnstætt fyrirmælum barnaverndarnefndar og flytja það heim til sín, kann að verða talin brot gegn 193. gr. alm. hegningarlaga. Þykir því rétt að úr- skurða skv. lögjöfnun frá 48. gr. laga nr. 74/1974, að húsleit megi fara fram í íbúð Ólafs og Þórönnu, til þess að syni þeirra Bjarn- freði verði náð úr umráðum þeirra. Úrskurðarorð: Húsleit má gera í íbúð Þórönnu Bjarnfreðsdóttur og Ólafs Gestssonar, Njálsgötu 40, til þess að taka son þeirra Bjarnfreð, fæddan "7. nóv. 1967, úr umráðum þeirra. 132 Fimmtudaginn 4. mars 1976. Nr. 25/1975. Jósafat Arngrímsson og Kyndill h/f (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Sævari Helgasyni vegna Skiltagerðarinnar Veghúss (Hilmar Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Skuldamál. Aðild. Fjárnám. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 21. febrúar 1975. Krefjast þeir þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá hér- aðsdómi. Til vara krefjast þeir sýknu. Þá krefjast þeir, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi. Loks krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og hinnar áfrýjuðu fjárnámsgerðar og svo málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Áfrýjendur styðja frávísunarkröfu sína aðallega þeim rök- um, að héraðsdómari hafi hinn 18. nóvember 1974 ex officio flutt mál þetta af bæjarþingi Keflavíkur fyrir sjó- og versl- unardóm Keflavíkur. Þessi flutningur málsins fyrir sjó- og verslunardóm hafi farið fram án samráðs við aðilja og því verið óheimill, auk þess sem sakarefni sé þannig vaxið, að málið hafi átt að dæma á bæjarþingi, en ekki í sjó- og versl- unardómi. Enn fremur hafi ekki verið sérstaklega skráð í þingbók um ákvörðun dómara um flutning málsins í sjó- og verslunardóm og hafi málið aldrei verið réttilega þing- fest fyrir sjó- og verslunardómi samkvæmt ákvæðum 104. gr. laga nr. 85/1936. Loks hafi sjó- og verslunardómurinn ekki 133 leitað sátta með aðiljum í þinghaldi 27. nóvember 1974, eins og skylt hafi verið samkvæmt 2. mgr. 106. gr. sömu laga. Málsaðiljar hreyfðu engum athugasemdum við þeirri ákvörðun héraðsdómara að flytja málið frá bæjarþinginu og fyrir sjó- og verslunardóm Keflavíkur. Verður að líta svo á, að þeir hafi samþykkt þá málsmeðferð. Flutningur máls- ins fyrir sjó- og verslunardóm var að vísu ástæðulaus, enda átti málið með réttu undir bæjarþing Keflavíkur, en þar sem héraðsdómara hefði verið heimilt að dæma málið á bæjar- þinginu með samdómendum samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 200. gr. laga nr. 85/1936, þykir ekki bera að ómerkja málsmeð- ferðina og hinn áfrýjaða dóm af þessari ástæðu. Dómsgerðir málsins bera með sér, að héraðsdómari leitaði sátta með að- iljum á bæjarþingi Keflavíkur 16. október 1974, og aftur var leitað sátta með þeim fyrir sjó- og verslunardómi 9. des- ember 1974. Hefur krafa um ómerkingu héraðsdóms vegna ónógra sáttatilrauna ekki við rök að styðjast. Á það má að vísu fallast, að bókun í þingbók um flutning málsins fyrir sjó- og verslunardóm sé verulega áfátt, en ekki þykir þetta þó eiga að varða ómerkingu héraðsdóms. Sýknukröfuna reisa áfrýjendur á því, að þeir séu ekki réttir aðiljar málsins. Verk það, sem krafa stefnda sé sprottin af, hafi verið unnið við húseignina Laugaveg 17 í Reykjavík, sem áfrýjandinn Jósafat hafi átt ásamt öðrum nafngreind- um manni, og hafi verkið verið unnið að beiðni Jósafats. Beri stefnda að beina kröfum sínum um endurgjald fyrir verkið að þessum mönnum, en hvorki Kyndli h/f né Jósafat Arngrímssyni f. h. Plötuportsins, enda sé skráð firma með því nafni ekki til. Skipti í þessu sambandi ekki máli, þótt áfrýjandinn Jósafat hafi rekið óskráð fyrirtæki með þessu nafni að Laugavegi 17. Á framangreinda sýknuástæðu verður ekki fallist. Verk það, sem í málinu greinir, virðist hafa verið unnið í þágu fyrirtækisins Plötuportsins. Samkvæmt málflutningi bað áfrýjandinn Jósafat stefnda að vinna verkið, og ekki er ve- fengt í málinu, að honum beri að greiða endurgjald fyrir það. 134 Enda þótt í stefnu málsins segi, að Jósafat Arngrímssyni sé stefnt vegna Plötuportsins, er fráleitt, að hann hafi getað verið í vafa um, að í máli þessu væri um að tefla kröfugerð stefnda á hendur honum sem málsaðilja. Eru engin haldbær rök komin fram fyrir sýknukröfu hans vegna aðildarskorts, og verður hún ekki tekin til greina. Áfrýjandinn Kyndill h/f hafði ekki gagngert uppi þá máls- vörn í héraði, að hann væri ekki réttur aðili máls, og er ekki fullnægt skilyrðum 45. gr. laga nr. 75/1973 til að sú máls- ástæða komi til álita fyrir Hæstarétti að svo vöxnu máli. Áfrýjendur hafa hvorki vefengt fjárhæð kröfu stefnda né andmælt kröfu hans um upphafstíma vaxta. Verður krafa stefnda því tekin til greina, þó þannig, að vextir reiknast 9% ársvextir frá 21. nóvember 1973 til 15. júlí 1974, en 13% árs- vextir frá þeim degi til greiðsludass. Hin áfrýjaða fógetagerð fór fram að kröfu stefnda, sem krafðist fjárnáms til tryggingar skuld eftir hinum áfrýjaða dómi. Skv. bókun fógeta setti áfrýjandi Kyndill h/f víxla og önnur verðmæti sem tryggingu, og bókaði fógeti jafnframt, að gerðarbeiðandi hefði tekið „hin fjárnumdu skjöl“ í sína vörslu. Fógeti lauk því næst gerðinni, án þess að bókað væri, að verðmæti væru tekin fjárnámi. Fór því ekkert fjárnám fram, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 19/1887. Verður því að ómerkja fógetagerðina. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 80.000 krónur. Dómsorð: Framangreind fógetagerð er ómerk. Áfrýjendur, Jósafat Arngrímsson og Kyndill h/f, greiði stefnda, Sævari Helgasyni vegna Skiltaserðarinnar Veg- húss, 132.648 krónur með 9% ársvöxtum frá 21. nóvem- ber 1973 til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxium frá þeim degi til greiðsludags og 80.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 135 Dómur sjó- og verslunardóms Keflavíkur 30. desember 1974. Mál þetta var þingfest 18. september 1974 og dómtekið eftir framlagningu sóknar mánudaginn 16. desember sama ár. Stefn- andi er Sævar Helgason, Skiltagerðin Veghús. Stefndi er Jósafat Arngrímsson vegna Plötuportsins og Kyndils h/f. Stefnt var til bæjarþings Keflavíkur, en með ábyrgðarbréti, dags. 30. október 1974, var aðiljum tilkynnt, að málið yrði rekið fyrir sjó- og verslunardómi Keflavíkur. Stefnukröfur eru þær, að stefndi greiði kr. 132.648 auk 1.5% mánaðarvaxta frá 22. nóvember 1973 til 15. júlí 1973 og 2% mánaðarvaxta frá þeim degi til greiðsludags og til greiðslu máls- kostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ (sic). Sátta hefur verið leitað án árangurs. Í bþinghaldi 20. nóvember 1974 var Jóni E. Jakobssyni stefnt inn í málið með sakaukastefnu sem öðrum tveggja fyrri eigenda Laugavegar 17, Reykjavík. Í þinghaldi 9. desember var sú sókn hafin með samþykki beggja aðilja. Stefnandi segir stefnukröfur sínar vera til komnar vegna úti- málunar á Laugavegi 17, Reykjavík, þar sem Plötuportið sé til húsa, og vegna auglýsingaskilta, sem eru á húsinu. Reikningar voru gerðir 15. nóvember 1973 að upphæð kr. 187.341 og 21. nóv- ember að upphæð kr. 52.195. Samtals sé þetta kr. 239.536. Stefndi hafi greitt kr. 106.888. Afgangurinn, kr. 132.648, hafi ekki fengist greiddur og hann sé stefnufjárhæðin. Stefnandi hefur skýrt frá, hvernig verkið var unnið. Auglýs- ingaskiltin hafi verið máluð á verkstæði Veghúss í Keflavík, en önnur málningarvinna farið fram að Laugavegi 17, Reykjavík. Verkinu hafi átt að hraða vegna opnunar verslunarinnar og því hafi töluvert verið unnið í næturvinnu. Hann kveðst hafa ráðið aðstoðarmenn til starfsins sjálfur og hafi einn þeirra haft mál- arameistararéttindi, en hinir sveinspróf. Stefndi hefur ekki komið fyrir dóminn. Lögmaður stefnda mætti ekki, þegar vitnaleiðslur fóru fram né þegar málið skyldi flutt. Ekki voru boðuð lögmæt forföll. Málið verður því að dæma eftir framlögðum gögnum að því leyti sem þau samrýmast stað- reyndum málsins. Varnir stefnda koma fram í greinargerð hans, dskj. nr. 9. Hann krefst sýknu og málskostnaðar að mati dómsins. Sýknu- kröfu sína byggir hann á, að verkið sé að fullu greitt og jafnvel ofgreitt og að vafi leiki á um rétta aðild. 136 Dómurinn hefur skoðað auglýsingaskiltin og húsið að Lauga- vegi 17. Að mati dómsins er uppmæling á dskj. nr. 4 rétt, enda hefur henni ekki verið mótmælt sérstaklega. Fyrir dóminn hafa komið málarar þeir, sem unnu umþrætt verk. Hafa þeir staðfest tímaseðla þá, sem reikningurinn á dskj. nr. 8 byggir á. Þeim voru reiknaðar kr. 470 pr. klst., jafnaðarkaup. Að mati dómsins var það síst of hátt á þeim tíma, sem verkið var unnið. Aðild að máli þessu hefur verið vefengd. Stefnandi, Sævar Helgason f. h. Veghúss, réð menn til starfa við verkið, stjórnaði því og samdi við stefnda um framkvæmd þess. Veghús, skilta- gerð, er einkafyrirtæki stefnanda. Hann er því réttur aðili máls þessa. Stefndi er Jósafat Arngrímsson vegna Plötuportsins og Kyndils h/f. Hann hefur greitt stefnanda laun hans fyrir verkið og einnig Júlíusi Baldurssyni, er hann kom á skrifstofu Kyndils h/f í Keflavík. Hann hefur því viðurkennt greiðsluskyldu sína, enda samdi hann um framkvæmd verksins. Niðurstaða dómsins: Stefnandi, Sævar Helgason, og stefndi, Jósafat Arngrímsson f. h. fyrirtækja sinna, hafa samið um málun hússins að Laugavegi 17, Reykjavík, ásamt auglýsingaskiltum. Ekki hefur verið samið um ákveðna greiðslu fyrir verkið. Ber því samkvæmt undirstöðurðkum 5. gr. laga nr. 39/1922 að leggja til grundvallar það verð, sem stefnandi setur upp, enda verður það ekki talið ósanngjarnt. Málskostnaðarreikningur lögmanns stefnanda, dskj. nr. 16, þykir hæfilega tekinn til greina með kr. 65.000. Dóminn kvað upp Jón G. Briem fulltrúi ásamt meðdómsmönn- unum Grétari Þorleifssyni og Sigurði Kristinssyni. Dómsorð: . Stefndi, Jósafat Arngrímsson vegna Plötuportsins og Kynd- ils h/f, greiði stefnanda, Sævari Helgasyni vegna Veghúss, skiltagerðar, kr. 132.648 með 1.5% dráttarvöxtum frá 21. nóv- ember 1973 til 15. júlí 1974, en með 2% dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 65.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri ábyrgð að lögum. Fjárnámsgerð fógetarétar Keflavíkur 27. janúar 1975. Ár 1975, mánudaginn 27. janúar, var fógetaréttur Keflavíkur settur að Hafnargötu 31 og haldinn af fulltrúa bæjarfógeta Sveini Sigurkarlssyni með undirrituðum vottum. 137 Fyrir var tekið: Fógetaréttarmálið nr. 17/1975: Sævar Helga- son (Skiltagerðin Veghús) gegn Jósafat Arngrímssyni vegna Plötuportsins og Kyndils h/f. Af hálfu gerðarbeiðanda mætir í réttinum Kristján Stefánsson lögfræðingur vegna Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns og leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni og nr. 2 birtan dóm bæjarþings Keflavíkur, uppkveðinn 30. desember 1974, og krefst fjárnáms til tryggingar dómskuldinni, kr. 132.648, auk 1.5% mánaðarvaxta frá 21. nóvember 1973 til 15. nóvember 1974 og 2% mánaðarvaxta frá þeim degi til greiðsludags, kr. 65.000 í málskostnað og alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Stjórnarformaður gerðarþola, Guðrún J. Valgersdóttir, er mætt í réttinum, og skoraði fógeti á hana að greiða umkrafða skuld, en hún kveðst ekki greiða/geta greitt. Skoraði fógeti á mættu að benda á eignir gerðarþola til fjár- náms og brýndi fyrir henni að skýra rétt frá og að það varðaði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Mætt bendir ekki á neina muni til fjárnáms, en segir hins vegar, að fyrirtækið sé ekki eignalaust. Skoraði fógeti ítrekað á mættu að benda á eignir, en hún kveðst ekki geta tilgreint þær. Fógeti lýsti yfir því, að hann frestaði fjárnáminu vegna þess, sem fram er komið í réttinum. Guðrún J. Valgeirsdóttir. Vék frá kl. 1230. Kl. 1500 var rétti framhaldið á skrifstofu bæjarfógeta af sama fulltrúa, og gerðarbeiðandi er mættur. F. h. gerðarþola, Kyndils h/f, er nú mættur Jósafat Arngrímsson, skráður framkvæmda- stjóri gerðarþola. Að áskorun fógeta benti mætti nú á til tryggingar tvo víxla, per 1. nóvember 1975, annan að fjárhæð kr. 140.400, samþykktan af Pétri Filippussyni, Selási 3, Reykjavík, og ábakinn og útgefinn af Jóni Einari Jakobssyni héraðsdómslögmanni, en hinn að fjár- hæð kr. 60.318, pr. 1. nóvember 1975, og samþykktan af Jóni E. Jakobssyni héraðsdómslögmanni og útgefinn og ábakinn af Jósafat Arngrímssyni. Þá bendir mætti einnig á 2 reikninga, annan á J.C. húsið í Keflavík og hinn á Grímshól h/f, þann fyrri að fjárhæð kr. 86.050, dags. 15. mars 1973, en hinn kr. 61.505, 4. mars 1974. Fór að því búnu fram virðing, og töldu virðingarmenn, að hin boðna trygging væri nægileg. Tók gerðarbeiðandi hin fjárnumdu skjöl í sína vörslu. Upplesið. Játað rétt bókað. 138 Kristján Stefánsson. Jósafat Arngrímsson. Gerðinni lokið. Fógetarétti slitið. Þriðjudaginn 9. mars 1976. Nr. 204/1974. Sigurður Axel Axelsson (Jón Hjaltason hrl.) gegn Maríu Guðfinnu Andrésdóttur (Skúli Pálsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Barnsmeðlag. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 27. nóvem- ber 1974. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefndu og málskostnaðar úr hennar hendi bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum máls er sonur málsaðilja, Guðbjörn Helgi, fæddur 15. janúar 1971, en ekki 17. janúar 1971, eins og segir í hinum áfrýjaða dómi. Stefnda krafðist í öndverðu úrskurðar yfirvalds um með- lagsgreiðslu úr hendi áfrýjanda með syni þeirra frá fæðingu hans. Hinn 11. október 1972 úrskurðaði fulltrúi yfirsakadóm- arans í Reykjavík áfrýjanda skyldan til að greiða meðlag með drengnum frá og með 1. maí 1972, en leysti eigi að öðru leyti úr meðlagskröfu stefndu í úrskurði sínum, svo sem rétt hefði verið. Tók stefnda þá þann kost að krefja áfrýj- 139 anda um meðlag fyrir tímabilið frá fæðingu drengsins til 1. maí 1972 í dómsmáli þessu. Kröfur hennar fara ekki fram úr lásmarksmeðlagi samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 87/ 1947, sbr. 1. er. laga nr. 27/1971 og 1. gr. laga nr. 92/1971, og tryggingariðgjaldi til almannatrygginga árið 1971, sbr. 14. gr. laga nr. 87/1947. Eins og hér stendur á, þykir það því eigi standa málssókninni í vegi, þótt úrskurður valds- manns hafi eigi gengið um greiðslur þessar. Eins og málið er lagt fyrir Hæstarétt, þarf eigi að fjalla um meðlagsgreiðslur nema fyrir tímabilið 1. júní 1971 til 1. maí 1972. Ósannað er, að málsaðiljar hafi á þeim tíma haldið sameiginlegt heimili eða áfrýjandi lagt annað og meira af mörkum til framfærslu barns þeirra en þær 5.220 krónur, sem um getur í hinum áfrýjaða dómi og stefnda viðurkennir, að koma eigi til frádráttar kröfum hennar. Verður meðlags- krafan, sem, eins og áður var sagt, fer eigi fram úr lágmarks- meðlagi samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1947, því tekin til greina með 26.159 krónum (31.379 = 5.220), eins og hér- aðsdómari hefur gert. Einnig ber að staðfesta úrlausn héraðsdóms um, að áfryj- andi greiði stefndu iðsjald hennar til almannatrygginga árið 1971, er nam 5.220 krónum. Vextir af framangreindum fjár- hæðum verða dæmdir 7% ársvextir frá 28. september 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvextir frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalokum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals 50.000 krónur. Dómsorð: Áfrýjandi, Sigurður Axel Axelsson, greiði stefndu, Maríu Guðfinnu Andrésdóttur, 31.379 krónur með 7% ársvöxtum frá 28. september 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 50.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 140 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur aukadómþings Kjósarsýslu 12. nóvember 1974. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 6. þ. m. að loknum munn- legum málflutningi, hefur María Guðfinna Andrésdóttir, Miðfelli III, Hrunamannahreppi, Árnessýslu, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri hinn 14. nóvember 1973, á hendur Sigurði Axel Axelssyni, Holtsgötu 21, Ytri-Njarðvík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða henni kr. 45.195 með 1% vanskilavöxtum fyrir hvern byrj- aðan mánuð af kr. 2.149 frá 1. febrúar 1971 til 28. febrúar s. á.. af kr. 4.298 frá þeim degi til 31. mars s. á., af kr. 6.447 frá þeim degi til 30. apríl s. á., af kr. 8.596 frá þeim degi til 31. maí s. á., af kr. 10.745 frá þeim tíma til 30. júní s. á., af kr. 12.894 frá þeim degi til 31. júlí s. á., af kr. 15.903 frá þeim degi til 31. ágúst s. á., af kr. 18.912 frá þeim degi til 30. september s. á. af kr. 21.921 frá þeim degi til 31. október s. á., af kr. 24.930 frá þeim degi til 30. nóvember s. á., af kr. 27.939 frá þeim degi til 31. desember s. á, af kr. 30.948 frá þeim degi til 31. janúar 1972, af kr. 33.957 frá þeim degi til 28. febrúar s. á., af kr. 36.966 frá þeim degi til 31. mars s. á. og af kr. 39.975 frá þeim degi til 16. maí 1973, en 1 % fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags, einnig 1% vöxtum af kr. 5.220 frá 1. janúar 1972 til 16. maí 1973 og 1 % vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim tíma til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ. Til vara gerir stefnandi þá dómkröfu, að tildæmdar verði aðrar lægri fjárhæðir að mati dómsins. Stefndi krefst þess, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður að skað- lausu. Málavextir eru þeir, að um miðjan janúar 1970 hétu málsað- iljar hvort öðru eiginorði og settu upp hringa því til staðfestu. Stefnandi var þá við nám í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Eftir að skólanum lauk um vorið, eða hinn 3. júní 1970, fluttust máls- aðiljar til foreldra stefnanda að Miðfelli ITI í Hrunamannahreppi, Þar sem faðir stefnanda rekur stórt hænsnabú og allstórt svínabú. Voru málsaðiljar þar samvistum í nákvæmlega 1 ár, eða til 3. júní 1971. Þeim fæddist sonur hinn 17. janúar 1971. Málsaðiljar 141 bjuggu á heimili foreldra stefnanda að Miðfelli Ill þetta ár og unnu bæði nokkuð við búið, stefndi vann við hirðingu 4—5 þús. kjúklinga, m. a. við að gefa þeim, moka undan þeim og einnig við slátrun þeirra. Ekki var um reglulegar launagreiðslur til þeirra að ræða, en þó er fram komið í málinu, að faðir stefnanda lét nokkrar fjár- hæðir af hendi rakna til þeirra, eða kr. 50—100 þús. til stefnda og einhverja vasapeninga til stefnanda. Einnig fengu þau fæði og húsnæði, án þess að þau væru krafin um peningagreiðslur fyrir. Eftir árs dvöl að Miðfelli III, eða hinn 3. júní 1971, hélt stefndi til Reykjavíkur og vann þar á bílaverkstæði um tveggja mánaða skeið, fór síðan austur aftur, dvaldist þar í mánuð, en hélt síðan til Reykjavíkur að nýju. Eftir það dvaldist stefndi ekki að Mið- felli III. Stefnandi dvaldist á hinn bóginn áfram að Miðfelli III þar til viku fyrir jólin 1971, þá hélt hún suður með barnið, á eftir stefnda. Dvöldust málsaðiljar ásamt barninu um tveggja til þriggja mánaða skeið hjá ættingjum stefnda, en síðan í verbúðum fram í maíbyrjun um vorið 1972, en þá slitu þau endanlega samvistum. Fram er komið, að málsaðiljar voru hringtrúlofuð frá 17. janúar 1970 til 13. september 1971 og frá miðjum desember 1971 til 8. maí 1972. Með úrskurði, uppkveðnum 11. október 1972 af fulltrúa yfir- sakadómarans í Reykjavík, var stefnda gert að greiða meðlag með barninu frá 1. maí 1972 til fullnaðs 17 ára aldurs þess. Í máli þessu krefur svo stefnandi stefnda um meðlag frá fæð- ingu barnsins fram til 1. maí 1972. Aðalkrafa stefnda í máli þessu var sú, að málinu yrði vísað frá dómi, þar eð yfirvald hefði með úrskurði hrundið þeim kröfum, sem stefnandi hefur uppi í máli þessu, og sá úrskurður væri endan- legur, þar eð honum hefði ekki verið hnekkt með málsskoti til æðra stjórnvalds. Um formhlið máls þessa, þ. e. aðalkröfur stefnda um frávísun, gekk úrskurður hér í dómi hinn 20. desember sl. Frávísunarkröf- unni var hrundið. Í rökstuðningi dómsins segir m. a.: „Yfirvald hefur fjallað um meðlagskröfu stefnanda og úrskurð- að henni meðlag úr hendi stefnda með barni sínu frá 1. maí 1972 til fullnaðs 17 ára aldurs þess. Það er ágreiningslaust í málinu, þótt það komi ekki fram í meðlagsúrskurðinum, að stefnandi krafðist einnig meðlags frá 142 fæðingu barnsins til 1. maí 1972. Yfirvald hefur þannig fjallað um þá meðlagskröfu, sem höfð er uppi í máli þessu, og hrundið henni með úrskurði. Stefnandi átti þess kost að kæra úrskurðinn frá 11. okt. 1972 til æðra stjórnvalds, þ. e. ráðherra. Það gerði stefnandi ekki, heldur valdi þá leið að höfða mál fyrir hinum almennu dómstólum til þess að fá meðlagsúrskurðinum hnekkt. Kemur þá til úrlausnar, hvort vísa beri máli þessu frá dómi vegna þess, að stefnandi fór ekki kæruleiðina til enda. Telja verður það almenna reglu í íslenskum rétti, að því að- eins sé notkun á heimild til stjórnvaldskæru skilyrði til máls- höfðunar, að það sé ótvírætt gefið í skyn í lögum. Slíkt ákvæði er ekki að finna varðandi það sakarefni, sem mál betta snýst um. Verður þá tekið til úrlausnar, hvort yfirvald eigi endanlegt úr- skurðarvald um sakarefnið í máli þessu. Samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar skera dómstólar úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þetta stjórnarskrár- ákvæði er skýrt svo, að dómstólar séu bærir til þess að skera úr hvers kyns ágreiningi um lögmæti ákvarðana og athafna stjórn- valds, nema lög mæli svo fyrir, að framkvæmdarvaldshafi eigi bar fullnaðarúrskurð. Ágreiningurinn í máli þessu snýst um meðlagsgreiðslu. Í niður- lagsákvæði 8. gr. laga nr. 87/1947 (sbr. 1. gr. laga nr. 92/1971) segir: „Í meðlagsúrskurði má aldrei ákveða lægri meðlagsgreiðslu en barnalífeyri samkvæmt lögum um almannatryggingar, eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma“. Yfirvald hratt kröfu stefnanda um meðlag úr hendi stefnda frá fæðingu barns hennar fram til 1. maí 1972. Ágreiningurinn í máli þessu snýst því ekki um réttmæti marg- nefnds yfirvaldsúrskurðar, heldur lögmæti hans, þ. e. hvort um- rætt yfirvald hafi túlkað lög og metið sönnunaratriði réttilega. Að því athuguðu og þar sem hvergi er svo fyrir mælt í lögum, að yfirvald eigi fullnaðarúrskurð um það sakarefni, sem mál þetta snýst um, ber því með vísan til þess, sem að framan er rakið, að hrinda frávísunarkröfu stefnda í máli þessu“. Sýknukrafa stefnda í máli þessu, sem upphaflega var höfð uppi sem varakrafa, er á því byggð, að stefndi hafi fullnægt fram- færsluskyldu sinni gagnvart barninu fram til þess tíma, er með- lagsúrskurður tekur til. Stefndi hafi unnið kauplítið á heimili 143 foreldra stefnanda meira en hálft annað ár, þar sem þau bjuggu, eftir að barnið fæddist. Eftir að barnið fór af heimili foreldra stefnanda, hafi það ekki síður verið á vegum og framfæri stefnda, enda langdvölum á heimili frændfólks stefnda á því tímabili. Stefnandi byggir kröfur sínar einkum á ákvæðum 6. gr. laga nr. 87/1947 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna og 3. gr. framfærslulaga nr. 80/1947 og heldur því fram, að stefndi hafi ekki fullnægt lögboðinni framfærsluskyldu sinni gagnvart barn- inu. Þann tíma, sem þau dvöldust að Miðfelli Ill, hafi ekki verið um neitt heimilishald að ræða af þeirra hálfu og á því tímabili kafi stefndi aldrei greitt neitt, hvorki vegna sín né barnsins eða látið sig fá peninga, og ekki heldur fram til þess tíma, er stefnandi fór suður með barnið í desember 1971. Eftir að suður kom, hafi hún verið á hrakhólum með barnið, fyrst dvalist viku hjá móðurbróður stefnanda, síðan hálfan mánuð hjá móður stefnda og ekkert greitt fyrir uppihald á hvorugum staðnum, síðan tvo mánuði hjá afa stefnda og ömmu. Þar kveðst stefnandi sjálf hafa greitt kr. 1.500 á viku fyrir sig og barnið, en stefndi hafi örugglega ekki greitt framangreindum aðiljum neitt. Eftir að í verbúðirnar kom, kveður stefnandi fæði sitt hafa verið dregið frá kaupi sínu, en húsnæði fyrir málsaðilja og barnið þar hafi verið ókeypis. Á því tímabili hafi barnið verið í gæslu hjá konu í plássinu gegn kr. 1.500 greiðslu á viku. Heildargreiðslan fyrir þá barnagæslu hafi verið um kr. 12.000, þar af kveðst stefn- andi sjálf hafa greitt um kr. 9.000, en stefndi kr. 3.000. Stefnandi kveður stefnda aldrei hafa lagt barninu til föt eða aðrar þarfir með þeirri undantekningu, að hann hafi lagt því til samla kerru um jólin 1971. Auk þess hafi það komið nokkrum sinnum fyrir, að stefndi hafi látið sig fá nokkur hundruð krónur, ca 100—-400 kr. í hvert skipti. Þetta hafi þó ekki komið oft fyrir, og giskar stefnandi á, að samtals hafi þessar fjárhæðir numið um kr. 1.000. Álit dómsins. Það er upplýst í málinu, að fyrstu 52 mánuðinn eftir fæðingu barnsins dvöldust málsaðiljar á heimili foreldra stefnanda ásamt barninu. Það kemur fram af gögnum málsins, m. a. aðiljayfirheyrslum, að samband málsaðilja annars vegar og foreldra stefnanda hins vegar var með þeim hætti sem um eina fjölskyldu væri að ræða, meðan þau dvöldust að Miðfelli Ill. 144 Ungu hjónaleysin bjuggu þarna hjá eldri hjónunum og unnu að búinu, án þess að samið væri sérstaklega um kaup og kjör og án þess að nokkur reikningsskil eða uppgjör færi fram. Þau fengu að verkalaunum fæði og aðrar nauðþurftir, þ. á m. fé til bráð- nauðsynlegra útgjalda. Vinnuframlag stefnda til búsins virðist hafa verið svipað og títt er við slíkar aðstæður. Samkvæmt framburði stefnanda gekk stefndi með venjulegum hætti að vinnu með öðru fólki, nema þann mánuð, sem hann var fyrir austan haustið 1971. Taldi stefnandi, að honum hafi farist verk sæmilega vel úr hendi og vinnuafl hans komið að talsverðum notum. Með tilliti til framangreindra atriða, og þó einkum þess, að því er ekki haldið fram í málinu, að stefnandi hafi leyst til sín kröfur föður síns vegna uppihalds barnsins, þá verður meðlags- krafan fyrir tímabilið fram til 3. júní 1971 ekki tekin til greina. Það er upplýst, að stefnandi dvaldist endurgjaldslaust á heim- ilum aðstandenda stefnda um þriggja vikna skeið um og eftir jól 1971. Enn fremur að stefndi greiddi til stefnanda og vegna barns- ins um kr. 4.000 og lagði barninu til gamla kerru um jólin 1971. Að öðru leyti er ósannað, að stefndi hafi lagt neitt til fram- færslu barnsins, frá því hann fór frá Miðfelli III í júníbyrjun 1971. Að þessu athuguðu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda meðlög frá 1. júní 1971 til 1. maí 1972 að frádreginni þeirri fjár- hæð, sem stefndi hefur þegar greitt til framfærslu barnsins fyrir þetta tímabil, en sú fjárhæð telst hæfilega áætluð kr. 5.220. Það athugast, að kröfu stefnanda um almannatryggingargjald árið 1971 að fjárhæð kr. 5.220 hefur ekki verið mótmælt sérstak- lega, og verður hún tekin til greina. Málskostnaður ákveðst kr. 25.000. Már Pétursson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Axel Axelsson, greiði stefnanda, Maríu Guðfinnu Andrésdóttur, kr. 31.379 ásamt 8% ársvöxtum af kr. 2.149 frá 1. júní 1971 til 1. júlí sama ár, en af kr. 4.298 frá þeim degi til 1. ágúst s. á., en af kr. 7.307 frá þeim degi til 1. sept. s. á., en af kr. 10.316 frá þeim degi til 1. okt. s. á., en af kr. 13.325 frá þeim degi til 1. nóv. s. á., en af kr. 16.334 frá þeim degi til 1. des. s. á., en af kr. 19.343 frá þeim degi til 1. janúar 1972, en af kr. 22.352 frá þeim degi til 1. febr. 145 s. á., en af kr. 25.361 frá þeim degi til 1. mars s. á., en af kr. 28.370 frá þeim degi til 1. apríl s. á., en af kr. 31.379 frá þeim degi til 16. maí 1973, en með 10% ársvöxtum af sömu fjár- hæð frá þeim degi til 15. júlí 1974, en með 14% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags og kr. 25.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 10. mars 1976. Nr. 218/1974. Jóhanna F. Karlsdóttir f. h. ófjárráða sonar síns Guðmundar K. Guðnasonar (Guðjón Steingrímsson hrl.) gegn Sædýrasafninu í Hafnarfirði og gagnsök (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Skaðabótamál. Ábyrgð á dýrum. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. desember 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 2. s. m. Hann krefst þess, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 462.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 4. september 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann annarrar lægri fjárhæðar að mati Hæsta- réttar ásamt vöxtum eins og, greint var, en til þrautavara krefst hann staðfestingar héraðsdóms. Í öllum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki sjafsóknarmál fyrir Hæstarétti, en hann 10 146 fékk siafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðuneytis 11. nóvember 1974. Gagnáfrýjandi hefur gagnáfrýjað málinu með stefnu 6. ianúar 1975 samkvæmt heimild í 3. mgr. 20. gr. laga nr. 75/ 1973. Hann krefst sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar sér til handa í héraði og fyrir Hæstarétti. Samkvæmt yfirlýsingu umboðsmanns aðaláfrýjanda and- aðist Guðni Guðmundsson eftir að málinu var áfrýjað, en hann fór með málið fyrir héraðsdómi vegna málsaðiljans Guðmundar sem lögráðamaður hans. Hefur Jóhanna F. Karls- dóttir, móðir aðaláfrýjanda, tekið við fyrirsvari í málinu fyrir Hæstarétti sem lögráðamaður sonar síns. Við munnlegan flutning máls fyrir héraðsdómi gerði aðal- áfrýjandi þá dómkröfu, að gagnáfryjandi yrði dæmdur til að greiða 403.333 krónur með 7% ársvöxtum frá 4. september 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Er ekki fullnægt skilyrðum 45. gr. laga nr. 75/ 1978 til, að hann megi hafa uppi hærri kröfur fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi rekur dýragarð þann, sem um er fjallað í málinu. Almenningi cr veittur aðgangur að garðinum gegn ur um, að börn séu í fylgd með staldi, og eru ekki serðar kröf fullorðnum. Þegar virt eru atvik að slysi þessu, er ljóst, að örvggisum- búnaður um apabúrið hefur eigi verið fullnægjandi, einkan- lega að því leyti, að of stutt bil var milli búrsins og handriðs- ins, sem áhorfendur stóðu við, sérstaklega ef gætt er möskva- stærðarinnar í grindinni fyrir apabúrinu. Þessi umbúnaður var ekki fullnægjandi samkvæmt 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 67/1971, og til hans má að nokkru rekja orsök slyssins. Ber því að leggja fébótaábyrgð á gagnáfrýjanda, og leysir bað hann ekki undan ábyrgð gagnvart aðaláfrýjanda, þótt greinilegu varúðarmerki væri komið fyrir á búrinu. Aðaláfrýjandi, sem fæddur er 11. október 1960, hafði séð varúðarmerkið á búri apanna, en skeytti því ekki, heldur teygði sig yfir handriðið í áttina til þeirra. Félagi hans, Björgvin Björnsson, sem er fæddur 17. júlí 1959, skýrði svo frá hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði, að hann hefði 147 margsinnis verið búinn að segja aðaláfrýjanda „að vera ekki að teygja sig til apanna, en hann hafi ekki gegnt því“. Þegar þessa er gætt, þykir aðaláfrýjandi hafa hagað sér svo óvar- lega í umrætt sinn, að hann verði sjálfur að bera helmins tjóns síns, en gagnáfryjandi bæti honum það að hálfu. Kröfur sínar hér fyrir dómi hefur aðaláfrýjandi sundur- liðað þannig: 1. Ororkubætur.................. 2... kr.244.500 2. Bætur fyrir þjáningar, lyti og óþægindi... — 150.000 3. Kostnaður vegna sérstakrar umönnunar for- Eldra 0... 0000 d. Kostnaður vegna læknisvottorða, örorku- mats og örorkutjónsreiknings ... .. .. .. ... — 17.500 Samtals kr. 462.000 Um 1. Í héraðsdómi eru raktar áætlanir Þóris Bergssonar trygg- ingastærðfræðings um örorkutjón aðaláfrýjanda vegna slyss- ins. Þykir tjónið hæfilega metið 150.000 krónur. Um 2. Í héraðsdómi er lýst meiðslum aðaláfrýjanda. Verður tjón hans samkvæmt þessum kröfilið metið 50.000 krónur. Um 3. Við það þykir mega miða, að aðaláfrýjandi hafi þurft að fara 13 sinnum á slysavarðstofu vegna meiðsla sinna og hafi orðið af þessu nokkur kostnaður, sem þykir hæfilega áætl- aður 10.000 krónur. Að öðru leyti er þessi kröfuliður ekki nægilega rökstuddur. Um 4. Rétt er að telja þennan kröfulið með málskostnaði. Samkvæmt þessu telst tjón aðaláfrýjanda 210.000 krónur. Ber gagnáfrýjanda að bæta helming þess, eða 105.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 4. september 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalokum ber að dæma gagnáfrýjanda til 148 að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði, sem ákveðst 50.000 krónur. Þá ber að dæma gagnáfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 50.000 krónur, er renni í ríkis- sjóð. Allur gjafsóknarkostnaður málsins fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs tals- manns aðaláfrýjanda, 35.000 krónur. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Sædýrasafnið í Hafnarfirði, greiði að- aláfrýjanda, Jóhönnu F. Karlsdóttur f. h. Guðmundar K. Guðnasonar, 105.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 4. september 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 50.000 krónur í málskostn- að í héraði. Gagnáfrýjandi greiði 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, er renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður málsins greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns aðaláfrýj- anda, Guðjóns Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 7. júní 1974. Mál þetta, sem var dómtekið 7. júní 1974, hefur Guðni Guð- mundsson, Móabarði 20 B, Hafnarfirði, höfðað fyrir hönd ólög- ráða sonar síns, Guðmundar K. Guðnasonar, sama stað, á hendur Sædýrasafninu í Hafnarfirði til greiðslu skaðabóta vegna slyss. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 403.333 auk 7% ársvaxta frá 4. september 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands. Til vara krefst hann annarrar lægri fjárhæðar að mati dómsins. 149 Af stefnda hálfu er krafist sýknu og málskostnaðar að skað- lausu eftir mati dómsins. Aðild. Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sædýrasafsins, hefur komið fyrir dóminn og gert þá grein fyrir stefnda, að það sé sjálfseignar- stofnun, skráð þannig og tilkynnt viðkomandi ráðuneyti. Hann segir samnefndan félagsskap standa að rekstri safnsins, kjósa stjórn og trúnaðarmannaráð og ráða framkvæmdastjóra. Sakargögn. Helstu gögn málsins eru: Lögregluskýrslur, dags. 13. og 14. september 1972, um yfirheyrslur yfir slasaða, Guðmundi Karli Guðnasyni og Björgvini Björgvinssyni; ljósmyndir af vettvangi, teknar af Eðvari Ólafssyni rannsóknarlögreglumanni; skýrsla Jóns Kr. Gunnarssonar fyrir dóminum 4. mars 1974; áverkavott- orð Tryggva Þorsteinssonar læknis, dags. 24. mars 1973; örorku- mat Jónasar Hallgrímssonar læknis, dags. 5. apríl 1973; örorku- tjónsútreikningur og endurútreikningur Þóris Bergssonar, cand. act., dags. 10. apríl 1973 og 1. mars 1974. Umboðsmenn aðilja hafa lýst því fyrir dómara, að þeir telji óþarft að leiða slasaða og vitni fyrir dóm, og óskað eftir, að málið verði dæmt á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir hendi eru. Þar sem alllangt var um liðið frá slysinu, þegar málið komst á gagna- öflunarstig, og sóknaraðili og vitni á unglingsaldri, taldi dómarinn ekki efni til að hlutast til um ex officio, að þeir kæmu fyrir dóminn. Málsatvik. Málavextir eru þeir í meginatriðum, að þann 4. september 1972 var Guðmundur K. Guðnason, þá 11 ára gamall, í Sædýrasafninu í Hafnarfirði ásamt þrem yngri systkinum sínum og öðrum dreng. Í Sædýrasafninu voru tveir simpansiapar til sýnis, og voru börnin að skoða apana, þegar annar þeirra teygði sig út úr búrinu, þreif í handlegg Guðmundar um úlnlið, kippti honum að búrinu, dró handlegginn inn í búrið og beit framan af baugfingri vinstri handar. Aðstæður. Dómarinn hefur tvívegis gengið á vettvang og athugað aðstæð- ur. Apabúrið er í húsi, sem ætlað er fyrir villidýr frá heitum löndum. Skiptist húsið í tvennt eftir endilöngu, öðrum megin er áhorfendasvæði, en hinum megin eru búr villiðýranna. Loftið í búrunum er úr timbri, en gólf og veggir úr steinsteypu. Í þeirri hlið, sem snýr að áhorfendasvæðinu, er stálgrind, sem nær nærri 150 frá gólfi til lofts, en milliveggur þessi er að öðru leyti úr stein- steypu. Í stálgrindinni er net úr teinum, sem soðnir eru saman á samskeytum og mynda rétthyrnda möskva um 5.7>X16.0 cm að stærð. Var handrið fyrir framan apabúrið í um 1.05 m fjarlægð frá búrinu. Er þetta grind með fjórum slám, 91 cm að hæð. Á grindinni fyrir apabúrinu voru tvö skilti, og stóð á þeim með stóru letri: VARÚÐ — STRANGLEGA BANNAÐ AÐ TEYGJA SIG YFIR HANDRIÐIÐ — DÝRIN BÍTA — og FÓÐRUN STRANG- LEGA BÖNNUÐ. Enn fremur var skilti með sama texta og fyrr- nefnda skiltið á vegghlutanum fyrir ofan búrgrindina við hlið apabúrsins, en þar er hólf, sem hægt er að hafa apana í, þegar ganga þarf um aðalbúrið. Jón Kr. Gunnarsson skýrir svo frá, að hann hafi farið utan ásamt héraðsdýralækninum, til Svíþjóðar og Danmerkur, og kynni sér þar aðbúnað í Kálmárdensdyrpark og í Dýragarði Kaupmanna- hafnar. Hann segir, að búrið hafi verið miðað við það í byrjun að hafa í því tígrisdýr, en síðar önnur dýr, svo sem apa. Eftir slysið hefur grindverkið verið fjarlægt og sett stálgrind með 13X24 cm möskvum, þar sem handriðið var áður. Í 52 em fjarlægð frá þeirri grind hefur handriðinu verið komið fyrir. Slysið. Guðmundur Karl hefur skýrt svo frá slysinu fyrir lögreglu: „Mætti kveðst í umrætt sinn hafa verið í Sædýrasafninu ásamt þrem systkinum sínum, þeim: Lofti 10 ára, Sólveigu 8 ára og Sigríði 3 ára og svo strák, sem heitir Björgvin Björgvinsson, seim á heima á Bröttukinn í Hafnarfirði. Hann segir, að þau hafi verið búin að vera góða stund hjá öpunum og hafi þau staðið utan við grindverkið og þau verið að reyna að fá apana til þess að leika listir. Mætti segir, að sér hafi tekist að láta apana stökkva heljar- stökk. Hann segir, að karlapinn hafi verið með bananahýði og hafi hann notað það til þess að sópa að sér poppkorni, sem var á gólfinu fyrir utan búrið, og kveðst mætti hafa fundið banana- hýði þarna á staðnum og hafi hann kastað því að búrinu, þar sem hinn apinn var, og ætlast til þess, að hann myndi gera það sama og hinn. Hann segir, að apinn hafi ekki hreyft við hýðinu, en þá hafi mætti ætlað að reyna að fá apann til þess að fara að leika sér í bíladekkjum, sem héngu í búrinu, og kveðst mætti hafa bent á dekkið og ætlast til að apinn færi að því. Mætti kveðst, Þegar hann benti, hafa farið með vinstri höndina aðeins inn fyrir handriðið, sem hann stóð við, en þá hafi apinn teygt sig út úr búrinu, þrifið í handlegginn á sér um úlnlið og kippt sér að búr- 151 inu. Mætti kveðst hafa verið óviðbúinn þessu og hafi hann strax misst jafnvægið og farið yfir handriðið og alveg að búrinu. Hann segir, að apinn hafi tekið handlegginn á sér inn í búrið, en mætti kveðst hafa spyrnt í sökkul búrsins og togast á við apann og þá hafi hann skyndilega glefsað í sig með munninum, en um leið hafi mætti losnað. Hann kveðst ekkert hafa fundið til og kveðst hafa farið út fyrir handriðið og þá séð, að það vantaði hluta framan á baugfingur vinstri handar. Aðspurður kveðst mætti hafa verið búinn að sjá skilti, sem voru á búri apanna, sem bentu á, að dýrin væru hættuleg, en hann kveðst hafa álitið sig hafa farið eftir settum reglum þarna á staðnum, þar sem hann hafi ekki farið með höndina lengra yfir handriðið en ca 20—30 cm, þegar apinn greip í hann“. Í skýrslu lögreglunnar segir svo um framburð vitnanna Björg- vins Björgvinssonar og Georgs Hjartar Howsers: „Fimmtudaginn 14/9 1972 kl. 17.15 er mættur hjá rannsóknar- lögreglunni í Hafnarfirði Björgvin Björgvinsson, f. 17/7 1959 í Htf., til heimilis að Bröttukinn 21, Hf. Honum er kunnugt um til- efni skýrslutökunnar og skýrir svo frá, áminntur um að segja satt og rétt frá. Mættur segist hafa staðið við hliðina á Guðmundi Guðnasyni í umrætt sinn, er þeir voru í Sædýrasafninu. Segir hann, að Guðmundur hafi tekið bananahýði, sem lá á gólfinu, og teygt sig með það eins langt og hann náði í átt að grindunum, sem eru fyrir búri apanna. Þá hafi apynjan teygt sig út á milli rimlanna og gripið í hand- legg Guðmundar fyrir ofan olnboga og togað hann til sín, en Guðmundur streittist á móti. Segist mættur og hafa tekið í handlegg Guðmundar og hjálpað til að toga á móti. Svo hafi apynjan sleppt, en um leið bitið í fingur Guðmundar og framan af einum. Aðspurður segir mættur, að enginn gæslumaður hafi verið þarna nálægur, en eftir að þetta hafi skeð, hafi þeir félagar hlaupið út í sjoppuna og þaðan hafi verið hringt í lögregluna. Segist mættur hafa margsinnis verið búinn að segja Guðmundi að vera ekki að teygja sig til apanna, en hann hafi ekki gegnt því. Þeir hafi verið búnir að taka eftir aðvörunarskiltunum framan við búrið. Upplesið, staðfest. Björgvin Björgvinsson. Skýrsla Björgvins hefur nú verið lesin fyrir Georg Hirti 152 Howser, Stekkjarkinn 3, Hf, sem einnig var staddur í Sædýra- safninu í umrætt sinn, og segir hann skýrslu Björgvins rétta. Georg Hjörtur Howser“. Stefnandi kveður slysið hafa átt sér stað þannig í stefnu, að Guðmundur Karl hafi teygt vinstri höndina aðeins inn fyrir handriðið, en annar apinn þá teygt sig út úr búrinu, þrifið um handlegg hans um úlnlið og kippt honum að búrinu, dregið hand- legginn inn í búrið og bitið framan af baugfingri vinstri handar. Jón Kr. Gunnarsson telur, að 5—6 drengir hafi verið við búrið, begar slysið varð, en enginn gæslumaður. Hættueiginleikar apanna og fyrri reynsla. Í lögregluskýrslu, sem lögð hefur verið fram í málinu, segir, að Karl Kristinsson, fæddur 4. apríl 1961, starfsmaður safnsins, hafi orðið fyrir því slysi 12. ágúst 1972, að annar apinn hafi bitið í vinstri hönd, þegar hann var að stugga börnum frá apabúrinu, sem höfðu verið komin inn fyrir grindverkið. Eftir því sem segir í skýrslunni, virtust bæði fullorðnir og börn virða að vettugi aðvaranir á skiltum. Samkvæmt áverkavottorði Tryggva Þorsteinssonar var vitað af fyrri reynslu á slysadeildinni, að mjög illkynja ígerðir fylgdu apabitum frá Sædýrasafninu. Aparnir eru taldir fæddir árið 1965 í Siena Leone. Jón Kr. Gunnarsson kveður þá hafa komið í Sæ- dýrasafnið í ágúst 1972. Hann segir, að þeir séu nú átta ára gamlir og teljist þannig ungir, en fullvaxnir. Hann telur, að aldur þeirra samsvari tuttugu ára aldri manns. Hann kveður þá hafa komið frá dýragarðinum í Álaborg og segir, að þeir hafi verið veiddir á fyrsta ári. Að gefnu tilefni frá lögmanni stefnda kvað forstöðu- maðurinn apana ekki vera áreitna, en sagði, að þetta væru sterk dýr og ef þeir yrðu hræddir eða ef þeim væri ógnað eða strítt, væru þeir mjög hættulegir. Hann kvað hafa orðið þrjú minni háttar óhöpp af völdum apanna hjá starfsmönnum vegna óhjá- kvæmilegrar umönnunar og gæslu, án þess að viðkomandi starfs- menn hefðu forfallast frá vinnu. Hann kveður apana bregðast við eins og heimsk börn og telur, að þegar Karl Kristinsson varð fyrir slysi af þeirra völdum, hafi aparnir skilið, að verið var að koma í veg fyrir, að börnin fóðruðu þá, og verið að hefna sín fyrir Það. Jón kveður einnig hafa komið fyrir, að api hafi rispað Kristin á hendi, þegar hann var að vinna inni í búrinu. Jón kveður rétt, að fólk hafi ekki viljað hlýða því að halda sig fyrir utan grindur og brotið bann gegn fóðrun dýranna, þrátt fyrir 153 skiltin. Þess vegna kveður hann Karl hafa verið hafðan til gæslu. Jón tekur fram, að ekki sé bein hætta á ferðum, þótt farið sé inn fyrir grindurnar, nema ef aparnir verða hræddir eða ef þeim er strítt. Hann kveður gæslumann frekar vera hafðan til þess að forða því, að aparnir verði veikir af offóðrun. Hann kveðst álíta, að engin yfirvofandi hætta stafi af öpunum, nema til komi sér- stakar aðstæður, og þess vegna kveður hann ekki vera hafðan gæslumann við búrið vegna hættu af öpunum. Að gefnu tilefni kvaðst Jón telja áhöld um, hvor væru hættulegri tígrisdýr eða apar, en tók fram, að tígrisdýrin væru heimskari. Afleiðingar slyssins. Guðmundur Karl segir, að sér hafi brugið mikið, þegar hann sá, hvernig apinn hafði leikið hann. Hann var fluttur á slysa- varðstofuna, og þar var gert að sárum hans. Tryggvi Þorsteinsson læknir lýsir áverkum svo í vottorði sínu: „Rannsókn: Tekið hafði framan af fingrinum um miðja kjúku. Lófamegin voru alllangir húðflipar, en handarbaksmegin var beinið bert, og stóðu lausar flísar út úr sárinu. Af fyrri reynslu okkar hér á slysadeildinni var vitað, að mjög illkynja Ígerðir fylgdu þessum apabitum frá Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Sár- barmar voru því skornir hreinir og klipptar burtu lausar bein- flísar, og því næst var húðin saumuð yfir stúfinn. Var gefið tetanus toxoid og pilturinn settur á kröftuga antibiotica meðferð. Engu að síður fékk pilturinn heiftarlega sýkingu í fingurstúf- inn og alla höndina, með háum hita, sogæðabólgu og illa lyktandi graftarútferð. Kom hann til eftirlits á Slysadeildina í 13 skipti. Þann 26/9 var sárið orðið sæmilega hreint, en nauðsynlegt að flytja húð yfir fingurstúfinn. Það var ekki fyrr en 16/10 1972, að bólgan var horfin úr fingrinum og sárið nokkurn veginn vel gróið. Fingurinn hefur styst tilfinnanlega og hefur aðeins hálfa upp- runalega lengd. Er um að ræða nærkjúku, sem hefur nokkurn veginn eðlilega húð og basis á miðkjúku, tæpan centimeter að lengd, en yfir fingurstúfnum sjálfum eru ör, nokkuð viðkvæm, og fremur þunn húð. Hreyfing má kallast eðlileg í basal lið fing- ursins. Í nærkjúkuliðnum er einnig lítilsháttar hreyfing, en frem- ur gagnslítil, og er viðbúið, að rétting í þessum lið verði afllítil. Vottorð þetta er skrifað að beiðni Guðjóns Steingrímssonar hrl., og er stuðst við upplýsingar í sjúkraskrá Slysadeildar Ssp.“. Aðalefni örorkumatsgerðar Jónasar Hallgrímssonar læknis er á þessa leið: „Guðmundur kom til undirritaðs í fylgd með móður 154 sinni þ. 14/2 1973. Sagðist hann vera rétthentur. Hann lá í hálfan mánuð heima hjá sér eftir slysið og missti 1 mánuð úr skóla. Fingurinn var vel gróinn um jólaleytið. Hann getur allt í leik- fimi. Fingurinn kólnar oft og gripið finnst honum vera eitthvað óvisst. Fingurnir vilja víxlast. Hann hafði hugsað sér að læra á píanó eða gítar, en varð að hætta við það. Er nú að læra á trompet. Við skoðun sést, að á baugfingur vinstri handar vantar yzta köggul og % af miðköggli. Dálítil hreyfing er í liðamótum mið- köggulstúfsins og full hreyfing í efsta köggulsliðamótum. Þykk ör og óslétt eru á stúfnum. Ör eru uppeftir efsta köggli í greip- inni milli löngutangar og baugfingurs. Húðflutningur hefur verið gerður af ofanverðum v. framhandlegg, volart. Niðurstaða: Guðmundur hefur hlotið tímabundna og varanlega örorku af slysinu. Telst hún sem hér segir: Frá slysinu í 2 vikur .. 100% Síðan í 6 vikur .. .. .. 50% Síðan í 4 vikur .. .. .. 25% Loks varanleg örorka .. 3% (Þrjú prósent)“. Í fyrri örorkutjónsútreikningi Þóris Bergssonar segir svo meðal annars: „Aldur. Guðmundur er sagður fæddur 11. október 1960 og hefur því verið 11 ára á slysdegi. Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps. Þar sem Guðmundur var barn að aldri, þegar slysið varð og er enn, er engin leið að spá með neinum nothæfum líkum um starfs- feril hans á fullorðinsárum. Verður því farin venjuleg leið og gert ráð fyrir líkamlegri vinnu frá lokum skyldunáms. Áætlun vinnutekna verður tvískipt. Áætlun 1. Á 15. og 16. aldursári er gert ráð fyrir 15 vikna sumarvinnu á unglingataxta Dagsbrúnar og einungis reiknað með dagvinnu. Á 22. aldursári er reiknað með fullri dagvinnu á 2. taxta Dags- brúnar. Á 17. aldursári eru notuð 75% af þeim tekjum og þær síðan hækkaðar um 5% árlega, þar til fullum dagvinnutekjum er náð á 22. aldursári. Tekið er tillit til orlofs og starfsaldurs- hækkana við þessa áætlun. Frá 25 ára aldri, sem er ívið hærri en 155 meðalaldur áður ókvæntra brúðguma hér á landi, nota ég úrtaks- tölur Efnahagsstofnunarinnar (nú Framkvæmdastofnunarinnar) yfir vinnutekjur kvæntra verkamanna, iðnaðarmanna og sjó- manna, umreiknaðar til kauplags nú. Hækkuninni frá 22 ára aldri til 25 ára aldurs er skipt jafnt á árin þar á milli“. Þessi vinnutekjuáætlun er síðan sýnd í töflu ásamt 3% vinnu- tekjutapi. Síðan er í töflu 2 sams konar áætlun að öðru en því, að reiknað er með 10 eftirvinnutímum á viku að auki til 22 ára aldurs. Gert er ráð fyrir, að eftirvinna sé unnin sem svarar 46 vikum á ári. Niðurstöður útreikningsins um verðmæti vinnutekjutaps eru samkvæmt áætlun I kr. 161.139 og samkvæmt áætlun II kr. 174.590. Tekið er fram, að ekki sé tekið tillit til skattfrelsis bóta. Um reikningsgrundvöllinn segir, að notaðir séu 7% ársvextir, dánarlíkur íslenskra karla samkvæmt reynslu áranna 1951 til 1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu. Síðari matsgerð Þóris Bergssonar frá 1. mars 1974 var lögð fram á bæjarþinginu 2. maí 1974, og var þá samþykkt, að stefn- andi kæmi að hækkun á kröfu sinni samkvæmt matsgerðinni. Efni matsgerðarinnar er sem hér segir: „Ég reiknaði út örorkutjón Guðmundar með útreikningi, dag- settum 10. apríl 1973. Síðan hafa orðið miklar hækkanir á launa- töxtum verkamanna og iðnaðarmanna, einnig liggja nú fyrir nýrri úrtakstölur yfir laun kvæntra manna í þessum stéttum svo og sjómanna. Fiskverð hefur auk þess hækkað mjög. Í þessum útreikningi mun ég taka tillit til alls þessa og auk þess þeirra umsaminna launahækkana verkamanna og iðnaðarmanna, sem koma til framkvæmda 1. des. 1974 og 1. júní 1975. Á hinn veginn verkar, að almennir bankavextir hækkuðu úr 7% p.a. í 9% 16. maí 1973, og mun ég við útreikning nú nota 7% vexti frá slysdegi til 16. maí 1973, en síðan 9%. Áætlaðar vinnutekjur og vinnutekjutap verður: Áætlaðar Áætlað Áætlun 1. vinnutekjur: vinnutekjutap: Á 15. aldursári .. .. .. kr. 85.680 kr. 2.570 — 16. — o. 2 2. — 103.965 — 3.119 — 17. — 0 .. — 304.044 — 9.121 — 18. — 0. — 324.314 — 9.729 — 19. — „0... — 344.583 — 10.337 Á 20. aldursári .... — 21. - 22. - 23. — 24. - 25. Síðan árlega ..... Áætlun II. Á 15. aldursári — 16. — 17. — 18. — 19. — 20. — 21. — 22. - 23. — 24. — 25. Síðan árlega .. .. .... 156 Áætlaðar vinnutekjur: . kr. 364.853 385.122 405.392 538.960 672.528 806.096 939.664 „114.427 136.847 406.057 433.128 460.198 487.269 514.338 541.410 640.974 740.537 840.100 939.664 Áætlað vinnutekjutap: kr. 10.946 — 11.554 — 12.162 — 16.169 — 20.176 — 24.182 — 28.190 kr. 3.433 — 4.165 — 12.182 — 12.994 — 13.806 — 14.618 — 15.430 — 16.242 — 19.229 — 22.216 — 25.203 — 28.190 Verðmæti vinnutekjutaps á slysdegi reiknast mér nema: Samkvæmt áætlun I... Samkvæmt áætlun II... .... . kr. 169.450 — 185.833 Um forsendur og aðgerðir vísast að öðru leyti til fyrri útreikn- ings“. Bótakrafa stefnanda sundurliðast þannig: 1. Örorkubætur .... ........0... 00... 2. kr. 185.833 2. Þjáningabætur, bætur fyrir lýti og óþægindi . .. — 150.000 3. Bætur til foreldra fyrir umönnun og sérstaka fyrirhöfn .. .. 0... —050.000 4. Læknisvottorð, örorkumat og örorkuútreikningar —- 17.500 Alls kr. 403.333 157 Málsástæður og lagarök. Höfuðmálsástæða stefnanda er, að stefnda beri að bæta tjónið vegna þess, að öryggisútbúnaði við apabúrið hafi verið stórlega áfátt, og vegna þess, að engin gæsla hafi verið höfð við búrið. Enn fremur hefur því verið haldið fram af hálfu stefnanda, að reglur um hlutlæga ábyrgð eiganda á dýrum leiði til þess, að öll ábyrgð á slysinu verði lögð á stefnda. Er því haldið fram, að þessa megin- reglu megi leiða að 31. gr. laga nr. 42/1969, 13. og 33. gr. búfjár- ræktarlaga nr. 31/1973 og 10. gr. laga nr. 32/1951, sem þó hafi verið felld úr gildi með lögum nr. 68/1969. Lögmaður stefnanda telur, að aparnir séu stórhættulegir, og telur, að fyrri slys hefðu átt að veita stefnda sérstakt tilefni til að bæta öryggið. Þá telur lögmaðurinn, að ábyrgð stefnda sé ríkari fyrir það, að hann hafði dýrið til sýnis gegn gjaldi. Því hefur einnig verið hreyft í málflutningi, að reglur um hlutlæga ábyrgð á hættulegum atvinnurekstri komi til greina um rekstur Sædýrasafnsins. Loks hefur af hálfu stefnanda verið vitnað til 1. mgr. 12. gr. reglugerðar um dýragarða og sýningar á dýrum nr. 67/1971. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að ósannað sé, að dreng- urinn hafi hagað sér öðruvísi en fólk gerir yfirleitt í dýragörðum. Auk þess er því haldið fram, að jafnvel þótt dómurinn geti ekki fallist á skoðun stefnanda um hlutlæga ábyrgð, beri að leggja alla sönnunarbirgðina á stefnda í málinu. Af stefnda hálfu er á því byggt, að hann beri enga fébótaábyrgð á slysinu. Í fyrsta lagi er því haldið fram, að öryggisbúnaði hafi Í engu verið áfátt, þar sem aparnir hafi verið í rammgerðu búri, handrið í nokkurri fjarlægð frá búrinu og auk þess mjög áberandi aðvörunarskilti. Enn fremur er því vísað á bug, að nokkrum gæsluskorti hafi verið til að dreifa, ekki hafi þurft sérstakan gæslumann við apabúrið til að hafa vit fyrir gestum um að rækja varúðarskyldur, sem þeim voru rækilega kynntar. Í annan stað er því haldið fram, að svo fjárvana stofnun sem Sædýrasafn- inu sé algerlega um megn að kosta til svo umfangsmikillar varð- gæslu. Því er haldið fram, að viðbótaröryggisbúnaður mundi tor- velda, að menn fengju skoðað dýrin og atferli þeirra á fullnægj- andi hátt. Lögmaður stefnda telur, að á þessu verði að vera eðli- legt meðalhóf, og það hafi umbjóðanda hans einmitt tekist. Hann heldur því fram, að frágangi apabúrsins hafi síður en svo verið verr farið en venjulegt sé í dýragörðum erlendis. Í annan stað er því mótmælt, að reglur skaðabótaréttar um hlutlæga skaða- 158 bótaábyrgð geti leitt til fébótaábyrgðar stefnda. Lögmaður stefnda telur, að til svo víðtækrar ábyrgðar og afbrigðilegrar þurfi laga- setningar við, en slíkrar lagasetningar kveður hann ekki njóta við í íslenskum rétti. Hann játar því, að rétt megi vera, að eðli- legt geti verið, að hlutlæg bótaábyrgð hvíli á eigendum dýra við vissar aðstæður, en hann telur þó, að til slíkrar ábyrgðar geti ekki komið, nema um sé að ræða dýr, sem ganga laus. Hann telur meginmun vera á dýri í dýragarði og dýri, sem fer meira eða minna frjálst ferða sinna, þar sem hverjum meðalmanni sé í sjálfsvald sett með lágmarksaðgát að varast hættueiginleika dýrs- ins Í dýragarðinum, en hagsmunir hans geti með ýmsu móti skað- ast í síðara tilvikinu, án þess að hann fái við það ráðið. Hann segir engin dæmi þess, að dýr gangi laus í safninu, öryggisgæsla sé því ekki háð neinum óvissum eða óvæntum atvikum eða við- brögðum tengdum dýrunum. Árásarhneigð dýranna eða hættuleg viðbrögð kveður hann fjötruð, þannig að þau verði ekki leyst úr læðingi nema í vissum tilvikum, og þá eingöngu fyrir tilverknað gestanna sjálfra og aðeins fyrir þá sök, að settar reglur séu virtar að vettugi og eðlileg aðgæsla vanrækt. Hann kveður hættuna ekki hafa leyst úr læðingi, fyrr en drengurinn teygði sig yfir handriðið. Hann telur það og skipta verulegu máli í þessu sam- bandi, að apinn sé ekki almennt hættulegur umhverfi sínu og að Sædýrasafnið sé menningarstofnun, vísir að dýragarði, en ekki fjárgróðastofnun. Í þriðja lagi telur lögmaður stefnda, að hvað sem líði skilyrðum fyrir skaðabótaábyrgð umbjóðanda hans, geti sú ábyrgð ekki orðið virk þegar af þeirri ástæðu, að drengurinn hafi sýnt af sér svo stórkostlega ógætni, að byggja mundi út öllum bótarétti, en hann hafi brotið gegn settum umgengnisreglum og virt að vettugi að- vörun, sem blasti við augum. Hann telur dreng á aldri stefnanda í þessu tilliti vera fullábyrgan gerða sinna. Varðandi fjárhæð tjónsins hefur stefnandi m. a. gert grein fyrir kröfum sínum eins og hér segir: Varðandi 2. tl. bendir lögmaður stefnanda á, að hann hafi lengi verið mikið veikur eftir slysið og sárið hafst illa við og að hann hafi orðið að hætta við að læra á píanó eða gítar. Varðandi 3. tl. heldur lögmaður stefnanda því fram, að foreldrar drengsins hafi haft þungar áhyggjur vegna meiðsla drengsins og mikla fyrirhöfn. Enn fremur að þeir hafi þurft að aka með hann 13 sinnum á slysavarðstofuna og annast hann í legu hans. Af stefnda hálfu er því haldið fram, að þegar um sé að ræða 159 barn með einungis 3% örorku, sé fullvíst, að örorkumat hafi nán- ast ekkert raunhæft gildi. Auðvelt sé að haga starfsvali með til- liti til afleiðinga meiðslanna á þann veg, að þeirra gæti ekki að neinu leyti. Lögmaður stefnda telur, að drengurinn sé engan veginn útilokaður frá tónlistarnámi, enda hafi hann einfaldlega valið sér annað hljóðfæri til að læra á. Hann telur, að örorku- matið sé fráleitur mælikvarði á fjárhagslegt tjón, eins og hér stendur á. Bætur skv. 2. lið telur lögmaðurinn ekki geta orðið nema brot þeirrar fjárhæðar, sem krafist er, þótt viðurkennt sé, að stefnandi eigi rétt á bótum fyrir þjáningar og lýti. Lögmaður- inn telur ekki grundvöll til að taka 3. tl. til greina með hliðsjón af aldri drengsins og meiðslunum. Til vara er þessum kröfulið mót- mælt sem allt of háum. 4. tl. er ekki vefengdur tölulega. Álit dómsins. Ekki hefur tekist að fá nákvæmar upplýsingar um handleggja- lengd apans, en af lauslegri skoðun má ætla, að þeir séu ekki lengri en á hálfvörxnum manni, vart lengri en 60—70 cm. Virðist því sú frásögn sóknaraðilja, að hann hafi farið með höndina „að- eins inn fyrir handriðið“ ekki allskostar sannfærandi. Skýrsla vitnisins Björgvins Björgvinssonar fyrir lögreglu virðist hafa tak- markað sönnunargildi, bæði vegna ungs aldurs vitnisins og vegna þess að hún hefur ekki verið staðfest fyrir dómi. Vitnið virðist hafa verið félagi sóknaraðilja, og ekki verður séð, að hann hafi haft ástæðu til að bera sóknaraðilja í óhag. Þegar haft er í huga, að apinn gat ekki teygt sig nema takmarkað út úr búrinu, verður að telja sennilegra, að slysið hafi orðið með þeim hætti, sem segir í skýrslu vitnisins, en hvað sem því líður, virðist ljóst, að sóknaraðili hefur teygt sig of langt inn fyrir handriðið. Enn fremur virðist ljóst af gögnunum, að sóknaraðili hefur viðhaft látæði, sem var fallið til að koma apanum í geðshræringu. Drengurinn var á þeim aldri, að þess mátti vænta, að hann gerði sér grein fyrir hættunni, enda hefur hann játað að hafa lesið áletranirnar á skiltunum. Það er álit dómsins, að ef drengurinn hefði farið að eins og ætlast mátti til af honum og ekki brotið gegn brýnu banni við að teygja sig yfir grindurnar, hefði honum engin hætta stafað af apanum. Verður þannig meginorsök slyssins rakin til ógætilegrar hegðunar sóknaraðilja sjálfs. 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 67/1971 hljóðar svo: „Þar sem hættuleg dýr eru sýnd, skal svo um búið, að áhorfendur geti með engu móti farið sér að voða við dýrin. Athygli áhorfenda skal með 160 áberandi merkjum beint að hættum, sem af dýrunum kunna að stafa“. Stefndi hefur fylgt fyrirmælum 2. ml. Ljóst er, að forráðamenn stefnda gerðu sér ljóst, að hætta var á, að dýrin bitu, og að bæði börn og fullorðnir hegðuðu sér þannig við búrið, að stórhætta gat verið á slysum. Eigi að síður sáu þeir ekki um, að nægileg gæsla væri við búrið, og engar ráðstafanir gerðu þeir til að bæta ör- yggisbúnað fyrr en eftir slysið. Forráðamenn stefnda bera þannig einnig nokkra sök á slysinu. Eftir atvikum þykir hæfilegt, að stefndi bæti stefnanda tjón hans að einum þriðja hluta, en að stefnandi beri tjón sitt sjálfur að tveimur þriðju hlutum. Með tilliti til þess, að örorkutjónsútreikningurinn er mjög óviss spá um skerðingu vinnutekna sóknaraðilja í fjarlægri framtíð og að Örorka hans er metin svo óveruleg, að óvíst er, að hann muni Í raun og veru hafa nokkuð minni tekjur en við var að búast, þykir fara best á að ákvarða fjártjón og miska í einu lagi. Krafa stefnanda samkvæmt 3. tl. virðist ekki studd nægum rökum, en þó þykir mega taka nokkurt tillit til sjónarmiða, sem fram koma í þessum lið, við mat á tjóninu í heild. Kostnaður í 4. tl. reiknast með málskostnaði. Heildartjón stefnanda þykir mega áætla kr. 225.000. Þar af ber stefnda að greiða stefnanda kr. 75.000 og kr. 36.000 í máls- kostnað. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Lögmaður stefnanda var Guðjón Steingrímsson hæstaréttarlög- maður. Lögmaður stefnda var Gunnar M. Guðmundsson hæsta- réttarlögmaður. Finnur Torfi Stefánsson, cand. juris, flutti málið fyrir stefnanda sem prófmál í prófraun héraðsdómslögmanna og Benedikt Sigurðsson, cand. juris, fyrir stefnda. Málið var tekið upp og endurflutt af lögmönnunum "7. júní 1974. Dómsorð: Stefndi, Sædýrasafnið í Hafnarfirði, greiði stefnanda, Guðna Guðmundssyni f. h. ólögráða sonar hans, Guðmundar K. Guðnasonar, kr. 75.000 auk 7% ársvaxta frá 4. september 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og kr. 36.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 161 Mánudaginn 15. mars 1976. Nr. 52/1976. Hótel Holt segn Magnúsi Thorberg. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 4. mars 1976, sem barst Hæstarétti 9. s. m., hefur sóknaraðili með heimild í 21. gr., 1. tl., b., laga nr. 75/ 1973 skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar. Krefst hann þess, að dómurinn verði úr gildi felldur og að lagt verði fyrir héraðsdómara að leggja efnisdóm á málið. Hann krefst og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar. Mál þetta var höfðað sem áskorunarmál samkvæmt lögum nr. 49/1968. Málið fullnægði ekki skilyrðum 1. gr. nefndra laga, og átti héraðsdómari því að svnja um útgáfu stefnu, sbr. 6. gr. laganna. Með heimild í 9. gr., sbr. og 11. gr. laganna hefur málinu verið vikið til venjulegrar málsmeðferðar á bæjarþingi. Mál, sem höfðað er sem áskorunarmál, þarf ekki að leggja til sátta fyrir sáttanefnd samkvæmt 16. gr. nefndra laga. Samkvæmt því, sem nú er rakið, ber að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Eftir þessum málalokum ber að dæma varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst 10.000 krónur. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nyju. 1l 162 Varnaraðili, Magnús Thorberg, greiði sóknaraðilja, Hótel Holti, 10.000 krónur í kærumálskostnað að við- lagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. febrúar 1976. 1. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 16. febrúar sl., hefur Hótel Holt, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með áskorunarstefnu, birtri 10. apríl 1975, gegn Magnúsi Thorberg kaupmanni, Laugavegi 8, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjár- hæð kr. 36.271 með 1.5% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 1. nóvember 1973 til 15. júlí 1974, en með 2% dráttar- vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til greiðslu- dags, og málskostnaðar að skaðlausu. Greinargerð af hálfu stefnda var lögð fram í málinu 12. júní 1975. Stefndi gerir þær dómkröfur, að málinu verði vísað frá dómi og sér dæmdur málskostnaður að skaðlausu. Stefndi áskilur sér jafnframt rétt til þess að taka síðar til varna um efnishlið málsins, ef þörf krefur. Sættir hafa verið reyndar í málinu án árangurs. Málinu var vikið til venjulegrar meðferðar 28. nóvember sl., en munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu stefnda fór fram 16. febrúar sl., og var málið tekið til dóms eða úrskurðar bann sama dag. Er einungis sá þáttur málsins hér til úrlausnar. II. Málavöxtum er þannig lýst í stefnu, að umrædd skuld sé sam- kvæmt reikningi, dags. 24. okt. 1973, að fjárhæð kr. 36.271, vegna dvalar dóttur og tengdasonar stefnda, Mr. og Mrs. Richard Har- wood, á Hótel Holti dagana 4. til og með 17. október 1973. Reikn- ing þennan hafi stefndi, Magnús Thorberg, tekið að sér að greiða, en þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir og loforð stefnda um greiðslu hafi skuldin ekki fengist greidd. Ill. Krafa stefnda um frávísun málsins er byggð á því, að mál þetta skuli leggja fyrir sáttanefnd samkvæmt 5. gr. laga nr. 85/1936, 1. mgr., en mál þetta sé ekki af þeirri tegund mála, sem undan- begin séu sáttatilraun fyrir sáttanefnd, sbr. áðurnefnda grein. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að þar sem málið sé 163 höfðað sem áskorunarmál, sé það undanþegið sáttaumleitan fyrir sáttanefnd, sbr. 16. gr. laga nr. 49/1968 um áskorunarmál. Stefn- andi gerir þær kröfur, að frávísunarkröfunni verði hrundið. Stefnandi gerði ekki sérstaklega kröfu um málskostnað fyrir þennan þátt málsins. IV. Mál þetta er upphaflega höfðað sem áskorunarmál, en telja verður, að það fullnægi þó ekki þeim skilyrðum, sem gerð eru til að reka megi það sem áskorunarmál, þar sem skuldarviðurkenn- ing af hálfu stefnda liggur ekki fyrir í málinu, sbr. 1. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 49/1968. Heimild til að ganga fram hjá sáttanefnd í máli þessu á hvorki stoð í 5. tl. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 85/1936 né í öðrum lagagreinum. Verður því að taka kröfu stefnda til greina og vísa málinu frá dómi. Málskostnaður þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 15.000. Sigríður Ólafsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Málinu er vísað frá dómi. Stefnandi, Hótel Holt, greiði stefnda, Magnúsi Thorberg, kr. 15.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms- ins að viðlagðri aðför að lögum. 164 Mánudaginn 15. mars 1976. Nr. 180/1974. Hafnarberg h/f (Árni Grétar Finnsson hrl.) gegn Halldóri Halldórssyni og gagnsök (Skúli J. Pálmason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson og prófessor Jónatan Þórmundsson. Skipasala. Söluþóknun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. október 1974. Krefst hann sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst aðaláfrýjandi lækkunar á kröfum gasnáfrýjanda og að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Gagnáfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. febrúar 1975, áfrýjað málinu til Hæstaréttar með stefnu 24. mars s. á. Krefst hann þess, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum 220.000 krónur með 8% ársvöxtum frá 1. nóvember 1970 til 1. júní 1973, en með 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur ekki stefnt Magnúsi Magnússyni fyrir Hæstarétt. Málsatvik eru rakin í héraðsdómi. Ekki verður talið, að lög nr. 47/1938 um fasteignasölu eigi við um skipasölu. Í málinu er sannað, að fyrir tilstilli sagnáfrýjanda hófust samningaviðræður milli seljanda og kaupanda m/b Mímis. Þykir gagnáfrýjandi eiga þóknun fyrir þennan starfa sinn, þótt fullnaðarsamningar um kaup Smára s/f á bátnum væru gerðir fyrir atbeina annars aðilja. Telst þóknun þessi hæfi- lega ákveðin 80.000 krónur, sem aðaláfrýjanda verður dæmt að greiða gagnáfrýjanda ásamt 7% ársvöxtum frá 15. janúar 165 1971 til 1. júní 1973, en 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málalokum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda samtals 50.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Það athugast, að óþarft var af héraðsdómara að kveðja samdómendur til dómstarfa í máli þessu. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Hafnarberg h/f, greiði gasnáfryjanda, Halldóri Halldórssyni, 80.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 15. janúar 1971 til 1. júní 1973, en með 9% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags, og 50.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 10. september 1974. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Halldór Halldórsson skipasali höfðað fyrir dóminum vegna einkafyrirtækis síns, Skipa- sölunnar og skipaleigunnar, Vesturgötu 3, Reykjavík, á hendur Magnúsi Magnússyni útgerðarmanni, Langeyrarvegi 15, Hafnar- firði, og Hafnarbergi h/f, Hafnarfirði. Málið var upphaflega höfð- að gegn Magnúsi einum 20. mars 1971, en Hafnarbergi h/f sak- aukastefnt á bæjarþingi 18. október 1973, þar sem mætt var af hálfu beggja hinna stefndu, fyrirtaka málsins samþykkt og málin sameinuð. Stefnandi krefst þess, að stefndu verði dæmdir að óskiptu til greiðslu á kr. 220.000 auk 8% ársvaxta frá 1. nóvember 1970 til 1. júní 1973, en með 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags, og málskostnaði að skaðlausu að mati dómsins. Af hálfu hinna stefndu er krafist sýknu og málskostnaðar, en til vara, að krafa stefnanda verði stórlega lækkuð, vextir ákveðnir 7% ársvextir og málskostnaður látinn falla niður. Málavextir. Seint á árinu 1970 seldi stefndi Hafnarberg h/f Smára s/f, Ólafsvík, vélskipið Mími, ÍS 30. Afsal var gefið út fyrir skipinu 15. janúar 1971, og var verð skipsins ákveðið kr. 11 milljónir. Stefnandi krefst 2% sölulauna af þeirri fjárhæð. 166 Stefndi Magnús er framkvæmdastjóri Hafnarbergs h/f og aðal- eigandi, en auk hans eru hluthafar í félaginu Jón Gíslason og kona hans, Bára Guðmundsdóttir, Hjörleifur Bergsteinsson og Magnús B. Magnússon, sonur stefnda. Stefndi sat í stjórn félagsins ásamt Jóni Gíslasyni og Báru Guðmundsdóttur. Hann kveðst telja líklegt, að hann hafi verið stjórnarformaður. Félagar í Smára s/f voru Guðmundur Jens- son, Haraldur Guðmundsson, Konráð Gunnarsson og Jónas Gunn- arsson, allir í Ólafsvík. Lögð hefur verið fram af hálfu stefnanda nr. 3 svohljóðandi yfirlýsing. „SÖLUTILBOÐ. Ég undirritaður Magnús Magnússon, Langeyrarvegi 15, Hafnar- firði, geri svohljóðandi sölutilboð í sambandi við vélbát minn, Mímir S.I. 30, sem talinn er 101 rúmlest með öllu, sem hann á nú og honum fylgir og fylgja ber. Kaupverðið skal vera kr. 12.500 miljónir og greiðist þannig. Í peningum við samning kr. 2.000.000.00. Kaupendur taka að sér að greiða sem sínar skuldir, er hvíla nú á skipinu. Fiskveiðisjóði—Atvinnujöfnunarsj. og hand- hafa bréf til fyrri eiganda, samtals kr. 3.600.000.00. Skaffa fast- eignaveð fyrir kr. 3.000.000.00 til 10 ára, sem seljandi tekur gilt. Samþykkja veðskuldabréf að fjárhæð kr. 3.000.000.00 til 10 ára. Ég hef kynnt mér ástand ofangreindrar eignar og sætt mig við hana í því ástandi, sem hún er. ........ 0... Gangi ég frá ofangreindu tilboði, skuldbind ég mig til að greiða skipasölunni 2% af framangreindu kaupverði. Rétta undirskrift og dags. votta: Reykjavík, .......... 19 Ég undirrit...... eigandi hinnar ofangreindu eignar, sem er til sölu hjá Skipasölunni Vesturgötu 5, Rvík, geng að ofangreindu tilboði, enda er eigninni rétt lýst hér að ofan. Gangi ég frá samþykki mínu um sölu á fyrrgreindri eign minni, skuldbind ég mig til að greiða Skipa- og Verðbréfasölunni 2% af kaupverði þessu, er ég hef samþykkt. Rétta undirskrift og dags. votta: Reykjavík, 6/10 1970 sr Magnús Magnússon ......“. Yfirlýsingin er handskrifuð á eyðublað. Upphaflega hefur stað- 167 ið, að greiðast ættu kr. 3.000.000 við samningsgerð, en því hefur verið breytt í kr. 2.000.000. Enn fremur hefur verið lögð fram svohljóðandi gagnkvæm yfirlýsing af hálfu stefnanda og þingmerkt nr. 4. „KAUPTILBOÐ. Ég undirrit...... S/F Smári, Ólafsvík, gerum svohljóðandi kauptilboð í vélskipið Mímir, IS 30, sem talinn er 101 rúmlest að stærð, með öllu, sem það skip á í dag, svo og öllu öðru, sem því skipi fylgir og fylgja ber. Kaupverð skipsins skal vera kr. 11.5 millj. og greiðist þannig: 1. Kaupendur taka að sér að greiða sem sínar skuldir öll lán, sem hvíla á skipinu í dag, sem er circa 3.5 millj. 2. Greiða í peningum við undirskrift á samningi kr. 2 millj. 3. Greiða með fasteignatryggðu veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 3 millj., sem seljandi tekur gilt og greiðist á 12 árum, 7% vextir. 4. Samþykkja veðskuldabréf, sem tryggt skal í skipinu til 7 ára, að fjárhæð kr. 3 millj. og greiðist með 7% vöxtum. Skipið skal afhendast kaupanda í fullu ríkisskoðunarstandi eigi síðar en 1. desember 1970 ............20..... 12 ára lánið skal vera afborgunarlaust fyrstu 2 árin ....... . Ég hef kynnt mér ástand ofangreindrar eignar og sætt mig við hana í því ástandi, sem hún er ............... Gangi ég frá ofangreindu tilboði, skuldbind ég mig til að greiða skipasölunni 2% af framangreindu kaupverði. Rétta undirskrift og dags. votta: Reykjavík, 9/10 ...... 19 H. Halldórss. Magnús Magnússon. Ég undirrit...... S/F Smári, Ólafsvík, geng að ofangreindu tilboði, enda er eigninni rétt lýst hér að ofan. Gangi ég frá samþykki mínu um sölu á fyrrgreindri eign minni, skuldbind ég mig til að greiða Skipa- og Verðbréfasölunni 2% af kaupverði þessu, er ég hef samþykkt. Rétta undirskrift og dags. votta: Reykjavík, 9/10 H. Halldórss. pr. pr. s/f Smári Guðm. Jensson, Ólafsvík“. 168 Yfirlýsingin er að mestu leyti vélrituð á eyðublað, sams konar því eyðublaði, sem dskj. 3 er ritað á. Bæði í upphafi, fyrri og síðari hluta yfirlýsingarinnar hefur verið strikað yfir hluta af upphaflegum texta og handskrifað í staðinn s/f Smári, Ólafsvík. Enn fremur hefur kaupverð upphaflega verið skráð 12.500.000 og staðgreiðslufjárhæð 3.000.000, en hvoru tveggja verið breytt með rauðum penna í 11.500.000 og 2.000.000. Ákvæði í 3. tl. um lengd lánstíma hefur verið breytt úr 10 árum í 12 ár. Ákvæðið um, að 12 ára lánið skuli vera afborgunarlaust fyrstu 2 árin, er hand- skrifað. Stefnandi kveður aðdragandann að undirritun yfirlýsingarinnar á dskj. nr. 3 hafa verið þann, að stefndi hafi komið á skrifstofu hans í september 1970 og beðið hann að annast um sölu á skipinu. Hann kveður Magnús oftar en einu sinni áður hafa beðið sig að annast sölu á þessu skipi, án þess að árangur yrði af því. Hann kveður hafa komið fyrir, að eftir að hann hafði útvegað kaup- endur, hætti Magnús við að selja. Hann kveður hafa verið ákveðið, að skipið yrði í sölu hjá sér og ekki annars staðar. Stefndi Magnús skýrir svo frá atvikum, að stefnandi hafi hringt til sín og spurt, hvort hann væri að hugsa um að selja Mími. Hann kveðst hafa sagt já og nei, en að svo mikið mætti bjóða, að hann mundi selja. Hann kveðst hafa tekið fram, að báturinn væri í lagi og að ekki gæti orðið af sölu fyrr en að leigutíma loknum. Hann kveður stefnanda hafa sagt, að hann hefði kaupendur, sem mundu kaupa skipið fyrir 12.500.000. Hann kveður stefnanda hafa spurt, hvort hann vildi koma inn eftir til sín daginn eftir. Hann kveðst hafa tekið fram við stefn- anda, að Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður hefði með öll sín mál að gera og að hann yrði að ganga frá þessu máli að öllu leyti. Hann kveðst hafa farið daginn eftir á skrifstofu stefn- anda. Þar kveður hann hafa verið fyrir væntanlega kaupendur, Sigurjón nokkurn Júlíusson og mann, sem hann man ekki nafn á. Hann kveður ekki hafa náðst samninga við þessa menn. Hann kveðst hafa undirritað dskj. nr. 3 á þessum fyrsta fundi með stefn- anda. Hann kveður tölunni 3.000.000 hafa verið breytt í 2.000.000, eftir að hann undirritaði. Hann kveðst hafa haft samband við hlut- hafana Báru, Magnús og Jón og segir Jón hafa veitt samþykki sitt fyrirfram á, að hann gerði tilboð um sölu á skipinu. Stefnandi kveðst hafa vitað, að skipið var eign hlutafélags. Lögmaður stefnanda kveður ástæðuna fyrir því, að stefnandi 169 lét stefnda Magnús undirrita dskj. nr.3, hafa verið, að Guðmundur Jensson, framkvæmdastjóri Smára s/f, muni hafa sett það skilyrði fyrir því, að eigendur sameignarfélagsins kæmu til viðræðna um kaup á m/b Mími, að stefnandi aflaði skriflegrar yfirlýsingar frá Magnúsi þess efnis, að skipið væri í sölu hjá stefnanda. Af hálfu stefnanda er upphafi samskipta hans við Smára s/f lýst þannig, að fyrirsvarsmenn félagsins hafi komið á skrifstofu hans í lok septembermánaðar 1970 í því skyni að athuga með kaup á fiskiskipi, um það bil 100 rúmlestir að stærð. Stefnandi kveðst þá hafa skýrt þeim frá m/b Mími og segir, að þeir hafi þegar í stað fengið áhuga á kaupum. Guðmundur Jensson segir, að hann hafi mætt ásamt félögum sínum í Smára s/f á skrifstofu stefnanda þann 5. október 1970 til viðtals. Þá kveður hann stefnanda hafa tjáð þeim, að Mímir, IS 30, væri til sölu. Konráð Gunnarsson kveður stefnanda hafa hringt vestur og skýrt frá því, að hann hefði Mími til sölu. Samkvæmt gögnum málsins hafa stefndi Magnús og félagsmenn í Smára s/f farið til Þorlákshafnar og skoðað skipið þann 6. októ- ber 1970 og skrifað undir dskj. 4 á skrifstofu stefnanda eftir þá ferð og að því er virðist, eftir að stefndi Magnús hafði haft sam- band við meðstjórnarmann sinn í Hafnarbergi h/f í síma. Stefnandi (sic) kveðst telja, að með þessu hafi ekki verið kom- inn á bindandi kaupsamningur, heldur hafi Smári s/f átt að hafa kauprétt að öðru jöfnu. Eftir þetta fóru allar viðræður aðiljanna fram á skrifstofu lög- manns stefnda, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns í Hafnarfirði, og annaðist hann um skjalagerð, útbjó kaupsamning, veðbréf og afsal. Enn fremur mun hann hafa samið við veðhafa. Samkvæmt kaupsamningi, dags. 13. nóvember 1970, skyldi kaup- verðið vera kr. 11.500.000 og útborgun kr. 500.000 við undirskrift kaupsamnings, kr. 500.000 15. desember 1970 og kr. 1.000.000 við afhendingu bátsins. En afhending bátsins og afsal skyldi fara fram í síðasta lagi 20. janúar 1971, en seljanda var heimilt að af- henda skipið fyrr, ef honum reyndist það mögulegt. Kaupendur skyldu gefa út veðskuldabréf að fjárhæð kr. 3.000.000, sem skyldi greiðast upp með 10 jöfnum árlegum af- borgunum á næstu 12 árum, í fyrsta sinn tveimur árum eftir af- hendingu skipsins. Enn fremur skyldu þeir gefa út veðskuldabréf að fjárhæð kr. 2.334.330 til 8 ára. Þessi fjárhæð var lækkuð í kr. 1.834.320 í afsali og lánstíminn styttur í 6 ár. Áður en að afsal var gefið út, fór fram 12 ára flokkunarskoðun 170 á skipinu að kröfu kaupenda, og var skipið þá mælt niður úr 101 smálest í 88 smálestir. Af þeim sökum var kaupverð skipsins lækkað um kr. 500.000. Stefnandi kveður hafa verið ákveðið á viðræðufundi á skrif- stofu Árna Grétars Finnssonar, að útborgun lækkaði úr 3.000.000 í 2.000.000, og kveður hann efalaust, að hann hafi breytt dskj. 3 í samræmi við það. Hins vegar telur stefnandi, að kaupverðið hafi verið ákveðið kr. 11.500.000, um leið og dskj. 4 var undir- ritað. Hann telur, að kaupverðið hafi lækkað í kr. 11.000.000 vegna þess, að stefnda hafi skort fé til að láta framkvæma þær viðgerðir, sem nauðsynlegar voru til að koma skipinu í ríkisskoð- unarástand, eins og um var samið. Þessari staðhæfingu hefur ein- dregið verið andmælt af hálfu stefnda. Af stefnda hálfu er því haldið fram, að þegar hann undirskrif- aði dskj. 4, hafi kaupverðið verið ákveðið kr. 12.500.000 og út- borgun kr. 3.000.000. Í sakaukastefnu staðhæfir lögmaður stefnanda, að Smári s/f hafi skuldbundið sig til að kaupa skipið fyrir kr. 12.500.000. Stefndi Magnús kveðst telja, að tölunum kr. 12.500.000 og kr. 3.000.000 hafi verið breytt í kr. 11.500.000 og í kr. 2.000.000, eftir að hann undirritaði. Hann kvaðst ekki muna, hvort búið var að breyta lánstímanum úr 10 árum í 12 ár, þegar hann undirritaði, en kveður þó alltaf hafa verið talað um 10 ár. Hann kveðst telja einkennilegt, að hann skyldi ekki tala um Hafnarberg h/f í til- boði sínu. Guðmundur Jensson telur breytingar á tólum á dskj. 4 hafa verið gerðar, áður en tilboðin voru undirrituð, enda hafi aldrei komið til, að þeir keyptu bátinn á hærra verði en kr. 11.000.000 og að útborgun væri kr. 2.000.000. Stefndi Magnús kveður kaupendur hafa talað um kaupverð frá kr. 11.500.000 til kr. 12.500.000. Guðmundur Jensson kveður Halldór sjálfan hafa breytt tölun- um að aðiljum viðstöddum og með þeirra samþykki. Konráð Gunnarsson kveður kaupverðið hafa verið ákveðið kr. 11.500.000, þar af kr. 2.000.000 út í hönd. Hann segir, að tölunum hafi verið breytt við undirskrift. Stefnandi var viðstaddur nokkra fundi á skrifstofu Árna Grétars Finnssonar, en afskiptum hans lauk með því, að lögmaðurinn vísaði honum á dyr, að því að hann telur að tilefnislausu. Lög- maðurinn telur, að ástæðan hafi verið sú, að of mikill tími hafi farið í deilur milli stefnanda og stefnda um sölulaun, og hann 171 kveðst hafa spurt samningsaðilja, hvort stefnandi væri umboðs- maður þeirra, og fengið neikvætt svar, áður en hann vísaði stefn- anda á dyr, en það mun hafa verið annað hvort, þegar gengið var frá kaupsamningi eða afsali. Á næsta fundi þar á undan hafði stefnandi komið með uppkast að afsali, en í því voru eftirstöðvar veðskuldar ranglega tilgreindar og ógetið skuldar að fjárhæð kr. 835.000 við handhafa. Stefnandi kveðst hafa boðist til að semja við Fiskveiðasjóð. Hann kveðst hafa náð samkomulagi við sjóðinn um, að fiskveiða- sjóðslán fengi að hvíla áfram á skipinu og að greiðslur, sem voru í vanskilum, frestuðust til gjalddaga á næsta ári; þannig kveðst hann hafa fengið samþykki Fiskveiðasjóðs til eigendaskiptanna. Árni Grétar Finnsson kveður stefnanda hafa sagt sér, að hann hefði haft samband við Fiskveiðasjóð og gengið eitthvað frá láni þar. Hann kveður stefnanda hafa sýnt sér einhverjar tölur í því sambandi. Hann kveður þetta hafa verið, áður en hann gekk frá kaupsamningi. Hann kveðst sjálfur hafa farið á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs og fengið upp fjárhæð lánsins. Hann kveður hafa komið í ljós, að sú tala, sem stefnandi gaf upp, var ekki rétt, og kveðst hafa rætt um yfirtöku lánsins við þetta tækifæri. Hann kveður kaupendurna hafa endanlega gengið frá þessu máli við Fisk- veiðasjóð. Stefnda Magnúsi segist svo frá um upphaf samskipta hans við Smára s/f: Stefndi kveðst hafa komið inn á Ólafsvík á m/b Guðrúnu. Hann kveður þá Konráð Gunnarsson hafa komið um borð og sagt við sig: „Þú vildir ekki selja okkur Mími“. Stefndi kveðst hafa sagt, að það hafi ekkert komið til greina. Hann kveður Konráð hafa spurt, hvort hann væri búinn að selja. Því kveðst hann hafa svarað neitandi. Þá kveður hann Konráð hafa sagt: „Þú selur kannski okkur?“ Hann kveðst hafa svarað, að ómögulegt væri að segja um það. Hann kveður Guðjón Frímannsson, vélstjóra á Guðrúnu, sem var viðstaddur, hafa sagt þá: „Kauptu bara bátinn af karlinum, þú færð góðan bát þar“. Hann kveður hafa komið fram í samtalinu, að félagsmönnum í Smára s/f hefði verið sagt, að búið væri að selja bátinn og ganga frá kaupunum. Hann kveður ekkert hafa verið talað um þetta, fyrr en hann kom heim, þá kveður hann Guðmund Jensson hafa hringt til sín og farið að ræða um kaupin. Hann kveðst hafa vísað á Árna Grétar Finnsson. Síðar kveður hann Guðmund hafa hringt aftur og sagst ekki hafa getað náð sambandi við Árna. 172 Hann kveður Guðmund hafa beðið sig um að koma til viðtals hjá stefnanda. Hann kveðst hafa komið þangað, síðan kveðst hann hafa farið með þeim til Þorlákshafnar, eins og að framan greinir. Vitnið Frímann Guðjónsson hefur komið fyrir dóminn og vitnað um viðræður stefnda Magnúsar og Konráðs Gunnarssonar Í Ólafs- vík. Hann kveðst ekki muna, hvenær þetta var. Hann kveðst hafa hitt Konráð á bryggjunni. Þegar Konráð sá Magnús, kveður vitnið hann hafa sagt: „Ætli Magnús sé búinn að selja Mími?“ Vitnið kveðst hafa neitað því og sagt: „Ætlar þú að fara að stækka?“ Hann kveðst síðan hafa sagt, að hann ætlaði að fara um borð og semja við Magnús. Hann kveður síðan hafa verið farið í borðstofu skipsins. Þar kveður hann Konráð og Magnús hafa rætt um kaup á Mími. Hann kveðst ekki hafa hlustað á hvert einasta orð, en heyrt Konráð segja: „Ég held, að það væri réttast, að ég keypti bara bátinn af karlinum“. Hann kveður sér hafa fundist eins og þeir væru að gera út um kaupin. Hann segir, að sér hafi fundist, að Konráð hefði sérstakan áhuga á að ræða við Magnús um skipið og kannast við, að hann hafi nefnt Guðmund Jensson í því sambandi. Konráð Gunnarsson kveður þá félaga hafa vitað áður, að bátur- inn var til sölu, og segir, að Guðmundur Jensson hafi hitt Hall- dór áður og Halldór þá skýrt frá því, að hann hefði Mími til sölu. Vitnið telur, að þetta hafi gerst haustið 1970. Á svipuðum tíma kveðst hann hafa hitt Magnús um borð í Guðrúnu. Hann kveður hafa borist í tal, að Guðlaugur Guðmundsson og synir hans væru fyrir sunnan að falast eftir Mími. Hann segir, að Magnús hafi sagt, að hann kynni að selja bátinn. Hann kveðst hafa sagt, að þar fengi hann góða kaupendur, þar sem þeir feðgarnir væru. Stefnandi kveðst hafa stundað skipasölu í 14 ár og ekki telja, að skipasala sé háð leyfi. Hann kveður Guðjón Styrkársson hæsta- réttarlögmann vera lögfræðing sinn og Skipasölunnar og skipa- leigunnar. Hann kveður Guðjón ekki hafa haft afskipti af þessari sölu. Málsástæður. Meginmálsástæða stefnanda er, að honum hafi verið falið að selja skipið og að honum hafi tekist að finna kaupanda og koma á bindandi samkomulagi milli aðiljanna. Fyrir það telur hann sér bera 2% sölulaun með hliðsjón af 2. mgr. 6. gr. laga nr. 47/1938 um fasteignasölu, samkvæmt venju og samkvæmt loforði stefnda. Stefnandi kveðst hafa verið reiðubúinn til að inna af hendi öll þau störf, sem nauðsynleg voru til að ganga frá kaupunum, og 173 telur hann sig ekki hafa afsalað neinum rétti, þótt hann sam- þykkti, að stefndi fengi annan fasteignasala til að ganga frá skjölum. Sérstaklega er á því byggt, að stefndi Magnús hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða 2% söluþóknun. Af hálfu stefndu er á því byggt, að stefnanda hafi aldrei verið falið að selja skipið. Því er haldið fram, að yfirlýsingin á dskj. 3 sé marklaus, þar sem hún sé ekki gefin til ákveðins aðilja og ekki gefin út af réttum aðilja. Því er haldið fram, að bindandi kaupsamningur hafi ekki komist á með útgáfu dskj. 4, enda hafi langar samningaviðræður farið fram eftir það, áður en kaupin voru endanlega ráðin. Á það er bent, að dskj. 4 sé ekki gefið út af réttum seljanda. Þá er því haldið fram, að stefnandi hafi ekkert það unnið að kaupunum, sem hafi komið að gagni, og að skjöl þau, sem hann hafi útbúið, sýni, að hann sé ekki fær um að stunda skipasölu, enda hafi hann ekki réttindi til þess. Lögmaður stefndu telur, að ákvæði 1. gr. laga nr. 47/1938 um fasteignasölu beri að beita með lögjöfnun um skipasölu. Stefndi Magnús byggir sýknukröfu sína m. a. á aðildarskorti. Álit dómsins. Dómurinn ályktar, að þar sem ákvæði 1. gr. laga nr. 47/1938 um fasteignasölu sé undantekning frá grundvallarreglu, sem fram komi í 69. gr. stjórnarskrár nr. 33 frá 1944, sé ekki fært að álykta frá fyrrnefnda ákvæðinu með lögjöfnun um skipasölu. Stefndi Magnús virðist hafa haft fullt umboð frá eiganda skips- ins til þeirra ráðstafana, sem hann gerði, og stefnanda var ljóst, að stefndi Magnús kom fram sem umboðsmaður. Verður að líta svo á, að hann hafi undirritað dskj. 3 og 4 í umboði stefnda Hafn- arbergs h/f, þótt þess sé ekki getið. Ber því að sýkna stefnda Magnús af öllum kröfum stefnanda. Telja verður, að leitt sé í ljós, einkum með dskj. 3 og dskj. 4, að stefndi Magnús hafi fyrir hönd stefnda Hafnarbergs h/f falið stefnanda að finna kaupanda að skipinu og koma á kaupum. Virð- ist því ljóst af dskj. 4, að stefnanda hafi tekist að koma kaupanda og seljanda saman og koma á bindandi samkomulagi um megin- atriði kaupanna, þótt samningskjörin hafi breyst síðar vegna at- vika, sem vörðuðu seljanda. Fyrir þetta ber stefnda Hafnarbergi h/f að greiða stefnanda þóknun. Með hliðsjón af 4. og 6. gr. laga nr. 47/1938, ákvæðum yfirlýsinganna á dskj. 3 og 4, því verki, 174 sem stefnandi leysti af hendi, og vinnubrögðum hans þykir þókn- unin hæfilega ákveðin kr. 110.000. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 35.000. Dóm þennan kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson hér- aðsdómari, Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður og Jón Ing- varsson forstjóri. Skúli J. Pálmason hæstaréttarlögmaður hefur farið með málið fyrir hönd stefnanda og flutt það munnlega. Árni G. Finsson hæstaréttarlögmaður hefur farið með málið fyrir hönd stefndu. Flutti hann málið munnlega 27. júní 1974. Málið var endurupptekið og flutt að nýju 10. september 1974. Þá flutti það Benedikt Guðbjartsson héraðsdómslögmaður vegna Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns. Dómsorð: Stefndi Magnús Magnússon skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Halldórs Halldórssonar. Stefndi Hafnarberg h/f greiði stefnanda, Halldóri Halldórssyni, kr. 110.000 auk 8% árs- vaxta frá 1. nóvember 1970 til 1. júní 1973, en með 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 35.000 í máls- kostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að við- lagðri aðför að lögum. 175 Þriðjudaginn 16. mars 1976. Nr. 138/1974. Hellir s/f (Guðjón Steingrímsson hrl.) gegn Helga Þórarinssyni (Jón Finnsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Frávísun frá Hæstarétti. Áfrýjunarfjárhæð. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. ágúst 1974, að fengnu áfryjunarleyfi 17. júlí 1974. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfryjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýs málflutnings og dómsálagningar. Til vara krefst hann sýknu, en til þrauta- vara staðfestingar hins áfryjaða dóms með þeirri breytingu, að vextir verði aðeins dæmdir frá útgáfudegi stefnu 7. mars 1972. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjanda dæmt að greiða stefnda skaðabætur 22.100 krónur. Þar sem fjárhæðin nær ekki 25.000 krónum, verður málið ekki borið undir Hæsta- rétt, sbr. 2. mgr. 13. gr. og 14. gr. laga nr. 75/1973, en áfrýj- andi hefur ekki aflað sér áfrýjunarleyfis samkvæmt 16. ær. sömu laga. Ber því að vísa máli þessu sjálfkrafa frá Hæsta- rétti. Réti er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 20.000 krónur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Afrýjandi, Hellir s/f, greiði stefnda, Helga Þórarins- 176 syni, 20.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Fjárhæð þeirrar dómkröfu, sem stefndi gerði á hendur áfrýjanda fyrir héraðsdómi, nam 32.100 krónum. Í áfrýjunar- stefnu krefst áfrýjandi alserrar sýknu af þeirri kröfu. Telst nefnd fjárhæð því áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 2. mgr. 183. gr., sbr. 1. ml. 14. gr., laga nr. 75/1973. Skiptir ekki máli í því tilliti, þótt héraðsdómur hafi eigi tekið dómkröfu stefnda til greina að fullu, heldur einungis dæmt áfrýjanda til greiðslu fjárhæðar, sem er lægri en fjárhæð sú, sem lögmælt er í áður- nefndri 2. mgr. 13. gr. Samkvæmt framanrituðu tel ég, að Ulvitnuð ákvæði laga nr. 75/1973 séu því ekki til fyrirstöðu, að mál þetta verði dæmt að efni til í Hæstarétti. En þar sem meiri hluti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu, að vísa beri málinu sjálf- krafa frá Hæstarétti, er ekki ástæða til, að ég leggi efnisdóm á málið. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 19. desember 1973. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hefur Helgi Þórarinsson verkamaður, Arnarhrauni 11, Hafnarfirði, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 11. mars 1972, á hendur Helli s/f, Hafnarfirði, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 32.100 auk 7% ársvaxta frá 1. janúar 1968 til greiðsludags og málskostnaðar, þar á meðal mats- kostnaðar, að skaðlausu. Af stefnda hálfu er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt lág- marksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Málavextir. Þann 27. ágúst 1966 keypti stefnandi fokhelda íbúð í húsinu nr. 11 við Arnarhraun í Hafnarfirði af stefnda. En félagar í Helli s/f voru þá Björn Ólafsson byggingameistari, Guðni Steingrímsson múrarameistari og Kristján Steingrímsson bifreiðarstjóri, allir í Hafnarfirði. Húsið var afhent fokhelt með frágengnu þaki. 177 Af hálfu stefnanda er því haldið fram í stefnu, að síðar hafi samist svo um með stefnanda og öðrum íbúðaeigendum, að Hellir s/f sæi um múrhúðun hússins að utan. Stefnandi kom fyrir dóm- inn 11. maí 1973 og sagði þá, að stefnendur (sic) hefðu boðist til þess í kaupsamningi að annast múrhúðun. Eftir að málið hafði verið tekið til dóms, 9. nóvember 1973, var það endurupptekið, og var aðiljum þá gefinn kostur á að leggja fram kaupsamning- inn. Í fjórða tölulið samningsins segir, að seljandi lofi að annast meðal annars múrhúðun utanhúss. Af stefnda hálfu var því mót- mælt í greinargerð, að stefndi hefði annast múrhúðunina, og því haldið fram, að Guðni Steingrímsson hefði séð um múrhúðun utan- húss, en þetta var síðan leiðrétt við munnlegan flutning málsins. Stefnandi kveðst hafa fengið leyfi til að byrja að vinna í íbúð sinni síðari hluta marsmánaðar eða í apríl árið 1967. Guðni Stein- grímsson kom fyrir dóminn 22. maí 1973. Hann kvað húsið hafa verið múrhúðað sumarið 1967. Í matsbeiðni, dags. 30. júlí 1971, sem síðar verður getið nánar, og í stefnu kveður stefnandi múr- húðun á húsinu hafa verið lokið í september til október 1967. Í stefnu og matsbeiðni segir, að stefnandi hafi flutt inn í íbúð sína á efri hæð hússins, eftir að múrhúðun lauk, eða í desember árið 1967. Í kröfubréfi til stefnda, dags. 13. nóvember 1970, segir hins vegar, að stefnandi hafi flutt inn í íbúðina um miðjan september 1967. Í kröfubréfinu segir, að farið hafi að bera á leka úr sprungu í loftplötu í stofuhorni, er stefnandi hafði búið í íbúðinni í tvo til þrjá mánuði, og þetta hafi ágerst svo, að í vatnsveðrum hafi vatn pípt niður um sprunguna. Í matsbeiðni og stefnu segir, að fljótlega eftir að stefnandi flutti inn í íbúðina, eða í janúar — febrú- ar 1968, hafi farið að bera á leka í útvegg í suðausturhorni stof- unnar og málning byrjað að flagna þar af. Í aðiljaskýrslu segir stefnandi, að hann hafi fyrst orðið var við sprungur, meðan húsið var í byggingu. Eftir að hann fékk leyfi til að vinna í húsinu, kveðst hann hafa byrjað að innrétta, pússa og einangra. Hann kveðst hafa tekið eftir því, að vatn kom inn, alltaf þegar rigndi og hvasst var. Hann kveður vera sprungu í loftplötu í stofu, þvert í hornið. Hann kveður vera láréttar sprungur á útvegg, bæði ofan og neðan við loftplötu. Hann kveður hafa komið niður 3 til 4 lítra af vatni, þegar mest var, yfir nóttina. Hann kveður leka hafa komið víðar fram í stofunni við útvegginn. Í greinar- gerð stefnda segir, að síðast í desember kveði Guðni Steingríms- son stefnanda hafa haft samband við sig vegna leka, sem þá var 12 178 að koma fram í húsinu. Telur Guðni, að leki þessi muni nafa komið fram í sprungu, sem myndast hafi við jarðskjálfta, sem varð í desember 1968, enda hafi stefnandi aldrei kvartað um leka á húsinu í þau tvö ár, sem hann hafði átt íbúðina, fyrr en eftir jarðskjálftann. Guðni segir í aðiljaskýrslu sinni, að fyrst hafi komið til tals, að sprungur væru í húsinu í desember 1968, þegar stefnandi hafði orð á því við mætta (sic). Hann kveður stefnanda hafa hringt í sig og sagt sér, að leki væri í stofunni. Hann kveðst hafa komið og litið á þetta. Hann kveður múrarana, sem múruðu húsið að utan, ekki hafa minnst á, að veggir væru sprungnir. Hann kveðst telja, að sprungurnar hafi myndast í jarðskjálfta. Hann kveðst ekki hafa orðið var við annan leka en í horni stof- unnar hjá stefnanda. Hann kveðst hafa spurt stefnanda, hvort um annan leka væri að ræða. Hann kveður stefnanda hafa svarað, að svo væri ekki. Hann kveður Sigurstein og Ragnar Jónssyni hafa múrhúðað íbúðina að innan. Hann kveður þá ekki hafa unnið á vegum stefnda. Hann kveðst hafa tekið fram við þá, að þeir létu sig vita, ef eitthvað væri athugavert. Hann kveðst ekki hafa fengið tilkynningu frá þeim um nokkuð athugavert. Lagt hefur verið fram í málinu vottorð Ragnars Stefánssonar, deildarstjóra jarðeðlisfræðideildar Veðurstofu Íslands, dags. 3. maí 1972, svohljóðandi: „Varðandi fyrirspurn í síma um jarðhræringar í Hafnarfirði í des. 1968— jan. 1969: Sá jarðskjálfti, sem hafði lang mest áhrif í Hafnarfirði á þessu tímabili, varð 5. desember 1968 kl. 0944, upp- tök 63? 55" N, 21 500 W, stærð 6.0 á Richter-karða. Styrkleiki hreyfinga af völdum þessa jarðskjálfta í Hafnarfirði var yfirleitt 5 stig á Mercalli-styrkleikastiga frá 1931, sem svarar til flýtn- innar 2.5—5 cm/sec.? Þessi styrkleiki veldur venjulega ekki sprungum Í steinsteypu, en sprungur, sem eru fyrir í steinsteypu, gætu komið fram í múrhúðun. Þess skal þó getið, að styrkleiki þessa skjálfta á einstaka stöðum í Hafnarfirði gæti verið talsvert meiri en 5, vegna þess að undirstaðan væri til þess fallin að þeim stöðum að magna hreyfinguna mjög. Hraunið, sem Hafnarfjörður stendur á, hefur áreiðanlega mjög breytilega svörun gagnvart jarðskjálftum frá einum stað til annars. Því er ekki hægt að úti- loka þann möguleika, að umræddur jarðskjálfti hafi valdið sprungumyndun í steinsteypu Í einstaka húsum“. Stefnandi kveðst ekki hafa orðið var við, að mynduðust sprung- ur Í jarðskjálfta. 179 Þorleifur Guðmundsson eldfæraeftirlitsmaður, til heimilis að Arnarhrauni 13, Hafnarfirði, hefur komið fyrir dóminn. Hús hans stendur við hlið Arnarhrauns 11. Hann segist hafa legið á sjúkrahúsi frá 9. nóvember til 9. des- ember 1968 og segir, að þegar hann kom heim, hafi verið komin sprunga í bílskúrsgólf og í steinsteypt bílskúrsþak. Enn fremur kveður hann hafa verið lóðrétta sprungu á austurgafli íbúðar- hússins. Hann kveðst telja, að sprungurnar í bílskúrnum hafi myndast við jarðskjálfta, en um sprungu á húsinu kveðst hann ekki vilja fullyrða, en segir, að pússningin hafi ekki flagnað af fyrr en á þeim tíma. Í kröfubréfi segir, að stefnandi hafi kvartað árangurslaust. Í matsbeiðni og stefnu segir, að Guðna Steingrímssyni hafi verið gert aðvart um lekann, áður en íbúð stefnanda var einangruð og múruð að innan. Í aðiljaskýrslu kveðst stefnandi hafa tilkynnt Guðna Steingrímssyni um þetta á húsfundi, er verið var að ræða um utanhússpússningu. Hann kveður Guðna hafa reynt að laga þetta með pússningu, en árangurslaust. Guðni Steingrímsson kveðst muna eftir að hafa setið húsfund, þar sem rætt var um utanhússpússningu. Hins vegar kveðst hann ekki muna eftir, að minnst væri á leka á þeim fundi. Vitnið Laufey Guðmundsdóttir, sem átti íbúð að Arnarhrauni 11, kveðst hafa verið á fyrsta fundi eigenda í húsinu, áður en pússað var. Hún kveður Kristján Steingrímsson hafa verið á fund- inum, en man ekki, hvort Guðni var þar. Hún kveður sækjanda hafa haft orð á því, að veggur væri lekur í íbúð sinni og skakkur. Hún kveður þetta hafa verið stofuvegginn, sem snýr að vinkl- inum við innganginn. Hún kveður alla fundarmenn hafa gengið yfir í íbúð Helga til að skoða þetta. Hún kveður hafa verið áber- andi mikinn vatnsleka þarna, sérstaklega áður en pússað var. Hún tekur fram, að þegar rigndi, eftir að pússað var, hafi aftur lekið og pípt niður vatn. Hún kveður hafa verið hafðan bala undir lekanum. Guðni Steingrímsson braut upp sprungur og gerði við þær 30. október og 31. október 1969. Í kröfubréfi segir svo um þetta: „Að- stæður til lagfæringar voru ekki góðar, þegar verkið var unnið, komið myrkur, og um nóttina fraus. Komu þessar aðgerðir ekki að neinu haldi. Í rigningarveðri er verulegur leki þarna, og nú er einnig farið að bera á leka í öðru horni stofunnar“, Í stefnu z segir frá þessu atriði á sama veg. Guðni Steingrímsson kveðst 180 hafa hitt stefnanda, nokkuð löngu eftir að hann framkvæmdi við- gerðina. Hann kveður stefnanda þá ekki hafa talið neitt athuga- vert. Guðni og stefnandi voru samprófaðir. Stefnandi kvaðst þá við þetta tækifæri hafa sagt, að hann gæti ekki sagt um, hvort viðgerðin hefði borið árangur, því ekki hefði komið rok og rign- ing, eftir að viðgerðin fór fram. Hann kveðst hafa sagt, að hann væri vantrúaður á, að viðgerðin bæri árangur. Guðni kvaðst alls ekki minnast þess, að Helgi hagaði orðum sínum þannig. Stefn- andi kveður svo hafa komið fram leka, næst þegar gerði hvass- viðri og rigningu. Hann kveðst hafa talað um þetta við Guðna og spurt, hvort stefndi hygðist framkvæma viðgerð. Hann kveður stefnanda ekki hafa viljað sinna því. Um nánari atvik að þessari kvörtun kveðst hann ekki muna. Hann kveðst muna eftir að hafa hringt í Guðna og að Guðni hafi komið og litið á lekastaðina. Hann man ekki, hvort það var eftir eða áður en viðgerðin fór fram. Hann kveður vel geta verið, að þetta hafi átt sér stað, áður en viðgerðin fór fram. Vitnið Laufey Guðmundsdóttir segir, að eftir að viðgerð fór fram, hafi hætt að leka í íbúð sinni, en ekki í íbúð stefnanda. Vitnið Arnar Axelsson kom fyrir dóminn 12. júní 1973. Hann kvaðst eiga íbúð að Arnarhrauni 11. Hann kvaðst hafa flutt inn í íbúð sína um haustið 1968. Eftir að hann flutti inn, kveðst hann hafa orðið vitni að því, að leki var í íbúð stefnanda. Hann kveðst hafa tekið þátt í að fyrirbyggja, að læki áfram niður á neðri hæð. Hann kveðst ekki minnast þess að hafa heyrt um leka fyrr. Hann kveðst minnast þess að hafa orðið var við glufur í samskeytum við efstu loftplötu, þegar hann vann við að mála húsið að utan. Hann kveðst hafa haft orð á því við Kristján Steingrímsson, en segir, að Kristján hafi gert lítið úr þessu. Hann kveður glufur þessar hafa verið á tveimur stöðum. Hann segir, að glufurnar hafi verið svo víðar, að koma hafi mátt blýanti í þær. Hann kveðst ekki muna nákvæmlega, hvar þær voru, en telur, að annar staðurinn hafi verið nálægt innganginum. Hann segir, að báðir staðirnir hafi verið gótumegin á húsinu. Hann kveðst minnast þess, að þegar hann varð fyrst var við lekann, hafi Guðni Stein- grímsson verið kvaddur á vettvang. Hann kveður viðgerð hafa farið fram í óhagstæðu veðri. Guðni Steingrímsson segir, að gengið hafi verið frá efstu loftplötu á hefðbundinn hátt. Hann segir, að stunginn hafi verið út vatnslás í veggjasteypu og platan steypt ofan á. Hann kveðst hafa athugað sérstaklega öll samskeyti og misfellur í steypu á þessu húsi, áður en hann múrhúðaði. Hann 181 kveður öll skil hafa verið hreinsuð rækilega og sett mak í mis- fellur á steypuskilum, þar sem þurfa þótti. Hann kveður ekki hafa verið meira um misfellur en gengur og gerist. Hann kveðst ekki muna eftir, hvort sprungur voru Í steypunni. Hann segir, að vatnslás hafi verið gerður með listum í mótum, þar sem því varð við komið. Hann kveðst hafa framkvæmt viðgerð, eftir að stefn- andi kvartaði um leka. Hann kveðst hafa gert við sprungu á vegg íbúðarinnar í vinkli við inngang. Hann kveður sprunguna hafa verið lárétta við steypuskil efstu plötu. Einnig kveðst hann hafa gert við aðrar sprungur, fínni, annars staðar í húsinu með fran- kítti. Hann kveður þær sprungur hafa verið á framhlið, bæði fyrir framan vinkilinn, yfir íbúð stefnanda og fyrir innan vinkilinn og þaðan fyrir húsornið. Í bréfi, dags. 10. júlí 1971, óskaði stefnandi eftir því, að dóm- kvaddir yrðu matsmenn til þess að skoða og gera álitsgerð um orsakir leka í íbúð hans og áætla, hvað kosta mundi að gera við hana. Til að framkvæma matið voru skipaðir þeir Ingi Kristjáns- son húsasmíðameistari og Hörður Þórarinsson múrarameistari. Matsgerðin hófst 13. október 1971 og er dags. 11. nóvember 1971. Meginefni hennar er sem hér segir: „Í suðaustur horni stofu var sprunga í lofti, sem sjáanlega hefur lekið með, einnig fyrir miðjum stofuglugga og suðvesturhorni stofunnar. Að utan eru áberandi sprungur milli loftplötu og innfelldrar þakhæðar. Á þessum steypuskilum hefur múrhúðun losnað á kanti. Yfir miðjum stofuglugga er lóðrétt sprunga. Þegar þessi skoðun fór fram, var þurrt veður, og óskuðu mats- menn, að þeir yrðu látnir vita, þegar leki kæmi fram. 14. október fóru matsmenn á staðinn eftir beiðni íbúðareiganda, og kom þá í ljós allverulegur leki á áðurnefndum stöðum. Þar sem leki virtist aðallega koma með sprungum í loftplötu í horn- um stofunnar, þótti okkur öruggara að komast inn á þakið til frekari skoðunar. Þann 28. október fórum við á staðinn, því daginn áður var rok og rigning. Farið var upp á þak og tekin járnplata til að gá að orsökum lekans. Við þessa skoðun kom í ljós, að vatn kemur með sprungu, sem er á samskeytum efri brúnar plötu og veggs þakhæðar og áður- nefndri sprungu yfir glugga. Það vatn, sem kemur inn um þessar sprungur, virðist ekki fara langt inn á loftið, þar sem það hefur greiðan gang gegnum loftplötu. Einangrun, sem lögð hefur verið 182 á loftplötu, er sænskt efni (Gulfiber), sem virðist ekki taka í sig bleytu, og var því í góðu ásigkomulagi. Niðurstaða á mati þessu, að okkar mati, verður því: Að utan þarf að hreinsa burtu lausan múr á kanti, saga sprungu og þétta með góðu efni, síðan múrhúða og mála. Kostnað metum við á .. .. .. .. .. .. .. kr.15.900.00 Í stofu þarf að gera við sprungu, þar sem vatn hefur komið inn, bletta og mála. Kostnað metum við á .. — 6.200.00 Og nemur þá upphæð alls........ 2. 2. 2... Kr. 22.100.00 — tuttugu og tvö þúsund og eitt hundrað krónur 006, —“. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar eins og hér segir: 1. Kostnaður við að hreinsa burtu lausan múr á kanti, saga sprungu og þétta með góðu efni, síðan múrhúða og mála .. .. .. 2. 2... kr. 15.900 2. Viðgerð á sprungu í stofu, þar. sem vatn hefur komið inn, blettun og málning .. .. .. .. .. .. — 6.200 3. Bætur fyrir óþægindi og röskun .. .. .. .. .. .. — 10.000 Samtals kr. 32.100 Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir fyrst og fremst á því, að gengið hafi verið út frá því við húsakaupin, að húsið héldi vatni, og þar sem þetta hafi brugðist, beri stefnda að bæta stefnanda þann kostnað, sem hann hefur haft af því að gera húsið vatnsþétt. Á því er byggt, að stefnandi hafi kvartað, strax og hann varð var við gallann, og reynt ítrekað að fá stefnda til að bæta úr, án árangurs. Því er haldið fram, að hann hafi haldið kröfu sinni vakandi frá því fyrsta. Af stefnda hálfu er því haldið fram, að sprunga hafi myndast fyrir atvik, sem hann beri ekki ábyrgð á, og að krafa stefnanda, ef einhver sé, sé fallin niður fyrir fyrningu samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Staðhæft er, að stefnandi hafi ekki kvartað út af lekanum fyrr en í desember 1968, þ. e. eftir jarðskjálftann, og er það talið styðja þá skoðun, að sprunga hafi ekki myndast fyrr en á þeim tíma. Því er einnig haldið fram, að Guðni Stein- grímsson hafi gert tilraun til viðgerðar á eigin ábyrgð, en ekki á vegum stefnda. Álit dómsins. 183 Lýsing málavaxta af hálfu stefnanda er mjög óljós og hvarflandi. Eins og málflutningi stefnda er háttað, þykir þó ekki alveg nægi leg ástæða til frávísunar. Dómurinn getur ekki fallist á þá málsástæðu stefnda, að krafa stefnanda fyrnist samkvæmt 3. gr. laga nr. 14/1905, þar sem hér er hvorki um að ræða kröfu út af sölu á lausafé, verksamning né vinnusamning, heldur fasteignakaup. Virðist þá 10 ára fyrningar- reglan í 4. gr. nefndra laga taka til dómkröfu þessa máls. Það er álit hinna sérfróðu meðdómenda, að mjög ólíklegt sé, að sprungur þær, sem valda leka í íbúð stefnanda, hafi myndast við jarðskjálfta. Telja þeir, að orsakanna verði að leita í atvikum, sem varða húsbygginguna. Dómendur fallast á þá röksemd stefnanda, að honum hafi verið rétt að ætla, að húsið héldi vatni, þegar hann keypti það af stefnda, og þar sem svo reyndist, að hið selda var gallað að þessu leyti, þykir stefndi bera bótaábyrgð á tjóni stefnanda af þeim sökum skv. grundvallarreglunni, sem fram kemur í 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Af stefnda hálfu hefur ekki verið byggt á þeirri málsástæðu, að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti, og þykir þá ekki ástæða til að taka afstöðu til þess, hvort stefnandi kunni að hafa fyrirgert rétti sínum með þeim hætti. Stefnandi hefur ekki reynt að færa fram rök fyrir kröfu sinni {il bóta fyrir óþægindi, og þótt ætla megi, að hann hafi orðið fyrir óþægindum vegna vanefnda stefnda, verður ekki séð, að hve miklu leyti um er að ræða fjárhagslegt tjón, en skilyrði 264. gr. hegningarlaga nr. 19 frá 1940 virðast ekki vera fyrir hendi. Aðrir liðir kröfugerðar stefnanda virðast nægilega studdir með matsgerð. Stefnda ber þannig að greiða stefnanda kr. 22.100 auk vaxta og kostnaðar. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 22.000. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum dr. Óttari P. Halldórssyni verk- fræðingi og Diðrik Helgasyni múrarameistara. Dómsorð: Stefndi, Hellir s/f, greiði stefnanda, Helga Þórarinssyni, kr. 22.100 auk 7% ársvaxta frá 1. janúar 1968 til greiðslu- dags og kr. 22.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 184 Þriðjudaginn 16. mars 1976. Nr. 136/1974. Bjarni Thorarensen og Jón Thorarensen (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Dofra h/f (Ragnar Steinbergsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Verksamningur. Gallar. Skaðabótamál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Hinn áfrýjaða dóm hefur kveðið upp Freyr Ófeigsson, hér- aðsdómari á Akureyri. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 6. ágúst 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. júlí s. á. Krefjast þeir þess, að þeim verði aðeins gert að greiða stefnda 9.668 krónur án vaxta og að málskostnaður í héraði verði felldur niður, en stefnda dæmt að greiða þeim málskostnað í Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda. Atvikum er lýst í héraðsdómi. Hinir upphaflegu reikningar stefnda voru 37.268 krónur, og er ekki tölulegur ágreiningur um þá. Dómarar í héraði telja stefnda bera ábyrgð á göllum á veggjum og lofti, og töldu yfirmatsmenn kosta 12.300 krónur að bæta úr þessum göllum. Verður að leggja þessar niðurstöður til grundvallar. Yfirmatsmenn urðu ekki sammála um, hvað gera þyrfti við gólf, og héraðsdómarar gera ekki grein fyrir, hvernig þeir telja, að skipta beri ábyrgð á skemmdum á því. Hefði þó verið rétt, að það kæmi fram. Töldu héraðsdómarar stefnda bera hluta ábyrgðarinnar, og í matsgerðum eru áætlanir um við- gerðarkostnað. Upplýsingar þær, sem fyrir liggja í málinu, þykja nægar til að áætla megi kostnað við viðgerð á gólfi, sem stefnda ber að bæta, 8.000 krónur. 185 Samkvæmt framanskráðu verða lyktir máls þessa þær, að áfrýjendum ber að greiða stefnda 37.268 krónur að frádregn- um 20.300 krónum, eða 16.968 krónur. Samkvæmt málflutn- ingi fyrir Hæstarétti ber að greiða vexti af þessari fjárhæð frá 1. mars 1971. Ber að reikna 7% ársvexti frá þeim degi til 16. maí 1973, en síðan í samræmi við kröfur í málinu 8% ársvexti frá þeim degi til greiðsludass. Eftir þessum úrslitum er rétt, að málskostnaður í héraði os fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjendur, Bjarni Thorarensen og Jón Thorarensen, greiði stefnda, Dofra h/f, 16.968 krónur með 7% árs- vöxtum frá 1. mars 1971 til 16. maí 1973 og 8% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Reikningar stefnda vegna verks þess, sem hann vann fyrir áfrýjendur, nema samtals 37.268 krónum, og er ekki ágrein- ingur um þá. Að því er varðar gagnkröfur áfrýjenda vegna galla á verki stefnda, þá er það mat héraðsdóms, sem skipaður var bygg- ingafróðum meðdómendum, er sjálfir skoðuðu verk stefnda, að gallar á múrhúðun á lofti og vegg stafi af ófullnægjandi vinnubrögðum stefnda. Hefur þeirri niðurstöðu ekki verið hnekkt. Héraðsdómur leysti þrátt fyrir þetta ekki sérstaklega úr því, svo sem rétt hefði verið, hverju næmu hæfilegar bætur til áfrýjenda vegna þessara galla á verkinu. Ekki verður held- ur ráðið af hinum áfryjaða dómi, hverjar bætur séu taldar hæfilegar til áfrýjenda vegna gallaðrar múrhúðunar á gólfi, enda þótt héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir 186 athugun á vettvangi, að skemmdir á þeirri múrhúðun seu að einhverju leyti á ábyrgð stefnda, en að öðru leyti eigi áfrýj- endur ekki rétt til bóta fyrir þær. Loks hefur gagnkrafa áfrýj- enda sætt ótilgreindri lækkun í héraðsdómi, vegna þess að þeir hafi „hagnast á því að greiða ekki reikning“ stefnda, sem hafi ekki verið vefengdur tölulega. Sést ekki, að lækkun þessi styðjist við neitt, sem stefndi hefur haldið fram í málinu. Af framangreindum ástæðum tel ég vera þá annmarka á hinum áfrýjaða dómi, að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann sjálfkrafa svo og málsmeðferðina frá 18. febrúar 1974 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- uppsögu að nýju. Þessi úrlausn hefur eigi hlotið samþykki meiri hluta dóm- ara. Mun ég því samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 75/1973 greiða atkvæði um efni máls. Óhrakin er sú niðurstaða héraðsdóms, að nokkrir gallar hafi verið á verki stefnda, sem veiti áfrýjendum rétt til skaða- bóta. Og þar sem gögn málsins leiða ekki í ljós, að fremur beri að ákveða bætur með einhverri annarri fjárhæð en þeirri, sem gert er í atkvæði meiri hluta dómara, fellst ég á niður- stöðu þeirra. Dómur bæjarþings Akureyrar 22. mars 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 18. febrúar sl., hefur Dofri h/f, Akureyri, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 22. júní 1972, á hendur þeim feðgum Bjarna og Jóni Thorarensen, báðum til heimilis að Lönguhlíð 13, Akureyri. Krefst stefnandi þess, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda kr. 37.268 ásamt 8% ársvöxtum af kr. 36.213.50 frá 13. jan. 1971 til 31. júlí s. á. og af kr. 37.268 frá 1. ágúst s. á. til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkv. gjaldskrá LMFÍ. Stefndu krefjast þess, að stefnufjárhæð verði lækkuð um kr. 27.600, þannig að þeim verði aðeins gert að greiða kr. 9.668. Þá krefjast þeir þess, að vextir af þeirri fjárhæð verði ekki dæmdir og að málskostnaður verði látinn falla niður. Málsatvik eru þessi: Síðari hluta desembermánaðar 1970 og fyrri hluta janúarmán- 187 aðar 1971 múrhúðuðu starfsmenn stefnanda bifreiðargeymslu, til- heyrandi húseigninni Lönguhlíð 13, Akureyri, en stefndu eru sameigendur að fasteign þessari, og var verkið framkvæmt að þeirra beiðni. Var bifreiðargeymslan múrhúðuð að innan, veggir allir og loft, og einnig var rennt í gólf og það pússað. Reikningar stefnanda vegna vinnu og efnis, sem hann lét í té við verk þetta, námu samtals kr. 37.268, og þar sem stefndu feng- ust ekki til að greiða fjárhæð þessa, hefur stefnandi höfðað mál þetta til innheimtu skuldarinnar. Kröfu sína um lækkun stefnufjárhæðar byggja stefndu á því, að verk stefnanda hafi verið verulega gallað, og eftir að mál þetta var höfðað, óskuðu þeir eftir dómkvaðningu tveggja óvil- hallra matsmanna til þess að skoða gallana og meta þá til pen- ingaverðs. Þann 6. okt. 1972 voru dómkvaddir sem matsmenn beir Har- aldur Sveinbjörnsson verkfræðingur og Sigurður Hannesson múr- arameistari. Matsgerð sinni luku þeir í nóvember 1972, og hefur hún verið lögð fram í málinu, en þar segir: „Samkvæmt dómkvaðningu héraðsdómarans á Akureyri hinn 21. sept. 1972 vorum við undirritaðir kvaddir til þess að skoða galla á múrhúðun á bílskúr húseignarinnar Lönguhlíðar 13 hér í bæ svo og meta til fjár kostnað við endurbætur. Matsskoðun fór fram fimmtudaginn 23. nóvember, og var annar eigenda hússins, Jón Thorarensen, svo og Hannes Pálmason múr- arameistari fyrir hönd Dofra h.f. viðstaddir matsskoðun auk mats- manna. Bílskúr sá, er hér um ræðir, var múrhúðaður að innan af Dofra h.f. á tímabilinu 21. des. 1970 til 13. jan. 1971. Við matsskoðun komu eftirtalin atriði í ljós: Múrhúðun hefur ekki náð eðlilegri herzlu á 1 til 2 m? fleti við reykrör á vesturvegg, en er þó ekki laus frá vegg. Samkvæmt upp- lýsingum Hannesar Pálmasonar stöfuðu þessar skemmdir frá hitunartæki, sem notað var til að þurrka múrhúðun. Múrhúðin er sprungin og laus á töflubaki á vesturvegg. Sam- kvæmt upplýsingum Hannesar og Jóns er ekki vírnet í múrhúð- uninni á þessum stað. Múrhúðun hefur brotnað upp úr gólfi kringum gryfju, einnig er múrhúðun sprungin og víða laus á gólfi. Áferð múrhúðunar á veggjum er viðunandi, ef tekið er tillit til, að um óafrétta múrhúðun er að ræða. Áferð á lofti er hins vegar ekki nógu góð, sérstaklega á norðurhluta, en það gæti 188 meðal annars stafað af of litlum þurrki, þegar verkið var unnið. Úrbætur: Við teljum, að brjóta þurfi múrhúðun af vesturvegg við reyk- rör og á töflubaki og múrhúða að nýju og setja þá vírnet á töflu- bak. Mjög algengt er, að múrhúðun losni á gólfum, og treystum við okkur ekki til að benda á örugga aðferð til að koma í veg fyrir það. Til þess að bæta úr þessum galla þarf að brjóta lausu múrhúðunina af gólfinu og múrhúða að nýju. Til þess að bæta áferð á lofti teljum við, að slípa þurfi loftið með steini, fylla í holur og mála eina umferð með sandmálningu. Beðið er um álit okkar á kostnaði við handlang, en það var kr. 10.213.50, en öll vinnulaun greidd Dofra h.f. voru kr. 36.213.50. Handlangið er því 28.2% af heildarupphæðinni, en um 40% af greiðslu fyrir múraravinnu. Algengt er, að handlang sé 30 til 40% af greiðslu fyrir múrara- vinnu, og teljum við það ekki óeðlilega hátt hér, þegar tekið er tillit til, að hér er um lítið verk að ræða. Kostnaðaráætlun: Viðgerð á vesturvegg a -. Er. 3.000.00 Viðgerð á gólfi 10 m? á 700 kr. /m2 .. — ".000.00 Viðgerð á lofti 35 m? á 200 kr./m? .. — '7.000.00 Kr. 17.000.00%. Niðurstöðu framanritaðrar matsgerðar vildu matsbeiðendur (stefndu) ekki una og báðu um, að dómkvaddir yrðu yfirmats- menn til að meta gallana. Yfirmat framkvæmdu síðan þeir Jón Geir Ágústsson byggingar- fulltrúi, Bragi Hjartarson múrarameistari og Gísli Magnússon múrarameistari, sem til verksins voru dómkvaddir. Skiluðu þeir matsgerð, dags. þann 31. okt. 1973, og hefur hún verið lögð fram Í málinu, en þar segir: „Matsskoðun fór fram 1. júní 1973, og var annar eigenda húss- ins, Jón Thorarensen, viðstaddur matsskoðunina auk matsmanna. F. h. Dofra h.f. var Hannesi Pálmasyni múrarameistara tilkynnt um matsskoðun, og sá hann ekki ástæðu til að vera viðstaddur skoðun matsmanna. Bílskúr sá, er hér um ræðir, var múrhúðaður að innan af Dofra h.f. á tímabilinu 21. des. 1970 til 13. jan. 1971. Við matsskoðun var bílskúrinn tekinn í notkun. Vinnubekkur 189 með áföstum hillum var við austurvegg. Verkfæraskápur og hillur voru settar á vesturvegg. Gallar. Við matsskoðun komu eftirfarandi atriði í ljós: 1. Múrhúðun hefur ekki náð fullri herslu á 1 til 2 m? fleti við reykrör á vesturvegg. 2. Múrhúðin er sprungin og laus á töflubaki á vesturvegg. 3. Múrhúðun hefur brotnað upp úr gólfi kringum gryfju. Þá er einnig múrhúðunin sprungin og víða laus á gólfi. 4. Áferð múrhúðunar á veggjum er viðunandi, miðað við óaf- rétta múrhúðun. 5. Áferð á lofti er ekki nógu góð, sérstaklega á norðurhluta þess. Úrbætur. 1 og 2 Brjóta þarf múrhúðun af vesturvegg við reykrör og af töflubaki. Vírnet verði sett á töflubak og brotnir fletir múrhúð- aðir að nýju. 3. Öll laus múrhúðun á gólfi brotin af og það múrhúðað að nýju. 3. Sérálit Jóns Geirs Ágústssonar: Telja má víst, að nauðsynlegt sé að brjóta múrhúð af mun stærri flötum en þeim, sem múrhúð hefur nú losnað á, þar sem gera má ráð fyrir, að húðun losni sí- fellt útfrá brotsári við meitlun. Af þeim sökum tel ég ekki gerlegt að meta til verðs galla þá, sem á gólfhúðun eru, þar sem hin raun- verulega stærð gallans verður ekki kunn fyrr en við framkvæmd úrbóta. Eins og áður er fram tekið, er bílskúrinn í notkun og nokkrum innréttingum hefur verið komið þar fyrir á veggjum. Líklegt er, að hluti þessara innréttinga, svo sem vinnuborð, verði að fjarlægja, meðan gólfið er lagfært. 5. Til þess að fullbæta áferð á lofti má t. d. spartla það með sandspartli, slípa það og síðan mála. Kostnaðaráætlun: 1. og 2. Vesturveggur .. .. .. .. kr. 3.700.00 3. Gólf, 12m?.............. — 15.300.00 ö. Loft... .. 0... 0... 0. — 8.600.00 Kr. 27.600.00 Sérálit Jóns Geirs Ágústssonar: Eins og fram kemur í lið 3; úrbætur, þá get ég ekki fallist á lið 3 í kostnaðaráætlun, en er samþykkur öðrum liðum hennar. Jón Geir Ágústsson“. 190 Yfirmatsmennirnir hafa fyrir dóminum staðfest mat sitt og borið vitni í málinu. Vitnið Gísli Magnússon skýrir svo frá, að galli samkv. lið 1 í matsgerð stafi af því, að múrhúðun hafi sennilega ofþornað á þeim fleti, en múrhúðunin hafi verið framkvæmd á köldum tíma og kynditækið verið staðsett of nærri veggnum. Um galla nr. 2 í matsgerð segir vitnið, að hann stafi af því, að töflubakið sé slétt og múrhúðunin hafi ekki tollað við það. Vitnið segir, að oft sé múrhúðað yfir svona fleti í bílskúrum án þess að hafa vírnet, vegna þess að þar sé ekki talin þörf á eins vandaðri múrhúðun og innan íbúðar. Um galla nr. 3 í matsgerð segist vitnið ekki geta sagt til um orsakir og ekki hafa neinar líklegar skýringar á orsökum gallans á takteinum. Tekur vitnið fram, að gólfið undir sé múrhúðað á venjulegan hátt og geti það ekki gert sér grein fyrir orsökum gallans vegna þess, hve langt sé umliðið, síðan múrhúðun fór fram. Þá segir vitnið, að yfirleitt losni múrhúðun á gólfi ekki, þótt það sé ekki strokið á réttu þurrkunarstigi. Vitnið segir, að ef gólfið hafi ekki verið nægjanlega hreinsað, geti það valdið gallanum, en tekur fram, að það geti alls ekki um það sagt, hvort svo hafi verið. Um galla nr. 5 segir vitnið, að þar sé um að ræða of grófa áferð, sem stafi að einhverju leyti af því, að múrhúðunin hafi misþornað vegna mishitunar í skúrnum. Vitnið Gísli Bragi Hjartarson kveður galla nr. 1 í matsgerð stafa af of miklum og snöggum hita frá kynditæki og tekur fram, að við þurrkun múrhúðunar þurfi jafnan hita. Um galla nr. 2 segir vitnið, að hingað til hafi ekki verið hægt að losna við sprungur í múrhúðun á töflubökum, jafnvel þótt vírnet sé notað, en vírnet komi hins vegar í veg fyrir, að múrhúðun detti af. Vitnið segist sjálft alltaf setja vírnet yfir slíka fleti og segir, að sér sé ekki kunnugt um annað en að vírnet sé notað í slíkum tilvikum. Um galla nr. 3 segir vitnið, að notaður hafi verið trérammi í kringum gryfjuna, þegar múrhúðað var að henni, og geti það hafa valdið því, að múrhúðunin hafi brotnað upp í kringum gryfjuna, sökum þess að tréð dragi til sín vatn úr steypunni og einnig það vatn, sem notað sé til að halda gólfinu blautu, meðan það sé að þorna. 191 Vitnið segir, að venjulega sé notaður járnrammi í svona gryfjur og síðan látinn standa áfram. Vitnið kveðst ekki treysta sér til að segja til um orsakir á öðrum göllum á gólfinu. Vitnið segir, að komið hafi tímabil, einkum í seinni tíð, er múr- húðun hafi losnað af gólfum og sé það hald manna, að það stafi af gerð sementsins, en engin vissa sé þó fyrir því. Þá segir vitnið, að múrhúðun geti losnað af gólfi, ef það sé ekki nógu vel hreinsað undir slitlag. Vitnið segist ekki geta sagt til um, hvort svo hafi verið í þessu tilviki. Vitnið kveðst telja, að múrhúðun geti losnað, sé hún ekki strokin á réttu þurrkunarstigi, en kveðst ekki vita til, að slíkt hafi gerst þannig, að nein vissa sé fyrir því. Vitnið tekur fram, að ef gólf er ekki strokið á réttu þurrkunarstigi, náist ekki góð áferð á það, en áferð á þessu gólfi virtist hafa verið góð. Um galla nr. 5 segir vitnið, að áferðin hafi verið ójöfn og fyll- ingu vantað í hana á norðurhluta loftsins. Segir vitnið, að áferðin næst kynditækinu sé óaðfinnanleg, þ. e. á suðurhlutanum. Segir vitnið, að múrhúðunin á norðurhlutanum hafi verið of blaut, og telur vitnið það orsök gallans. Vitnið segir það fyrst og fremst fara eftir ákvæðum eiganda, hvort notaður sé járnrammi í kringum gryfjuop eða ekki. Vitnið Jón Geir Ágústsson segir um galla nr. 1, að honum þyki líklegt, að hann stafi af ofhitnun. Um galla nr. 2 segir vitnið, að þar hafi múrhúðun trúlega ekki bitið sig í töflubakið og ef til vill hafi það verið málað eða lakkað. Vitnið segist álíta, að vírnet þurfi að setja á stærri töflubök, áður en þau séu múrhúðuð, og segist vitnið telja, að eðlilegt hefði verið að setja vírnet á þessa töflu. Um galla nr. 3 segir vitnið, að hann geti ekkert sagt um, hvaða reglum hafi verið fylgt við múrhúðun á gólfinu, og segist telja, að fylgja þurfi ákveðnum reglum við slík verk, t. d. þurfi að gæta þess, að gólf sé rækilega hreinsað undir múrhúðun, t. d. vír- burstað. Þá þurfi einnig að láta gólfin standa undir vatni a. m. k. 2 sólarhringa fyrir múrhúðun og þorna síðan, áður en múrhúðun er framkvæmd. Þá kveðst vitnið telja, að kústa þurfi gólf, áður en múrhúðun fer fram, með lögun af sementi og sandi. Þá segir vitnið, að ekki sé sama, hvernig gólfin séu strokin, t. d. megi ekki ofstrjúka þau með stálbretti. Vitnið kveðst ekki geta sagt um, hvort þessum reglum hafi 192 verið fylgt, en hafi einhverri þeirra ekki verið fylgt, gæti það hafa orsakað gallann og enn fremur hafi gólfinu ekki verið haldið nægilega röku eftir múrhúðun, meðan það var að harðna. Vitnið segir, að fleiri ástæður en að framan greinir geti leitt til þess, að galli komi fram, svo sem hreyfing í plötu, en telur það ólíklegt á þessu gólfi. Um galla nr. 5 segir vitnið, að hugsanlegt sé, að ekki hafi verið nægur hiti fram við dyrnar, og segir vitnið, að sér hafi dottið þessi möguleiki í hug við skoðun á gallanum. Um sérálit sitt segir vitnið, að það geti ekki gert sér grein fyrir umfangi gallans og þar af leiðandi treysti hann sér ekki til að segja til um, hvað kosti að gera við hann. Segist vitnið hvorki geta fullyrt um, hvort kostnaður yrði meiri eða minni en til er tekið í matsgerð. Auk framantalinna vitna hafa þeir Hannes Húnfjörð Pálmason múrarameistari, verkstjóri hjá stefnanda, og Jónas Grétar Sig- urðsson múrari, starfsmaður stefnanda, borið vitni í málinu. Vitnið Hannes Húnfjörð Pálmason skýrir svo frá, að hann hafi ekki unnið að verki því, er mál þetta varðar, því að hann hafi verið veikur. Hann kveðst þó hafa komið að verkinu í byrjun þess til þess að sjá um, að menn þeir, er að verkinu áttu að vinna, hefðu nægjanlegt efni. Segir hann, að verkkaupi hafi sjálfur út- vegað efni til verksins. Þá segir vitnið, að verkkaupi hafi sjálfur sett upp kyndinguna og séð um kyndingu, meðan á verkfram- kvæmdum stóð, að óðru leyti en því, að verktaki hafi lagt til Masterblásara til að auka hitann í skúrnum undir það síðasta, þar sem múrhúðunin þornaði ekki af hita þeim, sem fyrir var, nema rétt í kringum kynditækið. Vitnið segir, að algengt sé, að múrhúðun springi og losni á gólfum, einkum þar sem gat er í gólfum, eins og þarna sé, en engin járn sett í gryfjubrún til þess að hlífa. Vitnið segir, að ekki hafi verið sett vírnet á vesturvegg bak við töflu, vegna þess að gert var ráð fyrir að taka rör í gegnum töflubak og inn í bílskúr. Vitnið getur þess, að þó að vírnet séu sett á slík töflubök, springi ætíð múrhúðunin. Vitnið segist álíta, að skemmdir þær, sem séu á lofti bílskúrs- ins, stafi af ónógri þurrkun, en skemmdir á vesturvegg séu frá reykröri á kynditæki vegna of mikillar hitunar. Vitnið kveðst ekki geta fullyrt, af hverju skemmdirnar á gólf- inu stafi, því að þær séu algengar. Vitnið Jónas Grétar Sigurðsson kveðst hafa unnið við múr- 193 húðun bílskúrsins. Vitnið segir, að strax eftir að verk hófst, hafi komið í ljós, að upphitun var ófullnægjandi. Segist vitnið hafa skýrt stefnda Bjarna frá því strax og síðan margítrekað það, en ekki hafi verið úr bætt. Að lokum hafi hann sjálfur komið með hitara til að bæta úr. Vitnið segir, að mikið frost hafi verið, þegar verkið var unnið, og hafi frostið farið upp í 12?, að því er hann minni. Segir vitnið, að hiti hafi verið minnkaður á nóttinni, en aukinn aftur á morgn- ana, og hafi húseigandi gert það sjálfur. Hann segir að tvisvar hafi komið fyrir, að dautt var á kyndingu að morgni, sem stafaði af því, að olía hafði stirðnað í leiðslum sökum kulda. Vitnið segir, að ráðgert hafi verið, að húseigandi sæi um að flytja sand inn í bílskúrinn á kvöldin, en það hafi hann aðeins gert tvisvar sinnum og hafi þeir þurft að taka sandinn úti, þar sem hann var frosinn, og tafði það múrverkið. Þá segir vitnið, að enginn verkstjóri hafi verið við verkið, eftir að vitnið Hannes veiktist. Stefndu hafa báðir komið fyrir dóminn og gefið skýrslu. tefndi Jón Thorarensen skýrir svo frá, að hann hafi fylgst allvel með framkvæmd verksins og hafi hann ekkert athugavert séð við þá framkvæmd, meðan á verkinu stóð. Hann segir, að starfsmenn stefnanda hafi ekki minnst á það við sig, að hiti væri ónógur, og kveðst hann ekki hafa gert sér grein fyrir því sjálfur, að svo væri. Segist hann hafa komið þarna á kvöldin, og virtist honum þá hiti nægur, og tekur hann fram, að hann sé lærður í „Terrasó“. Segir stefndi, að útilokað sé, að skemmdirnar í bílskúrnum geti stafað af ónógri hitun, nema ef til vill lítill hluti í loftinu norður við útidyr. Kveðst hann telja, að áferð á veggjum og lofti stafi mestmegnis af handvömm. Stefndi telur líklegast, að skemmdirnar á gólfinu stafi af því, að gólfið hafi ekki verið nógu vel undirbúið undir múrhúðun, og kveðst hann þá eiga við, að gólfið hafi ekki verið nægjanlega hreinsað. Hann segir, að sonur sinn hafi séð um þurrkunina í fullu samráði við starfsmenn stefnanda. Hann segist hafa neitað að greiða reikning stefnanda á þeim forsendum, að verkið væri gallað, og óskað eftir, að sér yrði stefnt í málinu, þar sem ekki náðist samkomulag um úrbætur eða af- slátt af verkinu. Stefndi tekur fram, að áferð á gólfinu hafi verið sóð og hafi hann hælt henni við starfsmenn stefnanda. Hann segir, að möguleiki sé á, að pússning hafi losnað upp af gólfi vegna þess, að það hafi verið strokið á röngu þurrkstigi. 13 194 Stefndi Bjarni Thorarensen skýrir svo frá, að hann hafi beðið um verkið og samið um það. Kveðst hann hafa átt að leggja til efni til verksins og gert það. Kveðst hann hafa komið daglega að verkinu. Hann segir, að sjálflogandi ofn hafi verið í bílskúrnum. Hann kveðst ekki minnast þess, að vitnið Jónas Grétar hafi minnst á það við sig, að hiti væri ófullnægjandi í bílskúrnum, og beðið sig að bæta þar úr. Hann segist sérstaklega hafa óskað eftir því við Jónas, að vírnet yrði sett á töflubakið, og hafi Jónas lofað því. Kveðst hann ekki hafa vitað fyrr en löngu síðar, að vírnet var ekki sett á það. Mættur (sic) segir, að vitnið Jónas Grétar hafi beðið sig að hreinsa gólfið undir múrhúðun til þess að flýta fyrir verkinu og hafi hann byrjað á því verki, en gefist upp við það. Segir hann, að mikið hafi verið af múrhúðun á gólfinu, sem hrunið hafi af veggjum, en kveðst ekki vita, hvort múrarar hreinsuðu gólfið frekar fyrir múrhúðun eða ekki. Segir hann, að múrararnir hafi tekið við gólfinu og ætlað að hreinsa það sjálfir, þegar hann hætti því verki. Ekki kveðst mættur minnast þess, að nokkru sinni hafi drepist eða slokknað alveg á kyndingu, en kveðst minnast þess einu sinni, að loginn hafi minnkað, en þó hafi ekki verið komið frost í skúrinn. Segist hann hafa talið, að nægjanlegur hiti væri frá ofninum. Ítrekað aðspurður segist mættur ekki minnast þess, að neitt hafi borist í tal milli hans og múraranna, hvort hiti væri nægjan- legur í skúrnum eða ekki. Hann segir, að múrhúðunin á gólfi og töflubaki hafi farið að springa mjög fljótt. Þá kveðst hann einnig fljótlega hafa orðið var við galla á lofti og við reykrör. Mættur (sic) segir, að ekki hafi verið gert ráð fyrir gryfju í gólfi bíl- skúrsins í teikningu, og kveðst hann ekki muna, hvernig frágangi á gryfjuopi skyldi hagað, og ekki hafi komið til tals að setja ramma í kringum gryfjuopið. Stefndu reisa kröfu sína um lækkun stefnufjárhæðar á niður- stöðu yfirmatsgerðar. Telja þeir, að stefnandi beri fulla fébóta- ábyrgð gagnvart sér á göllum þeim, er þar eru upptaldir, þar sem þeir séu allir tilkomnir vegna handvammar starfsmanna stefn- anda, sem stefnandi beri ábyrgð á að lögum. Stefnandi reisir kröfu sína á reikningum fyrir verkið og mót- mælir því, að hann beri ábyrgð á göllum þeim, er fram hafa komið. Ekkert sé fram komið um, að þeir stafi af handvömm starfs- manna sinna, sem hafi framkvæmt verkið á þann hátt, sem venja sé. Stefndi Bjarni hafi sjálfur átt að sjá um þurrkun múrhúðunar- 195 innar og beri hann því sjálfur ábyrgð á þeim göllum, sem rekja megi til kyndingar bílskúrsins. Gallar í gólfi stafi sumpart af frágangi gryfjuops, sem stefndu beri sjálfir ábyrgð á, og sumpart af ókunnum ástæðum, sem ósannað sé, að varði sig. M. a. kunni þeir að stafa af galla í efni, sem stefndu lögðu sjálfir til. Af því, sem að framan er rakið, er um að ræða galla, sem fram hafa komið á múrhúðun bílskúrsins, og eru þeir: 1. Laus múrhúðun yfir töflubaki á vesturvegg. 2. Múrhúðun hefur ekki náð fullri herslu á 1—2 m“ fleti við reykrör á vesturvegg. 3. Áferð á norðurhluta lofts ekki nægjanlega góð. 4. Múrhúðun hefur brotnað upp úr gólfi kringum gryfju. Einnig er múrhúðun sprungin og víða laus á gólfi. Um 1. Telja má sannað, að gallinn stafi af því, að ekki var sett vírnet yfir töflubakið, áður en múrhúðað var. Ósannað er, að sá frágangur hafi verið gerður að beiðni eða með samþykki stefndu. Um 2. Sannað er, að galli þessi stafar af of miklum og snögg- um hita kyndis:ækis, meðan á verkinu stóð. Um 3. Sannað er, að galli þessi stafar af ófullnægjandi hita í bílskúrnum, meðan þurrkun múrhúðunar fór fram. Það er álit dómsins, að þurrkun múrhúðunar og frágangur vír- neta í múrhúðun séu þættir í verkinu, sem múrverktökum beri að sjá um og hafa eftirlit með. Hvorki er sannað, að stefndi hafi fyrrt sig ábyrgð á þessum þáttum verksins né að stefndu hafi á einhvern hátt tekið þá ábyrgð á sig. Um 4. Ljóst er, að nokkur hluti þeirra galla, sem hér um ræðir, stafar af frágangi gryfjuopsins og sprungum Í gólfi út frá gryfju- opi, sem stafa af frágangi gólfplötu, en stefnandi hafði ekki með þessa verkþætti að gera og ber því ekki ábyrgð á gallanum að svo miklu leyti sem hann stafar af framangreindu. Að öðru leyti lítur dómurinn svo á, að stefnandi, sem framkvæmdi verkið, beri ábyrgð á gallanum gagnvart stefndu, enda hefur hann ekki leitt að því líkur, að galla í efni sé um að kenna, en efnið lögðu stefndu til. Þykir stefnandi því samkvæmt framansögðu eiga að bæta stefndu gallana að undanskildum þeim hluta gólfsins, sem að framan greinir. Stefnandi krefur stefndu um andvirði alls múrverks bílskúrsins eins og það var á verðlagi ársins 1971. Bótakrafa stefndu miðast hins vegar við viðgerðarkostnað gallanna á verðlagi ársins 1973. 196 Að dómi meðdómsmanna eru flestir framangreindra galla þess eðlis, að þeir rýra ekki notagildi bílskúrsin, heldur skerða útlit hans, nema þeir gallar, sem eru á gólfi. Þá er það álit dómsins, að vegna verðbólgu hafi stefndu bein- línis hagnast á því að greiða ekki reikning stefnanda, sem þeir Þó hafi ekki mótmælt tölulega. Þegar allt framangreint er virt, þykja bætur til stefndu hætfi- lega ákveðnar kr. 5.500, sem draga ber frá kröfu stefnanda. Ber því samkvæmt þessu að dæma stefndu til að greiða stefn- anda in soliðum kr. 31.768 ásamt 8% ársvöxtum frá 13. jan. 1971 til greiðsludags. Eftir framangreind úrslit þykir mega fallast á kröfur stefndu um, að málskostnaður falli niður. Dráttur á uppkvaðningu dóms þessa stafar af erfiðleikum á að ná til meðdómsmanna vegna dvalar þeirra og ferðalaga utan Akureyrar. Dómsorð: Stefndu, Bjarni Thorarensen og Jón Thorarensen, greiði stefnanda in solidum kr. 31.768 ásamt 8% ársvöxtum frá 13. janúar 1971 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Dómurinn er aðfararhæfur að 15 dögum liðnum frá lög- birtingu hans. 197 Fimmtudaginn 18. mars 1976. Nr. 125/1974. Magnús Markússon (Logi Guðbrandsson hrl.) gegn Guðbirni Péturssyni (Ragnar Ólafsson hrl) Hjördísi Guðmundsdóttur Ólafi Guðmundssyni Óskari Guðmundssyni Tómasi Guðmundssyni Elíasi Tómassyni Guðmundi Tómassyni Jóni Tómassyni (Jón Hjaltason hrl.) Bjarna Magnússyni Grími Magnússyni Magnúsi Magnússyni Magnþóru Magnúsdóttur Sigríði Magnúsdóttur Þorsteini Magnússyni og (enginn) Birni Fr. Björnssyni skiptaráðanda f. h. dánarbús Þóru Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Tómassonar (Ragnar Ólafsson hrl). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Ógilding erfðaskrár. Dómur Hæstaréttar. Jóhann Gunnar Ólafsson, fulltrúi sýslumannsins í Rangár- vallasýslu, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 26. Júní 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 13. júní s. á. Krefst hann þess, 198 að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og erfðaskrá Þóru Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Tómassonar 20. mars 1942 verði metin gild. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi stefndu Guðbjörns Péturssonar, Hjördísar Guðmundsdóttur, Ólafs Guðmundssonar, Óskars Guðmundssonar, Tómasar Guðmundssonar, Elíasar Tómas- sonar, Guðmundar Tómassonar, Jóns Tómassonar og Björns Fr. Björnssonar skiptaráðanda f. h. dánarbús Þóru Þorsteins- dóttur og Þorgeirs Tómassonar. Stefndi Guðbjörn Pétursson krefst staðfestingar hins áfrýj- aða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndu Hjördís, Ólafur, Óskar og Tómas Guðmundarbörn svo og Elías, Guðmundur og Jón Tómassynir hafa krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýj- anda. Stefndi Björn Fr. Björnsson skiptaráðandi f. h. dánarbús Þóru Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Tómassonar svo og stefndu Bjarni, Grímur, Magnús, Magnþóra, Sigríður og Þorsteinn Magnúsarbörn hafa ekki komið fyrir Hæstarétt og engar kröfur gert í málinu. Ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Eftir uppkvaðn- ingu hins áfrýjaða úrskurðar hefur Kristinn Þorsteinsson komið fyrir dóm og staðfest fyrri framburð sinn með dreng- skaparheiti. Þóra Þorsteinsdóttir (1884—1966) og Þorgeir Tómasson (1896—1971) eru sögð hafa verið gefin saman í hjónaband 2. febrúar 1942. Þóra hafði áður verið gift Magnúsi Bjarna- syni, sem andaðist 1921. Með honum átti hún börn, sem stefnt er fyrir Hæstarétt í máli þessu: Bjarna, Grím, Magnús, Magnþóru, Sigríði og Þorstein. Sonur Sigríðar er áfrýjandi, Magnús Markússon. Þorgeir Tómasson var sonur Þórhildar Ólafsdóttur (1857—1949) og Tómasar Jónssonar (1847— 1945) á Arnarhóli. Önnur börn þeirra eru sögð hafa verið Guðmundur, Ólafía og Tómas, sem öll eru látin. Sonur Ólafíu er stefndi Guðbjörn Pétursson (f. 1911). Hann mun hafa 199 flust að Arnarhóli 1912 eftir lát foreldra sinna. Stefndu Hjör- dís, Ólafur, Óskar, Tómas, Elías, Guðmundur og Jón eru bræðrabörn Þorgeirs Tómassonar. Hin umdeilda erfðaskrá hljóðar svo: „Við undirrituð hjón, jeg Þorgeir Tómasson og jeg, Þóra Þorsteinsdóttir, Arnarhóli í Landeyjum, sem eigum enga lfs- erfingja, gerum hjermeð svofellda arfleiðsluskrá: Hvort okkar, sem Lifir hitt, skal erfa það er fyrr læzt að öllum eignum þess, föstum og lausum, hverju nafni sem nefnast. Eftir okkar dag skulu eignir okkar allar ganga til fóstur- sonar okkar, Magnúsar Markússonar, eftir því sem lög frekast leyfa. Af arfleiðsluskrá þessari eru gjörð 2 eintök. Skal annað seymast í okkar vörslum, en hitt hjá valinkunnum manni, er við til þess kjósum. Hvort eintakið fyrir sig hefir fullt gildi um ofanskráða arfleiðslu. Arnarhóli 20. mars 1942. Þóra Þorsteinsdóttir. Þorgeir Tómasson. Vitundarvottar: Jón Skagan Bergþórshvoli Kristinn Þorsteinsson Miðkoti“. Stefndi Guðbjörn byggir kröfur sínar um staðfestingu hins áfryjaða úrskurðar á þeim málsástæðum, að skjalið hafi ekki verið vottfest á lögmæltan hátt og ósannað sé, að erfðaskráin hafi að geyma hinsta vilja hjónanna Þóru og Þorgeirs um ráðstöfun eigna þeirra að þeim látnum. Séra Jón Skagan gaf vitnaskýrslu fyrir skiptarétti Reykja- víkur 1. desember 1972, og var þá m. a. bókað: „ Vitnið segir, að ekki hafi borist í tal, hver væri réttarstaða afkomenda Þóru í sambandi við erfðaskrána. Hins vegar hafi það borist í tal, að þau ætluðu Guðbirni Péturssyni, sem þarna var til heimilis, að fá eitthvað úr búi þeirra. Þetta ræddu þau hjónin sín í milli í áheyrn vitnisins, en fóru ekki fram á, að hlutur 200 Guðbjarnar yrði nefndur í erfðaskránni, enda tóku þau ekk- ert fram um, hvað mikið þau ætluðu honum. Aðspurt segir vitnið, að þau Þóra Þorsteinsdóttir og Þorgeir Tómasson hafi ekki verið viðstödd samningu erfðaskrárinnar. Vitnið er spurt, hvort þau hjónin Þóra og Þorgeir hafi ætlast til, að það, sem Guðbjörn Pétursson fengi, yrði greitt honum að þeim lifandi, en vitninu skildist svo, að sá hlutur ætti fyrst að greiðast að þeim látnum. Hann segir, að þau hafi komist að orði á þá leið, að Guðbjörn yrði nú að fá sitt, hann hefði þjónað þeim svo lengi kauplaust. Vitnið segir, að þegar það gerði frumdrög að erfðaskránni, hafi hann sérstaklega spurt þau hjónin, hvort þar ætti að nefna hlut Guðbjarnar, en þau hafi þá komist svo að orði, að hann ætti alltaf að fá sitt og um það yrði að sjá, en þau hefðu ekki séð ástæðu til að taka neitt fram um það í erfðaskránni“. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða úrskurði, hefur vottur- inn Kristinn Þorsteinsson borið fyrir dómi, að hann hafi ekki verið viðstaddur undirritun hjónanna á skjalið og að þau hafi ekki kennst við það fyrir honum. Mundi hann ekki, hvort undirskriftir Þóru og Þorgeirs voru á erfðaskránni, þeg- ar hann ritaði nafn sitt á hana, en sagði, að „séra Jón hefði sagst sér, að skjalið, sem hann skrifaði á, væri testament, sem þau hefðu gert Þóra og Þorgeir“. Votturinn séra Jón Skagan hefur, svo sem rakið var, borið, að 20. mars 1942 hafi komið fram, að hjónin ætluðu tilteknum manni arf, þó að það kæmi ekki fram í hinu umdeilda skjali. Erfðaskráin hefur verið vefengd. Þegar þessi atriði eru höfð í huga, verður að telja ósannað, að hið umdeilda skjal hafi átt að vera erfðaskrá Þóru Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Tómassonar. Þegar af þeirri ástæðu verður að meta það ógilt bæði eftir erfðatilskipuninni frá 25. september 1850, sbr. 23. gr., og eftir erfðalögum nr. 8/1962, sbr. 40. gr. og 45. gr., 2. mgr., sbr. og 60. gr. Samkvæmt þessu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýj- aða úrskurðar. Áfrýjandi greiði stefnda Guðbirni Péturssyni málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 30.000 krónur. Að öðru leyti falli málskostnaður niður. 201 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Magnús Markússon, greiði stefnda Guðbirni Péturssyni 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Rangárvallasýslu 14. september 1973. Mál þetta var tekið til úrskurðar 7. sept. sl. eftir munnlegan flutning. Með bréfi, dags. 12. júní 1972, krafðist Logi Guðbrandsson hæstaréttarlögmaður þess f. h. Magnúsar Markússonar, Rauðarár- stíg 13, Reykjavík, að dánarbú Þorgeirs Tómassonar, Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, sem andaðist 17. okt. 1971, yrði tekið til opinberra skipta. Jafnframt gerði hann kröfu til þess, að Magnús tæki allan arf eftir Þorgeir. Þorgeir gerði að vísu erfðaskrá 16. sept. 1971, en hún sé ógild sakir þess, að honum hafi verið óheim- ilt að ráðstafa eignum sínum. Þorgeir og kona hans, Þóra Þor- steinsdóttir, sem andaðist 3. ágúst 1966, höfðu gert gagnkvæma erfðaskrá 20. mars 1942 þess efnis, að það hjóna, sem lengur lifði, skyldi erfa hitt, en eftir lát þeirra beggja skyldi Magnús Markús- son, fóstursonur þeirra, taka allan arf eftir þau. Þessi erfðaskrá hefði verið óbreytt við lát Þóru og Þorgeiri því óheimilt að breyta henni, þar sem hún var jafnframt bindandi samningur milli þeirra hjóna. Þessi erfðaskrá var, eins og áður segir, gerð 20. mars 1942, dómsskj. nr. 6, gagnkvæm, en einkaerfingi eftir lát beggja hjón- anna, Magnús Markússon, en samkv. erfðaskrá Þorgeirs frá 16. sept. 1971 var svo fyrir mælt, að Magnús skyldi erfa kr. 150.000 úr búinu, en Guðbjörn Pétursson, Arnarhóli, að öðru leyti erfa eignir búsins. Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður hefur f. h. Guðbjörns mætt í máli þessu og lýst yfir, að hann vefengi arfleiðsluskra Þóru og Þorgeirs frá 20. mars 1942, og hefur hann krafist þess, að hún verði úrskurðuð ógild sakir þess, að ekki sé formlega frá henni gengið. Annar arfleiðsluvotturinn hafi ekki verið við- staddur, þegar þau skrifuðu undir erfðaskrána, og auk þess bróðir Þóru. Af hálfu barna Guðmundar sáluga Tómassonar, skipstjóra Í Vestmannaeyjum, bróður Þorgeirs Tómassonar, mætti í skipta- 202 réttinum Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður, og gerði hann kröfu til þess, að skipti yrðu fyrst látin fara fram í dánarbúi Tómasar Jónssonar og Þórhildar Ólafsdóttur, Arnarhóli, foreldra þeirra Þorgeirs og Guðmundar, vegna þess að því búi hefði aldrei verið skipt, en eign þess voru jarðirnar Arnarhóll og % í Gerðum. Það varð að samkomulagi milli skiptaráðanda og lögmanna að- ilja, að úrskurður skyldi fyrst ganga um gildi erfðaskrár þeirra Þorgeirs Tómassonar og Þóru Þorsteinsdóttur frá 20. mars 1942. Ákveðinn var munnlegur flutningur málsins, og fór hann fram 7. sept. 1973. Leitað var um sættir, en án árangurs. Logi Guðbrandsson hæstaréttarlögmaður, lögmaður Magnúsar Markússonar, gerði kröfu til þess, að erfðaskráin á dómsskj. nr. 6 frá 20. mars 1942 yrði úrskurðuð gild og honum yrði úrskurð- aður málskostnaður úr dánarbúinu. Hann taldi að vísu vera formgalla á erfðaskránni, en vilji arf- leiðendanna kæmi skýrt fram og væri því ekki um efnisgalla að ræða. Það væri að vísu ekki rétt, að þau hjón hefðu ekki átt lífs- erfingja, þegar erfðaskráin var gerð, þau áttu ekki börn saman, en Þóra átti sex börn á lífi. Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður, lögmaður Guðbjörns Péturssonar, lýsti því yfir, að hann vefengdi erfðaskrána frá 20. mars 1942, og krafðist þess, að hún væri úrskurðuð ógild. Krafðist hann málskostnaðar af sóknaraðilja. Hann kvað erfðaskrána hvorki fylla formkröfur erfðalaganna né efnisatriði um vilja þeirra. Kristinn Þorsteinsson, bróðir Þóru, væri samkv. 40. gr. erfðalaga ekki hæfur arfleiðsluvottur. Í vætti séra Jóns Skagans kæmi fram, að þau hjón hefðu ætlað Guðbirni Péturssyni hluta úr eignum þeirra, en það komi ekki fram í erfðaskránni og sé erfðaskráin því ekki í samræmi við vilja þeirra. Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður, lögmaður barna Guðmund- ar sáluga Tómassonar, kvaðst á þessu stigi málsins taka undir kröfur lögmanns Guðbjörns Péturssonar og krafðist málskostn- aðar úr hendi sóknaraðilja. Séra Jón Skagan, past. emerit., fyrrum sóknarprestur á Berg- þórshvoli í Landeyjum, kom fyrir dóm 1. desember 1972 og skýrði frá því, að hann hefði samkv. beiðni Þóru Þorsteinsdóttur og Þor- geirs Tómassonar á Arnarhóli samið erfðaskrána á dómsskj. nr. 6 eftir formálabók Einars Arnórssonar. Síðan hefði hann eftir messu í Akurey komið við á Arnarhóli á heimleið og hefðu hjónin þá undirritað erfðaskrána, og minnti hann fastlega, að Kristinn 203 Þorsteinsson hefði þá einnig verið viðstaddur og skrifað undir sem. vottur. Séra Jón kvaðst hafa tekið það úr formálabókinni, að hjónin ættu enga lífserfingja, og bæri það að skiljast svo, að þau hefðu ekki átt börn saman. Hann sagði hjónin hafa rætt um það sín í milli í áheyrn hans, að þau ætluðu Guðbirni Péturssyni, sem þar var á heimilinu, hlut úr búi þeirra, en ekki hefðu þau æskt þess, að hann færði það inn í erfðaskrána. En þau hefðu ekki minnst á, hve stóran hlut þau ætluðu honum. Séra Jón lýsti því yfir, að þau hjón hefðu verið fyllilega and- lega heilbrigð, er þau undirrituðu erfðaskrána, og hún sýndi ein- lægan vilja þeirra. Þá skýrði hann frá því, að orðalagið: „eftir því sem lög frekast leyfa“, sem hann tók upp úr formálabókinni, hefði opnað arfleiðendum leið til að ráðstafa til Guðbjörns Pét- urssonar einhverjum hlut eigna þeirra. Vitnið kvaðst ekki hafa bent hjónunum á rétt barna Þóru og hefði hann ekki komið til tals á milli þeirra. Arfleiðsluvotturinn Kristinn Þorsteinsson kom fyrir dóm 25. júlí 1973. Hann kvaðst hafa skrifað sem vottur undir dómsskjal nr. 6 samkvæmt beiðni séra Jóns Skagans. Hefði hann áritað erfðaskrána í stofu á Bergþórshvoli og hefðu þau ekki verið við- stödd, Þóra og Þorgeir. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér efni skjalsins, en séra Jón hefði sagt, að það væri testamenti. Ekki kvaðst hann muna, hvort undirskrift Þóru og Þorgeirs hefði verið á skjalinu, og hann sagðist ekki þekkja rithendur þeirra. Hann sagði það misminni hjá séra Jóni, að hann hefði skrifað á skjalið á Arnarhóli í viðurvist Þóru og Þorgeirs. Hann kvaðst ekki vita annað en að þau Þóra og Þorgeir hafi verið andlega heilbrigð, er þau gerðu erfðaskrána. Hann kvaðst hafa hitt þau svo að segja daglega um þær mundir. Þá kom fyrir dóm Grímur Magnússon geðlæknir, sonur Þóru Þorsteinsdóttur og albróðir Sigríðar, móður Magnúsar Markús- sonar. Hann kynnti sér erfðaskrána á dómsskj. nr. 6. Skýrði hann frá því, að móðir hans hefði sýnt honum erfðaskrána einhverju sinni, er hann kom í heimsókn til hennar, og bað hann að lesa hana. Engar umræður urðu milli þeirra um efni erfðaskrárinnar. Hann kvað sig minna, að Þorgeir, stjúpfaðir hans, hefði verið viðstaddur, en þó ekki vera viss um að muna það rétt. Hann skýrði frá því, að móðir hans og Þorgeir hefðu bæði verið líkamlega og andlega heilbrigð um þær mundir sem þau gerðu erfðaskrána og eftir það. Þegar Þóra Þorsteinsdóttir og Þorgeir Tómasson gerðu hina 204 gagnkvæmu erfðaskrá sína 20. mars 1942, voru gildandi um erfða- skrár ákvæði tilskipunar um nokkrar breytingar á erfðalögunum á Íslandi frá 25. sept. 1850. Í 23. grein tilskipunarinnar var svo fyrir mælt, að til þess að arfleiðsluskrá væri löggild, ef nokkur hlutaðeigandi vildi rengja, skyldi hún vera bréfleg og sá, sem arfleiddi, annað hvort rita nafn sitt undir hana eða kannast við hana, annað hvort fyrir notarii publici eða tveimur vitnum, sem tilkvödd hefðu verið í því skyni og ritað á arfleiðsluskrána vottorð sitt. Þeir skyldu geta unnið eið að því, ef þörf gerðist, að arf- leiðandi hafi þá verið með fullu ráði, er hann ritaði í viðurvist þeirra nafn sitt undir arfleiðsluskrána eða kenndist við hana. Um arfleiðsluskrá skyldi þá eina taka til vitna, er væru svo valin- kunnir og réttsýnir, að ekki yrði neitt með rökum að þeim fundið. Þeirra fyrirmæla 23. gr. erfðatilskipunarinnar frá 15. sept. 1850 var ekki gætt að rita á erfðaskrána vottorð um, að hjónin hefðu undirritað hana í viðurvist vottanna með fullu ráði og kann- ast við efni hennar, en hins vegar hefur það verið upplýst undir rekstri máls þessa, að þau hafi verið andlega heilbrigð, er þau undirrituðu hana. Enda þó svo verði að líta á, að sannað sé í málinu, að erfðaskrá þeirra Þóru Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Tómassonar frá 20. mars 1942 hafi að geyma síðasta sameiginlegan vilja þeirra um ráð- stöfun á eignum þeirra eftir þeirra dag, að þau hafi verið and- lega heilbrigð, þegar þau gerðu erfðaskrána, og hún sé ófölsuð, verður að úrskurða hana ógilda sakir þess, að ekki var formlega frá henni gengið samkv. lögum. Eftir atvikum þykir rétt, að máls- kostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Arfleiðsluskrá Þóru Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Tómas- sonar frá 20. mars 1942 skal vera ógild. Málskostnaður falli niður. 205 Mánudaginn 22. mars 1976. Nr. 58/1976. Ákæruvaldið gegn Magnúsi Leopoldssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1976, sem barst Hæstarétti 16. s. m. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði staðfestur, „þó með þeirri breytingu, að gæslu- varðhaldstíminn verði lengdur frá því, sem ákveðið er í hin- um kærða úrskurði“. Með úrskurði sakadóms Reykjavíkur 26. janúar 1976 var varnaraðilja gert að sæta 45 daga gæsluvarðhaldi, og var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar 3. febrúar 1976. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Krafa ákæruvalds um lengingu sæsluvarð- haldstíma kemur ekki til álita, þar sem af hálfu ríkissaksókn- ara var ekki sætt ákvæða 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974, en vararíkissaksóknari sótti þing, þegar gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn var kveðinn upp. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 206 Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 11. mars 1976. Ár 1976, fimmtudaginn 11. mars; var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28 af Erni Höskuldssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson frá Kefla- vík, og hefur hann ekki sést síðan. Erla Bolladóttir, Sævar Marinó Ciecielski og Kristján Viðar Viðarsson hafa öll skýrt svo frá, að þau hafi eitt sinn farið til Keflavíkur og þar niður að Dráttarbraut Keflavíkur ásamt fleira fólki. Þeir Kristján Viðar og Sævar Ciecielski hafa sagt, að þeir hafi farið út á sjó með bát og í þeirri sjóferð hafi Geirfinnur Ein- arsson látið lífið. Erla Bolladóttir hefur hins vegar sagt, að hún hafi orðið hrædd og hlaupið í burtu og falið sig. Þau hafa öll sagt, að meðal viðstaddra hafi verið Magnús Leo- poldsson. Kristján Viðar Viðarsson hefur síðan tekið aftur framburð sinn um þessa ferð til Keflavíkur og sjóferðina, en síðan hefur hann enn á ný gengist við ferðinni til Keflavíkur og niður í Dráttar- brautina. Telur hann, að þarna hafi verið statt fleira fólk, sem hann þekkir, en kveðst ekki koma fyrir sig, hverjir það voru. Hinn 26. janúar sl. voru Einar Bollason, Valdimar Olsen og kærði, Magnús Leopoldsson, úrskurðaðir í allt að 45 daga gæslu- varðhald vegna rannsóknar máls þessa. Af hálfu ákæruvalds hefur þess verið krafist fyrir dómi, að gæsluvarðhaldsvist kærða, Magnúsar Leopoldssonar, verði fram- lengd í þágu rannsóknar málsins og að sakarefni máls þessa verði rannsökuð fyrir dómi. Af hálfu Magnúsar Leopoldssonar hefur kröfu þessari verið mótmælt. Magnús Leopoldsson er grunaður um þátttöku í broti gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga og gegn 60. gr., sbr. 61. gr. laga nr. 59/1969, og getur brot hans varðað fangelsisrefsingu. Skilyrðum 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um gæsluvarð- hald er því fullnægt. Rannsókn máls þessa er ekki lokið. Rétt þykir með vísan til 1. og 4. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að framlengja gæsluvarðhald Magnúsar Leopoldssonar, á meðan rannsókn máls þessa verður fram haldið. Þarf meðal annars að fara fram dómsrannsókn og sakbendingar og samprófanir fyrir dómi. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 30 dögum. 207 Úrskurðarorð: Gæsluvarðhald kærða, Magnúsar Leopoldssonar, framleng- ist um 30 daga frá kl. 1111 11. mars 1976. Mánudaginn 22. mars 1976. Nr. 59/1976. Ákæruvaldið gegn Valdimar Olsen. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1976, sem barst Hæstarétti 16. s. m. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði staðfestur, „þó með þeirri breytingu, að gæslu- varðhaldstíminn verði lengdur frá því, sem ákveðið er í hin- um kærða úrskurði“. Með úrskurði sakadóms Reykjavíkur 26. janúar 1976 var varnaraðilja gert að sæta 45 daga gæsluvarðhaldi, og var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar 3. febrúar 1976. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Krafa ákæruvalds um lengingu gæsluvarð- haldstíma kemur ekki til álita, þar sem af hálfu ríkissaksókn- ara var ekki gætt ákvæða 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974, 208 en vartaríkissaksóknari sótti þing, þegar sæsluvarðhaldsúr- skurðurinn var kveðinn upp. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 11. mars 1976. Ár 1976, fimmtudaginn 11. mars, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28 af Erni Höskuldssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson frá Kefla- vík, hann sást síðast í Keflavík að kvöldi þess dags, og hefur hann ekki sést síðan. Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Marinó Ciecielski hafa skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að þau hafi öll farið til Keflavíkur og þar niður að sjó, nánar tiltekið við Dráttarbraut Keflavíkur. Þeir Sævar og Kristján hafa skýrt frá því, að þeir hafi farið í sjóferð með nokkrum mönnum, þar á meðal Geirfinni Einarssyni, sem þeir telja sig þekkja á mynd. Hafi Geirfinnur Einarsson látið lífið í sjóferð þessari. Erla Bolla- dóttir kveðst hins vegar hafa hlaupið á brott og falið sig, er til Keflavíkur var komið. Þau Erla, Sævar og Kristján Viðar hafa öll verið látin skoða ljósmyndir af 16 mönnum, og hafa þeir Kristján Viðar og Sævar Marinó sagt, að kærði, Valdimar Olsen, hafi verið í för þessari til Keflavíkur umrætt sinn, og Erla Bolladóttir hefur sagt, að hún haldi, að Valdimar Olsen hafi verið þarna. Kristján Viðar Viðarsson hefur tekið framburð sinn í máli þessu til baka og síðan kannast aftur við að hafa farið í umrædda ferð með að minnsta kosti Erlu Bolladóttur og Sævari Ciecielski að Dráttarbrautinni í Keflavík. Hefur hann sagt, að honum finnist, að þetta ferðalag hafi eitthvað verið í sambandi við spíritus, þótt svo að hann muni það ekki. Þá hefur hann sagt, að hann treysti sér ekki enn sem komið er til þess að segja til um, hverjir voru staddir í Dráttarbrautinni þessa nótt auk hans og Sævars, en kveðst vera viss um, að hann þekkti eða kannaðist við fleiri, sem þar voru staddir. Hinn 26. janúar sl. voru þeir kærði, Valdimar Olsen, Magnús Leopoldsson og Einar Bollason úrskurðaðir í 45 daga gæsluvarð- 209 hald vegna rannsóknar máls þessa. Þeir hafa allir neitað að hafa farið í umrædda ferð og að hafa nokkra hugmynd um afdrif Geir- finns Einarssonar. Af hálfu ríkissaksóknara hefur verið gerð sú krafa, að kærði, Valdimar Olsen, verði úrskurðaður til að sæta áfram gæsluvarð- haldi og jafnframt að hafin verði dómsrannsókn á sakarefni máls þessa. Af hálfu kærða Valdimars hefur þessari kröfu verið mót- mælt. Rannsókn máls þessa er ekki lokið, og á meðal annars eftir að fara fram dómsrannsókn með sakbendingum og samprófunum fyrir dómi. Valdimar Olsen er grunaður um þátttölu í broti gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga og 60. gr., sbr. 61. gr. laga nr. 59/ 1969, og kann brot hans að varða fangelsisrefsingu. Skilyrðum 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um gæsluvarðhald er því fullnægt. Rétt þykir með vísan til 1. og 4. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að framlengja gæsluvarðhald kærða, á meðan rannsókn máls þessa verður fram haldið. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 30 dögum. Úrskurðarorð: Gæsluvarðhald kærða, Valdimars Olsens, framlengist um allt að 30 dögum frá kl. 1055 11. mars 1976. 14 210 Mánudaginn 22. mars 1976. Nr. 60/1976. Ákæruvaldið gegn Einari Gunnari Bollasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1976, sem barst Hæstarétti 16. s. m. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði staðfestur, „þó með þeirri breytingu, að sæslu- rarðhaldstíminn verði lengdur frá því, sem ákveðið er í hin- um kærða úrskurði“. Með úrskurði sakadóms Reykjavíkur 26. janúar 1976 var varnaraðilja gert að sæta 45 daga gæsluvarðhaldi. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Krafa ákæruvalds um lengingu gæsluvarð- haldstíma kemur ekki til álita, þar sem af hálfu ríkissaksókn- ara var ekki gætt ákvæða 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974, en vararíkissaksóknari sótti þing, þegar gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn var kveðinn upp. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 211 Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 11. mars 1976. Ár 1976, fimmtudaginn 11. mars, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28 af Erni Höskuldssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson frá Kefla- vík, og hefur hann ekki sést síðan. Þau Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Marinó Ciecielski hafa skýrt frá því, að þau hafi farið í ferð til Kefla- víkur ásamt fleiri mönnum. Var farið að Dráttarbraut Keflavíkur. Erla Bolladóttir kveðst þá þar á staðnum hafa orðið hrædd og hlaupið brott og falið sig. Þeir Sævar og Kristján Viðar hafa skýrt svo frá, að þeir hafi farið út á bát, þar sem Geirfinnur Einarsson hafi látið lífið. Þau Kristján, Sævar og Erla hafa öll skýrt frá því, að þarna hafi verið staddur Einar Bollason meðal annarra. Kristján Viðar Viðarsson hefur tekið til baka framburð sinn um förina til Keflavíkur og sjóferðina, en síðan hefur hann sagst muna eftir ferðinni til Keflavíkur og að Dráttarbrautinni í Kefla- vík, en ekki eftir sjóferðinni. Hefur hann sagt, að þarna hafi verið staddir fleiri menn, sem hann þekkti, þótt svo hann komi því ekki fyrir sig, hverjir það voru. Kærði, Einar Bollason, Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen voru hinn 26. janúar sl. úrskurðaðir í 45 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar máls þessa. Af hálfu ákæruvalds hefur þess nú verið krafist, að gæsluvarðhaldsvist kærða, Einars Bollasonar, verði framlengd í þágu rannsóknar máls þessa og jafnframt að fram fari ítarleg dómsrannsókn á sakarefni máls þessa. Af hálfu kærða, Einars Bollasonar, hefur þessari kröfu verið mótmælt með vísan til þess, er fram kemur í lögreglurannsókn um hugsanlega fjarvist Einars Bollasonar að kvöldi hins 19. nóvember 1974. Rannsókn máls þessa er ekki nærri lokið enn. Þarf meðal annars að fara fram dómsrannsókn með sakbendingum og samprófunum fyrir dómi auk þess sem nauðsynlegt er að prófa fyrir dómi þau gögn, sem fram hafa komið við lögreglurannsóknina varðandi hugsanlega fjarvist kærða Einars Bollasonar umrætt kvöld. Rétt þykir með vísan til 1. og 4. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að úrskurða Einar Bollason í gæsluvarðhald, á meðan rannsókn máls þessa er fram haldið, en brot það, sem hann er grunaður um að eiga þátt í, varðar við XXIII. kafla almennra hegningarlaga og 60. gr., sbr. 61. gr. laga nr. 59/1969, og geta brot þessi varðað 212 fangelsisrefsingu. Skilyrðum 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/ 1944 um gæsluvarðhald er því fullnægt. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 30 dögum. Úrskurðarorð: Gæsluvarðhald kærða, Einars Gunnars Bollasonar, fram- lengist um 30 daga frá kl. 1125 11. mars 1976. Fimmtudaginn 25. mars 1976. Nr. 194/1974. Dánarbú Jónasar Kristjánssonar og Samvinnutryggingar g/t (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) segn Rögnvaldi Árnasyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Skaðabótamál. Greiðslutilboð. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Freyr Ófeigsson, héraðsdómari á Akureyri, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. nóvember 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. októ- ber 1974. Þeir krefjast sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi gerir þær dómkröfur, að „hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, þ. e. a. s. að áfrýjendum verði dæmt“ að greiða sér óskipt „kr. 1.103.263.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. september 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvöxtum frá þeim degi til16. desember, en af kr. 216.821.00 frá þeim degi til greiðsludags, kr. 150.000.00 í málskostnað — en allt að frá- 213 dregnum 886.442.00 kr., er greiddar voru hinn 16. desember 1974“. Þá krefst stefndi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda. Samkvæmt skýrslu umboðsmanns áfrýjenda andaðist Jónas Kristjánsson 27. janúar 1975, og hefur dánarbú hans tekið við málsaðild hans. Í héraðsdómi er rakinn útreikningur Þóris Bergssonar tryggingastærðfræðings, dags. 10. júní 1974, sem lögmaður áfrýjenda sendi héraðsdómara eftir munnlegan flutning máls og dómtöku þess ásamt fylgiskjali. Þau sögn voru þó eigi lögð fram sem málsskjöl fyrir héraðsdómi, en hafa verið lögð fyrir Hæstarétt sem ný gögn. Fé það, 781.500 krónur, sem áfrýjandi Samvinnutrygging- ar g/t lagði á sparisjóðsreikning nr. 18914 við Landsbanka Íslands á Akureyri 7. september 1973 á nafn stefnda, tók stefndi út úr reikningnum 16. desember 1974 með samþykki áfrýjanda Samvinnutrygginga g/t ásamt þeim vöxtum, er bæst höfðu við innstæðuna til þess tíma, en þeir virðast hafa verið 104.942 krónur. Nam sú fjárhæð, er stefndi veitti við- töku, alls 886.442 krónum. Svo sem segir í héraðsdómi, hafa áfrýjendur viðurkennt bótaskyldu sína vegna slyss þess, sem Í málinu greinir. Miða verður við það, að fjárgreiðsla sú, sem áfrýjandi Sam- vinnutryggingar g/t bauð stefnda 28. ágúst 1973 í bætur vegna örorku og annars tjóns hans vegna meiðsla sinna, hafi verið bundin því skilyrði, að stefndi kvittaði fyrir fénu sem fullnaðarbótum. Verður þetta m. a. séð af bréfi Samvinnu- trygginga til stefnda 7. september 1973. Ekki var einsýnt, hverjar bætur væru hæfilegar. Var stefnda rétt að synja við- töku fjárins með framangreindu skilyrði. Hann hafði því ástæðu til málssóknar sinnar. Kemur þá til álita, hvert bótaskylt tjón stefndi hafi beðið og hvort hann hafi þegar fengið það bætt að fullu með því fé, sem hann veitti viðtöku eftir uppsögu héraðsdóms, eins og greint var, og með þeirri 50.000 króna greiðslu upp í bæt- ur, sem hann fékk frá áfrýjanda Samvinnutryggingum $/t 214 árið 1972. Verður fjallað um bótakröfur hans og rætt um einstaka kröfuliði í sömu röð og gert er í héraðsdómi. Um 1. kröfulið. Samkvæmt útreikningum Þóris Bergssonar trygginga- stærðfræðings 25. maí 1974, sem rakinn er í héraðsdómi, nemur verðmæti taps stefnda miðað við slysdag 215.362 krónum vegna tímabundinnar örorku og 1.304.463 krónum vegna varanlegrar örorku, eða alls 1.519.825 krónum. Með hliðsjón af áætlun þessari, og þegar tillit er tekið til þess, svo sem dómvenja er, að bæturnar eru undanþegnar tekjuskatti og útsvari, gætt er hagræðis stefnda af því að fá bæturnar greiddar í einu lagi svo og þess, að almennir innlánsvextir eru hærri en þeir vextir, sem reiknað er með í áætlun trygg- ingastærðfræðingsins, og jafnframt litið til þess, sem leitt er í ljós um tekjur stefnda eftir slysið, þá þykja bætur til hans úr hendi áfrýjenda samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar samtals 780.000 krónur. Hafa þá verið dregnar frá tjóninu þær greiðslur, sem stefndi hefur fengið vegna slyss- ins frá Tryggingastofnun ríkisins, 229.523 krónur, frá Sjúkra- samlagi Akureyrar, 42.442 krónur, og frá vinnuveitanda sín- um, 28.535 krónur. Um 2—-4. kröfulið. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta úrlausn hans um þessa kröfuliði. Um 5—6. kröfulið. Rétt þykir að taka tillit til þessara kröfuliða við ákvörðun málskostnaðar. Um 7. kröfulið. Rétt þykir að ákveða bætur samkvæmt þessum kröfulið 100.000 krónur, en það er sú fjárhæð, sem áfrýjendur féllust á að greiða. Samkvæmt framansögðu nemur tjón stefnda, sem aðal- áfrýjendum er skylt að bæta, alls 901.740 krónum (780.000 15.000 - 6.740 100.000 krónur). Upp í tjón stefnda samkvæmt framansögðu hefur hann fengið greiðslur svo sem nú skal greint: 215 1. Greiðsla frá áfrýjanda Samvinnutrygging- um g/t árið 1972 .. .. 2... 02.02.0022. 2. kr. 50.000 2. Fé, sem stefndi tók út úr sparisjóðsreikningi nr. 18914 hinn 16. desember 1974 .. .. .. — 886.442 Alls kr. 936.442 Af þessu voru hins vegar: a) Vextir frá slysdegi til 7. septem- ber 1973 af bótafé samkv. útreikn- ingi áfrýjanda Samvinnulrygg inga g/t........ „2... kr. 50.500 b) Áætlaður kostnaður - vegna lög- mannsaðstoðar við uppgjör tjóns..... .„. 2. — 41.500 c) Vextir af innstæðu á sparisjóðs- reikningi nr. 18914 frá 7. sept- ember 1973 til 16. desember 1974 L. 0. 2. — 104.942 kr. 196.942 Mismunurinn er kr. 739.500 og verður sú upphæð dregin frá bótakröfu stefnda á hendur áfrýjendum, eins og hún hefur verið ákveðin samkvæmt áður- sögðu. Samkvæmt því nemur tjón stefnda, sem enn er óbætt, alls 162.240 krónum (901.740 — 739.500 krónur). Verða áfrýjendur dæmdir til að greiða stefnda þá fjárhæð óskipt ásamt vöxtum, svo sem stefndi hefur krafist. Rétt er að dæma áfryjendur til að greiða stefnda óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Við ákvörðun hans Þykir þó bera að taka tillit til þess, að stefndi hefur þegar feng- ið greiddar 41.500 krónur vegna lögmannsaðstoðar við kröfu- serð sína á hendur aðaláfrýjendum. Eftir öllum atvikum þykir mega ákveða málskostnaðinn alls 160.000 krónur í héraði og fyrir Hæstarétti. Það er aðfinnsluvert, að héraðsdómari hefur athugasemda- laust tekið upp í dóm sinn áðurgreindan örorkutjónsútreikn- 216 ing Þóris Bergssonar frá 10. júní 1974, þótt útreikningurinn væri ekki lagður fram sem dómsskjal á bæjarþinginu og stefndi hefði ekki átt þess kost að tjá sig um hann, svo að séð verði. Dómsorð: Áfrýjendur, dánarbú Jónasar Kristjánssonar og Sam- vinnutryggingar g/t, greiði stefnda, Rögnvaldi Árna- syni, óskipt 162.240 krónur með 7% ársvöxtum frá 3. september 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 160.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Benedikt Sigurjónssonar og Björns Sveinbjörnssonar. Eins og rakið er í héraðsdómi, bauð áfrýjandi Samvinnu- tryggingar g/t hinn 28. ágúst 1973 að bæta tjón stefnda með heildargreiðslu, 781.500 krónum. Í greiðsluboðinu voru með- taldir vextir, 50.500 krónur, og innheimtuþóknun, 41.500 krónur. Þá var þar tekið tillit til bótagreiðslna, sem stefndi hafði áður fengið vegna slyssins. Tekið er fram í boðinu, að um hækkun á bótafjárhæð geti ekki verið að ræða. Boði þessu hafnaði stefndi með bréfi 4. september 1973. Hinn 7. septem- ber s. á. lagði áfryjandi Samvinnutryggingar g/t fé þetta í sparisjóðsbók á nafni stefnda og tilkynnti honum jafnframt með bréfi, að hann gæti vitjað sparisjóðsbókarinnar og kvitt- að um leið fyrir fullnaðarbótum. Eftir uppsögu héraðsdóms varð að samkomulagi, að stefndi veitti viðtöku fé þessu. Hóf stefndi innstæðuna úr spari- sjóðsbókinni 16. desember 1974, og nam hún þá með vöxtum 886.442 krónum. Telja verður, að fé það, sem áfrýjandi Samvinnutrvggingar s/t bauð stefnda 28. ágúst 1973, hafi þann dag nægt til greiðslu þeirra bóta, sem stefndi gat krafið úr hendi áfryj- 217 enda. Þrátt fyrir skilyrði það, sem fylgdi greiðsluboðinu, þykir stefndi því ekki geta krafið um hærri greiðslur síðar, þar sem hækkunin byggist eingöngu á kauplagsbrevtingum. Með skírskotun til þessa ber að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda í málinu. Þar sem áfrýjandi Samvinnutryggingar g/t skilyrtu greiðsluboð sitt á þann hátt, sem að framan greinir, var stefnda rétt að höfða mál til heimtu kröfu sinnar. Af þessum sökum þykir rétt að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað í héraði, sem ákveðst 80.000 krónur, en máls- kostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Við erum samþykkir athugasemd meiri hluta dómenda. Dómsorð: Áfrýjendur, dánarbú Jónasar Kristjánssonar og Sam- vinnutryggingar g/t, skulu vera sýknir af kröfum stefnda, Rögnvalds Árnasonar, í máli þessu. Áfrýjendur greiði óskipt stefnda 80.000 krónur í máls- kostnað í héraði. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Akureyrar 12. júlí 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 29. maí sl., hefur Rögnvaldur Árnason, Vanabyggð 15, Akureyri, höfðað hér fyrir bæjarþingi Akureyrar með stefnu, útgefinni 1. október 1973, á hendur Jónasi Kristjánssyni, Skólastíg 7, Akureyri, og Samvinnutryggingum til heimtu skaðabóta. Í stefnu og greinargerð gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða honum kr. 1.504.643 með 7% ársvöxtum frá 3. september 1972 til 16. maí 1973, með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað sam- kvæmt reikningi eða mati dómsins. Við munnlegan flutning málsins hækkaði stefnandi kröfur sínar til samræmis við nýjan örorkuútreikning þannig, að endanleg kröfugerð hans er, að stefndu verði dæmdir til að greiða kr. 1.833.650 auk vaxta og málskostnaðar eins og áður greinir. 218 Stefndu gera þær kröfur, að þeim verði dæmd sýkna af dóm- kröfum stefnanda gegn afhendingu skilríkja fyrir innborgun geymslufjár á nafni stefnanda á sparisjóðsreikningi nr. 18914 í Landsbanka Íslands, útibúinu á Akureyri, að upphæð kr. 781.500. Til vara krefjast stefndu þess, að geymslufé þetta verði metið fullgild innborgun til stefnanda upp í tjón hans af völdum slyss þess, er um ræðir í málinu, ef svo yrði litið á, að geymsluféð hrökkvi eigi til sem fullar bætur á tjóni hans, og þá umreiknað til verðlags á þeim tíma, er dómur gengur. Þá krefjast stefndu fulls málskostnaðar að mati dómsins í aðal- kröfu, en að málskostnaður verði látinn falla niður, reyni á aðrar kröfur. Málsatvik eru þessi: Aðfaranótt 3. september 1972 var stefnandi ásamt eiginkonu sinni, Nikólínu Þorkelsdóttur, á ferð í bifreið stefnanda, A 4393, í Kaupvangsstræti á Akureyri. Var þá bifreiðinni A 363 ekið á bifreið stefnanda með miklum hraða með þeim afleiðingum meðal annars, að stefnandi slasaðist. Ökumaður A 363 var Hreinn Jónas- son, en eigandi bifreiðarinnar Jónas Kristjánsson, stefndi í máli þessu, en ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar var stefndi Sam- vinnutryggingar. í áverkavottorði Eiríks Sveinssonar, læknis á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, dagsettu 27. október 1972, segir svo: „Þann 3/9 "72 er komið með slasaðan mann á Handlæknis- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem kveðst heita Rögn- valdur Árnason, vera fæddur 16/3 20, til heimilis að Vanabyggð 15, Akureyri. Segist hafa verið á ferð í bíl sínum kl. 01.30 þann 3/9 '72 og var á leið upp svokallað Gil á Akureyri, er annar bíll kom á mikilli ferð niður brekkuna, sveiflaðist til og frá og endaði loks á hlið Cortinunnar, þrátt fyrir að hann reyndi að forða sér upp á gangstétt. Maðurinn sat vinstra megin og fékk mikið högg og kemur hingað, eins og áður segir, kl. 01.30. Við skoðun kemur fram ljótur áverki á v. öxl, þ. e. krossskaði, tættur óhreinn, og sjúkl. gat ekki hreyft öxlina. Við myndatöku af öxlinni kom í ljós mjög slæmur axlaráverki með fjölda beinbrota, bæði á viðbeini og herðablaði. Þrátt fyrir skaðann leið sjúklingi allvel og hafði fulla meðvitund. Sjúklingur var síðan meðhöndlaður hér alllengi, en var síðan leyft að fara heim þann 9/10 '72, þá í allgóðu ástandi, en alger- lega óvinnufær. 219 Sjúklingur hefur fengið fysiotheraphy á endurhæfingarstöð- inni að Bjargi, hefur farið allnokkuð fram og hefur verið til eftir- lits á Göngudeild spítalans hér. Hann telst ekki vinnufær, þegar þetta vottorð er skrifað, en heldur áfram meðferð sinni. Ytri skaðinn á öxlinni er gróinn, en e. t. v. þarf síðar að gera aðgerð á öxl sjúklings, þó of snemmt sé um það að segja ennþá“. Í læknisvottorði frá Gauta Arnþórssyni, yfirlækni á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar, dags. 12. mars 1973, segir svo: „Má nú teljast gróinn og ástandið nánast stationert. Clavicular- fractura hefur gróið með allmikilli dislocation, en er stöðug og eymslalaus. Tuberculum majus var afslitið og disloserað upp á við vel 3 cm og hefur festst í þeirri stellingu. Aðrar fracturur á svæðinu ekki áhugaverðar. Hefur sjö sinnum tveggja cm stórt, nokkuð rautt og inndregið ör aftan til yfir deltoideussvæði, þar sem áverkinn var opinn. Hreyfingar í humeroscapularliðum: H. V. Elevation út á við .. .. .. 180 120? Elevation fram á við .. .. 1809 130* Elevation aftur á við .. .. 40? 30% Rotation út á við .. .... 30* 15? Rotation inn á við .. .. .. 1109 100* Hreyfing í v. humeroscapularlið er sársaukalaus innan hreyf- ingarsviðsins. Kvartar ekki um verki í öxlinni. Hins vegar mátt- lítill og þreytist fljótt við vinnu sína og fær þá nokkurn verkja- seiðing í svæðið, en þarf að jafnaði ekki verkjatöflur. Ekki nætur- verkir. Armur og hönd a. ö. 1. heil. Ósennilegt er, að hreyfisvið axlarliðar aukist verulega frá því, sem nú er. Hins vegar mun kraftur og úthald að sjálfsögðu aukast og vinnugeta sennilega þess vegna“. Jónas Hallgrímsson yfirlæknir mat örorku stefnanda þann 4. júní 1973. Í vottorði hans segir meðal annars: „Rögnvaldur kom til undirritaðs þann 2/6 1973. Hann kvaðst vera rétthentur. Segist vera sæmilegur. Getur ekki tekið upp þunga hluti, til dæmis hurðir. Telur kraft sinn aðeins hálfan í vinstri handlegg miðað við það, sem hann var áður. Við átök fær hann sársauka í vinstri öxl, en hann hverfur fljótlega, þegar átökin hætta. Sárast er að lyfta handleggnum upp og taka hann að sér. Sækir á hann ónot á næturnar og þegar hann er frá vinnu, 220 en finnur lítið til þess í starfinu. Óþægindin halda stundum vöku fyrir honum. Heit böð og rafmagnspúði hafa bætt hann mikið. Rögnvaldi finnst hann ekki vera að lagast og óþægindin við vinn- una frekar vera að aukast og hann vera lengur að jafna sig en áður. Við skoðun sést ör 8X<2 em utan á vinstri öxl (regio deltoidea). Virðist deltoideus vöðvinn þeim megin rýrari. Vinstri öxlin er töluvert hærri og styttri en sú hægri. Vinstra viðbein er sennilega styttra og afmyndað distalt. Ummál handleggja 10 cm ofan og neðan við endann á olecranon er eftirfarandi: Hægri upphandleggur .. .. .. .. 33 em Vinstri upphandleggur .. .. .. .. 31 em Hægri framhandleggur .. .. .. .. 29 em Vinstri framhandleggur ... .. .. 28.5cm Hreyfisvið vinstra axlarliðs er svipað og fram kemur í vottorði Gauta Arnþórssonar. Kraftur við elevation er miklu minni vinstra megin en hægra megin og tekur í innanvert á vinstri upphand- legg. Niðurstaða: Rögnvaldur hefur hlotið tímabundna og varanlega örorku af slysinu. Hreyfisvið vinstri axlar er varanlega takmarkað og lítils háttar rýrnun hefur orðið á vinstri upphandlegg, sem verður að teljast stafa af minni notkun handleggsins, og öxlin vinstra megin er dálítið afmynduð. Eru ekki líkur til, að hann lagist neitt úr þessu og gæti jafnvel versnað vegna gigtar, þegar frá líður. Ör- orka Rögnvalds telst sem hér segir: Frá slysinu í 3 mánuði .. .. .. .. 100% Síðan í 2 mánuði .. .. .. .. .. .. T5% Síðan í 2 mánuði .. .. .. .. .. .. 50% Loks varanleg örorka .. .. .. .. .. 159%“. Stefndu viðurkenndu þegar fulla bótaskyldu á tjóni stefnanda, og í desembermánuði 1972 greiddi stefndi Samvinnutryggingar stefnanda kr. 50.000 upp í væntanlegar bætur, auk þess fékk stefnandi greiddar kr. 28.535 frá vinnuveitanda sínum og kr. 42.442 frá Sjúkrasamlagi Akureyrar. Þá fékk stefnandi greidda dagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir tímabilið ll. september 1972 til 11. mars 1973, kr. 71.162, og þann 27. ágúst 221 1973 fékk hann greiddan örorkulífeyri í formi eingreiðslu, kr. 158.361. Þann 25. júní 1973 reiknaði Þórir Bergsson, cand act., út örorkutjón stefnanda. Í skýrslu hans segir meðal annars: „Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps. Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Rögnvalds árin 1970— 1972 voru vinnutekjur hans þrjú heilu almanaksárin fyrir slysið: Árið 1969 .. .. .. .. .. kr.319.106.00 — 1970.... ...... — 368.336.00 — 1971... .. ...... — 490.654.00 Rögnvaldur er húsgagnasmíðameistari og mun hafa aflað tekna þessara við húsasmíðar hjá ýmsum aðilum. Ég hef umreiknað þær til kauplags á slysdegi og síðan samkvæmt breytingum á taxta húsasmiða. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að varan- lega tapið sé 15% af áætluðum vinnutekjum frá slysdegi, en tímabundna tapið sé sá hundraðshluti af þeim, sem örorkumat læknisins segir til um, að frádregnum 15%: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr.639.777.00 kr.219.362.00 kr. 95.967.00 Síðan árlega .. .. — 705.213.00 — 105.782.00 Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 215.362.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 981.956.00 Samtals kr. 1.197.498.00 Frádráttur. 1. Rögnvaldur fékk greidda dagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins frá 11/9 1972 til 11/3 1973 kr. 71.162.00. Verðmæti þeirra á slysdegi er kr. 69.938.00. Hann á einnig rétt á ör- orkulífeyri í formi eingreiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins. 2. Ekki hefur verið athugað, hver eðlileg lækkun verðmætis vinnutekjutaps er vegna skattfrelsis bóta. 222 Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað 7% p. a., dánarlíkur íslenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—-1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Í bréfi til Samvinnutrygginga, dagsettu 3. júlí 1973, setti lög- maður stefnanda fram kröfur á hendur stefnda Samvinnutrygg- ingum, byggðar á framangreindum örorkuútreikningi. Í bréfinu segir meðal annars: „Í þessu bréfi set ég fram kröfur Rögnvaldar Árnasonar, sem sundurliðast þannig: 1. Örorkutjón .. .. .. ... .. =. Kr.1.197.498.00 — greitt f. Trst. .. .. .. .. — 69.938.00 ——— kr. 1.127.560.00 2. Fataskemmdir .. .. 2... 15.000.00 3. Miskabætur .. .. .. .. .. 2. 20 2. 2. 22... — 0 600.000.00 4. Ferðakostn. til Rvíkur .. .. 2... 00... — 6.740.00 5. Endurhæfing .. .. 2... 0... 7 12.000.00 6. Örorkumat .. 2... 0. — 5.000.00 7. Örorkutjónsútreikn. .. .. .. .. .. 2. -. e. — .500.00 8. Skattframtöl.... 2... 240.00 Kr. 1.774.040.00 Framangreinda fjárhæð bið ég yður vinsamlega að greiða við fyrsta tækifæri ásamt vöxtum og innheimtulaunum, allt að frá- dregnum kr. 50.000.00, sem þér hafið þegar greitt“. Kröfubréfi þessu svaraði stefndi Samvinnutryggingar með bréfi, dags. 28. ágúst 1973. Í því bréfi segir: „Tilboð vort um fébótagreiðslu og skýringar á einstökum liðum tilboðsins fer hér á eftir: i. Brúttó örorkutj. samkv. útreikn. tryggingafr. kr. 1.197.498.00 Frádr. v/skattfr. og hagræðis af eingr. ca 25% .. — 300.000.00 Kr. 900.000.00 Greitt af Tryggingast. ríkisins (eingr. og dagp.)=- — 229.523.00 Kr. 670.477.00 Greitt af vinnuveitanda .. .. ..0..0.0..0.. 0. 00. 28.535.00 Kr. 641.942.00 223 Fluttar kr. 641.942.00 Sjúkradagpeningar frá Sjúkrasaml. Akureyrar — — 42.442.00 Kr. 600.000.00 2. Miskabætur .. .. .. .. 2... 0... 02... 2... — 100.000.00 Kr. 700.000.00 Bætur frá Samvinnutr. á árinu 1972 .. .... .. — 50.000.00 Kr. 650.000.00 3. Áætlað tjón á fatnaði og ferðakostnaður .. .. — 27.000.00 Kr. 677.000.00 4. Örorkumat og útreikn. tryggingafræðinga .. — 12.500.00 Kr. 689.500.00 0. Vextir... .. 2... — 50.000.00 Kr. 740.000.00 6. Þóknun til yðar fyrir aðstoð við uppgj. tjóns. — 41.500.00 Kr. 781.500.00 Samkvæmt þessu tilboði nema tjónsbætur til umbjóðanda yðar ásamt vöxtum kr. 1.078.500.00 auk þóknunar til yðar og kostn- aðar við örorkumat og útreikning tryggingafræðings. Í þessu sambandi viljum vér benda á, að allar greiðslur til umbjóðanda yðar frá öðrum, sem vér höfum dregið frá í bótatilboðinu, svo sem greiðslur vinnuveitanda, sjúkrasamlags og Tryggingastofn- unar ríkisins, höfum vér þegar greitt eða samþykkt að greiða að fullu, þegar reikningar berast oss. Vér viljum ennfremur benda á, að vér höfum á tveimur eða þremur stöðum í uppkasti þessu viljandi sléttað af tölur, og er því ekki um reikningsskekkjur að ræða. Það er skoðun vor, að tilboð þetta sé mjög sanngjarnt gagnvart umbjóðanda yðar, enda við það miðað, að enginn ágreiningur verði um það. Um breytingar á tilboði þessu til hækkunar getur því ekki orðið að ræða, en svar við tilboðinu óskast við fyrstu hentugleika“. Þessu bótatilboði stefnda Samvinnutrygginga vildi stefnandi 22 ekki una og tilkynnti Samvinnutryggingum það með bréfi, dag- settu 4. september 1973, en í því bréfi segir meðal annars: „Í bréfi yðar lýsið þér því yfir, að ekki komi til greina að breyta tilboðinu til hækkunar, og sýnist því tilgangslítið að gera framangreindar athugasemdir við tilboðið á þessum vettvangi. Með hliðsjón af yfirlýsingu yðar mun ég byrja málssókn til heimtu bótanna eftir 15. þ. m., enda hafi mér þá ekki borizt verulega hækkað tilboð frá yður“. Í bréfi Samvinnutrygginga til stefnanda, dags. ". september 1973, segir: „Vér höfum í dag lagt inn á yðar nafn, Í sparisjóðsbók við Landsbankann á Akureyri, bók nr. 18914, krónur 781.500. — sjö hundruð áttatíu og eitt þúsund og fimm hundruð 0%,,, — sem eru slysabætur til yðar ásamt innheimtuþóknun til lögmanns yðar, samkv. tilboði voru, dags. 28/8 1973, samanber ljósrit af því, er fylgir hér með. Bókarinnar getið þér vitjað á skrifstofu vora, á venjulegum skrifstofutíma, og kvittað um leið fyrir fullnaðarbótum“. Í bréfi lögmanns stefnanda, dags. 16. september 1973, til Sam- vinnutrygginga segir: „Umbj. m., Rögnvaldur Árnason, Akureyri, hefur móttekið bréf yðar, dags. 7. þ. m., varðandi bætur til hans vegna líkamstjóns, og hefur hann beðið mig um að skýra yður frá því, að hann hafni tilboði yðar framsettu í bréfinu“. Mál þetta höfðaði stefnandi síðan á grundvelli örorkutjónsút- reiknings Þóris Bergssonar, dags. 25. júní 1973, en við munnlegan flutning málsins lagði hann fram nýjan örorkutjónsútreikning Þóris Bergssonar, dags. 25. maí 1974, svohljóðandi: „Með útreikningi, dagsettum 25. júní 1973, reiknaði ég fyrir Boga Nílsson verðmæti vinnutekjutaps Rögnvaldar. Síðan hafa allir kauptaxtar hækkað mjög mikið, bæði vegna hækkunar kaup- greiðsluvísitölu og kjarasamninga. Þar á móti kemur, að dóm- stólar eru nú farnir að leggja 9% vexti p. a. til grundvallar í stað 7%, en þeir vextir voru notaðir í fyrri útreikningi mínum. Ég verð því að reikna tjón Rögnvaldar alveg út að nýju og mun jafn- framt til hægðarauka skrifa málið í heild. Við áætlun vinnutekna verður tekið tillit til umsaminna kauphækkana, sem koma til framkvæmda 1. des. 1974 og 1. júní 1975. Slysið og örorkumat. Rögnvaldur Árnason slasaðist í bílaárekstri 3. september 1972. Hann hlaut við það axlaráverka með fjölda beinbrota, bæði á við- 225 beini og herðablaði. Niðurstaða örorkumats, dags. 4/6 1973, sem Jónas Hallgrímsson, yfirlæknir, gerði, er eftirfarandi: „Rögnvaldur hefur hlotið tímabundna og varanlega örorku af slysinu. Hreyfisvið vinstri axlar er varanlega takmarkað og lítils háttar rýrnun hefur orðið í vinstri upphandlegg, sem verður að teljast stafa af minni notkun handleggsins, og öxlin vinstra megin er dálítið afmynduð. Eru ekki líkur til, að hann lagist neitt úr þessu, og gæti jafnvel versnað vegna gigtar, þegar frá líður. Ör- orka Rögnvaldar telst sem hér segir: Frá slysinu í 3 mánuði .. .. .. .. 100% Síðan í 2 mánuði .. .. .. .. .. .. T5% Síðan í 2 mánuði .. .. .. .. .. .. 50% Loks varanleg örorka .. .. .. .. .. 15%“ Aldur. Rögnvaldur er sagður fæddur 16. marz 1920 og hefur því verið 52 ára á slysdegi. Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps. Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Rögnvaldar árin 1970— 1972 voru vinnutekjur hans þrjú heilu almanaksárin fyrir slysið: Árið 1969 .. .. .. .. .. kr.319.106.00 — 1970.......... — 368.336.00 — 1971 .......... — 490.654.00 Rögnvaldur er húsgagnasmíðameistari og mun hafa aflað tekna þessara við húsasmíðar hjá ýmsum aðilum. Ég hef umreiknað þær til kauplags á slysdegi og síðan samkvæmt breytingum á taxta húsasmiða. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að varan- lega tapið sé 15% af áætluðum vinnutekjum frá slysdegi, en tíma- bundna tapið sé sá hundraðshluti af þeim, sem órorkumat læknis- ins segir til um — að frádregnum 15%. Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 639.777.00 kr.219.362.00 kr. 95.967.00 2. árið eftir slysið — 926.015.00 — 138.902.00 3. árið eftir slysið — 1.103.412.00 — 165.512.00 Síðan árlega... — 1.136.274.00 — 170.441.00 15 226 Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 215.362.00 Vegna varanlegrar örorku .„. .. .. — 1.304463.00 Samtals kr. 1.519.825.00 Frádráttur: 1. Rögnvaldur fékk greidda dagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins frá 11/9 1972 til 11/3 1973, kr. 71.162.00. Verðmæti þeirra á slysdegi er kr. 69.938.00. Hann á einnig rétt á örorkulífeyri í formi eingreiðslu frá Tryggingastofnuninni. 2. Ekki hefur verið athugað, hver eðlileg lækkun verðmætis vinnutekjutaps er vegna skattfrelsis bóta. Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a. til 16. maí 1973, en 9% síðan til frambúðar, dánarlíkur íslenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lif- anda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Við munnlegan málflutning breytti stefnandi kröfum sínum til hækkunar til samræmis við hinn nýja örorkutjónsútreikning og kostnað við hann. Í tilefni af kröfuhækkun þessari lét lögmaður stefndu bóka eftirfarandi: „Lögmaður stefndu mótmælir ekki, að stefnandi leggi fram nýjan tjónsútreikning og komi að kröfuhækkun. En mótmælt er réttmæti kröfuhækkunar, þar eð tjón stefnanda er þegar bætt að fullu og kröfuhækkun því stefndu óviðkomandi. Mótmælt er á sama hátt reikningi á dskj. nr. 31. Með samþykki lögmanns stefnanda mun ég fá Þóri Bergsson, cand. act., til að umreikna verðmæti greiðslu umbj. m. til sam- ræmis við nýjan örorkuútreikning og leggja þann útreikning fram áður dómur gengur. Er þetta skilyrði af minni hálfu fyrir því, að kröfuhækkun stefnanda komist að“. Í samræmi við bókun þessa sendi lögmaður stefndu dóminum, eftir dómtöku málsins, svofelldan útreikning Þóris Bergssonar, cand. act., dags. 10. júní 1974: „Samkvæmt bréfi, dagsettu 28. ágúst 1973, lögðu Samvinnu- tryggingar g.t. fram tilboð um fébótagreiðslu vegna afleiðinga ofangreinds slyss. Tilboðsupphæð vegna örorkutjóns var reist á út- reikningi mínum, dagsettum 25. júní 1973. Í bréfi, dagsettu 7. sept- 227 ember 1973, til Rögnvaldar Árnasonar frá Samvinnutryggingum g.t., segir, að félagið hafi lagt inn á sparisjóðsbók hjá Landsbank- anum á Akureyri, bók nr. 18914, kr. 781.500.00 sem slysabætur til hans og innheimtuþóknun til lögmanns. Þér óskið þess nú, að ég reikni út tjón Rögnvaldar með tilliti til þess, sem þekki var varðandi kauptaxta 7. september og þar sem almennir bankavextir hækkuðu úr 7% p. a. í 9% 16. maí 1973, óskið þér þess, að ég noti 9% vexti við þennan útreikning, en dómstólar munu ávallt hafa fylgt þeirri reglu að nota almenna bankavexti við ákvörðun bóta vegna lífs- og líkamstjóns. Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps með tilliti til þekkts ástands 7. september 1973 verður: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 639.777.00 kr.219.362.00 kr. 95.967.00 Síðan árlega... — 753.026.00 — 112.954.00 Verðmæti þessa taps á slysdegi reiknast mér nema: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 215.362.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 916.578.00 Samtals kr. 1.131.940.00 Mismunurinn á þessum útreikningi og þeim, sem ég gerði 25. júní 1973, er einungis sá, að tekið hefur verið tillit til hækkunar kauptaxta vegna breytingar á kaupgreiðsluvísitölu 1. september 1973, og notaðir eru 9% vextir p. a. frá 16. maí 1973. Ég reiknaði örorkutjón Rögnvaldar aftur með útreikningi, dags. 25. maí 1974. Höfðu þá allir kauptaxtar hækkað mjög verulega. Í þeim útreikningi notaði ég 7% vexti p. a. til 16. maí 1973 — síðan 9%, eins og hér að framan. Niðurstaða þess útreiknings var, að verðmæti tapsins á slysdegi væri: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 215.362.00 Vegna varanlegrar örorku „. .. .. — 1.304.463.00 Samtals kr. 1.519.825.00 Ég hef áður gert athugun á því, hvaða aðferðir sé hugsanlegt að nota við ákvörðun bóta, þegar greitt hefur verið upp í lang- 298 si varandi lífs- og líkamstjón, áður en lokauppgjör fer fram. Þetta vandamál þarfnast lausnar, þegar verð- og kaupþensluástand ríkir. Þessi athugun fylgir hér með, ef einhver stoð mætti verða af henni. Ef sú hugmynd, sem ég set fram við ákvörðun bóta til handa Rögnvaldi, og ég nota þá þekkingu, sem var fyrir hendi í júní 1973, — að ósk yðar — verður niðurstaðan eftirfarandi: Tímabil I: Frá 1. sept. 1972 í 1 ár. Tímabil II: Síðan. Niðurstöður verða þessar: Verðmæti taps. skv. útr., Verðmæti taps skv. útr., dags. 16. júní 1973. dags. 25. maí 1974. Tímab.: Varanl.: Tímab.: Varanl.: Tímabil: kr.215.362.00 kr. 92.282.00 kr.215.362.00 kr. 92.282.00 Tímabilll: — 0.00 — TT1.957.00 — 0.00 — 1.212.181.00 Samtals kr. 215.362.00 kr. 864.239.00 kr.215.362.00 kr. 1.304.463.00 Af tilboði Samvinnutrygginga má sjá, að Rögnvaldur er talinn hafa fengið greiddar eftirfarandi upphæðir: Dagpeningar og eingreiðsla frá Tryggingast. ríkisins .. ......0.. 0... 0... 2... 2. kr.229.523.00 Sjúkrapeningar frá Sjúkrasamlagi Akureyrar .. .. — 42.442.00 Frá vinnuveitanda .. .. .. . 2... ........ 0. — 28.535.00 Frá Samvinnutryggingum 1972 .. .. .. ... .. .... — 50.000.00 Samtals kr. 350.000.00 Þessar upphæðir þyrfti allar að reiknast til verðmætis á slys- degi. Í þessu tilviki yrði aðeins um lítils háttar lækkun á upp- hæðunum að ræða, þar sem allar þessar upphæðir virðast hafa verið greiddar innan árs frá slysdegi. Af þessu virðist ljóst, að Rögnvaldur hefur þegar fengið meira greitt en nemur fjárhagslegu tjóni á tímabili 1, þegar Samvinnu- tryggingar g.t. lögðu tilboðsfjárhæðina inn á bankabók. Sam- kvæmt meðfylgjandi athugun minni kemur þá tvennt til greina: 1. Að meta tjónið svo sem verið væri að gera það upp í sept- emberbyrjun 1973 og nota þá útreikning, sem miðast við þann tíma. 229 2. Að nota nýjasta útreikning minn, en hækka það, sem rétt dæmist að hafa verið greitt upp í Öörorkutjónið (ég lít fram- hjá miskanum) 7. september 1973 (— einnig forðast ég að hafa opinbera skoðun á því, hvort um uppígreiðslu hafi verið að ræða eða ekki). Ekki veit ég, hver sú upphæð er, og gef því einungis upp þann margfaldara, sem nota ætti við þann umreikning. Tvennt kemur til greina: A. Að nota breytingar á kauptöxtum frá septemberbyrjun til gildandi taxta. B. Að nota breytingar á neyzluvöruvísitölu, sem er bezti fáan- legi mælikvarði á verðgildi íslenzku krónunnar. Margfaldararnir verða: Aðferð A: 1-37150. Aðferð B: 1-27312. Hér er niðurstaða samkv. aðferð A óyggjandi. Hins vegar er aðferð B bundin nokkrum vanda. Reynt hefur verið að taka tillit til útreikninga Hagstofu Íslands á efnahagsráðstöfunum, sem gerðar voru Í maí s.l., en raunverulegar afleiðingar þeirra aðgerða eru enn óljósar. Margfaldari samkvæmt aðferð B er lágmarkstala. Þér óskið þess einnig, að ég reikni út, hver áhrif skattfrelsis bóta í formi eingreiðslu hefur. Þar sem ég hef ekki skattframtöl Rögnvaldar undir höndum nú, byggi ég á upplýsingum Gunnars Sólnes, lögmanns, varðandi frádráttarliði skattframtals fyrir árið 1971. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur tímabundin örorka valdið tekjumissi milli 10% til 15% á skatthagnaðarverðmæti tímabundins vinnutekjutaps og milli 30% og 35% á verðmæti varanlegs taps. Hvort tveggja er hægt að reikna nákvæmlega, ef fullnægjandi upplýsingar eru fyrir hendi, en þar sem svo er ekki vegna þess, og því ekki tími til öflunar nægra gagna og úrvinnslu þeirra, verð ég að láta frá mér fara niðurstöðu, sem reist er á lágmarks og hámarks forsendum“. Stefnandi styður kröfu sína þeim rökum, að ökumaður bifreið- arinnar Á 363, Hreinn Jónasson, hafi átt alla sök á árekstrinum, sem stefnandi slasaðist í, en skráður eigandi bifreiðarinnar, stefndi Jónas, beri fébótaábyrgð á tjóni því, sem hann varð fyrir, sbr. 67. gr. umferðarlaga. Þá sé bifreiðin A 363 ábyrgðartryggð hjá stefnda Samvinnutryggingum og sé félaginu stefnt samkvæmt heimild í 2. mgr. 74. gr. umferðarlaga. 230 Kröfu sína sundurliðar stefnandi endanlega þannig: 1. Örorkubætur .... .. .. ... ... .. Kr.1.519.825 = — 217.938 — kr. 1.301.887 2. Fatatjón .. ...... sr — 15.000 3. Kostnaður v/terðar til Rvíkur sr — 6.740 4. Kostnaður v/endurhæfingar .. .. .. .. .. 2. — 12.000 5. Kostnaður v/ðörorkumats .. .. .. .. 2... 2. — 5.000 6. Kostnaður v/örorkutjónsútreiknings sr — 14.000 7. Miskabætur (sársauki, óþægindi o.s.frv.) .... — 600.000 Samtals kr. 1.954.627 = áður greitt — 120.977 Samtals kr. 1.833.650 sem er stefnufjárhæð í málinu. Stefndu viðurkenna óskoraða fébótaábyrgð á slysinu, en reisa sýknukröfu sína á því, að stefnanda hafi verið gert mjög sann- gjarnt og eðlilegt bótatilboð á grundvelli fyrirliggjandi gagna um tjón hans af völdum slyssins, þannig að hann hefði með upp- gjöri samkvæmt tilboðinu fengið tjón sitt af völdum slyssins full- bætt. Þar eð staðið hafi verið við þetta bótatilboð af hálfu stefndu með greiðslu tilboðsfjárhæðar sem geymslufjár á nafn stefnanda í Landsbanka Íslands, séu þeir lausir allra mála gagnvart stefn- anda. Eins og að framan er rakið, var greiðslutilboð stefndu bundið beim skilyrðum, að stefnandi gæfi þeim fullnaðarkvittun fyrir greiðslu bótanna og félli þar með frá rétti sínum til að leita úr- lausnar dómstóla um frekari rétt sinn. Stefnanda var því rétt að hafna viðtöku greiðslunnar. Verður því með vísan til framan- greinds hvorki sýknukrafa né varakrafa stefndu tekin til greina. Verður nú fjallað um kröfu stefnanda í samræmi við sundur- liðun hans á henni. Um lið 1. Eins og áður segir, byggist kröfuliður þessi á örorkutjónsút- reikningi Þóris Bergssonar, cand. act., dags. 25. maí 1974, sem er samtals kr. 1.519.825. Frá þessum lið eru dregnar kr. 217.938, sem eru verðmæti greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins á slys- degi. Stefndu vefengja ekki örorkumatið, og útreikningur á ör- orkutjóninu sætir ekki andmælum af þeirra hálfu, en mótmæla 231 lið þessum sem of háum og krefjast lækkunar á honum vegna hagræðis af eingreiðslu og skattfrelsis með hliðsjón af dómvenju í þeim efnum. Á það má fallast með stefndu, að nokkurt hagræði sé að því fyrir stefnanda að fá hina varanlegu örorku greidda í einu lagi. Þá má einnig gera ráð fyrir nokkrum hagnaði stefnanda til handa vegna skattfrelsis bótanna, að minnsta kosti sé gert ráð fyrir, að beinir skattar verði hér til frambúðar. Þykir því rétt að lækka kröfulið þennan nokkuð af framangreindum ástæðum. Þykir tjón stefnanda samkvæmt lið þessum hæfilega metið kr. 1.000.000 að frádregnum bótum almannatrygginga. Um lið 20g 3. Liðir þessir hafa ekki sætt andmælum af hálfu stefndu og verða því teknir til greina að fullu. Uim lið 4. Stefndu mótmæla lið þessum og telja sig vera búna að greiða hann með kr. 9.680, sem stefnandi hafi kvittað fyrir móttöku á. Hafa stefndu lagt fram í málinu kvittun stefnanda, dagsetta 9. mars 1973, fyrir móttöku á framangreindri fjárhæð, „sem greiðslu í eitt skipti fyrir öll fyrir lækniskostnað og endurhæfingu vegna slyss, er ég varð fyrir 3. september 1972 af völdum bifreiðar A 363“. Stefnandi hefur ekki lagt fram kvittanir fyrir frekari kostn- aði vegna endurhæfingar, og þykir liður þessi því ekki nægjan- lega rökstuddur gegn mótmælum stefndu, og ber því að sýkna af honum. Um lið 5 og 6. Stefndu andmæla ekki liðum þessum, og ber því að taka þá til greina að fullu. Um lið 7. Stefndu hafa mótmælt lið þessum sem allt of háum. Hér að framan hefur verið lýst áverkum þeim, sem stefnandi hlaut við slysið, og einnig hefur sjúkrasaga hans verið rakin svo og bata- horfur. Með visan til þess þykir mega taka fjárhæð þessa til greina með kr. 190.000. Eins og áður er rakið, hefur stefnandi þegar fengið greiddar frá stefnda Samvinnutryggingum, vinnuveitanda sínum og frá Sjúkra- samlagi Akureyrar samtals kr. 120.977, sem ber að draga frá framangreindum fjárhæðum. Samkvæmt framansögðu verða úrslit málsins þau, að stefnda Jónasi Kristjánssyni og stefnda Samvinnutryggingum g/t sem ábyrgðartryggjanda A 363 verður gert að greiða stefnanda in solidum kr. 1.103.263 (1.000.000 - 15.000 6.740 5.000 -- 232 7.500 190.00 = 120.977) ásamt 7% ársvöxtum frá 3. septem- ber 1972 til 16. maí 1973, en með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber einnig að dæma stefndu til greiðslu máls- kostnaðar, sem telst hæfilega ákveðinn kr. 150.000. Dráttur á uppkvaðningu dóms þessa stafar af embættisönnum dómara. Dómsorð: Stefndu, Jónas Kristjánsson og Samvinnutryggingar g/t, greiði stefnanda, Rögnvaldi Árnasyni, in solidum kr. 1.103.263 ásamt 7% ársvöxtum frá 3. september 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 150.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 31. mars 1976. Nr. 126/1974. Rannveig Ingimundardóttir (Jóhannes L. L. Helgason hrl.) segn Oddvita Sveinsstaðahrepps f. h. hreppsins (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigur- jónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Arnljótur Björnsson. Fasteignaskattur. Synjað uppboðs. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 27. júní 1974. Krefst hún þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og stefnda gert að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýj- aða úrskurðar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti, en til vara, að málskostnaður verði látinn falla niður. 233 Samkvæmt 48. gr. laga nr. 75/1973 hefur málið að þessu sinni verið flutt eingöngu um það, hvort fella beri hinn áfrýj- aða úrskurð úr gildi og synja um framgang hins umbeðna uppboðs vegna þess, að eigi hafi verið aflað úrskurðar yfir- fasteignamatsnefndar um gjaldskyldu. Gjaldheimta sú, sem málið fjallar um, byggist á ákvæðum II. kafla laga nr. 8/1972. Í 3. mgr. 4. gr. laganna segir: „Nú verður ágreiningur um gjaldskyldu eða gjaldstofn, og sker þá yfirfasteignamatsnefnd ríkisins úr. Úrskurði nefndarinnar má skjóta til dómstólanna“. Ágreiningsefni það, sem hér er um fjallað, hefur ekki verið lagt fyrir yfirfasteignamatsnefnd til úrskurðar. Verður það því ekki borið undir dómstóla, en ákvæði 10. og 11. gr. reglugerðar nr. 320/1972 hagga eigi hinu skýlausa lagaákvæði. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um framgang uppboðsins. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði falli niður. Stefndi greiði áfrýjanda 75.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er synjað um framgang hins umbeðna uppboðs. Stefndi, oddviti Sveinsstaðahrepps f. h. hreppsins, greiði áfrýj- anda, Rannveigu Ingimundardóttur, 75.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara og prófessors Arnljóts Björnssonar. Ágreiningur aðilja um skyldu áfrýjanda til að greiða hinn umdeilda fasteignaskatt hefur eigi verið lagður fyrir yfir- fasteignamatsnefnd ríkisins til úrskurðar. Telur áfrýjandi, að ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga nr. 8/1972 standi því í vegi, að hið umbeðna uppboð megi fara fram, en í nefndu ákvæði segir 234 svo um fasteignaskatt: „Nú verður ágreiningur um gjald- skyldu eða gjaldstofn, og sker þá yfirfasteignamatsnefnd rík- isins úr. Úrskurði nefndarinnar má skjóta til dómstólanna“. Lög nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga leystu af hólmi lög nr. 51/1964 um sama efni. Ákvæði um úrlausn ágreinings um skyldu fasteignareiganda til að greiða fasteignaskatt var að finna í 1. mgr. 4. gr. þeirra laga, er sagði svo: „Nú verður ágreiningur um gjaldskyldu eða sjaldstofn, og sker þá ráð- herra úr, en heimilt er að skjóta málinu til dómstólanna“. Svipuð ákvæði höfðu lengi verið í löggjöf um fasteignaskatta, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 66/1921, 2. mgr. 4. gr. laga nr. 69/ 1937 og 3. mgr. 4. gr. laga nr. 67/1945, sbr. enn fremur 65. gr. laga nr. 69/1962. Var lagaframkvæmdin sú, að ágreining um gjaldskyldu mætti bera undir dómstóla, enda þótt honum hefði ekki áður verið skotið til ráðherra til úrskurðar. Í greinargerð þeirri, sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 8/1972, segir skýrum stöfum í athugasemdum við 4. gr., að greinin sé samhljóða 4. gr. hinna eldri laga að öðru leyti en því, að yfirfasteignamatsnefnd skeri úr ágreiningi í stað ráðherra, eins og verið hafi. Er ljóst af þessum ummælum, að það hefur ekki verið tilgangur löggjafans með því að víkja nokkuð við orðalagi í niðurlagi 3. mgr. 4. gr. frá því, sem var í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 51/1964, að skjóta þar með loku fyrir, að dómstói- ar dæmdu um gjaldskyldu fasteignaskattsgreiðanda, nema þvi aðeins að aflað hefði verið úrskurðar þess stjórnsýsluaðilja, sem bera mæiti málið undir. Og þar sem þetta er ekki bein- línis tekið fram í nefndri 3. mgr., þá er rétt að líta svo á, að slíkan ágreining megi bera undir dómstóla eftir sömu reglum og gilt hafa. Meiri hluti dómenda hefur hins vegar komist að gagnstæðri niðurstöðu. Samkvæmt því og eins og málið er að þessu sinni flutt fyrir Hæstarétti, er ekki efni til að við dæmum að öðru leyti um það, hvort hið umbeðna uppboð megi fram fara. Úrskurður uppboðsdóms Húnavatnssýslu 31. maí 1974. Með bréfi, dags. 10. janúar 1973, krafðist Innheimtustofnun sveitarfélaga þess fyrir hönd Sveinsstaðahrepps í Austur-Húna- vatnssýslu, að fram færi nauðungarupp á jörðinni Þingeyrum í Sveinsstaðahreppi til fullnustu fasteignaskatti af hlunnindum jarðarinnar, kr. 186.720. Með bréfi, dags. 26. janúar 1973, tilkynnti sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu eiganda jarðarinnar, Rannveigu Ingimundardótt- ur, Víðimel 66 í Reykjavík, að uppboðið færi fram og hæfist í skrifstofu sýslunnar á Blönduósi föstudaginn 23. mars 1973 kl. 15 og yrði fram haldið á eigninni sjálfri sama dag kl. 16. Á til- kynntum tíma var málið tekið fyrir á Blönduósi og lagt fram m. a. afrit af uppboðsauglýsingu, sem birta átti í Lögbirtingablaði, en var ekki birt að ósk eiganda Þingeyra. Enn fremur voru lagðir fram uppboðsskilmálar, dags. 25. janúar 1973. Sótt var þing af hálfu beggja aðilja. Hinn reglulegi uppboðshaldari vék sæti í málinu án kröfu, og segir í úrskurði hans, að honum hafi verið kunnugt um, að upp- boðinu yrði mótmælt og að kveða þyrfti upp efnisúrskurð um málið. Þann 9. apríl 1973 var Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðs- dómari skipaður til að fara með málið sem setudómari, og er úr- skurður kveðinn upp af honum. Aðiljar málsins hafa skipst á greinargerðum og flutt málið munnlega. Dómkröfur. Uppboðsbeiðandi krefst þess, að jörðin Þingeyrar í Sveinsstaða- hreppi, AusturMúnavatnssýslu, verði seld á nauðungaruppboði til lúkningar fasteignaskatti af hlunnindum jarðarinnar fyrir árið 1972, kr. 186.720, auk 112 % mánaðarvaxta frá 1. nóvember 1972 til greiðsludags, málskostnaðar að mati réttarins og alls kostn- aðar af uppboðinu. Af hálfu uppboðsþola er þess krafist, að synjað verði um fram- gang hins umbeðna nauðungaruppboðs og að uppboðsbeiðanda verði gert að greiða henni málskostnað eftir mati réttarins. Uppboðsheimild. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga fylgir lögveð fasteignaskatti í fasteign þeirri, sem hann er lagður á. Uppboðsbeiðandi telur sér heimilt að krefjast uppboðs án und- angengins dóms eða sáttar og fjárnáms eða lögtaks samkvæmt lögum nr. 49/1951. Samkvæmt 1. gr. laganna er heimilt að selja lögveð á nauðungaruppboði, enda fullnægi krafan, sem lögveðið á að tryggja, skilyrðum, sem greind eru í ákvæðinu, en birta skal áður með mánaðar fyrirvara almenna áskorun um greiðslu gjald- 236 anna í dagblaði eða á annan venjulegan hátt og tilkynna skrá- settum eiganda lögveðsins með ábyrgðarbréfi, sem borið sé út, að óskað verði uppboðs á veðinu, verði skuldin eigi greidd innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningarinnar. Samkvæmt vottorði oddvita Sveinsstaðahrepps, sem ekki hefur verið vefengt, hefur verið venja í Sveinsstaðahreppi að auglýsa á póstafgreiðslustað sveitarinnar, að skrár yfir álagða fasteigna- skatta, útsvör og aðstöðugjöld lægju frammi til athugunar fyrir gjaldendur hjá oddvita hreppsins hinn lögákveðna tíma. Einnig hafa reikningar yfir útsvör og önnur gjöld til sveitarsjóðs verið send til hlutaðeigandi, strax að lokinni niðurjöfnun, og þá einnig sendir reikningar til eiganda Þingeyra yfir álagðan fasteigna- skatt, og kveðst oddvitinn hafa vissu fyrir því, að reikningarnir hafi komist til skila í tíma, þar sem sér hafi verið tilkynnt munn- lega f. h. uppboðsþola stuttu eftir álagningu fasteignaskattsins fyr- ir árið 1972, að skatturinn yrði ekki greiddur nema að undangengn- um dómi um réttmæti viðkomandi laga. Oddvitinn kveðst þá hafa sagt umboðsmanni uppboðsþola, að hann mundi krefjast innheimtuaðgerða á fasteignaskattinum. Hinn 18. desember 1972 sendi Innheimtustofnun sveitarfélaga uppboðsþola svohljóðandi tilkynningu í ábyrgðarbréfi: „Oddviti Sveinsstaðahrepps í A.-Hún. hefur falið oss að inn- heimta hjá yður eftirfarandi gjöld ársins 1972 v/Þingeyra: Aðstöðugjald .. .. ... „2. kr. 3.200.00 Fasteignaskatt af hlunnindum .. 02. — 186.720.00 Fasteignaskatt af Þingeyraseli .. .. — 300.00 Samtals kr. 190.220.00 Góðfúslega gerið skil nú þegar og ekki seinna en 10. janúar n. k., svo ekki þurfi að leita fullnustu í fasteignum skv. ákvæðum 7. gr. laga nr. 8/1971“ (sic). Ljóst er samkvæmt þessu, að framangreindum skilyrðum 1. gr. laga nr. 49/1951 hefur ekki verið fullnægt, en hins vegar virðast önnur ákvæði laganna ekki standa því í vegi, að uppboðið fari fram. Á dómþingi 24. apríl sl. lýsti umboðsmaður uppboðsþola því yfir, að umbjóðandi hans gerði ekki athugasemdir, þó að af hálfu uppboðsbeiðanda hefði ekki verið farið nákvæmlega eftir fyrir- mælum 1. gr. laga nr. 49/1951 um almenna áskorun eða tilkynn- 237 ingu til umbjóðanda hans um greiðslu skatts þess, sem málið snýst um, enda teldi umbjóðandi hans sér hafa verið nægilega tilkynnt um álagningu skattsins og að óskað yrði uppboðs á veð- inu, ef skatturinn greiddist ekki. Teldi rétturinn hins vegar, að uppboðskröfunni bæri að hafna ex officio af þessum sökum, gerði uppboðsþoli einnig í því tilviki málskostnaðarkröfu. Það er álit dómsins, að það, sem á skortir, að fullnægt sé skil- yrðum laga um sölu lögveða, sé þess eðlis, að uppboðið megi fara fram þess vegna, ef uppboðsþoli ber það ekki fyrir sig. Málavextir. Þann 12. ágúst 1972 samþykkti hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps að nota heimild í b lið 3. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveit- arfélaga til að leggja aukafasteignaskatt á hlunnindi í eigu utan- sveitarmanna, 4% af virðingarverði þeirra. Samkvæmt þessari ályktun var síðan lagður fasteignaskattur á hlunnindi Þingeyra, kr. 186.720. Auk þess var lagt á uppboðsþola aðstöðugjald, kr. 3.200, og fasteignaskattur af Þingeyraseli, kr. 300. Tvo síðar- greindu gjaldaliðina hefur uppboðsþoli greitt, en synjað greiðslu á hlunnindaskattinum. Málsástæður og lagarök. Meginmálsástæða uppboðsþola er sú, að hin umdeilda skatt- lagning fari í bága við almennar jafnræðisreglur, sem stjórnar- skráin byggist á, fyrst og fremst 67. gr. stjórnarskrárinnar. Er því haldið fram af hálfu uppboðsþola, að í skattlagningu þessari felist slík mismunun skattborgaranna, að óheimil verði að teljast skv. nefndum réttarheimildum. Mismunun þessa telur uppboðs- þoli felast í því, að búseta manna sé látin ráða, hvort skatturinn sé á þá lagður, og að aðeins ein tegund jarðeigna sé skattlögð. Enn fremur telur uppboðsþoli skattlagninguna fara í bága við nefndar réttarheimildir vegna þess, að þegar þessi skattur bætist við al- mennan fasteignaskatt, tekjuskatt og eignaskatt af hlunnindum þessum, fari svo mikill hluti af tekjum af hlunnindunum í skatta, að óheimilt verði að telja. Uppboðsþoli gerir svofellda grein fyrir rökum sínum í greinar- gerð: „1) Í skattlagningu þessari felst slík mismunun skattborgar- anna, sem óheimil verður að teljast samkv. almennum jafnræðis- reglum löggjafarinnar. Mismununin er fólgin í því, að búseta skattborgara er látin ráða því, hvort þeir þurfa að gjalda skattinn eða eru undanþegnir honum. Þeir, sem búsettir eru í sömu sveit og hlunnindi þeirra eru staðsett í, eru undanþegnir honum. Svo 238 er að sjálfsögðu ástatt um þorra þeirra manna, sem slík hlunnindi eiga, og beinist skattheimta þessi því að mjög takmörkuðum fjölda skattborgaranna, og það sem meira er, hún beinist ein- ungis gegn hluta þeirra skattborgara, sem eins er ástatt um, þ. e. eiga hlunnindi á jórðum. Það segir sig og sjálft, að gjaldþol skatt- borgaranna verður á engan hátt meira við það, þótt hlunnindi þeirra séu staðsett utan heimasveitar þeirra. 2) Ljóst er, að hlunnindaskatturinn er hreinn aukaskattur á þá aðila, sem hlunnindi eiga utan heimilissveitar sinnar. Þessir aðilar greiða tekjuútsvar af tekjum sínum í því sveitarfélagi, bar sem þeir eru heimilisfastir, þ. á m. af hlunnindatekjum sínum. Greiðir umbj. m. t. d. hátt tekjuútsvar af hlunnindatekjum sínum á Þingeyrum. Sést af þessu, að með skattlagningu þessari er beinlínis verið að refsa mönnum fyrir að eiga hlunnindi utan heimilissveitar sinnar. 3) Þá er á það að benda, að hlunnindaskatturinn verður að teljast hærri en svo, að eðlileg skattlagningarsjónarmið verði talin búa þar að baki. Þar sem skatturinn nemur 4% af fasteigna- mati hlunnindanna, er hann hvorki meira né minna en áttfaldur hinn almenni fasteignaskattur skv. alið 2. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972, sem er 2% af fasteignamati. 4) Álagning hlunnindaskattsins á umbj. m. er andstæð til- gangi löggjafans. Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra hefur upplýst í viðtali við son umbj. m., Ingimund Sigfússon, að ekki hafi verið til þess ætlast, að skatturinn yrði lagður á hlunnindi þeirra jarða, sem í ábúð eru og viðkomandi sveitarfélag nýtur því útsvarstekna frá ábúanda, heldur einungis ætlunin, að hann yrði lagður á hlunnindi þeirra jarða, sem ekki er búið á og sveitar- félagið nýtur því svo til engra tekna af. Ég hefi ekki haft tök á að kanna umræður á Alþingi um þetta efni, þar sem Alþingistíðindi liggja ekki prentuð fyrir. En ákvæðið um hlunnindaskattinn var ekki í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem lagt var fyrir Alþingi á 92. löggjafarþingi 1971 (133. mál, ed. 186), heldur bætt inn í frum- varpið greinargerðarlaust samkv. tillögu meiri hluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar efri deildar (þskj. 389). En ljóst virðist vera, að mjög hafi verið hrapað að lagasetningu þessari. 5) Þá bendi ég á, að ekki verður annað séð en að hlunninda- skatturinn sé ranglega á umbi. m. lagður. Ef skattlagningin verður á annað borð talin heimil, ber að krefja ábúanda Þingeyra um greiðslu hans, en jörðin er í ábúð, og er ábúandi þar Jósep 239 Magnússon. Bendi ég í þessu sambandi á 2. mgr. 4. gr. laga nr. 8/1972, en þar segir, að eigandi greiði fasteignaskatt, nema um leigujarðir, leigulóðir eða önnur samningsbundin jarðarafnot sé að ræða, þá greiðist skatturinn af ábúanda eða notanda. Hlunn- indaskattur er hér ekki undanskilinn. Að vísu fylgir skattinum skv. 7. gr. laganna lögveð í eign umbj. m., en þrátt fyrir það verð- ur að leggja skattinn í upphafi á hinn rétta gjaldanda hans og krefja hann um skattinn, en ekki að leggja skattinn á umbj. m., þó að eign umbj. m. standi að veði fyrir honum. 6) Loks er á það að líta, að ákvörðun um álagningu skattsins fyrir árið 1972 er allt of seint tekin, svo að álagning hans það ár verður að teljast löglaus, þótt skattlagningin yrði í sjálfu sér talin heimil að lögum. Samkvæmt 2. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 8/1972 skyldi gjalddagi fasteignaskatts á árinu 1972 vera 15. maí, en lögin eru sett 22. marz og birt 29. marz 1972. Hins vegar tekur hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps ekki ákvörðun sína um að nota heimild til álagningar hlunnindaskatts fyrr en 12. ágúst 1972, og svo er skatturinn enn síðar lagður á umbj. m.“. Gerðarbeiðandi byggir heimild sína til skattlagningarinnar á síðustu málsgrein 3. gr. laga nr. 8/1972, og lögveðsheimildina telur hann felast í 7. gr. sömu laga. Rökum uppboðsþola hefur uppboðsbeiðandi veitt andsvör í greinargerð sinni eins og hér segir: „1) Ekki verður fallist á, að hér sé um að ræða mismun skatt- borgarans, svo að valdið geti ógildi laganna. Hér er hinsvegar um þá meginreglu við skattálagningu að ræða, að allir, sem við sömu aðstöðu búa, greiði skattinn. Í þessu tilfelli skattálagningar eiga allir, sem hlunnindi eiga utan heimasveitar sinnar, að greiða fasteignaskatt af þeim til þess sveitarfélags, sem þau eru í. Löggjöfin miðar að því, að allir, sem í þessari aðstöðu eru innan sveitarfélags, sem ákveður að nota heimildarákvæðið, greiði skattinn, en ekki aðeins sumir. Ekki verður heldur á það fallist, að óeðlilegt sé, að sveitarstjórn skattleggi þessa menn, þar sem þeir greiða ekki tekjuútsvar til sveitarfélagsins. Að mannúðarsjónarmið eigi að koma í veg fyrir, að sömu menn þurfi að greiða sér umræddan skatt til þess sveitarfélags, sem eignin er staðsett í, og tekjuútsvar til heimasveitar, tel ég frá- leitt, því oft eru það fjársterkir menn, sem þessar eignir eiga fjarri heimilum sínum sér til yndisauka, en ekki til nauðsyn- legrar framfærslu sér og sínum. 240 2) Hér er ekki um tekjuskatt að ræða, heldur skatt af eign. Það hefur löngum verið lögmál, að því verðmeiri sem eign er því hærri væru fasteignaskattar, enda þótt þeir, sem arðs njóta af eigninni, greiddu að jafnaði líka hærri tekjuskatt, þar sem þær eignir eru arðbærari í flestum tilvikum. Ég tel, að ekki sé um þjóðfélagslega hættu að ræða, þó hlunn- indi þessara manna séu skattlögð skv. þessum reglum, jafnvel þó að kynni að leiða til þess, að færri menn sæju sér fært að eignast slíkar hlunnindajarðir utan heimasveitar sinnar. Ég tel hinsvegar miklu æskilegra frá almenningssjónarmiði séð, að ser flestar fasteignir séu Í eign innansveitarmanna og hafi þeir eignarhald og umráðarétt yfir þeim. 3) Fasteignamati eignarinnar er ekki mótmælt. Heldur að því er virðist álagningarprósentunni. Það er að sjálfsögðu ekki ofan við alla gagnrýni, hve hún á að vera há. Almennt finnst fólki víst, að skattar á það séu of háir. Löggjafarvaldið hlýtur hér að hafa ákvörðunarvaldið. Mér finnst, að virðulegur umboðsmaður uppboðsþola geri hér of lítið úr valdi Alþingis í landi voru. 4) Ég mótmæli, að álagning skattsins sé andstæð tilgangi lög- gjafans. Tilvísun í orð fjármálaráðherra, sem ef til vill eru mis- túlkuð, hafa ekki meira lögskýringargildi en annarra alþingis- manna, því skattálagningamál sveitarfélaga heyra undir félags- málaráðherra, en ekki fjármálaráðherra. Að jörð sé í eyði eða að hlunnindi séu aðskilin frá ábúð, sé ég ekki, að skipti máli í þessu tilviki. 5) Í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 8/1972 segir: „Eigandi greiðir skatt- inn nema um leigujarðir, leigulóðir og önnur samningsbundin jarðarafnot sé að ræða. Þá greiðist skatturinn af ábúanda eða notanda“. Hlunnindi Þingeyra, sem skattur þessi er lagður á, eru ekki nýtt af ábúanda, heldur eiganda. Nýti hinsvegar ábúandinn hlunn- indanna, væri enginn hlunnindaskattur lagður á hann, með því að ábúandinn er búsettur í Sveinsstaðahreppi. 6) Því er mótmælt, að ákvörðun um álagningu skattsins hafi verið allt of seint tekin. Ákvæði um álagningu skatts þessa á hlunnindi eru, eins og fram hefur komið í málinu, í 3. gr. laga nr. 8/1972 eru heimildar- ákvæði (sic). Þar er ekki að finna neina tímatakmörkun á, fyrir hvaða tíma viðeigandi hreppsnefnd beri að hafa tekið ákvörðun sína né heldur fyrir hvaða tíma álagningu skuli lokið“. 241 Til þess að leiða í ljós, hvernig hlunnindaskatturinn komi niður á skattborgurum í landinu, ritaði lögmaður uppboðsþola öllum sveitarstjórnum á Íslandi þann 30. október 1973 svohljóðandi bréf: „Í 4. málsgr. 3. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga er sérstök heimild til þess fyrir sveitarstjórnir að leggja viðbótar- fasteignaskatt á hlunnindi, sem eru Í eigu utansveitarmanna, og má skatturinn nema 4% af virðingarverði hlunnindanna. Leyfi ég mér hér með að biðja yður að veita mér upplýsingar um eftirfarandi atriði Í sambandi við nefndan hlunnindaskatt: 1. Hefur heimildin til álagningar skattsins verið notuð í sveitar- félagi yðar árin 1972 og 1973? 2. Hversu margir eigendur hlunnindajarða í sveitarfélaginu eru undanþegnir skattinum af þeirri ástæðu, að þeir búa á jörð sinni? 3. Á hversu marga jarðeigendur í sveitarfélaginu ofangreindur skattur er lagður? Upplýsinga um framangreind atriði er beiðst í sambandi við dómsmál, sem nú eru rekið um lagagildi hlunnindaskattsins, og beiðist ég þess, að svör yðar berist mér undirrituðum eigi síðar en 15. nóvember nk.“. Úr svörum sveitarstjórnanna hefur lögmaðurinn unnið mikla skýrslu, og eru niðurstöður hennar dregnar þannig saman í lok hennar: „1) Svör hafa nú borist frá 171 sveitarfélagi af 227, eða frá 75% sveitarfélaganna. 2) Í aðeins 46 sveitarfélögum af því 171 sveitarfélagi, sem svör hafa borist frá, er heimildin notuð, eða í 27% sveitarfélag- anna. 3) Í þeim sveitarfélögum, þar sem heimildin er á annað borð notuð, lendir hún til jafnaðar á u. þ. b. 23% af eigendum hlunn- indajarða, en u. þ. b. 77% eigenda hlunnindajarða í þessum sveit- arfélögum sleppa við skattinn“. Af hálfu uppboðsþola er því haldið fram, að í framkvæmdinni komi skatturinn aðeins niður á litlum hluta eigenda hlunninda- jarða. Þannig leiðir lögmaður uppboðsþola þá niðurstöðu af skýrslu sinni, að einungis 14% af eigendum hlunnindajarða í Sveinsstaðahreppi þurfi að greiða skatt af hlunnindum sínum, þ. e. 3 jarðeigendur af 22, sem búsettir séu utan sveitarfélagsins. Þegar litið sé á Austur-Húnavatnssýslu í heild, sé hlutfall þetta árið 1972 11.7% og 1973 11.1%. Lögmaðurinn kveður fullnægj- andi svör hafa borist frá 168 sveitarfélögum og kveður skattinn lenda á 176 jarðeigendum í þeim. Miðað við, að sama hlutfall 16 242 sé á öllu landinu, kveður lögmaðurinn mega ætla, að skatturinn sé lagður á 238 jarðeigendur á öllu landinu. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar, sem lögð hefur verið fram í málinu, kveður lögmaðurinn hlunnindajarðir á öllu landinu vera 2575, og samkvæmt því kveður hann einungis 9% af eigendum hlunninda í landinu verða að bera hlunnindaskattinn. Lógmaður- inn telur, að það sé gild réttarregla að stjórnlögum, að óheimilt sé að haga skattlagningu þannig, að tilteknir aðiljar séu fyrirfram teknir út úr og hlutur þeirra gerður verri en annarra, en brot á þessari reglu telur lögmaðurinn felast í þeirri skattlagningu, sem hér um ræðir. Hann telur það í þessu sambandi sérstaklega and- stætt stjórnarskipunarlögum, að sveitarstjórnum er heimilað að leggja á skattinn. Lögmaður uppboðsbeiðanda telur hins vegar, að það skipti engu máli um stjórnarskipulegt gildi umrædds lagaákvæðis, að sveitarfélögum er einungis heimilað að leggja skattinn á. Hann telur í þessu sambandi engu máli skipta, hve mörg sveitarfélög hafa notfært sér heimildina, og telur þar af leiðandi gagnaöflun lögmanns uppboðsþola óþarfa. Umboðsmenn aðilja hafa gert nokkra grein fyrir aðdraganda þess, að hlunnindaskatturinn var leiddur í lög. Skýrir umboðs- maður uppboðsbeiðanda svo frá, að frumvarp til laga nr. 8/1972 hafi verið árangur af endurskoðun löggjafarinnar um tekjustofna sveitarfélaga og hafi meðal annars falið í sér mikilsverða breyt- ingu að því leyti, að fasteignaskattur hafi verið stóraukinn. Hann kveður hafa komið fram breytingartillögur við frumvarpið frá einstökum þingmönnum og þingnefndum, þ. á m. ákvæðið um hlunnindaskattinn, frá meiri hluta heilbrigðis- og félagsmála- nefndar að beiðni Búnaðarfélags Íslands og Búnaðarþings og Stétt- arsambands bænda. Hann kveður bændasamtökunum hafa gengið það til að hamla gegn þeirri þróun, að jarðir, og þó einkum veiði- eða hlunnindajarðir, kæmust í eigu utansveitarmanna, sem ekki greiddu gjöld í sveitarsjóð og skertu þar með tekjur sveitarfélags og gerðu þannig þeim, sem eftir væru í sveitarfélaginu, erfiðara um vik að standa undir útgjöldum sveitarfélagsins. Lögmaðurinn kveður það alkunnugt, að mjög hafi færst í vöxt, að fjársterkir menn hafi sóst eftir jörðum, og þá einkum veiði- jörðum í sveitum, sér til tómstundagamans að sumarlagi og þó að þetta ákvæði yrði til þess, að færri gætu veitt sér þessi lífs- þægindi, kveðst hann ekki telja það svo þjóðhagslega óhagstætt, að valda eigi ógildi ákvæðisins. Lögmaðurinn bendir á, að ef 243 ábúandi nýti hlunnindi, sé ekki lagður sérstakur skattur á hlunn- indin. Í þessu tilviki kveður hann hins vegar jarðeigandann hafa haldið hlunnindunum fyrir sig, þegar hann leigði jörðina. Lögmaður uppboðsþola bendir hins vegar á, að engin greinar- gerð hafi fylgt frumvarpsákvæðinu og því séu ekki efni til að gera löggjafanum upp sérstakar ástæður fyrir lagasetningunni. Hann kveður þær einu umræður, sem fram fóru um ákvæðið, hafa verið gagnrýni stjórnarandstöðunnar. Lögmaður uppboðsþola viðurkennir, að hægt sé að ganga langt í skattlagningu, þegar skattinum sé varið í þágu skattþegna, en bendir á, að í þessu tilviki sé skatturinn lagður á þá, sem minnstr- ar þjónustu njóta í þágu þeirra, sem mestrar þjónustu njóta. Hann kveður þetta ákvæði ekki vera lið í yfirvegaðri skatta- stefnu ríkisvaldsins. Hann heldur því fram, að dómstólar hafi kinokað sér við að úrskurða almenn lög andstæð stjórnarskránni, ef með þeim væri verið að leysa þjóðfélagsvanda. Í þessu tilviki kveður hann slík hálfpólitísk sjónarmið ekki fyrir hendi. Lögmaðurinn bendir á, að hægt hefði verið að haga reglum um fasteignaskatt þannig, að hann skiptist milli sveitarfélaga, þegar eigandi er ekki búsettur í sveitarfélagi, þar sem fasteign er. Álit dómsins. 1. Samkvæmt a lið 2. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga skal árlega leggja fasteignaskatt á jarðeignir, sem ekki eru nytjaðar til annars en landbúnaðar, > % af fast- eignamatsverði. Virðist ágreiningslaust í málinu, að þessi skattur reiknist af hlunnindum sem öðrum þáttum fasteignamatsverðs jarða. Sam- kvæmt 3. mgr. er heimilt að innheimta álag á fasteignaskattinn allt að 50%. 4, mgr. er svohljóðandi: „Auk þess skatts, sem um ræðir Í 2. og 3. mgr. þessarar greinar, er sveitarstjórn heimili að leggja skatt á hlunnindi, sem eru Í eign utansveitarmanna, sem nemur 49, af virðingarverði þeirra“. 2. Það mun vera almennt viðurkennt, að 2. mgr. 67. gr. stjórn- arskrárinnar nr. 33 frá 1944 eigi ekki við um þess konar skerð- ingu á eignarrétti manna, sem felst í skattlagningu, sbr. 40. og 77. gr. sömu laga. Þó getur skattlagning verið þess eðlis, að í henni felist raunverulegt eignarnám eða eignaupptaka. Af málflutningi uppboðsþola virðist ekki verða ráðið, að því sé haldið fram, að ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972 fari bein- línis í bága við 2. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, heldur við 244 grunnreglu stjórnarskipunarréttar um jafnrétti þegna, sem birtist í ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar, og þó einkum 67. gr. hennar. 3. Skattar og gjöld til hins opinbera virðast vera lögð á í ýmsu skyni, fyrst og fremst til að afla tekna til að standa straum af útgjöldum ríkissjóðs, sveitarsjóða og annarra sjóða hins opin- bera, en einnig til jöfnunar í tilteknum atvinnugreinum, og eru þá gjöldin að jafnaði lögð á atvinnurekendur í viðkomandi grein og því, sem þannig kemur inn, ráðstafað í þágu hinnar sömu at- vinnugreinar, sbr. og gjöld á sviði almannatrygginga. Enn fremur er alltítt, að skattlagningu sé beitt sem úrræði í efnahagsmálum, og loks verður skattlagningu beitt til að hafa að öðru leyti áhrif á þjóðfélagsþróun. Fasteignaskattur sá, sem hér ræðir um, virðist vera lagður á til fjáröflunar, en jafnframt geta haft áhrif í þá átt að draga úr því, að eigendur fjármagns festi fé sitt í verðmætum hlunninda- jörðum án þess að taka þær í ábúð sjálfir. Þeirrar stefnu virðist hafa gætt í athöfnum stjórnvalda og löggjöf allt síðan á síðari hluta 18. aldar, að jarðir ættu að komast og haldast í eigu ábúenda og þeir að njóta arðs af þeim. Þegar þau ákvæði voru leidd í lög með stjórnarskránni 1874, sem uppboðsþoli byggir kröfur sínar á, virðist síst hafa verið ætlað að breyta frá þessari stefnu, enda virðist einkaeignarréttur ábúenda á jörðum vera eitt af megin- einkennum þeirra þjóðfélagshátta, sem stjórnarskráin miðast við. Sú varð og raunin á á áratugunum eftir lögtöku stjórnarskrár- innar 1874, að jarðir komust í eigu ábúenda í miklu ríkara mæli en áður hafði þekkst. Samkvæmt þessu virðist ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972 ekki fara í bága við grunnreglur stjórnar- skrárinnar samkvæmt stefnu sinni. 4. Við mat á stjórnskipulegu gildi ákvæða skattalaga virðist rétt að líta til úrlausnar dómstóla og skattalaga, sem beitt hefur verið, án þess að stjórnskipulegt gildi þeirra hafi verið dregið í efa. Í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 17. maí 1965 í málinu nr. 125/1964 verður að telja, að almenni löggjafinn hafi tvímæla- lausan stjórnskipulegan rétt til að leggja á skatta og opinber gjöld eftir málefnalegum og reglubundnum stjórnarmiðum og til að leggja skatta á tiltekna þjóðfélagshópa á eðlisrökréttan og málefnalegan hátt til hvers konar almennings þarfa, þegar sér- stök efni eru til. 215 5. Almennt verður að telja, að óheimilt sé að stjórnlögum að haga skattlagningu þannig, að einstakir skattþegnar séu teknir út úr og hlutur þeirra gerður fyrir fram verri en annarra, sem eins stendur á um, sbr. dóm Hæstaréttar frá 12. febrúar 1954 í málinu nr. 51/1953, þar sem segir: „Að vísu verður að telja, að framangreindar reglur laga nr. 22/1950 séu ekki eðlilegar og geti leitt til nokkurs ósamræmis, að því er skattgreiðslu einstakra félaga varðar. En þar sem löggjafinn hefur ekki fyrir fram tekið ákveðin félög út úr í því skyni að gera hlut þeirra verri en ann- arra, þykir ekki verða staðhæft, að nefnd ákvæði laganna fái ekki samrýmst 67. gr. stjórnarskrárinnar“. Telja verður, að þótt einstakir gjaldendur séu þannig ekki teknir út úr fyrir fram, geti skattlagning verið andstæð stjórn- lögum vegna mismununar skattþegna, en þar sem játa verður, að löggjafarvaldið hafi allfrjálsar hendur á sviði skattlagningar þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrár, ber að fara að með gát í því að telja skattalög andstæð stjórnarskrá af þessum sökum, sbr. dóm Hæsta- réttar 29. nóvember 1958 í málinu nr. 116/1958, þar sem reyndi á mismunandi reglur um álagningu stóreignaskatts á hlutafélög og samvinnufélög, en þar segir m. a.:,,... verður því ekki neitað. að þessum félagsformum er gert mishátt undir höfði með þessum skattháttum. Allt að einu er ekki unnt að telja lög nr. 44/1957 ógilda réttarheimild af þeim sökum ...“. Ekki var heldur fallist á þá röksemd aðaláfrýjanda að stór- eignaskatturinn væri andstæður 67. gr. stjórnarskrárinnar vegna bess, að hann lenti á of takmörkuðum fjölda skattgreiðenda, en hann hafði verið lagður á 604 einstaklinga, 5 erlend hlutafélög, 607 innlend hlutafélög og 20 samvinnufélög. Ekki er efamál, að heimilt er að undanþyggja skatti skattþegna, sem uppfylla tiltekin skilyrði, sbr. t. d. 5. gr. laga nr. 8/1972, og jafnvel að veita tilteknum aðiljum ívilanir og undanþyggja sköttum. Loks eru mörg dæmi þess í löggjöf, að skattar séu mismunandi eftir því, hvers konar tekjur eða eignir er um að ræða, þar á meðal ákvæði það, sem hér er til álita og 2. mgr. 3. gr. sörnu laga. Sem dæmi má nefna ákvæði tollalaga fyrr og síðar, eldri og yngri lög um tekjuskatt og eignarskatt, svo sem lög nr. 23/1877, 1—S5. gr., þar sem arður af eignum var skattlagður hærra en atvinnu- tekjur. Athyglisvert er, að ákvæði þessi voru lögfest aðeins 3 árum eftir gildistöku þeirra stjórnskipunarreglna, sem uppboðs- 216 þoli byggir á, og voru í lögum til gildistöku laga nr. 74/1921 með rokkrum breytingum skv. lögum nr. 54/1917. Ekki er vitað til, að reynt hafi á stjórnskipulegt gildi laganna fyrir dómstólum. Samkvæmt 21. gr. núgildandi laga um tekjuskatt og eigna- skatt nr. 68/1971 er sparifé undanþegið skatti skv. því, sem nánar greinir í ákvæðinu, sbr. áður lög nr. 90/1965 og lög nr. 46/1954. Af athugasemdalausri framkvæmd slíkra lagaákvæða má draga þá ályktun, að almenni löggjafinn hafi mjög rúmar heimildir á þessu sviði. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 44/1957 um skatt á stóreignir voru tilteknar innstæður í lánastofnunum undanþegnar skatti svo og ríkisskuldabréf og skuldabréf með ríkisábyrgð. Um þetta ákvæði segir svo í áðurgreindum dómi Hæstaréttar frá 29. nóvember 1958: „Ákvæði þetta getur leitt til mismununar milli skattgjald- enda, og gerir það hlut þess manns betri, sem t. d. á ríkisskulda- bréf, en hins, sem á skuldabréf óveðtryggt, tryggt með veði í fasteign án ríkisábyrgðar. Allt að einu þykir ekki unnt að hnekkja lögunum í heild sinni vegna þessa ákvæðis“. Það er skoðun dómsins, að almenni löggjafinn hafi mjög frjálsar hendur um að veita álagningaraðilja rúmar heimildir um álagn- ingu skatta og að álagningaraðili hafi mjög frjálsar hendur um beitingu þeirra heimilda. Má minna á í því sambandi, að útsvar var lagt á eftir efnum og ástæðum um fjölmargra áratuga skeið. Í samræmi við þau sjónarmið, sem rakin eru hér að framan, er það álit dómsins, að ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972 og skattlagningu samkvæmt því á uppboðsþola verði ekki hnekkt vegna þess, að hún hafi fyrir fram verið tekin út úr við skatt- lagningu eða að henni hafi á annan hátt verið mismunað þannig, að varða eigi því, að skattheimildin verði metin andstæð stjórn- lögum. Þær upplýsingar, sem liggja fyrir í málinu um það, hvern- ig skatturinn kemur niður á skattþegnum í reynd, virðast ekki leiða til þeirrar ályktunar, að telja beri skattlagninguna fara í bága við 2. mgr. 67. gr. stjórnarskrár um eignarnám. 6. Mörg dæmi eru um það í skattalöggjöf, að skattar, sem mið- aðir eru við tekjur, hafi numið mjög stórum hluta af tekjunum, án þess að skattþegnar hafi látið reyna á stjórnskipulegt gildi laganna, sbr. lög nr. 21/1942 um stríðsgróðaskatt, en ákvæði þeirra gátu leitt til þess, að samanlagður tekjuskat:ur og stríðs- gróðaskattur næmi allt að 90% af skattskyldum tekjum yfir 200.000. Í þessu sambandi ber að hafa í huga, að tekjur af hlunn- indum Þingeyra eru ekki einu tekjur uppboðsþola. Almennur 247 eignarskattur hefur ekki verið miðaður við það, að tekjur af eignum hrykkju til greiðslu skattsins, sbr. og ákvæði laga um veltuskatt og aðstöðugjald. Virðist fyrst koma til álita að telja skatt fara í bága við 67. gr. stjórnarskrár, þegar hann er orðinn svo hár miðað við verðmæti eignarinnar, að lagt verði á borð við upptöku fjár, sbr. dóm Hæstaréttar frá 29. nóvember 1958, sem áður var getið. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þá röksemd uppboðs- þola, að skatturinn sé andstæður stjórnlögum vegna þess, að með honum sé verið að refsa mönnum eða að hann sé hærri en svo, að eðlileg skattsjónarmið verði talin búa að baki. 7. Dómurinn fellst á gagnrök uppboðsbeiðanda gegn rökum uppboðsþola í 4—6. tl. greinargerðar hans. Samkvæmt þessu ber að taka kröfur uppboðsbeiðanda til greina. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 50.000. Árni Guðjónsson héraðsdómslögmaður flutti mál þetta fyrir uppboðsbeiðanda og Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður fyrir uppboðsþola. Nokkur dráttur hefur orðið á meðferð málsins eftir lok gagna- öflunar vegna embættisanna dómarans og umfangsmikillar könn- unar á réttarheimildum og athugunar á lögskýringargögnum. Ályktarorð: Selja ber jörðina Þingeyrar í Sveinsstaðahreppi á nauð- ungaruppboði til lúkningar fasteignaskatti af hlunnindum jarðarinnar fyrir árið 1972, kr. 186.720, auk 12 % mánaðar- vaxta frá 1. nóvember 1972 til greiðsludags, málskostnaðar og alls kostnaðar af uppboðinu. Uppboðsþoli, Rannveig Ingimundardóttir, greiði uppboðs- beiðanda, Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna Sveinsstaða- hrepps, kr. 50.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu úrskurðarins að viðlagðri aðför að lögum. 248 Fimmtudaginn 1. april 1976. Nr. 2/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) segn Þóri Þórissyni Lárusi Svavarssyni og (Páll S. Pálsson hrl.) Magnúsi Helga Kristjánssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason. Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Þjófnaður. Skjalafals. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Hér fyrir dómi eru af hálfu ákæruvalds gerðar þær kröfur, að „hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er varðar sakfellingu ákærðu, greiðslu fébóta og greiðslu sakarkostn- aðar, en refsing ákærðu verði þyngd“, auk þess sem þeim verði gert að greiða allan áfryjunarkostnað sakarinnar, þar með talin hæfileg saksóknarlaun í ríkissjóð. Þegar af þessari ástæðu verða ákærðu ekki sakfelldir fyrir brot þau, er hér- aðsdómur sýknar þá af. Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi og brot rétti- lega heimfærð til refsiákvæða að öðru leyti en því, er nú verður greint: A. Ákæra 8. júlí 1975. Eigi er sannað gegn neitun ákærða Þóris, að hann hafi ófrjálsri hendi tekið þær 2.500 krónur í húsinu Sunnuflöt 14 í Garðahreppi, sem honum er gefið að sök í ákæru I. 3. Verður hann því sýknaður af töku þeirra peninga. Brot það, er greinir í ákæru II. 1., varðar við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Taka tékka þess, sem greinir í ákæru II. 4., varðar við 244. gr. almennra hegningarlaga, og notkun hans með fölsuðu framsali varðar við 155. gr. sömu laga. 249 Gegn neitun ákærða Þóris er ekki sannað, að hann hafi tekið fatnað þann, vetrarfrakka og leðurjakka, úr íbúð Peters Trauffers, er greinir í ákæru I. 1., og ákærði Lárus er ekki spurður um töku hans. Verða þeir því sýknaðir af töku fatn- aðar þessa. Ákærði Þórir ber, að þeir félagar, hann og ákærði Lárus, hafi tekið í íbúðinni um 10 áfengisflöskur, en ákærði Lárus kveður þá hafa tekið þarna 6 til 8 flöskur af áfengi. Peter Trauffer saknar 6 til 8 faskna. Verða ákærðu ekki sakfelldir fyrir töku meira áfengismagns en 8 flaskna. Ekki er sannað gegn neitun ákærðu, að þeir hati tekið ófrjálsri hendi tvo silfurdali, er greinir í ákæru IV. 1. Verða þeir því sýknaðir af tóku þeirra. Í ákæru er ákærðu Magnúsi Helga og Lárusi ekki gefið að sök að hafa tekið kveikjara í innbroti því, er greinir í ákæru V. 2. Verður þeim því eigi gerð refsing fyrir töku hans. Þá er ekki sannað, að ákærðu Magnús Helgi og Lárus hafi ófrjálsri hendi tekið hærri fjárhæð en 7.500 krónur í innbroti því að Faxatúni 40 í Garðahreppi, er getur í ákæru V. 3. Brot það, er greinir í ákæru VII. 2., var framið að kvöldi 25. október 1974. Gegn mótmælum ákærða Magnúsar Helga er ósannað, að hann hafi tekið fyrstadagsumslög í innbroti þessu. Verður hann því sýknaður af töku þeirra. Ákærðu kannast ekki við að hafa stolið 1.200 krónum úr sumarbústað Rögnu Stefánsdóttur við Tjaldanes, svo sem greinir í ákæru X. Brestur sönnun fyrir þjófnaði á peningum þessum, og verða þeir því sýknaðir af töku þeirra. Brot þau, er greinir í þessum kafla ákæru, varða við 244. gr. alm. hegningarlaga, sbr. þó einnig 1. mgr. 20. gr. þeirra laga að því er varðar innbrot í þá sumarbústaði, þar sem engu var stolið. Gegn neitun ákærðu Magnúsar Helga og Lárusar brestur sönnun fyrir, að þeir hafi stolið 200 þýskum mörkum í inn- broti því, er greinir í ákæru XI. 1., öðrum lið. Verða þeir sýknaðir af töku þeirra. B. Ákæra 8. ágúst 1975. Eigi er sannað, að ákærði Þórir hafi tekið meiri verðmæti að Sigtúni 53 en 21 Bandaríkjadal og tíu eitthundraðkróna- 250 seðla íslenska, eins og hann skýrir sjálfur frá um ákæruatr- iði 11. 5. C. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingar hinna ákærðu þykir mega staðfesta svo og ákvæði um frádrátt gæsluvarð- haldsvistar ákærðu Magnúsar Helga og Lárusar. Hinn 25. nóvember 1975 var þess krafist af hálfu ákæru- valds, að ákærði Þórir yrði úrskurðaður til að sæta gæslu- varðhaldi samkvæmt 4. og 5. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974, þar til dómur Hæstaréttar gengi í máli hans, en þann dag lauk hann afplánun tveggja mánaða fangelsis samkvæmt dómi sakadóms Reykjavíkur 7. febrúar 1975. Var krafa þessi tekin til greina og ákærða gert að sæta 90 daga gæsluvarðhaldi. Lengd varðhaldstímans var miðuð við áætlaðan tíma til með- ferðar málsins fyrir Hæstarétti. Dvaldist ákærði Þórir þennan tíma í varðhaldinu. Þykir rétt, að gæsluvarðhaldsvist þessi komi einnig til frádráttar fangelsisrefsingu hans, svo að alls dragast frá refsivist hans 240 dagar. Við lögreglurannsókn vegna þjófnaðar þess, er greinir Í ákæru 8. júlí 1975 I. 5., krafðist Sigurður Sigurðsson þess, að ákærði Þórir greiddi sér skaðabætur í íslenkum krónum vegna töku 900 danskra króna og 500 svissneskra franka og þá á því gengi, „sem þá er skráð“, en ranghermt er í héraðs- dómi, að hann hafi krafist 500 danskra króna og 900 sviss- neskra franka. Ákærði Þórir samþykkti þessa bótakröfu, þó þannig, að bótafjárhæðin yrði tiltekin eftir því gengi, sem skráð var, þegar peningunum var stolið. Eftir atvikum verður bótakrafan tekin til greina eins og hún er samþykkt af ákærða Þóri, og telst fjárhæðin 37.545 krónur. Bótakrafa Finns Bárðarsonar á hendur ákærða Þóri (ákæra 8. ágúst 1975, II. 2.) verður tekin til greina með fullri upp- hæð, 80.000 krónum, þótt ákærði hafi aðeins talið sér bera að greiða hana að hálfu á móti þeim, sem var samsekur hon- um um þjófnaðinn. Staðfesta ber hinn áfrýjaða dóm um skaðabótakröfu Lands- banka Íslands, 36.467 kr. með 1.5% vöxtum á mánuði frá 24. september 1974 til greiðsludags (ákæra 8. júlí 1975, II. 4) á 251 hendur þeim ákærðu Þóri Þórissyni og Magnúsi Helga Krist- jánssyni. Ákærðu Þórir og Magnús Helgi hafa hvor um sig samþykkt að greiða helming fjárhæðar þeirrar, 130.000 krónur, sem Sverrir Scheving Thorsteinsson hefur krafist vegna þess er- lenda gjaldeyris, sem þeir stálu frá honum (ákæra 8. júlí 1975, 11. 2.). Það fé virðist þó ekki hafa numið hærri fjárhæð en 107.341 íslenskri krónu. Verður bótakrafan því tekin til greina með þeirri fjárhæð, og verða þessir ákærðu dæmdir til að greiða Sverri hana óskipt. Ekki verður séð, að skaðabótakröfur þær, er Arinbjörn Steindórsson (ákæra 8. ágúst 1975, I. 1.), Óli Örn Andreasson (ákæra 8. ágúst 1975, I. 2.), Margrét Margeirsdóttir (ákæra 8. ágúst 1975, II. 4.) og Svava Árnadóttir (ákæra 8. ágúst 1975, II. 5.) hafa haft uppi á hendur ákærða Þóri, hafi verið bornar undir hann. Ber því að vísa kröfum þessum frá hér- aðsdómi. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar. Dæma ber ákærðu Þóri Þórisson og Lárus Svavarsson óskipt til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 50.000 krónur, og Magnús Helga Kristjáns- son til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 40.000 krónur. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar greiði ákærðu óskipt, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 70.000 krónur. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærðu, Þóris Þórissonar, Lárusar Svavarssonar og Magnúsar Helga Kristjánssonar, eiga að vera óröskuð svo og ákvæði um frádrátt gæsluvarðhaldsvistar ákærðu Magnúsar Helga Kristjánssonar og Lárusar Svavarssonar. Frá refsingu ákærða Þóris Þórissonar dragist gæslu- varðhaldsvist hans, alls 240 dagar. 252 Ákærði Þórir Þórisson greiði Sigurði Sigurðssyni 37.545 krónur og Finni Bárðarsyni 80.000 krónur. Ákærðu Þórir Þórisson og Magnús Helgi Kristjánsson greiði óskipt Landsbanka Íslands 36.467 krónur með 1.5% vöxtum á mánuði frá 24. september 1974 til greiðsludags og Sverri Scheving Thorsteinssyni 107.341 krónu. Skaðabótakröfum Arinbjörns Steindórssonar, Óla Arnar Andreassonar, Margrétar Margeirsdóttur og Svövu Árnadóttur er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostn- aðar eiga að vera óröskuð. Ákærðu Þórir Þórisson og Lárus Svavarsson greiði óskipt málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæsta- rétti, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson greiði málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar greiði allir ákærðu óskipt, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 70.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 30. september 1975. Ár 1975, þriðjudaginn 30. september, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Halldóri Þorbjörns- syni yfirsakadómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. 671/1975: Ákæruvaldið gegn Þóri Þórissyni, Magnúsi Helga Kristjánssyni, Lárusi Svavarssyni, Marteini Kristjáni Einarssyni, Sigurði Kort Hafsteinssyni, Sigurði Þór Sigurðssyni, Jóhanni Sigfúsi Sigdórs- syni, Hafþóri Pálmasyni, Þorvarði Reyni Guðmundssyni, Rögn- valdi Ómari Gunnarssyni og Samúel Oddgeirssyni, sem tekið var til dóms 16. f. m. Með ákæru, dags. 8. júlí sl, var opinbert mál höfðað gegn: 1. Þóri Þórissyni, Langholtsvegi 169 A, fæddum 28. apríl 1955 í Reykjavík (ekki Akranesi, sem segir í ákæru), 2. Magnúsi Helga Kristjánssyni, Lambhóli við Starhaga, fædd- um 3. maí 1955 í Reykjavík, 3. Lárusi Svavarssyni, Ystabæ 1, fæddum 12. september 1951 í Reykjavík, 4. Marteini Kristjáni Einarssyni, Vesturgötu 161, Akranesi, fæddum 31. október 1952 á Akranesi, 5. Sigurði Kort Hafsteinssyni, Gyðufelli 4, fæddum 23. febrúar 1956 í Reykjavík, 6. Sigurði Þór Sigurðssyni, Blikanesi 14, Garðahreppi, fæddum 19. desember 1952 á Seltjarnarnesi, 7. Jóhanni Sigfúsi Sigdórssyni, Miðstræti 10, fæddum 19. apríl 1956 í Reykjavík, 8. Hafþór Pálmasyni, Holtsbúð 29, Garðahreppi, fæddum 22. febrúar 1954 í Vestmannaeyjum, 9. Þorvarði Reyni Guðmundssyni, Bergstaðastræti 33, fæddum 28. júní 1950 í Reykjavík, 10. Rögnvaldi Ómari Gunnarssyni, Ásenda 14, fæddum 16. júní 1957 í Reykjavík, „fyrir eftirgreind brot: I. Ákærða Þóri Þórissyni er gefið að sök að hafa framið ein- samall eftirgreind þjófnaðarbrot á árinu 1974: 1. Laugarðagskvöldið 14. september brotist inn í íbúðarhúsið nr. 10 við Hlíðartún í Höfn, Hornafirði, og stolið þar 6 flöskum af áfengi, tveimur lengjum af vindlingum, einum kassa af vindlum og kr. 1.300 í peningum. 2. Einhverntíma í september brotist inn í hús Jóns Skaftasonar að Sunnubraut 8, Kópavogi, og stolið þar 80 bandarískum dölum. 3. Fimmtudaginn 19. september brotist inn í íbúð Ottós Schopka í kjallara hússins nr. 14 við Sunnuflöt, Garðahreppi, og stolið þar kr. 12.000 í peningum. Ákærði braust síðan inn á hæð hússins, þar sem hann sprengdi upp hirslur í leit að peningum, þar sem hann fann kr. 2.500, sem ákærði hafði á brott með sér. 4. Um svipað leyti og greinir í 3. lið, brotist inn í íbúðarhúsið nr. 27 við Aratún í Garðahreppi, brotið þar upp peningakassa og stolið úr honum kr. 16.000 í peningum og ennfremur haft annan peningakassa á brott með sér, sem í var lítilsháttar af peningum. 5. Einhverntíma í septembermánuði brotist inn í kjallaraíbúð að Brekkugerði 12, Reykjavík, og stolið þar 900 dönskum krónum og 500 svissneskum frönkum. 254 6. Mánudaginn 16. september brotist inn í kjallaraíbúð að Sóleyjargötu 7, Reykjavík, og stolið þar kr. 18.200 í peningum. 7. Einhverntíma í september brotist inn í íbúðarhúsið nr. 2 við Fremristekk í Reykjavík og stolið þar 100 dönskum krónum. Atferli ákærða Þóris Þórissonar, sem að framan er rakið, telst varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Il, Ákærðu Þóri Þórissyni og Magnúsi Helga Kristjánssyni er gefið að sök að hafa framið í félagi eftirgreind hegningarlagabrot á árinu 1974: 1. Miðvikudaginn 11. september brotist inn í kjallaraíbúð í húsinu nr. 24 við Ásvallagötu í Reykjavík og gert þar leit að peningum, m. a. sprengt þar upp stofuskáp, en enga peninga fundið og horfið á brott. 9. Einhverntíma í septembermánuði brotist inn í íbúðarhúsið nr. 14 við Einimel í Reykjavík og stolið var 2.000 dönskum krón- um, 1.000 sænskum krónum, 50.000 ítölskum lírum, 150 banda- rískum dölum, 200 þýskum mörkum, 5 enskum pundum, 5.000 ís- lenskum krónum og einni áfengisflösku. 3. Einhverntíma í septembermánuði brotist inn í íbúð Troels Bendtsens, Sörlaskjóli 60, Reykjavík, og stolið þar einni flösku af áfengi. 4. Þriðjudaginn 24. september brotist inn í herbergi í kjallara hússins nr. 13 við Laugarásveg í Reykjavík, þar sem Ásþór Ragn- arsson býr, og stolið þar kr. 7.000 í peningum og tékka að fjár- hæð 26.467 á Landsbanka Íslands, Langholtsútibúið, Reykjavík, útgefnum af Hrafnistu, DAS, 26. ágúst 1974 til Kolbrúnar Kjart- ansdóttur. Ákærðu fölsuðu svo nafn Kolbrúnar Kjartansdóttur sem framseljanda tékkans og ennfremur framsalið Pétur Kjartansson, Stórholti 15, og seldu síðan tékkann í Austurbæjarútibúi Lands- banka Íslands í Reykjavík. Atferli ákærðu Þóris og Magnúsar Helga, sem að framan er rakið, telst varða við 244. gr. almennra hegningarlaga og auk þess við 1. mgr. 155. gr. sömu laga, að því er varðar 4. lið að hluta. II. Ákærðu Þóri Þórissyni og Lárusi Birni Svavarssyni er í félagi gefið að sök að hafa framið eftirgreind þjófnaðarbrot árið 1974: 1. Mánudagsnóttina 23. september brotist inn í íbúð Peters Trauffers að Hringbraut 24, Reykjavík, og stolið þar 10 flöskum af áfengi, kvenhring úr gulli, silfurhálsfesti, vindlingakveikjara, tveimur lengjum af vindlingum, vetrarfrakka, leðurjakka og ferða- tösku, sem þeir settu varnir:ginn Í. 255 2. Sömu nótt og fyrr greinir brotist inn í íbúð Alice Bauchers að Tjarnargötu 45, Reykjavík, og stolið þar kr. 500 í peningum og síðan inn í íbúð Ingu Lárusson á næstu hæð fyrir ofan og stolið þar kvenveski með lítilsháttar af peningum í. Atferli ákærðu Þóris og Lárusar Björns, sem að framan er rakið, telst varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. IV. Ákærðu Þóri Þórissyni, Magnúsi Helga Kristjánssyni og Lárusi Birni Svavarssyni er í félagi gefið að sök að hafa framið eftirgreind þjófnaðarbrot árið 1974: 1. Þriðjudaginn 10. september brotist inn í íbúðarhúsið nr. 10 við Háuhlíð, Reykjavík, þar sem Sigurður Samúelsson læknir býr, spennt þar upp hirslur í leit að peningum, sem þeir ekki fundu, en haft á brott með sér tvo silfurdali frá árinu 1922 og ö—6 minnispeninga um J. F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkja- forseta. 2. Í beinu framhaldi af framangreindu innbroti brotist inn í íbúðarhúsið nr. 20 við Háuhlíð, fyrst í íbúð í kjallara, þar sem Þeir stálu kr. 1.500 í íslenskum peningum og 40 dönskum krónum, og síðan inn í íbúð á hæð hússins, þar sem þeir stálu kr. 20.000 íslenskum. 3. Einhverntíma í septembermánuði brotist inn í húsið nr. 77 við Hringbraut í Reykjavík og stolið þar 5 enskum pundum. Háttsemi ákærðu Þóris, Magnúsar Helga og Lárusar Björns telst varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. V. Álkærðu Magnúsi Helga og Lárusi Birni er gefið að sök að hafa í félagi framið eftirgreind þjófnaðarbrot á árinu 1974: 1. Sunnudagsnóttina 4. ágúst brotist inn í íbúðarhúsið nr. 13 við Sóleyjargötu í Reykjavík, þar sem Úlfar Jacobsen býr, og stolið þar armbandsúri og einni lengju af vindlingum. 2. Föstudagsnóttina 16. ágúst brotist inn í íbúð að Nóatúni 18, Reykjavík, þar sem Gunnar Már Pétursson býr, og stolið þar tveimur flöskum af áfengi og kvenhring úr gulli. 3. Einhverntíma í septembermánuði brotist inn í íbúðarhúsið nr. 40 við Faxatún í Garðahreppi og stolið þar kr. 8.000 í pen- ingum. Háttsemi ákærðu Magnúsar Helga og Lárusar Björns telst varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VI. Ákærðu Þóri Þórissyni, Magnúsi Helga Kristjánssyni, Lár- usi Birni Svavarssyni og Marteini Kristjáni Einarssyni er í félagi gefið að sök að hafa framið eftirgreind þjófnaðarbrot á árinu 1974: 256 1. Fimmtudaginn 26. september brotist inn í íbúðarhúsið nr. 102 við Sæviðarsund í Reykjavík, þar sem þeir fóru víða um húsið og brutu upp hirslur í leit að peningum og fundu kr. 19.000 íslenskar og 25 ensk pund, sem þeir höfðu á brott með sér. 2. Í beinu framhaldi af fyrrgreindu þjófnaðarbroti brotist inn í íbúðarhúsið nr. 5 við Njörvasund, þar sem þeir fóru víða um húsið í peningaleit og fundu kr. 35.300, sem þeir höfðu á brott með sér. Háttsemi ákærðu, sem að framan er rakin, telst varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VII. Ákærðu Magnúsi Helga Kristjánssyni og Sigurði Kort Hafsteinssyni er í félagi gefið að sök að hafa framið eftirgreind þjófnaðarbrot á árinu 1974: 1. Föstudagsnóttina 25. október brotist inn í íbúðarhúsið nr. 3 við Fagrabæ í Reykjavík, stungið þar upp skáp og stolið pen- ingakassa, sem hafði að geyma fyrstdagsumslög að verðmæti kr. 100.000. 2. Sömu nótt og áður greinir brotist inn í íbúðarhúsið nr. 5 við Heiðarbæ í Reykjavík og stolið þar sparimerkjum að fjárhæð kr. 14.400, strætisvagnamiðum að verðmæti kr. 6.000, nokkru magni af fyrstdagsumslögum og einni flösku af áfengi. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VIII. Ákærðu Sigurði Kort Hafsteinssyni og Sigurði Þór Sig- urðssyni er í félagi gefið að sök að hafa föstudagskvöldið 11. október 1974, þá er þeir voru staddir í samkomuhúsinu að Borgar- túni 32 í Reykjavík, falsað og notað þar í viðskiptum þrjá tékka á eyðublöð frá Útvegsbanka Íslands, Kópavogi, sem þeir komust yfir úr fórum eins samkomugestanna, Salvarar Gissurardóttur, Hjallabrekku 13, Kópavogi. Tékkarnir E Nr. 163852, 163853 og 163859, hver um sig að fjárhæð kr. 5.000, eru allir gefnir út til handhafa, með dagsetningunni 10. október 1974, og á þá alla falsað útgefandanafnið Eiríkur Jónsson og ólæsileg framsöl ásamt nafnnúmerum. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. IX. Ákærðu Lárusi Birni, Magnúsi Helga og Jóhanni Sigfúsi Sigdórssyni er gefið að sök að hafa laugardagskvöldið 3. ágúst 1974 stolið af Steini Kristjánssyni, Grettisgötu 69, Reykjavík, bankabók með kr. 12.000 innstæðu og kr. 16.000 í peningum. Takan fór fram á Austurvelli í Reykjavík, og hafði Jóhann Sigfús frumkvæðið að tökunni. 257 Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. X. Ákærðu Þóri, Magnúsi Helga, Lárusi Birni og Hafþór Pálmasyni er í félagi gefið að sök að hafa sunnudaginn 29. sept- ember 1974 brotist í þjófnaðarskyni inn í sumarbústaði, fyrst í ivo sumarbústaði í Mosfellsdal, úr öðrum stolið svefnpoka, sjón- auka í leðurhylki, tveimur reykjarpípum, handlukt og kr. 1.200 í peningum, en bústað þennan á Ragna Stefánsdóttir, Gnoðarvogi 40, Reykjavík, og úr hinum bústaðnum, sem Sveinn Guðmunds- son, forstjóri í Héðni h/f, Reykjavík, á, stolið labbrabb tækjum. Ákærðu er svo gefið að sök að hafa í framhaldi af þessu lagt leið sína að Þingvöllum og brotist þar í sama skyni inn í 12 sumar- bústaði við vestanvert vatnið og í þrjá bústaði í Grafningi og unnið nokkrar skemmdir á þeim og stolið úr sumum þeirra, svo sem úr bústað Ragnhildar Ásgeirsdóttur, Sólvallagötu 51, Reykja- vík, kasettutæki ásamt kasettum, úr bústað Kristjáns Gíslasonar, Sóleyjargötu 3, Reykjavík, segulbandstæki og útvarpstæki og ennfremur áfengi úr einhverjum bústaðanna. Telst þetta varða við 244. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. XI. Ákærðu Þóri, Magnúsi Helga, Lárusi Birni og Þorvarði Reyni Guðmundssyni er í félagi gefið að sök að hafa framið eftir- greind þjófnaðarbrot á árinu 1974: 1. Fimmtudaginn 12. september brotist inn í íbúð Jóns Axels Péturssonar, Hringbraut 53, Reykjavík, og stolið þar úr skrifborðs- skúffu á efri hæð Íslenskum og erlendum peningum, samtals að verðmæti um kr. 100.000. Ákærðu Magnúsi Helga, Lárusi Birni og Þorvarði Reyni er svo gefið að sök að hafa laust upp úr miðnætti sama dag farið að þessu sama húsi, þar sem Magnús og Lárus skriðu inn, en Þor- varður Reynir beið þeirra fyrir utan í bifreið, og haft á brott með sér peningaveski Jóns Axels, sem hafði að geyma kr. 50.000 í peningum, 200 þýsk mörk, ávísun að fjárhæð kr. 3.300 og tékk- hefti og persónulega muni. Ákærðu hirtu peningana úr veskinu, sem þeir skiptu með sér, en fleygðu veskinu. 2. Föstudaginn 20. september brotist inn í íbúðarhúsið nr. 32 við Lindarflöt í Garðahreppi og stolið þar erlendum gjaldeyri að jafnvirði um kr. 60.000 íslenskum krónum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. XII. Ákærðu Magnúsi Helga, Lárusi Birni og Sigurði Kort er í félagi gefið að sök að hafa föstudagskvöldið 5. október 1974 brotist inn í íbúðarhúsið nr. 79 við Bergstaðastræti í Reykjavík 17 258 og stolið þar 2.400 dönskum krónum, gullhálsmeni, loðfóðruðum hönskum og Ronson vindlingakveikjara. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. XIII. Ákærðu Sigurði Kort og Rögnvaldi Ómari Gunnarssyni er gefið að sök að hafa í félagi fimmtudaginn 12. september 1974 tvívegis lagt leið sína um borð í b/v Hjörleif, RE 211, sem lá í Reykjavíkurhöfn, og stolið úr klefa 1. stýrimanns 38 lengjum af vindlingum, 30 pökkum af reyktóbaki, 6 dósum af neftóbaki og nokkru magni af eldspýtum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. XIV. Dómkröfur. Þess er krafist, að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Þá var hinn 8. f. m. höfðað annað mál gegn ákærðu Þóri Þóris- syni og Samúel Oddgeirssyni bifreiðarstjóra, Freyjugötu 36 hér í borg, fæddum 3. desember 1953 í Grundarfirði, „fyrir þjófnaðar- brot samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, framin í Reykjavík á árinu 1975 með eftirgreindum hætti: I. Ákærði Þórir Þórisson. 1. Laugardaginn 14. júní brotist inn í íbúð að Steinagerði 19 og stolið þar kr. 57.000 í peningum og 20 stk. af mynt frá árinu 1975 að verðmæti kr. 100 hvert stykki. 2. Síðar í sama mánuði brotist inn í íbúð að Laufásvegi 38 og stolið þar 200 kanadískum dollurum. II. Ákærðu Þórir Þórisson og Samúel Oddgeirsson. 1. Mánudaginn 16. júní brotist inn í íbúð að Hrísateigi 27 og stolið þar allt að kr. 20.000 í peningum. Fór ákærði Þórir inn í íbúðina, en ákærði Samúel beið í bíl fyrir utan á meðan. 2. Fimmtudaginn 19. júní brotist inn í íbúð að Reynimel 23 cg stolið þar kr. 80.000 í peningum. 3. Þriðjudaginn 24. júní brotist inn í íbúð að Blönduhlíð 28 og stolið þar 120 bandarikjadölum, 42 sterlingspundum, allt að 100 dönskum og sænskum krónum, 2 pelum af koníaki, 1 lengju af vindlingum og 1 armbandsúri. 4. Um sama leyti brotist inn í íbúð að Dragavegi 7 og stolið þar kr. 5.000 í peningum. Fór ákærði Þórir inn í húsið, en ákærði Samúel beið í bíl fyrir utan á meðan. 5. Um sama leyti brotist inn í íbúð í húsi nr. 53 við Sigtún og stolið þar 22 Bandaríkjadölum og 25—-30 íslenskum eitthundrað- krónaseðlum. Fór ákærði Þórir inn í húsið, en ákærði Samúel beið í bíl fyrir utan á meðan. 259 III. Ákærði Samúel Oddgeirsson. Laugardaginn 21. júní brotist ásamt félögum sínum inn í íbúð að Karfavogi 31 og stolið þar kr. 1.000, 1.500 í skiptimynt, rakvél, jakka og kuldajakka, snyrtiveski, 10 segulbandsspólum, 1 flösku af genever og tekkolíubrúsa. IV. Dómkröfur. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Mál þessi hafa verið sameinuð og rekin sem eitt mál. Í málinu hafa eftirtaldir aðiljar gert á hendur hinum ákærðu fjárkröfur, er teknar verða til meðferðar skv. XVII. kafla laga nr. 74/1974: Sigurður Sigurðsson, Brekkugerði 12, hefur krafist bóta, er svari til 900 svissneskra franka og 500 danskra króna, og beinist krafa þessi gegn Þóri Þórissyni (ákæra 8. júlí, I. 5.). Sverrir Scheving Thorsteinsson, Einimel 14, krefst bóta að fjárhæð kr. 130.000. Sú krafa beinist að Þóri og Magnúsi Helga (ákæra 8. júlí, II. 2.). Landsbanki Íslands krefst þess, að ákærðu Þórir og Magnús Helgi verði dæmdir til greiðslu 36.467 kr. ásamt 1.5% dráttar- vöxtum frá 24. september 1974 til greiðsluðags. Magnús Leópoldsson krefst f. h. Veitingahússins Borgartúni 32 bóta að fjárhæð 15.000 kr., og beinist krafa þessi að ákærðu Sigurði Kort og Sigurði Þóri (ákæra 8. júlí, VIII.). Bæjarútgerð Reykjavíkur krefst bóta, er svari til andvirðis 10 Arinbjörn Steindórsson, Stóragerði 19, krefst fyrir sína hönd og sonar síns Kristjáns bóta að fjárhæð 84.000 kr. (ákæra 8. ágúst, I. 1.). Þessi krafa beinist að ákærða Þóri. Óli Örn Andreasson, Laufásvegi 38, krefst þess, að ákærði Þórir verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð 30.000 kr. (ákæra 8. ágúst, I. 2.). Finnur Bárðarson, Reynimel 25, krefst þess, að ákærðu Þórir og Samúel verði dæmdir til þess að greiða honum 80.000 kr. (ákæra 8. ágúst, II. 2.). Margrét Margeirsdóttir, Dragavegi 7, krefst þess, að ákærðu Þórir og Samúel verði dæmdir til greiðslu 5.000 kr. (ákæra 8. ágúst, II. 4.). Svava Árnadóttir, Sigtúni 53, krefst þess, að ákærðu Þórir og Samúel verði dæmdir til greiðslu 8.432 kr. (ákæra 8. ágúst, II. 5.). 260 Málsatvik. Verður nú fyrst lýst framkomnum gögnum um sakaratriði þau, sem ákæra frá 8. júlí tekur til. I. 1. Laugardaginn 14. september 1974 var ákærði Þórir stadd- ur á Höfn í Hornafirði. Hann braust þá inn í hús nr. 10 við Hlíðar- tún þar í bænum, reif plast frá glugga og skreið þar inn, en húsið var mannlaust. Þarna tók hann skv. eigin framburði fimm whisky- flöskur og eina geneverflösku, einnig tvö karton af sígarettum, vindlakassa og 1.300 kr. í peningum. Er þetta í samræmi við aðrar upplýsingar um það, hvers húsráðendur söknuðu eftir innbrotið. Ákærði hitti síðan félaga sína, og drukku þeir áfengið saman að nokkru leyti, en seldu sumt. Ákærði Þórir hefur skýrt svo frá við meðferð máls þessa, að ákærði Magnús Helgi hafi verið með honum við innbrot þetta. Hins vegar hafi það orðið samkomulag þeirra, að Þórir tæki á sig þetta brot einn, og því hafi hann við rannsókn málsins leynt þátttöku Magnúsar Helga í brotinu. Eins og áður er frá greint, tekur ákæra ekki til Magnúsar Helga að þessu leyti. I. 2. Við rannsókn, sem fram fór í nóvember 1974 út af ýmsum brotum, er um ræðir í dómi þessum, benti ákærði Þórir á, að hann hefði farið inn í hús eitt í Kópavogi í september og tekið þar eitt- hvað af erlendri mynt úr ólæstri skúffu. Reyndist hér um að ræða húsið Sunnubraut 8, og könnuðust húsráðendur, Jón Skafta- son alþingismaður og kona hans, við, að um 70 Bandaríkjadollarar hefðu horfið úr ólæstri skrifborðsskúffu, en ekki hafði brotsins orðið vart, fyrr en lögreglan hafði samband við þau. Ákærði Þórir kveðst hafa komist inn í húsið um ólæstar bakdyr. Hann telur, að fjárhæð sú, sem hann tók, kunni að hafa verið 70 doll- arar, eins og talið er að horfið hafi. Í ákæru er fjárhæðin talin 80 dalir, en ekki styðst það við gögn málsins. Við meðferð málsins skýrir Þórir einnig frá því, að Magnús Helgi, Lárus og Þorvarður Reynir hafi átt þátt í broti þessu, sem framið hafði verið, er þeir félagar fóru í þjófnaðarleiðangur í Kópavog og Garðahrepp, sbr. XI. 2. hér á eftir. En ákæran tekur að þessu leyti til Þóris eins. 1.3. Hinn 19. september 1974 var Hafnarfjarðarlögreglunni til- kynnt, að brotist hefði verið inn í húsið nr. 14 við Sunnuflöt í Garðahreppi og teknar 12.000 kr. í peningum úr ólæstri skúffu í íbúðinni. Ákærði Þórir kveðst hafa verið þarna að verki. Hann hafi farið inn um ólokaðan glugga í kjallara og tekið þar pening- ana. Enn fremur fór hann upp á svalir á húsinu og komst þannig 261 inn á efri hæð, og leitaði hann þar peninga og sprengdi upp skjalaskáp og skrifborð, en fann ekki verðmæti, er hann girntist. Ákærði kveður þetta hafa verið eitt af innbrotum þeim, sem framin voru í þjófnaðarleiðangri hans og ákærðu Magnúsar Helga, Lárusar og Þorvarðs Reynis, sjá næsta lið hér að framan, en ákæran tekur að þessu leyti einvörðungu til Þóris. I. 4. Sunnudaginn 22. september 1974 var Hafnarfjarðarlög- reglunni tilkynnt, að brotist hefði verið inn í hús nr. 27 við Ara- tún þá um helgina eða hina næstu á undan og tekinn peninga- kassi með 16.000 kr. og einnig hefði verið sprengdur upp annar kassi, er í hafi verið smámynt, og hún tekin. Ákærði Þórir hefur skýrt frá því, að hann hafi framið innbrotið. Hann hafi komist inn um glugga á bakhlið. Hann kveður sig hafa verið í fylgd með Magnúsi Helga, Lárusi og Þorvarði Reyni (sbr. tvo næstu liði hér að framan) og þeir hafi notið góðs af fengnum. Ákæran tekur að þessu leyti aðeins til Þóris. 