Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LXVI. árgangur. 2. hefti. 1985 Þriðjudaginn 11. júní 1985. Nr. 110/1983. Bæjarstjórn Neskaupstaðar f.h. bæjarsjóðs (Ólafur Ragnarsson hrl.) gegn Rögnvaldi Þorkelssyni og gagnsök (Páll A. Pálsson hrl.) Eignarnám. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Sigurgeir Jónsson og Gaukur Jörundsson prófessor. . Aðaláfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 27. maí 1983. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda í málinu og málskostnaðar úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara krefst hann þess, að fjárhæð sú, er gagn- áfrýjanda var dæmd með hinum áfrýjaða dómi, verði lækkuð. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 21. júní 1983 sam- kvæmt heimild í 3. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 298.630,00 krónur með dómvöxtum frá 1. júlí 1982 til greiðsludags og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann stað- festingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Gagnáfrýjandi situr Í Óskiptu búi eftir eiginkonu sína, Ástu Rögn- valdsdóttur. Er hann því bær til að reka mál þetta í eigin nafni. Eignarnámsbeiðni og mat á eignarnámsbótum sem málsókn þessi er risin af, varðar eignarhluta gagnáfr AKA eð Neggigninni, þ.e. K s1 802 jörðinni Nesi í Norðfirði ásamt Naustahvammi og Bakka. Eign þessi er í sameign Neskaupstaðar og hafnarsjóðs kaupstaðarins annars vegar og gagnáfrýjanda og nokkurra annarra einstaklinga hins veg- ar. Samkvæmt málsgögnum eiga hinir fyrrtöldu 91,67% eignar- innar, en hinir síðartöldu 8,33%, þar af gagnáfrýjandi 3,33%. Nes- kaupstaður hefur byggst á landi þessu, og hafa spildur úr því verið seldar á leigu sem byggingarlóðir. Eigendur hafa haft með sér sam- tök um hagnýtingu eignarinnar og hafa kosið úr sínum hópi nefnd manna svonefnda Mælinganetnd, til að annast útmælingar lóða, gerð lóðarleigusamninga, innheimtu lóðarleigu o.fl. Virðist þó svo, að á síðari árum hafi bæjarráð ásamt fulltrúa eigenda annast þessi störf í umboði nefndarinnar að því er talið er. Aðaláfrýjandi hvarf ekki frá fyrirhuguðu eignarnámi á eignar- hluta gagnáfrýjanda fyrr en með samþykkt bæjarstjórnar 28. júlí 1981. Var þá liðinn frestur sá, sem settur er í 15. gr. laga nr. 11/ 1973. Sérstök andmæli hafa ekki verið höfð uppi gegn kröfu gagn- áfrýjanda um, að vextir af matsfjárhæð reiknist frá dagsetningu matsgerðar, 4. maí 1981. Ekki verður tekin til greina krafa gagn- áfrýjanda um dómvexti af þeim dráttarvöxtum fram að upphafi málsóknar þessarar. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skír- skotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann um annað en það, að rétt þykir að dæma gagnáfrýjanda dómvexti af matskostnaði sem og matsfjárhæðinni frá 1. júlí 1982 að kröfu hans, en stefna var birt 29. júní 1982. Eftir þessum úrslitun ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað, og ákveðst hann 85.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, bæjarstjórn Neskaupstaðar f.h. bæjarsjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Rögnvaldi Þorkelssyni, 209.190,00 krón- ur með 37% ársvöxtum af 201.690,00 krónum frá 4. maí 1981 til 1. júlí 1982, en með dómvöxtum af 209.190,00 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 85.000,00 krón- ur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 803 Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara. Ég er sammála meiri hluta dómenda Hæstaréttar í máli þessu um allt annað en það, hvernig fara skuli með vexti frá 4. maí 1981 til upphafs málsóknar í máli þessu. Stefndi telur tjón sitt vegna eignar- náms á hluta hans í Neseigninni vera: 1. Eignarnámsbætur skv. mati kr. 201.600,00 2. Útlagðan kostnað vegna matsins = 7.500,00 3. Vexti (37%0 p.a.) af kr. 209.190,00 frá 4. maí 1981 til upphafs málsóknar 1. júlí 1982 — 89.440,00 Samtals kr. 298.630,00 sem hann krefur með dómvöxtum frá 1. júlí 1982 til greiðsludags. Bótafjárhæð er miðuð við verðlag hinn 4. maí 1981. Stefndi á að fá fullar bætur fyrir hinn eignarnumda eignarhluta. Áfrýjandi fékkst ekki til þess að greiða matsfjárhæðina, og ber því ábyrgð á þeim drætti, sem orðið hefur á uppgjöri. Til þess að stefndi fái fullar bætur, þarf hann, er hann leggur kröfur sínar fyrir dómstóla, að reikna vexti á hina metnu bótafjárhæð og útlagðan kostnað til þess dags, er dómkrafa er sett fram. Útreikningur vaxtanna hefur ekki sætt sérstökum mótmælum. Ég tel því, að höfuðstóll eignarnámsbótakröfunnar sé rétt fram settur með framangreindum 3 kröfuliðum miðað við 1982 og beri að taka þá kröfu til greina ásamt dómvaxtakröfu frá þeim degi til greiðsludags. Dómur bæjarþings Neskaupstaðar 16. mars 1983. Mál þetta var upphaflega tekið til dóms á þingfestingardegi þann 9. sept- ember 1982, vegna þess að verjandi mætti eigi við þingfestingu. Samkvæmt beiðni stefnda og með samþykkt stefnanda var málið tekið upp af nýju og síðan tekið til dóms af nýju að loknum munnlegum málflutningi þann 23. febrúar 1983. Málið er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, dagsettri 23. júní 1982, 804 af Rögnvaldi Þorkelssyni verkfræðingi, nnr. 1454-2298, Eikjuvogi 23, Reykjavík, gegn bæjarstjórn Neskaupstaðar vegna bæjarsjóðs til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 298.630,00 auk dómvaxta, 39%, af þeirri fjárhæð frá 1. júlí 1982 til greiðsludags svo og málskostnaðar að skaðlausu. Í greinargerð kemur aðeins eftirfarandi fram varðandi kröfur af hálfu stefnda: „Varðandi stefnufjárhæð, þá er henni mótmælt, tel eðlilegra að hún sé 201.690,- auk dómvaxta frá 4/5 ?81 til greiðsludags og kr. 7.500,00 í máls- kostnað, auk málskostnaðar í máli þessu, sbr. dskj. 3“ Við munnlegan flutning málsins krafðist stefndi sýknu af öllum stefnu- kröfum og að stefnandi yrði jafnframt dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Stefnandi samþykkti, að kröfur þessar væru nægjanlega snemma fram komnar, þar sem leiða mætti þær af efni greinar "erðar. Stefnandi kveður málsatvik þau, að samkvæmt matsorði Matsnefndar eignarnámsbóta hinn 4. maí 1981 skyldi Neskaupstaður sem eignarnemi greiða eignarnámsþolanum Ástu Rögnvaldsdóttur kr. 201.690,00 og kr. 7.500,00 í málskostnað. Þessar tvær fjárhæðir auk 37% ársvaxta af þeim frá 4. maí 1981 til 1. júlí 1982, kr. 89.440,00, nemi stefnufjárhæðinni allri, kr. 298.630,00. Stefnandi sitji nú í óskiptu búi eftir eiginkonu sína, Ástu Rögnvaldsdóttur, sem sé látin. Í þinghaldi 23. febrúar sl. leitaði dómarinn sátta með aðiljum, en án árangurs. Málavextir eru þessir: Þann 24. desember 1975 voru gefin út „Lög um eignarnámsheimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðarinnar Nes í Norðfirði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi““, og eru lögin svohljóðandi: „1. gr. Bæjarstjórn Neskaupstaðar er heimilt að taka eignarnámi þann hluta jarðarinnar Nes í Norðfirði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi, sem ekki er þegar í eigu kaupstaðarins. 2. B Um framkvæmd eignarnáms skal fara eftir ákvæðum laga nr. 11 6. apríl 1973. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Í greinargerð fyrir frumvarpi að lögunum segir, að frumvarpið sé flutt að beiðni bæjarstjórnarinnar í Neskaupstað. Þann 28. desember 1978 gerði bæjarstjórn Neskaupstaðar svofellda sam- þykkt: 805 „Samþykkt um eignarnám. Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkir að beita lögum nr. 84. frá 24. des. 1975 um eignarnámsheimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðarinnar Nes í Norðfirði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi og fer þess á leit við Matsnefnd eignarnámsbóta að hún meti upp téða landareign. Felur bæjarstjórn Ragnari Ólafssyni, hrl. að annast málið fyrir bæjarins hönd.“ Áður hafði Rögnvaldur Þorkelsson, stefnandi máls þessa, eiginmaður Ástu Rögnvaldsdóttur, leitað til Matsnefndar eignarnámsbóta og óskað þess fyrir hönd þeirra hjóna, að matsnefndin mæti þeim bætur fyrir nefnt eignarnám, en þau töldu, að kaupstaðurinn hefði þá þegar tekið umráð eignarinnar, og var málið tekið fyrir í matsnefndinni þann 9. júní 1978. Með bréfi, dagsettu 21. mars 1979, biður Ragnar Ólafsson hrl. f.h. stefnda, bæjarstjórnar Neskaupstaðar, um mat Matsnefndar eignarnáms- bóta. Matsbeiðni bæjarstjórnar Neskaupstaðar var fyrst tekin fyrir í mats- nefndinni þann 27. apríl 1979. Munnlegur málflutningur fór fram í málinu þann 18. mars 1981, og leitað var um sættir með aðiljum, en árangurslaust. Þann 4. maí 1981 kvað Matsnefnd eignarnámsbóta upp úrskurð í málinu, og er matsorðið svohljóðandi: „„Eignarnemi, Neskaupstaður, greiði eignarnámsþolanum Ástu Rögn- valdsdóttur kr. 201.690,00 og kr. 7.500,00 í málskostnað. Þann 18. júní 1981 ályktaði bæjarráð Neskaupstaðar eftirfarandi: „Úrskurður í Matsmálinu Bæjarstjórn Neskaupstaðar gegn Ástu Rögnvaldsdóttur, Níelsi Ingvarssyni o.fl. kveðinn upp 04.05. 1981. „Úrskurður nefndarinnar er að svæði A 1, sem er 90,16 ha. er metið á 5.900.000.- kr., en heildarmat landsins er 6.050.700.- kr. Hlutur einstakl- inga 2 % hundrað af 30 hundruðum er því metin á 504.225.- kr. Bæjarráð telur ekki fært að ganga til samninga á grundvelli matsins en vísa úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta ekki til yfirmats þrátt fyrir hátt verð.““ Stefnandi fékk vitneskju um þessa ályktun bæjarráðs í júní 1981. Þann 28. júlí 1981 samþykkti bæjarstjórn þessa ályktun bæjarráðs. Bæjarstjóri sendi síðan stefnanda þessa ályktun bæjarráðs með svofelldri áritun: „Samþ. m/9 atkv. í Bæjarstjórn án breytinga. LK.“ Stefnandi kveðst hafa móttekið ályktunina með árituninni þann 13. ágúst 1981. Bæjarstjórinn í Neskaupstað, Logi Kristjánsson, kom fyrir rétt þann 23. 806 febrúar sl., og skýrði hann þá m.a. svo frá, að eignarnemi hefði ekki sagt til þess innan mánaðar, frá því að mat á eignarnámsbótum lá fyrir, að hann hyrfi frá fyrirhuguðu eignarnámi og væru tvær ástæður til þess, bæjar- stjórn og bæjarráð hefðu ekki fengið niðurstöðu matsins í hendur fyrr en mánuði eftir dagsetningu matsúrskurðar og í öðru lagi þá hafi hvorki honum né bæjarfulltrúum sér vitanlega verið kunnug ákvæði IS. gr. laga nr. 11/1973. Lagarök aðilja eru þessi: Stefnandi kveður eignarnema þegar hafa tekið umráð eignarinnar og komi hér ekki til álita ákvæðið um fráhvarf skv. 15. gr. laga nr. 11/1973, en hins vegar liggi beint við að beita eftirfarandi ákvæðum sömu lagagrein- ar: „„Að kröfu eignarnámsþola er eignarnema þó skylt að greiða eignar- námsbætur, ef eignarnemi hefur tekið umráð eða hafið hagnýtingu verð- mætis.““ Stefnandi kveður ekki hafa borist neina haldbæra skýringu frá hendi kaupstaðarins á því fyrirbæri, að kaupstaðurinn hafi ekki greitt eign- arnámsbætur, sem þó hafi verið miðaðar við staðgreiðslu hinn 4. maí 1981 eins og verðgildi stóð þá. Í greinargerð stefnda segir svo um málsatvik og lagarök: „„Málsástæður. Málsatvik. Því er haldið fram að beiðni umbjóðanda míns til Matsnefndar eignar- námsbóta um mat, sé liður í verðmætakönnun á Nesjörðinni með hjáleig- unum Bakka og Naustahvammi. Ekki sé um að ræða eignarnám eða lið í eignarnámi, með umræddri beiðni eða eftirfarandi úrskurði Matsnefndar 4/5 “81. Skal m.a. á það bent að undanfari eignarnáms er m.a. alltaf um- ráðaþörf á hinu eignarnumda. Umbjóðandi minn hefur þau umráð yfir um- ræddum eignarhluta stefnanda að eignarnámsþörf er ekki fyrir hendi. Leyfi ég mér að vísa til dskj. 10 sem er raunverulega framsal Mælingarnefndar til bæjarráðs Neskaupstaðar á þeim umráðum eignar stefnanda sem stefndi hefur þörf fyrir hverju sinni. Stefnandi stóð m.a. að ofangreindri sam- þykkt. Aðalskipulag Neskaupstaðar frá 1980 breytir t.d. ekki rétti stefn- anda. Stefnandi hefur aldrei gert athugasemdir eða mótmælt störfum Mæl- inganefndar Nesjarðar. Eignarnám er lögheimiluð nauðungaraðgerð til eignarskipta og ber því m.a. að skýra allar reglur v/eignarnáms þröngt. Ekki er hægt að þvinga stefnda til kaupa á landi stefnanda slíkt væri m.a. brot á 67. grein stjórnarskrárinnar. Öll lög um eignarnám eiga því ekki við í máli þessu. Verði ekki fallist á framangreinda málsástæðu leyfi ég mér að benda á eftirfarandi lagarök. Lagarök. Helstu lög er gætu snert mál þetta eru 67. gr. stjórnarskrárinnar um frið- 807 helgi einkaréttar (sic), lög um framkvæmd eignarnáms nr. 11 frá 1973 og lög um eignarnámsheimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðanna Nes í Norð- firði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi frá 12/12 1978. Varðandi lög nr. 11/1973 þá koma til álita helst ákvæði 13. og 15. greinar. 13. grein: Ljóst er að stefndi hefur ekki tekið umráð umrædds lands stefnanda. Stefndi hefur ekki krafið stefnanda um umráð yfir landinu enda ekki brýn þörf fyrir hendi. Þar sem engin umráðataka hefur átt sér stað eða er fyrirhuguð á ákvæði þetta ekki við. 15. grein: Verði talið að fyrirhugað eignarnám stefnda hafi verið að ræða, kemur lagagrein þessi til álita: Ég leyfi mér að benda á eftirfarandi lagaskýringarsjónarmið og málavexti um leið og bent er á að eignarnám er nauðungaraðgerð og vísa jafnframt til greinargerðar fyrir 15. grein. 15.1? grein: („ef hann segir til þess innan mánaðar frá því að mat á eignarnámsbótum lá fyrir.““) Stefndi samþykkti á bæjarráðsfundi 18/6 “81 að ganga ekki til samninga á grundvelli málsins (sic), þannig að formleg afstaða stefnda til verðmats Matsnefndar eignarnámsbóta lá ekki fyrir fyrr. Samþykkt bæjarráðsins var gerð nokkrum dögum eftir að stefndi fékk vit- neskju um úrskurð Matsnefndar. Stefnandi fékk vitneskju um samþykkt stefnda í júní 1981. Stefnandi hafði síður en svo ástæðu til að ætla að stefndi myndi sætta sig við úrskurð Matsnefndar. Þar sem segir „innan mánaðar““ skal bent á að óvissan um afstöðu stefnda til úrskurðar Mats- nefndar var ekki bagaleg fyrir eignarnámsþola, sbr. greinargerð fyrir 15. grein. Þar sem segir „mat á eignarnámsbótum lá fyrir“ leyfi ég mér að benda á að réttarverkanir dóma og úrskurða miðast yfirleitt við birtingu með stefnuvottum eða að úrskurðarorðið sé komið til vitundar úrskurðar- þola með öðrum sannanlegum hætti. Frestur þessi er óeðlilega stuttur með tilliti til þess m.a. að eignarnemi er yfirleitt sveitarfélag, þ.e. fjölskipað stjórnvald tekur afstöðu og fundir yfirleitt á 1 mánaðar fresti. Með hliðsjón m.a. að (sic) ofangreindu tel ég útilokað að þvinga stefnda til kaupa á eignarhluta stefnanda á grundvelli 15.1* gr., þ.e. að stefndi hafi ekki í tæka tíð sagt stefnda (sic) til um að hann ætli að hverfa frá fyrirhuguðu eignarnámi. Slíkt leiddi til óeðlilegrar niðurstöðu sem jafn- framt væri brot á 67. gr. stjórnarskrárinnar. Verði talið að 15.1? grein eigi við Í máli þessu er umbjóðandi minn reiðu- búinn að greiða stefnanda bætur v/sannanlegs tjóns. 15.2? grein: Stefndi hefur ekki tekið umráð eða hafið hagnýtingu á eign- arhluta stefnanda og á lagaákvæði þetta því ekki við. Vísa til framangreinds kafla um málsatvik v/umráð og hagnýtingu. Lög frá 12. des. 1975: Stefndi er á engan hátt bundinn af þessum lögum. 808 Lög þessi eru heimildarlög. Stefndi hefur það mikil og óskorðuð umráð yfir landi stefnanda að brýn þörf fyrir eignarnámi er ekki fyrir hendi. Um dskj. 1 og 2, stefna og greinargerð stefnanda: Varðandi stefnufjárhæð, þá er henni mótmælt, tel eðlilegra að hún sé 201.690,- auk dómvaxta frá 4/5 “81 til greiðsludags og kr. 7.500,- í máls- kostnað, auk málskostnaðar í máli þessu sbr. dskj. 3. Samþykkt bæjarstjórnar Neskaupstaðar 28/12 1978 er ekki samþykkt um að kaupa eignarhluta stefnanda. Á bls. 2, dskj. 1 segir frá bréfi stefnanda dags. 14/12 “78. Því er mótmælt að stefndi hafi tekið umráð eignar stefnda (sic) sbr. m.a. það sem áður er sagt. Mælingarnefnd Nesjarðar hefur árlega sent stefnanda arð Vegna eignarhluta stefnanda. Stefndi hefur ekkert aðhafst sem brýtur í bága við samning stefnda við félag eigenda Nesjarðar, sbr. dskj. 9, og skipulagsupp- drátt frá 19/5 1959. Stefndi þurfti ekki að gera fyrirvara um að hann hætti við fyrirhugað eignarnám fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta. 13. gr. og 15.2? gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms á ekki við í máli þessu, sbr. það sem að framan er sagt.““ Fram er komið í máli þessu, að eignarnemi hefur samkvæmt sérstökum heimildarlögum, sem sett voru að beiðni hans, fengið mat Matsnefndar eignarnámsbóta á verðmæti því, er hér um ræðir. Í heimildarlögunum segir, að um framkvæmd eignarnámsins skuli fara eftir ákvæðum laga nr. 11/1973. Hér á 15. grein þeirra laga við. Telja verður, að mat á eignarnámsbótum hafi legið fyrir þann 4. maí 1981. Í ályktun þeirri, er bæjarráð gerði hinn 18. júní 1981 og bæjarstjórn samþykkti hinn 28. júlí, er þess hvergi getið, að horfið sé frá fyrirhuguðu eignarnámi. Þess er og að geta, að tilkynning um samþykki bæjarstjórnar á ályktun þessari berst ekki eignarnámsþola fyrr en eftir 28. júlí 1981. Þá eru liðnir nær þrír mánuðir frá því að mat lá fyrir og 40 dagar frá 18. júní, þegar stefnda var í síðasta lagi sannanlega kunnugt um matið. Afstaða bæjar- stjórnar til matsins liggur ekki fyrir fyrr en 28. júlí 1981, þegar ályktun bæjarráðs er samþykkt af bæjarstjórn. Líta verður svo á, að þar sem bæj- arstjórn tók ákvörðun um að beita heimildarlögunum, hafi hún ein getað horfið frá eignarnámi, sbr. og 25. gr. samþykktar um stjórn Neskaup- staðar, og var eignarnámsþola rétt að líta svo á, enda var eignarnámsþola eigi send ályktun bæjarráðs fyrr en bæjarstjórn hafði samþykkt hana. Samkvæmt þessu hefur því eigi komið fram í máli þessu, að fyrir liggi skírt og ótvírætt afturhvarf frá eignarnámi, fram komið í tíma. 809 Að því er varðar vaxtakröfur stefnanda ber að líta svo á, að hann krefjist dómvaxta, eins og þeir eru á hverjum tíma, en þeir voru 39% á ári þann 1. júlí sl., enda segir í 3. mgr. 1. gr. laga nr. 56/1979, að aðili megi krefjast dómvaxta án þess að nefna vaxtafót, og stefndi virðist telja dómvexti eðli- lega frá matsúrskurðardegi, 4. maí 1981, til greiðsludags. Það athugast, að stefnandi málsins er Rögnvaldur Þorkelsson verkfræð- ingur, nnr. 7454-2298, Eikjuvogi 23, Reykjavík. Í stefnu og í dskj. nr. 21 kemur fram, að hann situr Í óskiptu búi eftir eiginkonu sína, Ástu Rögn- valdsdóttur, ásamt tveim sonum þeirra hjóna, sem veitt hafa samþykki til setu Í óskiptu búi. Að svo vöxnu verður að líta svo á, að Rögnvaldur höfði málið fyrir hönd dánarbús Ástu Rögnvaldsdóttur. Samkvæmt þessu ber því að dæma stefnda, bæjarstjórn Neskaupstaðar vegna bæjarsjóðs, nnr. 6612-0406, til þess að greiða stefnanda, Rögnvaldi Þorkelssyni, fyrir hönd dánarbús Ástu Rögnvaldsdóttur kr. 209.190,00, sem er matsupphæðin, kr. 201.690,00, auk málskostnaðar fyrir matsnefnd- inni, kr. 7.500,00 ásamt eftirfarandi vöxtum af kr. 201.690,00: 37% árs- vöxtum frá 4. maí 1981 til 1. júlí 1982, 39% ársvöxtum frá og með þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvöxtum frá og með þeim degi til uppsögu dóms þessa og síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags, eins og þeir verða á hverjum tíma. Þá ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda málskostnað í máli þessu, sem þykir hæfilega ákveðinn krónur 42.000,00. Dómsorð: Stefndi, bæjarstjórn Neskaupstaðar vegna bæjarsjóðs, greiði stefn- anda, Rögnvaldi Þorkelssyni, f.h. dánarbús Ástu Rögnvaldsdóttur kr. 209.190,00 með eftirfarandi vöxtum af kr. 201.690,00: 37% ársvöxtum frá 4. maí 1981 till. júlí 1982, 39% ársvöxtum frá og með þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvöxtum frá og með þeim degi til uppsögu dóms þessa og síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, eins og þeir verða á hverjum tíma, og kr. 42.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 810 Þriðjudaginn 11. júní 1985. Nr. 139/1985. Ákæruvaldið gegn Jóhanni Haraldssyni Kærumál. Bráðabirgðaðkuleyfissvipting staðfest. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir, Björn Sveinbjörnson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Með úrskurði sakadóms Selfoss, uppkveðnum 7. maí 1985, var synjað niðurfellingar á ákvörðun lögreglustjóra frá 7. janúar 1985 um að varnaraðili, Jóhann Haraldsson, skuli sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 6. mgr. i.f. 81. gr. um- ferðarlaga nr. 40/1968, sbr. XXI. kafla laga nr. 74/1974, kært úr- skurðinn til Hæstaréttar, en hann lýsti kæru við birtingu úrskurðar- ins í sakadómi Selfoss þann 31. maí sl. Varnaraðili krefst þess, að ökuleyfissviptingin verði felld niður. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar hins kærða úr- skurðar. Hinn 7. júní 1985 var gefin út ákæra á hendur varnaraðilja Vegna þeirrar háttsemi hans, er leiddi til þess, að hann var sviptur Ökuleyfj til bráðabirgða. Í ákæru er þessi háttsemi talin varða við 1. mgr. 106. gr. og 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 26. gr., 3. mgr. 38. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr., sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 40/1968, sbr. lög nr. $4/1976. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Selfoss 7. maí 1985. Mánudaginn 7. janúar sl., kl. 03:30, voru lögreglumenn staddir við lög- gæslustörf á Eyrarvegi, Selfossi. Hafði Skarphéðinn Njálsson aðstoðar- varðstjóri gefið ökumanni bifreiðarinnar X-3211 merki um að stöðva bif- 811 reiðina og var að ræða við ökumann að sögn sjónarvotta. Ökumaður var Jóhann Haraldsson, Reyrhaga 18, Selfossi, f. 11.10.65. Skv. frásögn sjónarvotta og kærða sjálfs ók ökumaður skyndilega af stað. Féll lögreglu- maðurinn í götuna og að sögn fór vinstra afturhjól X-3211 yfir annan fót hans. Fulltrúi lögreglustjóra ákvað, að kærði skyldi sviptur ökuréttindum til bráðabirgða þann 7. janúar sl. frá þeim tíma. Með bréfi, dags. 2. maí, hefur kærði óskað úrskurðar um bráðabirgða- sviptingu þessa. Rannsókn lögreglu í máli þessu er lokið, og verður það nú sent ríkissak- sóknara til meðferðar. Ekki þykir það hafa komið fram við rannsókn máls- ins né heldur þykir sá tími liðinn, frá því að umrætt atvik átti sér stað, að efni þyki til þess að fella bráðabirgðasviptinguna niður en samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir lágu, er hún var ákveðin, var lögreglustjóra rétt að beita henni, sbr. 6. mgr. 81. gr. umferðarlaga. Allan V. Magnússon, fulltrúi bæjarfógeta, hvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Synjað er um niðurfellingu bráðabirgðasviptingar ökuréttinda Jóhanns Haraldssonar frá 7. janúar sl. Miðvikudaginn 12. júní 1985. Nr. 244/1984. Kristján Knútsson gegn Áhaldaleigunni s/f Bikarnum s/f Blikkveri h/f Byggingavörum s/f Byggingu s/f Dagblaðinu hí Dekkinu s/f Ferðamiðstöðinni h/f Fero sf Flugleiðum h/f 812 Friðrik Jóelssyni Garðahéðni h/f Gjaldheimtunni í Reykjavík Grétari Haraldssyni Gunnari Rósinkrans Hafskipi h/f Hagkaupi h/f Hreiðari Svavarssyni Iðnaðarbanka Íslands h/f Innheimtustofnun sveitarfélaga J. Þorláksson og Norðmann h/f Jóni Ingólfssyni Jóni Magnússyni Jóni P. Jónssyni Jóni Ragnarssyni Landsbanka Íslands Lífeyrissjóði verslunarmanna Magnúsi Þórissyni Samvinnubankanum h/f Samvinnuferðum-Landsýn h/f Sigurði Loftssyni Sindrastáli h/f Símoni Símonarsyni Skeljungi h/4 Sparisjóði Vélstjóra Steingrími Elíassyni Timbri og Stáli h/f Tollstjóranum í Reykjavík Útvegsbanka Íslands Verslunarbanka Íslands h/f Vigni Benediktssyni og Þjóðviljanum. Synjað um frest. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 813 Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 10. desember 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag, til þingfestingar í febrúar- mánuði 1985. Fékk áfrýjandi þá frest til aprílmánaðar, en þá enn til júnímánaðar 1985. Er málið var tekið fyrir 3. júní sl., bað áfrýj- andi um, að málinu yrði frestað til októbermánaðar nk. Stefndu Gjaldheimtan í Reykjavík, Magnús Þórisson, Skeljungur h/f og tollstjórinn í Reykjavík hafa andmælt því, að fresturinn verði veittur, og krafist þess, að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Aðrir stefndu hafa ýmist ekki sótt þing eða ekki andmælt frestbeiðninni. Loks hefur Kristján Stefánsson héraðsdómslögmaður látið sækja þing, andmælt frestbeiðninni og krafist frávísunar málsins og ómaksbóta, en kröfur af hans hendi koma ekki til álita, með því að ekki sést, að honum hafi verið stefnt fyrir Hæstarétt. Ágrip dómsgerða hefur eigi borist Hæstarétti, og upp er komið, að áfrýjandi muni ekki enn hafa beðið um dómsgerðir frá uppboðs- haldaranum í Reykjavík. Að svo vöxnu máli ber að vísa málinu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Miðvikudaginn 12. júní 1985. Nr. 129/1984. Lagmetisiðjan Garði h/f (Páll A. Pálsson hrl.) gegn Karli Arasyni (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) Skuldajöfnuður. Framsal kröfu. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. 814 Áfrýjandi hefur með stefnu 3. júlí 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi 22. júní s.á. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973, skotið málinu til Hæstaréttar. Hann krefst aðallega, að því verði vísað frá héraðsdómi, en til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda og í báðum tilvikum málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til þrautavara er gerð sú krafa, að dæmd fjárhæð verði lækkuð verulega og málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. Ekki þykja þeir annmarkar vera á kröfugerð eða málavaxtalýs- ingu stefnda, að varði frávísun málsins frá héraðsdómi. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, lánaði Siglósíld, Siglu- firði, áfrýjanda þá 40.000 dósabotna, sem mál þetta er risið af, gegn skilum „í sama““. Eignarréttinn að þeim framseldi Siglósíld Jóhannesi Arasyni, sem aftur framseldi hann stefnda. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á, að hann hafi átt rétt á skuldajöfnuði við Jóhannes Arason vegna lánsins á dósabotnunum, en Jóhannes mátti krefja um efndir lánsamningsins eftir aðalefni hans. Fyrir Hæstarétti hafa umboðsmenn aðilja lýst yfir því, að ekki sé tölulegur ágreiningur í málinu annar en sá, hvort miða beri verð- mæti dósabotnanna við 20.396,00 krónur eða 35.000,00 krónur eftir því, hvort miðað sé við verðlag í maí 1981 eða maí 1982. Með vísan til framanritaðs og forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti ber að staðfesta hann. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 18.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Lagmetisiðjan Garði h/f, greiði stefnda, Karli Arasyni, 18.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Gullbringusýslu 2. mars 1984. Mál þetta, sem var dómtekið þann 17. þ.m., hefur Karl Arason, nnr. 5478-8738, Akurbraut 7, Njarðvík, höfðað fyrir dóminum á hendur Lag- metisiðjunni Garði h.f., Gerðahreppi, Gullbringusýslu, til greiðslu skuldar 815 að fjárhæð kr. 36.500,00 ásamt 37% ársvöxtum frá 25. maí 1982 til þing- festingardags, en dóm vöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og málskostn- aðar að skaðlausu, þ.á m. kr. 2.850,00 í löghalds- og þinglýsingarkostnað. Þá er krafist staðfestingar á löghaldi, sem gert var 25. maí 1982 í fógetarétti Gullbringusýslu, hjá stefnda, til tryggingar ofangreindri fjárhæð. Af hálfu stefnda er krafist sýknu og málskostnaðar. Stefnandi kveður málavexti vera þá, að stefndi skuldi honum andvirði 40.000 dósabotna, 99 < 33 millimetrar, er hann hafi ekki staðið skil á. Dósa- botna þessa lánaði Siglósíld, Siglufirði, stefnda þann 15.S. 1981 gegn skilum á sama. Sigjósíld, Siglufirði, framseldi síðan Jóhannesi Arasyni eignarrétt á dósabotnunum með símskeyti þann 23.4. 1982, sem aftur fram- seldi réttinn til stefnanda með framsali, dags. 14. maí 1982. Stefndi viður- kennir að hafa fengið dósabotnana að láni og hafa notað þá. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að krafan miðist við verð á dósabotnum á þeim tíma, er ljóst hafi verið, að stefndi gat ekki efnt samninginn með skilum ,,in natura““, Í maí 1982 hafi verð á dósabotnum samkvæmt upplýs- ingum frá Sölustofnun Lagmetis numið 87,05 aurum pr. stk. og sé því krafan við það miðuð. Af hálfu stefnda er því ekki mótmælt út af fyrir sig, að verð á dósabotnum samkvæmt reikningi stefnanda geti verið rétt. Hins vegar byggir stefndi á því, að við útreikning kröfunnar eigi að miða við það verð, sem gilti þann 15.5. 1981, og næmi þá verðmæti dósabotn- anna kr. 20.396,00. Sýknukrafa stefnda byggist á því, að samkvæmt framlögðum skjölum skuldi Jóhannes Arason Lagmetisiðjunni kr. 23.198,00 í sambandi við yfir- töku hans á pillunarstöð að Háteigi í Garði, svo og kr. 31.677,96 sam- kvæmt viðskiptareikningi, sbr. ljósrit úr viðskiptabók janúar 1982. Stefn- andi hefur mótmælt því, að skuldajöfnuður þessi komist að í málinu. Jóhannes Arason hafi ekki komið fyrir dóminn og honum hafi ekki verið stefnt. Gegn andmælum stefnanda verður ekki talið, að skilyrði skuldajafnaðar séu fyrir hendi, sbr, 49. gr. laga nr. 82/1936. Fallast verður á það með stefnanda, að miða beri verðmæti dósabotn- anna við verð á slíkri vöru á þeim tíma, er fjárkrafa stofnaðist á hendur stefnda. Ber því að taka kröfu stefnanda til greina að öðru leyti en því, að ekki er fallist á kröfu um greiðslu kr. 1.500,00 vegna tilrauna til að fá dósabotn- ana afhenta, enda er sú krafa ekki studd gögnum. Mál þetta var upphaflega þingfest 9.6. 1982. Er dómarinn tók við málinu í júní 1983, höfðu orðið þau frávik frá almennum reglum um málsmeðferð, að málið var formlega hafið Í þinghaldi 23.9. 1983. Með samþykki stefnda var mál þetta þingfest að nýju þann sama dag. 816 Dómurinn telur, að fella beri niður löghald til tryggingar kröfum þessum, sem gert var í fógetarétti Gullbringusýslu þ. 25. mai 1982, þar sem m áli til staðfestingar löghaldinu hefur ekki verið haldið réttilega til laga. Með hliðsjón af þessu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 35.000,00 með 37%0 ársvöxtum frá 25. maí 1982 til 23.9. 1983, 399 árs vöxtum frá þ.d. til 21.10. 1983, 36% ársvöxtum frá þ.d. til 21.11. 1983, 32% ársvöxtum frá þ.d. til 21.12. 1983, 25% ársvöxtum frá þ.d. til 21 1. 1984, 1990 ársvöxtum frá þ.d. til 2.3. 1984, en þá með hæstu lögleyfð, innlánsvöxtum til greiðsludags. Þá ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem telst hæfilegur kr. 12.000,00. Dóm þennan kvað upp Valtýr Sigurðsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Lagmetisiðjan Garði h.f., greiði stefnanda, Karli Arasyni, kr. 35.000,00 með 37% ársvöxtum frá 25. maí 1982 til 23.9. 1983, 39% ársvöxtum frá þeim degi til 21.10. 1983, 36% ársvöxtum frá beim degi til 21.11. 1983, 32% ársvöxtum frá þeim degi til21.12. 1983, 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21.01. 1984, 19% ársvöxtum frá þeim degi til þessa dags og síðan með hæstu lögleyfðu innlánsvöxtum til greiðsl. dags auk málskostnaðar, kr. 12.000,00, allt innan 15 daga frá lögbir. ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. júní 1985. Nr. 136/1983. Brandur Brynjólfsson (Þorvaldur Lúðvíksson hrl.) gegn Magnúsi Magnússyni (enginn) Stefnubirting. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. 817 Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. júlí 1983. Hann gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða 150.000,00 krónur með 37%, ársvöxtum frá 7. júní 1979 til 1. nóvember 1982, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og að staðfest verði löghald það, sem gert var hjá stefnda í fógetarétti Reykjavíkur hinn 24. mars 1982. Þá krefst hann og, að stefnda verði dæmt að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Áfrýjandi lét birta áfrýjunarstefnu í máli þessu í Lögbirtinga- blaði, er út kom 30. september 1983. Í áfrýjunarstefnunni er heimilisfangs stefnda allt að einu getið og það sagt vera „725 Terry Road, Hauppauge, New York State, 11787, U.S.A.“ Úr því að heimilisfang stefnda var kunnugt, var skv. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 85/1936 ófullnægjandi að birta stefnuna í Lögbirtinga- blaði. Stefndi hefur hvorki sótt þing fyrir Hæstarétti né sækja látið. Er því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá Hæstarétti ex officio. Málskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti ex officio. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. apríl 1983. Mál þetta, sem dómtekið var þann 28. mars sl., hefur Brandur Brynjólfs- son hæstaréttarlögmaður, Mávanesi 20, Garðakaupstað, nnr. 1416-9725, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri í Lögbirtingablaði, sem út kom 21. apríl 1982, og framhaldsstefnu, framlagðri í dóm þann 13. október 1982, gegn Magnúsi Magnússyni, nnr. 6273-4698, Kleppsvegi 2, Reykjavík. Endanlegar kröfur stefnanda eru þær, að stefndi greiði honum kr. 150.000,00 með 37% ársvöxtum frá 7. júní 1979 til 1. nóvember 1982, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnað að skað- lausu, þ.m.t. löghaldskostnað, kr. 1.439,00. Þá krefst stefnandi staðfest- ingar á löghaldi, er gert var hjá stefnda í fógetarétti Reykjavíkur þann 24. mars 1982 til tryggingar ofangreindum kröfum. Af hálfu stefnda er sótt þing. Endanlegar kröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum dæmdur máls- kostnaður að mati réttarins. Til vara krefst hann þess, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og honum tildæmdur málskostnaður. 52 818 Dómsorð: Stefndi, Magnús Magnússon, skal sýkn af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Hvor aðili skal bera sinn kostnað af málinu. Miðvikudaginn 12. júní 1985. Nr. 130/1985. Thor R. Thors Richard Thors Þórður Thors Unnur Thors Briem og Jóna Íris Thors gegn dánarbúi Þórönnu Guðmundsdóttur Hauki Sveinbjörnssyni Gísla Sigurgeirssyni Sigurgeiri Gíslasyni Sigurði Helgasyni Einari Hallssyni Ragnari Hallssyni Sveinbirni Hallssyni Guðmundi Halldórssyni Guðmundi Albertssyni og Magnúsi Guðjónssyni f.h. Veiðifélags Núpár Kærumál. Frávísunardómur staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason. Sóknaraðiljar hafa samkvæmt heimild í b lið |. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið hinum kærða frávísunardómi bæjar- þings Reykjavíkur til Hæstaréttar með kæru 13. maí 1985, sem barst Hæstarétti 22. s.m. Þeir krefjast þess, að frávísunardóminum 819 verði hrundið og lagt verði fyrir héraðsdómarann að leggja efnis- dóm á málið. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar úr hendi varnar- aðilja in solidum. Af hálfu varnaraðilja hafa hvorki borist kröfur né greinargerðir. Með vísun til forsendna hins kærða frávísunardóms ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur á að vera Óóraskaður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. apríl 1985. Mál þetta er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Stefna var gefin út 26. september 1984, og hún var birt 3. október, 6., 7. og 24. október 1984, en málið var þingfest 25. október 1984. Stefnendur málsins eru Thor R. Thors, Hamarsgötu 8, Seltjarnarnesi, nnr. 8884-3371, Richard Thors, til heimilis í Chicago í Bandaríkjunum, nnr. 7346-4994, Þórður Thors, Langholtsvegi 118, Reykjavík, nnr. 9529-3956, Unnur Thors Briem, Bergstaðastræti 84, Reykjavík, nnr. 8999-4098, og Jóna Íris Thors, til heimilis í Gautaborg í Svíþjóð, nnr. 5239-4147. Málið hafa stefnendur höfðað á hendur Þórönnu Guðmundsdóttur, nnr. 9400-0688, til heimilis að Dvalarheimilinu Hrafnistu, Laugarási, Reykjavík, Hauki Sveinbjörnssyni, nnr. 3836-3158, bónda Snorrastöðum, Kolbeins- staðahreppi, vegna jarðarinnar Litla-Hrauns, Gísla Sigurgeirssyni, nnr. 2686-2213, og Sigurgeir Gíslasyni, nnr. 7928-7571, bændum að Haust- húsum í Eyjahreppi v/jarðarinnar Hausthúsa, Sigurði Helgasyni, nnr. 7867- 8186, bónda Hraunholtum, Kolbeinsstaðahreppi, v/jarðarinnar Hraun- holta, Einari Hallssyni, nnr. 1809-7409, Ragnari Hallssyni, nnr. 1167-8830, og Sveinbirni Hallssyni, nnr. 8707-4080, öllum bændum í Hallkelsstaðahlíð, Kolbeinsstaðahreppi, v/jarðarinnar Hallkelsstaðahlíðar og Einari einnig v/ jarðarinnar Hafursstaða í Kolbeinsstaðahreppi, Guðmundi Halldórssyni, nnr. 3070-7192, bónda Syðri-Rauðamel, Kolbeinsstaðahreppi, v/jarðar- innar Oddastaða í Kolbeinsstaðahreppi, Guðmundi Albertssyni, nnr. 3039- 4208, Heggstöðum, Kolbeinsstaðahreppi, v/jarðarinnar Heggsstaða og Magnúsi Guðjónsyni, nnr. 6257-4882, Hrútsholti, Eyjahreppi, formanni Veiðifélags Nupár í Eyjahreppi v/félagsins. Undir rekstri málsins hefur Þóranna Guðmundsdóttir látist, og hefur dánarbú hennar tekið við varnaraðild málsins að því er hana varðar. Í stefnunni eru dómkröfur stefnenda þessar: 820 „Að viðurkennt verði með dómi, að „„matsgerð um takmörk fiskihverfis Haffjarðarár““ gerð af Jakobi Magnússyni fiskifræðingi og Lofti Al. Þor- steinssyni vatnaverkfræðingi 19. september 1983, hafi ekki gildi sem undirmatsgerð skv. XV. kafla laga nr. 76/1970. Að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnendum málskostn- að í máli þessu.“ Stefndu hafa krafist þess, að kröfum stefnenda verði synjað og að stefn- endur verði dæmdir in solidum til að greiða þeim málskostnað. Sáttaumleitanir af hálfu dómarans hafa ekki borið árangur. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari dæmir mál þetta. IV. Í þinghaldi 15. þ.m. spurði dómarinn lögmenn aðilja hvort þeir vildu tjá sig frekar um formhlið málsins. Lögmaður stefnanda tjáði sig munnlega um þessa formhlið málsins og taldi, að ekki ætti að vísa máli þessu frá dómi ex officio. Lögmenn stefndu gerðu ekki kröfu um frávísun málsins, en töldu, að dómarinn ætti ex officio að vísa málinu frá bæjarþingi Reykjavíkur, þar sem það væri matsdómarinn í málinu, sem ætti úrskurðarvald um sakar- efnið samkvæmt 143. gr. laga nr. 85/1936. Eftir að lögmenn aðilja höfðu tjáð sig um þessa formhlið málsins, tók dómarinn þetta atriði til athugunar 15. þ.m. V. Aðiljar máls þessa báðu sameiginlega um dómkvaðningu matsmanna, og fór dómkvaðning réttilega fram á aukadómþingi Snæfells- og Hnappadals- sýslu. Það er meginregla samkvæmt 143. gr. laga nr. 85/1936, að matsdómari úrskurði öll atriði um framkvæmd matsgerðar. Ákvæði XV. kafla laga nr. 70/1976 um lax- og silungsveiði breyta ekki þessari meginreglu í máli því, sem hér er til úrlausnar. Svo sem kröfugerð stefnenda er háttað, ber því að vísa máli þessu frá bæjarþingi Reykjavíkur, enda þótt bein krafa hafi ekki verið gerð um frávísun af hálfu stefndu í málinu. Þá verður að líta svo á, að yfirlýsing aðilja frá 14. mars 1985 standi ekki í vegi fyrir þessari niðurstöðu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. 821 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá bæjarþingi Reykjavíkur. Málskostnaður fellur niður. Fimmtudaginn 13. júní 1985. Nr. 150/1983. Jórunn Hrólfsdóttir (Ásmundur S. Jóhannsson hdl.) gegn Daníel Pálmasyni og Ingibjörgu Bjarnadóttur (Hákon Árnason hrl.) Landamerkjamál. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. ágúst 1983. Krefst hann þess, að landamerki milli jarðanna Seljahlíðar og Gnúpufells verði ákveðin lína úr punkti merktum A í punkt merktan B á dómskjali 3 í héraði. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefndu. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, þar á meðal uppdráttur, sem Ragnar Árnason mælingaverkfræðingur hefur gert að tilhlutan málsaðilja eftir loftmyndinni dskj. 14 í héraði. Er mörkuð á hann lína milli tveggja punkta merktra A og B í samræmi við línu, sem merkt hafði verið á loftmyndina og táknar kröfulínu áfrýjanda. Þá er á uppdráttinn merkt önnur lína, sem málflytjendur hafa lýst yfir, að þeir séu sammála um, að sé í samræmi við merkin, eins og héraðsdómur hafi ákveðið þau. 822 Í stefnu í héraði var kröfugerð áfrýjanda sú, „að landamerki jarðanna Seljahlíðar og Gnúpufells verði viðurkennd sem hér segir“ og fylgdu síðan tilvitnanir í landamerkjalýsingar beggja jarðanna, en engin nánari skýring á því, hverjar kröfur væru gerðar. Var hér því eigi um kröfugerð að ræða, sem tæk væri til meðferðar í dóms- máli. Í greinargerð jók áfrýjandi við kröfugerðina þessum setning- um: „Það er lína úr punkti, sem merktur er Á í punkt, sem merktur er B á dómskjali nr. 3. Ennfremur er krafist málskostnaðar.““ Við munnlegan flutning málsins í héraði kvaðst lögmaður áfrýjanda gera sömu kröfur og í stefnu og greinargerð, „„þó svo að viðurkennd verði merki jarðanna eins og hann hefur merkt þau inn á dómskij. nr. 14 með línu merktri Á til B“. Stefndu kröfðust þess í greinargerð sinni í héraði, að þau yrðu sýknuð af öllum kröfum áfrýjanda, en gerðu enga kröfu. um ákveðin landamerki milli jarðanna. Við munnlegan málflutning orðaði lögmaður stefndu kröfur þeirra á þann veg, „að staðfest verði þau merki jarðanna sem nú er við miðað.“ Héraðsdómur, sem komst að þeirri niðurstöðu, að taka bæri kröfur stefndu til greina, dæmdi, að merki jarðanna skyldu vera, „„þar sem girðing norðan núverandi túns í Seljahlíð stendur og síðan eins og merkjum er lýst í merkjaskrám jarðanna frá 17. maí 1891 og 14. maí 1892.“ Af því, sem að framan er rakið, er ljóst, að niðurstaða þessi var ekki reist á neinni viðhlítandi kröfugerð af hálfu stefndu, og dómsorðið er að auki mjög óljóst. Samkvæmt þessu verður eigi lagður efnisdómur á mál þetta, enda kemur fyrir ekki, þótt ný kröfugerð hafi verið höfð uppi fyrir Hæstarétti, samanber áðurgreindan uppdrátt. Við þá kröfugerð og uppdráttinn er það enn fremur að athuga, að kröfulínur varða einungis landa- merkin frá fjallsbrún niður að vegi þeim, sem liggur skammt vestan við Núpá, en eigi frá veginum og niður að ánni. Hefur þó komið fram í málflutningi, að þangað ná lönd beggja jarðanna. Var nauð- syn, að leyst yrði til hlítar úr landamerkjaágreiningi aðilja í málinu. Vegna þeirra annmarka, sem nú hefur verið lýst, ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð í héraði frá þingfestingu að telja og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar að nýju. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. 823 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð frá þingfestingu í héraði eru ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur aukadómþings Eyjafjarðarsýslu 29. júní 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 27. júní sl., hefur Jórunn J. Hrólfsdóttir nnr. 5347-5345, Eyrarvegi 31, Akureyri, höfðað fyrir aukadómþingi El: fjarðarsýslu með stefnu, útgefinni 20. október 1982, á hendur Daníel Pálmasyni, nnr. 1571-0764, og Ingibjörgu Bjarnadóttur, nnr. 4591-9617, Gnúpufelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, til viðurkenningar á landa- merkjum jarðanna Seljahlíðar og Gnúpufells í Saurbæjarhreppi, svo og til greiðslu málskostnaðar. Stefnandi, sem er eigandi jarðarinnar Seljahlíðar í Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, vísar Í kröfugerð sinni til landamerkjalýsingar Gnúpu- fells, dagsettrar 17. maí 1891, þar sem segir: „Að sunnan, austan við hálsinn, ræður gamalt garðmót í holti skammt fyri sunnan Sjónarhól, neðan frá Gnúpárgili beina stefnu upp á hálsinn í vörðu, sem þar er hlaðin.“ Þá vísar hún einnig til landamerkjalýsingar Sölvahlíðar, dagsettrar 14. maí 1892, sem mun vera eldra nafn á Seljahlíð, en þar segir: „Að norðan eru merkin í vörðu, sem hlaðin er skammt fyrir sunnan svo- nefndan Sjónarhól og beint strik úr henni ofan í Núpá um vörðu, sem hlaðin er nokkuð fyrir ofan gilsbarminn og beint strik eftir þessum merkjum í vörðu, sem hlaðin er á fjallsbrúninni og úr henni aftur beint strik vestur á mitt fjall.“ Stefndu, sem eru eigendur jarðarinnar Gnúpufells, telja, að merkjum jarðanna sé rétt lýst á framangreindum landamerkjalýsingum. Ágreiningur aðila er um staðsetningu kennileitisins Sjónarhóls, sem getið er um í framangreindum merkjalýsingum. Telja stefndu, að Sjónarhóll, sem miðað er við í framangreindum merkjalýsingum, sé hóll, sem stendur skammt norðan núverandi túns í Seljahlíð, og við þá staðsetningu Sjónarhóls hafi verið miðað, er merkjagirðing sú, er nú stendur, var reist. Hafi upphaflega verið girt á þessum merkjum 1912, en síðan að tilhlutan stefndu verið girt aftur laust fyrir 1970, þó hafi hluti girðingarinnar eða sá hluti, sem er norðan núverandi túns í Seljahlíð, verið girtur af stefnanda eða eiginmanni hennar. Telja stefndu, að þarna séu réttu merki jarðanna, sem alla tíð hafi verið við miðað. 824 Stefnandi telur hins vegar, að Sjónarhóll sá, sem getið er um í merkjalýs- ingum, sé hóll, sem er nokkru norðar og vestar, og krefst þess, að viður- kennd verði með dómi merki jarðanna miðað við það kennileiti, sbr. fram- angreindar merkjalýsingar. Hefur stefnandi í samræmi við kröfu sína dregið línu á loftmynd, sem lögð er fram sem dskj. nr. 14, sem hún krefst viðurkenningar á, að verði dæmd rétt merki jarðanna. Ágreiningur í máli þessu snýst því einungis um það, hvar kennileitið Sjónarhóll er, sem við er miðað í framangreindum merkjalýsingum. Verða því rakin gögn málsins er að þessu atriði lúta. Skoðun sína um staðsetingu Sjónarhóls byggir stefnandi á því, að við merkjalýsingu sé miðað við vörðu, sem hlaðin sé sunnan Sjónarhóls, en slíka vörðu sé ekki hægt að finna, þar sem núverandi girðing stendur og engin holt séu á því girðingarstæði. Hins vegar passi lýsing þessi við stað þann, er hún telur vera hinn rétta Sjónarhól nokkru norðar og vestar, og kveðst hún hafa fundið þar vörðubrot, sem hún telur, að séu hin réttu merki. Þá hefur stefnandi lagt fram vottorð Hjalta Guðmundssonar, dags. 8. júlí 1980, svohljóðandi: „Eftir beiðni Jórunnar Hrólfsdóttur veit ég ekki annað en hún hafi á réttu að standa, að girðing sú, sem er fyrir utan tún í Sölvahlíð, sé í Sölvahlíðarlandi og munu fleiri álíta það sama. Til að bæta Sölvahlíðarbónda það upp, fékk hann fría beit út fyrir og kýrnar voru hafðar út á Gnúpufellssundum á sumrin.“ Við vettvangsskoðun gat dómurinn ekki séð vörðubrot þau, er stefnandi kvaðst hafa fundið, en stefnandi kveðst hafa fjarlægt þau, er hún lét á sl. sumri girða á þeim stað. er þau hafi verið. Hjalti Guðmundsson hefur ekki komið fyrir dóm. Fram er komið í mál- inu, að hann hafi alist upp í Sölvadal til fullorðinsaldurs og því verið kunnugur á þessum slóðum. Fram er komið, að Hjalti er nú háaldraður maður og mjög sjóndapur. Hafi hann gengið á merkin með stefnanda áður en hann gaf vottorðið, og talið líklegt, að Sjónarhóll væri sá hóll, er stefn- andi heldur fram, að sé hinn rétti, en ekki fullyrt, að svo væri. Stefndi, Daníel Pálmason, sem nú er 71 árs að aldri, hefur frá fæðingu til þessa dags átt heima að Gnúpufelli. Hann kveður örnefnið Sjónarhól eiga við um hól þann, er stendur skammt norðan núverandi túns í Seljahlíð, og hafi merki jarðanna alla tíð við það miðast. Var Daníel aðalheimildar- maður að örnefnum í Gnúpufellslandi er örnefni í Saurbæjarhreppi voru gefin út í bók, og var framangreindur hóll norðan núverandi túns í Seljahlíð þar talinn í Gnúpufellslandi undir nafninu Sjónarhóll. Stefndi, Daníel Pálmason, eignaðist jörðina Seljahlíð 1938 ásamt föður sínum og átti því hana síðan ásamt Gnúpufelli. Árið 1953 urðu stefndi Daníel og Benedikt Sigfússon sameigendur að Seljahlíð. 825 Benedikt Sigfússon bjó að Seljahlíð frá 1951-1952 og síðan frá 1956-1960. Hefur hann fyrir dómi og við vettvangsgöngu talið hól þann, sem er skammt norðan túns í Seljahlíð, heita Sjónarhól og talið rétt merki jarð- anna miðast við hann og vera, þar sem stefndu halda fram. Sigfús Sigfússon keypti Seljahlíð af þeim Benedikt Sigfússyni og stefnda, Daníel Pálmasyni. Hefur hann gefið svofellt vottorð: „Þegar ég keypti Seljahlíð af þáverandi eigendum Benedikt Sigfússyni og Daníel Pálmasyni var mér sagt að merki milli Gnúpufells og Seljahlíðar væru í girðingu sem var á milli bæjanna. Þessi girðing lá frá gili upp sunnanvert við svonefndan Sjónarhól og þaðan til fjalls. Þessi girðing var úr gaddavír með mjög góðri undirhleðslu, sem sást greinilega, þegar ég fór frá Seljahlíð og að mínu mati mjög góð og glögg merkjalína milli jarðanna. Ég heyrði aldrei talað um önnur landameki á milli Gnúpufells og Seljahlíð- ar. Ekki er mér kunnugt um að Seljahlíð eigi meiri hlunnindi í Gnúpufells- landi. Ég fékk stundum leigðar slægjur hjá Daníel í Gnúpufelli norðan um- ræddrar girðingar, eins lét hann það átölulaust þó mínar skepnur færu út fyrir merkin. En ég vil taka það skýrt fram að ég áleit mig ekki hafa haft nokkurn rétt til slægna eða beitar í Gnúpufellslandi.““ Vottorð þetta hefur Sigfús Sigfússon staðfest fyrir dómi. Með afsali, dags. |. júlí 1961, seldi Sigfús Sigfússon stefnanda jörðina Seljahlíð. Frekari gögn liggja frammi í málinu, sem ekki þykir ástæða að rekja. Dómurinn hefur farið á vettvang og skoðað kennileiti og kynnt sér ör- nefni. Á vettvangi hefur dómurinn séð greinileg ummerki eldri girðingar á þeim slóðum, er núverandi girðing stendur og talin er hafa verið reist á árunum 1912 til 1913. Við skoðun á vettvagni telur dómurinn, að hóll sá, sem stendur skammt norðan túns Í Seljahlíð og stefndu halda fram að sé Siónarhóll sá, sem við er átt í merkjaskrám, sé glöggt kennileiti á skeri sig vel úr umhverfi sínu og því eðlilegur til viðmiðunar við landa- merkjalýsingar. Þykir samkvæmt því, sem að framan er rakið, eiga að miða við, að „Sjónarhóll“ sá, sem um er deilt í málinu, sé hóll sá, er stendur skammt norðan túns í Seljahlíð. Ber því að taka kröfu stefndu til greina og staðfesta, að merki jarðanna miðist við þennan hól og liggi, þar sem stefndu hafa haldið fram, þ.e.a.s. í samræmi við girðingu norðan núverandi túns í Seljahlíð, síðan eins og segir í merkjalýsingum. Eftir þessum úrslitum þykir eiga að dæma stefnanda til að greiða stefndu málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn kr. 15.000,00. 826 Dómsorð: Merki jarðanna Gnúpufells og Seljahlíðar í Saurbæjarhreppi, Eyja- fjarðarsýslu eru þar sem girðing norðan núverandi túns í Seljahlíð stendur og síðan eins og merkjum er lýst í merkjaskrám jarðanna frá 17. maí 1891 og 14. maí 1892. Stefnandi, Jórunn Hrólfsdóttir, greiði stefndu, Daníel Pálmasyni og Ingibjörgu Bjarnadóttur, kr. 15.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 13. júní 1988. Nr. 47/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Guðmundi Sigurði Jóhannessyni (Páll A. Pálsson hrl.) Fjársvik. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var af ákæruvaldsins hálfu áfrýjað til þyngingar með stefnu 7. febrúar sl., en ákærði vildi hlíta héraðsdómi. Svo sem greint er í héraðsdómi, hefur ákærði framið þau brot, sem hann er ákærður fyrir. Varðar sviksamleg notkun hans á fjór- um innstæðulausum tékkum við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ölvunarakstur hans í þrjú skipti við 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Einnig hefur ákærði með akstri sínum brotið gegn 1. mgr. 27. gr., sbr. 81. gr. sömu laga, þar sem hann hafði áður verið sviptur ökuleyfi. Refsing ákærða er skv. 248. gr. hegningarlaga og 80. gr. umferð- arlaga, sbr. lög nr. 54/1976, og með hliðsjón af 77. gr. hegningar- laga og því, að ákærði hefur bætt tjón af fjársvikabrotum sínum hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi. 827 Með héraðsdómi var ákærði sviptur ævilangt rétti til að öðlast ökuleyfi frá 25. júní 1983. Ber að staðfesta, að ákærði skuli vera sviptur ökuleyfi ævilangt. Í forsendum héraðsdóms segir, að ákærði skuli dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, en tilsvarandi ákvæði hefur láðst að taka upp í dómsorð. Ber að ákveða, að ákærði skuli greiða sakarkostnað í héraði svo og áfrýjunarkostnað, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Sigurður Jóhannesson, sæti fangelsi 60 daga. Ákærði skal vera sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði kostnað sakarinnar í héraði og áfrýjunar- kostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 9.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sína, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 9.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 22. nóvember 1984. Mál þetta, sem dómtekið var sama dag, er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með 2 ákærum, dagsettum 16. maí og 8. júlí 1983, á hendur Guðmundi Sigurði Jóhannessyni sjómanni, Engihjalla 1, Kópavogi, fæddum 7. sept- ember 1958 á Eyri, Ísafjarðarsýslu, en málin hafa verið sameinuð. Í fyrri ákæru er ákærða gefið að sök að hafa gefið út „,í desember 1982 og janúar 1983 eftirtalda tékka á reikning sinn nr. 10840 við Sparisjóðinn í Keflavík og nota þá í viðskiptum í Reykjavík, enda þótt innistæða væri ekki fyrir hendi á reikningnum og honum lokað af þeim sökum þann 20. desember 1982 og svíkja sér þannig fé: 1. Nr. 1143026, kr. 2.700,00. Útgefinn 16. desember til handhafa og framseldur af Jóni Ó. Björgvinssyni, notaður sem greiðsla fyrir hjólbarða. 2. Nr. 1143033, kr. 12.000,00. Útgefinn 10. janúar til handhafa, seldur í Seðlabanka Íslands, Reykjavík. 3. Nr. 1143035, kr. 500,00. Útgefinn 25. janúar til handhafa, notaður sem greiðsla fyrir vörur í Nesti hf., Reykjavík. 4. Nr. 1143043, kr. 2.000,00. Útgefinn 29. janúar til Péturs Guðlaugs- sonar, notaður sem greiðsla til Kjartans Jónssonar fyrir akstur í leigubifreið í Reykjavík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.“ 828 Í síðari ákærunni er ákærða gefið að sök að hafa ekið „þrisvar sinnum á árinu 1983 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum svo sem rakið verður: I. Föstudaginn 11. febrúar 1983, bifreiðinni Z-336 frá húsi við Furu- grund í Kópavogi um götur þar í bænum og í Reykjavík, þar til hann hætti akstri á Vesturlandsvegi skammt vestan Höfðabakka. 2. Sunnudaginn 27. febrúar 1983, sömu bifreið, frá húsi við Flyðru- granda í Reykjavík áleiðis heim til sín, þar til lögreglan hafði afskipti af honum við Nesti við Reykjanesbraut í Fossvogi. 3. Laugardaginn 23. apríl 1983, bifreiðinni Y-9224 frá veitingahúsinu Klúbbnum, Borgartúni 32, Reykjavík, að Stýrimannaskólanum við Skip- holt og þaðan áleiðis heim til sín, þar til lögreglan stöðvaði akstur hans í Borgartúni. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málin hafa verið sameinuð og verða dæmd í einu lagi. Málavextir. Samkvæmt framburði ákærða svo og öðrum gögnum málsins eru mála- vextir þessir: I. Ákærði hafði ávísanareikning við Sparisjóðinn í Keflavík, nr. 10840. Með bréfi Verzlunarbanka Íslands hf., dagsettu 24. marz 1983, Seðla- banka Íslands, dagsettu 31. janúar 1983, Nestis h.f. dagsettu 10. febúar 1983, og kæru Kjartans Jónssonar leigubifreiðastjóra, Kleppsvegi 46, Reykjavík, dagsettri 21. febrúar 1983, var ákærði kærður fyrir útgáfu og notkun tékka þeirra, er í ákæruskjali frá greinir, en við framvísun í greiðslubönkum reyndust innistæður ekki nægar til greiðslu þeirra. Tékkum þessum er nánar lýst í ákæruskjali, réttilega er varðar eyðu- blaðanúmer, dagsetningar og útgáfudag. Þá er þar einnig lýst nánar notkun hvers tékka, og er sú lýsing í samræmi við það, sem fram hefur komið við rannsókn málsins Ákærði gaf skýrslur um kæruatriði máls þessa hjá rannsóknarlögreglunni í Kópavogi hinn 6. apríl 1983. Viðurkenndi hann þá að hafa gefið út og komið í umferð fyrrgreindum tékkum. Hvað varðar tékkann, sem útgefinn var 16. desember 1982, sagðist ákærði ekki hafa vitað, hvað var inni á reikningnum en talið, að innistæða væri fyrir hendi, því hann hafi verið skipverji á togaranum Aðalvík frá Keflavík og útgerðin hafi vikulega lagt kr. 2.500,00 inn á ávísanareikninginn. Það hafi þó gerst á þessum tíma, 829 að einn föstudag var ekki lagt inn á reikninginn, en í staðinn greitt í peningum, næst þegar skipið kom að landi. Vegna þessa hafi ekki verið innistæða fyrir þessum tékka og reikningnum verið lokað. Hvað varðar hina tékkana þrjá viðurkenndi ákærði að hafa gefið þá út, þó hann hafi vitað að reikningurinn væri lokaður og því engin innistæða fyrir þeim. Ástæðuna fyrir útgáfu tékkans 10. janúar 1983, sem seldur var í Seðla- banka Íslands, Reykjavík, sagði ákærði vera þá, að hann hafi vantað peninga. Hann hafi verið með skipspláss á Aðalvíkinni í Keflavík, sem átti að fara á sjó á þessum tíma. Hann hafi því átt von á peningum fljótlega og hafi þannig ætlað að endurgreiða tékkann, strax og hann fengi peninga. Það hafi hins vegar brugðist, því Aðalvíkin hafi verið í viðgerð, sem tók lengri tíma en reiknað var með, þannig að ákærði fékk ekki þá peninga, sem hann átti von á. Sagði hann, að útgáfa tékkans hafi fyrst og fremst verið fljótfærni og peningavöntun, en það hafi ekki verið ætlunin að svíkja peninga, sem ekki yrðu greiddir. Varðandi hina tékkana sagði ákærði einnig, að ætlunin hafi aldrei verið önnur en greiða tékkana, enda væri hann búinn að því ásamt kostnaði. Hann kvaðst ekki muna, hvar og hvernig þessir tékkar voru notaðir, en líklega hafi hann verið ölvaður í bæði skiptin. Tékkinn sem útgefinn var 25. janúar 1983, hafi sennilega verið notaður til að kaupa bensín og hafi hann þá ekki hugsað um annað en að fá bensínið og ekki hugleitt neitt, hvernig tékkinn yrði greiddur. Hinn tékkinn, sem útgefinn var 29. sama mánaðar, sé stílaður á félaga sinn og því reikni hann með, að hann hafi verið notaður til að greiða veitingar eða leigubifreið. Hann hafi því ekki heldur hugsað um það, hvernig eða hvenær hann yrði greiddur. Il. Föstudaginn 11. febrúar 1983, kl. 3:50, var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt, að ölvaður ökumaður væri í Ártúnsbrekku. Lögreglan kom að bifreiðinni Z-336 kyrrstæðri á akrein skammt frá gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Var bifreiðin í gangi og ökuljós logandi, en maður sá, er sat undir stýri, ákærði Í máli þessu, var sofandi, og reyndist hann vera ölvaður. Ákærði var færður fyrir varðstjóra, þar sem hann viður- kenndi að hafa drukkið áfengi í veitingahúsinu Klúbbnum. Í skýrslu varð- stjóra er útliti og öðrum einkennum ákærða lýst svo: áfengisþefur af andar- drætti sterkur, fatnaður óhreinn, framkoma ósvífin, augu dauf, jafnvægi mjög óstöðugt, málfar þvöglulegt og framburður samhengislaus. Ákærði var færður til blóðtöku, og samkvæmt niðurstöðum rannsókna mældist magn alkóhóls í blóði 1,56%0. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann hafi ekið bifreiðinni Z-336 heiman frá sér að Bíóhöllinni kvöldið áður en lögreglan kom að honum í bifreiðinni á Vesturlandsvegi. Í kvikmyndahúsinu drakk ákærði u.þ.b. 4 sopa af brennivíni. Um kl. 23:00 ók ákærði bifeiðinni að veitingahúsinu Klúbbnum, 830 en þar drakk ákærði talsvert magn af brennivíni. Ákærði fór úr Klúbbnum um kl. 1:00, og sagði hann, að stúlka hafi ekið með hann um bæinn og síðan að Furugrund í Kópavogi, þar sem ákærði tók við akstri bifreiðar- innar, og ók hann þá um götur í Kópavogi og Reykjavík. Ákærði fann verulega til áfengisáhrifa við aksturinn og mundi síðast eftir sér, þegar hann ók um Breiðholtsbraut. Sunnudaginn 27. febrúar 1983, kl. 2:55, veitti lögreglan í Kópavogi athygli akstri sömu bifreiðar suður Kringlumýrarbraut, inn á Reykjanes- braut og að Nesti í Fossvogi. Lögreglan hafði tal af ökumanni, sem reyndist vera ákærði í máli þessu, og lagði frá honum sterkan áfengisþef. Var hann færður fyrir varðstjóra, þar sem hann viðurkenndi að hafa drukkið áfengi og að hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Í skýrslu varðstjóra er útliti og öðrum einkennum ákærða lýst svo: áfengisþefur sterkur, andlit eðlilegt, fatnaður snyrtilegur, framkoma kurteis, augu rauð, jafnvægi stöð- ugt, málfar þvöglulegt og framburður greinargóður. Ákærði var færður til blóðtöku og samkvæmt niðurstöðum rannsókna mældist magn alkóhóls í blóði 1,73%o. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið við áfengisdrykkju í húsi við Flyðrugranda aðfaranótt 27. febrúar 1983, og drakk hann úr u.þ.b. 4-5 glösum af tvöfaldri vodkablöndu. Um kl. 2:30 ók ákærði bifreið sinni, Z-336, þaðan og áleiðis heim til sín með viðkomu í Nesti í Fossvogi, þar sem lögreglan hafði tal af honum, svo sem áður greinir. Ákærði kvaðst hafa fundið lítillega til áfengisáhrifa við aksturinn. Ákærði var sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi til bráðabirgða eftir ákvörðun lögreglustjóra frá 25. júní 1983 að telja. Laugardaginn 23. apríl 1983, um kl. 4:00, barst lögreglunni í Reykjavík sú tilkynning, að ökumaður bifreiðarinnar Y-9224 væri hugsanlega undir áhrifum áfengis. Mættu lögreglumenn bifreiðinni í akstri í Borgartúni, veittu henni eftirför og stöðvuðu aksturinn. Höfðu þeir tal af ökumanni, sem reyndist vera ákærði í máli þessu og lagði frá honum töluverðan áfengisþef. Ákærði var færður fyrir varðstjóra, þar sem ákærði viðurkenndi að hafa drukkið áfengi fyrir akstur og að hafa fundið til áfengisáhrifa við akstur- inn. Í skýrslu varðstjóra er útliti og öðrum einkennum ákærða lýst svo: áber- andi undir áhrifum áfengis, áfengisþefur af andardrætti talsverður, andlit eðlilegt, fatnaður velktur, framkoma kurteis, augu rauð, jafnvægi stöðugt, málfar skýrt og framburður greinargóður. Ákærði var færður til blóðtöku, og samkvæmt niðurstöðum rannsókna mældist magn alkóhóls í blóði 1,91%0. Ákærði hefur skýrt svo frá, að hann hafi farið í veitingahúsið Klúbbinn 831 að kvöldi 22. apríl 1983 á bifreiðinni Y-9224. Þar drakk hann 4-6 glös af tvöfaldri vodkablöndu. Um ki. 3:15 - 3:30 ók hann bifreiðinni þaðan að Stýrimannaskólanum og þaðan áleiðis heim til sín, en á mótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar stöðvaði lögreglan aksturinn. Ákærði kvaðst hafa fundið lítilsháttar til áfengisáhrifa við aksturinn. Niðurstöður. Með játningum ákærða, sem eru Í samræmi við önnur gögn málsins, þykir sannað, að ákærði hefur gerst sekur um háttsemi þá, sem honum er að sök gefin í ákæruskjölum og þykir þar að öllu leyti réttilega heimfærð til refsilagaákvæða. Ákærði er sakhæfur og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1977 14/3 á Sauðárkróki: Sátt 15.000 kr. sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37. gr., 1., 2. a.b. og c. liðir 49. gr. og 1. mgr. 50. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi í 3 mán. frá 30.9. 1976. 1982 5/11 í Kópavogi: Sátt 4.000 kr. sekt f. brot g. 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 1 ár frá 5/11 1982. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með vísan til þeirra refsilaga- ákvæða, sem ákært er eftir svo og með vísan til 77. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 fangelsi í 2 mánuði, en rétt þykir þó með vísan til þess, að ákærði hefur eigi áður verið sekur fundinn um auðgunarbrot, svo og með vísan til 8. tl. 74. gr. s.l., að fullnustu refsingar skuli fresta og að hún falli niður að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. sömu laga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S5. Þá þykir einnig rétt með vísan til nefndra refsilagaákvæða að dæma ákærða til greiðslu sektar að fjárhæð kr. 15.000,00 og komi 15 daga varð- hald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 6 vikna frá birtingu dómsins að telja. Svipta ber ákærða rétti til að öðlast ökuréttindi, svo sem krafist er í ákæru og með vísan til þess lagaákvæðis, sem þar er vitnað til, frá 25. júní 1983 að telja, en þann dag var hann sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi til bráðabirgða, og verður sviptingin ævilöng, þar sem brot ákærða er ítrekað. Loks dæmist ákærði til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Sigurður Jóhannesson, sæti fangelsi í 2 mán- uði, en fresta skal fullnustu refsingar, og niður skal hún falla að liðn- 832 um 3 árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955. Ákærði greiði sekt í ríkissjóð að fjárhæð kr. 15.000,00, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 6 vikna frá birtingu dómsins að telja. Ákærði er sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt frá 25. júní 1983 að telja. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Þriðjudaginn 18. júní 1985. Nr. 192/1983. Jón Ingi Eldon Hannesson (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Jacqueline Mary Friðriksdóttur (Guðmundur Ingi Sigurðsson hrl.) Hjón. Búskipti. Kröfu um ógildingu skilnaðarsamnings hrundið. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen og Sigurgeir Jónsson. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 6. októ- ber 1983. Dómkröfur hans eru þær, að viðurkennt verði með dómi, að skilnaðarsamningur aðilja um fjárskipti frá 21. janúar 1982 sé „eigi skuldbindandi fyrir hann. Hann krefst og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms hefur stefnda öðlast íslenskan ríkisborgararétt og tekið sér eftirnafnið Friðriksdóttir. Samkvæmt skilnaðarsamningi aðilja naut stefnda ekki fram- færslueyris frá áfrýjanda, eftir að skilnaður var gerður að borði og 833 sæng. Hún hafði forræði barna málsaðilja, og kom í hennar hlut að ala önn fyrir þeim á heimili sínu. Að þessu athuguðu og með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Eftir þessum úslitum er rétt, að áfrýjandi greiði stefndu máls- kostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 50.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jón Ingi Eldon Hannesson, greiði stefndu, Jacqueline Mary Friðriksdóttur, 50.000,00 krónur í málskostn- að fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. júlí 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 23. júní sl., höfðaði Jón Ingi Eldon Hannesson kennari, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík, nnr. 5141-3008, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 29. nóvember 1982, gegn Jacqueline Mary Hannesson Slaughter námsstjóra, Stigahlíð 2, Reykjavík, nnr. 4843-547S. “ Dómkröfur stefnanda eru, að viðurkennt sé með dómi, að skilnaðar- samningur aðilja um fjárskipti frá 21. janúar 1982 sé eigi skuldbindandi fyrir stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu skv. lág- marksgjaldskrá L.M.F.Í. Dómkröfur stefndu eru sýkna af kröfum stefnanda og málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Leitað hefur verið um sáttir í málinu án árangurs. Málavextir. Stefnandi og stefnda gengu í hjúskap í Englandi 9. júní 1962. Þau fluttu til Íslands 1966 og hafa bæði stundað kennslu hér á landi. Í dag er maður- inn menntaskólakennari og konan námsstjóri í ensku á grunnskólastigi. Hjónin eiga tvær dætur, fæddar 1966 og 1971. Hinn 21. janúar 1982 óskuðu hjónin eftir skilnaði að borði og sæng. Samkvæmt framlögðu endurriti úr hjónaskilnaðarbók Reykjavíkur voru hjónin sammála um skilnaðarskilmála bæði hvað varðar forræði barna og meðlagsgreiðslur með þeim svo og um skiptingu eigna, en um þau er svo- hljóðandi bókun í endurritinu: „Eignir búsins og skuldir eru: Íbúð að Stigahlíð 2, 4.h. t.h. S-6 herbergja 53 834 sem kemur í hlut konu og tekur hún jafnframt að sér að greiða skuldir sem á henni hvíla. Hesthús C tröð 11 í Víðidal verður í sameign hjónanna að jöfnu. Vilji annað selja sinn hluta á hitt forkaupsrétt að honum. Hvor aðili á áfram þá hesta sem hann á nú. Bifreiðina R-65454 hefur konan svo lengi sem hún óskar en verði bifreiðin seld skiptist andvirðið að jöfnu milli hjónanna. Konan fær í sinn hlut innbú þeirra hjóna, að undanskildum pers- ónulegum hlutum mannsins.““ Aðiljar hafa gefið skýrslur hér fyrir dómi. Fram kom hjá stefnanda, að síðustu þrjú sumur, áður en þau hjón slitu samvistum, hafi konan verið við nám í Englandi. Þegar konan kom hingað til lands haustið 1981, hafði maðurinn kynnst annarri konu. Hinn 1. nóvember hafi hann sagt konu sinni frá þessu og þá hafi konan rekið hann að heiman. Hann hafi komið aftur heim daginn eftir að ósk konunnar og verið heima í þrjár vikur og reynt að ræða við konuna. Konan hafi tekið þessu ákaflega illa og reynt að fá manninn til þess að láta af ástum sínum til hinnar konunnar. Hinn 21. nóvember kvaðst stefnandi hafa ákveðið að taka af skarið og fara að heiman. Konan hafi verið ákaflega miður sín, en sagt, að hann mætti fara að heiman, ef hún fengi íbúðina. Maðurinn hafi sagt gott og vel, þú mátt eiga íbúðina. Síðan hafi maðurinn farið að heiman og tekið upp sambúð við hina konuna, sem hann nú er kvæntur. Um jólin hafi stefnda dvalist með dætur þeirra hjóna í Englandi hjá foreldrum sínum. Í janúar hafi sam- býliskona stefnanda farið af landi brott og þá hafi stefnda haft samband við stefnanda og spurt, hvort þau ættu ekki að ganga frá skilnaði að borði og sæng. Stefnandi hafi rætt málin við stefndu og verið ákaflega feginn, hvað hún var róleg og yfirveguð og virst vera búin að ná sér. Þau hafi rætt málin sérstaklega, hvað varðaði börnin og eignaskipti, og hafi stefnda spurt, hvort stefnandi stæði ekki við afsal á íbúðinni og hann sagst gera það. Hugmynd stefnanda um eignaskiptin hafi verið, að þó að stefnda fengi íbúðina, þá kæmi t.d. hesthús, bíll og meðlag með börnum upp í, en stefn- andi hafi verið svo fegin, að stefnda hafði jafnað sig. Hann hafi vorkennt henni og þótt vænt um hana og í hvert skipti sem stefnda hafi spurt, hvernig verður með þetta og hvernig verður með hitt, þá hafi stefnandi sagt, við skulum skipta þessu jafnt. Sama hafi gerst hjá borgardómara. Stefnanda hafi ekki verið ljóst, að hann þyrfti sjálfur að skapa sér aðstöðu, hann hafi flutt til annarrar konu, sem átti bíl og leigði íbúð. Stefnandi hafi verið feginn, nú væri þetta allt klappað og klárt, hann laus og jafnframt að kon- an hafi virst vera búin að ná sér á þessum tveim mánuðum. Stefnandi kvaðst gjarnan hafa viljað tryggja, að stefnda hefði fjárhagslegan grundvöll til þess að sjá um börnin. Ákvörðun um, að stefnda fengi innbúið og helm- ing af öðrum eignum fyrir utan íbúðina, sem stefnda fékk, hafi gerst í kringum 21. janúar, búið hafi verið að ræða það lauslega, áður en þau 835 komu til borgardómara. Stefnandi taldi ekki, að hann hafi verið neyddur til þess að gera svona samning. Honum hafi verið fyllilega ljóst, að þetta voru óeðlileg skipti. Konan hafi ekki verið með neinar ákveðnar kröfur og maðurinn ekki heldur, þetta hafi bara farið svona. Hann hafi ekki þorað að gera neitt til þess að raska jafnvægi konunnar. Seinna hafi hann óskað eftir því, að stefnda seldi bílinn eða aðstoðaði sig við rekstur hesthússins, því hafi stefnda neitað. Nú hafi bæði bíllinn og hesthúsið verið selt. Áður en stefnandi keypti íbúðina að Stigahlíð 2, hafði hann keypt og selt íbúð að Bólstaðarhlíð 31. Stefnandi var um margra ára skeið formaður launa- málaráðs BHM. Fram kom hjá stefndu, að þegar stefnandi hafi sagst vera búinn að taka þessa ákvörðun að fara að heiman og að þetta væri alveg ákveðið, hafi stefnda brotnað niður. Hún hafi aldrei krafist þess að fá íbúðina, en hún hafi spurt um íbúðina og maðurinn sagt, auðvitað færð þú íbúðina. Konan kvaðst ekki muna eftir því, að talað hafi verið um íbúðina aftur, áður en farið var til borgardómara, en þar hafi verið spurt um, hver ætti að eiga þetta og hitt, og hafi stefnandi svarað því og konan skrifað undir, en ekki sagt orð. Þegar þau fóru til borgardómara, hafi konan búist við því að fá íbúðina, en talið, að maðurinn hefði eins getað verið búinn að skipta um skoðun. Maðurinn hafi ákveðið bæði með innbúið og bílinn. Konan kvaðst hafa greitt kr. 51.950,00 í afborganir og vexti vegna íbúðarinnar. Málsástæður og lagarök stefnanda. Því er haldið fram, að þar sem fjárskipti aðilja málsins, eins og þau voru ákveðin, er þau skildu að borði og sæng þann 21. janúar 1982, séu bersýni- lega ósanngjörn, hvað varði hlut stefnanda í félagsbúinu, þá beri skv. kröfu hans að telja samkomulagið óskuldbindandi. Búinu hafi verið skipt þannig, að hlutur stefnanda hafi aðeins verið helmingur bifreiðar af gerðinni LADA árgerð 1979, sem vera skyldi í vörslu stefndu, allt þar til stefnda ákveði að selja bifreiðina, svo og helmingur af hesthúsi í Víðidal. Hlutur stefndu sé hins vegar auk helmings af framangreindu, íbúð að Stigahlíð 2 og allt innbú að frádregnum persónulegum munum stefnanda. Á íbúðinni hafi hvílt eftirtaldar skuldir: a) Landsbanki Íslands - veðdeild G-25 kr. 17.120,00 b) Lífeyrissjóður Reykjavíkurborgar “S 23.000,00 c) Tryggingastofnun ríkisins “ 11.000.00 Samtals kr. $1.120,00 Kröfur sínar rökstyður stefnandi með vísan til 54. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar. Sú grein sé að mestu sama efnis og 79. gr. 836 laga nr. 39/1921, sem áður hafi gilt um hjúskaparmál. Ákvæði 54. gr. snúi aðeins að fjármálagerningum, sem gerðir séu við skilnað, en forræði barna og réttur föður til umgengni o.fl. falli utan greinarinnar. Við ákvörðun á því, hvort skilyrði greinarinnar séu fyrir hendi, skuli beita hlutlægum mælikvarða. Við munnlegan málflutning var því haldið fram, að leggja beri hlutlægt mat á samninginn sjálfan, hvorki skipti máli aðdragandi að gerð samnings- ins né hver hafi óskað skilnaðar eða ákveðið skiptin. Málsástæður og lagarök stefndu. Því er haldið fram, að er skiptin voru gerð í janúar 1982, hafi ekki verið tilstaðar nein þau atriði, sem. geti réttlætt það, að dómur lýsi þau óskuld- bindandi. Stefnandi hafi sjálfur kosið að yfirgefa konu sína og börn. Hann hafi sjálfur ráðið öllu um skiptin á búinu. Hann hafi verið með fullu viti og vel vitað, hvað hann var að gera, enda megi segja, að skiptatillögur hans spegli drengskap við eiginkonuna, sem hafi unnið fyrir honum, þegar hann var í námi, og unnið að myndun eignanna ekki síður en hann, jafn- framt því sem hún hafi veitt heimili þeirra forstöðu og séð um uppeldi barn- anna. Þetta sé að vísu ekkert einsdæmi, að maður, sem skilji við konu sína svo sem með því að tryggja henni og börnum sínum húsnæði (sic). Ákvörðun stefnanda hafi ekki á nokkurn hátt verið fljótfærnisleg, því hann hafi haft nægan tíma til umhugsunar áður en skiptin voru framkvæmd. Það hafi liðið tveir mánuðir frá því að stefnandi fór að heiman í nóvember 1981 og þar til skiptin voru gerð í janúar 1982. Stefnda hafi mjög reynt að bjarga hjónabandi sínu, þannig að ekki verði sagt, að hrapað hafi verið að þessum skiptum. Stefnda hafi ekki sjálf komið með neinar tillögur um eignaskiptin og hafi ekki sett fram neinar sérstakar óskir. Hún hafi engar kröfur gert til lífeyrisgreiðslna, meðan skilnaður að borði og sæng varði, og ekki neytt heimildar í barnalögum til þess að krefjast framfærslueyris með börnunum allt til 20 ára aldurs þeirra. Stefnda hafi sýnt mikla sann- girni að þessu leyti, enda hafi henni verið ljóst, að stefnandi gerði vel við hana með því að ákveða, að íbúð fjölskyldunnar kæmi í hennar hlut. Stefnda hafi yfirtekið áhvílandi veðskuldir, en í árslok 1981 hafi skuldir búsins numið samtals kr. 83.925,00, svo sem dskj. 9 beri með sér. Ef nú væri heimilað að taka upp skiptin, þá yrði það mikil röskun og talsvert vandamál, hvernig standa ætti, að uppgjöri, þar sem stefnda hafi að sjálf- sögðu greitt allar skuldir af íbúðinni og staðið undir rekstri hennar allan tímann frá því að hún eignaðist hana ein. Við mat á því, hvort skiptin teljist ósanngjörn, verði að skoða skilnaðar- kjörin í heild. Bent er á, að stefnda hafi ekki notið neinnar leiðbeiningar lögfræðings, svo sem endurritið úr hjónaskilnaðarbókinni beri með sér. Þá beri að hafa í huga, að fyrstu sex mánuði ársins 1982 virðist stefnandi hafa 837 verið hinn ánægðasti með það, hvernig hann gerði við konu sína og börn við skilnaðinn. Þegar hann hafi skynjað, að dætur hans vildu ekki þýðast hann, þá hafi hann brugðist hinn versti við og hugsi sér að vega að konunni og raunar börnunum um leið með því að biðja um, að skiptin verði tekin upp og þannig reyna að þrengja kosti konunnar og barna sinna og stefna fjárhagslegu öryggi þeirra í voða. Dómstólar eigi að sjálfsögðu ekki að ljá eyra slíkum kröfum, sem stjórnist af jafn neikvæðum kenndum og hér virðist Vera. Rétt túlkun á 54. gr. laga nr. 60/1972 leiði til sýknu, þar eð ekki séu skilyrði til að verða við kröfu stefnanda, þegar allar upplýsingar stefndu séu skoðaðar, virtar og vegnar. Slíkt endurskoðunarákvæði, sem felst í 54. gr. laga nr. 60/1972, sé undantekning frá meginreglunni um skuldbindandi gildi samninga. Þess vegna beri að túlka þetta ákvæði þröngt. Samninga- frelsi á þessu sviði sé mjög víðtækt, þannig að hjónum, sem stefna í skilnað, sé frjálst að koma sér saman um fjárskipti sín með hverjum þeim hætti, sem þau kjósa. Hins vegar sé endurskoðunarheimildin í 54. gr. byggð á því, að stundum, við hreinar undantekningaraðstæður sé rétt að vernda aðilja, sem hart hafi orðið úti í samningum um fjárskipti vegna skilnaðar. Þau rök, sem einkum hafi þótt mæla með sérstakri verndarreglu á þessu sviði, séu: Ónógar eða óglöggar upplýsingar við samningsgerðina, aðiljar undir miklu sálrænu álagi við samningsgerð, sá, sem krefst endurskoðunar, hafi verið um of háður maka sínum eða sinnuleysi. Þegar þannig standi á, þá geti það komið fyrir, að aðili geri óhagstæðari samning eða víki of mikið frá helmingaskiptareglunni, þannig að réttlætanlegt sé að endurskoða samninginn. Hins vegar felist ekki í þessu nein réttlæting til að heimila end- urskoðun vegna þess, að aðili iðrist þess, að hann hafi gert of vel við maka sinn, eða hann fyllist heift og vilji reyna að ná sér niðri á fyrrverandi maka með því að láta taka upp skipti. Álit dómsins. Ekki verður á þá skoðun stefnanda fallist, að samkvæmt 54. gr. laga nr. 60/1972 skuli beita hlutlægu mati, þannig að fái annað hjóna við bú- skipti vegna skilnaðar meiri eða mikinn meiri hluta eigna bús í sinn hlut, þá skuli samningur lýstur óskuldbindandi, ef þess er krafist. Enda yrði þá lítið úr því samningafrelsi, sem lög nr. 60/1972 veita hjónum við skilnað, ef í hverju tilviki þegar annar aðili fengi stærri hlut en hinn bæri að taka til greina kröfu um ógildingu samnings. Túlkun stefnanda gengur gegn orðalagi greinarinnar, en þar segir, að unnt sé með dómi að lýsa samninginn óskuldbindandi. Ákvæði 54. gr. laga nr. 60/1972 er sama efnis og ákvæði 59. gr. og 79. gr. laga nr. 39/1921, enda þótt orðalag sé ekki það sama og málshöfðunarfrestur lengri eftir núgildandi lögum. Í tilvitnuðum 838 greinum úr lögum nr. 39/1921 segir m.a., getur þá það hjóna er þykir hallað á sig, stefnt hinu fyrir dóm og dómurinn hrundið samningnum. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 39/1921 segir m.a. svo um 59. gr., þá þykir þó verða að opna því hjóna, er of hart hefir orðið úti, t.d. af því að hitt hefur leikið á það, leið til leiðréttingar. Við niðurstöðu máls þessa þykir því bera að taka afstöðu til samningsins sjálfs, aðdraganda að gerð hans og annarra atvika málsins. Samkvæmt framlögðu skattframtali málsaðilja fyrir árið 1981, dags. 27. febrúar 1982, voru eignir búsins, íbúðin að Stigahlíð 2, bifreiðin R-65454, hesthús og hestar. Áhvílandi skuldir voru kr. 83.925,00. Eins og að framan | er rakið, fékk konan í sinn hlut íbúðina, innbú og helming af öðrum eignum búsins og tók jafnframt að sér greiðslu áhvílandi skulda, þannig að ljóst er og óumdeilt, að konan fékk mikinn meiri hluta af eignum búsins. Þá er samningurinn var gerður, var stefnandi, sem er menntaskóla- kennari og fyrrverandi formaður launamálaráðs BHM, tæplega 45 ára gamall. Þá voru liðnir tveir mánuðir frá því að stefnandi fór að heiman og tók upp sambúð við konu þá, sem hann nú er kvæntur, og þá voru um leið liðnir tveir mánuðir frá því að hann hafði fyrst sagt, að konan mætti eiga íbúðina. Þegar litið er til framburðar stefnanda og þá sérstaklega þess, að konan hafi ekki gert neinar ákveðnar kröfur, hann hafi ekki verið neyddur til þess að gera samninginn og honum hafi verið fyllilega ljóst, að skipti samkvæmt samningnum væru óeðlileg, og þess, sem hér að framan var rakið, þá þykja ekki vera fyrir hendi skilyrði 54. gr. laga nr. 60/1972 til þess að lýsa samn- ing aðilja óskuldbindandi, og verður sýknukrafa stefndu því tekin til greina. Eftir atvikum þykir hæfilegt, að stefnandi greiði stefndu kr. 15.000,00 í málskostnað. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Jacqueline Mary Hannesson Slaughter, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Jóns Inga Eldon Hannessonar, í máli þessu. Stefn- andi greiði stefndu kr. 15.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 839 Þriðjudaginn 18. júní 1985. Nr. 141/1985. Gjaldheimtan í Reykjavík gegn Birgi Þorvaldssyni Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Gjaldheimtan í Reykjavík hefur, skv. heimild í 1. mgr. 2. tölulið 21. gr. laga nr. 75/1973, skotið hinum kærða úrskurði til Hæstarétt- ar með kæru 29. maí 1985, sem barst Hæstarétti 6. þ.m. Sóknaraðili fékk vitneskju um úrskurðinn 24. maí sl. Hann gerir þær kröfur,. að hinn kærði úskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir skiptaráð- anda að taka bú varnaraðilja, Birgis Þorvaldssonar, til gjaldþrota- skipta. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Frá varnaraðilja hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Hin árangurslausa lögtaksgerð, er fram fór hjá varnaraðilja, Birgi Þorvaldssyni, 21. nóvember 1984 og liggur til grundvallar beiðni sóknaraðilja, Gjaldheimtunnar, um að bú hans verði tekið til gjald- þrotaskipta, fullnægir skilyrðum 1. mgr. c-liðar 13. gr. gjaldþrota- laga nr. 6/1978. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir skiptaráðanda að taka bú varnaraðilja, Birgis Þorvalds- sonar, til gjaldþrotaskipta. Eftir þessum málalokum verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðilja 5.000,00 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og er lagt fyrir skiptaráðanda að taka bú varnaraðilja, Birgis Þorvaldssonar, til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili, Birgir Þorvaldsson, greiði sóknaraðilja, Gjald- heimtunni í Reykjavík, 5.000,00 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. 840 Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 14. maí 1985. I: Með bréfi, dags. þann 4. janúar 1985, fór Gjaldheimtan í Reykjavík þess á leit, að bú Birgis Þorvaldssonar, nafnnúmer 1136-1609, Bláskógum 4, Reykjavík, yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Beiðni þessi studdist við árangurslausa aðfarargerð, er fram fór þann 21. nóvember 1984 vegna ógreiddra opinberra gjalda nefnds Birgis, alls að fjárhæð kr. 523.372,00 með áföllnum dráttarvöxtum. Með bréfi, dags. þann 19. febrúar 1985, fór Póstgíróstofan ennfremur þess á leit, að bú sama aðilja yrði tekið til gjaldþrotaskipta, ásamt búi Íslenskra sjávarrétta, nafnnúmer 4832-3693, en af beiðni þessari þykir mega ráða, að hér eigi að vera um einkafirma Birgis Þorvaldssonar að ræða. Studdist beiðni þessi við árangurslausa aðfarargerð, er fram fór þann 7. desember 1984 og beindist að Íslenskum sjávarréttum vegna skuldar þess firma við Póstgíróstofuna, að fjárhæð kr. 15.483,00, auk áfallinna vaxta frá 1. maí 1983. Af hálfu Birgis Þorvaldssonar hefur ekki verið sótt þing vegna fram- kominna gjaldþrotabeiðna. II. Sem fyrr greinir, styður Gjaldheimtan í Reykjavík umrædda gjaldþrota- beiðni sína við árangurslausa aðfarargerð, er fram fór vegna krafna hennar þann 21. nóvember 1984. Í endurriti gerðar þessarar, er fylgdi um- ræddri beiðni, segir meðal annars: „„Af hálfu gerðarþola er mættur í rétt- inum Magnús Þórðarson hdl. og skoraði fógeti á mætta að greiða umkrafin gjöld en hann kveðst ekki geta greitt þau. Skoraði fógeti þá á mætta að vísa á eignir gerðarþola til lögtaks. Mættur segir, að gerðarþoli sé eignalaus. Skv. því var gerðin án árangurs.““ Skiptaráðandanum í Reykjavík barst gjaldþrotabeiðni þessi þann 8. janúar 1985. Var hún endursend gjaldþrotabeiðanda með bréfi þann 10. janúar 1985, þar sem tiltekin var sú ástæða fyrir því, að lögtaksgerð, er beiðninni fylgdi, þótti ekki gefa næga vísbendingu um eignir skuldarans. Þessu bréfi svaraði Gjaldheimtan í Reykjavík með bréfi, dagsettu 4. febrúar 1985, þar sem meðal annars segir: „„Af hálfu Gjaldheimtunnar er því haldið fram að í almennu málflutningsumboði lögmanna, sbr. 4. gr. laga nr. 61/ 1942 um málflytjendur, felist heimild til þessa (sic.) að gefa svo gilt sé, yfirlýsingar af því tagi sem hér um ræðir. Og jafnvel þó svo væri ekki, hlýtur slík yfirlýsing lögmanns að gefa nægjanlegt tilefni til þess að birta gerðarþola fyrirkall og láta hann sjálfan staðfesta yfirlýsingu lögmanns eða eftir atvikum neita réttmæti hennar. Ef lögmaður mætir fyrir gerðarþola 841 og ítrekar fyrri yfirlýsingu, mundi Gjaldheimtan vilja láta ganga úrskurð um hvort almennt málflutningsumboð hans nægi til þess að búið verði tekið til skipta.““ Með vísan til þessa ítrekaði Gjaldheimtan í Reykajvík beiðni sína um töku umrædds bús til gjaldþrotaskipta. Af framkomnu síðastgreindu bréfi Gjaldheimtunnar í Reykjavík lét skiptaráðandi stefnuvott birta kvaðningu á hendur Birgi Þorvaldssyni, þar sem honum var stefnt til þess að mæta við fyrirtöku margnefndrar beiðni fyrir skiptarétti Reykjavíkur. Er beiðnin var tekin fyrir þann 27.febrúar 1985, var ekki mætt að hálfu Birgis Þorvaldssonar, en samkvæmt beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík var frekari meðferð hennar frestað til 21. mars 1985. Þann 21. febrúar 1985 barst skiptaráðanda fyrrnefnd gjaldþrotabeiðni Póstgíróstofunnar. Er þess í beiðninni farið á leit, að bú Íslenskra sjávar- rétta ásamt búi Birgis Þorvaldssonar, sem galdþrotabeiðandi kveður eig- anda nefnds fyrirtækis, verði tekin til gjaldþrotaskipta. Segir í beiðninni, að ástæður hennar séu þær, að gert hafi verið þann 7. desember 1984 árangurslaust lögtak hjá umræddu fyrirtæki, en þar hafi eigandi þess lýst það eignalaust. Í endurriti árangurslausrar lögtaksgerðar, sem beindist að Íslenskum sjávarréttum og fylgdi beiðninni, segir meðal annars eftirfarandi: „„Gerðarþoli býr hér og er viðstaddur Birgir Þorvaldsson sem býr hér. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt og kveður hann fyrir- tækið eignalaust með öllu. Jafnframt kveður hann Gjaldheimtuna í Reykja- vík hafa gert árangurslaust lögtak.“ Birgi Þorvaldssyni var með bréfi skiptaráðanda, dagsettu 1. mars 1985, tilkynnt um framkomna gjaldþrotabeiðni Póstgíróstofunnar og að hún yrði tekin fyrir ásamt áður framkominni beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík sama efnis þann 21. mars 1985 á nánar tilteknum tíma. Var ekki sótt þing af hans hálfu, er beiðnir þessar voru þá teknar fyrir, og lögðu gjaldþrota- beiðendur þær í úrskurð. III. Þar sem Birgir Þorvaldsson hefur ekki sótt þing við meðferð framkom- inna gjaldþrotabeiðna, en hefur á lögmæltan hátt verið kvaddur til að gæta hagsmuna sinna vegna þeirra, ber að fella úrskurð á beiðnir þessar eftir ákvæðum $. tl. 18. gr. laga nr. 6/1978 og 2. mgr. 118. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 135. gr. laga nr. 6/1978. Í c-lið 1. tl. 13. gr. laga nr. 6/1978 er svo fyrir mælt, að bú skuldara megi taka til gjaldþrotaskipta samkvæmt kröfu lánardrottins, hafi verið gerð árangurslaus aðför hjá skuldaranum á þremur síðustu mánuðum fyrir móttöku skiptaráðanda á beiðni þar um. Segir, að skiptaráðandi geti þó hafnað kröfunni, ef fógetagerðin gefur ekki að hans áliti ótvíræða vísbend- 842 ingu um eignir skuldarans og skuldir. Þykir verða að skýra ákvæði þetta á þann veg, að skiptaráðanda sé meðal annars rétt að meta, hvort sá, sem gefið hefur yfirlýsingar fyrir fógeta um eignir skuldarans, sé að lögum hæfur til þess eða hvort ætla megi, að hann hafi þá yfirsýn yfir efnahag skuldarans, að ekki verði talið varhugavert að leggja yfirlýsingu hans til grundvallar. Verður að telja, að nefnd fyrirmæli, sem fram koma í 2. ml. c-liðs 1. tl. 13. gr. ívitnaðra laga, heimili samkvæmt berum orðum sínum slíkt mat á athöfn hliðsetts dómstóls. Við hina árangurslausu lögtaksgerð þann 21. nóvember 1984, sem Gjald- heimtan í Reykjavík styður gjaldþrotabeiðni sína við, mætti Magnús Þórð- arson héraðsdómslögmaður af hálfu Birgis Þorvaldssonar og lýsti því yfir fyrir fógetarétti, að gerðarþoli væri eignalaus. Í bréfi Gjaldheimtunnar í Reykjavík, dagsettu 4. febrúar 1985, sem áður hefur verið vikið að, er því áliti lýst, að í málflutningsumboði samkvæmt 4. gr. laga nr. 61/1942 felist heimild til, að málflutningsmaður megi gefa yfirlýsingu af því tagi, sem hér um ræðir, svo bindandi sé fyrir umbjóðanda hans. Í 1. mgr. þessa ákvæðis segir, að ef héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður eða fulltrúi þeirra sækir þing fyrir aðilja, skuli hann teljast hafa umboð til slíks. Um inntak þessa umboðs segir í 2. mgr. ákvæðisins, að í því felist heimild til að framkvæma sérhvað það, sem venjulegt sé við flutning máls fyrir dómi og að aðili sé bundinn við málflutningsathafnir og yfirlýsingar umboðs- manns síns, bæði um forms- og efnisatriði máls. Þótt ætla verði, að af ákvæðum 1. mgr. 4. gr. laga nr. 61/1942 leiði, að umræddur lögmaður hafi mætt við lögtaksgerð í umboði Birgis Þorvaldssonar, þykir ekki unnt að fallast á, að yfirlýsing af því tagi, sem hér um ræðir, falli innan marka málflutningsumboðs, eins og það er skilgreint í 2. mgr. 4. gr. ívitnaðra laga, og verður þessi yfirlýsing lögmannsins því ekki metin á þann veg, að hún jafngildi því, að umbjóðandi hans hafi sjálfur gefið hana, brýndur um skyldur sínar fyrir rétti. Fyrirliggjandi gögn gefa ekki til kynna, að lög- manninum sé svo af eigin raun kunnugt um efnahag skuldarans, að yfirlýs- ing hans um eignaleysi skuldarans geti talist ótvíræð vísbending um eignir skuldarans í merkingu 2. ml. c-liðs 1. tl. 13. gr. laga nr. 6/1978, enda fæst heldur ekki séð, að lögmaðurinn hafi verið bær til að taka málstað skuldar- ans eftir reglum 2. mgr. 34. gr. laga nr. 19/1887, sbr. 3. ml. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 29/1885. Þykir því ekki unnt að fallast á, að fyrirliggjandi lög- taksgerð Gjaldheimtunnar í Reykjavík fullnægi skilyrðum c-liðs 1. tl. 13. gr. laga nr. 6/1978, til þess að bú Birgis Þorvaldssonar verði tekið til gjald- þrota skipta samkvæmt beiðni, reistri á grundvelli hennar, og ber því að hafna þessari kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Lögtaksgerð þeirri, sem Póstgíróstofan byggir áðurnefnda gjaldþrota- beiðni sína á, var, eins og áður greinir, beint að Íslenskum sjávarréttum, 843 sem ætla verður, að Póstgíróstofan telji einkafirma Birgis Þorvaldssonar. Við gerð þessa mætti nefndur Birgir, og segir í fyrirliggjandi endurrriti lög- taksgerðar, að hann kveði „fyrirtækið eignalaust með öllu“. Verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum, hvort fógeti hafi krafist þess, að marg- nefndur Birgir upplýsti, hvort hann sjálfur ætti eignir, sem hann gæti vísað á til lögtaks. Þykir lögtaksgerð þessi ekki nægilega ljós, til að talið verði, að taka megi samkvæmt c-lið 1. tl. 13. gr. laga nr. 6/1978 til greina beiðni um töku bús Birgis Þorvaldssonar til gjaldþrotaskipta, er styðst við hana. Í ljósi þessarar niðurstöðu um framkomnar gjaldþrotabeiðnir á hendur Birgi Þorvaldssyni heimilar 13. gr. laga nr. 6/1978 ekki, að bú einkafirma hans eitt út af fyrir sig verði tekið til gjaldþrotaskipta, og ber því að hafna beiðni þar um. Samkvæmt framansögðu verður því að hafna sjálfkrafa framkomnum beiðnum Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Póstgíróstofunnar um, að bú Birgis Þorvaldssonar og Íslenskra sjávarrétta verði tekin til gjaldþrota- skipta. Kröfur hafa ekki verið hafðar uppi um málskostnað vegna þessa málefnis. Markús Sigurbjörnsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, kvað upp úskurð þennan, en honum var falið mál þetta til meðferðar þann 30. apríl 1985. Úrskurðarorð: Hafnað er beiðnum Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Póstgíróstof- unnar um, að bú Birgis Þorvaldssonar, nafnnúmer 1136-1609, Blá- skógum 4, Reykjavík, verði tekið til gjaldþrotaskipta, svo og beiðni Póstgíróstofunnar um, að bú Íslenskra sjávarrétta, nafnnúmer 4832- 3693, verði tekið til gjaldþrotaskipta. 844 Miðvikudaginn 19. júní 1985. Nr. 131/1983. Jón Þórhallsson (Hilmar Ingimundarson hrl.) gegn Steypustöðinni h/f (Jón Halldórsson hrl.) Skuldamál. Verslunarkaup. Aðild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ.. Torfason, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason. Áfrýjandi hefur með stefnu 28. júní 1983, að fengnu árfrýjunar- leyfi 21. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973, skotið málinu til Hæstaréttar. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. Hér fyrir dómi byggir áfrýjandi sýknukröfuna á því einu, að hann hafi ekki verið í reikningsviðskiptum við stefnda vegna byggingar hússins að Langholtsvegi 147. Með þeim rökum, sem fram eru færð í héraðsdómi, verður ekki á þessa málsástæðu fallist. Mótmæli áfrýjanda gegn því, að honum verði dæmt að greiða vexti af skuld- inni frá fyrri tíma en stefnudegi, þykja ekki hafa við rök að styðjast, sbr. 2. ml. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 39/1922. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó svo, að eftir uppsögu hans verði vextir af hinni dæmdu fjárhæð dráttarvextir, svo sem þeir hafa verið á hverjum tíma, þó aldrei hærri en 37% ársvextir. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðst 14.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður, þó með þeirri breytingu á vaxtaákvæði hans, sem að framan greinir. Áfrýjandi, Jón Þórhallsson, gréiði stefnda, Steypustöðinni h/f, 14.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 845 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. mars 1983. Mál þetta, sem tekið var til dóms 23. f.m., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 15. júní 1982. Stefnandi er Steypustöðin h/f, Reykjavík, nafnnúmer 8514-1058. Stefndu eru Sigurður Kristinn Jónsson húsasmíðameistari, Háteigi 18, Keflavík, nafnnúmer 7877-9829, og Jón Þórhallsson verslunarmaður, Fálkagötu 34, Reykjavík, nafnnúmer 5204- 6629. Dómkröfur stefnanda eru nú þær, að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða honum aðallega kr. 28.683,20 með 46% ársvöxtum frá 1. febrúar 1981 til 1. mars 1981, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostn- aðar, til vara kr. 28.023,68 með 46% ársvöxtum frá 12. febrúar 1981 til 1. mars 1981, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981 og 37% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að mati dómsins, en til þrautavara kr. 9.045,17 með 43,5% ársvöxtum af kr. 13.974,05 frá 1.5. 1980 til 1.6. 1980, 4600 ársvöxtum af kr. 35.479,40 frá 1.6. 1980 til 30.6. 1980, 4600 ársvöxtum af kr. 8.669,42 frá 30.6. 1980 til 1.7. 1980, 46% ársvöxtum af kr. 30.225,62 frá 1.7. 1980 til 1.8., 46% ársvöxtum af kr. 49.947,87 frá 1.8. 1980 til 1.9. 1980, 46%0 ársvöxtum af kr. 52.303,63 frá 1.9. 1980 til 1.10. 1980, 46% ársvöxtum af kr. 59.124,87 frá 1.10. 1980 til 1.11. 1980, 46% ársvöxtum af kr. 75.884,63 frá 1. 11. 1980 til 28.11. 1980, 4600 ársvöxtum af kr. 58.730,17 frá 28.11. 1980 til 12.2. 1981, 4690 ársvöxtum af kr. 9.045,17 frá 12.2. 1981 til 1.3. 1981, 42% ársvöxtum af kr. 9.045,17 frá 1.3. 1981 til 1.6. 1981, en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi Sigurður Kristinn krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Stefndi Jón gerir þær kröfur aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar í báðum tilfellum úr hendi stefnanda. Sáttaumleitanir af hálfu dómarans hafa ekki borið árangur. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari dæmir mál þetta. I. Stefndu keyptu á árinu 1979 saman lóðina nr. 147 við Langholtsveg í Reykjavík í því skyni að byggja sameiginlega íbúðarhús á lóðinni. Formlega var lóðin þó ekki skráð á nafn Jóns fyrr en með kaupbréfi, dagsettu 24. júní 1980, en þá höfðu stefndu byrjað byggingarframkvæmdir á lóðinni. Stefndu gerðu ekki skriflegan samning um byggingu hússins, en strax í upp- hafi gerðu þeir um það munnlegt samkomulag, að þeir greiddu byggingar- kostnað hússins að hálfu hvor. 846 Hin umstefnda skuld er eftirstöðvar af andvirði steypu, sem stefnandi afhenti til hússins á tímabilinu 2. apríl til 21. október 1980. Stefndu réðu til sín múrarameistarann Friðrik Andrésson til þess að sjá um múrverk hússins. Hann hefur m.a. skýrt svo frá hér fyrir dómi: „Ég var múrarameistari við byggingu hússins nr. 147 við Langholtsveg í Reykja- vík. Þeir réðu mig til starfans Jón Þórhallsson og Sigurður Kr. Jónsson. Jón þekkti ég af afspurn en Sigurð þekkti ég ekki neitt. Ég tel að ég hafi pantað steypuna í húsið að mestu leyti. Múrarameistari húss verður að kanna teikningar verkfræðinga af húsi og kynna sér hvaða styrkleika og tegund af steypu verkfræðingur hefur tilgreint í einstaka hluta hússins. Ég tel að ég hafi haft símasamband við Steypustöðina h.f. til þess að segja fyrir um hvers konar steypu stöðin skyldi senda í hvert skipti. Eftir að þeir félagar réðu mig til starfans áritaði ég teikningar hjá byggingafulltrúa sam- kvæmt venju þar um. Þessa áritun gerði ég áður en nokkuð var farið að steypa af grunni hússins.“ Jón Ólafsson, gjaldkeri stefnanda, hefur hér fyrir dómi skýrt svo frá: „Mig minnir, að Sigurður Kr. Jonsson hafi tekið út fyrstu steypuna til húss- ins nr. 147 við Langholtsveg í Reykjavík, áður en þeir félagar Sigurður og Jón Þórhallsson komu báðir til mín, en Sigurður Kr. Jónsson hafði verið í föstum viðskiptum hjá Steypustöðinni. Ég tel að það hafi verið í maí eða júní sem Sigurður greindi mér frá því að hann væri ekki einn um úttektina og ég tel að hann hafi þá nafngreint byggingafélaga sinn. Ég minnist þess að Jón Þórhallsson kom til mín til þess að ræða uppgjör á skuldinni vegna steypuúttektarinnar. Ég man ekki hvort hann kom einn eða Sigurður með honum. Mér virtist nokkuð fljótlega að þeir félagar ætluðu að skipta greiðslunum á milli sín og borga hvor sinn helming á úttektinni. Sigurður kom svo til mín þegar búið var að taka út steypuna og tjáði mér að ég ætti að snúa mér til Jóns með greiðslur á þeim eftirstöðvum á skuldinni sem þá var eftir. Jafnframt tók hann fram eitthvað á þá leið: „„En auðvitað er ég ábyrgur gagnvart ykkur á greiðslu steypunnar. Ég fór svo að krefja Jón Þórhallsson um greiðslu, eftir að steypuúttekt lauk. Hann hélt mér stöðugt á snakki en þvertók ekki fyrir að hann ætti að greiða skuldina. Hann hafði ekki verið í viðskiptum hjá okkur áður svo að ég muni. Mig minnir fastlega að í nóvember 1980 hafi Jón greitt inn á skuldina. Ég taldi að þeir væru báðir ábyrgir fyrir greiðslu steypuúttektarinnar eftir að ég fékk vitneskju um að þeir væru báðir sameigendur að húsbyggingunni. Ég taldi innborgun Jóns vera frekari staðfestingu og viðurkenningu hans á því að hann væri úttektarmaður á steypunni með Sigurði Kr. Jónssyni. Ég minnist þess ekki að þeir félagar hafi óskað þess að steypuúttektin yrði færð að hálfu á nafn hvors um sig. Jón Þórhallsson fékk ekki sent mánaðarlegt yfirlit um stöðu reikningsins. Ég tel að Sigurður Kr. Jónsson 847 hafi fengið sent jafnóðum eitthvað af reikningsyfirlitunum á dskj. nr. 4-18. Jón Þórhallsson hefur ekki verið skuldfærður fyrir þessum steypuúttektum í bókhaldi Steypustöðvarinnar h.f. Áður en ég afhenti mál þetta til inn- heimtu hjá lögfræðingi hafði ég krafið þá báða um eftirstöðvar skuldar- innar, þá Sigurð og Jón, munnlega. Lögfræðingurinn tók síðan ákvörðun um það hverjum var stefnt í málinu. Ég hefi skrifað kvittunina á dskj. nr. 56. Ég treysti mér ekki nú til þess að segja um við hvaða vaxtafót ég miðaði og heldur ekki hvaða kostnað ég lagði til grundvallar þegar ég reiknaði út fjárhæðina kr. 284.554,- á dskj. nr. 56. Jón Þórhallsson gerði enga athugasemd við kostnaðarútreikninginn á dskj. nr. 56. Mig minnir að hann hafi einmitt á þessum tíma unnið einhvers konar endurskoðenda- störf við Landsbanka Íslands. Ég er fyrst að heyra núna aðfinnslu út af þessari fjárhæð. Lögmaður Jóns hefur nú í réttinum tjáð mér að frumrit dskj. nr. 56. sé í höndum Jóns Þórhallssonar. Ég tel því að það sé rétt hjá mér að Jón hafi komið með víxil þennan til mín sem greiðslu.“ II. Stefnandi heldur því fram, að stefndu séu báðir ábyrgir fyrir greiðslu á eftirstöðvum steypuúttektarinnar. Hefur lögmaður hans m.a. bent á eftir- farandi atriði máli stefnanda til stuðnings: Vöruúttektin til hússins sé nú ekki véfengd. Stefndu hafi sameiginlega keypt umrædda lóð gagngert til þess að byggja sameiginlega á henni hús til þess að selja það með hagnaði. Þeir hafi ráðið til sín múrarameistara, sem muni hafa pantað meirihlutann af steypunni. Þegar úttekt hófst, hafi verið um að ræða byggingu húss í óskiptri sameign stefndu. Stefndu hafi hvor um sig haft samgönguumboð til þess að panta eðlilegt og nauðsynlegt efni til hússins. Stefndi Sigurður Kristinn hafi því haft heimild til þess að panta steypuna á ábyrgð beggja og semja um úttektina. Stefndi Sigurður Kristinn sé augljóslega ábyrgur fyrir eftirstöðvum skuldarinnar, enda hafi hann fengið reikningsyfirlit og viðurkennt skuldina með innborgunum. Stefndi Jón, sem vissi um úttektina frá upphafi, hafi auðvitað gert sér grein fyrir, að þessi úttekt rann til sam- eiginlegrar byggingar þeirra félaga. Þar við bætist, að stefndi Jón haldi því fram, að hann hafi afhent víxil til greiðslu upp Í steypuúttektina í júní 1980, og fullsannað sé og reyndar viðurkennt af stefnda Jóni að þann 25. nóvember 1980 hafi hann sjálfur komið og afhent stefnanda víxil að fjár- hæð gkr. 2.000.000 til greiðslu upp í úttektina. Beri að líta svo á, að þar með hafi stefndi Jón viðurkennt greiðsluskyldu sína á steypunni. Stefndu greini einfaldlega á, hvorum þeirra beri að greiða. Það sé mál, sem stefn- anda komi ekki við. Innkaup stefndu á steypunni hafi í raun verið sameigin- leg. Beri því að dæma stefndu in solidum til að greiða skuldina ásamt vöxt- um, svo sem krafist hefur verið. 848 Að því er varðar vexti er af hálfu stefnanda vísað til bréfs Seðlabanka Íslands á dómskjali nr. 54. Er því haldið fram, að stefnanda hafi verið heimilt að reikna mánaðardráttarvexti af skuldinni, eins og hún var við hver mánaðamót, til 1. febrúar 1981 og taka síðan ársvexti af skuldinni eins og í aðalkröfu greinir. Til vara eru kröfur stefnanda settar fram is og rakið er í upphafi dóms þessa. HI. Stefndi Sigurður Kristinn mótmælir ekki vöruúttektinni sem slíkri. Þessi stefndi telur sig hins vegar ekki ábyrgan fyrir greiðslu eftirstöðva skuldar- innar, þar sem hann hafi þegar greitt helming úttektarinnar og meira en það. Stefnda Jóni beri því að greiða eftirstöðvar skuldarinnar, þar sem hann hafi ekki greitt sinn helming af vöruúttektinni. Heildarúttekt á steypu til hússins hafi numið samtals nýkr. 102.694,61. Sjálfur kveðst Sigurður hafa greitt samtals nýkr. 59.495,98. Stefnda Jóni beri því að greiða eftir- stöðvarnar. Falli dómur hins vegar svo í máli þessu, að hann, Sigurður Kristinn, teljist meðábyrgur um greiðslu skuldarinnar, er því haldið fram af hans hálfu, að vaxtakröfur í aðalkröfu og fyrri varakröfu séu rangt út reiknaðar. Reikna beri einfalda vexti, eins og Í annarri varakröfu greini. Því er algerlega mótmælt af hálfu þessa stefnda, að um sólidariska ábyrgð stefndu sé að ræða. Geti það ekki skapað stefnanda aukinn rétt, þótt stefnandi hafi upp á sitt eindæmi stílað reikninga vegna steypuúttektar- innar á stefnda Sigurð Kristin í stað þess að gera báðum eigendum hússins reikning fyrir úttektinni. Sýknukrafa stefnda Jóns er byggð á því, að hann sé ekki réttur aðili þessa máls. Er því haldið fram af hálfu Jóns, að Jón hafi ekki verið í við- skiptasambandi við stefnanda og ekkert réttarsamband hafi því stofnast þeirra í millum. Stefndi Sigurður Kristinn hafi verið í föstum viðskiptum hjá stefnanda og allir reikningar vegna steypuúttektarinnar hafi verið færðir á nafn Sigurðar Kristins, enda hafi Sigurður Kristinn samið um út- tektina, en stefndi Jón ekki farið á skrifstofu stefnanda fyrr en 28. nóvem- ber 1980, þegar hann greiddi inn á reikning Sigurðar Kristins andvirði víxils að fjárhæð gkr. 2.000.000. Því er sérstaklega andmælt af hálfu Jóns, að hann og Sigurður Kristinn hafi farið saman á skrifstofu stefnanda og samið um úttekt á steypunni hjá stefnanda. Augljóst sé, að stefnandi hafi alla tíð, á meðan á afhendingu steypunnar stóð, litið á Sigurð Kristin sem við- skiptamann sinn. Af hálfu stefnda Jóns er úttektinni nú ekki andmælt. Hins vegar er vaxtakröfu stefnanda andmælt. Þá var því einnig haldið fram við hinn munnlega málflutning, að stefnandi hafi tekið of háa forvexti af víxlum, sem stefnandi keypti af stefndu. Beri því að lækka kröfuna af þeim ástæðum. Af hálfu stefnanda var þessari kröfu andmælt sem of seint fram 849 kominni og auk þess væri hún ekki nægjanlega rökstudd. Verður að fallast á þau andmæli af hálfu stefnanda. Kemur þessi málsástæða því ekki til frekari umfjöllunar. IV. Sveinn Valfells, varastjórnarmaður og prókúruhafi stefnanda, og báðir stefndu hafa gefið skýrslur hér fyrir dómi svo og vitnin Friðrik Andrésson, Jón Ólafsson og Kristján Sigurgeirsson. Stefndi Sigurður Kristinn var í reikningsviðskiptum við stefnanda, þegar steypuúttekt sú, sem mál þetta fjallar um, hófst. Ósannað er gegn and- mælum stefnda Jóns, að Jón hafi fyrirfram ásamt stefnda Sigurði Kristni samið um úttektina við stefnanda. Telja verður hins vegar nægjanlega upp- lýst, að stefndi Sigurður Kristinn hafi fljótlega gert stefnanda grein fyrir því, að þeir stefndu væru sameigendur að húsbyggingunni og ættu báðir að greiða steypuna, sem til hússins færi. Stefndu réðu múrarameistara til þess að annast steypuvinnu við húsið. Múrarameistarinn telur sig hafa pantað steypuna að mestu leyti sjálfur. Þegar þetta er virt, þykir stefnandi hafa mátt treysta því, að stefndi Sigurður Kristinn, sem var sameigandi húsbyggingarinnar með stefnda Joni, hefði umboð til þess að taka út steypu til hússins á ábyrgð beggja stefndu og að stefndi Jón hafi staðfest þetta með því að afhenda sjálfur stefnanda víxilinn að fjárhæð gkr. 2.000.000 hinn 28. nóvember 1980 sem greiðslu upp í steypuúttektina án þess að gera þar um nokkurn fyrirvara. Í því sambandi þykir ekki skipta máli, þó að stefndi Jón hafi í þetta sinn fengið kvittun fyrir greiðslu inn á reikning stefnda Sigurðar Kristins, en öll úttektin var skráð í bækur stefnanda á nafn stefnda Sigurðar Kristins. Þegar þetta er virt og málavextir að öðru leyti, ber að fallast á það með stefnanda, að stefndu beri in solidum ábyrgð á eftirstöðvum skuldarinnar, sem til stofnaðist vegna steypunnar, sem stefnandi afhenti til hinnar sameiginlegu byggingar stefndu. Er þá einnig á það fallist með stefnanda, að deila stefndu um skiptingu á greiðslu skuldarinnar sín á milli sé stefnanda óviðkomandi Óumdeilt er nú, að andvirði steypunnar, sem stefnandi afhenti til hús- byggingarinnar, nam samtals gkr. 10.269.461, eða nýkr.102.694,61. Einnig er nú samkomulag um, samanber yfirlýsingu lögmanns stefnanda og stefnda Sigurðar Kristins í þinghaldi 7. febrúar 1983, að af greiðslu stefnda Sigurðar Kristins, sem fram fór 30. júní 1980, beri að líta svo á, að af nettóandvirði víxils, sem þessi stefndi afhenti stefnanda nefndan dag, hafi gkr. 667.902 runnið til greiðslu á eldri skuld stefnda Sigurðar Kristins, en mismunurinn, gkr. 981.098, eða nýkr. 9.810,98, beri að skoða sem fyrstu greiðslu upp Í steypuúttekt til hinnar sameiginlegu húsbyggingar stefndu. Er í þessu sambandi einnig vitnað til dómskjals nr. 11. Aðrar greiðslur af hálfu stefndu voru nýkr. 16.999,00, einnig 30. júní 1980, nýkr. 17.154,46 54 850 þann 28. nóvember 1980, og 12. desember 1981 voru greiddar nýkr. 49.685,00. Samtals námu innborganir því kr. 93.649,44. Þegar innborganir þessar dragast frá kr. 102.694,61, verður mismunurinn kr. 9.045,17. Þrátt fyrir yfirlýsingu tveggja lögfræðinga Seðlabanka Íslands á dóm- skjali nr. 54 þykir ekki unnt gegn andmælum stefndu og með vísan til for- dæmis Hæstaréttar í vaxtaákvörðunum að taka til greina útreikning á höfuðstólskröfu stefnanda í aðalkröfu og fyrri varakröfu. Verður höfuð- stóll þrautavarakröfu stefnanda, kr. 9.045,17, sem ekki hefur sætt andmæl- um stefndu, því tekinn til greina ásamt vöxtum, eins og í dómsorði verður frá greint. Eftir þessum úrslitum ber stefndu að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 6.000,00. Dómsorð: Stefndu, Sigurður Kristinn Jónsson og Jón Þórhallsson, greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan stefnanda, Steypustöðinni h/f, kr. 9.045,17 með 43,5% ársvöxtum af kr. 13.974,05 frá 1. maí 1980 til 1. júní 1980, 46% ársvöxtum af kr. 35.479,40 frá þeim degi til 1. júlí 1980, 4600 ársvöxtum af kr. 30.225,62 frá þeim degi til 1. ágúst 1980, 460% ársvöxtum af kr. 49.947,87 frá þeim degi til 1. september 1980, 46% ársvöxtum af kr. 52.303,63 frá þeim degi til 1. október 1980, 46% ársvöxtum af kr. 59.124,87 frá þeim degi til 1. nóvember 1980, 46% ársvöxtum af kr. 75.884,63 frá þeim degi til 1. desember 1980, 46% ársvöxtum af kr. $8.730,17 frá þeim degi til 12. febrúar 1981, 46% ársvöxtum af kr. 9.045,17 frá þeim degi til i. mars 1981, 4290 ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. júní 1981 og með 3790 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 6.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 851 Miðvikudaginn 19. júní 1985. Nr. 147/1985. Garðar Briem segn Jóni Guðlaugssyni Kærumál. Uppboð. Ómerking. Máli vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 4. tl. 21. gr. laga nr. 75/ 1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 23. maí 1985, sem barst Hæstarétti 11. júní s.á. Hann krefst þess, að hinn kærði úr- skurður verði felldur úr gildi, boð sitt í fasteignina Brúarhvamm á nauðungaruppboði 9. apríl 1985 verði samþykkt og uppboðsafsal gefið út sér til handa. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með bréfi 29. júlí 1982 til sýslumannsins í Árnessýslu krafðist Jón Magnússon héraðsdómslögmaður þess f.h. Kristjáns Garðarssonar, að fasteignin Brúarhvammur í Biskupstungum, þinglýst eign varnar- aðiljans Jóns Guðlaugssonar, yrði seld á nauðungaruppboði á grundvelli fjárnáms, sem gert hafði verið í fasteigninni 8. s. m. til tryggingar skuld að fjárhæð 20.000,00 krónur auk vaxta og kostn- aðar. Nauðungaruppboð á fasteigninni var auglýst í 20., 25. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 og fyrst tekið fyrir á skrifstofu sýslu- mannns á Selfossi 15. apríl s.á. Sótt var þing af hálfu uppboðsbeið- anda, en ekki uppboðsþola. Var upboðinu síðan frestað og ákveðið að taka það næst fyrir á eigninni sjálfri eftir ákvörðun uppboðsrétt- ar. Var það gert föstudaginn 18. maí 1984, kl. 15:30, að undangeng- inni auglýsingu í Morgunblaðinu 11. s.m. Þá hafði uppboðshaldara auk áðurnefndrar uppboðskröfu borist uppboðskrafa frá Steingrími Þormóðssyni héraðsdómslögmanni á grundvelli tryggingarbréfs fyrir víxilskuld að fjárhæð 300.000,00 krónur með veði í fasteign- inni. Samkvæmt veðbókarvottorði, sem lagt var fram, námu þinglýstar veðskuldir á eigninni, sem framar stóðu áðurgreindum kröfum, upphaflega samtals 198.521,00 krónu, en ekki verður séð af skjölum máls, hvort þær hafi verið greiddar að einhverju leyti. Ekki bera gögn máls með sér, að aðiljum þeim, sem greinir í 3. 852 mgr. 22. gr. uppboðslaga nr. 57/1949 eða 2. mgr. 22. gr. laga nr. 65/1976, hafi verið tilkynnt sérstaklega um, að uppboðið færi fram á eigninni sjálfri þennan dag. Á uppboðsþinginu 18. maí var uppboðsþoli ekki mættur og eng- inn fyrir hans hönd. Jón Magnússon sótti þing fyrir hönd uppboðs- beiðanda, en enginn af hálfu annarra veðhafa. Bauð hann 45.000,00 krónur í eignina f.h. umbjóðanda síns. Fleiri boð komu ekki, og uppboðshaldari tók sér síðan frest í 2 vikur til að taka ákvörðun um fram komið boð. Ekki kom fram á þinginu krafa um annað og síðasta uppboð, sbr. 1. mgr. 29. gr. uppboðslaga. Engu að síður auglýsti uppboðshaldari annað og síðasta uppboð á eigninni í dag- blaði 24. júlí s.á. og tók það fyrir á eigninni sjálfri 31. s.m. Upp- boðinu var síðan frestað og það tekið fyrir í uppboðsréttinum nokkrum sinnum, síðast 10. maí 1985, þegar hinn kærði úrskurður var kveðinn upp. Ekki verður séð, að uppboðshaldari hafi nokkru sinni tekið af- stöðu til boðs þess, er gert var í eignina, á uppboðsþinginu 18. maí 1984, enda verður ekki séð, að uppboðsbeiðandi eða fyrrgreindur veðhafi samkvæmt tryggingarbréfi hefðu fengið neina greiðslu upp í kröfur sínar, ef því boði hefði verið tekið. Var uppboðið því árangurlaust, og bar uppboðshaldara að hefja uppboðsþingið, sbr. 1. mgr. 28. gr. uppboðslaga. Þar sem ekki kom fram krafa um annað og síðasta uppboð á uppboðsþinginu i8. maí, og fram komnu boði var ekki tekið, var uppboðið árangurslaust og óheimilt að halda því áfram á grundvelli þeirra undirbúningsathafna, sem voru undanfari þess. Ber þegar af þessari ástæðu að ómerkja hinn kærða úrskurð ex officio svo og meðferð málsins í héraði og vísa uppboðsmálinu frá uppboðsrétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður og meðferð uppboðsmálsins í héraði eru ómerkt og málinu vísað frá uppboðsrétti. Úrskurður uppboðsréttar Árnessýslu 10. maí 1985. Hinn 9. apríl sl., fór fram annað og síðasta uppboð á fasteigninni Brú- arhvammi Biskupstungum að kröfu lögmannanna Jóns Magnússonar hdl. 853 og Valgarðs Briem hrl. Eitt boð kom fram í eignina frá Garðari Briem hdl, sem mættur var fyrir uppboðsbeiðendur, að fjárhæð kr. 100.000,00. Á ofangreindu uppboðsþingi tók uppboðshaldari sér frest í 14 daga til að ákveða, hvort har. tæki boði þessu. Með bréfi, dags 26.4. sl., krafðist Garðar Briem hdl., að uppboðshaldari samþykkti ofangreint boð, og með bréfi þessu fylgdi ávísun að fjárhæð kr. 40.000,00, sem fyrsta greiðsla skv. uppboðsskilmálum. Hinn 30. apríl sl. barst uppboðshaldara símskeyti frá hreppsnefnd Biskupstungnahrepps þess efnis, að á fundi hreppsnefndar 24. apríl sl. hefði verið ákveðið að neyta forkaupsréttar í ofangreindri fasteign. Skv. öðru símskeyti 2. maí sl. afturkallaði hreppsnefnd Biskupstungna- hrepps fyrri ákvörðun um forkaupsrétt að Brúarhvammi. Með bréfi Ásmundar Jóhannssonar hdl., dags. 7. maí sl., lögmanns gerðarþola, Jóns Guðlaugssonar, fór hann fram á, að ofangreindu boði yrði hafnað og nýtt uppboð færi fram, m.a. með hliðsjón af 21. gr. og 22. gr. jarðalaga nr. 65. 1976. Í bréfi hreppsnefndar Biskupstungnahrepps, dags. 7. maí sl., til uppboðs- haldara segir, að hreppsnefnd Biskupstungnahrepps hafi ekki verið kunnugt um síðasta uppboð í Brúarhvamm, fyrr en það hafði farið fram. Skv. 2. mgr. 22. gr. jarðalaga nr. 65. 1976 er uppboðshaldara skylt að tilkynna forkaupsrétthafa uppboðsþing, um leið og það er ákveðið, en skv. 21. gr. sömu laga á hreppsnefnd Biskupstungnahrepps forkaupsrétt hér. Líta verður á framkomið bréf hreppsnefndar Biskupstungnahrepps sem athugasemd hreppsnefndarinnar um, að þeim var ekki sérstaklega tilkynnt um uppboðið. Bar uppboðshaldara skv. 22. gr. jarðalaga að tilkynna hreppsnefnd Biskupstungnahrepps um uppboðssölu á fasteigninni Brúar- hvammi. Með hliðsjón af ofansögðu verður að telja, að um slíka annmarka sé að ræða á meðferð málsins, að óhjákvæmilegt sé annað en að annað upp- boð fari fram á eigninni. Verður því framkomnu boði Garðars Briem hdl. hér hafnað og ákveðið, að annað uppboð á fasteigninni Brúarhvammi fari fram að nýju að undangengnum löglegum undirbúningi. Karl F. Jóhannsson, fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu, kvað upp úr- skurð þennan. Úrskurðarorð: Tilboði Garðars Briem hdl. í fasteignina Brúarhvamm í Biskups- tungnahreppi er hafnað og ákveðið, að annað uppboð fari fram á Brú- arhvammi að undangengnum löglegum undirbúningi. 854 Föstudaginn 21. júní 1985. Nr. 222/1983. Sérleyfisbílar Selfoss h/f (Jón Ólafsson hrl.) gegn samgönguráðherra og (Jón Gunnar Zoéga hdl.) Ólafi Ketilssyni h/f (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Bifreiðar. Sérleyfi. Stjórnsýsla. Ólögmæt stjórnarathöfn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Sigurgeir Jonsson og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi skaut héraðsdómi til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 5. desember 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi 14. nóvember s.á. Hann krefst þess, „að ógilt verði með dómi sú ákvörðun stefnda, Samgönguráðuneytisins, frá 10. mars 1982, að veita Ólafi Ketilssyni h/f sérleyfi til aksturs á sérleyfisleiðinni Reykjavík-Selfossvegamót- Grímsnes-Laugarvatn-Laugardalur-Geysir-Gullfoss-Reykjavík um Laugardal tímabilið frá 1. mars 1982 til 1. mars 1987 og að stefnda samgönguráðuneytinu, verði gert skylt að veita áfrýjanda sérleyfi á nefndri sérleyfisleið.““ Á hendur stefnda Ólafi Ketilssyni h/f eru gerðar þær dómkröfur, að honum verði gert að þola ógildingu á ofangreindri ákvörðun. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi samgönguráðherra krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýj- anda fyrir Hæstarétti. Stefndi Ólafur Ketilsson h/f krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Eftir uppsögu héraðsdóms var háð vitnamál vegna máls þessa. Fallast ber á það með áfrýjanda, að hann hafi verið sérleyfishafi á sérleyfisleið þeirri, sem um er fjallað í máli þessu, en það sérleyfi féll úr gildi hinn 1. mars 1982. Breytti samkomulag áfrýjanda og 855 stefnda samgönguráðherra og Ólafs Ketilssonar frá 28. mars 1979 þessu ekki, enda er það ótvírætt að þessu leyti svo og það, að Ólafi Ketilssyni var með samkomulaginu veitt persónuleg og óframseljan- leg tímabundin heimild til þess að aka á þessari leið. Í málinu hefur ekkert komið fram um, að áfrýjandi hafi ekki rækt vel þau sérleyfi, sem hann annaðist sjálfur, né að vanrækt hafi verið sérleyfi það, sem fjallað er um í máli þessu og sinnt var í skjóli áfrýjanda samkvæmt greindu samkomulagi, og leyfi samgönguráðuneytisins frá 28. mars 1979, enda voru áfrýjanda með meðmælum skipulags- nefndar fólksflutninga veitt önnur sérleyfi samtímis því, að Ólafi Ketilssyni h/f var veitt hið umdeilda sérleyfi. Fullnægir áfrýjandi því skilyrði 4. mgr. 1. gr. laga um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum nr. 83/1966, sem í gildi voru í mars 1982. Stefndu hafa báðir byggt á því, að Ólafur Ketilsson h/f sé að verulegu leyti eign sveitarfélaga og eigi hlutafélagið því að njóta forgangsréttar þess, sem greinir í niðurlagsákvæði 3. mgr. |. gr. laga nr. 83/1966. Á þessa skoðun stefndu verður ekki fallist, enda verður nefnt ákvæði ekki skýrt svo, að það taki til hins stefnda hlutafélags. Af umsækjendum þeim, sem sóttu um sérleyfi á Laugarvatnsleið frá 1. mars 1982, átti áfrýjandi að sitja fyrir um leyfisveitingu samkvæmt 4. mgr. 1. gr. laga nr. 83/1966. Varð ekki fram hjá honum gengið fyrir aðilja, sem ekki hafði áður fengist við rekstur sérleyfisbifreiða á þessari leið, þó að hinn nýi aðili bæri sama nafn og einstaklingur, sem áður hafði verið sérleyfishafi og þjónað við- skiptamönnum á sömu leið um langan aldur. Var stjórnvaldsathöfn sú, sem felst í veitingu sérleyfis til Ólafs Ketilssonar h/f hinn 10. mars 1982 fyrir tímabilið 1. mars 1982 til jafnlengdar 1987, því ólögmæt. Ber að fella hana úr gildi. Verður hið stefnda hlutafélag að hlíta þeirri úrlausn. Í lögum um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum er ekki lögð skylda á samgönguráðherra til þess að veita sérleyfi á tilteknum leiðum. Er eigi unnt að verða við þeirri kröfu áfrýjanda að skylda samgönguráðherra til að veita honum hið umbeðna sérleyfi fyrir tímabilið 1. mars 1982 til jafnlengdar 1987, þó að óheimilt hafi verið að veita öðrum það en áfrýjanda eins og á stóð. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma stefndu ín solidum til 856 þess að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og þykir hann hæfilega ákveðinn samtals 100.000,00. Dómsorð: Sérleyfi stefnda, Ólafs Ketilssonar h/f, frá 10. mars 1982 á „leiðinni Reykjavík-Selfossvegamót-Grímsnes-Laugarvatn- Laugardalur-Geysir-Gullfoss-Reykjavík um Laugardal 1. mars 1982 til 1. mars 1987 er ógilt. Stefndu, samgönguráðherra vegna ríkissjóðs og Ólafur Ketilsson h/f, greiði áfrýjanda, Sérleyfisbílum Selfoss h/f, Selfossi, samtals 100.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. febrúar 1983. Mál þetta, sem dómtekið var þann 17. febrúar sl., hafa Sérleyfisbílar Selfoss h.f., Eyrarvegi 33, Selfossi, nnr. 7512-9351, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 24. júní 1982, og sakaukastefnu, framlagðri í dóm 9. nóvember 1982, á hendur samgönguráðherra f.h. samgönguráðu- neytis, nnr. 7472-8081, Reykjavík, og Ólafi Ketilssyni h.f., Laugarvatni, nnr. 6771-7864. Dómkröfur stefnanda eru þær, að ógild verði með dómi sú ákvörðun stefnda samgönguráðuneytisins frá 10. mars 1982 að veita Ólafi Ketilssyni h.f. sérleyfi til aksturs á sérleyfisleiðinni Reykjavík-Selfossvegamót- Grímsnes-Laugarvatn-Laugardalur-Geysir-Gullfoss-Reykjavík um Laugar- dal tímabilið frá 1. mars 1982 til 1. mars 1987 og að stefnda verði gert skylt að veita stefnanda, Sérleyfisbílum Selfoss h.f., sérleyfi á nefndri sér- leyfisleið auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins. Þær dómkröfur gerir stefnandi á hendur sakaukastefnda, Ólafi Ketilssyni h.f., að fyrirtækinu verði gert að þola ógildingu á ofangreindri ákvörðun samgönguráðuneytisins frá 10. mars 1982 auk þess verði fyrirtækið dæmt til að greiða stefnanda málskostnað. Sakaukamálið hefur verið sameinað aðalmálinu. Af hálfu stefnda, samgönguráðherra f.h. samgönguráðuneytis, er sótt þing. Endanlegar kröfur stefnda eru, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. 857 Af hálfu sakaukastefnda, Ólafs Ketilssonar h.f., er sótt þing og þær dómkröfur gerðar að fyrirtækið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og því tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Sátt hefur verið reynd fyrir dóminum án árangurs. Tildrög málsins eru þau, að þann 30. mars 1977 var stefnanda, Sérleyfis- bílum Selfoss h.f., veitt sérleyfi á sérleyfisleiðinni Reykjavík-Selfoss-Gríms- nes-Laugardalur-Biskupstungur frá og með 1. maí 1978 til 1. mars 1982. Sérleyfi þetta hafði áður haft Ólafur Ketilsson bifreiðastjóri, Laugarvatni. Þrátt fyrir sérleyfisveitingu til stefnanda hélt Ólafur áfram akstri hluta leiðarinnar. Því varð það að samkomulagi milli stefnanda, stefnda sam- gönguráðuneytis og Ólafs Ketilssonar þann 28. mars 1979, að Ólafur Ketils- son fengi að aka leiðina Reykjavík-Laugardalur-Reykjavík um Hellisheiði, Grímsnes og Laugarvatn tímabilið 1. apríl 1979 til 1. mars 1980. Samkomu- lag þetta var síðar framlengt árlega, eða til 1. mars 1982. Í samkomulaginu var tekið fram, að stefnandi segði ekki upp sérleyfinu á leiðinni og héldi því sérleyfisréttindum á leiðinni. Jafnframt lýsti stefndi samgönguráðu- neytið því yfir, að stefnandi tapaði engum rétti til sérleyfisleiðar þeirrar, er hann fékk 30. mars 1977, þrátt fyrir niðurfellingu ferða, enda væri niður- fellingin tímabundin. Þann 10. mars 1982 veitti hins vegar stefndi sam- gönguráðuneyti hlutafélaginu Ólafi Ketilssyni h.f. sérleyfisleið þá, sem greind er í stefnukröfu, en þá var, svo sem áður greinir, fyrra leyfi út runnið. Stefnandi hafði með umsókn, dags. 12. febrúar 1982, dómskj. 6, sótt um þessa sérleyfisleið ásamt þremur leiðum öðrum. Þær leiðir fékk hann. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að hann hafi átt rétt á endurveitingu sérleyfis þess, sem um er rætt Í stefnukröfu, bæði með tilliti til laga um skipulag á fólksflutningum. með bifreiðum og eins skv. samkomulaginu frá 28. mars:1979, þar sem hann hafi verið eldri sérleyfishafi á umdeildri leið. Þessu til stuðnings vitnar stefnandi til laga nr. 83/1966 um skipulag á fólks- flutningum með bifreiðum og þá einkum til 4. mgr. 1. gr. laganna auk reglugerðar um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum nr. 321/1979. Af hálfu stefnda samgönguráðuneytis er því mótmælt, að stefnandi geti byggt réttartilkall á 4. mgr. 1. gr. laga nr. 83/1966 um skipulag á fólksflutn- ingum með bifreiðum. Því er haldið fram, að víða í lögum megi finna ákvæði þess efnis, að einhver tiltekin aðili skuli njóta forgangs, þá er stjórnvald tekur ákvörðun um, hver skuli njóta ívilnandi stjórnarathafnar af einhverju tagi. Lagaákvæði af þessu tagi feli í sér leiðbeiningarreglur fyrir stjórnvöld. Með þessu sé löggjafinn ekki að fastbinda, hver skuli njóta ívilnandi stjórnarathafnar. Þannig leiðbeiningar og vísireglur beri stjórn- völdum að sjálfsögðu að virða, en þessi lagafyrirmæli hafi hins vegar aldrei 858 verið túlkuð svo eða framkvæmd, að einstakur aðili geti á grundvelli slíkra ákvæða í lögum krafist ógildingar ívilnandi stjórnarathafnar, sem annar aðili hefur notið. Þá er því einnig mótmælt, að stjórnvald verði dæmt til stöðuveitingar eða útgáfu opinbers leyfis, svo sem hér sé krafist. Þá er á það bent, að í lögum um skipulag á fólksflutningum með bifreið- um sé að finna ákvæði um forgangsrétt til sérleyfa handa fleiri aðiljum en þeim, er sérleyfi hafi haft áður. Í 3. mgr. 1. gr. laganna sé sett fram leiðbeiningarregla um forgang sýslu og/eða sveitarfélags til sérleyfa, þegar þau séu veitt innan sýslu eða viðkomandi sveitarfélaga. Sveitarfélög í þeim héruðum, er umdeilt sérleyfi nær til, séu hluthafar í fyrirtækinu Ólafur Ketilsson h.f. Þá er jafnframt vakin athygli á, að það hljóti að teljast vafasamt, að ákvæði 4. mgr. 1. gr. geti átt við stefnanda, þar sem hann hafi ekki stundað atvinnu skv. sérleyfinu. Að lokum er á það bent, að skipulagsnefnd fólks- flutninga hafi mælt með því, að Ólafi Ketilssyni h.f. yrði veitt umrætt sér- leyfi. Af hálfu fyrirtækisins Ólafs Ketilssonar h.f. er á það bent, að fyrir árið 1977 hafi bifreiðastjórinn Ólafur Ketilsson haft sérleyfi á leiðinni um Laugarvatn. Árið 1977 hafi þetta sérleyfi verið veitt stefnanda til 5 ára frá 1977 til 1982 með heimild í lögum nr. 83/1966 um skipulag á fólksflutning- um með bifreiðum. Fólk það, sem njóta átti þjónustu stefnanda á þessari sérleyfisleið, hafi ekki getað eða viljað njóta þjónustu stefnanda og hafi því verið gert samkomulag til eins árs í mars 1979 við Ólaf Ketilsson um að hann annaðist sérleyfið á leiðinni Reykjavík-Laugardalur-Reykjavík á tímabilinu til 1. mars 1980 og hafi þessi samningur síðan tvívegis verið framlengdur og gilt til 1. mars 1982. Á því er byggt af hálfu fyrirtækisins, að stefnandi geti hvorki byggt rétt til ógildingar og veitingar sérleyfis á greindri leið á lögum um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum né samkomulagi hans sjálfs við samgöngu- ráðuneytið og bifreiðastjórann Ólaf Ketilsson árið 1979. Tekið er undir málsástæður stefnda samgönguráðuneytisins. Á það er bent, að fyrirtækið Ólafur Ketilsson h.f. sé ekki aðili að samningi stefnanda, Ólafs Ketilssonar og samgönguráðuneytisins frá 28. mars 1979. Telji stefnandi, að í greindu samkomulagi felist fyrirheit af hálfu samgönguráðuneytis til hans þess efnis, að samgönguráðuneytið skuldbindi sig til þess að veita stefnanda sér- leyfið á greindri leið að loknum sérleyfistímanum árið 1982 og þá um alla framtíð, er því haldið fram, að ekkert ákvæði í greindu skjali bendi til slíkrar ráðstöfunar fyrirfram. Þá væri slíkt fyrirheit einnig óbindandi og ógilt að lögum, þar sem það eigi sér enga stoð í landslögum og sérstaklega ekki í sérlögum nr. 83/1966 um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum. Þá er vakin athygli á því, að í 1. gr. laga nr. 83/1966 sé svo fyrir mælt, 859 að sveitarfélög skuli að öðru jöfnu hafa forgangsrétt til sérleyfa, þegar viss skilyrði séu uppfyllt. Því er haldið fram, að heimamenn á sérleyfissvæðinu eigi meirihluta hlutafjárins, þ.á m. sveitarfélögin 32%. Því er sérstaklega haldið fram, að stefnandi hafi ekki lagt í neina sérstaka fjárfestingu vegna sérleyfis þess, sem hann fékk árið 1977 og um er deilt í málinu, enda hafi hann þurft á öllum sínum fjárfestingum að halda vegna annars reksturs síns. Sjónarmið það í 4. mgr. 1. gr. laganna, sem stefnandi byggi á, eigi einungis, eða a.m.k. fyrst og fremst, við þá sérleyfishafa, sem hafi haft sérleyfi á einni leið og byggi á því alla afkomu sína. Þá er loks á það bent, að stefnandi hafi ekki getað frekar en aðrir sér- leyfishafar vænst þess, að veiting sérleyfis um $ ára skeið jafngilti veitingu sérleyfis um ótakmarkaða framtíð. Hann hafi ekki getað byggt slíka vænt- ingu hvorki á heimild í lögum né fyrrgreindum samningi. Aðiljar hafa talið óþarft að leiða aðilja eða vitni fyrir dóm, en við aðal- flutning var upplýst, að á þeim tíma, sem samkomulag stefnanda, sam- gönguráðuneytis og Ólafs Ketilssonar var í gildi, eða frá 28. mars 1979 til þess, er sérleyfi stefnanda rann út Í. mars 1982, hafi akstursleiðir stefnanda og Ólafs Ketilssonar um þau héruð, sem hér skipta máli, verið: Ólafur Ketilsson ók leiðina: Reykjavík-Selfossvegamót-Grímsnes-Laugar- vatn-Laugardal og til Efsta-Dals og síðar allt inn að Múla. Sérleyfisbifreiðar Selfoss h/f óku leiðina: Reykjavík-Selfossvegamót- Grímsnes-Biskupstungur um Spóastaði, Skálholt, Spóastaði aftur og til Múla, þaðan síðan til Geysis og Gullfoss. Þessa síðarnefndu leið aka stefnendur enn og hafa á henni sérleyfi, sjá lið 2 í umsókn þeirra dómskj. 6. Álit dómsins. Í 4. mgr. 1. gr. 1. nr. 83/1966 um skipulag á fólksflutningum með bifreið- um, en á þeirri grein byggir stefnandi málsókn sína aðallega, segir: „Þeir sérleyfishafar, er sérleyfi hafa áður haft, skulu sitja fyrir um endur- veitingu sérleyfa á viðkomandi leiðum, ef þeir aðilar sækja um þau og hafa að undanförnu rækt sérleyfisaksturinn vel að dómi skipulagsnefndar fólks- flutninga með bifreiðum, er skipuð skal skv. 2. gr.“ Nefnd sú, sem hér um getur, skal samkvæmt 2. gr. skipuð til að gera tillögur til ráðuneytisins um fyrirkomulag og rekstur allan á flutningum samkvæmt lögunum. Nánari reglur um störf þessarar nefndar og um skipu- lagningu þessara flutninga hafa verið settar, með heimild í 8. gr. laganna, í reglugerð nr. 321/1979. Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar segir, að áður en sérleyfi eða undanþága sé veitt, skuli leita umsagnar skipulagsnefndar fólksflutninga um málið. Af hálfu samgönguráðuneytis var leitað umsagnar skipulagsnefndar með 860 fólksflutningum, áður en sérleyfi á umdeildri leið var veitt 10. mars 1982. Skipulagsnefndin mælti með því, að leyfið væri veitt Ólafi Ketilssyni hf. Í þeim meðmælum hlýtur að felast dómur skipulagsnefndar skv. 4. mgr. 1. gr. 1. nr. 83/1966, enda hafði stefnandi ekki rækt sérleyfið, sbr. sam- komulag hans, samgönguráðuneytis og Ólafs Ketilssonar frá 28. mars 1979, sem framlengt var með samkomulagi 27. febrúar 1980 og samkomulagi |. mars 1981. Það samkomulag verður ekki þannig skýrt, að í því sé fólgið loforð um endurveitingu sérleyfis á þessari leið. Þegar af ofangreindum ástæðum getur stefnandi hvorki byggt rétt á 4. mgr. Í. gr. 1. 83/1966 né margnefndum samningi, og vgrður því niðurstaða máls þessa sú, að sýkna beri stefnda og sakaukastefnda af kröfum stefnanda. Rétt þykir með tilliti til málavaxta að hver aðili beri sinn kostnað af málinu. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi samgönguráðherra f.h. samgönguráðuneytis, og sakauka- stefndi, Ólafur Ketilsson h.f., skulu sýknir af kröfum stefnanda, sér- leyfisbílum Selfoss h.f. Hver aðili skal sjálfur bera sinn kostnað af málinu. Miðvikudaginn 26. júní 1985. Nr. 137/1985. Björgvin Bjarnason bæjarfógeti gegn Krossvík h/f Kærumál. Innheimtulaun uppboðshaldara. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðili hefur með heimild í 4. tl. 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 21. maí 1985, sem barst Hæstarétti 29. maí s.á. Sóknaraðili fékk vitneskju um úrskurðinn 10. maí. Hann krefst þess aðallega, að varnaraðili 861 verði dæmdur til að greiða sér 1% innheimtulaun af gjaldföllnum afborgunum og vöxtum, alls 33.184.743,00 krónum, en til vara 19 af gjaldföllnum vöxtum, þar með töldum dráttarvöxtum, samtals 8.595.643,00. krónum. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Samkvæmt bréfi Fiskveiðasjóðs Íslands til uppboðshaldara 19. nóvember 1984, sem lagt var til grundvallar við úthlutun uppboðs- andvirðis b/v Óskars Magnússonar AK 177, námu áhvílandi véðlán sjóðsins með áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum samtals 99.502.623,62 krónum. Þar var um að ræða fimm veðskuldabréf tryggð með 1. veðrétti í skipinu, og var elsta bréfið út gefið 27. apríl 1978, að eftirstöðvum $3.999.619,30 krónur að meðtöldum áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum, alls kr. 6.127.444,20. Óumdeilt er, að gjaldfallnar afborgarnir, vextir og dráttarvextir af öllum lánunum námu alls 33.184.743,00 krónum, en þar af voru vextir og dráttarvextir 8.595.643,00 krónur. Í nefndu bréfi Fiskveiðasjóðs 19. nóvember 1984 segir m.a., að varnaraðili hafi gert samkomulag við sjóðinn um „, að yfirtaka allar áhvílandi veðskuldir Fiskveiða- sjóðs (á 1. veðr.) í skipinu““ og að samþykkt hafi verið, „að þær standi áfram veðtryggðar í hinni seldu eign“. Þegar þetta var skrifað, hafði varnaraðili fengið hjá Fiskveiðasjóði svonefnt skuld- breytingalán samkvæmt veðskuldabréfi 16. nóvember 1984, tryggðu með 1. veðrétti í skipinu, sem var jafnvirði 87.850.543,00 króna miðað við tiltekið gengi. Skuldbreytingalánið skyldi greiðast á 17 árum og um það giltu reglur reglugerðar nr. 265/1984. Samkvæmt reikningsyfirliti Fiskveiðasjóðs 30. nóvember 1984, sem málsaðiljar hafa lagt fyrir Hæstarétt, var láni þessu varið til að greiða að fullu öll veðlán Fiskveiðasjóðs, er hvíldu á skipinu, nema elstu veðskuld- ina, sem áður greinir, en upp í hana voru greiddar 37.973.573,00 krónur. Verður að ætla, að greiddar hafi verið að fullu gjaldfallnar afborgarnir, vextir og dráttarvextir af því. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. gjaldskrár fyrir uppboðshaldara nr. 757/1981 ber kaupanda að greiða uppboðshaldara 1% innheimtu- gjald af þeirri upphæð, sem innheimtist fyrir hans atbeina, þegar fasteign eða skip er selt. Málsaðilja greinir á um, af hvaða upphæð gjald þetta skuli reiknað. Í 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, sem er efnislega sam- 862 hljóða 2. mgr. 11. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð, segir, að innheimtulaun skuli eigi greiða af þeim hluta uppboðsandvirðis, sem kaupandi tekur undir sjálfum sér, áfram stendur veðtryggt í eign eða. kaupandi og kröfuhafi semja um greiðslu á án nokkurs atbeina þess, er innheimtu annast. Kemur þá fyrst til athugunar, hvort veðskuldir þær, sem goldnar voru með skuldbreytingaláninu, geta talist standa áfram veðtryggðar í hinu selda skipi. Að því er varðar höfuðstól og gjaldfallnar afborganir af lánum gátu Fisk- veiðasjóður og varnaraðili samið um, að þær stæðu áfram veð- tryggðar í skipinu með sama veðrétti og samið um lengingu láns- tíma. Þykir mega líta svo á, að skuldbreytingaláninu megi jafna til slíks samnings. Verður því ekki talið, að kaupanda beri að greiða innheimtulaun af höfuðstól eða gjaldföllnum afborgunum, sem greiddar voru með skuldbreytingaláninu. Að því er varðar gjaldfallna vexti og dráttarvexti gegnir öðru máli. Veðtrygging fyrir þeim er bundinn þeim takmörkunum, sem leiða af lögum nr. 23/1901, en þar segir, að sé skuldunaut veittur gjaldfrestur á vöxtum af skuld, sem fasteignaveð er fyrir, eftir að þeir eru komnir í gjalddaga, haldist forgangsréttur til veðsins ekki fyrir vöxtum þessum gagnvart síðari veðhöfum lengur en eitt ár, frá því þeir komu í gjalddaga. Ljóst má vera, að með skuld- breytingaláninu fékk Fiskveiðasjóður annan og betri veðrétt fyrir vöxtum en hann hafði áður, og þykir mega líta svo á, að þeir hafi að fullu verið greiddir með nýrri lántöku. Þá skal vikið að þeim ágreiningi, hvort hinir gjaldföllnu vextir og dráttarvextir hafi verið greiddir eða samið um greiðslu á þeim „„ án nokkurs atbeina þess, sem innheimtu annast“. Þykir eiga að líta svo á, að þær kröfur innheimtist fyrir atbeina uppboðshaldara, sem eru greiddar upp í uppboðskröfu eða samið um greiðslu á upp í uppboðskröfu, eftir að tilkynning skv. 3. mgr. 6. gr. uppboðslaga hefur verið send uppboðsþola. Mun og vera löng venja fyrir þessu. Að öðrum kosti gætu eigandi uppboðskröfu og kaupandi jafnan samið sína á milli um greiðslu á bak við uppboðshaldara þrátt fyrir atbeina hans til innheimtunnar. Fiskveiðasjóður var einn af upp- boðskröfuhöfum, og ber samkvæmt framansögðu, að líta svo á, að hann hafi fengið greidda áfallna vexti og dráttarvexti fyrir at- beina uppboðshaldara. Ber því að taka til greina varakröfu sóknar- 863 aðilja um, að varnaraðili greiði honum 1% innheimtulaun af 8.595.643,00 krónum, eða 85.956,43 krónur. Dómsorð: Varnaraðili, Krossvík h/f, greiði sóknaraðilja, Björgvin Bjarnasyni bæjarfógeta, 85.956,43 krónur að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður uppboðsréttar Akraness 3. maí 1985. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar þann 2. maí sl., er rekið í tengslum við uppboðsmálið nr. 1/1984: Gylfi Thorlacius hrl. o.fl. gegn Útgerðar- félagi Vesturlands h.f. Þann 29. nóvember 1984 kom upp ágreiningur í upp- boðsrétti Akraness á milli uppboðskaupanda og uppboðshaldara um það, af hvaða fjárhæðum reiknuð skuli sölulaun til ríkissjóðs og innheimtulaun til uppboðshaldara. Þar sem ágreiningsefnið snerti þar með innheimtumann ríkissjóðs og uppboðshaldara úrskurðaði Björgvin Bjarnason bæjarfógeti sig frá málinu með úrskurði, uppkveðnum 4. janúar 1985. Uppboðsmál þetta var síðan sérstaklega þingfest þann 2. maí sl. með framlagningu greinargerða málsaðilja í dómi og annarra gagna. Frá því er ágreiningur kom upp milli uppboðskaupanda og uppboðshaldara, hefur sú breyting á orðið, að í fjárlögum ársins 1985, 6. gr., lið 3.36, er fjármálaráðherra veitt heimild til að fella niður greiðslu á uppboðslaunum ríkissjóðs vegna upp- boðssölu á b.v. Óskari Magnússyni AK 177, til Krossvíkur h.f. á Akranesi. Með bréfi, dags. 27. mars 1985, er bæjarfógetanum á Akranesi tilkynnt, að fjármálaráðherra hafi ákveðið að nota umrædda heimild. Að þessu breyttu þá varðar ágreiningur sá, sem hér þarf að skera úr, aðeins þá fjár- hæð, sem reikna skal af innheimtulaun til uppboðshaldara. Þarf því ekki lengur að fjalla um málið að því er varðar kröfur Björgvins Bjarnasonar bæjarfógeta sem innheimtumanns ríkissjóðs. Aðalkrafa sóknaraðilja er sú, að uppboðskaupanda verði gert að greiða honum í innheimtulaun sem svari til 1% af gjaldfallinni greiðslu vaxta og afborgana að upphæð kr. 33.184.743,00. Til vara gerir hann þá kröfu, að uppboðskaupanda verði gert að greiða honum 1% innheimtulaun af gjald- föllnum vöxtum, þ.á m. gjaldföllnum dráttarvöxtum, kr. 8.595.643,00. Kröfur varnaraðilja eru þær, að 1% innheimtulaun til uppboðshaldara verði einungis ákveðin kr. 15.653,00, sem þegar hafa verið greidd. Hvorugur aðilja krefst málskostnaðar. Málavextir eru þeir, að á nauðungaruppboði þann 9. nóvember 1984 var 864 Krossvík h.f., Akranesi, hæstbjóðandi í b.v. Óskar Magnússon AK 177, með boði að fjárhæð kr. 98.500.000,00. Samkvæmt bréfi Fiskveiðasjóðs Íslands, dags. 19. nóvember 1984, gerði Krossvík h.f. samkomulag við Fiskveiðasjóð um að yfirtaka allar veð- skuldir Fiskveiðasjóðs (á 1. veðrétti), sem hvíldu á skipinu, og samþykkti Fiskveiðasjóður, að þær stæðu áfram, tryggðar með veði í eigninni. Kröfur þessar taldi Fiskveiðasjóður nema kr. 99.502.623,62 á uppboðsdegi. Í frumvarpi að úthlutunargerð á uppboðsandvirði b.v. Óskars Magnús- sonar AK 177, dags. 29. nóvember 1984 segir: „Samkvæmt þeim gögnum er uppboðsréttinum hafa borist ber uppboðs- kaupanda að standa skil á uppboðsandvirðinu á eftirfarandi hátt: I Útlagður kostnaður uppboðshaldara: kr. 4.875,00 II Sjóveð: 1. Launa-og orlofsfjárkrafa skipverja sbr. 2. tölul. 216. gr. siglingalaga 66/1963 Ee 1.340.391,00 III Lögveð: 1. Hafnargjaldaskuld við Hafnarsjóð Akraness með stoð í 12. gr. 4. mgr. hafnalaga nr. 45/1973 og reglugerð nr. 267/1975 16. gr. gs 190.635,00 2. Eftirstöðvar aldurslagagjalds árin 1983 og 1984 skv. 10. gr. og 12. gr. laga nr. 37 frá 1978 á fiskiskipum greiðist með is 50.029,00 IV. Veðskuldir: 1. Fiskveiðasjóður Íslands með fimm veðbréf á 1. veðr. hefur heimilað að öll skuldin, er nem- ur kr. 99.502.523,62 standi áfram veðtryggð í skipinu. Uppboðskaupandi samþykkir fyrir sitt leyti að sá hluti veðskuldar sem er umfram uppboðs- fjárhæð kr. 2.588.453,62 standi áfram veð- bundinn á eigninni. “ .96.914.070,00 kr. (98.500.000,00““ Varnaraðili telur, að gjaldstofn innheimtulauna til uppboðshaldara eigi að nema samtölu krafna skv. lið II og III. Í geinargerð miðar hann við, að þessi tala sé nokkru lægri en fram kemur í frumvarpi að úthlutunargerð, eða samtals kr. 1.565.402,00. 865 Af hálfu sóknaraðilja er því lýst yfir, að ekki sé ágreiningur um greiðslu innheimtulauna af þessum fjárhæðum, sem hér hafa verið taldar. Ágreiningur er hins vegar uppi um það, hvort uppboðskaupandi á að greiða innheimtulaun af upphæð gjaldfallinna afborgana og vaxta af veð- kröfum Fiskveiðasjóðs Íslands, sem aðiljar eru sammála um, að hafi numið kr. 33.184.743,00. Telur sóknaraðili, að 1% innheimtulaun eigi einnig að reikna af þeim gjaldstofni, en uppboðskaupandi telur, að eigi skuli reikna af þeirri fjárhæð, þar sem skuldin standi áfram veðtryggð í skipinu og samið hafi verið um skuldina án atbeina uppboðshaldara. Sóknaraðili gerir þá grein fyrir kröfum sínum, að skv. 2. mgr. 11. gr. uppboðslaga nr. 57/1949 skuli ekki greiða innheimtulaun af þeim hluta uppboðsandvirðis, sem kaupandi taki undir sjálfum sér, áfram standi veð- tryggður í eign eða kaupandi og kröfuhafi semji um greiðslu á án nokkurs atbeina þess, er innheimtu annast. Þá vitnar hann til reglugerðar nr. 757/ 1981 um innheimtulaun uppboðshaldara. Hann heldur því fram, að inn- heimtulaun séu í eðli sínu endurgjald til uppboðshaldara fyrir vinnu í þágu tiltekins uppboðsmáls. Þau nemi að jafnaði 1% af þeirri fjárhæð, sem inn- heimtist fyrir tilstilli hans. Auðsætt sé, að ef skilningur uppboðskaupanda yrði staðfestur, myndi það leiða til mikils ósamræmis um kjör uppboðs- haldara eftir því, hvort sala fer fram eða ekki. Í síðara tilvikinu væri upp- boðskaupanda í lófa lagið að skjóta sér undan að greiða uppboðshaldara sanngjarna þóknun fyrir vinnu sína vegna málsins með því að semja við hæstu lánadrottnana, að veð þeirra standi óhreyfð í eigninni, jafnvel þótt um veruleg vanskil sé að ræða. Slíkt telur sóknaraðili fráleitt, að sé til- gangur uppboðslaganna. Sér í lagi sé svo, ef haft sé í huga, að uppboðs- haldari hafi að öðru jöfn mun meiri vinnu af málinu, þegar sala fer fram en þegar hún ferst fyrir. Þá beri að hafa í huga, að uppboð fari fram til fullnustu fjárkröfum og sé salan lokaþátturinn í endurteknum innheimtu- tilraunum uppboðsbeiðanda. Gefi það ákveðna vísbendingu um, að skýra beri orðalag 2. mgr. 11. gr. uppboðslaganna þrengri skýringu á þann veg, að ekki sé átt við vanskil af því tagi, sem hér um ræði. Að öðrum kosti verði nauðungarsalan marklaus. Kröfur Fiskveiðasjóðs hafi á uppboðsdegi þann 9. nóvember 1984 numið kr. 99.502.332,47. Þann 16. nóvember s.á. hafi uppboðskaupandi fengið skuldbreytingalán hjá Fiskveiðasjóði að fjár- hæð kr. 87.850.543,00, sem hann noti til að greiða með skuldir við Fisk- veiðasjóð Íslands, samtals að fjárhæð kr. 45.503.004,17 skv. fjórum veð- bréfum. Mismuninum, kr. 42.347.538,83, hafi uppboðskaupandi varið til að greiða með skuld við Fiskveiðasjóð Íslands skv. 1. veðrétti. Sóknaraðili telur það athyglisvert, að uppboðsþoli hafi ekki átt kost á skuldbreytinga- láni, enda hefði þá ekki þurft að koma til sölunnar. Nauðungarsalan hafi því skapað nýjan og breyttan grundvöll fyrir skuldbreytingu. Af þessu 33 866 sjáist, að öll sanngirnisrök leiði til þess að reikna innheimtulaunin á þann hátt sem krafa sé gerð um. Til stuðnings varakröfu sinni vísar sóknaraðili til sömu raka og fyrr og heldur því fram, að leggja beri að jöfnu skuldbreytingu vanskila Og eigin- lega greiðslu fyrir tilstilli uppboðshaldara. Af hálfu varnaraðilja er á það bent, að gert hafi verið samkomulag milli uppboðskaupanda og Fiskveiðasjóðs um, að uppboðskaupandi yfirtaki allar áhvílandi veðskuldir Fiskveiðasjóðs á 1. veðrétti í b.v. Óskari Magnús- syni AK 177, og jafnframt að þær skyldu allar standa áfram veðtryggðar í hinni seldu eign, þar með taldar gjaldfallnar afborganir og vextir með lengingu lána um 7 ár. Uppboðskaupandi hafi þarna notið heimilda í reglu- gerð um skuldbreytingu lána úr Fiskveiðasjóði nr. 265/1984 og hafi þetta samkomulag verið gert milli aðilja á grundvelli reglugerðarinnar án nokkurs atbeina uppboðshaldara. Til rökstuðnings máli sínu vísar varnaraðili til 2. mgr. Íl. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð og 2. gr. gjaldskrár fyrir uppboðshaldara nr. 757 frá 1981. Álit dómsins. Varnaraðili sem uppboðskaupandi og Fiskveiðasjóður Íslands sömdu um það án nokkurs atbeina frá stefnanda, að varnaraðili yfirtæki allar áhvílandi veðskuldir sjóðsins á 1. veðrétti í b.v. Óskari Magnússyni, AK 177. Jafnframt að þær skyldu allar standa áfram veðtryggðar í skipinu, þar með taldar gjaldfallnar afborganir og vextir, en af þeim fjárhæðum vill sóknaraðili fá innheimtulaun. Greiðslur í öðru formi en skuldbreytingu skv. samningi þessum, sem telja mátti inntar af hendi í tilefni uppboðsins, fóru ekki fram. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. |. nr. 57/1949 um nauðungaruppboð og 2. mgr. 2. gr. gjaldskrár fyrir uppboðshaldara nr. 757/1981 ber ekki að greiða innheimtugjald til uppboðshaldara í tilvikum sem þessum, hvort sem sala fer fram eða ekki. Af þessu leiðir, að sýkna ber varnaraðilja af öllum kröfum sóknaraðilja, aðalkröfu og varakröfu, í máli þessu. Hrafn Bragason borgardómari sem settur dómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, Krossvík h.f., skal sýkn af öllum kröfum sóknaraðilja, Björgvins Bjarnasonar bæjarfógeta í máli þessu. Málskostnaður dæmist ekki. 867 Fimmtudaginn 27. júní 1985. Nr. 17/1984. —Ákæruvaldið (Jónatan Sveinsson saksóknari) gegn Guðmundi Sigurði Ingimarssyni (Stefán Pálsson hrl.) Ómerking. Heimvísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þor- björnsson og Arnljótur Björnsson prófessor. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða með stefnu 13. desember 1983. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyng- ingar og þess krafist, að verknaður sá, er lýst er í ákæru 14. desem- ber 1978, verði talinn varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940, sbr. nú 2. mgr. Í1. gr. laga nr. 20/1981. Þess hefur verið krafist, að fébótakröfur þær, sem dæmdar voru í héraði, verði teknar til meðferðar í Hæstarétti. Saksóknari hefur krafist þess, að ákvæði dómsins um bætur til Eymundar Jóhanns- sonar og Þorvarðar Einarssonar verði staðfest, en „fébætur til Trausta Elliðasonar verði hækkaðar,““ án þess að sú krafa hafi verið mörkuð nánar. Verjandi hefur af hálfu ákærða krafist sýknu af öllum kröfunum, en til vara lækkunar. Mál þetta var þingfest í sakadómi Kópavogs 25. september 1980. Voru þá lagðar fram ákærur, dagsettar 20. júlí og 14. desember 1978, og málin sameinuð. Ákærði kom fyrir dóm ásamt verjanda sínum, og voru ákærur birtar honum. Ákærði tjáði sig síðan um efni ákæru 14. desember, en eigi kemur fram, að hann hafi verið spurður neitt um sakarefni ákærunnar 20. júlí. Sést heldur eigi, að það hafi verið gert síðar né heldur að málsmeðferð hafi beinst að neinu leyti að þessum sakaratriðum, svo sem með yfirheyrslu vitna. Hefur einungis verði fjallað um ákæruna 14. desember. Í þinghaldi þessu er þess getið, að embætti ríkissaksóknara hafi haft samband við dómarann og tjáð honum, „að ekki yrði mætt af hálfu ákæruvaldsins í þinghöldum í máli þessu.“ Var enginn 868 sækjandi síðan viðstaddur þinghöld í málinu fyrr en 16. júní 1983, er munnlegur málflutningur fór fram. Samkvæmt 121. og 122. gr. laga nr. 74/1974 bar að inna ákærða eftir því, hvort hann viðurkenndi sakargiftir í ákæru 20. júlí, enda bar að færa fram sönnunargögn um þau sakarefni, nema ákærði játaði þau skýlaust. Þá átti mál þetta að sæta sókn og vörn, sbr. 1. tl. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 74/1974, og bar sækjanda að taka þátt í allri málsmeðferðinni, sbr. 132.-134. gr. nefndra laga. Vegna þeirra megingalla á málsmeðferð, sem nú hefur verið lýst, verður eigi hjá því komist að ómerkja héraðsdóm og meðferð máls- ins í héraði og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Eftir þessum úrslitum ber að greiða áfrýjunarkostnað sakarinnar úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. Það athugast, að skaðabótakrafa Trausta Elliðasonar, sem gerð var með bréfi, er lagt var fram á dómþingi 21. desember 1982, var aldrei borin undir ákærða sjálfan. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eru ómerkt, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Ákærði var yfirheyrður í sakadómi Kópavogs 21. september 1977 og 10. mars 1978 um atferli það, sem hann var síðar ákærður fyrir með ákæruskjali 20. júlí 1978, svo og voru honum kynntar skaða- bótakröfur þær, sem gerðar voru á hendur honum vegna þess. Eg er sammála meiri hluta dómenda um, að rekstur málsins fyrir sakadómi Kópavogs hafi farið aflaga, en tel þó ekki næga ástæðu til að ómerkja héraðsdóminn og málsmeðferðina. En með því að meiri hluti dómenda hefur komist að annarri niðurstöðu, eru ekki efni til að ég fjalli um efnishlið málsins. 869 Dómur sakadóms Kópavogs 13. september 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 16. ágúst 1983, er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með 2 ákæruskjölum, dagsettum 20. júlí 1978 og 14. desember s.á., á hendur Guðmundi Sigurði Ingimarssyni nemanda, Hraunbraut 41, Kópa- vogi, fæddum 6. júní 1955 í Reykjavík. Í fyrri ákærunni er ákærða gefið að sök „að hafa, laugardagskvöldið 6. nóvember 1976, þá er ákærði var staddur fyrir utan samkomuhúsið Sigtún við Suðurlandsbraut í Reykjavík, slegið þar tvo menn hnefahögg í andlitið, fyrst Eymund Jóhannsson, Víghólastíg 16, Kópavogi, sem við það féll til jarðar og hlaut við höggið áverka á vinstri augabrún, og síðan Þorvarð Einarsson, Bjarnhólastíg 17A, Kópavogi sem ennfremur féll til jarðar og missti meðvitund um stund og læknisskoðun leiddi svo í ljós, að Þorvarður hafði hlotið við höggið nefbrot, sprungu á kinnbeini vinstra megin og glóðarauga vinstra megin. Framanlýst atlaga ákærða að Eymundi Jóhannssyni telst varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, en atlagan gegn Þorvarði Einarssyni telst varða við 218. gr. almennra hegningarlaga.“ Í þeirri síðari er ákærða gefið að sök „að hafa, laugardagsnóttina 13. maí 1978, þá er ákærði var staddur fyrir utan samkomuhúsið Klúbbinn við Borgartún í Reykjavík, slegið þar Trausta Elliðason, Lindarflöt 37, Garðabæ, hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum, að Trausti féll til jarðar og missti meðvitund um stund, og við læknisskoðun kom í ljós, að Trausti hafði hlotið við höggið eða fallið brot á 5. hálslið og sköddun á mænu, sem leiddi svo af sér tilfinningaleysi og lömun í stórum hluta líkam- ans og hætta þykir á að leiði til varanlegrar örkumlar. Framlýst háttsemi ákærða telst aðallega varða við 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, en til vara við 219. gr. sömu laga.“ Í báðum ákærum er þess krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta, verði þeirra krafist, og til greiðslu alls sakarkostn- aðar. Málin voru sameinuð í þinghaldi þann 25. september 1980. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Sigurður Ingimarsson, sæti fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar, og niður skal hún falla að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo og sérstakt skilyrði 6. tl. sömu lagagreinar, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði Þorvarði Einarssyni, Bjarnhólastíg 17A, Kópavogi, 870 kr. 3.000,00 og Eymundi Jóhannssyni, Víghólastig 16, Kópavogi, kr. 200,00. Ákærði greiði Trausta Elliðasyni, Lindarflöt 37, Garðabæ, kr. 900.000,00 með 5%o ársvöxtum frá 13. maí 1978 til greiðsludags, kr. 90.000,00 ásamt 19% ársvöxtum frá sama degi til 1. júní 1979, 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., 2700 ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s.á., 31% ársvöxtum frá þeim degi til 2. apríl 1980, 43,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní s.á.. 4600 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1981, 42% ársvöxtum frá þeim degi til |. júní s.á., 3900 ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvöxt- um frá þeim degi ti1 uppsögu dóms þessa og síðan með hæstu innláns- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags, eins og þeir verða á hverjum tíma, og kr. 5.759,00 án vaxta. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar sem talin laun skipaðs verjanda síns, Stefáns Pálssonar hrl., kr. 42.000,00 og saksóknarlaun í ríkissjóð að fjárhæð kr. 30.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 27. júní 1985. Nr. 145/1985. Jóhanna Tryggvadóttir gegn Páli Ásgeiri Tryggvasyni Kærumál. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðili hefur skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 1985, sem barst Hæstarétti 7. s.m. Hann krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá „rétti“, en til vara, að „„fógetaúrskurður um hlutafjáreign Páls Ásgeirs verði dæmdur ógildur.““ Enn fremur krefst hann þess, að málskostnaðar- ákvæði hins kærða úrskurðar verði fellt úr gildi. Loks krefst hann þess, að Hæstiréttur dæmi ógild „ærumeiðandi ummæli fógeta“ um sig. 871 Varnaraðili hefur hvorki sent Hæstarétti kröfur né greinargerð. Á hluthafafundi 17. desember 1984 var lögð fram tillaga skila- nefndar að úthlutunargerð vegna slita Júpíters h/f. Var hún byggð á hlutafé að fjárhæð 2.495,00 krónur. Í málinu er ekki annað fram komið en greiðslur til hluthafa skuli vera í réttu hlutfalli við hluta- fjáreign þeirra, sbr. 119. gr. laga nr. 32/1978. Í máli þessu er ágrein- ingur um hlutafjáreign aðiljanna og þar með um skiptagerðina sjálfa. Brestur því lagaheimild til, að sóknaraðili beri mál þetta undir Hæstarétt með kæru, sbr. €e lið 2. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti ex officio. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti ex officio. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 20. maí 1983. I. Sækjandi þessa máls er Jóhanna Tryggvadóttir, nafnnúmer $058-1268, Kirkjuvegi 4, Hafnarfirði. Varnaraðili er Páll Ásgeir Tryggvason, nafnnúmer 7032-5845, búsettur í sendiráði Íslands í Moskvu. Málið var tekið til úrskurðar þann 10. maí 1985. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum sóknaraðilja, Jóhönnu Tryggvadóttur, í máli þessu. Við slit á hlutafélaginu Júpíter ber að leggja til grundvallar, að varnaraðili, Páll Ásgeir Tryggvason, eigi hlutafé í félaginu að fjárhæð kr. 344,00 Sóknaraðili greiði varnaraðilja kr. 20.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu þessa úrskurðar að viðlagðri aðför að lögum. 872 Fimmtudaginn 27. júní 1985. Nr. 26/1984. Útgerðarfélagið Njörður h/f (Stefán Pálsson hrl.) gegn Þórhalli Frímannssyni og Ægi Frímannssyni og gagnsök (Garðar Garðarsson hrl.) Björgun. Sjóveðréttur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Sigurgeir Jónsson og Sigurður Líndal prófessor. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. febrúar 1984. Hann gerir þær dómkröfur, að kröfur gagnáfrýjenda verði lækkaðar og málskostnaður í héraði látinn falla niður, en gagnáfrýjendur dæmdir til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar með stefnu 25. maí 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi 23. s.m. Þeir gera þær dómkröfur, að aðaláfrýjandi verði dæmdur „til að greiða þeim björgunarlaun að fjárhæð 3.500.000,00 krónur auk vaxta og vaxtavaxta, þ.e. 42% ársvaxta frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á. en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags, svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti.“ Þá krefjast gagnáfrýjendur viðurkenningar á sjóveðrétti sínum í m/s Dagfara ÞH 70, fyrir dæmdum fjárhæðum. Til vara er þess krafist, að héraðsdómur verði staðfestur og aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur hafa jafnframt stefnt Tryggingu h/f til réttargæslu, en engar kröfur gert á hendur félaginu. Í málinu hafa ekki verið lögð fram gögn, sem hnekki því mati héraðsdóms, að m/s Dagfari hafi verið staddur í slíkri hættu, að hjálp sú, sem m/b Þorkell Árnason veitti honum, verði talin björgun samkvæmt 199. gr. siglingalaga nr. 66/1963. Ágreiningslaust er, að verðmæti m/s Dagfara hafi svarað til tryggingarverðs hans. 873 Krafa gagnáfrýjenda um, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til greiðslu „vaxta og vaxtavaxta, þ.e. 42% ársvaxta frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á. en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags,““ er eigi svo skýrt mörkuð, að til álita komi að dæma gagnáfrýjanda vexti af hinni dæmdu fjárhæð umfram það, sem héraðsdómur hefur gert. Verður vaxtaákvæði héraðsdóms þegar af þeirri ástæðu staðfest, en enginn ágreiningur er um upphafstíma vaxtanna. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, þó þannig, að björgunar- laun þykja hæfilega ákveðin 750.000,00 krónur samkvæmt 200. gr. laga nr. 66/1963. Dæma ber aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjendum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 220.000,00 krónur. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Útgerðarfélagið Njörður h/f, geiði gagn- áfrýjendum, Þórhalli Frímannssyni og Ægi Frímannssyni, 750.000,00 krónur ásamt 42% ársvöxtum frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á., en dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og 220.000,00 krónur í málskostnað, samtals í héraði og fyrir Hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Viðurkenndur er sjóðveðréttur gagnáfrýjenda í m/s Dagfara, ÞH 70, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara og Sigurðar Líndal prófessors. Við erum sammála meiri hluta dómenda um, að um björgun hafi verið að ræða og um fjárhæð björgunarlauna. Fyrir héraðsdómi gerðu gagnáfrýjendur kröfu „til greiðslu björgunarlauna auk vaxta, vaxtavaxta og málskostnaðar.““ Vaxta- kröfum gagnáfrýjenda var síðan nánar lýst þannig, að aðaláfrýj- andi, Útgerðarfélagið Njörður h/f, yrði „dæmt til þess að greiða þeim björgunarlaun, krónur 3.500.000,- auk 42% ársvaxta frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á., en dómvaxta, nú 52,52% ársvaxta frá 874 þeim degi til greiðsludags.““ Eru vaxtakröfur gagnáfrýjenda hér fyrir dómi efnislega samhljóða, en þeim er lýst í dómsatkvæði meiri hlutans. Sú skýring í héraðsdómsstefnu, að dómvextir nemi 52,52% p.a., er í samræmi við það, að ársávöxtun nemi þessum hundraðs- hluta, ef vöxtum er bætt við höfuðstól tvisvar á ári miðað við 479 vaxtafót. Eru dómkröfur þessar nægilega skýrar til þess að taka megi efnis- lega afstöðu til þeirra. Vextir frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á. skulu ákvarðaðir á grundvelli 5. gr. 1. nr. 58/1960, sbr. 1. nr. 71/1965. Samkvæmt til- kynningu Seðlabanka Íslands 26. október 1982 nema þeir 42% p.a. Skulu þeir lagðir við höfuðstól hinn 15. júní 1983, enda verður að telja, að það sé innan marka kröfu gagnáfrýjenda um vaxtavexti. Í kröfugerð gagnáfrýjenda um dómvexti felst krafa um vexti jafn- háa hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir, eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjármagns, sbr. Í. gr. |. nr. 56/1979 um dómvexti. Ákvæði greinarinnar ber að skilja svo, að vextir skuli lagðir við höfuðstól með ákveðnum millibilum, svo sem gert er við ávöxtun sparifjár í opinberum innlánsstofnunum. Við munnlegan flutning málsins lýsti lögmaður gagnáfrýjenda því yfir, að hann legði það á vald dómsins, hvort vextir yrðu lagðir við höfuðstól einu sinni á ári miðað við áramót eða á i2 mánaða fresti. Að svo vöxnu máli þykir rétt að taka vaxtakröfu aðaláfrýjanda til greina þannig, að dómvextir verði reiknaðir á höfuðstól kröf- unnar, eins og hann var 15. júní 1983, frá þeim degi til greiðsludags og leggist við höfuðstólinn einu sinni á ári við hver áramót. Dómur aukadómþings Gullbringusýslu 7. nóvember 1983. I. Mál þetta var tekið til dóms hinn 25. þ.m., að loknum munnlegum mál- flutningi. Málið var þingfest þann 15.6. 1983. Stefnendur málsins eru Þórhallur Frímannsson skipstjóri, nnr. 9607- 2783, Garðbraut 76, og Ægir Frímannsson vélstjóri, nnr. 9880-9007, 875 Hraunholti 11, Gerðahreppi, Gullbringusýslu, sem útgerðarmenn og eigendur m.b. Þorkels Árnasonar GK 21. Stefndi er útgerðarfélagið Njörður h.f., nnr. 6651-7535, Húsavík. Þá er Tryggingu h.f., nnr. 8936-7808, Laugavegi 178, Reykjavík, stefnt til réttargæslu í málinu. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða þeim björgunarlaun, kr. 3.500.000,00, auk 42% ársvaxta frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á. en dómvaxta, nú 52,52% ársvaxta, frá þeim degi til greiðslu- dags. Þá er krafist, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í m.b. Dagfara, ÞH 70, fyrir tildæmdum fjárhæðum. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda. Af hálfu stefnda eru gerðar þær dómkröfur, að kröfur stefnenda verði stórlega lækkaðar og að málskostnaður falli niður. Við munnlegan málflutning var vaxtafæti stefnenda mótmælt. Sátta var leitað án árangurs. II. Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 2. janúar 1983, kl. 05:00 að morgni, fóru stefnendur um borð í bát sinn, m.b. Þorkel Árnason, sem er 65 brúttórúmlesta stálbátur, til að gæta bátsins, en báturinn lá í Sandgerðishöfn. Að sögn stefnenda var þá suð-vestan stormur, éljagangur og stórsjór. Þennan dag lá einnig í Sandgerðishöfn sunnan á nýja hafnargarðinum m.b. Dagfari ÞH 70, 299 brúttórúmlesta stálskip. Lá báturinn utan á m.b. Sjávarborgu GK, og sneri stefni skipsins inn í höfnina. M.b. Dagfari hafði verið til vélaviðgerða, og var vél bátsins sundurtekin. Báturinn var mannlaus. Kl. 8:20 rétt fyrir há- flæði slitnaði m.b. Dagfari frá að aftan, en framböndin héldu. Snerist skip- ið undan vindinum og rak inn í höfnina og strandaði að sögn stefnenda á bröttum grjótgarði, sem er í nýja hafnargarðinum. Slóst skipið við grjótið en færðist ekki innar í höfnina. Um kl. 9:15 hafði framkvæmdastjóri stefnda samband um talstöð við stefnanda Þórhall Frímannsson og bað hann að reyna að draga m.b. Dagfara af grjótgarðinum og koma honum að bryggju. Að sögn stefnenda gekk erfiðlega að koma m.b. Þorkeli Árna- syni frá bryggju, þar sem mikil hreyfing var í höfninni og bátar lágu utan á m.b. Þorkeli Árnasyni. Um kl. 10:00 var m.b. Þorkell Árnason kominn að m.b. Dagfara, og virtist stefnendum þá skipið vera strandað á grjótgarð- inum. Fluttu stefnendur 2 starfsmenn stefnda og dráttartóg frá stefnda yfir í m.b. Dagfara. Var dráttartóg fest aftan í m.b. Dagfara og þannig reynt að draga skipið frá garðinum, en framböndin voru ekki losuð. Að sögn 876 stefnenda var þá byrjað að falla út, og virtist drátturinn ekkert ganga til að byrja með, en eftir 15 mínútur virtist skipið hrökkva til á grjóti og mjak- ast frá garðinum. Dró m.b. Þorkell Árnason m.b. Dagfara beint út frá garðinum og afturábak út með honum upp í sjó og vind. Gekk drátturinn seint að sögn stefnenda, þótt beitt væri öllu vélarafli, vegna hvassra hríðar- og stormbylja, sem tóku mjög í m.b. Dagfara, sem er mikið yfirbyggt skip. Meðan á þessu stóð, segja stefnendur, að m.b. Þorkell Árnason hafi fengið dekk í skrúfuna, sem hafi verið á floti í höfninni, en það losnað aftur án þess að valda tjóni. Kl. 12:00 hafi m.b. Dagfari verið kominn aftur að bryggju og búið að binda skipið. Sjópróf var haldið vegna þessa atviks þann 14. janúar sl. Kom þar m.a. fram, að engin vakt hafi verið með m.b. Sjávarborgu og m.b. Dagfara um- rædda nótt. Vél m.b. Dagfara hafi verið sundurtekin vegna vélarfram- kvæmda, er atvikið varð. Þórður Sigurðsson, starfsmaður stefnda, sagði aðspurður, að sér hefði þótt mennirnir um borð í m.b. Þorkeli Árnasyni standa vel að verki og hafi verkið gengið greiðlega fyrir sig. Hann kvað hafa verið hvassviðri með éljum og þónokkur sjógangur hafi verið, er atvikið gerðist. Þórhallur Gislason, hafnarvörður í Sandgerði, Vallargötu 24, Sandgerði, kom fyrir dóminn. Í framburði hans kom fram, að umrætt sinn hafi verið suð-vestan og vestanátt með hvössum éljum og talsverðri ólgu úti fyrir í höfninni. Veður lægði eitthvað, er fram leið á daginn. Hann sagði, að bát- urinn hafi legið við svonefndan austur-vesturgarð. Utan á þennan garð hafi verið hlaðið stórgrýttu sprengjugrjóti. Sandbotn sé út frá garðinum, en þó sé ekki loku fyrir það skotið, að einn og einn steinn hafi oltið niður frá garðinum. Talsvert sog hafi verið í höfninni og hreyfing, enda hafi fleiri bátar slitnað frá um sama leyti. Hann sagði, að ef m.b. Dagfari hefði lagst að garðinum, hefði að öllum likindum komið gat á skipið. Hann taldi, að ef framband m.b. Dagfara hefði slitnað, þá hefði báturinn lent upp í suður- norður garðinum, er liggur þvert á umræddan garð, en utan á þeim garði væri einnig samskonar stórgrýtt sprengjugrjót. Ef báturinn hefði slitnað á flóðinu, hefði hann ekki strandað, en fyrst lent upp í garðinum. Hæðar- munur á flóði og fjöru sé um 4,5 metrar. Jón B. Guðjónsson, Stafnesi, Miðneshreppi, og Skúli Guðmundsson, Holtsgötu 35, Sandgerði, báðir starfsmenn stefnda komu fyrir dóminn. Báru þeir báðir, að m.b. Dagfari hafi farið að hreyfast, um leið og m.b. Þorkell Árnason hafi farið að taka í tógið, og virtist svo sem skipið hafi ekki verið strandað, er m.b. Þorkell Árnason fór að draga í það. Ljósavél m.b. Dagfara hafi ekki verið í gangi, en hún verið gangfær. Samkvæmt þeirra framburði fór veður lægjandi. Þó sagði Skúli, að lítil hreyfing hafi verið inni í höfninni, en Jón B. Guðjónsson, að krappari sjór hefði verið 877 í höfninni, er veður tók að lægja. Báðir þessir menn unnu við að festa tóg á milli skipanna. Samkvæmt framlögðu vottorði Veðurstofu Íslands, dags. 6. júní 1983, kemur fram eftirfarandi veðurlýsing á tveim nærliggjandi veðurathugunar- stöðum. „Keflavíkurflugvöllur 02.01 06 VSV 7 8 Skafrenningur 0.8 —5S.4 56 02.01 09 SV 7 8 Haglél 0.8 —4.8 50 02.01 12 SV 7 8 Snjóél 0.6 —3.8 47 02.01 15 VSV 6 8 Skafrenningur 6 —2.6 46 Reykjanesviti 02.01 09 VSV 8 8 Snjóél 0.8 —4.2 Mikill sjór 02.01 12 VSV 8 8 Él á síðustu 3 klst. 4 —2.5 Mikill sjór 02.01 15 VSV 7 Alskýjað 6 —1.2 et Málsástæður. Stefnendur byggja kröfur sínar á því, að í umrætt sinn hafi þeir bjargað m.b. Dagfara úr bráðri hættu og komið í veg fyrir, að skipið gjöreyðilegðist eða stórskemmdist. Kröfugerð stefnenda byggist aðallega á eftirtöldu: 1. Þegar m.b. Dagfari slitnaði frá bryggju í umrætt sinn, hafi verið foráttu veður, vest-suðvestan stormur í Sandgerði stórsjór og jafnvel inni í höfninni. Hafi gengið með hvössum hríðarbyljum og skyggni lítið sem ekkert á meðan. Aðstæður til björgunar hafi þvi verið erfiðar, þótt innan hafnar væri. 2. M.b. Dagfari hafi verið mannlaus, eftirlitslaus og vélarvana og því útilokað að bjarga honum að bryggju án hjálpar annars skips. Skipið hafi slitnað frá á háflóði um kl. 08:20 og rekið upp Í grjótgarð, þar sem það hafi kastast til á grjótinu. Byrjað hafi verið að fjara undan skipinu og það orðið fast á grjótinu, þegar m.b. Þorkeli Árnasyni tókst að losa það laust fyrir kl. 10:15. Hefði m.b. Dagfari náð að stranda algjörlega, hefðu orðið á skipinu miklar skemmdir enda fullvíst, að sjór hefði komist í það, þegar skipið hefði lagst á hliðina út í höfnina, þ.e. bakborða undan hallanum á grjótgarðinum. Stefnendur hafi flutt skipið í öruggt lægi og lagt sinn bát í mikla hættu við björgunaraðgerðir. Hafi reynt mikið á bátinn, sérstaklega á vél hans. Þá hafi þeir fengið dekk í skrúfuna, meðan á drætti stóð. Hefði dekkið ekki losnað, hefði bát þeirra rekið upp í fjöruna og hann eyðilagst þar. Björgunaraðgerðir hafi tekist fullkomlega og þeir náð bátnum, án þess að hann skemmdist mikið. Hafi björgunin verið framkvæmd af kunnáttu, atorku, lagni og gætni. Hafi stefnandi Ægir um tíma verið einn í báti sín- 878 um, og hann lét bróður sinn fara um borð í m.b. Sjávarborgu til þess að koma á milli bátanna dráttartaug til að hafa til vara, ef dráttartaug milli m.b. Dagfara og m.b. Þorkels Árnasonar slitnaði. M.b. Dagfari sé verð- mætt skip, að tryggingaverðmæti kr. 24.785.000,00 frá 1.1. 1983. Kröfur stefnenda um greiðslur björgunarlauna styðjast við 1. mgr. 199. gr. siglingalaga nr. 66 frá 1963. Fjárhæð stefnukröfunnar styðst við 1. mgr. 200. gr. sömu laga. Krafa um viðurkenningu á sjóveðrétti er gerð samkv. 3. tl. 1. mgr. 216. gr. siglingalaga. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að þegar m.b. Þorkell Árnason hafi komið að m.b. Dagfara, hafi verið byrjað að fjara út og m.b. Dagfari að taka niðri. Hafnargarðurinn sé þarna nokkuð brattur, en alls ekki stórgrýtt- ur. Sendinn botn hafnarinnar taki síðan við af hafnargarðinum. Þegar fjarað hafi verið undan m.b. Dagfara, hefði hann sest og hætt að kastast til. Dagfari hafi því aldrei verið í neinni hættu og staðhæfingar þess efnis, að skipið hefði gjöreyðilagst eða stórskemmst séu ósannar og órökstuddar. Ljósavélar m.b. Dagfara hafi verið í fullkomnu lagi og með því að gang- setja þær hafi mátt nota spil, sem við þær séu tengdar, og festa tóg í m.b. Sjávarborgu og draga skipið með því móti aftur að bryggju á næsta flóði, án þess að um frekari skemmdir hefði orðið að ræða. Þá er því mótmælt, að veður hafi verið slíkt svo og sjólag sem í stefnu greinir. Ekki er fallist á, að stefnendur hafi lagt bát sinn í mikla hættu við dráttinn. Þær aðgerðir, er grípa þurfti til, hafi verið einfaldar og ekki þarfnast neinnar sérstakrar kunnáttu, atorku og lagni. M.b. Dagfari hafi aldrei verið staddur í slíkri neyð, að um björgun hafi verið að ræða í skilningi 1. mgr. 199. gr. siglinga- laga nr. 66/1963. Aðgerðir stefnenda hafi tekið tiltölulega skamman tíma og þeim aldrei sérstök hætta búin. Þá hafi þeir ekki orðið fyrir neinu tjóni og eins hafi tilkostnaður þeirra verið í algjöru lágmarki. Út frá því beri að meta þóknun fyrir viðvikið Niðurstaða. Það er álit hinna sérfróðu meðdómsmanna, þegar aðstæður allar eru virtar, að m.b. Dagfari hafi verið í verulegri hættu, er stefnendum tókst að ná skipinu að bryggju og festa það að nýju. Það er þeirra mat, sem 'styðst m.a. við framburð Þórhalls Gíslasonar hafnarvarðar, að skipið hefði getað orðið fyrir verulegum skemmdum, ef náð hefði að fjara undan því á þeim stað, sem það var við garðinn. Skiptir þá engu, á hvora hliðina skipið hefði lagst. Hefðu tóg þau, er m.b. Dagfari var bundinn með við bryggju, og m.b. Sjávarborgu gefið sig, hefði hættan á stórtjóni á skipinu aukist bæði vegna skerja aftan við skipið og eins vegna meiri hreyfingar sjávar við norður-suður garðinn, sem skipið hefði síðan rekið að. Með- dómsmenn telja útilokað að koma hefði mátt við aðgerðum frá m.b. 879 Dagfara til að koma honum af eigin rammleik úr þeirri hættu, er hann var Í. Það er því álit dómsins, að svo mikil óvissa hafi verið um það, hvernig m.b. Dagfara myndi reiða af úr hættunni, að telja ber, að dráttur m.b. Þorkels Árnasonar á m.b. Dagfara að bryggju hafi verið björgun í skilningi 199. gr. siglingalaga nr. 63/1963. Stefnendur nutu aðstoðar starfsmanna stefnda við verkið. Enn fremur var fengið dráttartóg frá stefnda. Meðdómsmenn telja óvíst, að þeir stefn- endur hefðu getað framkvæmt þetta verk svo giftursamlega sem raun varð á án þeirrar aðstoðar. Það er mat dómsins, að mjög hafi reynt á lagni og hæfni stefnenda við björgunina, þar sem aðstæður voru slæmar vegna mikillar veðurhæðar og þrengsla í höfninni. Þá tókst björgunin vel, og m.b. Dagfari varð aðeins fyrir lítils háttar skemmdum. Aðgerðin tók hins vegar skamman tíma og tilkostnaður björgunarmanna lítill. Þá var skip stefnenda og þeir sjálfir aldrei í teljandi hættu. Ágreiningslaust er með aðiljum, að vátryggingaverðmæti m.b. Dagfara á björgunardegi hafi verið kr. 24.785.000,00. Með þessi atriði í huga þykja björgunarlaunin hæfilega ákveðin kr. 990.000,00. Skal hin tildæmda fjárhæð bera 42% ársvexti frá 2. janúar 1983 til 15. júní s.á., 47% ársvexti frá þeim tíma til 21.9. s.á., 39% ársvexti frá þeim tíma til 21.10. síá., 36% ársvexti frá þeim tíma til 2.11. s.á. en dómvexti frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 110.000,00. Samkvæmt 3. tl. 216. gr. siglingalaga nr. 66/1963 eiga stefnendur sjó- veðrétt í m.b. Dagfara ÞH 70, til tryggingar hinum dæmdu fjárhæðum. Dómur þessi er uppkveðinn af Valtý Sigurðssyni héraðsdómara ásamt meðdómsmönnunum Ingólfi Falssyni og Árna Þorsteinssyni skipstjórum. Dómsorð: Stefndi, Útgerðarfélagið Njörður h.f., greiði stefnendum, Þórhalli Frímannssyni og Ægi Frímannssyni sem eigendum og útgerðarmönn- um m.b. Þorkels Árnasonar GK 21, kr. 990.000,00 ásamt 42% árs- vöxtum frá 2.1. 1983 til 15.6. s.á., 47% ársvöxtum frá þ.d. til 21.9. s.á., 39%0 ársvöxtum frá þ.d. til 21.10., 36% ársvöxtum frá þ.d. til 7.11. s.á., en dómvöxtum frá þ.d. til greiðsludags, og kr. 110.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. Stefnendur eiga sjóveðrétt í m.b. Dagfara ÞH 70, til tryggingar dæmdum fjárhæðum. 880 Mánudaginn |. júlí 1985. Nr. 118/1984. Agnar Sigurbjörnsson (Vilhjálmur Þórhallsson hrl.) gegn Hilmari Kr. Jacobsen (Gunnlaugur Þórðarson hrl.) Áskorunarmál. Fjárnámsgerð. Skuldabréf. Útivist áfrýjanda í héraði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 13. júní 1984. Hann krefst þess, að hin áfrýjaða áritun og hin áfrýjaða fjár- námsgerð verði felldar úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hinnar áfrýjuðu áritunar og fjárnáms: gerðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Mörg ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, þar á meðal lög- reglurannsókn vegna ákæru á hendur Jóni Viðar Viðarssyni, m.a. vegna fjársvika í sambandi við veðskuldabréf það, sem um er fjallað í máli þessu, svo og dómur í máli, sem höfðað var á hendur hófum vegna þeirrar ákæru. Mál þetta er höfðað af stefnda á bæjarþingi Reykjavíkur sem áskorunarmál gegn Jóni V. Viðarssyni, Orrahólum 7 í Reykjavík, Ingibjörgu Kristinsdóttur, Vesturbraut 7 í Keflavík, og áfrýjanda með stefnu, útgefinni 16. febrúar 1984, til heimtu skuldar að fjár- hæð 108.451,80 með 3,25%0 dráttarvöxtum frá 10. janúar 1984 til 21. janúar 1984, en með 2,50% dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, allt fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð og brot úr mánuði auk málskostnaðar. Í stefnu segir, að skuld þessi sé sam- kvæmt skuldabréfi, sem Jón V. Viðarsson hafi gefið út 5. október 1983 til stefnanda málsins, að fjárhæð 100.000,00 krónur. Áfallnir vextir til 10. janúar 1984 námu 8.451,80 krónum. Skuldabréfinu er lýst nánar og tekið fram, að þau áfrýjandi og Ingibjörg hafi tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á skuldinni. 