1. 5. Mánudaginn 30. september 1974 tilkynnti Sigurður Sig- urðsson, Brekkugerði 12, að brotist hefði verið inn í íbúð hans í kjallara hússins og stolið þar 900 dönskum krónum og 500 svissn- eskum frönkum. Þjófnaðurinn hefði verið framinn einhvern tíma á næstu tveimur vikum á undan. Ákærði Þórir kveðst hafa framið þjófnað þennan og komist inn í íbúðina gegnum glugga. Peninga þá, sem hann tók, kveðst hann hafa selt fyrir um 70 þús. kr., er hann hafi eytt í skemmtanir. Hann kveðst hafa verið einn um verknað þennan. Ákærði samþykkir fjárkröfu Sigurðar Sigurðssonar. I. 6. Ákærði Þórir Þórisson skýrði rannsóknarlögreglunni frá því hinn 15. október 1974, er rannsókn stóð yfir út af ýmsum brot- um hans, að hann hefði brotist inn í hús við Sóleyjargötu nokkru áður. Farið var með Þóri á staðinn, og benti hann á hús nr. 7 við Sóleyjargötu, og kannaðist húsráðandi við, að mánudaginn 16. september hefðu horfið 18.200 kr. í peningum úr skúffu í skatt- holi, sem er þar í stofunni. Ákærði Þórir segist hafa tekið þarna i6—20 þús. kr. alls, en peningarnir hafi verið bæði í umslagi í skúffu, en einnig í veski, sem legið hafi þarna í gluggakistu. Við rannsókn málsins hefur Þórir skilað 9.000 kr., er afhentar hafa verið húsráðanda, Margréti Einarsdóttur. Við meðferð máls þessa hefur Þórir skýri svo frá, að sig minni, að þeir Magnús Helgi, Lárus og Þorvarður Reynir hafi verið með honum við þetta brot, en ekki geti hann þó fullyrt það. 1. 7. Ákærði Þórir skýrði rannsóknarlögreglunni frá því, að 262 hann hefði í september 1974 brotist inn í húsið Fremristekk 2 og tekið þar nokkuð af dönskum krónum. Samkvæmt skýrslu hús- ráðanda, Elínar Torfadóttur, var hér um að ræða 100 danskar krónur. Við meðferð máls þessa hefur Þórir skýrt svo frá, að þetta hafi verið einn af þeim þjófnuðum, sem hann og félagar hans frömdu þann dag, er þeir fóru í þjófnaðarleiðangur suður í Garðahrepp og víðar, sbr. KI. 2. og 1. 2., 1. 3. og 1. 4. Il. 1. Miðvikudaginn 11. september 1974 var rannsóknarlög- reglunni tilkynnt um innbrot í mannlausa íbúð á Ásvallagötu 24. Er hér um ræða íbúð í kjallara hússins, og hafði verið farið inn um baðherbergisglugga og rótað í ýmsu í íbúðinni og sprengdur upp stofuskápur, en engu virtist hafa verið stolið. Ákærði Þórir kveðst hafa framið þetta innbrot, en fullyrðir, að ákærði Magnús Helgi hafi verið með honum. Ákærði Magnús Helgi skýrði svo frá, er hann var fyrst yfirheyrður út af þessu, að hann myndi ekki til þess, að hann hefði átt þátt í innbrotinu, og við meðferð málsins hefur hann ekki viljað kannast við, að hann hafi komið þarna við sögu. Hefur ekki náðst samræmi milli framburðar hans og framburðar Þóris, sem heldur fast við, að þeir hafi verið saman um brotið. Il 2. Rannsóknarlögreglunni var tilkynnt 23. sept. 1974, að peningum hefði verið stolið úr læstri skúffu í húsinu nr. 14 við Einimel. Hafði síðast verið gætt í skúffuna 25. ágúst. Tilkynnt var, að horfið hefðu 2.000 danskar krónur, 1.000 sænskar krónur, 50.000 lírur (ítalskar), 150 Bandaríkjadollarar, 200 þýskar merkur, 5 sterlingspund og 5.000 íslenskar krónur. Ákærðu Þórir og Magnús Helgi hafa kannast við, að þeir hafi framið þjófnað þennan. Þórir fór inn um baðherbergisglugga og opnaði fyrir Magnúsi. Ákærðu segjast hafa tekið töluvert mikið af peningum, en hafa ekki tilgreint fjárhæðina nánar, nema hvað Magnús Helgi telur hana hafa numið yfir 100.000 kr., ef miðað er við íslenska peninga. Hvorugur ákærðu hefur gert athugasemd við ákæruna og báðir samþykkja fjárkröfu Sverris Schevings Thorsteinssonar, eiganda peninganna. Il.3. Við rannsókn málsins skýrði ákærði Þórir frá því, að hann hefði í september 1974 brotist inn í íbúð í Sörlaskjóli 60 og leitað þar verðmæta, en ekki tekið með sér annað en áfengisflösku. Hann kvað Magnús Helga hafa verið með sér við brot þetta. Hefur Þórir haldið fast við þetta við meðferð málsins og bætt því við, að þetta innbrot hafi þeir framið í sömu ferð og innbrotið á Einimel 14, 263 sbr. næsta lið hér að framan. Magnús Helgi kveðst ekki muna til þess, að hann væri í för með Þóri í þetta skipti, og telur hann framburð Þóris að þessu leyti uppspuna. Stendur hér staðhæfing gegn staðhæfingu. Húsráðandi í Sörlaskjóli 60, Troels Berndsen, kvað það rétt, að voðkaflaska hefði horfið úr íbúð hans, en hann hafði ekki tilkynnt hvarfið. II. 4. Þriðjudaginn 24. sept. 1974 var rannsóknarlögreglunni tilkynnt, að farið hefði verið inn í mannlaust herbergi í kjallara hússins nr. 13 við Laugarásveg og þar stolið 6—7.000 kr. úr seðla- veski og einum tékka að fjárhæð kr. 36.467. Fjármunir þessir höfðu verið í ólæstri skrifborðsskúffu. Ákærðu Þórir og Magnús Helgi hafa kannast við, að þeir hafi framið þjófnað þennan í sameiningu. Ákærðu fóru síðan með áðurnefndan tékka, sem var gefinn út til Kolbrúnar Kjartansdóttur af Hrafnistu, DAS, og seldu hann í Langholtsútibúi Landsbankans. Framseldi Þórir tékkann með nafnritununum Kolbrún Kjartansdóttir og Pétur Kjartansson, Stórholti 15. Peningum þeim, sem ákærðu höfðu upp úr brotum þessum, eyddu ákærðu sameiginlega. Ákærðu samþykkja kröfu Landsbanka Íslands. III. 12. Aðfaranótt mánudagsins 23. sept. 1974 fóru ákærðu Þórir Þórisson og Lárus Svavarsson, sem um kvöldið höfðu verið saman á dansleik í Tjarnarbúð, og brutust inn í tvö hús. Fyrst fóru þeir inn í húsið nr. 45 við Tjarnargötu og komust inn um kjallaraglugga. Þeir fundu veski og tóku úr því 500 kr. Síðan komust þeir upp á 2. hæð í húsinu og tóku þar veski og höfðu á brott með sér. Þeir heyrðu umgang og skunduðu út á svalir og stukku þaðan niður. Eftir þetta fóru ákærðu inn í húsið nr. 24 við Hringbraut. Þórir komst inn um baðherbergisglugga, en opnaði síðan útidyr fyrir Lárusi. Að eigin sögn tóku þeir þarna inni 10 áfengisflöskur, nokkrar pakkalengjur af sígarettum, silfurhálsmen, gullhring og vindlakveikjara. Er þetta í samræmi við skýrslu eigandans, Peters Trauffers verkfræðings, nema hann telur áfengisflöskurnar hafa verið 6—8. IV. 1. Fimmtudaginn 12. sept. 1974 var rannsóknarlögreglunni tilkynnt, að farið hefði verið inn í mannlaust hús nr. 10 við Háu- hlíð og rótað þar í hirslum og spell unnin. Húsráðandi, Hólmfríður Stefánsdóttir, skýrði svo frá, að hún saknaði tveggja silfurdala frá 1922 og 5——-6 Kennedyminnispeninga. 264 Ákærðu Þórir, Magnús Helgi og Lárus segja, að þeir hafi komið að húsi þessu og eftir að þeir hafi kvatt dyra og ekki var ansað, hafi Þórir farið inn um glugga, en síðan opnað fyrir félögum sínum. Er ljóst, að a. m. k. Magnús Helgi fór þá inn, en Lárus kveðst hafa beðið fyrir utan, en farið svo að dyrunum. Þá hafi félagar hans komið og afhent honum einhverja minnispeninga, sem hann hafi tekið við og gefið einhverjum síðar. Magnús Helgi kveðst ekki minnast þess, að þeir hafi náð þarna neinum pen- ingum, og Þórir mótmælir því, að hann eða Magnús hafi afhent Lárusi neina minnispeninga, en hann minnist þess, að Lárus hafði barna slíka peninga undir höndum. IV. 2. Þriðjudaginn 10. sept. 1974 var rannsóknarlögreglunni tilkynnt, að farið hefði verið inn um glugga á þvottahúsi í húsinu nr. 20 við Háuhlíð og teknar 40 danskar krónur úr ólæstri komm- óðuskúffu. Einnig hefði verið brotið upp skartgripaskrín. Loks hefðu 1.500 kr. í peningum verið teknar úr ólæstri borðskúffu. Úr kjallara er greiður gangur upp á efri hæð, og þar höfðu 20 þús. kr. í peningum verið teknar úr skrifborðsskúffu, sem brotin hafði verið upp. Ákærðu Þóri, Magnúsi Helga og Lárusi ber saman um, að inn- brot þetta hafi þeir framið sama dag og innbrotið í Háuhlíð 10. Þórir hafi einn farið inn í húsið nr. 20, en hinir beðið fyrir utan. Peningarnir kunni að hafa numið þeirri fjárhæð, er að ofan grein- ir, og hafi Þórir skipt henni með þeim félögum. IV. 3. Sannað þykir með framburði Þóris, Magnúsar Helga og Lárusar, að einhverju sinni í september 1974 hafi þeir farið að húsinu nr. 77 við Hringbraut og Þórir klifið upp á svalir og komist inn og síðan opnað fyrir félögum sínum. Þarna hafi þeir síðan leitað verðmæta. Lárus telur sig hafa tekið 4—5 ensk pund úr skúffu einni, en félagar hans minnast þess ekki, að neinir pen- ingar væru teknir þarna, og húsráðandi, Bengta Grímsson, kvaðst ekki sakna neinna enskra punda né heldur annarra verðmæta. V. 1. Aðfaranótt sunnudagsins 4. ágúst 1974 voru ákærðu Magnús Helgi og Lárus á ferli saman hér í borginni, og fóru þeir þá inn í húsið nr. 13 við Sóleyjargötu, að eigin sögn upphaflega til þess að athuga, hvort þar væri gleðskapur. Er inn kom, sáu Þeir úr, sem lá þar á borði, og eina pakkalengju af sígarettum. Ætluðu þeir svo með þetta út, en mættu þá tveimur útlendingum, sem voru þarna gestir húsráðanda, Úlfars Jacobsens. Þeir tóku sígaretturnar af ákærðu, en létu þá svo fara burt. Við rannsókn málsins komst úr Úlfars til skila. 265 V. 2. Föstudaginn 16. ágúst 1974 var rannsóknarlögreglunni tilkynnt, að brotist hefði verið inn í húsið nr. 18 við Nóatún og þar teknar tvær áfengisflöskur, kveikjari og gullhringur með steini. Ákærði Lárus kveðst hafa verið þarna að verki. Þeir Magnús Helgi og hann hafi komið að þessu húsi og ákveðið að fara þar inn og þannig hafi tekist til, að Lárus hafi farið inn, en Magnús Helgi beðið fyrir utan. Lárus kveðst hafa komist inn með því að sparka upp útidyrahurð. Hann kveðst hafa tekið áðurnefnd verð- mæti. Síðan hafi þeir Magnús Helgi farið á veitingastað. Um nótt- ina hafi þeir drukkið saman áfengi það, sem tekið hafði verið. Kveikjarann kveðst Lárus hafa selt, en Magnús hafi tekið við hringnum til að reyna að koma honum í peninga. Magnús Helgi telur Lárus ekkert samráð hafa haft við sig um þetta innbrot. Hann hafi ráðist að dyrunum, án þess að ráðgast um það við hann áður. Magnús Helgi kannast við, að hann hafi beðið, meðan Lárus var inni, og hann hafi í samráði við Lárus farið með hringinn til gullsmiðs næsta dag og selt hann þar fyrir 1.000 kr. Gullsmiðurinn sem keypti hringinn heitir Ólafur Guðmunds- son. Gaf hann þær upplýsingar, er leiddu til handtöku ákærðu. Hann skilaði einnig hringnum, sem komst í hendur eiganda. V.3. Samkvæmt framburði ákærðu Magnúsar Helga og Lárus- ar, sem er Í samræmi við önnur gögn, fóru þeir einhverju sinni í september 1974 inn í húsið Faxatún 40 í Garðahreppi og tóku þar 7.500 kr. úr skúffu og höfðu á brott með sér. VI. 12. Fimmtudaginn 26. sept. 1974 hittust þeir Þórir, Magnús Helgi, Lárus og Marteinn Kristján. Þeir ákváðu að fara eitthvað til þess að ná sér í peninga. Það varð úr, að þeir fóru inn í Sunda- hverfi. Þórir kvaddi þar dyra á nokkrum stöðum til þess að ganga úr skugga um, hvort fólk væri heima. Í húsi nr. 102 við Sæviðar- sund svaraði enginn, og fór Þórir þá inn um glugga og opnaði fyrir Lárusi, og fór hann einnig inn. Magnús Helgi og Marteinn Kristján fóru ekki inn í þetta hús, heldur biðu álengdar. Þórir og Lárus leituðu að peningum í húsinu og sprengdu upp hirslur. Samkvæmt upplýsingum, sem rannsóknarlögreglan fékk hjá íbú- um hússins, hafði verið stolið 25 sterlingspundum, en ekki öðrum verðmætum, svo vitað væri. Að loknu þessu innbroti fóru þeir félagar allir fjórir inn í hús nr. 5 við Njörvasund, sem er skammt frá. Þórir hringdi dyrabjöllu, 266 en þegar ekki var ansað, skreið hann inn um glugga og hleypti hinum svo inn. Þarna leituðu þeir verðmæta víðs vegar um húsið. Samkvæmt upplýsingum, sem rannsóknarlögreglan aflaði hjá húsráðendum, höfðu 9.300 kr. horfið úr peningakassa, sem geymd- ur var inni í borðstofuskáp í kjallara, og 26.000 kr. úr skrifborðs- skúffu á 1. hæð. Þórir kveðst muna til þess, að hann hafi fundið eitthvað af sterlingspundum í Sæviðarsundi 102 og peninga í Njörfasundi 5, er hann telur hafa numið ca 25.000. Lárus minnist þess, að þeir tóku sterlingspundin, en í Njörfasundi 5 minnist hann þess, að hann tók gamlan hundraðkrónuseðil, fimmkrónuseðil og tvo tíu- krónaseðla, og man ekki, hvað félagar hans tóku eða hvað kom út úr þessu. Magnús Helgi kveðst í Njörfasundi 5 hafa tekið um 8.000 kr. úr peningakassa í skáp, en síðan hafi Þórir fundið eitthvað af peningum. Muni það hafa verið um 35 þús. kr. alls, sem þeir tóku þarna. Marteinn Kristján kannast einnig við peningatöku og minnir, að fjárhæðin hafi verið um 42 þús. kr. Ákærðu ber saman um, að fénu hafi þeir skipt bróðurlega milli sín á eftir. VII. 1. Föstudagskvöldið 25. október 1974 fóru ákærðu Magnús Helgi Kristjánsson og Sigurður Kort Hafsteinsson saman að hús- inu nr. 5 við Fagrabæ. Magnús Helgi braut þar rúðu á útidyra- hurð á bakhlið hússins og fór svo inn. Hann braut upp skáp og fann þar peningakassa, sem í voru fyrstadagsumslög. Hafði hann kassann á brott með sér. Sigurður Kort hafði beðið utan við húsið á meðan og hugað að mannaferðum. Þeir brutu upp kassann og hentu honum, en hirtu umslögin. Fóru þeir næsta dag með þau í Frímerkjasöluna í Lækjargötu, en það leiddi til þess, að ákærðu voru handteknir. Umslög þau, sem ákærðu voru með, voru afhent eigendum, en umslögin voru 243 að tölu og að mati eiganda a. m. k. 100 þús. kr. virði. VII. 2. Sama kvöld og að ofan greinir, 25. október 1974, brutust ákærðu Magnús Helgi og Sigurður Kort einnig inn í húsið nr. 5 við Heiðarbæ. Magnús Helgi fór fyrst inn um glugga, og Sig- urður fór inn á eftir honum. Samkvæmt skýrslu húsráðanda hurfu í umrætt skipti áfengisflaska og vindlingar, sparimerki að fjárhæð 14.400 kr., strætisvagnakort að verðmæti um 6.000 kr. og talsvert af fyrstaðagsumslögum. Magnús Helgi segist muna eftir, að þeir hafi tekið eitthvað af sparimerkjum og kannske áfengisflösku, en kveðst muna atvik óljóst, því að hann hafi verið ölvaður. Sigurður Kort minnist þess, að þeir tóku nokkuð af spari- 267 merkjum, áfengisflösku og strætisvagnamiða. Ekki hafa ákærðu gert grein fyrir, hvernig þeir ráðstöfuðu feng sínum. VIII. Föstudagskvöldið 11. október 1974 voru ákærðu Sigurður Kort Hafsteinsson og Sigurður Þór Sigurðsson saman í veitinga- húsinu í Borgartúni 32. Þar sátu þeir við borð með stúlku einni, og meðan hún brá sér frá, fór Sigurður Þór í veski hennar og tók þar nokkur eyðublöð úr tékkhefti, sem var í veskinu. Sigurður Kort vissi um tökuna á eyðublöðunum. Ákærðu fóru síðan saman fram á snyrtiherbergi. Þar ritaði Sigurður Kort þrjá tékka á nefnd eyðublöð, hvern um sig að fjárhæð 5.000 kr., og undirritaði tékkana með nafninu Eiríkur Jónsson og tilgreindi reikningsnúm- er af handahófi. Sigurður Þór framseldi síðan tékkana með ólæsi- legum nafnritunum (Sig. Bjarnason?) og notaði þá síðan til kaupa á veitingum handa ákærðu báðum. Ákærðu samþykkja kröfu Magnúsar Leópoldssonar f. h. veit- ingahússins, en henni var áður lýst. IX. Laugardagskvöldið 3. ágúst 1974 voru ákærðu Jóhann Sig- fús Sigðdórsson, Magnús Helgi Kristjánsson og Lárus Svavarsson staddir í Hótel Borg. Er þeir fóru út þaðan, var allmikil manna- ferð fyrir utan. Þar á meðal var Steinn Kristjánsson, Grettisgötu 69. Hafði hann verið inni í veitingasal Hótel Borgar og var ölv- aður. Kl. 2305 skýrði Steinn lögregluþjóni, sem hann hitti í Aust- urstræti, frá því, að stolið hefði verið veski úr rassvasa hans og hefðu verið í því 16.000 kr. í peningum og sparisjóðsbók. Steinn hefur litlar upplýsingar getað gefið á því, með hverjum hætti veskið hafi horfið úr vasa hans. Ákærði Jóhann Sigfús hefur kannast við það, að hann hafi gengið frá dyrum hótelsins yfir á Austurvöll og gripið þar í mann, sem hann virðist hafa áður verið búinn að sjá inni í hótelinu, og fundið, að hann var með veski eða eitthvað slíkt í vasanum. Kveðst Jóhann Sigfús hafa náð þessu úr vasa mannsins og hafi hér reynst vera um sparisjóðsbók að ræða með peningafúlgu innan í. Peningana kveðst hann hafa tekið, en rétt Magnúsi Helga bókina, en hann hafi kastað henni frá sér. Jóhann telur, að fé- lagar hans hafi báðir vitað gerla um töku bókarinnar og pening- anna, en ekki kveðst hann muna, hvort hann hafi áður haft sam- ráð við þá um tökuna. Þeir Lárus og Magnús Helgi neita því eindregið, að þeir hafi átt nokkurn þátt í verknaði þessum. Magnús Helgi hefur haldið því fram, að hann hafi ekkert orðið var við það, að Jóhann Sigfús fremdi þjófnað þennan, en orðið þess var síðar um kvöldið. að Jóhann hafði óeðlilega mikla pen- 268 inga undir höndum. Stangast þetta á við þann framburð Jóhanns, er áður var rakinn, að Magnús Helgi hafi veitt bókinni viðtöku, svo og við framburð Lárusar, en hann skýrir svo frá, að Jóhann Sigfús hafi verið þarna utan í einhverjum manni og á eftir hafi hann tekið upp sparisjóðsbók með peningum innan í og hafi verið ljóst, að Jóhann hafi stolið bókinni af manninum. Hafi Jóhann Sigfús fengið afhent Magnúsi Helga bókina, en hann fleygt henni strax frá sér, þar sem hann hafi ekki viljað taka þátt í þessu. Þeir Magnús Helgi og Lárus neita því einnig, að þeir hafi tekið þátt í ávinningi af brotinu. Þeir félagar fóru þrír saman í veit- ingahúsið Silfurtunglið, en komu þó í leiðinni við hjá móður Jó- hanns, og hitti hann hana að máli. Jóhann kveðst hafa afhent móður sinni 5.000 kr. til geymslu og sagt, að Lárus ætti pening- ana. Þá segir Jóhann Sigfús, að hann hafi greitt leigubíl við Silfurtunglið og þá saknað 5.000 króna, og heldur hann því fram, að Lárus og Magnús Helgi hafi stolið fjárhæð þessari af honum. Þessu neita Lárus og Magnús Helgi alfarið. Þá er einnig fram komið, að um nóttina, er Lárus og Magnús Helgi höfðu orðið við- skila við Jóhann Sigfús, fóru þeir heim til móður Jóhanns og fengu hana til þess að afhenda þeim þær 5.000 kr., er henni höfðu verið fengnar til geymslu. Lét hún féð af hendi, enda vissi hún ekki betur en Lárus væri eigandinn. Jóhann Sigfús hafði sagt Lárusi frá því um nóttina, að hann hefði fengið móður sinni pen- ingana. Bankabók Steins Kristjánssonar fannst á Austurvelli og komst til skila. K. Sunnudaginn 29. september 1974 fóru ákærðu Þórir Þóris- son, Magnús Helgi Kristjánsson, Lárus Svavarsson og Hafþór Pálmason saman í bifreið um Mosfellssveit og austur á Þingvöll. Bifreiðinni ók Þorvaldur Waagfjörð, Holtsbúð 16, Garðahreppi. Með þeim var í bifreiðinni stúlka ein, Hulda að nafni. Ekki virðist hún hafa átt neinn þátt í þjófnaðarbrotum þeim, sem félagar hennar frömdu í ferð þessari. Það skal tekið fram strax, að ákæra tekur ekki til Þorvalds Waagfjörð. Í Mosfellssveit fóru ákærðu Þórir og Lárus saman og brutust inn í tvo sumarbústaði, bústað Sveins Guðmundssonar skammt frá Reykjalundi og bústað Rögnu Stefánsdóttur og Vigfúsar Sig- marssonar við Tjaldanes. Úr bústað Sveins tóku þeir taltæki og höfðu á brott með sér. Ragna Stefánsdóttir tilkynnti, að úr húsi hennar hefði horfið svefnpoki, sjónauki, tvær reykjarpípur, hand- 269 lukt og 1.300—1.400 kr. í skiptimynt. Ákærðu kannast við töku á pokanum, og Þórir minnist þess einnig, að tekinn var sjónauki, reykjarpípur og handlukt, en ekki kveðst hann muna til þess, að þeir hafi tekið neina peninga. Við rannsókn málsins komst pokinn til skila, hafði orðið eftir í vörslum Þorvalds. Ákærðu fóru síðan austur í Grafning og brutu þar upp þrjá sumarbústaði, og eru eigendur þeirra Bergur Gíslason, Laufásvegi 64 A, Trausti Ólafsson og María Einarsdóttir, Laugarnesvegi 69, og Árni Jónsson, Lálandi 19. Unnar voru nokkrar skemmdir á húsunum, en ekki virðast ákærðu hafa tekið neitt verðmæta. Eftir þetta brutust ákærðu allir fjórir saman inn í tólf sumar- bústaði, sem eru vestan við Þingvallavatn. Eigendur þeirra eru Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Sólvallagötu 51, Sonja Benjamínsson, Örn Þór, Hjálmholti 14, Páll G. Jónsson, Barðaströnd 9, Árni G. Eylands, Gnoðarvogi 56, Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1, Magnea Þórðardóttir, Bergstaðastræti 86, Hjálmar Vilhjálmsson, Drápu- hlíð 1, Jón Ólafsson, Hávallagötu 3, Þórarinn Jónsson, Hávallagötu 13, Thor Ó. Thors, Lágafelli, og Kristján Gíslason, Sóleyjargötu 3. Á öllum bústöðum þessum höfðu ákærðu unnið spell, en ekki kemur fram, að þeir hafi haft á brott með sér verðmæti nema segulbandstæki með kassettum og Linguaphoneplötum úr bústað Ragnhildar Ásgeirsdóttur og segulbandstæki, útvarpstæki og tösku með einni áfengisflösku úr bústað Kristjáns Gíslasonar. Segulbandstæki Kristjáns komst til skila við rannsókn málsins. KI.1. Föstudaginn 13. sept. 1974 var tilkynnt um, að þjófnaður hefði verið framinn í húsinu nr.53 við Hringbraut og stolið seðla- veski og peningum. Ákærði Þórir Þórisson hefur skýrt svo frá, að hann hafi framið innbrot í nefnt hús. Það hafi reyndar ekki verið 12. september, eins og í ákæru greinir, en einhvern tíma í september hafi þetta gerst. Þórir sagði rannsóknarlögreglunni í fyrstu, að ákærði Magnús Helgi hefði verið með honum við þetta, en við meðferð málsins kvað hann þetta vera misskilning, heldur hefði það verið ákærði Lárus, sem með honum var. Þeir hafi tekið þarna peninga, íslenska og erlenda, og fjárhæðin hafi numið 60—100 þús. kr. Lárus neitaði því í fyrstu, að hann hefði komið þarna við sögu, en við samprófun við Þóri kvað hann það kunna að vera rétt, að hann hefði gert það. Magnús Helgi hefur eindregið neitað því, að hann hafi átt þátt í þessu broti, en bæði Þóri og Lárus kvað hann hafa sagt honum frá þessum þjófnaði. Ekkert hefur komið fram í þá átt, að Þorvarður Reynir Guð- 270 mundsson hafi átt þátt í þessu broti, þótt ákæra taki einnig til hans að þessu leyti. Ákærðu Magnús Helgi, Lárus og Þorvarður Reynir eru sam- mála um það, að þeir hafi að kvöldi 12. sept. 1974 farið að Hring- braut 53 í bifreið, sem Þorvarður Reynir ók. Hann beið í bifreið- inni, meðan Magnús Helgi og Lárus fóru burt. Þeir fóru inn í nefnt hús og tókst að stela þar veski, er þeir telja, að í hafi verið 50 þús. kr. í peningum. Er það og í samræmi við framburð Þor- varðs Reynis, en félagar hans komu með feng sinn í bifreiðina til hans. Eigandi veskisins, Jón Axel Pétursson, telur, að í því hafi verið 50 þús. kr., 200 þýsk mörk, tékki, tékkhefti og persónu- skilríki. Ákærðu telja sig ekki muna til þess, að erlendir pen- ingar hafi verið í veskinu, en Þorvarður Reynir segir þó, að fé- lagar hans hafi gefið honum 1.000 peseta þarna um nóttina. Þá kveðst hann hafa tekið peningafúlgu til geymslu fyrir þá og skilað henni til þeirra næsta dag. Hefur þá verið lýst því, sem fram hefur komið um umrætt ákæruatriði, en þess skal getið, að við meðferð málsins skýrði ákærði Þórir svo frá ótilkvaddur, að hann hefði um þessar mundir brotist oftar inn í nefnt hús. Í eitt skiptið hefði hann tekið þarna að ófrjálsu um 6.000 merkur þýskar og nokkuð af öðrum gjald- eyri. KI. 2. Föstudaginn 20. september 1974 fóru ákærðu Þórir, Magnús Helgi og Lárus í þjófnaðarleiðangur suður í Garðahrepp og víðar í för með Þorvarði Reyni Guðmundssyni, en hann hafði undir höndum bifreið, sem hann ók. Þarna huguðu þeir að húsum í því skyni að brjótast þar inn. Meðal þeirra var húsið Lindarflöt 22. Þórir kvaddi dyra, og enginn virtist heima. Þórir náði að teygja sig inn um bréfalúgu og ná í lykil á syllu fyrir innan, og gekk hann að húsinu. Hann tók svo til við að brjóta upp skáp, en meðan hann var að því, var hringt dyrabjöllu, og flýði hann þá út. Það kom þó í ljós, að ekki hafði verið hætta á ferðum, því að hér voru komnir félagar hans Lárus og Magnús. Þeir komust inn í húsið gegnum glugga, og Þórir kom svo á eftir þeim inn. Í áðurnefndum skáp fundu þeir félagar og höfðu á brott með sér töluvert af er- lendum gjaldeyri, einkum Bandaríkjadollurum. Samkvæmt skýrsl- um þeirra svaraði fjárhæðin til um 60 þús. ísl. kr. Þorvarður Reynir beið í bifreiðinni. Hann fékk ágóða af feng þeim, sem félögum hans áskotnaðist í ferð þessari, og verður ekki greint, hvort sá ágóði var úr innbrotinu á Lindarflöt 32 fremur 2 en öðrum. Eins og greint var undir I. kafla hér að framan. virðast sum af brotum þeim, sem Þóri eru þar gefin að sök, hafa verið framin í þessari þjófnaðarferð. XII. Föstudagskvöldið 5. október 1974 fóru ákærðu Lárus Svavarsson, Magnús Helgi Kristjánsson og Sigurður Kort Haf- steinsson að húsinu nr. 79 við Bergstaðastræti. Lárus kleif upp á svalir og braut rúðu í glugga og skreið inn, en hleypti svo fé- lögum sínum inn. Þeir leituðu um allt húsið að verðmætum og brutu upp ýmsar hirslur. Fram hefur komið, að þarna tóku þeir um 2.400 kr. danskar, gullhálsmen, hanska og vindlakveikjara og höfðu á brott með sér. Hálsmenið afhentu þeir síðan Þóri Þóris- syni, sem þeir heimsóttu á spítala sama kvöld. Hálsmenið komst til skila. XIII. Fimmtudaginn 12. september 1974 fóru ákærðu Sigurður Kort Hafsteinsson og Rögnvaldur Ómar Gunnarsson saman um borð í b/v Hjörleif, sem lá hér í höfninni. Þar tóku þeir úr kassa í herbergi stýrimanns 10 pakkalengjur af sígarettum og slógu eign sinni á þær, fóru með þær í land og seldu í sjóbúðinni á Grandagarði fyrir 6.000 kr. Ákærðu segja, að með þeim hafi verið maður, sem þeir nefna Jón Hauk, en telja sig ekki vita nánari deili á, og hafi hann verið frumkvöðull að brotinu. Síðar um dag- inn fóru ákærðu Sigurður Kort og Rögnvaldur Ómar á ný um borð í togarann og tóku nú kassann með tóbaksvörunum og fóru með hann heim til Rögnvalds Ómars. Móðir hans hringdi þá til lögreglu, og handtóku lögregluþjónar Rögnvald Ómar þar heima, en Sigurður Kort hafði haft sig á brott. Þeir tóku einnig í sínar vörslur tóbaksvörur þær, sem þarna voru, en þær virðast hafa verið 30 pakkar af reyktóbaki, 28 karton af sígarettum, 6 nef- tóbaksdósir og eitthvað af eldspýtum. Rannsóknarlögreglan kom vörum þessum til skila. Þá verður lýst gögnum um sakaratriði ákæru frá 8. ágúst sl. 1. i. Að kvöldi laugardagsins 14. júní sl. var rannsóknarlög- reglunni tilkynnt, að brotist hefði verið inn í hús nr. 19 við Steinagerði. Samkvæmt skýrslu tilkynnanda, Arinbjörns Stein- dórssonar, höfðu 32.000 kr., sem hann átti í skúffu í skáp í borð- stofu, verið teknar, einnig 25.000 kr. úr skúffu í bókaskáp í holi og loks 20 sett af peningum, er tilkynnandi telur 2.000 kr. virði. Farið hafði verið inn um glugga á baðherbergi, og við það hafði handlaug brotnað. Verðmæti hennar telur Arinbjörn 25.000 kr., og er fjárkrafa sú, sem lýst var í upphafi, miðuð við það (25.000 32.000 - 2.000 | 25.000 =— 84.000 kr.). 22 Ákærði Þórir hefur játað, að hann hafi verið þarna að verki og verið einn á ferð. Hann kveðst muna mjög óljóst, hve miklum verðmætum hann náði þarna. Bæði hafi hann hlotið höfuðhögg, er hann fór inn, og auk þess hafi hann verið undir áhrifum af LSD. Hann kveðst telja, að fé það, sem hann tók þarna, hafi hann svo notað til kaupa á „sýru“, þ. e. lysergid. I. 2. Með framburði ákærða Þóris, sem er í samræmi við önnur gögn, þykir ljóst, að ákærði Þórir hafi einhverju sinni í síðasta hluta janúarmánaðar sl. farið inn um glugga á húsinu nr. 38 við Laufásveg og tekið þar 200 Kanadadollara úr ólæstri skúffu. Eig- andi peninganna var Óli Örn Andreasson, Laufásvegi 38. II. 1. Mánudaginn 16. júní sl. voru ákærði Þórir og Samúel Oddgeirsson saman á ferð um borgina í bíl, sem þeir höfðu á leigu og Samúel stýrði. Þá fóru þeir að húsi nr. 27 við Hrísateig. Þar fór Þórir úr bifreiðinni, en Samúel beið í henni. Þórir kvaddi dyra, og er húsfreyja kom til dyra, spurði Þórir eftir Guðjóni og íékk þau svör, að þar væri ekki maður með því nafni. Hvarf hann þá frá, en kom aftur nokkru síðar, er húsfreyja var farin út. Komst hann inn um glugga á kjallara. Þar braut hann upp skrifborð, en fann þar ekkert verðmæta. Þá fór hann upp á hæð- ina fyrir ofan og stakk þar upp annað skrifborð og tók þar pen- ingaupphæð, sem talin er hafa numið um 20 þús. kr. Peningar þessir voru notaðir til greiðslu á leigu fyrir bifreiðina. II. 2. Fimmtudaginn 19. júní brutust ákærðu Þórir og Samúel inn í húsið nr. 25 við Reynimel. Þeir komust inn í íbúðina með því að klífa upp á svalir og rykkja upp svaladyrum. Þeir stungu upp kommóðuskúffu í svefnherbergi og tóku þar peningaupphæð, er nam a. m. k. 80.000 krónum, og höfðu á brott með sér. Pen- ingar þessir voru eign Finns Bárðarsonar háskólanema, sonar húsráðenda, Bárðar Ísleifssonar og Unnar Arnórsdóttur. II. 3. Þriðjudaginn 24. júní sl. brutust ákærðu Þórir og Samúel saman inn í húsið nr. 28 við Blönduhlíð. Þeir spenntu upp glugga í kjallara og fóru inn og leituðu síðan víðs vegar um húsið að pen- ingum. Þeir spenntu upp skáp í stofu á 1. hæð og tóku þar nokkra fjárhæð í erlendum peningum. Eftir því sem næst verður komist, var hér um að ræða 120 dali bandaríska, 42 sterlingspund og um 100 danskar eða sænskar krónur. Höfðu þeir feng þennan á brott með sér og auk þess úr, 2 pela af koníaki og nokkra pakka af sígarettum. Samúel seldi einum félaga sínum þann gjaldeyri, sem komið hafði í hans hlut. Við rannsókn málsins hafðist upp á 73 dollurum, 213 50 dönskum krónum og 13 sterlingspundum, og var þetta afhent eigandanum, Gústaf Sigvaldasyni. II. 4. Í júní, sennilega þriðjudaginn 24., voru ákærðu Þórir og Samúel saman á ferð í bifreið, sem þeir höfðu á leigu. Námu þeir staðar skammt frá húsinu Dragavegi 7, og fór Þórir þar út, en Samúel beið hans. Þóri tókst að opna bakdyr á húsinu og komast inn. Þar tók hann 5.000 kr. í peningum úr krukku og hafði á brott með sér. Fénu eyddu ákærðu sameiginlega. II. 5. Sama dag og að ofan greinir fór Þórir einnig inn í hús nr. 53 við Sigtún. Hann komst í gegn um opinn glugga í kjallara. Fann hann þar og sló eign sinni á nokkuð af peningum, sem hann hafði á brott með sér, og var fjárhæðin að hans sögn 21 Banda- ríkjadollar og tíu hundraðkrónaseðlar íslenskir. Er þetta í sam- ræmi við framburð Samúels, en Þórir lét hann hafa peningana. Samkvæmt skýrslu húsráðanda, Svövu Árnadóttur, var um að ræða 22 dollara og 2.500—3.000 kr. ísl., og var fjárhæðin í 100 kr. seðlum, sem eru grænir annars vegar, en að sögn Svövu er um sérstaka gerð að ræða, er selja má söfnurum fyrir 300 kr. hvern seðil, ef um nýja seðla er að ræða, en hún kveður suma af seðlum þeim, sem teknir voru, hafa verið nýja. Er fjárkrafa henn- ar ákveðin með hliðsjón af þessu. Ákærðu hafa ekki mótmælt kröfunni. III. Laugardaginn 21. júní fóru ákærði Samúel og tveir fé- lagar hans, Kristján Kristjánsson og Jóhann Bragi Friðbjarnar- son, að húsinu nr. 31 við Karfavog. Þar býr í kjallara Hallgrímur Ævar Másson, sem Kristján kannast við, og voru það samantekin ráð, að Kristján tældi hann burt með sér, en hinir skyldu brjótast inn á meðan. Kristján fékk Hallgrím með sér niður í miðborg, og á meðan brutu Samúel og Jóhann Bragi upp dyr að íbúð Hall- gríms og leituðu þar verðmæta og höfðu á brott með sér 1.000— 1.500 kr. í skiptimynt, rakvél, jakka, kuldajakka, snyrtiveski, 10 segulbandsspólur og teakolíubrúsa. Þeir höfðu átt von á, að veru- leg fjárhæð væri geymd í íbúðinni, en fundu hana hvergi, en skv. skýrslu Hallgríms voru þó 90 þús. kr. geymdar inni í bankabók í íbúðinni. Er Hallgrímur kom heim, varð hann strax var við inn- brotið, og náði hann strax sambandi við lögreglu, og leiddi það til handtöku Samúels og félaga hans skömmu síðar. Var þá tekið af þeim allt þýfið og afhent Hallgrími, en þó mun einnig hafa horfið kveikjari, er ekki fannst hjá þeim félögum. Við rannsókn málsins bætti Jóhann Bragi Hallgrími tjón af spellum, sem þeir félagar höfðu valdið á íbúðinni. 18 274 Kristján og Jóhann Bragi eru ákærðir í öðru máli. Niðurstöður. a) Ákærði Þórir Þórisson. Telja verður sannað, að ákærði Þórir hafi gerst sekur um öll þau brot, sem honum eru gefin að sök og lýst hefur verið hér að framan. Þau varða öll við 244. gr. alm. hegningarlaga, nema hvað notkun á fölsuðum tékka, sem um ræðir í lið II. 4. í ákæru 8. júlí, varðar við 155. gr. sömu laga. Brot þau, sem X. kafli ákæru 8. júlí lýtur að, þykja einungis varða við 244. gr., en ekki jafn- framt við 257. gr. Ákæru á hendur Þóri fyrir þjófnað var frestað skilorðsbundið 2 ár frá 7. apríl 1971, en síðan hefur hann verið dæmdur í refsingu sem hér segir: 10. desember 1971 15 mánaða fangelsi, skilorðsbundið 3 ár, fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga og umferðarlögum. 19. desember 1972 20 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga og umferðarlögum. 11. maí 1973 10 daga fangelsi fyrir umferðarlagabrot. 10. júlí 1974 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 7. febrúar sl. 2 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. og 248. gr. alm. hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar ber að hafa hliðsjón af 78. gr. alm. hegningarlaga að því er varðar brot þau, sem framin eru fyrir 7. febr. sl., en að öðru leyti af 77. gr. hegningarlaga. Með hliðsjón af ferli Þóris og fjölda þeirra brota, sem hann er nú sekur fundinn um, verður refsing hans ákveðin fangelsi tvö ár. Í sambandi við mál þetta og rannsókn þess hefur Þórir sæti gæsluvarðhaldi frá 15. okt. til 14. des. 1974 og frá 28. júní sl. til 26. þ. m., eða alls 150 daga. Þykir skv. 76. gr. alm. hegningarlaga rétt, að vist þessi dragist frá dæmdri refsingu Þóris. b) Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson. Gegn eindregnum mótmælum ákærða Magnúsar Helga þykir ekki sannað, að hann hafi átt þátt í brotum þeim, sem um ræðir í ákæru 8. júlí, liðum II. 1., II. 3. eða IX. né fyrri hluta ákæruliðar XI. 1. (innbrot á Hringbraut 53 í félagi við Þóri). Að öðru leyti þykir sannað, að hann hafi gerst sekur um brot þau, sem honum eru gefin að sök. Það skal sérstaklega tekið fram um einstök atriði, að Magnús Helgi var í för með Þóri og naut góðs af feng hans úr innbroti í Háuhlíð 20 (IV. 2.), tók þátt í þjófnaðarleið- angri með Þóri, Lárusi og Marteini Kristjáni, er brotist var inn 275 í Sæviðarsund 102, og naut góðs af þýfinu, þótt hann færi ekki sjálfur inn í húsið, og tók einnig þátt í þjófnaðarleiðangri 29. sept. 1974, er brotist var inn í sumarbústaði (X.), og telst því ásamt félögum sínum aðalmaður að öllum innbrotunum, þótt sjálfur færi hann ekki inn í bústaðina í Mosfellssveit. Brot Magn- úsar Helga eru rétt færð til refsiákvæða í ákæru, nema hvað dómurinn telur 257. gr. hegningarlaga ekki eiga við brot skv. X. kafla. Á árunum 1971 og 1972 var ákærum á hendur Magnúsi Helga fyrir þjófnað frestað skilorðsbundið. Síðan hefur hann sætt þess- um refsiðómum: 25. maí 1973 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 217., 244. og 257. gr. alm. hegningarlaga. Sama dag (svo) 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 155. og 244. gr. hegningarlaga. 11. desember 1973 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir brot gegn 259. gr. hegningarlaga, áfengis- og umferðarlögum. 31. október 1974 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga og gegn umferðarlögum. Refsingu Magnúsar Helga ber að ákveða með hliðsjón af 77. gr. alm. hegningarlaga svo og 78. gr., þar sem brotin eru öll fram- in, áður en Magnús Helgi var síðast dæmdur í refsingu. Hegn- ingaraukinn verður ákveðinn fangelsi 12 mánuði. Vegna rannsóknar máls þessa var Magnús Helgi í gæsluvarð- haldi 18.—20. ágúst 1974 og frá 27. okt. 1974 til 2. jan. 1975, þ. e. alls 69 daga. Er skv. 76. gr. alm. hegningarlaga rétt, að vist þessi verði dregin frá refsingu hans. c) Ákærði Lárus Svavarsson. Ósannað þykir, að Lárus hafi átt þátt í peningatöku af Steini Kristjánssyni (ákæra 8. júlí, IX.). Að öðru leyti verður talið sannað, að hann hafi framið brot þau, sem honum eru gefin að sök og varða við 244. gr. alm. hegningarlaga. Brot þau, sem um ræðir í X. kafla, þykja ekki jafnframt varða við 257. gr. hegn- ingarlaga. Ákæru á hendur Lárusi fyrir þjófnað var frestað skilorðsbundið 2 ár frá 29. ágúst 1968, en síðan hefur hann sætt refsidómum sem hér greinir: 19. desember 1969 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga. 11. júní 1970 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga (refsing skv. fyrra dómi felld inn í). 276 18. desember 1970 7 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. og 259. gr. hegningarlaga. 12. nóvember 1971 8 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 217., 244. og 257. gr. alm. hegningarlaga. 24. sept. 1973 8 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 11. febr. 1974 2 mánaða fangelsi (hegningarauki) fyrir brot gegn 155. og 244. gr. hegningarlaga. 31. okt. 1974 10 mánaða fangelsi (hegningarauki) fyrir brot gegn 155., 244. 248. og 259. gr. alm. hegningarlaga og gegn um- ferðarlögum. 7. febr. 1975 sakfelldur fyrir brot gegn 244. og 248. gr. alm. hegningarlaga, en refsing ekki dæmd. Brot Lárusar, sem nú er dæmt um, eru öll framin áður en tveir síðustu refsidómar hans eru kveðnir upp. Ber að ákveða honum hegningarauka, sem verður með hliðsjón af 77. og 78. gr. alm. hegningarlaga og af ferli hans ákveðinn fangelsi 12 mánuði. Rétt þykir skv. 76. gr. alm. hegningarlaga að draga frá refs- ingu Lárusar gæsluvarðhaldsvist hans 13. nóv. til 6. des. 1974, þ. e. 23 daga. d) Ákærði Marteinn Kristján Einarsson var þátttakandi í þjófn- aðarleiðangri ásamt Þóri, Magnúsi Helga og Lárusi, er brotist var inn í Sæviðarsund 102 og Njörvasund 5, og telst þannig aðal- maður að báðum brotunum ásamt félögum sínum, þótt hann færi sjálfur ekki inn í annað húsið. Fyrir brot þessi ber að refsa honum skv. 244. gr. alm. hegningarlaga. Á árinu 1969 var ákæru á hendur Marteini Kristjáni fyrir þjófn- að frestað skilorðsbundið. Síðan hefur hann sætt þessum refsi- dómum: 4. maí 1971 10 daga varðhald fyrir umferðarbrot. 14. sept. 1971 6 mánaða skilorðsbundið varðhald fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 30. okt. 1974 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 244. og 257. gr. alm. hegningarlaga og áfengislögum. Brot þau, sem ákærði Marteinn Kristján er nú dæmdur fyrir, eru framin áður en síðasti refsiðómur hans er kveðinn upp. Verður nú að dæma honum hegningarauka skv. 78. gr. alm. hegningar- laga og jafnframt taka afstöðu til þess, hver áhrif hann hafi á skilorðsdóminn frá 30. okt. 1974. Sakarefni dómsins frá 14. sept. 1971 er eitt innbrot, sem ákærði framdi 14. okt. 1970. Hinn 30. október 1974 var Marteinn Kristján 27 dæmdur fyrir innbrot í þrjá báta og stuld á morfíni o. fl. í janúar og mars 1974. Var þá skilorðstími skv. fyrri dómi (2 ár) liðinn. Dómarinn skilorðsbatt einnig refsingu skv. þessum dómi. Telja verður, að slíkt hefði ekki komið til greina, ef ákærði hefði þá einnig verið saksóttur og dæmdur fyrir þá tvo innbrotsþjófnaði, sem nú er um að ræða. Skv. þessu verður Marteinn Kristján nú dæmdur í refsingu í einu lagi fyrir brot þau, sem dómur 30. okt. 1974 tekur til, og brot þau, sem hann er nú saksóttur fyrir. Þess er þó að gæta, að við ákvörðun 8 mánaða fangelsisrefsingar 30. okt. 1974 sló dómarinn því föstu, að Marteinn Kristján hefði rofið skilorð dómsins frá 14. sept. 1971. En eins og áður segir, voru brot Marteins ekki framin fyrr en skilorðstími var liðinn. Refsing Marteins Kristjáns verður með hliðsjón af 77. og 78. gr. alm. heglingarlaga ákveðin fangelsi 6 mánuði. Ekki eru efni til að skilorðsbinda refsinguna. Í dómi sakadóms Akraness 30. okt. 1974 er ákveðið, að 5 daga gæsluvarðhald Marteins Kristjáns dragist frá refsingu hans. Er rétt að láta dómsákvæði þetta haldast. e) Ákærði Sigurður Kort Hafsteinsson. Sannað þykir, að Sigurður Kort Hafsteinsson hafi framið brot þau, sem lýst er í VII., VIII. XII. og XIII. kafla ákæru frá 8. júlí og eru þar rétt færð til refsiákvæða. Ákæru á hendur Sigurði Kort fyrir þjófnað var frestað skil- orðsbundið á árinu 1972. Síðan hefur hann sætt þessum refsi- dómum: 10. apríl 1973 4 mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga. 28. ágúst 1974 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga (refsing skv. fyrri dóm- inum tekin upp). 16. apríl 1975. Sakfelldur fyrir brot gegn 155. gr. alm. hegn- ingarlaga, en refsing ekki dæmd. 22. apríl 1975 15 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 217. og 244. gr. alm. hegningarlaga (refsing skv. fyrra skilorðsdómi tekin upp). 4. júlí 1975. Sakfelldur fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga og umferðarlögum, en refsing ekki dæmd. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr. alm. hegningarlaga svo og 78. gr., þar sem brotin eru framin áður en síðustu refsidómar ákærða komu til. Samkvæmt því verður refs- ingin ákveðin 3 mánaða fangelsi. 278 f) Ákærði Sigurður Þór Sigurðsson hefur með notkun á 3 fölsuðum tékkum, sem lýst er í VIII. kafla ákæru 8. ágúst, brotið gegn 155. gr. alm. hegningarlaga, eins og í ákærunni greinir. Sigurður Þór var 21. maí 1971 dæmdur í 30 daga varðhald fyrir brot gegn 259. gr. alm. hegningarlaga og umferðarlögum og 26. júní 1974 í 15 daga varðhald fyrir ölvun við akstur. Hann hefur 11 sinnum sæst á greiðslu sekta, m. a. einu sinni fyrir brot gegn 248. gr. hegningarlaga og einu sinni fyrir brot gegn fíkni- efnalöggjöf. Refsing Sigurðar Þórs verður ákveðin fangelsi 60 daga. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna. Sigurður Þór sat 10 daga í gæsluvarðhaldi, meðan á rannsókn málsins stóð (14—-24. okt. 1974). Þykir skv. 76. gr. alm. hegn- ingarlaga rétt að ákveða, að vist þessi dragist frá refsingu hans. g) Ákærði Jóhann Sigfús Sigdórsson hefur gerst sekur um brot það, sem um ræðir í IX. kafla ákæru frá 8. ágúst sl., og ber að refsa honum skv. 244. gr. alm. hegningarlaga. Ákæru á hendur Jóhanni Sigfúsi fyrir þjófnað var á árinu 1972 frestað skilorðsbundið. Síðan hefur hann sætt þessum refsiðómum: 25. maí 1973 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 155. og 244. gr. alm. hegningarlaga. 11. desember 1973 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 244. og 259. gr. alm. hegningarlaga. 11. febr. 1974 12 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 155., 217. og 244. gr. alm. hegningarlaga. 5. nóv. 1974 sakfelldur fyrir brot gegn 155. gr. alm. hegningar- leiga, en refsing ekki dæmd. 16. apríl 1975 2 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 155. gr. alm. hegningarlaga. Refsing ákærða verður ákveðin sem hegningarauki skv. 78. gr. alm. hegningarlaga fangelsi 60 daga. h) Ákærði Hafþór Pálmason hefur með innbrotum í sumar- bústaði og þjófnaði eða tilraun til þjófnaðar sem um ræðir í Á. kafla ákæru 8. júlí sl. brotið gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. Hafþór hefur aldrei verið kærður fyrir auðgunarbrot fyrr, en Þrisvar sæst á greiðslu sekta fyrir brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Refsing hans verður ákveðin fangelsi 4 mánuði, en rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar, og falli hún niður eftir 2 ár, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. alm. hegningarlaga. i) Ákærði Þorvarður Reynir Guðmundsson átti engan þátt í 279 innbroti Þóris Þórissonar og Lárusar Svavarssonar í hús nr. 53 við Hringbraut í sept. 1974 og verður sýknaður af þeim lið (ákæra 8. júlí, KI. 1., fyrri liður), en hann þykir sannur að þátttöku í innbroti Magnúsar Helga og Lárusar á nefndum stað aðfaranótt 13. sept. 1974 svo og þátttöku í innbrotsþjófnaði í húsi nr. 32 við Lindarflöt (XI. 2.). Þorvarður Reynir var 9. des. 1966 dæmdur í 10 mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir brot gegn 155. gr. og 244. gr. alm. hegningar- laga. 1. sept. 1967 var hann dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 30. jan. 1971 var hann dæmdur í 3 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 259. gr. hegningarlaga og 15. nóv. 1972 í 2 mánaða fang- elsi fyrir brot gegn 244., sbr. 20. gr. hegningarlaga. 11. jan. 1973 var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, en refsing ekki dæmd. Loks var hann dæmdur 20. sept. 1974 í 1 mánaðar fangelsi fyrir brot gegn 248. gr. hegningarlaga (tékkasvik). Refsing ákærða verður með hliðsjón af 77. gr. alm. hegningar- laga svo og 78. gr. sömu laga að því er varðar brot það, sem um ræðir í lið KI. 1., ákveðin fangelsi 4 mánuði. j) Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg Gunnarsson hefur gerst sek- ur um þjófnaðarbrot þau, sem um ræðir í XIII. kafla ákæru 8. júlí. Hann hefur þrisvar sæst á greiðslu sekta fyrir umferðarlaga- brot og áfengislagabrot og var 3. apríl sl. dæmdur í 10 daga varð- hald fyrir ölvun við akstur. Rétt þykir að fresta ákvörðun um refsingu á hendur Rögnvaldi Ómari og skuli ekki dæma refsingu, ef hann heldur tvö ár frá uppkvaðningu dómsins almennt skilorð 57. gr. alm. hegningar- laga. k) Ákærði Samúel Oddgeirsson hefur framið brot þau, sem ákæra 8. ágúst tekur til og varða við 244. gr. alm. hegningarlaga. Það athugast, að telja verður Samúel aðalmann ásamt Þóri að þjófnaðarbrotum þeim, sem um ræðir í liðum II. 1., II. 4. og Il. 5., bótt hann færi sjálfur ekki inn í hús þau, sem þar er um að ræða. Á árunum 1969 og 1970 var ákæru á hendur Samúel fyrir brot segn 259. gr. hegningarlaga o. fl. frestað skilorðsbundið. Hann hefur síðan sætt þessum refsidómum: 12. maí 1971 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 10. febr. 1972 10 mánaða fangelsi (hegningarauki) fyrir brot gegn 252., sbr. 20. gr. hegningarlaga. 280 14. júní 1972 sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot, en refsing ekki dæmd. 15. jan. 1973 sakfelldur fyrir brot gegn 259. gr. alm. hegn- ingarlaga og umferðarlögum, en refsing ekki dæmd. 17. okt. 1973 3 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 23. okt. 1973 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. og 155. gr. alm. hegningarlaga. Refsing ákærða verður með hliðsjón af 77. gr. alm. hegningar- laga ákveðin fangelsi 5 mánuði. Samúel hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar máls þessa dagana 28. júní til 3. júlí sl., þ. e. 5 daga, og er skv. 76. gr. alm. hegningarlaga rétt, að vist þessi dragist frá refsingu hans. Rétt þykir að taka allar fjárkröfur þær, sem lýst hefur verið, til greina, enda hefur þeim ekki verið mótmælt af hálfu ákærðu, og fjárhæð krafnanna þykir út af fyrir sig ekki athugaverð. Ákærðu Þórir, Lárus og Marteinn Kristjánsson höfðu sama verjanda, Pál S. Pálsson hæstaréttarlögmann, og verða þeir dæmd- ir in solidum til greiðslu málsvarnarlauna til hans, er ákveðin verða 50.000 kr. Þess er að gæta, að þar er með talin þóknun fyrir réttargæslu fyrir Þóri og Lárus, meðan þeir sættu gæsluvarðhaldi. Ákærða Magnús Helga ber að dæma til greiðslu málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög- manns, er ákveðin verða 25.000 kr. Annan sakarkostnað verða ákærðu allir dæmdir til að greiða in solidum. Dómsorð: Ákærði Þórir Þórisson sæti fangelsi tvö ár. Frá refsingu hans dragist gæsluvarðhaldsvist hans, samtals 150 dagar. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson sæti fangelsi 12 mán- uði. Frá refsingu hans dragist gæsluvarðhaldsvist hans, sam- tals 69 dagar. Ákærði Lárus Svavarsson sæti fangelsi 12 mánuði. Frá refs- ingu hans dragist gæsluvarðhaldsvist hans, 23 dagar. Ákærði Marteinn Kristján Einarsson sæti fangelsi 6 mán- uði. Frá refsingunni dragist varðhaldsvist hans, 5 dagar. Ákærði Sigurður Kort Hafsteinsson sæti fangelsi 3 mánuði. Ákærði Sigurður Þór Sigurðsson sæti fangelsi 60 daga. Frá refsingu hans dragist gæsluvarðhaldsvist hans, 10 dagar. Ákærði Jóhann Sigfús Sigðórsson sæti fangelsi 60 daga. Ákærði Hafþór Pálmason sæti fangelsi 4 mánuði. Fresta 281 skal fullnustu refsingar, og falli hún niður eftir 2 ár frá upp- kvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Þorvarður Reynir Guðmundsson sæti fangelsi 4 mánuði. Ákvörðun um refsingu ákærða Rögnvalds Ómars Berg Gunnarssonar skal frestað, og verður refsing ekki dæmd, ef ákærði heldur í 2 ár frá uppkvaðningu dóms þessa almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Samúel Oddgeirsson sæti fangelsi 5 mánuði. Frá refsingunni dragist gæsluvarðhaldsvist hans, 5 dagar. Ákærði Þórir Þórisson greiði Sigurði Sigurðssyni 900 svissneska franka og 500 danskar krónur, Arinbirni Stein- dórssyni 84.000 kr. og Óla Erni Andreassyni 30.000 kr. Ákærðu Þórir Þórisson og Magnús Helgi Kristjánsson greiði in soliðum Landsbanka Íslands 36.467 kr., ásamt 1.5% vöxtum á mánuði frá 24. sept. 1974 til greiðsludags, og Sverri Scheving Thorsteinssyni 130.000 kr. Ákærðu Þórir Þórisson og Samúel Oddgeirsson greiði in solidum Finni Báðarsyni 80.000 kr., Margréti Margeirsdóttur 5.000 kr. og Svövu Árnadóttur 8.432 kr. Ákærðu Sigurður Kort Hafsteinsson og Sigurður Þór Sig- urðsson greiði in solidum Veitingahúsinu Borgartúni 32 15.000 kr. Ákærðu Sigurður Kort Hafsteinsson og Rögnvaldur Ómar Gunnarsson greiði in soliðdum Bæjarútgerð Reykjavíkur 19.000 kr. Ákærðu Þórir Þórisson, Lárus Svavarsson og Marteinn Kristján Einarsson greiði in solidum réttargæslu- og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls S. Pálssonar hæsta- réttarlögmanns, 50.000 kr. Ákærði Magnús Helgi Kristjánsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingi- mundarsonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 kr. Annan kostnað sakarinnar greiði ákærðu allir in solidðum. 282 Föstudaginn 2. apríl 1976. Nr. 74/1976. Ákæruvaldið gegn Sigurbirni Eiríkssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. . Dómur Hæstaréttar. Örn Höskuldsson, fulltrúi yfirsakadómarars í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 27. mars 1976, sem barst Hæstarétti 30. s. m. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 27. mars 1976. Ár 1976, laugardaginn 27. mars, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28 af Erni Höskuldssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Hinn 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson frá Kefla- vík. Hann sást síðast í Keflavík að kvöldi þess dags, og hefur hann ekki sést síðan. Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Marinó Ciecielski hafa skýrt rannsóknarlögreglunni frá því, að þau hafi öll farið til Keflavíkur og þar niður að sjó, nánar tiltekið við 283 Dráttarbraut Keflavíkur. Sævar og Kristján hafa skýrt frá því, að þeir hafi farið í sjóferð með nokkrum mönnum, þ. á m. Geir- finni Einarssyni, sem þeir telja sig þekkja á mynd. Hafi Geir- finnur Einarsson látið lífið í sjóferð þessari. Erla Bolladóttir kveðst hins vegar hafa hlaupið á brott og falið sig, er til Kefla- víkur var komið. Þau Erla, Sævar og Kristján Viðar hafa öll verið látin skoða ljósmyndir af 16 mönnum, og hafa þau öll sagt, að kærði, Sigur- björn Eiríksson, hafi verið staddur við Dráttarbraut Keflavíkur umrætt sinn. Kristján Viðar Viðarsson hefur tekið framburð sinn í máli þessu til baka, en síðan kannast aftur við að hafa farið í um- rædda ferð með a. m. k. Erlu Bolladóttur og Sævari Ciecielski að Dráttarbrautinni í Keflavík. Hefur hann sagt, að honum finn- ist, að þetta ferðalag hafi verið eitthvað í sambandi við spíritus, þótt svo að hann muni það ekki. Þá hefur hann sagt, að hann treysti sér ekki enn sem komið er til þess að segja til um, hverjir voru staddir í Dráttarbrautinni þetta kvöld auk hans og Sævars, en kveðst vera viss um, að hann þekkti eða kannaðist við fleiri, sem þar voru staddir. ; Hinn 11. febrúar sl. var kærði, Sigurbjörn Eiríksson, úrskurð- aður í 45 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar máls þessa. Hann hefur neitað að hafa farið í umrædda ferð og hafa nokkra hug- mynd um afdrif Geirfinns Einarssonar. Af hálfu ríkissaksóknara hefur verið gerð sú krafa, að kærði, Sigurbjörn Eiríksson, verði úrskurðaður til að sæta áfram gæslu- varðhaldi og jafnframt verði hafin dómsrannsókn á sakarefni máls þessa. Af hálfu kærða Sigurbjörns hefur þessari kröfu verið mótmælt. Rannsókn máls þessa er ekki lokið, og á meðal annars eftir að fara fram dómsrannsókn með sakbendingum og samprófunum fyrir dómi. Sigurbjörn Eiríksson er grunaður um þátttöku í broti gegn XXIII. kafla almennra hegningarlaga og 60. gr., sbr. 61. gr. laga nr. 59/1969, og kann brot hans að varða fangelsisrefsingu. Skil- yrðum 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um gæsluvarðhald er því fullnægt. Rétt þykir með vísan til 1. og 4. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að framlengja gæsluvarðhald kærða, á meðan rannsókn máls þessa verður fram haldið. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 30 dögum. 2841 Úrskurðarorð: Gæsluvarðhaldsvist Sigurbjörns Eiríkssonar framlengist um allt að 30 dögum frá kl. 1203 27. mars 1976. Föstudaginn 2. april 1976. Nr. 47/1975. Lárus Jónsson (Jón E. Ragnarsson hrl.) segn Páli S. Pálssyni hrl. f. h. J. á B. Auto Wholesalers Inc. (Páll S. Pálsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Áfrýjun kyrrsetningargerðar. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Jón P. Emils, fulltrúi yfirborgarfógeta í Reykjavík, hefur framkvæmt hina áfryjuðu fógetagerð. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 16. apríl 1975. Krefst hann þess, að „hinni áfrýjuðu fógetagerð verði hrundið“ og að stefnda verði dæmt að greiða honum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með beiðni 9. apríl 1975 fór stefndi þess á leit við yfirborg- arfógetann í Reykjavík, að hann kyrrsetti svo fljótt sem unnt væri eigur áfrýjanda svo og þær eignir eiginkonu hans, Sonju Egilsdóttur, sem hún hefði fengið að gjöf frá honum með kaupmála, skráðum 21. febrúar 1975, til tryggingar skuld, jafnvirði 20.692 Bandaríkjadala í íslenskum krónum auk vaxta og kostnaðar, eins og nánar er greint í beiðninni. Jón P. Emils, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók kyrrsetningar- 285 beiðni þessa til meðferðar í fógetarétti Reykjavíkur, sem háður var í skrifstofu yfirborgarfógetaembættisins 11. apríl 1975. Af hálfu gerðarbeiðanda sótti þing Páll A. Pálsson, cand. juris, vegna Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns og krafðist kyrrsetningar. Gerðarþoli, áfrýjandi Lárus Jónsson, sótti sjálfur þing og lýsti yfir því, að hann væri eignalaus. Var síðan bókað, að serðinni væri lokið. Áfrýjandi styður kröfu sína þeim rökum, að miklir ann- markar séu á hinni áfrýjuðu fógetagerð og m. a. verði ekki séð, hvort um kyrrsetningargerð sé að ræða. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð þrjú staðfest endurrit úr fógetabók af fógetagerð þessari. Endurrit þessi eru ósam- hljóða, en ljóst er af þeim, að um árangurslausa kyrrsetn- ingargerð er að ræða. Henni verður ekki áfrvjað til Hæsta- réttar, sbr. síðustu mgr. 20. gr. laga nr. 18/1949. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn 25.000 krónur. Það athugast, að áfrýjun máls þessa var algerlega að ófyrirsynju. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Lárus Jónsson, greiði stefnda, Páli S. Páls- syni hæstaréttarlögmanni f. h. J. á B. Auto Wholesalers Inc., 25.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 286 Mánudaginn 5. apríl 1975. Nr. 172/1973. Ingólfur Bjarnason Guðrún Ingólfsdóttir Ingibjörg Ingólfsdóttir Sigríður Ingólfsdóttir og Hrafnhildur Hrafnsdóttir (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Ásdísi Jóhannesdóttur (Ragnar Jónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Ómerking. Heimvísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 4. desem- ber 1973, að fengnu áfrýjunarleyfi 29. nóvember s. á. Eru dómkröfur þeirra þessar: 1. Að viðurkenndur verði með dómi umferðarréttur (gang- réttur) eiganda kjallaraíbúðar og neðri hæðar hússins nr. 2 við Silfurteig í Reykjavík til og frá kjallaradyrum hússins eftir gangstétt, sem liggur frá aðalhliði girðingar norðanvert við húsið (Silfurteigsmegin) að útidyratröppum kjallarans. 2. Að stefndu verði gert að nema brott, að viðlögðum dag- sektum til áfrýjenda að fjárhæð 200 krónur, girðingu, sem hún hefur látið gera frá sorpgeymslu vestanvert við kjallara- innganginn meðfram norðurhlið hússins út að innkeyrslu að bifreiðageymslum Silfurteigsmegin. 3. Að stefndu verði sert að greiða áfrýjendum málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ný gögn, þar á meðal upp- dráttur af kjallara hússins og lóð og samningur, dagsettur 10. mars 1947, milli Ingólfs Bjarnasonar og Vigfúsar Þórðar- sonar um byggingu hússins og afnotaskipti lóðar. 287 Í máli þessu greinir aðilja á um það, hvern rétt áfrýjendur eigi til umferðar um þann hluta lóðarinnar Silfurteigs 2, sem kveðið var á um í samningi áfrýjandans Ingólfs Bjarnasonar og Vigfúsar Þórðarsonar 10. mars 1947 svo og hinum þing- lýsta samningi þeirra 28. september 1954, að tilheyra ætti Vig- fúsi sem eiganda 2. hæðar og rishæðar hússins, en sá hluti þess er nú eign stefndu. Þar sem sakarefni er svo vaxið sem að framan er greint og athugun vettvangs skiptir máli við úrlausn þess, bar héraðs- dómara að dæma málið með samdómendum, sbr. 111. kafla laga nr. 41/1919. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og meðferð málsins frá og með 26. júní 1973 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð frá og með 26. júní 1973 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagingar að nýju. álskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjörnssonar og Þórs Vilhjálmssonar. Í máli þessu deila eigendur húss og rétthafar leigulóðar- réttinda í Reykjavík um réttindi yfir fasteign. Í 16. gr. landa- merkjalaga nr. 41/1919 segir, að fara skuli með mál um slík réttindi eftir III. kafla þeirra laga, ef dómari telur „nauðsyn bera til að skoða þrætustaðinn“. Þegar sett voru lög nr. 65/1943, var að því stefnt, að máls- meðferð eftir IIT. kafla landamerkjalaga yrði tekin upp í öll- um fasteignamálum í Reykjavík. Svo hefur þó ekki orðið. Mál um fasteignir, sem ekki varða merki lóða, hafa ýmist verið dæmd í merkjadómi eða á bæjarþingi með meðdóms- 288 mönnum, sem þó munu ekki hafa verið valdir með dóm- ruðningi eftir III. kafla landamerkjalaga, heldur nefndir í dóm af héraðsdómara. Þess eru einnig dæmi, að fasteignamál hafi verið dæmd án meðdómsmanna. Í þessu máli er fyrst og fremst ágreiningur um skýringu á samningum. Fastar reglur hafa ekki verið um réttarfar í fasteignamálum í Reykjavík síðan 1943 sem fyrr segir, og samkvæmt 200. gr., 1. mgr., einkamálalaga og 16. gr. landa- merkjalaga er undirstöðuregla, að það fari eftir þörf í hverju máli, hvort meðdómsmenn eru kallaðir til. Þegar þetta er virt, þykir ekki næg ástæða til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm. Þar sem meiri hluti dómara hefur komist að þeirri niður- stöðu, að ómerkja beri héraðsdóminn, leggjum við ekki efnis- dóm á málið. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. júlí 1973. Mál þetta, sem dómtekið var 11. júlí sl, hafa Ingólfur Bjarna- son, Silfurteigi 2, Reykjavík, Guðrún Ingólfsdóttir, sama stað, Hrafnhildur Hrafnsdóttir, sama stað, Ingibjörg Ingólfsdóttir Garðaflöt 35, Garðahreppi, og Sigríður Ingólfsdóttir, Drápuhlíð 26, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birti 30. september 1972, gegn Ásdísi Jóhannesdóttur kennslu- konu, Silfurteigi 2, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru: 1. Að viðurkenndur verði með dómi umferðarréttur eigenda kjallaraíbúðar og neðri hæðar hússins nr. 2 við Silfurteig Í Reykjavík til og frá kjallaradyrum hússins eftir gangstétt, sem liggur frá aðalhliði girðingar norðanvert við húsið (Silfurteigs- megin) að útidyratröppum kjallarans. 2. Að stefndu verði gert að nema brott, að viðlögðum dagsekt- um að fjárhæð kr. 200, girðingu, sem hún hefur látið gera leyfis- laust frá sorpgeymslu vestanvert við kjallarainnganginn meðfram norðurhlið hússins út að innkeyrslu að bifreiðageymslum Silfur- teigsmegin. 3. Að stefndu verði gert að greiða stefnendum málskostnað að mati dómsins. Stefnda hefur krafist sýknu af öllum kröfum stefnenda og jafn- 289 framt að stefnendur greiði stefndu kostnað við málssókn þessa, bar á meðal útlögð gjöld samkvæmt reikningi, og málsvarnarlaun samkvæmt taxta LMFÍ. Leitað hefur verið um sáttir í máli þessu, en án árangurs. Dómari málsins fór á vettvang ásamt lögmönnum aðilja, áður en málflutningur fór fram 26. júní sl. Málavextir virðast vera þeir, að 18. október 1946 hafi stefnandi Ingólfur Bjarnason fengið leyfi hjá byggingarnefnd Reykjavíkur til að byggja tvílyft íbúðarhús á leigulóð nr. 2 við ónefnda götu vestan Laugarneskirkju. Upphaflegur félagi Ingólfs í húsbygg- ingu þessari mun hafa verið Jón Sveinsson. Af framkvæmdum hjá Jóni mun ekki hafa orðið, og gerðist Vigfús Þórðarson félagi Ingólfs í húsbyggingunni. Húsið mun hafa verið reist á árunum 1947 og 1948. Þeir Ingólfur og Vigfús skiptu með sér eign og af- notum húseignarinnar þannig, að Vigfús hlaut í sinn hlut efri hæð og ris ásamt stigagangi að útidyratröppum, kyndingarklefa með sérkyndingartækjum í kjallara hússins, útidyratröppur og geymslu undir þeim og bílskúr þann, sem fjær er húsinu. Vigfús hlaut af lóð eignarrétt yfir leigulóðarréttindum og girðingu um- hverfis lóðarhluta, sem takmarkast af inngangi á neðri hæðina frá Helgateigi annars vegar og innkeyrslu að bílskúrnum hins vegar. Ingólfur hlaut í sinn hlut neðri hæð og kjallara, að frá- töldum hluta Vigfúsar í kjallara, ásamt bílskúr þeim, sem nær stendur húsinu. Lóðarréttindi Ingólfs takmarkast af inngangi frá Helgateigi annars vegar og lóðarmörkum að sunnan og austan hins vegar. Hinn 27. ágúst 1954 gerði Vigfús kaupsamning við stefndu, Ásdísi Jóhannesdóttur, þar sem hann selur Ásdísi eignarhluta sinn í fasteigninni Silfurteigi 2. Í kaupsamningnum er svohljóð- andi ákvæði: „Seljandi skuldbindur sig til þess að selja, og kaupandi skuld- bindur sig til þess að kaupa, neðanskráða fasteign seljanda: ALLA EFRI HÆÐ (11, HÆÐ) OG ALLA RISHÆÐ HÚSSINS NR. 2 VIÐ SILFURTEIG Í REYKJAVÍK ÁSAMT ÖLLU MÚR- OG NAGLFÖSTU OG VENJULEGU FYLGIFÉ. HINNI SELDU ÍBÚÐ FYLGIR ENNFREMUR STIGAGANGUR AF ÚTIDYRATRÖPPUM, KYNDINGARKLEFI MEÐ SÉR- KYNDINGARTÆKJUM Í KJALLARA HÚSSIN S, ÚTIDYRA- TRÖPPUM OG GEYMSLA UNDIR ÞEIM, ÞVOTTAPOTTUR Í ÞVOTTAHÚSI, EIGNARRÉTTUR YFIR LEIGULÓÐARRÉTT- INDUM OG GIRÐING UMHVERFIS LÓÐ ÞÁ, SEM EIGNAR- 19 290 HLUTANUM FYLGIR, SVO OG BÍLSKÚR SÁ, SEM STENDUR FJÆR HÚSINU“. Síðan eru ákvæði um kaupverð og áhvílandi veðskuldir og svo eftirfarandi ákvæði: „Seljandi skuldbindur sig til þess að leggja til linoleum sólf- dúka og tilheyrandi á tvær stofur á hæðinni svo og eina stofu- hurð með nauðsynlegum dyrabúnaði í samræmi við aðrar hurðir á hæðinni, og gler og ramma í milliskilvegg á milli stofu og for- salar á hæðinni. Kaupanda er kunnugt um, að óheimilt er að selja eign þessa þeim, sem flutzt hafa til Reykjavíkur eftir 9. september 1941 nema með sérstöku leyfi bæjarráðs Reykjavíkur. Að öðru leyti en hér að framan greinir er eignin seld án kvaða eða veðbanda“. Síðan eru ákvæði um afhendingartíma, greiðslu skatta, lán- tökuheimild, greiðslu stimplunar og þinglýsingar o. s. frv. Kaupsamningi þessum virðist ekki hafa verið þinglýst. Hinn 28. september 1954 gerður þeir Vigfús Þórðarson og Ing- ólfur Bjarnason með sér svofelldan skiptasamning: „Eignarhluti Vigfúsar Þórðarsonar í húsinu nr. 2 við Silfur- teig er sem hér segir: Öll efri hæð hússins (II. hæð) og öll rishæðin ásamt stigagangi og útiðyratröppum, kyndingarklefa með sér-kyndingartækjum og kjallara hússins, útidyratröppur og geymsla undir þeim, og bíl- skúr sá, sem stendur fjær húsinu, eignarréttur yfir leigulóðar- réttindum og girðing umhverfis lóðarhluta, sem takmarkast af inngangi á neðri hæðina frá Helgateig annarsvegar og innkeyrslu að bílskúrnum hinsvegar. Það, sem hér er ótalið af eigninni, sem er neðri hæð og kjallari ásamt bílskúr þeim, sem nær stendur húsinu, er eignarhluti Ing- ólfs Bjarnasonar og leigulóðarréttindi, sem takmarkast af inn- gangi frá Helgateig annarsvegar og lóðarmörkum að sunnan og austan hinsvegar. Þá fylgir og umferðarréttur frá kjallaradyrum Silfurteigsmegin ásamt plássi fyrir sorptunnu og olíutank í jörðu við norðausturhorn hússins. Fyrsta veðréttarlán upphaflega að upphæð kr. 100.000.00, — eitthundrað þúsund krónur —, tekið hjá Andvöku 27. júní 1949 skiptist jafnt milli eignarhlutanna“. Samningi þessum var þinglýst 29. september 1954. Hinn 11. október 1954 gaf Vigfús Þórðarson út afsal til stefndu Ásdísar og móður hennar, Áslaugar Snorradóttur. 291 Í afsalinu er svofellt ákvæði: „Ég undirritaður, Vigfús Þórðarson, stýrimaður, Silfurteigi 2, Reykjavík, sel hér með og afsala frú Ásdísi Jóhannesdóttur, kennslukonu, Barmahlíð 50, Reykjavík, og frú Áslaugu Snorra- dóttur, sama stað, allri efri hæð (II. hæð) og allri rishæð hússins nr. 2 við Silfurteig í Reykjavík með öllu múr- og naglföstu og venjulegu fylgifé. Hinum afsalaða eignarhluta fylgir ennfremur: Stigagangur af útidðyratröppum, kyndingarklefi með sérkyndingar- tækjum í kjallara hússins, útidyratröppur og geymsla undir þeim, þvottapottur í þvottahúsi, eignarréttur yfir leigulóðarréttindum og girðingu umhverfis lóð þá, sem eignarhlutanum fylgir, svo og bílskúr sá, sem stendur fjær húsinu. Ofangreind fasteign er seld í því ástandi, sem hún er nú, enda hefur kaupandi kynnt sér það og samþykkir hér með að öllu leyti, enda hefi ég skuldbundið mig til þess að leggja til línoleum gólf- dúka og tilheyrandi á tvær stofur á hæðinni svo og eina stofu- hurð með nauðsynlegum dyraumbúnaði í samræmi við aðrar hurðir á hæðinni og gler og ramma í milliskilvegg á milli stofu og forsalar á hæðinni“. Í afsalinu er eftirfarandi ákvæði og tekið fram, að það sé eina kvöðin á eigninni: „Sú kvöð hvílir á fasteign þessari, að án sérstaks leyfis bæjar- ráðs Reykjavíkur, er óheimilt að selja hana þeim, sem flutzt hafa til Reykjavíkur eftir 9. september 1941“. Afsali þessu var þinglýst 22. október 1954. Hinn 28. mars 1964 varð stefnda Ásdís einkaeigandi að eignar- hluta þeim í fasteigninni Silfurteigi 2, sem hún og móðir hennar keyptu af Vigfúsi Þórðarsyni. Hinn 17. mars 1956 afsalaði stefnandi Ingólfur þremur dætrum sínum, þeim stefnendum Sigríði, Guðrúnu og Ingibjörgu, % hlut- um af hluta hans í fasteigninni nr. 2 við Silfurteig. Með afsali, dags. 18. nóvember 1971, selja stefnendur Sigríður, Ingibjörg og Ingólfur stefnanda Hrafnhildi hluta af fasteigninni Silfurteigi 2. Í afsalinu er svofellt ákvæði: „Við undirrituð Sigríður Ingólfsdóttir, Drápuhlíð 26, Reykia- vík, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Garðaflöt 35, Garðahreppi, og Ing- ólfur Bjarnason, Silfurteigi 2, Reykjavík, afsölum hérmeð til Hrafnhildar Hrafnsdóttur, Hátúni 8, Reykjavík, allan kjallara hússins nr. 2 við Silfurteig í Reykjavík, að undanskildu því rými, z sem efri hæðin á í kjallara, miðstöð m. m., sem í er gengið að 292 utanverðu og er algerlega aðgreint frá hinum hluta kjallarans. Eigi fylgir heldur stigi af 1. hæð niður í kjallara, Helgateigsmegin, heldur fylgir það pláss 1. hæðinni og fylgir það heim að loftbita og skal við loftbitann sett hurðarlaust þil með gleri að hluta. Kostnaður við að setja upp þetta þil skal skiftast til jafns milli kjallarans og 1. hæðar. Væntanlegur inngangur í kjallarann verð- ur frá Silfurteig í gegnum fyrrverandi miðstöðvarklefa, og er kaupandi sjálfráður, hvernig hann gengur frá inngagnum, enda geri hann það á sinn kostnað“. Afsali þessu var þinglýst 14. janúar 1972. Veggur sá, sem á er minnst í ofangreindu afsali, var látinn upp og innganginum í kjallarann frá Helgateigi þar með lokað. Íbúar kjallarans nota síðar fyrrverandi miðstöðvarklefa og útihurð úr honum sem inngang í kjallarann. Með bréfi, dags. 23. nóvember 1971, mótmælti stefnda Ásdís þessari breytingu á húsinu. Bréf hennar til stefnenda Ingólfs og Guðrúnar er svohljóðandi: „Undirrituð leyfi mér hér með að mótmæla þeirri breytingu á húsinu Silfurteigi 2, er lokað er fyrir aðalinngang í kjallara hússins og allri umferð þar með beint í gegn um teiknaðan kyndi- klefa út í gegn um mína lóð. Tel ég enga heimild fyrir slíkri skipu- lagsbreytingu á húsinu. Geymi ég mér því allan rétt í þessu máli“. Hinn 14. mars 1972 mun stefnda Ásdís hafa skrifað stefnanda Hrafnhildi svofellt bréf: „Af gefnu tilefni bendi ég enn á það, að umráð og afnot lóðar að vestan og norðan hússins Silft. 2 fylgja efri hæð og risi. Ítreka ég hér með mótmæli gegn því, að lokað er fyrir aðalinngang í kjallara og umferð beint í gegn um kyndiklefa út í gegn um mína lóð. Tel ég enga heimild fyrir slíkri skipulagsbreytingu á húsinu. Geymi ég mér því allan rétt í þessu máli“. Hinn 22. júní 1972 lét stefnda, Ásdís, setja upp girðingu á sín- um lóðarhluta, þannig að umferð í og úr kjallara er beint með- fram norðurhlið hússins að innkeyrslu að bílskúr Silfurteigs- megin, en það er sú girðing, sem stefnendur krefjast, að stefndu verði gert að nema brott að viðlögðum dagsektum. Fyrir dómi bar stefnandi Ingólfur, að þeir húseigendur hafi skipt afnotum af lóðinni þannig, að hálf lóðin hafi komið í hlut hans, hinn hluti lóðarinnar í hlut eigenda efri hæðar og riss. Tveir inngangar séu á húsinu. Inngangur Ingólfs, sem snýr að Helgateigi, og inngangur stefndu, sem snýr að Silfurteigi, en við hliðina á þeim inngangi sé inngangur í kjallarann og hafi íbúar 293 kjallarans áður farið út um inngang kjallarans Silfurteigsmegin og gengið eftir stéttinni frá húsinu út á Silfurteiginn, en það er sama stéttin og stefnda notar, en nú hafi stefnda girt af inn- ganginn í kjallarann, þannig að íbúar kjallarans ganga með hús- hliðinni og út á móts við bílskúrinn. Ingólfur sagðist hafa látið girða á móts við sinn inngang og eftir Helgateigi að bílskúr, sem tilheyri húsinu við hliðina, en það hús kallist vera við Hofteig. Í hlut Vigfúsar hafi komið girðingin Silfurteigsmegin að inn- keyrslunni við bílskúr. Skiptasamningurinn á dskj. nr. 3 hafi verið staðfesting á því samkomulagi, sem gilt hafi frá upphafi á milli hans og Vigfúsar Þórðarsonar. Vigfús hafi bara boðið Ingólfi að gera skriflegan samning í samræmi við fyrra sam- komulag þeirra og í samræmi við þau afnot, sem þeir höfðu haft. Ingólfur sagðist hafa frétt af væntanlegri sölu Vigfúsar til stefndu, þá er Vigfús stakk upp á því, að þeir gerðu með sér skriflegan samning, en ástæðan fyrir þessari uppástungu Vigfúsar hafi verið, að Vigfús ætlaði að selja húsnæði sitt, og hafi hann sagt Ingólfi það. Veggurinn, sem settur var upp í kjallaranum til að loka af innganginn í gegnum íbúð Ingólfs, hafi verið látinn þar að til- lögu þáverandi byggingarfulltrúa. Ekki sagðist Ingólfur hafa neitt skriflegt um tillögu byggingarfulltrúans um að setja upp vegginn. Ekki hafi verið haft samráð við eldvarnaeftirlit. Vegg- urinn sé grind og plötur, en efst á veggnum sé gluggi með tvö- földu möttu gleri. Veggurinn hafi verið látinn upp, þá er kjallar- inn var seldur. Ingólfur sagði, að hann og hans fjölskylda hafi, áður en kjall- arahúsnæðið var selt, notað þrjú herbergi í kjallara sem íbúðar- herbergi og hafi þau herbergi alltaf verið notuð sem íbúðarher- bergi, en eldhús hafi verið sett upp Í húsnæði, sem merkt er geymsla á teikningu, þá er dóttir hans gifti sig, en það hafi verið í kringum 1960. Þá hafi verið látin upp önnur dyrabjalla við aðalinngang neðri hæðar og kjallara. Sú bjalla hafi verið tekin úr sambandi, þá er kjallarinn var seldur. Fyrir dómi bar Egill Eðvarðsson, eiginmaður stefnanda Hrafn- hildar, að honum væri ekki kunnugt um, að haft hafi verið samráð við byggingarfulltrúann í Reykjavík um uppsetningu á vegg, sem lokar fyrir umgang milli kjallaraíbúðar og íbúðar stefnanda Ingólfs. Fyrir dómi hefur Arnfríður Jóhannesdóttir, ekkja Vigfúsar Þórðarsonar, staðfest sem rétt efni dskj. nr. 21, en þar segir svo: 294 „Undirrituð votta hér með, að ég veit ekki til þess, að Ingólfur hefði neinn umgangsrétt annan en að komast að sorptunnu sinni um lóðarhluta okkar Vigfúsar Þórðarsonar, enda hefði ég aldrei gefið eftir þann rétt“. Arnfríður bar, að á þeim tíma, sem hún hafi búið í húsinu, hafi Ingólfur ekki leigt út kjallarann, hann hafi búið með fjöl- skyldu sinni á fyrstu hæð og dætur hans haft herbergi í kjallar- anum, en þau hafi eingöngu notað inngang Ingólfs, en litlu dyrnar við tröppurnar norðan megin hafi eingöngu verið notaðar til þess að fara í sorptunnur. Af hálfu stefnenda eru kröfur rökstuddar með því, að upphaf- legir eigendur hússins hafi í öndverðu skipt með sér húsinu þannig, að Ingólfur átti kjallara og neðri hæð, en Vigfús efri hæð og ris. Lóð hússins hafi þeir skipt með sér svo sem segi á dskj. nr. 3. Stefnandi Ingólfur hafi þegar frá öndverðu haft um- ferðarrétt frá kjallaradyrum hússins eftir gangstétt, sem liggur frá aðalhliði girðingar norðanvert við húsið, jafnvel þó að sá lóðarpartur fylgi að öðru leyti efri hæð og risi. Umferðarréttur þessi hafi verið óhjákvæmilegur, þar sem sorptunnur og olíu- tankur neðri hæðar og kjallara sé staðsettur við inngang í kjall- arann. Íbúar kjallarans hafi haft jafnan umferðarrétt eftir fyrr- greindri gangstétt. Til staðfestingar á þessari tilhögun hafi þeir stefnandi Ingólfur og Vigfús gert með sér skiptasamninginn á dskj. nr. 3, en hann er dags. 28. september 1954 og þinglesinn 29. september 1954. Í samningnum segir svo: „Þá fylgir og umferðar- réttur frá kjallaradyrum Silfurteigsmegin ásamt plássi fyrir sorp- tunnu og olíutank í jörðu við norðausturhorn hússins“. Þessi samningur sé að vísu ekki gerður fyrr en eftir að Vigfús gerði kaupsamning við stefndu, en þá er Vigfús gerði kaupsamninginn við stefndu, þá hafi umferðarréttur stefnanda Ingólfs verið fyrir hendi. Með afsali, dags. 11. október 1954, hafi Vigfús selt stefndu og móður hennar eignarhluta sinn í húsinu. Afsali þessu var þing- lýst 22. október 1954. Í afsali þessu sé ekki vikið orðum að um- ferðarréttinum og ekki sé heldur rituð athugasemd á afsalið um tilvist sameignarsamningsins af hendi þinglýsingarvaldsmanns. Stefnda hafi nú með öllu neitað þeim umferðarrétti, sem stefn- endur hafi haft, en þeir leiði rétt sinn frá umferðarrétti stefn- anda Ingólfs. Þar hafi komið þann 22. júní 1972, að stefnda hafi látið setja girðingu þá, sem glöggt megi greina á dskj. nr. 12— 14. Stefnendur telji sig eiga ótvíræðan umferðarrétt á þeim stað, 295 sem tíðkast hafi, og sá réttur sé öldungis ótvíræður samkvæmt dómsskj. nr. 3. Sú kvöð á eignarhluta stefndu hafi stofnast á ellsendis réttmætan hátt. Stefnendur vilji engan veginn una því, að stefnda láti setja upp girðingu án alls samráðs við þá og svipti þá þannig þeim rétti, sem forveri stefndu hafi á lögmætan hátt veitt eiganda neðri hæðar og kjallara 28. september 1954, og hafi sá réttur enda tíðkast frá upphafi. Við munnlegan málflutn- ing var af hálfu stefnenda enn fremur bent á stéttarhellur, sem liggja frá gangstétt að inngangi efri hæðar að kjallaratröppum, til rökstuðnings stefnenda. Af hálfu stefndu eru kröfur rökstuddar með því, að þá er Vig- fús Þórðarson gerði skiptasamning við stefnanda Ingólf, hafi hann þegar gert kaupsamning við stefndu, en hann sé dagsettur 27. ágúst 1954. Vigfús hafi og tekið við peningum til að festa kaupin, eins og kaupsamningurinn beri með sér. Vigfús hafi því skort heimild til að gera skiptasamninginn, þegar hann undirriti hann, því hann sé þá ekki lengur eigandi hússins og hafi stefn- anda Ingólfi verið kunnugt um kaupsamning stefndu. Þá er skipta- samningurinn var gerður, hafi Vigfús heitinn búið ásamt konu sinni, Arnfríði Jóhannesdóttur, í íbúð þeirri, sem hann hafi samið um sölu á til stefndu. Hann hafi ekki leitað samþykkis hennar um undirskrift sína á samninginn, eins og honum hafi þó borið. Frú Arnfríður hafi og eindregið mótmælt skilningi stefnenda á samningnum, sbr. dskj. nr. 21. Gildi hans sé því einnig mótmælt vegna þessa. Bæði í skiptasamningnum og í kaupsamningnum sé skýrt tekið fram, að húshluta stefndu fylgi „eignarréttur yfir leigulóðarrétt- indum“. Stefnda megi því reisa hvers konar mannvirki á leigu- lóð sinni, sem bæjarstjórn samþykki, án þess að spyrja eigendur eða eiganda hinna hluta hússins. Þetta sé einmitt réttur sá, sem stefnda hafi notað sér. Hún hafi reist girðingu á sinni eigin leigu- lóð og án þess á nokkurn hátt að gera öðrum eigendum hússins miska eða ganga á þeirra rétt. Stefnda hafi ekki afgirt kjallar- ann Silfurteigsmegin eða sorptunnu eða olíutank. Það sé frjáls aðgangur að þessu öllu saman. Afsali húshlutans til stefndu og móður hennar sé þinglesið at- hugasemdalaust þrátt fyrir skiptasamninginn. Þegar af þessari ástæðu verði að skýra skiptasamninginn í samræmi við afsalið eftir því sem unnt sé. Í skiptasamningnum sé talað um „um- tferðarrétt frá kjallaradyrum Silfurteigsmegin“. Þetta sé ekki nefnt í kaupsamningi stefndu eða afsali né heldur hafi þing- 296 lestursdómari séð ástæðu til að gera athugasemd um þetta á af- salið. Þetta verði því að skýra þröngt, ef á annað borð er þörf á að skýra það. Þegar stefnda kaupi húshlutann, sjái hún nefni- lega öÖskutunnur og dyr þar hjá. Hún viti einnig, að Ingólfur Bjarnason búi á neðri hæð hússins og í kjallara þess. Meðan hann hafi búið þar, hafi aðeins verið skroppið út í öskutunnuna um kjallaradyrnar. Þess vegna sé það, að í skiptasamningnum standi „umferðarréttur frá kjallaradyrum“. Þar standi ekki að kjallara- dyrum. Kjallari hússins hafi ekki verið teiknaður sem íbúð og hafi stefnda séð teikninguna, er hún keypti húsið. Stefnandi Ingólfur hafi farið um dyrnar eins og hann lysti út í sorptunnuna og hafi það ekki verið átalið. Þá er stefnandi Ingólfur og hans fólk selji stefnanda Hrafn- hildi kjallarann, þá hafi stefnandi Ingólfur sett það skilyrði, að hurðarlaust þil væri sett við loftbitann í kjallaranum. Þar með hafi útgangur Silfurteigsmegin (sic) verið útilokaður. Hann setji einnig það skilyrði, að væntanlegur inngangur í kjallarann verði í gegnum fyrrverandi miðstöðvarklefa, og er þar með allri um- ferð beint inn á lóð stefndu, sem Ingólfur og hans fólk selji þó ekki. Strax og stefnandi Hrafnhildur keypti kjallarann, hafi verið farið fram á, að stefnda leyfði stækkun dyranna og að þær næðu inn Í tröppuna, sem hún hafi sem geymslu. Þessu hafi stefnda neitað. Dyrnar, eins og þær séu, munu og vera ólöglegar, þar sem bær séu einungis 67 cm milli dyrastafa. Það muni ekki löglegur umbúnaður um íbúðardyr, enda kjallarinn aldrei teiknaður sem sérstök íbúðarhæð, t. d. sé í kjallara sótlúga frá öllu húsinu í gangi í kjallara Hrafnhildar og hafi svo verið frá upphafi. Stefnda hafi þegar í upphafi mótmælt breytingu þeirri, sem gerð hafi verið á húsinu, þegar stefnandi Hrafnhildur keypti kjallarann, sbr. dskj. nr. 16 og 17. Það megi heita dæmalaust, að eigandi efri (sic) hæðar selji kjallarann, eins og hann er teiknaður og eins og hann hafi verið notaður árum saman, þriðja manni með því skilyrði, að útgangi hans sé beint á lóð annars manns, sem ekki hafi orðið fyrir neinum átroðningi áður. Slík sala sé ekki lögum samkvæm. Stefnda hafi látið dómkveðja menn til að meta húshlutana. Hafi þeir komist að raun um, að eignarhluti stefndu væri 45%. Áður hafi hún borgað 48% af sköttum hússins. Það er viðurkennt af stefnanda Ingólfi, að honum hafi verið 297 kunnugt um væntanlega sölu Vigfúsar Þórðarsonar til stefndu, þá er skiptasamningurinn var gerður, og jafnframt er upplýst í málinu, að þá þegar hafi Vigfús undirritað kaupsamning við stefndu. Þá er afsal var gefið út til stefndu og móður hennar, hafði skiptasamningnum verið þinglýst. Í afsalinu er ekki minnst á skiptasamninginn, en afsalinu var þinglýst athugasemdalaust. Ákvæði afsals og kaupsamnings um það, sem fylgir hinum selda eignarhluta, eru samhljóða. Þegar borin eru saman ákvæði kaup- samnings og afsalsins til stefndu og móður hennar og ákvæði skiptasamningsins um eignarhluta Vigfúsar Þórðarsonar, þá sést, að þessi ákvæði eru samhljóða að öðru leyti en því, að í afsalinu og kaupsamningnum er tekið fram, að eignarhlutanum fylgi þvottapottur í þvottahúsi. Á þetta er ekki minnst í skiptasamn- ingnum. Í afsalinu og kaupsamningnum er talinn upp eignar- réttur yfir leigulóðarréttindum og girðingu umhverfis lóð þá, sem eignarhlutanum fylgir, en í skiptasamningnum eignarréttur yfir leigulóðarréttindum og girðingu umhverfis lóðarhluta, sem tak- markast af inngangi á neðri hæðina frá Helgateigi annars vegar og innkeyrslu að bílskúrnum hins vegar. Aðiljar málsins eru sammála um skiptingu lóðarinnar, og er sú skipting í samræmi við ákvæði skiptasamningsins. Í skiptasamningnum er ákvæði um, að eignarhluta stefnanda Ingólfs fylgi „umferðarréttur frá kjallaradyrum Silfurteigsmegin ásamt plássi fyrir sorptunnu og olíutank í jörðu við norðausturhorn hússins“. Á þetta er ekki minnst í afsalinu og kaupsamningnum, en á ákvæði þessu byggja stefnendur kröfur sínar. Við túlkun á skiptasamningi þessum, afsali og kaupsamningi þá verður að hafa í huga þær aðstæður, sem voru fyrir hendi, þá er samningar voru gerðir. Viðsemjandi stefndu og stefnanda Ingólfs bjó á efri hæð og í risi með sinni fjölskyldu og stefnandi Ingólfur á neðri hæð og í kjallara með sinni fjölskyldu. Í málinu hafa verið lagðar fram samþykktar teikningar af húsinu. Teikningarnar bera með sér, að húsið er teiknað sem tveggja íbúða hús. Samkvæmt teikningunum er hvorki reiknað með íbúð í risi né kjallara. Á teikningunni á dskj. nr. 31 sést, að þrír inngangar eru í kjall- arann, aðalinngangur frá Helgateigi, inngangur í eignarhluta stefndu í kjallara frá Silfurteigi og inngangur í miðstöðvarklefa neðri hæðar frá Silfurteigi. Samkvæmt teikningunni er hurðarop miðstöðvarklefa neðri hæðar 77 cm, en öll önnur hurðarop í 298 kjallara eru 87 cm, nema aðalinngangur frá Helgateigi er breið- ari. Af þessu má sjá, að ekki hafi verið reiknað með mikilli umferð um þessar dyr Í miðstöðvarklefann. Við vettvangsgöngu sást, að hjá útiðyratröppum stefndu er geymsla fyrir tvær sorptunnur, og munu þær hafa verið fyrir hina upphaflegu tvo húseigendur. Þegar litið er til fyrirkomulags í húsinu og við það, þá er eðlilegt, að íbúar neðri hæðar færu út um litlu dyrnar í miðstöðvarklefanum til þess að komast að sorptunnu sinni. Það er viðurkennt af stefndu, að henni hafi verið ljóst, að stefnandi og Ingólfur og hans fjölskylda hafi farið út um litlu dyrnar á miðstöðvarklefanum til þess að komast í sorpgeymslu sína. Þegar litið er til hinna samþykktu teikninga af húsinu, að- stæðna þeirra, sem fyrir hendi voru, þá er samningar voru gerðir, og orðalags skiptasamningsins, þá verður ofangreint ákvæði um umferðarrétt ekki túlkað öðruvísi en svo, að neðri hæð og kjallara fylgi pláss fyrir sorptunnu og umferðarréttur að sorptunnu og olíutanki, önnur erindi hafa íbúar neðri hæðar og kjallara ekki átt að lóðarhluta efri hæðar og riss, þá er samningar þessir voru gerðir. Enn fremur hafa stefnendur um rökstuðning fyrir kröfum sín- um bent á stéttarhellur, sem eru frá gangstéttinni að útidyra- tröppum efri hæðar að inngangi í kjallara. Ekki verður séð, að stefnendur geti byggt neinn rétt á stétt þessari, hún er eðlilegt framhald á stétt stefndu og virðist, þegar litið er til afnota af húsinu, hafa verið til afnota fyrir íbúa efri hæðar, þá er þeir fóru í sína sorpgeymslu eða um sinn kjallarainngang, enda ekkert komið fram undir rekstri málsins um, að stefnendur hafi átt nokkurn þátt í að leggja stétt þessa eða í frágangi almennt á lóðarhluta stefndu. Undir rekstri málsins hefur ekki verið sýnt fram á margra ára afnot stefnenda af umferðarrétti til og frá kjallaradyrum eftir gangstéttinni, sem liggur frá aðalhliði girðingarinnar norðanvert við húsið að útidyratröppum kjallarans. Eins og rakið hefur verið, þá bjó stefnandi Ingólfur með sinni fjölskyldu á neðri hæð húss- ins og í kjallara, og munu dætur hans hafa haft herbergi í kjall- ara, og munu þær hafa gengið um aðalinngang neðri hæðar og kjallara. Um 1960 var að sögn stefnanda Ingólfs látin upp eldhús- innrétting í kjallara, og eftir það bjó gift dóttir hans þar, og mun hún og hennar fjölskylda hafa gengið um aðalinnganginn. Með 299 afsali, dags. 18. nóvember 1971, seldu stefnandi Ingólfur og dætur hans stefnanda Hrafnhildi kjallarann, og eftir það var hurðar- laust þil látið upp, þar sem áður hafði verið aðalinngangur í kjallarann, og umferð úr kjallaranum þar með beint út á lóðar- hluta stefndu. Samkvæmt framlögðum gögnum hefur stefnda mótmælt breytingum þeim, sem gerðar voru á húsinu eftir söluna til stefnanda Hrafnhildar. Eftir að stefnda lét setja upp girðingu þá, sem stefnendur krefj- ast, að stefndu verði gert að nema brott, er frjáls aðgangur frá litlu dyrunum úr miðstöðvarklefanum að sorpgeymslu og jafn- framt að olíutanki við norðausturhorn hússins. Verður ekki séð, að stefnda hafi á nokkurn hátt gengið á rétt stefnenda með því að láta upp umrædda girðingu á sínum lóðarhluta. Af öllu því, sem hér hefur verið rakið, þá verður niðurstaða málsins sú, að sýkna ber stefndu af öllum kröfum stefnenda. Málskostnaður telst hæfilega ákveðinn kr. 25.000. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Ásdís Jóhannesdóttir, skal vera sýkn af kröfum stefnenda, Ingólfs Bjarnasonar, Guðrúnar Ingólfsdóttur, Hrafnhildar Hrafnsdóttur, Ingibjargar Ingólfsdóttur og Sig- ríðar Ingólfsdóttur, í máli þessu. Stefnendur, Ingólfur Bjarnason, Guðrún Ingólfsdóttir, Hrafnhildur Hrafnsdóttir, Ingibjörg Ingólfsdóttir og Sigríður Ingólfsdóttir, greiði stefndu, Ásdísi Jóhannesdóttur, kr. 25.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 300 Þriðjudaginn 6. apríl 1976. Nr. 195/1974. Hekla h/f (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Ásgeiri Hafliðasyni (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. nóvember 1974 og krafist sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð skattframtöl stefnda árin 1973, 1974 og 1975 svo og ljósmyndir úr vélarrúmi m/b Sturlaugs, ÁR 77. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms þykir mega stað- festa úrlausn hans um skaðabótaskyldu áfrýjanda gagnvart stefnda. Bætur til stefnda vegna varanlegrar örorku hans þykja hæfilega ákveðnar í héraðsdómi, en bætur fyrir þjáningar og lýti verða ákveðnar 50.000 krónur. Úrlausn héraðsdóms um aðra kröfuliði verður staðfest. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda samtals 125.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Hekla h/f, greiði stefnda, Ásgeiri Hafliða- syni, 350.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 8. mars 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 301 15. júlí 1974 og 12% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og 125.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. október 1974. 1. 1.1. Mál þetta er höfðað með stefnu, þingfestri 13. september 1973. Málið var munnlega flutt þann 19. september sl. og dóm- tekið að því loknu. Stefnandi máls þessa er Ásgeir Hafliðason vélstjóri, Engjavegi 63, Selfossi. Stefndi er fyrirtækið Hekla h/f, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 525.552, eða aðra lægri fjárhæð að mati réttarins, ásamt 12% ársvöxtum af dæmdri fjár- hæð frá 8. mars 1972 til greiðsludags og málskostnað að skað- lausu að mati dómsins. Stefndi hefur krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og máls- kostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Stefnandi hefur stefnt Samvinnutryggingum g/t til réttargæslu í máli þessu, og réttargæslustefndi hefur látið sækja þing í málinu. Dómurinn hefur leitað sátta með aðiljum, en sú viðleitni hefur ekki borið árangur. 2. 2.1. Tildrög máls þessa eru þau, að ný vél hafði verið sett í v/b Sturlaug, ÁR 77, en stefnandi var 1. vélstjóri á þeim bát. Um hádegi 8. mars 1972 komu tveir menn frá stefnda, Heklu h/f, umboðsfirma bátsvélarinnar, til Þorlákshafnar, þar sem báturinn lá við bryggju, í því skyni að yfirfara vélina og meðal annars að skipta um ræsi, sem reynst hafði gallaður. Annar þessara manna var Jóhannes Karlsson vélstjóri, en honum til aðstoðar var Hauk. ur Jóhannsson. Stefnandi og áðurgreindir tveir menn voru sam- tímis að störfum í vélarrúmi bátsins. Um leið og Jóhannes og Haukur unnu við að stilla ventla, vann stefnandi að því að skipta um reimar, sem knýja rafal og dælur. Hafði skipstjórinn útvegað reimar þessar, en Jóhannes kom með þær frá Reykjavík. Áður en Jóhannes tók til við að skipta um ræsinn, steig hann á ræsihnappinn til að vélin snerist, svo að þrýstingur félli niður af ræsikerfinu. Í sama mund var stefnandi að þukla á reimunum 302 til að kanna, hvort þær væru nægjanlega strengdar. Vissi hvor- ugur á þeirri stundu um athafnir hins. Við það, að vélin tók að snúast, festist vinstri hönd Ásgeirs undir einni reiminni, og klemmdust aðrir fingur en þumalfingur milli reimar og skífunnar, er reimin snerist um. Skódduðust fingurnir við þetta. Slys þetta var rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu. Þann 9. mars 1972 gaf stefnandi skýrslu hjá rannsóknarlög- reglunni. Þar segir hann m. a. svo: „Sturlaugur, ÁR 77, er rúmlega hundrað tonna skip, knúið Caterpillar vél 425 h. p. Vélin er ný. Það var í gærdag um kl. 14.00, að tveir menn frá Heklu h.f. í Reykjavík komu austur til að yfir- líta vélina og skipta um ræsi og ræsihnapp, vélin er keypt í Heklu, en galli hafði komið í ljós í ræsinum og því nauðsyn á að skipta um hann. Mættur segir, að framan á vélinni séu kílreimar, er knýji rafal og dælur. Reimarnar eru 7 talsins. Ein reimin, það er sú sem næst er vélinni, var ónýt, og þurfti því að skipta um hana, til þess varð að taka allar reimarnar af. Mættur kveðst hafa lokið þessu verki. Á meðan unnu mennirnir frá Heklu við að stilla ventla og annað á vélinni. Mættur kveðst hafa spurt mennina, hvort þeir hefðu í hyggju að taka ræsinn strax, en því hafi þeir neitað, og kveðst mættur því hafa talið sig öruggan að vinna við reimarnar. Mættur kveðst hafa verið að strekkja reimarnar og tekið á reimarnar með vinstri hendi til að kanna, hvort þær væru nægi- lega strekktar. Á því augnabliki segir mættur, að vélin hafi verið ræst, það er startað, en vélin ekki farið í gang, enda ekki ætlast til, að svo yrði, heldur að ná niður þrýstingi á startinu, sem er vökvaknúið. Mættur segir, að það hafi ekki skipt togum, að hann lenti með fingur vinstri handar, að undanskildum þumal- fingri, undir einni reiminni, kveðst mættur ætla, að hann hafi snúist með skífunni, því hann hafi skollið í gólfið og losnað. Mættur segir, að fingurnir séu verulega skaddaðir og tekið hafi framan af vísifingri. Mættur segir, að ástæðan fyrir þessu slysi sé einfaldlega, að vélinni er startað, án þess að hann sé aðvaraður, kveðst að vísu hafa vitað, að til stóð að starta til að ná niður þrýstingnum, en talið öruggt, að það yrði ekki gert, nema hann (mættur) yrði látinn vita. Ekki sé um að ræða, að mennirnir frá Heklu hafi ekki vitað, hvað mættur vann við, kveðst hafa verið búinn að 303 vera við reimarnar um það bil í klukkustund og þeir hafi talast við og fullkomlega vitað, hvað við var unnið“. Í formlegri aðiljaskýrslu hér fyrir dómi þann 19. september sl. kvaðst stefnandi hafa sveinspróf í járnsmíði, en hafa haft undanþágu til að vera vélstjóri á bátnum. Kvaðst hann hafa starfað að vélaviðgerðum um 20 ára skeið, en unnið sem vél- stjóri á bátum síðastliðin 3 ár. Stefnandi kvaðst halda, að hann hafi legið á öðru hnénu um- rætt sinn, stutt á reimarnar með vinstri hendi, en haft lykil í þeirri hægri, enda voru reimskífurnar aðeins neðan við gólf. Frá þessum stað hafi verið u. þ. b. einn metri að ræsinum, þar sem Jóhannes hafi verið, en ekkert var á gólfinu á milli þeirra, sem byrgði útsýn. Kvaðst stefnandi hafa snúið að Jóhannesi, en horft niður á skífurnar. Þá sagði stefnandi, að yfir ræsihnappnum væri járnhlíf, sem nema yrði burt, áður en ræst væri, en ræsir- inn væri í gólfinu. Þann 10. mars 1972 tók lögreglan í Árnessýslu skýrslu af fyrr- nefndum Jóhannesi Karlssyni, en þar segir m. a.: „Það var hinn 8. þ. m. að ég fór austur í Þorlákshöfn til að yfirlíta vél í vb. Sturlaugi, ÁR 77, en Hekla h/f hafði selt þessa vél, ég fór samkv. beiðni Hermanns Hermannssonar verkstjóra hjá Heklu, með mér fór Haukur Jóhannsson aðstoðarmaður. Við komum austur um kl. 12.00. Við fórum að vinna í bátnum laust fyrir kl. 13.00. Við vorum þrír í vélarrúminu, það er við frá Heklu og I. vélstjóri á bátnum, Ásgeir Hafliðason. Það, sem við Heklu- mennirnir áttum að gera, var að stilla ventla. skipta um ræsi og ræsihnapp, einnig að athuga öryggiskerfið (bjöllukerfið). Með- ferðis austur höfðum við kílreimar, sem skipst. hafði útvegað á vélina. en reimar þessar knýja rafal og dælur. Ég og Haukur, við unnum við að stilla ventlana, en Ásgeir Hafliðason, I. vélstjóri, vann við að skipta um reimarnar, sem nefndar hafa verið. Við höfðum lokið við ventlastillinguna, og ég vissi, að Ásgeir hafði komið reimunum á sinn stað. Mættur segir, að fyrir framan vélina sé borð og skápar á veggnum. Mættur og Ásgeir voru við borðið og ræðdust við, talað var um olíuskipti á girnum. Mættur segir, að allt hafi verið klárt til að skipta um ræsinn, og er hann og Ásgeir hættu að ræðast við, kveðst mættur hafa gengið að ræsihnappnum og stígið á hann, það hafi hann gert í þeim tilgangi, að vélin snerist og þar með að fá niður þrýst- ing á ræsikerfinu, svo möguleiki væri á að skipta um ræsi. Mættur 304 kveðst hafa horft á þrýstimæli á veggnum fyrir aftan vélina og því snúið baki að Ásgeir, sem mættur kveðst ekki hafa annað vitað en yrði eftir við borðið. Rétt um leið og mættur steig á ræsihnappinn, kveðst hann hafa heyrt eitthvert hljóð fyrir aftan sig og strax vitað, að ekki mundi allt með feldu varðandi Ásgeir. Mættur kveðst strax hafa litið við og um leið hætt að þrýsta á ræsihnappinn. Þegar mættur leit við, lá Ásgeir á gólfinu, og kveðst mættur ekki í fyrstu hafa áttað sig á, hvað í raun og veru hafði fyrir komið. Mættur kveðst hafa aðstoðað Ásgeir við að standa á fætur og þá strax séð, að hann var slasaður á vinstri hendi. Aðspurður segir mættur, að hann hafi ekki nefnt það við mennina, sem þarna unnu með honum, að hann ætlaði að láta vélina snúast. ... Aðspurður segir mættur, að hann viti ekki til, að á neinn hátt hafi skort öryggisbúnað við vélina umrætt sinn, reimhlífarnar hafi að vísu ekki verið á, en ekki verði skipt um reimar nema taka þær frá, og venjulegt sé, er reimar eru strekktar, að leggja hönd á þær til að finna, hversu strekktar þær eru. Aðspurður kannast mættur við, að Ásgeir hafi, er þeir voru að vinna við ventlana, haft orð á, hvort hann tæki ræsinn strax, mættur kveðst telja, að hann hafi svarað ekki alveg strax. Að- spurður kveðst mættur ekki hafa gert sér grein fyrir, hvort Ásgeir var búinn að strekkja reimarnar, er hann umrætt sinn steig á ræsinn, kveðst heldur ekki hafa leitt hugann að því. Mættur segir, að er slysið varð, hafi ljósavélin verið í gangi og því nokkur skarkali og örðugt að ræðast við niðri“. Sama dag var tekin skýrsla af fyrrnefndum Hauki Jóhanns- syni. Eftir honum var bókað meðal annars: „Mættur segir, að sér hafi verið kunnugt um, að Ásgeir og Jóhann höfðu ræðst við um að taka ætti ræsinn frá vélinni, en hvenær það yrði, kveðst mættur ekki hafa vitað um. Mættur segir, að Jóhann og Ásgeir hafi verið b.b. megin í bátnum og vélin því á milli, svo mættur hafði ekki möguleika á að fylgjast með því, er gerðist hinumegin við vélina. Aðspurður segir mættur, að sér sé ekki kunnugt um, að í neinu hafi verið áfátt öryggisbúnaði við vélina, reimhlífarnar hafi ekki verið á, það hafi þeir allir vitað og ekki möguleiki á að skipta um reimar, nema að taka hlífarnar“. Enn fremur liggur fyrir í málinu skýrsla Skipaskoðunar ríkisins 13. mars 1972. Þar segir m. a.: 305 „ec. Til þess að taka nefndan ræsi frá vélinni þarf að aflesta kerfið (taka þrýstinginn af kerfinu). Þegar verið var að fram- kvæma það, snerist vélin nokkra snúninga með þeim afleiðing- um, að vélstjóri sá, sem var að vinna við rafalinn, lenti með hönd- ina milli skífu og reimar. Þess skal getið, að öryggisbúnaður í vélarrúmi var allur til fyrirmyndar“. 2.2. Af gögnum málsins sést, að Ólafur Jónsson læknir hefur metið örorku stefnanda. Er örorkumat læknisins dags. 15. október 1972. Örorkumat þetta er einkum byggt á vottorði Guðjóns Sig- urkarlssonar læknis um stefnanda og athugunum Ólafs Jóns- sonar sjálfs á stefnanda. Niðurstöður örorkumatsins hljóða svo: „46 ára gamall vélstjóri, sem slasaðist á vinstri hendi fyrir rúmum 7 mánuðum, hlaut brot á II. köggli vísifingurs vinstri handar og brot á fremsta köggli löngutangar vinstri handar með þeim afleiðingum, að fremsti liður vísifingursins er stífur og verulega hindruð hreyfing (flexion) í II. lið vísifingursins. Grip- tæknin milli þumalfingurs og vísifingurs er því verulega trufluð og vafasamt, hvort slasaði sé nokkuð betur settur með fingurinn eins og hann er heldur en þó hann hefði misst fremsta köggul af vísifingrinum. Tilfinningatruflanir eru auk þess í vísifingri og löngutöng. Þar sem meiðslin á fingrinum eru öll löngu gróin og aðgerðum lokið, eru engar líkur á, að frekari breytingar komi fram sem afleiðing af slysi þessu, og því tímabært að meta örorku, og telst hún hæfilega metin sem hér greinir: Frá slysdegi í 2 mánuði 100%. Eftir það varanlega 3%“. Guðjón Hansen, cand. act., hefur reiknað út örorkutjón stefn- anda á grundvelli fyrrgreinds örorkumats Ólafs Jónssonar læknis. Fyrri útreikningur Guðjóns er dagsettur 4. desember 1972. Þar er getið um vinnutekjur stefnanda samkvæmt skattframtölum árin 1969— 1971. Síðan er þess getið, að árið 1969 hafi stefnandi starfað nær eingöngu í landi og að rúmlega % hlutar vinnutekna hans það ár séu fyrir störf í Svíþjóð. Árin 1970 og 1971 virðast vinnutekjur stefnanda eiga nær eingöngu rót sína að rekja til sjómennsku. Síðan segir í örorkutjónsútreikningi þessum: „Við áætlun tekna fram í tímann hef ég talið eðlilegast að leggja vinnutekjur áranna 1970 og 1971 til grundvallar, þar eð tekjur þær, sem Ásgeir aflaði sér í Svíþjóð, hljóta að vera ótraust- ur mælikvarði á tekjuöflunarmöguleika hans í framtíðinni. Engu að síður veita upplýsingar um tekjur hans 1969 gagnlegan saman- 20 306 burð, og bendir hann ekki til, að óeðlilegt sé að leggja árin 1970 og 1971 til grundvallar. Með hliðsjón af framanrituðu hef ég umreiknað vinnutekjur Ásgeirs 1970 og 1971 með tilliti til breytinga á fiskverði til sjó- manna. Reiknast mér umreiknaðar meðalárstekjur verða sem hér segir: Frá slysdegi til 30/9 1972 . kr. '759.446 Eftir þann tíma .. .. .. .. .. — 873.363 Miðað við þessar tekjur og tap tekna í samræmi við áðurnefnt örorkumat reiknast mér verðmæti tapaðra vinnutekna á slys- degi nema: Vegna tímabundins orkutaps í 2 mánuði .. kr. 122.195 Vegna varanlegs orkutaps eftir þann tíma .. — 275.214 Samtals kr. 397.409 Við útreikninginn hefur ekki verið tekið tillit til dagpeninga- greiðslna, sem slasaði kann að hafa fengið frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins. Reiknað er með 7% töflum um starfsorkulíkur, samræmdum eftirlifendatöflum íslenskra karla 1951—-1960“. Að beiðni stefnanda hefur Guðjón Hansen, cand. act., reiknað að nýju örorkutjón stefnanda. Er sá Örorkutjónsútreikningur dagsettur 14. september 1974. Þar er tekið tillit til þeirra fisk- verðshækkana, sem orðið hafa frá því að hinn fyrri útreikningur var gerður. Auk þess kveðst tryggingafræðingurinn nú hafa reiknað vexti á tvo vegu, annars vegar 7% ársvexti og hins vegar 7ð%, ársvexti frá slysdegi til 16. maí 1973, en 9% ársvexti eftir það. Niðurstöður hljóða þannig: Reiknað með Reiknað með 9% ársvöxtum 7% ársvöxtum frá 16/5 1973 Kr. Kr. Vegna tímabundins orkutaps í 2 mánuði eftir slysið .. .. .. .. .. 122.195 122.195 Vegna varanl. orkutaps eftir það 417.429 363.831 Samtals 539.624 486.026“ 307 3. 3.1. Stefnandi bendir á, að Jóhannes Karlsson hafi ekki gert stefnanda aðvart um það, að hann ætlaði að láta vélina snúast. Með þessu hafi Jóhannes brotið gegn þeirri almennu skyldu véla- manna að gæta þess, að vinna við vélar skapi ekki hættu fyrir aðra. Þar að auki hafi Jóhannes gefið stefnanda í skyn, að hann ætlaði „ekki alveg strax“ að skipta um ræsinn. Þá viðurkennir Jóhannes að hafa vitað, að stefnandi hafi verið að vinna við reimar Í vélarrúmi. Jóhannes vissi einnig, að kanna þyrfti, hversu strengdar reimarnar væru, eftir að stefnandi hafði losað þær og komið þeim fyrir aftur. Með hliðsjón af þessu sé ljóst, að Jóhann- es, sem var sérfræðingur og vann sjálfstætt að verki sínu, hafi orðið á mistök. Beri stefndi Hekla h/f ábyrgð á mistökum þess- um, en Jóhannes hafi verið starfsmaður Heklu h/f og unnið á vegum þess fyrirtækis um borð í bátnum. Stefnanda sjálfum verði ekki á neinn hátt kennt um slysið. Hann hafi sýnt þá að- gæslu sem af honum sé hægt að krefjast, með því að spyrja Jóhannes að því fyrir fram, hvort hann hefði í hyggju að skipta um ræsinn strax. Eftir svar Jóhannesar mátti stefnandi vera í góðri trú um það, að hann gæti unnið verk sitt öruggur. Stefnukröfur sundurliðar stefnandi svo: 1. Örorkubætur samkvæmt útreikningi trygginga- fræðings 2... 00... kr. 417.429 2. Bætur fyrir sársauka, þjáningar, lýti, óþægindi, röskun á stöðu og högum .. .. .. .. .. =... -- — 100.000 3. Örorkumat 2... .. — 4.000 4. Tjónsútreikningur .. .. 2... 0. 7 4.000 5. Skattframtöl .. .. .. 2. 123 Samtals kr. 525.552 Stefnandi kveður lið 1 vera samkvæmt útreikningi trygginga- fræðings og mati læknis á örorku. Á annan hátt verði ekki komist nær tjóninu. Kveðst stefnandi miða kröfur sínar í þessu efni við fyrrgreindan útreikning Guðjóns Hansens 14. september 1974, þar sem reiknað sé með 7% ársvöxtum. Telur stefnandi þann vaxtafót ekki of lágan, enda er því haldið fram, að almennir vextir eigi eftir að lækka í náinni framtíð. Stefnandi kveðst eingöngu 308 miða þennan kröfulið við varanlega örorku. Hann kveðst og engar greiðslur hafa fengið frá Tryggingastofnun ríkisins vegna um- rædds slyss. Um lið nr. 2 tekur stefnandi fram, að hann hafi hlotið talsverðan áverka við slysið og varanleg lýti. Er vísað til örorku- mats og annarra gagna varðandi sjúkrasögu. Lið nr. 3, 4 og 5 kveður stefnandi vera samkvæmt framlögðum reikningum. 3.2. Stefndi telur, að hann beri ekki fébótaábyrgð samkvæmt lögum á tjóni stefnanda vegna umrædds slyss. Er bent á, að stefnandi hafi verið aðalvélstjóri á bátnum. Hann hafi gerþekkt búnað í vélarrúmi og kunnað skil á öllum tækjum þar. Hann hafi vitað til hlítar, að starfsmenn stefnda störfuðu í vélarrúminu og hvernig verki þeirra miðaði. Meðal annars hafi stefnandi vitað, að taka þurfti þrýsting af aðalvél til að taka ræsinn frá vélinni og að komið hafi verið að því, er stefnandi átti tal við Jóhannes Karlsson rétt fyrir slysið. Því hafi verið gáleysi af stefnanda að fara að handfjatla reimarnar upp við skífurnar, er þær snerust um, því að hann hafi vitað, að reimarnar færu á hreyfingu, um leið og tekinn yrði þrýstingur af vélinni. Verk það, sem stefnandi vann, hafi ekki verið aðkallandi. Því hafi borið ríka nauðsyn til, að stefnandi kunngerði Jóhannesi Karlssyni, hvað stefnandi hygðist fyrir. Telur stefndi, að starfsstaða stefnanda, sérþekking hans og forræði í vélarrúmi ásamt kunnugleika hans á framkvæmd- um starfsmanna stefnda, hvernig henni miðaði, og forgangur, sem sú viðgerð hlaut að hafa umfram viðgerð stefnanda, leiði til þess, að stefnandi verði að bera tjón sitt sjálfur. Kveðst stefndi ekki fá séð, að unnt sé að sakast við Jóhannes Karlsson. Hann hafi mátt treysta því, að stefnandi rasaði ekki um ráð fram við fram- kvæmd starfsins og sæi öryggi sínu borgið til hlítar á eindæmi sitt. Varðandi fjárkröfulið nr. 1 bendir stefndi á, að mat á örorku stefnanda sé einungis fræðilegs eðlis. Í raun hafi stefnandi ekki orðið fyrir neinni varanlegri skerðingu starfsmöguleika. Slíkir örorkuútreikningar fái því ekki staðist. Til vara telur stefndi, að kröfuliður þessi eigi að sæta mjög verulegri lækkun af fyrr- greindum ástæðum auk þess sem hann eigi að lækka vegna skatt- fríðinda og hagræðis af eingreiðslu og þar sem reiknað sé með of lágum vaxtafæti. Kröfulið nr. 2 telur stefndi allt of háan með hliðsjón af meiðslum stefnanda og afleiðingum meiðslanna. Kröfu- liðum 3 og 5 er ekki mótmælt tölulega, en kröfulið nr. 4 er mót- mælt sem stefnda óviðkomandi. Þá telur stefndi, að vaxtakrafa stefnanda sé ekki í samræmi við lög. 309 4. 4.1. Dómendur hafa gengið á vettvang og kannað aðstæður. Stefnandi máls þessa og fyrrnefndur Jóhannes, sem er vélstjóri að mennt, voru staddir í vélarrúminu við vinnuborð framan við vélina og ræddust við, rétt áður en slysið varð. Er Jóhannes gekk að ræsihnappnum í því skyni að snúa vélinni, var honum kunn- ugt um, að stefnandi hafði komið reimunum fyrir á skífurnar, en að reimhlífin var ekki komin á og frágangi þar með ekki lokið. Það felst í framburði Jóhannesar, að hann leiddi ekki hugann að því, hvað stefnandi hafðist að á þessu augnabliki. Aðstæður þarna eru þó þannig, að það hefði blasað við, ef Jóhannes hefði litið í átt til reimskífanna, áður en hann ræsti vélina. Telja verður, að umræddum starfsmanni stefnda hafi borið skylda til að ganga rækilega úr skugga um, að ræsa mætti vélina án áhættu fyrir þá, sem þarna voru staddir. Var þetta sérstak- lega brýnt, þar sem Jóhannesi var kunnugt um, að stefnandi hafði ekki gengið frá reimhlífinni. Telja má sannað, að slysið eigi rætur sínar að rekja til þessarar yfirsjónar, en ekki er um það deilt, að stefndi beri ábyrgð á mistökum þessa starfsmanns. Viðbrögð Jóhannesar, er hann ræsti vélina, voru önnur en bú- ast mátti við. Telur dómurinn ekki unnt að meta stefnanda það til sakar, þótt hann varaðist ekki slík viðbrögð. Þá verður og ekki talið, að handbrögð stefnanda, er hann hugðist strengja reim- arnar, hafi verið gálaus eða óvenjuleg eins og hér stóð á. Af sömu ástæðu veldur það ekki sakarskiptingu, að stefnandi vann sam- tímis starfsmönnum stefnda að viðgerð á vélinni. Samkvæmt þessu ber stefndi einn fébótaábyrgð á umræddu tjóni. Dómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu, að áverki sá, sem stefnandi hlaut, og afleiðingar hans hafi leitt af sér skert afla- hæfi stefnanda og að ósönnuð sé fullyrðing stefnda í gagnstæða átt. Við mat á tjónbótum til handa stefnanda af þessu tilefni má hafa til hliðsjónar fyrrgreint örorkumat Ólafs Jónssonar læknis og útreikninga Guðjóns Hansens tryggingafræðings á örorkutjóni stefnanda. Til lækkunar á kröfulið nr. 1 ber að hafa í huga skati- frelsi bótanna, eingreiðslu þeirra svo og það, að almennir vextir í þjóðfélaginu eru nú hærri en stefnandi miðar við. Eftir atvikum eru bætur til handa stefnanda samkvæmt þessum lið hæfilega metnar á kr. 300.000. Með hliðsjón af meiðslum stefnanda og varan- legum afleiðingum þeirra telst ekki nægjanleg ástæða til að lækka miskabótakröfu stefnanda samkvæmt kröfulið nr. 2. Ber því að taka hann til greina með þeirri fjárhæð, sem krafist er. Kröfu- 310 liðir nr. 3—-5 verða teknir til athugunar í sambandi við ákvörðun málskostnaðar. Stefnukrafan er því tekin til greina með kr. 400.000. Af þeirri fjárhæð ber stefnda að greiða 7% vexti á ári frá 8. mars 1972 til 16. maí 1973, 9% frá þeim degi til 15. júlí 1974, en 12% frá þeim degi til greiðsluðags. Loks ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, sem er hæfilega ákveðinn kr. 85.000. Dóm þennan kváðu upp Stefán M. Stefánsson borgardómari ásamt meðdómsmönnunum Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi skipstjóra, og Andrési Guðjónssyni skólastjóra. Dómsorð: Stefndi, Hekla h/f, greiði stefnanda, Ásgeiri Hafliðasyni, kr. 400.000 með 7% ársvöxtum frá 8. mars 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974, en 12% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðags og kr. 85.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 7. april 1976. Nr. 26/1976. Ákæruvaldið {Þórður Björnsson ríkissaksóknari ) gegn Erni Ómari Úlfarssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Með skírskotun til forsendna hins áfrvjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sak- arinnar, þar með falin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, 25.000 krónur, og saksóknarlaun til ríkissjóðs, 25.000 krónur. öll Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Örn Ómar Úlfarsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstarétt- arlögmanns, 25.000 krónur, og saksóknarlaun til ríkis- sjóðs, 25.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 16. júlí 1975. Ár 1975, miðvikudaginn 16. júlí, er á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er að Borgartúni 7 af Haraldi Henryssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 600/1975: Ákæruvaldið gegn Erni Ómari Úlfarssyni, sem tekið var til dóms 10. þ. m. Mál þetta höfðar ríkissaksóknari með tveimur ákærum, dag- settum 19. nóvember 1974 og 19. desember 1974, á hendur ákærða, Erni Ómari Úlfarssyni verkstjóra, Grettisgötu 53B, Reykjavík, fæddum þar í borg 6. október 1946. Samkvæmt fyrri ákærunni er ákærði ákærður „fyrir að aka föstudaginn 26. apríl 1974 undir áhrifum áfengis bifreiðinni R 27857, vanbúinni til aksturs, frá veitingahúsinu Borgartúni 32 í Reykjavík áleiðis að húsi við Melhaga og aka á Laugavegi óvarlega og of hratt miðað við að- stæður, en skuggsýnt var, skýjað og rigning, með þeim afleiðing- um, að gangandi vegfarandi varð fyrir bifreiðinni rétt við Laugar- nesveginn, en hann gekk við hægri vegjaðar, og slasaðist hann alvarlega við slysið. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, 2. mgr. 4. gr., 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr., 1. og 2. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr., 1., 2. og 3. mgr. a og b liði 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969“. Samkvæmt síðari ákærunni er hann ákærður „fyrir að aka laugardaginn 29. júní 1974, sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, bifreiðinni R 27857 frá Saltvík á Kjalarnesi áleiðis að Laugarðals- höll í Reykjavík, þar til lögreglan stöðvaði akstur hans á Suður- landsbraut við Skeiðarvog, og aka á þessari leið yfir löglegum hraðamörkum. 912 Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr., 1. og 2. mgr. 50. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968“. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir eru þessir: I. Föstudaginn 26. apríl 1974 kl. 0148 var hringt á lögreglustöðina í Reykjavík og tilkynnt, að maður hefði orðið fyrir bifreið þá skömmu áður á Laugavegi við Laugarnesveg. Var hér um að ræða bifreiðina R 27857, er ákærði í máli þessu ók vestur Lauga- veg. Fyrir bifreiðinni varð Karl Hafberg Friðriksson, Bergþóru- götu 31, fæddur 5. ágúst 1927, og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Farþegi með ákærða í bifreið hans var Ingibjörg Dóra Hansen, Melhaga 12, fædd 23. janúar 1955. Ákærði tilkynnti sjálfur um slys þetta á lögreglustöð. Þegar rætt var við ákærða á slysstað, fannst daufur áfengis- þefur frá vitum hans. Var hann því færður á lögreglustöð til yfirheyrslu hjá varðstjóra og síðar til blóðtöku á slysadeild Borg- arspítalans. Alkóhólmagn í blóði hans reyndist 0.79%, við rann- sókn. Haukur Bogason bifreiðaeftirlitsmaður skoðaði bifreið ákærða rétt eftir slysið, og segir svo í skýrslu hans um ástand bifreiðar- innar: „Stýrisbúnaður og hemlar í lagi. Hraðamælir í lagi. Rúð- ur hreinar, en blautar. Rúðuþurrkur voru ekki í lagi. Stefnuljós og flauta voru ekki í lagi“. Bifreið ákærða var af Skoda-gerð 110 R, fólksbifreið, árgerð 1972. Samkvæmt lögregluskýrslu var myrkur, er slysið varð, skýjað og regn, en rafmagnslýsing á slysstað góð, en akbraut, sem er mal- bikuð, blaut. Verður nú rakið það, sem máli skiptir úr framburðum ákærða og vitna fyrir dómi og rannsóknarlögreglu um akstur ákærða og slysið. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann hafi umrætt kvöld farið í veitingahúsið að Borgartúni 32. Þar hafi hann neytt eins glass af áfengisblöndu frá kl. 2200—-2300. Hafi það verið whisky, að magni sem svarar þremur einföldum sjússum. Hann kvaðst hafa fundið til lítils háttar áfengisáhrifa eftir þá drykkju, en taldi þau hafa verið horfin með öllu, er hann hóf að aka u. þ. b. kl. 0140 um nóttina. Taldi hann niðurstöðu alkóhólrannsóknar sýna meira 313 alkóhólmagn í blóðinu en hann hefði talið eðlilegt. Taldi hann sig fullfæran til aksturs og hafi hann ekki fundið til neinna áfeng- isáhrifa við aksturinn. Ákærði kveðst hafa ekið vestur Laugaveginn á ca 35—40 km hraða miðað við klst. Taldi hann sig aka á eðlilegum stað á ak- brautinni, eða um miðbik hennar. Hann varð var við manninn, er hann átti eftir u. þ. b. 100 metra að honum, þar sem hann gekk á brún malbiksins í vesturátt. Virtist honum allt eðlilegt við hann, og kvaðst hann hafa séð hann líta einu sinni í átt til sín, þ. e. hann hafi litið aftur fyrir sig. Hann kveðst ekki hafa gefið sérstök ljós- merki né hljóðmerki, enda hafi hann talið, að maðurinn hafi orðið sín var. Hann kvaðst heldur ekki hafa breytt stefnu bifreiðar- innar, eftir að hann varð mannsins var, enda hafi hann ekki talið þörf á því, þar sem maðurinn hafi gengið á gangbraut, sem þó var ekki sérstaklega afmörkuð, en sjálfur hafi hann ekið á miðri akbraut. Þegar ákærði var að aka fram hjá manninum, kveður hann manninn skyndilega hafa snúið sér og gengið út í götuna og um leið slegið út annarri hendi, sem skollið hafi í framrúðu bifreiðar- innar, en hún brotnaði. Maðurinn hafi kastast í götuna án þess þó að verða frekar fyrir bifreiðinni. Taldi ákærði þetta hafa borið svo brátt að, að hann hafi ekki haft tíma til að gera neitt til að koma í veg fyrir slysið. Um leið og slysið varð, sveigði hann bif- reiðinni undan og hemlaði og beygði síðan aftur til hægri og stöðvaði síðan skömmu vestar. Þar sem engin bifreið kom þarna að, fór ákærði sjálfur á bifreið sinni til að tilkynna um slysið, en skildi farþegann eftir hjá hinum slasaða á meðan. Ákærði heldur því fram, að hann hafi verið með rúðuþurrkur Í gangi, er slysið varð. Bæði þær og flauta hafi verið í lagi, en þegar rúðan brotnaði, hafi þvingun komið á þurrkurnar og því hafi sameiginlegt öryggi fyrir þessa hluti bilað. Ákærði telur, að maður sá, er fyrir bifreiðinni varð, hafi verið undir áfengisáhrifum, því áfengisþefur hafi verið frá vitum hans og einnig hafi mátt merkja það á tali hans, þótt það hefði einnig geta stafað af högginu. Hann taldi útilokað, að maðurinn hefði skollið með hnakka á rúðu bifreiðarinnar, og hljóti áverkar á höfði og hálsi að hafa komið, er hann skall í götuna. Ingibjörg Dóra Hansen hefur skýrt svo frá, að hún hafi hitt ákærða, sem hún þekkti fyrir, eftir dansleik í veitingahúsinu Borgartúni 32 umrædda nótt, og bauð hann henni akstur heim í bifreið sinni. Kvaðst vitnið ekki hafa séð nein merki áfengis- ð14 áhrifa á ákærða né orðið þess áskynja á neinn hátt, að hann hefði neytt áfengis. Fannst því akstur hans eðlilegur og tók ekki eftir neinu óeðlilegu í því sambandi. Vitnið kvaðst ekki hafa séð mann þann, sem fyrir bifreiðinni varð, fyrr en hönd hans slóst í framrúðuna, þeim megin er vitnið sat, og kom þar gat á rúðuna. Taldi vitnið, að maðurinn hefði síðan skollið aftur á bak í götuna, en hann hefði ekki kastast upp á bif- reiðina. Vitnið gat ekki gert sér grein fyrir því, hvar ákærði ók á akbrautinni, er slysið varð, en það varð ekki vart við neina stefnubreytingu, áður en slysið varð. Það mundi ekki, hvort rúðuþurrkur voru í gangi né sérstaklega eftir útsýni fram á veg- inn. Það kvað ákærða hafa ekið mjög hægt, þegar slysið varð. Vitnið taldi, að hinn slasaði hefði verið undir áhrifum áfengis. Merkti það þetta af því, að þegar bað stóð yfir honum, á meðan ákærði fór frá til að tilkynna um slysið, hafi hann verið með „mikið raus“. Það mundi þó ekki til að hafa fundið áfengisþef af honum. Karl Hafberg Friðriksson hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið að koma af dansleik í Glæsibæ umrædda nótt. Kvaðst hann ekki hafa neytt áfengis á dansleiknum og ekki verið undir áfengis- áhrifum. Hann hafi gengið vestur Suðurlandsbraut og Laugaveg, hægra megin, þ. e. norðan við götuna. Gangstétt sé ekki við þessar götur, en hann hafi gengið vel fyrir utan hina malbik- uðu akbraut. Hann kvaðst aldrei hafa gengið upp á malbikið og hafa haldið sig í þeirri fjarlægð frá því sem hann taldi sig öruggan í. Hann kvaðst ekkert hafa vitað af bifreiðinni, er hann varð fyrir, fyrr en hún skall á honum. Hafi hann hvorki séð ljósgeisla frá henni né heyrt hljóðmerki. Hann kvaðst aldrei hafa snúið sér við til að hyggja að umferð, enda hafi hann talið sig óhultan af henni. Hann telur, að bifreiðin hafi fyrst skollið á hnésbót vinstri fótar og við það hafi hann kastast upp og skollið með hnakka á framrúðu eða gluggakarm og síðan fallið niður á vinstri öxl. Kvaðst hann ekki hafa misst meðvitund alveg strax, en hún hafi fjarað út þarna, meðan stumrað var yfir honum. Vitnið kvaðst hafa verið klætt í hettuúlpu og hafi það nýlega verið búið að setja hettuna fram yfir höfuð sér, er slysið varð. Það kvaðst ekkert hafa breytt stefnu sinni né beygt í átt að götunni, áður en slysið varð. Haukur Arnars Bogason bifreiðaeftirlitsmaður hefur komið fyrir dóminn og staðfest skýrslu sína um ástand bifreiðarinnar 315 R 27857. Vitnið mundi ekki sérstaklega eftir skoðun sinni á bif- reiðinni né hvort það kom fram við skoðunina, af hvaða sökum rúðuþurrkur, stefnuljós og flauta voru ekki í lagi. Það kvað það geta staðist, að þessir hlutir hafi verið í ólagi vegna bilunar á öryggi, þó það vissi ekki, hvort sama öryggi væri fyrir þessa þrjá hluti í bifreið af þessari gerð. Lögreglumennirnir Valgarður Sveinn Hafdal, Sigurjón Páls- son og Ævar Pálmi Eyjólfsson hafa komið fyrir dóm og staðfest lögregluskýrslu og uppdrátt. Tveir hinir fyrstnefndu kváðust muna óljóst eftir þessu atviki og gátu ekki tjáð sig neitt um útlit eða ástand ákærða. Hinn síðastnefndi mundi hins vegar eftir því, að ákærði hefði sýnt kurteisi á slysstað og hafi hann ekki séð nein merki þess á honum, að hann væri undir áfengis- áhrifum. Samkvæmt skýrslu varðstjóra var ógreinilegur áfengis- þefur af andardrætti ákærða og augu vot og dauf, en að öðru leyti var útlit hans og framkoma eðlileg. Aflað hefur verið vottorðs Hauks Árnasonar, læknis á slysa- deild Borgarspítalans, um meiðsli Karls Hafbergs Friðrikssonar, og segir þar m. a.: „Við komu í Slysadeild er sjúklingur nokkuð ruglaður. Hann er vart áttaður á stað og stund. Man lítið eftir því, sem gerzt hefur. Telur, að hann hafi verið að koma úr samkomuhúsinu Glæsibæ, er slysið skeði. Hann neitar aðspurður að vera undir áhrifum áfengis, en það er nokkur vínlykt úr vitum hans við skoðun. Sjúklingur ber sig aumlega. Hann kvartar um dofa í höndum og frá báðum úlnliðum og upp undir olnboga, meira vinstra megin en hægra megin. Hann kvartar einnig um verki í báðum hnjám. Við skoðun kom í ljós: Allstór margúll og hrufl er á bak við hægra eyra, en að öðru leyti er ekki áverka að sjá á höfði. Tals- vert er af glerbrotum dreift um höfuð. Á vinstra hné eru nokkr- ar skrámur. Við taugakerfisskoðun kemur í ljós: Getur hreyft báðar hend- ur og handleggi, en kraftar virðast nokkuð minnkaðir. Neðri sanglimi getur hann ekki hreyft að öðru leyti en því, að hann getur aðeins spennt lærvöðvana framanvert. Sársaukaskyn á höndum er hyperaesthesi. Framan á brjóstholi og niður að IV. rifi vinstra megin og niður að V. rifi hægra megin er snerti- skyn, en þar fyrir neðan virðist sársaukaskyn og snertiskyn vera algerlega upphafið, nema á blettum fyrir neðan bæði hnén. 316 Sinaviðbrögð fást fram í efri útlimum og eru lífleg, en á gang limum fást engin sinaviðbrögð fram. Að ofanskráðri rannsókn lokinni var sjúklingurinn sendur í röntgenmyndatöku og teknar röntgenmyndir af höfuðkúpu, en á þeim myndum greindust ekki merki um brot á höfuðkúpu. og corpus pineale kom í ljós og lá í miðlínu. Röntgenmyndir af hálsliðum sýndu brot á VII. hálslið með þríhyrningslaga broti úr efri- og frambrún þess hryggjarbols, einnig los á milli VI. og VII. hálsliðar, og var VI. hálsliður skrið- inn fram um 5 mm með tilliti til næsta hálsliðar fyrir neðan. Einnig sást, að VI. hálsliður hafði skriðið um það bil 3—4 mm til hægri, borið saman við VII. hálslið. Að ofanskráðri rannsókn lokinni var sjúklingurinn færður á Slysadeild að nýju og gert að sárum hans, en einnig í staðdeyf- ingu lagðar höfuðstrekkstangir á höfuðkúpu vegna nefnds háls- brots. Röntgencontrol eftir það sýndi nánast óbreytta legu háls- liða. Sjúklingur var síðan lagður inn á legudeild Slysadeildar“. Með hliðsjón af niðurstöðu alkóhólrannsóknar og eigin fram- burði ákærða um áfengisneyslu, áður en hann ók bifreiðinni R 27857 greint sinn, verður að telja sannað, að hann hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn, þannig að varði við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Hins vegar verður ekki talið sannað gegn fullyrðingu ákærða um hið gagnstæða og með hlið- sjón af skýringum hans á bilun á rúðuþurrkum, flautu og stefnuljósum, að bifreiðin hafi verið vanbúin að þessu leyti við aksturinn. Ber því að sýkna ákærða af ákæru um brot á 2. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 26. gr. umferðarlaga. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann hafi séð mann þann, er varð fyrir bifreið hans, er hann átti eftir u. þ. b. 100 metra að honum. Hafi hann ekki gefið honum hljóð- eða ljósmerki né hafi hann breytt stefnu bifreiðarinnar. Taldi hann manninn hafa orðið sín var. Samkvæmt gögnum málsins hefur Karl Hafberg orðið fyrir bifreiðinni rétt við mót akbrautar og gangbrautar, sem ekki var sérstaklega afmörkuð. Samkvæmt uppdrætti lög- reglu lá hann að öllu leyti utan akbrautar, er að var komið. Akstursskilyrði voru léleg greint sinn, myrkur, regn og blaut gata, en lýsing var þó góð á slysstað samkvæmt lögregluskýrslu. Þegar allt ofanritað er virt, verður að telja, að ákærði hafi, þá er hann ók fram á manninn, ekki sýnt þá aðgæslu, er honum öl“ bar við ríkjandi skilyrði. Hann gaf manninum ekki merki, enda þótt hann hefði orðið hans var með góðum fyrirvara, né sveigði hann frá honum þrátt fyrir gott svigrúm til slíks á akbrautinni. Orsök slyssins verður því að teljast fyrst og fremst sú, að ákærði hafi ekið ógætilega nálægt manninum. Verður ekki séð, að hátta- lag mannsins hafi verið á þann veg, að ákærði hefði ekki átt að geta forðast ákeyrslu, ef hann hefði gætt fullrar aðgæslu, eftir að hann varð hans var. Meiðsli Karls Hafbergs Friðrikssonar svo sem þeim er lýst í læknisvottorði verða því að teljast bein afleiðing af gáleysi ákærða. Atferli hans varðar við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr. og 1., 2. og 3. mgr., a og b liði, 49. gr. umferðarlaga. II. Laugardaginn 29. júní 1974 kl. 1645 veitti lögreglumaður úr Reykjavík, sem staddur var á bifhjóli við Vesturlandsveg við Korpúlfsstaði, athygli bifreiðinni R 27857, sem ekið var hratt eftir veginum í átt til borgarinnar. Veitti hann bifreiðinni eftir- för, og mældi hann hraða bifreiðarinnar með jöfnu bili milli sín og hennar, og sýndi hraðamælir hjólsins mest 130 km miðað við klukkustund. Var nokkur umferð þarna á veginum, og ók öku- maður R 27857 fram úr nokkrum bifreiðum á móts við Grafar- holt. Náði lögreglumaðurinn fyrst að stöðva bifreiðina á Suður- landsbraut, skammt austan Skeiðarvogar. Ökumaður hafði ekki ökuskírteini meðferðis, en kvaðst hafa ökuréttindi, og ástæðu fyrir akstri sínum kvað hann vera þá, að hann væri að flýta sér á lyftingamót í Laugardalshöll. Í ljós kom, að ökumaður var ákærði í máli þessu, en hann hafði með úrskurði lögreglustjór- ans í Reykjavík 9. maí 1974 verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða vegna máls, sem fjallað er um undir I hér að framan. Fyrir dómi hinn 17. október 1974 viðurkenndi ákærði, að hann hefði umræddan dag ekið bifreiðinni R 27857 frá Saltvík á Kjalarnesi áleiðis að Laugardalshöll í Reykjavík, uns lögreglan hafði afskipti af honum á Suðurlandsbraut, skammt frá Skeiðar- vogi. Viðurkenndi hann samkvæmt bókun að hafa ekið hraðar en löglegt er á ofangreindri leið, en kvað ekki koma til álita, að hann hefði ekið á allt að 130 km hraða miðað við klst., því ekki sé hægt að koma bifreið sinni á þann hraða. Við upplestur bók- unar neitaði hann hins vegar að hafa viðurkennt að hafa ekið á ólöglegum hraða. Er ákærða var birt ákæran í máli þessu hinn 17. febrúar sl., tók hann fram, að hann hefði ekki horft á hraða- 318 mæli sinn umrætt sinn. Fyrir lögreglu hafi hann sagt, að hann kynni að hafa farið upp í 80 km hraða, en hann hafi aldrei full- yrt, að hann hafi ekið á þeim hraða, svo sem fram kemur í lög- regluskýrslu. Hann kvað sér hafa verið ljóst, að hann var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða á þessum tíma. Þegar virt er lögregluskýrsla og framburður ákærða, telst fyllilega sannað, að ákærði ók bifreið sinni leið þá, sem í ákæru greinir, hinn 29. júní 1974, sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Varðar það við 1. mgr. 27. gr. og 3. mgr. 80. gr. umferðarlaga. Hins vegar er ekki unnt að telja fram komna fulla sönnun á ólöglegum hraða ákærða við aksturinn greint sinn, og er hann því sýknaður af ákæru um brot gegn 1. og 2. mgr. 50. gr. umr ferðarlaga. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1968 14/2 í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot gegn 37. gr. umferðarlaga. 1971 11/10 í Reykjavík: Sátt, 3.000 kr. sekt fyrir brot gegn 25. gr. umferðarlaga. Sviptur ökuleyfi í 3 mán. frá 15. júlí 1971. Dómssátt frá 11. október 1971 hefur ítrekunaráhrif á brot ákærða undir I hér að framan samkvæmt "1. gr. almennra hegn- ingarlaga, og ber að ákvarða honum refsingu með hliðsjón af því. Með hliðsjón af 219. gr. almennra hegningarlaga og 80. gr. umferðarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 30 daga. Þá ber og skv. 81. gr. umferðarlaga að svipta ákærða ökurétt- indum ævilangt frá 9. maí 1974 að telja, en þann dag var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, svo sem fyrr segir. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostn- aðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Þor- valds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 30.000. Dómsorð: Ákærði, Örn Ómar Úlfarsson, sæti varðhaldi í 30 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum ævilangt frá 9. maí 1974 að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Þórarinssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 30.000. 319 Þriðjudaginn 13. apríl 1976. Nr. 107/1975. Landleiðir h/f og Samvinnutryggingar g/t (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). segn Jóhönnu Guðlaugsdóttur og gagnsök (Kristinn Einarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjönsson og Þór Vilhjálmsson og prófessor Arn- ljótur Björnsson. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 2. september 1975. Krefjast þeir sýknu af kröfum gagnáfrýj- anda og málskostnaðar úr hennar hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 17. sept- ember 1975. Krefst hún þess, að aðaláfryjendum verði óskipt dæmt að greiða henni 1.062.484 krónur með 9% ársvöxtum frá 4. desember 1973 til greiðsludass og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknar- og gjafvarnarmál. Gagnáfrýjandi, sem hafði gjafsókn í héraði, fékk sjafvörn hér fyrir dómi með bréfi dómsmálaráðuneytis 26. september 1975. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta úrlausn hans um, að aðaláfrýjandi Landleiðir h/f beri fébótaábyrgð á tjóni gagnáfrýjanda, sbr. 1. mgr. 67. gr., sbr. 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, svo og um það, að aðaláfryjandi Samvinnutryggingar g/t sé greiðsluskyldur óskipt með honum samkvæmt 2. mgr. 74. gr., sbr. 3. mgr. 70. gr. nefndra laga. Ekki þykir hafa verið leitt í ljós, að gagnáfrýjandi hafi vanrækt að gæta að umferð bifreiða, áður en hún gekk yfir götuna. Samkvæmt framansögðu og þegar þess er gætt, að 320 bifreiðin var mjög vanbúin til aksturs, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ekki á það fallist, að gagnáfrýjandi hafi sýnt slíka óvarkárni, að bætur til hennar verði lækkaðar samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Fallast ber á úrlausn héraðsdóms um fjárhæðir bóta fyrir fjártjón og miska svo og ákvæði hans um málskostnað og sjafsóknarlaun. Dæma ber aðaláfrýjendur til að greiða óskipt 40.000 krón- ur í málskostnað fyrir Hæstarétti og renni hann í ríkissjóð. Allur gjafvarnarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns gagnáfrýj- anda, 40.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Landleiðir h/f og Samvinnutrygging- ar g/t, greiði óskipt 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, er renni í ríkissjóð, að viðlagðri aðför að lögum. Allur gjafvarnarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns gagn- áfrýjanda, Kristins Einarssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. júní 1975. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 30. f. m., hefur Jóhanna Guðlaugsdóttir, Eskihlíð 22 A hér í borg, höfðað fyrir bæjar- Þingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 20. desember 1974, á hendur Samvinnutryggingum, Ármúla 3 hér í borg, og Land- leiðum h/f, Reykjanesbraut 10— 12, báðum hér í borg, til greiðslu skaðabóta in solidum að fjárhæð kr. 1.062.404 með 9% ársvöxt- um frá 4. desember 1973 til greiðsludags og til greiðslu máls- kostnaðar að mati dómarans eins og mál þetta væri eigi gjafsókn- armál, en með leyfi dómsmálaráðuneytisins hinn 17. apríl 1974 var stefnanda veitt gjafsókn í málinu. 321 Stefndu hafa krafist sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar að skaðlausu. Málavextir eru þeir, að hinn 4. desember 1973 var stefnandi á leið norður yfir Reykjanesbraut austan Litluhlíðar hér í borg, og varð hún þá fyrir bifreiðinni R 4706, eign stefnda Landleiða h/f, en lögbundin ábyrgðartrygging fyrir bifreiðina var keypt hjá stefnda Samvinnutryggingum g/t. Við slys þetta hlaut stefn- andi líkamsmeiðsl, er leiddu til tímabundinnar og varanlegrar örorku, svo sem síðar verður rakið. Lögreglumenn voru kvaddir á vettvang. Í skýrslu Eyjólfs Jónssonar lögreglumanns, sem tekin var á vettvangi, segir, að Ökumaður bifreiðarinnar, Jón Árna- son, hafi ekið bifreiðinni vestur Hafnarfjarðarveg í mjög slæmu skyggni. Er hann hafi verið að aka niður Eskihlíðarbrekkuna og átt skammt eftir að gatnamótum Litluhlíðar, þá hafi hann veitt stefnanda athygli, þar sem hún hafi gengið út á akbraut- ina Eskihlíðarmegin og þvert yfir götuna. Ökumaðurinn hafi reynt að hemla, er hann hafi séð konuna ganga yfir akbraut- ina, en bifreiðin hafi ekki látið vel að stjórn. Mikil umferð bif- reiða hafi verið á móti og hafi þetta borið svo brátt að, að hann hafi ekki áttað sig, fyrr en bifreiðin hafi lent á konunni, sem hafi fallið í götuna fyrir framan bifreiðina. Það kemur fram Í skýrslunni, að farþegar hafi verið margir í bifreiðinni, en þeir hafi ekki talið sig vera vitni að slysinu. Þá hafi ökumaður bif- reiðar, sem ók á eftir bifreiðinni R 4706, ekki talið sig vitni að slysinu. Eftir slysið var stefnandi flutt á slysadeild Borgar- spítalans. Í skýrslu lögreglumannanna kemur fram, að er umræddur at- burður varð, hafi verið myrkur, rigning og færi blautt. Hafnar- fjarðarvegur er malbikuð gata. Fyrir rannsóknarlögreglunni skýrði stefnandi svo frá hinn 12. desember 1973, að hún myndi ekki neitt eftir slysinu. Hún kvaðst hafa farið í strætisvagn niðri í bæ og ætlað með honum heim til sín. Hún hafi óviljandi farið fram hjá biðstöð á Eskihlíð og því ekki komist úr vagninum fyrr en á biðstöðinni sunnan- vert á Öskjuhlíðinni. Hún hafi síðan gengið til baka eftir gang- braut, sem þarna er vestan við Hafnarfjarðarveginn, en er hún átti ekki langt eftir niður að Litluhlíð, kveðst hún hafa ætlað þvert yfir götuna. Rigning hafi verið og súld og slæmt skyggni. Hún kvaðst hafa gætt vel í kringum sig, áður en hún gekk út á götuna, en hún kvaðst oft ganga þarna yfir. Hún kvaðst ekki hafa séð neinar bifreiðar nálgast og því gengið út á götuna og 21 322 ætlað beint yfir hana. Hún kvaðst næst hafa munað eftir sér uppi á Borgarspítala. Jón Árnason, ökumaður bifreiðarinnar R 4706, skýrði svo frá fyrir rannsóknarlögreglunni 10. desember 1973, að rétt væri eftir sér haft í skýrslu lögreglunnar. Hann kvaðst hafa ekið niður Eskihlíðina og hefði hraðinn hjá sér verið á að giska 30— 40 km/klst. Engin umferð hafi verið á undan sér, en talsverð umferð á móti. Kvaðst hann skyndilega hafa séð konu úti á ak- brautinni, þar sem hún hafi verið á leið í veg fyrir bifreiðina frá vinstri. Hafi konan verið á miðri götunni, er hann hafi séð til hennar fyrst. Kvaðst hann strax hafa hemlað og reynt að beygja undan til vinstri, en konan hafi lent fyrir framenda bif- reiðarinnar hægra megin. Hann kvað bifreið sína hafa verið langt til stöðvaða, er konan lenti fyrir henni, en hún hafi kastast fram fyrir bifreiðina. Jón kvað skyggni hafa verið slæmt og konuna dökkklædda og hafi hann því séð hana seinna en ella. Jón kvað uppdrátt lögreglunnar nærri réttu lagi, en hann kvaðst ekki hafa skoðað hemlaför eftir bifreið sína og því ekki geta sagt um það, hvort aðeins var hemlafar eftir annað afturhjól hennar. Kvað hann sér hafa fundist bifreiðin taka jafnt í á öllum hjólum, er hann hemlaði. Jónas Bjarnason rannsóknarlög- reglumaður kom á vettvang, en þá var búið að flytja stefnanda í slysavarðstofuna. Hann kveður rigningu hafa verið og skyggni slæmt. Þar sem gatan hafi verið mjög blaut, hafi ekki verið greind hemlaför eftir bifreiðina, ef þau hafi verið, nema stutt far aftur af vinstri hjólum. Hann kveður ekki hafa tekist að ná í neina sjónarvotta. Jónas kveður götuna hallast þarna talsvert undan í sömu átt og bifreiðinni var ekið. Ekki kveður hann gangbraut vera þarna yfir götuna. Jónas kveður götulýsingu barna vera sæmilega og raðir ljósastaura báðum megin götunn- ar. Hann kveður bifreiðina R 4706 hafa staðið sem næst á milli ljósastauranna á hægri götujaðri, en beint andspænis framenda hennar hafi verið ljósastaur vestanvert við akbrautina. Hann kveður 8—10 m bil vera á milli götuljósanna. Lögreglumenn gerðu uppdrátt af vettvangi, og samkvæmt honum er slysstaður um 74 m austan Litluhlíðar. Bifreiðin R 4706 hefur staðnæmst á götunni þannig, að framendi hennar hefur numið við steina, sem raðað er meðfram nyrðri vegbrún, en afturendi bifreiðar- innar er nær miðju. Hefur bifreiðin því stöðvast nokkuð á ská á veginum. Á uppdrættinum er markað hemlafar eftir vinstri hjól bifreiðarinnar, 6—7 m langt. 323 Arnþór Þórðarson bifreiðaeftirlitsmaður kom á vettvang og framkvæmdi rannsókn á bifreiðinni R 4706. Í skýrslu hans segir svo: „Við skoðun og reynslu í akstri kom í ljós, að hemlar bif- reiðarinnar tóku í ójafnt, minnst hemlun var á hægra framhjóli. Hemlafetill var í eðlilegri stöðu, er hann veitti viðnám. Stöðu- hemill var í lagi, ljósabúnaður var í lagi, stýri var ekki eðlilegt, var laust og fundust högg í því við snúning. Þurrkur og flauta voru í lagi, rúður voru hreinar. Hraðamælir var óvirkur. Hjól- barðar voru allir með sumarmynstri, í lagi á framhjólum, en svo til sléttslitnir á afturhjólum“. Samkvæmt yfirlýsingu Bifreiðaettirlits ríkisins, dags. 23. apríl 1975, hefur ökuriti aldrei verið í bifreiðinni og undanþága veitt vegna bifreiðarinnar. Þá kemur og fram, að stofnunin hafi bannað notkun bifreiðarinnar eftir slysið þar til eftirfarandi atriði hafa verið lagfærð: stýrisvél, ójöfn hemlun, hjólbarðar og hraðamælir. Kemur og fram, að bifreiðin hafi síðan komið til skoðunar 12. desember 1973 og hafi þá reynst vera í lagi. Stefán Guðnason læknir hefur metið örorku stefnanda, og er mat hans dags. 25. nóvember 1974. Í örorkumatinu eru rakin læknisvottorð um áverka þá, sem stefnandi hlaut við slysið, og afleiðingar þeirra. Er örorkumatið svohljóðandi: „Fyrir liggur í staðfestu endurriti áverkavottorð Jóns Friðriks- sonar á Skurðdeild Borgarspítalans í Rvík, dags. 9/1 1974, svo- hljóðandi: Sjúkl. kom á Slysavarðstofuna þ. 4/12 1973. Hún var meðvit- undarlaus við komu, en kom fljótt til meðvitundar. Var skýr í hugsun og fullkomlega áttuð á stund og stað. Hún var skrámuð á höndum og á hnjám, hún var með stóra kúlu hægra megin á enni og byrjandi glóðarauga vinstra megin. Kvartaði um eymsli við djúpa innöndun, í baki og í hægri síðu. Teknar voru rtg- myndir, sem sýndu 8—9 cm langa skásprungu í os parietale hægra megin í höfuðkúpu án skörðungar eða misgengis. 5. og 6. rif hægra megin í aftari axillarlínu var brotið, enn fremur grunur um brot í 7. og 8. rifi, sömuleiðis í aftari axillarlínu. Mjaðma- grind hægra megin reyndist þríbrotin með vægu misgengi. Þá sáust engin merki um áverka á innri líffærum. Aðalástæða fyrir því, að sjúkl. liggur enn á sjúkrahúsi, er brotið á mjaðmagrind, en brot hjá fólki á þessum aldri gróa seint, og mun hún þurfa að liggja í nokkurn tíma enn, áður en þorandi er fyrir hana að reyna á brotið. Brotið situr aftur á móti vel, og þegar það grær saman, má búast við fullri fótaferð hjá sjúkl. Í öðru lagi kvartaði sjúkl. 324 um tvísýni eftir slysið, sem bar mest á fyrstu dagana, hefur farið minnkandi, en er ekki horfin alveg enn, má að líkindum búast við, að þetta einkenni hverfi á næstu mánuðum“. Einnig liggur fyrir læknabréf frá endurhæfingadeild sama sjúkrahúss, undirritað af Jóhanni G. Þorbergssyni, svohljóðandi: „Kom þ. 4/2 '74, fór þ. 25/3 '74. Sjúkdómsgreining: Fractura cranii seq. Fractura pelvis. Frac- tura costarum. 79 ára gömul kona, sem verður fyrir bifreið þ. 4/12 '73. Hún mun hafa misst meðvitund um stund og rankaði ekki við sér fyrr en hún kom á Slysavarðstofuna. Við rannsókn kom í ljós á röntgen cranium mynd 8—9 cm löng skáfissura á hægri os parie- tal án diastasis eða dislocationar. Rtg. hægra rif sýndu fract. á 5. og 6. rifi í aftari axillarlínu, ennfremur er smábeygla á 7. og 8. rifi, sömuleiðis í aftari axillarlínu. Rtg. af hægri mjöðm þ. 7/12 sýndu engin brot á mjöðminni, en aftur á móti kom fram brot á ramus superior pelvis dxt. og tvíbrot á ramus inferior með vægri dislocation. Við komu á Endurhæfingadeild þ. 4/2 1974 kveðst hún að mestu vera orðin góð í höfðinu, en kvartar um skerta sjón og auk þess minnkaða heyrn á hægra eyra. Finnur auk þess til í mjöðminni, er hún hreyfir sig í rúminu. Fyrri heilsufarssaga: Tví op vegna gallsteina, tví op vegna haemorrhoidea, op einu sinni vegna cystocele. 1971 fær hún collum chirurgicum fract. vi. öxl og haft síðan af og til verki og þreytu í öxlinni. Saga um væga hypertension, sem meðhöndluð er með diusetica. Skoðun við komu: Sjúkl. er fremur grannholda, engin de- compensationseinkenni. Gland. thyroidea plaperast og er smá mobill hnútur í vi. lobus. Öndun virðist vesicular. Actio corðis regluleg, tensio 170/80. Rannsóknir: Hemoglobin við komu 12 g%, en þ. 15/3 12.4 g%, sökk 18, hvít og diff eðlileg, þvagrannsókn: Engin eggjahvíta eða sykur, þvagræktun sýndi vöxt af B-coli, en taln. innan við 1000. Rtg. control af mjaðmagrind þ. 22/2 sýndi, að brotlegan var í öllum aðalatriðum óbreytt, en minimal callusmyndun var til staðar. Gangur og meðferð: Sjúkl. var mjög dugleg í endurhæfingu, og í journal er noterað þ. 11/2, að hún var farin að geta gengið um við 1 staf, en það, sem hefur aðallega háð henni, er, að heyrnin hefur orðið verri, að því er hún telur, á hægra eyra og því var beðið um heyrnarmælingu, og þ. 4/3 1974 rannsakaði Daníel ö2ð Guðnason sjúkl. Þar kemur í ljós, að sjúkl. hefur fundið fyrir heyrnarðdeyfu á báðum eyrum, einkum hægra eyra, síðan hún varð fyrir slysinu, svo og eyrnarsuði. Suðið virðist þó hafa minnk- að. Audiogram sýndi neurogen heyrnarðdeyfu á báðum eyrum, öllu meira á hægra eyra, og ráðleggur Daníel að taka nýtt audiogram síðar, eftir ca mánuð eða svo, og ákveða þá, hvort rétt væri að prófa heyrnartæki. Þann 27/2 er nóterað í journal, að sjúkl. sé nú farinn að geta gengið um án stuðnings. Bjúgur vildi safnast á hægri ökla, þegar líða tók á daginn, en jafnaði sig yfir nóttina, og hún hefur fengið eina töflu af Centyl á dag. Þann 13/3 1974 er nóterað í journal, að sjúkl. fái 1 ml Depo- medrol í vi. axlarlið vegna verkja, sem hún hefur haft þar, en það er saga um gamalt trauma. Sjúkl. fær, á meðan á dvöl stendur, t. Centyl eina t. á dag, auk þess vitamín, t. ABCDin 1X2. Henni fór mjög vel fram, meðan á dvöl stóð hér, en við töldum rétt að reyna að endurhæfa hana eins vel og kostur var, þar sem hún býr í eigin íbúð á 2. hæð og þarf að ganga ca 14 tröppur upp á hæðina. Við brottför er henni ráðlagt að halda áfram með t. Centyl eina á dag, og einnig er henni ráðlagt að hafa samband við H.N.E.-deildina, m. t. t. væntanlegrar heyrnarmælingar“. Þá liggur fyrir vottorð Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, Rvík, dags. 7. nóvember 1974, svohljóðandi: „Frú Jóhanna Guðlaugsdóttir slasaðist 4. des. s.l., fékk höfuð- kúpubrot með fleiri brotum. Hún sá lengi tvöfalt eftir slysið, það hefur lagast að mestu, en hún á ennþá erfitt með að halda aug- unum opnum og þreytist í þeim. Sjón á hægra auga — vinstra auga 64g — 64, með gleraugum“. Loks liggur fyrir vottorð Guðmundar Eyjólfssonar læknis, sér- fræðings í nef-, háls- og eyrnalækningum, dags. 11. nóvember 1974, svohljóðandi: „Eyrun eru eðlileg við skoðun. Heyrn mælist skert á hægra eyra. 50— 70 db. fyrir 4000 og 8000. 35—45 db. fyrir 1000 og 2000. Á vinstra eyra er heyrnin 30—35 db. nema fyrir 8000 er um 45 db. Engin nystagmus er í dag hjá henni. Hún segir mikla suðu fyrir hægra eyra. Heyrnartapið, suðan og sviminn bendir til næringartruflunar á hægra eyra. Dál. ellibreyting er á vinstra eyra“. Slasaða kom til undirritaðs til viðtals þ. 1/7 1974. Hún kveðst hafa orðið fyrir bifreið þ. 4/12 1973 og slasast af þeim sökum. Hún var flutt af slysstað í slysavarðstofu og vistuð í Borgarspítal- 326 anum til 25/3 1974, til lækninga og endurhæfingar. Frásögn hennar af því, hver meiðsl hún hafði hlotið, kemur heim við Það, sem frá er greint í læknisvottorðum þeim, er liggja fyrir. Hún kvartar um, að hún hafi tapað heyrn við slysið, og kveðst hafa séð tvöfalt í fyrstu eftir slysið. Einnig kvartar hún um óþæg- indi í höfði, hálsi, hægri handlegg og hægri síðu og einnig í mjaðmasvæðinu hægra megin. Henni var ráðlagt að fá skoðun að nýju hjá Jóhanni G. Þorbergssyni lækni, sérfræðingi í lyf- lækningum og gigtarlækningum, og Örorkumatsvottorð. Einnig ráðlagt að láta athuga heyrnina hjá sérfræðingi í þeirri grein með það fyrir augum að fá úr því skorið, hvort heyrnarmissirinn telst afleiðingar slyssins. Ályktun: Það er um að ræða áttræða konu, sem varð fyrir um- ferðarslysi sem farþegi í bifreið (sic) fyrir tæpu ári. Hún hlaut í slysi þessu brot á höfuðkúpu, brot á tveimur brjóstrifjum og grun um brot á tveimur öðrum rifjum, brot á mjaðmagrind á Þrem stöðum hægra megin. Slasaða var vistuð í sjúkrahúsi af þessum sökum, að því er virðist Í alls 3 mánuði og 3 vikur, til lækninga og endurhæfingar. Slasaða telst hafa verið óvinnufær í 4 mánuði vegna afleiðinga slyssins, lítt vinnufær eftir það í 3 mánuði, vinnugeta verulega skert eftir það í 3 mánuði, og varanlega telst vinnugeta nokkuð skert. Það, sem af líkum má telja varanlegar afleiðingar slyssins, eru heyrnarskerðing á hægra eyra, þreyta í augum og erfiðleikar við að halda þeim opnum, nokkur önnur óþægindi frá höfði, hálsi, hægri handlegg, hægri síðu og hægra mjaðmasvæði. Tæpast er hægt að gera ráð fyrir, að slasaða fái frekari bata en þegar er fenginn á afleiðingu þessa slyss, og þykir því tíma- bært að meta nú þá tímabundnu og varanlegu örorku, sem slas- aða telst hafa hlotið af völdum þessa slyss. Með hliðsjón af heilsufarssögu þessarar öldruðu konu og þeirri hreysti, sem hún virðist hafa átt við að búa fram að slysinu, telst hæfilegt að meta örorku hennar af völdum slyssins, sem nú greinir: Frá slysdegi í 4 mánuði 100%. Eftir það í 3 mánuði 75%. Eftir það í 3 mánuði 65%. Eftir það varanlega 35%“ Guðjón Hansen hefur framkvæmt örorkutjónsútreikninga á grundvelli framangreinds örorkumats. Útreikningurinn, sem dags. er 17. desember 1974, er svohljóðandi: 321 „Samkvæmt örorkumati Stefáns Guðnasonar, læknis, dags. 25. nóvember 1974, varð frú Jóhanna Guðlaugsdóttir, Eskihlíð 22 A, Reykjavík, fyrir slysi 4. desember 1973. Telur læknirinn, að af völdum slyss þessa hafi Jóhanna hlotið orkutap, er hann metur þannig: Í4 mánuði .. .. .... ... .. .. 100% Í3 mánuði .. .. .... „0. 15% Í3 mánuði .. .. .. .. .. .. .. 65% Síðan til frambúðar .. .. .. .. 35% Jóhanna er sögð fædd 18. júlí 1894 og hefur samkvæmt því verið 79 ára gömul, er hún varð fyrir ofangreindu slysi. Sam- kvæmt upplýsingum yðar, herra hæstaréttarlögmaður, hefur hún haldið heimili fyrir sig og son sinn, sem fæddur er árið 1926, og gerir það enn. Samkvæmt töflum þeim um starfsorkulíkur, sem notaðar eru við örorkutjónsútreikninga, er gert ráð fyrir, að konur á aldri Jóhönnu, sem enn eru í starfi, geti haldið starfsorku sinni um nokkurra ára skeið, þótt líkur fyrir áframhaldandi starfi fari ört minnkandi. Þegar tveir fullorðnir eru í heimili — venjulega barnlaus hjón — er ég vanur að áætla störf húsmóður á þann veg, að þau jafn- gildi % af fullu starfi iðnverkakonu án yfirvinnu. Virðist mér eðlilegt, að sömu aðferð sé beitt í þessu máli. Þegar árslaun iðn- verkakonu eru reiknuð sem tólfföld föst mánaðarlaun samkvæmt 2. flokki taxta Iðju í Reykjavík, reiknast mér % hlutar árslauna verða sem hér segir: Í desember 1973 .. .. .. .. .. kr. 259.749 Árið 1974 .. .. .. .. 2... .. — 325.510 Árið 1975 .. .. .. .. .. .. .. — 374.649 Eftir þann tíma... .. .. .. .. — 378.864 Hér hefur verið tekið tillit til 3% umsaminnar grunnkaups- hækkunar 1. júní 1975. Miðað við framangreindan tekjugrundvöll og tap tekna í sam- ræmi við áðurnefnt örorkumat reiknast mér verðmæti tapaðra tekna á slysdegi nema: 328 Reiknað með Reiknað með 7T% ársvöxtum 9% ársvöxtum kr. kr. Vegna tímabundins orkutaps í 10 mán- uði eftir slysið .. .. .. .. .. .. .. 164.698 163.596 Vegna varanlegs orkutaps ettir það. 85.193 82.935 Samtals 249.891 246.631 Reiknað er með töflum um starfsorkulíkur, samræmdum eftir- lifendatöflum íslenzkra kvenna 1951—-1960. Vextir eru reiknaðir á framangreinda tvo vegu. Tekið skal fram, að óvissa hlýtur að vera um það, hvernig hinar erlendu töflur um starfsorkulíkur henta við íslenzkar aðstæður, þegar um er að ræða svo háan aldur sem hér. Gögn um þetta atriði eru ekki tiltæk“. Fjárhæð dómkröfu stefnanda er sundurliðuð þannig: 1. Bætur skv. örorkutjónsútreikningi .. .. .. .. kr. 249.891 2. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum, þjáningar, lýti og miska .. .. ... 0... 800.000 3. Reikningur fyrir læknisvottorð a — 2.093 4. Reikningur fyrir örorkuútreikning .. .. .. .. — 10.500 Kr. 1.062.484 Af hálfu stefnanda er fébótaábyrgð stefnda Landleiða h/f byggð á því, að ökumaður bifreiðarinnar R 4706 hafi ekki viðhaft þá aðgætni við akstur bifreiðarinnar, sem honum hafi borið, svo og því, að bifreiðin hafi verið í óforsvaranlegu og ólöglegu ástandi, verið í óökufæru ástandi, enda hafi notkun hennar verið bönnuð af Bifreiðaeftirliti ríkisins eftir slysið. Er því haldið fram, að sam- kvæmt skoðunargerð bifreiðaeftirlitsmannsins Arnþórs Þórðar- sonar hafi vanbúnaður bifreiðarinnar brotið í bága við brýn ákvæði umferðarlaga og hafi þetta ástand leitt til þess, að öku- maður bifreiðarinnar hafi ekki haft stjórn á henni. Er fébóta- ábyrgð stefnda Landleiða h/f byggð á 1. mgr. 67. gr. umferðar- laga, en fébótaábyrgð stefnda Samvinnutrygginga g/t er byggð á 2. mgr. 74. gr., sbr. 3. mgr. 70. gr. sömu laga. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að ekki verði við hana sakast um atvik að slysinu. Hún hafi að vísu farið í strætisvagninum lengra en hún ætlaði sér, en ekki verði af þeirri ástæðu lögð á hana eigin sök 329 á slysinu. Þá er því haldið fram, að hún hafi gætt vel að bifreiðum til beggja handa, áður en hún hafi farið út á götuna, og hafi hún þá ekki séð neina bifreið nálgast. Hún hafi svo gengið rakleitt yfir götuna, en þá hafi slysið orðið. Sýknukrafa stefndu er aðallega byggð á því, að stefnandi hafi gerst sek um svo stórkostlega óaðgæslu, að hún verði fyrir þá sök að bera ein ábyrgð á slysi því, sem hún varð fyrir, sbr. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Er því haldið fram, að akbrautir séu fyrst og fremst ætlaðar ökutækjum og verði gangandi vegfarendur að virða þá höfuðreglu. Að því leiði, að gangandi vegfarendur, sem hyggjast ganga yfir akbrautir, verði að gæta ýtrustu varúðar, taka fyllsta tillit til ökutækja á akbrautinni og sjá öryggi sínu borgið á eindæmi sitt án þess að torvelda eða trufla á nokkurn hátt akstur ökutækja. Þá beri vegfarendum að nota merktar gangbrautir, sé þess nokkur kostur. Er því haldið fram, að gera verði strangar kröfur til vegfarenda í þessu efni eftir því sem umferð ökutækja sé meiri og akstursskilyrði verri. Er því haldið fram, að umrædd akbraut sé ein mesta umferðargata hér í borg og er slysið varð, hafi akstursskilyrði verið með versta móti sök- um myrkurs og rigningar. Ljóst sé af atvikum, að stefnandi hafi ekki tekið tillit til þess. Hún hafi virt allar umferðarreglur að vettugi og farið yfir akbrautina án þess að skeyta nokkuð um ökutæki, sem nálguðust. Annað hvort hafi stefnandi ekki skeytt um eigið öryggi eða hún hafi ætlað bifreiðarstjórum, sem þarna óku um, að koma í veg fyrir slys með nauðhemlun eða öðrum neyðarúrræðum, en hvort tveggja sé jafnháskalegt og ámælisvert. Er því haldið fram, að ef stefnandi hefði staðnæmst, áður en hún gekk út á götuna, og fylgst með umferðinni frá vinstri og hægri, þá hefði hún séð til ferða bifreiðarinnar og gert sér ljóst, að bif- reiðin var svo skammt undan, að óðs manns æði hefði verið að fara yfir akbrautina í veg fyrir bifreiðina. Er því haldið fram í þessu sambandi, að stefnandi hafi með þessu atferli sínu stofnað öryggi farþega í bifreiðinni í verulega hættu, þar sem nauðhemlun slíkra bifreiða sé mjög hættuleg og geti valdið tjóni á farþegum, sem einatt séu óviðbúnir svo skyndilegri stöðvun. Af hálfu stefndu er því mótmælt, að ökumanni bifreiðarinnar R 4706 verði gefin sök á slysinu. Er því haldið fram, að hann hafi ekið hægt og hafi nauðhemlað, þegar hann hafi getað séð til stefnanda, er stefnandi hafi skotist fram undan bifreiðinni. Er á það bent, að ljóst sé af uppdrætti, að mjög lítið svigrúm hafi verið til að stöðva bifreið- ina. Er því haldið fram, að hemlafetill hafi verið í eðlilegri stöðu 330 og veitt eðlilegt viðnám, þegar hemlað var, en fyrst og fremst hafi reynt á þetta öryggistæki bifreiðarinnar. Þótt stýri hafi ekki reynst í fyllsta lagi, þá skipti það ekki máli, því það hafi ekki reynt á það í viðleitni bifreiðarstjórans til að koma í veg fyrir slysið. Verði sýknukrafa á framangreindum grundvelli ekki tekin til greina að öllu leyti, þá er því haldið fram af hálfu stefndu, að stefnandi eigi að langmestu leyti sök á slysinu og hafi stefnandi fengið tjón sitt að fullu bætt, að því leyti sem það varði stefndu að lögum, þar sem stefndi Samvinnutryggingar g/t hafi hinn 10. júní 1974 greitt stefnanda bætur að fjárhæð kr. 100.000 ásamt vöxtum og innheimtukostnaði. Hafi þetta verið gert ex gratia og án viðurkenningar á bótaskyldu og beri að draga fjárhæð þessa frá, ef komi til mats á tjóni stefnanda af völdum slyssins. Ekki verður það metið stefnanda til sakar, að hún fór með strætisvagninum lengra en hún ætlaði sér í upphafi. Gekk stefn- andi síðan eftir gangstéttinni vestan akbrautarinnar, þar til hún kom að þeim stað, sem hún gekk út á götuna. Ekki er fram komið, að merkt gangbraut hafi verið yfir götuna, þar sem stefnandi fór úr bifreiðinni eða í næsta nágrenni. Er ekki komið fram, að merkt gangbraut sé yfir götuna fyrr en á móts við íþróttahús Knatt- spyrnufélagsins Vals, sem er langt frá þeim stað, sem hún gekk út á götuna. Við þessar aðstæður verður það ekki metið stefnanda til sakar, þótt hún hygðist komast yfir götuna, þar sem hún gekk út á hana. Er eigi ástæða til að ætla annað en stefnandi hafi gengið út á götuna, er hún sá, að ekki var von bifreiðar, eins og hún hefur skýrt frá, og gengið rakleiðis yfir götuna. Er ljóst af uppdrætti, að stefnandi hefur verið að komast yfir akbrautina, sem er þarna um 8 m breið, þegar hún varð fyrir bifreiðinni. Svo sem fram er komið, var notkun bifreiðarinnar bönnuð eftir slysið sökum ófull- nægjandi ástands. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir stefnanda ekki verða gefin sök á slysinu, og verður fébótaábyrgð á því að fullu lögð á stefnda Landleiðir h/f skv. 1. mgr. 67. gr. umferðar- laga. Verða nú raktir kröfuliðir dómkröfu stefnanda og afstaða aðilja til þeirra. Örorkutjón. Krafa stefnanda samkvæmt þessum lið er byggð á örorkumati því, sem fyrir liggur í málinu, og örorkutjónsútreikn- ingi. Er og á það bent, að stefnandi njóti ekki sérstakra bóta frá Tryggingastofnun ríkisins vegna slyssins. Af hálfu stefndu er kröfulið þessum mótmælt sem stefndu óviðkomandi, en til vara sem allt of háum. Er því haldið fram, að þótt stefnandi hafi getað 3ð1 annast sjálfa sig á heimili sínu í skjóli elli- og eftirlauna, þá geti verðmæti slíkra heimilisstarfa ekki orðið nema óveruleg fjár- hæð. Því sé það eigi raunhæfur grundvöllur að miða tjón stefn- anda samkvæmt þessum lið við launatekjur fullvinnandi konu við störf utan heimilis samkvæmt launataxta stéttarfélags. Er því mótmælt, að tjón stefnanda verði metið á þessum grundvelli, enda geti það aldrei orðið nema brot af fjárhæð þessa kröfuliðar. Er því mótmælt sérstaklega, að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni á grundvelli tímabundinnar örorku, þar sem hún hafi haldið bæði eftirlaunum og ellilífeyri, en það séu þær tekjur, sem hún hafi haft. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum, þjáningar, lýti og miska. Kröfuliður þessi er byggður á því, að samkvæmt framlögðum læknisfræðilegum gögnum sé ljóst, að meiðsli stefnanda og af- leiðingar þeirra séu slík, að hún hafi liðið miklar þjáningar. Einnig sé staða hennar miklu lakari en hún var. Hún hafi áður verið einfær um að sjá um sig og farið ein allra sinna ferða og haldið heimili fyrir son sinn, en nú verði hún að öllu verulegu leyti að njóta hjálpar frá ættingjum og vinum. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að fjárhæð þessa liðar sé langt úr hófi fram, begar tillit sé tekið til meiðsla stefnanda og afleiðinga þeirra. Eðlilegast virðist að meta tjón samkvæmt tveimur fyrstu kröfu- liðunum í einu lagi og geti þá aðeins lítið brot af bótum sam- kvæmt þessum lið komið til álita. Er því haldið fram, að ekki geti verið um að ræða neinar bætur fyrir röskun á stöðu og högum stefn- anda. Ekki geti heldur verið um að ræða bætur fyrir lýti, heldur komi aðeins til álita bætur fyrir þjáningar. Sé og á það að líta í þessu sambandi, að stefnandi virðist ekki hafa verið heilsuhraust fyrir slysið, því af gögnum málsins komi fram, að hún hafi oft gengið undir skurðaðgerðir. Læknisvottorð. Kröfuliður þessi hefur ekki sætt andmælum. Örorkutjónsútreikningur. Kröfuliður þessi er byggður á reikn- ingi tryggingafræðingsins fyrir útreikning þann, sem fyrir liggur í málinu. Af hálfu stefndu hefur kröfulið þessum verið mótmælt sem málinu óviðkomandi með vísan til röksemda þeirra, sem mót- mælin gegn kröfu um örorkutjónsbætur eru byggðar á. Er því haldið fram, að ekki hafi verið skilyrði til að leggja í þennan kostnað. Afstaða dómara til dómkrafna. Stefnandi var 79 ára, þegar slysið varð. Eru tekjur hennar eftir- s laun og ellilífeyrir. Býr stefnandi í eigin húsnæði. Örorkumöt og 332 örorkutjónsútreikningar eru hjálpargögn við ákvörðun tjónbóta. Þótt stefnandi hafi ekki haft aðrar tekjur en að framan greinir, þykir það ekki girða fyrir það, að hún eigi rétt til bóta fyrir ör- orkutjón. Eftir öllum atvikum þykir rétt að ákveða bætur fyrir örorkutjón, röskun á stöðu og högum, þjáningar og miska í einu lagi, en ekki er fram komið, að stefnandi hafi hlotið varanleg lýti við slysið. Þegar virt er sjúkrasaga stefnanda og önnur atriði, sem hafa komið fram um hagi hennar, verða heildarbætur samkvæmt þessum kröfuliðum ákveðnar kr. 250.000. Krafa um greiðslu kostn- aðar við læknisvottorð verður tekin til greina við ákvörðun um málskostnað. Stefnanda var rétt að leita álits tryggingafræðings, og þar sem kostnaður þessi hefur ekki sætt tölulegum andmælum, verður hann tekinn til greina við ákvörðun um málskostnað. Greiðsluskylda. Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. umferðarlaga ber stefndi Samvinnutryggingar g/t greiðsluskyldu á dæmdum fjár- hæðum með stefnda Landleiðum h/f. Stefndi Samvinnutryggingar g/t greiddi stefnanda hinn 10. júní 1974 kr. 100.000 „til samkomulags, en án viðurkenningar á bóta- skyldu, „ex-gratia“,“ sem greiðslu í eitt skipti fyrir öll á tjóni stefnanda af völdum slyssins, svo og 9% vexti af fjárhæðinni og kr. 13.900 í lögmannsþóknun. Var tekið við greiðslu þessari af hálfu stefnanda með fyrirvara um hærri bótafjárhæð í skaðabóta- máli. Því er haldið fram af hálfu stefnanda, að greiðsla þessi eigi ekki að koma til frádráttar dæmdum bótum. Greiðsla þessi var innt af hendi sem greiðsla í eitt skipti fyrir öll á skaðabótum til stefnanda af völdum slyssins, og með hliðsjón af kröfum stefndu þykir hún því eiga að koma til frádráttar dæmdri bótafjárhæð í málinu. Samkvæmt því verða stefndu in soliðum dæmdir til að greiða stefnanda kr. 250.000 að frádregnum kr. 100.000, eða kr. 150.000 ásamt umkröfðum vöxtum, 9% ársvöxtum frá 4. desember 1973 til greiðsludags. Ekki liggur fyrir sundurliðaður reikningur um kostnað stefn- anda af rekstri málsins. Samkvæmt því, sem fyrir liggur Í málinu, þykir kostnaður þessi hæfilega ákveðinn kr. 64.000, þar með tal- inn kostnaður við læknisvottorð, kr. 2.093, og kostnaður við ör- orkutjónsútreikning, kr. 10.500, svo og málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Kristins Einarssonar hæstaréttardómara, kr. 50.000. Stefndu ber að greiða in solidum kr. 64.000 í málskostnað, sem renni í ríkissjóð. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. 333 Dómsorð: Stefndu, Landleiðir h/f og Samvinnutryggingar g/t, greiði in solidum stefnanda, Jóhönnu Guðlaugsdóttur, kr. 150.000 með 9% ársvöxtum frá 4. desember 1973 til greiðsludags. Stefndu greiði in soliðum kr. 64.000 í málskostnað, er renni í ríkissjóð. Kostnaður stefnanda af rekstri málsins, kr. 64.000, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Kristins Einarssonar hæstaréttarlög- manns, kr. 50.000. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 334 Þriðjudaginn 13. apríl 1976. Nr. 93/1974. Leó Garðar Ingólfsson (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar Brunabótafélagi Íslands (Benedikt Blöndal hrl.) og Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigurður Ólason hrl.) og Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar Brunabótafélag Íslands og Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs segn Leó Garðari Ingólfssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Skaðabótamál. Ábyrgð ríkissjóðs. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 14. maí 1974. Krefst hann þess, að gagnáfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt 65.440 krónur með 7% ársvöxtum frá 15. sept- ember 1972 til greiðsludags. Þá krefst aðaláfrýjandi máls- kostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs áfrýjaði málinu með stefnu 10. júní 1974. Gagnáfrýjendur Bílaverk- stæði Sigurðar Helgasonar og Brunabótafélag Íslands áfrýj- uðu málinu með stefnu 10. desember 1974, að fengnu áfrýj- unarleyfi 25. nóvember s. á. Krefjast gagnáfrýjendur sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti reisir aðaláfrýjandi kröfur sínar á hendur 335 Sagnáfrýjanda Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar á ákvæð- um 68. gr., sbr. 69. gr., umferðarlaga nr. 40/1968. Í héraðsdómi er lýst gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eins og þau voru, er atvik máls þessa gerðust. Þá voru þar ekki umferðarljós. Aðaláfrýjandi kveðst hafa talið, að aka ætti bifreiðum þeim, sem stóðu á vinstri akrein, þegar hann kom að gatna- mótunum, til vinstri austur Háaleitisbraut, þegar umferð norður Kringlumýrarbraut leyfði það. Ekki er því þó haldið fram, að slík stefnubreyting hafi verið gefin til kynna með stefnuljósum bifreiðanna. Aðaláfrýjandi mátti gera ráð fyrir þeim möguleika, að bifreiðarnar væru á leið suður Kringlu- mýrarbraut, en hefðu numið staðar við gatnamótin vegna umferðar austur og vestur Háaleitisbraut. Samkvæmt þessu og að öðru leyíi með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir aðaláfryjandi ekki hafa sýnt næga aðsæslu, er hann ók inn á gatnamótin. Á hann því sök á árekstrinum. Þegar bifreiðin R 9790 kom vestur Háaleitisbraut að gatna- mótunum, hafði lögreglumaðurinn, sem var þar við umferð- arstjórn, um hríð beint umferð austur og vestur Háaleitis- braut. Ökumaður R 9790 ók yfir gatnamótin eftir bendingu hans á vinstri akrein, sem var auð og hindrunarlaus. Sam- kvæmt ákvæðum 3. mgr. 38. gr., sbr. 1. mgr. 65. gr. um- ferðarlaga nr. 40/1968 þurfti hann ekki að nema staðar við gatnamótin, áður en hann ók inn á þau, þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 48. gr. sömu laga. Ósannað er, að ökuhraði R 9790 hafi verið meiri en leyfilegt var. Verður ökumanni ekki metið það til sakar, eins og á stóð, að hann varaðist ekki bifreið aðaláfrýjanda, er hún ók í veg fyrir hann, andstætt merkja- gjöf lögreglumannsins. Þykja ekki efni til að leggja að neinu leyti ábyrgð á tjóni aðaláfrýjanda á gagnáfrýjanda Bílaverk- stæði Sigurðar Helgasonar samkvæmt 68. gr., sbr. 69. gr. umferðarlaga. Og þar sem þessi gagnáfrýjandi verður sýkn- aður af kröfum aðaláfrýjanda, ber einnig að sýkna gagn- áfrýjanda Brunabótafélag Íslands, sbr. 70. gr. og 2. mgr. 74. gr. nefndra laga. Ekki þykir það hafa verið óforsvaranlegt, að lögreglumað- 336 urinn Ólafur Guðmundsson tókst einn á hendur umferðar- stjórn á gatnamótunum í umrætt sinn, og eigi heldur, að hann stóð ekki á upphækkuðum palli við umferðarstjórnina. Þá hefur ekki verið sýnt fram á, að lögreglumanninum hefði borið að standa á öðrum stað á gatnamótunum. Af ástæðum þeim, sem greinir í hinum áfrýjaða dómi, verður lögreglu- maðurinn ekki sakaður um það, hvar sendiferðabifreiðin staðnæmdist við gatnamótin. Ekki verður heldur fullyrt, að sendiferðabifreiðin hafi staðið þannig, að það verði talin mis- tök hjá lögreglumanninum, að hann leyfði R 9790 akstur inn á gatnamótin, áður en hann beindi sendiferðabifreiðinni á braut. Samkvæmt þessu þykir lögreglumaðurinn ekki hafa gerst sekur um nein þau mistök, sem leitt geti til skaðabóta- ábyrgðar fyrir ríkissjóð. Ber því að sýkna ríkissjóð af kröf- um aðaláfrýjanda. Fjármálaráðherra hefur einn gagnáfrýjað málinu f. h. rík- issjóðs. Þó var dómsmálaráðherra einnig stefnt f. h. ríkis- sjóðs, og hann fer með lögreglumál. Hefði því verið réti, að hann stæði einnig að gagnáfrýjuninni. Eftir atvikum þykir mega láta málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti falla niður. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar, Brunabótafélag Íslands og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, eiga að vera sýknir af kröfum aðaláfrýjanda, Leós Garðars Ingólfssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. febrúar 1974. I. Mál þetta, sem dómtekið var þann 21. febrúar sl., hefur Leó Garðar Ingólfsson, Laugateigi 40, Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu gegn Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar, Ármúla 36, Reykjavík, Brunabótafélagi Íslands g/t, Laugavegi 103, Reykja- öð! vík, og dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs Íslands, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík, með stefnu, fram- lagðri í dóm 12. október 1972. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði in solidum dæmdir til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 65.440 ásamt 7% árs- vöxtum frá 15. september 1972 til greiðsludags auk málskostn- aðar að skaðlausu að mati réttarins. Til vara krefst hann annarrar og lægri bótafjárhæðar að mati réttarins ásamt 7% ársvöxtum frá 15. september 1972 til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Af hálfu stefndu Bílaverkstæðis Sigurðar Helgasonar og Bruna- bótafélags Íslands g/t eru þær dómkröfur gerðar, að fyrirtækin verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur máls- kostnaður að skaðlausu úr hendi hans að mati bæjarþingsins. Af hálfu ríkissjóðs eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að ríkis- sjóður verði sýknaður af kröfu stefnanda og tildæmdur málskostn- aður að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði stór- lega lækkaðar og málskostnaður látinn niður falla. Sátt var reynd í málinu, en án árangurs. II. Málsatvik eru þau, að föstudaginn 2. júní 1972 um kl. 1700 varð árekstur með bifreiðunum R 9790 (Moskwitch) og R 23459 (Skoda) á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Bifreiðin R 9790, sem var eign Bílaverkstæðis Sigurðar Heiga- sonar og ábyrgðartryggð hjá Brunabótafélagi Íslands g/t, var ekið af eiganda verkstæðisins, Sigurði Helgasyni, en R 23459, sem var eign stefnanda, var ekið af honum. Stefnandi ók suður Kringlumýrarbraut, en R 9790 var ekið vestur Háaleitisbraut, og rákust bifreiðarnar saman á gatnamótunum. Þar stóð lögreglu- maður á um það bil miðjum gatnamótum við umferðarstjórn. Hafði hann stöðvað akstur eftir Kringlumýrarbraut, en leyft akstur yfir gatnamótin eftir Háaleitisbraut. Bæði Kringlumýrar- braut og Háaleitisbraut eru þarna tvískiptar brautir, og eru tvær akreinar á sín hvorri akbraut. Bifreiðinni R 23459 hafði verið ekið af Suðurlandsbraut og inn á vinstri akrein vestari akbrautar Kringlumýrarbrautar, en þegar nær dró gatnamótunum, hafði bifreiðin verið færð yfir á hægri akrein. Á vinstri akrein við gatnamótin stóðu þrjár eða fjórar bifreiðar og biðu þess að kom- ast áfram. Var R 23459 ekið fram með þessari röð bifreiða. Fremst í röðinni stóð stór sendiferðabifreið, rauð að lit. Deilir aðilja á 22 338 um, hvort og þá hversu langt bifreiðin var komin inn á gatna- mótin. R 9790 var ekið vestur Háaleitisbraut á nyrðri akbraut, og hafði ökumaður hennar skipt af hægri akrein yfir á þá vinstri, nokkru áður en hann kom að gatnamótunum, en síðan ekið eftir vinstri akrein og eftir bendingum lögregluþjónsins áfram yfir gatnamótin. Skemmdir urðu miklar á báðum bifreiðunum. Skemmdir R 9790: Samstæða, bretti og hurð mikið skemmd svo og stuðari og fleira. Skemmdir R 23459: Samstæðan, stuðari, bretti, hurð og vinstra framhjólið brotið af. Samkvæmt yfirlýs- ingu lögmanna fyrir dóminum greinir aðilja ekki á um upphæð tjóns stefnanda. Lögreglumennirnir Karl Bóasson og Einar Ólafsson komu á vettvang. Gerði Einar uppdrátt af vettvangi, en Karl tók skýrslur af ökumönnum. Vitnaskýrslna var ekki aflað á vettvangi eða haft tal af öðrum mönnum, er vera kynnu vitni að atburðinum, en lögregluþjóninum Ólafi Guðmundssyni, sem þarna var við umferðarstjórn. Segja lögreglumennirnir, að ágreiningur hafi ekki risið á vettvangi um orsakir árekstursins. Gefnar hafa verið skýrslur fyrir rannsóknarlögreglunni, sem fram hafa verið lagðar í málinu, og jafnframt hafa farið fram ítarlegar skýrslugjafir hér fyrir dómi. Þykir rétt að taka upp úr þessum skýrslum það, sem máli skiptir. Stefnandi, Leó Ingólfsson, skýrir svo frá, að sendiferðabifreiðin, sem stóð við gatnamótin á vinstri akrein, hafi verið af þeirri stærð, er húsgagnaverslanir og framleiðendur gjarnan nota, þ. e. stærri en sendiferðabifreiðar almennt gerast, en minni en vöru- flutningabifreiðar þær, sem mest tíðkast í langflutningum. Bif- reiðinni hafi verið sveigt nokkuð til vinstri og hafi hún verið komin hálf inn á gatnamótin. Hann hafi talið bifreiðarnar á vinstri akrein vera að bíða af sér umferð úr gagnstæðri átt, þannig að þeim gæfist færi á að taka vinstri beygju inn á Háaleitisbraut. Áður en hann kom að gatnamótunum, kveðst hann hafa skipt bifreið sinni í þriðja gangstig, en hægt ferðina með því að gefa upp bensíngjöfina, þegar hann nálgaðist gatnamótin, og hafi hann verið að því kominn að hemla. Þetta hafi hann gert, þar sem honum þótti sendiferðabifreiðin byrgja nokkuð sýn. Þegar hann hafi komið fram með sendiferðabifreiðinni á varla meira en 30 km:hraða, hafi skyndilega komið í ljós lögregluþjónn við um- ferðarstjórn. Hafi hann snúið í norður, en horft yfir hægri öxl sína til austurs eftir Háaleitisbrautinni. Vinstri hönd hafi hann 339 haft útrétta, en bandað þeirri hægri. Hann kveðst þegar hafa nauðhemlað, þegar hann sá bendingar lögregluþjónsins. Sekúndu- broti síðar hafi hann séð bifreiðina R 9790 á drjúgmikilli ferð vestur Háaleitisbraut og hafi hún þá svo til verið komin að lög- regluþjóninum. Hafi engum togum skipt, að bifreið þessi skall á bifreið hans. Viti hann næst af sér, þegar hann snúi til vesturs á hægri akrein Háaleitisbrautar. Hann kveðst ekki vita með vissu, hvort hann náði að stöðva bifreið sína að fullu, áður en árekstur- inn varð, enda vart meira en sekúnda til umráða. Hann telur lög- regluþjóninn hafa staðið sem næst beint fyrir framan sendiferða- bifreiðina og varla fjær henni en 3—3% m. Stefnandi hefur gert uppdrátt af aðstæðum eins og þær komu honum fyrir sjónir. Þá skýrir hann svo frá, að hann hafi séð eina bifreið fara vestur yfir gatnamótin, meðan hann var á leið að þeim. Hann hafi ekki séð, hvaðan hún kom, en talið víst, að hún kæmi sunnan Kringlu- mýrarbrautar og hefði beygt inn á Háaleitisbrautina. Enga bif- reið hafi hann séð fara austur yfir gatnamótin. Hann kveðst ekki hafa séð yfir Háaleitisbrautina, hvort umferð var stöðvuð á austari akbraut Kringlumýrarbrautar, bílaröðin honum á vinstri hlið hafi skyggt svo mjög á gatnamótin sjálf. Þá skýrir hann svo frá, að hann hafi án árangurs reynt að hafa uppi á ökumanni sendiferða- bifreiðarinnar. Sigurður Helgason, ökumaður R 9790, skýrir svo frá, að sendi- ferðabifreiðin, sem stóð við gatnamótin, hafi verið komin með framhjólin fram fyrir eyjuna, sem skiptir akbrautum, en ekki lengra inn á gatnamótin. Hún hafi þó heldur hindrað umferðina eftir hægri akrein Háaleitisbrautar. Hann hafi ekki séð til ferða R 23459 vegna hennar fyrr en um seinan. Hann kveðst hafa verið 50—60 m á eftir næstu bifreið, sem ekið var yfir gatnamótin. Hann áætlar, að hraði bifreiðar sinnar hafi verið 40—45 km miðað við klst. Hann hafi ekki bætt við hraðann, þegar hann kom á gatnamótin, heldur haldið sama hraða. Hann hafi verið kominn á móts við vinstri hlið sendiferðabílsins, þegar hann varð fyrst var við bifreið stefnanda. Hann telur lögregluþjóninn hafa verið ögn sunnar á gatnamótunum en stefnandi vill vera láta. Hann kveður bifreið stefnanda hafa verið á upp undir 45 km hraða miðað við klst., er áreksturinn varð. Hann gerir sér ekki grein fyrir því, hvort hann var byrjaður að hemla, áður en árekst- urinn varð eða um leið. Ólafur Guðmundsson lögreglumaður sá, er þarna var við um- ferðarstjórn, kveðst ekki hafa séð til ferða stefnanda, fyrr en 340 hann kom fram með kyrrstæðu bifreiðunum. Hvort hann var í röðinni og tók sig út úr henni eða kom hægri akreinina að norðan, treystir hann sér ekki til að segja til um. Hann hafi verið búinn að hleypa mörgum bifreiðum eftir Háaleitisbraut yfir gatnamótin, áður en ákeyrslan varð, og hafi Moskwitch-bifreiðin verið með þeim síðustu. Hann telur sig hafa verið ögn sunnar Í gatnamót- unum en stefnandi vill vera láta. Hann kveðst þá miða við venju- lega staðsetningu við umferðarstjórn. Sendiferðabifreiðina, sem var þarna við gatnamótin, telur hann hafa verið á móts við fram- enda eyjunnar, sem skiptir Kringlumýrarbrautinni. Hann taldi eyjuna ná töluvert inn á gatnamótin og lengra en sýnt er á upp- dráttum. Hefði bifreið verið komin jafnlangt inn á gatnamótin, eins og stefnandi telur sendiferðabifreiðina hafa verið komna, hefði hann reynt að gera einhverjar ráðstafanir. Venjulega byrji þeir á því að hreinsa vinstri akreinina og hleypa þeim bifreiðum í beygjuna, sem þar eru, teppi þær akreinar Háaleitisbrautar til vesturs. Þeir reyni að standa þannig að umferðarstjórn, að sem hættuminnst og þægilegast sé. Hann kveðst hafa verið við um- ferðarstjórn á þessum gatnamótum frá áramótum 1971/1972 með smáhléum. Hann hafi venjulega verið einn, en oft hafi komið menn frá umferðardeild og aðstoðað hann. Yfirleitt hafi umferðar- stjórn verið þarna allan daginn. Hann kveður áreksturinn hafa verið í byrjun umferðartíma. Þá skýrði hann svo frá, að bifreið sú, sem var næst á undan R 9790 yfir gatnamótin, hafi verið komin yfir þau, þegar R 9790 kom að þeim. Hraði R 9790 hafi verið eðlilegur, en hann hafi frekar hert á sér, enda hafi hann bent honum á að flýta sér. Bendingar þær, sem hann hafi gefið, hafi verið þær, að hann gefur R 9790 merki með hægri hendinni um að halda áfram, en heldur vinstri hendinni beint út. Hann snúi með andlitið til norðurs, en hafi bak og brjóst í umferðina, sem hann hafi stöðvað. Hann segir bifreiðar hafa beðið á báðum eystri akreinum Kringlumýrarbrautar. Hann getur ekki sagt til um umferð á syðri akbraut Háaleitisbrautar. Hann kveður sendiferða- bifreiðina hafa skyggt á akreinina, sem stefnandi kom eftir, en bifreiðarnar aftan við hana hafi ekki gert það. Hann varð þess ekki var, að stefnandi drægi úr ferðinni, og telur sig ekki hafa getað það, þar sem aðdragandinn hafi verið svo skammur. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn hefur komið fyrir dóminn og skýrt svo frá, að lögregluþjónum sé upp á lagt að standa að um- ferðarstjórn mjög svipað alls staðar. Þeir standi yfirleitt nokkuð á miðjum gatnamótum á þessum stað, þar milli eyja, þar hafi þeir 941 besta yfirsýn. Hann var að því spurður, hvort í annan tíma hafi orðið árekstur á þessum gatnamótum, enda þótt lögregluþjónn væri þar við umferðarstjórn. Hann kvaðst ekki þora að fullyrða það, aftur á móti hafi þessi gatnamót verið hættuleg á þessum tíma, eins og allir hafi vitað. Frá 1. janúar 1973 séu komin þar götuljós. III. Á hendur stefnda Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar er krafa stefnanda byggð á ákvæðum 1. mgr. 69. gr., sbr. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 40/1968. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að öku- maður R 9790 hafi ekið allt of hratt miðað við aðstæður og hann hafi ekið á bifreiðina R 23459 og eigi þegar af þessum ástæðum sök á árekstrinum. Stefnandi hafi ekið á aðalbraut, sem notið hafi stöðvunarskyldu gagnvart umferð á Háaleitisbraut, og hafi ekið gætilega og verið vakandi í akstri sínum. Hann hafi verið í góðri trú um umferðarrét sinn, þar sem hann sá ekki lögreglumanninn fyrr en of seint. Kröfu á hendur stefnda Brunabótafélagi Íslands g/t gerir hann með tilvísun til ákvæða 3. mgr., sbr. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 74. gr. laga nr. 40/1968, en stefndi Brunabótafélag Íslands g/t hafi verið ábyrgðartryggjandi R 9790 hinn 2. júní 1972. Kröfu á hendur ríkissjóði gerir stefnandi, þar sem hann telur orsök árekstursins stafa af alvarlegum mistökum, sem lögreglu- manninum Ólafi Guðmundssyni hafi orðið á við umferðarstjórn. Þessi alvarlegu mistök hafi valdið tjóni stefnanda. Þegar mistök lögreglumannsins áttu sér stað, hafi hann verið við störf, sem hann fékk greitt fyrir hjá ríkissjóði. Störf, sem gera verði ráð fyrir, að hann hafi unnið að ósk lögregluyfirvalda, en dómsmála- ráðherra sé æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Þar sem mis- tökin hafi orðið við störf í þágu ríkissjóðs, þá verði að telja ríkis- sjóð samkvæmt grundvallarreglum laga og eðli máls bera ábyrgð á greiðslu bóta til stefnanda. Vitnar stefnandi í þessu sambandi til reglna um húsbóndaábyrgð. Mistök lögreglumannsins hafi verið þau, að hann hafi tekist á hendur umferðarstjórn á fjölförnum og stórum gatnamótum, sem mjög örðugt og áhættusamt sé fyrir einn lögreglumann að stjórna. Það hafi verið alltítt fyrir nefndan árekstur og eftir, að tveir lögreglumenn hafi annast umferðar- stjórn á greindum gatnamótum. Þá hafi hann haft ranga hug- mynd um umferð á þeirri akrein Kringlumýrarbrautar, sem stefn- 342 andi kom eftir, og bendi það til þess, að hann hafi ekki gerla fylgst með umferð á þeirri akrein. Nauðsynlegt hafi verið, að lögreglu- maðurinn stæði mjög vestarlega í gatnamótunum, svo hann sæist af vestustu akreininni. Enn fremur hafi það verið alvarleg yfir- sjón að heimila stórri sendiferðabifreið að standa verulega inni á gatnamótunum og hindra útsýni bæði lögreglumannsins og þeirra, sem að komu. Þá heldur stefnandi því fram, að rannsókn málsins alls af hendi lögreglunnar sé ábótavant. Af hálfu stefndu Bílaverkstæðis Sigurðar Helgasonar og Bruna- bótafélags Íslands g/t er sýknukrafa byggð á því, að tjón stefn- anda verði ekki rakið til neinna þeirra atvika, er þeir beri ábyrgð á að bótarétti, hvorki samkvæmt ákvæðum umferðarlaga né öðr- um reglum. Er því sérstaklega mótmælt, að reglur um hlutlæga ábyrgð samkvæmt 1. mgr. 67. gr. umferðarlaganna, sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga, eigi hér við, þar sem um sé að ræða tjón af árekstri skráningarskyldra ökutækja, sbr. 68. gr. umferðarlaga. Þá er því haldið fram, að ökumaður R 9790 hafi átt umferðarrétt samkvæmt 1. mgr. 65. gr. umferðarlaga, sbr. 3. mgr. 38. gr. sömu laga, enda hafi honum samkvæmt nefndu ákvæði verið skylt að fara eftir bendingu lögregluþjónsins. Er því jafnframt mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að ökumaður R 9790 hafi ekið of hratt eða gálaust á annan hátt, og telja þeir því engin efni vera til að fella á þá bótaábyrgð vegna árekstursins, enda beri þeir ekki ábyrgð á um- ferðarstjórn lögreglumannsins. Hins vegar er því haldið fram, að stefnandi hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með því að gæta ekki að umferðarstjórn á gatnamótum og brjóta umferðarrétt R 9790 og geti hann ekki við aðra sakast en sjálfan sig og eða meðstefnda í því efni. Af hálfu stefnda ríkissjóðs er því mótmælt sem röngu og ósönn- uðu, að nokkur þau atvik, sem ríkissjóður beri ábyrgð á, séu völd að tjóni stefnanda. Er því m. a. mótmælt, að lögreglumanni þeim, sem þarna var við umferðarstjórn, hafi orðið á mistök í starfi. Því er hins vegar haldið fram, að stefnandi hafi eigi sýnt næga aðgæslu við stjórn bifreiðar sinnar í umrætt skipti og eigi fylgst nægilega með umferð um gatnamótin, en hér sé um að ræða fjölfarin gatnamót. Áreksturinn hafi átt sér stað á tíma, þegar umferðarálag sé þar einna mest, og því sérstök nauðsyn aðgæslu. Þetta gáleysi hans hafi svo augljóslega valdið því, að stefnandi taki ekki eftir merkjagjöf lögreglumannsins fyrr en um seinan. Sérstaklega er mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að 343 umferðarstjórn á umræddum gatnamótum hafi verið ófullnægj- andi með einum lögreglumanni. IV. Rétt þykir að taka sérstaklega til athugunar, hvort og á hvern hátt hver um sig, ökumaður R 9790, ökumaður R 23459 og lög- reglan, á í árekstrinum: a) Ökumaður R 9790 viðurkennir að hafa eftir bendingu lög- reglumannsins ekið viðstöðulaust inn á gatnamótin á 40—45 km hraða miðað við klst. Hann dregur ekkert úr hraðanum, enda þótt hann viðurkenni, að sendiferðabifreiðin hafi byrgt sér sýn til akreinarinnar, sem stefnandi kom eftir. Hann þykir með aksturslagi sínu hafa brotið gegn fyrirmælum 49. gr. laga nr. 40/1968, enda þykir umferðarstjórn lögreglu- mannsins aðeins veita honum almennan umferðarrétt, en leysa hann ekki undan almennum varúðarreglum. Af þessum ástæðum ber að leggja á hann nokkra sök á árekstr- inum. b) Settar reglur um merkjagjöf lögreglumanna við umferðar- stjórn skortir á Íslandi. Þá finnast hérlendis ekki settar reglur um, hvernig lögreglumenn eiga að standa að umferðarstjórn. Almennt þykir verða að gera þær kröfur til lögreglunnar, að hún geri allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að eftir um- ferðarstjórn hennar sé tekið. T. d. má láta lögreglumenn vera tvo við umferðarstjórn á erfiðum gatnamótum á annatímum eða láta þeim í té pall eða aðra upphækkun, svo vel til þeirra sjáist. Þá ber enn til þess að líta, að eðli málsins samkvæmt verður umferðarstjórn að vera með þeim hætti, að umferð gangi sem liðugast og stöðugast og ekki þurfi að koma til snögghemlunar ökutækja. Í ljós þykir leitt, að umferðarstjórn lögreglunnar hafi ekki nægjanlega uppfyllt greind skilyrði, þegar áreksturinn varð. Að vísu er ósannað, að lögreglumaðurinn Ólafur Guðmundsson hafi getað við því gert, að sendiferðabifreiðin stóð alveg við eða inn á gatnamótin. Hún getur hafa komið að, eftir að hann leyfði um- ferð yfir gatnamótin eftir Háaleitisbraut. Hins vegar sýnir sú staðreynd, að hann verður R 23459 ekki var fyrr enn rétt í þann mund, er áreksturinn verður, að vegna sendiferðabifreiðarinnar getur hann ekki á fullnægjandi hátt fylgst með þeirri akrein, sem R 23459 kemur eftir. Þá hefur af þeirri akrein verið erfitt að fylgjast með umferðarstjórn hans. 344 Þá hefur lögreglumaðurinn borið það fyrir dóminum, að hann hafi gefið ökumanni R 9790 merki um að hraða sér. Þetta gerir hann, enda þótt hann hafi ekki fulla sýn yfir gatnamótin og tölu- vert bil sé milli R 9790 og næstu bifreiðar á undan. Telja verður, að með þessu hafi lögreglumaðurinn aukið traust ökumanns R 9790 á því, að hann kæmist hindrunarlaust yfir gatnamótin, og þannig orðið meðvaldur þess, að ökumaðurinn slakar á varúðarreglum. Af þessu leiðir, að mistök þykja hafa orðið við umferðarstjórn- ina, og leggja verður því nokkra sök á lögregluna vegna þessa áreksturs. Þess ber að geta, að hvorki lögreglumenn á vettvangi né rann- sóknarlögreglan virðist hafa gert tilraun til þess að hafa upp á vitnum vegna þessa atburðar og þá sérstaklega til þess að hafa upp á ökumanni margnefndrar sendiferðabifreiðar. Hins vegar hefur stefnandi sjálfur gert árangurslausar tilraunir í þessu efni. c) Ósannað er, að stefnandi hafi gert sér grein fyrir því, fyrr en í óefni var komið, að á gatnamótunum var lögreglumaður við umferðarstjórn. Hann þykir því ekki hafa brotið gegn ákvæðum 38. gr. laga nr. 40/1968. Hins vegar ekur hann í þriðja gangstigi inn á erfið gatnamót á umferðartíma, enda þótt bifreiðarnar á vinstri akrein við hann byrgi honum alla sýn yfir gatnamótin. Hann verður var við umferð yfir gatnamótin, áður en hann kemur að þeim, sem hefði átt að hvetja hann til enn frekari varfærni. Hann brýtur þannig í bága við 49. gr. umferðarlaga, sem m. a. kveður á um, að ýtrustu varkárni skuli sýna við vegamót og þar sem útsýni er takmarkað. Hann sér lögreglumanninn strax og hann kemur fram með sendiferðabifreiðinni, en tekst samt ekki að stöðva samkvæmt merkjum hans. Bifreið hans er öll komin inn á gatnamótin og verður í vegi fyrir bifreið á vinstri akrein Háa- leitisbrautar. Með þessu aksturslagi þykir hann hafa sýnt af sér slíka óaðgæslu, að leggja verði á hann meginsök á árekstrinum. Þegar þannig hefur verið athugaður þáttur hvers einstaks í árekstrinum, þykir stefnandi sjálfur eiga að bera % hluta tjóns síns, en stefndu in solidum % hluta þess. Ábyrgð Bílaverkstæðis Sigurðar Helgasonar er þá byggð á 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgð Brunabótafélags Íslands g/t byggist á 2. mgr. 74. gr. umferðarlaga, sbr. 3. mgr., sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Æðsta yfirstjórn lögreglunnar er í höndum dómsmálaráðherra, en ríkissjóður ber kostnað af störfum hennar. Rétt þykir því að 345 2 , leggja fébótaábyrgð af mistökum lögreglunnar á ríkissjóð eftir almennum reglum um húsbóndaábyrgð. Kröfu stefnanda er ekki mótmælt tölulega og verður því lögð til grundvallar. Úrslit málsins verða því þau, að stefndu skulu greiða in solidum stefnanda kr. 21.814. Rétt þykir að taka kröfu stefnanda um 7% ársvexti frá 15. september 1972 til greiðsludags til greina af dæmdri fjárhæð. Samkvæmt úrslitum málsins þykir rétt, að stefndu greiði stefn- anda kr. 20.000 í málskostnað. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Bílaverkstæði Sigurðar Helgasonar, Brunabóta- félag Íslands g/t og ríkissjóður, greiði in solidum stefnanda, Leó Garðari Ingólfssyni, kr. 21.814 með 7% ársvöxtum frá 15. september 1972 til greiðsludags og kr. 20.000 í málskostn- að, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 14. apríl 1976. Nr. 102/1974. Páll Sigurðsson (Jón E. Ragnarsson hrl.) segn Dánarbúi Atla Eiríkssonar og gagnsök (Árni Stefánsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Fasteignakaup. Gallar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. maí 1974. Krefst hann þess, að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum 33.193 krónur með 7% ársvöxtum frá 346 1. Janúar 1969 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 11. júní 1974. Er þess krafist, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda 2.305 krónur með 7% ársvöxtum frá 19. apríl 1972 til greiðsludags og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Aðaláfrýjandi keypti íbúð þá að Dvergabakka 24 í Reykja- vík, sem málið snýst um, af Iris Guðnadóttur og Paul R. Smith með kaupsamningi 5. febrúar 1974, og byggist aðild hans fyrir Hæstarétti á 58. gr. laga nr. 75/1973, sbr. 1. mgr. 53. gr. laga nr. 85/1936. I. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ýmis ný gögn og sérstakt vitnamál rekið eftir uppsögu héraðsdóms. Hafa m. a. verið lagðar fram fundargerðir húsfélagsins að Dvergabakka 24. Á fundi 12. mars 1970 var m. a. bókað: „Samþykkt að hver íbúðareigandi skrifi Atla bréf sem fyrst varðandi galla á íbúð sinni, og húsfélagið sendir Atla bréf varðandi galla á sam- eign stigagangsins“. Undir fundargerðina rituðu 6 menn, eig- endur 4 íbúða í húsinu. Komu þeir allir fyrir dóm 21. mars 1975 og báru, að Atla Eiríkssyni hefðu verið send kvörtunar- bréf eftir fund þennan. Í vitnamálinu var lögð fram póstkvittun, sem sögð er úr skjölum húsfélagsins. Kvittar póstmaður þar fyrir móttöku 6 ábyrgðarbréfa til Atla Eiríkssonar 24. mars 1970. Þá hefur verið lagt fram ljósrit af tilkynningu frá póstútibúinu Lauga- vegi 176 til Atla Eiríkssonar um 6 ábyrgðarbréf. Bréfin komu þangað 24. mars 1970, en hann hefur kvittað á tilkynninguna fyrir móttöku þeirra daginn eftir. Sendanda er ekki getið í tilkynningunni og ekki heldur í bók um ábyrgðarbréf, sem var færð á pósthúsinu. Paul R. Smith kveðst eftir fundinn 12. mars 1970 hafa ritað Atla Eiríkssyni bréf og kvartað um galla. Það bréf hefur ekki verið lagt fram í málinu. Hins vegar hefur verið lagt fram ljósrit bréfs, sem Jón Vilberg Guðjónsson kveðst 347 hafa ritað Atla Eiríkssyni 24. mars 1970, en þar kvartar Jón f. h. dóttur sinnar Elísabetar um galla á íbúð hennar að Dvergabakka 24. Er nefnt, að tilteknar rúður séu óþéttar, leki sé í vegg fyrir neðan glugga í barnaherbergi og gluggar i 2 herbergjum séu mjög stífir og lokist illa. Farið er fram á lagfæringu. Telja verður sannað samkvæmt framanskráðu, að á fundi húsfélags Dvergabakka 24 12. mars 1970 hafi verið gerð ályktun um kvartanir vegna galla, er beint skyldi til Atla Eiríkssonar. Einnig verður að telja nægilega sannað, að slík bréf hafi síðar í sama mánuði verið send Atla bæði um íbúð þá, sem nú er eign áfrýjanda, og um þann hluta Dvergabakka 24, sem er í óskiptri sameign. Aðaláfrýjandi þykir mega koma að fyrir Hæstarétti hin- um nýju gögnum, enda varða þau málsástæður, sem fram voru bornar í héraði. Í héraði var því haldið fram, að kvartað hefði verið um hina umdeildu galla, fljótlega eftir að flutt var í íbúðina, sem nú er eign aðaláfrýjanda. Hafa ber í huga, að engin skýrsla frá Atla Eiríkssyni eða öðrum eigendum Atla Eiríkssonar s/Í hefur nokkru sinni komið fram um málsatvik, að Atli Ei- tíksson sinnti ekki boðun um að mæta eða láta mæta við skoðun matsmanna á vettvangi og að nú er sönnuð kvörtun á árinu 1970, sem fyrr greinir. Þykir því eftir meginreglu 116. gr. laga nr. 85/1936 mega byggja á því, að nægilega snemma hafi verið kvartað um galla þá, sem mál þetta snýst um. Verður gagnáfrýjanda því ekki dæmd sýkna vegna tóm- lætis eigenda íbúðar aðaláfrýjanda, svo sem krafist er. Eins og í héraðsdómi greinir, fékk Paul R. Smith afsal fyrir íbúð sinni 10. febrúar 1971. Þar segir: „Hinn seldi eign- arhluti selst í því ástandi sem hann var í, er kaupandi veitti honum móttöku og kaupanda var kunnugt um“. Eins og fram kemur í héraðsdómi, tók kaupandi við íbúð sinni snemma árs 1969. Ágreiningslaust er, að ekki hafi verið rætt um galla, þegar afsal var gefið. Framangreind orð í af- salinu eru ekki fullskýr, en ekki þykir mega leggja í þau þann skilning, að með þeim hafi Paul R. Smith firrt sig rétti 348 til að bera fram kröfur vegna galla, sem fram komu eftir af- hendingu íbúðarinnar. TI. Hér fyrir dómi hefur aðaláfrýjandi krafist 15.512 króna vegna galla á íbúð sinni, og er þá byggt á matsgerð, sem rakin er í héraðsdómi, en þó felld niður krafa vegna eins glugga. Þegar Paul R. Smith keypti íbúðina að Dvergabakka 24 af Atla Eiríkssyni, sem byggði sambýlishús þetta, mátti hann treysta því, að gler í gluggum væri svo vandað, að í því kæmi ekki fram móða, eins og lýst er í mati, og að glugg- ar væru lausir við leka. Samkvæmt þessu ber sagnáfrýjanda að greiða aðaláfrýjanda skaðabætur vegna íbúðar hans, 14.592 krónur (900 6.396 900 H 6.396). Alkunna er, að í nýjum húsum þarf oft að hefla glugga, sem reynast stífir, og þykir ekki unnt að taka til greina kröfur um bætur þeirra vegna, 920 krónur (460 -- 460). Hér fyrir dómi krefst aðaláfrýjandi greiðslu á 15.9% þess tjóns, sem hann telur hafa verið á óskiptri sameign Í Dverga- bakka 24. Til vara krefst hann jafnhárrar fjárhæðar sem af- sláttar. Þessa kröfu aðaláfrýjanda má sundurliða þannig: - Viðgerð á ræsi skv. reikningum .. .. .. .. .. kr. 4.907 , Viðgerð á þakglugga o. fl skv mati........ —— 1469 3. Viðgerð á gólfi í barnavagnageymslu skv. mati — 2544 4. Gangstétt skv. mati.................. 9805 Alls kr. 11.225 Um 1.lið. Eins og rakið er í héraðsdómi, ræðir lögmaður íbúðaeigenda í Dvergabakka 24 um stíflur í ræsi í bréfi sínu 1. júlí 1971. Í héraðsdómi er greint frá framburðum Pauls R. Smiths og Ellerts Jóns Jónssonar um þetta atriði, en þeir höfðu báðir gert kröfu á Atla Eiríksson vegna gallans. Í dóminum er einnig sagt frá framburði Eggerts Sigurðssonar Waage, sem vann fyrir íbúðaeisendurna að viðgerð á ræsinu. Í vitnamálinu, sem fyrr er frá sagt, sögðu Jón Vilberg Guð- jónsson og Þórunn E. Ingvadóttir, sem býr að Dvergabakka 349 24, frá stíflu í frárennsli. Reikningar um viðgerðir hafa verið lagðir fram. Því hefur verið haldið fram bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti, að stífla í ræsi hafi komið fram, fljótlega eftir að íbúðir að Dvergabakka 24 höfðu verið afhentar kaupendum, og að kvartað hafi verið við Atla Eiríksson um það. Verður að leggja þetta til grundvallar í samræmi við það, er áður segir. Af reikningum þeim, sem lagðir hafa verið fram í málinu, verður ráðið, að viðgerð á ræsi hafi farið fram síðari hluta árs 1970 og snemma árs 1971. Þykir verða að byggja á þeirri skýrslu viðgerðarmannsins Eggerts Sigurðssonar Waage, að ræsið hafi verið brotið á tveimur stöðum og að það hafi verið vegna þess, að stórgrýti hafi verið ýtt ofan á pípuna. Er eng- inn grundvöllur til að telja annað en að þetta hafi gerst, þegar frá ræsinu var gengið á vegum Atla Eiríkssonar. Paul R. Smith mátti treysta því, að ræsið væri í lagi. Verður þessi kröfuliður, 4.907 krónur, því tekinn til greina. Um 2.lið. Hér er um að ræða 5 atriði, sem nefnd eru í sundurliðun matsgerðar. Fjárhæðirnar eru 3.640, 3.000, 700, 400 og 1.500 krónur. Í hlut íbúðar aðaláfrýjanda koma 1.469 krónur. Hér er um að ræða galla, sem ekki verður talið, að fram hafi komið fyrr en eftir afhendingu íbúðar Pauls R. Smiths, en hann mátti treysta, að væru ekki fyrir hendi. Verð- ur því að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjanda skaðabætur eins og krafist er. Um lið3. Samkvæmt kaupsamningnum 8. nóvember 1968 skyldi húsbyggjandi ganga frá þeim hluta Dvergabakka 24, sem er Í óskiptri sameign, áður en íbúðaeigendur flyttu í húsið. Þykir verða að byggja á því, að frá gólfi barnavagna- geymslu hafi verið gengið áður en Paul R. Smith flutti inn. Með því að samþykkja afsal 10. febrúar 1971 með framan- greindu ákvæði um ástand eignarinnar þykir Paul R. Smith hafa fallist á að taka við barnavagnageymslunni án vatns- halla á gólfi. Verður þessi liður í kröfum aðaláfrýjanda þess vegna ekki tekinn til greina. Um 4.lið. Gagnáfrýjandi samþykkir þennan lið. Samkvæmt framanskráðu verður gagnáfrýjanda gert að 350 greiða aðaláfryjanda skaðabætur að fjárhæð 23.273 krónur. Rétt þykir að dæma aðaláfrýjanda til að greiða 7% ársvexti af þessari fjárhæð frá 19. apríl 1972 til greiðsludags. Máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti þykir hæfilega ákveð- inn 60.000 krónur. Dómsorð: Gagnáirýjandi, dánarbú Atla Eiríkssonar, greiði aðal- áfrýjanda, Páli Sigurðssyni, 23.273 krónur með 7% ársvöxtum frá 19. apríl 1972 til greiðsludags og 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 1. mars 1974. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutn- ingi 13. febrúar sl., hefur Jón E. Ragnarsson, lögmaður í Reykja- vík, höfðað f. h. Pauls R. Smiths, Dvergabakka 24, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 21. apríl 1972, gegn Atla Eiríkssyni byggingameistara, Hjálmholti 10, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta eða afsláttar að fjárhæð samtals kr. 40.888 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1969 til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu, þó eigi lægri en samkvæmt lágmarks- taxta LMFÍ og aukatekjulögum. Við munnlegan málflutning lækkaði lögmaður stefnanda kröfur sínar um kr. 6.856 og gerði þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 34.032 með 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1969 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu, þó eigi lægri en samkvæmt lágmarkstaxta LMFÍ og aukatekjulögum. Af hálfu stefnda var í upphafi gerð krafa um frávísun málsins að hluta, og var málið flutt um þann ágreining 2. maí 1973 og kveðinn upp úrskurður hinn 25. maí 1973, þar sem frávísunar- krafa stefnda var ekki tekin til greina. Af hálfu stefnda er gerð krafa um sýknu af öllum kröfum stefnanda og þess jafnframt krafist, að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Þá er mál þetta var tekið fyrir 11. sept. 1973, lýsti lögmaður stefnda því yfir, að stefndi, Atli Eiríksson, væri látinn, en lög- 3ðl maðurinn kvaðst mæta f. h. dánarbús Atla Eiríkssonar. Hefur málið síðan verið rekið gegn dánarbúinu. Við munnlegan málflutning gerði lögmaður stefnda þær dóm- kröfur aðallega, að stefndi verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Varakrafa stefnda er sú, að stefndi verði að- eins dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur vegna gallaðs glers gegn afhendingu hins gallaða glers og málskostnaður verði þá látinn niður falla. Málavextir virðast vera þessir: Með kaupsamningi, dags. 8. nóvember 1968 (í stefnu er kaup- samningurinn sagður dags. 8. nóvember 1969, en framlagt ljósrit af kaupsamningi er dags. 8. nóvember 1968), seldi stefndi stefn- anda íbúð í húsinu nr. 24 við Dvergabakka í Reykjavík. Ákvæði samningsins um hinn selda eignarhluta eru svohljóðandi: „1. Seljandi skuldbindur sig til þess að selja og kaupandi skuldbindur sig til þess að kaupa þriggja herbergja íbúð á 3. — þriðju hæð hússins nr. 24 við Dvergabakka í Reykjavík til hægri handar, þegar gengið er upp, ásamt geymsluherbergi og rimla- geymslu í kjallara, eins og sýnt er á teikningu hússins, svo og 15.9% af öllum sameiginlegum göngum hússins, leiðslum, sorp- herbergi og meðfylgjandi leigulóðaréttindum, en lóðirnar nr. 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34 og 36 við Dvergabakka eru óskipt heild. Eignarhlutinn telst vera 15.9% allrar húseignarinnar, og greiðir kaupandi skatta og skyldur af henni í því hlutfalli og einnig allt sameiginlegt viðhald hennar. 2. Íbúðin selst í því ástandi sem hún nú er í og sem kaupandi þekkir. Seljandi skal þó á sinn kostnað framkvæma eftirfarandi: Setja tvöfalt verksmiðjugler í alla glugga íbúðarinnar, harðviðar- hurð í harðviðarkarmi úr íbúðinni fram á ganginn, svalahurð úr oregonpine með tvöföldu gleri, opnanlegir gluggar fullfrágengnir, öll sameign í húsinu að utan og innan fullgerð og einnig rimla- geymsla í kjallara, rafmagnsleiðslum er skilað óídregnum, úti- hurð úr harðviði, geymslu og kjallarahurðir úr furu og tvímál- aðar, gangur í kjallara tvímálaður og hitalögn fullfrágengin, þar með taldir allir ofnar. Í stigagang setur seljandi handrið með Þlastlista, fullmálar stigaganginn og setur á hann teppi úr ull. Að utan skal húsið sléttmúrað, málað, með járni á þaki, með niður- föllum og handriði á svölum. Dyrasími fylgir ekki og ekki raf- magnshitastillir eða kontrolloki fyrir hitaveitu og ekki heldur hurð fyrir geymsluherbergi í kjallara. Seljandi hreinsar lóðina 352 af úrgangsefnum og steypir gangstéttir og skiptir um jarðveg undir bílastæðum, en að öðru leyti sér seljandi ekki um neinar lagfæringar á lóðinni. ... 4. Seljandi skuldbindur sig til þess að afhenda kaupanda íbúð- ina í samningshæfu ástandi í janúar 1969 og hafa lokið við að fullgera alla sameign í húsinu áður en íbúðaeigendur flytja inn í það“. Hinn 10. febrúar 1971 gaf Atli Eiríksson s/f út afsal til stefn- anda fyrir eignarhlutanum. Í afsalinu segir svo m. a.: „Eignarhlutinn telst vera 15.9% — fimmtán komma níu hundr- uðustu — hlutar allrar húseignarinnar, og greiðir kaupandi skatta og skyldur af honum í því hlutfalli og einnig allt sameiginlegt viðhald húseignarinnar. Hinn seldi eignarhluti selst í því ástandi sem hann var í, er kaupandi veitti honum móttöku og kaupanda var kunnugt um. Tæki í þvottahúsi og dyrasími fylgir ekki og ekki heldur raf- magnshitastillir eða kontrollokið fyrir hitaveitu og ekki hurð fyrir geymsluherbergi í kjallara. Seljandi hreinsar lóðina af úr- gangsefnum og steypir stéttir og skiptir um jarðveg undir bíla- stæðum, en að öðru leyti sér seljandi ekki um neinar lagfæringar á lóðinni. .... Seljandi greiðir alla skatta og skyldur af eignarhlutanum til 1. febrúar 1969, en kaupandi frá þeim tíma ...“. Hinn 1. júlí 1971 ritaði lögmaður stefnanda bréf til stefnda f. h. Húsfélagsins Dvergabakka 24 og íbúðaeigenda. Afrit af bréf- inu mun hafa verið sent til lögmanns stefnda. Í bréfinu segir svo m. a.: „F. h. Húsfélagsins Dvergabakka 24 og íbúðaeigenda, sem keyptu íbúðirnar af yður á sínum tíma, leyfi ég mér hér með að beina eftirfarandi kröfum til yðar, en eigendurnir sjálfir munu ítrekað hafa óskað eftir samningum við yður og lögmann yðar, án þess að slík málaleitan hafi fengið undirtektir. 1. Yður er kunnugt um ítrekaðar stíflur í frárennsli stiga- hússins, sem komu í ljós fljótlega eftir afhendingu íbúðanna og reyndust vera aðskotahlutir í frárennslinu úti í hinni sameigin- legu lóð á móts við Dvergabakka 26 og 28, sem augljóslega höfðu fyrir mistök verið í pípum, þ. e. plast og steinhnullungar síðar. Af þessum sökum hafa umbj. mínir orðið fyrir beinu fjártjóni, skv. reikningum, vegna viðgerða, kr. 30.864.80, auk tjóns vegna flóðs í geymslunni, óþæginda og miskatjóns. Þér berið ábyrgð á Jðð þessu tjóni sem seljandi íbúðanna, og er gerð krafa um greiðslu bóta að fjárhæð kr. 30.864.80 af þessum sökum, en gerður er fyrir- vari um frekari kröfur, ef ekki er hægt að ljúka þessu með samn- ingum hið fyrsta. 2. Innanhúss hafa komið fram ýmsir gallar, bæði í einstökum íbúðum svo og í sameign. Er hér um eftirfarandi að ræða: A. Íbúðir: ... 3. hæðt.h.: Endurnýja gler í svefnherbergi hjóna, barnaher- bergi og baðherbergi. Miðlöm á alla opnanlega glugga. ... Þessar rúður eru allar gallaðar v sna raka milli glerja og verð- ur að endurnýja þær. Sameign: Þakgluggi í stigagangi er lekur og þarf viðgerð, auk skemmda af lekanum, lista vantar við aðaldyr, réttan vatnshalla vantar í gólf í reiðhjólageymslu, ganga þarf frá þröskuldi í kjall- ara og steypa gangstétt framan við aðaldyr. Gerð er krafa til þess, að nú þegar verði bætt úr ofangreindum ákvæðum og samið verði um það, hvenær og hvernig verkinu skuli hagað, að öðrum kosti verður ekki annað fært en fá dóm- kvadda maísmenn til þess að meta gallana til fjár og krefjast bótagreiðslu. Í öllu falli er krafist greiðslu kostnaðar við mála- rekstur þennan. Samkvæmt þessu er nú óskað eftir fundi með yður og lögmanni yðar hið fyrsta til þess að freista samninga, en að öðrum kosti íaun verða að taka til annarra úrræða“. Með bréfi, dags. 22. sept. 1971, frá lögmanni stefnanda til stefnda voru kröfur í bréfinu frá 1. júlí 1971 ítrekaðar og tilkynnt, að ef ekki kæmu fram viðunandi sáttatillögur innan 10 daga, þá muni verða óskað eftir tilnefningu matsmanna til þess að meta tjón íbúðaeigenda að Dvergabakka 24. Bréfum þessum virðist stefndi ekki hafa svarað. Hinn 25. nóvember 1971 var beðið um dómkvaðningu mats- manna til að meta galla á íbúðum og sameign að Dvergabakka 24. Í matsbeiðni segir svo: „F. h. umbj. m. eigenda íbúðanna að Dvergabakka 24 leyfi ég mér að óska þess, að þér útnefnið tvo hlutlausa og sérfróða menn til þess að skoða og meta til peninga- verðs ýmsa galla á íbúðum og sameign, en hér er t. d. að ræða um skemmdir á gleri og í því sambandi endurnýjun, leka í þak- slugga í stigagangi og skemmdir af þeim leka. Þá er ekki réttur vatnshalli á gólfi í reiðhjólageymslu, gangstétt framan við inn- gang er ókomin, en auk þess var stífla í frárennsli frá húsinu, sem íbúðaeigendur þurftu að láta lagfæra, og er þess óskað í því 23 öð4 sambandi, að matsmenn tjái sig um það atriði, m. a. reikninga vegna viðgerðanna. Þess er óskað, að sundurliðað sé í matsgjörð, hvaða gallar eru á hverri íbúð fyrir sig og síðan hvaða tilteknu gallar séu á sam- eign. Vinsamlegast skýrið mér frá matskvaðningu og leggið fyrir matsmenn að tilkynna mér f. h. matsbeiðenda svo og hr. Atla Eiríkssyni, Hjálmholti 10, Reykjavík, sem matsþola svo og for- svarsmönnum Steinverks h.f. til réttargæzlu“. Hinn 29. nóvember 1971 voru þeir Diðrik Helgason múrara- meistari og Indriði Níelsson húsasmíðameistari dómkvaddir til þess að meta gallana. Matsmennirnir skiluðu matsgerð, sem dags. er 7. mars 1972, en í henni segir svo m.a.: „Þann 23. desember 1971 var sent skeyti til þeirra aðila, sem boða átti samkvæmt dómkvaðningu, til að mæta þann 27. des- ember, kl. 17.00, en því var frestað til 28. des. á sama tíma, og enn varð að fresta vettvangsgöngu, eftir að talað var við Atla Eiríksson, og hann tjáði okkur, að hann myndi ekki mæta. Ákveðið var að fara á vettvang þann 4. jan. kl. 10.30. Mættir voru: Jón E. Ragnarsson, hdl., Ellert Jónsson, f. h. hús- félagsins, auk matsmanna, en Atli Eiríksson kom ekki, ennfremur mætti enginn f. h. Steinvers h.f. Lesin var upp dómkvaðningin og matsbeiðnin, og var engin athugasemd gerð. Síðan var gengið um húsið og það skoðað að utan og innan og gallar skoðaðir eins og um getur í matsbeiðninni og þeim lýst Ennfremur var matsmönnum gefnar umbeðnar upplýsingar. Það kom í ljós við skoðun, að nokkrar rúður, sem eru samsett verksmiðjugler, voru ónýtar, gluggakarmar voru víða stifir, og þarf því að taka þá af og hefla upp og skipta um þéttilista. Máln- ing var nokkuð skemmd. Lekur gluggi í stigahúsi og viðgerð með dyrakarmi, ennfremur vantar karmalista úr teak, viðgerð á máln- ingu og fleira, gólf í reiðhjólageymslu og gangstétt úti. Þar sem matsmenn höfðu ekki aðstöðu til að fylgjast með fram- kvæmdum við lagfæringu á frárennslislögn, meðan á framkvæmd- um stóð, sjáum við okkur ekki fært að taka afstöðu til þeirra reikninga, er fram hafa verið lagðir. Samkvæmt framanskráðu og því, sem lýst er í matsbeiðninni, og eftir nána athugun teljum við hæfilegt mat á framantöldu, sem hér segir: Íbúð Páls R.Smith.......... Geymsla í kjallara .. .. ...... Sameign .. .. 2... Þriðja hæð, íbúð Páls R. Smith: Stofa: Svalahurð lekur, þarf að þétta .. .. .. 2... 2... Hjónaherbergi: Gler ónýtt, stærð 1164 mM?...... 0... Gluggi stífur oglekur .. Barnaherbergi I: Gler ónýtt, stærð 1164 Mm? ......... Gluggi stífur og þarf að hefla .. .. .. .... Barnaherbergi 11: Gler ónýtt, stærð 1164 m2%.... .. 0... Gluggi stífur og þarf að hefla .. .. .. ... Þvottaherbergi: Gluggi stífur og þarf að hefla .. .. .. 2... 2... Sameign: Viðgerð á þakglugga og festing á karmi .. .. .... Málning og gleríglugga .... .. .. 2... .0..0... .. Anddyri: Karmlisti úrteak.. .. 2. ....0. Kjallari: Viðgerð á þröskuldi o. fl. Viðgerð á stokk í hjólreiðageymslu rr Vigerð á afrennslisgólfi .. .. .. .. .. 2... .... Úti: Steypa gangstétt .... kr. 22.368 — 350 — 39.740 Samtals kr. kr. Samtals kr. 3 kr. 900 6.396 900 6.396 460 6.396 640 640 22.368 3.640 3.000 700 400 1.500 16.000 14.500 9.740% Matsmennirnir hafa báðir komið fyrir dóm og staðfest efni matsgerðarinnar. Fyrir dómi bar matsmaðurinn Indriði Níelsson, að hann hafi ekki séð merki um galla á ísetningu glersins. Mats- maðurinn sagðist telja, að gler, sem tekið hafi verið úr gluggum, sé almennt ekki mikils virði, en hann hafi hingað til talið, að sá, sem borga ætti nýtt gler og viðgerð á gluggum, eigi gamla glerið. Liðurinn gler ónýtt, stærð 1.64 m?, sé þannig til fundinn, að það 356 sé tekið verð vinnunnar við að taka glerið úr glugganum, verð nýja glersins, verð kíttis, verð vinnunnar við að hreinsa glugg- ann og setja nýja glerið í. Við útreikninga þessa hafi matsmaður- inn fengið upplýsingar um verð á Cudogleri, en hann muni ekki nú, hvert verðið hafi verið. Erfitt sé að segja um ástæður fyrir leka með svalahurð. Ástæð- an fyrir því, að gluggar séu stífir og leki, telur matsmaðurinn, að sé fyrst og fremst, að gluggarnir séu illa byggðir, og munu þeir ekki vera vel hannaðir. Þarna séu allt of grannir rammar, þegar litið er til stærðar glugganna, sem eru opnanlegir. Venja sé í barnavagna- og hjólreiðageymslum að hafa niður- fall og halla að niðurfalli. Í þessari geymslu hafi verið niðurfall, en halli hafi verið frá niðurfalli. Þá er matsmaðurinn Indriði Níelsson var fyrir dómi, var vakin athygli hans á síðustu setningu í næstsíðustu grein á bls. 1 í matsgerð, en þar stendur: „Lekur gluggi í stigahúsi og viðgerð með dyrakarmi“. Matsmaðurinn sagðist telja, að þarna væri ekki alveg rétt orðalag, meiningin væri, að gluggi í stigahúsi væri lekur og viðgerðar mundi þarfnast við dyrakarm, en þarna muni vera átt við þakglugga. Fyrir dómi bar matsmaðurinn Diðrik Helgason, að hann myndi ekki eftir göllum á ísetningu glersins. Ekki sé gott að segja um ástæðuna fyrir því, að móða myndist á milli glerja, en komið hafi fram í gleri frá ýmsum framleiðendum framleiðslugalli. Að hans áliti þá hafi ýmislegt bent til, að þarna hafi verið um fram- leiðslugalla að ræða. Matsmaðurinn sagði, að hann áliti, að taki seliandi að sér að skipta um gler, þá verði gamla glerið eign seljanda, en svona gler sé ákaflega verðlítið. Sé niðurfall á barnavagnageymslu, þá eigi alltaf að vera vatns- halli að niðurfalli, en algengt sé að hafa ekki niðurfall á slíku húsnæði, og taldi matsmaðurinn, að þetta færi eftir ákvörðun verkfræðinga. Matsmaðurinn sagði, að byggingarfróður maður mundi strax taka eftir, að vatnshalli væri ekki í barnavagna- geymslunni, en taldi, að fólk, ófrótt um byggingar, gæti séð fram hjá þessu atriði. Fyrir dómi bar stefnandi málsins, að hann hafi fengið íbúðina afhenta í janúar 1969 og hafi hann síðan unnið í íbúðinni í janúar, febrúar og mars, og sagðist hann halda, að hann og fjölskylda hans hafi flutt inn í mars 1969. Stefnandi mundi ekki, hvenær gallar komu fram, en hélt, að hann og Ellert Jón Jónsson (en Ellert Jón mun hafa verið formaður húsfélagsins að Dvergabakka 24) 3ð7 hafi verið búnir að standa í ýmiss konar vinnu vegna bilunar á holræsi í um það bil 6 mánuði, áður en farið var að kaupa út vinnu í sambandi við holræsið. Gallinn á holræsinu hafi komið þannig í ljós, að flætt hafi upp úr niðurföllum í kjallara, og hafi stefnandi og Ellert Jón reynt að skola þetta út, en það hafi ekki borið árangur. Síðan hafi þeir grafið niður að samskeytum að lögn úr þeirra stigahúsi og lögn meðfram húsinu og hafi rörin þá virst vera að % hlutum full af sandi og sementi, að minnsta kosti hafi þetta verið svo hart, að þeir hafi þurft að brjóta þetta. Þeir hafi sett brunn við þessi samskeyti, en það hafi ekki dugað. Síðan hafi þeir fengið menn frá hreinsunardeild bæjarins, en þeir nafi farið meðfram húsinu norðan megin og á ákveðnum stað hafi Þeir talið, að holræsið væri brotið. Síðan hafi stefnandi og Ellert Jón fengið gröfu og látið grafa þarna niður, og hélt stefnandi, að þarna hafi holræsið verið brotið, en stefnandi hafi ekki verið við- staddur gröftinn. Þarna á brotstaðnum hafi safnast saman ýmiss óþverri og orsakað stíflu. Þetta hafi verið skilið eftir opið ansi lengi, þar sem þeir húseigendurnir hafi verið að reyna að hafa samband við stefnda og þann, sem annaðist lagnirnar, til þess að gera við þetta, en án árangurs. Allan þann tíma, frá því að þeir húseigendurnir urðu varir við flóð í kjallaranum, hafi stefnandi sjálfur átt mörg samtöl við stefnda vegna þessa, en stefndi hafi yfirleitt gefið loðin svör og ekkert hafi orðið úr framkvæmdum. Stefnandi sagðist halda, að það hafi verið annar aðili, sem annast hafi lagnir utanhúss en inni, og hélt hann, að stefndi hefði bent Ellert Jóni á að tala við þann, sem lagt hefði lagnirnar utanhúss. Á þeim tíma, sem lögnin úti stóð opin, hafi stefnandi verið erlendis og muni Ellert Jón mest hafa staðið í þessu. Eitthvað hafi verið með honum formaður húsfélagsins í húsinu nr. 22. Þeir muni hafa haft samband við þann, sem lagði lögnina utanhúss, og hann eða maður frá honum hafi skoðað þetta, en hvorki sá aðili né stefndi vildi lagfæra þetta og hafi þeir húseigendur því leitað til verktaka, sem var sami aðili og sá, er gróf þetta upp. Þegar stefnandi kom að utan, hafi lögnin enn staðið opin og það, sem hann hafi hér sagt frá, hafi honum verið sagt. Stefnandi sagði, að þá er gangstétt var steypt, hafi hann verið fluttur að heiman og viti hann ekki um greiðsluna fyrir vinnuna, en hann viti, að gerður hafi verið samningur um steypu á gang- stéttinni inni í U-inu við sömu aðilja og samið var við um stand- setningu á lóðinni, en þeir aðiljar séu óviðkomandi stefnda. Atli Atlason muni hafa skipt um einhvern jarðveg inni í U-inu vegna 358 vatnssöfnunar þar og einnig hafi hann látið jafna jarðveg þannig, að lóðinni hafi verið skilað í réttri hæð, en stefnandi sagðist ekki vita til, að af hálfu stefnda eða sonar hans hafi nokkuð verið gert í sambandi við umsamda gangstétt. Stefnandi tók fram, að þegar verið var að pússa húsið, muni gólf í reiðhjólageymslu hafa verið notað til að hræra steypu. Íris Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona stefnanda, bar fyrir dómi, að hún heldi, að hún hafi flutt í íbúðina í febrúar 1969. Þá hafi íbúðin verið ófrágengin, en tréverk verið komið, en þau hjónin svo unnið við að mála íbúðina og ganga frá henni, en ekki hafi verið búið að ganga frá sameign. Íris hélt, að múrverki hafi verið lokið, en ekki hafi verið búið að láta teppi á stigaganga. Ekki hafi gangstéttin úti verið komin. Núna sé búið að steypa gangstétt fyrir framan húsið. Ekki vissi hún, hvernig eða hver greiddi það, en tók fram, að þeir íbúðaeigendur hafi sameiginlegan sjóð til að greiða fyrir m. a. framkvæmdir á lóðinni og séu það vissir menn, sem sjái um það. Íris sagði, að svalahurðin hafi strax verið óþétt, en leki ekki mikill með hurðinni. Hún sé þannig staðsett, að rigning standi sjaldan þar upp á, það sé aðallega, að það trekki með hurðinni. Fyrir dómi staðfesti Íris efni dskj. nr. 15 sem rétt og kannaðist við undirskrift sína. Ellert Jón Jónsson lögregluþjónn, fyrrum formaður húsfélags- ins að Dvergabakka 24, en hann var formaður húsfélagsins árið 1969, 1970 og 1971, kom fyrir dóm til yfirheyrslu vegna máls bessa. Ellert Jón sagði fyrir dómi, að reikningana á dskj. nr. 4 hafi hann sjálfur greitt f. h. húsfélagsins, en reikningar þessir séu vegna viðgerðar á holræsi. Þá er Ellert Jón var fyrir dómi, var vakin athygli hans á því, að á sumum hinum framlögðu ljósritum af reikningum standi Dvergabakki 22—26, og svaraði hann því til, að það hafi verið húsfélagið að Dvergabakka 24, sem hófst handa um framkvæmdir við viðgerðir á holræsinu, svo hafi þeir í húsinu nr. 22 orðið fyrir einhverjum skakkaföllum vegna hol- ræsisins og hafi þeir borgað hluta af viðgerðarkostnaði hússins nr. 24, en Ellert Jón sagðist ekki muna, hvernig það hafi orðið með eigendur að húsinu nr. 26, hvort þeir hafi borgað nokkuð af viðgerðarkostnaðinum. Þessir gallar á holræsi hafi komið þannig fram í fyrstu, að kjallarinn í húsinu nr. 24 hafi fyllst af vatni. Hverri íbúð fylgir svokallað föndurherbergi í kjallara. Í þessum herbergjum séu 35 9 niðurföll og upp í gegnum niðurföllin hafi komið vatn, sem valdið hafi skemmdum. Ellert Jón og annar íbúðareigandi hafi grafið niður að samskeytum, sem voru á lögninni frá þessu stigahúsi, og að lögninni, sem er meðfram húsinu, en þar á samskeytunum hafi þeir fundið nærbuxur. Komið hafi svo í ljós, að regnvatns- lögn var full af grús, þannig að rigningarvatn var ekki í regn- vatnslögninni, heldur rann niður með húsinu og olli bleytu í kjallara. Ellert Jón og hinn maðurinn hafi svo grafið þannig, að vatnið leitaði frá húsinu. Enn hafi ástandið ekki verið gott og hafi þeir íbúðaeigendur því leitað til verktaka með vinnutæki og hafi þeir snúið sér til Eggerts Sigurðssonar Waage. Hann hafi grafið upp lögn á bílastæðunum og þar hafi fundist stórt grjót í leiðslunni og í leiðslunni hafi verið mikið af aur og sandi. Stífla þessi hafi verið mitt á milli húsanna nr. 28 og 26, en leiðslum Þarna sé þannig háttað, að leiðslur komi frá hverju stigahúsi um sig Í leiðslu, sem liggi meðfram húsinu. Sú leiðsla liggi í brunn á bílastæðinu og baðan í leiðslu út í götu. Ellert Jón sagðist ekki vita, hvernig grjót þetta hafi komist í leiðsluna, en það hafi verið búið að valda þeim íbúðaeigendum miklum erfiðleikum og mikilli fyrirhöfn að finna stífluna og leita lagfæringa. Áður en hann keypti íbúð sína af Atla Eiríkssyni, hafi hann hitt Atla í kjallara hússins Dvergabakka 24 og hafi Atli þar verið að ausa út vatni. Ellert Jón sagðist hafa spurt Atla hvers vegna og hafi Atli lítið gefið út á það. Þá er Ellert Jón varð fyrst var við stífluna, þá talaði hann við Atla, en hann sagðist ekkert geta gert. Síðan hafi hann haft samband við son Atla og hann látið sig fá svokallaðan vatnsbrunn, sen notaður hafi verið við fyrstu stífluna, sem minnst var á. Einnig hafi hann látið þá íbúðaeigendurna fá eitt hlass af möl til að lagfæra rask, sem orðið hafi á lóðinni. Þegar stíflan hafi ekki lagast eftir þessar framkvæmdir, þá hafi stefndi bent Ellert Jóni á Steinverk h/f, en á þeim tíma muni lítið hafa verið eftir af því fyrirtæki. Síðar hafi stefndi bent á pípulagningamann að nafni Finnboga. Hann hafi komið á staðinn og leiðbeint þeim íbúðaeigendum um það, hvar lögnina væri að finna, en hafi ekki viljað taka að sér viðgerð á þessu. Síðar hafi Ellert Jón svo fengið teikningar af lögnum innanhúss og af bílastæði. Áður en þeir íbúðaeigendur hófu viðgerðir á holræsinu, hafi þeir verið búnir að ræða við Atla og fara heim til hans, en án árangurs. Seinna hafi svo verið skipuð nefnd í húsfélaginu til að reyna að ná sam- komulagi. Nefndarmenn hafi farið á fund sonar Atla, en hann hafi sagt, að hann gæti ekkert gert án samráðs við föður sinn, en 360 þá hafi Atli verið á sjúkrahúsi og hafi þá íbúðaeigendur hafist handa um viðgerðir, þar sem ekki hafi verið hægt að draga þær lengur. Ellert Jón sagði, að hann hafi sjálfur höfðað mál gegn Atla Eiríkssyni af sama tilefni og stefnandi í máli þessu. Ellert Jón staðfesti efni dskj. nr. 15 sem rétt og kannaðist við undirskrift sína. Ellert Jón sagðist ekki muna, hvenær hann hafi flutt í húsið, en sagði, að þá er hann flutti, hafi tvær eða þrjár fjölskyldur verið fluttar í húsið. Hann hélt, að ekki hafi liðið langur tími, frá því að hann flutti og þar til stíflan hafi komið í ljós. Eggert Sigurðsson Waage kom fyrir dóm til yfirheyrslu vegna máls þessa, og sagðist hann vinna við gröfu og einnig við skolp- ræsahreinsun. Af hálfu húseigenda að Dvergabakka 24 hafi verið leitað til Eggerts vegna stíflunnar á holræsi. Ekki mundi Eggert, hvenær það var, en hann hafi oft komið á staðinn og ekki getað lagfært þetta. Síðan hafi verið tekin ákvörðun um að grafa niður að ræsinu og hafi þá komið í ljós, að leiðsla var brotin á tveim stöðum. Hafi stórgrýti verið ýtt ofan á leiðsluna, og hélt Eggert, að þegar mokað var niður í skurðinn, þar sem leiðslan er, þá hafi ekki verið passað upp á það að moka hentugu efni og þannig hafi stórgrýtið lent þarna. Eggert hafi tekið að sér að lagfæra hol- ræsið, og hélt hann, að það væru um 3 ár síðan það var, og síðan hafi hann ekkert heyrt frá húseigendum um leiðslu þessa. Brotin á leiðslunni hafi verið í leiðslunni meðfram húshliðinni á svæðinu, sem eftir er, eftir að leiðslurnar úr hverju einstöku stigahúsi eru komnar út í leiðsluna meðfram húshliðinni og áður en það er komið í leiðsluna, sem liggur út í götuna. Leiðsla þessi muni vera á 1.8—2 m dýpi. Pípulagningameistari, sem lagði lagnir í húsinu, hafi sagt Eggert, að hann héldi, að brotið, sem varð á leiðslunni, hafi getað orsakast, þegar grafið var fyrir hitaveitu. Þetta taldi Eggert ólíklegt, þar sem hitaveitulagnir séu hafðar á 0.75 m dýpi. Þá er Eggert Waage var fyrir dómi, var honum sýnt ljósrit af reikningum á dskj. nr. 4, og sagði hann, að dagsetningar reikning- anna mundu vera réttar og muni verkið því hafa verið unnið í janúar 1971. Stefnandi byggir kröfur sínar um skaðabætur og eða afslátt samkvæmt matsgerðinni á því, að um gallaða afhendingu af hálfu stefnda sé að ræða. Krafan samkvæmt reikningum sé einnig 361 vegna gallaðrar afhendingar, en jafnframt vegna saknæmrar van- rækslu starfsmanna og viðsemjenda stefnda. Í Dvergabakka 24 séu 6 íbúðir og teljist eignarhlutar 15.9—18.1%. Sé þó miðað við skiptingu í sex hluti. Kröfurnar séu byggðar á matsgerð dómkvaddra matsmanna, hvað varðar tjón í hverri íbúð, en auk þess sameign, sem auk þess hafi í sér fólgna sameiginlega kostnaðarliði af meðferð málsins, svo og útlögðu fé vegna við- gerðar á holræsi, kr. 30.864. Samkvæmt þessu sé sameiginlegur kostnaður samkvæmt reikningum kr. 30.864, samkvæmt matsgerð kr. 39.740, matskostnaður kr. 19.601 og kr. 21.000 í málskostnað í matsmálinu nr. 128,/1971, eða samtals kr. 111.205, en % sé kr. 18.520. Tjón í íbúð stefnanda sérstaklega sé samkvæmt matsgerð- inni kr. 22.368, en eftir lækkun þá, sem lögmaður stefnanda gerði við munnlegan flutning málsins, þá er þessi liður að fjárhæð kr. 15.512. Dómkröfur stefnanda eru því samtals kr. 34.032. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefn- anda, að aðild stefnda að málinu væri augljós. Atli Eiríksson hafi verið byggjandi, verktaki og seljandi íbúðarinnar. Aðildin byggist á kaupsamningi. Ef sameignarfélag teljist aðili, þá sé samt hægt að stefna eiganda í sameignarfélagi, en Atli Eiríksson hafi verið aðaleigandi sameignarfélagsins. Þegar íbúðin hafi verið afhent í janúar 1969, hafi heilmiklu verið ólokið af framkvæmdum samkvæmt kaupsamningi og hafi endanleg afhending ekki farið fram fyrr en við undirritun afsals og þá fyrst hefjist „reklamations“-frestur. Þá er afsal var undir- ritað 10. janúar 1971, hafi margt enn verið ógert. Fyrst hafi orðið vart við gallana í mars 1969 og hafi stefnandi kvartað strax út af öllum göllum á hinu selda. Stefndi hafi alltaf gefið ádrátt um lagfæringu og hafi stefnda verið kunnugt um gallana. Stefndi hafi verið atvinnumaður á sviði bygginga og hafi hann selt stefnanda, sem ekki hafi sérþekkingu á byggingum, nýja íbúð og hafi stefnandi mátt búast við, að íbúðin væri galla- laus. Í dskj. nr. 9 sé vísað í fyrri kvartanir og hafi fullyrðingum af hálfu stefnanda í dskj. nr. 9 ekki verið hnekkt af stefnda. Dskj. nr. 4 séu reikningar yfir þær fjárhæðir, sem stefnandi ásamt öðrum íbúðaeigendum að Dvergabakka 24 hafi greitt vegna viðgerðar á holræsi. Skemmdir á holræsi hafi orsakast af steypu- hræringu á gólfi barnavagnageymslu og svo því, að mokað hafi verið stórgrýti ofan á holræsi, en á því beri stefndi ábyrgð. Sam- 362 komulag sé á milli íbúðaeigenda að Dvergabakka 24 um skiptingu í sex hluta þannig, að stefnandi beri 1 hluta kostnaðar. Að öðru leyti séu kröfur byggðar á matsgerð dómkvaddra mats- manna. Af hálfu stefnanda var vakin athygli á því, að matsfjár- hæðir séu frá því á árinu 1971. Stéttin hafi þegar verið steypt, en lögmaður stefnanda kvaðst ekki vita um kostnað við gang- stéttina, en kvaðst halda sig við matsgerðina varðandi þennan kostnað. Af hálfu stefnanda var þess krafist, að matskostnaður og málskostnaður vegna matsmálsins verði a. m. k. tekinn til greina sem hluti af málskostnaði. Um frekari rökstuðning fyrir fullyrðingum sínum um bóta- skyldu stefnda vísaði lögmaður stefnanda til dóms Hæstaréttar, uppkveðins 8. febrúar 1974. Af hálfu stefnda er sýknukrafa rökstudd í fyrsta lagi með að- ildarskorti. Stefndi hafi að vísu gert kaupsamning við stefnanda um íbúð að Dvergabakka 24 þann 8. nóvember 1968, en bygg- ingastarfsemi Atla Eiríkssonar hafi þann 20. desember 1968 verið breytt í sameignarfélag undir heitinu Atli Eiríksson s/f og hafi stefnandi samþykkt, að það fyrirtæki tæki við öllum skuldbind- ingum vegna íbúðakaupanna og sjáist það m. a. á því, að stefn- andi taki athugasemdalaust við afsali fyrir íbúðinni frá hinu nýja firma þann 10. febrúar 1971, sbr. dskj. nr. 13, og láti stefnandi þinglýsa þessu afsali fyrir eignarheimild sinni. Af hálfu stefnda er kröfuliðnum kr. 30.864 vegna viðgerðar á holræsi sérstaklega mótmælt, bæði sem röngum og stefnda óvið- komandi. Holræsið hafi verið í fullkomnu lagi, þegar stefnandi hafi veitt íbúð sinni móttöku, og hafi það bilað síðar, þá hafi það ekki verið vegna neinna ágalla, sem stefndi beri ábyrgð á. Stefndi hafi aldrei verið kvaddur til þess að gera við holræsið eða verið hafður með í ráðum í sambandi við viðgerðir á því eða breytingar. Reikningnum á dskj. nr. 4 sé mótmælt í heild og hverjum einstökum lið hans fyrir sig. Kröfuliðnum kr. 39.740 vegna galla á sameign er sérstaklega mótmælt. Því er mótmælt, að nokkrir gallar hafi verið á sameign- inni, þegar stefnandi veitti íbúðinni móttöku. Alveg sérstaklega er mótmælt galla á afrennslisgólfi barnavagnageymslu, sem metin er á kr. 16.000. Aldrei hafi verið ætlast til þess, að á gólfi þessu væri vatnshalli, enda sé hann aldrei hafður á barnavagnageymsl- um. Vatnslásinn inni í barnavagnageymslunni sé settur í öryggis- skyni, ef vatnslásinn úti í tröppunum skyldi stíflast. Þá er á það 363 bent, að öllum hafi verið sjáanlegt, að enginn vatnshalli var á gólfi barnavagnageymslunnar. Hafi stefnandi ekki veitt þessu at- hygli við kaupin, þá hafi það verið hans eigin sök vegna van- rækslu á skoðun. Kröfuliðnum kr. 19.601, sem er matskostnaður, og kr. 21.000, sem er málskostnaður í matsmálinu nr. 128/1971, er báðum mót- mælt. Hér sé um að ræða málskostnaðarliði, sem að sjálfsögðu verði sýknað af, þótt tekið yrði tillit til þeirra við málskostnaðar- ákvörðun í málinu. Hitt væri fráleitt að tilgreina þá með öðrum stefnukröfum og dæma af þeim vexti og ef til vill hækka máls- kostnað þessara krafna. Þá er málskostnaðarliðnum jafnframt mótmælt sem röngum og auk þess allt of háum, enda hafi enginn málflutningur farið fram í matsmálinu. Kröfulið vegna galla á hinni seldu íbúð er mótmælt í heild og hverjum lið fyrir sig. Engir gallar hafi verið á hinni seldu íbúð, begar stefnandi veitii henni móttöku. Þeir hafi því allir orðið til síðar og stafi ekki af missmíð, sem stefndi beri ábyrgð á. Glerið sé keypt af viðurkenndum glersala og flestir húsbyggjendur hafi notað á þessum tíma sams konar gler. Liðunum „gluggi stífur og þarf að hefla“, „gluggi stífur og lekur“ og „svalahurð lekur, þarf að þétta“ er öllum alveg sérstaklega mótmælt. Hér sé aðeins um að ræða ónógt viðhald og vankynd- ingu íbúðarinnar. Þéttilista þurfi oft að setja fljótlega á nýjum húsum og teljist þar ekki um neina missmíð að ræða. Þetta sé ekki ólíkt því, að nýja bíla þurfi ævinlega að herða upp eftir stutta keyrslu í upphafi. Stefnandi hafi veitt íbúðinni móttöku í janúar 1969. Hann taki við afsali 10. febrúar 1971 og hafi þá enga athugasemd gert vegna galla. Í afsalinu standi, „hinn seldi eignar- hluti selst í því ástandi sem hann var í, er kaupandi veitti honum móttöku og kaupanda var kunnugt um“. Kvörtun stefnanda komi það seint fram, að það verði að teljast samkvæmt undðirstóöðurökum 52. gr. laga nr. 39/1922, að kvörtun hafi verið gerð of seint. Jafnframt er þess krafist, að vextir verði ekki reiknaðir fyrr en frá stefnudegi. Þá er og til vara krafist lækkunar á kröfum stefnanda, þar sem hann er ekki eigandi að 6 hluta Dvergabakka, en aðeins 15.9% af eigninni. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnda, að hinn 1. júlí 1971 hafi fyrst verið minnst á galla, en viður- kennt sé, að íbúðin hafi verið afhent í janúar 1969. Í stefnu sé fullyrt, að gallar hafi komið fljótlega í ljós, og hafi þar af leiðandi ekki verið gætt ákvæða 52. gr. laga nr. 39 frá 1922. Fljótlega 364 geti ekki þýtt meira en nokkra mánuði, en fyrsta kvörtun sé á dskj. nr. 9 og hafi kvörtun því ekki verið borin upp fyrr en um 30 mánuðum eftir að gallar komu í ljós. Þetta aðgerðarleysi stefn- anda leiði til sýknu, sbr. 52. gr. laga nr. 39 frá 1922, sbr. einnig Hrd. XXXV. bindi, bls. 892. Lögmaður stefnda lýsti því yfir við munnlegan málflutning, að hann hefði annast sölu á íbúðinni og við undirskrift afsals hafi ekki verið minnst á neina galla og aldrei hafi verið haft samband við lögmanninn vegna galla. Við munnlegan málflutning var af hálfu stefnda hinum einstöku kröfuliðum stefnanda mótmælt. Kröfuliðum vegna reikninga á dskj. nr. 4 var mótmælt, m. a. af því, að reikningarnir væru stílaðir á mörg hús og þar af leið- andi væri krafan ekki dómhæf, enda þótt reikningarnir væru rétt- mætir, sem er mótmælt. Galli á gólfi í barnavagnageymslu sé auðséður, en augsýnilegir gallar verði ekki bættir, sbr. dómvenju Hæstaréttar. Stefnandi hafi átt a. m. k. að kvarta innan árs, ef hann ætlaði að bera fyrir sig galla á gólfinu í barnavagnageymslunni. Stefndi hafi ekki getað gengið frá gangstétt, af því að aðrir húseigendur hafi aldrei verið tilbúnir. Stefndi hafi haft samband við borgarverkfræðing vegna þessa verks og hafi ætlað að greiða borgarsjóði fyrir verkið. Því var ekki mótmælt, að stefnandi hafi greitt þetta. Matskostnaður heyri til málskostnaði. Málskostnað í matsmáli sé ekki hægt að dæma. Kröfum vegna galla á íbúðinni sjálfri var öllum mótmælt. Glerið, sem er í gluggum íbúðarinnar, sé svonefnt Ísafjarðargler. Ástæðan fyrir varakröfunni sé sú, að ef menn vilji rifta kaupi, þá verði þeir að skila hinu selda. Viðskipti þau, sem mál þetta er af risið, grundvallast á kaup- samningi stefnanda við stefnda Atla heitinn Eiríksson. Afsalið frá Atla Eiríkssyni s/f til stefnanda er staðfesting á þeim samn- ingi, sem gerður var á milli stefnanda og Atla heitins Eiríkssonar. Atli heitinn Eiríksson var jafnbundinn gagnvart stefnanda af ákvæðum kaupsamningsins, enda þótt hann hafi eftir undirritun kaupsamningsins gerst aðili að sameignarfélagi og hafi gefið út afsal til stefnanda í nafni sameignarfélagsins. Eftir lát Atla heit- ins Eiríkssonar tók dánarbú hans við málinu, og hefur málssóknin síðan beinst að dánarbúinu. Verður ekki á þá kröfu stefnda fallist, 365 að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda vegna aðildarskorts. Þá er dómarar og lögmenn aðilja fóru á vettvang, kom í ljós, að í íbúð stefnanda er eitt barnaherbergi, og er einn gluggi í því herbergi. Í matsgerð hafa hinir dómkvöddu matsmenn metið galla á gluggum í tveim barnaherbergjum í íbúð stefnanda. Telja þeir tvö gler að stærð 1.64 m? ónýt, en eitt gler af þessari stærð kosti kr. 6.396, kostnaður við að hefla hvorn glugga um sig sé kr. 460. Matsgerðin er gölluð að þessu leyti. Af hálfu stefnda var ekki hreyft sérstökum andmælum gegn matsgerðinni vegna þessa augljósa galla. Lögmaður stefnanda lækkaði dómkröfur sínar sem nemur kostnaði vegna eins glugga skv. matsgerð, eða um kr. 6.396 vegna glers og kr. 460 vegna hefl- unar, eða samtals kr. 6.856. Eins og rakið hefur verið, er kaupsamningur dagsettur 8. nóv- ember 1968. Fram er komið, að stefnandi hefur tekið við hinu selda húsnæði í janúar 1969 og flutt í íbúðina í mars 1969. Því er haldið fram af hálfu stefnanda, að gallar á hinni seldu eign hafi komið í ljós fljótlega eftir afhendingu í janúar 1969. Afsal er dagsett 10. febrúar 1971, það er undirritað án fyrirvara af hálfu stefnanda, og er þar ekkert minnst á galla á hinu selda, en tekið fram, að stefndi skuli hreinsa lóðina af úrgangsefnum og steypa stéttir og skipta um jarðveg undir bílastæðum. Því er haldið fram af hálfu stefnanda, að kvartað hafi verið við stefnda strax vegna gallanna. Af hálfu stefnda hefur enginn komið fyrir dóm til yfirheyrslu vegna máls þessa. Atli Eiríksson og sonur hans Atli, sem að sögn lögmanns stefnda vann með föður sínum og var jafnframt aðili að sameignarfélaginu Atla Eiríkssyni, létust báðir á sl. ári. Lög- maður stefnda hélt því fram, að eftirlifandi sonur Atla Eiríks- sonar, Eggert, sem einnig var aðili að sameignarfélaginu Atla Eiríkssyni, hafi þar til eftir lát föður síns og bróður ekki unnið við byggingaframkvæmdir föður síns eða sameignarfélagsins og geti hann því ekkert um mál þetta borið. Eins og rakið hefur verið, hélt lögmaður stefnda því fram við munnlegan málflutning, að hann hefði annast fasteignasöluna til stefnanda og hafi ekkert verið minnst á galla á hinu selda hús- næði við undirritun afsals. Lögmaður stefnda hefur ekki komið fyrir dóm til yfirheyrslu vegna máls þessa, enda var ekki óskað eftir því af hálfu stefn- anda. Gegn andmælum af hálfu stefnda þykir stefnandi ekki hafa 366 sannað, að hann hafi kvartað við stefnda vegna galla á húsnæð- inu við undirritun afsals eða fyrir þann tíma. Þegar litið er til hins langa tíma, sem leið frá því að stefnandi flutti inn í íbúðina og þar til afsal var gefið út, og svo þess, að allir gallar á hinu selda hafa samkvæmt því, sem fram er komið undir rekstri málsins, komið í ljós fljótlega eftir afhendingu íbúð- arinnar Í janúar 1969, þá þykir stefnandi með því að undirrita afsal 10. febrúar 1971 án þess að gera fyrirvara vegna meintra galla hafa firrt sig rétti til að koma síðar með bótakröfur vegna galla. Þessi skilningur byggist á grundvallarreglu 52. gr. laga nr. 39 frá 1922. Eins og rakið hefur verið, er tekið fram í afsali, að stefndi skuli steypa stéttir. Því hefur ekki verið haldið fram af hálfu stefnda, að stefndi eða Atli Eiríksson s/f hafi annast verk þetta. Við munn- legan málflutning var því lýst yfir af hálfu stefnda, að því væri ekki mótmælt, að stefnandi hafi greitt kostnað vegna steypu á gangstétt. Hinir dómkvöddu matsmenn mátu kostnað við fram- kvæmd þessa á kr. 14.500. Þessum lið hefur ekki verið tölulega mótmælt, og ber því að dæma stefnda til að greiða stefnanda hans hluta af fjárhæð þessari. Samkvæmt kaupsamningi og afsali keypti stefnandi 15.9% allrar eignarinnar nr. 24 við Dvergabakka. Samningur stefnanda við aðra íbúðaeigendur að Dvergabakka 24, sbr. dskj. nr. 15, um skiptingu kostnaðar á milli þeirra íbúðaeigenda hefur ekki áhrif á réttarstöðu stefnda. Hvernig sem samningum þessum er háttað, þá er stefndi ekki skuldbundinn gagnvart stefnanda að stærri hluta en stefndi seldi stefnanda, og ber því að dæma stefnda til að greiða stefnanda 15.9% af kr. 14.500, eða kr. 2.305.50. Rétt þykir, að vextir reiknist frá 10. febr. 1971. Fallast verður á það með stefnda, að matskostnaður heyri til málskostnaði. Krafa stefnanda um málskostnað í matsmálinu verður ekki tekin til greina. Hæfilegt þykir, að stefndi greiði stefnanda kr. 20.000 í máls- kostnað. Við ákvörðun um málskostnað er litið til þess, að stefndi hafði með kaupsamningi skuldbundið sig til þess að steypa gang- stétt. Þessi skuldbinding var svo ítrekuð í afsali, en hinn 1. júlí 1971 hafði stefndi enn ekki staðið við þessa skuldbindingu, en svaraði samt ekki bréfum frá lögmanni stefnanda, en þau voru undanfari beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Dóminn kváðu upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari og með- 367 dómendurnir Bragi Þorsteinsson verkfræðingur og Skúli H. Norð- dahl arkitekt. Dómsorð: Stefndi, dánarbú Atla Eiríkssonar, greiði stefnanda, Paul R. Smith, kr. 2.305.50 með 7% ársvöxtum frá 10. febrúar 1971 til greiðsludags og kr. 20.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 20. april 1976. Nr. 73/1976. Ákæruvaldið gegn Birni Pálssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Sauðfjárbaðanir. Birting stjórnvaldsfyrirmæla. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Varnaraðili hefur með bréfi 24. mars 1976 kært til Hæsta- réttar úrskurð sakadóms Húnavatnssýslu, uppkveðinn 23. mars s. á., en birtan 24. s. m. Kærugögn bárust Hæstarétti 29. mars s. á. Krefst varnaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Til vara krefst hann þess, að málinu verði vísað frá sakadómi, en til þrautavara, að málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvalds og varnaraðilja voru lögð ýmis ný sögn fyrir Hæstarétt 2. og 12. apríl 1976. Meðal nýrra gagna er afrit af bréfi landbúnaðarráðuneytis- ins 20. október 1975 til Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis, svohljóðandi: „Ráðuneytinu er kunnugt, að vart hefur orðið við fjár- 368 kláða í Húnavatnssýslum á síðastliðnum vetri. Auk þess hefur orðið talsvert vart við færilús í Húnavatnssýslu og í Skagafirði vestan vatna. Að fengnum tillögum yðar og með fullu samþykki héraðs- dýralækna í nefndum landshluta hefur ráðuneytið ákveðið. að tvíböðun skuli fara fram á sauðfé á vetri komanda frá Hérsaðsvötnum vestur að Miðfjarðargirðingu. Felur ráðuneytið yður, herra yfirdýralæknir, að koma á og sjá um framkvæmd þessa“. Þá hefur verið lagt fram ljósrit af svohljóðandi skjali, dagsettu 20. október 1975: „Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu. Vegna fjárkláða, sem vart varð í Húnavatnssýslum á síðasti liðnum vetri, hefur ráðuneytið, eftir tillögu yfirdyralæknis, ákveðið, að tvíböðun skuli fara fram nú í vetur á öllu sauð- fé frá Héraðsvötnum í Skagafirði vestur að Miðfjarðargirð- ingu“. Á skjal þetta er ritað: „Lesist í útvarpi tvö kvöld í röð, 2svar“. Þá hefur verið lagt fram skjal sama efnis, dag- sett 18. nóvember 1975. Á þetta skjal er einnig ritað: „Lesist í útvarpi tvö kvöld í röð 2svar á kvöldi“. Er ekki vefengt, að tilkynningar þessar hafi verið lesnar í útvarpi, en ekki eru sögn því til staðfestu. Ekki er fram komið, að þær hafi verið birtar með öðrum hætti. Af gögnum máls má ráða, að undanþágur hafi verið veittar frá fyrirmælum ráðuneytisins um tvíböðun sauðfjár á svæði því, sem greinir í áðurgreindri tilkynningu frá landbúnaðar- ráðuneytinu. Varnaraðili skýrði svo frá fyrir sakadómi 18. mars 1976, „að hann hafi heyrt, að baða ætti tvisvar milli Hrútafjarðar og Héraðsvatna, og svo heyrt um undanþágu milli Héraðsvatna og Blöndu, en vissi ekki um frekari undan- þágu“. Ekki kemur fram, hvar eða hvenær varnaraðili hafi „heyrt“ þetta. Meðal gagna máls er endurrit af fundargerð frá fundi hreppsnefndarmanna úr Blönduóss-, Torfalækjar-, Svínavatns, Ás- og Sveinsstaðahreppi. Fundur þessi var hald- inn 6. janúar 1976, og var þar rætt um böðun sauðfjár. Í fundargerð þessari kemur fram, að undanþágur hafi verið veittar frá tvíböðun „á svæðinu milli Héraðsvatna og Mið- 369 fjarðargirðingar“. Ekki kemur fram af gögnum máls, hversu víðtækar þessar undanþágur hafi verið né hver hafi veitt þær. Í 2. gr. laga nr. 23/1959 um sauðfjárbaðanir segir, að verði fjárkláða eða annarra óþrifa vart í sauðfé, skuli landbúnað- arráðherra heimilt, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, að fyrirskipa aukaskoðun fjár og útrýmingarböðun. Ekki hafa lögin að geyma ákvæði um það, með hverjum hætti þessi fyr- irskipun skuli birt. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 64/1943 skal birta í Lögbirtingablaði ýmsar nánar tilgreindar auglýsingar og „annað það, sem stjórnvöldum þykir rétt að birta almenn- ingi“. Fyrirmæli landbúnaðarráðherra um tvíböðun sauðfjár vörðuðu alla umráðamenn sauðfjár í tilteknum landshluta. Brot gegn fyrirmælum þessum gat varðað refsingu sam- kvæmt 9. gr. laga nr. 23/1959 og sjálftökuúrræðum stjórn- valda samkvæmt 8. gr. sömu laga. Verður því að telja, að tilkynningu um fyrirmælin hafi átt að birta í Lögbirtinga- blaði. Þá þykir ljóst af því, sem að framan er rakið, að ekki hafi verið sýnd mikil festa við framkvæmd fyrirmæla land- búnaðarráðherra og mismunandi reglur gilt um böðun sauð- fjár á því svæði, sem þau tóku til. Þvkja ekki, eins og hér stendur á, vera fyrir hendi skilyrði til að beita gegn varnar- aðilja valdbeitingarákvæðum 8. gr. laga nr. 23/1959, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 27/1963, sbr. nú 1. gr. reglugerðar nr. 64/ 1976, en reglugerðir þessar eru settar samkvæmt heimild í 8. gr. nefndra laga. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Rétt er, að kærumálskostnaður falli niður. Það athugast, að ákvörðun um böðun fjárins bar ekki undir sýslumann sem héraðsdómara, heldur sem lögreglu- stjóra, er jafnframt skyldi sjá um framkvæmd verksins sam- kvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 27/1963, sbr. nú 1. gr. reglu- gerðar nr. 64/1976. Var því óþarft að kveða á um fram- kvæmdina með dómsúrskurði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Kærumálskostnaður fellur niður. 24 370 Sératkvæði hæstaréttardómaranna Magnúsar Þ. Torfasonar og Þórs Vilhjálmssonar. Í 1. gr. laga nr. 23/1959 eru ákvæði um skyldu eigenda og umráðamanna sauðfjár til þess almennt að baða sauðfé á tilteknum tíma, en í 2. gr. sömu laga er jafnframt mælt fyrir um sérstakar sauðfjárbaðanir, svonefndar útrýmingarbaðan- ir (tvíbaðanir). Segir svo um þetta í síðastgreindu ákvæði, að ef fjárkláða verði vart eða annarra óþrifa á sauðfé, skuli landbúnaðarráðherra heimilt, að fengnum tillögum yfirdýra- læknis, að fyrirskipa aukaskoðun fjár og útrýimingarböðun, Með bréfi 13. október 1975 lagði Páll A. Pálsson yfirdýra- læknir til við landbúnaðarráðuneytið, að fyrirskipuð yrði tvíböðun sauðfjár veturinn 1975—1976 á svæðinu frá Hér- aðsvötnum vestur að Miðfjarðargirðingu, en á því svæði hefði orðið vart fjárkláða. Í samræmi við þetta tilkynnti ráðuneytið yfirdvralækni 20. s. m., að það hefði ákveðið í samráði við héraðsdýralækna, að tvíböðun skyldi fara fram um veturinn á ofangreindu svæði. Tilkynningu þessa efnis sendi ráðuneytið Ríkisútvarpinu Hl birtingar sama dag og aftur 18. nóvember 1975. Verður við það að miða, að sú birt- ing hafi farið fram, en ekki er komið fram, að fyrirmælin hafi verið birt með öðrum hætti. Með bréfi 2. mars 1976 kærði héraðsdýralæknirinn á Blönduósi, Sigurður H. Péíursson, en hann er eftirlitsmaður með sauðfjárböðunum í héraði sínu samkvæmt 3. gr. laga nr. 23/1956, yfir því til sýslumanns Húnavatnssýslu, að varn- araðili, sem baðað hefði sauðfé sitt einu sinni, teldi sig ekki hafa tök á að baða öðru sinni, eins og fyrirskipað hefði verið. Hefði varnaraðili tjáð þetta Hauki Pálssyni, sem skipaður hefði verið baðstjóri hjá varnaraðilja, sbr. 1. mgr. 4. gr. áður- nefndra laga. Með bréfi 10. s. m. skoraði sýslumaður á varn- araðilja, að hann baðaði fé sitt síðari böðun, en ella yrði féð baðað á hans kostnað, en í 8. gr. reglugerðar nr. 27/1963, sem sett er samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 23/1959, er sýslumanni veitt vald til að gera slíka ráðstöfun í samráði 971 við eftirlitsmann með fjárböðunum. Þessari áskorun sýslu- manns mótmælti varnaraðili í bréfi 13. s. m., og taldi hann, að umrædd ráðstöfun yrði ekki gerð án dómsúrskurðar. Tók sýslumaður því næst málið fyrir í sakadómi 18. s. m. og kvað upp hinn kærða úrskurð 23. s. m. Fyrirmæli landbúnaðarráðuneytis um tvíböðun á ofan- greindu svæði voru gefin að fengnum tillögum yfirdýralækn- is, svo sem 2. gr. laga nr. 23/1959 áskilur, og voru í sam- ræmi við þær. Í bréfum yfirdýralæknis til landbúnaðarráðu- neytis, dags. 22. september 1975 og 13. október 1975, er þess getið, að fjárkláða hafi orðið vart í Húnavatnssýslu, og þykir það ekki eiga að valda ógildi fyrirmæla ráðuneytisins eins og á stendur, að ekki virðist hafa verið gerð sérstök kláða- skoðun á svæðinu. Í þinghaldi í sakadómi 18. mars sl. var bókað eftir varnar- aðilja, að hann hefði „heyrt, að baða ætti tvisvar milli Hrúta- fjarðar og Héraðsvatna“. Verður við það að miða, að varnar- aðilja hafi verið kunn framangreind fyrirmæli, og verður hann að hlíta því, að niðurlagsákvæði 8. gr. laga nr. 23/1959 verði beitt gagnvart honum. Breyta ákvæði 7. gr. laga nr. 64/ 1943 þessu ekki, enda var eigi skylt að birta fyrirmælin, sem varða einstaka, tímabundna sóttvarnaraðgerð, á þann hátt, sem gert er ráð fyrir í því lagaákvæði. Böðun sauðfjár, sem sýslumanni ber að annast um, að fram fari samkvæmt 8. gr. laga nr. 23/1959, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 27/1963, er lögmælt sjálftökuúrræði yfirvalds. Var því ekki efni til að kveða á um það með dómsúrskurði, að sauð- fjárböðun skyldi fara fram hjá varnaraðilja og um greiðslu kostnaðar af henni, svo sem gert var, en sýslumaður hafði sem valdsmaður þegar mælt fyrir um það efni í bréfi til varnaraðilja, dags. 10. mars sl., svo sem fyrr var sagl. Eðlilegast er að líta svo á, að fjárböðun samkvæmt nefnd- um ákvæðum fari fram hjá hlutaðeigandi fjáreiganda og með þeim böðunartækjum, sem honum er lögskylt að hafa samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laganna, sbr. einnig 2. mgr. Í. gr. tilvitnaðrar reglugerðar. Er og kveðið fortakslaust á um þetta í 2. mgr. 1 gr. reglugerðar nr. 64 16. mars 1976. Heimilt 372 var þó að kveða á um þetta efni með dómsúrskurði til að taka af öll tvímæli um heimild böðunarmanna til aðgangs að fjárhúsum varnaraðilja, þegar varnaraðili mótmælti þessu. Þykir því mega staðfesta hinn kærða úrskurð að þessu leyti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dömsorð: Ákvæði hins kærða úrskurðar um heimild til umferðar um land varnaraðilja, Björns Pálssonar, og um afnot fénaðarhúsa og böðunaraðstöðu vegna framangreindrar fjárböðunar hjá honum eiga að vera óröskuð. Úrskurður sakadóms Húnavatnssýslu 23. mars 1976. Ár 1976, þriðjudaginn 23. mars. kl. 1030 var sakadómur Húna- vatnssýslu settur í skrifstofu sýslunnar á Blönduósi og haldinn af sýslumanni Jóni Ísberg við undirritaða votta. Fyrir var tekið málið nr. 11/1976: Neitun Björns Pálssonar bónda, Ytri-Löngu- mýri, að tvíbaða sauðfé sitt. Til staðar í dóminum eru skjöl málsins nr. 1—6, lögð fram í sakadómi 18. þ. m. Í þeim kemur fram, að kærði, Björn Pálsson bóndi, Ytri Löngumýri, baðaði fé sitt dagana 18., 19. og 20. febr. sl, en hefur ekki baðað aftur, eins og ákveðið hafði verið, og kærði viðurkennir fyrir sakadómi 18. þ. m. að hafa vitað, að baða ætti tvisvar milli Blöndu og Miðfjarðargirðingar. Þá neitaði hann að svara ítrekuðum spurningum dómarans um, hvort hann hygðist baða sauðfé sitt aftur. Eða orðrétt eftir hon- um haft: „Svara því engu, hefi enga ákvörðun um það tekið“. Kærði neitaði dómaranum og dýralækni um að fara í húsin og skoða baðaðstöðuna og kvaðst þekkja aðstæður allar. Í máli þessu liggur fyrir, að kærði, Björn Pálsson bóndi, Ytri- Löngumýri, vissi, að tvíbaða á sauðfé allt milli Blöndu og Mið- fjarðargirðingar. Hann baðar fé sitt 18., 19. og 20. febrúar og átti því að vera búinn að baða öðru sinni. Það hefur hann ekki gert, a. m. k. ekki á lögformlegan hátt, þ. e. með baðstjóra. Nú leikur enginn vafi á því, að kærði er skyldur að baða sauðfé sitt tvisvar nú í vetur og þar sem 15. mars er liðinn, en eftir þann tíma á sauðfjárböðunum að vera lokið og um enga undanþágu fyrir hann hefur verið að ræða, þá er liðinn sá frestur, sem lögin um sauðfjárbaðanir heimila. Því verður að kveða á um það, hvort 313 baða eigi með valdi fé kærða eða ekki. Með tilvísun til laga nr. 23 frá 27. apríl 1959, 1. gr. og 8. gr., samanber 8. gr. reglugerðar nr. 27 frá 20. mars 1963 og reglugerð nr. 64 frá 16. mars 1976, þá úrskurðast hér með, að heimilt skuli að baða sauðfé kærða, Björns Pálssonar, Ytri-Löngumýri, að tveimur dögum liðnum frá birt- ingu úrskurðar þessa, hafi hann ekki þegar baðað eða gert ráð- stafanir til seinni böðunar. Enn fremur úrskurðast skv. heimild í tilvitnuðum lögum og reglugerðum, að skipaður baðstjóri og menn þeir, sem fengnir verða til þess að baða, hafi rétt til þess að fara um öll fénaðarhús og land á Ytri-Löngumýri, nota baðaðstöðu þar og vatn eftir þörf- um. Þá hafa þeir heimild til þess að færa allt sauðfé, sem á jörð- inni er, til böðunar, hvort sem það er á húsi eða er í haga. Kostnað allan, sem af böðun þessari verður, ber kærða að greiða, þar með talinn flutningskostnað og fæðiskostnað þeirra, sem við böðunina vinna, svo og allan kostnað, sem leiða kann af því, að kærði eða menn á hans vegum reyna á einn eða annan hátt að hindra böðun fjárins. Ályktunarorð: Heimilt er að baða allt sauðfé á Ytri Löngumýri án sam- þykkis eiganda. Þeim, sem baða, er heimil afnot baðaðstöðu og frjáls umferð um land og fénaðarhús jarðarinnar. Kærði, Björn Pálsson, beri allan kostnað af væntanlegri valdböðun sauðfjár hans. 374 Miðvikudaginn 21. apríl 1976. Nr. 82/1976. Ákæruvaldið Segn Sigurgeir Einari Karlssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Andrés Valdimarsson, sýslumaður í Snæfellsnes. og Hnappadalssýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 22. mars 1976. Gögn máls bárust Hæstarétti 12. apríl 1976. Krefst varnaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Auk þeirra gæsluvarðhaldsúrskurða, sem kveðnir hafa ver- ið upp yfir varnaraðilja og getið er um í hinum kærða úr- skurði, var hinn 17. desember 1975 kveðinn upp gæsluvarð- haldsúrskurður í sakadómi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, þar sem gæsluvarðhald varnaraðilja var enn framlengt allt að 90 dögum frá því, sem ákveðið hafði verið í úrskurði nefnds sakadóms frá 25. september 1975, er staðfestur var í Hæstarétti 8. október s. á. Úrskurði sakadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu frá 17. desember 1975 var skotið til Hæstaréttar, og var úrskurðurinn staðfestur hinn 5. Janúar 1976. Hinn 29. janúar 1976 gaf ríkissaksóknari út ákæru á hend- ur varnaraðilja vegna atburðar þess, sem rannsókn máls þessa beinist að, og er brot hans talið varða við 211. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með bréfi, dags. sama dag, sendi ríkissaksóknari rannsóknardómara, sýslumannin- um Í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, ákæruna. Krafðist rík- issaksóknari þess, að rannsókn máls yrði lokið og það síðan tekið til dómsálagningar, en jafnframt segir í greindu bréfi 375 ríkissaksóknara: „Rétt þykir að leita umsagnar Læknaráðs um þau læknisfræðilegu gögn, sem aflað hefur verið við rann- sókn málsins, og að álitsgerð ráðsins um þau efni liggi fyrir, áður en málið verður flutt“. Með bréfi, dags. 9. febrúar 1976, fór rannsóknardómari þess á leit við Læknaráð, að það léti uppi skoðun sína um ýmis nánar tilgreind atriði í skýrslu um geðrannsókn, er varn- araðili sætti, svo og um „önnur þau atriði, er fram koma í læknisfræðilegum gögnum málsins og það telur efni til, að sérstaklega komi fram“. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til hins kærða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 22. mars 1976. Mál þetta var þingfest hinn 12. mars 1976 með framlagningu ákæru og annarra dómsskjala. Ákærði, sem fæddur er 11. nóvember 1956, er sakaður um að hafa orðið Rafni Svavarssyni að bana í Ólafsvík, í verbúð Hróa, hinn 14. maí 1975. Hófst rannsókn málsins þegar hinn 14. maí s. á. Ákærði var þann dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í sakadómi Snæfellsnes og Hnappadalssýslu allt að 60 dögum. Hinn 11. júlí s. á. var úrskurðað í sama dómi, að varnaraðili skyldi sæta allt að 45 daga gæsluvarðhaldi frá 13. júlí 1975 að telja. Með úrskurði sama dóms, sem upp var kveðinn þann 27. ágúst 1975, var gæslu- varðhald ákærða framlengt í allt að 30 dögum, meðan framhalds- rannsókn í málinu færi fram samkvæmt kröfu ríkissaksóknara, sem óskaði eftir því, að tilgreindir menn yrðu kvaddir fyrir dóm til yfirheyrslu. Með úrskurði sama dóms, uppkveðnum 25. september 1975, var gæsluvarðhald kærða enn framlengt í allt að 90 dögum, þar eð rannsókn málsins var enn ekki lokið. Samkvæmt kröfu ríkissak- sóknara voru teknar skýrslur í sakadómi Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu af þeim mönnum, sem náðist til í lögsagnarumdæminu, og rannsókn málsins fram haldið að öðru leyti eftir því sem til- 376 efni hefur gefist til. Með bréfi sýslumanns Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, dags. 5. nóvember 1975, var málið síðan sent ríkissaksóknara, en þá var eftir að yfirheyra 5 aðilja, sem til- greindir voru í framangreindu bréfi ríkissaksóknara, sem búsettir voru í Reykjavík og Keflavík. Ekki hefur ennþá náðst til allra Þeirra manna og yfirheyrslum því ekki lokið. Rannsóknargögn máls þessa hafa verið send Læknaráði til at- hugunar og umsagna með bréfi, dagsettu 9. febrúar 1976, til með- ferðar á þeim læknisfræðilegu álitsgerðum, sem lagðar hafa verið fram. Úrskurður Læknaráðs í máli þessu liggur enn ekki fyrir. Með vísan til þess, sem að framan er rakið um rannsókn og sakarefni máls þessa, þykir nauðsyn bera til að framlengja gæslu- varðhaldsúrskurð ákærða með hliðsjón af 1. og 4. tölulið 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Þykir hæfi- legt að framlengja gæsluvarðhald ákærða í allt að 60 dögum frá deginum í dag að telja. Því úrskurðast: Gæsluvarðhald ákærða, Sigurgeirs Einars Karlssonar, hófst með úrskurði sakadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 14. maí 1975 og hefur síðan verið framlengt fjórum sinnum, framlengist í allt að 60 dögum frá 24. mars 1976 að telja. Föstudaginn 23. apríl 1976. Nr. 83/1976. Ákæruvaldið segn Oddgeiri Guðmundi Guðmundssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Andrés Valdimars- son, sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. 37! Varnaraðili hefur samkvæmi heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Hann var viðstaddur uppkvaðningu hins kærða úrskurðar 22. mars sl. Er þá bókað í þingbók: „Tók ákærði í samráði við verjanda sér sólarhringsfrest til að ákveða, hvort úrskurð þennan skuli kæra til Hæstaréttar“, sbr. 2. mgr. 74. gr. laga nr. 74/1974. Samkvæmt yfirlýsingu héraðsdómara var hinum kærða úrskurði skotið til Hæsta- réttar 283. mars sl. Hinn 12. apríl 1976 bárust Hæstarétti gögn máls með bréfi rannsóknardómara, dags. 9. s. m. Hinn 14. þ. m. barst Hæstarétti greinargerð skipaðs verj- anda varnaraðilja. Er þess þar aðallega krafist, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarð- haldstíminn verði styttur. Þá er krafist kærumálskosinaðar úr ríkissjóði. Með ákæru 22. nóvember 1974 er varnaraðili saksóttur fyrir líkamsárás samkvæmt 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo og fyrir þjófnað samkvæmt 244. gr. sömn laga. Með ákæru 26. mars 1975 er honum gefið að sök að hafa framið innbrot og þjófnað samkvæmt 244. gr. alm. hegningarlaga. Ákærur þessar voru ekki birtar varnaraðilja fyrr en 10. febrúar 1976, en dómur vegna ákæruatriða þess- ara hefur enn ekki verið kveðinn upp. Með úrskurði sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 23. janúar sl, var varnaraðilja gert að sæta sæsluvarðhaldi allt að 60 dögum, en hann var kærður fyrir að hafa aðfaranótt þess dags í herbergi í húsi nokkru við Grundarstíg hér í bæ, sem varnaraðili hafði til afnota, ráðist á Baldvin Jóhann Þorláksson, Skarðshlíð 23 A á Akureyri, og tekið af honum peningaveski hans, sem Í voru, að sögn Baldvins Jóhanns, verðmæti um 24.000 krónur. Varnaraðili hefur neitað þess- um sakargiftum, en veskið með öllu því, sem í því átti að vera, fannst undir blaði í áðurnefndu herbergi. Í greindum úrskurði sakadóms Reykjavíkur segir enn fremur: „Oddgeir Guðmundsson er vanaafbrotamaður. Til með- ferðar hjá sýslumanninum í Snæfellsnes- og Hnappadalssyýsl:t 318 eru 2 ákærur á hendur Oddgeiri. Ríkissaksóknari hefur til athugunar 5 kærur á hendur Oddseiri og fjölda annars fólks fyrir ýmis konar auðgunarbrot. Síðastliðna helgi var Odd- geir kærður fyrir þjófnað á seðlaveski og tékkhefti við skemmtistaðinn Þórscafé hér í borg. Hann neitaði því broti. Helgina þar á undan braust Oddgeir ásamt öðrum inn Í apó- tekið á Selfossi, en þeir voru handteknir á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur. Oddgeir Guðmundsson kveðst hafa komið til Reykjavíkur fyrir u. þ. b. hálfum mánuði og ekki haft neinn fastan samastað né haft neitt sérstakt fyrir stafni, en verið allan tímann við áfengisdrykkju“. Rannsókn vegna brota þessara er enn ekki lokið. Að því athuguðu, er nú hefur verið rakið, þykir eftir at- vikum og með hliðsjón af 1., 3. og 5. tl. 67. gr. laga nr. 74/ 1974 mega staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til, þannig að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi allt að 60 dögum frá og með 23. mars 1976 að telja. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Lýsing sakargifta í hinum kærða úrskurði er mjög ófull- komin. Er það andstætt 164. gr. laga nr. 74/1974. Ber að átelja þetta. Dómsorð: Varnaraðili, Oddgeir Guðmundur Guðmundsson, sæti gæsluvarðhaldi allt að 60 dögum frá og með 23. mars 1976 að telja. Úrskurður sakadóms Snæfellsnes og Hnappadalssýslu 22. mars 1976. Ákærði í máli þessu, Oddgeir Guðmundur Guðmundsson, var tekinn, eins og framlagðar ákærur og önnur skjöl málsins bera með sér, hafa gerst brotlegur við ýmis ákvæði refsilaga, sem við liggja viðurlög, er numið geta allt að 16 ára fangelsi (sic). Auk þess má af skjölum þessum sjá, að ákærði hefur mjög lagt það í vana sinn að fremja afbrot, og vitað er, að brotaferill hans á Snæfells- nesi, í Reykjavík og víðar er mjög slæmur. Ákærði er nú í gæsluvarðhaldi í Reykjavík vegna rannsóknar afbrots, sem hann er talinn hafa framið þar. 379 Vegna brotaferils ákærða og með skírskotun til framanritaðs þykir mega ætla, að hann haldi áfram brotum, ef hann er látinn laus, meðan máli hans er ekki lokið. Með vísan til 67. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, sérstaklega 4. og ð. lið, þykir nauðsynlegt að úrskurða ákærða í gæsluvarðhald, er telst hæfilega ákveðið allt að 60 dögum frá 23. mars 1976 að telja. Því úrskurðast: Ákærði, Oddgeir Guðmundur Guðmundsson, sæti gæslu- varðhaldi í allt að 60 dögum. Þriðjudaginn 27. apríl 1976. Nr. 25/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari ) gegn Svani Hvítaness Halldórssyni (Ingi R. Helgason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Sig- urður Líndal. Áfengislagabrot. Dómur Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétt hafa verið lagðar tvær verðskrár Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins yfir áfengi. Er sú fyrri frá 20. desember 1972, en sú síðari frá 17. febrúar 1975, og var út- söluverð samkvæmt henni á heilflösku af íslensku brennivíni kr. 1.670. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta úrlausn hans um sýknu ákærða af kröfum ákæru- valds samkvæmt a lið ákæru. Staðfesta ber ákvæði héraðs- dóms um refsingu ákærða vegna ólöglegrar áfengissölu, sbr. 380 b lið ákæruskjals, og um greiðslu sakarkostnaðar, þó þannig, að greiðslufrestur sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa að telja. Þá verður einungis gerður upptækur til ríkissjóðs ólöglegur hagnaður ákærða, 1.830 krónur, af sölu brennivínsflösku þeirrar, er hann seldi og greinir í b lið ákæru, sbr. 3. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða ber að dæma til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, 25.000 krónur. Lögreglurannsókn út af atferli því, sem ákærða er getið að sök og greinir í a lið ákæru, hófst í Reykjavík hinn 17. apríl 1973, og lauk henni þar hjá rannsóknarlögreglu 7. júní s. á. Hinn 14. júní 1973 sendi sakadómur Reykjavíkur ríkis- saksóknara til ákvörðunar lögregluskýrslur og rannsóknar- lögregluskýrslur um atferli þetta. Með bréfi 19. september s. á. sendursendi ríkissaksóknari sakadómi Reykjavíkur gögn þessi og krafðist þess, að málið yrði rannsakað fyrir dómi. Sú dómsrannsókn hófst ekki fyrr en 11. febrúar 1975, eð: tæpum 17 mánuðum síðar, og lauk þann sama dag. Þennan drátt á rannsókn málsins ber að átelja. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærða, Svans Hvítaness Halldórssonar, og um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð að öðru leyti en því, að greiðslu- frestur sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa að telja. Ólöglegur hagnaður, 1.830 krónur, á að vera upptækur ríkissjóði til handa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og laun skipaðs verjanda síns, Inga R. Helgasonar hæsta- réttarlögmanns, 25.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 381 Dómur sakadóms Kópavogs 13. október 1975. Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 9. okt. sl., er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru ríkissaksóknara, dags. 28. ágúst sl., „á hendur Svani Hvítaness Halldórssyni, leigubifreiðar- stjóra, Melaheiði 3, Kópavogi, fæddum 1. mars 1935 í Reykjavík, fyrir áfengislagabrot: a. Með því að hafa, aðfaranótt þriðjudags- ins 17. apríl 1973, haft meðferðis í leigubifreiðinni Y 146, sem ákærði ekur frá Hreyfli í Reykjavík, tvær flöskur af áfengi, merktar Aquavitae, sem telja verður, að ákærði hafi ætlað til sölu, en áfengið fannst við leit í bifreiðinni, í hanskahólfi hennar, eftir að lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina á gatnamótum Laugavegar og Nóatúns. Telst þetta varða við 4. mgr., sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr. 42. gr. áfengislaga nr. 82/1969. b. Með því að fara, aðfaranótt laugardagsins 1. mars 1975, er ákærði var í leiguakstri á áðurgreindri bifreið, að Hagamel 45 í Reykjavík og selja í því húsi eina flösku af áfengi, íslensku brenni- vísi, fyrir kr. 3.500. Telst þetta varða við 18. gr., sbr. 39. gr. áfengislaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta upptöku á áfengi því, sem greint er undir a., og söluandvirði greindu undir b., sbr. 2. mgr. i.f. 42. gr. áfengislaga og 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og til greiðslu alls sakar- kostnaðar“. Málsatvik eru þessi: a) Er Sigurður Bjarnason, lögreglumaður nr. 105, og lögreglu- maður nr. 55 voru í eftirlitsferð á Rauðarárstíg við Njálsgötu þriðjudaginn 17. apríl 1973, kl. 0355, veittu þeir athygli leigu- bifreiðinni Y 146 frá Hreyfli, sem ekið var norður Rauðarárstíg og austur Laugaveg. Vegna orðróms, sem hafði borist frá starfsbræðrum ökumanns Y 146, sem reyndist vera ákærði í máli þessu, um, að hann seldi áfengi jafnframt leiguakstrinum, veittu þeir bifreiðinni eftirför og stöðvuðu aksturinn við gatnamót Laugavegar og Nóatúns. Ákærði var fús til að fylgja þeim á lögreglustöðina við Hverfis- götu og þar fyrir varðstjórann Hilmar Þorbjörnsson. Aðspurður af honum kvað ákærði velkomið, að leit yrði framkvæmd í bif- reið hans, en nefndi ekki, að þar ætti að vera áfengi. Leit var framkvæmd í bifreið ákærða, og fundust í hanska- 382 hólfi hennar tvær flöskur, merktar Aquavitae, innpakkaðar í plastpoka, en vafðar inn í bónklúta utan um pokana. Aðspurður af aðalvarðstjóra kvaðst ákærði í fyrstu hafa keypt áfengisflöskurnar í áfengisversluninni við Snorrabraut, eftir há- degi daginn áður, og hefðu þær legið nokkra stund í framsæti bifreiðar hans, eða þar til hann hefði losað tappa þeirra og rofið innsiglin til öryggis og síðan búið um þær í hanskahólfinu. Síðan breytti ákærði framburðinum og kvaðst ekki geta munað, hve- nær hann hefði rofið innsiglin. Ákærði kvað engan hafa snert á flöskunum nema afgreiðslu- mann ÁTVR og sjálfan sig. Voru því flöskurnar óhreyfðar í plast- pokanum, ef taka þyrfti fingraför af þeim. Kl. 0422 sama dag skýrði ákærði svo frá hjá lögreglunni, að hann hefði keypt tvær flöskur af áfengi, Aquavitae, eftir hádegið daginn áður og búið um þær í hanskahólfi bifreiðar sinnar. Hann kvaðst hafa verið nývaknaður og farið aðeins eina ökuferð, er hann var stöðvaður. Kvaðst hafa verið sendur frá Hlemmtorgi að Drápuhlíð 38 og farið þaðan með ungling að Laugarásvegi Í. Þegar lögreglan stöðvaði ákærða, kvaðst hann hafa verið á leiðinni til kunningja síns, Hilmars Ásgeirssonar, Dvergabakka 32, tiliþess að sækja hann, því þeir ætluðu að Svignaskarði í Borgarfirði. Þar átti hann graðhest, sem hann ætlaði að sýna Hilmari, og var honum áfengið ætlað, því að hann (þ. e. ákærði) drykki ekki. Ákærði kvað lögreglumennina geta fengið þetta staðfest hjá stöð Hreyfils, því að hann hafi beðið hana að hringja á Geitháls og aðgæta, hvort Hilmar væri þar. Svo reyndist vera, og hittust þeir á Hlemmtorgi. Hilmar var á leiðinni heim til sín til að skila bifreið sinni, og var ákærði að sækja hann þangað. Ákærði neitaði algerlega, að hann hafi verið búinn að selja eða hafa ætlað að selja það áfengi, sem fannst í bifreið hans við leit. Þá gat ákærði þess, að til hafi staðið að veita af áfenginu bónd- anum á Svignaskarði, Skúla Kristjónssyni. Daginn eftir mætti ákærði hjá rannsóknarlögreglunni og kom frá fangageymslu lögreglunnar og skýrði svo frá, að honum hafi ekki verið tjáð ástæðan fyrir handtökunni, sem átti sér stað um kl. 0400 nóttina áður. Lögreglan, sem að handtökunni stóð, sagði honum, að Hilmar Þorbjörnsson varðstjóri þyrfti að hafa tal af honum, en greindi ekki frá til hvers. Á lögreglustöðinni kvaðst ákærði hafa veitt fúslega leyfi til leitar í bifreið hans, enda hafi hann ekkert haft þar að fela. Hann hafi ekkert verður spurður 383 um hvort áfengi væri í bifreið hans eða ekki, en hins vegar hafi hann sagt Hilmari frá því, þegar lögreglumennirnir fóru út til leitar. Að öðru leyti var framburður ákærða í samræmi við áður gefna skýrslu hjá lögreglu. Hinn 11. febrúar 1975 skýrði ákærði m. a. svo frá Í sakadómi Reykjavíkur, að umrætt áfengi hefði ekki verið ætlað til sölu né heldur hafi það verið ætlað til eigin neyslu. Hann hafi ætlað að veita það Hilmari Ásgeirssyni og Skúla bónda á Svignaskarði, en hann og Hilmar hafi verið búnir að ræða um að fara til bónd- ans einhvern tíma, þegar lítið væri að gera. Ákærði kvaðst síðan hafa náð sambandi við Hilmar umrædda nótt og þeir ákveðið að fara þá strax um nóttina að Svignaskarði. Síðan hafi ákærði verið á leið heim til Hilmars Ásgeirssonar, er lögreglumenn handtóku hann. Samkvæmt gögnum málsins gaf vitnið Hilmar Sigurður Ás- geirsson skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík hinn 17. apríl 1973, að því er virðist án þess að ákærða gæfist kostur á að tala við hann áður. Vitnið skýrði frá eftirfarandi: „Ég ek leigubifreið frá bifreiðastöðinni Hreyfli eins og kunn- ingi minn Svanur Halldórsson. Við eigum báðir hesta að Svigna- skarði í Borgarfirði, og höfum við yfirleitt haft þann sið að fara þangað í heimsókn á vetrum. Í gær kom okkur saman um að fara einhvern næstu daga þangað upp eftir, og Í nótt, er ég var staddur í veitingaskálanum að Geithálsi, var hringt frá bifreiðastöðinni og ég beðinn um að hafa samband við Svan á Hlemmtorgi. Þangað fór ég og hitti Svan, og ákváðum við að fara í Borgarfjörðinn nú með morgninum, enda virtist ekki vera mikið að gera í aksti- inum. Ég ók svo áleiðis heim til mín, og ætlaði Svanur að koma þangað á eftir mér, en hann kom ekki, og fór ég þá að aka aftur. Síðan frétti ég, að Svanur myndi hafa verið handtekinn. Áfengi það, sem mér er tjáð, að fundist hafi í bifreið Svans, var ætlað mér til drykkju svo og bóndanum að Svignaskarði. Ég átti beinlínis ekki þetta áfengi, en þegar við Svanur töluðum um það í gær að fara að Svignaskarði mjög bráðlega og þá jafn- vel í dag, þá varð það að samkomulagi okkar á milli, að hann sæi um að kaupa fyrir mig áfengi og eins til þess að veita bóndanum, enda var ætlunin að fara á bifreið Svans og því heppilegra á allan hátt, að hann hefði áfengið undir höndum. Það var rétt eftir há- degið í gær, sem við Svanur vorum að ræða þessa Borgarfjarðar- 384 ferð, og má segja, að það hafi verið Svanur, sem átti að ráða því nánar, á hvaða tíma farið yrði“. Skýrslu þessa staðfesti vitnið með drengskaparheiti í sakadómi Reykjavíkur hinn 11. febrúar sl. Niðurstaða. Eins og minnst hefur verið á hér að framan, virðist vera ljóst af gögnum málsins, að vitnið Hilmar S. Ásgeirsson hafi gefið skýrslu sína hjá rannsóknarlögreglunni, áður en ákærði gat átt þess kost að ræða við hann, þar sem honum var haldið í gæslu hjá lögreglu. Þykir því ákærði hafa fært sterkar líkur fyrir því, að umrætt áfengi hafi ekki verið ætlað til sölu, sbr. 19. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Í vörn sinni benti verjandi ákærða á, að sönnunarbyrð- inni hér væri snúið við af hálfu leyti og með vísun til samhljóða framburða ákærða og vitnis væru leiddar mjög sterkar líkur að því, að ákærði hafi ekki ætlað umrætt áfengi til sölu. Með hliðsjón af þessu skal ákærði vera sýkn af kröfum ákæru- valds varðandi fyrri lið ákæruskjals, þ. e. að hafa brotið gegn 4. mgr., sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr. 42. greinar áfengislaga nr. 82/1969, umrætt sinn. b) Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Reykjavíkí dags. 1. mars sl, voru Sigurður Bjarnason, lögreglumaður nr. 97, Hilmar Þor- björnsson varðstjóri og lögreglumaður nr. 96 staddir við Hagamel 45 laugardaginn 1. mars 1975, kl. 0350. Veittu þeir þá athygli leigubifreiðinni Y 146 frá Hreyfli, sem ók að húsinu og stöðvaði. Skömmu síðar kom maður niður í anddyri hússins og benti öku- manni að koma inn með handahreyfingu. Ökumaður Y 146, sem var ákærði í máli þessu, virtist skilja bendinguna, og sáu lög- reglumennirnir hann taka einhvern hlut og hagræða í buxna- streng sínum. Hann hafi farið síðan inn í forstofu hússins með fyrrnefndan hlut, sem innpakkaður var í pappírspoka og virtist vera áfengisflaska. Ákærða dvaldist nokkra stund inni í forstof- unni, og töldu lögreglumennirnir hann vera að selja áfengisflösk- una. Síðan kom hann út og settist inn í bifreið sína og ók af stað, en þá var lögreglumaður nr. 96 kominn fram fyrir bifreiðina og gaf henni stöðvunarmerki og kynnti sig jafnframt sem lögreglu- mann og kvaðst vilja ræða við ökumann. Ákærði hafi þá svarað „jæja þá“ og ekið mjög hratt og óvar- lega af stað. Lögreglumennirnir hófu þegar eftirför á eftir Y 146, en hættu henni þó strax aftur, er þeir sáu, hvernig Y 146 var 385 ekið og til að fyrirbyggja hættu, sem eftirför gæti haft í för með sér. Fyrrnefndan poka, sem ákærði hafði með sér inn í húsið, hafði hann ekki meðferðis, er hann kom þaðan út. Lögreglumennirnir höfðu síðan samband við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og létu lýsa eftir bifreiðinni Y 146. Jafnframt fóru þeir að stöð Hreyfils við Fellsmúla og höfðu tal af starfsstúlkum stöðvarinnar. Lofuðu þær að koma þeim skilaboðum til ákærða, að hann færi á lögreglustöðina og ræddi við Hilmar Þorbjörns- son. Þrátt fyrir leit um nóttina og morguninn fannst ákærði ekki. Hinn 24. mars sl. skýrði vitnið Hilmar Þorbjörnsson svo frá fyrir rétti, að umrætt sinn hafi það verið í ómerktri lögreglubif- reið við fjölbýlishúsið Hagamel 41—45 ásamt lögreglumönnunum Sigurði Bjarnasyni og Edvard Skúlasyni. Bifreiðin var staðsett hér um bil á móts við innganginn í stigahúsið nr. 45, og taldi vitnið, að 40--45 metrar hafi verið á milli bifreiðarinnar og inn- gangsins. Vitnið kveðst hafa heyrt í gegnum talstöðina í nefndri bifreið, að leigubifreiðin nr. 146 var pöntuð af öðrum leigubifreiðarstjóra, er staddur var við BSÍ. Þessi leigubifreið var pöntuð í gegnum fjarskipamiðstöð Hreyfils og ökumaður beðinn að fara að Haga- mel 45. Símastúlka hjá Hreyfli tilkynnti, að bifreiðin nr. 146 væri í akstri, en kæmi að Hagamel, strax og honum lyki. Eftir um það bil 30—40 mínútur kom leigubifreiðin nr. 146 að Hagamel 45, og ók henni ákærði, en vitnið kvaðst þekkja hann í sjón. Ákærði ók í átt að bifreið vitnisins, sneri við og lagði gegnt innganginum í stigahúsið nr. 45. Bifreiðarstjóri leigubifreiðar- innar sneri þá að bifreið vitnisins. Ákærði steig úr bifreið sinni og var með pappírspoka Í annarri hendi. Í honum virtist vera áfengisflaska. Þessum poka stakk ákærði í buxnastrenginn og fór inn í anddyrið í stigahúsinu nr. 45 eftir bendingu „kaupandans“, sem vitnið kvaðst þekkja í sjón. Er ákærði kom út aftur, kvaðst vitnið ekki hafa séð hann hafa pappírspokann meðferðis. Aðspurt kvað vitnið ákærða þekkja þá þrjá, sem stóðu að að- gerðum þessum, og hann hafi vitað, að þeir voru lögreglumenn. Vitnið Edvard Skúlason lögreglumaður skýrði m. a. svo frá sama dag, að það hafi séð ákærða, sem það þekkir í sjón, stíga út úr bifreið sinni umrætt sinn með pappírspoka í hendinni, og taldi vitnið, að í þessum poka hafi verið áfengisflaska. Ákærði hafi verið innan við fimm mínútur inni í anddyrinu. 25 386 Þegar ákærði kom út, settist hann undir stýri bifreiðar sinnar og ók af stað. Vitnið reyndi að stöðva hann, en hann sinnti því ekki. Framburður vitnisins Sigurðar Bjarnasonar lögreglumanns var samhljóða framburði hinna vitnanna. Ákærði hafi haft pappírs- poka í hendinni, er hann steig út úr bifreið sinni umrætt sinn, og í honum hafi virst vera áfengisflaska. Vitnið kvað ákærða hafa verið inni í stigahúsinu í 2—3 mínútur. Eftir að ákærði var kom- inn inn Í anddyrið, stigu lögreglumennirnir út úr bifreið sinni. Þá kvað vitnið Edvard Skúlason hafa reynt að stöðva bifreið ákærða, en hann hafi ekki sinnt því. Edvard hafi gefið ákærða ótvírætt stöðvunarmerki með vasaljósi, sem var með rauðu fram- stykki, en lögreglan notaði eingöngu slík ljós. Kaupandi áfengisins skýrði svo frá hjá lögreglunni laugardag- inn 1. mars 1975, kl. 2220, að hann hafi verið heima hjá sér að Hagamel 45 ásamt kunningja sínum sl. nótt. Um kl. 0315 kom þeim til hugar að verða sér úti um áfengi. Kaupandinn kvaðst þá hafa hringt á bifreiðastöð Hreyfils og pantað bifreið að Hagamel 45. Síðan óku þeir með þeirri bifreið að Hlemmtorgi. Fóru þar úr henni og tóku aðra bifreið, sem beið á stæði Hreyfils. Hvorugur þessara ökumanna átti áfengi. Kunningjarnir óku í seinni bif- reiðinni aftur heim að Hagamel og spurðu ökumanninn, hvort hann gæti útvegað þeim áfengi hjá öðrum. Hann neitaði því í fyrstu, en eftir að þeir höfðu komið við í nætursölu BSÍ og verslað þar, kallaði hann á leigubifreiðarstjóra, sem hefur kallnúmerið 146 á Hreyfli, um talstöð bifreiðar sinnar. Hann bað nr. 146 að koma að Hagamel 45 og kvaðst 146 koma Þangað. Kunningjarnir óku síðan heim og biðu talsverðan tíma, án þess að nr. 146 kæmi. Þá hringdi kaupandinn á Hreyfil og spurði, hvort nr. 146 væri ekki á leiðinni að Hagamel 45. Stúlkan, sem svaraði í símann, kvað svo vera. Um fimm mínútum síðar kom ljós leigubifreið, sennilega af gerðinni Datsun, og stöðvaði framan við húsið. Kaupandinn fór þá niður í anddyri, og öku- maður leigubifreiðarinnar kom inn í gang. Hann var klæddur í leðurjakka, rúmlega meðalmaður á hæð, þrekinn og líklega tæp- lega fertugur. Hann hafði meðferðis eina flösku af brennivíni, innpakkaða í brúnan bréfpoka, sem hann rétti kaupandanum, og sagði, að flaskan kostaði þrjú þúsund og fimm hundruð krónur. Kaupandinn borgaði í peningum, og síðan fór leigubifreiðarstjór- inn út í bifreið sína og ók af stað. Kaupandinn fór upp í íbúð sína 387 á þriðju hæð, þar sem hann og kunningi hans drukku megnið úr flöskunni. Hinn 17. apríl sl. gaf kaupandinn, eiðfestur, skýrslu fyrir rétti, og var framburður hans í samræmi við áður gefna skýrslu hjá lögreglu. Umrætt sinn kvaðst vitnið hafa fylgst með, er ákærða bar að garði. Fór það niður í anddyrið, en félagi þess beið uppi í íbúðinni. Um leið kom ákærði inn í anddyrið. Hann hafði meðferðis eina flösku af íslensku brennivíni og hafði hana innanklæða, en ekki mundi vitnið, hvort flaskan var án umbúða eða ekki. Vitnið greiddi fyrir flöskuna kr. 3.500 í reiðufé, og tóku viðskiptin skamma stund. Að lokum kvaðst vitnið alls ekki þekkja þennan leigubifreiðar- stjóra og ekki hafa orðið vart við afskipti lögreglunnar af honum fyrir utan umrætt sinn. Sama dag mætti félagi kaupandans fyrir rétti, og var fram- burður hans í samræmi við það, sem fram er komið í málinu. Þó kvaðst þetta vitni muna eftir, að bifreiðarstjórinn, sem ók þeim frá BSÍ, hafi náð beinu sambandi við leigubifreiðina nr. 146 og beðið hann (sic) að fara að Hagamel 45. Hafi hann samþykkt það. Er þessi bifreiðarstjóri kom, fór kaupandinn einn niður í anddyri og keypti af honum eina flösku af íslensku brennivíni á kr. 3.500, og borgaði vitnið helming af þessari fjárhæð. Mánudaginn 3. mars sl. skýrði ákærði svo frá hjá lögreglu, að hann hafi verið við leiguakstur föstudaginn 28. febrúar og að- faranótt laugardags á bifreið sinni, sem hefur kallnúmerið 146, það hafi verið á tímabilinu frá klukkan 0200 til 0400, sem kallað var til hans um fjarskipti Hreyfils og hann beðinn um að koma að Hagamel 45. Hann kvaðst hafa sagt stúlkunni, að hann væri upptekinn, en mundi fara, er hann væri laus. Hann minnist þess ekki, að þessi skilaboð hafi komið frá öðrum bifreiðarstjóra. Ekki mundi hann, hvað klukkan var, þegar hann kom að Hagamel 45. Hann lagði bifreið sinni fyrir utan dyrnar, og er hann kom að dyrum hússins, opnaði fyrir honum maður, sem hann kannaðist ekki við. Hann gekk með þessum manni niður í kjallaraganginn, og þar spurði hann ákærða, hvort hann gæti útvegað sér eina flösku af áfengi. Ákærði kvaðst ekki geta það, og greiddi þá mað- urinn honum kr. 700 fyrir ómakið. Þá gat ákærði þess, að ástæðan fyrir því, að hann fór að Haga- mel 45, hafi verið meðal annars sú, að hann átti von á því að hitta 388 þar kunningja sinn, sem hann nafngreindi, en hann hafi lofað honum akstri, ef þannig stæði á hjá honum. Ákærði neitaði því að hafa farið með áfengi inn í húsið og selt greindum manni það. Neitaði hann að hafa haft á sér brúnan poka innan klæða, þegar hann fór inn í áðurgreint hús. Ákærði kann- aðist við, að einhver hafi kallað til hans, er hann ók af stað frá húsinu, en hann svaraði annað hvort nei eða eitthvað annað. Síðan ók hann af stað, og taldi hann, að hann hafi gert það án þess að valda manninum hættu. Kvaðst ekki hafa haft hugmynd um, að þetta var lögreglumaður. Aðra sá hann ekki þarna á staðn- um. Þá kvaðst ákærði hafa ekið af stað frá húsinu svona í léttara lagi, en þó taldi hann ekki, að um ógætilegan akstur hafi verið að ræða. Ástæðan fyrir því, að ákærði hafði ekki samband við Hilmar Þorbjörnsson umræddan morgun, var sú, að hann ætlaði að fara að sofa. Átti annasaman dag fyrir höndum. Hinn 28. apríl sl. gaf ákærði skýrslu fyrir rétti og skýrði m. a. svo frá, að hann hafi ekki vitað, hver hefði beðið um, að hann færi að Hagamel 45. Hann hafi talið, að kunningi hans hafi beðið um það, en móðir hans (þ. e. kunningjans) búi að Hagamel 45. Þá mótmælti ákærði alfarið að hafa haft í fórum sínum umrætt sinn áfengisflösku eða pappírspoka og kannaðist ekki við, að mað- ur hafi staðið fyrir framan bifreið hans og gefið honum stöðv- unarmerki með ljósi. Hins vegar mundi ákærði, að maður hafi staðið til hliðar við bifreið hans og kallað eitthvað til hans. Er framburður kaupandans var kynntur ákærða, kannaðist hann ekki við að hafa fengið kall frá öðrum leigubifreiðarstjóra greinda nótt og hann beðinn að fara að Hagamel 45. Þá mótmælti hann þeim framburði kaupandans, að hann hafi selt honum áfeng- isflösku. Taldi kaupandann „misminna í þessu efni“. Að öðru leyti var framburður samhljóða skýrslunni, sem hann gaf hjá lögreglu. Niðurstaða. Með skírskotun til hins framanskráða og gagna málsins þykir sannað, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi að hafa selt eina flösku af áfengi, íslensku brennivíni, fyrir kr. 3.500 í húsi að Hagamel 45 í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 1. mars 1975, er ákærði var í leiguakstri á bifreiðinni Y 146, sem hann ekur frá Hreyfli í Reykjavík, sbr. b lið ákæruskjals, dskj. nr. 2. Þykir framburður ákærða um hið gagnstæða ekki hagga þeirri niðurstöðu. 389 Hinn 9. október sl. var munnlegur málflutningur, og gerði verj- andi ákærða þær dómkröfur aðallega, að ákærði yrði sýknaður af báðum liðum ákæruskjals, en til vara, að hann hlyti þá vægustu refsingu, sem lög heimiluðu og að málskostnaður yrði felldur niður, en honum tildæmd hæfileg málsvarnarlaun að mati dóms- ins. Þá reifaði verjandi málið af hálfu skjólstæðings síns og lýsti málavöxtum. Verjandi færði lagarðk að sýknukröfu sinni og ræddi sönnunaratriði málsins. Varðandi varakröfu sína vísaði verjandi til 74. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sakhæfur og hefur sætt kærum og refsingu sem hér segir: 1951 18/1 1952 27/10 1953 3/2 1953 1/10 1955 2/2 1956 5/10 1957 22/6 1957 23/8 1957 17/10 1959 20/5 1960 23/11 1961 20/1 1961 21/7 1961 29/9 1962 22/6 1963 30/5 í Reykjavík: Dómur: 20 daga varðhald, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir brot á 219. gr. hegningarlaga, bifreiðalög- um, umferðarlögum og lögreglusamþykkt Reykja- víkur. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 46. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 60 kr. sekt fyrir brot á umferðar- og bifreiðalögum. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 26. gr. bifreiðalaga. í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 26. gr. bif- reiðalaga og 46. gr. lögreglusamþykktar. í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 26., sbr. 38. gr. bifreiðalaga. í Kópavogi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 26. og 27. gr. bifreiðalaga. í Kópavogi: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. bif- reiðalaga. í Reykjavík: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 219. gr. hegingarlaga og 27. gr. bifreiðalaga og 46. gr. lög- reglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir ökuhraða. í Reykjavík: Sátt, 250 kr. sekt fyrir umferðarslys. í Reykjavík: Sátt, 7.100 kr. sekt fyrir brot á 18. og 19. gr. áfengislaga. í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. í Kópavogi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. í Kópavogi: Áminning fyrir brot á 3. mgr. 45. gr. um- ferðarlaga. í Kópavogi: Sátt, 500 kr. sekt fyrir of hraðan akstur. 390 1963 30/5 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir of hraðan akstur. 1963 4/10 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir tollagabrot. 1963 7/11 í Kópavogi: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 49. gr. um- ferðarlaga. 1966 7/6 í Kópavogi: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. um- ferðarlaga. 1966 29/9 í Kópavogi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 49. og 50 gr. umferðarlaga. 1967 26/6 í Kópavogi: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. um- ferðarlaga. 1967 31/8 í Kópavogi: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á reglum um stöðumæla og 6. mgr. 48. gr. umferðarlaga. 1967 31/10 í Kópavogi: Dómur: Sýknaður af ákæru um meint brot á 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr. og 4. mgr. 45. gr. umferðarlaga. 1969 5/5 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. Þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin sekt kr. 8.000 til ríkissjóðs, en vararefsing varðhald í 4 daga, verði sektin eigi greiðd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, sbr. 39. gr. áfengislaga. Samkvæmt 1. mgr., 3. tl., 69. greinar alm. hegningarlaga nr. 19/ 1940 skal gert upptækt til ríkissjóðs söluandvirði greindrar áfeng- isflösku, sem var kr. 3.500. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Inga R. Helga- sonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin kr. 15.000. Sigurberg Guðjónsson fulltrúi kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Svanur Hvítaness Halldórsson, greiði kr. 8.000 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 4 daga í stað sektarinn- ar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði skal þola upptöku á kr. 3.500 til ríkissjóðs. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Inga R. Helgasonar lögmanns, kr. 15.000. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 391 Mánudaginn 3. maí 1976. Nr. 169/1975. Guðjón Andrésson gegn Heildverslun Ingvars Helgasonar. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Guðjón Andrésson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. maí 1976. Nr. 57/1974. Guðrún Ágústa Ellingsen (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Lögtak. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Hafþór Guðmundsson, fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykja- vík, hefur framkvæmt hið áfrýjaða lögtak. Afrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 15. mars 1975. Krefst hún þess, að hið áfrýjaða lögtak verði úr gildi fellt og stefnda sert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi hefur gert þá kröfu, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti verði látinn niður falla. Hann hefur ekki haft uppi 392 sérstakar dómkröfur vegna kröfugerðar áfrýjanda um, að lögtakið verði úr gildi fellt. Telur hann, að hvorki sé efni til að staðfesta lögtakið né fella það úr gildi, þar sem lögtaks- krafan hafi verið greidd og lögtakið sé því niður fallið. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Hinn 21. janúar 1974 var að kröfu stefnda gert lögtak í eignarhluta áfrýjanda í húsinu Víðimel 62 fil tryggingar vangoldnum opinberum gjöldum, sem talin voru 490.055 krónur auk dráttarvaxta, kostnaðar við lögtakið og eftirfar- andi uppboð, ef til kæmi. Eftir gögnum máls nam skuld áfrýjanda þann dag þó að- eins 322.239 krónum. Kröfur sínar hér fyrir dómi byggir áfrýjandi eingöngu a því, að lögtaksgerðin sé haldin formgöllum, sem varða eigi ógildingu hennar. Samkvæmt óvefengdri skýrslu stefnda greiddi áfrýjandi á tímabilinu frá 7. febrúar 1974 til 3. febrúar 1976 skuld sína að fullu án fyrirvara. Kostnaðar við lögtakið hefur stefndi ekki krafist og lyst því yfir, að hans muni ekki verða krafist. Með greiðslum þessum hefur lögtakið verið leyst af eign þeirri, sem það var gert í, sbr. 10. gr. laga nr. 29/1885. Krafa áfrýjanda um, að lögtaksgerðin verði felld úr gildi, samþýðist ekki hinni fyrirvaralausu greiðslu hans á lögtakskröfunni. Verður þeirri kröfu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Hálskostnaður fyrir Hæstarétti á að falla niður. Dómsorð: Framangreindri kröfu áfrýjanda, Guðrúnar Ágústu Ellingsens, er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjavíkur 21. janúar 1974. Ár 1974, mánudaginn 21. janúar, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Víðimel 62 og haldinn af fulltrúa borgarfógeta Hafþóri Guðmundssyn með undirrituðum votti. Fyrir var tekið: Beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík um að gera lögtak hjá Guðrúnu Á. Ellingsen, sama stað, þ. e. halda 393 áfram árangurslausri gerð úr Kópavogi, dags. 30. okt. 1973, fyrir opinberum gjöldum samkvæmt gjaldheimtuseðli nr. 1972/ 1971, kr. 490.055. Samtals kr. 490.055, auk dráttarvaxta, kostn- aðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Fógeti leggur fram beiðni um lögtakið ásamt gjaldseðlum og afriti fyrri gerðar, þingm. nr. 1—3, svohljóðandi: Almennur lög- taksúrskurður hefur verið kveðinn upp og birtur í dagblöðunum. Af hálfu gerðarþola er mætt í réttinum að tilhlutan fógetans Erna Ellingsen, sama stað, og skoraði fógeti á mættu að greiða umkrafin gjöld, en hún kveðst ekki geta greitt þau. Skoraði fógeti þá á mættu að benda á eignir gerðarþola til uppskriftar og lögtaks og brýndi fyrir mættu að segja satt og að það varðaði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Var þá skrifað upp: Efri hæð Víðimels 62, sem gerðarþoli mun hafa keypt. Fallið er frá virðingu. Fógeti lýsti yfir því, að hann gerði lögtak í framangreindri eign gerðarþola til tryggingar framangreindum gjöldum auk dráttar- vaxta og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi, að geymdum betri rétti þriðja manns. Brýndi fógeti fyrir mættu að tilkynna gerðarþola lögtakið og að ekki mætti ráðstafa hinu lögtekna á nokkurn þann hátt, er færi í bága við gerð þessa að viðlagðri ábyrgð að lögum. Fleira ekki tekið fyrir. Gerðinni lokið. 394 Mánudaginn 3. maí 1976. Nr. 107/1974. Guðrún Ágústa Ellingsen (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Lögtak. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Gísli Símonarson, fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík, hefur framkvæmt hið áfrýjaða lögtak. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 30. maí 1974. Krefst hún þess, að hið áfrýjaða lögtak verði úr gildi fellt og stefnda gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi hefur gert þá kröfu, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti verði látinn niður falla. Hann hefur ekki haft uppi sér- stakar dómkröfur vegna kröfugerðar áfrýjanda um, að lög- takið verði úr gildi fellt. Telur hann, að hvorki sé efni til að staðfesta lögtakið né fella það úr gildi, þar sem lögtakskrafan hafi verið greidd og lögtakið sé því niður fallið. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný sögn. Hinn 15. maí 1974 var að kröfu stefnda gert lögtak í eign- arhluta áfrýjanda í húsinu Víðimel 62 til tryggingar van- goldnum opinberum gjöldum, sem talin voru nema 241.195 krónum auk dráttarvaxta, kostnaðar við lögtakið og eftir- farandi uppboð, ef til kæmi. Hér fyrir dómi byggir áfrýjandi kröfur sínar á því, að lögtaksgerðin sé haldin formgöllum, sem varða eigi ógildingu hennar. Þá sé gert lögtak til tryggingar sömu gjöldum, sem áður hafi verið gert lögtak til tryggingar fyrir í sömu eign, en slíkt sé óheimilt. Samkvæmt óvefengdri skyrslu stefnda greiddi áfrýjandi á tímabilinu frá 5. júní 1974 til 3. febrúar 1976 skuld sína að 395 fullu án nokkurs fyrirvara. Kostnaðar við lögtakið hefur stefndi ekki krafist og lýst því yfir, að hans muni ekki verða krafist. Með greiðslum þessum hefur lögtakið verið leyst af eign þeirri, sem það var gert í, sbr. 10. gr. laga nr. 29/1885. Krafa áfrýjanda um, að lögtaksgerðin verði felld úr gildi, samþýðist ekki hinni fyrirvaralausu greiðslu hans á lögtakskröfunni. Verður þeirri kröfu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Málskostnaður fyrir Hæstarétti á að falla niður. Dómsorð: Framangreindri kröfu áfrýjanda, Guðrúnar Ágústu Ellingsens, er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjavíkur 15. maí 1974. Ár 1974, miðvikudaginn 15. maí, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Víðimel 63 og haldinn af fulltrúa borgarfógeta Gísla Símonarsyni með undirrituðum votti. Fyrir var tekið: Beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík um að gera lögtak hjá Guðrúnu Ágústu Ellingsen fyrir opinberum gjöld- um samkvæmt gjaldheimtuseðli nr. 3236-5140 1973, kr. 241.295, samtals kr. 241.295, auk dráttarvaxta kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Fógeti leggur fram beiðni um lögtakið ásamt gjaldseðlum, þingmerktum nr. 1—2. Nr. 1—2 fylgja með í ljósriti. Almennur lögtaksúrskurður hefur verið kveðinn upp og birtur í dagblöðunum. Af hálfu gerðarþola er mætt í réttinum að tilhlutan fógetans Erna Ellingsen, og skoraði fógeti á mættu að greiða umkrafin gjöld, en hún kveðst ekki geta greitt þau. Skoraði fógeti þá á mættu að benda á eignir gerðarþola til uppskriftar og lögtaks og brýndi fyrir mættu að segja satt og að það varði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Var þá skrifað upp: Eignarhluti gerðarþola, 2. hæð í húsinu Víðimel 62. Fallið er frá virðingu. Fógeti lýsti yfir því, að hann gerði lögtak í framangreindri eign gerðarþola til tryggingar framangreindum gjöldum auk dráti- 396 arvaxta og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi, að geymdum betri rétti þriðja manns. Brýndi fógeti fyrir mættu að tilkynna gerðarþola lögtakið og að ekki mætti ráðstafa hinu lögtekna á nokkurn þann hátt, er færi í bága við gerð þessa, að viðlagðri ábyrgð að lögum. Fleira ekki tekið fyrir. Gerðinni lokið. Föstudaginn 7. maí 1976. Nr. 16/1975. Hlöðver Örn Vilhjálmsson og Gunnar Fjeldsted (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) segn Gunnari Júlíussyni (Gunnar Sæmundsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Hafning máls. Málskostnaður. Dómur Hæstaréttar. Er mál þetta kom fyrir dóm 5. þ. m., var þess krafist af hálfu áfrýjenda, að málið yrði hafið. Af hálfu stefnda var fallist á kröfu áfryjenda um hafn- ingu málsins, en krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Stefndi hefur fimm sinnum látið sækja dómþing í málinu. Verða áfrýjendur dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 20.000 krónur. 397 Dómsorð: Mál þetta er hafið. Áfrýjendur, Hlöðver Örn Vilhjálmsson og Gunnar Fjeldsted, greiði stefnda, Kristjáni Júlíussyni, 20.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Föstudaginn 7. maí 1976. Nr. 91/1976. Ákæruvaldið gegn Hallgrími Pétri Gústavssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Ingibjörg Benedikts- dóttir, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík. Með kæru 1. maí 1976 hefur varnaraðili samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Gögn máls bárust Hæsta- rétti 4. s. m. og greinargerð skipaðs verjanda varnaraðilja 5. s. m. Krefst varnaraðili þess aðallega, að hinn kærði úr- skurður verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarðhalds- vistin verði stytt. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ríkissaksóknara hefur engin greinargerð borist. Varnaraðili er fæddur í Reykjavík 3. október 1959 og er því aðeins 16 ára gamall. Samkvæmt sakavottorði hans, dags. 5. þ. m., hefur hann ekki sætt frekari refsidómum en greinir í hinum kærða úrskurði, og brot þau, sem honum eru nú sefin að sök og þar eru rakin, hefur hann viðstöðulaust viður- kennt utan eitt, innbrot í hús í Skerjafirði 17. f. m. 398 Þegar litið er til brotaferils varnaraðilja, er rétt, að hann sæti gæsluvarðhaldi, sbr. 5. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974, en með hliðsjón af því, sem að framan getur, þykir gæsluvarð- haldstími hans hæfilega ákveðinn allt að 20 dögum frá 1. maí 1976 að telja. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti máls varnaraðilja. Það athugast, að eigi sést, að við rannsókn máls þessa hafi verið gætt ákvæða 2. mgr. 19. gr. laga nr. 53/1966. Dómsorð: Varnaraðili, Hallgrímur Pétur Gústavsson, sæti gæslu- varðhaldi allt að 20 dögum frá 1. maí 1976 að telja. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 1. maí 1976. Ár 1976, laugardaginn 1. maí, var á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð var af Ingibjörgu Benediktsdóttur fulltrúa, kveð- inn upp úrskurður þessi. Málsatvik eru þau, að fimmtudaginn 29. f. m. var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr geymslu í húsi einu hér í borg. Stolið hafði verið myndavél, matvælum o. fil. Kærði, Hallgrímur Pétur Gústavsson, hefur í dag játað hjá rannsóknarlögreglunni og fyrir dómi að hafa verið þar að verki. Enn fremur hefur kærði játað að hafa átt þátt í þrem innbrotum í einbýlishús í Skerjafirði, en í öll skiptin var stolið áfengi. Kærði hefur hins vegar neitað að hafa tekið þátt í innbroti í fyrrgreint hús, er átti sér stað þann 17. f. m., en hann er grunaður um að hafa verið þar að verki. Kærði hefur og viðurkennt að hafa falsað 6—" ávísanir úr ávísanaheftinu, en fyrrgreindum ávísanaheftum (sic) stal kærði ásamt óðrum manni í fyrirtæki einu hér í borg. Aðeins ein þessara ávísana er komin fram. Hallgrímur Gústav hefur 15 sinnum verið kærður fyrir þjófnaði. Þann 26. mars sl. var hann dæmdur í 5 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, fyrir brot á 217. og 244. gr. hegningarlaga. Kærði er sakaður um brot gegn XXVI. og XVII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og getur brot hans því varðað hann fangelsisrefsingu. Er því skilyrðum 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fullnægt. 399 Með hliðsjón af framansögðu svo og vísan til 1. og 5. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 þykir nauðsynlegt að úrskurða kærða í gæslu- varðhald. Gæsluvarðhaldstími ákveðst allt að 30 dögum. Úrskurðarorð: Kærði, Hallgrímur Pétur Gústavsson, sæti gæsluvarðhaldi í allt að 30 dögum. Mánudaginn 10. maí 1976. Nr. 61/1976. Bergur Lárusson segn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, Samgönguráðherra vegna Vegagerðar ríkisins og bæjarstjóranum í Kópavogi f. h. Kópavogskaupstaðar. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Samlagsaðild. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 8. mars 1976, sem Hæstarétti barst 19. s. m., hefur sóknaraðili með heimild í b lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið til Hæstaréttar frávísunardómi bæjarþings Kópavogskaupstaðar, uppkveðnum 26. febrúar 1976. Krefst hann þess, að hinn kærði dómur verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi varnaraðilja „fyrir héraðsdómi og Hæstarétti“. Varnaraðili bæjarstjórinn í Kópavogi f. h. Kópavogskaup- staðar krefst staðfestingar hins kærða dóms og kærumáls- kostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Varnaraðiljar fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og sam- 400 gönguráðherra f. h. Vegagerðar ríkisins hafa engar kröfur gert í kærumálinu. Mál þetta hefur sóknaraðili höfðað á hendur fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs og samgönguráðherra f. h. Vegagerðar ríkisins og krafist þess, að felldur verði úr gildi úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta samkvæmt lögum nr. 11/1973, dags. 7. júlí 1975. Einnig hefur hann krafist bóta að fjárhæð 12.000.000 krónur úr hendi þessara varnaraðilja vegna töku á hluta af erfðaleigulandi hans undir veg, svo sem nánar er greint í hinum kærða dómi, svo og vaxta og málskostnaðar. Í málinu hefur sóknaraðili einnig stefnt varnaraðilja Kópavogskaupstað við hlið framangreindra aðilja og gert sömu kröfur á hendur honum og þeim. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði, fór umrætt mat cignarnámsbóta eigi fram að kröfu varnaraðilja Kópavogs- kaupstaðar. Ekki verður heldur séð, að hann hafi haft nein afskipti af meðferð málsins fyrir matsnefndinni. Að því er snertir bótakröfu sóknaraðilja á hendur Kópavogskaupstað, telur sóknaraðili hana m. a. sprottna af því, að kaupstaður- inn hafi torveldað sér hagnýtingu erfðaleigulandsins, áður en Vegagerð ríkisins krafðist eignarnáms. Enn fremur reisir hann Þbótakröfuna á sérstökum ákvæðum erfðaleigusamn- ingsins auk fleiri atriða. Af framansögðu er ljóst, að kröfur sóknaraðilja á hendur varnaraðilja Kópavogskaupstað eru a. m. k. öðrum þræði ósamrættar þeim kröfum, sem sóknaraðili gerir á hendur öðrum varnaraðiljum í málinu. Samkvæmt þessu, og þar sem bótakrafa hans er með öllu ósundurliðuð, þá þykir verða, sbr. 47. gr. laga nr. 85/1936, að taka til greina kröfu varnar- aðilja Kópavogskaupstaðar um, að málinu verði vísað frá héraðsdómi, að því er hann varðar. Aðrir varnaraðiljar en Kópavogskaupstaður hafa ekki krafist frávísunar málsins. Krafa sóknaraðilja um, að ógildur verði metinn úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta, dags. 7. júlí 1975, er hluti þeirra dómkrafna, sem hann gerði á hendur varnaraðiljum í stefnu málsins. Var ekki ástæða til að dæma um þá kröfu í sambandi við úrlausn um frávisunar- 401 kröfu varnaraðilja Kópavogskaupstaðar, heldur ber að fjalla um hana, þegar málið verður flutt og dæmt um efnishlið. Kann þá að reyna á það, hverju máli úrlausn um hana skipti um dómhæfi bótakröfunnar. Verður hinn kærði dómur því felldur úr gildi, að því er varðar aðra varnaraðilja en Kópa- vogskaupstað, og málinu að því leyti vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma sóknaraðilja til að greiða varnaraðilja bæjarstjóranum í Kópavogi f. h. Kópa- vogskaupstaðar kærumálskostnað, sem ákveðst 20.000 krón- ur. Að öðru leyti er rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði dómur er úr gildi felldur, að því er varðar kröfur sóknaraðilja, Bergs Lárussonar, á hendur varnar- aðiljum, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og samgöngu- ráðherra f. h. Vegagerðar ríkisins, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar af nyju. Kærumálskostnaður í þessum þætti málsins fellur niður. Hinn kærði dómur á að vera óraskaður, að því er varð- ar kröfur sóknaraðilja á hendur varnaraðilja bæjarstjór- anum í Kópavogi f. h. Kópavogskaupstaðar. Sóknaraðili greiði þessum varnaraðilja 20.000 krónur í kærumáls- kostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Kópavogs 26. febrúar 1976. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 16. þ. m., hefur Bergur Lárusson forstjóri, Lindarvegi 1 í Kópavogi, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 5. september 1975, á hendur Matthíasi Á. Mathiesen fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs Íslands, Halldóri E. Sigurðssyni samgönguráðherra vegna Vegagerðar rík- isins og Björgvin Sæmundssyni bæjarstjóra f. h. Kópavogskaup- staðar til ógildingar á úrskurði og matsgerð matsnefndar eignar- námsbóta, dags. 7. júlí 1975, í málinu: Vegagerð ríkisins gegn Bergi Lárussyni, og til greiðslu skaðabóta in solidum, aðallega að 26 402 fjárhæð kr. 12.000.000, en til vara annarrar fjárhæðar samkvæmt mati dómkvaddra manna, í báðum föllum auk 13% ársvaxta af dæmdri fjárhæð frá 22. ágúst 1974 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðlausu samkvæmt reikningi eða að mati réttarins. Af hálfu stefndu ríkissjóðs Íslands og Vegagerðar ríkisins eru gerðar þær dómkröfur aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Til vara krefjast þeir, að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta, dags. 7. júlí 1975, verði tölulega staðfestur, þó þannig, að miðað verði við skerta landstærð, 1255 m?, og að málskostnaður verði látinn niður falla. Til þrautavara krefjast þeir, að stefnukröfur verði stórlega lækkaðar og að málskostnaður verði látinn niður falla. Kópavogskaupstaður gerir kröfur til þess, að dómkröfum stefn- anda á hendur kaupstaðnum verði vísað frá dómi að öllu leyti og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Nái frávísunarkrafan eigi fram að ganga, er af kaupstaðarins hálfu gerðar kröfur um sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnað úr hendi hans. Er sérstaklega krafist ógildingar úr- skurðar matsnefndar eignarnámsbóta í matsmálinu: Vegagerð ríkisins gegn Bergi Lárussyni, að því er Kópavogskaupstað varðar. Munnlegur málflutningur fór fram um frávísunarkröfuna 16. Þ. m. Gerði stefnandi í því sambandi þær kröfur, að frávísunar- kröfunni yrði hrundið og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi Kópavogskaupstaðar vegna þessa þáttar máisins. Af hálfu ríkissjóðs og Vegagerðarinnar var því lýst yfir, að ekki væri af þeirra hálfu tekin afstaða til þessa ágreinings. Samkvæmt skjölum málsins eru málavextir á þá leið, að með afsali, dags. 11. ágúst 1959, eignaðist stefnandi erfðaleigulandið nr. 134 úr landi jarðarinnar Kópavogs frá bróður sínum, Helga Lárussyni forstjóra, Reykjavík, sem hafði eignast það með afsali, dags. 21. mars 1947, frá þáverandi erfðaleiguhafa, frú Katrínu Söebeck, sem hafði öðlast erfðaleiguréttindi yfir eigninni með samningi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið, dags. 10. september 1940. Í greindum erfðaleigusamningi og þeim afsölum, er síðar hafa farið fram, var landið að sögn stefnanda talið 0.29 ha að flatar- máli, en selt á erfðaleigu með ákveðnum landamerkjum, sem landið var í upphafi girt eftir, og muni sú girðing hafa haldist óbreytt síðan, landið ræktað og nytjað innan hennar frá upphafi og þar að auki auðkennt með ákveðnu númeri, 134, meðal landa 403 úr Kópavogslandi og samkvæmt uppdrætti Búnaðarfélags Íslands. Við nánari mælingu síðar, sem framkvæmd var af forstjóra Landmælinga Íslands eftir fyrirsögn stefnanda um mörk þess, reyndist landið vera 4480 m? að stærð, og telur stefnandi, að þá stærð beri að leggja til grundvallar í þessu máli. Þegar stefnandi keypti land það, sem hér er um fjallað, telur hann það hafa verið í þeim tilgangi að reka á því tún- og garðrækt og til öflunar afurða á því sviði, en jafnframt til dvalar þar með fjölskyldu sína, sem hann og hafi gert. Hann telur þó, að óhjá- kvæmilegt hafi verið fyrir sig að fá leyfi til að stækka íbúðar- húsið um tvö herbergi, svo að unnt væri fyrir sig og fjölskyldu sína að búa í íbúðarhúsin á landinu, svo viðunandi væri. Mann kveðst hafa sótt mjög oft um leyfi bæjarstjórnar Kópavogs til slíkra framkvæmda og einnig um aðstöðubætur til búrekstrar á landinu, en jafnan verið synjað. Stefnandi telur sig þó hafa búið á landinu, frá því að hann keypti það, en þrengsli og slæmur aðbúnaður samkvæmt framan- sögðu valdið sér tjóni og öðrum óþægindum. Telur stefnandi þessa framkomu bæjarstjórnar Kópavogs hafa valdið sér stór- tjóni, sem hann telur bæjarstjórnina eiga að bæta sér ásamt öðru tjóni, er hann telur sig munu færa nánari rök fyrir í málinu. Þá atvinnu, sem stefnandi hefur, auk nýtingu landsins, stundað í sambandi við heimili sitt, telur hann, að eigi hafi á neinn hátt dregið úr eða spillt á annan hátt eðlilegri nýtingu landsins. Þegar stefnandi keypti land það, er þetta mál fjallar um, telur hann, að landið hafi legið að svonefndum Hafnarfjarðarvegi, en í bréfi meðstefnda Vegaserðar ríkisins til formanns matsnefndar eignarnámsbóta, dags. 22. ágúst 1974, segi m. a.: „Með vísan til XK. kafla vegalaga og laga nr. 11/1973 er þess hér með farið á leit við yður, hr. formaður matsnefndar eigsnarnámsbóta, að þér kveðjið með yður tvo eða fjór hæfa og óvilhalla menn til þess að meta lögboðnar bætur vegna skerðingar á lóðinni Lindarvegi 1 í Kópavogi, sem verður vegna lagningar Hafnarfjarðarvegar um Kópavog. Bergur Lárusson, til heimilis að Lindarvegi 1, Kópa- vogi, hefur erfðafestu á nefndri lóð. Lóðin er alls 2900 mí, en skerðist um 1255 m? vegna nefndrar vegagerðar, sbr. meðf. kort. Leitað hefur verið samkomulags við Berg, en samningar ekki tekist“. Samkvæmt ofansögðu telur stefnandi ljóst, að á árinu 1974 hafi verið ákveðið að breyta legu Hafnarfjarðarvegar á þann hátt í fyrsta lagi að gera hann að hraðbraut og í öðru lagi að leggja 404 hann eftir landi hans enda á milli þannig, að í stað þess, að vegur- inn hafi áður legið utan landsins, hafi hann nú verið lagður í gegum það mitt og á þann hátt valdið honum stórtjóni. Hafnarfjarðarvegur svonefndur hefur verið þjóðvegur í fjölda- mörg ár, og mun kostnaður við lagningu hans og viðhald hafa verið greiddur beint af ríkisfé allt til ársins 1964, er vegalög nr. 71/1963 tóku gildi, en með þeim lögum og reglugerð settri sam- kvæmt þeim, nr. 44/1965, var sá hluti vegarins, sem liggur milli Fossvogslækjar og Kópavogslækjar, gerður að þjóðvegi í þéttbýli. Með reglugerð nr. 205 frá 1966 var þessu breytt þannig, að þjóð- vegur í Kópavogi telst frá Fossvogslæk að Hlíðarvegi. Um þetta leyti mun hafa verið hafist handa um gerð áætlana um framtíðarlegu vegarins í gegnum Kópavog, og Í framhaldi af því hófst gerð og lagning hans í þeirri mynd, sem nú er. Eins og fram kemur hér að ofan, óskaði Vegagerð ríkisins eftir því með bréfi, dags. 22. ágúst 1974, að matsnefnd eignarnámsbóta tæki til meðferðar að meta bætur vegna skerðingar á landi stefn- anda í sambandi við vegarlagninguna. Úrskurður nefndarinnar er dags. 7. júlí 1975. Fyrsti kafli hans hljóðar svo: „Með bréfi, dags. 22. ágúst 1974, hefur Vegagerð ríkisins með vísun til 10. kafla vegalaga og laga nr. 11/1973 farið þess á leit, að metnar væru lögboðnar bætur vegna skerðingar á lóðinni Lind- arvegi 1, Kópavogi, sem verði vegna lagningar Hafnarfjarðar- vegar um Kópavog. Bergur Lárusson, Lindarvegi 1, Kópavogi, hafi erfðafestu á nefndri lóð. Lóðin sé talin alls 2900 ferm. að stærð, en skerðist við eignar- námið um 1255 ferm. vegna vegagerðar þeirrar, sem hér um ræðir og samkv. meðfylgjandi uppdrætti, sem eignarnemi leggur fram. Leitað hafi verið samkomulags við Berg Lárusson um bætur, en samningar hafi ekki tekist. Eignarnemi skýrir svo frá, að yfir hafi staðið undanfarið við- ræður milli Kópavogsbæjar og Bergs Lárussonar um hugsanleg kaup bæjarins á réttindum hans yfir lóðinni að Lindarvegi 1 ásamt öllum húsakosti. Vegagerð ríkisins hafi talið eðlilegt að bíða niðurstöðu þessarra viðræðna. Nú nýverið hafi hinsvegar slitnað upp úr þessum viðræðum, án þess að samkomulag næðist. Er svo var komið, hafi verið ljóst, að til þess gæti dregið, að tafir yrðu á þeim framkvæmdum, sem fyrirhugaðar voru haustið 1974, bar sem umráð yfir lóðarspildunni hafi ekki verið tryggð. Þess- vegna baðst eignarnemi þess, að Matsnefnd eignarnámsbóta tæki 405 mál þetta fyrir svo fljótt sem unnt væri og heimilaði jafnframt Vegagerð ríkisins samkv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973 að taka þá þegar umráð þess lands, sem taka átti eignarnámi, þótt niðurstaða Matsnefndar lægi ekki fyrir fyrr en síðar. Af þessu tilefni var fundur í Matsnefnd eignarnámsbóta settur að Lindarvegi 1 í Kópavogi 9. sept. 1974. Mættir voru á þessum fundi formaður Matsnefndarinnar Egill Sigurgeirsson, hrl., og með honum Björn Bjarnason, ráðunautur, og Sigmundur Jónsson, verkfræðingur, sem formaður nefndarinnar hafði kvatt til með- ferðar þess máls, sem hér liggur fyrir samkv. 2. gr. 1. nr. 11/ 1973. Eignarnámsþoli Bergur Lárusson var sjálfur mættur á þessum fundi. Hann samþykkti það, að Vegagerðin fengi þá þegar umráð beirrar landspildu, 1255 ferm., sem að fram á var farið, enda verði ekki torvelduð umferð hans að íbúðarhúsi hans. Var það sam- þykkt af umboðsmanni Vegagerðarinnar. Matsmenn gengu á vettvang í þetta skipti og kynntu sér allar aðstæður. Viðstaddir voru umboðsmenn eignarnema svo og eign- arnámsþoli sjálfur. Næsti fundur í Matsnefnd eignarnámsbóta um þetta mál var 26. júní 1975. Lögðu aðilar fram á þeim fundi skjöl sín í málinu, og einnig fór fram munnlegur málflutningur, þar sem lögmenn aðila rökstuddu kröfur sínar og röktu alla málavexti. Lögmaður eignarnema mótmælti greinargerð lögmanns eignarnámsþola, og sérstaklega tók hann fram, að hann mótmælti því, að eignarnemi yrði skyldaður til að taka eignarnámi allt land eignarnámsþola og mannvirki hans á landinu, og vísaði hann í því efni til 12. gr. laga nr. 11/1973“. Þá er í löngu máli og ítarlegu rakin sjónarmið matsaðilja og lagarök. Í lokakafla úrskurðarins segir svo: „Matsnefnd lítur svo á, að framsal erfðaleigusamningsins frá 10. sept. 1940 og erðaleiguréttindanna samkv. honum til eignar- námsþola svo og afnot hans af landspildunni séu ekki vefengjan- leg. Enda hefur ekki verið á það bent fyrr en í þessu máli, að framsalið hafi ekki verið löglegt, og stjórnvöld í Kópavogi hafa alla tíð vitað um tilvist og dvöl eignarnámsþola á þessu landi án þess að gera nokkurn tíma athugasemd um réttindi hans yfir landinu, þó að ljóst sé af skjölum málsins, að eignarnámsþoli hefur alla tíð, frá því hann flutti á landið, haft allveruleg sam- 406 skipti við yfirvöld kaupstaðarins. Þá líta matsmenn svo á, að þótt eignarnámsþoli hafi ekki gert athugasemdir við skipulagstillögu að legu Hafnarfjarðarvegar, sem auglýst hafi verið 19. sept. 1968, þá hafi hann ekki með því firrt sig rétti til bóta vegna þeirrar landtöku, sem í þessu sambandi átti sér stað. Þá líta matsmenn svo á, að 14. gr. erfðaleigusamningsins frá 10. sept. 1940 sé enn í fullu gildi, en í þeirri grein segir m. a., að ef landsðrottinn krefjist meira af landinu en % hl. þess, þá geti leigutaki krafist, að landið verði allt tekið með mannvirkjum, sem á því eru. Matsnefndin lítur einnig svo á, að krafa eignarnámsþola um, að landið sé allt tekið eignarnámi, hafi einnig stoð í 12. gr. laga nr. 11/1973. Þó að Matsnefndin fallist þannig á þá kröfu eignarnámsþola, að allt landið sé tekið eignarnámi, eins og nú er komið málum, þá lítur Matsnefndin svo á, að eignarnámsþoli verði að beina þeirri kröfu að Kópavogskaupstað, sem hefur að öllu leyti yfir- tekið skyldur landsdrottins gagnvart eignarnámsþola. Kröfu þess- ari verði hinsvegar ekki beint gegn Vegagerð ríkisins, sem að- eins sé í þessu tilfelli að vinna að framkvæmd á staðfestu skipu- lagi. Þegar Matsnefnd gekk á vettvang og skoðaði landið, varð nefndinni ljóst, að landið var stærra en þeir 2900 ferm., sem í erfðaleigusamningnum getur. Mjög gamlar girðingar og ræktun landsins svo og staðsetning íbúðarhússins á landinu benti allt til þess, að mæling sú, sem í erfðaleigusamningnum stendur, sé ekki rétt. Með hliðsjón af þessu, sem Matsnefndin sannfærðist um við skoðun á landinu, telur Matsnefndin rétt að miða við mælingar þær, sem forstöðumaður Landmælinga Íslands gerði, enda telur nefndin þær mælingar vera í samræmi við öll verks- ummerki á landinu. Matsnefndin er sammála um þá niðurstöðu, að eignarnámsþoli eigi að fá bætta frá eignarnema í þessu máli þá landskerðingu, sem hann hefur orðið fyrir. Eins og áður kemur fram og nánar er rakið í erfðaleigusamn- ingnum, eru leiguréttindum eignarnámsþola settar ýmsar tak- markanir, og er ekki ástæða til að taka þær hér upp aftur. Þar sem réttarstaða eignarnámsþola samkvæmt erfðaleigusamningn- um er með þeim hætti, sem raun er á, verður matsniðurstaða ekki byggð á verðmæti landsins miðað við, að það mætti hluta landið 407 niður og ráðstafa síðan einstökum hlutum til annarra. Ber að miða við þá hagnýtingu, sem eignarnámsþola er heimil samkvæmt ákvæðum samningsins, svo og þann ávinning, sem hann fengi við ráðstöfun landsins ásamt mannvirkjum til annarra í samræmi við ákvæði samningsins. Sátt var reynd, en árangurslaust. Talsvert miklar upplýsingar liggja fyrir hjá nefndinni um lóða- sölur í Kópavogi og möt á lóðum í kaupstaðnum. Með hliðsjón af þessu, ýmsum mælitölum á verðbreytingum svo og öðru, sem máli skiptir, telst lóðarverð hæfilega metið á kr. 125.00 pr. ferm., eða samtals fyrir 1923 ferm. kr. 240.375.00, en Matsnefndin telur rétt að miða við þá landstærð, eins og áður segir. Þá telur Matsnefndin rétt að meta eignarnámsþola bætur vegna hinna miklu óþæginda, sem hann hefur orðið fyrir við lagningu hins nýja Hafnarfjarðarvegar, og ákveðst sú upphæð kr. 75.000.00. Matsupphæðin miðast við staðgreiðslu“. Eins og að ofan er að vikið, var erfðaleiguland stefnanda talið mun stærra en þeir 0.29 ha, sem upphaflegur erfðaleigusamn- ingur sagði það vera. Mæling landsins var falin Ágústi Böðvars- syni, forstöðumanni Landmælinga Íslands. Í framlögðu bréfi hans um þetta efni, dags. 16. apríl 1975, segir svo: „Að beiðni Sveinbjörns Jónssonar hrl. hefi ég mælt erfðafestu- land Bergs Lárussonar, Digranesblett 134 í Kópavogi. Mörk hins mælda lands eru sem hér greinir: Að norðan girðingarslitur utan við röð af hríslum, sem rækt- aðar hafa verið norðan við heimreiðina. Að austan, þ. e. ofan við húsið, lína í 10 metra fjarlægð frá íbúðarhúsgafli. Að sunnan, girðingarslitur ofan við troðning (heimreið) um Digranesblett 119. Að vestan hafði breið spilda verið tekin undir nýju hraðbraut- ina til Hafnarfjarðar, og var mæling þess hluta landsins því gjörð eftir flugmynd, sem tekin var af landinu, áður en hróflað var við því til vegagerðarinnar, þ. e. á síðastliðnu sumri. Skil milli landsins, sem tekið var undir veg, og þess hluta, sem eftir er, var merkt með hælum eftir vegagerðarmenn, og voru mörk skilanna dregin samkvæmt þeim. Leiðbeiningu um mörkin gaf Bergur Lárusson, eigandi erfða- festulandsins. 408 Allt landið mældist. .. .. .. .. 4480 m? Þar af tekið undir veg .. .. .. 1923 m? Eftir er Óraskað ... .. .. .. .. 2557 m? Á tveimur kopíum, sem hér með fylgja, er land það, sem tekið var undir veginn, litað með rauðum lit. Nokkurt ósamræmi er á milli hins mælda lands og lands þess, sem gefið er upp af bæjarverkfræðingi Kópavogs, sbr. kopíu, dags. 12. ágúst 1974. Eru mörk þeirrar kopíu dregin á annan upp- drátt til glöggvunar“. Svo sem að framan er sagt, var árið 1966 hafist handa um gerð áætlana um lagningu svonefnds Hafnarfjarðarvegar um Kópa- vog. Sérstakri nefnd, byggingarnefnd Hafnarfjarðarvegar, kos- inni af bæjarstjórn Kópavogs, var falin framkvæmd vegarlagn- ingarinnar í samvinnu og samráði við Vegagerð ríkisins að undan- gengnum samningum við samgönguráðuneytið um tilhögun verks- ins og fjármögnun þess. Eftir því sem leið á verkið, kom æ betur í ljós, að kostnaður við það fór fram úr öllum áætlunum. Var af hálfu Kópavogs- kaupstaðar leitast við að ná fram breytingum á upphaflegu sam- komulagi við ríkisvaldið frá 1966 um verkið. Í árslok 1973 varð samkomulag um verulegar breytingar í þessu efni milli bygging- arnefndar Hafnarfjarðarvegar annars vegar og viðræðunefndar samgönguráðuneytisins hins vegar. Er ekki annað fram komið en samkomulag þetta hafi verið staðfest bæði af bæjarstjórn Kópavogs svo og samgönguráðherra. Hið nýja samkomulag var mjög ítarleg greinargerð um greiðslu kostnaðar við verkið, umfang þess og tengingu við gatnakerfi kaupstaðarins svo og framhald verksins. Þungamiðja samkomulagsins var sú ákvörðun, að Hafnarfjarð- arvegur í Kópavogi skyldi verða þjóðvegur frá 1. janúar 1974 að telja. Í samræmi við þetta tók Vegagerð ríkisins alfarið við for- stöðu vegarlagningarinnar, en byggingarnefnd Hafnarfjarðarvegar var lögð niður. Af hálfu Kópavogskaupstaðar er frávísunarkrafan rökstudd með tilvísun til 47. gr. laga nr. 85/1936 og því eindregið haldið fram, að dómkröfur á hendur stefndu í málinu séu ekki af sömu rót runnar. Bent er á það, að af málatilbúnaði stefnanda verði það ráðið, 409 að hann rökstyðji dómkröfur sínar með fjórum meginmálsástæð- um, en engin þeirra eigi við stefndu sameiginlega. Í fyrsta lagi byggi hann kröfur sínar til skaðabóta á samskipt- um sínum gegnum árin við bæjarstjórn Kópavogs út af erfða- leigulandi sínu. Hvort sem nokkurt hald sé í þessari málsástæðu eða ekki, þá sé það ljóst, að hún varði á engan hátt Vegagerð ríkisins eða ríkissjóð. Þá sé sú málsástæða, að Hafnarfjarðarvegurinn sé lagður til að fullnægja staðfestu skipulagi Kópavogskaupstaðar og til sam- eiginlegra nota stefndu. Þótt þetta megi til sanns vegar færa, þá verði bótakröfu, reistri á ákvæðu mskipulagslaga, þ. e. 29. gr., ekki með réttu beint gegn stefndu sameiginlega, heldur eingöngu gegn sveitarstjórn. Í þessu sambandi er lögð áhersla á það af hálfu kaupstaðarins, að skipulag sem slíkt sé almennt ekki réttarskap- andi atvik, þótt í því felist ráðagerð um landskerðingu, heldur sé það eignarnámsákvörðunin og sjálf takan. Í þriðja lagi sé það taka landsins undir veginn, þ. e. sjálft eign- arnámið. Vilji stefnandi halda því fram, að stefndu hafi í sam- einingu eða sameiginlega tekið landið í þágu vegarlagningarinn- ar. Fái þetta ekki staðist. Eignarnámið sé að öllu leyti óviðkom- andi Kópavogskaupstað, enda hafi enginn fulltrúi hans tekið neinn þátt í því né í meðferð málsins fyrir matsnefnd. Vegagerð ríkisins hafi neytt eignarnámsheimildar skv. X. kafla vegalaga, sem þá giltu, nr. 80/1973, og sé því hinn eini eignarnemi. Að lokum sé sú málsástæða stefnanda á því byggð, að skv. 14. gr. erfðaleigusamnings um landið þá eigi hann rétt til, að svarað sé bótum fyrir allt landið, þar sem meira en % þess hafi verið tekinn. Því er mótmælt af hálfu kaupstaðarins, að þessari máls- ástæðu verði með réttu beint gegn öðrum en honum, þar sem Kópavogskaupstaður hafi með afsali fyrir landi jarðanna Digra- ness og Kópavogs frá 14. ágúst 1957 yfirtekið öll réttindi og skyldur hins fyrri landsdrottins, ríkisvaldsins. Jafnframt hafi allar skyldur ríkisvaldsins í þessu sambandi fallið niður. Með tilvísun til þess, sem að ofan er sagt, er því haldið fram að hálfu Kópavogskaupstaðar, að í ljós sé leitt skýrt og ótvírætt, að skilyrði 47. gr. laga nr. 85/1936 um samlagsaðild sé ekki fyrir hendi. Beri því að vísa frá öllum kröfum stefnanda á hendur kaupstaðnum. Stefnandi mótmælir frávísunarkröfunni sem raka- og tilefnis- lausri. Hann bendir á, að eins og skjöl málsins beri ljóslega með sér, sé málið risið af lagningu hraðbrautar af hálfu Vegagerðar 410 ríkisins og Kópavogskaupstaðar í gegnum land hans enda á milli, m. Ö. 0. sami vegur gegnum sama land til sömu nota. Afleiðingar þessarar vegalagningar séu stórskemmdir á landi hans og annarri aðstöðu hans á því, þ. á m. stórkostleg truflun á dvalarró í íbúðar- húsinu. Stefnandi kveður, að ástæðan til þessara athafna stefndu sé sameiginlegur vilji þeirra og þvingun gagnvart sér til lagningar nefndrar hraðbrautar gegnum landið til sameiginlegra nota stefndu og umbjóðenda þeirra. Í því sambandi tekur hann fram, að unnt hefði verið að leggja hraðbrautina nokkuð utan við land hans, án þess að aðstöðu hennar sem hraðbrautar hefði nokkuð verið raskað og án nokkurs tjóns fyrir skipulag Kópavogsbæjar. Á það er lögð höfuðáhersla í málflutningi stefnanda, að máls- sókn hans á hendur stefndu sé almennt skaðabótamál og sé grundvöllur bótakröfunnar hvílandi á tveimur meginstoðum. Í fyrsta lagi sameiginlegri töku stefndu á hluta lands hans undir vegarstæðið, en afleiðingar þessarar landskerðingar og vegarlagn- ingin sjálf sé stórtjón fyrir sig. Í annan stað byggist krafan um bætur fyrir allt landið og mannvirkin á því á 14. gr. upphaflegs erfðaleigusamnings, en þar séu fyrirmæli á þá leið, að taki lands- drotinn meira en % hluta landsins, þá eigi erfðaleiguhafi ský- lausan rétt til að fá bætur fyrir allt landið og mannvirki á því eftir samkomulagi eða mati. Í þessu sambandi verði ekki fram hjá því komist, að upphaf- legur landsdrottinn hafi verið ríkisvaldið með öllum réttindum og skyldum, eins og erfðaleigusamningurinn sagði til um. Þrátt fyrir afsal landsins til handa Kópavogskaupstað, sem með því öðlaðist allan rétt landsdrottins og tókst á hendur allar skyldur hans, hafi ríkisvaldið ekki þar með losast við skyldur sínar gagn- vart upphaflegum erfðaleiguhöfum eða þeim, sem leiði rétt sinn frá þeim. Slík skuldskeyting án samþykkis kröfuhafa, þ. e. erfða- leiguhafa, stríði alveg gegn reglum íslensks kröfuréttar. Þegar það sé virt, sem nú hafi verið rakið, kveður stefnandi, að skilyrði 47. gr. einkamálalaganna um samrætni stefnukrafna á hendur stefndu sé ótvírætt fullnægt. Því beri að hrinda frávísun- arkröfu Kópavogskaupstaðar. Álit dómsins og niðurstaða. Þegar öll gögn og málavextir eru virtir, verður að líta svo á, að mál þetta eigi upptök sín í þeirri ákvörðun Vegagerðar ríkisins að taka hluta af erfðaleigulandi stefnanda undir vegarstæði svo- nefnds Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi. Vegur þessi, sem er hrað- 411 braut, er í tölu þjóðvega, og var því Vegagerðin Í hlutverki sínu sem veghaldari að vinna að framkvæmd þessarar vegarlagningar. Í beinu framhaldi nefndrar ákvörðunar neytti Vegagerðin eignar- námsheildar vegalaga og fékk síðan strax umráð landsins með samkomulagi við stefnanda. Var málið jafnframt falið hinni lög- skipuðu matsnefnd til ákvörðunar eignarnámsbóta til stefnanda. Er ekki fram komið, að þessi málsmeðferð hafi að nokkru leyti sætt mótmælum af hálfu stefnanda. Þar sem því var svo farið, sem að ofan er lýst, með eignarnám hluta lands stefnanda, verður eigi á það fallist, sem hann heldur fram, að taka landsins hafi í raun verið sameiginleg af hendi stefndu. Samkvæmt þessu verður eigi talið, að málsástæða, byggð á ákvæðum 14. gr. erfðaleigusamningsins, eigi við í málinu, þar sem landsdrottinn stóð eigi að töku landsins, heldur þriðji aðili. Þegar þetta er virt og litið er til annarra málsraka stefnanda, kröfugerðar hans og málatilbúnaðar í heild, verður eigi talið, að hann hafi sýnt fram á, að honum sé heimilt að sækja stefndu saman í þessu máli, sbr. 47. gr. laga nr. 85 frá 1936. Við flutning málsins um frávísunarkröfuna beindi dómari því til lögmanna aðilja, að þeir fjölluðu jafnframt um formhlið máls- ins almennt. Svo sem að ofan er sagt, verður á því byggt, að mál þetta sé risið af eignarnámi því, sem hér hefur verið lýst, en þá voru í gildi vegalög nr. 80/1973. Þegar haft er í huga tilefni setningar nefndra vegalaga, þ. e. fyrirmæli í 5. gr. laga nr. 99/1972, verður eigi talið, að ákvæði 60. gr. vegalaganna, eins og þau hljóðuðu, hafi staðið því í vegi, að ákvæðum laga nr. 11/1973 um fram- kvæmd eignarnáms yrði beitt um ákvörðun eignarnámsbóta til stefnanda, enda sætti sú málsmeðferð hvorki andmælum né at- hugasemdum af hálfu aðilja. Áður en málsmeðferð lauk hjá mats- nefnd eignarnámsbóta, hafði og nefndri 60. gr. vegalaga verið breytt með lögum nr. 27/1975 þannig, að beint var vísað til lag- anna um framkvæmd eignarnáms. Að framan er rakið upphaf og lokakafli úrskurðar eignarnáms- bóta. Þar kemur fram, að undir rekstri málsins fyrir matsnefnd- inni beindi stefnandi kröfum ekki aðeins að eignarnema, Vega- gerð ríkisins, heldur einnig að Kópavogskaupstað með vísan til 14. gr. erfðaleigusamningsins, en m. a. á þessum grundvelli krafð- ist hann þess, að eignarnámið tæki til allrar eignarinnar. Þá var og fjallað um heildarstærð erfðaleigulandsins, hugsan- 412 legt matsandlag, og hún talin verulega meiri en í samningi greinir og á því byggt í matinu. Það er ágreiningslaust og óvefengt, að af hálfu landsdrottins, Kópavogskaupstaðar, var eigi á neinn hátt tekið þátt í meðferð málsins á þessu stigi og forráðamönnum kaupstaðarins ekki um þetta tilkynnt. Verður þó að álíta, að til þess hafi verið ærin ástæða samkvæmt eðli máls og beinlínis eftir ákvæðum 8. gr. laga nr. 11/1973. Matsnefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að stefnandi eigi rétt á með tilvísun til ákvæða 12. gr. laga nr. 11/1973, að öll eignin verði tekin eignarnámi, en metur ekki bætur í samræmi við það af ástæðum, sem hún tiltekur, þ. e. a. s. nefndin kveður upp úr um greiðsluskyldu eignarnema annars vegar og Kópavogskaup- staðar hins vegar. Þegar þetta er virt, sem nú hefur verið rakið, verður talið, að úrskurður matsnefndarinnar sé haldinn svo verulegum ágöllum, að álykta verði á þann veg, að viðhlítandi úrlausn hinnar lög- skipuðu matsnefndar liggi ekki fyrir. Með tilliti til niðurlags 17. gr. laga nr. 11/1973 er mál þetta, eins og það er vaxið, því ekki dómhætt. Ber því að vísa því í heild frá dómi. Eftir atvikur þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður falli niður. 413 Miðvikudaginn 12. maí 1976. Nr. 51/1974. Guðmundur J. Þórðarson og Halldóra Sigurðardóttir, eigendur þvottahússins Drífu s/f, (Baldvin Jónsson hrl.) gegn Erlu Þórðardóttur (Gunnar Sæmundsson hdl.). Dómendur: hæstaróttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Sig- urður Líndal. Vinnusamningur. Uppsögn. Dómur Hæstaréttar. Áfryjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. mars 1974. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefndu, en til vara, að þær verði lækkaðar. Þá krefjast þeir máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málinu hefur ekki verið áfrýjað að því er varðar þrotabú Borgarþvottahússins h/f. Ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Aðiljar og nokkur vitni hafa komið fyrir dóm eftir uppsögu héraðsdóms. Eftir að áfrýjendur tóku að reka þvottahúsið Drífu s/f í húsakynnum Borgarþvottahússins h/f, hélt stefnda óbreyttu kaupi, þar með töldum 10% kaupauka, sem hún hafði sér- staklega samið um við fyrri vinnuveitanda sinn. Ekki var rætt um önnur starfskjör hennar, er hún hóf störf hjá áfrýj- endum, og mátti hún treysta því, að þau yrðu einnig óbreytt. Hinn 6. febrúar 1973 sagði stefnda upp starfi sínu hjá áfrýj- endum. Í uppsagnarbréfinu er einungis tekið fram, að upp- sögnin sé gerð „með löglegum fyrirvara“. Aðiljar eru sam- mála um, að um skipti þeirra hafi gilt kjarasamningur, dags. 4. des. 1972, milli Félags íslenskra iðnrekenda og Vinnuveit- 414 endasambands Íslands annars vegar og Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, Iðju, félags verksmiðjufólks í Hafn- arfirði, og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, hins veg- ar. Í 13. gr. þessa kjarasamnings er svofellt ákvæði: „Fyrir starfsfólk, sem hefur vikukaup, er uppsagnarfrestur vika af beggja hálfu, en 2 vikna uppsagnarfrestur að beggja hálfu fyrir starfsfólk, sem hefur mánaðarkaup. Starfsfólk, sem unnið hefur hjá sama iðnrekanda þrjá mánuði samfleytt eða lengur, skal teljast fastafólk, og er þá uppsagnarfrestur af beggja hálfu 2 vikur, enda þótt því sé greitt vikukaup. En er starfsfólk hefur unnið samfellt eitt ár eða lengur hjá sama iðnfyrirtæki, er uppsagnarfrestur þess tveir mánuðir“. Meðal gagna, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, er bréf frá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, og Félagi is- lenskra iðnrekenda 27. apríl 1976, og segir þar svo: „Í. Tveggja mánaða uppsagnarfrestur starfsfólks, sem unn- ið hefur samfellt í eitt ár hjá sama iðnfyrirtæki, er saenkvæmur. 2. Hér skal þess getið, að 3. málsgr. 3. gr. kjarasamnings- ins á einungis við um vaktavinnu. Um almennan vinnutíma er fjallað í 2. gr. samningsins. Þar stendur, að dagvinna skuli unnin á tímabilinu 7:00—-18:00 (nú 7:00—17:00). Heimilt er að semja tin aðra tilhögun vinnutíma, en þá þarf samþykki Iðju og Félags íslenskra iðnrekenda að koma til skv. síðustu málsgr. 2. gr. Fyrirtækjum er í sjálfsvald seit, hvenær á Kímabilinu 7:00— 18:00 dagvinna skal unnin. Verði hins vegar ágreiningur um breytingu á dagvinnutíma innan þess- ara tímamarka, er ltið svo á, að fyrirvari, er nemur uppsagnarfresti viðkomandi starfsmanns, komi til“. Ekki er ágreiningur um, að framangreindur skilningur á ákvæðum kjarasamningsins sé réttur. Stefnda átti því ekki samkvæmt uppsagnarbréfi sínu að láta af störfum fyrr en í apríllok. Einnig verður við það að miða, að stefnda hafi ekki þurft að hlíta þeirri breytingu á vinnutíma, sem áfryjandi 415 Guðmundur ákvað, og að hún eigi því rétt til launa til loka uppsagnarfrestsins 30. apríl 1973. Eins og rakið er í héraðsdómi, réðst stefnda í vinnu hjá Verksmiðjunni Dúki h/f, eftir að hún hætti störfum hjá áfrýj- endum, og fékk þar laun samtals að fjárhæð 22.020 krónur í mars og apríl. Þykir eftir atvikum rétt að draga þá fjár- hæð frá kröfu hennar, en reikningslega hefur sú krafa ekki sætt andmælum. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu til stefndu vegna þriggja veikindadaga í febrúar 1973. Samkvæmt þessu ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefndu 39.037 krónur (61,057 = 22.020) með 7% ársvöxtum frá 1. mars 1978 til 16. maí 1973 og með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, en aðiljar eru sammála um upp- hafstíma vaxta. Rétt er, að áfrýjendur greiði stefndu 40.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Í máli þessu hafa vitnaskýrslur og aðiliaskyrslur verið teknar á segulbönd, en eigi skráðar í þingbók. Lögmenn að- ilja samþykktu, að þessi aðferð vrði viðhöfð, og vefengja þeir eigi efni skýrslnanna. Eru þær lagðar tl grundvallar við úr- lausn málsins. Um dómskýrslur, sem teknar eru á segulbönd, vísast til athugasemda í dómi Hæstaréttar 8. nóvember 1974. Dómsorð: Áfrýjendur, Guðmundur J. Þórðarson og Halldóra Sig- urðardóttir, eigendur þvottahússins Drífu s/f, greiði stefndu, Erlu Þórðardóttur, 39.037 krónur með /% árs- vöxtum frá 1. mars 1973 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags og 40.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. desember 1973. Mál þetta, sem dómtekið var þann 5. desember sl., hefur Erla Þórðardóttir, Grýtubakka 21, Reykjavík, höfðað á hendur þrota- 416 búi Borgarþvottahússins h/f, Reykjavík, með stefnu, birtri 29. mars sl, og á hendur eigendum þvottahússins Drífu s/f, þeim Halldóru Sigurðardóttur og Guðmundi J. Þórðarsyni, báðum til heimilis að Blikanesi 10, Garðahreppi, með stefnu, birtri 26. mars sl. Dómkröfur stefnanda í málinu eru þær, að stefndu verði in soliðum dæmt að greiða henni kr. 61.056.60 með 1% dráttarvöxt- um fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 10.419.20 frá 1. mars 1973 til 1. apríl s. á., af kr. 35.737.90 frá þeim degi til Í. maí s. á. og af kr. 61.056.60 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Af hálfu Borgarþvottahússins h/f hefur verið sótt þing og þær dómkröfur gerðar, að fyrirtækið verði sýknað af kröfum stefn- anda og dæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi hennar. Af hálfu eigenda þvottahússins Drífu s/f hefur verið sótt þing og þær dómkröfur gerðar, að þau verði sýknuð af kröfum stefn- anda og þeim dæmdur málskostnaður samkvæmt ákvörðun dóm- ara. Sátt var reynd, en án árangurs. Málsatvik eru þau, að þann 25. ágúst 1971 hóf stefnandi störf hjá stefnda Borgarþvottahúsinu h/f og starfaði í þvottahúsi fyrir- tækisins að Borgartúni 3 hér í borg. Þann 23. janúar sl. tók þvottahúsið Drífa s/f að sér starfrækslu þvottahússins, og þann dag tók stefndi Guðmundur Þórðarson við stjórn þar. Þvottahúsið hefur frá þeim tíma starfað undir nafni sameignarfélagsins. Þessi breyting á rekstri þvottahússins að Borgartúni 3 fór þannig fram, að Ragnar Ingólfsson, sem starfaði fyrir Borgarþvottahúsið h/f, fór á þennan vinnustað ásamt forstjóra þvottahússins Drífu s/f, stefnda Guðmundi J. Þórðarsyni. Þeir kölluðu til trúnaðarmann Iðju, félags verksmiðjufólks, Klöru Georgsdóttur, en hún óskaði eftir því, að stefnandi, Erla Þórðardóttir, yrði með á fundinum. Á þessum fundi var þeim Klöru og Erlu tilkynnt, að til stæði, að Borgarþvottahúsið hætti rekstri, en þvottahúsið Drífa tæki við rekstrinum. Ef af þessu yrði, mundi Guðmundur koma daginn eftir og tilkynna starfsfólkinu, hvað af því yrði ráðið áfram og hvað yrði látið hætta. Morguninn eftir kom Guðmundur á vinnu- staðinn og tók við rekstri fyrirtækisins. Meiri hluti starfsfólksins hélt áfram störfum og þar á meðal stefnandi þessa máls, og hélt hún óbreyttu kaupi. Ekki mun hafa verið um það rætt, að breyt- ingar yrðu á starfskjörum stefnanda eða annars starfsfólks, að öðru leyti en því, að Guðmundur mun hafa minnst á það, að 417 annar vinnutími gilti í öðru þvottahúsi, sem hann rak. Það er hins vegar umdeilt í málinu, hvort Drífa s/f réð stefnanda og annað starfsfólk að nýju eða tók yfir starfssamning þess við Borgarþvottahúsið h/f með samkomulagi við starfsfólkið. Þann 6. febrúar sl. segir stefnandi þessa máls upp störfum hjá þvottahúsinu Drífu. Segir í bréfi hennar frá þeim degi, sem stílað er til stefnda Guðmundar Þórðarsonar: „Ég undirrituð segi hér með upp störfum hjá þvottahúsinu Drífu með löglegum fyrir- vara“. Ásamt stefnanda sögðu upp þennan dag Halla Hansdóttir og ein starfsstúlka önnur. Halla á í máli við stefndu vegna sömu atriða og Erla. Samkvæmt upplýsingum stefnanda og Höllu Hans- dóttur var ástæða uppsagnarinnar sú, að stefndi Guðmundur sagði Klöru Georgsdóttur upp störfum, en hún var trúnaðarmaður þessa vinnustaðar. Þegar eftir voru eitthvað um 5 eða 6 dagar til mánaðamótanna febrúar/mars, vildi stefndi Guðmundur breyta um vinnutíma á vinnustaðnum til samræmis við það, sem verið hafði hjá honum í öðru fyrirtæki hans. Stefnandi vildi ekki fallast á ákvörðun hans um breytingu á vinnutímanum og kvaðst af heimilisástæðum ekki geta breyit vinnutíma sínum. Deila þessi leiddi til þess, að stefnandi og Halla Hansdóttir fóru á brott af vinnustaðnum þann 20. febrúar sl. Telur stefnandi stefnda Guðmund hafa vísað þeim brott fyrirvaralaust. Stefndi Guðmundur segir aftur á móti, að hann hafi boðið þeim að hætta að vinna, en vildu þær fá greiddan uppsagnarfrestinn áfram, gætu þær haldið áfram vinnu. Hann hafi tekið þetta skýrt fram. Hitt væri annað mál, að hann hafi sagst heldur vilja, að þær hættu, þar sem orðinn væri leiðinlegur andi í fyrirtækinu. Í málinu sækir stefnandi stefndu til greiðslu in solidum á laun- um fyrir ógreidda veikindadaga og uppsagnarfrest, samtals að fjárhæð kr. 61.056.60. Upphæð þessa sundurliðar stefnandi sam- kvæmt framlögðum reikningi þannig: Vangoldin vinnulaun frá 20.—28. febrúar, 7 dagar, kr. 947.20 hver dagur .. .. ... kr. 6.630.40 10% umsamið álag, 7 dagar, kr. 94. 2 á dag eða — 663.00 3 veikindadagar með sama álagi .. .. ... .... — 8.125.76 Uppsagnarfrestur 2 mánuðir með sama álagi „. 0. — 50.637.40 Samtals kr. 61.065.60 27 418 Stefnandi rökstyður þessa kröfu sína með því, að hún sé með- limur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, og hafi verið ráðin til starfa samkvæmt samningi þess félags við Félag íslenskra iðnrekenda og Vinnuveitendasamband Íslands, sem hún hefur lagt fram. Hún hafi tekið laun samkvæmt 2. flokki eftir 9 mánaða starf að viðbættu 10% álagi, sem sérstaklega hafi verið samið um, og sé kröfufjárhæð miðuð við það. Þegar þvottahúsið Drífa s/f tók við starfrækslu þvottahússins, Borgartúni 3, hafi stefnanda ekki verið sagt upp starfi, heldur hafi þvottahúsið Drífa s/f með samkomulagi við hana gengið inn í starfssamninginn, sem hún hafði við Borgarþvottahúsið h/f, enda hafi bæði vinnutími og launakjör verið óbreytt eftir þessa breytingu. Hún eigi því ekki að missa nokkurs af áunnum réttindum við þessa breytingu. Áunnin réttindi eins og lengdur uppsagnarfrestur verði næsta litils virði, ef unnt sé að sniðganga þau með þeim hætti að fá nýjum aðilja í hendur rekstur fyrirtækis, án þess að starfsfólkinu væri sagt upp. Láta hann hafa starfsfólkið í sinni þjónustu út uppsagnartímann og segja því síðan upp, t. d. með viku fyrir- vara, sbr. 13. gr. kjarasamningsins. Þá er á það bent, að hafa verði í huga, að á uppsagnartíma hennar hafi stefndi Guðmundur reynt að fá stefnanda og starfssystur hennar til að breyta mörkum vinnutíma þvert ofan í ákvæði kjarasamnings. Hann mæli fyrir um, að byrjun og lok vinnutíma eigi að ákveðast í samráði við starfsfólk, en þegar þær hafi neitað þessu, hafi hann sagt þeim, að þær hefðu ekkert að gera á staðnum. Það hafi verið sameigin- legur skilningur Iðju og Félags íslenskra iðnrekenda, að ákvæðið bæri að skilja svo, að samþykki starfsfólks þyrfti til að breyta mörkum vinnutíma. Þá hefur stefnandi lagt fram vottorð heimilislæknis til stuðn- ings kröfu sinni til greiðslu þriggja veikindadaga. Þá kveðst stefnandi beina málssókn þessari að Borgarþvotta- húsinu h/f sem viðsemjanda sínum, þ. e. þeim aðilja, sem hafi ráðið hana til starfa og beri því ábyrgð á því, að ráðningarsamn- ingur hennar sé virtur. Að stefndu Halldóru sé málssókninni beint sem meðeiganda rekstraraðiljans þvottahússins Drífu s/f, enda verði hún að teljast ábyrg fyrir þeim gerðum, sem meðeig- andi hennar framkvæmi fyrir hönd sameignarfélagsins. Að stefnda Guðmundi beinist málssóknin sem öðrum eiganda rekstraraðilj- ans og þeim aðilja, sem framkvæmt hafi hina fyrirvaralausu uppsögn. Af hálfu stefnanda er talið, að aðild þessara þriggja 419 tvinnist saman með þeim hætti, að þau verði öll „soliðarisk“ dæmd til að greiða hina umstefndu fjárhæð. Af hálfu þrotabús Borgarþvottahússins h/f, en undir rekstri málsins var Borgarþvottahúsið h/f tekið til gjaldþrotaskipta, og tók þrotabúið við málsvörninni, er því haldið fram, að þvotta- húsið Drífa s/f hafi gengið inn í samninga Borgarþvottahússins og starfsfólks þess með samkomulagi við starfsfólkið og hafi starfsfólkinu verið tilkynnt um rekstrarstöðvun Borgarþvotta- hússins h/f og að þvottahúsið Drífa hafi tekið við rekstri þvotta- hússins. Starfsfólkið hafi allt samþykkt þessa ráðstöfun. Það hafi síðan þegið laun hjá þvottahúsinu Drífu. Kröfur þær, sem hafðar eru uppi í málinu, séu allar frá starfstímabili þvottahússins Drífu s/f og Borgarþvottahúsinu h/f því óviðkomandi. Af hálfu stefndu eigenda þvottahússins Drífu s/f, þeirra Hall- dóru Sigurðardóttur og Guðmundar J. Þórðarsonar, er því haldið fram, að skýrt hafi verið tekið fram í upphafi, að þau tækju ekki við rekstri eða skyldum Borgarþvottahússins h/f. Stefnandi hafi þannig verið ráðinn á ný hjá þvottahúsinu Drífu s/f og fastur starfssamningur hafi ekki verið kominn á. Af þessum sökum hafi uppsagnarfrestur samkvæmt 13. gr. kjarasamnings verið vika af beggja hálfu. Þetta eigi þó aðeins við, ef uppsagnarfresturinn sé unninn, stefnandi hafi hins vegar hlaupist á brott að ástæðulausu og eigi hún því ekki kaup. Þá var kaupi vegna þriggja veikinda- daga mótmælt með sömu rökum og jafnframt sérstaklega mói- mælt vottorði læknis um veikindi stefnanda, þar sem það væri gefið eftir símaviðtal, en ekki skoðun á stefnanda. Lagt hefur verið fram vottorð frá verksmiðjunni Dúki h/f, þar sem kemur fram, að launagreiðslur verksmiðjunnar til stefnanda í mars og apríl 1973, en stefnandi mun hafa hafið þar störf síðari hluta marsmánaðar, voru kr. 5.822 í mars og kr. 16.198 í apríl. Á vottorði þessu kemur fram samkvæmt skýringum lögmanns stefnanda, að samkvæmt taxta hefði stefnandi átt að hafa kr. 6.128 fyrir mars, en hún mun hafa verið eitthvað veik þann mán- uð, og kr. 22.131 í apríl, en vegna hátíðisdaga, eins og páska, hafi hún ekki borið eins mikið úr bítum. Kemur þar til, að stefnandi var nýráðin hjá verksmiðjunni Dúki og hafði ekki áunnið sér rétt- indi sem fastráðin. Umfangsmiklar yfirheyrslur hafa farið fram í málinu, en ekki þykir efni til að taka nema mjög takmarkað upp úr þeim. Stefnandi hefur komið fyrir dóminn og sagt, að þeim hafi ekki 420 verið tilkynnt, að breytingar yrðu á rekstri þvottahússins við yfirtöku þvottahússins Drífu s/f. Það hafi ekki verið fyrr en mánudagskvöldið 19. febrúar, að stefndi Guðmundur hafi sagt henni, að hún yrði að byrja kl. 830 og hætta kl. 500 í stað þess að vinna frá 800 til 400. Hún hafi þá sagst ekki geta unnið á þennan hátt. Guðmundur hafi engu svarað þessu þá um kvöldið, en morg- uninn eftir hafi þær Halla Hansdóttir rætt við hann báðar og sagt honum, að þær gætu ekki breytt vinnutímanum, og þá hafi hann sagt við þær: „Þá getið þið farið“. Hún hafi þá spurt, hvort hann væri að reka þær og hann þá sagt, að ef þær gerðu ekki eins og hann segði, þá gætu þær farið. Halla hafi þá bent honum á, að í samningum stæði, að vinnutími væri ákvarðaður í samræmi við starfsfólk, og hann hafi þá sagt, að sér kæmu samningarnir ekkert við. Þær hafi síðan farið. Sigríður Halla Hansdóttir, sem hætti um leið og stefnandi og hefur höfðað mál gegn sömu aðiljum hér fyrir dóminum, hefur skýrt svo frá, að Klara Georgsðóttir hafi tilkynnt henni, að breytingar yrðu á starfrækslu þvottahússins þann 22. janúar sl. og spurt hana, hvort hún vildi halda áfram störfum hjá Drífu, ef benni byðist það. Hún kvaðst hafa samþykkt það. Rétt fyrir há- degi þann 23. janúar hafi stefndi Guðmundur komið til hennar og beðið hana að vinna áfram. Hann hafi ekkert minnst á, að réttindi hennar breyttust við það eða starfstilhögun að nokkru leyti. Þann 20. febrúar hafi hún mætt á vinnustað rétt fyrir kl. 800, hafi þá Klara Georgsdóttir nefnt það við hana, að breyta ætti vinnutilhögun, og enn fremur, að hún væri ekki þeirra megin um það atriði. Um tíuleytið hafi Guðmundur komið til þeirra og sagst ætla að breyta vinnutíma og láta vinna frá kl. 830 til 500. Þær Erla Þórðardóttir hafi þá sagt, að þær gætu það ekki vegna heimilisástæðna. Hann hafi þá sagt, að þær gætu farið. Þær hefðu farið þann sama dag. Guðmundur hafi sagt við þær: „Ef þið getið ekki gert eins og ég segi, þá getið þið farið“. Hún kvaðst hafa bent honum á, að í samningum stæði, að vinnutími ákvæðist í samráði við starfsfólk. Hann hafi sagt, að samning- arnir kæmu sér ekkert við. Klara Georgsdóttir hefur komið fyrir dóminn. Framburður hennar um yfirtöku stefnda Guðmundur á rekstri þvottahússins er mjög á sömu lund og þeirra Erlu og Höllu. Hún kvaðst ekki hafa haft afskipti af því, þegar þær hættu fyrir fullt og allt, Erla og Halla. Hún kvaðst ekki hafa samþykkt breytta vinnutilhögun. Hún kvaðst hafa sagt Guðmundi, að hann gæti ekki breytt vinnu- 421 tilhögun nema í samráði við þær. Þetta væri skýrt í samningunum. Stefndi Guðmundur J. Þórðarson skýrði svo frá fyrir dóm- inum, að hann hafi sagt fólkinu, að hann hefði tekið við hús- næðinu og væri farinn að reka þvottahúsið Drífu og þær konur, sem hann hefði ekki vinnu fyrir, yrðu að hætta, en hinar mundi hann ráða áfram. Hann kvað það hafa verið skýrt tekið fram við Erlu og Klöru, þegar hann ræddi við þær ásamt Ragnari Ingólfs- syni, að hann tæki ekki á sig nokkrar skyldur Borgarþvottahúss- ins. Ætluðu þær að vinna hjá honum, þá væru þær ráðnar sem nýr starfskraftur við þvottahúsið Drífu. Þetta hafi verið skýrt tekið fram. Þá hefur hann skýrt svo frá, að hann hafi ekkert talað við starfsfólkið né stéttarfélag þess um breytta vinnutil- högun. Allar hinar konurnar, aðrar en Erla og Halla, hafi látið það eiga sig, þegar hann sagði þeim, að hann ætlaði að breyta vinnutímanum. Ragnar Ingólfsson, sem var prókúruhafi Borgarþvottahússins h/f á þeim tíma, er þvottahúsið Drífa s/f tók yfir rekstur þess, hefur skýrt svo frá fyrir dóminum, að það hafi orðið að sam- komulagi við Guðmund J. Þórðarson, að hann fengi afnot af vélum Borgarþvottahússins og tæki jafnframt allt fólkið í vinnu á sama kaupi og með sömu skilmálum og það hafði áður unnið. Skriflegur samningur hafi ekki verið gerður á milli þeirra Guð- mundar, en aftur á móti hafi hann kallað til Klöru Georgsdóttur, sem hafi verið þarna verkstjóri, og Erlu Þórðardóttur. Þær hafi báðar verið viðstaddar, þegar þessi samningur fór fram, og hafi tilkynnt fólkinu um hann. Aðspurður af dómaranum kvaðst hann eiga við það, að Guðmundur J. Þórðarson hefði tekið á sig allar skyldur gagnvart starfsfólkinu og gengið inn í samninga Borgar- þvottahússins við það með þeirra samþykki. Álit dómsins. Ragnar Ingólfsson, prókúruhafi Borgarþvottahússins h/f, hefur borið fyrir dóminum, að þvottahúsið Drífa s/f hafi gengið inn í samninga Borgarþvottahússins h/f við starfsfólkið með þeirra samþykki. Stefnandi, Klara Georgsdóttir, og Halla Hansdóttir hafa borið, að þær hafi ekki annað vitað en að starfskjör þeirra yrðu óbreytt. Stefnandi, sem hafði sérstaklega umsamið 10% álag á sitt kaup, hélt því, eftir að þvottahúsið Drífa tók við rekstr- inum. Þegar þetta allt er skoðað, þykir stefndu eigendur þvotta- hússins Drífu s/f ekki hafa sannað, að um nýja ráðningu hafi verið að ræða, og verður að leggja til grundvallar, að stefndu hafi tekið við skyldum Borgarþvottahússins gagnvart starfsfólkinu. 122 Ber þegar af þessum ástæðum að sýkna Þrotabú Borgarþvotta- hússins af kröfum stefnanda, en allar kröfur hennar eru til komnar, eftir að þvottahúsið Drífa s/f tók við rekstrinum. Stefnandi hafði, er hún sagði upp störfum hjá þvottahúsinu Drífu, unnið samanlagt meira en 1 ár hjá Borgarþvottahúsinu h/f og Drífu s/f. Í 13. gr. samnings milli Félags íslenskra iðnrekenda, Vinnuveitendasambands Íslands og Iðju, félags verksmiðjufólks, segir: „En er starfsfólk hefur unnið samfellt eitt ár eða lengur hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur þess tveir mánuðir“. Síðar í þessari sömu grein, en annarri mgr. segir, að uppsögn skuli vera skrifleg og miðast við mánaðamót. Stefnandi er að vinna þennan uppsagnarfrest, þegar deila verður um vinnutil- högun. Í 2. gr. kjarasamnings eru ákvæði um vinnutíma. Í loka- ákvæði greinarinnar segir, að heimilt sé að semja um aðra til- högun vinnu- og neyslutíma, ef samþykki Iðju og FÍI eða vsíÍ kemur til. Hjá Borgarþvottahúsinu h/f var unninn annar vinnu- tími en samkvæmt 2. gr. Samkvæmt því, sem að ofan er sagt, tóku stefndu við þessum vinnutíma. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. kjara- samnings skal byrjun og lok vinnutíma ákveðast í samráði við starfsfólk. Enda þótt þetta ákvæði standi í grein, sem aðeins fjallar um vaktir, þá þykir í samræmi við lokamálsgrein 2. gr. þetta eiga einnig við um annan vinnutíma. Af þessu leiðir, að stefndi Guðmundur þurfti, ef hann vildi breyta vinnutíma, að ákveða það í samráði við starfsfólkið. Auk þess þurfti til sam- þykki Iðju og Félags íslenskra iðnrekenda. Stefndu hafa ekki sýnt fram á, að stefndi Guðmundur hafi gætt þessara ákvæða í viðskiptum sínum við stefnanda eða annað starfsfólk þvottahúss- ins Drífu s/f. Leiðir þetta til þess, að stefnandi þurfti ekki að hlíta því að vinna út uppsagnarfrestinn með þeirri vinnutilhögun, sem stefndi Guðmundur hafði ákveðið, en hann hefur ekki sýnt fram á, að hann hafi boðið henni að vinna út uppsagnarfrestinn samkvæmt fyrri vinnutilhögun. Verður því að líta þannig á, að stefndi Guðmundur hafi látið hana fara fyrirvaralaust. Af öllu þessu þykir leiða, að stefnandi eigi bætur úr hendi stefndu vegna ólögmætrar framkomu stefnda Guðmundar í sambandi við slit starfssamningsins. Samkvæmt 6. mgr. 19. gr. kjarasamnings skal færa sönnur á veikindaforföll með læknisvottorði. Stefnandi hefur lagt fram læknisvottorð varðandi veikindi sín. Stefndi hefur mót- mælt þessu vottorði, en þar sem vottorðið hefur ekki verið hrakið, þykir verða að leggja það til grundvallar í málinu, sjá hér 5. mgr. 19. gr. kjarasamnings, sbr. 4. gr. laga nr. 16/1958. Reikn- ingur stefnanda, sem krafa hennar byggist á, hefur ekki sætt tölu- legum andmælum, og þykir mega hafa hann til hliðsjónar við ákvörðun bóta til stefnanda. Þessar bætur þykja hæfilega metnar á kr. 50.000, þar með talin greiðsla til stefnanda vegna 3 veik- indadaga. Vextir þykja hæfilega ákveðnir 7% ársvextir af allri upphæð- inni frá 20. febrúar 1973 til 16. maí 1973, en 9% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt úrslitum málsins þykir rétt, að stefndu eigendur þvottahússins Drífu s/f greiði stefnanda, Erlu Þórðardóttur, kr. 20.000 í málskostnað. Rétt þykir með tilliti til þess, hversu óvandlega var gengið frá samningum milli Borg- arþvottahússins h/f og þvottahússins Drífu s/f, að þrotabú Borg- arþvottahússins h/f beri sjálft sinn kostnað af málinu. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Eigendur þvottahússins Drífu s/f, þau Halldóra Sigurðar- dóttir og Guðmundur J. Þórðarson, greiði in solidum stefn- anda, Erlu Þórðardóttur, kr. 50.000 með 7% ársvöxtum frá 20. febrúar 1973 til 16. maí 1973, en með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 20.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Stefndi þrotabú Borgarþvottahússins skal sýkn af kröfu stefnanda, Erlu Þórðardóttur. Þrotabúið skal sjálft bera kostn- að sinn af málinu. 424 Fimmtudaginn 13. maí 1976. Nr. 168/1974. Guðbergur Jónas Márusson (Páll S. Pálsson hrl.) gegn Hauki Friðrikssyni Kristínu J. Benediktsdóttur og Almennum tryggingum h/f (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. október 1974 og gert þessar dómkröfur: Aðallega, að stefndu verði óskipt dæmt að greiða honum 114.328 krón- ur með 7% ársvöxtum frá 26. október 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags, en til vara lægri fjár- hæð að mati Hæstaréttar. Þá er krafist málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjandi dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð yfirlýsing gatnamála- stjórans í Reykjavík um, að ekki hafi verið merkt lína eftir götumiðju Álfheima á þeim tíma, er árekstur sá varð, sem í málinu greinir. Áfrýjandi hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann hafi gefið merki með stefnuljósum um fyrirhugaða beygju til vinstri að húsinu nr. 32—-36 við Álfheima. Sú skýrsla hans hefur stoð í vitnisburði Magnúsar Péturssonar fyrir lögreglu. Hvorki stefnda Kristín né vitnið Unnur Erna Hauksdóttir telja sig þó hafa séð stefnumerkin. Þar sem enn fremur verð- ur ekkert ráðið með vissu af skýrslum áfrýjanda og áður- 425 nefnds Magnúsar um það, hvenær áfrýjandi hóf merkja- gjöfina, þykir ekki fullvíst, að áfrýjandi hafi gefið merki með stefnuljósum í tæka tíð. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta úrlausn hans um, að áfrýjandi eigi sök á árekstr- inum. Samkvæmt skýrslum áfrýjanda og vitnisins Magnúsar Pét- urssonar ók áfrýjandi í umrætt sinn á hægri vegarhelmingi, sem næst miðlínu vegar, svo sem gera skal, áður en ökutæki er beygt til vinstri, sbr. 2. mgr. 46. gr. laga nr. 40/1968. Upp- dráttur lögreglu, sem gerður var af árekstursstað, virðist staðfesta þetta. Að svo vöxnu bar stefndu Kristínu að gæta sérstakrar varúðar, er hún hugðist aka fram hjá bifreið áfrýjanda á vinstri vegarhelmingi, einkum þar sem skyggni var slæmt, og bar henni að gefa áfrýjanda merki um þá fyrir- ætlun sína, sbr. 4. mgr. 47. gr. laga nr. 40/1968. Þessa gætti stefnda Kristín ekki, og á hún því einnig nokkra sök á árekstr- inum. Þykir rétt, að áfrýjandi beri tjón sitt að %. hlutum sjálfur, en stefndu bæti honum það óskipt að % hluta, sbr. 68. gr. og 69. gr. og 2. mgr. 74. gr. laga nr. 40/1968. Áfrýjandi sundurliðar dómkröfur sínar á þann hátt, sem greint er í héraðsdómi. Stefndu hafa ekki andmælt fyrri lið dómkröfunnar tölulega. Þeir mótmæla ekki, að áfrýjandi hafi orðið af notum bifreiðar sinnar í 53 daga, eins og hann heldur fram. Hins vegar andmæla þeir því, að tjón áfrýjanda vegna afnotamissis hafi numið meiru en 300 krónum á das, eða alls 15.900 krónum. Við það verður miðað, að áfrýjandi hafi notað bifreið sína í atvinnurekstri, sem hann hafði með höndum. Þykir mega fallast á mat hans á tjóni sínu vegna afnotamissis bifreiðar- innar. Samkvæmt þessu verður tjón áfrýjanda talið nema 114.328 krónum (82,528 - 31.800). Af þeirri fjárhæð ber stefndu samkvæmt áður sögðu að greiða honum óskipt % hluta, eða 28.582 krónur með vöxtum svo sem krafist er, en upphafstíma þeirra er ekki andmælt. Bétt er, að stefndu greiði áfrýjanda óskipt 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 426 Dómsorð: Stefndu, Haukur Friðriksson, Kristin J. Benedikts- dóttir og Almennar tryggingar h/f, greiði óskipt áfrýj- anda, (ruðbergi Jónasi Márussyni, 28.582 krónur með 7% ársvöxtum frá 26. október 1972 til 16. maí 1973, 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 60.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 3. júlí 1974. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 26. f. m., hefur Guðberg- ur Jónas Márusson, Álfheimum 34, Reykjavík, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 16. október 1973, á hendur Hauki Frið- rikssyni, Grensásvegi 26, Reykjavík, Kristínu J. Benediktsdóttur, sama stað, og Baldvin Einarssyni forstjóra, Pósthússtræti 9, f. h. Almennra trygginga h/f, Reykjavík, til greiðslu skuldar in solid- um að fjárhæð kr. 114.328 ásamt 1% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 26. október 1972 til 16. maí 1973 en 1%% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega, að þeir verði algerlega sýknaðir og þeim tildæmdur hæfilegur málskostnaður að mati réttarins. Til vara gera þeir þær dómkröfur, að sök verði skipt og þeim aðeins gert að greiða hluta stefnukröfunnar í samræmi við sakarskiptingu í málinu. Í síðara tilvikinu krefjast þeir þess, að málskostnaður verði látinn niður falla. Leitast hefur verið við að koma á sátt í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málsatvik eru þessi: Hinn 4. september 1972, um klukkan 1445, ók stefnda Kristín tólksbifreiðinni R 13544, eign stefnda Hauks, norður Álfheima. Á sama tíma ók stefnandi fólksbifreið sinni, R 23082, af Mosk- wich-gerð, einnig norður Álfheima. Þegar bifreiðarnar nálgast fjölbýlishúsið nr. 32—36 við Álfheima, segir stefnandi, að öku- hraðinn á sinni bifreið hafi verið um það bil 15 km miðað við 427 klst., en stefnda Kristín segir, að hraðinn á fólksbifreiðinni R 13544 hafi verið um það bil 30—35 km miðað við klst., og var hún að draga uppi bifreið stefnanda, sem var hægra megin við nefnda bifreið umrætt sinn. Stefnandi hugðist beygja sinni bif- reið til vinstri yfir innkeyrslu, sem er fyrir húsið nr. 32—36 við Álfheima í Reykjavík. Kveðst hann hafa gefið stefnuljós til merkis um það og verið kominn nærri vegmiðju, þegar bifreiðinni R 13544 hafi verið ekið á vinstri hlið bifreiðar sinnar, lent fyrst á afturbretti hennar, síðan á báðum hurðum og hurðarstaf og staðnæmst á frambretti og dældað það. Stefnda Kristín, er ók bifreiðinni R 13544 í umrætt sinn norður Álfheima, hefur borið, að rétt á undan og hægra megin á götunni hafi bifreið stefnanda verið ekið. Bifreið stefnanda hafi verið alveg hægra megin á götunni og engin stefnumerki verið sjáan- leg á henni, er bent gæti til þess, að bifreiðinni yrði beygt. Stefnda Kristín bar, að bifreið hennar hafi verið aftan til við bifreið stefnanda og þá við miðlínu vegarins, þegar bifreið stefnanda hafi verið þverbeygt til vinstri að bifreið hennar og hafi árekstur þá verið óumflýjanlegur. Stefnda Kristín gat þess, að stefnandi hefði sagt við lögreglumennina, sem á staðinn komu, að hann hafi ekki séð bifreiðina R 13544, og sagt m. a., að móða hafi verið á rúðum bifreiðar stefnanda, sem hafi torveldað útsýn. Stefnandi hefur borið, að þegar umrætt slys varð, hafi verið regnsuddi og skyggni því ekki sem best, bleyta á rúðunni. Hann kvaðst hafa staðsett bifreið sína á miðri götunni, enda hafi kyrr- stæðar bifreiðar verið við hægri götukant, séð frá honum. Stefn- andi kvaðst hafa gefið stefnumerki til vinstri, áður en hann kom að fyrrgreindri innkeyrslu. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við hifreiðina R 13544, fyrr en um leið og áreksturinn varð. Vitnið Unnur Hauksdóttir hefur komið fyrir réttinn og borið, að hún hafi verið farþegi í bifreiðinni R 13544 og setið í framsæti hægra megin, þegar áreksturinn varð. Í umrætt sinn segir vitnið, að bifreiðinni R 13544 hafi verið ekið á vinstri kanti á um það bil 30—35 km hraða og hafi hún ætlað áfram Álfheimana. Um leið og bifreið stefnanda hafi komið samhliða bifreiðinni, kvaðst vitnið hafa litið á bifreið stefnanda, sem þá hafi verið beygt fyrir bifreiðina R 13544, og þá hafi áreksturinn orðið. Vitnið kvaðst ekki hafa séð stefnuljós á bifreið stefnanda. Hinn 29. mars 1973 gaf Magnús Pétursson, fyrrverandi lög- reglumaður, skýrslu fyrir lögreglunni í Árnessýslu. Í þeirri skýrslu kemur fram, að þegar framangreint slys vildi til, var Magnús 428 Pétursson í eldhúsinu í íbúð sinni að Álfheimum 32. Hann kveðst hafa staðið við gluggann og séð, hvar bifreið kom akandi frá Suðurlandsbraut í átt að Langholtsvegi. Kveðst hann hafa séð, að ökumaður bifreiðarinnar setti á stefnuljós, er gáfu til kynna, að hann hefði í huga að aka að húsinu nr. 32 við Álfheima. Magnús kvaðst ekki geta sagt annað en að bifreið þessari hafi í alla staði verið ekið eðlilega á hægri hluta akreinar, þ. e. út við miðju götunnar, svo sem vera beri, áður en sveigt sé til vinstri. Magnús kvað bifreiðina hafa verið að byrja að sveigja til vinstri, þegar Önnur bifreið hafi komið á eftir henni, og kvaðst Magnús telja, að þeirri bifreið hafi verið ekið ógætilega. Hann kvaðst ekki hafa séð, að ökumaður þeirrar bifreiðar gerði neina tilraun til að hemla eða koma í veg fyrir árekstur. Hann kvaðst ekki hafa séð neitt dregið úr hraða bifreiðarinnar, sem síðan hafi lent á vinstri hlið bifreiðar stefnanda, sem hafi verið að sveigja í átt að húsinu nr. 32 við Álfheima. Magnús kvað eldhúsglugga sinn hafa snúið út að götunni og hafi hann því haft góða yfirsýn yfir það, sem bar gerðist. Stefnandi sundurliðar stefnukröfu sína þannig: 1. Viðgerðarkostnaður .. .. .. .. .. ........ kr. 82.528 2. Afnotamissir bifreiðar í 53 daga frá 4. sept. 1972 til 26. okt. s. á., kr. 600 á dag, eða samtals .. — 31.800 Kr. 114.328, sem er stefnufjárhæð máls þessa. Tveir lögreglumenn komu á vettvang eftir áreksturinn. Tók annar þeirra skýrslu af ökumönnum bifreiðanna. Í þeirri skýrslu segir m. a. svo: „Sjáanlegar skemmdir á bifreiðunum voru: R 23082 fram- og afturhurðir vinstra megin mikið dældaðar, „síls“ rifinn og dæld- aður, vinstra afturbretti gengið til. R 13544: Hægra framaurbretti dældað, höggvarahorn hægra megin dældað, vatnskassahlíf dælduð“. Á uppdrætti þeim, sem annar lögreglumaðurinn gerði af vett- vangi, er sýnt, að báðar bifreiðarnar eru á leið norður Álfheima, bifreiðin R 23082 er nokkuð á undan bifreiðinni R 13544. Upp- drátturinn sýnir bifreið stefnanda hægra megin við vegmiðju, en bifreiðina R 13544 að mestu leyti vinstra megin við vegmiðju. Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar með því, að ökumaður bifreiðarinnar R 13544, stefnda Kristín, hafi átt alla sök á árekstr- inum í umrætt sinn með því að hafa ekki virt reglur 1. mgr. 37. 429 gr. og 3. og 4. mgr. 47. gr. umferðarlaga nr. 40 frá 23. apríl 1968. Stefnandi hafi ekið að miðlínu vegarins. Hann hafi verið á litlum hraða og gefið stefnuljós til merkis um það, að hann ætlaði að beygja til vinstri. Stefnandi mótmælir framburðum þeirra stefndu Kristínar og Unnar Hauksdóttur um það, að hann hafi ekki gefið stefnumerki í umrætt sinn, og vitnar sérstaklega til framburðar Magnúsar Péturssonar þar um. Stefndu reisa rýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi í umrætt sinn ekið utarlega á hægri kanti götunnar og beygt skyndilega í veg fyrir bifreiðina R 13544 án þess að gefa stefnumerki. Stefn- anda hafi að sjálfsögðu borið að sýna ýtrustu varkárni, er hann hugðist beygja af fjölfarinni götu inn í húsasund. Verði að gera mun meiri kröfu til ökumanna, sem ætli sér að beygja inn í slík húsasund, sem í rauninni séu fáfarin, og tæpast sé von á því, að aðrir vegfarendur séu ávallt viðbúnir því að forðast afleiðingar af slíkum ökumáta. Vegna þess hve skyggni var slæmt, hafi stefnanda borið að sýna ýtrustu varkárni. Það hafi stefnandi ekki gert, þar sem hann hafi ekki séð bifreiðina R 13544, áður en áreksturinn varð. Varð- andi það atriði, hvort stefnandi hafi gefið stefnuljós, áður en hann beygði til vinstri, þá standi fullyrðing gegn fullyrðingu um það atriði, en ljóst sé af uppdrættinum, er lögreglan gerði af vettvangi, að stefnandi hafi ekki verið kominn að miðlínu veg- arins, þegar hann hafi skyndilega beygt til vinstri í veg fyrir bifreiðina R 13544. Þar með hafi árekstur verið óumflýjanlegur. Niðurstaða réttarins. Þegar áreksturinn varð, var rigning og slæmt skyggni. Stefn- andi segir, að bleyta hafi verið á rúðum bifreiðar hans. Það er ósannað, að stefnandi hafi gefið stefnumerki til vinstri, áður en áreksturinn varð. Hann kvaðst ekki hafa veitt bifreiðinni R 13544 athygli, fyrr en áreksturinn varð. Með framburði vitnanna Unnar Hauksdóttur og Magnúsar Péturssonar svo og stefndu Kristínar þykir sannað, að áreksturinn verður vegna þess, að stefnandi beygir til vinstri í veg fyrir bifreiðina R 13544. Með því móti brýtur stefnandi gegn 4. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 46. gr. umferðar- laga nr. 40/1968, og þar sem ekkert bendir til þess, að bifreiðinni R 13544 hafi verið ekið á ólöglegum hraða í umrætt sinn, telst stefnandi einn eiga alla sök á árekstrinum. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. 430 Dómsorð: Stefndu, Kristín J. Benediktsdóttir, Haukur Friðriksson og Baldvin Einarsson f. h. Almennra trygginga h/f, eiga að vera sýkn af öllum kröfum stefnandans, Guðbergs Jónasar Márussonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Fimmtudaginn 13. maí 1976. Nr. 40/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigurði Arthúr Gíslasyni ( Vilhjálmur Þórhallsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson. Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Jón Ragnar Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum máls eru málavextir þeir, að föstudagskvöldið 24. nóvember 1972 var hann við drykkju í húsi nokkru við Snorrabraut hér í borg frá því um klukkan 2200 til miðnættis. Frá Snorrabraut ók hann bifreið sinni, G 5045, að Umferðarmiðstöðinni. Dvald- ist hann þar til um klukkan 0300 um nóttina. Hugðist bann þá halda til Hafnarfjarðar í bifreið sinni, en er hann ók aust- ur Stórholt, sáu tveir lögreglumenn til ferða hans. Veitfu þeir honum eftirför og stöðvuðu bifreið hans á Nóatúni á móts við veitingahúsið Röðul. Segir í lögregluskýrslu, að ökumaður bifreiðarinnar G 5045 hafi þá verið áberandi ölvaður. Lögreglumennirnir tóku bifreiðina í sína vörslu, en færðu 431 ákærða í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Var hann leiddur fyrir lögregluvarðstjóra og síðar tekið úr honum Þblóðsýni til alkóhólákvörðunar, og reyndust í því 1.50%c alkóhóls. Í skýrslu varðstjóra segir, að ökumaður hafi sýnilega verið undir áfengisáhrifum og erfitt hafi verið að henda reiður á framburði hans. Sagði ákærði lögreglumönnum rangt til nafns, en í ákæru er honum eigi gefið það að sök. Ákærði hefur viðurkennt að hafa ekið Þifreiðinni undir áhrifum áfengis. Með framburði ákærða, niðurstöðu alkóhólrannsóknar á blóðsýni úr honum og frásögn lögreglumanna í skýrslum þeirra er sannað, að ákærði hafi ekið bifreiðinni G 5015 undir áhrifum áfengis, svo sem að framan er rakið. Með dómi sakadóms Akraness 10. febrúar 1972 var ákærði sviptur ökuleyfi 4 mánuði frá birtingu þess dóms að telja. Dómurinn var birtur ákærða 3. ágúst 1972, en eigi 3. septem- ber, eins og í sakavottorði hans segir. Ákærði ók því bifreið- inni G 5045 sviptur ökuleyfi, enda öðlast hann ekki ökurétt- indi af nýju samkvæmt dómi þessum fyrr en 3. desember 1972. Brot ákærða, þau er nú voru rakin, varða við 2. og 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 10/1968 svo og við 1. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Hinn 25. nóvember 1972 skoðaði bifreiðaeftirlitsmaður bif- reiðina G 5045. Segir í skýrslu hans, að stöðuhemill hafi verið óhæfur, en stefnuljós, stefnuljósarofi, hjólbarðar, hliðarrúður, útblástur, hljóðdeyfir o. þ. h. hafi verið í lélegu ástandi. Í lok skýrslunnar segir: „Þarfnast viðgerðar strax og færist til endurskoðunar í síðasta lagi 30/11 1972“. Ákærði ber, að bifreiðin hafi verið skoðuð í Hafnarfirði 16. nóvember 1972, er hún hafi verið umskráð, án þess að nokk- uð hafi verið fundið að ástandi hennar. Segir hann stefnu- ljós bifreiðarinnar hafa gengið of hratt öðrum megin og hljóðkútinn efalaust hafa verið lélegan, en hann telji hjól- barða ekki hafa verið eins slæma og í skýrslunni greinir. Þá kveður hann hliðarrúður þær, er í skýrslunni getur, hafa verið á farangursgeymslu, en bifreiðin sé af „station“-gerð. 432 Ákærði hefur viðurkennt, að sérstaka aðferð hafi þurft til að taka bifreiðina úr handhemli. Samkvæmt þvi svo og skýrslu bifreiðaeftirlitsmanns verður byggt á því, að stöðu- hemill hafi verið í óhæfu ástandi. Hefur ákærði með því brot- ið 2. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 26. gr. umferðarlaga. Að öðru leyti þykir varhugavert að telja, að bifreiðin hafi verið svo van- búin til aksturs, að ákærða verði dæmd refsing af þeirri ástæðu, enda hefur Þifreiðaeftirlitsmaðurinn, sem skoðaði bifreiðina, ekki komið fyrir dóm. Samkvæmt 1., 3. og 4. mgr. 80. gr. umferðarlaga og 45. gr. áfengislaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, en brot hans gegn 2. og 4. mgr. 25. gr. um- ferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga er ítrekað brot. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengis- laga ber að svipta ákærða ökuleyfi ævilangt frá 10. desem- ber 1975 að telja, en þann dag var ákærða birtur hinn áfrýj- aði dómur. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar. Ákærða ber að dæma til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 25.000 krónur. Rannsókn máls þessa er áfátt og óhæfilegur dráttur hefur orðið á rekstri þess. Brot ákærða er framið aðfaranótt 25. nóvember 1972, og þann dag yfirheyrir rannsóknarlögreglumaður hann. Vottorð um alkóhólrannsókn er dagsett 1. desember 1972. Gögn máls eru send frá sakadómi Reykjavíkur til bæjarfógetans í Hafn- arfirði 23. maí 1973. Þaðan eru þau send 15. október 1973 saksóknara ríkisins til fyrirsagnar og þess getið, að ákærði sé þá búsettur í Vestmannaeyjum. Ákæra er gefin út 28. nóvember það ár og málsskjöl send bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum og þess krafist, að hann ljúki rannsókn málsins og leggi dóm á það. Hinn 13. maí 1974 er ákærði yfirheyrður fyrir sakadómi Vestmannaeyja og málið dómtekið, en dómur kveðinn upp 28. júní það ár. Hinn 6. október 1975 sendir 433 bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum dómsgerðir málsins bæjar- fógetanum í Keflavík með beiðni um, að dómur verði birtur ákærða. Enn fremur athugast, að héraðsdómari hefur kastað hönd- um til samningar dóms. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu ákærða, Sig- urðar Arthúrs Gíslasonar, og um greiðslu sakarkostn- aðar eiga að vera óröskuð. Hann er ævilangt sviptur ökuleyfi frá 10. desember 1975 að telja. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Þór- hallssonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 28. júní 1974. Mál þetta, sem tekið var til dóms 13. maí sl., er höfðað með ákæru saksóknara ríkisins, dagsettri 28. nóvember 1973, á hendur Sigurði Arthúr Gíslasyni, Holtsgötu 10, Hafnarfirði, „fyrir að aka aðfaranótt laugardagsins 25. nóvember 1972 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum bifreiðinni G 5045, vanbúinni til aksturs, frá húsi við Snorrabraut í Reykjavík að Umferðarmið- stöðinni og þaðan aftur, en þá stöðvuðu lögreglumenn akstur hans á Nóatúni móts við veitingastaðinn Röðul. Telst þetta varða við 2. mgr. 4. gr., 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 2. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/ 1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Ákærði er sakhæfur. Hann er fæddur 12. ágúst 1950 í Hrísey, Eyjafjarðarsýslu, og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 28 434 1965 17/12 á Akranesi: Áminning fyrir brot á 108. gr. hegningar- laga, umferðarlögum og lögreglusamþykkt Akraness. 1966 13/10 á Akranesi: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. 1967 20/9 á Akranesi: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 49. og 50. gr. umferðarlaga. 1967 17/10 á Akranesi: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 2. mgr. 49. gr. umferðarlaga. 1968 16/3 í Reykjavík: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1968 16/5 á Akranesi: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga. 1968 5/8 í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1968 27/12 á Akranesi: Sátt, 3.500 kr. sekt fyrir brot á 2. mgr. 25. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í 7 mánuði frá 9. júlí 1968. 1968 27/12 á Akranesi: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1969 21/1 á Akranesi: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1969 5/12 á Akranesi: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1970 13/2 á Akranesi: Dómur: Fangelsi í 45 daga, skilorðsbund- ið í 2 ár, fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga. 1972 10/2 á Akranesi: Dómur: 5.000 kr. sekt fyrir brot á 1. og 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr. umferðar- laga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í 4 mánuði frá 3. september 1972. Málsatvik eru þau, sem hér segir: Í skýrslu lögreglunnar í Reykjavík frá 25. nóvember 1972 kem- ur fram, að lögreglan hafi veitt bifreið ákærða, G 5045, kl. 3 um nóttina fyrrnefndan dag, er henni var ekið austur Stórholt og stöðvuðu síðan akstur hennar á Nóatúni á móts við veitinga- húsið Röðul (sic). Í skýrslu lögreglunnar kemur fram, að sterkan áfengisþef lagði frá vitum ökumanns, er reyndist vera ákærði, enda viðurkenndi hann að vera undir áhrifum áfengis við akstur- inn og sagði aðspurður af varðstjóra að hafa neytt áfengis frá klukkan 10 kvöldið áður. Tekið var blóðsýni úr ákærða, og sýndi niðurstaða hennar (sic) samkvæmt vottorði rannsóknastofu í lyfjafræði, að 1.50%, voru í blóði hans í greint sinn. 435 Dómarinn hefur haft mál þetta til meðferðar frá því í mars sl., en 6. mars 1974 barst embættinu bréf frá saksóknara ríkisins um, að lokið skyldi rannsókn málsins og það tekið til dómsálagningar samkvæmt meðfylgjandi ákæru. Ákærði, sem er sjómaður og var nú búsettur að Miðstræti 28, kom nú fyrir dóminn 13. maí sl. Eftir að ákærða hafði verið kynnt tilefni fyrirkallsins, kvaðst hann kannast við málið, en ekki hafa verið yfirheyrður af dómara fyrr varðandi þetta mál. Hann kvað lögregluskýrslur allar réttar og játaði að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis, sviptur ökuréttindum, umræddan dag, en gerði nokkrar athugasemdir um vanbúnað í tilgreiningu bifreiðaeftirlitsmanns á bifreið sinni, en viðurkenndi hennar til aksturs að öðru leyti (sic). Ljóst er, að samkvæmt fyrningarreglum laga 19/1940, að mál þetta er ófyrnt, og verður því lagður dómur á hegðun ákærða samkvæmt framkominni kröfu saksóknara ríkisins. Með eigin játningu ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi, sem er í samræmi við önnur gögn máls þessa, þykir nægilega sannað, að ákærði hafi brotið þau ákvæði, er í ákæruskjali greinir, og þar er refsiverðri hegðun hans rétt lýst. Eins og fram kemur í saka- vottorði, var ákærði með dómi sakadóms Akraness frá 10. febrúar 1972 dæmdur í 5.000 króna sekt fyrir brot á áfengis- og umferðar- lögum, og sviptur var hann ökuleyfi í 4 mánuði frá 3. september 1972 að telja. Framangreindur dómur hefur ítrekunaráhrif á brot það, er hér er fjallað um, og verður ákærða því dæmd refsing í samræmi við það. Refsing ákærða þvkir samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af sakaferli ákærða hæfilega ákveðin þannig: Ákærði sæti varðhaldi í 20 daga, og sviptur skal hann rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt samkvæmt 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Ákærði greiði allan sakarkostnað máls þessa. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Arthúr Gíslason, sæti varðhaldi í 20 daga. Ákærði er sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað máls þessa. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 436 Föstudaginn 14. maí 1976. Nr. 49/1975. Jósafat Arngrímsson (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Ragnari Jónssyni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir'Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Hafning máls. Málskostnaður. Dómur Hæstaréttar. Er mál þetta skyldi flutt munnlega í dag, var þess krafist af hálfu áfrýjanda, að málið yrði hafið og stefnda dæmdur hæfilegur málskostnaður fyrir Hæstarétti. Stefndi féllst á kröfu áfrýjanda um hafningu málsins og krafðist málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt framansögðu er málið hafið. Rétt er, að áfrýj- andi greiði stefnda 80.000 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Mál þetta er hafið. Áfrýjandi, Jósafat Arngrímsson, greiði stefnda, Ragnari Jónssyni, 80.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 437 Fimmtudaginn 20. maí 1976. Nr. 5/1975. Gjaldheimtan í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.) gegn Þjóðleikhússtjóra f. h. Þjóðleikhússins og gagnsök (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörns- son, Logi Einarsson og prófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Lúðvík Ingvarsson. Fasteignaskattur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. janúar 1975. Krefst hann þess, að viðurkennd verði með dómi skylda sagnáfrýjanda til greiðslu fasteignaskatts af allri húseigninni nr. 19 við Hverfisgötu í samræmi við ákvæði 3. og 4. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar- félaga og auglýsingar nr. 89/1972 um breytingu á fasteigna- mati og að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða aðal- áfryjanda 3.905.418 krónur ásamt 114% dráttarvöxtum á mánuði af 1.925.076 krónum frá 1. júlí 1972 til 15. janúar 1973, af 2.997.993 krónum frá þeim degi til 15. maí 1973, af 4.070.910 krónum frá þeim degi til 3. maí 1974 og af 3.905.418 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýj- anda. Gagsnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 31. janúar 1975. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða máls- kostnað í héraði. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæsía- rétti úr hendi aðaláfrýjanda. Aðaláfrýjandi hefur stefnt fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til réttargæslu, en hann hefur engar kröfur gert í málinu. Líta verður svo á, að fyrri liður dómkrafna aðaláfrýjanda 438 sé slíkur þáttur í kröfu hans um aðfararhæfan dóm fyrir þeim hluta fasteignaskatts vegna Þjóðleikhúsbyggingarinnar, álagðs 1972 og 1973, sem gagnáfrýjandi telur sér óskylt að greiða, að með úrlausn um síðastnefndan lið dómkrafnanna sé nægilega greitt úr um kröfugerð aðaláfrýjanda samkvæmt fyrri liðnum. Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfryjaða dóms ber að staðfesta hann. Málskostnaður fyrir Hæstarétti á að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Jónatans Þórmundssonar prófessors. 1. Um kröfugerð vísast til atkvæðis meiri hluta dómenda. Ég er samþykkur atkvæði þeirra um fyrsta lið dómkrafna aðal- áfrýjanda. 11. Um málavexti og gang málsins til þessa er vísað til for- sendna hins áfrýjaða dóms, þ. á m. um mat fasteignamats- nefndar Reykjavíkur á hlutfallsstærðum Þjóðleikhúsbygg- ingarinnar vegna veilingarekstrar annars vegar og leiklistar hins vegar. Ágreiningur er um, hvort sá hluti umræddrar fasteignar, sem nýttur er í þágu leiklistar og annarrar menningarstarf- semi, geti talist fullnægja því skilyrði 5. gr. laga nr. 8/ 1972 að vera samkomuhús, sem ekki er rekið í ásóðaskyni. Þjóðleikhúsið gegnir tvímælalaust veigamiklu menningarhlut- verki, sbr. 2. gr. laga nr. 86/1947. Menningarhlutverk Þjóð- leikhússins fellir bygginguna þó ekki sjálfkrafa undir undan- þáguákvæði 5. gr. laga nr. 8/1972. Það, sem úr sker, er skýr- ing orðanna „samkomuhús, sem ekki er rekið í ágóðaskyni“. 439 Skýring þeirra á grundvelli almennrar málvenju og eðlis máls er ekki ótvíræð. Þjóðleikhúsið er að verulegu leyti rekið á viðskiptagrundvelli og hefur sjálfstæðan tekjustofn, þar sem eru tekjur af aðgöngumiðaverði og útleigu húsnæðis, og auk þess ber ríkissjóður ekki ábyrgð á skuldbindingum þess, sbr. 12. gr. laga nr. 86/1947. Skiptir ekki máli í þessu sam- bandi, þótt iðulega hafi orðið halli á rekstri Þjóðleikhússins. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af því, að undan- þágur 5. gr. laga nr. 8/1972 ber að skýra þröngt bæði eftir almennum lögskýringarsjónarmiðum og ýmist beint eða óbeint eftir athugasemdum við lög nr. 69/1962 og lög nr. 8/ 1972, þykir ekki nægilega í ljós leitt, að umrædd fasteign falli undir 5. gr. laga nr. 8/1972. Ber því að taka annan lið dómkrafna aðaláfryjanda til greina að fullu, enda hefur sú krafa ekki verið tölulega vefengd. Krafa aðaláfrýjanda um dráttarvexti er og tekin til greina að fullu. Eftir þessum úrslitum er rétt, að sagnáfrýjandi greiði aðal- áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, 350.000 krónur. Dómsorð: Gagnáfrvjandi, þjóðleikhússtjóri f. h. Þjóðleikhússins. greiði aðaláfrýjanda, Gjaldheimtunni í Reykjavík, 3.905.418 krónur ásamt 1%% dráttarvöxtum á mánuði af 1.925.076 krónum frá 1. júlí 1972 til 15. janúar 1973, af 2.997.993 krónum frá þeim degi til 15. maí 1973, af 1.070.910 krónum frá þeim degi til 3. maí 1974 og af 3.905.418 krónum frá þeim degi til greiðsludass. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, 350.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. október 1974. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 25. f. m., hefur gjald- heimtustjórinn í Reykjavík vegna Gjaldheimtunnar höfðað fyrir hönd borgarsjóðs Reykjavíkur á hendur þjóðleikhússtjóra f. h. 440 Þjóðleikhússins og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til réttar- gæslu. Var málið þingfest hinn 18. september 1973. Af hálfu stefnanda eru þessar dómkröfur gerðar: „að viðurkennd verði með dómi skylda stefnds til greiðslu fasteignaskatts af húseigninni nr. 19 við Hverfisgötu í samræmi við ákvæði 3. og 4. gr. 1. nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og auglýsingar nr. 89/1972 um breytingu á fasteignamati og jafn- framt að stefndur verði dæmdur til að greiða umbj. m. kr. 3.905.418.00 ásamt dráttarvöxtum 1 % á mánuði af kr. 1.925.076.00 frá 1. júlí 1972 til 15. jan. 1973, 172% á mánuði af kr. 2.997.993.00 frá Þeim degi til 15. maí 1973, 12 % á mánuði af kr. 4.070.910.00 frá þeim degi til 3. maí 1974 og síðan 1%% á mánuði af kr. 3.905.418.00 frá þeim degi til greiðsludags að stefndur verði dæmdur til að greiða umbj. m. málskostnað að mati hins virðulega dóms“. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómarans. Á hendur réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar, og hefur hann eigi gert kröfur í málinu. Bygging Þjóðleikhússins á lóðinni nr. 19 við Hverfisgötu hér í borg hófst á árinu 1928. Af ýmsum ástæðum varð töf á að fram- kvæmdum lyki, en hinn 20. apríl 1950 hófust leiksýningar í hús- inu. Var starfsgrundvöllur stofnunarinnar ákveðinn með lögum nr. 86/1947. Á þessu tímabili höfðu lög nr. 36/1924 um bæjar- gjöld í Reykjavík og síðan lög nr. 69/1937 um tekjur bæjar- og sveitarfélaga og eftirlit með fjárstjórn bæjar- og sveitarfélaga að geyma ákvæði um fasteignaskatt. Í stað þeirra laga komu síðan lög nr. 67.//1945, sbr. lög nr. 53/1945. Í heildarlög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 69/1962 voru síðan tekin ákvæði um fasteigna- skatt. Í 6. gr. þeirra laga segir svo um undanþágur frá gjald- skyldu fasteignaskatts: „Undanþegnar fasteignaskatti eru kirkjur, samkomuhús og íþróttahús, sem hvorki eru leigð út til skemmtana né rekin í ágóðaskyni, skólahús, barnahæli, sjúkrahús, elliheimili, þinghús og hús annarra ríkja, að svo miklu leyti sem þau eru notuð af sendimönnum þeirra Í milliríkjaerindum. Sama gildir um lóðir slíkra húsa. Nú er hús sumpart notað til annars en að framan greinir, svo sem til íbúðar fyrir aðra en húsverði, og greiðist skatturinn þá 441 hlutfallslega miðað við slík afnot samkvæmt mati fasteignamats- manna“. Frá og með 31. desember 1971 tók gildi nýtt fasteignamat sam- kvæmt lögum nr. 28/1963, sbr. auglýsingu nr. 246/1971, og urðu þá yfirleitt verulegar hækkanir á mati fasteigna. Um árabil hafði fasteignaskattur verið lagður á Þjóðleikhúsbygginguna, sem ágreiningslaust er, að greiddur hafi verið. Á árunum 1966— 1971 nam skatturinn þessum fjárhæðum: á árinu 1966 kr. 44.101, á árunum 1967 og 1968 kr. 144.100 hvort ár, og á árunum 1969, 1970 og 1971 kr. 216.150 hvert ár. Reykjavíkurborg sendi nú út snemma árs 1972 kröfuseðla um greiðslu fasteignagjalda það ár. Á seðlum þessum segir m. a. svo: „Með gjaldseðlum þessum er eigendum fasteigna í Reykjavík send krafa um greiðslu fasteignagjalda 1972, sem reiknuð eru út á sama grundvelli og gjöld síðasta árs og eru því að krónutölu hin sömu. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til nýrra laga um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir breytingu á gildandi álagn- ingargrundvelli. Verður gjaldendum send krafa um greiðslu fast- eignaskatta og annarra fasteignagjalda 1972, þegar þau hafa verið ákveðin og reiknuð. Greiðsla ofangreindrar fjárhæðar verður þá dregin frá endan- legum gjöldum“. Með lögum nr. 8 frá 22. mars 1972 um tekjustofna sveitarfélaga voru gerðar ýmsar breytingar frá fyrri lögum nr. 51/1964. Með ákvæði 3. mgr. 4.. gr. laganna var nú ágreiningur um gjaldskyldu og gjaldstofn lagður undir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar, 5. gr. laganna er svohljóðandi: „Undanþegin fasteignaskatti eru sjúkrahús, kirkjur, skólar, íþróttahús, endurhæfingarstöðvar, barnaheimili, orlofsheimili launþegasamtaka, félagsheimili og samkomuhús, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, öryrkja- og elliheimili og heilsuhæli, þó ekki húsnæði slíkra stofnana, sem notað er til atvinnurekstrar, bóka- söfn og önnur safnhús, svo og hús annarra ríkja, að svo miklu leyti sem þau eru notíuð af sendimönnum þeirra í milliríkjaer- indum. Sama gildir um lóðir slíkra húsa. Nú eru hús þau, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar greinar, jafn- framt notuð til annars en að framan greinir, svo sem til íbúðar fyrir aðra en húsverði, og greiðist skatturinn þá hlutfallslega miðað við slík afnot. Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt, 442 sem efnalitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Sama gildir um slíka lífeyrisþega, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- og örorkulífeyri. Heimilt er sveitarstjórn að undanþiggja nýjar íbúðir og íbúðar- hús ásamt lóðarréttindum fasteignaskatti allt að tvö ár, eftir að afnot hefjast“. 6. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú er afnotum fasteignar, sem metin er sem ein heild, þann veg háttað, að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt báð- um gjaldflokkum 2. mgr. 3. gr., og skulu þá þeir, sem annast mat nýbygginga og endurbóta fasteigna, ákveða hlutfallslega skipt- ingu matsverðs slíkra eigna eftir afnotum“. Borgarsjóður Reykjavíkur lagði nú á árinu 1972 fasteignaskatt á fasteignina nr. 19 við Hverfisgötu, Þjóðleikhúsið, og nam fjár- hæð hans kr. 2.145.834. Stefndi greiddi á árinu 1972 fasteigna- gjöld þess árs og þar með kr. 220.785 sem greiðslu á fasteigna- skatti. Stefndi vildi eigi una hinum álagða fasteignaskatti og grundvelli þeim, sem álagningin byggðist á. Óskar stefndi eftir því með bréfi, dags. hinn 28. desember 1972, að yfirfasteigna- matsnefnd ríkisins felli úrskurð um ágreiningsatriðið. Á árinu 1973 lagði borgarsjóður Reykjavíkur einnig fasteignaskatt á Þjóð- leikhúsið, er nam sömu fjárhæð og árið áður, kr. 2.145.834. Ekki greiddi stefndi skattinn, en hinn 8. mars 1973 óskaði hann eftir úrskurði yfirfasteignamatsnefndar ríkisins um grundvöll skatt- lagningarinnar. Úrskurður nefndarinnar gekk hinn 30. júní 1973, og segir þar m. a. svo: „Málavextir eru þeir, að Reykjavíkurborg hefur árin 1972 og í973 lagt fasteignaskatt á fasteign Þjóðleikhússins við Hverfis- götu í Reykjavík. Fyrirsvarsmenn Þjóðleikhússins hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld, að fasteignaskattur þessi verði felldur niður, en því erindi hefur verið synjað. Hefur Þjóðleikhúsið síðan skotið máli sínu til Yfirfasteignamatsnefndar með bréfum, dags. 28. desember 1972 og 8. marz 1973. Af hálfu Þjóðleikhússins er því haldið fram, að því sé óskylt að greiða Reykjavíkurborg fast- eignaskatt af ofangreindri fasteign, þar sem hún sé undanþegin fasteignaskatti, samkvæmt 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, eins og nánar er rökstutt í fyrrgreindum bréfum Þjóðleikhússins. Samkvæmt framansögðu kemur hér aðeins til úrlausnar, hvort eða að hve miklu leyti fasteignin nr. 19 við Hverfisgötu sé undan- Þegin fasteignaskatti. Að vissum skilyrðum uppfylltum eru sam- 443 komuhús undanþegin fasteignaskatti, sbr. 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og 6. gr. reglugerðar nr. 320/1972 um fasteignaskatt. Til samkomuhúsa í skilningi þessara ákvæða ber fyrst og fremst að telja hús, sem standa almenningi opin til að koma þar saman til að njóta fræðslu, lista eða skemmtunar með öðrum hætti. Nánari skilyrði undanþágu eru meðal annars þau, að eigi sé um rekstur í ágóðaskyni að ræða, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 8/1972 og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 320/1972. Verður að skýra ákvæði um síðastgreint skilyrði svo þröngt, að fasteign njóti aðeins skattfrelsis að því marki sem hún er beinlínis nýtt í þágu starfsemi, sem á sér annan tilgang en fjárhagslegan ávinning. Ofangreind skýring á 5. gr. laga nr. 8/1972 og 6. gr. reglugerðar nr. 320/1972 leiðir til þess, að telja ber byggingu Þjóðleikhússins við Hverfisgötu til samkomuhúsa í skilningi þessara ákvæða. Kemur þá til athugunar, hvort um rekstur í ágóðaskyni er að ræða. Um starfsemi Þjóðleikhússins gilda nú lög nr. 86/1947. Um hlutverk þess segir m. a. svo í 2. gr. laganna: „Í Þjóðleikhúsinu skal iðka leiklist og þær listgreinar aðrar, sem tengdar eru leik- sviði. Starfsemi þessa skal leikhúsið rækja svo, að hún verði sem öflugust stoð íslenzkri menningu“. Með hliðsjón af þessu ákvæði og framkvæmd laganna verður eigi litið svo á, að leiklistarstarf- semi Þjóðleikhússins sé rekin í ágóðaskyni. Samkvæmt því er umrædd fasteign undanþegin fasteignaskatti að því leyti sem hún er beinlínis nýtt í þágu þeirrar starfsemi, enda verður eigi annað séð en að skilyrðum undanþágu sé að öðru leyti fullnægt. Í húsakynnum Þjóðleikhússins er hins vegar rekin veitinga- og skemmtistaður, og getur fasteignin samkvæmt fyrrgreindum lög- skýringarsjónarmiðum eigi talizt undanþegin fasteignaskatti, að því leyti sem afnot eru af henni höfð í þágu þessa síðasigreinda reksturs. Úrlausn um hlutfallslega skiptingu fasteignamatsverðs umræðdrar fasteignar á þessum grundvelli heyrir hins vegar eigi á þessu stigi undir úrskurð Yfirfasteignamatsnefndar, heldur milli- matsmenn í Reykjavík, sbr. meginreglur 6. gr. laga nr. 8/1972 og 7T.—8. gr. reglugerðar nr. 320/1972. Úrskurðarorð: Þjóðleikhúsinu er óskylt að svara fasteignaskatti af fasteigninni nr. 19 við Hverfisgötu, að því leyti sem eignin er beinlínis nýtt í þágu leiklistar, sbr. 2. gr. laga nr. 86/1947 um þjóðleikhús“. Á grundvelli þessa úrskurðar hefur fasteignamatsnefnd Reykja- 4414 víkur (millimat) metið Þjóðleikhúsbygginguna til gjaldflokka. Í bréfi nefndarinnar, dags. hinn 8. október 1973, segir svo: „Það liggur nærri að húsrými það í kjallara Þjóðleikhússins, sem notað hefur verið fyrir veitingarekstur, sé 9% af rúmmáli allrar byggingarinnar, sem þýðir sömu hundraðsskiptingu heildar- magns gagnvart fasteignaskattsálagningu. Samkvæmt úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar virðist eignin eiga að skiptast milli gjaldflokka sem hér segir: Í aflokk (0.9%) .. ...... 0% Í b-flokk (1,8%) .... .. 9% Skattfrjálst ... .. .. .. .. 91%“ Fram er komið, að fasteignaskattur á grundvelli úrskurðar yfir- fasteignamatsnefndar ríkisins og mati fasteignamatsnefndar Reykjavíkur nemur kr. 193.125. Hafði stefndi á árinu 1972 greitt kr. 27.633 umfram þá fjárhæð sem greiðslu á fasteignaskatti. Hinn 3. maí 1974 greiddi stefndi síðan það, sem á vantaði, kr. 165.492, til að greiddur væri allur fasteignaskattur ársins 1973 samkvæmt þessum grundvelli. Hefur stefnandi síðan höfðað mál þetta til að fá skorið úr ágreiningi aðiljanna um grundvöll fasteignaskatts þess, sem stefnda ber að greiða. Krafa stefnanda er byggð á því, að samkvæmt heimild í 3. gr. laga nr. 8/1972 hafi borgarstjórn Reykjavíkur lagt á Þjóðleik- húsið fasteignaskatt árin 1972 og 1973, 1.5% af fasteignamati húss og lóðar að viðbættu 20% álagi, sbr. auglýsingu nr. 89/1972 um breytingu á fasteignamati. Skattfjárhæð hvors árs hafi numið kr. 2.145.834. Undanþáguákvæði 5. gr. laga nr. 8/1972 taki ekki beint til Þjóðleikhússins og við lögskýringu á slíkum undanþágu- ákvæðum beri að beita þröngri lögskýringu, en það leiði til þess, að undanþáguákvæðin taki ekki til Þjóðleikhússins. Er því haldið fram í þessu sambandi, að Þjóðleikhúsið falli ekki undir „sam- komuhús, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni“, þar sem aðgangur sé seldur að húsinu og skipti ekki máli, hvort hagnaður sé af rekstri Þjóðleikhússins eða ekki, enda sé ljóst, að það skuli rekið á viðskiptagrundvelli. Þá er bent á það af hálfu stefnanda, að á árinu 1972 hafi orðið gerbreyting á íslenska skattkerfinu. Ríkis- valdið hafi tekið ýmsa tekjustofna af sveitarfélögum, en í stað- inn veitt þeim auknar tekjur með hækkuðum fasteignaskatti. Er á það bent, að fasteignaskattur sé gjald fyrir þjónustu við fast- eignir, sem borgaryfirvöld láti fasteignaeigendum í té í sambandi 445 við skipulagsmál, holræsagerð, vatnslagnir o. fl. og sé rétt og eðli- legt, að fasteignir í borginni standi undir slíkum kostnaði. Ef það sé ekki gert, þá sé þessum kostnaði velt yfir á aðra. Er því haldið fram, að ef það hafi verið vilji löggjafans að undanskilja Þjóð- leikhúsið slíkum gjöldum, þá hafi átt að setja slíkt ákvæði í lögin um þjóðleikhús. Þá er á það bent af hálfu stefnanda, að Þjóðleik- húsið hafi greitt fasteignaskatt um árabil, án þess að undanþágu- ákvæðum laga væri beitt og ekkert hafi nú gerst, sem leiði til bess, að greiðsluskyldan hafi fallið niður. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að orðin „félagsheimili og samkomuhús, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni“, séu mjög víðtæk og sé óheimilt að takmarka þau frekar en lögin gera sjálf. Þau taki til hvers konar húsa, þar sem fólk komi saman, enda séu þau ekki rekin í ágóðaskyni, en það þýði nánast það, að þau séu ekki rekin í gróðaskyni. Ekki skipti máli, þótt aðgangur sé seldur og slíkar stofnanir hafi tekjur, en hins vegar skipti tilgangurinn með starfrækslu þeirra meginmáli. Ljóst er, að Þjóðleikhúsið sé menningarstofnun og skóli og sé rekið án tillits til ágóðasjónar- miða. Þjóðleikhúsið sé samkomuhús, þar sem öll þjóðin komi saman, enda hafi fjöldi samkomugesta sum árin numið helmingi þjóðarinnar. Þá er og á það bent, að Þjóðleikhúsið sé opið öllum almenningi til að njóta lista, fræðslu og skemmtunar og það sé ekki rekið til að afla einhverjum fjárhagslegs ávinnings. Hagn- aður sem slíkur í einhverju tilviki skeri hér ekki úr, heldur hitt, hvort stofnað sér til rekstrarins í ágóðaskyni. Þá er bent á, að rekstrarhalli hússins flest árin sýni, að það sé ekki rekið í ágóða- skyni, enda tapið svo mikið á rekstrinum, að engum skattborgara sé fært að standa undir slíkum rekstri. Er því haldið fram sam- kvæmt þessu, að með rekstri Þjóðleikhússins sé verið að efla menningarlíf í landinu, en ekki afla fjárhagslegs ávinnings, og því sé augljóst, að Þjóðleikhúsið falli undir undanþáguákvæði 5. gr. laga nr. 8/1972. Af hálfu stefnda hefur því verið lýst yfir, að hann sé reiðubúinn til að greiða fasteignaskatt fyrir árin 1972 og 1973 á grundvelli úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar ríkisins og mati fasteignamatsnefndar Reykjavíkur, en hins vegar hafi hann ekki verið krafinn um slíka greiðslu og enginn úrskurður hafi verið kveðinn upp um hana. Þegar virt er hlutverk það, sem Þjóðleikhúsinu er ætlað í ís- lensku menningarlífi, sbr. lög nr. 86/1947, þá verður að líta svo á, að sú starfsemi sé ekki rekin í ásóðaskyni og því sé sá hluti Þjóð- leikhúsbyggingarinnar, sem beint er nýttur til hennar, undan- 446 þeginn fasteignaskatti skv. 5. gr. laga nr. 8/1972. Hins vegar er hluti byggingarinnar nýttur sem veitinga- og skemmtistaður, og hefur sá hluti af heildarstærð byggingarinnar verið metinn af fasteignamatsnefnd Reykjavíkur og það mat ekki sætt andmæl- um af hálfu aðilja. Verður því að telja, að þessi hluti byggingar- innar sé ekki undanþeginn fasteignaskatti þeim, sem krafið er um í máli þessu. Er og komið fram af hálfu stefnda, að hann hafi verið reiðubúinn til að greiða þennan skatt og hafi fullnaðar- greiðsla verið innt af hendi 3. maí 1974. Þótt stefndi hafi greitt fullan fasteignaskatt af fasteignamatsfjárhæð allrar byggingar- innar, áður en umræddur ágreiningur reis, þá þykir það ekki standa í vegi fyrir því, að skattskylda stefnda verði nú byggð á framangreindum sjónarmiðum. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður skylda stefnda til greiðslu fasteignaskatts ekki eingöngu byggð á ákvæðum 3. og á. gr. laga nr. 8/1972 og auglýsingu nr. 89/1972, svo sem krafa er gerð um, og þykir því rétt að sýkna stefnda af fyrsta þætti kröfugerðar stefnanda. Þá verður stefndi og sýknaður af kröfu stefnanda um greiðslu frekari fasteignaskatts fyrir árin 1972 og 1973. Hins vegar þykir bera að dæma stefnda til að greiða dráttarvexti með vísan til 3., 4. og 43. gr. laga nr. 8/1972, sem ákveðast þannig: 1%% dráttarvexti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 68.929.50 frá 15. janúar 1973 til 15. maí s. á og af kr. 165.492 frá þeim degi til 3. maí 1974. Rétt þykir, að málskostnaður í máli þessu falli niður. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, þjóðleikhússtjóri f. h. Þjóðleikhússins, greiði stefnanda, Gjaldheimtunni í Reykjavík Í. h. borgarsjóðs Reykjavíkur, 172 % dráttarvexti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 68.929.50 frá 15. janúar 1973 til 10. maí s. á. og af kr. 165.492 frá þeim degi til 3. maí 1974. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 447 Fimmtudaginn 20. maí 1976. Nr. 73/1975. Viðlagasjóður (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Oddi Bragasyni (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson Viðlagasjóður. Stjórnvaldsreglur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað þessu máli með stefnu 27. maí 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 23. s. m. Krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst þess, að áfrýjanda verði dæmt að greiða honum 422.309 krónur með 9% ársvöxtum frá 1. júlí 1974 til 15. s. m. og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo 83.000 krónur í málskostnað í héraði gegn afsali til áfrýjanda á 14.86 hundraðshlutum af fasteigninni nr. 15 við Kirkjuveg í Vestmannaeyjum. Þá krefst stefndi málskostnað- ar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda, Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný sögn. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, birtust í Lögbirt- ingablaði, sem út kom 15. ágúst 1973, reglur þær, sem stjórn áfrýjanda hafði seti um bæfur fyrir tjón á fasteignum af völdum jarðeldanna á Heimaey. Á fundi 4. nóvember 1973 samþykkti stjórnin að gefa eigendum nokkurra húsa í Vest- mannaeyjum, þar á meðal siefnda, kost á því að selja Við- lagasjóði hús sín „með sömu kjörum og ónýt hús“. Í húsi stefnda var sölubúð, sem hann leigði út. Stefndi virðist hafa farið þess á leit við áfryjanda, að hann keypti húsið, en ekkert er fram komið um samningaviðræður málsaðilja. Reglur þær um bætur, sem birtust í Lögbirtingablaði 15. ágúst 1973, hafa stoð í ákvæðum 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/ 448 1973, sbr. 1. og 7. mgr. 40. gr. reglugerðar nr. 62/1973. Sam- kvæmt þessu og þegar litið er til atburða þeirra, er leiddu til setningar laga nr. 4/1973, og hlutverks áfrýjanda, sbr. 3. gr. laganna, verður ekki talið, að reglur áfrýjanda um greiðslu bóta fyrir atvinnuhúsnæði skorti viðhlítandi lagagrundvöll vegna þess, að þær mismuni bótaþegum á óheimilan hátt. Eigi verður heldur talið, að reglur þessar brjóti í bága við ákvæði 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Samkvæmt þessu ber að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda í máli þessu. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Viðlagasjóður, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Odds Bragasonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Ég tel, að staðfesta beri héraðsdóminn með tilvísun til forsendna hans. Í dómsorði ætti þó í samræmi við kröfugerð stefnda fyrir Hæstarétti að taka fram, að greiðsluna til hans skv. dóminum skuli áfrýjandi inna af hendi gegn afsal á Þeim hluta Kirkjuvegar 15 í Vestmannaeyjum, sem mál þetta snýst um. Þá tel ég, að áfrýjandi ætti að greiða stefnda 85.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. febrúar 1975. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 27. f. m., hefur Oddur Bragason, nú til heimilis að Skipasundi 72 hér í borg, áður til heimilis að Bröttugötu 11 í Vestmannaeyjum, höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu, útgefinni hinn 12. apríl 1974, á hendur Viðlagasjóði til greiðslu á kr. 422.309 ásamt 12 % vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 20. október 1973 til greiðsludags auk alls málskostnaðar að fullu að skaðlausu, þar með talin mál- 449 færslulaun fyrir dóminum samkvæmt lágmarksgjaldskrá Lög- mannafélags Íslands. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af kröfur stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi hans að mati dómsins. Málavexiir eru þessir: Hinn 23. janúar 1973 hófst eldgos í Heimaey í Vestmannaeyjum. Varð mikið tjón á fasteignum og lausafé, svo sem alkunna er. Að loknu jólaleyfi hinn 25. janúar 1973 fóru fram umræður í sam- einuðu þingi um vanda þann, sem orðið hafði við þennan atburð. Var samdægurs samþykkt svohljóðandi þingsályktunartillaga: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd sjö þingmanna til þess að gera tillögur um neyðarráðstafanir vegna eldgossins í Heimaey og um fjáröflun þeirra vegna. Skal hún þegar hefja starf og skila til- lögum sínum í frumvarpsformi svo fljóti sem nokkur kostur er. Tillögur nefndarinnar skulu við það miðaðar, að búsifjar af völd- um náttúruhamfaranna séu bornar af þjóðinni allri sameiginlega. Jafnframt heimilar Alþingi ríkisstjórninni að taka bráðabirgða- lán í Seðlabanka Íslands eða annars staðar, að fjárhæð allt að 500 milljónir króna, til þess að standa undir kostnaði, sem þegar er áfallinn, og margvíslegum ráðstöfunum, sem ekki verður komist hjá að gera án tafar. Bráðabirgðalán þetta skal endurgreitt af væntanlegri fjáröflun samkvæmt ákvörðun Alþingis. Ráðstöfun fjár þess, er tekið verður að láni til bráðabirgða samkvæmt framan- sögðu, skal vera í höndum nefndar þeirrar, sem ríkisstjórnin skip- aði 23. janúar s.l. til að rannsaka, hverjar afleiðingar náttúruham- farirnar í Vestmannaeyjum geta haft fyrir efnahagslega afkomu þjóðarbúsins og hver úrræði eru helst fyrir hendi til að draga úr Þeim afleiðingum. Samkvæmt skipunarbréfi sínu ber þeirri nefnd að hafa samráð við bæjarstjórn Vestmannaeyja“. Hinn 7. febrúar var síðan samþykkt frumvarp til laga um neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey, nú lög nr. 4/1973. Var þar mælt fyrir um stofnun Viðlagasjóðs, og tók hann síðan til starfa. Hinn 27. mars var sett reglugerð um Viðlagasjóð nr. 62/1973. Hinn 24. júlí gerði stjórn Viðlagasjóðs með samhljóða atkvæðum samþykkt um bætur fyrir tjón á fasteignum og öðrum mannvirkjum í Vestmannaeyjum af völdum eldgossins eða björg- unaraðgerðum. Er samþykktin svohljóðandi: „1. ALGERT TJÓN. Rétt er að flokka fasteignir og mannvirki í þrennt: 1.1. Íbúðarhúsnæði. 29 450 1.2. Atvinnuhúsnæði. 1.3. Opinberar fasteignir og mannvirki. 1.1. Íbúðarhúsnæði. Bætt skal brunabótamatsverð húsnæðisins að viðbættri þeirri upphæð, sem nemur eign í leigulóð eins og hún var metin til eignarskatts á árinu 1979, sbr. 40. gr. reglugerðar. Áhvílandi veðskuldir, þ. m. t. kröfur Viðlagasjóðs vegna greiðslu vaxta og afborgana veðskulda eftir 23. janúar 1973 og aðrar áhvílandi kröfur (s. s. lögtök, fjárnám), skulu dregnar frá bótafjárhæðinni, enda yfirtekur Viðlagasjóður þær skuldbindingar og greiðir þær samkvæmt því samkomulagi, sem hann kann að ná við veðhafa. Eftirstöðvarnar fá bótaþegar greiddar þannig: 1.1.1. Þeir, sem óska eftir greiðslum í peningum, fá bæturnar greiddar í fjórum jöfnum greiðslum, og eru gjalddagar þeirra 20. október 1973, 1. janúar 1974, 1. apríl 1974 og 1. júlí 1974. Bótaþegi afsalar eigninni til Viðlagasjóðs á fyrsta gjalddaga. 1.1.2. Þeir, sem óska að fá eitt af húsum Viðlagasjóðs sem bætur, fá það á kostnaðarverði. Enda hafi Viðlagasjóður hús, sem hentar til ráðstöfunar. Til kostnaðarverðs reiknast enginn hluti þeirrar fyrirgreiðslu, sem Viðlagasjóður hefur veitt sveitarfélögum eða öðrum aðilum, né heldur almennur kostnaður Viðlagasjóðs við innkaup húsanna, verkfræðiþjónustu vegna þeirra né umsjón með byggingu. Nú er kaupverð hússins samkvæmt þessu hærra en bæturnar, og skal þá bótaþegi greiða mismuninn þannig: Viðlagasjóður lánar jafnháa upphæð til bráðabirgða og nemur fullu húsnæðismálastjórnarláni, enda uppfylli kaupandi skilyrði húsnæðismálastjórnar fyrir láni og greiði með því bráðabirgða- lánið. Viðlagasjóður lánar helming af mismuninum, sem þá er eftir, til fjögurra ára með 9% ársvöxtum, þó eigi hærri fjárhæð en kr. 400 þús. Eftirstöðvar mismunar greiðast eigi síðar en á sömu gjalddögum og taldir eru í lið 1.1.1. hér að framan. Nú nemur kaupverðið minnu en bæturnar, og greiðir Viðlaga- sjóður þá bótaþega mismuninn á sömu gjalddögum og taldir eru í 1.1.1. hér að framan. Afsöl beggja eignanna skulu fara fram samtímis og fullnaðar- uppgjör bóta þar með. 1.2. Atvinnuhúsnæði. Atvinnuhúsnæði, sem orðið hefur fyrir algeru tjóni, skal bæta 451 með brunabótamatsverði að frádregnum áhvílandi skuldum, sem Viðlagasjóður yfirtekur. Bæturnar verði gerðar upp í fjórum jöfnum hlutum, á sömu gjalddögum og greinir í 1.1.1. og greiðast með skuldabréfum, sem Viðlagasjóður gefur út. Skulu bréfin vera til 15 ára og bera almenna sparisjóðsvexti eins og þeir eru á hverjum tíma (nú 9%). Þegar bótaþegi byggir upp atvinnu- rekstur sinn að nýju í Vestmannaeyjum, endurkaupir Viðlaga- sjóður bréfin og greiðir þau í peningum, jafnóðum os uppbygg- ingunni miðar áfram. 1.3. Opinberar fasteignir og mannvirki. Hér er átt við eignir Vestmannaeyjakaupstaðar og stofnana hans, svo og ríkisins og ríkisstofnana. Skv. 44. gr. reglugerðar- innar skal Viðlagasjóður bera kostnað af endurbyggingu kaup- staðarins skv. sérstakri áætlun, sem enn liggur ekki fyrir. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli, að sjóðurinn eigi ekki einnig að greiða tjónabætur fyrir þau mannvirki, sem hann endurbyggir. Er því lagt til, að öllum ákvörðunum um bætur fyrir þessi mann- virki verði frestað þar til áætlun skv. 44. gr. liggur fyrir, og samkomulag hefur orðið milli Viðlagasjóðs, bæjarfélagsins og ríkisins um tilhögun uppbyggingarinnar. 2. HLUTATJÓN. 2.1. Íbúðarhúsnæði. Þar sem matsreglur á skemmdum eru enn ekki tilbúnar, er ljóst, að dráttur verður á, að þessi möt geti farið fram. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að láta nú þegar fara fram skoðanagerð á húsum, sem verið er að flytja inn í. Er því lagt til, að auglýst verði nú þegar, að menn geti fengið skemmdir skoðaðar af trún- aðarmönnum Viðlagasjóðs, enda óski menn þess skriflega á sér- stökum eyðublöðum, sem jafnframt feli í sér yfirlýsingu um gildi skoðunargerðarinnar og ábyrgð eiganda á eigninni eftir að skoð- unargerð hefur farið fram (sjá tillögu að eyðublaði viðhefta). Bætur yrðu síðan metnar á grundvelli skoðunargerðarinnar, Þegar matsreglur yrðu tilbúnar (eigi síðar en 15. október), og bætur greiddar út jafnharðan og viðgerð miðar áfram. 2.2. Atvinnuhúsnæði. Bætur fyrir skemmdir á atvinnuhúsnæði verða ekki greiddar fyrr en ákveðið er að hefja atvinnurekstur á ný í húsnæðinu. Nú tilkynnir atvinnurekandi Viðlagasjóði, að hann vilji hefja rekstur á ný, og skal þá meta skemmdir til bóta og greiða þær jafnóðum og viðgerð miðar áfram. 452 2.3. Opinberar fasteignir og mannvirki. Heimilt er stjórn Viðlagasjóðs að láta gera við slík mannvirki á kostnað sjóðsins. Að öðru leyti bíður mat tjóna á þessum mannvirkjum (sbr. 1.3.)“. Með bréfi stjórnar sjóðsins til forsætisráðherra, dags. hinn 25. júlí 1973, var leitað eftir samþykki ríkisstjórnarinnar til að mega auglýsa reglurnar og framkvæma þær með þeim hætti, sem sam- þykktin greinir, með vísan til 40. gr. reglugerðar Viðlagasjóðs. Með bréfi forsætisráðherra, dags. hinn 31. júlí, var stjórn sjóðsins tilkynnt, að ríkisstjórnin hefði á fundi sínum þá um daginn sam- Þykkt tillögurnar og því væri heimilt að auglýsa reglurnar. Í Lögbirtingablaðinu hinn 15. ágúst 1973 birtist síðan auglýsing Viðlagasjóðs nr. 8 um greiðslu bóta fyrir ónýtt íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum og auglýsing nr. 9 um bætur fyrir ónýtt al- vinnuhúsnæði í Vestmannaeyjum. Ein af fasteignum þeim, sem stjórn Viðlagasjóðs ákvað að greiða bætur fyrir, er eignin nr. 15 við Kirkjuveg, eign stefnanda. Samkvæmt lýsingu í virðingar- gerð Brunabótafélags Íslands til brunatryggingar frá 10. ágúst 1961 er húsið hár steinsteyptur kjallari, ein hæð og ris, hvort tveggja úr timbri og járnklætt. Samkvæmt virðingargerðinni er kjallarinn notaður sem sölubúð, en að öðru leyti er húsið notað sem íbúðarhúsnæði. Í virðingargerðinni er eignin metin í tveimur matseiningum, þannig, aðalhús, þ. e. sölubúð og íbúðarhúsnæði, kr. 474.000 og útihús, kr. 72.000, eða samtals kr. 546.000. Sam- kvæmt staðfestingu Brunabótafélags Íslands var vátryggingar- upphæð eignarinnar hinn 15. október 1973 kr. 3.148.700. Stefndi ákvað nú, að bætur yrðu greiddar fyrir eignina þannig, að fyrir íbúðarhúsnæðið, sem reiknað var 85.14% aðalhússins, yrðu greidd- ar kr. 2.327.126, fyrir 85.14% lóðar yrðu greiddar kr. 91.951 og kr. 415.314 fyrir útihús, eða samtals fyrir þessa hluta fasteignar- innar kr. 2.834.391.11, en fyrir atvinnuhúsnæðið, sem var reiknað 14.86% aðalhússins, yrðu greiddar kr. 406.260 og fyrir samsvar- andi hluta lóðar kr. 16.049, eða samtals fyrir þessa hluta fast- eignarinnar kr. 422.309.99. Ekki hvíldu veðskuldir á eigninni. Stefnandi gaf stefnda afsal fyrir íbúðarhúsnæði, útihúsi fasteign- arinnar hinn 11. desember 1973, en þar var jafnframt ákveðið, að uppgjör tjónabótanna færi þannig fram, að við útgáfu afsals yrðu greiddar kr. 708.598, en eftirstöðvarnar yrðu greiddar með sömu fjárhæðum 1. janúar, 1. apríl og 1. júlí 1974. Ekki skyldu greiðast vextir af neinum hluta bótanna. Bætur fyrir atvinnu- z húsnæðið vildu fyrirsvarsmenn stefnda gera upp á grundvelli 453 reglnanna frá 24. júlí 1973, þ. e. að stefnandi afsalaði þeim hluta eignarinnar einnig til stefnda gegn veðskuldabréfi til 15 ára, er næmi fjárhæð bóta fyrir þann hluta eignarinnar samkvæmt því, sem áður er rakið, og bæri 9% ársvexti. Stefnandi vildi eigi una uppgjöri bóta fyrir þennan hluta eignarinnar með þessum hætti. Eftir að lögmaður stefnanda hafði krafið stefnda um greiðslu án árangurs, höfðaði stefnandi mál þetta. Krafa stefnanda er byggð á því, að með reglum þeim, sem stjórn Viðlagasjóðs setti um greiðslur bóta fyrir íbúðarhúsnæði annars vegar og atvinnuhúsnæði hins vegar sé verið að mismuna þeim, sem urðu fyrir tjóni við náttúruhamfarirnar, með ólög- mætum hætti. Reglurnar um bætur fyrir atvinnuhúsnæði geri aðstöðu eigenda þess miklu verri en eigenda íbúðarhúsnæðis. Þessi mismunun eigi sér ekki stoð í lögum um Viðlagasjóð nr. 4/ 1973 eða reglugerð um sjóðinn nr. 62/1973 og sé því markleysa. Er því haldið fram, að samkvæmt ákvæðum laganna um Viðlaga- sjóð skuli allt tjón af völdum náttúruhamfaranna bætt og geri lögin ráð fyrir fullri greiðslu. Þessu sé ekki heimilt að breyta með reglugerð eða reglum, sem stjórn sjóðsins setji. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að með þeirri þvingun, sem felist í reglunum um bætur fyrir atvinnuhúsnæði, sé verið að leggja bönd á atvinnufrelsi viðkomandi aðilja, sem brjóti í bága við ákvæði 69. gr. stjórnarskrárinnar. Er á það bent, að margvíslegar ástæður geti legið til þess, að menn sjái sér ekki fært að byggja upp að nýju í Vestmannaeyjum þá aðstöðu, sem þeir höfðu, áður en eld- gosið hófst. Þá er því haldið fram, að með reglum þeim, sem stjórn Viðlagasjóðs setti um greiðslur bóta fyrir atvinnuhúsnæði, sé raunverulega verið að mæla fyrir um greiðslu bóta með öðru en löggiltum lögeyri, sbr. 3. gr. laga nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Er því og haldið fram, að veðskuldabréf þau, sem stefndi hafi boðið fram, séu verðlaus. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að með lögum nr. 4/1973 hafi verið mælt fyrir um stuðning við Vestmannaeyinga vegna búsifja þeirra, sem þeir urðu fyrir af völdum náttúruhamfar- anna, sém hófust hinn 23. janúar 1973, og sé það sjónarmið þar ríkjandi, að búsifjarnar verði bornar af allri þjóðinni. Samkvæmt 2. gr. greindra laga sé mælt fyrir um stofnun Viðlagasjóðs, sem ætlað sé, að sjái um framkvæmd þessa máls, og sé hlutverki sjóðs- ins nánar lýst í 3. gr. laganna. Samkvæmt 5. gr. laganna sé stjórn sjóðsins falið að setja nánari reglur um bætur, styrki og lán, sem veitt eru úr sjóðnum, og birta þær almenningi. Hinn 454 27. mars 1973 hafi svo verið sett reglugerð um Viðlagasjóð, þar sem sett séu nánari ákvæði um bætur og bótagreiðslur, og eigi ákvæði reglugerðarinnar fulla stoð í lögunum. Í samræmi við þessar heimildir hafi svo stjórn Viðlagasjóðs sett reglur um greiðslu bóta, sem birtar hafi verið í Lögbirtingablaðinu hinn 15. ágúst 1973, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Reglurnar eigi fulla stoð í lögum og reglugerð um Viðlagasjóð og séu settar með stjórn- skipulegum hætti og séu því gildar að lögum. Það kemur fram af hálfu stefnda, að með ákvæðum laga um Viðlagasjóð, reglugerð og reglum, sem settar séu á grundvelli þeirra, sé verið að mæla fyrir um stuðning við þá, sem hafa orðið fyrir búsifjum af völd- um náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum, en hér sé ekki um að ræða vátryggingu. Er á það bent, að stefnandi hafi sjálfur átt kost á því að kaupa hjá vátryggingarfélögum vátryggingu fyrir tjóni af völdum náttúruhamfaranna, en það hafi hann ekki gert. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að með reglum Viðlagasjóðs um greiðslu bóta fyrir atvinnuhúsnæði sé verið að mismuna mönn- um eða leggja bönd á atvinnufrelsi þeirra. Þá er því mótmælt af hálfu stefnda, að stefnandi eigi fjárkröfu á hendur stefnda svo sem um skuld eða skaðabótakröfu sé að ræða. Er því haldið fram, að stefnandi eigi ekki kröfu til að verða eins settur og náttúru- hamfarirnar hefðu ekki gerst. Er því haldið fram, að stefnanda hafi verið boðnar bætur, sem ákveðnar hafi verið með löglegum hætti, og ef hann vilji ekki taka við þeim, þá verði svo að vera, en ekki eigi hann frekari kröfur á hendur stefnda. Er því mót- mælt, að lög um gjaldmiðil skipti hér máli. Af hálfu stefnda er vaxtakröfu stefnanda mótmælt sem of hárri. Með ákvæðum 3. gr. laga nr. 4/1973 um neyðarráðstafanir er hlutverk Viðlagasjóðs ákveðið, en samkvæmt því er einn þáttur þess að bæta tekjumissi og eignatjón af völdum eldgossins. Þótt bótagrundvöllur samkvæmt reglum þeim, sem stjórn sjóðsins setti um bótagreiðslur, sé að mestu leyti sá sami fyrir íbúðar- húsnæði og atvinnuhúsnæði, þ. e. brunabótamatsverð samkvæmt reglum Brunabótafélags Íslands, svo sem mælt er fyrir um í regl- um Viðlagasjóðs, 2. mgr. 40. gr., þá er ljóst, að mikill munur er á fyrirkomulagi bótagreiðslna. Er ljóst, að staða þeirra eigenda at- vinnuhúsnæðis, sem ekki telja sig hafa aðstöðu til að byggja upp atvinnurekstur sinn að nýju í Vestmannaeyjum, verður mikið lakari en staða eigenda íbúðarhúsnæðis, þar sem raungildi bótafjárhæðar, sem bundin er í skuldabréfi til 15 ára, er mikið minna en raungildi bóta fyrir íbúðarhúsnæði, sem greiða skal að 455 fullu á tiltölulega skömmum tíma. Eigi verður séð, að ákvæði laga nr. 4/1973 veiti heimild til slíkrar mismununar. Þótt það sé einn af þáttunum í hlutverki Viðlagasjóðs að stuðla að endurreisn byggingar og atvinnulífs í Vestmannaeyjum, þá kemur eigi fram, að að því skuli staðið með mismunandi hætti bótagreiðslna, svo sem hér kemur fram. Þykir því skorta lagagrundvöll til að beita í máli þessu reglu þeirri um greiðslu bóta fyrir atvinnuhúsnæði, sem stjórn Viðlagasjóðs setti, þótt hún hafi hlotið samþykki ríkis- stjórnarinnar og verið auglýst almenningi. Kröfugerð stefnanda er byggð á því, að reglur þær, sem gilda eiga um greiðslur bóta fyrir íbúðarhúsnæði, eigi einnig að gilda um greiðslur bóta fyrir atvinnuhúsnæði. Þykir rétt með hliðsjón af því, sem að framan hefur verið rakið, að leggja það sjónarmið til grundvallar við úr- lausn málsins, enda þykja lög nr. 4/1973 og reglugerð um Viðlaga- sjóð ekki geta leitt tilefni til annarrar niðurstöðu. Þykir það eigi skipta máli í því sambandi, þótt stefnandi hafi gefið út afsal fyrir öðrum hlutum fasteignarinnar og tekið við bótagreiðslum fyrir þá. Verður stefnda því gert að greiða stefnanda hina umstefndu bótafjárhæð. Samkvæmt reglum Viðlagasjóðs og uppgjöri bóta fyrir íbúðarhúsnæði stefnanda voru þær greiddar með fjórum greiðslum, hinn 20. október 1973, 1. janúar, 1. apríl og 1. júlí 1974, en ekki skyldu greiddir vextir af neinum hluta bótanna. Þykir því verða að miða við það, að greiðslum á hinum umstefndu bót- um skyldi lokið 1. júlí 1974. Samkvæmt þessu þykir rétt að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 422.309 með vöxtum, sem ákveðast 9% ársvextir frá 1. júlí 1974 til 15. s. m. og 13% árs- vextir frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 83.000 Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: tefndi, Viðlagasjóður, greiði stefnanda, Oddi Bragasyni, kr. 422.309 með 9% ársvöxtum frá 1. júlí 1974 til 15. s. m. og með 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 83.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 456 Þriðjudaginn 25. maí 1976. Nr. 108/1974. Einar B. Pálsson Gunnar Sigurðsson Guttormur Þormar Loftur Þorsteinsson og Ragnar Ingimarsson (Logi Guðbrandsson hrl.) segn Háskóla Íslands Menntamálaráðherra f. h. Menntamálaráðuneytis og Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og gagnsök (Árni Guðjónsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og Þorsteinn Thor- arensen borgarfógetti. Þóknun fyrir nefndarstörf. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 31. maí 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Krefjast þeir þess, að gagnáfrýjendum verði dæmt að greiða þeim 583.750 krónur með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 10. júní 1971. Krefjast þeir sýknu af kröfum aðaláfrýjenda og máls- kostnaðar úr þeirra hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Atvikum máls er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Í máli þessu krefja aðaláfrýjendur sameiginlega gagn- áfrýjendur um eina fjárhæð óskipt vegna starfa sinna í nefnd þeirri, sem í málinu greinir. Að vísu verður að lita svo á, að hver aðaláfrýjenda hafi eigi átt samkvæmt almennum réttar-. 457 reglum kröfu til annars en síns hluta af heildarendurgjaldi fyrir nefndarstörfin. Þær kröfur hefðu þeir þó mátt sækja í sama máli, sbr. 47. gr. laga nr. 85/1936. Þar sem aðaláfryj- endur hafa hagað kröfugerð sinni í málinu eins og að framan greinir, ágreiningslaust er, hverja þóknun hver þeirra reiknar sér og hve mikið hver þeirra hefur fengið soldið, og gagn- áfrýjendur hafa enn fremur engum athugasemdum hreyft við kröfugerðinni að þessu levíi, þá þykir mega leggja dóm á málið eins og það er lagt fyrir Hæstarétt. Samkvæmt málflutningi hér fyrir dómi voru hverjum aðal- áfrýjenda greiddar í júlímánuði 1971 30.000 krónur fyrir nefndarstörf þau, er hér um ræðir, eða samtals 150.000 krón- ur. Í maímánuði 1972 greiddi Háskóli Íslands aðaláfrýjendum Einari, Gunnari og Guttormi 80.000 krónur hverjum, Lofti 60.000 krónur og Ragnari 50.000 krónur. Hafa aðaláfrýjendur Einar, Gunnar og Guttormur þannig fengið greiddar 110.000 krónur hver, Loftur 90.000 krónur og Ragnar 80.000 krónur, eða alls 500.000 krónur. Eru greiðslur þessar í samræmi við ákvörðun trúnaðarmanna fjármálaráðuneytis frá 4. maí 1972, sem í héraðsdómi er rakin. Í héraðsdómi greinir frá bréfi háskólarektors 30. júlí 1970 til deildarforseta verkfræðideildar um greiðslur fyrir nefndar- störfin svo og viðtali deildarforseta og háskólaritara um ákvörðun þóknunar til nefndarmanna. Enn fremur segir þar frá skilaboðum þeim, er deildarforseti flutti á fyrsta fundi nefndarinnar um þetta efni, og því, sem frá er greint um sama efni í fundarboði nefndarformanns, aðaláfrýjanda Lofts, 7. september 1970. Þegar gögn þessi eru virt og það, sem aðaláfrýjendur sjálfir hafa borið um vitneskju sína um þau, verður að telja, að þeim hafi verið eða átt að vera ljóst, að þóknun fyrir störfin yrði ákveðin af stjórnvöldum. Hins veg- ar máttu þeir treysta því, að þeim yrði ákveðin sanngjörn greiðsla fyrir störfin. Ekki hefur verið sýnt fram á, að fjárhæð sú, sem trúnaðar- menn fjármálaráðuneytis ákváðu aðaláfrýjendum Einari, Gunnari og Guttormi, 110.000 krónur hverjum, sé ósann- gjörn. Hins vegar verður ekki talið, að rök hafi legið til þess 458 að ákveða aðaláfrýjendum Lofti og Ragnari lægri þóknun en öðrum nefndarmönnum, þótt þeir væru á þessum tíma starfsmenn Háskóla Íslands. Var enginn fyrirvari um þetta gerður, er þeir voru skipaðir í nefndina. Þá þykja ákvæði ð4. gr. laga nr. 38/1954 ekki eiga að leiða til þess, að þóknun þeirra eigi að verða lægri en annarra nefndarmanna. Sam- kvæmt þessu þykir heildarþóknun nefndarmanna eiga að vera 550.000 krónur. Verður því krafa aðaláfrýjenda tekin til greina með 50.000 krónum ásamt vöxtum svo sem kraf- ist er. Eftir þessum málalokum ber að dæma gagnáfrýjendur til að greiða aðaláfrýjendum 100.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Háskóli Íslands, menntamálaráðherra f. h. menntamálaráðuneytis og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði aðaláfrýjendum, Einari B. Pálssyni, Gunnari Sigurðssyni, Guttormi Þormar, Lofti Þorsteins- syni og Ragnari Ingimarssyni, 50.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1972 til 16. maí 1973, 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 100.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. janúar 1974. 1.0. 1.1. Mál þetta er höfðað með stefnu, birtri 27. júní 1972. Munn- legur málflutningur fór fram 12. desember sl., og var málið dóm- tekið að honum loknum. Endurflutningur fór þó fram þann 14. janúar 1974, og var málið dómtekið á ný að endurflutningi loknum. Stefnendur máls þessa eru Einar B. Pálsson verkfræðingur, Ægisíðu 44, Reykjavík, Gunnar Sigurðsson verkfræðingur, Stekkjarflöt 18, Garðahreppi, Guttormur Þormar verkfræðingur, Skeiðarvogi 45, Reykjavík, Loftur Þorsteinsson verkfræðingur, 459 Álfheimum 58, Reykjavík, og Ragnar Ingimarsson verkfræðingur, Mávanesi 22, Garðahreppi. Stefndu eru háskólarektor f. h. Háskóla Íslands, menntamála- ráðherra f. h. menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndu verði gert að greiða þeim kr. 583.750 með 1% dráttarvöxtum á mánuði frá 1. janúar 1972 til 16. maí 1973, en 1%%4% dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að mati dómsins. Stefndu hafa krafist sýknu af kröfum stefnenda og málskostn- aðar úr þeirra hendi að mati réttarins. Sáttir hafa verið reyndar í máli þessu, en viðleitni í þá átt hefur engan árangur borið. 2.0 2.1. Deilumál þetta snýst um endurgjald til stefnenda vegna álitsgerðar, er þeir sömdu fyrir stefndu um námstilhögun í verk- fræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Upphaf málsins er það, að nám í verkfræði. og raunvísindadeild Háskóla Íslands var takmarkað við fyrri hluta í þeirri grein, þannig að nemendum var kleift að ljúka þriggja ára námi við Háskóla Íslands, en urðu síðan að fara erlendis og ljúka þar námi. Tekin var ákvörðun um það að gefa nemendum kost á að ljúka námi við Háskóla Ís- lands í verkfræði með svonefndu B.S.-prófi. Þrjár sjálfstæðar 5 manna nefndir, þ. e. ein fyrir byggingarverkfræði, ein fyrir véla- og skipaverkfræði og ein fyrir rafmagnsverkfræði, voru fengnar til þess að leggja grundvöll að tilhögun og námsefnisskrá fyrir nám þetta. Stjórnarnefnd verkfræðiskorar verkfræði- og raunvísindadeild- ar Háskóla Íslands sendi forseta deildarinnar, Þorbirni Sigurgeirs- syni, tillögur um nefndarmenn í umræddar nefndir með bréfi, dags. 23. mars 1970. Deildarforseti sendi síðan rektor Háskóla Íslands bréf, dags. 25. mars 1970, þar sem segir, að deildarráð vekfræði- og raunvísindadeildarinnar hafi tjáð sig samþykka til- lögum verkfræðiskorar. Í framhaldi af því sendi rektor Háskólans bréf til menntamálaráðuneytisins, dags. 11. maí 1970, sem segir m. a.: „-.. Á fundi Háskólaráðs 9. apríl var heimiluð nefndaskipun á vegum verkfræði- og raunvísindadeildar til að gera áætlanir um einstaka þætti væntanlegrar kennslu til almennra prófa (B.S. 460 prófa) í verkfræðigreinum. Heimild Háskólaráðs er bundin því skilyrði, að fjárveitingar fáist ...“. Þá ritaði menntamálaráðuneytið rektor Háskóla Íslands bréf 3. júní 1970, þar sem segir m. a.:,,... Ráðuneytið er fyrir sitt leyti samþykkt skipun framangreindra nefnda, en tekið skal fram, að utanferðir og/eða heimboð sérfræðinga vegna nefndar- starfanna þarf að bera undir ráðuneytið hverju sinni“. Þann 30. júní 1970 ritar rektor Háskólans fyrrnefndum Þor- birni Sigurgeirssyni, deildarforseta verkfræði- og raunvísinda- deildar, bréf (dskj. nr. 17), sem m. a. hljóðar svo: „Hér með leyfi ég mér að tjá yður, hr. deildarforseti, að samkvæmt fengnu leyfi menntamálaráðuneytisins hef ég skipað eftirtaldar nefndir að tillögu verkfræðiskorar til undirbúnings væntanlegri kennslu til B. S.-prófs í byggingarverkfræði, vélaverkfræði og rafmagnsverk- fræði: Byggingarverkfræði: Einar B. Pálsson, Guttormur Þormar, Jónas Elíasson, Loftur Þorsteinsson, formaður, Ragnar Ingimars- son ... er þess farið á leit við yður, hr. deildarforseti, að þér gerið hlutaðeigandi þetta kunnugt, jafnframt því sem þér áður komist að samkomulagi við háskólaritara um væntanlegar greiðsl- ur“. Í mótmæltri og óstaðfestri aðiljaskýrslu, sem lögð hefur verið fram í málinu, kveðst þáverandi háskólarektor, Magnús Már Lárusson, hafa álitið fyrirvarann um greiðslu, sem um getur í nefndu bréfi hans 30. júní 1970, nauðsynlegan til þess að undir- strika, að Háskóla Íslands væri skylt að leita úrskurðar um kostn- að við nefndir með sama hætti og öðrum ríkisstofnunum, sem verða að greiða slíkan kostnað af rekstrarfjárveitingu með sam- þykki fjármálaráðuneytisins. Í vitnaskýrslu hér fyrir dómi kvaðst Þorbjörn Sigurgeirsson hafa reynt að fá upplýsingar hjá háskólaritara, hverjar yrðu væntanlegar greiðslur og hvaða reglum yrði fylgt. Upplýsingarn- ar ritaði Þorbjörn hjá sér (á dskj. nr. 17), en þær voru þessar: „Um þóknun fyrir nefndarstörfin fer skv. ákvörðun trúnaðar- manna fjármálaráðuneytisins um þóknun fyrir slík störf“. Þá- verandi háskólaritari, Jóhannes L. L. Helgason, hefur gefið skýrslu um þetta atriði hér fyrir dómi. Hann kvaðst ekki minnast þess, hvað hann og deildarforseti ræddu um greiðslur á þessum tíma, en taldi þó þau skilaboð, sem Þorbjörn ritaði hjá sér og rakin voru hér áðan, vera rétt. Hann kvaðst enn fremur gera ráð fyrir að hafa svarað því, að þessi þóknun yrði ákveðin af trún- aðarmönnum fjármálaráðuneytisins. Þetta byggði vitnið á því, að sá háttur væri hafður á um slíkar þóknanir almennt, að því 461 er hann best vissi. Ekki kvaðst vitnið minnast þess að hafa fengið nein skilaboð frá yfirvöldum Háskólans eða ráðuneytinu um greiðslu til nefndarmanna. Þorbjörn Sigurgeirsson deildarforseti ritaði ódagsett fundar- boð, sem mun hafa verið sent um miðjan júlí 1970, þar sem hann tilkynnir m. a., að rektor Háskóla Íslands hafi skipað áðurnefnda menn til undirbúnings kennslu til B.S.-prófs í byggingarverk- fræði. Segir í fundarboðinu, að þess sé vænst, að endanlegt álit nefndanna liggi fyrir 1. júlí 1971. Voru allir nefndarmenn boðaðir á sameiginlegan fund þann 20. júlí 1970. Nú er frá því að segja, að Jónas Elíasson, einn af þeim, sem tilnefndur hafði verið í nefndina, gat ekki sinnt nefndarstörfum. Í stað hans kom Gunnar Sigurðsson, en hann er einn af stefn- endum máls þessa ásamt hinum nefndarmönnunum. Ekki verður séð af gögnum málsins, hvort Jónas sótti yfirleitt fundi á vegum nefndarinnar. Gunnar Sigurðsson tók fyrst þátt í nefndarfundum 5. okt. 1970. Á þessum tíma og á meðan nefndarstörf voru unnin, störfuðu beir stefnendur Einar og Gunnar sjálfstætt að verkfræði- störfum, stefnandi Guttormur starfaði hjá borgarverkfræðingi, stefnandi Loftur var prófessor við Háskóla Íslands og stefnandi Ragnar var starfsmaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins, en um mitt ár 1971 var hann skipaður dósent við Háskóla Íslands. Fremur er óljóst, hverjir stefnenda voru mættir á fyrrgreind- um fundi, sem haldinn var 20. júlí 1970. Þó hafa stefnendur ekki mótmælt að hafa fengið vitneskju um fundarboðunina. Í skýrslu Þorbjörns Sigurgeirssonar, deildarforseta, hér fyrir dómi kveður hann sér óhætt að fullyrða, að flestir af stefnendum hafi verið á fundi þessum. Kveðst Þorbjörn þar og þá hafa lesið upp á fund- inum fyrrgreindar upplýsingar um þóknun fyrir nefndarstörf. Nánar sagði Þorbjörn, að sér hafi skilist á háskólaritara, að verið væri að semja einhverjar reglur um greiðslur fyrir nefndarstörf, þ. e. fjármálaráðuneytið væri að láta semja reglur, en þessu verki hefði ekki verið lokið og þess vegna væri ekki hægt að tilkynna reglurnar sjálfar. Hins vegar kvaðst vitnið hafa búist við, að bessar reglur mundu koma í ljós fljótlega. Hann kvaðst hafa reynt að fá upplýsingar um það hjá háskólaritara, hvaða reglum yrði fylgt um greiðslur, en sér hafi ekki tekist að fá annað en þau skilaboð, sem vitnið kvaðst hafa lesið upp á fundinum. Þor- björn var um það spurður, hvort einhver nefndarmanna hefði rætt sérstaklega um væntanlega þóknun fyrir nefndarstörfin við 462 hann umfram það, sem hafi verið rætt á fyrsta fundi nefndar- innar, þann 20. júlí 1970. Vitnið vildi ekkert um þetta fullyrða, en taldi það þó líklegt, þar sem þessi mál hefðu verið rædd tölu- vert utan funda. Umboðsmaður stefnenda hefur lagt fram bréf, dags. 7. septem- ber 1970, sem hefur að geyma fundarboð og er undirritað af stefnanda Lofti Þorsteinssyni, formanni nefndarinnar. Bréfið hefur verið þingmerkt nr. 16. Í bréfinu segir m. a. svo:,,... Hinn 20. 7. 1970 boðaði deildarforseti, próf. Þorbjörn Sigurgeirsson, nefndir skipaðar af háskólarektor, próf. Magnúsi Má Lárussyni, til undirbúnings til kennslu til B. S.-prófs í byggingarverkfræði, véla- og skipaverkfræði og raforku- og fjarskiptaverkfræði til kynningarfundar í Raunvísindastofnun Háskólans. Í fundarboði var gerð grein fyrir verkefni nefndanna og tímamörkum varðandi starf þeirra, en á fundinum kom m. a. eftirfarandi fram: 1) Deildarforseti lét þess getið, að greiðslur fyrir nefndarstörf yrðu ákveðnar í samráði við trúnaðarmann fjármálaráðuneytisins og af hálfu deildarinnar hafi verið gerð grein fyrir væntanlegum kostnaði vegna gagnaöflunar, hugsanlegra kynnisferða til erlendra háskóla og heimsóknar frá þeim. Væri þess að vænta, að úrlausn fengist í slíkum málum ...“. Allir stefnendur hafa gefið aðiljaskýrslu um umrætt atriði hér fyrir dómi. Í skýrslu stefnanda Ragnars segir, að ekkert hafi verið rætt um endurgjald fyrir verkið, áður en nefndin var skipuð. Hins vegar hafi Þorbjörn Sigurgeirsson, þáverandi deildarforseti, boðað til fundar í upphafi og skýrt mönnum frá því, til hvers væri ætlast, og hélt Ragnar, að þar hafi verið rætt um greiðslur fyrir verkið. Alla vega hafi verið tekið fram í fundarboði for- manns nefndarinnar (sbr. dskj. nr. 16), að greitt yrði fyrir verkið og talað um samráð við fulltrúa fjármálaráðuneytisins eða eitt- hvað slíkt. Stefnandi Gunnar var um það spurður, hvort honum hefi verið um það kunnugt, að tveimur trúnaðarmönnum fjár- málaráðuneytisins hefði verið falið að meta þóknanir fyrir nefnd- arstörf. Gunnar kvaðst hafa heyrt um það rætt, að einhver slík nefnd væri til, en tók fram, að hann sjálfur hefði ekki verið skip- aður í nefndina, heldur Jónas Elíasson. Sagði Gunnar, að aldrei hefði verið rætt við sig um neinn grundvöll fyrir þóknuninni. Hins vegar kveðst hann hafa heyrt ávæning af því, að menn væru starfandi á vegum ráðuneytisins, sem mætu slíkar þóknanir. Stefnandi Loftur segir í skýrslu sinni, að frá upphafi hafi verið reiknað með, að þessar nefndir yrðu launaðar, enda skipaðar að 163 verulegu leyti af mönnum utan Háskólans. Hann minnti, að deildarforseti hefði lýst því yfir, að nefndarstörf yrðu launuð og greiðslur yrðu ákveðnar í samráði við trúnaðarmann fjármála- ráðuneytisins. Hins vegar hafi greiðsluformið aldrei komið neitt til umræðu öðru vísi en svo, að nefndarmenn reiknuðu með að fá verulegar greiðslur fyrir verkið. Loftur sagði, að á þessum tíma, þ. e. meðan nefndarstörf voru unnin, hafi sér ekki verið kunnugt um, að trúnaðarmönnum fjármálaráðuneytisins væri falið að meta þóknanir fyrir nefndarstörf. Í skýrslu stefnanda Einars segir, að Háskóli Íslands hafi snúið sér til stefnenda og einungis hafi verið rætt um það, að störfin yrðu greidd. Kveðst hann hafa gengið út frá því, að þetta yrði greitt á svipaðan hátt og önnur verkfræði- störf. Hann kvaðst hvorki minnast þess, að rætt hafi verið um fjárhæð eða aðra viðmiðun. Hann kvað sér ekki hafa verið kunn- ugt um, að tveir trúnaðarmenn fjármálaráðuneytisins hefðu það verkefni að meta þóknanir fyrir nefndarstörf. Í skýrslu stefnanda Guttorms segist hann hafa mætt á einum fundi, sem deildarfor- seti, Þorbjörn Sigurgeirsson, boðaði til. Hann kvaðst ekki muna, hvort rætt hefði verið um greiðslur annað en það, sem rætt væri í síðustu málsgrein á dskj. nr. 16 (reifað hér að ofan). Kvaðst Guttormur halda, að stefnendur hefðu reiknað með því, að sam- komulag yrði um þetta og að þóknunin yrði að einhverju leyti byggð á gjaldskrá verkfræðinga. Að minnsta kosti kveðst Gutt- ormur hafa litið svo á. 2.2. Samkvæmt aðiljaskýrslum og öðrum gögnum málsins hag- aði nefndin störfum sínum þannig, að reglulegir fundir voru haldn- ir á mánudagskvöldum frá kl. 1700, og stóðu þeir í tvær til þrjár klukkustundir í hvert sinn. Urðu fundirnir 60 samtals, og hefur endurrit af fundargerðum verið lagt fram í málinu. Milli funda unnu einstakir fundarmenn að athugun á atriðum, sem verkið snerti. Fundirnir sjálfir voru því að verulegu leyti skoðanaskipti nefndarmanna á því, sem hver einstaklingur hafði kannað eða samið milli funda. Í aðiljaskýrslum kemur fram, að nefndarmenn héldu skýrslur um vinnustundafjölda þann, sem fór í umrædd nefndarstörf. Nefndarstörf stóðu frá því sumarið 1970 og til árs- loka 1971 og reyndar fram í janúar eða febrúar 1972. Formlegum nefndarstörfum lauk þó síðast á árinu 1971. Aðiljaskýrslur stefnenda Ragnars og Lofts fjalla um framvísun reiknings og afhendingu skýrslunnar. Í aðiljaskýrslu Ragnars segir um þetta, að í ársbyrjun 1972 hafi hann, Ragnar, og pró- fessor Loftur Þorsteinsson gengið á fund rektors til þess að skýra 464 honum frá, hvernig málum væri komið og að nú væri störfum lok- ið. Jafnframt höfðu þeir meðferðis reikning, en þeim hafi verið fyrirlagt af samnefndarmönnum að afhenda ekki skýrsluna fyrr en ljóst væri, að reikningurinn yrði greiddur. Rektor hafi ekki gert athugasemdir við reikninginn, hvorki uppsetningu hans né upphæð, aðra en þá, að hann taldi, að Háskólinn mundi eiga í nokkrum erfiðleikum með að greiða upphæðina alla í einu, og ræddi um, að afborgun kæmi til greina, ef til vill yfir 6 mánaða tímabil. Þeir Loftur hafi því talið sig hafa fengið næga fullvissu fyrir því, að reikningurinn yrði greiddur, og afhent rektor upp- lag skýrslunnar næsta dag. Skýrslan hafi síðan verið send út til dreifingar. Framburður stefnanda Lofts um þetta atriði er í öll- um aðalatriðum samhljóða. Í mótmæltu og óstaðfestu bréfi þá- verandi rektors Háskólans, Magnúsar Más Lárussonar, segir svo um þetta: „„... Seint í janúar 1972 var nefndarálitið í byggingar- verkfræði loks tilbúið, og leituðu þeir prófessor Loftur Þorsteins- son og núverandi prófessor Ragnar Ingimarsson til mín um greiðslu fyrir verkið. Nú er það að athuga, að slíkir reikningar eru aldrei greiddir nema í samráði við menntamálaráðuneyiið og fjármálaráðuneytið, ekki sízt þar sem hér var sýnilega um verulegar upphæðir að ræða frá nefndunum þrem, sem fjárveit- ingaheimild var ekki nægilega há til að greiða. Þegar svo stendur á, er rektorsembættið aðeins afgreiðsluliður milli nefndar og ráðuneyta. Hitt var það, að mjög brýn þörf var talin á, að álitin kæmu sem fyrst fram, þar sem hafin var bygging yfir verkfræði- og raunvísindadeild, en álitin mundu þar hafa áhrif á til að mynda rýmisþarfir. Þegar komið var með nefndarálitið og reikninginn til mín, tók ég fram, að ég yrði að framsenda reikninginn til menntamálaráðuneytisins, sem síðan mundi senda hann trúnað- armönnum fjármálaráðuneytisins um nefndarþóknanir til úr- skurðar ...“. Umræddur reikningur hefur verið lagður fram í málinu, og er hann dagsettur í janúar 1972. Af honum og aðilja- skýrslum stefnenda kemur fram, að stefnendur hafa miðað við kr. 750 á tímann samkvæmt taxta verkfræðingafélags Íslands, en allir kveðast stefnendur vera í því félagi. Fram kemur af reikn- ingnum, að þeir hafa einungis áskilið sér kr. 500 á tímann, og kveða stefnendur þar vera um að ræða afslátt. Af reikningnum sést, að áður höfðu verið greiddar inn á hann kr. 150.000, þannig að eftirstöðvar hans voru þá taldar kr. 572.500. Af skjölum máls- ins verður ráðið, að þáverandi rektor hafi sent umræddan reikn- ing til menntamálaráðuneytisins. 465 Loks er að finna á dskj. nr. 9 svofellt bréf, dags. 4. maí 1972, en bréf þetta er sagt stafa frá umræddri matsnefnd fjármálaráðu- neytisins: „Með vísun til bréfs menntamálaráðuneytisins, dags. 2. þ. m., sbr. bréf þess frá 7. mars sl., telja undirritaðir, að heildar- Þóknunin til hvers þeirra nefndarmanna, sem ekki eru starfs- menn Háskóla Íslands, sé hæfilega metin kr. 110.000.00. Þá telja undirritaðir þóknun Ragnars Ingimarssonar hæfilega metna kr. 80.000.00 og Lofts Þorsteinssonar, formanns nefndarinnar, kr. 90.000.00%. Undir þetta bréf rituðu þeir starfsmenn ráðuneytisins, sem á þessum tíma höfðu það starf að meta slíkar þóknanir. 3.0. 3.1. Sókn sakar er á því reist, að stefnendur hafi verið beðnir um að vinna ákveðið verk í þágu stefndu, án þess að nokkuð væri minnst á greiðslu fyrir verkið. Samkvæmt meginreglum laga beri þeim því sanngjörn greiðsla fyrir verkið. Verkefnið hafi verið þess eðlis, að nefndarmönnum verði ekki talið skylt að vinna það sem hluta hins fasta starfs, hvorki þeim, sem voru í þjónustu ríkisins, né hinum. Verði ekki séð, að hið opinbera eða Háskólinn eigi rétt á því, að menn starfi fyrir þá á lægri launum en fyrir aðra. Engin lagaheimild leiði heldur til slíkrar niðurstöðu og stefnendum hafi alls ekki verið kunnugt um neina venju í þessa átt. Í annan stað er á það bent, að stefnendur hafi afhent rektor Háskólans álitsgerðina ásamt reikningi. Hafi rektor tekið við hvoru tveggja og engar athugasemdir gert, aðrar en þær, að reikningurinn yrði sennilega ekki greiddur alveg strax. Álits- gerðinni hafi þegar í stað verið dreift til þeirra aðilja, sem hana áttu að fá. Athugasemdalaus móttaka rektors Háskólans og nýting hans á verkinu og loforð hans um greiðslu skuldbindi hann sjálf- stætt til að greiða reikninginn að fullu. Stefnendur benda á, að allt starfið hafi verið unnið utan reglu- legs vinnutíma. Þeir hafi reiknað með að fá greiðslu sem næst Þegar í stað og hafi veitt afslátt af þeim sökum. Þar sem stað- greiðsla brást, telja stefnendur sig nú óbundna af afslættinum. Krefjast þeir nú allrar fjárhæðar miðað við kr. 750 á vinnustund. Samkvæmt málsútlistun stefnenda hafi Einar innt af höndum 285 tíma, Gunnar 270 tíma, Guttormur 280 tíma, Loftur 310 tíma og Ragnar 300 tíma. Samtals 1445 stundir. Miðað við 750 krónur á vinnustund verði reikningsfjárhæðin alls kr. 1.083.750, en inn á 30 466 þá fjárhæð hafi þegar verið greitt samtals kr. 500.000. Eftirstöðv- arnar séu því stefnufjárhæðin, þ. e. kr. 583.750. 3.2. Stefndu benda á, að þóknun til stefnenda hafi verið ákveð- in svo sem venja sé til af sérstökum matsmönnum ríkisins, sem meti þóknanir. Slík yfirlýsing hafi verið tekin fram í skipunar- bréfi til stefnenda, eða að minnsta kosti Í gegnum deildarforseta verkfræðideildar. Auk þess hafi stefnendum verið kunnugt um þennan hátt um greiðslur frá ráðuneytinu. Umrædd matsnefnd, sem umboðsmaður stefndu telur, að skipuð hafi verið fyrst innan ráðuneytisins á árinu 1968, hafi úrskurðað stefnendum sanngjarna þóknun, og er því haldið fram, að stefn- endur séu bundnir við þann úrskurð. Í höfuðdráttum hafi þókn- unin verið metin þannig, að vinnustundafjöldi sá, sem nefndar- menn gáfu upp, hafi verið lagður til grundvallar, en þeim nefnd- armönnum, sem ekki voru starfsmenn Háskólans, var ákveðið kr. 400 á hverja klukkustund, en þeim Lofti og Ragnari sem næst kr. 300. Tölur þessar hafi síðan verið „rúnnaðar“ af lítillega. Stefndu mótmæla því, að viðtaka háskólarektors á reikningi frá stefnendum og álitsgerð feli í sér skuldbindingu um að greiða reikninginn. Þá hafa stefndu haldið því fram, að reikningur stefnenda ætti að lækka með hliðsjón af stjórnunarskyldu tveggja stefnenda við Háskóla Íslands. Loks halda stefndu því fram, að stefnendur séu bundnir við þann afslátt, sem þeir veittu í upp- hafi, þ. e. kr. 500 á tímann. 4.0. 4.1. Háskólarektor fól þáverandi deildarforseta verkfræði- og raunvísindadðeildar, Þorbirni Sigurgeirssyni, að tilkynna um- rædda nefndarskipun með bréfi, dags. 30. júlí 1970 (sbr. nr. 17). 1 bréfinu var deildarforseta falið áður að komast að samkomulagi við háskólaritara um greiðslur til nefndarmanna. Samkvæmt gögnum málsins ritaði deildarforseti eftir viðtal við háskólaritara svofellda setningu á dskj. nr. 17: „um þóknun fyrir nefndar- störfin fer skv. ákvörðun trúnaðarmanna fjármálaráðuneytisins um þóknun fyrir slík störf“. Þessi skilaboð óbreytt kveðst deildar- forseti hafa flutt munnlega á fyrsta fundi með nefndarmönnum þann 20. júlí 1970, enda ekki reynst kleift að fá fyllri upplýs- ingar þrátt fyrir tilraunir. Er nánar um þetta fjallað í 2.1. Óljóst er, hverjir nefndarmanna voru þarna mættir, en deildar- forseti taldi þó „megnið af þeim“ hafa verið til staðar. Engin 467 fundargerð virðist hafa verið haldin, og ótvíræð sönnunargögn eru ekki fyrir hendi um atburði þessa fundar. Í fundarboði for- manns nefndarinnar, Lofts Þorsteinssonar, til nefndarmanna, dags. 7. sept. 1970 (dskj. nr. 16), er m. a. vitnað til fundarins 20. júlí og sagt, að þá hafi m. a. komið fram: „Deildarforseti lét þess getið, að greiðslur fyrir nefndarstörf yrðu ákveðnar í samráði við trúnaðarmenn fjármálaráðuneytisins“. Stefnendur tóku að sér að framkvæma umrætt verk án laga- skyldu. Tveir stefnenda voru á þessum tíma fastir ríkisstarfsmenn, en ekki verður talið, að þeim hafi verið skylt að vinna þetta verk sem hluta af því starfi sínu. Sérstök lagafyrirmæli eru ekki um þá greiðslutilhögun, sem stefndu gera nú ráð fyrir, og ósannað er, að stefnendur séu bundnir af fastmótuðum venjum í þessa átt. Skilaboð þau, sem stefnendur fengu um tilhógun greiðslna, voru ófullkomin og ekki án tvímæla. Verður ekki fullyrt, að stefnendur hafi mátt gera sér ljósa þá meðferð mála, sem stefndu byggja nú á. Telja verður því, að stefnendur séu óbundnir af fyrrgreind- um fyrirvara. Um stefnendur Ragnar og Loft giltu ákvæði 34. gr. laga nr. 38/1954, að því er tekur til umrædds starfs. Af hálfu stefndu var þóknun fyrir starfið til Ragnars ákveðin hæfileg kr. 80.000, en til Lofts kr. 90.000. Endurgjald fyrir verkið hefur ekki verið metið. Með hliðsjón af eðli og umfangi verksins, þess tíma, sem til þess var varið, og tímakaups, sem við var miðað, þykir ekki nægjanlega hafa verið sýnt fram á, að ákvörðun þessi sé andstæð fyrirmælum fyrrgreindrar 34. gr. Ekki er unnt að fallast á það með stefnendum, að móttaka rektors Háskólans á reikningi eða skýrslu þeirra eða yfirlýsing hans af því tilefni hafi sjálf- stætt falið í sér skuldbindingu fyrir stefndu til að greiða reikn- inginn með þeirri fjárhæð, sem stefnendur kröfðu. Stefnendur Ragnar og Loftur eru af þessum ástæðum bundnir við fyrrgreinda ákvörðun. Stefnendur framvísuðu reikningi, þar sem svofelld grein er gerð fyrir tímakaupi: „Tímataxti kr. 750.00 =- 33)% = 500“. Af skýrslum stefnenda má ráða, að tímakaupið var miðað við gjald- skrá Verkfræðingafélags Íslands, en stefnendur voru þar félags- menn. Af skýrslum stefnenda má helst ráða, að afslátturinn hafi verið veittur í þágu Háskóla Íslands. Ósannað er, að nokkur fyrir- vari hafi verið gerður varðandi afsláttinn við afhendingu reikn- ings eða skýrslu. Ber að líta svo á, að stefnendur Gunnar, Gutt- ormur og Einar hafi talið þessa fjárhæð hæfilega, eins og á stóð, fyrir umrætt verk. Eru þeir því bundnir af þessari kröfugerð 468 sinni. Rökstudd andmæli hafa ekki komið fram um það, að þessi kröfugerð sé ósanngjörn. Úrslit málsins eru því þau, að stefnandi Ragnar fær dæmt kr. 80.000, Loftur kr. 90.000, Guttormur kr. 140.000, Gunnar kr. 135.000 og Einar kr. 142.500. Frá þessum fjárhæðum samanlögð- um ber að draga viðurkennda inngreiðslu, kr. 500.000. Vexti ber að dæma af mismuninum, en þeir þykja hæfilega ákveðnir 7% á ári frá 1. febr. 1972 til 16. maí 1978, en 9% frá þeim degi til greiðsludags. Háskóli Íslands á stjórnarfarslega undir mennta- málaráðuneytið. Hann nýtur ríkisframlaga, m. a. vegna verks þess, sem mál þetta er sprottið af. Hins vegar fellur Háskólinn ekki undir hið almenna stjórnarkerfi landsins, og með sérstökum lagaheimildum er honum veitt sjálfstjórn í þeim mæli, að eðli- legt er að telja hann sjálfstæða lögpersónu. Sérstakar lagaheim- ildir bjóða ekki, að stefna ráðuneytunum, eins og hér síendur á. Þykir eiga að líta svo á, að ráðuneytunum sé aðeins stefnt til vara. Kröfugerð á hendur þeim kemur því ekki til frekari álita. tefndi Háskóli Íslands á að greiða stefnendum málskostnað, sem er hæfilega ákveðinn kr. 35.000. Stefán M. Stefánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Háskóli Íslands, greiði stefnanda Ragnari kr.80.000, stefnanda Lofti kr. 90.000, stefnanda Guttormi kr. 140.000, stefnanda Gunnari kr. 135.000 og stefnanda Einari kr. 142.500, allt að frádregnum kr. 500.000, en með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 35.000 í málskostnað. Framangreindar fjárhæðir ber að greiða innan 15 daga frá birtingu dómsins að telja að viðlagðri aðför að lögum. 469 Þriðjudaginn 25. maí 1976. Nr. 100/1976. Ákæruvaldið gegn Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Réttarneitanir. Dómur Hæstaréttar. Sigurberg Guðjónsson setudómari hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð svo og tekið hinar kærðu ákvarðanir. Varnaraðiljar hafa með kæru 14. maí 1976 skotið máli þessi til Hæstaréttar samkvæmt heimild í 10. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974. Hinn 17. s. m. bárust Hæstarétti gögn máls frá héraðsdómara og athugasemdir varnaraðilja hinn 18. þ. m. Svo sem að er vikið í hinum kærða úrskurði, var setudóm- arinn skipaður til „að fara með mál vegna kröfu ríkissak- sóknara um dómsrannsókn á málsmeðferð, leit, handtöku os yfirheyrslu í máli tveggja varnarliðsmanna“, en rannsókn þessi beindist meðal annars að varnaraðiljum. Er varnaraðiljar komu fyrir dóm 13. þ. m. og afhentu hér- aðsdómara bréf sitt, dags. sama dag, en efni þess er rakið í hinum kærða úrskurði, var eftirfarandi skráð í þingbók: „Þar sem dómarinn hefur lýst vfir, að hann geti ekki fallist á ofangreinda beiðni, segjast mættir vera tilknúnir að fara Þess á leit, að úrskurður verði kveðinn upp um bón þeirra. Mættir ítreka mótmæli þau, sem fram koma í ofangreindu bréfi. Þá segjast mættir fara þess á leit, að þeim verði afhent endurrif úr sakadómsbók varðandi framburð þeirra vitna, sem þegar hafa gefið skýrslu, en þeim er nú kynnt, að ein- ungis hafi verið teknar skýrslur af varnarliðsmönnunum James William Hand og Charles Edward Burrel. Mættir ítreka gerðar kröfur og vísa til bréfs þeirra varðandi frekari rökstuðning“. Næsta dag, 14. þ. m., kvað héraðsdómari upp hinn kærða 470 úrskurð án þess að taka þar efnislega afstöðu til krafna varn- araðilja, er greinir í nefndu bréfi þeirra og framangreindri bókun í þingbók, en í greinargerð héraðsdómara, dags. sama dag, segir svo um skilning héraðsdómara á kröfum þeirra: „Þeir Kristján og Haukur óskuðu eftir úrskurði um í fyrsta lagi, að þeim yrði tilkynnt um allar fyrirtektir aðila með hæfilegum fyrirvara, og í öðru lagi, að þeim væri heimilt að vera viðstaddir allar yfirheyrslur í málinu“. Varnaraðiljar voru viðstaddir, er hinn kærði úrskurður var kveðinn upp. Var þá bókað í þingbók: „Aðspurðir segjast þeir óska eftir að kæra úrskurð þennan til Hæstaréttar Íslands. Þeim er hér með tilkynnt, að ekki þyki rétt að svo stöddu að leyfa þeim að hlýða á prófun vitna. Þá er þeim kynnt, að dómarinn telji ekki skylt að tilkynna þeim um allar fyrir- tektir aðila með hæfilegum fyrirvara, en hins vegar yrði réttargæslumanni þeirra tilkynnt þær, ef þess yrði óskað. Jafnframt er því synjað að afhenda endurrit framburðar þeirra vitna, sem þegar hafa gefið skýrslu fyrir rétti. Mættir lýsa yfir, að þeir hafi ekki í hyggju að fá sér réttar- sæslumann“. Í upphafi athugasemda varnaraðilja til Hæstaréttar, er að framan getur, segir, að þær séu „vegna kæru til Hæstaréttar Íslands á úrskurði og ákvörðunum er varðar dómrannsókn kæru á hendur okkur ofangreindum“. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, hafa varnarað- iljar kært til Hæstaréttar úrskurð héraðsdómara frá 14. maí sl. og synjanir hans í þinghöldum 13. og 14. s. m. á, að þeim „verði tilkynnt um allar fyrirtektir aðila með hæfilegum fyrirvara vegna dómsrannsóknar“ setudómarans „á meintu misferli“ þeirra „Í opinberu starfi“, að þeim verði leyft að hlýða á prófun vitna við greinda dómsrannsókn og að þeim verði afhent endurrit úr sakadómsbók af framburðum þeirra vitna, sem þegar hafa gefið skýrslur. Bókun héraðsdómara í þingbók 13. þ. m., þar sem varnar- aðiljar segjast „vera tilknúnir að fara þess á leit, að úrskurður verði kveðinn upp um bón þeirra“, þykir verða að skilja svo 471 sem héraðsdómari gerði, að þeir hafi krafist úrskurðar um kröfur sínar. Héraðsdómari gat, hvort sem hann vildi heldur, synjað með bókun í þingbók að úrskurða um réttmæti krafna varn- araðilja eða kveðið upp sérstakan úrskurð um þetta atriði. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur, en kæru úrskurð- arins verður að skilja svo, að varnaraðiljar krefjist þess, að hann verði úr gildi felldur. Réttara hefði þó verið af héraðs- dómara, fyrst hann tók það ráð að kveða upp úrskurð, að kveða efnislega á um kröfur varnaraðilja. Hvorki með bókunum í þingbók né í athugasemdum sinum til Hæstaréttar hafa varnaraðiljar gert ákveðnar kröfur að því er varðar kæru framangreindra synjana dómara. Byggja verður á því, að í kærunni felist krafa um, að synjanir hér- aðsdómara á kröfum þeirra fyrir sakadómi verði úr gildi felldar og orðið verði við kröfum þeirra. Samkvæmt 4. mgr. 77. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 er dómara rétt, en ekki skylt, að láta sökunaut hlýða á prófun vitna, sbr. 3. mgr. 102. gr. Ber dómara að meta það hverju sinni, áður en hann leyfir sökunaut að hlýða á prófun vitna, hvort nærvera hans torveldi rannsókn máls eða hafi þau áhrif á vitni, að það segi ekki afdráttarlaust sannleikann, sbr. 4. mgr. 77. gr. nefndra laga. Ákvörðun dómara um þetta atriði verður ekki hnekkt nema öruggt sé, að mat hans um að meina sökunaut að hlýða á prófun vitnis sé að ófyrirsynju eða óæskilegt sé vegna rannsóknar máls, að sökunautur sé ekki viðstaddur. Ekki er heldur hætta á, að sókunautur verði leyndur framburðum vitna, þar sem dómara ber, þegar honum þykir hentugt, að samprófa vitni og sökunaut, ef á greinir, sbr. 3. mgr. 102. gr. nefndra laga. Auk þess ber dómara að kynna sökunaut efni þeirra skjala, er varða gögn í opinberum málum, er hann telur slíkt hættu- laust fyrir rannsókn máls, og ávallt eigi síðar en í lok rann- sóknar, sbr. 78. gr. margnefndra laga. Að svo vöxnu máli verður ákvörðun héraðsdómara um að synja varnaraðiljum að vera viðstaddir greindar vitnayfir- heyrslur eigi hrundið. 472 Af framansögðu leiðir og að héraðsdómara er hvorki skylt að tilkynna varnaraðilja „um allar fyrirtektir aðila með hæfilegum fyrirvara“, er þingað verður í nefndu máli, sem hann fer með sem setudómari, né heldur að láia þeim í té framangreind endurrit vitnaskýrslna á þessu stigi máls. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður svo og hinar kærðu ákvarðanir. Úrskurður sakadóms Keflavíkurflugvallar 14. maí 1976. Málsatvik eru þessi: Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar í gær, bar að með þeim hætti, að ríkissaksóknari krafðist þess með bréfi, dags. 27. apríl sl., að lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli tæki til dómsrann- sóknar „sakarefni það, sem getur í greindu bréfi Arnar Clausen, hrl.“, en þar var þess beiðst, að varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins „hlutist til um opinbera dómsrannsókn vegna málsmeð- ferðar þeirrar, er skjólstæðingar mínir, Charles Edward Burrel, Eskihlíð 18 A, Reykjavík, og James William Hand, Hlíðarvegi 17, Ytri-Njarðvík, hlutu dagana 7—10. nóvember 1975 við embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli“. Nánar segir síðan í bréfi hæstaréttarlögmannsins á þessa leið. „Þess er beiðst, að rannsakað verði sérstaklega framferði þeirra manna, Kristjáns Péturssonar, Hauks Guðmundssonar, Inga Br. Jakobssonar og John Hill, sem framkvæmdu handtöku, leit og yfirheyrslur í máli þessu, en eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið hjá umbj. m., svo og af skjölum málsins fæ ég ekki betur séð en öll meðferð þess sé meira og minna röng og ólögleg. Þess er beiðst, að sérstaklega verði rannsakað allt, sem við- kemur handtöku umbj. m. svo og skýrslutöku af þeim, en ég fæ ekki betur séð en framkoma Kristjáns Péturssonar og Hauks Guðmundssonar, og þó fyrst og fremst framkoma Kristjáns, sé með öllu löglaus, þar sem þeir hafi án nokkurrar heimildar hafist handa í máli þessu og framkvæmt rannsókn sína á þann hátt, að eigi samrýmist ákvæðum laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála“. Hinn 30. apríl sl. kvað lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli upp þann úrskurð, að hann viki úr dómarasæti við rannsókn 473 famangreinds máls, og með bréfi varnarmáladeildar utanríkis- ráðuneytisins, dags. 30. apríl sl, var undirritaður skipaður setu- dómari í málinu. Hafist var strax handa í málinu, og voru teknar dómskýrslur af varnarliðsmönnunum 4. og 5. maí sl. Í fyrradag, eða 12. maí sl., hafði Kristján Pétursson deildar- stjóri símasamband við dómarann og óskaði eftir heimild til að vera viðstaddur allar vitnayfirheyrslur í málinu. Þar sem dómar- inn féllst ekki á það, mætti nefndur Kristján og fyrrnefndur Haukur Guðmundsson í réttinum í gær og óskuðu eftir, að úr- skurðað væri um þá beiðni þeirra, „að okkur verði tilkynnt um allar fyrirtektir aðila með hæfilegum fyrirvara, vegna dómsrann- sóknar yðar á meintu misferli undirritaðra í opinberu starfi“, eins og segir í bréfi þeirra, sem þeir lögðu fram. Þá segir enn fremur í þessu bréfi orðrétt: „Við teljum okkur hafa ótvíræðan rétt á að vera viðstaddir yfirheyrslur, sbr. 4. málsgr. 77. greinar laga nr. 74/1974, enda verður ekki séð, að návist okkar geti á neinn hátt torveldað eða skaðað framgang rannsóknarinnar og ekki hefur verið kveðinn upp úrskurður um, að rannsókn skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Við mótmælum mjög harðlega þeim fyrirtektum, sem fram hafa farið í málinu án okkar vitneskju. Virðingarfyllst, Kristján Pétursson, deildarstjóri Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður““. Niðurstaða. Ekki verður fallist á þá skoðun Kristjáns Péturssonar og Hauks Guðmundssonar, að þeir geti krafist úrskurðar um þau atriði, er greinir í framangreindu bréfi þeirra. Fallist dómarinn ekki á beiðni sökunauts um að fá að hlýða á prófun vitna, þar sem hann telji ástæðu til að ætla, að sökunautur kunni að hafa þau áhrif á vitnið, að það segi ekki afdráttarlaust sannleikann, eða návist hans kunni að torvelda rannsókn málsins, sbr. 4. mgr. 77. greinar laga nr. 74/1974, bókar hann þá synjun sína í þingbók í réttar- haldi, þar sem þetta fellur undir eina af þeim mörgu ákvörðunum, sem dómarinn tekur varðandi framkvæmd rannsóknar sakamáls, enda verður ekki séð í lögum um meðferð opinberra mála, að sökunautur eigi sjálfskipaðan rétt til að vera viðstaddur yfir- heyrslu vitna fyrir dómi. Gagnstæð regla væri óeðlileg, þar sem návist sökunauts er oftast til að torvelda rannsókn málsins, en 474 meginmarkmið hennar er, svo sem kunnugt er, að ganga úr skugga um sekt eða sýknu hans. Þá verður ekki séð, að réttarörygginu sé stefnt í hættu með synjun, þar sem dómaranum ber að kynna sökunaut efni þeirra skjala, er varða gögn í hinu opinbera máli, þegar honum þykir það mega verða án hættu á því, að vitneskja sökunauts þar um verði notuð til þess að torvelda eða seinka rannsókn máls, og ávallt eigi síðar en í lok rannsóknar, sbr. 78. gr. laga um meðferð opinberra mála. Með skírskotun til framanskráðs þykir ekki þörf á að taka af- stöðu til annarra atriða í framangreindu bréfi. Sigurberg Guðjónsson, skipaður setudómari, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Synjað er framangreindri kröfu um úrskurð. Miðvikudaginn 26. maí 1976. Nr. 15/1975. Hlöðver Örn Vilhjálmsson og Guðfinnur Jónsson (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Kristjáni Júlíussyni (Gunnar Sæmundsson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Nauðungaruppboð. Skuldabréf. Greiðslufall. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 10. febrúar 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 3. s. m. Krefjast þeir þess, að synjað verði um framkvæmd nauðungaruppboðs á rishæð hússins nr. 54 við Grettisgötu í Reykjavík ásamt bílskúr. Þeir 475 krefjast og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Veðskuldabréf það, sem í málinu greinir, er handhafabrét. Afborgunar og vaxta átti því að vitja til áfrýjanda Hlöðvers, nema stefndi krefðist þess af honum í tæka tíð, að greiðslan yrði innt af hendi annars staðar. Stefndi vitjaði ekki greiðslu á gjalddaga 1. október 1974, og ósannað er gegn eindregnum mótmælum áfrýjanda Hlöðvers, að honum hafi borist inn- heimtutilkynning Landsbanka Íslands. Af hálfu stefnda hefur verið lýst yfir því fyrir Hæstarétti, að leggja beri til grund- vallar, að áfrýjandi Hlöðver hafi ekki fengið kröfubréf Gunn- ars Sæmundssonar héraðsdómslögmanns, sem um getur í hin- um áfrýjaða úrskurði, fyrr en 12. október 1974. Ósannað er, að áfrýjandi Hlöðver hafi nægjanlega boðið fram greiðslu á afborgunum og vöxtum, áður en hann geymslugreiddi féð 29. október s.á. Var greiðsludráttur þá orðinn slíkur, að allur höfuðstóll skuldarinnar var þegar af þeirri ástæðu orðinn gjaldkræfur samkvæmt ákvæðum veðskuldabréfsins. Þegar fyrri uppboðsbeiðendur höfðu afturkallað uppboðsbeiðnir sínar 29. október og 8. nóvember 1974, gat stefndi samkvæmt 21. gr. laga nr. 57/1949 krafist þess samkvæmt heimild í hinu gjaldfallna veðskuldabréfi, sbr. 3. gr. laga nr. 18/1887 og 39. gr. laga nr. 95/1947, að uppboð það, sem áður hafði verið ákveðið, færi fram. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur óskipt til að greiða stefnda 75.000 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Hlöðver Örn Vilhjálmsson og Guðfinnur Jónsson, greiði óskipt stefnda, Kristjáni Júlíussyni, 476 75.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsréttar Reykjavíkur 23. desember 1974. Sóknaraðili máls þessa, Kristján Júlíusson, Hofteigi 18, hefur krafist þess, að hluti af fasteigninni nr. 54 við Grettisgötu, þ. e. rishæð hússins, ásamt bílskúr og öðru því, er þessum eignarhluta fylgir, verði seldur á öðru og síðasta nauðungaruppboði, svo fljótt sem verða má, til lúkningar skuld skv. veðskuldarbréfi að upphæð kr. 1.209.035 auk 2% dráttarvaxta á mánuði og broti úr mánuði af kr. 125.000 frá 1. október 1974 til greiðsluðags, 17% ársvaxta af kr. 875.000 frá 16. október 1974 til greiðsludags svo og til lúkningar öllum kostnaði við uppboðið. Þá er þess krafist, að varnaraðiljarnir, Hlöðver Örn Vilhjálmsson, Álfheimum 28, og Guðfinnur Jónsson, Síðumúla 21, verði úrskurðaðir til að greiða málskostnað vegna uppboðsréttarmáls þessa, in soliðum. Varnaraðiljarnir hafa krafist þess, að synjað verði um hið um- beðna nauðungaruppboð. Þeir krefjast málskostnaðar úr hendi sóknaraðiljans. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutn- ingi, sem fór fram þann 18. þessa mánaðar. Í máli þessu liggur fyrir veðskuldabréf, útgefið til handhafa Þann 3. september 1973 af Hlöðver Erni Vilhjálmssyni, Álf- heimum 28. Játar hann sig skuldugan um 1.000.000 kr., sem hann lofar að greiða á næstu 8 árum, þann 1. október ár hvert, og fer fyrsta afborgun fram þann 1. október 1974. Vextir eru hæstu lög- leyfðu ársvextir og greiðast árlega eftir á á sömu gjalddögum og afborganirnar. Hann veðsetur skuldareiganda með 2. veðrétti og uppfærslurétti á eftir 500.000 kr. forgangsupphæð risíbúð hússins nr. 54 við Grettisgötu ásamt bílskúr og öðru, sem eignarhluta þessum fylgir og fylgja ber. Tíðkanleg ákvæði eru í bréfinu um, að öll veðskuldin skuli í gjaldaga fallin, ef vanskil verði á greiðslu afborgana og vaxta og ef aðrir skuldheimtumenn gangi að veðinu og geti veðhafi jafnan, er skuldin er fallin í gjalddaga, látið taka hina veðsettu eign fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar skv. 15. gr. laga 29/1885 eða látið selja hana á uppboði án dóms, sáttar eða aðfarar skv. 1. gr. laga 57/1949. Veðskuldabréfi þessu var athugasemdalaust þinglýst þann 17. september 1973. Umboðsmaður sóknaraðilja ritar uppboðsréttinum þann 26. júní þ. á. og krefst uppboðs á hinni veðsettu eign, þ. e. rishæð AT hússins Grettisgötu 54 m. m. til lúkningar kr. 562.771 skv. 3. veðréttartryggingarbréfi í eigninni. Var uppboðsþola tilkynnt um hina framkomnu uppboðsbeiðni þann 27. júní, og var uppboðið tekið fyrir þann 9. ágúst s. á. að undangengnum auglýsingum um uppboðið í 45., 46. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins. Við fyrirtöku þessa var ekki mætt af hálfu uppboðsþola, og var sala á eigninni sjálfri ákveðin þann 15. október. Uppboðsbeiðni sú, sem orðið hefur aðiljum að deilumáli því, sem hér er til úrskurðar, er rituð þann 14. október sl. Þar krefst sóknaraðili þess, að nefndur eignarhluti, rishæð hússins Grettis- götu 54 m. m., verði seldur á nauðungaruppboði til lúkningar kröf- um þeim, er greinir í upphafi úrskurðar þessa, og kveðst hann ganga inn í hið áður auglýsta uppboð til lúkningar 3. veðréttar- skuldinni. Á uppboðinu þann 15. október sl. varð hæstbjóðandi Gunnar Sæmundsson héraðsdómslögmaður, og bauð hann kr. 750.000. Um- boðsmaður uppboðsþola bað þá um, að annað og síðasta uppboð færi fram á eigninni. Við þetta uppboð lá fyrir uppboðsbeiðni sú, sem hér að framan getur, dags. 14. október sl., svo og uppboðs- beiðni Brands Brynjólfssonar hæstaréttarlögmanns vegna 1. veð- réttarhafa, dagsett á uppboðsdegi, og viðeigandi veðbréf beggja. Í áframhaldi af uppboðsréttarhaldi þessu ákvað uppboðshaldari, að annað og síðasta uppboð skyldi fram fara þann 18. nóvem- ber þ. á. Þann 29. október sl. gerðist það, að varnaraðili Hlöðver Örn Vil- hjálmsson f. h. Húseigna, sem er einkafyrirtæki hans, selur varnaraðilja Guðfinni Jónssyni 4ra herbergja risíbúð í húsinu Grettisgötu 56 (sic) m. m., eða 28% eignarinnar, svo sem nánar segir í afsali, sem lagt er fram í máli þessu sem rskj. 14. Guð- finnur hefur skv. afsalinu borgað kaupverð m. a. með því að taka að sér 1. veðréttarskuld, kr. 500.000, 2. veðréttarskuld upphaflega kr. 1.000.000 skv. veðskuldabréfi, útgefnu 3. september 1973, en að eftirstöðvum kr. 875.000. Sama dag greiddist uppboðskrafa sóknaraðilja skv. uppboðs- beiðni 26. júní sl., sjá hér að framan, og var uppboðsbeiðni þessi afturkölluð sama dag. Loks deponeraði varnaraðili Hlöðver Örn Vilhjálmsson sama dag kr. 125.000 í afborgun og kr. 140.388 í vexti vegna veðskuldar þeirrar, sem nú er um deilt í máli þessu. Er kvittun í frumriti lögð fram hér í málinu sem rskj. 13, og er veðskuldabréfinu lýst þar á fullnægjandi hátt, og sendi varnaraðili uppboðshaldara kvittun 478 þessa ásamt bréfi, dags. 6. nóvember sl., þar sem mótmælt er framgangi hins fyrirhugaða annars og síðasta uppboðs. Þess skal getið, að ofannefnd uppboðsbeiðni Brands Brynjólfs- sonar var afturkölluð þann 8. nóvember sl. Er uppboð var næst tekið fyrir þann 13. nóvember sl., var ákveðið, að sérstakt uppboðsréttarmál yrði rekið um þann ágrein- ing, sem með aðiljum var risinn, og er það mál hér til úrskurðar. Í málsútlistun sóknaraðiljans er á það bent, að veðskuldabréfið hafi verið til innheimtu hjá Landsbanka Íslands og bankinn hafi ritað varnaraðilja Hlöðver Erni Vilhjálmssyni tíðkanlega tilkynn- ingu um verustað bréfsins vegna greiðslna þeirra, er fram áttu að fara þann 1. október sl. Vísar hann þar að lútandi til vottorðs bankans, sem fram er lagt á rskj. 4. Sóknaraðili hafi síðan tekið bréfin úr höndum bankans þann 8. október og sama dag hafi varnaraðilja verið ritað ábyrgðarbréf, þar sem hann hafi verið krafinn um allar eftirstöðvar veðskuldarinnar ásamt vöxtum, dráttarvöxtum og innheimtulaunum og settur skilafrestur til 14. sama mánaðar. Þær ástæður eru gefnar í bréfinu fyrir eindögun, að gengið hafi verið að veðinu og að greiðslufall hafi orðið þann 1. október. Varnaraðilja er í bréfinu gefið til vitundar, að við greiðslu verði tekið á skrifstofu Gunnars Sæmundssonar héraðs- dómslögmanns, Laugavegi 49, kl. 9.30— 11.30. Umboðsmaður sóknaraðiljans skýrði svo frá í munnlegum flutn- ingi málsins, að hann hafi gengið úr skugga um, að Hlöðver Örn hafi tekið bréf þetta af pósthúsinu þann 10. október. Hann hafði þó engin gögn handbær um þetta, en þessari staðhæfingu var ekki mótmælt sérstaklega af hálfu varnaraðilja, — hafði um- boðsmaður varnaraðilja til mála í flutningi málsins, að varnar- aðili hafi tekið við bréfinu „skömmu eftir 8. október“, „þegar 3—4 dagar voru til uppboðs“. Sóknaraðili staðhæfir því, að fjarri hafi því farið, að varnar- aðili hafi verið leyndur vistunarstað skuldabréfsins, og raunar séu engar líkur til, að hann hafi ekki fengið umrædda tilkynningu Landsbankans, og sé það vissulega undantekning, að bréf mis- tarist. Í bréfi þessu hafi honum verið gerð kunn sú fyrirætlan sóknaraðilja að gerast aðili að uppboði á hinni veðsettu eign, er fram átti að fara eftir fáeina daga. Hefði varnaraðili þá brugðist skjótt við og deponerað afborgun og vöxtum þeim, sem til féllu 1. október, hafi ekki verið útilokað, að hann hefði getað hrundið af sér eindögun allrar veðskuldarinnar. En með því háttalagi að z hafast ekkert að í þessu efni, láta síðan mæta á uppboðinu þann 479 15. október, þar sem uppboðsbeiðni þessi og veðbréf lágu fyrir sem uppboðsheimild og honum lögformlega til vitundar komin, og draga síðan deponeringu allt til 29. október og loks að mót- mæla ekki hinu fyrirhugaða síðara uppboði fyrr en eftir 3 vikur frá hinu fyrra hafi varnaraðili gerst sekur um alvarlegasta greiðslufall. Það verði alls ekki sagt, að neitt hans háttalag á þessu tímabili, frá októberbyrjun til 29. sama mánaðar, beri minnsta vott um vilja eða getu til að standa við skuldbindingar sínar. Af hálfu varnaraðiljanna er á það bent, að hér sé um að ræða handhafabréf. Ef ekki sé annað tiltekið í slíku bréfi, sé greiðslu- staður á heimili skuldara. Megi skuldari handhafabréfs því halda að sér höndum, uns handhafi berji að dyrum hjá honum með bréfið í höndum. Varnaraðili Hlöðver Örn hafi enga tilkynningu fengið frá Landsbankanum, og er vottorði bankans á rskj. 4 mótmælt sem röngu. Að vísu hafi hann síðar fengið bréf Gunnars Sæmundssonar héraðsdómslögmanns, dags. 8. október sl., en skv. því bréfi hafi hann aðeins átt þess kost að borga alla veðskuldina. Sú eindögun hafi verið öldungis staðlaus. Varnaraðili hafi verið reiðubúinn að borga hina samningsbundnu afborgun og vexti, er til féllu 1. október, er hann hafði þannig fengið að vita um verustað bréfsins, en verið varnað þess vegna viðtökuneitunar og hafi verið um að ræða sífelldan viðtökudrátt af sóknaraðilja hálfu. Vitanlega hefði sú leið verið opin að deponera nefndri af- borgun og vöxtum, en til þeirrar athafnar hafi engin skylda verið að lögum. Loks hafi hann þó gripið til þess úrræðis, enda þá alveg útséð um, að sóknaraðili fengist til að taka við öðru en allri veðskuldinni ásamt dráttarvöxtum og innheimtulaunum. Sá dráttur, sem á deponeringu hafi orðið, sé aðeins sóknaraðilj- anum að kenna og hann hafi engan skaða beðið. Rétt sé það, að ekki hafi hér að lútandi mótmæli verið höfð uppi við uppboðið 15. október, en úr því verði þó ekki lesin nein viðurkenning á réttmæti þeirrar uppboðskröfu og eindögun, enda alsiða, að ógjald- fallin veðskuldabréf séu lögð fram við uppboð, ef endanleg upp- boðssala skyldi fram fara. Í þessu máli hafi uppboðsmeðferð fallið niður fyrir greiðslu og afturköllun, áður en til síðara upp- boðs kæmi, og geti sóknaraðili þegar af þeirri ástæðu ekki borið fram, að aðrir hafi gengið að eigninni, þannig að eindögun ætti að varða. Við úrlausn máls þessa er fyrst á það að líta, að það er ekki sannað gegn mótmælum Hlöðvers Arnar Vilhjálmssonar, að hon- 480 um hafi borist tilkynning Landsbanka Íslands um verustað veð- skuldabréfsins eða að hann hafi á annan hátt fengið að vita um hann eða mátt vita. En það verður að teljast fram komið, að þann 10. október, eða alveg um það leyti, hafi hann fengið bréf Gunnars Sæmunds- sonar héraðsdómslögmanns, þar sem hann fær að vita um bréf þetta, handhöfn þess og fyrirætlanir um að eindaga alla veð- skuldina vegna greiðslufalls og neyta þess réttar á uppboði, er fram skyldi fara eftir fáa daga og sem Hlöðver Örn vissi um. Nú verður ekki talið, að rétt sé að leggja sérstaka áherslu á það varnaraðiljum til tjóns, að ekki voru höfð uppi mótmæli gegn uppboðskröfu þessari á uppboðsdegi 15. október sl. En telja verð- ur, að til þess að firra sig vanskilavítum hafi varnaraðili Hlöðver Örn átt að bjóða fram hina áföllnu afborgun og vexti án ástæðu- lausrar tafar, eftir að honum barst bréf Gunnars Sæmundssonar, og að deponera greiðslunni, ef hann varð fyrir viðtökuneitun. Þessari deposition kom hann ekki í verk fyrr en 29. október, og var hún þó haldin þeim annmarka, að handhafa var ekki gert viðvart um hana fyrr en með bréfi, dagsettu þann 6. nóvember. Þegar litið er á framangreind atvik, verður ekki hjá því komist að telja, að varnaraðili Hlöðver Örn Vilhjálmsson hafi gerst sekur um vanefndir, sem sóknaraðili þurfi ekki að sætta sig við og sem réttlæti eindögun allrar veðskuldarinnar. Veður hið umbeðna uppboð látið ná að ganga fram skv. kröfum sóknaraðilja og á hans ábyrgð. Er um að ræða annað og síðasta uppboð, og verður það haldið á eigninni eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Rétt er, að málskostnaður verði látinn falla niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Umbeðið uppboð skal ná fram að ganga. Málskostnaður fellur niður. 481 Miðvikudaginn 2. júní 1976. Nr. 95/1976. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs Segn Braga Jósepssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. júní 1976. Nr. 98/1976. Hlöðver Örn Vilhjálmsson gegn J. P. Innréttingum. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Hlöðver Örn Vilhjálmsson, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 3l 482 Miðvikudaginn 2. júní 1976. Nr. 105/1976. Ákæruvaldið segn Sigurvin Helgasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Birgir Þormar, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 13. f. m., sem barst Hæstarétti ásamt gögnum máls 26. f. m. og 1. þ. m., hefur varnaraðili samkvæmt heim- ild í 3. 1. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar og krafist þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Samkvæmt sakavottorði varnaraðilja hefur ákæru fyrir þjófnað tvívegis verið frestað á hendur honum, 1956 og 1957. Hann hefur 13 sinnum verið dæmdur fyrir ýmis hegningar- lagabrot, þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld o. fl. Þá hefur hann ýmist með dómi eða dómssáttum sætt sektum 11 sinnum fyrir áfengislagabrot, brot gegn 231. gr. almennra hegningarlaga og vegna ölvunar við bifreiðarakstur, en síð- asti dómur, sem varnaraðili hefur sætt, var kveðinn upp 2. september 1974, 7 mánaða fangelsi vegna auðgunarbrota. Að því er ráðið verður af gögnum máls eru nú eftirtalin kæruatriði, sem varnaraðilja varða, til rannsóknar við saka- dóm Reykjavíkur. 1. Að kvöldi miðvikudagsins 4. september 1974 barst rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík tilkynning um mannslát að Vesturgötu 26 A hér í borg. Hinn látni var Daníel Símonar- son, er þarna bjó, fæddur 2. nóvember 1900. Að læknisskoðun lokinni var lík hans flutt í líkhús Rannsóknastofnun Háskólans við Barónsstís og krufið tveim dögum síðar. 483 Er rannsóknarlögreglumenn komu á vettvang, voru þar fyrir auk varnaraðilja Bína Jónsdóttir og Aðalsteinn Hjálm- arsson, er einnig bjuggu að Vesturgötu 26 A, í íbúð í vestur- enda kjallara hússins, næst við íbúð Daníels Símonarsonar. Voru þau varnaraðili og Bína drukkin. Um aðkomuna í íbúð Daníels heitins segir í skýrslu rann- sóknarlögreglu, að íbúðin hafi öll verið mjög sóðaleg, allt á rúi og stúi og því erfitt að segja um, hvort þar hefðu átt sér stað átök. Varnaraðili kveðst greint kvöld hafa komið heim til Daníels Símonarsonar og hafi þeir sest að drykkju, en síðar orðið átök þeirra á milli. Er þeim lauk, kveðst varnaraðili hafa ætlað að hverfa á brott, en dvalist þarna áfram að beiðni Daníels heitins gegn því að fá að binda hendur hans, þar sem varnaraðili hafi óttast, að Daníel mundi ráðast á sig, ef hann sofnaði. Segir varnaraðili þá síðan hafa lagst á gólfið. Eftir þetta kveðst hann ekki muna eftir sér, fyrr en nefnd Bína kom inn í herbergið os stóð yfir þeim, en er þau hugðu að Daníel heitnum, hafi þau talið hann látinn. Í skýrslu um réttarkrufningu á líki Daníels Símonarsonar segir m. a., að telja verði, „að áverki á hálsi hafi valdið blæð- ingum í vefi þar og þrengt að öndunarfærum, þannig að blætt hafi í lungu mannsins. Bendir það að nokkru til köfnunar- dauða, en samverkandi að dauðanum verður að telja, að kunni að hafa verið ölvun og kransæðasjúkdómur““. 2. Á tímabilinu 14. ágúst 1974 til 28. apríl 1976 hefur varn- araðili viðurkennt að hafa framið alls fjögur þjófnaðarbrot, en í einu þeirra er talið, að verðmæti þýfis hafi alls numið 340.439 krónum. 3. Þrjú önnur þjófnaðarbrot er varnaraðili grunaður um að hafa framið, 28. júní og 24. júlí 1975 og 2. maí 1976, en þeim sakargiftum hefur hann neitað. 4. Þá hefur varnaraðili viðurkennt að hafa tvívegis, 16. júlí 1975 og 28. apríl 1976, tekið bifreið ófrjálsri hendi og í öðru tilvikinu ekið ölvaður. Hinn 7. f. m. var hann svo staðinn að því að reyna að brjótast inn í bifreið, og loks viðurkennir hann rúðubrot hinn 3. s. m. í húsi við Bánargötu hér í borg. 484 Meðal gagna máls er yfirlit yfir vist varnaraðilja í fanga- húsum síðan 22. ágúst 1974. Segir þar svo: „1) Sigurvin Helgason var 22. ágúst 1974 úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald. Samkvæmt úrskurði þessum var hann í gæslu dagana 22. til 26. ágúst 1974. 2) Hinn 5. sept. 1974 var $S. H. úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald. Hann var í gæslu skv. úrskurði þessum 5. til 28. sept. 3) Að lokinni gæslu skv. næsta lið hér að ofan hóf S. H. afplánun 7 mánaða fangelsis skv. dómi sakadóms Reykja. víkur 2. sept. 1974. Úttektin fór fram í fangahúsinu í Síðu- múla og síðan á Litla-Hrauni 28. sept. 1974 til 26. apríl 1975. 4) Hinn 26. júlí 1975 var S. H. úrskurðaður í 20 daga gæsluvarðhald. Skv. áritun á endurrit af úrskurðinum strauk hann úr hegningarhúsinu sama dag, en var gripinn 3 dögum síðar. Hann sætti því gæslu skv. úrskurði þessum 29. júlí til 15. ágúst 1975. 5) Hinn 9. sept. 1975 var S. H. úrskurðaður í 60 daga gæsluvarðhald, og var hann í gæslu skv. úrskurði þessum allan tímann, þ. e. 9. sept. til 8. nóv. 1975. 6) Gæsluvarðhaldsvist S. H. var síðan framlengd um 100 daga, og var hann í gæslu allan tímann, þ. e. 8. nóv. 1975 til 16. febr. 1976. 7) Hinn 13. maí var S. H. úrskurðaður í 100 daga gæslu- varðhald, og er þeirri vist ekki lokið“. Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar er bókað í þing- bók, að varnaraðili hafi óskað þess, að Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður yrði skipaður réttargæslumaður hans og hann tæki ákvörðun um kæru úrskurðarins. Ekki verður séð, að hæstaréttarlögmaðurinn hafi verið skipaður réttar- gæslumaður eða verjandi varnaraðilja, en af undirkrift í þingbók, er varnaraðili kom fyrir dóm 30. desember 1975, sést, að Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður hefur sótt dómþing með honum. Með bréfi 13. f. m. til rannsóknardómarans skaut hæsta- réttarlögmaðurinn hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar. Í bréfi þessu segir svo: „Umbj. m. kveðst hafa verið hand- 485 tekinn um kl. 14 í gærdag. Hann hafi síðan ekki verið færður fyrir dómara fyrr en eftir kl. 15 í dag. Telur umbj. m., að úrskurður yðar sé því með öllu löglaus og brjóti í bága við stjórnarskrána. Auk þess telur umbj. m., að engin rök mæli með gæsluvarðhaldsúrskurðinum, enda séu öll mál þau, sem hann varðar, að fullu upplýst. Beiting sæsluvarðhalds sé því nú með öllu að ófyrirsynju, enda kveðst umbj. m. hafa verið í föstu starfi nú að undanförnu“. Um tímann frá handtöku varnaraðilja 12. f. m., þar til hann kom fyrir dóm, segir svo í skýrslu dómara 1. þ. m.: „Að sögn Magnúsar Magnússonar, rannsóknarlögreglu- manns, liðu aðeins nokkrar mínútur frá því hann handtók Sigurvin Helgason að Bergstaðastræti 33 þann 12/5 s.l., þar til hann óskaði aðstoðar lögreglu við flutning Sigurvins Í fangageymslu. Í lögregluskýrslu um flutning Sigurvins er beiðni Magnúsar sögð hafa komið kl. 14.06. Sigurvin var leiddur fyrir dómara kl. 14.40 þann 13/5. Undirritaður frétti um handtöku Sigurvins fyrir kl. 17.00 þann 12/5 og bar ábyrgð á málinu eftir það“. Í þingbók 13. f. m. hefur rannsóknardómarinn látið undir höfuð leggjast að skrá, hvað klukkan hafi verið, er varnar- aðili kom fyrir dóm, sbr. 4. mgr. 77. gr., sbr. ð. mgr. 40. gr. laga nr. 74/1974. Í hinum kærða úrskurði er eigi heldur getið, hvenær gæsluvarðhald hófst, en í lok þinghalds er skráð: „Kl. 15.10 er úrskurðarorðið lesið í heyranda hljóði í dóminum“. Að svo vöxnu máli verður eigi talið, að ákvæði 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 hafi verið snið- gengin. Með hliðsjón af sakaferli varnaraðilja og þeim kæruatrið- um, sem að framan eru rakin, þykir rétt, að hann sæti gæslu- varðhaldi, svo að ljúka megi ódæmdum málum hans, sbr. 5. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974. Þykir gæsluvarðhaldstíminn hæfi- lega ákveðinn allt að 60 dögum frá klukkan 1510 fimmtu daginn 13. maí 1976 að telja. Rannsókn í málum varnaraðilja hefur gengið miðs og eigi verið rekin með þeirri röggsemi, sem nauðsyn bar til, sbr. 1838. gr. laga nr. 74/1974. seint 486 Forsendur hins kærða úrskurðar eru hvorki svo skýrar né glöggar sem skyldi, sbr. 164. gr. síðastnefndra laga, og eigi er getið um tímasetningar, svo sem að framan greinir. Dómsorð: Varnaraðili, Sigurvin Helgason, sæti gæsluvarðhaldi allt að 60 dögum frá klukkan 1510 fimmtudaginn 13. maí 1976 að telja. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 13. maí 1976. Ár 1976, fimmtudaginn 13. maí, var á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var af Birgi Þormar, kveðinn upp úr- skurður þessi. Sigurvin Helgason hefur hlotið 13 fangelsisdóma vegna hegn- ingarlagabrota. Ódæmt er nú í 7 málum vegna ætlaðra hegningar- lagabrota hans, þar af einu, er varðar þátt hans í mannsláti. Kærði sat síðast í gæsluvarðhaldi frá 9. september 1975 til 16. febrúar 1976. Kærði stal bifreið 28. apríl sl. og ók henni á miklum hraða niður Laugaveginn. Ökuferðinni lauk með því, að bifreiðin hafn- aði uppi á gangstétt eftir að hafa fellt ljósastaur ofan á aðra bif- reið. Að eigin sögn var kærði drukkinn, þegar þetta átti sér stað. 7. maí sl. var hann kærður fyrir tilraun til bílþjófnaðar. Hann heldur fram sakleysi sínu í því máli. Með tilvísun til framanritaðs hlýtur að teljast veruleg hætta á því, að kærði haldi áfram brot. um, ef hann fær að ganga laus, áður en dómur gengur í málum hans. Ber því með tilvísun til 5. tl. 76. gr. laga nr. 74/1974 að úrskurða, að hann sæti gæsluvarðhaldi, enda eru ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar því ekki til fyrirstöðu. Ákveðst sæsluvarðhaldstíminn allt að 100 dögum. Úrskurðarorð: Kærði, Sigurvin Helgason, skal sæta gæsluvarðhaldi allt að 100 dögum. 487 Þriðjudaginn 8. júní 1976. Nr. 117/1976. Ákæruvaldið gegn Sigurbergi Kristjánssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Dómssátt úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Böðvar Bragason, bæjarfógeti í Neskaupstað, hefur gert hina kærðu dómssátt við varnaraðilja. Saksóknari ríkisins hefur samkvæmt heimild í 6. mgr. 112. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. þ. m., sem barst Hæsta- rétti sama dag, og krafist þess, að hin kærða dómssátt verði úr gildi felld. Samkvæmt skýrslu Þorsteins Hraundals, lögreglumanns í Neskaupstað, stöðvaði hann akstur varnaraðilja í bifreiðinni N 38 föstudaginn 24. október 1975 á Hlíðargötu. Vegna áfeng- isþefs frá vitum varnaraðilja var hann færður á sjúkrahús, þar sem honum var tekið blóð til alkóhólákvörðunar. Reynd- ist magn alkóhóls í blóði hans 1.38%. Er lögreglumaðurinn kom fyrir dóm, kvað hann atburð þennan hafa átt sér stað klukkan 0050 aðfaranótt laugar- dagsins 25. október 1975, og er það í samræmi við framburð varnaraðilja. Kveðst hann fimmtudagskvöldið 23. október greint ár hafa unnið við viðgerð á bátavél í verkstæði við Hamarsbraut og neytt þá 74 til % hluta úr vodkaflösku, en farið heim til sín um miðnætti. Næsta dag, föstudaginn 24. október, kvaðst hann hafa drukkið nokkuð af Carlsberg- pilsner, sem fæst hér í búðum, og eitthvert áfengi eftir kvöld- verð. Hann hafi síðan verið handtekinn. Með ákæru 3. maí 1976 höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál á hendur varnaraðilja fyrir að hafa aðfaranóti föstu- dagsins 24. október 1975 ekið greindri bifreið undir áhrifum 488 áfengis, en brot er heimfært undir 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Krafist er, að varnaraðili verði dæmdur til refsingar og til ökuleyfissviptingar sam- kvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Með bréfi sama dag var þess krafist, að dómari lyki rannsókn málsins og tæki það síðan til dómsálagningar samkvæmt greindri ákæru. Hinn 25. maí 1976 gerði dómari aftur á móti hina kærðu dómssátt við varnaraðilja. Ríkissaksóknari hafði krafist þess, að héraðsdómari kvæði upp dóm í máli varnaraðilja, og var því óheimilt að hafa annan hátt á málalokum, sbr. 115. gr. laga nr. 74/1974. Sam- kvæmt ákvæðum 3. mgr. 8. gr. umferðarlaga varðar brot segn 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. lagá þessara varðhaldi eða fang- elsi. Var héraðsdómara því einnig samkvæmt skýlausum ákvæðum 2. tl. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 74/1974 heimildar- laust að ljúka málinu með sátt. Að svo vöxnu máli ber sam- kvæmt 6. mgr. 112. gr. síðastnefndra laga að fella dómssátt Þessa úr gildi. Dómsorð: Hin kærða dómssátt er úr gildi felld. Dómssátt sakadóms Neskaupstaðar 25. maí 1976. Ég undirritaður, Sigurbergur Kristjánsson rafvirki, Blómstur- völlum 1 A, Neskaupstað, sem brotlegur er við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969, samþykki þau málalok að greiða kr. 12.000 í sekt til ríkissjóðs, og komi 2 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greiðd innan 14 daga, enn fremur að greiða allan kostnað sakarinnar svo og að sæta svipt- ingu ökuréttinda í 4 mánuði frá 15. janúar 1976, en þann dag var ég sviptur ökuleyfi til bráðabirgða, sbr. 81. gr. umferðarlaga og Í. mgr. 24. gr. áfengislaga. 489 Fimmtudaginn 10. júní 1976. Nr. 35/1975. Fjármálaráðherra og Samgönguráðherra f. h. ríkissjóðs (Árni Gr. Finnsson hrl.) segn Snorra Guðmundssyni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigu:- jónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Arnljótur Björnsson. Vinnuslys. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. mars 1975. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og að áfrýjendur verði dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Skýrslur vitna benda að vísu til þess, að á vélaverkstæði Vegagerðar ríkisins hafi verið til fyrir slysið einhverjar augn- hlífar til afnota fyrir starfsmenn, en ljóst er, einkum af fram- burði verkstjórans Þórðar Snæbjörnssonar, að talsverð brögð hafa verið að því, að viðgengist hafi, að þær væru ekki not- aðar. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta úrlausn hans um, að áfrýjendur beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnda. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms þykir stefndi einnig eiga verulega sök á tjóni sinu. Þykir því hæfilegt, að áfrýjendur bæti honum tjón hans að hálfu. Fyrir Hæstarétt hafa verið lagðar skattskýrslur stefnda árin 1973— 1976 svo og nýr útreikningar Þóris Bergssonar tryggingastærðfræðings á Örorkutjóni stefnda, dags. 18. maí 1976. Er þar við það miðað, að örorka stefnda hafi verið 100% í 5 mánuði frá slysdegi, eftir það 50% í hálfan mánuð, 490 en síðan 20% til frambúðar. Við útreikninginn hefur verið miðað við dánarlíkur íslenskra karla samkvæmt reynslu á árunum 1966—1970. Byggt er á tveimur mismunandi for- sendum að því er varðar vexti. Annars vegar er reiknað með sömu ársvöxtum og í fyrri útreikningi. Hins vegar er ein- ungis reiknað með þeim ársvöxtum frá slysdegi til 15. júlí 1974 og síðan með 13% ársvöxtum til frambúðar. Í báðum tilvikum er tjón stefnda vegna tímabundinnar örorku talið nema 288.195 krónum. Tjón hans vegna varanlegrar örorku nemur 5.074.994 krónum, ef fyrri aðferðin er notuð, en 3.719.121 krónu, ef síðari reikningsaðferðin er notuð. Fyrir Hæstarétti hefur verið lýst yfir því, að stefndi hafi haldið óskertum launum, meðan hann var frá vinnu vegna slyssins. Þykir því ekki ástæða til að ákveða honum bætur vegna tímabundinnar örorku. Tjón vegna varanlegrar ör- orku hans verður metið á 2.350.000 krónur, þegar frá hafa verið dregnar þær 310.568 krónur, sem hann fékk greiddar frá Tryggingastofnun ríkisins. Tjón stefnda samkvæmt síðari kröfulið í Þbótakröfu hans þykir hæfilega metið 150.000 krónur. Samkvæmt framansögðu nemur heildartjón stefnda 2.500.000 krónum (2.,350.000 -* 150.000). Af því ber áfrýj- endum að greiða helming, eða 1.250.000 krónur, með vöxtum svo sem krafist er. Rétt er að dæma áfryýjendur til að greiða stefnda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 350.000 krónur. Dómsorð: Áfýjendur, fjármálaráðherra og samgönguráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Snorra Guðmundssyni, 1.250.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 19. apríl 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 350.000 krónur í málskostnað. Dómur bæjarþings Akureyrar 20. janúar 1975. Mál þetta, sem dómtekið var 13. desember sl., hefur Snorri Guðmundsson bifvélavirki, Skarðshlíð 151, Akureyri, höfðað hér 491 fyrir bæjarþingi Akureyrar með stefnu, útgefinni 19. nóvember 1973, á hendur fjármálaráðherra og samgönguráðherra f. h. ríkis- sjóðs Íslands til greiðslu skaðabóta. Endanlegar kröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmdir til að greiða honum kr. 3.550.174 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. apríl 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað samkv. reikningi eða mati dómsins. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati dómsins. Málsatvik eru þau, að laust fyrir hádegi þann 19. apríl 1972 var stefnandi við vinnu hjá Vegagerð ríkisins að Miðhúsavegi 1, Akureyri. Vann hann að því að losa leguhring af drifhjóli af Caterpillar D 7 Tractor. Notaði hann til þess sleggju og meitil. Vildi þá svo til, að járnflís hrökk í vinstra auga hans með þeim afleiðingum, að augað varð ónýtt. Lögreglu var tilkynnt um slysið, og hófst lögreglurannsókn samdægurs, og voru þá m. a. teknar ljósmyndir af vettvangi og tækjum og verkfærum, er málið varðar, og hafa þær verið lagðar fram í málinu. Ekki var Öryggiseftirliti ríkisins tilkynnt um slysið. Verða nú rakin gögn málsins. Stefnandi skýrir svo frá, að hann hafi hafið störf hjá Vegagerð ríkisins 1. jan. 1972 og starfað við vélaviðgerðir fram til þess, er slysið varð. Að morgni þess 19. apríl 1972 hafi Gunnar Gunnars- son verkstjóri sett sig til starfans. Hafi hann framkvæmt verkið Þannig, að slífin var tekin sundur með logsuðu og síðan rekin af með meitli og hamri, en áður hafi verið búið að reyna ýmsar aðrar aðferðir til að ná slífinni af, en án árangurs. Hafi flís hrokkið í vinstra auga sér, að hann telur úr leguhringnum, er hann sló á meitilinn. Kveður hann starfsmenn Vegagerðarinnar hafa sagt þetta vera þá aðferð, sem þeir væru vanir að nota. Hann hafi hins vegar framkvæmt sams konar verk hjá Norður- verki h/f, en þá hafi verið fengið sérstakt tæki til að ná slífinni af, eftir að búið var að skera hana, þannig að ekki þurfti að slá hana af. Stefnandi segir, að sér hafi verið ljós sú hætta, sem stafaði af því að berja stáli í stál, en ekki hafi verið við hendina mýkri áhöld, en e. t. v. hafi þau verið til á verkstæðinu. Kveðst hann hafa tekið eggina framan af meitlinum á smergli, áður en hann notaði hann til verksins, til þess að taka harðasta hluta af 492 honum og efist hann um, að það sé harðara en venjulegt öxulstál, nema þá ysta skelin. Stefnandi segir, að verkstjórinn, Gunnar Gunnarsson, hafi engin fyrirmæli gefið um notkun hjálms eða gleraugna, er hann setti sig til starfans, hvorki þá né fyrr. Starfsmenn hafi ekki notað hlífðarhjálma eða gleraugu á verkstæðinu á þessum tíma og hafi aðeins einn hjálmur verið til á verkstæðinu og hann ónothæfur, en engin gleraugu. Segir stefnandi, að strax hafi verið tekin upp notkun hlífðargleraugna eftir slysið. Vitnið Hrafn Ingvason vélamaður kveðst hafa unnið með stefn- anda við að losa leguhring af drifhjóli, þegar slysið varð. Kveðst hann oft hafa unnið að þessu verki áður og minnist þess ekki, að það hafi verið framkvæmt á annan hátt en í umrætt sinn, þ. e. skera í sundur slífina og reka hana síðan af með meitli. Vitnið segir, að ekki hafi verið notuð hlífðargleraugu á þessum tíma, en kveðst ekki geta fullyrt um, hvort þau voru til. Vitnið kveðst hafa unnið hjá Vegagerðinni sl. 11 ár og kveðst gera ráð fyrir, að til hafi verið hlífðartæki fyrir slysið, en ekki vita, hvort þau voru nothæf. Vitnið kveðst ekki muna, hvort fyrirmæli voru um notkun slíkra tækja, áður en slysið varð, en síðar hafi verið gefin fyrir- mæli um notkun þeirra. Vitnið Halldór Arason bifvélavirki kveðst hafa verið við vinnu á verkstæðinu, þegar slysið varð, og séð, að hvaða verki stefnandi vann. Segist vitnið hafa séð, á hvern hátt stefnandi vann að verkinu, en hann hafi verið að taka legu af hliðardrifi á Cater- pillar-jarðýtu. Segir vitnið, að til þessa verks þurfi sérstök áhöld, sem ekki hafi verið til á staðnum, og kveðst þar eiga við special aftakara, sem notaðir séu til að draga legurnar af. Telur vitnið, að þeir séu framleiddir hjá framleiðanda vélanna og jafnvel ein- hverjum fleirum, en þar sem tæki þetta var ekki til, hafi stefn- andi notað logsuðutæki og hamar og ásláttartæki. Vitnið kveðst hafa tekið við verkinu eftir slysið og framkvæmt það með sömu aðferðum og stefnandi. Hann hafi hins vegar krafist hlífðar- gleraugna, áður en hann hóf verkið. Hlífðargleraugu hafi ekki verið til á staðnum, en þau verið keypt eftir slysið, áður en hann hóf starfið. Hins vegar hafi verið til einn hjálmgarmur, sem orðinn var mattur og ekki var á vísum stað. Vitnið segist hafa skoðað meitil þann, er stefnandi notaði við verkið. Eggin hafi verið sljó af notkun, en ekki kveðst vitnið 493 geta sagt um, hvort hún var sléttuð á smergli, áður en meitilinn var notaður. Vitnið kveðst hafa starfað hjá Vegagerðinni síðan 1960 og sjálfur unnið svona verk og framkvæmt það á sama hátt og stefn- andi gerði. Hafi verið venja að framkvæma verkið á þann hátt. Kveðst vitnið ekki vita til, að til hafi verið heppilegri verkfæri til framkvæmdar verksins en þau, sem notuð voru. Vitnið segir, að í samningi milli stéttarfélags og vinnuveitenda hafi verið ákvæði þess efnis, að notuð skyldu sjónhlífðartæki við vinnu á verkstæðinu á þessum tíma, en ekki kveðst vitninu vera kunnugt um, að yfirmenn verkstæðisins hafi gefið slík fyrirmæli, áður en slysið varð. Vitnið kveðst ekki vita annað en að stefnandi hafi gætt var- úðar við störf sín á verkstæðinu. Vitnið Sigþór Ármann Ingólfsson bifvélavirki kveðst hafa verið viðstaddur, er slysið varð. Segir vitnið, að stefnandi hafi fyrst notað þvingu eða aftakara, síðan skorið leguhringinn sundur með logsuðutækjum og að síðustu notað hamar og meitil. Stefnandi hafi allt í einu kallað til sín og sagt, að flís hafi farið í auga sér. Þegar hafi verið brugið við og stefnandi fluttur í sjúkrahús til læknismeðferðar. Segir vitnið, að stefnandi hafi verið vanur þessari vinnu, en hann hafi hvorki notað augnhlífar né hjálm. Vitnið kveðst hafa hafið störf hjá Vegagerðinni 1966 og oft unnið að sama starfi og hér um ræðir. Oftast hafi nægt að nota aftakara þann, sem stefnandi notaði, en þegar það hafi ekki nægt, hafi hann beitt sömu aðferðum og stefnandi gerði Í greint sinn. Vitnið segir, að hlífðargleraugu og hjálmar hafi verið til frá því að það hóf störf, a. m. k. síðan flutt var á verkstæðið að Mið- húsavegi 1. Segir vitnið, að Þórður Snæbjörnsson hafi oft verið búinn að biðja sig að nota hlífðartæki við þau störf, sem hætta væri talin stafa af. Segist vitnið stundum hafa notað slík tæki við starf það, sem hér um ræðir, en þó oftast ekki. Vitnið segir, að sig minni, að það hafi lokið við að ná legunni af drifhjólinu, en hins vegar hafi Halldór Arason tekið við verki stefnanda að öðru leyti. Vitnið kveðst ekki muna, hvort það setti þá upp hlífðargleraugu og hvort það notaði sömu áhöld og stefn- andi við verkið, en tekur fram, að legan hafi verið orðin laus, þegar það tók hana af. Vitnið segir, að hjálmar þeir, sem til voru, hafi verið með gagnsæjum andlitshlífum. Vitnið Gunnar Gunnarsson verkstjóri skýrir svo frá, að hann 494 hafi haft með höndum verkstjórn í forföllum aðalverkstjóra, er slysið varð. Kveðst hann hafa falið stefnanda að ná legunni af öxlinum, en ekkert sagt fyrir um, hvernig það skyldi gert, enda stefnandi vanur að vinna við þungavinnuvélar. Kveðst hann ekki hafa fylgst með verki stefnanda og verið staddur í verkstjóra- skýlinu í vinnusalnum, er kallað var til hans og honum sagt, að slys hefði orðið. Hann hafi strax farið til stefnanda, sem sagði, að járnflís hefði farið í auga sér, og hafi hann þegar séð til þess, að stefnandi yrði fluttur á sjúkrahúsið. Segir vitnið, að stefnandi muni fyrst hafa notað aftakara, síðan brennara og síðast hamar og meitil við að slá leguna af. Segir vitnið, að augnhlífar handa starfsmönnum hafi verið fyrir hendi á vinnustaðnum, en þær hafi ekki verið notaðar að staðaldri. Vitnið kveðst telja, að hægt hefði verið að ná legunni af með aftakaranum með því að hita leguna upp, án þess að nota hamar og meitil til ásláttar og sé það venjulega aðferðin við verk þetta. Hins vegar sé oft gripið til ásláttar, eftir að legan hefur verið hituð upp, til þess að flýta fyrir verkinu. Vitnið segir, að starfsmenn hafi almennt vitað um augnhlífar verkstæðisins og að til þess var ætlast, að þær væru notaðar. Segist vitnið sjálft hafa haft fyrirmæli frá aðalverkstjóra, Þórði Snæbjörnssyni, um notkun augnhlífa, þegar þess væri þörf. Hins vegar kveðst vitnið ekki hafa gefið stefnanda fyrirmæli um notkun augnhlífa við þetta verk. Vitnið kveðst ekki hafa fylgst með því, hvort stefnandi notaði augnhlífar í þetta skipti, ekki sé vani að fylgjast með vönum mönnum. Vitnið kveðst ekki hafa skoðað meitilinn sérstaklega, en heldur, að hann hafi ekki verið flatur fyrir eggina, en venja sé að nota meitla, sem séu flatir fyrir, við verk sem þetta. Vitnið kveðst ekki geta fullyrt um, hvort stefnandi hafi sorfið eggina af á smergli í þetta sinn. Vitnið kveðst nokkrum sinnum hafa framkvæmt verk sem þetta og þá beitt aftakara og brennara við verkið, en kveðst ekki muna, hvort hann notaði áslátt við verkið, en telur, að svo geti hafa verið, og gerir ráð fyrir að hafa notað meitil, sem þver er að framan, eða önnur úrrek, svo sem öxulenda eða öxulstál- búta, en slíkir hlutir séu iðulega til, en kvaðst ekki fullyrða, að svo hafi verið í þetta skipti. Vitnið kveðst telja, að stefnandi hafi hitað leguna á þann hátt sem venja var, um leið og hann brenndi hana sundur. Vitnið kveðst telja, að nota þurfi augnhlífar, þegar um er að 495 ræða vinnu með hamri og meitli, en telur, að augnhlífar hafi ekki alltaf verið notaðar, þegar þeirra var þörf. Vitnið Þórður Snæbjörnsson verkstjóri skýrir svo frá, að hann hafi verið veikur þann dag, er slysið varð. Segir hann, að tvenn hlífðargleraugu úr plasti hafi verið til og einn hjálmur. Áhöld þessi hafi ekki verið ný, en í nothæfu ástandi. Þau hafi verið geymd á verkstæðinu á stað, er starfsmenn áttu greiðan aðgang að, en ekki kveðst hann vita, hvort þau voru þar, er slysið varð, eða hvort þau voru í notkun hjá öðrum en stefnanda. Vitnið segist hafa gefið almenn fyrirmæli um notkun tækja bessara og getið um þau verk, sem nauðsynlegt væri að hafa hlífðartækin við. Meðal þeirra verka hafi verið ásláttarvinna. Kveðst vitnið hafa gefið þessi fyrirmæli oft og alltaf þegar það varð vart við, að þeim var ekki framfylgt. Vitnið kveðst minnast þess að hafa gefið stefnanda fyrirmæli um notkun hlífðartækj- anna, en man ekki, hvenær það var eða af hvaða tilefni. Vitnið telur, að aðferð sú, er stefnandi viðhafði við verkið, sé ekki óalgeng. Vitnið segir, að á þessum tíma hafi talsverð brögð verið að því, að menn notuðu ekki augnhlífar. Vitnið Friðrik Theodór Blöndal skrifstofumaður kveðst hafa verið lagermaður hjá Vegagerð ríkisins, þegar slysið varð. Segir vitnið, að ekki hafi þótt ástæða til að geyma hlífðargleraugu og hjálma á lager, eftir að notkun þeirra hófst. Hafi sá háttur verið á hafður að afhenda tæki þessi af lagernum eftir beiðni frá verk- stæðinu, en ekki hafi verið venja að skila þeim inn aftur. Ekki kveðst vitnið vita, hvort slík tæki hafi verið til á verkstæðinu, Þegar slysið varð. Lagðar eru fram í málinu birgðaskrár 31. desember 1971, 31. desember 1972 og 31. desember 1973, og kveður vitnið þar tæm- andi upptaldar þær birgðir af tækjum og áhöldum, sem til voru á lagernum við dagsetningu skýrslnanna, en hins vegar sé aðeins getið helstu tækja og áhalda, sem geymd voru á verkstæðinu. Í skýrslum þessum eru ekki talin upp nein augnhlífðartæki. Þá er lagt fram í málinu ljósrit úr beiðnabók Vegagerðarinnar, dags. 19. apríl 1972, undirrituð af vitninu. Í beiðninni eru m. a. upptalin 2 stk. rykgleraugu og 4 stk. hlífðargler. Segir vitnið, að hér sé um að ræða beiðni frá Vega- gerðinni til Atlabúðarinnar um úttekt á vöru þeirri, sem beiðnin hljóðar upp á. Vitnið segir, að tilefni beiðninnar muni hafa verið beiðni frá verkstæðinu um kaup á hlutum þessum, en kveðst ekki 496 muna, hvort einhverjar birgðir af hlífðarglerjum hafi verið til á lagernum, þegar beiðnin var gerð. Lagt er fram í málinu ljósrit af leiðbeiningabæklingi varðandi umrædda vél, og er þar gert ráð fyrir, að notaður sé vökvaknú- inn áftakari til að vinna með verk það, er stefnandi vann að í greint sinn. Þá hefur verið lagður fram samningur milli Sveinafélags járn- iðnaðarmanna og Meistarafélags járniðnaðarmanna, Akureyri. Í grein 14.6 segir: „Á málmiðnaðarvinnustöðum skal vera fyrir hendi til afnota fyrir starfsmenn sá öryggisbúnaður sem Öryggis eftirlit ríkisins telur nauðsynlegan, svo sem eyrnahlífar, hlífðar- gleraugu, rykgrímur, öryggisbelti (lífbelti), öryggishjálmar (hlífðarhjálmar)“. Þá er lagt fram í málinu vottorð Gissurar Péturssonar augn- læknis, dags. 31. mars 1973, en þar segir svo: „Undirritaður var fyrst tilkvaddur að líta á Snorra á slysa- varðstofu FSA, hinn 19. apríl 1972, en þangað leitaði hann, eftir að stálflís hafði lent í vinstra auga hans skömmu áður. Skoðun þá sýndi áverka, sem eingöngu voru bundnir við vinstra augað, en augnlok voru ósködduð. Sjónskerpa var stórlega minnk- uð, aðeins greindi sjúkl. þá handarhreyfingu í % meters fjar- lægð. Augað hið ytra var allt áberandi bólgið, bæði slímhimnur og hvíta. Á miðri glæru (hornhimnu) var ca 4—5 mm langur, óreglulegur, horizontal skurður í gegnum glæru, og voru barmar skurðarins lítið tættir, en hins vegar bjúgkenndir, og féll sárið svo vel saman, að forhólf hélzt formað og þar með lagið á auganu í heild. Ljósopið var ca 7—8 mm í þvermál, nokkuð reglulegt og centralt og lithimna því bersýnilega nær ósködduð. Svörun ljós- opsins fyrir ljósi var þó engin. Aftan við ljósop sást í móðukenndan augasteininn, sem ber- sýnilega var Í óða önn að ummyndast í ský (cataracta) og hefur því orðið fyrir stálflísinni. Aftan við augastein sáust engin smá- atriði frá augnbotni, aðeins daufur rauður bjarmi. Röntgenmyndir voru teknar af auganu, og sýndu þær allstóran, ca 4X3 mm þéttan aðskotahlut aftur í glerhlaupi eða afturhluta augans, en nánari staðarákvörðun hlutarins var ekki fram- kvæmanleg. Sjúkl. var nú lagður inn á h-deild FSA og meðhöndlaður con- servativt, með augnpúða fyrir bæði augu og algjörlega rúmlegu í einn sólarhring til að sjá, hvort bólga settist svo til, að koma mætti auga á aðskotahlutinn og fjærlægja hann þannig. Sú varð 497 þó ekki raunin á, og bólga hafði heldur aukist en hitt, og var hann því sendur á Landakotsspítalann í Reykjavík til aðgerðar, þar sem fjarlægja varð aðskotahlutinn blint með sterkum rafsegli, en hann er ekki til á FSA. Aðgerðin var svo framkvæmd af Úlfari Þórðarsyni, lækni, Reykjavík, hinn 21. apríl 1972, og mun það hafa gengið vel miðað við aðstæður, enda var sjúkl. aðeins 7—8 daga á sjúkrahúsinu, en kom þá aftur norður í mína umsjá. Skoðun hinn 4. maí 1972 leiddi í ljós, að sjónskerpa á vinstra auganu var nú aðeins ljósskynjun með lélegri projection, og mjög mikil bólga var á auganu hið ytra og innra, en sár á glæru féll vel saman, þótt mikill bjúgur væri á glærunni umhverfis það. Sjúklingur hafði veruleg óþægindi frá auganu, bæði verki og ljósfælni og höfuðverk vinstra megin í höfði. Honum var nú gefin meðferð með sterkum bólgueyðandi meðölum, og við skoðun 12. maí var um verulega minnkun á bólgu að ræða, og glærusár var þá allvel gróið og bjúglaust, en óþægindi í auganu, einkum æða- sláttur. Augnvökvi í forhólfi var næstum hreinn, en augasteinn í óða önn að leysast upp. Ekkert sást aftur í augað. Hann kom svo til eftirlits 24. maí, 5. júní, 22. júní, 24. júlí, 18. ágúst, 22. september og 3. nóvember. Í öll þessi skipti var um litla breytingu að ræða, stundum var bólga inni í auganu, og þá "var meðferð aukin. Hann hafði alltaf meiri og minni óþægindi frá auganu. Honum var leyft að hefja nokkra vinnu á ný 22. september, og hefur hann unnið síðan. Síðasta skoðun á auganu var framkvæmd 8. febrúar 1973. Þá var aðeins dauf ljósskynjun á auganu, en engin projection. Augað bólgufrítt hið ytra og innra. Augasteinn var uppleystur orðinn, "og sást nú aftur í augnbotn. Sést þá, að sjónhimnan hefur losnað frá augnbotni alls staðar og dregist inn að miðju augans. Er því bersýnilegt, að sjónhimnan hefur skaddast illa við slysið. Hægra augað var nú skoðað, og reyndist sjónskerpa án glerja '20/20 (6/6) og sjónsvið fullt. Augað eðlilegt að öðru leyti en því, að nokkur fjarsýni er á því, og var því mælt með því, að sjúkl- ingur fengi sér gleraugu til að ganga með, sem leiðrétti þetta. Niðurstaða: Vinstra auga telst alveg ónýtt og gagnslaust, þótt það sé enn í augntóftinni og ekki til áberandi útlitslýti. Sjúkl. notar enn meðöl til að halda niðri bólgu í því og verður að gera rum óákveðinn tíma og sjálfsagt af og til um alla framtíð. Í besta falli helst augað þannig, en hugsanlegt er einnig, að gláka eða aðrir seinkomandi sjúkdómar leiti á augað og valdi óþægindum 32 498 í því og frekari skemmd, sem kann að valda útlitslýti, þannig að rétt þyki að fjarlægja það alveg. Sjúkl. var skoðaður af mér 12. júní 1970 (fyrir slysið), og var þá sjónskerpa full á báðum augum og þau bæði eðlil. Sjúkdóms- greining var þá augnþreyta“. Hinn 18. apríl 1974 mat Stefán Guðnason læknir örorku stefn- anda. Í skýrslu hans segir m. a.: „Ályktun: Það er um að ræða þrítugan bifvélavirkja, sem varð fyrir vinnuslysi fyrir rúmu ári. Hann hlaut sköddun á vinstra auga, sem olli blindu. Slasaði dvaldi í sjúkrahúsi um 10 daga eftir slysið, og eftir það var hann í meðferð hjá augnlækni á Akureyri. Slasaði var af þessum sökum talinn óvinnufær í um 5 mán. tíma, starfsgeta hans talin verulega skert eftir það í 2 mán. og síðan varanlega nokkuð skert. Varanlegar afleiðingar þessa slyss er blinda á vinstra auga. Ekki er talin von um frekari bata á afleiðingum þessa slyss, en hins vegar ekki talið óhugsandi, að það verði að fjarlægja hið blinda auga síðar. Þykir því tímabært að meta nú þá tímabundnu og varanlegu örorku, sem slasaði telst hafa hlotið af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega metin sem nú greinir: Frá slysdegi í 5 mánuði .. .. .. .. 100% Eftir það í % mánuð .. .. .. .. .. 50% Eftir það varanlega .. .. .. .. .. 20%“ Þórir Bergsson, cand. act., reiknaði hinn 23. mars 1974 út ör- orkutjón stefnanda. Í skýrslu hans segir m. a.: „Við áætlun vinnutekna nú er tekið tillit til umsaminna hækk- ana launataxta, sem koma til framkvæmda 1. desember 1974 og 1. júní 1975. Áætlaðar vinnutekjur og vinnutekjutap verður: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið .. .. kr. 924.501 kr.280.879 kr.184.900 2. árið eftir slysið .. .. — 1.205.086 — 241.017 3. árið eftir slysið .. .. — 1.595.230 — 319.046 4. árið eftir slysið .. .. — 1.667.333 — 333.467 Síðan árlega .. .. .. .. — 1.672.975 — 334.595 499 Verðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku . .. .. kr. 276.048 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. .. — 3.532.927 Samtals kr. 3.808.975 Við útreikninginn nú hef ég notað 7% vexti p. a. til 16. maí 1973, en síðan 9% til frambúðar“. Stefnandi styður kröfu sína eftirtöldum rökum: Í fyrsta lagi sé um að ræða mistök við verkstjórn, þar sem verkstjóri hafi sett stefnanda til starfans og gefið honum fyrir- mæli um að framkvæma verkið á annan hátt en fyrir var mælt um Í leiðbeiningabæklingi framleiðanda vélarinnar. Þá hafi þess ekki verið gætt af hálfu yfirmanna Vegagerðarinnar að hafa til- tæk þau verkfæri, sem til þess þurfti að framkvæma verkið á réttan hátt. Í öðru lagi telur stefnandi, að flísin, sem hrökk úr drifhjólinu, hafi losnað vegna galla í smíði hjólsins. Í þriðja lagi hafi verkstjóri ekki gætt þess að gefa stefnanda fyrirmæli um notkun augnhlífa við starfið og hafi þær ekki einu sinni verið til á verkstæðinu. Telur stefnandi, að öll ofangreind atriði leiði til fullrar bóta- ábyrgðar stefndu gagnvart stefnanda. Sýknukröfu sína rökstyðja stefndu þannig: 1. Mistök í verkstjórn hafi ekki átt sér stað. Stefnandi hafi verið sérmenntaður til þess starfs, sem hann vann að, og haft meistararéttindi í sinni iðn og því ástæðulaust fyrir verkstjór- ann, sem ekki hafði meiri menntun í starfinu, að segja honum til um framkvæmd verksins, og er því mótmælt, að verkstjóri hafi gefið stefnanda fyrirmæli um að framkvæma verkið á þann hátt, sem hann gerði. Þá er því mótmælt, að ekki hafi verið til fullnægjandi verkfæri til starfans. Stefnanda hafi verið fenginn aftakari, sem að vísu sé ekki vökvaknúinn, en fullnægjandi til verksins, og ekki sé venja að hafa til reiðu sérsmíðuð verkfæri og áhöld til vinnu sem þessarar. 2. Stefndu mótmæla því eindregið, að flísin hafi hrokkið úr legunni vegna galla í henni, enda sé ekkert fram um það komið, að svo hafi verið, og staðhæfing stefnanda um það með öllu ósönnuð. 500 3. Stefndu halda því fram, að til hafi verið augnhlífðariæki á verkstæðinu, sem stóðu stefnanda til boða, en hann hafi ekki óskað eftir þeim, þrátt fyrir að yfirmenn verkstæðisins hefðu gefið starfsmönnum fyrirmæli um notkun þeirra, þegar þörf væri á. Niðurstaða stefndu er sú, að engin þau atvik séu fyrir hendi, er leiði til bótaskyldu þeirra vegna slyssins. Hér hafi verið um óhappaatvik að ræða, sem stefnandi verði sjálfur að bera skað- ann af. Þá telja stefndu, að verði slysið að einhverju eða öllu leyti rakið til framkvæmdar verksins og þess, að stefnandi bar ekki hlífðargleraugu, þá beri stefnandi sjálfur alla ábyrgð á því, þar sem hann sjálfur valdi aðferðir við að vinna verkið og sinnti ekki um að nota hlífðargleraugu þrátt fyrir fyrirmæli þar um. Samkvæmt gögnum málsins, sem að framan eru rakin, fram- kvæmdi stefnandi verk sitt þannig, að hann notaði fyrst hand- knúinn aftakara, en þegar það dugði ekki, brenndi hann slífina í sundur og sló á hana með meitli og hamri. Að sögn stefnanda slétti hann meitilinn fyrir eggina, áður en hann notaði hann til verksins, og hefur þeim framburði ekki verið hnekkt. Samkvæmt framburðum vitna, sem raktir eru að framan, var aðferð þessi venjuleg og eðlileg, eins og á stóð, og er það í sam- ræmi við álit hinna sérfróðu meðdómsmanna. Samkvæmt gögnum málsins voru afskipti verkstjóra af starfi stefnanda einungis þau að setja hann til starfans án þess að gefa fyrirmæli um það, hvernig starfið skyldi framkvæmt, eða hafa eftirlit með því. Stefnandi var sérmenntaður til starfsins, meistari í bifvélavirkjun, og með hliðsjón af því þykir þessi framkvæmd verkstjórnarinnar hafa verið eðlileg. Þá er ekkert fram komið, sem styður þá fullyrðingu stefnanda, að galli hafi verið í drifhjólinu (mun stefnandi eiga við slífina, þar sem á hana var slegið, en ekki drifhjólið), og engin gögn eru um það, að umbúnaði á vinnustaðnum hafi verið áfátt. Það er því álit dómsins, að slysið verði aðeins rakið til þess, að stefnandi bar ekki hlífðargleraugu eða andlitshlíf, þegar hann vann verkið, en með því að bera slík tæki hefði verið komið í veg fyrir slysið. Úrlausnarefni dómsins er því það, hver hafi átt sök á því, að stefnandi notaði ekki slíkan öryggisbúnað við verkið. Með gögnum þeim, sem að framan eru rakin, hafa stefndu ekki sannað, að til hafi verið nothæf augnhlífðartæki á verk- 501 stæðinu, þegar slysið varð, og gegn neitun stefnanda er einnig ósannað, að hann hafi fengið fyrirmæli um notkun slíkra tækja. Eru stefndu af þessum ástæðum skaðabótaskyldir vegna tjóns þess, er varð. Stefnandi hefur hins vegar borið, að sér hafi verið ljós hættan, sem stafaði af því að berja stáli í stál, og mátti því með hliðsjón af því svo og menntun hans í faginu ætlast til þess af honum, að hann óskaði eftir augnhlífum hjá yfirmönnum verk- stæðisins, áður en hann hóf starfið, en ekki hafa verið leiddar að því líkur, að um þær hefði verið synjað, sbr. framburð vitn- isins Halldórs Arasonar, sem kveðst hafa fengið slík tæki til af- nota, þegar hann óskaði eftir því. Á hann því einnig nokkra sök á tjóninu. Að öllu framangreindu athuguðu svo og atvikum öllum þykir hæfilegt að skipta sök þannig, að stefndu beri 24 hluta hennar, en stefnandi % hluta sjálfur. Ber því að dæma stefndu til að bæta stefnanda tjón hans að 2%% hlutum. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Vinnutekjutap vegna tímabundinnar og varan- legraröðrorku .. .. .. 2. 2... 2. kr.3.532.975 2. Miskabætur .. .. .. .. 2... 2. 2... 0. 0. 0. — 900.000 Kr. 4.032.975 Frádráttur vegna greiddra vinnulauna kr. 172.233 Frádráttur vegna bóta Tryggingastofn- unar ríkisins .. .. .. .. .. .. .. .. — 310.568 —— kr. 482.801 Alls kr. 3.550.174 Um lið 1. Krafa samkvæmt lið þessum er byggð á örorkutjónsútreikn- ingi Þóris Bergssonar, cand. act., dags. 23. mars 1974, sbr. ör- orkumat Stefáns Guðnasonar læknis, dags. 18. apríl 1974, en gögn þessi hafa áður verið rakin. Stefndu hafa ekki mótmælt því, að gögn þessi væru lögð til grundvallar við ákvörðun tjóns stefn- anda, en krafist lækkunar vegna skattfrelsis og eingreiðslu bót- anna. Með vísan til framangreindra gagna svo og þeirrar dómvenju að lækka Þbótagreiðslur af framangreindum ástæðum þykir tjón stefnanda samkv. þessum lið hæfilega ákveðið kr. 2.300.000, og hefur þá verið tekið tillit til bóta Tryggingastofnunar ríkisins. 502 Um lið 2. Stefndu hafa krafist lækkunar á lið þessum að mati dómsins. Með vísan til sjúkrasögu og afleiðinga slyssins, sbr. áður rakið vottorð Gissurar Péturssonar augnlæknis, þykir tjón samkv. þessum lið hæfilega ákveðið kr. 200.000. Niðurstaða dómsins er því sú, að dæma ber stefndu til að greiða stefnanda kr. 1.666.667 (2.300.000-* 200.000-% ) að frádregn- um kr. 172.233, sem stefnandi fékk greiddar í vinnulaun hjá Vegagerð ríkisins, meðan hann var frá vinnu vegna slyssins, eða kr. 1.494.434 ásamt 7% ársvöxtum frá 19. apríl 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og síðan 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber að dæma stefndu til greiðslu málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 251.000. Dráttur á uppkvaðningu dóms þessa stafar af önnum dómenda samfara ódrjúgum vinnutíma yfir jól og áramót. Dómsorð: Stefndu, fjármálaráðherra og samgönguráðherra í. h. ríkis- sjóðs, greiði stefnanda, Snorra Guðmundssyni, kr. 1.494.434 ásamt 7T% ársvöxtum frá 19. apríl 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 251.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 503 Mánudaginn 14. júní 1976. Nr. 18/1975. Pétur Björnsson Cudogler h/f og Trygging h/f (Páll S. Pálsson hrl.) segn Ragnari Björnssyni og gagnsök (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 12. febrúar 1975. Krefjast þeir aðallega sýknu af öllum kröfum sagnáfrýjanda, en til vara lækkunar á kröfum hans. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gasnáfrýjandi áfryjaði málinu með stefnu 17. febrúar 1975. Krefst hann þess, að aðaláfrýjendum verði dæmt að greiða honum óskipt 3.416.612 krónur með 7% ársvöxtum frá 25. nóvember 1971 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Lögmenn málsaðilja lýstu yfir því fyrir héraðsdómi 29. október 1974, eftir að bifreiðin R 22660 hafði verið skoðuð á Þbifreiðaverkstæði, að tengingar afturljósa á henni væru þannig, að þótt slokknað hefði á vinstra afturljósi við árekst- urinn, hefði ekki af þeim sökum átt að slokkna á hinu hægra. Enn fremur lýstu þeir yfir því, að stöðuljós að framan hefðu átt að verða óvirk, ef öryggi fyrir afturljós hefði orðið óvirkt við áreksturinn. Ekkert er komið fram í málinu um, að raf- leiðslum að afturljóskerum hafi verið breytt eftir árekstur- inn. Samkvæmt þessu verður lagt til grundvallar, að ástæðan til þess, að eigi var unnt að tendra afturljós BR 22660, hafi ckki verið sú, að skammhlaup hafi orðið vegna skemmda á vinstra afturljósi við áreksturinn. 504 Gert var við skemmdir á bifreiðinni R 22660, án þess að reynt væri að leiða í ljós með skoðun á afturljósum hennar, hverjar væru líklegar orsakir til þess, að ekki var hægt að tendra þau eftir slysið. Verða aðaláfrýjendur að bera halla af því, að sönnunargögn kunna að hafa farið forgörðum vegna þeirrar ráðstöfunar. Aðaláfrýjandi Pétur hefur skýrt svo frá, að hann minnist þess ekki, að hann hafi aðgætt,. áður en dráttur bifreiðarinnar hófst, hvort afturljós hennar væru tendruð, og ekkert verður með vissu ráðið af skyrsl- um vitna um þetta atriði. Þykir mega við það miða, að aftur- ljósin hafi þá ekki verið í lagi. Ófært var að draga bifreiðina án tendraðra afturljósa, sbr. 53. gr. laga nr. 40/1968. Ber að staðfesta úrlausn héraðsdóms um, að aðaláfrýjendur beri fébótaábyrgð á tjóni sagnáfrýjanda, sbr. 68., 69., 70. og 74.. gr. nefndra laga. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta úrlausn hans um, að gagnáfrýjandi eigi einnig sök á árekstr- inum svo og um sakarskiptingu. Hér fyrir dómi hefur gagnáfrýjandi sundurliðað kröfur“ sínar þannig: 1. Bætur fyrir tímabundna örorku .. .. .. kr. 86.804 2. Bætur fyrir varanlega örorku .. .. .. .. — 2.854.180 3. Bætur fyrir þjáningar og annan miska .. — 300.000: 4.-5. Kostnaður vegna örorkumats, tjónsút- reiknings, læknishjálpar o. fl... ...... — 15.150: 6. Viðgerðarkostnaður á bifreið .. .. .. .. — 150.000 78. Bætur fyrir afnotamissi bifreiðar, bifreið- arkostnaður 0. fl. ............ — 10.478 Kr. 3.416.612 Um 1.—3. Gagnáfrýjandi er dómorganisti og tónlistar- kennari að atvinnu. Við slysið varð hann fyrir meiðslum í andliti og á brjósti, tennur brotnuðu, hann hlaut nefbrot og“ auk þess rifbrot. Lá hann á sjúkrahúsi til 30. nóvember 1971. Gert var við tennur hans, en samanbit þeirra varð ekki eðli- legt. Eftir slysið hefur gagnáfrýjandi þjáðst af tvísýni (diplopia). 505 Í örorkumati Jónasar Hallgrímssonar læknis 22. nóvember 1973 segir svo: „Ragnar hefur hlotið tímabundna og varan- lega örorku af slysinu. Verður að telja, að tvísýni hans valdi honum verulegum óþægindum í starfi, og er það tvísýni metið til 15% varanlegrar örorku. Röskun á samanbiti tanna er einnig metið til örorku, og er hún talin 5%. Skemmdir á nefi eru ekki taldar valda örorku ...“. Hinn 18. desember 1973 reiknaði Þórir Bergsson irygginga- stærðfræðingur með líkindatölum tjón gagnáfrýjanda vegna slyss þessa. Lagði hann þar til grundvallar örorkumat Jónasar Hallgrímssonar læknis frá 22. nóvember 1973 og vinnutekjur gagnáfrýjanda árin 1968—-1970 samkvæmt skattframtölum hans. Þá miðaði tryggingastærðfræðingurinn við 7% árs- vexti frá slysdegi til 16. maí 1973 og síðan við 9% ársvexti. Þannig reiknað taldi tryggingastærðfræðingurinn, að tjón gagnáfrýjanda vegna tímabundinnar örorku næmi 86.804 krónum og tjón hans vegna varanlegrar örorku 2.854.180 krónum. Aðaláfrýjendur hafa mótmælt þessum kröfuliðum sem allt of háum. Hafa þeir bent á, að gagnáfrýjandi hafi haldið föstum launum sínum þann tíma, sem hann var óvinnufær „vegna slyssins. Þá syni skattframtöl hans eftir slysið, að tekjur hans hafi ekki rýrnað vegna slyssins. Þegar virt cru meiðsl gagnáfrýjanda, atvinnuhagir hans og annað það, sem hér skiptir máli, þykir hæfilegt, eins og hér stendur á, að taka þessa kröfuliði til greina í einu lagi með samtals 2.000.000 króna. Um4.—8. Þessir kröfuliðir hafa ekki sætt tölulegum and- mælum og verða því teknir til greina að fullu. Samkvæmt þessu telst tjón gagnáfryjanda hæfilega ákveðið 2.175.628 krónur (2.000.000 í 15.150 * 150.000 * 10.478). Ber aðaláfrýjendum að bæta honum óskipt %4 hluta þess, eða 543.907 krónur með vöxtum svo sem krafist er, en upphafs- tíma þeirra er ekki andmælt. Eftir þessum málalokum ber að dæma aðaláfrýjendur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals 150.000 krónur. 506 Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Pétur Björnsson, Cudogler h/f og Trygging h/f, greiði óskipt sagnáfryjanda, Ragnari Björnssyni, 543.907 krónur með 7% ársvöxtum frá 25. nóvember 1971 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá Þeim degi til greiðsludags og 150.000 krónur í málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. desember 1974. Mál þetta, sem fyrst var dómtekið að loknum munnlegum mál- flutningi 12. nóvember sl., en endurupptekið og dómtekið á ný að loknum munnlegum flutningi 22. nóvember sl., er höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 3. apríl sl., af Ragnari Björnssyni dómorganista, Grundarlandi 19 hér í borg, gegn Pétri Björnssyni, Blönduhlíð 14, Cudogler h/f, og Tryggingu h/f, öllum hér í borg, in solidum til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 3.451.810 með 7% ársvöxtum frá 25. nóvember 1971 til 16. maí 1973, en með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu gera þær dómkröfur, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Sáttatilraunir dómsins báru ekki árangur. Málavextir eru þessir: Að kvöldi fimmtudagsins 25. nóvember 1971, um kl. 1945, varð árekstur á Reykjanesbraut sammt norðan götunnar Þúfubarðs, sem liggur inn í Hafnarfjörð. Stefnandi máls þessa ók bifreið sinni, R 20079, sem er Saab-fólksbifreið, árgerð 1965, aftan á og inn undir pall vörubifreiðarinnar R 22660, sem er Bedford, árgerð 1961, en hún var vegna vélarbilunar dregin af vörubifreiðinni R 271990, sem er af Unimog-gerð, 1968. Vörubifreiðarnar voru báðar eign meðstefnda Cudoglers h/f, og ábyrgðartryggjandi þeirra var meðstefndi Trygging h/f. Veður var slæmt, myrkur, regn og stormur og blautt yfir. Stefnandi var einn í bifreið sinni og var að koma sunnan úr Keflavík, eins og hann gerði reglulega þrisvar í viku vegna starfa sinna sem skólastjóri tónlistarskólans þar. 507 Stefndi Pétur ók Unimog-bifreiðinni, sem dró hina biluðu vöru- bifreið, en henni stýrði Guðmundur Karlsson, starfsmaður stefnda Cudoglers h/f. Stefnandi segir engin afturljós hafa verið á bifreiðinni, sem hann ók á, og engin glitmerki aftan á henni, sem varpað hafi ljósi. Hann hafi ekkert séð, fyrr en pallrönd vörubifreiðarinnar hafi allt í einu birst í ljósgeislanum fyrir framan bifreið hans, og af þessum sökum hafi áreksturinn orðið. Engin hemlaför mældust eftir bifreið stefnanda. Aðdragandi að árekstrinum var sá, að Guðmundur Karlsson lagði af stað frá Cudogler h/f með 10 kistur af gleri á vörubifreiðinni R 22660. Farmurinn var 1—1.5 tonn að þyngd og átti að fara til Grinda- víkur. Lagt var af stað síðla dags eftir vinnutíma, og fóru tveir starfsmenn Cudoglers h/f, þeir Jósep Magnússon og Ragnar Ágústsson, með í bifreiðinni. Vörubifreiðin hafði þá nýlega verið til mikillar viðgerðar og endurnýjunar á bifreiðaverkstæði, og þrem dögum áður hafði hún verið skoðuð af Bifreiðaeftirlitinu, og var þá ekkeri athugavert, nema hraðamælir var óvirkur. Vöru- bifreiðin var hvítmáluð, og þannig var pallbrúnin og aurhlífar að aftan hvítmálað. Ekið var sem leið liggur eftir Reykjanesbraut, en nokkru fyrir sunnan gjaldskýlið við Straumsvík tók ökumað- urinn Guðmundur eftir höggum í vélarhljóði bifreiðarinnar og afréð hann að stöðva bifreiðina fyrir utan veginn og aka ekki lengra. Þeir félagar skildu bifreiðina eftir og fengu far með bif- reið að gjaldskýlinu. Þar hringdi Guðmundur í Cudogler h/f og bað um aðstoð. Stefndi Pétur Björnsson ók þá bifreiðinni R 27990 frá Cudogler h/f að staðnum, Guðmundur sneri hinni biluðu bif- reið með eigin vélarafli inn á akbrautina aftur, og hún var sett í drátt. Dráttartaugin var um 4 metrar á lengd, ljós að lit. Jósep Magnússon mun hafa setið í fremri bifreiðinni við hlið stefnda Péturs, en Ragnar Ágústsson sat í þeirri aftari við hlið Guðmund- ar. Ökuhraðinn var á jafnsléttu 35 til 40 km/klst, en þegar komið var í brekkurnar sunnan í Hvaleyrarholtinu hefur hraðinn verið kominn niður fyrir 20 km/klst og allt niður í 12 til i5 km/klst í brattanum. Þegar komið var ofarlega í brekkuna, sem Þúfubarð kemur inn á, fundu þeir í aftari bifreiðinni, að högg kom aftan á hana, þannig að hún fór fram á við, og það slaknaði á tauginni. Guðmundur hemlaði og gaf þeim í fremri bifreiðinni merki um að stöðva með því að kveikja á aðalljósum og skipta milli háa og lága ljósgeislans, en kveðst fram að því aðeins hafa haft stöðu- ljósin kveikt á bifreiðinni. Stefndi Pétur stöðvaði bifreið sína, 508 og Jósep fór aftur fyrir og sá þar bifreið stefnanda mjög skemmda eftir að hafa lent undir vinstra afturhorni vörubifreiðarinnar, sem dregin var. Jósep sá, að stefnandi hafði slasast, hann var mjög blóðugur í framan og andardráttur hans var þungur. Þeir áttu orðaskipti, og Jósep hagræddi stefnanda í sætinu, en síðan stjórnaði hann umferðinni fram hjá og bað um, að lögreglu og sjúkraliði yrði gert viðvart. Lögreglan í Hafnarfirði kom fljótt á vettvang og sjúkrabifreið, sem flutti stefnanda á slysadeild Borgar- spítalans. Lögreglan tók því næst skýrslu á staðnum, og Sveinn Björnsson rannsóknarlögreglumaður tók ljósmyndir af vettvangi. Ómar Zóphóníasson bifreiðaeftirlitsmaður kom á vettvang með lögreglunni og skoðaði bifreiðarnar á staðnum og gaf skýrslu um ástand þeirra. Hann rannsakaði ljós vörubifreiðarinnar, sem stefnandi hafði ekið á, og voru þau í lagi, utan afturljósin, sem hvorugt logaði, en vinstra afturljósið hafði skemmst og gengið til í árekstrinum. Ekki var rannsakað, hvað olli því, að hvorugt afturljósa vörubifreiðarinnar logaði. Bifreið stefnanda var óöku- fær vegna skemmda, framhlutinn allur genginn inn og yfirbygging skemmd. Það, sem unnt var að skoða, var Í lagi nema afturhjól- barðar, sem voru sléttslitnir. Bifreiðin, sem stefndi Pétur ók, R 27990, var í lagi, utan þess að vinstra afturljós vantaði. Stefnandi varð fyrir líkamstjóni við áreksturinn og var fluttur á Borgarspítalann og var þar til meðferðar til 30. nóvember s. á. Þegar stefnandi hafði heilsu til, hafði hann samband við trygg- ingarfélag bifreiðanna, stefnda Tryggingu h/f, varðandi tjónið á bifreið sinni, og var hún skoðuð af tjónaskoðunarmönnum. Trygg- ing h/f neitaði bótagreiðslum, en af þeirra hálfu var þess getið, að bifreið af þessari árgerð væri um 130 þúsund króna virði. Stefnandi lét gera við bifreiðina á viðgerðarverkstæði Saab-um- boðsins, Sveins Björnssonar ér Co., og nam heildarviðgerðarreikn- ingur kr. 184.548. Allir stefndu neituðu greiðslu á bótakröfum stefnanda, og höfðaði hann því næst mál þetta. Vitnið Ómar Sigurz Zóphóníasson bifreiðaeftirlitsmaður hefur komið fyrir dóminn og staðfest skýrslu sína um, að afturljós vörubifreiðarinnar R 22660 hafi ekki virkað, þegar hann skoðaði bifreiðina eftir áreksturinn. Öll önnur ljós hafi virkað, þar með talin bremsuljós og stefnuljós í lukt þeirri, sem heil var að aftan. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um, hvort slík ljós hafi virkað í skemmdu lugtinni, en nánari lýsing þess á henni var, að hún „hafi gengið til og hafi glerið í henni verið brotið“. Vitnið bar og, að vörubifreiðin hafi sést vel að aftan, þar sem pallröndin hafi 509 verið hvítmáluð og hrein og aurhlífar hafi verið hvítar og vel ljósar og allur útbúnaður hafi verið í samræmi við reglugerðir. Vitnið Guðmundur Ragnar Líndal Karlsson hefur þrívegis kom- ið fyrir dóminn, og hann kom einnig til skýrslugjafar til rann- sóknarlögreglunnar 17. desember 1971. Bar hann, að mikið högg hafi komið á vörubifreiðina, þannig að hann og félagi hans hafi kastast fram á stýrið og framrúðuna og minnstu hafi munað, að bifreiðin lenti aftan á dráttarbifreiðinni. Bifreiðin sé 6 tonn að byngd fyrir utan farminn. Hann hafi stigið á hemlana, kveikt á aðalljósunum, en stöðuljósin hafi verið á fram að því. Hann hafi ekki athugað fyrir aksturinn, hvort afturljósin loguðu, og hann kvaðst ekki muna, hvort stöðuljósin hafi verið skilin eftir á vöru- bifreiðinni, þegar hún var skilin eftir vegna bilunarinnar. Úr bænum hafi upphaflega verið ekið með full aðalljós og enginn, sem fram úr hafi farið, hafi gefið merki um, að eitthvað væri athugavert. Hann hafi örugglega kveikt á stöðuljósunum, þegar drátturinn hófst, enda sé slíkt föst venja hjá bílstjórum. Við áreksturinn hafi vinstri afturluktin hnoðast alveg saman og hafi hann farið með vörubifreiðina á verkstæði til þess að láta skipta um lukt og rétta aurhlífina. Að áliti vitnisins hafi fjarlægðin frá gjaldskýlinu að staðnum, þar sem vörubifreiðin bilaði, verið svipuð og fjarlægðin frá gjaldskýlinu að árekstursstaðnum. Vitnið Jósep Magnússon hefur komið fyrir dóminn til skýrslu- gjafar, og hann gaf einnig skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni 30. desember 1971. Fyrir rannsóknarlögreglunni bar vitnið, að það hefði setið í fremri bifreiðinni við hlið stefnda Péturs, en hér fyrir dóminum 29. október sl. bar vitnið, að þetta væri ekki rétt, það hefði setið í aftari bifreiðinni, við hlið Guðmundar. Vitnið bar, að eftir að vörubifreiðin bilaði fyrir sunnan gjaldskýlið, hafi stöðuljós verið skilin eftir á bifreiðinni, en þegar drátturinn hafi byrjað, hafi vörubifreiðin verið höfð með fullum ökuljósum. Vitnið bar, að eftir áreksturinn hafi það gengið aftur fyrir vöru- bifreiðina og hafi það þá séð, að hægra afturljósið hafi logað, en hitt hafi verið brotið í árekstrinum. Þegar vitnið hafi komið að stefnanda, hafi stefnandi sagt: „Af hverju stoppuðuð þið í brekk- unni?