881 Málið var þingfest á bæjarþinginu 1. mars 1984, og var þá ekki sótt þing af hálfu áfrýjanda né annarra stefndu í héraði. Var málið þá tekið til áritunar, og 16. s.m. var af Kristjönu Jónsdóttur, full- trúa yfirborgardómara, rituð á stefnuna svofelld áritun. „Stefnu- kröfur máls þessa og kr. 14.150,- í málskostnað eru aðfararhæfar að liðnum 7 sólarhringum frá dagsetningardegi þessarar áritunar.““ Hinn 10. maí 1984 var gert:fjárnám Í eign áfrýjanda, „„Faxabraut 34, Keflavík, kjallara,“ til tryggingar dómskuldinni. Áfrýjandi hefur áfrýjað bæði árituninni og fjárnáminu. Áfrýjandi reisir sýknukröfu sína á því, að nafn Samvinnubanka Íslands h/f sem skuldareiganda hafi verið máð út á skuldabréfinu, en nafn stefnda ritað í staðinn í heimildarleysi og því sé um fölsun að ræða. Ekki var sótt þing af hálfu áfrýjanda í héraði, og var honum þó löglega stefnt. Ekki er fram komið, að forföll hafi hindrað þingsókn hans. Áfrýjandi hefur ekki fullnægt skilyrðum 45. gr. laga nr. 75/1973, og koma málsástæður hans eigi til álita í Hæstarétti. Samkvæmt því ber að staðfesta hina áfrýjuðu áritun og fjárnámsgerð. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 15.000,00 krónur. Dómsorð: Hin áfrýjaða áritun og fjárnámsgerð eru staðfestar. Áfrýj- andi, Agnar Sigurbjörnsson, greiði stefnda, Hilmari Kr. Jacob- sen, 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Keflavíkur 10. maí 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 10. maí er fógetaréttur Keflavíkur settur að Faxa- braut 34, Keflavík, og haldinn þar af fulltrúa bæjarfógeta Símoni Ólasyni með undirrituðum vottum. Fyrir er tekið: mál nr. 184/1984: Hilmar Kr. Jacobsen gegn Agnari Sigurbjörnssyni. Fógeti leggur fram nr. 1 gerðarbeiðni, nr. 2 áskorunarstefnu, áritaða 16/3 1984 um aðfarahæfi. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Ólafur Thoroddsen hdl. og krefst fjárnáms fyrir kr. 108.451,80 með 3,25%0 mánaðarv. frá 10/1*84 til 21/1*84, 2,5% 56 882 frá 21/1“84 til greiðsludags. Kr. 14.150,00 í málskostnað og samkv. gjald- skrá LMFÍ, kr. 700,00 fyrir gerðarbeiðni auk kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér, en er ekki viðstaddur, og fyrir hann mætir Jórunn Valsdóttir, eiginkona hans, sem býr hér. Áminnt um sannsögli kveðst hún ekki geta greitt. Fógeti gætti leiðbeiningarskyldu sinnar gagnvart mættu, sem er ólöglærð. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mættu gerir fógeti fjárnám í eign gerðarþola, Faxabraut 34, Keflavík, kjallara. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrir þýðingu gerðarinnar og brýnir fyrir mættu að skýra gerðar- þola frá gerðinni. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni, lokið hér. 883 Miðvikudaginn 3. júlí 1985. Nr. 157/1984. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Guðmundi Baldurssyni (Jón Oddsson hrl.) Jóhanni Valbirni Ólafssyni (Sveinn Snorrason hrl.) Sigurgeiri Arnþórssyni (Svala Thorlacius hrl.) Brot í opinberu starfi. Líkamsmeiðingar. Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörns- son og Magnús Thoroddsen. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 22. maí 1984. Eru af hálfu ákæruvalds gerðar þær kröfur, að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru og þeir dæmdir í refs- ingu og greiðslu sakarkostnaðar og enn fremur verði þeir dæmdir til þess að greiða Skafta Jónssyni bætur samkvæmt kröfu hans. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 18. apríl sl. Ýmis ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Framhaldsrann- sókn fór fram fyrir sakadómi, og komu þá m.a. fyrir dóm fjögur vitni, sem áður höfðu gefið skýrslu fyrir rannsóknarlögreglu, en eigi fyrir dómi. Þá lagði ríkissaksóknari fram við framhaldsprófin bréf læknanna Stefáns Skaftasonar og Stefáns Ólafssonar, en hinn fyrr- nefndi er föðurbróðir Skafta Jónssonar og hinn síðarnefndi föður- bróðir konu hans. Lýsa læknarnir þar yfir því áliti sínu, að húðmar það, sem fannst í hársverði Skafta, hafi „komið vegna togs (extractio) eða af utanaðkomandi áreitni, en ekki fyrir eigin til- verknað.““ Héraðsdómarinn aflaði síðan að frumkvæði ríkissak- sóknara álits dr. med. Ólafs Bjarnasonar prófessors um orsakir áverka Skafta Jónssonar. Í álitsgerðinni segir m.a. svo.: „„Þar sem undirritaður hafði ekki tækifæri til að athuga þá áverka sem lýst er, er hann ekki í aðstöðu til að gefa afdráttarlaus svör við þeim 884 spurningum sem fram koma í bréfi Sakadóms Reykjavíkur dags. 23.05. 1985. Undirritaður telur þó í hæsta máta ólíklegt að: „ roði og húðmar í hársverði á hnakka Skafta Jónssonar“ hafi komið vegna togs í hársvörð hans. Miklu sennilegra er að áverkinn hafi hlotist af höggi á hnakkann t.d. þannig að höfuðið hafi slegist í fastan, flatan hlut. Ekki verður þó talið með öllu útilokað að slíkur roði og húðmar hefði getað hlotist af togi í hársvörð, svo framar- lega sem hár hafi verið svo mikið á hnakka Skafta að unnt hefði verið að ná á því taki...“ I. Fyrir ákæruskjali er greingerð í héraðsdómi. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti hefur ríkissaksóknari haldið því fram, að ákærði Sigurgeir hafi brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 með því að láta undir höfuð leggjast að veita Skafta Jónssyni vernd gegn líkamsmeiðingunum eða a.m.k. með því að þegja yfir þeim, og taki ákæra til þessarar háttsemi hans. Samkvæmt reglum 115. gr. og 118. gr. laga nr. 74/1974 ber að tilgreina skýrt í ákæru, hvert það brot, sem sök er gefin á, ásamt lagastað, er við á, og verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegð- un. Ákæra í máli þessu er að vísu eigi svo glögg sem æskilegt væri, en hún verður ekki skilin á annan veg en þann, að ákærðu séu allir þrír saksóttir fyrir, að þeir hafi með ólögmætum hætti handtekið Skafta Jónsson og fært hann út úr Þjóðleikhúsinu, og brotið þannig gegn 131. gr. eða 132. gr. hegningarlaga, en Guðmundi Baldurssyni og Jóhanni Valbirni Ólafssyni sé að auki gefið að sök, að þeir hafi gerst sekir um líkamsmeiðingar á Skafta, er varði við 218. eða 217. gr., sbr. 138. gr. hegningarlaga. Gefur ákæran eigi tilefni til þess að taka til úrlausnar, hvort Sigurgeir hafi átt refsiverðan þátt í líkamsmeiðingunum. Í ákæru segir, að Guðmundur og Jóhann Valbjörn séu ákærðir fyrir „harðræði við flutning ákærða frá Þjóðleikhúsinu“ o.s.frv. en líta verður svo á, að hér sé um ritvillu að ræða og átt við flutning Skafta Jónssonar, enda hefur ríkissaksóknari lýst yfir því, að svo sé. II. Ákæra fyrir ólöglega handtöku. Samkvæmt gögnum málsins, sem rakin eru í héraðsdómi, sýndi Skafti Jónsson af sér ósæmilega hegðun í fatageymslu Þjóðleikhúss- 885 kjallarans og réðst að Sigurbjarti Ágúst Guðmundssyni með ókvæðisorðum og reif klæði hans. Var því eigi óeðlilegt, að lögregla væri kölluð á staðinn. Er ákærðu komu, fengu þeir upplýsingar frá dyraverðinum um viðskipti hans við Skafta. Bar dyravörðurinn það með sér, að hann hafði lent í handalögmálum. Þá verður að telja sannað, að Skafti hafi veist enn að Sigurbjarti í viðurvist ákærðu og verið mjög æstur. Verður því að telja, að ákærðu hafi haft tilefni til þess að handtaka Skafta, sbr. 1. og 7. tl. 61. gr. laga nr. 74/1974 og enn fremur 78. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 2/ 1930. Þá hefur eigi komið fram, að ákærðu hafi beitt Skafta harð- ræði umfram það, sem nauðsynlegt var, er hann var færður út úr húsinu, en Skafti sýndi þá mótspyrnu. Samkvæmt þessu er fallist á niðurstöðu héraðsdóms um, að sýkna beri ákærðu af fyrra þætti ákærunnar, er lýtur að ólöglegri handtöku. III. Ákæra fyrir líkamsmeiðingar. Sýnt þykir, að Skafti J ónsson hafi hlotið áverka sína, a.m.k. and- lits- og höfuðáverkana, eftir að hann var færður út úr Þjóðleikhús- inu, en áður en komið var með hann á lögreglustöðina. Hljóta svo stórfelldir áverkar að vekja grunsemdir um, að Skafti hafi sætt of- beldi eða harðræði af hálfu ákærðu Guðmundar og Jóhanns Val- bjarnar, en það voru þeir tveir, sem færðu Skafta inn í lögreglubíl- inn, og var Guðmundur yfir honum á leiðinni. Á það er sérstaklega að líta, að Skafti var handjárnaður fyrir aftan bak og því alfarið á valdi ákærðu, sem auk þess höfðu hendur á honum, fyrst báðir, en síðar annar alla leiðina frá Þjóðleikhúskjallara að lögreglustöð. Þrátt fyrir þetta hafa þeir engar viðhlítandi skýringar gefið á því, hvenær eða með hvaða hætti Skafti hlaut áverkana. Verður ekki á það fallist, að það hafi getað farið fram hjá þeim báðum. Hvor- ugur ákærða getur borið um það af eigin reynd, að Skafti hafi rekið andlitið í við að detta inn á gólf bifreiðarinnar við upphaf farar- innar. Sjálfur kveðst Skafti hafa lent á bringunni „en hlíft andlitinu með því að sveigja höfuðið aftur.““ Telja verður frásögn Skafta um þetta atriði trúverðuga. Þykir því eiga að leggja hana til grundvall- ar. Ekkert er fram komið, er bendir til, að Skafti hafi hlotið áverk- ana, er hann var fluttur úr bifreiðinni við lögreglustöðina. Telja verður því sannað, að Skafti Jónsson hafi hlotið meiðslin, 886 eftir að hann hafði verið færður inn í lögreglubifreiðina og meðan ákærði Guðmundur gætti hans einn. Skafti hafði þá verið yfirbug- aður og færður í járn. Þannig á sig kominn var hann látinn liggja á grúfu á gólfinu. Að sögn Guðmundar hafði hann þau tök á Skafta, að hann hélt í jakkakraga hans að aftan og setti vinstra hnéð á bak hans. Hinir lögreglumennirnir tveir sátu báðir í framsæti bifreiðarinnar. Þetta verður að teljast allsendis ófullnægjandi gæsla á Skafta, þegar haft er í huga, að hann var í miklu uppnámi og braust um. Ákærði Guðmundur var í fyrirsvari fyrir lögreglumönn- unum í umrætt sinn og ber því ábyrgð á þeim mistökum, er hér urðu. Skafti hefur haldið því fram, að ákærði Guðmundur hafi valdið meiðslum hans með því að halda í hárið á honum og keyra andlit hans hvað eftir annað niður í gólf lögreglubifreiðarinnar. Sumt bendir til þess, að þetta sé rétt hjá Skafta, svo sem áverkarnir á andliti hans, húðmar á hnakka og hárlos á þeim stað. Þessi skýrsla hans fær og stoð í vætti eiginkonu hans, sem ber mjög á sama veg og hann, en hins vegar hvorki í skýrslum meðákærðu né vætti Ástu Svavarsdóttur, sem hvorki varð vör við, að höfði Skafta væri slegið í gólfið né gerði sér yfirleitt grein fyrir því, fyrr en á lögreglustöðina var komið, að Skafti hefði slasast. Að þessu athuguðu þykir viður- hlutamikið að telja sönnur færðar á, að Guðmundur hafi valdið áverkum Skafta á þann hátt, sem Skafti heldur fram. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ber að sýkna ákærðu Guðmund og Jóhann Valbjörn af ákæru um brot gegn 218. gr. eða til vara 217. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar telst samkvæmt framansögðu sannað, að Skafti hlaut áverka þá, sem hér skipta máli, inni í lögreglubifreiðinni, meðan ákærði Guðmundur gætti hans einn. Á þessum tíma hélt ákærði Guðmundur höfði Skafta niður við gólf með taki á jakkakraga hans aftanverðum. Skafti reyndi að reisa upp höfuðið, en ákærði Guðmundur hélt honum niðri. Við þetta svo og hreyfingar bifreiðarinnar er sennilegast, að Skafti hafi hlotið andlitsáverkana. Áverkar þessir verða því raktir til gáleysis ákærða Guðmundar við flutning á Skafta Jónssyni í umrætt sinn. Áverk- arnir eru slíkir, að þeir mundu varða refsingu skv. 218. gr. alm. hegningarlaga, ef um ásetningsverk væri að ræða. Verður því að gera ákærða Guðmundi refsingu samkvæmt 219. gr. almennra 887 hegningarlaga, sbr. 138. gr. sömu laga, enda var málið einnig reifað á þeim grundvelli fyrir Hæstarétti, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974. Við ákvörðun þeirrar refsingar ber á það að líta, að Skafti Jónsson veitti verulega mótspyrnu við handtökuna. IV. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verða ákærðu Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson sýknaðir af öllum kröf- um ákæruvaldsins í máli þessu. Refsing ákærða Guðmundar Baldurssonar er hæfilega ákveðin 15.000,00 króna sekt til ríkissjóðs og vararefsing sektar 15 daga varðhald. Þá ber að dæma ákærða Guðmund til greiðslu skaðabóta til Skafta Jónssonar. Skaðabótakrafa þessi nemur alls 48.850,00 krón- um og sundurliðast þannig: Liður 1. Töpuð vinnulaun kr. 5.500,00 Liður 2. Fatnaður sem eyðilagðist, þ.e. jakkaföt, skyrta og klútur. “ 10.150,00 Liður 3. Læknisvottorð Högna Óskarssonar ““3.200,00 Liður 4. Miskabætur vegna þjáninga, hneisu, óþæginda, lýta, óprýði svo og fyrir röskun á stöðu og högum “<< 30.000,00 Samtals kr. 48.850,00 Þá er krafist 27% ársvaxta af téðri fjárhæð frá 27. nóvember 1983 til 21. desember 1983, en 21,5% ársvaxta frá þ.d. til 21. janúar 1984, en 15% ársvaxta frá þ.d. til 27. mars 1984, en með dómvöxt- um skv. lögum 56/1979 frá þ.d. til greiðsludags. Með hliðsjón af því, að Skafti átti sjálfur nokkra sök á átökunum og því tjóni, er af þeim leiddi, þykja bætur til hans hæfilega ákveðnar samtals 25.000,00 krónur, og ber að dæma ákærða Guðmund einan til greiðslu þeirrar fjárhæðar með vöxtum, svo sem greint er í dóms- orði. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um málskostnað að því er ákærðu Jóhann Valbjörn og Sigurgeir varðar, en dæma ákærða 888 Guðmund til greiðslu málsvarnarlauna verjanda síns í héraði, svo sem þau eru ákveðin í héraðsdómi, svo og "á hluta annars sakar- kostnaðar, og enn fremur 6.000,00 krónur upp í saksóknarlaun í héraði. Um áfrýjunarkostnað sakarinnar fari svo, að ákærði Guðmundur greiði málsvarnarlaun verjanda síns, en málsvarnarlaun verjenda ákærðu Jóhanns Valbjarnar og Sigurgeirs greiðist úr ríkissjóði, svo sem nánar er greint í dómsorði. Þá greiði ákærði Guðmundur upp í saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, 20.000,00 krónur og loks “4 af öðrum áfrýjunarkostnaði sakarinnar. Það athugast, að skýrslur vitnanna Sigurbjarnar Einarssonar, Ingibjargar Öldu Guðmundsdóttur, Malinar Örlygsdóttur, Jóhönnu Jónasdóttur, Bjarna Baldurssonar og Jóns Rósants Þórarinssonar, sem reifaðar eru í héraðsdómi, eru skýrslur gefnar fyrir rannsóknar- lögreglu, en ekkert vitna þessara hafði verið yfirheyrt fyrir dómi. Við framhaldspróf komu fjögur fyrsttöldu vitnin fyrir dóm og gáfu skýrslu, en þeir Bjarni og Jón Rósant hafa eigi borið vitni fyrir dómi. Það er aðfinnsluvert, að meðal gagna málsins, er lögð voru fyrir héraðsdóm eru ýmis óþörf og þýðingarlaus gögn, svo sem ljósrit blaðafrétta og blaðagreina um málið. Sama á við um mikinn fjölda af skjölum þeim, sem verjandi ákærða Guðmundar lagði fyrir Hæstarétt í samheftum skjalabunka og engu skipta við úrlausn málsins. Dómsorð: Ákærðu Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson skulu vera sýknir af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Ákærði Guðmundur Baldursson greiði 15.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Guðmundur Baldursson greiði Skafta Jónssyni 25.000,00 krónur ásamt 27%0 ársvöxtum frá 27. nóvember 1983 til 21. desember 1983, 21,5% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 27. mars 1984 en dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 889 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað eru staðfest að því er varðar ákærðu Jóhann Valbjörn og Sigurgeir. Ákærði Guðmundur greiði Ríkissjóði 6.000,00 krónur upp í saksóknarlaun í héraði, málsvarnarlaun Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, verjanda síns í héraði, 18.000,00 krónur, og "á af öðrum sakarkostnaði í héraði. Málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærðu Jóhanns Val- bjarnar og Sigurgeirs fyrir Hæstarétti, hæstaréttarlögmann- anna Sveins Snorrasonar og Svölu Thorlacius, 50.000,00 krón- ur til hvors, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Guðmundur greiði ríkissjóði 20.000,00 krónur upp í saksóknarlaun fyrir Hæsta- rétti, málsvarnarlaun verjanda síns, Jóns Oddssonar hæstarétt- arlögmanns, 50.000,00 krónur, og "á hluta af öðrum áfrýjun- arkostnaði. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjörnssonar og Halldórs Þorbjörnssonar. Við erum sammála atkvæði meiri hluta dómara aftur að III. kafla. Þá erum við sammála því, sem þar segir, að sýnt þyki, að Skafti Jónsson hafi hlotið áverka sína, a.m.k. andlits- og höfuð- áverkana, eftir að hann var færður úr Þjóðleikhúsinu, en áður en komið var með hann á lögreglustöðina. Hljóti svo stórfelldir áverk- ar að vekja grunsemdir um, að Skafti hafi sætt ofbeldi eða harð- ræði af hálfu ákærðu Guðmundar eða Jóhanns Valbjörns. Viðurhlutamikið þykir að telja sannað, að ákærði Guðmundur hafi valdið áverkum Skafta í lögreglubílnum á þann hátt, sem Skafti heldur fram. Hugsanlegt er, að Skafti hafi hlotið áverkana í svipt- ingum þeim, sem urðu milli hans og Guðmundar og Jóhanns Val- björns, er þeir færðu hann inn í lögreglubílinn, en þá veitti Skafti mikla mótspyrnu. Fram er komið, að þeim átökum lyktaði með því, að Skafti skall á gólf bílsins, og Jóhann Valbjörn kveðst hafa séð, áður en haldið var af stað, að Skafti var kominn með blóðnasir. Ekki verður þó talið nægilega sannað, að ákærðu hafi valdið áverk- 890 unum með refsiverðum hætti í þesum átökum. Teljum við því, að sýkna eigi ákærðu Guðmund og Jóhann Valbjörn af ákæru pi líkamsmeiðingar. Samkvæmt þessu teljum við að staðfesta beri niðurstöðu héraðs- dóms og leggja allan áfrýjunarkostnað á ríkissjóð. Við erum sammála athugasemdum meiri hluta dómara um máls- meðferð og framlagningu gagna. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11. apríl 1984. Ár 1984, miðvikudaginn 11. apríl, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 185-187/1984: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Baldurssyni, Jóhanni Valbirni Ólafssyni og Sigurgeiri Arnþórssyni, sem tekið var til dóms 28. f.m. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 15. febrúar sl., á hendur ákærðu Guðmundi Baldurssyni lögreglu- flokksstjóra, Hofsvallagötu 59, fæddum í Reykjavík 24. maí 1954, Jóhanni Valbirni Ólafssyni lögreglumanni, Ljósvallagötu 10, fæddum í Reykjavík 20. desember 1960, og Sigurgeiri Arnþórssyni lögreglumanni, Bárugötu 37, fæddum í Reykjavík 14. október 1957, öllum búsettum í Reykjavík. Í ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærðu „fyrir ólöglega handtöku og í því sambandi brot í opinberu starfi, harðræði og líkamsmeið- ingar sem hér greinir. Öllum ákærðu er gefið að sök að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 27. nóv- ember 1983, í starfi sem lögreglumenn er þeir sameiginlega sinntu kvaðn- ingu í Þjóðleikhúskjallarann í Reykjavík, handtekið þar við fatageymslu samkvæmt ábendingu Sigurbjarts Ágústs Guðmundssonar, dyravarðar, en án nægilegra ástæðna eða tilefnis, Skafta Jónsson, blaðamann, Víðimel 19, Reykjavík, sem þá skömmu fyrir lokun hússins, var ásamt konu sinni á leið út úr húsinu, án þess að hafa í fatageymslunni fengið afhenta eða sjálf- ur fundið yfirhöfn sína, og með harðræði yfirbugað Skafta, handjárnað hann og fært hann út úr húsinu. Ákærðu Guðmundi og Jóhanni Valbirni er gefið að sök að hafa, eins og lýst verður, með harðræði við flutning ákærða frá Þjóðleikhúsinu og að lögreglustöðinni við Hverfisgötu orðið valdir að því að Skafti hlaut áverka og líkamsmeiðsli í þeim flutningi og fatnaður ónýttist af blóðblett- um og óhreinindum. a) Ákærðu Guðmundur og Jóhann Valbjörn er þeir, við mótspyrnu Skafta, ýttu honum eða hrintu inn í lögreglubifreiðina þannig, að Skafti féll á grúfu á gólf lögreglubifreiðarinnar handjárnaður aftur fyrir bak. 891 b) Ákærði Guðmundur í tökum þeim er hann hélt Skafta í á gólfi lög- reglubifreiðarinnar allt þar til komið var að lögreglustöðinni. Áverkar þeir, sem Skafti hlaut í flutningnum, voru þessir: Nefbeinsbrot og blóðnasir, glóðarauga á vinstra auga, tvær rispur á enni og roði og húð- mar í hársverði á hnakkasvæði, rispur og húðmar á vinstri öxl og báðum upphandleggjum, handjárnaför á báðum úlnliðum og bólga og eymsli á ökkla. Brot allra ákærðu teljast varða við 131. gr. — til vara 132. gr. — al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, og brot ákærðu Guðmundar og Jó- hanns Valbjörns auk þess við 1. mgr. 218. gr. — til vara 217. gr. — í báðum tilvikum sbr. 138. gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu skaða- bóta, ef krafist verður, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: Aðfaranótt sunnudagsins 27. nóvember sl., klukkan 2:52,20, var óskað lögregluaðstoðar að Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík. Samkvæmt segul- bandsupptöku fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar hljóðaði tilkynningin til lögreglunnar á þá leið, að aðstoð vantaði vegna manns, sem væri með læti. Klukkan 2:54 var bifreið lögreglunnar nr. 20 send á staðinn, og í henni voru ákærðu, Guðmundur Baldursson, Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson. Hinn fyrstnefndi var elstur starfsmaður og í fyrir- svari fyrir þeim. Hinn síðastnefndi gerði skýrslu um útkallið, og segir í henni, að er þeir ákærðu komu á staðinn, hafi þeir hitt þar fyrir einn af dyravörðum hússins, Sigurbjart Ágúst Guðmundsson, sem beið utan dyra og bað þá að fjarlægja mann, sem hefði ærst. Er ákærðu komu í fata- geymsluna, benti Sigurbjartur Á gúst á manninn, og skipti þá engum togum, að hann réðst á Sigurbjart Ágúst, tók hann föstum tökum og fékkst ekki til að sleppa þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Tóku þeir hann því og ætluðu að leiða í burtu. Segir, að hann hafi þá ærst og þeir orðið að beita hann töluverðu harðræði til að yfirbuga mótþróa hans. Hefði ekki með neinu móti verið hægt að tala við manninn vegna ástands hans. Var maðurinn færður í fangageymslu lögreglunnar. Í lögregluskýrslunni segir, að maðurinn hafi barist mikið um í lögreglu- bifreiðinni og hafi þurft að beita hann harðræði til að halda honum. Þá muni hann hafa rekið andlitið í og hlotið við það blóðnasir. Samkvæmt gögnum málsins er upphaf máls þessa það, að Skafti Jónsson blaðamaður, Víðimel 19 í Reykjavík og kona hans, Kristín Þorsteinsdóttir, höfðu verið í Þjóðleikhúskjallaranum umrædda nótt og voru á heimleið. Fundust þá ekki þrátt fyrir leit yfirhafnir þeirra, sem áttu að vera á snaga 892 nr. 190. Kveðst Skafti ekki hafa verið ölvaður, þótt hann hefði neytt áfengis. Önnur tveggja stúlkna, sem voru við afgreiðslu í fatageymslunni, gaf Skafta leyfi til að fara inn fyrir borðið til leitar, og kom þá í leitirnar yfir- höfn konu hans. Yfirhöfn Skafta fannst hins vegar ekki. Í framhaldi af þessu hófst sú atburðarás, sem er tilefni máls þessa. Leiddi hún til lögreglu- skýrslu þeirrar, sem áður er getið, og kæru Skafta til lögreglustjóra, en þá lagði hann fram minnispunkta þeirra hjóna um atburðina. Síðan hófst rannsókn hjá rannsóknarlögreglu ríkisins og loks dómsrannsókn að kröfu ríkissaksóknara, áður en hann gaf út ákæru málsins. Þá voru nokkur vitni yfirheyrð við meðferð málsins. Vitnið Skafti Jónsson kveðst hafa spurt Elísabetu Huldu Baldursdóttur, Ölduslóð 19 í Hafnarfirði, sem var við störf í fatageymslunni, þegar yfir- hafnir þeirra hjóna fundust ekki, hvort hann mætti ganga inn fyrir og svipast um eftir þeim. Segir hann, að hún hafi sagt, að það væri í lagi. Hefði hann gert það og fundið kápu konu sinnar og rétt yfir borðið. Á meðan afgreiddi Elísabet aðra gesti. Skafti segist hafa haldið áfram leit að kápu sinni, en stúlkan í fataheng- inu sinnti öðrum gestum. Vissi Skafti þá ekki, fyrr en kominn var dyra- vörður, sem Skafti segir, að hafi þrifið í öxl sína og spurt dónalega, hvað hann væri að gera innan við borðið. Segir Skafti, að um leið hafi hann dregið sig niður að borðinu. Svaraði Skafti því kurteislega, að hann væri að leita að yfirhöfn sinni með fullri vitund og vilja afgreiðslustúlku. Hann kveðst hafa látið undan, þar sem dyravörðurinn hafði tekið á honum, og farið yfir borðið. Segir Skafti, að þá hafi hafist stimpingar á milli þeirra og hafi hann þrifið í fatnað dyravarðarins. Rifnaði þá skyrta hans, en ekki getur Skafti skýrt það nánar. Þá þegar kom annar dyravörður og aðstoðaði þann fyrri við að yfirbuga Skafta, og segir Skafti, að þeir hafi haft sig undir og leikurinn borist eftir öllu afgreiðsluborðinu. Þá hélt fyrri dyra- vörðurinn á brott, en hinn sleppti Skafta. Skafti kveðst nú hafa snúið sér að annarri afgreiðslustúlku en áður og Óskað eftir að fá númer, þar sem flíkin hafði ekki fundist. Jafnframt segist Skafti hafa spurt stúlkuna, hvort hún væri tilbúin að vitna um það, sem þarna hefði gerst. Svaraði hún því, að hún gæti vitnað um það, sem gerðist, þar til stimpingar hófust við dyravörðinn. Skafti kveðst hafa sagt konu sinni, að þau skyldu fara heim, en frakkann gætu þau sótt daginn eftir. Kveðst Skafti hafa verið nokkuð æstur á meðan á framangreindu stóð, en hann hefði einsett sér að stilla sig og halda heim. Voru þá allt í einu komnir þrír lögreglumenn í fylgd dyravarðar þess, er fyrst getur. Átti Skafti ekki von á því, að þeir ætluðu að hafa afskipti af honum. Kveður Skafti einn lögreglumannanna frekar en tvo hafa beðið 893 sig að koma með þeim, að honum skildist á lögreglustöð. Segir Skafti, að þetta hafi verið sagt höstuglega. Kveðst Skafti hafa neitað þessu, þar sem hann hefði ekkert til saka unnið. Kveðst hann þá ekki hafa vitað fyrri til en lögreglumennirnir höfðu hann undir á borðinu og færðu á örskömmum tíma í handjárn með hendur fyrir aftan bak. Kveðst Skafti hafa mótmælt handtökunni, en ekki getað veitt neina mótspyrnu, þar sem hann var hand- járnaður. Ekki minnist Skafti þess að hafa á þessari stundu átt orðaskipti við dyravörðinn. Segir Skafti, að sér hafi þessu næst verið ýtt út í lögreglu- bifreið, sem var fyrir utan húsið. Skafti kannast ekki við að hafa að fyrra bragði lagt hendur á dyravörð eða ákærðu, en hann hafi streist á móti, þegar tekið var á honum. Hann getur ekki sagt til um, hvort dyravörðurinn lagði ákærðu lið við handtök- una. Skafti kveður ekkert tóm hafa gefist til þess að ræða við ákærðu, áður en hann var tekinn. Hann kveðst ekki geta gert sér grein fyrir, hvort einhver einn ákærðu hafði sig mest í frammi. Vitnið Margrét Kristjánsdóttir, Hraunbæ 178 í Reykjavík, starfaði í fata- geymslunni umrætt sinn. Hún segir, að Skafti hafi orðið mjög æstur, þegar yfirhafnirnar fundust ekki, svo og kona hans og annað fólk, sem virtist með honum. Bað Margrét Skafta að bíða, en hún var ein við afgreiðsluna, þegar Skafti kom. Hún segir, að Skafti hafi verið mjög æstur og dónalegur og borið það á hana, að hún bæri ábyrgð á frakkanum og hefði honum verið stolið. Hefði hann heimtað að fá að fara inn fyrir borðið og leita sjálfur, en hún hefði neitað honum um það, þar sem hún hafði fyrirmæli um að hleypa ekki gestum inn í fatageymsluna. Varð Skafti alveg brjálaður að sögn Margrétar, ef hún afgreiddi einhvern annan, á meðan hann beið, og allir æstir, sem með honum voru. Margrét segir, að Elísabet Hulda hafi komið til að afgreiða í fatageymslunni og sjálf hafi hún farið að afgreiða aðra gesti, enda mikið að gera, þar sem margir voru að fara. Nokkru síðar sá Margrét, að Skafti var kominn inn fyrir borðið og farinn að leita þar í fatnaði. Ekki gaf Margrét honum leyfi til þess. Stóð Margrét yfir honum, á meðan hann leitaði. Fannst kápa konu Skafta, en ekki frakkinn. Margrét kveður þær Elísabetu Huldu ekki hafa þorað annað en að lofa Skafta að leita af ótta við hann. Kveðst hún hafa verið „drulluhrædd““ við Skafta vegna frekju hans og dónaskapar. Telur hún hann hafa verið undir áhrifum áfengis, en ekki áberandi ölvaðan. Bauðst Elísabet Hulda til að skrifa niður nafn Skafta og síma, svo að hægt væri að hafa samband við hann, ef yfirhöfnin fyndist. Í sama bili kom Sigurbjartur Ágúst, og heyrði Margrét Sigurbjart Ágúst biðja Skafta að koma fram fyrir borðið og hann neita því. Hún heyrði Skafta segja Sigurbjarti Ágústi að halda kjafti og heyrði hann síðan rífa kjaft við hann. 894 Margrét sagði rannsóknarlögreglu, að hún hefði ekki fylgst náið með næstu framvindu mála og ekki séð nein átök, fyrr en ákærðu komu á stað- inn. Skafti hefði þá farið fram fyrir boðið og verið þar. Við meðferð máls- ins upplýsir Margrét hins vegar, að hún hafi séð Skafta ráðast að Sigur- bjarti Ágústi og ná tökum á honum, áður en ákærðu komu. Fullyrðir Margrét, að hún hafi séð Skafta þrífa í Sigurbjart Ágúst, þegar hann kom fram fyrir borðið. Margrét kveður Skafta enn hafa verið mjög æstan og illskeyttan, þegar ákærðu komu á staðinn og töluðu við hann og sögðu honum, að þeir væru komnir vegna þess, að kvartað hefði verið undan framkomu hans við dyra- vörðinn. Sagði Skafti þá, að hann ætlaði að spyrja stúlkurnar í afgreiðsl- unni. Hann hefði síðan spurt Elísabetu Huldu, hvort hann hefði verið dóna- legur við dyravörðinn, og hún þá sagt já. Segir Margrét, að þá hafi Skafti gersamlega tryllst og ráðist á Sigurbjart Ágúst. Hefðu ákærðu þá tekið hann, en hann hefði brotist um og veitt mikla mótspyrnu. Meðal annars hefði einn ákærðu misst af sér húfuna í látunum, enda hefði Skafti verið orðinn alveg trylltur og barist um á hæl og hnakka. Loks tókst að hand- járna hann, eftir að hann hafði verið lagður fram á borðið. Vitnið Elísabet Hulda kveðst hafa verið í fatahengi Leikhúskjallarans umrædda nótt og ræddi þar við Skafta, sem sagði, að frakki hans fyndist ekki. Hann vildi koma inn fyrir afgreiðsluborðið til þess að leita sjálfur að frakkanum, og kveðst Elísabet Hulda hafa orðið við því, enda hafi Skafti verið orðinn nokkuð reiður yfir því að fá ekki frakkann. Hún kveðst hálft í hvoru hafa óttast Skafta vegna æsings hans og því hleypt honum inn fyrir, þótt hún hefði fyrirmæli um að gera ekki slíkt. Hún segir, að Skafti hafi borið merki ölvunar, en þó ekki mikil. Elísabet Hulda kveðst hafa boðist til þess, þegar Skafti fann ekki frakkann, að hringja til hans, þegar hann kæmi í leitirnar, og hafi hann í fyrstu tekið því vel og hun skrifað hjá sér nafn hans, en eftir að hafa rætt við konu, sem Elísabet Hulda telur hafa verið konu Skafta, hafi hann ekki viljað hafa þennan hátt á. Kveðst Elísabet Hulda þá hafa beðið hann um að bíða framan við afgreiðsluborðið, þar sem hún þyrfti að sinna öðrum gestum, en Skafti hafi neitað að fara. Sigurbjartur Ágúst hafi komið að í sama mund, og kveðst Elísabet Hulda hafa beðið hann um að hjálpa sér og átti við það að koma Skafta fram fyrir borðið, Sigurbjartur Ágúst hafi spurt, hvað um væri að vera, og Skafti sagt honum að halda kjafti. Elísabet Hulda kveðst ekki hafa sagt Sigurbjarti Ágústi, að hún hefði leyft Skafta að fara inn fyrir borðið, og man ekki eftir að hafa sagt honum, að Skafti hefði ekki fengið frakkann sinn. Sigurbjartur Ágúst hafi ekki spurt, vegna hvers Skafti væri innan við borðið. Elísabet Hulda heyrði 895 Skafta enn neita að fara, þegar Sigurbjartur Ágúst bað hann þess. Auk þess var hann að rifa kjaft við hann. Elísabet Hulda kveðst hafa staðið aftan við Skafta inni í fatahenginu, þegar hann fór yfir afgreiðsluborðið og segir, að ekki hafi komið til handa- lögmála milli Skafta og Sigurbjarts Ágústs, áður en Skafti fór yfir borðið af sjálfsdáðum. Elísabet Hulda kveðst ekki hafa fylgst með þeim frekar eftir þetta og ekki séð, hvað fór þeim á milli, þar sem hún var við afgreiðslu og margt fólk við fatahengið. Elísabet Hulda kveðst hafa séð, þegar ákærðu komu, en ekki vitað af hvaða tilefni. Hún hafi séð ákærðu tala eitthvað við Skafta og hafi þeir þá verið u.þ.b. á móts við mitt afgreiðsluborðið. Í fyrstu hafi hún ekki greint orðaskil, en þegar hún kom nær hafi hún heyrt ákærðu biðja Skafta um að koma með sér og minnir, að þeir hafi sagt honum að fylgja sér út fyrir. Skafti hafi neitað að fylgja þeim, en þeir hafi tekið á honum, og kveðst hún næst hafa séð, hvar þeir lögðu hann fram á afgreiðsluborðið og settu á hann handjárn. Veitti Skafti mikla mótspyrnu í átökunum og tókst naumlega að handjárna hann. Elísabet Hulda man ekki eftir að hafa séð Sigurbjart Ágúst vera í fylgd með ákærðu né að hafa séð hann, fyrr en hún fór á eftir ákærðu með lögregluhúfu og axlarspæl, sem þeir höfðu misst í átökunum, en hún sá Skafta slá húfuna af einum hinna ákærðu og slíta axlarspæl af öðrum. Sigurbjartur Ágúst var þá framan við dyrnar að fatageymslunni bindislaus, jakkalaus og með fráflakandi skyrtu. Ákærðu voru komnir sem næst upp að útidyrunum, þegar hún afhenti einum þeirra húfuna og axlarspælinn. Hún telur, að sá, sem tók við þessu, hafi haldið í Skafta og að ákærðu hafi allir verið að fara út, en er þó ekki viss um þetta. Elísabet Hulda segir, að síðar hafi komið í ljós, að frakki Skafta hafði verið afhentur öðrum í misgripum, en honum hafi verið skilað eftir einn til tvo daga. Elísabet Hulda lítur svo á, að ákærðu hafi ekki getað annað en sett hand- járn á Skafta, en hann hafi verið alveg trylltur, þegar hann var beðinn að koma með þeim, og látið mjög illa eftir að þeir tóku á honum. Ekki varð Elísabet Hulda vör við neinn æsing í ákærðu. Þeir hefðu einungis verið ákveðnir við ákærða, er hann neitaði að fylgja þeim og fór að veita mót- spyrnu. Elísabet sá enga áverka í andliti Skafta, þegar hann var leiddur á. brott. Vitnið Jón Sigurður Pálmason yfirdyravörður, Selvogsgötu 1 í Hafnar- firði, var staddur í Þjóðleikhúskjallaranum þessa nótt, en ekki við störf. Hann sá Skafta fyrir innan afgreiðsluborðið í fatageymslunni að róta í fatnaði og fékk þær upplýsingar hjá starfsstúlkunum, að hann væri að leita að frakka, sem ekki fyndist. 896 Kveður Jón Sigurður það fasta reglu, að gestir fari ekki inn í fatageymsl- una sjálfir, en þar sé lítið pláss og þröngt og auk þess beri húsið ábyrgð á því, sem þar er geymt. Væri því með öllu bannað, að nokkur annar en starfsfólk færi inn í geymsluna. Þá sá Jón Sigurður, að Skafti tafði fyrir afgreiðslu. Kom hann því boðum til Sigurbjarts Ágústs, að hann fjarlægði Skafta. Vildi Jón Sigurður ekki gera það, þar sem hann var sjálfur ekki einkennisklæddur. Jón Sigurður segir, að er Sigurbjartur Ágúst kom, hafi hann beðið Skafta að koma fram fyrir borðið. Það gerði hann, án þess að lagðar væru á hann hendur, en hélt uppi einhverju málþófi og sagði dyravörðunum að vera ekki að skipta sér af því, sem þeim kæmi ekki við. Þá upplýsir Jón Sigurður, að er Skafti kom fram fyrir borðið og var að þrasa við dyraverð- ina, hafi hann stjakað við Birni Úlfarssyni dyraverði og þrifið í hálsbindið á Sigurbjarti Ágústi og slitið það af. Þá hafi hann rifið í skyrtu hans og rifið hana niður úr. Urðu síðan einhverjar stimpingar, á meðan Sigur- bjartur Ágúst var að losna frá Skafta Vegna árásarinnar á dyraverðina og fataskemmdanna kallaði Jón Sigurður til lögregluna, en hann segir það fasta venju, að dyraverðir standi ekki í stimpingum við gesti. Jón Sigurður heyrði Skafta heimta frakka sinn, þegar hann var að fara til að kalla til lögregluna. Voru þá stimpingarnar afstaðnar. Virtist Skafti vera undir áhrifum áfengis, en ekki áberandi ölvaður, heldur frekar æstur og illur og lét það koma fram við dyraverðina, að þeim kæmi ekkert við, hvað hann væri að gera. Jón Sigurður kveðst ekki hafa komið til baka að fatahenginu frá því að hringja, fyrr en ákærðu voru komnir, og er hann kom að, voru ákærðu að setja handjárn á Skafta. Jón Sigurður segir, að Skafti hafi brotist um og látið eins og vitlaus maður, en ákærðu ekki farið harkalega að honum. Jón Sigurður segir, að Skafti hafi legið með bringuna fram á borðið, á meðan járnin voru sett á hann. Hann braust um auk þess sem aðrir menn þarna gerðu í því að hindra ákærðu í því að koma járnum á hann. Jón Sigurður segir, að ákærðu hafi leitt Skafta upp og út fyrir dyr og hafi það gengið átakalaust og hann fylgt þeim án mótþróa. Vitnið Bjarni Baldursson dyravörður, Lindargötu 63 í Reykjavík, segir Jón Sigurð hafa beðið sig að sækja Sigurbjart Ágúst, sem var við útidyr, og láta hann koma Skafta fram fyrir borðið, en Bjarni sá hann fyrir innan það að þrátta við stúlkurnar. Hann heyrði hins vegar ekki, hvað þeim fór á milli. Ekki báðu þær Bjarna að fjarlægja Skafta. Segir Bjarni, að mikil ös hafi verið í fatageymslunni. Bjarni sótti Sigurbjart Ágúst, sem fór niður í fatageymsluna, en sjálfur tók Bjarni við störfum hans við dyrnar. Sá Bjarni ekki, hvað gerðist við fatageymsluna eftir þetta, en heyrði háreysti og að greinilega var eitthvað 897 um að vera niðri. Næst gerðist það, að Sigurbjartur Ágúst kom til Bjarna og gaf þau fyrirmæli, að útidyrunum yrði læst og séð til þess, að Skafti færi ekki út, þar sem lögreglan væri væntanleg. Bjarni hleypti ákærðu inn, og fóru þeir niður að fatahenginu. Bjarni sá ekki, hvað gerðist við fata- geymsluna, en heyrði háreysti án þess að greina orðaskipti. Bjarni var við dyrnar og sá ákærðu koma með Skafta handjárnaðan með hendur fyrir aftan bak. Hann sá ákærðu ekki beita Skafta neinu harðræði, en hann gekk á milli tveggja ákærðu, sem héldu hvor í sinn handlegg hans. Hann sá enga áverka á Skafta, þegar hann var leiddur út. Bjarni segir, að Skafti hafi veitt mótspyrnu, er ganga átti upp tröppur að útganginum og blótað mikið yfir því að vera tekinn, þar sem hann hefði ekkert gert af sér. Lét hátt í honum, og hann öskraði. Ekki virtist hann áberandi ölvöur, en eitthvað undir áhrifum áfengis. Þá veitti hann mót- spyrnu í dyrunum með því að krækja fæti í dyrastafinn, en ákærðu leiddu hann þá skáhallt út um dyrnar og að lögreglubifreiðinni, sem var fyrir utan. Virtust ákærðu rólegir, bæði er þeir komu og fóru. Vitnið Sigurbjartur Ágúst Guðmundsson dyravörður, Strandgötu 69 í Hafnarfirði, kveðst hafa verið við eystri útidyr þegar Bjarni kom og sótti hann og sagði, að einhver vandræði væru við fatageymsluna. Þegar Sigur- bjartur Ágúst kom þangað, sá hann Skafta fyrir innan afgreiðsluborðið ásamt starfsstúlkunum. Skildist Sigurbjarti Ágústi, að Skafti væri að leita að frakka sínum, sem ekki hefði fundist. Minnir Sigurbjart Ágúst, að hann hafi spurt: Elísabetu Huldu, hvort Skafti ætti að vera innan við borðið og hafi hún neitað því. Kveður Sigurbjartur Ágúst Elísabetu Huldu hafa beðið sig að koma Skafta fram fyrir borðið, en þær hefðu ekki vinnufrið fyrir honum. Ekki sagði Elísabet Hulda, hvers vegna Skafti væri innan við borðið né að hún hefði leyft honum að fara þangað. Sigurbjartur Ágúst kveðst hafa gengið beint að borðinu og spurt Skafta, hvað hann væri að gera. Virtist honum Skafti eitthvað undir áhrifum áfengis, en alls ekki áberandi ölvaður. Segir Sigurbjartur Ágúst, að hann hafi sagt sér að halda kjafti og skipta sé ekki af því, sem honum kæmi ekki við. Kveðst Sigurbjartur Ágúst þá hafa beðið Skafta að koma strax fram fyrir, en hann hefði brugðist illa við og slegið í hálsbindi sitt og hefði hann síðan hótað að slá sig, ef hann færi eitthvað að skipta sér af því, sem honum kæmi ekki við. Þá neitaði hann að koma fram fyrir. Kveðst Sigurbjartur Ágúst hafa verið einkennisklæddur og telji hann því, að Skafti hafi vitað, hver hann var. Sigurbjartur Ágúst segir að Björn dyravörður hafi einnig verið þarna staddur og hefði hann beðið hann að koma með sér inn fyrir borðið til að leiða Skafta í burtu. Þegar þeir ætluðu inn fyrir borðið, stökk Skafti fram fyrir það. Urðu engin átök, áður en hann kom fram fyrir borðið. Kveður Sigurbjartur Ágúst Skafta hafa verið viðskota- 57 898 illan og nokkuð æstan, en hann kveðst hafa gengið til hans og spurt, hvað um væri að vera. Upplýsti Skafti þá, að hann væri búinn að bíða eftir frakka sínum í tvo og hálfan tíma, en það telur Sigurbjartur Ágúst vitleysu. Sigurbjartur Ágúst segir, að Skafti hafi brugðist illa við, þegar hann spurði hann, og hefði hann slegið sig í öxlina og sagt sér að drulla sér í burtu og vera ekki að skipta sér af því, sem honum kæmi alls ekki við. Hann vantaði frakka og ætlaði sér að finna hann sjálfur. Kveðst Sigur- bjartur Ágúst ekki hafa verið sáttur við framkomu Skafta og bað hann að fylgja sér upp í anddyrið, því að hann ætlaði sér að koma honum burt úr fatageymslunni, þar sem mikið var þar af fólki, sem var á leiðinni út, og mikil læti í Skafta. Sigurbjartur Ágúst segir, að Skafti hafi tekið beiðni sinni illa og hefði hann hrundið Birni í burtu og ráðist að sér. Segir Sigurbjartur Ágúst, að Skafti hafi gripið í hálsbindi sitt föstu taki og gert sig líklegan til að herða að, en það slitnaði, þar sem þetta var teygjubindi. Síðan reif Skafti í skyrt- una og sneri upp á hana, og við það slitnuðu allar tölur í henni nema tvær þær neðstu. Þá segir Sigurbjartur Ágúst, að Skafti hafi tekið um hálsinn á sér og reynt að krafla í augu sér og væri hann með lítilsháttar áverka af því. Erfitt reyndist að losna frá Skafta, en það tókst að sögn Sigurbjarts Ágústs með aðstoð Jóns Sigurðar og Björns. Þegar hér var komið, fór Sigurbjartur Ágúst upp í anddyrið til að loka dyrunum, svo að Skafti kæmist ekki út, og bað Jón Sigurð að hringja í lögregluna, en Sigurbjartur Ágúst hugðist kæra Skafta fyrir líkamsárás. Sigurbjartur Ágúst beið síðan uppi, þar til ákærðu komu og varð sam- ferða þeim niður að fatageymslunni. Útskýrði hann fyrir þeim, hvað um væri að vera. Sagði hann þeim frá hinni tilefnislausu árás og sýndi þeim föt sín. Kvaðst hann ætla að kæra Skafta og bað um, að honum yrði komið út úr húsinu. Telur hann sig hafa sagt ákærðu, að Skafti væri „alveg vitlaus“, en man ekki, hvort hann sagði þeim frá aðdraganda átakanna. Hann telur sig ekki hafa beðið ákærðu sérstaklega að koma alla niður. „Sigurbjartur Ágúst kveðst hafa gengið ásamt ákærðu niður í fatageymsl- una og segir, að a.m.k. tveir þeirra hafi gengið á undan sér. Skafti hafi verið nálægt vestari enda afgreiðsluborðsins á tali við fólk. Sigurbjartur Ágúst kveðst hafa bent ákærðu á Skafta, sem hafi gengið til móts við þá, og þeir mæst u.þ.b. við mitt afgreiðsluborðið. Ákærðu hafi haldið hópinn og enginn einn þeirra farið fyrstur til Skafta. Sigurbjartur Ágúst kveðst ekki hafa séð, hvar kona Skafta var Sigurbjartur Ágúst kveður ákærðu strax hafa beðið Skafta um að koma með sér en ekki sagt hvert. Þeir hafi ekki spurt hann neins eða sagt neitt annað við hann, áður en þeir báðu hann um að koma með þeim, og þeir hafi ekki tekið á honum strax. Skafti hafi sagt þeim, að þeir skyldu sjálfir 899 koma sér út og að málið væri á milli hans og Sigurbjarts Ágústs eingöngu. Skafti hafi síðan ýtt við tveimur ákærðu og virst ætla að veitast að sér og gripið með annarri hendi í öxl sína. Ákærðu hafi þá tekið á Skafta, sem hafi brugðist hart við og slegið og sparkað frá sér. Þeir hafi þá tekið um handleggi hans og getað lagt hann fram á afgreiðsluborðið og hand- járnað hann, og virtist hann róast eftir það. Í átökunum sá Sigurbjartur Ágúst axlarspæl rifna af einkennisbúningi eins ákærðu, en þeir áttu fullt í fangi með að handjárna Skafta. Sigurbjartur Ágúst kveðst ekki hafa heyrt ákærðu segja annað við Skafta en að biðja hann um að koma með þeim. Hann kveðst engan þátt hafa átt í átökum Skafta og ákærðu. Ákærðu leiddu Skafta síðan upp og út í bifreiðina. Fylgdi hann þeim mótþróalaust það er Sigurbjartur Ágúst sá til. Vitnið Björn Úlfarsson dyravörður, Álfhólsvegi 87 í Kópavogi, kveðst hafa séð Skafta fyrir innan borðið í fatageymslunni að leita í fatnaði. Björn kveðst hafa heyrt Sigurbjart Ágúst tala við Skafta og biðja hann að koma fram fyrir borðið, þar sem enginn hefði leyfi til að vera fyrir innan það. Skafti hefði þá rifið kjaft og talað um, að hann væri búinn að bíða lengi og myndi ekki fara, fyrr en hann hefði fengið frakkann. Hann hefði neitað að koma fram fyrir borðið, en síðan komið fram fyrir það, án þess að þeir dyraverðirnir reyndu að koma honum fram fyrir með valdi. Björn kveður Sigurbjart Ágúst hafa aðeins vikið sér frá og hefði Skafti þá komið til sín og spurt, hvar hann væri, dyravarðarfíflið, sem hann hefði verið að tala við rétt áður. Virtist Birni Skafti mjög æstur og ólmur í að ná í Sigurbjart Ágúst. Björn segir, að þegar Sigurbjartur Ágúst hafi komið að, hafi Skafti umsvifalaust stjakað við sér og rokið á hann. Sá Björn Skafta þrífa í hálsbindið á Sigurbjarti Á gústi og slíta það af. Síðan sá Björn Skafta þrífa í skyrtukragann á Sigurbjarti Ágústi og snúa upp á, þannig að tölur rifnuðu af skyrtunni. Jón Sigurður var staddur þarna, og reyndu þeir í sameiningu að halda Skafta og losa Sigurbjart Ágúst frá honum. Var það erfitt, en tókst. Eftir það var Skafti látinn afskiptalaus, en lögreglan kölluð til. Björn kveðst hafa séð, er ákærðu komu á staðinn. Kveðst Björn hafa heyrt, að Skafti neitaði að fara með ákærðu og sagðist ekki mundu fara út í lögreglufylgd. Þá kveðst Björn hafa séð, er Skafti réðst aftur að Sigur- bjarti Ágústi, er ákærðu voru komnir, en þeir hafi verið fljótir til og tóku hann og héldu. Þegar þarna var komið, kveðst Björn hafa orðið að fara frá. Sá hann ekki, þegar Skafti var settur í handjárn og fluttur út. Eftir á kveðst Björn hafa séð, að einn ákærðu hafði misst annan axlar- spælinn af einkennisjakkanum og hafði greinilega lent í ryskingum. Björn segir, að sér hafi virst sem Skafti væri eitthvað undir áhrifum 900 áfengis, en alls ekki mikið ölvaður. Hann hafi hins vegar verið mjög æstur og látið sem honum væri stórlega misboðið. Jafnframt segir Björn, að Skafti hafi gert mikið mál úr því, að frakkann vantaði. Björn segir, að Skafti hafi í bæði skiptin ráðist á Sigurbjart Ágúst án sýnilegs tilefnis. Hann hafi greinilega verið illur út í hann vegna þess, að hann hafði beðið hann að fara út úr fatahenginu. Hann hafi hins vegar enga tilraun gert til að ráðast á hina dyraverðina, sem voru þarna við- staddir. Björn sá enga áverka á Skafta. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu um fyrstu afskipti þeirra af Skafta og handtöku hans. Ákærði Guðmundur man ekki nákvæmlega, hvernig tilkynningin til þeirra ákærðu var orðuð, en man þó, að þeir voru beðnir sérstaklega að koma austan megin að húsinu og gerðu það. Voru þeir fljótir á staðinn, þar sem þeir voru staddir á Skúlagötu, þegar kallið barst. Ákærði Guðmundur segir, að maður í einkennisklæðnaði dyravarða, sem virtist nokkuð æstur, hafi tekið á móti þeim við bifreiðina og beðið þá að koma alla niður í Leikhúskjallarann til aðstoðar vegna manns, sem hann ætlaði að leggja fram kæru á, þar sem hann hefði ráðist á sig. Sá ákærði, að dyravörðurinn bar ekki hálstau og að skyrta hans var að miklu leyti fráhneppt. Þá var hár hans úfið. Taldi ákærði, að dyravörðurinn hefði átt í höggi við erfiðan mann. Ákærði segir, að þeir ákærðu hafi fylgt dyraverðinum niður að fata- hengi. Kveður ákærði ákærða Jóhann Valbjörn hafa komið fyrstan í fata- geymsluna, skammt á eftir honum ákærði Sigurgeir og dyravörðurinn og hann sjálfur 3-4 skrefum á eftir. Ákærði tók eftir háum ljóshærðum manni allt að tveim metrum á hæð á þrítugsaldri, sem strax og hann sá þá, kallaði einhver ókvæðisorð til dyra- varðarins, kom æðandi á móti þeim og þreif í hálsmál á jakka dyravarðar- ins. Ekki man ákærði nákvæmlega orðaskiptin, en þeir ákærðu hófust þegar handa við að reyna að róa manninn, Skafta Jónsson, með orðum og losa tak hans á dyraverðinum. Gekk það illa, þar sem Skafti var ekki viðræðuhæfur. Ákærða minnir, að hann og ákærði Jóhann Valbjörn hafi tekið í hand- leggi Skafta og eftir smástimpingar hafi þeir getað losað tak hans á dyra- verðinum. Kveðst hann hafa sagt Skafta, að hann þyrfti að koma með þeim til að ræða við þá, en hann man ekki, hvort hann sagði, hvert hann ætti að koma. Skafti hafi neitað að fylgja þeim og hafi ákærði þá sagt, að hann ætti að koma með góðu eða illu. Skafti hafi sagt, að þeir skyldu þá taka sig, og um leið slegið til ákærða Jóhanns Valbjörns og þrifið í öxlina á ákærða, svo að axlarspæll slitnaði af. Ákærðu lögðu þá Skafta á af- 901 greiðsluborð og settu á hann handjárn. Skafti veitti mikla mótspyrnu, en þetta gerðist þó mjög hratt. Ákærði var í fyrirsvari þeirra ákærðu, en gaf þó ekki neina fyrirskipun um að taka á Skafta eða setja á hann handjárn. Margt fólk var við fata- hengið og erfitt að fást við Skafta og ekki unnt að ræða við hann þar. Vakti því fyrir ákærða að færa Skafta með góðu eða illu í lögreglubifreið- ina til þess að fá skýringu hjá honum. Hann segir, að Skafti hafi sýnt af sér tilburði til ofbeldis og vegna þess, hve æstur hann var, hafi orðið að grípa til þess að handtaka hann. Ákærði segir, að ekki hafi vakað fyrir sér að handtaka neinn, þegar þeir fóru niður í fatageymsluna, enda ávallt leitað skýringa, áður en teknar eru ákvarðanir um aðgerðir. Ákærði minnist þess ekki, að aðrir en þeir ákærðu hafi tekið á Skafta. Hann man ekki eftir, að Skafti hefði orð á, að þeir skyldu taka dyravörð- inn, og kveður sér ekki hafa orðið ljóst, fyrr en eftir að komið var á lög- reglustöð, hvert var tilefni afskipta dyravarðarins af Skafta. Þó man ákærði, að Skafti kallaði eitthvað til ljóshærðrar stúlku í afgreiðsluhengi, en orð hans man ákærði ekki, en stúlkan réttlætti aðgerðir dyravarðarins. Ákærði kveðst hafa séð á Skafta, að hann hafði neytt áfengis, en hann hafi ekki verið áberandi ölvaður og ölvun hans hafi ekki verið ástæða hand- töku eða geymslu. Ákærði segir, að á meðan á átökunum stóð, hafi hópast að fólk og hafi sumir m.a. gert aðsúg að þeim ákærðu og einn hafi reynt að hindra að- gerðir þeirra með því að toga í þá. Segir ákærði, að sér hafi verið fyllilega ljóst, að hið eina raunhæfa hafi verið að koma Skafta sem fyrst út í lög- reglubifreið til þess að ræða við hann, ef hægt yrði, og fá skýringar hjá dyraverði um upphaf málsins. Því hefðu hann og ákærði Jóhann Valbjörn strax hraðað sér með Skafta út, en ákærði Sigurgeir hafi verið nokkru seinni. Ákærði Jóhann Valbjörn segir, að þeir ákærðu hafi verið beðnir að halda að austari dyrum Leikhúskjallarans til að aðstoða vegna manns, sem starfs- menn væru Í erfiðleikum með. Ákærði segir, að á móti þeim hafi tekið maður í einkennisjakka dyravarðar og hafi hann óskað eftir því, að þeir kæmu niður og fjarlægðu mann, sem hefði ráðist á sig, eftir að hann hefði reynt að koma honum út úr fatahengi. Sagði dyravörðurinn manninn það æstan, að þeir starfsmennirnir treystu sér ekki til að fjarlægja hann án að- stoðar. Máli sínu til stuðnings benti dyravörðurinn á útlit sitt, fráhnepptan jakka og rifna skyrtu eða öllu heldur hnappar frá og auk þess rifa í handar- krika á jakkanum. Kvaðst dyravörðurinn ætla að kæra manninn. Ákærði segir þá ákærðu hafa gengið niður með dyraverðinum og hafi 902 hann bent þeim á háan mann um þrítugt í svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og með slaufu og sagt, að það væri maðurinn. Ákærði kveðst fyrstur hafa gengið að Skafta og sagt við hann: „Viltu vinsamlegast koma hérna með mér?““ Segir ákærði, að Skafti hafi gengið með sér nokkur skref, en engu svarað. Hins vegar hefði hann strax ráðist að dyraverðinum, þegar hann sá hann og þrifið um jakkaboðunga hans, um leið og hann öskraði einhverju að honum. Kveðst ákærði hafa lagt höndina á vinstri öxl Skafta og ætlað að fá hann til þess að sleppa takinu, en þá hafi hann losað um vinstri hönd og sveiflað henni aftur fyrir sig þannig, að handarbak nam við andlit ákærða. Kveðst ákærði þá þegar hafa tekið um vinstri handlegg Skafta og haldið honum fyrir aftan bak, en hann streittist strax á móti. Tóku þá hinir ákærðu einnig á Skafta, og snéru þeir honum allir að afgreiðsluborðinu og færðu hægri hönd aftur fyrir bak, og þannig var Skafti handjárnaður með handjárnum ákærða. Tók þetta allt nokkurn tíma, en Skafti veitti þá mótspyrnu, sem hann gat, og var mjög æstur. Þá fann ákærði, að sumir, sem fylgdust með þessu, æstust upp og virtust jafnvel tilbúnir að koma í veg fyrir störf ákærðu. Leit ákærði svo á, að ekki væri hægt þarna niðri að leita skýringa á því, sem á undan hefði gengið, og væri eðlilegast að koma Skafta út í bifreiðina og reyna að ræða málin. Héldu ákærðu og ákærði Guðmundur með Skafta út úr húsinu. Ákærði kveður ákærða Guðmund hafa verið í fyrirsvari fyrir þeim ákærðu, en hann hafi þó ekki gefið nein fyrirmæli um, að Skafti skyldi handtekinn. Kveðst ákærði hafa litið svo á, þegar Skafti greip í dyravörð- inn, að það væri refsivert athæfi og að þess vegna væri nauðsynlegt að handtaka hann til þess að koma í veg fyrir átök, en honum hafi ekki verið ljóst á þessu stigi, hvort færa þyrfti Skafta á lögreglustöð. Það hafi honum ekki orðið ljóst, fyrr en eftir að hann var handjárnaður. Ákærða fannst Skafti ekki áberandi ölvaður og fann ekki af honum áfengislykt, en ákærði segir, að þótt Skafti hafi ekki borið áberandi merki ölvunar, þá hafi hann verið æstari og ofstopafyllri en búast mátti við af manni, sem ekki er áberandi ölvaður. Ákærði kveðst ekki hafa heyrt Skafta segja, að þeir ákærðu skyldu taka dyravörðinn. Fyrir handtökuna kveðst hann ekki hafa vitað annað um málavexti en það, sem dyravörðurinn hafi sagt, en hann hafi ekki nefnt, að Skafti hefði ekki fengið frakka sinn afhentan í fatageymslunni. Ákærði Sigurgeir segist sérstaklega hafa tekið eftir því, þegar dyra- vörðurinn tók á móti þeim, að föt hans voru aflöguð. Telur ákærði sig muna það örugglega rétt, að dyravörðurinn hafi beðið þá að taka óðan mann, sem hefði verið án heimildar innan við afgreiðsluborðið við fata- hengi og ráðist að sér þegar hann ætlaði að koma honum frá. 903 Þegar þeir ákærðu komu niður, benti dyravörðurinn þeim á Skafta og óskaði eftir því, að þeir fjarlægðu hann, auk þess sem hann ætlaði að kæra hann og krefjast bóta vegna fataskemmda. Telur ákærði, að dyravörðurinn hafi talað þetta til þeirra á leiðinni niður og hafi Skafti því ekki heyrt þetta. Ákærði segir, að Skafti hafi umsvifalaust komið æðandi, þegar hann sá dyravörðinn, og tekið báðum höndum um jakkaboðunga hans. Fullyrðir ákærði þetta. Segir ákærði, að þeir ákærðu hafi reynt að leita skýringa á því, sem þarna gerðist, auk þess sem þeir hafi margreynt að fá Skafta til þess að sleppa tökum á dyraverðinum, en árangurslaust. Virtist ákærða Skafti eins og í æðiskasti, og kvartaði hann undan ruddaskap starfsstúlkn- anna. Fann ákærði vínlykt af honum, en fannst hann ekki áberandi ölvaður. Ákærði segir þá ákærðu hafa beðið Skafta að koma út í bifreið, en hann hefði neitað því og raunar bent á, að það væri dyravörðurinn, sem ætti að taka. Þegar orð dugðu ekki, tóku þeir ákærðu á Skafta, sem veitti mikla mótspyrnu og sló til ákærða Jóhanns Valbjörns og sleit axlar- spæl af jakka ákærða Guðmundar. Gerðist þetta í þeim átökum, sem urðu til þess að hemja Skafta, en þeir lögðu hann að afgreiðsluborðinu og hand- járnuðu með hendur fyrir aftan bak. Sjálfur missti ákærði af sér húfuna í átökunum við Skafta. Segir ákærði, að aðsúgur hafi verið gerður að þeim ákærðu þarna niðri, en hinir ákærðu komust með Skafta á brott. Sjálfur átti ákærði í erfiðleik- um með það og varð fyrir aðkasti sumra, en aðrir aðstoðuðu hann við að komast á brott. Kom hann út um 3 mínútum á eftir hinum ákærðu. Hann minnist þess ekki að hafa séð neinn í grennd við bifreiðina, er hann kom út. Ákærði kveður sér hafa verið ljóst, vegna þess hve margt fólk var þarna, að fara þyrfti með Skafta til þess að ræða við hann um það, sem á undan var gengið, svo og þar sem dyravörðurinn ætlaði að gera kröfur á hendur honum vegna fataskemmda og vegna framkomu Skafta gagnvart honum. Var þeim ljóst, að handtaka þyrfti hann, en enginn einn þeirra þriggja ákvað það. Áður en ákærðu hittu Skafta, vakti ekki fyrir þeim að handtaka hann, en framkoma hans gaf tilefni til þess. Ákærði veit ekki til þess, að neinn hafi lagt ákærðu lið við handtökuna né að Skafti hafi hlotið áverka, áður en hann var færður úr fatageymslunni. Ákærði segir, að sér hafi virst Skafti æstur og æsast meira, eftir að hann kom auga á ákærðu og áður en þeir yrtu á hann. Vitnið Kristín Þorsteinsdóttir segir, að Skafti hafi fengið leyfi til að fara inn fyrir borðið, þegar hann bað um það öðru sinni. Hafi þetta allt verið kurteislegt og enginn æsingur í neinum. Kristín segir, að Skafti hafi verið búinn að fara inn fyrir og ganga eftir endilöngu fatahenginu, þegar dyra- 904 vörður hafi allt í einu komið. Ekki heyrði Kristín stúlkurnar biðja Skafta að fara fram fyrir borðið aftur. Kristín segir, að dyravörðurinn hafi þrifið í öxlina á Skafta og spurt hann, hvern djöfulinn hann væri að gera þarna fyrir innan. Hafi Skafti þá reynt að útskýra, hvað um væri að vera og verið kurteis. Kristín segir, að dyravörðurinn hafi ekkert gert til að kalla í stúlkurnar og spyrja þær, en allan tímann haldið í öxlina á Skafta og dregið hann að borðinu. Hafi Skafti þá stigið fram fyrir það. Segir Kristín, að engin áflog hafi orðið þarna, og ekki heyrði hún dyravörðinn biðja Skafta að koma fram fyrir borðið né Skafta neita því. Hefði þetta gerst mjög snöggt, dyravörðurinn hefði kippt í Skafta og hann síðan strax verið kominn fram fyrir borðið. Segir Kristín, að dyravörðurinn hafi haldið í öxlina á Skafta, eftir að komið var yfir borðið, og ekki sleppt takinu. Hafi Skafti reynt að losa sig og leikurinn borist frá afgreiðsluborðinu og út í horn á fatageymslunni. Kristínu var kynntur framburður vitna varðandi átök dyravarða við Skafta, er þarna var komið. Kristín kveðst ekki minnast þess að hafa séð Skafta ráðast að dyraverð- inum eða rífa af honum hálsbindi eða skyrtu. Hún segir, að dyraverðirnir hafi sleppt Skafta skömmu síðar. Hún kveðst ekki telja, að um stórátök hafi verið að ræða, þeir hafi einungis haldið Skafta, sem reyndi að losa sig, og að lokum hafi þeir sleppt honum. Skafti hafi þá komið til hennar og sagt, að þau skyldu fara heim, hann nennti ekki að standa í þessu, dyra- verðirnir væru dónar og þau myndu athuga frakkann daginn eftir. Að loknum samskiptum Skafta við dyraverðina kveðst Kristín ekki hafa séð neina áverka á Skafta né að föt hans væru aflöguð. Ekki kveðst hún heldur hafa veitt athygli, hvort fatnaður dyravarðarins var nokkuð úr lagi. Kristín kveðst hafa verið ásamt Skafta stödd u.þ.b. í miðju fatageymslu- herberginu á tali við fólk, m.a. Ástu Svavarsdóttur, þegar ákærðu komu. Skafti hafi verið orðinn rólegur eftir viðskipti sín við dyraverði hússins og þau hafi u.þ.b. verið að fara heim á leið. Var Skafti ekki sjáanlega undir áhrifum áfengis. Kristín segir, að ákærðu og dyraverðirnir hafi komið til þeirra. Einn ákærðu hafi sagt við Skafta, að hann ætti að koma með þeim niður á stöð, orðrétt: „Komdu með okkur niður á stöð.“ Þá hafi einn þeirra gripið í upphandlegginn á Skafta. Kristín segir, að Skafti hafi neitað að fara með ákærðu og sagst ekki eiga neitt erindi með þeim. Kristín segir, að ákærðu hafi gripið um hand- leggina á Skafta, en hann reynt að losa sig og þeir þá umsvifalaust lagt hann á afgreiðsluborðið og sett á hann handjárn. Þetta hafi ekki verið neinar stimpingar að ráði og gerst á andartaki. Hún segir, að dyravörðurinn hafi ekki komið nálægt þessum átökum, og hún kveðst heldur ekki hafa 905 heyrt dyravörðinn útskýra málið, heldur aðeins bent á Skafta. Hins vegar kveðst hún ekki vita, hvað dyraverðinum og ákærðu hafði farið á milli. Kristín kveðst ekki hafa séð nein átök milli Skafta og dyravarðar, eftir að ákærðu komu á staðinn, en hún kveðst hafa staðið tveimur til þremur skrefum frá þeim. Kristín segir, að Skafti hafi síðan verið leiddur í burtu, og sá hún framan í hann, og var hann alveg ómeiddur. Hann veitti mótspyrnu, en ákærðu ýttu honum þjösnalega á undan sér út. Kristínu var kynntur framburður Ástu, að Skafti hefði gengið til móts við ákærðu. Kveður hún þennan framburð ekki réttan. Kristínu var kynntur framburður ákærðu og vitna um, að Skafti hafi veist að dyraverðinum eða ákærðu. Hún kveðst ekki hafa séð hann gera það, en kveður Skafta hafa snúið baki að sér. Kristín kveðst ekki hafa reynt að ræða við ákærðu, áður en Skafti var handjárnaður. Vitnið Ásta Svavarsdóttir nemi, Klapparstíg 27 í Reykjavík, kveðst hafa hitt Skafta og konu hans við fatageymsluna í Leikhúskjallaranum umrædda nótt rétt fyrir klukkan 3, er hún var á leið út. Bar Skafti þess ekki merki, að hann væri undir áfengisáhrifum, og var hann rólegur. Ræddi Ásta við þau hjónin, en þau sögðu henni frá því, að Skafti hefði ekki fengið yfirhöfn sína, en Kristín kona hans hefði þá verið komin í kápu sína. Jafnframt sögðu þau Ástu, að þau hefu lent í útistöðum við dyravörð, sem hefði verið dónalegur við þau, og að til stimpinga hefði komið á milli Skafta og hans. Voru Skafti og frú að tala um að fara heim og kanna með frakkann næsta dag. Voru þau að tygja sig til brottferðar og Ásta komin í yfirhöfn sína, er ákærðu komu og dyravörður í fylgd með þeim. Segir Ásta, að Skafti hafi gengið til móts við þá. Veit Ásta ekki, hvort þeir kölluðu til hans, en kveðst halda, að þeir hafi bent á hann og hann þá gengið á móti þeim. Telur Ásta, að þeir hafi eitthvað talast við allir, en ekki greindi hún nein orðaskil. Voru þær þá við vestari enda afgreiðsluborðsins, en Skafti og ákærðu við austurenda þess. Ásta segir, að síðan hafi orðið stimpingar á milli Skafta og ákærðu, en ekki treystir hún sér til þess að lýsa því, hvernig þær byrjuðu, en hún og Kristín voru nokkuð frá og margt fólk við fatahengið. Snéri Ásta þá baki að Skafta og ákærðu. Þær færðu sig nær, er stimpingarnar hófust, og það næsta, sem Ásta varð vitni að, var, er ákærðu beygðu Skafta fram yfir afgreiðsluborðið og settu á hann handjárn. Braust hann um, á meðan verið var að setja þau á hann. Gekk þetta mjög fljótt fyrir sig, og var ekki um nein slagsmál að ræða. Var Skafti síðan færður út úr húsinu, og fóru þær Kristín á eftir, og var hún mjög miður sín. Ekki sá Ásta, hvort Skafti veitti 906 mótspyrnu á leiðinni út, en ákærðu og hann fóru út á undan þeim Kristínu að hennar sögn. Ásta varð vör við, að fólk, sem þarna var statt, hreyfði mótmælum, er Skafti var tekinn. Hún sá ekki neitt athugavert við dyravörðinn, sem fylgdi ákærðu. Ásta segir, að Skafti hafi mótmælt hástöfum og látið í sér heyra. Hafði Ásta umgengist Skafta á staðnum á samkomunni og sá ekki á honum vín og vissi ekki, hvort hann neytti áfengis. Vitnið Jón Rósant Þórarinsson sjómaður, Erluhrauni 11 í Hafnarfirði, kveðst hafa verið á leið út úr Leikhúskjallaranum, þegar hann hitti kunningjakonu sína Ástu, sem þá var að tala við konu, sem virtist mjög miður sín og grátandi, og var Ásta að hugga hana. Næst sá Jón Rósant ákærðu koma inn og ganga að manni, sem Jón Rósant þekkti ekki og vissi ekki nein deili á. Jón Rósant sá ákærðu tala eitthvað við manninn, en ekki heyrði hann, hvað þeim fór á milli. Þá ýtti maðurinn við dyraverðinum, en ákærðu gripu strax í manninn. Við það braust hann um og veitti mót- spyrnu, en ákærðu tóku hann þá fastari tökum. Jukust stimpingarnar snögglega, þar til ákærðu lögðu manninn yfir afgreiðsluborðið. Voru þetta töluverðar stimpingar, en þó ekki hörð slagsmál. Þó var greinilegt, að maðurinn barðist um. Á meðan maðurinn lá yfir borðið, náði hann að slíta axlarspæl af einum ákærðu. Við þessar aðfarir brotnaði konan alveg niður, og hafði Jón Rósant eftir það hugann við hana, en fylgdist ekki með því, sem gerðist við borðið. Jón Rósant varð síðan samferða Ástu og konu mannsins út. Ekki tók hann eftir því, hvort ákærðu voru þá farnir út með manninn. Ekki sá Jón Rósant áverka á manninum. Jón Rósant kveðst hafa rætt við einn ákærðu fyrir utan bifreiðina, hvort konurnar mættu fara með lögreglubifreiðinni. Var þessi ákærði hinn almennilegasti, en gaf ekki ákveðin svör. Jón Rósant fór síðan inn að sækja yfirhöfn sína, og þegar hann kom aftur, sá hann lögreglubifreiðina renna frá og að báðar konurnar voru í henni. Jón Rósant segir, að honum finnist hafa verið möguleiki að róa manninn. Hann kveðst að vísu ekki hafa heyrt, hvað þeim fór á milli eða hvað dyra- vörðurinn sagði, þegar maðurinn ýtti við honum. Fundust Jóni Rósant á þessu stigi aðgerðir ákærðu ekki of harkalegar. Það hefði kannske verið óþarfi að grípa manninn, strax og hann ýtti við dyraverðinum. Vitnið Sigurbjörn Einarsson náttúrufræðingur, Brekkustíg 3A í Reykja- vík, kveðst hafa séð Skafta umrædda nótt á milli klukkan 2:30 og 3 í fata- geymslunni, og virtist hann að mati Sigurbjörns ekki í annarlegu hugar- ástandi né uppnámi. Eftir skamma stund sá Sigurbjörn dyravörð og ákærðu koma og gefa sig að Skafta. Heyrði Sigurbjörn, að þeir vildu fá Skafta með sér út og 907 að Skafti vildi, að dyravörðurinn kæmi líka. Sú ósk var ekki virt, og sá Sigurbjörn síðan hefjast valdbeitingu af hálfu ákærðu og dyravarðarins. Vakti það athygli Sigurbjörns, hversu ákærðu gengu hart fram. Segir Sigur- björn, að þeir hafi umsvifalaust farið að beita valdi án þess að nota orð og ræða við Skafta. Segir Sigurbjörn, að ákærðu hafi þurft að neyta afls- munar til þess að setja Skafta í handjárn. Sigurbjörn kveðst ekki hafa séð nein átök á milli Skafta og einhvers af dyravörðunum á eftir eða um það leyti sem ákærðu komu á vettvang. Þá sá Sigurbjörn enga áverka á Skafta í fatahenginu. Þegar Sigurbjörn kom út, kveðst hann hafa heyrt miklar stimpingar í lögreglubifreiðinni, dynki og sársaukavein. Hann sá ekkert af því, sem átti sér stað, áður en ákærðu komu. Sigurbjörn sá ekki, að Skafti væri illa til reika, en dyravörðurinn var á skyrtunni. Vitnið Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Brekkustíg 3A í Reykjavík, kveðst hafa verið á leið út úr Leikhúskjallaranum umrædda nótt og kom í fatageymsluna, þar sem hún hitti Ástu og Kristínu, en hin síðarnefnda var grátandi og Ásta að hugga hana. Ekki vissi Ingibjörg Alda, hvað hafði gerst, en Ásta sagði, að það væru einhver leiðindi út af dyra- verði og framkomu hans og að lögreglan væri á leiðinni. Ingibjörg Alda hafði ekki séð nein átök. Hún sá ákærðu koma og ganga til Skafta. Sögðu þeir honum eða báðu að koma með sér. Hann samþykkti það ekki og kom með einhverjar mótbárur. Ekki man Ingibjörg Alda orða- skipti, en Skafti mótmælti því að vera tekinn. Ekki sá Ingibjörg nein átök á milli dyravarðarins og Skafta, eftir að ákærðu komu. Hún tók hins vegar eftir því, að dyravörðurinn hafði lent í einhverjum ryskingum, en hann var með fráflakandi skyrtuna og ekki með hálsbindi. Ekki sá Ingibjörg Alda nein merki um áverka á Skafta, er hann var leiddur út, en hún sá þá ekki framan í hann. Ingibjörgu Öldu virtust ákærðu nokkuð hranalegir við Skafta, en þeir útskýrðu ekkert fyrir honum né leituðu skýringa hjá honum, heldur einungis vildu fá hann með sér af staðnum. Ingibjörg Alda kveðst hafa séð ákærðu ýta Skafta að borðinu og leggja hann fram á það og halda höndum hans aftur fyrir bak. Barðist Skafti á móti og reyndi að víkja sér undan. Vitnið Jóhanna Jónasdóttir, stud. med., Dunhaga 11 í Reykjavík, sá Skafta fyrir innan borðið í fatageymslunni að leita að frakka sínum. Segir hún, að hann hafi ekki verið með neinn æsing, en viljað fá frakkann. Afgreiðslustúlkurnar voru hjá Skafta og sögðu, að frakkinn væri ekki þarna, en hann var að leita. Sögðu þær, að hann hlyti að vera með annað númer. Síðan kom Skafti fram fyrir borðið, en fór aftur með leyfi stúlkn- anna inn fyrir. 908 Næst sá Jóhanna Skafta fyrir framan borðið, og var þá kominn að honum dyravörður. Sá Jóhanna, að Skafti og dyravörðurinn voru farnir að stimpast. Hún telur þetta ekki hafa verið stórvægileg slagsmál. Allt í einu var kominn annar dyravörður, og voru þeir nú þrír að stimpast. Upp- hafið að þessum stimpingum sá Jóhanna ekki. Um síðir var Skafta sleppt. Jóhanna sá þarna konu Skafta, sem var miður sín, og fór Jóhanna að hugga hana og lagði til, að þau færu heim og könnuðu þetta næsta dag. Síðast sá Jóhanna, að Skafti og kona hans stóðu hjá einhverri konu og voru að tala við hana. Ekki sá Jóhanna ummerki eftir átök á Skafta og dyravörðunum. Ekki fannst Jóhönnu Skafti svo æstur, að hann væri óvið- ráðanlegur. Frekar virtist henni hann yfirvegaður. Vitnið Malín Örlygsdóttir fatahönnuður, Öldugötu 5 í Reykjavík, var umrætt sinn með Jóhönnu statt í fatageymslunni og sá Skafta og konu hans, en hún var mjög aum og bar sig illa. Kom í ljós í samtali Malínar við Skafta, að frakki hans fannst ekki. Ekki sá Malín Skafta fara inn fyrir borðið, en rétt á eftir að hún talaði við hann, sá hún, að tveir dyraverðir a.m.k. héldu Skafta, en ekki heyrði hún, hvað þeim fór á milli. Malín segir, að Skafti hafi greinilega reynt að slíta sig lausan, en telur, að um slagsmál hafi ekki verið að ræða. Upphaf stimpinganna sá Malín ekki. Malín segir dyraverðina síðan hafa sleppt Skafta. Sá hún, að annar dyravörðurinn hafði misst hálsbindi, sem lá á gólfinu, og kveðst hún hafa rétt honum það. Malín sá ekki neina áverka á Skafta né blóð og heldur ekki á dyraverðinum. Eftir að dyraverðirnir slepptu Skafta, fóru þeir á brott og Malín af staðnum ásamt vitninu Jóhönnu. Var þá engin lögregla komin. Malínu virtist Skafti ekki vera ölvaður, en nokkuð pirraður, sem lýsti sér í því, að hann var að reyna að slíta sig lausan, er dyraverðirnir héldu honum. Hún sá engum fólskubrögðum beitt, dyraverðirnir héldu Skafta upp að veggnum, og hann barðist um, þar til honum var sleppt. Vitnin Sigurbjartur Ágúst og Skafti voru samprófaðir um upphaf við- skipta þeirra í fatahenginu, og héldu hvor um sig fast við framburð sinn um þau. Skafti skýrir svo frá, að a.m.k. tveir ákærðu hafi hrint sér þjösnalega inn í bifreiðina og hann lent á bringunni, en hlíft andlitinu með því að sveigja höfuðið aftur. Kveðst Skafti hafa veitt fulla mótspyrnu. Hann gerir sér ekki grein fyrir, hvort hann spyrnti í bifreiðina né hvort hann eða ákærðu fóru á undan inn í bifreiðina. Þá gerir hann sér ekki grein fyrir, hvort þeir ýttu honum eða toguðu inn í hana. Skafti segir, að einn ákærðu hafi komið inn í bifreiðina að aftan, en tveir hafi setið fram í. Þá segir Skafti, að kona hans hafi fengið að koma með ásamt Ástu Svavarsdóttur. Hann telur víst, að áður en þær komu, 909 hafi hann ekki fengið áverka á andlit né úr honum blætt. Skafti kveðst hafa verið öskureiður í bifreiðinni, mótmælt harðlega þessum aðferðum og brotist um. Það, sem gerðist í bifreiðinni á leið á lögreglustöð, kveðst Skafti ekki geta greint í smáatriðum, hins vegar segir hann, að einu viðbrögð þess ákærðu, sem var aftur í, hafi verið, að hann hafi haft hné við bak sitt og ítrekað þrifið í hár sitt og keyrt höfuðið niður í gólf. Telur hann víst, að þetta hafi ekki verið gert fyrst, fyrr en kona hans og Ásta voru komnar inn í bifreiðina. Hann veit ekki, hvort þá hafði verið ekið af stað. Vegna þessa kveðst Skafti fljótlega hafa fengið blóðnasir og hafi myndast stór blóðpollur á gólfinu. Skafti kveðst ekki hafa orðið var við, að þeir ákærðu, sem voru fram í, hafi gert minnstu tilraun til að skipta sér af þessu með orðum eða athöfnum, en þeir þurfi að hafa verið heyrnarlausir og sjón- lausir, hafi þeir ekki heyrt og séð það, sem þarna fór fram. Skafti kveðst hafa séð andlit konu sinnar út undan sér og hafi hún grátið allan tímann. Skafti kveðst ekki treysta sér til að fullyrða, hversu oft ákærði keyrði höfuð hans í gólfið, og eins kveðst hann ekki treysta sér til þess að segja til um, hvort samhengi var milli þessara athafna ákærða og mótmæla af hans hálfu. Kveðst Skafti jafnframt fullyrða, að hann hafi margsinnis beðið ákærða Guðmund vægðar, þó hann muni ekki þau orð, sem hann notaði. Þá man hann ekki, hvort hann kallaði til hinna ákærðu. Skafti heyrði konu sína biðja ákærða Guðmund að hætta, en hann hefði þá orðið æstari. Skafti kveðst hafa óskað eftir því við ákærða Guðmund, að blóðpollur sá, sem myndaðist, fengi að vera, þar til rannsókn hæfist í málinu, enda gefið ákærða fyllilega í skyn, að málið yrði kært. Þá kveðst Skafti í reiði sinni hafa greint frá því, að hann væri blaðamaður og því hæg heimatökin að greina frá því, sem þarna hefði gerst. Fljótlega eftir að bifreiðin nam staðar og búið var að opna hana að aftan, var togað í fæturna á Skafta og hann dreginn eða nánast kippt út úr bifreið- inni, þannig að bringa og andlit dróst eftir gólfinu, en þó ekki svo, að hann félli á götuna. Þaðan var haldið inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu Ákærði Guðmundur segir, að á leiðinni út að bifreiðinni hafi Skafti veitt alla mögulega mótspyrnu með spörkum og hrópum. Var bifreiðin í um 20 metra fjarlægð frá dyrunum og sneri að þeim. Er að bifreiðinni var komið, spyrnti Skafti við fæti og sparkaði m.a. Í stuðara og hurðir, en bifreiðin var opnuð að aftan með tveimur hurðum. Hélt ákærði um hægri handlegg Skafta, en ákærði Jóhann Valbjörn um hinn vinstri. Ákærði segir þá ekki hafa opnað bifreiðina, fyrr en þeir voru komnir með Skafta að henni. Hann segir verulegum erfiðleikum hafa verið bundið að koma Skafta inn í bifreið- ina, enda mikill vexti og það hár, að útilokað var að koma honum upprétt- um inn í bifreiðina. Þá áttu ákærðu í erfiðleikum vegna hálku. Settu þeir 910 höfuð og bringu inn á undan og drógu Skafta inn, en hann spyrnti við fótum. Gaf Skafti skyndilega eftir eða e.t.v. rann í hálkunni og datt með efri hluta líkamans inn í bifreiðina. Sá ákærði ekki, hvort hann rak andlitið í né hvort ákærði Jóhann Valbjörn datt, enda var myrkur í bifreiðinni og við hana. Stóð ákærði aftan við bifreiðina, þegar Skafti datt, en fór strax upp í hana og dró hann fram eftir gólfinu. Hann veit ekki, hvort Skafti rak andlitið í við að detta. Segir ákærði ekki útilokað, að Skafti hafi jafnvel rekið andlitið í gólf eða bekki. Dró ákærði Skafta alveg inn eftir bifreiðinni og fram undir þverbekk. Tók hann strax í aftanverðan jakkakragann með hægri hendi og setti vinstra hné á bakið á Skafta til að halda honum, en ákærði Jóhann Valbjörn fór aftur úr bifreiðinni og lokaði. Fljótlega eftir þetta sá ákærði blóðpoll á gólfi bílsins, þar sem andlit Skafta nam með vinstri kinn við gólfið. Skömmu síðar öskraði Skafti, að hann væri kominn með blóðnasir af völdum þeirra ákærðu, og svaraði þá ákærði: „„Það getur þú algerlega sjálfum þér um kennt, vinur minn.“ Ákærði segir Skafta hafa gripið niðurlagið á lofti og sagt: „Vinur minn, þetta skal ég muna, þetta á eftir að koma í blöðin.““ Ákærði segir, að nú hafi honum verið fyllilega ljóst, að færa þyrfti Skafta á lögreglustöð, og kveðst ákærði hafa ákveðið að reyna að halda honum með áður lýstu taki, þar til þangað væri komið. Ákærði segir tak á jakkakraga hafa verið þannig, að Skafti gat snúið höfði. Færði ákærði Skafta til þannig, að andlitið nam ekki við blóðpollinn, sem var stór, en ákærði kveðst ekki hafa treyst sér til annarra ráðstafana gagnvart blóð- nösunum vegna þess, hvernig Skafti lét, enda stutt á lögreglustöð. ekki væri í lagi, að kona Skafta og vinkona hennar kæmu með, og kveðst ákærði hafa sagt, að það væri í lagi. Ákærði segir konurnar hafa sest á þverbekk fyrir framan höfuð Skafta. Fljótlega eftir að þær voru komnar inn, settist ákærði Sigurgeir undir stýri og ákærði Jóhann Valbjörn fram í, og var ekið inn á stöð. Ákærði segir Skafta hafa barist um og öskrað af og til alla leiðina, sparkað í afturhurðirnar og formælt lögreglunni. Ákærði segir konurnar hafa reynt að tala til Skafta, þó sérstaklega sú, sem ekki var kona hans, og hafi hún ítrekað reynt að róa hann með orðum. Kveðst ákærði ekki minnast þess, að konurnar hafi kvartað yfir aðgerðum og raunar ekki beint orðum til ákærða. Neitar ákærði því að hafa meitt Skafta viljandi í bifreið- inni. Ákærða var kynnt, að Skafti bæri, að ákærði hefði haldið í hár hans og margrekið höfuðið í gólfið og teldi Skafti, að þannig hefði hann hlotið nefbrot og aðra áverka á andliti. Vísaði ákærði þessu alfarið á bug, allar aðgerðir hans hefðu miðast að því að halda aftur af Skafta. Segir ákærði, 911 að enginn í bifreiðinni hafi nefnt, að andliti Skafta væri slegið við gólfið. Bendir ákærði á, að blóðnasir hefði Skafti hlotið, áður en haldið var af stað, og hljóti ákærði Jóhann Valbjörn og báðar konurnar að hafa séð, að svo var. Þá segir ákærði Skafta aldrei hafa beðist vægðar, en hins vegar öskrað til ákærða að taka hné frá, sem nam við bak. Ákærði kveðst ekki kunna aðra skýringu á áverkum Skafta en þá, að hann hljóti að hafa rekist í, þegar hann var settur inn í bifreiðina. Þá hvarflar það að ákærða, að Skafti hafi sjálfur valdið sér áverkunum. Ákærði veit ekki til þess, að neinn hafi verið við bifreiðina, þegar Skafti var settur inn í hana, og hann minnist þess ekki, að hann væri með áverka í andliti, áður en það var gert. Ákærði segir, að bifreiðinni hafi verið lagt við fangamóttöku við norð- austurenda lögreglustöðvarinnar. Ákærði Jóhann Valbjörn kom og opnaði afturhurðir bifreiðarinnar, og ákærði Sigurgeir vísaði konunum inn í húsið um inngang að varðstofu. Ákærði segir Skafta ekki hafa verið tilbúinn að fara út úr bifreiðinni og hafi hann öskrað til þeirra að vera látinn í friði og sparkað með fótum. Minnir ákærða, að hann hafi þá enn haldið taki á jakkakraga og ákærði Jóhann Valbjörn í buxnaskálmar, að því er ákærði telur, og þeir þannig reynt að lyfta Skafta út úr bifreiðinni. Telur ákærði ekki útilokað, að bringa Skafta hafi eitthvað dregist eftir gólfinu, en telur ólíklegt, að andlitið hafi gert það. Ákærði segir Skafta hafa krafist þess, að blóðpollurinn yrði ekki þrifinn úr bifreiðinni. Ákærði segir ákærða Sigurgeir hafa komið til og opnað útidyrahurð, Skafti hafi reynt að sparka til þeirra og öskrað ókvæðisorðum, en þeir hafi fært hann í viðtalsherbergi í fangamóttöku. Þar hafi Skafti verið látinn setjast á stól. Ákærði Jóhann Valbjörn segir, að vegna hálku og þó einkum mótþróa Skafta hafi verið verulegum erfiðleikum bundið að koma honum inn í bifreiðina, en hún stóð ca. 15 m frá dyrum Leikhúskjallarans og snéri fram- enda að þeim. Tók ákærði ekki eftir neinum í grennd við bifreiðina, þegar Skafti var settur inn í hana. Eftir að þeir höfðu náð að opna báðar hurðir bifreiðarinnar að aftan, spyrnti Skafti á móti á þröskuld, en þeir reyndu að lyfta honum og toga með sér inn. Þetta gekk ekki, fyrr en Skafti virtist allt í einu gefa eftir og þeir nánast skullu inn á gólf. Var ákærði þá kominn með annan fótinn upp í bifreiðina. Ákærði kveðst hafa fallið á hnén og síðan með vinstri síðu á hliðarbekk, en vegna þess, hvernig þetta gerðist, hafi ekki verið hægt að koma í veg fyrir, að Skafti félli á gólfið. Bar ákærði fyrir sig aðra höndina, en hélt í Skafta með hinni. Ákærði kveðst ekki geta fullyrt með vissu, hvort ákærði Guðmundur hafi dottið, en þeir hafi haldið um sinn hvorn upphandlegg Skafta. Ákærði kveðst ekki hafa orðið var við, að Skafti meiddi sig, og segir hann ekki hafa haft orð á slíku, en hins 912 vegar sagt þeim, að hann væri blaðamaður og ætlaði að skrifa um þetta mál. Sá ákærði enga áverka á Skafta, þegar þeir færðu hann fram í bifreið- ina, en dimmt var í henni. Eftir þetta segir ákærði, að Skafti hafi virst nokkuð rólegri en fyrr og ákærði Guðmundur hafði fullt vald á honum, en hann var með vinstra hné við bak hans og báðar hendur lausar. Ákærði kveðst þá hafa farið úr bifreiðinni og hafi ákærði Sigurgeir verið kominn að og verið að ræða við tvær konur og önnur reynst kona Skafta. Ákærði kveðst hafa gengið nokkuð afsíðis með fyrstnefndum dyraverði og fengið hjá honum upplýsingar um málavöxtu. Ákærði segir, að vegna atferlis Skafta og þar sem dyravörðurinn hafði lagt fram kröfu á hann, var ljóst, að leiða þyrfti hann fyrir vakthafandi yfirmann á lögreglustöð. Að svo búnu kveðst ákærði aftur hafa farið inn í bifreiðina að aftan til að kanna, hvort sín væri þar þörf, en séð, að svo var ekki, og því farið út úr bifreiðinni aftur, en konurnar tvær komið inn um hliðardyr. Ákærði sá, að Skafti var með blóðnasir. Ákærði hélt fram í bifreiðina og settist við hlið ákærða Sigurgeirs, sem ók. Kraup hann að hálfu leyti í framsætinu og snéri hægri hlið fram og fylgdist þannig með ákærða Guðmundi og Skafta. Ákærði tók ekki eftir neinu markverðu á leiðinni, Skafti hafi vissulega verið með einhvern mót- þróa, en ekki brotist mikið um og ekki verið með mikil læti. Heyrði ákærði, að önnur konan talaði til hans, eins og hún væri að reyna að róa hann. Segir ákærði, að kona Skafta hafi fljótlega lagt höfuð sitt í kjöltu hinnar konunnar, sem reyndi að hughreysta hana. Hafi kona Skafta ekki reist sig upp, fyrr en komið var niður að lögreglustöð. Ekki varð ákærði var við neinar stimpingar milli Skafta og ákærða Guðmundar, enda kveðst ákærði mundu hafa farið aftur í til aðstoðar, ef svo hefði verið. Kveðst ákærði hafa séð neðri hluta líkama Skafta og ákærða Guðmund að hluta. Ákærða var kynnt, að Skafti bæri, að hann hefði í bílnum hlotið tölu- verða áverka, er ákærði Guðmundur hefði margsinnis gripið um hár hans og keyrt andlitið í gólfið. Þessu vísar ákærði alfarið á bug og segir útilokað, að slíkt geti hafa gerst, án þess að hann yrði var við, enda væri bifreiðin alveg opin og ekkert annað en þverbekkur, þar sem konurnar sátu, milli þess, sem kallast fram í og aftur í, og því ekkert skilrúm á milli. Ákærði segir, að konurnar hlytu að hafa mótmælt, ef þetta hefði gerst. Ákærði segir, að við Hverfisgötu 113 hafi bifreiðin verið stöðvuð við fangamóttöku. Ákærði kveðst hafa farið út úr bifreiðinni og opnað dyr hennar að aftan, en hann hafði myndað sér þá skoðun vegna framkomu Skafta, að ekki væri á það treystandi að gefa honum færi á að sparka, er hann yrði færður úr bifreiðinni. Því greip ákærði um báða fótleggi Skafta og nánast dró hann aftur úr bifreiðinni, en ákærði Guðmundur, sem hafði haldið um efri hlutann, ýtti á eftir. Þetta hafi verið gert af illri 913 nauðsyn, enda þeir áður búnir að gefa Skafta til kynna, að honum bæri að koma úr bílnum, en hann ekki sýnt nein viðbrögð í þá átt. Ákærði segir Skafta hafa mótmælt því harðlega, hvernig hann var færður úr bifreiðinni. Á kærðu leiddu síðan Skafta inn í viðtalsherbergi varðstjóra og gerðu boð fyrir Bertram Henry Möller aðstoðarvarðstjóra, sem kom fljótlega. Vegna kvartana Skafta kveðst ákærði hafa sagt honum, að hann gæti kvartað við varðstjórann, þegar hann kæmi niður.. Ákærði Sigurgeir segir, að er hann kom að bifreiðinni, hafi hinir ákærðu og Skafti verið komnir inn í bifreiðina, en ákærði Jóhann Valbjörn kom fljótlega út. Þegar ákærði stóð við bifreiðina, komu að eiginkona Skafta og vinkona hennar og fóru að ræða möguleika á því að fá að fara með, en þeim var gert ljóst, að farið yrði með Skafta á lögreglustöð. Ekki veit ákærði, hvort kona Skafta og vinkona hennar voru komnar út á undan honum eða rétt á eftir. Ákærði kveðst hafa sagt konunum, að hann teldi litlar líkur fyrir því, að þær fengju far í lögreglubifreiðinni. Á meðan var ákærði Jóhann Valbjörn að taka niður upplýsingar eftir dyraverði, og ákærði heyrði á orðum og höggum, að Skafti var með mótþróa við ákærða Guðmund inni í bifreiðinni og raunar að biðja hann að „fara með löpp- ina““. Þá barðist hann um, öskraði og æpti, en ekki veit ákærði, hvort hljóðin voru sársaukahljóð. Eftir ítrekaðar fyrirspurnir af hálfu kvennanna spurði ákærði ákærða Guðmund, hvort þær mættu koma með, og leyfði hann það. Ákærði fékk síðan lyklana hjá ákærða Guðmundi, settist undir stýri og ákærði Jóhann Valbjörn fram í. Var ekið að Hverfisgötu 113. Þegar ákærði opnaði aftari hliðardyr á lögreglubifreiðinni og ræddi við ákærða Guðmund, sá hann, að Skafti lá á gólfinu og ákærði Guðmundur kraup vinstra megin við hann og hélt sér með vinstri hendi í bak þverbekks- ins. Ákærði kveðst ekki hafa séð neitt af Skafta né hvernig ákærði Guðmundur hélt honum, og tók ekki eftir, hvort blóð var á gólfinu. Ákærði segir, að nánast alla leiðina hafi Skafti verið öskrandi og spark- andi og telur, að hann hafi kallað ákærða Guðmund ýmsum illum nöfnum, auk þess beðið hann að sleppa sér. Ákærði kveðst ekki hafa heyrt í konu Skafta og raunar telja, að hún hafi verið grátandi alla leiðina, en SR hennar reynt að róa Skafta með orðum. Ákærði Guðmundur sagði Skafta eitthvað á þá leið, að hann hefði komið sér í þessi vandræði sjálfur. Ákærði man ekki eftir að hafa heyrt nokkurn þeirra, sem í bifreiðinni voru, minnast á blóð eða blóðnasir, en þó finnst honum Skafti hafa nefnt blóð. Ákærði kveður Skafta ekki hafa verið boðið að koma sjálfum út úr bif- reiðinni við lögreglustöðina, heldur hafi ákærði Jóhann Valbjörn tekið í 58 914 fætur hans, en ákærði Guðmundur verið inni í bifreiðinni og þeir fært hann þannig út. Reyndi Skafti að sparka í þá. Ákærði sá, er þeir komu á lögreglustöðina, að blóð var á gólfi bifreiðar- innar og Skafti alblóðugur í framan. Ákærði kveðst ekki geta skýrt, með hverjum hætti þetta hafi gerst. Ákærði segir þá ákærðu Jóhann Valbjörn og Guðmund hafa farið með Skafta inn um dyrnar á fangamóttöku, en ákærði vísaði konunum um aðrar dyr og upp að vestara anddyri. Þar kveðst ákærði hafa hitt Bertram Henry Möller og orðið honum samferða niður í fangamóttöku. Vitnið Sigurbjartur Ágúst kveðst hafa orðið eftir nokkra stund í fata- geymslunni, eftir að farið var með Skafta út, og minnir, að allir ákærðu hafi farið þaðan samtímis. Er hann kom út nokkru síðar, var búið að setja Skafta inn í lögreglubifreiðina, en hún var nokkurn spöl frá dyrunum, og snéri framendanum að Hverfisgötu, þannig að úr dyrunum sást á framenda hennar og hægri hlið. Sigurbjartur Ágúst kveðst hafa heyrt dynki úr bif- reiðinni, eins og sparkað væri í hana að innan, og öskur, sem honum virtust reiðiðskur. A.m.k. tveir ákærðu voru við bifreiðina á tali við mann og konu. Sigurbjartur Ágúst kveðst hafa rætt við einn ákærðu og gefið honum frekari upplýsingar um viðskipti sín við Skafta, m.a. að hann hafi verið innan við afgreiðsluborð í fatahengi og að hann hafi verið beðinn um að koma honum þaðan. Sigurbjartur Ágúst kveðst aldrei hafa séð neina áverka á Skafta. Hann kveður hann ekki hafa fallið í átökunum við þá dyraverðina og veit ekki til þess, að hann hafi rekist neins staðar í á meðan á þeim stóð. Vitnið Bjarni kveðst ekki hafa séð, er Skafti var settur inn í lögreglu- bifreiðina, þar sem bifreiðin snéri þannig. Hins vegar réði hann það af því, sem hann heyrði að það hefði ekki gengið vel og hefði Skafti veitt einhverja mótspyrnu þá. Þá heyrði Bjarni einhverjar stimpingar í bifreiðinni, fyrst eftir að búið var að setja Skafta inn í hana. Vitnið Jón Sigurður fór út á tröppurnar og ræddi við einn ákærðu ásamt Sigurbjarti Ágústi varðandi lögregluskýrsluna. Hann kveðst hafa heyrt fyrirgang í lögreglubifreiðinni og hafi Skafti greinilega brotist um í bílnum og sparkað, það hafi ekki leynt sér. Jón Sigurður kveðst ekki hafa veitt athygli öðru fólki með Skafta en einni stúlku, sem hann kveðst halda, að hafi síðan einnig farið með í lög- reglubifreiðinni. Kristín kveðst hafa verið samferða Ástu út og séð, þegar verið var að setja Skafta inn í lögreglubifreiðina, en hún snéri hægri hlið að dyrunum, og þaðan sá hún a.m.k. tvo ákærðu ýta Skafta þjösnalega áfram, en hann hafi spyrnt með öðrum fæti í bifreiðina. Ekki sá Kristín, hvernig Skafti 915 lenti, en telur hann hafa dottið inn í bifreiðina, þar sem hún heyrði dynk, en honum var hrint inn. Hún kveðst ekki vita, hvort Skafti fór inn í bifreið- ina á undan eða eftir ákærðu. Kveðst Kristín hafa gengið frá dyrum Leikhúskjallarans að lögreglu- bifreiðinni, en Skafti hafi verið kominn inn í bifreiðina, áður en hún kom að henni. Kristín man ekki, hvort ákærðu, sem settu Skafta inn í bifreiðina, duttu einnig inn í hana, en einn þeirra a.m.k. kom til þeirra Ástu og ræddi við þær. Kristín kveðst hafa gengið fast á eftir ákærðu og Skafta, þegar þeir fóru út úr Leikhúskjallaranum, og séð, þegar Skafti var færður upp tröppurnar úr fatageymslunni og út. Hún kveðst ekki vita, hvenær þriðji ákærði kom út og veit ekki, hvort sá ákærði, sem þær Ásta töluðu við hjá bifreiðinni síðar, var annar þeirra, er ýtti Skafta inn í bifreiðina. Kristín kveðst hafa heyrt orðaskipti í bifreiðinni, þegar hún kom að henni, en greindi ekki orðaskil. Einnig heyrði hún einhverja dynki. Hún kveður Ástu hafa rætt við einn ákærðu hjá bifreiðinni og haft orð fyrir þeim báðum, þar sem hún var miður sín. Kristín veit ekki, hvort Ásta skýrði þessum ákærða frá því, sem gerst hafði í fatageymslunni, áður en ákærðu komu, en hún bað um, að þær fengju far með lögreglubifreiðinni á stöðina. Sá, sem svaraði, kvað það í lagi. Kristín kveðst hafa sest inn í bifreiðina í mitt sætið, sem þar er, og snéri bakinu að glugga til þess að geta séð yfir sætisbakið aftar í bifreiðina. Hún kveður einn ákærðu hafa verið við hægri hlið Skafta, sem var á maganum og hafði hné við bak hans og hélt með annarri hendi í hárið á hnakka hans. Var höfuð hans upp við sætið, sem Kristín sat í. Skafti reisti höfuðið upp, þegar Kristín settist inn í bifreiðina, en hún kveðst ekki hafa séð blóð á andliti hans né á gólfinu. Kristín kveðst ekki vita, hvort hinir ákærðu settust inn í bifreiðina á undan henni og Ástu, en kveður nokkra stund hafa liðið, frá því að þær komu í bifreiðina og þar til ekið var af stað. Kristín kveðst hafa setið eins í sætinu alla leið að lögreglustöðinni og fylgst með Skafta. Kristínu var kynntur framburður ákærða Jóhanns Valbjörns og Ástu fyrir dómi um, að hún hafi ekki getað fylgst með Skafta allan tímann. Kristín kveðst hafa litið undan annað slagið, en alltaf hafi hún litið aftur til Skafta. Kristín kveður Skafta lítið hafa getað hreyft sig í bifreiðinni, enda haldið á sama hátt alla leiðina. Kristín kveðst hafa heyrt og séð ákærða Guðmund reka andlit Skafta niður í gólf bifreiðarinnar, þegar hann reyndi að reisa sig upp á móti henni. Þetta hefði gerst oft, en hún veit ekki hve oft. Fylgdu þessu miklir dynkir. 916 Þetta hafi verið gert við Skafta fyrst u.þ.b. sem hún settist inn í bifreiðina. Þá hafi Skafti reist sig upp, en ákærði rekið andlit hans niður í gólfið. Kveðst hún hafa heyrt Skafta gefa frá sér sársaukahljóð á leiðinni niður á lögreglustöð. Kristín kveðst hafa gert nokkrar tilraunir til að teygja sig til Skafta og hann reynt að líta upp, en ákærði jafnharðan keyrt höfuð hans niður í gólfið. Hélt ákærði alltaf aftan í hárið á honum. Kristín treystir sér ekki til þess að segja um, hvort Skafti hafði orð á, að andliti hans væri slegið við gólfið. Hún kveðst sjálf hafa sagt: „Af hverju gera þeir honum þetta?“ og: „„Það blæðir úr honum“, og annað þess háttar, en ekki beint orðum sínum til neins sérstaks í bifreiðinni. Hún man ekki eftir að hafa beðið ákærða Guðmund að hætta að slá andliti Skafta við. Hún kveðst hafa heyrt Skafta segja við ákærða, að hann ætti eftir að sjá eftir að fara svona með sig. Kristín man ekki eftir, að ákærðu segðu neitt í bifreiðinni. Kristín veit ekki, með hvorri hendinni ákærði Guðmundur hélt í hár Skafta né hvar hann hafði hina höndina. Kristín segir, að ekki hafi verið blóð á Skafta, þegar hún kom inn í bif- reiðina, en fljótlega eftir það hafi hún séð blóð á honum og á gólfinu, en þá hafði honum verið slegið einu sinni eða oftar við gólfið. Segir Kristín Skafta hafa legið með höfuðið í blóðpollinum. Ekki heyrði hún hann minnast á, að hann væri með blóðnasir. Kristín kveðst hafa brugðist við því að sjá meðferðina á Skafta á þann veg, að hún fór að gráta og hjúfraði sig upp að Ástu. Sjálfur öskraði Skafti eitthvað fyrst og bað um, að þetta yrði ekki gert. Kristín kveðst telja, að ekið hafi verið af stað, áður en Skafta var fyrst slegið við gólfið, en getur þó ekki fullyrt um það. Kristín kveðst hafa séð, að Skafti var dreginn á fótunum út úr lögreglu- bifreiðinni, en getur ekki sagt um, hve margir ákærðu voru við það. Skafti hafi reynt að halda höfðinu frá gólfinu, og kveðst Kristín ekki hafa séð, að andlit hans rækist í Hún heyrði hann ekki beðinn að koma sjálfan út úr bifreiðinni, en hann hefði sagt, að hann gæti vel gengið. Kristín kveðst hafa sagt Ástu, er þau voru á leið að lögreglustöð, að Skafta blæddi, en man ekki, hvort hún sagði henni þá eða síðar um nóttina, að andliti hans hefði verið slegið við. Ásta kveður þær Kristínu hafa verið samferða út úr Leikhúskjallaranum, eftir að Skafti hafði verið færður þaðan. Einn ákærðu hafi verið rétt á undan þeim út, en Ásta telur, að hinir tveir hafi farið út á undan. Hún segir, að Skafti hafi verið inni í lögreglubifreiðinni, þegar þær Kristín komu út. Heyrði hún þaðan hróp og köll í honum. Ásta kveðst hafa heyrt hávært samtal í lögreglubifreiðinni og hafi annar mannanna talað hátt, en hún hafi 917 engin orð greint. Ennfremur kveðst hún hafa heyrt dynki í bifreiðinni, eins og átök ættu sér stað. Þær Kristín ræddu við einn ákærðu við lögreglu- bifreiðina, en ekki skýrði hún honum frá því, sem gerðist, áður en lögreglan kom. Hafði Ásta orð fyrir þeim, en Kristín var grátandi. Bað hún um, að þær fengju að koma með í bifreiðinni, og var það samþykkt. Þá leitaði hún skýringa á því, hvers vegna þyrfti að fara á lögreglustöð, en fékk ekki svör. Ásta kveðst hafa séð fætur og neðri hluta líkama Skafta eða upp undir axlir, þegar hún steig inn í bifreiðina. Í bifreiðinni var dimmt. Skafti lá endilangur á gólfinu með hendur fyrir aftan bak og einn ákærðu við hlið hans, en Ásta gerir sér ekki grein fyrir, hvernig Skafta var haldið, en kveður sér finnast hafa verið haldið ofarlega í líkama hans. Ásta kveðst hafa sest hægra megin við Kristínu, hinir ákærðu hafi einnig sest inn í bifreiðina og ekið af stað. Ástu minnir, að hún hafi litið einu sinni yfir sætisbakið og séð fætur og e.t.v. upp að mitti á Skafta. Hún hafi ekki séð hann beita fótunum. Kristín reyndi að teygja sig til Skafta, og kveðst hún hafa skynjað, að Skafti reyndi að reisa sig upp, en honum var ýtt niður aftur. Þetta gerðist einu sinni eða jafnvel tvisvar. Ásta gerir sér ekki grein fyrir, hvort hún sá þetta eða hvort hún skynjaði það á annan hátt. Ásta kveðst ekki hafa orðið vör við veruleg umbrot í Skafta, en hann hafi fyrst og fremst „rifið kjaft““ og verið mjög reiður. Ásta kveðst ekki hafa heyrt hann gefa frá sér sársaukahljóð. Hún sá aldrei höfuð hans, en bakið á sætinu skyggði á það. Ásta kveður Skafta hafa haft orð á, að blóð væri í bifreiðinni og að ekki mætti þrífa það, en kveðst ekki hafa séð blóð, hvorki í bifreiðinni né á Skafta, fyrr en eftir að Skafti kom úr fangageymslunni. Ásta kveður Kristínu hafa fylgst með Skafta meira eða minna alla leiðina og reynt að teygja sig til hans. Hvorugt þeirra hafi haft orð á, að andliti Skafta væri slegið við gólfið. Ásta segir, að hluta leiðarinnar, áður en að komið var að lögreglustöð, hafi hún haldið um Kristínu og huggað hana, en þann tíma hafi Kristín ekki getað fylgst með Skafta. Ásta getur ekki sagt til um, hvort einn eða fleiri ákærðu færðu Skafta út úr bifreiðinni né hvort andlit hans rakst í við það. Hún heyrði ákærðu ekki biðja Skafta að koma út sjálfan, en hann kallaði, að hann gæti gengið. Hún sá hann dreginn út úr bifreiðinni. Ekki sá hún þó framan í hann. Ásta kveðst ekki hafa séð ákærða Guðmund slá höfði Skafta ítrekað í gólf bifreiðarinnar, og ekki minnist hún þess, að þær hafi reynt að róa Skafta á leiðinni með orðum. Kristín hafi hins vegar verið grátandi og kjökraði: „Skafti, ég er hérna.“ 918 Skafti kveðst hafa verið færður í herbergi á lögreglustöðinni, og þangað kom fljótlega varðstjóri, sem hann þekkti sem Bertram Henry Möller. Skipaði Bertram Henry svo fyrir, að handjárn skyldu tekin af Skafta. Kveðst Skafti þegar hafa gefið til kynna, að hann óskaði eftir því að fá að hringja í lögfræðing, en það hafi ekki fengist. Orðaskipti man Skafti ekki. Á þessari stundu kveðst Skafti hafa verið orðinn ævareiður, og vegna þess þreif hann til símtóls og ætlaði að hringja. Þegar því var hafnað, kveðst Skafti hafa misst stjórn á sér og því ekki kvartað við varðstjórann undan meðferðinni í lögreglubifreiðinni. Skafti segir, að einn lögregluþjónanna hafi þá sagt: „Maðurinn er dýr- vitlaus“, og í framhaldi af því fyrirskipaði Bertram Henry, að hann skyldi færður í fangageymslu. Kveðst Skafti hafa veitt þá mótspyrnu, sem hann gat, en um ofurefli hafi verið að ræða. Er í fangageymslu var komið, segir Skafti, að hann hafi staðið við „„desk““, þar sem hann var færður úr jakka og tekin af honum slaufa og skór og síðar er færa átti hann í fangaklefa, hafi lögreglumenn tekið eftir því, að hann var með belti, og hafi þá einn lögreglumaður losað um beltissylgju og dregið beltið þjösnalega frá buxum, þannig að hann beri „„brunarispu““ eftir. Ekki veit hann, hver það gerði. Skafti segir, að einn og jafnvel fleiri lögreglumenn hafi viðhaft ruddalegt orðbragð, en Skafti man það ekki fyllilega né hverjir áttu hlut að máli. Skafti kveðst hafa gert sitt til að halda ró sinni og stilla sig, þegar hann var kominn inn í fangaklefann, og gerði fljótlega fangaverði viðvart með léttu banki, eftir að sá hafði kíkt inn um lúgu. Náði Skafti tali af viðkom- andi, en man ekki, hvað þeir ræddu, utan það, að fangavörðurinn sagði, að það væri varðstjórans að ákveða, hversu lengi hann yrði í haldi. Ekki löngu síðar kom Þorsteinn Ólafsson, tengdafaðir Skafta, og var Skafti þá leystur úr haldi. Skafti kveðst hafa gefið tilfinningum sínum lausan taum- inn í dyrum fangaklefans og ráðist að Bertram Henry, en hætt fljótlega átökum vegna orða tengdaföður síns. Kveðst Skafti ekki geta sagt til um með nokkurri vissu, hvort hann hafi slegið til Bertrams Henry eða sparkað í hann. Þegar um nóttina kveðst Skafti hafa rætt við föður sinn, en á hádegi sunnudagsins haldið á Slysadeild. Skafti kveðst fullyrða, að þeir áverkar, sem hann hlaut, séu vegna að- gerða ákærða Guðmundar Í lögreglubifreiðinni. Hann telur þó, að vera kunni, að eymsli á upphandleggjum stafi af því, er lögreglumenn tóku hann tökum í Leikhúskjallaranum. Skafti upplýsir, að hann hafi fengið hinn glataða frakka afhentan hjá veitingastjóra Leikhúskjallarans 30. nóvember eða 1. desember. Ákærði Guðmundur segir, að Bertram Henry hafi komið fljótlega og spurt Skafta, hvað hefði komið fyrir, og hann þá vikið að veru sinni í Leik- 919 húskjallaranum, misskilningi þar og átökum við dyravörð. Hins vegar kveðst ákærði ekki minnast þess, að Skafti hafi kvartað yfir aðgerðum ákærðu né haft orð á því, að þeir hefðu misþyrmt honum. Hann segir Bertram Henry hafa hlutast til um að þerra andlit Skafta og hann fljótlega óskað eftir því að vera losaður úr handjárnum. Var það gert. Um leið og Skafti var laus úr járnum, segir ákærði hann hafa lamið í borðið og teygt sig í síma. Bertram Henry hafi ætlað að halla sér í átt að símanum, en þá hafi Skafti hreinlega ráðist á hann. Ákærði segir þá þrjá lögreglumenn hafa rokið til og stöðvað Skafta og Bertram Henry fyrir- skipað, að hann skyldi færður í fangaklefa. Þeir hafi síðan allir fjórir haldið með Skafta upp í fangageymslu, þar sem hann hafi fljótlega verið settur í fangaklefa, sem fangavörður annaðist með aðstoð viðstaddra. Ákærði minnist þess ekki, að belti hafi verið dregið af buxum Skafta með þjösnalegum hætti. Hann veit ekki, hver dró það af honum. Er Skafti var kominn í fangaklefann, kveðst ákærði hafa haldið ásamt ákærða Sigurgeiri niður í anddyri til að ræða þar við konurnar. Hann segir vinkonuna hafa haft orð fyrir þeim, en þá hafi líka verið kominn þar karl- maður, sem virtist þekkja þær. Ákærði segir þá hafa tilkynnt, að málið liti þannig út, að Skafti yrði að vera í haldi fyrst um sinn. Vinkona eigin- konunnar hafi þá spurt, hvort eiginkonan mætti ekki fara upp og tala við hann eða e.t.v. einhver annar til að róa hann, en þeir tilkynnt, að svo væri ekki og raunar varðstjóri búinn að ákveða geymslu, enda þeir fyllilega gert ljóst, að það væri ekki í þeirra valdi að ákveða framhaldið. Ákærði segir, að konan hafi þá sagt, að það væri ekkert við lögreglu að sakast, heldur dyravörð veitingahússins. Að þessu loknu segir ákærði, að þeir hafi boðið þeim að ræða við varðstjóra og hafi Bertram Henry fljótlega komið. Ákærði segir, að er leið að vaktaskiptum, hafi hann, þar sem hann var skráður fyrir bifreiðinni, þrifið blóðið af gólfi hennar. Ákærði tekur fram, að því sé ekki að neita, að Skafti hafi verið beittur nokkru harðræði, en kveðst mótmæla því harðlega, að það hafi gengið lengra en nauðsyn bar vegna framkomu hans, og ákærði neitar því að hafa veitt honum viljandi áverka eða gert tilraun til slíks. Ákærði tekur fram, að hann telji það hafa verið slys, að Skafti hlaut áverka, en hann telji þá ákærðu ekki hafa getað unnið þetta verk með öðrum hætti með tilliti til kringumstæðna og þó einkum afstöðu Skafta. Ákærði segir, að á einhverju stigi, áður en Skafti var færður í fangaklefa, hafi hann krafist þess að hringja í bróður sinn, sem væri lögfræðingur, en ekki man hann nákvæmlega, hvenær þetta var. Ákærði kveðst hafa heyrt upphaf samtals varðstjóra við Ástu og hafi hún ekki kvartað við hann. Hann kveðst ekki hafa vitað, að Skafti héldi því fram, að andliti hans hefði verið slegið við í gólf í bifreiðinni, fyrr 920 en hann las það í dagblöðunum 29. nóvember. Daginn áður hafði ákærði heyrt það hjá yfirmanni sínum, að þeir hefðu verið kærðir. Ákærði Jóhann Valbjörn segir viðræður Bertrams Henry við Skafta, sem sat á stól, hafa fyrst og fremst snúist um útlit Skafta, sem var töluvert blóðugur í framan. Þá kvartaði Skafti undan ástæðulausri handtöku og að ákærðu hefðu misþyrmt honum, en lýsti ekki, í hverju það væri fólgið. Samkvæmt beiðni voru þegar losuð af honum handjárnin. Þegar búið var að taka handjárnin af Skafta, segir ákærði hann tvívegis hafa lamið fast í borðið og heimtað að fá að hringja, síðan staðið upp og þrifið sím- tólið. Ekki sagði hann Bertram Henry, hvert hann ætlaði að hringja, og ekki heyrði ákærði Skafta óska eftir að fá að tala við lögfræðing. Bertram Henry gerði sig líklegan til að koma í veg fyrir, að Skafti hringdi, en þá rauk Skafti í hann. Þeir aðrir lögreglumenn yfirbuguðu Skafta fljótlega, og Bertram Henry lagði svo fyrir, að hann skyldi færður í fangageymslu. Ákærði segir þá þegar hafa haldið með Skafta upp í fangageymslu, en hann hafi reynt að veita mótspyrnu. Er upp var komið, var Skafti færður fyrir fangavörð til að bóka hann til geymslu, og svo sem lög gera ráð fyrir þurfti að færa hann úr ýmsum fatnaði, þó gegn vilja hans, og lögreglumennirnir þurftu að halda honum á meðan. Hann var síðan án átaka færður í fanga- klefa. Ákærði telur, að erfiðlega hafi gengið að ná af Skafta beltinu, en ekki minnist hann þess, að hann hafi orðið var við, að hann hafi meiðst við það. Telur ákærði Gunnar fangavörð hafa tekið af Skafta beltið. Var Skafti æstari en nokkru sinni fyrr, og af þeim sökum gekk illa að ná af honum beltinu, sem var dregið úr buxunum, en þó ekki snöggt. Ákærði kveðst að þessu loknu hafa haldið ásamt hinum ákærðu í and- dyrið til að ræða við konurnar, sem hafi óskað eftir því að fá að tala við Skafta, og höfðu þær ekki orð á því, að kvarta þyrfti undan aðgerðum þeirra ákærðu. Ákærði segist vilja taka fram, að ef um það væri að ræða, að kvartað væri yfir því, að Skafti skyldi hafa verið handtekinn, þá væri því til að svara, að aldrei hefði fengist nein frásögn frá Skafta um það, sem upphaf- lega gerðist, heldur hafi öll hans orka farið í mótþróa og átök við lögreglu. Ákærði segir, að vissulega hafi aðgerðir þeirra ákærðu verið all harkalegar, en það hafi allt mótast af framkomu Skafta, og telur hann þá ekki hafa gengið lengra en löglegt og eðlilegt hafi verið við þessar aðstæður. Ákærði kveður ákærða Guðmund hafa sagt sér 28. nóvember, að Skafti hefði kært þá og ekki vitað, fyrr en hann las það í dagblöðunum, að Skafti héldi því fram, að andliti hans hefði verið slegið við í bifreiðinni. Ákærði Sigurgeir kveður Skafta hafa verið nokkuð rólegri í byrjun við- talsins við varðstjóra. Voru þá handjárnin tekin af honum. Minnir ákærða, að hann hafi kvartað undan fantabrögðunum eða misþyrmingum lögreglu- 921 mannanna, en man ekki, hvort hann sagði, með hvaða hætti honum hefði verið misþyrmt. M.a. hafi hann kvartað undan handjárnunum, en varð- stjórinn hafi ekki spurt hann nánar um meðferð lögreglunnar á honum. Skafti hafi krafist þess að fá að hringja, en ákærða minnnir, að honum hafi verið neitað um það. Hann hafi þá ætlað að taka símann og hafi þá orðið að taka hann tökum. Ákærði man ekki, hvort Skafti minntist á lög- fræðing. Bertram Henry Möller ákvað nú, að Skafti skyldi færður í fangageymslu. Þeir héldu síðan með Skafta upp og þar fyrir Gunnar lögreglumann, sem sinnti starfi fangavarðar, og var Skafti mótþróalítið færður í fangaklefa, en þeir lögreglumenn við öllu búnir vegna fyrri framkomu hans. Ekki tók ákærði eftir, hver tók beltið af Skafta né hvernig það var gert. Ákærði kveðst síðan hafa haldið niður í anddyri ásamt ákærða Guð- mundi til viðræðna við eiginkonu Skafta fyrst og fremst til að fá hjá henni persónuupplýsingar um hann, en líka til að efna það, sem hann var búinn að lofa, að láta vita um framvindu mála. Ákærði segir, að hjá þeim hafi þá verið staddur maður, kurteis og rólegur í alla staði. Kveðst ákærði hafa fengið umbeðnar upplýsingar hjá eiginkonunni, en hún hafi þó enn verið grátandi. Hann kveðst hafa sagt þeim, að búið væri að ákveða geymslu á Skafta um sinn og ekki væri hægt að verða við beiðni þeirra um að fá að tala við hann. Ákærði segir, að sér hafi skilist á þeim, að þær teldu allt þetta leiðindamál, sem stafaði af misskilningi, og kveðst hann ekki á nokkru stigi hafa heyrt þær kvarta undan aðgerðum þeirra ákærðu. Að svo búnu kveðst ákærði hafa séð til þess, að Bertram Henry kæmi og ræddi við fólkið. Ákærði kveður konurnar hvorki hafa kvartað við sig né lögregluvarð- stjórann, er þær ræddu við þá á lögreglustöðinni. Hann man ekki, hvenær hann heyrði fyrst, að Skafti héldi því fram, að höfði hans hefði verið slegið við gólfið í bifreiðinni. Ákærði segir, að þeir ákærðu hafi tekið á máli þessu með þeim eina hætti sem hægt var við þær aðstæður, sem voru, og einkum mótþróa Skafta, og hann neitar, að þeir hafi gengið lengra en til er ætlast við aðstæður sem þessar. Hann kveðst ekki kunna að skýra þá áverka, sem Skafti hlaut, en þeir hljóti eingöngu að stafa af því, hvernig hann lét við þá ákærðu, er þeir voru að sinna skyldustörfum. Vitnið Bertram Henry Möller aðstoðarvarðstjóri, Tunguvegi 24 í Reykja- vík, var vakthafandi yfirmaður í fangageymslu lögreglunnar umrædda nótt. Bertram Henry kveðst einhvern tíma eftir kl. 3 um nóttina hafa verið kallaður niður í viðtalsherbergi, þangað sem handteknir menn eru fyrst færðir, en þá voru ákærðu komnir þar með Skafta. Áður en Bertram Henry kom inn í herbergið, mætti hann ákærða Sigur- 922 geiri, sem sagði honum, að þeir væru með mann, sem þeir hefðu skömmu áður handtekið í Leikhúskjallaranum, og væri hann „dýrvitlaus““. Bertram Henry segir ákærða Sigurgeir jafnframt hafa nefnt, að krafa væri komin fram á mann þennan. Þegar Bertram Henry kom inn í herbergið, segir hann Skafta hafa setið á stól við skrifborð, sem þar er, og hafi hann verið í handjárnum. Bertram Henry kveðst hafa tekið eftir því, að Skafti var blóð- ugur í framan og með rispu á nefi auk þess sem honum fannst nefið lítið eitt bólgið. Föt Skafta voru Í óreiðu og virtist Bertram Henry hann mjög æstur. Frásögn Bertrams Henry um það, sem síðan gerðist, er orðrétt á þessa leið: „Eftir að mér hafði verið sagt frá málsatvikum, fór ég inn í herbergið, svo sem að framan getur. Ég sest síðan á borðröndina fyrir framan manninn, býð honum gott kvöld og bið hann því næst að skýra mér frá því hvað hafi skeð. Maðurinn hóf að segja mér frá því að hann ásamt konu sinni og vinum hafi farið í Þjóðleikhúskjallarann þá um kvöldið. Er þau hafi komið í fatageymsluna hafi þau fengið eitt númer fyrir báðar yfirhafnir sínar. Svo hafi það verið einhvern tíma eftir kl. 2, er þau ætluðu að fara að hvorug yfirhöfnin fannst í fatahenginu. Afgreiðslustúlka í fatahenginu hafi þá boðið sér að koma inn fyrir og leita að yfirhöfnunum sjálfur. Hann hafi fljótlega fundið kápu konu sinnar og verið að leita að frakka sínum, er skyndilega hafi verið þrifið í sig. Það hafi verið dyravörður hússins sem hafi spúrt sig hvað hann væri eiginlega að þvælast þarna fyrir innan. Er hér var komið sögu bað maðurinn að handjárnin yrðu losuð af sér. Þar sem mér fannst að hann hefði róast mikið þá tók ég þá ákvörðun að losa af honum handjárnin. Á sama tíma hafði ég beðið lögregluþjón að ganga fram og sækja salernispappír svo hægt væri að þurrka mesta blóðið framan úr manninum. Er handjárnin höfðu verið losuð af honum bað ég hann um að halda áfram að skýra mér frá máls- atvikum. Æstist þá maðurinn skyndilega upp aftur, barði af öllum kröftum í skrifborðið og sagði eitthvað á þá leið að hann gæti ekki látið bjóða sér þetta. Spurði ég þá manninn að því hvort hann ætlaði að láta setja sig í handjárn á ný. Hann svaraði þessu með því að berja aftur af öllum kröftum í borðið og rífa upp símtólið af síma á borðinu um leið og hann sagði: „„Ég ætla að hringja“. Tók ég þá í símtólið og ætlaði að taka það af honum en þá réðst hann formálalaust á mig. Við það enda-sentist skrif- borðið sem ég sat á út Í vegg og klemmdist þar einn lögreglumannanna á milli. Komu nú hinir lögreglumennirnir að og Í sameiningu yfirbuguðum við manninn. Var hann síðan færður í lyftu og fluttur í henni í fanga- geymslu. Ég vil taka fram að hugsun mín í upphafi var að leita skýringa hjá manninum, róa hann niður svo hann gæti haldið heim en úr því sem komið var og að framan er lýst sá ég ekki annað en að taka þyrfti manninn um stund úr umferð og reyna að róa hann. Hefði maðurinn á þessari 923 stundu gengið laus, hefði ég að sjálfsögðu hlutast til um að hann yrði fluttur á Slysadeild, en framkoma hans nú var þannig að ég taldi það ekki forsvaranlegt. Þegar upp var komið voru teknir af honum persónulegir munir svo sem jakki, slaufa, skór, úr o.s.frv. Lögreglumenn urðu að halda honum á meðan en fangavörður annaðist þetta verk og færði hann síðan í fangaklefa. Fangaverðir að störfum auk mín voru Björk Bjarkadóttir og Gunnar Sigurðsson, lögregluþjónn nr. 71. Örlitlu seinna var hringt í fanga- geymsluna. Var það stöðvarmaður í anddyri lögreglustöðvarinnar sem hringdi. Kvað hann fólk vera í anddyri lögreglustöðvarinnar sem óskaði eftir því að fá að tala við mig. Ég fór niður í anddyri lögreglustöðvarinnar og ræddi þar við konu mannsins sem settur hafði verið inn og tvo aðra aðila, mann og konu. Kona mannsins var grátandi og lítt viðræðuhæf svo ég snéri mér að hinni konunni sem virtist hafa orð fyrir þeim öllum. Sú kona lagði fram þá ósk fyrir hönd eiginkonu mannsins að honum yrði sleppt lausum úr fangageymslunni. Skýrði ég konunni frá að meðan maðurinn væri Í þessu ástandi teldi ég óforsvaranlegt að honum yrði sleppt lausum. Spurði þá kona þessi að því hvort eiginkona mannsins mætti fara í fangageymslu og ræða við hann. Eg sagði konunni að ég teldi það ekki forsvaranlegt vegna ástands mannsins og framkomu hans áður svo og að í fangageymslunni væru aðrir fangar sem þyrfti að gæta að. Fólkið fór í beinu framhaldi af þessu og ég vil taka fram að það kom vel fyrir. Síðan er það nokkru seinna að Einar Bjarnason, varðstjóri, hringir í fanga- geymslu og kveður tengdaföður mannsins vera kominn á lögreglustöðina og óska eftir því að fá að taka hann með sér heim. Ég fór niður og ræddi við mann þennan og skýrði honum frá málavöxtum eins og ég hafði heyrt þá og orðið vitni að. Benti ég síðan manninum á að það yrði að vera alger- lega á hans ábyrgð að hann tæki tengdason sinn með sér heim, en mér virtist maðurinn vera orðinn nokkuð rólegri. Fórum við síðan upp í fangageymslu þar sem ég opnaði klefadyrnar. Þá sat maðurinn á bekknum inni í klefanum. Skýrði ég honum frá því að tengdafaðir hans væri kominn og við skyldum nú reyna að ganga þannig frá þessu að hann gæti farið með honum. Maðurinn spratt á fætur er hann sá tengdaföður sinn og virtist ánægður að sjá hann, en er við komum fram á ganginn, virtist hann æsast upp aftur og fór að ausa svívirðingum yfir mig og lögregluþjóna þá sem höfðu handtekið hann. Rauk hann á mig, þreif með annarri hendi í hálsmál skyrtu minnar, hrinti mér upp að fanga- klefaveggnum, lyfti hinni hendinni og hótaði að slá mig í rot. Ég hreyfði hvorki legg né lið meðan á þessu stóð og tengdaföður hans tókst að fá hann til að sleppa mér. Síðan gengum við að afgreiðsluborðinu í fanga- geymslunni og voru honum fengnir þeir persónulegu munir sem af honum voru teknir þegar hann var settur í klefann. Var hann síðan beðinn að kvitta 924 fyrir móttöku þeirra á þar til gert spjald. Þar lá við að hann réðist á fanga- vörðinn en tengdaföður tókst að koma í veg fyrir það með fortölum. Krafs- aði hann síðan á spjaldið sem kvittun fyrir móttöku muna sinna. Síðan fóru þeir út úr fangageymslunni. Kl. 05:40 ca. þá hringdi maðurinn í fangageymsluna og þar skýrði hann mér frá eftirfarandi: Að hann hefði eins og hann hefði áður skýrt frá farið í Þjóðleikhúskjallarann með konu sinni og vinum, fengið eitt númer fyrir báðar yfirhafnirnar, fengið að fara inn í fatahengið og leita að flíkunum sjálfur, fundið kápu konu sinnar fljótlega og verið að leita að frakka sínum er dyravörðurinn hafi skyndilega þrifið í hann. Hafi átt sér stað milli hans og dyravarðar einhverjar hnippingar og orðaskak og hafi jakki hans rifnað við það. Hafi hann þá rifið jakka dyravarðarins. Hann kvaðst fúslega viðurkenna það að hafa verið orðinn reiður og æstur eftir að þetta átti sér stað, en að hann hafi verið mjög lítið undir áhrifum áfengis. Hann kvað nú dyravörðinn hafa farið en er hann og eiginkona hans og vinir hafi ætlað að yfirgefa fatahengið hafi dyravörðurinn komið aftur og með honum þrír lögregluþjónar. Dyravörðurinn hafi bent á sig og lögreglu- mennirnir tekið sig og lagt sig Í gólfið og sett á sig handjárn. Honum hafi ekki komið til hugar að veita mótspyrnu þar sem hann hefði ekkert í þrjá menn að gera. Lögreglumennirnir hafi síðan dröslað sér út í lögreglubíl og hent sér inn í hann þannig að hann lá á grúfu. Á leiðinni frá Þjóðleik- húskjallara á lögreglustöð hafi einn lögreglumannanna legið með annan fót- inn ofan á bakinu á sér og annar lögregluþjónn rifið í hárið á sér og barið andliti hans nokkrum sinnum í gólf lögreglubifreiðarinnar. Kvað hann konu sína og vinkonu hennar vera vitni að þessu þar sem þær hafi verið í lögreglubílnum. Samtal þetta var nokkru lengra og m.a. gat hann þess að hann væri blaðamaður og einnig kona hans. Kvaðst hann hafa verið ákveðinn í því í upphafi að mata blöðin á meðferð þeirri sem hann hefði hlotið af völdum lögreglunnar, en vera komin á þá skoðun núna að það hefði engan tilgang og það hvarflaði ekki að sér lengur. Líka gat hann þess að hann væri búinn að ræða við föður sinn og bróður sem væru lögfræð- ingar og að þeirra mati væri um „pura“ dómsmál að ræða.“ Bertram Henry fannst Skafti ákaflega lítið undir áhrifum áfengis og segir hann ekki hafa kvartað við sig strax um framferði ákærðu né kona hans og vinkona hennar. Bertram Henry kveður Skafta ekki hafa óskað eftir að fá að tala við lögfræðing, hvorki í móttökuherberginu né í fangageymslunni, en kveðst heldur ekki hafa kynnt honum rétt hans til þess að fá skipaðan réttargæslu- mann, þar sem Skafti hafi verið orðinn óviðráðanlegur, áður en hann lauk frásögn sinni. Bertram Henry kveður Skafta ekki hafa kvartað við sig á lögreglustöð- 925 inni undan meðferð ákærðu á sér né sagt sér, hvernig hann fékk áverka á andlit. Bertram Henry telur útilokað, að Skafti hafi hlotið áverka á lögreglu- stöðinni. Bertram Henry kveður konuna, sem var með konu Skafta, hafa skýrt honum frá því, að Skafti hefði lent í útistöðum við dyravörð, en Bertram Henry getur ekki fullyrt, hvort hún nefndi, að Skafti hefði ekki fengið af- hentan frakka sinn. Hann kveður konurnar ekki hafa kvartað undan með- ferð lögreglunnar og ekki sagt, með hvaða hætti Skafti fékk andlitsáverka. Bertram Henry kveðst hafa álitið, að Skafti hefði fengið áverkann í Leik- húskjallaranum, enda hafi hann eingöngu sagt því frá atburðum, sem gerðust þar, og ákærðu hafi sagt, að „komin væri krafa““ á hendur Skafta frá Leikhúskjallaranum, en þeir hafi ekki sagt honum, að Skafti hafi verið ómeiddur, þegar hann var handtekinn. Vitnið Gunnar Sigurður Ingólfur Sigurðsson lögreglumaður, Spítalastíg 6 í Reykjavík, segir, að á fjórða tíminum umrædda nótt hafi ákærðu komið í fangageymsluna, þar sem hann var á aukavakt sem fangavörður. Voru þeir með mann, sem ákærðu Guðmundur og Sigurgeir leiddu. Á eftir þeim fylgdi Bertram Henry. Var maðurinn blóðugur í framan og sáust glögg merki, að eitthvað hafði gengið á, því auk þess, að maðurinn var blóðugur og föt úr lagi færð, voru lögreglumennirnir sveittir. Gunnar Sigurður Ingólfur segir, að maður þessi hafi ekki átt spjald í fangageymslu og því ekki komið þar fyrr. Þeir Bertram Henry hafi fyllt það út í sameiningu, en maðurinn hafi reynst vera Skafti Jónsson. Hann kveðst ásamt lögreglu- mönnunum hafa tekið af Skafta persónulega muni og þann fatnað, sem venja er, þegar menn eru settir í geymslu, en það hafi út af fyrir sig ekki gengið öðru vísi en venja er til. Skafti hafi mótmælt sem allflestir geri. Var Skafti færður í klefa nr. 5. Gunnar Sigurður Ingólfur kveðst telja, að beltið hafi verið tekið af Skafta, en man ekki sérstaklega eftir því. Gunnar Sigurður Ingólfur segir Skafta hafa verið búinn að vera 30-45 mínútur, er hann hringdi bjöllu, sem er í klefanum, og kveðst hann hafa farið að dyrunum, opnað lúguna og rætt lítillega við hann. Hann segir, að Skafti hafi þá virst nokkuð rólegur. Hann hafi greint sér frá því, að hann hefði lent í útistöðum á skemmtistað, en síðan hefðu kollegar Gunnars Sigurðar Ingólfs komið á staðinn og handtekið sig og eftirleikurinn hafi verið þeim að kenna, eins og hann orðaði það. Gunnar Sigurður Ingólfur kveðst hafa sagt Skafta, að hann vissi ekki um þetta mál og raunar gæti hann ekki rætt við hann, þar sem sinna þyrfti fleiri föngum. Þá hafi Skafti óskað eftir því að fá að hringja án þess að tilgreina númer, en hann kveðst hafa sagt honum, að það væri varðstjórans að ákveða slíkt, og mundi hann skila því, sem hann og gerði. Fljótlega eftir þetta segir Gunnar Sigurður 926 Ingólfur, að Bertram Henry hafi komið upp með mann, sem reyndist vera tengdafaðir Skafta. Að boði Bertrams Henry kveðst Gunnar Sigurður Ingólfur hafa opnað dyr fangaklefans og þeir Bertram Henry og aðkomu- maðurinn farið inn. Skafti virtist feginn að sjá tengdaföður sinn, en æsti sig jafnframt mikið upp, og er skemmst frá því að segja, að hann var með hótanir og alls konar svívirðingar í garð lögreglu og gerði sig líklegan til þess að ráðast á Bertram Henry, en komið var í veg fyrir það. Gunnar Sigurður Ingólfur segir tengdaföður Skafta hafa reynt að róa hann, en eftir að hann var búinn að móttaka persónulega muni og kvitta fyrir þeim með kroti, heyrði Gunnar Sigurður Ingólfur enn fortölur í honum, er hann hélt út. Kristín segir, að þær. Ásta hafi beðið í anddyri stöðvarinnar og þangað hafi Jón Rósant einnig komið. Hún telur sig ekki hafa sagt honum, hvað gerðist í bifreiðinni. Þær Ásta ræddu við Bertram Henry eftir nokkra bið. Vildu þær fá Skafta út eða að Kristín fengi að tala við hann. Kristín segir, að þau Ásta og Jón hafi aðallega talað, en ekki fengið leyfi til að fara með Skafta eða hitta hann. Kristín segir, að Bertram Henry hafi snúið sér að henni og sagt, að hún hefði ekkert þarna að gera, hún skyldi fara heim, því að Skafti yrði þarna a.m.k. yfir nóttina. Kristín mundi ekki, þegar hún var yfirheyrð hjá rannsóknarlögreglu, hvort hún kvartaði yfir þeirri meðferð, sem Skafti hafði fengi í bifreiðinni, en hún kveðst hafa rætt við Bertram Henry um upphaf málsins. Ásta hafi þó haft orð fyrir þeim, enda hún sjálf í uppnámi. Kristín kveðst ekki muna fyrir víst, en kveðst telja, að hún hafi sagt Bertram Henry, að Skafti hefði verið barinn í bifreiðinni. Við dómsrannsóknina skýrir Kristín svo frá, að hún hafi kvartað við lög- regluvarðstjórann undan misþyrmingum ákærðu, en þorir ekki að fullyrða, að hún hafi gert honum ljóst, í hverju þær voru fólgnar. Kristín segir, að þær Ásta hafi farið með leigubifreið heim til foreldra Kristínar og faðir hennar síðan farið strax og sótt Skafta. Kristín kveður þær Ástu í sameiningu hafa sagt foreldrum sínum, hvað hafði gerst. Telur Kristín, að hún hafi sagt föður sínum frá því, sem gerðist í lögreglubifreiðinni, en hann hafi farið á lögreglustöðina mjög skömmu eftir að þær Ásta komu. Kristín kveðst vita til þess, að eftir að þau komu heim til sín, Skafti og hún, þá ræddi Skafti við Bertram Henry í síma. Skafti hafi rætt málið og útskýrt, hvað gerst hafði í Þjóðleikhúskjallaranum og bifreiðinni. Hann hafi verið kurteis og ekki æst sig neitt. Hann hafi hins vegar verið bálreiður, þegar hann kom heim af lögreglustöðinni. Ásta segir, að Bertram Henry hafi sagt þeim Kristínu, að handjárnin 927 hefðu verið tekin af Skafta, en hann þá tryllst og hann yrði að vera þarna um nóttina. Ásta kveðst hafa beðið eftir því, að þær yrðu spurðar um mála- vöxtu, en það hafi ekki verið gert. Ásta kveðst hafa viljað fá að hitta Skafta, en það hafi ekki verið leyft. Kveðst hún hafa skilið það á Bertram Henry, að það væri ákveðið, að Skafti yrði þarna yfir nóttina. Ásta segir, að þær Kristín hafi ekki kvartað við Bertram Henry né ákærðu varðandi illa meðferð á Skafta. Hún kveðst ekki muna orðrétt, hvað þeim fór á milli, en kveðst hafa viljað leysa málið og kveðst því telja, að hún hafi nefnt það við Bertram Henry, að þetta hafi allt byrjað vegna þess að þau Skafti og Kristín hefðu lent í útistöðum við dyravörðinn. Ásta segir, að þær Kristín hafi ekki rætt það sín á milli, að meðferðin hafi verið slæm, sem Skafti fékk, enda hafi þær Kristín lítið ræðst við og hún ekki búin að gera sér grein fyrir, hversu alvarlegt málið væri. Þegar ljóst varð, að Ásta fékk ekkert að gert á stöðinni, kveðst hún hafa farið heim með Kristínu og þau rætt við foreldra hennar, en ekki, hvað hafði gerst, áður en hann var settur í fangageymsluna. Faðir Kristínar hafi þá farið á stöðina og komið aftur með Skafta eftir rúman hálftíma. Ásta kveður sér ekki hafa verið ljóst, þegar hún kom inn í lögreglustöð- ina, að Skafti hefði hlotið áverka, og Kristín hefði ekki skýrt henni frá því, að höfði Skafta hefði verið slegið við gólfið, enda hefði hún lítið getað talað vegna gráts. Ásta kveðst ekki hafa heyrt, að höfði Skafta hefði verið slegið við í bif- reiðinni, fyrr en Skafti kom alblóðugur úr fangageymslunni og sagði frá þessu. Ásta segir að Skafti hafi, þegar þarna var komið, talað um að kæra þetta, hann léti ekki fara svona með sig. Þá hafi hann sagt frá því, að hann hafi tryllst uppi í fangageymslunni og að hann hafi ekki fengið að hringja, er hann bað um það. Kristínu var kynntur framburður Ástu um það, hvað hún hafi sagt föður sínum, áður en hann sótti Skafta. Þorir Kristín ekki að fullyrða um, að hve miklu leyti hún sagði föður sínum frá því, sem gerst hafði áður en hann sótti Skafta. Ákærði Guðmundur var spurður um roða og smá mar í hársverði á hnakkasvæði Skafta. Hann kveðst ekki geta skýrt, með hvaða hætti hann fékk þessa áverka, en útilokar ekki, að hann hafi valdið sér þeim sjálfur. Ákærði kveðst hafa haldið í jakkakraga Skafta í bifreiðinni og telur ósennilegt, að það tak hafi getað valdið þessum áverka. Hins vegar kveður hann hugsanlegt, að Skafti hafi rekið höfuðið í númer á jakka hans, enda hafi það slitnað af að hluta í átökunum. Ákærði segir, að í móttökuherberginu á lögreglustöðinni hafi átökin við 928 Skafta orðið snörpust, og kveðst hann ekki geta útilokað, að Skafti hafi fengið áverkana í þeim átökum. Ákærði man ekki eftir, að höfði Skafta væri haldið niðri í átökunum á lögreglustöðinni með því að þrýsta aftan á háls hans. Ákærði Jóhann Valbjörn tjáir sig um sama áverka, að hann telji, að Skafti hafi fengið þessa áverka í móttökuherberginu á lögreglustöðinni, eftir að hann trylltist þar. Hann hafi þá verið lagður fram á skrifborð og höfði hans haldið niðri með því að þrýsta aftan á hálsinn á honum. Ákærði man þó ekki, hver gerði það. Bertram Henry var kynntur framburður ákærða Jóhanns Valbjörns um átökin í móttökuherberginu. Hann segir, að Skafti hafi ekki verið lagður á skrifborðið, heldur hafi hann setið á því, og hann kannast ekki við, að ýtt hafi verið aftan á háls hans. Vitnið Þorsteinn Ólafsson tannlæknir, Laufásvegi 42 í Reykjavík, kveðst ekki minnast þess, að neinar ryskingar hafi átt sér stað í fangageymslu lög- reglunnar, er hann sótti Skafta þangað, en Skafti hafi greinilega verið svo- lítið reiður. Þorsteinn kveður Skafta hafa talað um það, eftir að heim var komið að illa hefði verið farið með hann, aðallega í lögreglubifreiðinni. Því hefðu Kristín og Ásta einnig verið búnar að segja frá. Skafta Jónssyni var kynntur framburður starfsfólks Þjóðleikhúskjallar- ans. Af því tilefni segir Skafti, að í sumum skýrslunum séu honum eignuð orð, sem hann myndi aldrei hafa sagt, eða öllu heldur myndi aldrei láta sé um munn fara, t.d. haltu kjafti, og ykkur kemur það ekki við. Hann segir jafnframt að að sér læðist sá grunur, að um eitthvert plott sé að ræða. Sigurbjartur Ágúst lagði fram hjá rannsóknarlögreglu refsi- og bótakröfu að fjárhæð samtals 10.945 krónur. Mótmælir Skafti kröfunni og segir, að stimpingar hafi fyrst og fremst átt sér stað vegna framkomu Sigurbjarts Ágústs og því séu áverkar, sem hann kann að hafa hlotið, honum að kenna, annars koma áverkar Skafta á óvart. Skafti telur alveg útilokað, að hann hafi lent á andlitinu á gólf bifreiðar- innar, þegar honum var hrint inn í hana, og því ekkert meiðst við það. Kveðst Skafti ekki hafa orðið var við, að ákærðu annar eða báðir hafi dottið inn í bifreiðina þá. Skafti Jónsson leitaði til Slysadeildar Borgarspítalans í Reykjavík vegna áverka sinna. Í vottorði Hauks Árnasonar, yfirlæknis á deildinni, dagsettu 5. desember sl., segir á þessa leið um skoðun á Skafta, en Skafti kom á deildina samkvæmt vottorðinu klukkan 12:25: „Við skoðun kom í ljós: Andlit, nef er mikið bólgið og glóðarauga á vinstra auga. Ekki greinist skekkja á nefi, nasir virðast báðar opnar. Á enni er — miðju enninu — 3 cm löng grunn rispa, einnig er önnur rispa 929 lítil vinstra megin á enni. Á vinstri öxl og upphandlegg eru nokkrar smá- rispur og húðmar. Aftan til á hægri upphandlegg er 4 cm langt mar. Úln- liðir: Handjárnaför eru á báðum úlnliðum „,circuler““ roði mest ölnarmegin og geislabeinsmegin á báðum úlnliðum. Einnig er smámar handarbaks- megin yfir öðru miðhandarbeini vinstra megin. Smámar er eftir beltissylgju í beltisstað á sjúklingnum framanvert á kvið. Vinstri ökkli: Smá bólga er utanvert yfir ökklanum og eymsli á þeim stað. Sjúklingur gengur óhaltur. Settar eru Medirip — vafningsumbúðir á vinstri ökkla. Roði og smámar eru í hárssverði á hnakkasvæði. Rtg. mynd var tekin af nefbeinum, þessi rtg.mynd sýndi brot á nefbeininu án teljandi tilfærslu á brotflöskum. Að þessari rannsókn lokinni var sjúklingi leyft að fara úr Slysadeild Borgar- spítalans, en honum tjáð að hann ætti að hafa samband við lækni á Háls- nef- og eyrnadeild eftir 3-4 daga, ef þroti á nefinu hyrfi ekki, og ef að skekkja kæmi fram á nefinu, sem ekki virtist vera við þessa skoðun á Skafta Jónssyni 27/11 1983.“ Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir við heilsugæslu Hafnarfjarðarbæjar, segir svo í vottorði, dagsettu 28. nóvember sl., um komu Sigurbjarts Ágústs Guðmundssonar á sinn fund: „„Ofannefndur maður kom til mín á stofu Í dag og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás, þar sem hann var við vinnu sína sem dyravörður í Þjóð- leikhúskjallaranum í Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 27. nóv. sl. Sagði hann að einn gestanna hefði eftir dálitla orðasennu ráðist að sér, reynt að rífa utan af sér fötin og lagt á sig hendur. Við skoðun sér maður eftirfarandi: Áverkamerki, rispur og bólga á h.augnloki svo og á enni og nefi. Einnig sér maður mar og áverkamerki v. megin á hálsi.“ Hörður Jóhannesson rannsóknarlögreglumaður framkvæmdi skoðun á fatnaði Skafta, buxum, jakka, hvítri skyrtu, hálstaui og mittisól. Um skoðun þessa segir svo: „Jakkinn er svartur, framl. Luigi Botti Ítalíu, stærð 56. Jakkinn er í heilu lagi en tvær litlar saumsprettur eru á honum. Önnur er á hægri öxl, 3,5 cm að lengd en hin í handveginum vinstra megin ca. 2 cm að lengd. Jakkinn er tvíhnepptur en eina tölu vantar og hefur hún greinilega slitnað af. Stór blettur er framan á jakkanum hægra megin, aðallega á jakkaboð- ungnum og á framhliðinni þeim megin, allt að hægri ermi. Talinn vera blóðblettur. Tveir litlir sams konar blettir á boðung og kraga vinstra megin. Ennfremur eru nokkuð greinilegir blettir á hægri ermi ofarlega og á baki, rétt fyrir neðan kragann. Sennilega blóðblettir. Að öðru leyti er jakkinn heill og ókrumpaður og ekki að sjá önnur óhreinindi en fyrrgreinda blóð- bletti. 59 930 Buxurnar eru svartar, stærð 56 úr sams konar efni og jakkinn. Venju- legar karlmannabuxur en með uppábroti á skálmum. Buxurnar eru alveg heilar og óskemmdar; allir saumar heilir og buxurnar ókrumpaðar, brot í buxnaskálmum. Óhreinindablettir sjáanlegir v. vinstra hné og í hnésbót hægra megin. Hálstauið er vínrauð slaufa, teg. GIVENCHY. Slaufan er í heilu lagi og allir saumar heilir. Á henni er stór blóðblettur. Skyrtan er hvít, venjuleg langerma karlmannaskyrta, tegund EL MIOR, stærð 42. Allar tölur vantar á skyrtuna nema þá neðstu. Hafa þær allar slitnað af og eru skemmdir eftir þar sem hver tala hefur verið. Blóðkám er framan á skyrtunni og nokkrir blóðblettir framan á brjóstinu. Einnig er blóðkám á skyrtukraganum og fremst á báðum ermum. Mittisólin er 90 em löng úr leðri, tegund SCARAB. Ólin er með járn- sylgju. Ólin er heil að sjá en á henni er lítið gat ca. 20 cm frá enda.“ Hörður Jóhannesson gerði einnig skýrslu um skoðun á skyrtu og háls- bindi Sigurbjarts Ágústs Guðmundssonar. Um skoðunina segir svo í skýrslu Harðar: „„Skyrtan er ljósblá, venjuleg langerma karlmannaskyrta, stærð 41. Skyrtan er heil að öðru leyti en því, að allar tölur nema þær tvær neðstu vantar á. Hafa þær greinilega slitnað af og er rifið út úr skyrtunni á þeim stöðum, sem tölur hafa verið. Hálsbindið er svart, tegund LEXA. Þetta er svokallað teygjubindi með tilbúnum hnút og fest utan um skyrtukragann með teygju. Bindið sjálft er heilt en teygjan er slitin af.““ Samkvæmt vottorði Veðurstofu Íslands, dagsettu 27. mars sl., var snjó- koma í Reykjavík kl. 3 aðfaranótt 27. nóvember sl. Skafti Jónsson hefur sjálfur upplýst, að hann sé 195 cm á hæð og hafi vegið 99 kg hinn 27. nóvember sl. Hinn 30. janúar sl. ritaði ríkissaksóknari dómsmálaráðuneytinu eftir- greint bréf: „Hér með sendist hinu heiðraða ráðuneyti til umsagnar lögreglu- og dómsrannsókn, sem fram hefur farið og embættinu barst með bréfi saka- dóms Reykjavíkur, dagsettu 27. þ.m., varðandi ætlaða ólöglega handtöku af hálfu þriggja nafngreindra lögreglumanna í lögregluliði Reykjavíkur svo og kæruefni Skafta Jónssonar, blaðamanns, Víðimel 19 hér í borg, á hendur lögreglumönnunum fyrir harðræði og líkamsmeiðingar. Með vísan til 2. mgr. 21. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74 1974, er óskað rökstuddrar umsagnar ráðuneytisins um mál þetta og til- lagna um frekari meðferð þess. Málskjölin óskast endursend.““ 931 Ráðuneytið svaraði bréfi ríkissaksóknara 9. febrúar sl., og er svarbréf ráðuneytisins, sem er undirritað fyrir hönd ráðherra af Baldri Möller og Hjalta Zóphóníassyni, á þessa leið: „Vísað er til bréfs yðar, herra ríkissaksóknari, dags. 30. f.m., er fylgdi, ásamt öðrum rannsóknargögnum, dómsrannsókn, varðandi ætlaða ólög- lega handtöku af hálfu þriggja nafngreindra lögreglumanna, svo og kæru- efni Skafta Jónssonar, blaðamanns, Víðimel 19, Reykjavík, á hendur lög- reglumönnunum fyrir harðræði og líkamsmeiðingar. Ráðuneytið tekur fram, að það telur að rannsóknin leiði fram svo sem tök eru á, staðreyndir um rannsóknarefnið. Jafnframt telur ráðuneytið, að af gögnum rannsókn- arinnar verði tæpast ráðið, svo óyggjandi sé, hvort meiðsli kærandans stafi af harðræði hinna kærðu lögreglumanna. Ráðuneytið telur hins vegar eðlilegt, með hliðsjón af málavöxtum, að dómstólar fjalli um málið til hlítar. Rannsóknargögnin endursendast.““ Niðurstöður. Samkvæmt segulbandsupptöku fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík hljóðaði tilkynningin til hennar frá Þjóðleikhúskjallaranum framangreint sinn á þá leið, að þar vantaði aðstoð vegna manns, sem væri með læti. Ákærðu fóru á staðinn að sinna þessu. Þeir hafa upplýst, að Sigurbjartur Ágúst dyravörður hafi beðið þeirra utan dyra og beðið þá að fjarlægja mann, sem hefði ráðist á sig. Kemur fram í framburði ákærðu og vitna, að Sigurbjartur Ágúst hafi borið þess merki, þegar lögreglan kom, að hann hefði lent í átökum. Með framburði Skafta Jónssonar, þriggja dyravarða og annarrar stúlk- unnar Í fatageymslunni er sannað, að Skafti hafi lent í átökum við Sigur- bjart Ágúst dyravörð í fatageymslu Leikhúskjallarans. Þá verður að telja sannað með framburði framangreindra vitna þrátt fyrir framburð Skafta, að hann hafi átt upptökin að þessum átökum, og með framburði vitna og áverkavottorði er sannað, að í átökunum hafi Sigurbjartur Ágúst hlotið áverka og fataskemmdir. Í 4. gr., sbr. 11. gr. reglugerðar um löggæslu á skemmtunum nr. 273, 1977, sbr. 8. og 11. gr. laga nr. 56, 1972 um lögreglumenn, er hlutverk dyravarða greint m.a. á þann veg, að þeir skuli halda uppi röð og reglu á skemmtunum og sé þeim í því skyni heimilt að vísa á brott þeim, sem brjóta gegn settum reglum eða óspektum valda og kveðja sér til aðstoðar við störf sín, hvern þann, sem þeir óska. Var því eðlilegt, að dyraverðir Þjóðleikhúskjallarans kveddu lögregluna á vettvang umrætt sinn vegna Skafta Jónssonar. Ákærðu ætluðu að fá Skafta með sér, og mátti honum vera það ljóst 932 með hliðsjón af því, sem á undan var gengið, um hvað þeir ætluðu að ræða við hann. Þeim bar samkvæmt 3$. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála skylda til þess að hefja rannsókn málsins, þar sem frásögn og útlit dyravarðarins gaf þeim ástæðu til þess að ætla, að þeir hefðu verið kvaddir á vettvang vegna óspekta og árásar þess manns, er Sigurbjartur Ágúst benti þeim á, þ.e. Skafta Jónssonar. Skafti neitaði hins vegar að fylgja ákærðu, þótt hann gæti ekki gengið þess dulinn, svo sem áður greinir, að óskað hefði verið aðstoðar lögregl- unnar vegna hans. Liður í rannsókninni hlaut að vera viðtal við Skafta, sem var kærður. Bar honum skylda að hlýða fyrirmælum ákærðu að koma með þeim. Því neitaði Skafti og hefur viðurkennt þá neitun. Þegar af þessum ástæðum var það rétt af ákærðu að handtaka Skafta samkvæmt ákvæðum bæði 1. tl. og 6. tl. 61. gr. áðurgreindra laga. Á það ber þó að líta, að ákærðu virðast ekki hafa kynnt sér alveg nægjanlega ástæðurnar, sem lágu að baki útkallsins, þegar þeir hófu hand- tökuaðgerðir sínar, en það hefðu þeir átt að gera frekar. Samt verður að telja, að með hliðsjón af útliti dyravarðarins, er ákærðu komu á staðinn, viðbrögðum Skafta, er þeir komu, og loks verksviði og valdsviði dyravarða hafi þeir af þeim ástæðum einum gert rétt að fjarlægja hann úr húsinu. Þá var fatageymsla í samkomuhúsi ekki æskilegur staður til að hefja yfir- heyrslur í rannsókn opinbers máls, þegar þar er staddur fjöldi fólks. Loks voru viðbrögð Skafta slík, er ákærðu hófu handtökuaðgerðir, að þeir áttu vart annars úrkosti en að ljúka þeim. Með hliðsjón af öllu framansögðu verða ákærðu því sýknaðir af því að hafa handtekið Skafta Jónsson án nægjanlegra ástæðna eða tilefnis umrætt sinn og þar með af því að hafa brotið gegn 131. gr. eða 132. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. Sannað er með framburði ákærðu, vitna og læknisvottorði, að Skafti Jónsson hlaut þá áverka, er í vottorðinu greinir á tímabilinu frá því hann bað um frakka sinn í fatageymslunni án árangurs, uns honum var sleppt úr fangageymslu lögreglunnar. Ekki er sannað, svo að óyggjandi sé, hvenær á þessum tíma þetta varð, en lang-líklegast er, að það hafi gerst á tímabilinu frá því ákærðu tóku á Skafta í fatageymslunni og þar til hann var tekinn út úr lögreglubifreiðinni. Ákærðu hafa allir mótmælt því, að þeir eigi sök á áverkum Skafta og kannast ekki við, að hann geti hafa fengið þá með þeim hætti, er hann og kona hans lýsa, þ.e. að ákærði Guðmundur hafi ítrekað keyrt höfuð hans í gólf lögreglubifreiðarinnar. Þetta hefur vitnið Ásta Svavarsdóttir, sem einnig var í lögreglubifreiðinni, ekki getað borið um, og heyrði vitnið ekki um þessa ásökun Skafta, fyrr en hann kom úr fangageymslu lögregl- unnar. Eigi liggur fyllilega ljóst fyrir í málinu, með hverjum hætti Skafti hlaut 933 áverka þá, er að framan greinir. Hann veitti mikla mótspyrnu, meðan á handtöku stóð, og fullyrða ákærðu Guðmundur og Jóhann Valbjörn, að hann hafi fallið á gólf lögreglubifreiðarinnar, þegar hann var settur inn í hana. Er ekki lögfull sönnun fram komin fyrir því gegn neitun ákærðu þrátt fyrir framburð Skafta og konu hans, að ákærðu Guðmundur og Jóhann Valbjörn hafi af ásetningi eða gáleysi orðið valdir að áverkum hans. Gæti Skafti eins hafa hlotið þá fyrir eigin tilverknað. Ber því að sýkna ákærðu Guðmund og Jóhann Valbjörn af ákæru um brot á 218. gr. eða 217. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu Skafta Jónssonar hefur verið lögð fram bótakrafa á hendur ákærðu að fjárhæð kr. 48.850. Þar sem ákærðu eru sýknaðir í máli þessu, verður samkvæmt 2. mgr. 146. gr. laga nr. 74, 1974 ekki dæmt um bótakröfuna. Samkvæmt framansögðu ber að dæma ríkissjóð skv. 1. mgr. 140. gr. laga nr. 74, 1974 til að greiða allan sakarkostnað í máli þessu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Guðmundar, Jóns Odds- sonar hæstaréttarlögmanns, 18.000 krónur, og skipaðs verjanda ákærðu Jóhanns. Valbjörns og Sigurgeirs, Guðna Haraldssonar héraðsdómslög- manns, 18.000 krónur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Dómsorð: Ákærðu, Guðmundur Baldursson, Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson, eiga að vera sýknir af ákærunni í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda ákærða Guðmundar, Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, 18.000 krónur, og skipaðs verjanda ákærðu Jóhanns Valbjörns og Sigurgeirs, Guðna Haraldssonar héraðsdóms- lögmanns, 18.000 krónur. 934 Miðvikudaginn 3. júlí 1985. Nr. 158/1985. Helga Guðrún Eiríksdóttir og Sigríður Björnsdóttir gegn Sigrúnu Sigfúsdóttur og Sigurði Pálssyni Kærumál. Löghald. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðiljar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 31. maí 1985, sem barst Hæstarétti 26. júní sl. Þeir krefjast þess, „að löghaldið geti einnig tekið til mögulegra eigna““ varnaraðilja, „eins og krafist er í löghaldsbeiðnini““. Þeir krefjast einnig kæru- málskostnaðar. Varnaraðiljar krefjast þess, að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Þeir krefjast og kærumálskostnaðar. Í máli þessu er gerð krafa um, að kyrrsetning nái fram að ganga. Málið sætir því ekki kæru til Hæstaréttar, sbr. a lið 3. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973. Ber því að vísa málinu frá Hæstarétti. Samkvæmt þessu ber að dæma sóknaraðilja in solidum til að greiða varnaraðiljum 6.000,00 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðiljar, Helga Guðrún Eiríksdóttir og Sigríður Björnsdóttir, greiði in solidum varnaraðiljum, Sigrúnu Sigfús- dóttur og Sigurði Pálssyni, 6.000,00 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Árnessýslu 17. maí 1985. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar hinn 13. maí sl. að loknum munnlegum málflutningi, er til komið vegna kröfu Tómasar Gunnars- sonar hrl. f.h. Helgu Guðrúnar Eiríksdóttur nnr. 7601-9134, og 935 Sigríðar Björnsdóttur, nnr. 3896-2663, um, að löghald verði gert í eigum Sigrúnar Sigfúsdóttur, nnr. 7725-8299, og Sigurðar Pálssonar, nnr. 7892-1544, Laufskógum 31, Hveragerði, og Ljósbrá h.f., nnr. 6148-8170, Breiðumörk 25 í Hveragerði, til tryggingar kr. 598.141 auk hæstu lögleyfðra dráttarvaxta, 3,75% fyrir hvern byrjaðan mán. af kr. 578.116 frá 8. febr. 1985 til 8. mars 1985 og 4% fyrir hvern byrjaðan mán. frá 8. mars 1985 til 8. okt. 1985 og hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum af kr. 598.141 frá 8. okt. 1985 til greiðsludags. Einnig til tryggingar kostnaði við löghaldsgerð þessa og eftirfarandi staðfest- ingarmál, fjárnám og uppboð, ef til kemur. Af hálfu gerðarþola er framkominni löghaldsbeiðni mótmælt. Í fyrsta lagi er því mótmælt, að gerðin beinist að þeim Sigurði Pálssyni og Sigrúnu Sigfúsdóttur, en einnig er því andmælt, að gerðin sem slík fari fram. Verði löghald heimilað hins vegar, er þess krafist, að gerðarbeiðendur setji kr. 500.000 í tryggingu í formi peninga eða bankaábyrgðar. Þá er krafist málsvarnarlauna að mati réttarins. Úrskurðarorð: Umbeðið löghald má gera í eigum Ljósbrár h.f., Breiðumörk 25 í Hveragerði, enda hafi áður verið settar kr. 100.000,00 í tryggingu. Löghald verður ekki gert í eigum Sigrúnar Sigfúsdóttur og Sigurðar Pálssonar. Málskostnaður fellur niður. 936 Fimmtudaginn 4. júlí 1985. Nr. 14/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Reyni Lútherssyni (Örn Clausen hrl.) Nauðgun. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús. Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson og Arn- ljótur Björnsson prófessor. Máli þessu var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 10. janúar sl. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 14. mars sl. Af hálfu ákærða er þess krafist, að bótakrafa S. P. verði tekin til með- ferðar og lægri bætur dæmdar en í héraðsdómi. Um vexti af bótafjárhæð er ekki ágreiningur. Svo sem í héraðsdómi greinir, er sannað, að ákærði framdi brot þau, sem honum eru gefin að sök og varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. sömu laga að því er varðar fyrra brotið. Refsing ákærða er með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga hæfi- lega ákveðin fangelsi 3 ár og 6 mánuði. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um frádrátt gæsluvarðhalds og um sakarkostnað. Þá þykir einnig mega taka til greina bótakröfu S. P. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar sakarinnar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Reynir Lúthersson, sæti fangelsi 3 ár og 6 mánuði. Til frá- dráttar komi gæsluvarðhaldsvist hans í 27 daga. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksókn- arlaun Í ríkissjóð, 25.000,00 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 25.000,00 krónur. 937 Dómur sakadóms Reykjavíkur 17. september 1984. Ár 1984, mánudaginn 17. september, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 438/1984: Ákæruvaldið gegn Reyni Lútherssyni, sem tekið var til dóms 4. þ.m. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dag- settu 12. júní sl., á hendur ákærða, Reyni Lútherssyni pípulagningamanni, Laugavegi 76 í Reykjavík, fæddum þar í borg 3. febrúar 1948. Í ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða „fyrir að hafa, sunnudagsnóttina 13. maí 1984, gerst sekur um eftirgreind nauðgunarbrot: I. Umrædda nótt, um kl. 03:00, ráðist að stúlkunni G.G., fæddri 30. mars 1959, þar sem hún var einsömul á gangi austur Hverfisgötu í Reykjavík, austan Barónsstígs, gripið hana hálstaki aftanfrá og þrengt svo að öndunar- vegi stúlkunnar að henni lá við köfnun og þannig neytt hana til að fylgja sér inn í bakgarð hússins nr. 102 A við Hverfisgötu, þar sem ákærði lagði stúlkuna á jörðina, svipti hana klæðum og bjó sig til að hafa við hana samfarir nauðuga en var hindraður í að fullfremja verknaðinn af íbúa húss- ins nr. 102 C við Hverfisgötu, sem heyrði neyðaróp stúlkunnar og fór á vettvang, en ákærði lagði á flótta. Brot þetta telst varða við 1. mgr. 194. gr., sbr. 20. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 1940. II. Seinna sömu nótt, um kl. 04:00, ráðist að stúlkunni S. P., fæddri 24. maí 1962, þar sem hún var einsömul á gangi austur Hverfisgötu í Reykja- vík, á syðri gangstétt gegnt Þjóðleikhúsinu, gripið hana hálstaki aftanfrá og neytt stúlkuna með sama hætti og áður greinir til að fylgja sér bakvið húsið nr. 18 við Hverfisgötu, þar sem ákærði neyddi stúlkuna með kvalræði til holdlegs samræðis og ekki látið af þeim athöfnum fyrr en lögreglan, til kvödd af einum íbúa hússins, sem hafði vaknað við neyðaróp stúlk- unnar, kom á vettvang og ákærði lagði á flótta en var handtekinn stuttu síðar. Brot þetta telst varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. TIl. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: 938 Aðfaranótt sunnudagsins 13. maí sl., klukkan 3:20, kom G. G., ... á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík þeirra erinda að kæra líkams- árás og tilraun til nauðgunar. Í fylgd með G. var Guðmundur Haraldsson, Hverfisgötu 104 í Reykjavík. Sömu nótt og að framan greinir, klukkan 4:06, var lögreglunni í Reykja- vík tilkynnt, að eitthvað mikið gengi á í porti Miðbæjarradíós að Hverfis- götu 18. Þangað héldu tvær lögreglubifreiðar, önnur var stödd í Tryggva- götu og hin á Snorrabraut, um það leyti sem tilkynningin barst. Í hinni fyrri voru þrír lögreglumenn, en í hinni síðarnefndu tveir. Kom fyrrgreinda bifreiðin á staðinn, og sáu lögreglumennirnir, er þeir óku inn í portið, að maður var að hafa samfarir við konu, sem lá á ca. 80 cm háum steintröpp- um með fæturna niður með veggnum og buxur og nærbuxur dregnar niður að hnjám. Hafði maðurinn samfarir við konuna aftan frá og virtist þrýsta hægri hendi niður að hnakka og hálsi konunnar. Þegar maðurinn varð lög- reglunnar var, tók hann upp um sig og tók á rás austur að Smiðjustíg, en um svipað leyti kallaði konan „,nauðgun““. Tveir lögreglumannanna eltu manninn, og tókst þeim og lögreglumönn- unum í síðari bifreiðinni að handtaka hann á baklóð hússins nr. 3 við Grettisgötu. Var hér á ferð ákærði, Reynir Lúthersson, sem að mati lög- reglumannanna var greinilega ölvaður og veitti mótþróa við handtökuna. Kona sú, sem ákærði var að hafa samfarir við, var S. P.... fædd... 1962. Vitnið G. G. skýrir svo frá, að það hafi verið á göngu austur Hverfisgötu umrædda nótt, lítillega undir áhrifum áfengis eftir veru í veitingahúsi. Var vitnið að svipast um eftir leigubifreið. Þegar vitnið var statt rétt austan við Barónsstíg, stökk aftan að því einhver, sem hafði verið á eftir því. Taldi vitnið, að þarna væri karlmaður á ferð, og tók hann vitnið föstu hálstaki aftan frá, svo að það átti mjög erfitt með að anda. Fannst vitninu maðurinn nota hægri handlegginn. Vitnið reyndi að berjast um og man, að það barð- ist við, að maðurinn gæti ekki komið því af gangstéttinni á bak við hús, reyndi að öskra og barðist við að ná andanum. Fannst vitninu maðurinn ætla að drepa það. Ekki sagði maðurinn neitt, en dró eða ýtti vitninu á undan sér inn í sund á milli húsanna nr. 102 A og 104, en vitnið reyndi að halda sér í grindverk, sem þarna var. Næst mundi vitnið eftir sér, þegar það lá á bakinu með höfuðið að rusla- tunnum og að maðurinn var að fara höndum um kynfæri þess ber og ætlaði greinilega að nauðga því, en nærbuxur vitnisins og sokkabuxur höfðu verið dregnar niður að hnjám. Vitnið man ekki, hvort maðurinn lá eða kraup við hlið þess. Allt gerðist þetta mjög snöggt, og man vitnið ekki eftir því, þegar maðurinn lagði það á jörðina og tók niður buxur þess. Telur það sig hafa misst meðvitund einhverja stund. Vitnið kveðst ekki hafa séð, 939 hvort maðurinn var búinn að taka niður um sig buxurnar, en dimmt var. Um það leyti, sem vitnið rankaði við sér á jörðinni, reyndi það að öskra, og kom þá annar maður. Tók árásarmaðurinn þá á rás og hvarf. Um sama leyti kom annar maður út í glugga á húsi og síðan út. Hann fylgdi vitninu á fund lögreglunnar. Vitnið segir, að yfirhöfn þess hafi verið rifin niður frá hliðarvasa og aurug, einnig hafi sokkabuxur og nærbuxur verið rifnar og aurugar. Þá var vitnið aurugt á sitjanda og upp undir mjóhrygg. Vitnið treystir sér ekki til að gefa neina lýsingu á árásarmanninum og kveðst ekki treysta sér til þess að þekkja hann aftur. Vitnið kveðst hafa tekið atburð þennan nærri sér og var mjög miður sín fyrst á eftir en er nú búið að jafna sig. Það telur þó, að áhrifa af þessum atburði muni alltaf gæta eitthvað. Vitnið Guðmundur Haraldsson verktaki, Hverfisgötu 104 í Reykjavík, kveðst hafa vaknað á heimili sínu umrædda nótt við óp fyrir utan húsið. Þegar vitnið vaknaði betur, voru ópin það skerandi, að vitnið taldi eitthvað alvarlegra á ferðinni en venjulegt helgarfyllerí, en það datt því fyrst í hug. Vitnið leit út um glugga, sem snýr inn í húsagarðinn, og sá þá nágranna sinn, Ólaf Hólm Friðbjörnsson, koma út úr húsi sínu. Hvatti vitnið Ólaf Hólm til að fara að öskutunnum, sem þarna eru, en þaðan bárust ópin. Gerði hann það, og spratt þá upp maður og hljóp út sundið í átt að Hverfis- götu. Vitnið sá manninn andartak, er hann kom í átt að því, en vitnið var þá úti í opnum glugga á 2. hæð hússins að Hverfisgötu 104. Vitnið tók ekki nákvæmlega eftir manninum, en það hafði meir gætur á staðnum, þaðan sem ópin komu. Vitnið lýsir manninum svo, að hann hafi verið að þess mati ca. 1,70 cm á hæð, þrekvaxinn, ljósskolhærður og hefði greitt hárið út á hlið til vinstri. Hann hefði verið klæddur ljósbrúnum mittisleður- jakka og ljósum bol. Vitnið fór út í sundið, en fremst í því var Ólafur Hólm með unga stúlku, sem var með ekkasogum og vart mælandi. Þá voru föt hennar í óreiðu, og sagði hún, að gerð hefði verið tilraun til að nauðga sér. Voru föt stúlkunnar aurug og þvæld. Stúlkan var mjög rugluð og vissi vart, hvað um var að ræða, fyrr en hún fór að jafna sig. Fylgdi vitnið stúlkunni síðan á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vitnið Ólafur Hólm Friðbjörnsson kennari, Hverfisgötu 102 B í Reykja- vík, var vakandi á heimili sínu umrædda nótt um klukkan 3, þegar það heyrði óp í konu í bakgarði við húsið. Kveðst vitnið fyrst hafa talið, að einhverjir væru að rífast á baklóðinni, en þegar ópin héldu áfram, fór vitnið út til að kanna, hvað um væri að vera, en áður hafði vitnið litið út um glugga og séð mann liggja ofan á konu upp við ruslatunnur efst í sundi á lóð næsta húss. Þá rak konan upp vein af og til, en augljóst 940 var, að haldið var um kverkar henni og að hún gat einungis veinað annað slagið. Vitnið kveðst hafa hlaupið að girðingu, sem skilur að lóðirnar á milli Hverfisgötu 102 B og 104 B, og um leið hrópað, hvað um væri að vera. Spratt þá maðurinn upp og hljóp á brott, en hann lá enn ofan á konunni. Segir vitnið, að búið hafi verið að færa buxur konunar niður á læri, þegar það kom að henni, og var hún mjög miður sín, en jafnaði sig þó von bráðar og greindi frá því, að maðurinn hefði ætlað að nauðga sér. Kom það strax fram hjá konunni, að hún þekkti árásarmanninn ekkert. Var konan lengi að ná eðlilegum andardrætti, og sagði hún vitninu, að hún hefði verið mest hrædd um, að maðurinn dræpi hana. Vitnið Guðmundur kom síðan á vettvang og fylgdi konunni á lögreglu- stöðina. Vitnið kveðst aðeins hafa séð árásarmanninn ógreinilega, en taldi, að hann hefði verið u.þ.b. 25 ára, vel meðalmaður á hæð, frekar grannur. Ekki veitti vitnið athygli hárvexti né háralit mannsins, enda nokkuð skugg- sýnt, þá taldi vitnið, að maðurinn hefði verið klæddur í leðurmittisjakka, en að öðru leyti gat vitnið ekki sagt til um klæðnað mannsins. Hvorki vitnið Guðmundur né Ólafur Hólm treystu sér til að endurþekkja árásarmanninn. Vitnið Bjarnþór Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður, Stórateigi 20 í Mosfellssveit, kveðst hafa staðið að því að finna út, hver hefði tilkynnt um atburðinn við Hverfisgötu 18, og komst að því, að það væri Steinunn Sigurðardóttir, sem býr á efri hæð að Traðarkotssundi 3. Ræddi vitnið síðan við Steinunni, sem upplýsti, að hún væri mikill hjartasjúklingur og þyldi ekki yfirheyrslur né treysti sér til að fara úr húsi. Virtist vitninu Steinunn ekki vera ferðafær, og var hún því ekki yfirheyrð formlega. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við vararannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins. Við meðferð málsins hefur þetta vitni ekki komið fyrir dóm, og voru sækjandinn og verjandinn sammála um, að ekki væri ástæða til að kalla vitnið fyrir dóm, eins og heilsufari þess væri sagt háttað. Vitnið Bjarnþór gerði skýrslu um viðtal sitt við Steinunni, sem fór fram daginn eftir atburðinn, og hefur staðfest hana við meðferð málsins. Í henni segir svo: „Steinunn skýrði svo frá, að hún hafi vaknað upp um kl. 03:00 við ein- hver öskur. Um hafi verið að ræða óp, líkt og einhver væri í nauðum. Hún kveðst hafa litið út um glugga á íbúð sinni og þá séð til tveggja mannvera við tröppur á húsinu nr. 18, við Hverfisgötu, en tröppur þessar eru á suðurhlið hússins portmegin. Hún kveðst í fyrstu ekki hafa séð hvort 941 um karl og konu væri að ræða og talið að um væri að ræða karl og unglingspilt. Karlmaðurinn hafi slengt stúlkunni upp á pallinn og byrjað að hafa við hana samfarir aftanfrá. Stúlkan hafi rekið upp vein í fyrstu, en síðan hafi henni virst sem hún veitti ekkert viðnám. Steinunn kveðst hafa bankað á gluggann hjá sér til að reyna að fæla þetta fólk í burtu, en það hafi ekki borið neinn árangur. Karlmaðurinn hafi haldið uppteknum hætti um hríð, en síðan hætt og beygt sig niður að kynfærum stúlkunnar. Kveðst Steinunn ekki hafa séð fyllilega hvað hann var að gera, hvort hann var að skoða kynfæri stúlkunnar eða hvort hann var að sleikja hana. Steinunn kveðst þá hafa hringt til lögreglunnar og tilkynnt atburðinn, en jafnframt neitað að gefa upp nafn sitt. Kveðst hún vera það mikill sjúkl- ingur að hún megi ekki við neinum geðshræringum. Aðspurð kvaðst Steinunn ekki geta áttað sig á hvað þetta hafi viðgengist lengi, en telur að það hafi verið talsverður tími frá því að hún varð vör við þetta, þar til lögreglan kom á vettvang. Steinunn kveður karlmanninn hafa byrjað samfarir að nýju, eftir að hann kraup aftan við stúlkuna og samfarirnar verið á sama hátt og fyrr, þ.e. aftan frá. Kvenmaðurinn hafi lítið viðnám veitt og ekki heyrst meira frá henni. Samfarirnar hafi verið í gangi, er lögreglan kom að, en maðurinn þá lagt á flótta.“ Vitnið Bjarni Guðmundsson lögreglumaður, Kjarrmóum 46 í Garðabæ, kveðst hafa ekið lögreglubifreiðinni, sem kom á vettvang að Hverfisgötu 18. Þegar vitnið ók inn í portið við húsið, sá það, hvar maður var með konu upp við tröppur á húsinu og var í samförum við hana. Hélt maðurinn konunni þannig, að hún lá fram á tröppurnar. Ekki getur vitnið sagt til um, hvernig maðurinn hélt konunni, en hann var með hægri höndina uppi. Ekki sá vitnið, hvort höndin var fram fyrir hálsinn á konunni eða hvort hún var ofan á herðum hennar. Konan var með buxurnar niður á lærum og maðurinn var að hafa samfarir aftan frá. Sá vitnið manninn viðhafa samfarahreyfingar. Vitnið sá manninn stökkva aftur á bak, stuttu eftir að lögreglubifreiðin kom í portið, taka upp um sig buxurnar og hlaupa á brott. Héldu félagar vitnisins á eftir manninum, en vitnið kallaði til stúlkunnar, sem var grát- andi, og spurði, hvort maðurinn hefði nauðgað henni. Sagði hún svo vera. Kom stúlkan síðan inn í bifreiðina til vitnisins. Spurði vitnið hana, hvort hún þekkti manninn, en hún kvaðst ekki hafa séð framan í hann. Vitnið ók síðan um næsta nágrenni, en stuttu síðar heyrði vitnið, að maðurinn hefði verið handtekinn. 942 Vitnið Hans Sigurbjörnsson lögregluflokksstjóri, Öldugranda 5 í Reykja- vík, var í lögreglubifreiðinni, sem kom í portið að Hverfisgötu 18 umrædda nótt. Sá vitnið, um leið og ekið var inn í portið, að kona lá á maganum ofan á tröppum við húsið og að maður var að hafa samfarir við hana aftan frá. Vitnið sá manninn halda með hægri hendi yfir herðarnar á konunni og þrýsta henni niður á tröppurnar og viðhafa samfarahreyfingar. Rétt eftir að bifreiðin kom í portið, stökk maðurinn aftur á bak, tók upp um sig buxurnar, sem voru niðri á lærum, og hljóp af stað yfir bifreiðastæðið við Smiðjustíg. Heyrði vitnið konuna kalla nauðgun, og hljóp vitnið suður Traðarkotssund upp á Laugaveg, en vitnið Atli Már á eftir manninum yfir bifreiðastæðið. Þegar vitnið kom inn á Laugaveginn, sá það manninn koma upp Smiðjustíg og hlaupa austur Laugaveg. Hljóp vitnið á eftir honum, og um leið og þetta var að gerast, kom lögreglubifreið vestur Laugaveg, og komu lögreglumenn úr þeirri bifreið til aðstoðar, eins og áður er fram komið. Vitnið stóð síðan að handtöku mannsins, er hann kom ofan af veggnum. Vitnið lýsir ákærða svo, að hann hafi verið með blóðhlaupin augu og greinilega ölvaður, en vel frískur. Hann var skólaus og sagði varðstjóri á lögreglustöðinni, að þeir hefðu orðið eftir á vettvangi. Vitnið gerði skýrslu um komu þeirra lögreglumannanna að Hverfisgötu 18 og hefur staðfest hana við meðferð málsins. Vitnið S.P., kveðst hafa verið á göngu austur Hverfisgötu um kl. 4 aðfaranótt 13. maí si. og var statt á syðri gangstétt götunnar skammt vestan við Þjóðleikhúsið, þegar það heyrði einhverja manneskju nálgast sig. Var vitnið lítillega undir áhrifum áfengis. Skyndilega var vitnið tekið svo föstu hálstaki aftan frá, að því fannst það vera að kafna. Það reyndi að hljóða, en kom ekki upp neinu hljóði. Vitnið fann, að hér var karlmaður á ferð, og ýtti hann nú vitninu á undan sér suður með húsi því, sem er andspænis Þjóðleikhúsinu, og á bak við húsið. Þegar þangað var komið, sagði maðurinn vitninu að öskra ekki, og reyndi það þá að toga í handlegginn á manninum, til þess að hann linaði takið á hálsi þess. Var vitnið skelfingu lostið og hélt, að maðurinn ætlaði að ganga frá því þarna. Bað vitnið hann að hætta þessu og leyfa sé að fara, en hann kvaðst gera þetta og gæti hann ekki hætt, fyrr en hann hefði fengið fullnægingu. Maðurinn fór með vitnið í tökum sínum að tröppum við húsið og sveigði vitnið fram yfir pallinn fyrir ofan tröppurnar og reyndi að hneppa frá því buxunum, en gat það ekki. Hafði vitnið nælt þær saman. Þá skipaði maðurinn vitninu að losa um buxnastreng sinn, og af ótta við, að maðurinn 943 kæfði vitnið, losaði það buxnastrenginn. Við það linaði maðurinn takið á hálsi vitnisins og færði buxur þess niður á læri, en vitnið hélt í þær að framan og hélt þeim uppi. Síðan setti maðurinn lim sinn í kynfæri vitnisins og hóf við það samfarir. Eftir að hafa haft samfarir við vitnið í þessum stellingum í nokkurn tíma, bað maðurinn vitnið að snúa sér við, en það neitaði. Hélt maðurinn þá áfram samförunum og kvaðst ekki geta hætt, fyrr en hann hefði fengið fullnægingu. Áður en maðurinn hóf samfarirnar, kvaðst hann ekki vilja meiða vitnið, ef það vildi leyfa honum að hafa sam- farir. Þegar maðurinn var byrjaður að hafa samfarir við vitnið, spurði vitnið hann að því, hvers vegna hann væri að þessu. Hann sagðist þá verða að gera þetta. Vitnið spurði hann þá að því, hvort hann gerði þetta oft, og sagðist hann gera þetta stundum. Á meðan maðurinn hafði samfarir við vitnið losaði hann takið á hálsi þess og tók utan um mitti þess. Vitnið kveðst þá hafa öskrað á hjálp, en þá tók maðurinn aftur utan um háls þess. Á meðan maðurinn var að hafa samfarir við vitnið, lá það með and- litið fram á steyptan pallinn á tröppunum, og við það nuddaðist andlit þess við pallinn. Eftir að maðurinn hafði haft samfarir við vitnið góða stund, að það telur 10—15 mínútur, sá vitnið og heyrði í bifreið, sem reyndist vera lögreglu- bifreið. Þetta sá maðurinn einnig, hætti samförunum og tók á rás og lög- reglan á eftir honum. Vitnið kveðst síðan hafa farið inn í lögreglubifreiðina og sagði frá því, sem gerst hafði, og í framhaldi af því var vitnið flutt á lögreglustöðina við Hverfisgötu, þar sem það ræddi við varðstjóra. Áður en farið var á lögreglustöðina, ók lögreglumaðurinn um nágrennið til þess að athuga með lögreglumennina, sem hlupu á eftir manninum. Vitnið kveðst hafa verið miður sín fyrstu vikurnar eftir atburðinn, en eftir að hafa verið í sumarfríi í júlí, er það búið að ná sér að fullu, nema ef atburðurinn kemur upp í hugann. Ákærði gaf næsta dag skýrslur um báða atburðina. Er skýrsla hans um fyrri atburðinn á þessa leið: „Varðandi þetta mál þ.e. að ég hafi ráðist á stúlku á Hverfisgötu móts við hús nr. 102 A, þá man ég það eitt að ég var í einhverjum átökum við einhverja stúlku einhvers staðar í húsagarði en ég veit ekki hvar. Nánari málsatvik voru þau að í gærkvöldi um kl. 23:30 fór ég í veitinga- húsið Pöbb-inn við Hverfisgötu. Ég var þá lítilsháttar undir áhrifum áfengis. Í veitingahúsinu drakk ég mikið af áfengu öli og varð mikið ölvaður. Ég man að ég fór út úr veitingahúsinu, að ég held eftir að því var lokað en þori þó ekki að fullyrða um það atriði. Ég var þá mjög ölvaður og man ég eftir því að ég var reikull í spori og er það óvanalegt. Ég man eftir því að ég gekk austur Hverfisgötu en síðan man ég ekki hlutina í sam- 944 hengi. Ég man eftir því að ég var fyrir utan veitingahúsið Safarí en hvort það var í beinu framhaldi af þessu það get ég ekki fullyrt. Ég man síðan eftir því að ég var í átökum við einhverja stúlku, sem ég þekkti ekki neitt og get enga lýsingu gefið á. Ég man að við vorum í ein- hverjum húsagarði í átökum en ég get ekki lýst þeim frekar. Ég man að við lágum bæði á jörðinni og ég man að ég ætlaði að hafa við hana samfarir nauðuga en ég held að það hafi ekki tekist. Ég man greinilega eftir því þegar við vorum þarna á jörðinni að maður stóð yfir okkur eða aðeins frá okkur. Ég man ekki hvort hann talaði eitthvað til okkar en held það þó og þess vegna hafi ég tekið eftir honum. Eg man að þessi maður var hár og grannur, dökkhærður og fannst mér hann hafa sterka andlitsdrætti. Ég man greinilega eftir því að þegar ég sá manninn þá stóð ég á fætur og hljóp en ég get ekki munað hvert ég hljóp, þ.e. hvort ég hljóp yfir garða eða eitthvað annað. Ég held þó að ég hafi eftir þetta gengið niður Laugaveg frekar en Hverfisgötu. Að hugsuðu máli þá held ég að það hafi verið eftir þessi átök við stúlkuna í húsagarðinum sem ég fór að Safari. Ég fór fyrst úr húsagarðinum og gekk vestur Laugaveg en fór síðan að Safarí og síðan þaðan aftur upp á Laugaveg og gekk vestur hann. Næst man ég eftir mér fyrir utan Þjóðleik- húsið við Hverfisgötu og síðan fór ég niður í Lækjargötu. Það næsta sem ég man er að ég var bak við eitthvert hús, að ég held á móti Þjóðleikhúsinu og var ég þar með einhverri stúlku sem ég var að hafa samfarir við nauðuga. Ég hef nú skýrt frá ferðum mínum eins og ég best man sl. nótt en minni mitt er afar gloppótt. Ég get ekki á heilum mér tekið sökum iðrunar og sektarkenndar. Ég get ekki skilið hvað hefur komið fyrir mig, ég hef bók- staflega truflast á þessu tímabili. Ég er fús til þess að bæta stúlkunni það tjón, sem ég kann að hafa valdið henni með framferði mínu, þ.e. það tjón sem hægt er að bæta. Það sem ég hef hér að framan skýrt frá er allt satt og rétt og samkvæmt minni bestu vitund.““ Ákærði var síðan yfirheyrður strax á eftir um síðari atburðinn. Er skýrsla hans um hann á þessa leið: „Varðandi þetta mál þá hef ég þegar skýrt frá upphafi þess í skýrslu sem tekin var af mér vegna líkamsárásar á stúlku og tilraun til nauðgunar í húsagarði fyrr um nóttina. Varðandi þetta tilvik þá man ég eftir því að ég var bak við eitthvert hús, að ég held við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Ég var með stúlkuna í einhverju porti eða þess háttar og minnir mig að þar hafi verið tröppur sem við vorum upp við. Ég man að ég var að hafa samfarir við stúlkuna og sveigði ég hana áfram fram á pallinn og var að hafa við hana samfarir 945 aftan frá. Ég man ekki eftir því hvort ég þurfti að halda stúlkunni meðan ég hafði samfarir við hana en mig minnir að þessar samfarir mínar við stúlkuna hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Aðspurður þá held ég að ég hafi haft samfarir við þessa stúlku nauðuga þó ég muni ekki eftir því að hafa beitt hana valdi. Ég man að þetta var ekki eðlilegt því þegar ég var í samförunum þá kom lögreglubíll að okkur og tók ég til fótanna og hljóp yfir eitthvert bílastæði og upp á Laugaveg. Þaðan fór ég upp einhverja götu og þar inn í garð en kom þá að vegg þar sem lögreglumenn handtóku mig. Eg man eftir því að ég lenti í átökum við lögreglumennina sem handtóku mig en ég held að það hafi ekki verið mikið. Eftir að lögreglan handtók mig þá held ég að ég hafi verið fluttur í lög- reglustöðina við Hverfisgötu og síðan þaðan í Slysadeild Borgarspítalans þar sem tekið var blóðsýni. Síðan var ég fluttur til geymslu í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. Það var svo um kl. 11:00 í morgun að rannsóknarlögreglumenn frá RLR komu í fangageymsluna og lögðu þar hald á fatnað minn og fluttu mig í fangelsið við Síðumúla. Mér var þá kynntur réttur minn til þess að fá lögmann og notaði ég mér þann rétt. Aðspurður þá hljóp ég upp úr skónum þegar ég var að hlaupa undan lögreglunni í nótt og man ég að lögreglumennirnir töluðu um að þeir hefðu fundið annan skóinn. Það sem ég hef hér skýrt frá að framan er satt og rétt samkvæmt minni bestu samvisku og vitund. Ég er niðurbrotinn maður út af þessu og með mikið samviskubit. Ég skil þetta ekki, svona nokkuð hefur aldrei hent mig fyrr. Ég er fús til þess að bæta stúlkunni allt það tjón sem hún hefur orðið fyrir og hægt er að bæta.“ Ákærði var yfirheyrður frekar af rannsóknarlögreglunni 22. maí sl. og hann þá spurður, hvort eitthvað hefði skýrst í minni hans varðandi fyrra tilvikið. Hann kvað svo ekki vera. Hann kvaðst muna óljóst, að hann hefði verið að reyna að ná fötunum niður um stúlkuna, þar sem þau lágu á jörð- inni. Ákærði var síðan beðinn að gera grein fyrir ferðum sínum og athöfnum að kvöldi 12. maí og aðfaranótt 13. maí sl. Ekki þykir ástæða til að rekja þennan framburð, en ákærði leiðrétti hann í yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglunni 4. júní sl. Er framburður hans þá um þetta á þessa leið: „Varðandi framburð minn, sem ég gaf í fyrstu skýrslu minni hjá RLR þann 13:05. s.1., þá er það ekki rétt að ég hafi verið að vinna laugardaginn 12. maí s.1. Ég hef áttað mig á því nú að ég hef ruglast á dögum og skýrt 60 946 frá því sem ég var að gera á föstudeginum 11. maí s.l. þ.e. að ég hafi farið til vinnu og verið í vinnu fram til kl. 19:00. Það rétta er að laugardaginn 12. maí 1984 þá var ég ekki að vinna og var ég heima hjá mér fram til hádegis. Eftir hádegi þá fór ég heim til kunn- ingja míns, Arnar Þórhallssonar, og þar ræddum við saman um sameigin- legt áhugamál okkar sem er bréfdúfnarækt. Ég dvaldi hjá Erni í ca. 2 klukkustundir en þá fór ég upp í Mosfellssveit til þess að sinna bréfdúfum, sem ég á þar. Ég dvaldi þar góða stund en síðan fór ég í bæinn aftur og kom þá við heima hjá öðrum kunningja mínum Gísla Maríussyni (sic). Ég settist inn hjá Gísla og ræddum við sameiginlegt áhugamál okkar bréf- dúfnarækt. Ég held að ég hafi komið til Gísla einhvern tímann um kl. 20:00 og verið þar fram til um kl. 22:30. Hjá Gísla neytti ég áfengis ca. 5 til 6 sjússa samtals, sem borið var fram í glasi en ég drakk síðan kaffi með. Þegar ég fór frá Gísla fann ég vel fyrir áfengisáhrifum. Ég fór síðan heim til mín og kom ég þangað skömmu fyrir kl. 23:00. Þegar eiginkona mín var farin til vinnu þá fór ég í Pöbb-inn við Hverfisgötu þar sem ég síðan neytti áfengs öls. Ástæðan fyrir því að ég nefndi ekki áðurnefnda tvo kunningja mína sem ég hafði viðkomu hjá er sú að ég vildi ekki blanda þeim í þetta mál og taldi vitnisburð þeirra ekki skipta máli. Ég neytti ekki áfengis heima hjá mér áður en ég fór á Pöbb-inn heldur var það áfengi sem ég drakk fengið hjá Gísla. Aðspurður þá man ég ekki eftir því að hafa hitt eða talað við neitt af fólki sem ég kannast við þegar ég var á Pöbb-inn aðfaranótt sunnudagsins 13. maí s.l.““ Ákærði hefur engar athugasemdir gert við framburð stúlknanna tveggja og dregur hann ekki í efa. Segir ákærði, að hann hafi nokkrum sinnum áður misst minnið vegna ölvunar. Hann kveðst aldrei nota róandi né örvandi lyf og kveðst aðeins hafa verið undir áhrifum áfengis, þegar um- ræddir atburðir áttu sér stað. Við meðferð málsins hefur ákærði skýrt frá aðalatriðum málsins á sama veg og áður er rakið. Hann tekur fram, að hann hafi ekki haft neitt í huga af því, er síðar skeði, þegar hann yfirgaf Pöbb-inn. Hann telur, að ekkert hafi komið fyrir heima hjá honum áður en hann fór á Pöbb-inn, sem hleypt hefði honum úr andlegu jafnvægi. Ákærði telur, að honum hafi ekki orðið sáðfall við samfarirnar. Vitnið Örn Þórhallsson framkvæmdastjóri, Hátúni 43 í Reykjavík, hefur staðfest, að ákærði hafi hitt það að Langholtsvegi 111 í Reykjavík skömmu eftir klukkan 13 laugardaginn 12. maí sl. og dvalið hjá því í ca. 1% klukku- 947 stund, en erindið hafi verið að sækja dúfnabúr. Kveður vitnið ákærða hafa rætt við það um áhugamál þeirra. Vitnið segir, að ákærði hafi verið í góðu jafnvægi, þegar hann kom og þegar hann fór. Ekki neytti hann áfengis hjá vitninu og bar engin merki um áfengisáhrif, á meðan þeir voru saman. Vitnið Gísli Rúnar Marisson vagnstjóri, Laugavegi 161 í Reykjavík, hefur staðfest, að ákærði hafi komið heim til þess umræddan laugardag um klukkan 19 til að ræða við það um bréfdúfur, sem er sameiginlegt áhugamál þeirra. Vitnið segir, að ákærði hafi verið ódrukkinn, þegar hann kom. Hann þáði hjá vitninu 2 eða 3 glös með veikri áfengisblöndu fram til þess að hann fór frá vitninu nokkru fyrir klukkan 23, og kvaðst hann þá þurfa að fara heim til að gæta barnanna, þar sem kona hans væri að fara til vinnu. Virtist vitninu ákærði þreyttur, er hann fór, en ekki merkti vitnið á ákærða áfengisáhrif. Þá virtist vitninu hann í mjög góðu andlegu jafn- vægi. Vitnið Sigurbjörn Víðir Eggertsson rannsóknarlögreglumaður, Yrsufelli 40 í Reykjavík, kom á lögreglustöðina um nóttina og hitti báðar stúlkurnar þar. Hann tók við upphafi rannsóknar málanna. Hefur vitnið gert skýrslur um upphaf afskipta sinna af báðum málunum og staðfest þær við meðferð málsins. Um ástand G. G. segir svo í skýrslu vitnisins: „G.G. er klædd í rauðan frakka (kápu) og er hann ataður auri að aftan og rifið niður úr hliðarvasa. Sokkabuxur eru aurugar. G. virðist lítilsháttar undir áhrifum áfengis en talsvert niðurdregin vegna þessa atburðar.““ Vitnið Steindór Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður, Ánalandi 6 í Reykjavík, skoðaði fatnað ákærða og stúlknanna tveggja. Hann hefur við meðferð málsins staðfest skýrslur sínar um þessa skoðun og önnur rann- sóknagögn, sem hann vann að. Ekki þykir ástæða til að rekja skýrslu vitnisins um skoðun á fatnaði ákærða, nema að því er tekur til lýsingar á stuttum nærbuxum, en um hana segir svo í skýrslunni: „„Nærbuxur, stuttar: Svartar stuttar nærbuxur úr 100% bómullarefni. Á innanverðum buxunum að framan eru blettir. Gerð var sæðisprófun (SFT-300 Seminal Fluid Test kit) og gaf hún jákvæða svörun. Einnig var gerð blóðprófun á blettunum (Leuco-Malachite) og gaf það jákvæða svörun.“ Verður nú rakið úr skýrslu vitnisins um fatnað G. G. það, er máli skiptir, en öðru sleppt. 948 Kápa G. G. var mjög óhrein, laus mold á vinstri ermi og hægri öxl og bakhluti kápunnar mjög óhreinn. Á hægri vettling í vasa kápunnar var ljós hárflygsa. Framan á pilsi voru tveir litlir gulleitir blettir (eftir vökva) og neðar einn stór blettur. Við fald á pilsinu hægra megin að framan voru mold og sandur. Á sokkabuxum var 20 cm löng rifa á innanverðu vinstra læri. Nærbuxur voru mjög óhreinar og með blettum víða að innan og utan eftir sand og/eða mold. Á innanverðri klofbót að framan eru rauðlitaðir storkublettir, sem við blóðprófun (Leuco-Malachite) gaf jákvæða svörun. Buxurnar eru rifnar á teygjustroffi vinstra megin. Skór voru mjög óhreinir. Í skýrslu vitnisins um skoðun á fatnaði S. P. segir, að í nærbuxum hennar hafi verið rauðir blettir í klofbót, innanverðri, sem við blóðprófun (Leuco-Malachite) gáfu jákvæða svörun. Saumar á hliðum voru rifnir. Einnig voru blóðblettir á innanverðum afturhluta. Vitnin Bjarni Jóhann Bogason rannsóknarlögreglumaður, Engihjalla 3 í Kópavogi, og Ragnar Vignir aðstoðaryfirlögregluþjónn, Giljalandi 4 í Reykjavík, unnu við gerð rannsóknargagna í málinu og hafa staðfest þau verk sín við meðferð málsins. Ákærða var tekið blóð til alkóhólrannsóknar klukkan 4:42 um nóttina. Samkvæmt niðurstöðu þeirrar rannsóknar reyndist magn alkóhóls í blóði ákærða 1,45%. Athygli ákærða var vakin á því við meðferð málsins, að niðurstaða alkó- hólmælinga í blóði væri ekki í samræmi við það, að ákærði myndi svo lítið um atburði eins og fram kæmi í skýrslum hans. Ákærði taldi skýringuna þá, að hann hafi drukkið ölið á Pöbb-inn mjög hratt og í miklum mæli auk þess að vera mjög þreyttur og illa fyrirkallaður vegna mikillar vinnu og streitu dagana á undan. Guðmundur S. Jónsson, læknir fangelsisins að Síðumúla 28 í Reykjavík, skoðaði ákærða daginn eftir atburðina, og segir svo Í skýrslu hans um skoð- unina: „„Fangi kemur vel fyrir. Hann er daufur í dálkinn og raunar mjög niður- dreginn og aðspurður kveðst hann hafa þungar áhyggjur af fjölskyldu sinni vegna þessa atburðar, sem hér um ræðir. Hann kveðst hafa verið drukkinn sl. nótt, en sé alveg orðinn eðlilegur, ekki timbraður. Blóðþrýstingur: 140/95, sem er samkv. upplýsingum fangans talsverð hækkun frá venju- legum þrýsting. Púls: 110 sl. á mín. reglubundinn, sem er talsvert hærra en eðlilegt. Fanginn er því greinilega haldinn mikilli innri spennu. Lungna og hjartahlustun eðlileg. Húð: Áverkablettur, nudd, yfir upphandleggs- vöðva v.megin, sem fanginn segir vera eftir átök við lögreglu. Sömuleiðis nuddblettur á h. úlnlið, sem hann segir vera eftir handjárn. Engir aðrir 949 umtalsverðir blettir á húð og ekkert, sem bendir á átök í nótt annað en það sem áður er nefnt. Líkamleg skoðun að öðru leyti eðlileg.