“, og hafi vitnið svarað, að það hefðu þeir ekki gert, en verið á hægri ferð. Vitnið bar og, að þegar vörubifreiðin hafi verið skilin eftir, hafi þeir félagarnir gengið í kring um bifreiðina og gengið úr skugga um, að öll ljós hafi logað. Vitnið Ragnar Ingimundur Ágústsson hefur borið hér fyrir dóminum, að ljósin hafi verið skilin eftir á vörubifreiðinni, eftir 510 að hún bilaði fyrir sunnan gjaldskýlið. Stöðuljósin hafi verið höfð á í drættinum, eða allavega einhver ljós. Hnykkur hafi komið við áreksturinn og vitnið hafi henst til og alveg að fram- rúðunni. Eftir áreksturinn hafi vitnið gengið aftur fyrir vöru- bifreiðina og hafi það séð, að vinstra afturljósið hafi verið brotið og slökkt, en hitt hafi logað. Þegar framburður bifreiðaeftirlits- mannsins var kynntur fyrir vitninu, óskaði það eftir að breyta framburði sínum um þetta atriði og kvaðst ekki lengur fullyrða, að annað afturljósið hafi logað eftir áreksturinn. Stefndi Pétur hefur borið hér fyrir dóminum, að hann hafi ekki vitað annað en að afturljós hafi verið á vörubifreiðinni, sem bifreið hans dró, en hann hafi séð stöðuljós á henni að framan. Hann kvaðst ekki muna, hvort hann hafi aðgætt það, áður en drátturinn hófst, hvort afturljósin hafi logað á henni. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að stefndi Pétur, öku- maður bifreiðarinnar R 27990, eigi alla sök á árekstrinum vegna vanhirðu bifreiðar þeirrar, er hann hafði í drætti. Stefnda Pétri beri því að bæta stefnanda tjón hans ásamt eiganda bifreiðar- innar, meðstefnda Cudogler h/f, skv. 58. gr. laga nr. 40/1968, sbr. 67. og 69. gr. sömu laga, ásamt meðstefnda Tryggingu h/f, sbr. 74. gr. sömu laga. Áreksturinn hafi beinlínis orðið vegna þess, að bifreiðin, sem var í drætti, hafi ekki verið búin þeim öryggistækjum, sem áskilin séu í umferðarlögunum, t. d. hafi afturljós ekki verið í lagi, sbr. 5. gr., b lið, nefndra laga. Þá hefði ökumaður bifreiðarinnar R 22660 átt að hafa aðalljós tendruð í svo slæmu skyggni, er þá hafi verið. Stefnandi hafi ekið við þetta tækifæri á 50——60 km hraða. Hann hafi gerþekkt þessa leið, enda farið hana á þessum sama tíma þrisvar í viku í mörg ár. Þarna hafi hann ekkert ljós séð fyrir framan á brautinni og hafi ekkert orðið var við neitt fyrr en allt í einu, að vörubílspallur hafi birst í ljósum bifreiðar hans skammt fyrir framan hana. Stefnandi hafi þá hemlað, en séð, að honum mundi ekki takast að stöðva í tíma, og hafi því ætlað að taka það ráð að komast fram hjá, en þá hafi hann séð umferð á móti. Skipti þá engum togum, að slysið varð, en þetta hafi gerst mjög skyndilega. Hann hafi misst meðvitund, en rankað við sér, er hann enn hafi setið inni í bifreið sinni. Maður hafi þá kropið við bifreiðina og eitthvað verið að aðstoða hann. Stefnandi hafi talið, að þetta væri ökumaður bif- reiðar þeirrar, er hann hafi lent á, og hafi hann því sagt: „Hvernig leyfðurðu þér að aka án ljósa?“ Svar mannsins hafi eitthvað verið fráhrindandi, en stefnandi hafi síðan lítið munað eftir sér þarna öll á slysstaðnum. Síðar hafi komið í ljós, að bifreið sú, er stefnandi hafði þarna lent á, hafi verið dregin af vörubifreiðinni R 27990, sem stefndi Pétur hafi ekið. Við athugun bifreiðaeftirlitsmanns- ins á bifreiðinni á staðnum eftir áreksturinn hafi komið í ljós, að afturljósin hafi verið óvirk, en að vinstri afturluktin hafi gengið til í árekstrinum og hafi gler hennar verið brotið. Vilji stefndu halda því fram, að afturljós vörubifreiðarinnar hafi orðið óvirk við áreksturinn og afturljós hafi logað fyrir áreksturinn, beri þeim að sýna fram á það og sanna það. Það hafi þeir ekki gert í máli þessu. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því, að augljóst sé af mála- vöxtum, að hraði bifreiðar stefnanda hafi verið geysilegur, þar sem hún hafi kastað 6 tonna bifreið með 1 til 1.5 tonna farm áfram upp í móti í brekku, jafnvel eftir að stefnandi hafi að eigin sögn verið búinn að reyna að hemla. Stefnandi hafi þarna ekið allt of hratt í mjög slæmu skyggni og vondri færð og sé því öll sök á árekstrinum stefnanda sjálfs, þar sem hann hafi brotið ákvæði 3. mgr. 45. gr. og 49. gr. umferðarlaga. Eigi hann því sjálfur að bera tjón sitt. Fullyrðingum um, að vörubifreiðin, sem stefnandi hafi ekið aftan á, hafi verið ljóslaus, þegar áreksturinn hafi átt sér stað, sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Bifreiðin hafi verið skoðuð af Bifreiðaeftirliti ríkisins þrem dögum fyrir árekst- urinn og hafi ljósin þá verið í fullkomnu lagi. Vitni hafi borið, að stöðuljósin hafi verið tendruð, þegar bifreiðin var í drætti, og þess vegna bendi allt til þess, að afturljósin hafi logað á bifreið- inni, þegar stefnandi ók á hana, en stefnanda beri að sanna hið gagnstæða. Skýringin á því, hvers vegna afturljósin hafi verið óvirk eftir áreksturinn, sé sú, að bifreið stefnanda hafi lent á vinstra ljóskerinu og skemmt það og við það hafi orðið skamm- hlaup, sem gert hafi hægra ljóskerið óvirkt líka. Eftir árekstur- inn hafi þurft að skipta um ljósker á vörubifreiðinni, sem ein- mitt sýni, að hið vinstra hafi gereyðilagst við áreksturinn. Þetta hafi einmitt komið í ljós, þegar vörubifreiðin var skoðuð daginn, sem málflutningur fór fram. Fullyrðingum um, að glitaugu hafi verið óhrein, sé einnig mótmælt, enda hafi bifreiðaeftirlitsmaður- inn borið hér fyrir dóminum, að vörubifreiðin hafi verið hvít- máluð, hrein og sési vel. Þetta komi einnig skýrt fram á ljós- myndunum á dskj. nr. 45. Við þetta bætist, að vitni hafi borið, að mikil umferð hafi verið um veginn og margir hafi farið fram úr vörubifreiðunum. Enginn hafi þó gefið merki um, að neitt væri athugavert við bifreiðarnar. Líkurnar fyrir því, að aftur- öl2 ljósin hafi gefið sig bæði á þessum skamma tíma fyrir árekstur- inn, séu svo litlar, að sönnunarbyrðin hvíli augljóslega á stefn- anda um svo alvarlega fullyrðingu. Telja verður í ljós leitt með framburði stefnda Péturs og vitna, að kveikt hafi verið á stöðuljósum vörubifreiðarinnar R 22660, þegar drátturinn hófst. Undir þessum kringumstæðum var nægi- legt að hafa stöðuljósin tendruð, enda eru afturljós vörubifreiðar- innar þau sömu, hvort sem tendruð eru aðalljós eða stöðuljós. Í málinu er ágreiningslaust þrátt fyrir framburð tveggja vitna, að eftir áreksturinn voru afturljósin óvirk, en stöðuljósin að framan voru virk. Þrem dögum fyrir áreksturinn hafði vörubifreiðin verið til skoðunar, og var þá gefið út ljósastillingarvottorð, og verður að telja, að ljósaútbúnaður hennar hafi þá verið í lagi. Það er samhljóða álit hinna sérfróðu meðdómsmanna, að hafi vinstra ljósker vörubifreiðarinnar skemmst verulega við höggið af bifreið stefnanda við áreksturinn, séu miklar líkur á, að skammhlaup hafi orðið, sem leitt hafi til þess, að hið hægra varð einnig óvirkt. Fullnægjandi lýsing á skemmdum á ljóskerinu og festingu liggja ekki fyrir. Af þeim upplýsingum, sem fyrir liggja í máli þessu, þ. e. lýsingu vitna á útliti ljóskersins eftir árekstur- inn, ljósmyndum á dskj. nr. 45 og viðgerðarreikningum á dskj. nr. 55 yfir viðgerð á vörubifreiðinni eftir áreksturinn, er eigi unnt að draga aðra ályktun en að festing ljóskersins hafi einungis gengið til og að hún hafi verið rétt af í viðgerð. Ósannað er, að skipt hafi verið um ljósker þrátt fyrir þá yfirlýsingu, að glerið hafi verið brotið. Gegn fullyrðingu stefnanda hefur stefndi bent á, að líkur séu fyrir því, að ekkert hafi verið athugavert við aftur- ljósin, þegar stefnandi ók aftan á vörubifreiðina, þar sem margir hafi farim fram úr og umferð hafi gengið greiðlega. Ekki verður talið, að þetta leiði líkur að því, að afturljósin hafi verið tendruð, enda verður einnig að hafa í huga, að á bifreiðinni, sem stefndi Pétur ók úr borginni til hinnar biluðu vörubifreiðar, var vinstra afturljós óvirkt, og ekki er í málinu fram komið, að hann hafi fengið athugasemdir um slíkt. Þegar þetta er virt og það, sem hér að ofan var sagt um ályktun um skemmd á vinstra afturljóskerinu, er ekki unnt að telja, að fram séu komnar yfirgnæfandi líkur fyrir því, að afturljós vörubif- reiðarinnar hafi logað fyrir áreksturinn og að skammhlaup hafi gert þau óvirk í árekstrinum. Eins og aðstæðum var háttað eftir áreksturinn, og haft er í huga, að stefnandi var fluttur af vett- vangi rænulaus og án þess að geta metið eða hlutast til um mat 513 'á aðstæðum, verður að telja, að nær hafi staðið stefnda Pétri og 'Cudogler h/f að upplýsa um orsökina fyrir því, að afturljósin virkuðu ekki eftir áreksturinn. Þetta var ekki gert, og verður að telja stefndu bera halla af sönnunarskorti að þessu leyti, enda eru engar yfirgnæfandi líkur, sem leiða til annars. Þannig verður "ekki talið sannað af hálfu stefndu gegn andmælum stefnanda, að Tjós hafi logað á afturljóskerum vörubifreiðarinnar R 22660, þegar áreksturinn varð. Hins vegar verður að telja sannað með framburði vitna um það högg, sem á vörubifreiðina kom, og miðað við skemmdir á bifreið stefnanda, að stefnandi hafi ekið mjög hratt og á ekki minna en 60 km hraða á klst. Miðað við veðurskilyrði og skyggni svo og "vanbúnað bifreiðar stefnanda, að afturhjólbarðar voru sléttslitnir, hefur stefnandi ekið mjög ógætilega. Þrátt fyrir fullyrðingar stefnanda verður að telja í ljós leitt, að vörubifreiðin hafi verið óvenju vel sjáanleg, hvítmáluð og hrein, og ekki er annað upp- lýst en að glitaugu hennar hafi verið vel sjáanleg. Þegar þetta allt er virt, er ekki unnt að telja annað en að meginorsök árekst- ursins hafi verið of hraður og ógætilegur akstur stefnanda sjálfs. Byggt er á því í dómi þessum, að afturljós vörubifreiðarinnar hafi ekki logað, þegar stefnandi kom að, og verður að telja, að það hafi átt sinn þátt í því, að stefnandi gat ekki komist hjá árekstri, eins og öÖkulagi hans var háttað. Því verður talið, að 'stefnandi beri sjálfur 34 hluta sakar á tjóni sínu, en % hluta eigi "hann að fá bættan hjá stefndu. Tjón sitt hefur stefnandi sundurliðað þannig: 1. Tímabundið örorkutjón .. .. .. .. .. .... .. Kr. 86.804 '2. Varanlegt örorkutjón .. .. rr... — 2.854.180 3. Bætur fyrir þjáningar og miska a .. — 300.000 4. Kostnaður við Öörorkumat og tjónsútreikning - — 13.000 5. Kostnaður við læknishjálp og vottorð .. .. .. — 2.150 6. Viðgerðarkostnaður á bifreið stefnanda .. .. — 184.548 "7. Afnotamissir bifreiðar og bílkostnaður .. .. .. — 10.140 '8. Hreinsun á fötum .. 2. 2... — 338 Samtals kr. 3.451.810 Umi1.—2. Stefnandi byggir þessa liði kröfu sinnar á örorku- mati Jónasar Hallgrímssonar læknis, dags. 22. nóvember 1973, en þar :er örorka stefnanda frá slysinu í einn mánuð talin 100%, 33 öld síðan í einn mánuð 50%, en varanleg 20%. Örorkan var talin felast í tvísýni stefnanda eftir slysið svo og röskun á samanbiti tanna. Þórir Bergsson tryggingafræðingur reiknaði tjón stefn- anda skv. þessu 18. desember 1973. Stefndu hafa mótmælt þessum liðum sem röngum og allt of háum. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á skerðingu aflahæfis vegna slyssins og sé hér því um ímyndað tjón að ræða. Eftir atvikum þykir eiga að taka þessa liði til greina með kr. 1.900.000. 3. Stefndu hafa mótmælt þessum lið sem röngum og órök- studdum og tölulega allt of háum. Eftir atvikum verður hann tekinn til greina í heild. 4—5. Þessum liðum er ekki tölulega mótmælt, og verða þeir teknir í heild til greina. 6. Stefndu hafa mótmælt þessum lið sem röngum og allt of háum. Ekki verði séð, að þeim hafi verið gefinn kostur á að fylgjast með verkinu, og ekki hafi matsmenn verið dómkvaddir til að meta tjónið, eins og venja sé. Hinir sérfróðu meðdómsmenn hafa rannsakað reikninga og nótur, sem liður þessi er byggður á, og telja þeir með hliðsjón af skemmdum á bifreið stefnanda, sem sjá má á ljósmyndum og lýst er í skjölum málsins, að þessi liður sé ekki óeðlilegur. En þar sem telja verður, að í svo víðtækri við- gerð felist endurnýjun á slitnum hlutum, verður þessi liður tekinn til greina með kr. 150.000. 7—8. Stefndu hafa mótmælt þessum liðum sem röngum og tölulega of háum. Liðir þessir eru studdir gögnum og verða teknir í heild til greina, þar sem þeir geta ekki talist óeðlilegir. Tjón stefnanda samkvæmt þessu verður því talið nema kr. 2.375.628. Verður stefndu samkvæmt framansögðu gert að greiða stefnanda %M hluta þess, eða kr. 593.907 með 7% ársvöxtum frá 25. nóvember 1971 til 16. maí 1973, en með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir öllum atvikum er rétt, að stefndu greiði stefnanda kr. 50.000 upp í málskostnað. Garðar Gíslason, settur borgardómari, Haraldur Þórðarson bif- reiðasmiður og Finnbogi Eyjólfsson bifvélavirki kváðu upp dóm Þennan. Dómsorð: Stefndu, Pétur Björnsson, Cudogler h/f og Trygging h/f, greiði stefnanda, Ragnari Björnssyni, in solidum kr. 593.907 með 7% ársvöxtum frá 25. nóvember 1971 til 16. maí 1973, 515 en með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 50.000 upp í málskostnað. Greiðslan fari fram innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 14. Júní 1976. Nr. 91/1975. Jósafat Arngrímsson og Kyndill h/f (Kristján Eiríksson hrl.) gegn Ólafi Ólafssyni Stefáni Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni og gagnsök (Jón E. Ragnarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfryjað máli þessu með stefnu 17. júlí 1975. Krefjast þeir sýknu af kröfum gasnáfrýjenda og máls- kostnaðar úr þeirra hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 30. júlí 1975. Krefjast þeir staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefndu. Aðaláfrýjandi Jósafat ritaði orðið „tryggingarvíxill“ á víxil þann, sem í málinu greinir, þegar hann gaf út og framseldi víxilinn. Víxillinn verður þó ekki af þeirri ástæðu metinn ógildur vegna ákvæða 1. gr. laga nr. 93/1933, heldur ber að líta svo á, að aðaláfrýjandi Jósafat hafi framselt víxilinn í tryggingarskyni, sbr. 19. gr. áðurgreindra laga. Samkvæmi þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðs- dóms ber að staðfesta hann. 516 Rétt er, að aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjendum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Með hliðsjón af því, að sagnáfrýj- endur hafa borið kostnað af dómsgerðum og ágripsgerð, þykir hann hæfilega ákveðinn 125.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Jósafat Arngrímsson og Kyndill h/f, greiði gagnáfrýjendum, Ólafi Ólafssyni, Stefáni Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni, 125.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. júní 1975. 1. Mál þetta, sem tekið var til dóms 24. júní 1975, er höfðað með stefnu, birtri 30. desember 1974, og var málið þingfest 7. janúar 1975. Stefnendur málsins eru Ólafur Ólafsson, Leifsgötu 19, Reykja- vík, Stefán Jónsson, Nökkvavogi 18, Reykjavík, og Kristján Kristjánsson, Sunnuflöt 44, Garðahreppi. Stefndu eru Jósafat Arngrímsson, Holtsgötu 37, Ytri-Njarðvík, og Kyndill h/f, Keflavík. Dómkröfur stefnenda eru nú þær, að stefndu verði in solidum dæmdir til þess að greiða stefnendum kr. 617.313 með 2% dráttar- vöxtum á mánuði af kr. 427.700 frá 15. desember 1974 til greiðslu- dags auk málskostnaðar að skaðlausu. Dómkröfur stefndu eru þær, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnenda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda samkvæmt mati réttarins. Sáttaumleitanir dómarans hafa ekki borið árangur. II. Stefnendur skýra svo frá málavöxtum, að hin umstefnda skuld sé samkvæmt tryggingarvíxli, útgefnum 3. september 1973 af stefnda Jósafat til greiðslu í Búnaðarbanka Íslands í Reykjavík við sýningu. Víxillinn, sem er að fjárhæð kr. 1.260.000, sé sam- Þþykktur af stefnda Kyndli h/f. Víxillinn hafi verið sýndur til greiðslu 26. ágúst 1974 og hann hafi verið afsagður vegna greiðslu- falls hinn 28. ágúst 1974. 517 Stefnendur hafa lagt fram kaupsamning, sem er dagsettur 3. september 1973. Samkvæmt þeim kaupsamningi selja stefnendur og Tryggvi Hannesson, Hraunbæ 92, Reykjavík, hlutabréf selj- enda í hlutafélaginu Klæðningu h/f. Kaupendur eru Hinrik Greipsson, Ásta Edda Jónsdóttir, Ester Jónsdóttir, öll til heimilis að Bárugötu 17, Reykjavík, og Guðríður Erna Arngrímsdóttir, Stigahlíð 32, Reykjavík. Í kaupsamningnum segir m. a.: „Kaupendur lofa að hafa losað hjá Alþýðubankanum fasteigna- veð, sem seljendur hafa sett í persónulegum eignum eða útvegað í slíkum eignum til tryggingar yfirdrætti og víxlakaupum við bankann, og skulu þessi fasteignaveð seljenda laus úr þessum veðböndum eigi síðar en 27. jan. 1974. Þessari skuldbindingu til tryggingar svo og til tryggingar við því, að bankinn eða annar aðili gangi að þessum veðum, þá skulu kaupendur afhenda trygg- ingarvíxil að fjárhæð kr. 1.260.000.00, sem standa skal til trygg- ingar öllu fjártjóni, sem seljendur verða fyrir af þeim sökum, að þeir verði að greiða bankanum eða öðrum vegna yfirdráttarskuld- arinnar og keyptra víxla eða bankinn gangi að veðunum vegna þessara skulda, en þær teljast nú vera ca. 470.000.00 yfirdráttur og kr. 790.000.00 vegna víxilskulda. Þessi tryggingarvíxill skal vera í vörzlun lögmanns seljenda“. Stefnendur skýra svo frá, að hinn umstefndi víxill hafi verið afhentur lögmanni þeirra, Jóni E. Ragnarssyni hæstaréttarlög- manni, samkvæmt ákvæðum ofangreinds kaupsamnings og sé hin umstefnda fjárhæð vegna vanskila kaupenda á ákvæðum áður- greinds kaupsamnings. Lögmaður stefnenda hefur lýst því hér fyrir dómi, „að stefnu- fjárhæðin kr. 617.313.00 er þannig út reiknuð, að bar eru lagðar til grundvallar dómssáttirnar á dskj. nr. 7, kr. 120.000.00 -- 307.700.00 ásamt málskostnaði í sáttunum kr. 19.500.00 og kr. 38.200.00. Þá eru teknir með áfallnir dráttarvextir af dómssátt- unum, kr. 48.065.00 og 73.848.00, en samtals eru þetta 607.313.00. Stefnukrafan er kr. 607.313.00, og er hér gert ráð fyrir kr. 10.000.00 í ýmsan ótiltekinn kostnað eða tjón og bent á það, að vaxtakrafa í stefnu er gerð frá 15. desember 1974, þannig að ofangreindir vextir eru innifaldir í höfuðstól stefnukröfunnar fram til þess tíma“. Í greinargerð, sem er dagsett 21. janúar 1975, hefur lögmaður stefndu, Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður, haft uppi eftirfar- andi varnir til stuðnings sýknukröfu sinni: „Tryggingarvíxil þann, sem stefnt er fyrir í máli þessu, afhenti 518 umbjóðandi minn Jóni E. Ragnarssyni hrl. sunnudaginn 2. sept- ember 1973 og þá óútfylltan, hvað upphæð snerti. Samningurinn, sem gera átti, var ekki gerður fyrr en daginn eftir, mánudaginn 3. sept. 1973. Lögmaðurinn hafði ekki töluna, svo hægt væri að tylla út víxilinn, en hann tók við honum óútfylltum með þeim skilmála, að hann yrði ekki fylltur út, fyrr en búið væri að hafa samráð og samþykki umbjóðanda míns, og hafði lögmaður- inn enga heimild til annars. Víxill sá, sem stefnt er fyrir, er því fram kominn við þá misbrúkun frá hendi Jóns E. Ragnarssonar hrl., að hann hefur fyllt víxilinn út eftir eigin geðþótta, án vit- undar og samþykkis umbjóðanda míns og án þess að gera þeim nokkra grein fyrir, hvað tryggja átti. Ég áskil umbjóðanda mínum Jósafat Arngrímssyni rétt til þess að gera nánari grein fyrir, með hverjum hætti hann afhenti hátt- virtum andstæðingi þennan víxil á sínum tíma, og þá er hérmeð skorað á háttvirtan andstæðing að gera grein fyrir því, hvernig stendur á því, að hann fyllti út þennan tryggingarvíxil án vit- undar og vilja umbjóðanda míns og hvernig upphæðin er reiknuð“. Af þessu tilefni fékk lögmaður stefnenda, Jón E. Ragnarsson hæstaréttarlögmaður, bókað hér fyrir dómi 13. júní 1975: „Á framhlið víxilsins hef ég ritað: „3. sept. 1973 ... 1.260.000.00 . við sýningu ... Kyndill h.f., Keflavík (í meginmáli skjalsins) „.. tólf hundruð og sextíu þúsund 004,, ... Búnaðar ...“. Annað hef ég ekki handskrifað á forhlið víxilsins. Þegar ég hafði lokið þessari útfyllingu víxileyðublaðsins gaf Jósafat víxilinn út með nafnáritun sinni, samþykkti með nafnáritun sinni og með því að stimpla pr. pr. Kyndill h.f. á víxileyðublaðið, en hana hafði lítinn stimpil meðferðis. Þá ritaði hann orðið „Tryggingarvíxill“ á víxilinn og framseldi víxilinn með eyðuframsali á bakhlið. Víx- illinn var síðan í mínum vörslum, sbr. dskj. nr. 5, þar til ég ráð- stafaði víxlinum til vistunarbankans til sýningar og innheimtu, og ritaði ég þá á bakhlið víxilsins innheimtuframsal til bankans. Sú fullyrðing af hálfu stefndu, að ég hafi fyllt út víxilinn án vitundar og vilja þeirra, er vísvitandi ósannindi, sett fram í auðg- unarskyni. Kaupsamningurinn á dskj. nr. 5 var gerður og undir- ritaður af stefnendum þessa máls og Tryggva Hannessyni og áritaður af vottum á skrifstofu minni sunnudaginn 2. sept. 1973. Kaupendur í samningnum árituðu samninginn fyrir milligöngu Jóns Arngrímssonar, og fékk ég samninginn undirritaðan um sunnudagskvöldið 2. sept. 1975, og afhenti ég þá Jóni Arngríms- ö19 syni lykla Klæðningar h.f., sbr. nánara dskj. nr. 14. Hvernig víxilfjárhæðin er fundin, er skilmerkilega rakið í dskj. nr. 3, og hafði lögmaður stefndu, Áki Jakobsson, hrl., skjal þetta í hönd- um, þegar hann ritaði greinargerð sína“. Stefnandinn Ólafur Ólafsson hefur hér fyrir dómi m. a. skýrt svo frá: „Ég var eigandi ásamt fleirum að verslun, sem Klæðning h.f. átti að Laugavegi 164 í Reykjavík. Við ákváðum að selja og þar með hlutabréfin í fyrirtækinu. Jón Arngrímsson, bróðir stefnda Jósafats Arngrímssonar, vildi kaupa, en hann hafði ekki peninga til þess, eða svo virtist mér. Við ræddum svo frekar um þetta við Jón Arngrímsson. Við höfðum annan kaupanda, en Jón Arngríms- son, sem var einn af hluthöfum í Klæðningu h.f. vildi meta vöru- birgðir á hærra verði en við höfðum gert gagnvart hinum að- ilanum, sem vildi kaupa. Eftir umræður varð að samkomulagi, að Jón keypti öll hlutabréf önnur en þau, sem hann átti fyrir í Klæðningu h.f., enda þótt hann hafi ekki verið skráður kaup- andi, þegar til kastanna kom. Ég og félagar mínir ásamt Jóni Arngrímssyni hittum Jón E. Ragnarsson, hrl., á Hótel Loftleiðum, mig minnir á laugardegi fyrir hádegi. Við báðum Jón E, Ragn- arsson að aðstoða okkur við að ganga frá samningi. Við hittum hann sama daginn á skrifstofu hans. Á skrifstofu hans voru auk mín og lögmannsins þeir Stefán Jónsson, Kristján Steinar Krist- lánsson, Jón Arngrímsson og Jósafat Arngrímsson, og ég held, að Tryggvi Hannesson hafi einnig verið þar. Mig minnir, að það hafi ekki verið vinnudagur, en hvort það var laugardagur eða sunnudagur, get ég ekki munað. Ég man ekki eftir fleirum á skrif- stofu lögmannsins á þessum fundi. Á fundinum var gengið frá kaupsamningnum. Mig minnir, að kaupendur, sem skráð hafa nöfn sín á kaupsamninginn, hafi ekki verið á fundinum og að farið hafi verið með skjalið til þeirra til undirskrifta. Við tókum við víxlum og gáfum kvittunina á dskj. nr. 6“. Stefnandinn Ólafur Ólafsson kynnti sér í réttinum hinn um- stefnda víxil, og kvað hann þar vera um að ræða margnefndan tryggingarvíxil, sem stefndi Jósafat hafi gefið út og samþykkt f. h. Kyndils h/f, eftir að víxillinn hafi verið útfylltur. Stefnendurnir Stefán Jónsson og Kristján Kristjánsson hafa báðir gefið skýrslur fyrir dómi. Þykir eigi ástæða til að rekja þær. Stefndi Jósafat Arngrímsson gaf skýrslu hér fyrir dómi 18. 520 júní 1975, og kynnti hann sér þá hinn umstefnda víxil. Var því næst bókað eftir honum: „Ég hef gefið víxil þennan út með nafnritun minni. Ég hef: framselt þennan víxil með nafnritun minni á bakhlið. Ég setti stimpilinn „pr.pr. KYNDILL HF.“ þar sem samþykkjanda er ætlað að rita samþykki sitt, og ég undirritaði þar undir. Ég skráði einnig orðið „Tryggingarvíxill“. Ég hef ekki skrifað annað: á þetta víxilskjal. Ég hef kynnt mér endurrit af þinghaldi, sem fram fór 13. þ. m., þ. e. bókun lögmanns stefnenda, Jóns E. Ragn-- arssonar, hrl., og skýrslur stefnenda fyrir dómi. Ég vil taka fram í fyrsta lagi, að víxillinn, sem hér liggur frammi, var óútfylltur, þ. e. fjárhæð víxilsins var ekki skráð og ekki heldur nafn sam- þykkjanda í meginmáli víxilsins, þegar ég afhenti Jóni E. Ragn- arssyni skjal þetta. Ég afhenti skjal þetta Jóni sunnudaginn 2. september 1973, en ekki 3. september 1973, eins og útgáfudagur- inn gæti bent til. Ég afhenti víxilinn sem tryggingarvíxil vegna kaupa bróður míns Jóns Arngrímssonar á hlutabréfum í Klæðn- ingu h.f. Ég vissi, að þetta voru hlutabréf, sem Jón ætlaði að kaupa, og að fjölskylda hans ætlaði að standa að hlutafélaginu. Ég sá fyrst kaupsamninginn á dskj. nr. 5 eftir að mál þetta var höfðað. Þargreindir kaupendur eru Ester Jónsdóttir, kona Jóns Arngrímssonar, Ásta Jónsdóttir, dóttir Jóns, Erna Arngrímsdóttir, systir okkar Jóns, og Hinrik Greipsson, eiginmaður Ástu og tengdasonur Jóns. Mér var ekki kunnugt um það, hvaða fjárhæð átti að standa í ofangreindum tryggingarvíxli, en Jón E. Ragn-- arsson, hrl., hafði heimild til þess að setja fjárhæðina inn í trygg- ingarvíxilinn, en þó að því tilskyldu, að hann léti mig vita áður, hvaða upphæð yrði um að ræða. Það gerði Jón E. Ragnarsson ekki. Jón Arngrímsson, bróðir minn, lét mig ekki vita heldur, hvaða fjárhæð var sett á tryggingarvíxilinn, og systir mín, Erna: Arngrímsdóttir, gerði það ekki heldur og ekki heldur hin, sem undirrituðu kaupsamninginn, þau Ásta og Hinrik, enda sjálfsagt talið, að mér væri kunn upphæðin í tryggingarvíxlinum. Ég vil taka fram, að ekkert uppkast af kaupsamningnum á dskj. nr. 5 lá frammi á skrifstofu Jóns E. Ragnarssonar, hrl., þegar ég af- henti honum tryggingarvíxilinn. Ég vil ítreka, að ég afhenti trygg-- ingarvíxilinn sunnudaginn 2. september, en kaupsamningurinn er dagsettur 3. september 1973. Ég tók ekki þátt í umræðunum um kaupin, og mér var ekki kunnugt um kaupverðið, en mér var: kunnugt um greiðslufyrirkomulag og það þurfti að setja trygg-- ingarvíxil til tryggingar kaupunum“. ö21 III. Mál þetta var tekið til munnlegs flutnings 24. júní 1975, og fékk lögmaður stefndu þá bókað: „Vaxtaútreikningur háttvirts andstæðings er of hár um röskar 44.000.00 kr. Þá er sérstaklega mótmælt, að vextir verði greiddir á málskostnað og vaxtakröf- urnar. Að svo vöxnu máli sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið, og ég legg málið í dóm“. Lögmaðurinn vék því næst úr réttinum að eigin ósk. Lögmaður stefnenda fékk þá bókað: „Ég er hér kominn í því skyni að flytja mál þetta munnlega, eins og ákveðið var í síðasta þinghaldi. Ég geri þær dómkröfur, að stefndu verði in soliðum dæmdir til þess að greiða víxilskuld samkvæmt dómsskjali nr. 3 að fjárhæð kr. 617.313.00 með 2% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 427.700.00 frá 15. desember 1974 til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu eins og mál þetta sé munnlega flutt, þótt þingsókn hafi nú fallið niður hjá stefndu í þessu réttarhaldi. Þess ber að gæta við ákvörðun málskostnaðar, að varnir og mála- tilbúnaður stefndu hafa verið rangar og að ófyrirsynju. Þá er framburði Jósafats Arngrímssonar mótmælt að því leyti, að hann hafi áritað víxilinn óútfylltan, en það er rangt, samanber bókun og aðilaskýrslu, ennfremur því atriði, að hann hafi ekki séð kaup- samninginn á dómsskjali nr. 5, fyrr en eftir að mál þetta var höfðað. Stefndu höfðu ekki uppi nein mótmæli þrátt fyrir mörg tilefni við víxilinnheimtu þessari eða réttmæti hennar fyrr en með greinargerðinni á dómsskjali nr. 19, en um bað dómsskjal athugast, að þar hefur lögmaðurinn, Áki Jakobsson hrl., uppi sak- næm fjölmæli um lögmann stefnenda, sem ekki einu sinni Jósafat Arngrímsson hefur fengist til að staðfesta í aðilaskýrslu sinni hinn 18. júní sl, þannig að greinargerð Áka er sannanlega röng í verulegum atriðum. Því er mótmælt, að nokkrar varnir komist að í þessu máli umfram það, sem heimilað er í 17. kafla laga nr. 85/1936, en engar slíkar varnir eru hafðar uppi eða sannaðar eða rökstuddar með fullnægjandi hætti. Þar sem nú er um að tefla útivist stefndu í málinu, ber dómara að leggja dóm á málið eftir framlögðum skjölum. Þar sem dómsskjal nr. 3 er lögform- legur víxill, en stefnukröfur eru lægri en nemur víxilfjárhæð, ber nú alfarið að dæma málið eftir ofangreindum kröfum stefn- enda. Ég ítreka kröfurnar og legg málið í dóm, um leið og ég mótmæli sem röngum og þýðingarlausum öllum málsástæðum, bókunum og fullyrðingum stefndu og lögmanns þeirra“. Málið var því næst tekið til dóms. Gegn mótmælum stefnenda er ósannað, að fjárhæð víxilsins, sem mál þetta fjallar um, sé önnur en til var ætlast, þegar víx- illinn var afhentur, enda kemur fjárhæðin einnig heim við þá fjárhæð, sem aðiljar að áðurgreindum kaupsamningi komu sér saman um við undirskrift kaupsamningsins. Stefndu hafa ekki sannað neinar varnarástæður, sem komast mega að í víxilmáli, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af 19. gr. víxillaga nr. 93/1933 ber að taka kröfur stefnenda til greina, enda verður eigi að vaxtakröfu stefn- enda fundið. Eftir þessum úrslitum ber stefndu in solidum að greiða stefn- endum málskostnað, sem ákveðst kr. 100.000. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jósafat Arngrímsson og Kyndill h/f, greiði in solidum stefnendum, Ólafi Ólafssyni, Stefáni Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni, kr. 617.313 með 2% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 427.700 frá 15. desember 1974 til greiðsludags og kr. 100.000 í málskostnað, allt innan 14 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 15. júní 1976. Nr. 119/1976. Ákæruvaldið segn Sigurgeir Einari Karlssyni, Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Jón Magnússon, fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 22. maí 1976 hefur varnaraðili samkvæmt heim- 523 ild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar í því skyni, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Gögn máls bárust Hæstarétti 9. og 11. þ. m. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 14. maí 1975. Alls sjö gæsluvarðhaldsúrskurðir hafa verið kveðnir upp yfir honum. Úrskurður héraðsdóms frá 22. mars 1976 var kærður til Hæstaréttar og staðfestur þar 21. apríl sama ár. Samkvæmt gögnum máls hefur umsögn Læknaráðs, er getið er um í hinum kærða úrskurði, nú borist héraðsdómi, og hinn 11. þ. m. fór fram munnlegur málflutningur í máli því, er af hálfu ákæruvalds var höfðað gegn varnaraðilja með ákæru 29. janúar 1976. Að svo vöxnu máli og að öðru leyti með skírskotun til hins kærða úrskurðar þykir mega staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 22. maí 1976. Mál þetta er höfðað af hálfu ákæruvaldsins með ákæru, út- gefinni af ríkissaksóknara þann 29. janúar 1976, gegn Sigurgeir Einari Karlssyni verkamanni, Ennisbraut 29, Ólafsvík, nú gæslu- fanga á vinnuhælinu að Litla-Hrauni, fæddum 11. nóvember 1956 á Ísafirði, fyrir manndráp með því að hafa aðfaranótt miðviku- dagsins 14. maí 1975 svipt Rafn Svavarsson, Bragagötu 38, Reykjavík, lífi með hnífsstungum í vistherbergi sínu í verbúð Hróa h/f í Ólafsvík. Rannsókn málsins hófst samdægurs, og var ákærði þann sama dag úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald ákærða hefur verið framlengt nokkrum sinnum síðan og nú síðast þann 22. mars sl. er það var framlengt í allt að 60 dögum frá 24. þess mánaðar að telja. Rannsókn málsins hefur tekið alllangan tíma, bæði vegna kröfu ríkissaksóknara um framhaldsrannsókn í mál- inu og eins vegna þess, að þýðingarmikil gögn í málinu, sem beðið hefur verið um, hafa ekki borist ennþá (umsögn Lækna- ráðs). Eftir ósk ákærða og réttargæslumanns hans og í samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneytið var ákærði vistaður að Vinnu- hælinu að Litla-Hrauni í ágústmánuði sl., og hefur hann dvalist þar síðan. Málið er enn ekki fullrannsakað. Með skírskotun til framan- ritaðs og heimild í 4. tl. 67. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 þykir óhjákvæmilegt að framlengja gæsluvarðhalds- vist ákærða, á meðan rannsókn málsins stendur yfir, í allt að 60 dögum, en gæsluvarðhaldsvist hans samkvæmt úrskurði frá 22. mars sl. rennur út þann 22. maí 1976. Því úrskurðast: Ákærði, Sigurgeir Einar Karlsson, sæti gæsluvarðhaldi í allt að 60 dögum frá og með 22. maí 1976. Þriðjudaginn 15. júní 1976. Nr. 124/1976. Ákæruvaldið gegn Ásgeiri Ebenezer Þórðarsyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 10. júní 1976 hefur varnaraðili samkvæmt heim- ild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar í því skyni, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Gögn máls bárust Hæstarétti 11. s. m. Á dómbþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 11. þ. m. er skráð í þingbók eftir Finni Torfa Stefánssyni héraðs- dómslögmanni, skipuðum verjanda varnaraðilja, um þá ákvörðun varnaraðilja að skjóta hinum kærða úrskurði til 525 Hæstaréttar, að hann sé ekki hlynntur þessari kröfu varnar- aðilja, „en bendir þó á, að samanlagt muni hafa liðið allt að 27 klst. frá handtöku kærða til birtingar úrskurðar og því rétt, að á reyni annars vegar túlkun á 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 og hins vegar 66. gr. laga nr. 74/1974“. Varnaraðili var handtekinn hér í borg um klukkan 1040 miðvikudaginn 9. júní 1976. Sama dag klukkan 2200 tók lög- reglumaður skýrslu af honum. Lauk þeirri skýrslutöku klukkan 0025 fimmtudaginn 10. s. m. Klukkan 1015 þann dag kom varnaraðili fyrir dóm til skýrslutöku. Var henni lokið klukkan 1205 og varnaraðili þá settur í fangageymslu. Klukkan 1320 dag þennan kvað héraðsdómari upp hinn kærða úrskurð, og var hann birtur varnaraðilja klukkan 1415. Af því, sem nú hefur verið rakið, er ljóst, að varnaraðili var leiddur án undandráttar fyrir dómara og sæsluvarðhaldsúr- skurður kveðinn upp innan þess frests, er getur Í 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 og 66. gr. laga nr. 74/1974. Að svo vöxnu máli ber með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 10. júní 1976. Ár 1976, fimmtudaginn 10. júní, var háð dómþing sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum að Hverfisgötu 113, Reykjavík, af Ás- geiri Friðjónssyni við undirritaða votta og þá upp kveðinn úr- skurður þessi: Málsatvik. Skömmu fyrir hádegi þriðjudaginn 8. júní sl. hafði símasam- band við dómara Jón Magnússon ráðningarstjóri hjá Eimskipafé- lagi Íslands. Kvað hann skipstjóra á m/s Reykjafossi, sem var á leið til Reykjavíkur, þá skömmu áður um talstöð hafa tilkynnt, að fíkniefni hefðu fundist um borð. Lögreglumenn og tollverðir héldu um borð í nefnt skip á ytri höfn um klukkan 1430 sama dag og lögðu hald á efni, talið hass s. n., sem var falið í litlum stól eða skemli, og reyndist efni við vigtun 3.031 gr. samkv. lög- regluskýrslu. Lögreglurannsókn leiddi til grunsemda á hendur 526 Ásgeiri Ebenezer Þórðarsyni stýrimanni, fæddum 15. ágúst 1950, og var sá aðili um klukkan 1100 í gærdag handtekinn af þeim sökum og Í gærkveldi yfirheyrður af lögreglu, en áður þrír aðiljar aðrir. Tekið var í morgun að yfirheyra nefndan Ásgeir Ebenezer hér fyrir dómi, og hefur hann viðurkennt að hafa 29. maí sl. í fylgd með nafngreindum aðilja haldið héðan af landi flugleiðis til London, en þaðan tveim dögum síðar enn flugleiðis til Hollands og í Amsterdam, sennilega aðfaranótt 1. júní sl., af sér ókunnum aðilja keypt um 3 kg. af hassi. Næsta dag í Rotterdam falið efni í lítilli stólsessu og fengið í hendur nafngreindum skipverja á m/s Reykjafossi og beðið fyrir flutning hingað til lands, án þess að nefndur skipverji vissi um innihald pakka. Verið er að rannsaka ætluð brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 390/1974, en sönnuð sök í því sambandi getur varðað fangelsisrefsingu, og þykja því ákvæði stjórnarskrár nr. 33/1944 ekki til fyrirstóðu beitingu gæsluvarðhalds. Með vísun til ofangreindrar játningar Ásgeirs Ebenezers, þess, að rannsókn er á frumstigi og m. a. ókannað um fjármögnun og ætlaða ráðstöfun meintra fíkniefna hérlendis, og enn fremur með vísan til 1. mgr., 1. tl., 67. gr. laga nr. 74/1974 þykir í þágu rann- sóknar nauðsyn til bera, að Ásgeir Ebenezer Þórðarson, fæddur 15. ágúst 1950, sæti gæsluvarðhaldi, sem hæfilega telst ákveðið í allt að 20 dögum. Úrskurðarorð: Ásgeir Ebenezer Þórðarson, fæddur 15. ágúst 1950, skal sæta gæsluvarðhaldi í allt að 20 dögum. ð27 Miðvikudaginn 16. júní 1976. Nr. 114/1976. Bjarni Hafsteinn Geirsson segn Þrotabúi Skeljafells h/f. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í b lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 1976, sem barst Hæstarétti 1. júní 1976. Krefst sóknaraðili þess, að frávísunardómur, uppkveðinn á bæjarþingi Reykjavíkur 9. apríl, sem hann fékk vitneskju um 13. maí s. á, verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur krafist staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar. Af gögnum máls kemur fram, að fyrir uppsögu héraðs- dóms var bú Skeljafells h/f tekið til gjaldþrotaskipta, og hefur þrotabú félagsins tekið við aðild málsins, sbr. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 85/1936. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 8. apríl 1975 af Friðgeir Björnssyni, fulltrúa yfirborgardómara. Þing- aði hann nokkrum sinnum í málinu, en með úrskurði, upp- kveðnum 241. júní 1975, vék yfirborgardómari sæti, þar sem sonur hans var lögmaður sóknaraðilja. Var sérstakur setu- dómari skipaður 25. nóvember 1975 til að fara með málið. Er þó ekkert fram komið um það, að aðrir hinna reglulegu borgardómara hafi verið vanhæfir til meðferðar þess, enda leiddi það ekki af vanhæfi yfirborgardómara, að þeir mættu ekki með málið fara. Breyta ákvæði 9. gr. laga nr. 71/1972 engu í því efni. Frávísunarkrafa varnaraðilja var eingöngu reist á því, að 528 málið væri vanreifað af hendi sóknaraðilja í stefnu og grein- argerð hans. Í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti hefur sókn- araðili haldið því fram, að kröfur hans á hendur varnaraðilja, sem komnar hafi verið í gjalddaga, þegar málið var höfðað, hafi verið nægilega reifaðar. Reifun dómkrafna sóknaraðilja var að vísu óskilrík í stefnu, greinargerð og öðrum sóknargösnum, sem hann lagði fram við þingfestingu máls 8. apríl 1975. Sóknaraðili hefur bent á, að þetta hafi að nokkru stafað af því, að hann hafi ekki haft aðgang að skjölum í vörslu Skeljafells h/f. Þykir ekki alveg næg ástæða til að vísa málinu frá héraðsdómi að svo stöddu, enda hafa nú verið lögð fram nánari gögn um kröfuna, og þess er að vænta, að málsatvik skýrist enn frekar við síðari gagnaöflun málsaðilja. Ber því að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dóms. Eftir þessum málalokum ber að dæma varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst 10.000 krónur. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Varnaraðili, þrotabú Skeljafells h/f, greiði sóknarað- ilja, Bjarna Hafsteini Geirssyni, 10.000 krónur í kæru- málskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. apríl 1976. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar hinn 6. apríl sl. hefur Bjarni Hafsteinn Geirsson, Norðurvangi 10, Hafnar- firði, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 3. apríl 1975, gegn Skeljafelli h/f, Bolholti 4, Reykjavík, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 140.512 auk 14% ársvaxta af kr. 133.250 frá 15. nóvember 1974 til 24. mars 1975, en af kr. 140.512 frá þeim degi og til greiðsludags, og staðfestingar löghaldsgerðar fógetadóms Hafnarfjarðar 24. mars 1975 og málskostnaðar samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands. 529 Af hálfu stefnda hefur verið sótt þing og þær dómkröfur gerð- ar, að málinu verði vísað frá dómi og stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Verði frá- vísunarkrafan ekki tekin til greina, áskilur hann sér rétt til að leggja fram í málinu efnislega greinargerð. Sátt hefur verið reynd, en án árangurs. Í stefnu lýsir stefnandi málavöxtum þannig, að hann hafi starf- að sem trésmiður hjá stefnda. Á tímabilinu 1. júní—15. nóvember 1974 lét stefndi stefnanda greiða kr. 29.000 í fæðiskostnað, en samkvæmt áliti stefnanda bar honum aðeins að greiða kr. 6.000, og nemur oftekinn fæðiskostnaður kr. 23.000. Á tímabilinu okt. — 15. nóv. 1974 vann stefnandi uppmælingarvinnu fyrir stefnda og hefur ekki fengið greiddar kr. 102.000 vegna þeirrar vinnu. Á sama tíma notaði stefnandi einkabifreið sína og verkfæri í þágu stefnanda og að hans beiðni fyrir kr. 8.250, en fjárhæðir þessar, kr. 23.000 - 102.000 8.250, nema alls kr. 133.250, sem stefndi hefur ekki fengist til að greiða þrátt fyrir ítrekaðar inn- heimtutilraunir. Þann 24. mars 1975 lagði bæjarfógetinn í Hafnar- firði löghald á vinnuskúr í eigu stefnda við Dalshraun 3, Hafnar- firði, til tryggingar ofangreindri kröfu, og nam útlagður kostn- aður stefnanda við löghaldsgerðina kr. 7.262, en fjárhæðir þessar, kr. 7.262 og kr. 133.250, gera stefnufjárhæðina, kr. 140.512. Í greinargerð stefnanda, dskj. nr. 2, segir orðréit til frekari útskýringar á málavöxtum: „Stefndi hefur ekki lagt nákvæmt né sundurliðað uppgjör fram við stefnanda, en öll gögn varðandi uppmælingarvinnu og fæðisgreiðslur eru í hans vörzlu, og er hluti stefnukröfunnar því áætlun stefnanda um skuld stefnda við sig, sbr. dskj. nr. 3“. Þar er stefnufjárhæðin sundurliðuð sem hér segir: Ofteknir fæðispeningar 1. júní—15. nóvember 1974 .. kr. 23.000 Ógreidd vinna við Hofslund 5, Garðahreppi, skv. upp- mælingu við álklæðningu, glerísetningu o. fl. í okt — des. 1978 .. 0... 0... — 395.000 Ógreidd uppmælingarvinna við Dalshraun 3, Hafnar- firði, við álklæðningu, einangrun o. fl. í okt —des. 1974 — 60.000 Leiðrétting á mælingarvinnu við Dalshraun 3, unna í okt—des. 1974 .. 2... 0... — '.000 Skv. meðfylgjandi reikningum .. .. .. .. .. .. .. — 8.250 Alls kr. 133.250 34 590 Ljósrit reikninga samkvæmt síðasta kröfulið sýna, að akstur er reiknaður kr. 5.700, en verkfæraleiga kr. 2.550. Stefndi hefur í greinargerð krafist þess, að málinu verði vísað frá dómi, þar sem málatilbúnaður stefnanda sé með öllu ófull- nægjandi og málið sé vanreifað, eða réttara sagt með öllu óreifað. Hafi stefnandi þverbrotið þá meginreglu einkamálalaganna, að málatilbúnaður allur skuli vera skýr og skilmerkilegur. Stefndi bendir síðan á, að skortun á útlistun fæðiskostnaðarreiknings, ósamræmi í dagsetningum á dskj. nr. 1 og nr. 3 o. fl., eigi að valda því, að málinu beri að vísa frá dómi tafarlaust, enda sé óhægt um vik að taka efnislega afstöðu á þessu stigi málsins til krafna stefnanda, en hann áskilur sér rétt, verði frávísunarkrafa hans ekki tekin til greina, að leggja fram efnislega greinargerð. Þá bendir stefndi á, að mál þetta til staðfestingar löghaldsgerð, sem framkvæmd var 24. mars 1975, sé höfðað of seint, þar sem meira en ein vika leið frá gerð löghalds til birtingar stefnu. Með vísun til 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 18/ 1949 um kyrrsetningu og lögbann lítur dómurinn þannig á, að stefna í staðfestingarmálinu sé of seint birt og því sé staðfest- ingarmálið niður fallið og mál þetta sé því rekið sem almennt einkamál. Stefndi hefur sýnt í réttinum endurrit úr skiptabók Reykja- víkur, en þar kemur fram, að á skiptafundi í þrotabúi Skeljafells h/f, sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskiptameðferðar, var hinn 20. nóvember 1975 ákveðið að fela Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni að fara með mál þetta fyrir hönd búsins. Munnlegur málflutningur fór fram um frávísunarkröfu stefnda hinn 6. þ. m. Fyrst tók lögmaður stefnda til máls, ítrekaði kröfu sína og skýrði hana og krafðist málskostnaðar. Því næst talaði lögmaður stefnanda, krafðist þess, að frávísunarkröfunni yrði hrundið, skýrði sjónarmið sín og ítrekaði, að stefndi hefði haldið fyrir stefnanda ýmsum gögnum, sem nauðsynleg voru til að setja málið fram í réttum búningi í upphafi. Hann krafðist málskostn- aðar. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Skeljafells h/f, hefur komið fyrir dóminn og gefið aðiljaskýrslu. Hann hefur veitt upplýsingar varðandi fæðiskaup og lagt hefur verið fram ljósrit af launaseðli, dskj. nr. 9, þar sem fram kemur, að fæðiskaup er reiknað kr. 25.650 fyrir ótilgreint tímabil pr. 13. desember 1974. Hefur stefnandi ritað nafn sitt á launaseðilinn öðl fyrir móttöku greiðslu samkvæmt þessum launaseðli, en þó með fyrirvara. Á dskj. nr. 7, sem er útreikningur á kröfu stefnanda, hefur liðurinn ofgreitt fæði verið lækkaður í kr. 25.650. Magnús Bjarnason kveður Skeljafell h/f hafa dregið fæðis- kostnað af stefnanda með vísun í samning um kaup og kjarasamn- ing milli Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði fyrir húsa- og húsgagna- sveina, dags. 1. mars 1974, sérstaklega 3. gr. Verð á fæði kveður hann hafa verið afar hagstætt. Varðandi kröfu um greiðslu vegna aksturs og vélaleigu hefur af hálfu stefnda verið samþykkt réttmæti kröfu um greiðslu fyrir akstur, og viðurkennt er, að stefnandi hafi notað eigin verkfæri í þágu félagsins. Krafa um vinnulaunagreiðslu er þríþætt. Í fyrsta lagi er um að ræða ógreidd laun samkvæmt uppmæl. ingu við Dalshraun 3.. Magnús Bjarnason hefur bent á, að mæling þessi hafi verið framkvæmd 21. apríl 1975, en löghaldsgerð til tryggingar laun- um fyrir hana var gerð 24. mars 1975 og stefna máls þessa birt 3. apríl 1975. Venja sé, að uppgjör vegna mælinga fari fyrst fram að liðnum 14 dögum frá því, að mælingin liggur fyrir. Í öðru lagi er krafa vegna leiðréttingar á mælingu við Dals- hraun 3, Hafnarfirði. Upplýst er af lögmanni stefnanda, að hér sé um að ræða greiðslu fyrir handlang. Magnús Bjarnason bendir á, að hann telji samkomulag hafa komist á milli húsasmíðasveina og verkamanna, er unnu við verkið, að verkamenn fengju þátt í mælingunni. Í þriðja lagi er krafa um greiðslu samkvæmt mælingu við Hofslund 5, Garðahreppi. Magnús Bjarnason taldi, að uppgjöri vegna þessa verks væri lokið. Upplýsingar um, hvort svo væri ekki, mætti fá í bókhaldssögnum Skeljafells h/f, sem eru í vörsl- um skiptaréttar Reykjavíkur. Stefnandi hefur í málatilbúnaði sínum ekki rökstutt né sundur- liðað nægilega fæðiskostnaðarkröfu sína, t. a. m. er engin skýring gefin á því, hvernig þær kr. 6.000 eru tilkomnar, sem stefnandi telur sig geta fallist á að greiða. Engin tilvísun er gerð til kjara- samninga, þar sem kveðið er á um flutningslínur, malartíma, fæði o. fl. Því hefur heldur ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda, að stefnandi snæddi fæði það, sem stefndi útvegaði og færði honum á tímabilinu 1. júní—15. nóvember 1974. a 532 Aksturs- og verkfæraleiguliðir kröfu stefnanda þykja nægilega ákveðnir og rókstuddir í málatilbúnaði stefnanda. Varðandi kröfuliðinn um vangreidd laun vegna mælingar að Dalshrauni 3, Hafnarfirði, virðist mega ráða af gögnum málsins, að krafan var ekki gjaldfallin, er löghaldsgerð var framkvæmd eða stefna máls þessa birt. Stefnandi hefur í greinargerð sinni lýst því, að krafa hans var með öllu ótryggð og eigi hafi verið kunnugt um, að stefndi ætti fasteignir og lífeyrissjóður byggingaiðnaðar- manna hafi beiðst uppboðs á lausafé í eigu stefnda. Því hafi hann ekki átt annars úrkosti en að beiðast kyrrsetningar í eignum stefnda til tryggingar kröfunni. Þykir nægilega í ljós leitt, að stefnanda hafi staðið á miklu að fá dóm á þessari kröfu, sem ,„ stefnda var þá óskylt að svara, en hins vegar bar stefnanda að gera grein fyrir því í málatilbúnaði sínum, að hér væri um slíka ógjaldfallna kröfu að ræða. Krafa um leiðréttingu vegna mælingar að Dalshrauni 3 var hvorki í stefnu, greinargerð né öðrum gögnum málsins sett fram á slíkan hátt, að stefndi eða dómurinn gæti áttað sig á, hvað átt væri við, og krafan var heldur ekki studd neinum rökum eða skýringum. Krafa um greiðslu vegna mælingar að Hofslundi 5, Garða- hreppi, þykir sett fram á nægilega skýran hátt, og einnig má fallast á það með stefnanda, að fjárhæðir vegna mælinganna að Dalshrauni 3, Hafnarfirði, og Hofslundi 5, Garðahreppi, hafi mátt áætla í upphafi, þar sem mælingablöð voru í vörslu stefnda og, að því er virðist, óhægt að afla þeirra hjá mælingaskrifstofunni. Með vísun til frávísunarröksemda stefnda og þess, sem rakið hefur verið hér að framan, þykir svo verulega hafa skort á, að málatilbúnaður stefnanda hafi verið nægilega skýr og afdráttar- laus, sbr. 88. gr. og 105. gr. einkamálalaganna, að rétt þykir að vísa málinu frá dómi. Eftir þessum málalokum þykir rétt skv. 180. gr. einkamálalaganna, að stefnandi greiði stefnda kr. 10.000 í málskostnað. Hjalti Zóphóníasson setudómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Bjarni Hafsteinn Geirsson, greiði stefnda, Skelja- felli h/f, kr. 10.000 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 16. júní 1976. Nr. 115/1976. Tryggvi D. Friðriksson Ssegn Þrotabúi Skeljafells h/f. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í b lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 1976, sem barst Hæstarétti 1. júní 1976. Krefst sóknaraðili þess, að frávísunardómur, uppkveðinn á bæjar- þingi Reykjavíkur 9. apríl 1976, sem hann fékk vitneskju um 13. maí s. á., verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Þá krefst sóknar- aðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur krafist staðfestingar hins kærða dóms og kærumálskostnaðar. Af gögnum máls kemur fram, að fyrir uppsögu héraðs- dóms var bú Skeljafells h/f tekið til gjaldþrotaskipta, og hefur þrotabú félagsins tekið við aðild málsins, sbr. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 85/19386. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 8. apríl 1975 af Friðgeir Björnssyni, fulltrúa yfirborgardómara. Þing- aði hann nokkrum sinnum í málinu, en með úrskurði, upp- kveðnum 24. júní 1975, vék yfirborgardómari sæli, þar sent sonur hans var lögmaður sóknaraðilja. Var sérstakur setu- dómari skipaður 25. nóvember 1975 til að fara með málið. Er þó ekkert fram komið um það, að aðrir hinna reglulegu borgardómara hafi verið vanhæfir til meðferðar þess, enda leiddi það ekki af vanhæfi yfirborgardómara, að þeir mættu ekki með málið fara. Breyta ákvæði 9. gr. laga nr. 74/1972 engu í því efni. Frávísunarkrafa varnaraðilja var eingöngu reist á því, að ðöd málið væri vanreifað af hendi sóknaraðilja í stefnu og grein- argerð hans. Í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti hefur sókn- araðili haldið því fram, að kröfur hans á hendur varnarað- ilja, sem komnar hafi verið í gjalddaga, þegar málið var höfðað, hafi verið nægilega reifaðar. Beifun dómkrafna sóknaraðilja var að vísu óskilrík 1 stefnu, greinargerð og öðrum sóknargögnum, sem hann lagði fram við þingfestingu máls 8. apríl 1975. Sóknaraðili hefur bent á, að þetta hafi að nokkru stafað af því, að hann hafi ekki haft aðgang að skjölum í vörslu Skeljafells h/f. Þykir cigi alveg næg ástæða til að vísa málinu frá héraðsdómi að svo stöddu, enda hafa nú verið lögð fram nánari gögn um kröfuna, og þess er að vænta, að málsatvik skýrist enn frekar við síðari gagnaöflun málsaðilja. Ber því að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dóms. Eftir þessum málalokum ber að dæma varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst 10.000 krónur. Í héraðsdómi er greint frá aðiljaskýrslu Magnúsar Bjarna- sonar framkvæmdastjóra um nánar tilgreind atriði. Hvorki verður þó séð, að hann hafi gefið skýrslu um málsatvík fyrir dómi né heldur er meðal málsgagna að finna skrifless skýrslu hans um sakarefnið. Er því rangt hermt í héraðsdómi um þetta atriði. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur, eg er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Varnaraðili, þrotabú Skeljafells h/f, greiði sóknarað- ilja, Tryggva D. Friðrikssyni, 10.000 krónur í kærumáls- kostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. apríl 1976. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar hinn $6. apríl sl. að loknum munnlegum málflutningi, hefur Tryggvi D. Frið- 35 ot riksson, Krosseyrarvegi 5, Hafnarfirði, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 3. apríl 1975, gegn Skeljafelli h/f, Bolholti 4, Reykjavík, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 127.232 auk 14% ársvaxta af kr. 120.000 frá 15. nóvember 1974 til 24. mars 1975, en af kr. 127.232 frá þeim degi til greiðsludags og staðfestingar löghaldsgerðar fógetadóms Kjósarsýslu 24. mars 1975 og máls- kostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Af hálfu stefnda hefur verið sótt þing og þær dómkröfur gerðar, að málinu verði vísað frá dómi og stefnda verði tildæmdur máls- kostnaður að mati dómsins. Sátt hefur verið reynd, en án árangurs. Í stefnu eru kröfuliðir sundurliðaðir á eftirfarandi hátt, en stefnandi starfaði sem trésmiður í þjónustu stefnda, að á tíma- bilinu 1. júní— 15. nóvember 1974 lét stefndi stefnanda greiða sér kr. 26.000 í fæðiskostnað, en samkvæmt áliti stefnanda bar hon- um aðeins að greiða kr. 6.000, og nemur oftekinn fæðiskostnaður kr. 20.000. Á tímabilinu okt—15. nóv. 1974 vann stefnandi upp- mælingarvinnu fyrir stefnda og hefur ekki fengið greiddar kr. 95.000 vegna þeirrar vinnu. Á sama tíma notaði stefnandi eigin verkfæri í þágu stefnda og að hans beiðni, og nemur leiga fyrir verkfærin kr. 5.000, en fjárhæðir þessar, kr. 20.000 95.000 = 5.000, nema alls kr. 120.000, sem stefndi hefur ekki fengist til að greiða þrátt fyrir ítrekaðar greiðsluáskoranir. Þann 24. mars 1975 lagði sýslumaðurinn í Kjósarsýslu löghald á vinnuskúr í eigu stefnda við Hofslund 5, Garðahreppi, til tryggingar ofangreindri kröfu, og nam útlagður kostnaður stefnanda við löghaldsgerðina kr. 7.232, en fjárhæðir þessar, kr. 7.232 120.000, gera stefnu- fjárhæðina, kr. 127.232. Í greinargerð stefnanda, dskj. nr. 2, segir orðrétt til frekari skýringar á málavöxtum: „Stefndi hefur ekki lagt fram nákvæmt né sundurliðað uppgjör við stefnanda, en öll gögn varðandi upp- mælingarvinnu og fæðisgreiðslur eru í hans vörslu, og er hluti stefnukröfunnar því áætlun stefnanda um skuld stefnda við sig, sbr. dskj. nr. 3. Sundurliðun á dskj. nr. 3 er eftirfarandi: Ofteknir fæðispeningar 1. júní—15. nóvember 1974 .. kr. 20.000 Ógreidd uppmælingarvinna við Hofslund 5, Garða- hreppi, samkvæmt uppmælingu, við álklæðningu, gler- ísetningu o. fl. í okt —des. 1974 .. .. ... — 35.000 Ógreidd mælingarvinna við Dalshraun 3, Hafnar ð96 firði, við álklæðningu, einangrun o. fl. í okt.— des. 1974 kr. 60.000 Vélaleiga 1. júní—15. nóvember 1974 .. .. .. .. .. — 5.000 Alls kr. 120.000 Stefndi hefur í greinargerð krafist þess, að málinu verði vísað frá dómi, þar sem málatilbúnaður stefnanda sé með öllu ófull- nægjandi og málið sé vanreifað, eða réttara sagt með öllu óreifað. Hafi stefnandi þverbrotið þá meginreglu einkamálalaganna, að málatilbúnaður allur skuli vera skýr og skilmerkilegur. Krafa stefnanda sé eingöngu byggð á dskj. nr. 3, sem sé reikningur stefnanda til stefnda, og hafi stefndi fyrst séð þennan reikning við þingfestingu málsins. Stefndi bendir síðan á, að skortur á útlistun fæðiskostnaðarreiknings, engin útlistun sé vegna upp- mælingarvinnu né heldur verkfæraleigu, valdi því, að mjög óhægt sé um vik að taka efnislega afstöðu til málsins, og að af þessum sökum beri að taka frávísunarkröfuna til greina. Hann áskilur sér rétt til að skila efnislegri greinargerð, verði frávísunarkrafan ekki tekin til greina. Þá bendir stefndi á, að mál þetta til staðfestingar löghaldsgerð, sem framkvæmd var 24. mars 1975, sé höfðað of seint, þar sem meira en ein vika leið frá gerð löghalds til birtingar stefnu. Með vísun til 1. mgr. 20. gr. sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 18/ 1949 um kyrrsetningu og lögbann lítur dómurinn þannig á, að stefna í staðfestingarmálinu sé of seint birt og því sé staðfest- ingarmálið niður fallið og mál þetta sé því rekið sem almennt einkamál. Stefndi hefur í réttinum sýnt endurrit úr skiptabók Reykja- víkur, en þar kemur fram, að á skiptafundi í þrotabúi Skelja- fells h/f, sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskiptameðferðar, var hinn 20. nóvember 1975 ákveðið að fela Hilmari Ingimundar- syni hæstaréttarlögmanni að fara með mál þetta fyrir hönd búsins. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Skeljafells h/f, hefur komið fyrir dóminn og gefið aðiljaskýrslu. Hann hefur veitt upplýsingar varðandi fæðiskaup, og stefndi hefur lagt fram ljósrit af launaseðli, dskj. nr. 9, þar sem fram kemur, að fæðiskaup er reiknað kr. 25.650 fyrir ótilgreint tímabil pr. 13. desember 1974. Hefur stefnandi ritað nafn sitt á launa- seðilinn fyrir móttöku greiðslu samkvæmt þessum launaseðli, en þó með fyrirvara. 597 Á dskj. nr. 7, sem er síðari útreikningur stefnanda á kröfu sinni, hefur liðurinn ofgreitt fæði verið lækkaður í kr. 25.650. Magnús Bjarnason kveður stefnda hafa dregið fæðiskostnað af stefnanda með vísun til ákvæða, einkum 3. greinar, í samningi um kaup og kjarasamning milli Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði fyrir húsa- og húsgagnasveina, dags. 1. mars 1974. Varðandi kröfu um greiðslu vegna verkfæraleigu hefur stefndi viðurkennt, að stefnandi notaði eigin vélar í þágu sína, en mót- mælir því hins vegar í greinargerð, að hann hafi beðið um af- notin, en gerir sér ekki grein fyrir því, hvernig íjárhæðin er fundin út. Krafa um vinnulaunagreiðslu er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða vangoldin laun samkvæmt upp- mælingu við Dalshraun 3, Hafnarfirði. Magnús Bjarnason hefur bent á, að mæling þessi hafi verið framkvæmd 21. apríl 1975, en löghaldsgerð til tryggingar launum fyrir verkið hafi verið gerð 24. mars 1975 og stefna máls þessa birt 3. apríl 1975. Venja sé, að uppgjör vegna mælinga fari fram 14 dögum eftir að mæling liggur fyrir. Hins vegar er um að ræða vangoldin laun vegna mælingar á verki við Hofslund 5, Garðahreppi. Magnús Bjarnason taldi, að uppgjöri vegna þessa verks væri lokið. Upplýsingar um uppgjör vegna verksins sé að finna í bókhaldsgögnum Skeljafells h/f, sem eru í vörslum skiptaréttar Reykjavíkur. Rétturinn álítur, að stefnandi hafi í málatilbúnaði sínum eigi rökstutt né sundurliðað nægilega kröfu sína um ofgreitt fæði, t. d. vantar skýringu á því, hvers vegna stefnandi álítur 6.000 krónur hæfilegt gjald fyrir fæði, engin tilvísun er gerð til kjara- samninga eða annarra heimilda til stuðnings endurkröfu fæðis- kostnaðarins, og þó virðist sem stefnandi hafi neytt fæðu þeirrar, sem stefndi útvegaði og færði honum. Krafa um greiðslu vegna vélaleigu þykir ekki nægilega skýr, t. d. vantar leigufjárhæð, vélafjölda, dagafjölda eða aðrar þær út- listanir, er varpað geti betur ljósi á inntak kröfunnar. Varðandi liðinn um vangreidd laun vegna mælingar að Dals- hrauni 3, Hafnarfirði, virðist mega ráða, að krafan var ekki gjald- fallin, er löghaldsgerð var framkvæmd eða stefna máls þessa birt. Í greinargerð hefur stefnandi lýst því, að krafa hans var með öllu ótryggð og eigi hafi sér verið kunnugt um, að stefndi ætti fast- eignir og lífeyrissjóður byggingaiðnaðarmanna hafi beiðst upp- ö3ð boðs á lausafé í eigu stefnanda. Því hafi hann ekki átt annars úrkosti en að beiðast kyrrsetningar í eignum stefnda til trygg- ingar kröfunni. Þykir nægilega í ljós leitt, að stefnanda stóð á miklu að fá dóm á þessari kröfu, sem stefnda var þá óskylt að svara, en hins vegar bar stefnanda að gera grein fyrir því í mála- tilbúnaði sínum, að hér var um slíka ógjaldfallna kröfu að ræða. Krafa um greiðslu vegna mælingar að Hofslundi 5, Garða- hreppi, þykir sett fram á nægilega skýran hátt, og einnig má fallast á það með stefnanda, að fjárhæðir vegna mælinganna að Dalshrauni 3, Hafnarfirði, og Hofslundi 5, Garðahreppi, hafi mátt áætla í upphafi, þar sem mælingablöð voru í vörslu stefnda og, að því er virðist, óhægt að afla þeirra hjá mælingaskrifstofunni. Með vísun til frávísunarröksemda stefnda og þess, sem rakið hefur verið hér að framan, þykir svo verulega hafa skort á, að málatilbúnaður stefnanda hafi verið nægilega skýr og afdráttar- laus, sbr. 88. og 105. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, að rétt þykir að vísa málinu frá dómi. Eftir þessum úr- slitum þykir rétt samkvæmt 180. gr. einkamálalaganna, að siefn- andi greiði stefnda kr. 10.000 í málskostnað. Hjalti Zóphóníasson setudómari kvað upp dóm Þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Tryggvi D. Friðriksson, greiði stefnda, Skelja- felli h/f, kr. 10.000 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 599 Miðvikudaginn 16. júní 1976. Nr. 116/1976. Hörður Árnason gegn Þrotabúi Skeljafells h/f. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í b lið 1. tl. í. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 1976, sem barst Hæstarétti 1. júní 1976. Krefst! sóknaraðili þess, að frávísunardómur, uppkveðinn á bæjar- þingi Reykjavíkur 9. apríl 1976, sem hann fékk vitneskju um 13. maí s. á., verði úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálasningar. Þá krefs! sóknaraðili kærumálskestnaðar. Varnaraðili hefur krafist staðfestingar hins kærða dóms os kærumálskostnaðar. Af gögnum máls kemur fram, að fyrir uppsögu héraðs- dóms var bú Skeljafells h/f tekið til gjaldþrotaskipta, og hefur þrotabú félagsins tekið við aðild málsins, sbr. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 85/1936. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 8. apríl 1976 af Friðgeir Björnssyni, fulltrúa yfirborgardómara. Þing - aði hann nokkrum sinnum í málinu, en með úrskurði, upp- kveðnum 24. júní 1975, vék yfirborgardómari sæti, þar sem sonur hans var lögmaður sóknaraðilja. Var sérstakur setu- dómari skipaður frá 25. nóvember 1975 til að fara með málið. Er þó ekkert fram komið um það, að aðrir hinna reglulegu borgardómara hafi verið vanhæfir til meðferðar þess, enda leiddi það ekki af vanhæfi yfirborgardómara, að þeir mættu ekki með málið fara. Breyta ákvæði 9. gr. laga mr. 74/1972 engu á því efni. Frávísunarkrafa varnaraðilja var eingöngu reist á því, að 510 málið væri vanreifað af hendi sóknaraðilja í stefnu og grein- argerð hans. Í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti hefur sókn- araðili haldið því fram, að kröfur hans á hendur varnarað- ilja, sem komnar hafi verið í gjalddaga, þegar málið var höfðað, hafi verið nægilega reifaðar. Reifun dómkrafna sóknaraðilja var að vísu óskilrík í stefnu, greinargerð og öðrum sóknargógnum, sem hann lagði fram við þingfestingu máls 8. apríl 1975. Sóknaraðili hefur bent á, að þetta hafi að nokkru stafað af því, að hann hafi ekki haft aðgang að skjölum í vörslu Skeljafells h/f. Þykir eigi alveg næg ástæða til að vísa málinu frá héraðsdómi að svo stöddu, enda hafa nú verið lögð fram nánari gögn um kröfuna, og þess er að vænta, að málsatvik skýrist enn frekar við síðari gagnaöflun málsaðilja. Ber því að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dóms. Eftir þessum málalokum ber að dæma varnaraðilja til að greiða sóknaraðilja kærumálskostnað, sem ákveðst 10.000 krónur. Í bókun í þingbók í þinghaldi 30. mars 1976 er þess ekki getið, hverjir hafi sótt dómþingið af hendi málsaðilja. Í þing- bók eru þá skráðar nokkrar athugasemdir, sem lögmaður stefnda og Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri Skeljafells h/f hafi gert. Þá er í héraðsdómi greint frá aðiljaskýrslu Magnúsar um nánar tilgreind atriði. Hvorki verður þó séð, að hann hafi gefið skyrslu um málsatvik fyrir dómi né heldur er meðal málsgagna að finna skriflega skýrslu hans um sakar- efnið. Er því rangt hermt í héraðsdómi um þetta atriði. Er framangreind ónákvæmni héraðsdómara aðfinnsluverð. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Varnaraðili, þrotabú Skeljafells h/f, greiði sóknarað- ilja, Herði Árnasyni, 10.000 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. öd1 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. apríl 1976. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar hinn 6. þ. m. að loknum munnlegum málflutningi, hefur Hörður Árnason höfð- að fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 3. apríl 1975, gegn Skelja- felli h/f, Bolholti 4, Reykjavík, til greiðslu skuldar að upphæð kr. 156.422 auk 14% ársvaxta af kr. 149.000 frá 15. nóvember 1974 til 24. mars 1975, en af kr. 156.422 frá þeim degi til greiðsludags, og staðfestingar löghaldsgerðar fógetadóms Hafnarfjarðar 24. mars 1975 og málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Af hálfu stefnda hefur verið sótt þing og þær dómkröfur gerðar, að málinu verði vísað frá dómi og stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Verði frávísunar- krafan ekki tekin til greina, áskilur stefndi sér rétt til að leggja fram í málinu efnislega greinargerð. Sátt hefur verið reynd, en án árangurs. Í stefnu kemur fram, að stefnandi starfaði sem trésmiður í þágu stefnda. Á tímabilinu 1. júní—15. nóvember 1974 lét stefn- andi reikna sér fæðiskostnað kr. 6.000 sem hæfilegt endurgjald fyrir fæði, en stefndi reiknaði stefnanda fæði kr. 26.000 og dró þá fjárhæð af launum hans hinn 13. desember 1974. Nemur of- tekinn fæðiskostnaður því kr. 20.000. Á tímabilinu okt—15. nóv. 1974 vann stefnandi uppmælingarvinnu fyrir stefnda og hefur ekki fengið greiddar kr. 95.000 vegna þeirrar vinnu. Á sama tíma notaði stefnandi eigin bifreið og verkfæri í þágu stefnda og sam- kvæmt beiðni hans, og nemur leiga fyrir bifreið og verkfæri kr. 12.000. Þann 15. nóvember 1974 vék stefndi stefnanda ólöglega og fyrirvaralaust úr starfi, og hefur stefnandi aðeins að hluta fengið greidd laun vegna hinnar ólögmætu uppsagnar. Telur stefnandi, að stefndi skuldi sér enn kr. 22.000 vegna uppsagnar- innar. Fjárhæðir þessar, kr. 20.000 - 95.000 - 12.000 | 22.000, hefur stefndi ekki enn fengist til að greiða þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir. Þann 24. mars 1975 lagði bæjarfógetinn í Hafnarfirði löghald á vinnuskúr í eigu stefnda við Dalshraun 3, Hafnarfirði, og nam útlagður kostnaður við löghaldsgerðina kr. 7.422, en fjárhæðir þessar, kr. 7.422 - 149.000, gera stefnufjár- hæðina, kr. 156.422. Í greinargerð stefnanda, dskj. nr. 2, segir til viðbótar mála- vaxtarlýsingu í stefnu, að stefndi hafi ekki lagt fram nákvæmt né sundurliðað uppgjör við stefnanda, en öll gögn varðandi upp: 542 mælingarvinnu og fæðisgreiðslur séu í hans vörslu og því sé hluti stefnukröfunnar áætlun stefnanda um skuld stefnda við sig, sbr. dskj. nr. 3. Sundurliðun á dskj. nr. 3 er eftirfarandi: Ofteknir fæðispeningar 1. júní—15. nóvember 1974 .. kr. 20.000 Ógreidd uppmælingarvinna við Hofslund 5, Garða- hreppi, unnið við álklæðningu, glerísetningu o. fl. í okt—des. 1974 .. 2... .....0.0. 0... 0... 35.000 Ógreidd uppmælingarvinna við Dalshraun 3, Hafnar- firði, við álklæðningu, einangrun o. fl. í okt — des. 1974 — 60.000 Leiga fyrir borvélar 1. júní—15. nóvember 1974 .. .. — 8.000 Akstur 1. júní—15. nóvember 1974 .. .. .. .. .. .. — 4.000 Ógreiðd laun vegna uppsagnar .. .. .... .. 2... .. — 22.000 Alls kr. 149.000 Stefndi hefur í greinargerð krafist þess, að málinu verði vísað frá dómi, þar sem málatilbúnaður stefnanda sé með öllu ófull- nægjandi og málið sé vanreifað eða öllu heldur óreifað. Hafi stefn- andi þverbrotið þá meginreglu einkamálalaganna, að málatil- búnaður allur skuli vera skýr og skilmerkilegur. Stefndi bendir síðan á, að krafa stefnanda sé eingöngu byggð á dskj. nr. 3, sem er reikningur til stefnda, en reikning þennan sá stefndi fyrst við þingfestingu málsins. Telur stefndi, að útlistun á ofteknum fæðis- kostnaði sé engin, ekki sjáist, á hverju krafa þessi sé byggð, og ekki heldur, hvers vegna stefnandi álítur 6.000 krónur hæfilegt gjald fyrir fæðið. Enn fremur vanti útlistun og sundurliðun á kröfu um ógreidd vinnulaun, bifreiðar- og verkfæraafnot og rök- stuðning skorti fyrir launum vegna uppsagnar. Krefst stefndi þess, að málinu verði tafarlaust vísað frá dómi. Þá bendir stefndi á, að mál þetta til staðfestingar löghaldsgerð, sem framkvæmd var 24. mars 1975, sé höfðað of seint, þar sem meira en ein vika leið frá gerð löghalds til birtingar stefnu. Með vísun til 1. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 18/1949 um kyrrsetningu og lögbann lítur dómurinn þannig á, að stefna Í staðfestingarmálinu sé of seint birti og því sé staðfestingarmálið niður fallið og mál þetta sé því rekið sem almennt einkamál. Stefndi hefur sýnt í réttinum endurrit úr skiptabók Reykja- víkur, en þar kemur fram, að á skiptafundi í þrotabúi Skeljafells h/f, sem tekið hefur verið til skipta sem gjaldþrota, var hinn 20. öd3 nóvember ákveðið að fela Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttar- lögmanni að fara með mál þetta fyrir hönd búsins. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Skeljafells h/f, hefur komið fyrir dóminn og gefið aðiljaskýrslu. Hann hefur veitt upplýsingar varðandi fæðiskaup, og lagt hefur verið fram ljósrit af launaseðli, dskj. nr. 9, en þar kemur fram, að fæðiskaup var reiknað kr. 25.650 fyrir ótilgreint tímabil og dregið af útborgun hinn 13. desember 1974. Á dskj. nr. 7, sem er síðari útreikningur stefnanda á kröfu sinni, hefur liðurinn of- greitt fæði verið fært á kr. 25.650. Enn fremur bendir Magnús á, að fæðiskaup þetta var dregið af stefnanda með vísun til samnings um kaup og kjarasamning milli Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félags bygg- ingariðnaðarmanna í Hafnarfirði fyrir húsa- og húsgagnasveina, dags. 1. mars 1974, einkum 3. gr. Stefndi hefur viðurkennt, að stefnandi notaði eigin bifreið og vélar í þágu sína, en ekki að beiðni sinni, og hann gerir sér ekki grein fyrir, hvernig fjárhæðirnar eru fundnar. Krafa um vinnulaunagreiðslu er tvíþætt, sbr. dskj. nr. 3. Annars vegar er um að ræða vangoldin laun samkvæmt upp- mælingu að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. Magnús Bjarnason hefur bent á, að mæling þessi sé framkvæmd 21. apríl 1975, en löghalds- gerð til tryggingar launum fyrir verkið nafi verið gerð 24. mars og stefna máls þessa birt 3. apríl 1975. Venja sé, að uppgjör vegna mælinga fari fram 14 dögum eftir að mæling liggur fyrir. Hins vegar er um að ræða greiðslu samkvæmt mælingu við Hofslund 5, Garðahreppi. Framkvæmdastjóri stefnda hefur borið, að hann telji uppgjöri vegna þessa verks lokið. Upplýsingar um, hvort svo sé, megi finna í bókhaldsgögnum fyrirtækisins, sem eru Í vörslum skiptaréttar Reykjavíkur. Stefnandi hefur í málatilbúnaði sínum hvorki rökstutt né sund- urliðað nægilega kröfu sína um greiðslu vegna oftekins fæðis- kostnaðar, t. d. er engin skýring gefin á því, hvernig 6.000 krónur eru taldar hæfilegt endurgjald, sem hann geti fallist á að greiða. Engin skírskotun er til kjarasamninga eða annarra heimilda til rökstuðnings fyrir kröfulið þessum. Því hefur heldur ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda, að hann hafi neytt þess fæðis, sem stefndi útvegaði og færði honum. Aksturs- og verkfæraleiguliðir kröfugerðarinnar eru ekki nægi- lega sundurliðaðir né skýrðir, t. d. vantar leigufjárhæð, daga- ö44 fjölda, vélafjölda eða aðrar þær útlistanir, sem varpa nægilega skýru ljósi á inntak kröfunnar. Varðandi kröfuliðinn um vangreidd laun vegna mælingar að Dalshrauni 3, Hafnarfirði, virðist mega ráða af gögnum málsins, að krafan var ekki gjaldfallin, er löghaldsgerð var framkvæmd eða stefna máls þessa birt. Stefnandi hefur í greinargerð sinni lýst því, að krafa hans var með öllu ótryggð og eigi hafi verið kunnugt um, að stefndi ætti fasteignir og lífeyrissjóður bygg- ingamanna hafi beiðst uppboðs á lausafé í eigu stefnda. Því hafi hann ekki átt annars úrkosti en að beiðast kyrrsetningar á eignum stefnda til tryggingar kröfunni. Þykir réttinum nægilega í ljós leitt, að stefnanda hafi staðið á nægilega miklu að fá dóm á þessari kröfu, sem stefnda var þá óskylt að svara, en hins vegar bar stefnanda að gera grein fyrir því í málatilbúnaði sínum, að hér væri um slíka ógjaldfallna kröfu að ræða. Krafa um leiðréttingu var ekki sett fram í stefnu, greinargerð eða sundurliðun krafna í upphafi, þegar rætt var um mælingar- vinnu vegna Dalshrauns 3, og skortir því verulega á framsetningu þessa kröfuliðar og skýringar með honum. Krafa um greiðslu vegna mælingar að Hofslundi 5, Garðahreppi, þykir sett fram á nægilega skýran nátt, og einnig má fallast á það með stefnanda, að fjárhæðir vegna uppmælinganna að Dals- hrauni 3, Hafnarfirði, og Hofslundi 5, Garðahreppi, hafi mátt áætla í upphafi, þar sem mælingablöð voru í vörslu stefnda og, að því er virðist, óhægt að afla þeirra hjá mælingaskrifstofunni. Með vísun til frávísunarröksemda stefnda og þess, sem rakið hefur verið hér að framan, þykir svo verulega hafa skort á, að málatilbúnaður stefnanda hafi verið nægilega skýr og afdráttar- laus, sbr. 88. gr. og 105. gr. einkamálalaganna, að rétt þykir að vísa málinu frá dómi. Eftir þessum úrslitum þykir rétt sam- kvæmt 180. gr. einkamálalaganna, að stefnandi greiði stefnda kr. 10.000 í málskostnað. Hjalti Zóphóníasson setudómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Hörður Árnason, greiði stefnda, Skeljafelli h/f, kr. 10.000 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbiri- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 545 Miðvikudaginn 16. júní 1976. Nr. 122/1976. Gylfi Guðmundsson segn Kristjáni Gíslasyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Björn Sveinbjörnsson. Kærumál. Áskorunarmál. Frávísun staðfest. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í b lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 31. maí 1976, sem Hæstarétti barst 11. júní 1976. Krefst sóknaraðili þess, að ákvörðun um vísun málsins frá héraðs- dómi verði úr gildi felld og lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Frá varnaraðilja hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Farið var með mál þetta í héraði samkvæmt lögum nr. 49/1968. Sóknaraðili höfðaði málið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, áritaðri af Kristjönu Jónsdóttur, fulltrúa yfir- borgardómara, 5. apríl 1976. Krafðist sóknaraðili í stefnunni greiðslu ógreiddra eftirstöðva leigugjalds fyrir bifreið að fjárhæð 85.802 krónur með 2% dráttarvöxtum á mánuði frá 7. nóvember 1975 til sreiðsludags svo og málskostnaðar. Málið var þingfest á bæjarþinginu 29. apríl 1976. Var þá eigi sótt þing af hálfu varnaraðilja. Hinn 24. maí s. á. skráði áðurnefndur fulltrúi svohljóðandi áritun á stefnuna: „Birt- ingarvottorð stefnuvotta hljóðar svo: „Ár 1976, þriðjudaginn 15/4 kl. 17.10 birtum við undirritaðir stefnuvottar Eyrar- bakkahrepps þessa stefnu á Kristján Gíslason, Háeyrarvöllum 52, Eyrarbakka, fyrir Þór Hagalín sveitarstjóra Eyrarbakka við heimili Kristjáns hér í hreppnum og afhentum Þór endur- rit af stefnunni, sem hann lofaði að afhenda Kristjáni, er býr hér, en var fjarverandi“. Birting hefur því ekki farið fram í samræmi við 96. gr., 35 546 sbr. 95. gr. 1. 85/1936, og ber því af þeim sökum að vísa máli þessu frá dómi ex officio. Málskostnaður fellur niður“. Ekki verður með vissu ráðið af vottorði stefnuvotta, að stefnubirting fullnægi ákvæðum 1. mgr. 95. gr., sbr. 2. mgr. 96. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að staðfesta hina kærðu dómsathöfn. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Það athugast, að óheimilt var að höfða mál þetta sem áskor- unarmál samkvæmt 1. gr. laga nr. 19/1968. Dómsorð: Hin kærða dómsathöfn er staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. Föstudaginn 18. júní 1976. Nr. 88/19741. Tímaritið Skák (Benedikt Blöndal hrl.) segn Ingólfsprenti h/f (Sigurður Ólason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Skuldamál. Samdómendur. Hafning sagnsakar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi skaut máli þessu fyrst til Hæstaréttar með stefnu 1. apríl 1974. Það mál féll niður vegna úivistar áfrýj- anda 3. maí s. á., en áfrýjað var að nýju 6. s. m. með heimild í 36. gr. laga nr. 75/1973. Dómkröfur áfrýjanda eru aðalega þær, að hinn áfrýjaði dómur og öll meðferð málsins í héraði frá og með þinghaldi 26. nóvember 1973 verði ómerkt og 547 málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar að nýju. Til vara krefst áfryjandi þess, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda. Bæði í aðalkröfu og vara- kröfu krefst áfrvjandi málskostnaðar í héraði og fvrir Hæsta- rétti úr hendi stefnda. Til þrautavara krefst áfrýjandi þess, að kröfur stefnda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Stefndi krafðist í upphafi frávísunar málsins frá Hæsta- rétti, en hann hefur fallið frá þeirri kröfu og krefst þess nú, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Vegna ómerkingarkröfu áfrýjanda og frávísunarkröfu stefnda fór fram sérstakur málflutningur um formllið máls- ins, sbr. 48. gr. laga nr. 75/1973, en að honum loknum var ákveðið, að málið skyldi einnig flutt um efnishlið, áður en dómur gengi um formhlið. Kröfu sína um ómerkingu og heimvísun byggir áfryjandi á því, að ýmsir gallar séu á málsmeðferð sjó- og verslunar- dóms Reykjavíkur. Er það fyrst, að héraðsdómari hafi einn setið í sjó- og verslunardómi, en eigi kvatt til dómsetu með sér sjó- og verslunardómsmenn, þegar málið var tekið fyrir o. nóvember 1973, 26. nóvember s. á. og 14. janúar 1974, en í síðastgreindu þinghaldi var málið dómtekið. Þá hafi við þinghöld þessi eigi verið nema einn þingvottur. Þetta var að vísu andstætt 201., 205. og 41. gr. einkamálalaga nr. 85/1936 og er aðfinnsluvert, en ekki verður þó héraðsdómurinn ómerktur af þeirri ástæðu. Þá er það fært fram til stuðnings ómerkingarkröfu álryj- anda, að meðdómsmenn í héraði hafi ekki verið réti valdir, þar sem þeir hafi ekki verið úr hópi þeirra manna, sem skip- aðir voru sjó- og verslunardómsmenn í Reykjavík 1. júlí 1970 í samræmi við 201. gr. laga nr. 85/1936. Meðdónssmenn í sjó- og verslunardómi ber að vísu að velja úr hópi hinna skipuðu sjó- og verslunardómsmanna í þinghánmi, ef þeirra er kostur. Samkvæmt niðurlagsákvæði nefndrar 201. gr. er héraðsdómara heimilt að nefna til meðdómsmenn til með- ferðar einstaks máls, þegar svo stendur á, sem í ákvæði þessu 548 segir, Þykir ekki næg ástæða til að ómerkja héraðsdóminn af framangreindri ástæðu. Þá hefur lögmaður áfryjanda haldið því fram, að lögmaður sá, er fór með mál áfrýjanda í héraði, hafi hafi lögmæt for- föll, er málið var dómtekið 14. janúar 1974, og tilkynnt hér- aðsdómara það stuttu síðar. Hafi héraðsdómara því borið að endurupptaka málið að kröfu hans samkvæmt 3. mgr. 1í8. gr. laga nr. 85/1936. Ekki hefur þó verið sannað, að lögmaður áfrýjanda hafi haft lögmæt forföll í umrætt sinn, og verður ómerkingarkrafan því ekki heldur tekin til greina af þessari ástæðu. Það athugast, að rétt hefði verið að hefja gagnsök í héraði með sérstökum dómi. Með Hlvísun tl forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur sjó- og verslunardóms Reykjavíkur 1. febrúar 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 14. janúar sl., hefur Ingólfsprent h/f, Skipholti 70, Reykjavík, höfðað með stefnu, birtri 14. mars 1973, fyrir sjó- og verslunardómi Reykjavíkur gegn tímaritinu Skák, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 272.543.40 ásamt 7% ársvöxtum frá 25. janúar 1973 til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar eftir mati réttarins. Með gagnstefnu, þingfestri 27. apríl 1973, gagnstefndi Jóhann Þórir Jónsson f. h. tímaritsins Skákar Ingólfsprenti h/f til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 400.000 með 7% ársvöxtum frá 1. októ- ber 1973 til greiðsludags auk málskostnaðar. Í aðalsök hefur stefndi lýst því yfir, að hann bjóðist til að greiða kr. 148.500 sem lokagreiðslu fyrir verk stefnanda við ein- vígisútgáfu tímaritsins Skákar, enda komi til skuldajafnaðar þar á móti sú fjárhæð, sem dómurinn kann að dæma honum í skaða- bætur frá stefnanda í gagnsök. Mál þetta var þingfest 23. mars 1973. Lögmaður stefnda fékk 549 fresti til greinargerðar til 27. apríl 1973, en þá var lögð fram af hálfu stefnda gagnstefna og greinargerð. Lögmaður stefnanda fékk síðan fresti til þess að skila greinargerð í gagnsök til 25. maí 1973. Þá var málinu frestað um óákveðinn tíma til gagna- öflunar. Undirritaður dómsformaður fékk málið til meðferðar 1. október 1973 og tók málið fyrst fyrir 22. október 1973 og leitaði um sáttir með málsaðiljum án árangurs, og var málinu þá frestað til 5. nóvember 1973, og skyldi þá fara fram yfirheyrsla kl. 1330. Þann dag kl. 1355 mætti í réttinum Haukur Bjarnason héraðs- dómslögmaður vegna Sigurðar Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns, lögmanns stefnda, og óskaði eftir því, að málinu yrði frestað. Ingólfur Ólafsson hafði mætt með lögmanni stefnanda til þess að gefa aðiljaskýrslu. Lögmaður stefnanda samþykkti, að málinu yrði frestað, og var ákveðin fyrirtekt í því mánudaginn 26. nóv- ember 1973, og skyldi þá fara fram yfirheyrsla. Þann dag kom Ingólfur Guðjón Ólafsson, prentsmiðjustjóri Ingólfsprents h/f og prókúruhafi fyrirtækisins, fyrir dóm til yfirheyrslu. Síðan var málinu frestað til mánudagsins 14. janúar sl., og skyldi þá fara fram yfirheyrsla. Þá er málið var tekið fyrir þann dag, var ekki mætt af hálfu stefnda, og var málið dómtekið að kröfu lögmanns stefnanda samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/19836. Þá er málið var dómtekið að kröfu lögmanns stefnanda, féll hann frá kröfu um málskostnað í gagnsök, en gerði að öðru leyti sömu kröfur og greindar eru í stefnu og greinargerð í gagnsök. Þar sem ekki var mætt af hálfu gagnstefnanda við fyrirtöku málsins 14. janúar sl., þá ber samkvæmt 1. og 5. mgr. 118. gr. laga nr. 85 frá 1936 að hefja gagnsökina. Verður þá tekin afstaða til krafna aðilja í aðalsök. Stefnandi lýsir málavöxtum á þá leið, að á sumrinu 1972 hafi stefnandi prentað 23 blöð af aukaútgáfu Skákblaðsins fyrir tíma- ritið Skák, Reykjavík, og látið í té pappír o. fl. Aukaútgáfa þessi hafi greint frá heimsmeistaraeinvíginu í skák, sem haldið var í Reykjavík frá því um mánaðamótin júní—júlí og fram í septem- ber 1972. Hafi efni og þjónusta vegna pappírs og prentunar o. fl. tuttugu og tveggja fyrstu blaðanna verið greidd án fyrirvara. Tuttugasta og þriðja tölublaðið hafi verið móttekið án athuga- semda af hálfu stefnda, en reikningur hafi af stefnda verið talinn of hár þrátt fyrir boð um 10% staðgreiðsluafslátt. Hafi því verið óskað verðlagningar verðskrárnefndar Prentiðnaðarins á vinnu og efni stefnanda vegna 23. tölublaðsins og vegna efnis og vinnu við skákborðsarkir, sem stefnandi hafi prentað fyrir stefnda. 590 Niðurstaða verðskrárnefndar hafi orðið sú, að rétt verðlagning fyrir 23. tölublaðið væri kr. 218.507.20 og fyrir skákborðsarkir kr. 17.040.30, og sé krafa stefnanda í stefnu þessari miðuð við það. Stefnandi geri einnig reikning vegna tjóns vegna brigða á samkomulagi, sem gert hafi verið milli stefnanda og stefnda, meðan á prentuninni stóð. Samkomulagið hafi verið þess efnis, að stefndi skyldi skila svonefndum „fyrri formum“ af skákblað- inu eigi síðar en kl. 1700 daginn áður en blaðið skyldi koma út. Stefndi hafi ekki staðið við samkomulag þetta og hafi „fyrri form- ar“ jafnan verið afhentir allt of seint. Stundum ekki undir ki. 2000 eða jafnvel síðar. Vegna þess hraða sem hafi þurft að vera á prent- uninni og þar sem ekki hafi verið vitað, hvenær búast mætti við „fyrri formunum“, hafi prentvélin verið höfð til reiðu kl. 1700 og beðið hafi verið eftir því, að hafist gæti prentun skákblaðs- ins. Prentvélin, stór offsettvél, hafi því staðið notkunarlaus á meðan. Lágmarksþóknun fyrir slíka vél sé kr. 1500 pr. klst., meðan henni sé haldið til reiðu. Gert sé ráð fyrir, að brigð á sam- komulagi hafi átt sér stað átján sinnum eina klukkustund á dag, sem af stefnanda sé talið varlega áætlað. Nemi reikningur stefn- anda af þessum ástæðum kr. 27.000. Loks hafi stefnandi látið ritstjórn skákblaðsins í té aðstöðu í húsakynnum stefnanda, meðan á prentun blaðsins stóð, eða nokkuð á þriðja mánuð. Hafi að- staðan verið afnot af húsnæði og húsgögnum á skrifstofu stefn- anda ásamt ljósi og hita auk verulegra afnota af síma stefnanda. Sé áskilin kr. 10.000 þóknun fyrir þessa aðstöðu. Stefndi hafi verið krafinn um greiðslu á reikningunum, en hafi ekki greitt þá, en ekki gert athugasemdir nema við fjárhæð fyrst talda kr. 218.507.20 reikningsins. Þá er Ingólfur Guðjón Ólafsson, prentsmiðjustjóri stefnanda, kom fyrir dóm til yfirheyrslu 26. nóvember sl., staðfesti hann málavaxtalýsingu í stefnu sem rétta að öðru leyti en því, að húsnæði það, sem stefnandi hafi látið stefnda í té, hafi verið kaffistofa og vinnusalur, en ekki skrifstofa. Ingólfur bar, að ekki hafi verið samið um verð, en komið hafi til tals hjá málsaðiljum, að stefnandi annaðist fyrir stefnda prent- un á tímaritinu Skák, almennu útgáfunni, en áður hafi prent- smiðjan Hólar annast þá prentun fyrir stefnda og hafi stefndi greitt prentsmiðjunni Hólum kr. 58.000 fyrir hvert blað og hafi það verið miðað við staðgreiðslu. Þessar upplýsingar sagðist Ing- Ólafur hafa frá fyrirsvarsmanni stefnda. Almenna útgáfan af tímaritinu Skák hafi gefið út jafnstór blöð og þessi blöð, sem öð1 komu út í tilefni af heimsmeistaraeinvíginu. Fyrstu þrjú blöðin af þessari aukaútgáfu hafi stefnandi verðlagt á kr. 58.000 og hafi hann þá miðað við staðgreiðslu. Fjárhæðum þessara reikn- inga hafi ekki verið mótmælt, en greiðsla frá stefnda hafi ekki borist á tilsettum tíma. Stefndi hafi þá boðið stefnanda að greiða þrjú fyrstu blöðin með víxli. Því hafi stefnandi hafnað, en svo hafi orðið samkomulag með málsaðiljum þess efnis, að stefndi greiddi aukavinnu setjara, en setjarinn sé jafnframt í ritstjórn blaðsins. Stefndi hafi lofað að staðgreiða blaðið eftirleiðis með, að því er Ingólf minnti, kr. 47.500 fyrir hvert blað og jafnframt að afhenda „fyrri forma“ fyrir kl. 1700 daginn áður en blaðið skyldi prentast. Samkomulag þetta hafi verið með því skilyrði, að blaðið yrði áfram 16 síður að stærð og ekki yrðu gerðar breytingar á stærð blaðsins. Þá er samkomulag þetta hafi verið gert, hafi prentsmiðjustjóri stefnanda samþykkt að taka við sem greiðslu fyrir fyrstu blöðin þrjú víxil, sem skyldi falla eftir lok einvígis- ins. Jón Kristinsson, gjaldkeri í Búnaðarbankanum, hafi átt að annast greiðslur til stefnanda og hafi hann greitt öll blöðin fram að 23. blaði og jafnframt víxilinn vegna fyrstu þriggja blaðanna. Þá er prentsmiðjustjórinn krafði Jón Kristinsson um greiðslu vegna 23. blaðsins, hafi hann talið, að 23. blaðið væri utan þess samkomulags, sem gert hafi verið, og hafi Jón talið sig þegar vera búinn að greiða það, sem hann hafi verið beðinn um að greiða. Jóhann Þórir Jónsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi stefnda, hafi verið erlendis á þessum tíma og hafi prentsmiðju- stjóri stefnanda beðið, þar til framkvæmdastjórinn kom heim, og þá sent honum reikninginn yfir 23. blaðið. Blað þetta hafi verið 48 síður að stærð, þar af hafi 16 síður verið litprentaðar. Byrjað hafi verið að vinna blaðið sem 16 síðna blað, en það hafi að lokum orðið 48 síður. Prentsmiðjustjóri stefnanda sagðist hafa tilkynnt stefnda, áður en byrjað var á 23. blaðinu, að það blað yrði verðlagt í samræmi við verðskrá prentiðnaðarins, og hafi hann beðið um upplýsingar um stærð blaðsins, áður en byrjað var á prentun þess, en það hafi ekki verið upplýst og blaðið hafi allt verið prentað sem innístunga. Stefnandi annist ekki filmuvinnu og sé það svo með margar prentsmiðjur, að þær annist aðeins prentun og aðrir filmuvinnu og lýsingu á plötum. Hver plata sé sniðin fyrir ákveðna prentvél og láti því prentsmiðjan, sem eigi að prenta, plötu í té til afnota við filmugerðina. Lýsing á plötum og filmuvinna hafi alltaf verið undanþegin samningum málsaðilja og hafi samningar Jóhanns 552 Þóris um þessi efni verið stefnanda óviðkomandi. Öll blöðin hafi verið að hluta á rússnesku og hafi þetta verið um talað, áður en byrjað var að prenta blaðið. Stefnandi hafi ekki getað annast setningu á rússneska textanum, þar sem prentsmiðjan hafi ekki rússneskt letur, og hafi þessi hluti blaðsins verið vélritaður og svo ljósritaður og minnkaður niður. Hafi verið samkomulag, að málsaðiljar héldu sig við pappírsstærðina „Crown“ og henni yrði ekki breytt, en ekki hafi verið samið um, að sama tegund af pappír yrði útveguð í allt blaðið. Stefndi hafi valið þann pappír, sem notaður hafi verið, og hafi hann verið sá ódýrasti á markaðnum, sem til greina kom, og jafnframt sá, sem líkastur hafi verið pappírnum í almennu útgáfunni af tímaritinu Skák. Þegar þessi pappír hafi verið þrotinn hjá heildsala, þá hafi stefndi valið pappír að nýju og hafi sá pappír verið notaður. Prentsmiðjan Oddi hafi boðist til að taka að sér prentun blaðsins og útvega sams konar pappír og notaður hafi verið í upphafi, en það boð hafi stefndi ekki þegið. Útgáfa blaðsins hafi aldrei stöðvast vegna pappírsskorts og ekki heldur tafist þess vegna. Aldrei hafi verið um það samið, hve mörg blöðin yrðu, enda fram tekið í upphafi, að ekki væri hægt að vita, hversu margar einvígisskák- irnar yrðu og þar af leiðandi hversu mörg blöðin yrðu. Í 23. blaði hafi verið notaður tvenns konar pappír, en þrenns konar þykkt. Fyrst hafi blaðið átt að vera 16 síður og hafi þá stefnandi notað sams konar pappír og áður hafi verið notaður, en það var 100 gr. „BORREGÁRD“. Þegar blaðið hafi átt að vera 32 síður, þá hafi aftur verið notuð sama pappírstegund, en af þykktinni 110 gr, en þegar beðið hafi verið um litprentun á 16 síðum í viðbót í fjórum litum, þá hafi stefnandi notað „IKONREX“ en það sé myndapappír og 120 gr. Brot og hefting á þessu blaði, þ. e. 23. blaðinu, hafi stefndi greitt án samráðs við stefnanda, en stefn- andi hafi greitt brot og heftingu á hinum blöðunum 22 og hafi prentsmiðjustjóri stefnanda ekki vitað, að blaðið var farið af verkstæðinu, fyrr en eftir að verkstæðisformaður sagði prent- smiðjustjóranum það. Setning á 23. blaði hafi verið önnur, þar sem það blað hafi verið unnið á löngum tíma. Eins og rakið hefur verið, þá sé það, sem skilji 23. blaðið aðallega frá hinum blöð- unum, að stærðin er önnur, hluti blaðsins litprentaður. Í upphafi óákveðið, hvað blaðið yrði stórt, lítil sem engin næturvinna, endurgjald fyrir blaðið skyldi vera í samræmi við verðskrá Ís- lenska prentiðnaðarins og hafi ekki verið samið um það í sam- bandi við 23. blaðið eins og hin blöðin, að stefndi greiddi sjálfur öðð fyrir setningu, heldur skyldi blaðið, eins og áður segir, greiðast í samræmi við verðskrána. Einnig hafi í blaði þessu verið fleiri auglýsingar en í hinum blöðunum og flestar þeirra litprentaðar og svo hafi stefndi greitt sjálfur heftingu og brot á blaðinu. Prentsmiðjustjóri stefnanda sagðist fyrst hafa gert reikning vegna 23. blaðsins. Hafi sá reikningur fyrir mistök sín orðið of lágur. Þann reikning hafi hann fyrst sýnt Jóni Kristinssyni og hann neitað að borga. Síðan hafi prentsmiðjustjórinn krafið framkvæmdastjóra stefnda um greiðslu á þessum reikningi, en hann neitaði að borga, en þá hafi prentsmiðjustjóri stefnanda boðið framkvæmdastjóra stefnda að láta verðskrárnefnd reikna út, hvað stefnanda bæri vegna 23. blaðsins. Það hafi verðskrárnefndin gert og komist að þeirri niðurstöðu, að endurgjaldið skyldi vera kr. 218.507.20. Af hálfu stefnda hafi aldrei verið kvartað yfir efni eða vinnu við 23. blaðið, heldur hafi það einungis verið verðið, sem kvartað var yfir. Þegar þeir framkvæmdastjóri stefnda og prentsmiðjustjóri stefnanda ræðdu saman vegna prentunarinnar og þessa verkefnis, þá hafi þeir alltaf verið einir og engir vottar viðstaddir. Þá er prentsmiðjustjóri stefnanda óskaði eftir því, að stefndi sneri sér eitthvað annað með prentun blaðsins, en það mun hafa verið eftir 8. blaðið, þá hafi Ingvar Ásmundsson átt tal við prentsmiðju- stjórann og beðið hann um að halda áfram prentuninni. Það hafi komið fyrir í önnur skipti, að Ingvar Ásmundsson hafi átt tal við framkvæmdastjóra stefnanda og beðið hann um að halda áfram prentun blaðsins, en á meðan á þessu verkefni stóð, hafi oft orðið óánægja vegna þess, að „fyrri formum“ var ekki skilað á umsömdum tíma. Þá er Ingvar Ásmundsson átti þessi samtöl við prentsmiðjustjórann, hafi engir vottar verið viðstaddir. Þeir Ingvar Ásmundsson, Birgir Sigurðsson og Sæmundur hafi aldrei verið vitni að samræðum prentsmiðjustjórans og framkvæmda- stjóra stefnda í sambandi við vinnu og verðlagningu blaðsins. Samkvæmt reglum Íslenska prentiðnaðarins beri félögum að tilkynna til skrifstofu félagsins um vanskil viðskiptamanna. Verð- skrá Prentiðnaðarins falli undir verðlagsákvæði og um leið og verðskrá sé send, þá sé send skrá yfir þá aðilja, sem eru í van- skilum við félaga. Stefnandi hafi ekki vald til að stöðva vinnu fyrir stefnda í öðrum prentsmiðjum, það sé á valdi prentsmiðju- stjóra í hverri einstakri prentsmiðju að meta það, hvort hann öðd vilji vinna fyrir aðilja, sem er í vanskilum við aðra félaga í hinum Íslenska prentiðnaði. 1. til 22. tölublað hafi átt að koma út kl. 0800 að morgni daginn eftir hverja einstaka einvígisskák og við þetta hafi alliaf verið staðið af hálfu stefnanda. Vegna þess hve „fyrri formar“ hafi kom- ið seint, þá hafi það oft verið svo, að prentarinn, sem mætti kl. 0600 að morgni til að ljúka við blaðið, svo það gæti verið tilbúið kl. 0800, hann hafi lent á blautum pappír vegna þess, hve skammií var um liðið, síðan fyrri prentun átti sér stað, þannig að það hafi ekki einungis verið peningaspursmál að fá „fyrri formana“ afhenta nógu snemma. Þegar í upphafi hafi verið talað um verð til stefnanda, þá hafi verið óvíst, hvort af einvíginu yrði og einnig hve skákirnar yrðu margar, og hafi, þar sem þetta allt var svo óljóst, ekki verið hægt að gera verðtilboð. En þegar komið hafi til tals með málsaðiljum, að stefnandi mundi annast prentun á almennu útgáfunni af tíma- ritinu Skák, þá hafi verið talað um sama verð og stefndi hafi greitt til prentsmiðjunnar Hóla, en það var kr. 58.000 fyrir blaðið. Um þessa fjárhæð hafi verið talað sem grunn, þannig að yrðu breytingar á verðskrá, þá mundi þessi fjárhæð, kr. 58.000, breyt- ast. Ekki sagðist framkvæmdastjóri stefnanda vita, hver hafi verið eintakafjöldi af almennu útgáfunni, en hélt, að það hafi verið svona 1500— 1700 eintök. Af heimsmeistaraútgáfunni hafi eintakafjöldinn verið 5000. Við prentunina í prentsmiðjunni Hól- um hafi verið notað svokallað „letterprint“, en í Ingólfsprenti hafi verið notað offsetprent, þannig að það sé ekki svo óeðlilegt, að greiða skyldi sömu fjárhæð til stefnanda fyrir svo miklu fleiri eintök en greitt hafi verið til prentsmiðjunnar Hóla, þar sem hluti af verkefninu hafi með þeirri aðferð, sem viðhöfð var í Ingólfsprenti, verið unninn hjá öðrum aðilja og fyrir það hafi stefndi greitt sérstaklega. Prentsmiðjustjóri stefnanda hafi átt hugmyndina að því að hafa hluta af blaðinu á rússnesku og hafi hann bent framkvæmda- stjóra stefnanda á þennan möguleika og hafi hann gert það, strax og þeir fóru að ræða um prentun blaðsins og áður en samið var um verð fyrir blaðið. Offsetprentun hafi gert það mögulegt að hafa hluta blaðsins á rússnesku. Ekki gat prentsmiðjustjórinn svarað því, hvort vinna við blaðið hafi orðið minni við það, að hluti blaðsins var á rússnesku, en það sé hægt að reikna þetta út, en þá er þeir málsaðiljar hafi samið um, að stefnandi tæki að öðð sér prentun blaðsins, hafi það verið haft í huga, að hluti blaðsins yrði á rússnesku. Prentsmiðjustjórinn hafi ekki reynt að fá prent- myndagerð til að vinna verk það, sem Mydamót vann. Í upphafi hafi bara verið rætt um, að í öll blöðin yrði notuð sama pappírs- stærð, en ekkert hafi verið um það rætt, að notuð yrði sama tegund. Framkvæmdastjóri stefnda hafi ekki borið fram nein mótmæli, þá er skipt var um pappírstegund. Eftir 9. blað hafi prentsmiðjustjóri stefnanda óskað eftir því, að stefndi sneri sér eitthvað annað með prentun blaðsins. Ástæðan fyrir þessari ósk stefnanda hafi verið sú, hve stefndi skilaði seint „fyrri formum“. Prentsmiðjan Oddi hafi boðist til að taka að sér verkið, en ekki sagðist prentsmiðjustjórinn vita, hvers vegna stefndi þáði það ekki. Prentsmiðjustjóri stefnanda sagði, að hann hefði sagt setjar- anum, Birgi Sigurðssyni, að ef hann færi að vinna í Prentsmiðj- unni Odda fram á nótt og annan hvern dag, þá yrði framkvæmda- stjóri stefnanda að ráða sér annan setjara, en stefnandi hafði bara einn setjara. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að upphaflega hafi verið samið um prentun einvígisútgáfu tímaritsins Skákar. Upphaflegt tilboð stefnanda hafi numið kr. 60.000. Vegna breytinga á verk- inu hafi verkefni stefnanda minnkað um 33% varðandi lesmál, eða um 15%, þegar auglýsingar voru með teknar. Þriðjungur verks- ins við lesmálið hafi því næst færst til Myndamóta h/f (rússneski textinn). Þrátt fyrir athugasemdir stefnda hafi stefnandi knúið fram sama verð fyrir verkið og áður þrátt fyrir þessa minnkun þess. Að sögn framkvæmdastjóra stefnda hafi framkvæmdastjóri stefnanda fært sér Í nyt þá aðstöðu, að stefndi var honum mjög háður, þar sem einvígisblöðin þurftu að koma út daginn eftir hverja einvígisskák. Telji stefndi atferli framkvæmdastjóra stefn- anda falla undir 7. gr. laga nr. 58/1960 og 253. gr. laga nr. 19/ 1940. Framkvæmdastjóri stefnda hafi mótmælt ágangi fram- kvæmdastjóra stefnanda, á meðan á verkinu stóð, en án árangurs, og hafi stefndi orðið að sætta sig við þá afarkosti eða bíða gífur- leg skakkaföll og fjárhagstjón ella. Brot stefnanda á samningi aðilja og þær tilslakanir, sem stefn- andi hafi fengið með misbeitingu framgengt gagnvart stefnda, sbr. 7. gr. laga nr. 58/1960 og 253. gr. laga nr. 19/1940, hafi verið jafnólögleg og ógild, hvort sem stefndi hafi gert fyrirvara eða athugasemdir við greiðslu eða móttöku. Samningsbrot stefnanda 556 standi eftir sem áður og varpi ljósi á, hversu ósanngjörn og fjar- stæð sú kröfugerð er, sem hann fari nú af stað með á hendur stefnda fyrir dómstólum. Með reikningi sínum fyrir síðasta tölublaðið hafi stefnandi brotið gegn samningi um verð á prentun einvígisblaðanna. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að nokkuð samkomulag hafi verið gert á milli málsaðilja um það, hvenær afhenda skyldi „fyrri forma“. Hafi eitthvert samkomulag verið gert um það efni, muni það hafa verið á milli Myndamóta og Ingólfsprents h/f, en ekki annarra. Stefnandi hafi nánast alltaf vitað kl. hvað „fyrri formar“ áttu að koma, og hafi hann getað hagað notkunar prent- vélar sinnar í samræmi við það. Stefnandi hafi ekki gert stefnda reikning fyrir leigu á hinni notkunarlausu prentvél, um leið og hann gerði reikning fyrir hvert tölublað, og heldur hafi hann ekki gert neinar athugasemdir við stefnda um þetta efni. Sama máli gegni um reikning stefnanda fyrir leigu á húsnæði og hús- gögnum á skrifstofu stefnanda ásamt ljósi og hita, að fjárhæð kr. 10.000. Hér sé um tilbúning að ræða. Stefnandi hafi rofið upphaflegan samning málsaðilja í tveim meginatriðum, en það er: a) Stefnandi hafi rofið það samningsatriði að taka við greiðslu fyrir hvert tölublað með víxli og hafi í staðinn krafist staðgreiðslu, eftir að 3. tölublað var komið út. b) Stefnandi hafi ekki getað útvegað pappír af sömu tegund fyrir öll tölublöðin. Aðeins fyrstu 8 tölublöðin voru prentuð á umsaminn pappir. Eftir það hafi blöðin verið prentuð á allt öðruvísi pappír, sem ekki hafi verið nærri eins hæfur til útgáfu einvígisblaðanna. 23. tölublað hafi fallið undir upphaflegan samning um verkið og endurgjald fyrir það. Fjárhæðina, kr. 60.000, megi sundurliða þannig: Tvær plötur til offsetprentunar .. .. .. kr. 2.000 Næturvinna „0. ....0......... 2. 2. — 10.500 Bókbandsvinna hjá Arnarfelli h/f .. .. — 7.500 Prentun Ingólfsprents h/f .. .. .. .. .. — 40.000 Samtals kr. 60.000 Samkvæmt samningi hafi því prentun svart hvítra síðna í 23. tölublaði (tvöfalt) átt að kosta kr. 80.000, þar sem þar hafi ekki verið með taldar plötur til offsetprentunar, næturvinna né bók- bandsvinna. öoð/ Framkvæmdastjóri stefnda hafi ekki haft neina gjaldskrá til að leggja dóm á reikning stefnanda og sanngirni hans. Reikningur stefnanda að fjárhæð kr. 197.000 hafi verið ósundurliðaður. Með hliðsjón af því verði, sem um hafði verið samið, hafi reikningur- inn virst afar ósanngjarn. Framkvæmdastjóri stefnda hafi getað reiknað út verð svarthvítu síðnanna í 23. tölublaði á kr. 80.000 og þá hafi reikningurinn fyrir litprentunina hlotið að vera kr. 117.000. Þegar upphaflegur samningur um verkið var gerður, hafi verið tekið með í dæmið, að hluti af verkinu yrði litprentun. Framkvæmdastjóri stefnda hafi haft fulla ástæðu til að ætla lit- prentunina verðlagða eftir sömu reglum og svarthvítu síðurnar. Upphaflegur samningur hafi falið í sér, að stefnandi sæi um alla þætti verksins. En verkið hafi dregist saman af ýmsum ástæðum og hafi stefnandi þó haldið sama endurgjaldi með kröfuhörku og óbilgirni. Upphaflega hafi stefnandi ætlað að sjá um allt nema lýsingu inn á plötu. Síðan hafi fallið út eftirtaldir þættir: a) Þegar til hafi átt að taka, hafi komið í ljós, að stefnandi var ekki fær um að líma blaðið upp og skreyta. b) Blaðið hafi minnkað um 30% vegna rússneskunnar, að því er varðaði lesmál. Þegar auglýsingar voru teknar með, hafi minnkunin verið 15%. c) Þegar skriður hafi verið kominn á prentunina, hafi komið í ljós, að varla þurfti að setja eina einustu auglýsingu í prent- smiðjunni, þar sem þær komu allar, eða því sem næst, tilbúnar beint til Myndamóta h/f. Sérstaklega hafi liðir b) og c) verið stórkostlegur hagur fyrir stefnanda og hefðu átt að gera stefnanda ennþá frekar kleift að standa við sína samninga. Í ljósi þessa hafi ekki verið nema eðlilegt, að framkvæmda- stjóra stefnda þætti reikningurinn að fjárhæð kr. 197.000 fyrir 23. tölublað afar ósanngjarn og óeðlilegur. Hafi hann því beðið stefnanda um að sundurliða reikninginn. Það hafi ekki verið gert, heldur hafi stefnandi leitað til Félags íslenska prentiðnaðar- ins og beðið umsvifalaust um, að útgáfa Skákar í prentsmiðjunni Hólum h/f yrði stöðvuð. Framkvæmdastjóri stefnda telji lítið mark vera á verðútreikn- ingi verðskrárnefndar FÍP, sem ekki hafi útvegað sér neina greinargerð frá honum, öðrum deiluaðiljanum, áður en hún lagði úrskurð á málið. Af hálfu stefnda eru eftirfarandi athugasemdir gerðar við verð- útreikning FÍP frá 14. nóv. 1972. 558 a) Reiknað sé fyrir setningu á auglýsingum og skákuppsetn- ingu kr. 7.972. Stefnandi hafi ekki séð um setningu á auglýsing- um. Skákmyndauppsetningin sé í reynd ekki neitt. Það séu 23 stöðumyndir í hverju blaði. b) Umbrot á 32 blaðsíðum. Af hálfu stefnda er því mótmælt á þeirri forsendu, að hann hafi ekki beðið um það. Þeir hafi aðeins brotið blaðið til að flýta fyrir sjálfum sér. Þeir hafi alls ekki þurft þess. Samt sé reiknað kr. 9.280 fyrir umbrot. c) Afþrykk sé reiknað á kr. 3.160, sem sé fráleitt verð. Hafi það verk tekið í hæsta lagi eina klukkustund. d) Einkennilegt sé, að reiknað virðist vera með þrenns konar pappir í 23. tölublað. e) Framkvæmdastjóri stefnda hafi eftir framkvæmdastjóra stefnanda, að taflborðssetning hafi átt að vera innifalin í reikn- ingnum. Telji framkvæmdastjóri stefnda Grétar G. Nikulásson geta vitnað um það. Ef nú þrátt fyrir allt sé gert ráð fyrir, að útreikningur FÍP sé eðlilegur, þ. e. kr. 113.514 fyrir litprentun- ina, þá hefði stefndi ekki átt að greiða fyrir hana nema ca kr. 85.000 miðað við fyrri afslátt (25%). Heildarreikningur hefði því ekki átt að fara upp fyrir kr. 165.000. Frá þessum kr. 165.000 hefði svo átt að dragast staðgreiðsluafsláttur, kr. 16.500 (10%), sbr. framvísaðan reikning að fjárhæð kr. 197.000, þar sem fram- kvæmdastjóri stefnanda hafi boðið staðgreiðsluafslátt 10%. Sá afsláttur hljóti eins að hafa verið fyrir hendi, þótt reikningurinn hefði verið réttur. Reikningur miðað við staðgreiðslu hefði því átt að vera kr. 148.500. Af hálfu stefnda er og tekið fram, að af litprentuninni hafi stefnandi ekkert haft að segja annað en að prenta. Umrætt verk stefnanda hafi verið umsamið verk fyrirfram. Verðlagning gjaldskrárnefndar FÍP geti því ekki skipt öðru máli en að varpa ljósi á, hversu mikið stefnandi hafi undirboðið gjald- skrá félagsins. Fram er komið, að stefnandi annaðist fyrir stefnda prentun á aukaútgáfu stefnda vegna heimsmeistaraeinvígisins í skák, sem haldið var í Reykjavík sumarið 1972. Ekki mun hafa verið gerður skriflegur samningur um verk þetta eða endurgjald fyrir það. Aukaútgáfan var 23 blöð. 3 fyrstu tölublöðin munu hafa verið greidd með víxli og 19 næstu munu hafa verið staðgreidd. Ekkert er fram komið um, að málsaðiljar hafi haft neina fyrir- vara, þá er þeir gerðu upp viðskipti sín vegna 22 fyrstu blaðanna, 559 hvorki að stefndi hefði nokkuð út á verk stefnanda að setja né að greiðslur stefnanda væru inntar af hendi með fyrirvara um, að reikningar væru of háir. Ekki heldur að stefnandi hafi þá krafið stefnda um sérstaka þóknun vegna afnota stefnda af hús- næði hjá stefnanda né þóknun vegna þess, að pretvél hafi staðið notkunarlaus, þar sem stefndi hafi ekki afhent „fyrri forma“ á umsömdum tíma. Verður því talið, að málsaðiljar hafi, áður en til málareksturs þessa kom, gert upp viðskipti sín vegna 22 fyrsu tölublaða af aukaútgáfu stefnda. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, verður krafa stefnanda um kr. 27.000 vegna prentvélarinnar ekki tekin til greina gegn andmælum stefnda. Sama er um kröfu stefnanda að fjárhæð kr. 10.000 vegna afnota stefnda af húsnæði stefnanda. Til stuðnings kröfuliðum sínum að fjárhæð kr. 218.507.20 fyrir efni og vinnu við 23. tölublað aukaútgáfu stefnda og að fjárhæð kr. 17.040.20 fyrir skákborðsarkir hefur stefnandi lagt fram út- reikning verðskrárnefndar Félags íslenska prentiðnaðarins, dags. 14. nóvember 1972. Ósannað er, að sérstakir verkþættir hafi verið undanskildir varðandi prentun 23. tölublaðsins. Ósannað er, að endurgjaldið fyrir 23. tölublaðið hafi fallið undir upphaflegan samning um verkið og endurgjald fyrir það. Fram er komið, að 23. tölublaðið hafi verið 48 síður, en hin tölublöðin hafi verið 16 síður og enn fremur að öðruvísi hafi verið unnið að prentun blaðsins og hluti blaðsins litprentaður. Þar sem ósannað er, að málsaðiljar hafi samið um ákveðið endurgjald fyrir 23. tölublaðið, þá þykir verða að leggja til grund- vallar útreikning verðskrárnefndar Félags íslenska prentiðnaðar- ins, sbr. grundvallarreglu 5. gr. laga nr. 39 frá 1922. Sama er um kröfu stefnanda vegna skákborðsarka, enda hefur þeim kröfulið ekki verið sérstaklega mótmælt. Samkvæmt framanrituðu verður niðurstaða málsins sú, að stefnda ber að greiða stefnanda kr. 235.547.40 með vöxtum eins og krafist er. Málskostnaður telst hæfilega ákveðinn kr. 45.000. Dóminn kváðu upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari, dr. Gaukur Jörundsson prófessor og Jóhann J. Ólafsson kaupmaður. Dómsorð: Stefndi, tímaritið Skák, greiði stefnanda, Ingólfsprenti h/f, kr. 235.547.40 með 7% ársvöxtum frá 25. janúar 1973 til 560 greiðsludags og kr. 45.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Gagnsök í máli þessu er hafin. Þriðjudaginn 22. júní 1976. Nr. 120/1976. Flosi Jónsson Segn Rannveigu Höskuldsdóttur. Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Hjónaskilnaður. Fjárskipti. Úrskurður úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Þorvarður K. Þorsteinsson, skiptaráðandi á Ísafirði, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 4. júní 1976, sem barst Hæstarétti 9. júní, hefur sóknaraðili, Flosi Jónsson, með heimild í 2. tl. 21. gr. laga nr. 75/1973 kært til Hæstaréttar úrskurð skiptaréttar Ísafjarðar 24. maí 1976. Krefst hann þess, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og hinni svonefndu kyrrsetningu andvirðis bifreiðar- innar Í 1182 hrundið. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Frá varnaraðilja, Rannveigu Höskuldsdóttur, hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Um fjárskipti vegna hjónaskilnaðar aðilja máls þessa fer eftir VI. kafla laga nr. 60/1972, VII. kafla laga nr. 20/1923 og skiptalögum nr. 3/1878. Samkvæmt 2. mgr. 47. gr. laga nr. 20/1923 og 63. gr. skiptalaga skal skiptaráðandi sjá um, að eignaafnot hvors hjóna bíði ekki meiri tálmun af skipt- unum en brýn nauðsyn krefur til, að hag hins verði borgið. Skiptaráðandi hefur tekið í sínar vörslur andvirði bifreiðar, sem sÓknaraðili, Flosi, kveður hafa verið hjúskapareign sína. 561 Af hinum kærða úrskurði verður ekki ráðið, hver nauðsyn var til þessa, svo að hagsmunir konunnar væru nægilega tryggðir. Eru forsendur úrskurðarins því ekki í samræmi við 223. gr., sbr. 2. mgr. 190. gr. laga nr. 85/1936. Í kröfugerð varnaraðilja, Rannveigar, fyrir skiptarétti var öðrum þræði byggt á því, að fyrrnefnd fjárhæð skyldi „kyrr- sett“ til tryggingar lífeyrisgreiðslum til hennar úr hendi sókn- araðilja, Flosa. Ekki má framkvæma í skiptarétti slíka kyrr- setningu, sem fara yrði eftir lögum nr. 18/1949. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið greindar, verður að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðn- ingar úrskurðar að nýju. Kærumálskostnaður falli niður. Úrskurður skiptaréttar Ísafjarðar 24. maí 1976. Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmaður f. h. Rannveigar Höskuldsdóttur hefur krafist þess, að kyrrsett verði andvirði bif- reiðarinnar Í 1182, kr. 1.100.000, en bifreið þessi var eign félags- bús hjónanna Rannveigar Höskuldsdóttur og Flosa Jónssonar, Hlíðarvegi 33, Ísafirði. Hjónin mættu hér fyrir dómi hinn 25. júlí 1975 út af hjóna- skilnaðarmáli, og var þá bókað, að þau mundu gera tilraun til að komast að samkomulagi um skiptingu eigna og skulda, en Þegar útséð þótti um, að samkomulag mundi nást milli hjónanna um búskiptin, var bú þeirra tekið til opinberra skipta hér við embættið að kröfu lögmanns eiginkonunnar hinn 14. maí sl., en frestað var þá að taka afstöðu til kröfu lögmanns eiginkonunnar um kyrrsetningu andvirðis bifreiðarinnar Í 1182, en skiptaráð- andi ákvað að taka andvirði bifreiðarinnar, kr. 1.100.000, í sína vörslu til bráðabirgða, en ákvað jafnframt, að þessi þáttur máls- ins yrði tekinn til flutnings og úrskurðar föstudaginn 21. maí 1976. Þann dag, kl. 1500, var málið flutt fyrir skiptarétti Ísafjarðar. 36 5602 Þegar hjónin mættu hér fyrir dómi hinn 25. júlí 1975, voru eignir búsins skrifaðar upp, og meðal eignanna var bifreiðin Í 1182, sem þá var metin af þeim hjónunum á kr. 950 þús. til kr. ein milljón. Síðar varð bifreiðin fyrir verulegu tjóni, og fengust tjónbætur greiddar frá tryggingarfélagi, kr. 1.100.000, og eru það þessar tjónbætur, sem lögmaður eiginkonunnar krefst kyrrsetningar á. Við flutning málsins ítrekaði lögmaður eiginkonunnar fyrri kröfu um, að andvirði bifreiðarinnar Í 1182 verði kyrrsett og pening- unum haldið sem tryggingu fyrir væntanlegum lífeyrisgreiðslum mannsins til konunnar. Þá krafðist hann og málskostnaðar. Vitn- aði umboðsmaður konunnar í 63. gr. skiptalaga og taldi hag kon- unnar ekki borgið, nema kyrrsetning næði fram að ganga. Hélt hann því fram, að kyrrsetningar væri krafist til þess að tryggja það, að hlutur konunnar úr búinu fengist greiddur. Lögmaður eiginmannsins, Arnar G. Hinriksson héraðsdómslög- maður, gerði þær kröfur, að ekki verði orðið við kröfunni um kyrrsetningu á andvirði bifreiðarinnar Í 1182, og krafðist einnig málskostnaðar. Lögmaðurinn lagði áherslu á, að hér væri um at- vinnutæki eiginmannsins að ræða og væri ekki verið að ráðskast með fé búsins, heldur kæmi eign fyrir eign. Engin hætta sé á, að misfarið verði með féð, þar sem skiptaráðanda sé í lófa lagið að fylgja því eftir, að féð verði aðeins notað til kaupa á nýrri bifreið. Málsaðiljar gengu í hjónaband þann 4. ágúst 1974, en höfðu áður búið saman frá árinu 1969 með hléum, að því er eiginmaður- inn heldur fram. Elsta barn þeirra er fætt 23. mars 1969. Fram hefur komið, að eiginmaðurinn hefur leigubílaakstur ekki sem aðalstarf, heldur sem aukastarf nú sem stendur og hefur svo verið um nokkurn tíma. Þá hefur skiptaráðandi lagt áherslu á að flýta skiptum búsins og falið fasteignasölum hér í bæ að leita eftir tilboðum í fasteign búsins, þriggja herbergja íbúð að Hlíðar- vegi 33, Ísafirði. Þegar málsatvik eru metin með hliðsjón af 63. gr. laga nr. 3/ 1878, lítur skiptaráðandi svo á, að taka beri kröfu lögmanns eigin- konunnar um, að kyrrsett verði andvirði bifreiðarinnar Í 1182, kr. 1.100.000, til greina. Málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Andvirði bifreiðarinnar Í 1182, eign félagsbús Rannveigar Höskuldsdóttur og Flosa Jónssonar, kr. 1.100.000, er kyrrsett. Málskostnaður falli niður. 563 Miðvikudaginn 23. júní 1976. Nr. 196/1971. Landsbanki Íslands, útibúið á Ísafirði, (Bragi Björnsson hdl.) gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Ólafur Stefánsson hdl.). Dómendur: hæstaréitardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Ábyrgð ríkissjóðs vegna mistaka við afsagnargerð víxla. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu upphaflega með stefnu 2. október 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 13. september s. á. Útivistardómur gekk í því máli 1. nóvember s. á. Áfryjandi áfrýjaði málinu að nýju með stefnu 12. nóvember 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 4. s. m. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum 1.503.960 krónur með 7% árs- vöxtum af 1.500.000 krónum frá 5. júní 1969 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 12% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að honum verði aðeins dæmt að greiða 501.380 krónur með 7% ársvöxtum af 500.000 krónum frá 5. júní 1969 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 12% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara krefst hann þess, að honum verði aðeins gert að greiða 1.002.580 krónur með 7% ársvöxtum af 1.600.006 krónum frá 5. júní 1969 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 12% ársvöxtum frá þein degi bl sreiðsludags. Afsagnargerðir samkvæmt lögum nr. 93/1933 verða ekki taldar til dómaraverka í skilningi 2. mgr. 34. gr. laga nr. 85/1936. Stóð síðastnefnt lagaákvæði ekki í vegi fyrir því, öb4 beint eða fyrir lögjöfnun, að mál þetta mætti böfða fyrir héraðsdómi. Starfsmönnum áfrýjanda, sem er bankastofnun, átti ekki að dyljast mistök þau, sem urðu við afsögn víxla þeirra, sem í málinu greinir, en hafist var handa um málssókn til heimtu þeirra með stefnu 11. júní 1969. Útgáfudagur samkvæmt víxlunum var 20. júlí 1968. Var nægur tími til að sýna víxl- ana til greiðslu og láta afsegja þá að nýju innan þess frests, sem greindur er í 1. mgr. 34. gr. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 93/1933, sbr. 1. gr. laga nr. 25/1968. Áfrýjanda var þannig í lófa lagið að halda við víxilrétti sínum á hendur víxilskuld- urum þrátt fyrir mistök þau, sem urðu við afsögn víxlanna. Enn fremur er á það að líta, að áfrýjandi, er glataði víxil- rétti á hendur útgefanda og framseljendum umræddra víxla, hefur eigi sýnt fram á, að hann hafi reynt að hafa uppi kröfur á hendur víxilskuldurum nema í víxilmálinu á hendur þeim. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrvjaða dóms. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrvjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. mars 1974. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 7. þ. m., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 9. nóvember 1971. Stefnandi málsins er Landsbanki Íslands, útibúið á Ísafirði. Stefndi er fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 1.503.960 með 12% ársvöxtum af kr. 1.500.000 frá 5. júní 1969 til greiðsludags auk málskostn- aðar að skaðlausu. Dómkröfur stefnda eru nú þær aðallega, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað að mati réttarins, en til vara, að hann 565 verði einungis dæmdur til að greiða kr. 501.380 með 7% árs- vöxtum frá 5. júní 1969 til 16. maí 1973 og með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi gerir þá kröfu til þrauta- vara, að hann verði aðeins dæmdur til þess að greiða kr. 1.002.580 með 7% ársvöxtum frá 5. júní 1969 til 16. maí 1973 og með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Enn til vara er þess krafist af stefnda, að dómkröfur verði stórlega lækkaðar að mati dómsins. Að því er varðar allar varakröfurnar er þess krafist af stefnda hálfu, að málskostnaður falli niður í þeim tilvikum. Ítrekaðar sáttaumleitanir af hálfu dómsins hafa ekki borið árangur. II. Af hálfu stefnanda er skýrt svo frá málavöxtum, að á hlut- hafafundi í Fjöliðjunni h/f, Ísafirði, sem haldinn var 30. sept- ember 1962, hafi verið ákveðið, að hluthafar gengju í ábyrgð fyrir félagið fyrir rekstrarláni að fjárhæð kr. 500.000 við Lands- banka Íslands á Ísafirði. Tilefni þessa hafi verið, að Landsbank- inn á Ísafirði hafði óskað þess við félagið, að trygging yrði sett fyrir yfirdráttarláni félagsins við bankann. Í framhaldi af þessu hafi víxill að fjárhæð kr. 500.000 verið gefinn út. Víxill þessi hafi verið sýningarvíxill. Ekki sé ljóst, hvenær útgefandi og ábek- ingar rituðu nöfn sín á víxilinn, en líklegast sé, að þær áritanir hafi farið fram á árinu 1962 eða 1963. Á skjali, sem bankinn haldi yfir handveð sín, sé getið um þennan víxil með dagsetn- ingunni 13. júlí 1973 og hafi þáverandi útibússtjóri á Ísafirði, Einar B. Ingvarsson, og fleiri talið það vera þann dag, sem víx- illinn var afhentur bankanum. Víxillinn hafi ekki borið útgáfu- dag, þegar hann var afhentur bankanum til tryggingar, en Einar B. Ingvarsson hafi síðar sett útgáfudag á víxilinn og hafi ástæðan verið sú, að Fjöliðjan h/f á Ísafirði hafi á þeim tíma verið hætt starfsemi sinni, þ. e. hinn 20. júlí 1968. Síðar eða í síðasta lagi á árinu 1966 hafi verið gefinn út annar víxill að fjárhæð kr. 1.000.000. Hafi hann verið samþykktur, útgefinn og ábakinn af sömu aðiljum og fyrri víxillinn. Á áðurgreindu skjali um hand- veðssetningar bankans sé þessa víxils getið og við hann skráð dagsetningin 14. mars 1966. Sé það álit Einars B. Ingvarssonar, að síðastgreind dagsetning sé miðuð við það, þegar víxill þessi var afhentur bankanum. Enginn útgáfudagur hafi verið á síðari víxlinum, þegar hann var afhentur bankanum, en Einar B. Ing- varsson kannist við að hafa fært útgáfudaginn 20. júlí 1966 á víxilinn. Þessi víxill hafi einnig verið sýningarvíxill. Því er 566 haldið fram af stefnanda, að seinni víxillinn hafi orðið til af þeim sökum, að skuldir Fjöliðjunnar h/f á Ísafirði við bankann hafi aukist vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Einar B. Ingvarsson hafi þá gert þær kröfur á hendur Fjöliðjunni h/f, að ábyrgðar- fjárhæðir yrðu hækkaðar af þessu tilefni og hafi Einar sett þessa ósk fram við bróður sinn, Ingvar S. Ingvarsson, starfsmann Fjöl- iðjunnar h/f. Á fyrri hluta árs 1968 hafi stefnandi ákveðið að nota sér fram- angreindar ábyrgðir og hafi ábyrgðarmönnum verið tilkynnt, að þeir yrðu að standa bankanum skil á fjárhæðum víxlanna, samtals kr. 1.500.000, en Fjöliðjan h/f hafi þá verið hætt störfum og skuldað stefnanda stórfé og hafi félagið verið komið í algert greiðsluþrot. Ábyrgðarmenn hafi mótmælt því, að ábyrgðarskuld- in væri hærri en kr. 1.000.000, þar sem stefnandi hafi á sínum tíma átt að skila lægri víxlinum, þegar síðari víxillinn var af- hentur. Á þessa skoðun hafi bankinn ekki getað fallist. Hafi ábyrgðarmönnunum verið gefinn kostur á að greiða kr. 1.500.000 með gjaldfresti, en þeir hafi verið ófáanlegir til að greiða meira en kr. 1.000.000. Þegar útséð hafi verið um, að ábyrgðarmenn fengjust ekki til að greiða báða víxlana, hafi víxlarnir verið af- hentir til afsagnar. Báðir ofangreindir víxlar voru samþykktir af Hans W. Har- aldssyni pr. pr. Fjöliðjan h/f, en útgefandi á báðum víxlunum var Sigurlaug M. Jónsdóttir, Hraunbæ 88, Reykjavík. Ábekingar á víxlunum voru Skúli Steinsson, Heiðargerði 19, Reykjavík, Páll Guðfinnsson, Aðalstræti 37, Patreksfirði, Marsellíus Bernharðs- son, Austurvegi 7, Ísafirði, og Jón F. Einarsson, Völusteinsstræti 16, Bolungarvík. Í júnímánuði 1969 höfðaði stefnandi mál fyrir bæjarþingi Ísa- fjarðar á hendur útgefanda víxlanna og ábekingum, en Fjöliðj- unni h/f var ekki stefnt í því máli, þar sem bú félagsins hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Voru kröfur stefnanda þær í máli þessu, að allir hinir stefndu yrðu dæmdir in solidum ti! að greiða kr. 1.500.000, kr. 3.960 í afsagnar- og stimpilkostnað auk vaxta og málskostnaðar. Hinn 13. janúar 1970 var málið flutt úr bæjar- þingi Ísafjarðar yfir á bæjarþing Reykjavíkur. Undir rekstri málsins var fallið frá kröfum á hendur útgefanda, Sigurlaugu M. Jónsdóttur. Hinn 18. mars kvað Stefán Már Stefánsson, full- trúi yfirborgardómara, upp dóm í málinu með svofelldu dóms- orði: „Stefndu, Skúli Steinsson, Páll Guðfinnsson, Marsellíus Bernharðsson og Jón F. Einarsson, greiði in solidum stefnanda, ö67 Landsbanka Íslands, útibúi á Ísafirði, kr. 1.500.000.00 með 1% vanskilavöxtum á mánuði frá 5. júní 1969 til greiðsludags, kr. 3.960.00 í afsagnar- og stimpilkostnað. og málskostnað kr. 140.000.00%. Ofangreindum dómi var áfrýjað, og gekk dómur í Hæstarétti hinn 7. júní 1971. Í forsendum meiri hluta dómenda Hæstaréttar segir m. a.: „Á 500.000 króna víxilinn hefur bæjarfógetinn á Ísafirði ritað: „Afsagður sökum greiðslufalls hinn 5. 4. 1969 kl. 1600. Notarius Publicus Björgvin Bjarnason“. Í viðfestri afsagnargerð víxils þessa segir, að hún hafi farið fram: „Ár 1969 5. 6. kl. 1600“... „í afgreiðslu“ ... Landsbanka Íslands, Ísafirði, „en samþykkij- andi var þar ekki staddur eða neinn, er vildi innleysa víxilinn“. Á 1.000.000 króna víxilinn hefur bæjarfógetinn ritað: „Af- sagður sökum greiðslufalls hinn 5. 4. 1969 kl. 1600. Notarius Publicus Björgvin Bjarnason“. Í viðfestri afsagnargerð segir, að hún hafi farið fram: „Ár 1969 5. 4. kl. 1600“... ,,í afgreiðslu“... Landsbanka Íslands, Ísafirði, „en samþykkjandi var þar ekki staddur eða neinn, er vildi innleysa víxilinn“. Samkvæmt vottorði frá Útibúi Landsbanka Íslands á Ísafirði 10. marz 1971 var útibúið „lokað 5. apríl 1969, og fóru því engar afgreiðslur fram þann dag“. Í málinu hefur bæjarfógetinn á Ísafirði gefið svofellt vottorð 10. marz 1971: „Samkvæmt beiðni Landsbanka Íslands vottast hér með, að víxill, kr. 1.000.000.00, ein milljón krónur, útgefinn af Sigurlaugu Jónsdóttur 20. júlí 1968, samþykktur til greiðslu af Fjöliðjunni h.f. við sýningu og ábakinn af útgefanda, var af- sagður 5. 6. 1969, og er um ritvillu að ræða í afsagnargerðinni. Átti að vera 5. 6. 1969 í stað 5. 4. 1969. Ennfremur vottast, að skrifstofa embættisins var lokuð laugardaginn 5. 4. 1969, og fór engin afsagnargerð fram þann das“. Hinn 10. marz 1971 hefur Landsbankaútibúið gefið svohljóð- andi vottorð: „Það staðfestist hérmeð, að samkvæmt bókum úti- búsins 5. júní 1969 eru Þbókfærðar greiðslur til bæjarfógetaem- bættisins, Ísafirði, kr. 360 vegna afsagnar tveggja tryggingar- víxla frá Fjöliðjunni h.f., beggja útgefinna 20. júlí 1969, kr. 500 þúsund og kr. ein milljón“. Þá hefur ríkisendurskoðunin hinn 10. marz 1971 gefið eftir- farandi vottorð: „Samkvæmt beiðni yðar staðfestist hér með, að í aukatekjubók fyrir sýslumannsembættið á Ísafirði er skráð 5. júní 1969: 568 Landsbankinn. Afs. víxill 500.000.00 160.00. Landsbankinn. Afs. víxill 1.000.000.00 160.00“. Í vottorði bæjarfógetans á Ísafirði 24. maí 1971 segir: „Engin notarialbók er haldin, en afrit af hverri afsagnargerð er geymt í réttri tímaröð“. Það athugast, að laugardaginn 4. apríl 1969 voru bankastofn- anir almennt lokaðar, og urðu afsagnargerðir eigi framkvæmdar að lögum þann dag, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 25/1968 un: breyting á víxillögum nr. 93/1933. Afsagnargerð hvorugs víxils þess, sem í málinu greinir, er þannig úr garði gerð, að hún fullnægi ákvæðum 91.—93. gr. víxil- laga nr. 93/1933, enda verður eigi af afsagnargerðunum einum saman ráðið, að þær hafi verið framkvæmdar að lögum, sbr lög nr. 25/1968, og ekki verður bætt úr ágöllum á þeim með skýrslum og sönnunargögnum, sem síðar er aflað. Verða nefndar réttar- athafnir bæjarfógetans því eigi taldar hafa réttarverkanir lög- mætra afsagnargerða. Leiðir af þessu, að stefndi hefur glatað víxilrétti sínum á hendur ábekingum áminnztra víxla, áfrýjendum máls þessa, sbr. 53. gr. víxillaga nr. 93/1933. Ber af þessum sökum að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda í málinu. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður“. Stefnandi heldur því fram, að ljóst sé af framangreindum dómi Hæstaréttar, að hann hafi glatað víxilrétti sínum á hendur ábek- ingum og útgefanda ofangreindra víxla vegna mistaka bæjar- fógetans á Ísafirði við framkvæmd afsagnargerðanna, enda hafi öll framkvæmd afsagnargerðanna verið löglaus, sbr. 9193. gr. víxillaganna, og beri ríkissjóður því fulla skaðabótaábyrgð vegna þessara mistaka bæjarfógetans. Hefur stefnandi höfðað mál þetta á hendur ríkissjóði með kröfum um, að ríkissjóður bæti honum að fullu andvirði víxlanna ásamt afsagnar- og stimpilkostnaði. Stefnandi hefur mótmælt öllum varnarástæðum stefnda sem röngum og ósönnuðum. Leggur stefnandi áherslu á, að Einari B. Ingvarssyni hafi alls ekki verið kunnugt um skilyrði þau, sem ábekingar telji sig hafa sett fyrir ábyrgðum sínum. Þá bendir stefnandi á, að báðir víxlarnir hafi verið færðir inn á sérstaka veðskrá, sem megi líta á sem opinbert skjal skv. 158. gr. einka- málalaga. Báðir víxlarnir hafi verið blanco-víxlar og hafi Einar B. Ingvarsson útfyllt þá eins og um var samið. Ekki sé vafamál, að hann hafi verið í góðri trú, bæði þegar hann tók við þeim og skráði útgáfudaginn. 569 III. Við hinn munnlega málflutning studdi stefndi sýknukröfu sína í fyrsta lagi þeim rökum, að Einar B. Ingvarsson hafi ekki haft heimild til að skrá útgáfudaginn 20. júlí 1968 á víxlana, þar sem einsýnt sé, að ábekingar og útgefandi ætluðust til þess, að út- gáfudagur yrði settur á víxlana strax við afhendingu, en ekki mörgum árum síðar. Ástæðan fyrir því, að víxlarnir voru af- hentir, án þess að útgáfudagur væri á þeim, muni hafa verið sú, að þeir, sem rituðu nöfn sín á víxlana, hafi ekki átt heima á sama stað, og nokkurn tíma virðist hafa tekið að fá nafnritanir þeirra allra á víxlana. Hafi því ekki verið óeðlilegt, að beðið væri með að setja útgáfudag á þá, þar til þeir yrðu afhentir bankanum. Handhafi víxilréttar hafi að vísu samkvæmt áliti fræðimanna heimild til að fylla í eyður víxils, en umboð hans til útfyllinga takmarkist af því, sem um var samið eða gert var ráð fyrir í upphafi. Þegar athugaðar séu ástæður þær, sem lágu til þess, að útgáfudagurinn var ekki á víxlinum í upphafi, verður ljóst, að heimild bankans hafi verið bundin við það að setja á víxlana sem útgáfudag, sem bankinn veitti víxlunum viðtöku, og verði þetta enn ljósara, þegar það er haft í huga, að víxlar eru mjög tímabundin skjöl. Samkvæmt 34. gr. víxillaga skuli sýgingarvíxill sýndur til greiðslu, áður en eitt ár er liðið frá útgáfudegi hans. Þegar víxlarnir voru afhentir til afsagnar, hafi verið liðið mun lengra en eitt ár frá útgáfudegi þeirra. Telja verði, að eins árs frestur 34. gr. víxillaganna miðist við raunverulegan útgáfudag víxilsins, enda sé tilgangur greinarinnar sá að koma í veg fyrir, að skuldarar sýningarvíxla verði dregnir til víxilábyrgðar löngu eftir að þeir gengu í ábyrgð sína, enda mundi annar skilningur leiða til þess, að kröfuhafi samkvæmt sýningarvíxli, sem útgáfu- dag vantar á, ætti kröfu á hendur útgefanda og ábekingum, sem væri ófyrnanleg, uns útgáfudagur væri færður á víxilinn. Stefn- andi hafi þannig verið búinn að missa kröfu sína á víxilskuldar- ana, þegar bæjarfógetanum á Ísafirði urðu á mistökin við afsögn- ina 5. júní 1969. Verði ekki á þessar röksemdir fallist, þá telur stefndi, að mis- tök bæjarfógetans hafi einungis leitt til þess, að stefnandi hafi misst víxilrétt á hendur ábekingunum, en ekki kröfur þær, sem bankinn átti á ábekingana vegna lögskipta þeirra, sem lágu að baki víxlanna. Stefnandi hafi því engar kröfur misst við mistökin og ekki orðið fyrir neinu tjóni. Skírskotar stefndi í því sambandi til þess, að bankinn hafi óskað eftir, að hluthafar gengju í ábyrgð 570 fyrir láni félagsins, og hafi það leitt til þess, að málið var tekið fyrir á hluthafafundi félagsins 30. sept. 1962 og þá samþykkt: „Að hluthafar gangi í ábyrgð fyrir félagið fyrir kr. 500.000 rekstrarláni við Landsbanka Íslands, Ísafirði. Ábyrgðin er soliðar- isk gagnvart bankanum, en ef einhvern tíma kann að koma til greiðslu hennar, skuldbinda hluthafar sig til að skipta greiðslu hennar á milli sín í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu“. Um aðdraganda þess, að síðari víxillinn var gefinn út og ábakinn, séu að vísu ekki fyrir hendi eins glöggar upplýsingar, en gera verði ráð fyrir, að ástæðan hafi verið sú, að bankinn hafi mælst til aukinnar ábyrgðar hluthafa. Á grundvelli þessa samkomulags hafi síðari víxillinn síðar verið gefinn út og ábakinn. Bak við áritanir ábekinganna á víxlana hafi því legið ábyrgð hluthafanna á yfirdrætti Fjöliðjunnar í bankanum. Sú ábyrgð hafi hvorki fallið niður við það, að hluthafarnir tóku á sig víxilskuldbind- ingar gagnvart bankanum, né við það, að víxilrétturinn féll niður. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að ákvæði 74. gr. víxil- laganna leiði til sömu niðurstöðu. Í því lagaákvæði sé auðgunar- regla þess efnis, að hafi víxilkrafa fyrnst eða víxilréttur glatast fyrir vangeymslu, sé eiganda víxils rétt að sækja víxilskuldara um þá fjárhæð, er hann mundi vinna honum úr hendi, ef fjár- heimtan félli niður, sem um hverja aðra skuld. Nú hafi Fjöliðjan h/f verið gjaldþrota og hafi endurkröfuréttur hinna víxilskuldar- anna á hendur Fjóliðjunni h/f sem samþykkjanda því verið einskis virði. Víxilskuldbinding þeirra hafi því verið raunveruleg skuld hjá þeim. Þá er sýknukrafa stefnda studd þeim rökum, að afsagnir víxla séu dæmigerð þjónustustarfsemi, sem framkvæmd sé í þágu þess, er um þær biður, gegn mjög vægu gjaldi. Þannig hafi kostnaður við afsögn beggja víxlanna einungis numið kr. 360. Sé það endur- gjald í engu samræmi við áhættu þá, sem fylgja mundi fébóta- ábyrgð ríkissjóðs af mistökum við víxilafsagnir, einkum þegar litið sé til þess, hve smávægileg mistök geti haft víðtækar af- leiðingar. Efnisrök liggi því ekki til að leggja á ríkið fébótaábyrgð vegna mistaka bæjarfógetans. Að minnsta kosti ættu þessi sjónar- mið að leiða til þess, að annað og vægara gáleysismat ætti að gilda, þegar meta skal sök bæjarfógetans í málinu. Sýknukrafa stefnda er einnig studd þeim rökum, að ábyrgð ríkissjóðs sé einungis til vara. Komi þar sterklega til greina að beita 100. gr. skiptalaganna nr. 3/1878 með lögjöfnun um tjón, sem hlýst af afsagnarmistökum. Hvarvetna á landinu séu það 571 sömu mennirnir, sem gegna störfum skiptaráðanda og notarii publici, og sé tæpast ástæða til að láta mismunandi ábyrgðarregl- ur að þessu leyti gilda um hin ýmsu störf þeirra. Í þessu efni beri og að hafa í huga, að bæjarfógetinn á Ísafirði fái aukatekjur sam- kvæmt 25. gr. laga nr. 92/1955, sem m. a. séu ætlaðar að vera áhættufé vegna mistaka í embættisfærslu hans og sé fjórðungur þessara aukatekna skattfrjáls af þeim sökum. Stefndi krefst einnig sýknu vegna þess, að starfsmenn stein- anda eigi alla sök á því, að víxilrétturinn glataðist vegna afsagnar- mistakanna. Á þessum mistökum starfsmanna sinna beri siefn- andi ábyrgð. Báðir notarialvottarnir hafi verið starfsmenn stefn: anda, þeir Sigurður Jóhannes Jóhannesson, þáverandi bankaritari, og Hafsteinn Ormar Hannesson, þáverandi bankafulltrúi. Eitt meginatriði afsagnargerða sé dagsetning þeirra vegna hinna ströngu formreglna víxillaganna. Hafi notarialvottarnir því fyrst og fremst átt að aðgæta, hvort rétt dagsetning væri á afsagnar- gerðunum, ekki síst, þar sem þeir voru báðir vanir bankamenn. En þetta hafi ekki verið einu mistök starfsmanna stefnanda. Eftir afsagnarmistökin, sem urðu 5. júní 1969, hafi víxlarnir legið í vörslum bankans og hafi mátt afsegja þá á ný allt til 20. júlí 1969. Þegar það sé einnig virt, að víxlarnir og afsagnargerðirnar voru komnar í hendur lögfræðings bankans fyrir 11. júlí 1969 og málssókn hafin út af þeim, áður en sýningarfresti lauk, megi ljóst vera, að þau mistök innheimtumanna bankans að gæta ekki að afsagnarðeginum hafi verið það stórfelld, að stefnandi verði sjálfur að bera tjón sitt. Sýknukrafa stefnda er einnig studd þeim rökum, að víxlarnir hafi í reynd aldrei verið sýndir til greiðslu. Stefnandi hafi því Þegar af þeirri ástæðu misst víxilkröfu sína á hendur útgefanda og ábekingum skv. 53. gr. víxillaganna og hafi því ekki beðið tjón við afsagnarmistökin. Viðurkennt sé, að engin tilkynning hafi verið send víxilskuldurunum, áður en afsagnargerðin fór fram. Ærið tilefni hafi þó verið til þess. Ekki síst vegna þess, hve mörg ár voru liðin frá því, að víxlarnir voru áritaðir. Jafnvel þó litið væri svo á, að slík tilkynning væri ekki lögskyld, sé þó vafamál, hvort víxlarnir hafi verið sýndir svo sem 34. gr. víxil- laganna áskilur. Loks er sýknukrafan á því byggð, að Einar B. Ingvarsson úti- bússtjóri hafi sýnt slíka háttsemi við að fá nafnritanir víxil- skuldaranna á síðari víxilinn og meðferð hans á fyrri víxlinum hafi verið slík, að bankinn hafi verið búinn að missa kröfu sína 572 á víxilskuldara á grundvelli 30. eða a. m. k. 32. gr. laga nr. 7/1936 og hafi því ekki beðið tjón við afsagnarmistökin. Varakrafa stefnda sé því byggð á, að það hafi verið skilyrði eða a. m. k. veruleg forsenda fyrir nafnritun víxilskuldaranna á síðari víxlinum, að hinn fyrri gengi til baka eða yrði eyðilagður. Þessi forsenda hafi brugðist og leiði almennar reglur samninga- réttar um forsendubrest til þess, að krafa stefnanda samkvæmt síðari víxlinum á hendur ábekingum hafi fallið niður, þegar áður en afsagnarmistökin urðu. Tjón bankans vegna mistaka bæjarfógetans takmarkist því við fjárhæð fyrri víxilsins að við- bættum kostnaði við hann, þ. e. kr. 501.308. Þrautavarakrafa stefnda er studd þeim rökum, að með útgáfu síðari víxilsins hafi ábekingar og útgefandi fallist á að bera ábyrgð á 1 milljón króna af yfirdráttarláni Fjöliðjunnar h/f hjá útibúi Landsbankans á Ísafirði. Ábekingarnir hafi hins vegar aldrei fall- ist á að bera hærri fjárhæð. Tjón bankans vegna afsagnarmis- takanna hafi því einungis numið fjárhæð síðari víxilsins að við- bættum kostnaði, eða kr. 1.002.580. IV. Einar B. Ingvarsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann muni ekki, „hvort víxlarnir, annar eða báðir, hafi borið útgáfu- dag, þegar þeir hafi verið afhentir bankanum. Þá segir mætti, að ósk um víxiltryggingar þessar hafi komið frá bankanum, og kveðst mætti halda, að hann hafi sjálfur sett fram þá ósk, og þá ábyggi- lega við Ingvar S. Ingvarsson hjá Fjöliðjunni. Nánar aðspurður um tildrög þess, að síðari víxillinn var útgefinn, ábakinn og af- hentur bankanum, kveðst mætti halda, að engin orðaskipti hafi verið af hálfu bankans við Fjöliðjuna um það, hvort síðari víxill- inn ætti að vera viðbót við þann fyrri eða koma í stað hans nema það, að mætti hafi átt tal við Ingvar S. Ingvarsson og hafi hann virst vera sama sinnis og mætti um það, að síðari víxillinn skyldi vera viðbót við þann fyrri. Mætti tekur þó fram til nánari skýr- ingar, að það hafi verið skýrt í sínum huga, þá þegar ósk var sett fram um viðbótartrygginguna, að sá víxill, að fjárhæð kr. 1.000.000.00, ætti að vera viðbót við þann fyrri, og telur mætti áreiðanlegt, að hann hafi átt tal við Ingvar um þetta og að Ingvari hafi verið þetta ljóst. Síðar, er hluthafar hafi átt tal við mætta út af þessu, kveðst mætti aftur hafa haft samband við Ingvar og hafi þá Ingvar virst vera sammála mætta um það, að síðari víx- illinn hefði átt að vera viðbót við þann fyrri“. ö/ð Einar B. Ingvarsson gaf aftur skýrslu fyrir dómi, og var þá fært til bókar: „Mætta eru nú enn sýndir víxlar þeir, sem málið snýst um, og segir mætti nú, að athuguðu máli, að hann hafi sett inn útgáfudag víxlanna. Í þessu sambandi gefur mætti þá skýringu, að ekki hafi verið óalgengt að bankinn tæki tryggingarvíxla, sem ekki báru útgáfudag. Telur og mætti, að þegar tryggingarvíxlar séu þannig afhentir bankanum, hafi bankinn heimild til þess að setja inn útgáfudag síðar. Kveðst mætti hafa rætt um þetta mál við þá- verandi bæjarfógeta á Ísafirði og lögfræðing í Reykjavík og hafi þeir báðir verið sömu skoðunar. Að því er víxla þá varðar, sem mál þetta snýst um, segir því mætti, að í samræmi við ofanritað, að hann hafi ekki leitað samþykkis útgefanda, samþykkjenda og ábekinga til þess að setja útgáfudag á víxlana. Mætti vill taka fram, að víxlarnir séu að vísu dagsettir með útgáfudag rétt áður en mætti hafi hætt störfum hjá Landsbankanum á Ísafirði, en mætti tekur þó fram, að ástæðan til þess, að hann setti útgáfudag á víxlana, hafi verið sú, að Fjöliðjan h.f. á Ísafirði hafi verið hætt starfsemi á þessum tíma og gjaldþrot blasað við og því hafi mætti viljað grípa til ábyrgðanna“. Hans W. Haraldsson, sem var starfsmaður Fjöliðjunnar h/f og hafði prókúruumboð fyrir fyrirtækið og samþykkti báða víxlana, skýrir svo frá, að fyrri víxillinn hafi legið í Landsbankanum á Ísafirði, þegar hann byrjaði störf hjá Fjöliðjunni, og þar kveðst hann hafa samþykkt víxilinn. Víxillinn hafi þá ekki verið með útgáfudegi, en meginmálið að öðru leyti útfyllt. Hann segir, að útibússtjórinn, Einar B. Ingvarsson, hafi farið fram á það við sig og Ingvar S. Ingvarsson, að ábyrgðir yrðu hækkaðar úr hálfri milljón í eina milljón, þar sem yfirdráttur Fjöliðjunnar hefði stóraukist. Hann minnir, að Einar B. Ingvarsson hafi sjálfur vél- ritað meginmál síðari víxilsins. Kveðst hann ekki hafa gert at- hugasemdir við það, að útgáfudagur var ekki settur á víxilinn, enda hafi hann talið, að úr því að bankastjóri útbjó víxilinn, þá þyrfti hann ekki að betrumbæta víxilinn. Hann kveðst ekki hafa gert kröfu til þess að fá fyrri víxilinn til baka, þegar hann sam- þykkti síðari víxilinn, enda hafi öll nöfn þá ekki verið komin á síðari víxilinn. Kveðst hann því hafa hugsað á þá leið, að best væri, að fyrri víxillinn væri í bankanum, þar til hinn væri út- fylltur eins og til stóð. Ekki kveðst hann síðar hafa gert kröfu til þess að fá síðari víxilinn til baka, enda hafi hann hætt störfum hjá Fjöliðjunni h/f, skömmu eftir að hann samþykkti síðari víx- ört ilinn, og auk þess hafi hann verið orðinn laus við fyrirtækið síð- ustu mánuðina, þótt hann hefði haft prókúruumboð að formi til. Skúli Steinsson skýrir svo frá, að á árinu 1965 eða 1966 hafi ábekingar víxilsins „verið staddir á fundi hjá Fjöliðjunni h.f.,, Ísafirði og hafi þá Ingvar S. Ingvarsson farið fram á það við ábekingana, að framangreindur víxill yrði hækkaður úr kr. 500.000.00 í kr. 1 milljón. Mætti kveðst ekkert hafa séð óeðlilegt við það, enda hafi um- setning Fjöliðjunnar h.f. aukist. Hins vegar kveðst mætti vera alveg viss um það, að síðari víxillinn hafi átt að vera hækkun á fyrri víxlinum, en ekki viðbót við hann, enda segir mætti, að málið hafi verið lagt þannig fyrir ábekinga. . . Varðandi útgáfu síðari víxilsins skýrir mætti nánar svo frá, að hann og Jón F. Einarsson hafi gert athugasemd við Ingvar um það, hvort ekki væri unnt að hafa síðari víxilinn að fjárhæð kr. 500.000.00 og láta þá fyrri víxilinn standa áfram í bankanum. Hafi þá Ingvar S. Ingvarsson tjáð sér og Jóni, að það væri ósk bankastjórans, Einars Ingvarssonar, að síðari víxillinn yrði að fjárhæð kr. 1 milljón, en fyrri víxlinum yrði skilað. Kveðst þá mætti hafa látið til leiðast að rita á síðari víxilinn, enda hafi hann þá verið laus við alla tortryggni“. Páll Guðfinnsson hefur skýrt svo frá, að síðari „víxillinn hafi verið sendur til sín í pósti, og kveðst mætti hafa tekið eftir því, að víxillinn var að fjárhæð kr. 1 milljón í stað 500.000.00, sem Ingvar hafi áður talað um. Kveðst mætti hafa gert við þetta al- hugasemd og hringt í Ingvar í því sambandi, en Ingvar hafi þá tjáð sér, að fyrri víxillinn myndi ganga til baka og verða ónýttur“. Marsellíus Bernharðsson kveðst hafa sett það skilyrði fyrir áritun sinni á síðari víxilinn, að gamli víxillinn yrði eyðilagður. Hafi Ingvar þá tjáð sér, að það yrði örugglega gert. Kveðst hann þá hafa áritað víxilinn. Ingvar S. Ingvarsson hefur skýrt svo frá, „að Hans Haralds- son hafi samþykkt víxlana fyrir Fjöliðjuna h.f., og kveðst mætti gera ráð fyrir, að nefndur Hans hafi útbúið víxlana. Kveðst þó mætti gera ráð fyrir því, að nefndur Hans hafi átt skipti við bankann út af víxlum þessum, en sjálfur kveðst mætti ekki hafa gert það.... Segir mætti, að af sérstökum ástæðum hafi rekstrar- fjárþörf Fjöliðjunnar h.f. verið stóraukin á þessum tíma og hafi Hans Haraldssyni verið falið að vinna að aukningu rekstrarlána félagsins hjá viðskiptabanka þess. Mætti segir, að það sé augljóst, að slíkt hafi tekið töluverðan tíma, en mætti álítur þó, að síðari 575 víxillinn sé tilkominn í sambandi við þetta. Mætti kveður, að hann treysti sér ekki til að svara neinu ákveðnu um það, hvort síðari víxillinn hafi átt að vera hækkun á hinum fyrri eða viðbót við hann“. Sigurlaug M. Jónsdóttir, formaður stjórnar Fjöliðjunnar h/f, sem var útgefandi á víxlunum, segir, að Hans W. Haraldssyni hafi verið falið að ganga frá tryggingarvíxlunum við bankann. Hana minnir, að annar víxillinn hafi átt að koma í staðinn fyrir hinn. Í vottorði frá Búnaðarbanka Íslands, sem er dagsett 4. febrúar 1971, segir m. a. svo: „Eigin víxlar: Meginregla hér í bankanum er sú, að tryggingarvíxlar séu út- fylltir að fullu með útgáfudegi, gjalddaga, fjárhæð og undirritaðir af útgefanda. Þeir eru vanalega gefnir út til 6 mánaða eða eins árs, aldrei lengur. Þó kemur það fyrir í undantekningartilfellum að útgáfudagur og gjalddagi er ekki skráður á víxileyðublaðið og þá látnir gilda lengur en eitt ár, en þetta er aldrei gert nema Í samráði við við- komandi skuldara og að beiðni hans. Víxlar á hendur öðrum: Þessir víxlar eru undantekningarlaust dagsettir við útgáfu og falla í gjalddaga eftir atvikum í síðasta lagi eftir eitt ár frá út- sáfudegi og eru þá afsagðir samkv. víxillögum, séu þeir eigi fram- lengdir á réttum tíma“. Í vottorði Útvegsbanka Íslands, sem er dagsett 4. febr. 1971, segir m. a. svo! „Aðalreglan er sú, að víxlar þeir, sem um getur í bréfi yðar, eru útfylltir samkvæmt víxillögum. Fyrir kemur þó, að bankan- um eru afhent samþykkt, útgefin og ábakin víxileyðublöð, en að öðru leyti óútfyllt. Í slíkum tilvikum höfum vér talið oss heimilt að útfylla slík eyðublöð síðar, ef þörf krefur, svo að formkröfum víxillaga sé fullnægt. Hefur þá komið fyrir, að slík eyðublöð hafa legið í vörzlum bankans all lengi, jafnvel árum saman, án þess að víxilskuldarar fái nokkrar áminningar um slík eyðublöð. — Vér viljum loks ítreka, að aðalreglan er sú, sem lýst er í upphafi bréfs þessa, og eru slíkir víxlar endurnýjaðir reglulega, a. m. k. árlega“. V. Við munnlegan flutning málsins var á það bent af hálfu stefnda, án þess að krafa kæmi fram um frávísun, að ástæða kynni að 576 vera til að vísa máli þessu frá dómi ex officio á grundvelli 2. mgr. 34. gr. einkamálalaga nr. 85/1936, þar sem segi, að í héraði verði héraðsdómari einungis sóttur til greiðslu skaðabóta vegna dómaraverks í sambandi við opinbert mál eða eftir að refsidómur hefur verið kveðinn upp yfir honum í opinberu máli fyrir afbrot í dómarastarfi í því máli. Það, sem vafa valdi um frávísun í þessu tilviki, sé, hvort afsögn teljist „dómaraverk“ í merkingu 34. gr. einkamálalaganna. Hæstiréttur hafi beitt 34. gr. um þinglýsingar- dómara og uppboðshaldara. Í eðli sínu séu afsagnir og aðrar notarialgerðir ekki fjær því að vera dómsathafnir en gerðir þing- lýsingardómara. Notarialgerðir séu nær eingöngu framkvæmdar af héraðsdómurum og séu þau undantekningarákvæði, sem heimili öðrum að framkvæma notarialgerðir síst víðtækari en hliðstæð ákvæði um uppboðshaldara eða fógeta. Vel kæmi því til greina að beita 34. gr. 2. mgr. með lögjöfnun um notarialgerðir, sem héraðsdómari framkvæmir, enda virðast þau efnisrök, sem liggja að baki 2. mgr. 34. gr. laganna, leiða til þess, að héraðsdómari sé engu frekar bær um að fjalla um mistök hliðsetts dómara við notarialgerðir en mistök hans við eiginleg dómstörf sín. Einnig hefur stefndi bent á, að 2. mgr. 33. gr. einkamálalaganna gefi til kynna, að notarialgerðir séu héraðsdómarastörf og því dómara- verk. Af hálfu stefnanda er því eindregið andmælt, að vísa eigi máli þessu frá ex officio, enda séu notarialgerðir ekki dómsathafnir og því ekki dómaraverk. Hefur stefnandi m. a. vísað til 88. gr. víxil- laga, 2. mgr. 33. gr. einkamálalaga, þinglýsingarlaga nr. 30/1928 og til opins bréfs um testamenti og notarialgerðir frá 8. janúar 1823 svo og til þess, að meiri hluti Hæstaréttar hafi í dómi sínum 7. júní 1973 talað um „réttarathafnir“, en ekki „dómsathafnir“. VI. Afsagnargerðir eru notarialgerðir og því ekki eiginleg dóm- störf. Ákvæði almennt um notarialgerðir er að finna í opnu bréfi frá 8. janúar 1823. Frá því að þetta opna bréf var lögtekið, hefur löggjafinn ekki sett nýjar reglur almennt um notarialgerðir. Í 2. mgr. 33. gr. einkamálalaganna nr. 85/1936 segir hins vegar, að löggiltur fulltrúi héraðsdómara geti, „auk notarialgerða, fram- kvæmt á ábyrgð héraðsdómara“ uppskriftir í sambandi við skipti búa, fógetagerðir og uppboðsgerðir. Nærri liggur að líta svo á, að lagaákvæði þetta gangi út frá því, að eitt af störfum héraðs- 77 dómara sé að annast notarialgerðir, sem kunna þá að vera dóm- araverk í skilningi 34. gr. einkamálalaganna. Óbþarft þykir þó að taka af skarið um formsatriði þetta, þar sem frávísunar hefur ekki verið krafist og með hliðsjón af því, að efnisúrlausn sú, sem tekin verður til meðferðar í næsta kafla hér á eftir, er með þeim hætti, að ekki þarf að meta mistök þau, sem urðu við afsagnar- gerðir þær, sem málið fjallar um. VII. Hinn 30. september 1962 var á hluthafafundi í Fjöliðjunni h/f, Ísafirði, m. a. bókað: „Að hluthafar gangi í íbyrgð fyrir félagið fyrir kr. 500.000.00 rekstrarláni við Landsbanka Íslands, Ísafirði. Ábyrgðin er solidarisk gagnvart bankanum, en ef einhvern tíma kann að koma til greiðslu hennar, skuldbinda hluthafar sig til að skipta greiðslu hennar milli sín í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu“. Þrátt fyrir þessa bókun í gerðabók félagsins hefur stefnandi ekki sannað nægjanlega, að hluthafar þeir, sem árituðu margnefnda víxla, hafi gagnvart stefnanda gengist undir aðra ábyrgð en sem víxilskuldarar. Víxilplöggin voru bæði án útgáfu- dags, þegar þau voru afhent stefnanda, en gert var ráð fyrir, að víxilplögg þessi yrðu fullgilt sem sýningarvíxlar. Fullgildir sýn- ingarvíxlar urðu plögg þessi hins vegar ekki, fyrr en skráður hafði verið útgáfudagur á skjölin. Þeir, sem rituðu nöfn sín á skjölin, bjuggu víðs vegar um landið. Var því ekki óeðlilegt að eyða væri sett fyrir útgáfudegi á skjölunum. Var stefnanda því rétt við móttöku skjalanna að skrásetja útgáfudag á víxlana og fullgilda þar með skjölin sem víxla, en það var það ábyrgðarform, sem aðiljar voru sammála um að fullgilda. Gegn mótmælum stefnda hefur stefnandi hins vegar ekki sannað nægjanlega, að hann hafi haft heimild til þess að fullgilda víxilplögg þessi með því löngu síðar að skrásetja útgáfudaga á skjölin án samþykkis útgefanda og ábekinga. Verður því að líta svo á þrátt fyrir mál- flutning aðilja, að víxilábyrgðirnar hafi verið fallnar niður fyrir aðgerðarleysi stefnanda, löngu áður en til afsagnar víxlanna kom. Hefur stefnandi því ekki sannað, að hann hafi orðið fyrir neinu tjóni vegna mistaka við afsagnargerðirnar. Leiðir þetta til þess, að sýkna ber stefnda af kröfum stefnanda í málinu, og eru þá ekki efni til að taka afstöðu til annarra varnarástæðna stefnda, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan. 37 578 Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Landsbanka Íslands, útibúsins á Ísafirði, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Fimmtudaginn 24. júní 1976. Nr. 171/1974. Haraldur Böðvarsson £ Co h/f (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Huldari Ágústssyni (Jón Þorsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Skiprúmssamningur. Uppsögn. Vélstjóri. Dómur Hæstaréttar. Hermann G. Jónsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm ásamt meðdómsmönn- unum Guðmundi Guðjónssyni skipstjóra og Pálma Sveinssyni skipstjóra. Afrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. október 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hans hendi. Til vara krefst áfrýjandi þess, að kröfur stefnda verði lækkaðar í 62.181 krónu og málskostnaður fyrir Hæstarétti verði látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti andmælir áfrýjandi ekki sérstaklega kröfu stefnda til orlofsfjár. ð19 Afrýjandi sagði stefnda upp skiprúmssamningi á v/b Skírni, AK 12, þegar ráðið var að selja bátinn. Stefndi átti rétt til 3 mánaða uppsagnarfrests samkvæmt 3. mgr. 25. gr. kjarasamnings frá 31. desember 1971, sem ágreiningslaust er, að gili um skiprúmssamning hans, sbr. enn fremur 2. mgr. 13. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. Samkvæmt 34. gr. nefndra laga á stefndi rétt til óskertra launa þann uppsagnar- frest, sem honum bar. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að stað- festa hann, en honum hefur ekki verið sagnáfrýjað. Aétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskosinað fyrir Hæstarétti, og er hann ákveðinn 40.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Haraldur Böðvarsson £ Co h/f, greiði stefnda, Huldari Ágústssyni, 10.000 krónur 1 málskostn- að fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur sjó- og verslunardóms Akraness 5. apríl 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 15. mars sl, var höfðað með stefnu, útgefinni 16. febrúar 1973, af Huldari Ágútssyni vélstjóra, Vogabraut 18, Akranesi, gegn Haraldi Böðvarssyni ér Co h/f, Akranesi, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 139.490 auk 7% ársvaxta frá 1. nóvember 1972 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Í munnlegum flutningi málsins hækkaði stefnandi vaxtakröfu sína í 9% frá 16. maí 1973 til greiðsludags, og sætti hækkun á vaxtakröfu eigi andmælum af hálfu stefnda. Af hálfu stefnda var gerð sú krafa í greinargerð, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og jafnframt dæmd- ur hæfilegur málskostnaður úr hendi hans. Í munnlegum flutningi gerði stefndi þá varakröfu, að dóm- kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður felld- ur niður. Þá krafðist stefndi þess í munnlegum flutningi málsins, að or- lofskrafa stefnanda yrði lækkuð um kr. 3.358, og mótmælti út- reikningi á orlofskröfunni til áramóta 1972— 1973. 580 Málavextir eru þessir: Stefnandi máls þessa, Huldar Ágústsson vélstjóri, Vogabraut 18, Akranesi, réðst 1. vélstjóri á v/b Skírni, AK 12, í ársbyrjun 1970 og gegndi því starfi samfellt þangað til í byrjun ágúst 1972, er báturinn fór í viðgerð. Útgerðarmaður og eigandi bátsins var Haraldur Böðvarsson ér Co h/f, stefndi í máli þessu. Samkvæmt vottorði lögskráningarstjóra var stefnandi lögskráð- ur 1. vélstjóri á v/b Skírni, AK 12, 7. janúar — 13. maí og 25. mai— 31. júlí 1972. Báturinn var við bryggju á Akranesi mánuðina ágúst, september og október 1972 í viðgerð, og vann stefnandi við lag- færingu og endurnýjun á vél bátsins. Síðan var vélarrúmið málað af vélstiórunum. Stefnandi kvaðst hafa vandað mjög vinnu sína í v/b Skírni, því að hann hafi talið sig vera með vinnu sinni að búa í hendur á sjálfum sér og hafi talið öruggt, að hann yrði áfram vélstjóri á bátnum. Þann 19. október var stefnandi kvaddur á skrifstofu stefnda ásamt 2. vélstjóra, og var þeim tilkynnt, að útgerðin væri búin að selja v/b Skírni, og var stefnanda munn- lega sagt upp störfum á skipinu. Var uppsögnin síðar staðfest með bréfi stefnda, dags. 1. nóvember 1972. Í bæði skiptin bauð framkvæmdastjóri stefnda, Haraldur Sturlaugsson, stefnanda starf 1. vélstjóra á öðru skipi útgerðarinnar, Höfrungi 11, AK 150, eða vinnu á vélaverkstæði stefnda. Stefnandi hafnaði báðum þessum tilboðum um vinnu hjá stefnda. Hann vann síðan nokkuð í þágu stefnda við v/b Skírni og fékk greidd laun til loka októbermánaðar. Stefnandi vann eigi frekar í þágu stefnda, en taldi sig vera á kaupi hjá honum vegna uppsagnarinnar í brjá mánuði. Vann hann á þessum tíma hjá Vélsmiðjunni Loga h/f, Akranesi, þó eigi samfellda vinnu, en hafði bar í tekjur kr. 48.630. Síðan réðst hann 1. vélstjóri á v/b Sigurvon, AK 56, eign Hafarnar h/f, Akranesi, þann 2. janúar 1973 og hafði þar í tekjur til 19. janúar 1973 kr. 28.679. Af vætti Björns Ólafssonar Ágústssonar, skipstjóra á v/b Höfr- ungi Il, AK 150, hér fyrir dóminum er ljóst, að hann var búinn að ráða menn á bátinn, er v/b Skírnir var seldur. Höfðu vélstjórar eigi vélstjóraréttindi, en höfðu undanþágu. Vitnið kvað vélina í v/b Höfrungi II vera litla og hafi báturinn verið ganglítill á móti og ávallt gangminni en v/b Skírnir. Vélin hafi og verið vangæf. Lögskráð var á v/b Höfrung 11, AK 150, 3. nóvember 1972 til Þorskveiða með línu. Hafði þá farið fram viðgerð á vél bátsins, og reyndist legan aftast á krómtappanum ónýt. Þann 17. nóvember kom það fyrir, að legan bræddi úr sér í 581 veiðiferð, og var báturinn dreginn til Akraness af miðunum af varðskipinu Árvakri. Var þá hætt veiðum og skipshöfnin afskráð 5. desember 1972, og í lok desember komu enskir sérfræðingar og lagfærðu krómtappann. Róðrar hófust aftur 16. janúar 1973, og var töf þessi að mestu vegna vélarbilunar. Þegar farið hafði verið í 10—12 róðra með línu, bræddi vélin í v/b Höfrungi II úr sér, og á netaveiðum kom það einnig fyrir, er þeir höfðu vitjað neta einu sinni. Í bæði þessi skipti var legan tekin undan og önnur sett í staðinn. Af aðiljaskýrslu Haralds Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra stefnda, kemur fram, að félagið seldi v/b Skírni, AK 12, skyndi- lega í október 1972, m. a. af fjárhagsástæðum. Hafi hið stefnda félag því sagt skipstjóra og 1. og 2. vélstjóra upp störfum, en þeim hafi öllum verið boðin sams konar störf á öðru skipi útgerð- arinnar, Höfrungi II, AK 150. Útgerðin hafi hins vegar ekki getað boðið stýrimanninum á v/b Skírni stöðu á Höfrungi II og hafi honum því verið greiddar bætur vegna þessa, kr. 90.000. Haraldur Sturlaugsson kvað véla- mennina á v/b Höfrungi II, AK 150, eigi hafa haft réttindi sem vélstjórar og hafi þeir verið ráðnir með undanþágu, þ. e. leyfi samgönguráðuneytisins. Taldi Haraldur, að ekki hefði orðið um tekjuröskun að ræða hjá stefnanda, þó að hann hefði tekið við starfi véistjóra á v/b Höfrungi II. Sá bátur sé stærra skip en v/b Skírnir, en að vísu með aflminni vél, sem ekki hafi verið í góðu ástandi, þó hafi hún verið tekin upp og endurnýjuð í Danmörku 1967 af verksmiðju þeirri, sem smíðaði vélina upphaflega, og fyrirhugað hafi verið að setja stærri vél í bátinn strax eftir vetrarvertíð. En á þessum tíma hafi ekki verið það mikill afli, að þetta skipti máli, því að aðeins hafi verið um kauptryggingu að ræða. Samkvæmt upplýsingum stefnda var afli 7 Akranesbáta á línu- vertíð haustið 1972 ekki meiri en svo, að hvergi aflaðist fyrir hlut, ef undanskilinn er skipstjórinn á v/b Haraldi, AK 10. Allir aðrir skipverjar á bátunum fengu aðeins greidda kauptryggingu. Þá kvað Haraldur mikla vinnu hafa verið á vélaverkstæði stefnda um og eftir 1. nóv. 1972. Og af hálfu stefnda hefur verið lagt fram í dóminum vottorð um laun fjögurra starfsmanna á vélaverkstæði stefnda á tímabilinu 1. janúar 1972 til 27. apríl 1973. Samkv. því voru laun í nóvember og desember 1972 frá rúmi. 40.000 og upp í um kr. 58.000 á mánuði, en í janúar 1973 582 verulega hærri, eða frá 76.000 upp í kr. 84.000. En eigi verður af því ráðið, hve mikið af launum var vegna yfirvinnu. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Kauptrygging frá 1. nóvember 1972 til 19. janúar 1973, 80 dagar, kr. 47.104 á mánuði .. .. .. .. kr.125.6l1 2. Fastakaup á sama tímabili, kr. 1.181 á mánuði .. — 3.149 Kr. 128.760 814 % orlofsté af kr. 128.760 .. .. .. 2. .. 0... — 10.730 Kr. 139.490 Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að hann hafi verið ráðinn 1. vélstjóri á v/b Skírni, AK 12, en honum hafi verið sagt upp starfi skyndilega, í reynd með 12 daga fyrirvara, 19. október og látinn hætta störfum 31. október án saka og hafi hann eigi fengið greidd laun eftir þann tíma. En stefnandi hafi átt þriggja mánaða uppsagnarfrest skv. 3. mgr. 25. gr. gildandi kjarasamnings og 2. mgr. 13. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. Hann eigi því rétt á bótum úr hendi stefnda, sbr. 34. gr. sjómannalaga. Stefnandi hafi verið ráðinn á ákveðið skip, v/b Skírni, og hafi honum verið óskylt að fara á annað skip, þótt í boði væri. Auk þess hafi störf sem vél- stjóri á v/b Höfrungi Il ekki verið sambærileg við sams konar starf á v/b Skírni. Vél og allur frágangur á v/b Skírni hafi verið til fyrirmyndar, en ástand vélar í v/b Höfrungi IT hafi verið í algeru lágmarki. Í v/b Skírni, sem er 149 rúml., er 400 ha vél og gangi hann 10 mílur, en í v/b Höfrungi 11, sem er 208 rúml., hafi verið 300 ha vél og gangi allt niður í 4—5 mílur í mótvindi. Það sé og upplýst, að v/b Höfrungur II hafi á haustvertíð verið að mestu frá veiðum vegna vélarbilana. Stefnandi hafi og eigi viljað taka við störfum á öðru skipi, þar sem öðrum mönnum væri ýtt frá störfum hans vegna. Þá hafi stefnandi ekki viljað taka við starfi á vélaverkstæði stefnda, þar sem hann hafi kosið að vera á sjó og ekki hafi verið um sömu tekjur að ræða á vélaverkstæðinu nema með mikilli yfirvinnu. Á það beri að líta, að fyrirvaralítil og skyndileg uppsögn á starfi hafi verið röskun á stöðu og högum stefnanda og samkv. 34. gr. sjómannalaga eigi hann rétt á kaupi allan uppsagnartímann án frádráttar á tekjum þeim, sem hann vinnur sér inn á þeim tíma. Reikningslega hefur bótakrafa stefnanda ekki sætt andmælum öðð af hálfu stefnda nema orlofskrafan. Krafðist stefndi þess, að hún yrði lækkað um kr. 3.358. Rökstyður hann kröfu sína með því, að skv. ákvæðum 3. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1971 um orlof skuli eigi reikna orlofsfé af greiðslum, sem ekki eru tekjuskatts- skyldar hjá orlofsþega. En í 14. gr. laga nr. 68/1971 eru ákvæði um skattaívilnanir sjómanna, sbr. og dóm félagsdóms 12. júlí 1972 í málinu nr. 3/1971. Af hálfu stefnanda var kröfu þessari mótmælt sem of seint fram kominni. Einnig sé í þessu máli krafið um skaðabætur, sem njóti eigi skattfríðinda, og beri stefnanda því fullt orlof. Stefndi færði þau rök fyrir sýknukröfu sinni í greinargerð, að stefnandi hefði átt kost á starfi vélstjóra á öðrum sambæri- legum báti útgerðarinnar svo og á vélaverkstæði stefnda, en hann hafi hafnað störfum þessum. Með því hafi hann firrt sig rétti til bóta úr hendi stefnda. Um þetta gilda reglur hins almenna vinnu- málaréttar um, að atvinnurekendur geti fært launþega til í starfi í sambærilegum tilvikum sem þessum, án þess að launþeginn eigi nokkurn rétt á bótum, allt á þeirri forsendu, að nýja starfið sé sambærilegt í launum, viðfangsefnum og jafnvel að virðingu. Skipið Höfrungur II. hafi verið alveg sambærilegt við v/b Skírni, en raunar stærra með nýlega yfirfarna vél og endurnýj- aða, þó að vélarorka hafi ekki verið hin sama. Stefnandi hafi því haft möguleika á sömu tekjum á því skipi og v/b Skírni, ef hann hefði viljað vinna áfram í þjónustu stefnda. Þá benti stefndi á, að meðalkaup starfsmanna á vélaverkstæði stefnda hafi verið á þessu tímabili mun hærra en kauptryggingarkrafa stefnanda í máli þessu. Í munnlegum flutningi málsins var sýknukrafa af hálfu stefnda einnig reist á öðrum málsástæðum. Taldi hann, að um ágreinings- efni það, sem um er deilt í máli þessu, fjalli 2. mgr. 40. gr. sjó- mannalaga nr. 67/1963, en þar segir, að eigi heimili það skipverja að krefjast lausnar úr skiprúmi, þó skipstjóraskipti verði á skip- inu. Í eldri sjómannalögum var einnig ákvæði um, að skipverja var eigi heimilt að krefjast lausnar úr skiprúmi, þó að skipti yrðu á útgerðarmanni. En það ákvæði var fellt niður og hefði skipverji því nú rétt til að krefjast lausnar úr skiprúmi við skipti á útgerðarmanni. En hann hafi einnig rétt til að halda stöðu sinni á skipinu þrátt fyrir eigendaskipti. Skipverjinn geti því valið milli þessara tveggja kosta og sé það algerlega á hans ábyrgð og kostnað. Ákveði skipverji að hætta á skipinu, eigi hann ekki rétt á uppsagnarfresti né bótum vegna þess, að hann fer af skipinu 584 fyrirvaralaust. Og skipverji eigi aðeins rétt á bótum í því tilfelli, að hann hafi óskað eftir því við kaupanda skipsins að halda stöðu sinni á skipinu og hafi fengið synjun um það: Þá verði seljandi skipsins skaðabótaskyldur gagnvart skipverja. Í þessu máli sé upplýst, að stefnandi hafi ekki farið fram á að fá að starfa áfram á skipinu sem vélstjóri eftir söluna. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Til stuðnings varakröfu stefnda hafi hann bent á, að þrátt fyrir reglu 34. gr. sjómannalaga um meðalhófsbætur hafi það ætíð verið föst venja að taka til frádráttar bótafjárhæð atvinnutekjur skip- verja annars staðar frá á uppsagnartímanum. Beri því að lækka kröfu stefnanda verulega vegna atvinnutekna hans, sem að framan greinir. Áður hafa verið rakin rök stefnda fyrir lækkun á orlofskröfu stefnanda. Aðiljar máls þessa eru sammála um, að stefnandi hafi verið ráðinn Í starf 1. vélstjóra á v/b Skírni, AK 12. Stefnanda var skyndilega sagt upp starfi sínu af stefnda vegna sölu bátsins til annars útgerðarmanns. Þegar af þessari ástæðu verður að hafna þeirri málsástæðu stefnda, að stefnandi hafi firrt sig bótarétti með því að sækja ekki um það til kaupanda v/b Skírnis að halda starfi sínu áfram á bátnum. Stefnandi átti þriggja mánaða upp- sagnarfrest samkv. 3. mgr. 25. gr. kjarasamnings milli Vélstjóra- félags Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem þá gilti um lögskipti aðilja, sbr. 2. mgr. 13. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. Með uppsögn stefnanda á starfi 1. vélstjóra á v/b Skirni, AK 12, án saka varð stefndi bótaskyldur gagnvart stefnanda, sbr. 34. gr. sömu laga. Og eigi verður talið, að stefndi hafi losnað undan bótaskyldu með því að bjóða stefnanda stöðu vélstjóra á öðru skipi útgerðarinnar, Höfrungi II, AK 150, eða starf á vélaverk- stæði stefnda. Af gögnum málsins sem að framan er rakið má ráða, að ástand vélar v/b Höfrungs II var mun lakara en v/b Skírnis. Og störf á vélaverkstæðinu geta eigi talist sambærileg að viðfangsefnum og fyrra starf stefnanda, og óvissa var um tekjur. Uppsögnin stafaði og af atvikum, sem stefndi bar einn ábyrgð á, og eigi er í ljós leitt, að stefnanda hafi borið skylda til að taka að sér vélstjórn á öðru skipi stefnda eða annað starf í hans þágu. Kemur þá til álita fjárhæð bótakröfunnar. Stefnandi fékk greitt kaup til loka októbermánaðar, og er bótakrafa hans miðuð við öðð tímabilið 1. nóvember 1972 til 19. janúar 1973. Eins og að framan greinir, hafa kröfur stefnanda ekki sætt andmælum reiknings- lega nema útreikningur á orlofskröfu. Er sú krafa um lækkun raunar of seint fram komin. Reglan um skert orlof var sérregla og afnumin frá 1. janúar 1973 með lögum nr. 109/1972. Óvíst er, að stefnandi njóti skattfríðinda af skaðabótagreiðslum sem þess- um, og þykir því eiga að synja kröfu stefnda um skert orlof. Stefnandi hafði í tekjur hjá Vélsmiðjunni Loga h/f í nóvember og desember kr. 48.630 og sem vélstjóri á v/b Sigurvon, AK 56, þann 2. janúar —19. janúar 1973 kr. 28.679. Frávikning stefnanda úr starfi vélstjóra á v/b Skírni án saka hafði í för með sér röskun á stöðu hans og högum. Þegar höfð er í huga bótaregla 34. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 og litið til málavaxta í máli þessu, þykir mega ákveða, að stefnandi sæti frádrætti á bótakröfu sinni, er nemur fjárhæð þeirri, er hann vann sér inn, eftir að hann réðst vélstjóri á v/b Sigurvon, AK 56, eða kr. 28.679. Niðurstaða málsins verður því sú, að lögð verður til grundvallar bótakrafa stefnanda, kr. 139.490, að frádregnum kr. 28.679. Ber því stefnda að greiða stefnanda kr. 110.711 með 7 ársvöxtum frá 1. nóvember 1972 til 16. maí 1973 og 9% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt þessari niður- stöðu ber stefnda að greiða stefnanda í málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 36.000. Dómsorð: Stefndi, Haraldur Böðvarsson ér Co h/f, greiði stefnanda, Huldari Ágústssyni, kr. 110.711 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1972 til 16. maí 1973 og 9% frá þeim degi til greiðsluðags og í málskostnað kr. 36.000, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 586 Fimmtudaginn 24. júní 1976. Nr. 172/1974. Haraldur Böðvarsson £ Co h/f (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Oddi Gíslasyni (Jón Þorsteinsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Skiprúmssamningur. Uppsögn. Skipstjóri. Dómur Hæstaréttar. Hermann G. Jónsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm ásamt meðdómsmönn- unum Guðmundi Guðjónssyni skipstjóra og Pálma Sveinssyni skipstjóra. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. október 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hans hendi. Til vara krefst áfrýjandi þess, að kröfur stefnda verði lækkaðar í 78.995 krónur og málskostnaður fyrir Hæstarétti verði látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti andmælir áfrýjandi ekki sérstaklega kröfu stefnda til orlofsfjár. Áfrýjandi sagði stefnda upp ráðningarsamningi hans sem skipstjóra á v/b Skírni, AK 12, þegar sala bátsins var ráðin. Samkvæmt 3. mgr. 26. gr. kjarasamnings frá 31. desember 1971, sem ágreiningslaust er, að gilti um ráðningu stefnda, sbr. enn fremur 2. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, átti stefndi rétt til 3 mánaða uppsagnarfrests. Samkvæmt 2. og 3. mgr. 3. gr. sjómannalaga veitti uppsögn áfrýjanda stefnda rétt til bóta fyrir tjón, er hann beið vegna hennar. Stefndi fékk greit! kaup frá uppsagnardegi, 19. október 1972, til 1. nóvember 587 s. á. Ágreiningslaust er, að kauptrygging og fast kaup stefnda ásamt orlofsfé hefði numið 124.363 krónum frá síðastnefnd- um degi til 19. febrúar 1973, ef hann hefði haldið skipstjóra- stöðu sinni, en eigi er uppsögnin talin hafa valdið honum missi aflahlutar. Einnig er ágreiningslaust, að á greindu tíma- bili hafði stefndi í tekjur vegna skipstjórastarfa á v/b Sigur- von, AK 56, svo og vegna annarra starfa samtals 45.368 krónur. Þar sem þannig er ekki í ljós leitt, að stefndi hafi orðið fyrir meira tjóni vegna uppsagnarinnar en nemur 78.095 krónum (124.363 = 45.368), verður áfrýjandi aðeins dæmdur til að greiða honum þá fjárhæð með vöxtum svo sem krafist er, en vaxtakrafan hefur ekki sætt sérstökum andmælum. Bétt er, að áfrýjandi greiði stefnda samtals 60.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Haraldur Böðvarsson á Co h/f, greiði stefnda, Oddi Gíslasyni, 78.995 krónur með 7% árs- vöxtum frá 1. nóvember 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 60.000 krón- ur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verslunardóms Akraness 5. apríl 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 15. mars sl., var höfðað með stefnu, útgefinni 16. febrúar 1973, af Oddi Gíslasyni skipstjóra, Hjarðar- holti 7, Akranesi, gegn Haraldi Böðvarssyni ér Co h/f, Akranesi, til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 123.363 auk 7% ársvaxta frá 1. nóvember 1972 til greiðsludags og málskostnaðar að mati dómsins. Í munnlegum flutningi málsins hækkaði stefnandi vaxta- kröfu sína í 9% frá 16. maí 1973 til sreiðsludags, og sætti hækkun vaxtakröfu eigi andmælum af hálfu stefnda. Af hálfu stefnda voru gerðar þær kröfur: 1. Aðallega, að stefndi verði algerlega sýknaður af öllum kröf- 588 um stefnanda og jafnframt dæmdur hæfilegur málskostn- aður úr hendi hans að mati dómsins. 2. Til vara, að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður felldur niður. Sérstaklega hefur stefndi mótmælt útreikningi orlofskröfu til áramóta 1972—-1973 og krafist þess, að hún verði lækkuð um kr. 3.098. Málavextir eru þessir: Stefnandi í máli þessu, Oddur Gíslason, Hjarðarholti 7, Akra- nesi, hafði unnið við v/b Skírni, AK 12, eign stefnda í máli þessu, Haralds Böðvarssonar ér Co h/f, allt að 7 árum sem stýrimaður og skipstjóri og enn lengur hjá fyrirtækinu á sjó og landi. Stefn- andi kvað þó aldrei hafa verið gerðan skriflegan ráðningarsamn- ing um skipstjórn hans á bátnum. Samkv. vottorði lögskráningarstjóra var stefnandi lögskráður sem skipstjóri á v/b Skírni 7. janúar—13. maí og 25. maí til 31. júlí 1972. Vélbáturinn Skírnir var í viðgerð og vélarhreinsun við bryggju á Akranesi mánuðina ágúst, september og október 1972. Við þessa viðgerð var stefnandi og taldi öruggt, að hann byrjaði línuveiðar á haustvertíð sem skipstjóri á bátnum að lokinni viðgerð um mánaðamótin okt — nóv. 1972. Um miðjan okt. 1972 kvaðst stefn- andi hafa heyrt, að selja ætti báinn, og því hafi hann farið til framkvæmdastjóra hins stefnda félags og innt hann eftir þessu og hvort það þýddi að ráða mannskap. Sögðu framkvæmdastjórar stefnda, að óhætt væri að ráða menn á bátinn, a. m. k. til n. k. áramóta, og gerði stefnandi það. Fimmtudaginn 19. október var stefnandi boðaður á skrifstofu stefnda, og tilkynnti Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri stefnda, honum, að búið væri að selja v/b Skírni, AK 12, og sagði stefnanda um leið upp starfi sem skipstjóra á bátnum. Jafnframt bauð framkvæmdastjórinn stefnanda störf skipstjóra á v/b Höfr- ungi 11, AK 150, sem er eign stefnda. Stefnandi hafnaði nokkrum dögum síðar því tilboði stefnda að taka að sér starf skipstjóra á v/b Höfrungi II. Kveðst hann hafa gert það m. a. vegna þess, að báturinn var með lélega vél og gang- lítill. Með bréfi stefnda, dags. 1. nóvember 1972, var stefnanda sagt upp starfi sem skipstjóra á v/b Skírni, AK 12, frá 19. október og jafnframt ítrekað boð um að flytjast sem skipstjóri yfir á v/b Höfrung II, AK 150. Stefnandi vann við v/b Skírni í þágu stefnda til loka október- 589 mánaðar og sigldi bátnum til Njarðvíkur, en þangað var hann seldur. Stefnandi vann eigi frekar í þágu stefnda, en taldi sig vera á kaupi hjá honum vegna uppsagnarinnar. Hann vann í nóvember og desember 1972 í nokkra daga hjá Knúti Bjarnasyni múrarameistara við múrverk og fékk greitt í kaup hjá honum kr. 19.800. Þann 2. janúar 1973 réðst stefnandi skipstjóri á v/b Sigurvon, AK 56, eign Hafarnar h/f, Akranesi. Er óumdeilt í mál- inu, að kauptrygging stefnanda ásamt orlofi og fastakaupi á v/b Sigurvon hafi verið kr. 25.568. Vitnið Björn Ólafsson Ágústsson, skipstjóri á v/b Höfrungi 11, AK 150, Vallholti 17, Akranesi, hefur gefið skýrslu fyrir dómi í máli þessu. Vitnið kvað fyrirsvarsmann hins stefnda félags eigi hafa talað við það um, að stefnandi tæki við skipstjórn á v/b Höfrungi II, fyrr en stefnandi hafi verið búinn að fá munnlega uppsögn og v/b Skírnir hafi verið seldur. Það hafi verið stefnandi, sem er tengasonur vitnisins, sem skýrði því fyrst frá þessu. Þá kveðst vitnið hafa verið búið að ráða alla menn á v/b Höfrung II. Vitnið fór þá til framkvæmdastjóra stefnda, Haralds Sturlaugs- sonar, og skýrði honum frá því, að það væri fúst til þess að víkja úr skipstjórn fyrir stefnanda, ef þess væri óskað og hann vildi taka við skipstjórn á báinum, enda væri vitnið með undanþágu til skipstjórnar og teldi sér skylt að víkja fyrir réttindamanni. En af þessu varð þó ekki. Vitnið kvað vélina í v/b Höfrungi II vera litla og sé báturinn ganglítill á móti og ávallt gangminni en v/b Skírnir. Vélin hafi og verið vangæf. Lögskráð var á v/b Höfrung II 3. nóvember 1972 til þorskveiða með línu. Hafði þá farið fram viðgerð á vél báts- ins, og reyndist legan aftast á krómtappanum ónýt. Þann 17. nóvember kom það fyrir, að legan bræddi úr sér í veiði- ferð og báturinn dreginn til Akraness af miðunum af varðskipinu Árvakri. Var þá hætt veiðum og skipshöfnin afskráð 5. desember 1972, og í desember komu breskir sérfræðingar og lagfærðu króm- tappann. Róðrar hófust aftur 16. janúar 1973, og var töf þessi að mestu vegna vélarbilunar. Þegar farið hafði verið í 10— 12 róðra með línu, bræddi vélin í v/b Höfrungi II úr sér, og á netaveiðum kom það einnig fyrir, er þeir höfðu vitjað neta sinna einu sinni. Í bæði þessi skipti var legan tekin undan og önnur sett í staðinn. Af hálfu stefnda hefur Haraldur Sturlaugsson gefið fyrir dóm- inum aðiljaskýrslu í málinu. Hann kvað v/b Skírni, AK 12, hafa verið seldan skyndilega, m. a. af fjárhagsástæðum, og hafi hið 590 stefnda félag því orðið að segja stefnanda upp starfi skipstjóra og einnig 1. og 2. vélstjóra, en þeim hafi öllum verið boðið sams konar störf á öðru skipi félagsins, Höfrungi I1, AK 150. Útgerðin hafi hins vegar ekki getað boðið stýrimanninum á v/b Skírni stöðu á v/b Höfrungi Il og hafi honum því verið greiðdar bætur vegna þessa, kr. 90.000. Haraldur kvaðst hafa átt tal við Björn Ágústsson, skipstjóra á v/b Höfrungi Il, skömmu áður en hann bauð stefnanda stöðu skipstjóra á bátnum, og hafi Björn talið sig fúsan að víkja fyrir stefnanda, ef til kæmi. Taldi Haraldur, að ekki hefði orðið um tekjuröskun að ræða hjá stefnanda, þó að hann hefði tekið við skipstjórn á v/b Höfrungi II. Sá bátur sé stærra skip en v/b Skírnir, en að vísu með aflminni vél, sem ekki hafi verið í góðu standi, en fyrirhugað hafi verið að setja stærri vél í bátinn strax eftir vetrarvertíð. En á þessum tíma hafi eigi verið það mikill afli, að það skipti máli, því að aðeins hafi verið um kauptrygg- ingu að ræða. Samkv. upplýsingum stefnda (dskj. nr. 9) var afli 7 Akranesbáta á línuvertíð haustið 1972 ekki meiri en svo, að hvergi aflaðist fyrir hlut, ef undan er skilinn skipstjórinn á v/b Haraldi, AK 10. Allir aðrir skipverjar á bátunum fengu aðeins greidda kauptryggingu. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Kauptrygging frá 1. nóvember 1972 til 19. febrú- ar 1973, 80 dagar, kr. 41.868 á mánuði .. .. .. kr.111.648 2. Fastakaup á sama tímabili, kr. 1.181 á mánuði. — 3.149 Kr. 114.797 813 % orlofsfé af kr. 114.797 .. .. .. .. .. .. — 9.566 Kr. 124.363 Stefnandi rökstyður kröfur sínar með því, að hann hafi sem skipstjóri á v/b Skírni, AK 12, átt rétt á þriggja mánaða upp- sagnarfresti samkv. 3. mgr. 26. gr. gildandi kjarasamnings svo og 2. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. Honum hafi í reynd verið sagt upp störfum á v/b Skírni með aðeins 12 daga fyrirvara, þann 19. október 1972, en látinn hætta 31. október. Uppsögnin hafi verið án saka og því eigi hann rétt á bótum úr hendi stefnda samkv. 2. mgr. 3. gr. sjómannalaga og 1. mgr. 8 gr. sömu laga. tefnandi hafi og verið ráðinn sem skipstjóri á ákveðið skip, v/b öð1 Skírni, og hafi honum verið óskylt að fara á annað skip, þótt í boði væri. Auk þess hafi v/b Höfrungur II, AK 150, alls ekki verið sambærilegt skip. Það hafi verið með lélega vél og gang- lítið. Það sé og upplýst, að v/b Höfrungur hafi á haustvertíð verið að mestu frá veiðum vegna vélarbilana. Þá hefur verið bent á af hálfu stefnanda, að fyrirvaralaus upp- sögn á starfi hans án saka sé tilfinnanleg röskun á stöðu og hög- um. Uppsagnarfresturinn sé settur skipstjóra í hag og þurfi hann að nota þann tíma m. a. til að ráða sig á annað skip. Það sé því ósanngjarnt, að allar atvinnutekjur, sem hann kann að afla sér, oft við óskyld störf, á uppsagnartímanum, komi til frádráttar bótakröfum hans úr hendi útgerðarmanns. Stefnandi krefst því þess, að tekjur hans á uppsagnartímanum komi eigi til frádráttar bótafjárhæðinni. Reikningslega hefur bótakrafa stefnanda ekki sætt andmælum nema orlofskrafan. Eins og fyrr greinir, krafðist stefndi þess í munnlegum flutningi málsins, að orlofskrafan yrði lækkuð um kr. 3.098. Rökstuddi stefndi kröfu sína með ákvæðum 3. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1971 um orlof, en þar segir, að eigi skuli reikna orlofsfé af greiðslum, sem ekki eru tekjuskatsskyldar hjá orlofs- þega. En í 14. gr. laga nr. 68/1971 eru ákvæði um skattaívilnanir sjómanna, sbr. og dóm félagsdóms 12. júlí 1972 í málinu nr. 3/ 1972. Stefnandi mótmælti kröfu þessari sem of seint fram kominni. Þá sé í þessu máli um skaðabótakröfu að ræða, sem stefnandi njóti ekki skattfríðinda af, og sé því eigi um skert orlof að ræða. Krefst stefnandi því fulls orlofs á kröfu sína. Stefndi færir þau rök fyrir aðalkröfu sinni, að þar sem stefn- andi hafi átt kost á starfi skipstjóra á öðru sambærilegu skipi útgerðarinnar, en hann hafnað því, eigi hann engan rétt á skaða- bótum úr hendi stefnda. Hér komi til reglur hins almenna vinnumálaréttar um, að at- vinnurekandi geti fært launþega til í starfi í sambærilegum til- vikum sem þessum, án þess að launþeginn eigi nokkurn rétt á bótum, allt á þeirri forsendu, að nýja starfið sé sambærilegt í launum, viðfangsefnum og jafnvel að virðingu. Skipið Höfrungur II, AK 150, hafi verið alveg sambærilegt við v/b Skírni, AK 12, en raunar stærra með nýlega yfirfarna og endurnýjaða vél, þó að vélarorka skipanna sé ekki hin sama. Stefnandi hafi því haft sömu möguleika á tekjum á því skipi og v/b Skírni, ef hann hefði viljað vinna áfram í þjónustu stefnda. 592 En með því að hafna þessu starfi, verði stefnandi sjálfur að bera það tekjutap, sem hann kann að hafa orðið fyrir. Til stuðnings varakröfu sinn hefur að hálfu stefnda verið bent á, að samkv. 2. mgr. 3. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 eigi skip- stjóri aðeins rétt á að fá bætt það fjárhagstjón, sem hann verður fyrir vegna uppsagnarinnar. Því beri við mat á tjóni stefnanda að taka fullt tillit til atvinnutekna stefnanda annars staðar frá á uppsagnartímanum, en upplýst er í málinu, að þær tekjur námu kr. 45.368. Einnig beri að taka tillit til þess við mat á bótum til stefnanda, að hann hafði, ef hann hefði kært sig um, möguleika á vinnu, m. a. skipstjórastöðu á v/b Höfrungi Il, AK 150, sam- bærilegri við það, sem hann hafði áður haft. Áður hafa verið rakin rök stefnda fyrir lækkun á orlofskröfu stefnanda. Aðiljar máls þessa eru sammála um, að stefnandi hafi verið ráðinn skipstjóri á v/b Skírni, AK 12, þó að fyrirsvarsmenn stefnda hafi eigi séð um, að gerður yrði skriflegur ráðningarsamn- ingur við stefnanda um ráðningarkjör hans, sbr. 1. gr. sjómanna- laga nr. 67/1963. Stefnanda bar þriggja mánaða uppsagnarfrestur samkv. ákvæð- um 3. mgr. 26. gr. kjarasamnings Landssambands íslenskra út- vegsmanna og félags skipstjórnarmanna innan Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands, sem þá giltu um lögskipti aðilja. Með bréfi stefnda, dags. 1. nóvember 1972, sagði hann stefnanda upp stöðu skipstjóra á v/b Skírni, AK 12, og var það staðfesting á munnlegri uppsögn 19. október sama ár. Uppsögnin var að sjálf- sögðu heimil, sbr. 1. mgr. 3. gr. sjómannalaga nr. 67/1963. En stefndi varð jafnframt bótaskyldur gagnvart stefnanda, þar sem uppsögnin var án saka, sbr. 2. mgr.3. gr. sömu laga. Í því efni skipt- ir eigi máli, að stefndi bauð stefnanda starf skipstjóra á öðru skipi sínu, Höfrungi II, AK 150, því að uppsögnin stafaði af atvikum, sem útgerðarmaður, þ. e. stefndi, bar ábyrgð á, þ. e. sölu skipsins, og eigi er í ljós leitt í málinu, að stefnanda hafi borið skylda til að taka að sér skipstjórn á öðru skipi stefnda. Kemur þá til álita fjárhæð bótakröfunnar. Stefnandi fékk greitt kaup út októbermánuð, meðan hann vann við v/b Skírni í þjónustu stefnda. Bótakrafan er miðuð við tímabilið 1. nóvem- ber 1972 til 19. janúar 1973. Eins og fyrr greinir hefur útreikn- ingur á kröfum stefnanda eigi sætt andmælum nema orlofsgreiðsl- an. Er sú krafa stefnda of seint fram komin. Hér er um sérreglu að ræða og var felld úr gildi með lögum nr. 109/1972. Óvíst er, 593 að stefnandi njóti skattfríðinda af skaðabótagreiðslum sem þess- um, og þykir því eigi rétt að verða við kröfu stefnda um skert orlof. Það er viðurkennt af stefnanda, að hann hafði í vinnutekjur við múrverk í nóvember og desember 1972 kr. 19.800. Hann réðst sem skipstjóri á v/b Sigurvon, AK 56, þann 2. janúar 1973 og hafði þar í tekjur í fastakaup og kauptryggingu kr. 25.568 til 19. janúar s. á. Ljóst er, að skyndileg frávikning stefnanda úr stöðu skipstjóra á v/b Skírni, AK 12, án sakar hafði í för með sér mikla röskun á stöðu hans og högum. Hann aflar sér nokkurra tekna í nóvember og desember við ólík störf á öðrum vettvangi, en notar tímann til að undirbúa sig og leita eftir öðru sambærilegu starfi. Eigi þykir því efni til, eins og málavöxtum er háttað, að stefnandi þurfi að hlíta lækkun bóta vegna þessara tekna hans, þangað til hann ræðst þann 2. janúar í annað sambærilegt starf sem skipstjóri á v/b Sigurvon. Niðurstaða málsins verður því sú, að lögð verður til grund- vallar bótakrafa stefnanda, kr. 124.363, að frádregnum tekjum stefnanda á v/b Sigurvon, AK 56, kr. 25.568. Ber því stefnda að greiða stefnanda kr. 98.795 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvember 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 34.000. Dómsorð: Stefndi, Haraldur Böðvarsson á. Co h/f, greiði stefnanda, Oddi Gíslasyni, kr. 98.795 með 7% ársvöxtum frá 1. nóvem- ber 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 34.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 38 ö94 Mánudaginn 28. júní 1976. Nr. 118/1974. Sigurður Guðmundsson (Jón Bjarnason hrl.) gegn Jóni Hassing (Sigurður Baldursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns-- son, Björn Sveinbjörnsson. Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Fasteignakaup. Gallar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 13. júní 1974. Gerir hann þær dómkröfur aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til lög- legrar meðferðar. Til vara krefst hann sýknu. Þá krefst hann. málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls-- kostnaðar fyrir Hæstarétti. 1. Ömerkingarkrafa áfrýjanda er á því reist, að hinir sér- fróðu meðdómendur hafi aflað upplýsinga utan réttar um samsetningu glers frá Gleri h/f, sem aðiljar hafi ekki átt kost á að tjá sig um, áður en héraðsdómur sekk. Af héraðsdómi verður að vísu ráðið, að aðiljum hafi ekki verið veitt færi á að fylgjast með þeirri könnun, sem hinir sérfróðu meðdómendur gerðu á samsetningu glers frá Gleri h/f. Hefur því ekki verið gætt ákvæðis 1. mor. 206. gr. laga nr. 85/1936. Þetta er átöluvert, en ekki þykir þó næg ástæða til að láta það valda ómerkingu héraðsdóms, enda átti áfry)- andi þess kost að afla yfirmats og annarra sérfræðilegra. gagna eftir uppkvaðningu héraðsdóms. 5 TI. Eins og greinir í hinum áfryjaða dómi, keypti stefndi íbúð í fjölbylishúsinu Hraunbæ 198 af áfrýjanda með kaupsamn- 595 ingi 15. janúar 1966. Hús þetta hugðist áfrýjandi byggja, og skyldi hann samkvæmt ákvæðum kaupsamnings afhenda stefnda íbúðina tilbúna undir tréverk. Tvöfalt verksmiðju- gler skyldi vera í öllum aðalsluggum, en tvöfalt rúðugler með listum á milli í opnanlegum fögum. Stefadi fluttist í íbúðina í maí 1967 og fékk afsal fyrir henni 27. desember s. á. Kröfur sínar í málinu sundurliðar stefndi þannig: . Skaðabætur vegna vatnsleka í gluggum . .. kr.11.860 2. Skaðabætur vegna þess, að móða myndaðist milli glerja í gluggarúðum .. .. .. .. .. .. — 52.200 Alls kr. 64.060 Um 1. kröfulið. Hinn 22. desember 1967 undirritaði áfrvjandi skuldbind- ingu um að ljúka ýmsum verkþáttum og lagfæringum í sam- bandi við byggingu Hraunbæjar 198. Var einn þáttur í skuld- bindingu þessari „að þétta þær rúður í húsinu, sem leka“. Áfrýjandi gerði samkvæmt þessari skuldbindingu við glugga í húsinu, þar á meðal austurglugga á íbúð stefnda, einhvern tíma um vor eða fyrri hluta sumars 1968, en nánar verður sá tími ekki ráðinn með vissu af sögnum máls. Stefndi telur viðgerðina ekki hafa reynst fullnægjandi, þótt leki með rúðum hafi minnkað. Kveður hann sig minna, að þeir íbúðaeigendurnir hafi haft samband við áfrýjanda vegna slugganna veturinn eftir að viðgerðin var framkvæmd, en ekki sést, að stefndi hafi tjáð sig um þetta fyrir dómi. Matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna 9. febrúar 1970 styður þá fullyrðingu stefnda, að umrædd viðgerð hafi ekki komið að nægu haldi. Niðurstöðu matsmanna um kostnað af trbótum vegna vatnslekans með gluggum í íbúð stefnda hefur ekki verið hnekkt, og héraðsdómur, sem skipaður var bveg- ingafróðum meðdómendum, hefur fallist á hana. Verður þessi kröfuliður því tekinn til greina. Um 2. kröfulið. Ekki er ljóst, hvenær stefndi kvartaði fyrst við áfrýjanda um móðu milli glerja og ekki heldur hvenær hann varð henn- 596 ar fyrst var. Í áðurnefndri matsgerð 9. febrúar 1970 segir, að skoðunargerð hafi farið fram á Hraunbæ 198 15. desember 1969 og 16. janúar 1970. Er þar setið um móðu milli glerja í nokkrum gluggum í húsinu, þó ekki á íbúð stefnda. Verður við það að miða, að engin móða hafi þá verið komin milli glerja í íbúð hans. Héraðsdómsstefna í máli þessu er dagsett 31. ágúst 1970, og í greinargerð í héraði 10. september 1970 segir, að „eftir að matsgerð fór fram, kom fram móða milli glerja á enn fleiri gluggum en getur í matsgerðinni“. Kröfur stefnda samkvæmt þessum lið eru miðaðar við, að móða hafi komið á milli glerja í 8 gluggum af 10 í íbúð hans. Er það í samræmi við matsgerð 11. október 1972, sem rakin er í héraðsdómi og framkvæmd var af sömu matsmönnum og hin fyrri. Á matsgerð þessari reisir stefndi fjárhæð bóta- kröfu sinnar vegna gallaðs glers. Í héraðsdómi greinir, að áfrýjandi hafi haldið því fram, að hann „beri ekki ábyrgð á sérstakri endingu rúðnanna í hús- inu, að öðru leyti en því, sem tekur til mistaka við ísetn- ingu... Héraðsdómur, sem skipaður var byggingafróðum meðdóm- endum, telur, að „ástæða fyrir göllunum á gluggunum sé, að saman hafi farið ónóg aðgæsla við ísetningu glersins og þeir eiginleikar samsetningarefna glersins að þola ekki raka“. Áfrýjandi réð sjálfur, hvaða gerð af tvöföldu verksmiðjugleri hann notaði í íbúð stefnda. Ljóst má telja af því, sem áður cr rakið, að gallarnir í glerinu hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir skoðun matsmanna 16. janúar 1970. Ekki verður, eins og á stendur, talið, að stefndi hafi sýnt slíkt tómlæti, eftir að þessara galla varð vart, að hann hafi fyrirgert rétti til bóta úr hendi áfrýjanda vegna þeirra. Verður þessi kröfu- liður því tekinn til greina. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfryjaða dóm að niðurstöðu til. Rétt er, að áfrvjandi greiði stefnda 30.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. 597 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sigurður Guðmundsson, greiði stefnda, Jóni Hassing, 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. mars 1974. Mál þetta, sem dómtekið var, að loknum munnlegum málflutn- ingi, 8. mars sl., höfðaði Jón Hassing, Hraunbæ 198, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 7. ágúst 1970, gegn Sigurði Guðmundssyni málarameistara, Brautarlandi 11, Reykjavík, til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 20.000 með 8% árs- vöxtum frá 27. desember 1967 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. Með framhaldsstefnu, þingfestri 7. júní 1973, stefndi stefnandi stefnda til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 45.560 með 8% ársvöxt- um frá 11. október 1972 til 1. maí 1973 og af kr. 65.560 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu að mati réttar- ins. Við munnlegan flutning málsins gerði lögmaður stefnanda þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 65.560 með 8% ársvöxtum af kr. 13.360 frá 27. desember 1967 til 11. október 1972, en af kr. 65.560 frá þeim degi til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Af hálfu stefnanda var óskað eftir því, að við ákvörðun máls- kostnaðar verði tekið tillit til matskostnaðar. Lögmaður stefnda samþykkti, að lögmaður stefnanda fengi komið að hækkun á vaxtakröfu. Stefndi hefur krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda bæði í aðalsök og framhaldssök og jafnframt gert þá kröfu, að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu. Leitast hefur verið við að sætta mál þetta, en án árangurs. Mál þetta var þingfest 10. september 1970. Lögmaður stefnda fékk fresti til þess að skila greinargerð til 22. október 1970 og gerði þá aðallega kröfu um frávísun málsins að hluta eða í heild. Þann dag var málinu frestað um óákveðinn tíma. Undirritaður dómsformaður fékk málið til meðferðar í mars 1971 og tók málið fyrst fyrir 3. maí 1971. Síðan hefur málinu verið margfrestað að 398 ósk lögmanna aðilja til sáttaumleitunar og gagnaöflunar. Hinn 14. maí 1971 féll lögmaður stefnda frá kröfu sinni um frávísun málsins. Hinn 19. apríl 1972 var bókað eftir lögmönnum aðilja, að sáttir í málinu væru útilokaðar, og var málinu þann dag frestað um óákveðinn tíma, þar sem lögmaður stefnanda ætlaði að óska eftir dómkvaðningu matsmanna til að meta galla, sem komið höfðu í ljós, eftir að fyrri matsgerð var framkvæmd. Hinn "7. júní 1973 var lögð fram framhaldsstefna og 21. s. m. greinargerð frá stefnanda í framhaldssök. Hinn 14. desember 1973 var farið á vettvang. Munnlegur málflutningur fór fram 7. janúar 1974, en 29. s. m. var málið endurupptekið og óskað eftir frekari gögnum. 15. og 21. febrúar sl. fóru fram yfirheyrslur. Hinn 8. mars sl. var málið flutt að nýju og dómtekið. Þá var aftur farið á vettvang. Málavextir virðast vera þeir, að með kaupsamningi, dags. 15. janúar 1966, hafi stefndi sem seljandi og stefnandi sem kaupandi gert með sér samning um kaup á íbúð á 3. hæð í húsinu nr. 198 við Hraunbæ. Í kaupsamningnum er m. a. svofellt ákvæði: „Eignin er seld í því ástandi sem nú skal greina: Íbúðin tilbúin undir tréverk og málningu, þ. e. a. s. gróf- og fínpússuð, tvöfallt verksmiðjugler í öllum aðalgluggum hússins, en tvöfallt rúðugler með listum í milli í opnanlegum fögum og bau með lömum og krækjum, en ekki s.ormjárnum“. Samkvæmt vottorði byggingarfulltrúans í Reykjavík var botn hússins nr. 198 við Hraunbæ tekinn út 12. apríl 1966, en húsið var tekið út fokhelt 16. september 1966. Samkvæmt framburði stefnanda hér fyrir dómi flutti hann í húsið í maí 1967. Hinn 27. desember 1967 afsalaði stefndi stefnanda ofangreindri! íbúð. Í afsalinu er m. a. svofellt ákvæði: „Eignin er seld í því ástandi, er hún var í, er kaupandi tók við eigninni, þ. e. tilbúin undir tréverk og málningu, sameign innan- húss og utan að mestu frágengin. Lóðin jöfnuð að sökkli, en að öðru leyti ófrágengin. Umsamið kaupverð hefur kaupandi greitt að fullu og öllu. Afhending á eigninni hefur þegar farið fram, og ber kaupanda að greiða skatta og skyldur af eigninni frá afhend- ingardegi að telja, enda hirðir hann arð af eigninni á sama tíma“. Áður en afsal var undirritað, hafði farið fram mat vegna múr- verks í húsinu, og er í málinu lögð fram matsgerð, dags. 29. júní 1967, en samkvæmt matsgerð þessari var kostnaður við úrbætur á göllum á múrverki metinn á kr. 30.500. Samkvæmt afsalinu voru bætur þessar gerðar upp við undirskrift afsals. 599 'Í málinu hefur verið lagt fram ljósrit af yfirlýsingu, dags. 22. desember 1967, undirritaðri af stefnda. Með yfirlýsingu þessari „skuldbatt stefndi sig til að ljúka nokkrum verkum við húseignina „Hraunbæ 198, sem upp eru talin í yfirlýsingunni, þar á meðal í 5. lið: „að þétta þær rúður í húsinu, sem leka. Fyrir 1. júní 1968“. Sumarið 1968 annaðist stefndi á eigin kostnað að lyfta listum á gluggum á austurhlið íbúðar stefnanda og skipta um undirburð. Hinn 26. september 1969 skrifaði lögmaður stefnanda bréf f. h. nokkurra íbúðaeigenda í Hraunbæ 198 til stefnda vegna gallaðs „glers, leka með gluggum og raka í veggjum og fleira. Hinn 20. nóvember 1969 óskaði lögmaður stefnanda f. h. fimm íbúðaeigenda í húsinu Hraunbæ 198 eftir dómkvaðningu mats- manna til að segja til um orsakir galla, sem komið hefðu fram á húsinu nr. 198 við Hraunbæ hér. í borg, og meta til peninga- verðs, hvað kosti að bæta úr þeim. Í matsbeiðni eru taldar upp íbúðir þær, sem meta á galla í og hvaða galla á að meta. Íbúð- irnar eru: íbúð Hilmars Eyjólfssonar, íbúð Kristmanns Þórs Ein- arssonar, íbúð Jóns Sigurðssonar, íbúð Arthurs Faresíveits, sam- eign húsfélagsins svo og íbúð stefnanda. Í matsbeiðni eru gallar í íbúð stefnanda taldir mikill leki með glerfögum allra glugga á austurhlið, þannig að eigi hafi verið unnt að lakkmála karma að innanverðu, og raki í hornum niður við gólf í útveggjum barna- herbergja. Matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna er dagsett 9. febrúar 1970, en þar meta matsmenn galla í öllum ofantöldum íbúðum. Með bréfi, dags. 28. apríl 1970, kröfðu ofangreindir íbúðaeig- endur stefnda um bætur samkv. ofantöldu mati og einnig um greiðslu matskostnaðar, en hann nam kr. 11.500. Síðan höfðuðu allir ofangreindir íbúðaeigendur nema Krist- mann Þór Einarsson mál hér á bæjarþinginu gegn stefnda. Einnig "var höfðað mál af hálfu húsfélagsins í Hraunbæ 198 gegn stefnda. "Yfirheyrslur hafa farið fram í hinum ýmsu málum, en í þessu máli hafa verið lögð fram endurrit af yfirheyrslum úr hinum málunum. Það varð að samkomulagi með lögmönnum aðilja að „fresta hinum málunum, þar til dómur hefði gengið í þessu máli. Eftir að hinir dómkvöddu matsmenn skiluðu matsgerð sinni 9. tébrúar 1970, mun hafa farið að bera á móðu í gluggum í íbúð stefnanda og öðrum íbúðum í húsinu að Hraunbæ 198, og á árinu 1972 var aftur beðið um dómkvaðningu matsmanna af hálfu íbúðaeigenda í Hraunbæ 198, og hinn 24. apríl 1972 voru sömu "matsmennirnir dómkvaddir að nýju til að meta galla, sem komið 600 hefðu fram á húsinu. Þeir skiluðu matsgerð, dagsettri 11. október 1972. Kröfur í framhaldssök eru byggðar á seinni matsgerðinni. Hinir dómkvöddu matsmenn, Kristinn R. Sigurjónsson húsa- smíðameistari og Ögmundur Jónsson verkfræðingur, hafa báðir komið fyrir dóm og staðfest matsgerðirnar frá 9. febrúar 1970 og 11. okt. 1972. Í matsgerðinni frá 9. febrúar 1970 segir svo m. a.: „Skoðunargerð á staðnum fór fram þ. 15. 12. 1969. Mættir voru auk matsmanna: Sigurður Guðmundsson, Arnljótur Guðmunds- son, Sigmundur Lárusson og Sigurður Baldursson, hrl. Arnljótur Guðmundsson tók fram, að hann hefði viljað nota gúmmíkittis- undirburð við gluggaísetninguna, en húsbyggjandinn Sigurður Guðmundsson ekki fallizt á það og lagt fyrir, að sigrnaplast væri notað. Efnið hafi verið keypt hjá Guðmundi S. Guðmundssyni. Sigurður Guðmundsson minntist þess ekki, að sérstaklega hefði verið um þetta rætt. Lagðar voru fram hústeikningar, 3 blöð, gerð af Kjartani Sveins- syni, dags. 1. júlí 1965. Gengið var um allar íbúðirnar, sem matið nær til. Aðilar veittu upplýsingar, og matsmenn gerðu athuganir og mælingar. Þurrt var í veðri, þegar skoðun fór fram, og sást því enginn leki, en merki um hann. Víða var svartur undirburður innan við rúður, niður með körmum, stundum breikkandi niður að glugga- syllum. Í gluggum er tvöfalt gler. Svartir taumar voru víða innan á innri rúðum. Sprungur sáust að utan á suðausturhorni 3. hæðar. Ein sprunga nokkurn veginn lárétt var frá neðra horni glugga í suðurgafli (barnaherbergi) og að neðra horni glugga á austur- hlið í sama herbergi. Einnig var þarna sprunga á plötuskilum. Ákveðið var að gera matsmönnum viðvart, ef leka yrði vart, og skoðunargerð síðan frestað. Þ. 16. 1. 1970 u. þ. b. kl. 22 var tilkynnt, að leki hefði komið fram. Var þá slagveðursrigning af suðaustri. Annar matsmanna, Kristinn, fór þegar á staðinn. Hafði hann þá haft samband við Sigmund Guðmundsson í síma, en hann taldi sig ekki þurfa að koma á staðinn. Einnig var reynt að ná til Arnljóts Guðmunds- sonar, en tókst ekki. Kristinn skoðaði allar íbúðirnar, sem matið nær til, nema íbúðina á 1. h. t. v., en þar var lokað. Við þessa skoðun sást leki með þeim rúðum, sem um er getið í beiðninni, og einstaka öðrum. Verður nánar vikið að því við hverja íbúð. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hverja íbúð. Rétt þykir að 601 greina frá almennum atriðum og matsgrundvelli, áður en vikið er að einstökum íbúðum. Eins og fram kemur í matsbeiðninni, hefur lekinn komið fram á gluggum á austurhlið, en einnig fannst við skoðun leki á glugg- um á suðurgafli. Taka þarf þær rúður úr, sem lekið hefur með, hreinsa fölsin og glerja að nýju með góðum undirburði. Síðan þarf að mála karma að utan. Í mati okkar nefnum við þessa aðgerð „endurglerjun“. Mat okkar nær aðeins til fastra rúðna. Þar sem leki er með opnan- legum gluggafögum, er glerjuninni ekki um að kenna. Venja er að þétta með slíkum gluggafögum (t. d. með þéttilistum), þegar endanlegri málningu er lokið. Móða fannst milli glerja á suðurgafli og einnig í íbúð Arthurs Farestveit. Þessar rúður þarf að endurnýja, en að öðru leyti eru verkin þau sömu og við endurglerjun. Í mati okkar á kostnaði er allt innifalið: efni, útvegun þess og flutningur, vinna ásamt öllum aukagjöldum og meistaraálagi. Auk þess er innifalin hlutdeild í kostnaði við verkpalla, en við gerum ráð fyrir, að matsbeiðendur hafi samvinnu við notkun þeirra. Málning á gluggakörmum að innan hefur ekki verið metin. Þess skal getið, að úrtekið gler telst eign matsþola. Skal nú vikið að einstökum matsliðum og hver þeirra tilfærður til glöggvunar (sbr. matsbeiðnina).... 2. Íbúð Jóns Hassing: „Mikill leki með glerfögum allra glugga á austurhlið, þannig að eigi hefur verið unnt að lakkmála karma að innanverðu. Raki er í hornum niður við gólf á útveggjum barnaherbergja“. Lýsingu á gluggaleka teljum við rétta, en einnig fannst leki með gluggum á suðurgafli. Rakinn í horni barnaherbergis nær um 1.0 m frá því með suður- gafli og inn á móts við glugga að austan. Rakann teljum við eiga upptök sín í veggsprungunum, sem getið er um hér að framan. Viðgerð á þeim verður metin ásamt „sameiginlegu“ (sjá 6. mats- lið). Við höfum metið sér kostnað við málun á veggjum barnaher- bergisins. Kostnaðarmat: Endurglerjun .. .. kr. 11.860.00 Málun .. .. .. .. — 1.500.00 Kr. 13.360.00...“. 602 Fyrir dómi var matsmaðurinn Ögmundur Jónsson verkfræð- ingur spurður um orsakir veggsprungnanna. Hann sagði, að erfitt væri að segja um orsakir fyrir veggsprungum. Þær geti margar verið og hafi þeir því ekki tekið afstöðu til þess við matið. Mats- maðurinn var spurður um orsakir fyrir móðunni á milli glerj- anna. Hann svaraði því til, að móðan á milli glerjanna muni vera verksmiðjugalli, en taumarnir, sem minnst sé á í matsgerðinni, muni stafa af því, að undirburður og Ísetningu glerjanna hafi verið áfátt. Matsmaðurinn sagðist þekkja til um það, að það fari oft þannig, að þegar móða er komin, að þá komi móða á fleiri rúður, þannig að það virðist taka mislangan tíma, að móða komi fram á milli glerjanna. Það fari oft eftir birtu og öðrum aðstæð- um, t. d. hitastigi, hvort maður sjái móðu, sem er á milli glerja, eða ekki, þannig að í sumum tilfellum geti verið móða á milli glerja, þó svo að fólk veiti því ekki athygli. Matsmaðurinn sagði, að fastir taumar hafi verið víða á innri rúðum. Ekki hafi verið reynt að ná þessum föstu taumum af, sem hafi verið víða innan á innri rúðunum, þannig að hann vissi ekki, hvort það væri hægt, en þessir taumar hefðu ekki farið, ef strokið hefði verið yfir þá með klút. Matsmaðurinn sagðist ekki hafa séð neitt við skoðun sína, sem benti til óvenjulegrar hroðvirkni eða þess, að illa unnu verki hefði verið um að kenna. Matsmaðurinn sagði, að ekki hefðu verið teknir frá listar að utan til þess að athuga undirburð. Matsmaðurinn sagði, að erfitt væri að setja endanleg mörk um þann tíma, sem sprungur í veggjum geti komið fram, því ýmsar utanaðkomandi ástæður geti haft þar áhrif, t. d. jarðskjálfti, en þær sprungur, sem komi fram vegna storknunar steypunnar, þær komi tiltölulega fljótt fram, og talaði matsmaðurinn þar um stærðargráðuna eitt ár. Fyrir dómi bar matsmaðurinn Kristinn Sigurjónsson húsasmíða- meistari, að í þessu húsi hafi verið mixað gler í opnanlegum fög- um, en verksmiðjugler í hinum gluggunum. Matsmaðurinn sagðist álíta það, að móða myndaðist í verksmiðjugleri, vera verksmiðju- galla, en ekki sé þar glerjuninni um að kenna. Matsmaðurinn var spurður um ástæðu fyrir taumum þeim, sem minnst er á í mats- gerðinni frá 9. febr. 1970, og svaraði hann því til, að ástæðan gæti verið sú, að í stórum rúðum þá gæti átt sér stað, að „vibra- tion“ myndist og kítti leki þá niður við hitabreytingar, en tók fram, að þetta sé einungis það, sem hann telji líklegt, einnig geti verið um að ræða, að eitthvað annað efni hafi líka verið borið á. 603 Matsmaðurinn sagðist ekki telja, að það skipti máli, á hvaða húshlið gluggarnir væru, þannig að ekki komi frekar fram móða á milli glerja í gluggum á þeirri húshliðinni, sem mest er áveðurs. Matsmaðurinn sagðist þekkja efnið sigmaplast. Sagðist hann sjálfur hafa notað það efni og hafi sér reynst það vel og hafi efnið almennt verið mikið notað og sé efnið enn notað. Það, sem þeir matsmennirnir hafi séð í sambandi við glerísetninguna, hafi verið venjulegur frágangur. Ekki sagðist matsmaðurinn vita, hvaða heiti væri á glerinu, en sagði, að þetta hefði verið verksmiðjugler og ekkert óeðlilegt við glerið að sjá nema móðuna. Frágangur á húsinu hafi almennt verið eftir því sem þeir mats- mennirnir hafi séð eins og gengur og gerist í blokkarbyggingum. Þeir matsmennirnir hafi lyft upp listum á tveim gluggum og hafi þeir ekki séð neitt athugavert við frágang listanna. Þessir gluggar, sem matsmennirnir athuguðu þannig, voru ekki þeir gluggar, sem teknir höfðu verið listarnir af og skipt um undirburð að utan, heldur gluggar, sem voru með upphaflegum frágangi. Matsmaðurinn sagði, að þegar móða hafi myndast á milli glerja, þá minnki einangrunargildi rúðunnar og við áðurnefnda vibration þá gefi kíttið sig, en þegar einangrunargildið hafi minnkað, eftir að móðan hefur myndast, þá myndist kuldabelti í kringum allan gluggann og svo geti það frosið, og þá gefi kíttið sig og þá geti farið að leka með glugganum. Matsmaðurinn sagði, að það, að móða myndist á milli glerja í verksmiðjugleri, sé mjög algengt og þá sérstaklega frá sumum verksmiðjum, frá öðrum verksmiðjum sagðist matsmaðurinn ekki hafa orðið var við gler, sem móða myndaðist á, og sagði, að sumt af því gleri, sem sett hafi verið saman hér á landi, hafi reynst illa að bessu leyti. Matsmaðurinn sagði, að ástæður fyrir veggsprungum gætu verið margs konar, m. a. jarðskjálfti, bilun í járnabindingum og hreyf- ing á undirstöðu. Hann hafi ekki getað séð, að sprungan í veggn- um væri að kenna mótauppslætti eða aðferð við steypu. Í matsgerðinni frá 11. október 1972 segir m. a. svo: „Matsgjörð sú, sem getið er um í matsbeiðninni (matsmálið nr. 146/1969), dags. 9. febrúar 1970, var lögð fram. Hún er eftir sömu matsmenn og nú hafa verið dómkvaddir. Er gert ráð fyrir, að matsgjörðin verði til hliðsjónar við þessa og því ekki ástæða til að skýra nánar frá innihaldi hennar. Matsforsendur, sbr. á bls. 3, 3.—5. mgr. að neðan, eru hér þær sömu. Ljósrit af sömu húsateikningum og notaðar voru við hið fyrra mat voru lagðar fram. Eins og getið er um í matsbeiðninni, hefur 604 komið fram móða á milli glerja til viðbótar því, sem þá var. Ekki var kvartað um, að leki væri með rúðum, en talið, að ekki hafi tekið fyrir þann leka í barnaherbergjum, sem í fyrri matsgjörð- inni var talinn eiga upptök sín í sprungum á útveggjum á suð- austurhorni. Matið nær til sömu íbúða og hið fyrra mat að undanskilinni íbúð Kristmanns Þórs Einarssonar. Við skoðunargerð var gengið um allar íbúðirnar, þær allar athugaðar og mælingar gerðar. Húsið var einnig skoðað að utan. Móðan á milli glerja var allsstaðar greinileg, þar sem vísað var til hennar, nema á tveim rúðum í íbúð Jóns Sigurðssonar, en þar töldu matsmenn sig ekki geta greint hana með vissu. Aðilar voru sammála um, að rúðurnar skyldu skoðaðar síðar, þegar betur stæði á birtu. Jón Bjarnason, hrl., vildi láta taka fram, að gluggar hefðu ekki verið málaðir að utan síðan fyrra mat fór fram. Sigurður Guð- mundsson vakti athygli á því, að ekki sæi á málningu á glugga- kistum. Þann 26. maí fór annar matsmanna, Ögmundur Jónsson, á stað- inn. Sá hann þá greinilega, að einnig var móða milli glerja á þeim rúðum, sem vafi lék á við fyrstu skoðun. Þann 6. júní staðfesti Jón Bjarnason (í síma), að hann og umbj. hans teldu skoðun Ög- mundar nægilega. Til glöggvunar komu matsmenn síðar á stað- inn (síðast 28. 9. 1972). Niðurstöður fyrstu skoðana staðfestust við þær athuganir. Mat þetta telja matsmenn óháð hinu fyrra, en vissulega verður að varast að taka til mats móðu á rúðu, ef slíkur galli sást á henni við fyrra matið. Þar sem ný móða fannst á milli glerja, er það metið að endurnýja rúðurnar, þ. e. taka þær úr, sem fyrir eru, hreinsa föls, setja í nýjar rúður með góðum undirburði. Síðan að mála karma að utan. Málning á gluggakörmum að innan er ekki metin. Að öðrum matsforsendum hefur þegar verið vikið. Um veggsprungurnar verður fjallað sérstaklega. Miðað er við verðlag eins og það er nú í dag. Skal nú vikið að einstökum matsliðum, rakið eftir sömu röð og í fyrra mati ( mats- málinu nr. 146/1969).... 2. Íbúð Jóns Hassing (3. h. t. v.). Móða sást nú á eftirtöldum rúðum: Stærð cm Dagstofa (önnur svalarúða) .. .. .. 90X170 Borðstofa .... .......... 0... 2. 160X150 Eldhús .. 2... 2. ...2.20 2. ee 110X130 605 Stærð cm Gangur .. .. 2... 0... 0... 110 95 Barnaherbergi (horn) .. .. .. .. .. 120130 Bað . 2... 120X 80 Hjónaherbergi .. .. .. .. .. .. .. .. 120X130 Ath., rúðumál eru hér og eftirleiðis „afrúnnuð“ á heilan eða hálfan tug. Matsupphæð kr. 52.200.00. Málun á barnaherbergi var metin í fyrra mati.... Þegar hefur verið gert við veggsprungur á horni byggingar- innar. Í barnaherbergjum 2. og 3. h. sáust merki um raka. Voru þau nokkuð álíka og við fyrra mat. Matsmenn geta ekki greint á milli nýrra og eldri galla né afleiðinga þeirra og treysta sér því ekki til að meta þetta atriði til fjár“. Hinn 10. maí 1973 komu matsmennirnir Kristinn Sigurjónsson og Ögmundur Jónsson fyrir dóm og staðfestu matsgerðina frá 11. okt. 1972. Matsmaðurinn Ögmundur Jónsson var fyrir dómi spurður um sundurliðun á matsupphæðinni, kr. 52.200, vegna íbúðar stefnanda. Matsmaðurinn sagðist ekki hafa sundurliðun á þessari fjárhæð, en þetta sé sú fjárhæð, sem matsmennirnir telji, að bað kosti að endurnýja rúður þær, sem þarna eru taldar. Matsmaðurinn vísaði um rökstuðning þeirra matsmanna til matsgerðar í matsmálinu nr. 146/1969, sbr. dskj. nr. 6, og þá sérstaklega þess, sem segir á bls. 3 „í mati okkar á kostnaði er allt innifalið, efni, útvegun þess og flutningur, vinna ásamt öllum aukagjöldum og meistara- álagi. Auk þess er innifalin hlutdeild í kostnaði við verkpalla, en við gerum ráð fyrir, að matsbeiðendur hafi samvinnu um notkun þeirra“. Við útreikning á verði rúðnanna hafa þeir matsmennirnir spurst fyrir á fleiri en einum stað um verð á hinum ýmsu stærðum og á þeim upplýsingum sé verð það, sem tilgreint sé í matsgerð, byggt. Matsmennirnir hafa ekki athugað möguleika á afslætti miðað við magn. Ástæðan fyrir því, að tekið hafi verið með í matið kostnaður við að mála karma að utan, en ekki innan, hafi verið, að við rúðuskiptin þurfi að taka gluggalista frá að utan og þess vegna hafi verið tekinn með málningarkostnaður á körmum að utan. Matsmaðurinn sagði, að honum væri ekki kunnugt um, að könnun hefði verið gerð á því efni, hvort það hafi áhrif á móðu- myndun á milli glerja, ef karmar og gluggalistar eru ekki mál- 606 aðir, en sjálfur telji hann það ólíklegt, að það hafi áhrif á móðu- myndun, hvort karmar og listar eru endurmálaðir eða ekki. Ekki sagðist matsmaðurinn hafa séð merki um leka með rúðum við skoðun vegna þessa mats. Matsmaðurinn sagði, að sér væri ekki kunnugt um, að athugun hefði verið framkvæmd á því, að jarðskjálftar gætu haft áhrif í þá átt að orsaka móðu á milli glerja. Sjálfur sagðist hann telja, að hverjar afleiðingar, sem jarðskjálfti hafi, þá sé það líkt og með sprengingu, að afleiðingarnar komi fljótt í ljós, en séu ekki að koma í ljós löngu eftir jarðskjálftann. Matsmaðurinn sagði, að glerframleiðendurnir taki ábyrgð mis- langan tíma á glerjum, sumir í eitt ár, aðrir fimm og enn aðrir tíu. Ekki sé óalgengt, að móða myndist á milli glerja á öllum rúðum eða flestum í heilum blokkum. Ábyrgðartími hinna ein- stöku framleiðenda hafi yfirleitt lengst. Matsmaðurinn sagði, að aðferðin við glerísetninguna geti haft áhrif í þá átt, að móða myndist á milli glerja, en matsmennirnir hafi ekki séð neitt at- hugavert við glerísetninguna. Matsmaðurinn sagðist álíta, að hafi gluggarnir verið teknir rennandi blautir og í þá látið kítti og glerið sett í, að slíkar vinnuaðferðir mundu frekar hafa áhrif í þá átt, að leki myndaðist meðfram rúðunum, heldur en að móða myndaðist á milli glerja. Matsmaðurinn Kristinn Sigurjónsson bar fyrir dómi á sama hátt og matsmaðurinn Ögmundur Jónsson um það, hvernig mats- fjárhæðin, kr. 52.200, væri fundin, og jafnframt hvers vegna væri tekinn með í matið kostnaður við málun gluggakarma að utan. Ekki skipti máli, hvort karmar og listar séu málaðir að utan eða ekki í sambandi við móðumyndun, enda sé í þessu tilfelli ástæðan fyrir móðumynduninni verksmiðjugalli í glerinu að áliti mats- mannsins. Við skoðun vegna þessa mats mundi matsmaðurinn ekki eftir því að hafa orðið var við leka með rúðum, enda hafi skoðun farið fram í þurru veðri og fyrst og fremst verið leitað að móðu. Matsmaðurinn sagðist telja, að svona gler ætti að endast lengur en 5—6 ár, t. d. Thermopane gler endist miklu lengur eftir því sem matsmaðurinn best veit. Ekki gat hann sagt um, hvers vegna móða komi á milli glerjanna eftir nokkur ár, en taldi eðli- legast að leita til framleiðenda um upplýsingar um þessi mál. Matsmaðurinn taldi, að þótt gluggar væru teknir blautir og rúður látnar í í rigningu, þá ætti það ekki að orsaka móðumyndun á milli glerja, en taldi, að slík vinnuaðferð mundi geta orsakað leka með rúðum, þegar frá liði. 607 Hinn 20. október 1971 kom stefnandi málsins fyrir dóm. Hann sagðist hafa búið einhvern tíma í húsinu, áður en hann fékk afsal fyrir íbúðinni, og hélt, að hann hefði flutt í húsið í maí 1967, en treysti sér ekki til að fullyrða um það. Stefnandi sagði, að ekki mundi hafa verið farið að bera á móðu á milli glerja og leka með gluggum, þá er afsalið var gefið út í desember 1967, en á þessu hafi farið að bera nokkru síðar, og sagði stefnandi, að lekinn hefði komið fram strax í fyrstu vetrarveðrum þennan vetur og hafi svo farið versnandi. Gluggar hafi fyrst farið að leka og síðan hafi myndast móða á milli glerjanna. Svona hafi þetta orðið á öllum gluggunum, þar sem móða hafi komið fram á milli glerj- anna. Við síðustu athugun, en hana sagðist stefnandi hafa fram- kvæmt að kvöldi 19. október 1971, þá hafi átta af tíu gluggum íbúðarinnar verið með móðu milli glerja, en þessir gluggar hafi allir lekið í rigningu. Ekki treysti stefnandi sér til að fullyrða, hvenær fyrst hafi verið kvartað við stefnda vegna þessa. Ekki gat stefnandi heldur svarað því, hvenær viðgerð, sem stefndi annaðist á gluggum hússins, fór fram. Þeir íbúðaeigendur hafi viljað, að allir listarnir yrðu teknir af gluggunum að utanverðu og skipt yrði um kítti. Það hafi stefndi ekki gert, heldur tekið upp þrjá listana, þ. e. hliðarlista og botnlista, og skipt um undir- burð þar. Stefnandi sagði, að við þessa aðgerð hafi ekki verið skipt um gler í þeim gluggum, þar sem móða hafi komið fram, en eftir því hafi íbúðaeigendur óskað. Stefnandi tók fram, að hann hafi haft orð á því við stefnda, þá er verið var að ganga frá gluggum í íbúðunum, en það var áður en stefnandi flutti inn, að fógin væru blaut og kittið niundi ekki tolla í þeim, og sagðist stefnandi hafa boðið stefnda að lána hon- um áhöld, en það er gaslampi, til að þurrka fögin og hafi stefndi sagt mæta (sic), að honum kæmi þetta ekki við. Síðar, þegar gluggarnir fóru að leka, hafi hann sagt við stefnda, að það mætti firra miklu tjóni með því að taka listana frá, skipta um undir- burð og þurrka fögin, því stefnandi sagðist alltaf hafa talið sig vita, hvers vegna gluggarnir láku og hvers vegna móða myndaðist á milli glerjanna, en hann telji, að við það, að fögin voru blaut, þá hafi kíttið ekki tollað og gluggarnir farið að leka, og eftir að gluggarnir voru farnir að leka, þá hafi móða myndast á milli glerjanna. Stefnandi sagði, að þá er hann bauðst til að lána gaslampa til burrkunar á gluggafögunum, þá hafi hann boðið iðnaðarmönnum, sem unnu fyrir stefnda, gaslampann og það hafi verið þeir, sem 608 sagt hafi við mætta (sic), að honum kæmi þetta ekki við. En stefnandi sagðist hafa talað um það, að gluggafögin væru blaut, bæði við stefnda og starfsmenn hans. Ekki hafi hann talað við byggingameistara hússins um blautu gluggafögin, en á þeim tíma hafi stefnandi ekki vitað, hver væri byggingameistari hússins. Stefnandi sagði, að þær tvær rúður, þar sem ekki sé móða á milli glerja, séu í stærsta glugga íbúðarinnar, og hélt stefnandi, að sá gluggi vissi Í suður, en þetta sé stofugluggi og fyrir framan hann séu svalir, og sagðist hann halda, að ástæðan fyrir því, að þessi gluggi leki ekki sé sú, að á þessum glugga mæði engin veður. Ekki hafi verið skipt um neitt gler í sinni íbúð og ekki heldur í sameiginlegum hluta hússins, séu þar alls staðar upphaflegu glerin. Stefnandi bar, að eigendur íbúðanna hafi látið gera við sprung- ur Í veggjum utanhúss. Einnig hafi sprungurnar verið málaðar innanhúss. Hinn 15. febrúar sl. kom stefnandi fyrir dóm að nýju og bar þá, að hann hafi flutt í íbúð sína í maí 1967. Veturinn eftir hafi komið fram gallar á gluggum í austurhlið íbúðarinnar. Hafi hann strax haft samband við stefnda og stefndi sagst vera fús til að lagfæra þetta. Sumarið 1968, í júní eða júlí, hafi stefndi svo framkvæmt við- gerð á gluggunum. Íbúðaeigendur hafi viljað, að gler yrðu tekin úr gluggum og skipt um undirburð. Það hafi stefndi ekki gert, heldur hafi hann tekið frá þrjá lista á gluggunum, þ. e. botnlista og hliðarlistana, og skipt um undirburð þar. Stefndi hafi sjálfur ráðið, hvernig viðgerð þessari var hagað, og hafi hann ekki gert það, sem stefnandi fór fram á. Viðgerðin hafi reynst gagnslaus. Eftir viðgerð hafi í miklum rigningum lekið með efra fagi glugg- anna. Stefnanda minnti, að gallar á gluggunum hafi fyrst komið í ljós þannig, að byrjað hafi að leka með gluggunum og síðan hafi myndast móða á milli glerjanna. Stefnanda minnti, að þeir íbúðaeigendur hafi haft samband við stefnda vegna glugganna veturinn eftir að viðgerðin var fram- kvæmd. Fyrir dómi bar stefndi, að hann hefði byggt húsið Hraunbæ 198 og selt íbúðirnar í því. Í húsinu hafi stefndi notað venjulegt verksmiðjugler, sem hann heldur, að heiti Icepan. Það hafi hann keypt hjá fyrirtæki, sem hann haldi, að heiti Gler h/f, en fyrir- tækið hafi verið í Brautarholti 2. Ekki sagðist stefndi vita, hvort 609 fyrirtækið væri enn við líði. Trésmíðameistari hússins hafi séð um glerísetninguna og hafi við verkið verið notað venjulegt ísetn- ingarefni, eða sigmaplast, en það sagði stefndi, að sé mikið notað við gluggaísetningu og hafi hann látið nota það í þeim húsum (sic) áður en hann byggði Hraunbæ 198, og noti efnið enn. Ekki sagðist stefndi hafa skipt sér af glerísetningunni. Trésmíðameistarinn hafi séð um verkið, og sagðist stefndi ekki muna eftir því, að Arnljótur Guðmundsson hafi sagt, að hann vildi ekki nota sigma- plast. Stefndi sagði, að þeir Jón Hassing og Jón Sigurðsson hafi beðið um, að gluggarnir á austurhlið yrðu lagfærðir. Hafi þeir viljað láta taka upp neðsta lista á hverjum glugga og skipta um undir- burð, en svo hafi 3 listar á hverjum glugga verið teknir upp og skipt hafi verið um undirburð. Hafi það verið að ósk þeirra Jóns Hassings og Jóns Sigurðssonar, að listarnir 3 voru teknir. Stefndi sagðist halda, að aðrir íbúðaeigendur hafi verið á sömu skoðun og þeir Jón Hassing og Jón Sigurðsson. Stefndi sagðist ekki muna, hvenær fyrst var kvartað um móðu á milli glerjanna. Þá er þessi aðgerð var gerð á austurhlið, hafi stefndi verið búinn að láta mála húsið allt að utan og gluggana líka og hafi hann ekki séð nein merki um leka utan á gluggunum, en hann hafi ekki athugað gluggana að innan, en íbúðaeigendur hafi talað um leka og hafi aðgerðinni verið hagað í samræmi við óskir íbúðaeigenda. Stefndi sagðist ekki muna eftir, hvenær fyrst var kvartað yfir veggsprungum. Hinn 15. febrúar sl. kom stefndi fyrir dóm að nýju. Hann bar, að hann hefði atvinnu af því að byggja og selja hús. Arnljótur Guðmundsson hafi annast gluggaísetninguna og glerísetningu og hafi stefndi lítið komið nálægt því. Stefndi sagðist halda, að gler hafi verið látið í glugga undir vor 1967. Athygli stefnda var vakin á því, að samkvæmt vottorði frá byggingarfulltrúa hafi húsið verið tekið út fokhelt 16. september 1966 og í skjölum málsins sé reikningur yfir gler frá Gleri h/f, dags. 25. ágúst 1966. Stefndi sagðist samt halda, að glerin hafi verið látin í vorið 1967. Stefndi taldi ólíklegt, að gluggar hafi verið blautir, þá er gler var látið í, og sagði, að venja sé að þurrka fög, séu gluggar blautir. Stefndi sagðist ekki vita til þess, að gler hafi verið látið í glugg- ana blauta. Gluggarnir hafi verið tvímálaðir, áður en þeir voru látnir í steypu, og hafi þeir verið vel málaðir. Stefndi taldi ólík- legt, að vatn hafi gengið inn í glugga, þar sem þeir voru tvímál- aðir. Eftir málningu hafi gluggarnir verið geymdir innanhúss 39 610 töluvert lengi, áður en þeir voru látnir í, en því lengur sem málningin hafi þornað því sterkari sé hún. Undirburður hafi verið venjulegur. Undirburðurinn hafi verið sigmaplast og hafi það verið notað eingöngu, þannig að ekki hafi verið látið gúmmíkítti ofan á. Stefndi mundi ekki, hvort látinn var sérstakur undirburður undir sigmaplastið. Stefndi sagðist ekki muna nákvæmlega, hvenær stefnandi kvartaði yfir leka á gluggunum, en taldi, að það hati verið fljót- lega. Kvartað hafi verið yfir því, að vatn læki í stríðum straum- um með gluggunum. Það muni hafa verið um vorið 1968 sem stefndi hafi tekið botnlista og hliðarlista af gluggunum og skipt um undirburð undir þeim listum. Minnti stefnda, að þá hafi verið látið gúmmíkítti. Stefndi mundi ekki eftir, að hann hafi séð neina galla á gluggunum, þá er viðgerð fór fram. Stefndi tók fram, að hann hafi ekki trú á því, að vatn hafi nokkurn tíma lekið inn með föstu gluggunum, því að þá er viðgerð fór fram, hafi ekkert séð á málningu að utan. Stefndi sagðist hafa sagt íbúðaeigendum þetta álit sitt, að hann teldi, að vatn hefði ekki komið inn um föstu gluggana, en hann hafi samt gert það fyrir íbúðaeigendur að taka gluggalista frá og skipta um undirburð. Stefndi mundi ekki eftir því, að farið hafi verið fram á, að hann skipti um gler í gluggum, þá er viðgerð þessi fór fram, enda hélt hann, að þá hafi ekki verið komin fram móða á milli glerja. Engir samningar hafi verið gerðir á milli málsaðilja vegna viðgerðarinnar. Stefndi hafi talið viðgerðina þarflausa, en fram- kvæmt hana vegna eindreginna óska íbúðaeigenda, en þar hafi aðalmennirnir verið þeir Jón Sigurðsson og Jón Hassing. Jón Sigurðsson hafi sagt við stefnda, að ef hann gerði þessa viðgerð, þá mundi hann ekki gera frekari kröfur á hendur stefnda vegna glugganna. Ekki mundi stefndi eftir samræðum um þetta við stefnanda. Stefndi taldi viðgerðina þýðingarlausa, þar sem allt hafi verið í standi. Arnljótur Guðmundsson hafi talið aðgerð þessa þarflausa. Stefndi hafi svo fengið tvo menn frá Arnljóti til að annast þetta og hafi stefndi greitt laun þessara manna. Stefndi mundi ekki eftir því, að stefnandi eða aðrir íbúðaeig- endur hafi haft orð á því, að gluggafögin væru blaut, þegar glugg- arnir voru látnir í. Flutt hafi verið inn í íbúðirnar og farið að vinna í þeim hrá- blautum. Stefnda minnti, að stefnandi hafi farið að mála íbúðina viku eða hálfum mánuði eftir að búið var að fínpússa íbúðina. 611 Húseigendur hafi óskað eftir því, að látið væri gúmmiíkiítti í staðinn fyrir sigmaplastið undir þessa lista, sem teknir voru frá gluggum. Þá er stefnandi og stefndi komu fyrir dóm 15. febrúar sl., voru þeir samprófaðir um það, sem á milli bar í framburðum þeirra, en hvor aðili um sig hélt fast við sinn framburð. Við samprófun bar stefnandi, að leki með gluggum hafi verið greinilegur og stefndi hafi komið á staðinn og séð það sjálfur. Ekki hafi séð á málningu að utan, en séð hafi á málningu að innan. Stefndi hafi talið hægt að lagfæra lekann og hafi hann stungið upp á þeirri aðgerð, sem framkvæmd hafi verið, og hafi lekinn minnkað eftir aðgerðina. Stefndi sagðist ekki muna eftir því, að hann hafi komið til að líta á lekann fyrr en við skoðun vegna matsgerðar. Aðgerðina, sem framkvæmd hafi verið, hafi hann gert að ósk íbúðaeigenda. Stefnandi taldi pússningu hafa verið orðna þurra, þegar hann málaði, og benii á í því sambandi, að hann hafi ekki málað svefn- herbergi fyrr en um ári síðar og ekki sé sá gluggi betri en aðrir. Íbúðin hafi verið hurðalaus fyrstu þrjú árin og gluggar í stofu hafi ekki farið að leka fyrr en löngu á eftir hinum gluggunum, og taldi stefnandi, að þetta benti til þess, að ekki væri um að kenna, að hann hafi málað of snemma. Stefndi tók fram, að í íbúð á fyrstu hæð til vinstri hafi verið kvartað yfir lekum gluggum, en eftir eigendaskipti að íbúðinni þá hafi brugðið svo við, að nýju eigendurnir segist aldrei hafa orðið varir við leka. Hinn 9. júní 1971 kom Arnljótur Guðmundsson fyrir dóm. Hann sagðist hafa verið húsasmíðameistari að húsinu nr. 198 við Hraun- bæ og hafi hann m. a. annast gluggaísetninguna. Það sé rétt, sem sagt er á bls. 1 í matsgerð á dskj. nr. 6, hann hafi frekar viljað nota gúmmiíkíttisundirburð, en gúmmíkíttið heiti Arboumast, en húsbyggjandinn hafi heldur viljað nota sigmaplast. Sigmaplast sé búið til sem Ísetningarefni og hafi verið mjög mikið notað hér á landi um tíma. Við glerísetninguna að Hraunbæ 198 hafi verið farið eftir þeim notkunarreglum, sem framleiðendur sigmaplasts setji um notkun efnisins. Ástæður fyrir því, að hann vildi frekar gúmmíkítti en sigmaplast, hafi verið þær, að hann hafi fengið reynslu fyrir því, að sigmaplastið reyndist ekki vel. Glerið hafi verið tvöfalt einangrunargler, og hélt hann, að það hafi verið kallað Isoterm. Það hafi verið sett saman hér á landi. 612 Við ísetningu glerjanna hafi verið notaðir gúmmíklossar, sem hafi verið skornir úr borðum, sem Guðmundur Guðmundsson hafi látið fylgja með sigmaplastinu. Borðarnir hafi verið handskornir. Klossar þessir hafi verið notaðir undir glerjunum og sem fjar- lægðarklossar. Lyftiklossarnir hafi einungis verið notaðir á botn- stykkið, en fjarlægðarklossarnir allt í kring. Sigmaplastið sé blá- grátt að lit yfirleitt. Sumarið eftir hélt Arnljótur, en er ekki viss, hvort það var sumarið 1967 eða 1968, en þá hafi verið gerð breyting á glugg- unum á austurhlið hússins. Hafi íbúar hússins kvartað yfir leka og stefndi talað um við Arnljót sem leið til úrbóta að hreinsa sigmaplastið að utan og setja gúmmíkítti og svo gluggalistana aftur á sinn stað. Ekki vildi Arnljótur taka þetta að sér sem bygg- ingameistari hússins, en hann hafi látið það óátalið, ef stefndi fengi einhverja til að taka þetta verk að sér, og hafi stefndi fengið menn, sem annars vinni hjá Arnljóti, en Arnljótur sagðist hafa gefið sínum mönnum frí til þess að vinna þetta verk fyrir stefnda. Hinn 21. febrúar sl. kom Arnljótur Guðmundsson fyrir dóm að nýju. Hann bar þá, að gler muni hafa verið látið í glugga um mánaðamótin mars--apríl 1968. Einhverjir gluggar muni hafa verið blautir, þá er bráðabirgða- byrging var tekin af gluggum, en Arnljótur hafi látið starfsmenn sína hafa blússlampa til að þurrka fögin, áður en gler voru látin í. Ekki sé hægt að láta gler í blaut fög, þar sem þá tolli enginn undirburður. Gluggarnir hafi verið málaðir, áður en þeir voru látnir í steypu. Á þessum tíma hafi ekki verið látinn undirburður undir sigmaplast, en nú í seinni tíð noti hann þangrunn undir þéttiefni. Í raun og veru sé sigmaplast undirburður og hafi þarna verið notað sem heildarísetningarefni. Arnljótur sagðist hafa komið á staðinn, þá er stefndi lét lyfta þrem listum af gluggum á austurhlið hússins. Þegar þetta verk var framkvæmt, hafi hann ekki athugað gluggana, en áður hafi hann verið búinn að athuga gluggana og hafi hann þá ekki séð nein merki um leka. Gluggarnir hafi verið vel málaðir og hafi hann ekki séð nein merki um leka og þess vegna ekki viljað hafa nein afskipti af þessari viðgerð. Almennt hafi hann ekki fylgst með því, hvort gluggar hafi verið málaðir í húsinu að innan, en hann hafi komið um 3 árum eftir gluggaísetningu í eina íbúð í suðurenda, annað hvort hafi hún verið á 2. eða 3. hæð, og hafi þar verið ómálaðir gluggar að innan. Á austurhlið hússins séu stærstu gluggar, gluggarnir í stigahúsi, en þeir hafi ekki lekið. 613 Þá er hann kom í áðurnefnda íbúð, hafi verið dálítið vatn í einum glugga. Hinn 21. febrúar 1974 kom Úlfar Gunnar Jónsson fyrir dóm. Hann sagðist hafa unnið við byggingu hússins nr. 198 við Hraun- bæ og hafa á þeim tíma verið starfsmaður Arnljóts Guðmunds- sonar. Úlfar sagðist einnig hafa unnið við glerísetninguna og ef einhver verkstjóri hafi verið við verkið, þá muni það hafa verið hann, sem þá hafi verið elsti starfsmaður Arnljóts. Gler hafi verið látið í gluggana í mars 1967. Þá er plast sé tekið úr gluggum, séu botnstykkin oftast blaut, en þá séu fögin alltaf þurrkuð með gas- tæki, eða svokölluðum blússlampa. Hann hafi fylgst með gler- Ísetningu í öllum íbúðum í húsinu. Arnljótur hafi látið þá starfs- mennina hafa blússlampa til að þurrka fögin og hafi öll fögin verið þurrkuð fyrir glerísetningu. Íbúðaeigendur hafi rekið mjög á eftir glerísetningu, en afhending glers hafi dregist og hafi glerið verið að koma smátt og smátt og það verið látið nokkuð jafn- óðum í gluggana. Undirburður hafi verið sigmaplast og hafi það verið notað eingöngu. Á þessum tíma hafi sigmaplast verið svo til eingöngu notað. Gluggar hafi verið málaðir eða á þá látið fúa- varnarefni. Ekki sagðist Úlfar muna eftir þessu sérstaka tilviki, en það sé alltaf eitthvað borið á glugga, áður en þeir eru látnir í steypu. Fyrir dómi bar Arthur Farestveit, að þá er afsalið var gert, hafi hann þegar verið fluttur inn í íbúðina og muni hann hafa flutt í íbúðina í júlí eða ágúst á árinu 1967, en kaupsamningur muni hafa verið gerður í desember 1966. Arthur sagði, að fyrst hafi byrjað að bera á móðu á milli glerja, um það bil ári eftir að hann flutti í íbúðina, en svo hafi smátt og smátt farið að bera á móðu í fleiri rúðum og mjög sé það mismunandi eftir veðrum, hversu móðan sé áberandi, sé hún mest áberandi í sólskini og sé nú svo komið, að móða sé á milli glerja í öllum gluggum íbúðarinnar. Þegar mikil hitabrigði séu og þá sérstaklega, þegar kólnar mikið að vetrinum, þá leki rúðurnar innan frá. Þetta hafi aukist mikið og fari æ versnandi, um leið og móðan á milli glerjanna aukist. Hann hafi strax haft samband við stefnda, þá er hann varð var við móðuna, og hafi stefndi sagt honum að snúa sér til framleið- anda glersins og það hafi hann gert, en þetta hafi verið eitthvert fyrirtæki, sem hann kunni ekki að nefna, en hann hafi þess vegna talað við fyrirsvarsmann fyrirtækisins, einhvern verkfræðing í Kópavogi, en sá hafi sagt honum að skrifa bréf í tiltekið pósthólf. Arthur sagði, að sér hefði skilist á verkfræðingnum, að þessi bréfa- 614 skrift mundu hafa mjög lítið að segja, og sagðist hann ekki hafa skrifað bréfið, en hann hafi frétt, að fyrirtækið væri í einhverri upplausn. Þá er stefndi skilaði húsinu, hafi gluggar verið málaðir að utan, en eftir að listar voru teknir frá á austurhlið hússins og skipt um undirburð, þá hafi gluggarnir ekki verið málaðir að nýju. Ekki hafi heldur verið hreinsað kítti af gluggunum eftir bessa aðgerð. Ekki hafi hann sjálfur málað eða látið mála gluggana að utan. Þá er listarnir voru teknir af gluggunum að utan og skipt um undirburð, hafi húsfélagið komið fram f. h. hinna einstöku íbúða- eigenda og sú aðgerð, sem framkvæmd var, hafi verið það, sem stefndi hafi boðist til að gera. Af hálfu húsfélagsins hafi verið óskað eftir annars konar aðgerð, en það hafi verið gert, sem stefndi hafi viljað gera. Húsfélagið hafi fjallað um þetta, en eftir því sem hann best vissi, þá hafi íbúðaeigendur talið, að stefndi ætti að taka alla listana af, en hann hafi ekki tekið yfirlistann við sína aðgerð og skipt um undirburð allsstaðar. Einnig hefði átt að skipta um þær rúður, sem þá voru með móðu á milli glerjanna, en það hafi ekki verið gert. Arthur sagði, að þetta mál hefði staðið í stappi á milli íbúða- eigendanna, stefnda og glerframleiðendanna og hafi tíminn liðið þannig án aðgerða. Arthur sagði, að íbúðaeigendur hefðu viljað láta laga gluggana á austurhlið þannig, að þeir hefðu viljað, að glerið væri tekið úr gluggunum og rúðurnar kíttaðar upp á nýtt. Hafi íbúðaeigendur ekki talið nóg að skipta bara um undirburð að utan, þar sem þeir hafi talið, að kíttið væri ónýtt. Jón Sigurðsson, einn af íbúðaeigendum að Hraunbæ 198, bar fyrir dómi 20. október 1971, að hann og hans fjölskylda hafi verið fyrsta fólkið, sem flutti inn í húsið og hafi þá ekki verið búið að setja gler í glugga. Ekki mundi Jón, hvaða ár þetta var, en þetta hafi verið um páskaleytið. Mijög fljótlega hafi farið að bera á leka með gluggunum og svo þar á eftir á móðu á milli glerja. Jón tók fram, að það hafi verið eins með alla gluggana, að fyrst hafi þeir byrjað að leka og síðan hafi myndast móða á milli glerja. Núna sé móða á milli glerja í 6 gluggum íbúðar hans, en hann haldi, að gluggarnir leki allir, en þessir þrír, þar sem móða er ekki, leki bara minna en hinir. Jón sagði, að hann og aðrir íbúðaeigendur hafi mjög fljótlega talað við stefnda um gluggalekann. Ekki mundi Jón eftir, að gerðir hafi verið samningar við stefnda vegna viðgerðar þeirrar, sem 615 stefndi annaðist á gluggunum, en viðgerðin hafi verið í því fólgin viðvíkjandi gluggum á íbúð hans, að stefndi hafi látið taka neðsta gluggalistann og skipt um undirburð og svo ekki annað. Þessi aðgerð hafi verið framkvæmd á svefnherbergisgluggum og bað- herbergisglugga, en þessir gluggar séu á austurhlið. Jón sagðist hafa fylgst mjög vel með glerísetningunni, en hann hafi verið fluttur í íbúðina, þegar glerísetningin fór fram. Hjá sér hafi verið maður utan af landi, sem vanur sé byggingarvinnu, og hafi hann verið undrandi á framkvæmd verksins. Gluggarnir hafi verið teknir rennandi blautir og í þá látið kítti og glerið sett í. Ekki hafi einu sinni verið þurrkað falsið með blússlampa, en Jón sagðist hafa haft orð á því við mennina, sem unnu við glerísetn- inguna, hvort ekki væri betra að fara a. m. k. með blússlampa yfir fölsin, en mennirnir hafi sagt, að þetta væri allt í lagi. Jón sagðist halda, að glerísetningin hafi verið framkvæmd í apríl og hafi hún verið framkvæmd í rigningu. Kíttið, sem notað hafi verið, hafi verið mjög lélegt. Jón sagðist hafa haft orð á því við stefnda, a. m. k. eftir að gluggarnir voru farnir að leka, að ástæðan mundi vera sú, hvað gluggarnir voru blautir, þegar glerið var sett Í, og hve lélegt kítti hafi verið notað. Við munnlegan málflutning voru kröfur af hálfu stefnanda rók- studdar með því, að stefnandi hafi keypt af stefnda nýtt húsnæði, sem haldið hafi verið göllum, sem ekki hafi sést við venjulega skoðun, enda hafi gallarnir ekki komið í ljós fyrr en eftir undir- ritun afsals og hafi þeir verið að koma í ljós smám saman allt frá því skömmu eftir undirritun afsals og fram á þennan dag. Stefnandi hafi átt kröfu á því, að hið selda húsnæði væri í lagi, og hafi hann ekki þurft að reikna með því, að hið selda húsnæði væri haldið göllum þeim, sem það er haldið. Stefnandi byggir kröfur sínar á hinum tveim framlögðu mats- gerðum. Dómkröfur stefnanda sundurliðast þannig: Samkvæmt fyrri matsgerðinni: Endurglerjun .. .. .. .. .. .. kr.11.860 Málun... ................ — 1.500 Kr. 13.360 Samkvæmt síðari matsgerðinni: Matsupphæð kr. 52.200, en sú fjárhæð er öll vegna endurnýj- unar á rúðum. 616 Samanlagt gera þessar fjárhæðir dómkröfur stefnanda, kr. 65.560. Af hálfu stefnda eru sýknukröfur rökstuddar með því, að stefndi beri nú enga bótaábyrgð á því ástandi, sem lýst sé í matsgerðum, hvort sem það ástand reynist rétt eða ekki. Af málavaxtalýsingu stefnda verður ekki annað ráðið en nú fyrst sé að koma fram það, sem stefnandi telji vera leynda galla, Þegar kaupin fóru fram. Fullyrða megi, að hafi verið um slíka galla að ræða í upphafi, hljóti þeir að vera löngu komnir fram. Hitt sé vitað mál, að rúður og gluggar í húsum séu með viðhalds- frekustu hlutum hússins og jafnframt með þeim viðkvæmustu. Geti ýmislegt haft mikil áhrif á þessa húshluta, svo sem náttúru- hamfarir, jarðskjálftar, ofsarok og hins vegar ógætileg meðferð, högg, þrýstingur, vanræksla í viðhaldi o. fl. Enn fremur er á það bennt, að ekkert sé fram komið, hvort hér sé um sömu rúður að ræða og glugga, sem í upphafi hafi verið sett í húsið. Að öllu þessu athuguðu virðist fráleitt að ætla, að seljandi eða byggjandi húseignar sé bótaskyldur vegna hugsanlegra skemmda á gleri eða gluggum í húseigninni árum saman, sérstaklega þar eð hann hafi enga aðstöðu til að fylgjast með eða kanna, hvernig meðhöndlun slíkir húshlutar hafi sætt af notendum húseignarinnar. Er sér- staklega bent á það í þessu sambandi, að nú séu liðin um 6 ár, síðan afsal hafi farið fram hinn 27. desember 1967, en stefnandi hafi þó nokkru áður fengið hið afsalaða til afnota. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að nokkur sprunga hafi verið Í húsinu, þegar afhending og afsal fór fram. Virðist mat, sem fram fór í júní 1967 á múrverki, benda til þess, að engin veggsprunga hafi þá verið komin. Um þetta gildi það sama og að framan hefur verið rakið varðandi rúðurnar, að því er tekur til náttúruham- fara. Hinn 5. des. 1968 hafi hér orðið vart við skarpann jarð- skjálftakipp. Sé mjög sennilegt, að slík sprunga geti hafa myndast á vegg hússins. Enn fremur er á það bent, að stefndi segist hafa notað viður- kennt gler og viðurkennt og mikið notað ísetningarefni auk þess sem þaulæfðir fagmenn hafi unnið að glerjun hússins. Af hálfu stefnda er því hiklaust haldið fram, að hann í raun og veru beri ekki ábyrgð á sérstakri endingu rúðnanna í húsinu að öðru leyti en því, sem tekur til mistaka við Ísetningu, en bent er á, að matsmenn hafi ekki séð neitt athugavert við ísetningu rúðnanna. Í kaupsamningi aðilja segi, að stefndi setji í húsið tvö- fallt verksmiðjugler. Þetta hafi hann gert og verði ekki séð, að 617 honum hafi orðið nein bótaskyld mistök á í vali á þessu efni til húsbyggingarinnar. Talsvert algengt virðist, að móða myndist á milli tvöfaldra rúðna. Í fyrri matsgerð sinni segi matsmenn, að móða á milli glerja í svonefndu „mixuðu“ gleri sé svo algeng, að þeir telji ekki rétt að meta þann galla. Annar matsmannanna hafi borið fyrir dómi hinn 10. maí 1973, „að ekki sé óalgengt, að móða myndist á milli glerja í öllum rúðum eða flestum í heilum blokk- um“. Jafnframt hafi hann getið þess, að glerframleiðendur taki mislangan tíma ábyrgð á glerjum, sumir eitt ár, aðrir fimm og enn aðrir tíu. Enn fremur er á það bent, að fram komi af mats- gerðunum, að í sumum tilvikum sé ekki greinileg nein móða nema við margítrekaða grandskoðun, og þá í sérstöku veðurfari. Verði ekki talið að þetta sé galli. Eins og rakið hefur verið, fóru dómarar og lögmenn aðilja á vettvang 14.desember sl. Þá var um 11 stiga frost. Þar sem dóm- arar töldu, að svo mikill kuldi gæti haft áhrif á ástand glugg- anna, þá töldu þeir rétt að fara aftur á vettvang, og var það gert 8. mars sl., en þá var veður hlýtt, um 6.5 stiga hiti. Við fyrri skoðun var slagi á rúðum að innan og ísbólstrar neðst á glugga- karmi sumra glugganna. Við seinni skoðun var ástand glugganna allt annað, þeir voru þá þurrir að innan, en merki um leka sáust á öllum þeim gluggum, sem matsmenn hafa metið gallaða, og voru gluggakistur á austurhlið og suðurhlið blautar, enn fremur var móða á milli glerja á öllum þeim gluggum íbúðarinnar, sem matsmenn hafa metið gallaða. Á gluggum í stigahúsi voru einnig merki um raka. Við vettvangsskoðun sást einnig sprunga í barna- herbergi og merki um raka. Undir rekstri málsins hefur mest verið fjallað um galla á gluggum íbúðar stefnanda, en eins og rakið hefur verið, er einn liður dómkröfu stefnanda, kr. 1.500, vegna málunar barnaherberg- is. Þessi liður virðist þannig tilkominn, að raki í barnaherbergi or- saki það, að nauðsynlegt sé að mála herbergið. Rakann telja mats- menn stafa af veggsprungum á húsinu. Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram, að veggsprunga þessi muni ekki hafa verið á húsinu, þá er stefnandi fékk íbúð sína afhenta, þar sem ekki sé á hana minnst í matsgerð þeirri, sem framkvæmd var Í júní 1967. Í þessari matsgerð mátu mats- menn galla á múrverki. Verður engin ályktun dregin af áður- nefndri matsgerð um tilvist sprungu þessarar. Eins og málið liggur fyrir við dómtöku, er ósannað, hvenær sprunga þessi hafi komið í ljós og hvenær hafi verið kvartað yfir 618 henni. Í sambandi við sprungu þessa og afleiðingar hennar hefur ekki verið sýnt fram á nein þau atvik, er felli bótaábyrgð á stefnda. Verður því krafa stefnanda um kr. 1.500 vegna málunar barnaherbergis ekki tekin til greina. Stefndi hefur viðurkennt, að stefnandi hafi kvartað fljótlega yfir göllum á gluggunum. Sumarið 1968 tók stefndi að sér að lyfta upp þremur listum á sluggum á austurhlið og skipta um undirburð. Ekki eru aðiljar sammála um, hver stjórnað hafi aðgerð þessari. Stefndi heldur því fram, að hann hafi gert það, sem stefnandi hafi beðið um, en stefnandi heldur því fram, að gert hafi verið það, sem stefndi vildi gera, en hann hafi ekki gert allt það, sem stefnandi og aðrir íbúðaeigendur vildu, að gert væri. Stefndi hefur haldið því fram, að gluggar muni ekki hafa lekið, þá er hann framkvæmdi áðurnefnda aðgerð á gluggum á austur- hlið, og stangast framburður hans á við framburð stefnanda og annarra íbúðaeigenda í húsinu. En þegar litið er til þess, að stefndi, sem hefur atvinnu af því að byggja og selja hús, tók að sér að framkvæma aðgerð þessa á eigin kostnað, þá þykir það styðja fullyrðingar stefnanda um leka. Fullyrðingar stefnanda um leka fljótlega eftir afhendingu styðjast einnig við yfirlýsingu undirritaða af stefnda, dags. 22. desember 1967, en ljósrit af yfir- lýsingu þessari hefur verið lagt fram sem dskj. nr. 25. Með yfir- lýsingu þessari skuldbatt stefndi sig m. a. til „að þétta þær rúður í húsinu, sem leka. Fyrir 1. júní 1968“. Aðgerð sú, sem stefndi annaðist á gluggunum á austurhlið sumarið 1968, virðist ekki skipta máli. Þeir gluggar, sem lyft var af þremur listum og skipt um undirburð, leka enn, en aðrir glugg- ar leka líka. Stefnandi hefur fyrir dómi borið að hafa kvartað við stefnda veturinn eftir aðgerðina. Fundargerðabók Húsfélagsins að Hraunbæ 198 hefur verið sýnd í dóminum, en ekki lögð fram sem dómsskjal. Í fundargerð frá 29. janúar 1969 er m. a. svofelld setning: „Ákveðið er að gefa Sigurði Guðmundss. frest á að laga gluggana“. Í fundargerðabók þessari er ekki annað að finna um ágreiningsefni málsaðilja nema í fundargerð frá 13. ágúst 1973, en þar stendur undir lið 4, „Jón H. talar við lögfr. v/ móðu á gluggum“. Af því, sem hér hefur verið rakið og fram er komið undir rekstri málsins, þykir ljóst, að fljótlega eftir afhendingu íbúðar þeirrar, sem stefnandi keypti af stefnda, hafi farið að bera á leka með z gluggum í íbúðinni og svo síðar hafi myndast móða á milli glerja 619 í gluggunum. Þetta virðist hafa skeð smátt og smátt, samanber hinar tvær matsgerðir, sem lagðar hafa verið fram í málinu, en þær eru dagsettar í febrúar 1970 og í október 1972. Gler það, sem notað var í húsið, mun hafa verið frá Gleri h/f, en það fyrirtæki mun vera hætt starfrækslu fyrir nokkru. Stefndi hefur borið, að gler hafi verið látið í glugga vorið 1967. Stefnandi hefur borið, að ekki hafi verið skipt um nokkurt gler í íbúðinni. Undir rekstri málsins hefur ekkert komið fram um, að skipt hafi verið um gler í húsinu. Hinir sérfróðu meðdómendur hafa kynnt sér eftir föngum, hvernig samsetningu glers frá Gleri h/f var háttað. Glerið mun hafa verið samansett með lista, sem framleiddur var eftir hol- lensku eða belgisku einkaleyfi. Listinn var límdur með lími — Bostik A — sem borið var bæði á listann og glerið. Til að þurrka loftið á milli glerja voru látnir kristallar inn í holrúmið. Um efni listans vita hinir sérfróðu meðdómendur ekki annað en að í hon- um var asbest og að líkindum einhver grunnmassi. Komið hefur í ljós, að komist vatn eða raki að samlímingu og milli lista glers þessa, þoli rúðusamsetningin það ekki og leysist upp, og myndast þá móða á milli glerja. Hinir sérfróðu meðdómendur telja, að ástæðan fyrir göllunum á gluggunum sé, að saman hafi farið ónóg aðgæsla við ísetningu glersins og þeir eiginleikar samsetningarefna glersins að þola ekki raka. Þessi ályktun byggist á því, sem fram hefur komið um, að fyrst hafi orðið vart leka með rúðunum og síðan nafi komið í ljós móða á milli glerja. Við niðurstöðu máls þessa verður við það miðað, að gluggar í íbúð stefnanda hafi verið gallaðir frá upphafi, en gallar hafi komið í ljós smátt og smátt. Stefnandi, sem keypti nýja íbúð af stefnda, mátti treysta því, að gluggarnir væru ekki haldnir þess- um annmarka. Á göllum þessum ber stefndi sem byggjandi og seljandi íbúðarinnar ábyrgð. Leggja verður fjárhæðir matsgerða til grundvallar bótum til stefnanda, enda hefur fjárhæðum matsgerðanna ekki verið tölu- lega mótmælt. Niðurstaða málsins verður því, að stefnda ber að greiða stefn- anda kr. 64.060 með 7% ársvöxtum af kr. 11.860 frá 27. desember 1967 til 11. október 1972, en af kr. 64.060 frá þeim degi til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsiudags. 620 Málskostnaður ákveðst kr. 28.000, og er þá matskostnaður einnig hafður í huga. Dóminn kváðu upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari og með- dómendurnir Bragi Þorsteinsson verkfræðingur og Skúli Norðdahl arkitekt. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Guðmundsson, greiði stefnanda, Jóni Hassing, kr. 64.060 með 7% ársvöxtum af kr. 11.860 frá 27. desember 1967 til 11. október 1972, en af kr. 64.060 frá þeim degi til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 28.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 621 Miðvikudaginn 30. júní 1976. Nr. 181/1974. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Helgi V. Jónsson hdl.) gegn Sigurjóni Á. Ingasyni og (Grétar Haraldsson hdl.) Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. borgarsjóðs (Páll Líndal hrl.) og Sigurjón Á. Ingason gegn Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Borgarstjóranum í Reykjavík f. h. borgarsjóðs. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Lögrcglumenn. Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 24. október 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 23. s. m. Krefst hann aðallega sýknu af öllum kröfum gagnáfryjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfum gagnáfrýjanda og að málskostn- aður verði þá látinn niður falla. Aðaláfrýjandi hefur engar kröfur gert á hendur stefnda, borgarstjóranum í Reykjavík f. h. borgarsjóðs. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 28. októ- ber 1974. Krefst hann þess aðallega, að aðaláfrýjandi og stefndi verði dæmdir til að greiða honum óskipt 2.332.755 krónur með 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst gagn- áfrýjandi þess, að stefndi einn verði dæmdur til að greiða 622 framangreindar fjárhæðir, en til þrautavara, að aðaláfrvj- andi einn verði dæmdur til að greiða þær. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Ákvæði um, að lögreglumenn ættu rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón, sem þeir yrðu fyrir vegna starfs síns, voru upphaflega sett með 2. mgr. 7. gr. laga nr. 92/1933, en ákvæð- ið gilti einungis um lögreglumenn ríkisins og varalögreglu- menn. Ákvæði þetta var óbreytt í lögum nr. 50/1940, sem leystu af hólmi fyrrgreind lög. Á þeim tíma, er slys það varð, sem um er fjallað í máli þessu, giltu lög nr. 56/1963, en 2. mgr. 6. gr. þeirra var samhljóða hinum eldri ákvæðum að öðru leyti en því, að hún tók til allra lögreglumanna. Nú gildir um þetta efni 2. mgr. 5. gr. laga nr. 56/1972, sem er sam- hljóða síðastereindu ákvæði. Við það verður að miða, að gagnáfrýjandi hafi hlotið meiðsl við handtöku og gæslu manna 21. desember 1968 og að örorku hans, eins og hún /ar metin, megi rekja til þeirra meiðsla. Samkvæmi þessi þykir hann eiga rétt til bóta samkvæmt ákvæðum nefndrar 2. mer. 6. gr. laga nr. 56/19683. Samkvæmt ákvæðum 1. gr. og 2. gr. laga nr. 56/1963 skyldu sveitarstjórnir eða sýslunefndir skipa lögreglumenn, aðra en ríkislögreglumenn, greiða laun þeirra og annan kostnað við löggæslu, en fá hluta alls þess kostnaðar endurgreiddan úr ríkissjóði. Í Revkjavík skyldi ríkissjóður endurgreiða borgar- sjóði % hluta kostnaðar af borgarlögreglu og lögsæslu borg- arlögregluliðs, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Lögmæltar bætur til lögreglumanna vegna meiðsla við skvldustörf voru þáttur starfskjörum þeirra og því eðlilegur kostnaður við lög- gæslu, sem borgarsjóði bar að greiða, en gat síðan endur- krafið að % hlutum úr ríkissjóði. Skiptir ekki máli í þessu sambandi, þótt ríkisstarfsmaður, lögreglustjórinn í Reykja- vík, hefði með höndum alla stjórn lögreglunnar. Gagnáfrýj- andi var borgarlögreglumaður, er slys það varð, sem hér um ræðir. Samkvæmt því, sem að framan er greint, gefur hann einungis beint kröfum sínum um bætur að stefnda. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda í máli 623 þessu. Stefndi ber hins vegar fébótaábyrgð á því tjóni, sem gagnáfrýjandi varð fyrir. Kröfur sínar sundurliðar gagnáfrýjandi þannig: 1. Bætur fyrir örorku .. .. .. .. kr. 2.140.547 —- verðmæti greiðslu frá Trygg- ingastofnun ríkisins .. .. .. — 107.792 kr.2.032.755 . Bætur fyrir þjáningar, óþæg- indi og röskun á stöðu og hög- A —- 300.000 Kr. 2.332.755 N Um 1. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt nytt örorkumat Jóns Guðgeirssonar læknis frá 28. maí 1976. Telur læknirinn ör- orku gagnáfrýjanda óbreytta frá því, sem getur í örorkumöt- unum frá 21. júní 1972 og 20. mars 1973, er staðfest voru af Læknaráði, cins og í héraðsdómi er rakið. Þá hefur verið lagður fyrir Hæstarétt nýr reikningur Þóris Bergssonar trygg- ingastærðfræðings frá 21. maí 1976, þar sem hann reiknar af nýju með líkindatölum tjón gagnáfrýjanda vegna örorku hans. Við reikninga sína miðar tryggingastærðfræðingurinn við vinnutekjur sagnáfrýjanda slysárið og tvö næstu ár á undan og svo dánarlíkur íslenskra karla samkvæmt reynslu á árunum 1966—1970. Tryggingastærðfræðingurinn reiknar tjónið á tvennan hátt. Í fyrra tilvikinu reiknar hann með 7% ársvöxtum frá slysdegi til 16. maí 1973 og síðan 9% árs- vöxtum til frambúðar. Þannig reiknað telur hann, að tjón sagnáfrýjanda vegna tímabundinnar örorku nemi 122.739 krónum vegna lögreglustarfa, en 79.293 krónum vegna vinnu við eigið hús og verkstjórnar, eða samtals 202.032 krónum. Tjón vegna varanlegrar örorku nemi hins vegar 1.837.704 krónum vegna lögreglustarfa, en 1.023.786 krónum vegna vinnu við eigið hús og verkstjórnar, eða samtals 2.911.490 krónum. Heildartjónið þannig reiknað nemi því 3.113.522 krónum. Í síðara tilvikinu reiknar tryggingastærðfræðingur- inn með sömu ársvöxtum og í fyrra tilvikinu til 15. júlí 1974, en síðan með 13% ársvöxtum til frambúðar. Þannig reiknað 624 telur hann, að tjón gagnáfrýjanda vegna tímabundinnar ör- orku sé hið sama og í fyrra liðnum, eða samtals 202.032 krónur. Tjón vegna varanlegrar örorku þannig reiknað nemi 1.527.309 krónum vegna lögreglustarfa og 826.949 krónum vegna vinnu við eigið hús og verkstjórnar, eða alls 2.354.258 krónum. Heildartjónið þannig reiknar nemi því 2.556.290 krónum. Tryggingastærðfræðingurinn hefur bent á, að séu tekjur af vinnu við eigið hús felldar niður, eigi tekjutap sagnáfryjanda vegna annarrar vinnu en lögreglustarfa að lækka um 6.5%. Við ákvörðun bóta til handa áfryjanda ber að taka tillit til þess, að hann hefur haldið fullum launum sem lögreglu- maður frá slysdegi og gegnir starfi sínu áfram. Þá þykir einnig rétt við ákvörðun bótanna að hafa í huga, að veru- legur hluti þeirra tekna, sem tryggingastærðfræðingurinn leggur til grundvallar útreikningi sínum, er vegna aukastarfa sagnáfrýjanda, sem með öllu var óvíst um, hvort hann gæli gegnt til frambúðar jafnhliða lögreglumannsstarfinu. Þegar þessa er gætt og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms um þessi atriði þykja bætur til gagnáfrýjanda samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur. Um 2. Rétt þykir að taka þennan lið til greina með 75.000 krónum. Samkvæmt þessu verður stefnda dæmt að greiða sagn- áfrýjanda alls 1.075.000 krónur (1.000.000 -* 75.000) með vöxtum svo sem krafist er og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 300.000 krónur. Rétt er, að málskostnaður milli aðaláfrýjanda og gagn- áfryjanda í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Sigurjóns Á. Inga- sonar, í máli þessu, en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður, að því er hann varðar. Stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs, 625 greiði gagnáfrýjanda 1.075.000 krónur með 7% ársvöxt- um frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973 og 9% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo 300.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Ég er sammála atkvæði meiri hluta dómenda aftur að orð- unum: „Samkvæmt því, sem að framan er greint .. .“. Einnig er ég sammála úrlausn þeirra um fjárhæð bóta til handa gagn- áfrýjanda svo og um málskostnað. Ákvæði 2. mer. 6. gr. laga nr. 56/1963 voru sérstæð og að ýmsu leyti óglögg, m. a. um það, hverjum bæri að greiða bætur þær, sem þar eru greindar, og hvernig ábyrgð á greiðslu þeirra væri annars varið. Þegar til þess er litið, hvernig háttað /ar ráðningu og launagreiðslum til lögreglumanna samkvæmt lögunum, annarra en ríkislögreglumanna og varalögreglu- manna, þykir bera að líta svo á, að gagnáfrýjandi geti á þessu stigi máls aðeins beint kröfum um bætur vegna meiðsla sinna að stefnda, en vísa beri kröfum hans á hendur ríkissjóði sjálfkrafa frá héraðsdómi. Samkvæmt þessu tel ég, að dómsorð ætti að hljóða svo: Kröfum gagnáfrýjanda, Sigurjóns Á. Ingasonar, á hendur aðaláfrýjanda, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, er vísað frá héraðsdómi, en málskostnaður þeirra í milli á að falla niður. Stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs, greiði sgagnáfrýjanda 1.075.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludass og 300.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 40 626 Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Krafa Sigurjóns Á. Ingasonar í þessu máli er byggð á 2. mgr. 6. gr. laga um lögreglumenn nr. 56/1963, sem var þannig: „Lögreglumenn eisa rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns“. Ákvæði þetta er óvenjulegt og vandskýrt, m. a. er þess ekki getið, hver beri ábyrgð á greiðslu bóta. Árið 1968 voru bæði borgarlögreglumenn og ríkislögreglu- menn Í Reykjavík. Sigurjón Á. Ingason var borgarlögreglu- maður. Hann var ráðinn til starfa af stjórnendum Reykja- víkurborgar, flest atriði varðandi kjör hans voru ákveðin með samningi milli borgarinnar og stéttarfélags lögreglu- manna, og laun hans voru greidd úr borgarsjóði, en ríkis- sjóður endurgreiddi síðan 10% þeirra. Þessi tengsl sveitar- félaga og lögreglu áttu sér langa sögu og stóðu, uns lög nr. 56/1972 gengu í gildi. Vegna þeirra verður að telja, að borgar- sjóður beri ábyrgð á greiðslum til Sigurjóns skv. þessum dómi. Þó að hluti lögregluliðsins í Reykjavík væri skipaður borg- arlögreglumönnum 1968, var allt liðið undir yfirstjórn dóms- málaráðherra og meginhluti þess undir daglegri stjórn lög- reglustjórans í Reykjavík, sem er embættismaður ríkisins. Stjórnendur sveitarfélagsins Reykjavíkur höfðu engin áhrif á stjórn og störf lögreglunnar. Á það er einnig að líta, að krafa Sigurjóns Á. Ingasonar er byggð á lagaákvæði, en ekki á kjarasamningi. Í ákvæðinu er ekki með ljósum orðum lögð skylda á borsarsjóð, þó að telja verði, að endanlega beri að gera bætur upp milli ríkissjóðs og borgarsjóðs í sömu hlut- föllum og lögreglukostnað yfirleitt. Ákvæðið var fyrst sett Í lög 1933 og gilti um ríkislögreglumenn og varalögreglumenn eina til 1963. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 56/ 1963 segir, að hið nýja ákvæði sé „efnislega sama ákvæði“ og hið eldra. Nauðsynlegt var að taka skýrt fram, ef átti að und- anþiggia ríkið ábyrgð. Vegna þessa svo og þess, er fyrr segir um forræði stjórnvalda ríkisins á öllum störfum lögreglunn- 627 ar, verður að fallast á það með héraðsdómi, að Sigurjón Á. Ingason eigi kröfu á ríkissjóð í máli þessu. Með hliðsjón af almennum reglum bótaréttar verður að telja, að ríkissjóður og borgarsjóður ábyrgist greiðslu skv. dómi þessum in solidum. Að öðru leyti er ég sammála dómi meiri hluta Hæstaréttar í máli þessu, þar á meðal um bótafjárhæð, vexti og máls- kostnað. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. júní 1974. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 29. apríl sl., hefur Sigurjón Á. Ingason lögreglumaður, nú til heimilis að Grettisgötu 96 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, útgef- inni hinn 23. apríl 1971, á hendur borgarstjóranum í Reykjavík í. h. borgarsjóðs Reykjavíkur og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Gerði stefnandi þær dómkröfur aðallega, að stefndu yrðu dæmdir til að greiða in soliðum kr. 1.213.169 ásamt 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til greiðsludags svo og málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, en til vara, að borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs yrði einn dæmdur til greiðslu ofangreindra krafna, og til þrautavara, að fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs yrði einn dæmdur til greiðslu ofangreindra krafna. Undir rekstri málsins hefur kröfum stefnanda verið breytt með framhaldskröfugerð, og eru endanlegar dómkröfur hans þær aðallega, að stefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða kr. 2.332.755 með 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973 og með 9% ársvöxtum frá beim degi til greiðsludags svo og málskostnað samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands, en til vara, að borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs Reykjavíkur verði einn dæmdur til greiðslu ofangreindra krafna, en til þrautavara, að fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs verði einn dæmdur til greiðslu ofangreindra krafna. Af hálfu stefnda borgarstjórans í Reykjavík f. h. borgarsjóðs Reykjavíkur eru þær dómkröfur gerðar aðallega, að stefndi verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur máls- kostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og verði málskostnaður Þá látinn niður falla. Af hálfu stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs eru þær dóm- 628 kröfur gerðar aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefn- anda, bæði aðalkröfu og þrautavarakröfu, og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði þá látinn falla niður. Stefnandi kveður málavexti þá, að laugardaginn 21. desember 1968 kl. 1700 hafi hann verið staddur í starfi sínu sem lögreglu- maður í Tjarnarbúð hér í borg ásamt Bjarka Elíassyni yfirlög- regluþjóni, Guðmundi Hermannssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og fleiri lögregluþjónum. Lokið hafi verið fundi í Tjarnarbúð við Vonarstræti hér í borg á vegum Félags róttækra stúdenta og Æskulýðsfylkingarinnar. Hafi lögregluþjónarnir að fyrirmælum þeirra Bjarka og Guðmundar átt að verja fundarmönnum og um leið göngumönnum að halda norður í miðborgina. Er hann var við gæslu handtekinna manna í lögreglubifreið, sem þarna var, kveðst stefnandi hafa orðið fyrir höggum og sparki frá Leifi Jóels- syni, sem var einn hinna handteknu, en afleiðingar af þessu hafi orðið þær, að stefnandi hafi hlotið tímabundna og varanlega ör- orku, svo sem síðar verður rakið. Rannsókn fór fram fyrir saka- dómi Reykjavíkur á atburðum þeim, sem þarna urðu, og verður nú rakið það, sem fram kom við rannsókn þessa og þýðingu hefur fyrir mál þetta. Við rannsókn þessa skýrði Bjarki Elíasson yfir- lögregluþjónn svo frá, að laugardaginn 21. desember 1968 hafi lögreglustjóranum í Reykjavík borist bréf frá Félagi róttækra stúdenta og Æskulýðsfylkingunni, þar sem greind félög hafi til- kynnt hópgöngu og blysför um borgina kl. 1700 greindan dag. Í bréfinu hafi jafnframt verið greint frá þeirri leið, sem gengin yrði. Á fundi, sem haldinn var í yfirstjórn lögreglunnar, hafi verið samþykkt að leyfa ekki göngu þá leið, sem félögin tilkynntu, þar sem slíkt yrði til mikillar truflunar á umferð. Kveður Bjarki sér hafa verið falið að reyna að hafa samband við forráðamenn göng- unnar og fá þá til að fara aðra leið. Ekki kvaðst Bjarki hafa náð sambandi við neinn fyrr en Leif Jóelsson á skrifstofu Æskulýðs- fylkingarinnar um kl. 1440. Bjarki kvað Leif ekki hafa talið sig geta samið um eitt eða neitt í þessu sambandi, en hann hafi gefið sér samband við Ragnar Stefánsson. Kvaðst Bjarki hafa skýrt Ragnari frá ákvörðun yfirstjórnar lögreglunnar og ástæðum fyrir henni og óskað eftir samkomulagi um aðra leið. Það hafi Ragnar eigi fallist á, enda hefði verið nægilegt að tilkynna lögreglunni, hvaða leið yrði farin. Kvaðst Bjarki hafa beðið Ragnar um skila- boð til Hafsteins Einarssonar þess efnis, að Hafsteinn hefði sam- 629 band við sig, þ. e. Bjarka, en Hafsteinn hafði undirritað bréfið til lögreglustjóra. Bjarki kvað Hafstein ekki hafa haft samband við sig, og þegar dró að fundarlokum í Tjarnarbúð, kvaðst hann hafa haldið þangað í því skyni að hafa tal af Hafsteini. Kvaðst Bjarki hafa náð tali af Hafsteini og hafi hann í fyrstu talið öll tormerki á því að breyta um gönguleið, þar sem hún hefði þegar verið samþykkt á fundinum. Bjarki kvað Hafstein hafa samþykkt að gera sitt til þess að fá þessu breytt og hafi þeir í því skyni gengið út úr húsinu. Bjarki kvaðst hafa séð, hvar verið var að handtaka Ragnar Stefánsson. Kvaðst hann hafa heyrt Ragnar hrópa til fólksins: „Allir út á Austurvöll“. Bjarki kvað lögreglumenn hafa verið fyrir utan húsið og hafi þeir reynt að fá fólkið til þess að bíða, á meðan reynt væri að semja um aðra gönguleið. Hann kvað marga ekki hafa hlýtt þessu og hafi þeir verið komnir af stað út á Austurvöll með logandi kyndla og mótmælaspjöld. Hafi þeir virst hlýða kalli Ragnars og hafi fólkið streymt út á Austurvöll. Kvað hann lögreglumenn hafa stöðvað fólkið þar. Bjarki kvaðst hafa gengið með Hafsteini út á Austurvöll og hafi þá verið byrjuð átök þar. Kvaðst Bjarki hafa séð, að inni í mannþrönginni voru átök, en ekki kvaðst hann geta sagt um, hverjir þar áttust við. Bjarki kvað samkomulag hafa náðst við Hafstein um að breyta gönguleiðinni, hafi Hafsteinn beðið fólkið um að hlýða og hafi það verið gert. Gangan hafi síðan stöðvast á Skálholti við Laufás- veg, en þaðan hafi sendinefnd göngumanna átt að fara með fund- arsamþykkt til bandaríska sendiráðsins, en úr því hafi ekki orðið, þar sem fundarsamþykktir hafi verið í höndum Ragnars Stefáns- sonar, sem hafði verið handtekinn. Hallgrímur Jónsson lögregluvarðstjóri kvaðst hafa verið staddur við Tjarnarbúð ásamt fleiri lögreglumönnum, er umræddum fundi var að ljúka. Kvað hann þá hafa haft fyrirmæli um það að láta göngumenn ekki fara norður í miðborgina. Fyrsti maðurinn, sem Hallgrímur kvaðst hafa haft tal af í þessu sambandi, kvað hann hafa verið Leif Jóelsson og hafi verið tveir menn með honum. Kvað Hallgrímur Leif hafa sagt, að hann hefði enga heimild til þess að stöðva sig og hann mundi hafa boð um það að engu. Hall- grímur kvað mennina, sem með Leifi voru, hafa stansað og hafi þeir ekki farið lengra að sinni, en Leifur hafi gert tilraun til þess að komast fram hjá sér. Kvaðst Hallgrímur þá hafa hand- tekið Leif og fært hann í lögreglubifreið. Kvað hann Leif hafa farið mótþróalaust inn í bifreiðina. Hallgrímur kvað lögreglu- mann nr. 37 hafa kvartað yfir því við sig, að Leifur Jóelsson 630 hefði sparkað í sig, þar sem hann var í bifreiðinni, en ekki kveðst Hallgrímur hafa séð, þegar það gerðist. Stefnandi málsins, Sigurjón Ágúst Ingason, lögreglumaður nr. 37, skýrði svo frá, að hann hafi verið settur til þess að gæta bif- reiðar þeirrar, sem handteknir menn voru settir í fyrir utan Tjarnarbúð. Kvaðst hann hafa setið við afturdyr bifreiðarinnar og tekið á móti þeim, sem handteknir höfðu verið. Stefnandi kvað Leif Jóelsson hafa verið fyrsta manninn, sem handtekinn var, og kvað hann hafa tekið sæti við hlið sér. Stefnandi kvað Leif hafa gert margar tilraunir til að komast út úr bifreiðinni og í eitt skiptið, þegar stefnandi kvaðst hafa haldið um hurðarhún bif- reiðarinnar og hallað sér fram, kvaðst hann hafa fengið högg í hægri síðuna og hafa hrapað út úr bifreiðinni. Stefnandi kvað Leif hafa reynt að komast út á eftir sér, en hann hafi þá tekið upp kylfu sína og barið tvö högg í Leif og hafi annað höggið komið í hnéð, en hitt á upphandlegg. Kvaðst stefnandi síðan hafa reitt kylfuna til höggs í þriðja sinn, en þá hafi Leifur beygt sig fram og hafi höggið komið í höfuð honum. Við þetta hafi Leifur hörfað inn í bifreiðina, en hann hafi haldið áfram að æsa þá, sem þar voru inni, til mótþróa, en enginn hafi veitt virkan mótþróa. Leifur Jóelsson skýrði svo frá, að umræddan dag hafi Bjarki Elíasson hringt á skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar og ætlað að fá að tala við Ragnar Stefánsson, en hann hafi ekki verið við og hafi þá Bjarki spurt eftir sér. Kvað Leifur þá hafa átt tal saman og hafi Bjarki skýrt sér frá því, að fyrirhuguð gönguleið yrði ekki leyfð, en hann hafi borið, að gangan mætti fara stystu leið úr Tjarnarbúð að sendiráði Bandaríkjanna. Kvaðst Leifur hafa spurt Bjarka, hvort það væri hugsanlegt samkomulag, ef leið göngunnar yrði breytt á þann veg, að gangan fylgdi umferð- inni, en færi ekki á móti henni, en þessu hafi Bjarki neitað. Um þetta leyti kvað Leifur Ragnar Stefánsson hafa komið á skrif- stofuna og muni þeir Bjarki hafa átt tal saman, en því muni hafa lokið, án þess að samkomulag næðist. Leifur kvað það hafa borið á góma á fundinum sjálfum, að lögreglan væri mótfallin fyrir- hugaðri gönguleið, en ekki hafi verið gerð fundarsamþykkt um, hvort fyrirhuguð leið yrði farin eða farin ekki. Er hann kom út af fundinum, kvaðst Leifur hafa gengið fram á Guðmund Her- mannsson og annan lögreglumann, þar sem þeir hafi verið örfáa metra frá húsinu. Ekki kvaðst Leifur hafa verið með kröfuspjald í höndum eða annað slíkt. Hann kvað ekki annað hafa verið sagt 631 við sig en það, að lögreglumaðurinn, sem með Guðmundi var, hafi sagt, að maður þessi, þ. e. Leifur, væri alls staðar til vandræða og væri rétt að taka hann úr umferð strax. Kvaðst Leifur síðan hafa fylgt lögreglumanni þessum inn í lögreglubifreið, sem þarna var við húsið. Kvaðst Leifur hafa verið fyrsti maðurinn, sem kom í bifreiðina, en síðan hafi aðrir verið færðir í hana á eftir. Leifur kvaðst ekkert hafa gert til þess að hindra lögreglumenn- ina í því að setja menn inn í bifreiðina, fyrr en í hana hafi verið komnir fjórir til fimm fangar. Kvaðst hann þá hafa neitað að færa sig um sæti, en hann kvaðst hafa setið við útganginn. Leifur kvað þá lögreglumann nr. 37, sem stóð fyrir utan dyr bifreiðar- innar, hafa slegið sig eitt kylfuhögg, sem hafi komið í höfuðið. Við betta kvaðst Leifur hafa vankast og fallið á gólfið í lög- reglubifreiðinni. Ekki kannaðist Leifur við að hafa áður fengið önnur högg frá lögreglumanninum. Leifur mótmælti því sem al- gerlega röngu, að hann hafi sparkað í lögreglumanninn, svo að hann hafi hrokkið út úr bifreiðinni. Leifur kvaðst hafa krafist þess að vera fluttur í slysavarðstofuni, en er honum hafi þótt örvænt um, að svo yrði gert, kvaðst hann hafa kastað sér fram á stjórnborð bifreiðarinnar á milli tveggja lögreglumanna, sem þar voru. Kvaðst hann þá hafa verið tekinn út úr bifreiðinni og fluttur í aðra lögreglubifreið, þar sem hann hafi verið settur í handjárn. Leifur kvaðst hafa verið fluttur í slysavarðstofuna um klukkutíma eftir að hann hlaut höfuðhöggið og hafi þar verið búið að sári því, sem hann hlaut. Sigurður A. Magnússon skýrði svo frá, að hann hafi verið að koma út af fundinum í Tjarnarbúð og hafi verið kominn nokkurn spöl frá tröppunum á húsinu, þegar Guðmundur Hermannsson hafi gengið í veg fyrir sig. Ekki kvaðst hann muna til, að neinn hafi verið í kringum þá, en lögreglumenn rétt á næstu grösum. Sigurður kvað Guðmund hafa sagt við sig, að hann færi ekki út á Austurvöll. Kvaðst Sigurður hafa spurt Guðmund að því, hvaða heimild hann hefði til þess að hefta ferðir sínar, og hafi Guð- mundur þá vísað í því efni til ákveðinnar greinar í stjórnarskránni, sem heimilaði lögreglunni að hefta ferðir manna, ef hætta væri á óspektum. Kvaðst Sigurður þá hafa svarað Guðmundi á þann veg, að hann væri kraftidjót, ef hann héldi, að hann gæti túlkað stjórnarskrána á þann veg, að hann gæti heft ferðafrelsi hans án nokkurs tilefnis. Sigurður kvað Guðmund hafa beðið sig um að endurtaka ummæli sín, og kvaðst hann hafa gert það og hafi hann síðan verið færður í lögreglubifreið af Guðmundi og öðrum 632 lögreglumanni. Sigurður kvaðst ekki muna betur en hann hafi verið fyrsti maður, sem settur var í lögreglubifreiðina og næstur hafi Leifur Jóelsson komið. Sigurður kvað Leif hafa setið aftast og reynt að koma í veg fyrir, að fleiri menn yrðu settir inn Í bifreiðina. Sigurður kvað Leif hafa sagt þeim, sem í bifreiðinni voru, að með því móti yrði ekki hægt að taka eins marga fasta og lengur drægist, að bifreiðin yrði full. Kvað hann Leif hafa gert þetta á þann hátt, að hann hafi sest fyrir dyrnar og spyrnt sér þannig, að hann lokaði dyrunum. Sigurður kvað Leif Jóelsson hafa verið alblóðugan í andliti, þegar komið var með hann í bif- reiðina. Sigurður kvað lögreglumann nr. 37 hafa tvö eða þrjú skipti barið Leif með kylfunni til að koma mönnunum inn fyrir. Kvaðst hann hafa séð, að í að minnsta kosti eitt skipti kom kylfan í höfuð Leifi. Nokkru áður en bifreiðin fór með fangana, kvað Sigurður Leif hafa kastað sér fram í stjórnhús hennar og hafi hann þá verið færður á brott. Varðandi það, hvort hann hefði séð Leif Jóelsson sparka í lögreglumann nr. 37, svo að hann datt út úr bifreiðinni, kvaðst Sigurður ekki þora að fullyrða neitt um það, en hann kvaðst ekki vera frá því, að lögreglumaðurinn hafi dottið út úr bifreiðinni af völdum Leifs, hvort sem það hafi verið af völdum sparks eða af öðrum orsökum. Hér fyrir dómi hefur stefnandi skýrt nánar svo frá, að það hafi verið, er hann fékk högg á hægri síðuna og hrapaði úr bif- reiðinni, sem hann hafi fengið meiðsli þau, sem hann krefur um bætur fyrir í málinu. Stefnandi kveðst ekki áður hafa orðið fyrir meiðslum í baki og kveður bakið ekkert hafa bagað sig áður. Kveðst hann ekki áður hafa þurft að leita læknis vegna baksins. Varðandi heilsufar sitt hefur stefnandi skýrt svo frá, að ef hann hósti, þá taki það niður í bakið og ef hann reyni að taka eitthvað upp, þá fái hann mikinn sársauka í bakið og yfirleitt við alla áreynslu. Þá kveðst hann stöðugt vera með verki niður í hægri hnésbót, en kveðst ekki hafa orðið var við það, áður en atburður sá varð, sem fjallað er um í málinu. Varðandi störf sín sem lög- reglumaður eftir umræddan atburð hefur stefnandi skýri svo frá, að varðstjórinn hafi reynt að hliðra til eftir því sem hægt hafi verið, þannig að hann hafi verið eins mikið inni á lögreglustöð- inni og hægt hafi verið, og kveðst hann þá oft sinna störfum við síma og talstöð. Stefnandi kveðst ekki hafa misst aukatekjur í starfi sínu sem lögreglumaður miðað við samstarfsmenn sína nú upp á síðkastið, en kveðst í því sambandi njóta tilhliðrunar varð- stjóra, þar sem hann sé ekki sendur í störf, sem talin séu hættu- 633 leg. Auk starfs síns í lögreglunni og aukastarfa í sambandi við það kveðst stefnandi hafa unnið aukavinnu og sé þar um að ræða verkstjórn og eftirlitsstörf við byggingaframkvæmdir. Kveðst hann hafa unnið allmikla aukavinnu þannig. Eftir um- ræddan atburð kveðst stefnandi ekki hafa getað sinnt þessari aukavinnu og því hafi tekjur sínar dregist saman, en hann kveðst hafa fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Stefán Guðnason læknir hefur metið örorku stefnandaí Í ör- orkumati læknisins frá 15. október 1969 segir svo um grundvöll þess og niðurstöðu: „Áverkaslys við lögreglustörf 21/12 1968. Slasaði, sem er lögreglumaður, var að gæta handtekinna manna í lögreglubifreið, er einn mannanna sparkaði í hann, svo að hann hlaut meiðsli í baki. Hann leitaði læknis, Ólafs Einarssonar í Hafnarfirði, 28/12 1968, sem segir um meiðslin í vottorði, dags. 13/ 1 “69: „Fékk spark í spjaldhrygginn 21/12 1968 og þarf að fá læknis- meðferð um tíma og verður því frá vinnu í ca. 2 vikur“. Og í öðru vottorði, dags. 30/9 1969, segir sami læknir um þetta: „Það vottast hér með, að Sigurjón Ingason, Faxatúni 20, Garða- hreppi, kom til mín 28. des. 1968 vegna meiðslis, er hann hafði hlotið nokkrum dögum áður. Við skoðun fannst djúpt mar h. megin á spjaldhrygg og allmikil eymsli og stirðleiki við gang og hreyfingar“. Í umsögn um röntgenmyndir teknar í Landspítala 19/3 1969 segir svo: „Reg. Col. lumbo-sacralis, pelvis. Pelvis: Negativar myndir af pelvis. Col. lumbo-sacralis: Í lumbal-hrygg eru talsverðar osteoarthrotiskar breytingar og meiri ofantil en neðantil og allstórir osteophytar á liðbrúnum aðallega að framan. Liðbilið L1— LI er þrengt og iiðfletir þess liðbils ójafnir, þar eð vafalítið er um afleiðingar af osteochondritis columna að ræða“. Fyrir liggur vottorð Kristjáns Hannesson, læknis, Reykjavík, dags. 1/10 1969, svohljóðandi: „Sigurjón Ingason, lögreglumaður, Faxatúni 20, slasaðist þ. 21/ 12 1968, sparkað var í bak slasaða, og kom höggið rétt ofan við spjaldhrygg h. megin við lumbal-hryggsúlu. Sárir verkir komu á staðinn, og mátti slasaði sig vart beygja framyfir vegna sárs- auka og verkja. 634 Slasaði kom til mín þ. 14/1 1969 vegna afleiðinga þess áverka, voru þá eymsli við þuklun á áður nefndu svæði, mar sást undir húð á ca. lófastóru svæði og sársauki var við allar hreyfingar neðst í mjóhrygg. Rtg.-mynd — (eftir minni). Sj. fékk djúphitameðferð í 10 skifti, einkenni minnkuðu og hreyfingar urðu betri, en við alla extremhreyfingu og áreynslu á mjóhrygg komu fram sársauki og verkir, sem ágerðust svo mik- ið, að sj. leitaði til mín aftur þ. 24/6 1969. Hann fékk sömu með- ferð og áður er nefnd, var í ca. % mánuð, einkenni frá baki hurfu að mestu, en við áreynslu fór aftur að bera á fyrrnefndum ein- kennum. Hann kvartar nú í dag (1/10) um sömu einkenni, koma þau fram við alla átakavinnu, eins og sjl. orðar það. Skoðun í dag (1/10) sýnir ekkert óeðlilegt, nema eymsli við þuklun og sársauki kemur fram, er sjúkl. beygir sig fram á við“, Af framannefndum vottorðum kemur fram, að slasaði hefur verið óvinnufær af völdum slyssins í 2 vikur frá 13/1 1969 (Ólafur Einarsson, læknir) og fékk þá physiotherapi (13/1—24/1 1969, Páll Sigurðsson, yfirl.) og annan eins tíma aftur frá 24/6 og einnig þá í physiotherapi (tæpar 4 vikur, Páll Sigurðsson, yfirl.). Slasaði kom til viðtals og skoðunar hjá undirrituðum 29/9 1969 og á ný 14/10 1969. Hann kveðst hafa haft meiri og minni óþæg- indi í baki og stundum niður í fótlimi alltaf síðan hann varð fyrir slysinu, misjafnlega mikið með köflum. Er nú mikið til kvalalaus, en þolir enga áreynslu og finnur fyrir sársauka í baki við gang og ferðir í höstum bílum, t. d. í jeppa að sögn. Við skoðun kemur í ljós, að allar hreyfingar í hrygg og mjöðm- um eru sárar við miklar hreyfingar, en nást fast að því eðlilega. Ályktun: Um er að ræða 42 ára gamlan lögreglumann, sem hlaut áverka við lögreglustörf sín fyrir rúmum 9 mánuðum síðan. Hann hlaut mar á mjóhryggjarsvæðinu, sem hefur valdið honum verkjum og eymslum í baki síðan, svo að hefur bagað hann nær samfellt síðan, og hefur hann verið óvinnufær af þessum sökum, a. m. k. tvívegis um tveggja til fjögurra vikna tíma í senn, og verið þá til lækninga hjá orkulækni. Hann virðist aldrei hafa verið óþægindalaus í bakinu, síðan hann meiddist, og óþægindin stundum lagt niður í ganglimi. Samkvæmt því, sem röntgenmyndir sýna, mun slasaði hafa verið veill í baki fyrir (spondylarthrosis, osteochondritis colum- nae seq.) og e. t. v. orðið meira um áverkann af þeim sökum. Um starfsgetu slasaða er það að segja, að hann var við vinnu fyrst á eftir slysið, þrátt fyrir mikla vanlíðan, en leitaði læknis 635 28/12 1968 og var óvinnufær og til lækninga í tvær vikur frá 13/1 1969. Eftir það var hann lítt vinnufær og ekki til neinna átaka þangað til 24/6 '69, að slasaði fór aftur í læknismeðferð og var þá að mestu frá vinnu um fjögurra vikna skeið. Síðan hefur hann verið við lögreglustörf, en þó ekki getað beitt sér við nein átök eða verulega áreynslu, og er svo enn. Slasaði hefur hlotið mikinn baga og tímabundna örorku af völdum framannefnds áverka, og telst sú örorka hæfilega metin sem nú greinir: Frá 21. desember 1968 til 13. janúar 1969 .. 50% Frá 14. janúar 1969 í tvær vikur .. .. .. .. 100% Eftir það til 24. júní 1969 .. .... 0... 2. 2. 90% Eftir þaðí4 vikur .. .. .. .. .. 2... 2. 2. 100% Eftir það til 15. október 1969 0 Sami læknir mat örorku stefnanda að nýju hinn 14. ágúst 1970. Í mati þessu segir svo um grundvöll þess og niðurstöðu: „Vísast til Öörorkumats fyrir sama mann vegna sama slyss, dags. 15. október 1969. Í framhaldi af nefndu örorkumati skal eftirfarandi tekið fram: Slasaði kom til undirritaðs til skoðunar 5/1 1970. Leiðir hún í ljós svipað ástand og var við næstu skoðun á undan, 14/10 1969. Hreyfingar í baki eru allar dálítið takmarkaðar vegna sárs- auka og stirðleika, einkum frambeygja í baki og hálsi. Hann var í æfingameðferð hjá Kristjáni Hannessyni nuddlækni. Hann kom á ný til skoðunar 27/4 1970, og er þá ástand enn svipað. Fær enn æfingameðferð hjá sama nuddlækni. Hreyfingar 1 hrygg eru þannig: Það vantar um 2 fet á, að fingurgómar nái í gólf við frambeygju, og aðrar hreyfingar eru sárar og stirðar. Hreyfingar í hálsi: Allar sárar, en nást nokkurn veginn. Fyrir liggur vottorð Kjartans R. Guðmundssonar yfirlæknis, Reykjavík, dags. 11/5 1970, svohljóðandi: „Sigurjón Ingason, lögregluþjónn, Faxatúni 20, Garðahreppi, f. 28/5 1927, hefur verið hjá mér til rannsóknar þann 8/5 1970 vegna afleiðinga eftir slys, sem hann varð fyrir þann 21/12 1968. Var það með þeim hætti, að fangi, sem hann hafði til gæslu, sparkaði í bak hans eða á aftanverðan spjaldhrygg h. megin, og fékk hann strax mikla verki í staðinn og eymsli og stirðleika við gang. Síðan þetta varð, hefur hann stöðugt haft verk h. megin í baki, sem leggur fram í nárann og niður undir hné, en sjaldan nið- 636 ur fyrir hné. Stundum yfir til v. hliðar í mjóbak. Þessir verkir hafa alltaf ágerst við alla áreynslu, og hefur hann verið meira og minna óvinnufær annað kastið þrátt fyrir mikla physiotherapeut- iska meðferð. Stundum hefur hann einnig verk í hnakka. Verk- inn leggur einkum niður í hné, ef hann réttir sig ipp eftir að hafa beygt sig. Það tekur ekki verulega í við hósta. Þvaglát eru í lagi. Við skoðun er sj. fullkomlega eðlil. psychiskt. Það er ör á enni h. megin eftir áverka, er hann fékk fyrir 30 árum síðan, og það er minnkað húðskyn svarandi til n. supraorbitalis dxt. A. ö.1. eru allar heilataugar eðlil., og allir vöðvar á eftr. eru mjög kröftugir, og það er enginn grunur um paresu neinsstaðar og engin atrophi. Lasseque er negativur. Á mjóbaki neðanverðu h. megin eru mikil eymsli. Það er ekki mikill verkur, ef hann beygir til hliðanna, og virðist sú hreyfing vera eðlil., en getur ekki beygt sig fullkomlega niður, þannig að hendur nái gólfi, og vantar á ca. 20—30 cm, og kemur þá verkur í bakið. Allir re- flexar eru líflegir, jafnir, einkum eru hælreflexar jafnir og il- reflexar eðlil. Húðskyn er allsstaðar eðlil., einkum á fótum. Sj. segist ekki vera óstyrkur á taugum, hvorki nú né fyrr. Álit: Sj. hefur fengið mikið högg á sacrum h. megin og etv. hefur hann fibrotiskar breytingar á bandvef af þeim orsökum og etv. periostiska reaktion, en ekkert finnst, sem bendir á neuro- logiska skemmd. Það er dál. erfitt að segja um prognosuna, en ekki finnst mér ólíklegt, að þetta lagist. Sennilega er sj. við- kvæmur fyrir áverka vegna þess, að hann hefur talsverða spon- dylarthrosis í lumbalhrygg og sacralliðum“. Einnig liggur fyrir vottorð Kristjáns Hannessonar læknis. Reykjavík, dags. 22/7 1970, svohljóðandi: „Sigurjón Ingason, lögreglumaður, Faxatúni 20, slasaðist Þ. 21/12 '68, sparkað var í bak slasaða, og kom höggið rétt ofan við spjaldhrygg h. megin við lumbalhryggsúlu. Sárir verkir komu á staðinn, og mátti slasaði vart beygja fram yfir vegna sársauka og verkja. Slasaði kom til mín þ. 14/1 '69 vegna afleiðinga þessa áverka; voru þá eymsli við þuklun, á áðurnefndu svæði. mar sást undir húð á ca. lófastóru svæði, og sársauki var við allar hreyfingar neðst í mjóhrygg. Rtg. mynd — (eftir minni). Sjúk- lingur fékk djúphitameðferð í 10 skifti, einkenni minnkuðu og hreyfingar urðu betri, en við allar extens hreyfingar og áreynslu á mjóhrygg kom fram sársauki og verkir, sem ágerðust svo mikið, að sj. leitaði til mín aftur þ. 24/6 '69. Hann fékk sömu meðferð og áður er nefnd, var í ca. > mán.; einkenni frá baki hurfu að 637 mestu, en við áreynslu fór aftur að bera á fyrrnefndum einkenn- um. Hann kvartar nú í dag (1/10) um sömu einkenni. Koma þau fram við alla átakavinnu, eins og sj. orðar það. Skoðun í dag (1/10) sýnir ekkert óeðlilegt, nema eymsli við þuklun, og sárs- auki kemur fram, er sj. beygir sig fram á við“. Slasaði kom til Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, sérfræð- ings í ortopedi, til skoðunar, og liggur fyrir umsögn hans, dags. 6/7 1970, svohljóðandi: „Kom til viðtals. Heilsufarsástand hefur verið svipað og áður. Hefur ekki þolað neina áreynsluvinnu eða átök vegna óþæginda í baki. Hefur unnið lögreglustörf, en verið hlíft við áreynslu að mestu. Var í maí í skoðun hjá Kjartani R. Guðmundssyni, yfir- lækni, sem ekki fann nein neurologisk einkenni, en taldi, að um væri að ræða fibrotiskar breytingar í bandvef og e. t. v. periost- iska reaktion. Maðurinn lýsir nú óþægindum sínum þannig, að hann sé aldrei óþægindalaus, en fái við allt bogur og áreynslu verki, einkum hægra megin í bak og niður í hægri fót. Hann kveðst hafa verið að vinna í garðvinnu lítilsháttar í sumarfríi og var þá rúmliggj- andi á eftir í viku. Skoðun: Almennt ástand eðlilegt. Feitlaginn. Það er greinilegur stirðleiki í mjóbaki, vantar um 30 em til að ná gólfi við beygju fram á við. Hliðarhreyfingar betri. Laseque er greinilega positivur hægra megin við 709. Að öðru leyti eru hreyfingar, sensibilitet, reflexar og kraftar í ganglimum eðlileg. Rétt þykir að gera nýja röntgenskoðun“. Umsögn um rtg.skoðun í Landspítala, dags. 15/7 '70, er svo- hljóðandi: „Pelvis, sacroriliaca liðir og col. lumbo sacralis: Alveg eðlilegar myndir af pelvis og sacroriliaca eru vel opnir báðum megin. — 5 lendarliðir með greinilegri þrengingu milli L-I og L-II og dál. öldóttri liðlínu þar á milli. Auk þess sjást osteoarthrotiskar breytingar á öllum lendarliðum. Önnur liðbil eru eðlileg að sjá. Þessi þrenging á liðbilinu milli LI og II gæti vel verið á oste- ochrondritiskum basis. NB: Þrengingunni í liðbilinu LI — LII er áður lýst við skoðun 1969“. Ályktun: Með tilvísun til þess, sem áður segir í örorkumati und- irritaðs af afleiðingum þessa slyss, má vafalítið rekja bakóþægindi slasaða að einhverju leyti til áverkans, sem hann hlaut á bak, sem var veilt fyrir. Í framhaldi af því, sem áður getur um vinnugetu slasaða eftir 638 slysið, telst hún enn verulega skert til ársloka 1969 og eftir það nokkuð skert til miðs maímánaðar sl. Það langt er nú liðið frá því að slys þetta vildi til, að tæpast er að vænta frekari bata en fenginn er, og þykir því tímabært að meta nú þá örorku, sem slasaði telst hafa hlotið af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega metin sem nú greinir: Frá 21. desem- ber 1968 til 13. janúar 1969 50%. Frá 14. janúar 1969 í tvær vikur 100%. Eftir það til 24. júní 1969 50%. Eftir það í einn mánuð 100%. Eftir það í 5 mánuði 50%. Eftir það í 6 mánuði 25%. Eftir það varanlega 10%“. Læknirinn mat örorku stefnanda enn hinn 21. júní 1972. Í mati þessu segir svo um grundvöll þess og niðurstöðu: „ Vísa til örorkumats, er undirritaður gerði 15/10 1969, og fram- Kaldsörorkumats frá 14/8 1970 vegna sama slyss á sama manni. Síðan hefir slasaði fengið meðferð hjá nuddlækni vegna afleið- inga þessa slyss, samtals í 20 skifti á árunum 1970 og 1971. Fyrir liggur nú nýtt vottorð Höskulds Baldurssonar læknis, Reykjavík, dagsett 11/6 1972, svohljóðandi: „Hér með sendist yður, herra tryggingayfirlæknir, álit varð- andi ofannefndan sjúkling. Ég sá og skoðaði sjúkling þennan á stofu minni hinn 19/5 og 2/6 síðastliðinn. Sjúkrasaga sjúklings er í stuttu máli sú, að hinn 21/12 1968 fær hann spark í mjóbak hægra megin við hrygg. Sjúklingur íelur sig hafa verið einkennalausan frá baki fram að þeim tíma. Frá þessum tíma er hann hins vegar stöðugt veill í baki. Hann kveðst ekki þola nein átök eða áreynslu. Við átök kveðst sjúkl- ingur fá verki hægra megin í mjóbak. Verkir þessir leiða allt upp í háls hægra megin svo og út í hægri öxl. Liggja einnig niður í hægra læri, kálfa og allt niður í hásin hægra megin. Aldrei óbægindi vinstra megin. Er oft nokkra daga að jafna sig, ef hann verður fyrir áreynslu og fær verkjakast. Hefur all oft fengið gigtarmeðferð, það er stuttbylgjur og aðra hitameðferð á bak, og lagast af því, en aðeins um tíma. Milli verkjakasta er sjúklingur óþægindalaus frá baki við venju- legan gang og hreyfingar, ef ekki kemur til átaka eða áreynslu. Objectiv skoðun leiðir í ljós lágvaxinn mann, þrekvaxinn, feit- laginn. Við skoðun á hrygg eru nokkur palpations og percussions eymsli í hægri síðu og yfir erector trunci vöðvum hægra megin við neðstu lumbal segment. Hreyfingar í col. lumb. eru allgóðar, sjúkl- ingur fixerar ekki í col. lumb. við hreyfingar. 639 Við lateral flexion til vinstri fær sjúklingur verk í hægri síðu. Við skoðun á ganglimum finnast engin neurologisk brottfalls- einkenni. Laseque próf neg. bilat. Röntgenmyndir teknar 25/5 1972 sýna talsverðar osteoarthrot- iskar breytingar í hrygg, einkum osteophytmyndanir á liðbrún- um LII—LIII og LIV. Discdegenerationir hins vegar óverulegar. Við samanburð við röntgenmyndir teknar 15/7 1970 sést, að röntgenologiskt ástand er mjög svipað, engar verulegar breytingar hafa orðið á þessu tímabili. Álit: Sjúklingur verður fyrir áverka á hrygg eða bak árið 1968. Röntgenmyndir af col. lumbsact, teknar 1% ári síðar, sýna tölu- verðar osteoarthrotiskar breytingar, eins og áður er lýst. Mjög er ólíklegt, að áverki sá, er sjúklingur varð fyrir, eigi nokkurn þátt í þeim arthrotisku breytingum, er sjást í hrygg sjúklings. Hins vegar er sennilegt, að áverkinn hafi getað valdið því, að arthrotisk einkenni komu fram í arthrotiskum hrygg, sem áður hafði verið einkennalaus eða einkennalítill. Áverkinn, er sjúkl- ingur varð fyrir, kann að hafa valdið sköddun í mjúkum vef hægra megin við hrygg. Þetta kann síðan að hafa veikt hrygginn og gert hann varnarminni gegn hnjaski. Við skoðun á sjúklingi finnst hins vegar lítið athugavert, eins og raunar oft hjá sjúkl- ingum með bakóþægindi, og hefur maður því fyrst og fremst orð sjúklings fyrir því, hversu mikil óþægindi hans eru“. Ályktun: Um er að ræða 45 ára gamlan lögreglumann, sem hlaut bakáverka við lögreglustörf fyrir 3% ári. Hann er talinn hafa hlotið mar á mjóhryggjarsvæðinu. Slasaði hefur fengið æfingameðferð og nuddlækningar hjá nuddlækni öðruhverju undanfarin ár án varanlegs árangurs. Starfsgeta hefir verið stopul allt frá slysdegi, í misjafnlega miklum mæli, stundum hefur hann verið óvinnufær að sögn í nokkrar vikur, starfsgetan verið verulega skert svo vikum og mánuðum skiptir, eftir það nokkuð skert mánuðum saman, og loks verður að telja vinnugetu varanlega skerta. Síðan síðasta örorkumat var gert, hefir að áliti slasaða ekki verið um neina framför að ræða á líðan og heilsufari, sem þó var vonazt eftir. Sjúklegar breytingar í hrygg, sem voru til staðar fyrir slysið, virðast hafa komið fyrr og meira í ljós en ella hefði e. t. v. orðið, og sennilegt er talið, að rekja megi hin þrálátu bakeinkenni til afleiðinga slyssins. Þær varanlegu afleiðingar bessa slyss, sem hér um ræðir, eru mjög þrálátir bakverkir, stirð- leiki, getuleysi til átaka, lyftinga og burðar. 640 Tæpast er að vænta frekari bata en þegar er fenginn, og þykir því tímabært að meta nú þá tímabundnu og varanlegu örorku, sem slasaði telst hafa hlotið af völdum þessa slyss, en hún þykir hæfilega metin sem nú greinir, og er þá tímabundna örorkan óbreytt frá fyrra mati, en sú varanlega nokkru meiri en áður var talið: Frá 21. desember 1968 til 13. janúar 1969 .. 50% Frá 14. janúar 1969 í 2 vikur .... .... .... 100% Eftir það til 24. júní 1969 .. .. .. .. .. .. 50% Eftir þaðíl mánuð... .. .......... .. .. 100% Eftir þaðí5 mánuði .... . ............ 50% Eftir það í 6 mánuði... .. .......... .. 25% Eftir það varanlega .. .. .. .. .......... 15%“ Hinn 20. mars 1973 lét læknirinn enn í té álitsgerð, sem er svohljóðandi: „Ég vísa til örorkumats míns, dags. 21/6 1972. Slasaði kom til mín þann 19/3 1973. Hann kveður ástand sitt vegna afleiðinga slyssins í desember 1968 ekki betra en það var, er matið var gert í júní 1972. Hann var, að sögn, í orkulækningum hjá Kristjáni Hannessyni lækni eftir það til nóvemberloka það ár og á ný frá 5/2 til 1/3 1973. Hann kvartar um þrálát óþægindi í báðum fótlimum. Ekki telst ástæða til breytinga á örorkumatinu frá 21/6 1972“. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 24. júlí 1973, var málið lagt fyrir Læknaráð og álits þess leitað um eftirfarandi atriði: „1. Fellst Læknaráð á, að réttmætt sé að hækka hundraðstölu varanlegrar örorku með hliðsjón af gögnum málsins úr 10% skv. Örorkumati tryggingayfirlæknis þann 14/8 1970 í 15% skv. ör- orkumati hins sama þ. 21/6 1972. 2. Ef svo er, telur Læknaráð, að stefnandi eigi rétt á meiri hækkun hundraðstölu varanlegrar örorku en nemur 15%, sbr. Örorkumatið frá 21/6 1972, með hliðsjón af ástandi hans eins og því er lýst í vottorði tryggingayfirlæknis þann 20/3 1973“. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 31. desember 1973, svaraði Læknaráð spurningunum þannig: „Ad. 1) Já. Ad. 2) Nei“. Hinn 27. ágúst 1970 reiknaði Þórir Bergsson tryggingafræðingur áætlað verðmæti tapaðra vinnutekna stefnanda. Í álitsgerð trygg- 641 ingafræðingsins segir svo um grundvöll útreiknings hans og noðurstöðu: „Örorkumat. Stefán Guðnason, tryggingalæknir, hefur í tveim örorkumötum, hinu fyrra dagsettu 15. október 1969 og hinu síðara 14. ágúst 1970, metið orkumissi Sigurjóns þannig — og nota ég þá síðara matið: „Frá 21. des. 1968 til 13. jan. 1969 50%. Frá 14. jan. 1969 í tvær vikur 100%. Eftir það til 24. júní 1969 50%. Eftir það í einn mánuð 100%. Eftir það í 5 mánuði 50%. Eftir það í 6 mán. 25%. Eftir það varanlega 10%“. Aldur. Sigurjón er sagður fæddur 28. maí 1927 og hefur því verið 41 árs á slysdegi. Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps. Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Sigurjóns árin 1967— 1969 hefur hann tvö heilu almanaksárin fyrir slysið og slysárið aflað sér tekna á þrjá vegu: 1. Sem lögregluþjónn í lögreglunni í Reykjavík. 2. Sem eftirlitsmaður með byggingarframkvæmdum hjá Gunn- laugi Ingasyni í Hafnarfirði. 3. Við viðhald á húseign sinni. Þessar tekjur hafa skipst þannig: 1. 2. 3. Árið 1966 .. .. kr. 80.328.00 kr. 245.000.00 kr. 9.550.00 Árið 1967 .. — 215.907.00 — 86.200.00 — 10.600.00 Árið 1968 .. .. — 300.870.00 — 55.100.00 — '7.000.00 Þar sem tekjur samkvæmt hverjum þessara liða fylgja mis- munandi launahækkunum, verð ég að skipta útreikningnum í tvo þætti, þar sem ég tek lögreglustörfin sérstaklega, en hina tvo liðina saman. 1. Lögreglustörf. Samkvæmt upplýsingum lögreglustjórans í Reykjavík, Sigur- jóns Sigurðssonar, tók Sigurjón Guðnason (sic) laun samkvæmt 14. launaflokki, að sjálfsögðu með vaktaálagi. Til skýringar á því, hve lág laun hans fyrir lögreglustörf eru árið 1966, skal tekið fram, að hann fékk ársfrí frá störfum sem lögregluþjónn, þar sem hann hafði brákast á handlegg og gat því ekki sinnt þeim störf- um, sem staða hans krafðist. Hinsvegar gat hann vel sinnt eftirlits- störfum með byggingarvinnu, og skýrir það jafnframt hinar háu 41 642 tekjur hans við þau það ár. Þetta hlé frá lögreglustörfum veldur því, samkvæmt upplýsingum lögreglustjóra, að hann hækkar ekki í 15. launaflokk fyrr en 15. nóvember n. k. Ég hef nú umreiknað framangreindar tekjur hans fyrir lög- reglustörf til slysdags og síðan samkvæmt þessum upplýsingum. Þannig áætlaðar tekjur fyrir lögreglustörf eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að varanlega tapið sé 10% af áætluðum vinnutekjum frá slysdegi, og tímabundna tapið sé sá hundraðshluti af þeim, sem órorkumat læknisins segir til um að frádregnum 10%. Áætlað vinnutekjutap. Áætlaðar v/tímab. v/varanl. vinnutekjur: örorku: örorku: 1. árið eftir slysið kr.271.723.00 kr.125.672.00 kr. 27.172.00 2. árið eftir slysið — 320.027.00 — 24.002.00 — 32.172.00 Síðan árlega .. .. — 366.263.00 — 36.626.00 2. og 3. Eftirlitsstörf og viðhaldsvinna. Gunnlaugur Ingason hefur gefið mér þær upplýsingar, að Sigur- jón hafi unnið á hærri taxta en verkstjórar, en hins vegar hafi hækkanir fylgt breytingum verkstjórataxtans nokkurn veginn. Ég hef því umreiknað samanlagðar tekjur fyrir þessa tvo liði samkvæmt breytingum hans. Tekjur fyrir viðhaldsvinnu eru ekki miklar og væri þeim sleppt, yrðu allar tölur hér á eftir 6.5% lægri. Áætlaðar vinnutekjur og vinnutekjutap verða þá eins og eftir- farandi tafla sýnir, þegar við áætlun vinnutekjutapsins er notuð sama aðferð og að framan: Áætlað vinnutekjutap. Áætlaðar v/tímab. v/varanl. vinnutekjur: örorku: örorku: 1. árið eftir slysið kr.174.559.00 kr. 80.734.00 kr.17.457.00 2. árið eftir slysið — 213.262.00 —- 15.995.00 — 21.326.00 Síðan árlega .. .. — 238.664.00 — 23.866.00 Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: 643 1. 2.0g3. Alls: Vegna tímab. örorku kr.142.720.00 kr. 92.202.00 kr. 234.922.00 — varanl.örorku — 410.547.00 — 267.700.00 — 678.247.00 Samtals kr. 553.267.00 kr.359.902.00 kr.913.169.00 Athugasemd. Ég vil benda á, að ég hef algjörlega fylgt skattframtalstekjum þriggja síðustu ára fyrir slysið (slysið gerðist alveg í árslok 1968). Hinsvegar virðist, að hefði slysið ekki komið til, myndi Sigurjón sennilega hafa haldið áfram fullum lögreglustörfum með tak- markaðri annarri vinnu. Hefði því e. t. v. verið rétt að nota tvö síðustu árin fyrir slysið, en niðurstaðan yrði svo til alveg hin sama, einungis hefði liður 1 hækkað, en liðir 2 og 3 lækkað. Frádráttur. Ekki hefur verið gerður frádráttur vegna opinberra gjalda. Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a. dánarlíkur ís- lenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—-1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Sami tryggingafræðingur reiknaði hinn 12. október 1972 að nýju áætlað verðmæti tapaðra vinnutekna. Í álitsgerð hans segir svo um grundvöll þess útreiknings og niðurstöðu: „Frá því ég reiknaði síðast út Örorkutjón Sigurjóns Ágústs Ingasonar fyrir rúmum tveimur árum hafa orðið ótrúlegar hækk- anir á öllum kauptöxtum. Auk þess hefur mat læknisins á varan- legri örorku hækkað úr 10% í 15%. Þér óskið því eftir endur- útreikningi. Ég verð því að reikna tjónið algjörlega að nýju, og vísa því ekki til fyrri útreiknings. Slysið. Sigurjón Ágúst Ingason slasaðist þann 21. desember 1968. Hann var þá starfandi í lögreglunni í Reykjavík, og var við gæzlu hand- tekinna manna í lögreglubifreið, er einn mannanna sparkaði í bakið á honum. Hann hefur síðan haft óþægindi í bakinu og tak- markaða hreyfingargetu samfara sársauka. Örorkumat. Stefán Guðnason, tryggingalæknir, hefur í tveim örorkumötum, hinu fyrra dagsettu 15. október 1969 og hinu síðara 14. ágúst 1970, metið orkumissi Sigurjóns þannig, og nota ég þá síðara matið: „Frá 21. desember 1968 til 13. janúar 1969 50%. Frá 14. jan. 644 1969 í tvær vikur 100%. Eftir það til 24. júní 1969 50%. Eftir það í einn mánuð 100%. Eftir það í 5 mánuði 50%. Eftir það í 6 mánuði 25%. Eftir það varanlega 10%“. Í mati, dagsettu 21/6 1972, hækkaði læknirinn matið á varan- legri örorku í 15%. Aldur. Sigurjón er sagður fæddur 28. maí 1927 og hefur því verið 41 árs á slysdegi. Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps. Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Sigurjóns árin 1967— 1969 hefur hann tvö heilu almanaksárin fyrir slysið og slysárið aflað sér tekna á þrjá vegu: 1. Sem lögregluþjónn í lögreglunni í Reykjavík. 2. Sem eftirlitsmaður með byggingarframkvæmdum hjá Gunn- laugi Ingasyni í Hafnarfirði. 3. Við viðhald á húseign sinni. Þessar tekjur hafa skiptst þannig: 1. 2. 3. Árið 1966 .. .. kr. 80.328.00 kr. 245.000.00 kr. 9.550.00 Árið 1967 .. .. — 215.907.00 — 86.200.00 — 10.600.00 Árið 1968 .. .. — 300.870.00 — 55.100.00 — 7.000.00 Þar sem tekjur samkvæmt hverjum þessara liða fylgja mis- munandi launahækkunum, verð ég að skipta útreikningnum í tvo þætti, þar sem ég tek lögreglustörfin sérstaklega, en hina tvo liðina saman. 1. Lögreglustörf. Samkvæmt upplýsingum lögreglustjórans í Reykjavík, Sigur- jóns Sigurðssonar, tók Sigurjón Ingason laun samkvæmt 14. launaflokki, að sjálfsögðu með vaktaálagi. Til skýringar á því, hve lág laun hans fyrir lögreglustörf eru árið 1966, skal tekið fram, að hann fékk ársfrí frá störfum sem lögregluþjónn, þar sem hann hafði brákast á handlegg og gat því ekki sinnt þeim störfum, sem staða hans krafðist. Hinsvegar gat hann vel sinnt eftirlits- störfum með byggingarvinnu, og skýrir það jafnframt hinar háu tekjur hans við þau það ár. Þetta hlé frá lögreglustörfum veldur því samkvæmt upplýsingum lögreglustjóra, að hann hækkar ekki í 15. launaflokk fyrr en 15. nóv. 1970. Ég hef því umreiknað framangreindar tekjur hans fyrir lög- 645 reglustörf til slysdags og síðan samkvæmt þessum upplýsingum. Þannig áætlaðar vinnutekjur fyrir lögreglustörf eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að varanlega tapið sé 15% af áætluðum vinnutekjum frá slysdegi, en tímabundna tapið sé sá hundraðshluti af þeim, sem örorkumat læknisins segir til um að frádregnum 15%: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 271.723.00 — kr.108.078.00 kr. 40.758.00 2. árið eftir slysið — 345.629.00 — 20.642.00 —- 51.844.00 3. árið eftir slysið — 421.202.00 — 63.180.00 4. árið eftir slysið — 615.322.00 — 92.298.00 5. árið eftir slysið — 666.599.00 — 99.990.00 Síðan árlega .. .. — '14.213.00 — 107.132.00 2. og 3. Eftirlitsstörf og viðhaldsvinna. Gunnlaugur Ingason hefur gefið þær upplýsingar, að Sigurjón hafi unnið á hærri taxta en verkstjórar, en hinsvegar hafi hækk- anir fylgt breytingum verkstjórataxtans nokkurn veginn. Ég hef því umreiknað samanlagðar vinnutekjur fyrir þessa tvo liði samkvæmt breytingum verkstjórataxtans. Tekjur fyrir við- haldsvinnu eru ekki miklar, og væri þeim sleppt, yrðu allar tölur hér á eftir 6.5% lægri. Áætlun vinnutekna og vinnutekjutaps verða því eins og eftir- farandi tafla sýnir, þegar við áætlun vinnutekjutapsins er notuð sama aðferð og að framan: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 174.559.00 kr. 69.431.00 kr. 26.184.00 2. árið eftir slysið — 213.262.00 — 13.756.00 — 31.989.00 3. árið eftir slysið — 242.793.00 — 36.419.00 4. árið eftir slysið — 286.659.00 — 42.999.00 5. árið eftir slysið — 309.953.00 — 46.493.00 Síðan árlega .. .. — 319.674.00 — 46.901.00 Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti þannig áætlaðs vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: 616 Lögreglustörf: Verkstjórastörf: Alls: Vegna tímabund- innar örorku... kr. 122.739.00 kr. 79.293.00 kr. 202.033.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 1.062.943.00 — 497.328.00 — 1.570.270.00 Samtals kr. 1.195.682.00 kr.576.621.00 kr. 1.772.303.00 Athugasemd. Ég vil benda á, að ég hef algjörlega fylgt skattframialstekjum þriggja síðustu áranna fyrir slysið (slysið gerist alveg í árslok 1968). Hinsvegar virðist, að hefði slysið ekki komið til, myndi Sigurjón sennilega hafa haldið áfram fullum lögreglustörfum með takmarkaðri annarri vinnu. Hefði því e. t. v. verið rétt að nota tvö síðustu árin fyrir slysið, en niðurstaðan yrði svo til alveg sú sama, einungis hefði liður 1 hækkað, en liðir 2 og 3 lækkað. Einnig vil ég benda á, að þær hækkanir, sem þegar hefur verið samið um og koma til framkvæmda 1. marz 1973, eru reiknaðar með. Frádráttur. 1. Frá Tryggingastofnun ríkisins hefur Sigurjón fengið greiddar örorkubætur. Þann 29/6 1972 kr. 142.771.00. Verðmæti þess- arar upphæðar er á slysdegi kr. 107.792.00. 2. Ekki hefur verið gerð athugun á, hver eðlileg lækkun á verðmæti vinnutekjutaps er vegna skattfrelsis bóta. Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a. dánarlíkur ís- lenzkra karla samkvæmt reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu“. Tryggingafræðingurinn framkvæmdi nýjan útreikning hinn 29. apríl 1974. Í álitsgerð tryggingafræðingsins segir svo um grund- völl þessa útreiknings og niðurstöðu: „Síðan ég reiknaði síðast út Örorkutjón Sigurjóns, 11. okt. 1972, hafa orðið miklar hækkanir á öllum launatöxtum. Auk þess hafa almennir bankavextir hækkað úr 7% p. a. í 9% frá 16. maí 1973, en það verkar öfugt við hækkanirnar. Vegna þessa óskið þér eftir endurútreikningi á verðmæti vinnu- tekjutaps. Áætlaðar vinnutekjur og vinnutekjutap verður nú: 647 I. Lögreglustörf: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 271.723.00 kr. 108.078.00 kr. 40.758.00 2. árið eftir slysið — 345.629.00 — 20.642.00 — 51.844.00 3. árið eftir slysið — 421.202.00 — 63.180.00 4. árið eftir slysið — 615.321.00 — 92.298.00 5. árið eftir slysið — 726.826.00 — 109.024.00 6. árið eftir slysið — 900.390.00 — 135.058.00 7. árið eftir slysið — 941.268.00 — 141.190.00 Síðan árlega .. .. — 952.845.00 — 142.927.00 II. Verkstjórastörf: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr.174.559.00 kr. 69.431.00 kr. 28.184.00 2. árið eftir slysið — 213.262.00 — 13.756.00 — 31.989.00 3. árið eftir slysið — 242.793.00 — 36.419.00 4. árið eftir slysið — 286.659.00 — 42.999.00 5. árið eftir slysið — 359.334.00 —- 53.900.00 6. árið eftir slysið — 516.158.00 — TT.424.00 7. árið eftir slysið — 560.345.00 — 84.052.00 Síðan árlega .. .. — 567.223.00 — 85.083.00 Verðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nú nema á slysdegi: Lögreglustörf: Verkstjórastörf: Alls: Vegna tímabund- innar örorku... kr. 122.739.00 kr. 79.293.00 kr. 202.032.00 Vegna varanlegrar örorku... .. — 1.237.998.00 — 700.517.00 — 1.938.515.00 Samtals kr. 1.360.737.00 kr.779.810.00 kr. 2.140.547.00 Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a. til 16. maí 1973, en síðan 9% til frambúðar. Um aðrar forsendur, sem máli skipta í þessu máli, vísa ég til útreiknings míns, dags. 11. okt. 1972“. Kröfur stefnanda eru byggðar á því, að sannað sé, að líkams- meiðsli þau, sem valdið hafa tímabundinni og varanlegri örorku, sem honum hefur verið metin, hafi hann hlotið af völdum Leifs Jóelssonar eða einhvers annars í átökum, sem urðu við umræddan 648 atburð hinn 21. desember 1968. Er því haldið fram, að á tjóni því, sem stefnandi hefur orðið fyrir af þessum ástæðum, beri stefndu óskipta fébótaábyrgð. Er því haldið fram, að þessi ábyrgð byggist á reglu skaðabótaréttarins um það, að starfsmaður eigi rétt á bótum úr hendi vinnuveitanda síns fyrir tjón, sem hann verður fyrir, er hann gegnir starfi, svo og því, að yfirstjórn lögreglu sé falin valdhöfum ríkisvaldsins og séu lögregluþjónar um meðferð starfs síns ekki háðir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar. Er því og haldið fram, að þetta leiði einnig af ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 56/1963 um lögreglumenn, sbr. 3. gr. sömu laga, en sam- kvæmt þessum ákvæðum sé ógerlegt að greina á milli ábyrgðar stefndu gagnvart lögreglumönnum. Er því haldið fram, að ákvæði 2. mgr. 6. gr. greindra laga sé sett til að taka af allan vafa um það, að lögreglumenn eigi rétt til bóta fyrir meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns, en þurfi ekki að bera það sjálfir, enda sé augljóst, að ákvæði þetta hefði ekki þurft að setja til að tryggja rétt lögreglumanna til bóta úr hendi tjónvalds, þar sem slík ábyrgð hafi verið fyrir hendi samkvæmt almennum regl- um skaðabótaréttarins. Sýknukrafa stefnda borgarstjórans í Reykjavík f. h. borgar- sjóðs Reykjavíkur er í fyrsta lagi byggð á því, að þótt laun stefn- anda séu að öllu leyti greidd úr borgarsjóði, þá verði að líta svo á, að yfirstjórn lögreglu sé falin handhöfum ríkisvaldsins. Lög- gæsla eins og sú, er framkvæmd var, er stefnandi slasaðist, sé þáttur í hlutverki ríkisvaldsins að halda uppi lögum og reglu. Borgaryfirvöld hafi engin afskipti af því, hvernig siörfum lög- reglu sé hagað, hvorki að þessu leyti né öðru. Einu afskipti borgar- yfirvalda eins og annarra sveitarstjórna af löggæslunni séu að greiða hluta kostnaðar af henni samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins. Því verði að líta svo á, að hvers konar fébótaábyrgð, sem rakin verði til löggæslustarfa, hvíli óskipt á ríkissjóði. Þá er því haldið fram, að ábyrgð, sem vinnuveitandi kunni að bera gagnvart starfsmanni sínum, komi ekki til, nema um sé að ræða sök hans eða starfsmanna hans, en ekki sé um það að ræða í þessu tilviki. Það kemur fram af hálfu þessa stefnda, að löggæslustörf- um fylgi nokkur hætta og hljóti lögreglumenn sérstaka þjálfun. Fram til 1963 hafi lögreglumenn fengið sérstaka áhættuþóknun, sem síðan hafi verið felld inn í kaup þeirra. Er því mótmælt, að með lögum nr. 56/1963 hafi verið lögleidd hlutlæg ábyrgð á tjóni, sem lögreglumenn verða fyrir í starfi sínu. Þá er því og mótmælt, að þótt Reykjavíkurborg hafi keypt tryggingu fyrir lögreglumenn, 649 hafi falist í því viðurkenning á hlutlægri ábyrgð á tjóni, sem þeir verða fyrir í starfi sínu. Þá er því haldið fram af hálfu þessa stefnda, að veikindi stefnanda hafi að hluta verið fyrir hendi, er hann varð fyrir áverkanum, og því sé ekki fullt orsaka- samband milli áverkans og þeirrar örorku, sem honum hefur verið metin. Einnig er því haldið fram, að stefnandi eigi sjálfur nokkra sök á, hvernig til tókst. Honum hafi borið að sýna varúð, en það hafi hann ekki gert, er hann hafi snúið baki í menn þá, sem í lögreglubifreiðinni voru. Þá er því haldið fram af hálfu þessa stefnda, að krafa stefnanda um bætur vegna tímabundinnar og varanlegrar örorku sé allt of há. Stefnandi hafi haldið áfram starfi á svipuðum launum, enda hafi hann haldið fullum launum og aukavinnu. Hafi stefnandi því haft svipaðar tekjur og áður. Þá er mótmælt, að rétt sé að taka með í útreikningi örorkutjóns eins mikla aukavinnu utan aðalstarfs stefnanda eins og gert hafi verið svo og aukavinnu stefnanda við eigið hús. Sýknukrafa stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs er í fyrsta lagi byggð á aðildarskorti. Er á það bent, að stefnandi hafi verið skipaður til starfa í lögregluliði Reykjavíkurborgar af borgarstjór- anum Í Reykjavík skv. 1. gr. laga nr. 56/1963 um lögreglumenn. Borgarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið laun stefnanda og greitt þau og einnig hafi borgarstjórnin tryggt stefnanda fyrir ýmsum áhættum í starfi. Stefnandi hafi því verið fastur starfsmaður Reykjavíkurborgar, er umræddur atburður varð. Er því haldið fram, að vinnuveitandi, hér borgarsjóður Reykjavíkur, beri fébóta- ábyrgð á tjóni, sem starfsmaður verður fyrir í starfi sínu. Þá er því haldið fram, að þótt löggjafinn hafi skipað málum svo, að yfirstjórn lögreglunnar sé í höndum embættismanns ríkisins, þá séu þeir, sem verkstjórn hafa með höndum innan lögreglunnar, þ. e. yfirlögregluþjónar, aðstoðaryfirlögregluþjónar, varðstjórar 0. sl., allir borgarstarfsmenn og hafi þeir m. a. verið í fyrirsvari, þegar umræddur atburður varð. Þá er og á það bent, að skv. ákvæði 2. gr. laga nr. 56/1963 um lögreglumenn endurgreiði ríkis- sjóður hluta af kostnaði við lögreglu og löggæslu sveitarfélaga og sé þessi hluti í Reykjavík 40%, enda starfi þar jafnframt ríkis- lögreglulið, en ríkið greiði helming þessa kostnaðar í öðrum sveitarfélögum. Þannig hafi löggjafinn kveðið á, að fjárhagsleg ábyrgð á lögreglunni sé hjá sveitarfélögum, en ríkissjóður endur- greiði síðan hluta kostnaðarins. Er því haldið fram samkvæmt þessu, að ef um sé að ræða ábyrgð í því tilviki, sem hér er fjallað um, þá sé hún hjá Reykjavíkurborg. Þá er því haldið fram af 650 hálfu þessa stefnda, að þegar athugaðar séu forsendur laga nr. 56/1963, þá sé ljóst, að með ákvæði 6. gr. sé verið að tryggja lög- reglumönnum bætur fyrir slys, sem þeir verða fyrir í starfi sínu, Þegar ekki er fyrir hendi aðili, sem hægt er að sækja til ábyrgðar samkvæmt almennum reglum. Þá er því haldið fram að hálfu þessa stefnda, að stefnandi hafi ekki orðið fyrir bótaskyldu tjóni við umræddan atburð, þar sem hann hafi verið með veikt bak fyrir og því sé ekki nægilegt orsakasamband milli atburðarins og metinnar örorku. Þá er og bent á, að stefnandi hafi haldið föstuni launum sínum, á meðan hann var frá vinnu, og eftir að hann kom til vinnu á ný hafi hann fengið aukavinnu og aukavaktir eins og fyrr og fengið greiðslur fyrir. Þá er því og haldið fram, að stefn- andi eigi sjálfur sök á atburðinum, þar sem harin hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu í skiptum sínum við menn þá, sem hann átti að gæta í lögreglubifreiðinni, er hann hafi snúið í þá baki. Þá er mótmælt, að rétt sé að taka með í útreikningi örorkutjóns eins mikla aukavinnu utan aðalstarfs stefnanda og gert hafi verið svo og aukavinnu stefnanda við eigið húsnæði. Af hálfu stefndu hefur því ekki verið mótmælt, að stefnandi hafi orðið fyrir ávarka á baki, er hann var við lögreglustörf hinn 21. desember 1968, og verður það því lagt til grundvallar við úrlausn málsins. Hins vegar þykir ekki nægilega í ljós leitt, að áverkinn hafi hlotist af völdum Leifs Jóelssonar, bóti stefnandi haldi því fram. Á þeim tíma, sem umræddur atburður varð, voru í gildi lög nr. 56/1963, en í þeirra stað eru nú komin lög nr. 56/ 1972. Þótt stefnandi hafi verið skipaður lögregluþjónn 1 Reykjavík af borgarstjóranum í Reykjavík og þótt hann tæki laun sín úr borgarsjóði Reykjavíkur, þá eru athafnir lögreglunnar þáttur í beitingu ríkisvaldsins, og eru lögreglumennirnir ekki háðir stjórn- völdum Reykjavíkurborgar um meðferð starfs síns. Er og yfir- stjórn lögreglunnar í Reykjavík og ákvarðanir um framkvæmd hennar í höndum handhafa ríkisvaldsins. Verður fébótaábyrgð á tjóni stefnanda af völdum umrædds atburðar því ekki lögð á borgarsjóð Reykjavíkur. Verður borgarstjórinn í Reykjavík því sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 56/1963, sbr. nú ákvæði 5. gr. laga nr. 56/1972, þykir bera að skýra þannig, að það veiti stefnanda rétt til bóta úr ríkis- sjóði vegna áverka þess, sem hann varð fyrir hinn 21. desember 1968. Þótt stefnandi kunni að hafa snúið baki í menn þá, sem hann var að gæta í lögreglubifreiðinni, er hann hlaut áverkann, 651 þá þykir eigi verða fallist á það, að hann hafi með því sýnt af sér slíkt gáleysi, að það eigi að valda lækkun á bótum. Verður nú afstaða tekin til fjárhæða í kröfugerð stefnanda, en þær eru sundurliðaðar þannig: 1. Bætur fyrir örorkutjón... .. .. .. kr. 2.140.547 Frá þeirri fjárhæð hefur stefnandi dregið verðmæti greiðslna frá Trygg- ingastofnun ríkisins samkvæmt reikn- ingi tryggingafræðingsins. .. .. .. — 107.792 kr. 2.032.755 2. Bætur fyrir þjáningar, óþægindi og röskun á stöðu og högum... .. .. — 300.000 Kr. 2.332.755 Um 1. Stofnfjárhæð kröfu stefnanda samkvæmt þessum lið er byggð á útreikningi Þóris Bergssonar frá 29. apríl 1974, en fjár- hæð sú, sem stefnandi dregur frá henni, er byggð á útreikningi iryggingafræðingsins frá 12. október 1972. Af hálfu stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs er fjárhæð þessa kröfuliðar mótmælt sem of hárri. Auk atriða þeirra, sem áður hafa verið rakin, er því haldið fram, að eigi sé rétt að reikna með slíkri aukavinnu og viðhaldsvinnu eigin húsnæðis, sem gert sé í útreikningnum. Þótt stefnandi hafi sinnt eftirlitsstörfum og verkstjórastörfum við byggingaframkvæmdir jafnframt lögreglumannsstarfi sínu, þá þykir ekki verða við það miðað, að slík aukavinna haldist í slíkum mæli það, sem eftir er starfsævi stefnanda. Þá þykir eigi í ljós leitt, að viðhaldsvinna við eigið húsnæði sé þess eðlis, að rétt sé að taka þann þátt til greina við ákvörðun örorkutjóns stefnanda. Stefnandi er opinber starfsmaður og hélt föstum laun- um sínum, á meðan hann var frá vinnu vegna atburðar þessa. Þegar framangreind atriði eru virt svo og það, að bætur sem þessar eru undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari, og tillit tekið til hagræðis af eingreiðslu bóta, þá þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 800.000, og er þá tekið tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Um 2. Af hálfu stefnda fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs er fjár- hæð þessa liðar mótmælt sem of hárri. Hér að framan hefur sjúkra- saga stefnanda verið rakin. Þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 175.000. 652 Samkvæmt þessu verða úrslit málsins þau, að stefndi borgar- stjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs Reykjavíkur verður sýkn- aður af kröfum stefnanda, en rétt þykir, að málskostnaður þeirra í milli falli niður, en stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs verð- ur dæmdur til að greiða stefnanda kr. 975.000 með 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað, sem ákveðst kr. 190.000. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Ásgeiri Ellertssyni og Hauki Þórðarsyni yfir- læknum. Dómsorð: Stefndi borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs Reykja- víkur skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Sigurjóns Inga- sonar, í máli þessu. Málskostnaður þeirra í milli fellur niður. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs greiði stefnanda, Sigurjóni Ingasyni, kr. 975.000 með 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973 og með 9% ársvöxtum frá Þeim degi til greiðsludags og kr. 190.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 653 Föstudaginn 2. júlí 1976. Nr. 127/1976. Iðnaðarbanki Íslands h/f Félag íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna segn Húsatryggingum Reykjavíkur og Guðmundi Jónssyni borgardómara. Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Dómarar. Úrskurður úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðiljar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 1976, sem barst Hæstarétti 22. júní. Krefjast þeir þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómarann að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Varnaraðili Húsatryggingar Reykjavíkur hefur lýst því, að hann taki undir kröfur sóknaraðilja. Kæra þessi er heimil samkvæmt lokaákvæði 21. gr. laga nr. 75/19738. Skyra verður 1. mgr. 30. gr. einkamálalaga nr. 85/1936, sem staðið hefur óbreytt frá upphafi, í samræmi við yngri lagaákvæði um dómara, sbr. nú 1. mgr. 29. gr. sömu laga, eins og henni hefur verið breytt með 1. gr. laga nr. 76/1972, og lög nr. 74/1972, einkum 2. og 9. gr. Nú eru í Reykjavík yfirborgardómari og 9 aðrir borgardómarar. Hver þeirra starfar sjálfstætt og á eigin ábyrgð að dómsmálum, sem yfir- borgardómari felur honum, sbr. 3. mgr. 9. gr. aga nr. 74/ 1972. Vegna þessa verður að skýra 1. mgr. 30. gr. laga nr. 85/1936 þannig, að setudómara þurfi því aðeins að skipa í máli því, sem hér er til meðferðar, að enginn hinna reglulegu héraðsdómara við embætti borgardómara í Reykjavík sé hæfur til að fara með málið. Samkvæmt þessu ber að taka 654 kröfu sóknaraðilja til greina að öðru leyti en því, að kæru- málskostnaður verður ekki dæmdur.. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði og fram kemur í dómi Hæstaréttar 18. desember 1975 í máli nr. 168/1975, fór Björn Þ. Guðmundsson borgardómari með mál þetta um skeið, og kvaddi hann til tvo meðdómsmenn. Allir þessir þrír dómendur viku sæti með úrskurði sínum 19. mars 1976. Með- dómsmennirnir áttu þó ekki að eiga hlut að ákvörðun um þetta efni, sbr. 205. gr. laga nr. 85/1936. Ekki voru haldbær rök til þess, að Björn Þ. Guðmundsson borgardómari og með- dómsmaðurinn Vilhjálmur Þorláksson verkfræðingur hættu að fara með málið. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur, og er lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 31. maí 1976. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í dag, hafa Iðnaðarbanki Íslands h/f, Félag íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðar- manna höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 16. september 1974, á hendur borgarstjóranum í Reykjavík f. h. borgarsjóðs Reykjavíkur vegna Húsatrygginga Reykjavíkur. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim kr. 7.958.080.80 auk 8.5% ársvaxta af þeirri fjárhæð frá 5. nóvember 1968 til 30. apríl 1974 og með 15% ársvöxtum frá beim degi til greiðsludags svo og málskostnað að skaðlausu. Í greinargerð stefnda voru gerðar þessar dómkröfur: Aðallega, að málinu verði vísað frá dómi. Til vara, að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnenda. Til þrautavara, að kröfur stefnenda verði aðeins teknar til greina að hluta. Þá var krafist málskostnaðar úr hendi stefnenda, hver sem úrslit málsins verða. Málsatvik eru þau, að stefnendur telja sig ekki hafa fengið greiddar réttar bætur úr hendi stefnda, eftir að húsið nr. 10B við Lækjargötu hér í borg brann 10. mars 1967. Í upphafi var frá- vísunarkrafa stefnda tekin til málflutnings, og með dómi, upp- 655 kveðnum 31. október 1975, var málinu vísað frá dómi. Þann dóm kváðu upp Björn Þ. Guðmundsson borgardómari og meðdómend- urnir Stefán Már Stefánsson, settur prófessor, og Vilhjálmur Þor- láksson byggingaverkfræðingur. Stefnendur kærðu dóminn til Hæstaréttar, er með dómi, uppkveðnum 18. desember 1975, felldi hinn kærða frávísunardóm úr gildi og lagði fyrir héraðsdóminn að taka málið til efnismeðferðar. Er málið var tekið fyrir á ný á bæjarþingi Reykjavíkur 11. mars sl., var gerð sú krafa af hálfu stefnenda, að meðdómandinn Stefán Már Stefánsson viki sæti, en kvaddur yrði í dóminn í hans stað sérkunnáttumaður í húsagerðar- list. Af hálfu stefnda var tekið undir þessa kröfu. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 19. mars sl., ákvað dómurinn að víkja sæti Í málinu. Í forsendum fyrir niðurstöðu þessari er vísað til athuga- semdar um skipun dómsins, sem fram kemur í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar, en síðan segir svo: „Í samræmi við málsefni kvaddi héraðsdómari Stefán M. Stef- ánsson, settan prófessor, og Vilhjálm Þorláksson byggingaverk- fræðing til meðdómendastarfa í máli þessu. Útnefning meðdóms- mannanna fór fram með þeim hætti sem tíðkast hefur, og við val þeirra var stuðst við fordæmi. Hefur útnefningin enda ekki sætt ógildingu. Skv. áðurnefndum dómi Hæstaréttar bar að skipa héraðsdóm- inn á annan hátt en gert var, og málsaðiljar hafa nú krafist þess, að annar meðdómsmannanna víki sæti. Að svo vöxnu þykir ekki rétt, að héraðsdómurinn, þannig skipaður, fari áfram með mál þetta, og víkur hann því sæti ex officio“. Er hér var komið, sendi borgardómarinn í Reykjavík dómsmála- ráðuneytinu skjöl málsins ásamt síðasta úrskurði í málinu. Með bréfi, dags. 31. mars sl., endursendi dómsmálaráðuneytið yfirborgardómaranum í Reykjavík skjöl málsins. Í bréfi ráðu- neytisins segir Mm. a. svo: „Samkvæmt skjölunum kemur fram, að Björn Þ. Guðmunds- son, einn borgardómara við borgardómaraembættið, hefur með úrskurði 19. mars s.l. vikið sæti í málinu. Mál þetta, sem um ræðir, hefur dómarinn haft til meðferðar samkvæmt ákvörðun yðar sem forstöðumanns. Með því að dómar- inn telur sig vanhæfan til meðferðar málsins, kemur það þá á ný til meðferðar yðar. Eru málsskjölin því endursend yður til áfram- haldandi meðferðar“. Hinn 23. f. m. fól yfirborgardómarinn í Reykjavík Guðmundi Jónssyni borgardómara mál þetta til meðferðar. 656 Með úrskurði þeim, sem uppkveðinn var 19. mars sl., vék hinn reglulegi dómari málsins sæti og meðdómendur þeir, sem hann hafði kvatt til dómsstarfa með sér. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laga nr. 85/1936 virðist dómsmálaráðherra eiga að setja dómara til að fara með mál þetta og dæma það. Þykir því skorta lögmætan grundvöll fyrir dómara þann, sem nú hefur verið falið mál þetta, til að fara með það og dæma. Er það því ákvörðun hans, að hann fari ekki með mál þetta, en ekki þykir grundvöllur til, að hann víki sæti í málinu. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Guðmundur Jónsson borgardómari fer ekki með mál þetta. Mánudaginn 5. júlí 1976. Nr. 147/1975. Mínerva Karlotta Aðalsteinsdóttir (Guðrún Erlendsdóttir hrl.) segn Jóni Sigurðssyni og gagnsök (Óttar Yngvason hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og Þorsteinn Thor- arensen borgarfógeti. Forræði barna. Hjónaskilnaður. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 15. október 1975. Krefst hún þess aðallega, að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst hún þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og „synjað verði um forræðisbreytingu á börnum aðilja, Sigurði, f. 29. september 1969, og Helgu, í. 27. desember 1971“. Í báðum tilvikum krefst hún málskosin- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki 657 gjafvarnar- og gjafsóknarmál, en aðaláfrýjandi, sem hafði gjafvörn í héraði, fékk gjafsókn hér fyrir dómi með bréfi dómsmálaráðuneytis 7. nóvember 1975. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 13. nóvem- ber 1975. Krefst hann þess, að ógiltir verði skilnaðarskilmálar málsaðilja frá 29. ágúst 1972, að því er varðar forræði barna þeirra, og að honum verði falið forræði þeirra beggja. Til /ara krefst hann staðfestingar héraðsdóms. Í báðum tilvikum krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti úr hendi aðaláfryjanda. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Svo sem rakið er í hinum áfryjaða dómi, varð samkomulag um það með málsaðiljum fyrir borgardómara 29. ágúst 1972, að aðaláfrýjandi skyldi hafa forræði beggja barna þeirra. Gaf dómsmálaráðuneytið út leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng þeim til handa 8. september s. á. og staðfesti þar samkomulag þetta. Um slit hjúskapar giltu þá reglur laga nr. 39/1921, sbr. 82. gr. laga nr. 60/1972. Gagnáfrýjandi rit- aði dómsmálaráðuneyti bréf 23. febrúar 1973 og krafðist for- ræðis beggja barnanna. Aðaláfryjandi mótmælti kröfu hans um breytingu á forræði barnanna með bréfi til ráðuneytisins 1. mars 1973. Gagnáfrýjandi kom fyrir borgar:dlómara 24. september 1973 og krafðist lögskilnaðar og forræðis beggja barnanna. Aðaláfrýjandi kom fyrir borgardómara 5. mars 1974, samþykkti kröfuna um lögskilnað, en krafðist þess að hafa áfram forræði beggja barnanna. Var málið síðan af- greitt til dómsmálaráðuneytis til útgáfu lögskilnaðarleyfis og ákvörðunar um ágreining aðilja vegna forræðisins. Í sam- ræmi við kröfur aðilja kvað ráðuneytið síðan á um forræði barnanna, er það gaf út leyfi til lögskilnaðar 14. maí 1974. Var samkomulag aðilja frá 29. ágúst 1972, er ráðuneytið hafði staðfest, eins og áður segir, þar með fallið úr gildi og málum skipað með ákvörðun ráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 47. gr., sbr. 86. gr. laga nr. 60/1972, og aðaláfrýjanda veitt forræði beggja barnanna. Skilja verður ákvæði 2. ml. 48. gr. laga nr. 60/1972 svo, að dómstólar geti cigi breytt úrskurði dómsmálaráðuneytis um 42 658 forræði barns, enda sé meðferð máls rétt og við úrlausn beiti efnislegu mati. Samkvæmt þessu og þar sem ekki verður séð, að meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneyti og ákvörðunin sjálf sé haldin nokkrum þeim göllum, að ógildingu hennar varði, ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Það athugast, að sakarefni er eigi þannig vaxið, að héraðs- dómari ætti samkv. 200. gr. laga nr. 85/1936 að kveðja með- dómendur til að dæma málið með sér. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli hiður. Ákvæði héraðsdóms um gjafvarnarkostnað e:ga að vera óröskuð. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfryjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hennar fyrir Hæstarétti, 130.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafvarnarkostnað eiga að vera óröskuð. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda, Mínervu Karlottu Aðalsteinsdóttur, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hennar, Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttarlögmanns, 130.000 krónur. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Magnúsar Þ. Torfasonar og Loga Einarssonar. 1. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ýmis ný gögn. Leitt er í ljós, að aðaláfrýjandi býr nú ásamt börnum sín- 659 um í nýrri tveggja herbergja leiguíbúð í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur að Yrsufelli 7 3-M. Gerir leigusali ráð fyrir fram- lengingu samningsins, þegar hann rennur út 14. maí 1977. Sjálf vinnur aðaláfrýjandi fullan vinnudag í rikisbókhaldi síðan 10. nóvember 1975. Dóttirin er í gæslu á barnaheimilinu Bakkaborg, þegar aðaláfrýjandi er í vinnu. Sonurinn stundar nám í Breiðholtsskóla, en er að öðru leyti hjá systur aðal- áfrýjanda, meðan hún er að heiman. Karl Marinósson, félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, hefur hinn 30. janúar 1976 gefið umsögn um félagslegar aðstæður og fjölskylduhagi aðaláfrýjandi og barna hennar. Eru niðurstöður hans svohljóðandi: „Að fengnu áliti þeirra aðila, er mest umgangast systkinin, svo og eftir heimsókn undirritaðs á heimili fjölskyldunnar, bendir allt til þess, að börnunum líði mjög vel og séu í and- legu jafnvægi, ef undan er skilin spenna sú og ótti, er undir- ritaður þóttist greina vegna óvissu Sigurðar litla um fram- búðardvalarstað hans. Nám Sigurðar og tengsl í skóla eru með ágætum, og sama má segja um dvöl og þroska Helgu á dagheimilinu. Tengsl systkinanna við móður sína eru innileg og frjálsleg. Tengsl systkinanna sín á milli eru greinilega mjög sterk og innileg. Hætt er við, að börnin verði fyrir andlegum skaða, ef að- skilnaður annars hvors barnsins við móður sína og eða við hvort annað kæmi til“. Aðaláfrýjandi hefur rætt við Barnaverndarráð Íslands vegna áfrýjunar málsins, og hefur það ritað lögmanni hennar bréf, dags. 17. mars þ. á. af því tilefni. Segir svo í niðurlagi bréfsins: „Móðirin leggur höfuðáherslu á, að börnin séu ekki að- skilin, þar sem samband þeirra sé mjög náið. Þeim sé því æskilegast og hollast að alast upp saman eins og hingað til, hvort heldur sem móðirin eða faðirinn hefur forræði þeirra. Er það einnig álit barnaverndarráðs“. Þá hefur verið lögð fyrir Hæstarétt álitsgerð Gylfa Ás- mundssonar sálfræðings, dags. 21. maí þ. á. Er hún gefin að 660 beiðni umboðsmanns aðaláfrýjanda. Í álitsgerðinni segir m. a.: „Þér óskið álits míns á eftirfarandi: „1) Hvernig er samband barnanna við móður sina? 2) Hvernig er samband barnanna innbyrðis? 3) Teljið þér ráðlegt, að aðskilja systkinin? 4) Annað, sem þér teljið að skipt geti máli“. Ég átti viðtal við móður og börn h. 18. þ. m. Á grundvelli þess svara ég fyrstu tveimur spurningunum: Mér virtust börnin heilbrigð og ánægð og samband þeirra við móður eðlilegt og innilegt. Þannig reyndist einnig farið með sam- band systkinanna innbyrðis, og virtist Sigurður hinn vernd- andi stóri bróðir gagnvart systur sinni. Svar við tveimur síðari atriðunum hlýtur að byggjast að verulegu leyti á fræðilegum grundvelli. Í því sambandi vil ég taka mið af: a) rétti barns til öryggis og viðvarandi heimilis, b) rétti barns til að umgangast báða foreldra sína og c) rétti systkina til að fá að alast upp saman. Öll þessi atriði tel ég mikilvæg fyrir persónuleikaþroska og andlega velferð barnanna. Í forsendu héraðsdóms er talið, að það muni greiða fyrir umgengni beggja foreldra við börn sín, ef hvort foreldri hafi forræði annars barnsins. Megi treysta því, hefur það í för með sér aukna möguleika barnanna að umgangast báða for- eldra sína, þó aðeins annað þeirra náið, en kemur í veg fyrir, að systkinin alist upp saman. Af forsögu málsins verður þó að draga Í efa, að þessi ráðstöfun bæti umgengnishætti barn- anna við foreldra sína, og dregur ekki úr þeirri hættu, að þau verði notuð sem peð í tafli foreldranna. Flestir fræðimenn eru sammála um mikilvægi þess, að drengur, sem orðinn er 5—6 ára, eigi náin samskipti við föður eða fóðurstaðsengil. Það er verulegur þáttur í þróun sjálfsmyndar hans sem karlmanns. Margar rannsóknir hafa hins vegar sýnt, að náin samskipti drengs við móður hefur einnig verulega þýðingu fyrir persónuleikaþroska hans á sama hátt eins og samband telpu við föður sinn. Erfitt er að meta, hvort vegur meira, og verður að taka mið af mögu- 661 leikum barnsins til að bæta sér upp föður- eða móðurskort á annan hátt. Þá hafa rannsóknir einnig leitt í ijós þroska- vænlegt gildi þess, að systkini alist upp saman, sem meðal annars eflir ábyrgðarkennd þeirra, þroskar með þeim sam- skipti við aðra á jafnréttisgrundvelli og samheldni sín á milli síðar á ævinni. Á þessum forsendum tel ég ekki rétt að sundra þessari fjölskyldu meira en orðið er, nema ef fram koma veigameiri röksemdir en fyrir liggja í málsskjölum. Hins vegar tel ég sjálfsagt að leggja meiri vinnu í að aðstoða foreldrana til að vinna betur saman að heill barna sinna“. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram, að ekki hefur verið fyrirstaða á því undanfarna mánuði, að gagn- áfrýjandi nyti umgengnisréttar við börn sín. II. Kröfur aðaláfrýjandi um vísun máls frá héraðsdómi eru reistar á því, að gagnáfrýjandi hafi lagt undir úrskurð dóms- málráðuneytis þá kröfu, að breytt verði skipan á forræði barna málsaðilja, sem gerð var, þegar leyfi til skilnaðar að borði og sæng var gefið út. Þá kröfu hafi gagnáfrýjandi ekki verið búinn að afturkalla, þegar hann höfðaði mál þetta, og hafi dómsmálaráðuneyti síðan ráðið ágreiningnum til lykta, er það veitti aðiljum leyfi til lögskilnaðar. Samkvæmt þessu hafi gagnáfrýjanda ekki verið heimilt að bera kröfu sína um breytingu á forræði barnanna undir dómstóla, svo sem hann gerði. Með úrskurði, uppkveðnum 10. desember 1974, hratt hér- aðsdómari frávísunarkröfu þessari. Þess er eigi getið í áfrýj- unarstefnu, að þeim úrskurði sé áfrvjað til Hæstaréttar, sbr. 17. gr. og 84. gr. laga nr. 75/1973. Verður framangreindri frá- vísunarkröfu ekki sinnt. Ill. Ákvörðun dómsmálaráðuneytis um, að aðaláfrýjandi fengi forræði beggja barna málsaðilja var tekin við útgáfu leyfis- bréfs til skilnaðar að borði og sæng 8. september 1972. Sú ákvörðun var reist á samkomulagi aðilja fyrir borgardóm- 662 ara, bókuðu í hjónaskilnaðarbók Reykjavíkur 29. ásúst s. á. Af því leiddi samkvæmt fortakslausu ákvæði 1. ml. 48. gr. laga nr. 60/1972, að forræðisákvörðuninni varð eigi breytt síðar nema með dómi, ef aðiljar urðu ekki á annað sáttir. Akvæði 46. gr. nefndra laga styrkir þennan skilning. Gagn- áfrýjanda var þess vegna nauðsynlegt, ef hann vildi knýja fram breytingu á skipan forræðis barnanna gegn vilja aðal- áfrýjandi, að leita dómsúrlausnar um ágreininginn. Á réttar- ágreiningur málsaðilja samkvæmt þessu undir dómstóla, en eigi dómsmálaráðuneyti. IV. Fyrir Hæstarétti hefur gsagnáfrvjandi ekki haldið því fram, að samkomulag málsaðilja hinn 29. ágúst 1972 þess efnis, að aðaláfrýjandi fengi forræði beggja barnanna, hafi verið ógilt að lögum vegna þess, að hann hafi verið blekktur til að gera það. Jafnvel þótt talið yrði, að óvissa hefði ríkt um hag aðal- áfrýjandi og möguleika hennar á að sjá vel fyrir báðum börnunum, þegar mál þetta var dæmt í héraði, þá þykir þó hafa verið leitt í ljós fyrir Hæstarétti, að hagir aðaláfrýjandi séu nú þannig, að ekki sé ástæða til að ætla annað en hún sé fær um að búa börnunum gott heimili og ala þau upp. Hefur ekki verið sýnt fram á, að réttmætt geti talist vegna breyttra aðstæðna og þarfa barnanna að svipta aðaláfrýjandi nú for- ræði þeirra, annars eða begsja, og fela það gagnáfrvjanda. Samkvæmt þessu teljum við, að sýkna beri aðaláfrýjandi af kröfum sagnáfrýjanda í málinu. Við erum sammála atkvæði meiri hluta dómenda um máls- kostnað, gjafvarnarlaun fyrir héraðsdómi og gjafsóknarlaun fyrir Hæstarétti svo og athugasemd þeirra um, að eigi hafi átt að dæma mál þetta með meðdómendum. Samkvæmt framansögðu teljum við, að dómsorð ætti að hljóða svo: Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Mínerva Karlotta Aðalsteinsdóttir, á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Jóns Sigurðssonar, í máli þessu. 663 Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafvarnarlaun eiga að vera óröðskuð. Gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns aðaláfrýj- andi, Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttarlösmanns, 130.000 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. september 1975. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 17. þ. m., hefur Jón Sigurðs- son, Álfhólsvegi 81, Kópavogi, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 19. apríl 1974, á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, Mín- ervu Karlottu Aðalsteinsdóttur, Víðimel 41, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar: „1. Að ógiltir verði með dómi skilnaðarskilmálar stefnanda og stefndu, Mínervu Karlottu Aðalsteinsdóttur, nú til heimilis að Írabakka 8, Reykjavík, sem fram koma í bókun hjá Borg- ardómaraembættinu í Reykjavík 29. ágúst 1972 og varða forræði barna þeirra, Sigurðar, sem er fæddur 29. sept. 1969, og Helgu, sem er fædd 27. desember 1971. 2. Að stefnanda verði með dómi falið forræði áðurgreindra barna frá uppkvaðningu dóms til fulls 17 ára aldurs þeirra. 3. Að stefnanda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefndu að mati dómsins“. Stefnda krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og jafnframt að henni verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál, en dómsmálaráðuneytið hefur veitt stefndu gjafvörn í málinu. Málavextir. Málavextir eru þeir, að stefnandi, Jón Sigurðsson, og stefnda, Mínerva Karlotta Aðalsteinsdóttir, hófu sambúð í ágústmánuði 1968 og gengu síðan í hjónaband 1970. Þau eignuðust tvö börn saman, Sigurð, fæddan 29. september 1969, og Helgu, fædda 27. desember 1971. Á árinu 1970 fluttust Jón og Karlotta og sonur- inn, Sigurður, til Danmerkur, en þar hafði Jón ráðið sig til vinnu hjá verkfræðistofu, en hann er tæknifræðingur að mennt. Í nóv- ember 1971 fluttist stefnda aftur heim til Íslands ásamt syni sín- um og stefnanda, og þann 27. desember 1971 ól hún dótturina. Stefnandi kom aftur heim til Íslands 18. febrúar 1972, en hann varð eftir til að ljúka sínum ráðningartíma og ganga frá búslóð 664 Þeirra hjóna. Eftir að stefnandi kom heim, bjuggu þau hjónin ásamt börnunum í leiguíbúð að Víðimel í Reykjavík þar til seinni partinn í mars 1972, en þá flutti stefnandi af heimili þeirra hjóna, og eru aðiljar sammála um, að ástæðan hafi verið ósamkomulag Þeirra hjóna, sem staðið hafi alllangan tíma, enda hafi hjóna- band þeirra verið brösótt alla tíð. Hinn 2. júní sama ár kom mað- urinn ásamt lögmanni sínum, Birgi Ísleifi Gunnarssyni hæsta- réttarlögmanni, fyrir fulltrúa yfirborgarðómarans í Reykjavík, krafðist skilnaðar að borði og sæng við konu sína og lagði fram Prestsvottorð, dags. 9. maí 1972, um árangurslausa sáttatilraun. Var þá m. a. bókað: „Maðurinn leggur til, að konan fái forræði yngra barnsins, og kveðst munu greiða með því meðlag, eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma, til 17 ára aldurs þess. Maðurinn gerir kröfur til þess að fá forræði eldra barnsins og kveðst munu sjá um framfærslu þess einn. Maðurinn kveðst hafa reynt að ná samkomulagi við konuna um upphæð lífeyris, en án árangurs. Maðurinn krefst þess, að við úrskurð á lífeyri verði tekið tillit til, hversu meðlagsgreiðslum með börnunum er hátt- að ...“. Hinn 8. júní 1972 kom konan fyrir fulltrúa yfirborgardómara ásamt lögmanni sínum, Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttarlög- manni. Þá var bókað: „Konan samþykkir ekki skilnaðarkröfur mannsins, en í því til- felli, að skilnaður að borði og sæng verði samt sem áður veittur, vill hún tjá sig um aðrar kröfur mannsins. Konan samþykkir ekki kröfu mannsins um forræði eldra barns þeirra hjóna og krefst forræðis þeirra beggja sjálf og meðlags með þeim, eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma, frá útgáfu leyfisbréfs til fullnaðs 17 ára aldurs hvors þeirra. Konan krefst lífeyris úr hendi mannsins, kr. 15.000.00 á mánuði, meðan skiln- aður að borði og sæng varir ...“. Málið var nú afgreitt til dómsmálaráðuneytisins til ákvörð- unar. Áður en úrlausn dómsmálaráðuneytisins lá fyrir, eða hinn 29. ágúst 1972, var skilnaðarmálið tekið fyrir að nýju hjá borgar- dómaraembættinu í Reykjavík og nú af Valgarði Kristjánssyni borgardómara. Þá mættu í skilnaðarmálinu stefnandi, Jón Sig- urðsson, og lögmaður stefndu, Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttar- lögmaður. Þá var m. a. bókað: „Maðurinn samþykkir nú, að konan fái forræði beggja barna Þeirra hjóna, og samkomulag er um, að maðurinn hafi fullan 665 umgengnisrétt við börnin og greiði með þeim meðalmeðlag. Mað- urinn samþykkir að greiða lífeyri til konunnar, kr. 8.000.00 á mánuði, Í eitt ár frá 1. september 1972“. Hinn 8. september 1972 gaf dómsmálaráðuneytið út skilnaðar- leyfisbréf, en í því segir m. a.: „Með því að hinar lögboðnu sáttatilraunir, sem fram hafa farið lögum samkvæmt, hafa reynst árangurslausar, veitist hér með leyfi til skilnaðar að borði og sæng milli téðra hjóna, Jóns Sig- urðssonar og Mínervu Karlottu Aðalsteinsdóttur, með þeim skil- málum, að konan hafi forræði barna þeirra, Sigurðar, f. 29. sept- ember 1969, og óskírðs meybarns, f. 27. desember 1971, og greiði maðurinn konunni meðalmeðlag með hvoru barni frá útgáfudegi leyfisbréfs þessa að telja til fullnaðs 17 ára aldurs barnanna. Sam- komulag er um, að maðurinn njóti eðlilegs umgengnisréttar við börnin. Þá greiði maðurinn konunni í lífeyri kr. 8.000.00 á mánuði í eitt ár frá 1. september 1972 að telja“. Leið nú fram til 23. febrúar 1973, en þá ritaði lögmaður manns- ins, sem þá var Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður, dómsmálaráðuneytinu bréf, en í því segir m. a.: „Forsenda fyrir því, að umbj. m. samþykkti, að konan hefði forræði barnanna og hann greiddi með þeim meðlag og lífeyri til konunnar, var sú, að umgengnisrétturinn yrði haldinn í hvívetna. Þar sem slíkt hefur brugist að miklu leyti, fer umbj. m. nú fram á það, að ráðuneytið taki til úrskurðar á ný um forræði barn- anna og meðlag með þeim, um umgengnisrétt við þau og lífeyri til konunnar. Krefst umbj. m. þess, að hann fái forræði barnanna og lífeyrir til konunnar verði felldur niður. Til vara krefst umbj. m. úrskurðar um réttinn til að umgangast börn sín í samræmi við fyrrgreint samkomulag“. Í greinargerð lögmanns konunnar til dómsmálaráðuneytisins, dags. 1. mars 1973, er eindregið mótmælt kröfu mannsins um breytingu á forræði barnanna. Í greinargerðinni segir m. a.: „Umbjóðandi minn hefur alltaf lýst sig reiðubúna að sam- þykkja umgengnisrétt föður við börnin, og sýnir það best samn- ingur sá um umgengnisrétt, sem hún hefur undirritað og ráðu- neytið hefur þegar fengið. Þennan samning hefur Jón aftur á móti ekki fengist til að undirrita. Umbjóðandi minn kveður það aðeins hafa verið í eitt skipti eftir áramótin sem sonur þeirra hafi verið upptekinn, þegar faðir hans kallaði eftir honum. Um rnánaðamótin janúar og febrúar s.l. neitaði Jón að greiða um- bjóðanda mínum lífeyri nema hún skrifaði áður undir samning 666 um umgengnisrétt. Kveður umbjóðandi minn þá, að hún hafi sagt við Jón í síma, er hann hringdi til að fá drenginn, að hann fengi hann ekki fyrr en Jón hefði greitt lífeyrinn““. Samkomulagstillaga sú, er lögmaður konunnar vitnar hér til, hefur verið lögð fram í málinu. Hún er dagsett 23. febrúar 1973, undirrituð af konunni, en ekki manninum. Í skjalinu segir svo: „1. Faðirinn fái umgengnisrétt við börnin þannig, að hann fái að hafa þau einn dag, frá hádegi fram til kl. 7, á hálfs mánaðar fresti (laugardag eða sunnudag). Ef illa stendur á hjá annaðhvort föður eða móður á fyrirframákveðnum tíma (heimsóknardegi), geta þau breytt heimsóknardeginum, en reyna verða þau að láta hitt vita með einhverjum fyrirvara. 2. Faðirinn fái rétt til að hafa börnin hjá sér yfir helgi (frá laugardegi til sunnudagskvölds) á tveggja mánaða fresti. 3. Faðirinn fái að hafa börnin í eina viku að sumrinu til, og ber þá að taka tillit til sumarleyfis barnanna frá dagheimili þeirra“. Við aðiljayfirheyrslu hefur maðurinn viðurkennt, að þegar skilnaðarmálið var tekið fyrir í borgardómi Reykjavíkur, hinn 29. ágúst 1972, hafi legið fyrir samkomulag milli hjónanna, sem hafi verið að efni til í samræmi við ofangreint skjal. Það sam- komulag hafi komist á daginn áður en bókunin var gerð, þ. e. 28. ágúst 1972. Hinn 21. júní 1973 leitaði dómsmálaráðuneytið umsagnar barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í umsögninni, sem er dagsett 12. september 1973, segir m. a.: „Ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um umgengnisrétt föður við börnin. Virtist konan fús til að undirskrifa nánara fyrir- komulag þar að lútandi, en maðurinn vildi fá skorið úr kröfu hans um forræði barnanna og taldi tilgangslaust að semja frekar um umgengnisréttinn en kveðið væri á um í skilnaðarleyfisbréti d.s. 8. sept. 1972. Við athugun á högum barnanna og móðurinnar kom ekkert það í ljós, sem réttlætt gæti forræðisbreytingu. Á fundi nefndarinnar 27. ág. s.l. var samþykkt að vel athuguðu máli að leggja til, að forræði barnanna verði ekki breytt“. Næst gerðist það, að hinn 24. september 1973 kemur maðurinn fyrir fulltrúa yfirborgardómarans í Reykjavík, krefst lögskiln- aðar og leggur fram prestsvottorð. Var þá m. a. bókað: „Maðurinn gerir kröfur til þess að fá forræði barnanna og kveðst þá munu sjá um framfærslu þeirra einn. Maðurinn kveðst áður hafa krafist forræðis barnanna, í bréfi til dómsmálaráðuneyt- isins, dags. 23. febrúar 1973. 667 Maðurinn segir, að bú þeirra hjóna hafi verið tekið til opin- berrar skiptameðferðar og að skiptum sé ekki lokið“. Með bréfi, dags. 7. nóvember 1973, óskar dómsmálaráðuneytið umsagnar Barnaverndarráðs Íslands um forræðiskröfu mannsins og enn fremur að það geri ákveðna tillögu til ráðuneytisins um tilhögun umgengnisréttarins, ef það telji forræðisbreytingu ekki æskilega. Svarbréf Barnaverndarráðs er dags. 6. desember 1973: „Með vísan til bréfs yðar, dags. 7. nóvember þ. á., upplýsist, að vér höfum rætt við hjónin Jón Sigurðsson, Sunnuvegi 33, Reykja- vík, og konu hans, Mínervu Karlottu Aðalsteinsdóttur, Víðimel 31, Reykjavík, og kannað ástæður þeirra og viðhorf til barna þeirra. Að tilhlutan vorri hefur faðirinn ákveðið að taka upp um- gengni við börnin að nýju. Móðirin hefur aukið tilboð sitt, dags. 23. febrúar þ. á., á þann veg, að föðurnum sé heimilt að hafa börnin hjá sér annan jóladag, nýársdag, annan dag páska og annan dag hvítasunnu. Jafnframt telur hún, að samkomulag geti náðst um enn rýmri umgengni föðurins við börnin, ef hann óskar þess. Barnaverndarráð telur, eins og sakir standa, ekki gildar ástæður til, að breyting verði gerð á forræði umræddra barna“. Hinn 5. mars 1974 kom konan fyrir fulltrúa yfirborgardóm- arans í Reykjavík. Henni voru kynntar kröfur mannsins frá 24. september 1973 og eftir henni bókað: „Mætta samþykkir skilnaðarkröfur mannsins með þeim skil- málum, sem gerðir voru við skilnað að borði og sæng, þ. e. hún haldi áfram forræði barnanna og að eiginmaðurinn greiði með- lag með þeim til 17 ára aldurs. Lífeyrir til eiginkonu hefur verið inntur af höndum í eitt ár. Frúin er því samþykk, að eiginmaður- inn hafi umgengnisrétt við börn sín, börnin megi koma til hans eftir nánara samkomulagi við hana“. Hinn 14. maí 1974 veitti dómsmálaráðuneytið málsaðiljum leyfi til lögskilnaðar. Er þar ákveðið, að konan skuli áfram hafa for- ræði beggja barna þeirra hjóna, en maðurinn njóta „eðlilegs um- gengnisréttar við börnin, samkvæmt nánari ákvörðun með sam- komulagi beggja aðila“. Nokkru áður en lögskilnaðarleyfið var veitt, eða hinn 19. apríl 1974, hafði maðurinn höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur mál það, er hér er til úrlausnar. Aðalkrafa stefndu var sú, að máli þessu yrði vísað frá dómi. Með úrskurði, uppkveðnum 10. des. 1974, var frávísunarkröfu stefndu hrundið. Fram hafa verið lögð í málinu ítarleg gögn um hagi málsaðilja, og rannsókn málsins hefur mjög beinst að því að upplýsa, hvort 668 annmarkar séu á uppeldishæfni þeirra hvors um sig svo og hver tök þau hafi á því að sinna börnum sínum og búa þeim þroska- samlegt uppeldisumhverfi. Af hálfu barnaverndarnefndar Reykjavíkur annaðist Ása Otte- sen, fulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, rannsókn málsins. Í greinargerð sinni til barnaverndarnefndar Reykjavíkur, saminni í ágúst 1973 og í maí 1974, segir fulltrúinn m. a.: „Mínerva Karlotta Aðalsteinsdóttir er fædd í Reykjavík 21. nóvember 1939, foreldrar hennar eru Aðalsteinn Hólm Þorsteins- son og Helga G. Kristjánsdóttir. Karlotta er alin upp hjá fóstur- foreldrum, lauk skyldunámi, fór að vinna í Mjólkursamsölunni. Seinna fór hún í 2ja ára námsdvöl til Englands, eftir heimkomu fór hún til Tóbakseinkasölu ríkisins og hefur unnið skrifstofu- störf æ síðan. Karlotta býr í 3ja herbergja leiguíbúð, heimilið er vistlegt í bezta lagi. Karlotta er há, nokkuð þrekin, dökkhærð og brúneyg. Hún virðist opinská og hreinskiptin, mjög ákveðin. ... Sigurður er mjög myndarlegur drengur, dökkskolhærður, þrek- inn og stór eftir aldri, brúneygur. Hann er mjög líkur föður sín- um, nema augun. Sigurður er líflegur drengur, mjög frjálslegur. Helga er sérlega lagleg, lík móður sinni, með liðað, dökkt hár, en hefur augnalit föður síns. Bæði börnin líta mjög vel út, hrein- leg og sældarleg. ... Kristjana Kristjánsdóttir, fóstra, sagði, að sérstaklega vel væri um börnin hugsað, þau væru alltaf vel upp færð og kurteis. Að sögn fóstrunnar virðast börnin vera vel ræktuð“. Við yfirheyrslu kvað fulltrúinn sér hafa virst samband barn- anna við móður þeirra mjög eðlilegt, en kvaðst ekki hafa séð börnin með föður sínum. Upplýst er, að stefnda réðst hinn 1. nóvember 1973 til Sjúkrasamlags Reykjavíkur og vann þar til 15. maí 1975, tók laun eftir 14. launaflokki BSRB. Síðan fluttist hún til Skagastrandar og hóf þar störf hjá sparisjóðnum á staðnum sem bókari, með kr. 65.000 í mánaðarlaun, hinn 1. júlí sl. Fylgdi starfinu sem staðaruppbót góð fjögurra herbergja íbúð leigulaust. Barnagæslu hafði stefnda hjá eiginkonu sparisjóðsstjórans. Eftir ca tveggja mánaða veru á Skagaströnd lét stefnda af starfi sínu þar. Býr hún nú ásamt börnum sínum hjá systur sinni og mági og fjórum börnum þeirra í fjögurra herbergja blokkaríbúð að Íra- bakka 8 í Reykjavík. Kvað lögmaður stefndu umbj. sinn nú vera að leita sér að húsnæði og einnig atvinnu, m. a. hefði hún sótt um starf hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, en ekki hafa fengið svar ennþá. 669 Við aðiljayfirheyrslu kvaðst stefnda hafa haft kr. 871 þúsund í tekjur árið 1974, meðlagsgreiðslur þó ekki taldar með í þeirri fjárhæð. Af hálfu barnaverndarnefndar Kópavogs annaðist Kristján Guð- mundsson, félagsmálastjóri í Kópavogi, rannsókn málsins. Í skýrslu hans, dags. 20. febrúar 1975, segir m. a.: „Aðspurður um áform sín, að því er börnin varðar, segist Jón hugsa sér að annast þau mest sjálfur. Á vinnutíma sínum (frá kl. 9 f. h. til 4.45) hyggst Jón hafa börnin á dagheimili, en meðan beðið er eftir þeirri vistun, og að öðru leyti sem hún hrekkur ekki til, segist Jón hafa samið við systur sína, Guðmundu Sigurðar- dóttur, um gæzlu barnanna. Guðmunda, sem er húsmóðir að Mið- vangi 85 í Hafnarfirði, hefur staðfest, að samkomulag sé milli þeirra systkinanna um þetta. Jón segist ekki hafa í huga að fá sér ráðskonu. Eins og sakir standa hefur Jón til íbúðar rúmgóða tveggja her- bergja risíbúð, sem hann leigir að Álfhólsvegi 81, Kópavogi. Hann á hinsvegar 4—5 herbergja íbúð í byggingu að Engjaseli 52 í Breiðholti. Jón sannar eignarhald sitt á þeirri íbúð með veð- bókarvottorði, dags. 14.01.1975. Gerir Jón sér vonir um að geta flutt í þessa íbúð í júlí—ágúst í sumar. Auk þessarar íbúðar á Jón hálfa jörðina Hallskot á Eyrarbakka og sumarbústað þar. Sem áður er getið var komið á heimili Jóns, er börn hans voru stödd þar. Að svo miklu leyti sem ráðið verður af stuttri athugun, virtust börnin vel á sig komin og tengsl þeirra við föður eðlileg. Þau léku sér frjálslega og óþvingað og leituðu til Jóns með spurn- ingar og þarfir stundarinnar. Ekki var annað að sjá en börnin yndu sér vel hjá Jóni og samband þeirra við hann væri með þeim hætti sem venja er til milli foreldris og barna. Leitað var til Bjarna Frímannssonar, framkvæmdastjóra Verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar, vinnuveitanda Jóns um árabil, og hann spurður álits um Jón. Bjarni sagði Jón traustan og reglu- saman starfsmann. Hann ynni ekki aðeins tæknivinnu á skrif- stofu, heldur hefði og eftirlit með framkvæmdum út á við. Hefði aldrei komið til árekstra eða umkvartana í sambandi við þau störf. Hann kvað Jón vera mjög vel látinn af samstarfsfólki. Hann væri skapstillingarmaður, en heldur hlédrægur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki vita um neina sérstaka ágalla í fari Jóns. Valgerður Björnsdóttir, Álfhólsvegi 81, Kópavogi, sem leigt hefur Jóni um eins árs skeið, bar honum vel söguna. Sagði hann prúðan og reglusaman. Valgerður sagði, að börnin kæmu til Jóns 670 öðru hverju. Taldi hún, að börnin væru hænd að föður sínum og hann annaðist þau vel, þegar þau væru í húsinu. Að fengnum umsögnum um Jón Sigurðsson virðist mega álykta, að hann sé traustur og áreiðanlegur maður og sé að því leyti fær um að takast á hendur þá ábyrgð, sem fylgir uppeldi barna. Þá virðist hann og fær um að veita börnum sínum samastað og fjár- hagslegt öryggi. Erfiðara er að meta tilfinningaleg tengsl hans og barnanna, en stutt athugun og umsögn Valgerðar Björnsdóttur bendir þó til, að honum hafi, þrátt fyrir skilnað, tekist að við- halda eðlilegum tengslum við þau. Við könnun okkar höfum við ekki orðið áskynja um neitt, er bendi til vanhæfni af hálfu Jóns. Hinsvegar mundi hann, eins og margir aðrir einstæðir foreldrar, þurfa að fá aðra til að annast börnin, meðan hann stundar vinnu. Á grundvelli framangreindra upplýsinga teljum við, að Jón sé fær um að annast uppeldi barna sinna. Eins og getið er í með- fylgjandi bréfi, hefur ráðið hinvegar ekki tök á að rannsaka að- stæður og hæfni konunnar og getur því ekki gert tillögur um, hvoru foreldra sé réttara að veita forræði barnanna“. Stefnandi, Jón Sigurðsson, er fæddur 13. júlí 1933 og uppalinn á Eyrarbakka í sjö systkina hópi. Hann lærði trésmíði og síðan tæknifræði. Hann hefur lagt fram hreint sakavottorð og enn fremur heilbrigðisvottorð Eyjólfs Haraldssonar læknis, sem segir, að hjá honum sé enga kvilla að finna. Samkvæmt skattframtali 1975 eru eignir stefnanda helmingur Hallskots í Eyrarbakka- hreppi, fasteignamat kr. 200.000, íbúð að Engjaseli 52, Reykjavík, fasteignamat kr. 1.381.230, og bifreið, Land-Rover, árgerð 1966. Tekjur hans árið 1974 námu skv. sama skattframtali kr. 1.585.406. Við málflutning var því lýst yfir, að stefnandi væri nú um það bil að flytja inn í íbúð sína, og enn fremur að boð systur hans um að gæta barnanna að deginum, þar til unnt væri að vista þau á dagheimili, stæði enn. Upplýst er, að hvorugur málsaðilja hefur gengið að nýju í hjúskap eða stofnað til óvígðrar sambúðar. Málsástæður. Kröfu sína um, að ógilda beri skilnaðarskilmála þá um forræði barna, er fram koma í bókun hjá borgardómaraembættinu í Reykjavík 29. ágúst 1972, styður stefnandi þeim rökum, að hann hafi með blekkingum og svikum verið fenginn til að samþykkja forræðiskröfur konunnar. Þegar gengið var frá skilnaðarskilmál- um, hafi legið fyrir munnlegur samningur um umgengnisréttinn og þá hafi verið talað um, að efni hans stæði óbreytt, nema ef 671 væntanleg reglugerð um umgengnisrétt þess foreldris, sem eigi fær forræði barna, gangi lengra, þá yrði hún að gilda. Þarna hafi sem sagt verið gefið í skyn af hálfu lögmanns stefndu, að væntanleg væri reglugerð um umgengnisrétt. Hins vegar hafi aldrei verið byrjað á þeirri reglugerð og ekki staðið til, því það sé talið ófært að setja um þetta efnisákvæði í reglugerð, svo margbreyti- leg sem tilvikin séu. Um umgengnisréttinn hafi aðeins verið bókað, að „maðurinn hafi fullan umgengnisrétt við börnin“. Verði það að teljast vanræksla af hálfu þess yfirvalds, sem stóð að milligöngu þessa samkomulags, að gera ekki betur grein fyrir efni þess í bókunum sínum. Enn fremur verði að telja, að yfirvald hafi ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnar sem skyldi gagnvari stefnanda, sem sé ólöglærður og hafi mætt án lögmanns. Þá telur stefnandi, að ógilda beri samkomulagið frá 29. ágúst 1972 vegna brostinna forsendna. Telja verði sannað, hvert efni umgengnisréttarins hafi verið samkvæmt því samkomulagi, er legið hafi fyrir. Það hafi hins vegar komið fljótlega í ljós, að stefnda hafi ekki talið sig bundna af því samkomulagi. Hún hafi margsinnis meinað stefnanda að fá börnin til sín á þeim tímum, sem hann hafi átt rétt á að fá þau samkvæmt margnefndu sam- komulagi. Hafi stefnanda ýmist verið meinað það, án þess að ástæður væru tilgreindar, eða sett hafi verið fram skilyrði, sem stefnandi hafi ekki getað sætt sig við eða ekki haft á valdi sínu að ganga að. Allt frá því að upp úr samvistum málsaðilja slitnaði í mars 1972 og fram til febrúar 1973, hafi stefnandi aðeins fengið börnin til sín í örfá skipti og engin breyting hafi orðið á eftir samkomulagið 29. ágúst 1972. Eftir að stefnandi lét til skarar skríða í málinu, hinn 23. febrúar 1973, hafi komist nokkru betri skipan á þessi mál, en það hafi aðeins staðið í skamman tíma og alls ekki mótþróalaust af hálfu stefndu. Í apríl 1973 hafi um- gengni stefnanda við börn sín alveg fallið niður vegna mótþróa stefndu og hafi staðið svo allt fram í byrjun desember sama ár, eða í nærfellt 8 mánuði. Fyrir milligöngu Barnaverndarráðs Ís- lands hafi stefnandi fengið að nýju umgengni við börn sín um miðjan desember 1973. Þó hafi enn verið um verulegar vanefndir að ræða, þannig að stefnandi hafi aðeins fengið börn sín til sín í um það bil annað hvert skipti, sem hann átti rétt á samkvæmt upphaflega samkomulaginu. Loks hafi það gerst, hinn 15. júní í sumar, að stefnda hafi flust með börnin til Skagastrandar. Stefnandi hafi óskað eftir því að fá þau til sín eina viku nú í sumar, en stefnda hafi meinað honum það. Af þessu megi ljóst 672 vera, að samkomulag það, sem gert var um umgengnisrétt stefn- anda, hafi verið verulega vanefnt af hálfu stefndu. Þar sem það hafi verið alger forsenda af hálfu stefnanda fyrir því, að hann samþykkti, að konan fengi forræði barnanna, að hann nyti eðli- legs umgengnisréttar við þau, umgengnisréttar, er væri Í samræmi við hið munnlega samkomulag aðiljanna, þá leiði vanefndir stefndu til þess, að telja verði forsendur brostnar fyrir forræðis- samkomulaginu og beri því að ógilda það með dómi. Kröfu sína um, að stefnanda verði með dómi falið forræði áðurgreindra barna frá uppkvaðningu dóms til fullnaðs 17 ára aldurs þeirra, styður stefnandi eftirtöldum rökum: Í fyrsta lagi, að vegna breyttra aðstæðna og með tilliti til þarfa barnanna beri á grundvelli 48. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar að breyta samningi þeim um forræði barnanna, er gerður var hinn 29. ágúst 1972. Deilur málsaðilja um fram- kvæmd umgengnisréttar stefnanda við börnin, sem stefnda hafi átt sök á, hafi leitt til þess, að samband barnanna við föður hafi ekki orðið jafneðlilegt og vænta hefði mátt við gerð samkomu- lagsins 29. ágúst 1972. Þá hafi að undanförnu orðið mjög veru- legar breytingar á högum stefndu. Hún hafi í skyndingu hinn 15. maí sl. sagt upp starfi sínu hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og flust til Skagastrandar hinn 15. júní sl. og hafið störf hjá spari- sjóðnum þar á staðnum hinn 1. júlí sl. Dvöl hennar þar hafi þó ekki orðið til frambúðar, eins og ráð var fyrir gert, heldur hafi hún með jafnmikilli skyndingu hlaupið frá starfi sínu á Skaga- strönd og flust aftur hingað til Reykjavíkur. Sé stefnda nú bæði húsnæðislaus og atvinnulaus og dveljist nánast sem gestur með börn sín á heimili systur sinnar og mágs að Írabakka 8 í Reykja- vík, en húsráðendur þar eigi 4 börn. Það sé ljóst, að 4ra herbergja blokkaríbúð sé ekki viðunandi samastaður fyrir 9 manns, þar af 6 börn. Það sé þannig ljóst, að stefnda hafi við núverandi að- stæður litla möguleika á að búa börnum sínum gott þroskasam- legt uppeldisumhverfi og sjá þeim farborða. Loks sé á það að líta, að stefnda sé 65% öryrki samkvæmt vottorði Tryggingastofnunar ríkisins, sem lagt hefur verið fram í málinu. Hljóti svo mikil ör- orka að draga verulega úr getu hennar til að annast og ala upp börn. Enn fremur er því haldið fram af hálfu stefnanda, að stefnda eigi og hafi átt við að stríða mikla geðræna erfiðleika, sem dragi verulega úr hæfni hennar til að ala upp tvö ung börn. Af hálfu stefndu er þeirri málsástæðu alfarið vísað á bug, að samningur aðilja um forræði barna sé ógildanlegur vegna blekk- 673 inga eða svika. Stefnandi hafi sjálfur viðurkennt fyrir dómi hinn 29. maí sl. að samkomulag það, er staðfest var fyrir yfir- valdi hinn 29. ágúst, hafi legið fyrir í endanlegri mynd daginn áður en bókunin var gerð, það er 28. ágúst 1972. Samþykki stefn- anda við því, að stefnda fengi forræði barna þeirra hjóna, hafi því ekki verið nein skyndiákvörðun, stefnandi hafi haft að minnsta kosti sólarhringsumhugsunarfrest, eftir að samkomulagið lá endanlega fyrir og langur aðdragandi hafi verið að gerð þess. Stefnandi hafi því haft góðan tíma til að íhuga málið og leita sér upplýsinga og fá lögfræðilegar leiðbeiningar. Því fari víðs fjarri, að stefnda eða lögmaður hennar hafi á nokkurn hátt beitt blekkingum eða svikum til þess að fá stefnanda til að ganga að umræddu samkomulagi. Allar upplýsingar stefnanda í þá átt séu rangar og auk þess ósannaðar. Ekkert bendi heldur til annars en yfirvald hafi veitt stefnanda réttar og venjulegar upplýsingar og leiðbeiningar við fyrirtöku skilnaðarmálsins. Jafnvel þótt byggt væri á þeirri fullyrðingu stefnanda, að látið hafi verið í veðri vaka, að líkur væru á, að sett yrði reglugerð um umgengnisrétt, þá verði ekki séð, að stefnandi haldi því fram, að honum hafi verið talin trú um, að sú reglugerð breytti neinu um það samkomulag, sem þegar lá fyrir og stefnandi staðfesti fyrir yfirvaldi. Þá mótmælir stefnda alfarið þeirri málsástæðu stefnanda, að margnefnt samkomulag sé riftanlegt eða ógildanlegt vegna brost- inna forsendna. Í fyrsta lagi sé það með öllu ósannað, að sam- komulag um umgengnisrétt hafi verið verulega vanefnt af hálfu stefndu. Þótt nokkuð kunni að hafa skort á, að stefnandi nyti þess umgengnisréttar við börn sín, sem upphaflega var gert ráð fyrir, þá sé það ekki sök stefndu. Ástæðnanna sé fyrst og fremst að leita í því, að stefnandi hafi ekki sýnt þá lipurð og sveigjan- leik, sem nauðsynlegur sé til þess, að umgengni fráskilins for- eldris og barna þess geti orðið snurðulaust og eðlilegt. Einnig sé áhugaleysi stefnanda á því að nýta sér umgengnisréttinn augljós- lega veigamikil ástæða. Í öðru lagi heldur stefnda því fram, að þótt um brot yrði talið vera að ræða á samningi um umgengnis- rétt, þá geti það ekki leitt til ógildingar eða riftunar á samkomu- laginu. Lög nr. 60 frá 1972 um stofnun og slit hjúskapar taki ótvírætt af skarið um þetta atriði. Í 47. gr. laganna segi, að tor- veldi það hjóna, sem hefur forræði barns, að hitt hjóna fái að umgangast barnið, þá sé hægt að knýja það að viðlögðum allt að 500 kr. dagsektum til þess að láta af tálmunum. Öðrum réttar- farsúrræðum verði ekki beitt til framdráttar umgengnisrétti. Það 43 674 verði þannig að gagnálykta út frá nefndri lagagrein á þann veg, að brot á umgengnisrétti geti leitt til ofangreindra réttarfarsúr- ræða, það er dagsekta, en önnur réttaráhrif hafi vanefndir ekki. Í þessu sambandi verði einnig að hafa í huga, að innan sifjaréttar- ins verði ekki beitt ógildingarreglum fjármunaréttar, á sviði sifjaréttar sé samningafrelsið mun takmarkaðra, sbr. t. d. 47. gr. laga nr. 60/1972. Takmörkunin eigi rót sína að rekja til þess, að fleiri en samningsaðiljar hafi hagsmuna að gæta, í þessu tilviki séu það hagsmunir barna, sem þyngstir séu á metunum, en ekki tillitið til samningsaðiljanna sjálfra, það er foreldranna. Loks mótmælir stefnda alfarið þeirri málsástæðu stefnanda, að fela beri honum forræði barnanna vegna breyttra aðstæðna. Upp- lýst sé, m. a. með skýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sem lögð hefur verið fram í málinu, að stefndu hafi farist uppeldi barna sinna vel úr hendi og ekkert hafi skort á góðan aðbúnað þeirra og umönnun. Niðurstaða nefndarinnar hafi verið sú, að ekk- ert sé í ljós leitt, er réttlætt geti breytingu á forræði barnanna. Barnaverndarráð Íslands hafi komist að sömu niðurstöðu. Þá sé á það að líta, að tilfinningatengsl barnanna við móður sína hljóti að vera mun sterkari en tilfinningatengsl þeirra við föður sinn. Þegar stefnandi fór að heiman, hafi drengurinn verið 1) árs, en dótt- irin nýfædd. Frá þeim tíma hafi stefnandi ekki haft forræði barn- anna og umgengni hans við þau hafi verið stopul og brösótt. Börn- in hafi því haft mjög takmörkuð kynni af föður sínum, að minnsta kosti sé það fullvíst um dótturina og ætla verði, að breyting á forræði gæti haft veruleg neikvæð sálræn áhrif á börnin, sem seint yrði úr bætt. Álit dómsins. Aðiljar sörndu svo með sér um forræði barna sinna, að konan skyldi hafa forræði þeirra beggja. Engir þeir annmarkar verða fundnir á umræddri samningsgerð, er ógildingu valdi. Kemur því til álita, hvort stefnandi geti rift samningnum, og einnig hvort fyrir hendi séu þau atvik, að rétt sé með tilliti til breyttra að- stæðna og með tilliti til þarfa barnanna að breyta með dómi samningi aðiljanna um forræði barna sinna. Það er í ljós leitt í máli þessu, að aðiljar þess hafa aldrei átt skap saman. Meðan hjónaband þeirra stóð, var sambúðin erfið, og eftir að því lauk, hófust deilur um nánast öll atriði skilnaðarskil- mála. Bú þeirra gekk til meðferðar skiptaréttar, og ágreiningur varð um lífeyri konu og forræði barna. Deilum þessum tókst að ráða tillykta með samningum, en þá hófust nýjar deilur um fram- 675 kvæmd á samkomulagi um umgengnisrétt. Hefur það leitt til þess, að börnin hafa ekki getað notið þeirra samvista við föður sinn, sem eðlilegt hefði verið og átt hefði að vera framkvæmanlegt á grundvelli þess samkomulags, sem gert var. Gögn málsins benda til þess, að báðir foreldrarnir eigi nokkra sök á því, að börnin hafa ekki getað notið eðlilegra samvista við föður sinn, en telja verður, að manninum hafi tekist að sanna, að konan hafi ekki sýnt þá samvinnulipurð varðandi þennan þátt í uppeldi barnanna, þ. e. umgengni við föður, sem henni bar og ætlast mátti til. Þegar litið er til fenginnar reynslu, verður að telja litlar líkur á því, að þar verði breyting á, meðan núrverandi skipan forræðis barnanna stendur. Það er álit hinna sérfróðu meðdómsmanna, enda staðfest með ákvæðum laga nr. 60/1972, að umgengni barns við báða foreldra sína er því almennt mikilvæg uppeldislega séð. Einkum telja með- dómsmennirnir, að drengurinn sé nú að komast á þann aldur, þegar umgengni við föður fer að skipta hann verulegu máli. Þess er að vænta, að það gæti helst greitt fyrir nokkurri umgengni beggja foreldranna við börn sín, ef hvort foreldri hefði forræði annars barnsins og þau gætu skipst nokkuð á um að hafa bæði börnin hjá sér, en það væri nauðsynlegt, til þess að samband barnanna sín á milli geti áfram haldist. Það er upplýst, m. a. með rannsókn Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar, sem fram fór haustið 1973 og vorið 1974, og rannsókn Félagsmálastofnunar Kópavogs, sem fram fór í febrúar 1975, að uppeldishæfni beggja málsaðilja verður að teljast fullnægjandi. Fram hjá því verður þó ekki horft, að veruleg breyting hefur orðið til hins verra á aðstæðum konunnar til þess að búa börnum sínum þroskasamlegi uppeldisumhverfi, frá því rannsókn Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar fór fram. Ljóst er, að nokkur óvissa ríkir um hag konunnar, og þá jafnframt um það, hverjir verða möguleikar hennar á því að sjá tveim börnum farborða og búa þeim viðunandi heimili og síðar meir kosta þá menntun þeirra, sem hæfileikar þeirra og hugur kann að standa til. Með tilliti til alls þessa og með vísan til 48. gr. laga nr. 60/ 1972 verður því niðurstaða dómsins sú, að maðurinn á að fá for- ræði drengsins, Sigurðar, en konan á að hafa áfram forræði dóttur- innar, Helgu. Er þá við það miðað, að með samkomulagi eða úr- lausn ráðuneytis verði umgengnisrétti skipað á þann veg, að börnin megi sín á milli áfram njóta nokkurra samvista. Málskostnaður fellur niður, en málsvarnarlaun skipaðra tals- 676 manna stefndu, þeirra Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttarlög- manns og Ólafs Axelssonar, cand. jur., samtals að fjárhæð kr. 90.000, greiðast úr ríkissjóði. Már Pétursson héraðsdómari, sem með bréfi dómsmálaráðu- neytisins, dags. 19. október 1974, var skipaður setudómari í máli þessu, eftir að hinn reglulegi dómari, Stefán Már Stefánsson borg- ardómari, hafði með úrskurði, uppkveðnum 9. september 1974, vikið sæti í málinu, kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönn- unum Sigurjóni Björnssyni prófessor og Þorgeiri Ibsen skólastjóra. Dómsorð: Stefnandi, Jón Sigurðsson, Álfhólsvegi 81, Kópavogi, skal hafa forræði sonarins, Sigurðar, sem fæddur er 29. septem- ber 1969. Stefnda, Mínerva Karlotta Aðalsteinsdóttir, Írabakka 8, Reykjavík, skal hafa forræði dótturinnar, Helgu, fæddrar 27. desember 1971. Málskostnaður fellur niður, en málsvarnarlaun talsmanna stefndu, þeirra Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttarlögmanns og Ólafs Axelssonar, cand. jur., samtals að fjárhæð kr. 90.000, greiðast úr ríkissjóði. Miðvikudaginn 15. september 1976. Nr. 166/1976. Ákæruvaldið gegn Guðmundi Kristjánssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 4. sept. 1976, sem barst Hæstarétti 6. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt heimild í 3. tölulið 172. gr. laga nr. 677 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar og krafist þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 4. september 1976. Ár 1976, laugardaginn 4. sept., var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum, sem háð var í húsakynnum dómsins að Hverfisgötu 113, Reykjavík, af Arnari Guðmundssyni við und- irritaða votta, kveðinn upp úrskurður þessi. Málsatvik eru þau, að þann 6. ágúst sl. var Guðmundur Krist- jánsson, fæddur 15. júní 1955, úrskurðaður í allt að 30 daga gæsluvarðhald vegna gruns um, að hann hefði þá um nokkurra mánaða skeið staðið að útvegun ýmissa kannabisefna. Gæslu- varðhald rennur út á morgun. Jónas Ómar Snorrason, 19 ára, sem setið hefur í gæsluvarð- haldi vegna þessa sama máls frá 21. júlí sl., hefur borið að hafa á tímabilinu apríl— júlí fengið umtalsvert magn kannabisefna frá Guðmundi Kristjánssyni, nánar samtals um 400 grömm af hassi af ýmsum tegundum, masasharif, Líbanon, Kasmír, tyrkneskt hass og svart, um 900 grömm af marihuana, mest sn. alco pulko gold og 25 grömm af hassolíu. Þá kvaðst Jónas hafa fengið 50 grömm hass og 12 grömm olíu frá Gunnari Gíslasyni, Möðrufelli 1, og að sögn Jónasar sagði Gunnar efnið komið frá Guðmundi, og kveðst Jónas samkvæmt því að hluta til hafa gert upp við Gunnar, en síðar ætlað að gera endanlega upp við Guðmund. Rannsókn þessi er mjög umfangsmikil, og er marga að yfir- heyra, m. a. hafa á fjórða tug unglinga viðurkennt bein fíkniefna- viðskipti við Jónas, og þannig reyndar staðfest hans framburð það atriði varðandi. Að sögn Jónasar gætti Guðmundur Kristjánsson ætíð fyllstu varkárni í sínum viðskiptum og samkvæmt því hafi aldrei verið vitni þar að. Tveir aðiljar, sem voru með Jónasi í dreifingu, þeir 678 Svanur Jónsson og Finnbogi Þorláksson, hafa borið, að Jónas hafi sagt sér, að hann hafi fengið efni hjá Guðmundi og báðir í því sambandi viðurkennt að hafa keyrt Jónas að Kleppsvegi 72, þar sem Guðmundur býr, og beðið eftir honum, meðan hann náði í efni. Finnbogi hefur auk þess borið sjálfstætt fyrir dómi, að er Jónas var handtekinn 21. júlí sl., hafi verið um 200 grömm af marihuana falin í eldhúsi íbúðar þeirrar, sem Finnbogi hefur til umráða, og hafi efni þetta verið á Jónasar vegum. Jónas hefur sjálfstætt borið hið sama og að efnið hafi hann fengið skömmu áður hjá Guðmundi, og meira til. Þá skýrði Finnbogi frá því, að þetta sama kvöld hafi Guðmundur komið til sín í Mjóstræti til að fá fréttir af handtökum, og þar og þá kveðst Finnbogi hafa afhent Guðmundi afgang efnis, þar sem Guðmundur hafi sagt, að hann hefði áður látið Jónas fá þetta efni, enda kveðst Finn- bogi hafa trúað Guðmundi og verið minnugur fyrri orða Jónasar. Guðmundur, sem lenti með saknæmum hætti í fíkniefnamáli með Jónasi og fleirum í apríl sl., en það mál telst að fullu upp- lýst, hefur mjög oft verið yfirheyrður undanfarnar vikur, en framan af neitaði hann að svara spurningum varðandi grunsemdir dómara þess efnis, að hann væri grunaður um dreifingu kannabis- efna, en nú síðustu daga hefur hann sagt þennan áburð rangan. Hins vegar hefur Guðmundur viðurkennt að hafa í sumar reykt hass og í því sambandi keypt gramm og gramm og gefið kunn- ingjum með sér. Í dómi nú fyrir stundu, sem og reyndar hjá lögreglu í fyrra- dag, viðurkenndi Guðmundur að hafa komið í Mjóstræti til Finn- boga dag þann, sem Jónas var handtekinn, eða daginn eftir, og að hafa þá verið að svala forvitni sinni varðandi það, sem hann hafði heyrt, þ. e. að Jónas hefði verið handtekinn vegna fíkniefna- máls. Sagði Guðmundur Finnboga hafa sagt sér, að þeir Jónas hefðu verið færðir til yfirheyrslu, en Finnboga sleppt að henni lokinni. Jafnframt hafi Finnbogi sýnt sér marihuana í plast- poka, sem falið var í eldhúsi og tilheyrði Jónasi. Kvaðst Guð- mundur hafa ráðlagt Finnboga að losa sig við efnið og samkvæmt beiðni hans aðstoðað við það að taka efnið og henda því í ösku- tunnu skammt frá, er hann hélt úr húsinu. Guðmundur, sem að eigin sögn hefur mikið unnið frá 15 ára aldri, stundaði iðnskólanám í vetur, en frá því skóla lauk 7. maí vann hann í einn mánuð, en hélt þá í 12 daga skemmtiferð til Kaupmannahafnar samkvæmt eigin sögn og dvaldi um tíma í Christíaníuhverfi. 679 Sérstaklega aðspurður um helstu kunningja í sumar segir Guð- mundur það helst hafa verið Gunnar Gíslason. Gunnars þessa Gíslasonar hefur verið leitað vegna málsins frá því í lok júlí og m. a. auglýst eftir honum í útvarpi. Hann gaf sig fram Í gær og var í morgun úrskurðaður í allt að 20 daga gæsluvarðhald. Hann viðurkenndi hassreykingar í sumar, en neit- aði áburði um dreifingu sem röngum. Staðfest er, að Gunnar leysti út ferðamannagjaldeyri fyrir kr. 37.000 þann 19. maí 1976 og fyrir kr. 20.000 þann 25. júní 1976. Umfang þessarar rannsóknar er mjög mikið, og samkvæmi því, sem að framan er rakið, telst hvergi nærri lokið rannsókn á meintri útvegun Guðmundar Kristjánssonar á kannabisefnum. Ekki hefur tekist að kanna til hlítar veigamikla þætti, svo sem staðfesta tilgang og árangur Kaupmannahafnarferðar og sýna fram á raunverulega fjármunahreyfingu Guðmundar, eftir að skóla lauk, og stöðu fjármála hans á hverjum tíma síðan þá. Guðmundur hefur ekki gengist við ætlaðri hlutdeild í samræmi við það, sem aðrir hafa borið sjálfstætt, og enn þykir veruleg hætta á, að hann torveldi og tefji rannsókn, ef hann er frjáls ferða sinna, og þykir því óhjákvæmilegt í þágu rannsóknar máls að framlengja um sinn gæsluvarðhaldsvist Guðmundar, sbr. 2. gr., sbr. 5. gr., sbr. einnig 6. gr. laga nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 390/1974, sbr. og 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974, enda eru ákvæði 65. gr. stjórnarskrár ekki því til fyrir- stöðu, að gæsluvarðhaldi sé beitt, þar sem brot það, sem kærði er grunaður um, gæti varðað fangelsi, ef sannaðist. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 30 dögum. Úrskurðarorð: Guðmundur Kristjánsson, fæddur 15. júní 1955, skal sæta gæsluvarðhaldi í allt að 30 dögum. 680 Föstudaginn 24. september 1976. Nr. 155/1974. Páll Árnason (Gunnar Sæmundsson hdl.) Segn Goða h/f (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Sig- urður Líndal. Fasteisnakaup. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. september 1974. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt óheimilt að gera íbúð í kjallara hússins nr. 95 við Hring- braut í Reykjavík, að stefnda verði dæmt að afhenda áfrýj- anda innan 15 daga frá uppkvaðningu dóms í máli þessu eignarhlutdeild áfrýjanda í gangi framan við snyrtiherbergi og myrkraherbergi í kjallara nefnds húss svo og eignarhlut- deild í snyrtiherberginu og myrkraherberginu, allt í um- sömdu ástandi, þ. e. að umrætt húsrými sé tilbúið undir tré- verk og málningu, að stefnda verði innan sama frests sert að fjarlægja hleðslu í dyraopi milli umrædds gangs og gangs framan við geymslur, að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um skyldu stefnda til að setja upp handrið við tröppur að sorp- seymslu hússins og að stefnda verði gert að framkvæma það innan sama frests. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti hefur verið lýst yfir því af hálfu máls- aðilja, að ágreiningslaust sé, að uppdráttur af kjallara á héraðsdómsskjali nr. 6 hafi verið lagður til grundvallar í samningum aðilja um íbúðarkaupin. Uppdráttur þessi ber með sér, að hið umdeilda húsrými í kjallara, myrkraherbergi, 681 snyrtiherbergi og gangur þar fyrir framan, er ekki í slíkum tengslum við íbúð áfrýjanda eða þann eignarhluta hans í kjallara, sem greinir í kaupsamningi, að áfrýjandi hafi mátt ætla, að hann eignaðist hlutdeild í áðurnefndu húsrými. Sam- kvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Páll Árnason, greiði stefnda, Goða h/f, 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. júní 1974. 1. 1.1. Mál þetta er höfðað með stefnu, birtri 19. október 1973. Munnlegur málflutningur fór fram þann 10. júní sl., og var málið dómtekið að honum loknum. Stefnandi máls þessa er Páll Árnason, Hringbraut 95, Reykja- vík, en stefndi er Haraldur B. Bjarnason múrarameistari, Laufás- vegi 19, Reykjavík, stjórnarformaður f. h. Goða h/f, Reykjavík. Dómkröfur stefnda eru þær, a. að stefnda verði dæmt óheimilt að gera íbúð í kjallara hússins nr. 95 við Hringbraut hér í borg, b. að stefnda verði dæmt að afhenda honum innan 15 daga frá uppkvaðningu dóms í máli þessu eignarhlutdeild hans í gangi framan við snyrtiherbergi og myrkraherbergi í kjallara hússins nr. 95 við Hringbraut svo og eignarhlutdeild í snyrtiherberginu og myrkraherberginu, allt í umsömdu ástandi, þ. e. að umrætt húsrými sé tilbúið undir tréverk og málningu, c. að stefnda verði innan sama frests gert að fjarlægja hleðslu í dyraopi milli um- rædds gangs og gangs framan við geymslur, d. að stefnda verði innan sama frests gert að setja upp handrið við tröppur að sorp- geymslu í samræmi við kröfur byggingarsamþykktar, og loks e. að stefnda verði dæmt að greiða honum málskostnað að skað- lausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Stefndi hefur krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu. 682 Sáttatilraunir hafa farið fram, en viðleitni í þá átt hefur ekki borið árangur. 2. 2.1. Málsatvik eru þau, að stefnandi keypti af stefnda íbúð í húsinu nr. 95 við Hringbraut í Reykjavík samkvæmt kaupsamn- ingi aðilja, dags. 7. október 1971. Í samningnum er hinu selda svo lýst: ,,... Eignarhluti þessi er 20.4% alls hússins, eða 201.2 mö. Íbúðin er þrjú herbergi og eldhús ásamt baðherbergi og enn fremur fylgir geymsla í kjallara, hluti í þvottahúsi, hluti í sorp- geymslu, hluti í barnavagna- og reiðhjólageymslu og hluti í sam- eiginlegum göngum. Hið selda afhendist í eftirgreindu ástandi: Íbúðin skal fullfrágengin undir tréverk og málningu. Húsið skal fullfrágengið að utan, múrhúðað og fullfrágengið þak, en ekki málað. Þá skal íbúðin afhendast með tvöföldu verksmiðju- gleri, miðstöðvarlögn og ofnum, sömuleiðis fullbúin undir tré- verk og málningu, svo og sameign öll innan húss. Föndurherbergi í kjallara fylgir ekki.... 2. gr. Kaupandi hefur kynnt sér teikningar og fyrirkomulag eignarinnar og sætt sig við það að öllu leyti. ... 5. gr. Afsal fyrir eigninni skal gefið út, þegar kaupandi hefur staðið við allar skuldbindingar sínar skv. framangreindu ...“. Upplýst er í málinu, að stefndi stóð fyrir byggingu nefnds húss. Hann hefur nú selt allar íbúðirnar í húsinu, en þær eru fjórar talsins, tvær á hvorri hæð. Við sölu hverrar íbúðar undan- skildi hann eitt föndurherbergi í kjallara, en lega þeirra sést á teikningu þeirri, sem sýnd er hér á eftir. Í sumum kaupsamn- ingunum var beinlínis tekið fram, að kaupanda væri kunnugt um, að gera ætti íbúð í kjallara. Höfuðatriði deilumáls þessa snýst um fyrirkomulag og eignar- rétt í kjallara. Stefndi telur sig eiga þann hluta kjallarans, sem takmarkast af 85 em breiðum gangi, og virðist hann ætla að hag- nýta þann hluta sem íbúð eða á svipaðan hátt. Stefnandi telur sig hins vegar eiga eignarhlutdeild í sameiginlegum rýmum í þessum hluta kjallarans. Á upphaflegri teikningu, sbr. dskj. nr. 4, er þetta húsrými sýnt sem tvö föndurherbergi, tvær geymslur, þvotta- og þurrkherbergi, myrkraherbergi, snyrting og gangur. Á síðari teikningu er þetta húsrými sýnt sem 4 föndurherbergi, myrkraherbergi, snyrting og forstofa, en hurð á gangi inn í þetta kjallararými (þ. e. innan frá) er ekki sýnd á teikningunni. Nýj- 683 asta teikningin, þ. e. dskj. nr. 14, er að öllu leyti eins og teikn- ingin á dskj. nr. 6, nema þar er sýnd hurð á fyrrnefndum gangi inn í hið umdeilda kjallararými. Teikningin á dskj. nr. 6 lítur þannig út: 1020 20 200 ÞVOTTAHÚS , BARNAVAGN HJOL SORP Á | g lo. 416 Á 000 300 FE Á s 50) 260 F RA. | ( 275 Á | SNÝRTING „Joð Á || FÖNDURHERB. 21. 10 8 GEYMSLA „. 2.HH 0 1 = 30 is 8 NN GEYMSLA 1 HV. 8 1 Tr s Il ceynsta AN . Á 85 | 310 8 o)|/i6 | FÖNDURH | ko 8 | | 0" .N 35 s'3 Tf ET T FöNourn. 8 HH FÖNDUR HERB HH 684 Stefnandi gaf skýrslu hér fyrir dómi 14. febrúar 1974. Upphaf málsins sagði hann það, að hann hefði séð auglýsingu í Morgun- blaðinu frá fasteignasölu á Eiríksgötu, Reykjavík, um íbúð í smíðum. Kveðst stefnandi hafa haft samband við fasteignasöluna og fengið þar nokkrar upplýsingar, en fasteignasalan hafi vísað sér á Harald B. Bjarnason bæði með teikningar af íbúðinni og annað. Árni Kristjánsson, faðir stefnanda, hjálpaði honum við kaupin. Kveðst stefnandi í framhaldi af þessu hafa haft samband við Harald, sem hafi sýnt sér grunnmynd af fyrstu hæð hússins. Af almennum áhuga kvaðst stefnandi hafa farið á byggingarstað og séð þar nokkrar teikningar. Stefnandi sagði, að ekkert hefði verið rætt um íbúð í kjallara hússins, áður en samningar voru undirritaðir, en þó hafi föndur- herbergi verið undanskilin í kaupsamningi. Stefnandi kveðst að- eins einu sinni hafa farið á fasteignasöluna við Eiríksgötu, þ. e. begar kaupsamningur var undirritaður, og var þá faðir stefnanda með í förinni. Er þeir voru á leið út í bifreið eftir undirritun samninga, segir stefnandi, að faðir sinn hafi spurt Harald að því, hvað hann hygðist gera við föndurherbergin í kjallaranum. Hafi Haraldur þá sagt, að hann ætlaði að láta kunningja sinn hafa þau sem samastað eða íbúð. Kveðst stefnandi þá hafa spurt Harald að því, hvort þetta væri ekki ólöglegt samkvæmt byggingarsam- Þykkt, en Haraldur hafi svarað því til, að kaupandi að herbergj- unum í kjallaranum yrði þá að taka því. Stefnanda var sýnd umrædd teikning á dskj. nr. 6. Kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa séð teikningu þessa, áður en kaupsamningur var undir- ritaður. Stefnandi sagði, að stefndi hafi neitað að gefa út afsal og krafist einhverra breytinga frá kaupsamningi. Stefnandi sagði, að þeir Haraldur hafi hist oftar en einu sinni í sambandi við samn- ingsgerð. Stefnandi kvaðst enga aðstöðu hafa haft til að rengja hlutfallstölur þær, sem gefnar voru upp í kaupsamningi. Þá sagði stefnandi, að gengið hefði verið frá öllum handriðum í húsinu nr. 95 við Hringbraut, nema því, sem um væri deilt í máli þessu. Hafi stefndi Haraldur þó lofað sér munnlega, að það yrði gert. Vitnið Árni Kristjánsson, faðir stefnanda, gaf vitnaskýrslu hér fyrir dóminum 10. maí sl. Kvaðst vitnið hafa ákveðið að hjálpa syni sínum, Páli, að kaupa íbúð. Þeir hafi haft samband við fast- eignasöluna að Eiríksgötu 19 símleiðis, en starfsmenn fasteigna- sölunnar hafi vísað á Harald. Viðskiptin fóru aðallega fram á milli vitnisins og Haralds, segir í skýrslu Árna. Hvíldi og yfirleitt almennt meira á vitninu að ganga frá samningunum við stefnda, 685 enda þótt stefnandi, Páll, hafi tekið þátt í þessu. Nánar voru viðskipti þeirra í því fólgin, að því er í skýrslu Árna segir, að fyrst var þráttað um verð á íbúð þeirri, sem sala tókst síðar um. M. a. hafi þá komið fram hjá stefnda, að hann, stefndi, vildi undanskilja föndurherbergi í kjallaranum. Af þessum sökum kom nokkurt hik á vitnið um kaup á íbúðinni yfirleitt, en að því kom, að stefndi setti niður verðið um kr. 100.000, og tókst þá sam- komulag um að undanskilja föndurherbergi í sölunni. Sagði vitn- ið, að hann og Haraldur hafi að öðru leyti gengið frá öllum aðalat- riðum kaupsamningsins. Hafi stefndi að nokkru leyti gefið sér upp, hvernig kaupsamningurinn ætti að vera orðaður, og skildist vitninu, að þar hafi Haraldur haft fyrir sér fyrirmynd varðandi kaup Hafliða Baldurssonar á íbúð hjá stefnda í sama húsi. Vitnið og Haraldur náðu samkomulagi um kaupin, en vitninu þótti ekki rétt að ganga fram hjá fasteignasölunni að Eiríksgötu 19. Náði vitnið samkomulagi við fasteignasöluna um tiltekna söluþóknun, en aðstoð fasteignasölunnar í framhaldi af þessu var Í því fólgin að taka saman þau samningsaíriði, sem vitnið og Haraldur höfðu komið sér saman um áður, og að færa þau í samningsform. Vitnið kvaðst ekki muna eftir því að hafa séð teikningar á fasteignasölunni, enda hafi starfsmenn fasteignasölunnar vísað sér strax á Harald. Vitnið kveðst þó muna, að Haraldur hafi komið með einhverjar teikningar til sín. Við undirritun kaup- samnings var heldur ekki hugað að neinum teikningum, segir Í skýrslu vitnisins, enda var áður búið að ganga frá öllum atriðum í sambandi við kaupin. Vitnið kvaðst á þessum tíma ekkert hafa vitað um það, hversu stefndi ætlaði að nota föndurherbergið (föndurherbergin). Í skýrslu vitnisins segir, að eftir undirritun kaupsamnings og er þeir Haraldur voru á leiðinni frá fasteigna- sölunni, þá hafi þetta fyrst borið á góma. Kveðst vitnið sérstak- lega hafa spurt Harald að því, hvað hann ætlaði að gera við plássið, sem hann undanskildi. Hafi Haraldur sagt, að hann ætlaði að hjálpa kunningjum sínum um þetta pláss. Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður stefnda, Haraldur B. Bjarnason, gaf skýrslu hér fyrir réttinum 14. febrúar sl. Sagði Haraldur, að afskipti sín við stefnanda, Pál, hafi engin verið, fyrr en Haraldur sá stefnanda, er undirritun kaupsamnings fór fram. Hins vegar voru skipti Haralds við föður stefnanda, Árna, meiri vegna sölu umræddrar íbúðar. Upphaflega hafi Árni hringt í sig. Í raun og veru hafi hann, Haraldur, og Árni afgreitt flest atriði varðandi umrædd kaup í síma, þar á meðal verð og fleira, 686 segir í skýrslu Haralds. Kvaðst Haraldur jafnvel halda, að Árni hefði gert uppkast af kaupsamningi, og var það sá kaupsamningur, sem þeir skrifuðu undir á umræddri fasteignasölu. Kvaðst Har- aldur hafa séð, að samningurinn var laus í reipunum, en hann og Árni hafi orðið sammála um, að ekki kæmi til mála, að deila gæti risið út af þessum kaupum. Um leið og samningar voru gerðir, kveðst Haraldur hafa látið Árna vita, að hann mundi selja kunningja sínum íbúð í kjallaranum. Haraldi var sýnd teikningin á dskj. nr. 4. Kvað hann, að arki- tektinn, Hróbjartur Hróbjartsson, hafi sent umrædda teikningu á dskj. nr. 4 inn til samþykkis byggingaryfirvalda án sinnar vit- undar og leyfis. Strax og Haraldur varð þessa var, kveðst hann hafa beðið Hróbjart um að breyta teikningunni í þá átt sem dskj. nr. 6 sýni og hafi Hróbjartur geri það. Hins vegar hafi Hróbjartur ekki sent þessa breytingu til byggingaryfirvalda til samþykktar, en þar telur Haraldur um að ræða gleymsku hjá Hróbjarti. Kvað Haraldur, að umrætt hús hafi verið byggt og selt á grundvelli teikningarinnar á dskj. nr. 6. Sagði hann, að þessi teikning (sbr. dskj. nr. 6) hafi legið fyrir á fasteignasölu Vagns Jónssonar og umræddri fasteignasölu á Eiríksgötu 19 og víðar. Taldi Haraldur alveg öruggt, að Árni hafi séð þessa teikningu á fasteignasölunni á Eiríksgötu 19. Útreikningar á eignarhlutföllum í húsinu hafa verið lagðir fram. Sagði Haraldur, að Geirharður Þorsteinsson arkitekt, félagi áðurgreinds Hróbjarts arkitekts, hafi reiknað út eignarhlutföllin. Á útreikningum þessum komi fram, að svonefnd föndurherbergi í kjallara eigi einnig hlutdeild í annarri sameign. Sagði Haraldur, að kaupendur íbúðanna í húsinu hafi einir séð um þessa útreikn- inga, og kveðst Haraldur sjálfur alltaf hafa verið krafinn um gjöld í samræmi við þessa útreikninga. Vitnið Jón Þórólfsson gaf vitnaskýrslu hér fyrir dómi 10. maí 1974, en vitnið var sölumaður á fasteignasölunni að Eiríksgötu 19, Reykjavík, og meðeigandi í henni. Vitnið sagði, að stefndi hafi verið með íbúðir í sölu á fasteignasölunni, þar á meðal íbúð þá, sem mál þetta snýst um. Honum var sýnt dskj. nr. 6 í málinu. Sagði hann, að þessi teikning hefði legið frammi á fasteignasöl- unni. Hann kvaðst ekki muna, hvort hann hefði sýnt Árna eða Páli þessa teikningu, en taldi þó líklegra, að svo hefði verið. Annars sagði vitnið, að Árni og Haraldur hefðu sjálfir gert út um þessi kaup og fasteignasalan hefði lítið komið þar nærri. Þó 687 hafi Árni hringt í sig og vildi, að kaupin gengju formlega í gegn- um fasteignasöluna. Gekk fasteignasalan frá skriflegum kaup- samningi Í þessu sambandi. Vitnið Hróbjartur Hróbjartsson gaf skýrslu hér fyrir dómi 10. maí 1974. Honum voru sýndar teikningarnar á dskj. nr. 4 og nr. 6. Kvaðst hann hafa teiknað báðar teikningarnar. Sagði hann, að teikningin á dskj. nr. 4 væri gerð á undan, og kvaðst vitnið hafa dagsett hana í október 1969. Þessi teikning hafi verið send inn og samþykkt af byggingaryfirvöldum þann 20. nóvember 1969. Teikning á dskj. nr. 6 væri hins vegar breyting á teikningu nr. 4. Breytingin væri gerð að beiðni byggjanda, og man vitnið, að hann gerði þá breytingu á dskj. nr. 6, skömmu eftir að teikningin á dskj. nr. 4 hafði verið samþykkt af byggingaryfirvöldum. Vitnið upplýsti, að teikningin á dskj. nr. 6 hafi ekki verið send til bygg- ingaryfirvalda til samþykktar. Hafi það annað hvort stafað af misskilningi milli sín og stefnda eða mistökum sínum. Vitnið var spurt um venjur í þessu sambandi, þ. e. hvor eða hver færi með teikningar til samþykktar, en vitnið gat ekki bent á neina venju í þessu efni. Sagði vitnið, að þegar um nýjar teikningar væri að ræða, sendu arkitektar þær sjálfir yfirleitt til samþykktar. Hins vegar væri þetta ekki augljóst, þegar um væri að ræða breytingar. Vitninu var sýnt dskj. nr. 14, og hann var spurður um, hvort hann gæti gert sér grein fyrir, hvers vegna hurð í kjallaragangi sé á annarri teikningunni, en ekki á teikningunni á dskj. nr. 6. Vitnið kvaðst halda, að þetta væri í sambandi við útreikning á stærðarhlutföllum hússins, þ. e. dskj. nr. 9 í málinu. Kvaðst vitnið sjálft eða samstarfsmaður sinn hafa reiknað út þessar stærðir. Hurðin hafi verið sett inn á teikninguna til að sýna skilin milli þess, sem kallað væri föndurherbergi á dskj. nr. 9, og þess, sem kallað væri sameign á sama dómsskj. Hélt vitnið, að bygginga- meistarinn hefði beðið um þessa útreikninga og jafnframt, að hurðin væri sett inn á teikninguna. Vitnið var spurt, hvort hann vissi, eftir hvaða teikningu húsið var byggt. Vitnið kveðst halda, að húsið hafi verið byggt eftir teikningunni á dskj. nr. 6. Vitnið Örnólfur Björnsson gaf skýrslu hér fyrir dómi 10. maí sl., en vitnið er húsasmíðameistari og stóð fyrir byggingu hússins nr. 95 við Hringbraut. Vitninu var sýnt dskj. nr. 4 og 6. Sagði vitnið, að ekki færi á milli mála, að teikningin á dskj. nr. 6 hefði verið lögð til grundvallar við byggingu hússins. Vitninu var sýnd teikningin á dskj. nr. 14. Hann kveðst ekki minnast þess 688 að hafa séð þessa teikningu eða hurð þá, sem þar er teiknuð á gangi. Vitnið var spurt um vitneskju sína varðandi íbúð í kjall- ara, en um það kvaðst vitnið ekkert vita. Ljósmynd óundirritaðs afsals liggur frammi í málinu. Er afsal þetta stílað til stefnanda og ber með sér dagsetninguna 5. febrúar 1973. Í afsali þessu segir meðal annars: „,... Föndurherbergi í kjallara fylgir ekki og ekki heldur hlutdeild í innri forstofu, sem liggur að föndurhergi, og ekki hlutdeild í myrkraherbergi og snyrtingu í kjallara. Hinn seldi eignarhluti telst vera 20.4% allrar húseignarinnar“. Framkvæmdastjóri stefnda, Haraldur B. Bjarnason, hefur í aðiljaskýrslu sinni skýrt svo frá, að þetta afsal hafi legið tilbúið á fasteignasölunni. Afsalið hafi þó ekki verið afhent, þar sem stefnandi og faðir hans, Árni, hafi neitað að skrifa undir það, er þeir komu á fasteignasöluna. Á þessum tíma kveðst Haraldur ekki hafa verið búinn að skrifa undir afsalið sjálfur. Um þetta segir í aðiljaskýrslu stefnanda, að stefndi hafi neitað að undir- skrifa afsal og krafist breytinga frá kaupsamningi. Í skýrslu fyrr- greinds vitnis, Jóns Þórhallssonar, sagðist vitnið muna eftir því, að Haraldur hafi óskað eftir því, að skýrar væri kveðið á um það í afsali, hvað væri undanskilið. Sagði vitnið, að þetta hefði verið ófullkomið í kaupsamningi. 3. 3.1. Í greinargerð stefnanda segir, að hin umdeildu húsrými séu herbergi í kjallara, auðkennd „myrkrah., snyrting“, og sá hluti kjallaragangs, sem er framan við herbergi þessi, þ. e. sá hluti gangsins, sem er samkvæmt teikningu, er tveir metrar að breidd, sbr. teikningu, sem sýnd er í 2.1. Hleðsla sú, sem krafist er, að fjarlægð sé, er þar, sem gangurinn mjókkar í 85 cm sam- kvæmt teikningunni. Því er og haldið fram, að handrið það, sem um ræðir í málinu, eigi að koma ofan á 15 cm vegginn meðfram tröppunum að sorpgeymslu og allt að húsvegg. Krafan um handrið er byggð á 2. mgr. 73. gr., sbr. 69. gr. bygg- ingarsamþykktar Reykjavíkur nr. 39/1965 svo og því ákvæði kaupsamnings, að húsið skuli fullfrágengið að utan. Krafa um afhendingu eignarhluta í fyrrgreindum kjallaragangi og tveim herbergjum er reist á því, að þegar kaup séu gerð, verði að koma ótvírætt fram, ef seljandi íbúðarhúsnæðis hyggist undanskilja einhvern hluta sameignar við sölu. Ekkert slíkt hafi komið fram við kaupin. Hins vegar hafi tiltekið herbergi (föndurherbergi), 689 sem teikning geri ráð fyrir, að fylgi íbúð stefnanda, verið undan- skilið við söluna. Ekki tíðkist, að einstakir hlutar sameignar séu tæmandi taldir í slíkum samningum. Stefnandi hafi því réttilega mátt ganga út frá því, að umdeild húsrými hafi fylgt með í kaup- unum. Þessa niðurstöðu styður stefnandi einnig við 5. gr. laga nr. 19/1959 og 88. gr. fyrrgreindrar byggingarsamþykktar. Krafan um brottnám hleðslu úr dyraopi er á því reist, að með hleðslunni sé torveldaður aðgangur að snyrtiherbergi í kjallara. Krafa um, að stefnda verði dæmt óheimilt að gera íbúð í kjallara, er grundvölluð á 82. gr. áðurnefndrar byggingarsamþykktar. Telur stefnandi, að með því að nota umrætt húsrými sem íbúð, hvort heldur sem íbúð fyrir fjölskyldu eða einstaklingsherbergi, sé rétti hans raskað, þar sem slíkt mundi að öðru jöfnu leiða til þess, að fleira fólk byggi í húsinu en ella, en af því megi vænta meira ónæðis. 3.2. Stefndi telur, að krafa stefnanda samkvæmt lið a. hér að framan, sbr. 1.1., hafi ekki við rök að styðjast. Hann telur rétti stefnanda ekki hallað, þótt ein íbúð hafi bæst við. Ónæðið, sem af slíku stafi, sé hverfandi. Hann telur kröfu þessa hvorki verða srundvallaða á 82. gr. byggingarsamþykktar Reykjavíkur nr. 39/ 1965 né öðrum lagaheimildum. Stefndi dregur í efa, að stefnandi eigi aðild að kröfu þessari. Stefndi fellst ekki á, að honum sé skylt að láta stefnanda í té eignarhlutdeild í snyrtiherbergjum, myrkraherbergi og gangi framan við þau, sbr. dómkröfu b. Telur stefndi, að í kaupsamn- ingum tíðkist að telja upp tæmandi, hvað selt sé og hvað fylgi sérstaklega. Þannig beri einnig að túlka umræddan kaupsamn- ing. Af því leiði, að stefnandi geti ekki gert tilkall til áminnstra rýma, heldur fylgi þau íbúð þeirri í kjallara, sem stefndi hyggist gera. Stefndi mótmælir þeirri kröfu, að hann verði dæmdur til að fjarlægja hleðslu úr dyraopi milli umrædds gangs og gangs fram- an við geymslur, sbr. kröfulið c. Gangur framan við geymslur sé sameiginlegur. Hann tilheyri óskiptilegri sameign allra eig- enda hússins. Stefnandi eigi hins vegar ekkert í snyrti- eða myrkraherbergi í kjallara og eigi engan aðgang að þeim. Sama gildi með ganginn fyrir framan þau. Af því leiði, að umræddur kröfuliður hafi ekki við rök að styðjast. Stefndi mótmælir því, að húsið sé ekki fullfrágengið að utan, fyrr en handrið sé komið á tröppur að sorpgeymslu. Telur stefndi, að þetta sé á misskilningi byggt. Í kaupsamningi sé tæmandi 44 690 talið, hvað átt sé við með orðunum „húsið fullfrágengið að utan“. Þar segi einungis „múrhúðað og fullfrágengið þak, en ekki málað og lóð jöfnuð í götuhæð“. 4. 4.1. Vettvangsskoðun hefur farið fram. Ganga verður út frá því, að teikning sú, sem sýnd er í 2.1. hér að framan, hafi legið til grundvallar í lögskiptum aðilja varðandi skipun rýma í kjall- ara, enda var húsið bæði byggt eftir þessari teikningu og teikn- ingin lá frammi í fasteignasölu þeirri, sem gekk frá kaupsamn- ingi. Samkvæmt kaupsamningi hlaut stefnandi auk íbúðarinnar á 1. hæð til hægri geymslu í kjallara, hluta í þvottahúsi, hluta í sorpgeymslu, hluta í barnavagna- og reiðhjólageymslu og hluta Í sameiginlegum göngum. Upptalning þessi tekur ekki til hinna umdeildu herbergja, þ. e. myrkraherbergis og snyrtiherbergis, en þessi herbergi eru ásamt þeim 4 fyrrgreindu föndurherbergjum, sem stefndi hafði undanskilið við sölu hverrar íbúðar, í afmörk- uðum vesturhluta kjallarans. Eigi hefur heldur nægjanlega verið sýnt fram á, að umdeild herbergi í kjallara séu í nauðsynlegum eða eðlilegum tengslum við íbúð stefnanda eða eign hans í öðrum hluta kjallarans. Samkvæmt því ber að skýra nefndan kaupsamn- ing þannig, að þessi rými hafi verið undanskilin við sölu umrædds eignarhluta. Af þeim sökum getur stefnandi eigi heldur reist neinn rétt á 5. gr. laga nr. 19/1959, að því er til nefndra rýma tekur. Ekki hefur á neinn hátt verið gert líklegt, að afnot af gangi fyrir framan umdeild myrkra- og snyrtiherbergi standi í sambandi við eðlilega nýtingu eignarhluta stefnanda, eins og honum er lýst hér að framan. Ber að hafna kröfu stefnanda til umrædds gangs á sama grundvelli og að ofan er lýst. Umrædd íbúð í kjallara hússins að Hringbraut 95, Reykjavík, er enn ekki frágengin að fullu. Í aðiljaskýrslu framkvæmdastjóra stefnda, Haralds B. Bjarnasonar, hér fyrir dómi kemur fram, að hann hyggst gera íbúð í fyrrgreindum vestari hluta kjallarans. Umrætt hús er byggt sem íbúðarhúsnæði. Stefnanda mátti vera ljóst, þá er hann festi kaup á íbúðinni, að föndurherbergi í kjallara yrðu notuð með einhverjum tíðkanlegum hætti. Fyrirhuguð notkun stefnda telst ekki brot á þeim rétii, sem stefnandi á eftir venjulegum reglum um sambýli. Ákvæði í kaupsamningi girða heldur ekki fyrir slíka notkun, og loks verður ekki talið, að stefnandi geti byggt rétt sér til handa á 82. gr. byggingarsamþykktar Reykjavíkur nr. 39/ 1965. 691 Af öllu því, sem nú hefur verið rakið, leiðir, að sýkna ber stefnda af stefnukröfum, sem auðkenndar voru a., b. og c. í 1.1. hér að framan. Á útlitsteikningu þeirri, sem samþykkt var á fundi byggingar- nefndar Reykjavíkur 12. ágúst 1971, af umræddu húsi er ekki sýnt handrið það, sem stefnandi krefst, að sett verði upp. Í kaup- samningi segir m. a.: „Húsið skal fullfrágengið að utan, múr- húðað og fullfrágengið þak, en ekki málað“. Ákvæði 2. mgr. 73. gr., sbr. 69. gr. byggingarsamþykktar Reykjavíkur, mælir fyrir um skyldu til að setja upp handrið af vissri stærð og gerð við útitröppur. Umrætt ákvæði á við um tröppur þær, sem hér um ræðir, enda stafar hætta af þeim án slíks handriðs. Með hliðsjón af þessu og fyrrgreindu ákvæði kaupsamningsins er rétt að túlka hann þannig, að stefndi hafi tekið á sig skuldbindingu til þess að setja upp handrið við um- ræddar tröppur, sem fullnægðu ákvæðum byggingarsamþykktar Reykjavíkur. Ber því að taka til greina kröfulið d. í stefnukröf- unni og dæma stefnda til að setja upp handrið við tröppur að sorpgeymslu hússins nr. 95 við Hringbraut, Reykjavík. Eftir þess- um úrslitum er rétt, að siefnandi greiði stefnda málskostnað, sem er hæfilega ákveðinn kr. 20.000. Stefán M. Stefánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Gauki Jörundssyni prófessor og Einari Sigurðssyni fasteignasala. Dómsorð: Stefndi, Goði h/f, er sýkn af kröfuliðum a., b. og c. hér að framan. Stefnda, Goða h/f, er skylt að setja upp handrið við tröppur að sorpgeymslu hússins nr. 95 við Hringbraut, Reykjavík, innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að telja. Innan sama frests skal stefnandi, Páll Árnason, greiða stefnda, Goða h/f, kr. 20.000 í málskostnað, hvort tveggja að viðlagðri aðför að lögum. 692 Föstudaginn 24. september 1976. Nr. 62/1976. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson vararíkissaksóknari) Segn Sigurði Kort Hafsteinssyni (Jón E. Ragnarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálms- son. Þjófnaður. Líkamsárás. Dómur Hæstaréttar. Máli þessu er áfrýjað að því er varðar ákærða Sigurð Kort einan. Í 2. lið ákæruskjals frá 12. júlí 1974 er ákærði aðeins sóttur til refsingar fyrir háttsemi, sem þar er talin varða við 217. gr., 1. málsgrein, almennra hegningarlaga. Eigi er til úr- lausnar í máli þessu, hvort hann hafi gerst brotlegur við 218. gr. sömu laga. Brot ákærða eru réttilega færð til refsiákvæða í hinum áfrýjaða dómi. Með hliðsjón af æsku ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin 12 mánaða fangelsi. Staðfesta ber hér- aðsdóm að öðru leyti, að því leyti sem honum er áfrýjað, með vísan til forsendna hans. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma ákærða til greiðslu alls kostnaðar af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 krónur, svo og málsvarnar- laun skipaðs verjanda hans, 40.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kort Hafsteinsson, sæti fangelsi 12 mánuði. Hinn áfrýjaði dómur á að öðru leyti að vera óraskaður. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, 693 þar með talin saksóknarlaun, 40.000 krónur, er renni í ríkissjóð, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Jóns E. Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 22. apríl 1975. Ár 1975, þriðjudaginn 22. apríl, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadóm- ara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 436-439/1975: Ákæruvaldið gegn Sigurði Kort Hafsteinssyni, Páli Guðfinni Gústafssyni, Guðbirni Helga Ríkarðssyni og Ásgeiri Erni Gunn- arssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er höfðað með þrem ákæruskjölum ríkissaksóknara gegn ákærðu, Sigurði Kort Hafsteinssyni, Gyðufelli 4, Reykjavík, fæddum þar í borg 23. febrúar 1956, Páli Guðfinni Gústafssyni, Varmahlíð við Hörgshlíð, Reykjavík, fæddum þar í borg 19. febrúar 1956, Guðbirni Helga Ríkarðssyni, Eiríksgötu 11, Reykja- vík, fæddum þar í borg 11. febrúar 1935, og Ásgeiri Erni Gunn- arssyni, Sólheimum 27, Reykjavík, fæddum þar í borg 7. septem- ber 1956. Mál er höfðað gegn öllum ákærðu með ákæruskjali, dagsettu 12. júlí sl., „fyrir eftirgreind hegningarlagabrot: 1. Sigurði Kort Hafsteinssyni er gefið að sök að hafa í félagi við tvo aðra pilta, föstudagsnóttina 17. nóvember 1972, brotist inn í verslunina Varmá við Hverfisgötu í Reykjavík og stolið þar um kr. 1.200 í peningum og 5 lengjum af vindlingum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. 2. Sigurði Kort Hafsteinssyni og Páli Guðfinni Gústafssyni er gefið að sök að hafa í félagi, þriðjudagsnóttina 5. febrúar 1974, þá er þeir voru staddir fyrir utan samkomuhúsið Þórscafé í Reykjavík, ráðist þar á Skapta Steinbjörnsson, Drápuhlíð 25, Reykjavík, og veitt honum líkamsáverka á nefi með hnefahöggum. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. 3. Sömu aðilum og greinir í 2. ákærulið hér að framan er gefið að sök að hafa í félagi, sunnudagsnóttina 14. apríl 1974, ráðist að þeim Guðmundi Karli Björnssyni, Syðri-Brennihóli, Glæsibæjarhreppi, og Björgvin Þorsteinssyni, Byggðavegi 92, Akureyri, þar sem þeir voru á gangi á mótum Hamrahlíðar og 694 Stakkahlíðar í Reykjavík, og valdið þeim líkamsmeiðingum með höggum og spörkum, og hlutu þeir báðir áverka í andliti, einkum Guðmundur Karl, auk þess sem þeir urðu fyrir fataspjöllum. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. 4. Öllum ákærðu að undanskildum Páli Guðfinni er gefið að sök að hafa framið þjófnað í íbúð Páls Sigurðssonar, Eskihlíð 16 A, Reykjavík, þar sem þeir voru gestkomandi sunnudaginn 12. maí 1974, ákærða Guðbirni Helga með því að stela þar ýmsum skrautmunum, nokkrum bókum, málverki, silfurborðbúnaði og tékkhefti á Landsbanka Íslands, útibúið á Selfossi, og ákærðu Sigurði Kort og Ásgeiri Erni Gunnarssyni með því að stela úr hirslu í íbúðinni kr. 40.000 í peningum og hafa á brott með sér. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 5. Loks er ákærða Guðbirni Helga gefið að sök að hafa í beinu framhaldi af þjófnaðarbroti því, sem rakið er í 4. lið hér að framan, falsað einn tékka úr þar greindu tékkhetti, D. Nr. 22627, að fjárhæð kr. 500, dagsettan 12. maí 1974, með því að falsa á hann útgefandanafnið Einar Sigurðsson og framsalið Guðmundur Jónsson og nota hann síðan í viðskiptum við ísbúðina við Lækjar- torg. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Þá er mál höfðað með ákæruskjali, dagsettu 7. október sl., gegn ákærða Guðbirni Helga „fyrir tékkafals með því að hafa í maí- mánuði 1974, falsað og notað síðan í viðskiptum við biðskýlið við Háaleitisbraut í Reykjavík tékka að fjárhæð kr. 5.000 á Múla- útibú Landsbanka Íslands, Reykjavík. Tékkann, sem ber númerið A Nr. 958700, falsaði ákærði með því að rita á hann útgefanda- nafnið Albert Jónsson og reikningsnúmerið 2546, sem hvort tveggja var valið af handahófi. Tékkinn er dagsettur 4. maí 1974 og mun hafa verið notaður með framangreindum hætti um svipað leyti. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar““. Loks er mál höfðað með ákæruskjali, dagsettu 27. febrúar sl., gegn ákærða Guðbirni Helga „fyrir að hafa, einhvern tíma seinni hluta ágústmánaðar 1974, tekið við karlmannsarmbandsúri frá Guðmundi Ermenrekssyni, Grýtubakka 22, Reykjavík, í því skyni 695 að koma því í verð, en selt síðan úrið einhverjum vegfaranda fyrir kr. 6.000 og hagnýtt sér andvirði þess í sjálfs sín þarfir í stað þess að skila eiganda úrsins andvirði þess, eins og til var ætlast. Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar“. Málavextir eru þessir samkvæmt framburði ákærðu sjálfra og öðru því, sem fram hefur komið í málinu: Ákæra, dagsett 12. júlí 1974. 1. Að morgni föstudagsins 17. nóvember 1972, um klukkan 0825, voru tveir rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík á ferð eftir Hverfisgötu. Þeir veittu því þá athygli, að brotin hafði verið rúða í dyrum verslunarinnar Varmár á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Við nánari athugun kom í ljós, að þarna hafði verið framið inn- brot með því að brjóta rúðuna í hurðinni og teygja sig inn um gatið í læsinguna og opna þannig. Þegar náðist til eiganda verslunarinnar, Grímars Jónssonar, kom í ljós, að tekin hafði verið lítil peningaskúffa úr annarri skúffu, eitthvað af vindlingum og a. m. k. einn bakki af eggjum. Grímar taldi, að í skúffunni hefðu verið 6—8 hundruð krónur. Rannsóknarlögreglan upplýsti, hverjir þarna voru á ferð, en það voru ákærði Sigurður Kort Hafsteinsson og tveir aðrir piltar, Þórarinn Einarsson, Hjallavegi 50, og Pétur Þór Magnússon, Mel- haga 10, báðir í Reykjavík. Samkvæmt framburði ákærða Sigurðar Korts fyrir dómi og framburðum félaga hans hjá rannsóknarlögreglunni eru frekari málavextir þessir: Aðfaranótt föstudagsins 17. nóvember 1972 var ákærði Sig. urður Kort á göngu eftir Hverfisgötu ásamt áðurgreindum tveim félögum sínum. Þegar þeir voru á móts við verslunina Varmá, tók Pétur Þór flösku, sem hann fann á götunni, og braut með henni rúðuna í útiðyrum verslunarinnar. Ekki var rætt um það fyrir- fram að brjótast þar inn. Eftir að rúðan hafði verið brotin, gengu þeir félagar í hring um hverfið og komu síðan aftur að versl- uninni, þar sem þeir höfðu ekki séð neinar mannaferðir. Fóru ákærði og Pétur Þór inn í verslunina, með því að Pétur Þór teygði aðra höndina inn um brotna rúðuna og opnaði þannig læsinguna 696 á hurðinni. Ákærði og Pétur fóru síðan inn í verslunina, og þar tóku þeir 5 lengjur af vindlingum og peningaskúffu, sem var í skúffu í borði í versluninni. Í skúffunni voru nálægt 1.200 kr. aðallega í smámynt, en einnig tveir 100 kr. seðlar. Ákærði og hinir piltarnir skiptu á milli sín þýfinu, en skúffunni hentu þeir í sorptunnu hjá næsta húsi. Ákærði fékk í sinn hlut af þýfinu 2 lengjur af vindlingum og nálægt 500 kr. í peningum. Þegar ákærði var handtekinn nokkrum dögum síðar, hafði hann selt vindlingalengjurnar og var búinn að eyða því, sem hann fékk fyrir þær, svo og peningunum, en þetta notaði hann allt til þess að skemmta sér fyrir. Grímar Jónsson gerði kröfu til þess, að innbrotsmennirnir yrðu dæmdir til þess að bæta honum tjón hans vegna innbrotsins að fullu með 8.000 krónum. Móðir Péturs Þórs greiddi fyrir son sinn 2.667 krónur af kröfunni. Ákærði hefur samþykkt að greiða eftirstöðvar hennar, og móðir hans hefur fyrir sitt leyti einnig samþykkt það. Þessi háttsemi ákærða Sigurðar Korts er sönnuð með játningu hans sjálfs, sem er í samræmni við önnur gögn málsins. Varðar hún við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Miðvikudaginn 13. febrúar 1974 kærði Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum í Skagafirði, til rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík vegna árásar, sem á hann var gerð fyrir utan sam- komuhúsið Þórscafé, þegar hann kom þaðan út um miðnætti að- faranótt 5. febrúar. Lögregla hafði verið kvödd á vettvang, og í skýrslu, sem gerð var um málið, segir svo m. a.: „Þegar við komum á staðinn, sáum við, hvar nokkrir unglingar voru í hörkuáflogum, sumir reyndu að skilja á milli, en aðrir börðust af mikilli heift. Við stöðvuðum leikinn og tókum fjóra illa útlítandi unglinga inn í lögreglubifreiðina. Voru þeir allir mjög blóðugir. Finn þeirra var með skurð á nefi, svo að flytja þurfti hann á slysadeild Borg- arspítalans, var til þess kallað á aðra lögreglubifreið, og flutti hún manninn á Borgarspítalann, þar sem skurðurinn var saum- aður. Lögregluþjónn nr. 91 ræddi við manninn, og kvaðst hann að- spurður heita: Skapti Steinbjörnsson, f. 17/9 1955, lögheimili Hafsteinsstöðum, Skagafirði, aðsetur Drápuhlíð 25, kjallara. Skapti gerði lítið úr atburðum þeim, sem skeð höfðu, og kvaðst ekkert 697 vilja gera í málinu. Honum var leyft að halda sína leið, eftir að búið var að gera að sárum hans. Færðum við hina unglingana þrjá á lögreglustöðina Hverfis- götu 113 og fyrir Sveinbjörn Bjarnason varðstjóra. Þeir kváðust aðspurðir heita: Páll Gústafsson, f. 19/2 1956, Varmahlíð við Hörgshlíð, Sigurður Hafsteinsson, f. 23/2 1956, Gyðufelli 4, Sæmundur Jónsson, f. 4/11 1956, Hringbraut 13, Hafnarf. Þeir kváðu Skapta og félaga hans hafa ætlað að ryðjast fram fyrir þá í biðröðina, sem var fyrir utan anddyri Þórscafé. Hófust þá stimpingar, sem síðan enduðu í hörkuáflogum. Þeir kváðu Skapta og félaga hans, sem voru fjórir eða fimm, hafa notað hníf og flöskubrot til þess að blóðga þá. Páll var með brotna framtönn og Sigurður með skurð á v/hönd, svo að flytja varð Sigurð á slysadeild. Þeir félagar vildu ekkert gera í málinu“. Í áverkavottorði Péturs Péturssonar, aðstoðarlæknis á slysa- deild Borgarspítalans, dags. 7. febrúar 1974, segir svo m. a. um meiðsli Skapta: „Við skoðun kom í ljós: Sj. var alblóðugur í andliti, og blæddi úr báðum nösum og úr þverstæðu sári ofarlega á nefi, 1 cm löngu. Nefið var bólgið. Við rtg. myndun kom í ljós, að nefbein voru þverbrotin 5 mm frá neðri enda, en beinin lágu þó rétt. Nasablæðingin stöðvaðist strax, en taka þurfti saumspor í sárið ofan á nefinu. Að því búnu fékk sj. að fara heim til sín. Við skoðun í dag er bólgan á nefinu farin að minnka, en mar er kringum vinstra auga“. Verður nú rakinn framburður vitnisins Skapta fyrir dóminum, en sá framburður hans er gleggri en hjá rannsóknarlögreglunni. Skapti var staddur á stéttinni fyrir utan Þórscafé laust eftir miðnætti greinda nótt. Hann heyrði, að æsingur var í fólkinu, sem var fyrir utan, og var honum sagt, að slagsmál hefðu orðið fyrir utan húsið. Meðal fólksins var piltur, sem var blóðugur á hendi. Skapti bauð þessum pilti að aka honum á slysavarðstofuna, en Skapti, sem aðeins hafði bragðað áfengi, var með bifreið og bifreiðarstjóra á staðnum. Pilturinn vildi ekki þiggja boð Skapta, enda þótt hann væri hvattur til þess af einhverjum kunningjum sínum. Eftir um 5 mínútur, og án þess að Skapti hefði nokkuð talað við piltinn frekar, kom hann með miklum orðaflaumi, sem Skapti skildi ekki, og sló hann fyrirvaralaust beint í andlitið með þeim afleiðingum, að nefið brotnaði og mikið blæddi úr því. 698 Skapti er öruggur á því, að það var þetta högg, sem braut nefið. Jafnframt er hann öruggur á því, að það var pilturinn, sem hann hafði boðið aðstoðina, sem greiddi honum höggið. Eftir að Skapti hafði fengið þetta högg, hófust áflog, sem tveir félagar piltsins tóku einnig þátt í. Í þessum áflogum fékk Skapti einhverjar skrámur, en ekki verulegar. Ekki getur Skapti gert sér grein fyrir því, hver það var öðrum fremur, sem veitti honum þessar skrámur. Ekki varð hann þess var, að neinn piltanna hefði reynt að skalla hann í andlitið. Ákærðu Sigurður Kort og Páll Guðfinnur viðurkenndu báðir hjá rannsóknarlögreglunni aðild sína að árásinni á Skapta, og báðir lýstu aðdraganda hennar á sama veg og Skapti lýsir hon- um. Samkvæmt framburðum ákærðu hafði ákærði Sigurður Kort dottið.og skorið sig á annarri hendinni. Ákærði Sigurður Kort taldi högg sitt í andlit Skapta þó ekki hafa lent á nefi hans. Við yfirheyrsluna hjá rannsóknarlögreglunni skýrði ákærði Sigurður Kort svo frá, að eftir að hann hafði slegið Skapta, hefði hann ráðist á sig og skellt sér viðstöðulaust í götuna og haldið sér þar án þess þó að berja sig eitt einasta högg. Þá réðst Sæ- mundur Gunnar Jónsson á Skapta í þeim tilgangi að koma ákærða Sigurði Kort til hjálpar, en Skapta tókst að kasta Sæmundi Gunnari út á götuna. Þá réðst ákærði Páll Guðfinnur á Skapta, og að sögn ákærða Sigurðar Korts slógust þeir mikið og lengi. Sagðist ákærði Sigurður Kort hafa séð ákærða Pál Guðfinn skalla Skapta á nefið með enninu og hefði hann séð blæða úr Skapta, eftir að ákærði Páll Guðfinnur fór að slást við hann. Ákærði Sigurður Kort kvaðst ekki hafa haft afskipti af slagsmálunum, eftir að Sæmundur Gunnar skarst í leikinn. Taldi ákærði Sig- urður Kort alveg víst, að ákærði Páll Guðfinnur hefði nefbrotið Skapta. Ákærði Páll Guðfinnur skýrði rannsóknarlögreglunni svo frá, að hann hefði ráðist að Skapta, eftir að hann hafði losað sig við Sæmund Gunnar. Ekki mundi ákærði Páll Guðfinnur, hvernig slagsmálum þeirra lauk né hvað hvor gerði við hinn. Sæmundur Gunnar skýrði frá því í yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni, að hann myndi óljóst eftir slagsmálunum vegna þess, hversu ölvaður hann var. Hann mundi þó til þess að hafa ætlað að hjálpa öðrum hvorum hinna ákærðu og að andstæð- ingur hans náði að kasta honum frá sér, þannig að hann lenti með höfuðið á gangstéttinni með þeim afleiðingum, að hann rot- aðist. Sæmundur Gunnar kvaðst hafa séð ákærða Pál Guðfinn 699 skalla andstæðing sinn í andlitið, og þótti honum ekki ólíklegt, að afleiðingarnar hefðu orðið nefbrot. Ákærðu skýrðu fyrir dómi frá árásinni með sama hætti og þegar hefur verið rakið. Báðir voru þeir drukknir, og kveðst ákærði Páll Guðfinnur hafa verið blindfullur. Ákærði Sigurður Kort hafði staðið uppi á tröppunum fyrir utan samkomuhúsið og var að reyna að komast inn. Tók þá ein- hver, sem stóð fyrir aftan hann, í hárið á honum með þeim af- leiðingum, að hann datt niður tröppurnar og skar sig á annarri hendinni. Ákærði Sigurður Kort taldi, að höggið, sem hann sló Skapta, hefði ekki komið á nefið, en vildi þó ekki fullyrða slíkt. Ákærði Páll Guðfinnur telur högg ákærða Sigurðar Korts hafa komið á nefið, þar sem hann sá blæða úr því eftir höggið. Ákærði Páll Guðfinnur taldi sig ekki hafa slegið manninn í þessum átökum eða sparkað í hann. Ákærða Páli Guðfinni var kynntur fram- burður ákærða Sigurðar Korts þess efnis, að hann hefði séð ákærða Pál Guðfinn skalla Skapta í andlitið og þá hafi farið að blæða úr nefi hans. Ákærði mótmælti þeim framburði sem alröngum og neitaði að hafa skallað manninn í andlitið. Áðurgreindur Sæmundur Gunnar kom fyrir dóm, en mundi sökum ölvunar lítið eftir því, sem gerðist þarna þessa nótt, en þó minnist hann þess að hafa lent í átökum. Ekki sá hann upphaf átakanna, og ekki sá hann ákærða Sigurð Kort slá neinn í and- litið í átökunum. Ekki mundi hann fyrir dómi, hvort hann sá ákærða Pál Guðfinn skalla einhvern í andlitið. Ákærða Sigurði Kort var kynntur áðurgreindur framburður ákærða Páls Guðfinns, og gerði hann ekki athugasemdir við hann. Skapti Steinbjörnsson hefur gert kröfu til þess, að ákærðu verði dæmdir til þess að greiða honum kr. 34.350 í skaðabætur, sem sundurliðast þannig: ónýtur jakki kr. 7.000, ónýtar buxur kr. 2.000, rifin skyrta kr. 2.000, áverkavottorð kr. 650, læknis- aðstoð kr. 2.700 og miskabætur kr. 20.000. Ákærðu hafa báðir samþykkt kröfuna svo og móðir ákærða Sigurðar Korts, en föður ákærða Páls Guðfinns var gerð grein fyrir kröfunni símleiðis, en hann mætti ekki fyrir dómi til þess að taka afstöðu til kröfunnar. Með eigin játningum ákærðu Sigurðar Korts og Páls Guðfinns og framburði vitnisins Skapta er sannað, að ákærðu veittust báðir að Skapta með barsmíð, svo sem áður er rakið. Þá er einnig sannað af því, sem fram er komið, að það hafi verið ákærði Sig- 700 urður Kort, sem nefbraut Skapta. Með árás sinni hefur ákærði Páll Guðfinnur brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningar- laga. Brot ákærða Sigurðar Korts varðar við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en þar sem hann er ákærður fyrir brot á 1. mgr. 217. gr. þeirra laga, verður honum einungis refsað samkvæmt þeirri lagagrein. 3. Laust eftir kl. 0230 aðfaranótt sunnudagsins 14. apríl 1974 voru Björgvin Þorsteinsson, stud. jur., Byggðavegi 92 á Akureyri, og Guðmundur Karl Björnsson nemandi, Syðri Brennihóli í Glæsi- bæjarhreppi, á göngu eftir Hamrahlíð í Reykjavík. Þeir höfðu meðferðis áfengisblöndu í gosdrykkjarflösku. Að sögn Björgvins voru þeir báðir hýrir af víni. Guðmundur Karl kveðst hafa verið lítils háttar undir áhrifum áfengis, en telur, að Björgvin hafi verið ódrukkinn. Í nánd við Hörgshlíð höfðu þeir tal af fólki í leigubifreið og spurðu til vegar. Guðmundur Karl gaf öðrum tveggja pilta, sem voru í bifreiðinni, áfengi að drekka úr flösk- unni, áður en þeir yfirgáfu þá. Segir Björgvin, að Guðmundur Karl hafi gert þetta að beiðni annars piltsins. Hann segir, að ekki hafi verið mikið í flöskunni, áður en piltarnir fengu að drekka úr henni, og ekki drukku þeir mikið úr henni að hans sögn. Þá man Björgvin ekki til þess, að piltarnir hafi tæmt úr flöskunni eða þeir fundið að því við þá. Guðmundur Karl man heldur ekki til þess, að hann eða Björgvin hafi fundið að þessu við piltana. Þegar þeir félagar höfðu fengið umbeðnar upplýsingar, gengu þeir á brott, en höfðu skammt farið, þegar annar hvor piltanna, en það voru ákærðu Sigurður Kort og Páll Guðfinnur, kallaði í þá og bað þá að koma til baka. Sneru þeir þá báðir við til að tala við ákærðu. Verða nú raktir framburðir Björgvins og Guðmundar Karls fyrir dóminum um það, sem næst gerðist. Björgvin segir, að þegar þeir komu að bifreiðinni, hafi ákærðu báðir verið komnir út úr henni. Ákærðu byrjuðu báðir að skamm- ast yfir því, hvers vegna þeir félagar hefðu stöðvað bifreiðina. Þeir svöruðu því, að þeir hefðu verið að spyrja til vegar. Ákærðu virtust ekki gera sér svör þeirra félaga að góðu og héldu áfram að rífast. Ekki man Björgvin sérstaklega, hvað þeim fór á milli, en næst gerðist það, að annar ákærðu sparkaði undir kjálkabarðið á Björgvini, sem þá var að kveikja sér í vindli. Var þetta eina höggið, sem hann fékk í átökum þeim, sem á eftir fóru. Hann 701 vankaðist við höggið og hljóp á brott til að sækja aðstoð. Áður en annar ákærðu sparkaði í Björgvin, hafði hann beðið hann að taka ofan gleraugun, áður en hann slægi hann. Þegar Björgvin fór á brott, voru ákærðu byrjaðir að slá til Guðmundar Karls, en átökunum við hann var lokið, þegar Björgvin kom til baka, og ákærðu horfnir inn í hús við götuna. Björgvin hlaut ekki varanleg meiðsli af völdum piltsins, sem sparkaði í hann, og gerir ekki bótakröfu á hendur ákærðu vegna meiðsla sinna, sem voru áverki á hökuna. Björgvin segir, að það hafi verið lágvaxnari pilturinn, sem sparkaði í hann (þ. e. ákærði Páll Guðfinnur). Guðmundur Karl skýrir svo frá, að hann hafi orðið á undan til baka, og um það leyti fór bifreiðin á brott. Ákærði Sigurður Kort bauð Guðmundi Karli að slást og greip í hann aftan frá, og ákærði Páll Guðfinnur svipti af honum jakkanum og úlpunni. Þegar Björgvin var kominn til baka, sneri ákærði Páll Guðfinnur sér að honum, en ekki fylgdist Guðmundur Karl með átökum þeirra, en sá Björgvin hlaupa á brott. Þegar hann var farinn, sneri ákærði Páll Guðfinnur sér að Guðmundi Karli og byrjaði að berja hann í andlitið, en ákærði Sigurður Kort hélt honum á meðan, en tók einnig þátt í barsmíðinni. Þá segir Guðmundur Karl, að ákærði Páll Guðfinnur hafi sparkað í annan fótinn á honum í þeim tilgangi að skella honum. Guðmundur Karl man til þess, að áður en barsmíðarnar hófust, sagði hann ákærðu, að Björgvin væri golfmeistari, og var þetta gert til að fá þá ofan af fyrirhuguðum slagsmálum, en ekki man hann nákvæmlega, hvernig orð féllu í þessu sambandi. Ákærðu voru fyrst yfirheyrðir af rannsóknarlögreglunni og síðar fyrir dómi. Verður nú gerð grein fyrir framburðum þeirra fyrir dómi um átökin og aðdraganda þeirra, sem ákærðu lýsa báðir á svipaðan hátt. Ákærði Sigurður Kort kveðst greint sinn hafa verið drukkinn að koma í leigubifreið að heimili ákærða Páls Guðfinns við Hörgs- hlíð ásamt honum og vinkonu hans. Stöðvuðu þá tveir menn bif- reiðina og spurðu til vegar. Þeir gáfu ákærða áfengi að drekka úr flösku, sem þeir höfðu meðferðis. Síðan gengu þeir á brott norður götuna. Á meðan ákærði Páll Guðfinnur var að gera upp bifreiðina, kallaði ákærði Sigurður Kort í mennina og bað þá að tala við sig. Sneru þeir þá við, og hitti ákærði þá á mótum Hamra- hlíðar og Háuhlíðar. Ákærði fór að rífast við annan þeirra, Guð- mund Karl, en hann kom aðeins á undan Björgvini. Ekki man 702 ákærði, hvað þeir voru að ræða. Ákærði tók í hálsmálið á jakka Guðmundar Karls og ætlaði að snúa hann niður í götuna, en tókst ekki. Sparkaði Guðmundur Karl þá til ákærða, en hitti ekki. Á meðan á þessu stóð, hafði ákærði Páll Guðfinnur komið út úr bifreiðinni og ráðist að Björgvini. Ekki sá ákærði átök þeirra, en sá, að Björgvin tók í hálsmálið á jakka ákærða Páli Guðfinni, áður en þau hófust. Ákærði sá Björgvin hlaupa á brott, og þá kom ákærði Páll Guðfinnur ákærða til aðstoðar. Var þá ákærði ekki farinn að slá Guðmund Karl. Ákærði Páll Guðfinnur að- stoðaði nú ákærða og sló meðal annars til Guðmundar Karls 2 eða 3 sinnum, og komu höggin í andlit hans. Áður en ákærði Páll Guðfinnur sló Guðmund Karl í andlitið, hafði hann sparkað í annan fótinn á honum. Rétt áður en átökunum lauk, sló ákærði Guðmund Karl eitt högg í andlitið og telur, að það hafi komið á hökuna. Átökunum lauk, þar sem Björgvin kom aftur hlaup- andi, og þá flúðu ákærðu inn á heimili ákærða Páls Guðfinns. Ákærði kannast ekki við að hafa aðstoðað ákærða Pál Guðfinn, á meðan hann var að berja Guðmund Karl. Ákærði Páll Guðfinnur segir, að ákærði Sigurður Kort hafi talað við þá Guðmund Karl og Björgvin, þegar þeir voru að spyrja til vegar. Segir ákærði, að ákærði Sigurður Kort hafi beðið þá að gefa sér sjúss og hefði annar maðurinn rétt honum gos- drykkjarflösku með vínblöndu í. Flaskan var tæplega hálf, og drakk ákærði Sigurður Kort drjúgan slatta af eftirstöðvum inni- haldsins, svo að aðeins lítil lögg var eftir í flöskunni, þegar hann skilaði henni. Að minnsta kosti annar mannanna kvartaði yfir því, hve ákærði Sigurður Kort hefði drukkið mikið, en síðan gengu mennirnir á brott. Unnusta ákærða og ákærði Sigurður Kort fóru út úr bifreiðinni, á meðan ákærði gerði upp ökugjaldið. Ákærði heyrði ákærða Sigurð Kort kalla í mennina, sem þá munu hafa verið komnir dálítið fram fyrir bifreiðina, og bað þá að koma aftur. Þegar ákærði kom út úr bifreiðinni, voru ákærði Sigurður Kort og annar maðurinn í einhverjum átökum, en ekki voru þeir byrjaðir að slá hvor til annars. Hinn maðurinn, sem stóð rétt hjá, sagði ákærða, að hann sjálfur væri golfmeistari og kvaðst skyldu slá ákærða niður á Laugaveg og blés um leið tó- baksreyk framan í ákærða. Ákærði bað manninn að taka niður gleraugun, en ákærði hafði í hyggju að berja manninn. Ekki man ákærði, hvort maðurinn tók niður gleraugun, en ákærði kveðst hafa veitt honum högg beint á munninn, án þess að maðurinn hefði gert tilraun til þess að slá ákærða. Ekki man 703 ákærði, hvort maðurinn hafði tekið nokkuð á ákærða, áður en hann sló hann. Ákærði man ekki, hvort hann veitti honum höggið með hnefanum eða skallaði hann. Ákærði kveðst í framhaldi af þessu höggi hafa sparkað í andlitið á manninum með fætinum. Við þetta lagði maðurinn á flótta, en ákærði sneri sér að því að aðstoða ákærða Sigurð Kort, sem var í átökum við hinn manninn. Ákærði kveðst hafa slegið þann mann í andlitið og einnig hafi hann sparkað í magann á honum. Ekki man ákærði, hvort hann sparkaði í manninn fyrst eða veitti honum höggið. Ákærði man ekki, hvort hann sparkaði í fótinn á manninum, en telur það hugsanlegt. Ákærði man ekki eftir því að hafa rifið jakka og skyrtu, en telur, að það geti vel verið rét Ekki man ákærði til þess að hafa séð ákærða Sigurð Kort slá mann þann, sem hann byrjaði átökin við. Ákærði kveðst hvorki geta játað því né neitað, að hann hafi slegið mann þann, sem var í átökum við ákærða Sigurð Kort, eitt eða fleiri högg. Björgvini Þorsteinssyni var kynntur framburður ákærða Sig- urðar Korts, og kvað hann framburð hans um upphaf átakanna rangan. Ekki sá Björgvin ákærða Sigurð Kort taka í hálsmálið á jakka Guðmundar Karls eða Guðmund Karl sparka til hans. Þá kannast hann ekki við að hafa tekið í hálsmálið á ákærða Páli Guðfinni, áður en hann fékk sparkið frá honum. Björgvini var kynntur framburður ákærða Páls Guðfinns fyrir dóminum. Hann kvaðst ekki minnast þess, að þeir félagar hafi kvartað yfir því við ákærða, hve mikið hefði verið drukkið úr flöskunni. Þá ítrekaði Björgvin, að engin átök hafi verið byrjuð, þegar hann fékk höggið á hökuna. Björgvin kannast ekki við að hafa sagst vera golfmeistari, en hins vegar hafi Guðmundur Karl sagt við ákærðu, að Björgvin væri golfmeistari og gæti slegið þá niður á Laugaveg. Björgvin kannast ekki við að hafa blásið tóbaksreyk framan í annan ákærðu og kannast ekki við að hafa fengið frá þeim hinum sama nema eitt högg. Guðmundur Karl mótmælti því að hafa sparkað til ákærða Sigurðar Korts, og ekki kannast hann við, að Björgvin hafi verið með hótanir við ákærðu. Hann sjálfur kannast ekki við að hafa hótað að slá ákærðu niður á Laugaveg. Þá tók hann fram, að þeir félagar hefðu gert ítrekaðar tilraunir til að friðmælast við ákærðu. 704 2 Í vottorði Brynjólfs Mogensens, aðstoðarlæknis á slysadeild Borgarspítalans, dagsettu 15. apríl sl., segir svo um meiðsli Guð- mundar Karls Björnssonar, en þau voru skoðuð daginn áður kl. 0450: „Við skoðun kemur í ljós, að sj. er allblóðugur í framan. Nef er allbólgið, sérlega vinstra megin og er skakkt yfir til hægri. Það eru eymsli hægra megin á nefi ofarlega. Efri vör hægra megin er mjög bólgin og sprunga innan á vörinni. Það er einnig sprunga innan á efri vör vinstra megin. Það er mar í tannholdi í kringum fyrstu framtönn hægra megin að ofan og sprunga í tannholdið á því svæði, um 2 cm. Tönnin er eilítið laus. Einnig er mar á kálfa ofanvert að utan eftir ofangreint spark. Sj. var snyrtur til í framan, en ekki þurfti að gera að meiðsl- um a. Ö. 1. Er látinn koma kl. 10 þann 14/4 í myndatöku. Rtg. myndir sýndu, að nef var óbrotið. Sj. segist þó ennþá hafa verk í nefi og á svæði í kringum munninn. Ekki hafi örlað á svima né ógleði. Bólgan á ofangreindu svæði hefur ekki minnkað neitt“. Guðmundur Karl hefur gert kröfu til þess, að ákærðu verði dæmdir til þess að greiða honum í skaðabætur kr. 4.150 vegna læknisaðgerðar, kr. 5.000 vegna nýrra gleraugna og kr. 10.000 í miskabætur og fyrir öðrum kostnaði, eða samtals kr. 19.150. Ákærðu hafa báðir samþykkt þessa kröfu svo og móðir ákærða Sigurðar Korts, en faðir ákærða Páls Guðfinns fékkst ekki til að mæta og taka afstöðu til kröfunnar, sem honum var kynnt sím- leiðis. Með eigin játningu ákærðu, framburði áðurgreindra tveggja vitna, sem allt er í samræmi við önnur gögn málsins, er sannað, að ákærðu hafi í félagi framið áðurgreinda líkamsárás, og hafa þeir með því brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. 4. Sunnudaginn 12. maí sl. var ákærði Guðbjörn Helgi Ríkarðsson gestkomandi ásamt öðrum manni og stúlku hjá Páli Sigurðssyni í íbúð hans á 1. hæð hússins nr. 16 A við Eskihlíð í Reykjavík. Einhvern tíma síðdegis hvarf ákærði á brott úr íbúðinni um stund. Um leið og hann fór, tók hann með sér og sló eign sinni á ýmsa muni úr íbúð Páls, sem hann bar á brott með sér í plast- poka, sem hann fann í íbúðinni. Hér var um að ræða silfurborð- fánastöng frá stofnun lýðveldisins, með fána á, lítið silfurvíkinga- skip, litla silfurskál og tvær eða þrjár bækur. Ákærði seldi af- 705 greiðslustúlku í versluninni Krónunni allt, sem í pokanum var, fyrir, að eigin sögn, nálægt 4.000 krónum. Fyrir peningana keypti ákærði rakspíritus, mat fyrir sjálfan sig og ákærðu Sigurð Kort og Ásgeir Örn, sem hann hitti síðar í veitingastofunni Sælacafé. Þá ók ákærði með leigubifreiðum. Ákærði fór aftur í Eskihlíðina, Þegar hann var búinn að eyða peningunum að mestu, en að hans sögn mun það hafa tekið um eina klukkustund. Síðar um kvöldið, þegar ákærði Guðbjörn Helgi var í íbúðinni, voru ákærðu Sigurður Kort og Ásgeir Örn með honum. Ákærði Guðbjörn Helgi yfirgaf íbúðina að eigin sögn á milli klukkan 23 og 24 um kvöldið. Um leið og hann fór á brott í þetta skipti, tók hann með sér og sló eign sinni á ýmsa fleiri hluti úr íbúðinni. Ákærði bar þetta með sér í tveim plastpokum, sem hann fann í eldhússkáp. Hér var um að ræða eirketil, fugl úr brenndum leir, minnisbók, fáeinar bækur, lyklakippu með 5 lyklum, 2 lykla- spjöld, 3 silfurmatskeiðar, silfurgaffal, silfursylgju, gulleyrna- lokk, 3 trébakka fyrir glös, 5 tréhringi, botnlausa, vatnslitamynd og gamalt tékkhefti. Ákærði fór með varninginn í leigubifreið niður í miðborgina, og þar sleppti hann bifreiðinni við Lækjartorg. Eftir að hafa farið í ísbúðina við torgið. þar sem hann falsaði og notaði einn tékka, fór ákærði í Borgarbílastöðina við Hafnarstræti og bauð varninginn til kaups, en enginn vildi kaupa. Stuttu síðar var ákærði handtekinn á móts við pylsusöluna við Tryggvagötu, en þar hafði hann sest inn í bifreið og var að ræða við ökumann hennar. Var ákærði þá með allt þýfið í fórum sínum, sem hann hafði stolið í síðara skiptið. Komst það allt til skila svo og flest bað, sem hann hafði stolið í fyrra skiptið, en Unnur Þórðardóttir, Skipholti 34, hafði keypt það af ákærða í versluninni Krónunni fyrir kr. 3.700, sem hún hefur krafist, að ákærði Guðbjörn Helgi greiði henni. Hefur hann sambykkt kröfu hennar og vefengir ekki, að það sé fjárhæð sú, er hann fékk fyrir þýfið, sem hann seldi í Krónunni. Á meðan ákærðu Sigurður Kort og Ásgeir Örn dvöldust í íbúðinni, fóru þeir inn í herbergi inn af stofu íbúðarinnar, að sögn ákærða Sigurðar Korts til þess að leita að einhverju fé- mætu. Þar inni fann ákærði Ásgeir Örn rúmar 40.000 krónur í peningum, sem hann tók. Voru peningarnir í ólæstri skúffu í skrifborði. Að sögn ákærða Ásgeirs Arnar stóð ákærði Sigurður Kort þá við hlið hans. Ákærði Sigurður Kort segir þetta ekki rétt og hafi hann ekki séð ákærða Ásgeir Örn taka peningana, en hann 45 706 hafi séð þá hjá honum frammi í forstofu á eftir. Ákærðu slógu eign sinni á þessa peninga og skiptu þeim á milli sín. Ákærðu fóru strax úr íbúðinni, eftir að þeir höfðu fundið peningana, án þess að láta aðra viðstadda vita af töku þeirra. Ákærðu eyddu hluta peninganna í skemmtanir. Síðla næsta dags komu ákærðu í íbúðina til þess, að eigin sögn, að skila af- gangnum af peningunum, en þá voru þeir handteknir án þess að hafa gert tilraun til þess að skila þeim. Páll Sigurðsson fékk til baka í peningum kr. 15.793. Hann gerði 11. þ. m. kröfu til þess, að ákærðu greiddu honum þegar í stað það, sem þeir tóku frá honum, en ef þeir gætu það ekki strax, þá félli hann frá að gera skaðabótakröfu á hendur þeim. Ákærðu sátu hvorugur greitt Páli tjón hans. Þessi háttsemi ákærðu Guðbjörns Helga, Sigurðar Korts og Árgeirs Arnar er sönnuð með eigin játningum þeirra sjálfra, sem eru Í samræmi við önnur gögn málsins. Hún varðar við 244. gr. almennra hegningarlaga. 5. Eins og þegar er fram komið, falsaði ákærði Guðbjörn Helgi og notaði einn tékka úr tékkhefti því, sem hann stal á heimili Páls Sigurðssonar. Tékkinn er gefinn út til handhafa, að fjárhæð kr. 500, dagsettur 12. maí 1974 og gefinn út með nafninu Einar Sigurðsson. Er tékkinn ritaður á eyðublað D Nr. 22627 á spari- sjóðsávísanareikning við útibú Landsbanka Íslands á Selfossi, en ákærði hefur gleymt að tilgreina reikningsnúmerið. Ákærði notaði tékkann til þess að kaupa fyrir hann einn ís í ísbúðinni við Lækj- artorg, og kostaði ísinn kr. 40, en afganginn fékk ákærði til baka í peningum. Um leið og ákærði notaði tékkann, falsaði hann á bakhlið hans framsalsnafnið Guðmundur Jónsson, 2448-4135, sími 15719, Eiríksgata 6. Eigandi ísbúðarinnar gerir engar kröfur á hendur ákærða vegna tékkans. Þessi tékkafölsun ákærða Guðbjörns Helga er sönnuð með eigin játningu hans sjálfs, sem er í samræmi við önnur gögn málsins. Hún varðar við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákæra, dagsett 7. október 1974. Miðvikudaginn 12. júní sl. kom Einar B. Waage, Háaleitisbraut 141 í Reykjavík, til rannsóknarlögreglunnar með tékka að fjár- hæð kr. 5.000, gefinn út til handhafa á tékkaeyðublað A Nr. 958700 á ávísanareikning við Múlaútibú Landsbanka Íslands. 707 Tékkinn var gefinn út með nafninu Albert Jónsson, dagsettur 4. maí 1974 og tilgreint reikningsnúmer 2846. Tékkinn hafði verið tekinn sem greiðsla fyrir einhverjar vörur í biðskýlinu við Háa- leitisbraut. Taldi Einar, að keyptar hefðu verið 3 lengjur af vindi- ingum, en að öðru leyti hafi tékkinn verið greiddur í peningum. Tékkinn er framseldur af ákærða Guðbirni Helga. Ákærði Guðbjörn Helgi viðurkenndi við yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni að hafa falsað áðurgreindan tékka. Hann var búinn að falsa framhlið tékkans, þegar hann kom í söluturninn, en framsalið ritaði hann þar, um leið og viðskiptin fóru fram. Fyrir dómi skýrir ákærði svo frá, að hann hafi að kvöldi 4. maí sl. verið staddur drukkinn fyrir utan Þórscafé. Þar hitti hann pilt, sem kallaður er Össi, en ekki veit ákærði frekari deili á honum. Þessi piltur gaf ákærða tékkaeyðublað, óbeðinn. Sama kvöldið útfyllti ákærði eyðublaðið og fór síðan með það og seldi tékkann í söluturni við Háaleitisbraut. Ákærði framseldi tékk- ann með eigin nafni, um leið og viðskiptin fóru fram, en fyrir tékkann kveðst ákærði hafa fengið fimm lengjur af vindlingum, sem kostuðu nákvæmlega fjárhæð tékkans. Vindlingana seldi ákærði síðan með einhverjum afföllum og eyddi andvirðinu í áfengi og leigubifreiðaakstur um kvöldið og nóttina. Ákærði greiddi andvirði tékkans, og er ekki gerð á hann skaða- bótakrafa vegna fölsunarinnar. Þessi fölsun ákærða Guðbjörns Helga er sönnuð með eigin játningu hans sjálfs, sem er í samræmi við önnur gögn málsins. Hún varðar við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákæra, dagsett 27. febrúar 1975. Laust eftir miðjan ágúst sl. hitti ákærði Guðbjörn Helgi, dag nokkurn laust eftir hádegi, Guðmund Ermenreksson, Grýtubakka 22 í Reykjavík, við Austurbæjarbarnaskólann, en þar var hann ásamt tveim piltum, og voru þeir allir undir áhrifum áfengis svo og ákærði. Guðmundur kvaðst vera peningalaus, og varð að sam- komulagi á milli þeirra, að ákærði tæki við úri Guðmundar og reyndi að veðsetja það, svo að hægt yrði að kaupa áfengi. Ákærði tók við úrinu, og niðri í Austurstræti seldi hann það einhverjum manni, sem hann veit ekki hver er, fyrir 6.000 kr. Upphaflega ætlaði ákærði með úrið til móður sinnar, en hvarf frá þeirri fyrir- ætlan. Ákærði eyddi andvirði úrsins í veitingahúsinu Naust fyrir áfengi og stóð ekki við loforð sitt við Guðmund um að koma með peninga eða áfengi fyrir úrið. 708 Úrið hefur ekki komist til skila, og gerir Guðmundur kröfu til þess, að ákærði verði dæmdur til þess að greiða honum kaupverð úrsins, kr. 13.900, en úrið var nærri nýtt. Ákærði hefur samþykkt þessa kröfu sem réttmæta. Þessi háttsemi ákærða Guðbjörns Helga er sönnuð með játn- ingu hans sjálfs og öðrum gögnum málsins. Hún varðar við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga. Sakaferill ákærðu. Samkvæmt sakavottorðum ákærðu og öðrum upplýsingum hafa þeir sætt kærum og refsingum sem hér segir: Ákærði Sigurður Kort: 1972 í Reykjavík: Uppvís að broti á 244. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 4. desember 1972. 1973 10/4 í Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í 3 ár, fyrir brot á 244. gr. og 259. gr. hegn- ingarlaga. 1974 28/8 í Reykjavík: Dómur: 5 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í 3 ár, fyrir brot á 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga. (Dómur 10. apríl 1973 dæmdur með). 1975 16/4 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 1. mgr. 155. gr. hegningarlaga. Ekki gerð sérstök refsing. Ákærði Páll Guðfinnur: 1972 5/6 í Reykjavík: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Ákærði Ásgeir Örn: 1972 29/12 í Reykjavík: Sátt, 2.500 kr. sekt fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga og 3. gr. og 4. gr. lögreglusamþykktar Kópavogs. 1973 4/5 í Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið í 3 ár, fyrir brot gegn 244. gr. og 259. gr. hegningar- laga og umferðar- og áfengislagabrot. 1974 23/4 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 25. gr. umferðarlaga og 16. gr. reglugerðar um ökukennslu o. fl., en eigi gerð sérstök refsing. Sviptur rétti til öku- leyfis í 1 ár frá 23. apríl 1974. 1974 28/8 í Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi fyrir brot á 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga og 25. gr. og 27. gr. umferðarlaga. Sviptur rétti til ökuleyfis í 3 mánuði frá 23. apríl 1974. (Dómur 4. maí 1973 dæmdur með). 709 Ákærði Guðbjörn Helgi: 1949 1950 1950 1952 1952 1953 1953 1954 1954 1954 1954 1955 1955 1955 1955 1956 1956 13/6 14/7 6/10 8/5 26/6 13/4 23/12 9/2 8/6 7/10 30/11 21/1 31/1 17/5 30/5 23/1 8/3 í Reykjavík: Áminning fyrir rangstefnuakstur á reið- hjóli. í Reykjavík: Áminning fyrir akstur bifhjóls án rétt- inda. í Reykjavík: Áminning fyrir akstur bifhjóls án rétt- inda. í Reykjavík: Kærður fyrir rúðubrot. Afgreitt með skaðabótum. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 20. gr. bifreiðalaga. í Reykjavík: Dómur: 1.000 kr. sekt, 6 mánaða öku- leyfissvipting fyrir brot á áfengislögum og bifreiða- lögum. í Reykjavík: Áminning fyrir ölvun í bifreið. í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Áminning fyrir óspektir. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. bifreiðalaga og 46. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Dómur: Fangelsi 4 mánuði, skilorðs- bundið í 2 ár, sviptur kosningarétti og kjörgengi, fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga, áfengislögum, bifreiða- lögum og lögreglusamþykkt. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Dómur: 5 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi og ökuleyfi ævilangt, fyrir brot á 244. gr., 245. gr., 247. gr. og 248. gr. hegningarlaga, áfengislögum, bifreiðalögum og lögreglusamþykkt. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Dómur Hæstaréttar í máli nr. 1833/1955: 8 mánaða fangelsi fyrir framangreind brot, réttinda- svipting staðfest. í Reykjavík: Dómur: 15 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi og rétti til ökuleyfis ævilangt, fyrir brot á 148. gr., 248. gr. og 244. gr. hegningar- laga, áfengislögum, bifreiðalögum og umferðarlögum. 1957 1957 1959 1959 1960 1962 1962 1963 1964 1964 1964 1964 1964 1966 1966 1967 1967 1967 1967 29/12 28/5 30/12 11/2 23/3 27/2 6/3 11/5 30/5 24/7 21/6 8/11 16/1 9/2 31/5 28/7 710 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun og óspektir. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir ölvun á almanna- færi. í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ölvun. í Reykjavík: Dómur: 3 mánaða fangelsi, sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi fyrir brot á 244. gr. hegningar- laga. í Reykjavík: Dómur: Fangelsi í 10 mánuði, sviptur kosningarétti og kjörgengi og rétti til ökuleyfis ævi- langt, fyrir brot á 168. gr., 244. gr. 248. gr. og 219. gr. hegningarlaga, áfengislögum og umferðarlögum. í Vestmannaeyjum: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 60 daga fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Dómur: 18 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244, gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Dómur: Eigi gerð refsing, en greiði skaðabætur og sakarkostnað fyrir brot gegn 247. gr., 1. mgr., hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir ölvun. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir ölvun. í Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244, gr. og 248. gr. hegningarlaga. á Akureyri: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 7. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 700 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Sátt, 700 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 2 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Dómur: 15 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 155. gr. hegningarlaga. Í Reykjavík: Sátt, 900 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1967 1967 1967 1967 1970 1971 1971 1971 1971 1972 1973 1973 1973 1974 1974 18/8 31/8 20/10 6/12 11/8 11/5 15/6 9/" 2/11 27/10 6/4 4/4 1/6 30/4 19/6 711 í Reykjavík: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 177. gr. hegningarlaga. á Akureyri: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga og 3. gr. og 7. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 198/ 1967, dags. 31. maí 1967: Héraðsdómurinn staðfestur að öðru leyti en því, að ákærði greiði Jóni Magnús- syni kr. 700. í Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot gegn 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244, gr. og 2. mgr., sbr. 1. mgr. 257. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Dómur: 30 daga fangelsi (hegningarauki) fyrir brot gegn 247. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 2.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot á 245. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 2.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 3.200 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Dómur: 1 mánaðar fangelsi (hegningar- auki) fyrir brot á 217. gr. og 245. gr. hegningarlaga. í Reykjavík: Sátt, 2.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. í Reykjavík: Sátt, 2.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. Niðurstöður. Brot ákærða Sigurðar Korts í máli bessu eru öll framin fyrir uppsögu dóms þess, er hann hlaut 28. ágúst sl., en brotin í ákær- unni frá 12. júlí sl., liðum 2—4, eru rof á skilorði dómsins frá 10. apríl 1973. Þykir bera samkvæmt 60. gr. almennra hegningar- laga að ákvarða ákærða nú í einu lagi refsingu fyrir öll brotin. Samkvæmt þeirri lagagrein og með hliðsjón af 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða nú hæfilega ákveð- in fangelsi í 15 mánuði. 712 Refsing ákærða Páls Guðfinns þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði, en þar sem hér er um að ræða fyrsta refsidóm ákærða, þykir mega ákveða, að fullnustu refsingar hans megi fresta og hún niður falla að 3 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Brot ákærða Ásgeirs Arnar í máli þessu er framið fyrir uppsögu dóms þess, er hann hlaut 28. ágúst sl. Þykir refsing hans með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fang- elsi í 2 mánuði. Af sakaferli ákærða Guðbjörns Helga má ráða, að hann sé vana- afbrotamaður. Þykir refsing hans með hliðsjón af 72. gr., 77. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði. Rétt þykir samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga, að seta ákærða Guðbjörns Helga í gæsluvarðhaldi 13. maí sl, kl. 1641, til 15. maí sl., kl. 1615, samtals 2 dagar, skuli koma refs- ingu hans til frádráttar. Ákærðu hafa samþykkt áðurgreindar skaðabótakröfur, og ber að dæma þá til þess að greiða þær Þannig: Ákærði Sigurður Kort greiði einn kr. 5.333 til Grímars Jóns- sonar. Ákærðu Sigurður Kort og Páll Guðfinnur óskipt kr. 34.350 til Skapta Steinbjörnssonar og kr. 19.150 til Guðmundar Karls Björns- sonar. Ákærði Guðbjörn Helgi einn kr. 13.900 til Guðmundar Ermen- rekssonar og kr. 3.700 til Unnar Þórðardóttur. Loks ber að dæma ákærðu samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakar- kostnað óskipt. Dómsorð: Ákærði Sigurður Kort Hafsteinsson sæti fangelsi í 15 mánuði. Ákærði Páll Guðfinnur Gústafsson sæti fangelsi í 3 mán- uði, en fullnustu refsingarinnar skal fresta og hún niður falla að 3 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Ásgeir Örn Gunnarsson sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði Guðbjörn Helgi Ríkarðsson sæti fangelsi í 10 mán- uði. Frá refsingu hans skal draga 2 gæsluvarðhaldsdaga. 113 Ákærðu greiði skaðabætur sem hér segir: Ákærði Sigurður Kort einn kr. 5.333 til Grímars Jónssonar. Ákærðu Sigurður Kort og Páll Guðfinnur óskipt kr. 34.350 til Skapta Steinbjörnssonar og kr. 19.150 til Guðmundar Karls Björnssonar. Ákærði Guðbjörn Helgi einn kr. 13.900 til Guðmundar Ermenrekssonar og kr. 3.700 til Unnar Þórðardóttur. Ákærðu greiði allan sakarkostnað óskipt. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Nr. 191/1976. Þriðjudaginn 28. september 1976. Arnbjörn Ólafsson Einar Ólafur Arnbjarnarson Arnbjörn Hjórleifur Arnbjarnarson og Arnbjörn Ólafsson f. h. Aðalheiðar Ernu Arnbjarnardóttur gegn Sigurði Sigurgeirssyni og Arnbjörn Ólafsson gegn Sigurði Sigurgeirssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Kæruheimild. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðiljar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 22. júní 1976, er barst Hæstarétti 29. s. m., en leggja verður til grundvallar, að þeir hafi eigi fengið vitneskju um hinn kærða dóm fyrr en 8. júní s. á. Krefjast þeir þess, að dómurinn verði felldur úr gildi. 714 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða dóms og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Með hinum kærða dómi er annars vegar hrundið kröfu sóknaraðilja um frávísun aðalsakar vegna rangs varnarþings, og hins vegar er vísað frá dómi gagnsök þeirri, sem þar greinir, Héraðsdómi var heimilt að taka bæði þessi atriði til úrlausnar í einu lagi með dómi, eins og hann gerði. Úrlausn héraðsdóms, þar sem frávísunarkröfu er hrundið, sætir eigi kæru til Hæstaréttar samkv. 21. gr., 1 b, laga nr. 75/1970. Ber að vísa þessum þætti kærunnar frá Hæstarétti. Kæra hins þáttarins er heimil, sbr. 21. gr., 1 b, laga nr. 75/1973. Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta þá niður- stöðu að vísa gagnsök frá héraðsdómi. Sóknaraðiljum ber óskipt að greiða varnaraðilja kærumáls- kostnað, sem ákveðst 20.000 krónur. Dómsorð: Framangreindri kröfu sóknaraðilja er vísað frá Hæsta- rétti. Ákvæði héraðsdóms um frávísun gagnsakar á að vera óraskað. Sóknaraðiljar, Arnbjörn Ólafsson, Einar Ólafur Arn- bjarnarson, Arnbjörn Hjörleifur Arnbjarnarson og Arn- björn Ólafsson f. h. Aðalheiðar Ernu Arnbjarnardóttur, greiði óskipt varnaraðilja, Sigurði Sigurgeirssyni, 20.000 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarkings Keflavíkur 26. maí 1976. Mál þetta, sem dómtekið var 6. þ. m., höfðaði Sigurður Sigur- geirsson trésmíðameistari, Hverfisgötu 42, Hafnarfirði, fyrir bæj- arþingi Keflavíkur með stefnu, birtri 11. febrúar 1974, gegn Arn- birni Ólafssyni lækni, Sólvallagötu 18, Keflavík. Málið var þing- fest 20. febrúar 1974. Með stefnu, birtri 31. janúar 1975 og fram- lagðri í bæjarþingi Keflavíkur 5. febrúar s. á. höfðaði Sigurður Sigurgeirsson mál til framhaldssakar gegn þeim Einari Ólafi Arnbjarnarsyni, Sólvallagötu 18, Keflavík, Arnbirni Hjörleifi 715 Arnbjarnarsyni, sama stað, og Arnbirni Ólafssyni, sama stað, Í. h. Aðalheiðar Ernu Arnbjarnarðóttur sama stað. Arnbjörn Ólafsson höfðaði gagnsök á hendur aðalstefnanda með stefnu, birtri 21. febrúar 1975, og var gagnsök þingfest 5. mars s. á. í bæjarþingi Keflavíkur. Framhaldssök og gagnsök hafa verið sameinaðar og málin rekin sem eitt mál væri. Í aðalsök gerir aðalstefnandi þær dómkröfur, að stefndu verði in soliðum dæmd til að greiða kr. 21.575 auk 9% ársvaxta frá 1. október 1973 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu. Tildrög málsins eru þau, að í september 1973 setti aðalstefnandi upp tvær bílgeymsluhurðir og sorpgeymsluhurð að Fornuströnd 17, Seltjarnarnesi. Byggir aðalstefnandi kröfu sína á því, að aðal- stefndi Arnbjörn Ólafsson hafi ekki greitt reikning sinn fyrir vinnu og útlagðan kostnað. Vinnuliður reiknings nemur kr. 18.400. Matsmenn, Grétar Þorleifsson og Kristinn Guðjónsson, sem dóm- kvaddir voru hinn 7. nóvember 1974 á bæjarþingi Seltjarnarness til að „meta til peningaverðs verk við ísetningu tveggja bílskúrs- hurða og sorpgeymsluhúðar að Fornuströnd 17, Seltjarnarnesi“, mátu hæfilegt endurgjald kr. 19.500. Aðalstefnandi heldur því fram, að hann hafi unnið verkið að beiðni gagnstefnanda. Þar sem aðalstefndi Arnbjörn Ólafsson hafði uppi þá mótbáru í þing- haldi 21. janúar 1975, að hann væri ekki réttur aðili málsins, heldur börn hans, þinglesnir eigendur húseignarinnar Fornu- strandar 17, Seltjarnarnesi, var framangreind framhaldssök höfðuð. Í aðalsök gerði aðalstefndi Arnbjörn Ólafsson í upphafi þessar kröfur: 1. Að verkinu yrði lokið og eða samið við hann um það innan 14 daga frá 6. mars 1974 að telja og hafi það eigi verið gert, verði verkinu lokið án frekari fyrirvara og á kostnað stefn- anda. 2. Að stefnandi bæti honum tjón og óþægindi, er framkoma hans og stefna hafa valdið honum. 3. Að stefnandi geri grein fyrir, eftir hvaða taxta reikningar hans séu samdir og þeir verði athugaðir og samþykktir sem réttir af verðlagseftirliti ríkisins. Síðar gerði aðalstefndi Arnbjörn Ólafsson frávísunarkröfu, byggða á því annars vegar, að aðalstefnandi væri ekki réttur aðili málsins, þar sem verkið hefði verið unnið að tilhlutan og fyrir milligöngu Þorkels Skúlasonar húsasmíðameistara, og hins vegar á því, að sjálfur væri hann ekki réttur aðili að málinu, þar sem 116 börn hans væru eigendur að húsi því, er aðalstefnandi vann við. Frávísunarkröfunni var hrundið með úrskurði, uppkveðnum 28. janúar 1975. Aðalstefndi Arnbjörn Ólafsson hefur sjálfur farið með mál sitt og ólögráða dóttur sinnar, Aðalheiðar Ernu. Eiginkona hans, Fjóla Einarsdóttir, hefur mætt vegna sona þeirra hjóna, Einars Ólafs og Arnbjörns Hjörleifs. Af hálfu aðalstefndu og gagnstefnanda annaðist Jón Þorláksson, cand. ju1., munnlegan málflutning. Þá gerði lögfræðingurinn kröfu um frávísun aðalsakar vegna rangs varnarþings, þar sem málið hefði átt að höfða á varnarþingi fast- eignar, sbr. 78. gr. laga nr. 85/1936, og vegna þess að leiðbein- ingarskyldu hefði ekki verið gætt. Þá krafðist hann málskostnaðar úr ríkissjóði, þar með talin hæfileg málflutningslaun sér til handa. Í gagnsök gerir gagnstefnandi kröfur þær, sem nú verða til- greindar orðréttar: „1. Að stefndi greiði allan kostnað, er varð við lúkningu og lag- færingu þess verks, er hann tók að sér, og að bílskúrshurð, er hann skemmdi, verði fjarlægð á hans kostnað og önnur jafngóð látin í hennar stað. 2. Að steinflísar í anddyri verði hreinsaðar af blettum, er Sig- urður lét á þær af kæruleysi. 3. Að reikningar þeir, er Sigurður hefur höfðað mál til greiðslu á, verði lagfærðir þannig, að þeir sýni annað tveggja, tíma- vinnukaup trésmiða eða mælingartaxta frá viðurkenndri mælingastofu. 4. Að stefndi bæti að fullu afnotamissi af bílskúrunum eða kr. 10.000 — tíu þúsundir króna — fyrir hvern byrjaðan mánuð, sem viðgerð dróst vegna gerða hans eða frá 1. október 1973 og til júlíbyrjunar 1974, eða kr. 90.000 — níutíu þúsundir króna — með 12% ársvöxtum frá 1. okt. 1973. 5. Að mér verði greiddar bætur fyrir óþægindi og fyrirhöfn, er ég hef orðið fyrir af völdum stefnda, svo og ósönnum áburði hans, kr. 150.000 — eitt hundrað og fimmtíu þús- undir króna — með 12% ársvöxtum frá stefnudegi. 6. Að stefndi greiði málskostnað mér að skaðlausu að mati dómsins“. Gagnstefndi hefur krafist sýknu af kröfum gagnstefnanda í sagnsökinni og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostn- aður að mati dómsins. Þar sem dómurinn telur frávísunaratriði koma fram í gagn- 717 sökinni, þykir með skírskotun til 108. gr. laga nr. 85/1936 rétt að taka það atriði fyrst til úrlausnar. Tilraunir dómara þeirra, sem með málið hafa farið, til að leið- beina gagnstefnanda samkvæmt 114. gr. laga nr. 85/1936 hafa lítinn árangur borið. Meðför málsins hefur verið háð erfiðleikum óvanalegs eðlis. Hinn 24. febrúar 1975 lagði gagnstefnandi fram kæru hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík á hendur gagnstefnda, lögmanni hans, Árna Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, full- trúa lögmannsins, uðna Guðnasyni héraðsdómslögmanni, og matsmönnum þeim, sem fyrr greinir, fyrir framkvæmd matsins „án samþykkis og vilja eigandans og án úrskurðar yfirvalda þar um“. Í kærunni segir m. a.: „Virðist matið einvörðungu gert til að villa dómara sýn, og verður ekki betur séð en að það sé geri til að aðstoða við auðgunarbrot“. Í garð dómsins, einkum dóms- formanns, hefur gagnstefnandi látið stór orð falla. Í því efni hefur einnig mjög kveðið að eiginkonu hans. Hafðar hafa verið í frammi aðvaranir, jafnvel hótanir, átölur um skort á dómgreind og sið- gæði og aðdróttanir um, að dómendur vildu viðhafa undanbrögð, en alls ekki, að komist yrði að hinu sanna í málinu. Hinn 12. mars sl. fóru dómendur að Fornuströnd 17, en skoðun þeirra kom að takmörkuðu gagni, þar sem hún varð aðeins framkvæmd á umræddum bílgeymsluhurðum og búnaði þeirra að utanverðu. Ekki hefur verið ljáð máls á að veita atbeina til að fullnuð yrði vettvangsathugun dómenda. Í þinghaldi 17. mars sl. gerði gagn- stefnandi kröfu um, að dómsformaður viki sæti, en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði, uppkveðnum samdægurs. Þykir rétt að tilfæra orðrétt efni skjals þess, sem greindar kröfur hefur að seyma: „Sett er fram sú krafa, að eftirfarandi spurningum sé svarað með rökum, sönnunum og undanbragðalaust, áður en lengra er haldið í málinu, og lýsa undirritaðir jafnframt yfir því, að þeir né aðrir, er Sigurður Sigurgeirsson hefur stefnt, eru ekki réttir málsaðilar, heldur Þorkell Skúlason, og mun ekki frekar verða mætt í þessu máli af þeirra hálfu til annars en heimta bætur, sem þeim bera. Jafnframt lýsa þeir undrun sinni og vanþóknun á málsmeðferð allri svo og vinnubrögðum núverandi dómara, Sigurðar Halls Stefánssonar, og lögmanna stefnanda, Árna Gunnlaugssonar og Guðna Guðnasonar. Þess er jafnframt krafist, að núverandi dómari víki úr sæti. Spurningar: 718 1. Hefur dómarinn athugað og getur hann sannað, að reikn- ingar Sigurðar Sigurgeirssonar séu innheimtuhætfir óbreyttir? 2. Hefur dómarinn athugað og getur hann sannað, að réttum aðilum sé stefnt? 3. Telur dómarinn, að hin svonefnda matsgerð, sem fram- kvæmd var af dómkvöddum mönnum, svo og reisa hans sjálfs við þriðja mann að húsinu nr. 17 við Fornuströnd á Seltjarnarnesi föstudaginn 12. mars 1976, eðlilega, lögum samkvæma og hafa yfirleitt orðið að nokkru gagni? 4. Getur dómari sannað, og sé svo, þá leggi hann fram sönn- unargögn, að stefndir hafi verið réttilega boðaðir til mats- gerðar, þá er hinir svonefndu „dómkvöddu matsmenn“ fóru í leyfisleysi og án dóms og laga að Fornuströnd 17? 5. Telur dómarinn og getur hann sannað, að málsmeðferð af hendi embættisins í Keflavík sé eðlileg og samkvæmt lögum? 6. Þekkir dómarinn 66. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og 228. gr., 231. gr. og 232. gr. almennra hegningarlaga og ef svo er, telur hann þá, að framangreindar lagagreinar hafi eigi brotnar verið í máli þessu? 7. Telur dómarinn eðlilegt, að hann, Sigurður Hallur Stefáns- son, dæmi í téðu máli? — Bent skal á, að hann er Hafnfirð- ingur, hefur alist upp í Hafnarfirði og því líkur til, að hann kunni að þekkja stefnanda. Hefur auk þess unnið um árabil á bæjarfógetaskrifstofunni í Hafnarfirði sem fulltrúi og því næstum óhjákvæmilega kunnugur báðum lögmönnum stefn- anda. Keflavík, 17. mars 1976. Arnbjörn Ólafsson, einnig f. h. ófjárráða dóttur. Fjóla Einarsdóttir, einnig f. h. annarra stefndu“. Kröfur gagnstefnanda í gagnsök eru einkum á því byggðar, að handvömm hafi verið á framkvæmd umrædds verks af hálfu sagnstefnda og af því hlotist kostnaður, afnotamissir, óþægindi og fyrirhöfn. Leiðbeiningum dómara um að fá dómkvadda mats- menn hefur gagnstefnandi ekki sinnt. Hins vegar hefur hann lagt fram tvær álitsgerðir Gests Gunnarssonar tæknifræðings, Nönnu- götu 12, Reykjavík, dags. 22. febrúar og 2. apríl 1974, þar sem fram kemur með skírskotun til upptalningar nokkurra atriða, að tæknifræðingurinn telur uppsetningu umræddra þriggja hurða vera ábótavant og ólokið. Greindum álitsgerðum var af hálfu gagnstefnda mótmælt sem röngum og óstaðfestum. Leiðbeiningar 719 um að leiða Gest Gunnarsson sem vitni hafði gagnstefnandi að engu. Er ýmist um kröfuliði gagnsakar, að þeir eru engum gögn- um studdir eða alls ófullnægjandi. Gagnsök í máli þessu hefur verið rekin og flutt á þann hátt, að mjög brýtur gegn ákvæðum laga nr. 85/1936 um skýran og greiðan málatilbúnað, rækilega gagnasöfnun og fullnægjandi reifun máls. Málarekstur og framkoma gagnstefnanda veita enga vísbendingu um, að úr yrði bætt, þótt málið héldi áfram. Ber því að vísa gagnsökinni frá dómi ex officio. Rétt þykir eftir atvikum, að í dómi þessum sé fjallað um kröfu um frávísun aðalsakar. Krafa aðalstefnanda er ekki þess eðlis, að varnarþingsregla 78. gr. laga nr. 85/1936 eigi við, og hefur málið verið réttilega höfðað á heimilisvarnarþingi stefndu. Um hina málsástæðuna, að skort hafi á leiðbeiningar dómara, hefur áður verið fjallað. Framangreind krafa verður því eigi tekin til greina. Kröfu um málskostnað úr ríkissjóði ber þegar með vísan til 113. gr. laga nr. 85/1936 að vísa frá dómi ex officio. Ákvörðun um málskostnað í þessum hluta málsins bíður vænt- anlegs efnisdóms í málinu. Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari, sem farið hefur með mál þetta frá 26. febrúar sl., kvað upp dóm þennan ásamt með- dómendum þeim, sem hann í upphafi kvaddi til, þeim Jakob Árnasyni byggingameistara og Vilhjálmi Grímssyni bæjartækni- fræðingi. Dómsorð: Gagnsök í máli þessu er vísað frá dómi ex officio. Hafnað er kröfu um að vísa aðalsök frá dómi. Kröfu um málskostnað úr ríkissjóði er vísað frá dómi ex officio. 720 Þriðjudaginn 28. september 1978. Nr. 137/1976. Guðmundur Páll Kristjánsson gegn Energoprojekt og Bjarna Pálssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son og Logi Einarsson. Kærumál. Frávísun. Vanreifun. Dómur Hæstaréttar. Sóknaraðili hefur með heimild í 21. gr., 1. tl. >, laga nr. 75/1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 1976, en hún barst Hæstarétti 2. júlí sl. Sóknaraðili, sem fékk vitneskju um hinn kærða frávísunardóm 3. maí sl., krefst þess, að frávísunardómurinn verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir héraðsdóm að dæma málið að efni til. Hann krefst og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðiljar hafa hvor um sig krafist staðfestingar hins kærða frávísunardóms og kærumálskostnaðar úr hendi sókn- araðilja. Málatilbúnaði sóknaraðilja var ábótavant í héraði. Hefur héraðsdómari af þeim sökum vísað málinu frá dómi. Eigi þykir rétt, eins og á stendur, að grípa fram fyrir hendur hér- aðsdómara, enda er sóknaraðilja fær sú leið að stefna málinu að nýju fyrir héraðsdóm og reifa þá málið skilmerkilega. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða frávísunardóm. Rétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðiljum hvorum um sig 7.000 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði dómur á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Guðmundur Páll Kristjánsson, greiði varn- araðiljum, Energoprojekt og Bjarna Pálssyni, hvorum um sig 7.000 krónur í kærumálskostnað. 721 Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. apríl 1976. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar í dag, hefur Guðmundur Páll Kristjánsson trésmiður, Lindargötu 60, Reykja- vík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu 18. mars 1975 á hendur Energoprojekt, Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík, og Bjarna Páls- syni, Auðbrekku 33 í Kópavogi. Í stefnu gerir stefnandi þær dómkröfur aðallega, að báðir stefndu verði in soliðum dæmdir til að greiða skuld að fjárhæð kr. 324.050 með 2% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 13. nóvember 1974 til greiðsludags svo og málskostnað sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, til vara, að stefndi Energoprojekt verði dæmdur til að greiða sömu kröfur, og til Þrautavara, að stefndi Bjarni Pálsson verði dæmdur til að greiða sömu kröfur. Í greinargerð lögmanns stefnanda, sem fram var lögð við þing- festingu, setur stefnandi fram nýja varakröfu, þannig að fyrri varakrafa verði þá þrautavarakrafa og þrautavarakrafan verði til ýtrustu þrautavara. Hin nýja varakrafa er á þá leið, að stefndi Energoprojekt verði dæmdur til að greiða kr. 320.000 með vöxtum sem í aðalkröfu og stefndi Bjarni verði dæmdur til að greiða kr. 4.050 með sömu vöxtum. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostn- aðar í varakröfunni úr hendi stefndu in solidum. Báðir stefndu hafa aðallega krafist frávísunar málsins, en til vara sýknu. Í báðum tilvikum krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Í greinargerð stefnanda er málsatvikum lýst á þá leið, að hinn 28. ágúst 1974 hafi stefndi Bjarni Pálsson gert samning um niður- rif og endurreisn 2ja íbúðarskála, sem stóðu í Aðaldal, við eftir- talda menn: Garðar Sigfússon, Ólaf Eyjólfsson, Óskar Karlsson, Inga Ingvarsson, Óskar Bjarnason, Ásmund Kristjánsson, Gunnar Sveinsson, Bjarna Sætran og stefnanda. Skyldu skálarnir fluttir til endurreisnar að Sigöldu. Verkið átti að vinnast fyrir stefnda Energoprojekt og hafi stefndi Bjarni, sem þá hafi verið verkstjóri hjá því fyrirtæki, gert við það verksamning um framkvæmdirnar og átt að fá fyrir það kr. 4.250.000. Allir framangreindir starfs- menn, sem stefndi Bjarni hafi fengið til verksins, hafi þá verið starfsmenn stefnda Energoprojekt. Hafi það verið skilningur þeirra 46 122 allra, að þeir væru í leyfi hjá fyrirtækinu, enda hafi engum þeirra verið sagt upp starfi, meðan umrætt verk var unnið. Hafi þeir og sótt um slíkt leyfi hjá yfirboðurum sínum og verið það veitt. Vinna við verkið hafi hafist 1. september 1974 af öllum umrædd- um aðiljum nema Inga Ingvarssyni, en hann hætti við þátttöku. Þar sem allir umræddir starfsmenn hafi verið ráðnir upp á fasta greiðslu fyrir verkið og aukin störf hlutu að falla á þá vegna fjarvistar Inga, hafi verið samið um það við stefnda Bjarna, að hlutur Inga, kr. 280.500, færi til þess að kaupa vinnuafl eftir því sem henta þætti. Því, sem ekki yrði þannig varið, skyldi skipt milli þeirra starfsmanna, sem ynnu þau störf, sem Inga voru ætluð, þ. e. trésmíðastörf, og hafi stefnandi verið einn þeirra. Verkamenn hafi verið fegnir, sem unnu við að rífa skálana, ferma flutningabíla og fleira, sem til féll. Ekki hafi tekist að fá upp- lýst, hve mikið þeim mönnum hafi verið greitt. Verkið hafi gengið eðlilega fyrir sig og hafi verið búið að rífa báða skálana í Aðaldal og koma þeim í flutning um 10. september 1974 og þá hafi einnig verið hafinn undirbúningur að endurreisn þeirra að Sigöldu. Óskar Bjarnason hafi hætt störfum hinn 16. september 1974. Hafi þeir, sem eftir voru, talið, að þeim bæri til skipta launahlutur Óskars frá þeim tíma, er hann hætti störfum, svo sem verið hafði um hlut Inga Ingvarssonar. Lokið hafi verið að flytja og endurreisa skálana hinn 2. október 1974. Komið hafi í ljós strax við upphaf verksins, að skálarnir hafi í veigamiklum atriðum verið frábrugðn- ir því, sem ætlað hafði verið og stefndi Bjarni hafði lýst fyrir starfsmönnunum. Hafi verkið fyrir þá sök verið seinunnara. Þá hafi komið í ljós, að nauðsynlegt hafi verið að breyta og endur- byggja skálana að nokkru, til þess að þeir gætu gegnt hlutverki sínu, m. a. hafi allmikið verið fúið og ónýtt af gólfklæðningu og innveggjagrindum svo og veggklæðningu. Hafi þar allmikil ný- smíði orðið að koma til. Hafi verið ákveðið, að starfsmennirnir tækju þetta verk að sér, undir verkstjórn stefnda Bjarna, í tíma- vinnu og hafi verkið verið unnið í beinu framhaldi af því verki, sem lokið var. Stefnandi hafi hætt störfum við verk þetta hinn 13. nóvember 1974. Vinnu við þetta verkefni hafi yfirleitt verið hagað svo, að byrjað var kl. 0700 og unnið til kl. 2200 og unnið alla daga, sunnudaga jafnt sem aðra. Þegar líða tók að lokum verksins, hafi launagreiðslur til starfsmanna gerst tregar og þegar verkinu lauk, hafi stefnandi átt mikinn hluta launa sinna ógreiðdan og hafi þau enn ekki fengist greidd þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar í greinargerð svo: 123 1. Umsamið kaup skv. vinnusamningi .. .. .. .. kr. 280.000 2. Hlutdeild í hlut Inga Ingvarssonar, % af kr. 280.500 2... 2 — 56.100 3. Hlutdeild í %% hlut Óskars Bjarnasonar, % af kr. 114.750 .. .. 0... 2. — 22.950 4. Tímavinna við nýsmíði og fleira, kr. 8.000 pr. dag í40ðaga .. .. 2... 0... 0 0. — 320.000 5. Leiga fyrir afnot af naglabyssu stefnanda .. .. — 35.000 Samtals kr. 714.050 Frá dregst innborgun stefnda Bjarna .. .. .. .. — 390.000 Kr. 324.050 Við munnlegan flutning málsins í dag um frávísunarkröfu stefndu krafðist stefnandi þess, að frávísunarkröfu yrði hrundið og að stefndu yrðu dæmdir til að greiða honum málskostnað í frávísunarþættinum. Stefndu styðja frávísunarkröfu sína þeim rökum í fyrsta lagi á því, að engin grein sé gerð fyrir því af hálfu stefnanda, með hvaða rétti hann geti beint málssókn sinni að báðum stefndu solidariskt. Stefnandi byggi kröfur sínar á hendur stefnda Bjarna á vinnusamningi (dskj. nr. 3) milli aðilja þeirra, sem unnu að umræddu verki, en hvergi er sýnt fram á viðskipti milli stefn- anda og Energoprojekt. Það félag gerði hins vegar verksamning við stefnda Bjarna um niðurrif, flutning og uppsetningu um- ræddra skála. Virðist sem stefnandi telji sér rétt á kröfu úr hendi félagsins fyrir einhverja tímavinnu. Kröfur stefnanda á hendur stefndu séu því ekki af sömu rót runnar og því sé aðiljasamlag þetta óheimilt samkv. ákvæðum einkamálalaga. Í öðru lagi þá séu kröfur stefnanda svo vanreifaðar, að vonlaust sé fyrir stefndu að reyna að taka til varna um þær. Engin grein sé gerð fyrir því, hvernig samningum um hlutdeild stefnanda í vinnu Inga Ingvars- sonar og Óskars Bjarnasonar var ákveðin eða hvernig fimmtungs- hlutfallið sé fundið. Þá vanti allar upplýsingar um fjölda tíma- vinnustundanna, hvernig þær voru framkvæmdar og samkvæmt hvaða kjarasamningi þær hafi verið unnar. Stefnandi slái aðeins fram kröfu um kr. 8.000 á dag samkvæmt einhverri venju, en getur einskis um, hvaðan sú venja sé komin. Þá sé heldur engin grein gerð fyrir kröfu stefnanda um leiguafnot af naglabyssu, hvorki um réttmæti kröfunnar né fjárhæð. Í þriðja lagi er frá- 72A. vísunarkrafa stefndu þeim rökum studd, að verksamningur milli framangreindra manna um margnefnt verk hafi verið gerður af þeim í sameiningu við stefnda Energoprojekt (dskj. nr. 8), og því beri þeir allir saman óskipta skyldu og eigi óskipt réttindi sam- kvæmt honum. Beri þeim því öllum að taka þátt í málshöfðun þessari samkvæmt 46. gr. einkamálalaga og þar sem þeir hafi ekki gert það, beri einnig að vísa málinu frá af þeim sökum. Málsástæður stefnanda fyrir því, að frávísunarkröfu stefndu verði hrundið, eru þær í fyrsta lagi, að verk það allt, sem marg- nefndir félagar framkvæmdu, sé af sömu rót. Hér sé um að ræða sama atvikið, þ. e. að rífa, flytja og reisa margnefnda skála fyrir Energoprojekt svo og endurbygging þeirra, sem nauðsyn var til. Það sé því óbeint samband á milli verkanna. Vinnusamn- ingurinn milli starfsmannanna hafi verið frumsamningur, sem lokið hafi verið með verksamningnum milli stefnda Bjarna og Energoprojekt. Kröfurnar á hendur báðum stefndu séu byggðar á sama kjarasamningi, þ. e. á milli Energoprojekt og þeirra verka- lýðsfélaga, sem hlut áttu að máli (dskj. nr. 16), en þar segi í ákvæði 1.28., að „þeir aðalverktakar, sem byggja Sigölduvirkjun, skulu bera ábyrgð á öllum undirverktökum sínum gagnvart samn- ingnum. Skulu slíkir undirverktakar bundnir af sömu samningum og aðalverktakar“. Eigi ákvæði þetta beint við um skipti þeirra aðilja, sem að umræddu verki stóðu, bæði verksamningurinn og tímavinnan. Í annan stað er krafa stefnanda á því byggð, að allir aðiljar hafi vitað um alla þætti málsins, áður en málið var höfðað. Deila hafi verið um greiðsluábyrgð milli hinna stefndu aðilja. Allar upplýsingar málið varðandi séu í höndum stefnda Bjarna, þ. á m. fjöldi tímavinnustunda og útreikningur á þeim. Þá sé stefndi Energoprojekt besti aðilinn til að upplýsa um kauptaxta, sem Í gildi séu hverju sinni, og stefnandi sé sá aðili, sem síst geti lagt fram skrifleg gögn. Öll þessi atriði megi upplýsa á síðara stigi málsins. Krafa um frávísun vegna vanreifunar sé því órétt- mæt. Í þriðja lagi bendir stefnandi á það, að krafa margnefndra manna sé skiptanleg, svo sem samningurinn á dskj. nr. 3 beri með sér, og því sé hverjum og einum um sig rétt að sækja kröfu sína sjálfstætt. Frávísun eigi því ekki rétt á sér af þeim sökum. Eins og áður er greint frá, gerðu framannafngreindir átta aðilj- ar ásamt stefnanda og stefnda Bjarna með sér „samkomulag“, dags. 28. ágúst 1974, um það, „að vinna saman að niðurtekningu 2ja íbúðarskála, sem standa við Laxárvirkjun í Aðaldal, og endur- byggja sömu skála fyrir Energoprojekt að Sigöldu“. Í þessu sam- 125 komulagi eru fjárhæðir tilgreindar til hvers, að undanskildum stefnda Bjarna, þannig: Ólafur Eyjólfsson .. .. .. .. 2. 2. 2. 2. 2. 2. kr. 280.500 Óskar Karlsson .. .... .. 2. 2. 0. 2. 2. 2. 0. — 280.500 Ingi Ingvarsson .. 2. 2... 280.500 Óskar Bjarnason .. .. .. .. .. 2 2. .. 2. 2. 77 229.500 Ásmundur Kristinsson .. .. .. .. .. 2. -- =. — 229.500 Garðar Sigfússon .. .. 0. .0..0. 229.500 Páll Kristjánsson .. .. „. 0. — 280.500 Síðan Gunnar Sveinsson Þípulagningamaður .. — 318.750 og Bjarni Sætran rafvirki .. 2. .0..00..0 7 544.000 —- — 100.000 en þeir tveir 1 muni vinna að því, er að Þeirra fagi lýtur við skálana. Þá liggur fyrir í málinu samningur (agreement) milli stefnda Energoprojekt sem eiganda og Bjarna Pálssonar, Inga Ingvars- sonar og Páls Kristjánssonar (stefnanda máls þessa) sem verk- taka, dags. 30. ágúst 1974, um verk það, sem ræðir um í fyrr- greindu „samkomulagi“. Þessi samningur er ritaður á ensku, en undir hann rita aðeins stefndi Bjarni og fulltrúi stefnda Energo- projekts. Í samningi þessum er ákveðin fjárhæð tilgreind fyrir verkið, tímaákvörðun um framkvæmd þess, sem hefjast skyldi þá þegar og ljúka hinn 30. september 1974, dagsektir vegna dráttar á skilum verksins auk annarra atriða, sem ekki þykir ástæða til að rekja hér frekar. Þá liggur og fyrir í málinu kjarasamningur ýmissa Íslenskra félaga á sviði vinnumarkaðar við stefnda Energoprojekt. Stefnandi hefur beint eigin kröfum úr margnefndu verki á hendur stefndu. Er honum það heimilt til dómsúrlausnar samkv. ákvæðum 46. gr. einkamálalaga. Verður frávísunarkrafa stefndu því eigi til greina tekin að því leyti sem hún er á því ákvæði byggð. Stefnandi hefur beint fjórum kröfum sínum ýmist á hendur stefndu báðum, sjálfstætt á hendur hvorum um sig og skiptan- lega. Þær kröfur eru byggðar á „samkomulaginu“ frá 28. ágúst 1974, sem áður er rakið, samningi (agreement) frá 30. s. m. og fyrrnefndum kjarasamningi. Telur dómarinn, að málsreifun stefnanda sé óskýr að því leyti, hvort honum sé heimilt að sækja málið á hendur stefndu með þessum hætti, sbr. 47. gr. einkamála- laga. Í annan stað hefur stefnandi á engan hátt gert grein fyrir 726 hinum tilteknu unnu aukavinnustundum, launataxta fyrir þær stundir, taxta eða þóknun fyrir leiguafnot af naglabyssu né greiddum kostnaði til annarra aðilja vegna fráhvarfs tveggja upprunalegra aðilja að verkinu samkvæmt „samkomulaginu“. Að þessu öllu athuguðu þykir málshöfðun stefnanda og rekstur vera með þeim hætti, að mjög brýtur í bág við ákvæði einkamálalaga um skýran málatilbúnað og fullnægjandi reifun máls. Ber því að vísa málinu frá dómi. Eftir atvikum þykir þó rétt að fella máls- kostnað niður. Emil Ágústsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 84/1976. Sigurbjörn Eiríksson gegn Innheimtumanni ríkissjóðs í Rangárvallasýslu. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Afrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 12 Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 85/1976. Sigurbjörn Eiríksson gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Úfivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 118/1976. Gunnar Aðalsteinsson f. h. Tryggva Gunnarssonar gegn Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gunnar Aðalsteinsson f. h. Tryggva Gunnars- sonar, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 128 Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 148/1976. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gegn Steindóri Guðmundssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 155/1976. Sigurður Jónsson segn Helga Péturssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Jónsson, er eigi sækir dómbþing í máli Þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 729 Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 160/1976. Miðbæjarframkvæmdir s/f gegn Bjargmundi Björgvinssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Miðbæjarframkvæmdir s/f, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 161/1976. Miðbæjarframkvæmdir s/f gegn Ómari Arasyni. Utivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Miðbæjarframkvæmdir s/f, er eigi sækir dóm- þing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkis- sjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 730 Föstudaginn 1. október 1976. Nr. 145/1974. Elín Ólafsdóttir (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Sigurði M. Helgasyni skiptaráðanda f. h. Þrotabús Magnúsar R. Magnússonar og gagnsök (Magnús Thorlacius hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson. Gjaldþrot. Riftun kaupmála. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 5. sept- ember 1974, birtri 12. s. m., að fengnu áfrýjunarleyfi 27. ágúst 1974. Krefst hann aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann sýknu að svo stöddu og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 9. október 1974. Krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ny gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, var kaupmáli sá, sem um ræðir í máli þessu, gerður fyrir giftingu Magnúsar R. Magnússonar og aðaláfrýjanda, Elínar Ólafsdóttur, sam- kvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 20/1923, sbr. lög nr. 10/1962. Í kaupmála þessum er kveðið svo á, að eignarhluti Magnúsar í tveimur tilteknum jörðum svo og arður af þeim og enn fremur nánar tilgreind hlutabréf skyldu verða séreign hans. Ágreiningslaust er, að eignir þessar átti Magnús, áður en kaupmálinn var gerður. Þá var ákveðið í kaupmálanum, að íbúð að Sólheimum 27, sem einnig var eign hans, skyldi verða séreign aðaláfrýjanda. Loks geymdi kaupmálinn það ákvæði, að „innanstokksmunir og búsmumnir allir, sem við eigum nú“, skyldu vera séreign aðaláfrýjanda. 731 Magnús R. Magnússon var úrskurðaður gjaldþrota hinn öl. maí 1972. Er þess krafist af hálfu gagnáfrýjanda, að kaup- málanum verði rift samkvæmt 27. gr. laga nr. 25/1929. Túlka ber ákvæði 27. gr. laga nr. 25/1929 svo, að þau veiti heimild til að rifta kaupmála, hvort sem hann er gerður fyrir eða eftir stofnun hjúskapar. Ber því að hrinda málsvörn aðal- áfrýjanda, sem að þessu lýtur. Gögn þau, sem við nýtur í máli þessu um efnahag Magnús- ar R. Magnússonar á þeim tíma, er kaupmáli var gerður, eru hvorki glögg né tæmandi. Þykja þau eigi veita sönnun fyrir því, að hann hafi þá átt fyrir skuldum, sbr. lokaákvæði 1. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929. Ákvæði kaupmálans um eignir Þær, sem Magnús R. Magnússon átti áður og urðu séreign hans með kaupmálanum, verður eigi rift að kröfu þrotabús hans samkvæmt heimild í 27. gr. laga nr. 25/1929, þ. e. ákvæð- inu um jarðahlutana tvo og hlutabréf hans. Hins vegar ber að ógilda það ákvæði kaupmálans, sem mælir svo, að „íbúð að Sólheimum 27 (4ra herbergja á 9. hæð hússins, merkt 9 A), að fasteignamati kr. 82.680.00 og arður af þeirri eign“ skuli vera séreign aðaláfrýjanda og utan hjúskapar- eignar. Um innanstokksmuni og búsmuni athugast, að gögn skortir um, frá hvoru hjóna munir þessir stafi. Er krafan um riftun kaupmálans, að því er tekur til þessa ákvæðis, van- reifuð, og ber að vísa henni frá héraðsdómi. Samkvæmt þessum úrslitum er rétt, að aðaláfrýjandi greiði sagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 80.000 krónur. Dómsorð: Framangreindri kröfu gagnáfrýjanda, Sigurðar M. Helgasonar skiptaráðanda f. h. þrotabús Magnúsar R. Magnússonar, er vísað frá héraðsdómi. Ógilt er það ákvæði kaupmála 5. júlí 1967, að „íbúð að Sólheimum 27 (4ra herbergja á 9. hæð hússins, merkt 9 A), að fasteignamati kr. 82.680.00 og arður af þeirri 132 eign“ skuli vera séreign aðaláfrýjanda, Elínar Ólafsdótt- ur, og utan hjúskapareignar. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 80.000 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. maí 1974. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 22. f. m., hefur Sigurður M. Helgason, skiptaráðandi í Reykjavík, höfðað fyrir hönd þrotabús Magnúsar R. Magnússonar gegn Elínu Ólafsdóttur, Sólheimum 27 hér í borg, með stefnu, birtri hinn 12. desember 1972, „til riftunar kaupmála þeirra hjóna og til greiðslu málskostnaðar að skað- lausu“. Af hálfu stefndu eru þær dómkröfur gerðar, að hún verði sýkn- uð af kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða henni málskostnað að skaðlausu. Málavextir eru þessir: Hinn 5. júlí 1967 undirrituðu Magnús R. Magnússon og stefnda, sem ákveðið höfðu að ganga til hjúskapar, kaupmála með svo- hljóðandi ákvæðum: „1) Íbúð að Sólheimum 27 (4ra herbergja á 9. hæð hússins, merkt 9 A), að fasteignamati kr. 82.680.00 og arður af þeirri eign skal vera séreign Elínar og utan hjúskapareignar. 2) Innanstokksmunir og búsmunir allir, sem við eigum nú, skulu vera séreign Elínar. 3) Eftirtaldar jarðir, sem Magnús nú á að hálfu, skulu vera séreign hans og utan hjúskapareignar: Borgarholt og Laxár- bakki í Miklaholtshreppi, Hnappadalssýslu, einnig arður af þeim eignum. 4) Hlutabréf í Sænsk-íslenzka frystihúsinu h/f að nafnverði kr. 93.000.00 ásamt tilsvarandi hlutdeild í eignum þess fyrir- tækis skulu vera séreign Magnúsar“. Á kaupmálann rituðu foreldrar stefndu, Ólafur Guðmundsson og Björg Magnúsdóttir, samþykki sitt, en stefnda er fædd 11. september 1946. Kaupmálinn var tilkynntur til skrásetningar í kaupmálabók Reykjavíkur 7. júlí 1967 og skrásettur sama dag. Hinn 21. júlí 1967 gengu Magnús og stefnda síðan í hjónaband. 733 Með úrskurði, uppkveðnum hinn 31. maí 1972, var Magnús R. Magnússon úrskurðaður gjaldþrota. Á fundi í þrotabúinu, sem haldinn var í skiptarétti Reykjavíkur hinn 4. desember 1972, fór Magnús Thorlacius hæstaréttarlög- maður, sem þar var mættur fyrir tvo kröfuhafa, „fram á heimild skiptaráðanda til þess að fara í riftunarmál út af kaupmála þrota- manns og eiginkonu hans. Samþykkti skiptaráðandi þennan mála- rekstur í nafni búsins með þeim skilmálum, að beiðandi, Magnús Thorlacius hrl., reki málið, búinu að kostnaðarlausu, komi eitt- hvað út úr málinu, renni það til búsins“. Samkvæmt yfirlýsingu Braga Jónssonar, formanns Húsfélags Sólheima 27, og Jóns Hallssonar f. h. Byggingasamvinnufélagsins Framtaks hafa skráðir eigendur íbúðarinnar 9 A, er tilheyrir 1. byggingarflokki Byggingasamvinnufélagsins Framtaks, verið þess- ir: „Valdimar Runólfur Halldórsson til 1. september 1965 og Magnús R. Magnússon frá 1. september 1965 til 5. júlí 1967 og Elín Jóna Ólafsdóttir frá 5. júlí 1967, og er hún núverandi eig- andi“. Samkvæmt veðbókarvottorði kemur fram, að „íbúð merkt A á 9. hæð í Sólheimum 27 með tilheyrandi þingi. lóðarréttindum er eign Byggingasamvinnufélagsins Framtaks samkvæmt heim- ildarbréfi dags. 10/6 1958 (yfirlýsing)“. Krafa stefnanda er byggð á því, að á þeim tíma, er umræddur kaupmáli var gerður, hafi Magnús R. Magnússon, auk fjölda ann- arra skulda, skuldað Robert Buffard £ 21.000.00 og $ 5.619.00 og hafi fjöldi veðskulda hvílt á fasteignum Magnúsar. Þá er bent á, að engin skrá hafi verið gerð um innbúið og ekki hafi eignir þær, sem stefnda hlaut sem séreign, áður verið í hennar eigu. Er því haldið fram, að á þeim tíma, er kaupmálinn var gerður, hafi Magnús R. Magnússon ekki átt fyrir skuldum og því beri að rifta kaupmálanum skv. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929, enda hljóti kaupmálinn, þar sem ráðstafað var til stefndu m. a. eign- um, sem Magnús átti, að falla undir gerning „á milli hjóna“ beint eða samkvæmt lögjöfnun. Sýknukrafa stefndu er í greinargerð byggð á því, að umræddur kaupmáli sé ekki gerningur milli hjóna, sem 1. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929 taki til, heldur sé hér um að ræða kaupmála, sem gerður hafi verið fyrir giftingu, þar sem íbúð, sem stefnda átti, hafi orðið séreign hennar. Því skipti ekki máli, þótt væntanlegur maki stefndu ætti þá ekki fyrir skuldum, en því er mótmælt, að Magnús hafi þá ekki átt fyrir skuldum. Við munnlegan flutning 734 málsins var því lýst yfir af hálfu stefndu, að hún hafi ekki orðið eigandi umræddrar íbúðar fyrr en með kaupmálanum frá 5. júlí 1967, en því jafnframt haldið fram, að það skipti ekki máli, því með gagnályktun frá 3. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929 falli kaup- málinn, sem gerður hafi verið fyrir hjúskap, ekki undir riftunar- heimild 1. mgr. 27. gr. laganna. Umræddur kaupmáli var gerður áður en stefnda og Magnús R. Magnússon gengu í hjónaband, svo sem heimilt var samkvæmt 29. gr. laga nr. 20/1923. Er eigi ágreiningur um það, að kaup- málinn hafi verið gildur samkvæmt ákvæðum V. og IX. kafla laga nr. 20/1923. Með kaupmálanum var m. a. umrædd íbúð í húsinu nr. 27 við Sólheima gerð að séreign stefndu, en eigi er nú ágreiningur um það, að íbúðin hafi verið eign Magnúsar. Með hliðsjón af ákvæðum 29. gr. laga nr. 20/1923 og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929 verður að telja, að ákvæði 1. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929 taki bæði til kaupmála, sem gerðir eru fyrir og eftir stofnun hjúskapar, og þykir ákvæði 3. mgr. 27. gr. ekki standa í vegi fyrir þessari skýringu. Þrátt fyrir kröfugerð í stefnu er ágreiningslaust, að kröfugerðin beinist að greindum kaupmála stefndu og Magnúsar R. Magnússonar frá 5. júlí 1967. Þykir því mega leggja dóm á málið á þeim grundvelli. Eigi hefur verið gerð tilraun til að færa sönnur að því, að Magnús R. Magnússon hafi átt fyrir skuldum, er kaupmálinn var gerður. Eigi er riftunarheim- ild 1. mgr. 27. gr. laga nr. 25/1929 bundin tímamörkum. Sam- kvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður krafa stefnanda tekin til greina, og skal kaupmáli sá, sem stefnda og Magnús R. Magnússon gerðu hinn 5. júlí 1967, metinn ógildur. Eftir þessum úrslitum verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostn- að, sem ákveðst kr. 50.000. Guðmundur Jónsson borgarðdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Kaupmáli sá, sem stefnda, Elín Ólafsdóttir, og Magnús R. Magnússon gerðu með sér hinn 5. júlí 1967, skal vera ógildur. Stefnda greiði stefnanda, Sigurði Helgasyni, skiptaráðanda í Reykjavík, f. h. þrotabús Magnúsar R. Magnússonar, kr. 50.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. mg Ep 135 Miðvikudaginn 6. október 1976. Nr. 163/1976. Guðrún Einarsdóttir gegn Birgi Þorvaldssyni og Unnsteini Beck skiptaráðanda. Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Kröfu um, að dómari víki sæti, synjað. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 12. maí 1976 hefur sóknaraðili samkvæmt heim- ild í 2. l.1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 kært til Hæstaréttar úrskurð skiptaréttar Reykjavíkur, sem var uppkveðinn 14. apríl 1976, en sóknaraðili fékk vitneskju um 28. s. m. Með úrskurði þessum var hrundið kröfu sóknaraðilja um, að Unnsteinn Beck borgarfógeti viki sæti sem skiptaráðandi við skipti á búi hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Birgis Þorvaldssonar. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og að Unnsteinn Beck skiptaráðandi víki sæti í máli þessu. Þá krefst hún og kærumálskostnaðar. Af hálfu varnaraðilja Birgis Þorvaldssonar er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Unnsteinn Beck skiptaráðandi hefur sent Hæstarétti at- hugasemdir sínar. Af hálfu sóknaraðilja er því haldið fram, að meðferð skipta- ráðanda á búi hennar og varnaraðilja Birgis Þorvaldssonar sé með þeim hætti, að hún geti ekki treyst því, að málið hljóti „eðlilega og hlutlæga meðferð hjá honum“. Ekki bera gögn máls með sér, að málsástæða þessi hafi við rök að styðjast. Eru ekki komin fram efnisrök, er leiði til þess, að skiptaráðanda beri að víkja sæti í máli þessu, sbr. 36. gr. laga nr. 85/1936. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Af hálfu varnaraðilja Birgis Þorvaldssonar er þess krafist, 136 að tiltekin ummæli í greinargerð sóknaraðilja fyrir Hæsta- rétti verði ómerkt og að sóknaraðili verði látinn sæta sekt- um fyrir þau. Ekki þykja efni til að taka kröfu þessa til greina. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðilja Birgi Þor- valdssyni 15.000 krónur í kærumálskostnað. Skjöl máls þessa bárust Hæstarétti 3. september 1976. Hefur sú töf, sem orðið hefur á, að skiptaráðandi sendi Hæstarétti málsskjölin, ekki verið nægilega réttlætt. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Guðrún Einarsdóttir, greiði varnaraðilja Birgi Þorvaldssyni 15.000 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 14. apríl 1976. Ár 1976, miðvikudaginn 14. apríl, var kveðinn upp í skiptarétti Reykjavíkur svofelldur úrskurður um kröfu Guðrúnar Einars- dóttur, Hjarðarhaga 29 hér í borg, um, að hinn reglulegi skipta- ráðandi, Unnsteinn Beck borgarfógeti, víki sæti í búskiptum henn- ar og Birgis Þorvaldssonar, Safamýri 42, sem hér er til skipta- meðferðar vegna hjónaskilnaðar þeirra. Búskipti þessi voru tekin til meðferðar í skiptarétti Reykja- víkur 22. febrúar 1973. Síðan hefur meðferð búsins verið haldið áfram án ástæðulausra tafa, og hafa verið haldnir í því um 30 skiptafundir, að uppskriftargerðum meðtöldum, auk þinghalda í sambandi við sérstök dómsmál. Með bréfi, dags. 14. október sl., bar lögmaður Guðrúnar Einars- dóttur fram þá kröfu, að skiptaráðandi viki sæti í málinu. Hvorki rökstuðningur né greinargerð fylgdu þessari kröfu. Í bréfi, dags. 28. október, kvartar Guðrún Einarsdóttir um, að henni hafi ekki tekist að fá skiptafundi út af kröfunni á tímabilinu 20.—27. þess mánaðar, en á því tímabili mun lögmaður hennar ekki hafa verið í borginni eða a. m. k. ekki getað sótt skiptafundi. Eins og þá stóð á, var enginn grundvöllur fyrir að ræða kröfuna, þar sem engin grein hafði verið gerð fyrir því, á hverju hún byggðist, og 31 þess var ekki að vænta, að slík greinargerð fengist að lögmanni beim fjarstöddum, sem setti fram kröfuna. Skiptaráðandi tilkynnti hins vegar Hirti hæstaréttarlögmanni Torfasyni, lögmanni Guðrúnar, skömmu eftir viðtöku bréfsins frá 14. október, að nauðsynlegt væri að fá nánari greinargerð um kröfuna, ef ætlast væri til, að henni yrði sinnt. Þessi tilmæli voru ítrekuð í bréfi, dags. 26. nóvember, dskj. nr. 3. Greinargerð barst svo frá Guðrúnu Einarsdóttur, dags. 23. febrúar sl., og var hún þingfest 25. sama mánaðar. Af greinargerðinni er ekki auðvelt að ráða, hvað skiptaráðanda er í einstökum atriðum gefið að sök. Búið hefur að vísu verið lengi til skiptameðferðar, en meðferð þess hefur ekki strandað eða tafist vegna aðgerða eða aðgerðaleysis skiptaráðanda. Aðal- ástæðurnar fyrir því, að búskiptin hafa gengið stirðlega, eru margendurteknar samkomulagstilraunir lögmanna aðiljanna utan dóms svo og meðferð dómsmáls út af hlutabréfaeign málsaðilja í h/f Runtal — ofnum, sem hófst 25. sept. 1973. Úrskurður skipta- réttar í því máli féll 26. júlí 1974 og hæstaréttardómur 8. desem- ber sl. Af greinargerð Guðrúnar Einarsdóttur verður ráðið, að henni finnst það helst aðfinnsluvert við meðferð búsins, að ekki hafi verið farið samkvæmt ýmsum kröfum hennar varðandi búskiptin, og mun þar fyrst og fremst vera átt við óskir hennar um, að skiptaráðandi svipti fyrrverandi maka hennar umráðum á hluta- félaginu Runtal — ofnum h/f, en hann er þar stjórnarformaður og framkvæmdastjóri samkvæmt löglegu umboði hluthafafundar. Guðrún Einarsdóttir hefur þau ár, sem skiptin hafa staðið, jafnan sótt hluthafafundi í félaginu, eða a. m. k. aðalfundi þess, og farið þar með atkvæði í samræmi við skráða hlutafjáreign sína. Eftir að tilmæli hennar komu fram um, að skiptaráðandi hlutaðist til um rekstur félagsins, hefur skiptaráðandi fengið í hendur reikn- ingsskil (áramótareikninga) félagsins og auk þess sótt hluthafa- fund og tekið dómskýrslur starfsmanna um rekstur þess og af- komu. Gögn þessi virðast ekki gefa til kynna, að hagur félagsins eða rekstur þess sé með þeim hætti, að hagsmunir hluthafa séu fyrir borð bornir. Skiptaráðandi hefur því ekki séð ástæðu til að hafa afskipti af rekstri félagsins né aðgerðum löglega kjörnum forsvarsmanna þess, enda hefur Guðrún Einarsdóttir ekki fært fram nein haldbær gögn um mistök í rekstri félagsins. Þess má einnig geta, að eftir að hæstaréttardómur féll um hlutafjáreign þeirra Guðrúnar Einarsdóttur og Birgis Þorvaldssonar í h/f 47 738 Runtal — ofnum, hefur hlutabréfum verið skipt milli þeirra í samræmi við hjúskapareign hvors um sig. Önnur ástæða, sem Guðrún Einarsdóttir byggir kröfu sína á, er, að ekki sé sinnt kröfu hennar um rannsókn á fjárhag og fé- sýslu Birgis Þorvaldssonar, eftir að samvistum þeirra lauk. Þessar kröfur eru almenns eðlis um rannsókn á högum og athöfnum Birgis og falla utan verksviðs skiptaréttarins um búskiptin. Ein- stök atriði í þessu samband hefur aldrei verið synjað að taka til meðferðar, ef líkur eru leiddar að, að þau hafi þýðingu um bú- skiptin. Á þetta við t. d. um að ljúka rannsókn varðandi nokkur minni háttar ágreiningsatriði um, hvort allir lausafjármunir búsins hafi verið tíundaðir við uppskrift. Dómskýrslur voru teknar um það atriði, þegar eftir að kunnugt varð um ágreininginn, og aðiljum hefur verið margsinnis tjáð, að skiptaráðandi sé viðbú- inn að taka við frekari gögnum varðandi þetta atriði, þegar er þau verða fram borin. Að framangreindu athuguðu sér skiptaráðandi ekki ástæðu til þess að verða við þeirri kröfu Guðrúnar Einarsdóttur, að hann víki sæti við framangreind búskipti. Vegna þess hve dómkrafan er óljós lögð fyrir, var vandkvæðum bundið fyrir dómarann að ráða í, hvernig grípa skyldi á henni. Hefur þetta ásamt miklum embættisönnum dómarans valdið drætti á uppkvaðningu úrskurðarins. Unnsteinn Beck borgarfógeti kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu Guðrúnar Einarsdóttur um, að hinn reglulegi skipta- ráðandi víki sæti við skipti á félagsbúi hennar og Birgis Þor- valdssonar, er hafnað. 739 Þriðjudaginn 12. október 1976. Nr. 64/1975. Ábyrgð h/f (Logi Guðbrandsson hrl.) gegn Sigurði Þórðarsyni (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Endurkrafa vátryggingarfélags. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstarréttar með stefnu 12. maí 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 2. s. m. Krefst hann þess, að stefndi greiði honum 100.000 krónur með 11% ársvöxt- um frá 19. ágúst 1973 til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Einnig krefst áfrýjandi málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Þegar mál þetta var þingfest fyrir Hæstarétti 2. júní 1975, var þing sótt fyrir stefnda, en ekki síðan. Hann hefur engar kröfur gert. Staðfesta ber héraðsdóminn í máli þessu. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. desember 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 19. nóv. sl., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu, birtri 30. október sl., af tryggingarfélaginu Ábyrgð h/f, Reykjavík, gegn Sigurði Þórðarsyni, Garðarsbraut 67, Garðahreppi, Gullbringusýslu, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 100.000 með 114 % dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 19. ágúst 1973 til greiðsludags og málskostnaðar samkv. gjaldskrá LMFÍ. Málavexti kveður stefnandi þá, að þann 19. ágúst 1973 hafi 740 stefndi ekið bifreiðinni R 18452, eign Ingvars Haukssonar, suður Njarðargötu í Reykjavík viðstöðulaust inn á Sóleyjargötuna án bess að stöðva biðreið sína þar og víkja fyrir umferð um Sóleyjar- götu, en stöðvunarskyldumerki sé þarna á gatnamótunum. Þessi akstur stefnda hafi valdið því, að hann ók bifreiðinni R 18452 á bifreiðina R 5987, sem þá var ekið norður Sóleyjargötu, og stór- skemmdi hana. Þá segir í stefnu, að eigandi bifreiðarinnar R 18452 hafi keypt ábyrgðartryggingu hjá stefnanda og að stefnandi hafi greitt allt tjón eiganda bifreiðarinnar R 5987, en heildartjónið hafi orðið kr. 437.568. Endurkröfunefnd hefur haft mál þetta til meðferðar og ákveðið að heimila að endurkrefja stefnufjárhæðina hjá stefnda. Í skýrslu stefnda, sem lögreglan í Reykjavík tók af honum á vettvangi, kveðst hann hafa hugað að umferð frá hægri og síðan ekið áfram og lent þá á bifreiðinni R 5987, sem ekið hafi verið norður Sóleyjargötu. Kvaðst hann hafa haldið, að engin umferð væri úr þeirri átt eftir breytinguna, sem þarna var gerð, er um- ferðarljós komu á Njarðargötu og Hringbraut. Eins kvaðst öku- maður hafa haldið, að stöðvunarskylda við gatnamótin væri ekki lengur. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum. Orsök umrædds áreksturs er að rekja til gáleysis stefnda. Þegar virt er skýrsla hans og framkomin gögn í málinu, þykir þó var- hugavert að telja, að stefndi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í skilningi 73. gr. umferðarlaganna. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dóminn kvað upp Stefán Már Stefánsson. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Þórðarson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, tryggingarfélagsins Ábyrgðar h/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 741 Fimmtudaginn 14. október 1976. Nr. 64/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigþóri Guðjónssyni (Lúðvík Gizurarson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Sakarkostnaður. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdómarinn hefur réttilega sakfellt ákærða fyrir brot þau, sem hann er saksóttur fyrir í ákæruskjali. Ákærði gekkst með dómssátt í sakadómi Reykjavíkur hinn 22. mars 1973 undir 3.500 króna sekt vegna ölvunar við akstur bifreiðar. Taldist brotið varða við 25. gr. umferðar- laga nr. 40/1968, en sektin var tiltekin með vísun til 80. gr. sömu laga og 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Sætti ákærði jafnframt sviptingu ökuleyfis í 3 mánuði, sbr. 24. gr. lag: nr. 82/1969 og 81. gr. laga nr. 40/1968. Í dómssátt var greint, að hún hefði ítrekunaráhrif á síðari brot, sbr. 71. gr. al- mennra hegningarlaga. Dómssátt þessi hefur ítrekunaráhrif * á brot það, sem ákærði er nú dómfelldur fyrir, sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Eins og í héraðsdómi greinir, reyndist alkóhólmagn í blóði ákærða 1.77%. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 15 daga varðhald, sbr. nú 1. gr. laga nr. 54/1976 og 2. gr. al- mennra hegningarlaga, en samkvæmt 3. málsgr. 81. gr. laga nr. 40,/1968 og 1. málsgr. 24. gr. laga nr. 82/1969 ber að svipta hann ævilangt ökuleyfi sínu. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærða rt að dæma til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns fyrir æstarétti, 25.000 krónur. Annar áfrýjunarkostnaður greið- be H: ist úr ríkissjóði, enda hefur af hálfu ákæruvaldsins verið Á 142 fallið frá kröfu á hendur ákærða um greiðslu annars áfryj- unarkostnaðar en málsvarnarlauna. Dómsorð: Ákærði, Sigþór Guðjónsson, sæti varðhaldi 15 daga. Hann er sviptur ókuleyfi ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar á að vera óraskað. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlösmanns, 25.000 krónur, en annar áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Barðastrandarsýslu 15. ágúst 1975. Ár 1975, föstudaginn 15. ágúst, kl. 1130, var í sakadómi Barða- strandarsýslu, sem haldinn var í Bjarkarlundi, Reykhólahreppi, af Jóhannesi Árnasyni sýslumanni, kveðinn upp dómur í saka- dómsmálinu nr. /1974 (sic): Ákæruvaldið gegn Sigþóri Guðjóns- syni, sem var dómtekið sama dag. Mál þetta er með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 23. desember 1974, höfðað á hendur Sigþóri Guðjónssyni verkamanni, Hafrafelli 1, Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu, fæddum 95. maí 1953 í Reykjavík, fyrir að aka aðfaranótt mánudagsins 3. júní 1974 undir áhrifum áfengis bifreiðinni B 436 frá Dalabúð í Búðardal áleiðis heim til sín, en lögreglan stöðvaði akstur hans skammt vestan Búðardals. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur og hefur áður sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1973 í Reykjavík: Uppvís að broti á 244. gr. almennra hegn- ingarlaga. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 6. febrúar 1973. 145 1973 22/3 í Reykjavík: Sátt, 3.500 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umferðarlaga. Sviptur ökuleyfi í 3 mánuði. Samkvæmt játningu ákærða og öðrum gögnum málsins eru málavextir sem hér segir: Ákærði fór á dansleik í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal sunnudaginn 2. júní 1974 og ók þá bifreiðinni B 436 frá Hafrafelli 1 í Reykhólasveit, Austur-Barðastrandarsýslu, til Búðardals. Á dans- leiknum um kvöldið og fram eftir nóttu neytti ákærði áfengis og viðurkenndi að hafa drukkið u. þ. b. hálfa flösku af Vodka. Að dansleik loknum ók hann síðan bifreiðinni frá Búðardal og hugðist aka aftur að Hafrafelli, en var þá stöðvaður af lögreglunni um kl. 0350 e. m. skammt vestan við Búðardal, en þangað hafði lög- reglan veitt bifreiðinni eftirför. Ákærði kvaðst hafa „ekið af stað í augnabliksæði“, eins og hann komst að orði við yfirheyrslu í sakaðdómi 1. október 1974. Hann viðurkenndi þá að hafa brotið áfengis- og umferðarlög með akstri sínum í umrætt sinn. Hann viðurkenndi að hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn, er hann ók bifreiðinni B 436 af stað frá Búðardal, og strax geri sér grein fyrir því, að með því að aka bifreiðinni þannig á sig kominn væri hann að brjóta lög. Blóðsýni var tekið úr ákærða strax eftir aksiurinn og sent Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði til alkóhólákvörðunar með grasgreiningu á súlu, og reyndist magn alkóhóls í blóðinu vera 1.77%,, sbr. dskj. nr. 3, við rannsókn málsins. Ákærði var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða 1. október 1974 skv. 6. mgr. 81. gr. umferðarlaga. Samkvæmt viðurkenningu ákærða, niðurstöðu alkóhólrannsókn- ar og öðrum gögnum málsins þykir sannað, að ákærði hafi ekið bifreiðinni B 436 undir áhrifum áfengis frá Dalabúð í Búðardal áleiðis heim til sín að Hafrafelli í Austur-Barðastrandarsýslu að- faranótt mánudagsins 3. júní 1974, svo sem að framan er lýst, og með því gerst sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali og þar er rétt lýst. Þar sem brot ákærða er í ákæruskjali rétt fært til refsiákvæða, ber að taka til greina allar kröfur ákæruvaldsins í þessu máli. Refsing ákærða skv. 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969 þykir hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga ber að svipta ákærða ökuleyfi í 1 ár frá 1. október 1974 að telja, 744 en þá var hann sviptur ökuleyfi til bráðabirgða skv. 6. mgr. 81. gr. umferðarlaga. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Sigþór Guðjónsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 1 ár frá og með 1. október 1974. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 14. október 1976. Nr. 66/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Svavari Bjarnasyni (Jón E. Ragnarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Akærði hefur borið brigður á, að blóðsýni það, sem í rann- sókn málsins er talið varða hann, sé úr honum tekið, og stað- hæfir hann, að mistök hljóti að hafa átt sér stað. Sakargögn veita eigi vísbendingu um, að neitt sé tortryggilegt við blóð- töku, vörslu blóðsýnis og úrvinnslu eða skýrslutöku í því sambandi. Að svo vöxnu ber að staðfesta úrlausn héraðs- dómara um sakfellingu ákærða og færslu á háttsemi hans til refsiákvæða. Reisingu ákærða ber að ákveða samkvæmt refsiákvæðum þeim, er greinir í héraðsdómi, og nú samkvæmt 1. gr. laga nr. 04/1976, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hún € 145 hæfilega ákveðin 50.000 króna sekt í ríkissjóð, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður eigi goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hér- aðsdóms um ökuleyfissviptingu og greiðslu sakarkostnaðar eru staðfest. Dæma ber ákærða til að greiða allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, 25.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Svavar Bjarnason, greiði 50.000 króna sekt í ríkissjóð, og komi 12. daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður eigi goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um ökuleyfissviptingu ákærða og greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og Mmálsvarnarlaun verjanda hans fyrir Hæstarétti, Jóns E. Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 14. október 1975. Ár 1975, þriðjudaginn 14. október, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 700/1975: Ákæruvaldið gegn Svavari Bjarnasyni, sem tekið var til dóms 10. þ. m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 9. maí sl., gegn ákærða, „Svavari Bjarnasyni, tæknifræðingi, Laugar- nesvegi 78, Reykjavík, fæddum 26. júlí 1943 þar í borg, fyrir að aka, aðfaranótt þriðjudagsins 1. janúar 1974, undir áhrifum áfeng- is bifreiðinni R 26562 frá Laugarnesvegi 78 áleiðis að Dalalandi, þar til lögreglan hafði afskipti af honum á Borgartúni við mót Kringlumýrarbrautar. 746 Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1961 25/10 í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á umferðar- lögum. 1965 18/2 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á umferðar- lögum. 1966 15/3 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt þriðjudagsins 1. janúar 1974, kl. 0430, veittu lög- reglumennirnir Eiríkur Beck og Þorlákur Runólfsson, er voru staddir í lögreglubifreið á gatnamótum Borgartúns og Kringlu- mýrarbrautar, athygli bifreiðinni R 26562, er beygt var af Borgar- túni inn á Kringlumýrarbraut. Vegna þess að rúður bifreiðar- innar voru þaktar snjó, töldu þeir ástæðu til að hafa tal af öku- manni og stöðvuðu akstur bifreiðarinnar. Við stjórn hennar var Svavar Bjarnason, ákærði í máli þessu. Að sögn Eiríks Becks, er hafði tal af ákærða, lagði allsterkan áfengisþef frá vitum hans. Ákærði var færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu hjá lögreglu- varðstjóra, en að því búnu var tekið úr honum blóðsýnishorn til alkóhólrannsóknar, og var það merkt nr. 2. Við yfirheyrsluna hjá lögregluvarðstjóra skýrði ákærði frá því, að hann hefði drukkið á Kleppsvegi 36 og heima hjá sér kvöldið áður á tímanum frá kl. 1900—-2400 2 glös af rauðvíni og eina blöndu af gin. Taldi ákærði sig ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Í skýrslu varðstjóra segir enn fremur, að ógreini- legur áfengisþefur hafi verið af andardrætti ákærða, hann fölur og augu hans vot. Hins vegar var jafnvægi ákærða stöðugt, málfar skýrt og frásögn greinargóð. Öndunarpróf, sem gert var á ákærða til að kanna alkóhólneyslu, sýndi III. og IV. stig. Ákærði hefur skýrt frá því fyrir dómi, að hann hafi verið að koma umrædda nótt á bifreiðinni R 26562 frá Laugarnesvegi 78 og verið á leið að Dalalandi. Á Borgartúni við mót Kringlumýrar- brautar stöðvaði lögreglan akstur hans. Ákærði skýrir svo frá áfengisneyslu sinni, að hann hafi á tímanum frá kl. 1830—-2000 747 að kvöldi 31. desember 1973 drukkið með mat að Kleppsvegi 36 tvö glös af rauðvíni. Ákærði man ekki, hvort um venjuleg rauð- vínsglös var að ræða eða vatnsglös. Ákærði minnist þess ekki að hafa fundið til áfengisáhrifa af drykkju þessari. Þá kveðst ákærði rétt fyrir miðnætti hafa drukkið heima hjá sér tvöfaldan skammt (sjúss) af gin, er blandað var í Coca-Cola. Ákærði kveðst hafa fundið til áfengisáhrifa af drykkjunni, en ekki orðið drukkinn. Ákærði neytti ekki áfengis eftir þetta um nóttina. Hann kveður áfengisáhrifin hafa horfið, skömmu eftir að hann neytti ginblönd- unnar. Hafi hann ekki fundið til neinna áfengisáhrifa, er hann hóf akstur bifreiðar sinnar, R 26562, frá heimili sínu að Laugar- nesvegi 78 rétt fyrir kl. 0430 um nóttina. Ákærði neytti ekki ann- ars áfengis 31. desember, og ekki neytti hann neins áfengis 30. desember. Ákærði mótmælir algerlega niðurstöðu alkóhólrann- sóknarinnar á blóðsýnishorninu úr honum. Ákærði kveðst vera 178 em á hæð og nú 75 kg að þyngd. Geti þyngd sín ekki hafa breyst frá því hann ók umrætt sinn og þar til nú, nema um 1 kg til eða frá. Firíkur Beck lögregluþjónn hefur mætt í dóminum sem vitni og staðfest það, er að framan greinir. Vitnið kveðst ekki muna eftir ölvunareinkennum á ákærða að undanskildu því, að áfengis- lykt var af honum. Vitnið Þorlákur Runólfsson lögregluþjónn kveðst muna eftir því, að vínlykt var af ákærða, en að öðru leyti man hann ekki eftir ástandi hans. Verjandi ákærða óskaði eftir, að svofelld spurning yrði lögð fyrir Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands: „Getur niðurstaða alkóhólákvörðunar í blóði ákærða í máli þessu, þ. e. 1.65%, magn alkóhóls í blóði, samræmst því, sem fram er komið í málinu hjá ákærða og lögreglumönnum um engin sjáan- leg áfengisáhrif og neyslu tveggja glasa af rauðvíni með mat fyrir kl. 20.00 daginn áður og ca 4 sentilítra af gini fyrir mið- nætti sama dag, miðað við hæð og þyngd ákærða, svo og þess, að blóðsýnið var tekið kl. 05.45 daginn eftir?“ Svar rannsóknastofunnar var á þessa leið: „Rannsóknastofu í lyfjafræði hefur borist bréf yðar, dagsett 9. sept. 1975. Að okkar áliti er Læknaráð sá aðili, er hæfastur er til að svara spurningu bréfsins. Til upplýsingar skal þó greint frá, hve mikið alkóhól (etanól) ætla megi, að hafi verið í þeim vínföngum, er í spurningunni greinir (1), og hve langan tíma ætla megi, að taki að brenna því (2). 748 (1) Hér er talað um 2 glös af rauðvíni. Ekki fylgja upplýsingar um stærð glasa né tegund rauðvíns, en að áætla glasið 200 ml og styrkleika vínsins 10 g etanóls í 100 ml gæti verið nærri lagi. Svarar það til um 40 g etanóls í rauðvíninu. Þá er minnst á 40 ml (4 sentilítra) af gini, er svarar til um 13 g af etanóli. Samtals verða það 53 g eða með nokkr- um vikmörkum 45—60 g af etanóli. (2) Ef gert er ráð fyrir að 7—8 g af vínanda (etanóli) eyðist á hverri klukkustund, mætti ætla, að það gæti tekið um 8 klst. að brenna umræddu vínandamagni“. Alkóhólmagnið í blóðsýnishorninu, sem tekið var úr ákærða og merkt nr. 2 samkvæmt gögnum lögreglu, var 1.65%. Með niðurstöðu alkóhólrannsóknar á blóðsýnishorninu úr ákærða og öðrum gögnum málsins telst sannað, að hann hafi gerst sekur um atferli það, sem honum er gefið að sök í ákæru- skjali, þrátt fyrir neitun hans. Hefur hann með því orðið brot- legur gegn 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 10 daga varðhald. Ákærði var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða með ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík 18. mars 1974 með tilvísun til 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, þar sem ætla mátti, að hann hafi orðið brotlegur gegn 1. eða 2., sbr. 3. og 4. mgr. 25. gr. umferðar- laga. Með bréfi, dagsettu 23. júlí 1974, fór ákærði þess á leit við sakadóm Reykjavíkur, að ákvörðunin yrði felld úr gildi, þar til dómur hefði gengið í málinu. Hann hefði gert átarlegar tilraunir til að fá málinu flýtt, en án árangurs. Hinn 6. ágúst sama ár kvað Birgir Þormar, fulltrúi yfirsakadómara, upp þann úrskurð, að framangreind ákvörðun lögreglustjóra um bráðabirgðaðku- leyfissviptingu ákærða skyldi felld úr gildi. Segir svo í úrskurð- inum: „Aðfaranótt þriðjudagsins 1/1 s.l. var Svavar Bjarnason, f. 26/7 1943, kærður fyrir ölvun við akstur. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknar voru 1.68%, (sic) í blóði hans við akstur bif- reiðar. Kærði vefengir, að þessi niðurstaða geti staðizt og telur, að um mælingarskekkju eða rugling á blóðsýnum sé að ræða. Samkvæmt skýrslu lögregluvarðstjóra var ógreinilegur áfengis- þefur af Svavari eftir handtöku. Önnur áfengisáhrif sáust ekki á honum. Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti kærða ökuréttindum til 749 bráðabirgða 18/3 s.l. Þennan úrskurð hefur nefndur Svavar kært í dag. Verði kærði sakfelldur samkvæmt niðurstöðu alkóhólrann- sóknar, má gera ráð fyrir, að hann verði sviptur ökuréttindum í eitt ár frá 18/3 s.l. Eftir er að taka skýrslu af vitnum í máli þessu. Gera má ráð fyrir, að nokkrir mánuðir líði, áður en málið kemr til dóms. Með tilliti til þess, að Svavar Bjarnason hefur kært úrskurð lögreglustjórans í Reykjavík, og með tilvísun til þess, sem að ofan greinir, þykir ekki rétt, að kærði sæti sviptingu ökuréttinda lengur“. Svo sem krafist er í ákæruskjali og samkvæmt lagaákvæðum þeim, er þar greinir, ber að svipta ákærða ökuleyfi. Þykir öku- leyfissvipting hans hæfilega ákveðin í 1 ár, en rétt þykir, að bráðabirgðaðkuleyfissvipting ákærða, er stóð frá 18. mars—6. ágúst 1974, komi til frádráttar henni. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Jóns E. Ragn- arssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 15.000. Dómari málsins fékk það í hendur eftir útgáfu ákæru hinn 9. maí sl. og hefur engin afskipti haft af rekstri þess fyrir þann tíma. Dómsorð: Ákærði, Svavar Bjarnason, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði skal sviptur ökuleyfi í 1 ár. Til frádráttar öku- leyfissviptingunni komi öÖkuleyfissvipting ákærða frá 18. mars—6. ágúst 1974. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Jóns E. Ragnarssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 15.000. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 750 Föstudagur 15. október 1976. Nr. 134/1975. Sigurður Leifsson (Ingi Ingimundarson hrl.) gegn Sigurði Antonssyni (Jón Oddsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Benediki Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Synjað um útburð. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 28. septem- ber 1975. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt fyrir fógeta að framkvæma útburðar- gerð þá, sem málið fjallar um, aðallega án þess að tryggins verði sett, en til vara gegn hæfilegri tryggingu af hálfu áfrýj- anda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í máli þessu er deilt um það, hvort stefndi hafi vanefnt makaskiptasamning þann, sem í málinu greinir, með þeim hætti, að áfrýjandi geti rift honum. Gögn máls um þetta eru eigi skýr og réttur áfrýjanda til riftunar eigi svo glöggur, að útburðarkrafa hans sé tæk í máli þessu. Ber því að stað- festa hinn áfrýjaða úrskurð. Rétt er, að áfryjandi greiði stefnda 30.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sigurður Leifsson, greiði stefnda, Sigurði Antonssyni, 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. 7ð1 Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Með bréfi áfrýjanda til stefnda 24. júní 1975 lýsti áfrýj- andi yfir því, að samningi aðilja frá 14. október 1974 væri rifi. Í þessu bréfi var riftunin byggð á vanskilum á 500.000 krónum, sem greiða átti 15. maí 1975. Lögmaður áfrýjanda ítrekaði yfirlýsinguna um riftun í bréfi til stefnda 9. júlí 1975. Var þar sagt, að riftunin væri einnig byggð á því, að ekki hefðu verið afhent tvö veðskuldabréf, 240.000 og 2.780.179 krónur. Útburðar var krafist 19. ágúst 1975, og fékk fógeti þá í hendur greinargerð frá gerðarbeiðanda (áfryj- anda), samninginn frá 14. október 1974, 5 bréf um málið, matsgerð og bankatilkynningu, dags. 8. ágúst, um afhend- ingu geymslugreiðslu, 401.020 krónur. Gögn þau, sem lögð voru fyrir fógeta, báru með sér þá óumdeildu staðreynd, að stefndi greiddi ekki 500.000 krónur 15. maí 1975, svo sem honum bar eftir samningnum frá 14. október 1974, og vildi þá halda eftir meira fé en hann átti rétt til. Það lá því fyrir fógeta, að veruleg vanefnd hafði orðið. Var þess vegna rétt að framkvæma útburð í samræmi við kröfu áfrýjanda, og skiptir uppgjör milli aðilja engu Í því sambandi. Samkvæmt þessu tel ég, að leggja eigi fyrir fógeta að framkvæma útburð og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 40.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 17. september 1975. Gerðarbeiðandi, Sigurður Leifsson, Lálandi 15, hefur krafist þess aðallega, að gerðarþoli, Sigurður Antonsson, verði borinn út úr íbúðarhúsnæði, sem hann hefur hafst við í í húsinu nr. 75 við Safamýri, en til vara, að útburðargerðin nái fram að ganga gegn því, að gerðarbeiðandi setji hæfilega tryggingu að mati fógeta. Gerðarbeiðandi krefst þess, að gerðarþoli verði úrskurðaður til að borga sér málskostnað. Gerðarþoli hefur mótmælt því, að gerð þessi nái fram að ganga, og krafist þess, að gerðarbeiðandi verði úrskurðaður til að borga málskostnað. 752 Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, sem fór fram þann 3. þessa mánaðar. Fyrir liggur í máli þessu makaskiptasamningur, dagsettur 14. október 1974. Aðalatriði hans eru á þessa leið: „1. Ég, Sigurður Leifsson, skulbind mig til að selja Sigurði Antonssyni húseign mína Safamýri 75 hér í borg ásamt öllu, sem eigninni fylgir og fylgja ber, þ. m. múr- og naglföstu og tilheyrandi leigulóðarréttindum. Umsamið kaupverð skuldbindur Sigurður Antonsson sig til að greiða þannig: a. Með því að afhenda mér til eignar og umráða íbúðareign sína að Hvassaleiti 157 hér í borg með þeim skilmálum, sem greinir í b. lið hér að neðan, 2. grein. b. Við undirskrift þessa samnings, í pen. .. .. kr. 500.000.00 c. Hinn 1. desembernk... .... .... .... — 500.000.00 d. Hinn 1. febr. 1975 .. .. .. ............ — 0 500.000.00 e. Hinn 15. maí 1975... .. .............. — 0 500.000.00 f. Með veðskuldabréfi, sem greiðist með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 3 árum ásamt 8% vöxtum p. a. og tryggt er í Auðbrekku 50, Kópavogi .. .. .........0.. 0 — 0 240.000.00 s. Með því að taka að sér að greiða áhvílandi veðskuldir sem hér segir: 1. veðr.skuld við veðd. Landsb. Ísl. að eftirst. — 100.000.00 II. veðr.skuld við handhafa, veðbr. útg. 28/9 '65, upphafl. kr. 350.000.00, nú að eftirst. .. — 35.000.00 V. veðr.skuld við Iðnaðarb. Ísl. h.f... .. .. — 500.000.00 h. Með veðskuldabréfi, sem greiðast skal með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 5 árum ásamt 10% vöxtum p. a, í gjalddaga 15. marz ár hvers, í fyrsta sinn 15. marz 1976 og tryggt með IV. veðrétti í Safamýri 75 .. .. — 2.780.179.00 2. Ég, Sigurður Antonsson, skuldbind mig til samkv. ofan- skráðu að makaskipta við Sigurð Leifsson á íbúðareign minni, sem er 3ja herbergja kjallari í húsinu nr. 157 við Hvassaleiti hér í borg, nánar tiltekið 3 herbergi, skáli og baðherbergi í austur- enda kjallarans, ásamt sér geymslu undir kjallarastiga. Ennfremur fylgir hlutdeild í þvotta- og þurrkherbergi (strauherbergi), sam- eiginlegum göngum og lóðarréttindum án bílskúrsréttinda. Eignar- 753 hlutinn er ekki samþykktur sem íbúð af Byggingarnefnd Reykja- víkur. Eignarhlutinn telst vera 8% af Hvassaleiti 157 eða 2.35% allrar húsasamstæðunnar nr. 153, 155 og 157, og er lóðin sameig- inleg með þeim húsum, og eru makaskiptin bundin því skilyrði, að Sigurður Leifsson taki að sér að greiða áhvílandi skuldir sem hér segir: a. 1. veðr.skuld við veðd. Landsb. Ísl. samkv. veðbr. útg. 17/9 "64, upphafi. kr. 100.000.00 vísit.tr., nú að eftirst. kr. 75.179.00. b. II. veðr.skuld við handhafa veðbr. úig. 6/8 '69, upphaflega að fjárhæð kr. 180.000.00, nú að eftirst. kr. 80.000.00%. Samningur ákveður, að afhending skuli fram fara 15. mars 1975, en afsal skuli gefið út 15. maí s. á, enda hafi aðiljar fullnægi skuldbindingum sínum, sem getið er, svo og nánari ákvæðum um aflýsingu skulda á eignunum. Ekki segir af viðskiptum aðilja, þar til greiðslan 15. maí þ. á. átti að fara fram. Þann dag ritar umboðsmaður gerðarþola gerðar- beiðanda bréf og sendir með því kvittun Landsbanka Íslands fyrir deponeringu, kr. 500.000, svo og samrit bréfs, er greiðslunni til bankans fylgdi. Í því er svo frá skýrt, að vegna galla, er fram komu á eignarhlutanum í Safamýri 75, hafi gerðarþoli ákveðið að binda deponeringuna skilyrðum á þann veg, að þá fyrst er fyrir liggi upplýsingar um fjárhagstjón gerðarþola vegna gallanna, sé bankanum heimilt að borga féð, þó skv. nánari bréflegri heimild frá umboðsmanni gerðarþola. Kvittun bankans ber með sér þessi skilyrði. Í tilefni af göllum þeim, sem innt er að hér að framan, hefur gerðarþoli látið fram fara matsgerð dómkvaddra manna, og hefur hún verið lögð fram í málinu, og eru matstölur 64.000 kr. Þessi matsgerð er dagsett 5. ágúst, og sama dag ritar umboðsmaður gerðarþola Landsbankanum og beiðist þess, að gerðarbeiðanda verði greitt fé það, er deponerað hafði verið, en að frádreginni matsfjárhæðinni, matskostnaði og dómkvaðningarkostnaði og Þóknun lögmanns, þannig að til gerðarbeiðanda skyldu ganga kr. 401.020. Hér að lýtur kvittun verðbréfadeildar bankans á rskj. 10 í máli þessu. Fram er komið í málinu bréf gerðarbeiðanda, dagsett 24. júní þ. á. þar sem hann minnir gerðarþola á greiðslu þá, er skyldi inna af hendi þann 15. maí, og látið liggja að riftun vegna greiðslu- dráttar. En þann 9. júlí er gerðarþola tilkynnt riftun, með bréfi umboðsmanns gerðarbeiðanda, vegna verulegra vanefnda, sem sé: greiðsla sú, er til féll 15. maí, sé ógoldin og veðskuldabréf, kr. 48 /ð4 240.000, hafi ekki verið afhent og loks hafi veðskuldabréf, kr. 2.780.170, ekki verið gefið út eða afhent. Jafnframt er deponer- ingu á kr. 500.000 mótmælt sem löglausri, þar eð hún sé bundin ólögmætum skilyrðum, svo og er matsgerðinni, er til kemur, mót- mælt sem þýðingarlausri. Er skorað á gerðarþola að hafa rýmt íbúðina að Safamýri 75 í síðasta lagi þann 1. ágúst að viðlögðum útburði. Gerðarþola er boðin fram uppgerð á fé því, er hann hefur goldið til efnda kaupsamnings, og boðin umráð eignarhlutans í Hvassaleiti 157, en frá greiðslum beri að vísu að draga allan kostn- að, sem á hafi fallið, og áskilinn er réttur til að krefja vanefnda- bóta og kostnaðar. Gerðarþoli mótmælir bréflega þessari riftun, enda kveðst hann alltaf hafa verið reiðubúinn til að ganga frá öllu varðandi söluna og hafa til þess fulla getu. Útburðarkrafan byggist á því, að þar eð samningnum hafi rétti- lega verið rift vegna verulegra vanefnda gerðarþola, sbr. riftunar- bréf, hafi gerðarþoli engan rétt til þess að hafast við í hinu um- deilda húsplássi. Að sjálfsögðu standi honum til boða fullkomin uppgerð á viðskiptunum. Eins og komi fram í réttarhaldi í máli þessu þann 28. ágúst, hafi gerðarbeiðandi sýnt næga fjármuni til þessarar uppgerðar, en þá sýndi hann sparisjóðsbók á sínu nafni með ríflega 2 milljón króna innstæðu. Nánari útlistun af hendi gerðarbeiðanda er á þá leið, að gerðarþoli hafi ómótmælt fengið bréfin 24. júní og 9. júlí og hafi þó ekkert aðhafst til að reyna að uppfylla skyldur sínar. Óhætfilegt hafi verið að draga greiðslu á 500 þúsund krónum, er greiða átti 15. maí, í 80 daga vegna smá- ræðis þess, er gallar námu, sbr. matsgerðina sem gerðarþoli virðist sætta sig við, og sé slík aðferð alveg á hans áhættu. Því er lýst yfir, að leigutaki sá, er hefur íbúðina á Hvassaleiti 157 til afnota, sé samningslega skuldbundinn til þess að rýma þegar í stað, ef þess yrði krafist. Gerðarþoli hefur mótmælt því, að gerðin nái framgangi. Hann mótmælir því, að hann hafi gerst sekur um vanefndir, en ef svo yrði þó talið, þá séu þær óverulegar og réttlæti ekki, að fógeta- gerð verði beitt. Riftun sú, er honum hafi verið boðuð, sé órétt- mæt. Gerðarbeiðandi hafi færst undan að taka við hinum um- sömdu skuldabréfum, sem hafi alltaf verið fyrir hendi. Nú hafi það komið í ljós, eftir að kaupin gerðust, að eignarhlutinn í Safa- mýri 75 hafi verið haldinn göllum, sem ekki hafi verið sýnt, hve verulegir voru, og hafi verið nauðsyn, að matsgerð yrði látin fram fara. Sá dráttur, sem hafi orðið á því, að matsgerð yrði 755 framkvæmd, sé langmesti þátturinn í því, að ekki var greitt þann 15. maí, og beri gerðarþoli ekki á þeim drætti neina ábyrgð, þar eð hann hafi orðið að gæta sinna hagsmuna með matsbeiðni. Gerð- arþoli telur sig orðinn eiganda að hinni umdeildu íbúð skv. maka- skiptasamningum. Eins og viðskiptum aðilja máls þessa var háttað, þykir gerðar- þoli ekki þurfa að hlíta því að verða sviftur umráðum húseignar- hlutans í Safamýri 75 með fógetagerð. Þykir verða að synja um hina umbeðnu útburðargerð, en málskostnaður á að falla niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Því úrskurðast: Útburðargerð fer ekki fram. Málskostnaður fellur niður. Föstudaginn 15. október 1976. Nr. 161/1973. Sigfús J. Johnsen (Jón Hjaltason hrl.) gegn Tryggingamiðstöðinni h/f (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Sjóválrygsing. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. nóvember 1973. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér kr. 1.777.140.07 með 1% vöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af kr. 1.944.406.82 frá 1. apríl 1967 til 27. febrúar 1971, en af kr. 1.777.140.07 frá þeim degi til 16. maí 1973, 14% vöxtum á mánuði frá þeim degi iil 15. júlí 1974 og 2% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags. Einnig krefst hann, að stefndi greiði sér kr. 156 26.185.00 vegna útlagðs kostnaðar við matsgerðir svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefsi staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Fallast ber á það með héraðsdómi, að aðalvél m/b Sæfaxa hafi verið óskemmd að kvöldi 29. mars 1967. Samkvæmt gögnum máls verður við það að miða, að úrbræðsla vélar- innar 30. mars hafi hlotist af því, að smurningsolía rann út með þéttifleti smurningsolíudælu aðalvélar, enda virðist ekki vera ágreiningur með aðiljum um þetta. Maisimaðurinn Guðmundur Björnsson hefur lýst því áliti sínu, að góður og fær vélstjóri hefði átt að geta komið í veg fyrir, að vélin bræddi úr sér. Samkvæmt þessu og með vísun til mats hér- aðsdóms, sem skipaður var vélfróðum meðdómanda, verður að telja, að skemmdir á vélinni umræddan dag hafi stafað af því, að m/b Sæfaxi var ófullnægjanlega mannaður, eins og nánar er lýst í dóminum. Ber því samkvæmt 63. gr. laga nr. 20/1954 og að öðru leyti með skírskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms að staðfesta þá úrlausn, að stefnda sé óskylt að greiða áfrýjanda vátryggingarbætur vegna vélarskemmd- anna síðastnefndan dag. Enginn tölulegur ágreiningur er um mat héraðsdóms á sjó- tjóninu 17. mars 1967. Verður einnig staðfest úrlausn héraðs- dóms um þann þátt málsins, þó þannig, að rétt þykir, að vextir af dæmdri fjárhæð hækki í 15% ársvexti frá 15. júlí 1974 til 28. apríl 1976 og 15%4% ársvexti frá þeim degi til sreiðsludags, sbr. 24. gr. laga nr. 20/1954. Þá er og staðfest ákvæði héraðsdóms um málskostnað. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda 100.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að vextir af dæmdri fjárhæð skulu vera 15% ársvextir frá 15. júlí 1974 til 28. april 1976 og 1534% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. 757 Áfrýjandi, Sigfús J. Johnsen, greiði stefnda, Trygg- ingamiðstöðinni h/f, 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verslunardóms Reykjavíkur 4. október 1973, I. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Sigfús J. Johnsen, áður til heimilis að Kirkjubraut 17, Vestmannaeyjum, nú til heimilis að Háaleitisbraut 111 hér í borg, höfðað fyrir sjó- og verslunarðdómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 27. nóvember 1968, á hendur Tryggingamiðstöðinni h/f hér í borg „til heimtu tjón- bóta og annarra skaðabóta vegna sjótjóna á m/b Sæfaxa, NK 102, hinn 17. mars 1967 og 25. apríl 1967, samtals að fjárhæð kr. 2.968.114.16 ásamt með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá 1. apríl 1967 til greiðsluðags, útlögðum kostn- aði við matsgerðir, kr. 26.185.00, auk alls málskostnaðar að fullu að skaðlausu“. Dómkröfur stefnanda eru nú þessar: „Að stefnda verði dæmt til að greiða stefnanda kr. 1.868.550.24 ásamt með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af kr. 2.035.825.99 frá 1. apríl 1967 til 27. febrúar 1971 og af kr. 1.868.559.24 frá þeim degi til greiðsludags, útlagðan kostnað við matsgerðir, kr. 26.185.00, auk alls málskostnaðar að fullu að skað- lausu, þar með talin full málfærslulaun fyrir dóminum samkvæmt lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands“. Stefndi krefst nú sýknu gegn greiðslu á kr. 126.466.08 og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað. II. Málavextir eru þeir, að með kaupsamningi, dags. 1. mars 1967, keypti Kristján G. Sigurjónsson, Vestmannaeyjum, m/b Sæfaxa, NK 109, af Garðari Lárussyni í Neskaupsstað. Hugðist Kristján gera bátinn út frá Vestmannaeyjum. Stefnandi máls þessa, Sigfús Johnsen, gekk í ábyrgð fyrir Kristján á víxlum í sambandi við kaupin á bátnum, og virðist hafa verið ákveðið á milli þeirra stefnanda og Kristjáns, að afli bátsins yrði lagður upp til vinnslu í frystihúsi stefnanda, er hann hafði nýlega stofnsett í Vestmanna- 758 eyjum. Mun stefnandi svo ásamt Kristjáni og með samþykki hans að einhverju leyti hafa annast útgerð bátsins. Þegar Kristján festi kaup á m/b Sæfaxa, keypti hann jafnframt vátryggingu hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni h/f, er mun áður hafa haft bátinn í vátryggingu fyrir fyrri eiganda hans, Garðar Lárusson. Með yfir- lýsingu, dags. 3. mars 1967, gaf stefndi Kristjáni staðfestingu á því, að félagið vátryggði bátinn til eins árs, og skyldi vátryggingin taka gildi frá og með 5. mars 1967. Skilmálar voru: „Kaskó-trygging, kr. 4.000.000.00. Skilmálar: All Risks Clauses Fishing Vessels. Eigináhætta í hverju tjóni kr. 3.000.00. Inieressu- trygging, kr. 1.000.000.00. Skilmálar: Institute Total Loss ér Excess Liability Clauses“. Kristján varð skipstjóri á bát sínum, m/b Sæfaxa. Hafði hann ekki almenn réttindi til skipstjórnar á stærri skipum en allt að 30 rúmlestum. M/b Sæfaxi, NK 102, var hins vegar 101 rúmlest brúttó að stærð, og fékk Kristján undanþágu hjá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu til að stjórna skipi sínu, og gilti sú undanþága til 31. maí 1967. Þá munu og ráðnir stýrimaður og II. vélstjóri hafa fengið undanþágu. Sem I. vélstjóri bátsins var ráðinn frá 14. mars 1967 til loka vertíðar Björgvin H. Guðmunds- son, Reykjavík, en hann var þó einungis skráður til að vera 1. vélstjóri á bátnum ferðina frá Neskaupstað til Vestmannaeyja. Að kvöldi 15. mars 1967 hafði verið lokið við viðgerðir á gír og vél, sem talið var að gera þyrfti, áður en báturinn yrði afhentur hinum nýja eiganda, Kristjáni. Hélt m/b Sæfaxi, NK 102, frá Neskaupstað kl. 2120 það kvöld, og var ferðinni heitið til Vest- mannaeyja. Í þessari ferð reið brotsjór yfir skipið með þeim af- leiðingum, að sjór flæddi óhindrað niður í vélarrúm þess. Aðalvél og ljósavél stöðvuðust. M/b Sæfaxi kallaði strax á hjálp. Kom varðskipið Óðinn að bátnum og dró hann til Vestmannaeyja, og var komið þangað kl. 4 aðfaranótt 18. mars 1967. Vann greindur Björgvin, 1. vélstjóri, að viðgerð á vélum skipsins ásamt véla- mönnum frá Vélsmiðjunni Magna á tímabilinu frá 19.—23. mars, en þá um kvöldið fór hann fyrirvaralaust úr skiprúmi og hélt til Reykjavíkur. Stefnandi reyndi að hefta för hans, en án árangurs. Stefnandi réð þá sem I. vélstjóra Guðmund Karl Guðfinnsson í Vestmannaeyjum, og var hann skráður I. vélstjóri frá 24. mars til 30. mars 1967. Fór Guðmundur tvær veiðiferðir á m/b Sæfaxa, þá fyrri 25. mars, en hina síðari 27. mars. M/b Sæfaxi fór og í veiðiferð 29. og 30. mars. Vegna anna við eigið skip fór Guð- mundur Karl ekki sem 1. vélstjóri á m/b Sæfaxa tvær síðasttöldu 759 veiðiferðirnar, og voru þær farnar, án þess að sérstakur skráður 1. vélstjóri væri um borð. Kristján, sem eins og áður getur, hafði stjórn skipsins á hendi, hafði og réttindi sem vélstjóri á vélar allt að 500 ha. Í m/b Sæfaxa var 435 ha aðalvél af Deutz-gerð. Í veiðiferðinni 30. mars, meðan á togi stóð, stöðvaðist vél bátsins. Var þá enginn í vélarrúmi, og fór skipstjóri þá niður í vélarrúm, ræsti vélina að nýju, og gekk hún þá í um 10 mínútur, en var þá stöðvuð og beðið um aðstoð úr landi, en Sæfaxi var þá staddur skammt norðvestur af Eyjum. Kom d/s Lóðsinn á vettvang og tók m/b Sæfaxa í tog og dró hann til hafnar og að bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Þegar báturinn átti stutt eftir að bryggju, sleppti Kristján skipstjóri dráttartauginni á milli skipanna og ræsti sðalvélina, sem fór Í gang. Sigldi hann bátnum síðasta spöl- inn að bryggju. Ætlaði hann að leggja sjálfur að bryggju, en er skipið nálgaðist bryggjuna, kúplaði hann frá og ætlaði að taka aftur á bak, en bá stöðvaðist vélin. Er hún var síðar skoðuð, reyndist hún úrbrædd. Hinn 25. apríl 1967 lá m/b Sæfaxi við bryggju í Vestmanna- eyjum með sundurtekna vél. Lenti forgálgi stjórnborðsmegin þá undir bryggjukanti með þeim afleiðingum, að logskera varð af sálga, og vélarblokkin í vélarrúminu féll yfir úr bakborða í stjórn- borðssíðu og braut ýmsa vélarhluti. Kristján Sigurjónsson skipstjóri hafði ekki bolmagn til þess að greiða viðgerðir á bátnum. Gekk stefnandi því inn í kaup Krist- jáns á m/b Sæfaxa samkvæmt kaupsamningi þeirra Garðars Lár- ussonar frá 1. mars 1967, og fékk stefnandi jafnframt framseldan allan tjónbótarétt vátryggða Kristjáns á hendur stefnda með bréfi, dags. 18. júní 1967. Hefur stefnandi höfðað bótamál þetta á grundvelli þess trygg- ingarsamnings, sem komst á milli Kristjáns og stefnda. Ill. Hinn 17. apríl 1967 hófust sjópróf í sjó- og verslunardómi Ves!i- mannaeyja vegna ferðar m/b Sæfaxa, NK 102, frá Norðfirði til Vestmannaeyja 15. og 18. mars 1967, en þá varð báturinn fyrir brotsjó, eins og fyrr er fram komið, og einnig vegna vélarbilunar í veiðiferð bátsins 30. mars s. á. Í byrjun sjóprófsins komu fyrir dóminn Kristján G. Sigurjóns- son skipstjóri, bróðir hans, Jón Ármann Sigurjónsson, Atli Bene- diktsson, II. vélstjóri, og Hrafn Hólmfjörð Hansen stýrimaður. Báru þeir allir fyrir réttinum, að Jón Ármann Sigurjónsson hefði 760 verið yfirvélstjóri á m/b Sæfaxa, NK 102, í veiðiferðinni 30. mars 1967. Tveimur dögum síðar kom svo fyrir dóminn matsveinninn á bátnum, Auðunn Hafnfjörð Jónsson, og bar, að hann hefði ekki orðið þess var, að Jón Ármann hefði verið vélstjóri í greindri veiðiferð. Varð þetta til þess, að Kristján G. Sigurjónsson, Jón Ármann Sigurjónsson, Atli Benediktsson og Hrafn Hólmfjörð Hansen komu fyrir dóminn. Breyttu þeir fyrri framburðum sínum, sem þeir kváðu ranga, enda hafi enginn yfirvélstjóri verið í greindri veiðiferð. Sjóprófum var síðan haldið áfram, og beindist rannsóknin eink- um að því, hvort tryggingarsvik kynnu að liggja til grundvallar hinum röngu framburðum. Matsveinninn, Auðunn Hafnfjörð, kom aftur fyrir dóm og bar, að stefnandi máls þess, sem hér er um fjallað, Sigfús J. Johnsen, hefði hringt til hans daginn, sem hann (Auðunn Hafnfjörð) kom fyrst fyrir dóminn og reynt að fá hann til að bera rangt, er hann kæmi síðar um daginn fyrir dóm, og snerist rannsóknin eftir það talsvert mikið um ætlaða tilraun stefnanda til að fá matsveininn til að bera rangt fyrir dómi. Að rannsókn lokinni var með ákæruskjali, dagsettu 10. febrúar 1968, höfðað opinbert mál á hendur Kristjáni G. Sigurjónssyni, Jóni Ármanni Sigurjónssyni, stefnanda, Guðmundi Karli Guð- finnssyni, Atla Benediktssyni og Hrafni Hólmfjörð Hansen. Gegn ákærða Kristjáni G. Sigurjónssyni var málið höfðað fyrir að hafa: „1. Borið eftirfarandi ranglega í áðurgreindu þinghaldi Í sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja 17. apríl 1967: „Aðspurður um róðurinn 30/3 kveður mætti Jón Ármann Sigurjónsson hafa verið vélstjóra þá veiðiferð, þann er undirritaði véladagbók þann dag“. 2. Fengið meðákærðu Jón Ármann, Atla Benediktsson og Hrafn Hólmfjörð til að bera slíkt hið sama í sama þinghaldi. 3. Í sama símtali og greinir í lið II. á ákæruskjali og á milli þess, sem meðákærði Sigfús talaði, skýrt áðurnefndum Auðuni Hafn- fjörð frá því, „hve alvarlegt málið væri fyrir sig“ — eingöngu í því skyni að hafa áhrif á væntanlegan framburð hans fyrir sjó- og verzlunardómi samhliða tilmælum meðákærða Sigfúsar, sbr. lið III. 4. Í blekkingarskyni tilgreint eftirfarandi ranglega í dag- bók og eftirlitsbók vélbátsins Sæfaxa: Í dagbók: „Næstu daga (b. e. frá 18. marz) var báturinn hreinsaður og lagfært það, sem úrskeiðis hafði farið. Lá báturinn við bryggju til 30. marz“. Í eftirlitsbók: Við dagsetningu 25/3: Leynt róðri bátsins með því að skrá ekkert um róður, sem farinn var þann dag. Við dagsein- 761 ingu 27/3: Leynt því, er lagt var upp í róður og bátnum skömmu síðar snúið við vegna vélarbilunar og jafnframt ranglega skráð róður, sem farinn var þennan sama dag sem róður 28. marz“. Ástæðurnar til þess, að ákærði Kristján framdi verknaði þá, sem lýst er hér að framan í tl. 1, 2 og 4, kveður hann hafa verið þær, að hann, sem hafði skipstjórnarréttindi á m/s Sæfaxa skv. sérstakri undanþágu, óttaðist að missa þau réttindi, ef það sann- aðist, að hann hefði farið í róður án löglegs yfirvélstjóra. Hann neitar hins vegar að hafa framið verknaði þessa í auðgunarskyni eða til að afla sér ólöglega tryggingarfjár. Ofangreint refsimál var dæmt í sakadómi Hafnarfjarðar hinn 9. mars 1970, og voru allir hinir ákærðu dæmdir til refsingar nema Guðmundur Karl Guðfinnsson, sem sýknaður var af kröf- um ákæruvaldsins. Kristján Guðni var dæmdur til að sæta fang- elsi í 7 mánuði. Stefnandi áfrýjaði málinu að því er hann varðaði, og var dómur í því máli kveðinn upp í Hæstarétti 2. nóvember 1970. Þar segir m. a.: „Lögfull sönnun er eigi fyrir hendi um efni símtala ákærða og vitnisins Auðuns Hafnfjörðs Jónssonar hinn 19. apríl 1967. Þrátt fyrir þær líkur gegn ákærða, sem sakargögn veita, þykir varhugavert að meta þau fullnægjandi ákærða til áfellis. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu“. Ekki áfrýjuðu aðrir ákærðu en stefnandi málum sínum til Hæstaréttar. IV. Vitnið Björgvin H. Guðmundsson yfirvélstjóri skráði eftirfar- andi í véladagbók skipsins: „Árið 1967 fimmtudaginn 16. marzmánaðar. Á ferðinni frá Norðfirði til Vestmannaeyja. Staður skipsins SA Ströndin, fyrsti dagur á ferðinni. Kl. 1.30. Vélin hitnar. Hefur mjög lítið kæli- vatn. Skipt yfir á lensiðælu, allt í lagi þá. Reyndust brotnir ventl- ar í kælidælu. Smá aukið við vélina upp í 680 snúninga á mín., sem er FF. Bætt ca 10 lítrum smurolíu á aðalvél. Óeðlilega mikil smurolíueyðsla. Smurþrýstingur fellur smátt og smátt niður í all: að 0.5 kg/sm?. Skipt þá um smursíu. Stígur þá upp í eðli- legan þrýsting, 1.2 kg/sm?. Þetta kemur fyrir aftur og aftur á löngu millibili. Kl. 18.30: Hægt á vegna veðurs og keyrt með 500 sn. mín. Lensirðr fyllast af óhreinindum af og til vegna ónógs frágangs á enda þeirra. Mjög mikil vinna við hreinsun þeirra. Björgvin Guðmundsson, yfirvélstjóri. 762 Árið 1967 föstudaginn 17. marzmánaðar. Á ferðinni frá Norð- firði til Vestmannaeyja. Annar dagur á ferðinni. Keyrt með hægri ferð. Ljósavél ræst, látin ganga í lausagangi án álags. Kl. rúm- lega 4 vakna við, að sjór ríður á skipið og sjór streymir í vélar- rúmið. Aðalvél stöðvast, orsök eitthvað rekizt í ræsihandfang. Fært í stopp stöðu, skipt straum yfir á ljósavél. Sjór hefur komizt í raftöflu, hún logar eins og rafsuða og rofar brenna, ljós deyja. Hætt við að sjór hafi komizt í aðalvél, hún ekki ræst. Sjór hefur einnig komizt í rofa á stjórnpalli, sumir óvirkir. Smurolíuiunna, sem var á dekki, hefur einnig horfið við brotsjóinn.. Björgvin Guðmundsson, yfirvélstjóri. Árið 1967, laugardaginn 18. marzmánaðar. Á ferðinni frá Norð- firði til Vestmannaeyja. Þriðji dagur á ferðinni. Kl. 4 komið til Vestmannaeyja, lagzt að bryggju. Rafvirkjar koma. ... Raftafla mikið skemmd. Sjór í báðum rafölum, (Generatorum) og lensu- dælumótor. Tekinn í land. Einnig mikil útleiðsla á rafölum (raf- lögnum). Unnið að rafvirkjun fram eftir kvöldi. Björgvin H. Guðmundsson, yfirvélstjóri. Árið 1967, sunnudaginn 19. marzmánaðar. Staður skipsins Vest- mannaeyjahöfn, legið við bryggju. Rafvirkjar að vinnu um borð. Rafvirkjar vinna að raftöflu og fl. Fengin olía til að hreinsa út vélina og fl. Dælt sjó og olíu út af aðalvél. B. H. Guðmundsson. Reynt að ræsa ljósavél, en ófáanleg í gang. Teknir úr henni eldsneytislokar, virðast í góðu lagi. Hafðist að ræsa ljósavél kl. 21.00. Látin ganga yfir nóttina. B. H. Guðmundsson. Látið renna af gir og sett borolía á vél og gír. Vél ræst, látin ganga smá stund. Ekki í lagi með smurþrýsting. Menn frá Magna komu með kopl- ingu að framan og settu við, ljósavél í gangi allan sólarhringinn. BERG“. Vitnið Björgvin H. Guðmundsson gaf skýrslu fyrir sjó- og versl- unarðdómi Hafnarfjarðar 11. desember 1967. Vitnið las þá yfir véla- dagbók m/b Sæfaxa, NK 109, sem vitnið kveður rétta, eða þann hluta, sem vitnið hefur undirskrifað. Vitnið segir, að bókanir þess í dagbók eigi við tímabilið 1621. mars 1967, en láðst hafi að setja dagsetningu við bókun daganna 20. og 21. mars 1967. Vitnið skýrir svo frá, að þegar það tók við vélstjórninni í Neskaupstað, hafi verið unnið að viðgerð á „gír“ aðalvélar, en áður hafði verið framkvæmd viðgerð á aðalvél skipsins. Þá var bókað ettir vitn- inu: „Vitnið telur, að vélin hafi stöðvast vegna þess, að eitthvað hafi rekist í ræsihandfang vélarinnar, en ekki, að sjórinn hafi or- sakað stöðvunina. Hins vegar segir vitnið, að töluverður sjór hafi 763 komið í vélarrúmið, og það óttist, að hann hafi komist Í aðalvél- ina, og ekki talið gerlegt að ræsa hana aftur fyrr en eftir athugun. Witnið kveðst hafa sett ljósavél skipsins í gang og ætlað að dæla sjónum út með rafmagnslensidælu, en það hafi ekki tekist vegna þess, að er það hafi hleypt rafstraumi á kerfið, hafi það yfirbrunn- ið í rafmagnstöflunni. Vitnið segir, að ekki hafi verið gerðar fleiri tilraunir að koma lensidælu skipsins í lag, en er átti að grípa til handdælu, hafi hún verið í ólagi. Vitnið segir, að sjónum hafi verið dælt úr vélarrúmi skipsins á öðrum degi eftir að bað kom í höfn og þá einnig tappað af gír, sem reyndist þá fullur af sjó. Vitnið kveðst hafa kannað, skömmu eftir að búið var að dæla sjónum úr vélarrúminu, hvort sjór væri Í aðalvélinni, og því opnað sveifarhúsið og hafi þá komið í ljós, að sáralítill sjór var í aðal- vélinni. Vitnið kveðst hafa verið einn við þetta og þá hafa dælt þeim sjó, sem fyrir var í aðalvélinni, með handdælu. Vitnið telur, að ekki hafi komist sjór í smurkerfi aðalvélarinnar, og segir, að það hafi ekki sést vottur af sjó í smursíunum, sem verið hafi skít- ugar. Vitnið kveðst hafa dælt nokkrum lítrum af sjó úr aðalvél- inni í umrætt skipti. Vitnið kveðst álíta útilokað, að sjálf aðalvél skipsins hafi skemmst af sjó, vegna þess hve lítið magn af sjó komst þangað. Vitnið segir, að á þriðja eða fjórða degi hafi vélin verið skoluð út einu sinni með borolíu, en síðan sett á hana venju- leg smurolía. Vitnið segir, að aðalvél skipsins hafi verið sett í gang á skírdag, 23. mars, og hún verið látin ganga allan daginn. Vitnið kveðst hafa lagt af stað til Reykjavíkur þá um kvöldið, en stöðvað vélina um kl. 1900 þá um kvöldið. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt neitt óeðlilegt við gang vélarinnar þá um daginn. Vitnið kveðst hafa framkvæmt áðurnefndar athuganir og aðgerðir á vél- inni eftir að hafa áður ráðfært sig við verkstjóra hjá Vélsm. Magna í Vestmannaeyjum. Vitnið kveður skipstjórann hafa fyrir- skipað, að viðgerð skyldi fara fram og henni hraðað, en hann hafi ekki aðstoðað á neinn hátt við viðgerðina. Vitnið kveðst ekki hafa verið búið að ganga frá vélinni eins og það ætlaði, áður en það fór til Reykjavíkur. Það kveðst hafa ætlað að tappa olíunni aftur af vélinni og setja nýja á, en til þess hafi tími ekki unnist. Vitnið segir, að á öðrum eða þriðja degi eftir að skipið kom í höfn hafi komið um borð í skipið maður frá Tryggingamiðstöðinni h/f og þá verið viðstaddir um borð annar vélstj. og Kristján komið skömmu síðar. Vitnið kveðst hafa tjáð manni þessum, hvað farið hefði úr skorðum og hvað gera þyrfti til úrbóta og sagt honum, að ástæða væri til að hreinsa rafal aðalvélarinnar, setja betri 764 læsingu á vélarhúsið og yfirfara rafkerfi skipsins. Vitnið kveðst minna, að það hafi bent manni þessum á, að lensidælukerfi skips- ins væri ófullnægjandi. Aðspurt kveður vitnið Sigfús Johnsen ekki hafa haft önnur afskipti af þessu en þau, að hann hafi útvegað þau verkfæri og hluti, sem vitnið þurfti á að halda til nefndrar viðgerðar. Aðspurt um ástæðuna til þess, að það fór úr skiprúmi, segir vitnið, að það hafi ekki fengið kauptryggingu greidda eins og samningar stóðu til og einnig að Kristján hafi verið afskipta- samur og rekið of mikið á eftir. Aðspurt kveður vitnið, að er vélin var keyrð á skírdag, hafi smurþrýstingur verið eðlilegur, kæling vélarinnar eðlileg og útblásturshiti einnig eðlilegur, og virtist gangur vélarinnar vera í alla staði eðlilegur. Vitnið kveðst þó hafa ætlað, til að vera alveg Öruggur, að skipta um olíu aftur. Vitnið óskar að taka fram, að því hafi virst á leiðinni að austan sem vélin eyddi óeðlilega mikilli smurolíu. Aðspurt segist vitnið nú Vera þess fullvisst, að vélin hafi stöðvast vegna þess, að eitthvað hafi komið við ræsihandfangið, sem verið hafi í stoppstöðu, er vitnið kom niður í vélarrúmið“. Guðmundur Karl Guðfinnsson hefur í skýrslu, sem dagsett er 1. október 1967, skýrt svo frá: „Ég, sem lögskráður var 1. vélstjóri á m/b Sæfaxa skv. beiðni Sigfúsar J. Johnsen og var vélstjóri í veiðiferðinni 25. marz og aftur 27. marz 1967, óska að lýsa gangi vélarinnar eins og það kom mér fyrir sjónir og þær ráðstafanir, sem ég gerði að fá lag- fært það, sem aflaga fór. Áður en ég kom um borð, hafði II. vél- stjóri, Atli Benediktsson, unnið að því að þrífa til mótorhús og verkfæri eftir viðgerð Vélsmiðjunnar Magna, sem þá var ný lokið. Gekk ég úr skugga um í viðtali við 11. vélstjóra og skipstjóra, hvort ekki væri nægjanleg brennsluolía og smurolía fyrir hendi, og var mér tjáð, að svo væri. Aðalvél var í Ssangi, er ég kom um borð þann 24. marz strax eftir skráningu, og var þá stöðvuð af 11. vélstjóra skömmu síðar. Veiðiferðin 25. marz 1967: Vélin ræst snemma að morgni að skipstjóra og mér viðstöddum. Virtist þá allt eðlilegt, að öðru leyti en því, að smurmælir virtist óstöðugur og tifa til, og hafði ég orð á því við skipstjóra, en hann svaraði því til, að vélsmiðir frá Magna teldu þetta vera í lagi. Taldi ég því, að mælarnir væru ekki Í lagi. Siglt var síðan á hægri ferð út úr höfninni, en sett síðan á venjulega keyrslu, en þá þegar tók ég eftir því, að mér virtist óeðlileg hljóð koma frá vélinni, en varð þó einskis var. Hafði ég orð á þessu við skipstjóra og fleiri skipverja. Þegar 165 komið var á miðin og búið að kasta, varð ég þess var, að kasthjól aðalvélar náði til að kasta sjó upp á pallana. Fann ég þá þegar, að rör að austursdælu var Í sundur, en tókst ekki að lagfæra með þeim áhöldum og efni, er til var um borð, og óskaði því eftir, að haldið væri begar til hafnar, hvað og var gert. Gert var við rörið og settur nýr krani, sem á því var. Einnig var kælivatnsdælan pökkuð upp, en leki á henni hafði orsakað þann sjó, er komizt hafði í bátinn. Næsta veiðiferð 27. marz 1967: Vélin ræst af mér snemma að morgni og gekk hægasta gang í u. þ. b. 2 klst. við bryggju. Síðan haldið áleiðis út höfnina og bætt við vélina ca %, en stöðvaðist þá skyndilega, er komið var að bóli, sem er innan hafnar skammt norðan Hringskersgarðs. Var ég þá úti á dekki við vinnu, fór þegar niður í vélarrúm, athugaði, hvort næg brennsluolía væri fyrir hendi, og reyndist svo vera. Varð ég þá var við óeðlilegan hita á aðalvél, og gat mér til, að stimpill hefði e. t. v. festst. Taldi því ekkert til fyrirstöðu um að reyna að gangsetja vélina aftur, því ef vélin yrði ekki ræst, mundi það valda því, að báturinn lenti upp Í hafnargarðinn með beirri ferð, sem á honum var. Vélin fór strax í gang, og siglt var að bryggju og vélin þá strax stöðvuð. Fór ég þá að athuga með þann hita, er ég hafði orðið var við, með því að þreifa blokk og sveifarhúslok. Varð ég strax var við óeðlilegan hita á tveimur öftustu sveifarhúslokum og blokkinni aftanverðri. Tók lokin af, og þegar ég tók aftasta lok af bak- borðsmegin, varð ég þess strax var, að ró á nippli var ekki hert sem skyldi, en nippill þessi tengir rörið við smurfleti kambássins. Er ég tók á rónni, þá reyndist hún vera alveg laus. Taldi ég þetta næga orsök fyrir hita þeim, er ég áður hafði fundið, þar sem smurolían hafði ekki nægjanlegan þrýsting og gat runnið óhindrað gegnum og út um nippilinn. Lét ég vélina síðan kólna niður undir Það hitastig, sem eðlilegt er. Ræsti ég síðan vélina og lét hana ganga ca % klst, og virtist þá smurmælir, sem áður er getið, vera eðlilegur. Taldi ég ekki ástæðu til frekari ráðstafana að svo stöddu. Var því haldið á miðin, en er keyrt hafði verið á góðlega hálfri ferð í um klukkustund, var hitinn orðinn óeðlilegur á öllu sveifarhúsinu. Var þá dregið úr ferð og athuguð kæling, en hún reyndist eðlileg. Bað ég þá skipstjóra að snúa aftur til hafnar og láta athuga þetta nánar, hvað og var gert. Á landleið var keyrt á hægustu ferð, og var smurhiti þá ca 609 á C. Þegar komið var að bryggju, var vélin þegar stöðvuð og menn frá Vél- sm. Magna fengnir til að athuga vélina, og fylgdist ég með verki 766 þeirra fram undir kvöld. Athuguðu þeir með kambásdrifið og fundu ekki ástæðu til frekari aðgerða. Ræstu þeir síðan vélina, en ekki var sjóveður þá um kvöldið og því ekki farið í róður, og stöðvaði ég því vélina og lauk þar með afskiptum mínum af þessari vél“. Guðmundur Karl Guðfinnsson hefur fyrir sjó- og verslunar- dómi Hafnarfjarðar hinn 13. nóvember 1967 lýst skýrslu þessa rétta. Jafnframt skýrði hann svo frá, að er hann hafi spurt um, hvers vegna smurþrýstimælirinn væri svona óstöðugur, hafi skip- stjóri tjáð sér, að viðgerðarmennirnir hjá Magna hefðu talið mæl- inn í ólagi, en talið smurþrýsting eðlilegan, svo að hann kveðst ekki hafa haft frekari áhyggjur af þessu. Hann segir og, að hið óeðlilega vélarhljóð hafi verið einna líkast banki eins og væri hastur gangur í vélinni. Hann kveðst aðeins hafa farið þær tvær veiðiferðir, sem um getur í skýrslunni. Kristján Guðni Sigurjónsson hefur í skýrslu, dagsettri 6. apríl 1967, skýrt m. a. svo frá: „Miðvikudaginn 15. marz 1967 héldum við á m/b Sæfaxa, NK 102, frá Norðfirði. Var klukkan þá 21.20. Var haldið áfram suður fyrir land á leið til Vestmannaeyja. Gekk ferðin að óskum, og var veður gott, unz komið var að Ingólfshöfða, en þá tók að hvessa af SV og sjór að ýfast. Þegar komið var fram á föstudag kl. 18.30, var hægt á vegna veðurs, en þá var kominn SV stormur og mikill sjór. Dýpi var þá 60 faðmar. Staður þvert á Alviðruvita. Var síðan andæft (slóað) upp í veðrið. Kl. 4.05 ríður brotsjór á skipið með þeim afleiðingum, að rúður brotna bakborðsmegin í stýrishúsi, og báturinn leggst á stjórn- borðshlið og liggur þannig nokkra stund, en þegar hann tekur að reisa sig, ríður annar brotsjór yfir bátinn og sprengir upp hurð á keis þannig, að sjór flæðir óhindraður niður í vélarrúm. Hálf fylltist skipið af sjó. Við þetta stöðvast aðalvél og ljósavél. Öll ljós slokkna í skipinu. Kallað var út og beðið um aðstoð á neyðarsendi. Þá er kl. 4.20. Komist var í samband við m/s Herðubreið. Var henni gefin staðarákvörðun m/b Sæfaxa, og hélt hún þegar á vettvang. Var hún í ca 30 sjómílna fjarlægð. Þegar samband var haft við Herðu- breið, var beðið um að hafa samband við Vestmannaeyjaradíó og ástandi bátsins lýst og jafnframt beðið um, að flugvél yrði send á vettvang til að kanna nákvæma stöðu m/b Sæfaxa. Var vafi á, 767 þar sem mikill sjór var í skipinu, hvort hér væri um utanaðkom- andi sjóa að ræða eða hvort báturinn væri orðinn lekur. Þegar hér var komið málum, hafði tekizt að negla fyrir keis- hurðina, sem brotnaði í brotsjónum, og mannskapur var allur uppi í brú, þar sem það var eini staðurinn á skipinu, sem hægt var að vera á. Voru menn þar þangað til bjart var orðið. Flugvél Landhelgisgæzlunnar kom auga á bátinn um kl. 11.00 og vísaði Herðubreið og Óðni á bátinn. Um kl. 12.00 kemur Óðinn á vettvang og dælir olíu í sjóinn og skýtur fangalínu yfir í m/b Sæfaxa, sem síðan er dregin um borð og dráttartaug fest í bát- inn. Hélt síðan Óðinn til Vestmannaeyja með m/b Sæfaxa í togi. Var komið til Vestmannaeyja um kl. 3.30 á laugardagsnóttina. Lagðist Óðinn á ytri höfnina, og kom m/s Lóðsinn og dró bátinn inn í Friðarhöfn, og var þar gengið frá landfestum. Næstu daga var báturinn hreinsaður og lagfært það, sem úr- skeiðis hafði verið. Lá báturinn síðan við bryggju til 30. marz s.l. Hinn 30. marz kl. 5.30 var haldið af stað frá Vestmannaeyjum til veiða. Kl. 7.10 tilkynnir vélstjóri, að þrýstismurmælir hafi fallið mikið. Var síðan hægt á vélinni og hún síðan stöðvuð. Virtist þá rjúka nokkuð úr sveifarhúsinu. Var þá kallað í land og beðið um aðstoð Lóðsins til að draga bátinn að landi. Kom Lóðsinn um 10.00 og dró bátinn til Vestmannaeyja. Þegar báturinn lá á hliðinni eftir brotsjóinn, skolaðist af báta- dekki síldaruppstilling, síldargrindur, þorskanetauppstilling, af dekki fór olíutunna. Skemmdir á skipinu urðu sem hér segir: Kviknaði í rafmagns- töflu, brotnir 3 gluggar í stýrishúsi, í sundur fór olíuleiðsla í vél, og flóði olían um allt vélarhús, káetu, lest og fram í lúkar, og eyðilagðist við það renningar, rúmdýnur, sængurföt og ýmiss konar fatnaður og munir. Sjór mun hafa komist bæði í aðalvél og ljósavél“. Kristján Guðni Sigurjónsson skipstjóri hefur í ódagsettri skýrslu, sem lögð var fram í sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja hinn 13. nóvember 1967, skýrt svo frá: „Hér fer á eftir lýsing mín á gangi aðalvélar m/b Sæfaxa, NK 102, í þeim róðrum, er ég ásamt lögskráðum II. vélstjóra bátsins, Atla Benediktssyni, vorum við vélgæzlu vélarinnar í sjóferðum þann 29. og 30. marz 1967, en í þeim róðrum gat löglega skráður 1. vélstjóri bátsins, Guðmundur Guðfinnsson, ekki verið með í nefndum veiðiferðum vegna anna við sinn eigin bát. 168 Þann 29. marz 1967 kl. 6.30 ræstum við, ég og annar vélstjóri bátsins, aðalvélina. Ætlunin var að fara í róður. Er aðalvél var komin í gang, varð ég strax var við, að smurmælir við aðalvél steig heldur lágt, og ákvað ég þá að bíða með að fara í róður og bíða eftir því að fá vélsmiði frá Magna h/f, sem unnið höfðu allan daginn áður við vélina, til að athuga smurmæli og óeðlilegan hita, sem mér fannst koma á aðalvél. Um kl. 8.00 gekk ég upp að Vélsmiðjunni Magna og bað um sömu menn, er unnið höfðu við vél bátsins daginn áður, sem voru Jón R. Sigurðsson vélv. og Sigurður Guðmundsson vélvirki. Komu þeir þá þegar um borð, og ræstu þeir aðalvél, og benti ég þeim á smurmælinn, er stóð mjög lágt. Svaraði Jón því þá til, að daginn áður, er hann var að vinna við vél bátsins, hefði hann tengt í sundur smurrör, er lágu að smurmæli og sett lofttrukk í gegnum þau, en þá reyndist ekki vera nein stífla í þeim, og taldi hann því mælinn bilaðan. Þá talaði ég um hitann á vélinni við hann, og sagði hann, að bezt væri að keyra út úr höfninni til prófunar á vélinni, og var sú ferð farin og báðir vélvirkjarnir með í ferðinni. Var keyrt með 650 sn. m. í ca % klukkustund, en síðan farið að bryggju aftur. Eftir ferð þessa taldi Jón hita vélarinnar nokkuð mikinn, en áleit samt, að vélin væri Í lagi. Bað ég hann að gera vélina klára fyrir róður og athuga, hvort ekki væri næg smurolía o. þ. h., sem hann og gerði ásamt Sigurði. Að þessu loknu fóru þeir síðan í land. Var síðan haldið í róður og siglt inn fyrir Eyjar og tekin þrjú stutt höl, en að þeim loknum snúið heim aftur, einungis vegna þess hve mér og 2. vélstjóra fannst vél ganga heit og smurtrukk lélegt. Þegar að landi kom, bað ég um menn frá Magna, og kom þá Vigfús Jónsson verkstjóri og Guðjón Traustason. Ræddi ég um ástand vélarinnar við Vigfús, og taldi hann eins og Jón, að um bilun væri að ræða í smurmæli. Um hitann á aðalvél gat hann lítið sagt, en þætti næsta einkennilegt, en gæti ekki gert sér grein fyrir tildrögum hans. Fór hann að svo búnu að vinna við togvindu bátsins. En ekki var talin ástæða til neinna frekari aðgerða við aðalvélina, og ákvað ég þá að fara í róður næstu nótt. Þann 30. marz 1967 ræsi ég aðalvél m/b Sæfara, NK 102, kl. 6.30, og er haldið í róður. Smurmælir er þá eins og daginn áður. Farið er á svipaðar slóðir og daginn áður og kastað. Þegar togað hafði verið í ca 1 klst., fór ég að beiðni 2. vélstjóra niður í vélar- rúm, og var þá vélin komin í svipað ástand og daginn áður, þ. e. orðin óeðlilega heit. Taldi ég þetta vera í lagi eins og vélsmið- irnir höfðu áður talið við svipaðar kringumstæður. Var svo híft 769 eftir 2 klst. frá því kastað var og kastað strax aftur. Þegar verið var að slá í blökk, stöðvaðist aðalvél, fór ég þá strax niður í vélar- rúm og ræsti vélina að nýju, og fór vélin strax í gang og veiðar- færum náð inn. Fór ég þá enn niður og stöðvaði aðalvélina. Kall- aði ég þá í Vestmannaeyjaradíó og bað um samband við verk- stjóra í Vélsm. Magna, Vigfús Jónsson, og sagði ég honum, hvernig komið var, vél hefði stoppað og sami hiti hefði verið og daginn áður. Ráðlagði hann mér þá að biðja um tog í land, sem ég gerði. Um morguninn var vindur nokkuð hvass af norðri, en hafði lægt mikið um kl. 11, er ég bað Vestmannaeyjaradíó að kalla í Lóðsinn til að draga bátinn að landi. Nokkru síðar hefur Lóðsinn samband við mig og segist vera lagður af stað til að sækja okkur og biður um staðarákvörðun. Taldi ég okkur vera 5 til 6 mílur NV af Faxaskeri. Vindur norðan 2 til 3 vindstig. Mun Lóðsinn hafa komið til okkar um kl. 13.00, var þá sett strax í tog, sem gekk ágætlega. Er við vorum komnir innarlega á víkina, hafði ég sam- band við Lóðsinn, en vindur hafði þá aukizt verulega og mun hafa verið um "7 vindstig. Þar sem vélin hafði nú ekki gengið í um 3 til 4 klst. og því orðin köld, sagði ég skipstjóra Lóðsins, að ég mundi ræsa aðalvélina, er komið væri inn fyrir garða. Ræsti ég því vélina, er báturinn var kominn milli garða, en hún fór þegar í gang, og var þá bátnum sleppt úr togi. Var þetta einungis gert til að auðvelda að koma bátnum að bryggju. Þar sem vélin hafði margsinnis áður hagað sér svipað og fyrr um daginn og ávallt verið ræst að nýju, taldi ég því algjörlega áhættulaust vél- arinnar vegna að koma bátnum að bryggju með eigin vélarafli, því hér var aðeins um 3 til 4 mínútur að ræða. Sigldi ég því með hægustu ferð að austurhlið Básaskersbryggju, en vegalengd þessi er 300 til 400 metrar. Er stefni Sæfaxa nálgast bryggjuna, kúpla ég frá og ætla að bakka, en þá stöðvast vélin, en þá hafði vélin gengið í hæsta lagi 3 til 4 mínútur“. Kristján Guðni Sigurjónsson gaf skýrslu fyrir sjó- og verslunar- dómi Vestmannaeyjakaupstaðar hinn 13. nóv. 1967. Skýrir hann svo frá, að enginn 1. vélstjóri hafi verið í veiðiferðum m/b Sæfaxa 29. og 30. mars og hafi hann sjálfur annast vélstjórn í þessum ferðum og II. vélstjóri verið honum til aðstoðar. Þá var fært til bókar: „Mætti er spurður sérstaklega, hvers vegna hann hafi gangsett vélina að nýju 30. mars sl., er báturinn kom á Víkina og þrátt fyrir að hann hafði haft samband við Vigfús Jónsson og kemur með sömu rök fyrir því og fram koma á áðurnefndri skýrslu, mikil veðurhæð, auðvelda lendingu. Mætti segir, að 49 770 vél bátsins hafi stöðvast, meðan á togi stóð í veiðiferðinni þann 30. og hann þá farið niður og ræst vélina að nýju og hún þá gengið í um það bil 10 mín. og hún þá verið stöðvuð. Mætti kveðst ekki hafa verið í vélarhúsi né neinn af áhöfn skipsins, er vélin stöðv- aðist 30. mars sl. Mætti segir, að vinna við að hreinsa skipið hafi byrjað strax sunnudaginn 19. mars. Mætti kveðst ekki muna, hvenær skolun fór fram á vél. Mætti getur þess, að hann hafi laugardaginn 18. mars sl. haft samband við Tryggingamiðstöðina í Reykjavík“. Einar Sveinn Jóhannesson, skipstjóri á d/s Lóðsinum, gaf skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja hinn 4. maí 1967. Er vætti hans svohljóðandi: „Aðspurður skýrir mætti svo frá, að er d/s Lóðsinn hinn 30. mars sl. var kominn. með v/s Sæfaxa Í togi innarlega á Víkina hér, hafi skipstjórinn á Sæfaxa kallað, að hann væri búinn að „fá í gang“ og að óhætt væri að sleppa, uns komið væri inn fyrir garða, þ. e. inn í höfnina sjálfa. Mætti kveðst hafa veitt því athygli, að rétt væri, að vél Sæfaxa var komin í gang, enda slepptu þeir Sæfaxamenn, þegar komið var inn fyrir garða, og keyrði skipið síðan áfram og komst naum- lega að bryggju, en mætti veitti því athygli, að um þær mundir stöðvaðist vélin. Aðspurður hve langur tími hefði liðið frá því að Sæfaxi sleppti og þar til vélin stöðvaðist við bryggju, kveður mætti ekki hafa liðið meira en svo sem 5—-8 mínútur, en 10 mín- útur gætu hafa liðið frá því að skipstjóri Sæfaxa kallaði, að vélin væri komin í gang og þar til mætti varð þess var, að vélin stöðv- aðist. Mætti kveður aldrei koma fyrir, að skipi sé sleppt úr togi, fyrr en komið sé að bryggju. Örugglega, ef vél er ekki í gangi. Það var svo ekki fyrr en síðar um daginn, að Lóðsinn aðstoðaði Sæfaxa inn í kví í Friðarhöfn (frá Básaskersbryggju)“. Skýrsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum varðandi tjónið 25. apríl 1967 liggur frammi. Er hún svohljóðandi: „Þriðjudaginn 25. apríl 1967, kl. 02.55, hringdi hingað á lög- reglustóðina Júlíus Sverrisson frá Heiðarvegi 1. Hann skýrði frá, að nú rétt áðan hefði maður sagt honum, að m/b Sæfaxi, NK, sem liggur í Friðarhöfninni, hallaðist óeðlilega mikið. Lögreglum. nr. 1 og 15 fóru á staðinn, og kom þá í ljós, að forgálgi stjórn- borðsm. var fastur undir bryggjukanti. Haft var samband við formann bátsins, Kristján Sigurjónsson, sem kom fljótlega á stað- inn, Hafnarverðir voru og kallaðir, og komu þeir ásamt Jóni Þorgilssyni, járnsmið, sem skar af gálganum með logsuðu, en við bað losnaði báturinn. ví Bókað í lögreglubók af Pétri Stefánssyni, varðstjóra“. Vitnið Elías Baldvinsson slökkviliðsmaður gaf eftirfarandi skýrslu í sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja hinn 15. nóvember 1967: „Vitnið kveðst hafa unnið við að dæla sjó úr m/s Sæfaxa morguninn eftir að báturinn kom í höfn, eftir að hafa orðið fyrir áfalli, en vitnið kveðst muna, að þetta var á laugardegi, en kveðst ekki muna hvaða mánaðardag. Vitnið segir, að er það hóf að dæla úr vélarrúmi skipsins ásamt Kristni Sigurðssyni, hafi sjór verið upp fyrir miðja vél frá pöllunum. Vitnið segir, að dælt hafi verið með miðflóttaafldælu. Það kveðst ekki muna, hversu langan tíma það tók að dæla úr skipinu, en er dælingu lauk, var allur sjór farinn úr vélarhúsi, nema e. t. v. hafi verið um fet af kjalarvatni eftir í vélarhúsinu, en enginn sjór náði þá upp undir vél. Vitnið segir, að ljóslaust hafi verið í vélarhúsi og hafi þeir notað ljós- kastara við að lýsa upp vélarhúsið. Aðspurt kveðst vitnið ekki hafa tekið eftir, hvort vatnsþétt þil var á milli vélarhúss og lestar, og ekki hafi það litið niður í lest í umrætt sinn. Vitnið segir, að ekki hafi verið reynt að fara niður í vélarhús, fyrr en eftir að dælun var byrjuð, en þá hafi farið einn skipverji Sæfaxa niður í vélarhúsið og sjórinn þá náð upp fyrir hné, er hann gekk um í vélarhúsinu. Vitnið kveðst hafa haldið, að maður þessi hafi verið vélstjóri, en kveðst ekki hafa vitað, hvað maður þessi heitir. Vitnið segir, að framangreind dæla dæli um 100—150 tonnum af sjó á klst. með fullum afköstum“. Vitnið Kristinn Sigurðsson slökkviliðsstjóri gaf hinn 15. nóv- ember 1967 svohljóðandi skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Vest- mannaeyja: „Vitnið kveðst hafa unnið við dælun úr m/s Sæfaxa morguninn eftir að báturinn kom í höfn eftir að hafa orðið fyrir áfalli, að því er vitnið hafði frétt. Vitnið kveðst hafa verið hvatt til þess að annast dælun úr skipinu um kl. 08.00 þennan morgun og verið komið um borð ásamt Elíasi Baldvinssyni um hálftíma síðar, og skömmu seinna var hafin dælun úr skipinu og hafi það tekið, að því er vitnið ætlar, um 45 mín. til klst. að dæla úr skip- inu. Vitnið segir, að sjór hafi legið yfir öllum göngupöllum í vélar- húsi og verið um eitt fet upp á vélina. Vitnið segir, að einn af skipverjum Sæfaxa hafi farið með sogbarka dælunnar niður í vélarhús og komið barkanum þar fyrir. Vitnið kveðst ekki hafa séð mann þennan vaða um í vélarhúsi, á meðan sjór var á pöll- unum, en aðeins stiklað á því, sem eftir stóð upp úr sjónum. Vitnið kveðst ekki hafa tekið eftir, hvort vatnsþétt þil hafi verið milli 712 vélarhúss og lestar. Vitnið kveðst ekki hafa litið niður í lest skipsins í umrætt sinn. Vitnið kveðst ekki hafa farið niður í vélar- hús að lokinni dælun, en litið niður í það og þá séð, að enginn sjór var fyrir ofan palla. Það kveðst ekki geta borið um, hversu mikill sjór hafi verið fyrir neðan palla, en þeir hafi haldið áfram dælun, þangað til dælan dældi ekki meiri sjó. Aðspurt kveðst vitnið ekki vita, hvenær skolun fór fram á aðalvél skipsins. Vitnið kveðst hafa skilið dæluna eftir, eftir notkun, til öryggis, en um leka hefði verið að ræða í skipinu, og hafi Sigfús skilað dælunni aftur á slökkvistöðina nokkrum dögum síðar. Vitnið segir, að enda sogbarkans hafi verið komið fyrir og troðið eins langt niður og unnt var aftan við gírkassa vélarinnar“. Þráinn Viggósson vélstjóri, skoðunarmaður skipa hjá Trygg- ingamiðstöðinni h/f, hefur í skýrslu, dagsettri 17. apríl 1967, skýrt svo frá m. a.: „Farið til Vestmannaeyja 22/3 1967 til að framkvæma skoðun á m/b „SÆFAXA“. Vegna sjótjóns hafði sjór meðal annars komizt í aðalvél smávegis og í gír. Talaði ég við Bjögvin Guðmundsson vélstjóra og við verkstj. í Vélsm. Magna að skola vélina út vel með borolíu og setja síðan nýja smurolíu á hana. Var þetta síðan gert. 31/3 1967 fer ég aftur til Vest- mannaeyja vegna úrbræðslu á öllum stangarlegum og höfuðleg- um o. fl. Sigfús Johnsen náði í mig á flugvöllinn og keyrði mig um borð í m/b Sæfaxa ásamt skipstjóra og verkstjóra í Magna. Ég leit yfir þetta. Eftir skoðun mína tel ég, að það, sem komið hefði fyrir, væri: 1. Smurolíudæla brotnað eða tannhjól, sem drífa hana. 2. Smurolíusikti stíflast. Er búið var að rífa vélina, kom í ljós, að smurolíudælan og það, sem tilheyrir henni, var í lagi og því ekkert annað að en að siktið hafði stíflast og vélin brætt úr sér“. Þráinn Viggósson gaf aftur skýrslu, sem dagsett er 19. apríl 1967. Þar segir m. a.: „Þann 22/3 1967 fór ég undirritaður til Vestmannaeyja til að skoða tjón, sem varð um borð í m.s. Sæfaxa, NK 102, í óveðrinu 17. marz 1967. Er ég kom um borð í bátinn, hitti ég að máli vélstjórann, Björgvin Guðmundsson, og fórum við yfir það, sem aflaga fór og skemmdist í veðrinu. Skemmdirnar reyndust vera: Allir mótorar blotnuðu í vél (fyrir raðarsendi- stöð, dælumótor og báðir dínamóarnir). Gírinn fylltist af vatni, en mjög lítið fór inn á aðalvél. Rafmagnstafla í brú ónýt. Ljósa- stæði í göngum blotnuðu, 3 stk. bb og sb. Öll síldarskilin, sem bundið var á bátadekki, og olíutunna fór í sjóinn 2 stk., slíður af dekki, 3 gluggar og karmar í brú brotið. Gler í ljóskostara í 713 brúarvæng brotið. Í sambandi við gírinn og aðalvél varð að ráði að tappa af þeim, skola síðan vel með borolíu og loks setja nýja olíu á. Verk þetta var framkvæmt af Vélsm. Magna í Vestmanna- eyjum. Lagfæring á öðru, sem skemmdist, var langt komið, er ég var þann 22. í Vestmannaeyjum. Smiðir og rafvirkjar voru þá að vinna um borð í skipinu og töldu ca eins dags verk eftir. Um bað leyti, sem ég var að ljúka þessu, kom Sigfús Johnsen og talaði ég við hann og gaf honum upplýsingar, hvernig semja ætti skýrslu um þetta, því hann taldi sig vera viðriðinn þessa útgerð að vissu marki. Síðan fór ég til Reykjavíkur. 31/3 1967 er ég aftur staddur í Eyjum til að skoða aðalvél Sæfaxa, NK 102, sem talin er ónýt, vegna þess að sjór hefði komist í sveifarhúsið í ferðinni 17/3 1967. Sigfús Johnsen náði í mig á flugvöllinn og keyrði mig um borð ásamt skipstjóra og verkstjóra í Vélsm. Magna. Er um borð var komið, skoðuðum við aðalvéilna. Var hún gjörsamlega úrbrædd á þeim legum, sem búið var að opna (höfuðl. 4—5) og tappinn sprunginn“. Þráinn Viggósson gaf skýrslu hér fyrir dómi 17. september 1971. Skýrir hann svo frá, að hann hafi ekki kynnt sér hinn 31. mars 1967, er hann skoðaði vél bátsins, hvort smurolía var þá á vél- inni, en hann gekk úr skugga um, að vélin væri úrbrædd á þeim legum, sem búið var að opna. Hann kveðst hafa dvalið mjög skamman tíma í Vestmannaeyjum dagana 22. mars og 31. mars 1967. Hann hafi komið með flugvél í bæði skiptin og flugvélin beðið eftir honum. Hann kveðst hafa byggt álit sitt, sem fram kemur í skýrslu hans frá 17. apríl 1967, á þeirri lauslegu skoðun, sem hann framkvæmdi á um það bil klukkustund, sem hann dvaldi í Vestmannaeyjum í hvort skipti. Vitnið Vigfús Jónsson verkstjóri, sem nú er látinn, gaf skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja 13. nóvember 1967. Var þá m. a. fært til bókar: „Vitnið kveðst vera verkstjóri hjá Vélsmiðjunni Magna og hafa stjórnað framkvæmdum viðgerða á m/b Sæfaxa, NK 102. Vitnið segir, að fyrst eftir að m/b Sæfaxi kom frá Neskaupstað, en á þeirri leið fékk skipið á sig brotsjó, hafi olíunni verið dælt út af vélinni og hún látin ganga með borolíu í ca 15 mínútur. Svo hafi borolíunni verið dælt af og látin á hana smurolía. Og virtist þá vélin hafa eðlilegan gang. Enn fremur hafi gír vélarinnar verið yfirfarinn og annað það lagfært, sem aflaga virtist hafa farið í umræddu sjóslysi, en vitnið kveðst ekki muna í einstökum atriðum. Vitnið segir, að það hafi ör- ugglega látið kanna eftir umrædda viðgerð, að smurmælar vélar- TA innar sýndu eðlilegan þrýsting. Vitnið telur, að skipið hafi farið einn róður, en svo komið aftur til viðgerðar vegna þess, að smur- mælir væri óstöðugur. Vitnið segir, að þegar farið hafi verið að kanna af hverju þetta stafaði, hafi komið í ljós, að ró, sem heldur röri, sem flytur smurning á kompáshjólin, hafi losnað eða rörið sprungið. Þetta hafi verið lagfært, sem hafði verið í ólagi, og skipið síðan látið fara í reynslusiglingu og hafi þá smurþrýsti- mælir sýnt, að vélin hafði eðlilegan smurþrýsting. Aðspurt kveðst vitnið ekki minnast þess, að það eða starfsmenn þess hafi talið umræddan mæli í ólagi. Vitnið getur þess, að eftir að vélin hafði verið hreinsuð út og prufukeyrð, hafi hún sýnt eðlilegan smur- þrýsting. Vitnið kveðst ekki minnast þess, að skipt hafi verið um lensidælu eftir sjóslysið 17. mars, en þó geti það vel hafa verið gert, og þá um leið og fyrsta viðgerð var framkvæmd. Vitnið kveður engar aðrar viðgerðir hafa verið framkvæmdar fyrir 30. mars sl. á umræddu skipi. Vitnið segir, að m/b Sæfaxi hafi verið til við- gerðar hjá Vélsmiðjunni Magna, frá því að vél bátsins bræddi úr sér 30. mars sl. og þar til í sumar og hafi vél bátsins verið rifin í sundur og ónýtir vélahlutir teknir upp úr skipinu. Vitnið segir, að við þá viðgerð, sem framkvæmd var eftir 30. mars sl., hafi ekkert komið í ljós, er skýrt gæti orsök úrbræðslunnar, en um- ræddur bátur sé ekki lengur í viðgerð hjá Vélsmiðjunni Magna, en sé nú í viðgerð hjá Vélsmiðjunni Völundi h/f. Vitnið kveðst ekki minnast þess að hafa fullyrt, að smurmælir væri í ólagi, en vélin hefði eðlilegan smurþrýsting, en hafi svo verið, kveðst vitnið ábyrgjast, að það hafi verið búið að kanna það áður“. Vitnið Jón Rúnar Sigurðsson vélvirki, starfsmaður Vélsmiðj- unnar Magna h/f, gaf fyrst skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja hinn 17. apríl 1967. Vitnið kvaðst hafa unnið við viðgerð á vél m/b Sæfaxa eftir óhappið þann 17. mars 1987. Einnig var fært til bókar: „Vitnið kveður vélina hafa verið opnaða og athugað um sjó. Hafi verið skolað út og sett á borolía (hreinsi- olía) og síðan ný smurolía. Aðspurt kveðst vitnið ekki telja, að sjór hafi að ráði komist inn á vélina. Kveðst vitnið hafa bragðað á því, er var á vélinni, er vitnið kom að henni, og fundið mikið saltbragð. Aðspurt um álit sitt um ástæður fyrir ofhitun vélar- innar, kveðst vitnið telja, að legurnar hafi af einhverjum, en ókunnum ástæðum ekki fengið nægan smurning. Vitnið telur smurdæluna allmikið slitna, en veit þó eigi, hvort telja megi slitið óeðlilegt. Viðgerð sé enn eigi lokið og fyrr vilji vitnið eigi láta uppi frekar um álit sitt um ástæðurnar fyrir því, að vélin fékk 715 ekki nægan smurning. Aðspurt um álit sitt um afleiðingar þess, að sjór kemst í vélar sem þessa, segir vitnið það vera mjög „slæmt“, en kveður það þó eigi þurfa að koma að sök, ef vélin er hreinsuð út strax. Aðspurt um viðgerð þá eða aðgerðir, er fram fóru í sambandi við vélina eftir óhappið 17/3, kveður vitnið umrædda viðgerð hafa verið framkvæmda eftir bestu vitund“. Vitnið Jón Rúnar Sigurðsson vélvirki gaf aftur skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja hinn 13. nóvember 1967. Skýrði vitnið svo frá: „Vitnið segir, að eftir að sú viðgerð hafi verið framkvæmd, sem hann skýrir frá hér í réttarhaldi 17. apríl sl, hafi verið kannaður smurþrýstingur vélarinnar og hann verið eðlilegur eftir mælum vélarinnar. Vitnið segir, að báturinn hafi komið aftur til viðgerðar eftir einn róður og hafi þá skipstjóri og vélstjóri beðið, að kannað yrði um hugsanlegar skemmdir vegna smurningsleysis, sem stafað gætu af því, að ró, sem er í röri, sem liggur frá höfuðsmuræð yfir á millihjól í kambásdrifi, hafi losnað. Vitnið segir, að búið hafi verið að festa róna, er það hóf viðgerðina. Vitnið segir, að kannað hafi verið, hvort lega í millihjólinu hafi losna, en að því loknu hafi vélin verið prufu- keyrð og hafi mælar vélarinnar sýnt fullan smurþrýsting. Að- spurt kveðst vitnið ekki hafa haldið því fram, að smurmælar vél- arinnar væru Í ólagi, en kveðst telja, að við fyrstu viðgerð hafi sérmælir fyrir olíuverk ekki sýnt fullan þrýsting, en eftir að blásið hafði verið úr rörunum með loftþrýstingi, hafi mælirinn sýnt eðlilegan þrýsting. Vitnið segir, að eftir að vélin hafi verið hreinsuð út, hafi hún verið látin vera í gangi frá því fyrir hádegi og eitthvað frameftir degi, og eftir að kambáshjólið hafði verið yfirfarið, hafi báturinn farið í reynslusiglingu, og í bæði skiptin segir vitnið, að hiti vélarinnar hafi verið eðlilegur. En vitnið kveðst telja eðlilegan hita á sjókældri vél 40% á C. Vitnið segir, að dælan fyrir ferskvatnskælingu hafi verið biluð og ekki í sam- bandi. Aðspurt kveðst vitnið ekki minnast þess, að skipstjóri bátsins minntist á það við sig 29. mars sl. fyrir prufusiglinguna, að snurmælir stigi heldur lágt, né kveðst hann minnast þess að hafa þá sagt, að smurmælar vélarinnar væru þá bilaðir. Vitnið kveðst ekki minnast þess að hafa talið hita vélarinnar mikinn, er báturinn kom úr reynslusiglingunni, en kveðst þá hafa sýnt annað hvort skipstjóra eða II. vélstjóra, hvernig stilla bæri botn- krana, svo að sjódælan fengi ekki of mikinn sjó, en ef það henti, þá opnaði hún öryggislokann á dælunni og sjórinn skvettist um allt vélarhús. Aðspurt hvort skipstjóri hafi beðið vitnið að fara V1ð niður í vélarhús að gera klárt skömmu eftir reynslusiglinguna, kveðst vitnið ekki minnast þess, en muna, að skipstjóri hafi spurt sig, hvort allt væri klárt, um leið og vitnið fór frá borði, og þá svarað, að það „héldi það“. Vitnið segir aðspurt, að Sigurður Guðmundsson vélvirki hafi framkvæmt fyrrnefndar viðgerðir með því. Vitnið segist hafa unnið við það að taka vél bátsins í sundur og ekki við það uppgötvað neitt, sem skýrt gæti orsök úrbræðsl- unnar, en kveður smurdælu skipsins hafa verið orðna lélega af sliti og hafi það og Vigfús Jónsson talið hana óhæfa til að nota hana áfram í skipinu. Vitnið kveður Hjört Ingólfsson og Guðjón Traustason hafa unnið með því við að taka vélina í sundur og Vigfús Jónsson stjórnað verkinu. Vitnið er spurt að því, hvenær vél skipsins var skoluð út, og kveðst það ekki muna það nákvæm- lega, en það hafi verið dagana fyrir föstudaginn langa, en það Megi sjá á stimpilkortum þess í Vélsmiðjunni Magna. Aðspurt kveðst vitnið ekki minnast þess að hafa sagt við skipstjórann, að Þráinn Viggósson teldi áðurnefnda dælu í lagi, en kveðst minnast þess, að Þráinn hafi komið og skoðað dæluna“. Vitnið Sveinn Jónsson rennismiður gaf svohljóðandi skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Reykjavíkur hinn 14. nóvember 1967: „ Vitnið kveðst hafa unnið að viðgerð á Sæfaxa frá því hann kom til Vélsmiðjunnar Völundar. Vitnið kveðst hafa unnið við að setja nýjan sveifarás í vél bátsins, en ekki unnið neitt annað við m/s Sæfaxa og ekki orðið var við, er hann framkvæmdi þessa við- gerð, neitt, er skýrt gæti orsök úrbræðslunnar“. Sveinn Jónsson gaf skýrslu hér fyrir dómi hinn 17. september 1971. Var þá m. a. fært til bókar: „Vitnið, sem kveðst hafa verið starfsmaður Vélsmiðjunnar Völundar í janúar 1968, hafði með höndum viðgerð á vél m/s Sæfaxa sem starfsmaður vélsmiðjunn- ar, en undir verkstjórn Tryggva Jónssonar verkstjóra. Á að giska 20. janúar 1968 var vitnið að prufukeyra aðalvél bátsins, eftir að viðgerð hafði farið fram. Fór prufukeyrslan fram á þann hátt, að vélin var látin ganga lausagang af og til í tvo til þrjá daga, en skipið lá bundið við bryggju. Fylgst var sérstaklega með smur- olíumagni vélarinnar. Við reynslukeyrsluna varð vitnið þess vart, að óvenjuleg olíueyðsla kom fram. Var bætt oftar en einu sinni, vitnið minnir tvisvar, þrisvar sinnum, á vélina, á að giska 8—10 lítrum í hvert skipti. Ljóst varð þá, að um olíuleka var að ræða, og var farið að leita að lekanum. Vitnið fann lekastaðinn, sem var á þéttifleti olíudælunnar, þar sem flans olíudælunnar er festur við aðalvélina. Vitnið segir, að taka hafi þurft gólfplötur upp til þess 771 að komast að dælunni. Vitnið kynnir sér nú myndina á dskj. nr. 42 og telur, að merkingarnar a-c séu réttar. Samkvæmt ósk dóms- ins merkir vitnið nú inn á teikninguna, dskj. nr. 42, hæð gólfsins, eins og það var, þegar reynsluprófunin fór fram. Flans dælunnar var festur við blokk aðalvélarinnar með tveimur pinnboltum, sem voru í sömu hæð, bakborðs- og stjórnborðsmegin á flansinum. Þegar búið var að rífa gólfið upp, sá vitnið, að olía lak með flans- inum að ofan. Var vélin þá í lausagangi, en lekinn hætti, þegar vélin var stöðvuð. Það er álit vitnisins, að lekinn mundi hafa aukist með auknum snúningshraða og álagi, þar sem við aukinn snúningshraða og álag hitni olían og þynnist og geri henni auð- veldara að komast út um lekastaði. Til þess að losa smurolíu- dæluna þurfti fyrst að losa lensidæluna, sem merkt er með c. á dskj. nr. 42, og var það gert. Olíudælan var síðan losuð. Olíu- dæla þessi var ný, að minnsta kosti kveðst vitnið ekki betur muna. Kveðst vitnið hafa sett þessa dælu áður við, en vitnið man nú ekki, hvenær hann setti dæluna á. Vitnið kynnti sér, áður en hann tók dæluna frá, herslu pinnboltanna. Voru þeir vel hertir. Vitnið losaði dæluna frá, og var hundsskinnspakning, sem á milli var, heil, en vitnið sá, hvar olían hafði lekið með pakkningunni. Útbúin var ný pakkning úr sams konar efni og dælan sett við á nýjan leik og prufukeyrt. Sami olíuleki reyndist við þá reynslu- keyrslu. Olíudælan var tekin aftur frá, og var sett ný pakkning af sömu gerð og límd á með þéttilími. Vélin var því næst prófuð á ný. Sami leki var og áður, enda kom nú í ljós, að lekinn kom fram, þegar aðeins var dælt með handdælu. Var þá ljóst, að gera þurfti aðrar ráðstafanir til þess að þétta dæluna við vélina. Olíu- dælan var tekin frá á ný. Einnig var lokið, sem er á enda vélar- innar, sem olíudælan er fest við, losað af vélinni. Var farið með lokið upp á verkstæði. Kom þar í ljós, að þéttiflötur loksins, þar sem flans olíudælunnar kemur við, var skemmdur. Það er álit vitnisins, að þessi skemmd sé vegna þess, að olíudæla hafi ein- hvern tíma verið búin að hamra flötinn, vegna þess að hún hafi gengið laus, þ. e. hún hafi ekki verið fest nægilega. Þéttiflötur á lokinu var mjög mjór. Giskar vitnið á, að breidd hans hafi verið 8—10 mm að ofan og neðan, en breiðari til hliðanna. Það er álit vitnisins, að gallinn á þéttifleti loksins hafi komið fram við slit, en hafi ekki verið svona frá upphafi, ella mundi að áliti vitnisins olía hafa lekið af vélinni frá fyrstu tíð. Vitnið kveðst ekki treysta sér til að segja um, á hve löngum tíma slík skemmd á þéttiflet- inum hefur orðið, en telur þó, að slíkt verði ekki á skömmum 718 tíma. Vitnið minnist þess ekki, að tæringu væri að sjá á fletinum. Vitnið minnir, að auk hans hafi verkstjórinn, Tryggvi Jónsson, Friðþór Guðlaugsson vélvirki og Tryggvi Jónasson rennismiður séð hinn gallaða flöt. Vitnið minnir, að Tryggvi Jónasson hafi heflað þéttiflöt loksins. Matsbeiðni stefnanda frá 26. janúar 1968 er lesin fyrir vitninu. Af því tilefni er vitnið spurt, hvort búið hafi verið að hefla þéttiflötinn, þegar matsmenn voru tilkvaddir til þess að skoða hið umbeðna. Vitnið telur líkur fyrir því, þó það muni það ekki, að búið hafi verið að hefla og ganga frá olíu- dælunni, þegar matsmenn voru kvaddir til. Eftir að þéttiflötur hafði verið heflaður, var olíudælan sett við aftur og aðalvélin reynslukeyrð. Reyndist þá allt með felldu. Var ekki um olíuleka að ræða, en frekar þurfti að tappa olíu af vélinni, vegna þess að stöðugt voru notuð smurtæki, sem smyrja inn á strokkana, og sú olía bætist við olíumagn vélarinnar. Vitnið upplýsir, að eftir þessa viðgerð hafi báturinn verið gerður út til sjóróðra frá Vest- mannaeyjum í á að giska sjö mánuði, og vissi vitnið ekki til, að nein vandkvæði væru með vélina á því tímabili. Segir vitnið, að vélin hafi gengið mjög vel eftir viðgerðina. Vitnið segir, að Vél- smiðjan Magni hafi séð um að taka gömlu olíudæluna frá. Hafði vitnið ekkert með það að gera. Vitnið man þó, að gamla olíu: dælan var á verkstæði Völundar, þegar gallinn á þéttifleti loksins kom í ljós. Var þéttiflötur gömlu dælunnar mældur í bekk, og kom þá fram slit eða skekkja í þéttifleti gömlu dælunnar. Vitnið minnir, að skekkja á þéttifleti loksins hafi verið 12-13/100 mm á 50 mm lengdarfleti og hafi svipuð skekkja verið á þéttifleti gömlu olíudælunnar. Nýja dælan var ekki mæld. Vitnið veit ekki, hvort gamla dælan er til, en telur líklegt, að hún sé farin for- görðum. Þegar vitnið kom fyrst að vélinni, var hún öll sundur- tekin frammi í lest skipsins. Vitnið telur, að olíuleki hljóti að hafa verið meiri, þegar gamla dælan var notuð heldur en á meðan sú nýja var við, áður en þéttiflöturinn var heflaður. Vitnið segir, að hinir gölluðu slitfletir loksins og gömlu olíudælunnar hafi staðist á. Vitnið segir frekar aðspurt, að nokkur áreynsla sé á festibolta (pinnbolta) dælunnar, þegar dælan vinnur. Ef bolt- arnir eru ekki vel hertir, sé hreyfing á flansinum og þessi hreyf- ing geti orsakað slit á þéttiflötunum. Vitnið segir, að það muni vera rétt hermt efiir í matsbeiðninni frá 26. janúar 1968, að „helmingur smurolíunnar hafi runnið út á um 5 klukkustundum“. Vitnið minnir, að vélin hafi tekið um 50 lítra af smurolíu, en vitnið kveðst ekkert geta um þetta staðhæft. Vitnið kveðst ekki 719 betur muna en að olíumælarnir, sem notaðir voru við reynslu- keyrslu vélarinnar, svo sem lýst hefur verið hér að framan, hafi verið þeir sömu og voru á vélinni áður. Var ekkert við þá að at- huga, svo vitnið muni. Á vélinni var olíukvarði, sem sýndi olíu- magn vélarinnar, og á honum eru tvö strik til þess að sýna há- mark og lágmark. Vitnið notaði kvarða þennan einnig við könnun á olíumagninu við reynslukeyrsluna“. Vitnið Tryggvi Jónsson gaf eftirfarandi skýrslu fyrir sjó- og verslunardómi Vestmannaeyja hinn 14. nóvember 1967: „Vitnið kveðst vera verkstjóri hjá Vélsmiðjunni Völundi og kveður m/s Sæfaxa, NK 102, hafa komið í vélsmiðjuna til viðgerðar um mitt sumar. Vitnið kveður, að frá því hafi ljósavél verið rifin sundur og skipt um ýmsa hluti í vélinni og hún síðan sett í aftur. Enn fremur hafi botnskálin verið þrifin upp og settur nýr sveifarás og skipt um legur. Vitnið kveðst aðeins hafa séð um, að settur yrði nýr sveifarás í vélina og ekki séð þann eldri, og aðspurt kveðst það ekki við þá viðgerð, sem framkvæmd hefur verið hjá Völundi, hafa uppgötvað neitt, er skýrt gæti, hvers vegna vél bátsins bræddi úr sér. Vitnið kveðst ekki hafa unnið við vélina, heldur eingöngu hafa stjórnað verkinu. Vitnið getur þess, að legu- hús fyrir sveifarhúslegur hafi dregist saman vegna ofhitunar vél- arinnar og því verið meiri vinna við að fella sveifarásinn í legu- hús“. Tryggvi Jónsson gaf skýrslu hér fyrir dómi hinn 19. október 1971. Skýrir vitnið svo frá, að stuttu eftir áramót 1967/1968, er aðalvél Sæfaxa var til viðgerðar hjá Vélsmiðjunni Völundi, hafi hann séð tvær olíudælur tilheyrandi vél Sæfaxa og lok aðalvélar bátsins, þar sem smurolíudæla skipsins er fest á. „Vitnið vann ekki við viðgerðina sjálfa, en vitnið skoðaði þéttiflöt loksins á verkstæði Völundar. Nýja dælan var sett á lokið og hert við það. Síðan var mælt með þykktarmáli. Einungis var hægt að koma bþykktarmælinum á milli þéttiflatanna að neðanverðu, þ. e. þeim hluta þéttiflatanna, sem sneri niður. Minnir vitnið, að millibilið hafi verið 10-12/100 úr mm. Vitnið sá ekkert athugavert við bolta eða festingar dælunnar við lokið. Vitnið man, að það skoðaði þétti- flöt gömlu dælunnar, sem einnig var á staðnum. Vitnið minnist þess ekki, að það hafi veitt eftirtekt, að slit eða skekkja væri á þéttifleti gömlu dælunnar. Vætti vitnisins Sveins Jónssonar um þetta atriði er lesið fyrir vitninu. Telur vitnið, að Sveinn kunni að muna þetta atriði betur, þar sem hann hafi sjálfur annast framkvæmd verksins. Vitnið fór ekki um borð í m/b Sæfaxa, á 780 meðan Sveinn Jónsson annaðist prófun vélarinnar, og getur því ekkert um þá prófun sagt af eigin athugun. Vitnið minnir fast- lega, að festiboltar dælunnar hafi verið til hliðar, en ekki að ofan og neðan á festingunni. Vitnið kveðst hafa skoðað nefnda vélar- hluta stuttu eftir áramótin 1968. Vitnið telur aðspurt, að orsökin til gallans á þéttifleti loksins geti vart verið upphafleg missmiíði. Telur vitnið, að þéttiflöturinn hafi slitnað, annað hvort vegna þess að losnað hefur á festiboltunum og við það hafi myndast hreyfing á dælunni við lokið, og telur vitnið þessa orsök líklegri, en segir, að hugsanlegt sé, að vindingur geti komist á lokið vegna misþenslu vegna mishitunar vélarinnar. Vitnið telur nánast úti- lokað, að nefndur ágalli á þéttifleti loksins hafi verið á vélinni frá upphafi. Á dskj. nr. 65, bls. 3, virðist tannhjól fyrir smurnings- olíudælu hafa skemmst vegna brota, er lent höfðu á milli hjól- anna og marið tennur þeirra. Aðspurt telur vitnið líkur vera fyrir því, að komið hafi los á dæluna vegna átaka, ef málmhlutur (brot) hefur farið á milli tannhjólanna. Vitnið telur, að slitið á þéttifleti loksins hafi myndast á nokkuð löngum tíma, en vitnið treystir sér ekki til að ákvarða það frekar“. V. Með bréfi, dagsettu 9. október 1967, óskaði stefnandi þess, að bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum dómkveddi „þar til hæfa og óvilhalla menn til að meta til peningaverðs tjón það, sem orðið hefur á aðalvél, gír og ljósavél m/b Sæfaxa, NK 102, sem afleið- ing sjótjóns 17. marz 1967, er sjór komst í vélarrúm bátsins og leiddi til, að vélin var orðin úrbrædd hinn 30. marz 1967, enn- fremur allt tjón annað, er stafað hefur af greindu sjótjóni, sem vátryggingarfélagi, er húftryggt hefur með skilmálum: All Risks Clausing Fishing Vessels og tryggt hefur interessutryggingu með skilmálum: Institute Total Loss ár Excess Liability Clauses, er skylt að bæta, svo sem kaupgreiðslur til lögskráðrar skipshafnar, er af tjóninu stafar, ennfremur tjón það, sem lýst er í skýrslu skipstjóra 6. apríl 1967, þar sem segir svo: „Þegar báturinn lá á hliðinni eftir brotsjóinn, skolaðist af báta- dekki síldaruppstilling, síldargrindur, þorskanetauppstilling, af dekki fór olíutunna. Skemmdir á skipinu urðu sem hér segir: Kviknaði í rafmagns- töflu, brotnir 3 gluggar í stýrishúsi, í sundur fór olíuleiðsla í vél, og flóði olían um allt vélarhús, káetu, lest og fram í lúkar, og eyðilagðist við það renningar, rúmdýnur, sængurföt og ýmiss 781 konar fainaður og munir. Sjór mun hafa komizt bæði í aðalvél og ljósavél“. Þá verði téðum matsmönnum gert að meta sér tjón á m.b. Sæ- faxa, NK 102, er varð 25. apríl 1967, er skipið lenti með forgálga stjórnborðsmegin undir bryggjukanti með þeim afleiðingum, að skera varð af gálga með logsuðu og vélarblokkin í vélarrúminu féll yfir úr bakborða í stjórnborðssíðu og braut ýmsa vélarhluti“. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum dómkvaddi sama dag þá Frið- Þór Guðlaugsson vélvirkjameistara. Einar J. Gíslason vélaeftir- litsmann og Eggert Gunnarsson skipasmíðameistara til að fram- kvæma matið. Skiluðu þeir matsgerð, sem dagsett er 16. október 1967. Matsgerðin, sem hefur verið lögð fram sem dómsskjal nr. 4, er svohljóðandi: „samkvæmt dómkvaðningu bæjarfógetans í Vestmannaeyjum frá 9/10 1967 vorum við undirritaðir dómkvaddir til að fram- kvæma matsgjörð vegna sjótjóns á v.b. „SÆFAXA“ NK 102. Að- ilum var gert aðvart, áður en matið fór fram. Athugun mats- manna um borð í v.b. Sæfaxa NK 102 fór fram 11. október 1967 og hófst kl. 9.00 að viðstöddum matsbeiðanda, Sigfúsi J. Johnsen, en af hálfu Tryggingamiðstöðvarinnar h/f í Reykjavík mætti Bragi Ólafsson, yfirfiskimatsmaður, Hásteinsvegi 60. Um kvöldið höfð- um við enn fund að viðstöddum sömu aðilum. Skilum við hér með eftirfarandi matsgjörð: Þorskanetauppstilling: 2076" á 19.20 kr. pr. fet, 18 fet .. .. .. .. .. ... kr. 345.60 1477“ á 13.00 kr. pr. fet, 320 fet .. .. .. ...... — 4.160.00 Síldardekk: 17X4" á 5.00 kr. pr. fet, 2200 fet .. .. .. .. .. .. — 11.000.00 Síldaruppstilling: 27XT" á 16.20 kr. pr. fet, 1050 fet .. .. .. .. .. .. — 17.010.00 Saumur: 15 kg. á 36.00 kr.pr.kg........... 2. — 540.00 Vélavinna .. ....0. 2... — 2.670.00 Málning og vinna .. .. .... 2... 2. 20.20.2022 2. — 11.000.00 Smíðavinna (niðursetning), 240 klst. á 103.50 .. .. — 24.840.00 Alls kr. 71.565.60 Aths. Gluggar og skemmdir á síðu fellur inn í reikning Skipaviðgerða h.f. Tengsli aðalvélar (gear): Nýjar legur „complete“ .. .. .. 0... ..... 2... Kr. Þéttingar .. ... — Vinna, upprifning, hreinsun og samsetning, 2 menn í 120 klst. á kr. 120.00 pr.klst... .. .. 2... — Alls kr. Aðalvél: Niðursetning vélarinnar .. 0... ........0.— Nýr sveifarás .. ... 0 Vélahlutir til endurbóta sr Flugfragt, tollar og söluskattur .. .. .. 2... 2... .. — Unnið af Vélsmiðju Magna h/f .. .. .......... — Legur í túrbínu .. 2... 2... — Unnið af Vélsm. Völundur rr — Afrétting vélar, „gears“ og lagfæring á árörum .. .. — Ljósavél: Unnið af Vélsm. Völundi h/f .. 2... 2. ..... 2. — Varahlutir í ljósavél .. .. 2... — Alls kr. Raflögn, endurbætur á töflum o. fl... .. .. .. Allskr. Uppsátur: Slippgjald, viðgerðir o. fl. Ársæll Sveinsson og Skipaviðgerðir h/f .. .. .. Allskr. Kaup til áhafnar: Er samkvæmt samningum til lögskráðrar áhafnar. Olíutunna (smurolía), rúmdýnur og renningar Alls kr. Hreinsun á vélarrúmi, lest og íbúðum vegna 22.025.00 1.250.00 14.400.00 37.675.00 230.000.00 139.911.06 133.836.00 100.761.80 107.865.84 6.000.00 8.321.05 15.000.00 „ 141.695.75 21.000.00 7.499.01 28.499.00 146.307.32 43.280.25 11.000.00 12.000.00 olíusmitunar ........0 nn. Allskr. Alls kr. Tjón alls án áhafnarhlutar ... .. kr.1.092.023.92 Ýmislegt og ófyrirséð 5% af fyrr- greindri upphæð .. .. .. 2... 2. — 54.601.20 Niðurstaða krónur 1.146.625.12“ 23.000.00 183 Að ósk stefnanda voru á bæjarþingi Reykjavíkur hinn "7. nóv- ember 1967 dómkvaddir þeir Björn Jónsson verkstjóri og Jóhann Þorláksson verkstjóri til að skoða og segja álit sitt á smurolíu- dælu og brennsluolíuverki úr skipinu. Matsmenn skiluðu matsgerð, sem dagsett er 9. nóvember 1967. Er hún svohljóðandi: „Með dómkvaðningu borgardómarans í Reykjavík, dags. 7. nóv. 1967, vorum við undirritaðir kvaddir til að úrskurða um meintar skemmdir, galla eða slit á tveimur véla- hlutum tilheyrandi aðalvél m/b Sæfaxa, NK 102, brennsluolíu- verki og smurolíudælu aðalvélar. Við athugun á smurdælunni kom í ljós, að slit getur ekki talist óeðlilegt miðað við notkunaraldur hennar. Þó er endarýmd á tannhjólum meiri en æskilegt væri, sem orsakar það, að afköst minnka, þó ætti það ekki að koma að sök, ef olían hitnar ekki um of. Framhjáhlaupslokinn, sem stilla á smurþrýstinginn með, er ekki á dælunni, en er staðsettur annarsstaðar á smurkerfi vélar- innar, og getum við ekki sagt um, hvort hann er í lagi eða hvort hann er rétt stilltur. Núverandi ástand dælunnar teljum við ekki geta valdið úr- bræðslu, ef annað er í lagi. Brennsluolíuverkið var allt sundurtekið, þegar skoðun fór fram, og í því ástandi ekki notkunarhætt. Dælur og, dæluhús virðist í lagi. Kambásinn er með tæringarblettum á öllum kömbum og á fleiri stöðum eftir sjó eða vatn, rúllulegur á báðum endum ónýtar. Miðlega er úr málmi á ásnum, og virðist hún vera í lagi“. Hinn 26. janúar 1968 ritaði stefnandi bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum beiðni um dómkvaðningu. Í bréfi þessu segir m. a.: „Komið hefur í ljós við samsetningu og viðgerð á aðalvél m/b Sæfaxa, NK 102, að þéttisæti fyrir smurolíudælu, sem er á loki fremst framan á aðalvélinni og var skemmt og reyndist mjög lekt við gangsetningu, og mun um helmingur smurolíunnar hafa runnið þar út á um fimm klukkustundum. Þrátt fyrir þríendur- teknar tilraunir til þéttingar á þéttisætinu, reyndist það ómögu- legt án þess að hefla þéttiflötinn upp. Viðgerð þessi var framkvæmd af Sveini Jónssyni frá Vélsmiðj- unni Völundi, Vm. Að framangreindu tilefni eruð þér, hr. bæjarfógeti, beðnir að dómkveðja tvo þar til hæfa og sérfróða menn til að segja til um, hvort framangreindur ágalli við ofangreinda vél og olíudælu sé TSA sennileg orsök fyrir hinum tíðu vélbilunum á aðalvél m/b Sæfaxa, NK 102, sem síðan endaði með úrbræðslu 30. marz s.l.““. Bæjarfógeti dómkvaddi þá Vigfús Jónsson vélsmíðameistara og Einar J. Gíslason vélaeftirlitsmann. Í álitsgerð þeirra, dómsskjal nr. 13, sem dagsett er 1. febrúar 1968, segir m. a.: „Eins og kunnugt er og eftirlitsbók framangreinds skips ber með sér, þá hefur aðalvélin orðið fyrir endurteknum áföllum af óupplýstum orsökum. Nú eftir mikia endurnýjun og endurbætur á nefndri vél, kom í ljós við reynslukeyrslu, að vélin eyddi óeðlilega mikilli smur- olíu. Eftir nákvæma leit kom Í ljós smurolíuleki við þéttiflöt smur- dælu aðalvélar. Ekki reyndist unnt að þétta lekann, fyrr en búið var að hefla þéttiflötinn, er dælan situr á. Við mælingu reyndist skekkja á þéttifleti vélarinnar vera 12-13/100 mm á 50 mm lengd- arfleti. Að þessum fleti liggur fullur þrýstingur frá dælu. Útilokað má teljast, að fyrrgreind skekkja hafi komið við nýaf- staðna endurnýjun vélarinnar, heldur þróast á löngum tíma. Eftir reynslukeyrslu af og til í fjóra daga er smurolíumagn vélarinnar eðlilegt. Þar sem smurolíudælan er staðsett neðst og fremst á vélinni og undir öðrum ganghlutum hennar, er mjög erfitt að fylgjast með leka slíkum sem þessum. Slíkur galli sem þessi getur að sjálfsögðu orsakað úrbræðslu og tjón á vélinni“. Í málinu liggur frammi álitsgerð frá framleiðanda vélarinnar í m/b Sæfaxa, Klöckner-Humbolt-Deutz AG. Í íslenskri þýðingu segir m. a. svo Í álitsgerð þessari: „Þegar sjór kemst inn í sveifarásrúm mótors, nægir engan veg- inn að hreinsa sjóinn burtu með borolíu. Eins og kunnugt er, berast óhreinindi með sjóvatninu, þannig að nauðsynlegt er að taka í sundur alla hreyfanlega hluta mótorsins til að hreinsa þá með handafli. Samkvæmt því varð að taka sundur allan hjóla- búnað og allar sveifaráslegur ásamt olíudælu og þeim búnaði, sem knýr hana. Grunnplötuna og allt sveifarásrúmið þurfti að hreinsa rækilega með hreinsiolíu, til þess að öruggt væri, að öll óhrein- indi hefðu náðst burt. Þegar öruggt var, að öll óhreinindi höfðu verið hreinsuð burt úr olíupönnu sveifarássins og af öðrum hlut- um mótorsins, var unnt að framkvæma skolun með borolíu, eftir að vélin hafði verið sett saman aftur. Þess vegna verður að gera ráð fyrir, að leifar af óhreinindum (orðrétt: eðju, leðju) hafi verið 185 eftir í olíuleiðslum og borunum sveifaráss og lega, þannig að skeinmdirnar á sveifarásnum hafi orðið fyrir ofhitun vegna vönt- unar á smurolíu“. Matsmaðurinn Einar J. Gíslason gaf skýrslu hér fyrir dómi hinn 3. febrúar 1971. Matsmaðurinn, sem á þeim tíma, sem hér skiptir máli, var eftirlitsmaður með skipum í Vestmannaeyjum fyrir Skipaskoðun ríkisins, kveðst hafa litið niður í vélarrúm m/b Sæfaxa, þegar báturinn kom til Vestmannaeyja úr siglingunni frá Neskaupstað. Hafi sjór þá náð það hátt upp á vélina, að hlemmar á sveifarhúsi, sem sjást á mynd á dómsskjali nr. 42, hafi verið í kafi. Hafi allt vélarhúsið verið útatað í olíu, sem sjórinn hafði skolað um vélarhúsið. Einnig hafi káetan, lestin og lúkarinn verið útötuð á sama háit. Vegna þess að ekki voru þétt skilrúm í skipinu, hafi sjórinn getað borist olíumengaður um allt skipið. Hafi ástand bátsins verið óhugnanlegt, enda hafi veðrið, sem skipið lenti í, verið stórviðri eftir þeim upplýsingum, sem mats- maðurinn fékk. Matsmaðurinn telur, að olíuleiðslan, sem rætt er um í matsbeiðninni frá 9. október 1967, hafi verið pípa fyrir eldsneytisolíu, en stjórinn hafi einnig verið blandaður smurolíu. Matsmaðurinn kveðst hafa staðið á austurkanti Básaskers- bryggju, þegar m/b Sæfaxi sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn 30. mars 1967. Þegar matsmaðurinn veitti bátnum fyrst athygli, sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli inn höfnina og var þá austan við Nausthamarsbryggjuna. Frá því að matsmaðurinn sá bátinn fyrst og þar til báturinn var kominn að bryggju, liðu á að giska 4 mín- útur. Báturinn kom úr austri, beygði í hálfhring á stjórnborða og lagðist að bryggju og í því stoppaði vélin. Matsmaðurinn tók sjálfur við landfestilínu bátsins. Þegar hann sá m/b Sæfaxa fyrst, var d/b Lóðsinn kominn rétt inn fyrir norðurgarðinn og var að hífa inn sleftógið. Var Lóðsinn þá í kyrrstöðu. Matsmaðurinn kveðst ekki geta sagt um, hve langt eða hve lengi m/b Sæfaxi var búinn að sigla fyrir eigin vélarafli, þegar hann sá hann fyrst, en telur, að báturinn hafi ekki verið búinn að sigla langt. Vindur var af norðri, og lágsjávað var. Segir matsmaðurinn, að þægilegra hafi verið að leggja báti að bryggju, eins og á stóð, með því að beita eigin vélarafli en að vera á síðu annars skips eða í slefi. Hann tekur þó fram, að skipstjórinn, sem stjórnaði d/b Lóðsinum, sé frábær skipstjórnarmaður. Matsmaðurinn sá ekki, þegar m/b Sæfaxi var fastur undir bryggjukantinum 23. apríl 1967, en hann kveðst hafa farið um borð í bátinn sama dag. Í mótorhúsinu voru þá viðgerðarmenn 50 786 frá vélaverkstæðinu Völundi. Voru þeir búnir að rétta blokkina við. Hann telur, að hallinn á bátnum hafi ekki farið yfir 45 gráð- ur, þegar báturinn festist. Skemmdir, sem urðu, þegar blokkin téll út í stjórnborðssíðuna, kveður matsmaðurinn hafa verið þær, að skrúfur á tveimur eða þremur smurlyklum sködduðust, og sjórör fyrir kælivatn beyglaðist. Einnig minnir hann, að einn af strokkloksboltunum hafi bognað án þess að brjóta út frá sér. Matsmaðurinn kveður tjónið samkvæmt þessu hafa verið óveru- legt, þegar blokkin féll úr bakborða í stjórnborða. Muni það m. a. vera ástæðan fyrir því, að þeir matsmenn tóku ekki seinni matslið matsbeiðninnar frá 9. október 1967 undir sérstakan lið. Matsmað- urinn segir, að kostnaðurinn við forgálgann og það tjón, sem varð, Þegar blokkin féll til í vélarrúminu, sé innifalinn í matsgerðinni á dómsskjali nr. 4, liðnum „aðalvél“. Hann kveðst nú ekki geta sundurgreint síðari lið matsbeiðninnar frá aðalmatinu. Tjónið á sjálfum forgálganum hafi verið svo óverulegt, að þeir matsmenn hafi hreinlega sleppt í matsgerðinni kostnaði við að gera við gálgann. Hann tekur fram í því sambandi, að „norðmaðurinn“ hafi aðeins verið logskorinn af, en ekki sjálfur gálginn, þegar skipið var losað undan bryggjukantinum. Matsmaðurinn kveðst hafa samið matsgerðirnar á dómsskjölum nr. 4 og 13 eftir bestu samvisku og þekkingu. Það er álit matsmannsins, að ágallinn á þéttifleti olíudælunnar hafi verið fyrir hendi, áður en báturinn fór frá Neskaupstað til Vestmannaeyja. Matsmaðurinn segir, að Sveinn Jónsson vélvirki hafi fundið ofangreindan galla, en mats- maðurinn skoðaði þéttiflötinn sérstaklega. Hann segir, að dælu- húsið hafi verið fest á skálina með tveim boltum að ofan og neðan. Auðvelt hafi verið að komast að efri boltanum til þess að herða hann, og virtist matsmanninum sá bolti vera hertur. Vegna þrengsla hafi hins vegar verið erfitt að komas!i að neðri boltan- um, með þeim afleiðingum, að þéttiflötur dælunnar annars vegar og þéttiflötur skálarinnar hins vegar nudduðust og slitnuðu, þegar vélin var í gangi, vegna þess að olíudælan var drifin af tannhjóli, sem tengt var við sveifarásinn. Matsmaðurinn segir, að í matsgerðinni á dómsskjali nr. 4 sé ekki metinn kostnaður við að bæta úr síðastgreindum ágalla vél- arinnar, enda hafi þeir matsmennirnir ekki vitað um gallann, þegar matið fór fram. Hann tekur fram, að smurolíuþrýstingur hafi verið eðlilegur, eftir að viðgerð á þéttifletinum hafði farið fram, og engin óeðlileg olíueyðsla verið á vélinni, enda hafi vélin 181 gengið eðlilega í u. þ. b. 5 til 6 mánuði eftir viðgerðina, eða þar til skipið fórst. Dómkvaddir matsmenn, Guðmundur Björnsson vélaverkfræð- ingur og Sveinn Jónatansson verkstjóri, skiluðu matsgerð, sem dagsett er 26. mars 1973 og framhaldsmatsgerð, sem dagsett er 20. apríl 1973. Í aðalmatsgerðinni segir m. a.: „Samkvæmt skjölum málsins telja undirritaðir vera fullvíst, að ástand m/b Sæfaxa, NK 102, muni hafa verið hið sama fyrir og eftir veiðiferðina 29. mars 1967, að öllu öðru leyti en e. t. v. að því er varðar aðalvél bátsins. Mun því hér á eftir fyrst gerð grein fyrir áliti undirritaðra á ástandi aðalvélarinnar einnar, en í síðasta hluta álitsgerðarinnar er greint frá áliti undirritaðra á því, hvert ástand annarra hluta bátsins hafi verið hinn 29/3 1967, og jafnframt greint frá mati undirritaðra á kostnaði við að bæta úr ágöllum þeirra atriða, sem talin eru hafa verið þá í ófullnægj- andi ástandi. 1. Ástand aðalvélar fyrir gangsetningu að morgni 29. marz 1967. Undirritaðir telja nauðsynlegt að gera grein fyrir eftirfarandi atriðum, sem niðurstöður þessa álits er byggt á. A. Óhreinindi í smurkerfi aðalvélar og sjór eftir sjóslys 17/3 1967. Samkvæmt véladagbók 1617. marz 1967, skráð af Björgvin Guðmundssyni, vélstjóra, voru mikil óhreinindi í smurkerfi vél- arinnar. Varð þá að hreinsa smurolíusíur og skipta um þær hvað eftir annað til þess að eðlilegur smurolíuþrýstingur héldist á vélinni. Smurolía á vél var CASTROL 215 MX, sem er meðalhreinsandi olía. M/B Sæfaxi, NK 102, kom til Vestmannaeyja 18. marz 1967. Dælt var sjó úr bátnum 19. marz 1967, og kannaði Björgvin Guð- mundsson, vélstjóri, strax þann sama dag, hvort sjór hefði komizt í vélina. Hann opnaði sveifarhús vélarinnar og dældi nokkrum lítrum af sjó úr henni. Hann taldi engan sjó hafa komizt út í smurkerfi vélarinnar, þar eð enginn sjór hafi þá verið í smurolíu- síum, sem hann skoðaði einnig. Hins vegar voru þá mikil óhrein- indi í síum (réttarhald 11/12 1967). Vélin er skoluð 22. marz einu sinni með smurolíu blandaðri borolíu. Vélin var látin ganga með þessari olíu í 15 mínútur, en þá er hún stöðvuð og þessi olíublanda látin renna af henni og 188 síðan sett hæfilegt magn (50 lítrar) nýrrar olíu á vélina. Var hreinsun vélarinnar þar með látið lokið. B. Smurolíveyðsla aðalvélar. Á siglingu frá Norðfirði er skráð í véladagbók bátsins af Björg- vin Guðmundssyni, vélstjóra, kl. 9 hinn 16. marz 1967, að bætt hafi verið 10 lítrum smurolíu á aðalvélina, smurolíueyðsla vélar þá verið óeðlilega mikil. Sveinn Jónsson, verkstjóri, ber fyrir rétti föstudaginn 17. sept. 1971, að við prófanir aðalvélar bátsins í janúar 1968 hafi vélin gengið í lausagangi af og til í tvo til þrjá daga, en skipið lá þá bundið við bryggju. Var þá bætt oftar en einu sinni, vitnið minnir tvisvar eða þrisvar sinnum, um 8—-10 lítrum smurolíu á vélina í hvert skipti. Var þá komin ný smur- olíudæla á aðalvélina. Mun þá olíueyðsla hafa verið minni en í sjóferðinni 17/3 1967, því gamla dælan var með slitnum þétti- fleti, sem valdið hefur meiri olíuleka en mun hafa verið við próf- anir Í janúar 1968, en auk þess mun olíuleki hafa verið meiri við aukinn snúningshraða á vélinni. C. Álit og niðurstöður matsmanna. Undirritaðir telja, að fyrrgreind skolun og hreinsun aðalvélar eftir sjótjónið 17/3 1967 myndi í venjulegum hliðstæðum til- fellum vera talin ófullnægjandi. Í fyrsta lagi hafi verið mikil óhreinindi í smurkerfi vélarinnar. Í öðru lagi hafi hlotið að vera um nokkurt magn vatnsmettaðrar borolíu í smurkerfinu eftir af- töppun hennar. Með tilliti til þessa hafi ein skolun verið ófull- nægjandi. Matsmenn telja eðlilegt, að vélin hefði verið skoluð þrisvar sinnum með skololíu, síðan sett á vélina smurolía, sem tappað væri af vélinni eftir einnar til tveggja klukkustunda tóm- gangsprófun, og þar á eftir sett smurolía á vélina. Síðan hefði átt að fylgjast vel með ástandi smurolíu vélarinnar í nokkurn tíma eftir þetta. Ráða má af gögnum málsins, að mikil smurolíueyðsla vélar- innar hefur í þessu tilfelli haft í för með sér hraða endurnýjun smurolíu á vélinni. Telja undirritaðir líklegt, að endurnýjun olíu hafi verið 2—-3 lítrar á klst. við hægagang vélar, sem hafi getað aukizt í um 5 lítra á klst. við fullan hraða vélar og eðlilegan hita á olíu. Samkvæmt gögnum málsins áætla undirritaðir, að dagana 22/3 —28/3 (incl.) hafi gangtími vélarinnar verið samtals um 26 klst., en það svarar til þess, að skipt hafi verið um smurolíu á vélinni tvisvar til þrisvar sinnum á þessu tímabili. Af þessu leiðir, að ekki hefur komið eins að sök ófullnægjandi skolun vélarinnar. 789 Varðandi smurolíuþrýsting á vélinni telja undirritaðir allar líkur vera á því, að hann hafi verið eðlilegur við allar prófanir vélar á tímabilinu 22/3—28/3 með undantekningu 27/3, þegar leki fannst á smurolíurðri við kambásdrif, sem gæti hafa valdið sveiflu á smurmæli, en ekki truflað teljandi smurolíurennsli að legum, svo sem skoðun leiddi í ljós, eftir að þessa galla varð vart. Þessu virðist vera ómótmælt af vélstjórum og skipstjóra bátsins. Olíudæla hefur þannig, þrátt fyrir hinn leynda olíuleka, náð full- um smurþrýstingi á smurolíukerfi vélarinnar og þar með nægi- legum afköstum við allar prófanir, sem allar áttu sér stað við eðlilegan hita á vélinni. Skipstjóri og vélstjórar bátsins hafa borið fyrir rétti, að þegar farið var í veiðiferðir eða gerðar tilraunir til veiðiferða á tíma- bilinu 25/3—-28/3 (incl.) 1967, hafi vél hitnað óeðlilega eða hlutar hennar og smurþrýstingur verið í lægsta lagi eða óstöðugur. Hins vegar reynast bæði þessi atriði jafnan vera eðlileg, þegar vélin var skoðuð og prófuð næst á eftir. Matsmenn telja líklegt, að skýringar á þessu sé að leita í ójafnri kælingu á strokkum vélarinnar innbyrðis svo og í ófull- nægjandi kælingu á vélinni, sem einkum hafi orðið í veltingi, Þegar báturinn var á rúmsjó. Af gögnum málsins er ljóst, að á umræddu tímabili var aðalvél með beinni sjókælingu, þar eð ferskvatnsdæla hennar var biluð. Við beina sjókælingu (hitastig um 5“ inn, um 409 C út úr vél, þ. e. upphitun um 35“ C) er rennsli í gegnum vélina miklu minna en við ferskvatnskælingu (upphitun vatns 7—109 C). Við minna rennsli í gegnum vél hefur þrýstingur kælisjávar að vél verið lágur, ef hann hefur ekki verið stilltur hæfilega hár með sér- stökum lokum við hvern strokk vélarinnar. Samkvæmt vitnisburði Jóns Rúnars Sigurðssonar 13/11 1967, dskj. 7, virðist sjómagn til kælingar hafa verið handstillt með botnloka á sogleiðslu að sjódælu. Af því leiðir, að þrýstingur á sjó að vél hefur verið lágur og dreifing streymis ójöfn að hinum 6 strokkum vélarinnar, en af því hefur getað leitt misjafnan hita þeirra. Hitastig þeirra hefur þá orðið óeðlilega hátt, ef magn kælisjávar hefur verið ófullnægjandi, sem einkum hefur getað átt sér stað í veltingi á rúmsjó, þegar inntak að sjódælu hefur getað náð að draga loft eða þegar ytri þrýstingur að inntaki hefur minnkað (inntak nálægt yfirborði sjávar). Ennfremur hefur verið erfitt að stilla hæfilegan kælivatnshita frá vélinni einungis með 790 því að handstilla einn stóran loka, sem auk þess var á soghlið dælunnar. Vegna mishitunar á strokkum vélarinnar, sem jafnframt virðist hafa leitt til óeðlilegs hita á sumum þeirra, hefur hitastig smur- olíu náð að hækka, einnig vegna þess að kæliafköst smurolíu- kælis hafa verið minni við hina beinu sjókælingu sökum minni afkasta sjódælunnar þá. (Magn að sjódælu takmarkað með hand- stillingu loka á sogleiðslu hennar). Við hækkað hitastig smurolíu þynnist hún, og hefur þrýstingur á smurolíukerfi þá e. t. v. náð að lækka eitthvað sökum aukins leka við smurolíudælu. Undirritaðir telja, að snemma morguns 29/3 1967 hafi aðalvél m/b Sæfaxa, NK 102, verið óskemmd að því er varðar úrbræðslu hennar. Ófullnægjandi skolun og hreinsun vélarinnar eftir sjó- tjónið 17/3 1967 hafi þrátt fyrir allt ekki komið að sök vegna hinnar öru endurnýjunar á smurolíu, er leiddi af hinum leynda olíuleka við smurolíudælu. Byggja undirritaðir þetta álit á því, að allar prófanir á vél, bar með talin prófun að kvöldi hins 27/3 1967 (sbr. skýrslu Guðmundar Guðfinnssonar, vélstjóra, dags. 1. okt. 1967, dskj. 7 og Útdrátt úr Eftirlitsbók m/s Sæfaxa, NK 102, dskj. 7) hafi sýnt eðlilegan hita og smurbþrýsting á vélinni og vélin talin vera þá í lagi. Telja undirritaðir óhugsandi, að svo hefði verið, ef upphaf úrbræðsluskemmda hefði verið búið að eiga sér stað. 9. Ástand aðalvélar eftir veiðiferðina 29. marz 1967, en áður en farið var í veiðiferðina 30. marz. Snemma morguns, kl. 6.30, er aðalvél sett í gang af Kristjáni Sigurjónssyni, skipstjóra, og Atla Benediktssyni, 11. vélstjóra. Þeir telja þá smurolíumæli sýna heldur lágan þrýsting og vélina hitna. Eru þá starfsmenn Vélsmiðjunnar Magna, Jón Rúnar Sig- urðsson og Sigurður Guðmundsson, fengnir til þess að athuga vélina. Að lokinni athugun er farið í reynsluferð, er tók um hálfa klukkustund, og var hraði vélar þá 650 sn/mín, sem svarar til g6—-870% álags. Að lokinni reynsluferðinni töldu J. R. S. og S. G. vélina vera í lagi, hita og olíuþrýsting eðlilegan. Því næst er farið í róður kl. 10.30. Kemur báturinn til hafnar aftur kl. 8.15 um kvöldið. Er vélin talin hafa gengið nokkuð heit í þessari ferð og smurþrýstingur talinn hafa verið lélegur. Þetta kvöld er Vigfús Jónsson, verkstjóri í Vélsmiðjunni Magna h/f, fenginn til þess að athuga vélina. Að henni lokinni var vélin talin vera í lagi, en hún mun ekki hafa verið reynd við þetta tækifæri. Undirritaðir 9 matsmenn telja, að ástand vélar að lokinni veiðiferð um kvöldið hafi verið hið sama og að kvöldi 28. marz 1967. Skal í þessu sambandi vísað til skýringar undirritaðra á líklegum orsökum óeðlilegs hita og lækkaðs smurþrýstings í rúmsjó. 3. Orsakir úrbræðslu 30/3 1967. Að morgni þessa dags, kl. 6.30, setur skipstjóri aðalvél í gang. Var þá farið í róður, og kveður skipstjóri smurolíuþrýsting hafa verið lágan, en gang vélar eðlilegan. Á þetta við um siglingatím- ann á miðin og fyrstu 2 klukkustundir veiðitímans (ferðatími úr höfn og út á mið er ekki tilgreindur í málsskjölum). Í öðru kasti, þegar slegið var í blökkina, stöðvast vélin af sjálfsdáðum. Setti skipstjóri vélina strax í gang aftur og náði veiðarfærum úr sjó, en stöðvar því næst vélina. Var þá klukkan orðin 10. Kveður skipstjóri vélina þá hafa verið heita og smurolíuþrýsting hafa verið mikið fallinn niður fyrir eðlilegt mark. Klukkan 11 var kallað á mótorskipið Lóðsinn, sem kominn var að bátnum um kl. 13.00 til þess að draga hann til hafnar. Um kl. 14.00 (3—4 klst. eftir að vél hafði verið stöðvuð) voru skipin komin á Klettsvíkina, og var vindhæð þá um 7 vindstig. Var þá vélin sett í gang og bátnum sleppt úr togi, en hann sigldi síðan af eigin vélarafli að bryggju. Þegar stefni bátsins nálgast bryggju og skipstjóri kúpplar frá og hyggst bakka bátnum, stöðv- ast vélin af sjálfsdáðum. Með tilliti til framburða Kristjáns Sigurjónssonar, skipstjóra, Einars Sveins Jóhannssonar, skipstjóra (réttarhald 4/5 1967), og Einars J. Gíslasonar telja undirritaðir allar líkur vera á því, að liðið muni hafa um 10 mínútur frá því að vél bátsins var sett í gang og þar til hún stöðvaðist. Haft er þá í huga, að skipstjóri m/b Sæfaxa hafði þegar verið búinn að setja vélina í gang, er hann kallaði upp skipstjóra Lóðsins. Telja undirritaðir, að liðið muni hafa a. mn. k. 2—3 mínútur frá gangsetningu vélar, þar til dráttartaug er sleppt og sigling bátsins inn í höfnina gat hafizt. Vélin mun þá hafa gengið álagslaus fyrstu mínútur þessa tíma- bils, en eftir það á hægri ferð, eða með litlu álagi. Þegar hér var komið sögu var vél m/b Sæfaxa skoðuð. Í ljós kom, að allar sveifar- og höfuðlegur voru úrbræddar. Var enn- fremur sveifarás svo illa farinn, að hann var talinn ónýtur (sprung- ur Í leguflötum, sem stafað hafa af mjög miklum hita). Undirritaðir telja, að úrbræðsla hafi hafizt, áður en vélin stöðvaðist við veiðar umræddan dag. Síðan hafi skemmdirnar z aukist að mun, er vélin var sett í gang, fyrst úti á miðunum og 792 síðan við siglingu inn í höfnina. Telja undirritaðir, að svo miklar skemmdir á sveifarási og legum, sem raun varð á, hafi vart getað orðið eingöngu á fyrrnefndu 10 mínútna tímabili, þegar vélin gekk með litlu álagi. Þykkt olíuhimnu í legum er háð álagi á vél, innbyrðis hraða leguflata og síðast en ekki sízt seigju smurolíunnar. Seigja olí- unnar er hins vegar mjög háð hitastigi hennar, og verður seigjan lítil við hátt hitastig, en við litla seigju (þunn-fljótandi olía) verður olíuhimnan þunn að öðrum atriðum óbreyttum, þ. e. ef þykkt olíuhimnu á að haldast fullnægjandi, minnkar mjög burðar- geta olíuhimnunnar. Þykkt smurolíuhimnu getur einnig orðið of lítil, ef ófullnægj- andi magni smurolíu er dælt inn á milli leguflata. Í skjölum málsins er ekki að finna upplýsingar um, hve mikilli smurolíu hafi verið bætt á vélina á tímabilinu 22/3—-30/3 1967. Benda undirritaðir á í þessu sambandi, að á tímabilinu 22/3—30/3 1967 getur smurolíueyðsla vélarinnar hafa verið 150—-200 lítrar (gangtími vélar áætlaður samtals um 40 klst.). Undirritaðir telja, að orsakir til úrbræðslu vélarinnar hinn 30/3 1967 hafi verið eftirfarandi: 1. Olíumagn á vél hefur verið of lítið. Í veltingi hefur olíu- dæla náð að soga loft og þar með dælt of litlu smurolíumagni inn í legur vélarinnar. Orsakir olíuleysis geta hafa verið tvær: A. Mjög óeðlilegur olíuleki var við smurolíudælu. Hefur hann getað vaxið talsvert vegna mishitunar á vél af völdum van- stillingar á kælingu hennar, en mishitun hefur getað valdið auknum hita á olíunni, og þar með auknum leka vegna minni olíuseigju. Einkum muni hafa verið hætta á þessu, er veltingur var á skipinu. B. Of langur tími hefur liðið á milli áfyllinga smurolíu á vél- ina, einkum með tilliti til þess, að kunnugt var um óeðlilega smurolíueyðslu hennar. 2, Óhreinindi í smurolíukerfi hafa getað stíflað smurolíusíur. Undirritaðir telja, að með tilliti til hinna tíðu skoðana og próf- an á vél bátsins dagana 25/3—29/3 1967 séu miklu minni líkur á því, að orsök nr. 2 hafi valdið úrbræðslu vélarinnar hinn 30/3 1967. 3. Hve lengi má ætla, að umrædd vél hafi getað gengið án smurnings á legur, án þess að hún bræddi úr sér? Undirritaðir telja, að ómögulegt sé að svara þessari spurningu 793 vegna margvíslegra atriða, sem ekkert er vitað um, en haft geti áhrif á það, sem um er spurt. Undirritaðir telja, að ef vél er sett í gang eftir langa stöðu og með þurrum leguflötum, muni mjög alvarlegar úrbræðsluskemmd- ir eiga sér stað innan 5 mínútna, þótt ekkert álag sé á vélinni, og er þá miðað við, að engri olíu sé dælt á milli leguflata. Þetta geti þó verið háð byggingarlagi og snúningshraða viðkomandi vélar. 4. Sennilegar orsakir til ágalla á þéttifleti olíudælu, þar sem hún tengist aðalvél. Undirritaðir telja, að slit hafi orðið á þéttiflötum dælu og loks á aðalvél vegna þess, að festingar dælunnar hafi losnað. Við það hafi þéttifletir náð að hreyfast innbyrðis og nuddast saman, sem leitt hefur til slits þeirra. Samkvæmt gögnum málsins reyndist slit á hvorum þéttifleti vera orðið 0.12—0.13 mm, eða samanlagt 0.24—0.26 mm á 50 mm lengd. Telja undirritaðir, að slíkt slit hafi hlotið að gerast á nokkuð löngum tíma. Engar upplýsingar er að finna í málsskjölum varðandi hugsan- lega orsök þess, að los hefur orðið á dælunni““. Matsmaðurinn Sveinn Jónatansson var að því spurður hér fyrir dómi hinn 17. apríl sl, hvort hann gæti gefið skýringu á því, að aðalvél bátsins stöðvaðist, þegar bátnum var siglt út úr Vest- mannaeyjahöfn 27. mars 1967, þegar Guðmundur Karl var vél- stjóri. Matsmaðurinn svaraði: „Fyrsta skýring mín er sú, að einhver í stýrishúsi hafi rekist í handfang olíugjafar í stýrishúsi eða viljandi drepið á vélinni með því að hreyfa handfangið til“. Matsmaðurinn tekur fram í því sambandi, að olíustilling í stýrishúsi eigi ekki að vera þannig, að hægt sé að drepa alveg á vélinni, en hugsanlegt sé, að hægt sé að drepa á vélinni með því að hreyfa olíuhandfangið í stýris- húsinu, ef fullt álag er á skrúfu. „Handfangið á að vera þannig útbúið, að við neyðarvendingu geti vél ekki stöðvast á minnstu olíuinngjöf. Ekki er sama, hver vélin er, þegar um þetta atriði er rætt. Gangráðum, sem eru með beina færslu á gangráðsarm, er ekki eins hætt við, að þetta komi fyrir, eins og á gangráðum, sem virka í gegnum skriðil. Næsta hugsanleg ástæða er, að stimpill hafi ofhitnað vegna of snöggs álags. Geri ég þá ráð fyrir, að full olíugjöf hafi verið gefin inn á vélina, þegar lagt var frá bryggju, en ekki %, eins og í skýrslu Guðmundar Karls kemur fram. Þriðja skýringin er, að kambás kunni að hafa getað 794 fest sig, þar sem upplýst er, að ró á nippli var ekki hert sem skyldi. Ég tel síðustu skýringuna þá líklegustu með tilliti til upp- lýsinga um ofhitun á kambáslegu“. Matsmanninum var bent á, að í veiðiferðinni 25. mars hafi Guðmundur Karl talað um „óeðlileg hljóð frá vélinni“. Matsmað- urinn kveðst ekki geta gefið neina skýringu á því. Matsmaðurinn segir, að umrædd vél sé byggð fyrir ferskvatnskælingu, og lítur matsmaðurinn svo á, að sjókælingin sé neyðarkæling og því alls ekki ætlast til, að hún sé notuð nema í neyð. Samkvæmt gögnum málsins telur matsmaðurinn ljóst, að sjókælingin hafi verið á vélinni, þegar skipið er á siglingu frá Neskaupstað til Vestmanna- eyja, sbr. véladagbók. Af gögnum málsins virðist matsmanninum, að ferskvatnsdælan hafi verið ónýt, þ. e. ekki viðgerðarhæf. Nú veit matsmaðurinn ekki, hvort útgerðin eða umboðið átti fersk- vatnsdælu, og er hugsanlegt, að beðið hafi verið eftir nýrri dælu. Matsmaðurinn hefur það álit, að ekki hafi verið nauðsynlegt að taka vélina upp eftir áfallið 17. mars, þrátt fyrir álitsgerð verk- smiðjunnar, en nægt hafi að áliti hans að skola vélina rækilega, vegna þess hve sjómagnið var lítið, sem fór í vélina, og vélin var ekki gangsett eftir áfallið. Hins vegar hefði átt að taka gírinn strax upp eftir áfallið, þar sem gírinn fór á kaf í sjó. Matsmaðurinn Guðmundur Björnsson gaf skýrslu hér fyrir dómi 17. apríl sl. Skýrsla Guðmundar Karls um veiðiferðina 27. mars 1967 svo og hluti úr skýrslu sama manns varðandi veiðiferðina 25. mars voru lesnar upp. Var matsmaðurinn spurður, hvort hann sæti gert grein fyrir orsökunum fyrir því, að vélin drap á sér, begar báturinn var að fara út úr höfninni. Matsmaðurinn svaraði: „Ég treysti mér ekki til að tilgreina neina eina ástæðu fyrir því, hvers vegna vélin stöðvaðist þarna innan hafnar 27. marz, þar sem að upplýsingar um öll atvik liggja ekki fyrir í málinu. Það væru getsakir, hvaða möguleikar gætu komið til greina. Hins vegar tel ég, að með tilliti til þeirra skoðana og prófana, sem fram fóru á vélinni eftir þennan atburð, þá hafi ekki getað verið um að ræða úrbræðslu á vélinni eða byrjun á úrbræðslu, því slíkt hefði hlotið að koma fram við síðari prófanir og athuganir á vél- inni“. Matsmanninum var bent á, að í seinni ferðinni hinn 27. mars hafi vélin verið, að sögn Guðmundar Karls, keyrð á góð- lega hálfri ferð í um klukkustund, og var hitinn þá orðinn óeðli- legur á öllu sveifarhúsinu. „Var þá dregið úr ferð og athuguð kæling, en hún reyndist eðlileg“. Matsmaðurinn var beðinn að 795 segja álit sitt á þessu atriði. Hann svaraði: „Ég get ekki gefið skýringu á þessu orðalagi, þar sem ég get ekki metið, út frá hvaða atriðum vélstjórinn metur kælinguna eðlilega, þrátt fyrir það að vélin gangi óeðlilega heit. Það er engin nánari skýring á þessari setningu en þau orð, sem þar standa“. Það er álit mats- mannsins, að samviskusamur, vel fær og góður vélstjóri hefði átt að geta komið í veg fyrir, að vélin bræddi úr sér. Matsmaðurinn var spurður að því, hvaða mistök hann teldi, að skipstjórnar- mönnum hefði orðið á við vélgæsluna í veiðiferðinni 30. mars, þegar vélin bræddi úr sér. Hann svaraði: „Ég tel líklegustu ástæð- una hafa verið þá, að of lítil smurolía hafi verið á vélinni. Sinn þátt í því hafi átt leyndur olíuleki við smurolíudælu vélarinnar og jafnframt að sennilega hafi engum, sem fóru með bátinn á þessum tíma, verið raunverulega ljóst, hversu mikill lekinn var í raun og veru. Hugsanleg orsök önnur gæti hafa verið óhreinindi í smurolíukerfi vélarinnar. Þá tel ég með tilliti til vélarinnar, að óforsvaranlegt hafi verið að gangsetja vélina, þegar lagt var að bryggju, eftir því sem á undan var gengið, og er þá eingöngu haft í huga vélin og meðferð hennar, en ég tek ekki afstöðu til annarra kringumstæðna, sem kynnu að hafa haft áhrif á, að vélin var sett í gang. Ég tel, að það hafi einnig verið óforsvaranlegt hjá Guðmundi Karli, með tilliti til vélarinnar sjálfrar, að setja vélina í gang, þegar hún stöðvaðist í höfninni hinn 27. mars, ef ekki hefði þurft að taka tillit til neins annars en hennar. Ég vil taka enn fram varðandi orsök úrbræðslu, að ófullnægjandi kæling á smur- olíukæli við sjókælinguna hafi valdið auknu hitastigi á smurolíu og hún þess vegna verið þynnri og leitt af sér enn hraðari leka smurolíu út af vélinni. Ég tel, að sjókæling þurfi ekki að vera varhugaverð út af fyrir sig, nema þá ef hún er notuð iil lang- frama, ef stillingar á sjómagni og jöfnun á milli strokka er rétt framkvæmd. Varðandi framkvæmd sjókælingar á þessari vél tel ég, að eðlilegt hefði verið, að viðgerðarmenn hefðu bent vélstjór- um bátsins sérstaklega á galla þá, sem voru á sjókælingunni, sbr. matsgjörð okkar“. Í framhaldsmatsgerðinni hafa matsmennirnir Guðmundur Björnsson og Sveinn Jónatansson lýst þeirri skoðun sinni, „að á tímabilinu 17. til 29. marz 1967 hafi engar skemmdir orðið á vélum og skipi, ef frá er skilin minni háttar skemmd á aðalvél, er varð hinn 27. marz 1967 vegna olíuleka á smurolíuröri við kambásdrif“. Samkvæmt þessu telja matsmenn, „að sjótjónið 17. 796 marz 1967 og hugsanlegar afleiðingar til kvölds hins 29. marz 1967, sé hæfilega metið sem hér segir: 1. Aðalvél. Vinna við hreinsun og skoðun, viðgerð og stilling olíuverks og spíssa o. fl., skolun, hreinsun og prófun .. .. ..... kr.34.000.00 Efni: Legur í olíuverk, borolía, smur- olía, þéttingar og ýmislegt ótalið .. .. — 8.000.00 Skolloftsblásari, skoðun og viðgerð, efni og vinna, sbr. matsgerð frá 26/3 073 LL. — 8.000.00 2. Giír aðalvélar. Vinna við hreinsun, skolun og viðgerð kr. 14.400.00 Efni: Legur, þéttingar .. .. .. .. .. — 93.275.00 3. Ljósavél. Vinna við hreinsun, skolun, viðgerð, gangsetn. og prófun .. ... kr. 19.500.00 Efni: Legur, þéttingar, ýmislegt ótalið — "7.000.00 4. Raflögn, töflur, rafalar. Vinna og efni samkv. reikningum .. a 5. Raforka á viðgerðartíma (2 vikur) .. .. .... 6. Hreinsun skips. Vinna við hreinsun vélarrúms, lesíar og íbúða .. 7. Rúmdýnur, renningar. Endurnýjun .. 8. Olíutunna. Tunna skolaðist fyrir borð 17/3 67 .. 0... ...... 9. Tjón á dekki. Þorskanetauppstilling, síldardekk, síldaruppstilling. Vinna og efni við smíði og uppsetn. oo 10. Uppsátur, viðgerð glugga og skipssíðu. Uppsáíur nauðsynlegt vegna viðgerðar á gír aðal- vélar... .... 11. Viðgerð | á raðar. Vinna og efni .. ... 12. Fatatjón skipverja. Fatatjón virðist einungis hafa orðið hjá matsveini kr. 50.000.00 — 37.675.00 — 26.500.00 - — 221.600.00 — 2.000.00 — 17.000.00 „ — 8.000.00 — 3.042.00 - — 72.000.00 - — 43.300.00 „— 1.142.00 -— 21.685.00 797 13. Húsnæði skipverja. Húsnæði þriggja skipverja, á meðan verið var að þrífa bátinn .. ......0.0.... 0... 2... kr. 4.500.00 Tjón 17/3 ?67 samtals kr. 508.444.00 Viðgerðir á galla, sem ekki verða raktir til sjótjóns 17/3 1967 eða afleiðinga þess: 14. Ferskvatnsdæla á aðalvél. Ferskvatnsdæla virðist hafa verið biluð eða ónýt, begar báturinn hóf siglingu sína frá Norðfirði 15. marz 1967, sbr. skýrslu í véladagbók bátsins frá þeim degi. Miðað er við endurnýjun dælu. Vinna og ENI. 2. kr. 18.000.00 15. Smurolíudæla á aðalvél. Viðgerð dælu og sætis á aðalvél ásamt vinnu við að taka hana og lok á aðalvél frá og koma sömu hlutum fyrir aftur (sbr. matsgerð 26/3 1973) .. .. .. .. .. — 9.000.00 Vinna við að leita að leyndum olíuleka og prófun .. — "7.400.00 Kr. 16.400.00 Úndirritaðir telja, að ekki hafi verið þörf á að endur- nýja dælu. 16. Ljósavél. Tæring og slit. Undirritaðir telja, að sökum eldra slits og tæringar (vélin var sjókæld) hafi verið nauðsynlegt að fram- kvæma víðtækari viðgerð á vélinni en þá, er leiddi af sjótjóninu 17/3 ?67. Varahlutir, annað efni og vinna (endurnýjun fóðr- inga, bullu með hringum, eina sveifaráslegu) .. .. — 18.000.00 Miðað er þá við, að þessi viðgerð fari fram samtímis viðgerð af völdum sjótjónsins. Matsgerð þessi er miðuð við verðlag í marz—-apríl 1967. Í mati er ekki innifalinn kostnaður vegna kaups til áhafnar á viðgerðar- tíma vegna sjótjóns eða annarra viðgerða. Ennfremur er ekki innifalinn kostnaður vegna dómkvaðninga og matsgerða eða hugs- anlegt tjón vegna aflataps á viðgerðartíma vegna sjótjónsins. Undirritaðir taka fram eftirfarandi: 1. Mat á sjótjóni aðalvélar hér að framan er miðað við þær 798 aðgerðir, er undirritaðir telja, að verið hafi nauðsynlegar og rétt- mætar, en ekki við þær aðgerðir og vinnu, sem fram fór á sínum tíma við aðalvélina. 2. Undirritaðir telja, að auk beins viðgerðarkostnaðar vegna olíudælu verði rétt að telja kostnað við leit að olíuleka, sem var á sínum tíma leyndur galli á aðalvélinni. Er áætlað, að hæfilegur tími til leitar og prófana í því sambandi hafi verið þrír heilir vinnudagar fyrir þrjá menn. 3. Í álitsgerð frá 26/3 1973 var metinn kostnaður við að bæta úr ágöllum einungis þeirra atriða, sem undirritaðir telja, að verið hafi í ófullnægjandi ástandi hinn 29. marz 1967, sbr. 3. mgr. á bls. 2 og 1. mgr. á bls. 9 í fyrrnefndri álitsgerð. Þetta átti þó ekki við um raflögn, raftöflur og rafala eða um lið 16 í þessari mats- gerð“. Þess skal getið, að stefndi fékk Þorstein Egilsson til að fram- kvæma niðurjöfnun á sjótjóninu frá 17. mars 1967. Þorsteinn er ekki löggiltur niðurjöfnunarmaður sjótjóns, og hann var ekki dómkvaddur til að vinna þetta starf. VI. Kröfur sínar í málinu styður stefnandi þeim rökum, að stefnda sé skylt samkvæmt húftryggingarsamningum, sem í gildi voru, að bæta það tjón, sem leiddi af sjótjóninu 17. mars 1967, og úrbræðslu vélarinnar 30. mars 1967. Varðandi úrbræðslu vélarinnar skír- skotar stefnandi til 7. gr. skilmálanna All Risks Clauses Fishing Vessels, en 7. gr. er í íslenskri þýðingu svohljóðandi: „SÉRSTÖK TJÓN Á HÚF OG VÉL. Félagið bætir eftirtalin tjón, en þau eru háð tjónfrádrætti samkv. 10. gr. Tjón, þegar katlar brotna, springa eða verða lekir, öxlar brotna, sprenging verður, fyrir óhappatilviljun eða af annarri ástæðu, leyndur galli eða annar galli, sem þessu veldur. Tjón, sem verða fyrir óhappatilviljun, leyndan galla, skemmdar- verk, vanrækslu, rangt mat eða vanhæfni hvaða manns sem er. Tjón er ekki bótaskylt, ef eigandi eða útgerðarstjórn hafa ekki sætt hæfilegrar hirðu og með því valdið tjóninu. Skipstjóri, aðrir yfirmenn, skipverjar og hafnsögumenn teljast ekki vera eigendur, þótt þeir eigi hlut í skipinu“. Auk þess telur stefnandi, að stefndi hafi skilyrðislaust viður- 2 kennt skyldu sína til að greiða bætur vegna tjóns á vélum m/b 799 Sæfaxa með því að rita stefnanda hinn 13. apríl 1967 svofellt bréf: „Hr. Sigfús Johnsen, Vestmannaeyjum. M.s. Sæfaxi NK 102. Hér með staðfestist, að vér munum greiða bætur vegna tjóns á vélum ofangreinds skips, er átti sér stað þ. 16. marz 1967. Vér áskiljum oss þó rétt til skuldajöfnunar hjá oss á ógreiddum ið- gjöldum“. Hinn 21. apríl 1967 sendi stefndi svofellt símskeyti til bæjar- fógetans í Vestmannaeyjum: „Sem skrásetningarstjóri tilkynnist yður að vér höfum í dag sent svohljóðandi skeyti vegna m/b Sæfaxa NK 102: Kristján Sig- urjónsson skipstjóri Vestmannabraut 61 Vestmannaeyjum þar sem upplýst er að gefnar hafa verið stórkostlega rangar skýrslur innan og utan réttar varðandi tjón á m/b Sæfaxa NK 102 og vegna brota á skyldum vátryggðs gagnvart vátryggjanda tilkynn- ist yður hér með að Tryggingamiðstöðin h/f riftir hér með og segir upp öllum tryggingum varðandi skipið og telur þær allar niður fallnar stop Tryggingamiðstöðin neitar bótaskyldum að því er varðar framkomin tjón á skipinu Tryggingamiðstöðin h/f Gísli Ólafsson stop Samkvæmt þessu skeyti falla og niður slysa- og ábyrgðartryggingar vegna áhafnar skipsins“. Stefnandi heldur því fram, að uppsögn þessi á vátryggingar- samningnum sé lögleysa og marklaus gagnvart bótaskyldu tjóni, sem orðið var, svo og tjóni, sem varð 4 dögum eftir uppsögnina. Í því sambandi bendir stefnandi á, að válryggingarsamningurinn hafi verið gerður til eins árs og engin þau atvik hafi komið til, er réttlættu fyrirvaralausa uppsögn hans að lögum. Þær röngu skýrslur, sem gefnar voru fyrir dómi, eftir að vátryggingarat- burðurinn skeði, snerti á engan hátt sjálfan vátryggingaratburð- inn og hafi hvorki gert að auka né minnka ábyrgð eða áhættu vátryggingarfélagsins. Stefnandi bendir á, að yfirvélstjóri, Björg- vin Guðmundsson, upplýsti, að vélin í m/b Sæfaxa hafi eytt óeðlilega mikilli smurolíu á siglingu frá Neskaupstað til Vest- mannaeyja, áður en sjótjónið varð. Við reynslusiglingu eftir end- urnýjun og endurbætur vélarinnar hjá Vélsmiðjunni Völundi í janúar 1968 hafi komið í ljós, að vélin eyddi enn óeðlilega mikilli smurolíu og hafi orsök lekans reynst vera við þéttiflöt smur- dælu aðalvélar. Hér sé að minnsta kosti fundin skýringin á hinni miklu olíueyðslu vélarinnar á leiðinni frá Neskaupstað, þegar yfirvélstjórinn þurfti að bæta á hana 10 lítrum af olíu á fyrsta degi heimsiglingar. Tjón á vél af slíkum leyndum galla á vélar- 800 hlut falli að sjálfsögðu beint undir vátryggingu með All Risks skilmálum, sem hér var um að ræða, svo að einnig þessi ástæða leiði beint að bótaskyldu stefnda, verði það talið meðvirkandi orsök að tjóninu. Stefnandi leggur áherslu á, að stefnda hafi strax verið tilkynnt um sjótjónið, sem varð á siglingu skipsins frá Neskaupstað til Vestmannaeyja, þegar skipið kom þangað hinn 18. mars 1967. Sjó hafi verið dælt úr vélarrúmi strax um morguninn, sem skipið kom í höfn, en það hafi ekki verið fyrr en á öðrum degi, þ. e. 19. mars, að dælt var sjó og olíu út af aðalvél, en að öðru leyti beðið aðgerða frá stefnda. Stefndi hafi sent trúnaðarmann sinn, Þráin Viggósson, á staðinn 22. mars til að skoða skemmdirar og gera ráðstafanir til viðgerða. Eftir fyrirmælum þessa trúnaðarmanns stefnda hafi verið tappað af gír og aðalvél og skolað út með bor- olíu einu sinni og síðan sett ný olía á. Þannig hafi liðið meir en 4 dagar frá því sjótjónið varð, uns útskolun með borolíu átti sér stað. Vélarhlutar hefðu bví vel getað verið farnir að tærast, þar sem sjór lá á þeim. Ofan á þetta bætist, að slík einstök útskolun með borolíu undir kringumstæðunum hafi ekki getað verið örugg, Þótt strax væri til gripið. Hefði þurft að endurtaka útskolun og olíuáfyllingu oftar til þess. Vélsmiðjan Magni h/f hafi séð um allar viðgerðir eftir sjótjónið að fyrirmælum stefnda. Stefnandi kveðst hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af því að missa bátinn úr rekstri fyrir frystihúsið, sem hann rak, en stefn- andi kveðst engin tök hafa átt á að fá annan bát til að leggja upp fisk hjá frystihúsi sínu, meðan báturinn var í viðgerð, þ. e. út árið 1967. Tjónið kveður hann fólgið í töpuðum hagnaði af fisk- kaupum og vegna rekstursstöðvunar frystihússins út árið af þessum sökum. Muni ekki vera of í lagt að reikna með 300 tonna afla á bátinn yfir sumarúthaldið miðað við hliðstæða báta á mið- unum við Vestmannaeyjar þennan tíma. Hefur stefnandi áætlað tjón þetta kr. 600.000.00, sbr. kröfulið 3 hér á eftir. Fjárhæð kröfu sinnar í málinu byggir stefnandi fyrst og fremst á matsgerð þeirra Friðþórs Guðlaugssonar, Eggerts Gunnarssonar og Einars J. Gíslasonar, en stefnandi sundurliðar kröfu sína nú þannig: „1. Tjónbætur samkvæmt matsgerð dómkvaddra manna, dags. 16/10 1967, sbr. bls. 6 í stefnu, dskj.nr. 1 .. .. kr.1.146.625.12 Viðbót skv. matsgerðum Guðmundar Björnssonar og Sveins Jónatanssonar, dags. 20 apríl 1973: 801 4. liður, raflögn, skv. reikn.. .. .. kr.75.292.68 ö. — raforka á viðgerðartíma .. — 2.000.00 6. 0 — hreinsun skips .. .. .. .. — 5.000.00 1—-8. — rúmdýnur o.fl... ...... — 42.00 9. — tjónádekki.. ........ — 434.40 10.) — uppsátur v/viðg.... .. .. — 19.75 11. — viðgerðáradar .. .. .... — 1.142.00 12. — fatatjón skipverja .. .. .. — 21.685.00 13. — húsnæði skipverja .. .. .. — 4.500.00 15. — smurdæla aðalvélar. .. .. — 16.400.00 kr. 126.515.83 Kr. 1.273.140.95 3 „ Kaup til áhafnar: Kaup skipstj. og stýrim .. .. .. kr. 48.849.00 á hvorn, orlof 7%, kr. 3.419.43 — 104.536.86 Kaup 2 vélstj. 45.795.00 - 7% .. — 49.000.65 Kaup 2 háseta og matsveins í viku kr. 8.549.10 orl. 7%, kr.598.43 — 9.147.53 — 162.685.04 3. Aflatjón á bátinn sumarúthaldið og tjón frysti- húss vegna rekstursstöðvunar v/hráefnissk. .. — 600.000.00 Kr. 2.035.825.99 —=-innborgað af stefnda til Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, 27/2 1971, dskj. nr. 59... .. — 167.286.75 Mismunur kr. 1.868.559.24“ VII. Lögmaður stefnda hefur í greinargerð sinni, sem dagsett er 6. mars 1969, tekið afstöðu til einstakra kröfuliða í kröfugerð stefn- anda þannig: „Um 1. Þessi liður nemur kr. 1.146.625.12. Hann er samkvæmt álitsgerð dómkvaddra manna, dags. 16/10 1967. Í matsbeiðni er þess getið, að tjón hafi orðið á aðalvél, gír og ljósavél skipsins hinn 17. marz 1967 og gefið í skyn, að allar skemmdir á vélinni hafi stafað af áfalli því, er skipið fékk 17. marz 1967. Þetta er villandi, því að skemmdir á vél stafa af þremur tilvikum: A. Skemmdir, sem urðu 17/3 1967. B. Skemmdir, sem urðu 30/3 1967. C. Skemmdir, sem urðu 25/4 1967. öl 802 Um A. Snúi maður sér fyrst að tjóni því, sem varð 17/3 1967, er viðurkennt, að þar er um bótaskylt tjón að ræða. Er skorað á stefnanda að leggja fram kvittaða reikninga frá Vélsmiðjunni Magna h/f yfir viðgerðarkostnaðinn. Eins og stefnandi hefur rak- ið, varð skipið fyrir áfalli 17. marz 1967. Í dagbókarútdrætti, undirrituðum af Björgvin Guðmundssyni, vélstjóra, og síðar stað- fest fyrir rétti, kemur í ljós, að þegar skipið fékk áfallið og sjór streymdi niður í vélarrýmið, rakst eitthvað í ræsihandfang vélar- innar og stöðvaði hana. Eftir það var vélin ekkert keyrð, því skipið var dregið til Vestmannaeyja, og fór síðan fram viðgerð á öllu því, sem skemmst hafði, á vegur viðurkennds verkstæðis í Vestmannaeyjum. Þá var vélin hreinsuð og „skoluð út“ og gert við rafleiðslur og annað það, sem skemmdist 17/3. Niðurjöfnun á því tjóni hefur ekki farið fram þrátt fyrir marg ítrekaðar óskir Tryggingamiðstöðvarinnar, og tjónið raunar ekki gjaldfallið gagn- vart henni, fyrr en útgerðarmaður hefur greitt viðgerðarreikn- ingana. Hann hefur hinsvegar viljað blanda þessu tjóni saman við tjónið, sem varð 30/3, en það er alls ekki bótaskylt, svo sem sýnt mun fram á. Rétt er að benda á framburð Jóns Rúnars Sig- urðssonar, vélvirkja, á dskj. nr. 6, en hann er starfsmaður Vél- smiðjunnar Magna h/f í Vestmannaeyjum, sem gerði við vél skips- ins. Hann getur þess sérstaklega, að hann telji, að sjór hafi ekki að ráði komist í vélina. Hann kveðst hafa bragðað á því, sem í vélinni var, og ekki fundið mikið saltbragð af því. Viðgerðar- mönnum Magna h/f og eftirlitsmanni tryggingarfélagsins, Þráni Viggóssyni, ber saman um það, að eftir áfallið 17/3 1967 hafi vélin verið skoluð út með skololíu og síðan sett á hana ný smurnings- olía. Annað virðist ekki hafa verið að henni. Sjó- og verzlunar- dómur Neskaupstaðar hefur í máli, sem höfðað var til greiðslu björgunarlauna á hendur eiganda m/b Sæfaxa vegna áfallsins, sem skipið fékk 17/3 1967, tekið afstöðu til þessarar meintu vél- bilunar, en í forsendum dómsins segir svo: „Hinir sérfróðu meðdómsmenn líta svo á, að bilanir þær á vél- um og rafbúnaði m/s Sæfaxa, NK 102, sem urðu aðfaranótt hins 17. marz 1967, hafi að vísu verið alvarlegar, en þar sem eigi hafi verið hrakin sú fullyrðing I. vélstjóra skipsins, að orsökin fyrir stöðvun aðalvélarinnar hafi einungis verið sú, að eitthvað hafi rekizt í ræsihandfang aðalvélarinnar og ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess, að stýrisbúnaður skipsins hafi laskazt, bendi allar líkur til þess, að skipið muni hafa komizt til hafnar af eigin rammleik“. 803 Fullyrðing stefnanda um, að skoðunarmaður tryggingarfélagsins beri ábyrgð á viðgerð á bátnum, er gjörsamlega út í bláinn. Bæði samkv. lögum og tryggingaskilmálum ber útgerðarmanni að gera allt, sem sanngjarnlega má af honum krefjast, til þess að draga úr öllu tjóni, og þá með að hefja viðgerðir strax og unnt er, sbr. 52. gr. 1. 20/1954. Skoðunarmaður tryggingarfélagsins hefur því hlutverki einu að gegna að fylgjast með því, að ekki sé gert við annað eða meira en það, sem tjóninu tilheyrir, í rauninni til þess að fyrirbyggja að útgerðarmenn geti komið almennum viðhalds- kostnaði vélar eða skips á viðkomandi tjón og velt þannig við- haldskostnaði yfir á tryggingarfélagið. Um BB. Vél skipsins bræddi úr sér 30/3 1967. Sem sönnun þess, að vélin bræddi ekki úr sér þann 17/3 1967, nægir að benda á, að vélin var látin ganga allan skírdag, 23/3, að skipið fór í róður 25/3 og 28/3 skv. skýrslu skipstj., dskj. 6, bls. 3, og landaði afla í bæði skiptin, sbr. dskj. 6, bls. 10. Ég lít svo á, að fullar sannanir hafi komið fram um það, að úrbræðsla vélarinnar hinn 30/3 1967 hafi verið gerð af ásettu ráði í þeim tilgangi að fá hana bætta af tryggingarfélaginu sem ónýta. Þessi skoðun er studd eiðföstum framburði nokkurra manna, auk þess sem öll framkoma og hegðun skipstjórnarmanna og útgerðarmanns í sambandi við rannsókn málsins, rangir framburðir fyrir rétti, sem nú hafa sætt opinberri ákæru, benda eindregið til þess, að ætlunin hafi verið sú að eyði- leggja vélina og fá hana bætta. Það er upplýst, að skipstjórnarmenn bátsins báðu um aðstoð vegna þess, að vélin hitnaði. Þeir fengu vélstjóralærðan mann til þess að bera rangt fyrir rétti og gefa skýringar á því, hvernig vélin hitnaði, og um aðra atburði, sem gerðust um borð í bátnum, en síðar kom það í ljós, að vélstjóri þessi var alls ekki með bátn- um í fyrrgreindri för. Það hefur hann sjálfur játað fyrir rétti. Skipstjóri bátsins hefur vélstjóraréttindi, og mátti honum því vera ljóst, að ef vélin ofhitnaði, mætti alls ekki keyra hana. Eftir sem áður sleppir hann dráttartauginni, þegar lóðsinn er með skipið í drætti, ræsir vélina og keyrir hana ca 10 mínútur. Hvers- vegna gerir skipstjórinn, sem jafnframt er eigandi skipsins, þetta? Hann er útlærður vélstjóri. Og hvers vegna ber hann rangt fyrir rétti og fær aðra til að gera það. Í 18. gr. laga nr. 20/1954 segir svo: „Ef vátryggður verður þess valdur af ásettu ráði, að vátrygg- ingaratburðurinn gerist, á hann enga kröfu á hendur félaginu. Hafi hann af vangá sinni valdið því, að vátryggingaratburður- 804 inn gerðist, og telja má vangá hans stórkostlega eftir því sem atvik lágu til, skal úr því skorið, hvort greiða skuli bætur og hve háar, eftir því, hversu mikil sökin er, og eftir öðrum atvikum. Þegar um er að ræða líftryggingar eða ábyrgðartryggingar, ber félagið þó fulla ábyrgð“. Ég hygg, að hjá því verði aldrei komist að heimfæra framferði skipstjórans undir 1. mgr. þessarar greinar. Í þessu sambandi er rétt að benda á bókanir á dskj. 6, bls. 12. Segir Atli Benedikts- son, II. vélstjóri, er hann viðurkennir að hafa borið rangt fyrir rétti, að Kristján Sigurjónsson, skipstjóri, hafi fengið sig til þess, og orðrétt er eftir honum bókað: „Kærði játaði hreinskilningslega, að sér væri ljóst, að bak við tilmæli Kristjáns hefði falist auðg- unartilgangur í sambandi við tryggingarféð“. Sama kemur fram hjá Hrafni Hansen, stýrimanni, á bls. 13, sama skjali, sem viður- kenndi að hafa borið rangt fyrir rétti og verið fenginn til þess af Kristjáni skipstjóra. Eftir honum er bókað orðrétt: „Kærði játaði hreinskilningslega, að sér væri ljóst, að auðgunartilgangur varðandi vátryggingarféð hafi legið að baki tilmælum Kristjáns“. Báðir þessir menn hafa staðfest framburð sinn með eiði. Þá skal bent á framburð Braga Ingibergs Ólafssonar, bls. 15, dskj. 6. Hann ber það, að foreldrar Kristjáns skipstjóra hafi tjáð honum, að ef Kristján fengi ekki „tryggingarféð'““ út, væri hann á götunni með 9 manna fjölskyldu. Einnig skal bent á framburð Ingvalds Andersen hótelstjóra, dskj. 6, bls. 15—16. Hann ber það fyrir rétti, að stefnandi þessa máls hafi leitað eftir því, að hann sem hótelstjóri skrifaði ranga reikninga, og hafi stefnandi getið þess um leið, að hann færi fram á þetta í því skyni að fá betri útkomu fyrir sjálfan sig á kostnað „trygginganna“. Hafi Sigfús getið þess sérstaklega, að hann ætlaði „að láta tryggingarnar greiða“. Tveir síðastnefndu mennirnir hafa staðfest framburð sinn með eiði. Það yrði of langt mál að rekja nákvæmlega í greinargerð allt það brask, sem skipstjóri og útgerðarmaður stóðu í í sambandi við bátinn, en skipstjóri Lóðsins hefur vottað, að áhöfn m/b Sæfaxa hafi sleppt dráttartaugunum, þegar Lóðsinn var með bátinn í drætti til Vestmannaeyja, og látið hann ganga í allt að 10 mín. Það finnst varla svo fáfróður 12 ára drengur, að hann viti ekki, að vél, sem er látin ganga smurolíulaus, bræðir úr sér á 2—3 mín., eða jafnvel styttri tíma. Það kemur fram í stefnu, að stefnandi hafi engan þátt átt í þeim aðgerðum, sem leiða grun að því, að um vísvitandi tilraun til vátryggingarsvika sé að ræða. Þetta skiptir engu, og það verður 805 að hafa ríkt í huga, að stefnandi var ekki eigandi bátsins þann 30/3 1967. Kristján Guðni Sigurjónsson, sem var skipstjóri báts- ins Í umræddri ferð, var þá talinn eigandi bátsins, og frá honum leiðir stefnandi allan sinn rétt. Hann getur því aldrei öðlast annan eða meiri rétt heldur en Kristján hafði, en framferði Kristjáns fellur hiklaust undir 18. greinina, sbr. framanritað. Á það hefur verið minnst hér á undan, að þegar skipið lét úr höfn í veiðiferðina 30/3, var I. vélstjóri ekki á skipinu. Leiddi það til þess, að skipstjóri og fleiri af áhöfn skipsins báru rangt fyrir rétti, sem hefur leitt til opinberrar málshöfðunar á hendur þeim. Samkv. ákvæðum laga um vátryggingarsamninga nr. 20/ 1954, 63. gr., er tryggingarfélagi óskylt að bæta tjón, sem stafar af því, að skipið var óhaffært, er það síðast lét úr höfn, ófull- nægjanlega útbúið eða mannað. Nú liggur það fyrir, að skipið var ekki nægjanlega mannað, og er því tryggingarfélaginu óskylt að bæta tjón, sem skeði, meðan svo var ástatt, og raunar má bæta því við, að allt bendir til þess, að tjón þetta hafi einmitt skeð, vegna þess að enginn var til þess að sinna störfum vélstjóra. Þetta atriði eitt út af fyrir sig leiðir til sýknu. Rétt er að geta þess, að tryggingarfélagið er ekki bótaskylt fyrr en eigandinn hefur greitt viðgerðarreikninga, og er þá tjóni skipt niður á eigendur og vátryggjanda af niðurjöfnunarmanni. Yfir- lýsing vátryggingarfélagsins nær aðeins til tjónsins, sem skeði 17/3 1967, en alls ekki til tjónsins, sem varð 30/3 s. á. Þess vegna er nauðsynlegt að skipta tjóninu niður á hina tilgreindu tjóndaga, en eins og áður er um getið, var gert við tjónið, sem varð 17/3, á viðurkenndu verkstæði í Vestmannaeyjum, Vélaverkst. Magna h/f. UmC. Þriðja tjónið er umbj. mínum óviðkomandi: Það tjón var 25. apríl 1967, en í stefnu er viðurkennt, að tryggingunni hafi verið sagt upp með símskeyti 21. apríl s. á. Öllum þinglýstum veðhöfum var jafnframt tilkynnt um uppsögnina. Uppsögn vá- tryggingarsamnings er tvímælalaust heimil, og uppsagnarfrests verður ekki krafizt af þeim, sem gefur alrangar skýrslur og fær aðra til að bera ljúgvitni fyrir rétti um atriði, sem varða vátrygg- ingaratburðinn. Um II. Annar liður kröfugerðarinnar er kaup til áhafnar, kr. 162.685.04. Bótaskyldu til áhafnar er neitað með sömu rökum og hér að ofan hefur verið drepið á, þ. e. að skipið hafi verið ósjó- fært, er það lét úr höfn, samkv. 63. gr. laga nr. 20/1954, og að öðrum þræði með visun til 18. gr. sömu laga, að vátryggður hafi orðið þess valdur af ásettu ráði, að vátryggingaratburðurinn gerð- 806 ist. Jafnvel þótt hvorugu þessu væri til að dreifa, gæti þessi liður aldrei orðið bótaskyldur, vegna þess að útgerðarmaður hefði ekki þurft að greiða kaup til skipstjóra, stýrimanns né II. vélstjóra, þar sem hann gat vafalaust sagt þeim upp fyrirvaralaust vegna rangs framburðar og skýrslufölsunar fyrir rétti, en hvað snertir I. vélstjóra, nægir að benda á, að enginn var ráðinn sem slíkur á skipið. Þá er þessari kröfufjárhæð mótmælt á þeim grundvelli, að Í málinu liggur ekkert fyrir um það, að áhöfnin hafi fengið þetta kaup greitt, og er skorað á stefnanda að leggja fram kvittanir fyrir þessum launum og skattframtölum viðkomandi manna árið 1967 til að sanna, að greiðslur hafi átt sér stað. Um 3. Þriðji liðurinn, aflatjón kr. 600.000.00 er ekki bóta- skylt samkv. vátryggingarskilmálum“. VIII. Það er álit hinna dómkvöddu matsmanna Guðmundar Björns- sonar og Sveins Jónatanssonar, að aðalvél skipsins hafi verið óskemmd að því er varðar úrbræðslu hennar að kvöldi hins 29. mars 1967. Er þessi niðurstaða matsmannanna nánar rökstudd í álitsgerð þeirra frá 26. mars 1973, sem áður hefur verið rakin. Aðalvél skipsins bræddi úr sér í veiðiferðinni 30. mars 1967. Sá galli á þéttifleti smurolíudælu aðalvélar, sem olli því, að smur- olía rann þar út, þegar vélin var heit, var ekki kominn í ljós, þegar vélin bræddi úr sér, en skipstjóranum mátti vera ljóst, að olíueyðsla vélarinnar var mjög óeðlileg. Mátti honum einnig vera ljóst, að nauðsynlegt var, að vélarinnar væri vel gætt. Engu að síður lét hann úr höfn nefndan dag og hélt á veiðar, án þess að sérstakur vélstjóri væri á skipinu. Skipstjórinn, sem hafði rétt til að stjórna vélum allt að 500 hestöflum að stærð, sýndi af sér stórkostlegt gáleysi, þegar hann ræsti vélina, er skipið var að taka land í lok þessarar ferðar. Líta verður svo á, að tjón það, sem varð í veiðiferðinni 30. mars, stafi þannig fyrst og fremst af því, að skipið var ófullnægjandi mannað, sbr. 1. gr. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 72/1966 um atvinnuréttindi vélstjóra, og áðurgreindum mistökum skipstjórans. Að svo vöxnu máli verður að fallast á það með stefnda, að það tjón, sem varð á vélum skipsins 30. mars 1967, sé ekki bótaskylt samkvæmt þeim vátryggingarsamningi, sem skipstjórinn hafði sem eigandi og útgerðarstjóri skipsins gert við stefnda, sbr. 63. gr. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga, enda verður ekki á það fallist með stefn- 807 anda, að gallinn á þéttifleti olíudælunnar hafi, eins og atvikum er háttað, verið með þeim hætti, að tilvist hans eigi að fella bóta- skyldu á stefnda samkvæmt „Al risk clauses“ ákvæðum vátrygg- ingarsamningsins á því tjóni, sem varð margnefndan dag. Þá hefur stefnandi heldur ekki sýnt fram á, að stefndi hafi með loforðum eða á annan hátt skuldbundið sig til greiðslu á þessu tjóni. Við hinn munnlega málflutning féll stefnandi frá öllum kröfum sínum varðandi það tjón, sem varð á skipinu 25. apríl 1987, þar sem óvíst sé, að tjónið hafi numið hærri fjárhæð en kr. 3.000.00, sem var eigin áhætta tryggingartaka samkvæmt vátryggingar- samningnum. Svo sem lýst er í VII. kafla hér að framan, er af hálfu stefnda viðurkennt, að tjón það, sem varð 17. mars 1967, sé bótaskylt af hans hálfu sem vátryggjanda. Kemur þá næst til úrlausnar, að taka afstöðu til þess, hvaða bótaskyldu tjóni vátryggingartaki varð fyrir, þegar skipið varð fyrir áfalli hinn 17. mars 1967, og taka afstöðu til krafna stefnanda að því leyti. Í V. kafla er frá því sagt, að í dómkvaðningu frá 9. október 1967 var lagt fyrir matsmennina Friðþór Guðlaugsson, Einar J. Gíslason og Eggert Gunnarsson, „að meta til peningaverðs tjón það, sem orðið hefur á aðalvél, gír og ljósavél mb. Sæfaxa, NK 102, sem afleiðing sjótjóns 17. marz 1967, er sjór komst í vélar- rúm bátsins og leiddi til, að vélin var orðin úrbrædd hinn 30. marz 1967, ennfremur allt tjón annað, er stafað hefur af greindu sjótjóni““. Tjón þetta mátu þeir á samtals 1.146.625.12 kr., og í Þeirri fjárhæð er innifalinn kostnaður við að gera við það tjón, sem varð á aðalvélinni hinn 30. mars 1967. Svo sem fyrr er frá greint, hafa matsmennirnir Guðmundur Björnsson og Sveinn Jónatansson í framhaldsmatsgerð sinni frá 20. apríl 1973 metið sjótjónið 17. mars 1987 í 13 liðum samtals kr. 508.444.00, sbr. V. kafla hér að framan. Mati þessu hefur ekki verið hnekkt. Þykir bera að leggja það til grundvallar, þó þannig, að matsliður 12, fatatjón skipverja, kr. 21.685.00, dragist frá, þar sem þetta tjón fellur ekki undir húftryggingu skipsins. Þá þykir rétt með hlið- sjón af málflutningi stefnda, sbr. einnig dómsskjal nr. 76, að hækka matslið nr. 3 um kr. 1.999.00. Við hinn munnlega málflutning var á bað fallist af stefnda, að stefndi greiddi kr. 7.400.00 vegna áætlaðrar vinnu við leit að olíuleka, sbr. 15. matslið í matsgerð- inni. Verður krafa stefnanda að því leyti tekin til greina. Stefn- andi þykir hins vegar eigi hafa fært sannanir fyrir því, að hann eigi rétt á frekari bótum samkvæmt köfulið 1. Verður þessi kröfu- 808 liður því tekinn til greina með kr. 496.158.00 (508.444.00 — 21.685.00 - 1.999.00 -} 7.400.00). Í matsgerðinni er ekki gert ráð fyrir kaupi áhafnar, á meðan á viðgerð stóð, en þann kostnað ber stefnda að greiða skv. ákvæð- um vátryggingarsamningsins. Glöggar upplýsingar liggja ekki fyrir um það, hver sé hæfilegur viðgerðartími á umræddu tjóni. Með hliðsjón af gögnum málsins þykir rétt að miða viðgerðar- tímann við tvær vikur. Reiknast kaup skipstjóra og stýrimanns í þennan tíma samtals kr. 18.069.00, kaup 2. vélstjóra kr. 8.166.67 og kaup tveggja háseta og matsveins í eina viku samtals kr. 9.147.53. Verður kröfuliður stefnanda varðandi kaup áhafnar því tekinn til greine með kr. 35.383.20. Stefnandi hefur ekki sannað, að stefnda sé skylt að bæta stefn- anda aflatjón, sem báturinn kann að hafa orðið fyrir vegna þess sjótjóns, sem varð á skipinu 17. mars 1967, hvorki samkvæmt ákvæðum tryggingarskilmálanna né af öðrum ástæðum. Ber því að sýkna stefnda af kröfunni um aflatjón. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telst hið bótaskylda tjón stefnanda nema kr. 531.541.20 (496.158.00 | 35.383.20). Við hinn munnlega málflutning var því haldið fram af stefnda, að til frádráttar hinu bótaskylda tjóni eigi að koma fjórar fjár- hæðir, samtals kr. 313.110.92, sem gerð verður nú grein fyrir: 1. Stefndi kveðst í maímánuði 1967 hafa greitt kr. 40.000.00 til Ísaga h/f vegna Vélsmiðjunnar Magna h/f í Vestmannaeyjum vegna Sæfaxa, NK 102. Er því haldið fram af stefnda, að greiðsla þessi hafi verið innt af hendi til þess að greiða fyrir viðgerð á skipinu. Stefndi heldur því fram, að ofangreind fjárhæð hafi komið til frádráttar, þegar stefnandi gerði upp reikningana við Vél- smiðjuna Magna h/f. Eigi þessi fjárhæð því að koma til frádráttar. Stefnandi kveðst ekki vefengja, að stefndi hafi greitt kr. 40.000.00 til Ísaga h/f vegna Vélsmiðjunnar Magna h/f, en hann kveðst ekki minnast þess, að fjárhæð þessi hafi komið til frádráttar við upp- gjör hans við vélsmiðjuna. Hefur stefnandi því mótmælt því, að fjárhæð þessi komi til skuldajafnaðar eða lækkunar á kröfum hans. Þá hafi upplýsingar um fjárhæð þessa ekki legið fyrir mats- mönnum, þegar þeir framkvæmdu mat sitt. Stefndi hefur lagt fram bréf Vélsmiðjunnar Magna h/f, og er það dagsett 3. þ. m. Þar segir: „Samkvæmt beiðni yðar höfum við athugað viðskiptareikning m/b Sæfaxa, NK, fyrir árið 1967. Við staðfestum, að greiðsla 809 sú, krónur 40.000.00, sem þér inntuð af hendi fyrir okkur á reikn- ing m/b Sæfaxa, er færð sem innborgun á reikning bátsins. Þessi færsla hefur átt sér stað þann 23. maí 1967“. Þegar það er virt, sem hér hefur verið frá greint, og atvik að öðru leyti, þykir stefndi hafa sannað nægjanlega, að fjárhæð þessi eigi að koma til frádráttar. 2. Stefndi kveðst hafa greitt kr. 57.405.00 til Hamarsbúðar- innar h/f í Reykjavík samkvæmt ósk stefnanda hinn 17. apríl 1967. Hér hafi verið um að ræða ýmsa varahluti, sem farið hafi til viðgerðar á m/b Sæfaxa. Stefnandi kveðst viðurkenna, að stefndi hafi greitt þennan reikning. Hann neitar því hins vegar, að reikningsfjárhæð þessi komi til skuldajafnaðar, þar sem reikningur þessi sé ekki inni- falinn í kröfugerð og hann hafi ekki verið til staðar, þegar mats- menn mátu tjónið. Matsmenn hafa í bréfi, dagsettu 21. september 1973, fjallað um reikning þennan. Telja þeir, að varahlutakostnaður samkvæmt honum tilheyri tjóninu, er varð 30. mars 1967. Að svo vöxnu máli ber að draga fjárhæð reikningsins frá kröf- um stefnanda í málinu. 3. Stefndi heldur því fram, að ógreidd hafi verið vátryggingar- gjöld af skipinu, samtals að fjárhæð kr. 48.419.17. Af hálfu stefnanda er því nú ekki andmælt, að fjárhæð iðgjald- anna eigi að koma til frádráttar á bótakröfu stefnanda. Kemur þessi fjárhæð því til frádráttar. 4. Óumdeilt er, að stefndi greiddi samkvæmt ósk stefnanda kr. 167.286.75 til Útvegsbanda Íslands h/f hinn 27. febr. 1971. Kemur sú fjárhæð því einnig til frádráttar. Í vátryggingarsamningnum, sem málið fjallar um, er ákvæði um, að vátryggingartaki beri sjálfur eigin áhættu í hverju tjóni, kr. 3.000.00. Kemur sú fjárhæð því einnig til frádráttar. Með hliðsjón af ofangreindu verður stefnd: dæmt að greiða stefnanda kr. 215.430.28 (531.541.20 -— 40.000.00 = 57.405.00 -- 48.419.17 —- 167.286.75 —— 3.000.00), og þykir réit með hliðsjón af 24. gr. laga nr. 20/1954 að dæma stefnda til að greiða stefnanda 8% ársvexti af kr. 382.717.03 frá 1. júlí 1967 til 27. febrúar 1971 og af kr. 215.430.28 frá þeim degi til 16. maí 1973 og 10% árs- vexti af síðastgreindri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Eftir atvikum öllum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda máls- kostnað, sem ákveðst kr. 80.000. Bjarni K. Bjarnason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt 810 meðdómendunum Andrési Guðjónssyni skólastjóra og Birni Helga- syni hæstaréttarritara. Dómsorð: Stefndi, Tryggingamiðstöðin h/f, greiði stefnanda, Sigfúsi J. Johnsen, kr. 215.430.28 með 8% ársvöxtum af kr. 382.717.03 frá 1. júlí 1967 til 27. febrúar 1971 og af kr. 215.430.28 frá Þeim degi til 16. maí 1973 og 10% ársvexti af síðastgreindri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags og kr. 80.000 í máls- kostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 19. október 1976. Nr. 63/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Geir Egilssyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.). Dómendur: bæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson. Fjárdráttur. Dómur Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn, þ. á m. ljósrit veðskuldabréfs þess, sem ákærða er gefið að sök að hafa misfarið með. Ber ljósritið með sér, að bréf þetta var að fjárhæð 429.314 krónur, en eigi 429.317 krónur, svo sem greinir í ákæru. Það athugast enn fremur, að samkvæmt fram- angreindum gögnum var fjárhæð annars víxilsins, sem ákæra lýtur að, 266.666 krónur, en hins 266.668 krónur. Ákæri um fjárdrátt víxlanna ber þó að miða við þá fjárhæð, sem í ákæru greinir, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974. Í þinghaldi í sakadómi Reykjavíkur 27. maí 1975 viður- kenndi Þorsteinn Jónsson, að ákærði hafi hans vegna innt af öll hendi fjárhæðir þær, sem greinir í liðum 1 til8 og 15 í skila. grein um viðskipti þeirra ákærða, sem lögð var fram í saka- dómi Árnessýslu 3. október 1973 og tekin er orðrétt upp í héraðsdóm. Nema fjárhæðir þessar samtals 238.505 krónum. Við flutning máls þessa hér fyrir dómi lýsti ríkissaksóknari því, að fjárhæð þessa bæri að draga frá heildarfjárhæð fram- angreinds veðskuldabréfs og víxlanna tveggja, þannig að fjárhæð sú, sem ákærða er sefið að sök að hafa dregið sér, nemi 722.809 krónum. Framburðir ákærða og vitna eru í heild raktir í héraðs- dómi. I. Sannað er í máli þessu, að ákærði afhenti Jóhannesi Jóns- syni veðskuldabréf, að fjárhæð 429.314 krónur, vegna við- skipta þeirra Jóhannesar. Er í ljós leitt, að veðskuldabréf þetta er enn í höndum Jóhannesar. Ber að staðfesta þá úr- lausn héraðsdóms, að ráðstöfun ákærða á veðskuldabréti þessu varði hann refsingu samkvæmt 247. gr. almennra hegn- ingarlagc I. Ákærði hefur viðurkennt, svo sem greinir í héraðsdómi, að hann hafi hagnýtt sér andvirði víxla þeirra tveggja, sem ákæra lýtur að, til eigin þarfa. Kveður hann sig hafa haft heimild Þorsteins Jónssonar til að færa sér í nyt andvirði víxla þessara um nokkurn tíma, en hann átti að verja hluta Þess til greiðslu á skuldum Þorsteins. Sakargögn benda öl, að Þorsteinn hafi falið ákærða að leita eftir kaupum á verslun fyrir sig, og enn fremur benda sögn máls til þess, að Þor- steinn hafi með nokkrum hætti staðið að kaupum á vöru- birgðum, svo sem í héraðsdómi greinir. Skipti þeirra ákærða og Þorsteins eru um margt óslögg og lítill vegur að henda reiður á framburði Þorsteins um þau. Þykir því varhugavert að sakfella ákærða fyrir meðferð og ráðstöfun á víxlum þess- um samkvæmi 247. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 108. laga nr. 74/1974. Ber að sýkna ákærða af þessum lið ákærunnar. 812 Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi 4 mánuði. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostn- aðar. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 60.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 60.000 krónur. Ákæruskjal er eigi svo vandað sem skyldi. Er því áfátt um lýsingu á andlagi brots og tímasetningar ónákvæmar. Þessi mistök í ákæruskjali þykja þó eigi varða frávísun máls, enda kom fram vörn af hálfu ákærða um öll ákæruefnin, sbr. 118. gr., 3. málsgrein, laga nr. 74/1974. Dómsorð: Ákærði, Geir Egilsson, sæti fangelsi 4 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað á að vera órask- að. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 60.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorvalds Lúðvíks- sonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 30. október 1975. Ár 1975, fimmtudaginn 30. október, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 725/1975: Ákæruvaldið gegn Geir Egilssyni, sem tekið var til dóms 9. þ. m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 28. febrúar sl., gegn ákærða, „Geir Egilssyni, fasteignasala, Dynskóg- um 12, Hveragerði, fæddum 2. maí 1936 að Múla í Biskupstung- um, fyrir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa á árinu 1972 dregið sér og varið til eigin nota Í viðskiptum í Reykjavík andvirði 2 víxla, sem hvor var að fjárhæð kr. 266.000.00, og skuldabréfs að fjárhæð kr. 429.317.00, en að frádregnum kr. 84.000.00, eða samtals kr. 877.317.00, en fyrrgreind verðbréf voru meðal verðbréfa, sem 813 Þorsteinn Jónsson, sjómaður, Barónsstíg 13, Reykjavík, hafði í marsmánuði 1972 fengið ákærða í hendur til varðveislu og sér- stakra ráðstafana í þágu Þorsteins. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaðabóta, eftir því sem krafist verður, og til greiðslu alls sakar- kostnaðar“. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1960 25/3 í Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á 261. gr. hegningarlaga. 1961 14/9 í Reykjavík: Dómur: 7 mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið, fyrir brot á 248. og 244. gr. hegningarlaga. 1965 26/3 í Reykjavík: Dómur: 18 mánaða fangelsi fyrir brot á 155., 247. og 248. gr. hegningarlaga. 1966 1/10 í Gullbringu- og Kjósarsýslu: 5 mánaða fangelsi fyrir brot á 248. og 261. gr. hegningarlaga. Greiði bætur samtals kr. 6.307. Málavextir eru þessir: Hinn 14. mars 1973 ritaði Þorsteinn Jónsson, þá til heimilis að Laugavegi 33 hér í borg, sýslumanni Árnessýslu svohljóðandi bréf: „Í marzmánuði árið 1972 sneri ég mér til Geirs Egilssonar, endurskoðanda, Dynskógum 12, Hveragerði, og bað hann að ann- ast ýmis málefni fyrir mig. Meðal annars afhenti ég honum tvo víxla, hvorn að fjárhæð kr. 266.000.00, samþykkta af Guðmundi Runólfssyni, útgerðarmanni, Grundarfirði, til greiðslu 1. júní og 1. ágúst 1972. Þá afhenti ég honum einnig þrjú skuldabréf, tvö voru hvort að fjárhæð kr. 429.317.00 og það þriðja að fjárhæð kr. 300.000.00. Bréf þessi átti Geir að selja fyrir mig. Og þá bað ég hann um að greiða af andvirði víxlanna skuld að fjárhæð kr. 84.000.00, auk vaxta, við Ingólf Sigurðsson, Gnoðarvogi 60, Reykja- vík, og auk þess skuld við Landsbanka Íslands. Sú skuld var í formi útgerðarláns að fjárhæð kr. 117.000.00, en stendur nú í dag í rúmlega 130.000.00, og peningana átti hann að geyma og afhenda mér síðar. Hvað varðar skuldabréfin þá hef ég náð tveim þeirra, en þriðja bréfið að fjárhæð kr. 429.317.00 er í höndum Jóhannesar Jónssonarí innheimtumanns, Melbrekku v/Breiðholts- veg, Reykjavík, sem segist hafa tekið það upp í skuld áðurnefnds Geirs við sig. Ég hef hvað eftir annað reynt að fá Geir til þess að greiða mér eftirstöðvarnar af nafnverði þessara áðurnefndu tveggja víxla, en Sl4 mér er kunnugt um, að hann hefur ekki greitt skuldina, sem hann átti að greiða í Landsbanka Íslands, en ég er ekki viss um, hvort hann hefur greitt skuldina við Ingólf Sigurðsson eða ekki. Þá hef ég krafið hann um andvirði skuldabréfsins eða þá skulda- bréfið sjálft, en án árangurs. Samkvæmt þessu virðist mér, að Geir Egilsson hafi gróflega brotið af sér við íslenzk hegningarlög, og óska ég eftir, að mál þetta sæti rannsókn án tafar og að Geir Egilsson hljóti refsingu eins og honum ber samkvæmt íslenzkum lögum“. Í greinargerð, saminni af Brandi Brynjólfssyni hæstaréttar- lögmanni, sem lögð hefur verið fram í máli þessu, en hún hafði áður verið lögð fram af hálfu ákærða í máli, sem Þorsteinn Jóns- son höfðaði á hendur honum fyrir aukadómþingi Árnessýslu vegna ráðstafna hans á framangreindum viðskiptabréfum, segir, að þeir ákærði og Þorsteinn hafi kynnst síðast á árinu 1971. Í lok febrúar 1972 hafi Þorsteinn leitað aðstoðar ákærða í sambandi við sölu á m/b Bárunni, sem hann átti að % hlutum. Víxlarnir og skuldabréfin, sem koma við sögu í máli þessu, séu hluti af andvirði bátsins. Stuttu eftir að salan fór fram, hafi ákærði fest kaup á matvöruverslun í Blesugróf. Til þeirra kaupa hafi hann notað annað skuldabréfið, að fjárhæð kr. 429.317. Hafi ákærði tjáð lögmanninum, að hann hafi gert það með fullu samþykki Þorsteins. Þeir hafi samið svo um, að ákærði endurgreiddi Þor- steini bréfið með eðlilegum afföllum, en greiðslutíminn hafi ekki verið fastákveðinn, heldur hafi Þorsteinn sagt, að hann mætti hafa það nokkuð eftir hentugleikum, á meðan hann, þ. e. Þor- stein, vanhagaði ekki um peninga. Þá hafi ákærði og tjáð sér, að Þorsteinn hafi gefið sér leyfi til að nota andvirði víxlanna í eigin þágu. Það hafi þó verið bundið því skilyrði, að ákærði léti það ganga fyrir að greiða knýjandi skuldir, sem hvíldu á Þorsteini. Þetta samkomulag hafi verið gert á milli þeirra 22. mars 1972, er þeir voru á ferð til Ólafsvíkur. Verslunina í Blesugróf hafi ákærði selt Jóni H. Magnússyni, Logalandi 30 hér í borg. Hinn 17. nóvember 1972 hafi Þorsteinn keypt verslunina og rekið hana fram í mars 1973. Hafi verið notað til þeirra kaupa m. a. eitt af veðskuldabréfunum, er Þorsteinn fékk við sölu m/b Bárunnar. Þegar ákærði, Geir, mætti fyrst fyrir sakadómi, kvað hann það rétt, að hann hafi haft undir höndum verðbréf þau, er í kæru Þorsteins Jónssonar greinir, en hvað varði eftirstöðvar þær, er Þorsteinn segist eiga hjá sér, þá vísaði hann til viðskiptayfirlits, sem hann kvað sýna, að hann hafi þegar greitt Þorsteini kr. 815 130.124 meira en Þorsteinn telji sig eiga hjá honum skv. kærunni til sýslumanns. Er skilagrein þessi svohljóðandi: „1973 Úttekið Innlagt Stefnukrafa Þorsteins Jónssonar. 961.317.00 í ág. 72 Brandur Brynjólfss. afhenti Þ. J. 4.000.00 26/6 72 Gjaldheimtan í Rvk... .. .. 60.345.00 5/8 72 Þ.J. greitt í peningum ..... 5.000.00 25/8 72 ÞJ. greitt í pen. skv. kvittun 25.000.00 25/8 72 Greitt af veðskuldabréfi .... 80.760.00 í sept. 72 Gr. ísskápur v/Þ. J. Selj.: Björn Mekkinóss. .. .. .. 15.000.00 Í sept. 72 Gr. húsaleiga skv. kvittun .- 6.000.00 í sept. 72 Gr. húsaleiga skv. kvittun .. 6.000.00 21/11 72 Arnarvalskv.nótu.. .... 657.00 20/12 72 Sambþ. víxill v/vörulager db. Ólafs Guðm. .. ..... „02. 0.364.000.00 nóv. des. Vinnulaun skv. reikn. 46.500.00 nóv. des. Leiga á bifreið skv. reikn... 8.400.00 21/12 72 Sendibílastöðin hf... .... 3.830.00 23/12 72 Sendibílastöðin hf... .... 645.00 jún. sept. Peningar gr. til Þ. J. júní til sept. "72 ........ . 36.400.00 1/2 73 Önnu B. Jóhannesd. gr. upp Í laun v/Þ. J. sr . 2.000.00 1/2 73 Brynju Sigurjónsd. gr. upp Í laun v/Þ. J. -. . 9.000.00 10/1 73 ÞJ. lánað veðskuldabréf, nafnverð kr. 300 þús. til 3ja ára, = 18% afföll.. .. ... 2... 246.000.00 20/1 73 Vinnulaun skv. reikn. sn 10.150.00 20/1 73 Leiga á bifreið skv. reikn... 7.200.00 Afföll af 6 ára veðskuldabréfi, nafn- verð 429.317.00 kr., =- 36% afföll 154.554.00 Mismunur .. 2... 130.124.00 1.091.441.00 1.091.441.00% Í greinargerðinni segir enn fremur, að liður nr. 10, samþ. víxill v/vörulagers o. fl., kr. 364.000, sé vegna kaupa Þorsteins á vöru- lager hjá Þorbjörgu Óskarsdóttur, Skeljanesi 4 hér í borg. Hafi 816 lagerinn runnið til verslunar Þorsteins í Blesugróf, en ákærði hafi samþykkt víxil fyrir kaupunum. Í lið 18 sé um að ræða 300.000 kr. skuldabréf til 3ja ára, sem hafi verið eign ákærða, en Þorsteinn hafi lagt eignarhald á. Í janúar 1973 hafi bréf þetta verið sett í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til tryggingar úttekt Þorsteins. Af því sé í yfirlitinu reiknuð 6% afföll á ári, eða sam- tals 18%. Í lið nr. 20 séu á sama hátt reiknuð afföll af 6 ára skulda- bréfinu, sem Þorsteinn hafi yfirtekið af ákærða. Til frekari skýr- inga skuli tekið fram, að gengið hafi verið frá sölu m/b Bár- unnar heima hjá Brandi Brynjólfssyni hæstaréttarlögmanni, Máva- nesi 20, Garðahreppi. Hafi ákærði tekið við þeim hluta andvirð- isins, sem var í víxlum og skuldabréfum, þ. e. tveimur skulda- bréfum, hvoru að fjárhæð kr. 429.314, og einu að fjárhæð kr. 300.000 til 6 ára með gjalddaga 1. mars 1973 og 7% ársvöxtum og tveimur víxlum, hvorum að fjárhæð kr. 266.000, öðrum pr. Í. júní 1972, en hinum pr. 1. ágúst sama ár. Verður nú greint frá ráðstöfun ákærða á viðskiptabréfum þessum, en um heimild hans til þess ber mikið á milli í framburðum þeirra ákærða og Þorsteins. Vitnið Þorsteinn Jónsson hefur skýrt frá því, að í mars 1972 hafi það afhent ákærða, Geir Egilssyni, 3 viðskiptabréf, þ. e. 2 víxla, hvorn að fjárhæð kr. 266.000, og skuldabréf að fjárhæð kr. 429.317, útgefið af Guðmundi Runólfssyni. Ákærði hafi átt að innheimta fyrir það víxlana og reyna að selja skuldabréfin. Síðan hafi hann átt að greiða skuld þess við Landsbanka Íslands að fjár- hæð kr. 117.000 og skuld þess við Ingólf Sigurðsson, kr. 84.000. Afganginn af fénu hafi ákærði átt að varðveita fyrir það. Vitnið veitti fé þessu ekki viðtöku vegna þess, að ákærði átti að reyna að kaupa fyrir það verslun (sjoppu) á Grensásvegi, en af þessum kaupum hafi aldrei orðið vegna þess, að ákærði hafði þá þegar keypt verslun inni í Blesugróf fyrir sjálfan sig fyrir skuldabréf vitnisins. Ákærði hafi enga heimild haft til að nota skuldabréfið til kaupa þessara né yfirleitt í eigin þágu. Hið eina, sem ákærði hafi haft heimild vitnisins til að gera við bréfin, hafi verið að selja þau með litlum afföllum eða fá lánað út á þau og afhenda vitninu peningana. Vitnið kveðst ekki vita, hvað ákærði hafi gert við andvirði víxlanna tveggja, en hann hafi aðeins greitt skuldina við Ingólf Sigurðsson, kr. 84.000. Ákærði hafi ekki haft neina heimild til að nota andvirði víxlanna til annars en að greiða skuldir vitnisins, en mismuninn hafi hann átt að afheda því. Vitnið kveður alrangar allar fullyrðingar um, að ákærði hafi fengið heimild frá því til 817 að ráðstafa bréfunum og andvirði víxlanna á annan hátt en það hefur þegar skýrt frá hér að framan, hvorki á ferð til Ólafsvíkur né í annan tíma. Ákærði keypti verslunina í Blesugróf af Jóhannesi Jónssyni og seldi hana síðan Jóni H. Magnússyni. Ákærði sagði vitninu alltaf, að hann hefði ekki getað selt skuldabréfið. Á meðan á þessu stóð, var vitnið á sjó og lét því andvirði víxlanna vera í vörslum ákærða. Í nóvember 1972 sagði ákærði vitninu, að honum litist vel á, að það keypti verslun í Blesugróf af Jóni H. Magnússyni. Vitnið samdi við Jón fyrir milligöngu ákærða um, að það ynni í versl- uninni eða ræki hana fyrir Jón, að því er segir í fyrri framburði þess, til að sjá, hvernig verslunin gengi. Vitnið vann í versluninni hjá Jóni frá 20. nóvember þar til seinni hluta febrúar árið eftir. Í lok janúar var vitnið orðið sannfært um, að ekkert vit væri í að kaupa verslunina, og tilkynnti Jóni það. Jón dró þá upp plagg, sem hann sagði vera kaupsamning, undirritaðan af ákærða, Geir Egilssyni, fyrir hönd vitnisins. Samningur þessi er undirritaður hinn 17. nóvember 1972, en þá kveðst vitnið hafa verið statt úti á sjó um borð í rannsóknarskipinu Hafþóri. Um svipað leyti og Jón sýndi vitninu samninginn sagði hann því, að Jóhannes Jóns- son hefði skuldabréfið undir höndum. Ákærði hafði ekki aðeins undirritað samninginn fyrir hönd vitnisins, heldur hafði hann og afhent Jóni Magnússyni skuldabréf sem greiðslu upp í verslunina. Jón hefur afhent vitninu bréf þetta. Skuldabréfin voru upphaf- lega þrjú. Voru tvö sömu fjárhæðar, kr. 429.317, og eitt að fjár- hæð kr. 300.000. Eitt skuldabréfið fékk vitnið hjá Jóni, annað hafði Brandur Brynjólfsson hæstaréttarlögmaður undir höndum og afhenti því, en hið þriðja er skuldabréfið, sem mál þetta snýst um og er í höndum Jóhannesar Jónssonar. Vitnið og Jón undir- rituðu handskrifaðan kaupsamning, en virtninu fannst það vera hálfneytt til þess, og það greiddi Jóni kr. 30.000 upp í kaupin til þess að friða hann. Jón endurgreiddi því þetta fé. Að því er varðar kaup á vörubirgðum af Þorbjörgu Óskars- dóttur, sem tók 2 daga að telja, þá tók vitnið þátt í talningu á þeim fyrri daginn, en ekki þann síðari. Það hjálpaði til að flytja helminginn af vörubirgðunum inn í verslunina í Blesugróf. Hinn helminginn flutti ákærði síðan heim til sín í Hveragerði. Vitnið tók þátt í talningu og flutningi vörubirgðanna sem starfsmaður verslunarinnar. Varðandi viðskiptayfirlit það, er að framan greinir, kveðst vitnið viðurkenna liði nr. 2, 4, 5, 7, 8 sem rétta, liður 6 eigi að 52 818 vera kr. 10.000, en ekki 15.000, en allir aðrir liðir séu ýmist rangir eða því óviðkomandi. Framangreindur kaupsamningur, sem vitnið hefur lagt fram, er dagsettur 17. nóvember 1972, eins og áður greinir. Upphaflega hefur samningurinn verið dagsettur 17. október, en yfir okt. hefur verið strikað og skrifað nóv. í staðinn. Samningurinn, sem er handskrifaður og skráður á bréfsefni Bókhaldsstofu Suðurlands, Hveragerði, er svohljóðandi: „Afhendi hér með Jóni H. Magnússyni, Logalandi 30, R., veð- skuldabréf að fjárhæð kr. 429.314.00 sem greiðslu upp í vörulager v/verzl. Kjörbúð Blesugróf. Vörulagerinn er allur kr. 470.000.00. Kaupandi er Þorsteinn Jónsson, Laugavegi 33 a, Reykjavík. Þor- steinn skuldbindur sig til að kaupa og Jón til að selja húseign þá, er framangreind verzlun er í, ásamt tækjum og áhöldum á kr. 3.2 milljónir. Afhending á eigninni fer fram 18. nóv. 1972, og ber Þorsteini að sjá um skatta og skyldur af verzl. frá þeim degi og hirða arð hennar. F. h. Þorsteins Jónssonar. Geir Egilsson“. Vitnið Þorsteinn kveður undirskrift ákærða Geirs Egilssonar fyrir sína hönd á plagg þetta gerða vera Í algeru heimildarleysi. Hafi því ekki verið um þennan gerning kunnugt fyrr en í febrúar 1973. Ákærði Geir hefur skýrt frá því, að hann hafi veitt viðtöku í marsmánuði 1972 frá vitninu Þorsteini Jónssyni 2 víxlum, hvor- um að fjárhæð kr. 266.000, 2 handhafaskuldabréfum, hvoru að fjárhæð kr. 429.317, og 1 handhafaskuldabréfi að fjárhæð kr. 300.000. Ákærði átti að reyna að koma viðskiptabréfum þessum í verð, og síðan átti hann að greiða einhverjar skuldir fyrir vitnið. Afganginn af fénu mátti hann fá lánaðan, þar til vitnið þyrfti á að halda, en það hafði talað um, að sig langaði til að kaupa „sjoppu“ eða verslun, sem það gæti starfað við sjálft. Eitt af skuldabréfunum notaði ákærði til þess að kaupa fyrir sjálfan sig vörubirgðir Kjörbúðarinnar Blesugrófar. Annað skuldabréf af- henti ákærði Jóni H. Magnússyni upp í kaup á vörulager sömu verslunar, en ákærði hafði þá fyrir nokkru selt Jóni verslunina. Vitnið var þá að hugsa um að kaupa verslunina og vissi það um afhendingu beggja fyrrgreindra skuldabréfa. Ákærði man ekki, hvað varð af þriðja skuldabréfinu, að fjárhæð kr. 300.000. Hann heldur, að hann hafi notað víxlana til kaupa á versluninni í Blesu- 819 gróf fyrir sjálfan sig. Það var með fullu samþykki vitnisins Þor- steins, að hann notaði víxlana og eitt skuldabréfið til þess að kaupa verslunina. Vitnið hafði verið búið að segja, að hann mætti fá þetta fé lánað, en hann yrði aðeins að greiða skuldir þess. Ákærði heldur, að hann hafi aðeins greitt skuld vitnisins við Ingólf Sigurðsson. Ákærði man ekki, hvers vegna hann greiddi ekki skuld vitnisins við Landsbankann, en líklega hafi það verið vegna peningaleysis. Þegar ákærði keypti verslunina af Jóhannesi, notaði hann eitt af bréfum vitnisins, að fjárhæð kr. 429.317, sem greiðslu upp í andvirðið, eins og áður greinir, og hafi það verið gert með fullu samþykki vitnisins, enda verði að telja óeðlilegt, að vitnið hafi síðar haft jafnmikil samráð við hann um kaup á téðri verslun, hafi þessi ráðstöfun á bréfinu ekki verið gerð með vitund þess og vilja. Ákærði kveðst hafa keypt verslunina af Jóhannesi vorið 1972 og sé greint veðskuldabréf enn í vörslum Jóhannesar, að því er hann best viti. Varðandi kaupsamninginn, dags. 17. nóvember, þá skýrir ákærði svo frá, að hann myndi ekki, hvernig á því stóð, að hann hafi undirritað hann. Hins vegar var vitnið Þorsteinn upptekið, þegar átti að ganga frá kaupum á vörubirgðunum. Í fyrri framburði skýrði ákærði frá því, að hann mótmælti framburði vitnisins Þorsteins sem röngum. Kvað hann vitnið hafa haft samband við sig símleiðis oftar en einu sinni, m. a. eitt sinn, er það var statt á Ísafirði, og í þeim samtölum hafi komið fram, að það hafi viljað kaupa verslunina af Jóni H. Magnússyni, fyrst og fremst vörubirgðirnar og reksturinn, en síðar hafi átt að semja um kaupin á húsnæðinu og tækjunum. Í sömu símtölum segir ákærði, að Vitnið hafi beðið hann að ganga frá kaupunum fyrir sína hönd. Ákærði getur þess, að hann og vitnið hafi verið búnir að ræða þessi mál lauslega áður, meðan vitnið var í landi. Enn fremur gat ákærði þess, að vitnið hafi áður verið komið á fremsta hlunn með að kaupa verslun (sjoppu) á Grensásvegi fyrir sína milligöngu, en þau kaup hafi strandað á því, að seljandi hafi ekki getað tryggt til frambúðar húsnæðið, sem var leiguhúsnæði. Ákærði getur þess, að áður en vitnið tók við versluninni, hafi farið fram ítarleg vörutalning og hafi það verið gert vegna þess, að það hafði keypt verslunina. Ákærði kveður kaupsamninginn hafa verið gerðan eftir við- ræður vitnisins og Jóns H. Magnússonar við Brand Brynjólfsson hæstaréttarlögmann, en ákærði kveðst ekki hafa verið viðstaddur, er þær viðræður fóru fram. 820 Ákærði aðstoðaði vitnið við vörukaup vegna verslunarinnar, þar eð fljótlega kom í ljós, að vörur voru ekki nægilegar og erfitt að fá vörur vegna þess, hve skammt var til jóla. Þessu til stuðnings lagði ákærði fram ljósrit af kvittunum, dags. 20. desember 1972 frá Árna Halldórssyni hæstaréttarlögmanni f. h. Þorbjargar Ósk- arsdóttur. Enn fremur kveðst ákærði hafa afhent Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins f. h. verslunarinnar veðskuldabréf, er ákærði átti sjálfur, að fjárhæð kr. 300.000, til tryggingar greiðslu á vöruút- tekt, og lagði ákærði fram ljósrit af kvittun frá ÁTVR, dags. 10. janúar 1973. Þá lagði ákærði fram ljósrit af kvittun, dags. 22. desember 1972, frá Jóni H. Magnússyni fyrir greiðslu á kr. 30.000 frá Þorsteini, en ákærði kveðst hafa farið með þessa peninga til Jóns fyrir vitnið og þess vegna sé kvittunin í sínum höndum. Vitnið rak í skilningi ákærða Kjörbúðina Blesugróf fyrir eigin reikning, alla vega yfir jólin og eftir nýárið. Liðir 10—20 á reikningsyfirlitum eru allir vegna reksturs vitn- isins á Kjörbúðinni Blesugróf að undanteknum lið nr. 15. Ákærði getur ekki skýrt það að öðru leyti en hér að framan, hvers vegna vitnið hefur ekki undirritað nein skjöl vegna kaupa á versluninni eða reksturs hennar. Ákærði heldur, að það sé bara klaufalega að farið hjá sér að fá ekki hjá vitninu skriflegt umboð og einnig að ákærði skuli ekki hafa fengið skriflegt leyfi til þess að ráðstafa víxlunum og skuldabréfinu í sína eigin þágu. Ákærði gaf vitninu enga kvittun fyrir þessum viðskiptabréfum. Það er alveg ábyggi- legt að sögn ákærða, að vitnið ætlaði að kaupa verslunina, og hann hafði fulla heimild til þess að afhenda skuldabréfið. Vitnið mun svo hafa hætt við kaupin, áður en formlega var frá þeim gengið, en ákærði var þá ekki viðstaddur. Þegar umræddir atburðir gerðust, rak ákærði Bókhaldsskrif- stofu Suðurlands. Um það bil ári áður hafði hann byrjað að selja fasteignir, en fengið Brand Brynjólfsson hæstaréttarlögmann austi- ur til að gera samninga, afsöl og skuldabréf. Síðar stofnaði Brand- ur Fasteigna og bátasölu Suðurlands, sem ákærði rekur, en Brand- ur er einn skráður eigandi. Ákærði rekur jafnframt Bókhaldsskrif- stofu Suðurlands. Ákærði kveðst vera gagnfræðingur að mennt og hafa auk þess verslunarskólapróf frá breskum verslunarskóla, West of Scotland Commercial College í Glasgow. Við samprófun vitnisins Þorsteins og ákærða, Geirs, skýrði 821 vitnið frá því, að ákærði hafi átt að selja fyrir það skuldabréfin, er í framburði hans greinir, hvort að fjárhæð kr. 429.317, svo og handhafaskuldabréfið að fjárhæð kr. 300.000. Vitnið heldur því fram, að það hafi aldrei samþykkt að lána ákærða afganginn af því, er kæmi inn fyrir skuldabréfin, eins og hann heldur fram. Hafi ekki verið á þetta minnst. Vitnið kveður þá ákærða aldrei hafa minnst á nein afföll við sölu skuldabréfanna. Ákærði minntist á við vitnið, hvort það vildi ekki kaupa af sér verslun, er hann ætti. Vitnið kveðst hafa fallist á að athuga það mál. Ákærði fékk skuldabréfin hjá vitninu nokkru eftir að sala bátsins fór fram. Fékk vitnið enga kvittun frá ákærða, enda kveðst það ekki hafa farið fram á það. Víxlarnir voru afhentir ákærða nokkru síðar en skuldabréfin. Kveður vitnið ákærða hafa vitað, hvaða skuldir hann átti að greiða fyrir það. Gjalddagi víxlanna var Í júní og ágúst 1972, að það minnir. Vitnið heldur fast við það, að ákærði hafi aldrei haft neina heimild til að kaupa neitt fyrir andvirði skuldabréfanna og víxlanna, heldur hafi hann átt að skila vitninu andvirðinu, þegar búið var að greiða skuld í Landsbankanum, kr. 117.000, og skuld við Ingólf Sigurðsson, kr. 84.000. Ákærði kveðst aldrei hafa greitt skuld vitnisins við Landsbankann. Ákærði kveðst halda fast við þann framburð sinn, að vitnið hafi ætlað að kaupa Kjörbúðina Blesugróf og að þetta hafi í rauninni verið fastmæl- um bundið. Vitnið kveðst hafa krafið ákærða um uppgjör á víxl- unum og skuldabréfunum síðast í janúar, þegar það hafði ákveðið að hætta við að kaupa Kjörbúðina Blesugróf. Vitnið afhenti ákærða, eins og áður greinir, tvo víxla, hvorn að fjárhæð 266.000, tvö handhafaskuldabréf, hvort að fjárhæð kr. 429.317 og eitt handhafaskuldabréf að fjárhæð kr. 300.000. Ákærði kannast við að hafa veitt víxlunum viðtöku svo og skuldabréfun- um að fjárhæð kr. 429.317. Um handhafaskuldabréfið að fjárhæð kr. 300.000 segir ákærði, að hann og vitnið hafi farið með það til Brands Brynjólfssonar hæstaréttarlögmanns samkvæmt kröfu Brands, vegna þess að í ljós kom, að vitnið hafði verið gert gjald- Þrota. Samþykkti vitnið, að bréfið yrði lagt inn í Iðnaðarbankann til tryggingar á skuldum bess við Gjaldheimtuna. Vitnið kveðst ekki kannast við þetta og neitar að hafa látið Brand Brynjólfsson nokkurn tíma hafa umrætt bréf. Ákærði segir, að hann hafi fengið skuldabréfin og víxlana í hendur hjá vitninu þó nokkru eftir að vitnið fékk Brandi 300.000 kr. skuldabréfið. Vitnið kveðst aldrei hafa átt nein viðskipti við Brand Brynjólfsson umfram það, að hann seldi bátinn fyrir það. 822 Ákærði kveður báða víxlana, er hann fékk hjá vitninu, hafa verið greidda til hans. Var annar greiddur á gjalddaga, en hinn eftir innheimtuaðgerðir. Ákærði notaði fé þetta í eigin þágu að undanskildu því, að hann greiddi Ingólfi Sigurðssyni kr. 84.000 og kr. 60.345 til Gjaldheimtunnar. Vitnið segir það rétt, að ákærði hafi greitt framangreinðar fjárhæðir fyrir sig. Ákærði kveðst hafa látið Jóhannes Jónsson hafa annað skuldabréfið, að fjárhæð kr. 429.317, vegna kaupa hjá honum á vörulager, eins og áður er rakið. Vissi bæði vitnið og Jóhannes Jónsson, að vitnið var eigandi bréfsins, er ákærði lét það af hendi. Var bréfið upphaflega látið sem trygging, en síðan sem greiðsla. Jóhannes er enn eigandi bréfs þessa. Vitnið kveðst hafa komist fyrst að þessu seint í janúar, er það hætti við að kaupa verslunina. Hitt skuldabréfið, að fjárhæð kr. 429.317, hafði ákærði látið Jón H. Magnússon fá, er það keypti Kjörbúðina Blesugróf af honum fyrir hönd vitnisins. Vitnið kveðst hafa fengið bréf þetta aftur frá Jóni. Ákærði skýrir frá því, að vitnið hafi sagt honum í janúar 1973, að úttekt fengist ekki lengur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrir búðina. Bauðst ákærði til þess að láta Áfengis- og tóbaksverslunina fá skuldabréf, sem hann átti, að fjárhæð kr. 300.000, til tryggingar því, að verslunin sæti fengið úttekt þar áfram. Þáði vitnið boðið og afhenti ákærði Áfengis- og tóbaksversluninni skuldabréfið. Þegar ákærði nokkru síðar ætlaði að taka skuldabréfið til baka, var honum sagt í Áfengis- og tóbaksversluninni, að búið væri að afhenda verslun- inni bréfið. Ákærði fékk kvittun á dskj. nr. 9 við afhendingu bréfsins til Áfengis- og tóbaksverslunarinnar. Vitnið kveðst hafa vitað um afhendingu skuldabréfsins til Áfengis- og tóbaksverslunarinnar, en þetta mál hafi verið sér óviðkomandi, það hafi ekki verið eigandi verslunarinnar, heldur Jón H. Magnússon. Ákærði staðfesti kvittunina og yfirlýsinguna á dskj. nr. 5, þ. e. um kaup hans á versluninni f. h. vintisins. Skjal þetta var lesið í heyranda hljóði og það sýnt vitninu. Vitnið kveður ákærða hafa gert þetta að því fornspurðu. Ákærði kveður þetta ekki rétt hjá vitninu. Hann hafi hringt til þess frá Ísafirði og skýrt því frá því, er í kvittuninni greinir. Hafi vitnið verið þessu samþykkt. Vitnið kveður það rétt vera, að ákærði hafi hringt til þess og sagt því, að verslun væri til sölu. Vitnið kveðst engu ákveðnu hafa svarað um þetta, en sagt ákærða, að það mundi koma suður og athuga Þetta nánar. 823 Ákærði sá í dóminum reikningsyfirlitið á dskj. 4 um viðskipti sín við vitnið og kveðst staðfesta það. Vitninu var sýnd skila- greinin. Vitnið kveður það rétt, er greinir í liðum merktum 1—8 í skilagreininni, en annað varði sig ekki. Vitnið kannast ekki við að hafa fengið peninga, er í 15. lið greinir, frá ákærða, samtals að fjárhæð kr. 36.400. Ákærði segir hins vegar, að hann hafi greitt þessa peninga vegna vitnisins og byggi það á dagbók sinni. Vitnið segir nú, að það muni ekkert um kröfulið þennan fyrir víst, en fallist á hann. Vitnið kveðst t. d. muna, að tengdamóðir ákærða hafi afhent sér kr. 5.000, en um aðrar greiðslur man það ekki fyrir víst. Yfirlýsing Jóns Heiðars Magnússonar, Logalandi 30, sem er ódagsett, er á þá leið, að veðskuldabréf, útgefið 1. mars 1972 af Guðmundi Runólfssyni, Grundarfirði, að fjárhæð kr. 429.314, sé eign Þorsteins Jónssonar, Laugavegi 33, og sé honum heimilt að taka bréfið, sem sé í Langholtsútibúinu, í sína vörslu sem réttum eiganda. Kaupsamningur sá, sem um ræðir í framburði ákærða, er dag- settur 23. janúar 1973, en óundirritaður. Segir þar, að seljandi, Jón H. Magnússon, Logalandi 30, lofi að selja og kaupandi, Þorsteinn Jónsson, sé jafnframt skuldbundinn til að kaupa „Kjörbúðina Blesugróf“ við A-götu í Blesugróf og hús það, sem verslunin er rekin í. Er umsamið kaupverð verslunarinnar kr. 2.600.000 og er í lið 4, um greiðslu kaupverðsins tekið fram, að kaupandi hafi þegar greitt inn á það með skuldabréfi, útgefnu 1. mars 1972 að upphæð kr. 429.000 - vexti 15. janúar 1973, samtals kr. 450.000. Þá segir svo í kvittun, dagsettri 20. desember 1972, er Árni Halldórsson hefur undirritað f. h. Þorbjargar Óskarsdóttur, Skelja- nesi 4, en ákærði, Geir, f. h. Þorsteins Jónssonar, að ákærði, Geir Egilsson, hafi afhent Árna víxil að fjárhæð kr. 234.000 til trygg- ingar greiðslu á vörulager, er Þorsteinn Jónsson hafi dag bann, er kvittunin er dagsett, keypt af Þorbjörgu. Vörulagerinn er tal- inn að útsöluverði kr. 521.847.10, en samkomulag er um, að sölu- verð verði kr. 350.000 auk andvirðist tveggja hillurekka, kr. 14.000, eða samtals kr. 364.000. Þá segir, að samkomulag sé um, að í stað tryggingarvíxilsins komi víxlar, er greiðist 15. mars, 15. maí, 15. júlí og 15. september 1973, að fjárhæð kr. 91.000 á hverj- um gjalddaga. Ráði seljandi sölu og fjárhæð víxlanna. Í málinu liggur fyrir kvittun frá Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins, dags. 10. janúar 1973. Segir þar, að Kjörbúðin Blesugrói 824 hafi í dag afhent Áfengis- og tóbaksversluninni veðskuldabréf að upphæð kr. 300.000, útgefið af Jóni H. Magnússyni, til tryggingar greiðslu á vöruúttekt kjörbúðarinnar við ÁTVR. Loks var lögð fram kvittun, dags. 22. desember 1972, undirrituð af Jóni H. Magnússyni, þar sem segir, að Þorsteinn Jónsson hafi greitt Jóni kr. 30.000 upp í kaup á versl. Blesugróf. Vitnið Jóhannes Jónsson, sem er starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, til heimilis að Melbrekku við Breiðholtsveg, hefur skýrt frá því, að það hafi rekið matvöruverslun í Blesugróf í 314 ár. Eigandi húsnæðisins var Brandur Brynjólfsson hæstaréttar- lögmaður. Vitnið treysti sér ekki til þess að kaupa húsnæðið og seldi því ákærða, Geir Egilssyni, lager verslunarinnar og einhver tæki. Ákærði tók að sér að greiða vöruvíxla, sem það hafði sam- þykkt, en því gekk illa að fá eftirstöðvar greiddar, en þær áttu að greiðast í peningum. Endirinn varð sá, að ákærði afhenti skuldabréf að fjárhæð kr. 429.317, útgefið af Guðmundi Runólfs- syni. Bréf þetta átti að vera til tryggingar eftirstöðvum kaup- verðsins. Þær hafa ekki verið greiddar, en tvær afborganir af bréfinu. Bréf þetta er ennþá í vörslu vitnisins. Vitnið hafði ekki hugmynd um, hvernig ákærði var að skulda- bréfi þessu kominn, þegar hann afhenti því það. Ákærði afhenti því skuldabréfið í byrjun júní 1972 eða síðast í maí, að því er það minnir. Vitnið Jón Heiðar Magnússon, er að framan greinir, hefur skýri frá því, að sumarið 1971 hafi það verið að vinna með gröfu austur í Ölfusborgum og þar kynnst ákærða, Geir Egilssyni. Sum- arið eftir, 1972, var það einnig að vinna þar. Þá fór ákærði að gylla fyrir því, hvað gott væri að eiga verslun og hvað slíkur rekstur gæfi oft mikið í aðra hönd. Í framhaldi af þessum við- ræðum sagði ákærði því, að hann ætti verslun í Blesugróf, sem hann væri til með að selja. Vitninu skildist á ákærða, að hann ætti einnig húsnæði það, sem umrædd verslun væri rekin í, en hún gekk undir nafninu „Kjörbúðin Blesugróf sf.“. Síðar fékk það að vita, að Brandur Brynjólfsson hæstaréttarlögmaður ætti húsnæðið, en ákærði sagði því, að það gæti fengið húsnæðið keypt á sama verði og ákærði fengi bað sjálfur. Ákærði vann fyrir austan á þessum tíma, en vann í versluninni á laugardögum og stundum á föstudögum til aðstoðar því starfs- fólki, sem hann hafði þar. Vitnið man ekki, hvaða mánaðardag það var, sem þeir ákærði gerðu kaupsamninginn, en heldur, að 825 það hafi verið í júlímánuði. Vitnið tók strax fram, að það gæti ekki keypt verslunina og húsið fyrr en haustið 1972. Ákærði óskaði eftir því, að þeir gengju frá kaupunum í júlímánuði. Þeir fóru heim til Brands Brynjólfssonar, Mávanesi 20, Arnarnesi, og Þar var samningurinn gerður og undirritaður. Vitnið á afrit af þessum samningi. Þegar ákærði var að gylla fyrir vitninu kaupin á verslun þessari, gat hann þess, að hún mundi greiða kaupverðið eðlilega niður, þótt það reiknaði sér sjálfu kr. 40.000 í kaup á mánuði. Þegar þeir ákærði voru búnir að ganga frá kaupunum á versluninni og jafnframt kaupunum á húsinu við Brand, varð að samkomulagi, að ákærði ræki verslunina til haustsins. Vitnið tók við versluninni laugardaginn 19. ágúst 1972 og rak hana til 18. nóvember 1972, en þá keypti Geir Egilsson verslunina af því f. h. Þorsteins Jónssonar, en ákærði sagði, að hann væri á sjó fyrir vestan. Þetta átti að vera bráðabirgðasamningur, þar til Þorsteinn kæmi í land, eða þannig túlkaði ákærði það fyrir vitninu. Hann sagðist hafa skriflega heimild til að gera kaupin fyrir hönd Þor- steins. Hann sýndi vitninu hana ekki, en það tók hann alveg trúan- legan. Þorsteinn Jónsson hitti vitnið fyrst í versluninni, er hann hafði tekið við henni. Það dróst fram yfir áramótin 1972— 1973, að þeir Þorsteinn ræddu nánar um kaupin. Það mun hafa verið í janúar árið 1973 sem þeir Þorsteinn fóru heim til Brands Brynj- ólfssonar til að ganga frá kaupunum. Mun ákærði hafa ýtt á eftir Þorsteini með þetta, og vitnið vildi koma þessu á hreint. Vitnið sá fljótlega eftir því, að það fór að reka verslun þessa. Allar gyll- ingarnar, sem ákærði hampaði við það, er hann var að fá það til að kaupa hana, stóðust ekki, og enginn grundvöllur var fyrir rekstri hennar. Þeir Þorsteinn fóru tvisvar til Brands. Í fyrra sinnið var hann búinn að gera uppkast að samningi, en Þorsteinn sagðist ekki vera tilbúinn til að undirskrifa hann. Í seinna sinnið skrifuðu þeir Þorsteinn undir einhvers konar handskrifað samn- ingsuppkast, sem það getur ekki munað, hvernig hljóðaði. Það hefur gert margar tilraunir til þess að fá þetta samningsuppkast hjá Brandi, en hann hefur alltaf borið því við, að hann fyndi það ekki. Þorsteinn innti ekki neinar greiðslur af hendi við undir- skrift samningsuppkastsins, en í því stóð, hvernig greiðslum skyldi hagað. Vitnið hefur athugað réttarskjal nr. 6 í máli þessu, þ. e. samninginn. Hefur það aldrei séð það áður og getur ekki sagt um, hvort samningsuppkastið, sem þeir Þorsteinn Jónsson skrif- uðu undir heima hjá Brandi, hljóðaði á sama veg og skjal þetta. Við nánari umræður þeirra Þorsteins um kaupin á versluninni 826 og verslunarhúsnæðinu sagði hann því, að hann væri hættur við þau. Vitnið heldur, að þetta hafi verið í febrúar. Þorsteinn var þá ekki farinn að greiða því neitt í því, sem það seldi honum, að undanteknum kr. 30.000, sem áður getur, og er ákærði keypti af því verslunina f. h. Þorsteins Jónssonar 18. nóv. 1972, þá greiddi hann því upp í vörulager með veðskuldabréfi að upphæð kr. 429.314, eins og áður er fram komið. Þegar vitnið ræddi um bréf þetta við Þorstein, er kaupin gengu til baka, hafði hann ekki hug- mynd um, að bréf þetta væri í höndum vitnisins. Þegar vitnið tók við versluninni af Þorsteini, varð það að greiða söluskatt, sem kominn var í vanskil, og ýmis önnur gjöld. Vitnið sá, að það hafði gert mikla vitleysu, er það lét ákærða blekkja sig til að gera umrædd kaup, og ákvað því að greiða áfallnar skuldir og reyna svo að losa sig við verslunina sem fyrst. Gerði það sér ljósi, að það mundi verða fyrir talsverðu fjárhagslegu skakkafalli við kaupin. Það hefur ekki tekið það saman, hvað tap þess er mikið, en það er orðin talsvert há upphæð. Vitnið bað Þorstein að vera eitthvað áfram með verslunina, meðan það reyndi að ná í kaupanda, en það tókst ekki, og varð það að loka versluninni til að tapa ekki enn meiru. Þegar Þorsteinn skýrði því frá því, að ákærði hefði ekki haft heimild til að afhenda því umrætt veðskuldabréf, lét það hann hafa það, eins og áður er rakið. Einnig greiddi það upp skuld hjá ÁTVR. Til viðbótar þessu skýrði vitnið frá því síðar, að það hafi ekki vitað annað en Þorsteinn tæki við rekstri verslunarinnar í sam- ræmi við kaupsamninginn, er ákærði gerði fyrir hans hönd. Vitnið man ekki, hvenær Þorsteinn skýrði því frá, að hann væri hættur við kaupin á versluninni. Vitnið segir, að það hafi aldrei komið til tals, hvorki að Þorsteinn ræki verslunina né ynni þar til þess að sjá til, hvernig reksturinn gengi. Vitnið vissi ekki annað en það væri búið að selja verslunina. Vitnið kveðst hafa greitt skuld við ÁTVR, rúmlega kr. 50.000, sem áður greinir, og fengið afhent skuldabréf að nafnverði kr. 300.000. Vitnið var sjálft útgefandi skuldabréfsins, og er það geymt heima hjá því. Við samprófun vitnanna Þorsteins og Jóns Heiðars skýrði Jón Heiðar frá því, að ákærði, Geir Egilsson, hafi einhvern tíma í nóvember 1972 sagt sér, að hann hefði kaupanda að versluninni Kjörbúðinni Blesugróf, en vitnið hafði um 3 mánuðum áður keypt verslunina af ákærða og húsnæðið og hluta af áhöldum af Brandi Brynjólfssyni hæstaréttarlögmanni. Vitnið man ekki kaupverð. 827 Vitnið féllst á að selja verslunina. Kom ákærði í verslunina til þess. Ákærði kvað kaupandann heita Þorstein Jónsson. Væri hann úti á sjó og gæti ekki verið viðstaddur gerð samnings. Ákærði kvaðst hafa skriflegt umboð frá Þorsteini til að gera kaupin. Ákærði útbjó kvittun og í framhaldi af því samning um kaupin á dskj. nr. 5. Ákærði undirritaði plagg þetta f. h. Þorsteins Jóns- sonar, svo sem skjalið ber með sér. Vitnið man ekki, hvort það undirritaði einnig, en telur ósennilegt, að svo hafi verið. Fyrir hendi er í dóminum kvittun, er vitnið hefur undirritað, um mót- töku á skuldabréfi að fjárhæð kr. 429.314. Vitnið sér kvittun þessa í dóminum og kannast við að hafa undirritað hana. Í kvittun Þessari viðurkennir vitnið að hafa fengið greiðslu upp í vörulager, skuldabréf að fjárhæð kr. 429.314, útgefið af Guðmundi Runólfs- syni. Helgina eftir að ákærði gerði samkomulagið við vitnið f. h. Þorsteins, kom Þorsteinn í búðina til þess og hóf þar vinnu. Vitnið kveðst ekki muna eftir því, að nokkur vörutalning hafi verið gerð Í sambandi við framangreint samkomulag, en verðmæti vöru- lagers var áætlað kr. 470.000. Vitnið fékk Þorsteini báða lyklana að búðinni og taldi þar með, að hann hefði tekið við rekstrinum. Leit vitnið svo á, að búðin væri ekki lengur á þess vegum. Vitnið kveður þá Þorstein ekki hafa rætt þetta sérstaklega. Vitnið Þorsteinn kannast við að hafa fengið 2 lykla að búðinni hjá vitninu. Það kveðst ekkert hafa vitað um samninginn milli ákærða og vitnisins Jóns Heiðars. Vitnið kveðst einungis hafa haft í huga að kaupa búðina, en aldrei litið þannig á, að um kaup- samning væri að ræða. Var það ekki fyrr en í endaðan janúar, að vitnið komst að því, að ákærði hafði gert samkomulagið á dskj. nr. 5 fyrir þess hönd. Samkvæmt kvittun á dskj. nr. 10 hefur vitnið Þorsteinn greitt Jóni Heiðari upp í kaupin á Kjörbúðinni Blesu- gróf 22. desember 1972 kr. 30.000. Vitnið Jón Heiðar sér umrædda kvittun og kannast við að hafa undirritað hana. Vitnið Þorsteinn kannast við að hafa greitt vitninu Jóni framangreinda fjárhæð, svo sem kvittunin greinir. Kveðst vitnið hafa gert þetta til að friða vitnið Jón Heiðar. Vitnunum ber saman um það, að þau hafi gert samning hjá Brandi Brynjólfssyni hæstaréttarlögmanni seinni partinn Í janúar 1973. Var Brandur viðstaddur ásamt þeim, en eigi aðrir. Hann handritaði samning, sem vitnin skrifuðu undir. Vitnið Þorsteinn kveður hér hafa einungis verið um uppkast að samningi að ræða. Vitnið kveður ekki geta verið, að neitt verð hafi staðið í samn- ingnum, og ekki man það eftir neinum skuldbindingum þar. Átti 828 eftir að ganga frá ýmsum atriðum samningsins og síðan að hrein- rita hann. Vitnið Jón Heiðar taldi vera um samning að ræða og hafi Brandur Brynjólfsson hæstaréttarlögmaður sagt, að samningurinn væri fullgildur. Vitnið Þorsteinn kveðst ekki muna, að Brandur hafi sagt þetta. Vitnið Þorsteinn bendir á, að þegar það sagði vitninu Jóni Heiðari, að það væri hætt við samninginn, hafi Jón Heiðar strax afhent því skuldabréfið að fjárhæð kr. 429.314 og endurgreitt því kr. 30.000. Vitnið Jón Heiðar kveðst ekkert muna eftir efni umrædds samnings, og ekki man það eftir því, hvort skuldabréfið að fjárhæð kr. 429.314 var nefnt þar á nafn. Vitnið Þorsteinn kveðst aldrei hafa heyrt annað kaupverð nefnt en 3.2 milljónir, sem ákærði hafi sett inn á dskj. nr. 5. Vitnið Jón Heiðar kveður upphaflega kaupverðið hafa átt að vera 3.2 milljónir. Síðan hafi eitthvað verið búið að lækka það, en hversu mikið, man vitnið ekki. Vitnið sér samningsuppkastið á dskj. nr. 7. Vitnið er um það spurt, hvort handritaði samningur- inn hjá Brandi Brynjólfssyni hafi verið svipaðs efnis og samn- ingsuppkastið, og kveðst vitnið telja svo vera. Vitnið Jón Heiðar skýrir frá því, að vitnið Þorsteinn hafi ekki strax skrifað undir handritaða samninginn hjá Brandi Brynjólfs- syni. Hafi vitnið Þorsteinn sagst þurfa umhugsunarfrest og þeir hafi komið aftur til Brands um kvöldið eða daginn eftir til að skrifa undir. Vitnið kveður samninginn hjá Brandi hafa verið samningsuppkast, en með samningsuppkasti kveðst vitnið eiga við, að átt hafi verið eftir að vélrita samninginn. Vitnið man ekki eftir því, að neinn fyrirvari hafi verið hafður í handritaða samn- ingnum um, að um bráðabirgðasamning hafi verið að ræða. Vitnið Þorstein minnir, að það hafi skrifað undir með fyrirvara, en vitnið Jón Heiðar man ekki eftir því. Vitnið Jón Heiðar skýrir frá því, að ákærði Geir hafi tekið við peningum, er inn komu í verslunina fyrst í stað, en síðan vissi vitnið ekki, hver gerði það. Vitnið Þorsteinn kveðst hafa notað þá peninga, er inn komu í verslunina, til kaupa á vörum og greiðslu vinnulauna. Vitnið Jón Heiðar kveðst ekkert vita um það, hvernig á því stóð, að ákærði, Geir, lét veðskuldabréf að fjárhæð kr. 300.000, útgefið af vitninu, til tryggingar á vöruúttekt fyrir verslunina hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Hafi það borist í tal milli þeirra Þorsteins um það leyti sem Þorsteinn hætti við kaupin, að skuldabréfið hefði verið látið sem trygging til Áfengis- og tóbaks- 829 verslunarinnar. Hafi vitnið þá fyrst vitað um, að bréfið hafði verið sett sem trygging. Þegar vitnið Þorsteinn tilkynnti vitninu, að það væri hætt við kaupin, hafi þeir talað sig saman um það, að Þorsteinn starfaði stuttan tíma áfram við verslunina. Þorsteinn starfaði við verslunina í nokkurn tíma, og síðan var henni lokað. Vitnið fór þá að selja af lager verslunarinnar. Vitnið kveðst með ráði Þorsteins hafa farið í Áfengis- og tóbaksverslunina og sótt 300.000 kr. skuldabréfið og jafnframt greitt kröfu að fjárhæð kr. 50.000, sem það stóð sem trygging fyrir. Vitnið veit ekki, hvort bréfið er lengur í þess fórum. Vitnið Þorsteinn kveður það rétt, sem vitnið hefur nú skýrt frá. Vitnið Jón Heiðar kveðst hafa orðið að borga söluskatt fyrir Þann tíma, sem Þorsteinn rak verslunina, og hafi sú fjárhæð, er það þurfti að greiða í söluskatt, numið tæpum 300.000 kr. Taldi vitnið rétt, að það héldi framangreindu bréfi vegna greiðslu á söluskatti. Vitnið Árni Björgvin Halldórsson hæstaréttarlögmaður, Hjarð- arhlíð 9, Egilsstöðum, kveðst hafa haft með höndum sölu á vöru- birgðum í eigu dánarbús Ólafs R. Guðmundssonar fyrir ekkju hans, Þorbjörgu Óskarsdóttur, Skeljanesi 4. Nokkru fyrir jólin 1972 hringdi Þorbjörg til vitnisins og sagði, að kaupandi að vöru- birgðunum hefði gefið sig fram og væri það Þorsteinn Jónsson, sem hefði verslun í Blesugróf. Ákærði Geir væri milligöngumaður, og bað vitnið Þorbjörgu að senda hann til þess á skrifstofuna til að ganga frá kaupunum. Þorsteinn kom aldrei til vitnisins, en talaði við það í síma. Man vitnið glöggt, að áður en gengið var frá kaup- unum, hringdi til þess maður, sem kvaðst heita Þorsteinn Jóns- son. Hann kvaðst reka verslun í Blesugróf og vera ákveðinn í að kaupa þennan vörulager. Rak hann mikið á eftir því, að afhending færi fram án tafar. Tjáði hann vitninu, að ákærði Geir mundi ganga frá þessum viðskiptum fyrir þess hönd. Þorbjörg kannaðist eitthvað við ákærða Geir, og var hún fús til að selja vörubirgð- irnar, enda hafði verið mjög lítil eftirspurn eftir þeim, síðan kom ákærði til vitnisins og náðist samkomulag um verð og greiðslu- skilmála, en þar sem ákærði hafði ekki umboð frá Þorsteini, lét vitnið hann samþykkja tryggingarvíxil fyrir andvirðinu. Afhend- ing vörubirgðanna fór svo strax fram, og mun kunningi Þorbjarg- ar hafa séð um afhendinguna, en vitnið man ekki nafn hans. Aldrei var gengið frá endanlegum víxlum, og höfðaði vitnið mál árið 1973 á hendur ákærða til greiðslu á tryggingarvíxlinum, og hefur ákærði greitt hluta hans. Í Þorsteini Jónssyni hefur vitnið ekki 830 heyrt, frá því áðurgreint símtal fór fram, fyrr en nokkrum dögum fyrir 9. janúar 1974, er hann hringdi heim til þess að kvöldlagi og spurði um, hvort vitnið hefði mætt hjá sakadómi Reykjavíkur. Hann tjáði því, að hann skildi ekkert í því, hvað væri verið að blanda honum í þetta mál. Hann hefði aldrei keypt neinn lager af því og þeir hefðu aldrei talað saman. Vitnið kvað það rétt vera, að þeir hefðu aldrei hist, en þeir hefðu talað saman í síma um þennan vörulager og þættist það alveg visst um, að það væri sama röddin, sem talaði nú og þegar hann rak á eftir afhendingu lagers- ins. Þorsteinn virtist þá missa allan áhuga á að ræða frekar málið, og slitu þeir símtalinu. Vitnið Valdimar Thorarensen trésmiður, Meistaravöllum 33, hefur skýrt frá því, að Þorbjörg Óskarsdóttir sé mágkona þess. Gerði það henni þann greiða að telja vörubirgðir, sem hún ætlaði að selja. Annaðist það starf þetta ásamt ákærða, Geir Egilssyni, og Þorsteini Jónssyni, sem því skildist vera kaupandinn að vöru- lagernum, en ákærði einhvers konar ráðgjafi hans. Þegar búið var að telja vörubirgðirnar, ræddu þeir ákærði og Þorsteinn um að fara til Árna Halldórssonar hæstaréttarlögmanns til að ganga frá kaupunum. Vitnið man vel eftir því, að menn þessir ræddu um það við það, hvort þeir gætu ekki fengið eitthvað af vörunum strax. Höfðu Þeir sérstaklega mikinn áhuga á hrísgrjónum, sem þarna voru, en mun hafa verið lítið til af í borginni. Þetta var rétt fyrir jólin 1972, og vildu þeir fá þessa vöru í jólasöluna. Vitnið sagði mönn- unum, að það hefði enga heimild til að afhenda þeim neitt af vörubirgðunum. Það hefði aðeins verið beðið að vera við upp- talningu á þeim. Benti það þeim á að flýta sér að ræða við Árna Halldórsson hæstaréttarlögmann til að ganga frá kaupunum og þá væri eflaust ekki fyrirstaða á því, að þeir gætu fengið vörubirgðirnar afhentar. Vitninu virtist Þorsteinn hafa áhuga á kaupunum á vörubirgð- unum, og vildi hann fá þær afhentar sem allra fyrst. Það voru leikföng og nælonsokkar og eitthvað fleira af vörubirgðunum, sem framan skráðir menn höfðu ekki áhuga á og keyptu ekki, en vitnið fór með það heim til Þorbjargar. Vitnið man það ekki glöggt, en minnir, að þeir hafi verið tvo daga að telja vörubirgðirnar. Sama daginn er talningunni var lokið, sóttu þeir ákærði og Þorsteinn vörubirgðirnar, og voru stúlkur með þeim, sem vitninu skildist að ynnu í verslun Þorsteins í Blesugróf, en þangað var 831 lagerinn fluttur. Vitnið man ekki, hvaða dag þetta var. Það gleymdi að taka með sér „rafmagnsljósahund“, sem notaður var, er vörubirgðirnar voru fluttar, og sótti það hann síðar. Fór það í verslunina til Þorsteins og fékk hjá honum lykil að húsinu, sem vörubirgðirnar voru geymdar í, til að ná í „ljósahundinn“ og skilaði svo Þorsteini aftur lyklinum. Sá vitnið ekki annað en hann væri þá stjórnandi verslunarinnar. Vitnið man ekki götuheiti né númer á húsi því, sem vörubirgðirnar voru geymdar í, en það var í smáíbúðahverfinu. Vitnið Brandur Brynjólfsson hæstaréttarlögmaður hefur skýrt frá því, að í febrúar 1972 hafi Þorsteinn Jónsson, er þá bjó í Ból- staðarhlíð 44, og ákærði, Geir Egilsson, komið heim til þess. Vitnið þekkti Þorstein þá ekkert. Erindi þeirra var að biðja vitnið að ganga frá sölu á eignarhluta Þorsteins í m/b Bárunni til Guð- mundar Runólfssonar, Grundarfirði, en hann er útgefandi veð- skuldabréfanna, sem koma við sögu í máli þessu, svo og sam- þykkjandi víxlanna. Eignarhluti Þorsteins í bátnum var %, en Tómas Hafsteinsson átti 4 hluta, en sá eignarhluti var ekki seld- ur. Vitnið gekk frá sölunni og afsali fyrir bátnum og útbjó skulda- bréfin og víxlana. Fengu þeir Þorsteinn og Geir víxlana og skulda- bréfin afhent, en hann fékk afsalið. Tveim dögum seinna kveðst vitnið hafa verið statt í fógetaréttinum hér í borg og þá frétt, að Þorsteinn hafi verið úrskurðaður gjaldþrota vegna vanskilaskulda við Gjaldheimtuna, að fjárhæð kr. 355.486. Vitnið kveður sér hafa orðið mjög órótt við þessar fréttir. Úrskurður um gjaldþrotaskipt- in hafði þá ekki verið auglýstur í Lögbirtingablaðinu. Vitnið hafði strax samband við ákærða Geir og sagði honum að greiða yrði gjaldheimtuskuldina eða á einhvern hátt að fá gjaldþrotaskipta- úrskurðinn felldan úr gildi. Ákærði sagði vitninu, að Þorsteinn hefði ekki peninga til að greiða skuldina, en hins vegar hefði hann veðskuldabréf frá bátasölunni. Vitnið kveðst þá strax hafa farið til fundar við gjaldheimtustjóra og rætt við hann um mál þetta. Hafi gjaldheimtustjóri fallist á að draga kröfuna um gjald- þrotaskipti hjá Þorsteini Jónssyni til baka, ef vitnið setti trygg- ingu fyrir greiðslu skuldar hans við Gjaldheimtuna. Þeir Þor- steinn og Geir komu samdægurs í skrifstofu vitnisins og afhentu vitninu 300.000 kr. skuldabréfið frá bátasölunni til afnota í þessu skyni. Vitnið lét þá ekki hafa kvittun fyrir móttöku skuldabréfs- ins. Vitnið lét skuldabréfið til innheimtu í Iðnaðarbankanum og fór með yfirlýsingu, sem það hafði fengið í bankanum, til gjald- heimtustjóra, þess efnis, að Iðnaðarbankinn tæki að sér að inn- 832 heimta bréfið og greiddi það, er innheimtist, inn á reikning Þor- steins Jónssonar hjá Gjaldheimtunni. Vorið 1973 kom Þorsteinn í skrifstofu vitnisins og var æstur. Bar hann það beinlínis á vitnið, að það hefði stolið umræddu skuldabréfi. Krafðist hann þess að fá það á stundinni og lét í það skína, að ella mundi hann kæra vitnið. Vitnið kveðst hafa minnt Þorstein á, hvað átt hefði að gera við skuldabréfið og síðan hefði verið gert, en Þorsteinn vildi ekkert við það kannast. Vitnið kveðst þá hafa hringt niður í Iðnaðarbanka og átt tal við yfirmann innheimtunnar. Vitnið sagði honum, að sín vegna mætti Þorsteinn Jónsson taka bréfið, en strangt tekið vissi vitnið, að bankinn mátti ekki afhenda bréfið nema með samþykki Gjaldheimtunnar. Þorsteinn fór beint frá vitninu niður í Iðnaðarbanka. Hittist þá svo illa á, að yfirmaður innheimtudeildarinnar hafði brugðið sér frá, en Þorsteini var sagt, að hann kæmi eftir augnablik. Vitnið kveðst hafa frétt, að Þorsteinn hafi gengið um bankann og rætt um ræningja og þjófa og nefnt vitnið í því sambandi. Hann hafi umsvifalaust heimtað viðtal við bankastjóra. Eigi veit vitnið, hvort hann náði samtali, en yfirmaður innheimtudeildarinnar kom skömmu síðar, og mun hann hafa afhent Þorsteini bréfið. Var þá búið að gera upp fram angreinda skuld við Gjaldheimtuna, sem þá var búið að lækka niður í kr. 60.345. Fyrir þessa snúninga fyrir Þorstein kveðst vitn- ið enga þóknun hafa fengið, en það hafi fengið þóknun fyrir að ganga frá samningsgerðinni við kaup á mótorbátnum. Vitnið kveðst hafa innt af hendi greiðsluna til Gjaldheimtunnar, að fjár- hæð kr. 60.345, en Geir Egilsson hafi svo greitt sér fjárhæð þessa. Jafnframt kveðst vitnið hafa greitt til Ingólfs Sigurðssonar af- borgun af skuldabréfi, kr. 80.760, sbr. lið 5 í reikningsyfirlitinu hér að framan, en veðskuldabréf þetta hafði stofnast vegna báta- kaupa Þorsteins. Þá greiddi vitnið kr. 4.000 beint til Þorsteins, og móttók Þorsteinn peninga þessa á skrifstofu vitnisins Í ágúst 1972. Hafði ákærði Geir beðið vitnið að inna þessar greiðslur af hendi. Vitnið kveður þetta vera það eina, sem það muni eftir að hafa komið nærri peningaviðskiptum þeirra ákærða Geirs og Þor- steins. Hins vegar hafi Þorsteinn hringt til þess nokkrum sinnum vorið 1973 og kvartað yfir því, að sér gengi illa að ná í ákærða Geir og hann greiddi ekki peninga, sem hann skuldaði sér. Vitnið sagði honum, að sér kæmu viðskipti þeirra ákærða Geirs ekkert við, og vildi hann ekki, að verið væri að hringja í sig út af þeim. Vitnið skýrir frá því, að þeir Þorsteinn Jónsson og Jón Heiðar Magnússon hafi komið til sín tvisvar á tímabilinu frá 10.—20. 833 janúar 1973 vegna þess, að Þorsteinn ætlaði að ganga endanlega frá kaupum á Kjörbúðinni Blesugróf. Vitnið hafði áður átt hús- næði verslunarinnar og hluta af áhöldum. Jóhannes Jónsson, Mel- gerði, Blesugróf, hafði leigt verslunarhúsnæðið hjá vitninu og rek- ið verslunina um nokkurra ára skeið. Jóhannes hafði selt ákærða Geir verslunarrekstuinn snemma árs 1972, og varð Geir þá leigj- andi húsnæðisins. Síðar á sama ári keypti Jón Heiðar Magnússon verslunarreksturinn af ákærða Geir og húsnæðið af vitninu. Rak Jón Heiðar síðan verslunina þar til í nóvember sama ár, en þá keypti ákærði Geir verslunina fyrir hönd Þorsteins af Jóni Heið- ari. Fór þá fram nákvæm vörutalning, og reyndist lagerinn kr. 470.000, eins og málsskjölin bera með sér. Vitnið hafði engin af- skipti af kaupum þessum. Vitnið kveðst hafa staðið í þeirri mein- ingu, að ekki stæði annað til en ganga formlega frá samningi um sölu á versluninni milli þeirra Þorsteins og Jóns Heiðars. Enginn ágreiningur var á milli þeirra um verð á versluninni, en það var kr. 2.600.000. Samkvæmt samkomulaginu átti kaupandi að taka að sér áhvílandi veðskuldir, sem námu samtals kr. 837.331, og einnig aðra skuld, kr. 105.669. Þorsteinn hafði þegar greitt inn á kaupin með veðskuldabréfinu í mótorbátnum, að fjárhæð kr. 429.317 að viðbættum vöxtum til 15. janúar 1973, eða alls kr. 450.000. Þá hafði Þorsteinn greitt kr. 30.000 inn á kaupin, en það láðist að setja það inn í samninginn. Vitnið kveðst hafa verið heima hjá sér og handskrifað samninginn. Hafi aðalþvargið staðið um það, hvernig staðgreiðsluna skyldi inna af hendi, en það átti að gerast með víxlum á rúmu ári. Vitnið kveður samninginn hafa verið undirritaðan og gengið frá honum í einu eintaki. Vitnið telur sig hafa vélritað samninginn, annað hvort eftir frumritinu eða eftir punktum. Um mánaðamótin janúar— febrúar fór Jón Heiðar þess á leit við vitnið að fá samninginn, vegna þess að hann Þyrfti að lögsækja Þorstein, að því er vitninu skildist. Fór vitnið þá að huga að samningnum, en fann hann ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Vitnin Þorsteinn Jónsson og Brandur Brynjólfsson voru sam- prófuð. Við þá samprófun skýrði vitnið Þorsteinn frá því, að það hefði aldrei látið vitnið Brand Brynjólfsson hafa skuldabréfið að fjárhæð kr. 300.000, er Iðnaðarbankinn fékk, en ákærði Geir hefði fengið þetta bréf frá vitninu til að selja það. Um söluna hafði þó eigi verið rætt í einstökum atriðum. Vitnið fékk bréfið í Iðn- aðarbankanum strax og það nefndi það, enda var þá Brandur Brynjólfsson búinn að hringja þangað. Vitnið kveður umrætt 53 834 skuldabréf aldrei hafa verið sett til tryggingar á skuld þess við Gjaldheimtuna, enda taki Gjaldheimtan ekki við slíkum bréfum. Vitnið Þorsteinn kannast við, að vitnið Brandur Brynjólfsson hafi greitt fyrir sig kr. 55.486 af opinberum gjöldum og kr. 4.859 í uppboðskostnað. Um lækkun á opinberum gjöldum, kr. 300.000, kveðst vitnið ekki kannast. Vitnið Þorsteinn kveðst kannast við að hafa undirritað handritaðan samning hjá vitninu Brandi ásamt Jóni Heiðari Magnússyni um kaup á Kjörbúðinni Blesugróf. Vitnið man ekki, hvenær það skrifaði undir samninginn, en það sé rétt, sem vitnið Brandur segir um það, þ. e. að það hafi verið milli 10. og 20. janúar 1973. Vitnið taldi samning þennan einungis til bráðabirgða og eigi bindandi fyrir sig. Kveðst það ekki hafa undir- ritað samninginn fyrr en það hafði ráðfært sig við Þorfinn Egils- son héraðsdómslögmann og hann sagt því, að það skipti engu máli, þótt það ritaði undir handritað skjal, það hefði ekkert gildi. Vitnið kveður Jón Heiðar Magnússon einnig hafa undirritað bráðabirgða- samninginn. Þá skýrir vitnið Þorsteini frá því, að þegar þeir Jón Heiðar komu út frá Brandi í seinna skiptið, þ. e. eftir að samn- ingurinn hafði verið undirritaður, hafi Jón Heiðar sagt því, að áður væri búið að gera samning um kaup á versluninni milli þeirra og hefði ákærði Geir undirritað samninginn fyrir þess hönd. Vitnið kveðst ekkert hafa vitað af þessu fyrr en þá, eins og áður er rakið. Vitnið leit þannig á, að undirritun bráðabirgða- samningsins væri einungis samningaumleitanir. Vitnið skýrir frá því, að það hafi tvisvar áður gert skriflega samninga við kaup og sölu á tveimur bátum. Vitnið Þorsteinn skýrir frá því, að það hafi frá 18. nóvember 1972 annast rekstur verslunarinnar Kjör- búðarinnar Blesugrófar fyrir hönd Jóns Heiðars. Hafi það afhent peninga þá, er inn komu í verslunina. Vitnið átti að fá kaup, ef rekstur verslunarinnar bæri sig, en svo var ekki, og fékk það ekkert greitt. Vitnið kannast við að hafa greitt Jóni Heiðari kr. 30.000 í sambandi við kaup á versluninni, stuttu eftir að það fór að starfa þar. Jón endurgreiddi vitninu peninga þessa, stuttu eftir að bráðabirgðasamningurinn var gerður. Vitnið sér nú samning- inn, er áður er rætt um. Vitnið kveður bráðabirgðasamninginn ekki hafa verið í samræmi við samning þennan. Vitnið telur t. d., að verðið á versluninni hafi átt að vera 3.200.000 kr. Vitnið veit ekkert um, hvort vörutalning fór fram í versluninni, áður en það fór að starfa þar, og ekki heldur, hvort það var gert, eftir að það hætti. Vitnið sagði Jóni Heiðari síðast í janúar, að það ætlaði að hætta í versluninni. Jón Heiðar bað vitnið að vera smátíma. Gerði 835 vitnið það og vann í versluninni hálfan mánuð eða svo. Fékk það að taka út úr búðinni fyrir vinnu sína, en man ekki, hve mikið. Vitnið man ekki eftir því, að Brandur Brynjólfsson hafi hringt til þess og beðið það að koma og skrifa undir vélritað eintak af samningnum. Vitnið kveður Jón hafa haft lykil að versluninni, meðan það starfaði þar. Hann lét vitnið hafa tvo lykla. Lét vitnið ákærða Geir hafa annan lykilinn. Þegar Jón Heiðar heyrði það, lét hann skipta um skrá á versluninni. Vitnið Þorsteinn skýrir frá því, að það hafi nefnt við ákærða Geir, að vörur vantaði í verslunina, þ. á m. tóbak. Bauðst Geir til að bjarga því við. Sagði hann vitninu skömmu síðar, að hann hefði farið með veðskuldabréf að fjárhæð kr. 300.000 í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og lagt það inn sem tryggingu fyrir kaupum á tóbaki til verslunarinnar. Gæti vitnið pantað tóbak að vild. Vitnið kveðst í rauninni hafa átt að snúa sér til Jóns Heiðars, þótt reyndin yrði sú, að það sneri sér til ákærða Geirs. Vitnið kveðst ekkert geta um það sagt, hvers vegna það sneri sér frekar til ákærða Geirs heldur en Jóns Heiðars. Vitnið tekur fram, að þeir peningar, sem inn komu í verslunina, hafi farið í að greiða kaup verslunarfólks, en oft hafi ekkert verið eftir til vörukaupa. Jón Heiðar greiddi skuld verslunarinnar í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins og fékk 300.000 kr. skuldabréfið afhent. Vitnið kveðst ekkert vita, hvað varð af skuldabréfinu. Samkvæmt endurriti úr skiptabók Reykjavíkur var kveðinn upp úrskurður í skiptaréttinum hinn 1. nóvember 1971 að beiðni Gjald- heimtunnar í Reykjavík um, að bú Þorsteins Jónssonar skyldi tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota. Lá fyrir við uppkvaðn- ingu úrskurðarins árangurslaus lögtaksgerð hjá gerðarþola, sem sótti þing og hreyfði ekki andmælum við gjaldþrotabeiðninni. Niðurstöður. Eins og nú hefur verið rakið, veitti ákærði Geir, sem rak Bók- haldsstofu Suðurlands, viðtöku frá Þorsteini Jónssyni 2 víxlum, hvorum að fjárhæð kr. 266.000, og skuldabréfi að fjárhæð kr. 429.317, er í ákæru greinir. Ákærði innheimti víxlana og notaði andvirði þeirra í eigin þágu að undanskildu því, er hann greiddi fyrir Þorstein Jónsson, eins og að framan er rakið. Skuldabréfið notaði hann og í eigin þágu, er hann keypti Kjörbúðina Blesu- gróf af Jóhannesi Jónssyni. Þorsteinn Jónsson hefur eindregið neitað því, að ákærði hafi haft heimild til að nota fé þetta svo sem hann gerði, og ákærði hefur ekki rennt stoðum undir það, að honum hafi verið það heimilt. Telst ákærði með atferli þessu 836 hafa orðið brotlegur gegn 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Þorvalds Lúð- víkssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 40.000. Þorsteinn Jónsson hefur ekki haft uppi skaðabótakröfu gegn ákærða í máli þessu. Rannsókn hófst í málinu fyrir sakadómi Árnessýslu 3. október árið 1973, og önnur rannsókn var háð í því 30. nóvember sama ár, en að því búnu var það sent sakadómi Reykjavíkur. Rannsókn- arlögreglan hóf rannsókn í málinu 3. janúar 1974, og var þeirri rannsókn lokið 11. sama mánaðar. Var málið síðan sent ríkissak- sóknara með bréfi, dagsettu 14. janúar, en ríkissaksóknari endur- sendi málið með bréfi, dagseitu 25. sama mánaðar, með kröfu um, að málið sætti dómsrannsókn. Rannsókn þessi hófst 4. des- ember 1974 og lauk 16. sama mánaðar. Var málið þá endursent ríkissaksóknara, og gaf hann út ákæru í því 28. febrúar 1975, svo sem áður greinir. Málið var þingfest 11. apríl sl., og var eftir það enn háð rannsókn í því. Dómarinn fékk mál þetta í hendur eftir útgáfu ákæru og hafði engin afskipti af rekstri þess fyrir þann tíma. Dómsorð: Ákærði, Geir Egilsson, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun til skipaðs verjanda síns, Þorvalds Lúðvíkssonar hæsta- réttarlögmanns, kr. 40.000. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. 837 Miðvikudaginn 20. október 1976. Nr. 189/1976. Ákæruvaldið gegn Kristjáni Jóni Jóhannssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 11. október 1976, sem barst Hæstarétti 13. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt heimild í 3. tölulið 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Kom varnaraðili á framfæri við dómara ósk sinni um kæru hinn 9. október s. á. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Hinn kærði úrskurður er eigi svo vandaður sem skyldi. Í forsendum úrskurðar er varnaraðili eigi nefndur fullu nafni, og er það óviðeigandi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 8. október 1976 Ár 1976, föstudaginn 8. október, var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum, sem háð var í húsakynnum dómsins að Hverfisgötu 113, Reykjavík, af Arnari Guðmundssyni, kveðinn upp úrskurður þessi. Málavextir. Síðan í lok júlí hefur allumfangsmikil fíkniefnarannsókn verið framkvæmd hér fyrir dómi og jafnhliða hjá ávana- og fíkniefna- deild Reykjavíkurlögreglu. Þann 16. sept. var framkvæmd húsleit að Suðurgötu 8 hér í borg. Þar í risíbúð fundust m. a. 54 grömm af hassi, tvær vogir, 838 peningar, vel faldir, og fjöldinn allur af svonefndum hasspípum. Húsráðandi í risinu, Guðmundur Haraldsson, 19 ára, var hand- tekinn og úrskurðaður í allt að 30 daga gæsluvarðhald. Húsleit var framkvæmd samkvæmt úrskurði dómara um húsleit og jafn- framt handtöku bræðranna Guðmundar Haraldssonar og Frank- líns Steiners svo og pilts, sem kallaður er Stjáni „gramm“ og hafði búið á Suðurgötunni í sumar. Forsendur úrskurðar voru byggðar á sjálfstæðum framburðum margra unglinga, sem höfðu sagt til um ífrekaða hasssölu Guðmundar og Stjána. Stjáni var úrskurðaður í allt að 20 daga gæsluvarðhald 18. sept., en við ítrekaðar yfirheyrslur hefur hann neitað allri aðild að málinu og kveðst aldrei hafa séð hass. Við fyrstu yfirheyrslu lýsti Guðmundur því, að hann hefði keypt hassið af útlendingi einhverjum og verið búinn að nc hluta af því. Guðmundur hefur nú fyrir nokkru breytt verules, fyrri framburði og sjálfstætt lýst því, að hassið ætti Stjáni og hafi Stjáni skipt efninu í smásölupakkningar og þeir báðir selt af því. Þannig séu peningar, sem Guðmundur kvaðst hafa falið í risíbúð, andvirði sölu. Guðmundur kvaðst hins vegar ekki fá sig til að segja, hvaðan efni væri komið, eða að tjá sig um fyrri sölur þeirra Stjána í sumar. Fyrir liggur í málinu um sjálfstæðan innflutning og dreifingu Franklíns Steiners, Gunnars Gíslasonar og Guðmundar Kristjáns- sonar á mörgum kílóum kannabisefna nú í sumar, og leikur grunur á, að Stjáni hafi komið þar nálægt efnismeðhöndlun. Aðspurður hefur Franklín ekki staðfest, að svo sé, en Gunnar Gíslason hefur borið að hafa selt Magga á Lambhóli og Stjána „gramm“ gras í sumar, en Maggi hafi greitt. Niðurstöður. Rannsókn á þætti Kristjáns Jóns Jóhannssonar, sem kallaður er Stjáni „gramm“, er hvergi nærri lokið, og er margt óljóst enn það varðandi. Hann er ennþá grunaður um verulega dreifingu hassefna frá Suðurgötu 8 nú í sumar, en alfarið neitað öllum áburði sem röngum. Dómara þykir ekki tímabært að framkvæma samprófanir. Með vísan til alls þess, sem að framan er rakið, þykir dómara óhjákvæmilegt að framlengja um sinn gæsluvarðhaldi Kristjáns, sem rennur út í dag, svo hann tefji ekki eða torveldi rannsóknina eða hafi tök á slíku, sbr. 2. gr., sbr. 5. gr., sbr. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 390/1974, sbr. 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga um meðferð opinberra 839 mála nr. 74/1974, enda eru ákvæði 65. gr. stjórnarskrár gæslu- varðhaldi ekki til fyrirstöðu, þar sem brot, ef sannast, getur varð- að fangelsi. Hæfilega þykir gæsluvarðhaldstíminn ákveðinn allt að 15 dög- um. Úrskurðarorð: Kristján Jón Jóhannsson, fæddur 2. des. 1956, skal sæta gæsluvarðhaldi í allt að 15 dögum. Föstudaginn 22. október 1976. Nr. 10/1975. Pólarminkur h/f (Þorsteinn Júlíusson hr.) gegn Guðlaugi Guðmannssyni (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Dómskuld greidd eftir uppsögu héraðsdóms. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 22. Janúar 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. janúar s. á. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í hérað! og fyrir Hæstarétti. Stefndi, sem eigi hefur gagnáfrýjað málinu, tilkynnti Hæstarétti 1. október 1976, að meðstefndi í héraði, Loðdýr h/f, hefði greitt dómskuld samkvæmt héraðsdómi að fullu. Félli því framvegis niður þingsókn af hans hálfu. Hann hefur engar kröfur gert í málinu. Eins og kröfugerð áfrýjanda er háttað og þar sem fram er komið, að stefndi hefur fengið fulla greiðslu samkvæmt dóms- 840 orði héraðsdóms, verður sýknukrafa áfrýjanda tekin til greina. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Pólarminkur h/f, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Guðlaugs Guðmannssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. júní 1974. 1. 1.1. Mál þetta er höfðað með stefnu, þingfestri 16. janúar 1973. Munnlegur málflutningur fór fram í málinu 30. maí sl., og var málið dómtekið að honum loknum. Stefnandi máls þessa er Guðlaugur Guðmannsson bóndi, Dals- mynni, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu. Stefndu eru hlutafélagið Loðdýr, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu, og hlutafélagið Pólarminkur, Mosfellshreppi, Kjósarsýslu. Stefnandi krefst þess aðallega, að Loðdýr h/f og Pólarminkur h/f verði dæmd til að greiða honum óskipt skaðabætur að fjár- hæð kr. 195.980 auk 7% ársvaxta frá 1. febrúar 1971 til greiðslu- dags og málskostnað að mati réttarins. Til vara krefst stefnandi þess, að Loðdýr h/f verði eitt dæmt til að greiða stefnanda áður- greinda skaðabótafjárhæð auk vaxta og málskostnaðar. Upphaf- lega gerði stefnandi þá kröfu til þrautavara, að Pólarminkur h/f yrði dæmdur til að greiða stefnanda fyrrgreinda bótafjárhæð auk vaxta og málskostnaðar. Undir rekstri málsins hefur stefnandi þó fallið frá þrautavarakröfunni. Stefndi Loðdýr h/f gerir þær dómkröfur, að hann verði sýkn- aður bæði af aðalkröfu og varakröfu. Jafnframt krefst hann máls- kostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefndi Pólar- minkur h/f krefst sýknu af aðalkröfu og málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. Sátt hefur verið reynd í máli þessu, en viðleitni í þá átt hefur engan árangur borið. 2. 2.1. Samkvæmt stefnu eru málavextir þeir, að í janúarmánuði 1971 réðst aliminkur inn í hænsnabú stefnanda að Dalsmynni á 841 Kjalarnesi og drap þar á nokkrum dögum 107 varphænur. Auk þess er varp talið hafa fallið niður hjá 266 hænum vegna heim- sóknar minksins, þannig að það varð að slátra þeim. Þann 11. febrúar 1971 ritaði Sveinn Einarsson veiðstjóri greinar- gerð, sem lögð hefur verið fram í málinu. Þykir rétt að rekja þessa greinargerð hans hér í heild sinni: „Miðvikudaginn 20. janúar s.l. var mér tilkynnt, að minkur væri laus í hænsnabúi að bænum Dalsmynni á Kjalarnesi og væri búinn að drepa allmörg hænsni. Að lítilli stundu liðinni lagði ég af stað þangað. Með mér var Jónas Bjarnason, lögregluþjónn, Bakkagerði 3, Reykjavík. Höfð- um við meðferðis veiðihunda og venjulegan útbúnað til að vinna minka. * Þegar að Dalsmynni kom, sagði bóndinn, Guðlaugur Guðmanns- son, sem býr eingöngu með hænsni, að fyrir a. m. k. 11 dögum hefði hann fyrst orðið var við áverka á höfði hænsna og ókyrrðar í húsinu; síðan hefði þetta ágerst töluvert og hænur fundist dauð- ar með blóði á haus og hálsi. Guðlaugur sagði, að ekki hefði hvarflað að sér, að hér gæti verið um mink að ræða, því hefði hann kallað á dýralækni, sem kom þangað fyrri hluta dagsins og tók með sér 17 hænsni til rannsóknar að Keldum. Skömmu eftir að dýralæknirinn fór frá bænum, sá heimafólkið mink í hænsna- húsinu og gerði þá strax viðvart. Við sáum nokkur hænsni með áverka á höfði, og var þar um augljós minkabit að ræða. Ég taldi vonlítið að ná minknum með aðstoð veiðihunda, þar sem felustaðir fyrir hann voru margir og holrúm á milli veggja, og því kom ég fyrir bogalögnum á fjórum stöðum. Næsta morgun var minkur fastur í einni þeirra, og af- lífaði bóndinn hann. Fullvíst er, að þar var kominn vargurinn, sem drepið hafði hænsnin, því ekki hefur frekar orðið vart við neitt, sem bendir til, að um annan mink geti verið að ræða, og bogalagnirnar, sem legið hafa, eru með sömu ummerkjum og þær voru. Það var strax augljóst, að hér var um alimink af Standard tegund að ræða, þ. e. þeirri tegund, sem mest hefur verið flutt inn frá Noregi síðan í vor. Standard minkurinn, aliminkurinn, er hrafn- svartur að lit og því gjörólíkur íslenzka villiminknum, sem er ávallt brúnleitur. Að tilmælum landbúnaðarráðuneytisins var þegar hafin rann- sókn á því, hvaðan þessi aliminkur gæti verið kominn. Hefur rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði fyrir hönd sýslumannsins í 842 Gullbringu- og Kjósarsýslu annast það mál ásamt mér undirrit- uðum. Niðurstöður rannsókna leiða í ljós, að ekki getur verið nema um tvo staði að ræða, sem aliminkurinn getur hafa komið frá, en það eru loðdýrabúin Loðdýr h.f. að Lykkju á Kjalarnesi og Pólar- minkur h.f. Skeggjastöðum í Mosfellssveit. Það verða að teljast mun meiri líkur fyrir því, að umræddur minkur sé upprunninn frá Lykkjubúinu, en hins vegar er ekki hægt að útiloka þann möguleika, að hann geti verið kominn frá minkabúinu að Skeggjastöðum. Hafi minkurinn sloppið frá öðru hvoru þessara búa, þá er vegalengdin frá Lykkju að Dalsmynni aðeins 3—4 km, en frá Skeggjastöðum að Dalsmynni a. m. k. 20 km. Á líklegustu leið minksins þaðan eru mörg býli, hænsnabú, laxaeldistöðin í Kollafirði og minkabúið að Lykkju, er því frekar ólíklegt, að aliminkur geri hvergi vart við sig á svo langri leið. Þótt frágangur minkabúa sé á allan hátt hinn vandaðasti, er bað staðreynd, að komið getur fyrir, að minkur sleppi frá búi, en út úr hinum nýbyggðu minkabúum hér á landi fer hann ekki nema af vangæzlu, svo sem ef hurðum og hliðum er ekki ávallt lokað, þegar um er gengið. Þegar minkahvolpar eru um átta vikna gamlir, er ætlast til, að þeir séu teknir frá mæðrum sínum og hafðir þá 1—3 í búri, þar til í ágústmánuði, en eftir þann tíma þykir ekki ráðlegt að hafa nema eitt dýr í hverju búri, til þess að þau fái sem beztan feld. Eftir að búið er að aðskilja hvolpana, hljóta starfsmenn bú- anna að verða þess strax varir, ef eitthvert dýr vantar. Hinar 900 minkalæður, sem hlutafélagið Loðdýr, Reykjavík, flutti inn frá Noregi í byrjun aprílmánaðar s.l., urðu mjög frjó- samar og eignuðust 3586 hvolpa, sem komust á legg. Í sumar og haust var þannig ástatt á búi félagsins að Lykkju, að húsrými vantaði fyrir fjölda minkahvolpa, og voru allt að 56 dýr saman í einu búri, þar til aflífun og skinnaverkun hófst í byrjun desembermánaðar, en henni lauk hinn 11. janúar s.l. Á þessu tímabili voru alls aflífaðir 2173 minkar á búinu að Lykkju. Hlutafélagið Pólarminkur í Reykjavík flutti inn 2000 minka- hvolpa frá Noregi í byrjun ágústmánaðar s.l. sumar til búsins að Skeggjastöðum í Mosfellssveit. Þar hafa ekki verið nema 1—2 minkahvolpar í hverju búri frá því fyrsta, að þeim var komið fyrir á búinu. Á búinu að Skeggjastöðum hófst aflífun og skinnaverkun hinn 845 7. desember s.l. og lauk 22. sama mánaðar. Þar voru alls aflífaðir 399 minkar. Það mun vera álit þeirra, sem kunna skil á minkarækt, að sér- stakrar aðgæzlu þurfi á minkabúum, meðan á aflífun felddýra stendur, sökum þess að þá kvað vera mest hætta á, að þau sleppi úr búrum sínum. Í myrkri skammdegisins ber ekki mikið á svörtu dýri, og þá getur hin minnsta óaðgæzla orðið til þess, að dýr komist út fyrir varnargirðingu. Samkvæmt frásögn bóndans, Guðlaugs Guðmannssonar í Dals- mynni, varð fyrst vart við særð hæsni hinn 8.— 10. janúar s.l., en hins vegar er ekki útilokað, að minkurinn hafi leynst í hænsna- húsinu einhvern ííma, áður en hann fór að bíta. Þó bendir margt til þess, að ekki hafi liðið mjög langur tími frá því, að umræddur aliminkur hafi verið á eldi. Rannsókn, sem gerð var á dýrinu að Tilraunastöðinni á Keldum, leiddi í ljós, að hér var um læðu- hvolp að ræða, sem var orðinn magur. Vitað er, að aliminkar, sem sleppa úr eldi, eiga örðugt með að bjarga sér á víðavangi, og þá sér í lagi um hávetur. Þess vegna er það háttur þeirra að leita á þá staði, þar sem eitthvert æti er að finna, og verða því hænsnabú, sem auðvelt er að smjúga inn í, oft fyrir heimsókn þeirra. Að svo komnu máli mun erfitt að sanna, svo fullvíst sé, frá hvoru minkabúinu, Lykkju eða Skeggjastöðum, umræddur ali- minkur sé kominn“. Sveinn Einarsson gaf skýrslu hér fyrir réttinum 13. mars sl. Sagði hann, að áður rakin greinargerð hefði að geyma rétta lýs- ingu á málavöxtum. Á þessum tíma kvaðst hann hafa verið starfs- maður Búnaðarfélags Íslands og haft á hendi eftirlit með minka- búum. Kvaðst vitnið hafa fylgst með innflutningi dýranna bæði til Loðdýrs h/f og Pólarminks h/f. Hann kvaðst einnig hafa fylgst með búunum, eftir að þau voru tekin í notkun, og ekki geta séð, að neitt hafi verið vanrækt. Hann taldi, að dýrin gætu ekki komist út úr búrunum hjálparlaust. Hann upplýsti, að dýrin hjá stefndu hefðu enn verið í sóttkví, þegar umræddir atburðir gerðust, þ. e. sóttkví, sem skylt er að viðhafa samkvæmt lögum, var ekki lokið. Vitninu var kynnt 16. gr. reglugerðar nr. 282/1969, og hann var spurður um skýrslubækur þær, sem þar getur. Vitnið sagði, að hann vissi til, að slíkar bækur hefðu verið haldnar hjá stefndu. 844 Hann kveðst hafa farið yfir þessar bækur og ekki séð neitt at- hugavert við færslur. Á hinn bóginn kvaðst vitnið ekki hafa getað fylgst með tölu dýranna. Sagði vitnið, að umrædda skýrslubók ætti aðallega að halda í sambandi við ræktun dýranna, en hins vegar ætti að vera hægt að sjá af skýrslubókunum, hvort tiltekið dýr hefði sloppið, ef á það reyndi. Vitninu var kynnt efni skýrslu Jóhannesar P. Jónssonar rannsóknarlögreglumanns, dags. 8. febrú- ar 1971 (Skýrsla þessi verður rakin hér að neðan). Sagði vitnið það rétt vera, að þeir hefðu talið alla minkana hjá Loðdýri þann 8. febrúar 1971. Í einu tilviki hafi vantað eitt dýr miðað við skýrslu bústjóra, en í öðru tilviki hafi verið tveim dýrum meira en sagði í skýrslu bústjóra. Reynslu sinni lýsti Sveinn þannig, að hann hafi stöðugt starfað að því að veiða villimink um allt land í rúmlega 16 ár. Kvaðst vitnið hafa veitt minka svo hundruðum skipti alls staðar á land- inu. Kvaðst vitnið aldrei hafa fargað slíkum minki og hér um ræddi, þ. e. svörtum minki. Á þessu byggði vitnið þá skoðun sína, að hér væri um alimink að ræða. Umræddur minkur hefði og drepið hænurnar með ólíkum hætti og villiminkur gerði. Sveinn kvaðst hafa tekið eftir því, að framtennur villiminks gætu sljóvg- ast nokkuð fljótt. Vitnið sagði, að algengt væri, að villiminkar færu í hænsnahús. Oftar en einu sinni kvaðst vitnið hafa unnið að því að drepa villimink, sem farið hafði í hænsnabú á Kijalar- nesi. Vitnið sagði, að villiminkar væru stundum magrir, þegar tækist að klófesta þá á sambærilegum árstíma. Hins vegar ætti það varla við um þetta svæði. Þar væru villiminkar yfirleitt bústnir. Vitnið taldi hugsanlegt, að mar það, sem fannst á hnakka umrædds minks, stafaði af tilraun, sem gerð hefði verið til að pelsa dýrið. Stefnandi gaf skýrslu um málavexti hjá rannsóknarlögreglu í Hafnarfirði þann 23. janúar 1971. Þar segir, að mánudaginn 11. janúar 1971 hafi hann komið í hænsnabú sitt kl. rúmlega 1700 og séð, að 5—6 varphænur voru dauðar. Fyrst datt honum í hug, að þetta væri fóðrinu að kenna, og aðhafðist ekkert. Þann 18. janúar 1971, er stefnandi kom í hænsnahúsið, var mikill fjöldi hænsna dauður eða ósjálfbjarga. Hænurnar höfðu allar sama ein- kenni, þ. e. blóðblett á hnakka. Þriðjudðagsmorguninn og miðviku- dagsmorguninn næst á eftir gerðust svipaðir atburðir. Kveðst stefnandi þá hafa haft samband við Brynjólf Sandholt dýralækni, sem hafi komið og tekið með sér 16—18 hænuhræ og farið með til rannsóknar að Keldum. 845 Stefnandi kveðst nú hafa haft samband við minkabana svo og Svein Einarsson veiðistjóra. Hafi fyrst verið leitað að minknum með hundi, en síðan voru lagðar gildrur. Á fimmtudagsmorgni var minkur búinn að hálfdrepa mikið af hænum, en var fastur í gildru með annan afturfótinn. Var dýrið handsamað og aflífað. Í aðiljaskýrslu hefur stefnandi skýrt svo frá, að minkurinn hafi alls drepið 107 varphænur. Skýrsla Jóhannesar P. Jónssonar rannsóknarlögreglumanns liggur frammi í málinu. Þar segir svo: „Mánudaginn 8. 2. 1971 kl. 14.30 fór undirritaður ásamt þeim Sveini Björnssyni, rann- sóknarlögreglumanni, og Sveini Einarssyni, veiðistjóra, að minka- búi Logdýrs h.f. að Lykkju, Kjalarnesi. Þar framkvæmdi undir- ritaður ásamt Sveini Einarssyni talningu á dýrum búsins, sem reyndust vera 1861, og var eitt í hverju búri. Þar voru og 24 dauð dýr, sem bústjórinn sýndi okkur, og á bænum Lykkju sýndi okkur Jón Leví 57 skinn, en gat þess, að meira magn af skinnum væri hjá stjórnarmanni, Jóni Magnússyni. Þess skal getið, að við okkar talningu kom í ljós, að í fjórum húsanna, sem hafa sex búr í „collyi“, kom í ljós (sic), að voru 896 dýr, en bústjórinn gaf upp 897. Við endurtalningu kom í ljós, að í nefndum húsum voru aðeins 896 dýr, og var bústjórinn við þá talningu einnig, og féllst hann á, að hans tala væri ekki rétt. Bústjórinn, Friðrik Bridde, talaði um það, að ekki væri hægt að telja mink svo öruggt væri, er nefnd skekkja kom í ljós. Í skýrslu, sem Sveinn Björnsson tók af bústjóranum, gaf hann upp, að í búinu væru 1860 dýr, en síðan kom í ljós, að þau voru 1861, eftir að lögð hafði verið saman talningin í öllum húsunum, bæði hjá okkur og bústjóranum ...“. Umræddur Friðrik Bridde gaf skýrslu hjá rannsóknarlögregl- unni í Hafnarfirði þann 8. febrúar 1971 og hér fyrir dómi 27. mars 1974. Af skýrslum vitnisins má ráða, að norskur maður, Arne Bond, hafi verið bústjóri að Lykkju til 17. desember 1970. Vitnið réð sig til búsins sem ræktari í byrjun september 1970, en þegar fyrrnefndur Arne Bond lét af störfum hjá búinu, tók vitnið við störfum bústjóra. Vitnið skýrði svo frá, að fyrrnefndur Arne Bond hafi verið með bók yfir dýrin frá byrjun, þ. e. fjölda í upphafi, hvað hefði fæðst og hversu mikið drepist, og sagði vitnið, að sú bók lægi hjá stjórnarformanni, Hermanni Bridde. Sjálft kveðst vitnið hafa framkvæmt talningu í búinu 1. janúar 1971. Voru þá minkar samtals 1981, og stemmdi það við bækur. Kvaðst vitnið hafa haldið skrá yfir lífdýr og enn fremur skráð 846 þau dýr, sem drápust og fæddust. Sagði vitnið að frá 1. janúar 1971 og þar til skýrslan var gefin 8. febrúar s. á. hefðu 121 dýr drepist, 29 stk. voru pelsuð þann 11. janúar 1971, og 29 stk. voru send að Keldum. Þá voru 24 dauð dýr með feldi í búinu að sögn vitnisins. Vitnið var visst um, að ekki hefði neinn minkur sloppið út úr húsi eða girðingu, síðan vitnið tók við búinu. Þó kemur fram í framburði vitnisins, að seinni partinn í desember 1970 sluppu tveir minkar út úr búrum sínum út í girðinguna, sem er um- hverfis búið, en voru handsamaðir þar. Í skýrslu stefnanda greinir frá því, að hann hafi komið með umræddan mink að Lykkju til að sýna vitninu. Vitnið var spurt um þennan atburð. Vitnið sagði, að hann hefði séð stefnanda með Þennan mink. Kveðst vitnið hafa sagt við stefnanda, að sér hefði fundist minkurinn dökkur, eins og minkur, sem sum búin hefðu. Í lögregluskýrslu 8. febrúar 1971 greindi vitnið þó svo frá um Þennan atburð: ,„... Aðspurður segir mættur, að hann hafi aldrei sagt við bóndann frá Dalsmynni, að minkurinn, sem hann kom með, væri frá þeirra búi, heldur, að sá minkur væri eins og minkur, sem þeir ættu og öll búin hefðu ...“. Sama kvöld kveðst vitnið hafa látið fara fram talningu og kallað til stjórnarformann. Voru talin öll lífdýr og þau borin saman við skrána, og kom það heim og saman. Hins vegar segir vitnið, að talning hafi ekki verið gerð á þeim skinnum, sem voru í geymslu, og nokkrum hræjum. Um þessa síðastnefndu talningu sagði vitnið, að til væru skráðar heimildir. Vitninu var kynnt framangreind skýrsla Jóhannesar P. Jónssonar rannsóknarlögreglumanns, en vitnið kvaðst ekki muna eftir því, að sér hafi verið tjáð, að þarna vantaði eitt dýr. Vitnið kvaðst ekki muna eftir Sveini Einarssyni við talninguna, en hann kvaðst muna eftir báðum lögreglumönnunum. Hann kvaðst heldur ekki minnast þess, að talning hafi ekki stemmt við skýrslur í einstökum húsum. Vitnið Brynjólfur Sandholt gaf vitnaskýrslu hér fyrir dómi 27. mars 1974, en vitnið er héraðsdýralæknir í Kjósarumdæmi. Hann kveðst hafa komið að Dalsmynni og skoðað dauðar og hálfdauðar hænur. Kveðst hann hafa tekið nokkrar hænur með sér að Keld- um til rannsóknar. Sjálft kvaðst vitnið hafa verið viðstatt, þegar hænurnar voru skoðaðar nánar að Keldum, og virtust þá koma í ljós einkenni eftir bit. Vitnið kvaðst hafa verið viðstatt, þegar minkur var fluttur að Lykkju. Var það í fyrsta sinn, sem slíkur innflutningur átti sér stað, eftir að minkarækt var leyfð á ný hér öL7 á landi. Minkarnir komu í búrum í flugvélum, og var eitt dýr í hverju hólfi í búrunum. Með sendingu fylgdu skýrslur frá selj- anda í Noregi, og sagði vitnið, að hann hefði borið saman þessa skrá við hvert búr. Á búrunum voru merki, og voru þau merki borin saman við merki á farmskírteinunum. Við þennan saman- burð kom ekkert óeðlilegt í ljós. Vitnið var spurt um skrá þá, sem getið er um í 3. gr. reglugerðar nr. 27/1970. Vitnið sagði, að umrædd skrá (farmskírteini) hafi verið notuð sem skrá skv. umræddri 3. gr. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði tók skýrslu af Helga Sigfús- syni, bústjóra minkabúsins Pólarminks h/f, þann 2. febrúar 1971. Sagði Helgi, að þann 4. ágúst 1970 hefði hann tekið við minkum Pólarminks h/f í Noregi, samtals 2000 dýrum. Á leiðinni til Íslands hafi 77 minkar drepist í flugvélinni. Síðan og þar til pelsun hófst 7. desember 1970 drápust 23 stk. Kvaðst Helgi hafa pelsað 399 stk., en pelsun lauk 20. desember 1970. Frá þeim tíma til 31. des- ember 1970 drápust 10 minkar. Um áramót 1970— 1971 voru lifandi í búinu 1491 minkur. Frá áramótum til 19. janúar drápust 12 minkar. 31. janúar drápust 7 stk., og 2. febrúar fundust 6 dauðir minkar, þannig að eftir voru á búinu 1466 minkar, þ. e. þann 2. febrúar 1971. Helgi sagðist fyrst í stað hafa brennt þá minka, sem drápust, þar sem hann hafi ekki vitað, að það ætti að rannsaka þá á Keldum, en síðan kveðst hann hafa farið með alla dauða minka þangað. Ljóst er af sakargögnum, að tveir rannsóknarlögreglumenn úr Hafnarfirði gerðu talningu á minkum í búi Pólarminks h/f að Skeggjastöðum þann 2. febr. 1971. Um þennan atburð segir svo í skýrslu þeirra: ,„„... Við talningu kom í ljós, að í búinu voru 1466 dýr á lífi, 6 dauð og 7 hræ. Í hverju búri var eitt dýr. Bústjórinn Helgi Sigfússon sagði, áður en okkar talning hófst, að í búinu væru 1466 dýr, sem og reyndist rétt vera. Hann kvaðst ekki geia gert grein fyrir öllum dýrunum frá upp- hafi, þar sem hann hafi brennt skrokkum af sumum þeirra, sem drepist höfðu, og ekki vitað í fyrstu, að þeim ætti að skila að Keldum. Vísast nánar til skýrslu, sem tekin var af Helga á staðnum. Hann kvað stjórnarformann Pólarminks vera Pál Ásgeir Tryggvason, sem hefði gögn yfir, hvað mörg dýr hafi komið í upphafi til búsins ...“. 848 Nokkur gögn hafa verið lögð fram í málinu um minkahald og talningu á minkum á búinu að Ósi við Akranes og búi Fjarðar- minks h/f, Hafnarfirði, en ekki er ástæða til þess að rekja þessi sögn hér. Umræddur minkur var krufinn að Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Krufningarskýrslan er undirrituð af Guð- mundi Georgssyni, lækni að Keldum, 30. janúar 1971 og hljóðar svo: „Niðurstöður athugunar á mink, sem rannsakaður var sam- kvæmt beiðni bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði. Lögreglu- þjónn afhenti minkinn á Tilraunastöðina að Keldum þ. 23/1 "71, og var beðið að kanna, hversu gamall minkurinn væri og hvað hann hefði etið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var mink- urinn veiddur í Dalsmynni, Kjalarnesi. Niðurstöður krufningar: Svört læða með hvítan flekk á höku. Læðan vegur 680 g með feldi, en 530 g flegin. Dökkleitt klístur í feldi við ofanverðan mjóhrygg báðum megin og á vinstri síðu frá kvið upp á brjóst svo og hægra megin á brjósti rétt aftan við hægri framfót. Feldurinn er einnig nokkuð klístraður umhverfis ytri kynfæri. Talsvert slit er á tönnum. Vígtennur eru nokkuð sljóar og glerungur dálítið hrufóttur, ennfremur er nokkurt slit á framtönnum. Við fláningu kemur í ljós mar í undirhúðarvef og vöðvum á hnakka og höfði og framanvert á báðum framfótum. Dýrið er áberandi magurt og nær engin subcutan fita og nær engin fita í kviðarholi. Ekki finnst móta fyrir spenastæðum eða mjólk- urkirtlum þrátt fyrir nákvæma leit. Vinstra megin ofanvert á kvið er tætt sár, opið inn í kviðarhol. Ennfremur sár og brot á neðanverðri brjóstgrind báðum megin. Blóðtrefjar í brjóst- og kviðarholi. Milti sundurtætt, rifur í lifur, þind tætt og opin upp í brjósthol. Neðri lungnablöð báðum megin sundurtætt og blóð- hlaupin. Vélindi er tómt. Lítils háttar slím í maga og efst í mjó. girni. Í neðanverðu mjógirni og ristli nokkuð heillegar fjaðrir, ennfremur finnst í ristli vöndull með blágrænleitum þræði, strá- um og hárum, auk dökkleits kornótts massa. Innri kynfæri: Leg fíngert svo og legpípur. Eggjastokkar ca. 2—3 mm í þvm., dökk- rauðleitir við hilus, en ljósleitari við yfirborð. Ekki sjást neinir hnútar með berum augum. Smásjárskoðun: Við smásjárskoðun á nokkrum sneiðum úr báð- um eggjastokkum sáust allmörg eggbú á mismunandi þroskastig- um, en hins vegar engin gulbú eða leifar þeirra. Röntgenmyndir leiddu í ljós, að beinvexti var lokið, og enn- 849 fremur kom í ljós, að brjóskhringir í barka og geislungum voru byrjaðir að kalka. Ályktun: Þarmainnihald sýnir ótvírætt, að minkalæða þessi hefur lagzt á fugl. Röntgenmyndir leiddu í ljós, að beinvexti var lokið, þ. e. að læðan hafi verið eldri en um það bil 6 mánaða, en á því aldursskeiði lýkur beinvexti hjá mink. Sú staðreynd, að ekki fundust gulbú eða leifar þeirra í eggjastokkum læðunnar, hvorki við stórsæja skoðun né smásjárskoðun, er mjög ótvíræð vísbending um það, að ekki hafi verið hleypt til læðunnar, hafi hún lifað fengitíma, sem er að jafnaði í marzmánuði. Egglos er undanfari þess, að gulbú myndist og verður tæpast nema hleypt sé til á fengitíma. Ekki fannst móta fyrir mjólkurkirtlum, og bendir það til þess, að læðan hafi ekki átt hvolpa. Niðurstaða: Minkalæða, sem lagzt hefur á fugl, eldri en % árs, en sennilega yngri en um það bil 10 mánaða. Ekki er fyllilega unnt að útiloka, að læðan geti verið eldri, en þá verður að telja nær fullvíst, að hún hafi hvorki átt hvolpa né verið hleypt til hennar“. Þá liggur enn fremur frammi í málinu skýrsla Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, dags. 2. apríl 1974 og undir- rituð af Halldóri Vigfússyni, um minkbitnar hænur. Þar segir svo: „20/1 1971: 19 hænur frá Guðlaugi Guðmannssyni, Dalsmynni, Kjalarnesi, Kjósarsýslu. Brynjólfur Sandholt dýralæknir kemur með þessar dauðu hænur. Saga: 11. þ. m. var fólk ekki heima milli kl. 11 og 16. Þegar komið var aftur, lágu 5 ungar hænur (10—12 mán.) dauðar, og 5 voru veikar. Þær drápust smátt og smátt. Engar nýjar bættust við. Í gær (19/1) liggja svo 13 hænur dauðar. Þær voru eldri, 1%-- 21 árs, og í annarri stíu(?). Hænurnar sagðar verða mjög bláar á haus og hálsi. Ekki hefur borið á veikindum undanfarið, þó að ein og ein hafi drepizt. Varp hefur nú dottið niður, en var 50—60%. Athugun: Allar þessar 19 hænur bera ummerki eftir áverka á hálsi og hnakka. Er skinnið eða hamurinn mismunandi mikið skaddaður. Í sumum tilvikum sjást aðeins á skinni smágöt, sem geta verið eftir hvassar tennur, en Í öðrum tilvikum er holdið á hálsi meira eða minna skert og bein löskuð. Víðast hvar er mikið af blóði og blóðlifrum undir skinni á hálsum hænsnanna, sem sýnir, að þessir áverkar hafa orðið í lifanda lífi, en geta ekki verið t. d. rottunag, eftir að hænurnar drápust“. 54 850 3. . 3.1. Stefnandi telur gögn málsins veita næga vísbendingu um það, að aliminkur hafi valdið umræddu tjóni. Sé ljóst, að mink- urinn hafi sloppið frá minkabúi. Miðað við aðstæður og sakar- gögn sé helst um að ræða minkabú þau, sem stefndu reki, en þessum búum sé það sameiginlegt, að þau hafi ekki haldið skrár bær yfir minka, seim lögskylt sé að halda skv. 16. gr. reglugerðar um loðdýrarækt nr. 282/1969. Af því leiði, að stefndu hafi ekki getað sannað með talningu og skrám þessum, að frá þeim hafi ekki sloppið minkur. Stefndu verði, eins og hér sé ástatt, að bera hallann af þessum sönnunarskorti, enda bendir stefnandi á, að mjög erfitt sé fyrir tjónbola að sanna, hvaðan minkur sé kominn, sem tjóni valdi. Augljóst sé af lagareglum, að eigandi minkabús sé ábyrgur fyrir tjóni af völdum dýra, sem sleppi úr vörslu. Meiri vandi sé á höndum, þegar tvö bú komi til greina, eins og Í máli þessu. Heldur stefnandi því fram, að þegar svo standi á, beri að gera búin samábyrg með hliðsjón af því, að af hálfu beggja bú- anna hafi verið sýnd vanræksla varðandi vörslu, skráningu og talningu dýra. Í framhaldi af þessu bendir stefnandi á bréf land- búnaðarráðuneytisins 26. apríl 1971, en þar sé lagt til, að for- stöðumenn nefndra búa svo og bústjórar yrðu áminntir fyrir rétti um að gæta ákvæða gildandi laga og reglugerðar um loðdýrarækt og umgengni á búum og frágang mannvirkja þannig, að ekki ætti að koma til þess, að dýr sleppi úr vörslu. Varakrafan er á því reist, að meiri líkur séu á því, að minkur- inn hafi sloppið frá búinu Lykkju á Kjalarnesi, þ. e. frá stefnda Loðdýri h/f. Stefnandi hefur gert svofellda grein fyrir kröfum sínum: „Mink- urinn drap 107 hænur. Til viðbótar varð ég að slátra 266 hænum, vegna þess að varp hjá þeim féll alveg niður eftir heimsókn minks- ins. Í staðinn keypti ég 370 fimm mánaða gamla unga, er ég þurfti að ala í 10 vikur, uns þeir fóru að verpa, en varphænur fást ekki keyptar. Tjón mitt met ég svo: 1. Kaupverð37T0 unga .. .. ... „. kr. 87.850.00 2. Fóðurkostnaður unganna í 10 vikur „ — 387.000.00 3. Afurðamissir í ca 10 vikur .. .. .. ..-—- 92.000.00 Samtals kr. 216.850.00 851 4. Frá dregst sláturverð á 266 hænum .. kr. 20.870.00 Kr. 195.980.00 Afurðatjónið undir lið 3 miðast við það, að ég hafi misst af varpi úr 373 hænum í ca 10 vikur, en reikna má með, að hæna verpi 2.5 kg af eggjum á 10 vikna tímabili. Kílóið af eggjum reikna ég á kr. 115.00. Útkomuna, sem þannig fæst, kr. 107.237.50, lækka ég niður í 92.000.00 vegna vanhalda, og er sú vanhalda- áætlun mjög rífleg“. 3.2. Stefndi Loðdýr h/f dregur í efa, að minkur hafi valdið umræddu tjóni. Í annan stað er því alfarið mótmælt, að um ali- mink hafi verið að ræða. Bent er á, að í íslenskri náttúru fyrir- finnast svartir eða mjög dökkir minkar. Enn fremur er vísað í orðalag í skýrslu Guðmundar Georgssonar læknis: „Talsvert slit er á tönnum. Vígtennur eru nokkuð sljóar og glerungur nokkuð hrufóttur, ennfremur er nokkurt slit á framtönnum“. Telur stefndi Loðdýr h/f, að þessi umsögn bendi til þess, að um villimink hafi verið að ræða, þar eð fæða hvolpanna frá Loðdýri h/f var þykkur, en mjúkur, massi, sem ekki slíti tönnum. Þá er á það bent, að um skemmdarverk kunni að vera að ræða, þar eð vitað sé, að margir séu andvígir minkahaldi í landinu. Því er alfarið mótmælt, að minkur hafi sloppið frá Loðdýri h/f. Á það er bent, að þegar minkar vöru fluttir til minkabúsins á Ósi við Akranes frá Noregi, hafi þeir misst lausan mink út í flug- vélina. Minkurinn var þó handsamaður, er flugvélin kom til Reykjavíkur. Er enn fremur gefið í skyn, að ekki sé útilokað, að minkur hafi sloppið þarna á leiðinni með flutningabifreið til Óss við Akranes. Af hálfu Loðdýrs h/f er því haldið fram, að venjulegar bóta- reglur eigi hér við um sök og sönnun sakar. Það leiði til þess, að fullyrðingar um bótaskyldu stefnda Loðdýrs h/f séu ósannaðar. Viðurkennt er, að skrá sú, sem 16. gr. reglugerðar nr. 282/1969 fjallar um, var ekki haldin, en bent er á, að slíkar skrár eigi að halda til að létta veiðistjóra eftirlit. Vanræksla á þessu breyti því engu um sönnunarreglur. Þá hafi veiðistjóri ekki heldur af- hent búinu skýrslubók, svo sem honum hafi þó borið að gera. Bótafjárhæð er mótmælt sem rangri og of hárri. Sönnur hafi ekki verið lagðar fram fyrir því, hversu margar hænur stefnandi hafi misst. Bent er á, að bótakrafa stefnanda hafi fyrst verið kr. 150 þús., en mánuði seinna sé hún orðin kr. 195.980. 852 3.3. Stefndi Pólarminkur h/f mótmælir því alfarið, að minkur hafi sloppið frá því fyrirtæki. Bent er á, að vegalengdin frá Lykkju að Dalsmynni sé aðeins 3—4 km, en frá Skeggjastöðum að Dalsmynni að minnsta kosti 20 km. Á líklegri leið minksins þaðan séu mörg býli; hænsnabú, laxaeldistöð í Kollafirði og minka- búið að Lykkju. Sé ólíklegt, að aliminkur geri hvergi vart við sig á svo langri leið. Þetta sýni ljóslega, að umræddur minkur hafi ekki getað komist frá búinu að Skeggjastöðum. Þá er og á það minnst, að hænsnabúið að Dalsmynni á Kjalarnesi hafi ekki verið nægjanlega vel útbúið og ekki minkhelt. Það leiði til þess, að tjónþoli eigi að bera tjón sitt að öllu eða mestu sjálfur. Að öðru leyti hefur Pólarminkur h/f borið fyrir sig svipaðar málsástæður og reifaðar voru í 3.2 hér að framan. Stefnufjárhæð er mótmælt sem of hárri, einkum 3. lið. Þar sé afurðamissir talinn kr. 92.000 sem beint tap, en ekki sé reiknað með kostnaði vegna fóðurs í þær 10 vikur, sem stefnandi telji sig hafa misst af varpi úr 273 hænum, hvað þá vinnukostnaði. 4. 4.1. Telja verður, að fyrrgreind skýrsla Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði, dags. 2. apríl 1974, ásamt vitnaskýrslum, aðiljaskýrslu stefnanda og öðrum gögnum taki af tvímæli um það, að minkur sá, sem handsamaður var í hænsnahúsi stefnanda að Dalsmynni, Kjalarnesi, hafi valdið hænsnadrápi því, sem er til- efni máls þessa. Hræi minksins hefur verið fargað, en krufningar- skýrsla hefur áður verið rakin. Litarháttur minkalæðunnar, hátterni ásamt líkamlegu ástandi hennar við krufningu veita til samans sönnun fyrir því, að hér var um alimink að ræða. Lýsing í krufningarskýrslu á tönnum dýrsins bendir ekki í gagnstæða átt. Minkabú stefnda Loðdýrs h/f er í um 3—4 km fjarlægð frá Dalsmynni, en á minkabúinu voru m. a. haldnir svartir aliminkar af svonefndri „Standard“ tegund. Upplýst er, að lögboðnar skýrslubækur um minka voru ekki haldn- ar á minkabúi þessu. Ófullkomin skrá, sem þó var haldin og lögð hefur verið fram í málinu, nær aðeins til hluta þess tímabils, sem hér skiptir máli. Hvorki skrá þessi né önnur gögn skjóta loku fyrir það, að minkur hafi sloppið frá minkabúi þessu. Með hlið- sjón af framanrituðu og þeim skaðabótasjónarmiðum, sem hér eiga við, ber að leggja ábyrgð á tjóninu á stefnda Loðdýr h/f. Eru engin rök til að skerða þennan bótagrundvöll vegna eigin sakar stefnanda eða af öðrum orsökum. 853 Stefndi Pólarminkur h/f rekur minkabú að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, en þar eru einnig haldnir svartir aliminkar. Lög- boðnar skýrslubækur um minka voru þar ekki haldnar, og engar skrár eða gögn um þá hafa verið lagðar fram af hálfu þessa minkabús. Minkabú þetta er í um 20 km fjarlægð frá Dalsmynni. Engu verður slegið föstu um það, hversu lengi minkurinn hefur leikið lausum hala, en ljóst er, að um mánuð eða meir gæti verið að ræða eða styttri tíma. Með hliðsjón af því, sem kunnugt er um hreyfingar ungra villiminka í náttúrunni og um hátterni þeirra við þær aðstæður, verða engar öruggar ályktanir dregnar af fjar- lægðinni einni saman. Með skírskotun til þess, sem nú var sagt, er rétt að fella einnig bótaábyrgð á stefnda Pólarmink h/f og á þeim bótagrundvelli, sem fyrr er rakinn. Ljóst er af sakargögnum, að stefnandi hefur orðið fyrir talsverðum búsifjum af völdum minksins. Má eftir atvikum miða við frásögn stefnanda sjálfs um, að minkurinn hafi drepið 107 hænur og að varp hafi fallið með öllu niður úr 266 hænum til viðbótar, enda eru þessar fullyrðingar nokkrum gögn- um studdar og teljast ekki ósennilegar miðað við aðstæður. Full- yrðingu stefnanda um, að ekki hafi verið unnt að kaupa varp- hænur í stað þeirra, sem ónýttust honum, hefur ekki verið hnekkt. Við ákvörðun bóta til handa stefnanda má hafa til hliðsjónar kaup hans á 370 hænuungum samkvæmt framlögðum reikningi. Enn fremur má ætla, að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni vegna afurðamissis, en gögn málsins bera með sér, að hann hafi haft atvinnu af hænsnarækt. Að öllu athuguðu eru heildarbætur til stefnanda hæfilega ákveðnar kr. 130.000, en þá hefur þegar verið dregið frá sláturverð 266 hæna, svo sem stefnandi hefur sjálfur gert, sbr. 3.1. Ber að dæma stefndu til að greiða þessa fjárhæð óskipt með vöxtum eins og krafist er. Stefndu ber enn fremur að greiða stefnanda málskostnað, sem er hæfilega ákveð- inn kr. 40.000. Stefán M. Stefánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Arnþóri Garðarssyni prófessor og Sig- urði Helgasyni lektor. Dómsorð: Stefndu, Loðdýr h/f og Pólarminkur h/f, greiði stefnanda, Guðlaugi Guðmannssyni, kr. 130.000 með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1971 til greiðsludags og kr. 40.000 í málskostnað, 854 óskipt, innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að telja að við- lagðri aðför að lögum. Föstudaginn 22. október 1976. Nr. 186/1976. Ákæruvaldið segn Ívari Erni Ingólfssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Ákærði hefur með kæru, dagsettri 1. október 1976, kært til Hæstaréttar úrskurð sakadóms Beykjavíkur, uppkveðinn 30. september s. á. Kærugögn bárust Hæstarétti 11. og 14. októ- ber 1976. Ríkissaksóknari hefur leyft kæru þessa skv. 1. tölu- lið 171. gr. laga nr. 74/1974, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 75/ 1973. Krefst ákærði þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að tekin verði til greina krafa hans um, að með- dómendur í máli hans, Edgar Guðmundsson og Páll Hannes- son byggingaverkfræðingar, víki sæti í málinu. Enn fremur krefst hann kærumálskostnaðar. Samkvæmt sögnum máls fékk verjandi ákærða vitneskju um hinn kærða úrskurð 1. október 1976. Kærði hann úrskurð- inn með bréfi, er hann kveðst hafa ritað og póstlagt sam- dægurs. Samkvæmt frásögn sakadómara þess, er kvað upp hinn kærða úrskurð, barst honum kæran 5. október s. á., en þá var kærufrestur liðinn samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 14/1974, Þar sem kæra skal vera bréfleg samkvæmt nefndu lagaákvæði, sé hún ekki bókuð í þingbók, skiptir ekki máli, þótt verjandi ákærða hafi hinn 1. október lýst kæru sinni í 655 símtali við yfirsakadómara, eins og fram kemur Í greinar- serð hans til Hæstaréttar. Samkvæmt þessu ber að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmd- ur. Dómsorð: Kærumáli þessu vísast frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 30. september 1976. Ár 1976, fimmtudaginn 30. september, er.á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni A. Ólafssyni saka- dómara, kveðinn upp úrskurður í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Ívari Erni Ingólfssyni, um þá kröfu skipaðs verjanda, Jóns Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns, að meðdómsmennirnir Edgar Guðmundsson og Páll Hannesson skuli víkja sæti, en sú krafa var tekin til úrskurðar 8. þ. m. I. 8. mars 1973 gaf saksóknari ríkisins út svohljóðandi ákæru: „Saksóknari ríkisins gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál á hendur Ívari Erni Ingólfssyni, húsasmíðameistara, Safamýri 44 í Reykjavík, fæddum þar í borg 27. ágúst 1933, fyrir brot á bygg- ingarsamþykkt Reykjavíkur með því sem húsasmíðameistari hús- anna nr. 2—20 við Dvergabakka í Reykjavík, sem eru ðja hæða sambyggð fjölbýlishús, byggð 1967 og síðar, að haga svo gerð svalahandriða, að mikil slysahætta stafar af, einkum vegna lá- réttra banda (þversláa), sem verulegt opið bil er á milli, og að hafa lengra bil milli lóðréttra rimla en 15 sentimetra. Frágans handriðanna, sem eingöngu eru úr viði, framkvæmdi ákærði á árunum 1969 og 1970 og hefur eftir það eigi sinnt ítrekuðum fyrir- mælum byggingarfulltrúa um úrbætur. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 77. gr. og 1. mgr. 69. gr., sbr. 1. mgr. 17. gr. 99. gr. og 102. gr. byggingarsamþykktar Reykjavíkur nr. 39/1965, sbr. lög nr. 61/1944. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. 21. s. m. vár ákæran birt ákærða og honum gefinn frestur til að taka ákvörðun um vörn. Með bréfi dómsins frá 8. maí s. á. var Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður skipaður verjandi ákærða samkvæmt ósk hans. 856 Á dómþingi 22. janúar 1975 skipaði dómsformaður til starfa með sér í málinu tvo kunnáttumenn um byggingamálefni, bygg- ingaverkfræðingana Pál Hannesson, Grænutungu 3 í Kópavogi, og Edgar Guðmundsson, Vesturbergi 49 í Reykjavík. 26. febrúar s. á. fór dómsformaður á vettvang ásamt hinum nýskipuðu með- dómendum. Dómararnir lituðust um á vettvangi, svo og tók Svein- björn Bjarnason, starfsmaður í tæknideild rannsóknarlögreglunn- ar, myndir samkvæmt ábendingum hinna sérfróðu meðdóms- manna. Er málið var næst tekið fyrir hinn 25. apríl f. á., voru lagðar fram möppur með myndunum, sem teknar voru á vett- vangi. Myndir þessar voru tölusettar, en án skýringa. Í þinghaldi í málinu 11. júní f. á. er eftirfarandi bókað: „Dóm- urinn lætur þess getið, að skipaður verjandi hafi talið nauðsyn- legt, að fram kæmi, sbr. dskj. XIII og XIV (myndamöppurnar), að athugað yrði, sbr. einkum myndir nr. 25 og 27 á dskj. XIV, að kannað yrði (sic), hve margir af lóðréttu stöfunum í svalahandrið- unum hefðu losnað úr festingum úr þakskegginu. Hinir sérfróðu meðdómendur könnuðu þetta í morgun á vettvangi, og er skýrsla þeirra um þá athugun lögð fram“. Í skýrslu þessari segir: „Fest- ingar voru alls 207, þar af 84 múrboltafestingar og 123 skotnagla- festingar. Af skotnaglafestingum voru 30 lausar, eða 24.4%. Um 1 af lausu skotnaglafestingunum höfðu verið endurfestar með litl- um blikkvinklum. Skotnaglafestingarnar virtust flestar hafa losn- að á þann hátt, að steypan í þakskegginu hafði klofnað undan nöglunum. Á stöku stað höfðu þó naglarnir dregist í gegn um timbrið. Múrboltafestingar 84 talsins virtust vera í lagi“. Í skýrsl- unni var einnig uppdráttur, sem sýndi nánar, hvar og hvernig festingunum var háttað á hinum ýmsu hlutum hússins. Á dómþingi 6. nóvember sl. voru lagðar fram í málinu skýr- ingar við áðurgreindar ljósmyndir. Skýringarnar gerði meðdóm- andinn Edgar Guðmundsson samkvæmt beiðni dómsformanns. 6. maí sl. var á dómþingi í málinu talið rétt að kveðja hæfa og óvilhalla kunnáttumenn til að skoða svalahandriðin á húsunum nr. 2—20 við Dvergabakka og láta dóminum í té skýrslu um þá skoðun, einkum að því er varðar: 1. Uppbyggingu handriðanna í burðarlegu tilliti, þar í talið að leggja mat á almennan styrkleika þeirra. 2. Festingar á einstökum hlutum handriðsins við svalagólf og annars staðar, þar sem þær hafa þýðingu vegna gerðar handriðs- ins og ýmissa öryggisatriða. 3. Efnisgæði svalahandriðanna eftir því sem unnt er að meta 857 þau í samræmi við sjáanleg lýti, sem örugglega verður að telja upprunaleg, þ. e. ekki hægt að rekja til slælegs viðhalds eða óhapps. 4. Öryggi handriðanna gagnvart ýmsum atriðum, sem ekki verða talin í liðum 1—-3, t. d. barnaöryggi, klifurhættu o. s. frv. Til þessara starfa kvaddi dómurinn Halldór Hannesson bygg- ingaverkfræðing, Gunnarssundi 10, Hafnarfirði, og Indriða Níels- son byggingameistara, Flókagötu 43, Reykjavík. Hinir dómkvöddu menn skiluðu skriflegri skýrslu um starf sitt og komu auk þess fyrir dóm, Halldór 10. f. m. og Indriði 16. f. m. Í lok þess þinghalds kvaðst verjandi málsins, að gefnu tilefni frá dóminum, ekki vera tilbúinn að skila vörn á ákveðnum degi, þar sem matsgerðin í málinu gæfi tilefni til frekari athugana, þar eð hún virtist stangast á við álitsgerð Guttorms Þormars, sem frammi liggur í málinu, svo og vettvangsskoðun meðdómenda, sem e. t. v. gæfi tilefni til að gera kröfu um, að þeim yrði vikið úr dóminum. Verjandi fékk frest til 8. þ. m. til að gera grein fyrir afstöðu sinni til þessa atriðis. Þann dag skilaði verjandinn greinargerð og gerði kröfu til, að meðdómendur málsins vikju sæti. Í greinargerðinni segir: „Ástæður fyrir kröfu þessari eru þær, sem hér segir: 1. Hinn 6. maí s.l. voru þeir Halldór Hannesson, byggingaverk- fræðingur, og Indriði Níelsson, byggingameistari, dómkvaddir í sakadómi til þess að skoða umrædd svalahandrið og láta dóm- inum í té skýrslu um þá skoðun. Í skoðunargerð þessara dómkvöddu matsmanna segir m. a.: „Skotnaglar hafa bilað mjög mikið, og virðist óþarfi að fara að reikna þá. Á innri hring hafa 9 af 53 festingum látið sig, en á ytri (nyrðri) hring hússins hafa 25 af 72 festingum af þessari gerði látið sig. Sennileg orsök er, að stálið í nöglunum hrökkvi vegna titrings (vibrasjóna), sem verða á plönkunum í vindi, en allar festingarnar hafa bilað á sama hátt, þ. e. naglarnir eru farnir í sundur milli trés og steypu“. Hinir dómkvöddu meðdómendur höfðu hins vegar framkvæmt vettvangsskoðun 11. júní 1975. Í þessari skoðun telja þeir festingar á innri hring alls 52, en af þeim hafi bilað 11. Á ytri hring telja þeir alls vera 71 festingu, en af þeim hafi 19 losnað. Loks telja þeir, að flestar skotnaglafestingarnar hafi losnað á þann hátt, að steypan í þakskegginu hafi klofnað undan nöglunum. Á stöku stað hafi þó naglarnir dregist í gegn um timbrið. Ég fæ ekki betur séð en að hinir dómkvöddu meðdómendur, 858 sem hér skipa meiri hluta sakadóms og geta því haft úrslitaáhrif á niðurstöðu þessa máls, hafi með framangreindri vettvangsskoð- un sinni og umsögn um hana kveðið upp eins konar dóm um þennan þátt málsins. Hitt dylst engum, að mikils misræmis gætir annars vegar Í skoðun meðdómendanna og hins vegar í skoðunar- eða matsgerð þeirra manna, sem dómurinn kvaddi til þess að skoða svalahand: riðin, og er það misræmi bæði varðandi tölu festinga, hversu margar hafi losnað, hvernig þær hafi losnað og hvers vegna. Er útilokað að meðdómendurnir geti að svo vöxnu máli litið matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna þeim hlutlausu dómara- augum, sem nauðsynlegt er, til þess að fyllsta réttlætis sé gætt í málsmeðferð gagnvart ákærða. 2. Svipað er að segja um ljósmyndir þær, sem teknar voru hinn 26. febrúar 1975 af svalahandriðunum að fyrirsögn rneðdóm- andans Edgars Guðmundssonar. Í dómskjali nr. XXIII, sem dagsett er 5. nóvember 1975 og meðdómandinn telur vera skýringar við ljósmyndir, segir m. a. svo: „Áberandi hornkvistasamlokur ..., stúfskeyting ..., athuga verð, ... áberandi brot ..., áberandi viðbragðsviður, ... geypi- stórir hornkvistir, ... umfangsmiklir flatkvistir, ... undirlags- skífur vart greinanlegar ...“, svo nokkuð sé nefnt. Jafnvel er svo langt gengið, að mynd er talin „misheppnuð“, væntanlega þar sem ekkert verður fundið því til foráttu, sem sú mynd sýnir. Hér er auðsjáanlega verið að kveða upp mjög svo ótímabæran efnisdóm í þess orðs fyllstu merkingu. Eykur þetta að sjálfsögðu enn á vanhæfi þessa meðdómanda til'þess að leggja dóm á málið. Tel ég í þessu sambandi rétt að vísa til vættis Indriða Níels- sonar, húsasmíðameistara, og annarra vitna, sem borið hafa í málinu varðandi efnið, myndirnar og þann dóm um efnið, sem í myndunum felst. 3. Eins og fyrr greinir, voru í sakadómi dómkvaddir tveir menn til skoðunar á svalahandriðunum. Var vali þeirra, að ég tel, alveg réttilega hagað, þannig að annar var byggingaverkfræðingur, en hinn húsasmíðameistari. Ég tel alveg óhjákvæmilegt eftir það, sem þegar er fram komið í málinu, að a. m. k. annar meðdómenda í ofangreindu máli sé 859 húsasmíðameistari, enda er ákærði sóttur til saka fyrir meint brot vegna þess starfa síns. Að öllu framangreindu er það krafa mín að meðdómendur víki nú sæti í máli þessu og að a. m. k. annar þeirra meðdómenda, sem formaður dómsins kynni að dómkveðja í stað þeirra, sé húsa- smíðameistari““. 11. Í ákæru málsins er ákærða gefið að sök brot á byggingarsam- þykkt Reykjavíkur með því sem húsasmíðameistari húsanna nr. 2—20 við Dvergabakka í Reykjavík að haga svo gerð svala- handriða, að mikil slysahætta stafar af „einkum vegna láréttra banda (þversláa), sem verulegt opið bil er á milli, og að hafa lengra bil milli lóðréttra rimla en 15 sentimetra“. Nú er því ekki að leyna, að ákvæði byggingarsamþykktarinnar um svalahandrið eru næsta fátækleg. Í ákæru málsins er að þessu leyti aðeins vísað til 2. mgr. 77. gr. og 1. mgr. 69. gr. Í fyrrgreindri greininni segir: „Á veggsvölum skal vera handrið, ekki lægra en 1 m, og fer um gerð eftir reglum 69. gr. eftir því, sem þær geta átt við, þó má handrið aldrei vera lægra en 1.20 m á 5. hæð húss og ofar“. Í seinni greininni segir: „Á öllum stigum skal vera handrið öðrum megin, en báðum megin, ef stiginn liggur ekki að vegg. Handrið skal vera minnst 80 cm á hæð, mælt lóðrétt upp af þrepbrún og minnst 90 cm með- fram stigaopum. Í íbúðarhúsum skal þannig gengið frá handriðum, að ekki stafi hætta af og má ekki vera lengra bil milli lóðrétira rimla en 15 cm. Byggingarfulltrúi getur mælt fyrir um gerð handriða í öðrum húsum“. Til að kanna sakargiftir hefur dómurinn framkvæmt vitna- leiðslur, myndatökur, vettvangsskoðanir og dómkvatt mats- og skoðunarmenn, og e. t. v. má finna að því, hve víðtæk sú rannsókn var, þar eð ákæruatriði virðist við fyrstu sýn vera einfalt, en hafa ber í huga m. a., að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru hér í húfi, þótt beinar fjárkröfur séu ekki í málinu. Þessi gagnaöflun hefur að hluta orðið til þess, að verjandi ákærða hefur talið með- dómendur hafa gengið of langt; eins og greinir hér að ofan. Verður nú vikið að þeim aðfinnslum í sömu röð og þær eru greindar Í greinargerð verjandans: Um 1. Eins og áður er rakið, fóru meðdómendur hinn 11. júní 860 f. á. á vettvang samkvæmt ósk verjanda og töldu, hve margar af lóðréttu stöfunum í svalahandriðunum hefðu losnað úr festingum úr þakskegginu. Um þessa ferð gerðu þeir stutta skýrslu. Þessari bráðabirgðatalningu ber ekki alveg saman við talningu hinna dómkvöddu mats- og skoðunarmanna. Þess ber að geta, að fyrri talning er framkvæmd 11. júní 1975, en sú síðari 31. maí sl., eða hartnær ári síðar. Mannvirkið getur vel hafa breyst á þeim tíma, a. m. k. þannig að lausar festingar á ytri hring eru taldar fleiri í seinni skoðun en þeirri fyrri. Að öðru leyti er munurinn svo lítill, 1—2 stykki, að hann getur ekki minni verið og getur engu ráðið um úrslit þessa máls, enda hér um bráðabirgðatalningu að ræða til glöggvunar við yfirheyrslur. Þá er einnig að því fundið, að í vettvangsskýrslunni hafi með- dómendur talið, „að flestar skotnaglafestingarnar hafi losnað á þann hátt, að steypan í þakskegginu hafi klofnað undan nögl- unum. Á stöku stað hafi þó naglarnir dregist í gegn um timbrið“, en hinir dómkvöddu menn telji sennilega orsök þess, að festing- arnar hafi látið sig, þá, „að stálið í nöglunum hrökkvi, vegna titrings (vibrasjóna), sem verði á plönkunum í vindi, en allar festingarnar hafi bilað á sama hátt, þ. e. naglarnir eru farnir í sundur milli trés og steypu“. Fyrst er þess að geta, að Í skýrslu meðdómenda er ekki fastar að orði kveðið en: „Skotnaglafest- ingarnar VIRTUST flestar hafa losnað á þann hátt, að steypan í þakskegginu hafi klofnað undan nöglunum. Á stöku stað höfðu þó naglarnir dregist í gegn um timbrið“. Í öðru lagi er þess að geta, að ekki er sérstaklega ákært fyrir mistök eða handvömm við þessar festingar, og ekki hefur verið tekin nein afstaða til þess, hvort gerð þeirra og frágangur telst vera hluti þeirrar ætl- aðrar slysahættu, sem í ákæru er talið, að stafi af svalahandrið- unum, og enn síður hvort nokkur ákvæða byggingarsamþykktar- innar nái til slíkra festinga. Hitt má þó vera ljóst, ef það reynist vera efnisatriði við úrlausn þessa máls, getur það vart skipt máli, af hvaða ástæðum festingarnar hafa reynst ófullnægjandi, ef slíkt verður á annað borð rakið til efniseiginleika eða vinnu við frá- gang þeirra. Loks ber þess að geta um þennan lið, að áður en efnisdómur verður kveðinn upp í málinu, munu dómendur að sjálfsögðu yfir- fara rækilega allt, sem fram kemur við rannsókn málsins, þar með verk og framburði hinna dómkvöddu manna, m. a. með at- hugun, talningu og öðru á vettvangi. Þegar framangreint er virt, verður eigi talið, að meðdóm- 861 endurnir hafi gert sig óhæfa til að fara með málið áfram vegna greindra afskipta af því. Um 2. Á sínum tíma var það hugmynd formanns, að farið yrði á vettvang til að taka m. a. ljósmyndir á vettvangi, enda al- gengt, að rannsóknarlögreglan taki slíkar vettvangsmyndir til notkunar í opinberum málum. Dómsformaður gerði upphaflega ráð fyrir, að lögreglumaður sá, er myndirnar tók, semdi texta við þær, eins og venja er undir svipuðum kringumstæðum. Er til kom, taldi lögreglumaðurinn óhægt um vik, þar eð hann hefði ekki sjálfur valið myndaefnið, heldur meðdómendurnir. Féllst dómsformaður á þetta eftir atvikum. Tilgangur dómsformanns með myndatökunni var sá að hafa þær við hendina við yfirheyrslur til glöggvunar fyrir þá spurðu svo og að stuðla að því, að hið sanna og rétta kæmi í ljós, svo sem fjarlægðir milli skábanda. Þegar farið var að nota myndirnar skýringarlausar við yfirheyrslur, komu annmarkar Í ljós, og varð það til þess, að meðdómandinn Edgar Guðmundsson tók að sér að semja skýringar við þær. Með skýringum þessum, eða a. m. k. með hluta af þeim, telur verjandi, „að kveðinn hafi verið upp mjög svo ótímabær efnisdómur í þess orðs fyllstu merkingu“, og rekur slíkt með 8—9 dæmum „svo nokkuð sé nefnt“, eins og hann orðar það, en 32 myndir eru skýrðar af viðkomandi með- dómanda. Verða nú dæmi verjanda rakin í sömu röð og þau koma fyrir Í greinargerð hans. 2.1. Orðin „Áberandi hornkvistasamlokur“ virðast eiga við skýringar á 4. mynd, en hún er svo í heild sinni: „Sýnir áberandi „hornkvistasamlokur“ (kvistir sem ganga frá skammbrúnum virkisins og mætast í V, sem næst miðju) bæði í efstu handriðs- reim og lóðréttri stoð“. 2.2. Orðin „stúfskeyting“ og „athugaverð“ virðast eiga við skýringu á 5. mynd, en hún er í heild svohljóðandi: „Sýnir sama og 4, auk þess virðist vera brot í stoð lengst til vinstri um % metra ofan við efstu handriðsreim. Stúfskeyting stoða nr. 2, 4 og 6 frá vinstri á móts við þriðju handriðsreim að ofan virðist athugaverð“. 2.3. Orðin „áberandi brot“ sýnast eiga við skýringu á 6. mynd, sem hljóðar svo: „Sýnir sama og 4 auk áberandi brots í lóðréttri stoð hægra megin á myndinni u. þ. b. 1 metra ofan við efstu handriðsreim“. 2.4. Orðin „áberandi viðbragðsviður“ eru væntanlega tekin úr skýringu við 13. mynd, sem er svohljóðandi: „Áberandi „við- 862 bragðsviður“ (svæði, sem breytist mun meira með rakabreyt- ingum en aðrir viðarhlutar. Getur orsakað viðarbrot án þess að ytra álag komi til)“. 2.5. Orðin „geypistórir hornkvistir“ eru ekki finnanleg í skýr- ingunum, en skýringin við mynd nr. 15 er svohljóðandi: „Geysi- stór hornkvistur“. 2.6. Orðin „umfangsmiklir flatkvistir“ eru heildarskýring við 19. mynd. 2.7. Orðin „undirlagsskífur vart greinanlegar“ virðast úr skýr- ingu við mynd nr. 31, sem er í heild svohljóðandi: „Sýnir hluta festinga milli svalahandriða og lóðréttra stoða. Undirlagsskífur vart greinanlegar ( múrboltafesting)“. 2.8. Orðin „Mynd misheppnuð“ er skýring við 21. mynd. Hlutverk dómara í opinberum málum er að leitast við, að hið sanna og rétta komi í ljós, og kveða síðan upp hlutlausan efnis- legan dóm á grundvelli þess, sem fram hefur komið. Eins og ís- lensku opinberu réttarfari er háttað, þurfa dómarar sjálfir að afla gagna, er varða sekt eða sakleysi sakaðra manna. Þeir komast því æðioft í þann vanda að þurfa samtímis að koma fram fyrir ákæruvaldið, sem að jafnaði kemur ekki fyrir dóm í öðr- um málum en þeim, sem getið er um í 130. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, og gæta lögverndaðra hagsmuna sak- borninga. Myndatakan á vettvangi var liður í slíkri rannsókn svo og skýringargerð við myndirnar. Ekki getur dómurinn séð, að meðdómandinn Edgar Guðmundsson hafi gengið lengra en réttar- farslögin gera ráð fyrir, enda fellst enginn frekari „dómur“ í textagerðinni en kann að felast í myndatökunni sjálfri. Verjandi hefur frá upphafi haft aðgang að myndum þessum, og hefur hon- um ætið, og stendur enn opin leið til að óska frekari myndatöku. Enn má benda á, að myndirnar og skýringarnar við þær eru að- eins hluti þeirra gagna, sem gefa upplýsingar um timbrið í hand- riðunum, því ýmis vitni hafa borið um ástand þess. Dómurinn lítur því svo á, að verjandi ákærða hafi ekki komið með nein frambærileg rök um, að Edgar Guðmundsson meðdóm- andi skuli víkja sæti í málinu, enda verður ekki séð, að hann hafi með því að útbúa framangreindar skýringar við ljósmyndirnar á nokkurn háti tekið afstöðu til þeirra atriða, sem í ákæru greinir, hvorki beint né óbeint. Samkvæmt því, sem hefur nú verið rakið, verður krafa Jóns Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns fyrir hönd ákærða, Ívars Arnar 863 Ingólfssonar, um, að meðdómendurnir Edgar Guðmundsson og Páll Hannesson víki sæti, ekki tekin til greina. Úrskurðarorð: Krafa Jóns Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns fyrir hönd ákærða, Ívars Arnar Ingólfssonar, um, að meðdómendurnir Edgar Guðmundsson og Páll Hannesson víki sæti, er eigi tekin til greina. Þriðjudaginn 26. október 1976. Nr. 76/1974. Ólafur Markússon (Ragnar Jónsson hrl.) gegn Kjartani Óskarssyni og Almennum Tryggingum h/f og gagnsök (Guðmundur Pétursson hrl.). Dómendur hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálms- son. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 10. apríl 1974. Krefst hann þess, að gagnáfrýiendum verði óskipt dæmt að greiða honum 1.467. 000 krónur og gagnáfrýjanda Kjartani einum dæmt að greiða honum 2.680.613 krónur, hvort tveggja með 7% ársvöxtum frá 26. október 1969 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst aðaláfrýjandi máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 18. apríl 1974. Krefjast þeir lækkunar á kröfum aðaláfrýjanda og að 864 málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði látinn niður falla. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. I. Málsatvik eru rakin í héraðsdómi. Af atvikum slyssins og staðháttum á vettvangi er ljóst, að aðaláfrýjandi hefur sýnt af sér verulegt gáleysi, er hann gekk yfir vestari atbraut Snorrabrautar á gatnamótum Egilsgötu, Þorfinnsgötu og Snorrabrautar. Samkvæmt því og að öðru leyti með skír- skotun til raka héraðsdóms þykir mega staðfesta þá úrlausn hans, að aðaláfrýjandi skuli sjálfur bera 4 hluta tjóns síns. I. Kröfur sínar hér fyrir dómi sundurliðar aðaláfrýjandi þannig: 1. Örorkutjón... ... .. .. kr.5.201.339 = örorkulífeyrir frá Trygg- ingastofnun ríkisins.. .. ... ... — 1.783.525 = afsláttur vegna opinberra gjalda 15% .. .... „0. — 780.201 kr.2.637.613 2. Bætur fyrir þjáningar og lyti .. .. ... ... .. — 2.000.000 3. Lækniskostnaður o.fl... .. ... 2... .. 2. — 43.000 Alls kr. 4.680.6153 Frá þessari fjárhæð telur aðaláfrýjandi að draga beri 533.000 krónur, sem gagnáfrýjandi Almennar Tryggingar h/f hafa greitt. Komi þannig fram kröfufjárhæðin 4.147.613 krónur. Á þeim tíma, sem slysið varð, hafi lögmælt vátrygg- ingarfjárhæð fyrir bifreið af þeirri gerð, sem hér er um fjallað, verið 2.000.000 krónur, sbr. niðurlag 1. mgr. 70. gr. laga nr. 40/1968. Gasnáfrýjanda Almennum Tryggingum h/f beri því að greiða 1.467.000 krónur af bótunum óskipt með sagnáfrýjandanum Kjartani, en Kjartani einum beri að greiða 2.680.613 krónur. Fjárkröfur aðaláfrýjanda hér fyrir dómi eru hærri en hafð- 865 ar voru uppi í héraði. Eru eigi efni til að leyfa hækkun þessa samkvæmt 45. gr. laga nr. 75/1973, að undanskildu því, að rétt þykir að fallast á hækkun vaxtakröfu að því leyti sem hún stafar af almennum vaxtahækkunum eftir dómtöku máls í héraði. Um 1. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur enn á ný reiknað með líkindatölun tjón aðaláfrvjanda af örorku hans vegna slyss þessa. Sam- kvæmt skyrslu tryggingastærðfræðingsins 16. október 1976 beitir hann sömu forsendum við áætlanir sínar og í skýrslu 28. ágúst 1972, sem í héraðsdómi er rakin, en tekur nú tillit il launahækkana, sem orðið hafa frá slysdegi, og þeirra launahækkana, sem vitað er um á næstunni. Þá notar trygs- ingastærðfræðingurinn tvær forsendur að því er vexti varð- ar. Telst honum svo til, að ef reiknað sé með 7% ársvöxtum frá slysdegi 26. október 1969 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxt- um frá þeim degi til frambúðar, þá nemi vinnutekjutap aðal- áfrýjanda, miðað við slysdag, 97.020 krónum vegna tímabund- innar örorku, en 3.901.004 krónum vegna 75% varanlegra! örorku. Sé hins vegar miðað við algeran vinnutekjumissi að- aláfryjanda frá slysdegi tl frambúðar, nemi tjónið alls o.201.339 krónum. Verðmæti örorkulífeyris, sem aðaláfrýj- andi eigi rétt á, nemi, miðað við slysdag, 1.783.525 krónum. Sé tekjutryggingu bætt við örorkulífeyrinn nemi heildarverð- mæti þessa hvors tveggja 3.202.915 krónum. Þá hefur trygs- ingastærðfræðingurinn reiknað sömu atriði miðað við 7% ársvexti frá slysdegi til 16. maí 1973, 9% ársvexti frá þeim degi til 15. júlí 1974 og síðan 13% ársvexti til frambúðar. Reiknað með þeim vöxtum telur tryggingastærðfræðingur- inn, að tjón aðaláfrýjanda vegna tímabundinnar og varan- legrar Örorku nemi alls 3.283.456 krónum, ef reiknað sé með 75% varanlegri örorku, en 4.248.581 krónu, ef reiknað sé með algerum tekjumissi. Verðmæti örorkulifeyris nemi þá, miðað við slysdag, 1.532.010 krónum og verðmæti saman- lagðs örorkulífeyris og tekjutryggingar þá 2.739.905 krónum. Gagnáfryjendur hafa talið, að örorkutjón aðaláfryjanda, miðað við slysdag, nemi 3.283.456 krónum. Þar frá beri að öð 866 draga 25% vegna eingreiðslu, skattfríðinda og lágra vaxta, 820.864 krónur. Þá beri einnig að draga frá 1.532.010 krónur, verðmæti örorkulifeyris. Þesar Htið er til heilsu aðaláfrvjanda, tekna hans fyrir slvsið og annars þess, er hér skiptir máli, er hæfilegt að áætla tjón hans 1.750.000 krónur, og hefur verðmæti örorkulifeyris þá verið dregið frá. Um 2. Í héraðsdómi er lýst meiðslum aðaláfrýjanda os afleiðingum þeirra. Hann mun hafa dvalist á sjúkrahúsum og hælum í um 27 ár vegna slyssins. Þykir tjón hans sam- kvæmt þessum kröfulið hæfilega ákveðið 500.000 krónur. Um 3. Gagnáfrýjendur hafa viðurkennt þennan kröfulið tölulega, en rétt er að reikna hann með málskostnaði. Samkvæmt þessu telst tjón aðaláfrýjanda hæfilega ákveðið 2.250.000 krónur. Ber gagnáfrýjendum að bæta aðaláfrvj- anda 2 hluta þess, eða 1.500.000 krónur. Gagnálrýjandi Al- mennar Tryggingar h/f hefur þegar greitt aðaláfrvjanda 593.000 krónur upp í tjón hans. Verður því gagnáfrýjendum dæmt að greiða aðaláfrýjanda óskipt 967.000 krónur með 7“ ársvöxtum frá 26. október 1969 til 16. maí 1973, 9% árs- vöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludass. Gagnáfrýjendur greiði aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 100.000 krónur. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Kjartan Óskarsson og Almennar Tryggingar h/f, greiði aðaláfrýjanda, Ólafi Markússyni, óskipt 967.000 krónur með 7% ársvöxtum frá 26. okið- ber 1969 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Gagnáfrýjendur greiði aðaláfrýjanda 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 867 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. febrúar 1974. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 7. þ. m., hefur Ólafur Markússon, Gunnarsbraut 32, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, birtri 3. apríl 1973, á hendur Kjartani Óskarssyni, Hjarðarhaga 30, Reykjavík, og Almennum Tryggingum h/f, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmt in sol- iðum að greiða stefnanda kr. 2.839.672 með 7% ársvöxtum frá 26. október 1969 til 16. maí 1973 og síðan 9% ársvöxtum til greiðsludags. Enn fremur krefst stefnandi málskostnaðar að skað- lausu samkvæmt taxta LMFÍ. Dómkröfur stefndu eru aðallega bær, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim tildæmdur hæfilegur málskostnaður að mati réttarins. Til vara krefjast stefndu verulegrar lækkunar á stefnukröfunum og að málskostnaður verði látinn niður falla. Reynt hefur verið að koma á sáttum í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Málavextir eru þessir: Um kl. 0200 að nóttu hinn 26. október 1969 ók stefndi Kjarían Óskarsson fólksbifreið sinni, R 17983, sem er Oldsmobile af ár- gerð 1958, suður Snorrabraut í átt að Miklatorgi. Stefndi kveðst hafa ekið á vinstri akrein brautarinnar í umrætt sinn. Kjartan kveðst hafa ekið á um það bil 20—-30 mílna hraða miðað við klst. Hafi hann verið á leið heim til sín neðan úr miðborginni og ekkert verið að flýta sér og haft athygli sína við aksturinn. Ekki kvaðst hann hafa orðið var við neina umferð á undan eða eftir bifreið sinni. Er hann kom að gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu, kveðst hann skyndilega hafa orðið var við dökkklæddan mann framundan bifreiðinni á vinstri hluta akbrautarinnar, beint á móti Egilsgötu eða þar úti á gatnamótunum. Kveðst Kjartan þá hafa snögglagt á bifreið sína til hægri, en það hafi ekki nægt til. Virtist Kjartani, að maðurinn (en það er stefnandi máls þessa) lenti á framrúðu bifreiðarinnar vinstra megin. Við það hafi rúðan brotnað, en maðurinn fallið í götuna. Kjartan kvað þetta hafa gerst það snögglega, að hann varð mannsins var og hann lenti á bifreiðinni, að hann telur, að hemlun hafi vart verið komin á bifreiðina, þegar maðurinn lenti á henni. Við hemlunina hafi bifreiðin skekkst til, enda brautin verið hál í umrætt sinn vegna krapa og hemlun því ekki verið eins góð og ella. Kjartan kvaðst hafa haft full ökuljós í umrætt sinn og rúður bifreiðarinnar hafi 868 verið hreinar, en á þessum tíma hafi verið mjög hvöss krapaél, sem hafi torveldað útsýn. Kjartan taldi sig þó hafa haft nægilega útsýn yfir brautina framundan og varð ekki var við neitt, fyrr en hann allt í einu sá stefnanda úti á götunni, er hann kom inn í ljósgeislann frá bifreiðinni. Kjartan kvaðst í alla staði hafa verið vel fyrirkallaður og haft athygli sína eingöngu við akstur- inn og ekkert hafi truflað sig. Stefnandi hafi legið á brautinni til hliðar við bifreiðina eftir slysið og það hafi umlað í honum. Þegar Kjartan sá stefnanda, virtist honum hann slangra til og ekki hafa vald á hreyfingum sínum. Lögreglumenn komu á vettvang eftir slysið, tóku skýrslu af stefnda Kjartani og gerðu uppdrátt af vettvangi. Enn fremur kom á staðinn bifreiðaeftirlitsmaður til skoðunar á bifreiðinni. Í lögregluskýrslu er skemmdum á bifreiðinni lýst þannig: „Fram- rúða vinstra megin brotin og rispur ofan á vinstra framaurbretti, einnig var útvarpsloftnet bogið aftur með vinstri hlið“. Þá er þess einnig getið í lögregluskýrslunni, að blóðsýni hafi verið tekið úr stefnanda. Blóðsýni þetta er tekið kl. 0320 hinn 26. október 1969. Samkvæmt því hefur alkóhólmagn í blóði stefn- anda verið 1.67%. Stefnandi hefur borið, að í umrætt sinn hafi hann verið að koma frá Skólavörðustíg og verið á leið heim til sín. Hann kveðst hafa gengið austur Egilsgötuna og ætlað að fara yfir Snorrabraut við gatnamótin. Hafi hann séð ljós frá bifreið í fjarlægð og talið hana það langt frá, að óhætt væri að fara yfir án þess að hindra akstur bifreiðarinnar. Þegar hann hafi svo að segja verið kominn yfir vestari akbrautina, hafi slysið orðið. Hann gat ekki lýst því, hvernig bifreiðin hafi lent á honum, þar eð þetta hafi gerst mjög snögglega. Ekki kvaðst stefnandi hafa vitað af sér fyrr en nokkr- um sólarhringum seinna, er hann vaknaði á Landakotsspítala. Hann kvaðst hafa verið búinn að bragða áfengi fyrir slysið, en alls ekki það mikið, að það gæti háð ferðum hans. Hann kvaðst hafa vitað fullkomlega, hvað hann var að fara, og taldi sig full- færan allra sinna ferða í sumrætt sinn. Vitnið Haraldur Sigfússon leigubifreiðarstjóri hefur borið, að hann hafi verið á leið suður Snorrabraut á bifreið sinni, R 2674, Þegar slysið varð. Hann vissi af bifreið á undan sér suður braut- ina, en það langt frá, að hann kveðst ekki hafa veitt henni neina sérstaka athygli. Þessari bifreið hafi verið ekið á vinstri akrein brautarinnar. Skyndilega kveðst Haraldur hafa orðið var við, að eitthvað varð fyrir bifreiðinni. Um leið hafi henni verið snar- 869 beygt til hægri og hafi hún lent út í gangstéttarrennunni. Sam- tímis kvaðst hann hafa séð, að maður féll frá bifreiðinni og í götuna. Hann kvaðst ekki hafa séð manninn, áður en þetta gerðist, og því ekki geta sagt til um, hvaðan hann kom. Hann kvaðst reikna fastlega með, að hraði bifreiðar sinnar hafi verið um það bil 45—50 km miðað við klst., og taldi hann hraða bifreiðarinnar, sem lenti í slysinu, hafa verið mjög svipaðan, enda þótt hann gæti ekki slegið neinu föstu þar um. Samkvæmt uppdrætti lögreglunnar af vettvangi hefur stefn- andi verið á gangi yfir sjálf gatnamótin, þar sem Egilsgata og Snorrabraut skerast, en ekki farið þannig yfir Snorrabrautina, að hann kæmi við á eyjum þeim, er skipta Snorrabrautinni í tvær sjálfstæðar akbrautir. Hemlaför bifreiðarinnar eru samkvæmt uppdrættinum um það bil 6% m. Bifreiðaeftirlitsmaður skoðaði bifreiðina þegar eftir slysið. Í skýrslu um þá skoðun kemur m. a. fram eftirfarandi: „Fóthemlar voru ójafnir og hljóðdeyfir í ólagi. Annar öryggis- útbúnaður var í lagi. Ég ók bifreiðinni á ca. 45 km hraða og snögghemlaði. Mældust þá hemlaför 10 m. Rúður voru hreinar og hjólbarðar í lagi“. Stefnandi reisir skaðabótakröfur sínar á því, að stefnda Kjartani Óskarssyni verði einvörðungu kennt um slysið. Hann hafi ekki ekið nægilega gætilega í umrætt sinn. Vitnar stefnandi máli sínu til stuðnings sérstaklega í 49. gr. og 67. gr. umferðarlaga nr. 40 frá 1968. Þá hefur stefnandi bent á, að útsýnið hafi verið slæmt, begar slysið varð, krapi hafi verið á götum og þær því hálar og hemlar bifreiðar stefnda Kjartans hafi verið ójafnir. Stefndu byggja dómkröfur sínar á því, að stefnandi hafi sjálfur átt alla eða að minnsta kosti verulega sök á slysinu. Það liggi fyrir, að stefnandi hafi verið ölvaður, þegar slysið varð. Reynst hafi alkóhól í blóði hans, er nemi 1.67%, við rannsókn. Blóðsýni þetta hafi verið tekið um það bil 1 klst. og 20 mín. eftir slysið. Því hljóti alkóhólmagnið að hafa verið meira í blóði hans, þegar slysið varð. Af þessum sökum halda stefndu því fram, að stefn- andi hafi af mikilli ógætni, undir áfengisáhrifum, hlaupið eða slangrað fram fyrir bifreiðina og að stefndi Kjartan Óskarsson hafi á engan hátt sýnt af sér gáleysi við aksturinn. Ekki verði ógætilegum ökuhraða heldur um kennt, og vísa stefndu því til sönnunar til framburðar vitnisins Haralds Sigfússonar leigubíl- stjóra, er ekið hafi á eftir bíl stefnda Kjartans í umrætt sinn á 870 svipuðum hraða, sem vitnið telji, að hafi verið alveg eðlilegur miðað við allar kringumstæður. Niðurstaða dómsins. Samkvæmt 1. mgr. 