“ Í vottorði Slysadeildar Borgarspítalans, undirrituðu af Stefáni Carlssyni lækni og dagsettu 16. maí sl., segir, að G. G. hafi komið þangað 13. maí sl. klukkan 16:30 (sic) í fylgd lögreglu vegna áverka, sem hún hafi orðið fyrir 2 klukkustundum áður. Í vottorðinu, sem er gert eftir sjúkraskrá G. G., segir, að G. G. kvarti um verk í hálsi og herðum og eymslum við að kyngja. Síðan segir um skoðun á G. G. „Stúlkan er grátklökk og miður sín. Er með rifinn kápuvasa hægra megin. Er með rauð bólgusvæði framan og til hliðar á hálsi báðum megin, u.þ.b. 3X2 cm. Rauðar rákir, sem eru u.þ.b. 2 cm eru neðan við áðurnefnd bólgusvæði báðum megin. Er verulega aum yfir hálsvöðvum framan og aftanvert. Er með hruflsár á vinstri öxl 2<2 cm að stærð. Áðurnefndir áverkar á hálsi koma vel heim og saman við að G. G. hafi verið tekin kverkataki. Það kemur ekki fram í sjúkraskýrslu að áverkar hafi fundist við þessa skoðun. ““ S. P. var vegna rannsóknar málsins færð til skoðunar á kvennadeild Landspítalans undir morgun greindan dag. Í vottorði Jóns B. Stefánssonar læknis, dagsettu næsta dag segir svo m.a.: „„Hún er greinilega óttaslegin eftir atburðinn og hjartsláttur er ákafur. Hún ber sig þó furðu vel, miðað við aðstæður. Það eru afrifur og greinileg áverkamerki með byrjandi marblett á vi. gagnauga. Einnig er hún augljós- lega hrufluð á hálsi og það eru merki um kverkatak á hálsi. Á bolnum eru ekki nein áverkamerki, heldur ekki á útlimum. Við kvenskoðun eru ytri kynfæri eðlileg. Það eru ekki merki um áverka á kynfærum. Endaþarmurinn er eðlilegur. Það sést slím storknað á hægra skapabarmi og út á innanvert hægra læri. Leggöngin eru eðlileg og það er seigt blóðlitað slím djúpt í leggöngunum. Engar afrifur á leghálsi og lykkjuþræðir sjást. Innri þreifing í grindarholi er eðlileg. Legið er eðlilega stórt og það eru hvergi þreifingareymsli. Þreifing í endaþarm er einnig athugasemdalaus. Tekin eru sýni frá kynfærum og endaþarmi, sem send eru í ræktun til að leita að hugsanlegu kynsjúkdómasmiti. Einnig eru tekin sýnishorn frá slímmyndun í leggöngum og slími á hægra skapabarmi og hægra læri. Þau sýni eru skoðuð undir smásjá í leit að sæðisvökva með frjóum. Það reyndist ekki unnt að sjá frjó. Einsýnt er að konan ber þess merki að ráðist hefur verið að henni og t.d. greinilegt að það (sic) hefur verið gripið kverkataki. Líklegt má telja að slímstorka á hægri skapabörmum og innanvert á hægra læri séu utan að komandi og þá trúlega merki sáðláts, sem hefur orðið utan legganga. Hins vegar er erfitt að segja hvort merki um sæðið sé inni í leggöngum. 950 Benda skal á að þó frjó sjáist ekki í áður nefndum sýnum, útlokar það ekki möguleika á sáðláti. Konan upplýsti, að hún hafi fundið hvernig manninum tókst að þvinga sig til samfara. Þessi staðhæfing hennar vegur þungt og undirritaður hefur fyllstu sannfæringu um að þessi fullyrðing sé rétt. Sem betur fer eru líkur fyrir getnaði hverfandi. Bendi ræktanir til einhverrar tegundar af kynsjúkdómi, verður það upplýst síðar, þegar niður- staða ræktunar liggur fyrir.“ Rannsóknarlögregla ríkisins gerði kröfu til þess daginn eftir atburðina, að ákærði yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 13. júní sl., klukkan 17, og að hann sætti á gæsluvarðhaldstímanum rannsókn á geðheilbrigði sínu og sakhæfi. Laust fyrir klukkan 1 næstu nótt var síðan kveðinn upp úrskurður í dóm- inum og kröfu rannsóknarlögreglunnar um gæsluvarðhald synjað, en ákærða gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn. Næsta dag var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar af ríkissaksóknara og gerðar sömu kröfur og fyrir dóminum af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hinn 17. maí kvað Hæstiréttur upp dóm um hinn kærða úrskurð. Í dóm- inum sátu þrír dómarar af 8 dómendum Hæstaréttar, og varð niðurstaða dómsins sú, að tveir dómaranna dæmdu, að ákærði skyldi sæta gæsluvarð- haldi í samræmi við kröfugerð rannsóknarlögreglunnar, og vísuðu þeir í því efni til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þriðji dómarinn skilaði sératkvæði og vildi staðfesta úrskurð sakadóms. Ákærði var handtekinn við heimili sitt klukkan 18:50 sama dag og dómur Hæstaréttar gekk og færður í gæsluvarðhald, sem lauk, er ákærði vék úr dómi eftir þingfestingu málsins 13. júní sl., klukkan 12, en eigi var gerð krafa um frekara gæsluvarðhald hans. Er hér um 27 daga gæsluvarðhald að ræða. Með eigin játningu ákærða, sem er Í samræmi við framburð vitna og annað, sem fram er komið í málinu og rakið hefur verið, er sannað, að ákærði hafi aðfaranótt 13. maí sl. ráðist á stúlkurnar G. G. og S. P., svo sem nánar er rakið hér að framan, í þeim tilgangi að hafa við þær samfarir nauðugar, en horfið frá því að því er tekur til fyrri stúlkunnar, vegna þess að vitnið Ólafur Hólm kom að honum, áður en það tækist, en fullframið 951 brotið gagnvart síðarnefndu stúlkunni. Eru brot ákærða rétt færð til refsi- ákvæða í ákærunni. Ákærði gekkst undir geðheilbrigðisrannsókn, sem Hannes Pétursson, yfirlæknir á geðdeild Borgarspítalans, framkvæmdi. Í tengslum við hana lagði Sigurgísli Skúlason, sálfræðingur við deildina, fyrir ákærða sálfræði- próf, bæði greindarpróf og persónuleikapróf. Samkvæmt þessum prófum telst ákærði mjög vel gefinn, en hann hlaut greindarvísitölu alls prófsins 130. Samkvæmt skýrslu yfirlæknisins, dagsettri 18. júní sl., þar sem rakin er persónusaga, geðsaga, líkamlegt heilsufar og fleira varðandi persónu ákærða, telur hann raunveruleikamat og dómgreind ákærða innan eðlilegra marka og teljist ákærði því fyllilega sakhæfur. Á þetta mat fellst dómurinn. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: Einn dómur fyrir umferðarlagabrot og níu dómsáttir. Ákærða verður ákveðin refsing með hliðsjón af 77. gr. almennra hegn- ingarlaga. Þá verður við ákvörðun refsingar ákærða höfð m.a. hliðsjón af því, að stúlkurnar höfðu hvorug gefið ákærða minnsta tilefni til árásar- innar á þær, alvarleiki brotanna og hversu styrkur og einbeittur vilji ákærða var til að fremja brotin. Þykja engar refsilækkandi ástæður vera til staðar, nema að hluta ákvæði 8. tl. 74. gr. almennra hegningarlaga, en ákærði hefur greitt 30.000 krónur í bætur til G. G. Þá hefur því verið lýst yfir af hálfu ákærða, að hann fallist á að greiða bætur til S. P. Með hliðsjón af öllu framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 4 ár. Eins og áður var rakið, sat ákærði samkvæmt dómi Hæstaréttar í gæslu- varðhaldi, eftir að rannsókn málsins var að mestu lokið. Var hér um 27 daga að ræða. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga þykir rétt og sjálfsagt, að gæsluvarðhald þetta komi dæmdri refsingu ákærða til frá- dráttar. Ákærði hefur greitt stúlkunni G. G., eins og áður greinir, 30.000 krónur í bætur, en hún hafði gert kröfu um 100.000 krónur í miskabætur og 6.000 krónur fyrir fataskemmdir og hreinsun á fötum. Gerir hún ekki frekari fjár- kröfur á hendur ákærða. Af hálfu S. P. hefur verið gerð krafa um 100.000 krónur í bætur ásamt 19% ársvöxtum frá 13. maí 1984 að telja til dóms- uppsögudags, en dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags í skaða- og miskabætur. Er krafan ekki sundurliðuð, en annars vegar sett fram sem skaðabótakrafa vegna líkamlegra áverka, en hins vegar sem miskabætur fyrir þjáningar, sársauka, óþægindi, hneisu vegna verknaðarins og fyrir 952 frelsissviptinguna. Af hálfu ákærða er viðurkennt, að honum beri að greiða S. P. bætur, en hann krefst stórlegrar lækkunar kröfunnar. Ljóst er, að S. P. ber bætur úr hendi ákærða. Þykir kröfu hennar í hóf stillt, og verður hún tekin til greina að fullu, og ber að dæma ákærða til að greiða S. P. 100.000 krónur í bætur ásamt 19% ársvöxtum frá 13. maí 1984 til 17. september 1984 og með dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, 18.000 krónur, er renni í ríkissjóð, og réttargæslu- og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlög- manns, 25.000 krónur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari flutti málið af hálfu ákæruvalds- ins. Dómsorð: Ákærði, Reynir Lúthersson, sæti fangelsi 4 ár. Frá refsingunni skal draga 27 daga gæsluvarðhald ákærða. Ákærði greiði S. P. ... 100.000 krónur í bætur ásamt 19% árs- vöxtum frá 13. maí 1984 til 17. september 1984 og með dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, 18.000 krónur, er renni í ríkissjóð, og réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. 953 Föstudaginn 19. júlí 1985. Nr. 171/1985. Grétar Sveinsson og Kolbrún Jónsdóttir gegn Sædýrasafninu, Hvaleyri Kærumál. Greiðslustöðvun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðilar hafa samkvæmt heimild í 1. mgr. 10. gr. gjaldþrota- laga nr. 6/1978 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kærum 27. júní 1985, sem bárust Hæstarétti 10. þ.m. Krefjast þeir þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðilinn Grétar Sveinsson gerir þá varakröfu, að greiðslustöðvunarfresturinn verði styttur verulega. Báðir sóknaraðiljar krefjast kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilja. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Mörg ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er telexskeyti, sem varnaraðili sendi 25. f.m. aðilja þeim í Japan, sem hann hefur staðið í samningaumleitunum við um sölu á háhyrning- um og um getur í hinum kærða úrskurði. Segir þar m.a. í íslenskri þýðingu: „En eins og áður er tekið fram, getum við geymt hvalina í lauginni á Íslandi fram til næstkomandi októbermánaðar. En það er mjög mikilvægt fyrir okkur að samningur verði gerður eins fljótt og unnt er. Það væri okkur mjög kærkomið ef þér gætuð látið okkur í té tímaáætlun og upplýsingar um það, hvort skjólstæðingur yðar hefur hug á að kaupa alla fjóra háhyrningana.““ Þá hefur verið lagt fram telexskeyti frá framangreindum aðilja til varnaraðilja, dagsett 17. þ.m. Segir þar m.a. svo: „rest assured steps are taken to import which however will take some more time will let u know our visit to investigate specimens as soon as movements here boiled down ourselves assume no changes in contents your last tlx recvd here june 27 tlx if any“. Meðal hinna nýju gagna er einnig bréf formanns stjórnar varnaraðilja til lögmanns hans $. júní 1985, þar. 954 sem sagt er frá því, að þingmenn Reykjaneskjördæmis hafi tilnefnt mann í undirbúningsnefnd þá, sem ákveðið var að setja á laggirnar á fundinum 19. júní sl. og um getur í hinum kærða úrskurði. Nefnd þessi muni taka til starfa í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt efnahagsreikningi varnaraðilja 31. desember 1984, sem saminn er af löggiltum endurskoðanda, nam bókfært verð heildareigna varnaraðilja 36.999.929,00 krónum, en heildarskuldir námu 22.682.531,00 krónu. Samkvæmt yfirliti sama endurskoðanda 22. apríl 1985 námu heildareignir varnaraðilja 20. sama mánaðar 36.821.481,00 krónu, en skuldir alls 25.084.831,00 krónu. Eins og greint er í hinum kærða úrskurði, standa nú yfir samn- ingaumleitanir milli varnaraðilja og japansks fyrirtækis um sölu á háhyrningum. Samkvæmt gögnum máls eru nokkrar horfur á, að samningar takist um söluna, en það getur tekið nokkurn tíma. Úrslit samningaumleitana þessara kunna að ráða úrslitum um, hvort varnaraðilja tekst að greiða skuldir sínar. Þá kemur og fram af gögnum málsins, að unnið er að því eftir fleiri leiðum af hálfu stjórnar varnaraðilja að leysa fjárhagsvanda hans. Af þessum ástæðum og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar þykir rétt að taka til greina beiðni varnaraðila um fram- lengingu á greiðslustöðvunarfresti í allt að þrjá mánuði frá 22. júní sl. að telja, sbr. 2. mgr. 12. gr. gjaldþrotalaga. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð. Rétt þykir, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Hafnarfjarðar 21. júní 1985. Með úrskurði, uppkveðnum 22. apríl sl., var skuldara, beiðanda í máli þessu, heimiluð greiðslustöðvun í allt að 2 mánuði samkvæmt |. kafla gjaldþrotalaga nr. 6 frá 1978 með þeim réttindum og skyldum, sem henni fylgir. Aðstoðarmaður skuldara samkvæmt 7. gr. nefndra laga er Hrafnkell Ásgeirsson hæstaréttarlögmaður. Í fyrri beiðni skuldara þann 22. apríl sl. sagði m.a.: „Safnið var lokað í rúm 2 ár frá því í ársbyrjun 1981 og þar til byrjunar vetrar 1983. Sá 955 tími var mjög erfiður fjárhagslega fyrir safnið. Miklar framkvæmdir áttu sér stað á svæðinu fyrir opnun safnsins á árinu 1983. Voru þær sérstaklega kostnaðarsamar. Reiknuðu forráðamenn safnsins með því, að hægt yrði að útvega fjárfestingarlán til lengri tíma til þess að fjármagna þær fram- kvæmdir. Það hefur ekki tekist og er sá kostnaður á skammtíma skuldum, sem margar hverjar eru í vanskilum. Veiðar og sala á háhyrningum hefur verið hliðarbúskapur hjá safninu, sem í gegnum tíðina hefur gefið því umtalsverðar tekjur til stuðnings rekstr- inum. Um mánaðamótin nóvember/desember höfðu verið veiddir 4 háhyrningar, sem eru í laug safnsins. Ekki hefur tekist að selja þá enn, en samningaum- leitanir við Kamogawa-Sea-World í Tokyo í Japan eru vel á veg komnar. Er þar rætt um verð á hverjum hval $ 125.000. Það mun skýrast á næstu vikum, hvort samningar takist og hvenær greiðslur fyrir dýrin greiðist. Sædýrasafnið var í viðskiptum við bandarískan aðila International Animal Exhange í sambandi við háhyrninga. Leiddu deilur á milli aðilanna til þess, að þær fóru fyrir gerðardóm. Gerðardómurinn, sem rekinn var í London, úrskurðaði Sædýrasafnið til greiðslu á $ 152.500. Meðal annars vegna þessara 3ja samverkandi ástæðna a) að ekki tókst að útvega safninu fjárfestingarlán til lengri tíma b) að ekki hefur tekist að selja háhyrninga safnsins c) tapað gerðardómsmál í London, sem m.a. kom í veg fyrir að safnið fengi greidda $ 60.000 vegna fyrri háhyrningasölu, sem var útistand- andi er greiðslustaða safnsins mjög erfið. Ákveðin hefur verið önnur og síðasta nauðungarsala á fasteign safnsins, kl. 17:00 í dag. Ekki hefur tekist að semja við uppboðsbeiðendur um frest á uppboði. Fram eru lagðir hér í málinu reikningar Sædýrasafnsins pr. 31. desember 1984 svo og yfirlit yfir eignir og skuldir pr. 20. apríl 1985. Reikningar þessir og yfirlit eru samin af Símoni Hallssyni, löggiltum endurskoðanda. Skv. reikningum pr. 31. desember 1984 er hrein eign safnsins kr. 14.317.398, en þá eru hvalir aðeins metnir á kr. 4.957.956. Takist að selja hvalina er markaðsverð þeirra frá $ 340.000 til $ 500.000, eða Ísl. kr. 13.957.000 til kr. 20.525.000. Skv. reikningunum eru fasteignir safnsins metnar á kr. 33.153.974,- en hæsta tilboð á fyrra uppboði nam kr. 3.000.000,-. Ljóst er skv. mínu mati, að fari uppboðið fram, muni fasteignin fara á lágu verði og muni þá gjaldþrot fylgja á eftir. Fáist hins vegar umþóttun- artími, muni að öllum líkindum takast að koma nýrri skipan á fjármál Sæ- dýrasafnsins og takist þá að selja hvalina, jafnvel fasteignir og afgangur 956 verði, þegar upp er staðið. Æskilegt er að halda safninu opnu meðan greiðslustöðvun varir. Bestu mánuðir ársins fara nú í hönd og ætti innkoma frá aðgangseyri að geta staðið undir daglegum rekstri. Mér sýnist því ljóst vera, að Sædýrasafnið eigi vel fyrir skuldum, svo framarlega að tími fáist til þess að vinna í samræmi við framangreindan tilgang. Því er nauðsynlegt á þessu stigi að stöðva aðför og uppboðsmeðferð hjá safninu.“ Þá mættu í réttinum Hörður Zóphaníasson, formaður stjórnar félagsins, Tjarnarbraut 13, Hafnarfirði, og Jón Kr. Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, Sævangi 23, Hafnarfirði. Fram kom, að samþykkt hafði verið á stjórnarfundi í félaginu daginn áður, eða þann 21. apríl sl. að bera fram beiðni um greiðslustöðvun. Einnig kom fram, að öll afkoma félagsins væri undir því komin, að sala tækist á þeim hvölum, sem félagið á nú. Tækist að selja 3 þeirra, eins og allt stefndi í, gæti það þýtt yfir kr. 15.000.000 í tekjur og að sjálfsögðu meira, tækist að selja alla 4. Þá kom fram, að fiskiræktaraðiljar hefðu sýnt áhuga á kaupum þess húsnæðis, sem hvalirnir eru geymdir í. Einnig tóku þeir fram, að störf stjórnar miðuðust að því, að félagið yrði lagt niður og því slitið síðar á árinu með sölu eigna og greiðslum til kröfu- hafa, en lán og aðrar skuldir væru að mestu leyti í vanskilum. Kröfuhafar gengju nú það hart að félaginu og því nauðsynlegt að fá greiðslustöðvun og starfsfrið til að ná framangreindum markmiðum. Auk framangreindarar beiðni var á þessu stigi lagður fram efnahags- og rekstursreikningur félagsins pr. 31. desember 1984 ásamt skýringum og skulda- og eignalisti pr. 20.4. 1985, hvor tveggja unninn af íslenskri endur- skoðun h.f. Þá voru lagðar fram samþykktir félagsins, veðbókarvottorð og bréf og telexskeyti yfir tímabilið frá 14. mars til 12. apríl sl. varðandi samningatilraunir við japanskan aðilja um kaup á hvölum af greiðslustöðv- unarbeiðanda. Í forsendum réttarins í úrskurðinum frá 22. apríl sl. sagði m.a.: „Sam- kvæmt þeim gögnum og upplýsingum sem fram hafa komið verður að telja sennilegt, að skuldara sé mögulegt að leysa úr greiðsluerfiðleikum sínum takist sala þeirra hvala, sem skuldari á, með þeim kjörum, sem fram koma í gögnum málsins. Sýnist málið standa þannig, að skuldara sé rétt að fá hæfilegan tíma til þess að ljúka samningum við hugsanlega kaupendur. Samkvæmt gögnum málsins sýnist skuldari eiga eignir umfram skuldir. Til þess að leita samninga og freista þess að koma nýrri skipan á fjármál félagsins með aðstoð lögmánnsins þarf félagið vissulega nokkurn tíma og verður ekki talið ósanngjarnt að skuldari fái tækifæri til þess. Með vísan til framanritaðs og tilgangs ákvæðanna um greiðslustöðvun 957 að öðru leyti, verður skuldara því heimiluð greiðslustöðvun í 2 mánuði samkvæmt IH. kafla gjaldþrotalaga nr. 6/1978, með þeim réttindum og skyldum sem henni fylgir, m.a. um samráð við nefndan lögmann um ráð- stafanir sem falla undir 8. gr. nefndra laga.““ Í gær afhenti lögmaðurinn réttinum beiðni um framlengingu greiðslu- stöðvunar skuldara. Í beiðni lögmannsins segir: „„Svo sem fram kemur hér að ofan var hinn 22. apríl 1985 úrskurðuð greiðslustöðvun hjá Sædýrasafninu í 2 mánuði frá 22. apríl 1985 að telja. Unnið hefur verið allan tímann að því að fá lausn á fjárhagserfiðleikum safnsins. Skipti ég því starfi á 4 neðanskráða flokka: 1. Sala háhyrninga. 2. Viðræður við sveitarfélög um fjárhagslegan stuðning til þess að rétta safnið af. 3. Sala á eignum safnsins. 4. Stofnun áhugamannafélags um rekstur safnsins. Skal hér vikið að hverjum þætti fyrir sig. Ad.1. Svo sem fram kom í beiðni minni hinn 22. apríl 1985 hefur safnið átt í samningaviðræðum við Kamogawa Sea World í Japan um sölu á háhyrn- ingum. Samningaviðræður þessar hafa tekið miklu lengri tíma heldur en búist var við í fyrstu. Það er samdóma álit þeirra aðila, sem ég hefi rætt við, sem átt hafa viðskipti við Japani, að þeir Japanir taki sér miklu lengri tíma í samninga heldur en við eigum að venjast. Frá 22. apríl 1985 höfum við sent þeim 5 telex og fengið frá þeim 2 telex, annað 24. maí 1985 og hitt 19. júní 1985. Við lestur á telexi frá 19. júní sl. er ljóst, að Japanirnir eru að vinna að gerð samninganna. Þeir benda á, að Kamogawa sé meðlimur í Mitsui fyrir- tækinu, einu af stærstu fyrirtækjum Japan og ákvörðun um kaupin séu tekin af stjórn þess. Þeir hafa engar athugasemdir gert við verð eða greiðsluskilmála, þannig að verið er að vinna að sölu á dýrunum fyrir $ 500.000,-. Ljóst er skv. reynslu í þessu máli, að það veitir ekki af 3 mánuðum við að reyna að koma máli þessu í höfn. Þá vil ég geta þess, að ég hefi verið í sambandi við Helga Ágústsson, sendiráðsritara í Washington í Bandaríkjunum, varðandi innflutning á há- hyrningum til Bandaríkjanna. Fleiri möguleikar hafa verið kannaðir. 958 Ad.2. Ýmis sveitarfélög í Reykjaneskjördæmi hafa sýnt áhuga á því að Sædýra- safnið haldi áfram starfsemi sinni. 19. júní 1985 var haldinn fundur með bæjarstjórunum í Keflavík, Stein- þóri Júlíussyni, í Grindavík, Jóni Gunnari Stefánssyni, og í Garðabæ, Jóni Gauta Jónssyni, ásamt hluta af stjórn Sædýrasafnsins og lögmanni þess. Auk þess höfðu bæjarstjórar í Njarðvík, Hafnarfirði, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi verið boðaðir. Þeir voru allir uppteknir en lýstu engu að síður áhuga á málinu. Á fundinum var eftirfarandi bókað: „Mikill áhugi kom fram um að safn sem Sædyrasafnið væri starfrækt á svæðinu. Talað var um nauðsyn þess, að stjórn Sædýrasafnsins, fulltrúar frá sveitarfélögunum og alþingismenn kjördæmisins kæmu saman til fundar og athuguðu möguleika til þess að áhugaaðilar, sveitarfélög og ríki tækju saman höndum að tryggja slíkan rekstur. ; Ákveðið var að fela undirbúningsnefnd að undirbúa og boða til slíks fundar. Fundurinn tilnefndi í nefndina þá Jón Gauta Jónsson bæjarstjóra í Garðabæ og Hörð Zóphaníasson formann Sædýrasafnsins. Jafnframt var ákveðið að óska eftir því við alþingismenn kjördæmisins að þeir tilnefni mann í nefndina úr sínum hópi.“ Ad.3. Kannaðir hafa verið möguleikar á sölu eigna safnsins annaðhvort til áframhaldandi reksturs dýragarðs eða til fiskeldis. Hefi ég auglýst einu sinni eignirnar til sölu Í Morgunblaðinu til þess að kanna undirtektir. Rætt hefur verið við eftirtalda aðila, en viðræðum við þá er enn ekki lokið: Sigurð Guðbjartsson, Garðabæ o.fl. Byggingavöruverslun Kópavogs h.f. Ögurvíkurbræður, eigendur togaranna Ögra og Vigra í Reykjavík. Finnboga Kjeld, skipaeiganda, og stærsta hluthafann í Pólarlax. Jafnframt hefur verið undirbúin koma norskra fiskeldismanna til að skoða aðstæðurnar í Sædýrasafninu. Ólafur Erlingsson, verkfræðingur, og Sigurður St. Helgason, fiskilif- fræðingur, hafa unnið við úttekt á svæðinu með tilliti til fiskeldis. Ad.d. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn Sædýrasafnsins hafa mikinn áhuga á stofnun áhugamannafélags til þess að taka við rekstri Sædyrasafnsins. Mál þessi eru komin af stað, en árangur hefur ekki komið í ljós. 959 Svo sem fram kemur hér að ofan er unnið samtímis að öllum ofangreind- um lausnum. Þeir aðilar sem nefndir eru undir 3 vita að höfuðáherslan er lögð á að reyna að halda Sædýrasafninu áfram. Mál þessi eru það viðamikil, að ég tel nauðsynlegt að veita greiðslu- stöðvun í 3 mánuði til viðbótar. Aðstoðarmaður skv. 7. gr. laga nr. 6/1978 verði sá sami og áður.““ Skuldari hefur lagt fram fundargerð þess fundar, sem greinir undir tölu- lið 2. Jafnframt hefur hann lagt fram nefnd telexskeyti ásamt íslenskri þýð- ingu. Skeyti, sem Jón K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri skuldara, hefur sent, eru svohljóðandi: „Ég vísa til tveggja síðustu telexskeyta minna. Mjög áríðandi er að fá svör við skeytum þessum eins fljótt og hægt er þar sem ég verð að gera tímaáætlun. Einnig hef ég fengið frekari fyrir- spurnir um háhyrninga.“ Skeyti sent 14.5. 1985: „Við höfum verið að furða okkur á af hverju við höfum ekki fengið svör við síðustu telexskeytum okkar til hr. Aritake varðandi háhyrninga. Mögulegt er að skeyti okkar hafi ekki borist til Mr. Aritake. Gætuð þér gert svo vel að komast til botns í því.“ Telex sent 14.5 1985: „Við höfum verið að bíða eftir svari frá yður við telexskeytum okkar. Okkur ber nauðsyn til að fá að vita núna hvort þér ætlið yður enn að kaupa háhyrninga. Okkur skildist á síðasta telexi yðar að þér ætluðuð yður að ganga frá samningi fyrir júnímánuð, þ.e. í þessum mánuði. Nú er kominn miður maímánuður og því ber alger nauðsyn til að fá að vita um áhuga yðar í þessu efni. Aðrir mögulegir viðskiptavinir hafa og haft samband við okkur. Nauðsynlegt er að ganga frá samningi í maí jafnvel þótt afgreiðsla fari ekki fram fyrir en í haust. Því yrði svar með telexi á morgun vel þegið.“ Skeyti sent 20.5. 1985: „Vinsamlegast staðfestið með símskeyti að þér hafið fengið telexskeyti okkar. Við bíðum enn svars.“ Telex sent 30.5. 1985: „„Við höfum móttekið telex yðar frá 24.5. 85. Eins og þér vitið eru fjórir háhyrningar í lauginni hjá okkur eins og er. Aðrir mögulegir viðskiptavinir hafa haft samband við okkur varðandi þessa háhyrninga. Þeir vita að við munum mjög sennilega ekki veiða fleiri háhyrninga í 960 ár. Háhyrningarnir sem eru í lauginni kunna því að verða þeir síðustu. Við getum hýst háhyrninga fram í október n.k. Það er mjög áríðandi að ganga frá samningi fyrir 14. júní. Vinsamlegast svarið sem allra fyrst.“ Svarskeyti frá Japan eru svohljóðandi: Telex 29.4. 1985: „Við þökkum telexskeyti ykkar frá því núna í maí um háhyrninga. Tafir hafa orðið á svörum frá okkur og afsökum við mikillega þau óþægindi sem þér hafið orðið fyrir. Aðilar sem fást við dýr hér eiga mjög annrikt þegar líða tekur á mars- mánuð og alveg til maíloka þar sem á þessum tíma er verið að flytja inn ýmis dýr daglega. Þar að auki höfum við hvað eftir annað orðið að fara til útlanda í viðskiptaerindum. Dr. Tobayama frá Kamogawa Sea World á líka mjög annríkt á þessum erilsama árstíma og hefur það orðið til þess að við höfum ekki getað hist og bíðum við enn eftir að fá að vita um ákvörðun af hálfu Kamogawa um mál þetta. Við búumst samt við að koma á fundi með dr. Tobayama í júní þegar viðkomandi aðilar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast að jákvæðri niðurstöðu. Við vonumst til að þér skiljið knýjandi kringumstæður okkar og að þér gefið okkur dálítinn viðbótarfrest.““ Telex 19.6. 1985: „„Dr. Tobayama frá Kamogawa Sea World hefur beðið okkur um að senda yður telex til þess að koma í veg fyrir allan misskilning vegna ensku- kunnáttu hans (Dr. Tobayamas). Okkur þykir leitt að dr. Tobayama var ekki við þegar þér hringduð. Við þökkum samt fyrir símtalið um háhyrningana. Til upplýsinga fyrir yður viljum við geta þess að hann (dr. Tobayama) á mjög annríkt sem yfirmaður sjávarspendýra í dýrasöfnum í Japan. Ný og ný mál verða til þess að hann verður oft að vera fjarverandi frá skrif- stofu sinni. Sjálfur hefur Kamagawa verið virkur við hvalaveiðar, hann er aðili að Mitsui fyrirtækjasamsteypunni — einni af voldugustu fyrirtækjasam- steypum Japans — en ákvarðanir um kaup verða að fara fyrir stjórnarfund í stórri fjölskyldu og fylgir því margra klukkustunda hörkuvinna og erfiði. Þar að auki eru hvalir mjög dýr dýrategund á markaðnum. Sjálfur hefur hann grðið fyrir því fram að þessu að missa þrjú dýr. Erum við þess full- vissir að hann leggi sig allan fram til að afla fjárveitinga eins og minnst er á hér að framan. Með tilliti til alls þessa vonumst við einlæglega til þess að þér veitið honum nægan tíma til að taka ákvörðun. 961 Okkur skilst að samningurinn um háhyrningana renni út 14. júní. Samn- ing þennan ætti að endurnýja ef mögulegt er og gera dr. Tobavama þar ' með kleift að flytja inn háhyrninga á þessu ári. Að öðrum kosti er ekki um annað að ræða en að hefja samningaviðræður að nýju um innflutning á hvölum á næsta ári. Við vonumst til að þér skiljið allar aðstæður hér og væntum þess að fá jákvætt svar.“ Álit réttarins. Með sama hætti og við fyrri úrskurð verður að telja skuldara uppfylla skilyrði 7. gr. gjaldþrotalaga fyrir heimild til greiðslustöðvunar. Eigi verður annað séð en eignir hans séu umfram skuldir, en fjárþröng mikil. Sam- kvæmt þeim gögnum og upplýsingum, sem að framan greinir, þykja eigi efni til annars en ætla, að skuldari sé að gera heiðarlega tilraun til þess að greiða úr fjárhagserfiðleikum sínum með hagsmuni kröfuhafa almennt í huga. Verður eftir atvikum öllum talið sennilegt, að skuldari geti með þeim ráðagerðum, sem hann hefur gripið til, náð samningum og afstýrt þannig gjaldþrotaskiptameðferð, sem ella virðist óumflýjanleg, sbr. a) liður 13. gr., sbr. 14. gr. gjaldþrotalaga. Komið hefur í ljós, að sá tími, sem skuldara var veitt heimild til greiðslu- stöðvunar, hefur reynst honum allt of skammur í viðleitni sinni til að ná árangri. Þeir hagsmunir, sem í húfi eru, virðast svo miklir og samningaum- leitanir svo umfangsmiklar og flóknar, að framlengja beri heimild skuldara til greiðslustöðvunar og skapa honum með því réttarúrræði frið fyrir kröfu- höfum til þess að ná þeim markmiðum, sem hann stefnir að í raunhæf áætlun sinni. Hinn almenni greiðslustöðvunarfrestur er 3 mánuðir. Frestur í aðeins 1 mánuð til viðbótar nú þvkir ekki þjóna skynsamlegum tilgangi. Samkvæmt framangreindu er það álit réttarins, að í máli þessu standi þannig sérstak- lega á, að rétt sé að veita skuldara strax heimild til greiðslustöðvunar í alls 5 mánuði frá 22. apríl 1985, sbr. 2. mgr. 12. gr. gjaldþrotalaga, enda stuðli skuldari og lögmaður sá, sem honum er til aðstoðar, eftir mætti að því, að greiðslustöðvunin leiði til sanngjarnrar niðurstöðu, sbr. niðurlagsákvæði 2. mgr. 10. gr. sömu laga. Hlöðver Kjartansson, aðalfulltrúi bæjarfógeta, kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Sædyrasafninu, Hvaleyri, nnr. 8805-2587, Hafnarfirði, er heimiluð áframhaldandi greiðslustöðvun í allt að þrjá mánuði frá og með 22. júní 1985 samkvæmt II. kafla, sbr. 2. tl. 12. gr. gjaldþrotalaga nr. 6 frá 1978. ól 962 Þriðjudaginn 30. júlí 1985. Nr. 175/1985. X gegn dómsmálaráðuneytinu Kærumál. Svipting sjálfræðis. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Skaftason og Þór Vilhjálmsson. Með ódagsettu bréfi, sem barst héraðsdómaranum 3. júlí 1985 frá Kristni Sigurjónssyni hæstaréttarlögmanni, kveðst hæstaréttar- lögmaðurinn fyrir hönd X kæra sjálfræðissviptingarmál hennar til Hæstaréttar. Hinn 4. júlí 1985 ritaði héraðsdómarinn hæstaréttar- lögmanninum hraðbréf, þar sem segir svo m.a.: „„Þar sem kæran uppfyllir tæpast ákv. 23. gr. 1. nr. 7$/1973 ber mér samkvæmt 25. gr. sömu laga að óska eftir lagfæringu á henni.“ Þá er í bréfi héraðsdómarans einnig vakin athygli hæstaréttarlögmannsins á ákvæði 10. gr. lögræðislaga nr. 68/1984, sbr. 11. kafla laga nr. 15/1973 um Hæstarétt Íslands. Málið barst Hæstarétti 18. júlí 1985. Þá hafði ekkert svar borist frá hæstaréttarlögmanninum, og til hans hefur ekki náðst, eftir að málið barst Hæstarétti. Skipaður verjandi varnaraðilja í héraði, X, Sveinn Skúlason héraðsdómslögmaður, var viðstaddur í bæjarþinginu hinn 14. júní 1985, er hinn kærði úrskurður var upp kveðinn. Sóknaraðili hefur ekki kært innan tilskilins frests né sent Hæsta- rétti kröfur eða greinargerð, og er kæra hans ekki svo úr garði gerð sem skylt er samkvæmt 22. og 23. gr. laga nr. 7S/1973. Verður málinu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, enda hefur varnaraðili engar kröfur gert í málinu. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 963 Úrskurður bæjarþings Reykjavíkur 14. júní 1985. Mál þetta var tekið til úrskurðar þann 11. júní sl. Málið er höfðað af dómsmálaráðuneytinu skv. 5. gr., f lið, og 6. gr. lögræðislaga nr. 68/1984 með kröfu, þingfestri 6. maí 1985, um að X f. 1950, nnr. ..., verði svipt fjárræði og sjálfræði. Af hálfu varnaraðilja eru gerðar þær kröfur, að kröfum sóknaraðilja verði hafnað. Þá er gerð krafa um málsvarnarlaun úr ríkissjóði, sem renni til lögmanns varnaraðilja. Álit dómsins. Varnaraðili hefur komið fyrir dóm og mótmælt því að vera vistuð á sjúkrahúsi gegn vilja sínum. Læknarnir Jón G. Stefánsson og Páll Eiríks- son eru sammála um, að varnaraðili sé haldinn geðsjúkdómi, geðklofa. Einkenni sjúkdómsins séu fyrst og fremst ranghugmyndir og tilfinningalegir erfiðleikar, en jafnframt sé hún óraunsæ og skorti skilning á veikindum sínum. Þeir eru sammála um, að læknismeðferð sé nauðsynleg og það a.m.k. fyrsta kastið á stofnun. Af skýrslum lögreglu, félagsmálastofnunar og heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík, sem frammi liggja í málinu, sést, að varnar- aðili hefur átt í verulegum erfiðleikum að sjá sjálfri sér farborða og átt í stöðugum útistöðum við þá, sem hana vildu aðstoða. Það þykir þannig nægjanlega fram komið, að nauðsyn sé á að vista varnaraðilja á sjúkrahúsi vegna heilbrigði hennar sjálfrar. Þar sem ekki er kostur á að svipta varnaraðilja sjálfræði tímabundið og hún vill ekki sam- þykkja sjúkrahúsvist, verður ekki hjá því komist að svipta hana sjálfræði skv. 3. gr., a, 1. nr. 68/1984. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. l. nr. 68/1984 ber að greiða allan kostnað varnaraðilja vegna máls þessa úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns hans, Sveins Skúlasonar héraðsdómslögmanns, sem þykir hæfi- lega ákveðinn kr. 19.000,00. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X, nnr. ..., skal svipt sjálfræði. Málskostnaður varnaraðilja greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns hennar, Sveins Skúlasonar héraðsdómslög- manns, kr. 19.000,00. 964 Föstudaginn 16. ágúst 1985. Nr. 183/1985. Ákæruvaldið gegn Sigmundi Heiðari Árnasyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Halldór Þorbjörn:son og Magnús Thoroddsen. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. þ.m., sem barst Hæstarétti 13. þ.m. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæru- valds er þess krafist, að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 8. ágúst 1985. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess í bréfi, dagsettu 7. þessa mánaðar, að Sigmundur Heiðar Árnason, Stillholti 11, Akranesi, fæddur 01.10. 1958, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 30. október nk., kl. 17:00. Málavextir eru eftirfarandi: Hjá rannsóknarlögreglu ríkisins eru nú til meðferðar mál vegna innbrots- þjófnaða á fjórum stöðum hér í borg, og hafa þeir aðiljar, sem þar voru að verki, haft mikil verðmæti á brott með sér. Einn hinna grunuðu er Sigmundur Heiðar Árnason, en hann hefur alfarið neitað því að vera viðriðinn innbrot og þjófnaði. Hluti af því þýfi, sem fremjendur höfðu á brott með sér, fannst í íbúð 965 að Háaleitisbraut 37, en þangað kveðst kærði hafa komið í þeim tilgangi að hitta mann að nafni Guðmundur, sem þar var húsráðandi. Kærði kveðst hafa orðið var við þýfi í framangreindum húsakynnum, og fyrir dómi hefur hann viðurkennt að hafa kannast við segulband og haglabyssu. Kveðst hann hafa fengið þessa hluti frá manni, sem hann vill ekki nafngreina, og hafi kærði átt að koma þeim í verð. Af þeim, sem liggja undir grun vegna þátttöku í þeim innbrotum, sem hér um ræðir, hefur einn viðurkennt hlutdeild sína í einu innbrotanna, og jafnframt hefur hann fullyrt, að Sigmundur Heiðar sé einn þátttakenda í umræddu innbroti. Sami maður hefur einnig borið, að hann hafi orð kærða fyrir því, að kærði hafi haft með það þýfi að gera, sem fannst í íbúð að Háaleitisbraut 37. Að kvöldi hins 6. ágúst sl. hafði lögreglan afskipti af fólki er dvaldist í áðurnefndri íbúð, og voru allir handteknir, sem þar voru staddir, og var kærði þeirra á meðal. Aðkoma að innbrotsstöðunum var mjög svipuð, og leikur því grunur á, að hér hafi sömu menn átt hlut að máli. Samkvæmt sakavottorði kærða var hann dæmdur þann 20.09. 1984 í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið 3 ár, fyrir skjalafals. Í sakadómi Reykjavíkur er ódæmd ákæra á hendur kærða, þar sem hann er ákærður fyrir húsbrot, ógnanir, þjófnað og gripdeild. Hjá sakadómi Akraness hefur mál verið höfðað á hendur honum vegna innbrotsþjófnaðar þann 12. mars sl. Á síðastliðnu ári var kærði þrisvar úrskurðaður í gæslu- varðhald, þar af einu sinni í síbrotagæslu. Svo sem hér að framan greinir, hefur kærði ekki látið af brotastarfsemi á þessu ári, þrátt fyrir að hann hafi þrívegis þurft að sæta gæsluvarðhaldi á síðasta ári. Samkvæmt framansögðu má ætla, að kærði muni halda áfram afbrotum, ef hann er látinn vera laus, en málum hans er ekki lokið. Aðeins hluti þess þýfis, sem saknað er, hefur komið til skila, og þeir vitorðsmenn, sem nefndir hafa verið, hafa ekki allir fundist. Í þágu rannsóknar þessa sakarefnis, sem nú er skammt á veg komin, og með vísan til þess, sem að framan greinir, ber samkvæmt 1. og $. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 að taka kröfu rannsóknarlögreglu ríkisins til greina og gera kærða að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. október nk., kl. 17:00. Eru ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 þessu eigi til fyrir- stöðu, enda er kærði sakaður um brot gegn XXVI. kafla almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 1940, sem geta varðað hann fangelsisrefsingu. 966 Úrskurðarorð: Kærði, Sigmundur Heiðar Árnason, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. október nk., kl. 17:00. Föstudaginn 16. ágúst 1985. Nr. 184/1985. Ákæruvaldið gegn Önnu Maríu Haraldsdóttur Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 9. þ.m., er barst Hæsta- rétti 13. þ.m., og krafist þess, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Af hálfu ákæru- valds er þess krafist, að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 9. ágúst 1985. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess í bréfi, dagsettu 8. þessa mánaðar, að Anna María Haraldsdóttir, með lögheimili að Vesturgötu 10, Akranesi, fædd þann 26.01. 1961, verði úrskurðuð í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 21. ágúst nk., kl. 17:00. 967 Málavextir eru þessir: Nú er til meðferðar hjá rannsóknarlögreglu ríkisins rannsókn vegna þjófnaðar á tékkhefti á Iðnaðarbanka Íslands, sem stolið var úr bifreið skammt frá vínbúðinni á Lindargötu hér í borg þann 2. ágúst sl. Kærða hefur viðurkennt bæði fyrir dómi og er málið var rannsakað hjá rannsóknarlögreglu ríkisins að hafa stolið áðurnefndu tékkhefti. Hún telur sig hafa gefið út 20-25 ávísanir, og telur hún, að samanlögð upphæð þeirra sé í kringum 150.000 krónur. Kærða kveðst hafa látið mann að nafni Kristján Hauksson hafa tvö út- fyllt eyðublöð, en hann er enn ófundinn. Kærða fullyrðir, að hún hafi verið ein að verki, er hún falsaði tékkana, en samkvæmt framburði vitnis í málinu leikur grunur á, að maður að nafni Stefán Þorkell Karlsson sé í vitorði með kærðu. Megnið af þeim tékkum, sem kærða gaf út, hafa ekki komið fram, og áðurnefndur Kristján Hauksson ekki enn fundinn auk þess sem kærða hefur ekki skýrt frá afdrifum þess fjár og þeirra muna, er hún sveik út. Rannsókn þessa máls er nú á frumstigi, og með vísan til ofanritaðs og 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 þykir rétt að taka kröfu rannsóknar- lögreglu ríkisins til greina og gera kærðu að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 21. ágúst nk., kl. 17:00. Kærða er sökuð um brot gegn XVII. og XXVI. kafla almennra hegn- ingarlaga, sem gætu varðað hana fangelsisrefsingu, og eru ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 gæsluvarðhaldi eigi til fyrirstöðu. Úrskurðarorð: Kærða, Anna María Haraldsdóttir, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 21. ágúst nk., kl. 17:00. 968 Þriðjudaginn 20. ágúst 1985. Nr. 185/1985. Ákæruvaldið gegn Halldóri Lárusi Péturssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 15. þ.m., sem barst Hæsta- rétti 16. s.m. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Hann krefst og kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurðurinn verði stað- festur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 15. ágúst 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 15. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Höllu Bachmann Ólafsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að Halldóri Lárusi Péturs- syni, atvinnulausum, með lögheimili að Meistaravöllum 17, dvalarstað að Kötlufelli 9 hér í borg, fæddum 6. mars 1958 í Reykjavík, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 6. nóvember nk., kl. 17:00, vegna gruns um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Málavextir. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur síðan í fyrri viku unnið að rannsókn á innbrotsþjófnuðum úr íbúðum í Reykjavík og víðar, þar sem stolið var 969 verulegum verðmætum, svo sem skartgripum, frímerkjum, hljómflutnings- tækjum og fleiru. Þegar hafa sjö aðiljar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna mála þessara. Kærði Halldór Lárus Pétursson hefur verið grunaður um að hafa átt einhvern þátt í málum þessum, og var hans leitað frá því þriðjudaginn 6. ágúst þar til þriðjudaginn 13. ágúst, er hann fannst í íbúð í Kötlufelli 9 hér í borg. Kærði neitaði að koma til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, og gekk úrskurður um húsleit og handtöku hans. Við húsleit á heimili kærða og í bifreið hans fundust munir, sem talið er, að sé þýfi úr innbrotum þeim, sem rannsókn beinist að. Kærði gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins í gær og fyrir dómi. Kærði neitaði alfarið að hafa verið í nokkrum afbrotum undanfarið. Hins vegar liggja fyrir í málinu framburðir annarra kærðu, sem hafa borið um veru kærða, Halldórs Lárusar, að Háaleitisbraut 37, þar sem hluti þýfis úr framangreindum innbrotum fannst. Kærði Hermann Ólason hefur borið að hafa komið að Háaleitisbraut 37 sunnudagskvöldið 4. ágúst sl. og séð þar mikið magn af skartgripum og hafi þeir verið að reyna að selja þá „„Dolli““, það er Halldór Lárus Pétursson, Sigurður Stefán Almarsson, Sigmundur Heiðar Árnason og Kristján „rauði“. Kærði Guðmundur S. Jónsson hefur borið, að „Dolli“ hafi verið í íbúðinni að Háaleitisbraut 37. mánudagskvöldið 5. ágúst ásamt fleirum og þýfið þá enn verið í íbúð- inni, það er að segja skartgripir og fleira. Kærði Halldór Lárus hefur hins vegar borið að hafa verið heima hjá sér á sunnudag og mánudag. Kærði Rúnar Bergsson hefur borið í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkis- ins, að hann hafi afhent Halldóri Lárusi myndbandstæki í lok júlí, er kærði Rúnar hafi svikið út. Kærði Halldór Lárus hefur alfarið neitað þessu. Kærði hefur enga atvinnu stundað að eigin sögn, en leigir íbúð ásamt stúlku að Kötlufelli 9. Að sögn hennar hefur kærði ekki unnið neitt síðan þau hófu sambúð fyrir einu og hálfu ári. Kærði er síbrotamaður, sem aflar sér fjár með afbrotum. Kærði hefur hlotið þunga dóma fyrir stórfelld fíkniefnabrot, en auk þess hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnaði. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent ríkissaksóknara mál, þar sem kærði er grunaður um auðgunarbrot og skjalafals. Í sakadómi Reykjavíkur er ódæmd ákæra, dagsett 14. mars sl., þar sem hann er ákærður fyrir hlut- deild í þjófnaði og fjársvikum. Brot það, sem kærði er grunaður um, getur varðað fangelsisrefsingu skv. XKVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Rannsókn þessara mála er vel á veg komin, en þó hvergi nærri lokið, og töluvert þýfi enn ófundið. Verulegs misræmis gætir í framburði kærða og annarra kærðu, er tengjast málum þessum. 970 Veruleg hætta er á, að kærði haldi áfram afbrotum, meðan málum hans er enn ólokið. Þykir því rétt að taka kröfu rannsóknarlögreglu ríkisins til greina, þegar allt framanritað er virt, með vísan til 1., 3. og 5. tl. |. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 og ákveða, að kærði sæti gæsluvarðhaldi til mið- vikudagsins 6. nóvember nk., kl. 17:00. Úrskurðarorð: Kærði, Halldór Lárus Pétursson, skal sæta gæsluvarðhaldi til mið- vikudagsins 6. nóvember 1985, kl. 17:00. Miðvikudaginn 28. ágúst 1985. Nr. 191/1985. Ákæruvaldið gegn Hermanni Ólasyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. þ.m., er barst Hæstarétti 23. s.m. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og sér dæmdur kærumálskostnaður. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurðurinn verði staðfestur. Svo sem segir í hinum kærða úrskurði, stendur yfir rannsókn út af mörgum innbrotsþjófnuðum, sem framdir hafa verið í sumar, og eru margir sakaðir um þátttöku í þeim brotum. Telja verður ástæðu til að ætla, að varnaraðili sé þar á meðal, enda hefur hann kannast við, að hann hafi keypt muni, sem ætla verður, að aflað hafi verið með auðgunarbrotum. Þykir verða að telja hættu á, að það torveldi rannsókn málsins, ef varnaraðili verður látinn laus. Ber þannig með heimild í 1. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. 971 Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Varnaraðili óskaði þess, er hann kom fyrir dóm 20. þ.m., að sér yrði skipaður réttargæslumaður. Eigi verður séð, hvenær slík skipun fór fram. Þegar málið var tekið fyrir á ný næsta dag, er bókað, að réttargæslumaður sé viðstaddur. Dómara bar þá að gefa honum færi á að tjá sig um gæsluvarðhaldskröfuna, áður en úr- skurður var upp kveðinn, en af bókun má ráða, að það hafi ekki verið gert. Er það aðfinnsluvert. Dómsorð: z Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 21. ágúst 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 21. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem. háð er í Borgartúni 7 af Unu Þóru Magnúsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að Hermann Ólason, fæddur 30.01. 1946, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðviku- dagsins 18. september nk., kl. 17:00. Málavextir. Nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn á innbrotsþjófnuðum á nokkrum stöðum hér í borg, og hafa þeir, sem þar eiga hluta að máli, haft veruleg verðmæti á brott með sér. Einn hinna kærðu er Hermann Ólason, en grunur leikur á því að hann hafi látið fíkniefni af hendi rakna í skiptum fyrir hluta þess þýfis, er aflað var í framangreindum innbrotum. Kærði neitar alfarið að hafa greitt fyrir þýfið með fíkniefnum, en kveðst hafa greitt allt í peningum, og kveður hann samanlagða fjárhæð nema kr. 35.000,00. Peninga þá er greitt var með, segir kærði vera hluta af víxilláni frá Landsbanka Íslands. Kærði kveðst ekki vita, hvernig þeirra muna, er hann festi kaup á, var aflað, en kveður þá menn, er fengu honum munina í hendur, hafa sagt, að þeir væru vel fengnir. Hluti þess þýfis, sem kærði hefur viðurkennt að hafa tekið við, hefur komið í leitirnar. Samkvæmt sakavottorði kærða hefur hann á síðastliðnum 8 árum tví- vegis gengist undir dómsáttir fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, og tvisvar sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir brot á sömu lögum. 972 Árið 1984 var honum síðan veitt reynslulausn í 2 ár á eftirstöðvum fangelsisrefsingar, 100 dögum. Þrátt fyrir neitun kærða verður að telja, að hann sé undir rökstuddum grun um að hafa greitt fyrir umrætt þýfi með fíkniefnum, og þar eð kærði hefur viðurkennt að vera sjálfur neytandi þessara efna, rennir það stoðum undir þann grun. Samkvæmt framburði kærða er óljóst, hvað orðið hefur af þeim pening- um, er hann fékk að láni hjá Landsbanka Íslands, en hann kveður stóran hluta lánsins hafa farið til greiðslu skulda, er á honum hvíldu. Er kærði því grunaður um að hafa aflað peninga sér til framfærslu með sölu þyfis og fíkniefna. Rannsókn þessa sakarefnis er enn skammt á veg komin, og þeir munir, sem kærði kveðst hafa veitt viðtöku, eru ekki allir fundnir. Er því ástæða til að ætla, að kærði geti hindrað framgang rannsóknarinnar, haldi hann óskertu frelsi sínum, með því að skjóta undan munum eða öðrum gögnum, er brotið varða. Með vísan til þess, sem að framan greinir, og samkvæmt 1., 3. og S. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974 þykir rétt að taka kröfu rannsóknar- lögreglunnar að fullu til greina og gera kærða að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 18. september nk., kl. 17:00. Kærði er sakaður um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga, og eru því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 gæsluvarðhaldi eigi til fyrirstöðu. Úrskurðarorð: Kærði, Hermann Ólason, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðviku- dagsins 18. september nk., kl. 17:00. 973 Miðvikudaginn 28. ágúst 1985. Nr. 192/1985. Ákæruvaldið gegn Sigurði Stefáni Almarssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. þ.m., er barst Hæstarétti 23. þ.m. og krafist þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurður- inn verði staðfestur. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 21. ágúst 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 21. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Síðumúla 28 af Unu Þóru Magnúsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Rannsóknarlögregla ríksins hefur krafist þess, að gæsluvarðhald það, sem Sigurði Stefáni Almarssyni, fæddum 30. ágúst 1956, til heimilis að Karfavogi 33, Reykjavík, var gert að sæta með úrskurði sakadóms Reykja- víkur þann 8. ágúst sl., verði framlengt allt til miðvikudagsins 4. september nk., kl. 17:00. Málavextir eru eftirfarandi: Til meðferðar eru hjá rannsóknarlögreglu ríkisins mál vegna innbrots- þjófnaða, sem framdir hafa verið á ýmsum stöðum hér í borg, og hafa þeir aðiljar, sem þar voru að verki, haft mikil verðmæti á brott með sér. Einn hinna grunuðu er Sigurður Stefán Almarsson, og hefur hann viður- kennt að vera viðriðinn eitt af innbrotunum, en neitað aðild að hinum. Hluti af því þýfi, sem fremjendur höfðu á brott með sér, fannst í íbúð 974 að Háaleitisbraut 37 hér í borg, en þar kveðst kærði hafa verið gestkom- andi. Ekki kveðst hann vita fyrir hvers tilstuðlan þýfið var komið í áður. nefnd húsakynni, ð kvöldi hins 6. ágúst sl. hafði lögreglan afskipti af fólki, er dvaldist að Háaleitisbraut 37, og voru allir, er þar voru, handteknir. Var kærði einn Þeirra, Aðkoman að öllum innbrotsstöðunum var mjög svipuð, og leikur því grunur á, að hér hafi sömu menn átt hlut að máli Aðeins hluti þess þýfis, sem saknað er, hefur komið til skila, en mikið vantar á, að alli sé komið í leitirnar Röksuódur grunar ekur á þí, að kerð sg fekr aði að umrædi um þiófniðum og meðhöndlun þe þóf, sm hér innsókn þessa sakarefhis er orðin mjög umfangsmikil og er kannt á veg komin. Hætta er á því, að kærði geti hindrað framgang hennar, haldi hann óskertu frelsi sínu. Með vísan til ofanritaðs og 1. tl. 1. mar. 67. ar. laga nr. 74, 1974 ber, að taka krölu rannsóknarlögreglunnar til greina og gera kiærða að sæta gæsluvarðhaldi all ti niðikudagi 4. september nk., kl. 17:00. Kærði er sakaður um brot gegn XXVI, kafla almennra hegningarlaga, sem geta varðað hann fangaöredingu, og en ákvæði 65. ér. stjórnar. skrárinnar nr. 33, 1944 gæsluvarðhaldi eigi til fyrirstöðu. Úrskurðarorð: Kærði, Sigurður Stefán Almarsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 4. september nk., Kl. 17:00. 974 að Háalelisbraut 37 hér í borg, en þar kveðst kærði hafa verið gestkom- andi. Ekki kveðst hann vita fyrir hvers tilstuðlan þýfið var komið í áður- nefnd húsakynni ð kvöldi hins 6, ágúst sl, hafði lögreglan afskipti af fólki, er dvaldist að Háaleitisbraut 37, og voru allr, er þar voru, handteknir. Var kærði einn þeirra. Aðkamn að um itbrosstöðonum vir mjög suð, og kíkur því grunur á, að hér hafi sömu ménn átt hlut að Aðeins hlp þes þýfis, sin sakað er fuf komið il kl, en mikið vantar á, að allt sé komið í leitirnar. Rökstuddur grunur likur á því, að kærði eigi frekari aðild að umrædd- um þjófnuðum og meðhöndlun þess þýlis, sem hér um ræðir. ókn þessa sakarefnis er orðin mjög umfangsmikil og er enn skammt á veg komin. Hætta er á því, að kærði seti hindrað framgang hennar, haldi hann óskertu frelsi sínu. Með vísan til ofanritaðs og 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga 1. 74, 1974 ber að taka kröfu rannsóknarlögroglunnar til greina og gera kærða að sæta sæsluvarðhaldi allt tl miðvikudagsins 4. september nk., kl. rði er sakaður um brot gegn XXVI, kafla almennra hegningarlaga, | sem geta varðað hann fangolsisrefsingu, og eru ákvæði 65. er. stjórnar. skrárnar nr. 3, 1944 gæsluvarðhaldi eigi il yrstöðu | Úrskurðarorð tdi, Seurðr Slefn Almarson, skal sæta gæsluvarðhaldi al í miðvikiösdání A september nk., kl. 17:00. 974 að Háaleitisbraut 37 hér í borg, en þar kveðst kærði haft vorið gestkom andi. Ekki kveðst hann vita fyrir hvers tilstuðlan þýfið var komið í áður- nefnd húsakynni. Að kvöldi hins 6. ágúst sl. hafði lögreglan afskipti af fólki, er dvaldist að Háaleitisbraut 37, og voru allir, er þar voru, handieknir. Var kærði einn Aðkoman að öllum innbrotsstöðunum var mjög svipuð, og leikur því stunur á, að hér hafi sömu menn átt hlut að n Aðeins hluti þess þýlis, sem saknað er, hefur komið til sk vantar á, að allt sé komið í leitin Rökatuddur runt ir Á því, að kk ii fókið að við um þjófniðum og meðhöndlun þess þýfis, sen hér um ræðir. nmókn þesa stkarfnis or orðin mjög umfangsmikil og or enn sam ek bana á því, að kærði geti hindrað framgang hennar, haldi hann ker fi na :ð vísan til ofanritaðs og 1. tl. 1. mgr. 67. gr. lága nr. 74, 1974 ber taka kröfu rannsóknarlögreglunnar til greina og gera kærða að sæta Bruarðhali allt til miðvikudagsins 4. soptember nk., kl. 17: Kærði er sakaður um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga, sem geta varðað hann fangelsisrefsingu, og eru ákvæði 65. gr. stjórnar. skrárinnar nr. 33, 1944 gæsluvarðhaldi eigi til fyrirstöðu. „ en mikið Úrskurðarorð Kæri, Sigurður Stefn Almarson. kl eta geluvarðhaldi al {il miðvikudagsins 4. september nk., 975 Miðvikudaginn 28. ágúst 1985. Nr. 198/1985. Ákæruvaldið gegn Garðari Garðarssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 26. þ.m., er barst dómnum næsta dag. Krefst hann þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstím- inn verði styttur. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurður- inn verði staðfestur. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 23. ágúst 1985. Ár 1985, föstudaginn 23. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Unu Þóru Magnúsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess að Garðari Garðarssyni, fæddum 10.01. 1965, til heimilis að Stangarholti 26, Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. október nk., kl. 17:00. Málavextir eru þessir. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn máls vegna meints skjalafals og fjársvika. Kærði í máli þessu er undir rökstuddum grun um að hafa verið hér að verki, en hann hefur alfarið neitað öllum sakargiftum. Við skoðun í myndasafni rannsóknarlögreglunnar hafa tvö vitni borið kennsl á kærða, starfsmaður á myndbandaleigu hér í borg, þar sem kærði er talinn hafa tekið bæði myndbandstæki og myndbandsspólu á leigu þann 976 13. ágúst sl., sem hefur ekki enn verið skilað, og afgreiðslustúlka á veitinga- stað, þar sem kærði er talinn hafa framvísað falsaðri ávísun. Er þessi ávísun úr tékkhefti, sem stolið var á síðastliðnu ári. Var í báðum tilfellum notað nafnið Jóhannes V. Jóhannesson. Nefndur Jóhannes hefur við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni borið, að hann hafi tapað veski sínu fyrir um það bil 2 árum og hafi það innihaldið meðal annars persónuskilríki hans. Frá byrjun þessa árs og fram til 15. júlí hefur kærði verið að afplána fangelsisdóm. Hefur hann margsinnis komið við sögu hjá rannsóknarlög- reglunni vegna afbrota, og á síðastliðnu ári voru til meðferðar hjá sömu aðiljum 28 mál vegna ætlaðra þjófnaða og skjalafals kærða. Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann á síðustu 3 árum hlotið 6 fangelsisdóma, þar af 5 fyrir auðgunarbrot. Nú bíður hans tveggja ára fangelsisdómur, sem kveðinn var upp í sakadómi Reykjavíkur þann 18. júlí sl., meðal annars fyrir brot gegn almannafriði og allsherjarreglu og vegna skjalafals, mis- notkunar persónuskilríkja og þjófnaðar. Rannsókn þeirra mála, er að framan greinir, er á byrjunarstigi, og með hliðsjón af brotaferli kærða er ástæða til að ætla, að hann haldi áfram brotum, ef frelsi hans er óskert. Með skírskotun til ofanritaðs og samkvæmt 1. og $. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974 ber að taka kröfu rannsóknarlögreglunnar til greina og gera kærða að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. október nk., kl. 17:00. Kærði er sakaður um brot gegn XVII. og XXVI. kafla almennra hegn- ingarlaga, sem geta, ef sök sannast, varðað hann fangelsisrefsingu og eru því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 34, 1944 gæsluvarðhaldi eigi til fyrirstöðu. Úrskurðarorð: Kærði, Garðar Garðarsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðviku- dagsins 30. október nk., kl. 17:00. 977 Þriðjudaginn 3. september 1985. Nr. 204/1985. Ákæruvaldið gegn Franklín Kristni Steiner Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 28. f.m., er barst Hæstarétti 30. s.m., og krafist þess, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 28. ágúst 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 28. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Höllu Bachmann Ólafsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. RLR hefur krafist þess, að kærða, Franklín Kristni Steiner, atvinnu- lausum, með dvalarstað að Grettisgötu 64, fæddum 14. febrúar 1947 í Reykjavík, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðviku- dagsins 6. nóvember 1985, kl. 17:00, vegna gruns um brot gegn 254. gr. alm. hegningarlaga nr. 19, 1940 og brota á ávana- og fíkniefnalögum. Málavextir. RLR hefur undanfarið rannsakað stórfelld innbrot í íbúðarhús í Reykja- vík, þar sem stolið var miklum verðmætum og komið undan. Hluti þýfis 62 978 hefur fundist, en grunur leikur á, að sá hluti þess, er eigi hefur komið í leitirnar, hafi verið notaður til fíkniefnakaupa. Við rannsókn málsins hafa margir verið kærðir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Framburðir nokkurra þeirra hafa legið að því, að kærða, Franklín K. Steiner, hafi verið afhentur verulegur hluti þýfis úr framangreindum innbrotum í skiptum fyrir ávana- og fíkniefni. Ákærði hefur alfarið neitað þessu. Kærði hefur hins vegar viðurkennt að hafa hitt nokkra þeirra, er málinu tengjast, og þeir boðið sér ýmis verðmæti til kaups, s.s. gull, byssur og skartgripi, en kærði ekki haft áhuga á slíku. Kærði hefur ekki stundað fasta vinnu um langa hríð, en að eigin sögn stundað bílaviðgerðir. Kærði hefur á þessu ári leigt herbergi að Grettisgötu, en lítið dvalið þar undanfarið. RLR hefur leitað hans síðan 10. ágúst sl., og er talið, að hann hafi verið í felum vegna rannsóknar máls þessa. Brotaferill kærða í ávana- og fíkniefnamálum er samfelldur frá 1972, og hefur hann margoft verið dæmdur hérlendis fyrir slík brot, bæði inn- flutning og dreifingu slíkra efna, auk þess fyrir hegningarlagabrot, en einnig hefur kærði hlotið dóma á hinum Norðurlöndunum vegna brota á ávana- og fíkniefnalöggjöf. Kærði hlaut reynslulausn á eftirstöðvum refsingar, 240 dögum, í Í ár frá 15. febrúar 1984. Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum rannsakar nú mál vegna meðferðar kærða á fíkniefnunum LSD, amfetamíni og hassi. Hjá ríkissaksóknara er til meðferðar kærumál vegna fíkniefnamisferlis kærða. Aðrir, er kærðir hafa verið í málinu, hafa borið, að kærði Franklín hafi boðið mönnum fé fyrir að vinna öðrum mönnum tjón vegna grunsemda kærða um, að þeir greindu frá honum sem dreifingaraðilja fíkniefna. Brot þau, er kærði er nú grunaður um, geta varðað fangelsisrefsingu skv. 254. gr. alm. hegningarlaga nr. 19, 1940 og skv. ávana- og fíkniefnalögum. Verulegs misræmis gætir í framburði kærða og annarra Í málinu. Mál þetta, hvað varðar þátt kærða, er á frumstigi rannsóknar. Kærði er síbrotamaður, er hefur eigi fasta vinnu, og grunur leikur á, að hann afli sér fjár til framfæris m.a. með því að taka við þýfi, er hann komi í verð, og láti í stað ávana- og fíkniefni. Veruleg hætta er á, að kærði haldi þessu áfram, meðan málum hans er ólokið. Kærði er grunaður um að vera dreifingaraðili ávana- og fíkniefna og að hafa hótað „viðskipta- vinum sínum““ miklum ófarnaði, greini þeir rannsóknaraðiljum frá þætti hans. Þegar allt framanritað er virt, þykir rétt að taka kröfu RLR til greina með vísan til 1., 2., 3., 5. og 6. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 og ákveða, að kærði sæti gæsluvarðhaldi þar til miðvikudaginn 6. nóvember 1985, kl. 17:00. 979 Úrskurðarorð: Kærði, Franklín Kristinn Steiner, skal sæta gæsluvarðhaldi þar til miðvikudaginn 6. nóvember 1985, kl. 17:00. Mánudaginn 30. september 1985. Nr. 72/1985 103/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Gunnhildi Gunnarsdóttur (Jón Oddsson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Málasamsteypa. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Dómi sakadóms Akureyrar frá 29. nóvember 1984 í málinu ákæruvaldið gegn Gunnhildi Gunnarsdóttur var hinn 1. mars 1985 skotið til Hæstaréttar að ósk ákærðu, en jafnframt er af ákæru- valdsins hálfu krafist þyngingar refsingar ákærðu. Þá er einnig hinn 17. apríl 1985 áfrýjað til þyngingar dómi sakadóms Akureyrar 4. mars 1985 í öðru máli ákæruvaldsins gegn Gunnhildi Gunnars- dóttur. Eru brot þau, sem ákærðu er gefin sök á í málum þessum, bæði framin áður en dómur gekk í héraði í fyrra málinu. Hafa málin því verið sameinuð í Hæstarétti. Ágrip bárust Hæstarétti 30. júlí 1985. Með skírskotun til forsendna hinna áfrýjuðu dóma ber að stað- festa niðurstöður héraðsdóms um sakarmat og heimfærslu til refsi- ákvæða. Við ákvörðun refsingar ber að leysa úr því, hvort skilorðsdómur ákærðu frá 18. júní 1984 skuli haldast eða hvort taka skuli öll málin til meðferðar og dæma þau í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegn- 980 ingarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955 og 20/1981, en héraðs- dómari hefur látið undir höfuð leggjast að taka þetta úrlausnarefni til meðferðar. Umferðarlagabrot þau, sem ákærða er nú sakfelld fyrir, eru framin áður en skilorðsdómurinn var upp kveðinn. Þykir rétt að láta skilorðsdóminn haldast, en dæma ákærðu refsingu með hliðsjón af 77. og 78. gr almennra hegningarlaga, og þykir hún hæfilega ákveðin 30 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði beggja hinna áfrýjuðu héraðsdóma um öku- leyfissviptingu og sakarkostnað í héraði, og dæma ber ákærðu til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Hinir áfrýjuðu dómar voru báðir kveðnir upp í sakadómi Akur- eyrar. Sigurður Jónsson bæjarfógetafulltrúi fór með og dæmdi bæði málin. Mál það, sem dæmt var með hinum áfrýjaða dómi frá 29. nóvember 1984, var höfðað með ákæru 17. janúar 1984, og mál það, sem dæmt var 4. mars 1985, var höfðað með ákæru 18. júlí 1984. Átti héraðsdómari því að sameina mál þessi og dæma þau í einu lagi skv. 1. mgr. 77. gr. alm. hegningarlaga. Þá er það aðfinnsluvert, að í síðara sakadómsmálinu hafa vitni eigi gefið skýrslur fyrir dómi. Ekki verður þó, svo sem gögnum í máli þessu er háttað, galli þessi talinn eiga að valda ómerkingu málsmeðferðar í héraði. Dómsorð: Ákærða, Gunnhildur Gunnarsdóttir, sæti varðhaldi í 30 daga. Ákærða er svipt ökuleyfi ævilangt frá 5. febrúar 1985 að telja. Ákvæði beggja hinna áfrýjuðu héraðsdóma um sakar- kostnað skulu óröskuð. Ákærða greiði saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, fyrir Hæstarétti, 10.000,00 krónur. og1 Dómur sakadóms Akureyrar 29. nóvember 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 29. nóvember, er á dómþingi sakadóms Akur- eyrar, sem háð er í skrifstofu dómsins að Hafnarstræti 107 þar í bæ af Sigurði Jónssyni dómarafulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 1907/1983: Ákæruvaldið gegn Gunnhildi Gunnarsdóttur. Mál þetta, sem dómtekið var þann 22. þ.m., er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dags. 17. janúar 1984, „á hendur Gunnhildi Gunnars- dóttur, Keilusíðu 1 B, Akureyri, fæddri 2. mars 1957 í Reykjavík, fyrir að aka, laugardaginn 3. september 1983, undir áhrifum áfengis, bifreiðinni A-8822 stuttan spöl af bifreiðastæði við heimili sitt, þar til annað afturhjól bifreiðarinnar losnaði af og bifreiðin var óökufær. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðar- laga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar, til ökuleyfissvipting- ar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Il. Um kl. 10:00 að morgni laugardagsins 3. september 1983 var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um bifreið, sem væri á mótum Teigarsíðu og Bugðusíðu og hefði hægra afturhjól dottið undan henni. Einnig var þess getið, að öku- maður stæði hjá bifreiðinni, og virtist hann ölvaður. Er lögreglumennirnir komu á staðinn, hittu þeir fyrir Gunnhildi Gunnarsdóttur, ákærðu í máli þessu, og virtist þeim hún vera mikið ölvuð. Ákærða kvaðst eiga bifreiðina, en hefði ekki ekið henni er áðurgreint óhapp gerðist. Ákærða sagði, að ökumaður þá hefði verið Sigurður Magnús Þórðarson, Hrafnagilsstræti 9, Akureyri, og væri hann nú staddur við Keilusíðu 1. Er lögreglumennirnir höfðu tal af Sigurði, virtist þeim hann ekki vera undir áhrifum áfengis. Hann sagðist ekki hafa ekið bifreiðinni, er óhappið varð, heldur hefði ákærða ekið bifreiðinni. Sigurður Magnús Þórðarson og ákærða voru færð á lögreglustöðina á Akureyri fyrir Árna Magnússon varðstjóra og þangað fenginn læknir, sem kl. 10:40 tók ákærðu blóðsýni til alkóhólákvörðunar. Samkvæmt niður- stöðu rannsóknarinnar reyndist alkóhól í blóði 2,56%0. Kl. 19:35 þennan sama laugardag var ákærða tekin til yfirheyrslu á lög- reglustöðinni á Akureyri af Daníel Snorrasyni rannsóknarlögreglumanni. Ákærða kvaðst vera eigandi bifreiðarinnar A-8822, sem er af gerðinni Ford Torino, árgerð 1969, rauð að lit. Ákærða kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis meira og minna síðastliðnar tvær vikur. Hún sagði, að það hafi verið um kl. 18:00 daginn áður, sem hún fór í áfengisútsöluna við Hóla- braut og keypti 5 eða 6 flöskur af áfengi. Upp úr því hélt ákærða áfram 982 áfengisneyslu. Þá var hún í bifreið með Erlu Sveinsdóttur og Friðriki Gests- syni, sambýlismanni sínum, og drakk Friðrik með henni, en Erla ók bifreið- inni. Skömmu síðar fóru þau heim til Erlu, en hún býr í Keilusíðu 5 A, Akureyri. Eftir að þau voru komin að Keilusíðu 5, hringdi þangað Sigurður Magnús Þórðarson. Erla var þá einnig byrjuð að neyta áfengis, og Sigurður bauðst til þess að koma og aka bifreiðinni fyrir þau. Hann kom svo skömmu síðar ásamt Valgarði Óla Jónassyni. Þau fóru þá öll út í bifreiðina A-8822, og ók Sigurður vítt og breitt um bæinn. Á meðan neyttu hinir áfengis. Þau fóru síðan á dansleik í veitingahúsinu Sjallanum nema Sigurður, sem fór heim til sín á meðan. Dansleiknum lauk um kl. 03:00, og á meðan á honum stóð, kvaðst ákærða hafa haldið áfram áfengisneyslu. Eftir dansleikinn héldu þau síðan áfram akstri, en þá var Sigurður kominn aftur. Ákærða kvaðst þá hafa verið orðin svo drukkin, að hún myndi ekki, hvað gerðist eftir það. Hún kvaðst síðan muna aftur eftir sér einhvern tímann um morguninn, en þá var hún í bifreið sinni ásamt manni, sem hún nefndi Sigurð frá Árbakka, Erlu og einhverjum Kela, sem hún ekki vissi frekari deili á, Valgarði Óla og Sigurði Magnúsi Þórðarsyni, sem ók eins og áður. Er þau voru á götu rétt fyrir neðan fjölbýlishúsið við Keilu- síðu, þá datt allt í einu vinstra framhjólið undan bifreiðinni, og stöðvaðist bifreiðin þar. Ákærða kvaðst hafa orðið að hlaupa á eftir hjólinu, þar sem enginn annar hreyfði sig til þess. Það tók hana nokkurn tíma að ná í hjólið, þar sem hún var mjög drukkin og hrasaði a.m.k. tvisvar sinnum. Er ákærða kom til baka, voru allir farnir úr bifreiðinni nema Sigurður og Valgarður. Skömmu síðar eða rétt um leið og ákærða kom með hjólið að bifreiðinni kom lögreglan á staðinn. Ákærða kvaðst neita því að hafa ekið bifreiðinni og fullyrti, að Sigurður Magnús Þórðarson hefði ekið henni. Ákærða kom hér fyrir dóm vegna þessa máls föstudaginn 27. janúar 1984, og var henni þá birt ákæran. Ákærða sagðist þá ekki vita, hvort það væri rétt, sem segir í ákærunni, og taldi sig ekki muna eftir að hafa ekið bifreiðinni. Ákærða sagðist muna, þegar hjólið datt undan bifreiðinni, og sagði, að sig minnti, að þá hafi Sigurður Magnús Þórðarson verið öku- maður. Ákærða sagði einnig, að sig minnti, að fleiri hafi verið í bifreiðinni en hún ein, þegar hjólið datt undan. Ákærða kom aftur hér fyrir dóm mánudaginn 6. febrúar 1984. Ákærða hélt fast við, að hún hafi ekki ekið bifreiðinni A-8822 undir áhrifum áfengis laugardaginn 3. september 1983. Hún sagðist geta nefnt vitni að því, að það hafi ekki verið hún, sem ók bifreiðinni, heldur ljóshærður strákur, sem ákærða taldi vera Sigurð Magnús Þórðarson. Ákærða sagði, að þessi vitni væru þau Ásgrímur Þorsteinsson og Þóra Friðriksdóttir og þau hafi séð, er akstur sá, er í ákæru er greindur, átti sér stað. 983 Vitnið Björgvin Smári Jónatansson, f. 07.09. 1949, Tungusíðu 26, Akur- eyri, kom hér fyrir dóm fimmtudaginn 23. febrúar 1984. Vitnið kvaðst ekki hafa séð sjálft, hver ók bifreiðinni. Vitnið sagðist hafa staðið ásamt fleira fólki sunnan við fjölbýlishúsið að Keilusíðu. Vitnið minntist þess að hafa einhverri stundu áður ekið framhjá bifreiðinni sem var stór gamall rauður amerískur Fordari, að því er vitnið taldi. Vitnið kvaðst þá hafa séð, að ölvað fólk var við bifreiðina og að ákærða stóð við vinstri hurð hennar. Það var svo ca 10 mínútum seinna, að bifreiðin fór í gang með miklum látum. „Bifreiðinni var nú ekið harkalega afturábak og snúið ca 90? til norðurs. Síðan var bifreiðin stöðvuð, en síðan ekið afturábak aftur, sennilega vegna þess að ökumaður hafi ekki verið búinn að taka bifreiðina úr gangstigi afturábak. Síðan var bifreiðin tekin áfram með miklum látum, beygt útaf bifreiðaplaninu og niður götuna, en við það fór vinstra afturhjól undan bifreiðinni. Þegar hjólið fór undan, snerist bifreiðin í hálfhring og stöðvaðist. Vitnið kvaðst ekki hafa séð greinilega, hver ók bifreiðinni, því það kvaðst hafa beint athygli sinni frekar að aksturslaginu. Eftir að bifreið- in var stöðvuð, var reynt að keyra hana, þrátt fyrir að annað afturhjólið vantaði undir hana. Þetta stóð mjög skamma stund, en eftir þetta sá vitnið ákærðu koma út um vinstri dyr bifreiðarinnar. Vitnið kvaðst telja fleiri en ákærðu hafa verið í bifreiðinni, en kvaðst ekki hafa tekið eftir því, er hin persónan, sem það taldi hafa verið karlmann, koma út úr bifreiðinni. Vitnið sagði, að þeir, sem voru með því á lóðinni og sáu aksturinn, hafi fullyrt, að ákærða hafi ekið bifreiðinni. Vitnið taldi það greinilegt, að ákærða var með áfengisáhrifum eða eitthvað óeðlileg. Vitnið Ásgrímur Þorsteinsson, f. 29.11. 1913, Smárahlíð 3 C, Akureyri, kom hér fyrir dóm mánudaginn 27. febrúar og þriðjudaginn 17. apríl 1984. Vitnið kvaðst hafa séð aksturinn út um glugga á stigagangi á Keilusíðu 1. Vitnið sagði, að ákærða hafi ekki ekið bifreiðinni, svo sem segir í ákæru- skjalinu, heldur hafi ljóshærður maður í hvítri skyrtu og bláum vinnu- buxum ekið bifreiðinni þennan spöl. Vitnið kvaðst hafa séð, er þessi maður kom út úr bifreiðinni vinstra megin, eftir að hjólið var farið undan bifreið. inni. Vitnið sagði, að ákærða hafi verið inni í bifreiðinni með þeim, sem ók, en sagði, að hún hafi örugglega ekki ekið henni. Vitnið sagði, að ákærða hafi komið hægra megin út úr bifreiðinni, eftir að hún var stöðvuð. Síðan gekk ákærða fram með bifreiðinni á eftir hjólinu, sem rúllaði undan bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa séð ákærðu farþegamegin inni í bifreiðinni, meðan aksturinn átti sér stað. Vitnið Dóra Friðriksdóttir, f. 11.07. 1943, Smárahlíð 3 C, Akureyri, kom hér fyrir dóm mánudaginn 27. febrúar og þriðjudaginn 17. apríl 1984. Vitnið kvaðst hafa verið statt í stigagangi hússins að Keilusíðu 1, er akstur sá, er í ákæru er tilgreindur, átti sér stað. Vitnið sagði, að það hafi ekki 984 verið ákærða, sem ók bifreiðinni þennan spöl, heldur ljóshærður drengur í stuttum ljósum stakk og dökkum buxum. Vitnið kvaðst hafa séð þennan dreng stíga út úr bifreiðinni stýrismegin, eftir að bifreiðin var stöðvuð. Vitnið sagði, að ákærða hafi verið með drengnum í bifreiðinni, er aksturinn átti sér stað, og segir, að hún hafi komið út úr bifreiðinni farþegamegin, eftir að bifreiðin stöðvaðist. Vitnið Kristján Jónsson, fæddur 23.07. 1956, Keilusíðu 4 G, Akureyri, kom hér fyrir dóm mánudaginn 5. mars 1984. Vitnið kvaðst hafa séð, er akstur sá, er í ákæru greinir, átti sér stað, en kveðst þó ekki hafa séð upp- hafið og þá ekki, hver steig inn í bifreiðina fyrir aksturinn. Vitnið kvaðst ekki hafa séð, hver sat undir stýri bifreiðarinnar, meðan á akstri stóð, en kvaðst hafa séð háan dökkhærðan kvenmann stíga bílstjóramegin út úr bifreiðinni að akstrinum loknum. Vitnið sagði, að kvenmaðurinn hafi örugglega komið undan stýri bifreiðarinnar, og kvaðst telja, að ekki hafi verið fleiri í bifreiðinni, en þorði þó ekki að fullyrða það. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 24.04. 1956, til heimilis að Keilusíðu 4 G, Akureyri. Vitnið kvaðst hafa séð, er akstur sá, er greindur er í ákæru, átti sér stað. Vitnið sagði, að það hafi staðið fyrir utan stigagang hússins að Keilusíðu 4. Vitnið kvaðst hafa séð, að dökkhærður stór kvenmaður, klæddur í ljósgul föt, ók bifreiðinni þennan spöl. Vitnið kvaðst ekki hafa séð, hvort farþegi var í bifreiðinni. Vitnið kvaðst ekki hafa séð, þegar þessi kvenmaður fór inn í bifreiðina, og kvaðst fyrst hafa tekið eftir henni, þegar bifreiðin var að koma út af planinu við Keilusíðu 1, því þá heyrði vitnið væl undan hjólbörðum bifreið- arinnar. Þá kvaðst vitnið hafa séð kvenmanninn inni í bifreiðinni undir stýri hennar. Vitnið sagði, að svo hafi virst sem kvenmaðurinn hafi ekki orðið strax var við, að hjólið fór undan bifreiðinni. Vitnið sagðist ekki hafa séð, hver kom undan stýri bifreiðarinnar, þegar hún var stöðvuð, því þá kvaðst vitnið hafa horft á eftir dekkinu, sem rúllaði niður götuna. Vitnið Heiðar Ólafsson, f. 04.06. 1952, kom hér fyrir dóm þriðjudaginn 13. mars 1984. Vitnið kvaðst hafa séð, er akstur sá, sem í ákæru er greindur, átti sér stað. Vitnið sagði, að ákærða hafi verið ein í bifreiðinni, er aksturinn átti sér stað, og kvaðst hafa séð hana undir stýri bifreiðarinnar. Vitnið kvaðst ekki vera kunnugt ákærðu, en kvaðst þekkja hana í sjón. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærðu stíga inn í bifreiðina, en sagðist hafa séð, er hún steig út úr bifreiðinni bílstjóramegin, eftir að hjólið var dottið undan henni. Vitnið kvaðst vera þess fullvisst, að enginn annar en ákærða hafi komið út úr bifreiðinni, eftir að hún var stöðvuð. Vitnið kvaðst hafa staðið við suðurenda hússins að Keilusíðu 2-4, er aksturinn átti sér stað. Vitnið sagði, að greinilegt hafi verið, að ákærða var undir áfengisáhrifum, er hún steig út úr bifreiðinni að akstri loknum. Vitnið sagði, að öruggt 985 væri, að enginn annar en ákærða hafi verið í bifreiðinni, er aksturinn átti sér stað, og að ákærða hafi verið klædd í áberandi gulan fatnað. Vitnið Sigurður Ólafsson, fæddur 09.08. 1945, bóndi á Árbakka í Hrafnagilshreppi, Eyjafjarðarsýslu, kom hér fyrir dóm mánudaginn 19. mars 1984. Vitnið kvaðst ekki hafa séð, er akstur sá, er í ákæru er greindur, átti sér stað. Vitnið kvaðst hafa verið ölvað inni í fjölbýlishúsinu að Keilu- síðu þennan morgun, en ekki vita, hvaða númer húsið ber. Vitnið sagði, að sig minnti, að talað hafi verið um, að ákærða hafi ekki ekið bifreiðinni, heldur hafi hún farið inn í hana, eftir að hjólið var dottið undan henni, og reynt að aka henni eftir það. F Vitnið Valgarður Óli Jónasson, f. 21.12. 1960, Njarðvíkurbraut 30, Njarðvík, kom fyrir sakadóm Keflavíkur fimmtudaginn 15. nóvember sl. Vitnið kvaðst hafa séð ákærðu aka bifreið sinni frá heimili sínu og síðan stuttan spöl eða þar til eitt hjóla bifreiðarinnar datt undan. Vitnið kvað engan annan hafa verið í bifreiðinni, er þessi akstur átti sér stað, og að ákærða hafi verið mjög ölvuð við aksturinn, að akstrinum loknum segir vitnið, að ákærða hafi sagt: „Siggi, þú keyrðir““, eða eitthvað í þá áttina, og átti hún þá við Sigurð Magnús Þórðarson, sem þarna var nærri. Vitnið staðfesti skýrslu, sem rannsóknarlögreglan á Akureyri tók af því fimmtu- daginn 8. september 1983. Vitnið Sigurður Magnús Þórðarson, f. 01.10. 1957, Hrafnagilsstræti 9, Akureyri, kom fyrir sakadóm Reykjavíkur mánudaginn 9. nóvember 1984. Vitnið kvaðst hafa ekið bifreið fyrir ákærðu, en kvaðst hafa hætt akstr- inum sökum afskiptasemi hennar. Kvaðst vitnið hafa farið út úr bifreiðinni ásamt Valgarði Óla Jónassyni, kunningja sínum. Vitnið kvaðst hafa tekið leiðslu úr sambandi í bifreiðinni og ætlaði með því að koma í veg fyrir, að bifreiðinni yrði ekið, enda kvaðst vitnið hafa tekið eftir því, að vinstra afturhjól hennar hékk á einni ró. Kvaðst vitnið hafa gengið burt ásamt Valgarði og verið komið 100-200 metra niður fyrir bifreiðastæðið, þegar bifreiðin var sett í gang,. henni ekið afturábak, síðan var henni gefið í botn og beygt, og þá var það sem hjólið fór undan henni. Vitnið kvaðst hafa séð ákærðu koma út úr bifreiðinni og stökkva upp í aðra bifreið. Vitnið kvaðst vera þess visst, að það var ákærða, Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem ók bifreiðinni, er hjólið fór undan henni, og sagði, að ákærða hafi verið ein í bifreiðinni. Borin var undir vitnið skýrsla sú, sem rannsóknarlögreglan á Akureyri tók af því þann 8. september 1983. Vitnið kvað rétt eftir sér haft í þessari skýrslu og staðfesti undirskrift sína undir hana. Þrátt fyrir neitun ákærðu og framburð vitnanna Ásgríms Þorsteinssonar og Dóru Friðriksdóttur þykir sannað með niðurstöðu alkóhólákvörðunar og framburði vitnanna Sigurðar Magnúsar Þórðarsonar, Valgarðs Óla 986 Jónassonar, Björgvins Smára Jónatanssonar, Kristjáns Jónssonar, Sigur- bjargar Einarsdóttur og Heiðars Ólafsson, að ákærða hafi gerst sek um háttsemi þá, sem henni er gefin að sök í ákæru, og þykir háttsemi hennar þar réttilega færð undir 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga. Ber því að taka kröfur ákæruvaldsins til greina að öllu leyti. Ill. Ákærða er sakhæf, fædd 2. mars 1957 í Reykjavík, og hefur samkvæmt sakavottorði sætt kærum og refsingum sem hér segir: Með ofangreindri háttsemi hefur ákærða unnið sér til refsingar sam- kvæmt 80. gr. umferðarlaga. Með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 ber nú að dæma ákærðu refsiauka við refsingu, er hún hlaut með dóminum frá 18. júní 1984. Dómssáttin frá 2. febrúar 1981 hefur ítrekunarverkan á brot það, sem hér er fjallað um, sbr. og 71. gr. almennra hegningarlaga. Verður refsing ákærðu ákveðin 15.000,00 króna sekt til ríkissjóðs og komi varðhald í 15 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms. Þá ber, svo sem krafist er, að svipta ákærðu ökuleyfi með vísan til 81. gr. umferðarlaga. Þar sem hér er um ítrekað brot að ræða, verður ákærða svipt ökuleyfi ævilangt frá dómsbirtingu. Loks ber með vísan til 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála að dæma ákærðu til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Jósefs Arnviðarsonar hdl., 8.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærða, Gunnhildur Gunnarsdóttir, greiði 15.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða er svipt ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms. Ákærða greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Björns Jósefs Arnviðarsonar hdl., 8.000,00 krónur. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Dómur sakadóms Akureyrar 5. mars 1985. Ár 1985, mánudaginn 4. mars, er á dómþingi sakadóms Akureyrar, sem háð er í skrifstofu dómsins að Hafnarstræti 107 þar í bæ af Sigurði Jóns- syni dómarafulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 923/1984: Ákæruvaldið gegn Gunnhildi Gunnarsdóttur. 987 Mál þetta, sem dómtekið var nú fyrr í dag, er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dags. 18. júlí 1984, „á hendur Gunnhildi Gunnarsdóttur, Keilusíðu 1B, Akureyri, fæddri 2. mars 1957 í Reykjavík, fyrir að aka, sunnudaginn 27. maí 1984, undir áhrifum áfengis, bifreiðinni A-9206 frá veitingastaðnum H-100 á Akureyri um götur bæjarins en akstrinum lauk við Keilusíðu 1 þar sem lögreglumenn bæjarins höfðu afskipti af henni. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðar: laga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar, til ökuleyfissvipting- ar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Il. Um kl. 22:30 sunnudaginn 25. maí 1984 var hringt á lögregluvarðstofuna á Akureyri og tilkynnt um ölvaða konu, sem væri ökumaður bifreiðarinnar A-9206, sem væri blá fólksbifreið. Þá var sagt, að karlmaður væri farþegi í bifreiðinni, sem ekið hefði verið norður Skarðshlíð. Nokkrum mínútum síðar fundu lögreglumenn á Akureyri bifreiðina A-9206, þar sem hún var kyrrstæð á bifreiðastæði utan við fjölbýlishúsið Keilusíðu 1. Undir stýri hennar sat kona, er þeir þekktu sem Gunnhildi Gunnarsdóttur, ákærðu í máli þessu, en hún bjó að Keilusíðu 1 B. Við hlið hennar sat maður, sem kvaðst heita Magnús Friðrik Óskarsson, til heimilis að Ferjubakka 10, Reykjavík. Hreyfill bifreiðarinnar var ekki í gangi og kveikjuláslyklar ekki í lásnum. Þau ákærða og Magnús sögðu ökumann bifreiðarinnar hafa farið inn í húsið. Töldu þau hann heita Hannes, en vissu ekki nánari deili á honum. Lögreglumönnunum virtist ákærða allnokkuð undir áhrifum áfengis, og var framburður hennar ruglingslegur og samhengislaus. Neitaði hún ýmist eða játaði að hafa ekið bifreiðinni. Ákærða var færð á lögreglustöðina á Akureyri, þar sem tekin var af henni varðstjóraskýrsla og þangað fenginn læknir, sem kl. 22:53 tók henni blóðsýni til alkóhólákvörðunar. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar reyndist alkóhól í blóði 2,02%0. Í varðstjóraskýrslu er ástandi ákærðu lýst svo, að sterkur áfengisþefur hafi verið af andardrætti hennar, augu dauf, andlit þrútið, jafnvægi óstöðugt, fatnaður velktur, málfar þvöglulegt, framkoma æst og framburður ruglingslegur og samhengislaus. Ákærða var yfirheyrð af rannsóknarlögreglunni á Akureyri kl. 11:00 mánudaginn 28. maí 1984. Ákærða kvaðst þá hafa verið búin að neyta áfengis meira og minna upp á hvern dag undanfarnar 3-4 vikur. Hún kvaðst hafa neytt áfengis heima hjá sér þá daginn áður ásamt fleira fólki og að ákveðið hafi verið að fara í vínveitingahúsið H-100, en ákærða kvaðst þá hafa verið orðin mikið ölvuð. Ákærða kvaðst telja fullvíst, að farið hefði verið á bifreið Erlu Sveinsdóttur, blárri Benzbifreið, en ekki mundi hún 988 skráningarnúmer bifreiðarinnar. Ákærða kvaðst hafa verið búin að drekka 2-3 glös af áfengisblöndu inni í veitingahúsinu, er henni fór að líða illa, og bað hún þá Magnús Óskarsson, sem með henni var, að fara með sér heim, til þess að hún gæti hvílst. Ákærða mundi eftir bifreið Erlu Sveins- dóttur úti fyrir veitingahúsinu og kvaðst hafa vitað, að hægt væri að koma bifreiðinni í:gang án þess að nota kveikjuláslykla. Ákærða sagði þau Magnús hafa hitt einhvern mann, sem ákærða vissi ekki nein deili á, og beðið hann að aka bifreiðinni. Ákærða kvað þennan mann hafa ekið bif- reiðinni, hún kvaðst sjálf hafa setið afturí bifreiðinni, en Magnús hafi setið farþegamegin frammi í. Að sögn ákærðu var ákveðið að fara heim til henn- ar, en hún mundi ekki hvaða götur voru eknar. Þegar heim til ákærðu var komið, fór þessi ókunni maður strax undan stýri bifreiðarinnar, og kvaðst ákærða ekki hafa tekið eftir því, hvert hann fór, en kveðst hafa farið fram í bifreiðina til þess að tala við Magnús. Ákærða kvaðst telja, að þau hafi keypt pylsur Í Veganesti. Ákærða þvertók fyrir að hafa ekið bifreiðinni A-9206 að kvöldi þess 27. maí 1984. Rannsóknarlögreglan á Akureyri yfirheyrði ákærðu aftur kl. 14:40 sama dag. Ákærða viðurkenndi þá, að það hafi verið hún, sem tók bifreiðina A-9206; sem er blá Benz fólksbifreið, og ekið henni heim. Ákærða kvaðst hafa verið mjög mikið ölvuð og sagðist hafa verið orðin veik og að það hafi verið þess vegna sem hún vildi komast sem fyrst heim. Ákærða kvaðst ekki muna eftir því, hvaða leið nákvæmlega hún ók bifreiðinni, en sagði, að komið hafi verið við í sjoppu á leiðinni heim og að sig minnti, að það hafi verið í Nesti. Ákærða kvað sig muna eftir að hafa verið undir stýri bifreiðarinnar, þegar lögreglan kom á staðinn og handtók hana. Ákærða kom hér fyrir dóm vegna þessa máls kl. 17:15 mánudaginn 28. maí 1984. Ákærða sagði þá, að hún væri þess fullviss, að hún hafi ekki ekið bifreiðinni A-9206 undir áhrifum áfengis sunnudaginn 27. maí. Ákærða kvaðst hafa neytt áfengis í H-100, en sagðist ekki hafa neytt áfengis, eftir að hún fór þaðan, þar til lögreglan handtók hana. Ákærða sagðist hafa játað fyrir lögreglunni að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis einungis til þess að losna við frekari yfirheyrslur, en hún kvaðst ekki vita, hver ók bifreiðinni. Magnús Friðrik Óskarsson, fæddur 17.09. 1948, til heimilis að Ferju- bakka 10, Reykjavík, var yfirheyrður sem vitni af rannsóknarlögreglunni á Akureyri mánudaginn 28. maí 1984. Vitnið sagði, að daginn áður hefði það farið með ákærðu á hádegisbarinn í veitingahúsinu H-100, en þegar þar var lokað eftir hádegið, fóru þau heim til hennar og voru þar við áfengisneyslu fram undir kvöld, en þá fóru þau aftur í veitingahúsið H-100. Vitnið kvaðst ekki vita fyrir víst, hvað klukkan var, þegar þau fóru í H-100 þarna um kvöldið, en taldi, að það hafi verið á tímabilinu kl. 20 eða 21. 989 Þau héldu síðan áfram áfengisneyslu í veitingahúsinu og voru bæði orðin nokkuð undir áfengisáhrifum. Um kl. 22:00 um kvöldið kvaðst vitnið hafa farið ásamt ákærðu út úr veitingahúsinu, en þá hafi ákærðu verið farið að líða illa. Eftir að þau komu út, gengu þau að blárri Mercedes Benz fólksbifreið, sem stóð skammt frá veitingahúsinu. Ekki kvaðst vitnið muna númer bifreiðarinnar, en taldi hana vera af eldri gerð. Settust þau inn í bifreiðina, bæði í aftursæti hennar, þar sem þau sátu stutta stund, ca 10 mínútur, en þá ákváðu þau að fara heim til ákærðu að Keilusíðu 1. Vitnið kvaðst hafa haft orð á því að fá leigubil, en ákærðu fannst það óþarfi, þar sem hún gæti ekið. Síðan settist ákærða undir stýri þessarar bifreiðar, en vitnið kvaðst hafa setið í framsæti við hlið hennar. Ákærða gangsetti bifreiðina og ók af stað. Ekki kvaðst vitnið hafa orðið þess vart, að gang- setningin gengi neitt erfiðlega. Ákærða ók svo áleiðis heim til sín. Ekki kvaðst vitnið vita, hvaða götur hún ók, því það kvaðst vera ókunnugt í bænum. Á leiðinni stansaði ákærða við söluturn og þar fengu þau sér pylsur. Þar á eftir óku þau heim til ákærðu að Keilusíðu 1, og var ákærða rétt búin að drepa á vél bifreiðarinnar, þegar lögregluna bar þar að. Lög- reglumennirnir handtóku þau síðan og fluttu á lögreglustöðina. Vitnið sagði það vera tilbúning, að þriðji maður hefði ekið bifreiðinni. Kl. 11:00 miðvikudaginn 30. maí 1984 yfirheyrði rannsóknarlögreglan á Akureyri sem vitni Snjólaugu Aðalsteinsdóttur, fædda 07.07. 