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 er ljóst, að stefndi Kjartan Óskarsson ber sem eigandi og ökumaður bif- reiðarinnar R 17983 fébótaábyrgð á tjóni stefnanda vegna slyss- ins. Nefnd bifreið var ábyrgðartryggð hjá stefnda Almennum Tryggingum h/f, og er því dómur í máli þessu bindandi og að- fararhæfur gagnvart því félagi samkvæmt 74. gr., 2. mgr., ofan- greindra laga. Við ákvörðun bóta í máli þessu ber einnig á það að líta, að stefnandi var talsvert undir áhrifum áfengis, er hann varð fyrir slysinu. Hefur stefndi Kjartan borið, að þegar hann kom auga á hann, hafi hann slangrað til og ekki virst hafa vald á hreyfingum sínum. Þegar virt er alkóhólmagnið í blóði stefnanda, hefur þessi framburður stefnda Kjartans líkurnar með sér. Þegar þetta er haft í huga svo og það, að ekki verður talið, að stefndi Kjartan hafi ekið gálauslega í umrætt sinn, þá þykir rétt samkvæmt 3. mgr. 67. gr. áðurnefndra umferðarlaga að lækka fébætur til stefnanda, þar eð hann telst meðvaldur að slysinu. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir dóminum rétt, að stefndu bæti stefnanda tjón hans að % hlutum, en sjálfur beri hann % hluta tjóns síns. Verður nú vikið að hinum einstöku liðum í dómkröfum stefn- anda: 1. Bætur vegna örorkutjóns. Hinn 9. ágúst 1972 mat Páll Sigurðsson læknir örorku stefn- anda af völdum slyssins. Örorkumat þetta er ítarlegt, og er þar vitnað í upphafi í vottorð þriggja lækna, sem höfðu með stefn- anda að gera á löngum sjúkraferli hans. Ástæðulaust er að rekja þau vottorð hér í dóminum, en í niðurlagi örorkumatsins segir svo: „Ályktun: Hér er um að ræða 48 ára gamlan mann, sem slas- aðist í bifreiðarslysi fyrir tæpum þremur árum. Við slysið hlaut hann mikil meiðsl, höfuðáverka, og lá lengi meðvitundarlaus, brot á vinstra viðbeini, brot á hægri upphandlegg, brot á vinstri fótlegg, brot á rifjum og sköddun á taugarótum vinstri handlims. Hann var samfellt á sjúkrahúsum í 2% ár eftir slysið, þar af á Landakotsspítala í 6 mán., og Landspítala í tæplega 8 mánuði og gekkst undir margar skurðaðgerðir. Ástand slasaða er nú þannig, að hann ber verulegar menjar 871 slyssins, mest er þar áberandi lömun á vinstri handlim, svo að handlimurinn er honum lítt nothæfur til nokkurra verka, en einnig hefur hann mikinn stirðleika í hægri axlarlið og kraftleysi í hægri handlim, og almenn einkenni, sem rekja má til verulegs höfuðáverka. Maðurinn er algjörlega óvinnufær og hefur notið bóta lífeyris- trygginga almannatrygginga síðan hann útskrifaðist af Reykja- lundi. Ekki er sennilegt, að veruleg breyting verði á ástandi mannsins héðan af, og ekki eru tiltækar aðgerðir til þess að bæta úr ástandi hans. Af þessum sökum verður að telja, að maðurinn hafi hlotið tímabundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 30 mán 100% örorka og síðan varanleg örorka 75%“. Þórir Bergsson tryggingafræðingur hefur reiknað út örorkutjón stefnanda á grundvelli þessa örorkumats. Hefur tryggingafræð- ingurinn þrívegis reiknað út tjón stefnanda, í fyrsta sinn 28. ágúst 1972, í annað sinn 28. mars 1973 og síðast 28. janúar 1974. Í út- reikningi tryggingafræðingsins kemur fram, að stefnandi er fædd- ur 6. apríl 1924 og hefur því verið 45 ára á slysdegi. Samkvæmt staðfestum ljósritum af skattframtölum stefnanda árið 1967 til 1969 hafa vinnutekjur hans brjú heilu almanaksárin fyrir slysið verið sem hér segir: Árið 1966 kr. 126.586.65, árið 1967 kr. 155.396.80 og árið 1968 kr. 65.000.00. Tekna þessara hefur stefn- andi aðallega aflað sér sem skrifstofumaður. Hefur trygginga- fræðingurinn umreiknað þær til kauplags á slysdegi og síðan samkvæmt breytingum á taxta Verslunarmannafélags Reykja- víkur fyrir fulltrúa. Í síðasta útreikningi tryggingafræðingsins frá 28. janúar 1974, sem stefnandi leggur til grundvallar kröfu- gerð sinni samkvæmt þessum lið, segir m. a. svo: „Áætlaðar vinnutekjur og vinnutekjutap verður nú, þegar not- að er Öörorkumat læknisins við áætlun tekjutaps. Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 143.583.00 kr. 35.896.00 kr. 107.682.00 2. árið eftir slysið — 178.015.00 — 44.504.00 — 133.511.00 3. árið eftir slysið — 233.279.00 — 27.326.00 — 174.959.00 4. árið eftir slysið — 282.269.00 — 211.702.00 5. árið eftir slysið — 339.296.00 — 254.472.00 Síðan árlega . .. — 341.260.00 — 255.945.00 Verðmæti vinnutekjutaps á slysdegi reiknast mér nema: 872 Vextir 7 % til 16. Vextir 7% allan maí 1973, en 9% tímann: síðan til frambúðar: Vegna tímabundinnar örorku kr. 97.020.00 kr. 97.020.00 Vegna varanlegrar örorku .. — 2.436.092.00 — 2.059.898.00 Samtals kr. 2.533.124.00 kr. 2.156.417.00 Í fyrri útreikningum hef ég einnig reiknað verðmæti taps, ef gert er ráð fyrir algjörum vinnutekjumissi Ólafs til frambúðar. Niðurstaðan nú verður, þegar notaðir eru: T% vextir p. a. allan tímann .... 0... kr.3.248.123.00 7% vextir p. a. frá slysdegi til 16 maí í 1973 < og síðan 9% tilframbúðar .. .. .................. — 2.746.533.00 Örorkulífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins hefur einnig hækk- að frá síðasta útreikningi mínum á verðmæti hans. Hann var 1. apríl 1973 kr. 8.113.00 á mánuði, en er nú kr. 9.772.00 á mán. Verðmæti lífeyrisins á slysdegi reiknast nú: 1% vextir p. a. allan tímann „002... Kr. 941.488.00 7% vextir p. a. til 16. maí 1973 og 9 o síðan .. 2. — 800.881.00% Tryggingafræðingurinn getur þess, að reikningsgrundvöllur hans sé að öðru leyti sá, að hann miði við dánarlíkur íslenskra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—-1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu. Stefnandi miðar kröfugerð sína undir þessum lið við það, að reiknað sé með algerum vinnutekjumissi hans hér eftir vegna slyssins. Gerir hann því kröfu til þess, að undir þessum lið bæti stefndu honum tjón hans með kr. 2.746.553. Frá þeirri fjárhæð dregur stefnandi örorkulífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins að fjárhæð kr. 800.881. Eftir standa þá undir þessum lið kr. 1.975.6532. Stefndu hafa bent á, að það sé föst dómvenja að leggja til grund- vallar mat tryggingayfirlæknis um varanlega og tímabundna ör- orku. Stefnandi teljist að vísu 75% öryrki, en þar með sé ekki sagt, að hann geti aldrei aflað sér tekna í framtíðinni, og því sé fullkomlega óheimilt að slá því föstu, svo sem lögmaður stefn- anda geri, að 75% Öryrki hafi enga möguleika til að afla sér tekna. Alveg með sama rétti mætti segja, að maður með slíka 873 örorku hefði möguleika til að afla sér fullra tekna, ef honum að- eins tækist að komast í starf við sitt hæfi, svo sem ýmiss konar gæslustörf eða eftirlitsstörf, sem algengt sé, að öryrkjar starfi við. Telja stefndu því, að hiklaust beri að leggja til grundvallar út- reikninga tryggingafræðingsins um tímabundna og varanlega ör- orku að fjárhæð kr. 2.156.417. Frá þeirri fjárhæð beri svo að sjálf- sögðu að draga um það bil 30% vegna skattfrelsis og eingreiðslu, svo sem réttarvenja sé til um. Dómurinn telur, að leggja beri örorkumat tryggingalæknisins til grundvallar dómi í máli þessu, enda hefur því eigi verið hnekkt né sýnt nægilega fram á, að það sé óraunhæft. Verður því við ákvörðun bóta í máli þessu miðað við útreikning tryggingafræð- ingsins að fjárhæð kr. 2.156.417. Þá tölu ber að lækka með skír- skotan til framangreindra röksemda stefndu. Samkvæmt því þykir tjón stefnanda undir þessum lið hæfilega metið kr. 1.700.000. Frá þeirri fjárhæð ber að draga örorkulífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins að fjárhæð kr. 800.881, svo sem stefnandi hefur gert í kröfugerð sinni. Eftir standa þá kr. 899.119. Um bætur fyrir þjáningar, lýti, sársauka og meingerð. Undir þessum kröfulið krefst stefnandi kr. 1.300.000. Af hálfu stefndu er þessum kröfulið mótmælt sem allt of háum. Þegar virt eru hin stórkostlegu meiðsli, sem stefnandi varð fyrir í þessu slysi, svo og sjúkrasaga hans síðan, þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 800.000. Um 3. kröfulið, útlagðan kostnað. Undir þessum lið krefur stefnandi stefndu um ýmsan útlagðan kostnað samkvæmt reikningum lækna, sjúkraþjálfara og trygg- ingafræðings, samtals að fjárhæð kr. 28.000. Af hálfu stefndu hefur þessum kröfulið ekki verið andmælt tölulega, og verður hann því tekinn til greina að fullu. Útkoman úr þessum þrem kröfuliðum nemur samtals kr. 1.727.119. Frá þeirri fjárhæð ber að draga bætur, sem þegar hafa verið greiddar af Almennum Tryggingum h/f, að fjárhæð kr. 22.000. Eftir standa þá kr. 1.705.119. Frá þeirri fjárhæð ber að draga )% hluta vegna eigin sakar stefnanda. Eftir stendur þá fjár- hæðin kr. 1.136.746, sem stefndu ber in solidðum að gjalda stefn- anda í bætur vegna slyssins auk 7% ársvaxta frá 26. október 1969 til 16. maí 1973 og síðan 9% ársvaxta til greiðsludags. Eftir þessum málalyktum verður stefndu gert að greiða stefn- anda málskostnað in solidum, svo sem krafist er. Ákveðst máls- kostnaðurinn kr. 171.000. 874 Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Steindu, Kjartan Óskarsson og Almennar Tryggingar h/f, greiði in solidðum stefnanda, Ólafi Markússyni, kr. 1.136.746 með 7% ársvöxtum frá 26. október 1969 til 16. maí 1973 og síðan 9% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og kr. 171.000 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirt- ingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 26. október 1976. Nr. 54/1975. Vésteinn Lúðvíksson Sigrún Júlíusdóttir og Samvinnutryggingar g/t (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) Segn James Bardin Campell og gagnsök (Örn Clausen hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálms- son. Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. apríl 1975. Eru dómkröfur þeirra þær, að þeim verði aðeins dæmt að greiða gagnáfrýjanda 90.000 krónur. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 24. júní 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 4. s. m. Krefst hann þess aðal- lega, að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða sér óskipt 4.597.171 krónu með 7% ársvöxtum frá 22. nóvember 1972 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til15. júlí 1974, 875 en 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Verði eig! á þá vaxtakröfu fallist, krefst hann þess, að vextir af dæmdri fjárhæð verði ákveðnir 7% ársvextir frá 22. nóvember 1972 til 16. maí 1973, en 9% ársvextir frá þeim degi til greiðsiu- dags. Til vara krefst gagnáfrýjandi þess, að aðaláfrýjendur Vésteinn Lúðvíksson og Sigrún Júlíusdóttir verði dæmd til að greiða sér óskipt fjárhæð þá, er greinir í aðalkröfu, og enn fremur að aðaláfrýjanda Samvinnutryggingum g/t verði dæmt skylt að greiða óskipt með þeim 2.790.000 krónur. Einnig krefst gagnáfrýjandi vaxta af fjárhæðum þessum eins og segir um aðalkröfu. Hann krefst og málskostnaðar óskipt úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæsta. rétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn, þeirra á meðal nýr úíreikningur Þóris Bergssonar tryggingastærð- fræðings á örorkutjóni gasnáfrýjanda, dags. 19. mars 1976. Fyrir Hæstarétti hefur sagnáfrýjandi uppi hærri fjárkröfu en hann gerði í héraði. Er ekki efni til að leyfa þá hækkun samkvæmt 45. gr. laga nr. 75/1973. Aðalárfýiendur hafa haldið því fram fyrir Hæstarétti, að leggja beri helming sakar vegna árekstrarins á gagnáfrýjanda fan. Tá J“ m Með vísun til forsendna hins áfrýjaða dóms og með skir- skotun til 68. gr., 1. og 3. mgr. 69. gr. og 2. mgr. 74. gr. laga nr. 40/1968 þykir mega staðfesta úrlausn hans um fébóía- ábyrgð aðaláfrýjenda á tjóni gagnáfrýjanda. sd Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur hefur áæ nýju tjón gagnáfrýjanda vegna tímabundinnar og varan- legrar Örorku, svo sem áður var sagt. Er hinn nýi útreikn- ingur gerður á sama hátt og fyrri útreikningur 29. október 1972, en tillit tekið til þess til hækkunar, að laun gagnáfrvj- anda hafa hækkað nokkrum sinnum, eftir að sá útreikn- ingur var gerður, og virðast þau hafa verið orðin 408 banda- ríkjadalir á viku, þegar örorkutjónið var reiknað að nýju. Einnig er í hinum nýja útreikningi gætt breytinga, sem orðið hafa á kaupgengi bandaríkjadals frá fyrri útreikningi, lestra til hækkunar, svo og hefur verið stuðst við nýjar íslenskar U 876 eftirlifendatöflur. Útreikning sinn reisir tryggingastærðfræð- ingurinn á tveimur mismunandi forsendum um vexti. Annars vegar reiknar hann með 7% ársvöxtum frá slysdegi til 16. maí 1973, en síðan 9% ársvöxtum til frambúðar. Hins vegar reiknar hann með sömu vöxtum og að framan greinir til 15. júlí 1974, en síðan með 13% ársvöxtum til frambúðar. Ör- orkutjónið þannig reiknað telst honum vera að verðmæti á slysdegi 283.022 krónur vegna tímabundinnar örorku, hvor aðterðin sem notuð er, en 4.859.497 krónur vegna va ranlegrar örorku, ef fyrri aðferðin er notuð, og 3.724.149 krónur, ef beitt er síðari aðferðinni. Gagnáfrýjandi leggur framangreindan útreikning örorku- tjóns til grundvallar fjárhæð dómkröfu sinnar fyrir Hæsta- rétti. Gerir hann þessa grein fyrir aðalkröfu sinni fyrir Hæstarétti: 1. Tjón vegna tímabundinnar örorku .. .. .. kr. 283.022 2. Tjón vegna varanlegrar örorku .. .. .. .. — 8.794.149 ð. Miski 0... 800.000 Alls kr. 4.807.171 Frá dregst greiðsla Samvinnutrygginga g/t .. kr. 210.000 Alls kr. 4.597.171 Eins og greint er í héraðsdómi, hóf gagnáfrýjandi störf að nýju 8. janúar 1973. Hefur hann síðan gegnt sama starfi og fyrir slysið. Við mat á varanlegri örorku hans vegna sjón- skerðingar er ekki tekið tillit til þess, að hann hefur enn fulla sjón á báðum augum, ef hann notar viðeigandi gler- augu. Ber að hafa þessi atriði í huga, þegar örorkubætur eru ákveðnar í máli þessu. Enn fremur ber að gæta þess, að að- aláfrýjandi Samvinnutryggingar g/t hefur bætt sagnáfrýj- anda að fullu kaupmissi, meðan hann var frá störfum vegna slyssins. Þegar gætt er þess, sem að framan er greint, þykir mega staðfesta ákvæði héraðsdóms um heildarbætur til handa gagnáfrýjanda fyrir óbætt tjón hans. 877 Ákvæði héraðsdóms um vexti er staðfest. Dæma ber aðaláfrýjendur til að greiða gagnáfrýjanda óskipt málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 575.000 krónur. Það athugast, að sagnáfrvjandi rökstuddi ekki fyrir Hæsta- rétti aðalkröfu sína á hendur aðaláfrýjanda Samvinnutrygg- ingum $g/t. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjendur, Vésteinn Lúðvíksson, Sigrún Júlíus- dóttir og Samvinnutryggingar g/t, greiði gagnáfryýj- anda, James Bardin Campell, óskipt 375.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. febrúar 1975. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutn- ingi mánudaginn 17. febrúar sl., hefur James Bardin Campell, Einarsnesi 12, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 28. febrúar sl., gegn Samvinnutryggingum, Reykjavík, Vésteini Lúðvíkssyni, Blönduhlíð 23, Reykjavík, og Sigrúnu Júlíusdóttur, sama stað, til greiðslu in solidum á skaða- bótum samtals að fjárhæð kr. 3.226.916 með 7% ársvöxtum frá 22. nóvember 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu eftir lág- marksgjaldskrá LMFÍ. Af hálfu stefndu eru gerðar þær dómkröfur, að fjárhæð stefnu- kröfu verði lækkuð mjög verulega og málskostnaður verði látinn falla niður. Stefndu gera kröfu um, að sök verði skipt og allt að helmingur sakar verði lagður á stefnanda. Við munnlegan málflutning var þess krafist af hálfu stefndu, að sök verði skipt til helminga og fjárhæðir lækkaðar, bæði þess vegna og vegna þess, að tjón sé of hátt metið. Leitast hefur verið við að sætta mál þetta, en án árangurs. Málavextir virðast vera þeir, að um kl. 0800 miðvikudaginn 22. nóvember 1972 hafi orðið harður árekstur á mótum Miklubrautar 878 og Kringlumýrarbrautar hér í borg með bifreiðunum R 32264, sem er eign stefnda Vésteins Lúðvíkssonar, en ökumaður í um- rætt sinn var stefnda Sigrún Júlíusdóttir, og bifreiðinni J 04474, eign stefnanda, James Campell, og var stefnandi ökumaður í um- rætt sinn. Bifreiðinni R 32264 mun hafa verið ekið norður Kringlu- mýrarbraut og beygt í áttina vestur Miklubraut. Bifreiðinni J 04474 mun hafa verið ekið suður Kringlumýrarbraut, en við áreksturinn hentust bifreiðarnar til hliðar og upp á umferðar- eyju á gatnamótunum, þannig að R 32264 sneri í austur, en J 04474 í vestur. Stefnandi slasaðist við árekstur þennan og hlaut m. a. skerta sjón á vinstra auga, skurði á enni og við augabrúnir og nef. Samkvæmt framlagðri lögregluskýrslu var veður bjart, myrk- ur, en góð rafmagnslýsing og færi þurrt. Í lögregluskýrslu segir svo um málavexti: „Þarna hafði orðið mjög harður árekstur með bifreiðunum R 32264, sem mun hafa verið ekið norður Kringlu- mýrarbraut og beygt í áttina vestur Miklubraut, og J 04474, sem mun hafa verið ekið suður Kringlumýrarbraut, en við árekstur- inn munu bifreiðarnar hafa snúist þannig, að framendi á R 32264 sneri til austurs, en J 04474 sneri til vesturs. Þegar við komum á staðinn, var sjúkrabifreið að fara með fólk á slysadeild Borgar- sjúkrahússins, og var þá önnur sjúkrabifreið nýfarin með fólk, einnig á slysadeildina. Í bifreiðinni R 32264 munu hafa verið tveir farþegar, drengur og kona, og voru þau talin ómeidd, en ökumaðurinn mun hafa haft áverka á höfði og í andliti. Í bifreiðinni J 04474 mun hafa verið telpa auk ökumanns, og munu þau bæði hafa hlotið and- litsmeiðsl. Þegar árekstur þessi varð, var lögreglubifreið við gatnamótin og í henni tveir lögreglumenn, þeir Magnús Ásgeirsson, nr. 103, og Jón Pétursson, nr. 51. Þeir kváðust hafa stöðvað á rauðu um- ferðarljósi fyrir akstur austur Miklubraut og hefðu þeir verið á hægri akrein, en við hlið þeirra voru bifreiðar, svo þeir sáu ekki, er áreksturinn varð. Þeir kváðust hafa hlúð að hinum slösuðu, bundið um sár þeirra og aðstoðað slökkviliðsmennina við að taka hina slösuðu og setja þá í sjúkrabifreiðarnar. Sjáanlegar skemmdir á bifreiðunum voru: J 04474 allur miðg mikið skemmdur að framan svo og framrúða brotin og hægri hurð dælduð. R 32264 öll hægri hlið mikið dælduð og framrúða brotin. Bifreiðarnar voru báðar óðökufærar eftir áreksturinn, og kom björgunarbifreið frá Vöku á staðinn og flutti J 04474 til geymslu 879 í flugskýli Helga Jónssonar Reykjavíkurflugvelli, en R 32264 var fluttur til geymslu hjá Vöku“. Fyrir rannsóknarlögreglu bar stefnandi um málsatvik á þessa leið: „Ég ók suður Kringlumýrarbraut eftir vinstri akrein á 40— áð km. m/v klst. Það var grænt ljós á móti mér, þegar ég kom að gatnamótunum, og ég held, að ég hafi hægt ferðina, a. m. k. geri ég það ávallt þarna, vegna þess hve margir harðir árekstrar hafa orðið þar. Ég ætlaði að halda beint áfram að Hamrahlíð, því ferðinni var heitið út á flugvöll. Ég er alveg viss um, að ég ók með full ökuljós. Ég sá hina bifr. ekki fyrr en hún var beint fram- undan bifr. minni og aðeins örfáir metrar að henni. Ég man þetta var VW-bifr., hvít að lit. Ég hef kannske reynt að hemla, en hafði ekki neinn tíma til þess, þetta skeði allt með svo skjótum hætti. Ég man eftir högginu og að ég heyrði vein í lítilli stúlku, síðan ekkert fyrr en allt var um garð gengið. Þá sá ég, að fram- rúða í bifr. minni var brotin, en svo rann blóð niður eftir and- litinu og blindaði mig. Ég reyndi að opna hurðina, vildi fara út og athuga, hvort fólkið í hinni bifr. væri meitt, en um leið og ég opnaði var lögregluþj. kominn þar og ýtti mér niður í sætið aftur, sagði, að það blæddi mikið úr mér og að fólkið í hinni bifr. væri ómeitt. Svo kom sjúkrabifr. og flutti mig á slysadeild Borgarsjúkra- hússins. Þar voru glerbrot hreinsuð úr enninu á mér og teknar röntgenmyndir af höfðinu á mér. Vinstra augað hafði skemmst og var því haft samband við Óla Björn Hannesson, augnskurð- lækni á Landakotsspítala, og síðan var ég fluttur þangað. Hann hófst strax handa við að undirbúa uppskurð á auganu, en það hafði komið gat á það og augnvökvinn runnið út. Miðað við hve illa augað var farið, hefur uppskurðurinn tekist framar öllum vonum, en þó með öllu óvíst, hvort ég fæ sjón á augað aftur. Tíminn einn getur úr því skorið. Ég hef legið hér á spítalanum síðan slysið átti sér stað, og að- eins læknirinn getur sagt um, hvenær ég fæ að fara heim. Hann segir, að ég geti í allra fyrsta lagi hafið vinnu aftur í janúarmánuði n. k., en ef til vill geti það dregist miklum mun lengur, að ég verði vinnufær á ný. Stjúpdóttir mín, Inga Sigurjónsdóttir, sem var með mér í bifr., skarst í andliti og kjálkabrotnaði á tveimur stöðum. Hún lá a. m. k. 4 daga á Borgarsjúkrahúsinu, en fékk svo að fara heim í umsjá móður sinnar“. 880 Hér fyrir dómi bar stefnandi, að hann hafi ekki gengist undir plastickirugiskar aðgerðir vegna öra á andliti. Hann vinni enn á sama stað og hann vann á, er hann varð fyrir slysinu, og hafi hann enn sama starf. Núverandi laun hans séu $ 325 á viku. Stefn- andi sagðist ekki greiða skatta til íslenska ríkisins. Ekki greiði hann heldur skatta til Bandaríkjanna, en það sé regla í Banda- ríkjunum, að bandarískir ríkisborgarar, sem starfa lengur en 18 mánuði í öðru landi, greiði ekki skatta til Bandaríkjanna. Stefnandi segist hafa gefið skýrslu fyrir lögreglu, sbr. dskj. nr. 4, þá er hann dvaldist á sjúkrahúsi. Stefnandi taldi uppdrátt- inn á dskj. nr. 4 réttan. Hann sagðist muna eftir, að fyrir framan hann inni á gatnamótunum hafi verið bifreið, sem æilaði að taka vinstri beygju þá inn á Miklubraut. Bifreið þessi hafi verið komin það inn á gatnamótin, að hún hafi ekki verið í vegi fyrir bifreið stefnanda, þá er stefnandi ætlaði að aka suður Kringlumýrar- braut. Stefnandi sagðist hafa dvalist hér á landi í 4 ár. Hann sé raf- eindatæknifræðingur að menntun. Hann sagðist vera ráðinn til eins árs í senn og sé samningur endurnýjaður árlega. Núgildandi samningur renni út Í júní n. k, en stefnandi reiknar með, að samningurinn verði endurnýjaður. Stefnandi er kvæntur íslenskri konu og hefur verið það í þrjú ár. Stefnandi sagðist hafa fengið full laun, frá því hann byrjaði að vinna aftur eftir slysið í janúar 1973. Starf hans sé í því fólgið að lesa af og gefa fyrirmæli í sam- bandi við siglingafræði. Hann þjálfi og gefi starfsmönnum flota varnarliðsins fyrirmæli í sambandi við notkun rafeindatækja. Jafnframt vinni stefnandi við viðgerðir og viðhald á rafeinda- tækjum og þjálfi starfsmenn flotans í því. Lockhead Aircraft Cor- poration á Keflavíkurflugvelli sé verktaki hjá varnarliðinu. Stefnandi sagði, að eftir slysið fái hann stundum höfuðverk, sérstaklega í sólskini. Einnig þreytist hann fljótt á slasaða aug- anu. Stefnandi telur það erfitt að venjast gleraugnanotkun, en hann notar gleraugun að staðaldri, taki hann þau ofan og sé gler- augnalaus meira en klukkutíma, þá fái hann höfuðverk. Stefnandi sagði, að ljósmyndin á dskj. nr. 22 hafi verið tekin um miðjan janúar 1973. Þá er stefnandi kom fyrir dóm, óskaði dómarinn eftir því, að stefnandi tæki ofan gleraugun, og kom þá í ljós, að stefnandi hefur ör á milli augabrúna, og þau eru miklum mun minna áberandi heldur en á ljósmyndinni á dskj. nr. 22. Þá er stefnandi er með gleraugun, sjást örin ekkert. 881 Fyrir rannsóknarlögreglu gaf stefnda Sigrún Júlíusdóttir eftir- farandi skýrslu: „Í umrætt skipti ók ég norður Kringlumýrarbraut og ætlaði að beygja til vinstri vestur Miklubraut. Grænt ljós var búið að vera um stund á móti mér, en er ég var komin yfir gangbraut- ina og var komin rétt inn á gatnamótin, skipti yfir á gult. Ég tel líklegt, að ég hafi þá verið á 25—30 km hraða. Bíll, sem verið hafði á leið yfir Kringlumýrarbraut, stóð þarna á gatnamótun- um og blikkaði stefnuljós til vinstri. Ég beygði til vinstri framan við nefnda bifreið og sá enga bifreið koma frá hægri og vissi ekki fyrri til en ekið var af mjög miklu afli á hægri hlið bifreiðar minnar, og gat ég enga grein gert mér fyrir, hvaðan sú bifreið kom. Ég var ásamt farþegum í bifreið minni flutt í sjúkrabifreið á slysavarðstofuna. Tengdamóðir mín, Helga Proppé, til heimilis að Álfaskeiði 18, Hafnarfirði, sat við hlið mér í framsæti. Við læknisrannsókn kom í ljós, að rifbein hafði brákast í henni. Drengur, 4 ára, sat í aftursæti. Hann slapp ómeiddur. Ég hafði hlotið skrámur og mar í andlit, en er að jafna mig eðlilega á meiðslunum. Við fórum öll heim af slysavarðstofunni samdægurs“. Hinn 14. desember 1972 kom stefnda Sigrún Júlíusdóttir aftur til rannsóknarlögreglunnar og gaf þá svofellda skýrslu: „Ég nefndi í skýrslu minni bifreið, er ég sá koma á móti mér norðan Kringlumýrarbrautar. Er ég sá bifreiðina, var ég komin inn á gatnamótin og var að gæta að umferðinni á móti mér. Þá sá ég nefnda bifreið stoppaða á Kringlumýrarbrautinni á vinstri akreininni miðað við hennar akstursstefnu. Bifreiðin var með blikkandi stefnuljós til vinstri, sem sýndi, að ökumaðurinn ætlaði að beygja austur Miklubrautina. Ég var komin yfir gangbrautina á leið minni að gatnamótunum, er umferðarljósin skiptu frá grænu yfir á gult, og tel ég því, að ég hafi ekki átt að geta mætt bíl, er var á leið suður Kringlumýrarbraut, er ég var að beygja til vinstri, nema þeirri bifreið hefði verið ekið inn á gatnamótin á móti gulu eða rauðu ljósi. Eina bifreiðin, sem ég sá þarna á Kringlumýrarbrautinni, er umtöluð bifreið, er stóð þarna norðan gatnamótanna með Þblikk- andi stefnuljós á vinstri hlið“. Stefnda Sigrún Júlíusdóttir bar við yfirheyrslu hér fyrir dómi, að hún myndi eftir bifreið, sem hafi verið á leiðinni norðan Kringlumýrarbrautar og með stefnuljós til vinstri, þannig að 56 882 stefnda Sigrún hafi talið, að sú bifreið ætlaði að beygja austur Miklubraut. Stefnda Sigrún mundi ekki nákvæmlega stöðu þeirr- ar bifreiðar, þ. e. hvort bifreiðin var komin inn á gatnamótin eða ekki, en kvaðst muna, að bifreiðin var kyrrstæð og með stefnuljós til vinstri. Stefnda Sigrún tók fram, að tvö ár séu liðin síðan óhapp þetta varð. Þá er stefnda Sigrún var hér fyrir dómi, var lesin fyrir hana framburður hennar hjá rannsóknarlögreglu 28. nóvember og 14. desember 1972, og taldi hún þar rétt frá greint að öðru leyti en því, að hún taldi ólíklegt, að hún hafi verið á 25—30 km hraða, hún hafi giskað á þennan hraða, en þegar til þess sé litið, að hún hafi verið með bifreiðina í fyrsta gír, þá telji hún þennan hraða ólíklegan. Stefnda Sigrún sagði aðspurð, að hún hafi stöðvað við gatnamótin, þar sem aðrar bifreiðar voru á undan henni og þess vegna hafi hún verið með bifreiðina í fyrsta gír. Þá er hún var komin dálítið fram yfir gangbrautina og hafi séð bifreiðina, sem var með stefnuljósin til vinstri og áður er minnst á, en sú bifreið hafi verið kyrrstæð, þá hafi hún talið, að ekki gæti komið um- ferð úr akreininni, sem stöðvaða bifreiðin hafi komið úr. Þessa ályktun hafi hún dregið af því, að umferðarljósið á móti var þá gult. Stefnda Sigrún sagði, að þá er hún var komin svo langt sem áreksturinn muni hafa orðið, muni ljósið hafa orðið rautt. Stefndu Sigrúnu var sýndur uppdrátturinn á dskj. nr. 4, og taldi hún örina, sem merkt er E, sýna akstursstefnu hennar, er óhappið varð, og jafnframt örina, sem merkt er D á akstursstefnu bif- reiðarinnar, sem ók á bifreið hennar. Fyrir rannsóknarlögreglu í Hafnarfirði bar Helga Proppé, tengdamóðir stefndu Sigrúnar, að hún hafi verið farþegi í R bifreið, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut. Bifreiðarstjór- inn hafi hægt ferð bifreiðar við gatnamót Miklubrautar, en ekki geti hún gert sér grein fyrir, hvort bifreiðin stöðvaði alveg. Bif- reiðinni hafi síðan verið ekið hægt áleiðis að hægri akrein Miklu- brautar. Helga sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir, hvað bif- reiðin var komin langt, er áreksturinn varð, en hann hafi verið mjög harður. Helga kvaðst ekkert hafa meiðst, hún hafi ekki tekið eftir neinum ljósum. Hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði var bókað, að Helga Proppé hafi séð ljósmyndir og uppdrátt af vettvangi og hafi hún sagst ekki hafa ástæðu til að halda annað en það sé allt rétt. 883 Framburður Helgu Proppé var ekki í skjölum málsins, þá er hún kom fyrir dóm til yfirheyrslu. En hér fyrir dómi bar hún, að hún hafi ekki ökuréttindi og hafi hún setið hugsunarlaust í bifreiðinni og hafi hún ekki tekið eftir umferðarljósum. Almennt geri hún það ekki að fylgjast með umferðarljósum, þá er hún er farþegi í bifreið. Helga Proppé sagði, að bifreiðinni, sem hún var í, hafi verið ekið mjög hægt, svo hafði áreksturinn orðið. Hún gat ekki áttað sig á því, hvaðan bifreiðin, sem lenti á bifreiðinni, sem hún var í, kom, og gat ekki upplýst um aðdrganda að þessu. Fyrir rannsóknarlögreglu var Sævar Gunnarsson lögregluþjónn beðinn að gefa nánari skýringu á uppdrætti þeim, sem hann gerði á vettvangi, er bifreiðarnar R 32264 og J 04474 rákust á á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar miðvikudaginn 22. nóv. 1972. Sævar skýrði svo frá: „Þarna á árekstursstaðnum voru engin hemla- eða hjólför eftir bifreiðarnar, er sýndu glögglega leið þeirra. Örvarnar eru settar á götuna til að sýna, hvaðan talið var, að ökutækin hefðu komið, en ekki, að þau sýni staðsetningu þeirra á götunni. Á miðjum gatnamótunum, þar sem merkt er „C“ á uppdrætt- inum, var dreif af leir og mold, sem sjáanlega hafði nýlega komið barna niður, en engin för voru þaðan að ökutækjunum, þar sem þau stóðu eftir áreksturinn, og því ekki neitt, sem benti á, að umræddur árekstur hefði orðið þarna, annað en ruslið á göt- unni“. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að stefndi Samvinnu- tryggingar hafi samið við lögmann stefnanda um bætur fyrir bif- reið stefnanda, J 04474, og hafi tryggingarfélagið greitt að fullu andvirði bifreiðarinnar að frádreginni fyrningu. Á sama hátt hafi stefndi Samvinnutryggingar greitt stefnanda bætur fyrir kaup- missi frá 22. nóvember 1972 til 8. janúar 1973, samtals kr. 210.000, sem hafi verið dregnar frá stefnukröfunni í máli þessu. Stefnandi hafi á þessum tíma haft 300 $ á viku í kaup hjá Lockhead Aircraft Corporation á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt framansögðu hafi stefndi Samvinnutryggingar g/t viðurkennt, að um 100% sök á slysinu hafi verið að ræða hjá ökumanni R 32264, enda virðist það eigi vafamál. Frekari bætur en að framan greinir hafi stefndi Samvinnu- tryggingar eigi viljað greiða. Virðist það sjónarmið vera byggt á því, að stefndi Samvinnutryggingar hafi ekki viljað fallast á örorkumat það, sem stefnandi hafi fengið hjá Páli Sigurðssyni 884 lækni, en á því mati sé byggður útreikningur Þóris Bergssonar, cand. act., á örorkutjóni stefnanda. Stefnandi telur stefndu bera solidariska ábyrgð á tjóni sínu, enda verði eigi um það deilt, að ökumaður R 32264 eigi einn sök á slysinu, en þá staðreynd hafi stefndi Samvinnutryggingar viður- kennt í verki, svo sem að framan greinir. Ástæðan fyrir því, að málshöfðun þessi hafi verið óhjákvæmileg, sé eingöngu sú ákvörð- un stefnda Samvinnutrygginga að vilja ekki viðurkenna örorku- mat Páls Sigurðssonar læknis, sem kröfugerð stefnanda sé byggð á. Stefndi Samvinnutryggingar hafi hins vegar viðurkennt bóta- skyldu sína og falið lögmanni sínum að reka málið fyrir alla stefndu. Við munnlegan málflutning var því lýst yfir af lögmanni stefn- anda, að stefndi Samvinnutryggingar g/t hafi ekki með greiðslu sinni til stefnanda samið af sér rétt til að bera fyrir sig sakar- skiptingu. En af hálfu stefnanda var kröfu stefndu um sakar- skiptingu mótmælt. Þau mótmæli voru rökstudd með vísan til framburðar stefnanda um akstur hans og svo framburðar stefndu Sigrúnar um akstur hennar. Jafnframt voru mótmæli við kröf- unni um sakarskiptingu rökstudd með vísan til 46. gr., 3. mgr., umferðarlaga svo og til dóms Hæstaréttar frá 18. febrúar 1974. Dómkrafa stefndu er byggð á tveimur meginástæðum, annars vegar sök stefnanda, en hins vegar óraunhæfu mati á tjóni hans af völdum slyssins. Leitt sé í ljós, að stefnandi hafi ekið óhæfilega hratt áleiðis yfir gatnamótin. Rök fyrir þeirri ályktun séu margþætt. Í fyrsta lagi beri að aka með fyllstu aðgæslu um öll gatnamót og áríðandi, að viðbúnaður sé til skyndistöðvunar. Í öðru lagi hafi verið sér- stök ástæða til fyllstu aðgæslu í umræddu tilviki, þar sem vænta mátti ökutækja norður yfir gatnamótin í vinstri beygju, en útsýn fyrir bifreiðarstjóra norðan og sunnan Kringlumýrarbrautar hafi verið mjög byrgð vegna kyrrstæðrar bifreiðar, sem var í vinstri beygju í gatnamótunum og komið hafði norðan Kringlumýrar- braut. R 32264 var ekið framan við þessa bifreið, en J 04474 virðist hafa verið ekið fyrir aftan hana. Víst sé það, að stefnandi og stefnda Sigrún hafi hvorugt vitað um ferðir hins fyrir árekstur- inn. Megi því segja, að þau hafi ekið blindandi um gatnamótin með tilliti til hvors annars. Í þriðja lagi séu verksummerki á árekstursstað og afleiðingar árekstursins órækar sannanir fyrir því, að bifreið stefnanda hafi verið ekið óhæfilega hratt. Í þessu sambandi er sérstaklega á það bent, að hér hafi ekki verið um 885 samakstur bifreiða að ræða, heldur áakstur, ef svo megi orða bað. Hið mikla högg, sem tjónið hlaust af, hafi stafað að öllu leyti frá bifreið stefnanda. Atvik bendi til þess, að stefnandi hafi verið að hraða ferð sinni sérstaklega til að ná yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. Líkur bendi til þess, að gult umferðarljós hafi verið kviknað, er hann ók inn á gatnamótin, eða jafnvel rautt. Sé því haldið fram, að stefnandi hafi átt að bíða norðan gatnamótanna vega umferðar- ljósanna. Þess sé að vænta, að málið skýrist að þessu leyti við yfirheyrslu. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að ástæðan fyrir því, að stefndi Samvinnutryggingar g/t greiddi stefnanda bætur, sem svöruðu til verðmætis bifreiðar stefnanda fyrir tjónið og atvinnu- tjón hans, meðan hann var óvinnufær eftir slysið, hafi verið, að mjög fast hafi verið sótt eftir bótum, gagngert fyrir þessa tvo þætti í tjóni stefnanda, svo og jafnframt sökum þess, að stefnda Samvinnutryggingum g/t hafi þótt einsætt, að óbætt tjón stefn- anda yrði það mikið eftir, að eigi yrði um ofgreiðslu bóta að ræða þrátt fyrir sakarskiptingu. Þá kunni það og að hafa ráðið ein- hverju um fyrirgreiðslu þá, sem stefnandi fékk hjá þessum stefnda, að stefndi Samvinnutryggingar g/t hafi á þessum tíma gert sér ákveðnar vonir um uppgjör heildartjóns stefnanda með samkomulagi utan réttar. Hvað sem um þetta sé, þá hafi stefndi Samvinnutryggingar g/t ekki afsalað sér nokkrum rétti til að bera fyrir sig sakarskiptingu. Og að því er aðra stefndu varðar, þá hafi þeim fram til þessa ekkert færi gefist á að taka afstöðu til kröfugerðar stefnanda, sem eðlilega sé farin að varða mjög hagsmuni þeirra, — um leið og krafa stefnanda sé komin yfir vátrygsingarupphæð, svo sem raun sé á orðin. Það sé því eindregin krafa allra stefndu, að sök verði skipt og allt að helmingur sakar verði lagður á stefnanda. Við munnlegan málflutning gerði lögmaður stefndu kröfu um, að sök verði skipt til helminga og dómkröfur stefnanda lækkaðar bæði þess vegna og vegna þess, að tjón sé of hátt metið. Sök stefnanda komi fram í hans eigin framburði á bls. 6 á dskj. 4. 45 km hraði sé hámarkshraði, en leyfður hámarkshraði sé leyfður við bestu skilyrði. Óhapp það, sem málið er af risið, hafi orðið við fjölfarin gatnamót í myrkri og séu það ekki bestu skil- yrði. Ósannað sé, að stefnandi hafi hægt á sér, áður en hann ók inn á gatnamótin. Stefnandi hafi ekki séð bifreiðina R 32264, fyrr en hún var beint framundan. Áreksturin hafi verið mjög 886 harður, bifreiðarnar báðar mikið skemmdar. En höggið hafi bara komið frá bifreið stefnanda. Ummerkin eftir áreksturinn sýni, að stefnandi hafi ekið hratt. Bifreið stefnda hafi kastast til og bifreið stefnanda snúist við. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að stefnanda hafi borið að sýna sérstaka aðgæslu vegna ljósanna. Því var sérstaklega mótmælt, að málsatvik í þessu máli væru sambærileg við málsatvik í málinu Magnús Fr. Árnason gegn Ingvari Helgasyni o. fl. Í því máli, sem hér sé um fjallað, hafi árekstur eða áakstur orðið á gatnamótum, þar sem eru umferðar- ljós, og breyti það miklu. Ekkert bendir til annars en ökumennirnir báðir hafi ekið yfir gatnamótin á móti grænu ljósi, samanber það sem fram kemur í lögregluskýrslu um tvo lögregluþjóna, sem stöðvað höfðu á rauðu umferðarljósi fyrir akstur austur Miklubraut. Samkvæmt 3. mgr. 46. gr. umferðarlaga nr. 40 frá 1968 má ekki beygja til vinstri, fyrr en nálæg ökutæki, sem á móti koma, hafa farið fram hjá. Umferðarljós leysa ekki ökumann undan skyldu samkvæmt um- ferðarlögum að sýna ýtrustu varúð, þegar beygt er, sbr. 32. gr., 3. mgr., reglugerðar nr. 61 frá 1959. Þar sem hvorki er sannað, að stefnandi hafi ekið bifreið sinni á ólöglegum hraða né gáleysis- lega, þykir verða að leggja óskerta fébótaábyrgð á stefndu á tjóni stefnanda. Verður nú tekin afstaða til hinna einstöku liða í dómkröfu stefnanda, en þær sundurliðar hann þannig: 1. Örorkutjón .. .. .. 0. 0... 2... samtalskr. 2.621.281 2. Útlagt: a. Reikningur fyrir endurrit lögreglu- skýrslu, dags. 14. des. 1972 .. .. .. kr. 135 b. Reikningur Hauks Árnasonar læknis, dags. 31. jan. 1973 .. .. .. .. .. .. — 1.000 c. Kvittun Óla Björns Hannessonar læknis, dags. 29. maí 1973 .. .. .. — 2.000 d. Reikningur Páls Sigurðssonar læknis, dags. 20. okt. 1973 .. .. .. .. 2... — 5.000 e. Reikningur Þóris Bergssonar, cand. act., dags. 29. okt. 1973 .. .. .. ... .. — T.500 — 15.635 3. Miskabætur .. 2... 0... — 800.000 Samtals kr. 3.436.916 887 Frádráttur: 1. Greitt af Samvinnutryggingum vegna tímabundinnar örorku: a. Hinn 22. des. 1972 .. .. .. .. .. Kr. 30.000 b. Hinn 6. febr. 1973 .. .. .. .. .. — 180.000 kr. 210.000 Samtals kr. 3.226.916 Stefnandi byggir 1. lið í dómkröfu sinni á útreikningi Þóris Bergssonar, cand. act., á dskj. nr. 18, samanber örorkumat Páls Sigurðssonar læknis á dskj. nr. 17. Í örorkumati Páls Sigurðssonar læknis, dags. 10. okt. 1973, segir svo: „James Campell, tæknifræðingur, f. 14. sept. 1933, til heimilis að Einarsnesi 12 í Skerjafirði. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja, þá varð þessi maður fyrir slysi hinn 22. nóv. 1972. Hann hafði lent í bílslysi, verið fyrst fluttur á slysadeild Borgarspítala, en síðar á augndeild Landakotsspítala. Það liggja fyrir vottorð frá Óla Birni Hannessyni, augnlækni, hið fyrra dags. 22/12 1972, hið síðara 12/5 1973, og þessi vottorð svohljóðandi: „Varðandi James Campell, fæddur 14/9 1933, Sæviðarsundi 92, Reykjavík. Ofangreindur sjúklingur var innlagður á St. Jósefsspítalann í Reykjavík frá 22. nóvember til 9. desember 1972 vegna perforandi skaða á vinstra auga. Sjúklingur var innlagður acut af læknum Slysadeildar Borgar- spítalans, eftir að hann hafði lent í bílslysi og hlotið mjög alvar- legan skaða á vinstra auga. Auk þess hlaut hann mörg skurðsár á enni, efri augnlok og nef, og voru þau sár saumuð á Slysavarð- stofunni, og voru umbúðir um þau, er sjúklingur kom á spítalann. Við komu fannst á vinstra auga stórt, tætt, flipalaga perfora- tions sár, sem spannaði yfir efri temporala fjórðung glæru, og var stór iris prolaps í öllu sárinu, einnig grynnri sár í slímhúð augans. Þegar var gert að augnskaðanum við operations-microscop í svæfingu. Hægt var að reponera iris prolapsinum, og glærusárið þá saumað þétt með perlon þráðum, en síðan slímhúðarsárin saumuð með silki. Aðgerðin án complicationar. Við útskrift leit vinstra auga vel út eftir aðstæðum. Sjónin hafði farið mikið batnandi, en var ennþá verulega skert. Augn- 888 þrýstingur eðlilegur. Perforations sárið vel gróið, og eru þræð- irnir í glæru látnir vera um kyrrt. Auk þess gróið grunnt ör miðlægt á glæru. Slímhúðarsárin vel gróin. Aðeins vottur af innri bólgu. Ljósopið vel dilaterað, dálítið teygt upp á við til hliðar, þar sem sést rýrnun í litu. Augnsteinninn tær axialt. Augnspeglun eðlileg að sjá, engar blæðingar og engin einkenni um sjónlos. Á hægra auga var sjón eðlileg og augnspeglun eðlileg. Sjúklingur útskrifaðist til heimilis síns með ráðleggingu um algjöra hvíld og lokal meðferð í vinstra auga ásamt áframhaldandi eftirliti hjá augnlækni. Í stuttu máli er hægt að segja á þessu stigi málsins, að um mjög alvarlegan augnskaða á vinstra auga var að ræða, post opertivt útlit er vel viðunandi, en ekki er hægt að segja um ennþá, hve mikil sjónin verður, þegar augnskaðinn er að fullu gróinn. Kirurgisk skoðun (Sigurgeir Kjartansson) sýndi, að andlitssárin voru vel saumuð, tætt skurðsár, sem gréru eðlilega, en líklegt er talið, að það þarfnist frekari plastic kirurgiskar aðgerðar á þeim síðar“. „12/5 1973. Varðandi James Campell, fæddur 14/9 1933. Sæviðarsundi 92, Reykjavík. Samkvæmt beiðni yðar þann 24. apríl 1973 sendi ég hér með eftirfarandi lokavottorð. Síðan sjúklingur útskrifaðist af augndeild St. Jósefsspítala í Reykjavík þann 9. des. 1972, hefur hann verið í reglubundnu eftir- liti. Sjúkl. fór að vinna einum mánuði eftir útskrift, og var augn- skaðinn þá gróinn, þræðir í glæru höfðu verið teknir, og local með- ferð í vinstra auga var þá hætt. Sjúkl. hafði þá fulla sjón á vinstra auga með glerjum og fékk gleraugu. Fyrir einum mánuði síðan þurfti að breyta gleri fyrir vinstra auga. Nú er líðan sjúkl. góð. Við síðustu skoðun þann 9. maí 1973 fannst: hæ. tæplega 1.0 án glers; 1.0 (= 0.5 cyl. 709) Sjón vi. rúmlega 0.1 án glers; 1.0 (=-0.5 sf. 2 = 1.25 eyl. öx 105). Augnþrýstingur, hægra og vinstra auga: 12 mm applanations þrýstingsmæling. Hægra auga: Smásjárskoðun og augnspeglun eðlileg. Vinstra auga: Smásjárskoðun: Engin ytri eða innri bólga. Vel gróin ör á glæru. Ljósopið dál. teygt upp á við til hliðar, og bar 889 er rýrnun Í litu, og virðist einnig vera þar samvöxtur yzt á milli litu og glæru. Augasteinninn eðlilegur. Augnspeglun: Eðlileg. Engin einkenni um sjónulos. Þannig er augnskaðinn á vinstra auga nú að fullu gróinn. Örin líta vel út. Augnþrýstingur eðlilegur, engin sjáanleg einkenni um drermyndun eða sjónulos. Sjúkl. telur sig áður hafa séð jafn- vel með hægra og vinstra auga. Nú er verulega skert sjón á vinstra auga án glers, en með glerjum er sjónin á auganu eðlileg. Sjúkl. hefur fengið gleraugu. sem honum líkar vel. Óli Björn Hannesson, augnlæknir“. Auk þess liggur fyrir vottorð Hauks Árnasonar læknis frá 29/12 1972, og er það vottorð svohljóðandi: „Áverkavottorð. Sj. James Campell, f. 14/9 1933, Sæviðarsundi 92, Rvík. Hinn 22/11 1972, kl. 18.40, kom í Slysadeild Bsp. maður, sem kvaðst vera ofanskráður James B. Campell. Hann greinir svo frá, að þá skömmu áður hafi hann lent í bíl- slysi á Miklubraut hér í bæ, er bifreið keyrði þvert í veg fyrir hann. Við komu er sj. með fullri meðvitund. Hann getur greint ná- kvæmlega frá því, sem gerðist fyrir slysið og strax eftir það. Hann hefur ótal minni og stærri skurði á enni og niður á auga- brúnir. Sumir skurðirnir ná ekki fyllilega í gegnum húð, en aðrir eru algerlega í gegnum húð og sitja stærri og minni glerflísar í mörgum sáranna. Ofanskráð sár voru hreinsuð eftir mætti í stað- deyfingu af þeim glerflísum, sem fundust, og síðan voru sárin saumuð. Við athugun á vinstra auga sést sár framan á cornea (hornhimnu), og er litan undir þessu sári dregin út til hliðar- innar. Sennilegt þótti, að áðurnefnt sár á hornhimnu næði í gegn og væri því gat á auganu (perforatio bulbus oculi). Var því þegar haft samband við vakthafandi lækni á augndeild Landakotsspítala, Óla Björn Hannesson, og taldi hann einnig, að sennilegt væri, að augað væri perforerað og því rétt að flytja sj. yfir á Landakots- spítala, eftir að gert hafði verið að öðrum sárum hans, til að hægt væri að rannsaka augað nánar. Áður en si. var færður á Landa- kotsspítala, var gerð röntgenrannsókn á andlitsbeinum, en á þeim myndum komu ekki fram einkenni um brot á beinum. Að ofanskráðum rannsóknum loknum var sj. fluttur í sjúkra- bifreið á Landakotsspítala til frekari rannsóknar og meðferðar vegna augnáverka á vinstra auga. Haukur Árnason, læknir“. 890 Maðurinn kom til viðtals hjá undirrituðum hinn 28/8 1973. Hann skýrir frá slysinu eins og fram kemur hér að framan. Hann kveðst hafa verið frá vinnu alveg 1% mánuð eftir slysið. Hann notaði ekki gleraugu fyrir slysið og er talinn hafa haft fulla sjón á báð- um augum, en hann þarf nú að nota gleraugu að staðaldri. Núverandi óþægindi: Kvartar um höfuðverkjarköst. Kvartar um stirðleika í húð á enni og milli augna og óþægindi af því að þurfa að nota gleraugu við vinnu. Skoðun: Maðurinn kemur eðlilega fyrir og skýrir greinilega frá málavöxtum. Um augnskoðun vísast til vottorða augnlæknis. Það eru vel gróin ör á enni, yfir augabrúnum og einkum milli augn- anna og niður á nefrótina. Ályktun: Hér er um að ræða fertugan mann, sem slasaðist í bifreiðarslysi fyrir tæplega einu ári. Við slysið hlaut hann skurði á enni og sköddun á vinstra auga, sem hefur haft þær afleiðingar, að sjón á auganu er 0.1 án glers, en 1.0 með gleraugum. Áberandi ör eru á enni yfir augabrúnum og milli augna. Vegna slyssins verður að telja, að maðurinn hafi hlotið tíma- bundna og varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig: Í 1 mánuð .. .. .. 100% Örorka Í 1 mánuð .. .. .. T5% — Í 2 mánuði .. .. .. 50% — Í2 mánuði .. .... 25% — Og síðan varanleg örorka 15%“. Páll Sigurðsson læknir kom fyrir dóm og svaraði spurningum lögmanns stefndu vegna örorkumatsins. Páll Sigurðsson bar, að 15% örorkan, sem metin var, byggist á vottorði augnlæknis, sem segi, hve mikla sjón stefnandi hafi misst. Það, að nota gleraugu eða ekki, sé ákvörðun stefnanda. Matið byggist ekki á möguleik- um stefnanda til tekjuðflunar. Við matið sé höfð hliðsjón af regl- um um örorkumat. Mat þetta eigi ekki við þennan slasaða mann sérstaklega, þ. e. annar maður með sömu sköddun hefði verið metinn með jafn- mikla örorku. Ekkert örorkumat geti verið alveg „concret“. Matið hljóti að vera að einhverju leyti „subjectivt“ mat þess, sem metur. Í vottorði augnlæknisins, sem örorkumatið byggist á, sé sjón stefnanda á vinstra auga talin rúmlega 0.1. Hefði staðið í vott- orðinu, að sjónin væri 0.1, þá sagðist læknirinn hafa metið örork- una 18%, en vegna þess, að þarna stóð rúmlega, hafi hann talið 891 rétt að meta örorkuna 15%. Sjónleysi á öðru auga sé eftir þeim töflum, sem stuðst sé við hér á landi, metið 20%. Annar læknir mundi með sömu gögnum og hann hafði, hafa getað metið örorku stefnanda 18%. Læknirinn sagði, að í örorkumatinu sé ekki tekið tillit til lýta stefnanda. Í örorkutjónsútreikningi Þóris Bergssonar, cand. act., dags. 29. okt. 1973, segir m. a. svo: „James Campell er bandarískur tæknifræðingur og starfar hjá Lockhead-California Company sem slíkur hér á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum, sem þér hafið veitt mér, voru laun hans á slysdegi $ 293.33 á viku, þegar slysið varð. 1. júní 1973 var 2.4% hækkun á launum í $ 300.49 á viku. Ég mun byggja tekjuáætlun mína á þessum upplýsingum og umreikna dollarana yfir í íslenskar krón- ur samkvæmt því kaupgengi, sem hefur gilt fyrir bandaríska dollara frá slysdegi og til útreikningsdags. Þannig áætlaðar vinnutekjur eru sýndar í næstu töflu. Þar sést einnig áætlað vinnutekjutap, þegar gert er ráð fyrir, að varanlega tapið sé 15% af áætluðum vinnutekjum frá slysdegi, en tíma- bundna tapið sé sá hundraðshluti af þeim, sem örorkumat læknis- ins segir til um, að frádregnum 15%: Áætlaðar Áætlað vinnutekjutap. vinnutekjur: Tímabundið: Varanlegt: 1. árið eftir slysið kr. 1.408.056.00 kr.287.550.00 kr. 211.208.00 Síðan árlega . .. — 1.306.290.00 — 195.943.00 Verðmæti vinnutekjutaps. Verðmæti þessara vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku .. .. kr. 283.022.00 Vegna varanlegrar örorku .. .. .. — 2.338.259.00 Samtals kr. 2.621.281.00 Frádráttur. Ekki hefur verið athugað, hver eðlileg lækkun á verðmæti vinnutekjutaps er eða hvort hún á að vera einhver. Ég þekki ekki bandarísk skattalög og veit heldur ekki, hvort nota beri þau í þessu tilviki. Reiknigrundvöllur. Við útreikninginn hef ég notað 7% vexti p. a., dánarlíkur ís- 892 lenskra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—-1960 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi samkvæmt sænskri reynslu. Þótt Campell sé Bandaríkjamaður, hef ég notað þann reikni- grundvöll, sem venjulega er notaður í tjónamálum Íslendinga, og tel, að í þessu tilviki geti ekki skakkað miklu“. Við munnlegan málflutning voru kröfur stefnanda samkvæmt þessum lið rökstuddar með vísan til vottorðs Óla Björns Hannes- sonar augnlæknis, örorkumats Páls Sigurðssonar læknis og ör- orkutjónsútreiknings Þóris Bergssonar, cand. act., en örorkutjóns- útreikningurinn muni ekki tölulega vefengdur af hálfu stefndu, heldur muni það vera örorkumatið, sem er vefengt. Eftir slysið hafi stefnandi rúml. 0.1 sjón á vinstra auga. Það, að Páll Sigurðsson læknir meti örorku stefnanda 15%, sé eðlilegt og í samræmi við venju. Með úrskurði 6/1971 slái Læknaráð því föstu, að svona mat sé eðlilegt. Það, að hægt sé að lappa upp á sjón með gleraugnanotkun, skipti ekki máli um mat á örorku. Ekki skipti máli, að tekjur stefnanda hafi ekki minnkað eftir slysið, en afleiðingar slyssins séu skert aflahæfi stefnanda, án gleraugna sjái stefnandi nánast ekki neitt. Af hálfu stefnanda var vakin athygli á því, að örorkutjónsút- reikningurinn sé frá 29. okt. 1973, en síðan hafi orðið gengis- lækkun, sem verki til hækkunar á tjón stefnanda, reiknað í ísl. krónum. Hæpið sé að beita sömu reglum og venjulega um frádrátt vegna skattfrelsisins, þar sem stefnandi greiði ekki skatt af tekjum sínum. Af hálfu stefndu eru eftirfarandi mótmæli höfð uppi gagnvart hinum einstöku liðum í dómkröfu stefnanda: Um 1. Stefnandi hafi verið fluttur á slysavarðstofuna á Borg- arspítalanum af slysstað. Þaðan hafi hann þegar verið sendur í hendur augnlæknis á Landakotsspítala. Læknir þessi, Óli Björn Hannesson, hafi gefið út tvö vottorð um meiðsli stefnanda. Í hinu fyrra á dskj. nr. 10, dags. 22. desember 1972, segi m. a. að um hafi verið að ræða mjög alvarlegan skaða á vinstra auga og mörg skurðsár á enni, efra augnloki og nefi. Gert hafi verið að öðrum sárum en á auganu á slysavarðstofunni. Á því hafi verið gerð skurðaðgerð í Landakotsspítala. Við útskrift slasaða hafi augað litið vel út eftir atvikum. Sjón á auganu hafi þá farið mikið batn- andi, en var þó ennþá verulega skert. Augnspeglun reyndist þá eðlileg, engar blæðingar og engin einkenni um sjónulos. Ekki var þá hægt að segja til um endanlegar afleiðingar. 803 Í vottorði sama læknis, dags. 12. maí, á dskj. nr. 7 (mun eiga að vera dags. 12. maí 1973, á dskj. nr. 17) segir, að slasaði hafi til þess tíma verið í reglubundnu eftirliti. Hann hafi byrjað að vinna einum mánuði eftir útskrift. Sjúklingurinn hafi þá haft fulla sjón á vinstra auga með glerjum og hafi fengið gleraugu. Líðan hans sé góð. Í niðurlagi vottorðsins segir orðrétt á þessa leið: „Þannig er augnskaðinn á vinstra auga nú að fullu gróinn. Örin líta vel út. Augnþrýstingur eðlilegur, engin sjáanleg einkenni um drermyndun eða sjónulos. Sjúkl. telur sig áður hafa séð jafnvel með hægra og vinsira auga. Nú er verulega skert sjón á vinstra auga án glers, en með glerjum er sjónin á auganu eðlileg. Sjúkl. hefur fengið gleraugu, sem honum líkar vel“. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri hafi framkvæmt mat á örorku stefnanda af völdum slyssins. Sé mat þetta dags. 10. október 1973, dskj. nr. 17. Þar segi neðst á blaðsíðu 3, að slasaði hafi komið til viðtals hjá ráðuneytisstjóranum 28. ágúst sl. og tjáð honum, að hann hafi verið alveg frá vinnu í einn og hálfan mánuð eftir slysið. Hann hafi ekki notað gleraugu fyrir slysið, en nú þurfi hann þeirra við að staðaldri. Hann sé talinn hafa haft fulla sjón á báðum augum fyrir slysið. Óþægindi mannsins séu þau, er skoðun fór fram, að hann kvarti um stirðleika í húð á enni og milli augna og óþægindi af því að þurfa að nota gleraugu við vinnu. Skoðun á manninum leiði í ljós, að vel gróin ör séu á enni, yfir augabrúnum og einkum milli augnanna og niður á nef- rótina. Þess sé getið, að örin séu áberandi. Síðan sé örorkan metin 100% í einn mánuð, 75% í annan, 50% í tvo mánuði, 25% í tvo mánuði og eftir það 15% varanleg Örorka. Það fari ekki milli mála, að örorkumat þetta sé út í hött sem sönnunargagn um skerta starfsorku slasaða, því að mjög glöggt komi fram í fyrr röktum vottorðum augnlæknisins, sem fjallaði um augnmeiðsli slasaða, að hann haldi fullri sjón á vinstra auga með því að nota gleraugu. Það sé því auðsætt, að stefnandi haldi til fulls óskertum möguleikum sínum til tekjuöflunar, hvort heldur miðað sé við núverandi starf sem tæknifræðingur hjá flug- télagi eða yfirleitt hver önnur störf, sem slasaði kynni að velja sér eftirleiðis. Hinar einu afleiðingar slyssins í bótalegu tilliti séu ófjárhagslegar, þegar frá sé talið vinnutap í einn og hálfan mánuð fyrst eftir slysið, og séu þær afleiðingar að mestu tengdar lýtum í andliti, nokkrum óþægindum, sem gera megi ráð fyrir, að fari minnkandi, og svo röskun samfara sjónmissi, sem þó gæti ein- 894 ungis án glerja. Það sé fjarri lagi og andstætt meginreglum bóta- réttar, að sjónmissir geti orðið grundvöllur örorku, sé hægt að yfirvinna hann að öllu með notkun gleraugna. Tjónþoli verði ein- att að sæta tiltækum og almennt viðurkenndum úrræðum til að draga úr eða upphefja afleiðingar meiðsla, enda sé slíkt ekki síður í þágu hans sjálfs en þess, sem sóttur sé til fébótaábyrgðar á tjóni hans. Notkun gleraugna sé eitt slíkra úrræða og hafi raunar þá sérstöðu, að þar sé um svo algengt læknisfræðilegt úrræði að ræða, að undantekning sé, ef menn um fertugt og þar yfir þurfi ekki slíks við (stefnandi hafi verið 39 ára á slysdegi). Eigi það ekki hvað síst við um menn, sem gegni áþekku starfi og slasaði. Að sjálfsögðu fylgi því ávallt einhver tímabundin óþægindi að taka upp notkun gleraugna, en þau óþægindi gangi mjög fljótt yfir. Hið svokallaða örorkumat, sem hér liggi fyrir, sé því alls eng- inn mælikvarði á skerta starfsorku, svo sem því beri að vera í máli sem þessu. Það sé einhver annars konar röskun en skerðing starfsorku, alveg ófjárhagslegs eðlis, sem sé grundvöllur þess. Slík röskun sé einfaldlega ekki bótaskyld að reglum skaðabótaréttar um fjárhagslegt tjón. Hér sé því um örorkumat að ræða, sem sé annarlegt í lögfræðilegum skilningi. Það vanti haldbærar for- sendur. Fyrir þessa sök verði að hafna þessu mati og láta við það sitja að bæta stefnanda atvinnutjón hans, meðan hann missti af launum vegna tímabundinnar örorku sinnar, en það hafi þegar verið gert, og raunar betur. Stefnandi eigi hins vegar rétt á bót- um fyrir þjáningar og lýti. Um 2. Hér sé um marga kostnaðarliði að ræða. Þeir séu ekki vefengdir nema kostnaður vegna örorkumats og örorkuútreikn- ings. Þeim liðum sé mótmælt sem stefnda óviðkomandi. Um þar mótmæli vísist til framangreindra röksemda. Um. Þessum kröfulið er mótmælt sem allt of háum. Stefnandi eigi rétt til slíkra bóta, sem hér sé krafist, en tjón hans samkvæmt þessum lið geti aldrei orðið metið nema brot þeirrar upphæðar, sem krafist sé. Lögð er áhersla á það, að þegar greiddar bætur til stefnanda beri að skoða sem greiðslu upp í heildartjón hans vegna slyssins, en ekki sem fullnaðarbætur á einangruðum þætti tjóns hans, þó að slíkur þáttur hafi verið hafður sérstaklega í huga, þegar greiðsl- ur voru inntar af hendi. Lögð er áhersla á það, að stefnandi verði við mat á tjóni sínu að sæta hérlendum aðstæðum, reglum og venjum. Í því felist m. a., að gera beri hefðbundinn frádrátt við 895 mat á atvinnutjóni vegna hagræðis af eingreiðslu og skattfríð- indum. Rétt þykir að fjalla sameiginlega um liði 1 og 3 í dómkröfu stefnanda. Við ákvörðun bóta þessara þykir mega hafa hliðsjón af örorkumati Páls Sigurðssonar læknis, enda hefur því ekki verið hnekkt. Samkvæmt framburði læknisins byggist örorkumatið ekki á möguleikum stefnanda til tekjuöflunar, heldur byggist það á því, hve mikla sjón stefnandi hefur misst. Í málinu er ekki tekið tillit til lýta stefnanda. Þegar örorkumatið er skoðað svo og grein Páls Sigurðssonar læknis í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1972, verður að telja, að læknirinn taki að einhverju leyti einnig tillit til miska stefnanda, þá er hann metur örorku hans. Gegn andmælum stefndu þykir ekki verða fram hjá því litið, að með því að nota gleraugu getur stefnandi dregið mjög úr af- leiðingum slyssins. Með gleraugum hefur stefnandi eðlilega sjón, og þá sjást ekki örin í andliti hans. Með þessar staðreyndir í huga og með tilliti til annarra þeirra gagna, sem fyrir liggja í málinu, svo og með hliðsjón af öðrum atriðum, sem hafa ber í huga samkvæmt dómvenju við ákvörðun bóta sem þessara, þykir tjón stefnanda vegna örorku og miska hæfilega metið kr. 1.400.000, og hefur þá verið dregin frá greiðsla stefnda Samvinnutrygginga g/t vegna tímabundinnar örorku, kr. 210.000. Í lið 2 í dómkröfu stefnanda eru 5 kostnaðarliðir, samtals að fjárhæð kr. 15.635, sem teljast til málskostnaðar. Samkvæmt framanrituðu ber stefndu að greiða stefnanda kr. 1.400.000 með vöxtum eins og krafist er. Málskostnaður, þar með talinn útlagður kostnaður, telst hæfi- lega ákveðinn kr. 244.000. Dóminn kvað upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndu, Samvinnutryggingar g/t, Vésteinn Lúðvíksson og Sigrún Júlíusdóttir, greiði in solidum stefnanda, James Barðin Campell, kr. 1.400.000 með 7% ársvöxtum frá 22. nóvember 1972 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðdags og kr. 244.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 896 Fimmtudaginn 28. október 1976. Nr. 42/1975. Bragi Björnsson Fanney Björnsdóttir Friðrik Björnsson Pétur Björnsson Samúel Björnsson og Þórarinn S. Björnsson (Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.) gegn Miðnesi h/f og skilanefnd Garðs h/f aðallega, og (Guðmundur Pétursson hrl.) Fjármálaráðherra og utanríkisráðherra f. h. ríkissjóðs til vara (Sigurður Ólason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson og prófessor Sigurður Líndal. Ómerking. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 1. apríl 1975. Er endanleg krafa þeirra hér fyrir dómi aðallega, að stefndu Miðnes h/f og skilanefnd Garðs h/f verði dæmdir til að greiða þeim 62.614 krónur, en til vara, að fjármálaráð- herra og utanríkisráðherra f. h. ríkissjóðs verði dæmdir til að greiða þeim greinda fjárhæð. Eigi er krafist vaxta af höfuð- stól. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðalstefndu og varastefnda. Aðalstefndu krefjast sýknu og málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Varastefndi krefst sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en hefur þó eigi gagnáfrýjað málinu. Kröfugerð áfrýjenda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti hef- ur verið mjög hvarflandi. Er málsreifun þeirra óskýr og mála- búnaður svo úr garði gerður, að óhjákvæmilegt þykir að ómerkja héraðsdóm og vísa málinu frá héraðsdómi. 897 Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða aðalstefndu 35.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti svo og til að greiða varastefnda 35.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Áfrýjendur, Bragi Björnsson, Fanney Björnsdóttir, Friðrik Björnsson, Pétur Björnsson, Samúel Björnsson og Þórarinn S. Björnsson, greiði stefndu Miðnesi h/f og skilanefnd Garðs h/f 35.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti svo og stefnda fjármálaráðherra og utanrík isráðherra f. h. ríkissjóðs 35.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Gullbringusýslu 21. mars 1975. Mál þetta, sem dómtekið var 18. þ. m. að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað af Braga Björnssyni, Suðurgötu 7, Sand- gerði, Fanneyju Björnsdóttur, Brekkustíg 31, Ytri-Njarðvík, Frið- rik Björnssyni, Breiðabliki, Sandgerði, Pétri Björnssyni, Suður- götu 26, Sandgerði, Samúel Björnssyni, Suðurgötu 26, Sandgerði, og Þórarni S. Björnssyni, Vallargerði 4, Kópavogi, börnum Björns heitins Samúelssonar, Tjarnarkoti, Sandgerði, fyrir aukadómþingi Gullbringusýslu og Kjósarsýslu, aðallega gegn Miðnesi h/f, Sand- gerði, og skilanefnd Garðs h/f, Sandgerði, vegna Garðs h/f, og til vara gegn utanríkisráðherra vegna ríkissjóðs til greiðslu á hluta jarðarinnar Tjarnarkots í Sandgerði af leigugreiðslum tíkissjóðs Íslands fyrir heiðarland Sandgerðishverfisjarða, er greitt hafi verið úr ríkissjóði tveimur ofannefndum hlutafélögum sam- kv. leigusamningi, dags. 5. jan. 1954, undirrituðum af Sigtryggi Klemenssyni ráðuneytisstjóra f. h. leigutaka og af Ólafi Jóns- syni framkvæmdastjóra f. h. leigusala. Gjaldið hafi verið árlegt árgjald, í fyrstu kr. 192.000, en hafi síðar hækkað með gerðar- dómi, dags. 2. febr. 1970, þannig að gjaldið eftir eignarhluta 57 898 iarðarinnar Tjarnarkots varð kr. 191.000 miðað við eignarhluta jarðarinnar, sem hafi verið 14.3%, og það, að jörðin var seld Mið- neshreppi 22. nóvember 1965. Greiðslu þessari, sem Ólafur Jónsson hafi löglaust veitt við- töku, því eigi hafi hann haft umboð til að semja eða taka við leigugreiðslum, hafi hann haldið fyrir föður stefnenda, vitandi vits, að hann hafi ekki átt tilkall til þess. Því sé mál þetta höfðað. Vextir af stefnufjárhæð séu: 7% af kr. 10.753 frá 15. ágúst 1953 til jafnlengdar 1954, af kr. 21.466 frá þeim degi til jafnlengdar 1955, af kr. 32.299 frá þeim degi til jafnlengdar 1956, af kr. 43.032 frá 15. ágúst 1956 til jafnlengdar 1957, af kr. 60.374 frá þeim degi til jafnlengdar 1958, af kr. 75.257 frá þeim degi til jafnlengdar 1959, af kr. 90.140 frá þeim degi til jafnlengdar 1960, af kr. 104.993 frá þeim degi til jafnlengdar 1961, af kr. 122.846 frá þeim degi til jafnlengdar 1963, af kr. 143.871 frá þeim degi til jafnlengdar 1964, af kr. 164.766 frá þeim degi til jafnlengðar 1965, af kr. 185.721 frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að mati réttarins (sic). Þá var Miðneshreppi stefnt til réttargæslu. Engar sjálfstæðar kröfur hafa verið gerðar á hendur réttar- gæslustefnda, og hann hefur engar kröfur gert í málinu. Með stefnu, útgefinni 21. febrúar 1974, stefndu stefnendur fjár- málaráðherra vegna ríkissjóðs inn í málið til vara ásamt utan- ríkisráðherra vegna ríkissjóðs, sem upphaflega var stefnt. Jafnframt lækkuðu stefnendur höfuðstól stefnukröfu í kr. 95.500, héldu við vaxtakröfu í aðalstefnu, þó að því breyttu, að krafist var T% ársvaxta til 1. maí 1973, en frá þeim tíma 9%. Aðallega: Að stefndu Miðnes h/f og skilanefnd Garðs h/f vegna Garðs h/f verði gert að greiða stefnendum hluta (4.5%) af leigu eftir heiðarland undir raðarstöð varnarliðsins að fjárhæð kr. 62.614 með 7% ársvöxtum af kr. 3.573 frá 15. ágúst 1953 til 15. ágúst 1954, af kr. 7.146 frá þeim degi til 15. ágúst 1955, af kr. 10.719 frá þeim degi til 15. ágúst 1956, af kr. 14.292 frá þeim degi til 15. ágúst 1957, af kr. 17.665 frá þeim degi til 15. ágúst 1958, af kr. 23.328 frá þeim degi til 15. ágúst 1959, af kr. 26.991 frá þeim degi til 15. ágúst 1960, af kr. 31.654 frá þeim degi til 15. ágúst 1961, af kr. 36.317 frá þeim degi til 15. ágúst 1962, af kr. 40.980 frá þeim degi til 15. ágúst 1963, af kr. 48.125 frá þeim degi til 15. ágúst 1964, af kr. 55.250 frá þeim degi til 15. ágúst 1965, af kr. 59.375 frá þeim degi til 22. nóvember 1965 og með 7% ársvöxtum af kr. 62.614 frá þeim degi til 1. maí 1973 og með 9%%% ársvöxt- 899 um frá þeim degi til 15. júlí 1974 og með 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að mati dómsins. Til vara: Að utanríkisráðherra og/eða fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs verði dæmdir til að greiða fjárhæðir í aðalkröfu. Stefndu Miðnes h/f og Garður h/f hafa krafist algerrar sýknu af kröfum stefnenda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður að mati dómsins. Varastefndu, utanríkisráðherra vegna ríkissjóðs og fjármála- ráðherra vegna ríkissjóðs, hafa krafist algerrar sýknu af öllum kröfum stefnenda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda að mati dómsins. Við skiptingu embætta í Gullbringusýslu og Kjósarsýslu um áramótin 1973/1974 fluttist mál þetta til embættis sýslumanns Gullbringusýslu. Málavextir eru þeir, að með leigusamningi, dags. 5. janúar 1954, leigðu stefndu Miðnes h/f og Garður h/f fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs Íslands landsvæði á Miðnesheiði úr landi jarðarinnar Sandgerðis, að flatarmáli 147 hektarar, sem síðar reyndust 157 hektarar. Í leigusamningnum var umsamið, að leigufjárhæðin skyldi ákveðin í gerðardómi, og var gerður milli aðilja leigusamningsins sérstakur gerðardómssamningur. Gerðardómur var síðan upp kveðinn 14. maí 1954. Dómurinn var síðan ógiltur í Hæstarétti, og hinn 2. febrúar 1970 var kveð- inn upp nýr gerðardómur, þannig að leigugjaldið var hækkað, og telja stefnendur, að gjaldið eftir eignarhluta jarðarinnar Tjarnar- kots frá 15. ágúst 1952 til 2. nóvember 1965, en þá keypti Miðnes- hreppur jörðina af föður stefnenda, Birni heitnum Samúelssyni, sé kr. 62.614 auk vaxta sem að framan greinir. Björn heitinn Samúelsson eignast hluta jarðarinnar Tjarnarkots með afsali Guðmundar Jónssonar, dags. 10. maí 1928, en nefndur Guðmundur eignaðist hluta af jörðinni Tjarnarkoti með kaupsamningi við Harald Böðvarsson, dags. 15. nóvember 1920, með árituðu afsali, dags. sama dag. Segir í nefndum kaupsamningi meðal annars: „,... Haraldur Böðvarsson skuldbindur sig til að selja Guðmundi Jónssyni hluta af jörðinni Tjarnarkot í Miðneshreppi. Landamerki jarðarhlutans, sem Haraldur skuldbindur sig til að selja, eru þannig: ... 2. Sölvatak og þangskurð á jörðin í vesturparti Bæjarskerseyri eftir hundraðatali sínu í hlutfalli við aðrar jarðir Sandgerðis- hverfisins. Heiðarbeit og hagbeit má jarðarparturinn hafa í sam- 900 einingu við nábúa jarðarinnar eftir hundraðatali sínu til austurs allt að landamerkjum Romshvalanesshrepps ...“. Hinn 1. febrúar 1922 gerði Haraldur Böðvarsson kaupmála við konu sína, Ingunni Sveinsdóttur. Í nefndum kaupmála segir m. a.: „ - - Skulu eftirtaldar eignir teljast sjereign mín, Ingunnar Sveins- dóttur, og óviðkomandi öllum skuldbindingum, er kunna að verða til gagnvart fjelagsbúi okkar.... 6. Svokölluð Tjarnarkotslóð, sem er jörðin Tjarnarkot í Gullbringusýslu að undanskildum þeim hluta, er samningur dags. 15/11 1920 milli Haraldar Böðvarssonar og Guðmundar Jónssonar ræðir um, ásamt öllum gögnum og gæðum, er nefndri lóð eða jarðahluta fylgir og fylgja ber ...“. Kaupmálinn hlaut staðfestingu. Samkvæmt landamerkjaskrá, dagsettri 27. október 1888, á jörðin Tjarnarkot heiðarland og hagbeit í sameiningu við nábúa- jarðirnar eftir hundraðatali sínu til austurs, allt að landamerkjum Romshvalanesshrepps. Þá er þess og getið í gerðabók fasteignamatsnefndar í Gull- bringusýslu varðandi störf nefndarinnar árið 1916 um jörðina Tjarnarkot, að jörðinni tilheyri:,,... heiðarland og hagbeit í félagi við hinar jarðir Sandgerðis ...“. Óumdeilt er í máli þessu, að Haraldur Böðvarsson var löglegur eigandi jarðarinnar Tjarnarkots, þá er hann seldi Guðmundi Jóns- syni hluta jarðarinnar og þá er hann gerði kaupmála við konu sína, sem greindur er hér að framan. Stefnendur halda því fram, að eignarhluta þeim, er faðir þeirra átti Í jörðinni Tjarnarkoti, hafi tilheyrt eignarhluti í heiðarlandi því, sem leigt var með samningnum frá 1954. Sýknukröfu sína byggja aðalstefndu á því, að stefnendur byggi ekki á réttum tölum í útreikningi á stefnukröfu. Auk þess telja stefndu Miðnes h/f og Garður h/f, að verulegur hluti kröfunnar hljóti að vera fyrndur, ef stefnendur á annað borð hafi nokkurn tíma átt rétt til hluta af leigugreiðslunum. Aðalforsenda fyrir sýknukröfunni sé einmitt sú, að stefnendur Kafi aldrei öðlast eignarrétt á heiðarlandinu. Vísa stefndu Miðnes h/f og Garður h/f máli sínu til stuðnings í áðurnefndan kaupsamning milli Haralds Böðvarssonar og Guð- mundar Jónssonar, svo og vísa stefndu Miðnes h/f og Garður h/f í nefndan kaupmála milli hjónanna Haralds Böðvarssonar og Ingunnar Sveinsdóttur um, að einungis hafi heiðarbeit og hagbeit fylgt í sölunni til Guðmundar Jónssonar, en ekki heiðarlandið sjálft eða eignarréttur að því. 901 Þá vísa stefndu Miðnes h/f og Garður h/f einnig í nefnda landa- merkjaskrá frá árinu 1888 um, að heiðarlandið tilheyri jörðinni Tjarnarkoti. Kveða stefndu Miðnes h/f og Garður h/f greinilegt, að heiðar- landið hafi ekki fylgt með í sölunni til Guðmundar Jónssonar og Guðmundur hafi keypt hálfa jörðina með rétti til heiðarbeitar og hagbeitar. Viðurkennt er af stefnendum, að Guðmundur Jónsson hafi keypt hálfa jörðina af Haraldi Böðvarssyni. Varastefndu, utanríkisráðherra f. h. ríkissjóðs og fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs, styðja sýknukröfu sína þeim rökum, að þeir hafi frá því fyrsta verið í góðri trú varðandi eignarheimild við- semjenda sinna, stefndu Miðnes h/f og Garðs h/f, og ekkert vitað um tilkall stefnenda til heiðarlandsins fyrr en 9. júní 1972, er stefnendur kröfðu varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins um greiðslu. Svo sem þegar hefur verið rakið hér að framan, er ljóst, að þá er Guðmundur Jónsson kaupir hluta jarðarinnar Tjarnarkots af Haraldi Böðvarssyni, þá fylgir með í kaupunum heiðarbeit og hagbeit, svo sem orðrétt er rakið hér að framan. Í oftnefndum kaupmála þeirra hjóna Haralds Böðvarssonar og Ingunnar Sveinsdóttur kemur skýrt fram, að jörðin Tjarnarkot ásamt öllum gögnum og gæðum að undanskyldum þeim hluta, er seldur var Guðmundi Jónssyni, er séreign Ingunnar. Í landamerkjaskránni frá 1888 kemur greinilega fram, að heið- arland og hagbeit eigi jörðin í sameiningu við nábúajarðirnar, eins og nánar er rakið hér að framan. Í afsali Guðmundar Jónssonar, dags. 10. maí 1928, til Björns heitins Samúelssonar, föður stefnenda, segir m. a.:,,...Jeg und- irritaður Guðmundur Jónsson bóndi í Tjarnarkoti í Miðneshreppi Í Gullbringusýslu sel hér með og afsala til hr. Björns Samúels- sonar til heimilis í Laufási í sama hreppi þann hluta jarðarinnar Tjarnarkots í tjeðum hreppi, er mjer seldi kaupmaður Haraldur Böðvarsson með kaupsamningi dags. 15. nóvbr. 1920, og afsals- brjefi, dags. 16. sama mánaðar, og með þeim landamerkjum, er þar greinir og kaupanda eru kunn orðin ...“. Ljóst er samkvæmt framansögðu, að Guðmundur Jónsson öðlast ekki eignarrétt á heiðarlandi því, er jörðinni fylgir, heldur öðlast hann leyfi til heiðarbeitar og hagbeitar, og þá öðlast Björn heit- inn Samúelsson ekki eignarrétt á heiðarlandinu. Dómurinn lítur því svo á, að stefnendur hafi ekki öðlast neinn 902 rétt á hendur stefndu vegna heiðarlandsins, sem leigt var með samningnum frá 1954. Ber því þegar af þessari ástæðu að sýkna aðalstefndu, Miðnes h/f og Garð h/f, svo og varnarstefndu, utanríkisráðherra f. h. ríkissjóðs og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, af öllum kröfum stefnenda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Gísli Einarsson fulltrúi kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Aðalstefndu, Miðnes h/f og skilanefnd Garðs h/f vegna Garðs h/f, og varastefndu, utanríkisráðherra vegna ríkissjóðs og fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Föstudaginn 29. október 1976. Nr. 78/1976. Sigurbjörn Eiríksson segn Innheimtumanni ríkissjóðs í Kjósarsýslu og Gjaldheimtunni í Reykjavík. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurbjörn Eiríksson, er eigi sótti dómþing í máli þessu, er málið skyldi munnlega flutt, greiði kr. 4.000 útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefndu, innheimtumanni ríkissjóðs í Kjósarsýslu og Gjaldheimtunni í Reykjavík, sem sótt hafa dómþing í málinu og krafist ómaksbóta, 15.000 krónur í ómaksbætur til hvors að viðlagðri aðför að lögum. 903 Mánudaginn 1. nóvember 1976. Nr. 107/1976. Einar M. Jóhannesson segn Hauki Benediktssyni. Úiivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Einar M. Jóhannesson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn í. nóvember 1976. Nr. 108/1976. Einar M. Jóhannesson gegn Hauki Benediktssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Einar M. Jóhannesson, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistarsjald til ríkissjóðs, el hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 904 Mánudaginn 1. nóvember 1976. Nr. 192/1976. Búnaðarbanki Íslands gegn Dánarbúi Björns Jónssonar. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Búnaðarbanki Íslands, er eigi sækir dómþing ; máli þessu, greiði 1.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 1. nóvember 1976. Nr. 136/1976. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) segn Þórði Ingva Sigurðssyni. (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Dómur Hæstaréttar. Málsatvikum er lyst í hinum áfrýjaða dómi. Hefur héraðs- dómari réttilega sakfellt ákærða fyrir brot þau, sem honum eru gefin að sök í ákæru. Í sakadómi Reykjavíkur hinn 18. október 1974 samþykkti ákærði að greiða 15.000 króna sekt vegna ölvunar við akstur bifreiðar. Var brotið samkvæmt dómssáttinni efnislega talið 'arða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/ 905 1968, en sektarfjárhæð var ákveðin samkvæmt 80. gr. um- ferðarlaga. Ákærði sætti jafnframt ökuleyfissviptingu 1 mán- uð samkvæmt 81. gr. laga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 62/1966. Í dómssáttinni var þess getið, að brot ákærða, er þar greindi, hefði ítrekunaráhrif á síðari brot samkvæmt 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Svo sem í héraðsdómi greinir, reyndist alkóhólmagn í blóði ákærða 1.86%.. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 15 daga varðhald, sbr. nú 1. gr. laga nr. 54/1976 og 2. gr. al- mennra hegningarlaga. Samkvæmt 3. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og Í. mgr. 24. gr. áfengislaga nr. 82/1969 ber að svipta ákærða ævi- langt ökuleyfi sínu. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar er stað- fest. Dæma ber ákærða til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, 25.000 krónur. Annar áfrýjunarkostn- aður greiðist úr ríkissjóði, enda hefur af hálfu ákæruvalds verið fallið frá kröfu á hendur ákærða um greiðslu annars áfrýjunarkostnaðar en málsvarnarlauna. Dómsorð: Ákærði, Þórður Ingvi Sigurðsson, sæti varðhaldi 15 daga. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar á að vera óraskað. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttar- lögmanns, 25.000 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Akureyrar 12. janúar 1976. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, hefur ríkissaksóknari höfðað hér fyrir dómi með ákæru, útgefinni 30. október sl., á hendur Þórði Ingva Sigurðssyni prentara, Strandgötu 35, Akureyri, fædd- um 29. janúar 1930 á Seyðisfirði, fyrir að aka að kvöldi fimmtu- 906 dagsins 22. maí 1975 undir áhrifum áfengis bifreiðinni A 5022 á Akureyri frá Strandgötu 35, síðan um götur í bænum og aftur að Sírandgötu 35, þar sem lögreglumenn höfðu afskipti af ákærða þegar að akstri loknum. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. áfengis- laga nr. 82/1969. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til öku- leyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málsatvik eru þau, að kl. 2125 fimmtudaginn 22. maí 1975 fékk lögreglan á Akureyri upplýsingar um, að ökumaður bifreiðar- innar A 5022 væri ölvaður. Lögreglumenn fóru þegar að svipast um eftir bifreiðinni, og eftir nokkra leit komu þeir að henni, þar sem verið var að stöðva hana við Strandgötu 35 á Akureyri. Öku- maður bifreiðarinnar reyndist vera Þórður Ingvi Sigurðsson, ákærði í máli þessu, og var hann einn í bifreiðinni. Komu lög- reglumenn að bifreiðinni í þann mund, er ökumaður steig út úr henni, og virtist þeim hann mikið ölvaður. Var ákærði handtek- inn og fluttur á lögregluvarðstofuna, þar sem tekin var skýrsla af honum og blóðsýnishorn, sem við rannsókn reyndist innihalda 1.86 prómill alkóhóls. Við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi ákærði að hafa verið við akstur nefndrar bifreiðar. Enn fremur viðurkenndi hann að hafa neytt áfengis, en neitaði hins vegar að hafa fundið til áfengis- áhrifa við aksturinn. Hér fyrir dómi skýrði ákærði svo frá, að hann hefði í greint sinn ekið bifreiðinni A 5022 heiman að frá sér um Strandgötu og Hafnarstræti að veitingahúsinu Bautanum við Kaupvangsstræti, þar sem hann hefði fengið sér að borða. Að máltíð lokinni hefði hann ekið frá Bautanum um Skipagötu og Gránufélagsgötu að Grundargötu, þar sem hann stöðvaði við heimili sitt Grundargötu- megin. Hann kvaðst, nokkru áður en hann ók að Bautanum, hafa neytt víns heima hjá sér, en kvaðst ekki geta sagt um, hversu mikils víns hann hefði neytt. Hann kvaðst hafa fundið til áfengis- áhrifa við aksturinn. Með úrskurði, uppkveðnum 10. júlí 1975, var ákærði sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, þykir sök ákærða nægi- lega sönnuð eins og henni er í ákæru lýst, og varðar brotið við greind lagaákvæði. 907 Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1952 31/12 í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. 1953 1954 1954 1955 1956 1960 1962 1964 1972 1974 1974 23/5 2/4 29/10 16/5 4/1 29/12 15/10 19/6 12/12 15/10 18/10 áfengislaga. í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 14. gr. bif- reiðalaga og 27., sbr. 30. gr. lögreglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 75 kr. sekt fyrir brot á 26. og 28. gr. bifreiðalaga. í Reykjavík: Áminning fyrir ógætilegan akstur. í Reykjavík: Sátt, 150 kr. sekt fyrir brot á 7. gr. um- ferðarlaga. í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 28. gr. lög- reglusamþykktar. í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 18. gr. um- ferðarlaga. í Reykjavík: Sátt, 200 kr. sekt fyrir ökuhraða. í Reykjavík: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á umferðar- lögum. í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 248. gr. og 261. gr. hegningarlaga. Ákvörðun um refsingu frestað skilorðsbundið í 2 ár. Í Reykjavík: Dómur: Sýknaður af ákæru fyrir meint brot á 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr., 1. og 3. mgr. 38. gr., 1. mgr. 49. gr. og 50. gr. umferðarlaga. Í Reykjavík: Sátt, 15.000 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umferðarlaga. Sviptur ökuleyfi í 1 mánuð. Með vísan til refsiákvæða þeirra, er í ákæru greinir, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 10 daga. Þá ber samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga að svipta ákærða ökuleyfi í 1 ár frá 10. júlí 1975 að telja. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Þórður Ingvi Sigurðsson, sæti varðhaldi í 10 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum í 1 ár frá 10. júlí 1975 að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 908 Miðvikudaginn 10. nóvember 1976. Nr. 216/1974. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Vélsmiðja Hafnarfjarðar h/f (Guðjón Steingrímsson hrl.) segn Almennum Tryggingum h/f (Guðmundur Pétursson hrl.) og Bjarni R. Guðmundsson Þrotabú Haralds H. Júlíussonar og Þrotabú Hreiðars Júlíussonar (Kristinn Sigurjónsson hrl.) segn Almennum Tryggingum h/f. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Sjóvátrygging. Veðhafar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 16. desember 1974. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum 3.403.220 krónur með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð af 1.560.000 krónum frá 1. júní 1972 til 1. ágúst s. á. og af 3.403.220 krónum frá þeim degi til 16. maí 1973, 14% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til 15. júlí 1974 og með 2% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi Vélsmiðja Hafnarfjarðar h/f hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 16. desember 1974. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða honum 1.040.000 krónur með 1% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1. júní 1972 til 16. maí 1973, 14% dráttarvöxtum fyrir hvern byrj- 909 aðan mánuð frá þeim degi til 15. júlí 1974 og með 2% dráttar- vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi tl greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur Bjarni R. Guðmundsson, Haraldur H. Júlíus- son, Hreiðar Júlíusson og Útgerðarfélagið Valur s/f áfrýjuðu máli þessu með stefnu 22. maí 1975, að fengnu áfrýjunar- leyfi 28. apríl s. á. Með úrskurði skiptaréttar Gullbringusýslu 16. október 1975 ar bú áfrýjandans Haralds H. Júlíussonar tekið til gjald- þrotaskipta. Þá var bú áfryjandans Hreiðars Júlíussonar tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði sama skiptaréttar 29. desember 1975. Hafa þrotabú þeirra tekið við aðild málsins hér fyrir dómi samkvæmt 2. mgr. 53. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973. Áfrýjendur hafa uppi þessar kröfur: Aðalkrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þeim 18.500.000 krónur. 1. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þeim 17.050.000 krónur. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þeim 14.750.000 krónur. 3. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þrotabúum þeirra Haralds og Hreiðars 18.333.332 krónur. 4. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þrotabúum þeirra Haralds og Hreiðars 11.366.666 krónur. 5. varakrafa: Að stefnda verði dæmt að greiða þrotabúum þeirra Haralds og Hreiðars 9.833.332 krónur. > Í öllum tilvikum krefjast þessir áfrýjendur 8% ársvaxta af dæmdum fjárhæðum frá 12. júlí 1972 til 16. maí 1973 og 10% ársvaxta frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 15% árs- vaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast þeir máls- kostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi allra áfrýjenda. 910 I. Um kröfur Bjarna R. Guðmundssonar, þrotabús Haralds H. Júlíussonar, þrotabús Hreiðars Júlíussonar og Útgerðar- félagsins Vals s/f. Engin gögn eru um stofnun Útgerðarfélagsins Vals s/f, og ekki var það tilkynnt til skrásetningar samkvæmt lögum nr. 12/1903. Áfrýjendurnir Bjarni, Haraldur og Hreiðar keyptu b/v Hamranes samkvæmt afsali 2. janúar 1972. Þykir rétt að Líta svo á, að þeir hafi verið eigendur skipsins og vátrygg- ingartakar. Fjárhæðir 3., 4. og 5. varakröfu eru við það miðaðar, að þrotabú þeirra Haralds og Hreiðars eigi óskertan rétt til vátryggingarbóta, þó að svo yrði litið á, að áfrýjandinn Bjarni hefði firrt sig rétti til slíkra bóta. Beri þrotabúunum því að fá greidda % hluta vátryggingarfjárins. 1. Um aðalkröfu og 3. varakröfu. Hér fyrir dómi hafa áfrýjendur uppi hærri fjárkröfu í að- alkröfu en gerð var í héraði, án þess að efni séu til að leyfa þá hækkun samkvæmt 45. gr. laga nr. 75/1978. Með válryggingarskírteini 1. janúar 1972 tók stefndi að sér stríðstryggingu á b/v Hamranesi, GK 21. Var vátrvgs- ingarfjárhæð 18.750.000 krónur. Áðalkröfu sína byggja áfrýjendur á því, að skipið hafi arist af völdum tundurdufls eða annarra hernaðartækja, og „eri stefnda því að greiða þeim 18.500.000 krónur í válrygo- ingarbætur samkvæmt stríðstryggingunni. Í bréfi Siglingamálastofnunar ríkisins til saksóknara ríkis- ins 1. júní 1973 segir, að útilokað megi telja, „að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls“. Þá segir svo í bréfi þessu: „Reykur sé, sem myndaðist í forlest skipsins, bendir eindregið til að sprengingin hafi átt sér stað í lestinni og að sprengjan hafi ekki verið stór, þar sem gatið, sem kom á skipið, var ekki stærra en svo, að það hélst á floti nálega 5 klukkustund- ir, enda þótt dælins hæfist ekki fyrr en um þremur stundar- flórðungum eftir sprenginguna. Að þessu athuguðu er vart hægt að hugsa sér annað en að sprengju hafi verið komið fyrir í lest skipsins“. F Í 1 i 911 Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna héraðsdóms verður eigi talið, að orsakirnar að skips- tapanum verði raktar til hernaðaraðgerða eða annars þess, sem stríðstrygging tekur til. Ber því að staðfesta úrlausn hér- aðsdóms um þessa kröfu. Kemur 3. varakrafa þá eigi heldur til álita. Um 1., 2., 4. og 5. varakröfu. varakröfu sundurliða áfrýjendur þannig: þh a. Húftrygging ... .. .. .. kr.15.000.000 = eigin áhætta... .. .. — 250.000 kr. 14.750.000 b. Veiðarfæratrygging .. .. 2. .. 2. .. 2. — 800.000 c. Aflatrygging .. 2. ........ 0... 2. — 1.500.000 Alls kr. 17.050.000 Í 2. varakröfu krefja áfrýjendur eingöngu um vátrygging- arfé samkvæmt a lið í í. varakröfu. Fjárhæðir 4. og 5. varakröfu eru á því bvgegðar, að stefnda beri að greiða þrotabúum þeirra Haralds og Hreiðars tvo þriðju hluta þeirra krafna, sem getur í 1. og 2. varakröfu. Með vátryggingarskírteini 1. janúar 1972 tók stefndi að sér að váiryggja húf b/v Hamraness. Var vátryggingarfjár- hæð ákveðin 15.000.000 krónur, en eigin áhætta 250.000 krónur. Þá vátryggði stefndi sama dag veiðarfæri skipsins fyrir 800.000 krónur og afla fyrir 1.500.000 krónur. Sterkar líkur eru að því leiddar, að b/v Hamranes hafi farist vegna sprengingar, sem orðið hafi í fiskilest þess af manna völdum. Einnig benda sakargögn sterklega tl þess, að áfrýjendur Bjarni, Haraldur og Hreiðar hafi, áður en skipið fórst, haft samráð um, að því skyldi sökkt, til að vátrvgg- ingarfé þess fengist greitt. En þótt eigi yrði talið, að skipið hafi farist af völdum sprengingar, sem þessir áfrýjendur hafi af ásettu ráði átt hlut að, verða athafnir áfrýjandans Bjarna, eftir að leki kom að skipinu, ekki skýrðar á annan veg en þann, að hann hafi vísvitandi haldið að sér böndum um 912 björgun þess. Að mati sjó- og verslunardóms kom hann með aðgerðarleysi sínu í veg fyrir björgun skipsins. Verður að leggja þetta til grundvallar dómi í málinu. Af framansögðu leiðir, að áfryjandinn Bjarni getur eigi krafið stefnda um válrvggingarbætur sér til handa vegna ákvæða 52. gr. laga nr. 20/1954. Þegar litið er til þess, að Haraldur og Hreiðar voru hvor um sig eigandi að þriðjungi skipsins með honum, hagsmuna þeirra af því, að skipið bjargaðist ekki, og þeirra líkinda, sem á því eru, að áfrýjandinn Bjarni hafi mátt ætla, að vilji þeirra stæði til þess, að skipið færist, þykir nefnt lagaákvæði leiða til þess, að þeir geti eigi heldur krafið stefnda um vátryggingarbætur að tiltölu við eignarhlutdeild sína í skipinu. Verður héraðsdómur því staðfestur að því er /arðar áfrýjandann Bjarna og þrotabú Haralds og Hreiðars, en rétt er, að þeir greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. lH. Kröfur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Kröfur sínar í málinu byggir þessi áfryjandi á því, að hann hafi átt samningsveðrétt í b/v Hamranesi. Húftrvgg- ing skipsins hafi verið honum til hagsbóta samkvæmt 54. gr. laga nr. 20/1954. Eigi hann því sjálfstæðan rétt til vátrygg- ingarbóta. Skipti ekki máli, þótt skipseigendur kynnu að hafa fyrirgert rétti til slíkra bóta. Stefndi andmælir því, að þessi áfrvjandi eigi kröfu til greiðslu vátryggingarfjár, með því að b/v Hamranesi hafi verið vísvitandi sökkt. Hefði þurft að geta þess sérstaklega í veðbréfunum, ef veðhafarnir ættu rétt til vátryggingarfjár, Þegar svo stendur á. Í vátryggingarskírteini um húftryggingu b/v Hamraness segir svo: „Almennar Tryggingar h.f. tryggir hérmeð með eftirfarandi skilyrðum fyrir Útg.fél. Valur sf., c/o Haraldur Hafsteinn Júlíusson, Kirkjuhvoli, R. Krónur 15.000.000.00, skrifa krónur — fimmtán milljónir á skipsskrokk M/S skipsins Hamraness GK-21“. Framangreind orð verða ekki með vissu skilin þannig, að í þeim felist, að húftryggingin á b/v Hamranesi hafi átt að vera til hagsbóta fyrir skipseig- endur eina og með henni hafi ekki verið vátryggðir hags- 913 munir annarra, sem ákvæði 54. gr. laga nr. 20/1954 ná til, þar á meðal samningsveðhafa. Er hér sérstaklega á það að lita, að það var á valdi stefnda að kveða skýrt að orði í vá- tryggingarskírteininu, ef til þess var ætlast, að vátryggingin tæki til hagsmuna skipseigenda einna. Ber því að telja, að þessi áfrýjandi eigi sem vátryggður sjálfstæða kröfu til vá- tryggingarbóta úr hendi stefnda. Í öllum þeim veðskuldabréfum, sem þessi áfrýjandi byggir kröfur sínar á, er svohljóðandi ákvæði: „Vátryggingarfjár- hæðir veðsettra eigna eru innifaldar í veði skuldareiganda og er honum heimilt, ef til útborgunar vátryggingarfjárins kemur, að krefjast þess, að ábyrgðarsali greiði beint til sín svo mikinn hluta vátryggingarfjárins, sem þarf til lúkningar á veðskuldinni, vöxtum af henni, dráttarvöxtum og kostn- aði“. Fyrrgreint ákvæði veðskuldabréfanna verður ekki talið breyta neinu um framansreinda niðurstöðu, enda er því ætl- að að tryggja rétt veðhafa. Ekki skiptir það heldur máli, að ekki er fullvíst, hvort vátryggingarfjárhæðin hrekkur til að greiða kröfurnar eftir réttri skuldaröð. Var kröfugerð og málsreifun með þeim hætti, að ekki eru efni til að taka tillit til þess atriðis. Kröfur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar eru byggðar á 3 veð- skuldabréfum, sem út voru gefin 24. nóvember 1971, svo sem í héraðsdómi greinir. Af skuldum þessum skyldi greiða 8% ársvexti frá 1. desember 1971. Fjárhæð dómkröfunnar er sundurliðuð sem hér segir: 1. Skuld skv. 2 veðbréfum á 4. veðrétti „. .. kr.1.500.000 2. 8% ársvextir frá 1. 12. 1971 til 1. 6. 1972 — 60.000 3. Skuld skv. veðbréfi á 6. veðrétti .. .. .. — 1.750.000 4. 8% ársvextir frá 1. 12. 1971 til1. 8. 1972 — 93.220 Kr. 3.403.220 Samkvæmt því, er að framan segir, ber að taka 1. og 3. lið til greina, en þeim er ekki andmælt tölulega. Stefndi hefur mótmælt 2. og 4. lið. Áfrýjandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 58 4 þykir eiga rétt á greiðslu úr hendi stefnda á vöxtum sam- kvæmt veðbréfunum til þess dags, er b/v Hamranes fórst. Verður því fallist á 2. kröfulið, en krafa samkvæmt 4. lið lækkar í 77.000 krónur. Samkvæmt framansögðu verður krafa þessa áfrýjanda tekin til greina með 3.387.000 krónum. Þá krefst þessi áfrýjandi dráttarvaxta úr hendi stefnda, eins og fyrr er lýst. Bétt er, að áfrvjandi fái úr hendi stefnda vexti samkvæmt 24. gr. laga nr. 20/1951. Ber stefnda því að greiða 8% ársvexti af dæmdri fjárhæð frá 20. júlí 1972 til 16. maí 1973, 10% ársvexti frá þeim degi tl 15. júlí 1974, 15% ársvexti frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 1534 % árs- vexti frá þeim degi til greiðsludass. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða þessum áfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals 350.000 krónur. HI. Kröfur Vélsmiðju Hafnarfjarðar h/f. Kröfur sínar í málinu byggir þessi áfrýjandi á sams konar rökum og áfrýjandinn Bæjarútserð Hafnarfjarðar. Þær hafa sætt sömu andmælum frá stefnda og kröfur bæjarútgerðar- innar. Er um kröfurnar allt hið sama að segja og greint var í HH, að öðru leyti en því, að þær eru reistar á veðskuldabréfi frá 24. nóvember 1971, svo sem segir Í héraðsdómi. Aðal- krafan er sundurliðuð þannig: 1. Skuld samkv. veðbréfi .. .. .. 00... 2. kr.1.000.000 2. 8% ársvextir frá 1. 12. 1971 tl 1. 6. 1972 — 40.000 Kr. 1.040.000 Með sömu rökum og greinir í IT ber að taka þessa kröfu til greina. Engin gögn eru um það, hvenær Vélsmiðja Hafn- arfjarðar h/f krafði stefnda fyrst um vátryggingarbætur. Þykir, eins og hér stendur á, rétt að dæma vexti af hinni dæmdu fjárhæð frá birtingardegi stefnu 27. september 1972, og ákveðast þeir 10% ársvextir til 15. júlí 1974, 15% árs- vextir frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 1534 % ársvextir frá þeim degi til greiðsludass. 915 Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða þessum áfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals 150.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, Almennar Tryggingar h/f, skal í máli þessu vera sýkn af kröfum áfrýjendanna Bjarna R. Guðmunds- sonar, þrotabús Haralds H. Júlíussonar og þrotabús Hreiðars Júlíussonar. Þessir áfrýjendur greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi greiði áfrýjandanum Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar 3.387.000 krónur með 8% ársvöxtum frá 20. júlí 1972 til 16. maí 1973, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 1534 % ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og 350.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi greiði áfrýjandanum Vélsmiðju Hafnarfjarðar h/f 1.040.000 krónur með 10% ársvöxtum frá 27. sept- ember 1973 til 15. júlí 1974, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 1534 % ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttardómara. I. Eg er sammála atkvæði meiri hluta dómenda um úrlausn á kröfum áfrýjenda, Bjarna R. Guðmundssonar, þrotabús Haralds H. Júlíussonar, þrotabús Hreiðars Júlíussonar og Útgerðarfélagsins Vals s/f á hendur stefnda. 916 11. Um kröfur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og Vélsmiðju Hafnarfjarðar h/f. Kröfur sínar byggja þessir áfrýjendur á því, að stefndi hafi húftryggt skipið. Það hafi farist og beri stefnda því að greiða veðskuldir af vátryggingarfénu og skipti eigi máli, af hvaða ástæðum skipið hafi farist. Vísa áfrýjendur þessu til stuðn- ings til ákvæða 54. gr. og 57. gr. laga nr. 20/1954. Í öllum skuldabréfum þeim, sem þessir áfrýjendur byggja kröfur sínar á, er samhljóða ákvæði þannig: „Vátryggingarfjárhæðir veðsettra eigna eru innifaldar í veði skuldareiganda, og er honum heimilt, ef til útborgunar vátryggingarfjárins kemur, að krefjast þess, að ábyrgðarsali greiði beint til sín svo mikinn hluta vátryggingarfjárins, sem þarf til lúkningar á veðskuldinni, vöxtum af henni, dráttar- vöxtum og kostnaði. Er skylt að láta skuldareiganda í té skilríki fyrir því, að hið veðsetta sé nægilega vátryggt, og verði misbrestur á því, er honum heimilt, en þó aldrei skylt, að annast vátrygginguna á kostnað skuldara, og hefur hann þá veðrétt í hinum veðsettu eignum fyrir öllum þeim kostn- aði, er hann hefur haft af vátryggingunni, eins og fyrir sjálfum höfuðstól skuldarinnar“. Eins og áður var rakið, tók stefndi að sér húftrvggingu á skipinu fyrir „Útg.fél. Valur sf. e/o Haraldur Hafsteinn Júlíusson“. Í vátryggingarskírteini er veðhafa að engu getið. Fyrrgreind ákvæði veðskuldabréfanna veita veðhafa einungis rétt til að krefjast greiðslu úr hendi vátryggingarfélagsins, ef vátryggingarféð kemur til útborgunar. Eigi veðsalar ekki rétt til greiðslu vátryggingarfjárins, öðlast veðhafar heldur ekki rétt til þess. Eins og rakið er í I. kafla í atkvæði meiri hluta dómenda, eiga veðsalar ekki rétt til greiðslu vátryggingar- fjárins úr hendi stefnda og því ekki heldur þessir áfrýjendur. Ber því að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Eftir þessum málalokum ber að dæma þessa áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann 100.000 krónur úr hendi hvors þeirra. 917 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Bjarni R. Guðmundsson, þrotabú Haralds H. Júlíussonar og þrotabú Hreiðars Júlíussonar, greiði stefnda, Almennum Tryggingum h/f, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi Bæjarútgerð Hafnarfjarðar greiði stefnda 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi Vélsmiðja Hafnarfjarðar h/f greiði stefnda 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur sjó- og verslunardóms Reykjavíkur 30. október 1974. Mál þetta var tekið til dóms hinn 15. október 1974. Það er höfðað af hálfu Bjarna R. Guðmundssonar skipstjóra, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði, Haraldi H. Júlíussyni framkvæmdastjóra, Tjarnar- götu 24, Vogum, og Hreiðari Júlíussyni sjómanni, Bræðraborg, Garði, Garðahreppi, persónulega og enn fremur fyrir hönd sam- eignarfélags þeirra, Útgerðarfélagsins Vals s/f, Reykjavík, með stefnu, birtri 10. janúar 1973, á hendur Almennum Tryggingum h/f, Reykjavík. Við munnlegan málflutning gerðu stefnendur þessar dómkröfur: Aðallega, að stefnda verði dæmt að greiða þeim kr. 17.300.000 með 8% ársvöxtum frá 12. júlí 1972 til 1. maí 1973, 10% árs- vöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974 og 15% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara gera stefnendur þá kröfu, að stefnda verði dæmt að greiða þeim kr. 15.000.000 með 8% ársvöxtum frá 12. júlí 1972 til 1. maí 1973, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júlí 1974, en 15% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast stefn- endur málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda, Almennra Trygginga h/f, eru þær, að fé- lagið verði algerlega sýknað af dómkröfum stefnenda og þeir dæmdir til að gjalda félaginu hæfilegan málskostnað að mati réttarins. Með stefnu, birtri 27. september 1973 og 4. október sama ár, höfðaði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar meðalgöngusök í máli þessu. Gerði meðalgöngustefnandi þær dómkröfur, að aðalstefnda (sic), 918 ÁAlmennum Tryggingum h/f, verði dæmt að greiða sér kr. 3.403.320 auk 1% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan mánuð af kr. 1.560.000 frá 1. júní 1972 til 1. ágúst 1972 og af kr. 3.403.320 frá þeim degi til 1. maí 1973 og með 12 % dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags og að aðalstefnda verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu. Með stefnu, birtri 27. september og 4. október 1973, höfðaði Vélsmiðja Hafnarfjarðar h/f, Hafnarfirði, meðalgöngusök í máli þessu og gerði þær dómkröfur, að aðalstefnda, Almennum Trygg- ingum h/f, verði gert að greiða kr. 1.040.000 auk 1% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1. júní 1972 til 1. maí 1973 og með 16 % dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags og aðalstefnda verði gert að greiða máls- kostnað að skaðlausu. Aðalstefndi, Almennar Tryggingar h/í, hefur krafist sýknu af báðum meðalgöngusökunum auk málskostnaðar að mati dómsins. Reynt hefur verið að koma á sættum í máli þessu, en sú við- leitni hefur eigi borið árangur. Í aðalsök eru helstu málavextir þessir: Með afsali, dagsettu 2. janúar 1972, keyptu aðalstefnendur botn- vörpunginn Hamranes, GK 21. Fyrir þann tíma höfðu þeir gert út skipið í rúman mánuð samkvæmt sérstökum leigusamningi. Um leið og eigendaskiptin fóru fram, gerðu aðalstefnendur ráð- stafanir til að keyptar yrðu nauðsynlegar vátryggingar vegna skipsins. Þeir leituðu í þessu skyni til aðalstefnda, Almennra Trygginga h/f, og keyptu þar vátryggingar, og með bréfi, dag- settu 31. desember 1971, staðfestir aðalstefndi, að hann hafi tekið að sér eftirtaldar tryggingar skipsins í eitt ár frá og með 1. janúar 1972 að telja: 1. Húftryggingu skipsins (kasko) . .. .. kr.15.000.000 2. Farangur skipverja (30 menn) .. ... .. — 1.450.000 3. Afli... 2. — 1.500.000 4. Veiðarfæri .. .. 2... — 800.000 5. Stríðstrygging .. .. .. .. .. ...... .. — 18.750.000 Engin vátryggingariðgjöld greiddu aðalstefnendur af þessum tryggingum. Í málflutningi lýstu lögmenn því yfir, að vátrygg- ingariðgjald af húftryggingu skipsins hefði verið greitt úr sér- stökum sjóði, Útflutningssjóði, sbr. lög nr. 79 frá 21. desember 1968. Aðalstefnendur gerðu síðan út skipið, en við mikla fjárhags- 919 örðugleika og frátafir. Í aprílmánuði 1972 stöðvaðist útgerð skips- ins vegna fjárskorts. Í byrjun maímánaðar sama ár lögðu tvö fyrirtæki, Vesturhús h/f og Meitillinn h/f, fram fé til að halda áfram útgerðinni gegn því að fá aflann úr þrem veiðiferðum. Helgi Benónýsson, fyrirsvarsmaður Vesturhúss h/f, tók að ein- hverju leyti að sér að greiða skuldir vegna útgerðarinnar, sem stofnað hafði verið til vegna úthalds skipsins í þrem veiðiferðum, svo sem greiðslur afborgana og vaxta af lánum, sem á því hvíldu. Tryggingariðgjöld og fleira þess háttar sagði Helgi, að hefði verið sér óviðkomandi, annað en það, að hann kveðst hafa neyðst til að greiða iðgjald af manna- og fatairyggingu skipverja, vegna þess, að aðalstefndi, Almennar Tryggingar h/f, sem hafi haft þessa tryggingu fyrir skipið, hafi sagt henni upp. Í gögnum frá aðalstefnda kemur fram, að þegar Helgi Benónýsson kom á skrif- stofu félagsins, hafi verið synjað um framlengingu þessara trygg- inga frá og með 19. maí 1972. Þá hafi honum jafnframt verið tilkynnt, að tryggingarnar yrðu felldar niður frá 19. maí 1972, aðrar en húftrygging skipsins og stríðstrygging, hvor að upphæð kr. 15.000.000. Þar sem þessar tryggingar voru felldar niður, neitaði skipaskráningin í Hafnarfirði að skrá skipið. Keypti Helgi Benónýsson því nýjar tryggingar (farangurs-, ábyrgðar- og slysa- tryggingar) hjá Samvinnutryggingum g/t. Hamranesið fór í tvær veiðiferðir eftir þetta, hina fyrri þann 20. maí 1972 og hina síðari um 10. júní sama ár. Þann 14. júní kemur skipið inn á Þingeyri til að fá viðgerð á dampröri við spil. Hvorki tók það þar olíu né landaði fiski. Á Þingeyri gengu 4 menn af skipinu og báru við lélegum aðbúnaði. Aðfaranótt 17. júní kemur skipið til Ólafsvíkur. Þar fór Hreiðar Júlíusson, einn af eigendum skipsins, um borð og var þegar gerður að lestar- manni. Við sama tækifæri fór ungur sonur skipstjórans, sem hafði verið um borð, í land af skipinu. Hinn 18. júní 1972 fórst skipið í Jökuldýpi. Í dagbók skipsins hefur skipstjórinn, Bjarni Rafn Guðmundsson, einn af aðalstefn- endum og eigendum skipsins, ritað svofellda skýrslu um atvikið: „Sunnudagurinn 18. júní 1972. Togað á Jökultungu 24—30 sjómílur undan poki og ásláttur í nótt drógst upp um hádegið rifrildi. Kl. 14.00 kippt og kastað Jökuldýpi 45 sjómílur suðvestur af jökli. Kl. 17.00 er verið var að toga í Jökuldýpi 180—190 föðmum kvað við mikil sprenging svo að skipið hristist stafna á milli. Gaus upp vatnssúla stjórn- borðsmegin um svelg. Var aflið svo mikið að menn hentust til 920 í kojum. Er farið var að athuga nánar hvað olli lagði púðurfýlu upp úr lestinni og fiskur út um allt. Sjór komst strax í lestina svo að lensur höfðu ekki undan. Skipaði skipstjóri alla menn klára í báta strax. Var haft samband við Narfa, sem beðinn var um aðstoð. Í fyrstu virtist svo að dælurnar höfðu undan en svo jókst lekinn. Skipstjóri gerði tilraun til að sjá hvar lekinn var og virtist lekinn vera fyrir framan svelg. Fiskur var í stíum og var lítið hægt að athafna sig. Um kl. 19.00 var sjór kominn í vélarrúm, yfirgáfu allir skipið nema skipstjóri, sem hafði sam- band við Narfa. Kl. 19.30 fer skipstjóri frá borði. Haft er sam- band við Narfa frá neyðarstöð. Kl. 20.33 allir komnir um borð í Narfa. Hamranesið sígur meira og meira að aftan. Var haft sam- band Reykjavík-radíó og beðið um skip með dælur. Kl. 21.46 skipið sokkið. Ljósavél var höfð í gangi og báðar dælur á fullu en virtust ekki hafa undan. Skipstjóri álítur að hér hafi verið um tundurdufl að ræða, marandi í hálfu kafi. Staður skipsins er það sökk 63 gráður 58 mín. norður 24 gráður 14 mín. vestur. Dýpi 202 faðmar. Veður norðaustan 3 alskýjað“. Sjópróf út af máli þessu hófust hinn 20. júní 1972 fyrir sjó- og verslunardómi Hafnarfjarðar, og stóðu þau til 28. sama mán- aðar. Við sjóprófin var annars vegar leitast við að finna orsök þess, að leki kom að skipinu, þannig að það sökk, og hins vegar að fá sem gleggsta mynd af viðbrögðum skipshafnar, eftir að sprenging hafði orðið, og þá einkum aðgerðum skipstjórans til björgunar skipinu. Auk skipstjórans, sem jafnframt var einn af eigendum skipsins, voru teknar skýrslur af öðrum eigendum, þeim Haraldi Hafsteini Júlíussyni og Hreiðari Júlíussyni, en hann var háseti (lestar- maður) síðasta sólarhring veiðiferðarinnar. Sætti hann 7 daga gæsluvarðhaldi, meðan sjóprófin voru haldin. Teknar voru skýrsl- ur af Auðuni Auðunssyni, sem var skipstjóri á b/v Fylki, er sökk, sennilega af völdum tundurdufls, hinn 14. nóvember 1956, Stefáni Arndal, stöðvarstjóra fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi, Karli Kristjánssyni, loftskeytamanni í Gufunesi, Helga Hallvarðssyni skipherra og Rúdolf Þór Axelssyni lögreglumanni, sem báðir eru sérfróðir um meðferð sprengiefnis og eyðingu sprenginga, Sigurði Anton Friðþjófssyni refsifanga, sem hafði verið 2. stýrimaður í þriðju, síðustu, veiðiferð skipsins, svo og flestum skipverjum í síðustu veiðiferð þess. Bjarni Rafn Guðmundsson skipstjóri kvaðst við sjóprófið ekki hafa séð vatnssúlu stjórnborðsmegin við skipið, rétt eftir ætlaða 921 sprengingu, en þar hafi verið froða á sjónum og vatnsbólur. Varð- andi það, er segir í leiðarbók, að fiskur hafi verið út um allt, kveður hann „nokkra fiska hafa flotið í auðri stíu bakborðsmegin í forlest“. Teljandi röskun virtist ekki hafa orðið í lestum. Kom fram við yfirheyrslur, að sjór mun fyrst hafa komið í forlest, og voru lestar um það bil hálfar af sjó, þegar skipið var yfirgefið, en ekki teljandi sjór í vélarrúmi, en samkvæmt ljósmyndum seig skipið fyrst niður að aftan, og kunni skipstjórinn eða aðrir skip- verjar ekki á því viðhlýtandi skýringar. Bjarni Rafn Guðmunds- son kvaðst hafa verið búinn að skipa öllum hásetum í bátana kl. 1830 og vélstjórunum nokkru síðar. Sjálfur yfirgaf hann skipið síðastur manna, kl. 1930, en loftskeytamaðurinn, Þórður Jónasson, litlu fyrr. Ekki gat Þórður Jónasson sagt um það, hvar skipstjór- inn hafi haldið sig þann tíma, sem þeir voru einir um borð, en talsverðan tíma hafi skipstjóri verið í brúnni. Flestir, sem prófaðir voru, lýstu umræddu atviki á svipaðan hátt. Þeir kváðust hafa heyrt dynk eða hvell og nokkur slynkur hafi komið á skipið, en ekki vöknuðu þó allir, sem sofandi voru. Mikill reykur var í fyrstu, og báru nokkrir, að reykur hafi komið upp um loftrör, sem liggur frá vatnstanki í botni, upp á bilfarið, stjórnborðsmegin. Mikill óþefur gaus upp, og lýstu flestir skip- verjar honum sem púður- eða brennisteinslykt. Þegar atvikið varð, var skipstjóri og bátsmaður í brúnni, háseti á togvakt á þilfari, Hreiðar Júlíusson var frammi í setustofu í hvalbak, en aðrir skipverjar voru aftur í skipinu eða neðan þilja. Við sjóprófin var lögð fram dagbók radíóstöðvarinnar í b/v Hamranesi og dagbókarfærslur fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi. Einnig voru lagðar fram segulbandsupptökur Gufunesstöðvar- innar með fjarskiptum varðandi atburð þann, sem um ræðir í máli þessu, svo og samtöl skipstjóra við útgerðaraðilja og fleiri frá og með 13. júní 1972. Þar kemur m. a. fram, að fjarskiptastöðin á Gufnesi frétti „á skotspónum“ kl. 1808 hinn 18. júní, að eitt- hvað væri að hjá b/v Hamranesi, og náði sambandi við skipið kl. 1821, en þá var ekki sögð vera hætta á ferðum. Kl. 1918 bað b/v Hamranes um að láta varðskip vita um ástandið, talsverður sjór sagður vera í lestum, en enginn sjór í vélarrúmi. Kl. 1926 kvaðst loftskeytamaðurinn fara að loka stöðinni og yfirgefa skipið að boði skipstjórans. Fram hefur einnig komið, að fjárhagsörðugleikar útgerðarfé- lags Hamraness voru verulegir og miklir erfiðleikar að fá menn til starfa á skipið. 922 Mörg atvik þessa máls vöktu grunsemdir um, að orsök lekans, sem að skipinu kom, hafi ekki verið óhappatilvik, svo sem að það hafi rekist á tundurdufl, einnig að látið hafi verið hjá líða að grípa til eðlilegra og sjálfsagðra ráða til að bjarga skipinu. Saksóknari ríkisins krafðist með bréfi, dagsettu 19. júlí 1972, til sakadóms Hafnarfjarðar, að rannsökuð yrðu ítarlegar mörg atriði þessa máls, m. a. var krafist rannsóknar á viðkomandi tilkynn- ingum, sem sendar voru út frá b/v Hamranesi eftir kl. 1700 dag- inn, sem skipið fórst, og fram til þess, að skipið var yfirgefið. Síðari próf fóru fram Í réttinum frá 25. júlí til 6. nóvember 1972. Við þá rannsókn voru allir eigendur skipsins, aðalstefnendur, úrskurðaðir í gæsluvarðhald og enn fremur loftskeytamaður skips- ins, Þórður Jónasson. Við yfirheyrslurnar kemur í ljós, að skipstjórinn lét ekki senda út neyðarkall eftir sprenginguna, hann byrjar á því að taka inn trollið. Þórður Jónasson loftskeytamaður bar, að hann hafi ekki beðið sig að hafa að fyrra bragði samband við Gufnesradíó eftir spreng- inguna. Skipstjórinn kvaðst heldur ekki hafa beðið loftskeyta- manninn að hafa samband við næsta skip, fyrr en um þrem stundarfjórðungum eftir að sprengingin varð. Hann gaf þá skýr- ingu á því, að tíminn fram að því hafi farið í það hjá sér að að- gæta, hvað komið hefði fyrir við sprenginguna, og að láta ná inn vörpunni. Ekki sigldi skipstjórinn skipinu í átt að landi. Gaf hann þá skýringu á því eftir vélstjóra, að það kynni að valda ketil- sprengingu. Ekki kallaði skipstjórinn heldur til björgunarskip með öflugar dælur, en kvaðst hafa haldið, að b/v Narfi, sá, er bjargaði mönnunum, hefði öflugar dælur án þess þó að kynna sér það sérstaklega. Þórður Jónasson, loftskeytamaður á b/v Hamranesi, bar, að skipstjórinn, Bjarni R. Guðmundsson, hafi vakið sig kl. 1745 18. júní og gefið sér fyrirmæli um að kalla á aðstoð vegna leka, sem kominn væri að skipinu. Síðar, eða kl. 1818, hafi Gufunesradíó kallað upp b/v Hamranes og spurt, hvort ekki væri rétt að senda út neyðarkall. Taldi loftskeytamaðurinn sig minna, að hann hefði spurt skipstjórann á b/v Hamranesi, hvort rétt væri að senda út neyðarkall, eftir að Gufunesradíó hafði kallað skipið upp, og taldi loftskeytamaðurinn, að skipstjórinn hafi þá að minnsta kosti ekki gefið fyrirmæli um að senda út slíkt kall, en skipstjóri sé formlegur og löglegur yfirmaður fjarskiptatækjanna um borð í 923 skipinu. Loftskeytamaðurinn kvaðst mundu hafa verið óhræddur að vera lengur um borð í skipinu, þegar skipstjórinn gaf honum fyrirmæli um að yfirgefa skipið laust fyrir kl. 1930. Taldi loft- skeytamaðurinn skipið þá ekki tiltakanlega sigið, en kvað það hafa tekið að þyngjast áberandi og í vaxandi mæli síðustu einu og hálfu klukkustundina, efiir að það var yfirgefið, uns það sökk að lokum. Árni Guðmundsson, stýrimaður á b/v Hamranesinu, var sofandi, þegar sprengingin varð, og var ræstur kl. 1800 og hafði þá ekki orðið var við neitt. Þorvaldur Benediktsson, vélstjóri á b/v Hamranesinu, var á vakt, þegar sprengingin varð. Hann kvaðst hafa verið að fara niður í vélarrúm og á leiðinni fundið hnykk og heyrt skruðnins, líkast því sem trollið festist í botni eða vírar slitnuðu. Hann kvaðst ekki hafa farið að grennslast fyrir um þetta, en hringt hafi verið á stopp. Stuttu seinna hafi verið hringt á fulla ferð áfram. Spurt hafi verið ofan úr brú, hvort eitthvað hefði komið fyrir niðri í vélarrúminu, en Þorvaldur gat ekki fundið það. Stuttu seinna hafi verið beðið um að lensa lestarnar af fullum krafti. Hann kvað sér ekki hafa fundist sjórinn í vélarrúminu neitt óeðlilegur allan þann tíma, sem hann var þar, enda hafi lekið dálítið með skrúfuásnum og algengt hafi verið, að jafnmikill sjór og í þetta sinn hafi verið í vélarrúminu. Gestur Sigurðsson, vélstjóri á b/v Hamranesinu, var ekki á vakt í vélarrúminu þann dag. Hann kvað kokkinn hafa komið og kallað á sig í mat og sagt sér, að eitthvað væri að í lest skipsins. Hann vissi ekki, hvað klukkan var þá. Hann kveðst hafa yfir- gefið skipið um leið og Þorvaldur, 2. vélstjóri. Rétt áður kveðst hann hafa litið niður í vélarrúm og séð, að sjór var kominn upp á vélargólf stjórnborðsmegin, en þar sé gólfið miklu lægra. Hann taldi, að sjórinn hefði ekki getað komið annars staðar að en úr lestum skipsins. Skýrði hann það þannig, að sjór þyrfti ekki að komast nema í vissa hæð í aftur-svelg og renna þá undir olíu- tank aftur undir ketil og aftur úr. Kvað hann svo hafa verið í mörg ár, að sjór kæmi úr lestum og aftur í vélarrúm og hafi sjór komið í vélarrúm, þegar lestar hafi verið spúlaðar. Hann sagði, að undir það síðasta hefði hann sett lensidælu í vélarrúmið og hefðu allar dælur verið í gangi, þegar skipið var yfirgefið. Gunnar Auðunsson, skipstjóri á b/v Narfa, hefur m. a. borið, að hann gerði ráð fyrir því, að ganggott skip hefði getað komist 924 frá Reykjavík að b/v Hamranesi, áður en skipið sökk, ef slíkt skip hefði lagt af stað upp úr kl. 1700. Skipstjórinn, Bjarni Rafn Guðmundsson, og loftskeytamaður- inn, Þórður Jónasson, voru samprófaðir varðandi sjó í vélarrúmi. Þórður kvaðst hafa það eftir Bjarna Rafni, að ekki hafi verið kominn sjór í vélarrúmið kl. 1926 margnefndan dag, en í fram- burði Bjarna Rafns í málinu kom hins vegar fram, að sjór hafi verið kominn í vélarrúmið og farið vaxandi, nokkru áður en skipið var yfirgefið, en samræmi náðist ekki. Bjarni Rafn Guð- mundsson hafði áður borið í sjóprófinu hinn 20. júní 1972, „að vélamenn hafi tilkynnt sér um vaxandi sjó í vélarrúmi, en kveðst aldrei hafa farið niður sjálfur“. Síðar kvaðst Bjarni Rafn ekki muna eftir því, að vélstjórarnir hefðu tilkynnt honum, að sjór væri kominn í vélarrúmið í skipinu, áður en það var yfirgefið. Hins vegar hafi Gestur vélstjóri verið búinn að segja sér, að sjór ætti greiðan aðgang úr lestum og aftur í vélarrúm. Er Bjarni Rafn Guðmundsson var spurður að því, hvor framburðurinn væri réttari, kvaðst hann ekki muna þetta svo greinilega, að hann gæti sagt um það. Fram er komið í málinu, að aðalstefnandi Haraldur Hafsteinn Júlíusson, bróðir Hreiðars Júlíussonar, er var lestarmaður í um- rætt sinn, hafi haft leyfi til að standa fyrir dínamítsprengingum á vegum Íslenskra Aðalverktaka 14 árum áður. Minnti Harald Hafstein, að hann hafi á þeim tíma unnið nokkuð við sprengingar, þó ekki lengur en um hálft ár, að því er hann taldi. Svo sem áður er að vikið, komu þeir Helgi Hallvarðsson skip- herra og Rudolf Þór Axelsson lögreglumaður fyrir dóminn, þegar mál þetta var rannsakað, en þeir hafa báðir kynnt sér meðferð og verkan sprengiefnis. Helgi Hallvarðsson gerði þá grein fyrir verkan tundurdufls, að skip, sem á það rekst, sökkvi á nokkrum mínútum og ekki komi reykur af slíkri sprengingu. Rudolf Þór Axelsson lýst því áliti sínu varðandi reykmyndun og ólykt, að slíkt væri mjög óeðlilegt, og óhugsandi miðað við þá forsendu, að um sprengingu tundur- dufls hefði verið að ræða, og komi þar m. a. til, að ekki var vitað um, að nein lyktmyndandi efni hafi verið í lestum. Hins vegar kvað hann ekki hafa þurft mikið sprengiefni inni í lestinni til að koma á miklum reyk og ólykt. Auðunn Auðunsson skipstjóri lýsti því, er b/v Fylkir sökk á 10 til 20 mín., þegar tundurdufl var talið hafa komið í vörpu togarans, eins og fyrr er frá greint. 925 Margt, margt fleira kom fram við rannsókn málsins, en ekki þykir efni til að fara frekar út í það hér, enda yrði dómurinn þá óhæfilega langur. Verður næst vikið að rökstuðningi málsaðilja. Aðalstefnendur byggja dómkröfur sínar á því, að þeir hafi keypt hjá aðalstefnda vátryggingar þær, sem um er getið hér að framan. Hin vátryggðu verðmæti hafi farist, og því beri aðalstefnda að greiða vátryggingarféð samkvæmt vátryggingarskilmálum. Greiðsla vátryggingariðgjalda af húftryggingum slíkra skipa og hér um ræðir sé innt af hendi úr sérstökum opinberum sjóði. Greiðsla á iðgjöldum afla- og veiðarfæratryggingar verði aðal- stefnendur hins vegar að inna af hendi sjálfir. Það hafi þeir ekki gert, er skipið fórst, en engu að síður telja þeir, að tryggingar þessar hafi verið í fullu gildi. Benda þeir á eftirfarandi því til staðfestu: Ekki hafi verið samið um neinar greiðslur á þessum tryggingariðgjöldum og aðalstefndi hafi engin skilyrði sett um, að iðgjöld þessi yrðu greidd fyrirfram. Þvert á móti hafi aðal- stefndi tekið að sér þessar tryggingar án þess að krefjast nokk- urra greiðslna. Þá sé líka venja að slíkar tryggingar séu greiddar einhvern tíma á tryggingartímabilinu, og raunar sé allur gangur á innheimtu iðgjaldanna. Til enn frekari áréttingar því, að aðal- stefndi hafi ekki sett það skilyrði, að afla- og veiðarfæratrygg- ingin væri greidd fyrirfram, bendir aðalstefnandi á, að jafnframt því sem aðalstefndi hafi tekið að sér þessar tryggingar hafi hann lánað aðalstefnendum kr. 500.000 án þess að fara fram á, að vá- tryggingariðgjöldin væru greidd af láni þessu. Aðalstefnendur hafi því verið í góðri trú um, að vátryggingarnar væru í fullu gildi, og telja þeir sig aldrei hafa fengið neina tilkynningu frá aðalstefnda um, að svo væri ekki. Aðalstefnendur benda á, að þeir hafi enn fremur keypt trygg- ingu á farangri skipverja hjá aðalstefnda svo og ábyrgðar- og slysatryggingu. Er skipið hafi verið nýfarið í næstsíðustu veiði- ferð sína, hafi Helgi Benónýsson að beiðni aðalstefnanda komið í skrifstofu bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði þeirra erinda að láta lögskrá á skipið. Hafi skráningarstjóri þá tjáð Helga, að aðalstefndi hafi sagt upp farangurstryggingu, ábyrgðar- og slysa- tryggingu vegna b/v Hamraness. Yrði að koma tryggingunum í lag, áður en lögskráning gæti átt sér stað. Hafi Helgi þá farið upp á sitt eindæmi til Samvinnutrygginga g/t og keypt nefndar þrjár tryggingar þar. Aðalstefndi telji sig á þessum tíma hafa sagt upp afla- og veiðarfæratryggingu vegna b/v Hamraness við 926 Helga Benónýsson. Aðalstefnendur mótmæla því algerlega, að uppsögn trygginganna, er kunni að hafa verið beint til Helga Benónýssonar, hafi nokkurt gildi gagnvart þeim, þar sem hann hafi ekkert umboð haft frá þeim til að taka á móti slíkri upp- sögn. Telja aðalstefnendur, að aðalstefnda hafi borið að beina uppsögninni til þeirra og á þann hátt einan geti hann slitið trygg- ingunni á löglegan hátt. Aðalstefnendur telja sig hins vegar aldrei hafa fengið slíka tilkynningu frá aðalstefnda og ekkert vitað um vilja aðalstefnda til að segja tryggingunni upp. Enn fremur vekja aðalstefnendur athygli á því, að með því að aðal- stefndi hafi rætt við Helga Benónýsson um uppsögn á umræddum afla- og veiðarfæratryggingum hafi hann staðfest það, að hann liti svo á, að tryggingarnar væru ennþá í gildi og að uppsögn þurfi að koma til, eigi að fella þær niður. Því telja aðalstefn- endur í framhaldi af þessu rökrétt að álykta, að þar sem þeim hafi aldrei borist uppsögn á þessum tryggingum, þá beri að líta svo á, að þær hafi verið áfram í fullu gildi. Aðalstefndi byggir sýknukröfu sína á eftirfarandi atriðum: Fljótlega hafi vaknað grunur um það, að ekki væri allt með felldu um afdrif skipsins. Tveir af þremur eigendum skipsins hafi verið meðal áhafnar þess, þ. e. skipstjórinn, Bjarni R. Guð- mundsson, og Hreiðar Júlíusson. Hinn síðarnefndi hafi komið um borð röskum sólarhring áður en sprengingin varð og strax verið gerður að lestarmanni, en þeir, sem áður störfuðu þar, settir í önnur störf, en sprengingin hafi einmitt átt sér stað í forlestinni. Strax og yfirheyrslur byrjuðu, hafi komið í ljós, að skipstjór- inn reyndi í leiðarbókarskýrslu sinni að gera mun meira úr spreng- ingu þeirri, sem varð, heldur en ástæða var til, því að hún hafi ekki verið meiri en svo, að sumir skipverjar, sem sváfu, hafi ekki vaknað, en aðrir vaknað við skruðninga og dynk, sem þeir hafi ekki sett í samband við neina sprengingu. Áhöfnin hafi borið samhljóða, að dínamit eða púðurstybba hafi borist úr lestinni og mikill reykur því samfara. Sprengingin hafi því eigi getað stafað af gasi eða olíu, enda engar slíkar leiðsl- ur í lestinni. Sprenging af tundurdufli hafi verið útilokuð, enda hafi skipið haldist á floti í næstum 5 klst. eftir sprenginguna. Sprengingin hljóti því að hafa orðið innan í skipinu, annað hvort af púðri eða dínamiti. Vitað sé og viðurkennt af hálfu framkvæmdastjóra útgerðar- innar, að reksturinn hafi gengið mjög illa. Í stórum dráttum byggir aðalstefndi sýknukröfu sína á ákvæð- 927 um 18. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga, sbr. 21., 22. og 52. gr. sömu laga. Einnig byggir hann á 30. gr. vátrygg- ingarskilmálanna á réttarskjali nr. 7, og enn fremur vísar hann til c liðar 7. gr. og a liðar, sbr. e lið 8. gr. nefndra skilmála. Aðalstefnandi haldi því fram, að skipið hafi rekist á tundur- dufl, og geri aðalkröfu til bóta samkvæmt stríðstryggingu. Aðal- stefndi telur fullsannað með vætti framangreindra sprengisér- fræðinga, áliti Auðuns Auðunssonar skipstjóra og áliti Siglinga- málastofnunar, sem lagt er fram á réttarskjali nr. 26, að um tundurdufl hafi ekki getað verið að ræða. Það sé fullsannað, að sprengingin hafi verið inni í skipinu framan til í forlest bakborðs- megin. Sprengingin hljóti að vera af mannavöldum, þar sem engar olíu- eða gasleiðslur séu í forlestinni. Þótt opinberar rannsóknir og tilheyrandi gæsluvarðhaldsvist stefnenda hafi ekki leitt til játningar á því, að skipinu hafi verið sökkt, þá megi ljóst vera, að grunur um tryggingarsvik sé svo mikill, að aðalstefnendur verði að færa sönnur á, hvað hafi valdið því, að skipið sökk, og þá jafnframt, að því hafi ekki verið sökkt af ásettu ráði, sbr. 30. gr. framangreindra vátryggingarskilmála á rskj. nr. 7. Auðvelt hefði verið að bjarga skipinu, ef skipstjór- inn (einn af aðalstefnendum) hefði viljað. Björgunarskip með sterkar dælur hefði getað siglt á móti því, ef strax hefði verið brugðið við. Skipstjórinn hafi hins vegar dregið allt á langinn, greinilega til að hindra björgun, sbr. framangreint álit Siglinga- málastofnunar. Til ýtrustu vara krefst aðalstefndi lækkunar á iryggingarbót- unum, sbr. 52. gr. og 21. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamn- inga. Þá bendir aðalstefndi á það, að afla- og veiðarfæratryggingin hafi verið niður fallin, þegar skipið sökk, þar sem búið hafi verið að segja henni upp í byrjun maímánaðar, þegar útgerðarstjóri skipsins, Helgi Benónýsson, hafi komið til þess að reyna að fá þessar tryggingar framlengdar til þess að koma skipinu aftur á veiðar. Niðurstaða aðalsakar. Helgi Benónýsson eða fyrirtæki á hans vegum, Vesturhús h/f, hafði lagt fram fé, til þess að unnt væri að halda áfram útgerð b/v Hamraness. Enn fremur hafði hann rekið ýmis erindi fyrir aðalstefnendur, svo sem fram kemur í gögnum málsins. Í maí- mánuði 1972 var honum falið að annast um lögskráningu á skipið. Til þess að svo mætti verða, þurfti að kippa tryggingununm Í lag. 928 Fór hann í því skyni til aðalstefnda til þess að fá lánaðar ábyrgð- ar-, slysa-, farangurs-, afla- og veiðarfæratryggingar. Þeirri mála- leitan var hafnað af hálfu aðalstefnda, er sagði upp framangreind- um tryggingum og beindi uppsögninni til Helga Benónýssonar. Telur dómurinn, að aðalstefnda hafi verið rétt að beina uppsögn þessari til Helga Benónýssonar, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 7 frá 1. febrúar 1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggern- inga, sbr. 26. gr. sömu laga. Hafi uppsögnin bundið aðalstefnendur þannig, að einungis húftrygging skipsins og stríðstrygging, hvor að fjárhæð kr. 15.000.000, voru í gildi, þegar skipið fórst hinn 18. júní 1972. Samkvæmt framburðum framangreindra sprengjusérfræðinga svo og Auðuns Auðunssonar skipstjóra telur rétturinn það með öllu ósannað, að skipið hafi farist af völdum tundurdufls eða annarra vítisvéla frá stríðsrekstri, enda hefur það líkurnar gegn sér, þar sem skipið hélst á floti á fimmta klukkutíma, eftir að sprengingin varð. Stríðstryggingin á því ekki við í þessu máli. Aðalstefnendur hafa ekki getað gefið neina sennilega eða við- hlítandi skýringu á orsökum sprengingarinnar. Í lestinni, þar sem sprengingin varð, eru hvorki olíuleiðslur né gasleiðslur eða neitt annað, þar sem vitað er, að sprungið geti. Allar líkur virðast því benda til, að þarna hafi orðið sprenging af mannavöldum. Margt í máli þessu vekur grunsemdir gagnvart aðalstefnendum, enda átti útgerðin í miklum fjárhagserfiðleikum, eins og fyrr var rakið. Í leiðarbók b/v Hamraness, RE 165, daginn, sem skipið fórst, gerir skipstjórinn mjög mikið úr sprengingu þessari. Þrátt fyrir þetta sendir hann ekki út neyðarkall, og ekki siglir hann skipinu tafarlaust til hafnar. Þvert á móti fer hann að láta draga inn botnvörpuna, sem sennilega hefur tekið um það bil hálfa klukku- stund, í stað þess að höggva á vírana. Ekki lætur skipstjórinn heldur vekja fyrsta stýrimann eða fyrsta vélstjóra, þegar spreng- ingin varð, til að ráðgast við þá um Þbjörgunaraðgerðir. Skip- stjórinn gerir enga tilraun til þess að kalla skip með öflugar dælur til aðstoðar. Eftir sprenginguna benda viðbrögð skipstjórans ein- dregið til þess, að hann hafi haft lítinn áhuga á að bjarga skip- inu, og telur rétturinn, að hann hafi með aðgerðarleysi sínu komið í veg fyrir björgun skipsins. Þá vekur það og grunsemdir, að um kl. 1900 voru allir komnir í bátana nema skipstjórinn og loftskeytamaðurinn. Samkvæmt framburði skipverja er skipið þá ekki mjög mikið sigið. Skipstjórinn fór síðastur frá borði. Eftir 929 það tekur skipið að síga hraðar, og undarlegt er, að afturendinn sekkur fyrst, enda þótt sjórinn hafi aðallega verið í lestum, þegar skipið var yfirgefið, og ekki meiri í vélarrúmi en oft áður, sbr. framburði vélstjóranna um þetta atriði. Hinn 13. júní 1972 átti Bjarni Rafn Guðmundsson, skipstjóri á b/v Hamranesinu, símtal við Harald Hafstein Júlíusson, sem þá var staddur í landi. Í símtali þessu koma fram ýmsar setningar, sem eru grunsamlegar, og þeir Bjarni og Haraldur hafa ekki getað gefið sennilegar skýringar á. Setningar þessar eru til dæmis þessar: „Skipstjórinn Hamranesi við Harald í síma 926571:,,... Ef að þið kæmuð um borð ... og afskrifa þetta drasl sko“. Haraldur: „Ha“. Skipstjórinn: „Afskrifa bara þetta ...“. Skipstjórinn: „Ef að þetta (damprörið við spilið) kemst ekki í lag í dag, þá held ég bara áfram“. Haraldur: „Heyrðu, viltu þá nokkuð vera að spá í þetta meira, Bjarni, og bara drífa í þessu“. Skipstjórinn: „Ha“. Haraldur: „Viltu þá ekki bara drífa í þessu helvíti?“ “ Samkvæmt öllu því, sem nú hefur verið rakið, telur dómurinn, að vátryggingaratburðurinn hafi gerst vegna þess, að skipstjór- inn, Bjarni Rafn Guðmundsson, hafi sýnt af sér stórkostlega van- gá við að bjarga skipinu, eftir að sprengingin varð. Með tilvísun til 18. gr. laga nr. 20 frá 8. mars 1954 um vátryggingarsamninga, sbr. 52. gr., þykja aðalstefnendur því ekki eiga rétt á að fá greiddar húftryggingarbætur, og ber að sýkna aðalstefnda af öllum kröfum aðalstefnenda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður í aðalsök. Um meðalgöngusök. Svo sem fyrr er rakið í dóminum, hefur Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar höfðað meðalgöngusök í máli þessu á hendur aðalstefnda til greiðslu þriggja veðskuldabréfa, útgefinna af aðalstefnendum hinn 24. nóvember 1971. Bréfin eru þessi: Veðskuldabréf með fjórða veðrétti í b/v Hamranesi, GK 21, að fjárhæð kr. 500.000. Veðskuldabréf með fjórða veðrétti í sama skipi að fjárhæð kr. 1.000.000. Veðskuldabréf með 6. veðrétti í sama skipi að fjárhæð kr. 1.750.000. Bréf þessi eru öll gefin út af aðalstefnendum í málinu persónu- 59 930 lega og með áritaðri ábyrgð Hraðfrystihúss SÍS, Kirkjusandi. Þess er getið í bréfunum, að skipið sé veðsett með vátryggingarfjár- hæðum. Vélsmiðja Hafnarfjarðar h/f, Hafnarfirði, hefur einnig höfðað meðalgöngusök í máli þessu. Gerir vélsmiðjan þær kröfur, að aðalstefndi, Almennar Tryggingar h/f, verði dæmdur til að greiða sér kr. 1.040.000 auk vaxta, svo sem fyrr er getið í dóminum, og kostnaðar. Hin umstefnda skuld er samkvæmt handhafaveðskulda- bréfi að fjárhæð kr. 1.000.000, útgefnu 24. nóvember 1971 af aðal- stefnendum, tryggðu með 4. veðrétti í b/v Hamranesi, GK 21, en auk þess er bréfið með áritaðri einfaldri ábyrgð Borgarsjóðs Reykjavíkur. Þess er getið í veðskuldabréfi þessu, að skipið sé veðsett með vátryggingarfjárhæðum. Meðalgöngustefnendur rökstyðia dóm- kröfur sínar með því, að þegar b/v Hamranes fórst hinn 18. júní 1972, hafi ekkert verið greitt af bréfunum og þau því öll í gjald- daga fallin vegna vanskila. Í bréfunum öllum segir svo orðrétt: „Tryggingarfjárhæðir veðsettra eigna eru innifaldar í veði skuldareiganda og er honum heimilt er til útborgunar vátrygg- ingarfjárins kemur, að krefjast þess, að ábyrgðarsali greiði beint til sín svo mikinn hluta vátryggingarfjárins, sem þarf til lúkn- ingar á veðskuldinni, vöxtum af henni, dráttarvöxtum og kostn- aði“. Það sé viðurkennt, að b/v Hamranesið hafi verið vátryggt hjá aðalstefnda, og þar sem vátryggingarupphæðin hrökkvi fyrir skuldum, beri að dæma aðalstefnda til að greiða höfuðstól þeirra ásamt vöxtum, dráttarvöxtum og kostnaði. Kröfurnar séu gjaldfallnar, þar sem rannsókn á váfryggingar- atburðinum sé löngu lokið, sbr. 24. gr. laga nr. 20/1954 og 24. gr. tryggingarskilmálanna. Meðalgöngustefnendur halda því fram, að það skipti engu máli um rétt þeirra til vátryggingarfjárins, enda þótt aðalstefnendur kunni að verða taldir eiga sök á því, að vátryggingaratburðurinn gerðist. Hagsmunir meðalgöngustefnenda séu tryggðir með 54. gr. laga nr. 20/1954, en af því leiði, að þeir haldi sínum rétti, enda þótt aðalstefnendur hafi glatað sínum rétti til tryggingarfjárins af einhverjum orsökum. Þá benda meðalgöngustefnendur enn fremur á það, að í vátryggingarskírteininu sé ekki að finna nein ákvæði, 931 sem veiti undantekningu frá þessu ákvæði laga um vátryggingar- samninga. Aðalstefndi hefur, svo sem áður er rakið, krafist sýknu af meðalgöngusökunum auk málskontsaðar að mati dómsins. Þá hefur aðalstefndi enn fremur mótmælt vaxtaútreikningi meðal- göngustefnenda. Mótmæli sín byggir aðalstefndi á sömu for- sendum og mótmæli sín á greiðslu til skipseigenda samkvæmt því, sem rakið hefur verið hér að framan í aðalsök. Aðalstefndi hafi fyrst og fremst neitað greiðslu tryggingarfjárins á þeim grund- velli, að skipinu hafi verið sökkt. Vátryggingartaki eigi enga kröfu á greiðslu vátryggingarfjárins, þar sem um tryggingarsvik hafi verið að ræða. Telur aðalstefndi það alveg sama eigi að gilða um þá, sem veðrétt áttu í skipinu, hvort heldur um var að ræða sjóveðrétt eða samningsveðrétt. Heldur aðalstefndi því fram, að til þess að veðréttur geti haldist í tryggingarfjárhæðum, verði að geta þess í viðkomandi skuldabréfi og tryggingarskírteini, að veðréttur haldist, hvort sem veðið er eyðilagt vísvitandi eða ekki. Enginn slíkur fyrirvari sé í bréfum þessum. Við munnlegan flutning málsins benti lögmaður aðalstefnda enn fremur á það, að í kaskotryggingarskírteini skipsins sé greini- lega tekið fram, að tryggingin sé tekin til hagsbóta fyrir: „Útg.fél. Valur s.f., c/o Haraldur Hafsteinn Júlíusson, Kirkjuhvoli, R.“. Þar sem það sé tekið fram í tryggingarskírteininu, hverjum tryggingin skuli vera til hagsbóta, geti meðalgöngustefnendur ekki átt rétt til vátryggingarinnar, sbr. 54. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Aðalstefnendur hafa skilað greinargerðum í meðalgöngusök. Gera þeir þar þær dómkröfur, að aðalstefnda, Almennum Trygg- ingum h/f, verði gert að greiða allan málskostnað, sem hljótast kunni af málshöfðun meðalgöngustefnenda, og sá málskostnaður verði ekki dreginn af þeim vátryggingarfjárhæðum, sem væntan- lega verði tildæmdar aðalstefnendum, heldur verði aðalstefndi dæmdur til greiðslu hans auk vátryggingarfjárhæða. Þá krefjast aðalstefnendur hæfilegs málskostnaðar að mati dómsins úr hendi aðalstefnda vegna flutnings meðalgöngusakar. Þessum kröfum til stuðnings benda aðalstefnendur á, að máls- höfðun meðalgöngustefnenda sé eingöngu til komin vegna þess, að aðalstefndi hafi ekki innt af hendi greiðslu vátryggingarfjár b/v Harmraness, en á því beri hann alla ábyrgð. Niðurstaða meðalgöngusakanna. 932 Í 54. gr., 1. mgr., laga nr. 20 frá 8. mars 1954 um vátryggingar- samninga segir svo: „Sé hlutur vátryggður og eigi greint, hverjum vátryggingin skuli vera til hagsbóta, þá telst vátryggingin vera hverjum þeim til hagsbóta, er bíða mundi tjón við það, að hluturinn skemmdist eða færi forgörðum, vegna þess, að hann ætti hlutinn eða veðrétt í honum ...“. Svo sem áður er rakið, var kaskótrygging b/v Hamraness tekin hjá aðalstefnda hinn 1. janúar 1972 fyrir: „Útg.fél. Valur s.f., c/o Haraldur Hafsteinn Júlíusson, Kirkjuhvoli, R“. Þar sem tekið er fram í nefndu tryggingarskirteini, hverjum tryggingin skuli til hagsbóta, verður með gagnstæðisályktun frá áminnstu ákvæði 54. gr. laga nr. 20 frá 8. mars 1954 um vátryggingarsamn- inga eigi hjá því komist að telja, að meðalgöngustefnendur eigi ekki rétt til vátryggingarfjárins. Ber því að sýkna aðalstefnda af öllum kröfum meðalgöngustefnenda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður í meðal- göngusök. Magnús Thoroddsen borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt Andrési Guðjónssyni skólastjóra og Hrafnkeli Guðjónssyni stýri- manni. Dómsorð: Úrslit aðalsakar eru þau, að aðalstefndi, Almennar Trygg- ingar h/f, á að vera sýkn af öllum kröfum aðalstefnenda, Bjarna R. Guðmundssonar, Haralds Júlíussonar og Hreiðars Júlíussonar, persónulega og fyrir hönd Útgerðarfélagsins Vals s/f, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Úrslit meðalgöngusakar eru þau, að aðalstefndi, Almennar Tryggingar h/f, á að vera sýkn af öllum kröfum meðalgöngu- stefnenda, Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og Vélsmiðju Hafn- arfjarðar h/f, í meðalgöngusök, en málskostnaður fellur niður. 933 Mánudaginn 15. nóvember 1976. Nr. 89/1975. Sveinbjörn Árnason (Sigurður Ólason hrl.) gegn Kristjáni H. Jónssyni og Klemens Jónssyni (Benedikt Blöndal hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr. Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Landamerkjamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 9. júlí 1975. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og að málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Þá krefst hann þess, að stefndu verði óskipt dæmdir til að greiða honum málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að ómerkingarkröfu áfryjanda verði hrundið og að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þeir krefjast og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýj- anda. Kröfuserð áfrýjanda var eigi glögg í héraði, og eigi var gerður uppdráttur af þrætusvæðinu, þar sem markaðar voru kröfur aðilja og kennileiti, sem talin eru skipta máli. Í héraðs- dómi er þess getið, að dómsformaður hafi eftir dómtöku málsins aflað upplýsinga, sem niðurstaða dóms er m. a. byggð á, án þess að séð verði, að aðiljum hafi verið veittur kostur áað tjá sig um þær. Er það andstætt ákvæðum 14. gr. laga nr. 11/1919, sbr. lög nr. 69/1954, 1. gr., og 113. gr. laga nr. 85/ 1936. Þá er þess að geta, að í dómsorði eru landamerki miðuð við „hæsta stað Nýpuhnjúks“, en það kennileiti er eigi ein- hlitt, eftir því sem ráða má af málflutningi hér fyrir dómi. Mál þetta, sem var skriflega flutt, var dómtekið 19. nóvember 954 1974, en dómur var eigi uppkveðinn fyrr en 14. apríl 1975, cða tæpum fimm mánuðum síðar. Vegna framangreindra galla verður að ómerkja hinn áfrýj- aða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er mál- inu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur merkjadóms Ólafsfjarðar 14. apríl 1975. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 19. nóvember sl., er höfðað af Sveinbirni Árnasyni, bónda að Kálfsá, eiganda jarðarinnar Kálfsár, gegn eigendum jarðarinnar Lóns, þeim Kristjáni H. Jóns- syni, Vesturgötu 10 hér í bæ, og Klemens Jónssyni, Ólafsvegi 7 hér í bæ. Eru dómkröfur stefnanda þær, að landamerki téðra jarða verði með dómi ákveðin í stefnu úr túngarðsenda í landi jarðarinnar Þóroddsstaða í beina stefnu á svonefndan Vörðuhól (Topphól, Merkjahól) og þaðan beina stefnu til fjalls upp í merkis- stein þann, er stendur suður, ofan frá Egilsdalsöxl, og úr honum á fjall upp í Nýpuhnjúk. Dómkröfur stefndu eru þær, að landamerki milli jarðanna verði ákveðin bein lína í stefnu úr fyrrgreindum túngarðsenda í vörðu á svonefndum Nýpuhnjúk. Báðir aðiljar krefjast málskostnaðar. Sátta hefur verið leitað, en án árangurs. Mál þetta hefur verið flutt skriflega. Tildrög máls þessa kveður stefnandi þau, að hann hafi leyft Sigmundi Jónssyni málara, Ólafsfirði, að reisa sumarbústað í landi jarðarinnar Kálfsár, en Kristján Jónsson, varnaraðili í máli þessu, hafi andmælt þessari ráðstöfun og talið byggingu þessa í landi Lóns. Ekki hafi náðst samkomulag og því sé mál þetta höfðað. Dómendur máls þessa, aðiljar og umboðsmenn þeirra hafa þrí- vegis farið á vettvang til athugunar. Dómkröfu sína byggir stefnandi fyrst og fremst á byggingar- bréfi um jörðina Kálfsá, gerðu um miðbik síðustu aldar af Guð- laugi Jónssyni, bónda að Kálfsá, en þar segir um landamerki Kálfsár og Lóns:,,... að utan í læk þann sem liggur frá láglendi upp sunnan undir svokölluðum Vörðuhól í fjall upp í merkisstein Þann sem stendur suður og ofan frá Egilsdalsöxlinni ...“. Telur hann, að fyrrnefndur Guðlaugur hafi lýst þarna á óyggjandi hátt réttum merkjum jarðarinnar gagnvart Lóni. Þá telur hann, að þótt lýsing þessi fari ekki að öllu leyti saman við dómkröfur sínar, þá muni þar þó aðeins því, að í þeim sé tekið mið af há- bungu Vörðuhóls, svo sem venja sé til, þar sem örnefni eru látin ráða merkjum. Þá styður hann kröfu sína vætti allmargra manna, sem flestir hafa komið fyrir dóminn, svo og ýmsum öðrum gögnum, svo sem nú verður rakið: Vitnið Sigurður Jóhannesson, Kirkjuvegi 15, Ólafsfirði, hefur gefið skriflegt vottorð um, að hann hafi aldrei heyrt önnur landa- merki nefnd milli Lóns og Kálfsár en úr vallargarðsenda í Þór- oddsstaðalandi í tóftarbrot austan ár og þaðan í vörðu á svo- nefndum Vörðuhól og þaðan beina línu í stóran stein norðan í Nýpuhnjúk. Hann kveðst hafa flust að Lóni með foreldrum sínum árið 1906 og átt þar heima í fleiri ár. Er vitnið kom fyrir dóminn lét hann þess getið, að steinn þessi hefði verið vel sjáanlegur. Magnús Sigurðsson, fyrr bóndi að Þverá í Ólafsfirði, hefur gefið skriflegt voitorð um, að Árni Björnsson, Árni Friðriksson og Guð- mundur Sigurðsson, er eitt sinn bjó að Lóni, hafi sagt sér, að landamerki Lóns og Kálfsár væru úr vallargarðsenda að Þórodds- stöðum í beinni línu um svonefndan Topphól í hnjúk í sunnan- verðum Egilsdal. Hér mun vera átt við Árna Björnsson, sem Í byrjun bessarar aldar bjó að Kálfsá, og Árna Friðriksson, föður stefnanda, er þar bjó síðar. Vottorð þetta varð ekki staðfest, þar eð vottorðsgefandinn lést á sl. sumri. Vitnið Jón Guðmundsson, bóndi að Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, kvaðst hafa átt heima að Lóni frá 4—14 ára ald- urs. Hann kvað svæðið milli Kálfsár og Egilsár vera nefnt Partur og hafi búfé verið rekið þangað frá báðum bæjunum, Kálfsá og Lóni. Hafi sér verið sagt, að landamerki milli jarðanna lægju um miðjan Topphól, en um línu til fjalls hafi hann ekki heyri. Vitnið Sigmar Magnússon, Vetrarbraut 15, Siglufirði, kvaðst afa dvalist að Kálfsá nokkur vor, er hann var um fermingar- aldur, og einnig part úr vetri, á meðan bóndinn þar, Árni Frið- 936 riksson, lá á sjúkrahúsi. Hafi Árni sagt sér, að landamerkin lægju frá vallargarðsenda í Þóroddsstaðalandi um toppinn á Topphól og beint til fjalls. Þetta hafi verið, er Guðmundur Sigurðsson bjó á Lóni. Hann hafi aldrei orðið var við ágreining um merkin. Vitnið og stefnandi eru systrasynir. Vitnið Jón Magnússon Árnason, sonur Árna Björnssonar, fyrr bónda að Kálfsá, kvaðst hafa átt heima að Kálfsá frá fæðingu, 1901, til tvítugs. Hann kvað Jón bróður sinn, sem um skeið var ráðsmaður að Kálfsá, hafa sagt sér, að landamerkin milli Lóns og Kálfsár væru frá vörðu, sem hlaðin var fremst á Topphól, og í stefnu á stein í Egilsdalsöxlinni. Í vesturátt lægju þau um tóftar- brot á austurbakka Fjarðarár í stefnu á vallargarðsenda á Þór- oddsstöðum. Hann kvaðst ásamt bræðrum sínum hafa rifið vörð- una á Topphól, þegar hann var 11 eða 12 ára, og hafi þeir fengið ofanígjöf fyrir. Sé þetta sér því minnisstætt. Vitnið Ármann Þórðarson, fyrr bóndi að Þóroddsstöðum, kvaðst hafa heyrt, að landamerki milli Lóns og Kálfsár lægju frá vallar- garðsenda á Þóroddsstöðum um svonefndan Topphól, en hvar um hólinn eða hvert þau lægju þaðan, vissi vitnið ekki. Vitnið Sigursveinn Árnason, bróðir vitnisins Jóns M. Árnasonar, kvaðst hafa heyrt, að landamerkin lægju frá vallargarði í Þór- oddsstaðalandi um svonefndan Háahól eða Topphól öðru nafni, og kvað sig minna, að þaðan lægju þau í stefnu á stein ofarlega í fjallinu. Taldi vitnið sig geta þekkt þennan stein. Vitnið Ingólfur Magnússon, sem um 30 ára skeið átti heima á Þóroddsstöðurm, hefur gefið skriflegt vottorð um, að hann hafi aldrei heyrt önnur merki nefnd milli Kálfsár og Lóns en frá tún- garðsenda á Þóroddsstöðum og um tóftarbrot á árbakkanum Lóns- megin og þaðan um svokallaðan Vörðuhól, öðru nafni Topphól, og beint til fjalls. Þá hefur stefnandi lagt fram eftirtalin skjöl auk greinargerðar og sóknarskjals: Ljósrit af afriti af fyrrgreindu byggingarbréfi Guðlaugs Jóns- sonar. Loftmynd af miðbiki Ólafsfjarðar, gerða af Landmælingum ríkisins. Ljósrit af landabréfi, er sýnir hið umdeilda landsvæði. Ljósmynd, tekna frá fyrrgreindum vallargarðsenda í stefnu á Nýpuhnjúk. Ljósrit af örnefnalýsingu Kálfsár og Lóns. 937 Örnefnaskrá varðandi Kálfsá, gerða af Árna Björnssyni vegna bókargerðar um Ólafsfjörð. Ljósrit úr jarðabók Jóns Jakobssonar sýslumanns, ritaðri um 1780. Ljósrit úr jarðamati 1918. Stefnumælingu línu á landamerkjum Kálfsár og Lóns, gerða af Magnúsi Ágústssyni, FVFÍ. Greinargerð stefnanda, Sveinbjörns Árnasonar. Ljósrit af þinglesinni yfirlýsingu um landamerki Þóroddsstaða. Stefndu byggja dómkröfu sína á landamerkjabréfi, gerðu 27. maí 1895, um landamerki jarðarinnar Lóns, en þar segir, að landa- merki milli Lóns og Kálfsár séu „frá svonefndum Nýtuhnjúk (Nýpuhnjúk) beint niður í Fjarðará gagnvart túngarðsenda jarð- arinnar Þóroddsstaða“. Bréf þetta er undirritað þannig: „Pt. Vatnsenda 27. maí 1895 Jón Magnússon. Jeg sem eigandi Jarðarinnar er samþykkur þessari landamerkjaskrá. Sigurður Pjetursson (handsalað). Þinglesið á manntalsþ. 5/6 — 95. Kl. Jónsson“. Telja stefndu, að þar sem ekki fyrirfinnst þinglesin lýsing á landamerkjum Kálfsár og ekki finnist þinglesin mótmæli af hálfu eiganda Kálfsár gegn fyrrnefndri lýsingu Lóns, þá verði landa- merkjalýsing Lóns að teljast bindandi fyrir alla aðilja. Enn fremur styðja stefndu kröfu sína með eftirgreindum vitnis- burðum og skjölum: Vitnið Helgi Jóhannesson, bróðir vitnisins Sigurður Jóhannes- sonar og tengdafaðir stefndu, Kristjáns og Klemensar, kveðst hafa átt heima að Lóni á árunum 1906— 1915 og keypt hana laust fyrir 1920 af Kolbeini Árnasyni, sem þá var að flytjast til Ameríku. Hann kveðst hafa spurt sýslumann Eyjarfjarðarsýslu um landa- merki jarðarinnar og hafi sýslumaður lesið fyrir sér, að landa- merki milli Kálfsár og Lóns væru frá Vallargarði á Þóroddsstöð- um og beint á Nýpuhnjúk, en það sé fellið milli Egilsskálar að norðan og Kálfsárskálar að sunnan. Hann kveðst hafa búið að Lóni frá 1921 til 1924 og á þeim tíma hafi aldrei orðið ágreiningur um þessi landamerki. Hann kvaðst þekkja Vörðuhól og taldi hann vera Lónsmegin við merkin. Lækurinn sunnan við Vörðuhól sé kallaður Merkislækur. Vitnið Sumarrós Helgadóttir, dóttir framangreinds vitnis og eiginkona stefnda Klemensar, skýrði frá viðtali sínu við stefn- 938 anda og kvað hann hafa sagt, að landamerkin væru um miðjan svonefndan Merkja- eða Vörðuhól. Vitnið Jón Kr. Björnsson, faðir stefnda Kristjáns, kvað Þórð Jónsson, fyrr bónda að Þóroddsstöðum, hafa sagt sér, að landa- merkin milli Lóns og Kálfsár lægju frá vallargarðsenda á Þór- oddsstöðum, sunnan í einhverjum hól á milli Lóns og Kálfsár og þaðan í núp uppi í fjalli. Þá hafa verið lögð fram eftirtalin gögn af hálfu stefndu auk greinargerðar og varnarskjals: Endurrit úr landamerkjabók Eyjafjarðarsýslu varðandi Lón (ljósrit). Ljósrit af afsali Jóns Kr. Björnssonar til Kristjáns Jónssonar fyrir jörðinni Lón. Ljósrit úr bókinni „Lýsing Eyjafjarðar“ eftir Steinódr Stein- dórsson frá Hlöðum (bls. 180). Útdráttur úr Sýslu- og sóknarlýsingum Hins ísl. bókmenntafé- lags 1839— 1854. (Eyfirsk fræði II, bls. 51 og 58). Útdráttur úr bókinni „Mannlíf við Múlann“ eftir Þorstein Matthíasson, bls. 200, 232 og 243. Útdráttur úr bókinni „Árni frá Kálfsá“ eftir Þorstein Matthías- son. Brot úr niðjatali. Útdráttur úr bókinni „Byggðir Eyjafjarðar“, bls. 22. Ljósrit úr landamerkjabók Eyjafjarðarsýslu varðandi landa- merki Lóns. Stefnandi, Sveinbjörn Árnason, hefur lagt fram skriflega að- iljaskýrslu. Þar lýsir hann því yfir, að faðir sinn, Árni Friðriks- son, hafi sagt sér, að landamerkin væru úr fyrrgreindum vallar- garðsenda um tóftarbrot austan árinnar, um toppinn á Vörðuhól og beint til fjalls og ætti þetta að vera bein lína. Kveður hann ævinlega hafa verið miðað við þessi merki og aldrei hafi komið til árekstra út af þeim fyrr en nú. Hann segir, að við þessi merki hafi verið miðað, er faðir hans leigði svonefndan Part til slægna, en það hafi hann gert í mörg ár. Að öðru leyti fjallar greinargerð þessi um viðskipti hans og Sigmundar Jónssonar og viðbrögð stefndu við því, er hann reisti sumarbústaðinn. tefndu hafa báðir gefið skýrslu fyrir dóminum. Kristján Jóns- son kvaðst hafa keypt jörðina Lón af föður sínum, Jóni Kr. Björns- syni, hinn 29. maí 1970, og hefur ljósrit af afsalinu verið lagt fram. Hann kveður föður sinn hafa sagt sér, að landamerkin væru skrásett. Hann kvað móður sína hafa sagt sér, að landamerkin 939 væru frá títtnefndum vallargarðsenda og um sunnanverðan Vörðuhól, beint á Nýpuhnjúk. Hann hafi aldrei orðið var við ágreining um merkin. Hann kvaðst hafa rætt um merkin við stefnanda daginn eftir að Sigmundur Jónsson flutti, að því er hann taldi, í land Lóns skúr þann eða sumarbústað, er fyrr getur. Hafi hann spurt stefnanda, hvort hann hefði leyft Sigmundi þetta, og hafi stefnandi þá sagt, að hann vissi, að Sigmundur væri kom- inn með skúrinn í land Lóns, en jafnframt hefði stefnandi þá sagt, að hann hefði haldið, að Sigmundur hefði beðið stefnda leyfis. Þessi fullyrðing stefnda hefur ekki verið borin undir stefn- anda. Stefndi Klemens Jónsson lýsti því yfir, að hann hefði gerst meðeigandi að Lóni á árinu 1970, en fyrir þann tíma hefði hann ekki verið kunnugur bar og ekki heyrt um landamerki, fyrr en upp var komin deila vegna skúrs Sigmundar. Hafi hann farið fram að Kálfsá ásamt stefnda Kristjáni og þeim Sumarrós og Ástu, eiginkonum þeirra, og rætt við Sveinbjörn. Hafi þau spurt Svein- björn, hvort hann væri viss um, að skúrinn væri í hans landi, og hafi Sveinbjörn þá spurt þau, hvort Sigmundur hefði ekki talað við þau. Hann kvað Sigmund að vísu hafa gert það veturinn áður og hafi þau svarað því til, að þau þyrftu að fara þarna fram eftir og athuga aðstæður, áður en þau gætu sagt neitt um staðsetningu skúrsins. Af því hafi ekki orðið og hafi Sigmundur sett skúrinn Þarna án þess að ræða frekar við þau. Eins og fyrr segir, fór dómurinn ásamt aðiljum og umboðs- mönnum þeirra þrisvar sinnum til vettvangsathugunar. Var farið að túngarðsenda þeim, sem ágreiningslaust er talinn viðmiðunar- staður, svo og á Vörðuhól (Topphól). Hóll þessi er fáa metra norðan Merkislækjar, og í hvammi sunnan og ofan við hólinn og utan lækjarins stendur skúr sá eða sumarbústaður, sem varð til- efni þessa máls. Hábunga Vörðuhóls virðist aðeins örfáum metrum norðan beinnar línu frá fyrrgreindum garðsenda í hápunkt Nýpu- hnjúks. Er bví ljóst, að ekki skakkar nema örfáum metrum milli merkjalína þeirra, sem aðiljar krefjast, að viðurkenndar verði. Samkvæmt gögnum þeim, sem fram hafa verið lögð í máli þessu, virðist Merkislækur upphaflega hafa ráðið merkjum milli Lóns og Kálfsár, svo sem nafn hans bendir til, sbr. einnig jarðabók Jóns Jakobssonar og byggingarbréf Guðlaugs Jónssonar. Ekkert bendir til, að lækurinn hafi breytt farvegi sínum niður fjallið, svo sem sækjandi giskar á Í sóknarskjali sínu. Hinn 27. maí 1895 er svo gert landamerkjabréf um jörðina Lón, 940 og var það lesið á manntalsþingi 5. júní 1895. Bréf þetta er, sem fyrr segir, undirritað þannig: „P.t. Vatnsenda 27. maí 1895. Jón Magnússon. Jeg sem eigandi jarðarinnar er samþykkur þessari landamerkjaskrá. Sigurður Pjet- ursson (handsalað)“. Stefnandi hefur vefengt, að Jón sá, er undir- ritaði bréfið, hafi verið Jón Magnússon, sem bjó að Kálfá og átti þá jörð frá 1889 til dauðadags, 1897, heldur kunni þarna að vera um að ræða eiganda jarðarinnar Vatnsenda, sem er næsta jörð norðan við Lón. Dómurinn hefur kannað veðmálabækur Eyjafjarðarsýslu um betta atriði. Samkvæmt þeim er eigandi Vatnsenda, þegar bréf þetta er gert, Baldvin Jóhannesson. Verður því að teljast fullvíst, að Jón sá, er undirritaði bréfið, hafi verið Jón Magnússon á Kálfsá, enda bendir orðalagið „P.t. Vatnsenda“ til þess, að hann hafi ekki átt heima að Vatnsenda. Bréfi þessu er þinglýst án athugasemda, og ekki hafa komið fram önnur þinglýst skjöl um merkin. Verður bréf þetta því að teljast gilt landamerkjabréf milli jarðanna Lóns og Kálfsár, og verður ekki talið, að vitnisburðir í málinu um önnur merki fái hnekkt gildi þess. Ber því að fallast á dómkröfur stefndu og dæma merkin samkvæmt bréfinu. Stefndu hafa haldið því fram, að með orðunum „frá svonefnd- um Nýpuhnjúk“ sé átt við hápunkt hnjúksins, og fellst dómurinn á, að svo sé. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnanda til að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 40.000. Dráttur sá, sem orðið hefur á dómsuppsögu í máli þessu, stafar aðallega af miklu annríki formanns dómsins við gerð ársreiknings embættisins, sem hann að þessu sinni varð að vinna einn að. Einnig töldu dómendur þurfa að kanna veðmálabækur Eyjafjarð- arsýslu, og fór formaður dómsins tvisvar til Akureyrar í því skyni, í fyrra skiptið um mánaðamótin janúar—febrúar, en sökum erf- iðra samgangna frestaðist síðari ferðin fram undir marslok. Dóm þennan kváðu upp Sigurður Guðjónsson bæjarfógeti, for- maður, og meðdómendurnir Sigvaldi Þorleifsson útgerðarmaður, Ólafsfirði, og Gunnar L. Jóhannsson bóndi, Hlíð, Ólafsfirði. Dómsorð: Landamerki milli jarðanna Lóns og Kálfsár skulu vera bein lína frá hæsta stað Nýpuhnjúks, niður í Fjarðará gagnvart túngarðsenda jarðarinnar Þóroddsstaða. 941 Stefnandi, Sveinbjörn Árnason, Kálfsá, greiði stefndu, Kristjáni H. Jónssyni, Vesturgötu 10, Ólafsfirði, og Klemens Jónssyni, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði, kr. 40.000 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 17. nóvember 1976. Nr. 213/1976. Flosi Jónsson gegn Rannveigu Höskuldsdóttur. Dómendur: hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Hjónaskilnaður. Fjárskipti. Úrskurður úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Þorvarður K. Þorsteinsson, skiptaráðandi á Ísafirði, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 2. október 1976, sem Hæstarétti barst 4. nóvem- ber, hefur sóknaraðili, Flosi Jónsson, með heimild í 2. tl. 21. gr. laga nr. 75/1973 kært til Hæstaréttar úrskurð skiptaréttar Ísafjarðar, uppkveðinn 3. september 1976, sem birtur var 23. s. m. Krefst hann þess, „að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og kyrrsetningu á andvirði bifreiðarinnar Í-1182 verði hrundið“. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili, Rannveig Höskuldsdóttir, krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Skiptaráðandi kvað upp úrskurð í máli þessu 24. maí 1976. Sá úrskurður var ómerktur með dómi Hæstaréttar 22. júní s. á. og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Af gögnum þess- 942 wm kemur fram, að málsaðiljar hafa með kaupsamningi 1. október 1976 selt íbúð, er þau áttu, fyrir 3.600.000 krónur. Hafa því aðstæður breyst, síðan úrskurður skiptaréitar var kveðinn upp. Verður ekki séð nú, að brýn nauðsyn krefji, að skiptaráðandi haldi hinni umdeildu fjárhæð í sínum vörsl- um, til að hag varnaraðilja sé borgið, sbr. 63. gr. laga nr. 3/ 1878. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Ísafjarðar 3. september 1976. Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmaður f. h. Rannveigar Höskuldsdóttur hefur krafist þess, að haldið verði í vörslu skipta- ráðanda andvirði bifreiðarinnar Í 1182, kr. 1.100.000, en bifreið Þessi var eign félagsbús hjónanna Rannveigar Höskuldsdóttur og Flosa Jónssonar, Hlíðarvegi 33, Ísafirði. Hjónin mættu hér fyrir dómi hinn 25. júlí 1975 út af hjóna- skilnaðarmáli, og var þá bókað, að þau mundu gera tilraun til að komast að samkomulagi um skiptingu eigna og skulda, en þegar útséð þótti um, að samkomulag mundi nást milli hjónanna um búskiptin, var bú þeirra tekið til opinberra skipta hér við em- bættið að kröfu lögmanns eiginkonunnar hinn 14. maí sl., en frestað var þá að taka afstöðu til kröfu lögmanns eiginkonunnar um að halda í vörslu skiptaráðanda andvirði bifreiðarinnar Í 1182, en skiptaráðandi ákvað að taka andvirði bifreiðarinnar, kr. 1.100.000, í sína vörslu til bráðabirgða, en ákvað jafnframt, að Þessi þáttur málsins yrði tekinn til flutnings og úrskurðar föstu- daginn 21. maí 1976. Þann dag, kl. 1500, var málið flutt fyrir skiptarétti Ísafjarðar, og síðan var málið tekið aftur fyrir til flutn- ings í sama rétti miðvikudaginn 25. ágúst sl., kl. 1400. Þegar hjónin mættu hér fyrir dómi hinn 25. júlí 1975, voru eignir og skuldir búsins skrifaðar upp, og meðal eignanna var bifreiðin Í 1182, sem þá var metin af þeim hjónunum á kr. 950 þús. til kr. ein milljón. Síðar varð bifreiðin fyrir verulegu tjóni, og fengust tjónbætur greiddar frá tryggingarfélagi, kr. 1.100.000, 945 og eru það þessar tjónbætur, sem lögmaður eiginkonunnar krefst, að haldið verði í vörslu skiptaráðanda. Við flutning málsins ítrekaði lögmaður eiginkonunnar fyrri kröfu um, að andvirði bifreiðarinnar Í 1182 verði haldið í vörslu skiptaráðanda og peningunum haldið sem tryggingu fyrir vænian- legum lífeyrisgreiðslum mannsins til konunnar. Þá krafðist hann og málskostnaðar. Vitnaði lögmaður konunnar í 63. gr. skiptalaga og taldi hag konunnar ekki borgið, nema peningarnir yrðu varð- veittir í vörslu skiptaráðanda. Hélt hann því fram, að þessa væri krafist til þess að tryggja það, að hlutur konunnar úr búinu fengist greiddur. Lögmaður eiginmannsins, Arnar G. Hinriksson héraðsdómslög- maður, gerði þær kröfur, að ekki yrði orðið við kröfunni um, að haldið verði í vörslu skiptaráðanda andvirði bifreiðarinnar Í 1182, og krafðist einnig málskostnaðar. Lögmaðurinn lagði áherslu á, að hér væri um atvinnutæki eiginmannsins að ræða og væri ekki verið að ráðskast með fé búsins, heldur komi eign fyrir eign. Engin hætta væri á, að misfarið yrði með féð, þar sem skiptaráðanda sé í lófa lagið að fylgja því eftir, að féð verði aðeins notað til kaupa á nýrri bifreið. Málsaðiljar gengu í hjónaband þann 4. ágúst 1974, en höfðu áður búið saman frá árinu 1969 með hléum, að því er eiginmað- urinn heldur fram. Elsta barn þeirra er fætt 23. mars 1969. Fram hefur komið, að eiginmaðurinn hefur leigubílaakstur ekki sem aðalstarf, heldur sem aukastarf, og hefur svo verið um all- langt skeið. Skiptaráðandi hefur lagt áherslu á að flýta skiptum búsins, og fól hann fasteignasölum á Ísafirði að leita eftir tilboðum í fast- eign búsins, þriggja herbergja íbúð að Hlíðarvegi 33, Ísafirði, strax eftir að búið var tekið til opinberra skipta hinn 14. maí sl. Þegar engin tilboð bárust í fasteignina, og skiptaráðandi taldi litlar vonir til, að íbúðin seldist á frjálsum markaði, ákvað hann að selja íbúðina á opinberu uppboði hinn 20. september 1976, kl. 1400, og var birt auglýsing um uppboðið í 55., 56. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1976. Þar sem ekki hefur tekist að selja íbúð- ina á frjálsum markaði, og allar líkur benda til þess, að selja verði hana á opinberu uppboði, má búast við því, að litlir peningar fáist út úr íbúðinni umfram kvaðir, sem á henni hvíla og munu vera milli 1.3 og 1.5 milljónir króna. Það fé, sem fyrir hendi yrði í búinu, gæti því orðið einungis þær kr. 1.100.000, sem hér er deilt um. Lítur skiptaráðandi svo á, að ekki sé öruggt, að þær kr. 944 1.100.000, sem eiginmaðurinn hefur krafist að fá afhentar til kaupa á annarri bifreið, næðust aftur í búið, ef selja þyrfti þá bif- reið síðar á opinberu uppboði. Þó ekki verði fallist á þá kröfu lögmanns eiginkonunnar, að halda beri fyrrnefndri fjárhæð í vörslu skiptaráðanda til trygg- ingar lífeyrisgreiðslum til hennar úr hendi eiginmannsins, verður þó með hliðsjón af framansögðu að fallast á kröfu lögmanns henn- ar um að halda beri andvirði bifreiðarinnar Í 1182, kr. 1.100.000, í vörslu skiptaráðanda til þess að tryggja það, að hlutur konunnar úr búinu fáist greiddur. Er þá stuðst við VI. kafla laga nr. 60/ 1972, VII. kafla laga nr. 20/1923 og 63. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Andvirði bifreiðarinnar Í 1182, eign félagsbús Rannveigar Höskuldsdóttur og Flosa Jónssonar, kr. 1.100.000, skal haldið í vörslu skiptaráðanda. Málskostnaður falli niður. Laugardaginn 20. nóvember 1976. Nr. 218/1976. Ákæruvaldið gegn Guðjóni Skarphéðinssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Með kæru 13. nóvember 1976, sem barst Hæstarétti 17. s. m., hefur varnaraðili samkvæmt heimild í 3. tölulið 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar og krafist þess, að hinn kærði úrskurður 945 verði feildur úr gildi. Verjandi hans krefst málsvarnarlauna úr ríkissjóði. Ríkissaksóknari krefst þess, að úrskurðurinn verði stað- festur. Geirfinnur Einarsson hvarf að kveldi 19. nóvember 1974. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði, hafa nafngreindir menn borið á varnaraðilja, að hann hafi ásamt fleiri mönn- um veitt Geirfinni Einarssyni áverka þetta kvöld, svo að leitt hafi til bana. Var nægilegt tilefni tl að hneppa varnar- aðilja í gæsluvarðhald samkvæmt 1. tölulið 67. gr. laga nr. 14/1974. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða úr- skurð. Skiptir í því efni eigi máli, hvort lögreglumenn hand- tóku varnaraðilja að morgni 12. nóvember 1976 að skipun dómara samkvæmt 1. mgr. 59. gr. laga nr. 74/1974 eða ekki, svo sem verjandi telur. Kærumálskosínaður verður ekki dæmdur í kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 13. nóvember 1976. Ár 1976, laugardaginn 13. nóvember, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í fangelsinu að Síðumúla 28, kveðinn upp úrskurður þessi. Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar M. Ciesi- elski, sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Geirfinns Einars- sonar, hafa staðhæft í yfirheyrslum hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík, að Guðjón Skarphéðinsson, fæddur 19. júní 1943, hafi átt þátt í dauða Geirfinns. Samkvæmi frásögn þessa fólks, var Geirfinnur veginn í Drátt- arbraut Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974. Að sögn Erlu ræddu þeir Sævar og Kristján báðir við Guðjón, áður en þeir fóru til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974. Kristján Viðar og Sævar fullyrða báðir, að Guðjón hafi veitt Geirfinni áverka í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt kvöld. Sævar heldur því fram, að hann, Kristján Viðar og Guðjón hafi dysjað lík Geirfinns í Grafningnum 23. nóvember 1974. Kristján Viðar hefur ekki staðfest þessa sögu. Sævar fullyrðir einnig, að 60 916 hann og Guðjón hafi vorið 1975 farið í Grafninginn í þeim til- gangi að búa betur um lík Geirfinns. Guðjón Skarphéðinsson neiiar því eindregið að vera á nokkurn hátt viðriðinn hvarf Geirfinns Einarssonar. Hann viðurkennir, að hann hafi þekkt Sævar, og segist hafa haft stopul samskipti við hann. Hann kveðst ekki hafa talið hann vera vin sinn. Eftirfarandi atriði gefa tilefni til nánari rannsóknar á sam- bandi Sævars og Guðjóns: 1. Árið 1975 urðu þau Erla og Sævar uppvís að því að svíkja stórfé út úr Pósti og síma. Erla fullyrðir, og kveðst hafa það eftir Sævari, að Guðjón hafi árið 1974 gengist inn á að taka þátt í því að svíkja fé út úr Pósti og síma. Hún segir einnig í þessu sam- bandi, að Sævar hafi eitt sinn haustið 1974 komið heim með tvær andlitsmyndir af Guðjóni og hafi átt að setja myndirnar í skil- ríki annars manns. Eftir frásögn Erlu hætti Guðjón við að taka þátt í svikunum, því hann taldi það of áhætiusamt. Að sögn Guð- jóns bauð Sævar honum sumarið 1974 að taka þátt í að svíkja út fé hjá Pósti og síma. Guðjón kveðst hafa tekið þessu víðsfjarri. Guðjón segir sig ráma Í, að Sævar hafi tekið af sér andlitsmyndir. Hann man ekki, í hvaða tilgangi Sævar gerði þetta, en telur, að hann hafi gert það sér til gamans. 2. Eins og áður greinir, kveðst Sævar hafa farið með Guðjóni í Grafninginn vorið 1975. Hann segir, að í þessari ferð hafi þeir ekið að Selfossi og þar hafi Guðjón beðið sig um að brjótast inn í apótek og stela þar lyfjum. Hann kveðst hafa gert misheppnaða innbroistilraun þar. Guðjón kannast við að hafa ekið Sævari að Selfossi vorið 1975. Hann segir Sævar hafa haft orð á því, að hann ætlaði að brjótast inn í apótek, og hafi hann farið úr bif- reiðinni í því skyni, en komið nokkru síðar til baka og þá sagst vera hættur við innbrotið. Guðjón kveðst ekki hafa tekið þetta innbrotstal Sævars alvarlega. 3. Guðjón vann hiá Menningarsjóði frá 1. október 1974 til 20. ágúst 1975. Framkvæmdastjóri Menningarsjóðs skýrir svo frá, að sumarið 1975 hafi Sævar oft komið á skrifstofuna og talað lengi við Guðjón. Eitt sinn benti Guðjón á Sævar og sagði hann vera þjóf, eiturlyfjasala, smyglara, falsara og manndrápara. Fram- kvæmdastjórinn tók þessu sem gríni. Hann segir, að sumarið 1975 hafi ástand Guðjóns oft verið líkast því, að hann væri geðveikur. Stundum talaði hann um að flytja inn mikið magn af eiturlyfjum til að græða á því. 4. Í ágúst 1975 fór Guðjón til útlanda með ferjunni Smyrli. 947 Hann hafði bifreið sína með. Sævar var samskipa honum. Leiðir þeirra skildu í Gautaborg, og fór Sævar fljótlega eftir það til Ís- lands. Upplýst er, að Guðjón hringdi tvisvar eða þrisvar til Sævars frá meginlandi Evrópu, eftir að Sævar kom heim. Einnig er upp- lýst, að þeir hittust í Luxemborg þetta haust. Þegar bifreið Guð- jóns var flutt til Íslands nokkru síðar, fannst í henni mikið magn af fíkniefnum. Verulegs ósamræmis gætir í framburði þeirra Erlu, Kristjáns Viðars og Sævars um ætlaðan þátt Guðjóns í hvarfi Geirfinns Einarssonar. Framburður þeirra um önnur atriði Geirfinnsmálsins hefur verið tortryggilegur og á reiki. Á hitt ber að líta, að sakar- giftirnar á hendur Guðjóni eru mjög alvarlegar og að samband hans við Sævar virðist hafa verið þess eðlis, að það gefi tilefni til ítarlegrar rannsóknar. Þykir ekki rétt, að Guðjón hafi tæki- færi til að hafa samband við vitni og hugsanlega samseka, á meðan sú rannsókn fer fram. Ber því með tilvísun til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974 að úrskurða, að hann skuli sæta gæsluvarð- haldi, enda eru ákvæði stjórnarskrárinnar því ekki til fyrirstöðu, þar sem hann er sakaður um háttsemi, sem mundi varða hann fangelsisrefsingu. Ákveðst tíminn allt að 20 dögum. Úrskurðarorð: Guðjón Skarphéðinsson skal sæta gæsluvarðhaldi í allt að 20 dögum. 948 Mánudaginn 22. nóvember 1976. Nr. 29/1975. Hulda S. Fjeldsted (Ingi Ingimundarson hrl.) gegn Theodór J. Jónssyni og gagnsök (Örn Clausen hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson og Þór Vilhjálmsson. Skuldamál. Fógetagerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 28. febrúar 1975. Krefst hún sýknu af kröfum sasnáfrýjanda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfryjandi áfrýjaði málinu með stefnu 3. mars 1975. Krefst hann staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Fallast ber á þá niðurstöðu héraðsdóms, að ósannað sé, að gagnáfrýjandi hafi gefið aðaláfrýjanda eftir skuld þá, sem málssóknin snýst um. Ber því að staðfesta héraðsdóm um skyldu aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda 350.000 krónur ásamt vöxtum, svo sem þar greinir, en upphafstíma- marki vaxta hefur eigi verið andmælt. Með bréfi lögmanns gagnáfrýjanda 29. maí 1974 til yfir- borgarfógetans í Reykjavík er þess krafist, að kyrrsetning sé gerð í eigum aðaláfrvjanda til tryggingar skuld þeirri, sem að framan greinir, ásamt vöxtum og kostnaði. Samdæg- urs tók fulltrúi vfirborgarfógeta, Jón P. Emils, til meðferðar beiðni þessa í fógetarétti Reykjavíkur. Samkvæmt endurriti úr þingbók lá m. a. fyrir fógeta beiðni um kyrrsetningu og skuldaryfirlýsing aðaláfrýjanda. Samkvæmt sama málsgagni er bókað í þingbók, að Örn Glausen hæstaréttarlögmaður sæki þing fyrir gerðarbeiðanda „og krefst fjárnáms/löghalds fyrir kr. 350.000 með 9% ársv./mánaðarv. frá/af 4. septem- ber 1973“. Síðan segir svo: „Samkv. kröfu umboðsmanns 949 gerðarbeiðanda og ábendingu mætts lýsti fógeti yfir fjár- námi/löghaldi í eign/arhluta gerðarþola: Bifreiðinni R-36352, sem er af gerðinni Sunbeam, árgerð 1973. Fallið var frá virð- ingu. Fógeti skýrði þýðingu gerðarinnar og brýndi fyrir mættum að skýra gerðarþola frá fjárnáminu/löghaldinu“. Bókun fógeta er, svo sem rakið er, ónákvæm og tvíræð, og verður eigi af henni ráðið, hvort fjárnám eða löghald hafi verið gert Í eign aðaláfrýjanda. Vegna þessa annmarka er fógetagerð þessi ógild, og ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna aðaláfrýjanda af kröfu gagnáfrýjanda um staðfestingu hennar. Staðfesta ber úrlausn héraðsdómara um málskostnað. Dæma ber aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Framangreind fógetagerð er ógild. Aðaláfrýjandi, Hulda S. Fjeldsted, greiði gagnáfrýj- anda, Theódór J. Jónssyni, 350.000 krónur með 9% árs- vöxtum frá 30. maí 1974 til greiðsludags. Úrlausn héraðsdóms um málskostnað á að vera órösk- uð. Aðaláfrýjandi greiði sagnáfrýjanda 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. janúar 1975. Mál þetta, sem dómtekið var þann 16. janúar sl., hefur Theódór J. Jónsson, Grenimel 25, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 30. maí 1974, á hendur Huldu S. Fjeldsted, Eskihlíð 16, Reykjavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 350.000 með 9% ársvöxtum frá 4. september 1973 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ. Þá krefst hann staðfestingar á löghaldi í bifreiðinni R 36352, sem er Sunbeam, árgerð 1973, eign stefndu, svo og alls útlagðs 950 kostnaðar við löghaldið, þar á meðal kostnaðar við þinglýsingu löghaldsins, en kostnaður þessi nemi samtals kr. 9.635. Löghaldið var gert þann 29. maí 1974. Af hálfu stefndu hefur verið sótt þing og þær kröfur gerðar, að hún verði sýknuð af kröfum stefnanda. Jafnframt krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Sátt hefur verið reynd í málinu án árangurs. Til grundvallar málssókn stefnanda liggur skuldayfirlýsing. dags. 3. sept. 1973, undirrituð af stefndu. Skuldaryfirlýsing þessi hljóðar svo: „Skuldabréf. Ég undirrituð hef í dag tekið að láni kr. 350.000.00, þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur, hjá Theódóri J. Jónssyni, Grenimel 25, til kaupa á bifreiðinni R-36352, Sunbeam, model 1973, hjá Agli Vilhjálmssyni, og veðset honum hér með téða bifreið að öllu leyti, þar til ég hef greitt skuld þessa að fullu“. Innheimtubréf liggur ekki fyrir í málinu, en stefnda mun hafa mætt á skrifstofu lögmanns stefnanda eftir boðun og neitað þá að greiða skuldina. Þann 29. maí 1974 fer lögmaður stefnanda fram á það við yfirborgarfógeta, að eignir stefndu verði kyrr- settar til tryggingar téðri skuldaryfirlýsingu, kr. 350.000, ásamt 9% ársvöxtum frá 4. september 1973 til greiðsludags auk alls kostnaðar við gerðina og eftirfarandi staðfestingarmál, allt á hans ábyrgð og gegn þeirri tryggingu, sem ákveðin kunni að verða. Kyrrsetning þessi fór fram 29. maí 1974. Lögmaður stefnanda mætti við kyrrsetninguna, en af hálfu stefndu var ekki mætt. Að tilhlutan fógeta mætti þar Guðbrandur Benediktsson, sem kvaðst ekki geta greitt. Bifreiðin R 36352, Sunbeam, árgerð 1973, var kyrrsett að kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda. Löghaldinu var síðan þinglýst. Kostnaður við löghaldið skiptist þannig, lög- hald kr. 4.010, þinglýsing kr. 5.565 og endurrit kr. 60. Af hálfu stefnanda er málssóknin byggð á skuldayfirlýsing- unni, neitun stefndu á greiðslu hennar samkv. áskorun á skrif- stofu lögmanns hans og eftirfarandi löghaldi. Stefnda byggir sýknukröfur sínar fyrst og fremst á því, að hún skuldi stefnanda ekkert. Stefnandi hafi gefið eftir tilgreinda skuld, kr. 350.000. Hann hafi lofað að rífa skuldaviðurkenninguna og jafnframt lýst því yfir, að hann mundi aldrei gera kröfu í bifreiðina R 36352. Þá er því jafnframt haldið fram, að löghald það, sem stefnandi gerði í bifreið stefndu, R 36352, Sunbeam, ár- gerð 1973, sé eigi lögformlega framkvæmt, að minnsta kosti beri 951 þau skjöl, sem fram séu lögð, ekki með sér, að löghaldstryggins hafi verið sett. Slíkt hljóti að leiða til þess, að synjað verði um staðfestingu löghaldsins, hvernig sem málið annars kunni að fara. Lagt hefur verið fram endurrit úr fógetabók, þar sem fram kemur, að fallið er frá vörslusviptingu bifreiðarinnar að sinni. Lögmenn aðilja hafa lýst því yfir, að það hafi verið gert með samkomulagi og einnig hafi þá orðið samkomulag um að falla frá, að trygging yrði sett fyrir löghaldinu. Aðiljar hafa komið fyrir dóm og segja nokkuð misjafnt frá. Stefnandi, Theódór J. Jónsson, segir svo frá tilefni skuldayfir- lýsingarinnar, að stefnda hafi margbeðið sig að lána sér peninga fyrir nýjum bíl. Hún hafi átt gamla Moskwitch-bifreið, model 1966. Hann hafi verið dálítið tregur í fyrstu, en síðan látið þetta eftir henni. Moskwitch-bifreiðin hafi verið tekin upp Í nýju bif- reiðina fyrir kr. 41.000, en bifreiðin hafi kostað kr. 391.000 ný hjá Agli Vilhjálmssyni h/f. Hann hafi lánað henni kr. 350.000, til þess að hún gælii greitt hana að fullu. Hann hefur lagt fram kvittun frá Agli Vilhjálmssyni h/f, dags. 4. sept. 1973, þar sem segir, að Hulda S. Fjeldsted hafi greitt kr. 350.000 inn á reikning sinn vegna kaupa á nýjum Sunbeam. Stefnandi sagði, að engir vottar hefðu verið viðstaddir, þegar skuldayfirlýsingin var undirrituð heima hjá honum að Grenimel 25. Hulda hafi þá verið þar til heimilis. Hann áleit, að Hulda hefði flutt heim til hans í ágúst 1973, en hún hafi flutt þaðan fyrir páskana 1974. Bréfið kvað hann hafa átt að greiða eftir atvikum, eftir því sem Hulda gæti, hvorki hafi verið talað um ákveðna gjalddaga né hvernig greiða skyldi. Hann hafi verið farinn að innheimta bréfið, meðan hún var enn til heimilis hjá honum. Hann hafi þó ekki byrjað á því fyrr en eftir jólin, eða um áramótin 1973— 1974. Hann hafi þó ekki skrifað henni innheimtubréf. Hann kvað það ósatt, að hann hafi gefið skuldina eftir og hafa lofað að rífa skuldaviðurkenninguna. Hann sagði ekkert hafa verið rætt um skuldaviðurkenninguna, þegar Hulda flutti frá honum. Hann kvað þau hafa búið saman þann tíma, er stefnda var til heimilis að Grenimel 25. Stefnda hefur komið fyrir dóminn og skýrt svo frá, að skulda- yfirlýsingin hafi ekki verið rituð í sambandi við lán á kr. 350.000. Stefnandi hafi gefið henni bifreiðina. Hún skýrði svo frá, að hún hefði verið að skilja við mann sinn og þá hafi stefnandi skrifað henni og beðið hana að tala við sig. Hún hafi farið og hann boðið henni að koma til sín. Hún mundi hafa það svo gott og svo mundi 952 hann gefa henni bíl. Hún hafi síðan farið til hans. Stefnandi hafi síðar fengið hana til þess að skrifa undir yfirlýsinguna. Hann hafi fengið hana til þess að skrifa undir yfirlýsinguna, rétt áður en hún fór af heimilinu, þegar hann fór að halda, að hún færi. Dagsetningin á yfirlýsingunni sé því ekki rétt. Engir vottar hafi verið að undirskrift yfirlýsingarinnar. Þegar hún hafi flutt burtu, hafi hún sagt við stefnanda: „Þú lætur mig hafa þetta bréf, sem þú lést mig skrifa undir í þrælsótta eða neyddir mig til að skrifa undir“. Hann hafi sagst ekki hafa bréfið heima, en lofað að koma með það í vinnuna til hennar daginn eftir. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um, hvernig ætti að greiða þessa skuldaviðurkenningu og ekki um vexti af henni. Stefnandi hafi kornið fram í eldhús til hennar og beðið hana að skrifa undir, að hún skuldaði þessa upphæð. Þau hafi búið saman, hún og Theódór, þegar þetta var. Hann hafi aldrei reynt að innheimta þetta og það hafi verið fyrst, eftir að hún var farin af heimilinu, að lögmaður stefnanda hafi reynt að innheimta yfirlýsinguna hjá henni. Hún sagði, að daginn, sem hún flutti í burtu, hafi hún beðið stefnanda að koma með bréfið og hann hafi játað því. Hún sagði tvö vitni að þessu. Fyrir dóminn hefur komið Stefán Kristjánsson Fjeldsted og staðfest vottorð, sem fram hefur verið lagt í málinu, undirritað af honum um, að hann hafi verið staddur á heimili Theódórs J. Jónssonar, Grenimel 25, 10. mars 1974, þegar Theódór lýsti því yfir við Huldu Fjeldsted, að hann mundi rífa bréfið, sem hann neyddi hana til að skrifa undir, þar sem standi, að hún skuldi honum 350.000 krónur, og að bíllinn R 36352 væri hennar eign og hann mundi aldrei gera kröfu til bílsins. Hann gerði þær athugasemdir við bréfið, að Hulda hafi beðið stefnanda um að afhenda sér bréfið, sem hann hefði neytt hana til að skrifa undir, og stefnandi sagst mundu koma því til hennar daginn eftir, á mánudegi, því hann geymdi það úti í bæ. Hann var að því spurður, hvort stefnandi hafi viðurkennt, að hann mundi ekki innheimta þessar krónur 350.000 hjá stefndu. Hann sagði, að aðeins hafi verið talað um bifreið, en ekki um tölur, og stefnandi hafi gefið í skyn, að hann ætlaði ekkert að gera úr þessu. Hann kvaðst ekki muna, hvernig stefnandi hafi tekið til orða. Vitnið er bróðursonur Huldu Fjeldsted. Fyrir dóminn hefur komið sem vitni Páll Helgi Guðmundsson bílstjóri. Hann kvaðst ekki vera kunnugur Huldu S. Fjeldsted, en hafa flutti hana frá Grenimel 25 og upp í Hlíðar á sl. vori ásamt 953 ungum pilti, sem honum hafi skilist, að væri skyldur Huldu. Hann minntist þess, að Hulda og Theódór voru að tala um eitt- hvert bréf, þegar þeir voru að flytja muni hennar út af Grenimel 25. Skildist honum, að Hulda vildi fá bréfið, en Theódór hafi sagst ekki hafa það. Hann þorði ekki að fullyrða, hvort Theódór ætlaði að láta Huldu fá þetta bréf. Honum fannst þó frekar, að Theódór hafi ætlað að útvega bréfið og láta Huldu hafa það. Hann sagði Huldu hafa tekið það fram, að bréfið væri í sambandi við bifreið, sem Theódór hefði gefið henni, eða eitthvað í þá áttina. Íann sagði Huldu hafa síðar komið heim til hans með bréf, sem hún vildi fá hann til að undirrita. Hann hafi neitað því. Hann kvaðst hafa neitað að skrifa undir bréfið, þar sem hann vildi ekki ábyrgjast, að rétt væri með farið. Hann hafi ekki hlustað það vel. Að gefnu tilefni frá lögmanni stefnda kvaðst hann muna, að Hulda hafi farið fram á það, að Theódór rifi bréfið, en mundi ekki, hverju Theódór svaraði. Álit dómsins. Stefnda hefur viðurkennt að hafa ritað undir skuldabréfið eða skuldayfirlýsinguna, sem málssókn stefnanda byggist á. Gegn neitun stefnanda þykir stefnda ekki hafa sannað, að stefnandi hafi gefið henni þessa skuld eftir. Þykir því verða að leggja til grundvallar, að stefnda skuldi stefnanda upphæðina skv. skulda- yfirlýsingunni, kr. 350.000. Í skuldayfirlýsingunni er þess ekki getið, að skuldin eigi að bera vexti eða hver gjalddagi hennar eigi að vera, óupplýst er, hvenær stefnandi sagði upp skuldinni og gjaldfelldi bréfið. Þykir þó mega við það miða, að svo hafi hann gert ekki síðar en með birtingu stefnu 30. maí 1974, og þykir þannig mega dæma vexti af upphæðinni frá þeim degi. Samkvæmt kröfu stefnanda, sem ekki hefur verið andmælt sér- staklega, þykir mega miða hæð vaxtanna við 9% ársvexti. Sam- kvæmt 12. gr. laga nr. 18/1949 skal fógeti krefja gerðarbeiðanda hæfilegrar tryggingar fyrir greiðslu tjóns og miskabóta, sem gerðarþola kann að stafa af gerðinni, áður en kyrrsetning byrjar. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en þetta hafi fyrir- farist og að trygging hafi ekki verið sett, en þar sem aðiljum ber saman um, að í fógetarétti 11. júlí 1974 hafi orðið samkomulag um, að ekki þyrfti að setja tryggingu vegna löghaldsins, þykir þrátt fyrir ofangreinda annmarka mega staðfesta löghaldið. Eins og mál þetta er vaxið, þykir rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af því. Hrafn Bragason borgarðómari kvað upp dóm þennan. 954 Dómsorð: Stefnda, Hulda S. Fjeldsted, greiði stefnanda, Theódór J. Jónssyni, kr. 350.000 með 9% ársvöxtum frá 30. maí 1974 til greiðsludags, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Stefnandi á löghald í bifreiðinni R 36352, Sunbeam, árgerð 1973, eign stefndu, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Nr. 46/1975. 955 Mánudaginn 22. nóvember 1976. Guðný Vilhelmína Karlsdóttir (Sigurður Helgason hrl.) gegn Fanneyju Vilhjálmsdóttur Krebs Guðnýju Kristínu Vilhjálmsdóttur Einarsson Maríu Vilhjálmsdóttur Sólrúnu Vilhjálmsdóttur og Þórarni Vilhjálmssyni Börnum Einars Vilhjálmssonar, þeim Birnu Einarsdóttur Gunnari Einarssyni Hrafnhildi Einarsdóttur Karli Axel Einarssyni Kristjáni Einarssyni Maríu Einarsdóttur Rúnari Einarssyni og Vilhjálmi Einarssyni, og (Gústaf Ólafsson hrl.) Unnsteini Beck skiptaráðanda í Reykjavík f. h. dánarbús Karls Axels Vilhjálmssonar (enginn). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson og prófessor Lúðvík Ingvarsson. Erfðamál. Skipti. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. apríl 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 24. mars s. á. Krefst hún þess, að viðurkenndur verði erfðaréttur sinn eftir Karl Axel Vilhjálmsson sem barns hans og dánarbúi hans skipt samkvæmt því. Enn fremur krefst áfrýjandi málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en hún fékk leyfi dómsmálaráðuneytis til gjafsóknar fyrir Hæstarétti 23. janúar 1975. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og 956 að áfrýjandli verði dæmd til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Engar kröfur eru uppi hafðar á hendur Unnsteini Beck skiptaráðanda, og af hans hálfu eru eigi gerðar kröfur í málinu. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Er þar á meðal vottorð Sigríðar Gísladóttur 16. september 1975. Í því skýrir vottorðsgjafi svo frá, að haustið 1939 hafi Karl heitinn Vilhjálmsson komið á heimili hennar og sýnt henni mynd af stúlku, er hann kvað vera dóttur sína. Nokkrum árum síðar hafi hún séð „samskonar mynd á heimili Maríu Vilhjálmsdóttur, og skýrði hún mér frá því, að þetta væri mynd af Guðnýju Karlsdóttur, sem væri bróðurdóttir sín“. Vottorðið staðfesti Sigríður í skiptarétti Reykjavíkur 5. nóv- ember s. á. Sama dag kom María Vilhjálmsdóttir fyrir skipta- réttinn. Kvað hún sig ekki minnast þess að hafa sýnt Sigríði mynd af Guðnýju, og eigi kannaðist hún við þau orðaskipti þeirra á milli, sem Sigríður víkur að í vottorði sínu. Einar Vilhjálmsson, bróðir Karls Vilhjálmssonar, andaðist 25. apríl 1973, en börn hans átta eru meðal áfrýjenda málsins. Karl heitinn Vilhjálmsson andaðist 24. apríl 1973, en eigin- kona hans 1. október 1972. Höfðu þau hjón gert gagnkvæma erfðaskrá 8. febrúar 1955. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða úrskurði, reisir áfrýjandi tilkall sitt um arf eftir Karl á því, að hún sé dóttir hans óskil- getin. Samkvæmt 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sem við eisa um arf eftir Karl heitinn, erfir óskilgetið barn föður, „ef það er feðrað með þeim hætti, sem segir í löggjöf um óskilgetin börn“. Í máli þessu er eigi til að dreifa gögnum um lögform- lega viðurkenningu Karls heitins Vilhjálmssonar um, að hann sé faðir áfrýjanda, og dómur um faðernið hefur eigi gengið. Málssóknin er eigi á því reist, að móðir áfrýjanda os Karl heitinn hafi búið samvistum með þeim hætti, að jafngilt geti faðernisviðurkenningu sem grundvelli að erfðarétti, sbr. 2. málsgr. 36. gr. laga nr. 46/1921. Með vísan til framanritaðs og ótvíræðs orðalags 1. gr. erfða- laga nr. 8/1962 ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. 957 Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 23. október 1974. Karl Axel Vilhjálmsson, fyrrum loftskeytamaður, andaðist að DAS, Hrafnistu, 24. apríl 1973. Lögheimili hans mun hafa verið að Dunhaga 17 hér í borg. Hann hafði verið kvæntur Guðnýju Guðjónsdóttur, Dunhaga 17, en hún andaðist 1. okt. 1972. Dánar- bú hennar var enn óskipt, þegar Karl andaðist. Þau hjónin, sem voru barnlaus, höfðu gert sameiginlega og gagnkvæma arfleiðslu- skrá 8. febrúar 1955 þess efnis, að hvort þeirra, sem lengur lifði, skyldi erfa hitt að öllum eftirlátnum eignum þess, föstum og laus- um, að engu undanskildu. Um arf eftir það, sem lengur lifði, var einskis getið. Dánarbú Karls Axels, eða nánar þeirra hjóna, þar sem dánarbú Guðnýjar var óskipt við lát hans, var skrifað upp 10. maí 1973. Eignir búsins voru sparifjárinnstæður og veðskuldabréf, samtals 18—19 hundruð þúsund króna að verðmæti. Opinber skipti í dánarbúinu voru ákveðin í þinghaldi 17. maí 1973. Innköllun til erfingja og skuldheimtumanna var gefin út 27. júní og seinast birt í Lögbirtingablaði 1. ágúst s. á. En erf- ingjar hafa gefið sig fram: Sóknaraðili máls þessa, Guðný Vil- helmína Karlsdóttir, Skólabraut 1, Seltjarnarnesi, fimm systkini látna Karls og 8 bróðurbörn hans svo og systir látnu Guðnýjar, Sigríður Guðjónsdóttir. Öll eru þau fjárráða. Guðný Vilhelmína Karlsdóttir gerir arfstilkall í dánarbúið sem dóttir látna Karls Axels, en systkini hans og systkinabörn, sem mundu arfborin eftir hann að Guðnýju Vilhelmínu frá genginni, hafa mótmælt arfstilkalli hennar. Sá ágreiningur er hér til úr- skurðar. Gerir sækjandi, Guðný Vilhelmína Karlsdóttir, þær kröfur í greinargerð, að því verði slegið föstu með úrskurði skiptadóms, að hún sé dóttir látna Karls Axels Vilhjálmssonar og að skipti á dánarbúi hans fari samkvæmt því. Við munnlegan flutning máls- 958 ins gaf lögmaður sækjanda þá skýringu, að kröfugerðina beri að skilja svo, að því yrði slegið föstu, að umbjóðandi hans ætti arf- tökurétt eftir látna Karl Axel sem dóttir hans. Málskostnaðar krefst sækjandi úr dánarbúinu að mati dómsins. Skyldmenni látna Karls Axels, sem mótmælt hafa kröfu sækj- anda og tekið til varna í málinu, eru: Sólrún Vilhjálmsdóttir, Hringbraut 89, Keflavík, Þórarinn Vilhjálmsson, Hlíðarvegi 16, Reykjavík, María Vilhjálmsdóttir, Nýbýlavegi 10, Kópavogi, Kristín Vilhjálmsdóttir Einarsson, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarnesi, Fanney Krebs, Lövegade 79, Slagelse, Danmörku, sem öll eru systkini hins látna, og með þeim standa að málinu eftirtalin börn látins bróður hans, Einars Vilhjálmssonar: Birna Einarsdóttir, Fannarfelli 4, Reykjavík, Vilhjálmur Einarsson, Goðatúni 3, Garðahreppi, Rúnar Einarsson, Sunnuflöt 7, Garðahreppi, Kristján Einarsson, Grundarstíg 16, Sauðárkróki, Karl Axel Einarsson, Markholti 5, Mosfellssveit, Gunnar Einarsson, Skipasundi 31, Reykjavík, María Einarsdóttir, Karfavogi 56, Reykjavík, og Hrafn- hildur Einarsdóttir, Strandflöt 35, Hafnarfirði. Kröfur verjenda í málinu eru þær, að hrundið verði erfðakröfu sækjanda og þeim úrskurðaður málskostnaður úr hennar hendi að mati dómara. Sigríður Guðjónsdóttir, systir látnu Guðnýjar, sem gert hefur arfstilkall í dánarbúið, hefur ekki gerst aðili að máli þessu, en gerir áskilnað um, að hún haldi við arfstilkall sitt allt að einu, og varnaraðiljar áskilja sér rétt til að taka afstöðu til þeirrar kröfu hennar síðar, þegar úrslit þessa máls eru kunn. Málavextir eru þessir: Sóknaraðili fæddist 3. júní 1922 og var skírð 3. júní 1923. Móðir hennar, Ágústína Eggertsdóttir, átti þá samkvæmt prestsþjónustubók heima í Þingholtsstræti 28 hér í borg. Samkvæmt sömu heimild lýsti hún við skírnina látna Karl Axel Vilhjálmsson föður að barninu. Ekki er fullvíst, hvar Ágúst- ína átti heima næstu árin, en ekki var um sambúð þeirra Karls Axels að ræða, þótt þau kunni um einhvern tíma að hafa búið í sama húsi. Samkvæmt manntali Reykjavíkur árið 1925 býr Ágúst- ína með dóttur sína að Lokastíg 28. Þar bjuggu þá foreldrar Karls Axels, Vilhjálmur Bjarnason og Guðný Magnúsdóttir. Ekki er ljóst, hvenær þær mæðgur fluttust á Lokastíginn, en sóknaraðili telur í greinargerð, að þær hafi búið þar árin 1924— 1926. Á þeim tíma bjó Karl Axel ekki hjá foreldrum sínum, nema e. t. v. um skeið á árinu 1926. Engar skriflegar viðurkenningar hafa komið fram í málinu, er 959 stafa frá Karli Axel, um faðerni sóknaraðilja. Vitnisburður og önnur gögn, sem sækjandi byggir á kröfu sína, verða rakin hér á eftir. Á skattframtali sínu, dags. 15. febrúar 1923, fyllir Karl Axel út eyðu fyrir börn á framfæri framteljanda með tölunni 1. Nafns barnsins getur hann ekki. Framtöl áranna 1924— 1926 liggja ekki fyrir. Á framtölum 1927— 1931 er einskis barns getið, en á fram- tali 1932 telur hann eitt barn á framfæri sínu án nánari skýringa. Skattstofan setur við þetta athugasemd „ekki M“ sem samkvæmt skýringum starfsmanna skattstjóra táknar, að ekki sjáist, að framteljandi hafi greitt meðlag með barni á skattárinu (þ. e. 1931). Eftir þetta mun ekki hafa komið fyrir, að Karl Axel telji sér barn á framfæri á skattskýrslum. Nokkrar vitnaskýrslur hafa verið gefnar í málinu og eru í meginatriðum þannig: Sólveig Ólafsdóttir, systkinabarn við Ágústínu Eggertsdóttur, sem starfaði með henni á veitingastof- unni Uppsölum hér í borginni árið 1920 og bjó með henni á árinu 1922 eftir fæðingu sóknaraðilja, segir sér hafa verið kunnugt um náin kynni Karls Axels og Ágústínu á þessum tíma og að Karl hafi komið með kunningja sinn í heimsókn til að sýna honum dóttur sína. Nikulás Marel Halldórsson var samtímis Karli Axel í Noregi árið 1920, en það ár og fram á sumar 1921 stundaði Karl nám á alþýðuskóla þar í landi á vegum fósturforeldra Nikulásar. Hann frétti fyrst hjá þeim, að Karl hefði eignast dóttur, og telur þau hafa haft þá frétt úr bréfi frá Karli sjálfum, en ekki sá vitnið það bréf. Eftir að vitnið kom aftur hingað til lands, árið 1926, minnist hann þess, að systir fósturmóður hans sýndi honum telpu, sem hún sagði vera dóttur Karls Axels. Katrín Ólafsdóttir, sem átti heima í veitingahúsinu Uppsölum, þegar Ágústína starfaði þar tvívegis á árunum 1920— 1922, telur sig vita um samdrátt Ágústínu og Karls Axels á þessum tíma, en meira verður ekki ráðið af framburði hennar um kynni þeirra. Á sömu lund er vottorð Valgerðar Einarsdóttur, sem var skyld húsráðendum á veitingastofunni Uppsölum og vel kunnug þar á þessum tíma. Jósef Eggertsson, móðurbróðir sækjanda, kynntist Karli Axel um það leyti sem sækjandi fæddist og telur sig hafa verið í nánum kunningsskap við hann eftir það svo og við foreldra hans, eftir að systir vitnisins fluttist með dóttur sína að Lokastíg 28. Hann fullyrðir, að Karl Axel hafi tjáð foreldrum sínum, að hann 960 væri faðir sækjanda, enda hafi hann umgengist hana sem dóttur og talað um móður hennar, systur vitnisins, sem barnsmóður sína. Björn Eggertsson gefur vottorð um, að hann hafi verið við- staddur eitt sinn, er Karl Axel kom með systur sína til Ágústínu Eggertsdóttur til að sýna henni dóttur sína. Björn þessi var skips- félagi Karls Axels og föður hans á fiskiskipi og tjáir hann, að Karl hafi oft spuri sig um dóttur sína, þ. e. sækjanda. Einnig segir hann, að faðir Karls hafi beðið sig að hafa milligöngu um, að hann og kona hans fengju sækjanda til fósturs, þar eð hún væri fyrsta barnabarn þeirra, en þessu hafi móðir hennar ekki viljað sinna. Þá hafa komið fram nokkrar skýrslur í málinu frá varnarað- iljum: María Vilhjálmsdóttir segir foreldra sína munu hafa talið sækjanda dóttur Karls bróður síns, þótt hún heyrði þau aldrei tala um það. Sjálf virðist María einnig hafa talið sækjanda vera dóttur Karls Axels, en hún segist þó aldrei hafa heyrt hann tala um sækjanda sem dóttur sína. Í sömu átt gengur vitnisburður Sólrúnar Vilhjálmsdóttur, sem þó segist hafa það eftir móður sinni, að sækjandi væri dóttir Karls Axels. Guðný Kristín Vil- hjálmsdóttir Einarsson segir, að í fjölskyldu sinni hafi verið talað um sækjanda sem dóttur Karls Axels. Þetta segist hún hafa fært í tal við Karl Axel nokkru fyrir andlát hans, um það leyti sem hann var að selja íbúð sína að Dunhaga 17. Karl hafi þá tjáð sér, að hann hefði aldrei gengist við neinni dóttur, og varðandi ráð- stafanir á eignum sínum hafi hann sagt, að hann gengi frá þeim málum. Fanney Vilhjálmsdóttir Krebs, sem hefur verið búsett erlendis í áratugi, gefur vottorð um, að hún hafi haldið, eins og systkini hennar, að sækjandi væri dóttir Karls Axels, en bætir við, að sjálfur hafi hann alla tíð sagt, að hún væri ekki dóttir hans. Ekki liggja fyrir gögn um, að látni Karl Axel hafi greitt með- lag með sækjanda. Áður eru raktar þær ófullkomnu bendingar, sem skattskýrslur gefa um þetta atriði. Rannsóknastofa Háskólans hefur unnið úr blóðsýnum Karls Axels og sækjanda. Samkvæmt skýrslu Ólafs Bjarnasonar, dr. med., dskj. nr. 31, er til takmörkuð flokkun á blóði Karls Axels og fullkomin flokkun á blóði sækjanda, en engin flokkun á blóði móður hennar. Af þessum upplýsingum telur dr. Ólafur, að litlar ályktanir verði dregnar um mögulegan skyldleika sækjanda og látna Karls Axels, en niðurstöður útiloka ekki, að þau séu feðgin. Sækjandi styður erfðakröfu sína eftirtöldum atriðum: Hún 961 telur Karl Axel Vilhjálmsson hafa gengist við faðerni sinu og um það muni hafa verið til skrifleg gögn, sem bó hafi ekki fundist til framlagningar í málinu. Þessari staðhæfingu til stuðnings sé það hins vegar, að fjölskylda Karls Axels hafi alla tíð viðurkennt frændsemi við hana og gengið út frá því sem staðreynd, að hún væri dóttir hans. Hún sé heitin nöfnum beggja foreldra Karls Axels, hafi í bernsku dvalist á heimili þeirra um 2 ára skeið með móður sinni og notið umsjár þeirra, þegar móðir hennar var að heiman vegna starfa sinna. Einnig komi þessi afstaða fjölskyld- unnar fram í kveðjum og árnaðaróskum á merkisdögum í lífi hennar. Aldrei hafi verið bornar brigður á þessi ættartengsl innan fjölskyldunnar fyrr en eftir andlát Karls Axels. Í þessu sambandi bendir sækjandi á, að hún hafi ávallt kallað foreldra Karls Axels afa og ömmu og á gamals aldri þeirra hafi hún veitt þeim mjög verulega aðstoð og umönnun á heimili þeirra. Loks telur sækj- andi, að Karl Axel hafi, um skeið a. m. k., greitt meðlag með henni, og bendir í því sambandi á skattframtöl hans, sem áður greinir, þar sem komi fram viðurkenning hans á meðlagsgreiðslu og þar með viðurkenning á, að hún sé dóttir hans. Sækjandi leggur áherslu á, að svo sem á stóð, hafi ekki verið ástæða fyrir móður hennar, eða bær mæðgur, að leita frekari staðfestingar á faðerni hennar, enda muni það hafa verið og vera enn trú margra kvenna, að til staðfestingar faðerni sé nægileg einhliða lýsing móðurinnar fyrir presti ásamt skráningu faðernisins í kirkjubók. Telur sækjandi, að þau gögn, sem fram hafa komið í málinu, eigi að nægja til að viðurkenna arftökurétt hennar eftir látna Karl Axel. Af hálfu verjanda er því mótmælt, að Karl Axel Vilhjálmsson hafi viðurkennt faðerni sækjanda í orði né verki. Slík viðurkenn- ing geti ekki byggst á því, hver viðhorf skyldmenna hans kunni að hafa verið til málsins, enda sé ekkert fram komið, sem stað- festi, að hann hafi sjálfur gefið bar tilefni. Verjendur benda einnig á, að lög setji skýrar reglur um, hvernig faðernisjátning skuli gerð, svo hún stofni til erfðaréttar. Þeim skilyrðum sé hér engan vegin fullnægt. Þegar sóknaraðili þessa máls fæddist, giltu um erfðarétt óskil- getinna barna eftir föður og föðurfrændur, byggðan á faðernis- játningu, 36. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 46 frá 1921 um afstöðu for- eldra til óskilgetinna barna. Nú gilda um þetta ákvæði 1. tölul. 1. gr. erfðalaga nr. 8 frá 1962, sbr. 3. gr. laga nr. 87 frá 1947 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Þessi ákvæði gera ráð fyrir 61 962 því, að til þess að faðernisjátning verði metin gild sem grund- völlur fyrir erfðarétti barns, þurfi hún að vera gerð fyrir presti eða valdsmanni eða bréflega og vottfest. Samkvæmt prestsþjónustubók Reykjavíkur (dskj. nr. 2) liggur ekki fyrir faðernisjátning látna Karls Axels Vilhjálmssonar, þegar sækjandi var skírð 3. júní 1923. Engin gögn eru um síðari viður- kenningu hans fyrir valdsmanni eða presti. Önnur gögn, sem fram eru komin í málinu, vitnisburðir, skattskýrslur, bréf og símskeyti, hafa ekki að geyma sönnunargögn um faðernisjátningu, er full- nægja þeim lagaboðum, sem vitnað er til hér að framan. Skilyrði eru því ekki til að veita sækjanda erfðarétt eftir látna Karl Axel Vilhjálmsson, og verður krafa hennar um það ekki tekin til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Unnsteinn Beck borgarfógeti kveður upp úrskurð þennan. Upp- saga hans hefur dregist vegna embættisanna dómarans. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðilja, Guðnýjar Vilhelmínu Karlsdóttur, um arf eftir látna Karl Axel Vilhjálmsson er synjað. Málskostnaður fellur niður. 963 Mánudaginn 22. nóvember 1976. Nr. 114/1975. Guðmundur Magnússon (Hjörtur Torfason hrl.) gegn Málningarþjónustunni h/f (Sveinn Haukur Valdimarsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson. Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Verksamningur. Tilboð. Afsláttur. Dómur Hæstaréttar. Héraðsdóminn kváðu upp Björgvin Bjarnason bæjarfógeti og meðdómsmennirnir Tryggvi Björnsson skrifstofustjóri og Pálmi Sveinsson forstjóri. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 11. sept- ember 1975. Krefst hann þess, að honum verði einungis dæmt að greiða stefnda 1.102.592 krónur (þ. e. 1.323.130 krónur að frádregnum 220.538 krónum) með 13% ársvöxtum frá 1. ágúst 1974 til greiðsludags og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti er ágreiningur aðilja einskorðaður við Það, hvort 290.000 króna „afsláttur“ sá, sem stefndi lofaði áfrýjanda, hafi átt að dragast frá upphaflegu tilboðsverði eða dragast frá við endanlegt uppser, þegar „verðbótum“ hefði verið bætt við tilboðsfjárhæð. Aðiljar eru sammála um, að fjárhæð sú, sem stefnda ber að greiða áfrýjanda, ef af- sláttarfjárhæðin er dregin frá upphaflegu tilboði, sé 220.538 krónum lægri en krafa stefnda í héraði. Sú krafa er miðuð við, að afsláttarfjárhæðin sé dregin frá tilboðsfjárhæð að viðbættum „verðbótum““. Tilboð komu fram í verk það, sem mál þetta fjallar um, frá tveim aðiljum öðrum en stefnda. Bæði þessi tilboð voru lægri en tilboð stefnda, sem var að fjárhæð 3.125.400 krónur. Annað tilboðið var að fjárhæð 2.969.400 krónur, eða 156.000 964 krónum lægra, en hitt að fjárhæð 2835.300 krónur, eða 290.100 krónum lægra. Eins og rakið er í hinum áfrýjað: dóini, er því haldið fram af hálfu stefnda, að „afsláttur“ er hann veitti áfrýjanda, hafi verið viðskiptaafsláttur vegna mikilla viðskipta, „sem greiðast ætti við endanlegt uppgjör“. Hafi verið samið um „afslátt“ þennan, stuttu eftir að tilboð voru opnuð eða um það leyti sem verið var að taka afstöðu til þess, hvort áfrýjandi fengi heildarverkið. Áfrýjandi hefur skýrt frá því, að stefndi hafi í framhaldi af opnun tilboðanna boðið honum 290.000 króna „afslátt“ af tilboði sínu, ef hann vildi taka því, en „afsláttur“ þessi hafi verið jafn mismun- inum á tilboði stefnda og lægsta tilboðinu. Telur hann þetta hafa verið „afslátt“ af tilboðsverðinu sjálfu. Samkvæmt gögnum máls verður við það að miða, að {l- beð stefnda um framangreindan „afslátt“ hafi verið gert í framhaldi af opnun tilboðanna eða stuttu síðar, en afsláttur þessi nemur svo til sömu upphæð og mismuninum á tilboði hans og lægsta tilboði. Þegar virtur er aðdragandinn að til- boði stefnda, þykir verða að skýra loforð hans svo, að í því felist lækkun á upphaflegri tilboðsfjárhæð. Ber því að taka til greina kröfu áfrýjanda um framangreinda lækkun á dóm- kröfu stefnda. Verða málalok þá þau, að dæma ber áfrvj- anda til að greiða stefnda 1.102.592 krónur með 13% árs- vöxtum frá 1. ágúst 1974 til greiðsludass. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 400.000 krónur. Dómsorð: Áfrýjandi, Guðmundur Magnússon, greiði stefnda, Málningarþjónustunni h/f, 1.102.592 krónur með 13% ársvöxtum frá 1. ásúst 1974 til greiðsludags og 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lösum. Dómur sjó- og verslunardóms Akraness 13. júní 1975. Mál þetta, sem dómtekið var 16. maí sl. eftir munnlegan flutn- ing málsins, var þingfest í sjó- og verslunardómi Akraness 15. 965 janúar 1975. Mál þetta er höfðað með stefnu, útgefinni 16. des- ember 1974, af Málningarþjónustunni h/f, Akranesi, gegn Guð- mundi Magnússyn húsasmíðameistara, Suðurgötu 99, Akranesi, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 1.343.130 auk 2% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 1. ágúst 1974 til greiðslu- dags og málskostnaðar skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Í þinghaldi 25. mars sl. lækkaði stefnandi kröfu sína um kr. 20.000. Af hálfu stefnda voru gerðar þær dómkröfur í greinargerð, að hann yrði sýknaður af stefnukröfu og stefnanda gert að greiða honum málskostnað að skaðlausu eftir mati dómsins. Í munnlegum málflutningi krafðist stefndi sýknu að svo stöddu og málskostnaðar að mati dómsins, en til vara, að stefnukröfurnar yrðu stórlega lækkaðar, að vextir af dæmdum kröfum yrðu lækk- aðar í 13% ársvexti og málskostnaður látinn falla niður. Málavextir eru þessir: Stefndi í máli þessu, Guðmundur Magnússon, var heildarverk- taki við byggingu fjölbýlishússins Garðabraut 45—47 á Akranesi, sem var 18 íbúðir, og lauk byggingu hússins í júní 1974. Húsið var reist fyrir Byggingafélag verkamanna á Akranesi. Undirverktaki gagnvart stefnda um málningu hússins var stefnandi í máli þessu, Málningarþjónustan h/f. Tilboð stefnda gagnvart verksala svo og tilboð stefnanda var byggt á útboðslýsingu Húsnæðismálastofn- unar ríkisins skv. teikningum nr. 333-5 frá stofnuninni, og grund- völlur útboðsskilmála er íslenskur staðall IST--30. „Almennir út- boðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir, útg. af Iðnaðar- málastofnun Íslands“. Verksamningur milli verkkaupa, stjórnar byggingarnefndar verkamannabústaða, Akranesi, og verksala, stefnda í máli þessu, er dagsettur 24. júlí 1972 og hefur verið lagður fram í málinu svo og fyrrnefnd útboðs- og verklýsing. Af hálfu stefnanda var málningarvinna innt af hendi á tíma- bilinu nóvember 1973 til júní 1974. Var þá aðeins eftir að mála kyndiklefa hússins. Stefnandi taldi stefnda þá vera í verulegum vanskilum um greiðslu kaups fyrir verkið. Eftir árangurslausar innheimtutilraunir höfðaði stefnandi síðan mál þetta. Verður nú gerð nánari grein fyrir kröfugerð aðilja í málinu, frásögn þeirra og vitna fyrir dóminum svo og öðrum gögnum málsins. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 966 Fjárhæð tilboðs .. .. ... 0. 2. kr.3.125.400 Lækkun á tilboðsfjárhæð, þar s sem sleppt v var að mála ytra byrði þakjárns skv. viðauka við verksamning .. — 85.000 Kr. 3.040.400 Hækkun á tilboðsfjárhæð, þar sem hætt var við að mála loft, en sett í þau sandmálning .. .. .. .. .. — 250.000 Endanleg tilboðsfjárhæð varð því .. ... „2. 2. kr. 3.290.400 Við bætast verðbætur skv. byggingarvísitölu „2... — 2.390.506 Verkkaupalls....... 2. Kr. 5.680.906 Greiðslur alls til stefnanda 0 — 4.047.776 Kr. 1.633.130 Frá dregst umsaminn viðskiptaafsláttur .. .. .. .. — 290.000 Kr. 1.343.130 Lækkun stefnukröfu um þá fjárhæð, sem dregin var af verklaunum stefnda vegna þess, að innra byrði bakjárns var eigi málað .. .. 02... — 20.000 Kr.1.323.130 en það er endanleg stefnukrafa í málinu. Lagt hefur verið fram í dóminum ljósrit af tilboði stefnanda dags. 19. júní 1972, undirritað af Helga Sigurðssyni, stjórnarfor- manni stefnanda. Samþykki stefnda er ritað á tilboðið sama dag, og hefur stefndi kannast við undirskrift sína undir samþykkið. Helgi Sigurðsson hefur fyrir dómi lýst yfir, að tilboðið sé gert á grundvelli uppmælingar. Þá kvað hann breytingar, sem urðu á tilboðsfjárhæð, hafa verið að ósk verkkaupa. Helgi sagði, að stefnandi hafi gefið öllum þeim, sem gerðu tilboð í heildarverkið, upp sömu tilboðstölur í málningarþáttinn. En þar sem lægsta til- boð kom frá stefnda í heildarverkið, samdi verkkaupi við hann. Fleiri en stefnandi gerðu tilboð í einstaka hluta verksins, þ. á m. málningarþáttinn. Af dómsskj. nr. 17 má ráða, að tvö önnur tilboð komu fram, og var lægsta tilboð kr. 3.835.300. Mismunur tilboðanna var því kr. 290.000. Helgi Sigurðsson hefur fyrir dómi staðhæft, að viðskipta- afslátturinn, kr. 290.000, hafi eigi verið lækkun á tilboði stefn- 967 anda, heldur hafi þetta verið ákveðin afsláttartala, miðað við verk- lok, vegna mikilla viðskipta og ætti að dragast frá við endanlegt uppgjör. Kvaðst Helgi telja, að samið hafi verið um afsláttinn, skömmu eftir að tilboð voru opnuð, en það var 20. júní 1972, eða um það leyti sem verið var að gera út um það, að stefndi mundi fá heildarverkið. Helgi kvað fjárhæð afsláttarins vera niðurstöðu af samtali við stefnda. Helgi kvað stefnda hafa samþykkt lokareikning fyrir verkið um 10 dögum fyrir verklok, þó með fyrirvara um útreikning verð- bóta, sbr. dskj. nr. 9 og 10, sem ekki var hægt að reikna nákvæm- lega út, en áætlun verðbóta hafi ekki reynst hærri en það, sem þeir áttu að vera í raun að mati þess, er reiknaði þær, Sigurðar G. Sigurðssonar viðskiptafræðings. Þetta hefur Sigurður staðfest fyrir dóminum. Af hálfu fyrirsvarsmanna stefnanda hefur því verið haldið fram, að stefndi hafi ekki sett fram neinar form- legar kvartanir um framkvæmd verksins eða frágang fyrr en í nóvember 1974, er málið var komið í hendur lögfræðings í Reykja- vík. Stefnandi hafi og fengið fullkomna úttektaryfirlýsingu eftir- litsmanna byggingarinnar, Rafns Hjartarsonar og Adams Þórs Þorgeirssonar, dags. 6. desember 1974, sbr. dskj. nr. 4, og hafa þeir staðfest yfirlýsingu sína fyrir dómi. En þá var eigi lokið við að mála kyndiklefa. Kváðu fyrirsvarsmenn stefnanda það stafa m. a. af því, að eigi var lokið frágangi á múrverki í kyndi- klefum. Af vottorði eftirlitsmanns, dskj. nr. 16, dags. 11. septem- ber 1974, má ráða, að eftir er að múra kringum rör, sem ganga í gegnum vegg í miðstóðvarherberginu, og einnig að eftir var að múrhúða, þar sem hlaðið er upp í gönguop, sem var á miðstöðvar- herbergi. Þá hefur af hálfu stefnanda verið lýst yfir, að látið hafi verið ógert að ljúka við að mála kyndiklefann vegna mikilla van- skila á greiðslum af hálfu stefnda og til að ýta á eftir uppgjöri af hans hálfu. Í munnlegum flutningi málsins lýsti lögmaður stefnanda því yfir, að af hálfu stefnanda hefði nú verið lokið við að mála kyndi- klefann, nema að því leyti sem eftir væri vegna þess, að ekki hefði verið lokið við að múra, en það væri smáræði eitt og yrði unnið af stefnanda, er úr yrði bætt. Var þessu eigi mótmælt af hálfu stefnda. Auk Helga Sigurðssonar hefur af hálfu stefnanda komið fyrir dóminn Þórður Árnason, stjórnarmeðlimur stefnanda. Þeir kváðu málningu hafa verið innta af hendi í samráði við úttektarmann hússins og samkvæmt verklýsingu. Þórður Árnason kvað grunn- 968 ingu á gólfi hafa verið framkvæmda með rúllum, en í verklýsingu er tekið fram, að pensla eigi gólfin. En hann taldi, að aðalatriðið væri, að efnið væri vel þynnt, þannig að það gengi vel sem bindi- efni í steininn. Þá hafi fyrsta umferðin utan húss verið rúlluð með þynntri plastmálningu og skrúbbuð í steininn blaut, og taldi hann þetta betri aðferð en penslun og seinlegri og sé þetta nýjustu ráð málningarsérfræðingsins á Akureyri, Aðalsteins Jónssonar. Þá hefur því verið haldið fram í máli þessu af hálfu stefnanda, að stefndi hafi skilað ranglega af sér hurðum í kjallara húseignar- innar. Hann hafi átt að skila viðarlökkuðum krossviðarhurðum í furukörmum, en skilaði í staðinn körmum undir málningu og hurðum úr kalítspjöldum, sem einnig þurfti að mála. Þetta hafi verið aukaverk fyrir stefnanda og hafi verkkaupi samið beint við hann um málningarvinnu þessa og greitt sérstaklega fyrir hana kr. 87.310. Stefndi, Guðmundur Magnússon, hefur gefið skýrslu fyrir dómi í máli þessu. Stefndi gerði eitt heildartilboð í allt verkið, án þess að tilboð stefnanda breytti fjárhæð þess. Hann kvað þrjú til- boð hafa komið fram í málningarvinnuna í húsinu Garðabraut 45—4T við opnun tilboða 20. júní 1972, en tilboð stefnanda hafi verið eina tilboðið, sem hann fékk sjálfur. Kannaðist hann við í dóminum nafnritun sína á dskj. nr. 11, sem er tilboð stefnanda og sambykki stefnda á því. Í framhaldi af því gerðist það, að fyrir- svarsmenn stefnanda, Málningarþjónustunnar h/f, komu heim til stefnda og buðu afslátt af sínu tilboði, kr. 290.000, ef stefndi vildi taka þeirra tilboði, en þessi fjárhæð var sá munur, sem var á beirra tilboði og lægsta tilboðinu. Af hverju þeir gerðu þetta, kvaðst stefndi ekki vita, en þeir sögðust bjóða þessi kjör vegna þess, að vel hefði farið á milli þeirra áður. Stefndi gat þess sér- staklega, að ekki hefði verið minnst á neitt sérstakt bókhaldsatr- iði varðandi þennan afslátt og taldi öruggt, að þetta hefði verið afsláttur af tilboðsverðinu sjálfu. Stefndi sagði, að stefnandi hefði fengið þær greiðslur, er hann sýndi reikninga fyrir og samþykktir hefðu verið af eftirlitsmönn- um fram að mánaðamótum apríl—maí 1974 og síðustu greiðsluna til stefnanda hafi hann innt af hendi 7. maí 1974. Eftir þann tíma hafi stefnandi fengið greiðslur á skrifstofu verkkaupa, stjórnar hyggingafélagsins. Breytingar þessar á greiðslumáta kvað stefndi hafa stafað af því, að verkið hafi verið orðið dýrara en upphaflega tilboðið hafi verið. Stefnda er í dóminum sýnt dskj. nr. 10, sem er útreikningur 969 stefnanda (Sigurðar G. Sigurðssonar) á verðbótum miðað við áfangagreiðslur 25. janúar til 7. maí 1974 og eftirstöðvum verk- kaups þá, en skjalið er dagsett 28. maí 1974, ásamt línuriti. Stefndi kvaðst ekki vera samþykkur þeim verðbótaútreikningi, sem þar er gerður, en eigi er nánar vikið að því, hvaða efni hans bað er, sem stefndi vefengir. Þá er stefnda sýnt í dóminum dskj. nr. 12, sem er handskrifað yfirlit, ódagsett, um skuldamál þetta milli hans og stefnanda. Kveðst stefndi hafa samið skjal þetta og hafi hann gert bað í sambandi við sáttatilraunir milli þeirra, sem fram munu hafa farið í októbermánuði 1974. Dómsskjal þetta er þannig: Upphaflegttilboð.. .. .. .... Lo 22 Kr.3.125.400 Afsláttur 2... 0... 290.000 Kr. 2.835.400 Ekki málað þak .. 2... 2... 0 85.000 Kr. 2.750.400 Viðbótarsamningur vegna lofta í íbúðum .. .. ... .. — 250.000 Kr. 3.000.00 Verðhækkanir á greiðslur frá 25/1-7/5 '74, 1.647.744 — 1.141.325 Verðbætur á eftirstöðvar skv. 294 — 1.352.624 — 76.048 2... rr 77 1.028.643 Kr.5.170.368 Þar af greitt... 2... 0... 7 4.047.776 Kr. 1.122.592 Af útreikningi þessum má ráða, að stefnandi dregur strax frá upphaflegu tilboði kr. 290.000, þar sem hann telur þá upphæð beina lækkun á tilboðinu. En verðbætur á áfangagreiðslur til stefnda 21. janúar til 7. maí 1974 eru þær sömu og Í útreikningi stefnanda á dskj. nr. 10. Eftirstöðvarnarnar eru því samkvæmt útreikningi stefnda kr. 290.000 lægri en hjá stefnanda á dskj. nr. 12, en stefndi reiknar verðbætur út á sama hátt og stefnandi, eða með áætlaðri vísitölu 1. maí 1974 (294 stig). Mismunur á fjárhæð verðbóta stafar því eingöngu tölulega af því, að stefndi reiknar 970 ekki verðbætur á kr. 290.000, hinn umdeilda afslátt, sem stefnandi gerir í útreikningi sínum. En aðferð stefnda og stefnanda er að öðru leyti hin sama. Stefnandi rökstyður kröfur sínar með því, að þær séu vangreidd verklaun fyrir málningarvinnu, sem hann hafi innt af hendi sam- kvæmt tilboði, samþykktu af stefnda. Verkinu hafi verið lokið á umsömdum tíma í júnímánuði 1974 nema smáverki í kyndiklefa hússins, sem nú hafi verið innt af hendi að svo miklu leyti sem unnt er, en múrverk sé þar óunnið af hálfu stefnda og verði þetta verk, sem er lítilræði, strax fullunnið, er stefndi annist fram- kvæmd á múrverkinu. Þá sé sannað með vottorði úttektarmanna, að verk stefnanda hafi verið forsvaranlega unnið og í samræmi við verklýsingu, og fullyrðingar stefnda um annað séu órökstuddar og ósannaðar. Kröfur stefnanda séu sundurliðaðar og byggðar á reikningum, sem stefndi hafi eigi vefengt sérstaklega. Hann hafi samþykki til- boð stefnanda í málningarverkið 19. júní 1972 og síðan hafi orðið að samkomulagi að gefa stefnda viðskiptaafslátt að verkinu loknu, kr. 290.000. Þessu hafi verið lokið, áður en stefnandi undirritaði verksamning við verkkaupa 24. júní 1972. Það sé eigi umdeilt í málinu, að greiðslur skyldu verðbætast samkvæmt byggingarvísi- tölu á greiðslutíma og sé hann gerður með viðurkenndum hætti, enda samþykktur í raun af stefnda í skriflegu yfirliti hans um viðskipti aðilja málsins frá því í október 1974. Þá ítrekaði lögmaður stefnanda í munnlegum flutningi máls- ins kröfu sína um 2% vanskilavexti á mánuði af dæmdum kröfum, samkv. auglýsingu Seðlabanka Íslands 12. júlí 1974. Hér sé um að ræða veruleg vanskil á greiðslu fyrir verkkaup, sem óumdeil- anlega féll í gjalddaga í júní 1974. Málssókn hafi því verið óhjá- kvæmileg og lögmaður stefnanda hafi ferðast til Akraness átta sinnum vegna málsins. Stefnda beri því að greiða fullan máls- kostnað. Kröfu sína um sýknu að svo stöddu styður stefndi með því, að málningarvinna stefnanda við umrædda byggingu sé enn eigi lokið og sé það að sjálfsögðu grundvallarforsenda fyrir greiðslu verklauna að ljúka verki. Þá vanti og í málinu útreikning á áfangagreiðslur, meðan verkinu sé eigi lokið. Og varakröfu sína um lækkun á stefnukröfu byggir stefndi á því meðal annars, að afsláttur stefnanda, kr. 290.000, hafi verið lækkun á tilboði hans. Beri því að draga þá upphæð frá upphaflegu tilboði og eigi reikna með henni, þegar fundnar séu út verðbætur á áfangagreiðslur 971 eða á eftirstöðvar. Af þessum ástæðum einum beri að lækka stefnukröfurnar um kr. 220.538, sbr. dskj. nr. 10 og 12 í málinu. Á það beri að líta, að stefndi gerði heildartilboð í umrætt verk með tilliti til tilboðs undirverktaka, m. a. tilboðs stefnanda. Af hálfu stefnda var því haldið fram í munnlegum málflutningi máls- ins, að hann hefði átt þess kost að taka öðrum tilboðum en stefn- anda í málningarverkið, m. a. lægsta tilboðinu. En þá hafi komið til boð stefnanda um lækkun eða afslátt um kr. 290.000, en lægsta tilboð í málningarverkið hafi verið kr. 290.000 lægra en upphaf- lega tilboð stefnanda. Eðli málsins samkvæmt hljóti því afslátt- urinn að vera lækkun á tilboði stefnanda. Og liggi því til þess eðlileg rök, að stefnandi beri halla af sönnunarskorti um þetta efni. Eins og fram hefur komið í máli þessu, greiddi verkkaupi stefn- anda beint vegna málningar á hurðum og körmum í kjallara kr. 87.310, þar sem hann taldi þetta aukaverk og ekki samkvæmt verklýsingu. Af hálfu stefnda var í munnlegum flutningi málsins haldið fram, að tréverksþáttur verklýsingar í útboði hafi eigi gefið til kynna, að hurðir þessar þyrftu að vera lakkaðar, þær hefðu alveg eins getað verið málaðar og hefðu málararnir átt að vinna bað verk eins og annað. Mál þetta hafi eigi verið rætt við stefn- anda, en verklaun hans þó hækkuð um þessa fjárhæð. Var af hálfu stefnda farið þess á leit við stefnanda, að hann lækkaði kröfu sína um þessa fjárhæð eða a. m. k. að helmingur fjárhæðarinnar, kr. 43.000, kæmi til frádráttar stefnukröfu. Þá var af hálfu stefnda vefengdur verðbótaútreikningur stefn- anda eins og hann var gerður á dskj. nr. 10. Stefnandi noti vísi- tölu eftir 1. mars 1974 við útreikning verðbóta á allar áfanga- greiðslur nema fjórar þær fyrstu. Þá mótmælti stefndi þeirri að- ferð að nota meðalvísitölu við útreikning verðbóta, og þyrfti að endurreikna verðbæturnar í samræmi við opinbera vísitölu Hag- stofu Íslands. Til stuðnings varakröfu sinni um, að vextir af dæmdum kröfum yrðu lækkaðir í 13% ársvexti, hefur stefndi bent á, að skýra beri vanskilavexti þröngt og eigi þeir eigi við um viðskiptaskuldir eins og um sé að ræða í máli þessu. Hér sé um að ræða ágreining um uppgjör á stóru verki og eigi því, ef til kæmi, ákvæði um almenna vexti. Líta beri og á heildarviðskipti aðilja máls þessa og í öðru máli fyrir sjó- og verslunardóminum hafi stefndi uppi skaðabóta- kröfur á hendur stefnanda í máli þessu. Af sómu ástæðum sé og eðlilegt, að málskostnaður falli niður í máli þessu, ágreiningur sé 972 ekki óeðlilegur milli aðilja um uppgjör þeirra á milli, en þá beri hvor aðili sinn kostnað af málinu. Dómendur í máli þessu fóru á vettvang og skoðuðu málningu á kyndiklefa í húseigninni Garðabraut 45—47. Það er álit dóm- enda, að það, sem óunnið er þar af málningarvinnu, sé smáræði eitt. Samkvæmt því og málavögztum að öðru leyti ber að synja kröfu stefnda um sýknu í málinu að svo stöddu. Í máli þessu liggur fyrir í ljósriti tilboð stefnanda í málningu á húseigninni Garðabraut 45—-47, dags. 19. júní 1972. Á skjalið ritar stefndi sama dag, ofanritað tilboð samþykkt. Líta verður svo á, að aðiljar hafi með samningi þessum gert bindandi samkomu- lag sín á milli. Samningsverð var kr. 3.125.400. Aðiljar eru sam- mála um, að þeir hafi áður með munnlegu samkomulagi sín á milli gert nokkrar breytingar á fyrri samningi að því er fjárhæð snertir. Af hálfu stefnanda er fullyrt, að hann hafi lofað stefnda viðskiptaafslætti að loknu verki, að fjárhæð kr. 290.000, sem skyldi draga frá við lokauppgjör. Stefndi hefur staðhæft, að stefnandi hafi lækkað upphaflega tilboð sitt um þessa fjárhæð. Af málsgögnum má ráða, að samkomulag um viðskiptaafslátt hafi orðið vegna þess, að fram kom lægra tilboð í málningarvinn- una en tilboð stefnanda. En þar sem skilningur stefnda á afslætti þessum gengur lengra en túlkun stefnanda til breytinga á fyrri samningi þeirra á milli, þykir stefndi hafa sönnunarbyrði um þetta efni. Verður því krafa stefnda um lækkun á verðbótareikn- ingi og stefnukröfu af þessum sökum eigi til greina tekin. Þá er óumdeilt í máli þessu, að tilboð í umrætt málningarverk eins og heildarverkið skyldi miða við raunverulegt verð á efni og vinnu- launum á opnunardegi tilboða, en síðan yrði byggingarvísitala Hagstofu Íslands lögð til grundvallar útreikningi verðbóta. Í 6. gr. verksamnings milli stefnda og verkkaupa segir: „Um verðlagsgrundvöll vísast til útboðslýsingar, og miðast samnings- verð við verðlag á efni og vinnu 20. júní 1972 og byggingarvísitölu bann dag (676 stig). Greiðslur verðbætast við áfangaskil, línulega innan vísitölutímabila“. Og í kaflanum um verðbreytingar á út- boðslýsingu segir: „Verði um snöggar verðbreytingar að ræða á samningstímabilinu, sem að dómi beggja aðila komi of seint fram á byggingarvísitölu, er heimilt að endurskoða þessa aðferð við út- reikning verðbóta til að rétt útkoma fáist“. Stefnandi hefur gert grein fyrir útreikningi sínum á verðbótum á dskj. nr. 10. Byggir hann þar á línuriti um breytingar á bygg- ingarvísitölu á verktíma. Telur hann vísitölu (1170) 285 þann 1. 973 mars 1974 hafa verið staðfesta sem raunverulega „rétta“ vísitölu af Hagstofu Íslands á þeim tíma. Við útreikning verðbóta á áfanga- greiðslur í janúar og febrúar 1974 er notuð vísitala 265, 269, 273 og 281. En við útreikning á verðbótum eftir 1. mars er miðað við vísitöluna (1205) 294, sem er áætluð vísitala 1. maí 1974. Einnig er hún notuð við útreikning á eftirstöðvum verkkaupsins. Eins og að framan greinir, notaði stefndi sömu vísitölu til útreiknings á verðbótum á áfangagreiðslur á verðbótum á verkkaupi stefnanda á yfirliti sínu frá því í október 1974, sbr. dskj. nr. 12. Þegar á þetta er litið og jafnframt hafðar í huga ofangreindar reglur verk- samnings og útboðslýsingar um útreikning verðbóta, verður að líta svo á, að verðbótaútreikningur stefnanda sé eigi tortryggi- legur, en í samræmi við verðbótareglur útboðslýsingar og venju og viðurkenndar reglur á þessum tíma. Verður krafa stefnda um lækkun stefnukröfu af þessari málsástæðu því ekki tekin til greina. Eigi er heldur efni til að taka aðrar málsástæður stefnda til lækkunar á stefnukröfu til greina. Dómkrafa stefnanda er um greiðslu eftirstöðva á verkkaupi, efni og vinnu samkvæmt verksamningi. Eiga því hér beint við reglur þær um vanskilavexti, sem að framan er greint frá. Niðurstaða málsins verður því sú, að taka ber til greina kröfur stefnanda í máli þessu. Samkvæmt því ber að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 300.000. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Magnússon, greiði stefnanda, Máln- ingarþjónustunni h/f, kr. 1.323.130 auk 2% dráttarvaxta á mánuði frá 1. ágúst 1974 til greiðsludags og í málskostnað kr. 300.000, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 974 Þriðjudaginn 23. nóvember 1976. Nr. 172/1975. Útgerðarfélag Akureyringa h/f (Jón Finnsson hrl.) segn Landhelgisgæslu Íslands f. h. eiganda og áhafnar v/s Óðins og gagnsök (Gísli G. Ísleifsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Björgun. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. desember 1975. Hann krefst aðallega sýknu af kröf- um gagnáfrýjanda og málskostnaðar sér til handa í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að honum verði aðeins dæmt að greiða gagnáfrýjanda 1.060.000 krónur svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 12. des- ember 1975. Hann krefst þess, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 16.000.000 krónur með 13% ársvöxtum frá 15. ágúst 1974 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Einnig krefst hann viðurkenningar á sjó- veðrétti í b/v Svalbak, EA 3082, til tryggingar framanskráðum fjárhæðum. Gagnáfrýjandi hefur stefnt Samvinnutryggingum g/t fyrir Hæstarétt fil réttargæslu, en engar kröfur gert á hendur þeim. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný skjöl, en ekki er ástæða til að rekja efni þeirra. Því hefur verið lýst yfir, að Skipaútgerð ríkisins annist reikningshald fyrir Landhelgis- gæslu Íslands. Héraðsdómsstefna í málinu var birt aðaláfrýjanda 20. nóv- ember 1974, en ekki 12. nóvember, eins og misritast hefur í héraðsdómi. Þann dag var stefnan hins vegar birt réttar- sæslustefnda, Samvinnutryggingum g/t. Í héraðsdómi er greint frá kröfum gagnáfrýjanda á hendur Samvinnutryggingum g/t um björgunarlaun og frá máls- höfðun gagnáfryjanda á hendur aðaláfrvjanda til heimtu Þeirra launa. Gat aðaláfrýjandi ekki gengið þess dulinn, að sgagnáfrýjandi mundi ekki sætta sig við greiðslu fjárhæðar samkvæmt reikningi Skipaútgerðar ríkisins sem fulla greiðslu fyrir hjálp v/s Óðins. Breytir það engu í því efni, þó að Skipa- útgerð ríkisins veitti reikningsfjárhæðinni viðtöku, er aðal- áfrýjandi sendi hana, en það fé endurgreiddi Skipaútgerðin skömmu síðar. Verður því staðfest úrlausn héraðsdóms um sýknukröfuna. Að því er varðar varakröfu aðaláfrýjanda, verður ekki séð, að hann hafi fyrir héraðsdómi reist hana á öðru en því, að björgunarlaunakrafa gagnáfryjanda væri of há. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta þá úrlausn hans, að gagnáfryýj- andi eigi rétt til björgunarlauna úr hendi aðaláfrýjanda. Þykja þau hæfilega ákveðin 3.500.000 krónur ásamt vöxtum eins og í héraðsdómi segir, en vaxtakrafan, eins og hún var serð við munnlegan flutning máls í héraði og fyrir Hæsta- rétti, sætir ekki sérstökum andmælum. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann samtals 650.000 krónur. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um viðurkenningu á sjó- veðrétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Útgerðarfélag Akureyringa h/f, greiði gagnáfrýjanda, Landhelgisgæslu Íslands f. h. eiganda og áhafnar v/s Óðins, 3.500.000 krónur með 13% ársvöxt- um frá 15. ágúst 1974 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 650.000 krónur. ö Á gagnáfrýjandi sjóveðrétt í b/v Svalbak, HA 302, til tryggingar fjárhæðum þessum. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 976 Dómur sjó- og verslunardóms Reykjavíkur 3. október 1975. Mál þetta, sem tekið var til dóms 22. f. m., hefur Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, fyrir hennar hönd og áhafn- ar v/s Óðins höfðað gegn Útgerðarfélagi Akureyringa h/f, Akur- eyri, til greiðslu björgunarlauna að fjárhæð kr. 16.000.000 með 15% ársvöxtum frá 15. ágúst 1974 til greiðsludags og málskostn- aðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Þá krefst stefn- andi og, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í b/v Svalbak, EA 302, fyrir öllum dæmdum kröfum samkvæmt 3. tl. 216. gr. laga nr. 66/1963. Af hálfu Útgerðarfélags Akureyringa eru þær dómkröfur gerð- ar aðallega, að það verði sýknað af kröfum stefnanda og því dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins, en til vara, að það verði sýknað af kröfum stefnanda gegn greiðslu á kr. 1.060.000 ásamt innheimtuþóknun samkvæmt gjaldskrá Lög- mannafélags Íslands. Stefnandi hefur stefnt Samvinnutryggingum g/t, sem selt hafa stefnda tryggingu fyrir b/v Svalbak, til réttargæslu í málinu, en ekki eru gerðar kröfur á hendur félaginu, og af þess hálfu eru ekki heldur gerðar kröfur í málinu. Málavextir eru þeir, að er b/v Svalbakur var að veiðum um 3227 r/v 40.5 sjómílur frá Kögri 15. ágúst 1974, fór varpan í skrúfu skipsins. Að beiðni skipstjóra b/v Svalbaks kom v/s Óðinn á vettvang, og losaði kafari skipsins vörpuna úr skrúfunni. Sjó- próf fór fram út af atburði þessum. Komu þá fram skýrslur varð- skipsmanna og ljósrit af leiðarbók varðskipsins. Skipherra varð- skipsins og 1. og 2. stýrimaður gáfu skýrslur fyrir dómi. Undir rekstri máls þessa hafa komið fram útdrættir úr dagbók b/v Sval- baks og véladagbók skipsins, og einnig hafa skipstjórinn og Í. vélstjóri komið fyrir dóminn. Verður nú málsefnið rakið eins og það kemur fram í gögnum þessum. Samkvæmt leiðarbókarútdrætti b/v Svalbaks frá 15. ágúst 1974 kemur fram, að er verið var að taka stórt hol, vildi það til, að gilskrókur brotnaði. Rann belgur vörpunnar út og lenti í skrúfu skipsins. Stöðvaðist hún við það. Var fenginn kafari frá varð- skipinu Óðni, sem var nærstatt, og náði hann fljótlega úr skrúf- unni. Við athugun kom fram, að tengsli hélt ekki. Samkvæmt leiðarbókarútdrættinum kemur og fram, að NA gola var og sléttur sjór, en talsverður straumur í kantinum austan við Djúp. Klukkan 1300 var haldið til Akureyrar með hálfri ferð. 977 Samkvæmt véladagbók b/v Svalbaks frá 15. ágúst 1974 kemur fram, að klukkan 0835 hafi verið byrjað að hifa vörpuna. Um kl. 0855 hafi varpan verið komin inn og hafi verið unnið við að snörla belginn inn. Geysimikill fiskur hafi verið í vörpunni og hafi verið unnið við að taka skiptipoka, þegar gilsinn hafi brotn- að. Þá hafi belgurinn á vörpunni runnið slakur út og hafi hann lent í skrúfu skipsins. Kemur fram, að aðalvélin hafi snúist með fullum snúningshraða, 470 sn/rnín., en skrúfan hafi verið stillt nálægt hlutlausri stöðu, líklega með 2%—-3“ skurð áfram. Því hafi vélin haft mjög mikið snúningsvægi og hafi ekki dregið mikið niður í henni, þótt varpan lenti í skrúfunni, en á nokkrum sek- úndum hafi farið að kafrjúka úr niðurfærslugírnum, en í honum séu einnig tengsli milli vélar og skrúfu. Vélin hafi þá þegar verið stöðvuð. Hafi skálin á tengslinu þá verið farin að blána af hita. Nú hafi froskmaður frá v/s Óðni komið á staðinn og skorið netið úr skrúfunni. Er því hafi verið lokið um ki. 1300, hafi vélin verið sett í gang og skurður settur á skrúfuna, en þá hafi tengslið ekki haldið. Þá hafi verið hækkaður þrýstingur á tengslinu og smám saman settur 127 skurður á skrúfublöð með fullum snúningshraða vélar og hafi tengslið ekki virst hiína við það. Síðan hafi verið siglt áleiðis til lands. Hér fyrir dóminum hefur Halldór Hallgrímsson, skipstjóri á b/v Svalbak í umræddri ferð, staðfest útdráttinn úr dagbók skips- ins. Kveður hann mikinn fisk hafa verið í vörpunni, er atburður- inn varð, sennilega 30—-40 tonn. Reynt hafi verið að hífa vörp- una í upphafi, en allt hafi verið fast. Hann kveður skipverja ekki hafa reynt að losa vörpuna úr skrúfunni, áður en samband var haft við varðskipið, því vitað hafi verið, að það var ekki langt í burtu. Varðandi aðstöðu skipverja til að ná vörpunni úr skrúf- unni kveður Halldór langar bambusstangir hafa verið um borð, sem hægt hefði verið að nota við að stýra krækjum til að tæta úr skrúfunni, en vinda skipsins hafi að sjálfsögðu verið gangfær. Auk þess hafi skipið verið með vélbát. Halldór kveður aðgerðir skipverja mundu hafa tekið langan tíma. Auk þess kynni fiskur að hafa tapast úr vörpunni. Hann kveður 10—15 tonn hafa náðst úr vörpunni, þegar búið var að losa hana. Halldór kveður engan vír hafa farið í skrúfuna og engar vírbelglínur. Skipið hafi verið með flotvörpu og hafi það verið belgurinn, sem hafi farið í skrúf- tna, en hann sé úr gerviefni. Kveðst Halldór telja, að skipverjum hefði tekist að ná vörpunni úr skrúfunni og að skipið hefði þá komist til hafnar fyrir eigin vélarafli, þótt hann geti ekki sagt 62 978 um, hversu langan tíma það hefði tekið. Hann kveður skipið hafa verið með lögboðin legufæri og 1400 faðma af vír á tromlu. Hann kveður blíðuveður hafa verið þar, sem skipið var, og hafi fjöldi smærri og stærri Íslenskra skipa verið Í nánd, en ekki hafi hann haft samband við þau út af atburði þessum. Þoka hafi verið og nokkuð dimm á köflum og hafi ekki sést til skipa með berum augum, en þau hafi sést í radar. Halldór kveðst hafa hugsað málið Þannig, að í vörpunni væri fiskur að verðmæti allt að kr. 1.000.000 og þó hjálp kostaði verulegan hluta af þeirri fjárhæð, þá væri hún þess virði. Hann kveðst sjálfur svo hafa talað við skipherra varð- skipsins og beðið um hjálp. Ekki kveðst Halldór í upphafi hafa orðað samning um ákveðna greiðslu fyrir hjálpina, en á meðan á aðgerðum stóð, hafi hann spurt skipherrann, hvað þetta mundi kosta. Skipherrann hafi ekki talið sig geta svarað því, heldur yrði skrifstofan að svara því. Varðandi aðgerðir kafarans hefur Hall- dór skýrt svo frá, að kafarinn hafi komið upp og beðið um að reynt yrði að „törna“ vélinni. Að því hafi verið unnið, en kafar- inn hafi ekki beðið eftir því og hafi hann farið niður aftur. Hér fyrir dómi hefur Freysteinn Bjarnason, I. vélstjóri á b/v Svalbak í umræddri ferð, staðfest efni útdráttarins úr véladag- bók skipsins. Hann kveður einn skipverja hafa komið með þau skilaboð frá kafaranum, að reynt yrði að „törna“ vél skipsins. Hann kveður tengslið í niðurfærslugirnum enn hafa verið sjóð- heitt og áður en dælur hafi verið settar í gang, hafi verið athugað, hvort svarf kæmi fram. Hann kveður aðgerðir til að „törna“ vél- inni hafa verið þær, að „törningsvél“ hafi verið sett inn, en tengsl- ið hafi ekki haldið og hafi þá ekki verið frekar að gert, enda hafi kafarinn verið kominn niður aftur. Þá hafi átt eftir að hækka olíuþrýstinginn í tengslinu, en auk þess hafi verið fyrir hendi diskar í tengslið, svo skipta hafi mátt um. Ef það hefði verið gert, hefði mátt beita miklu átaki við að snúa öxlinum. Kveðst Freysteinn telja, að þeim hafi ekki gefist mikill tími til aðgerða til að „törna“ vélinni, og hafi hann ekki fengið önnur skilaboð en þau, að kafarinn væri kominn niður aftur. Freysteinn kveður skipt hafa verið um diska í tengslinu, þegar komið var í land, og hafi hann unnið að því sjálfur ásamt tveimur mönnum frá verk- stæði. Hafi verkið tekið einn og hálfan vinnudag. Hann kveður hægt að skipta um tengsli úti á sjó og í svo góðu veðri, sem þarna var, hefði það tekið svipaðan tíma og í landi. Kveðst Freysteinn ekki telja fráleitt, að skipverjum hefði tekist að ná vörpunni úr skrúfunni, en það hefði tekið tíma. Hann kveður skipið hafa 979 verið tilbúið til siglingar til lands kl. 1300, en áður hafi kafarinn verið búinn að ljúka starfi sínu, líklega er klukkan var langt gengin Í tólf. Helgi Hallvarðsson, skipherra á varðskipinu Óðni, hefur skýrt svo frá, að er skipið hafi verið á eftirlitsferð á miðunum norður af Kögri 15. ágúst 1974, hafi b/v Svalbakur kallað kl. 0927. Hafi skipstjórnarmenn sagt vörpuna hafa farið í skrúfu skipsins og hafi þeir beðið um aðstoð. Staður b/v Svalbaks hafi verið gefinn upp 3229 r/v 40.5 sjómílur frá Kögri og hafi varðskipið haldið strax af stað, en það hafi verið statt 9 sjómílur austur af togar- anum. Klukkan 1005 hafi kafari, Indriði Kristinsson, 2. stýri- maður, farið yfir að togaranum ásamt tveimur hásetum. Hafi kafarinn svo hreinsað vörpuna úr skrúfu b/v Svalbaks, en hann hafi þurft að koma upp einu sinni til að skipta um loftkút. Klukk- an 1138 hafi svo kafarinn komið um borð í varðskipið, er hann hafði lokið við að hreinsa úr skrúfunni, og hafi varðskipið þá haldið á brott. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem Indriði gaf um starfa sinn, kvaðst Helgi telja útilokað, að b/v Svalbakur hefði komist til hafnar af eigin rammleik. Samkvæmt skýrslu Indriða hafi ekki verið hægt að beita skrúfunni. Kveðst Helgi telja, að b/v Sval- bakur hafi ekki verið í yfirvofandi hættu að því er land varðar, en þar sem ekki hafi verið hægt að beita skrúfunni, hafi ekki verið hægt að sigla undan skipum, sem á togarann stefndu, en þarna hafi verið svartaþoka og margir togarar í kring. Ekki kveðst Helgi vita, hvort skipverjar b/v Svalbaks hafi reynt að losa vörpubelginn úr skrúfunni, en hann hafi ekki séð nein merki um það. Kveðst hann telja, að ekki hafi verið um aðrar leiðir að ræða við að losa úr skrúfunni en með köfun eða með því að taka skipið í slipp. Indriði Kristinsson, 2. stýrimaður v/s Óðins, hefur skýrt svo frá, að kl. 1010 hafi hann ásamt hásetunum Finnboga Birgissyni og Guðna Sigurmundssyni farið á gúmbáti yfir að b/v Svalbak. Hann kveðst ekki hafa orðið var við það, er hann kom yfir að togaranum, að skipverjar hans hefðu gert neina tilraun til að losa vörpubelginn úr skrúfunni, og ekki kveður hann sér heldur hafa verið sagt frá, að það hefði verið reynt. Indriði kveður í ljós hafa komið, að bugt af vörpubelgnum var tvívafin um skrúfu- öxulinn og eitt skrúfublaðið og hafi endinn af bugtinni hangið 23 m niður af öxlinum stjórnborðsmegin. Bakborðsmegin hafi 10—15 m af pokanum og belgnum lafað niður. Efri endi belgsins hafi verið um borð í togaranum. Indriði kveður pokann og belg- 980 inn hafa verið fulla af fiski, alveg upp að öxlinum. Einnig hafi verið talsvert af fiski í þeim hluta belgsins, sem var vafinn um öxulinn og skrúfuna. Bugtin, sem lafði stjórnborðsmegin niður af öxlinum, hafi svo verið sneisafull af fiski. Er hann hafði skorið netið af skrúfublaðinu, kveðst Indriði hafa rist á bugtina og hreinsað úr henni fiskinn og síðan hafi hann brugðið henni yfir öxulinn og liðkað um netið eins og hægt var. Þá kveðst hann hafa farið upp og beðið skipverja að reyna að „törna“ vélinni í bak- borða og hífa í belginn um leið, en sú tilraun hafi engan árangur borið. Hann kveðst svo hafa farið niður á ný og byrjað að skera belginn af öxlinum og hafi það gengið nokkuð greiðlega. Indriði kveður loft hafa verið búið úr kútnum kl. 1106 og hafi hann þá farið um borð í varðskipið og skipt um kút. Klukkan 1110 hafi hann svo haldið á ný yfir að b/v Svalbak og haldið áfram að hreinsa úr skrúfunni. Er hann hafði hreinsað allt net af öxlinum, kveður Indriði hafa komið í ljós, að talsvert af neti og tógi hafði farið undir öxulhlífina. Það hafi náðst að lokum, en nokkuð sein- legi hafi verið að hreinsa það í burtu. Indriði kveður engar skemmdir hafa verið sjáanlegar á skrúfu eða öxli. Klukkan 1135 kveður hann lokið hafa verið að hreinsa úr skrúfu skipsins og kl. 1138 hafi hann og hásetarnir verið komnir um borð í v/s Óð- in. Indriði kveður veður hafa verið A 2, sjór 2 og sjóskyggni gott. Indriði kveður b/v Svalbak vera búinn skiptiskrúfu, Hann kveður aðstæður við köfunina hafa verið góðar. Hann hafi þurft að kafa um það bil 4 m niður að skrúfunni. Hins vegar hafi hann verið einn við köfunina, en venja sé, að tveir kafarar kafi saman, ef kostur er. Hann kveður annan kafara ekki hafa verið fyrir hendi og ekki heldur útbúnað til björgunar. Kveðst Indriði telja, að skipverjar b/v Svalbaks hefðu ekki getað náð belg vörpunnar úr skrúfu skipsins og að togarinn hefði ekki komist til hafnar af eigin rammleik eins og ástatt var. Með bréfi, dags. 1. september 1974, krafði lögmaður stefnanda réttargæslustefnda um greiðslu björgunarlauna fyrir hjálp v/s Óðins við b/v Svalbak, kr. 2.500.000—2.800.000 auk vaxta og kostnaðar. Kvað lögmaðurinn hér vera um sáttatilboð að ræða og áskildi stefnanda rétt til hækkunar, ef tilboðinu yrði hafnað. Í svarbréfi réttargæslustefnda, dags. 13. september 1974, kom fram, að ekki væri fallist á fjárhæð kröfunnar, en hins vegar boðin greiðsla á kr. 1.060.000, en það væri sú fjárhæð, sem björg- unarskipið Goðinn hefði tekið í umræddu tilviki. Boði réttar- gæslustefnda var síðan hafnað af lögmanni stefnanda. Með 981 bréfi, dags. 25. nóvember 1974, sendi Skipaútgerð ríkisins stefnda reikning að fjárhæð kr. 34.431 fyrir aðstoð v/s Óðins við b/v Svalbak. Greiðsla barst Skipaútgerð ríkisins frá stefnda, og var gefin kvittun fyrir hinn 27. nóvember 1974. Með bréfi, dags. 28. janúar 1975, endursendi svo Skipaútgerð ríkisins stefnda kr. 34.431, og var þess getið, að reikningurinn, sem sendur var, hefði verið án tilskilinnar innheimtubeiðni frá Landhelgisgæslu Ís- lands og/eða áritunar þaðan og hefði lögmaður stefnanda ekki vitað um reikninginn fyrr en þennan sama dag, þ. e. 28. janúar 1975. Krafa stefnanda er byggð á því, að b/v Svalbakur hafi verið algerlega ósjálfbjarga, þar sem skipið hafi verið statt með vörp- una í skrúfunni og hefði skipverjum ekki tekist að losa hana. Skipið hefði því ekki komist til hafnar af eigin rammleik og hafi því verið statt í hættu. Er á það bent, að þótt ekki hafi verið yfir- vofandi hætta á því, að skipið strandaði eða veður grandaði því, þá hafi skipið verið statt í þoku og hafi ekki getað siglt undan skipum, sem á það stefndu. Er því haldið fram, að hjálp sú, sem v/s Óðinn veitti b/v Svalbak í umrætt sinn, hafi verið björgun í skilningi 199. gr. siglingalaga og því beri eiganda b/v Svalbaks að greiða stefnanda björgunarlaun. Er því haldið fram, að kröfu stefnanda sé stillt í hóf, en ljóst sé, að unnið hafi verið að björg- uninni af kunnáttu og verklagni og hafi kafarinn, sem verkið vann, lagt sig í lífshættu. Af hálfu stefnanda er því mótmælt, að reikningur sá, sem Skipaútgerð ríkisins sendi, og greiðsla stefnda hafi nokkra þýð- ingu fyrir úrslit málsins. Reikningurinn hafi verið sendur án heimildar Landhelgisgæslu Íslands og því hafi verið um að ræða mistök, sem mátt hafi vera ljós fyrirsvarsmönnum stefnda, þar sem lögmaður stefnanda hafi áður verið búinn að hafna boði stefnda um miklu hærri greiðslu og einnig hafi verið búið að birta stefnu í máli þessu á hendur stefnda og réttargæslustefnda. Er því haldið fram, að á grundvelli ákvæða 31. gr. laga nr. 7/1936 sé því reikningurinn og greiðsla hans ekki bindandi fyrir stefn- anða. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi byggð á því, að Skipaútgerð ríkisins hafi sent stefnda reikning að fjárhæð kr. 34.431, dags. 20. nóvember 1974, fyrir aðstoð v/s Óðins við b/v Svalbak í um- rætt sinn samkvæmt skýrslu skipherra varðskipsins. Reikning þennan hafi stefndi greitt um hæl. Áður en þetta gerðist, hafi lögmaður stefnanda verið búinn að hafna því boði réttargæslu- 982 stefnda að ljúka málinu með greiðslu á kr. 1.060.000. Því sé reikn- ingurinn og greiðsla stefnda bindandi fyrir stefnanda og eigi hann ekki frekari kröfur á hendur stefnda út af greindum atburði. Verði ekki fallist á þessa sýknuástæðu, er því haldið fram af hálfu stefnda, að þóknun fyrir hjálp þá, sem v/s Óðinn veitti, geti ekki farið fram úr fjárhæð þeirri, sem réttargæslustefndi bauð. Er á það bent, að sigling varðskipsins á staðinn hafi verið stutt og hindrunarlaus, veður hafi verið gott, köfunaraðgerðir hafi alls tekið 1 klst. og 30 mínútur og hvorki hafi búnaður varð- skipsins né þeir, sem að verkinu unnu, verið settir í hættu. Einnig beri á það að líta, að þótt varðskipið hafi verið með sérstakan búnað til að vinna verkið, þá sé hann ekki dýr og sé slíkur út- búnaður fyrir hendi í sumum af hinum stærri fiskiskipum. Er því haldið fram, að líta beri á framangreind atriði í þeirri röð, sem þau hafa verið rakin, þegar björgunarlaun eru ákveðin, áður en litið er til verðmætis þess, sem bjargað var. Er því jafnframt haldið fram, að auðsætt sé, að verðmæti hins bjargaða skipti minna máli en atriði þau, sem fyrr voru talin, og því sé ljóst, að krafa stefnanda sé með öllu óraunhæf. Er Skipaútgerð ríkisins, sem mun hafa með höndum fjárreiður fyrir Landhelgisgæslu Íslands, sendi stefnda reikning fyrir hjálp v/s Óðins við b/v Svalbak, sem fjallað er um í máli þessu, hafði lögmaður stefnanda þegar hafnað boði réttargæslustefnda um greiðslu, sem var miklu hærri en reikningsfjárhæðin. Einnig hafði stefna í máli þessu verið birt á hendur stefnda hinn 12. nóvember 1974. Mátti fyrirsvarsmönnum stefnda vera ljóst, að reikningur- inn hafði verið sendur vegna mistaka, og verður stefnandi því ekki talinn hafa glatað rétti til að leitast við að fá dæmda hærri fjárhæð með málssókn þessari. Verður sýknukrafa stefnda, sem byggð er á þessum grundvelli, ekki tekin til greina. Samkvæmt framburði skipstjóra og 1. vélstjóra b/v Svalbaks er ekki fram komið, að önnur ráð hafi verið tiltæk til að reyna að losa vörpuna úr skrúfu skipsins en að tæta hana úr og beita jafnframt vindu skipsins og vélarafli. Nauðsynlegt var þó að gera við tengsli vélar og skrúfu, áður en unnt var að beita fullu vélar- afli við slíkar aðgerðir. Verður að telja það með öllu óvíst, hvort skipverjum hefði mátt takast að losa vörpuna úr skrúfunni með þessum hætti. Verður því að líta svo á, að b/v Svalbakur hafi verið staddur í slíkri neyð í umrætt sinn, að telja verði hjálp þá, sem v/s Óðinn veitti, björgun í skilningi 199. gr. siglingalaga. Þykir ekki skipta máli í þessu sambandi, hvort unnt var að fá 983 hjálp frá öðrum skipum, sem stödd voru á þessu svæði. Á stefn- andi því rétt á björgunarlaunum úr hendi stefnda skv. 199. gr., sbr. 20. gr. siglingalaga, en ekki er á því byggt, að með kröfu þeirri, sem fram kom í kröfubréfi lögmanns stefnanda, hafi þeir glatað rétti til hærri björgunarlauna en þar var krafist. Við ákvörðun björgunarlauna ber að hafa í huga, að björgunin tókst fullkomlega, þannig að b/v Svalbakur gat haldið til hafnar fyrir eigin vélarafli. Var unnið að björgunarstarfinu af verklagni og atorku, og var því lokið á stuttum tíma. Veður var gott og sjór lygn. Hætta sú, sem b/v Svalbakur var í, var ekki yfirvof- andi, og er ekki annað fram komið en að öryggisútbúnaður skips- ins hafi verið í lagi. Kafarinn, sem kafaði einn, lagði sig í hættu. Ekki varð tjón á björgunarmönnum eða búnaði þeirra. Sigling á staðinn var stutt og kostnaður við búnað kafarans ekki mikill. V/s Óðinn er sérstaklega búið til björgunarstarfa. Ágreinings- laust er, að verðmæti þess, sem bjargað var, hafi numið kr. 200.000.000. Með hliðsjón af framangreindum atriðum þykja björg- unarlaun í máli þessu hæfilega ákveðin kr. 4.000.000.. Af hálfu stefnda var vaxtakröfu stefnanda í stefnu mótmælt sem of hárri. Við munnlegan flutning málsins var vaxtakrafan lækkuð í 13% ársvexti, og verður hún tekin til greina þannig reytt. Samkvæmt 3. tl. 216. gr. siglingalaga á stefnandi sjóveðrétt í b/v Svalbak, EA 302, fyrir dæmdum fjárhæðum. Samkvæmt þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 350.000. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt samdómendunum Andrési Guðjónssyni vélstjóra og Guðmundi Hjaltasyni skipstjóra. Dómsorð: Stefndi, Útgerðarfélag Akureyringa h/f, greiði stefnanda, Pétri Sigurðssyni f. h. Landhelgisgæslu Íslands og áhafnar v/s Óðins, kr. 4.000.000 með 13% ársvöxtum frá 15. ágúst 1974 til greiðsludags og kr. 350.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Á stefnandi sjóveðrétt í b/v Svalbak, EA 302, til trygg- ingar dæmdum fjárhæðum. 984 Miðvikudaginn 24. nóvember 1976. Nr. 29/1975. Paul R. Smith (Gylfi Thorlacius hdl.) gegn Íris Guðnadóttur (Brynjólfur Kjartansson hdl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Hjónaskilnaður. Ógilding skilnaðarskilmála. Mál- flytjendur. Umboð. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 18. febrúar 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 7. s. m. Krefst hann sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarn- armál, en stefnda fékk sjafvörn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðuneyvtis 27. ágúst 1976. Stefnda hefur í málflutningi sínum eigi vefengt það ákvæði í skilnaðarskilmálum, er varðar forræði barna, og ber að skýra kröfur hennar samkvæmt því. Málsaðiljar fengu levfi til lögskilnaðar 16. september 1975. Var frá því skýrt í málflutningi í Hæstarétti, að búi þeirra hafi verið vísað til meðferðar í skiptarétti Reykjavíkur vegna fjárskiptanna. Stefnda undirritaði eigi svonefnda skilnaðarskilmála máls- aðilja um fjárskipti og lífeyri o. fl., er greinir í héraðsdómi. Hvorki er sannað, að hún hafi veitt hæstaréttarlögmanni þeim, er málsaðiljar leituðu til, sérstakt umboð til undirrit- unar þeirra né að hæstaréttarlögmaðurinn hafi haft til þessa umboð samkvæmt stöðu sinni. Verður eigi á það fallist, að ákvæði 4. gr. laga nr. 61/1942 eisi hér við, og eigi verður því beitt fyrir lögjöfnun. Samkvæmt þessu ber að taka til greina 985 kröfu stefndu um, að skilnaðarskilmálar málsaðilja um fjár- skipti og lífeyri, sem mál þetta fjallar um, verði dæmdir óskuldbindandi fyrir hana. Áfrýjandi greiði málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðsi samtals 140.000 krónur og renni Í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður málsins í héraði og gjafvarnar- kostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns stefndu í héraði og fyrir Hæsta- rétti, Brynjólfs Kjartanssonar héraðsdómslögmanns, samtals 130.000 krónur. Í héraðsdómi eru greind ýmis atriði, er eigi hafa þýðingu um úrlausn málsins. Dómsorð: Framangreindir skilnaðarskilmálar málsaðilja um fjárskipti og lífeyri eru eigi skuldbindandi fyrir stefndu, Íris Guðnadóttur. Áfrýjandi, Paul R. Smith, greiði málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 140.000 krónur, er renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknar- og gjafvarnarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti, Brynjólfs Kjartanssonar héraðsdómslögmanns, samtals 130.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júní 1974. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málfluin- ingi 13. maí sl., hefur Brynjólfur Kjartansson héraðsdómslögmað- ur, Vesturgötu 17, Reykjavík, höfðað f. h. Írisar Guðnadóttur, Dvergabakka 24, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, með ódagsettri áritun um birtingu, gegn Paul Ragnari Smith, Lynghaga 11, Reykjavík, til riftunar á skilnaðarskilmál- um, sem lagðir voru fram við umsókn stefnanda um skilnað að borði og sæng við stefnda, en leyfi til skilnaðar að borði og sæng 986 milli stefnanda og stefnda hafi verið veitt hinn 29. desember 1972. Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Stefndi hefur gert þær kröfur, að skilnaðarskilmálinn frá 29. desember 1972 standi óbreyttur, jafnframt krefst stefndi máls- kostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. maí 1973, var stefn- anda veitt gjafsókn í máli þessu. Við munnlegan málflutning gerði lögmaður stefnanda kröfu um málskostnað úr hendi stefnda skv. taxta LMFÍ, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Ítrekað hefur verið leitað um sáttir í máli þessu, en án árangurs. Af hálfu stefnanda er málavöxtum lýst á þá leið, að stefnandi og stefndi hafi gengið í hjónaband 21. apríl 1962. Þau hafi eignast saman tvo syni, Guðna R. Smith, fæddan 3. febrúar 1961, og Ærling Smith, fæddan 2. maí 1964. Um mánaðamótin júní/júlí 1972 hafi hjónin slitið samvistir og hafi maðurinn farið að heiman og síðan búið hjá föður sínum. Stefnandi hafi búið áfram ásamt sonum þeirra Í sameiginlegri íbúð hjónanna og hafi þá strax gert reka að því að fá skilnað að borði og sæng frá stefnda, en stefndi hafi verið tregur til og fyrir þrábeiðni stefnda hafi ákvörðun um skilnað verið frestað til í desember 1972. Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður hafi boðið þeim hjónum að ganga frá lagalegum atriðum varðandi skilnaðinn og hafi þau hjónin leitað til hans. Hafi nú staðið í þjarki um skilnaðarskilmálana og hafi stefnanda þótt kjör þau, sem henni voru boðin, mjög ósanngjörn og hafi alls ekki verið tilbúin að ganga að þeim nema eftir nánari yfirvegun. Hafi hún því beðið Ólaf Ragnarsson hæstaréttarlögmann um uppkast að skilnaðarskilmálunum. Hann hafi þá spurt hana, hvort hann ætti ekki að sækja um skilnað fyrir hana, og hafi stefnandi játað því, en henni hafi ekki verið gert ljóst, að nauðsynlegt væri að ganga frá skiptingu eigna og öðrum skilnaðarkjörum, áður en skilnaðar- leyfið væri gefið út. Í janúar 1973 hafi stefnandi orðið þess vör, að skilnaðarleyfi hafi verið gefið út á grundvelli kjara, sem hún hafi aldrei sam- þykkt. Hafði þá Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður undir- ritað samninginn fyrir hennar hönd og farið síðan ásamt stefnda á fund fulltrúa yfirborgardómara, Hólmfríðar Snæbjörnsdóttur, og fengið útgefið leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Í málinu hefur verið lagt fram sem dskj. nr. 4 leyfisbréf til 987 skilnaðar að borði og sæng fyrir þau Íris Guðnadóttur og Paul Ragnar Smith, útgefið af Hólmfríði Snæbjörnsdóttur, fulltrúa yfir- borgardómarans í Reykjavík. Leyfisbréfið er dags. 29. desember 1972. Í leyfisbréfinu segir, að konan hafi forræði barna þeirra hjóna og að maðurinn greiði með þeim meðlag, eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma, frá 1. janúar 1973 til fullnaðs 17 ára aldurs hvors þeirra. Hvorugt greiði hinu líf- eyri og að samkomulag sé um skiptingu eigna skv. viðfestum samningi. Á dskj. nr. 5 er ljósrit af skilnaðarskilmálum. Þar segir svo: „Við undirrituð hjón Paul R. Smith, Lynghaga 11, Reykjavík, og Íris Guðnadóttir, Dvergabakka 24, Reykjavík, sem höfum ákveðið að skilja að borði og sæng, höfum af því tilefni komið okkur saman um eftirfarandi skilnaðarskilmála: Forræði barna: Konan hafi forræði barna okkar Guðna, f. 3. febrúar 1961, og Erlings, f. 2. maí 1984, og greiðir maðurinn með þeim meðlag. eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma, til fullnaðs 17 ára aldurs þeirra, frá 1. janúar 1973. Eignaskipti: Samkomulag er um skiptingu eigna búsins þannig: Íris greiði: Paul greiði: Vegna 1 Bifreiðarinnar R 20215, sem er Opel Rekord Station, árg. '67 .. 115.000.00 Il Innbú (hefur þegar verið skipt til helm- inga). Lo 0.00 III Skatta - — Konan greiðir helming skatta vegna skatttímabilsins 1. 7.-31. 12. '72, þ. e. kr. 121.003.00 : 2 = 60.502.00. Hún greiðir upphæðina þannig: Gjaldheimt- unni kr. 30.250.00, en manninum 30.252,00 2... 2... „2... 30.252.00 Skattar v. tekjutímabilsins 1. 11. 7. "73 eru óuppgerðir. IV Dvergabakka 24 — konan býr áfram í íbúðinni en skal rýma hana 1. júní n. k., enda verði hún seld fyrir þann tíma. Kostnaður vegna íbúðarinnar skiptist þannig: 988 Íris greiði: Paul greiði: A. 1. Húsaleiga 1. 7. '72-1. 6. "73 .. .. .. 34.500.00 2. Gr. 4. 7. 772 símakostn. .. ,„. .. .. 2.008.00 3. Fasteignaskattar .. .... 3.900.00 Fsk. v. 1. 1.-1. 7. ?73 er óuppgerður. 4. Uppgjör vegna Húsfélagsins fer fram við íbúðarsölu. B. Afb. og vextir. Aðilar greiði til helm- inga jafnóðum og afborganir falla, en afb. falla þannig: 9. des. s.l, kr. 23.366.00 (Líf.sj. Fl.v.) 1. maí n.k. ca. 30.000.00 (m.v. veðd.) 30. maí n.k. kr. 13.334.00 (Liífsj. v.m.) 0.00 0.00 Íbúðarandvirðið skiptist til helminga við söluna. V. Laun v. júnímánaðar sl. 31.864.00 VI. Meðlag með 2 börnum 1. 731. 12. "79 (2X6X3.707.00) mæðralaun (6X3.000.00) =— 62.484.00. Maðurinn hefur þegar greitt kr. 68.000.00 .. .. 5.516.00 Mismunur .. .. .. .. .. 2. 2... .. 78.488.00 150.764.00 150.764.00 Skuld mannsins kr. 78.488.00 greiðist við sölu íbúðarinnar, en miðað skal við, að hún verði seld við fyrsta besta tækifæri, enda skal hún laus til afhendingar eigi síðar en 1. júní n.k. Lífeyrisgreiðslur: Samkomulag er um, að lífeyrir fyrir konuna falli niður. Reykjavík, 29. desember 1972. F. h. Írisar Guðnadóttur Ól. Ragnarsson, hrl. e.u. Paul R. Smith“. Hinn 8. janúar 1974 bað lögmaður stefnanda um að dómkveðja matsmenn til að meta til peningaverðs innbú hjónanna, Pauls Ragnars Smiths og Írisar Guðnadóttur, eins og það var við skilnað þeirra að borði og sæng hinn 29. desember 1972. Og voru þeir Árni Jónsson húsgagnaarkitekt og Trausti Thorberg Óskarsson kaupmaður dómkvaddir sem matsmenn hinn 9. janúar 1974. 989 Hinir dómkvöddu matsmenn skiluðu matsgerð 25. febrúar 1974. Í matsgerðinni segir svo m. a.: „Matið fór fram þann 29. janúar 1974 að Dvergabakka 24, að viðstöddum þeim Paul Ragnari Smith, Írisi Guðnadóttur, Gústafi Þór Tryggvasyni hdl. og Brynjólfi Kjartanssyni hdl. Auk þeirra var viðstaddur bróðir Írisar. Að beiðni aðila var innbúið metið í tvennu lagi, þ. e. annars vegar þeir munir, er voru í vörzlu Írisar, en hins vegar munir í vörzlu Paul Ragnars. Samkomulag varð um að taka ekki til mats húsgögn og bækur barna þeirra. I. Munir í vörzlu Írisar Guðnadóttur í íbúð, kjallarageymslu og þvottahúsi voru sem hér segir: Húsgögn, sjónvarp, lampar, bækur, skrautmunir, borðbúnaður, eldhúsáhöld, ísskápur, ryk- suga, prjónavél, saumavél, þvottavél o. fl. Mat okkar: Verðmæti samtals kr. 129.500.00. II. Munir í vörzlu Paul Ragnars Smith í kjallaraherbergi: Hús- gögn, bækur, flugmódel, verkfæri. hljómflutningstæki og plötur, hljóðfæri, myndavélar og fylgihlutir, tæki til stækk- unar á myndum o. fl. Mat okkar: Samtals kr. 234.800.00. Innbú samtals kr. 364.300.00%. Hinir dómkvöddu matsmenn hafa staðfest matsgerð sína fyrir dómi. Matsmaðurinn Trausti Thorberg Óskarsson bar fyrir dómi, að þeir matsmennirnir hafi metið verð hinna einstöku hluta, sem metnir voru, og hafi þeir þar reynt að afla sér upplýsinga um verð í þeim tilvikum, sem þeir ekki höfðu verið vissir. Sumt af því, sem metið var, hafi verið metið í heild, og tók matsmaðurinn sem dæmi eldhúsáhöld, en ekki sé auðvelt að meta verð hvers einstaks stykkis í notuðum eldhúsáhöldum og hafi þeir þess vegna tiltekið eina fjárhæð fyrir slíkt verðmæti. Sama sé um hluta af áhöldum til ljósmyndunar, sem verið hafi í pappakassa. Þarna hafi þeir ekki metið verð hverrar einstakrar vöru, sem í pappakassanum var, heldur reynt að finna út verðmæti vörunnar í heild. Matsmaðurinn var spurður að því, hvort hlutir, sem vitað sé að hafi átt að tilheyra eignum búsins, en ekki hafi fundist á staðnum, þá er matsskoðun fór fram, en það sé sýningarvél og tjald og lúta og ein myndavél, hafi verið metnir og þá í hluta hvors hjónanna munir þessir hafi verið taldir. Matsmaðurinn svar- 990 aði því, að umræddir hlutir hafi ekki verið metnir, þar sem mats- mennirnir hafi ekki séð hluti þessa. Matsmaðurinn var spurður að því, hvort ekki hefði verið eðli- legra í matsgerðinni, þar sem taldir eru upp munir í vörslu stefnda, að segja þar húsgagn í stað húsgögn. Matsmaðurinn svar- aði því, að hann teldi það eðlilegt, að þarna sé talað um húsgögn, Þarna hafi verið um að ræða stól, hirslu undir hljómflutnings- tæki og, að því er matsmanninn minnti, líka lampi. Matsmaðurinn Árni Jónsson sagði, að þeir matsmennirnir hafi hagað mati sínu þannig, að þeir hafi metið verð hvers einstaks hlutar af stórum hlutum búsins, en einstaka smáhluti hafi þeir ekki metið hvern fyrir sig, heldur þá metið safn af hlutum, og tók matsmaðurinn sem dæmi, að ekki hafi þeir metið hverja ein- staka bók, heldur bækurnar í heild, skrautmunir og smámunir hafi verið metnir sem heild og sama sé um eldhúsáhöld. Hljóm- plötur, sem komu í hlut stefnda, hafi einnig verið metnar í heild, en ekki verð hverrar einstakrar plötu. Ekki hafi verið metnir hlutir, sem ekki hafi fundist við matsskoðun, en fram hafi komið, að ætti að vera til í eignum búsins, en það voru sýningarvél, tjald, myndavél og lúta. Þetta hafi matsmennirnir ekki metið, þar sem þeir hafi ekki séð þessa hluti. Matsmaðurinn var spurður um það, hvort ekki væri eðlilegra að tala um húsgagn í stað húsgögn í upptalningu á munum í vörslu stefnda. Matsmaðurinn taldi það eðlilegra að telja þar upp húsgögn, þar sem hann myndi eftir út- skornum skrifborðsstól, reykborði og vínskáp frá vegghúsgögnum. Fyrir dómi hefur stefnandi borið, að hún hafi viljað sækja um skilnað frá stefnda allt frá 1. júlí 1972 og þess vegna hafi hún játað því, þegar Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður spurði, hvort hann ætti að sækja um skilnað, en Ólafur sé sameiginlegur kunningi þeirra hjóna. En áður en til þess hafi komið, að Ólafur hafi boðið hjónunum að ganga frá lagalegum atriðum varðandi skilnaðinn, hafi stefnandi verið búinn að tala við Brynjólf Kjart- ansson héraðsdómslögmann, og hafi það verið ætlun hennar, eftir að Ólafur bauðst til að ganga frá málinu, að bera skilnaðarskil- mála undir Brynjólf Kjartansson héraðsdómslögmann, áður en gengið yrði frá málinu. Stefnandi sagði, að henni hefði ekki verið ljóst, að nauðsynlegt væri, að búið væri að ganga frá skiptingu eigna og öðrum skilnaðarkjörum áður og hafi stefnandi reiknað með, að þrátt fyrir að Ólafur Ragnarsson sækti um skilnað, þá mundi hún sjálf undirrita plögg í sambandi við skilnaðinn. Stefn- 991 andi sagðist halda, að hún hafi gert Ólafi Ragnarssyni hæstaréttar- lögmanni ljóst, að hún væri búin að tala við annan lögfræðing vegna skilnaðarins. Þau hjónin hafi komið á skrifstofu Ólafs Ragnarssonar hæsta- réttarlögmanns og þar hafi legið frammi uppkast að skilnaðar- skilmálum. Stefnandi sagðist ekki vita, hvor hafi gert það upp- kast, Ólafur Ragnarsson eða stefndi, en þar hafi verið hærri húsa- leiga en greind er á dskj. nr. 5 og hafi sá liður verið lækkaður að ósk stefnanda. Svo hafi verið ýmis önnur atriði, sem stefnandi vildi fá breytt, en við þeim tilmælum hafi ekki verið orðið. Þau hafi þjarkað eitthvað um þetta og stefnandi hafi talið, að þau hjónin ættu eftir að hittast aftur til að ganga frá þessum málum, enda hafi stefnandi ekki samþykkt það uppkast og ekki skrifað undir það. Uppkast að skilnaðarskilmálum hafi hún aldrei fengið, en henni þyki kjör þau, sem greind eru í skilnaðarskilmálunum á dskj. nr. 5, mjög ósanngjörn. Stefnandi sagði, að liður V á dskj. nr. 5 mundi vera þannig til- kominn, að þá er hjónin slitu samvistir 1. júlí 1972, hafi maður- inn átt útistandandi laun sín fyrir júnímánuð og sé þarna tekinn helmingur af brúttólaunum mannsins þennan mánuð, en það eigi að koma í hlut konunnar, enda sé henni gert að greiða helming af skuldum. Frá þeim tíma, sem þau hjónin slitu samvistir og þar til gengið var frá skilnaði, hafi maðurinn greitt til konunnar það, sem talið er undir lið VI á dskj. nr. 5, og annað hafi maðurinn ekki lagt til heimilisins. Innbúi hafi verið skipt og maðurinn hafi tekið það af innbúinu, sem hann taldi tilheyra sér, og hafi maðurinn eitt herbergi í kjall- ara, sem tilheyri íbúð þeirra hjóna, og þar geymi hann það, sem hann hafi fengið af innbúi þeirra. Konan segir, að maðurinn hafi einn lykla að þessu herbergi. Þá er konan kom fyrir dóm 6. september sl., kvaðst hún enn búa í íbúð þeirra hjóna með sameiginlegum börnum þeirra. Konan sagði, að maðurinn hafi allan tímann notað bifreið þeirra hjóna og haft afnot af einu herbergi í húsnæði þeirra, en stefnandi sagð- ist hafa fengið bifreiðina lánaða í eina viku á þessum tíma. Stefnandi tók fram, að það, hve það var dregið að ganga frá skilnaði, hafi verið að ósk mannsins. Stefnandi sagðist hafa unnið utan heimilis mestan hluta af sambúðartíma þeirra hjóna, hún hafi minnst unnið síðasta árið, sem þau bjuggu saman. Hún hafi byrjað að vinna sem að- 992 stoðarstúlka hjá tannlækni 9. september 1972 og þar starfi hún enn. Launin voru að sögn stefnanda, þá er hún kom fyrir dóm 6. september sl., tæpar 24.000 kr. á mánuði fyrir 8 stunda vinnudag. Stefnandi sagðist hafa unnið í ígripavinnu hjá Blómastofu Frið- finns á undanförnum árum, en á meðan hún var gift, hafi hún unnið, að því er stefnanda minnti, í 3 ár samfleytt við verslun, og minnti stefnanda, að hún hafi hætt þar störfum í nóvember 1970. Eftir þann tíma hafi stefnandi unnið meira í ígripavinnu. Stefnandi sagði, að frá 1. júlí 1973 hafi hún hvorki verið krafin um húsaleigu vegna íbúðarinnar né hafi hún boðið hana fram, en hún hafi allan tímann frá því í júlí 1972 greitt í hússjóð, það hafi verið kr. 3.180 á mánuði, en á þessu ári hafi það hækkað í kr. 4.200. Greiðslur þessar séu bæði vegna reksturs á húsinu og vegna eignaaukningar. Þá er stefndi kom fyrir dóm, bar hann, að þá er þau hjónin mættu hjá Ólafi Ragnarssyni hæstaréttarlögmanni hinn 21. des- ember, hafi konunni verið mikið kappsmál, að gengið yrði frá skilnaði þeirra. Ólafur hafi verið búinn að eiga mörg samtöl við þau hjón sitt í hvoru lagi og hafi verið búinn að punkta hjá sér upplýsingar um eignir þeirra og skuldir og hafi Ólafur verið með uppkast að skilnaðarskilmálum, þá er þau hjón komu þangað. Stefndi hélt, að það væri uppkastið á dskj. nr. 13. Þau hjónin hafi síðan farið í alla liði uppkastsins og rætt hvern einstakan lið skil- málanna og þeim hafi verið breytt í samræmi við skoðanir þeirra hjóna, þannig að þau hafi orðið sammála um hvern einstakan lið. Svo hafi verið talað um, að Ólafur Ragnarsson gengi frá skilnaðarmálinu, þar sem stefnandi var að fara til foreldra sinna að Ljósafossi og ætlaði að vera þar fram yfir áramót. Hjónin hafi átt langt samtal eftir fundinn hjá Ólafi Ragnarssyni og hafi mað- urinn ekki getað fundið annað en konan væri ánægð með þá skil- mála, sem samkomulag hafi orðið um. Maðurinn hafi síðan farið 29. desember með Ólafi Ragnarssyni til þess að ganga frá skiln- aðarmálinu. Stefndi segir, að hann hafi vitað, að konan hafi haft samband við annan lögmann en Ólaf Ragnarsson. Ekki hafi komið til tals, að konan skyldi bera skilnaðarskilmálana undir þann lögmann. Þau hjónin hafi orðið sammála um að taka tilboði Ólafs um að ganga frá skilnaði þeirra, enda hafi þau hjónin í lok fundar- ins 21. desember gert upp við Ólaf Ragnarsson vegna þjónustu hans. Hjónin hafi bæði samþykkt víxla og hafi þeir verið jafn- háir, en ekki hafi þeir enn verið greiddir. Stefnda var sýnt dskj. nr. 13 og hann spurður um, hvort hann 995 þekkti rithönd þess, sem fært hefur inn fæðingardag barnanna, og sagðist stefndi hafa gert það sjálfur og sama sé um dálkinn, sem fært hafi verið inn á vegna bifreiðarinnar. Hjónin hafi verið sammála um að strika út bifreiðarleigu, enda hafi maðurinn einn séð um rekstur bifreiðarinnar og konan öðru hverju fengið hana lánaða. Maðurinn sagðist ekki halda, að hann þekkti neitt af því, sem fært hefur verið inn á dskj. nr. 13 sem rithönd stefnanda. Stefndi sagði, að hann hafi fengið afnot af kjallaraherbergi, sem fylgi íbúð þeirra hjóna, og þar hafi hann geymt það af inn- búi, sem hann hafi fengið í sinn hlut. Að þessu herbergi hafi hann einn lykla. Maðurinn segist ekki gera kröfu til annars af innbúi þeirra hjóna en hann hafi þegar fengið. Það, sem hann hafi fengið af innbúi þeirra hjóna, hafi verið hljómflutningstæki, bækur, móðelsmíðatæki, ljósmyndavélar, stóll, sem merktur sé afa manns- ins og maðurinn fékk í arf, og annað af tveim málverkum þeirra hjóna. Annað hafi maðurinn ekki fengið af innbúi. Stefndi taldi sjálfur, að verðmæti þess, sem hann fékk, nemi í mesta lagi % af heildarverðmæti innbús þeirra hjóna. Stefndi sagði, að það, sem talið er undir lið VI á dskj. nr. 5, væri það, sem hann hafi greitt til konunnar frá samvistarslitum og þar til gengið var frá skilnaði að borði og sæng. Á þeim tíma hafi konan oft fengið bílinn lánaðan, m. a. til að fara í ferðlag út á land með systkinum sínum. Stefndi sagði, að bá er konan fór til Kaupmannahafnar með börn þeirra, hafi hann greitt farseðlana og jafnframt látið konuna hafa sem svarar 8.000 kr. ísl. í dönskum kr. í farareyri. Farseðlar Þessir hafi kostað 10% af venjulegu farseðlaverði. Það, sem stefndi hafi þarna greitt, hafi hvergi komið fram í skilnaðarskilmálum þeirra hjóna, enda hafi stefndi ekki óskað eftir því, að svo væri gert. Stefndi var spurður að því, hvers vegna svo hafi ekki verið gert, þar sem stefndi telji skv. lið VI á dskj. nr. 5 til skulda hjá konunni kr. 5.516, og segir maðurinn, að þessi fjárhæð sé þannig tilkomin, að Ólafur Ragnarsson hafi verið að gera upp þennan lið, en ekki af því að maðurinn vildi, að allt væri tínt til, enda hafi hann oft látið konuna fá smáfjárhæðir án þess að gera nokkrar kröfur þess vegna. Bifreiðina R 20215 hafi stefndi keypt notaða frá Þýskalandi. Í febrúar sl. hafi hann látið bifreið þessa upp í bifreiðakaup hjá Fíat-umboðinu og hafi bifreiðin þá verið metin á kr. 280.000. Þá hafi fylgt með í matinu snjódekk og útvarp. Það hafi hvort tveggja tilheyrt bifreiðinni, þegar gengið var frá skilnaði þeirra hjóna, 63 994 en þegar stefndi hafi spurt á bílasölu um væntanlegt verð bifreið- arinnar og fengið uppgefið kr. 230.000, sbr. dskj. nr. 5, þá hafi hvorki verið reiknað með snjódekkjum né útvarpi. Það, sem segi í 3. lið á dskj. nr. 5 um skatt á kr. 121.003, hafi verið skattskuld bús þeirra hjóna og hafi þau hjónin verið sam- mála um, að þessi skuld skyldi skiptast til helminga á milli þeirra. Þá er skattframtal skyldi gera í janúar sl., hafi Ólafur Ragnars- son gert framtal fyrir þau hjónin og bent þeim á, að hagkvæmara væri fyrir þau að telja fram saman og hafi þau hjónin samþykkt það. Maðurinn segist sjálfur hafa greitt einn upp í skatta á þessu ári og ekki krafið konuna um hennar hluta, en hann hafi reiknað með, að skattar og aðrar skuldir þeirra hjóna skyldu gerast upp við íbúðarsölu. Stefndi sagðist hafa greitt allt það, sem honum hafi borið að greiða skv. IV. b lið á dskj. nr. 5, nema afborgun til veðdeildar Landsbankans, sem greiða átti 1. maí sl., og átti maðurinn að greiða kr. 15.000. Þetta hafi maðurinn ekki greitt og tók fram, að honum hafi þá verið ljóst, að konan ætlaði ekki að rýma íbúð- ina á tilsettum tíma. Maðurinn hafi verið illa stæður fjárhags- lega, enda hafi hann einn borgað skatta þeirra hjóna, og ekki talið óeðlilegt, að konan greiddi þetta sjálf, og hefði þetta þá getað komið upp í skattgreiðslu. Konan hafi greitt í hússjóð frá samvistarslitum og hingað til utan eina eða tvær greiðslur, sem maðurinn hafi innt af hendi. Stefndi sagði, að hann ynni sem ljósmyndari hjá varnarliðinu í Keflavík. Stefndi tók fram, að eftir að þau hjón slitu samvistir, hafi hann verið atvinnulaus í {vo mánuði, síðan hafi hann haft kr. 27.000 á mánuði í laun í nóvember, desember og janúar sl., en í febrúar sl. hafi hann hafið starf það, sem hann nú hafi. Stefndi tók fram, að eins og sjá megi á dskj. nr. 13, þá hafi staðið í uppkastinu „maðurinn greiði konu í lífeyri í eitt ár kr. á mán. ...