1946, Þver- holti 10, Akureyri. Vitnið kvaðst vinna afgreiðslustörf í Veganesti við Hörgárbraut, þar sem verslað er með ýmsar vörur í gegnum sölulúgu. Bif- reiðum er ekið upp að sölulúgunum og verslað er í gegnum þær. Vitnið kvaðst hafa verið við vinnu sína í Veganesti að kvöldi sunnudagsins áður, þ.e. þess 27. maí 1984. Um kl. 20 um kvöldið var leigubifreið ekið upp að sölulúgunni að austan. Vitnið þekkti konu sem sat í framsæti leigubif- reiðarinnar sem Erlu Sveinsdóttur. Í aftursæti bifreiðarinnar voru fjórar manneskjur, og kvaðst vitnið þekkja í sjón stúlku þá, sem sat við gluggann, sem sneri að Nestinu, og sagði það hafa verið Gunnhildi Gunnarsdóttur. Vitnið kvaðst ekki hafa þekkt hana með nafni, en sagði, að sér hafi verið tjáð, að hún héti því nafni. Vitnið sagði, að ákærða hafi oft komið í Nesti til að versla með Erlu Sveinsdóttur og þá á blárri Benz fólksbifreið. Vitnið kvaðst hafa séð að áfengisflaska gekk á milli fólksins í leigubifreiðinni og sá, að ákærða drakk úr flöskunni til jafns við aðra. Það var svo ca tveimur tímum síðar, að blárri Benz fólksbifreið var ekið að Veganesti. Bifreiðinni var ekið að syðri sölulúgunni að vestan. Það var Rebekka Björnsdóttir afgreiðslustúlka, sem fór að afgreiða fólkið í bifreiðinni. Eftir að Rebekka var farin að afgreiða þetta fólk í Benz bifreiðinni, varð vitninu litið á þann, sem var að versla, þ.e. bílstjórann, þar sem bifreiðin var vestan megin og sneri til suðurs. Vitnið kvaðst þá hafa séð, að þetta var sama stúlkan sem 990 hafði setið í aftursæti leigubifreiðarinnar ca 2 tímum áður og verið að staupa sig á áfengisflösku, þ.e. ákærða. Vitnið kvaðst telja, að Gunnhildur hafi verið mikið ölvuð, þegar hún sat undir stýri bifreiðarinnar og var að versla. Vitnið kvaðst hafa spurt allar afgreiðslustúlkurnar, sem þarna voru, hvort þetta væri ekki sama stúlkan, sem áður hafði verslað, og hvort þeim fyndist hún ekki drukkin að sjá. Öllum stúlkunum bar saman um, að svo væri. Vitnið kvaðst hafa viljað ganga úr skugga um þetta atriði, áður en það hringdi á lögregluna, sem það kvaðst síðan hafa gert. Vitnið tók niður skráningarnúmer bifreiðarinnar, sem var A-9206. Einn farþegi var í bifreið- inni, karlmaður, sem sat farþegamegin frammi í, en vitnið kannaðist ekki við þann mann. Vitnið kvaðst hafa verið í símanum að láta lögregluna vita af þessu, þegar ökumaður bifreiðarinnar A-9206 ók af stað eftir að hafa verslað. Var bifreiðinni ekið suður fyrir Nestið, þar sem henni var snúið við og ekið norður á Undirhlíðina, síðan vestur hana og svo norður Skarðs- hlíðina, en lengra kvaðst vitnið ekki hafa séð til ferða bifreiðarinnar. Miðvikudaginn 30. maí 1984, kl. 11:40, yfirheyrði rannsóknarlögreglan á Akureyri sem vitni Rebekku Björnsdóttur, f. 30.06. 1954, til heimilis að Smárahlíð 10 G, Akureyri. Vitnið kvaðst hafa verið sunnudagskvöldið áður við vinnu sína í Veganesti við Hörgárbraut. Vitnið kvaðst muna eftir leigu- bifreið, sem kom að Veganesti, að því er vitnið minnti milli kl. 19 og 20 um kvöldið. Nokkru síðar um kvöldið var blárri Benz fólksbifreið ekið upp að syðri sölulúgunni að vestan, þannig að það var bílstjórinn sem verslaði. Vitnið vissi, að þarna var um bifreið Erlu Sveinsdóttur að ræða, vegna þess að hún hafði oft komið og verslað í Nestinu. Vitnið kvaðst kannast við ökumann bifreiðarinnar í sjón, þ.e. stúlka sú, sem kemur oft með Erlu í Benz bifreiðinni til að versla, og sagði vitnið, að sér hafi verið tjáð, að hún héti Gunnhildur Gunnarsdóttir. Einn farþegi var í Benz bifreiðinni, sem sat í farþegasæti frammi í, en ekki kvaðst vitnið vita, hvað hann héti. Ákærða kom vitninu þannig fyrir sjónir sem hún væri sljó og að hún væri drukkin, og fannst vitninu sem málrómur hennar væri drafandi. Eftir að vitnið var búið að afgreiða ákærðu, þá ók hún norður Skarðshlíð og hvarf sjónum vitnisins. Miðvikudaginn 30. maí 1984, kl. 14:00, yfirheyrði rannsóknarlögreglan á Akureyri sem vitni Sigríði Bjarkadóttur, fædda 05.03. 1954, til heimilis að Lyngholti 21, Akureyri. Vitnið kvaðst hafa verið að vinna á vinnustað sínum Veganesti við Hörgárbraut sunnudagskvöldið áður. Það var á milli kl. 19 og 20 sem leigubifreið kom að syðri lúgunni austan megin. Vitnið fór að afgreiða farþega í leigubifreiðinni. Vitnið kvaðst kannast við þá stúlku, sem sat frammi í leigubifreiðinni, sem Erlu Sveinsdóttur, en Erla verslar mjög oft í Veganesti. Aftur í leigubifreiðinni voru ein stúlka og tveir karlmenn. Stúlkan sat við gluggann og fór einnig að versla, eftir að Erla 991 hafði lokið sinni verslun. Þessa stúlku kvaðst vitnið kannast við í sjón, þar sem hún kemur einnig talsvert oft að versla eins og Erla og þá oft með henni. Vitnið sagði, að sér hafi verið tjáð, að þessi stúlka héti Gunn- hildur Gunnarsdóttir, og taldi vitnið hana greinlega talsvert mikið drukkna. Hún var sljó og það var erfitt að komast í samband við hana við afgreiðslu á því, sem hún bað um. Vitnið kvaðst muna, að á meðan hún var að afgreiða þetta fólk, þá var áfengisflaska látin ganga á milli, og drakk ákærða úr henni. Það var svo seinna um kvöldið sem blá Benz fólksbifreið kom að syðri sölulúgunni vestan megin. Vitnið þekkti þann bíl sem sama bíl og Erla Sveinsdóttir hefur umráð yfir. Það var Rebekka, sem afgreiddi fólkið í bifreiðinni. Vitnið sá, að þarna var komin sama stúlka og vitnið hafði afgreitt í leigubifreiðinni, og var hún að mati vitnisins greinilega ölvuð. Það var einn karlmaður, sem var farþegi frammi í bifreiðinni með ákærðu. Vitnið kvaðst hafa fylgst með bifreiðinni, þar til hún hvarf sjónum þess norður Skarðshlíð, og það var ákærða sem ók bifreiðinni frá Vega- nesti. Ákærða kom fyrir sakadóm Reykjavíkur vegna þessa máls föstudaginn 7. desember 1984, og var henni þá birt ákæran. Ákærða viðurkenndi þá að hafa ekið bifreiðinni A-9206 undir áhrifum áfengis, eins og í ákæru greinir. Hún kvaðst ekki óska eftir að halda uppi vörnum í málinu og sagði ákæruna rétta. Með niðurstöðu alkóhólákvörðunar og þessari játningu ákærðu, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, þykir sannað, að ákærða hafi gerst sek um háttsemi þá, sem henni er gefin að sök í ákæru, og þykir háttsemi hennar þar réttilega heimfærð til refsilákvæða. III. Ákærða er sakhæf, fædd 2. mars 1957 í Reykjavík og hefur samkvæmt sakavottorði sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1979 25/10 í Vestm. eyjum. Sátt, 5.000 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfl. 1980 14/7 í Reykjavík. Sátt, 50.000 kr. sekt fyrir brot á 257. gr. hgl. 1981 2/2 á Akureyri. Sátt, 1.800 kr. sekt fyrir brot á 2., sbr. 5. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Svipt ökuleyfi í 12 mán. frá 2/2 ?81. 1981 20/8 í Reykjavík. Dómur: 2 mán. fangelsi, skb. 2 ár, f. brot g. 248. gr.hgl. 1984 18/6 í Reykjavík. Dómur: 2 mán. fangelsi, skb. 2 ár, f. brot g. 1. mgr. 155. gr. hgl. 1984 29/11 á Akureyri. Dómur: 15.000 kr. sekt f. brot g. 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. umfl. Svipt ökuleyfi ævilangt frá 5.2. 1985. 992 Með ofangreindri háttsemi hefur ákærða unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. umferðarlaga. Dómssáttin frá 2. febrúar 1981 hefur ítrekunarverkan á brot það, sem hér er fjallað um, sbr. og 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Dómarnir frá 18. júní og 29. nóvember 1984 gengu, eftir að ákærða framdi brot það, er hún er nú sakfelld fyrir. Verður refsing ákærðu ákveðin með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga hegningarauki, sem þykir hæfilega ákveðinn 10.000 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald í 10 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms. Þá ber, svo sem krafist er, að svipta ákærðu ökuleyfi með vísan til 81. gr. umferðarlaga. Þar sem hér er um ítrekað brot að ræða, verður ákærða svipt ökuleyfi ævilangt frá 5. febrúar 1985, en þá tók ökuleyfissviptingin, sem henni var dæmd með dómnum frá 29. nóvember 1984, gildi. Loks ber með vísan til 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála að dæma ákærðu til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærða, Gunnhildur Gunnarsdóttir, greiði 10.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 10 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærða er svipt ökuleyfi ævilangt frá $. febrúar 1984 að telja. Ákærða greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 30. september 1985. Nr. 91/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Karli Eron Sigurðssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Líkamsárás. Skaðabótakröfu vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. 993 Máli þessu var áfrýjað 28. maí 1984 að ósk ákærða, en einnig af hálfu ákæruvalds refsingu til þyngingar. Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 30. júlí 1985. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta sakar- matið og færslu brotsins til 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar þykir ákvæði 3. mgr. 218. gr. a sömu laga, sbr. 12. gr. laga nr. 20/1981, ekki eiga við um háttsemi ákærða. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin 30 daga varðhald, en fresta þykir mega fullnustu hennar, og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og frávísun skaðabóta- kröfu skulu óröskuð. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og laun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 10.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Karl Eron Sigurðsson, sæti varðhaldi 30 daga, en fullnustu refsingar skal frestað og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og frávísun skaða- bótakröfu skulu óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 30. apríl 1984. Ár 1984, mánudaginn 30. apríl, er í sakadómi Reykjavíkur, sem háður er í Borgartúni 7 af Jóni Á. Ólafssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í máli nr. 217/1984: Ákæruvaldið gegn Karli Eron Sigurðssyni, sem tekið var til dóms 6. s.m. 63 994 Málið var höfðað með ákæru, dagsettri 25. febrúar f.á., „á hendur Karli Eron Sigurðssyni, stýrimanni, Fljótaseli 13, Reykjavík, fæddum 3. desember 1940 í Reykjavík, fyrir líkamsárás, með því að hafa, laugardags- kvöldið 21. nóvember 1981, þá er ákærði var staddur í íbúð systur sinnar í ÍR. húsinu við Túngötu í Reykjavík þangað sem Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi eiginkona ákærða, kom, ráðist þar á Guðrúnu og hrakið hana út úr húsinu með hrindingum og harðræðum og ekki látið af athöfnum sínum fyrr en Guðrún lá á jörðinni fyrir utan húsið. Við læknisskoðun kom í ljós, að Guðrún hafði hlotið við þessar aðfarir ákærða marbletti og eymsli víða um líkamann auk þess sem röntgenmynd af vinstri olnboga sýndi brot á höfði geislabeins og smá misgengi í liðfletinum. Framanlýst háttsemi ákærða telst aðallega varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1981, en til vara við 1. mgr. 217. gr. og 219. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Rangt er í ákæru að atvikið, sem ákært er út af, hafi átt sér stað í íbúð systur ákærða. Það gerðist í íbúð systur kæranda. Af hálfu verjanda ákærða er þess krafist, að „ákærði verði sýknaður af öllum kröfum í ákæru og bótakröfu vísað frá.““ Þá gerði verjandi „kröfu til málsvarnarlauna úr ríkissjóði““, en yrði „um sakfellingu að ræða, gerði hann ekki kröfu til málsvarnarlauna úr hendi ákærða.“ Í skýrslu Helga Skúlasonar lögreglumanns segir, að kl. 19:58 laugardag- inn 21. nóvember 1981 hafi verið beðið um lögregluaðstoð að ÍR húsinu við Túngötu. Þar við húsið hittu lögreglumennirnir Guðrúnu Sigurðar- dóttur, Leifsgötu 16, og „virtist hún undir áhrifum áfengis.“ Guðrún sagði son sinn, Sigurð H. Eronsson, f. 07.12.63, vera inni í húsinu hjá föður sínum, ákærða, en hún kvaðst vilja fá hann, „þar sem hann ætti að vera í hennar umsjá þessa helgi.““ Lögreglumennirnir knúðu dyra á húsinu og höfðu tal af systur Guðrúnar, sem þarna býr. „Hún sagði Sigurð vera í góðu yfirlæti með föður sínum, þar sem hann teldi Guðrúnu ekki færa um að annast hann í því ástandi, sem hún væri.“ Lögreglumennirnir tjáðu Guðrúnu, að þeir mundu ekki aðhafast frekar í málinu. 26. nóvember 1981 snéri Guðrún Sigurðardóttir, fædd 01.10.41, sér til rannsóknarlögreglu ríkisins og kærði ákærða fyrir líkamsárás framan- greindan dag. Kærandi skýrði svo frá, að hún hefði komið til systur sinnar á leigubifreið um kl. 20:00. Erindið var að sækja Sigurð. Sigurður hefði 12. júní s.á. slasast mikið í umferðarslysi í Vestmannaeyjum og því verið í endurhæfingu á Borgarspítalanum, Grensásdeild, en verið í helgarleyfi. Systir kæranda hefði fyrr um daginn komið heim til kæranda og sótt pilt- inn, svo hann gæti heimsótt son hennar. Er kærandi kom í íbúðina, spurði 995 Sigurður, hvort hún væri komin til að sækja sig. Játaði kærandi því. Faðir piltsins, ákærði, sem einnig var þarna staddur, sagði að kærandi hreyfði ekki piltinn, þar sem hún væri „„dauðadrukkin““ og hefði verið að skemmta sér í Glæsibæ kvöldið áður. Kærandi sagði þetta ósatt, hún hefði ekki farið í Glæsibæ lengi. Þá kvaðst ákærði hafa séð hana fara inn í veitingahúsið Óðal fyrr þennan sama dag. Kærandi kvaðst hafa farið þangað með dóttur þeirra. Þá réðst ákærði á kæranda, skellti á hana hurð, svo hún hefur „sennilega vankast við það, því ég man næst eftir mér liggjandi fyrir utan húsið.““ Þá stóð systir kæranda og Leifur Vilhjálmsson, eiginmaður hennar, yfir kæranda, en fyrir aftan þau stóð Karl Eron og „öskraði á mig, þú sleppur vel núna helvítið þitt.““ Kona, sem var með kæranda í leigubifreið- inni, hjálpaði kæranda á fætur og leiddi út í bílinn. Stuttu seinna kom lögreglan á vettvang. Kærandi skýrði henni frá málavöxtum og fór síðan heim að ráði lögreglunnar. Er heim kom, lagðist kærandi fyrir, „þar sem ég var bara lömuð eftir þetta.“ Kærandi kenndi strax til í vinstri handlegg og fékk hún einnig skurð á vinstri fót. Kærandi var síðan mikið marin og blá víðsvegar um líkamann og fann til mikils sársauka í handleggnum. Daginn áður en kærandi snéri sér til. rannsóknarlögreglunnar, fór hún á Borgarspítalann, þar sem hún taldi, að hún kynni að vera tognuð í hand- leggnum. Við skoðun kom í ljós, að kærandi var handleggsbrotin. Einnig kom fram önnur skemmd upp við olnboga. Þá skemmd taldi kærandi, að rekja mætti til þess, að ákærði henti henni á hurðarhún í aprílmánuði s.á. Í dóminum hefur kærandi skýrt svo frá, að það hafi dregist hjá sér í nokkra daga að fara til læknis, þar sem hún hafi í fyrstu ekki gert sér grein fyrir, hve mikið hún var meidd, og því væri ekki til að dreifa, að hún hefði meiðst eftir að hún kom í ÍR húsið 21. nóvember 1981 og þar til hún leitaði læknis. Á þessu tímabili var kærandi ekki undir áfengis- áhrifum. Kærandi sagði, að á umræddum tíma hefði sonur hennar og ákærða verið til meðferðar á Grensásdeild Borgarspítalans vegna meiðsla, en hann hefði verið í helgarleyfi heima hjá sér auk þess sem hann hefði ætlað að hitta frænda sinn frá Vestmannaeyjum, son Ingibjargar, systur kæranda. Kærandi hefði ekki neytt áfengis umræddan dag, því hefði ekki verið um áfengisáhrif hjá sér að ræða. Vitnið hefði verið grátandi, er lögreglumenn- irnir komu, og kunni það að hafa verið ástæðan til þess, að þeim virtist hún undir áfengisáhrifum. Kærandi bar, að íbúð systur sinnar væru tvö herbergi og eldhús. Fyrst væri komið í eldhúsið frá forstofu. Kærandi hefði staðið í dyragættinni að innra herberginu og boðið gott kvöld. Þá sagði sonur kæranda: „Ertu komin að sækja mig?““ Kærandi játaði því. Ákærði, sem hafði setið á sófa fyrir innan piltinn, stóð þá upp og sagði: „Hann kemur ekkert með. þér, 996 þú varst í Glæsibæ í gær og ert enn dauðadrukkin.““ Kærandi kvaðst hvorki hafa verið í Glæsibæ né vera drukkin og sagði honum að láta sig í friði og hugsa bara um sína konu. Ekki hafði kærandi ráðrúm til að segja meira, því ákærði skellti á hana hurðinni. Kærandi taldi, að höfuðið hefði verið á milli stafs og hurðar. Ekki gat kærandi lýst því, hvernig ákærði færði hana í gegnum fremra herbergið, eldhúsið, forstofuna og út fyrir, en at- gangurinn hefði verið slíkur, að prjónavél, sem var í fremra herberginu, féll í gólfið. Kærandi bar, að ákærði hefði ekki slegið sig. Kærandi vildi ekki kannast við að hafa sagt við ákærða, áður en hann réðst á hana: „„Haltu kjafti og haltu þér hjá frillu þinni.““ Einnig mótmælti hún því, að sonur hennar hefði verið skilinn eftir í umsjá annarra kvöldið og nóttina fyrir líkamsárásina. Kærandi kvaðst ekki hafa minnst á það við lögreglumennina á vettvangi, að hún væri meidd, enda hefðu þeir einkum rætt við húsráðendur. Kærandi starfaði við fisksölu á þessum tíma og fékk ekki laun, á meðan hún var í gipsi Í rúman mánuð. Henni voru greiddir sjúkradagpeningar. Skorað var á vitnið að leggja fram vottorð um launamissi og afrit af skatt- skýrslu, sem sýndi tekjur umrætt ár. Kærandi taldi, að Elísabet Ásdís, sem kom með henni í leigubifreiðinni, hefði verið undir áfengisáhrifum, en mjög litlum. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins viðurkenndi ákærði strax, að hann hefði lagt hendur á kæranda, er hún kom að sækja son þeirra í ÍR húsið. Aðdragandinn hefði verið sá, að ákærða var kunnugt, að Sigurður Hreinn var í leyfi frá Grensásdeildinni og dvaldi hjá móður sinni. Um kl. 14:00 umræddan dag sá ákærði, er hann var staddur í bifreið sinni í Pósthússtræti, að kærandi kom út úr veitingahúsinu Óðali „með ein- hverju fólki.““ Þar eð ákærði óttaðist, að Sigurður Hreinn yrði fyrir ónæði, ef kærandi færi með fólkið heim, snéri hann sér til Ingibjargar, systur kæranda, og ók henni að Leifsgötu 16. Um kvöldmatarleytið kom ákærði heim til Ingibjargar. Hún sagði, að Sigurður Hreinn hefði verið einn heima ásamt „einhverri konu.“ Hafði konan á orði, að hún hefði komið um há- degið, en áður hefði „einhver strákur““ gætt hans, en kærandi hefði verið að heiman frá því kvöldið áður. Síðan segir í skýrslu ákærða: „„Ég dvaldi þarna hjá Ingibjörgu og talaði við Sigurð Hrein og ætlaði síðan að aka honum á Grensásdeildina en þangað átti hann að vera kominn fyrir kl. 19:30. Hann átti reyndar ekki að koma fyrr en á mánudag en þegar ég var búinn að keyra Ingibjörgu að Leilsgötu þá fór ég og talaði við hjúkr- unarkonu á Grensásdeild og skýrði fyrir henni málið og sagði hún að drengurinn mætti koma fyrir þennan tiltekna tíma. Það var svo á meðan ég beið þarna hjá Ingibjörgu að Guðrún kom þangað. Ég sat þá inni í stofu ásamt fólkinu. Guðrún byrjaði þá á því 997 að segja við Sigurð Hrein að hún væri komin til þess að sækja hann. Ég svaraði henni þá og sagði að Sigurður Hreinn færi ekki með henni í því ástandi, sem þá var, en hún var áberandi ölvuð. Guðrún byrjaði þá að vera með svívirðingar og reiddist ég þá mjög og stóð á fætur og tók í hana og setti hana út fyrir útidyrnar. Guðrún streittist á móti og þegar ég var búinn að koma henni út fyrir dyrnar og var að loka þeim þá tók hún í hurðina og ætlaði aftur inn. Ég hélt þá í dyrnar og endaði það með því að Guðrún datt í kjallaratröppurnar. Eftir það þá kom sambýlismaður Ingibjargar, Leifur, og fór ég með honum inn aftur. Ég tók ekki harkalega á Guðrúnu og hafði það allan tímann hugfast að fara þannig með hana að hún meiddist ekki. Á leiðinni út þá rakst hún utan í eitthvað að ég held prjónavél, en ég lagði ekki hendur öðru vísi á hana en að taka í fötin á henni og ýta henni út fyrir dyrnar. Skömmu eftir þetta þá kom lögreglan og talaði hún við mig. Ég sagði henni hvað gerst hefði og aðhafðist lögreglan ekkert frekar í því nema hún sagði að ef Guðrún væri með frekara ónæði þá ætti að hringja aftur til lögreglunnar. É Eftir þetta fór Guðrún og kona sem með henni kom. Ég ók síðan Sigurði Hreini í Grensásdeild Borgarspítalans þar sem hann varð eftir.““ Ákærði kvaðst draga í efa, að kærandi hefði hlotið þau meiðsli, eftir þessi átök, sem hún hefur greint frá. Ákærði kvaðst hafa talað við dóttur þeirra daginn eftir og rætt málið við hana. Ekki nefndi hún þá, að móðir sín hefði hlotið nein meiðsli af þessu. Í dóminum kvaðst ákærði vísa til skýrslu sinnar hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, hann kvaðst mótmæla að hafa beitt kæranda öðru harðræði en nauðsynlegt var til að færa konuna út úr íbúðinni. Ákærði mótmælti að hafa skellt hurð á konuna, að hafa slegið hana, að hafa sparkað í hana eða að hafa hrint henni fyrir utan íbúðina. Ákærði hefði dregið konuna á eftir sér uppistandandi með því að halda aftan í hálsmálið á fötum hennar. Ákærði kvaðst ekki geta gert sér fulla grein fyrir, hvort kærandi rakst í prjónavélina eða hann sjálfur, þar sem atburðarásin hefði verið svo hröð. Ákærði kvaðst ekki bera ábyrgð á þeim meiðslum Guðrúnar, sem honum væru eignuð í ákæru. Ástæðan fyrir missættinu hafi verið orðbragð kæranda, sem hann hefði verið uppnæmari fyrir en ella, þar sem þungt hefði hvílt á sér, að sonur þeirra Sigurður hafi verið skilinn eftir hjá vanda- lausum frá föstudagskvöldi og Guðrún, „hefði verið úti á lífinu og ölvuð að mati ákærða.““ Vitnið Ingibjörg Sigurðardóttir, húsvörður ÍR húsinu við Túngötu, fædd 13. júní 1939, Efri-Þverá í Húnavatnssýslu, hefur borið, að hún hafi sam- kvæmt ósk ákærða sótt Sigurð Hrein að Leifsgötu 16. Þá var kona hjá honum að gæta hans. Ákærði kom heim til vitnisins skömmu eftir kvöld- 998 matarleytið og ætlaði að aka Sigurði Hreini á Grensásdeildina, eins og vitnið hafði beðið hann um. Ákærði settist í sófa hjá piltinum. Er þau voru að ræða saman, kom kærandi og með henni kona, Elísabet, sem var talsvert ölvuð. Vitnið gat ekki séð, að kærandi væri ölvuð, en gat þó ekki fullyrt um það atriði. Guðrún kvaðst vera komin til að sækja Sigurð Hrein og fara með hann heim. Ákærði sagði þá, að pilturinn færi ekki með henni. Kærandi sagði þá ákærða „að halda kjafti og þegja eða eitthvað þess háttar.“ Ákærði stökk þá skyndilega á fætur og réðst á Guðrúnu, þar sem hún stóð í dyrunum. Guðrún hrökklaðist fram í fremra herbergið og féll þar í sófa. Þetta gerðist svo snöggt, að þegar „við““ stóðum upp, þá var ákærði að fara með Guðrúnu út og „sáum við bara í fæturna á Guðrúnu.““ Þegar fram var komið, sá vitnið, að prjónavél hafði fallið á gólfið í fremra herberginu. Ekki tókst að stöðva átökin, fyrr en ákærði var kominn með Guðrúnu út í kjallaratröppur. Leifur eiginmaður vitnisins, náði í ákærða í kjallaradyrunum, en þá lá Guðrún í tröppunum. Eftir þetta fóru hjónin með ákærða inn í íbúðina og bað vitnið Guðrúnu að fara. Fór hún með leigubifreiðinni ásamt samferðakonu sinni. Ökumaður leigubifreiðarinnar hafði séð átökin í kjallaradyrunum og kallaði til lögreglumenn. Þeir töluðu við hjónin og fóru síðan. Í dóminum skýrði vitnið Ingibjörg svo frá, að ákærði hefði verið rólegur, áður en Guðrún kom. Þau fóru strax að rífast, Guðrún var orðljót, en fá orð fóru á milli þeirra. Ákærði rauk upp úr sófa, sem hann sat í and- spænis vitninu, og að dyragættinni, sem Guðrún stóð í. Hélt vitnið fyrst, að ákærði ætlaði út. Hvarf hann og kærandi vitninu sjónum, og gat vitnið ekki sagt um, hvort ákærði lagði hendur á Guðrúnu í dyragættinni. Næst heyrði vitnið, að eitthvað datt í fremra herberginu. Reyndist það vera prjónavélin. Þá spratt vitnið upp. Er það kom í fremra herbergið, sá það, að ákærði var að draga Guðrúnu út um eldhúsdyrnar og fram í forstofu. Þar hurfu þau vitninu aftur sjónum. Er vitnið kom fram, sá það Guðrúnu liggja á steyptum palli fyrir neðan kjallaratröppurnar. Eiginmaður vitnisins var á undan, og kippti hann ákærða inn fyrir. Vitnið reisti systur sína upp af pallinum og bað hana að hraða sér á brott til að forðast frekari vand- ræði. Guðrún virtist vera hrædd eða rugluð. Því fóru lítil orðaskipti á milli þeirra, þannig að Guðrún minntist ekki á meiðsli við vitnið. Guðrún hringdi í vitnið síðar, næsta dag, að vitnið hélt, og hafði orð á, að hún væri hand- leggsbrotin. Vitnið hafði næstu daga oft samband við Guðrúnu og hefði hún borið sig illa. Fram kom hjá vitninu Ingibjörgu, að örstutt væri frá eldhúsdyrum að útidyrum íbúðar hennar. Fyrir utan væri svokallaður niðurgangur með 4-5 steyptum tröppum og steyptum palli fyrir neðan, um | fermetra að stærð. Vitnið sagði, að Elísabet, samferðakona kæranda hefði verið „dauða- 999 drukkin“, en vitnið sá ekki áfengisáhrif á Guðrúnu, en grunaði, að hún hefði verið búin að smakka áfengi. Vitnið Leifur Vilhjálmsson nemi, til heimilis í ÍR húsinu við Túngötu 29, fæddur 25.08.46 í Reykjavík, skýrði við yfirheyrslu hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins á svipaðan hátt frá aðdraganda atburðarins, sem ákært er út af, og eiginkona hans, vitnið Ingibjörg. Ákærði hefði komið til hjónanna og látið í ljósi áhyggjur af syni sínum, Sigurði Hreini, sem var í helgarleyfi, því hann taldi, að kærandi væri ölvuð. Því varð úr, að Ingibjörg sótti Sigurð Hrein heim til Guðrúnar, aðallega vegna óskar ákærða, en einnig vegna þess að sonur Ingibjargar var staddur hjá þeim hjónum og hann langaði að hitta Sigurð Hrein. Vitnið sagði, að ákærði hefði komið á ný um kvöldmatarleytið. Settist hann inn í stofu hjá syni sínum, sem hann ætlaði með á Grensásdeildina. Nokkru síðar kom Guðrún ásamt áberandi ölvaðri konu. Vitnið sá ekki, að Guðrún væri ölvuð. Hún vildi fá piltinn með sér, en ákærði sagði hana vera ölvaða og pilturinn færi því ekki með henni. Guðrún sagði honum „að halda kjafti“, því hún væri ódrukkin, og spurði hann að því, hvort hann ætlaði að vera með Sigurð Hrein hjá þessari frillu sinni, en þá mun hún hafa átt við sambýliskonu Karls Erons. Ákærði stökk þá skyndilega á kæranda, þar sem hún stóð í stofudyrunum, og hrinti henni fram úr stofunni. Þegar vitnið kom fram, var ákærði að „draga“ hana í gegnum eldhúsið, og kom hann henni út úr húsinu. Þegar vitnið „náði í hann““, var ákærði í kjallaradyrunum. Vitnið bað hann að koma inn, sem hann gerði. Guðrún lá þá í kjallaratröppunum, og minnti vitnið, að Karl Eron hefði verið með löppina ofan á henni, en vitnið sá ekki hvar. Stuttu síðar birtist lögreglan, og skýrði vitnið málið fyrir henni. Síðan fór lögreglan og Guðrún og loks ákærði með son sinn á Grensásdeild- ina. Í dóminum gat vitnið Leifur ekki fullyrt, hvort Guðrún eða Elísabet hafi verið undir áfengisáhrifum, það hefði þó fremur verið Elísabet. Vitnið bar, að ýmis ágreiningur hefði verið á milli kæranda og ákærða frá því í fortíð- inni. Þá hefði ákærði verið leiður á þessum tíma, þar sem hann taldi, að Guðrún væri á „fylleríi“ og vanrækti drenginn, sem var mikið veikur á þessum tíma og þurfti mikla umönnun. Ákærði var rólegur hjá þeim hjón- um, er hann hafði orð á þessu. Er Guðrún kom, fór allt strax á „„suðu- punkt““, er hún vildi fá drenginn með sér, en ákærði ekki, þar sem hann taldi hana vera drukkna. Guðrún sagði honum þá að „halda kjafti““ og sagði, að hann færi ekkert með honum til þessarar „„mellu““ eða „„hóru““. Frekari orðaskipti áttu sér ekki stað. Ákærði stóð upp, tók einhvers staðar aftan í hana og dró hana út. Vitnið kvaðst hafa misst sjónar á þeim í fyrstu, vegna þess hvar hann sat í stofunni. Vitnið hljóp til og náði þeim við úti- dyrnar, sem eru rétt við eldhúsdyrnar. Vitnið minnti, að Guðrún hefði þá 1000 legið í kjallaratröppunum og ákærði væri með fótinn ofan á henni. Vitnið sá ákærða hvorki sparka í eða slá Guðrúnu. Hins vegar sá vitnið, að prjónavél, sem var á borði í fremra herberginu, hafði fallið í gólfið. Ákærði hefði verið mjög æstur, en þó komið inn með góðu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða skella hurð á kæranda og gat ekki borið um, hvort hún hefði rekist utan í dyrastafinn, er ákærði fór með hana fram, en er vitnið kom auga á þau, voru þau að hverfa úr eldhúsinu, og dró ákærði Guðrúnu liggjandi á bakinu með taki á kraga hennar, út. Vitnið minntist þess ekki, að Guðrún hefði á vettvangi kvartað undan meiðslum. Er vitnið frétti af henni næst, var hún með höndina í fatla og hafði verið á Borgarspítalanum. Vitnið sagði, að Guðrún væri óreglusöm. Lögreglumennirnir, sem komu á vettvang, sögðu, að ekki þýddi að tala við Guðrúnu, þar sem hún væri „rugluð manneskja““. Vitnið Elísabet Ásdís Ásgeirsdóttir starfsstúlka, til heimilis að Írabakka 14, fædd 14.05.47 í Búðardal, hefur gefið skýrslu um málavexti bæði hjá rannsóknarlögreglunni og í dóminum. Hún skýrði rannsóknarlögreglu ríkis- ins svo frá: „Laugardaginn 21. nóvember 1981 eftir hádegi, þá var ég stödd í veit- ingahúsinu Óðali við Austurvöll. Þar hitti ég Guðrúnu Sigurðardóttur og tókum við tal saman. Við fórum síðan heim til mín þar sem við drukkum kaffi og töluðum saman. Þegar líða tók á daginn fórum við heim til Guðrúnar þar sem við dvöldum nokkra stund og sagðist hún þá þurfa að fara vestur í ÍR húsið við Túngötu til þess að sækja þangað lamaðan son sinn. Við fórum í leigubifreið vestur að ÍR húsinu um kvöldmatarleytið og „báðum við bifreiðarstjórann að bíða eftir okkur. Fórum við síðan inn í íbúð í kjallaranum þar sem systir Guðrúnar býr. Þegar við komum þar inn þá gekk Guðrún á undan mér og fór að tala við son sinn. Ég heyrði að hann sagðist vera tilbúinn en þá sagði einhver maður þarna inni, að hann færi ekkert með henni þar sem hún væri ölvuð. Einhverjar orðahnipp- ingar urðu þarna milli mannsins og Guðrúnar en síðan vissi ég ekki fyrr til en maðurinn réðst á Guðrúnu og hrinti henni aftur á bak. Ég átti fótum mínum fjör að launa því maðurinn henti Guðrúnu á undan sér og heyrði ég talsverðan hávaða. Ég sá síðan manninn opna útihurðina og henda Guðrúnu út í kjallaratröppurnar þar sem hann beygði sig yfir hana og hót- aði að stíga ofan á höfuð hennar. Karlmaður kom þarna fram og tók árásarmanninn og fór með inn í húsið aftur. Guðrún lá þarna í tröppunum smástund en síðan töluðum við við hana og reistum hana á fætur. Við fórum síðan út í leigubílinn og báðum bíl- stjórann að kalla eftir lögreglu. Eftir atburðinn þá komst ég að því að árásarmaðurinn var fyrrverandi 1001 eiginmaður Guðrúnar, Karl Eron. Í látunum þegar hann var að henda henni út úr íbúðinni þá fór prjónavél af borði niður á gólf. Þegar Guðrún var komin út í leigubilinn þá kvartaði hún um verk í öðrum handleggnum og að mig minnir einnig í fæti. Við létum leigubílinn aka aftur heim til Guðrúnar þar sem ég fyldi henni inn en síðan fór ég heim til mín. Aðspurð þá var Guðrún ekki undir áhrifum áfengis, þegar þetta gerðist en ég var hins vegar undir áhrifum áfengis. Þegar ég hitti Guðrúnu í Óðali fyrr um daginn þá var hún með eitt glas en ég veit ekki hvort áfengisblanda var Í því.““ Í dóminum skýrði vitnið Elísabet svo frá, að hún hefði aðeins farið inn í fremra herbergið í íbúðinni, en ekki í herbergið, sem húsráðendur voru í og gestir þeirra. Heyrði vitnið því aðeins fyrstu samskipti ákærða og kæranda. Vitnið sagði, að þau hefðu rifist, en mundi ekki orðaskipti. Síðan heyrði vitnið skarkala. Þau komu fram, og kvaðst vitnið hafa „hrökklast“ á undan þeim fram í forstofuna. Ekki treysti vitnið sér til að lýsa því á þingdegi, með hvaða hætti ákærði dró kæranda eða ýtti á undan sér. Vitnið hefði orðið fyrir áfalli síðar og hefði því slæmt minni. Vitnið mundi þó, er það stóð í forstofunni, að ákærði „dröslaði“ kæranda út. Hún féll við, og hótaði ákærði að stíga ofan á hana. Gerði hann sig líklegan til. þess, en vitnið gat ekki fullyrt, hvort af því varð. Ekki gat vitnið lýst því, hvernig ákærði setti kæranda út. Vitnið taldi, að kærandi hefði stimpast á móti ákærða, en það hrökklaðist á undan þeim. Vitnið kvaðst hafa heyrt prjóna- vélina detta, en sá það ekki. Vitnið hafði komið þarna áður og vissi um hana. Vitnið bar, að Guðrún hefði fljótlega kvartað undan meiðslum, en vitnið mundi ekki hvar. Vitnið hitti Guðrúnu ekki eða sá næstu daga eftir atburðinn. Vitnið fann til áfengisáhrifa, þar sem það hafði drukkið áfengi fyrr um daginn. Vitnið Freyr Guðlaugsson, fyrrum leigubifreiðarstjóri, til heimilis að Hólabergi 26, fæddur 08.08.50 í Reykjavík, skýrði svo frá við rannsókn málsins, að tvær konur hefðu komið í bifreið sína um kl. 19:00 við Leifs- götu 16. Vitnið ók þeim að íþróttahúsinu og lagði bifreiðinni norðan við Túngötu. Báðar konurnar fóru úr bifreiðinni og báðu vitnið að doka við, á meðan þær sæktu bæklaðan dreng. Vitnið horfði á eftir konunum inn í húsið, en eftir „„mjög skamma stund““ sá vitnið, að önnur konan kom „fljúgandi út“ um kjallardyrnar og lenti „,flöt“. Á hæla konunnar kom maður, sem gerði sig líklegan til þess að ráðast á konuna, en virtist hætta við, a.m.k. sá vitnið hann ekki aðhafast neitt. Maðurinn fór aftur inn í húsið. Síðan kom fleira fólk út og ræddi eitthvað við konuna. Konurnar tvær komu í bifreiðina til vitnisins og báðu það að kalla eftir lögreglu, 1002 sem vitnið gerði. Stuttu seinna komu lögreglumenn. Eftir það ók vitnið konunum aftur að Leifsgötu 16. Ekki gat vitnið merkt áfengisáhrif á konunum. Í dóminum kvaðst vitnið lítið hafa séð, þar sem það sat undir stýri bifreiðar sinnar, þar sem hún stóð við norðanverða götuna. Vitnið kvaðst hafa séð stúlkuna koma út nánast í láréttri stellingu og mann á eftir. Stúlkan féll á pall fyrir framan útidyrnar og hvarf vitninu sjónum. Vitnið sá manninn ekki gera stúlkunni neitt með höndunum, en sá ekki fætur hans. Stúlkan sagði vitninu á eftir, að maðurinn hefði sparkað í sig. Maðurinn stóð aðeins augnablik yfir stúlkunni, því fólk kom út úr húsinu, og fór maðurinn inn í húsið með því. Ekki mundi vitnið, hvort stúlkan kvartaði beint undan meiðslum, en mundi, að hún hafði orð á því að fara á Borgarspítalann. Ekki þorði vitnið að fullyrða, hvort stúlkurnar, önnur eða báðar hefðu verið undir áfengisáhrifum, en taldi, að svo hefði verið, þó ekki áberandi. Fram hefur verið lagt í málinu vottorð frá Borgarspítalanum, slysadeild, dagsett 04.02.82, undirritað af Magnúsi Páli Albertssyni lækni. Er það svo- hljóðandi: „Þann 25/11 1981, kl. 19:25 leitar ofannefnd Guðrún Sigurðardóttir hingað á Slysadeild Borgarspítalans til mats á áverkum. Sjúklingur sem er fráskilin mun hafa orðið fyrir árás fyrrverandi eiginmanns, þess er ekki getið hvenær það átti sér stað nákvæmlega en það er a.m.k. sólarhring fyrir komu. Munu þá bæði hafa verið stödd í húsi systur sjúklings þegar fyrrverandi eiginmaður skellti hurð á hana og fékk hún höfuðhögg og telur sig hafa rotast. Hún vissi næst af sér þar sem hún lá utan við húsið og telur að eiginmaðurinn fyrrverandi hafi dregið sig þangað út. Leigubílstjóri nokkur mun hafa beðið utan við húsið og segist hafa séð árásaraðila sparka í konuna þar fyrir utan og kallaði hann þá á lögreglu. Við þetta missti sjúklingur þvag og telur hún að það sé vegna höggs frá eiginmanninum í kviðinn. Sjúklingur stendur þó upp og gekk sjálf. Hún hefur ekki kviðverki við komu, engan höfuðverk þá en hefur síðan haft af og til höfuðverk, fengið köst nokkrum sinnum á dag en þeir hafa látið undan Magnýl. Var með svima umrætt kvöld en hefur ekki haft svima síðan, og enga ógleði og ekki uppköst. Hún var hölt fyrst á eftir vegna sárs yfir V. ristarlegg þar sem hún fékk skurð, er hún þar aum núna. Hún hefur ekki verki annars staðar. Hún segir að eftir árás sama aðila í apríl '81 sé hún með óþægindi í vi. handlegg. Það mun vera skýrsla um það hjá heimilislækni hennar, Björgvin Finnsen. Hún hafði þá fengið einhvern áverka á olnbogann, telur sig ekki hafa 1003 fullan mátt eftir þetta og hefur haft verki innanvert í upphandlegg er hún lyftir upp þungu, en engan.dofa nú. Henni finnst einnig vera mótstaða gegn fullri réttingu um olnbogann. Við skoðun hefur hún marbletti undir hæ. holhönd og efst. á hæ. upp- handlegg, þeir eru litlir og aumir við þreifingu. Það er marblettur framan- vert á hæ. fótlegg. Það er hrúður, aumt viðkomu yfir V. ristarlegg. Mar- blettur utanvert á hæ. læri. Það eru þreifieymsli um vi. læri en ekki mar. Það skortir á fulla réttingu í vi. olnboga og hún hefur eymsli þar yfir sér- staklega yfir innanverðum olnboganum. Verki leiðir bæði upp og niður og hún er aðeins kraftminni við grip með vi. hönd. Beygja í olnboganum er eðlileg. Snúningshreyfingar á hendi eru sársaukafullar um olnbogann. Röntgenrannsókn af vi. olnboga sýnir brot í höfði geislabeins og er smá misgengi í liðfletinum þar. Það er einnig væg þykknun í beininu innanvert á neðanverðum upphandlegg og gæti það verið, að mati rtg. lækna, eftir eldri áverka. Rtg. mynd af vi. rist er eðlileg. Vegna brotsins fær hún gipsspelku um handlegginn og kemur í endurmat 10/12'81. Hún er þá örlítið aum og vantar 25 upp á fulla réttingu og örfáar gráður upp á fulla beygingu í olnboganum. Þá er sleppt gipsspelkunni og henni eru ráðlagðar æfingar. 18/12781 kemur hún enn á ný í endurmat og hefur þá réttiskerðingu upp á 109 en beygir án takmarkana í olnboganum. Það er örlítil skerðing á snúning um ca. 5*. Hún hefur óljós óþægindi við allar þessar hreyfingar. 26/1'82 kemur hún í lokamat og líður þá orðið þokkalega. Hún er nú eymslalaus í olnboganum og hefur góðar hreyfingar nema það vantar ör- fáar gráður upp á fulla réttingu. Hún er útskrifuð frá slysadeild og hefur ekki haft samband aftur vegna þessa. Það er beðið um álit á því hve gömul meiðslin kunni að vera og hvernig þau hugsanlega gætu hafa orsakast. Hérna er aðallega um að ræða eymslin í olnboganum og áverkarnir þar og er mitt álit það að brotið í höfði geisla- beins sé tiltölulega nýtt. Hún kemur hingað í nóvember, þá ekki nema í mesta lagi nokkurra daga gamalt. Það hefur líklega orðið til við högg á útréttan handlegg og mun stefna höggsins þá hafa verið eftir lengdarás bein- anna. Það gæti til að mynda komið við fall á útrétta hönd. Líklegt er hins vegar að hún hafi verið með eldri áverka á olnboganum enda minnist ég þess að hún segir þá hreyfiskerðingu sem nú er til staðar hafa verið til staðar allt frá apríl *81 eftir fyrri árásina sem hún segir frá. Hugsanlegt er að lýst þykknun í beinhimnu, neðanvert í upphandlegg, sé eftir einhvern áverka síðan þá sem ég ekki get tekið afstöðu til hvað hefur verið eða hvað hefur valdið núna. Ég tel að brotið sé, til þess að gera, nýtt en hafi komið í olnbogalið sem var að einhverju leyti skertur fyrir vegna eldri áverka.“ 1004 Einnig liggur fyrir í málinu vottorð frá Björgvin Finnssyni lækni, dagsett í „„febrúarmánuði 1982.““ (Læknisvottorð |. til Tryggingastofnunar ríkisins, slysatryggingadeild). Í því vottorði kemur fram, að kærandi hefur meiðst 27.04.81 við það, að „„fyrrverandi sambýlismaður hrinti henni svo hún fest- ist milli hurðarhúns og dyrastafs.““ Ákærði hefur viðurkennt að hafa fært kæranda út úr íbúð systur hennar með valdi, en hann hafi ekki beitt „„öðru harðræði en nauðsynlegt var til að færa hana út úr íbúðinni.“ Ákærði neitar að bera ábyrgð á þeim meiðsl- um, sem honum eru eignuð í ákæru. Ákærða var ekki heimilt að beita kæranda neins konar valdi til að koma henni út úr íbúð, sem hann var sjálfur gestkomandi í, enda liggur ekkert fyrir um, að húsráðendur hafi viljað losna við hana. Þegar af þeirri ástæðu var valdbeiting ákærða ólögmæt. Samkvæmt framburði vitna beitti ákærði kæranda mun meira harðræði, en hann vill vera láta, og lauk afskiptum ákærða af stúlkunni ekki fyrr en hún lá fyrir hans tilverknað á þröngum steinsteyptum stigapalli fyrir neðan steyptar tröppur. Samkvæmt framburði vitnisins Freys kom stúlkan „fljúgandi út““ eða nánast í láréttri stöðu, og samkvæmt framburði vitnisins Leifs dró ákærði Guðrúnu liggjandi á eftir sér út úr íbúðinni. Þegar framburðir allir eru virtir um ofsalegt framferði ákærða gagnvart kæranda, er sannað, að ákærði hefur með ólögmætum hætti ráðist á Guðrúnu, eins og greint er í ákæru. Af hálfu ákærða er því haldið fram, að dregist hafi óeðlilega lengi hjá kæranda að leita læknis, því kunni hún að hafa meiðst síðar, en ef hún hafi meiðst við þetta tækifæri, sé um óhappatilviljun að ræða, en ekki ásetningsbrot. Vegna efasemda um, að meiðsli kæranda séu afleiðing af atlögu ákærða, sem endaði með falli Guðrúnar á pallinn, bendir dómurinn á þá skoðun læknis, að nýlega brotið hafi sennilega orðið við högg á útréttan handlegg- inn. Dómurinn telur því, að slíkt högg geti m.a. hafa orðið við fallið eða þegar kærandi hefur rekist í og því fyllilega sönnuð orsakatengsl milli árásar og meiðsla. Tvö vitni, Freyr og Elísabet, hafa borið, að kærandi hafi strax kvartað um meiðsli eða haft orð á að leita læknis, og systir hennar, að hún hafi gert það, er þær höfðu næst samband sín á milli, sennilega næsta dag, og hún hafi borið sig illa næstu daga. Í læknisvottorði segir, að brotið á höfði geislabeins sé tiltölulega nýtt. Þegar framangreint er virt telur dómurinn sannað, að meiðsli kæranda stafi af árás ákærða, enda meiðsli ekki meiri en vænta mátti af háttalagi ákærða. Árásina verður að meta ákærða til ásetnings, en afleiðingarnar til gáleysis. Brot ákærða ber því að heimfæra undir 1. mgr. 218. gr.(sic), sbr. 11. gr. laga nr. 20/ 1981, en vegna ertinga kæranda ber við refsimat að taka tillit til niðurlags 3. mgr. 218. gr. a., sbr. 12. gr. laga nr. 20/1981. 1005 Ákærði hefur sætt kærum og refsingum sem hér greinir: (Sakavottorð tilgreinir 13 refsidóma og 5 dómsáttir.) Refsing ákærða ákveðst sekt að fjárhæð 12.000 krónur til ríkissjóðs, sem greiðist innan 4 vikna, ella sæti hann varðhaldi í 15 daga. Við rannsókn málsins lagði Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður fram skaðabótakröfu f.h. Guðrúnar Sigurðardóttur. Samkvæmt kröfubréfi lögmannsins er þess krafist, að ákærði greiði Guðrúnu „bætur í einu lagi fyrir skerta vinnumöguleika og miska krónur 9.000,00.““ Hvorki er krafan sundurliðuð né fylgja henni nokkur gögn. Við meðferð málsins var skorað á kæranda að leggja fram vottorð um launamissi og skattskýrslu, sem sýndi tekjur umrætt ár. Kærandi hefur ekki lagt fram þessi skjöl. Hins vegar kemur fram í vottorði frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, að Guðrún hefur þrívegis fengið greidda sjúkradagpeninga á árinu 1981 fyrir eftirtalin tíma- bil: 1/1 - 21/3'81 kr. 6.346,00 28/5 - 6/881 — 7.440,00 5/12 - 22/1'81 — 3.185,00 Þar sem krafa Guðrúnar eru ósundurliðuð og vanreifuð að öðru leyti, verður ekki hægt að dæma um hana í málinu, og er henni því vísað frá dóminum. Í samræmi við kröfugerð skipaðs verjanda, Kristjáns Stefánssonar héraðsdómslögmanns, verða honum ekki dæmd málsvarnarlaun. Annan sakarkostnað greiði ákærði. Dómsorð: Ákærði, Karl Eron Sigurðsson, greiði sekt að fjárhæð 12.000 krónur til ríkissjóðs innan 4 vikna, ella sæti hann varðhaldi í 15 daga. Skaðabótakröfu Guðrúnar Sigurðardóttur er vísað frá dómi. Ákærði greiði sakarkostnaðinn. 1006 Þriðjudaginn 1. október 1985. Nr. 218/1983. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h/f (Hallgrímur B. Geirsson hdl.) gegn Sjómannafélaginu Jötni (Arnmundur Backman hrl.) Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og (Jón Hjaltason hrl.) Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi Dómstólar. Félagsdómur. Ómerking. Máli vísa frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skafta- son og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 2. desember 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi 11. nóvember 1983 skv. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara krefst hann sýknu af kröfum stefnda Sjó- mannafélagsins Jötuns. Í báðum tilvikum krefst áfrýjandi þess, að stefndi Sjómannafélagið Jötunn verði dæmdur til að greiða máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur stefnt Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi fyrir Hæstarétt, en hann gerir ekki kröfur á hendur þeim. Stefndi Sjómannafélagið Jötunn krefst staðfestingar hins áfrýj- aða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Vélstjórafélag Vestmannaeyja hefur látið sækja þing fyrir Hæsta- rétti, en ekki eru gerðar kröfur af hálfu félagsins. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi hefur ekki látið sækja þing fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi reisir Ómerkingar- og frávísunarkröfu sína á því, að réttarfarsnauðsyn hafi borið til þess samkvæmt 46. gr. laga nr. 85/ 1936, að öll þau stéttarfélög, sem skipverjar á v/b Álsey voru félags- bundnir í, ættu hlut að málsókn þessari svo og að skipverjum öllum væri stefnt til að þola dóm. 1007 Stefndi Sjómannafélagið Jötunn byggir málsókn sína á því, að áfrýjandi hafi í skiptum sínum við skipverja á v/b Álsey brotið ákvæði liða f og g í 26. gr. kjarasamnings Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 9. júlí 1977 að því er ætla verður. Vill stefndi með málsókninni heimta úr hendi áfrýjanda fégjald, sem hann telur vera samningsbundin viðurlög samkvæmt kjarasamningnum við samningsbroti áfrýjanda. Úrlausn málsefnis þessa ber undir Félagsdóm skv. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu ex officio frá héraðs- dómi. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda Sjómannafélagið Jötun til að greiða áfrýjanda, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h/f, 25.000,00 krónur í málskostnað samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur. Máli þessu er vísað ex officio frá hérðasdómi. Stefndi Sjómannafélagið Jötunn greiði áfrýjanda, Hrað- frystistöð Vestmannaeyja h/f, 25.000,00 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 13. apríl 1983. I Kröfur aðilja. Mál þetta, sem dómtekið var 11. þ.m. (apríl), er höfðað hér fyrir bæjar- þinginu með stefnu útgefinni 7. júní 1982, en birtri 10. júní 1982, af Elíasi Björnssyni nnr. 1927-9243, Hrauntúni 28, Vestmannaeyjum, f.h. Sjó- mannafélagsins Jötuns, nnr. 5436-2889, Vestmannaeyjum, á hendur Sigurði Einarssyni, nnr. 7849-6916, Smáragötu 4, (áður Foldahrauni 40), Vest- mannaeyjum, f.h. Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja h.f., nnr. 4295-8042, Vestmannaeyjum, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 98.689 með 4% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 01.06. 1979 til 01.09. 1979, en með 4,5%0 dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 1. júní 1980, en með 4,75% dráttarvöxtum frá þeim degi til 01.06. 1981, en með 4,5% dráttarvöxtum frá þeim degi til 01.03. 1982, en með 4% dráttarvöxtum frá 1008 þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ.. Við munnlegan málflutning lagði stefnandi fram, sem dskj. nr. 28, nýja og sundurliðaða kröfugerð, er stefnandi kvað vera dómkröfur sínar í mál- inu þannig: 1. Aðalkrafa: Að stefnda verði gert að greiða stefnanda kr. 98.689 með þeim vöxtum, sem í stefnu greinir, auk málskostnaðar að skaðlausu, þ.m.t. v/ flugfars og dagpeninga. 2. Varakrafa: Að stefnda verði gert að greiða kr. 32.896 með 22% árs- vöxtum frá 01.06. 1979 til 01.09 1979, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 01.12. 1979, með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 01.06. 1980, með 350 ársvöxtum frá þeim degi til 01.03. 1981, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 01.06. 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingar- dags 24.06. 1982, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar að skaðlausu, þ.m.t. v/flugfars og dagpeninga. 3. Þrautavarakrafa: Að stefnda verði gert að greiða stefnanda kr. 28.197 með sömu vöxtum og greinir í varakröfu, auk málskostnaðar að skaðlausu þ.m.t. v/flugfars og dagpeninga. Einnig er Gísla Eiríkssyni, nnr. 2663-5810, Strembugötu 17, Vestmanna- eyjum, sem formanni f.h. Vélstjórafélags Vestmannaeyja, nnr. 917S-5874, Vestmannaeyjum og Kristjáni Adólfssyni, nnr. 5837-1343, Búhamri 31, Vestmannaeyjum, sem formanni f.h. Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda, nnr. 9165-6795, Vestmannaeyjum, stefnt til að þola dóm í mál- inu, en ekki gerðar aðrar kröfur á hendur þeim í málinu. Stefnda Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h.f. gerir þær dómkröfur: Að stefnda Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h.f. verði sýknuð að öllum kröfum stefnanda og því tildæmdur málskostnaður skv. gjaldskrá LMFÍ. Sættir voru reyndar, en reyndust jafnan árangurslausar. III. Málsatvik. Aðiljar deila ekki um málavexti, og verður þeim þannig lýst: Í 26. gr. kjarasamnings milli Sjómannasambands Íslands og Landssam- bands ísl. útvegsmanna frá 9. júlí 1977 er fjallað um róðrafrí á landróðra- bátum og helgarfrí. Í f) og g) lið 26. gr. kjarasamningsins segir svo: „f) Á föstudaginn langa, páskadag, 1. maí og sjómannadaginn skal ekki róið eða verið á sjó. Sé ákvæði þetta brotið skal allt aflaverðmæti úr veiðiferðinni renna til viðkomandi verkalýðs- og sjómannafélags. g) Ákvæði e) og f) liða 26. greinar skulu einnig taka til útilegu- og tog- báta undir 160 rúml.““ Samhljóða ákvæði er í c) lið 23. gr. kjarasamnings Sjómannafélagsins Jötuns, Vestmannaeyjum. 1009 Stefnandi kveðst hafa vitað, að hinn 1. maí hafi nokkur skip verið á sjó. Hvað skip stefnda snertir, m.b. Álsey, VE-502, hafi verið farið í róður hinn 30. apríl 1979 og verið á sjó þann 1. maí. Stefnandi kveður sig hafa reynt að koma í veg fyrir brotið á sínum tíma, en útgerðarmanni hafi ekki verið haggað og honum þá gert ljóst, að ákvæðum gildandi kjarasamninga yrði beitt um brotið. Aflaverðmæti m.b. Álseyjar VE-502, hafi verið reiknað út samkvæmt vigtarnótum úr róðrinum, nr. 0561 og 0562 og reynst vera gkr. 9.868.900, eða nýkr. 98.689, sem sé jafnt stefnufjárhæðinni (aðalkröfu) í máli þessu, en tölulegum útreikningi á stefnukröfu er ekki mótmælt af hálfu stefnda. V. Lagarök. Stefnandi vísar til kjarasamnings Sjómannasambands Íslands og Lands- sambands íslenskra útvegsmanna um, að um samningsbrot sé að ræða í þessum gagnkvæma samningi aðiljanna. Viðurlög við slíku broti sé að finna í f og g lið 26. gr. þessa samnings, sbr. e lið 23. gr. kjarasamnings Sjó- mannafélagsins Jötuns og Útvegsbændafélags Íslands (sic). Hið sama komi fram í kjarasamningi Landssambands íslenskra Útvegsmanna og Vélstjóra- félags Vestmannaeyja 30. gr. Um að málið ætti ekki undir Félagsdóm, vísaði stefnandi til 44. gr. vinnulöggjafarinnar, laga nr. 80/1938 og gat þess sérstaklega í því sambandi, að hér væri ekki um neitt sérstakt brot á vinnu- löggjöfinni eða um neina túlkun á kjarasamningi að ræða. Um að hér væri um skiptilega kröfu að ræða, var m.a. vísað til Hrd. 31, bls. 512 og Hrd. 32, bls. 360. Um að varakröfu og þrautavarakröfu ætti að vísa sjálfkrafa frá dómi vegna vanreifunar vísaði stefnda, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h.f., við munnlegan málflutning til 113. og 114. gr. einkamálalaganna, laga 85/1936, enda væri krafan um hlutaskiptin byggð á nýrri málsástæðu. Þá var vísað til 35. gr. samningalaganna, laga 7/1936, í því sambandi, að ef fallist yrði á þá kröfu stefnanda, að umrædd viðurlög ættu við, ætti að beita þessu ákvæði samningalaganna til lækkunar á févítinu. VI. Niðurstaða. Aðiljar deila ekki um lögsögu dómstólsins í málinu. Litið er ennfremur svo á, að IV. kafli laga nr. 80/1938 um Félagsdóm eða önnur lög komi ekki í veg fyrir það, að þessum dómstóli sé rétt og heimilt að meta öll atriði, er upptökuákvæði greindra kjarasamninga 64 1010 varðar, og skýra að því leyti ákvæði greindra samninga, þar á meðal hvort brotin hafi verið fyrirmæli um róðrafrí. Niðurstaða málsins verður því sú, að stefnda Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja h.f. greiði stefnanda, Sjómannafélaginu Jötni, Vestmannaeyjum, kr. 32.896 með 22%0 ársvöxtum frá 1. júní 1979 til 1. september 1979, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember 1979, með 3190 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags 24. júní 1982, en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, en með 45% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Í samræmi við úrslit máls þessa ber stefnda Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja h.f. að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst hæfilegur kr. 11.800. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. Stefndu Vélstjórafélag Vestmannaeyja og Skipstjóra- og stýrimannafélag- ið Verðandi, Vestmannaeyjum, skulu þola dóm í máli þessu. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari (dómsformaður) kvað upp dóm þennan ásamt samdómendum Friðriki Ásmundssyni, skólastjóra Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum og Sigurgeiri Ólafssyni skipstjóra. Dómsorð: Stefnda Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h.f., nnr. 4295-8042, greiði stefnanda, Sjómannafélaginu Jötni, nnr. 5436-2889, kr. 32.896 með 220, ársvöxtum frá 1. júní 1979 til 1. september 1979, með 27% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. desember 1979, með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 24. júní 1982, en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, en með 45% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 11.800 í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Stefndu Vélstjórafélag Vestmannaeyja, nnr. 917S-5874 og Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, nnr. 9165-6795, Vestmanna- eyjum, skulu þola dóm í máli þessu. 1011 Þriðjudaginn 1. október 1985. Nr. 158/1983. Gísli B. Björnsson Pétur Ólason Martha Clara Björnsson og Hilmar Sigurðsson, eigendur jarðarinnar Hnauss (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Páli Árnasyni og Sigríði Sigurðardóttur (Pétur Guðmundarson hdl.) Jarðakaup. Stjórnsýsla. Byggingarleyfi. Lögbannsgerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Áfrýjendur áfrýjuðu máli þessu með stefnu 30. ágúst 1983. Krefjast þeir þess, að stefndu verði dæmd til að þola bann við bygg- ingu sumarbústaðar á landspildu jarðarinnar Hnauss í Villingaholts- hreppi, sem undan var skilin í kaupum áfrýjanda á jörðinni! árið 1976, og til að nema brott þann hluta byggingar, sem risinn er. Þeir krefjast þess og, að staðfest verði lögbannsgerð fógetaréttar Árnes- sýslu 14. ágúst 1982. Loks krefjast þeir, að áfrýjendur verði dæmdir til greiðslu kostnaðar vegna lögbannsgerðarinnar og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms, að ósannað sé, að þær takmarkanir hafi verið gerðar á eignarrétti Péturs Guðfinnssonar að landspildu þeirri, er hann hélt eftir, þegar hann seldi áfrýjendum jörðina Hnaus, að ekki mætti reisa þar fleiri en eitt sumarhús. Þá verður ekki talið, að annmarkar þeir, sem haldið er fram, að verið hafi á byggingarleyfi því, er hreppsnefnd veitti stefndu, varði slíka hagsmuni áfrýjenda, að kröfur þeirra í máli þessu verði teknar til greina. 1012 Ekki er ástæða til að kveða á um það í þessu máli, hvort áfrýj- endur hefðu getað átt aðild að málskoti til félagsmálaráðherra samkvæmt lokamálsgrein 8. gr. byggingarlaga nr. $4/1978. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm og dæma áfrýjendur til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæsta- rétti, 25.000,00 krónur. Dónmsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Áfrýjendur, Gísli B. Björnsson, Pétur Ólason, Martha Clara Björnsson og Hilmar Sigurðsson, greiði stefndu, Páli Árnasyni og Sigríði Sigurðardóttur, 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Árnessýslu 3. ágúst 1983. Mál þetta, sem dómtekið var þ. 8. júlí sl., er höfðað með stefnu, útgef- inni 20. ágúst 1982. Stefnendur eru Pétur Ólason, 7106-6223, Stjörnugróf 18, Reykjavík, Martha Clara Björnsson, 6506-8529, s.st., einkaeigendur Gróðrarstöðvar- innar Markar í Reykjavík, Gísli B. Björnsson, 2660-5601, Rituhólum 9, Reykjavík og Hilmar Sigurðsson, 4131-8848, Álfaskeiði 99, Hafnarfirði. Stefndu eru Páll Árnason framkvæmdastjóri, 6995-0221, og Sigríður Sigurðardóttir, 7661-7406, bæði búsett í Trinidad í Vestur-Indium. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndu verði gert með dómi að þola bann við byggingarframkvæmdum þeirra á skika Sigríðar Sigurðardóttur úr landspildu Péturs Guðfinnssonar úr landi jarðarinnar Hnauss í Villinga- holtshreppi, Árnessýslu, að nema brott þann hluta byggingarinnar, sem ris- inn er, og efnivið, sem dreginn hefur verið á spilduna vegna byggingarinnar, til staðfestingar á lögbanni, er lagt var á byggingarframkvæmdirnar með lögbannsgerð fógetaréttar Árnessýslu laugardaginn 14. ágúst 1982, til greiðslu kostnaðar vegna lögbannsgerðarinnar og málskostnaðar að skað- lausu eða samkværnt mati dómsins. Dómkröfur stefndu eru þær, að þau verði sýknuð af kröfum stefnenda í málinu, þ.e. að synjað verði um staðfestingu á lögbanni því, sem lagt var á byggingarframkvæmdir þeirra með lögbannsgerð fógetaréttar Árnes- sýslu laugardaginn 14. ágúst 1982, og að hafnað verði þeirri kröfu stefn- enda, að þau verði dæmd til þess að nema á brott þann hluta byggingar- innar, sem risin er, og efnivið, sem dreginn hefur verið að á spildunni vegna 1013 byggingarinnar. Þá er krafist sýknu af greiðslu kostnaðar vegna lögbanns- gerðarinnar. Þá krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnenda, bæði vegna lögbannsgerðarinnar og máls þessa, að mati dómsins. Með kaupsamningi, dagsettum 8. maí 1976, keyptu stefnendur máls þessa jörðina Hnaus í Villingaholtshreppi af Pétri Guðfinnssyni, Freyjugötu 32, Reykjavík, en stefnda Sigríður er fósturdóttir hans. Við kaupin hélt Pétur eftir „„landspildu að stærð ca: 10 ha. sem er í NV hluta landsins 500 metra meðfram merkigirðingu Hnauss og Neistastaða..,“ eins og segir í kaup- samningi. Þar segir ennfremur: „hinni undansk. landspildu fylgir réttur til neysluvatns, endurgjaldslaus afnotaréttur af vegi og réttur til malarnáms til ofaníburðar fyrir seljanda á veg á hinni undanskildu landspildu.““ Með yfirlýsingu, dagsettri 26. maí 1976, féll hreppsnefnd Villingaholtshrepps frá forkaupsrétti sínum að jörðinni Hnausi, og segir svo í yfirlýsingu þessari: „Jafnframt leyfir hreppsnefndin Pétri Guðfinnssyni að taka undan í söl- unni land að stærð um 10 ha. fyrir sumarbústað fyrir sig og skyldulið sitt, og skal í afsali tilgreina mörk hinnar undanskildu landspildu og hefur jörðin Hnaus forkaupsrétt að landi þessu gagnvart vandalausum ef selt verður.“ Afsal var síðan gefið út $. júní 1976, og er spildan þar nánar tilgreind: „,... að stærð 10 ha. sem er í NV-hluta landsins 638 m meðfram merkjagriðingu Hnauss og Neistastaða, nánar afmarkað á uppdrætti, sem þinglýst verður með afsali þessu.““ Í afsalinu er vitnað í yfirlýsingu hrepps- nefndarinnar frá 26. maí 1976 um að hún leyfi að seljandi undanskilji um- rædda spildu „fyrir sumarbústað fyrir sig og skyldulið sitt, svo og að jörðin Hnaus hefur forkaupsrétt að landi þessu gagnvart vandalausum ef selt verður.““ Þá segir í afsalinu: „„En eigandi Hnauss skal á hverjum tíma hafa forkaupsrétt gagnvart öllum öðrum en afkomendum seljanda og fóstur- dætrum seljanda — Sigríðar Sigurðardóttur, Hrafnhólum 6, Reykjavík og Sigurbjargar Sigurðardóttur, Holtsgötu 37, Reykjavík — og afkomendum þeirra.“ Þá eru ákvæði í afsalinu öldungis samhljóða áður tilvitnuðum orðum í kaupsamningi um rétt eigenda spildunnar til neysluvatns, afnota af vegi og rétt til malarnáms til ofaníburðar í veg. Með afsali, dags. 31. maí 1979, afsalaði Pétur Guðfinnsson stefndu Sigríði og systur hennar Sigurbjörgu Í ha. hvorri úr margnefndri spildu. Vorið 1981 barst stefnendum til eyrna, að stefndu hygðust reisa bústað á spildunni, mótmæltu stefnendur hugmyndum um frekari byggingar með bréfi í aprílmánuði 1981, og var samriti þess þinglýst sem athugasemd þeirra um heimild landspildunnar. Með bréfi, dags. 3. júní 1981, sótti Pétur Guðfinnsson um leyfi til byggingar sumarbústaða á spildum þeim, er hann hafði afsalað fósturdætrum sínum, sbr. dómskjal nr. 11, og 8. ágúst 1981 gaf oddviti Villingaholtshrepps stefndu Sigríði leyfi til byggingar bústaðar- ins, og liggur leyfi þetta frammi á dómskjali nr. 13. Stefndu hófu fram- 1014 kvæmdir sumarið 1981, en hættu þeim haustið 1981, en hófu framkvæmdir að nýju í ágústmánuði 1982, og fór svo, að lagt var lögbann við frekari framkvæmdum þeirra í fógetarétti Árnessýslu 8. (sic) ágúst 1982. Stefnendur reisa kröfur sínar á því, að það hafi verið meginforsenda við kaupin, að þeir mættu treysta því, að ekki yrði nema 1 sumarbústaður á spildunni, enda sé í heimildarskjölum talað um sumarbústað í eintölu svo og um veg í eintölu. Stefnendur hafi getað fallist á það, að Pétur Guðfinns- son mætti reisa 1 sumarbústað, en alls ekki fleiri, enda hafi verið þinglýst uppdrætti af spildunni með afsalinu til stefnenda, þar sem gert var ráð fyrir einum bústað, sem sé bústaði þeim, sem Pétur Guðfinnsson reisti sjálfur. Stefnendur telja þá kvöð hvíla á spildunni, að þar megi ekki reisa fleiri bústaði án samþykkis þeirra, og þar sem þess hafi ekki verið aflað, sé stefn- endum óheimilt að byggja sumarhús það, sem lögbannið beindist að. Þá telja stefnendur, að meðferð beiðni Péturs Guðfinnssonar frá 3. júní 1981, þar sem hann óskar eftir heimild hreppsnefndar Villingaholtshrepps til þess, að sumarhús megi rísa á lóðum þeim, er hann seldi stefndu Sigríði og systur hennar Sigurbjörgu, sé ábótavant og vitnar Í því sambandi til greina 3.4.8. og 6.10.42. í reglugerð nr. 292/79, byggingarreglugerð fyrir landið allt. En í grein 3.4.8. segir, að áður en byggingarnefnd gefi leyfi fyrir byggingum utan skipulagðra þéttbýla, annarra en á lögbýlum með hefðbundnum búskap, skuli liggja fyrir umsögn frá jarðanefnd, heilbrigðisnefnd og náttúruverndarnefnd ásamt hlutaðeigandi sveitarstjórnar og skipulags- stjórnar ríkisins, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/1964. Þá segir í grein 6.10.4.2. að ekki megi reisa sumarhús, nema þar sem skipulag ákveður. „Nú er skipulag ekki fyrir hendi og getur sveitarstjórn þá leyft einstaka sumarbústaði að fenginni umsögn náttúruverndarráðs og heilbrigðiseftirlits ríkisins og meðmælum skipulagsstjórnar ríkisins sbr. S. gr. í lögum nr. 19/ 1964.“* Telja stefnendur, að þar sem umsagna ofangreindra aðilja var ekki leitað, hafi stefndu eigi verið heimil bygging bústaðarins. Þá vitna stefn- endur og til 10. gr. jarðalaga nr. 65/1976 máli sínu til stuðnings. En þar segir, að óheimilt sé að byggja sumarbústaði í sveitarfélögum, sem ekki eru skipulagsskyld, án samþykkis sveitarstjórnar og jarðanefndar að feng- inni umsögn náttúruverndarnefndar, sbr. 1. mgr. 10. gr. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að engar takmarkanir á meðferð og notkun Péturs Guðfinnssonar á umræddri 10 ha. landspildu aðrar en hvað forkaupsrétt varðar hafi verið lagðar á spilduna við kaup stefnenda á jörðinni og hafi Pétri Guðfinnssyni verið heimil sú ráðstöfun á spildunni, er honum sýndist, án þess að hann þyrfti að leita til stefnenda í þeim efnum. Þá séu engin ákvæði í afsali, sem leiði til þess, að bann verði lagt við bygg- ingu á lóð stefndu Sigríðar skv. ákvæðum afsalsins. Þá vitna stefndu til yfirlýsingar hreppsnefndar Villingaholtshrepps, sem frammi liggur á dóm- 1015 skjali nr. 3, sem eru dómsgerðir í fógetamálinu og merktar nr. 4 í því máli. Í þessu skjali sé annars vegar að finna höfnun sveitarstjórnarinnar á því að beita forkaupsrétti vegna sölu jarðarinnar Hnauss. Í niðurlagi skjalsins sé hins vegar yfirlýsing frá hreppsnefndinni þess efnis, að hún leyfi Pétri Guðfinnssyni að taka undan sölu land að stærð 10 ha. fyrir sumarbústað fyrir sig og skyldulið sitt. Byggja stefnendur málatilbúnað sinn á því, að í þessari yfirlýsingu hreppsnefndarinnar sé talað um sumarbústað í eintölu. Í afsalinu á dómskjali nr. 7 sé vitnað til yfirlýsingar þessarar og þar sagt, að hreppsnefndin hafi jafnframt leyft, að seljandi undanskilji í kaupum þessum áðurnefnda 10 ha. lands fyrir sumarbústað fyrir sig og skyldulið sitt. Í afsalinu sé þannig aðeins verið að geta þess, sem fram hefur komið í yfirlýsingu hreppsnefndarinnar. Telja stefndu, að í þessari málsgrein af- salsins sé engin sjálfstæð yfirlýsing, hvorki frá seljanda né kaupendum. Af hálfu stefnda er því framhaldið, að hér sé um hreina prentvillu að ræða, þ.e. þegar getið er um sumarbústað í eintölu, og fjarstæða að halda því fram, að hugmyndin hafi verið að byggja einn sumarbústað á 10 ha. land- spildu fyrir svo stóra fjölskyldu sem hér sé um að ræða. Stefndu benda og á það, að þau hafi fengið leyfi oddvita Villingaholts- hrepps til þess að reisa bústað sinn á spildu Sigríðar eftir að Pétur Guðfinnsson hafi sótt um leyfi skv. dómskjali nr. 11. Hafi þau því haft í höndum tilskilin leyfi byggingaryfirvalda í Villingaholtshreppi til að reisa bústaðinn. Stefnendum hafi ekki tekist að sýna fram á, að sú kvöð hafi verið lögð á spildu þá, sem Pétur Guðfinnsson hélt eftir, að heimilaði þeim að láta stöðva framkvæmdir þeirra við sumarbústaðabygginguna. Niðurstaða. Ekki verður fallist á það með stefnendum, að sú kvöð hafi verið lögð á spildu þá, er Pétur Guðfinnsson hélt eftir, er hann seldi þeim jörðina Hnaus, að eigi yrði byggður þar nema einn sumarbústaður. Verður að telja, að slík takmörkun á ráðstöfunarrétti eiganda spildunnar hefði orðið að vera skýrt orðuð í kaupsamningi eða afsali og kemur reyndar ekki fram í málinu, að um þetta atriði hafi verið fjallað, er kaupin voru gerð. Má í þessu efni vísa til aðiljaskýrslna stefnenda hér fyrir dómi og þó einkum framburðar vitnisins Lárusar Þ. Valdimarssonar, en hann lýsti því hér fyrir dómi, að hann hefði samið yfirlýsingu hreppsnefndar á dómskjali nr. 3,4 í samráði við oddvita. Aðspurður um orðalagið sumarbústaðaland á dómskjali nr. 15 og sumarbústað á dómskjali nr. 3,4 sagði vitnið, að í hans málvitund sé enginn munur á þessu tvennu. Auk þess tók vitnið fram, að aldrei hafi komið til umræðu, hversu stórt hús Pétur byggði né hversu mörg á um- ræddri spildu. Ekki kemur fram í málinu og því reyndar ekki haldið fram, að hrepps- 1016 nefnd Villingaholtshrepps hafi leitað samykkis þeirra aðilja, er greinir í grein 6, 10, 4, 2 í reglugerð nr. 292 frá 1979. Hinsvegar liggur frammi á dómskjali nr. 13 leyfi oddvita hreppsnefndarinar til stefndu, dags. 8.8. 1981 sem heimilar þeim að reisa sumarbústað á spildu stefndu Sigríðar. Í 9. gr. laga nr. 54/1978 segir í 1. málsgr., að óheimilt sé að reisa hús eða gera önnur þau mannvirki, sem áhrif hafa á útlit umhverfisins, nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarnefndar. Telja verður, að enda þótt talað sé um byggingarnefnd í nefndri lagagrein, að sveitarstjórn, sem samkvæmt 7. gr. sömu laga hefur yfirstjórn byggingarmálefna í hverju sveitarfélagi fyrir sig, sé heimil útgáfa slíks leyfis. Er það einkum svo í smærri sveitarfélögum, að byggingarnefndir starfa ekki, heldur fjalla sveitarstjórnirnar sjálfar um þau málefni. Enda þótt sveitarstjórn Villingaholtshrepps hafi í því tilviki, sem hér um ræðir, eigi leitað umsagnar þeirra aðilja, er greinir í nefndum lagaákvæðum, verður að telja, að stefndu hafi fengið lögformlegt leyfi til byggingar sumarbústaðar á lóð Sigríðar og þeim rétt að hefja framkvæmdir samkvæmt því leyfi. Rétt er að taka fram, að fram kom undir rekstri máls- ins, að stefnendum var ókunnugt um leyfi oddvitans, fyrr en að því er virðist í þinghaldi 6. maí 1983. Ekki kemur fram í málinu, að stefnendur hafi fært sér í nyt ákvæði 8. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 i.f.. en sam- kvæmt þeirri grein hefðu stefnendur getað skotið ákvörðun sveitarstjórnar- innar til úrskurðar félagsmálaráðherra. Þá er þess að geta, að krafa um það, að umrætt byggingarleyfi verði Ógilt, vegna þess að ekki hafi verið gætt réttra aðferða við veitingu þess, þ.e. að ekki hafi verið leitað umsagnar aðilja, sem tilgreindir eru í lögum og reglugerð, yrði jafnframt að beinast að hreppsnefnd Villingaholtshrepps, sem gaf leyfið út. Svo er ekki í þessu máli, og verður því niðurstaða ekki á því byggð, að leyfið sé ógilt. Samkvæmt því, sem hér að framan er rakið, þykir verða að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda og synja um staðfestingu á lögbanns- gerðinni frá 14. ágúst 1982. Samkvæmt úrslitum málsins ber að dæma stefnendur til að greiða stefndu málskostnað, sem ákvarðast kr. 25 þúsund. Allan V. Magnússon, fulltrúi sýslumamns, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Sigríður Sigurðardóttir og Páll Árnason, skulu sýkn af kröfum stefnenda, eigendum jarðarinnar Hnauss í Villingaholtshreppi. Stefnendur greiði stefndu kr. 25 þúsund í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Synjað er um staðfestingu lögbannsgerðar frá 14. ágúst 1982. Nr. 236/1984. Útivistardómur. 1017 Miðvikudaginn 2. október 1985. Sigurður Gíslason gegn Einari Ingimundarsyni Húsnæðisstofnun ríkisins v/byggingarsjóðs ríkisins Jóni Ingvari Pálssyni og Þorkeli Jóhanni Pálssyni persónulega og f.h. sameignarfélags þeirra, Pálsson s/f Lífeyrissjóði Sóknar Landsbanka Íslands Samvinnutryggingum g/t Mosfellshreppi Búnaðarbanka Íslands Stálhúsgagnagerð Steinars h/f Útvegsbanka Íslands Erni Höskuldssyni Steypustöðinni h/f Heklu h/f Stáliðjunni h/f og Bílaleigunni h/f. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Gíslason, er eigi sækir dómþing í máli þessu greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1018 Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 256/1984. Elínborg Kjartansdóttir persónulega og f.h. Videoheimsins gegn Steinum h/f Útivistardómur Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elínborg Kjartansdóttir persónulega og f.h. Video- heimsins, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 257/1984. Elínborg Kjartansdóttir persónulega og f.h. Videoheimsins gegn Heildverslunni Hamraseli s/f Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elínborg Kjartansdóttir persónulega og f.h. Video- heimsins, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1019 Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 258/1984. Elínborg Kjartansdóttir persónulega og f.h. Videoheimsins gegn Jóni Ragnarssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Elínborg Kjartansdóttir persónulega og f.h. Video- heimsins, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 33/1985. Þórður S. Þórðarson gegn Dagbjarti Hannessyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þórður S. Þórðarson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Nr. 74/1985. 1020 Miðvikudaginn 2. október 1985. Ásvaldur Friðriksson gegn Jóni Guðmundssyni og Guðmundi G. Jónssyni Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Ásvaldur Friðriksson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefndu, Jóni Guðmundssyni og Guðmundi G. Jónssyni, sem sótt hafa dómþing í málinu og krafist ómaksbóta, 2.500,00 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Nr. 150/1985. Miðvikudaginn 2. október 1985. Kristján Knútsson gegn Áhaldaleigunni s/f Bikarnum s/f Blikkveri h/f Byggingu s/f Dagblaðinu h/f Dekkinu s/f Ferðamiðstöðinni h/f Fero s/f Flugleiðum h/f Friðrik Jóelssyni Garðahéðni h/f Gjaldheimtunni í Reykjavík Grétari Haraldssyni 1021 Gunnari Rósinkrans Hafskipi h/f Hagkaupi h/f Hreiðari Svavarssyni Iðnaðarbanka Íslands h/f Innheimtustofnun sveitarfélaga J.L. Byggingavörum s/f J. Þorláksson og Norðmann h/f Jóni Ingólfssyni Jóni Magnússyni Jóni P. Jónssyni Jóni Ragnarssyni Landsbanka Íslands Lífeyrissjóði verslunarmanna Magnúsi Þórissyni Samvinnubankanum h/f Samvinnuferðum, Landsýn h/f Sigurði Loftssyni Sindrastáli h/f Símoni Símonarsyni Skeljungi h/f Sparisjóði Vélstjóra Steingrími Elíassyni Timbri og Stáli h/f Tollstjóranum í Reykjavík Útvegsbanka Íslands Verslunarbanka Íslands h/f Vigni Benediktssyni og Þjóðviljanum Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján Knútsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1022 Einnig greiði hann stefndu Skeljungi h/f og Verslunarbanka Íslands h/f, sem sótt hafa dómþing í máli þessu og krafist ómaks- bóta, 1.500,00 krónur til hvors í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 165/1985. Gísli S. Guðjónsson gegn Garðari Jökulssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Gísli S. Guðjónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1023 Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 166/1985. Þórólfur Daníelsson gegn Garðari Jökulssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þórólfur Daníelsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 167/1985. Kári B. Jónsson gegn Garðari Jökulssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kári B. Jónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1024 Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 178/1985. Matthías Einarsson gegn Gunnari A. Pálssyni Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Matthías Einarsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Gunnari A. Pálssyni, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafist ómaksbóta, 1.500,00 krónur í ómaks- bætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 2. október 1985. Nr. 161/1985. Sjómannafélag Ísfirðinga gegn Miðfelli h/f Kærumál. Dómstólar. Frávísunardómur staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðili, Sjómannafélag Ísfirðinga, hefur samkvæmt heimild í b lið 1. töluliðar 21. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands, sbr. 22. gr. sömu laga, skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 3. maí 1985, sem barst Hæstarétti 1. júlí 1985. Krefst sóknaraðili þess, að hinn kærði frávísunardómur verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir héraðsdómarann að leggja efnisdóm á málið. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 1025 Málsaðiljar voru ekki viðstaddir dómsuppsögu í héraði, en lög- maður kæranda kveður skrifstofu sína hafa fengið vitneskju um dóminn 19. apríl 1985, og sjálfur kveðst lögmaðurinn fyrst hafa fengið vitneskju um hann 22. sama mánaðar. Telja verður fullnægt tímaskilyrði 22. gr. laga nr. 7$/1973. Varnaraðili, Miðfell h/f, krefst staðfestingar hins kærða dóms og að honum verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi sóknar- aðilja. Með skírskotun til forsendna hins kærða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber sóknaraðilja til þess að greiða varnaraðilja kærumáls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 10.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur á að vera óraskaður. Sóknar- aðili, Sjómannafélag Ísfirðinga, greiði varnaraðilja, Miðfelli h/f, 10.000,00 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 9. apríl 1985. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum aðalflutningi 28. mars 1985, höfðaði Sjómannafélag Ísfirðinga, nnr. 8134-6984, gegn Miðfelli h/f í Hnífsdal, nnr. 6574-2845, fyrir bæjarþingi Ísafjarðar með stefnu, birtri 27. apríl 1984. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 8.054,90 með 4590 ársvöxtum frá 1. apríl 1983 til 21. september 1983, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október 1983, með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 2. nóvember 1983, með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1983, með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags, en með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. $6/1979 frá þeim degi til greiðslu- dags, auk málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands eftir framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að málinu verði vísað frá dómi. Til vara krefst stefndi sýknu. Þá krefst stefndi þess, að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmanna- félags Íslands. 65 1026 I. Samkvæmt 14. gr., IV a-lið, kjarasamnings milli Alþýðusambands Vest- fjarða og Útvegsmannafélags Vestfjarða um kaup og kjör háseta, mat- sveina og vélstjóra frá 3. október 1977 skulu skipverjar á skuttogurum hafa þriggja sólarhringa hafnarfrí á mánuði frá 1. september til 30. apríl, enda séu skip á veiðum fyrir heimamarkað. Hvert hafnarfrí skal aldrei vera skemmri tími en 24 klst., og skulu þau öll miðast við heimahöfn skipsins. Samningur þessi var framlengdur með samningi sömu aðilja 24. apríl 1980 með þeirri breytingu að þessu leyti, að frá janúar til apríl skal hvert hafnar- frí vera 30 klst. Óumdeilt er, að í febrúar 1983 hafi hafnarfrí á skuttogaranum b.v. Páli Pálssyni, ÍS-102, eign stefnda, verið sem hér segir: Tilkynning í höfn: Tilkynning úr höfn: Tímasetning Hafnarfrí: tilkynningar: 04.02. kl. 14:00 14:00 05.02. kl. 20:57 20:57 30.57 klst. 16.02. kl. 06:55 06:35 17.02. kl. 14:00 14:10 31.05 klst. 28.02. kl. 19:00 19:30 Samkvæmt þessu stóð þriðja og síðasta hafnarfrí á þessum skuttogara einungis 5 klst. af febrúarmánuði, en árið 1983 var ekki hlaupár. Löndun hófst svo 1. mars, en ekki er ágreiningur um, að skipið hafi að þessu sinni verið í höfn a.m.k. 30 klst. Samkvæmt skriflegum yfirlýsingum áhafnar b.v. Páls Pálssonar, ÍS-102, og skipstjóra, Guðjóns A. Kristjánssonar, á dskj. nr. 10 og 11, sem ekki hefur verið andmælt, óskuðu skipverjar eftir því, að ekki yrði komið fyrr að landi í febrúarlok 1983 en raun var á, enda höfðu þeir af því fjárhaps- legan ávinning, að ekki yrði landað fyrr en |. mars, en samkvæmt tilkynn- ingu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins nr. 4/1983 skyldi fiskverð hækka þann dag. Um það virðist ekki vera ágreiningur, að útgerð skipsins hafi hvergi nærri þeirri ákvörðun komið. Skrifleg yfirlýsing stjórnarformanns, Jóakims Pálssonar, á dskj. nr. 15 styður og þá niðurstöðu, enda hefur henni ekki verið mótmælt sem rangri. Þar segir, að Miðfell h.f. hafi áður lagt skýr og ótvíræð fyrirmæli fyrir skipstjóra b.v. Páls Pálssonar, ÍS-102, að teygja ekki túra fram á nýtt fiskverðstímabil, ef þá næðust ekki samn- ingsbundin hafnarfrí. II. Stefndi krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá dómi. Samkomu- lag varð um það milli aðilja og dómara að flytja málið í einu lagi um 1027 formhlið og efni, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 85/1936. Málflutningi var hins vegar skipt þannig, að fyrst var fjallað sérstaklega um frávísunarkröfu stefnda, en síðan í annarri umferð um efnisþætti málsins. Verður nú frá- vísunarkrafa stefnda tekin til úrlausnar. Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því, að samkvæmt 2. lið 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. 47. gr., skuli Félags- dómur dæma í málum, sem rísa út af ágreiningi um skilning á kjarasamn- ingi eða gildi hans, og í málum, sem koma upp vegna meintra vanefnda á slíkum samningi. Hafi Félagsdómur nokkrum sinnum dæmt í slíkum málum vegna krafna um greiðslu févítis samkvæmt ákvæðum kjarasamn- inga. Ágreiningsefni máls þessa falli undir dómasvið Félagsdóms og krefjist stefndi því frávísunar með hliðsjón af 68. gr. einkamálalaga nr. 85/1936. Við munnlegan flutning lagði lögmaður stefnda áherslu á, að í þessu máli væri deilt um skilning á kjarasamningi og meinta vanefnd á honum. Það væri ekki á valdi bæjarþings að skýra „,kollektivan““ samning eins og kjara- samning. Um mismunandi skilning aðilja á ákvæðum þágildandi kjara- samnings bendir stefndi á, að þrjú hafnarfrí hafi verið veitt á b.v. Páli Pálssyni, ÍS-102, eins og skylt hafi verið, og því hafi ákvæði 14. gr., IV, kjarasamningsins verið fullnægt. Stefndi telur það ekki réttan skilning á þessu ákvæði, að hafnarfríi skuli lokið, áður en mánuðurinn er úti, eins og stefnandi haldi fram. Til þess að svo væri, hefði það að áliti stefnda þurft að koma berlega fram í orðum ákvæðisins, sem það ekki geri. Stefnandi krefst þess, að frávisunarkröfu stefnda verði hrundið og sér dæmdur málskostnaður fyrir þennan þátt málsins. Við munnlegan flutning benti lögmaður stefnanda á, að ákvæði 2. tl. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur fæli í sér sérreglu, undantekningu frá hinni almennu reglu, og bæri að skýra hana þrengjandi lögskýringu. Miða skyldi við aðalregluna um dómsögu almennra dómstóla, ef nokkur vafi þætti á leika. Lögmaður stefnanda lagði áherslu á, að það væri hin formlega fram- setning á kröfugerð, sem ætti að ráða því, hvort mál bæri undir Félagsdóm eða almenna dómstóla. Ef fjárkrafa væri uppi höfð í máli, ættu almennir dómstólar að jafnaði að fjalla um það. Þeir gætu þó jafnframt þurft að skýra ákvæði kjarasamninga, eins og t.d. í málum um vinnulaunakröfur. Í málum, sem Félagsdómur dæmdi, væri fjárkrafa hins vegar afleidd eða „„sekunder““ og væri þar fyrst og fremst skorið úr ágreiningi um skilning á kjarasamningum. Lögmaðurinn taldi, að vegna hinnar formlegu fram- setningar kröfugerðar stefnanda væri óheimilt að vísa því frá bæjarþingi Ísafjarðar, þótt ef til vill mætti segja, að eðlilegra hefði verið að reka málið fyrir Félagsdómi. Um skilning stefnanda á ákvæðum 14. gr., IV, hins umrædda kjarasamn- ings sagði lögmaður hans, að það nægði ekki, að hafnarfrí hæfist í mánuð- 1028 inum, heldur þyrfti því að vera að fullu lokið, áður en mánuðurinn væri á enda. Lögmaðurinn hélt því fram, að niðurlag yfirlýsingar stjórnarfor- manns stefnda á dskj. nr. 15, sem fyrr er vitnað til, benti til sama skilnings á kjarasamningnum að þessu leyti og stefnandi héldi fram. Hið sama mætti ráða af kröfum Alþýðusambands Vestfjarða frá 21. mars 1985 á dskj. nr. 16 um breytingar á samningi um kaup og kjör sjómanna, dags. 14. júní 1984, og bréfi Utvegsmannafélags Vestfjarða 22. mars 1985 á dskj. nr. 17 til Alþýðusambands Vestfjarða. Hjá báðum þessum aðiljum virtist við það miðað, að sú breyting yrði gerð á kjarasamningum aðilja, að framvegis skyldi vera leyfilegt að flytja eitt hafnarfrí milli mánaða. Il. Það er ljóst, að yrði dómkrafa stefnanda tekin til greina, myndi það fela í sér viðurkenningu dómsins á þeim skilningi á 14. gr., IV, kjarasamnings Alþýðusambands Vestfjarða og Utvegsmannafélags Vestfjarða frá 3. október 1977 með síðari breytingum og framlengingu, að nauðsynlegt væri, að þriðja hafnarfríi í mánuði lyki fyrir lok hvers mánaðar, og mætti það því ekki teygjast fram í þann næsta. Það verður að telja, að það sé verkefni Félagsdóms samkvæmt 2. tl. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur að skera úr slíkum ágreiningi um skilning á kjarasamningi. Þá er einnig rétt að hafa í huga, að almenn fjárkrafa er ekki uppi höfð í mál- inu, heldur er krafist févítis samkvæmt ákvæði kjarasamnings, og myndi tiltekin fjárhæð á grundvelli þess renna í félagssjóð stefnanda, ef dæmd yrði. Samkvæmt þessu ber að vísa málinu frá dómi með hliðsjón af 68. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 47. gr. laga nr. 80/1938. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Samkvæmt þessari niðurstöðu þykir ekki ástæða til þess að rekja máls- ástæður og lagarök aðilja um efnisþætti málsins umfram það, sem gert hefur verið. Pétur Kr. Hafstein bæjarfógeti kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. 1029 Mánudaginn 7. október 1985. Nr. 97/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Friðrik Ingvari Oddssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Þjófnaður. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Máli þessu var áfrýjað 28. mars 1985 af hálfu ákæruvalds til þyngingar refsingu ákærða. Ágrip barst Hæstarétti 30. júlí 1985. Með skírskotun til forsendna héraðsðóms ber að staðfesta sakar- matið og heimfærslu brotsins undir 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi 2 mánuðir, en fresta þykir mega fullnustu hennar, og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem og bótaskil- yrði 6. tl. sömu greinar, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og greiðslu skaðabóta skulu óröskuð. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og laun skipaðs verj- anda síns fyrir Hæstarétti, 10.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Friðrik Ingvar Oddsson, sæti fangelsi tvo mánuði, en fullnustu refsingar skal frestað og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem og bótaskilyrði 6. tl. sömu greinar, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og greiðslu skaðabóta skulu óröskuð. 1030 Ákæri greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Hafnarfjarðar 25. janúar 1985. Árið 1985, föstudaginn 25. janúar, er á dómþingi sakadóms Hafnar- fjarðar, sem háð er í skrifstofu dómsins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í saka- dómsmálinu nr. 8/1985: Ákæruvaldið gegn Friðrik Ingvari Oddssyni. Mál þetta, sem dómtekið er í dag, er með ákæruskjali ríkissaksóknara, dags. 3. janúar 1985, höfðað gegn Friðrik Ingvari Oddssyni verkamanni, Hólabraut 3, Hafnarfirði fyrir þjófnað með því að hafa sunnudaginn 12. ágúst 1984 stolið 30.000 krónum í íbúð að Norðurbraut 33 í Hafnarfirði. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur, fæddur 28. september 1953, í Reykjavík og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: Sakavottorð tilgreinir einn refsidóm fyrir umferðarlagabrot og 17 dóm- sáttir. Samkvæmt framburði ákærða, skýrslu lögreglunnar og öðrum gögnum málsins eru málavextir þessir: Laugardagskvöldið 11. ágúst sl. hafði kærandinn, Helgi Guðbjörn Júlíusson, Norðurbraut 33, Hafnarfirði, farið út að skemmta sér ásamt kunningjafólki sínu utan af landi. Það hafði verið farið í veitingahúsið Skiphól í Hafnarfirði. Eftir dansleik var þeim öllum boðið í samkvæmi, en á leiðinni þangað var komið við heima hjá Helga í því skyni að hafa húsnæðið ólæst, ef fólkið, sem var með honum, yrði. viðskila við hann, en það hafði ekki lykil að íbúðinni. Fólkið hafð svo allt farið í samkvæmið, þar sem Helgi sofnaði og kom ekki heim til sín aftur fyrr en komið var undir hádegi á sunnudeginum. Ákærði hafði hitt Helga á dansleiknum í Skiphól og klukkutíma eftir að dansleik var lokið, hafði hann haldið heim til Helga í því skyni að fá hjá honum áfengi. Hann kom að húsinu ólæstu, fór inn í það og inn í herbergi Helga, en hann var ekki þar fyrir. Ákærði leitaði fyrst í herberginu að áfengi, en fann ekkert. Í skrifborðinu þar fann hann í einni skúffunni 1031 búnt með fimm hundruð króna seðlum, sem hann tók og hafði með sér brott úr íbúðinni og eyddi þeim síðar til áfengiskaupa og annars, sem hann notaði í eigin þágu. Ákærði var ekki viss um, hversu há upphæð í peningum : þetta var, sem hann tók þarna, en samkvæmt því, sem eigandinn taldi, átti að vera þarna krónur 30.000 í fimm hundruð króna seðlum, og hefur ákærði viðurkennt að það geti verið rétt, að hann hafi tekið þessa upphæð. Til ákærða sást, er hann fór frá húsinu, og gat hlutaðeigandi lýst honum, og taldi Helgi síðan líklegt samkvæmt lýsingu, að það hefði verið ákærði í máli þessu. Hann var svo síðan tekinn fyrir út af þessu, og kannaðist hann við að hafa tekið þessa peninga, en hafði þá eytt þeim. Með framangreindum verknaði hefur ákærði gerst brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Refsing ákærða þykir samkvæmt framangreindri gr. almennra hegn- ingarlaga og með hliðsjón af 57. gr. a sömu laga, sbr. lög nr. 101, 1976, hæfilega ákveðin þannig, að ákærði greiði í sekt til ríkissjóðs kr. 16.000,00, og komi 20 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4ra vikna frá uppsögu dóms þessa. Ákærði sæti ennfremur fangelsi í 20 daga, en eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu þeirrar refsingar, og niður skal hún falla að liðnum 3 árum, haldi ákærði almennt skilorð samkv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1955. Kærandinn, Helgi G. Júlíusson, hefur gert kröfu til, að ákærði greiði honum kr. 30.000,00 í bætur, og hefur ákærði fallist á kröfu þessa og þykir mega taka hana til greina. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Friðrik Ingvar Oddsson, greiði í sekt til ríkissjóðs kr. 16.000,00, og komi 20 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4ra vikna frá uppsögu dóms þessa. Ákærði sæti og fangelsi í 20 daga, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar, og niður skal hún falla að liðnum 3 árum, haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1955. Ákærði greiði Helga Guðbirni Júlíussyni, Norðurbraut 33, Hafnar- firði, kr. 30.000,00. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1032 Þriðjudaginn 8. október 1985. Nr. 125/1984. Matthías Einarsson (Jón Oddsson hrl.) gegn Kaupfélagi Berufjarðar (Ólafur Axelsson hrl.) Fjárnám úr gildi fellt. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Áfrýjandi skaut hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 20. júní 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi 18. sama mánaðar. Hann krefst þess, að fjárnámið verði úr gildi fellt og að stefnda verði gert að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti. Kröfu sína um niðurfellingu fjárnámsins reisir áfrýjandi á því, að hann hafi ekki tekið á sig persónulega ábyrgð á greiðslu firmans Vendor h.f. með dómsátt þeirri, sem fjárnámið sé byggt á, og að fógeti hafi lýst fjárnámi í öðrum eignum en eignum áfrýjanda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða fjárnáms og málskostn- aðar úr hendi áfrýjanda. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, þar á meðal arfsyfirlýsing frá 29. nóvember 1982, sem er eignarheimild áfrýj- anda að eign þeirri, sem hið áfrýjaða fjárnám var gert í, og veð- bókarvottorð frá 12. mars 1985 um hluta fasteignarinnar nr. 17 við Laufásveg, þ.e. alla húseignina að undanskilinni íbúð á 4. hæð og tveggja herbergja íbúð á 2. hæð. Samkvæmt veðbókarvottorði þessu á áfrýjandi alla fasteignina nr. 17 við Laufásveg að undan- skildum framangreindum 2 íbúðum í óskiptri sameign að einum fjórða hluta á móti Ingibjörgu Matthíasdóttur, Matthíasi Matthías- syni og Ragnhildi Matthíasdóttur. Hið áfrýjaða fjárnám er gert „í eignarhluta gerðarþola í Laufásvegi 17, sem er 1. hæð og götu- hæð.“ Svo virðist sem fógeti hafi talið eignarhluta áfrýjanda í Laufásvegi 17 vera fólginn í einkaeign hans að hinum tilgreindu hæðum, 1. hæð og götuhæð. Er ákvörðun fógeta um andlag fjárnámsins svo óljós, að hún samrýmist ekki grunnreglu 1. mgr. 45. gr. aðfararlaga nr. 19/1887. 1033 Ber því að fella hina áfrýjuðu fjárnámsgerð sjálfkrafa úr gildi. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til þess að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfi- lega ákveðinn 15.000,00 krónur. Dómsorð: Hið áfrýjaða fjárnám er úr gildi fellt. Stefndi, Kaupfélag Berufjarðar, greiði áfrýjanda, Matthíasi Einarssyni 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Reykjavíkur 19. janúar 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 19. janúar, er fógetaréttur Reykjavíkur settur að Reykjanesbraut 6 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgarfógeta Ólafi Sigur- geirssyni með undirrituðum vottum. Fyrir er tekið málið A-544/1984 Kaupfélag Berufjarðar gegn Matthíasi Einarssyni. Fógeti leggur fram nr. 1, gerðarbeiðni, nr. 2 sátt fógetaréttar Reykjavíkur í málinu nr. A-2990/1983 svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Ólafur Axelsson hrl. og krefst fjárnáms fyrir kr. 400.000,00 með 5%o mánaðarv. frá 22/6 1983 til greiðsludags, endurrits og birtingarkostnað kr. 38,00, kr. 1.068,00 í bankakostnað, kr. 42.674,00 í málskostnað samkv. gjaldskrá LMFÍ, kr. 68,00 fyrir gerðarbeiðni auk kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeið- anda, auk kr. 4.195,00 í fógetakostnað. Gerðarþoli er mættur. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta gerir fógeti fjárnám í eignarhluta gerðarþola í Laufásveg 17, sem er 1. hæð og götuhæð. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrir þýðingu gerðarinnar. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. 1034 Þriðjudaginn 8. október 1985. Nr. 13/1985. Þráinn Gíslason (Jón Oddsson hrl.) gegn Sólveigu A. Sæmundsdóttur og gagnsök (Jón Finnsson hrl.) Fjárnámsgerð staðfest. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Aðaláfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 23. janúar 1985, Hann gerði þær dómkröfur, að hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð yrði hrundið og hún felld úr gildi og gagnáfrýjanda gert að greiða honum máls- kostnað. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 8. mars 1985. Hann gerir þær dómkröfur, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest og að aðaláfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu aðaláfrýjanda, að hann félli frá áfrýjun aðalsakarinnar og gerði engar kröfur. Af hálfu gagnáfrýjanda var krafist staðfestingar hins áfrýjaða fjárnáms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Af hálfu aðaláfrýjanda var því lýst yfir, að engum mótmælum væri hreyft við kröfum gagnáfrýjanda. Þar sem eigi verða séðir neinir þeir annmarkar á hinu áfrýjaða fjárnámi að ógildingu þess varði án kröfu, ber samkvæmt framan- greindu að taka til greina kröfu gagnáfrýjanda um staðfestingu þess. Samkvæmt því ber að dæma aðaláfrýjanda til þess að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn 12.000,00 krónur. Dómsorð: Hið áfrýjaða fjárnám á að vera Óraskað. 1035 Aðaláfrýjandi, Þráinn Gíslason, greiði gagnáfrýjanda, Sólveigu A. Sæmundsdóttur, málskostnað fyrir Hæstarétti, 12.000,00 krónur að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Kópavogs 13. desember 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 13. desember, var fógetaréttur Kópavogs settur að Ásbraut 3 og þar haldinn af fulltrúa bæjarfógeta Sveinbirni Sveinbjörns- syni með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Málið Sólveig Á. Sæmundsdóttir gegn Þráni Gíslasyni. Fógeti leggur fram: Nr. 1 gerðarbeiðni a 2 dóm Hæstaréttar uppkveðinn 31. október 1984 st 3 dóm bæjarþings Reykjavíkur uppkveðinn 21. apríl 1984, svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Skúli J. Pálmason hrl. og krefst fjárnáms fyrir kr. 56.804,00 ásamt 13% ársvöxtum frá 29. maí 1977 til 21. nóvember sama ár, 16%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, 22% ársvöxtum frá þeim degi til |. september sama ár, 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember sama ár, 31% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 27. maí 1981, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní sama ár, 39% árs- vöxtum frá þeim degi til dómsuppsögudags ( 21. apríl 1982) og síðan hæstu lögleyfðu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, kr. 9.500,00 í máls- kostnað fyrir héraðsdómi, kr. 347,00 fyrir endurrit og birtingu héraðsdóms, kr. 18.000,00 í málskostnað til ríkissjóðs fyrir Hæstarétti, kr. 18.000,00 í málskostnað til skipaðs talsmanns gagnstefnanda, Jóns Finnssonar hrl. fyrir Hæstarétti, kr. 80,00 fyrir endurrit hæstaréttardóms, kr. 736,00 fyrir samningu fjárnámsbeiðnar auk alls kostnaðar við fjárnámið og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda, en á kostnað gerðarþola. Gerðarþoli býr hér, en er ekki viðstaddur, en fyrir hann mætir Anna L. Kristjánsdóttir sem hér er. Áminnt um sannsögli kveðst hún ekki geta greitt. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsti fógeti fyrir fjárnámi í eign gerðarþola, bifreiðinni R-21144, Toyota Corola, árgerð 1981. Fallið var frá virðingu. Fógeti gætti leiðbeiningarskyldu sinnar, skýrði þýðingu gerðarinnar og kvaðst myndu skýra gerðarþola frá fjárnáminu með ábyrgðarbréfi. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. 1036 Þriðjudaginn 8. október 1985. Nr. 179/1985. Ákæruvaldið gegn Jósep Hjálmari Sigurðssyni og Pálma Þór Jónssyni Kærumál. Ákæra. Frávísunardómur úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Ríkissaksóknari hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 171. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar með kæru 23. júlí 1985. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 25. s.m. Ríkis- saksóknari krefst þess, að frávísunardómurinn verði felldur úr gildi og héraðsdómara verði dæmt skylt að kveða upp efnisdóm í málinu samkvæmt ákæruskjali, útgefnu 21. ágúst 1984, á hendur varnar- aðiljum. Frá varnaraðiljum hafa borist greinargerðir, þar sem krafist er staðfestingar hins kærða frávísunardóms og kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Eigi teljast vera slíkir annmarkar á ákærunni, að ekki megi ljúka efnisdómi á mál þetta, með hliðsjón af ákvæðum 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974, ef þurfa þykir. Samkvæmt því, sem nú var sagt, ber að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi og leggja fyrir héraðsdómarann að kveða upp efnisdóm á málinu. Kærumálskostn- aður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómara að leggja efnisdóm á málið. Dómur sakadóms Gullbringusýslu 12. júlí 1985. Ár 1985, föstudaginn 12. júlí, var í sakadómi Gullbringusýslu, sem haldinn var í skrifstofu dómsins, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 966/1983: 1037 Ákæruvaldið gegn Jósep Hjálmari Sigurðssyni og Pálma Þór Jónssyni, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 10. þ.m. Með ákæru ríkissaksóknara, dags. 21. ágúst sl. var höfðað opinbert mál fyrir dóminum, „á hendur: 1.. Jósep Hjálmari Sigurðssyni, sjómanni, Bjarmalandi 20, Sandgerði, fæddum 5. ágúst 1961 á Skagaströnd og 2. Pálma Þór Jónssyni, sjómanni, Réttarholti 1, Reyðarfirði, fæddum 8. september 1962 á Reyðarfirði, fyrir líkamsárás gagnvart Indriða Björgvinssyni, fæddum 20. mars 1962, aðfaranótt 18. apríl 1983 í verbúð Miðness h.f. í Sandgerði. Ákærði Jósep Hjálmar sló Indriða þrjú hnefahögg í andlitið og kærði Pálmi Þór sló og sparkaði í andlit hans með þeim afleiðingum, að hann kinnbeinsbrotnaði vinstra megin og hlaut glóðarauga á vinstra auga og skurðsár við utanvert augað, sem sauma þurfti saman. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20, 1981. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og sakarkostnaðar““. Aðfaranótt mánudagsins 18. apríl 1983, skömmu eftir miðnætti, var lög- reglunni í Keflavík tilkynnt um mann, blóðugan í andliti, er staddur væri á bifreiðastöð S.B.K. í Keflavík. Var hér um að ræða Indriða Björgvinsson, f. 27.3. 1962. Upplýsti einn bifreiðastjóra S.B.K., að hann hefði ekið Indriða frá Sandgerði til Keflavíkur og ákveðið að hringja á lögregluna, er þangað var komið, þar sem Indriði var illa á sig kominn og ósjálfbjarga. Færðu lögreglumennirnir Indriða, sem talsvert var undir áhrifum áfengis, á sjúkrahúsið, þar sem vakthafandi læknir gerði að sárum hans, er voru opinn skurður yfir v. augnloki og hrufl á v. hluta andlits. Viku síðar mætti Indriði hjá rannsóknarlögreglunni og kærði líkamsárás, er hann kvað sig hafa orðið fyrir í verbúð Miðness h.f., Sandgerði, 17. nefnds mánaðar. Hafi við læknisrannsókn komið í ljós sprunga á v. kinn- beini og einnig hafi hann hlotið allmikið glóðarauga auk fyrrgreindra meiðsla. Í áverkavottorði læknis segir, að meiðsli Indriða hafi verið V laga skurð- sár við v. auga utanvert, þannig að armarnir á V náðu inn á sitt hvort augnlok. Hafi hann verið með talsvert mikið glóðarauga og verk á svæðinu. Skurðurinn var saumaður saman, en við röntgenmyndatöku síðar hafi komið í ljós brot á v. kinnbeini og talsverð blæðing inn í kjálkaholuna. Hafi augað bólgnað talsvert mikið og lengi verið rautt. Við röntgenmynda- töku 16. maí s.á. sást, að blæðingin inn í kjálkaholuna var að mestu horfin, og þegar vottorðið er gefið út, þ.e. 23. maí, er hann orðinn mikið til óþæg- 1038 indalaus í kinnbeininu, en enn með dofa í efri vör v. megin og upp á kinn- beinið. Ákærði Jósep hefur viðurkennt að hafa slegið Indriða þrjú hnefahögg í andlit aðfaranótt mánudagsins 18. apríl 1983, þar sem þeir voru þá staddir í herbergi í verbúð Miðness h.f., Sandgerði. Hafi Indriði fallið við höggin, og segist Jósep í framhaldi af þessu hafa sett hann fram á gang verbúðar- innar. Hafi eitt höggið lent á enni Índriða, annað á kinninni og hið þriðja á nefi hans og munni. Lítillega hafi blætt úr nösum, en aðra áverka sá Jósep ekki. Ákærði Pálmi hefur viðurkennt að hafa slegið Indriða í andlitið með krepptum hnefa og sparkað í hann liggjandi, en kvaðst ekki geta greint nákvæmlega, hvar sú ákoma var, og vildi ekki útiloka, að sparkið gæti hafa hæft höfuð Indriða. Hafi atburðir þessir átt sér stað við eða inni á salerni, sem sé á gangi verbúðar Miðness h.f. Pálmi greindi nánar svo frá, að Jósep hafi slegið Indriða hnefahögg, eftir að sá síðarnefndi hafi neitað að yfirgefa herbergið. Taldi hann, að þau hefðu lent á andliti Indriða, þar sem hann hafi verið blóðugur í kringum nef og munn, þegar ákærði sá hann á eða við salernið. Þar hófu þeir að munnhöggvast, en síðan varð Indriði fyrir framanlýstri árás Pálma. Í málsvörn sinni, er lögð var fram 19. júní sl., krefst skipaður verjandi ákærða Jóseps, Kristján Stefánsson hdl., þess aðallega, að málinu verði vísað frá dómi. Er frávísunarkrafan reist „„á þeirri málsástæðu, að sú hátt- semi, sem ákært er fyrir í máli þessu, er eðli máls samkvæmt tvö aðskilin sjálfstæð brot en í ákæruskjali verður ekki greint, hvort meint háttsemi ákærða, Jóseps, hafi haft í för með sér þær afleiðingar, að brotið verði fellt undir 218. gr. alm. hgl., og tel ég ákæru haldna þeim ágalla, að ekki verði á henni byggð þessi málshöfðun.““ Með bréfi, dags. 21. júní sl., sendi dómari máls þessa ríkissaksóknara málið til umsagnar skv. 2. mgr. 124. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opin- berra mála. Í umsögn ríkissaksóknara, dags. 28. júní sl. og mótt. 10. þ.m., er þessari kröfu verjandans mótmælt og áréttuð krafa um, að dómarinn ljúki rann- sókn málsins og taki það til dómsálagningar skv. framangreindri ákæru. Eins og atvikum máls þessa er háttað, verður að gera þá kröfu, að í ákæru sé greint á milli líkamsárásar Jóseps annars vegar og Pálma hins vegar og þeirra áverka, sem Indriði kann að hafa hlotið af hvorri þeirra um sig. Þessa hefur eigi verið gætt, og er því ákæran haldin þeim ann- mörkum, að mjög torvelt verður um varnir í málinu og þó einkum úrlausn dómara á sakarefninu. Ákæran fullnægir þannig ekki ákvæðum 3. tl. 2. mgr. 115. gr. laga nr. 74/1974, sbr. 19. gr. laga nr. 107/1976, og verður 1039 hún því eigi lögð til grundvallar dómi um efni máls. Ber því skv. framan- sögðu að. vísa máli þessu frá sakadómi. Sakarkostnað allan ber að greiða úr ríkissjóði, þ.m.t. laun skipaðra verjenda beggja ákærðu, nefnds Kristjáns hdl., og Hákonar Árnasonar hrl. v/ Pálma Þórs Jónssonar, kr. 6.000,00 til hvors þeirra. Dómsorð: Ákæru í málinu er vísað frá sakadómi. Sakarkostnaður skal greiðast úr ríkissjóði, þ.m.t. laun skipaðs verjanda ákærða Jóseps, Kristjáns Stefánssonar hdl., kr. 6.000,00 og skipaðs verjanda Pálma, Hákonar Árnasonar hrl., kr. 6.000,00. Þriðjudaginn 8. október 1985. Nr. 213/1985. Ákæruvaldið gegn Birni Einarssyni Kærumál. Frávísunardómur staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Ríkissaksóknari hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 171. gr. laga nr. 14/1974 skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar með kæru 9. september 1985, en þann dag fékk hann vitneskju um frá- vísunardóminn. Skjöl málsins bárust Hæstarétti 16. s.m. Ríkissak- sóknari krefst þess, að frávísunardómurinn verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til dómsmeðferðar á grund- velli ákæruskjalsins. Frá varnaraðilja, Birni Einarssyni, hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Sverrir Einarsson sakadómari hefur sent Hæstarétti greinargerð. Með skírskotun til forsendna hins kærða frávísunardóms ber að staðfesta hann. 1040 Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur á að vera óraskaður. Dómur sakadóms Reykjavíkur 27. ágúst 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 27. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 481/1985: Ákæruvaldið gegn Birni Einars- syni, sem tekið er til dóms samdægurs. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dag- settu 18. júlí sl., á hendur ákærða, Birni Einarssyni, Háuhlíð 20 í Reykja- vík, fæddum 26. ágúst 1946 í Reykjavík. Í ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða „fyrir að hafa þann 15. febrúar 1985 haldið eftir af launum Finns Guðsteinssonar, Óðins- götu 4, Reykjavík, kr. 25.000 upp í opinber gjöld til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, en eigi skilað því fé heldur hagnýtt það í þágu fyrrgreinds firma, sem ákærði er einkaeigandi að. Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.“ Málavextir eru þessir: Með bréfi Gjaldheimtunnar í Reykjavík, dagsettu 14. mars sl., til rann- sóknarlögreglu ríkisins var sent ljósrit af bréfi Gjaldheimtunnar, dags. 6. mars sl., til Benson innréttinga, Borgartúni 27, svo og ljósrit launaseðils, sem í bréfunum er nefndur kvittanir. Launaseðillinn sýnir, að fyrirtækið hafi haldið eftir 25.000 krónum af launum Finns Jakobs Guðsteinssonar til greiðslu opinberra gjalda hinn 15. febrúar sl., en peningunum hafði ekki verið skilað þrátt fyrir áskoranir. Í bréfinu til rannsóknarlögreglunnar er óskað aðstoðar við innheimtu skuldarinnar, sem með dráttarvöxtum var á umræddum tíma sögð 25.981 króna. Þá var framangreint kært sem brot á 247. gr. almennra hegningar- laga. Hinn 12. júní sl. var tekin skýrsla hjá rannsóknarlögreglu ríkisins af ákærða, Birni Einarssyni, sem upplýsti, að fyrirtækið Benson innréttingar væri einkafyrirtæki hans og hefði það og hann sjálfur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Staðfesti ákærði, að umræddur launaseðill væri frá fyrirtæki hans. Ákærði kvaðst ekki kannast beint við skuldina, en gjaldkeri fyrir- tækisins hefði annast þau mál, er hana vörðuðu, en ákærði bæri ábyrgð á skuldinni, sem hann vefengdi ekki, að væri rétt. 1041 Taldi ákærði, að peningarnir hefðu ekki verið til staðar, þegar útborgun til Finns Jakobs fór fram, heldur hefði fjárhæðin verið í rekstri fyrirtækis- ins. Samkvæmt. 3. mgr. 32. gr. laga nr. 74, 1974, sbr. 3. mgr. S. gr. laga nr. 107, 1976, annast lögreglan (rannsóknarlögregla ríkisins) frumrannsókn opinberra mála. Er markmið þeirrar rannsóknar að afla allra nauðsynlegra gagna, til að handhafa ákæruvalds sé fært að ákveða að henni lokinni, hvort opinbert mál skuli höfðað, og afla gagna til undirbúnings dómsmeð- ferðar. Ákærði var ekki spurður, hver hefði tekið þá ákvörðun að halda gjald- heimtufénu eftir hjá fyrirtækinu án þess að skila því, og ekki var gjaldkeri fyrirtækisins yfirheyrður um þetta né annað af rannsóknarlögreglu. Framangreint atriði er það mikilvægt í málinu, að ekki verður talið, að frumrannsókn sú, er áður er getið, sé viðhlítandi grundvöllur til útgáfu ákæru og dómsmeðferðar samkvæmt 7$. gr. og Í. mgr. 115. gr. laga nr. 14, 1974, sbr. 13. gr. og 19. gr. laga nr. 107, 1976. Ber því að vísa máli þessu ex officio frá sakadómi Reykjavíkur. Samkvæmt 1. mgr. 140. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála ber að dæma ríkissjóð til að greiða allan sakarkostnað. Dómsorð: Máli þessu er ex officio vísað frá sakadómi Reykjavíkur. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. 66 1042 Þriðjudaginn 8. október 1985. Nr. 213/1983. Póst- og símamálastofnunin (Guðmundur Markússon hrl.) gegn Aage Michelsen (Svala Thorlacius hrl.) Skaðabótamál. Sönnun. 14. gr. laga nr. 30/1941. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörns- son og Arnljótur Björnsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. nóvem- ber 1983. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða áfrýjanda 10.073,25 krónur með 34% ársvöxtum frá 17. september 1981 til 13. september 1982 og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Í máli þessu er deilt um bótaskyldu vegna skemmda, er urðu á jarðsímastrengjum í Stykkishólmi af völdum vinnuvélar í eigu stefnda í 6 nánar tiltekin skipti á tímabilinu frá 13. ágúst til 17. september 1981. Í öll skiptin stjórnaði sami maður vinnuvélinni, en hann var eini starfsmaðurinn við verkið, sem áfrýjandi telur stefnda bera ábyrgð á. Lögregluskýrslur liggja fyrir um öll þessi atvik, en upplýsingar um tjónsorsakir eru næsta ófullkomnar, t.d. nýtur ekki við skýrslna sjónarvotta. Fjögur tjónsatvíkanna urðu, þegar unnið var að grefti í þágu Rafmagnsveitna ríkisins, en í hin tvö skiptin var vinnuvélin notuð í þágu Stykkishólmshrepps. Af framburði vitna fyrir héraðsdómi má ráða, að stjórnandi vinnuvélarinnar hafi lotið stjórn verkstjóra þess aðilja, sem unnið var fyrir hverju sinni, svo og að handgrafari frá Rafmagnsveitum ríkisins eða Stykkishólmshreppi hafi a.m.k. stundum verið á vinnu- 1043 stað í því skyni að leita að strengjum, áður en grafið væri með vél- inni. Hins vegar skorti upplýsingar um, hvern hlut verkstjórar eða handgrafarar hafi átt að verki, þegar einstök tjónsatvik bar að höndum, svo sem um það hver hafi ákveðið, hvort eða hvenær grafið skyldi með handverkfærum. Ekki kemur fram um neitt tjónsatvikanna, hvort handgrafið var niður á jarðstrengi, áður en vinnuvélinni var beitt, eða hvort maður var í skurði til leiðbeiningar þeim, sem vélgröfunni stjórnaði, svo sem boðið er í gr. 3.1-2 reglna Pósts og síma um meðferð jarðsíma- strengja, 3. útgáfu janúar 1977. Þá eru upplýsingar um legu strengja þeirra, sem skemmdust, af skornum skammti. Aðeins í einu tilvik- anna virðist mæling gerð á hliðarfráviki frá beinni legu strengs, en eigi liggja fyrir gögn um, hvort telja megi það frávik eðlilegt vegna þenslu eða samskeyta, sbr. gr. 3.1 nefndra reglna. Enda þótt líklegt sé, að eitthvað hafi farið úrskeiðis við fram- kvæmd verka þeirra, er leiddu til skemmda jarðsímastrengjanna, veita gögn málsins ekki nægilegar upplýsingar til þess, að dæmt verði, að skemmdirnar megi rekja til sakar stjórnanda vinnuvélar- innar, en sönnunarbyrðin um það hvílir á áfrýjanda. Verður því hvað sem öðru líður ekki lögð fébótaábyrgð á stefnda vegna sakar stjórnandans. Ábyrgð verður ekki felld á stefnda á grundvelli 14. gr. laga nr. 30/1941 um fjarskipti þegar af þeirri ástæðu, að eigi verður talið, að í þeirri grein felist regla um hlutlæga bótaskyldu eigenda vinnu- véla sem skadda jarðsímastrengi með þeim hætti er hér varð raun á. Samkvæmt ofangreindu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Póst- og símamálstofnunin, greiði stefnda, Aage Michelsen, 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 28. september 1983. Málið er þingfest í sýsluskrifstofunni í Stykkishólmi mánudaginn 13. 1044 september 1982 samkvæmt utandómsstefnu, útgefinni af Árna Guðjónssyni hrl. f.h. stefnanda hinn 25. ágúst 1982 og birtri hinn 28. ágúst 1982. Málið var dómtekið hinn 14. september 1983 að loknum munnlegum málflutningi. Stefnandi er Póst- og símamálastofnun, nnr. 7124-0045, Reykjavík. Stefndi er Aage Michelsen, nnr. 0001-3811, framkvæmdastjóri, Hraunbæ, Hveragerði, Árnessýslu. Dómkröfur stefanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 10.073,25 með 34% ársvöxtum frá 17. september 1981 til þingfestingardags hinn 13. september 1982 og dóm- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnað samkvæmt máls- kostnaðarreikningi. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hann verði alfarið sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dóms í samræmi við dskj. nr. 26. Til vara gerir stefndi þær kröfur, að sér verði gert að greiða stefnanda mun lægri upphæð en kemur fram í kröfum stefnanda og að málskostnaður falli niður. Málavextir eru þeir samkvæmt stefnu, að stefndi hafði með höndum verklegar framkvæmdir með jarðvinnslutækjum í Stykkishólmi á síðast- liðnu ári (1981), og á tímabilinu frá 13. ágúst til 17. september urðu m.a. 6 tjón á jarðsímastrengjum, er hann ber ábyrgð á. Viðgerðarkostnaður stefnanda á þessum strengjum nam samtals kr. 10.073,25, sem er stefnu- fjárhæðin. Stefnandi reisir dómkröfur sínar á því, að starfsmenn stefnda hafi með saknæmum hætti valdið stefnanda tjóni með framangreindum hætti. Bótaábyrgð stefnda er annarsvegar byggð á hinni almennu sak- næmisreglu svo og ákvæðum 14. gr. fjarskiptalaga nr. 30/1941. Stefndi lýsir málavöxtum þannig, að sumarið 1981 hafi hann leigt Stykkishólmshreppi Case-vinnuvél ásamt manni gegn ákveðnu gjaldi fyrir hverja unna klukkustund. Stefndi sá um að greiða þessum starfsmanni laun, en fékk þau síðan endurgreidd hjá Stykkishólmshreppi. Stefndi hafði engin afskipti af starfsmanni þessum, og var hann algjörlega undir stjórn verkstjóra Stykkishólmshrepps við þau verk, sem hann vann þar á staðnum á vegum hreppsins. Á þeim tíma, sem grafan sleit 4 af þeim strengjum, sem um ræðir í máli þessu, var grafan að vinna fyrir Rarik, en til þeirra hafði hún verið fræinleigð af Stykkishólmshreppi. Gröfumaðurinn laut því stjórn verkstjóra Stykkishólmshrepps og Rarik á staðnum. Stefndi segir það óumdeilt í málinu, að grafan hafi slitið strengi þá, sem um ræðir, og mót- mælir ekki tjónsfjárhæðinni tölulega. Stefndi telur í fyrsta lagi, að hann sé ekki ábyrgur fyrir tjóninu sam- kvæmt almennu skaðabótareglunni (saknæmisreglunni). Hann hafi sjálfur ekki hegðað sér á nokkurn hátt gáleysislega við verk það, sem unnið var, því að hann hafi sjálfur allan tímann verið í Hveragerði og ekki komið 1045 nálægt verkinu. Það geti heldur ekki talist honum til gáleysis að senda þann mann með gröfunni, sem á henni vann, þar sem sá hafi haft gilt vinnuvéla- próf. Skilyrðum almennu skaðabótareglunnar til bótaábyrgðar stefnda sé því ekki fullnægt. Um svonefnda húsbóndaábyrgð stefnda á verkum gröfu- mannsins sé það að segja, að það hafi verið talið skilyrði fyrir bótaábyrgð vinnuveitanda, að hann hafi rétt til að gefa starfsmanninum fyrirskipanir og hafa eftirlit með honum, eða að samband þeirra sé þannig, að vinnuveit- andinn hafi færi á að segja starfsmanninum fyrir verkum. Þetta skilyrði hafi verið orðað nánar þannig, að vinnuveitandinn verði að vera húsbóndi starfsmanns í þeim skilningi, að hann hafi rétt til að stjórna vinnunni þar á meðal að ráða starfsmenn og segja þeim upp starfi, gefa þeim fyrirskip- anir og leiðbeiningar og líta eftir framkvæmd vinnunnar. Í þessu felst, að eigi er nægilegt að sá, sem unnið er fyrir, ráði því, hvað starfsmaðurinn gerir, hann verður einnig að ráða því, hvernig og hvenær hann vinnur. Þá segir stefndi, að það sé ljóst, að gröfumaðurinn hafi þegið laun sín hjá stefnda. Samband þeirra hafi að öðru leyti ekki verið á þann veg, að skil- yrðum húsbóndaábyrgðar sé fullnægt. Það hafi verið verkstjórar Stykkis- hólmshrepps og Rarik, sem stjórnuðu verkinu, sem unnið var, og réðu því, hvað starfsmaðurinn gerði, hvernig og hvenær hann vann verkið. Stykkis- hólmshreppur og Rarik hafi því verið húsbændur hans á þessum tíma. Einnig bendir stefndi á, að ekki var um að ræða verksamning milli sín og Stykkishólmshrepps, heldur var um leigu á vélinni að ræða til langs tíma. Því væri Ósanngjarnt að láta stefnda bera ábyrgð á tjónum, sem unnin voru með vélinni á þessum tíma. Stykkishólmshreppur og Rarik ættu ekki að standa betur að vígi gagnvart tjónþolum, er þeir nota lánsverkfæri heldur en þegar þeir nota sín eigin tól. Þá heldur stefndi því fram, að gröfustjórinn hafi í engu hegðað sér gáleysislega við stjórntök vélarinnar. Ábyrgð stefnda myndi einungis ná til gáleysisverka starfsmannsins við stjórntök, þ.e. að hann hafi ekki stjórnað gröfunni á tilhlýðilegan hátt. Stefnandi hefur þó í engu sýnt fram á slíka hegðun gröfustjórans. Verkstjórar Stykkishólms- hrepps og Rarik gáfu gröfustjóranum fyrirmæli um, hvar hann skyldi grafa, og fór hann í öllu eftir fyrirmælum þeirra. Ef einhverjir hafi sýnt af sér gáleysi, þá séu það stjórnendur verksins, þeir sem gáfu fyrirmæli um, hvar skyldi grafa. Í öðru lagi heldur stefndi því fram, að hann geti ekki borið ábyrgð samkvæmt 14. gr. fjarskiptalaga nr. 30/1941, og kemur þar tvennt til. Fyrst, að það er ekki hann, sem óskar að gera þær ráðstafanir, sem þar eru taldar. Að hans mati eru það Stykkishólmshreppur og Rarik. Stefndi leigir þeim aðeins tækið, sem unnið er með, en þeir taka síðan ákvörðun um, hvað gert er, hvenær og hvernig. Í öðru lagi getur stefndi ekki borið húsbóndaábyrgð á tjóni, sem gröfustjórinn væri talinn ábyrgur fyrir 1046 samkvæmt þessu ákvæði, þar sem það er skilyrði húsbóndaábyrgðar, að um sök starfsmanns sé að ræða, en 14. gr. laga 30/1941 er hlutlæg ábyrgðarregla. Ábyrgð stefnda verður því ekki byggð á þessu lagaákvæði. Verði stefndi hinsvegar talinn bera á einhvern hátt ábyrgð á tjóni stefn- anda, telur stefndi, að lækka eigi bætur verulega vegna eigin sakar stefn- anda. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem er fylgiskjal með dskj. nr. 4, var jarðstrengurinn ekki á þeim stað, sem uppdráttur sýndi, heldur 80 em norðar. Hér er að sjálfsögðu um að ræða sök starfsmanna Pósts og síma, og bera þeir því ábyrgðina á tjóni þessu. Sama má segja um tjón það, er um getur í lögregluskýrslu, sem er fylgiskjal með dskj. nr. 5. Þar er jarð- strengurinn ekki heldur rétt staðsettur á teikningu. Á lögregluskýrslu, sem er fylgiskjal með dskj. nr. 8, kemur og fram, að á teikningunum, sem Póstur og sími létu í té voru engin mál, og er þar um að ræða gáleysi af hendi starfsmanna Pósts og síma, og bera þeir því ábyrgð á tjóni þessu. Þá má benda á, að flestir eru strengirnir mjög grunnt í jörðu, og á suma vantaði aðvörunarborða. Þetta er gáleysi starfsmanna Pósts og síma. Af öllu framansögðu er ljóst, að sýkna ber stefnda eða lækka bætur verulega. Niðurstaða. Upplýst er í málinu, að sumarið 1981 leigði stefndi Rafmagnsveitum ríkisins (Rarik) í Stykkishólmi Case-hjólagröfu í þrjá mánuði, og fylgdi henni gröfustjóri, sem hafði gilt vinnuvélapróf. Grafan var leigð á svoköll- uðum langtímataxta. Stefndi greiddi gröfustjóranum laun, og einnig tryggði hann gröfuna fyrir strengjasliti. Leiga fyrir gröfuna var greidd fyrir hvern unninn tíma, sem grafan var að verki. Rarik leigði síðan eða lánaði ýmsum aðiljum, m.a. Stykkishólmshreppi, gröfuna inn í milli, þegar lítið var að gera hjá Rarik. Uppdrættir frá Pósti og síma, er sýndu legu jarðsíma- strengja, voru tiltækir á staðnum, annaðhvort í gröfunni sjálfri eða jeppa- bifreið, sem starfsmenn Rarik voru með. Er strengjaslit urðu, var grafan ýmist að vinna fyrir Rarik eða Stykkishólmshrepp. Jarðsímastrengir voru ekki alltaf rétt staðsettir samkvæmt uppdrætti, og aðvörunarborða vantaði oft. Hvergi kemur fram í málinu, að gröfustjórinn hafi sýnt óaðgæslu við störf sín. Þegar hann vann fyrir Rarik sagði verkstjóri Rarik fyrir um, hvar grafa skyldi, og þegar hann vann fyrir Stykkishólmshrepp, sagði verkstjóri hreppsins til, hvar grafa skyldi. Uppdrætti af jarðsímastrengjum skoðaði gröfustjórinn ásamt verkstjórum eða öðrum starfsmönnum þeirra, sem unnið var fyrir hverju sinni, og lega strengja ákvörðuð samkvæmt því. Oft voru frávik frá uppdrætti allt upp í tvo metra til hliðar, og dýpt strengja í jörðu var mjög breytileg. Á einum stað var jarðsímastrengur ekki sýndur á uppdrætti. Stefndi leigði Rarik gröfuna án þess að hafa nokkur afskipti af eða áhrif 1047 á, hvar, hvernig eða hvenær unnið var með henni, og eins og málsatvikum er að öðru leyti háttað, verður ekki séð, að stefndi hafi verið sjálfstæður verktaki í þessu tilviki. Það verður því ekki talið, að stefndi beri húsbónda- ábyrgð á gröfustjóranum, meðan hann var í vinnu hjá leigutaka eða aðilj- um, sem leiða rétt sinn frá honum, enda var stefndi allan tímann austur í Hveragerði og kom hvergi nærri tilsögn við verk. Skilyrðum fyrir ábyrgð stefnda samkvæmt almennu skaðabótareglunni verður heldur ekki talið fullnægt. Í 14. gr. fjarskiptalaga nr. 30/1941 segir: „„Þar, sem fjarskiptavirki ríkis- ins eru, má ekki reisa mannvirki, setja upp tæki leggja pípur eða raftaugar, gera jarðrask eða aðrar ráðstafanir, er af geta hlotist skemmdir á fjarskipta- virkjunum eða truflun á rekstri þeirra, nema áður hafi fengist samkomulag við Póst- og símamálastjórnina um, hvernig það skuli gert og hvenær. Sá, er óskar að gera þessar ráðstafanir, ber allan kostnað, sem af þeim leiðir, beinan og óbeinan, nema annað hafi orðið að samkomulagi ....““ Varðandi ábyrgð á tjóni samkvæmt þessari grein fjarskiptalaganna lítur dómurinn svo á, að það sé ekki stefndi, sem hafi óskað að láta vinna þau verk, sem skemmdum ollu á jarðsímastrengjum og mál þetta er risið af, og tjón það, sem af hlaust, sé því ekki á hans ábyrgð. Samkvæmt því, sem að framan greinir, verður niðurstaða dómsins sú, að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega metinn kr. 10.000. Jón S. Magnússon fulltrúi kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Aage Michelsen, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Póst- og símamálastjórnarinnar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 10.000 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1048 Miðvikudaginn 9. október 1985. Nr. 129/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Árna Grétari Gunnarssyni og Hannesi Höskuldssyni (Barði Friðriksson hrl.) Sýknað af ákæru fyrir brot gegn lögum nr. 36/1970 um leigu- bifreiðar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skafta- son og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærðu með stefnu 3. maí 1985. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar, þó svo, að ákærðu verði aðeins sakfelldir fyrir flutning á helmingi þess kísilgúrs, sem útskipað var á tilgreindum útskipunardögum á tímabilinu 1.-25. september 1984. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. ágúst 1985. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi, eru ákærðu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f. Tilgangur þess félags er „„að reka vöruskemmu, annast móttöku, geymslu og útskipun á kísilgúr, skipaafgreiðsla, smíði vörupalla o.fl. Auk þess umboðs- og heildsala af ýmsu tagi. Einnig almenn verktakastarf- semi.““ Hinn 18. ágúst 1984 gerði félagið sem verktaki verksamning við Kísiliðjuna h/f um móttöku, geymslu og útskipun á tilteknu magni af kísilgúr á ári á Húsavík, og er þessu nánar lýst í héraðs- dómi. Fyrir verk þetta í heild skyldi Kísiliðjan h/f greiða verk- takanum 170 til 190 krónur fyrir hvert tonn af kísilgúr, sem af- skipað yrði frá Húsavík. Fyrir flutning á kísilgúrnum frá vöru- geymslu við skipshlið notaði verktakinn eigin vörubifreiðar nema í september 1984, þegar einnig voru notaðar vörubifreiðar frá Bifreiðastöð Húsavíkur. Eftir því, sem fram er komið, notaði Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f vörubifreiðar sínar eingöngu í eigin þágu. 1049 Samkvæmt því, sem nú er rakið, var flutningur kísilgúrsins frá vörugeymslu að skipshlið aðeins einn þáttur í verki Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f fyrir Kísiliðjuna h/f. Ekki var greitt sérstakt gjald fyrir þennan flutning, heldur var gjald fyrir hann innifalið í heildar- gjaldi fyrir allt verkið. Verður ekki talið, að með þessu hafi Skipa- afgreiðslan stundað „leiguakstur á vörubifreiðum,““ sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 36/1970. Ber því að sýkna hina ákærðu af refsikröfum ákæruvalds. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan kostnað sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, eins og nánar er greint í dóms- orði. Dómsorð: Ákærðu, Árni Grétar Gunnarsson og Hannes Höskulds- son, eigi að vera sýknir af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu í héraði, Þórarins V. Þórarinssonar lögfræð- ings, 6.000,00 krónur, og skipaðs verjanda þeirra fyrir Hæsta- rétti, Barða Friðrikssonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Húsavíkur 10. apríl 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 10. apríl, var í sakadómi Húsavíkur, sem haldinn var í skrifstofu embættisins í Húsavík af Sigurði Briem Jónssyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 482/1984: Ákæruvaldið gegn Árna Grétari Gunnarssyni og Hannesi Höskuldssyni, sem dómtekið var 21. mars sl. Mál þetta er höfðað samkvæmt ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 29. janúar 1985, gegn Árna Grétari Gunnarssyni, Garðarsbraut 77, Húsavík, og Hannesi Höskuldssyni, Garðarsbraut 41, Húsavík, báðum stjórnar- mönnum og framkvæmdastjórum Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f, fyrir brot á lögum um leigubifreiðar nr. 36/1970, sbr. reglugerð um hámarkstölu vörubifreiða í Húsavík nr. 85, 1961, með því að hafa í nafni fyrrgreinds hlutafélags, sem ákærðu þann 11. ágúst 1984 stofnuðu til með eiginkonum sínum og tveimur öðrum aðiljum, og með verksamningi við Kísiliðjuna h/f, dagsettum 18. ágúst 1984, tekið að sér leiguakstur utan vörubifreiða- stöðvar, en meðal verkþátta samkvæmt greindum verksamningi var flutn- 1050 ingur með vörubifreiðum, eign Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f, á kísilgúr í eigu Kísiliðjunnar h/f frá vöruskemmu. Kísiliðjunnar h/f á Húsavík að skipshlið til útskipunar. Á tímabilinu september-desember 1984 eru ákærðu sem fyrirsvarsmenn Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f sóttir til saka fyrir að yfirtaka flutning á kísilgúr við eftirgreindar 30 útskipanir, en fram til þess tíma hafði Bifreiða- stöð Húsavíkur annast sams konar flutninga samkvæmt kvaðningu hverju sinni. Útskipunardagur: Magn kísilgúrs: Nafn skips: 1. september 259.752 kg Esja 5. 205.128 “ Hekla 7. et 275.814 “ Esja 10. Ee 366.291 “ Askja 14. Si 419.628 “ Hekla 18. ee 228.690 “ Askja 22. “ 278.586 “ Hekla 25. ee 174.636 “ Esja 30. et 322.543 “ Hekla 2. október 219.864 “ Askja 6. < 33.264 “ Hekla 8. S 301.938 “ Esja 31. eð 577.260 “ Esja 1. nóvember 607.194 *““ Hekla 3 “ 415.806 “ Askja 8. et 360.360 “ Hekla 10. es 389.763 “ Askja 12. #t 132.363 “ Esja 16. 342.156 “ Askja 20. 9 139.986 ““ Esja 24. “ 399.168 “ Askja 27: ég 266.805 ““ Hekla 1. desember 255.301 *“ Esja 5. át 267.498 “ Hekla 8. A 309.078 “ Esja 11. sk 309.771 “ Askja 15. R 176.376 “ Hekla 18. ek 275.529"““ Esja 21. fr 330.969 ““ Askja 29 Á 525.789 ““ Esja 30 útskipanir 9.167.308 kg 1051 Af framangreindu heildarmagni var 6.139.078 kg ekið á bifreiðum að skipshlið, en 3.028.230 kg var gámaflutningur. Brot ákærðu teljast varða við S. gr., 1. og 2. mgr., sbr. 11. gr. fyrr- greindra laga um leigubifreiðar og ákvæði reglug. um hámarkstölu vöru- bifreiða í Húsavík nr. 85, 1961, sbr. 13. gr. laga nr. 75, 1982. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærðu hefur krafist þess, að hinir ákærðu verði sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins og að sér verði dæmd málsvarnarlaun. Ákærði Árni Grétar Gunnarsson er fæddur 19. október 1955 á Húsavík og hefur sætt refsingum sem hér segir: 1976, 3/9 í Þingeyjarsýslu: Sátt, 15.000,00 kr. sekt f. brot gegn 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur öku- leyfi í 6 mánuði frá 3/9 1976. Ákærði Hannes Höskuldsson er fæddur 8. september 1956 á Húsavík og hefur ekki sætt refsingum, svo kunnugt sé. Málavextir. Hinn 27. september sl. kærði stjórn Bifreiðastöðvar Húsavíkur yfir því, að Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f, Húsavík, hefði notað eigin bíla við akstur á kísilgúr frá vöruskemmu fyrirtækisins á Húsavík að skipshlið. Hefði fyrirtækið notað einn til tvo af eigin bílum við útskipun og hefði vinna bifreiðastjóra á Bifreiðastöð Húsavíkur minnkað að sama skapi. Bifreiðastjórar frá Bifreiðastöð Húsavíkur hefðu frá því að Kísiliðjan h/f hóf starfsemi sína á Húsavík alltaf séð um umræddan akstur og teldu þeir því hér hafi verið brotin ákvæði 2. mgr. 5S. gr. laga nr. 36/1970. Fyrirtækið Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f var stofnað hinn 11. ágúst 1984. Í 3. gr. samþykkta félagsins segir svo m.a.: „Tilgangur félagsins er að reka vöruskemmu, annast móttöku, geymslu og útskipun á kísilgúr, skipaafgreiðsla, smíði vörupalla o.fl. Einnig almenn << verktakastarfsemi ..... Stjórn félagsins skipa skv. tilkynningu til hlutafélagskrár hinn 20. ágúst 1984: Árni G. Gunnarsson, Garðarsbraut 77, Húsavík, formaður, og með- stjórnendur Hannes Höskuldsson, Garðarsbraut 41, Húsavík, og Stefán S. Stefánsson, Sólbrekku 4, Húsavík. Framkvæmdastjórar og prókúruhafar eru Árni G. Gunnarsson og Hannes Höskuldsson. Samkvæmt upplýsingum formanns félagsins seldi Stefán S. Stefánsson hlut sinn í fyrirtækinu sl. haust. 1052 Hinn 18. ágúst 1984 gerðu Kísiliðjan h/f í Skútustaðahreppi og Skipa- afgreiðsla Húsavíkur h/f sem verktaki verksamning um móttöku, geymslu og útskipun á allt að 30.000 tonnum og ekki minna en 19.000 tonnum af kísilgúr á ári á Húsavík. Í 4. gr. samnings segir svo m.a.: „„Útskipun. a) Verktaki skal sjá um útskipun kísilgúrs á Húsavík, þ.e. koma vör- unum frá vöruskemmu í lyftu eða krók eða annan þann búnað, sem skip hafa til móttöku vörunnar. b) Eigi kísilgúrinn að flytjast í gámum, skal verktaki sjá um að hlaða gámana og koma þeim að skipshlið ..... á Í 8. gr. samningsins eru síðan ákvæði um greiðslu fyrir verkþætti og þjónustu sem Kísiliðjan h/f greiðir verktaka. Vitnið Skarphéðinn Jónasson, formaður Bifreiðastöðvar Húsavíkur, skýrði svo frá fyrir dómi, að bifreiðastjórar frá Bifreiðastöð Húsavíkur hefðu frá upphafi annast flutningana á kísilgúrnum frá vöruskemmu Kísil- iðjunnar h/f á Húsavík og fram til þess tíma að Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f tók að sér flutningana í septembermánuði sl. með sínum eigin bílum. Þá upplýsti vitnið, að í september hefði jafnframt eitthvað verið notaðar bifreiðar frá Bifreiðastöð Húsavíkur ásamt bifreiðum Skipaafgreiðslunnar, en hinn 25. september hefði því alveg verið lokið. Vitnið Hreiðar Sigurjónsson, stjórnarmaður í Bifreiðastöð Húsavíkur, skýrði frá á sama hátt fyrir dómi, að frá upphafi hefðu bifreiðarstjórar frá B.H. annast þessa flutninga á vörubifreiðum sínum, en 1. september 1984 hefði Skipaafgreiðslan tekið að sér þessa flutninga. Þá staðfesti vitnið, að í september hefðu bifreiðar frá B.H. verið notaðar við útskipun á kísil- gúrnum en síðan ekki meir. Hinir ákærðu skýrðu svo frá fyrir lögreglu: „„Það var í ágúst sl. sem við gerðum samning við Kísiliðjuna h/f., fyrir hönd Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f, um móttöku, geymslu og útskipun á kísilgúr. Samningurinn tók gildi |. sept. sl. og var samið um heildar- greiðslu fyrir alla þessa verkþætti. Festi fyrirtækið kaup á tveimur vörubifreiðum fyrir starfsemi fyrirtækis- ins og hafa þeir verið notaðir við útskipun á kísilgúr, flutning á sýru frá Húsavík til Kísiliðjunnar og ennfremur til annars aksturs í þágu fyrirtækis- ins. Við teljum okkur vera í fullum rétti til að nota bíla fyrirtækisins við útskipun á kísilgúr, þar sem við teljum að hér sé um verktakastarfsemi að ræða og útskipun bara hluti af stærra verki, sem við höfum gert samning 1053 um. Því teljum við 2. mgr. 5. gr. laga nr. 36/1970, ekki eiga við í þessu tilfelli þar sem verktakastarfsemi heyri ekki undir þau lög .... Við viljum taka fram, að við teljum okkur ekki skuldbundna til að nota vörubíla frá Bifreiðastöð Húsavíkur við útskipun á kísilgúr og óbundna af samkomulagi sem hugsanlega hefði verið milli Kísiliðjunnar og Bifreiða- stöðvarinnar eða hefð á því að nota bíla frá Bifreiðastöðinni.““ Fyrir dómi hafa ákærðu staðfest, að framanskráð sé rétt eftir þeim haft. Hinir ákærðu hafa lagt fram sundurliðaða greinargerð á dskj. nr. 12 um útskipun Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f, á kísilgúr á tímabilinu 1. sept. til 29. des. 1985. Greinir þar, að skipað hafi verið út 9.167.078 tonnum (sic) á þessu tímabili, þar af 3.028.230 tn. (sic) í gámum, en 6.139.078 tonnum (sic) ekið á bílum að skipshlið. Ákærði Hannes Höskuldsson kom fyrir dóm 26. nóv. sl. og skýrði svo frá, að flutningnum á kísilgúrnum sé þannig háttað, að hann hafi verið fluttur á tveimur vörubifreiðum Skipaafgreiðslunnar frá vöruskemmunni á Húsavík og að skipshlið til útskipunar í samræmi við verksamninginn. Hann sagði ennfremur, að Kísiliðjan h/f, í Skútustaðarheppi væri eigandi kísilgúrsins, sém fluttur hafi verið með bifreiðum Skipaafgreiðslunnar. Skipaafgreiðslan sé þar flutningsaðili í stærri verkþætti. Akstur sá, sem skipaafgreiðsla sér um úr vöruskemmunni að skipshlið sé eingöngu akstur á kísilgúr og sé vegalengdin ca. 150-200 m. Þá upplýsti hann, að ekki væri allur kísilgúrinn fluttur með bifreiðum, heldur hefði ca. ", verið fluttur með gámum og að þeim flutningi á 3028 tonnum, sem talinn er gámaflutningur í greinargerðinni á dskj. nr. 12, hafi verið hagað þannig að kísilgúrinn var fluttur frá vöruskemmunni í gámana, sem stóðu á bryggjunni, ýmist með bifreiðum eða lyfturum. Ákærði skýrði ennfremur frá því, að Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f, væri umboðsaðili fyrir Hafskip h/f og einnig fyrir Eimskipafélag Íslands h/f frá %% 1985 og flytti fyrirtækið vörur fyrir þessi skipafélög með sínum eigin bílum og lyfturum. Ákærði Árni Grétar Gunnarsson staðfesti fyrir dómi, að Kísiliðjan h/f væri eigandi kísilgúrsins, sem fluttur hafi verið með bifreiðum Skipa- afgreiðslunnar frá vöruskemmunni að skipshlið. Nánar skýrði ákærði svo: frá, að kísilgúrinn væri fluttur með bílum og lyftara, en að meiri hluta með bifreiðum á tímabilinu 1. september til 31. desember 1984. Þá skýrði ákærði frá því, að starfsemi Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f takmarkist ekki við efndir á verksamningnum við Kísiliðjuna h/f. Fyrir- tækið hefði umboð fyrir Hafskip h/f og fyrir Eimskipafélag Íslands h/f frá 1. febr. 1985 og annaðist flutning við upp- og útskipun og geymslu á þeim vörum, sem koma með skipum þessara skipafélaga, og voru vör- 1054 urnar ýmist fluttar með lyfturum, gámalyftara og bifreiðum. Taldi ákærði, að starfsemi fyrirtækisins ætti sér beina hliðstæðu við vöruafgreiðslu skipa- félaganna og umboðsmanna þeirra víða um land, þótt sér væri ekki kunnugt um, að umboðsmenn skipafélaganna ættu bíla, sem þeir notuðu við hliðstæða flutninga. Ákærði sagði, að Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f hefði fengið | til 2 bíla frá Bifreiðastöð Húsavíkur til flutninga á kísilgúr á tímabilinu 1. til 28. september 1984, en eftir það hefði ekki verið óskað eftir bifreiðum frá stöð- inni, þar sem Skipaafgreiðslan hefði getað annað verkefninu með eigin bif- reiðum. Ákærði sagði, að bifreiðar skipaafgreiðslunnar, Þ-1392 og Þ-1394, sem notaðar voru við flutningana, væru með palli, en án sturtu. Vitnið Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar h/f staðfesti fyrir dómi, að Kísiliðjan h/f hafi verið eigandi kísilgúrsins, þar til hann var kominn í krók eða lyftu skips. Þá var vitnið spurt, hvernig hafi verið háttað akstri á kísilgúr frá vöru- skemmu Kísiliðjunnar h/f að skipshlið, áður en Skipaafgreiðsla Húsavíkur h/f tók að sér þessa flutninga |. sept. 1984. Kvað vitnið flutninga þessa hafa farið þannig fram, að kallað hefði verið á bifreiðar frá Bifreiðastöð Húsavíkur til útskipunar, þegar á þurfti að halda. Ekki hafi verið neinn formlegur samningur um þetta milli Kísiliðjunnar h/f og Bifreiðastöðvar Húsavíkur. Samkvæmt skráningarvottorðum Bifreiðaeftirlits ríkisins eru bifreiðarnar Þ-1392 og Þ-1394 skrásettar sem vörubifreiðar með hlassþunga fyrir 10.435 kg og 12.500 kg. Vitnið Jón Gestsson bifreiðaeftirlitsmaður kom fyrir dóm og staðfesti framanskráð vottorð vera rétt, þ.e. að bifreiðarnar væru skrásettar sem vörubifreiðar. Þær væru með palli og til væri yfirbygging á a.m.k. annan bílinn. Síðast, þegar vitnið vissi til, hafi verið krókar aftan á vörupöllunum til að festa við festivagna. Við munnlegan málflutning lýsti sækjandi því yfir, að oftalið væri í ákæruskjali um flutningsmagn það á kísilgúr, sem Skipaafgreiðsla Húsa- víkur h/f er talin hafa annast flutning á í september 1984 og bæri því að sýkna ákærðu vegna þessa hluta flutninganna, sem bifreiðastjórar frá Bifreiðastöð Húsavíkur fluttu á vörubifreiðum sínum í þeim mánuði enda var málið einnig reifað að því leyti í málflutningi. Álit dómsins. Í hinni tilvitnuðu 5. gr. laga nr. 36/1970 um leigubifreiðar segir svo m.a.: „Bæjarstjórn er heimilt, að fengnum tillögum hlutaðeigenda stéttarfélags vörubifreiðastjóra, að ákveða að allar leigubifreiðar til vöruflutninga í 1055 kaupstöðum skuli hafa afgreiðslu á bifreiðastöð, sem fengið hefur viður- kenningu bæjarstjórnar ..... Í þeim kaupstöðum og á þeim sýslusvæðum, þar sem viðurkennd vöru- bifreiðastöð er starfandi, er öllum óheimilt að stunda leiguakstur á vöru- bifreiðum utan stöðva eða frá stöð, sem eigi er viðurkennd. Leiguakstur telst það, þegar vörubifreið er seld á leigu ásamt ökumanni til flutninga á vörum fyrir tiltekið gjald, þar sem ökumaður eða eigandi bifreiðarinnar er hvorki eigandi, seljandi né kaupandi vörunnar, sem flutt er.““ Með tilvísun til skráningarvottorða Bifreiðaeftirlits ríkisins svo og með framburði Jóns Gestssonar bifreiðaeftirlitsmanns verður að telja að bifreið- arnar Þ-1392 og Þ-1394 séu vörubifreiðar í merkingu 2. mgr. $. gr. laga nr. 36/1970. Það fyrirkomulag á leiguakstri með vörubifreiðum, sem um ræðir í lög- unum, var í Húsavík í september-desember 1984 á félagssvæði Bílstjóra- félags Húsavíkur. Ljóst er að eigendur vörubifreiðanna Þ-1392 og Þ-1394, sem önnuðust kísilgúrflutningana, voru ekki í félaginu og gerðu ekki bifeiðarnar út frá stöð félagsins í Húsavík. Það er álit dómsins, að við setningu laga nr. 36/1970, sbr. fyrri lög um leigubifreiðar, hafi tilgangur laganna verið sá, að vernda atvinnuðryggi þeirra, sem stunda leiguakstur með vörubifreiðum. Með ákvæðinu í 2. mgr. 5. gr. laganna er öllum mönnum á þeim stöðum, þar sem viðkomandi vöru- bifreiðastöð er starfandi, óheimilt að stunda þennan akstur á vörubifreiðum utan stöðvar eða frá stöð, sem eigi er viðurkennd. Verður því að telja, að það hafi verið brot á nefndri lagagrein, að flytja kísilgúr þann, sem í málinu greinir, með vörubifreiðum Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f. Einkaréttur sá, sem felst í 2. mgr. 5. gr. laganna og reglugerð nr. 85/1961 til handa Bílstjórafélagi Húsavíkur, sem rekur Bifreiðastöð Húsavíkur, verður eigi skertur með verksamningi þeim frá 18. ágúst 1984, sem greindur er hér að framan, milli Kísiliðjunnar h/f og Skipaafgreiðslu Húsavíkur h/f. Samkvæmt þessu verða ákærðu sakfelldir fyrir brot á |. og 2. mgr. $. gr. laga nr. 36/1970. Með hliðsjón af 11. gr. laganna þykir refsing hvors hinna ákærðu hæfi- lega ákveðin kr. 5.000,00 í sekt til ríkissjóðs, og komi 7 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber að dæma ákærðu til að greiða in solidum allan kostnað sakar- innar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 6.000,00 og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns kr. 6.000,00. 1056 Dómsorð: Ákærði Árni Grétar Gunnarsson greiði kr. 5.000,00 í sekt til ríkis- sjóðs. Komi 7 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Ákærði Hannes Höskuldsson greiði kr. 5.000,00 í sekt til ríkissjóðs. Komi 7 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Ákærðu greiði in solidum allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 6.000,00, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórarins V. Þórarinssonar lögfræðings, kr. 6.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 10. október 1985. Nr. 102/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Ernu Benediktsdóttur (Arnmundur Backman hrl.) Brot gegn tolllögum. Eignarupptaka. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Máli þessu var áfrýjað 17. apríl 1985 af hálfu ákæruvalds refsingu til þyngingar og til upptöku á myndsegulbandstæki af gerðinni Mitsubishi. Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 30. júlí 1985. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta sakar- mat hans og heimfærslu til refslákvæða. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin 10.000,00 króna sekt í ríkissjóð, er greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella 10 daga varðhaldi. Að kröfu ákæruvalds og með heimild í 1. mgr. 72. gr. laga nr. 59/1969, um tollheimtu og tolleftir- 1057 lit, sbr. 5. gr. i.f. reglugerðar nr. 356/1982, er myndsegulbandstæki það, sem ákæra tekur til, gert upptækt til ríkissjóðs. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærða greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og laun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 10.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærða, Erna Benediktsdóttir, greiði 10.000,00 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella 10 daga varðhaldi. Gert er upptækt til ríkissjóðs myndsegulbandstæki af gerðinni Mitsubishi. Staðfest eru ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sins, Arnmundar Backman hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara. Ég er samþykkur atkvæði meiri hluta dómenda Hæstaréttar í máli þessu um annað en fjárhæð sektar. Ég tel sektarrefsingu ákærðu hæfilega ákveðna 20.000,00 krónur og vararefsingu samkvæmt því 20 daga varðhald. Dómur sakadóms Reykjavíkur 21. mars 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 21. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 161/1985: Ákæruvaldið gegn Ernu Benedikts- dóttur, sem tekið var til dóms 13. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 4. maí 1984, „fyrir sakadómi. Reykjavíkur á hendur Ernu Benediktsdóttur flugfreyju, Ánalandi 6, Reykjavík, fæddri þar í borg 27. júní 1957, fyrir tolllagabrot með því að hafa við komu til Keflavíkurflugvallar 10. apríl 1983 frá Luxem- burg eigi framvísað með tilskildum hætti nýju myndsegulbandstæki af gerð- inni Mitsubishi, sem ákærða hafði fengið erlendis í ferðinni, en í greint 67 1058 skipti gekk ákærða um tollhlið merkt grænu skilti með áletruninni: „Enginn tollskyldur varningur““, og fann tollvörður tækið við leit í farangri hennar. Telst þetta varða við 1. mgr. 60. gr., sbr. 1.mgr. 61. gr. og 71. gr., laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 59, 1969, sbr. 2. gr. laga nr. 71, 1976, sbr. 1. og 5. gr. reglugerðar nr. 356, 1982, sbr. reglugerð nr. 145, 1983. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakar- kostnaðar og til að sæta upptöku á framangreindu myndsegulbandstæki samkvæmt heimild í 1. mgr. 72. gr.laga nr. 59, 1969, sbr. 5. gr. i.f. reglu- gerðar nr. 356, 1982.“ Samkvæmt sakavottorði ákærðu hefur hún ekki sætt refsingum, svo kunnugt sé. Málavextir. Þann 10. apríl 1983 var Björg Valtýsdóttir tollvörður í „„grænu““ tollhliði á Keflavíkurflugvelli, sem merkt er „enginn tollskyldur varningur.“ Kom þá til afgreiðslu ákærða í máli þessu. Í skýrslu tollvarðarins segir: „Við leit í farangri Ernu, kom í ljós tæki vafið inn í handklæði. Er ég spurði Ernu hvað útvarpstækið kostaði, sagði hún það hafa kostað um $ 250.- dollara. Þegar nánar var athugað hvers konar tæki væri um að ræða kom þá í ljós að þetta var VHS myndsegulband tegund MITSUBISHI HS- 303 E, SER: E30 333982. Aðspurð hví hún hefði ekki framvísað téðum varningi á rauðu hliði sem merkt er „tollskyldur varningur““, því hún ætti vita muninn á hliðunum þar sem hún væri búin að starfa sem flugfreyja hjá Flugleiðum h/f. Kvað hún þetta vera eign Lufthansa flugfélagsins, en hefði tækið að láni í hálfan mánuð, og færi síðan úr landi aftur.“ Ákærða gaf skýrslu hjá RLR þann 19. júní 1983. Í upphafi þeirrar skýrslu kemur fram hjá ákærðu, að það hafi verið vinkona hennar Þórunn, sem hafi sagt tollverði þá sögu, að Lufthansa væri eigandi að tækinu. Í skýrslu ákærðu segir síðan: „Ég fór til Kölnar í Þýskalandi fimmtudaginn 7. apríl í keppnisferð í badminton á vegum Flugleiða. Kvöldið áður hringdi ég til Jóhanns Inga Gunnarssonar, sem er búsettur í Þýskalandi, og bað hann um að athuga fyrir mig með verðið á myndsegul- bandstæki, en ég var með í huga 40 ára brúðkaupsafmæli foreldra minna. Þegar ég kom út á fimmtudeginum þá hafði ég samband við Jóhann Inga og hann var búinn að kanna þetta. Hann keypti síðan umrætt myndsegul- bandstæki í samráði við mig og hann kom síðan með það til mín. Tækið kostaði DM 589.- og ég legg hér með fram reikninginn í málinu, en reikn- inginn fékk ég strax með tækinu, og ég var með hann á mér þegar tækið 1059 var tekið af mér í tollinum, en var ekki spurð hvort að ég hefði reikning. Af því að við vorum tvær saman með ekki neinn varning þ.e. einnig Ólöf Guðfinnsdóttir, svilkona mína, þá taldi ég að þetta færi ekki yfir leyfi- legan, tollfrjálsan innflutning tveggja farþega. Ólöf hafði fallist á þetta áður en við komum heim, enda átti þetta að vera gjöf til foreldra minna frá fjölskyldunni. Hins vegar þegar við förum í tollinn þá lendir Ólöf hjá öðrum tollverði og er komin í gegn þegar kemur að mér. Ég var með tækið í ferðatöskunni og ekkert í felum, en hafði vafið um það handklæði til að hlífa því fyrir hnjaski. Þegar síðan var leitað í farangrinum hjá mér þá opnaði ég töskuna fyrir hana, og sýndi henni í hana. Tækið var ekkert í felum og Björg spurði mig að því hvað það hafi kostað. Ég sagði að það hafi kostað um $ 250, sem ég taldi vera nokkuð nærri lagi. Ég var ekki spurð að því áður en leitað var í töskunni hvort að ég væri með tollskyldan varning. Ég var ekkert nánar spurð, en tækið tekið af mér. Björg tollvörður varð það æst, og þegar Þórunn Reynisdóttir, kallaði fram í, þá kom fát á mig þannig að ég gat ekki útskýrt þetta eins og ég hefði viljað — fannst þá að ég myndi koma Þórunni í vandræði. Í sambandi við þetta sem Þórunn sagði, og Björg segir mig hafa sagt, þá er rétt að benda á það að ég var búin að gefa upp hvað ég hafi greitt fyrir tækið, þannig að það hefði verið skrítið ef ég hefði eftir það farið að segja að tækið væri eign Lufthansa flugfélagsins. “ Ákærða gaf aftur skýrslu hjá RLR þann 15. janúar 1984 og svo að lokum fyrir dómi þann 17. maí 1984. Vinkonur ákærðu tvær, sem jafnframt voru ferðafélagar hennar greint sinn, hafa gefið skýrslur hjá RLR og staðfest þær fyrir dómi. Staðfesta þær í meginefnum frásögn ákærðu. Björg Valtýsdóttir tollvörður og Einar Birgir Eymundsson tollfulltrúi hafa bæði gefið skýrslur hjá RLR og fyrir dómi. Þau hafa bæði borið, að þeim sé ekki kunnugt um það, að myndast hafi þær starfsvenjur hjá tollgæslunni, að fjölskyldu, sem ferðist saman, sé heimilað að flytja til landsins einn hlut, sem væri dýrari en sem nemur því hámarki, sem lögin heimila hverjum einstökum hverju sinni. Þá kom fram hjá tollfulltrúanum, að eftir að tollleit sé hafin í græna hliðinu hjá fólki, þá geti það ekki snúið aftur og ætlast til þess að fá að greiða toll af hlutum. Fram að tollleit geti hins vegnar verið möguleiki á þessu. Vitnið Jóhann Ingi Gunnarsson hefur gefið skýrslu hjá RLR og staðfest það að hafa keypt tækið fyrir ákærðu í Kiel þann 8. apríl 1983 og síðan fært henni tækið til Kölnar en þangað hafi vitnið átt erindi. Einnig liggur frammi í málinu reikningur, sem sýnir verð tækisins, DM. $89,00. 1060 Vitnið Guðmundur Jóhannsson verslunarstjóri hjá Heklu h/f, kom fyrir dóminn 20. febrúar 1985. Vitnið kvaðst muna eftir því að hafa verið inntur eftir verði á Mitsubishi myndsegulbandstækjum af hálfu tollgæslunnar. Vitnið mundi eftir þessu máli sérstaklega, þar sem hringt hafði verið oftar en einu sinni. Vitnið kvaðst ekki hafa haft verð á þessu tiltekna tæki. Verð á tækinu HS 302 var hjá Heklu þann 23. febrúar 1982, 1240 ensk pund og HS 310 1440 ensk pund. Vitninu fannst líklegt að þessi verð hafi hann gefið tollgæslunni upp í fyrstu, þar sem ekki var til staðar hjá Heklu tæki af tegundinni HS 303 þá. Niðurstöður. Ákærða í máli þessu er starfandi flugfreyja og því vel kunnugt um starfs- venjur tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Vinkonur hennar tvær eru og starfsmenn Flugleiða, og má því ætla, að þeim sé á sama hátt kunnugt um það, hvernig fólk beri sig að við komu til landsins og afskipti tollgæslu- fólks af mönnum. Ákærðu var því í lófa lagið að fara rétt að og gefa tækið upp við toll- gæslufólkið. Tækið kemur hins vegar fyrst fram við leit í farangri hennar í græna hliðinu, þar sem fólki ber að gefa sig fram, sem engan tollskyldan varning hefur með sér. Það er því niðurstaða dómsins, að ákærða hafi fullframið það brot, sem hún er ákærð fyrir og rétt er lýst í ákæru og réttilega fært til refsiviðurlaga. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir refsing ákærðu hæfileg 5.000 króna sekt í ríkissjóð, sem greiðist innan 4 vikna frá dómsbirtingu, en í stað hennar komi ella 5 daga varðhald. Einnig þykir rétt með hliðsjón af atvikum öllum að ákærða haldi tækinu með því að greiða af því tilskyld gjöld, þannig að upptökukröfu ákæruvalds er hafnað af dóminum. Loks ber að dæma ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málflutningslaun skipaðs verjanda hennar, Arnar Höskuldssonar hdl., kr. 10.000,00. Dómsorð: Ákærða, Erna Benediktsdóttir, greiði 5.000 króna sekt í ríkissjóð innan 4 vikna frá dómsbirtingu, en sæti ella $ daga varðhaldi. Ákærða greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Höskuldssonar hdl., kr. 10.000. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1061 Föstudaginn 11. október 1985. Nr. 92/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Gísla Guðnasyni (Arnmundur Backman hrl.) Ómerking. Heimvísun. Meðdómendur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Máli þessu var af hálfu ákæruvalds skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 7. febrúar 1985 til ákvörðunar refsingar samkvæmt ákæru, en ákærði hafði viljað hlíta héraðsdómi. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. júlí sl. Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir Hæstarétt fæðingarvottorð Karls Strand, fyrrverandi yfirlæknis, er sýnir, að hann er fæddur 24. október 1911. Var því samkvæmt 4. tl. 9. gr. laga nr. 74/1974 óheimilt að kveðja hann til meðdómarastarfa í máli þessu hinn 16. maí 1985. Af þeirri ástæðu verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Það athugast enn fremur, að eigi bar nauðsyn til þess að kveðja til meðdómendur í máli þessu. Þá verður eigi séð af gögnum máls- ins, hvort meðdómendur hafa unnið heit skv. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1974, sbr. 7. mgr. 37. A. gr. laga nr. 85/1936, sbr. lög nr. 28/1981. Ákveða ber, að kostnaður sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti skuli greiddur úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs 1062 verjanda ákærða í héraði, Arnar Höskuldssonar héraðsdóms- lögmanns, 12.000,00 krónur, og skipaðs verjanda fyrir Hæsta- rétti, Arnmundar Backman hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Héraðsdómari mátti ekki kveðja Karl Strand, fyrrverandi yfir- lækni, til meðdómarastarfa vegna aldurs hans og ákvæðis 4. tl. 9. gr. laga nr. 74/1974 um, að meðdómendur skuli vera á aldrinum 25-70 ára. Sakadómari kvaddi Karl engu að síður til þessa starfa, og hann var einn þeirra þriggja dómenda, sem sögðu upp héraðs- dóminn. Eins og komið er, tel ég ekki unnt að ómerkja dóminn vegna þess annmarka, sem lýst var, enda er annmarkinn lítilvægur, en almenn nauðsyn á, að dómsýsla sé greið. Verður að túlka réttar- farsreglur með hliðsjón af því, að þeim er ætlað að greiða fyrir málum og stuðla að skjótum og réttum lyktum þeirra. Af þeim sök- um tel ég, að ekki megi skýra reglur eins og það ákvæði, sem hér er fjallað um, þannig, að frávik leiði jafnan til ómerkingar dóma, sem hinir reglulegu dómstólar hafa kveðið upp. Þess er enn fremur að geta, að ekkert er fram komið, sem bendir til, að í þessu máli hafi sá galli, sem var á kvaðningu meðdómenda, haft áhrif á dóm- störfin. Þar sem meiri hluti Hæstaréttar hefur komist að þeirri niður- stöðu, að ómerkja verði héraðsdóminn, eru ekki efni til, að ég fjalli um efnishlið málsins. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. desember 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 13. desember, var á dómþingi sakadóms, sem háð er að Borgartúni 7 í Reykjavík, kveðinn upp dómur í máli nr. 619/ 1984: Ákæruvaldið gegn Gísla Guðnasyni, sem tekið var til dóms 5. fyrra mánaðar. Dóm þennan kveða upp Jón Erlendsson sakadómari, dr. med. Karl Strand, fyrrum yfirlæknir geðdeildar Borgarspítala, og Kristinn Björnsson sálfræðingur. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 21. febrúar 1984, gegn ákærða „Gísla Guðnasyni bifreiðastjóra, Sogavegi 152 í Reykjavík, 1063 fæddum þar í borg 8. júní 1943, fyrir að hafa föstudaginn 15. apríl 1983 haft samræði utan hjónabands við stúlkuna X, fædda ... 1963, sem ekki gat spornað við samræðinu vegna greindarskorts og vanþroska, í húsnæði bifreiðaverkstæðisins „, Vélarinnar““ við Kænuvog í Reykjavík. Telst þetta varða við 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Dómsorð: Ákvörðun um refsingu ákærða, Gísla Guðnasonar, er frestað, og fellur hún niður að liðnum 2 árum frá dómsuppkvaðningu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1955. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Höskuldssonar hdl., kr. 12.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 16. október 1985. Nr. 93/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Ernu Sigurjónsdóttur (Jón Oddsson hrl.) Líkamsárás. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Máli þessu var að ósk ákærðu áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 28. mars 1985. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. júlí sl. 1064 Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta hann. Ákærðu ber að dæma til þess að greiða áfrýjunarkostnað sakar- innar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærða, Erna Sigurjónsdóttir, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Odds- sonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00. Dómur sakadóms Reykjavíkur 28. janúar 1985. Ár 1985, mánudaginn 18. janúar, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háður er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 37/1985: Ákæruvaldið gegn Ernu Sigurjón- dóttur, sem tekið var til dóms 17. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 20. ágúst 1984, „fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur Ernu Sigurjónsdóttur, banka- starfsmanni, Sörlaskjóli 82, Reykjavík, fæddri þar í borg 11. september 1953, fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt 23. október 1983 í veit- ingahúsinu Þórscafé, Brautarholti 20, Reykjavík, veitt Guðrúnu Guð- mundsdóttur, fæddri 21. desember 1962, þungt högg í andlitið með glasi, með þeim afleiðingum að hún hlaut alvarlega áverka á vinstra auga, sem varð svo til blint. Sár kom á bæði augnlok augans og stórt gat á augað, sjónhimna losnaði og augað fylltist af blóði og var læknisaðgerða þörf bæði hér á landi og erlendis. Telst þetta varða við 2 mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20, 1981. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði ákærðu hefur hún ekki sætt refsingum, svo kunnugt sé. Málavextir eru þessir: Aðfaranótt sunnudagsins 23. október 1983, laust eftir klukkan 01:00, voru lögreglumenn sendir að veitingahúsinu Þórskaffi í Reykjvík vegna slagsmála, og var þeim jafnframt tilkynnt, að sjúkrabifreið væri á leiðinni, en stúlka væri á staðnum með áverka á vinstra auga. 1065 Strax þegar lögreglumennirnir komu inn Í húsið, sáu þeir, hvar óein- kennisklæddur lögreglumaður var með mann í tökum, og var sá mjög æstur og lét öllum illum látum, svo að þeir færðu hann í handjárn. Maður þessi reyndist síðan vera eiginmaður slösuðu stúlkunnar, Ólafur Þór Jónsson. Þá komu dyraverðir með Jón Berg Halldórsson í tökum til lögreglumann- anna, og var Jón mjög æstur, reyndi að sparka í lögreglumennina og bíta þá. Var hann einnig handjárnaður og færður út í lögreglubifreið ásamt Ólafi Þór, en hann er sonur nefnds Jóns Berg. Síðan segir áfram í lögreglu- skýrslunni: „Er við vorum búnir að færa þá Jón og Ólaf inn í lögreglubifreiðina kn til okkar veitingastjóri hússins Kristinn Guðmundsson og aðspurður kvað hann unga stúlku vera slasaða í andliti eftir að hafa verið slegin með glasi. Stúlkan var stödd í herbergi hjá birgðaverði hússins og héldu dyra- verðir handklæði yfir andliti hennar. Stúlkan heitir Guðrún Guðmunds- dóttir og var hún flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Borgarspítalans til rannsóknar. Að beiðni okkar fóru dyraverðir hússins inn í sali hússins og höfðu sam- band við Guðmund K. Arnmundsson og eiginkonu hans Ernu Sigurjóns- dóttur þar sem þau voru viðriðin slagsmálin inni í húsinu. Að boði okkar komu þau Guðmundur og Erna á lögreglustöðina við Hverfisgötu til við- ræðna um málið. Dyraverðir hússins tjáðu okkur að það virtist sem þeim Guðmundi og Jóni hafi lent saman inni í húsinu og síðan hafi þau Ólafur, Erna, og Guðrún blandast inn í átökin, en þeir kváðust ekki vita almennilega um málsatvik þar sem þeir Jón og Ólafur voru mjög æstir.““ Samkvæmt lögregluskýrslunni er nafn slösuðu stúlkunnar Guðrún Guðmundsdóttir, Dúfnahólum 2, fædd 21. desember 1962. Í skýrslunni segir: „Að sögn læknis deildarinnar var Guðrún mikið sködduð í vinstra auga og að það væri verið að fara með hana til frekari rannsóknar á Landakots- spítala. Ég gat rætt lítillega við Guðrúnu á slysadeildinni og aðspurð kvað hún einhverja stúlku hafa ráðist á sig er hún var að reyna að róa eiginmann sinn og tengdaföður þar sem þeir voru í átökum inni í Þórskaffi. Kvað Guðrún stúlkuna hafa skvett áfengi úr glasi framan í sig og síðan hafi hún slegið sig í andlitið með glasi. Kvaðst Guðrún muna mjög óljóst eftir atburðinum þar sem hann hafi skeð svo fljótt. Ekki var hægt að ræða nánar við Guðrúnu þar sem hún var flutt á Landakotsspítala. 1066 Guðrún var sjáanlega undir áhrifum áfengis og var læknir deildarinnar sammála því.““ Eiginkona Guðmundar Konráðs, Erna Sigurjónsdóttir, ákærða í máli þessu, var að sögn lögreglu ekki undir áhrifum áfengis og mjög róleg. Voru þau hjónin boðuð á lögreglustöðina við Hverfisgötu og komu þangað á eigin bifreið. Þar á lögreglustöðinni, klukkan 02:00 um nóttina, var tekin framburðar- skýrsla af ákærðu. Í skýrslunni segir: „Ég var fyrr um kvöldið í vínveitingahúsinu Þórskaffi ásamt Guðmundi K. Arnmundssyni, eiginmanni mínum. Ég hafði ekki neytt áfengis en Guð- mundur var undir áhrifum áfengis. Um kl. 01:00 vorum við á gangi á fyrstu hæð hússins, er Guðmundur og annar maður rákust á, svo að helltist úr glasi þess manns. Brást hann strax illa við og þreif í jakkakraga Guðmundar og ýtti honum um. Bað Guðmundur manninn afsökunar og bauðst til að greiða fyrir hann nýtt glas, en maðurinn svaraði því ekki og hélt áfram ryskingum, sem enduðu með því, að Guðmundur snéri manninn í gólfið og hélt honum þar. Síðan kom kona að og skömmu síðar tveir menn og réðust mennirnir þegar að Guðmundi með barsmíðum ásamt konunni. Ég tók í handlegg konunnar og bað hana að hætta en réðst hún þá að mér og var mikið æst. Hún sló mig m.a. í andlitið nokkrum sinnum og skvetti ég þá úr glasi mínu framan í hana til að stöðva barsmíðarnar. Komu þá að dyraverðir og stöðvuðu áflogin. Síðan réðst konan að mér aftur, reif í hár mitt og sló mig í andlitið og sló ég hana til baka. Síðan hættu áflogin og konan var þá blóðug. Eg hef að líkindum skorið konuna í andlitið með glasi, er ég hafði í hendi eða með hring, er ég hef á fingri, en það var ekki viljaverk. Lögreglan kom á staðinn og bauð mér að fara á aðalstöð lögreglunnar og gefa þessa skýrslu.“ Ákærða gaf því næst skýrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins 7. nóvember 1983. Þar lýsir hún því hvernig slagsmál eiginmanns hennar hófust og af- skipti hennar og Guðrúnar Guðmundsdóttur af þeim, sem leiddu til slags- mála þeirra með þeim afleiðingum, að Guðrún slasaðist á auga. Í skýrslu ákærðu segir m.a.: Ákærða kveðst ekki geta gert sér fulla grein fyrir hvað hafi í raun gerst, en minnist þess, að hún var með glas í hægri hendi, en reyndi með þeirri vinstri að ná í hár konunnar. Skyndilega hafi konan rekið upp óp og byrjað að blæða einhversstaðar úr henni. Kvaðst ákærða hafa fengið blóð á hægri hendi sína og jafnframt hafi blóð komið á skó hennar, er lekið hafi frá konunni. Konan hafi hætt slagsmálunum og hörfað frá. Kveðst ákærða þá hafa séð, að úr andliti konunnar blæddi talsvert. Konan hafi tekið á rás í burtu. Kveðst þá hafa ætlað að ná tali af henni, en ekki komist í 1067 gegnum anddyrið, þar sem slagsmál voru í gangi. Kveðst ekki geta áttað sig á því, hvort hún sló til konunnar eða hvort konan hafi rekist í glasið, er ákærða reyndi að ná taki í hári hennar. Kveðst ekki hafa ætlað að veita konunni áverka og kveður hér um algjört óviljaverk að ræða, kveðst full- viss um, að áverkar þeir, er kona þessi hlaut, hafi komi við áflog þeirra. Við yfirlestur skýrslunnar vildi ákærða leiðrétta framburð sinn á þann veg, að hún hafi reynt að slá til konunnar með vinstri hendi samhliða því, að hún reyndi að ná í hár hennar, en minntist þess ekki, að hún hafi slegið til konunnar með hægri hendinni, er hún hélt glasinu með. Ákærða gaf á ný skýrslu hjá RLR þann 3. apríl 1984. Þar kvaðst ákærða engu nær um það, hvernig nákvæmlega Guðrún hlaut áverkann. Hins vegar hafi glasið verið farið úr hendi ákærðu eftir átök þeirra í milli. Ákærða kvaðst þá hafa séð talsvert af glerbrotum á gólfinu án þess að vilja fullyrða, að það hafi aðeins verið fyrrgreint glas. Ákærðu var kynntur framburður vitnisins Hauks Hallssonar, þar sem vitnið lýsir því, hvernig ákærða fór með uppreidda hönd að Guðrúnu og sló hana í andlitið, en í hendinni hafi ákærða verið með glas. Ákærða taldi framburð þessa vitnis í flestum atriðum rangan. Kvað hún Guðrúnu hafa komið til sín, eftir að ákærða skvetti úr glasinu framan í hana, og hafi Guðrún þrifið í hár ákærðu og stimpingar hafist, er ákærða reyndi að losna frá Guðrúnu. Ákærða ítrekar, að hún muni ekki eftir að hafa slegið Guðrúnu með glasinu, en sér hafi dottið í hug, er Guðrún rak upp óp og úr henni blæddi, að hún hafi skorist á baughring, er ákærða bar. Ákærðu var einnig kynntur framburður vitnis- ins Árna Bergmann Sveinssonar, sem segist hafa séð konu koma aðvífandi að annarri og slegið hana í andlitið með glasi, sem hafi brotnað á andliti konunnar. Taldi ákærða þennan framburð ekki geta staðist. Þá var ákærðu kynntur framburður vitnisins Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hafði hún ekkert við hann að athuga, en ítrekaði, að Guðrún hafi ráðist að sér að fyrra bragði, nokkru eftir að ákærða skvetti úr glasinu framan í hana. Vitnið Guðrún Guðmundsdóttir, hin slasaða í máli þessu, gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins 23. nóvember 1983. Hún lýsir þar slagsmálum tengdaföður síns, Jóns Bergs Halldórssonar, og eiginmanns ákærðu, Guðmundar Konráðs Arnmundssonar, svo og afskiptum þeirra hjóna, vitnisins og Ólafs Þórs Jónssonar, sem síðan leiddu til slagsmála vitnisins og ákærðu eftir orðaskipti þeirra og það, að ákærða skvetti úr glasi framan í vitnið. Í skýrslunni segir síðan: Vitnið kveðst hafa verið að nudda augu sín, er skyndilega og fyrirvara- laust hafi hún fengið þungt högg frá konunni og þá orðið þess áskynja, að úr auga hennar blæddi og hún sá ekkert frá sér. Kveðst hafa kallað upp sér til hjálpar og hún þá verið leidd afsíðis, þar sem hún beið komu sjúkrabifreiðar, er flutti hana á slysadeild Borgarspítalans. 1068 Aðspurt kveðst vitnið hafa verið eitthvað undir áhrifum áfengis, en telur sig ekki hafa verið ölvaða. Kveðst þó illa muna, hvað hafi gerst um það leyti, er dyraverðir skildu karlmennina að, og ekki átta sig á, hvort einhver tími hafi liðið frá afskiptum dyravarðanna og þar til hún var slegin af konunni. Aðspurt kveðst vitnið ekki muna eftir neinum orðaskiptum milli sín og greindrar konu og telur, að ekki hafi liðið langur tími frá því að konan skvetti úr glasinu og þar til hún sló vitnið með því. Kveðst ekki hafa fundið glasið brotna á andliti sínu, heldur einungis fundið þungt högg. Vitnið kveðst aðspurt ekki muna eftir að hafa hárreitt konu þessa, en vill þó ekki fortaka að það hafi getað átt sér stað. Vitnið kveðst aðspurt ekki telja, að áfengi sé um að kenna, hvað hún muni þetta illa, heldur sé um að kenna „losti““, sem hún hlaut strax eftir höggið. Vitnið gaf á ný skýrslu 3. apríl 1984. Þar kemur fram, að vitninu var kynntur framburður ákærðu, Ernu Sigurjónsdóttur, dags. 03.04. 1984, og kveðst vitnið ekkert hafa við þann framburð að athuga. Vitnið ítrekar, að hún muni varla nokkuð frá þessum atburði, en kveðst vera fullviss um, að Erna veitti henni áverkann í átökum þeirra. Vitnið kveðst þó vilja taka fram, að hún telji nær útilokað annað en að glasið hafi verið þess valdandi, að hún hlaut áverkann. Aðspurt kveðst vitnið ekki útiloka, að einhver tími hafi liðið frá því að Erna skvetti úr vínglasi framan í hana og þar til hún hlaut áverkann, en eins og fyrr greinir, geri hún sér litla grein fyrir atburðarrás. Ákærða og vitnið Guðrún Guðmundsdóttir voru samprófaðar 3. apríl 1984 hjá RLR. Þá segist ákærða hafa komið að, er Guðrún var að kljást við eiginmann hennar, sem var í átökum við tengdaföður Guðrúnar. Ákærða kveðst hafa gengið að Guðrúnu og beðið hana að hætta, en Guðrún þá slegið ákærðu tvívegis. Ákærða kveðst þá hafa gripið til þess ráðs að skvetta úr glasi, sem hún var með, framan í Guðrúnu. Eftir það hafi myndast eitthvert hlé, er dyraverðir fjarlægðu karlmennina af vett- vangi. Ákærða kveðst hafa staðið eftir og verið að leita að eignmanni sínum, er Guðrún hafi komið að henni og gripið í hár hennar. Ákærða kveðst hafa reynt að losa sig og minnist þess að hafa verið með fyrrgreint glas í hendinni. Skyndilega hafi Guðrún rekið upp óp og úr andliti hennar hafi blætt talsvert. Ákærða kveðst ekki gera sér grein fyrir, hvort hún hafi slegið Guðrúnu með glasinu eða hvort Guðrún hafi rekist í glasið. Einnig komi til greina, að hún hafi hlotið áverkann af baughring, er ákærða bar. Vitnið Guðrún kveðst ekki hafa neitt við frásögn ákærðu að athuga og ítrekað, að hún munu óljóst eftir atvikinu og varla í smáatriðum. Vitnið kveðst minnast þess, er ákærða skvetti framan í hana úr glasi og kveðst 1069 minna, að hún hafi verið að nudda augu sín, er hún hafi orðið fyrir miklu höggi í andlitið og úr því byrjað að blæða. Vitnið kveðst aðspurð ekki gera sér grein fyrir, hvort einhver tími hafi liðið frá því að ákærða skvetti úr glasinu framan í hana og þar til hún hlaut áverkann. Vitnið kveðst hins vegar álíta, að annað komi ekki til greina en að hún hafi hlotið áverkann af glasi ákærðu. Við birtingu ákæru fyrir dómi þann 27. september 1984 er eftirtalið bókað eftir ákærðu: „„Ákærða kveðst ekki sátt við atvikalýsingu í ákæru. Hún kveðst ekki hafa veitt stúlkunni þungt högg í andlitið með glasi. Hún telur sig hafa lýst þessu skilmerkilega í skýrslum sínum hjá rannsóknarlögreglu og vísar til þeirra. Aðspurð kveðst ákærða gera sér grein fyrir því að Guðrún hlaut sárið þegar þær voru í stimpingum. Hún hafi fyrst haldið að það hafi verið af hring, sem ákærða ber á hendi, en kveðst nú gera sér grein fyrir að það hafi verið af gleri. Hún kveðst fullviss um það, að hún hafi ekki slegið Guðrúnu í andlitið með glasi, en hitt sé rétt, að hún hafi verið með glas í hendinni, þegar Guðrún flaug á hana. Ákærða tekur fram að hún var sjálf ódrukkin. Guðrún hafi hins vegar verið nokkuð drukkin og hafi Guðrún átt upptökin að átökum þeirra.““ Við frekari yfirheyrslu í dómi þann 22. nóvember sl. kemur þetta fram hjá ákærðu: „„Ákærðu er bent á að vitni beri að ákærða hafi slegið Guðrúnu Guð- mundsdóttur í andlitið. Ákærða kveður þetta fráleitt rétt. Ákærða kveður þetta allt hafa skeð snöggt. Ákærða man eftir að hafa verið með glasið í höndunum þegar átökin hófust en ekki hvernig það atvikaðist að glasið lenti í andliti Guðrúnar. Ákærða kveðst hins vegar viss um að hafa ekki slegið hana. Ákærða man að glasið var farið úr höndum hennar að átökum loknum. Aðspurð kveðst ákærða muna að glasið tæmdist þegar hún skvetti úr því framan í Guðrúnu.“ Fyrir dómi þann 22. nóvember sl. skýrir vitnið Guðrún Guðmundsdóttir svo frá: „Vitnið togaði í Guðmund og þá var togað í vitnið og reyndist það vera Erna sem sagði vitninu að vera ekki að skipta sér af þessu. Vitnið kveðst hafa svarað í sömu mynt og Erna þá skvett framan í vitnið úr glasi. Vitnið sveið við það í augun og ekki leið á löngu þar til vitnið fékk glasið á andlitið. Vitnið sá ekki hvernig það gerðist. Aðspurt kveðst vitnið ekki hafa fundið að það var glas heldur að það kom högg á augað.“ Vitnið Elínborg Einarsdóttir var stödd í samkomuhúsinu umrætt kvöld ásamt eiginmanni sínum, Karli Hallgrímssyni, og Hauki Hallssyni og hans konu. Í skýrslu vitnisins hjá RLR segir, að þau hafi verið stödd á 1. hæð 1070 hússins og séð þar slagsmál. Hafi þá komið að stúlka, sem fór að skipta sér af slagsmálunum og virtist þekkja aðilja. Dyraverði hafi þá einnig borið að og slagsmálin leyst upp. Stúlkan stóð eftir og hafði vitnið ekki auga á henni, en skyndilega rak stúlkan upp óp og hélt þá um andlit sér, en úr andliti hennar blæddi talsvert. Hjá henni stóð þá önnur stúlka. Kona, sem komin var til aðstoðar stúlkunni, sagði við þessa stúlku: „ Sérðu hvað þú hefur gert“. Stúlka sú svaraði þá: „Ég læt ekki berja mig““. Dreif síðan að fólk og sá vitnið ekki vel, hvern áverka stúlkan hafði fengið eða með hverjum hætti hann hafði orðið. Hins vegar sagði Haukur Hallsson vitninu síðar, að hann hefði séð stúlku berja hina með glasi. Vitnið sá ekki glerbrot á staðnum né önnur merki um slysið, enda var þar skuggsýnt og margt af fólki. Vitnið Elínborg kom fyrir dóm 22. nóvember sl. og þar er bókað eftir henni: „„Vitnið kveðst ekki hafa séð átökin en hafa heyrt skell og þá snúið sér við og séð stúlkuna blóðuga. Vitnið lýsir skellinum eins og þegar harður hlutur slæst í mann. Vitnið segir að stúlkan hafi staðið með hendurnar fyrir andlitinu og veinað þegar vitnið sá hana.“ Vitnið Haukur Hallsson gaf skýrslu hjá RLR þann 9. nóvember 1983. Þar kvaðst hann hafa orðið vitni að fólskulegri árás. Hann hafi ekki vitað um tildrög árásar þessarar, sem lýst er þannig: „„Kveðst hafa veitt athygli konu, sem var á hraðferð framhjá honum og hafði hægri hönd á lofti, tilbúna til höggs og í hendinni hélt hún á glasi. Kona þessi hafi hálf rekist utan í hann og um leið og hún fór framhjá honum, hafi hún sagt: „Ég læt ekki berja mig tvisvar““. Þessu næst hafi hún slegið fram hendinni og hún hafnað í andliti konu, sem þarna var. Vitnið kveðst ekki hafa séð glögglega hvar höggið lenti í andliti konu þess- arar og ekki hafa séð hvort greint glas brotnaði við höggið. Eftir þetta hafi árásarkonan snúið við og hálf hlaupið í burtu framhjá mætta. Vitnið kveður þetta allt hafa gerst í mikilli skyndingu og hann ekki áttað sig á hvað gerst hafi, fyrr en konan, sem ráðist var á sneri að honum og hann sá blóð vætla úr andliti hennar. Þá kveðst hann ekki hafa veitt athygli neinum aðdraganda að árás þessari, einungis veitt því athygli, er árásar- konan gekk 4—6 metra að hinni konunni og reiddi upp höndina. Vitnið kveðst ekkert hafa séð meira af árásarkonunni, sem hafi farið á brott strax eftir verknaðinn. Kveðst ekki hafa kannað sár konunnar, sem fyrir árásinni varð, en það hafi hins vegar eiginkona hans gert. Kveður eiginkonu sína hins vegar ekki hafa verið í aðstöðu til að sjá árásina sjálfa.““ Vitnið kvaðst ekki í neinum vafa um það, að árásarkonan sló hina með 1071 glas í hendi og við það hafi sú kona hlotið áverka, sem úr blæddi. Þá kvaðst vitnið telja, að árásarkonan hafi slegið af ásettu ráði. Ekki komi til greina, að um óviljaverk hafi verið að ræða. Vitnið Haukur Hallsson kom síðan fyrir dóm: þann 22. nóvember sl., er þá bókað eftir honum: „Vitnið skýrir svo frá að þau hjónin hafi verið nýkomin ásamt kunn- ingjafólki upp tröppurnar upp á fyrsta pall í Þórskaffi, þegar vitnið varð vart við að kona fór hratt framhjá vitninu. Konan var með höndina á lofti og glas í hendinni. Um leið og konan fór framhjá vitninu lagði hún með hendinni með glasinu beint áfram í lárétta stefnu til annarrar konu. Um leið bar fólk á milli svo vitnið sá ekki þegar höggið lenti á konunni. Vitnið sá síðan hvar konan hnykktist aftur á bak. Vitninu fannst það heyra ein- hvern smell eða hljóð af högginu. Vitnið man að konan sagði um leið og hún fór framhjá: „„Ég læt ekki slá (eða berja) mig tvisvar.““ Aðspurt kveðst vitnið einungis hafa drukkið eitt glas af áfengisblöndu áður en vitnið fór í Þórskaffi. Vitnið kveðst ekki hafa fundið til neinna áfengisáhrifa.““ Vitnið Sigurður Hrafn Tryggvason, yfirdyravörður í Þórskaffi, gaf skýrslu hjá RLR þann 21. nóvember 1983. Þar segir: Í skýrslu vitnisins fyrir dómi 17. desember sl. segir, að vitnið hafi ekki séð sjálfan atburðinn, heldur var kallað til hans, eftir að atburðurinn átti sér stað. Hann kom þarna að stúlkunni alblóðugri. Vitnið segist kannast lítilsháttar við mann konunnar, sem átti að hafa veitt stúlkunni áverkann. Vitnið fór með stúlkuna niður og hjálpaði henni. Aðspurt kveðst vitnið ekki muna eftir glerbrotum á gólfinu og hafi vitninu ekki verið ljóst, með hvaða hætti áverkinn hafi hlotist. Vitnið segir, að gólfin þarna í salnum séu teppaklædd. Vitnið Ólafur Þór Jónsson, eiginmaður Guðrúnar Guðmundsdóttur, gaf skýrslu hjá RLR þann 23. nóvember 1983 og síðan fyrir dómi 22. nóvember sl. Hann hafði ekki orðið var við nein átök hjá konunum og gat því ekkert um slysið borið né aðdraganda þess annað en slagsmál þeirra mannanna. Verður framburður hans ekki rakinn hér. Vitnið Árni Bergmann Sveinsson gaf skýrslu hjá RLR 20. mars 1984. Vitnið Árni Bergmann Sveinsson, kom síðan fyrir dóm 19. desember sl. Þar er bókað eftir vitninu: „„Hann hafi verið staddur í Þórskaffi umrætt sinn og var Í nánd við stigann á fyrstu hæð. Vitnið segir að þar hafi tveir menn verið að slást eða í einhverjum stimpingum. Tvær konur voru þar 1072 hjá sem vitnið taldi vera eiginkonur mannanna. Þær fóru saman, tókust á og virtust báðar grimmar og endaði það með því að önnur þeirra sem hélt á glasi sló hina með því, við þetta brotnaði glasið og blæddi mikið úr andliti konunnar. Vitnið segir að þetta hafi allt skeð á skömmum tíma. Vitnið kveðst hafa farið með konuna á bak við þar sem starfsfólkið tók við henni. Vitnið kveðst hafa verið ódrukkinn og í góðri aðstöðu til að fylgjast með átökum kvennanna. Vitnið man eftir því, þegar konan með glasið kom að hinni, þá viðhafði hún einhver orð á þá leið, að hún skyldi ekki berja mann hennar. Vitnið stóð nærri og heyrði greinilega orð konunnar. Upphófust síðan slagsmál þeirra sem enduðu sem fyrr segir. Vitnið kveðst hafa yfirgefið stúlkuna eftir að starfsfólkið tók við henni og þá farið út í salinn. Vitnið kveðst ekki hafa skipt sér meira af þessu og ekki hafa orðið var við þegar lögreglan kom.““ Þann 17. desember sl. kom fyrir dóminn vitnið Karl Sigurjón Hallgríms- son, eiginmaður vitnisins Elínborgar Einarsdóttur, en þau hjón voru á vett- vangi og í aðstöðu til að fylgjast með atburði. Þetta vitni sá þó ekki sjálfan atburðinn, en varð ljóst, að stúlkan hafði slasast mikið á andliti. Vitnið heyrði þá orðaskipti og fullyrðir vitnið, að ekkert annað hafi verið að gerast á þessum stað í húsinu á þessum sama tíma, en vitnið lýsir því einnig, hvar í húsinu atburðurinn átti sér stað, og vitnið hafði einnig séð slagsmál tveggja karlmanna þar rétt áður. Í sama réttarhaldi kom fyrir dóminn sem vitni Elín Ragnarsdóttir, eigin- kona vitnisins Hauks Hallssonar. Í skýrslu þess segir: „, Vitnið gekk aðeins á undan manni sínum. Vitnið segir að fólk hafi verið þarna í hóp og þar átt sér stað eitthvert rifrildi. Vitnið segist hafa snúið sér við og gengið til fólksins. Vitninu var það ljóst að stúlkan var slösuð í andliti og blæddi úr. Stúlkan var með hendurnar fyrir andlitinu. Vitnið reyndi að taka hendurnar frá til að átta sig betur á áverkanum, en stúlkan hélt þeim fast og veinaði af sársauka. Vitnið kveðst hafa sagt við manninn sem hélt utan um stúlkuna, að hann skyldi fara með hana fram því hún væri slösuð. Vitnið kveðst ekki hafa haft nokkra hugmynd um það þarna á staðnum með hvaða hætti stúlkan hafði slasast.