“. Þessi setning hafi verið strikuð út að tillögu konunnar. Hún hafi lýst því yfir, að hún vildi ekki lífeyri og vegna þess þá hafi sú húsaleiga, sem konunni var gert að greiða, verið lækkuð. Hinn 26. september sl. kom stefnandi fyrir dóm að nýju. Var henni þá kynnt úr framburði mannsins frá 14. s. m. um það, sem hann sagðist hafa fengið úr innbúi þeirra hjóna, og sagði konan, að þetta væri réti, sem maðurinn hafi talið upp, þar fyrir utan hafi maðurinn fengið nokkra smáhluti. Stefnandi taldi, að stefndi hafi 995 fengið mikið meira en % af heildarverðmæti innbús þeirra hjóna. Það eina, sem stefnandi hafi fengið bíl þeirra hjóna lánaðan frá samvistarslitum og þar til gengið var frá skilnaði, hafi verið í rúma viku, en þá hafi hún farið í ferðalag í bílnum með syst- kinum sínum. Konan sagði, þá er hún kom í seinna skiptið fyrir dóm, að Ólafur Ragnarsson hafi verið búinn að gera þeim hjónum ljóst, að áður en gengið yrði frá skilnaði að borði og sæng, þá yrðu þau hjónin að vera búin að koma sér saman um eignaskipti. Á fundinum 21. desember þá hafi Ólafur verið búinn að punkta hjá sér upplýsingar um eignir þeirra og skuldir, og hélt stefnandi, að dskj. nr. 13 hafi þá legið frammi. Þau hjónin hafi þá rætt hina einstöku liði í lengri tíma, og taldi stefnandi, að ekkert sam- komulag hefði náðst. Stefnandi hafi mótmælt verðlagningu bif- reiðarinnar og talið hana of lágt metna. Stefnandi segist hafa verið tilbúin að falla frá kröfu um bifreiðarleigu, en að því til- skyldu, að hún þyrfti ekki að greiða húsaleigu, en stefnandi hafi staðið föst á því að þurfa ekki að greiða húsaleigu og hvorki hafi hún samþykkt kr. 55.000 né kr. 34.500. Stefnandi hélt, að það væri rithönd stefnda, sem er á kr. 34.500 á bls. 2 á dskj. nr. 13. Stefnandi sagði, að vegna liðs a 3 á dskj. nr. 13 að fasteignaskatta hafi hún sjálf greitt eftir samvistarslit og hafi maðurinn ekkert borgað í því. Stefnandi sagði, að þá er hún fór af skrifstofu Ólafs Ragnars- sonar, þá hafi ekki verið búið að strika út setninguna „maðurinn greiði konunni lífeyri í eitt ár, kr. á mánuði ...“, enda hafi konan aldrei fallið frá kröfu sinni um lífeyri og það sé rangt, sem fram komi hjá stefnda, að hún hafi lýst því yfir, að hún vildi ekki lífeyri. Þarna á fundinum hjá Ólafi muni hún hafa sagt, að það mundi kannski enda með því, að hún þyrfti að borga með mann- inum. Stefnandi sagði, að hún hafi fyrst gert kröfu um kr. 10.000 á mánuði í lífeyri, í samkomulagsskyni hafi hún lækkað fjárhæð þessa niður í kr. 7.000 og svo niður í kr. 5.000, en maðurinn hafi alltaf neitað að greiða lífeyri, en hún hafi aldrei fallið frá kröfu sinni. Maðurinn hafi aldrei fallið frá kröfu sinni um húsaleigu, en konan segist aldrei hafa samþykkt að greiða húsaleigu. Konan hafi neitað uppástungu um, að hún félli frá lífeyriskröfu gegn því að húsaleiga væri lækkuð. Stefnandi sagði vegna skattanna, að hún hafi ekki verið því kunnug, hvernig ganga ætti frá svona málum, en hún hafi talið 956 eðlilegt, að hún tæki að sér helming af skuldum búsins, en henni hafi fundist eðlilegra, að miðað væri við bann tíma, þá er þau hjónin fengu leyfi til skilnaðar að borði og sæng, en stefndi og Ólafur Ragnarsson hafi viljað miða við 1. júlí 1972 eða samvistar- slit. Stefnandi sagði, að þá er hún fór af fundinum hjá Ólafi Ragn- arssyni, þá hafi ekki verið orðið samkomulag og hún hafi ekki falið Ólafi Ragnarssyni að ganga frá skilnaðarmálinu á grund- velli uppkastsins, en hún hafi reiknað með, að hann mundi semja nýja skilnaðarskilmála og bera undir hjónin. Konan hafi óskað eftir því að fá dskj. nr. 13 með sér heim, en það hafi hún ekki fengið. Stefnandi sagði, að það sé rétt, að hún hafi haft áhuga á, að gengið yrði frá skilnaðarmálinu í langan tíma, áður en það var gert, en áramót hafi ekki skipt neinu máli í því sambandi og hafi henni ekki verið þetta meira kappsmál á þessum tíma heldur t. d. í nóvember. Stefnandi sagði, að þá er hún samþykkti víxilinn, sem Ólafur Ragnarsson rétti henni til samþykktar, þá hafi hún talið sig vera að samþykkja víxil til tryggingar greiðslu til Ólafs fyrir það, að hann mundi ganga frá skilnaðarskilmálum þeirra hjóna, en ekki talið Ólaf hafa lokið störfum. Stefnandi tók fram, að hún telji eðlilegt að bjóða lögmanni greiðslu, þá er hann byrjar starf, en ekki þurfi að bíða, þar til störfum sé lokið. Stefnandi sagði, að sér væri ókunnugt um, hve mikið lögmenn tækju fyrir vinnu sína, hvort þeir tækju 3, 5 eða 10% af eignum þeim, sem þeir skipti, það viti hún ekki, en Ólafur hafi sagt, þegar hann lét þau hjónin fá þessa tvo víxla til samþykktar, að fjárhæð kr. 13.500 hvorn, að hann miðaði þóknun sína við einhverjar prósentur af heildareign búsins, en henni sé þetta það óljóst, að Ólafur hafi þess vegna getað krafið hana um meira, þó hún hafi ekki reiknað með því. Henni hafi fundist kr. 27.000 nokkuð há greiðsla, en samt látið það vera, þar sem henni hafi verið ljóst, að þetta mál var búið að taka töluverðan tíma frá Ólafi. Stefnandi sagðist hafa farið að Ljósafossi 24. desember til for- eldra sinna og börnin hafi verið farin þangað eitthvað áður. Fyrir jól hafi hún verið að vinna í Blómastofu Friðfinns og það hafi þeir stefndi og Ólafur vitað og kannski mátt vera ljóst, að hún mundi líka vinna þar fyrir áramót, allavega hafi hún ekki sagt þeim, að hún yrði fjarverandi úr bænum fram yfir áramót. Hún hafi verið í bænum 29. desember og svo hafi hún verið að vinna í Blómastofunni 30. og 31. desember og svo farið austur að Ljósa- 997 fossi eftir hádegi á gamlársdag. Stefnandi sagði, að henni hafi orðið ljóst, að búið var að veita þeim hjónum leyfi til skilnaðar að borði og sæng, þá er hún fékk skilnaðarleyfisbréfið sent í pósti frá Ólafi Ragnarssyni, og hélt stefnandi, að það hefði verið um miðjan janúar, en á tímanum frá 21. desember og þar til hún fékk leyfisbréfið hafi hún ekkert talað við þá Ólaf Ragnarsson og stefnda. Að vísu hafi hún hitt Ólaf Ragnarsson á aðfangadag, en þau hafi ekkert talað um þessi mál. Stefnandi sagði, að þá er hún kom í bæinn eftir áramót, hafi hún haft samband við Brynjólf Kjartansson og beðið hann um að líta á uppkastið á dskj. nr. 13 á skrifstofunni hjá Ólafi, en Ólafur muni hafa verið lítið við á þessum tíma, þar sem hann hafi verið að taka próf. Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður kom fyrir dóm til yfir- heyrslu vegna máls þessa og sagði, að stefndi og kona vitnisins séu systkin og sé vitnið og málsaðiljar heimilisvinir. Ólafur Ragn- arsson sagðist hafa átt mörg viðtöl vegna skilnaðarins. Konan hafi viljað skilja og maðurinn hafi farið að heiman, að því er Ólaf minnti 1. júlí 1972. Ólafur Ragnarsson sagðist undanfarin ár hafa talið fram til skatts fyrir hjónin og hafi hann verið reiðu- búinn að ganga frá skilnaðarmáli þeirra hjóna, að því tilskildu, að fullt samkomulag yrði um skilnaðarkjör. Næðist ekki sam- komulag, hafi hann ekki viljað hafa afskipti af málinu. Hafi hann gert báðum hjónunum ljóst, að hann mundi áskilja sér þóknun fyrir störf sín vegna máls þessa. Hjónin hafi komið nokkrum sinnum sitt í hvoru lagi til hans og hafi þar talið upp eignir og skuldir, en það, sem alltaf hafi valdið ágreiningi, hafi verið líf- eyrir til konu. Konan hafi viljað lífeyri, en maðurinn ekki viljað greiða lífeyri. Ólafur Ragnarsson sagðist hafa stungið upp á kr. 15.000—20.000 á mánuði í lífeyri í eitt ár og hafa sagt þeim hjón- um, að lífeyrir til konu sé vanalegur, en ekki lögbundinn. Hjónin hafi bæði verið sammála um að skipta eignum og skuldum til helminga. Skilnaður hafi verið dreginn að ósk mannsins, en konan hafi ítrekað óskað eftir því, að frá málinu yrði gengið, og í desember 1972 hafi verið ákveðið að ganga frá þessu. Hinn 21. desember 1972 hafi bæði hjónin komið á skrifstofu lögmannsins og þá hafi vitnið haft tilbúið uppkast að skilnaðarskilmálum. Hjónin hafi lengi rætt um einstaka liði uppkastsins og hafi verið einar 3 klst. á skrifstofu lögmannsins. Lögmaðurinn sýndi uppkastið með þeim útstrikunum og breytingum, sem þau hjónin gerðu á því 998 Þarna hinn 21. desember 1972. Þarna hafi einnig orðið samkomu- lag um að fella niður lífeyrisgreiðslur til konu og muni sú ákvörð- un hafa byggst á þeim breytingum, sem hjónin gerðu á uppkast- inu. Hjónin hafi verið sammála um, að lögmaðurinn skyldi ganga frá vélritun á skilnaðarskilmálum í samræmi við uppkastið, eins og það var orðið eftir breytingarnar, og síðar skyldi lögmaðurinn ganga frá skilnaðarmálinu hjá borgardómaraembættinu fyrir áramótin 1972— 1973. Lögmaðurinn sagðist sjálfur hafa skrifað síðustu málsgrein uppkastsins, að samkomulag væri um, að lífeyrir konu falli niður, en þetta hafi hann skrifað að báðum hjónum viðstöddum og með samþykki þeirra beggja. Dagsetninguna 29. desember 1972 hafi vitnið skrifað síðar, þá er vélrita skyldi skiln- aðarskilmálana. Lögmaðurinn sagðist vera viss um, að hjónin hefðu bæði verið sammála um skilmála þá, sem greindir eru á dskj. nr. 5. Á fundinum 21. desember 1972 hafi hjónin samþykkt sinn hvorn víxilinn, að fjárhæð kr. 13.000 hvorn. Víxlar þessir hafi verið ódagsettir og skyldu vera greiðsla til lögmannsins fyrir iögmannsstörf hans, en lögmaðurinn hafi ekki innheimt víxla þessa. Lögmaðurinn sagði, að honum hafi verið kunnugt, að konan hafi leitað til annars lögmanns vegna skilnaðarins, og hafi hann vitað, hvaða lögmaður það var, en ekki talið nauðsynlegt og ekki haft orð á því, að konan skyldi bera skilmálana undir hinn lög- manninn, enda hafi konan verið mikið að vinna þennan tíma og konan hafi virst ánægð, meðan gengið hafi verið frá málinu. Hjónunum hafi verið ljóst, að ekki væri hægt að ganga frá leyfi til skilnaðar að borði og sæng, nema búið væri að ganga frá eignaskiptum, og þess vegna hafi hjónin komið til lögmanns- ins 21. desember 1972. Þarna hafi orðið samkomulag um skiln- aðarskilmála og jafnframt um það, að vitnið skyldi ganga frá skilnaðarmálinu hjá borgardómaraembættinu fyrir áramót 1972— 1973. Konan hafi ekki verið komin í bæinn fyrir áramót og þess vegna hafi lögmaðurinn gengið frá skilnaðarmálinu og skrifað undir skilnaðarskilmála, en konan hafi óskað eftir því að frá málinu yrði gengið fyrir áramót. Af hálfu stefnanda eru kröfur rökstuddar með því, að stefn- andi telji sig aldrei hafa gefið Ólafi Ragnarssyni hæstaréttarlög- manni eða nokkrum öðrum umboð til þess að undirrita skilmál- ana á dskj. nr. 5. Enda þótt Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlög- maður verði talinn hafa haft umboð til þess að undirrita dskj. nr. 5, sé samningurinn bersýnilega ósanngjarn í garð stefnanda og 999 verði honum því hnekkt með dómi, sbr. 59. gr. laga nr. 39 frá 1921. Verði þetta augljóst, þegar litið sé til þess, að stefnanda sé ekki ætlaður neinn lífeyrir, þrátt fyrir það að hún hafi tvö börn á framfæri sínu, en slíkt hljóti að hafa mikla röskun í för með sér. Því sé ekki að heilsa, að stefndi hafi bætt henni þetta upp með ríflegu meðlagi með börnunum, en í skilmálunum sé aðeins ákveðið, að stefndi skuli greiða með börnunum meðlag, eins og það sé ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma. Þá sé því ekki að heilsa, að maðurinn axli meiri skuldabyrðar en konan til þess að vega upp á móti þessu, heldur sé konan látin borga opinber gjöld til jafns við manninn. Jafnframt sé svo stefnandi látinn greiða stefnda húsaleigu frá 1. júlí 1972 til 1. júní 1973, þrátt fyrir það að skilnaður hafi verið dreginn að ein- dreginni ósk stefnda. Enn fremur er þess getið, að maðurinn hafi haft afnot af bíl þeirra hjóna frá 1. júlí 1972, en hafi ekki gert sérreikning fyrir afnotin. Stefndi hafi verið í lífeyrissjóði flugvirkja og hafi á undan- förnum árum varið miklu af sameiginlegum fjármunum til kaupa á lífeyrisréttindum þar. Það sé tvímælalaust, að stefnanda beri að fá að óskiptu andvirði helmings þeirra réttinda, en réttindi þessi hafi alls ekki verið dregin undir skiptin. Við munnlegan málflutning voru kröfur stefnanda rökstuddar með því, að Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður hafi ekki haft umboð til þess að undirrita skilnaðarskilmála á dskj. nr. 5 fyrir stefnanda. Stöðuumboð lögmanna sé einungis stöðuumboð fyrir dómi og hafi því Ólafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaður ekki haft stöðuumboð til þess að undirrita skilnaðarskilmálana. Ónauðsynlegt sé að stefna Ólafi Ragnarssyni hæstaréttarlög- manni inn í mál þetta, honum sé kunnugt um mál þetta, hann hafi komið fyrir dóm vegna málsins. Framburðir þeirra stefnda og Ólafs Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns sýni, að þeir hafi báðir hagsmuni af því, að skilnaðarsamningurinn sé metinn gildur. Um frekari rökstuðning fyrir fullyrðingum sínum um umboðs- skort Ólafs Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns vísaði lögmaður stefnanda til laga nr. 7 frá 1936. Ólafi Ragnarssyni hæstaréttarlögmanni hafi borið að sýna stefn- anda samninginn og láta hana udirrita samninginn. Stefnandi hafi viljað skilja við mann sinn, en þrátt fyrir það ekki viljað láta féfletta sig. Við munnlegan málflutning var því haldið fram, að verði ekki fallist á umboðsskort Ólafs Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns, 1000 þá sé samningurinn svo bersýnilega ósanngjarn, að ógilda beri hann samkvæmt 59. gr. laga nr. 39 frá 1921. Fullyrðingar af hálfu stefnanda um ósanngirni samningsins á dskj. nr. 5 voru rökstuddar með vísan til eftirfarandi ákvæða samningsins: 1. Þar sé bifreiðin talin á kr. 230.000. Stefndi hafi viðurkennt að hafa lagt bifreiðina inn til Fiatumboðsins á kr. 280.000. Bif- reiðaumboð greiði almennt lágt verð fyrir bifreiðar. Þetta hafi verið staðgreiðsluverð. En þessar kr. 115.000 ætli stefndi að greiða við sölu íbúðarinnar 1. júní 1973 eða fá 11 mánaða greiðslufrest. 11. Varðandi þennan lið er vísað til matsgerðarinnar á dskj. nr. 18. 111. Vegna þessa liðar er því haldið fram, að ef ákvæði hans teljist eðlilegt, þá hljóti konan að eiga að fá lífeyri. IV. Vegna þessa liðar er vísað til 7. gr. laga nr. 20 frá 1923. Jafnframt var á það bent, að samkvæmt skilnaðarskilmálanum á dskj. nr. 5 sé ætlast til, að konan leggi út fyrir hússjóð. Enn Íremur að samkvæmt skilnaðarskilmálanum ætli stefndi ekki að greiða vexti af skuld sinni samkvæmt skilmálanum. Því var haldið fram af hálfu stefnanda, að meginregla sé, að í skilnaðarskilmálum skuli greint, að hve miklu leyti annað hjóna skuli framfæra hiit. Meginregla sé, að maður greiði fráskilinni konu sinni lífeyri, ef börn eru í hjónabandi. Í barnlausum hjóna- böndum muni almennt ekki vera um lífeyrisgreiðslur að ræða. Í þessu tilviki eigi konan samkvæmt skilnaðarskilmálanum að greiða allt til jafns við manninn, greiða manninum húsaleigu, hún hafi börnin, en fái engan lífeyri. Varðandi málskostnað var af hálfu stefnanda á það bent, að mjög oft væri búið að mæta á sáttafundum vegna máls þessa. Jafn- framt var vakin athygli á sáttakostnaði, kostnaði vegna mats- beiðni og svo matskostnaði. Af hálfu stefnda eru kröfur rökstuddar með því, að stefnandi hafi falið Ólafi Ragnarssyni hæstaréttarlögmanni að ganga frá skilnaði fyrir sig og hafi hann því mætt fyrir hana hjá fulltrúa yfirborgardómara og þegar því sé haldið fram, að umboð skorti, sé það alveg út í hött og mætti eins vel rengja umboð stefnda til varnar og lögmanns stefnanda til sóknar. Af hálfu stefnda er því mótmælt, að samningurinn á dskj, nr. ð sé „bersýnilega ósanngjarn“ í garð stefnanda, og er það rökstutt með eftirfarandi: 1. Bifreiðin hafi verið metin og hún komið í hlut stefnda, en 1001 hann greiði helming andvirðis. Með því sé maðurinn búinn að kaupa bifreiðina og sé því fráleitt að ætla að krefja jafnframt um afnot fyrir hana. 2. Innbú sé allt í vörslu stefnanda, ómetið, og hafi ekki verið gerð krafa til hluta stefnda, og hafi ekki staðið til. Þó sé rétt, ef meta eigi sanngirni eignaskiptingar, að innbú verði metið. 3. Skattar hafi verið í skuld og sé mjög eðlilegt, að skuldir séu dregnar frá brúttóeignum og aðferð sú, sem notuð sé þarna, leiði til sömu niðurstöðu. 4. Íbúðina, sem konan búi í þann 11. maí 1973, eigi að rýma 1. júní 1973 og eigi þá að skipta andvirði hennar að jöfnu, þ. e. nettóandvirði. Húsaleiga 1. júlí 1972—-1. júní 1973 sé þannig reiknuð, að upp- lýsingar hafi verið fengnar um leigukjör á sambærilegum íbúð- um, og hafi lágmarksleiga verið ákveðin eftir þeim upplýsingum, eða kr. 12.000 pr. mán. Stefnandi hefði samkvæmt því átt að greiða stefnda húsaleigu kr. 72.000, en hafi aðeins verið reiknuð kr. 34.500 í húsaleigu. Mismunur hafi verið felldur niður með tilliti til lífeyris frá 1. janúar 1973. Um símakostnað og fasteignaskatt taki ekki að fjölyrða. Upp- gjör við húsfélag sé ákveðið svo og afborganir og vextir vegna fasteignar. V. Þarna sé uppfærður helmingur af brúttólaunum, hefði át að vera nettólaun, eða 12.000 kr. minna miðað við helming. VI. Skýri sig sjálft. Einnig er því haldið fram, að bæði stefnandi og stefndi séu í lífeyrissjóðum og sé líklegt, að sá þáttur sé nokkuð jafn. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ekki sé rétt, að maður greiði konu lífeyri í öllum tilvikum. Í þessu máli hafi verið lagt fram skjal um launatekjur stefnda, sbr. dskj. nr. 9, en ekki liggi fyrir upplýsingar um tekjur stefnanda. Að öllu þessu athuguðu sé ekki hægt að sjá, að skilmálarnir á dskj. nr. 5 séu ósanngjarnir, og sé riftun því ástæðulaus. Þegar gengið var frá skilnaðarskilmálum, þá hafi stefndi haft kr. 27.000 á mánuði í laun, en stefnandi kr. 24.000 á mánuði fyrir aðalstarf, en hún hafi haft kr. 3.000 á mánuði í laun fyrir auka- vinnu. Stefndi hafi greitt alla skatta, álagða 1973, og hafi ekki verið gerð krafa um, að þeim verði skipt. 1002 Af hálfu stefnda var því haldið fram, að mat á innbúi væri hlutdrægt, ósanngjarnt og furðulegt. Það, sem upp sé talið í hlut stefnanda, sýni, að fjárhæðin kr. 129.500 sé hlægileg. Matið fari fram í febrúar 1974, hjónin hafi slitið samvistir í júlí 1972. Miða verði við ástand innbúsins eins og það hafi verið, þegar gengið var frá skilnaði. Þegar dæma eigi um það, hvort skilnaðarskil- málarnir séu ósanngjarnir eða ekki, þá verði að miða við ástandið eins og það hafi verið, þegar gengið var frá skilnaði, en þá hafi stefndi haft lág laun. Fram er komið, að stefnandi og stefndi hafa falið lögmanninum Ólafi Ragnarssyni að ganga frá hjónaskilnaði þeirra. Jafnframt að við fyrirtöku hjónaskilnaðarmálsins, þá mætti lögmaðurinn f. h. konunnar með manninum, og lögðu þeir þá fram samning um skilnaðarskilmála, dags. 29. des. 1972, undirritaðan af stefnda og lögmanninum Ólafi Ragnarssyni f. h. stefnanda. Ekki verður talið, að undirritun samnings um skilnaðarskilmála sé innan stöðuumboðs lögmanna, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 7 frá 1936 og 4. gr. laga nr. 61 frá 1942. Þegar litið er til þess, sem að framan hefur verið rakið úr framburðum þeirra málsaðilja, og svo framburðar Ólafs Ragnars- sonar hæstaréttarlögmanns um fund þeirra málsaðilja á skrif- stofu lögmannsins hinn 21. des. 1972, þá þykir ósannað, að lög- maðurinn hafi farið út fyrir umboð sitt, þá er hann gekk frá hjónaskilnaðarmáli stefnanda. Ekkert er fram komið um, að stefnda hafi mátt vera ljóst, að lögmaðurinn hefði ekki umboð til þess að ganga frá skilnaðarsamningi fyrir stefnanda. Hér er og á það að líta, að máli þessu er einungis beint gegn stefnda, en það er ekki stefnda að sanna umboð lögmannsins, sbr. 25. gr. laga nr. 7 frá 1936. Með vísan til framanritaðs verður ekki fallist á kröfu stefn- anda um riftun vegna umboðsskorts. Þá er leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng var gefið út fyrir aðilja máls þessa hinn 29. des. 1972, giltu um stofnun og slit hjú- skapar lög nr. 39 frá 1921. 59. gr. þeirra laga heimilar því hjóna, sem þykir á sig hallað við samning um skilnaðarkjör, að stefna hinu fyrir dóm og fá samningnum hrundið, enda sé mál höfðað innan 6 mánaða frá skilnaði að borði og sæng. Mál þetta er höfðað innan tilskilins frests. Skilnaðarskilmálarnir, sem krafist er riftunar á, fjalla um skiptingu eigna og skulda þeirra málsaðilja. Jafnframt er í skil- málunum fjallað um meðlagsgreiðslur með börnum aðilja til 31. 1003 desember 1972 og tekið fram, að samkomulag sé um, að lífeyrir fyrir konuna falli niður. Í leyfisbréfi til skilnaðar að borði og sæng er ákvæði um, að konan hafi forræði barna þeirra hjóna og jafnframt að maðurinn greiði með þeim meðlag, eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma, frá 1. jan. 1973 til 17 ára aldurs hvors barns. Það kom fram við munnlegan málflutning, að íbúð þeirra hjóna hafði verið seld 15. febrúar 1974 og nettóandvirði hennar hafi verið skipt jafnt á milli hjónanna og jafnframt að íbúðina ætti að rýma fyrir 15. maí 1974. Samkvæmt skilnaðarskilmálunum skyldi konan rýma íbúðina 1. júní 1973 og greiða kr. 34.500 í húsaleigu á tímabilinu 1. júlí 1972 til 1. júní 1973, eða kr. 3.136 á mánuði í 11 mánuði. Það ber að hafa í huga við þennan útreikning, að 6 af þessum umsömdu 11 mánuðum voru málsaðiljar í hjónabandi. Viðurkennt er af stefnda, að skilnaður hafi verið dreginn að hans ósk. Telja verður óeðlilegt, að það hjóna, sem hefur sameiginleg börn hjónanna á framfæri sínu, greiði hinu hjóna húsaleigu fyrir íbúðarhúsnæði, á meðan hjúskapur stendur og hjón hafa enn óslitið fjárfélag. Séu þessi sjónarmið höfð í huga, þá gerir hin umsamda húsaleiga kr. 34.500 til 1. júní 1973, kr. 6.900 á mánuði. Samkvæmt skilnaðarskilmálunum skiptust skattar og aðrar skuldir til helminga. Fram er komið, að bifreið búsins fékk stefndi í sinn hlut og skyldi samkvæmt skilnaðarskilmálum greiða stefnanda þess vegna kr. 115.000. Bifreiðina seldi stefndi nokkru síðar á kr. 280.000. Samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna fékk stefndi í sinn hlut við búskipti af innbúi muni að verðmæti kr. 234.800, en stefnandi muni að verðmæti kr. 129.500. Stefnandi kvaðst hafa hafið störf sem aðstoðarstúlka hjá skóla- tannlækni Reykjavíkurborgar í sept. 1972, og sagði hún í sept. 1973, að laun hennar væru á mánuði kr. 24.000. Eftir 1. júlí 1973 kvaðst stefnandi ekki hafa unnið aukavinnu. Ekki er upplýst um núverandi laun stefnanda. Því er haldið fram af stefnda, að hann hafi verið atvinnulaus í tvo mánuði, eftir að þau slitu samvistir á árinu 1972, en í nóv. og des. 1972 og í jan. 1973 hafi laun stefnda verið kr. 27.000 á mánuði, en í febrúar hafi stefndi hafið starf það, sem hann nú hafi. Samkvæmt dskj. nr. 9 þá virðast laun stefnda hinn 3. janúar 1973 hafa verið kr. 34.489. Ekki er upplýst um núverandi laun stefnda. 1004 Samkvæmt skattframtali málsaðilja frá árinu 1973 voru tekjur stefnanda á árinu 1972 kr. 100.834, en tekjur stefnda á sama tíma kr. 519.900.20. Eftir því, sem að ofan er rakið, virðast tekjur stefnda fyrstu 8 mánuði ársins 1972 hafa verið kr. 465.900. Þegar litið er til þess, sem hér að framan hefur verið rakið, en það er: Andvirði fasteignar var skipt jafnt, skuldum og skött- um búsins skipt jafnt, stefndi fékk verðmætari hluta innbúsins en stefnandi og bifreið búsins á lægra verði en bifreiðin var síðan seld á, stefnandi skyldi greiða stefnda húsaleigu og stefnandi skyldi ekki fá lífeyri, þá þykja skilnaðarskilmálarnir á dskj. nr. 5 vera þess eðlis, að þeim verði hrundið samkvæmt heimild í 59. gr. laga nr. 39 frá 1921. Það álit styrkist enn við það, að sam- kvæmt leyfisbréfinu á dskj. nr. 4, sem líta verður á sem hluta af skilnaðarskilmálunum, þá skuldbatt stefndi sig til að greiða meðlag með börnunum, eins og það er ákveðið af Tryggingastofn- un ríkisins á hverjum tíma, en það er lægsta meðlag, sem leyfi- legt er að ákveða skv. 29. gr. laga nr. 57 frá 1921, sbr. 8. gr., 3. mgr., laga nr. 87 frá 1947. Niðurstaða málsins verður því samkvæmt ofanrituðu, að krafa stefnanda um riftun skilnaðarskilmálanna er tekin til greina. Samkvæmt 177. gr. laga nr. 85 frá 1936 ber að dæma stefnda til að greiða málskostnað. Lögmenn aðilja hafa ekki lagt fram málskostnaðarreikning. Eftir atvikum telst málskostnaður, þar með talinn matskostnaður, hæfilega ákveðinn kr. 71.450 og greiði stefndi þá fjárhæð í ríkissjóð. Kostnaður stefnanda af rekstri máls þessa, kr. 71.450, greiðist úr ríkissjóði. Af þeirri fjárhæð ber skipuðum talsmanni stefnanda kr. 60.000 í talsmannslaun. Dóminn kvað upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Krafa stefnanda, Írisar Guðnaðóttur, um riftun skilnaðar- skilmála, sem lagðir voru fram við umsókn stefnanda um skilnað að borði og sæng við stefnda, Paul R. Smith, hinn 29. desember 1972, er tekin til greina. Stefndi greiði kr. 71.450 í málskostnað, er renni í ríkis- sjóð. Kostnaður stefnanda af rekstri máls þessa, kr. 71.450, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin talsmannslaun skipaðs talsmanns stefnanda, Brynjólfs Kjartanssonar héraðsdóms- lögmanns, kr. 60.000. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga að viðlagðri aðför að lögum. 1005 Miðvikudaginn 24. nóvember 1976. Nr. 108/1975. Helgi Indriðason (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Dánarbúi Kristjáns Jónssonar og gagnsök (Skúli Pálsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Þór Vilhjálms- son. Bifreiðaárekstur. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 2. sept- ember 1975. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 15. septem- ber 1975. Krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum 107.407 krónur með 9% ársvöxtum frá 20. maí 1973 til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar bæði í héraði cg fyrir Hæstarétti. Kristján Jónsson andaðist eftir uppsögu héraðsdóms, og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins samkvæmt 58. gr. laga nr. 75/1973, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 85/1986. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Í máli þessu sækir gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda um fé- bætur vegna árekstrar bifreiða málsaðilja hinn 20. maí 1978. Ökumaður bifreiðar gagnáfrýjanda, A 4410, sætti 15 daga /arðhaldi vegna aksturs síns í umrætt skipti með dómi saka- dóms Dalvíkur 21. ágúst 1974. Var atferli hans talið varða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 50. gr., sbr. 80. gr. laga nr. 40/1968 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 45. gr. laga nr. 82/ 1969. Þá var hann sviptur ökuréttindum sínum ævilangt. Ökumaður bifreiðar aðaláfrýjanda, A 1298, gekkst undir 1006 5.000 króna sekt vegna aksturs síns 20. maí 1973 með dóms- sátt í sakadómi Dalvíkur 19. mars 1975. Var atferli hans talið varða við 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr., 3. og 4. mgr. 47. gr. og 1. mgr. 50. gr., sbr. 80. gr. laga nr. 40/1968. Kröfur sínar í máli þessu byggir aðaláfrýjandi á því, að ökumenn bifreiðanna A 1298 og A 4110 hafi í umrætt sinn verið í kappakstri. Með því atferli hafi ökumenn beggja bit- reiðanna tekið á sig áhættu, sem firri eigendur Þifreiðanna rétti til bóta. Ósannað er, að ökumaður A 4410 hafi verið í kappakstri við ökumann A 1298. Sýknukrafa aðaláfrvjanda verður þegar af þeirri ástæðu ekki tekin til greina. Aðaláfrýjandi heldur því einnig fram, að ökumaður A 4410 hafi ekið of hratt og vanrækt að gefa til kynna með stefnu- ljósum, að hann hygðist beygja inn á Hafnarstíg. Þá sé það og leitt í ljós, að hann hafi bæði verið ölvaður og vansvetta. Þykir mega líta svo á, að aðaláfrýjandi krefjist þess, að sök verði skipt samkvæmt 68. gr. laga nr. 40/1968, ef eigi verði fallist á sýknukröfu hans. Svo sem rakið er í héraðsdómi, hefur ökumaður A 1298 Iýst því, að hraði bifreiðar hans hafi verið um 5060 km miðað við klukkustund, þegar áreksturinn varð, en þá hafi hann verið búinn að draga úr hraðanum. Tveir farþegar í A 1298 hafi áætlað, að hraði þeirrar bifreiðar hafi verið allt að 70 km miðað við klukkustund fyrir áreksturinn, og að þeim hafi fundist eins og ökumaðurinn ætlaði að aka fram úr A 4410 hægra megin. Þá hafa tveir sjónarvottar að atburð- inum áætlað hraða bifreiðanna 50—-70 km miðað við klukku- stund. Telja þeir, að A 4410 hafi verið ekið á miðjum hægri vegarhelmingi. Ökumaður A 4410 hefur talið, að hann hafi ekið með um 60 km hraða miðað við klukkustund á Hafnarbrautinni, en hann hafi dregið mjög úr hraðanum, er kom að gatnamótum Hafnarstígs, og sveigt til hægri. Hafi hraðinn þá verið um 90—30 km miðað við klukkustund. Hann kveðst hafa gefið stefnuljós til hægri, áður en hann beygði, en ekki er það stutt öðrum gögnum. 1007 Ljóst er, að báðir ökumennirnir óku of hratt og sálaus- lega í umrætt sinn. Samkvæmt sakargögnum verður við það að miða, að ökumaður A 1298 hafi ætlað að aka fram úr A 1410 hægra megin, andstætt ákvæðum 4. málsgr. 47. gr. laga nr. 40/1968. Sannað er, að ökumaður A 4410, sem samkvæmt blóðrannsókn var undir nokkrum áfengisáhrifum, hafi sveigt skyndilega og án þess að sefa stefnuljós til hægri inn að Hafnarstís. Þegar þetta er virt, þykir mega fallast á úrlausn héraðsdómara um sakarskiptingu. Samkvæmt þessu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um fjárhæð og vexti. Dæma ber aðaláfrvjanda til að greiða gagnáfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 50.000 krónur. Það athugast, að engin ástæða var til að dæma mál þetta ineð samdómendum. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Helgi Indriðason, greiði gagnáfrvjanda, dánarbúi Kristjáns Jónssonar, 53.704 krónur með 9% ársvöxtum frá 20. maí 1973 til 16. júlí 1974 og 13% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og 50.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. júní 1975. Mál þetta, sem tekið var til dóms 29. maí 1975, hefur Kristján Jónsson, Bárugötu 4, Dalvík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 2. janúar 1974, gegn Helga Indriðasyni, Smáravegi 6, Dalvík, og Samvinnutryggingum g/t til réttargæslu. Dómkröfur stefnanda eru nú þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 107.407.50 ásamt 9% ársvöxtum frá 20. maí 1973 til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði sýkn- aður af kröfum stefnanda í málinu og honum tildæmdur máls- kostnaður úr hendi stefnanda. Á hendur réttargæslustefnda eru eigi gerðar kröfur í málinu. 1008 Eigi eru heldur kröfur serðar af hans hálfu. Tildrög málsins eru þau, að sunnudaginn 20. maí 1973, um kl. 1330, varð bifreiðaárekstur við gatnamót Hafnarbrautar og Hafn- arstígs á Dalvík milli A 4410 og A 1298. Er fyrrnefnda bifreiðin Moskwitch fólksbifreið, eign stefnanda, en A 1298 er Willys jeppi, eign stefnda. Bifreiðunum óku synir eigendanna. Atvik að árekstrinum voru þau, að bifreiðunum var ekið norður Hafnarbraut á miklum hraða, og var A 4410 á undan. Er að nefnd- um gatnamótum kom, var A 4410 skyndilega sveigt til hægri inn á Hafnarstíg, en í sama mund hugðist ekill A 1298 aka fram úr bifreiðinni hægra megin. Rakst vinstra framhorn A 1298 í hægri hlið A 4410, og bárust bifreiðarnar síðan norður yfir þveran Hafnarstíg og höfnuðu þar utan vegar. Virðist A 4410 þá hafa verið búin að snúast til hægri í nærri hálfhring. Bifreiðarnar skemmdust mikið. Sighvatur Kristjánsson, ökumaður bifreiðarinnar A 4410, hefur komið fyrir dóm í máli þessu og staðfest skýrslu sína á dskj. nr. 4, sem lögreglan á Dalvík tók af honum. Hann kvaðst og telja vettvangsuppdrátt réttan. Ökumaðurinn kvaðst í greint sinn hafa ekið af Skíðabraut og inn á Hafnarbraut og síðan norður Hafnar- braut. Eftir að hann kom inn á Hafnarbraut, kvaðst hann hafa séð bifreiðina A 1298 nokkurn spöl á eftir sér. Hann kvaðst hafa aukið ferð sína á steyptum kafla Hafnarbrautar upp í ca 60 km á klst., en dregið aftur úr ferðinni, þegar komið var norður af steypta kaflanum. Kvaðst hann telja, að hraði bifreiðar sinnar hafi ekki verið yfir 20—30 km á klst., þegar hann byrjaði að beygja inn á Hafnarstíg, enda sé um krappa beygju að ræða. Ökumaðurinn kvaðst ekki hafa veitt bifreiðinni A 1298 neina athygli, þegar ekið var norður Hafnarbraut, og neitar því að hafa verið Í neinum kappakstri við hana. Hann kvaðst hafa verið vel hægra megin á götunni og ekkert sveigt til vinstri, áður en hann byrjaði að beygja til hægri inn á Hafnarstíg. Hann kveðst telja sig hafa gefið stefnumerki til hægri, áður en hann kom að um- ræddum gatnamótum. Hann segist ekki hafa neytt víns fyrir aksturinn þennan dag, en það hafi hann hins vegar gert kvöldið áður á dansleik. Hann kveðst ekki hafa fundið til neinna áfengis- áhrifa við aksturinn. Við blóðrannsókn hafi komið í ljós að ólög- legt áfengismagn var í blóði hans, og kveður hann það mál hafa verið afgreitt í sakadómi með sekt og ökuleyfissviptingu. Öku- maðurinn kveðst ekki telja, að áfengi það, sem mældist í blóði hans, hafi átt neinn þátt í árekstrinum. Hann kvaðst þekkja 1009 ökumann Á 1298, en kvaðst ekki minnast þess að hafa hitt hann neitt fyrir áreksturinn og ekkert samband hafi þeir haft sín á milli. Ökumaðurinn segir, að nokkuð mikil lausamöl hafi verið á Hafnarbraut norðan við steypta kaflann. Indriði Helgason, ökumaður bifreiðarinnar A 1298, hefur og komið fyrir dóm í málinu og staðfest framburð sinn fyrir lög- reglu, sbr. dskj. nr. 4 í málinu, og kveður þar rétt frá skýri. Hann kvaðst hafa ekið á eftir bifreiðinni A 4410 af Skíðabraut og inn á Hafnarbraut og síðan norður Hafnarbrautina. Ekki kvaðst hann muna, hvar hann byrjaði að aka á eftir A 4410. Hann sagði, að þeir hafi ekið hratt, en kvaðst ekki vita hve hratt. Ökumaðurinn kvaðst telja, að ökumaður A 4410 hafi vitað af því, að hann ók á eftir honum um Hafnarbraut, en kvaðst Þó ekki vita það. Hann kvað sig ráma í, að hann hafi rætt við ökumann A 4410 uppi í Bjarkarbraut, en kvaðst ekki muna, hvað þeim fór á milli. Hann kvaðst telja, að um kappakstur hafi verið að ræða, en kvaðst ekki geta skýrt það nánar en það, að þeir hafi ekið hvor á eftir öðrum. Ökumaðurinn sagði, að bilið milli bifreiðanna hafi ekki verið stutt, fyrr en komið var norður fyrir steypta kaflann, en þá hafi það minnkað, og taldi hann, að bilið hafi minnkað vegna þess, að ökumaður A 4410 hafi hægt ferðina. Hann sagði, að engin merkjagjöf hafi farið fram á milli sín og Ökumanns A 4410. Vitnið Þórir Stefánsson kvaðst umrætt sinn hafa ekið bifreið sinni suður Hafnarbraut. Er hann var staddur austan ÚKE (Útibús Kaupfélags Eyfirðinga), hafi hann séð til ferða tveggja bifreiða, er komu á móti nokkuð langt sunnar á götunni. Virtist vitninu ökuhraði bifreiðanna óeðlilega mikill og stöðvaði því bifreið sína, en hann kvað mikinn rykmökk hafa fylgt bifreiðum þessum. Vitninu virtist bifreiðin, sem á undan fór, A 4410, hafa verið á miðjum hægri vegarhelmingi, en sú, er á eftir fór, hafi verið við hægri vegarbrún. Virtist vitninu sú bifreið vera að draga hina uppi. Er bifreiðarnar komu að mótum Hafnarbrautar og Hafnar- stígs, hafi A 4410 skyndilega verið sveigt til hægri inn á Hafnar- stíg og það hafi engum togum skipt, að bifreiðarnar skullu saman. Vitnið sá ekki, hvort ekill A 4410 gaf stefnumerki, áður en hann beygði. Vitnið treystir sér ekki til að fullyrða, hver ökuhraði bifreiðanna var, en kveðst geta ætlað, að hann hafi verið 50 km miðað við klst., er áreksturinn varð, en þá hafi eitthvað verið búið að draga úr ökuhraða A 4410. Vitnið Leifur Björnsson, sem var farþegi í A 1298 í umrætt 64 1010 sinn, hefur skýrt svo frá, að bifreiðarstjórinn hafi aukið hraðann, er hann ók af Skíðabraut inn á Hafnarbraut. Giskar hann á, að ökuhraðinn hafi verið allt að 70 km miðað við klst. Þeir hafi stöðugt nálgast A 4410, eftir því sem norðar dró, og er að um- ræddum gatnamótum kom, hafi verið skammt orðið milli bifreið- anna, en skyggni hafi verið lélegt vegna rykmakkar frá A 4410. Er ekill A 1298 hugðist aka fram úr A 4410 við gatnamótin, hafi A 4410 verið sveigt skyndilega til hægri inn á Hafnarstíg í veg fyrir A 1298. Í skýrslu Reimars Þorleifssonar, lögreglumanns á Dalvík, sem annaðist rannsókn á tildrögum áreksturs þessa, segir, að við yfir- heyrslu yfir Sighvati Kristjánssyni, ökumanni A 4410, skömmu eftir áreksturinn, hafi komið í ljós, að nokkra áfengislykt lagði af honum. Hafi hann gefið þá skýringu, að hann hafi verið við áfengisdrykkju nóttina áður, en eigi neytt áfengis eftir kl. 0400. Skýrslu sína og afstöðuuppdrátt hefur lögreglumaðurinn staðfest fyrir dómi. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að bifreiðarstjóra A 1298 megi alfarið kenna um áreksturinn vegna ólöglegs og hættulegs aksturs hans, og sé eigandi bifreiðarinnar því skaðabótaskyldur, sbr. 67. gr. og 69. gr. umferðarlaga. Brot bifreiðarstjórans heyri einkum undir 3. mgr. 47. gr. og 49. gr. umferðarlaga. Af hálfu stefnda er sýknukrafan á því reist, að eigi sé aðeins við báða bifreiðarstjórana að sakast um áreksturinn, heldur sé sök beggja þannig vaxin, að eigi verði gert þar upp á milli og eigi því báðir fulla sök, en í slíku tilfelli sé engum bótarétti til að dreifa. Samkvæmt því, sem að framan hefur verið rakið, er ljóst, að ökumenn beggja bifreiðanna, sem um ræðir í málinu, hafa í veru- legum atriðum gerst brotlegir við umferðarlög og reglur í umrætt sinn og með þeirri háttsemi sinni valdið árekstrinum. Að öllu framanrituðu athuguðu þykir rétt, að hvor aðilja beri sök að hálfu. Fjárhæð stefnukröfu hefur ekki verið mótmælt sérstaklega. Ber því að dæma stefnda til að greiða stefnanda helming hennar, eða kr. 53.704, ásamt 9% ársvöxtum frá 20. maí 1973 til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 26.000. Valgarður Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan 1011 ásamt meðdómendunum Haraldi Þórðarsyni bifreiðasmíðameistara og Jan Jansen bifvélavirkjameistara. Dómsorð: Stefndi, Helgi Indriðason, greiði stefnanda, Kristjáni Jóns- syni, kr. 53.704 með 9% ársvöxtum frá 20. maí 1973 til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 26.000 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 26. nóvember 1976. Nr. 132/1974. Aðalsteinn Gíslason og Ingiríður Leifsdóttir (Ragnar Jónsson hrl.) segn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigur ónsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Skattamál. Gagnkvæm ábyrgð hjóna á sköttum. Lögtak. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur áfrýjuðu máli þessu með stefnu 10. júlí 1974. Krefjast þeir þess aðallega, að hrundið verði lögtaksgerð 25. júní 1974. Til vara er þess krafist, „að lögtakið sagnvart Ingiríði Leifsdóttur verði aðeins leyft fyrir kr. 359.141 að frádregnu kirkjugarðsgjaldi kr. 1.173, kirkjugjaldi kr. 1.000 og viðlagasjaldi kr. 5.800“. Í báðum tilvikum er krafist máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hinnar áfrýjuðu lögtaksgerðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ný gögn. 1012 I. ÁAfrýjendur hafa ekki sýnt fram á, að hin áfrýjaða lögtaks- serð sé haldin þeim göllum, að varða eigi ómerkingu hennar. TI. Áfrýjendur gengu í hjúskap 31. desember 1962. Fjárfélagi Þeirra var að beiðni hjónanna slitið með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur 27. apríl 1971. Kigi er um það deilt, að eign sú sem lögtak var gert í, hafi verið séreign áfrýjandans Ingi- ríðar. Lögtakskrafa stefnda er ógoldin opinber gjöld áfrýjenda, álögð á árunum 1972 og 1973. Gjöld þessi voru lögð á hvorn áfrýjenda um sig á árinu 1972, en á áfrýjandann Aðalstein einan 1973, og var þá miðað við sameiginlegar tekjur þeirra. Áfrýjendur voru samvistum á þeim tíma, sem hér er um fjallað. Gjöld þau, sem lögð voru á Aðalstein Gíslason árið 1972 og 1973, ásamt hækkunum nema eftirgreindum fjárhæðum samkvæmt skýrslu stefnda, sem eigi hefur verið andmælt: A. Gjöld lögð á 1972 ásamt hækkunum 1973: Tekjuskattur „. .. .. .. kr.100.387 Sóknargjald .. ........ — 400 Kirkjugarðsgjald .. .. .. — 822 Útsvar ............2.. — 11.100 kr.142.709 B. Gjöld lögð á 1973 ásamt hækkunum 1974: Tekjuskattur .. .. .. .. kr. 220.430 Sóknargjald.. ........ — 1000 Kirkjugarðsgjald .. .. .. — 2171 Útsvar .............. — 94.400 Viðlagagjald .. .. .. .. — 10.100 kr.328.101 Alls kr. 470.810 Í þessu yfirliti eru eigi gjöld, sem lögð voru á Ingiríði árið 1972. Þau námu 35.302 krónum og eru að fullu goldin. Samkvæmt reikningsgerð stefnda hafa áfrýjendur greitt 1015 138.053 krónur af framangreindum 470.810 krónum. Nema eftirstöðvarnar 392.757 krónum að viðbættum dráttarvöxt- um til 31. desember 1974, 26.384 krónum, eða alls 359.141 krónu. Samkvæmt framangreindri reikningsgerð stefnda hafa greiðslur áfrýjenda verið látnar ganga til greiðslu á gjöld- um álögðum 1972. Í reikningsgerðinni er talið, að eftir hafi staðið af þeim „kr. 4.656.00 auk dráttarvaxta“, þegar lög- takið var gert 25. júní 1974. Framangreindar greiðslur áfrý}- enda hafa gengið upp í greiðslur einstakra gjalda hlutfalls- lega, og lækka eftirstöðvar hvers einstaks gjalds í samræmi við það. Af hálfu áfrýjenda hafa eigi komið fram sérstök andmæli gegn álagningu og fjárhæð gjalda þeirra, sem leitað er lög- taks fyrir í máli þessu. Hins vegar bera áfrýjendur brigður á, að heimilt hafi verið að gera lögtak í séreign áfrvjandans Ingiríðar til tryggingar þessum gjöldum. III. Svo sem að framan greinir, hefur áfrýjandinn Ingiríður soldið gjöld þau, sem á hana voru lögð sérstaklega árið 1972, en stefndi telur hana bera ábyrgð á ógoldnum gjöldum eiginmanns hennar, áfrýjandans Aðalsteins, frá árinu 1972 svo og þeim gjöldum, sem sameiginlega voru lögð á þau hjón 1973. Sé lögtak réttilega gert í séreign hennar. 1. Um samábyrgð hjóna á greiðslu tekjuskatts og útsvars eru ákvæði í 3. or. laga nr. 68/1971 og 32. gr. laga nr. 8/ 1972. Ber að skýra lagaákvæði þessi svo, að áfrýjandinn Ingi- ríður ábyrgist meðal annars með séreign sinni tekjuskatt þann og útsvar, er lögð voru á eiginmann hennar. Var því heimilt að gera lögtak í séreign áfrýjandans Ingiríðar til trvggingar gjöldum þessum svo og til heimtu dráttarvaxta, sbr. 46. gr. laga nr. 68/1971 og 44. gr. laga nr. 8/1972. Verður aðalkrafa áfrýjenda því eigi tekin til greina. 2. Viðlagagjald er lagt á samkvæmt lögum nr. 4/1973. Segir svo um gjald þetta í 4. tl. 8. gr. laganna: „Á gjaldárinu 1973 skal leggja 1% viðlagagjald á útsvarsskyldar tekjur, sbr. 23. gr. laga nr. 8/1972. Um álagningu og innheimtu 1014 þessa gjalds skulu gilda sömu reglur og gilda um útsvör. Er ákvæði þetta En um það, sem hér skiptir má áli, 4. gr. reglugerðar nr. 63/1973. Bétt þykir að skýra ákvæ si 4. tl.8. gr. laga nr. 4/1973 svo, að í því felist heimild til að beita reglum um útsvör varðandi ábyrgð hjóna á viðlaga- gjaldi. Var því heimilt að gera lögtak í séreign áfrýjandans Ingiríðar til tryggingar gjaldi þessu, lögðu á áfrýjandann Aðalstein á árinu 1973. 3. Kirkjugarðsgjald það, sem greinir í máli þessu, er á lagt samkvæmt 26. gr. laga nr. 21/1963. Í 3. mgr. 26. gr. er heimilað að leggja á gjald vegna kirkjugarða „1% árlega af útsvörum og aðstöðugjöldum á því svæði, er rátt á til kirkjugarðsins“. Þá segir í 6. mgr. 26. gr.: „Eindagi kirkju- sarðsgjalda er hinn sami sem á útsvörum“ Í ákvæðum 26. gr. laga nr. 21/1963 er eigi skýrlega vitnað til ákvæða um útsvör að því er varðar ábyrgð annars maka á kirkjugarðsgjaldi, sem á hinn er lagt, og eigi er með öðrum hætti mælt fyrir um samábyrgð hjóna á gjöldum þessum. Kirkjugarðsgjald er að vísu ákveðið á árinu 1973 á grund- velli sameiginlegra tekna áfrýjenda á árinu 1972, en það hagsar eigi því, að Aðalsteinn einn er gjaldþegn. Að svo vöxnu máli var ekki rétt að gera lögtak í séreign Ingiríðar til tryggingar gjalds þessa, er nemur samkvæmt reiknings- serð stefnda 27 2.171 krónu, eða alls 2.198 krónum, og lækkar fjárhæð sú, sem tryggð er með lögtaksserðinni, að sama skapi. 4. Sóknargjald það, sem greinir í málinu, er sumpart eftir- stöðvar af sóknargjaldi Aðalsteins frá árinu 1972 og sumpart sóknargjald þeirra hjóna á árinu 1973. Nam gjald þetta sam- kvæmt gögnum máls 400 krónum á hvorn áfrýjanda á árinu 1972, en 500 krónum á árinu 1973. Gjald þetta er lagt á sam- kvæmi lögum nr. 36/1948, sbr. lög nr. 40/1964. Gjald þett er nefsjald, enda er ekki sýnilegt, að neytt hafi verið heim- ildar 3. gr. laga nr. 36/1948 um að jafna því á sóknarmenn sem hundraðshluta af útsvörum. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 36,/1948 skal „heimilisráðandi leggja fram fyrir þá, sem lös- heimili eiga hjá honum“, sóknargjöld samkvæmt 1. gr. lag. 1015 anna og niðurjafnað gjald samkv. 3. gr. þeirra, „en hann á endurkröfurétt á hendur heimilismanna sinna og má halda gjaldinu eftir af kaupi þeirra“. Samkvæmt 6. gr. hefur sókn- arnefnd á hendi innheimtu sóknargjalda, en hún getur falið oddvitum eða innheimtumönnum þinggjalda innheimiu þeirra. Sóknargjöld eru lögtakskræf samkvæmt 1. gr. laga nr. 29/1885. Samkvæmt ákvæðum þeim, sem nú hafa verið rakin, verður eigi talið, að áfrýjandinn Ingiríður beri að lögum ábyrgð á sóknargjaldi því, sem lagt var á bónda hennar. Hins vegar rar rétt að gera lögtak í séreign hennar að því er varðar sóknargjald hennar á árinu 1973, 500 krónum. Fjárhæð sú, sem hin áfrýjaða lögtaksgerð á að tryggja, lækkar samkvæmt þessu um 500 krónur. Með vísun til alls þessa ber að staðfesta hina álrýjuðu lögtaksgerð, þó svo, að fjárhæð sú, sem lögtakið á að tryggja, verður alls 356.443 krónur (359.141 = 2.198 = 500) auk vaxta og kostnaðar. Bétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hin áfrýjaða lögtaksgerð er staðfest til tryggingar 356.443 krónum auk vaxta og kostnaðar. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Ég er sammála dómi meiri hluta dómenda að öðru levli en því, að ég tel lögtak óheimilt í eignum áfrýjandans Ingi- ríðar Leifsdóttur til tryggingar ógreiddum eftirstöðvum þess tekjuskatts, sem lagður var á áfrýjandann Aðalstein Gíslason vegna tekna hans 1971. Tekjur áfrýjenda 1971 voru skattlagðar í tvennu lagi eftir ósk þeirra, og var það byggt á 3. gr., 2. mgr., laga um tekju- skatt og eignarskatt nr. 68/1971 (sbr. breytingu í lögum nr. 1016 7/1972, 1. gr.) og 22. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ar. 8/1972. Fram er komið í málinu, að Ingiríður Leifsdóttir hefur greitt að fullu þau gjöld, sem á hana voru lögð, kr. 35.902. Samkvæmt 3. gr., 1. mgr., laga nr. 68/1971 er það aðal- regla laganna um tekjuskatt og eignarskatt, að tekjur hjóna, sem samvistum eru, skuli taldar saman til skattgjalds, og ábyrgjast hjónin þá bæði skattgreiðsluna. Í 2. mgr. lagagrein- arinnar (sbr. 1. gr. laga nr. 7/1972) er þó heimilað, að „tekjur konunnar séu sérstaklega skattlagðar“. Ekki er í þessari máls- grein minnst á gagnkvæma ábyrgð á skattgreiðslu. Þó var þörf á því, ef hin sérstæða ábyrgðarregla 1. málsgreinar átti einnig að gilda um sérsköttun. Verður þess vegna ekki talið heimilt að gera lögtak í eignum áfrýjandans Ingiríðar til iryggingar eftirstöðvum þess tekjuskatts, sem lagður var á áfrýjandann Aðalstein vegna tekna ársins 1971. Skatturinn var ákveðinn 1972 og hækkaður 1973. Nam hann eftir hækk- unina kr. 100.387, og er óumdeilt, að af því hafi verið greidd 96.7374%, eða kr. 97.112. Eftirstöðvar tekjuskattsins, sem lögtak var gert fyrir, án lagaheimildar að mínu áliti, námu þess vegna kr. 3.275. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjavíkur 25. júní 1974. Ár 1974, þriðjuðaginn 25. júní, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Laugavegi 44 og haldinn af fulltrúa borgarfógeta Hafþóri Guðmundssyni með undirrituðum votti. Fyrir var tekið: Beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík um að gera lögtak hjá Aðalsteini Gíslasyni, sama stað, fyrir: Opinberum gjöldum samkvæmt gjaldheimtuseðli nr. 0061-4874 1973 kr.359.141.00 Samtals kr. 359.141.00 auk dráttarvaxta, kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi upp- boð, ef til kemur. Fógeti leggur fram beiðni um lögtakið ásamt gjaldseðlum, þing- merktum nr. 1—2, svohlj.: 1017 Almennur lögtaksúrskurður hefur verið kveðinn upp og birtur í dagblöðunum. Af hálfu gerðarþola er mætt í réttinum að tilhlutan fógetans Kristín Friðbertsdóttir, sem hér starfar, og skoraði fógeti á mættu að greiða umkrafin gjöld, en hún kveðst ekki geta greitt þau. Skoraði fógeti þá á mættu að benda á eignir gerðarþola til upp- skriftar og lögtaks og brýndi fyrir mættu að segja satt og að það varðaði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Var þá skrifað upp: Eignarhluti eiginkonu Ingiríðar Leifsdóttur í Álfheimum 13, efstu hæð (14 hl. efstu hæðar), í sameign með öðrum. Fallið er frá virðingu. Fógeti lýsti yfir því, að hann gerði lögtak í framangreindum eignarhluta eiginkonu gerðarþola til tryggingar framangreindum gjöldum auk dráttarvaxta og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi, að geymdum betra rétti þriðja manns. Brýndi fógeti fyrir mættu að tilkynna gerðarþola lögtakið og að ekki mætti ráðstafa hinu lögtekna á nokkurn þann hátt, er færi í bága við gerð þessa, að viðlagðri ábyrgð að lögum. Fleira ekki tekið fyrir. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Mánudaginn 29. nóvember 1976. Nr. 224/1976. Ákæruvaldið segn Sigurpáli Eiríki Garðarssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr og Logi Einarsson. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Þórir Oddsson, aðalfulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Með kæru 28. nóvember 1976, sem barst Hæstarétti 25. s. 1018 m., hefur varnaraðili samkvæmt 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/ 1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar. Krefst hann þess aðal- lega, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að sæsluvarðhaldstíminn verði styttur verulega. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Samkvæmt 5. tl. 67. gr. nefndra laga og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 22. nóvember 1976. Ár 1976, mánudaginn 22. nóvember, var á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var af Þóri Oddssyni, kveðinn upp úr- skurður þessi. Kærði, Sigurpáll Eiríkur Garðarsson, fæddur 26. nóvember 1934, hefur viðurkennt að hafa hinn 12. þ. m. í félagi við annan mann hrifsað tösku af konu, sem stödd var í Fótóhúsinu, Þing- holtsstræti 1 hér í borg. Í veskinu var útfyllt ávísun á Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 31.340, og var Ingvar Diðrik Júníusson fenginn til að framselja hana og selja. Fénu eyddi kærði ásamt félögum sínum. Í veskinu var einnig ávísanahefti á Verslunar- banka Íslands, og eru þegar komnar fram tvær ávísanir, sem Jens Emil Snæbjörnsson hefur falsað, en kærði Sigurpáll Eiríkur falsaði framsal og seldi. Ávísanir þessar eru að fjárhæð kr. 27.000 og 23.400. Fénu hefur verið eytt. Þá telur kærði líklegt, að hann hafi falsað og selt eina ávísun til, og telur hana hafa verið að fjár- hæð kr. 20.000. Ávísun þessi hefur enn ekki komið fram. Hinn 26. apríl sl. var Sigurpáll Eiríkur úrskurðaður í allt að 30 daga gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota, og sat hann allan tímann. Hinn 10. september sl. var kærði enn úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna innbrots, og sat hann sömuleiðis allan þann tíma. Kærði Sigurpáll Eiríkur er vanaafbrotamaður, sem hlotið hefur 6 fangelsisdóma á sl. 5 árum fyrir auðgunarbrot. Hann var látinn laus af vinnuhælinu á Litla-Hrauni hinn 30. ágúst sl., þar sem hann lauk afplánun 10 mánaða fangelsisdóms fyrir þjófnað og skjalafals. 1019 Dómara er kunnugt um, að ríkissaksóknari hefur með útgáfu ákæruskjals, dags. 8. október sl., höfðað mál á hendur kærða fyrir þjófnað, fjársvik og skjalafals. Mál þetta verður þingfest á morgun, 23. nóvember. Með hliðsjón af framansögðu og tilvísun til 1. og 5. tl. 1. mgr. 67. gr. laga T4/1974 þykir nauðsynlegt að úrskurða kærða í gæsluvarðhald, og verður að miða lengd gæsluvarðhaldstímans við það, að kærði verði ekki látinn laus, á meðan málum hans er ólokið. Þar sem kærði hefur játað háttsemi, sem varðað getur hann fangelsisrefsingu skv. 155. og 245. gr. almennra hegningar- laga, eru ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar ákvörðun þessari ekki til fyrirstöðu. Ákveðst gæsluvarðhaldstíminn allt að 90 dögum. Úrskurðarorð: Kærði, Sigurpáll Eiríkur Garðarsson, skal sæta gæsluvarð- haldi í allt að 90 dögum. Nr. 3/1975. M Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson. Óskað álitsgerðar Læknaráðs. Dómur Hæstaréttar. Áður en dómur gengur í Hæstarétti í máli þessu, þykir rétt, að Læknaráð láti að nýju í té álitsgerð um, hvort barnið B, fæddur 15. júlí 1970, geti verið ávöxtur samfara aðilja máls- ins 14. eða 15. desember 1969, og séu þá m. a. tekin til at- hugunar gögn þau í málinu, sem aflað hefur verið, eftir að Læknaráð fjallaði um málið fyrra sinni. 1020 Ályktarorð: Læknaráð láti í té framangreinda álitsgerð. Miðvikudaginn 1. desember 1976. Nr. 20/1976. Árni Valdimarsson segn Gunnari Tómassyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Árni Valdimarsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 1. desember 1976. Nr. 170/1976. Jónas Guðmundsson gegn Þuríði Guðmundsdóttur persónulega og f. h. dánarbús Guðrúnar Guðmundsdóttur Þórarni Sæmundssyni og Fríði Guðmundsdóttur. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málssókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jónas Guðmundsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 4.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1021 Föstudaginn 3. desember 1976. 6. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Erni Ingólfssyni (Jón Hjaltason hrl.). Nr. 65/19 1 Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Fiskveiðabrot. Dómur Hæstaréttar. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Jónas Sigurðsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, markað á sjóuppdrátt staðarákvarðanir varðskipsmanna svo og staði m/b Stíganda, RE 307, í síðasta toginu samkvæmt framburði ákærða. Í greinargerð skólastjórans, dags. 21. október sl., segir svo: „Í kortinu eru staðir varðskipsins auðkenndir með svört- um Ht, en staðir bátsins með rauðum lit. Þar eru: I = staður varðskipsins kl. 0437 h. 16. 11. 75. Þá mælist báturinn á stað 1 um 0.75 sjóm. innan leyfilegra fisk- veiðimarka fyrir togveiðar. IH = staður varðskipsins kl. 0445. Báturinn mælist á stað 2 um 1.05 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. III — staður varðskipsins kl. 0451. Þá mælist báturinn á stað 3 um 1.1 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. IV = staður varðskipsins kl. 0458. Þá mælist báturinn á stað 4 um 1.15 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. V = staður varðskipsins kl. 0506. Þá mælist báturinn á stað 5 um 1.35 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. VI =— staður varðskipsins kl. 0512. Þá mælist báfurinn á stað 6 um Í.1 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. VIL == staður varðskipsins kl. 0518. Þá mælist báturinn á stað 7 um 0.85 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. VHI =— staður varðskipsins kl. 0522 við bátinn. Staður VINI mælist um 0.65 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka. IX = staður varðskipsins kl. 0603 við bátinn. Staður IX 1022 mælist um 0.1 sjóm. utan leyfilegra fiskveiðimarka. Þá hef ég sett út staði bátsins í síðasta toginu samkvæmt framburði skipstjórans (auðk. með grænum lit). Þegar togið hófst kl. 0315 h. 16/11, telur skipstjórinn, að fjarlægð í radarskermana við Stafnes hafi verið 7.5 sjóm. og fjarlægð í land 4.5 sjóm. Radarskermarnir á Stafnesi eru ekki merktir í sjókort nr. 36 og heldur ekki í sjókort nr. 31. Hinsvegar eru þeir mjög nálægt þríhyrningamælistaðnum Gálgar, eða um 0.14 sjóm. í r/v 2239 frá Gálgum. Hef ég sett þetta út í sjókort nr. 36. X = staður kl. 0315, 7.5 sjóm. frá radarskermunum og 4.5 sjóm. frá landi. X mælist um 1.0 sjóm. utan fiskveiðimarkanna. Y = staður 9 sjóm. frá radarskermunum og 6 sjóm. frá Garðskaga. Y mælist um 0.05 sjóm. utan leyfilegra fiskveiðimarka. 7 = staður 9.3 sjóm. frá radarskermunum og 6 sjóm. frá Garðskaga. Z mælist um 0.3 sjóm. innan leyfilegra fiskveiðimarka“. Samkvæmt gögnum máls, mælingum varðskipsmanna og álitsgerð Jónasar Sigurðssonar er sannað, að ákærði hafi verið að ólöglegum botnvörpuveiðum á greindum báti á þeim tíma, sem í máli þessu getur. Varðar brot ákærða við lagaboð þau, er í ákæru greinir, sbr. nú 7. gr. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 81/ 1976 um veiðar í fiskveiðilandhegli Íslands. Í vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 30. nóvember 1976, segir, að samkvæmt gullgildi þann dag jafngildi 100 gull- krónur krónum 10.383.60. Samkvæmt alþjóða mælibréfi er m/b Stígandi, RE 307, 37.63 metrar að lengd og 207.46 rúmlestir brúttó. Samkvæmt ákvæðum þeim, sem greinir í héraðsdómi um ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 1. tl. 1. mgr. og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976, sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 1.000.000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi arðhald 3 mánuði í stað sektar, ef hún verður eigi goldin innan Á vikna frá birtingu dóms þessa. 1023 Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra m/b Stíganda, RE 307, sbr. nú 3. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976, svo og ákvæði hans um sakarkostnað. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 40.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 40.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Örn Ingólfsson, greiði 1.000.000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald 3 mánuði í stað sektar, verði hún eigi goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra m/b Stíganda, RE 307, skulu óröðskuð svo og ákvæði hans um sakarkostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 40.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 18. nóvember 1975. Ár 1975, þriðjudaginn 18. nóvember, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni A. Ólafssyni saka- dómara sem dómsformanni og Guðna Jónssyni og Sigurði Þórðar- syni skipstjórum sem meðdómsmönnum, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 801/1975: Ákæruvaldið gegn Erni Ingólfssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er höfðað með ákæru, dagsettri í dag, gegn Erni Ingólfs- syni, Drápuhlíð 12 í Reykjavík, fæddum 14. apríl 1944 á Akranesi, skipstjóra á m/b Stíganda, RE 307, „fyrir fiskveiðibrot samkvæmt 1. gr., sbr. 2. gr. reglugerðar um sérstakt línu- og netasvæði út af Faxaflóa nr. 456 17. október 1975, og 6. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr., 2. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. II. gr. laga um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni nr. 102/1973 og við 1024 1. gr, sbr. 6. gr. reglugerðar um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 299/1975, sbr. lög nr. 44/1948 og lög nr. 72:14. október 1975 með því að vera á botnvörpuveiðum á skipinu aðfaranótt sunnudagsins 16. nóvember 1975 á svæði vestur af Garðskaga, þar sem botn- vörpuveiðar eru bannaðar. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 102/1973 upptöku á öllum veiðarfærum í skipinu, þar með töldum dragstrengjum, svo og á öllum afla innanborðs og til greiðslu alls sakarkostnaðar“. Síðastliðinn sunnudag var varðskipið Albert á eftirlitsferð vest- ur af Garðskaga og kom þá að m/b Stíganda, RE 307, þar sem hann var að botnvörpuveiðum. Ákærði var skipstjóri á bátnum og Pálmi Hlöðversson skipherra varðskipsins. Í skýrslu skipherr- ans segir, að nánari atvik hafi verið þessi: „Sunnudaginn 16. nóvember 1975, er varðskipið var á eftirlits- ferð V-af Stafnesi, sást bátur inn á línu og netasvæðinu V-af Garðskaga. KI. 0437 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 1. Bátur r/v 334“, fj. 7.2 sml. Hafnarberg, fj. 6.4 sml. Garðskagi, fj. 7.2 sml. Gefur það stað bátsins um 0.75 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Kl. 0445 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 2. Bátur r/v 3405, fj. 6.1 sml. Hafnarberg, fj. 7.6 sml. Garðskagi, fj. 6.8 sml. Gefur það stað bátsins um 1.05 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Kl. 0451 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 3. Bátur r/v 3459, fj. 5.2 sml. Hafnarberg, fj. 8.55 sml. Garðskagi, fj. 6.75 sml. Gefur það stað bátsins um 1.1 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Kl. 0458 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 4. Bátur r/v 356“, fj. 4.2 sml. Hafnarberg, fj. 9.6 sml. Garðskagi, fj. 6.8 sml. Gefur það stað bátsins um 1.15 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Kl. 0506 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 5. Bátur r/v 0059, fj. 3.4 sml. Hafnarberg, fj. 10.6 sml. Garðskagi, fj. 6.7 sml. 1025 Gefur það stað bátsins um 1.3 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Samtímis sást, að báturinn hélt í togferð í A-læga stefnu. Tog- ljós bátsins logaði. Kl. 0512 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 6. Bátur r/v 016“, fj. 2.2 sml. Hvalsnes, fj. 6.6 sml. Garðskagi, 6.4 sml. Gefur það stað bátsins um 1.1 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Báturinn hélt í SSA-læga stefnu. Kl. 0518 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: 7. Bátur r/v 0289, fj. 0.8 sml. Hvalsnes, fj. 7.2 sml. Garðskagi, fj. 6.0 sml. Gefur það stað bátsins um 0.8 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Kl. 0522 var komið að M/B STÍGANDA, RE-307, sem togaði með stb. vörpu í Slæga stefnu. Nafn, einkennisstafir og togvírar Í sjó sáust greinilega. Var þá gerð eftirfarandi staðarákvörðun við skut bátsins: 8. Garðskagi, fj. 5.8 sml. Stafnes, fj. 8.4 sml. Gefur það stað skipanna um 0.6 sml. innan leyfilegra fiskveiði- marka. Kl. 0525 var kallað í RE-307 á VHF talstöð, rás 16. KI. 0527 svaraði báturinn á rás 12. Var honum tilkynnt, að hann væri að ólöglegum togveiðum, og honum sagt að hífa upp. RE-307 togaði áfram í SV-læga stefnu. Kl. 0546 fór I. stýrim. ásamt bátsmanni í gúmmíbát varðskipsins um borð í RE-307, sem var byrjaður að hífa. Fylgst var með bátnum, meðan hann var að hífa og taka inn vörpuna. Kl. 0603 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við skut bátsins, sem var að taka inn pokann: 9. Garðskagi, fj. 7.0 sml. Stafnes, fj. 8.5 sml. Gefur það stað skipanna um 0.1 sml. utan við leyfileg fiskveiði- mörk. Kl. 0605 var komið með skipstjóra RE-307 um borð í varð- skipið. Voru honum sýndar mælingar varðskipsmanna. Mótmælti hann þeim ekki, en taldi sig hafa verið kominn út fyrir, eftir að hafa snúið S-um. 65 1026 Kl. 0620 var farið með skipstjórann um borð í bát sinn aftur. Var honum sagt að bíða fyrirmæla frá varðskipinu. Varðskipið hélt síðan til annarra starfa. Kl. 0840 var skipstjóra RE-307 gefin fyrirmæli um að halda til Reykjavíkur, sem hann gerði. Mælingar voru gerðar af skipherra, I. og II. stm. með Sperry MK-12 ratsjá og Sperry Mk E.1. gíróáttavita. Lausi fjarlægðarhringurinn á ratsjánni var borinn saman við föstu hringina og reyndist réttur. Veður: NA-gola, sjólítið og léttskýjað“. Skipherrann kom fyrir dóm í gær og skýrði svo frá, eftir að hann hafði farið yfir skýrslu sína, að vakthafandi stýrimaður. Halldór Gunnlaugsson, II. stýrimaður, hefði einn tekið fjórar fyrstu staðarákvarðanirnar, en þá kom vitnið í brúna, og voru hinar fimm staðarákvarðanirnar teknar af tveim eða fleirum af yfirmönnum varðskipsins. Staðarákvarðanir auðkenndar nr. 5 og 9 tók skipherrann ásamt II. stýimanni, en ákvarðanir nr. 6, 7 og 8 tók vitnið ásamt báðum stýrimönnunum. Skipherrann upp- lýsti, að tveir yfirmannanna hefðu alltaf gert mælingarnar, en sá þriðji hefði skrifað niður, er hann var við, annars skrifuðu hinir tveir niður mælingar sínar. Loks athugaði skipherrann sjó- kort frá Landhelgisgæslunni, sem lagt hefur verið fram í málinu. Að því loknu staðfesti vitnið, að útsetningar á kortinu væru í samræmi við skráðar mælingar á skýrslu sinni. Er Sigurður Steinar Ketilsson, I. stýrimaður varðskipsins, kom fyrir dóm í gær, kvaðst hann hafa tekið þátt í 6., 7. og 8. mælingu og staðfesti, að það, sem segði um þær í skýrslu skipherrans, væri rétt. Vitnið kvaðst hafa farið um borð í m/b Stíganda og kvaðst hafa verið þar um borð, þangað til að búið var að innbyrða pok- ann, og giskaði vitnið á, að í honum hefði verið um eitt tonn af fiski. Vitnið sagði ákærða hafa haft á orði, að hann hefði verið búinn að toga í 2 klukkutíma og 40 mínútur, er vitnið kom í brúna til hans. Loks kvaðst vitnið hafa unnið við að gera útsetn- ingar á framlagt sjókort og staðfesti, að þær væru í samræmi við skráðar mælingar í skýrslu skipherrans. Vitnið Halldór Gunnlaugsson, II. stýrimaður varðskipsins, sagði í dóminum, að hann hefði einn gert fjórar fyrstu staðarákvarð- anirnar, sem getið væri um á skýrslu skipherrans, vitnið og skipherrann saman 5. og 9. og vitnið, skipherrann og 1. stýri- maður 6., 7. og 8. ákvörðun. Er þeir stóðu allir þrír að staðar- 1027 ákvörðunum, lásu skipherrann og I. stýrimaður af ratsjánni, en vitnið skrifaði athuganir þeirra jafnharðan niður. Þegar vitnið og skipherrann unnu einir að þessu, lásu þeir báðir af ratsjánni, en vitnið skrifaði jafnóðum niður. Með þessum áréttingum kvaðst vitnið geta staðfest, að allt efni skýrslunnar væri rétt. Að lokum kvaðst vitnið geta staðfest, að útsetningar á framlögðu sjókorti væru Í samræmi við mælingar, sem skráðar væru í skýrslu skip- herrans. Skipherrann og I. stýrimaður staðfestu framburði sína með eiðum og II. stýrimaður með drengskaparheiti. Er ákærði kom fyrir dóm í gær, var honum þegar í upphafi gefinn kostur á að kynna sér skýrslu skipherrans. Eftir að hafa kynnt sér hana, kvaðst ákærði ekki geta sagt neitt um mælingar varðskipsmanna, þar sem hann hefði ekki notað sömu mælingar- punkta og þeir. Ákærði kvaðst hafa talið sig vera á löglegum veiðum og kvaðst einnig hafa vitað um hið sérstaka línu- og neta- svæði, en hann hefði talið sig utan þess. Aðspurður um ferðir sínar í umræddri veiðiferð gaf ákærði eftirfarandi skýrslu: „Kærði segir, að veiðiferðin hafi hafist frá Reykjavík á laugar- daginn kl. 1415. Kærði kveðst hafa verið kominn á veiðisvæðið kl. 1730 og hafi byrjað strax veiðar og hafi verið hjá honum botnfast um kl. 1730. Áður en kærði kastaði, tók hann staðar- ákvörðun. Var þá fjarlægðin í Garðskaga 6 mílur og fjarlægðin í radarskermana við Stafnes 9 mílur, og samkvæmt útreikningum kærða gaf það stað fyrir sunnan friðunarlínuna. Kveðst kærði síðan hafa látið toga í stefnuna S-SV og hélt þeirri stefnu, þar til hann var 7 mílur í skermana, og dró síðan í V-NV út 8 mílur frá landi og síðan í N-NA í 10 mílur í skermana og síðan í A-SA og hífði þá á svipuðum slóðum og hann kastaði. Tók þetta tog um 3 tíma. Kærði kvaðst síðan hafa haldið áfram veiðum á svipuðum slóðum, og var hann í fjórða halinu, er varðskipið kom að honum. Síðasta halið hófst kl. 0315. Ekki man kærði, hvort hann tók sérstaka staðarákvörðun fyrir það tog, en telur, að hann hafi verið mjög sunnarlega, eða fjarlægðin í skermana hafi verið 7.5 og fjarlægðin í land 4.5. Kærði kveðst hafa kastað í norður og siglt í þá stefnu, þar til að hann var með skermana í 9 mílum og Garð- skagann í 6, Þá beygði kærði í VNV og hélt út í 9 mílur, og þá beygði hann á bakborða og stefndi í A-SA. Er kærði breytti um stefnu, voru 6 mílur í Garðskagann og 9.3 í skermana. Er kærði var í þessum snúning, birtist ljós frá kastara varðskipsins. Er 1028 kærði sá ljóskastarann frá varðskipinu, var hann ekki búinn að heyra þá kalla sig upp í talstöð, enda kveðst hann hafa hlustað á fjórtán, en varðskipin kalli upp á sextán. Kærði kveðst hafa kallað upp á „kanal 12“, og þá var honum tilkynnt, að þeir teldu hann vera að ólöglegum veiðum. Er þetta átti sér stað, voru veiðarfærin hjá kærða útbyrðis, en hann kom- inn að því að hífa. Stuttu síðar kom stýrimaður frá varðskipinu um borð, og voru þá skipverjar kærða að hífa. Í dagbók skipsins kveðst kærði ekki færa neinar staðarákvarð- anir, heldur aðeins brottfarartíma úr höfn og þann tíma, sem hann kastar á, og svæðið. Kærði kveðst hafa verið í góðri trú um, að hann væri að lög- legum veiðum, enda séð varðskipið nokkru áður út af Kirkjuvogi og telur, að það hafi verið í þessu síðasta togi“. Þá var ákærða gefinn kostur á að kynna sér framlagt sjókort og hann spurður, hvort hann vildi vefengja mælingarnar, sem greindar væru í skýrslu skipherrans eða útsetningar á sjókortinu. Ákærði sagði þær ekki samrýmast sínum mælingum. Loks kom það fram hjá ákærða, að hann hefði verið einn í brúnni, á meðan á veiðiferðinni stóð, enda hefði stýrimaðurinn legið veikur í landi. Ákærði hefur sætt kærum og refsingum samkvæmt sakavottorði, dagsettu í dag, sem hér segir: 1966 13/3 í Reykjavík: Dómur: 3.000 kr. sekt fyrir brot gegn 25. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfengislaga. Sviptur Ökuleyfi í 4 mánuði. 1974 18/2 í Kjósarsýslu: Sátt, 8.000 kr. sekt fyrir brot gegn 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í 4 mánuði frá 18/2 1974. Með framburðum yfirmanna varðskipsins og játningu ákærða er sannað, að ákærði var að botnvörpuveiðum, er varðskipið Al- bert kom að m/b Stíganda, RE 307, árla sl. sunnudagsmorgun, og með framburðum varðskipsmanna er einnig sannað, að þá hafi m/b Stígandi verið á hinu sérstaka línu- og netaveiðisvæði út af Faxaflóa, sem afmarkað var með reglugerð nr. 456/1975 frá 17. f. m. og birt var í Stjórnartíðindum, hefti B, 40, sem tjáir útgáfu- dag sinn vera 31. f. m. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. gr. laga um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni nr. 102/1973, sbr. lög nr. 72/1975, sbr. 2. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 2. gr. sömu laga og lögum um vísindalega 1029 verndun fiskimiða landgrunnsins nr. 44/1948, sbr. lög nr. 45/ 1974. Með framferði sínu hefur ákærði því unnið til refsingar og annarra viðurlaga samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 102/1973, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 456/1975, 6. gr. reglu- gerðar um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 299/1975 og 3. gr. laga nr. 44/1948, sbr. lög nr. 45/1974. Með hliðsjón af því, samkvæmt alþjóðlegu mælingabréfi, dag- settu 1. júlí 1975, að m/b Stígandi, RE 307, er 207.46 rúmlestir brúttó, og samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dagsettu í gær, að 100 gullkrónur jafngilda 9.201.30 kr., sbr. lög nr. 4/1924, verður refsing ákærða ákveðin sekt að fjárhæð kr. 400.000 til Land- helgissjóðs Íslands, sem greiðist innan 4 vikna frá birtingu dóms- ins, ella sæti ákærði varðhaldi í 2 mánuði. Einnig skulu öll veiðarfæri í m/b Stíganda, RE 307, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs vera upptæk til Landhelgissjóðsins. Loks ber ákærða að greiða allan kostnað sakarinnar, m. a. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Jóns Hjaltasonar hæstaréttar- lögmanns, að fjárhæð kr. 15.000. Dómsorð: Ákærði, Örn Ingólfsson, greiði kr. 400.000 í sekt til Land- helgissjóðs Íslands innan 4 vikna frá birtingu dómsins, ella sæti hann varðhaldi í 2 mánuði. Öll veiðarfæri í m/b Stíganda, RE 307, þar með taldir drag- strengir, svo og allur afli innanborðs skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs. Ákærði greiði allan sakarkostnað, m. a. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð kr. 15.000. 1030 Fimmtudaginn 9. desember 1976. Nr. 95/1975. Marco h/f (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Viggó Helgasyni (Kristján Eiríksson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Tilboð. Samningsgerð. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, sem skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25, júlí 1975, krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétii. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Af tilboði áfrýjanda 22. desember 1972 sést, að stjórnarfor- manni hans var kunnugt um, að skrifstofa veiðimálastjór: var þá til húsa á 4. hæð í Tjarnargötu 10. Er ekkert fram komið, sem bendir til þess, að áfrýjandi hafi haft ástæðu til að ætla, að húsnæðið yrði rýmt tafarlaust. Með þessari at- hugasenmd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Jafnframt ber að dæma áfrýjanda ll að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn 35.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrvjaði dómur er staðfestur. Áfrýjandi, Marco h/f, greiði stefnda, Viggó Helsa- syni, 35.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. 1031 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. maí 1975. I. Mál þetta var dómtekið að loknum munnlegum málflutningi 16. maí 1975. Sáttakæra var birt í málinu 15. nóvember 1973, og 19. nóvember s. á. var málið tekið fyrir í sáttanefnd Reykjavíkur og því vísað til aðgerða dómstólanna. Stefna var birt 20. nóvem- ber 1973 og málið þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 22. nóvem- ber 1973. Þá fékk umboðsmaður stefnda frest til skila á greinar- gerð, er lögð var fram í þinghaldi 13. desember s. á. Fengu þá umboðsmenn aðilja sameiginlegan frest til öflunar gagna um óákveðinn tíma. Undirritaður dómari fékk málið til meðferðar 18. janúar 1974, en hann hafði leyfi frá embættisstörfum frá 1. janúar 1974 til 1. júní s. á. Aðiljayfirheyrslur og vitnaleiðslur fóru fram 31. janúar 1975 og vitnaleiðslur 14. febrúar 1975. Fyrirtekt var í málinu 11. mars 1975 og vitnaleiðsla 14. mars s. á., og lauk gagnaðflun Í málinu í því þinghaldi. Stefnandi málsins er Viggó Helgason verslunarmaður, Miklu- braut 50, Reykjavík, en stefndi Þórhallur Þorláksson f. h. Marco h/f, umboðs- og heildverslunar, Aðalstræti 6, Reykjavík. Stefnandi krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum fébætur að fjárhæð kr. 74.074 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1973 til 16. maí s. á. og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsluðdags svo og málskostnað að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að skaðlausu skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ. Ítrekaðar sáttatilraunir hafa farið fram í málinu, en þær hafa ekki borið árangur. II. Í stefnu málsins er vísað til málsatvika í sáttakæru. Þar er málavöxtum af hálfu stefnanda lýst á þann veg, að við skipti á dánarbúi Sesselju Sigurðardóttur, er síðast hafi búið að Tjarnar- götu 10 í Reykjavík og hafi andast 20. nóvember 1971, hafi 13 erfingjar, sem upp eru taldir í sáttakærunni, orðið eigendur að hluta hennar í fasteigninni nr. 10 við Tjarnargötu í Reykjavík, þ. e. þrem efstu hæðum hússins, sem teljist helmingur fasteignar- innar. Þann 20. október 1972 hafi 5 erfingjanna svo afsalað bróður sínum, stefnanda málsins, 60% af eignarhluta þeirra í 4. og 5. 1032 hæð nefndrar fasteignar, þ. e. a. s. samtals 357 hlutum. Af þeirri ástæðu, að stefnandi hafi átt fyrir 1%7 í áðurgreindum eignar- hluta, hafi eignarhluti hans orðið alls t57 hlutar. Þann 22. desember 1972 hafi Þórhallur Þorláksson f. h. stefnda gert tilboð í 4. hæð fasteignarinnar nr. 10 við Tjarnargötu. Þór- hallur hafi boðist til að kaupa eignarhlutann fyrir samtals 45 milljónir króna. Samdægurs hafi Magnús Helgason vegna eigenda samþykkt tilboð stefnda. Hafi samþykkið verið tilkynnt forráða- mönnum stefnda með símskeyti. Þann 2. janúar 1973 hafi Þór- hallur gert Magnúsi Helgasyni kunnugt, að stefndi mundi ekki standa við tilboðið frá 22. desember 1972. Með bréfi, dags. 3. janúar 1973, hafi Magnús tilkynnt Þórhalli, að eigendur 4. hæðar- innar sættu sig á engan hátt við slík málalok. Sömuleiðis hafi Þórhalli verið gefið í skyn, að leitað mundi aðstoðar dómstóla, ef þörf krefði. Í janúarmánuði 1973 hafi Brandur Brynjólfsson hæstaréttarlög- maður ritað stefnda bréf, þar sem forráðamönnum félagsins hafi verið gert kunnugt, að áðurnefndur eignarhluti mundi seldur hæstbjóðanda og Marco h/f krafið um fébætur, ef söluverð yrði lægra en kaupverð Marco h/f. Bréfi Brands hafi Hafsteinn Bald- vinsson hæstaréttarlögmaður svarað 7. febrúar 1973 að beiðni forráðamanna stefnda. Bréf Hafsteins hafi þó einvörðungu falið í sér staðhæfingar um, að gert hafi verið tilboð í hæðina af hálfu forráðamanna stefnda, án þess að þeir hefðu nokkurn tíma skoðað hana. Þann 25. febrúar 1973 hafi Brandur Brynjólfsson hæsta- réttarlögmaður sent forráðamönnum stefnda ljósrit af tilboði, sem fyrirtækið J. P. Innréttingar hafi gert í hæðina. Verðið í þessu tilviki hafi numið kr. 4.000.000. Jafnframt hafi Brandur Brynj- ólfsson hæstaréttarlögmaður spurst fyrir um, hvort forráðamenn steinda ætluðu sér að standa við tilboðið frá 22. desember 1972. Umræddu bréfi Brands hafi ekki verið svarað af hálfu forráða- manna stefnda. Þar hafi komið, að J. P. Innréttingum h/f hafi verið seld 4. hæð fasteignarinnar nr. 10 við Tjarnargötu á kr. 4.000.000. Hafi sú sala farið fram 1. mars 1973. Framangreinda málavaxtalýsingu hefur stefnandi staðfest fyrir dómi. Stefnandi sagðist ekki hafa verið viðstaddur, þegar Þór- hallur hafi gert umrætt tilboð f. h. stefnda, en hann hafi vitað, að Þórhallur hafi gert tilboðið. Helgi Magnússon endurskoðandi, bróðursonur stefnanda, hafi útbúið tilboðið, enda komið kaup- unum á og haft til þess umboð allra eigenda. Stefnandi sagði sér ekki kunnugt um, að Þórhallur hafi gert einhvern fyrirvara varð- 1033 andi tilboð sitt, og kannast ekki við, að Þórhallur hafi sagst gera tilboðið með þeim fyrirvara, að hann mætti skoða húsnæðið eftir jólin og athuga þá sinn gang betur. Ekki væri honum heldur kunnugt um, að Þórhallur hafi ekki verið þess vitandi, að tilboð hans ætti að standa til ákveðins tíma. Sömuleiðis kannaðist hann ekki við, að Þórhallur f. h. stefnda hafi einungis gert „tilboð um greiðslukjör“, sem síðan ætti að athugast nánar eftir jól. Stefn- andi sagði, að ósatt væri, að honum hafi verið ljós sú staðreynd, að aðeins hafi verið um greiðslutilboð að ræða og að honum hafi verið fullljóst, að Þórhallur hefði ekki séð eignina, þegar hann hafi ritað undir tilboðið. Þórhallur hafi skoðað eignina með Pétri Guðjónssyni, en um það, hvenær sú skoðun hafi átt sér stað, var stefnandi nokkuð reikull í framburði. Fyrst sagði stefnandi, að Þórhallur hefði verið búinn að skoða eignina, áður en hann gerði umrætt tilboð, en við samprófun hans og Þórhalls sagði stefn- andi, að hann minntist þess, að nefndur Pétur Guðjónsson hafi komið til hans og sagst hafa verið með Þórhalli að skoða eignina og að Pétur hafi óskað Þórhalli til hamingju með kaupin. Stefn- andi sagðist ekki geta munað dagsetningar, en Þórhallur hafi talið sig vera búinn að kaupa eignina, þegar hann hafi skoðað hana með Pétri, því annars hefði Pétur ekki óskað honum til hamingju með kaupin. Eftir nokkra tvísögli í framburði sagði stefnandi að lokum, að Þórhallur hafi örugglega skoðað eignina, áður en hann gerði tilboð í hana. Málavöxtum af hálfu stefnda er þannig lýst í greinargerð, að í desernber 1972 hafi Helgi Magnússon, starfsmaður á endurskoð- unarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar, löggilís endurskoðanda, rætt við Þórhall Þorláksson, forstjóra stefnda, um, að 4. hæð í Tjarnargötu 10 væri til sölu, en nefndur Helgi hafi einkum haft með að gera bókhald stefnda á skrifstofu Sigurðar Stefánssonar. Nefndur Helgi sé sonur Magnúsar Helgasonar, bróður stefnanda og eins eiganda húsnæðisins. Þórhallur hafi ekki sagst reiðu- búinn til þess að svo stöddu vegna anna rétt fyrir jólin að athuga Þetta nánar og hafi þá Helgi innt Þórhall eftir því, hvort hann væri ekki reiðubúinn til þess að gera greiðslutilboð í eignina með það í huga, að hann gæti þá skoðað hana eftir jólin og ákveðið sig nánar um kaupin, ef eigendur féllust á greiðslukjör hans. Þórhallur hafi sagst verða að ræða það áður við endurskoðanda sinn, Sigurð Stefánsson, en honum hafi verið kunnugt um, að Sigurður hefði þá nokkru áður keypt eina hæð í nefndu húsi. Þann 22. desember 1972 hafi nefndur Helgi sett upp „tilboð 1034 að greiðsluramma“ miðað við 4.5 milljón króna verð á eikninni, án þess að nokkuð væri annað tekið fram í tilboðinu en það, hvernig greiðslum skyldi háttað, ef úr kaupum yrði, og hafi Helgi sagst hafa borið greiðslurnar undir húsbónda sinn, Sigurð Stefáns- son. Helgi hafi ekki kveðið neina meinbugi vera á því, að Þór- hallur undirritaði greiðslutilboðið og að nánar yrði rætt um kaupin eftir jólin, þegar Þórhallur hefði fengið tíma til að skoða eignina og ákveða, hvort úr kaupum yrði, en Helga hafi verið kunnugt um, að Þórhallur hefði ekki þá séð eignina. Í trausti þessa hafi Þórhallur síðan ritað undir tilboðið, en hann minntist þess ekki nú, að í tilboði hans væri miðað við, að það skyldi gilda til ákveðins tíma, enda hafi verið ráðgert, að hann fengi tæki- færi til þess eftir jólin að skoða eignina og að því búnu ákveða, hvort úr kaupum yrði. Þegar hann síðan eftir jólin hafi farið að skoða eignina, hafi hann séð, að húsnæðið yrði ekki notað sem skrifstofur fyrir heildverslun hans, en sá hafi verið tilgangui með kaupunum. Margt hafi komið til, m. a. að húsnæðið hafi verið í mjög lélegu ástandi og verulegt fé hefði kostað að koma því í nothæft ástand. Í húsinu hafi ekki verið nein lyfta og eignin hefði ekki orðið laus til afnota fyrr en í fyrsta lagi í apríl 1973, þótt honum hefði verið tjáð, að hún yrði strax laus til afnota. Að öllu þessu athuguðu hafi Þórhallur talið, að úr kaupunum gæti ekki orðið, og hafi hann tilkynnt eigendum þá ákvörðun sína. Honum hefði því komið mjög á óvart afstaða eigenda, sem honum hafi verið birt með bréfi, dags. 3. janúar 1973, þar sem hann hefði áskilið sér allan rétt til þess við undirritun sína undir til- boðið að fá að skoða eignina, áður en hann tæki endanlega ákvörð- un um kaup, og það hefði verið samþykkt af fulltrúa seljenda, Helga Magnússyni. Þórhallur Ágúst Þorláksson stórkaupmaður hefur gefið skýrslu fyrir dómi. Hann sagðist ekki hafa sóst eftir því að fá að kaupa þetta húsnæði á sínum tíma. Starfsmaður á endurskoðunarskrif- stofu Sigurðar Stefánssonar, sem jafnframt sjái um bókhald fyrir stefnda, hafi sagt honum það í fréttum, að Sigurður Stefánsson væri búinn að kaupa hæð í Tjarnargötu nr. 4 og að til sölu væri önnur hæð. Hafi hann spurt, hvort þeir, þ. e. stefndi, hefðu áhuga á að kaupa það húsnæði. Hann hafi gefið lítið út á það í fyrstu, en þó sagt, að vel gæti komið til mála, að þeir keyptu þessa hæð, en þó ekki fyrr en hann væri búinn að ráðfæra sig við Sigurð Stefánsson um kaupin. Einnig hafi hann sagt við umræddan starfsmann, þ. e. a. s. Helga Magnússon, sem þarna hafi verið 1035 milligöngumaður, að hann yrði auðvitað að skoða húsnæðið, áður en hann ákvæði sig. Nokkru seinna hafi umræddur Helgi komið með uppástungu um greiðslur, ef af kaupum yrði. Stefndi hafi þá sagt honum, að þeir gætu ekki staðið undir slíkum greiðslum. Síðan hafi hann gleymt þessu þar til nokkrum dögum seinna, að Helgi hafi aftur komið til hans og sagt, hvort ekki mundi geta orðið af kaupunum með beim skilyrðum, sem fram kæmu í um- ræddu tilboði, ef honum, þ. e. Þórhallaði, líkaði húsnæðið. Helgi hafi vélritað umrætt skjal á skrifstofunni hjá Þórhalli og síðan spurt, hvort þetta sæti ekki gengið með greiðslurnar, ef af kaup- um yrði. Síðan sagði Þórhallur orðrétt: „... og ég skal viður- kenna það, að þar sem þetta var nú gert á minni skrifstofu af manni, sem ég taldi nú svona hálfgert starfsmann hjá okkur, þá las ég þetta ekki nógu vel, eins og orðið tilboð til dæmis og þessar smágreinar, sem hér eru í. Ég tók þetta ekki þannig, að það væri verið að binda mig til neins, að það var „gentlemen's agreement“ um það, að ég fengi að skoða húsnæðið, áður en ég ákvæði mig, en það gerði svo sem ekkert til, þótt við ræddum um greiðsluskil- málana fyrir fram. Þar af leiðandi skrifaði ég undir þetta. Ég skal viðurkenna það, að það var voðalega vitlaust af mér að með- höndla þetta öðruvísi, þó að hérna væri um hálfgerðan starfs- mann að ræða að mínu áliti heldur en ef ég væri úti í bæ. Ég myndi ekki hafa skrifað undir betta hjá fasteignasala úti í bæ, og það er nú orsökin fyrir þessu. Svo var hann alltaf að tala um, hvenær ég ætlaði að fara að skoða, og ég sagði, að ég hefði nú svo mikið að gera, að ég bara kæmist ekki í þetta. Svo loksins komst ég í að fara að skoða íbúðina, fór þarna út og fór að skoða þetta ...“. Þórhallur sagðist ekki nákvæmlega muna nú, hvenær það hafi verið, en það hafi verið sennilega um áramótin. Honum hafi ekki litist neitt á þetta. Bæði hafi þetta verið of hátt uppi og einnig hefði hann einhvern veginn fengið það inn í höfuðið, að húsnæðið væri einni hæð neðar. Hann hafi spurt starfsmann hjá veiðimálastjóra, sem í húsnæðinu hafi verið, hvenær hús- næðið losnaði, og honum verið sagt, að það yrði einhvern tíma með vorinu. Þá sagði Þórhallur, að hann hafi margsagt við nefnd- an Helga, að hann, þ. e. Þórhallur, yrði að ræða þessi mál við Sigurð Stefánsson endurskoðanda, sem væri eins konar fjármála- fulltrúi stefnda. Helgi hafi sagt honum, að hann væri búinn að ræða um þetta við Sigurð. Síðan hafi hann, þ. e. Þórhallur, hringt í Sigurð, eftir að hann var búinn að skoða íbúðina, og sagt hon- um, að honum litist ekki á þetta fyrir þetta verð, sem væri allt 1036 of hátt. Þá hafi Sigurður sagt orðrétt: „„47%% milljón, mér var boðið þetta fyrir 4 milljónir, og ég veit ekki til, að það hafi verið boðið neinum nema fyrir 4 milljónir“. Þórhallur ítrekaði, að þarna hefði verið um að ræða greiðslu- skilmála, ef af kaupunum yrði, því að það hefði verið „gentle- men's agreement“ milli hans og Helga, að hann, þ. e. Þórhallur, skoðaði húsnæðið. En hann hafi aldrei séð húsnæðið, áður en hann hafi undirritað umrætt tilboð. Pétur Guðjónsson hafi komið með honum að skoða þessa íbúð um áramótin eða rétt eftir ára- mótin. Helgi Magnússon viðskiptafræðingur sagði fyrir dómi, að hann væri starfsmaður á endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefáns- sonar og sem slíkur annast bókhald fyrir stefnda. Hann sagði, að þeirri hugmynd hefði skotið upp, að stefndi væri hugsanlegur kaupandi að 4. hæð hússins að Tjarnargötu 10, og hann hafi rætt þetta við forstjórann, Þórhall Þorláksson, sem hafi sýnt þessu nokkurn áhuga, og hafi þeir farið á staðinn og skoðað eignina saman. Það hafi verið rétt fyrir jólin 1972, en hann myndi það ekki nákvæmlega. Í framhaldi af þeirri skoðun hafi umrætt til- boð verið gert. Tilboðið hafi þeir Þórhallur samið í sameiningu á skrifstofu stefnda. Þeir hafi rætt verð og velt fyrir sér, hvernig stefndi gæti staðið við greiðslu á útborguninni, og síðan hafi þetta verið vélritað upp. Auk þeirra hafi ekki verið aðrir viðstaddir en Örn, sonur Þórhalls, sem hafi vélritað skjalið, að vitnið minnti. Helgi sagðist alveg vera viss um, að Þórhallur hafi ásamt honum skoðað húsnæðið fyrir jól og áður en tilboðið var gert. Með þeim hafi verið Pétur Guðjónsson. Nánar aðspurður sagði Helgi, að þetta hefði verið 22. desember 1972. Helgi mótmælti því, að hann hefði minnst á það við Þórhall, að ekki væri um bindandi tilboð að ræða. Hann hafi haft fullt umboð til að bjóða eignina á þessu verði og með umræddum kjörum. Hann ítrekaði, að rangt væri, að Þórhallur hefði gert einhverja fyrirvara varðandi kaupin. Helgi sagðist síðan hafa afhent eigendum tilboðið og hann myndi ekki betur en eigendurnir hefðu svarað tilboðinu með skeyti Þarna fyrir jólin, sennilega á Þorláksmessu. Örn Þórhallsson, framkvæmdastjóri stefnda, sagði, að systir hans, Sigríður, hefði vélritað umrætt tilboð á skrifstofu stefnda að honum viðstöddum svo og Þórhalli Þorlákssyni, föður sínum, og Helga Magnússyni. Skjalið hafi verið vélritað eftir fyrirsögn þeirra beggja, Helga og Þórhalls. Örn kvaðst hafa litið svo á, að skjalið væri aðeins tilboð um það, hvernig greiðslum yrði háttað, 1057 ef af kaupum yrði. Örn sagðist hafa ásamt áðurnefndum Helga skoðað 3. hæð umrædds húss, sennilega einum til tveim dögum áður en umrætt tilboð var dagsett. Hann hafi aldrei skoðað 4. hæðina, en viti, að faðir hans hafi gert það ásamt áðurnefndum Helga og Pétri Guðjónssyni, eftir að tilboðið hafi verið gert, en ekki sagðist hann muna nákvæmlega, hvenær það hafi verið, en það hafi verið nokkrum dögum síðar. Örn sagði, að þegar gengið hefði verið frá þessu umrædda tilboði, hafi Helgi sagt, að það væri ekki bindandi fyrir stefnda, enda hafi Helgi vitað, að Þór- hallur hefði ekki skoðað eignina. Örn lýsti aðdraganda afskipta sinna af málinu þannig, að hann og nefndur Helgi væru skóla- bræður. Helgi hafi sagt honum, að umrædd eign væri til sölu, og hann hafi skýrt föður sínum frá því, sem hafi beðið hann að skoða eignina. Örn kvaðst hafa litist illa á hana, sérstaklega vegna þess hve hátt hún væri í lyftulausu húsi. Ástæðan til þess, að ekkert hafi orðið úr kaupum, hafi verið sú, að þegar Þór- hallur, faðir hans, hafi skoðað eignina eftir „greiðslutilboðið“, hafi honum ekkert litist á hana. Hann sagði, að í þessu svokallaða tilboði hafi einungis verið um að ræða að kanna, hvernig þeir gætu fjármagnað kaupin, ef af þeim yrði. Þegar samþykki stefn- anda hafi legið fyrir, hafi hann skilið það svo, að stefnandi sam- þykkti þennan greiðslumáta og þá væri kominn tími til að ræða um, hvort af kaupunum yrði. Þetta hafi verið gert undir pressu og Helgi hafi sagt, að lokasetningin á umræddu skjali, þ. e. a. s. að tilboðið stæði til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 29. desember 1972, þyrfti að fylgja. Vitnið Pétur Guðjónsson framkvæmdastjóri sagðist hafa verið á skrifstofunni hjá Þórhalli og farið að líta á húsnæðið að Tjarnar- götu 10, en spurning geti verið, hvort þeir hafi skoðað nokkuð nema 3. hæðina, sem hafi verið í endurbyggingu, þannig að auð- velt hafi verið að sjá, hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Við þessa skoðun hafi verið staddur Helgi Magnússon, en ekki sagðist Pétur minnast þess, að fleiri hafi verið viðstaddir. Pétur sagðist ómögulega geta munað, hvenær þessi skoðun hafi átt sér stað. Þeir hafi farið upp á 4. hæð, þar sem Veiðimálastofnunin hafi verið til húsa, en aðallega dvalist á 3. hæðinni. Pétur sagðist helst minnast þess, að hann hafi sagt Þórhalli, að hann teldi hann vera að gera góðan hlut með því að fá húsnæði þarna í miðbænum, sem skapaði ýmsa möguleika. Margumrætt dskj. nr. 7, sem hér að framan hefur ýmist verið kallað „skjalið“ eða „tilboðið“, er ritað á bréfsefni stefnda með 1038 yfirskriftinni Marco h/f, umboðs- og heildverslun. Síðan eru síma- númer, pósthólf, heimilsfang og dagsetningin 22. 12. 1972. Efni skjalsins er annars svohljóðandi orðrétt: „TILBOÐ Ég undirritaður, Þórhallur Þorláksson, fyrir hönd Marco h/f, geri hér með tilboð í eignina Tjarnargata 10, 4. hæð (þar sem Veiðimálastofnunin er nú) sem hér segir: Verð: Kr. 4.500.000.00 Útb.: Kr. 2.250.000.00 Útborgunin skiptist þannig: Við undirritun samnings .. .. .. kr.500.000.00 Víxill pr. 31. 6. 1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Víxill pr. 28. 7. 1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Víxill pr.31. 8. 1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Víxill pr. 30. 9. 1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Víxill pr. 31.10.1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Víxill pr. 30.11.1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Víxill pr.31. 12. 1973 .. .. .. .. — 250.000.00 Kr. 2.250.000.00 Eftirstöðvar á skuldabréfi til 7 ára með 9% ársvöxtum. Ath. Vextir 1% á mánuði af eftirstöðvum útborgunar bætist við afborgunina 31. 12. 1973. Marco h.f. Umboðs- og heildverzlun Þ. Þorláksson. P.S. Tilboð þetta stendur til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 27. desember 1972“. Þessu tilboði var svarað með símskeyti, dags. samdægurs, en ljósrit þess hefur verið lagt fram í málinu. Texti símskeytisins er svohljóðandi orðrétt: „marco hf adðalstræti 6 reykjavik tilboð yðar idag í 4. hæð tjarnargötu 10 samþykkt gleðileg jol f. h. eigenda magnus helgason“. 1039 Eins og málavöxtum er háttað, þykir rétt að taka orðrétt upp svofellt dskj., sem lagt hefur verið fram í ljósriti: „Undirritaðir leyfa sér hér með að gera eftirfarandi tilboð í fjórðu hæð húseignarinnar Tjarnargötu 10 hér í bæ ásamt öllu, sem eignarhluta þessum fylgir. Fyrir ofangreinda eign skuldbindum við okkur að greiða kr. 4.000.000.00, sem greiðist þannig: 1. Við undirskrift kaupsamnings .. .. .. kr.500.000.00 2. Hinn 30, maí næstk... ... .. ... ... .. .. — 500.000.00 3. Hinn 30. ág. næstk. .. .. .. .. .. .. .- — 500.000.00 4. Hinn 30. nóv. næstk.... .. .. ... .. .. — 500.000.00 Eftirstöðvar kr. 2.000.000.00 með jöfnum árlegum afborgunum á næstu átta árum og 8% ársvexti og skal skuldin tryggð með il. veðrétti í eigninni, á eftir heimild til veðsetningar á 1. veð- rétti fyrir lánum samtals kr. ein milljón. Tilboð þetta stendur til kl. 12 á hádegi næstkomandi mánudag. Rv. 23. feb. 1973 f.h. JP. INNRÉTTINGAR h.f. Jón Pétursson. P.S. Eignin skal vera laus til afnota í síðasta lagi 1. apríl næstk. Ofangreint tilboð er samþykkt án breytinga. Reykjavík 26/2 1973 kl. 11.30 f. h. eigenda Oddur Helgason. Móttekið“. Þá hefur verið lagt fram í málinu svofellt hraðskeyti: „hrad ip innrettingar h.f. skeifan 7 reykjavik tilbod ydar 1 4. hæd tjarnargötu 10 dagsett 23. þ.m. er sam- þykkt her med fyrir hönd eigenda oddur helgason“. Við munnlegan flutning málsins var umboðsmaður stefnanda inntur eftir því, hvort sérstakur kaupsamningur hefði verið gerður milli þessara aðilja, en hann kvaðst ekki þrátt fyrir eftir- 1010 grennslanir hafa fundið slíkan kaupsamning og hefði hann því sennilega ekki verið gerður. Óþarft er að rekja bréfaskipti í málinu nánar, þar sem þau eru óumdeild. III. Stefnandi rökstyður mál sitt með því, að ljóst megi vera, að umræddir eigendur nefnds eignarhluta hafi selt fyrirtækinu J. P. Innréttingar h/f umrædda hæð á kr. 500.000 lægra kaupverði en Marco h/f hafi boðið þann 22. desember 1972. Af því leiði, að eigendur 4. hæðar eignarinnar nr. 10 við Tjarnargötu hafi orðið fyrir tjóni, sem nemi framangreindri fjárhæð. Umrætt tjón beri stefnda að bæta skv. almennum reglum. Stefnandi hafi átt %, hluta af verðmætum þeim, sem stefndi hafi gert tilboð í þann 22. desember 1972. Jafnvel þótt aðrir eig- endur 4. hæðarinnar geri ekki tilkall til fébóta í þessu tilviki, geti stefnandi ekki samþykkt það. Stefnandi telji sig tvímæla- laust eiga fébótakröfu á hendur stefnda vegna vanefnda hans og nemi sú krafa %, af 500.000 kr., eða stefnufjárhæðinni. Hugmynd áðurnefndra 13 eigenda hafi í öndverðu verið sú að halda kaupunum upp á stefnda. Sú hafi þó ekki orðið raunin, heldur hafi verið farin sú leið að selja hæstbjóðanda eignarhlut- ann og áskilja sér allan rétt á hendur stefnda. Meðfram hafi Þór- halli Þorlákssyni verið gert kunnugt tilboð J. P. Innréttinda h/f í eignarhlutann. Þrátt fyrir bréfaskipti hafi niðurstaðan orðið sú, að stefnandi hafi einn gert bótakröfu að hluta á hendur stefnda. Stefnandi hafi verið orðinn eigandi að umræddri íbúð að %x hlutum, þegar Þórhallur Þorláksson, framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður stefnda, hafi gert framangreint tilboð. Stefndi hafi valdið stefnanda tjóni með samningsrofi. Forráðamaður stefnda, Þórhallur Þorláksson, hafi þokað til hliðar þeirri skuldbindingu, er hann hafi tekist á hendur vegna stefnda. Síðari skýringar for- ráðamannsins breyti hér engu um. Sýknukröfu sína styður stefndi aðallega þeim rökum, að hann hafi með tilboði sínu 22. desember 1972 gert eigendum hæðar- innar „tilboð um greiðslukjör“, ef úr kaupum á nefndri hæð yrði, en gert þann fyrirvara á, sem samþykktur hafi verið af fulltrúa eigenda, að hann fengi tækifæri til að skoða eignina, áður en hann segði til um, hvort úr kaupum yrði eða ekki. Stefnanda hafi verið ljós sú staðreynd, að aðeins hafi verið um greiðslutil- boð að ræða, og honum jafnframt fullljóst, að Þórhallur Þorláks- 1041 son hefði ekki séð eignina, er hann ritaði undir tilboðið, og gert hafi verið ráð fyrir því, að skoðun eignarinnar færi fram af hálfu stefnda eftir jólin. Í tilboðinu komi ekkert fram, sem venja sé að hafa í kauptilboði um fasteignir, og greini kauptilboð frá greiðslutilboði, svo sem hvert skuli vera ástand eignarinnar, er hún flyst í ábyrgð kaupanda, miðað við kaupverðið, hvenær eignin skuli flytjast í ábyrgð kaupanda, hvernig fara skuli um áhvíl- andi veðskuldir á eigninni o. fl. Stefnanda hafi verið ljóst, að Þórhallur Þorláksson fyrir hönd stefnda hafi haft þann fyrirvara á við tilboðsgjöfina, að hann segði þá fyrst til um það, hvort úr kaupunum gæti orðið, þegar hann hefði skoðað eignina, en til- boðið hafi aðeins lotið að því, hvernig kaupverðið skyldi greitt, ef úr kaupum yrði. IV. Málsaðild er ekki vefengd. Tilboð stefnda á dskj. nr. 7 er að vísu ekki eins ítarlegt og almennt mun tíðkast í fasteignavið- skiptum, en verður þó eigi skilið á annan veg en þann, að stefndi sé að gera kauptilboð í umrædda 4. hæð fasteignarinnar Tjarnar- götu 10 í Reykjavík. Ómótmælt er, að tilboð þetta er samþykkt með símskeyti á dskj. nr. 8, og var þar með kominn á kaupsamn- ingur milli stefnanda og stefnda. Hvorki í umræddu tilboði né framlögðum gögnum kemur fram neinn fyrirvari af hálfu stefnda varðandi kaupin. Hvorki með vitnaframburðum né á annan hátt hafa af hálfu stefnda verið sönnuð nokkur þau atvik, er geri umræddan kaupsamning óskuld- bindandi fyrir hann. Við munnlegan málflutning var því lýst yfir af hálfu stefnda, að hann mótmælti ekki fjárhæð dómkröfu sem slíkri. Niðurstaða málsins verður því sú, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda stefnufjárhæðina með vöxtum, eins og krafist er. Eftir þessum málalokum verður stefndi einnig dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem eftir málavöxtum þykir hæfi- lega ákveðinn kr. 30.000. Dóm þennan kvað upp Björn Þ. Guðmundsson borgardómari. Dómsorð: Stefndi, Marco h/f, umboðs- og heildverslun, greiði stefn- anda, Viggó Helgasyni, kr. 74.074 ásamt 7% ársvöxtum frá 1. janúar 1973 til 16. maí 1973, en 9% ársvöxtum frá þeim 66 1042 degi til greiðsludags og kr. 30.000 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 14. desember 1976. Nr. 85/1975. Sigurður M. Helgason skiptaráðandi f. h. dánarbús Guðmundar J. Magnússonar (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Hreiðari Svavarssyni (Kristján Eiríksson hrl.) og til réttargæslu Unnsteini Beck skipta- ráðanda f. h. dánarbús Margeirs J. Magnússonar. Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson. Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Synjað innsetningargerðar. Valdmörk fógeta- og skiptaréttar. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. júní 1975. Hann krefst aðallega frávísunar málsins frá fó- getarétti, en til vara, að synjað verði innsetningarkröfu stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Við flutning máls þessa hér fyrir dómi lýstu lögmenn aðilja því yfir, að þeir deildu nú um 2 sparisjóðsbækur og 2 víxla, sem þeir tilgreindu nánar. Skjöl þessi eru í vörslum Unn- steins Beck skiptaráðanda vegna dánarbús Margeirs J. Magn- 1043 ússonar, sem hann hefur til opinberra skipta. Eins og komið er, ber því að beina kröfum um afhendingu skjalanna til skiptaráðandans og fá um þær úrskurð í skiptarétti Reykja- víkur, sbr. 33. og 35. gr. laga nr. 3/1878. Þegar af þessari ástæðu verður að synja um framgang hinnar umbeðnu inn- setningargerðar og fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Það athugast, að fógeta bar að kveða skýrt á um það í úr- skurði sínum, hvort hin umbeðna innsetningargerð skyldi fara fram eða ekki. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og er synjað um framangreinda innsetningu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 23. júní 1975. Gerðarbeiðandi, Hreiðar Svavarsson, Laugarnesvegi 106, hefur gert þessar réttarkröfur: að hann verði með fógetagerð settur inn í umráð tveggja sparisjóðsbóka og átta víxla, sem nú eru í fórum skiptaráðanda í dánarbúi Margeirs J. Magnússonar, og að skipta- ráðanda f. h. búsins verði gert að greiða málskostnað og að hrund- ið verði réttarkröfum skiptaráðanda í dánarbúi Guðmundar J. Magnússonar og honum f. h. búsins verði gert að greiða máls- kostnað. Af hálfu skiptaráðanda í dánarbúi Guðmundar J. Magnússonar er þess krafist, að synjað verði um hina umbeðnu innsetningar- gerð og að gerðarbeiðanda verði gert að greiða málskostnað. Af hálfu skiptaráðanda í dánarbúi Margeirs J. Magnússonar er sú krafa gerð, að málarekstur þessi verði dánarbúinu að kostn- aðarlausu. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum flutningi, sem fram fór þann 12. þessa mánaðar. Með bréfi, dagsettu 5. maí 1970, fór gerðarbeiðandi, Hreiðar Svavarsson, þess á leit, að tvær sparisjóðsbækur og átta víxlar yrðu fengin sér með innsetningargerð, en hann kvað Margeir Jón 1044 Magnússon, Miðstræti 3 A, halda þessum skjölum fyrir sér. Gerð- arbeiðandi lagði fram eftirtalin skjöl, sem kröfur hans byggðust á: Rskj. 2: „Í dag hefir undirr. móttekið sparisjóðsbók nr. 48094 útg. af Útvegsbanka Íslands, Reykjavík, með kr. 696.380.00 til geymslu af hr. Guðm. J. Magnússyni, Gautlandi 19, Reykjavík. Þá hefir undirr. einnig móttekið af sama til innheimtu víxil með tr.br. að fjárhæð kr. 48.000.00. Samþ. Jón Oddsson, Stekkjar- flöt 13, Garðahr. R. 12-8-69 Margeir J. Magnússon“. Á bakhlið: „Hinsvegar greinda inneign kr. 696.380.00 sam- kvæmt bók nr. 48904 framsel ég hér með til Hreiðars Svavars- sonar, Laugarnesveg 106, R, jafnframt hinsvegar greinda inn- heimtu kr. 48.000.00. Reykjavík í des. '69. Guðm. J. Magnússon“. Rskj. 3: „Í dag hefur undirr. móttekið til geymslu af hr. Guðm. J. Magnússyni, Grenimel 22, Reykjavík, víxil að fjárhæð kr. 63.000.00. Samþ. Helgi Magnús Jónsson, Garðastr. 9, Reykjavík. Víxillinn er tryggður með 6. veðr. í Dunhaga 23, Reykjavík, eign- arhl. Helga Magnússonar. Vextir af víxlinum eru greiddir til 19. júlí 1968. R. 20. 8. 68. Margeir J. Magnússon“. Á bakhlið: „Hinsvegar greindan víxil hefi ég í dag framselt Hreiðari Svavarssyni, Kvisthaga 27, R. 2. 10. 68. Guðm. J. Magn- ússon“. Rskj. 4: „Og víxil að fjárhæð kr. 113.300. Samþ. Edda Andrésd., Skipas. 26, Rvík. Víxillinn er tryggður með 5. veðr. í Skipasundi 26, Reykjavík, skv. tr.br. útg. 4. 7. 67. R. 22. 10. 68. Margeir J. Magnússon“. Á bakhlið: „Hinsvegar greinda fjárhæð samkvæmt víxlinum framsel ég hér með til Hreiðars Svavarssonar, Kvisthaga 27, Reykjavík, 15. 11. 68. Guðm. J. Magnússon“. Rskj. 5: „Í dag hefir undirr. móttekið til geymslu af hr. Guð- mundi J. Magnússyn, Gautlandi 19. 1. Víxill að fjárhæð kr... ... 0... 25.000.00 Samþ. Jónas Guðm., Löngubrekku 5, Kópavogsk. Vextir af víxlinum eru gr. til 27. nóv. 1967. 2. Víxill að fjárhæð kr... ... 2. 2... 100.000.00 Samþ. Vilhjálmur Sv. Jóh., Hörpug. 14, Rvík. 3. og sparisjóðsbók nr. 10061 útg. af Sparisj. Alþýðu með kr... 0... 0... 0... 100.000.00 Reykjavík 11. 2. 70. Margeir J. Magnússon“. 1045 A bakhlið: „Hinsvegar greinda tvo víxla og sparisjóðsbók nr. 10061 framsel ég til Hreiðars Svavarssonar, Laugarnesvegi 106, R. 11. 2. 70. Guðm. J. Magnússon“. Rskj. 7: „Ég undirritaður framsel hér með Hreiðari Svavars- syni eftirtalda víxla, sem tryggðir eru með veði í Dunhaga: I Víxill .. .. .. .. .. kr.30.000.00 Il Víxill „. .. .. .. .. kKr.30.000.00 III Víxill .. .. .. .. .. kr.50.000.00 Víxlar þessir eru í geymslu hjá Margeiri J. Magnússyni, Mið- stræti 3 A, allir víxlar eru samþykktir Helga M. Jónssyni. Reykjavík. Guðm. J. Magnússon“. Þann 12. mars 1970 ritar gerðarbeiðandi Margeiri J. Magnús- syni, sendir honum ljósrit af ofannefndum skjölum og krefst þess að fá þar greinda víxla og sparisjóðsbækur í hendur. Innsetningarbeiðni er rituð þann 5. maí 1970, og var fógeta- málið tekið fyrir þann 13. sama mán. Í greinargerð gerðarbeiðanda var svo frá skýrt, að hann hefði oft átt tal við Margeir um mál- efni þetta og Margeir aldrei borið á móti því, að sér væri skylt að afhenda þessi verðbréf, en sakadómur hefði brotið upp hirslur sínar og látið greipar sópa og þar væru komin verðbréfin. Í greinargerð sinni sem gerðarþola innsetningarmálsins kvað Margeir sér óviðkomandi samningur þeirra gerðarbeiðanda og Guðmundar J. Magnússonar varðandi geymslu bréfa þeirra, er málið fjallaði um. Kvaðst hann fús að afhenda þau til Guðmundar J. Magnússonar. Margnefndur Guðmundur J. Magnússon, Gautlandi 19, gerðist meðalgönguaðili í mál þetta, og kom greinargerð hans fram þann 6. júlí 1970. Krafðist hann þess aðallega, að synjað yrði um gerð- ina, en til vara, að innsetningarmálinu yrði frestað, uns lokið yrði sakadómsrannsókn, sem hann hefði stofnað til á hendur gerðarbeiðanda. Lagði hann fram afrit af kærubréfi, dags. 30. júní 1970. Heldur meðalgönguaðilinn því fast fram í þessum skjöl- um, að hann og enginn annar sé eigandi verðbréfa þeirra, sem gerðarbeiðandi krafðist umráða yfir. Með úrskurði fógeta, uppkveðnum 12. ágúst 1970, var varakrafa meðalgönguaðilja um frestun fógetamálsins tekin til greina. Nokkur endurrit af sakadómsrannsókn þeirri, sem á eftir fór, 1046 hafa verið lögð fram í fógetamáli þessu, en ekki verður séð, að þau hafi neina þýðingu til eða frá fyrir úrslit þess. Margeir J. Magnússon andaðist í júní 1973, og er bú hans undir opinberum skiptum hér við embættið. Skiptaráðandi er Unnsteinn Beck borgarfógeti. Þá andaðist Guðmundur J. Magnússon þann 6. júlí 1973, og er dánarbú hans einnig undir opinberum skiptum, en skiptaráðandi er Sigurður M. Helgason borgarfógeti. Jón A. Ólafsson sakadómari ritar skiptaráðanda Unnsteini Beck bréf þann 16. apríl 1974 og skýrir svo frá, að saksóknari hafi ritað sakadómi þann 5. apríl og komi þar fram, að ekki sé af ákæru- valdsins hálfu krafist frekari aðgerða í sambandi við kæru þá, sem rannsókn hófst út af. Enn fremur sé svo frá greint í bréfi saksóknara, að þar eð dánarbú Margeirs J. Magnússonar og Guð- mundar J. Magnússonar séu nú til skiptameðferðar, þyki rétt, að skjöl og önnur fjárverðmæti, sem frá þeim stafi, verði afhent skiptarétti Reykjavíkur eða í samráði við skiptaréttinn. Um leið sendi sakadómari nefndum skiptaráðanda í dánarbúi Margeirs J. Magnússonar allmörg verðbréf, sem sakadómur hafði endur fyrir löngu tekið í sín umráð og drepið er á hér að framan. Skiptafundur var haldinn í dánarbúi Margeirs J. Magnússonar Þann 7. janúar 1975, sbr. endurrit á rskj. 18. Var þar ákveðið, að ekki væru efni til að helga dánarbúinu þau verðmæti, sem skipta- ráðanda var skilað úr sakadómi. Nú er mál þetta er þannig loks aftur til meðferðar í fógetarétti, er krafa gerðarbeiðanda byggð sem áður á yfirlýsingum Guð- mundar J. Magnússonar um framsöl hans á ljóslega tilgreindum verðmætum til hans. Sakadómsrannsókn hafi alls ekkert í ljós leitt, sem sé lagað til að hnekkja framsölunum. Umboðsmaður dánarbús Guðmundar J. Magnússonar byggir kröfur sínar á því, að Guðmundur hafi talið framsöl þessi einskis- nýt, þar eð hann hafi verið beittur svikum og blekkingum í því efni. Komi þar mjög til greina 7. gr. laga 58/1960. Hér af leiði, að heimild gerðarbeiðanda sé langt í frá svo ljós, að fógetaréttur megi um hana fjalla, og ætti að reka deilumál þetta fyrir hinum almenna dómstóli í héraði eða fyrir skiptarétti. Enn sé á það að líta, að enda þótt opinbert mál á hendur gerðarbeiðanda félli niður vegna ákvörðunar saksóknara, sem að framan er lýst, muni það þó hafa verið forsenda saksóknara fyrir þeirri niðurfellingu, að verðmæti þau, er gerðarbeiðandi hafi viljað véla frá Guðmundi, rynnu til dánarbús hans, sbr. orð bréfs saksóknara: „Dánarbú þeirra Margeirs Jóns og Guðmundar Jóns munu vera til skipta- 1047 meðferðar við skiptarétt Reykjavíkur, og þykir því rétt, að skjöl og önnur fjárverðmæti, sem frá þeim stafa, verði afhent skipta- rétti Reykjavíkur eða í samráði við skiptaréttinn“. Á þessi rök hafi sakadómur fallist, og með bréfi sakadóms þann 16. apríl 1974 hafi hann afhent verðmæti þau, er þetta mál varðar, til skipta- réttarins vegna dánarbús Guðmundar J. Magnússonar. Sé kröfu gerðarbeiðanda um innsetningu þannig beint gegn röngum aðilja, því saksóknari og sakadómur hafi lagt svo fyrir, að verðmæti þau, er í málinu greinir, séu í vörslum skiptaréttarins vegna dánarbús Guðmundar, en ekki vegna dánarbús Margeirs. Nú kemur til athugunar, að skiptaráðandi í dánarbúi Margeirs J. Magnússonar hefur lýst því yfir, sbr. og ályktun skiptafundar, að dánarbúið vilji ekki helga sér þau verðmæti, sem hér er um deilt, og mótmæli því ekki efnislega, að innsetning fari fram, en afhending hafi ekki farið fram vegna deilu um réttan viðtakanda. Ber að skilja þetta á þann veg, að fari svo, að fógetarétturinn hafni réttarkröfum dánarbús Guðmundar J. Magnússonar, muni skiptaráðandi afhenda gerðarbeiðanda þau umkröfðu skjöl, sem eru í fórum búsins. Gerist því ekki þörf að kveða á um framgang innsetningar gagnvart dánarbúi Margeirs J. Magnússonar, en liggur þá fyrir að athuga þá kröfu dánarbús Guðmundar J. Magn- ússonar, að synjað verði um hina umbeðnu gerð. Er þá á það að líta, að skiptaráðandi í dánarbúi Margeirs J. Magnússonar hefur umráð þeirra verðmæta, sem sakadómur sendi frá sér, er lauk margnefndri sakadómsrannsókn. Það heyrir engan veginn undir fógeta að taka afstöðu til þess í þessu máli, hvor skiptaráðanda hefði með réttu átt að fá þessi umráð. Er fjarstæða að bera fram, að vafi eða ágreiningur um þetta atriði eigi að valda einhverju um úrslit þessa fógetamáls. Þá er á það að líta, að því hefur aldrei verið mótmælt, að Guð- mundur J. Magnússon hafi undirritað framsölin til gerðarbeið- anda, og ielja verður, að ekkert það hafi komið fram í máli þessu, sem eigi að orka því, að þessi framsöl eigi að vera ógild og óskuld- bindandi. Þykir því verða að taka til greina þá kröfu gerðarbeiðanda gagnvart skiptaráðanda í dánarbúi Guðmundar J. Magnússonar, að réttarkröfum þessa dánarbús verði hrundið. Þá þykir rétt eftir atvikum, að dánarbúið greiði gerðarbeiðanda málskostnað, og Þykir hann hæfilega tiltekinn kr. 25.000. En að því er viðkemur dánarbúi Margeirs J. Magnússonar á málskostnaður að falla niður. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. 1048 Því úrskurðast: Réttarkröfum skiptaráðanda í dánarbúi Guðmundar J. Magnússonar er hrundið. Skiptaráðandi í dánarbúi Guðmundar J. Magnússonar greiði f. h. búsins gerðarbeiðanda, Hreiðari Svavarssyni, kr. 25.000 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður fellur niður að því er viðkemur dánarbúi Margeirs J. Magnússonar. Þriðjudaginn 14. desember 1976. Nr. 79/1975. Vilborg Guðmundsdóttir (Þorsteinn Júlíusson hrl.) segn Haraldi Jónassyni Sigríði Haraldsdóttur og Brunabótafélagi Íslands g/t (Benedikt Blöndal hrl.) og Guðrún Jósepsdóttir og (Þorsteinn Júlíusson hrl.) Hagtrygging h/f (Hjörtur Torfason hrl.) segn Haraldi Jónssyni. Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Bifreiðaárekstur. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. júní 1975, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. maí 1975. Dómkröfur þeirra eru þessar: Áfrýjandinn Vilborg krefst þess, að hún verði sýknuð af 1049 kröfum stefnda Haralds í aðalsök í héraði. Í gagnsök í héraði krefst hún þess, að allir stefndu verði dæmdir til að greiða henni óskipt 70.960 krónur með 7% ársvöxtum frá 14. april 1973 til 16. maí s. á., með 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags. Hún krefst og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda Haralds eins í aðalsók í héraði, en úr hendi allra stefndu í gagnsök í héraði. Áfrýjandinn Guðrún krefst sýknu af öllum kröfum stefnda Haralds í málinu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Áfrýjandinn Hagtrygging h/f krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda Haralds í málinu svo og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst þessi áfrýjandi þess, að fjárhæð sú, sem héraðsdómur dæmdi hon- um að greiða stefnda Haraldi, verði lækkuð, en málskostnaðu: milli þeirra verði þá látinn falla niður, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi allra áfrýjenda. Ökumenn bifreiðanna A 3315 og A. 4106 sveigðu þeim í gáska í átt hvorri að annarri, þegar þær mættust, fyrst öku- maður A 4106, en síðan ökumaður A 3315. Ingimar Kr. Skjól- dal lögreglumaður, sem rannsakaði vettvang, hefur dregið þá ályktun af hjólförum eftir A 4106, að bifreiðin hafi hlotið að fara að einhverju leyti yfir markaða miðlínu Tryggvabraut- “OC ar. Bifreiðin A 3315 fór hins vegar að öllu leyti yfir á vinstri vegarhelming sinn, og þar varð áreksturinn. Akusturslag ökumanna beggja bifreiðanna var svo fráleitt, að ekki er rétt að telja annan þeirra eiga meiri sök á árekstrinum heldur en hinn, Ekki verður fallist á það með áfrýjandanum Hagtrygg- ingu h/f, að dæma beri honum sýknu af kröfum stefnda Haralds á grundvelli ákvæða 13. kap. mannhelgisbálks Jóns- bókar, heldur fer um ábyrgð á tjóninu eftir ákvæðum 68. gr., 69. gr. og 2. mgr. 74. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Sam- kvæmt framansögðu verður í máli þessu helmingur tjónsins lagður á áfrýjendur, en helmingur á stefndu. 1050 Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandinn Vilborg lýst yfir því, að hún uni mati héraðsdóms um, að tjón hennar hafi numið 104.935 krónum. Frá þeirri fjárhæð dregur hún 33.975 krón- ur, sem stefndi Brunabótafélag Íslands g/t hefur greitt henni. Kemur þá út fjárhæð dómkröfu hennar fyrir Hæstarétti. Er sú fjárhæð ekki tölulega vefengd af stefndu, og vaxtakrafa sætir ekki andmælum. Afrýjendur fallast á, að tjón stefnda Haralds sé rétt metið kr. 120.517.50, svo sem gert er í héraðsdómi, og vaxtakröt- unni er ekki andmælt. Samkvæmt framansögðu verða úrslit málsins þau, að í aðalsök í héraði verða áfrýjendur dæmdir til að greiða stefnda Haraldi óskipt 60.274 krónur með vöxtum, svo sem krafist er, svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 55.000 krónur. Í gagnsök í héraði ber stefndu að greiða áfrýjandanun Vilborgu óskipt 18.492 krónur (52,467 = 33.975 krónur) með vöxtum, cins og krafist er. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað í sagnsök í héraði á að vera óraskað, en stefndu greiði áfréjandanum Vilborgu óskipt 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. é Dómsorð: Áfrýjendur, Vilborg Guðmundsdóttir, Guðrún Jóseps- dóttir og Hagtrygging h/f, greiði stefnda Haraldi Jóns- syni óskipt 60.274 krónur með 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1973 til 16. maí s. á., 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, samtals 55.000 krónur. Stefndu, Haraldur Jónsson, Sigríður Haraldsdóttir og Brunabótafélag Íslands g/t, greiði áfrýjanda Vilborgu Guðmundsdóttur óskipt 18.492 krónur með 7% ársvöxt- um frá 14. apríl 1973 til 16. maí s. á., 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim 1051 degi til greiðsludags og 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, en ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostn- að í gagnsök í héraði á að vera óraskað. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um, Dómur bæjarþings Akureyrar 12. desember 1974. Mál þetta, sem dómtekið var 3. desember sl., hefur Haraldur Jónsson verkamaður, Kotárgerði 4, Akureyri, höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 15. nóvember 1973, á hendur Jósep Þorsteinssyni bifvélavirkjameistara, Vanabyggð 8 E, Akureyri, persónulega og f. h. ólögráða dóttur sinnar Guðrúnar og Hag- tryggingu h/f, Reykjavík, in solidðum til greiðslu skuldar. Með gagnstefnu, útgefinni 2. janúar 1974, höfðaði aðalstefndi, Jósep Þorsteinsson, gansök á hendur aðalstefnanda, Haraldi Jóns- syni, persónulega og f. h. ólögráða dóttur sinnar Sigríðar og Brunabótafélagi Íslands, Reykjavík, til greiðslu skuldar in sol- idum. Samkvæmt yfirlýsingu lögmanns aðalstefnda, Jóseps Þorsteins- sonar, lést hann hinn 23. júní sl., og hefur ekkja hans, Vilborg Guðmundsdótiir, Tjarnarlundi 1 A, Akureyri, fengið leyfi til setu í óskiptu búi og tekið við málarekstri þessum að öllu leyti í hans stað. Þá eru bæði aðalstefnda Guðrún og gagnstefnda Sigríður nú orðnar lögráða og kröfum nú beint að þeim sjálfum. Kröfur í aðalsök. Aðalstefnandi krefst þess, að aðalstefndu verði in solidum dæmd til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 130.355.50 með 7% ársvöxt- um frá 14. apríl 1973 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Aðalstefndu krefjast sýknu og málskostnaðar. Kröfur í gagnsök. Gagnstefnandi krefst þess, að gagnstefndu verði in solidum dæmd til þess að greiða honum kr. 113.934.50 með 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1973 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, allt að frádregnum 1052 kr. 33.975, sem gagnstefndi Brunabótafélag Íslands hefur greitt inn á kröfuna. Gagnstefndu krefjast sýknu af öllum kröfum gagnstefnanda og málskostnaðar í gagnsök. Málavextir bæði í aðalsök og gagnsök eru þeir, að hinn 14. apríl 1973 varð árekstur milli bifreiðanna A 3315, eign aðal- stefnda Jóseps, og A 4106, eign aðalstefnanda Haralds, á Tryggva- braut á Akureyri nokkru vestan við hús nr. 22. Dóttir aðalstefnda, Guðrún, ók bifreiðinni A 3315, en dóttir aðalstefnanda, Sigríður, ók A 4106. Varð áreksturinn með þeim hætti, að bifreiðinni A 4106 var ekið vestur Tryggvabraut, en A 3315 austur sömu götu. Þegar bifreiðarnar nálguðust hvor aðra, sveigðu báðir ökumenn til vinstri með þeim afleiðingum, að árekstur varð milli bifreið- anna á norðurhluta götunnar, og höfnuðu bifreiðarnar að mestu norður af götunni. Skemmdir á bifreiðunum urðu allmiklar, en slys á fólki smávægileg. Gata sú, sem hér um ræðir, er bein, hallalaus og malbikuð, 14 metra breið og skipt í tvær akreinar með máluðu striki í miðju. Samkvæmt lögregluskýrslu voru akstursskilyrði góð, bjart og þurrt. Lögreglumenn fóru á árekstursstað og gerðu uppdrátt af vett- vangi, sem fram hefur verið lagður í málinu. Á uppdrættinum eru sýnd tvenn hjólför á norðurhluta götunnar nálægt miðlínu, sem talin eru eftir bifreiðarnar. Í skýrslu Ingimars Kr. Skjóldals lögreglumanns, sem fór á vettvang, og sem samin er samdægurs, segir:,,... hafði áreksturinn orðið eftir förum að dæma á norðurhluta götunnar, en síðan höfðu báðar bifreiðarnar kastast norður fyrir götuna. Stjórnandi A 4106 kvaðst hafa ekið vestur Tryggvabraut og séð A 3315 koma á móti, hafi hraði sinn verið tæplega 40 km. Hún segist þekkja stjórnanda A 3315 og hafi hún gert sér að leik að sveigja sinni bifreið í átt til A 3315 og hafi stjórnandi hennar gert slíkt hið sama. Er bifreiðarnar nálguðust hvor aðra, segist hún hafa sveigt sinni bifreið til hægri, en það hafi stjórnanda hinnar bifreiðar- innar ekki tekist og hafi bifreiðarnar skollið saman af talsverðu afli og síðan kastast norður fyrir götuna. Stjórnandi A 3315 kvaðst hafa ekið austur Tryggvabraut á ca 4050 km hraða. Hún segist hafa sveigt bifreið sinni til vinstri, eins og stjórnandi A 4106, hins vegar hafi sér ekki tekist að sveigja nægilega fljótt aftur til hægri og hafi hægra framhorn bifreiðar sinnar lent framan á A 4106, vinstra megin, síðan hafi bifreiðin snúist og hafi þá afturhorn 1053 bifreiðanna rekist saman. Bifreiðin hafi svo stöðvast öll fyrir norðan steyptan götukantinn“. Daginn eftir mætti ökumaður A 3315, stefnda Guðrún, hjá lög- reglu, og staðfesti hún framangreinda skýrslu með undirritun sinni, og hinn 16. apríl s. á. staðfesti ökumaður A 4106, gagn- stefnda Sigríður, einnig skýrslu þessa með undirritun sinni með þeirri athugasemd, að ökumaður A 3315 hefði ekki reynt að sveigja til hægri, eins og gefið sé í skyn í frásögn hennar. Þá staðfestu báðar stúlkurnar uppdrátt lögreglumannsins sem réttan. Vitnið Inga Lára Bachmann var farþegi í bifreiðinni A 3319. Hún gaf skýrslu hjá lögreglu þann 17. apríl 1973. Kvaðst hún giska á, að ökuhraðinn hefði verið um 40 km miðað við klst., er þær óku austur Tryggvabraut og bifreiðin A 4106 kom á móti. Ofurlitlu áður en bifreiðarnar mættust, hafi ökumaður A 4106 sveigt til vinstri, og taldi vitnið, að sú bifreið hefði að hálfu leyti farið yfir miðlínu götunnar. Guðrún, ökumaður Á 3315, hefði þá gert slíkt hið sama og sveigt til vinstri í átt að A 4106 og síðan hafi litlum togum skipt, að bifreiðarnar rákust saman. Kvaðst vitnið telja, að Guðrún, ökumaður A 3315, hefði ætlað að reyna að forðast árekstur með því að aka norðan við A 4106, er hún óttaðist árekstur við hana, en þá hafi ökumaður A 4106 fært sína bifreið til hægri og áreksturinn orðið á þeim helmingi götunnar. Vitnið Áslaug Axelsdóttir, sambýliskona aðalstefnanda og móðir gagnstefndu Sigríðar, var farþegi í bifreiðinni A 4106, og gaf hún skýrslu hjá lögreglu þann 24. apríl 1973. Staðfesti hún, að skýrsla ökumanns A 4106 væri rétt. Sagði vitnið, að ekki hefði annað verið hægt að sjá en að ökumaður Á 3315 hefði misst vald á bifreið sinni, nokkru áður en bifreiðarnar mættust. Vitnið giskaði á, að ökuhraði A 3315 hefði verið 50—60 km. Þá tók vitnið fram, að hún teldi öruggt, að ökumaður A 4106 hefði ekki farið suður fyrir miðlínu götunnar. Ingimar Skjóldal lögreglumaður hefur til viðbótar áðurnefndri skýrslu gefið svofellda lögregluskýrslu um atburðinn: „Undirritaður gerði athugun á vettvangi og varð ekki annarra greinilegra ummerkja var á staðnum en þegar eru á vettvangs- uppdrætti, er ég gerði. Þó skal það tekið fram, að álit mitt er af stefnu hjólfara, er talin voru eftir bifreiðina A 4106, að ljóst sé, að hún hafi hlotið að fara suður fyrir miðlínu, er þarna skiptir Tryggvabraut að endilöngu. Strax eftir að ég hafði gert vettvangsrannsókn, spurði ég stjórnendur ökutækjanna um aðdraganda óhappsins. Skýrðu þær 1054 mér svo frá, að áreksturinn væri fyrst og fremst að kenna „fífla- gangi“, eins og þær tóku til orða. Þá sögðu þær, sem fram er komið í fyrri skýrslu minni, að þær hefðu gert sér að leik að sveigja Í veg hvor fyrir aðra, og skildi ég það þannig, að hvor bifreið fyrir sig hefði sveigt inn á öfugan vegarhelming, enda tæplega hægt að segja, að bifreiðarnar sveigi í veg fyrir hvor aðra, ef svo hefði ekki verið“. Yfirheyrslur fyrir dóminum fóru fram 2. desember sl., og stað- festu framangreindir aðiljar og vitni þá skýrslur sínar. Vitnið Ingimar Skjóldal kveðst ekki muna, hvenær hann samdi viðbótarskýrslu þá, sem að framan er rakin, en telur, að það hafi verið viku til hálfum mánuði eftir áreksturinn. Þá segir vitnið, að ökumenn bifreiðanna muni hafa viðhaft orða- lagið að sveigja bifreiðum sínum í átt til hvor annarrar, en ekki í veg fyrir hvor aðra, eins og segir í viðbótarskýrslu þessari, heldur hafi síðara orðalagið verið sinn skilningur á frásögn þeirra. Vitnið ítrekar, að ekki hafi verið glögg ummerki á götunni eftir árekst- urinn, sem af mætti ráða, hvar áreksturinn varð eða hvernig af- staða bifreiðanna var, þegar áreksturinn varð. Gagnstefnda Sigríður skýrir svo frá fyrir dóminum, að hún hafi í greint sinn ekið A 4106 vestur Tryggvabraut á hægri kanti götunnar. Kveðst hún þá hafa séð bifreiðina A 3315 koma á móti sér. Hafi hún þá sveigt til vinstri að miðlínu götunnar, en síðan hafi hún þegar beygt aftur til hægri að hægri brún götunnar. Hún kveðst ekki hafa farið yfir miðlínu götunnar. Þegar hún hafi verið komin að hægri brún götunnar, hafi A 3315 sveigt í áttina til sín yfir á norðurhluta götunnar og ökumaður virst missa vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum, að árekstur varð nyrst á göt- unni. Hún kveðst hafa verið í beinni stefnu eftir götunni við hægri brún, þegar áreksturinn varð. Ekki kveðst hún geta gert sér grein fyrir fjarlægðinni á milli bifreiðanna, þegar hún sveigði að miðlínu, en þó nokkur vegalengd hafi þó verið á milli bifreið- anna. Stefnda Guðrún skýrir svo frá fyrir dóminum, að hún hafi ekið A 3315 austur Tryggvabraut nálægt miðlínu götunnar, þegar hún sá A 4106 koma á móti sér. Segir hún, að ÁA 4106 hafi sveigt yfir miðlínuna yfir á sinn götuhelming og hafi sér virst árekstur vera yfirvofandi. Til að forðast árekstur hafi hún sveigt til norðurs, en þá hafi A 4106 einnig beygt til norðurs og árekstur orðið. Nánar skýrir hún svo frá, að fyrst hafi hún sveigt til vinstri, begar hún sá ökumann A 4106 gera það, síðan hafi hún ætlað að 1055 beygja aftur til hægri, en sér hafi þá virst það mundu leiða til áreksturs og því beygt aftur til vinstri. Hún kveðst ekki geta gefið á því skýringu, hvers vegna hún beygði upphaflega til vinstri. Hún segir, að sér hafi ekki fundist langt á milli bifreið- anna, þegar A 4106 sveigði til suðurs. Vitnið Inga Lára kveðst ekki geta sagt um, hver fjarlægðin hafi verið á milli bifreiðanna, þegar A 4106 sveigði yfir miðlínu, en sér hafi ekki fundist langt á milli þeirra. Vitnið Áslaug Axelsdóttir segir, að sér hafi virst alllangt bil á milli bifreiðanna, þegar A 4106 sveigði til suðurs. Vitnið kveðst telja öruggt, að A 4106 hafi aldrei farið yfir miðlínu götunnar. Þá segir vitnið, að A 4106 hafi verið á beinni stefnu við hægri brún götunnar, þegar áreksturinn varð. Páll Þorkelsson lögreglumaður fór á vettvang ásamt Ingimar Skjóldal, og skýrir hann svo frá fyrir dóminum, að hann muni ekki, hvort ummerki á árekstursstað hafi bent til þess, hvar á götunni áreksturinn varð eða hver afstaða og akstursleið hafi verið. Vitnið segir, að báðar stúlkurnar hafi viðurkennt að hafa sveigt hvor að annarri og að sig minni, að Sigríður hafi gefið Í skyn, að ökumaður A 3315 hafi misst vald á bifreið sinni, en sjálf hafi hún verið búin að rétta sína bifreið af. Segir vitnið, að Guðrún hafi ekki neitað frásögn Sigríðar um aðdraganda árekst- ursins. Aðalsök. Kröfu sína í aðalsök rökstyður aðalstefnandi þannig, að öku- kona A 3315, aðalstefnda Guðrún, beri alla sök á árekstrinum og fébótaábyrgð samkvæmt umferðarlögum, þar sem hún hafi farið yfir miðlínu vegar. Tryggvabraut sé merkt með hvítri línu langs- um til aðgreiningar vegarhelmingum. Ástæða þess, að A 3315 hafi farið yfir miðlínu vegar, hafi verið sú, að ökukona missti allt vald á bifreiðinni. Beri hún því ein alla sök og því fébótaábyrgð með Hagtryggingu h/f, sem beri fébótaábyrgð samkvæmt 2. mgr. 72. gr. umferðarlaga. Einnig beri skráður eigandi bifreiðarinnar fébótaábyrgð. Sýknukröfu sína í aðalsök rökstyðja aðalstefndu Vilborg og Guðrún með því, að telja verði, að ökumaður A 4106 eigi alla sök á árekstrinum. Hún hafi gert sér að leik að sveigja bifreið sinni í átt til A 3315 og með þeirri háttsemi hafi hún gróflega brotið reglur umferðarlaga og megi í því sambandi benda á 1. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Upphafið á því, hvernig til tókst, eigi ökumaður A 4106 og sé það eina finnanlega skýringin á árekstr- 1056 inum. Ljóst sé, að bifreiðarnar hefðu auðveldlega getað mæst á veginum, ef allt hefði verið með felldu, og hverfandi líkur til þess, að árekstur hefði orðið, ef ökumaður A 4106 hefði ekki sveigt fyrir ÁA 3315. Þá sé ljóst af gögnum málsins, að bifreiðin A 4106 hafi farið suður yfir miðlínu götunnar. Ekki skipti máli, hvar áreksturinn varð. Ökumaður A 3315 hafi ekki átt annan kost en beygja yfir á nyrðri akrein. Það, sem skipti máli, sé aðdragandinn að árekstrinum. Þá sé ljóst, að ökumaður A 3315 hafi ekki átt þess kost að af- stýra árekstri. Bifreiðinni A 4106 hafi skyndilega verið sveigt beint í veg fyrir A 3315 og ökukona A 3315 þá gripið til þess ráðs að sveigja til vinstri, en þá hafi bifreiðinni A 4106 verið sveigt aftur í veg fyrir hana. Þetta hafi allt gerst á örfáum sekúndum og tími til umhugsunar því verið naumur. Verði því að telja, að ökukona A 3315 eigi enga sök á árekstrinum. Aðalstefndi Hagtrygging byggir sýknukröfu sína aðallega á því, að aðalstefnandi hafi með því að stofna til leiks firrt sig öllum rétti til fébóta, og vísar hann í því sambandi til 68. gr. umferðar- laga og 13. kap. mannhelgisbálks Jónsbókar. Með því að árekstur- inn verði rakinn til leiks ökumanna eða fíflagangs, eigi hvor aðilja um sig að bera sitt tjón og komi ekki til, að hér hafi verið um að ræða atburð, sem geti verið bótaskyldur út úr hinni lögboðnu ábyrgðartryggingu bifreiða. Til vara rökstyður aðalstefndi Hagtrygging á sama hátt og aðalstefndu Vilborg og Guðrún. Telja verður sannað, að ökukonur beggja bifreiðanna hafi af leikaraskap beygt bifreiðunum, a. m. k. í átt til hvor annarrar, en þær óku hvor á móti annarri á Tryggvabraut í greint sinn. Þessi gáleysislegi akstursmáti leiddi til áreksturs þess, er mál þetta varðar. Eiga ökukonur beggja bifreiðanna því sök á árekstr- inum. Samkvæmt 68. gr., sbr. 73. gr. umferðarlaga ber að meta sök beggja ökumanna og skipta tjóninu á milli ökutækjanna í samræmi við það mat. Samkvæmt framansögðu verða sýknu- kröfur aðalstefndu ekki teknar til greina. Eins og að framan er rakið, var upphafið að árekstrinum leik- araskapur beggja ökukvennanna, en með hliðsjón af því, að árekst- urinn varð á norðurhluta götunnar (akstursleið A 4106), en ósann- að er, að bifreiðinni A 4106 hafi verið ekið yfir miðlínu götunnar (yfir á akstursleið A 3315), þykir sök hæfilega skipt þannig, að ökukona A 3315 beri %, en ökukona A 4106 1 hluta sakar. 1057 Ber samkvæmt framansögðu að dæma aðalstefndu til að greiða aðalstefnanda % hluta tjóns hans. Aðalstefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Viðgerðarkostnaður .. .. .. .. .. .. .. .. .. kr. 112.330.50 2. Bætur fyrir afnotamissi í 30 daga, kr. 500.00 perðag .. .. 0... 0... 0... — 15.000.00 3. Matskostnaður .. ................ 00... — 3.025.00 Samtals kr. 130.355.50 Um lið 1. Kröfu samkvæmt lið þessum hefur verið mótmælt sem órök- studdri að svo miklu leyti sem reikningar bera ekki með sér, að þeir eigi við bifreiðina A 4106. Aðalstefnandi hefur lagt fram reikninga samtals að fjárhæð kr. 112.330.50. Þar af eru tveir reikningar að fjárhæð kr. 1.783.00, sem samkvæmt áritun eiga við bifreiðina A 2579. Að öðru leyti þykir krafa samkvæmt þess- um lið nægjanlega rökstudd og verður tekin til greina með kr. 110.547.50. Um lið 2. Kröfu samkvæmt lið þessum er mótmælt sem of hárri, þar sem ekki sé upplýst, hversu langan tíma tók að gera við bifreiðina. Aðalstefnandi rökstyður kröfulið þennan á þann hátt, að hann hafi látið dómkvadda menn meta viðgerðarkostnaðinn og fram komi í matsgerð, að 125 klst fari í viðgerðina og sé það nær mán- aðarvinna. Eftir atvikum þykja bætur samkvæmt lið þessum hæfilegar kr. 10.000.00. Um lið 2. Rétt er, að krafa samkvæmt lið þessum komi til álita við ákvörð- un málskostnaðar. Niðurstaða í aðalsök er samkvæmt framanskráðu sú, að dæma ber aðalstefndu in solidum til þess að greiða aðalstefnanda % hluta af kr. 110.547.50 - 10.000.00, eða kr. 80.365.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1973 til 16. maí 1973, 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar, sem telst hæfilega ákveðinn kr. 31.000. 67 1058 Gagnsök. Rök gagnstefnanda fyrir kröfum sínum í gagnsök eru öll hin sömu og í aðalsök. Gagnstefndu rökstyðja sýknukröfur sínar á sama hátt og kröfur aðalstefnanda í aðalsök, að því viðbættu, að gagnstefndi Bruna- bótafélag Íslands krefst sýknu á þeim forsendum, að hvor aðilja um sig eigi að bera sitt tjón sjálfur, með sömu rökum og áður er lýst í aðalsök að því er varðar aðalstefnda Hagtryggingu h/f. Þá er því loks haldið fram, að gagnstefnandi hafi þegar fengið greiddan þann hluta tjóns síns, sem honum beri, og leiði það til sýknu. Með vísan til þess, sem áður er rakið í aðalsök, ber gagnstefndu að bæta gagnstefnanda tjón hans að %% hluta. Gagnstefnandi sundurliðar tjón sitt þannig: 1. Viðgerðarkostnaður samkvæmt reikningum . kr. 89.934.50 2. Tjón vegna afnotamissis, 30 dagar, kr. 800.00 pPr.ðag .. 2... — 24.000.00 Samtals kr. 113.934.50 Um lið 1. Gagnstefnandi hefur lagt fram reikninga til rökstuðnings lið þessum, og hafa þeir ekki sætt andmælum. Ber því að taka hann til greina að fullu. Um lið 2. Gagnstefndu hafa mótmælt lið þessum sem of háum að því er varðar tjón pr. dag. Þykir hæfilegt að taka lið þennan til greina með kr. 15.000.00. Samkvæmt framanskráðu er bótaskylt tjón gagnstefnanda 1 hluti af kr. 89.934.50 15.000.00, eða kr. 34.978.00. Hinn 29. apríl 1973 greiddi gagnstefndi Brunabótafélag Íslands gagnstefnanda kr. 33.935.00 upp í tjón hans. Mismunur er því kr. 1.003.00, og ber að dæma gagnstefndu til að greiða gagnstefnanda þá fjárhæð ásamt 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1973 til 16. maí s. á., 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að málskostnaður í gagnsök falli niður. 1059 Dómsorð: Aðalstefndu, Vilborg Guðmundsdóttir, Guðrún Jósepsdóttir og Hagtrygging h/f, greiði aðalstefnanda Haraldi Jónssyni in solidum kr. 80.365.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1973 til 16. maí s. á., 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 31.000 í málskostnað í aðalsök. Gagnstefndu, Haraldur Jónsson, Sigríður Haraldsdóttir og Brunabótafélag Íslands, greiði gagnstefnanda Vilborgu Guð- mundsdóttur in soliðum kr. 1.003.00 ásamt 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1973 til 16. maí s. á., 9% ársvöxtum frá þeim degi til 16. júlí 1974 og 13% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags, en málskostnaður falli niður í gagnsök. Dómurinn er aðfararhæfur að liðnum 15 dögum frá lög- birtingu hans. Föstudaginn 17. desember 1976. Nr. 123/1975. Agnar Angantýsson (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum f. h. Vestmannaeyjakaupstaðar (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Vinnusamningur. Opinberir starfsmenn. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 22. september 1975. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 39.580 krónur með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af 18.070 krónum frá 1. desember 1971 til 1. mars 1972, af 29.078 krónum frá þeim degi til 1. júní 1972 1060 og af 39.580 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eins og sakarefni þessu er háttað, þykir áfrýjandi geta beint kröfum sínum gegn stefnda einum, sbr. 13. gr. laga nr. 56/1972 og áður lög nr. 56,/1963. Málsaðiljar ern á einu máli um, að samningur sá milli Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og bæjarstjórnar Vestmannaeyja „um vinnutíma starfsmanna Vestmannaevja- bæjar, víirvinnukaup og önnur kjör, er hér skipta máli“, frá 22. mars 1971, eigi við um starfskjör áfrýjanda hjá stefnda. 7. gr. kjarasamnings þessa lætur svo mælt: „Á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar, 15 mínútur og 20 mín- útur, og teljast þeir til vinnutíma“. Í 3. mgr. 9. gr. samninss- ins segir svo: „Matartímar í yfirvinnu, sem unnir ert, og kaffitímar allir, sem unnir eru, greiðast sem viðbótartímar við unna yfirvinnu“. Málssókn þessi er á því reist, að áfrvjandi hafi eigi hat! fastan, fyrirfram afmarkaðan kaffitíma og hafi verið undir hælinn lagt, hvenær hann hafi notið þessa starfshlés eða hvort hann hafi notið þess. Af sögnum og málflutningi má ráða, að áfrýjandi hafi að jafnaði notið kaffihlés, en að því er hann telur á óreglulegum tíma og eigi ávallt samfellt. í málinu skortir gögn um, hversu margir kaffitímar það séu á því tímabili, sem málssóknin tekur til, er áfrýjandi hefur unnið og orðið af kaffihléi. Samningsákvæði þau, sem hér eiga við, verða eigi skýrð svo, að þau tryggi áfrýjanda fvrir- fram ákveðna kaffitíma, er eigi verði hnikað til, enda má ætla, að starfsskyldur hans torveldi slíkt fyrirkomulag. Með þessum athugasemdum þykir bera að staðfesta hinn áfrýj- aða dóm. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 1061 Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 3. júlí 1975. Mál þetta, sem dómtekið var í dag að afloknum munnlegum málflutningi, hefur Agnar Angantýsson lögregluvarðstjóri, Bröttugötu 6, Vestmannaeyjum, höfðað með stefnu, birtri 12. júní 1972, á hendur Vestmannaeyjakaupstað. Fyrir dóminum gerir hann þær kröfur, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 39.580 ásamt með 1% dráttarvöxtum fyrir mánuð eða brot úr mánuði af kr. 18.070 frá 1. desember 1971 til 1. mars 1972, af kr. 29.078 frá þeim degi til 1. júní 1972 og af kr. 39.580 frá þeim degi til greiðsludags auk alls málskostnaðar að fullu, þar með talin málfærslulaun skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Af hálfu stefnda hefur verið sótt þing og þær kröfur gerðar, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt mati dómsins. Sáttatilraun reyndist árang- urslaus. Stefnandi máls þessa var lögregluvarðstjóri hér í Vestmanna- eyjum á því tímabili, sem hér um ræðir. Vinnutími var 5%X8 klst. á viku, og þáði stefnandi laun samkvæmt kjarasamningi starfs- mannafélags Vestmannaeyjabæjar og bæjarstjórnar Vestmanna- eyja frá 22. mars 1971. Eru kröfur stefnanda á því reistar, að þar sem hann hafi aldrei fengið ákveðna kaffitíma á skylduvöktum, beri stefnda að greiða yfirvinnukaup fyrir alla kaffitíma á skyldu- vakt á tímabilinu 12. maí 1971 til 1. júní 1972, og vitnar stefnandi í því sambandi til 7. gr. áður nefnds kjarasamnings. Hefur stefnandi lagt fram tvo reikninga, svohljóðandi: „Til Bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar. Frá Agnari Angantýssyni, varðstj. lögr. 1971. An: Vangoldnir, staðnir kaffitímar á skyldu- vakt, fyrir tímabilið 12. maí til 30. nóv. 1971, alls 113 dagar X (20--15 mín) = 35 mín. 35 mín>(113 d. = 3955 mín. — 65 klst. á kr. 278.00 18.070.00 Samt.: 18.070.00 Samþ.: GREITT:“ 1062 „Bæjarsjóður Vestmannaeyjakaupstaðar. 1972. An: Vangoldnir, staðnir kaffitímar á skyldu- vakt. Frá 1. des. 1971 til 1. marz 1972 — 37 klst. á kr. 297.53 .. 0... 00.00.0000... 0. 2. 2. 11.008.00 Frá 1. marz 1972 til 1. júní 1972 = 35 klst. á kr. 300.06 0... ......0. 0. 0... 02. 0. 10.502.00 Samt.: 21.510.00 GREITT: Agnar Angantýsson, varðstjóri“. Stefnandi hefur komið fyrir dóminn og staðfest, að reikning- arnir séu frá honum komnir. Hann kveður hverja vakt vera 8 tíma og engan kaffitíma vera á vöktunum og að hann hafi tekið kaffitíma á hlaupum. Hann kveður 2 menn vera að jafnaði á hverri skylduvakt, en síðan komi fleiri á aukavakt eftir álagi. Aðspurður um, hvort hann muni eftir svo annasamri vakt, að eigi hafi reynst unnt að taka 35 mínútur til kaffis, sagði stefnandi, að aldrei hefði reynst unnt að taka sérstakan kaffitíma, enda sé lögreglumönnum ekki leyft að taka kaffitíma. Einnig skýrði hann svo frá, að greiddar hefðu verið 5 mínútur fyrir hverja klukkustund á aukavakt fram til 1. júní 1972, en þá hefði því verið hætt. Frammi liggja í máli þessu aðiljaskýrslur í málum Valgeirs Guðmundssonar, Birgis Sigurjónssonar, Óskars P. Einarssonar, Ragnars Á. Helgasonar, Gunnars Sigtryggssonar, Þorvalds Bene- diktssonar, Kjartans B. Guðmundssonar og Haralds Haraldssonar gegn Vestmannaeyjakaupstað, en þau mál snúast um sömu atriði og mál þetta. Af framburði þeirra kemur fram, að ekki var ákveð- inn neinn sérstakur kaffitími á vöktum, en menn hefðu drukkið kaffi eftir því sem tóm gafst á hverri vakt. Hafi það verið undir hælinn lagt, hvort tóm gæfist til kaffidrykkju. Einnig hafi þeim verið bannað að fara af vaktinni í kaffi eða annað. Vitnið Guðmundur Guðmundsson yfirlögregluþjónn, Helgafelli, Vestmannaeyjum, hefur komið fyrir dóminn. Verður framburður hans rakinn hér: „Undir vitnið er nú borið bréf til bæjargjaldkera. Vitnið kann- ast við, að bréfið sé frá því komið. Aspurt um tilefni bréfsins segir vitnið, að Ragnar Helgason 1063 varðstj. hafi komið til þess og beðið það að skrifa upp á reikning fyrir kaffitíma á skylduvakt. Vitnið vissi, að ágreiningur var um túlkun á ákvæði í kjara- samningum við kaupstaðinn varðandi greiðslu á kaffitímum á skylduvakt, og í stað þess að skrifa upp á reikninginn hafi það skrifað bréfið til bæjargjaldkera. Hvað snertir greiðslu fyrir kaffitíma á aukavakt, segir mætti, að það hafi haft það frá formanni Starfsmannafélagsins, að greiða ætti fyrir kaffitíma á aukavakt. Í framhaldi af þessu upplýsir vitnið, að á reikningum frá lög- regluþjónum hér fyrir yfirvinnu hafi verið sundurgreint, hvað voru kaffitímar, en aftur á yfirliti, sem mætti sendir skrifstofu bæjarins yfir yfirvinnuna og vaktaálag, hafi þetta ekki verið sundurgreint. Aðspurður af Georg H. Tryggvasyni lögfr., hvort vitninu hafi gefist kostur á því að kanna á reikningi stefnanda og öðrum lög- regluþjónum hér, hvort fjöldi klst. væri réttur, segir mætti svo ekki vera. Mætti minnist þess ekki að hafa séð annan reikning en frá Ragnari Helgasyni varðstj. Vitnið segir hinsvegar, að sér hafi verið kunnugt um, að aðrir lögregluþjónar væru með slíka reikninga. Aðspurður, hvort lögreglumenn hafi álitið sig geta yfirgefið lögreglustöðina í kaffitímum, segir vitnið, að lögreglumenn hafi álitið kaffitímann vera frían tíma, sem þeir gætu notað til sinna eigin þarfa, og sagði vitnið lögregluþjónunum þá hug sinn um bað, að þeir mættu ekki yfirgefa lögreglustöðina, meðan á vakt- inni stæði, nema til að gegna skyldustörfum. Aðspurt, hvort lögregluþjónum sé ætlaður sérstakur tími til kaffidrykkju, kveður vitnið svo ekki vera, en þeir drekki kaffi á vöktunum, og sé það gert með samþykki mætta. Hinsvegar þurfi lögregluþjónar ætíð að vera við því búnir að sinna kalli. Aðspurt, hvort vitnið telji, að lögregluþjónum gefist yfirleitt tími til að fá sér kaffi á vöktum, segir mætti, að oft gefist góð hlé á vöktunum, en álag geti verið mismunandi, stundum gefist mjög góð hlé og stundum ekki, en þetta fari eftir ýmsu, t. d. árs- tímanum og vikudögum. Undir vitnið er nú borið dskj. nr. 20, útdráttur úr dagbók lög- reglumanna í Vestmannaeyjum. Athugasemdir, sem skráðar eru á skjalið, eru nú bornar undir mætta, og segir hann þar rétt frá skýrt. Mætti segir skjal þetta þannig til komið, að hann hafi fengið 1064 boð frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum um, að Georg H. Tryggvason lögfr. mætti fá upplýsingar úr dagbók lögreglunnar varðandi tíðni útkalla. Fór vitnið þá með dagbókina til lögfræðingsins og var með þeim hætti, að vitnið las upp úr bókinni, hvenær útkall hefði verið og eðli útkallsins, og skrifaði lögfræðingurinn það upp. Tekin voru öll útköll svo og truflanir, allt eins og skráð var í vaktbók. Aðspurt segir vitnið, að lögreglumönnum beri að bóka um öll útköll og allt, sem þarf að sinna eða má vera til upplýsingar, en hinsvegar þurfi ekki að bóka smátruflanir, svo sem ýmiss konar símtöl, sem ekki skipta ýkja miklu. Vitnið upplýsir, að það hafi ekki yfirfarið dskj. nr. 20 og borið saman við dagbókina. Athugasemdir á dskj. séu frá lögfræðingn- um eftir upplýsingum, sem vitnið gaf honum. Aðspurt af Georg H. Tryggvasyni lögfr., hvort lögreglumönn- um sé gert að skyldu að fara í eftirlitsferðir á ákveðnum tímum, segir vitnið það ekki vera, nema það hafi lagt fyrir þá að fara í eftirlitsferðir, rétt eftir að útivistartíma barna lýkur, þ. e. rétt eftir kl. 20 og kl. 22. Aðspurt af Jóni Hjaltasyni hrl., hver sjái um að staðreyna reikn- inga frá lögreglumönnum, segist vitnið sjá um það eða varðstjóri í fjarveru þess. Aðspurt hvernig því hafi verið háttað til, að hætt var greiðsl- um fyrir kaffitíma á aukavakt, segir vitnið, að það hafi borist í tal með sér og Georg H. Tryggvasyni lögfr., að greitt væri fyrir kaffitíma á aukavakt, og tjáði lögfræðingurinn vitninu, að sér væri ókunnugt um þetta, og óskaði eftir því, að það yrði sundur- greint á vinnuyfirlitinu til bæjarins, hvað væri kaffitími. Vitnið upplýsir, að vinnuvikan hjá lögregluþjónum sé 40 stund- ir, sem skiptist í 5 vaktir, 8 klst. hver vakt“. Stefnandi telur, að hann eigi rétt á að fá kaffitímana greidda, þar eð honum væri gert að drekka kaffi sitt á lögreglustöðinni og hefði ekki leyfi til að yfirgefa hana á vaktinni. Einnig telur stefnandi, að þar sem ekki hafi verið ákvarðaðir tímar til kaffidrykkju og oft ekki gefist næði til hennar, beri honum greiðsla fyrir. tefndi styður sýknukröfur sínar þeim rökum, að stefnanda hefði einnig borið að stefna fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs, þar eð um samaðild sé að ræða, og krefst sýknu á grund- velli 2. mgr. 45. gr. laga 85/19386. Skírskotar stefndi og til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 56/1972, en samkvæmt því ákvæði skal ríkis- 1065 sjóður greiða kostnað við starfsemi lögreglunnar. Stefndi byggir og á því, að ekki beri að greiða stefnanda laun fyrir kaffitímana, þar eð ekki hafi verið sýnt fram á, að þeir hafi verið unnir. Eigi þykja efni til frávísunar á grundvelli 1. mgr. 46. gr. laga nr. 85/19386. Stefnanda og starfsfélögum hans var búin aðstaða til kaffi- drykkju á vinnustað, og var kaffið greitt af stefnda á umræddu tímabili. Samkvæmt 7. gr., 1. mgr., kjarasamnings stefnda og Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar telst kaffitími til vinnu- tíma. Með tilliti til þessa svo og eðli þess starfa, sem stefnandi rækti, verður ekki á það fallist með stefnanda, að honum beri greiðsla fyrir kaffitímana vegna skyldu til að vera á vinnustað. Eigi verður talið, að stefnandi hafi sýnt nægjanlega fram á, að honum hafi ekki gefist tóm til kaffiðrykkju vegna vinnuálags, enða beinlínis tekið fram af lögmanni stefnanda við munnlegan flutning málsins, að um það væri ekki deilt í máli þessu. Ber því með hliðsjón af framansögðu að sýkna stefnda af kröf- um stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Allan V. Magnússon, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Vestmannaeyjakaupstaður, skal sýkn af kröfu stefnanda. Málskostnaður fellur niður. 1066 Föstudaginn 17. desember 1976. Nr. 124/1975. Einar Birgir Sigurjónsson (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum f. h. Vestmannaeyjakaupstaðar (Jón Hjaltason hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr. Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Vinnusamningur. Opinberir starfsmenn. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 22. september 1975. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 43.419 krónur með 1% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af 25.235 krónum frá 20. nóvember 1971 til 1. mars 1972, af 34.354 krónum frá þeim degi til 1. júní 1972 og af 43.419 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eins og sakarefni þessu er háttað, þvkir áfrýjandi geta beint kröfum sínum gegn stefnda einum, sbr. 13. gr. laga nr. 56/1972 og áður lög nr. 56/1963. Málsaðiljar eru á einu máli um, að samningur sá milli Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og bæjarstjórnar Vestmannaeyja „um vinnutíma starfsmanna Vestmannaeyja- bæjar, yfirvinnukaup og önnur kjör, er hér skipta máli“, frá 22. mars 1971, eigi við um starfskjör áfrýjanda hjá stefnda. 7. gr. kjarasamnings þessa lætur svo mælt: „Á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar, 15 mínútur og 20 mín- útur, og teljast þeir til vinnutíma“. Í 3. mgr. 9. gr. samnings- ins segir svo: „Matartímar í yfirvinnu, sem unnir eru, og kaffitímar allir, sem unnir eru, greiðast sem viðbótartímar við unna yfirvinnu“. 1067 Málssókn þessi er á því reist, að áfrýjandi hafi eigi haft fastan, fyrirfram afmarkaðan kaffitíma og hafi verið undir hælinn lagt, hvenær hann hafi notið þessa starfshlés eða hvort hann hafi notið þess. Af gögnum og málflutningi má ráða, að áfrýjandi hafi að jafnaði notið kaffihlés, en að því er hann telur á óreglulegum tíma og eigi ávallt samfellt. Í málinu skortir gögn um, hversu margir kaffitímar það séu á því tímabili, sem málssóknin tekur til, er áfrýjandi hefur unnið og orðið af kaffihléi. Samningsákvæði þau, sem hér eiga við, verða eigi skýrð svo, að þau tryggi áfrýjanda fyrir- fram ákveðna kaffitíma, er eigi verði hnikað til, enda má ætla, að starfsskyldur hans torveldi slíkt fyrirkomulag. Með þessum athugasemdum þykir bera að staðfesta hinn áfrvj- aða dóm. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 3. júlí 1975. Mál þetta, sem dómtekið var í dag að afloknum munnlegum málflutningi, hefur Birgir Sigurjónsson lögregluþjónn, Njarðar- stig 15, Vestmannaeyjum, höfðað með stefnu, birtri 12. júní 1972, á hendur Vestmannaeyjakaupstað. Fyrir dóminum gerir hann þær kröfur, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 43.419 ásamt með 1% dráttarvöxtum fyrir mánuð eða brot úr mánuði af kr. 25.235 frá 30. nóvember 1971 til 1. mars 1972, af kr. 34.354 frá þeim degi til 1. júní 1972 og af kr. 43.419 frá þeim degi til greiðsludags auk alls málskostnaðar að fullu, þar með talin málfærslulaun skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Af hálfu stefnda hefur verið sótt þing og þær kröfur gerðar, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda samkv. mati dómsins. Sáttatilraun reyndist árangurs- laus. 1068 Stefnandi máls þessa var lögregluþjónn í Vestmannaeyjum á því tímabili, sem hér um ræðir. Vinnutími var 5X8 klst. á viku, og þáði stefnandi laun samkv. kjarasamningi starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 22. mars 1971. Eru kröfur stefnanda á því reistar, að þar sem hann hafi aldrei fengið ákveðna kaffitíma á skylduvöktum, beri stefn- anda að greiða yfirvinnukaup fyrir alla kaffitíma á skylduvakt á tímabilinu 15. febrúar 1971 til 1. júní 1972, og vitnar stefnandi í því sambandi til 7. gr. áður nefnds kjarasamnings. Hefur stefnandi lagt fram tvo reikninga, svohljóðandi: „Til Bæjarsjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar. Frá Birgi Sigurjónssyni, lögreglum. 1971. An: Vangoldnir staðnir kaffitímar á skylduvakt í 176 daga, 35 mín á dag, á tímabilinu 15. febrú- ar til 30. nóvember 1971. Samtals 103 klst. á kr. 245.00 .. .. .. ... .. .. 25.235.00 Alls kr. 25.235.00 Samþykkt: Greitt:“ „Til Bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Frá Birgi Sigurjónssyni, lögreglum. 1972. Unnir kaffitímar á tímabilinu 1. des. *71 til 29. febr. "72, 61 dagur, 35 mínútur á dag, eða 35) klst. á kr. 257,00 .. .. .. .. .. .. .. kr. 9.119.00 Á tímabilinu 1. marz til 31. maí 1972, 60 dagar, 35 mín. á dag, eða 35 klst. á kr. 259.00 — 9.065.00 Alls kr. 18.184.00 Greitt“. Stefnandi hefur komið fyrir dóminn og staðfest, að reikning- arnir séu frá honum komnir. Frammi liggja í máli þessu aðiljaskýrslur í málum Valgeirs Guðmundssonar, Agnars Angantýssonar, Óskars P. Einarssonar, Ragnars Á. Helgasonar, Gunnars Sigtryggssonar, Þorvalds Bene- diktssonar, Kjartans B. Guðmundssonar og Haralds Haraldssonar segn Vestmannaeyjakaupstað, en þau mál snúast um sömu atriði 1069 og mál þetta, svo og aðiljaskýrsla stefnanda. Af framburði þeirra kemur fram, að ekki var ákveðinn neinn sérstakur kaffitími á vöktum, en menn hefðu drukkið kaffi eftir því sem tóm gafst á hverri vakt. Hafi það verið undir hælinn lagt, hvort tóm gæfist til kaffidrykkju. Einnig hafi þeim verið bannað að fara af vakt- inni í kaffi eða annað. Vitnið Guðmundur Guðmundsson yfirlögregluþjónn, Helgafelli, Vestmannaeyjum, hefur komið fyrir dóminn. Verður framburður hans rakinn hér: „Undir vitnið er nú borið bréf til bæjargjaldkera. Vitnið kann- ast við, að bréfið sé frá því komið. Aspurt um tilefni bréfsins segir vitnið, að Ragnar Helgason varðstj. hafi komið til þess og beðið það að skrifa upp á reikning fyrir kaffitíma á skylduvakt. Vitnið vissi, að ágreiningur var um túlkun á ákvæðum í kjara- samningum við kaupstaðinn varðandi greiðslu á kaffitímum á skylduvaki, og í stað þess að skrifa upp á reikninginn hafi það skrifað bréfið til bæjargjaldkera. Hvað snertir greiðslu fyrir kaffitíma á aukavakt, segir mætti, að það hafi haft það frá formanni Starfsmannafélagsins, að greiða ætti fyrir kaffitíma á aukavakt. Í framhaldi af þessu upplýsir vitnið, að á reikningum frá lög- regluþjónum hér fyrir yfirvinnu hafi verið sundurgreint, hvað voru kaffitímar, en oft á yfirliti, sem mætti sendir skrifstofu bæjarins yfir yfirvinnuna og vaktaálag, hafi þetta ekki verið sundurgreint. Aðspurður af Georg H. Tryggvasyni lögfr., hvort vitninu hafi gefist kostur á því að kanna á reikningi stefnanda og öðrum lög- regluþjónum hér, hvort fjöldi klst. væri réttur, segir mætti svo ekki vera. Mætti minnist þess ekki að hafa séð annan reikning en frá Ragnari Helgasyni varðstj. Vitnið segir hinsvegar, að sér hafi verið kunnugt um, að aðrir lögregluþjónar væru með slíka reikninga. Aðspurður, hvort lögreglumenn hafi álitið sig geta yfirgefið lögreglustöðina í kaffitímum, segir vitnið, að lögreglumenn hafi álitið kaffitímann vera frían tíma, sem þeir gætu notað til sinna eigin þarfa, og sagði vitnið lögregluþjónunum þá hug sinn um bað, að þeir mættu ekki yfirgefa lögreglustöðina, meðan á vakt- inni stæði, nema til að gegna skyldustörfum. Aðspurt, hvort lögregluþjónum sé ætlaður sérstakur tími til kaffidrykkju, kveður vitnið svo ekki vera, en þeir drekki kaffi 1070 á vöktunum, og sé það gert með samþykki mætta. Hinsvegar Þurfi lögregluþjónar ætíð að vera við því búnir að sinna kalli. Aðspurt, hvort vitnið telji, að lögregluþjónum gefist yfirleitt tími til að fá sér kaffi á vöktum, segir mætti, að oft gefist góð hlé á vöktunum, en álag geti verið mismunandi, stundum gefist mjög góð hlé og stundum ekki, en þetta fari eftir ýmsu, t. d. árs- tímanum og vikudögum. Undir vitnið er nú borið dskj. nr. 20, útdráttur úr dagbók lög- reglumanna í Vestmannaeyjum. Athugasemdir, sem skráðar eru á skjalið, eru nú bornar undir mætta, og segir hann þar rétt frá skýrt. Mætti segir skjal þetta þannig til komið, að hann hafi fengið boð frá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum um, að Georg H. Tryggvason lögfr. mætti fá upplýsingar úr dagbók lögreglunnar varðandi tíðni útkalla. Fór vitnið þá með dagbókina til lögfræðingsins og var með þeim hætti, að vitnið las upp úr bókinni, hvenær útkall hefði verið og eðli útkallsins, og skrifaði lögfræðingurinn það upp. Tekin voru öll útköll svo og truflanir, allt eins og skráð var í vaktbók. Aðspurt segir vitnið, að lögreglumönnum beri að bóka um öll útköll og allt, sem þarf að sinna eða má vera til upplýsingar, en hinsvegar þurfi ekki að bóka smátruflanir, svo sem ýmiss konar símtöl, sem ekki skipta ýkja miklu. Vitnið upplýsir, að það hafi ekki yfirfarið dskj. nr. 20 og borið saman við dagbókina. Athugasemdir á dskj. séu frá lögfræðingn- um eftir upplýsingum, sem vitnið gaf honum. Aðspurt af Georg H. Tryggvasyni lögfr., hvort lögreglumönn- um sé gert að skyldu að fara í eftirlitsferðir á ákveðnum tímum, segir vitnið það ekki vera, nema það hafi lagt fyrir þá að fara í eftirlitsferðir, rétt eftir að útivistartíma barna lýkur, þ. e. rétt eftir kl. 20 og kl. 22. Aðspurt af Jóni Hjaltasyni hrl., hver sjái um að staðreyna reikn- inga frá lögreglumönnum, segist vitnið sjá um það eða varðstjóri í fjarveru þess. Aðspurt hvernig því hafi verið háttað til, að hætt var greiðsl- um fyrir kaffitíma á aukavakt, segir vitnið, að það hafi borist í tal með sér og Georg H. Tryggvasyni lögfr., að greitt væri fyrir kaffitíma á aukavakt, og tjáði lögfræðingurinn vitninu, að sér væri ókunnugt um þetta og óskaði eftir því, að það yrði sundur- greint á vinnuyfirlitinu til bæjarins, hvað væri kaffitími. 1071 Vitnið upplýsir, að vinnuvikan hjá lögregluþjónum sé 40 stund- ir, sem skiptist í 5 vaktir, 8 klst. hver vakt“. Stefnandi telur, að hann eigi rétt á að fá kaffitímana greidda, þar eð honum væri gert að drekka kaffi sitt á lögreglustöðinni og hefði ekki leyfi til að yfirgefa hana á vaktinni. Einnig telur stefnandi, að þar sem ekki hafi verið ákvarðaðir tímar til kaffidrykkju og oft ekki gefist næði til hennar, beri honum greiðsla fyrir. Stefndi styður sýknukröfur sínar þeim rökum, að stefnanda hefði einnig borið að stefna fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs, þar eð um samaðild sé að ræða, og krefst sýknu á grund- velli 2. mgr. 45. gr. laga 85/1936. Skírskotar stefndi og til 1. mgr. i3. gr. laga nr. 56/1972, en samkvæmt því ákvæði skal ríkissjóður greiða kostnað við starfsemi lögreglunnar. Stefndi byggir og á því, að ekki beri að greiða stefnanda laun fyrir kaffi- tímana, þar eð ekki hafi verið sýnt fram á, að þeir hafi verið unnir. Eigi þykja efni til frávísunar á grundvelli 1. mgr. 46. gr. laga nr. 85/1936. Stefnanda og starfsfélögum hans var búin aðstaða til kaffi- drykkju á vinnustað, og var kaffið greitt af stefnda á umræddu tímabili. Samkvæmt 7. gr., 1. mgr. kjarasamnings stefnda og Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar telst kaffitími til vinnu- tíma. Með tilliti til þessa svo og eðli þess starfa, sem stefnandi rækti, verður ekki á það fallist með stefnanda, að honum beri greiðslur fyrir kaffitímana vegna skyldu til að vera á vinnustað. Eigi verður talið, að stefnandi hafi sýnt nægjanlega fram á, að honum hafi ekki gefist tóm til kaffidrykkju vegna vinnuálags, enda beinlínis tekið fram af lögmanni stefnanda við munnlegan flutning málsins, að um það væri ekki deilt í máli þessu. Ber því með hliðsjón af framansögðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Allan V. Magnússon, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Vestmannaeyjakaupstaður, skal sýkn af kröfu stefnanda. Málskostnaður fellur niður. 1072 Föstudaginn 17. desember 1967. Nr. 154/1976. Jósafat Arngrímsson (Kristján Eiríksson hrl.) segn Ragnari Jónssyni og gagnsök (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Fjárnámssgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Sveinn Sigurkarlsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumannsins í Gullbringusýslu, hefur framkvæmt hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Aðaláfrýjandi, sem skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. ágúst 1976, sem birt var 24. september s. á., krefst þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi, Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi, sem áfrýjaði málinu með stefnu 12. októ- ber 1976, krefst staðfestingar á fjárnámsgerðinni og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Ómerkingarkröfu sína styður aðaláfrýjandi þeim rökum, að skylt hafi verið að byrja hina áfrýjuðu fjárnámsgerð á heimili sínu í Njarðvíkurkaupstað, en svo hafi ekki verið gert. Fjárnámsbeiðni gagnáfrýjanda var rituð til bæjarfógetans í Njarðvík. Bæjarfógetinn í Njarðvíkurkaupstað er jafnframt bæjarfógeti í Keflavík, sbr. 2. gr. laga nr. 86/1975, og er em- bættisskrifstofa sameiginleg fyrir bæði embættin. Fulltrúi bæjarfógeta hóf fjárnámsgerðina á embættisskrifstofunni í fósetadómi Keflavíkur, en eigi Njarðvíkurkaupstaðar. Áðal- áfrýjandi var sjálfur viðstaddur og benti á til fjárnáms hluta af fasteign í Keflavík. Hann hreyfði engum andmælum við því, að fjárnámsgerðin hæfist á embættisskrifstofunni cg í fógetadómi Keflavíkur. Samkvæmt 2. mgr. 33. gr. laga nr. 19/1887 er fógeta heimilt eftir atvikum að byrja fjárnáms- 1075 gerð annars staðar en á heimili gerðarþola. Ekki þykir það varða ómerkingu fjárnámsgerðarinnar, eins og hér stendur sérstaklega á, að hún hófst í fógeladómi Keflavíkur, en ekki Njarðvíkurkaupstaðar. Samkvæmt þessu verður fjárnáms- serðin ekki felld úr gildi vegna þess, að hún hafi ekki byrjað á réttum stað, og ber að staðfesta hana. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði sagnáfrýjanda 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest. Aðaláfrýjandi, Jósafat Arngrímsson, greiði gagnáfrýj- anda, Ragnari Jónssyni, 50.000 krónur í málskostnað fyr- ir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Keflavíkur 29. júní 1976. Ár 1976, þriðjudaginn 29. júní, var fógetaréttur Keflavíkur settur í skrifstofu embættisins og haldinn af fulltrúa bæjarfógeta, Sveini Sigurkarlssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Fógetaréttarmálið nr. 164/1976: Ragnar Jóns- son hæstaréttarlögmaður gegn Jósafat Arngrímssyni. Gerðarbeiðandi mætir sjálfur í réttinum og leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni og nr. 2 birtan dóm bæjarþings Keflavíkur, upp- kveðinn 21. janúar 1975, og nr.3 dóm Hæstaréttar, birtan 31. maí sl, uppkveðinn 14. maí 1976 (skjölin fylgja í ljósriti), og krefsi fjárnáms til tryggingar dómskuldinni, kr. 1.500.000, auk 1.5% mánaðarvaxta frá 3. júlí 1974 til 18. júlí af kr. 500.000, en með 2% mánaðarvöxtum af sömu upphæð frá þeim degi til 3. ágúst 1974 og af kr. 1.500.000 frá þeim degi til greiðsludags, kr. 325.000 í málskostnað og alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi upp- boð, ef til kemur. Gerðarþoli er sjálfur mættur í réttinum. Gætti fógeti leiðbein- ingarskyldu við gerðarþola, sem er ólöglærður, og skoraði fógeti á hann að greiða umkrafða skuld, en hann kveðst ekki greiða. Skoraði fógeti á mætta að benda á eignir gerðarþola til fjár- náms og brýndi fyrir honum að skýra rétt frá og að það varðaði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Gerðarþoli mótmælir því, að fjárnámið nái fram að ganga, þar 68 1074 sem hann vefengir handhöfn Ragnars Jónssonar hæstaréttarlög- manns að dóminum. Mótmælir Ragnar Jónsson þessum ummælum að því leyti er hann varðar og krefst þess, að gerðin fari fram. Eru mótmæli gerðarþola ekki tekin til greina, þannig að gerðin skal fara fram. Benti gerðarþoli að því búnu á 3. hæð fasteignar- innar nr. 31 við Hafnargötu í Keflavík. Gerðarbeiðandi krefst virðingar á eigninni. Samkvæmt upplýsingum gerðarþola nema áhvílandi veðskuldir á eignarhlutanum ca kr. 3.958.600, og eru veðréttirnir 6. Voru kvaddir í dóminn til þess að virða eignina til peningaverðs við nauðungarsölu þeir Jón G. Briem, cand. jur., og Bjarni F. Halldórsson, cand. oecon., sem jafnframt stundar fast- eignasölu hér í bæ. Mótmælir gerðarþoli útnefningu þeirra til starfans. Voru þessi mótmæli ekki tekin til greina, og skulu þeir framkvæma matið samkvæmt bestu vitund og þekkingu, sem þeir staðfesta með undirritun sinni undir gerðina. Virðingarmenn fóru að því búnu og mátu eignina til sölu á nauðungaruppboði á kr. 13.900.000. Taldi fógeti með hliðsjón af virðingargerðinni og þeim upp- lýsingum gerðarþola, að raunveruleg veðbönd væru nú um kr. 10.468.000, þar sem tvö handhafaskuldabréf á 3. veðrétti, samtals að fjárhjæð 1.000.000 kr., væru þegar greidd að fullu, væri um- rædd eign næg trygging fyrir fjárnámskröfunni. Lýsti fógeti að því búnu yfir fjárnámi í 3. hæð hússins nr. 31 við Hafnargötu í Kefla- vík til tryggingar framangreindum kröfum og alls kostnaðar áfall- ins og áfallandi að geymdum betri rétti þriðja manns. Brýndi fógeti fyrir mætta, að ekki mætti ráðstafa hinu fjár- numda á nokkurn þann hátt, er í bága færi við gerð þessa, að við- lagðri refsiábyrgð að lögum. 1075 Laugardaginn 18. desember 1976. Nr. 233/1976. Ákæruvaldið Segn Guðbjarti Þórði Pálssyni Dómendur: hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr. Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Kærumál. Gæsluvarðhaldsúrskurður ómerktur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Viðar Á. Olsen, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík. I. Með kæru 9. desember 1976 skaut verjandi varnaraðilja samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 máli þessu til Hæstaréttar. Hinn kærði úrskurður var birtur varnarað- ilja hinn 7. s. m. kl. 1900. Samkvæmt bókun í þingbók benti dómarinn varnaraðilja á, „að hann gæti kært úrskurð þennan til Hæstaréttar“, en eigi sést af bókun, að hann hafi leiðbeint varnaraðilja um sólarhrings kærufrest samkvæmt 2. málsgr. 174 gr. laga nr. 74/1974. Að beiðni varnaraðilja var nafn- greindur hæstaréttarlögmaður skipaður verjandi hans með bréfi dómara 8. þ. m., en samdægurs baðst hæstaréttarlög- maðurinn undan starfanum vegna anna. Var Tómas Gunn- arsson héraðsdómslögmaður skipaður verjandi að ósk varnar- aðilja um kl. 1500 þennan dag, að sögn verjandans, er kveður sér hafa borist gögn málsins um kl. 1815 10. s. m. Með sím- skeyti, er barst bæjarfósetanum í Keflavík kl. 1015 9. s. m. samkvæmt áritun á því, kærði verjandinn sæsluvarðhalds- úrskurðinn, sem um er fjallað í máli þessu. Eins og atvikum er háttað, verður að telja, að ákvæði 2. málsgr. 174. gr. laga nr. 74/1974 standi því eigi í vegi, að kæran sé tekin til með- ferðar í Hæstarétti. Hæstarétti bárust gögn máls frá héraðsdómara síðdegis hinn 10. þ. m., en þó eigi svo úr garði gerð sem boðið er í 1076 2. málsgr. 174. gr. laga nr. 71/1974. Gögn máls, afgreidd í lögmæltu formi samkvæmt greindu ákvæði, bárust Hæsta- rétti 16. s. m. Greinargerð verjanda hafði borist Hæstarétti 13. s. m. Hæstarétti hefur eigi borist greinargerð frá ríkis- saksóknara. 1l. Á hinum kærða úrskurði eru ýmsir annmarkar. Kæruefn- um er svo lauslega lýst, að eigi er viðhlítandi. Kærur þær, sem greinir Í úrskurðinum, eru eigi tímasettar og óglöggi, frá hverjum þær stafa. Ekki er sérgreint næsilega, í hverju hin einstöku brot eru fólgin, þ. á m. er andlagi brota eigi lýst ljóslega, svo sem víxlum, er kærur lúia að, en einu kæruefn- inu er lýst svo, að varnaraðili er „sagður hafa átt þátt í veru- legu fjármálamisferli í viðskiptum við verslun á Akureyri“. Tilvitnun til „tollalaga“ er og eigi svo glögg sem skyldi. Hinn kærði úrskurður brýtur svo mjög í bága við fyrir- mæli 164. gr. laga nr. 74/1974, að óhjákvæmilegt þykir að ómerkja hann. Kærumálskostnaðar hefur eigi verið krafist. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera ómerkur. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara, 1. Um kæru máls þessa er vísað til 1. kafla dóms meiri hluta Hæstaréttar. TI. Af hálfu varnaraðilja er þess krafist, að hinn kærði úr- skurður verði úr gildi felldur. greinargerð verjanda eru greind ýmis atriði, sem hann telur, að varða eigi ómerkingu úrskurðarins. 1. Verjandi bendir á, að hvorki komi fram í úrskurðinum, hvenær hann sé kveðinn upp, hvenær gæsluvarðhaldstími benti pn 1077 hefjist né hvenær honum ljúki. Í úrskurðinum er þess ekki getið, hvenær hann var upp kveðinn, svo sem vera ber. Hins vegar er bókað í þingbók, að úrskurðurinn hafi verið lesinn fyrir varnaraðilja 7. þ. m. kl. 1900. Er með því markaður upphafstími gæsluvarðhaldsvistar hans. Jafnframt eru þá ákveðin lok hennar. 9. Verjandi telur, að kæruefnum sé ekki lýst með viðhlít- andi hætti í hinum kærða úrskurði og brjóti það í bága við 164. gr. laga nr. 74/1974. Kæruefni þau, sem getið er í úr- skurðinum, voru kynnt varnaraðilja í sakadómi Keflavíkur 7. þ. m. og leitað skýrslna hans um þau. Er kæruefnum lýst í stuttu máli í hinum kærða úrskurði, en þó með þeim hætti, að ekki orkar tvímælis fyrir varnaraðilja og verjanda hans, hver þau eru, enda hefur verjandi gert þeim ítarleg skil í greinargerð sinni hér fyrir dómi. Úrskurðurinn verður því ekki ómerktur af þessari ástæðu. 3. Verjandi bendir á, að ekki sé glögglega vitnað til refsi- ákvæða í hinum kærða úrskurði. Ekki verður talið, að hinn kærði úrskurður verði ómerktur vegna þessa. HI. Um efnisatriði er þessa að geta: 1. Í úrskurðinum er þess fyrst getið, að fram sé komin kæra um, að varnaraðili hafi dregið sér andvirði víxla. Kær- andi er Hallgrímur Jóhannesson, fangi á Litla-Hrauni, og er kæran frá 16. nóvember 1976. Þann dag kom Haukur Guð- mundsson rannsóknarlögreglumaður í Keflavík í heimsókn {il Hallgríms á vinnuhælið, og virðist kæran hafa verið rituð, meðan hann var í heimsókn þessari. Í kærunni eru nefndir víxlar, samtals að fjárhæð 1.200.000 krónur, og er varnar- aðili sagður hafa „stolið andvirði“ þeirra. Varnaraðili var spurður um viðskipti sín við Hallgrím Jóhannesson, þegar hann gaf skýrslu í sakadómi Keflavíkur 7. þ. m. Hann neit- aði að hafa dregið sér andvirði víxla frá Hallgrími. Að öðru leyti er frásögn varnaraðilja um viðskipti þeirra ruglings- leg og lítt skiljanleg, en í henni kemur fram, að þeir Hall- grímur hafa átt ýmiss konar viðskipti. 1078 2. Í hinum kærða úrskurði er þessu næst um það getið, að varnaraðili hafi verið kærður fyrir að skila ekki andvirði víxils, sem hann hafi tekið við til sölu frá kaupmanni í Kefla- vík. Skjöl málsins bera með sér, að kæra þessi kom fram 11. nóvember 1974 og að 28. maí 1976 sendi sakadómur Bevkja- víkur málið til bæjarfógetans í Keflavík. Var þess beiðst, að skýrsla yrði tekin af kaupmanninum og málið síðan sent ríkissaksóknara. Ekki sést af skjölum málsins, að þessi skýrsla hafi verið tekin og málið sent ríkissaksóknara. Varn- araðili var spurður um þetta atriði í sakadómi 7. þ. m., en ekki er ástæða Hl að rekja framburð hans. 3. Í hinum kærða úrskurði er þess getið í þriðja lagi, að /arnaraðil hafi verið kærður fyrir að eiga hlut að misferli í viðskiptum við verslun á Akureyri. Meðal málsskiala er kæra frá 30. nóvember sl., undirrituð af prókúruhafa versl- unarinnar og stíluð til Hauks Guðmundssonar. Í kærunni segir, að tilteknir menn, bar á meðal varnaraðili, hafi lofað að veita versluninni lán haustið 1975 að fjárhæð 1.500.000 krónur, fengið frá henni víxla að fjárhæð 2.000.000 króna og fryggingarbréf, en ekki greitt lánsféð þá, eins og im hafi verið samið, og aldrei að fullu. Ýmis fleiri gögn liggja fvrir um þetta mál, en um hlut Guðbjarts í því er margt óljóst. Þegar varnaraðili kom fyrir sakadóm 7. þ. m. viðurkenndi hann afskipti af málinu, en skýrsla hans um það er lítt skili- anleg. 4. Í hinum áfrýjaða úrskurði er loks nefnt, að varnaraði!i hafi játað að eiga hlut að kaupum á um 15 lítrum af spíritns. Ekki var heimilt að hefta frelsi varnaraðilja vegna 2. atr- iðis eða 4. atriðis, þar sem ekki verður séð, að það sæti orðið til að breyta neinu um rannsókn þeirra, hvort varnaraðili situr Í gæsluvarðhaldi eða ekki. Kæra sú, sem 1. liður fiallar um, er marklítil, en skýrsla varnaraðilja um efni hennar er þannig, að rannsaka þarf kæruefnið betur. Kæra sú, sem setið er í 3. lið, veitir og tilefni til rannsóknar. Verður að telja, að um bæði þessi atriði sé veruleg óvissa og að hugsanlegt sé, að aðrir menn séu í þessu sambandi viðriðnir lagabrot. Má ætla, að varnaraðili muni, ef hann hefur óskert frelsi, reyna 1079 að torvelda rannsóknina með því að skjóta undan gögnum og hafa áhrif á vitni og samseka. Eg tel því, að staðfesta beri hinn kærða úrskurð. Úrskurður sakadóms Keflavíkur 7. desember 1976. Í dag hafa verið lagðar fram í sakadómi Keflavíkur þrjár kærur á hendur Guðbjarti Pálssyni, Bragagötu 38 A, Reykjavík, þar sem hann er borinn þeim sökum að hafa orðið sér úti um fé með ólög- mætum hætti í viðskiptum. Er hann í einu tilfelli sagður hafa dregið sér andvirði víxla, sem hann átti að selja, en hann hafi síðan ekki staðið samþykkjanda þeirra skil á andvirðinu. Í öðru tilfelli er hann og sagður hafa vanrækt að standa skil á andvirði víxils, sem hann móttók til sölu úr hendi kaupmanns í Keflavík. Þá er Guðbjartur Pálsson og sagður hafa átt þátt í verulegu fjár- málamisferli í viðskiptum við verslun á Akureyri, ásamt fleirum, samkvæmt kæru, sem réttinum hefur borist þar um. Loks var lögð fyrir réttinn lögregluskýrsla, þar sem Guðbjartur játaði aðild að ætlaðri ólöglegri meðferð á ca 15 lítrum af spíra. Framangreind sakaratriði voru borin undir Guðbjart í sakadómi í dag og honum gefinn kostur á að tjá sig um þau. Var fram- burður hans í verulegum atriðum ósamhljóða því, sem greinir í framangreindum kærum. Ýmsir þættir máls þessa eru mjög óljósir og þarfnast nánari rannsóknar. Ber í því efni ríka nauðsyn til að yfirheyra vitni og aðilja, sem um málin gætu borið og varpað á þau skýrara ljósi. Að áliti dómarans er mikil hætta á, að rann- sóknin torveldist og að sakargögn, þ. m. t. framburðir vitna, kynnu að spillast, ef Guðbjartur Pálsson hefði óskert frelsi, meðan þessi frumrannsókn stendur yfir. Ber því nauðsyn til með skir- skotun til 1. töluliðs 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála að úrskurða Guðbjart Pálsson í gæsluvarðhald, á meðan á rannsókn máls þessa stendur, enda má ætla, að sakar- efni þau, sem hér að framan getur og á hann eru borin, gætu varðað hann refsingu eftir XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og tollalaga, ef sönnuð yrðu. Er 65. gr. stjórnarskrár- innar nr. 33/1944 úrskurði þessum eigi til fyrirstöðu. Ákveðst sæsluvarðhaldstíminn allt að 20 dögum. Því úrskurðast: Guðbjartur Pálsson sæti gæsluvarðhaldi í allt að 20 dögum. 1080 Mánudaginn 20. desember 1976. Nr. 15/1974. Guðbjartur Kristinsson fyrir sjálfan sig og vegna ófjárráða barna sinna, Guðbjargar, Hafþórs, Kristins og Jóhönnu, (Vilhjálmur Þórhallsson hrl.) gegn Sigurbergi Baldurssyni Friðbergi Þór Leóssyni og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f (Benedikt Blöndal hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einarsson. Bifreiðar. Skaðabótamál. Sýkna. Dómur Hæstaréttar, Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 17. lanúar 1974. Krefjast þeir þess, að stefndu verði dæmt að greiða þeim óskipt samtals 1.813.663 krónur með 7% ársvöxtum frá 5. Júlí 1971 til 16. maí 1973 og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjendur, sem höfðu gjafsókn í héraði, fengu gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðu- neytis 2. maí 1974. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð ný gögn. Með úrskurði Hæstaréttar 10. júní 1975 var málið sent til umsagnar Læknaráðs. Í úrskurðinum er rakinn framburður steinda Friðbergs Þórs um áfengisneyslu hans 2. og 3. júlí 1971, greint frá vottorði Rannsóknarstofu prófessors Jóns Steffensens um magn „reducerandi“ efna í blóði hans og vottorði Rannsóknastofu í lyfjafræði frá 12. nóvember 1969 um bruna vínanda í mannslíkama. Var óskað umsagnar Læknaráðs um eftirtalin atriði: 1081 „Í. Fellst Læknaráð á framangreint vottorð Rannsókna- stofu í lyfjafræði? Ef ekki, hvert er álit Læknaráðs á sama efni? 2. Hve mikið magn „reducerandi“ efna má ætla, að verið hati í blóði Friðbergs Þórs Leóssonar, er hann hóf akst- ur bifreiðarinnar Ö 1470 á Blönduósi um kl. 0030 hinn 3. júlí 1971? 3. Telur Læknaráð, að skýrslur Friðbergs Þórs Leóssonar um áfengisneyslu hans samrýmist niðurstöðu blóðrann- sóknarinnar?“. Læknaráð afgreiddi málið 20. nóvember 1975 með svo- hljóðandi ályktun: „Ad 1: Já, að því tilskildu, að í 3. Hð vottorðsins sé átt við jafn þungan mann og um er að ræða í 2. lið. Ad 2: Þar eð ekki liggja fyrir upplýsingar um þyngd Frið- bergs Þórs Leóssonar, verður ekki áætlað, hve mikið magn „reducerandi“ efna hafi verið í blóði hans á umræddum tíma. Ad 3: Ekki er unnt að svara þessari spurningu af sömu ástæðu og greinir Í svari við 2. spurningu“. Samkvæmt vottorði Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins 9. febrúar 1976 er vínandamagn í áfengistegundinni Dubon- net 18%. Stefndi Friðbergur Þór hefur lýst yfir því 11. febrúar 1976, að hann telji, að hinn 3. júlí 1971 hafi líkamsþyngd sín án klæða verið 71—72 kg. Þá hefur Gunnar Ingi Gunnarsson héraðslæknir skoðað, mælt og vegið stefnda Friðberg Þór. Segir svo í vottorði læknisins frá 11. febrúar 1976: „1) Þyngd án klæða 11/2 1976 74,6 kg. 2) Líkamshæð 11/2 1976 169 cm. 3) Mesta ummál brjóstkassa í hvíldarstöðu 98 em. (11/2 '76). 4) Friðbergur er nokkuð stórbeinóttur, meðalmaður á hæð með eðlilegt holdafar, vöðvastæltur og samsvarar sér vel. 5) Varðandi yfirlýsingu Friðbergs um líkamsþyngd sína 1082 hinn 3. júlí 1971 þá getur hún vel staðist miðað við aldur og núverandi líkamsbyggingu hans“. Að fengnum þessum sögnum var málið sent Læknaráði hl umsagnar að nýju með bréfi Hæstaréttar 9. mars 1976 og óskað endurskoðunar fyrri álitsgerðar með hliðsjón af hin- um nýju gögnum. Læknaráð afgreiddi málið með svohljóð- andi ályktun 27. september 1976: „Ad 1: Læknaráð fellst á vottorð Rannsóknastofu Háskól- ans í lyfjafræði að því tilskildu, að átt sé við karl- mann, sem er 70 kg að þyngd. Ad 2: 1.29%0, sé miðað við 72 kg. íkamsþunsa og niður- stöðu blóðrannsóknarinnar. Rétt er að minna á, að hér er um meðalútreikninga að ræða, en cinstakl- ingsfrávik frá þeim gætu verið nokkur. Ad 3: Nei. Miðað við vottorð Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði og 72 kg líkamsþunga má ætla, að Frið- bergur hafi neytt á umgetnu tímabili sem næst 80 o af atkóhóli, en það mundi svara tl nánast 440 ml af Dubonnet, sbr. einnig athugasemd við úreikninga varðandi lið 2“. Þá hafa verið lagðar fram áætlanir Bjarna Þórðarsonar tryggingastærðfræðings frá 2. og 16. maí 1975 svo og 1. nóv- ember 1976 um tjón áfrýjenda af slysinu. Enn fremur vottorð Tryggingastofnunar ríkisins frá 25. október 1976 um greiðslu barnalífeyris, feðralauna og ekkilsbóta frá þeirri stofnun. Atvikum slyss þess, sem um er fjallað í málinu, er lýst í hinum áfrýjaða dómi og raktar skýrslur þær, sem fram hafa komið um áfengisneyslu þeirra Friðbergs Þórs og Þóru heit- innar í umrætt sinn. Lík Þóru var ekki krufið. Eins og greinir í héraðsdómi, halda áfrýjendur því fram, að bifreiðin Ö 1470 hafi verið búin óhæfum hjólbörðum, en telja verður, að þetta sé ósannað. Að öðru leyti halda þeir því ekki fram fyrir Hæstarétti, að slysið verði rakið til bil- unar eða galla á bifreiðinni. Sannað þykir, að slysið hafi orðið vegna óvarlegs aksturs stefnda Friðbergs Þórs. Hann hefur viðurkennt að hafa neyti 1083 áfengis öðru hverju í bifreiðinni á leiðinni frá Bifröst til Blönduóss. Verður að telja fullvíst, að Þóra heitin, sem sat við hlið hans í bifreiðinni, hafi fylgst með drykkju hans og að hún hafi að einhverju marki tekið þátt í áfengisneyslunni með honum. Þegar þessa er gætt og hafðar í huga framan- greindar niðurstöður Læknaráðs um magn „redncerandi“ efna í blóði stefnda Friðbergs Þórs svo og um áfengismagn, sem líklegt megi telja, að hann hafi neytt, verður að líta svo á, að Þóru heitinni hafi hlotið að vera ljóst, að ófært væri, að stefndi Friðbergur Þór tæki við stjórn bifreiðarinnar á Blönduósi. Þar sem hún þrátt fyrir þetta hélt áfram ferð í bifreiðinni, eftir að hann tók við stjórn hennar, tók hún á sio áhættu, er veldur því, að áfrýjendur seta eigi krafist skaðabóta úr hendi stefnda Friðbergs Þórs, sbr. dómasafn Hæstaréttar 1969, bls. 1890. Eigi er fullljóst, hvort stefndi Sigurbergur varð eða átti að verða var við áfengisneyslu stefnda Friðbergs Þórs, en hvað sem því líður, þykja áfrýjendur ekki eiga rétt til skaðabóta úr hans hendi vegna fráfalls Þóru heitinnar af sömu ástæð- um og greinir um stefnda Friðberg Þór. Þykir málflutningur af hendi stefnda Sigurbergs ekki því til fyrirstöðu, að málið verði dæmt á þessum grundvelli að því er hann varðar. Af framansögðu leiðir, að áfrýjendur geta eigi krafið stefnda Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f um bætur sam- kvæmt ákvæði 2. mgr. 74. gr. laga nr. 40/1968. Ber því a. staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, en rétt er, að máls- kostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður málsins fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs tals- manns áfrýjenda, sem ákveðast 250.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður málsins fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun 1081 skipaðs talsmanns áfrýjenda, Vilhjálms Þórhallsonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur. Dómur bæjarþings Keflavíkur 18. október 1973. Mál þetta, sem dómtekið var 27. september 1973, hefur Guð- bjartur Kristinsson, Tjarnargötu 2, Keflavík, fyrir sjálfan sig og fyrir hönd ófjárráða barna sinna, Guðbjargar, Hafþórs, Kristins og Jóhönnu, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 11. og 16. desember 1972, gegn Sigurbergi Baldurssyni, þá til heimilis Tjarn- argötu 4, Keflavík, en nú Seljavegi 33, Reykjavík, Friðbergi Þór Leóssyni, þá til heimilis Tjarnargötu 4, Keflavík, en nú Seljavegi 33, Reykjavík, og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f, Reykjavík. Stefnanda var með bréfum dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. október 1972 og 13. september 1973, veitt gjafsókn að ákveðnu marki í máli þessu. Endanleg krafa stefnanda er, að stefndu verði dæmdir in solið- um til að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 4.813.663 auk 7% ársvaxta frá 3. júlí 1971 til 16. maí 1973, en með 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnað sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands að skaðlausu, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Aðalkrafa stefndu er, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda. Varakrafa stefndu er, að kröfur stefnanda verði stórlega lækk- aðar. Stefndu gera kröfu um málskostnað sér til handa, hver sem úrslit málsins kunna að verða. Málavextir. Föstudaginn 2. júlí 1971 tók Þóra G. Kristjánsdóttir, eiginkona stefnanda, sér far með bifreiðinni Ö 1470, sem var Ford Cortina, árgerð 1971. Stefndu Sigurbergur Baldursson, skrásettur eigandi bifreiðarinnar, og Friðbergur Þór Leósson skiptust á að aka bif- reiðinni. Ferðinni var heitið á Þórshöfn á Langanesi, og var lagt af stað frá Keflavík um klukkan 1600 þann 2. júlí 1971. Í bifreið- inni voru auk framantaldra eiginkona stefnda Sigurbergs, Lára Leósdóttir, og tvö börn þeirra Sigurbergs og Láru, Steinunn Anna, 9 mánaða, og Ástvaldur Leó, 2ja ára. Stefndi Friðbergur ók bif- reiðinni frá Keflavík að Bifröst í Borgarfirði, en þar tók stefndi Sigurbergur við akstri hennar. Á leiðinni frá Keflavík að Bifröst var komið við á bifreiðaverkstæði Kr. Kristjánssonar í Reykjavík 1085 og talað þar við verkstjóra á verkstæðinu vegna bilunar á öryggis- lið, en bilunin hafði lýst sér þannig, að högg heyrðust, er ekið var í holum. Ekki reyndist unnt að bæta úr biluninni, en verk- stjóri á staðnum sagði, að hættulaust væri að aka bifreiðinni í þessu ástandi. Við Bifröst í Borgarfirði tekur Sigurbergur við stjórn bifreiðarinnar. Áður en lagt var í ferð þessa, hafði verið keypt eftirtalið áfengi Í Keflavík: 3 flöskur af whisky, 4 flöskur vodka, 1 flaska af líkjör og í flaska af Dubonnet. Hafði áfengið verið sett í farangursgeymslu bifreiðarinnar, nema Dubonnet flaskan, sem var geymd í farþegarými bifreiðarinnar. Eftir að Sigurbergur tók við stjórn bifreiðarinnar, hóf stefndi Friðbergur að eigin sögn að neyta áfengisins úr framangreindri Dubonnet flösku. Kvaðst hann hafa drukkið um % úr flöskunni á leiðinni frá Bifröst í Borgarfirði að Blönduósi. Hann sat í aftursæti bif- reiðarinnar þessa leið og Þóra G. Kristjánsdóttir við hlið hans. Kvað hann Þóru hafa drukkið með sér úr flöskunni og kvaðst álíta, að henni hafi verið það fullkunnugt, að hann neytti áfengis, „þar sem þau hafi setið hlið við hlið og látið flöskuna ganga á milli sín“. Á Blönduósi tók Friðbergur aftur við stjórn bifreiðar- innar og ók sem leið liggur norður þjóðveginn, þar til komið var í Vatnsskarð. Á leiðinni niður Vatnsskarð að norðanverðu varð harður árekstur með bifreiðinni Ö 1470 og leigubifreiðinni R 1304. Um aðdraganda árekstrarins sagði stefndi Friðbergur, að hann hefði séð ljós bifreiðar mótaðilja síns í um það bil % km fjarlægð og taldi sig þá hafa verið á um það bil 60 km hraða miðað við klukkustund. Þegar um 200--300 metrar voru á milli bifreiðanna, kvaðst hann hafa séð bifreið mótaðilja síns, sem hafi vikið vel út á sinn vegarhelming. Friðbergur kvaðst þá hafa ætlað að víkja sinni bifreið til hægri, en hún þá ekki látið að stjórn og haldið beinni stefnu, þó hann sneri stýrishjólinu alveg út í borð til hægri. Kvað hann þá hafa verið stutt á milli bif- reiðanna og hann þá hemlað, en bifreiðin runnið stjórnlaus í heml- um, þar til árekstur varð. Um aðdraganda slyssins sagði William Sigurjón Tracy, bifreiðarstjóri á R 1304, m. a. eftirfarandi: „Er ég var á leið upp brekkuna, sem er skammt fyrir norðan slysstaðinn, var ég á svo hægri ferð, að ég skipti bílnum niður í annan gír, og fannst mér ég sjá ljós framundan. Þá fór ég eins vel út í hægri kantinn og ég gat og fylgdi honum upp brekkuna. Þegar ég kom upp á hæðina framundan, sá ég bíl koma á móti. Hann var með fullum ljósum. Þá tel ég, að ég hafi verið á 20 til 30 km hraða. Er ég sá Þílljósin fyrst, fannst mér talsvert bil vera 1086 í bílinn, en ljósin nálguðust hratt, og ég varð greinilega var við, að ljósin fóru að flökta til, og allt í einu stefndu ljósin beint á mig. Ég held, að ég hafi þá hemlað og sett höndina fyrir höfuðið, og Í því skeði áreksturinn, sem var mjög harður“. Áreksturinn var geysiharður og hafði þær afleiðingar í för með sér, að Þóra, sem sat í framsæti Ö 1470 hægra megin, og Steinunn Anna, sem hún hélt á, létust svo til samstundis, og ökumenn og aðrir farþegar slösuðust, og bifreiðarnar eyðilögðust. Í vottorði Sigursteins Magnússonar héraðslæknis segir m. a. um afdrif Þóru: „Þegar við læknarnir komum á staðinn, var Þóra Guðrún Kristjánsdóttir, f. 8. 9. 1939, Heiðargerði 23 (sic), Kefla- vík, látin. Hlaut hún höfuðkúpubrot og sem afleiðingu af því mikla blæðingu inn á heilann, sem mun hafa leitt hana til dauða“. Farþegar og ökumenn hafa gefið skýrslur fyrir lögreglu og sakadómi vegna sakamáls þess, er höfðað var gegn stefnda Frið- bergi Þór Leóssyni vegna slyss þessa, og þykir rétt að rekja fram- burð þeirra hér að nokkru. Stefndi Friðbergur kom fyrir lögreglu 12. ágúst 1971 og sagði m. a.: „Í greint sinn var ég að aka áleiðis til Þórshafnar á Langa- nesi. Lagði ég af stað frá Keflavík um kl. 16:30 ásamt fólki því, sem tilgreint er í lögregluskýrslu. Ég ók bifreiðinni frá Keflavík að Bifröst í Borgarfirði, en þar tók Sigurbergur við stjórn bif- reiðarinnar. Ég kom á verkstæði Kr. Kristjánssonar í Reykjavík á leiðinni og hafði þar tal af verkstjóranum vegna bilunar á ein- hverjum öryggislið, sem mun vera á stýrisleggnum, en bilunin lýsti sér þannig, að þegar ekið var í holum, fundust högg upp í stýrishjólið. Í ljós kom, þegar ég talaði þarna við verkstjórann, að liður þessi fékkst ekki, og sagði verkstjórinn, að hættulaust mundi vera að aka bifreiðinni í þessu ástandi. Aðspurður segir mætti, að sér hafi fundist bifreiðin láta eðlilega að stjórn á leið- inni norður, eða þar til rétt um leið og slysið varð. Fyrirhugaður áfangastaður á ferð þessari var Þórshöfn á Langanesi. Þegar slysið varð, var ég kominn yfir Vatnsskarðið og var að fara niður af því að norðan. Ég hafði aftur tekið við stjórn bifreiðarinnar rétt við Blönduós, en Sigurbergur ók þangað frá Bifröst. Ég vissi af mótaðila, nokkuð löngu áður en slysið varð, því ég sá ljósin á bifreið hans u. þ. b. 2 km burtu. Ég hafði bifreið mína í þriðja ganghraðastigi, og mun öókuhraðinn þá hafa verið um 60 km m/v klst. 1087 Ég tel, að það hafi verið milli 2—3 hundruð metrar á milli bifreiðanna, þegar ég sá fyrst bifreið mótaðila, og virtist mér hann víkja greinilega vel yfir á sinn vegarhelming. Þegar ég svo ætlaði að víkja bifreið minni til hægri, virtist mér bifreiðin ekki láta að stjórn. Sneri ég þá stýrishjólinu alveg út í borð til hægri, en bifreiðin hélt samt sem áður beinni stefnu. Þegar hér var komið, var lítið bil á milli bifreiðanna, hemlaði ég þá eins og hægt var, og bifreiðin rann stjórnlaust í hemlun, þar til árekstur varð. Áreksturinn mun hafa verið geysiharður, og man ég ekki frekar eftir atburðum fyrr en á hádegi daginn eftir. Aðspurður um yfirborð vegar segir mætti, að vegurinn hafi verið nýlega heflaður, vegurinn sléttur, en talsverð laus möl í honum. Mætti segir, að þarna hafi vegurinn verið breiður og vel hægt að mæta bifreið þarna án nokkurra sérstakra varúðarráð- stafana umfram það, sem eðlilegt er. Aðspurður um áfengisneyslu sína, segir mætti, að hann hafi verslað í Á.T.V.R. í Keflavík, eftirtalið áfengi: 3 fl. whisky, 4 fl. vodka 45%, 1 fl. líkjör og 1 fl. Dubonnet. Áfengið var allt látið á farangursgeymsluna, nema Dubonnet flaskan, sem var geymd inni í bifreiðinni. Kveðst mætti fyrst hafa drukkið úr greindri flösku, skömmu eftir að Sigurbergur tók við akstri við Bifröst um kl. 22:00, og þá segist mætti hafa setið aftur í bifreiðinni og drukkið einn sopa úr flöskunni, sem var óblandað, 2. sopa kveðst mætti hafa drukkið nálægt Fornahvammi, 3. á Holtavörðuheiði að sunnanverðu, 4. sopann þegar % klst. akstur var eftir að Blönduósi, 5. og síðasta sopann kveðst mætti hafa drukkið við „sjoppu“ rétt sunnan við Blönduós. Aðspurður kveðst mætti í öll skiptin hafa tekið sopa af flöskunni og telur, að hann hafi drukkið sjálfur á þessu tímabili frá kl. 22:00 til kl. 00:30 um það bil 74 úr flöskunni, en farþegi, Þóra heitin Kristjánsdóttir, hafi einnig drukkið úr flösku þessari ásamt mætta. Aðspurður kveðst mætti ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við framangreinda áfeng- isneyslu né heldur við aksturinn. Kveðst hann hafa sofið a. m. k. 8 klst. nóttina fyrir slysið. Aðspurður segir mætti, að farþeginn í framsæti hafi verið vakandi, þegar slysið varð, en telur, að far- þegarnir í aftursæti hafi allir verið sofandi. Mætti segir aðspurð- ur, að öryggisbelti hafi verið í bifreiðinni, en þau hafi ekki verið notuð í greint sinn. Mætta er nú sýnd teikning af vettvangi, og telur hann hana vera rétta. Einnig er mætta lesin skýrsla lög- reglu, og telur hann þar rétt frá öllu skýrt, eftir því sem hann 1088 veit best. Aðspurður um áfengisneyslu Sigurbergs segir mætti, að Sigurbergur hafi verið allsgáður og að hann muni yfirleitt ekki neyta áfengis“. Skýrslu þessa staðfesti Friðbergur fyrir sakadómi sama dag og kvaðst þá, ítrekað aðspurður, ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Hann kvað útilokað, að hann hefði sofnað við akst- urinn, þar sem hann myndi, að hann hefði verið að tala við Þóru heitina, þar til rétt áður en hann sá ljósin á R 1304 koma upp fyrir hæð þar skammt frá. Hann hélt fast við þá fullyrðingu sína, að bifreiðin Ö 1470 hafi ekki látið að stjórn og þess vegna hefði hún sveigt skyndilega inn á veginn, eins og uppdráttur á lögregluskýrslu ber með sér. Þessa skýrslu hefur stefndi Friðbergur einnig staðfest fyrir bæjarþingi Keflavíkur 27. september 1973. Hann sagði þá nánar aðspurður, að Þóra heitin hefði setið við hlið sér í aftursæti bif- reiðarinnar, þegar stefndi Sigurbergur ók, það er frá Bifröst að Blönduósi. Hann sagði, að Þóra hefði drukkið með honum úr Dubonnet flöskunni og drukkið álíka mikið og hann. Hann kvaðst álíta, að henni hefði verið það fullkunnugt, að hann neytti áfengis, þar sem þau hefðu setið hlið við hlið og látið flöskuna ganga á milli sín. Stefndi Sigurbergur gaf skýrslu fyrir lögreglu þann 11. ágúst 1971 og skýrði m. a. svo frá: „Við lögðum af stað frá Keflavík síðdegis föstudaginn 2. júlí og komum við á verkstæðinu Kr. Kristjánsson, en komið hafði í ljós, að einhver öryggisliður í stýrinu var bilaður, þannig að þegar ekið var í holum, fundust högg upp í stýrishjólið. Frið- bergur hafði þarna samband við verkstjórann, sem mun hafa tjáð honum, að greindur liður hefði ekki verið til, en í lagi myndi vera að fara á bifreiðinni í þessa fyrirhuguðu ferð, án þess að nokkur hætta væri á ferðum í sambandi við lið þennan. Eftir þessa við- komu á verkstæðinu var ekið rakleiðis áleiðis norður. Ég ók bif- reiðinni hluta af leiðinni, mig minnir, að ég hafi tekið við akstri Í Borgarfirði á norðurleið, en Friðbergur mun hafa ekið frá Kefla- vík. Ég man, að Friðbergur tók við akstri á Blönduósi, og ók hann bifreiðinni, þegar slysið varð“. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt við stýrisbúnað bifreiðarinnar, annað en það, sem sagt er um ör- yggisliðinn hér að ofan, og sagði, að sér hefði virst bifreiðin láta eðlilega að stjórn allan tímann, á meðan hann ók. Aðspurður um áfengisneyslu Friðbergs sagði hann, að hann hefði aldrei séð Frið- 1089 berg neyta áfengis á leiðinni, en sagði, að ein áfengisflaska hefði verið inni í bifreiðinni, en annað áfengi hefði verið í farangurs- geymslunni. Hann kvaðst fyrst hafa séð Friðberg um klukkan 1300 föstudaginn 2. júlí, þegar lagt var upp í greinda ferð, og sagðist ekki hafa séð á honum nein merki um áfengisneyslu, en sagði þó, að hann hefði ekki gefið því sérstaklega gætur. Aðspurð- ur um ökuhraða og ökulag Friðbergs sagði hann, að sér hefði þótt hvort tveggja vera eðlilegt. Hann kvaðst hafa sofnað, eftir að Friðbergur tók við akstri við Blönduós, og kvaðst hann hafa verið sofandi, þegar slysið varð. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt og sagðist ekkert muna um áreksturinn eða að- draganda hans. Sigurbergur kom sem vitni fyrir sakadóm 13. ágúst 1971 og staðfesti framangreinda skýrslu fyrir lögreglu. Frekari skýrsla var þá tekin af Sigurbergi fyrir dóminum, og var hann nánar aðspurður um áfengisneyslu Friðbergs og sagði, að Dubonnet flaskan hefði verið sett inn í bifreiðina að beiðni Friðbergs, og kvaðst hann hafa sagt við Friðberg, að ekki kæmi til greina, að hann fengi sér úr flöskunni. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa mótmælt því, að flaskan væri sett inn í bifreiðina, þar sem hann taldi, að aðrir farþegar kynnu að vilja neyta úr flöskunni. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa séð Friðberg neyta úr flöskunni, enda hefði hann þá aldrei falið Friðbergi stjórn bifreiðarinnar. Aðspurður um áfengislykt í bifreiðinni sagðist hann ekki muna ettir því, en það hefði ekki verið óeðlilegt, því að hann minnti að hafa séð í baksýnisspegli, að Þóra heitin fengi sér úr flösk- unni. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa séð neitt athugavert við Friðberg, eftir að hann hóf akstur við Blönduós, né hans aksturs- máta, enda telur hann, að hann hefði þá ekki látið Friðberg aka lengra. Hann kvaðst sjaldan neyta áfengis og hefði hann ekki neytt áfengis nú í marga mánuði. Að loknum lögmætum undir- búningi vann Sigurbergur drengskaparheit að framburði sínum fyrir sakadómi. Stefndi Sigurbergur hefur staðfest skýrslur þessar fyrir bæjar- þingi Keflavíkur þann 27. september 1973. Var hann þá spurður um sætaskipan í bifreiðinni, þegar hann ók henni frá Bifröst að Blönduósi, og sagði, að kona hans hefði setið við hlið sér í fram- sæti og þau Friðbergur og Þóra heitin í aftursæti bifreiðarinnar, og minnti, að Þóra hefði setið hægra megin í aftursætinu. Að- spurður sagði hann, að ekkert hefði verið um það rætt, hvort Þóra heitin greiddi farið með bifreiðinni. 69 1090 Lára Leósdóttir, eiginkona Sigurbergs, hefur komið fyrir lög- reglu og gefið skýrslu 11. ágúst sl. Hún skýrði svo frá, að hún hefði séð Friðberg um hádegi föstudaginn 2. júlí og hefði hún þá ekki tekið eftir áfengisáhrifum á honum. Hún kvað það fullvíst, að Friðbergur hefði ekið bifreiðinni frá Keflavík og upp í Borg- arfjörð, þar sem Sigurbergur tók við stjórn bifreiðarinnar. Hún sagði, að lagt hefði verið af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan 1700. Sagði hún, að Sigurbergur hefði ekið bifreiðinni að Blöndu- ósi, en þar hefði Friðbergur tekið við akstri. Aðspurð sagðist hún telja, að akstur Friðbergs í greint sinn hefði verið eðlilegur og ökuhraði hóflegur að dómi hennar. Hún sagði, að ein flaska af áfengi hefði verið í bifreiðinni og sagði, að sig minnti, að. Frið- bergur hefði sopið á henni, rétt eftir að Sigurbergur hafði tekið við akstri. Hún kvaðst þó ekki vilja fullyrða neitt um þetta, því hún sagðist muna óljóst eftir þessari ferð. Hún kvaðst hafa sofn- að, rétt eftir að Friðbergur tók við akstrinum, og hefði hún sofið, Þegar áreksturinn varð. Skýrslu þessa staðfesti Lára Leósdóttir fyrir sakadómi Keflavíkur þann 13. ágúst 1971. Vegna framburðar stefnda Friðbergs fyrir sakadómi hlutaðist sakadómari til um, að bifreiðin Ö 1470 væri skoðuð af Bifreiða- eftirliti ríkisins, og segir svo í skýrslu Hafsteins Sölvasonar bif- reiðaeftirlitsmanns, dags. 10. september 1971: „Við athugun á stýrisbúnaði bifreiðarinnar kom ekkert óeðli- legt fram í stýrisvél, stýrisliðum eða taumum bifreiðarinnar. Virt- ist bifreiðin hafa verið að öllu leyti í lagi fyrir áreksturinn. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru nýlegir, Bridgestone, super speed Radial. Möguleikar eru á því, að bifreiðin hafi verið ókyrr í stýri (rásað), þar sem komið hefur fram, að ekki þola allar gerðir bifreiða Radial gerð hjólbarða á íslensku malarvegunum. Ekki hafa verið tök á að fá samskonar bifreið búna samskonar hjólbörðum til samanburðar áðurnefndu“. Með dómi sakadóms Keflavíkur, uppkveðnum 24. maí 1972, var stefndi Friðbergur Þór Leósson fundinn sekur um „að hafa ekið bifreiðinni Ö 1470 undir áhrifum áfengis og of hratt miðað við, að hann var að mæta annarri bifreið á hæðarbungu í rökkri, sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, sem orsakaði umrætt slys, og leiddi til þess, að tveir farþegar létu lífið, en aðrir farþegar slöðust meira og minna svo og bifreiðarstjóri hinnar bifreiðarinnar“, eins og segir í niðurstöðu dómsins. Stefnandi málsins kom fyrir bæjarþing Keflavíkur þann 28. maí 1973. Stefnandi kvaðst hafa unnið við Þórisvatn á þeim tíma, 1091 sem slysið varð, og hafa verið að heiman Í mánuð í einu. Stefn- andi kvaðst hafa farið heim í öllum leyfum. Hann sagði aðspurður, að ekkert hefði verið rætt um samvistarslit milli hans og Þóru heitinnar, er hann var síðast heima helgina fyrir slysið. Stefn- andi kvaðst ekki hafa vitað af ferðalagi því, er Þóra heitin fór Í ásamt stefndu Sigurbergi og Friðbergi. Hann sagði aðspurður, að hann hefði verið vinnufélagi Friðbergs við Búrfell og síðan hefði Friðbergur leigt hjá honum og Þóru herbergi, er mætti bjó við Hringbraut í Keflavík. Hann sagði, að Sigurbergur og kona hans hefðu búið í næsta húsi við þau Þóru á Tjarnargötu í Keflavík. Hann kvað Þóru og konu Sigurbergs hafa þekkst og kvaðst sjálfur hafa verið málkunnugur Sigurbergi. Hann sagði, að eftir slysið hefði hann orðið að minnka við sig vinnu og orðið að koma heim um hverja helgi, og kvaðst hann hafa fengið sig fluttan frá Þóris- vatni í Hveragerði til þess að eiga hægara með að komast heim. Hann kvaðst hafa ráðið ráðskonur eftir slysið til þess að annast börnin og heimilið, meðan hann væri fjarverandi við vinnu, en þær hefðu orðið að fá frí um helgar og hann því þurft að koma heim. Stefnandði kvaðst hafa haft fjórar ráðskonur, frá því slysið varð og fram til þessa dags. Hann kvaðst hafa greitt ráðskonun- um kr. 10.000 á mánuði og frítt fæði og húsnæði. Hann kvaðst síðan í september hafa verið heima sjálfur, vegna þess að hann hefði ekki fengið ráðskonu til þess að annast börnin og heimilið. Hann kvaðst hafa öll börnin fjögur hjá sér og halda heimili fyrir þau. Hann kvað sér hafa verið ómögulegt að fá sér vinnu vegna heimilisástæðna. Hann kvaðst hafa möguleika á að fá sér nú vinnu hér í nágrenninu, þar sem dóttir hans sé nú fermd og búin í skóla, og geti sú vinna staðið fram á haust eða þar til dóttir hans byrji aftur í skóla. Stefnandi hefur látið Bjarna Þórðarson tryggingafræðing reikna út fjártjón stefnanda og barna hans vegna fráfalls Þóru G. Krist- jánsdóttur. Stefnandi hefur lagt fram tvo útreikninga, dags. 2. september 1971 og 17. ágúst 1973. Í bréfi tryggingafræðingsins, dagsettu 2. september 1971, segir svo m. a.: „Þóra heitin er sögð fædd 8. september 1939 og hefur samkvæmt því verið 31 árs að aldri, er hún lést. Eiginmaður hennar er Guð- bjartur Kristinsson, í. 12. apríl 1937, og börn þeirra eru: Jóhanna, f. 9. des. 1959, Kristinn Þór, f. 21. nóv. 1963, Hafþór, f. 29. apríl 1966 og Guðbjörg, f. 2. febr. 1968. Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Guðbjarts árin 1968, 1969 og 1971 og samkvæmt upplýsingum yðar hafði Þóra heitin 1092 engar vinnutekjur árin 1967, 1968 og 1969. Árið 1970 munu vinnu- tekjur hennar hafa verið kr. 67.673.00 og árið 1971 kr. 3.609.00. Venja er að miða fjártjón ekkju vegna fráfalls eiginmanns við verðmæti helmings áætlaðra tekna hans, þegar frá þeim hefur verið dreginn framfærslueyrir til barna, að frádregnu verðmæti helmings áætlaðra tekna hennar. Sé bessari aðferð beitt við mat á fjártjóni ekkils, sem hefur haft verulega hærri tekjur en eigin- kona hans, mundi niðurstaðan gefa til kynna, að ekkillinn hafi orðið fyrir fjárhagslegum ávinningi við fráfall eiginkonunnar. Mér er aðeins kunnugt um einn hæstaréttardóm í hliðstæðu máli (ZKVII, bls. 332). Í forsendum dóms undirréttar, sem Hæsti- réttur staðfestir, segir: „Sýnt er, að fráfall eiginkonunnar veldur stefnanda fjárhagslegu tjóni. Hann mun hafa tekið sér ráðskonu og búa með henni. Það kaup, sem hann þarf að greiða ráðskon- unni, er útgjöld, sem orsakast af fráfalli konunnar. Auk þess munu störf ráðskvenna yfirleitt ekki vera heimilum eins nota- drjúg og störf eiginkvenna, og er eiginmaðurinn þá einnig að því leyti verr settur en áður“. Ég hefi hér talið rétt að miða útreikning á fjártjóni Guðbjarts við hugsanleg útgjöld vegna ráðskonuhalds. Ég hefi þegar leitað eftir upplýsingum hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar um launakjör ráðskvenna á heimilum, en engar upplýsingar voru fyrirliggjandi um þetta atriði. Við útreikninga á örorkutjóni hús- móður er ég vanur að meta húsmóðurstörf á heimili með hjónum og tveimur börnum jafngild fullum launum samkvæmt Iðjutaxta, á heimili með hjónum og einu barni 90% og á heimili með hjón- um 75% af þessum launum. Fyrir hvert barn umfram tvö hefi ég bætt 10% við full laun samkvæmt Iðjutaxta. Við útreikning á verðmæti hugsanlegra útgjalda Guðbjarts vegna ráðskonuhalds hefi ég valið þann kost að hafa hliðsjón af launum samkvæmt Iðjutaxta vegna skor!s á upplýsingum um launakjör ráðskvenna. Þá hefi ég klofið verðmætið niður í fimm hluta með tilliti til þess, að útgjöldin fari væntanlega minnkandi, þegar börnin eldast, þ. e. a. s. fyrsti hlutinn svarar til útgjalda vegna Guðbjarts eins, annar hlutinn til útgjalda vegna yngsta barnsins o. s. frv. Föst mánaðarlaun samkvæmt Iðjutaxta nema nú frá 1. sept. s.l. kr. 16.078.00. Vegna óvissunnar um ráðskonulaun hefi ég lagt til grundvallar ákveðinn hundraðshluta af launum þessum við út- reikning verðmætisins, sem síðan er hægt að umreikna hlutfalls- lega miðað við þau útgjöld, sem eðlileg geta talist. Ég hefi miðað 1093 við, að ráðskonulaun fyrir heimili með einum karlmanni nemi 30% og 40% af Iðjutaxta. Þá er miðað við, að þau hækki um 10% fyrir hvert barn. Annars vegar er miðað við, að útgjöldin lækki, þegar börnin ná 16 ára aldri, en hins vegar þegar þau ná 18 ára aldri. Reiknast mér verðmæti útgjaldanna vegna ráðskonuhalds fyrir Guðbjart einan nema á slysdegi kr. 699.350.00, þegar miðað er við 30% af Iðjulaunum og kr. 932.480.00, þegar miðað er við 40%. Verðmæti viðbótarútgjalda vegna ráðskonuhalds, sem nemur 10% af Iðjulaunum, þar til hvert barn nær 16 eða 18 ára aldri, er sýnt í næstu töflu. Til 16 ára aldurs. Til 18 ára aldurs. Vegna Guðbjargar .. .. kr.167.696.00 kr. 181.121.00 Vegna Hafþórs .. .. .. — 145.587.00 — 162.033.00 Vegna Kristins Þórs .. — 121.878.00 — 141.605.00 Vegna Jóhönnu „. .. .. — 73.430.00 — 99.630.00 Við útreikning á fjártjóni barna Þóru heitinnar vegna fráfalls hennar hefi ég miðað við, að börnin hefðu getað vænst ákveð- innar fjárhæðar árlega frá móður sinni til fulls 16 ára aldurs. Sé gert ráð fyrir, að þessi upphæð sé jafnhá barnalífeyri almanna- trygginga, reiknast mér verðmætið nema á slysdegi: Fyrir Jóhönnu .. .. „. kr. 136.563.00 Fyrir Kristin Þór... .. — 227.234.00 Fyrir Hafþór .. .. .. .. — 271.513.00 Fyrir Guðbjörgu .... .. — 312.983.00 Ef miðað er við, að börnin hefðu notið framfærslueyris til fulls 17 ára aldurs, reiknast mér verðmæti nema á slysdegi: Fyrir Jóhönnu .. .. .. kr.162.005.00 Fyrir Kristin Þór... .. — 246.367.00 Fyrir Hafþór .. .. .. .. — 287.521.00 Fyrir Guðbjörgu . .. .. — 326.018.00 Barnalífeyrir almannatrygginga nemur nú kr. 3.009.00 á mán- uði með hverju barni, og öðlast Guðbjartur rétt til hans, og greið- ist hann til 17 ára aldurs. Ef önnur upphæð er lögð til grundvallar en hér hefur verið 1094 gert, má finna verðmætið út frá framangreindum fjárhæðum hlutfallslega. Við útreikningana eru notaðir 7% vextir p. a., dánarlíkur ís- lenskra karla og kvenna samkvæmt reynslu áranna 1951— 1960 og líkur fyrir missi starfsorku samkvæmt sænskri reynslu“. Í bréfi tryggingafræðingsins til lögmanns stefnanda 17. ágúst 1973 segir svo m. a.: „Þér hafið, hr. hæstaréttarlögmaður, óskað eftir, að ég gerði nýja útreikninga í sambandi við fjártjón eiginmanns og barna Þóru G. Kristjánsdóttur, en fyrri útreikningar voru gerðir 2. september 1971. Eftirfarandi útreikningar eru miðaðir við sömu forsendur og í fyrrgreindum útreikningi, að öðru leyti en því, að tekið er tillit til breytinga, sem orðið hafa á kauplagi og barnalífeyri almanna- trygginga. Föst mánaðarlaun samkvæmt Iðjutaxta nema nú frá 1. sept nk. kr. 25.834.00. Sé verðmæti útgjaldanna vegna ráðskonuhalds mið- að við 30% af Iðjulaunum, reiknast mér verðmæti þess nema á slysdegi: Til 16 ára aldurs. Til 17 ára aldurs. Fyrir Jóhönnu .. .. .. kr.178.854.00 kr. 215.788.00 Fyrir Kristin Þór... .. — 310.477.00 — 338.251.00 Fyrir Hafþór . .. .. .. — 374.755.00 — 397.992.00 Fyrir Guðbjörgu . .. .. — 434.954.00 — 453.876.00 Ef gert er ráð fyrir, að barnalífeyrir almannatrygginga hækki um 6.8% 1. okt. nk., eða jafnmikið og kaup vegna hækkunar á kaupgreiðsluvísitölu, reiknast mér verðmætið nema: Til 16 ára aldurs. Til 17 ára aldurs. Fyrir Jóhönnu .. .. .. kr. 184.790.00 kr. 224.234.00 Fyrir Kristin Þór... .. — 325.362.00 — 355.024.00 Fyrir Hafþór . .. .. .. — 394.010.00 — 418.827.00 Fyrir Guðbjörgu . .. .. — 453.302.00 — 478.512.00 Reiknigrundvöllur er hinn sami og í fyrri útreikningi“. Stefnandi byggir endanlega kröfugerð sína á síðari útreikningi tryggingafræðingsins og breytti upphaflegri stefnukröfu sinni í samræmi við það, og mætti sú breyting á kröfugerð ekki and- mælum stefndu. 1095 Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: A. Til Guðbjarts sjálfs: 1. vegna ráðskonuhalds .. .. .. .. .. .. .. .- kr.1.438.435 2. viðbótarútgjöld vegna ráðskonuhalds til 18 ára aldursbarnanna .. ..........0....00. 2. — 878.631 3. útfararkostnaður .. .. 2... 0... 20.000 4. röskun á stöðu og högum .. .. .. .. .. .. -- — 200.000 Kr. 2.537.068 B. Til Guðbjargar: 1. missir framfæranda .. .. .. .. .... 2... -. kr. 478.512 9. röskun á stöðu og högum .. .. .. .. .. .. -. — 200.000 Kr. 678.512 C. Til Hafþórs: 1. missir framfæranda .. .. .. ...... 2. 2... kr. 418.827 2. röskun á stöðu og högum .„. .. .. .. .. .. -. — 200.000 Kr. 618.827 D. Til Kristins Þórs: 1. missir framfæranda .. .. .. 2... .. 2... 2. kr. 355.024 2. röskun á stöðu og högum .. .. .. .. .. .. .- — 200.000 Kr. 555.024 E. Til Jóhönnu: 1. missir framfæranda .. .. .. .. .. .. 2. 2... Kr. 224.234 2. röskun á stöðu og högum .. .. .. .. .. -. =. — 200.000 Kr. 424.234 Samtals nema bótakröfurnar samkvæmt A-E .. .. kr.4.813.663 Málsástæður. Stefnandi byggir kröfur sínar um skaðabætur á hendur stefndu á 3. mgr. 69. gr. laga nr. 40/1968, sbr. 3. mgr. 70. gr. sömu laga og 67. gr. umferðarlaga. Stefnandi telur, að stefndi Sigurbergur beri sem eigandi og ábyrgðarmaður bifreiðarinnar Ö 1470 ábyrgð vegna slyssins. Hann hafi vitað eða mátt vita, að stefndi Frið- bergur hafði neytt áfengis, áður en hann tók við akstri bifreiðar- innar. Stefnda Sigurbergi hafi borið skylda til að athuga það gaumgæfilega, fyrst áfengi var haft um hönd í bifreiðinni, að 1096 sá, er hann fól akstur bifreiðarinnar, væri allsgáður og þessi van- ræksla hans ein baki honum ótvírætt fébótaábyrgð á slysinu. Einnig beri stefndi Sigurbergur bótaábyrgð vegna bilunar og galla á bifreiðinni, því greinilegt sé, að hjólbarðar bifreiðarinnar hafi verið gallaðir, og ljóst sé, að hemlar hafi ekki virkað með eðlilegum hætti, þar sem engin hemlaför hafi verið eftir hægri hjól bifreiðarinnar. Stefnandi bendir og á, að öryggisbelti hafi eigi verið notuð, en það verði að telja skyldu hvers góðs og var- kárs ökumanns að sjá um, að farþegar í framsæti noti slík ör- yggisbelti. Stefnandi telur ótvírætt, að stefndi Friðbergur beri sök á slysinu með vítaverðum akstri sínum undir áhrifum áfengis, enda hafi hann verið sakfelldur í sakadómi Keflavíkur fyrir þetta atferli og hafi sá dómur res judicata verkanir fyrir úrlausn þessa máls, sbr. 2. mgr. 197. gr. einkamálalaga. Þar sem stefndi Frið- bergur hafi ekið bifreiðinni með vitund og vilja stefnda Sigur- bergs, færist sök hans yfir á stefnda Sigurberg og bakar honum fébótaábyrgð. Stefnandi telur ósannað með öllu, að Þóra heitin hafi vitað um ölvunarástand stefnda Friðbergs og neytt áfengis með honum, og sé það atriði óupplýst. Stefnandi telur, að þrátt fyrir það, að þátttaka Þóru í áfengisneyslu Friðbergs væri sönnuð, mundi það ekki leiða til þess, að bótaréttur hennar félli niður, og yrði að meta það til sakar eftir reglum um eigin sök tjónþola. Þar komi þá aðallega til athugunar athafnaleysi Þóru og sé mun erfiðara að meta það til sakar, sbr. Erstatningsret II. del (Vin- ding Kruse, bls. 411—416). Með athafnaleysi sínu hafi Þóra tekið á sig vissa áhættu, en Þegar þriðji aðili orsakar hættu eins og hér, sé hæpið að leggja nokkra ábyrgð á Þóru. Stefnandi bendir og á reglur skaðabótaréttarins um samábyrgð, þegar tjóni er valdið af fleiri en einum aðilja, sem leiði til sömu niðurstöðu í þeim tilvikum, þar sem sá ber alla ábyrgð, sem á meginsök. Stefn- andi telur, að hafa verði saknæmisreglu skaðabótaréttarins í huga, þegar hugsanleg sakaraðild Þóru verði brotin til mergjar í máli þessu. Þá bendir stefnandi á, að þótt Þóra kunni að hafa skert bótarétt sinn, skerði það ekki sjálfstæðan bótarétt stefnanda og barna hans, sem eigi beina bótakröfu á hendur stefndu. Stefnandi byggir kröfu sína gegn stefnda Sjóvátryggingarfélagi Íslands h/f á almennum ákvæðum 74 gr. umferðarlaga nr. 40/ 1968, sbr. 3. mgr. 70. gr. sömu laga, en stefndi Sjóvátryggingar- félag Íslands h/f var ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar Ö 1470. Stefnandi kveður bótakröfu sína vera byggða á reglum skaða- bótaréttarins um bætur fyrir missi framfæranda og röskun á stöðu 1097 og högum og sé kröfugerðin miðuð við útreikninga Bjarna Þórðar- sonar tryggingafræðings, dags. 2. september 1971 og 17. ágúst 1973. Stefnandi kveður það löngu viðurkennt í norrænum rétti, að eiginmaður eigi rétt til dánarbóta eftir konu sína, enda þótt hún hafi ekki unnið utan heimilisins, og beri því stefnanda bætur í þessu máli. Stefnandi rökstyður kröfur sínar þannig: A.10g 2. Hann hafi haft verulegan aukakostnað og óþægindi vegna fráfalls eiginkonu, vegna ráðskonuhalds og breytinga á vinnutilhögun og sé kröfugerðin og byggð á útreikningi trygg- ingafræðingsins. A.3. Þeim kostnaði hafi ekki verið mótmælt af stefndu. A.4. Stefnandi telur kröfu sína samkvæmt þessum lið mjög hóflega, sé tekið tillit til hinnar gífurlegu röskunar á stöðu og högum hans við fráfall eiginkonunnar. Liðir B til E í kröfugerð eru kröfur barnanna fyrir missi fram- færanda og fyrir röskun á stöðu og högum. Stefnandi telur kröfu- gerð mjög í hóf stillt, þar sem augljós sé sú röskun á stöðu og högum, sem börnin hafa orðið að þola, og hinn kröfuliðurinn sé byggður á útreikningi tryggingafræðingsins. Stefnandi telur börnin eiga sama rétt til bóta fyrir missi framfæranda, hvort sem það er faðir eða móðir, sem fellur frá. Fjárhæðir vegna missis framfæranda í kröfulið B til E segir stefnandi, að séu samkvæmt útreikningi tryggingafræðingsins, fundnar út frá barnalífeyri al- mannatrygginga, og sé það eðlilegur grundvöllur. Stefnandi telur og, að við mat á bótafjárhæð verði að taka tillit til þess, að börn njóti oft lengur en til 17 ára aldurs fjárhagslegs stuðnings for- eldra sinna, t. d. til skólagöngu. Þá telur stefnandi, að barnalíf- eyrir sá, sem nú er greiðdur með börnunum, verði að skoðast sem tillag til föðurins sjálfs, en eigi ekki að dragast frá sjálf- stæðri framfærslukröfu barnanna. Stefnandi telur og, að ekki eigi að lækka bæturnar til hans vegna skattfrelsis bótanna, því þær reglur eigi að vera bótaþega til hagræðis, en ekki bótagreið- anda. Stefndi Sigurbergur byggir kröfu sína um sýknu á því, að hann hafi ekki vitað um ástand stefnda Friðbergs, er hann fól honum stjórn bifreiðarinnar, og sé því ekki hægt að fella sök á hann eftir almennum skaðabótareglum. Stefndi Sigurbergur telur og úti- lokað að leggja á sig fébótaábyrgð vegna reglna um ábyrgð eig- anda á göllum eða bilun eigin tækja. Hann telur, að ekkert hafi komið fram, sem leiði í ljós nokkra galla eða bilun í tækjum bif- 1098 reiðarinnar, enda liggi fyrir vottorð Bifreiðaeftirlits um það, að bifreiðin hafi verið að öllu leyti í lagi fyrir áreksturinn. Auk þess hafi sakadómur Keflavíkur komist að þeirri niðurstöðu, að ekkert hafi komið fram, sem benti til þess, að um skyndibilun hafi verið að ræða í bifreiðinni, og væri sá dómur bindandi í þessu máli vegna res judicata verkana. Hann bendir og á, að þrátt fyrir hug- leiðingar bifreiðaeftirlitsmannsins um, að möguleiki væri á því, að bifreiðin hefði rásað í stýri vegna notkunar svokallaðra Radial hjólbarða, hafi ekkert komið fram, sem bendi til þess, og ekki hafi notkun þessara hjólbarða verið bönnuð né varað við henni, og verði því að telja ósannað með öllu, að notkun slíkra hjólbarða hafi átt sök eða meðsök á árekstrinum. Einnig verði að telja ósannað með öllu, að hemlar hafi verið í ólagi, eins og stefnandi vilji halda fram. Þá benti stefndi og á það, að bifreiðin Ö 1470 var alveg ný, eða um 3% mánaða gömul. Stefndi Sigurbergur lítur svo á, að þar sem Þóra heitin greiddi ekki far með bifreið- inni Ö 1470 greint sinn, sé ekki hægt að leggja á hann fébóta- ábyrgð eftir 67. gr., sbr. 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga. Stefndi Friðbergur heldur því fram, að ekki sé hægt að leggja á hann ríkari ábyrgð en eftir almennum skaðabótareglum. Sýknu- kröfu sína byggir stefndi Friðbergur ekki á því, að hann eigi ekki sök á tjóni því, sem varð af slysinu, enda hafi hann verið fundinn sekur í sakadómi Keflavíkur. Hann byggir sýknukröfu sína á reglunum um accept risiko, eða samþykki áhættu, og niðurfell- ingarreglunni vegna eigin sakar tjónþola, sbr. 3. mgr. 67. gr. um- ferðarlaga. Hann telur, að Þór hafi fyrirgert rétti sínum til bóta, hafi hún vitað um áfengisneyslu Friðbergs, og henni hafi borið að láta eiganda bifreiðarinnar vita um ástand Friðbergs. Hann telur fullvíst, að Þóra hafi vitað um áfengisneyslu hans, þar sem þau hafi setið „hlið við hlið og látið flöskuna ganga á milli sín“. Þá styðji það framburð hans, að stefndi Sigurbergur hafi borið það, að sig minnti, að hann sæi Þóru súpa á áfengisflöskunni. Stefndi Friðbergur telur þetta það miklar líkur, að stefnandi yrði að sanna það, að Þóra hefði ekki vitað um áfengisneyslu hans, en slík sönnun sé ekki fyrir hendi. Þar sem telja verði sannað, að Þóru hafi verið kunnugt um áfengisneyslu Friðbergs, sé hún með- ábyrg að slysinu samkvæmt reglunni um samþykki áhættu og hafi með því fyrirgert rétti sínum til bóta úr hendi stefnda Frið- bergi. Stefndi telur, að þar sem Þóra eigi engan bótarétt á hendur stefndu, þá eigi stefnendur þessa máls engan bótarétt, þar sem það sé viðurkennd regla í íslenskum rétti, að þeir, sem krefjist 1099 dánarbóta, eigi ekki ríkari rétt en sá, er þeir vilja leiða rétt sinn af. Stefndu kveða Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f bera aðeins ábyrgð sem ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar Ö 1470 og beri því að sýkna félagið, sbr. það, sem rakið hefur verið um sýknu- kröfu meðstefndu. Af hálfu félagsins er bent á, að aldrei væri hægt að dæma félagið til greiðslu hærri bóta en nemur vátrygg- ingarupphæðinni, kr. 3.000.000, og af þeirri fjárhæð væri þegar búið að greiða vegna bifreiðarinnar Ö 1470 ökumanni og eiganda bifreiðarinnar R 1304 kr. 189.110 og að tryggingarfélag R 1304 hafi greitt kr. 234.000 vegna kaskotryggingar R 1304 og muni þeirri kröfu verða beint gegn félaginu að öllum líkindum, og svo hafi félaginu borist krafa frá Sjúkrasamlagi Keflavíkur að fjár- hæð kr. 65.968. Varakrafa stefndu byggist á 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga og styðst við vitneskju Þóru um ástand stefnda Friðbergs. Af hálfu stefndu var niðurstöðum tryggingafræðingsins mót- mælt sem röngum og of háum og því haldið fram, að þær væru ekki raunhæfur bótagrundvöllur í máli þessu. Stefndu telja, að krafan í heild sé of há og órökstudd. Alla vega verði í samræmi við dómvenju að lækka mjög allar tölur frá niðurstöðum líkinda- reikningsins og hafa hliðsjón af skattfrelsi, hagræði af eingreiðslu og þeim óvissu þáttum og forsendum, sem tryggingafræðingur- inn byggir á. Þá er kröfu stefnanda um bætur fyrir röskun á stöðu og högum mótmælt af stefndu sem of hárri og í Ósamræmi við dómvenju í dánarbótamálum. Stefndu mótmæltu kröfum um bætur til fjögurra barna stefn- anda og Þóru fyrir missi framfæranda og fyrir röskun á stöðu og högum og töldu þær of háar og ekki nægilega rökstuddar. Stefndu halda því og fram, að börnin eigi ekki sjálf kröfu um bætur fyrir missi framfæranda, þar sem þau eigi áfram framfærslukröfu á föður sinn, sem þau áttu áður á hendur föður og móður. Hins vegar kynni faðirinn að eiga bótakröfu vegna aukinnar fram- færslubyrði, en slík krafa sé ekki gerð í máli þessu. Niðurstaða. Telja verður ljóst með tilliti til niðurstöðu sakadóms Keflavíkur, að ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess, að skyndibilun hafi orðið í stjórntækjum bifreiðarinnar Ö 1470 greint sinn. Bifreiðin Ö 1470 var skoðuð af bifreiðaeftirlitsmanni eftir slysið, og lét bifreiðaetftirlitsmaðurinn það álit í ljós, að bifreiðin hafi virst 1100 vera að öllu leyti í lagi fyrir áreksturinn. Ekkert hefur komið fram í málinu, sem styður þá fullyrðingu stefnanda, að hemlar bifreiðarinnar hafi verið ófullkomnir. Stefndi Sigurbergur bar sem vitni í sakadómi Keflavíkur, að hann hefði ekki vitað um áfengisneyslu Friðbergs né tekið eftir neinu athugaverðu við hann, áður en hann fól honum stjórn bifreiðarinnar. Að þessum fram- burði vann Sigurbergur drengskaparheit. Leggja verður þennan framburð Sigurbergs til grundvallar, þar sem ekkert hefur komið fram í máli þessu, sem mælir honum gegn. Upplýst er, að Þóra G. Kristjánsdóttir greiddi ekki far sitt með bifreiðinni Ö 1470. Samkvæmt framanrituðu ber stefndi Sigurbergur hvorki hlut- læga né óhlutlæga ábyrgð á slysinu og því tjóni, sem af því hlaust, og ber því að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda. Stefndi Friðbergur hefur verið dæmdur í sakadómi Keflavíkur fyrir að aka bifreiðinni Ö 1470 undir áhrifum áfengis og of hratt, miðað við aðstæður, og með því sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, sem orsakaði slysið. Sök stefnda Friðbergs er því fyllilega sönnuð í máli þessu. Kemur þá til álita, hvort Þóra heitin hafi á einhvern hátt með athöfn sinni eða athafnaleysi fyrirgert rétti sínum til bóta. Framburður Friðbergs fyrir lögreglu, í sakadómi og í bæjar- þingi Keflavíkur er mjög á einn veg varðandi áfengisneyslu hans sjálfs og Þóru heitinnar. Hann kveður þau hafa setið hlið við hlið í aftursæti bifreiðarinnar og látið flöskuna ganga á milli sín og hafi þau bæði neytt af áfenginu álíka magns. Þessi framburður Friðbergs er studdur vætti stefnda Sigurbergs. Dómurinn lítur svo á, að sannað sé, að Þóra heitin hafi mátt vita, að stefndi Frið- bergur var undir áhrifum áfengis, er hann tók við akstri bifreið- arinnar. Bar henni því að tilkynna eiganda bifreiðarinnar um ástand Friðbergs. Þar sem hún gerði engar athugasemdir við það, að Friðbergur æki bifreiðinni, og lét það viðgangast, tók hún með því á sig áhættu og hefur með því fyrirgert rétti sínum til bóta úr hendi stefnda Friðbergs. Stefnandi, sem leiðir bótakröfu sína af hugsanlegum bótarétti Þóru, getur ekki átt ríkari rétt en sá, sem hann hugðist leiða rétt sinn af. Ber því að sýkna stefnda Friðberg af öllum kröfum stefnanda. Stefndi Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f sem ábyrgðartryggj- andi bifreiðarinnar Ö 1470 er því sýkn af öllum kröfum stefn- anda. Úrslit málsins verða því þau, að sýkna ber stefndu af öllum kröfum stefnanda, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. 1101 Stefnendur hafa haft kostnað af máli þessu samkvæmt fram- lögðum reikningum, kr. 7.700, auk réttargjalda, eða samtals kr. 10.000. Málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnanda fyrir héraðs- dómi, Vilhjálms Þórhallssonar hæstaréttarlögmanns, ákveðast kr. 30.000 með tilliti til gjafsóknarleyfis stefnanda. Gjafsóknarkostn- aður slefnanda, samtals kr. 40.000, greiðist úr ríkissjóði. Dóm þennan kvað upp Jón Eysteinsson. Dómsorð: Stefndu, Sigurbergur Baldursson, Friðbergur Þór Leósson og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Guðbjarts Kristinssonar, fyrir sjálfan sig og ófjárráða börn sín, Guðbjörgu, Hafþór, Kristin og Jó- hönnu, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður, þar með talin málflutningslaun skip- aðs talsmanns stefnanda, Vilhjálms Þórhallssonar hæstarétt- arlögmanns, samtals kr. 40.000, greiðist úr ríkissjóði. Mánudaginn 20. desember 1976. Nr. 98/1975. Jón Magnússon (Hjörtur Torfason hrl.) gegn Herði Helgasyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einasson og Þór Vilhjálmsson. Verðtrygging. Gengi. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 30. júlí 1975. Krefst hann þess, að stefnda verði dæmt að greiða hon- um víxilskuld að fjárhæð 164.40 sterlingspund ásamt 1%4% 1102 dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 8. maí 1974 til 15. júlí s. á. og 2% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags svo og 100 krónur í stimpilkostnað. Þá krefst áfrvjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfryjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Svo sem í hinum áfrýjaða dómi er lýst, er í máli þessu einungis deilt um, eftir hvaða sengi skuli greiða víxlana í íslenskum krónum. Áfrýjandi telur, að varnir, byggðar á því, að beita beri ákvæðum laga nr. 71/1966 um víxla þessa og greiðslu þeirra, komist ekki að í máli þessu vegna ákvæða 208. gr. laga nr. 85/1986. Fallast má á þá úrlausn héraðsdóms, að varnir, byggðar á lögum nr. 71/1966, megi komast að í málinu. Víxlar þeir, sem í málinu greinir, eru gefnir út í Lundún- um, og telja aðiljar þá hafa verið til greiðslu á tveimur fluo- farseðlum, sem stefndi keypti þar af Loftleiðum h/f. Áfrýj- andi byggir þó ekki á þessu atriði í málflutningi sínum, og telja aðiljar, að líta beri á skuldbindingar stefnda samkvæmt víxlunum sem skuldbindingar í erlendum gjaldeyri milli að- ilja búsettra hér á landi. Eiga ákvæði 1. og 2. mgr. 1. gr. lag: nr. 71/1966 því við um skipti þessi samkvæmt grunnrökum sínum. Verður því að telja, að stefnda sé aðeins skylt að greiða áfrýjanda umrædda víxla með íslenskum krónum mið- að við sölugengi sterlingspunds í Reykjavík 2. apríl 1974. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um vexti og málskostnað. Eftir þessum málalokum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 20.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, Hörður Helgason, greiði áfrýjanda, Jóni Magnússyni, 164.40 sterlingspund í íslenskum krónum eftir sölugengi sterlingspunds í Reykjavík 2. apríl 1974 ásamt 116% vöxtum fyrir hvern mánuð og brot úr mán- 1103 uði frá 8. maí 1974 til 15. júlí s. á., 2% vöxtum fyrir hvern mánuð og brot úr mánuði frá þeim degi til greiðslu- dags svo og 100 krónur í stimpilkostnað. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest. Áfrýjandi greiði stefnda 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. maí 1975. Mál þetta er höfðað með stefnu, birtri 11. desember 1974. Málið var höfðað sem áskorunarmál, en því var vikið til venjulegrar víxilmeðferðar á bæjarþinginu 6. febrúar sl. Munnlegur málflutn- ingur fór fram þann 9. maí sl., og var málið dómtekið að honum loknum. Stefnandi máls þessa er Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður, Vesturgötu 17, Reykjavík. Stefndi er Hörður Helgason, Litlagerði 18, Hvolsvelli. Stefnandi gerir þær kröfur í málinu, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum £ 164.40 með 1 % dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 8. maí 1974 til 15. júlí 1974, en með 2% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags, kr. 100 í stimpilkostnað og málskostnað skv. gjald- skrá LMFÍ. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði aðeins dæmdur til að greiða þá upphæð í íslenskum krónum, er samsvari hinni er- lendu upphæð á því gengi, sem gilti, þegar stefndi samþykkti víxla þá, sem greint verður frá. Enn fremur er þess krafist, að máls- kostnaður verði felldur niður. Umrædd skuld er skv. tveimur eigin víxlum, útgefnum af stefnda í London 2. og 4. apríl 1974. Annar er að fjárhæð £ 45.00 og hinn að fjárhæð £ 119.40. Víxlar þessir bera með sér gjald- dagana 8. maí 1974. Á víxlunum er Verslunarbankinn tilgreindur ávísunarhafi (sic), en hann hefur framselt stefnanda víxlana. Víxlarnir eru út gefnir af stefnda vegna viðskipta hans við Flug- félag Íslands h/f í London. Er enginn ágreiningur um það í mál- inu, að fjárskuldbinding þessi er milli aðilja búsettra hér á landi. Kröfugerð stefnanda er við það miðuð, að stefnda verði gert að 1104 greiða framangreindar fjárhæðir miðað við gengi íslenskrar krónu eins og það verður á greiðsludegi. Telur stefnandi, að varnir stefnda, eins og þeim er lýst hér á eftir, komist ekki að í máli þessu, enda sé málið rekið skv. 17. kafla laga nr. 85/1936. Í annan stað telur stefnandi, að dómkröfurnar eigi efnislega fullan rétt á sér. Þær hafi næga stoð í 41. gr. víxillaga nr. 93/1933, en lög nr. 71/1966 hafi í engu hróflað við gildi þeirra. Stefndi telur hins vegar, að stefnukrafa fari í bága við fyrr- greind lög nr. 71/1966 um verðtryggingu fjárskuldbindinga, enda sé fjárskuldbindingin skv. víxlunum á milli íslenskra aðilja, bú- settra hérlendis. Því beri að greiða víxlana á því gengi, sem gilti, er víxlarnir voru samþykktir. Víxlar þeir, sem fram eru lagðir í málinu, eru í lögmætu formi. Kröfur stefnanda, sem eru miðaðar við gengi víxilfjárhæðanna á gjalddaga, eru hins vegar í andstöðu við 1. gr. laga nr. 71/1966 um verðtryggingu fjárskuldbindinga, en fjárskuldbinding sam- kvæmt víxlunum er milli aðilja, búsettra hér á landi. Af framansögðu leiðir, að varnir í máli þessu eru leyfilegar að því marki sem kröfugerð hefur ekki stoð í lögum. Samkvæmt þessu ber að taka kröfur stefnanda til greina. Miða skal þó við gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu á út- gáfudegi víxlanna. Eftir atvikum má hér miða við 2. apríl 1974. Vaxtakröfu og stimpilkostnaðar hefur ekki verið mótmælt. Ber að taka þær til greina. Málskostnaður á að falla niður. Stefán M. Stefánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hörður Helgason, greiði stefnanda, Jóni Magnús- syni hæstaréttarlögmanni, £ 164.40, miðað við gengi sterlings- punds gagnvart íslenskri krónu þann 2. apríl 1974, ásamt 1% % dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 8. maí 1974 til 15. júlí s. á, en með 2% ársvöxtum (svo) frá þeim degi til greiðsludags og kr. 100 í stimpilkostnað. Málskostnaður fellur niður. Framangreindar fjárhæðir ber að greiða innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. 1105 Þriðjudaginn 21. desember 1976. Nr. 169/1974. Kristján Bjarnason (Agnar Gústafsson hrl.) segn Hreppsnefnd Dyrhólahrepps f. h. hreppsins Guðjóni Þorsteinssyni og Óskari Þorsteinssyni. (Egill Sigurgeirsson hrl.). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Þór Vilbjálmsson. Forkaupsréttur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu A. október 1974, að fengnu áfrýjunarleyfi 17. september s. á. Dómkröfur hans eru þær, að afsal fyrir hluta stefndu Guð- jóns og Óskars Þorsteinssona í jörðinni Garðakoti, dags. 11. janúar 1973, verði dæmt ógilt og að þeir verði dæmdir til þess að afsala áfrýjanda „eignarhluta þeirra í jörðinni Garða- koti ásamt húsum öllum og mannvirkjum gegn greiðslu á húsum samkvæmt fasteignamati, kr. 392.000, en landi, þ. á m. ræktun og girðingum, samkvæmt mati Kristins Jónssonar og Steinþórs Bunólfssonar, dags. 21. júní 1972, kr. 430.0005. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi allra stefndu. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Forkaupsréttur Dyrhólahrepps vegna kaupgernings áfryj- anda og Þorsteins heitins Bjarnasonar, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi, er ótvíræður samkvæmt 2. gr. laga nr. 40/ 1948. Haggar það ekki þeirri niðurstöðu, þótt áfrýjandi sé eigandi að nokkrum hluta jarðarinnar Garðakots, sem kaup- gerningur lýtur að, sbr. skýrlegt orðalag 2. gr., og eigi á 4. gr. við um sakarefni þetta beint eða með lögjöfnun. Hrepps- nefnd Dyrhólahrepps gat eigi tekið afstöðu til forkaupsréttar, fyrr en kaupkjör voru endanlega ákveðin samkvæmt kaup- 70 1106 samningnum, sbr. 5. gr. laga nr. 40/1948, þ. e. eigi fyrr en aðalmat fasteigna tók gildi hinn 31. desember 1971, sbr. aug- lýsingu nr. 246/1971, og matsserð dómkvaddra manna hafði farið fram 21. júní 1972. Hreppsnefndinni var eigi skýrt frá kaupgerningi þeirra áfrýjanda og Þorsteins Bjarnasonar. Þegar hreppsnefnd barst vitneskja um endanleg kaupkjör, serði hún án tafar ályktun 6. júlí 1972 um að neyta forkaups- réttar síns. Var sú ákvörðun tilkynnt áfrýjanda og þeim Guðjóni og Óskari Þorsteinssonum 7. s. m., en því er eigi andmælt, að þeir hafi fengið eignaraðild að hluta föður síns Þorsteins, er andaðist 9. desember 1970, í jörðinni Garðakoti. Gekkst hreppsnefnd í að afla afsals úr hendi þeirra Guðjóns og Óskars Þorsteinssona, og var það undirritað 11. janúar 1973 og móttekið til þinglýsingar 16. s. m. Að svo vöxnu máli verður afsali þeirra til hreppsnefndar Dyrhólahrepps eigi hrundið. Ber samkvæmt þessu að staðfesta héraðsdóm. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur aukadómþings Skaftafellssýslu 26. mars 1974. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 21. þ. m., hefur Kristján Bjarnason, Norður-Hvoli, Dyrhólahreppi, höfðað fyrir dóminum með stefnum, birtum 21. maí 1973, á hendur Guðmundi Eyjólfs- syni, Suður-Hvoli, oddvita Dyrhólahrepps f. h. hreppsins og á hendur Guðjóni og Óskari Þorsteinssonum, Garðakoti, Dyrhóla- hreppi. Stefnandi gerir þær dómkröfur, „að afsal fyrir hluta stefndu Guðjóns og Óskars í jörðinni Garðakoti, dags. 11. janúar 1973, verði dæmt ógilt og að stefndu Guðjón og Óskar Þorsteinssynir verði dæmdir til að afsala stefnanda eignarhluta þeirra í jörðinni Garðakoti ásamt húsum öllum og mannvirkjum gegn greiðslu á húsum samkvæmi fasteignamati, en landi, þ. á m. ræktun og girð- ingum, samkvæmt mati Kristins Jónssonar og Steinþórs Runólfs- 1107 sonar, dags. 25. júní 1972. Þá gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu verði dæmdir til þess að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt taxta LMFÍ eða mati dómarans“. Stefndu gera þær dómkröfur, að þeir verði algerlega sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í málinu og þeim tildæmdur máls- kostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Í stefnu er málavöxtum lýst svo: „Hinn 12. febrúar 1968 gerði stefnandi svofellt kauptilboð í eignarhluta Þorsteins Bjarnasonar í jörðinni Garðakoti. „Ég undirritaður Kristján Bjarnason, bóndi, Norður-Hvoli, Myýr- dal, gjöri yður hér með svohljóðandi tilboð. Ég býðst til að kaupa yðar hluta í jörðinni Garðakoti í Dyrhólahreppi með svohljóðandi skilmálum. Hús öll á jörðinni býðst ég til að kaupa á því verði, sem þau verða virt á samkvæmt næsta fasteignamati, sem enn hefur ekki verið birt, hvað svo sem það kann að verða. Hluta yðar úr landi jarðarinnar, þ. á m. ræktun og girðingar, býðst ég til að kaupa eftir mati 2ja dómkvaddra manna. Kostnað af matinu greiðum við báðir að hálfu hvor. Verði beðið um yfir- mat, ber sá kostnaðinn af því, sem um biður. Tilboð þetta er háð því skilyrði, að þér fallið frá kröfu yðar um uppboð á jörðinni“. Tilboði þessu svaraði Þorsteinn hinn 15. febrúar 1968 svo: „Ég samþykki hér með að taka tilboði þínu í bréfi, dags. 12. febrúar 1968, þar sem þú býðst til að kaupa eignarhluta minn í jörðinni Garðakoti, Dyrhólahreppi. Ég samþykki að selja þér eignarhluta minn í jörðinni Garðakoti með öllum þeim skilmál- um, sem í fyrrgreindu bréfi þínu greinir“. Með stefnu, birtri 2. maí 1969, að undangenginni árangurslausri sáttatilraun, höfðaði Þorsteinn Bjarnason mál á hendur stefnanda út af ofangreindu tilboði. Því máli var með dómi aukadómþings Skaftafellsýslu, upp- kveðnum hinn 23. janúar 1970, vísað frá dómi. Var sá frávísunar- dómur staðfestur í Hæstarétti 24. mars 1970. Með stefnu, birtri 30. apríl 1970, höfðaði Þorsteinn Bjarnason á ný mál á hendur stefnanda fyrir aukadómþingi Skaftafellssýslu út af tilboði stefnanda. Því máli lauk með dómi aukadómþings Skaftafellssýslu, upp- kveðnum 23. október 1970. Í dómsorði segir svo: „Stefndi, Kristján Bjarnason, er bundinn 1108 við tilboð það, sem hann gerði stefnanda, Þorsteini Bjarnasyni, hinn 12. febrúar 1968 og í málinu greinir“. Dómi þessum hefur ekki verið áfrýjað. Í framhaldi af dómi þessum voru dómkvaddir sem matsmenn þeir Kristinn Jónsson tilraunastjóri, Sámsstöðum, og Steinþór Runólfsson ráðunautur, Hellu, til þess að meta til peningaverðs eignarhluta dánarbús Þorsteins úr landi jarðarinnar Garðakots, þ. á m. ræktun og girðingar. Þorsteinn var þá látinn. Matsgerð þeirra er dags. 21. júní 1972 og hljóðar upp á kr. 430.000. Stefnandi hefur viljað hlíta ofangreindum dómi aukadómþings Skaftafellssýslu og hafði þegar hinn 31. janúar 1972 greitt fast- eignamatsverð húsa inn á sparisjóðsbók nr. 1338 í Sparisjóði Vestur-Skaftafellssýslu á nafn dánarbús Þorsteins Bjarnasonar. Þrátt fyrir þetta var ekkert fararsnið á stefndu Guðjóni og Óskari í fardögum 1972. Var auðsætt, að þeir ætluðu sér ekki að rýma jörðina þá. Hinn 7. júlí 1972 barst stefnanda svofellt bréf: „Á fundi hreppsnefndar Dyrhólahrepps 6. júlí 1972 var gerð eftirfarandi bókun: „Hreppsnefnd Dyrhólahrepps hefur fengið vitneskju um það, að hinn 31. janúar 1972 hefur Kristján Bjarnason, Norður-Hvoli, greitt kr. 437.000.00 inn á sparisjóðsbók við Sparisjóð Vestur- Skaftafellssýslu sem tryggingarfé vegna kaupa Kristjáns á hluta dánarbús Þorsteins Bjarnasonar úr jörðinni Garðakoti í Dyrhóla- hreppi. Ekki hefur hreppsnefndinni verið boðinn forkaupsréttur á þessum jarðarhluta eins og lög nr. 40 frá 1948 mæla fyrir um. Hreppsnefndin samþykkir að nota forkaupsrétt sinn samkvæmt nefndum lögum að hinum selda jarðarhluta úr Garðakoti og felur oddvita hreppsins að tilkynna það Kristjáni Bjarnasyni og dánarbúi Þorsteins Bjarnasonar“. Er bréf þetta undirritað af oddvita Dyrhólahrepps, Guðmundi Eyjólfssyni, Suður-Hvoli. Bréfi þessu svaraði stefnandi svohljóðandi: „Hinn 7. júlí 1972 fékk ég undirritaður tilkynningu frá hrepps- nefnd Dyrhólahrepps varðandi kaup mín á Garðakoti. Svar mitt við því bréfi er, að með dómi í aukadómþingi V.- Skaftafellssýslu er ég hinn 23. okt. 1970 dæmdur til að kaupa um- ræddar eignir. Ætla ég mér að fullnægja þeim dómi í einu og öllu 1109 og vísa því umræddu bréfi hreppsnefndar Dyrhólahrepps algjör- lega á bug. Hvoli 10. júlí 1972. Kristján Bjarnason“. Bréfi þessu svaraði oddviti, Guðmundur Eyjólfsson, Suður- Hvoli, með bréfi, dags. 18. júlí 1972: „Hr. Kristján Bjarnason, Norður Hvoli. Þann 11. þessa mánaðar barst hreppsnefnd Dyrhólahrepps til- kynning frá þér vegna yfirlýsingar hreppsnefndarinnar frá 7. júlí s. m., þar sem þér er gerð kunn samþykkt hreppsnefndarinnar um að nota forkaupsrétt sinn að hluta dánarbús Þorsteins Bjarna- sonar í jörðinni Garðakoti. Hreppsnefndin er ákveðin í að nota forkaupsrétt sinn á þessum jarðarhluta“. Það næsta, sem gerðist, er það, að fyrir skömmu frétti stefn- andi, að hinn 11. janúar 1973 hafi stefndu Guðjón og Óskar af- salað hreppsnefndinni eignarhluta sínum í jörðinni Garðakoti. Stefnandi telur umrætt afsal vera ógilt gagnvart sér. Stefnandi telur, að með hliðsjón af þeim rökum, sem að baki 4. gr. laga nr. 40/1948 (sic) nái kaupréttarákvæði sveitarstjórnar ekki til þessa tilviks, þar sem hann sé þegar eigandi að hluta jarð- arinnar. Þá bendir stefnandi enn fremur á það, að hann telur, að hrepps- nefnd hafi frá upphafi verið kunnugt um kaup þessi og hafi hún með vangeymslu sinni glatað rétti sínum til þess að neyta for- kaupsréttar, hafi sá réttur verið fyrir hendi. Enn fremur bendir stefnandi á það, að hafi hreppsnefnd talið á rétt sinn hallað með þeim kaupsamningi, sem stofnaðist á milli stefnanda og Þorsteins heitins Bjarnasonar hinn 12. febrúar 1968, hafi hreppsnefnd átt að höfða mál til ógildingar þeim samningi, sbr. 6. gr. laga nr. 40/1948. Í greinargerð stefndu er helstu málsástæðum hreppsnefndar Dyrahólahrepps lýst svo: „Hreppsnefndin vísar til 2. gr. laga nr. 40/1948 um kauprétt á jörðum, þar sem segir, að sveitarstjórn hvers hrepps skuli hafa forkaupsrétt á þeim jörðum innan hreppsins, sem ganga kaupum og sölum, með þeim undantekningum, sem um ræðir Í 4. gr. og síðari málsgr. 2. greinar. 1110 Sama gildir, ef seldur er hluti af jörð, óbyggðar lendur o. s. frv. Þessi forkaupsréttur sveitarstjórnar er í því fólginn, að hún skal jafnan eiga kost á að ganga fyrir um kaup á jörðum eða jarða- hlutum við því verði, greiðslukjörum og öðrum skilmálum, er seljandi þeirra getur fengið fyrir þær á hverjum tíma. Við andlát Þorsteins Bjarnasonar féll eignarhluti hans til barna hans sem arfur. Synir Þorsteins tveir (Guðjón og Óskar) munu undanfarin ár hafa raunverulega búið á jörðinni vegna sjúkleika Þorsteins, sem var háaldraður maður, og ættu því sem leiguliðar forkaupsrétt á ábúðarjörð sinni. Í afsalinu á dskj. nr. 8 er svo um samið, að seljendur verði áfram ábúendur á hinum selda jarðarhluta. „Seljendur eru sjálfir ábúendur á jörðinni og verða áfram ábúendur .. .“. Í 5. gr. laga nr. 40/1948 segir, að kaupréttur skv. 2. og 3. gr. laganna skuli jafnan boðinn skriflega aðiljum þeim, er hlut eiga að máli, og söluverð jarðar og aðrir skilmálar jafnframt til- greindir. Ekki var hreppsnefnd Dyrhólahrepps boðinn forkaupsréttur á eignarhluta þeim í Garðakoti, sem Kristján Bjarnason gerði tilboð Í að kaupa, svo sem þó var lögskylt að gera. Ekki vissi hreppsnefndin heldur neitt um þetta kauptilboð. Með stefnu, birtri 30. ágúst 1970, eða 27 mánuðum eftir að stefnandi hafði gert tilboð sitt, höfðar Þorsteinn mál á hendur Kristjáni Bjarnasyni til þess að fá úr því skorið, hvort Kristján sé bundinn við tilboðið, enda Kristján með öllu neitað að standa við það. Mun Þorsteinn hafa talið sér nauðsynlegt að vita, hvort Kristján væri laus við tilboðið, eins og hann hélt fram sjálfur. Dómur í þessu máli féll svo 23. október 1970, eins og áður segir. Ekki hafði hreppsnefndin neina vitneskju um dóminn frá 23. október 1970. Ekki hafði þá heldur nýtt fasteignamat tekið gildi né mat verið gert á jörðinni. Loks 31. desember 1971 er aðalmat fasteigna lögfest, og 31. janúar 1972 mun stefnandi hafa deponerað fjárhæð í Sparisjóði Vestur-Skaftafellssýslu á nafn dúnarbús Þorsteins Bjarnasonar, sem þá er ekki lengur til. Vorið 1972 fékk hreppsnefnd Dyrhólahrepps spurnir af geymslu- innborgun Kristjáns og matsgerð þeirra Kristins Jónssonar og Steinþórs Runólfssonar. Leit hreppsnefndin þá svo á, að deilu- málið um kaupin mundi verða útkljáð, þótt hreppsnefndin hefði enn enga tilkynningu fengið um það, að svo væri eða hvort að- iljar hygðu á frekari málaferli sín á milli. 1111 Á fundi hreppsnefndar Dyrhólahrepps 6. júlí 1972 var svo mál þetta tekið fyrir og gerð um það samþykkt sú, sem er að finna á rskj. nr. 35. Samþykkt þessi var birt Kristjáni Bjarnasyni af stefnuvottum Dyrhólahrepps 7. júlí 1972. Jafnframt var farið þess á leit við þá Óskar og Guðjón Þorsteinssyni, að þeir afsöluðu Dyrahóla- hreppi eignarhluta þeirra í jörðinni Garðakoti, sem hér um ræðir. Féllust þeir á það, og með afsali, dags. 11. janúar 1973, afsöluðu þeir hreppsnefnd Dyrhólahrepps margnefndum eignarhluta í jörð- inni. Var afsali þessu þinglýst 16. janúar 1973 athugasemdalaust. Hreppsnefnd Dyrhólahrepps var aldrei látin fylgjast með því, sem gerðist í deilumálum þessara aðilja, og henni var aldrei boðið að neyta forkaupsréttar síns að jarðarhluta þessum, eins og þó er lögskylt samkv. 5. gr. laga 40/1948. Strax og hreppsnefndin taldi sig hafa fengið örugga vitneskju um, að kaup kynnu hér að vera á ferðinni, ákvað hún að nota for- kaupsrétt þann, sem lög veita henni. Fékkst viðurkenning selj- anda fljótlega á rétti hreppsnefndarinnar til kaupanna, og var síðan frá kaupunum gengið á lögformlegan hátt. Strax og hreppsnefndin hafði ákveðið þessi kaup, var Kristjáni Bjarnasyni tilkynnt sú ákvörðun. Þrátt fyrir tilkynninguna 7. júlí 1972 hefst stefnandi ekki handa um málarekstur fyrr en með stefnu, birtri 21. maí 1973. Eru þá liðnir um 1072 mánuður frá því stefnandi fékk vitneskju um forkaupsréttarákvörðun hreppsnefndarinnar, og er því mál stefn- anda of seint höfðað, sbr. 6. gr. laga 40/1948. Hreppsnefndin mótmælir því algerlega, að stefnandi hafi nokkru sinni orðið eigandi að þeim jarðarhluta, sem hér um ræðir. Þá mótmælir hreppsnefndin þeim skilningi stefnanda, að hann hafi verið dæmdur til þess að kaupa umræddar eignir. Það var aðeins dæmt, að hann væri bundinn við það tilboð, sem hann hafði gert. Þá mótmælir hreppsnefndin, að nokkur kaupsamningur hafi stofnast 12. febrúar 1968 milli stefnanda og Þorsteins Bjarnasonar. Hreppsnefndin mótmælir einnig, að stefnandi eigi nokkurn for- kaupsrétt að eignarhluta þessum. Samkvæmt þessu lítur hreppsnefndin svo á, að hún hafi frá upphafi átt forkaupsrétt að eignarhluta Þorsteins Bjarnasonar Í jörðinni Garðakoti, hefði jarðarhluti þessi verið seldur. Hrepps- nefndin mótmælir því, að hún hafi með vangeymslu glatað for- kaupsrétti sínum. Þá bendir hreppsnefndin á, að löglegir eigendur jarðarhlutans hafi fallist á að selja hreppnum eignarhluta þann, 1112 sem hér um ræðir. Hreppsnefndin telur stefnanda engar löglegar heimildir hafa til þess að véfengja gildi þessarar sölu og engan rétt hafa til þess að skipta sér af henni eða fetta fingur út í hana. Með kaupum á jarðarhluta þessum vildi hreppsnefndin sporna við því, að jörðin færi í eyði“. Í greinargerð stefndu eru helstu málsástæður stefndu Guðjóns og Óskars Þorsteinssona lýst svo: „Óskar og Guðjón eignuðust á löglegan hátt eignarhluta föður síns í jörð þessari. Þeir telja sér með öllu óviðkomandi viðskipti þau og deilur, sem átt hafa sér stað milli Kristjáns Bjarnasonar og föður þeirra, þeir eru alveg óbundnir af því, sem þeirra hafi farið á milli. Þeir telja sér hafa verið ókunnugt um, að Kristján Bjarnason vildi nú standa við tilboð það, sem hann hafi svo hat- rammlega barist gegn og mótmælt og tekið til baka, sbr. bréf hans 27/2 '68. Hefði komið til sölu á jarðarhluta þessum til ann- arra, telja þeir, að þeir hefðu sjálfir sem raunverulegir ábúendur getað gert gildandi kröfu um forkaupsrétt samkv. 3. mgr. 4. gr. laga 40/1948 á jarðarhluta föður síns, þar sem þeir höfðu þá í mörg ár rekið búskap á jörðinni, þó að faðir þeirra hafi átt 5 kýr og 3 hross á jörðinni, sem þeir hafi hirt fyrir hann. Með afsali til þeirra 30. júlí 1971 hafi samerfingjar þeirra viðurkennt kaup- rétt þeirra bræðra á jarðarhlutanum og engum eringjanna dottið í hug, að Kristjáni Bjarnasyni hefði snúist hugur og hann myndi gera kröfu til þess, sem hann hafi með svo miklum tilkostnaði og málaferlum reynt að losna við. Stefndu Guðjón og Óskar mótmæla því, að þeir hafi verið að- ilar að viðskiptum Kristjáns og Þorsteins heitins, og því verði þeir ekki sem nýir eigendur að jarðarhlutanum dæmdir til að afsala Kristjáni eignarhluta þessum, enda eigi hann enga for- kaupsréttarkröfu til þessa jarðarhluta né á annan hátt lögvarða kröfu á hendur þeim um afsal á fastei gn, sem þeir hafa orðið eig- endur að í góðri trú. Þeir neita því, að skuldbinding til að selja hafi legið fyrir af hendi Þorsteins Bjarnasonar, enda þótt hún hafi legið fyrir, þá erfist hún ekki af niðjum Þorsteins. Þá neita þeir því, að skilyrðislaus skuldbinding hafi legið fyrir sölu af hendi Þorsteins, heldur hefði hann bæði getað beðið um yfirmat á söluverði og sett fram sérstök skilyrði, auk þess sem sala af hans hendi hefði óhjákvæmilega verið takmörkum bundin Vegna þeirra aðila, sem forkaupsrétt áttu að jarðarpartinum sam- kvæmt lögum. 1115 En samningsviðskipti Þorsteins og Kristjáns hafi ekki verið komin það langt, að byrjað hafi verið að ræða t. d. um kauprétt forkaupsrétthafa að jörðinni, sem þeim hljóti báðum að hafa verið ljóst, að ekki var hægt að komast framhjá. Viðskipti Þorsteins og Kristjáns fram að andláti Þorsteins hafi aðeins snúist um það, hvort Kristján væri bundinn við tilboð, sem hann hafi skriflega afturkallað. Stefndu Guðjón og Óskar eru sannfærðir um, að ef ekki hafi komið til eldgossins á Heimaey, með umtali sem því fylgdi um höfn við Dyrhólaey, hefði stefnandi aldrei hreyft þeim kröfum, sem hann setur fram í þessu máli. Stefndu vekja athygli á því, að samkvæmt tilboði stefnanda 19. febrúar 1968 átti sala ekki að fara fram, fyrr en nýtt fast- eignamat hefði verið lögfest og mat farið fram á jarðarhlutanum ásamt ræktun og girðingum. Í því felst, að enginn vissi, hvort eða hvenær nýtt fasteignamat yrði lögfest og hvort eða hvenær sala færi fram yfirhöfuð, ef af sölu yrði, enda fasteignamatið dregist von úr viti og verið frestað hvað eftir annað. Stefndu telja því, að nú eftir tæp 6 ár séu allar forsendur brostnar fyrir því, að kauptilboðið standi eða sala fari fram samkvæmt því“. Svo sem að framan er rakið, stofnaðist kaupsamningur um umræðdan jarðarpart í febrúar 1968, en eigi var endanlega úr því skorið, hvort um gildan kaupsamning væri að ræða, fyrr en 23. október 1970. Kaupverð jarðarinnar skyldi greitt samkvæmt mati, og lá mat húsa, kr. 437.000, fyrir hinn 1. janúar 1971, er fasteignamat gekk í gildi, og þá fjárhæð greiddi stefnandi seljanda í greiðslugeymslu hinn 21. janúar 1972, en matsverð lands og jarðabóta, kr. 430.000, lá ekki fyrir fyrr en 21. júní 1972. Aldrei var hreppsnefnd boðinn forkaupsréttur. Um 20 mánuðum eftir að endanlega var úr því skorið, að bind- andi kaupsamningur hafði stofnast, og um hálfum mánuði eftir að fjárhæð kaupverðs jarðarinnar lá fyrir, ákvað hreppsnefndin að neyta forkaupsréttar. Sú ákvörðun var tekin 6. júlí 1972, og var stefnanda tilkynnt um hana daginn eftir, en seljanda fjórum dögum síðar. Eins og áður er rakið, er ein af þremur aðalmálsástæðum stefnanda sú, að hreppsnefnd hafi frá upphafi verið kunnugt um jarðarkaupin og hún hafi því með vangeymslu glatað rétti sínum til þess að neyta forkaupsréttar, hafi sá réttur verið fyrir hendi. 1114 Yfirheyrslur í máli þessu hafa því m. a. beinst að því að upplýsa, hvenær hreppsnefndarmönnum varð kunnugt um kaupin. Stefnandi var við aðalyfirheyrslur spurður að því, hvort hann teldi, að hreppsnefndarmönnum í Dyrhólahreppi hafi verið kunn- ugt um niðurstöðu dómsins, sem upp var kveðinn 23. október 1970, og þá samningsgerð og málarekstur, sem á undan var geng- inn. Stefnandi svaraði: „Já, ég vil meina það, það var einn hrepps- nefndarmanna, sem var sáttanefndarmaður“. Stefnandi minnist þess ekki að hafa rætt sérstaklega um niður- stöðu dómsins frá 23. október 1970 við neinn hreppsnefndar- manna né heldur um þau tilboð og samþykki frá árinu 1968, sem kaupsamningur um jörðina var gerður með, en kveðst telja, að hreppsnefndarmönnum hafi verið kunnugt um umrædd kaup og niðurstöðu dómsins. Allir hreppsnefndarmenn í Dyrhólahreppi komu fyrir dóminn. Þeir sátu allir, að einum, Björgvini Salómonssyni skólastjóra, frá- töldum, einnig í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili, þ. e. 1966— 1970. Oddvitinn, Guðmundur Eyjólfsson, var spurður, hvenær honum hafi orðið kunnugt um jarðarkaupin og niðurstöðu dómsins frá 23. október 1970. Oddvitinn sagði sér fyrst hafa borist vitneskja um þessi atriði, eftir að matið, sem dagsett er 21. júní 1971, fór fram. Spurður um, hvernig honum hafi borist umrædd vitneskja, svar- aði hann: „Ég var staddur í Garðakoti, og Guðjón sagði mér þetta“. Oddvitinn kvað ekki sérstakan kaupsamning hafa verið gerðan annan en afsalið frá 11. janúar 1973. Oddvitinn vildi ekki upplýsa um kaupverð eða greiðslukjör, en síðan lagði lögmaður stefndu fram svohljóðandi kvittun, dags. 11. janúar 1973, undirritaða af stefndu Óskari Þorsteinssyni og Guð- jóni Þorsteinssyni. „Fyrir hönd Dyrhólahrepps hefur Guðmundur Eyjólfsson, odd- viti, greitt okkur undirrituðum fyrir eignarhluta okkar í jörðinni Garðakoti, Dyrhólahreppi, ásamt mannvirkjum, kr. 430.000 — kr. fjögurhundruðogþrjátíuþúsund — samkvæmt afsali ds. 11. jan. 1973“. Hreppsnefndarmaðurinn Tryggvi Ólafsson, bóndi að Skeiðflöt, kvaðst ekki hafa fengið vitneskju um kaup stefnanda, Kristjáns Bjarnasonar, á hluta úr jörðinni Garðakoti og niðurstöður dóms- 1115 ins frá 23. október 1973 fyrr en málið var tekið fyrir í hrepps- nefndinni á fundi hinn 6. júlí 1972. Hann kvaðst ekki vita, hvert kaupverð jarðarhlutans hafi verið eða hvernig greitt. Oddvita hafi verið falið að sjá um þetta. Framburðir hreppsnefndarmannanna Óskars Jóhannssonar, Ási, og Björgvins Salómonssonar skólastjóra voru, hvað framangreind atriði snertir, algerlega á sömu leið og framburður Tryggva. Eftir hreppsnefndar- og sáttanefndarmanninum Gunnari Ste- fánssyni var m. a. bókað: „Hann segir, að sér hafi orðið kunnugt um tilboð Kristjáns Bjarnasonar frá 12. febrúar 1968 og samþykki Þorsteins Bjarna- sonar frá 15. febrúar 1968, þegar mál það, er Þorsteinn Bjarnason höfðaði á hendur Kristjáni Bjarnasyni með stefnu, birtri 2. maí 1969, var lagt fyrir sáttanefnd, en það telur hreppsnefndarmaður- inn, að hafi verið á síðari hluta ársins 1968. Um niðurstöðu dómsins frá 23. október 1970 hafi sér orðið kunn- ugt um, þegar málið var tekið fyrir í hreppsnefnd Dyrhólahrepps, nálægt mánaðamótum júní—júlí 1972. ... Mættur kveðst ekki minnast þess að hafa rætt jarðarkaup Krist- jáns Bjarnasonar eða niðurstöður dómsins frá 23. október 1970 við meðnefndarmenn sína í hreppsnefnd fyrr en málið var tekið fyrir í hreppsnefndinni nálægt mánaðamótunum júní— júlí 1972. Mættum er sýnt afsalið á dómsskjali nr. 8. Hann minnist þess ekki, að gerður hafi verið neinn annar kaupsamningur. Um kaupverð jarðarinnar kveðst mætti ekki muna nákvæmlega, en minnir, að það hafi verið matsverð“. Upplýst er, að kauptilboðinu frá 12. febrúar 1968 var ekki þinglýst og eigi heldur neinum öðrum skjölum varðandi rétt stefnanda til kaup á umræddum jarðarparti. Lögmaður stefndu hefur upplýst, að hinn 30. júlí 1971 hafi farið fram uppskrift á dánarbúi Þorsteins Bjarnasonar og búskipti í beinu framhaldi af því. Samkvæmt skiptagerð og yfirlýsingum meðerfingja hafi öllum þeim eignarhluta, er Þorsteinn Bjarnason hafi átt, verið þinglýst á nafn þeirra Guðjóns og Óskars Þorsteins- sona, að því er virðist á síðari hluta árs 1971. Álit réttarins. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 2. gr. laga nr. 40/1948 um kaup- rétt að jörðum þá skal sveitarstjórn hvers hrepps hafa forkaups- rétt að þeim jörðum, sem ganga kaupum og sölum innan hrepps- ins, með þeim undantekningum, sem um getur í 2. mgr. 2. gr. 1116 sömu laga (óðalsjarðir og ættarjarðir) og 4. gr. sömu laga. Það sama gildir, ef seldur er hluti af jörð. Undantekningar þær, sem 4. gr. lýsir frá kaupréttarákvæðum 2. gr., ná einvörðungu til nánustu skyldmenna annars vegar og leiguliða, sem haft hefur ábúð á leigujörð sinni a. m. k. þrjú ár, hins vegar. Ekki verður á það fallist með stefnanda, „að með hliðsjón af þeim rökum, sem liggja að baki 4. gr. laga 40/1948 nái kaupréttar- ákvæði sveitarstjórnar ekki til þessa tilviks, þar sem hann sé begar eigandi að hluta jarðarinnar“. Fjórða grein nefndra laga er undantekningarákvæði, sem ber að skýra þröngt, og verður því að líta svo á, að þar séu tæmandi taldir þeir, sem betri forkaupsrétt eiga en sveitarstjórnir við þær jarðasölur, sem greinin tekur til. Kemur þá til álita, hvort hin stefnda hreppsnefnd hafi glatað rétti sínum til þess að neyta for- kaupsréttar sakir vangeymslu. Því er ekki haldið fram, að hinni stefndu hreppsnefnd hafi verið boðinn forkaupsréttur, hvorki munnlega né skriflega. 6. gr. laga nr. 40/1948 hljóðar svo: „Ef seljandi jarðar brýtur fyrirmæli 2. og 3. gr., 2. mgr. 4. gr. og 5. gr. og selur jörð sína án þess að hafa áður fullnægt kaup- réttarákvæðum laga þessara, getur sá kaupréttarhafi, sem rétti hefur verið sviptur, krafist þess, að salan sé ógilt, og á hann þá rétt á að ganga inn í kaupin, enda sé málsókn til þess hafin innan 6 mánaða frá því hann fékk vitneskju um misfelluna og málinu fram haldið með hæfilegum hraða. Auk þess ber seljanda að bæta rétthafa tjón það, er hann kann að hafa beðið af broti gegn ákvæð- um laga þessara“. Gegn eindregnum mótmælum allra hreppsnefndarmanna hefur stefnanda ekki tekist að sanna, að stefnda hreppsnefnd Dyrhóla- hrepps hafi fengið vitneskju um kaupin fyrr en eftir að matið á landi og jarðarbótum fór fram, en matsgerð er, eins og áður greinir, dags. 21. júní 1972. Dómkvaðning fór fram 8. maí 1972, og matsmenn gengu á vettvang hinn 3. júní s. á. Það breytir eigi þessu sönnunarmati, þótt einn hreppsefndarmanna sæti í sátta- nefnd, er mál var fyrst höfðað vegna kaupanna. Málssókn sú byggðist á bví, að gildi hins upprunalega kaupsamnings var ve- fengt, og því hlaut að leika vafi á því, hvort um bindandi kaup- samning, sem forkaupsréttarhafi gæti gengið inn í, væri að ræða, Þar til endanlegur dómur hafði gengið um það efni. z Það verður að líta svo á, að með birtingu samþykktar hrepps- 1117 nefndarinnar frá 6. júlí 1972 fyrir aðiljum, en sú birting fór fram hinn 7. júlí fyrir kaupanda og 11. júlí fyrir seljanda, hafi hrepps- nefndin með bindandi hætti gengið inn í rétt kaupanda, þ. e. orðið eigandi jarðarinnar skv. kaupsamningnum frá 15. febrúar 1968. Skiptir þá eigi máli, þótt afsal væri eigi gefið út fyrr en meira en 6 mánuðum eftir að hreppsnefndin fékk sannanlega vitneskju um kaup stefnanda á jörðinni, eignarrétturinn yfirfærist með birt- ingu samþykktarinnar frá 6. júlí 1972. Samkvæmt framansögðu verður því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Þegar málsatvik öll eru skoðuð, þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Með úrskurði, uppkveðnum hinn 29. maí 1973, vék hinn reglu- legi dómari, Einar Oddsson sýslumaður, sæti í máli þessu. Hinn 2. júlí 1973 var Már Pétursson héraðsdómari skipaður setudómari í máli þessu, og hefur hann kveðið upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, hreppsnefnd Dyrhólahrepps f. h. hreppsins og Guðjón Þorsteinsson og Óskar Þorsteinsson, eiga að vera sýknir af öllum kröfum stefnanda, Kristjáns Bjarnasonar, Norður-Hvoli, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1118 Þriðjudaginn 21. desember 1976. Nr. 153/1976. Kyndill h/f (Kristján Eiríksson hrl.) Segn Ragnari Jónssyni og gagnsök (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjóns- son, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Fjárnám. Frávísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. ágúst 1976, sem birt var 24. september s. á. Hann krefst þess, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi og gagnáfrýjandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi, sem áfrýjaði málinu með stefnu 12. október 1976, krefst staðfestingar á fjárnámsgerðinni og málskosin- aðar fyrir Hæstarétti. Hið áfrýjaða fjárnám var gert í eignarhluta Jósafats Arn- grímssonar, stjórnarformanns aðaláfrýjanda, í húseigninni Hafnargötu 31 í Keflavík samkvæmt dómi á hendur aðal- áfrýjanda, en með samþykki Jósafats. Jósafat Arngrímsson hefur hvorki áfrýjað málinu af sinni hálfu né heldur hefur honum verið stefnt fyrir Hæstarétt. Af Þessari ástæðu þykir eiga að vísa málinu frá Hæstarétti, en rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttardómara. Dómkröfu sína rökstyður aðaláfrýjandi með því, að fógeti hafi ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnar nægilega, þegar hann framkvæmdi hið áfrýjaða fjárnám. 1119 Fógeti bókaði, að hann hefði sætt leiðbeiningarskyldu sinn- ar. Síðar gat hann í fógetabókinni um ýmis andmæli, sem Jósafat Arngrímsson bar fram vegna aðaláfrýjanda. Rétt var að gera nánari grein fyrir því, hvaða ástæður voru til þess, að fógeti sinnti ekki andmælum þessum. Þrátt fyrir þetta verður ekki talið, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð sé haldin slíkum göllum, að ástæða sé til að ómerkja hana, enda verður ekki séð, að áfrýjandi hafi orðið fyrir réttarspjöllum vegna þessa. Verður krafa aðaláfrýjanda því ekki tekin til greina. Jósafat Arngrímsson, sem talinn er eigandi fasteignarhluta þess, sem fjárnám var gert í, benti sjálfur á eign þessa til fjárnáms til tryggingar kröfum gasnáfrýjanda á hendur að- aláfrýjanda. Hann hefur eigi áfrýjað fjárnámi þessu, og er ekki lagaskylda til að stefna honum fyrir Hæstarétt í máli þessu. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnáms- gerð og dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 30.000 krónur. Dómsorð: Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest. Aðaláfrýjandi, Kyndill h/f, greiði gagnáfrýjanda, Ragnari Jónssyni, 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Keflavíkur 29. júní 1976. Ár 1976, þriðjudaginn 29. júní, var fógetaréttur Keflavíkur sett- ur á skrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, og hald- inn af fulltrúa bæjarfógeta, Sveini Sigurkarlssyni, með undirrituð- um vottum. Fyrir var tekið: Fógetaréttarmálið nr. 162/1976: Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður gegn Kyndli h/f. Gerðarbeiðandi mætir sjálfur í réttinum og leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni og nr. 2 birtan dóm bæjarþings Keflavíkur, upp- kveðinn 21. október 1974, nr. 3 greiðsluáskorun, nr. 4 afrit af dómi Hæstaréttar, dags. 23. júní 1975, og nr. 5 ljósrit af fjárnámi (skjölin fylgja í ljósriti) og krefst fjárnáms til tryggingar dóm- skuldinni, kr. 1.647.474 auk 1.5% mánaðarvaxta af kr. 219.200 frá 4. febrúar 1974 til 12. febrúar s. á., af kr. 438.400 frá þeim degi til 1120 16. febrúar 1974, af kr. 653.600 frá þeim degi til 3. mars s. á., af kr. 1.396.200 frá þeim degi til 28. apríl 1974, af kr. 1.647.474 frá þeim degi til 15. júlí 1974, en með 2% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsluðags, allt að frádregnum 660.000, greidd- um 3. september 1975, og 528.810, greiddum 3. desember 1975, kr. 2.490 í stimpil- og afsagnarkostnað, kr. 300.000 í málskostnað, kr. 1.850 í birtingar- og endurritskostnað og alls kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, ef til kemur. Forstjóri gerðarþola, Jósafat Arngrímsson, er mættur í réttin- um, sem samþykkir að gerðin fari hér fram. Gætti fógeti leiðbein- ingarskyldu við mætta, sem er ólöglærður, og skoraði fógeti á hann að greiða umkrafða skuld, en hann kveðst ekki greiða. Skoraði fógeti á mætta að benda á eignir gerðarþola til fjár- náms og brýndi fyrir honum að skýra rétt frá og að það varðaði hegningu að skýra rangt frá fyrir fógetaréttinum. Mætti mótmælir því, að fjárnámið nái fram að ganga, þar sem fjárnámskröfunni sé ekki rétt lýst og hún vanreifuð að því leyti er varðar vexti og kostnað. Leggur mætti fram nr. 6 kvittun og nr. 7 afrit af bréfi. Voru mótmæli umboðsmanns gerðarþola ekki tekin til greina. Þá bendir mætti á inneign, sem hann telur sig eiga hjá Ásgeiri H. Magnússyni og Co og leggur fram ljósrit, en hann telur sig eiga 1.446.527 samkvæmt skjölum. Gerðarbeið- andi mótmælir, og eru mótmælin tekin til greina, sbr. 24. gr. að- fararlaga. Mætti bendir nú á jarðýtu af gerðinni Komatsa, D-155, sem er í vöruporti Eimskipafélags Íslands í Reykjavík, sem hann segir, að hafi verið tollafgreidd. Mótmælir gerðarbeiðandi og krafðist þess, að bent væri á aðrar eignir. Mætti f. h. gerðarþola býðst til þess að leggja eign sína að veði til tryggingar á greindri kröfu og benti nú á 3ju hæð húseignarinnar nr. 31 við Hafnar- götu, sem er þinglýst eign umboðsmanns gerðarþola, og lýsti fógeti yfir fjárnámi í fasteigninni Hafnargötu 31 í Keflavík, 3ju hæð. Fallið var frá virðingu. Segir umboðsmaður gerðarþola, að samkv. veðbókarvottorði hvíli á nefndri eign 10.458.600 kr. Yfir- lýst fjárnám er til tryggingar framangreindum kröfum og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi, að geymdum betri rétti þriðja manns. Brýndi fógeti fyrir gerðarþola, að ekki mætti ráðstafa hinu fjárnumda á nokkurn þann hátt, er í bága færi við gerð þessa, að viðlagðri refsiábyrgð að lögum.