““ Fleiri vitni hafa ekki gefið skýrslur í máli þessu, en nú verður getið læknisvottorða og þau rakin. Í vottorði Ingimundar Gíslasonar, augnlæknis á Landakotsspítala, dagsettu 5. desember 1983, segir orðrétt: „Ofangreind var lögð inn á Landakotsspítala í skyndi kl. 2:20 aðfaranótt 23.10.'83. Sagðist hafa verið í Þórscafé um kvöldið með fólki. Varð þar 1073 fyrir líkamsárás er kona sló hana með vínglasi Í vi. augað. Blindaðist algjör- lega á auganu. Fór síðan í fylgd eiginmanns og tengdaföður upp á slysadeild Bsp. Þangað kom augnlæknir á vakt, og greindi hann stórt gat á vi. auga. Einnig voru sár á báðum augnlokum. Strax eftir komu hingað var gerð aðgerð á augnlokum og þau saumuð saman í staðdeyfingu. Svæfingar- læknir taldi mjög óráðlegt að svæfa sjúkl. strax, þar sem hún hafði nýlega neytt áfengis og var því ákveðið að bíða með aðalaðgerð þar til morguninn eftir, og var hún framkvæmd í svæfingu snemma morguns 23.10.'83. Í aðgerðinni kom í ljós að framhólf vi. augans var fullt af blóði og engin innsýn í augað. Það var 16 mm langt sár á hvítu, sem náði langt aftur. Innihald augans gápti fram í sárið, en það hvergi það mikið að það vætlaði út. Sárið í hvítunni var saumað saman. Sjúkl. lá svo hér inni til 30.10.783. Fékk stóra skammta af sýklalyfjum til að hindra sýkingu í auganu, og einnig aðra meðferð til að bæta líðan. Eftir svo mikinn áverka á auga er mikil hætta á að sjúkl. fái sjónhimnu- los og blindu, ef ekkert er að gert. Þess vegna var ákveðið að senda Guðrúnu til Svíþjóðar á Region sjúkrahúsið í Örebro til frekari aðgerða. Var hún lögð þar inn þ. 1.11.'83 og var þar í meðferð og efirliti til 16.11.?83. Rannsóknir með sonartækjum sýndu sjónhimnulos í auganu og einnig var augað fullt af blóði. Ákveðið var að gera lokaða aðgerð inn í auganu (vitrectomy), og var allt blóð hreinsað út. Einnig var gerð aðgerð til þess að reyna að lækna sjónhinnulosið. Sú aðgerð var gerð í svæfingu 8.11.783. Guðrún kom svo til undirritaðs í skoðun 1.12.'83. Hún hafði fulla sjón á hæ. auga, á vi. auga sá hún aðeins mun á ljósi og myrkri. Þrýstingur í vi. auga var þá mjög lágur. Hæ. auga var eðlilegt. Það var ör eftir skurði á báðum augnlokum á vi. auga. Öll sjónhimnan í vi. auga var laus, hún var orðin talsvert stíf og losið mjög hátt. Sjúkl. heldur áfram með augn- dropa og er ennþá í veikindafríi, a.m.k. þangað til hún kemur í skoðun til undirritaðs aftur eftir hálfan mánuð. Áverkinn, sem Guðrún fékk á vi. auga, verður að teljast verulegur og mjög alvarlegur. Við síðustu skoðun var algjört los á sjónhimnu og augað svo til blint. Það eru litlar horfur á að hægt verði að gera við sjónhimnu- losið úr því sem komið er, og mun Guðrún þá ekki fá sjón aftur á augað. Hvort Guðrún getur haldið auganu (og þá án sjónar) er ekki hægt að segja til um á þessu stigi málsins.“ Í örorkumati Ólafs Jónssonar læknis, dagsettu 7. febrúar 1984, er fyrst rakin óhappa- og sjúkrasaga Guðrúnar Guðmundsdóttur og þá byggt á fyrrnefndu vottorði Ingimundar Gíslasonar augnlæknis. Síðan segir í örorkumatinu: 68 1074 Það er augljóst, að sá skaði er á auganu hefur orðið, verður ekki bættur og því um verulega örorku að ræða er telst hæfilega metin 25% varanleg.“ Ingimundur Gíslason augnlæknir vottar á ný 22. febrúar 1984: Að lokum liggur frammi í málinu vottorð Ingimundar Gíslasonar augn- læknis, dagsett 24. október sl. Þar segir orðrétt: „Ég leyfi mér að vísa í vottorð frá 5.12.1983 og 22.2.1984 varðandi sjúkrasögu og meðferð fram að 22.2.1984. Guðrún hefur verið í eftirliti hjá mér síðan og kom til mín á stofu 20. júní 1984 og 23.10.1984. Fékk gerviauga úr plasti (plastskál sem sett er yfir vi.auga) í september s.l. Vegna verkja og tárarennslis hafa verið vissir erfiðleikar við að nota gerviaugað, hefur lengst getað notað gerviaugað 2—3 tíma í einu. Við skoðun þ. 23.10.1984 var sjón á hæ. auga 6/4 án glerja, á vi. auga: greinir mun á ljósi og myrkri. Þrýstingur á vi. auga 2 mm. Hæ. auga eðli- legt við skoðun, engin merki um innri bólgu. Vi. auga byrjað að falla saman, roði og bólga í slímhimnu, hornhimna eðlileg á yfirborðið en ennþá talsverð innri bólga. Sjónhimna öll hefur losnað fram á við og ummyndast í þéttan bandvef. Ljósop óreglulega lagað, augasteinn horfinn. Hvað varðar mat á ástandi sjúkl. nú, er rétt að leggja áherslu á eftirtalin atriði: 1. Guðrún hefur ennþá verki Í vi.auga og tárarennsli. 2. Það er ennþá bólga í vi. auga. 3. Vi.auga virðist halda áfram að falla saman og mun því þurfa að smíða nýtt gerviauga í nánustu framtíð. 4. Það er ekki ennþá útséð hvort Guðrún heldur vi.auga, þ.e.a.s. ef verkir og óþægindi halda áfram, getur komið að því að fjarlægja þurfi vi. augað með aðgerð. 5. Það er ennþá viss áhætta á að bólgan í vi. auga setjist yfir í hæ.auga (sympathisk ophtahalmi). 6. Það eru engar horfur á því að Guðrún fái nokkurn tíman nothæfa sjón á vi. auga.“ Í máli þessu liggur fyrir bréf frá lögmanni Guðrúnar Guðmundsdóttur til RLR, þar sem fram kemur, að skaðabótakrafa verði ekki lögð fram í opinberu máli á hendur ákærðu, heldur verði höfðað einkamál til inn- heimtu þeirra, ef með þurfi. Niðurstöður Hér að framan hefur verið reynt að lýsa málavöxtum af gögnum þeim, 1075 er liggja frammi í málinu. Af þessum gögnum má ráða, að ákærða og Guðrún Guðmundsdóttir hafi leiðst inn í slagsmál karlmannanna. Með þeim upphefst orðasenna, sem síðar leiðir til handalögmáls, sem að lokum leiðir til þess, að ákærða veldur Guðrúnu skaða á vinstra auga, svo miklum, að augað er nánast ónýtt og nothæf sjón á því horfin að fullu og öllu. Af framburði vitna verður ráðið að ákærða ber Guðrúnu í andlitið með hendi, sem hún heldur á glasi í, þannig að glasið brotnar á andliti Guðrún- ar, og hún hlýtur við það sár í grennd við augað, og höggið leiðir til þess, að augað verður ónýtt. Ákærða hefur best lýst þessu sjálf í fyrsta framburði sínum hjá lögreglu, þar sem segir: „Hún sló mig m.a. í andlitið nokkrum sinnum og skvetti ég þá úr glasi mínu framan í hana til að stöðva barsmíð- arnar. Komu þá að dyraverðir og stöðvuðu áflogin. Síðan réðst konan að mér aftur, reif í hár mitt og sló mig í andlitið og sló ég hana til baka. Síðan hafi áflogin hætt og konan þá verið blóðug. Ég hef að líkindum skorið konuna í andlitið með glasi er ég hafði í hendi eða með hring er ég hef á fingri en það var ekki viljaverk.““ Ákærða hefur allar götur síðan gengið út frá því, að áverki Guðrúnar hafi komið í handalögmálum þeirra, þótt síðari frásagnir hennar af atburðum séu dálitið frábrugðnar þeirri fyrstu. Lýsingin á verknaði ákærðu er því rétt í ákæru og verknaður réttilega færður undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20, 1981. Við mat á refsingu verður jafnframt höfð hliðsjón af 3. mgr. 218. gr. a. sömu laga, þar sem telja verður, að líkamsárásin hafi verið unnin í áflogum þeirra ákærðu og Guðrúnar. Hins vegar virðist erfitt að ákveða það, hvor þeirra hafi átt upptökin að átökum þeirra. Ákærða hefur ekki sætt refsingum fyrr. Einnig með hliðsjón af því þykir refsing hennar hæfileg 6 mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu 4 mánaða af refsingunni og sá hluti falla niður að liðnum 3 árum frá dómsuppkvaðn- ingu, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 22, 1955. Loks ber að dæma ákærðu til að greiða allan málskostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 10.000,00, og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Jóns Oddssonar hrl., kr. 10.000.00. Dómsorð: Ákærða, Erna Sigurjónsdóttir, sæti fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fullnustu 4 mánaða af refsingunni, sem fellur niður að liðnum 3 árum frá dómsuppkvaðningu, haldi ákærða þann tíma almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1955. Ákærða greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í 1076 ríkisjóð, kr. 10.000,00 og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Oddssonar hrl., kr. 10.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Mánudaginn 21. október 1985. Nr. 118/1983. Björn Harðarson (Sigurður Baldursson hrl.) gegn Karólínu Gunnarsdóttur og gagnsök (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Skaðabótamál. Líkamsmeiðingar. Örorka. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson og Halldór Þorbjörnsson og prófessorarnir Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal. Aðaláfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 13. júní 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 hinn 8. s.m. Hann gerir þær dómkröfur aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda í málinu, en til vara, að kröfur gagnáfrýjanda verði lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda, eins og „málið væri ekki gjafsóknarmál í héraði né gjafvarnarmál fyrir Hæsta- rétti.““ Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 6. október 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 hinn 9. september 1983. Hún krefst þess, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 279.386,00 krónur með vöxtum, eins og þeir eru ákveðnir í dómsorði hins áfrýjaða dóms, svo og máls- kostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknar- og gjafvarnarmál, en gagnáfrýjandi fékk gjafvörn í aðalsök og gjafsókn í gagnsök fyrir Hæstarétti með leyfi dómsmála- ráðherra 9. september 1983. 1077 I. Í eiðfestum framburði sínum 4. desember 1975 við dómsrannsókn vegna slyss þess, sem í málinu greinir, sagðist vitninu Páli Jónssyni svo frá, að hann hefði séð, þégar gagnáfrýjandi féll á öskukerið við sælgætissöluna í félagsheimilinu Herðubreið. Ekki hefði hann séð, hver hratt henni, en Stefanía Guðmundsdóttir hefði strax vikið sér að aðáláfrýjanda og spurt, hvers vegna hann hefði gert þetta. Hefði hann svarað eitthvað á þá leið, að það hefði verið óviljaverk. Við umrædda dómsrannsókn greindu vitnin Smári Fjalar sjó- maður og Þorbjörn Þorsteinsson lögreglumaður einnig frá því, að þeir hefðu heyrt sagt, að aðaláfrýjandi hefði hrundið gagnáfrýj- anda, en hvorki voru þeir sjálfir á vettvangi né gátu þeir nafngreint heimildarmenn sína. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms þykir mega fallast á úrlausn héraðs- dómara um fébótaskyldu aðaláfrýjanda. Il. Svo sem fyrir héraðsdómi sundurliðar gagnáfrýjandi kröfur sínar þannig: 1. Bætur fyrir tímabundna og varanlega ÖrOrku ........000 00 179.386,00 kr. 2. Bætur fyrir miska .................... 100.000,00 kr. Samtals 279.386,00 kr. Um 1. kröfulið. Engra gagna nýtur við í málinu um vinnutekjur gagnáfrýjanda eftir slysið, en samkvæmt skýrslu hennar sjálfrar hefur hún unnið í frystihúsi og við ræstingar. Vann hún við ræstingar auk þess sem hún sinnti húsmóðurstörfum, er skýrslan var gefin 7. júní 1982. Gagnáfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt nýja áætlun Þóris Bergssonar tryggingastærðfræðings, dags. 28. september 1985, um tjón sitt vegna tímabundinnar óg varanlegrar örorku. Er þar svo sem í fyrri áætlunum gert ráð fyrir tekjumissi í réttu hlutfalli við örorku gagnáfrýjanda á hverjum tíma samkvæmt mati Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis 8. apríl 1980. Á hinn bóginn er 1078 líklega tekjuöflun áætluð þar með hliðsjón af ýmsum breytingum, sem orðið hafa á forsendum fyrri áætlana, þar á meðal breytingum á kaupgjaldi. Áætlar tryggingastærðfræðingurinn, að frá og með árinu 1986 hefðu árstekjur gagnáfrýjanda orðið 350.408,00 krónur, ef hún hefði ekki orðið fyrir meiðslunum, og árlegt tekjutap hennar vegna þeirra verði 70.082,00 krónur. Líklegar árstekjur og árlegt tekjutap fyrir þann tíma er áætlað lægra og breytilegt frá ári til árs, en ekki er ástæða til að rekja þá áætlun í einstökum atriðum. Tap gagnáfrýjanda vegna örorku er síðan reiknað til höfuðstólsfjár- hæðar á slysdegi með tveimur aðferðum. Segir svo um það í áætlun- inni: „Við. útreikninga á slysdagsverðmæti áætlaðs vinnutekjutaps nota ég 6 ársvexti eftir 1. október 1985. Yfir tímabilið milli 1. október 1985 og áverkadags er tapið afvaxtað með vöxtum af almennum spariinnlánum bæði með samsettum vöxtum (Aðferð |) og einföldum vöxtum (Aðferð II). Aðferð 1 Aðferð II v/tímab. örorku kr. 10.667,- kr. 10.737,- v/varanl. “ til1.10. 1985 — 44.144,- — 76.539,- v/varanl. “ eftir það — 103.000,- — 290.803,- Samtals kr. 157.811.- kr. 378.079,-““ Þegar hliðsjón er höfð af framangreindri áætlun, — sem eins og áður sagði er undirstöðugagn af hálfu gagnáfrýjanda um fjártjón hennar — og þá sérstaklega niðurstöðunnar samkvæmt reiknings- aðferð II, þykir mega taka þennan kröfulið að fullu til greina. Um 2. kröfulið. Gagnáfrýjandi lá á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans í Reykjavík frá 10. ágúst til 1. september 1974 vegna meiðsla sinna, og aftur var hún lögð inn á þá deild sjúkrahússins til skoðunar 16. desember s.á. Eftir læknisskoðun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 1975 gekkst hún undir skurðaðgerðir á því sjúkra- húsi bæði í september 1975 og mars 1976. Kemur þó ekki fram í málinu, hve löng sjúkrahúsvist hennar var þá. Vegna læknisaðgerð- arinnar ber hún um það bil 10 cm ör framan á hálsi frá hálsrótum 1079 og niður að bringubeini. Sköddun barkakýlisins hefur og valdið henni hæsi til frambúðar. Af örorkumatinu er þó helst að ráða, að til hvors tveggja hins síðastgreinda hafi eitthvert tillit verið tekið við mat á hinni varanlegu Örorku gagnáfrýjanda. Þegar framangreint er virt, þykir rétt að ákveða fébætur til gagn- áfrýjanda samkvæmt þessum kröfulið 65.000,00 krónur. Samkvæmt þessu verður aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda 244.386,00 krónur með 13% ársvöxtum frá 10. ágúst 1974 til 21. nóvember 1977, 1690 ársvöxtum frá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, 22%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s.á., 3190 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, 3590 ársvöxtum frá þeim degi til 31. maí 1981, 34% árs- vöxtum frá þeim degi til 21. desember 1981, en með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnaðar- greiðslu aðaláfrýjanda, gjafsóknarkostnað og gjafvarnarkostnað. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst 40.000,00 krónur, og renni hann í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður beggja aðilja fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðra talsmanna þeirra, 35.000,00 krónur til hvors. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Björn Harðarson, greiði gagnáfrýjanda, Karolínu Gunnarsdóttur, 244.386,00 krónur með 13% ársvöxt- um frá 10. ágúst 1974 til 21. nóvember 1977, 16% ársvöxtum frá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, 227 ársvöxtum frá þeim degi til 1. sept- ember s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s.á., 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 31. maí 1981, 34% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1981, en með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags. 1080 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskóstnað og gjafsóknar- kostnað eiga að vera órösktið. Aðaláfrýjandi greiði 40.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti og renni hann í ríkissjóð. Allur gjafsókharkostnaður aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skip- aðra talsmanna þeirra, Sigurðar Baldurssonar hæstaréttar- lögmanns og Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000,00 krónur til hvors. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Sigurðar Líndal prófessors. Í héraði krafðist pagnáfrýjandi dómvaxta samkvæmt |. nr. 56/1979 frá 1. desember 1981 til greiðsludags. Þá kröf tel ég fela í sér kröfu um vaxtavexti, en héraðsdómari dæmir einfalda vexti. Hér fyrir dómi hefur af hálfu gagnáfrýjanda verið krafist vaxta, „eins og þeir eru ákveðnir í dómsorði héraðsdóms.““ Með því hefur verið fallið frá Kröfu um vaxtavexti. Með skírskotun til fordæmis í dómi Hæstaréttar, sem upp var kveðinn 10. júlí 1984 og vaxtakröfu gagnáfrýjanda hér fyrir dómi, tel ég rétt að hafa til hliðsjónar reikningsaðferð II í útreikningi Þóris Bergssonar tryggingastærðfræðings frá 28. september 1985, þégar metið er fjártjón gagnáfrýjanda á slysdegi. Með þessum athugasemdum er ég sammála því, sem segir í dóms- atkvæði meirihluta dómenda og dómsorði þeirra. Sératkvæði Halldórs Þorbjörhssonar hæstaréttardómara. Skýrslur málsaðilja um atvik að því, er gagnáfrýjandi slasaðist, stangast á. Telur gagnáfrýjandi sig hafa fallið, af því að aðaláfrýj- andi hafi ýtt harkalega við henni, en það kannast aðaláfrýjandi ekki við. Frásögn gagnáfrýjanda er studd vætti Stefaníu Guðmunds- dóttur, sem segir, að aðaláfrýjandi hafi ýtt gagnáfrýjanda frá sér 1081 og hún fallið við það á gólfið og lent á steinkeri. Þá segist Páll Jónsson hafa heyrt Stefaníu spyrja aðaláfrýjanda, hvers vegna hann hefði gert þetta, og hann svara því, að þetta hefði verið óviljaverk. Sjálfur kveðst Páll ekki hafa séð, hvers vegna gaðnáfrýjandi datt, og var hann þó nærstaddur og sá hana falla. Það rýrir sönnunar- gildi vitnaskýrslna þessara, að þær voru teknar löngu eftir að um- rætt atvik varð, en Páll kom fyrir dóm hinn 4. desember 1975 og Stefanía ekki fyrr en 7. júní 1982, er liðið var hátt á áttunda ár frá atburðinum. Samkværit þessu tel ég óvarlegt að telja sannað, að gagnáfrýjandi hafi hlotið lemstur sín með þeim hætti, að aðal- áfrýjandi verði dæmdur bótaskyldur, og að því beri að sýkna hann af kröfum gagnáfrýjanda. Ég tel rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnað er ég sammála atkvæði meirihluta dómara. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. febrúar 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 14. febrúar sl., hefur Karólína Gunnars- dóttir, Heiðarbrún 21, Hveragerði, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 8. desember 1981, á hendur Birni Harðarsyni, nnr. 1334-3381, Réttarbakka 1, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 279.385,00 ásamt 1390 ársvöxtum frá 10. ágúst 1974 til 20. nóvember 1977, en með 16% ársvöktum frá þeim degi til 20. febrúar 1978, en með 19%0 ársvöxtum frá þeim degi til31. maí 1979, en með 22% ársvöxtum frá þeim degi til 31. ágúst 1979, en með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 30. nóv- ember 1979, en ttteð 31% ársvöxtum frá þeim degi til 31. maí 1980, en með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 31. maí 1981, en með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1981, en með dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ og síðar framlögðum reikningi, €ins og málið væri eigi gjafsóknar- mál, en stefnandi fékk gjáfsókn í málinu með bréfi dómsmálaráðherra, dags. 27. maí 1981. Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega, að hann verði sýknaður, en til vara, að stefnukrafan verði stórlega lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins, hvernig sem málið fer, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi fékk gjafvörn í málinu með bréfi dóms- málaráðherra dags. 14. október 1982. Sættir hafa verið reyndar árangtrslaust. 1082 II. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að þann 10. ágúst 1974 hafi hún verið stödd í samkomuhúsinu Herðubreið á Seyðisfirði. Þar hafi stefndi Björn einnig verið. Hafi hann haldið á Stefaníu Guðmundsdóttur, en er stefnandi gekk að þeim, hafi stefndi sleppt Stefaníu og hrint stefnanda svo harkalega, að hún féll við. Í fallinu hafi hún lent með hálsinn á öskukeri úr hrauni, og hafi hún slasast alvarlega á hálsi. Hafi hún þegar verið flutt á sjúkrahús. Við læknisskoðun hafi komið í ljós, að vinstra raddband hennar var lamað og barkakýli brotið. Stefnandi hafi um árabil átt í afleið- ingum þessa slyss og hafi hún m.a. þurft að leita sér læknisaðstoðar erlend- is. Ekki sé talið, að ástand hennar muni í neinu skána frá því, sem nú sé. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að tjón hennar verði einungis rakið til saknæmrar og ólögmætrar hegðunar stefnda. Hann hafi ráðist að henni og hrint henni með ofangreindum afleiðingum algerlega að tilefnislausu. Stefnandi eigi þar sjálf enga sök. Sé ljóst, að stefndi beri fulla og ótak- markaða ábyrgð á tjóni stefnanda. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Örorkubætur kr. 179.386,00 2. Miskabætur kr. 100.000,00 samtals kr. 279.386,00 Þann 8. apríl 1980 hafi Björn Önundarson framkvæmt örorkumat á stefnanda og hafi hann metið örorku hennar 100% í 20 mánuði frá slysdegi, 50% í þrjá mánuði, en síðan varanlega örorku 20%. Þann 21. september 1981 hafi Þórir Bergsson, cand. act., reiknað út örorku stefnanda og aftur 18. maí 1982 og 20. október 1982 og sé krafan um örorkubætur, kr. 179.386,00 byggð á síðasta útreikningnum á dskj. nr. 23. Í útreikningnum sé miðað við nokkrar mismunandi forsendur, en stefn- andi byggi kröfu sína á útreikningi nr. Í á bls. 2 á dskj. nr. 23, en þar sé reiknað með einföldum vöxtum og 5% ávöxtunarþætti peninga, sem virðist sanngjarnt, þegar höfð sé í huga vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands og raunverulegir ávöxtunarmöguleikar fjármuna. Miskabótakrafan, kr. 100.000,00, byggist á því, að stefnandi hafi mjög liðið fyrir tjón sitt. Hún hafi um árabil þurft að leita sér læknisaðstoðar og jafnvel þurft að fara erlendis (sic) í þeim tilgangi. Framan á hálsi hennar sé stórt og mikið ör, sem sé til verulegra lýta á ungri stúlku. Rödd hennar sé rám og lág. Þessi Örorka hái stefnanda mjög og hafi henni þrásinnis verið neitað um vinnu vegna þessa og sé hún í rauninni útilokuð frá því að vinna flest hefðbundin kvennastörf, svo sem skrifstofu- og afgreiðslu- 1083 störf, kennslustörf o.fl. Örorka stefnanda hafi því mjög víðtæk og djúp- stæð áhrif á alla lífsafkomu hennar, framtíðarhorfur og sálarástand. Krónur 100.000,00 í miskabætur verði því að teljast sanngjörn krafa. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að með öllu sé ósannað, að hann hafi valdið tjóni því, sem stefnt sé fyrir. Hann kannist ekki við að hafa hrundið stefnanda, enda viti hann ekki til þess, að hann hafi átt nokkuð það sökótt við hana, er hefði getað gefið honum tilefni til að fremja þann verknað, sem á hann sé borinn. Mikil mannþröng hafi verið í anddyri sam- komuhússins Herðubreið, þegar stefnandi slasaðist, þannig að mest líktist síld í tunnu, og hafi því verið erfitt að hreyfa sig. Í slíkri þröng berist menn með straumnum án þess að fá rönd við reist. Á umræddum dansleik hafi verið mikil og almenn ölvun, og virðist því forráðamenn samkomuhússins hafa brotið skilyrði fyrir vínveitingaleyfi, en það sé jafnan veitt með því skilyrði, að ekki megi veita ölvuðum mönnum vín. Eigi sé upplýst, hvort samkomuhúsið hafi haft vínveitingaleyfi umrætt kvöld. Varakrafa stefnda sé sett fram, ef svo kynni að fara, að stefnanda tækist að sanna sitt mál. Útreikningi örorkutjóns sé mótmælt sem allt of háum. Þar sé t.d. ekki tekið tillit til skattfrelsis bóta. III. Telja verður sannað með framburði vitnisins Stefaníu Guðmundsdóttur, sem ennfremur er studdur af framburði vitnisins Páls Jónssonar, að stefndi Björn Haraldsson (sic) hafi hrint stefnanda með framangreindum afleið- ingum, en Stefanía segir m.a. við yfirheyrslur fyrir dómi: „„Mætta segir, að atvik hafi verið þau, að hún hafi verið stödd frammi í anddyri hússins, ásamt Birni Harðarsyni. Hún kveður Björn hafa tekið sig upp. Þá hafi Karólína komið þar að og ætlað að tala við Björn. Vitnið kveður þá Björn hafa hrint Karólínu frá sér. Nánar aðspurt segir vitnið, að Björn hafi ýtt Karólínu frá sér með handleggnum. Vitnið segir, að við þetta hafi Karólína fallið á steinker sem stóð á gólfinu.“ Stefndi Björn telst því skaðabótaábyrgur á tjóni því, sem stefnandi hlaut við slysið, enda hefur ekki verið sýnt fram á, að stefnandi hafi sjálf verið meðvöld að slysinu. Bótakrafa stefnanda nemur samtals kr. 279.368,00 ásamt vöxtum frá slysdegi. Lagt hefur verið fram örorkumat, sem Björn Önundarson læknir framkvæmdi 8.4. 1980, og hefur því ekki verið andmælt. Þá hefur stefn- andi lagt fram þrjá örorkutjónsútreikninga Þóris Bergssonar, cand. act., og er kröfufjárhæðin byggð á útreikningi hans, dags. 20. október 1982. Þegar virt eru meiðsli stefnanda og sjúkrasaga og höfð hliðsjón af fram- lögðum örorkutjónsútreikningum þykja örorkutjóns- og miskabætur til 1084 handa stefnanda hæfilega ákveðnar í einu lagi kr. 120.000,00 ásamt vöxt- um, sem ákveðast þannig: 13% ársvextir frá 10. ágúst 1974 til 20. nóvember 1977, 1600 ársvextir frá þeim degi til 20. febrúar 1978, 19% ársvextir frá þeim degi til 1. júní 1979, 22% ársvextir frá þeim degi til Í. september 1979, 2700 ársvextir frá þeim degi til 1. desember 1979, 31% ársvextir frá þeim degi til 1. júní 1980, 35% ársvextir frá þeim degi til 31. maí 1981, 340 ársvextir frá þeim degi til 21. desember 1981, 39% ársvextir frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvextir frá þeim degi til Uppkvaðningar- dags dóms þessa, en frá þeim degi hæstu innlánsvextir, eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, til greiðsludags. Eftir úrslitum þessa máls ber að dæma stefnda til þess að greiða kr. 26.925,00 í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð. Þá ber að dæma ríkissjóð til að greiða kostnað stefnanda af rekstri máls þessa, kr. 26.925,00, þar af málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Atla Gíslasonar hdl., kr. 22.500,00, en kr. 4.425,00 eru vegna útlagðs kostnaðar skv. framlögðum reikningum. Þá greiði ríkissjóður kostnað stefnda af rekstri málsins kr. 22.000,00, sem rennur til skipaðs talsmanns hans, Sigurðar Baldurssonar hrl. Sigríður Ólafsdóttir, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan, en dómarinn fékk mál þetta til meðferðar 15. september sl. Dómsorð: Stefndi, Björn Harðarson, greiði stefnanda, Karólínu Gunnars- dóttur, kr. 120.000,00 ásamt 13% ársvöxtum frá 10. ágúst 1974 til 20. nóvember 1977, en með 1690 ársvöxtum frá þeim degi til 20. febrú- ar 1978, en með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, en með 2200 ársvöxtum frá þeim degi til 1. september 1979, en með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember 1979, en með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, en með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 31. maí 1981, en með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1981, en með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, en með 47% ársvöxtum frá þeim degi til 24. febrúar 1983, en frá þeim degi með hæstu innlánsvöxtum, eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, til greiðsludags. Þá greiði stefndi ennfremur kr. 26.925,00 í máls- kostnað sem rennur Í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 26.925,00, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Atla Gíslasonar hdl., kr. 22.500,00. Gjafvarnarkostnaður skipaðs talsmanns stefnda, Sigurðar Baldurs- sonar hrl., kr. 22.000,00, greiðist úr ríkissjóði. 1085 Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 23. október 1985. Nr. 194/1985. Theódór Nóason gegn Edel Maríu Madsen Kærumál. Skipti. Uppskrift. Dómur Hæstaréttar. Kærumál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðili hefur með vísun til 2. töluliðs 21. gr. laga nr. 75/1973 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 20. ágúst sl., sem barst Hæstarétti 26. sama mánaðar. Sóknaraðili krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að ákvörðun um uppskrfit á eignum og skuldum firmans Reykjabergs fari ekki fram fyrr en að fengnum úrslitum í hæstaréttarmálinu nr. 50/1985: Theódór Nóason gegn Edel Maríu Madsen o.fl. Í báðum tilvikum er krafist kærumáls- kostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Hinn kærði úrskurður, sem ekki fylgja forsendur, er svohljóð- andi: „„Krafa sóknaraðila, Edel Maríu Madsen, um að nú þegar skuli fara fram nákvæm uppskrift eigna og skulda firmans Reykjabergs vegna skipta á búi hennar og varnaraðilja, Theódórs Nóasonar, er tekin til greina. Varnaraðili Theódór Nóason greiði sóknaraðilja, Edel Maríu Madsen kr. 7.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum.““ 1086 Skiptaráðandinn, Ragnar Hall borgarfógeti, hefur samkvæmt 27. gr. laga nr. 75/1973 sent greinargerð sína um hina kærðu dóms- athöfn 16. þ.m. Segir þar m.a.: „„Bú málsaðilja var tekið til opinberra skipta í skiptarétti Reykja- víkur hinn 14. janúar 1985 vegna hjónaskilnaðar þeirra. Í Þinghaldi þann dag var bent á sem eignir tilheyrandi búinu m.a. einkafirmað Reykjaberg, sem í firmaskrá Reykjavíkur er skráð einkafirma Theódórs Nóasonar, og eignarhluta í fasteigninni nr. 48 við Berg- staðastræti í Reykjavík, sem er þinglýst eign Theódórs Nóasonar. Var þar jafnframt vakin athygli á því að eignarhlutinn í fasteigninni væri færður upp á efnahagsreikningi firmans sem eign þess. Áður en uppskrift væri lokið á búinu, kom fram sú krafa af hálfu Theó- dórs Nóasonar, að firmanu og eignarhlutanum í nefndri fasteign yrði haldið utan skiptanna sem séreignum hans, og var þeirri kröfu- gerð þegar mótmælt af hálfu Edel Maríu Madsen. Úrskurður gekk um það efni í skiptarétti Reykjavíkur hinn 7. mars sl. og var kröfum Theódórs Nóasonar í því máli hafnað. Hefur þeim úrskurði verið áfrýjað og bíður það mál flutnings í Hæstarétti. Það mál, sem hér er til úrlausnar, varðar hins vegar það álitaefni, hvort bíða skuli með að framkvæma uppskrift og virðingu þessara eigna, þar til niðurstaða Hæstaréttar í hinu fyrra máli liggur fyrir. Um tilhögun skipta á búi hjóna vegna skilnaðar ber að fara eftir ákvæðum 6. kapítula skiptalaga nr. 3/1978 og VII. kafla laga um réttindi og skyldur hjóna nr. 20/1923. Fyrirmæli þessara lagabálka eru ekki að öllu leyti samstæð, og í þeim tilvikum sem um er að ræða gagnstæð eða ósamrýmanleg ákvæði í þeim verður samkvæmt almennum lögskýringarreglum að líta svo á, að hin yngri þessara laga gangi fyrir ákvæðum hinna eldri. Samkvæmt 64. gr. skiptalaga skal „skrifa upp og virða á vana- legan hátt““ muni búsins, en um framkvæmd uppskrifar eru ákvæði í 2. kapítula laganna. Kemur fram í 15. gr. laganna, að svo fljótt sem við verður komið ber skiptaráðanda að láta skrifa upp og virða eignir viðkomandi bús. Í 2. mgr. 47. gr. laga nr. 20/1923 er ákvæði, er heimilar að draga séreign undir skipti við tilteknar aðstæður, en ekki er í lögum að finna ákvæði, er beinlínis komi í veg fyrir, að skrifaðar séu upp og virtar eignir, sem annað hjóna telji séreignir sínar. Í 63. gr. skiptalaga er sérstaklega um það fjallað, að við til- 1087 teknar aðstæður megi ekki valda öðrum aðilja að slíkum skiptum meira óhagræði en brýn nauðsyn krefji til þess, að hag hins aðiljans verði borgið. Verður ekki önnur ályktun dregin af efni þeirrar greinar en að við skipti sem þessi verði aðiljar að sætta sig við visst óhagræði, ef það stafar af aðgerðum, sem teljast venjulegar við skipti bús og eru nauðsynlegar til að tryggja jafnstöðu aðiljanna við skiptin. Ljóst má vera, að þegar einkafirmað Reykjaberg var skrifað upp sem eign búsins við fyrstu fyrirtöku skiptanna, var það skrifað upp sem eignaheild og engar aðstæður voru til að virða til peninga verð- mæti þess eða eigna þess þá. Telur undirritaður að uppskrift búsins sé ekki lokið að þessu leyti. Með því að annað hjónanna hefur eignir firmans í sínum vörslum og rekur starfsemi þess áfram, telur undir- ritaður með hliðsjón af ofangreindum lagaákvæðum óhjákvæmilegt að fallast á kröfu hins hjónanna um að staðreynt sé verðmæti firmans eða eigna þess nú þegar, en ekki verði beðið úrslita um það, hvort þessar eignir skuli teljast séreignir Theódórs Nóasonar. Mat á þessum vermætum veldur honum engum réttarspjöllum.““ Meðal gagna málsins er ljósrit af skattframtali málsaðilja 1984, og fylgir því efnahagsyfirlit Reykjabergs hinn 31. desember 1983. Bókfært verð eigna þess er þannig framtalið: Verslunarhúsnæði að Bergstaðastræti 48 kr. 250.558,00 Lóð sama kr. 16.000,00 Innréttingar kr. 3.648,00 Verslunarleyfi kr. 200,00 Sparisjóðsbók nr. 46465 í Búnaðarb. Ísl. kr. 389.640,21 Vörubirgðir kr. 32.116,00 Víxlaeign kr. 8.425,00 Viðskiptamenn kr. 72.611,00 Hlaupareikningur kr. $58.560,84 Sjóður kr. 1.921,34 Kr. 839.680,39 1088 Skuldir og eigið fé er þannig framtalið: Skuldir við viðskiptamenn vegna vörukaupa kr. 37.765,00 Ógreiddur söluskattur kr. 1.183,15 Hrein eign kr. 800.732,24 Kr. 839.680,39 Sóknaraðili telur firmað Reykjaberg vera séreign sína á grundvelli kaupmála þess, sem um sé deilt. Meðan fullnaðardómur hafi ekki gengið um gildi hans, hnígi engin rök að því, að frekari uppskrift fari fram á eignum og skuldum Reykjabergs, enda sé ákvæðum 2. mgr. 47. gr. laga nr. 20/1923 þegar fullnægt með uppskriftinni 14. janúar sl., þótt því sé mótmælt, að firmað sé eign bús málsaðilja. Áfrýjun úrskurðar skiptaréttarins um gildi kaupmálans fresti upp- skrift á eignum þeim, sem hann sé talinn taka til, en það sé megin- regla íslensks réttar, að áfrýjun fresti verkun dóma og úrskurða og til afbrigða frá þeirri reglu þurfi skýlausa lagaheimild. Sóknaraðili vísar á bug þeirri málsástæðu varnaraðilja, að hann geri allt, sem honum sé kleift, til að láta líta svo út sem þær eignir, er til voru í firmanu Reykjaberg í árslok 1983, séu ekki lengur til. Varnaraðili telur, að sérstök ástæða sé til þess, að nú þegar fari fram uppskrift á eignum Reykjabergs, þar sem fram sé komið, að sóknaraðili ráðstafi þeim að eigin geðþótta og án vitundar skipta- ráðanda og varnaraðilja. Bendir hann því til stuðnings á, að hann hafi þinglýst skuld að fjárhæð 650.000,00 krónur á eignarhluta sinn í húsinu nr. 48 við Bergstaðastræti, eftir að skiptin hófust. Hann hafi ekki upplýst, hvenær stofnað hafi verið til þeirra skulda Reykjabergs, sem firmað var í um sl. áramót, þrátt fyrir áskorun þar um og ekki heldur lagt fram ársreikninga firmans. Varnaraðili telur sig hafa hagsmuni af því, að upplýst verði sem skjótast, hverjar séu og hafi verið við upphaf skipta raunverulegar eignir og skuldir firmans, til að tryggja sér og félagsbúinu sönnunargögn. Krafan lúti þannig einungis að nákvæmri uppskrift í sönnunarskyni, en alls ekki að því að afstaða sé tekin til þess, hvort eignin að hluta eða öllu skuli teljast séreign varnaraðilja eða ekki. Af gögnum málsins kemur fram, að könnun á eignum bús máls- aðilja og virðingu þeirra var eigi lokið, er ágreiningurinn um séreign sóknaraðilja að firmanu Reykjabergi reis. Það sakarefni er nú til 1089 úrlausnar í sérstöku dómsmáli fyrir Hæstarétti. Áfrýjun þess máls þykir eigi hindra framkvæmd þeirra uppskriftar- og virðingargerða, sem um er deilt í þessu máli. Að virtum málavöxtum og með tilvísun til 2. mgr. 47. gr. laga nr. 20/1923 og grunnreglu 63. gr. skiptalaga nr. 3/1978 ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Rétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðilja 10.000,00 krónur í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður skal vera óraskaður. Sóknaraðili, Theódór Nóason, greiði varnaraðilja, Edel Maríu Madsen, 10.000,00 krónur í kærumálskostnað að við- lagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 24. október 1985. Nr. 160/1985: Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Önnu Antonsdóttur og Birni Geir Jóhannssyni (Sigurður Ólason hrl.) Skjalafals. Þjófnaður. Fjársvik. Ólögmæt meðferð fundins fjár. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Ákæra. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skafta- son og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var að ósk beggja hinna ákærðu áfrýjað til Hæsta- réttar með áfrýjunarstefnu 30. maí 1985. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 22. ágúst sl. 69 1090 Af hálfu ákæruvalds og hinna ákærðu hefur verið lýst yfir því við flutning málsins fyrir Hæstarétti, að eigi sé krafist endurskoð- unar á ákvæðum héraðsdóms um fébætur. Koma þau því ekki til úrlausnar fyrir Hæstarétti, sbr. 147. gr. laga nr. 74/1974. Í ákæru hefur láðst að tilgreina lagastað, sem brot samkvæmt Ill. kafla ákæru varði við. Þar sem heiti brots er tilgreint og verkn- aðarlýsing skýr, þykir með hliðsjón af 118. gr. laga nr. 74/1974 mega beita 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um þessi brot, enda hefur málið verið sótt og varið með tilliti til þess. Innbrot það í Kaupfélag Hafnfirðinga, sem lýst er í 4. lið II. kafla ákæru var framið 13. júlí 1984, en ekki 13. júní, svo sem ranglega er hermt Í ákæru. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að stafesta niðurstöður hans um sakar- mat og færslu brota til refslákvæða. Með hliðsjón af ákvæðum þeim, sem í héraðsdómi greinir, er refsing ákærðu Önnu hæfilega ákveðin fangelsi 10 mánuði. Brot þau, sem ákærði Björn er sakfelldur fyrir, eru öll framin áður en hann var dæmdur í refsingu 14. janúar og 28. mars 1985, og ber samkvæmt 78. gr. hegningarlaga að dæma honum hegningar- auka, sem þykir með hliðsjón af 77. gr. sömu laga hæfilega ákveð- inn 6 mánaða fangelsi. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 ber að árétta öku- leyfissviptingu þá, sem ákærða hefur áður verið dæmd. Þá ber að dæma ákærðu in solidum til greiðslu áfrýjunarkostn- aðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærða, Anna Antonsdóttir, sæti fangelsi 10 mánuði og ákærði, Björn Geir Jóhannsson, fangelsi 6 mánuði. Ákærði skal vera sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað eru staðfest að því er ákærðu varðar. Ákærðu greiði in solidum áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og máls- 1091 varnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Ólasonar hæsta- réttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. maí 1985. Ár 1985, mánudaginn 13. maí, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 254-256/1985: Ákæru- valdið gegn Önnu Antonsdóttur, Birni Geir Jóhannssyni og Guðnýju Rósu Magnúsdóttur, sem tekið var til dóms þann 26. apríl sl. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dag- settu 2. apríl 1985, á hendur ákærðu Önnu Antonsdóttur, Austurbergi 12, fæddri í Reykjavík 27. júlí 1965, Birni Geir Jóhannssyni, Austurbergi 12, fæddum í Reykjavík 29. janúar 1964, og Guðnýju Rósu Magnúsdóttur, Mýrargötu 16, fæddri í Reykjavík, 27. desember 1963, öllum til heimilis í Reykjavík, „fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningarlögum framin á árinu 1984: I. Ákærðu Önnu og Guðnýju Rósu er gefið að sök að hafa, mánudag- inn 30. júlí 1984, brotist inn í Pennaviðgerðina, Ingólfsstræti 2 í Reykjavík í félagi við Aðalstein Guðlaug Aðalsteinsson, f. 17.05. 1961 og Ragnar Örn Eiríksson, f. 09.05. 1960 og stolið um 300 krónum og nokkrum pennum. Aðalsteinn Guðlaugur og Ragnar Örn framkvæmdu innbrotið á meðan ákærðu biðu við verslunina. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Il. Ákærðu Önnu er einni gefið að sök: Í. Skjalafals, með því að hafa í ársbyrjun 1984 falsað nafnið Björn Einars- son sem ábeking á tvo víxla, annan að fjárhæð kr. 20.000 gefinn út 10. febrúar s.á. í gjalddaga hinn 15. mars, samþykktan til greiðslu af Birni Geir Jóhannssyni, gefinn út og framseldan af ákærðu og víxil að fjárhæð kr. 100.000 í gjalddaga hinn 15. mars, gefinn út og framseldur af Ólöfu Önnu Ólafsdóttur 23. janúar s.á., samþykktan til greiðslu af Einari Harðar- syni pr. pr. Lagerinn. Ákærða afhenti víxlana sambýlismanni sínum Birni Geir Jóhannssyni, og seldi hann 20.000 króna víxilinn í Útvegsbanka Íslands, Laugavegi 105 í Reykjavík og afhenti ofangreindum Einari Harðarsyni 100.000 króna víxilinn til sölu í Sparisjóði Kópavogs. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. 1092 2 Að hafa 6. júní slegið eign sinni á seðlaveski Eyrúnar Baldursdóttur, sem hún fann á Austurvelli í Reykjavík, en í veskinu var auk skjala og skilríkja tékkhefti frá Alþýðubankanum við Suðurlandsbraut í Reykjavík og 1.000 krónur í tékkum. Telst þetta varða við 246. gr. hegningarlaganna. 3. Í júnímánuði selt í Reykjavík, nema annað sé tekið fram, eftirgreinda 10 tékka sem hún hafði falsað á eyðublöð úr framangreindu tékkhetti, en tékkarnir eru gefnir út til handhafa úr reikningi nr. 2248, nema annars sé getið, með útgefandanafninu Eyrún Baldursdóttir: 1) Tékki nr. 277408, að fjárhæð kr. 1.300, dagsettur 8. júní. Seldur á einni af bensínafgreiðslum Olís. 2) Tékki nr. 277423, að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 15. júní. Sama notkun. 3) Tékki nr. 277407, að fjárhæð kr. 9.000, dagsettur 7. júní, úr reikn- ingi nr. 22845. Seldur í Útvegsbanka Íslands, Laugavegi 105. 4) Tékki nr. 277414, að fjárhæð kr. 1500, dagsettur 11. júní. Seldur í versluninni Candis í Reykjavík. 5) Tékki nr. 277417, að fjárhæð kr. 1.200, dagsettur 13. júní. Seldur í söluturninum á Vesturgötu 14. 6) Tékki nr. 277418, að fjárhæð kr. 500, dagsettur 13. júní. Seldur í Ísbúðinni, Aðalstræti 4. 7) Tékki nr. 277421, að fjárhæð kr. 500, dagsettur 14. júní. Seldur í söluturninum Dimoni, Smiðjuvegi 60 í Kópavogi. 8) Tékki nr. 277422, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 15. júní. Seldur í stórmarkaði KRON í Kópavogi. 9) Tékki nr. 277409, að fjárhæð kr. 800, dagsettur 8. júní. Seldur í söluturninum Bollunni við Flatahraun í Hafnarfirði. 10) Tékki nr. 277410, að fjárhæð kr. 2.000, dagsettur 12. júní. Seldur í verslun M. Gilsfjörð, Bræðraborgarstíg 1. (RLR mál nr. 1903/84). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. 4. Aðfaranótt þriðjudagsins 13. júní brotist inn í húsnæði Kaupfélags Hafn- firðinga, Garðaflöt 16-18, Garðakaupstað í félagi við Agnar Víði Bragason, f. 16.09. 1966, og stolið þar 75 vindlingalengjum og peningaskáp sem hafði að geyma allt að 175.166 krónur í reiðufé og tékkum, greiðslukortanótur 1093 að fjárhæð kr. 10.104 og 70 tryggingavíxla samtals að fjárhæð kr. 700.000 auk annarra skjala. Telst þetta varða við 244. gr. hegningarlaganna. 5 Aðfaranótt þriðjudagsins 17. júlí brotist inn í verslunina Vöruloftið, Sigtúni 3 í Reykjavík í félagi við Gunnlaug Magnússon, f. 14.04. 1966 og Unnar Sigurð Hansen, f. 17.09. 1966 og stolið þar strigaskóm, tösku og um 1.600 krónum úr peningakassa verslunarinnar. Telst þetta varða við 244. gr. hegningarlaganna. III. Ákærðu Önnu og Birni Geir er báðum gefið að sök skjalafals með því að hafa í júnímánuði, staðið saman að sölu á eftirgreindum 4 tékkum, sem ákærða Anna falsaði á eyðublöð úr framangreindu tékkhefti sbr. ákæruliði II. 2 og 3, en tékkarnir eru gefnir út til handhafa með útgefanda- nafninu Eyrún Baldursdóttir úr reikningi nr. 2248, nema annað sé tekið fram: 1) Tékki nr. 277411, að fjárhæð kr. 3.300, dagsettur 8. júní. Seldur í veitingahúsinu Klúbbnum við Borgartún í Reykjavík. 2) Tékki nr. 277412, að fjárhæð kr. 2.000, dagsettur 9. júní. Seldur í veitingahúsinu Óðali við Austurvöll í Reykjavík. 3) Tékki nr. 277424, að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 16. júní. Seldur í versluninni Bitabæ í Garðakaupstað. 4) Tékki nr. 277413, að fjárhæð kr. 300, dagsettur 9. júní. Seldur í Veitingahúsinu Óðali, (RLR mál nr. 1903/84). IV. Ákærða Birni Geir er einum gefið að sök: 1. Fjársvik með því að hafa, í aprílmánuði, selt í veitingahúsinu Klúbbnum í Reykjavík eftirgreinda 5 tékka, sem hann gaf út til handhafa úr reikningi sínum nr. 23180 við Samvinnubankann við Suðurlandsbraut í Reykjavík án þess að næg innistæða væri fyrir hendi á reikningnum: 1) Tékki nr. 2066473, að fjárhæð kr. 1.000. 2) Tékki nr. 206511, að fjárhæð kr. 1.000. 3) Tékki nr. 2068518, að fjárhæð kr. 500. 4) Tékki nr. 2068519, að fjárhæð kr. 500. 5) Tékki nr. 2068520, að fjárhæð kr. 1.100. Telst þetta varða við 248. gr. hegningarlaganna. 1094 2; Að hafa, laugardaginn 26. janúar 1985, ekið bifreiðinni R-64330 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt frá veitingahúsinu Óðali við Austurvöll í Reykjavík uns lögreglumenn stöðvuðu akstur hans í Vonar- stræti. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar og ákærði Björn Geir auk þess til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 81. gr. umferðarlaga.“ Málavextir eru þessir: 1. Að kvöldi 30. júní sl. brutust Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson og Ragnar Örn Eiríksson inn í Pennaviðgerðina við Ingólfsstræti, R. Með þeim voru ákærðu Anna og Guðný Rósa. Skömmu síðar handtók lögreglan þau þar skammt frá í Skólastræti, og voru öll ölvuð. Piltarnir höfðu komist inn á innbrotsstað með því að brjóta upp hurð, og þar stálu þeir um 300 kr. í peningum og nokkrum pennum. Ákærðu biðu átekta á meðan þessu fór fram. Við yfirheyrslu hjá RLR daginn eftir kvað ákærða Anna, að piltarnir hafi reynt að brjótast inn á nokkrum stöðum á leið þeirra um Þingholtin, en þær meðákærða beðið álengdar á meðan. Því næst hafi þær meðákærða beðið á gatnamótum Ingólfsstrætis og Bankastrætis, á meðan piltarnir fóru eitthvað inn eftir götunni. Um 10 mínútum síðar komu þeir með umslag með nafni Pennaviðgerðarinnar svo og penna. Hún kvaðst ekki vita til þess, að þeir hafi stolið þarna peningum. Við handtöku á henni fundust tveir sjálfblekungar, sem hún kvað Ragnar Örn hafa afhent sér. Við yfirheyrslu fyrir dómi kvað ákærða Anna þær meðákærðu hafa vitað, hvað til stóð, þegar piltarnir brutust þarna inn og biðu þeirra á meðan, en annan þátt hafi þær ekki átt að innbrotinu og hún hafi ekkert fengið í sinn hlut. Piltarnir hafi átt hugmyndina að innbrotinu og um það hafi verið rætt á göngu þeirra um Laugaveginn, en ekkert um það rætt, að þær meðákærða tækju þátt í því. Ákærða Guðný Rósa bar fyrir RLR, að piltarnir og þær meðákærða hafi öll verið á göngu um Laugaveginn. Við verslunina Kosta Boda hafi verið ákveðið að brjótast inn í verslun Í peningaleit, þar sem piltarnir voru peningalausir. Piltarnir gengu að Pennaviðgerðinni, en á meðan biðu þær meðákærða. Fyrir dómi bar ákærða, að þær meðákærða hafi átt að fylgjast með mannaferðum, á meðan piltarnir brutust þarna inn. Hún kvaðst ekkert hafa fengið af þeim pennum eða peningum, sem þeir stálu þarna, enda 1095 handtók lögreglan þau þar skammt frá. Við samprófun ákærðu kvaðst ákærða Anna ekki mótmæla þeim framburði meðákærðu Guðnýjar Rósu, að þær hafi átt að gæta mannaferða, á meðan piltarnir brutust inn, en bar við minnisleysi. Þáttur Aðalsteins Guðlaugs og Ragnars Arnar var aðgreindur máli þessu. Með játningu ákærðu, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi þeirra sönnuð, og varðar hún við 244. gr. alm. hegningarlaga. Engin bótakrafa var lögð fram í málinu vegna þessa innbrots. Il. 1. Mánudaginn 26. mars 1984 kom Björn Einarsson að máli við RLR og lagði fram kæru vegna fölsunar á nafni sínu sem ábekings á tvo víxla, annan að fjárhæð kr. 20.000, útgefinn þann 10. febrúar 1984, með gjald- daga 15. mars sama ár, framseldur og útgefinn af ákærðu Önnu Antons- dóttur, en greiðandi og samþykkjandi Björn Geir Jóhannsson, og hinn upp- haflega að fjárhæð kr. 100.000, gefinn út þann 23. janúar 1984, með gjald- daga 1. mars 1984, gefinn út og framseldur af Ólöfu Önnu Ólafsdóttur, sam- þykktur til greiðslu af Einari Haraldssyni pr. pr. Lagerinn hf. Ákærða Anna hefur viðurkennt að hafa falsað nafn Björns Einarssonar á þessa tvo víxla í ársbyrjun 1984 og að hafa afhent þá sambýlismanni sínum Birni Geir Jóhannssyni, sem seldi fyrrgreindan víxil í Útvegsbanka Íslands, Laugavegi 105, R., en þann síðargreinda afhenti Björn Geir Einari Haraldssyni til sölu í Sparisjóði Kópavogs. Víxillinn að fjárhæð kr. 100.000 var lækkaður í kr. 61.000 við kaup hans í banka þann 21. janúar 1984. Birni Geir og Einari var ekki kunnugt um fölsun ákærðu, er þeir seldu víxlana. Með játningu ákærðu Önnu, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, þykir framangreind háttsemi hennar sönnuð, og varðar hún við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. 2. Þann 13. júní sl. tilkynnti Egill Baldursson RLR, að seðlaveski hans hefði verið stolið að kvöldi þess 6. sama mánaðar á veitingahúsinu Óðali. Kvað hann eiginkonu sína hafa skilið það eftir örskamma stund á barborði veitingahússins, en þegar hún hugðist sækja það, var veskið horfið. Í vesk- inu var ökuskírteini og önnur skilríki Egils, tékkhefti systur hans, Eyrúnar Baldursdóttur, á Alþýðubankann svo og tveir útfylltir tékkar, hvor að fjár- hæð kr. 500, gefnir út af Eyrúnu. Kærandinn kvað sér kunnugt um, að þegar væru falsaðir tékkar farnir að berast Alþýðubankanum úr tékkheft- inu. Alþýðubankinn staðfesti þetta og kvað m.a. annan útfyllta tékkann að fjárhæð kr. 500 hafa borist bankanum. Ákærða Anna hefur fyrir RLR og dómi borið, að hún hafi fundið ofan- 1096 greint seðlaveski um kl. 01:00 aðfaranótt 7. júní á Austurvelli og slegið eign sinni á það með því, sem í því var, að sögn kæranda. Kvað hún það hafa vakað fyrir sér að skila veskinu, en það farist fyrir. Við yfirheyrslu hjá RLR 21. júní sl. viðurkenndi hún að hafa selt þá tvo tékka, sem voru útfylltir, hvor að fjárhæð kr. 500, svo og að hafa falsað og selt þau eyðu- blöð, sem voru í veskinu, en hún taldi, að þá er hún fann heftið, hafi vantað í það S-6 eyðublöð. Ákærða hefur viðurkennt fyrir RLR og dómi, að hún hafi falsað þá 10 tékka, samtals að fjárhæð kr. 20.800, og notað í staðgreiðsluviðskiptum, svo sem nánar er lýst í 3. lið þessa kafla ákæru. Er gerð tékkanna og notkun þeirra þar rétt lýst. Með játningu ákærðu, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hennar sönnuð. Varðar taka hennar á veskinu við 246. gr. alm. hegningarlaga, en sala hennar á hinum fölsuðu tékkum við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. Þessir hafa lagt fram skaðabætur vegna framangreindra tékka: 3. Aðfaranótt föstudagsins 13. júlí sl. ók ákærða Agnari Víði Bragasyni að Kaupfélagi Hafnarfjarðar við Garðaflöt 16-18, Garðakaupstað. Þar braust Agnar inn með því að rífa gat á loftlúgu á hurð á ruslageymslu og á lúgu milli bakherbergis verslunarinnar. Á skrifstofu verslunarstjórans stal hann peningaskáp með peningum, tékkum, vixlum, greiðslukortanótum o.fl. skjölum og auk þess allt að 7$ vindlingalengjum. Að sögn kæranda var í skápnum í peningum kr. 92.200, kr. 82.966 í tékkum, greiðslukorta- nótur að fjárhæð kr. 11.104 auk 70 tryggingavíxla, hver að fjárhæð kr. 10.000, auk ýmissa skjala. Auk þess hafi verið stolið um 75 vindlinga- lengjum. Ákærða beið, á meðan á þessu stóð, í bifreiðinni ásamt Jóhanni Ósland Jósepssyni. Þegar Agnar Víðir kom út með peningaskápinn og vindlingana, bað hann ákærðu að bakka bílnum að bakdyrunum og opna farangurs- geymsluna. Er hún hafði gert það, hjálpuðust Agnar Víðir og Jóhann við að koma skápnum þar fyrir. Þaðan var ekið með skápinn að Mýrargötu, en fljótlega eftir það skildu leiðir ákærðu og Agnars Víðis. Síðar fór Agnar Víðir í félagi við nokkra menn á verkstæði við Smiðjuveg, þar sem notuð voru logsuðutæki til að opna skápinn. Agnar Víðir hefur borið, að þá er skápurinn var opnaður, hafi verið í honum ca 53.000 kr. í peningum auk víxla og ávísana. Hann hafi fengið í sinn hlut um helming peninganna, en þeir, sem hjálpuðu honum að opna skápinn, hinn helminginn. Skápurinn hafi verið falinn í hrauninu við Krísuvíkurveg. Agnar Víðir vísaði RLR á skápinn þrem dögum eftir innbrotið, og voru þá í honum 46 trygginga- víxlar, hver að fjárhæð kr. 10.000. 1097 Ákærða Anna hefur viðurkennt þátt sinn í framangreindum þjófnaði, en borið, að hún hafi fengið í sinn hlut það, sem nemur einni vindlinga- lengju og 5 kókflöskum, eða um kr. 800. Ekkert komst til skilanna af framangreindu þýfi nema ofangreindir 46 tryggingavíxlar, samtals að fjárhæð kr. 46.000 (sic). Þáttur Agnars Víðis og annarra þeirra, er komu við sögu máls þessa, hefur verið aðskilinn máli þessu. Af hálfu Kaupfélags Hafnfirðinga hefur verið lögð fram eftirfarandi skaðabótakrafa vegna innbrots þessa: Í ofangreindri skaðabótakröfur er talið, að samtals hafi verið stolið kr. 41.581,60 í peningum, kr. 78.966,15 í ávísunum, kr. 11.105,76 í greiðslu- kortanótum og staðgreiðslunótum að fjárhæð kr. 7.875,80 svo og 80 vind- lingalengjum. Ákærða hefur viðurkennt að hafa í félagi við Agnar Víði stolið 75 vindlingalengjum, en Agnar hefur hins vegar borið að lengjurnar hafi að sínu mati verið um ca 50. Hins vegar kveðst hann ekki hafa talið þær. Kærandi taldi hins vegar, að það hafi nálgast 75 lengjur, sem hurfu í innbrotinu. Með hliðsjón af framansögðu svo og játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins verður talið sannað, að hún hafi með framan- greindri háttsemi sinni tekið þátt í þjófnaði á kr. 41.581,60 í peningum, kr. 78.966,15 í tékkum, kr. 11.105,76 í greiðslukortanótum, staðgreiðslu- nótum að fjárhæð kr. 7.875,80 og peningaskáp þeim, sem þessi verðmæti voru í, svo og 50 vindlingalengjum. Með þessari háttsemi hefur ákærða gerst sek um brot gegn 244. gr. alm. hegningarlaga. 4. Aðfaranótt 17. júlí sl. braust ákærða Anna í félagi við Gunnlaug Magnússon og Unnar Sigurð Hansen inn í verslunina Vöruloftið við Sigtún 3, R. Komust þau inn með því að brjóta hurðarhlera úr spónaplötu við útidyrahurð. Þarna stálu þau úr peningakassa verslunarinnar um kr. 1.600, strigaskóm, tösku, 20-40 dollurum og ávísun að fjárhæð kr. 1.000. Með játningu ákærðu þykir sannað, að hún hafi tekið þátt í þjófnaði á framangreindum verðmætum. Í kæru kemur hins vegar ekki fram, að þarna hafi verið stolið umræddri ávísun eða dollurum og er ákærða ekki ákærð fyrir þjófnað á því. Verður hún því eingöngu sakfelld fyrir þjófnað- inn á peningunum, töskunni og skónum. Þykir sá verknaður hennar varða við 244. gr. alm. hegningarlaga. Ekki var lögð fram skaðabótakrafa vegna þessa þjófnaðar. III. Þann 8. júní:sl. seldi ákærði Björn Geir í Veitingahúsinu Klúbbnum tékka úr tékkhefti því, sem um er getið í 3. tl. II. kafla hér að framan, sem ákærða Anna hafði slegið eign sinni á. Tékkinn er númer 277411 að 1098 fjárhæð kr. 3.300, dags. 8. júní sl., gefinn út til handhafa með útgefanda- nafninu Eyrún Baldursdóttir, framseldur af Önnu Friðbjörnsdóttur. Ákærða Anna hefur fyrir RLR og dómi viðurkennt að hafa falsað fram- hlið tékkans að öðru leyti en því, að meðákærði Björn Geir hafi fyllt út fjárhæð tékkans í tölustöfum og bókstöfum. Hún kvaðst ekki hafa komist inn í veitingahúsið og því hafi Björn Geir selt tékkann fyrir áfengi, sem hún naut góðs af, þar sem Björn Geir hafi komið með áfengið út af veit- ingastaðnum. Við fyrrgreinda yfirheyrslu hjá RLR þann 25. september sl. kvað ákærða Anna, að meðákærða hafi verið um það kunnugt, þegar hún lét hann hafa tékkann, að hann var falsaður. Fyrir dómi þann 15. apríl sl. bar hún það hins vegar til baka, að meðákærða hafi verið kunnugt um, að tékkinn var falsaður, þá er hún lét hann hafa tékkana. Við yfirheyrslu fyrir RLR þann 21 júní sl. kannaðist ákærði Björn Geir ekki við að hafa tekið þátt í tékkafalsi, en hins vegar hafi honum verið kunnugt um, að fyrrverandi sambýliskona hans, meðákærða Anna, hafi falsað og selt ávísanir úr tékkhefti á Alþýðubankann. Kannaðist hann við að hafa framselt einn tékka fyrir Önnu og selt, en honum hafi þá ekki verið kunnugt um, að tékkinn var falsaður. Tékkinn hafi verið að fjárhæð kr. 2.000 og hafi það verið eini tékkinn, sem hann mundi eftir að hafa selt fyrir meðákærðu. Er hún bað hann um að selja tékkann, hafi hún sagt, að hann væri greiðsla frá vinkonu hennar, og hafi hann trúað henni. Hann kvaðst hafa látið meðákærðu hafa peninga þá, sem fengust fyrir tékkann, en fengið hluta af peningunum til kaupa á áfengi, sem þau drukku saman ásamt þeim, sem keypti af honum tékkann. Ákærða var þá sýndur tékki nr. 277412 að fjárhæð kr. 2.000, dags. 9. júní si., útgefinn með nafni Eyrúnar Baldursdóttur, framseldur af ákærða og Hafsteini Sörensen, seldur í veitingahúsinu Óðali. Kvað hann hér vera kominn framangreindan tékka. Er ákærði var yfirheyrður nokkrum dögum síðar þann 26. sama mánaðar kvaðst hann hafa komist að því á hvítasunnudag (10. júní), að meðákærða væri að falsa og selja falsaða tékka, og þá hafi hann beðið hana að hætta því. Hann vissi ekki, hve marga tékka hún hafði selt og falsað, en hann hafi sennilega verið með henni í einhver þau skipti, en þó ekki alltaf. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið peninga hjá henni, sem hún fékk við sölu tékkanna. Honum var þá sýndur tékkinn nr. 277411, sem lýst hefur verið hér að framan, og kannaðist hann við að hafa útfyllt fjár- hæð tékkans, sem hann fékk útfylltan að öðru leyti hjá meðákærðu. Hann hafi farið með tékkann inn í veitingahúsið Klúbbinn og útfyllt fjárhæðina þar og selt hann á barnum barþjóni að nafni Anna. Tók hann áfengi út á tékkann fyrir sig, meðákærðu og fleira fólk. Í ofangreindri skýrslu er þetta ennfremur haft eftir ákærða um þennan tékka. „Ég sá ekki þegar Anna Antonsdóttir útfyllti tékkann að því leyti sem hún útfyllti hann, en 1099 þegar hún falsaði nafnið Eyrún Baldursdóttir á tékkann þá sat úr (sic) í aftursætinu á bílnum sem við vorum Í þegar þetta gerðist en ég sat í fram- sætinu hjá ökumanninum. Ég vissi þar af leiðandi að Anna var að falsa tékkann og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég notaði tékkann sem greiðslu að ég yrði að endurgreiða andvirði hans.“ Enn var tekin skýrsla af ákærða hjá RLR þann 27. september sl. varð- andi tékka nr. 2774411, og kannaðist hann sem fyrr við, að hann hefði útfyllt tékkann og notað, svo sem fyrr greinir. Kvaðst hann áður hafa gert grein fyrir vitund sinni um tékkann í skýrslum hjá RLR og sá ekki ástæðu til að hafa það eftir einu sinni enn. Enn var tekin skýrsla af ákærða varðandi ofangreindan tékka nr. 277411 hjá RLR að beiðni hans þann 13. júlí sl. Í henni segir: „„... Varðandi skýrsl- una sem tekin var af mér þann 26.6. 1984 hjá RLR þá vil ég meina að það gæti misskilnings í henni. Misskilningurinn er í því fólginn að það kemur fram í þessari skýrslu að ég hafi vitað að tékkinn sem ég útfyllti að hluta til í Klúbbnum á laugardaginn fyrir hvítasunnu væri falsaður, en það er ekki rétt. Það rétta er að ég komst ekki að því að Anna var að falsa þessa tékka fyrr en að kvöldi hvítasunnudags, eða aðfaranótt annars í hvítasunnu og þar af leiðandi vissi ég ekkert um að undirskriftin á þessum tékka sem ég útfyllti og seldi í Klúbbnum þetta umrædda laugardagskvöld var fölsuð. Ég vil líka taka það fram í sambandi við þennan tékka sem ég útfyllti og seldi í Klúbbnum að ég sá ekki þegar Anna útfyllti þetta eyðu- blað að þeim hluta sem hún útfyllti það, en það er að hún skrifaði nafn útgefanda á tékkann og einnig reikningsnúmer. Eins og fram kemur í skýrslunni þá sat Anna í aftursæti bílsins en ég í framsætinu. Ég sá því ekki þegar hún útfyllti tékkann og taldi að einhver vinkona hennar hefði látið hana hafa tékkann.'“ Við yfirheyrslu fyrir dómi neitaði ákærði hins vegar, að hann hafi vitað, þá er hann seldi tékkann, að hann væri falsaður, hann hefði talið, að tékk- inn væri vel fenginn. Er nánari skýrsla var tekin af ákærða Birni Geir hjá RLR þann 27. september sl. varðandi tékka nr. 277412, kannaðist hann við að hafa reynt að skipta tékkanum á bar á veitingahúsinu Óðali, en þegar hann kom á barinn, hafi verið búið að loka honum. Hafi Hafsteinn Sörensen þá boðist til að skipta fyrir hann tékkanum, sem ákærði þáði, og var drukkið áfengi fyrir andvirði tékkans. Hann kvað ákærðu Önnu hafa látið hann fá tékk- ann og hafi honum þá ekki verið kunnugt um, að hann var falsaður. Hann hafi ekki vitað betur en tékkinn hafi verið greiðsla til Önnu frá einhverri vinkonu hennar. Varðandi tékkann nr. 277412 bar ákærða Anna fyrir RLR þann 21. júní og 25. september sl. svo og fyrir dómi, að hún hafi falsað framhlið tékkans 1100 og reynt að selja hann á ofangreindum veitingastað, en ekki tekist og þá hafi hún fengið meðákærða til að reyna að selja tékkann, en meðákærði svo fengið Hafstein Sörensen til að skipta tékkanum. Taldi ákærða, að Björn Geir hafi þá ekki vitað, að tékkinn var falsaður. Það sama bar ákærða fyrir dómi. Við yfirheyrsluna fyrir RLR þann 21. júní sl. kannaðist ákærða Anna ennfremur við, að hún hafi falsað tékka nr. 277413 að fjárhæð kr. 300, gefinn út til handhafa þann 9. júní sl. með sama útgefandanafni og á fyrr- greinda tékka. Kannaðist hún við að hafa útfyllt framhlið tékkans að öðru leyti en því, að hún kannaðist ekki við að hafa skrifað á hann fjárhæðina. Hún gat ekki fullyrt, hver hefði gert það, en vel kynni að vera, að það hefði meðákærði gert, en ef svo hefði verið, hefði hann tekið tékkann án hennar vitundar. Hún kvaðst ekki hafa selt tékkann. Við nánari yfirheyrslu þann 25. september sl. bar hún, að meðákærði hefði fyllt út tékkafjár- hæðina og selt hann að því er hún best mundi á veitingahúsinu Óðali, en þá hafi hann ekki vitað, að tékkinn var falsaður. Ákærði Björn Geir bar við yfirheyrslu hjá RLR þann 27. sama mánaðar, að hann hafi útfyllt fjár- hæð tékkans, en fengið hann að öðru leyti útfylltan hjá meðákærðu og selt hann í Óðali, en honum hafi þá ekki verið um það kunnugt, að tékkinn var falsaður. Ákærðu báru bæði fyrir dómi á sama veg og Í síðustu yfir- heyrslum yfir þeim fyrir RLR. Við ofangreinda yfirheyrslu yfir ákærðu Önnu hjá RLR Þann 21. júní sl. játaði hún ennfremur að hún hefði falsað að öllu leyti tékkann nr. 277424 að fjárhæð kr. 1.000, útgefinn þann 16. júní sl., með sama útgef- andanafni og fyrrgreindir tékkar og selt hann í sjoppu í Garðabæ. Með- ákærði hafi verið viðstaddur, er hún útfyllti tékkann að hluta til og seldi hann, en hann hafi ekki vitað, að hún var að falsa tékka. Ákærða bar hins vegar í síðari yfirheyrslu fyrir RLR þann 25. september sl., að með- ákærði hafi vitað, að hún hafi verið að falsa og selja falsaða tékka og beðið hana að hætta því, en hún hafi neitað því og selt tékkann. Við yfir- heyrslu fyrir dómi bar ákærða einnig á þann veg, að meðákærða hafi verið kunnugt, þá er hún seldi tékkann nr. 277424, að hann væri falsaður. Við samprófun við meðákærða dró hún hins vegar þann framburð sinn til baka. Ákærði hefur kannast við, að hann hafi verið viðstaddur, þá er meðákærða útfyllti og seldi tékka, en hefur neitað að hann hafi vitað, að hann væri falsaður. Svo sem rakið hefur verið hér að framan, hafa ákærðu orðið Margsaga um vitneskju ákærða Björns Geirs varðandi fölsun ofangreindra fjögurra tékka, einkum að því er varðar tékka nr. 277411 og 277424. Þegar framan- greint er virt, þykir fyllilega sannað, að ákærða Birni Geir hafi verið eða mátt vera það ljóst, að allir tékkarnir í Ill. kafla ákæru voru falsaðir, þá 1101 er þeir voru seldir. Hafa ákærðu því bæði með sölu hinna fölsuðu tékka gerst sek um skjalafals, sem varðar við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. Þessir hafa lagt fram skaðabætur varðandi ofangreinda tékka: , IV. Ákærði Björn Geir hefur fyrir RLR og dómi kannast við, að hann hafi gefið út þá 5 tékka, samtals að fjárhæð kr. 4.100, á handhafa á ávísana- reikning sinn nr. 23180 við Samvinnubankann við Suðurlandsbraut og selt þá í staðgreiðsluviðskiptum í Klúbbnum í aprílmánuði 1984, án þess að til væri fyrir þeim innistæða. Er tékkunum að allri gerð rétt lýst í þessum kafla ákæru. Ákærði hefur borið, að hann hafi, þá er hann gaf tékkana út, ekki vitað annað en næg innistæða væri fyrir þeim, þar sem kunningi hans hefði lofað að leggja kr. 8.500 inn á reikning hans, en síðar hafi hann komist að því, að sá hafi svikist um það. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað, að hann hafi gefið út ofangreinda fimm tékka, þrátt fyrir að fyrir þeim væri ekki innistæða á reikningi hans. Sú viðbára hans, að hann hafi talið, að næg innistæða hafi verið fyrir hendi, verður ekki tekin til greina, enda bar ákærða að kanna það, áður en hann gaf út tékkana, hvort um- ræddur kunningi hans hefði staðið við loforð sitt um að leggja féð inn á reikninginn. Varðar þessi háttsemi hans við 248. gr. alm. hegningarlaga. V. Um kl. 15:22 laugardaginn 26. janúar sl. stöðvuðu lögreglumenn úr Reykjavík akstur bifreiðarinnar R-64330 í Vonarstræti. Reyndist öku- maðurinn vera ákærði í máli þessu, Björn Geir, og var hann færður til töku blóðsýnis á slysadeild Borgarspítala til töku blóðsýnis vegna gruns um ölvun við akstur. Var honum tekið sýnið kl. 16:05. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknar mældist 1,47%0 í blóði hans. Ákærði hefur viðurkennt, að hann hafi ekið framangreindri bifreið um- ræddan dag að undanfarinni áfengisneyslu og án ökuleyfis frá Óðali áleiðis að Skólavörðustíg, uns lögreglan stöðvaði aksturinn. Gerði hann ekki athugasemdir við niðurstöðu alkóhólrannsóknar. Með játningu ákærða og niðurstöðu alkóhólrannsóknar, sem er í sam- ræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð, og varðar hún við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga. 1102 VI. Samkvæmt sakavottorði ákærðu Önnu var ákæru frestað á hendur henni árið 1981 í 2 ár frá 15. júní það ár vegna þjófnaðar. Þá var hún dæmd þann 28. febrúar 1984 í 2 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 2 ár og 10.000 kr. sekt vegna fjársvika. Samkvæmt sakavottorði ákærða Björns Geirs hefur hann frá árinu 1979 7 sinnum gengist undir dómsátt, þar af tvívegis fyrir ölvun á almannafæri, þrívegis vegna umferðarlagabrota (þar af tvívegis vegna réttindaleysis við akstur) og einu sinni vegna nytjastuldar og réttindaleysis við akstur svo og einu sinni vegna fíkniefnabrots. Þá var ákæru frestað á hendur honum árið 1980 í 2 ár frá 21. febrúar sama ár vegna skjalafals, tilraunar til þjófnaðar og réttindaleysis við akstur. Þá hefur hann hlotið þessa refsidóma: 1981 16/9 6 mánaða fangelsi, skb. í 2 ár, og 9.000 kr. sekt vegna skjala- fals, þjófnaðar, nytjastuldar og ölvunar við akstur. Sviptur ökuleyfi í 2 ár. 1983 7/1 8 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað, ölvun og réttinda- leysi við akstur. Dómur frá 16.09. 1984 dæmdur með. 1985 14/1 70 daga varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. Ennfremur var ákærði dæmdur þann 28. mars sl. í 60 daga varðhald vegna ölvunar og réttindaleysis við akstur. Samkvæmt sakavottorði ákærðu Guðnýjar Magnúsdóttur gekkst hún tvívegis árið 1982 undir dómsátt, í fyrra skiptið vegna ölvunar við akstur, en hið síðara vegna annarra umferðarlagabrota. Öðrum kærum eða refsing- um hefur hún ekki sætt, svo kunnugt sé. Viðurlög. Með háttsemi sinni, sem fjallað er um í I, Il. kafla, lið 2, 3 og 4 hér að framan, hefur ákærða Anna rofið skilorð dómsins frá 28. febrúar 1984, en brot hennar, sem fjallað er um í |. lið II. kafla, er framið áður en sá refsidómur var upp kveðinn. Verður henni nú skv. 60. gr. alm. hegningar- laga og með hliðsjón af 77. og 78. gr. sömu laga dæmd refsing í einu lagi fyrir brot þau, sem fjallað er um í ofangreindum dómi, og brot þau, sem hún er nú ákærð fyrir. Verður refsingin ákveðin 6 mánaða fangelsi. Með hliðsjón af sakaferli-ákæiðg Björns Geirs, 77. gr. alm. hgl. og því, að brot hans skv. V. kafla hér að framan er hegningarauki við ofangreindan dóm frá 28. mars sl., sbr. 78. gr. alm. hegningarlaga, þykir refsing hans hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi. Ákærða Guðný Rósa hefur aldrei áður hlotið refsidóm. Með hliðsjón af því þykir rétt, þar sem hún hefur hreinskilnislega játað brot sitt, og það er ekki stórvægilegt, að fresta ákvörðun refsingar hennar og hún látin niður 1103 falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. alm. hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. Í. nr. 22, 1955. Skaðabætur. Í ákæruskjali er þess krafist, að ákærði Björn Geir verði dæmdur til sviptingar ökuréttinda skv. 81. gr. umferðarlaga. Ákærði var með dóm- inum frá 14. janúar sl. sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt, og er því öldungis óþarfi að árétta nú enn frekar þá sviptingu, sem honum hefur þegar verið gerð. Loks er ákærði Björn Geir dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum, Sigurði Ólasyni hrl., kr. 6.000 í málsvarnarlaun. Annan sakarkostn- að eru ákærðu öll dæmd til að greiða in solidum. Dómsorð: Ákærða Anna Antonsdóttir sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði Björn Geir Jóhannsson sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákvörðun refsingar ákærðu Guðnýjar Rósu Magnúsdóttur skal fresta og hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. alm. hgl. Ákærði Björn Geir greiði skipuðum verjanda sínum, Sigurði Ólasyni hrl., kr. 6.000 í málsvarnarlaun. Annar sakarkostnað greiði ákærðu in solidum. 1104 Fimmtudaginn 24. október 1985. Nr. 1/1983. John Michael Doak (Valgeir Kristinsson hdl.) gegn Ragnari Guðlaugssyni (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Vinnuslys. Skaðabótamál. Örorkubætur. Sératkvæði í héraði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson og Halldór Þorbjörnsson og Arnljótur Björnsson prófessor og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefndu 3. janúar 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 hinn 17. desember 1982. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.654.200,00 krónur með 1909 árs- vöxtum frá 9. ágúst 1978 til 31. maí 1979, með 22% ársvöxtum frá 1. júní s.á. til 31. ágúst s.á., með 27% ársvöxtum frá 1. sept- ember s.á. til 30. nóvember s.á., með 31%0 ársvöxtum frá 1. des- ember s.á. til 31. maí 1980, með 35% ársvöxtum frá 1. júní s.á. til 31. maí 1981, með 34% ársvöxtum frá 1. júní s.á. til 31. október 1982, með 4200 ársvöxtum frá Í. nóvember s.á til 20. september 1983, með 35% ársvöxtum frá 21. september s.á, til 20. október s.á., með 32% ársvöxtum frá 21. október s.á. til 20 nóvember s.á., með 27% ársvöxtum frá 21. nóvember s.á. til 20 desember s.á., með 21,5% ársvöxtum frá 21. desember s.á. til 20 janúar 1984, með 159 ársvöxtum frá 21. janúar s.á. til 12. ágúst s.á., með 17% ársvöxtum frá 13. ágúst s.á. til 31. desember s.á., með 24% ársvöxtum frá 1. janúar 1985 til 10. maí s.á. og með 22%0 ársvöxtum frá 11. maí s.á. til 23. september s.á., en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 35.225,00 krónum. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjandi fékk gjafsóknarleyfi fyrir Hæstarétti 5. október 1982. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1105 Áfrýjandi hefur stefnt Samvinnutryggingum g.t. fyrir Hæstarétt til réttargæslu, en engar kröfur gert á hendur þeim. Af þeirra hálfu hefur ekki verið sótt þing og engar kröfur gerðar. Áfrýjandi varð lögráða 26. september 1982. Fer hann því sjálfur með mál sitt fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. 1. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi, var drifskaftið milli mykjusnigilsins og dráttarvélar þeirrar, sem knúði hann, allt varið með plasthlíf. Var ekki annað óvarið af tengibúnaðinum milli snig- ilsins og dráttarvélarinnar en um það bil 5—7 cm bil af hinum stutta snúningsás, sem gekk frá vinkildrifinu á sniglinum að enda drif- skaftsins frá dráttarvélinni. Voru því ekki miklar líkur á, að slys hlytist af búnaði þessum, eins og dráttarvélin stóð við fjósvegginn, jafnvel þótt litið væri inn um opið á haughúsveggnum, enda var þá eðlilegast að sá, sem það gerði, stæði hinum megin við snigilinn, en beygði sig ekki yfir drifbúnaðinn, eins og áfrýjandi virðist hafa gert. Er ekki komið fram, að stefndi hafi sérstaklega vakið athygli áfrýjanda á því, að nokkur hætta gat stafað af hinum óvarða hluta snúningsássins, ef óvarlega var að farið, eða brýnt sérstaklega fyrir honum að gæta þess vandlega að forðast að koma nálægt ásnum. Voru sérstök efni til að ganga ríkt eftir þessu við áfrýjanda vegna ungs aldurs hans, sem ætla mátti, að leitt gæti til hvatvíslegra aðferða við það starf, sem honum var falið. Þykir stefndi eiga að bera skaðabótaábyrgð á tjóni áfrýjanda vegna þessarar vangæslu sinnar. Áfrýjandi var tæpra 14 ára, þegar slysið varð. Hann hafði vanist meðferð dráttarvéla, það sem af var sumri, við störf sín hjá stefnda. Við það verður að miða, að hann hafi fengið fullnægjandi almenna tilsögn hjá stefnda um dráttarvélaakstur og að stefndi hafi brýnt fyrir honum að gæta varkárni, er hann færi með vélar. Hann mátti gera sér grein fyrir, að ónauðsynlegt var og óvarlegt að standa svo við mykjusnigilinn sem hann gerði, er hann leit inn um opið á haughúsveggnum. Á hann því einnig verulega sök á tjóni sínu. Þykir hæfilegt, að hann beri % hluta tjóns síns, en stefndi bæti honum það að “ hluta. 70 1106 II. Áfrýjandi sundurliðar kröfur sínar fyrir Hæstarétti þannig: 1. Tjón vegna varanlegrar og tímabundinnar ÖLOLK ni a r n 1.934.500,00 kr. = verðmæti örorkulífeyris frá Trygginga- stöfniii TÍkiSINs 1... 0. 380.300,00 kr. 1.554.200,00 kr. 2. Miskabætur ............0000000 0000. enn — 100.000,00 kr. Samtals 1.654.200,00 kr. Frá þessari fjárhæð viðurkennir áfrýjandi að draga beri vátrygg- ingarbætur að fjárhæð 3.000.000 gkr. að viðbættum vöxtum af þeirri fjárhæð, 522.500 gkr., er samtals svari til 35.225,00 nýkr., en fjárhæð þessa greiddu Samvinnutryggingar g.t. áfrýjanda 10. janúar 1980 vegna frjálsrar ábyrgðartryggingar stefnda hjá þeim. Um 1. kröfulið. Ekkert hefur komið fram í málinu um tekjuöflun áfrýjanda, frá því að slysið bar að höndum, annað en upplýsingar í málflutningi þess efnis, að hann hefði unnið verkamannavinnu á sumrin hjá Hafnarfjarðarbæ. Hefði þó verið tekið sérstakt tillit til annmarka hans vegna slyssins við þá vinnu. Á vetrum hefði hann stundað skólanám allt til þessa, en með lélegum árangri. Reisir áfrýjandi kröfur sínar um bætur samkvæmt þessum kröfulið gagngert á örorkumati Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis, dags. 26. nóvember 1979, og áætlun Jóns Erlings Þorlákssonar trygginga- fræðings, dags. 23. september 1985, um líklegt vinnutekjutap áfrýj- anda, en þar er miðað við, að vinnutekjutapið hafi verið og verði á hverjum tíma í réttu hlutfalli við örorkuna samkvæmt matinu. Segir svo í áætlun þessari: „„Björn Önundarson læknir hefur í örorkumati dags. 26. nóv- ember 1979 metið örorku af völdum slyssins þannig: Frá slysdegi í 13/)% mánuð................ 100% Eftir það Vafafilögð ax siða nk 715% Hér er um að ræða ungan pilt og áætla ég tekjur hans framvegis þannig: Á 15. og 16. aldursári miða ég við 15 vikna vinnu hvort ár á unglingatöxtum Dagsbrúnar. Á 22. aldursári geng ég út frá 1107 52 vikna vinnu með 40 dagvinnustundum án orlofs og 467 ' eftir- vinnustund (10 stundir á viku í 46 % vikur) með 10,17% orlofi á taxta Dagsbrúnar fyrir byggingavinnu. Á 21. aldursári reikna ég með 95% framangreindra tekna og lækkandi um 5% á ári niður í 75% á 17. aldursári. Frá og með 26. aldursári miða ég við meðal- tekjur kvæntra verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna sam- kvæmt úrtaksathugunum Þjóðhagsstofnunarinnar, umreiknuðum vegna kaupbreytinga. Hækkun tekna frá 22. til 26. aldursárs skipti ég jafnt á árin þar á milli.“ Á þessum forsendum gerir tryggingafræðingurinn ráð fyrir, að árlegar tekjur áfrýjanda mundu hafa numið 489.500,00 krónum frá og með 26. aldursári hans, ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu, og árlegt tekjutap 367.100,00 krónur, en milli 15. og 25. aldursárs hefðu líklegar árstekjur og árlegt tekjutap numið lægri en misháum fjárhæðum. Samkvæmt þessu áætlar tryggingafræðingurinn höfuð- stólsfjárhæð vinnutekjutaps áfrýjanda á slysdegi 4.100,00 krónur vegna tímabundinnar örorku en 1.930.400,00 krónur vegna varan- legrar örorku, eða alls 1.934.500 krónur. Síðan segir í áætluninni: „„ Við útreikning höfuðstólsverðmætis eru fram að útreikningsdegi 23. september 1985 notaðir vextir (einfaldir) af almennum spari- sjóðsbókum ... Eftir útreikningsdag eru notaðir 6% vextir og vaxtavextir. Dánarlíkur fara eftir reynslu áranna 1976 til 1980 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi eftir sænskri reynslu. Ekki er tekið tillit til skatta. John mun hafa fengið örorkulífeyri og tekjutryggingu frá Trygg- ingastofnun ríkisins frá og með októbermánuði 1980. Örorkulífeyrir er nú 5.354 kr. á mánuði og tekjutrygging 7.844 kr. Sé miðað við að þær bætur greiðist til 67 ára aldurs reiknast mér höfuðstóls- verðmæti þeirra á slysdegi: Örorkulífeyrir 0. kr. 380.300 Tekjutrygging........0......... — 554.700“ Þegar litið er til framangreindrar áætlunar um líklegan tekjumissi áfrýjanda að frádregnu verðmæti örorkulífeyris, sem haun nýtur og mun njóta frá Tryggingastofnun ríkisins, tekið nokkurt tillit til tekjutryggingar, sem hann nýtur frá þeirri stofnun, og gætt annarra 1108 atriða, sem hér skipta máli, þar á meðal þeirrar sakarskiptingar, sem greind var, svo og þess, að hverju marki áfrýjandi fékk bætt tjón sitt þegar hinn 10. janúar 1980 með greiðslu þeirri, er Sam- vinnutryggingar g.t. inntu af hendi til hans vegna stefndu, verða kröfur hans samkvæmt þessum kröfulið teknar til greina með 250.000,00 krónum. Um 2. kröfulið. Samkvæmt vottorði Knúts Björnssonar læknis, sem lagt hefur verið fyrir Hæstarétt, hefur áfrýjandi verið lagður alls 8 sinnum inn á Landspítala og legið þar í um það bil 160 daga alls vegna slyss þess, sem í málinu greinir. Hann ber mjög áberandi ör í andliti eftir slysið. Slysið hefur valdið honum mikilli röskun á stöðu og högum. Þykir tjón áfrýjanda samkvæmt þessum lið eigi of hátt áætlað í kröfugerð hans. Ber stefnda því að bæta honum “á þeirra fjár- hæðar, eða 33.333,00 krónur. Samkvæmt framansögðu verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda 283.333,00 krónur (250.000,00 33.333,00 krónur) með vöxtum, svo sem krafist er að öðru leyti en því, að samkvæmt kröfugerð áfrýjanda í greinargerð fyrir Hæstarétti, dags 27. október 1983, verða vextir frá 1. nóvember 1982 til 20 september 1983 eigi dæmdir hærri en 35% ársvextir, og krafa um dómvexti verður ekki tekin til greina, þar sem hún var ekki gerð í stefnu, sbr. 1. gr. laga nr. 56/1979. Þá ber og að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda 30.000,00 krónur í málskostnað í héraði svo og málskostnað fyrir Hæstarétti, sem ákveðst 50.000.00 krónur og renna skal í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hans, 45.000,00 krónur. Dómsorð: Stefndi, Ragnar Guðlaugsson, greiði áfrýjanda, John Michael Doak, 283.333,00 krónur með 1990 ársvöxtum frá 9. ágúst 1978 til 31. maí 1979, með 22% ársvöxtum frá 1. júní s.á. til 31. ágúst s.á., með 27% ársvöxtum frá 1. september s.á. til 30. nóvember s.á., með 31%0 ársvöxtum frá 1. desember 1109 s.á til 31. maí 1980, með 35% ársvöxtum frá 1. júní s.á. til 31. maí 1981, með 34% ársvöxtum frá 1. júní s.á. til 31. október 1982, með 35% ársvöxtum frá 1. nóvember s.á. til 20. október 1983, með 32%0 ársvöxtum frá 21. október s.á. til 20. nóvember s.á., með 27% ársvöxtum frá 21. nóvember s.á. til 20. desember s.á., með 21,5% ársvöxtum frá 21. desember s.á. til 20 janúar 1984, með 15% ársvöxtum frá 21. janúar s.á. til 12. ágúst s.á., með 17% ársvöxtum frá 13. ágúst s.á. til 31. desember s.á., með 24% ársvöxtum frá 1. janúar 1985 til 10. maí s.á., og með 220 ársvöxtum frá 11. maí s.á. til greiðslu- dags svo og 30.000,00 krónur í málskostnað í héraði. Stefndi greiði 50.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti og renni hann í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hans, Valgeirs Kristinssonar #héraðsdómslögmanns, 45.000,00 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. júní 1982. Mál þetta, sem tekið var til dóms 25. þ.m., er höfðað með stefnu, útgef- inni 24. júní 1981, og var þingfest 30. s.m. Stefnandi er Pétur Guðmundsson, Breiðvangi 56, Hafnarfirði, fyrir hönd ólögráða fóstursonar síns, John Michael Doak, einnig til heimilis að Breið- vangi 56 í Hafnarfirði. Stefndi er Ragnar Guðlaugsson, Guðnastöðum í Austur-Landeyjum. Samvinnutryggingum g.t. hefur verið stefnt til réttargæslu í málinu. Dómkröfur stefnanda: Að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 1.767.568,00 með 19% árs- vöxtum frá 9. ágúst 1978 til 1. júní 1979, með 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s.á., með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 35% ársvöxt- um frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, allt að frádregnum kr. 35.225,00. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr 1110 hendi hans, en til vara, að fjárhæð dómkröfu stefnanda verði lækkuð og verði málskostnaður látinn falla niður. Á hendur réttargæslustefnda eru ekki gerðar neinar kröfur, og ekki gerir hann kröfur Í málinu. Helstu málsatvik eru þau, að stefnandanum John Michael Doak hafði verið komið til sumarstarfa hjá stefnda, Ragnari Guðlaugssyni, á Guðna- stöðum sumarið 1978. Var hann þá 13 ára gamall. Hinn 9. ágúst var unnið við að dreifa mykju á túnið. Var mykjunni dælt með mykjusnigli úr haug- húsinu undir fjósinu, og var hann knúinn af kyrrstæðri dráttarvél. Snigill- inn dældi mykjunni í mykjudreifara, og var önnur dráttarvél notuð til að draga hann. Átti John að aka þeirri dráttarvél með dreifaranum aftan í út á túnið og dreifa þar mykjunni, aka síðan dreifaranum undir mykjusnigil- inn aftur, setja Í gang dráttarvélina sem knúði hann. Er John beið eftir því, að mykjudreifarinn fylltist, mun fatnaður hans með einhverjum hætti hafa lent í ás frá gírkassa mykjusnigilsins, þar sem drifskaftið frá dráttar- vélinni var fest við. Við þetta mun fatnaður John hafa undist upp á ásinn, og hefur John kastast til og slegist við tækið. Varð hann fyrir alvarlegum meiðslum á höfði. Læknir og lögreglumenn frá Hvolsvelli voru kvaddir til, og komu þeir fljótlega á vettvang. Samkvæmt skýrslu Sveins Ísleifssonar, varðstjóra á Hvolsvelli, var John meðvitundarlaus og mikið slasaður á höfði og víðar á líkamanum. Var ekið með hann í skyndi í slysade..d Borgarspítalans í Reykjavík. Síðar um daginn fór Sveinn á vettvang á ný og kannaði umbúnað tækja þarna. Kemur fram í skýrslu hans, að hlífar hafi verið á drifsköftum við mykjusnigilinn og dreifarann, en vegna búnaðar við snigilinn hafi ekki verið unnt að hafa hlíf utan um hjöruliðinn við hann. Samkvæmt vottorði Knúts Björnssonar læknis hlaut John mikil meiðsli á höfði, skurð í andliti, brot á höfuðkúpubotni, brot á gagnaugabeini hægra megin og síðar Ígerð í höfði. Fram hefur komið umsögn Páls Magnússonar sálfræðings, dags. $. nóvember 1979, um rannsókn sína á John, og segir þar svo: „John kom hér fyrst til athugunar í mars '79. Hann var þá að hefja nám í Víðistaða- skóla eftir langa sjúkrahúsvist vegna slysfara. Greindarmæling með prófi Wechslers (WISC) gaf grv. 83. Þess ber þó að geta að dreifing prófþátta var verulega ójöfn, og ef ekki eru reiknaðir með þeir prófþættir sem heila- skaði drengsins hefur helst haft áhrif á virðist hér vera um að ræða meðal- greint barn. Þeir prófþættir sem slakastir voru eru þeir sem reyna á minnis- funksjónir, tímaskyn og hraða og nákvæma samhæfingu augna og handa. John kom til endurmats um miðjan október sl. Kom þá í ljós töluverð framför í fínhreyfingum og tímaskyni, en minnisfunksjónir eru enn veru- 1111 lega skertar. Við þetta tækifæri kom á daginn að John á við félagsleg og tilfinningaleg vandamál að stríða vegna skertrar andlegrar getu og andlits- lýta. Hann hefur verið nokkuð erfiður á heimilinu og þarf mikla umönnun þar vegna minnisleysis. Félagslegri aðlögun út á við hefur einnig verið ábótavant. Af þessum sökum hefur John undanfarið verið í stuðnings- meðferð hér á sálfræðideildinni og ekki enn útséð um árangur þeirrar meðferðar.““ Björn Önundarson læknir skoðaði stefnandann John hinn 12. september 1979 og mat síðan örorku hans. Í matinu er getið sjúkrasögu stefnanda og álitsgerðar Páls Magnússonar sálfræðings, en niðurstaða matsins er svohljóðandi: „Ályktun: Það er um að ræða rúmlega 15 ára gamlan pilt, sem h. 9.8.778 slasaðist illa á höfði er hann lenti í snigli mykjudreifara. Slys þetta skeði að Guðnastöðum í Rangárvallasýslu. Slasaði var fljótlega eftir slys þetta fluttur í sjúkrahús, þar sem hann vistaðist frá 10.8.'78 til 2.1.?79. Alveg óvinnufær er slasaði talinn hafa verið frá slysdegi 10.8.?78 til septemberloka. Eftir það er starfsgeta hans mikið skert varnalega. Hér er greinilega um mikið andlega skertan pilt að ræða, sem auk þess ber mikil lýti í andliti. Aðgerðum er ekki enn full-lokið, en ekki eru miklar líkur til að breyting verði svo nokkru nemi á útliti piltsins. Verst er þó sú mikla gleymni og andlega skerðing sem áður er tilvitnað. Drengurinn er nú talinn vera með 83 greindarvísitölustig, samkvæmt Wechslers prófi, en hann er áberandi seinn til svars og að því er virðist mjög sljór. Hann virðist eiga ákaflega bágt með að einbeita sér og tekur langan tíma að fá svar, sem þó ævinlega er ekki í samræmi við það sem;spurt er um. Eins og áður er fram komið er minnisleysi áberandi. Hann virðist vera heyrnar- skertur á hægra eyra, en ekki liggja fyrir heyrnarmælingar. Dofi er yfir allri hægri kinn, en hann verður þó fyrir miklum óþægindum ef hann er úti í miklum kulda. Ekki er að efa að flest þessi einkenni munu verða til staðar í ókominni tíð, en rétt þykir þó að halda þeim möguleika opnum að síðar meir kynni að vera rétt að endurskoða þetta mat. Þar sem ekki þykir nú líklegt að um frekari bata á afleiðingum áður- nefnds slyss verði hér eftir að ræða þykir nú eðlilegt að meta þá tíma- bundnu og varanlegu örorku, sem slasaði telst hafa hlotið og þykir hún hæfilega metin sem hér segir: Frá slysdegi talið í 13 “ Mánið.........00.000. 00. 100% Eftir það: varanlega slíðri 15% Þórir Bergsson tryggingafræðingur hefur reiknað áætlað verðmæti tapaðra atvinnutekna stefnanda samkvæmt örorkumatinu. Í endanlegum útreikningi sínum gerir tryggingafræðingurinn ráð fyrir nokkurri sumar- 1112 vinnu á 14., 15. og 16. aldursári. Vinnutekjur á 22. aldursári byggir trygg- ingafræðingurinn á launum í flokki 8A í launakerfi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar með 8 eftirvinnustundum og Í næturvinnustund á viku í 40 vikur á ári og 8 "4 orlofi á yfirvinnu. Á 21. aldursári notar tryggingafræð- ingurinn 95% þessara tekna og lækkar þær síðan um 5% fyrir hvert ár til 17. aldursárs. Frá 25 ára aldri notar tryggingafræðingurinn meðaltekjur kvæntra verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna samkvæmt úrtaksrann- sókn Þjóðhagsstofnunar, umreiknað meðaltal áranna 1976 til 1980. Hefur tryggingafræðingurinn reiknað tjónið með nokkrum breytingum, reiknings- legum forsendum, m.a. misháum vaxtafæti. Er síðasti útreikningur hans frá 25. maí sl., og er þar m.a. reiknað með 10,33% vísitöluhækkunar launa. Er krafa stefnanda byggð á útreikningi þessum, þar sem notaðir eru vextir og vaxtavextir og sömu vextir, 5%, alltaf allt aftur til slysdags. Er niðurstaða útreikningsins kr. 1.667.568,00. Niðurstöðutölur þessarar útreikningsaðferðar, þar sem reiknað er með 7% ársvöxtum, er kr. 1.116.030,00, þar sem reiknað er með 9% ársvöxtum er niðurstöðutalan 802.978,00 og þar sem reiknað er með 13% ársvöxtum, er hún kr. 460.191.00. Í greinargerð með útreikningum sínum hefur tryggingafræðingurinn gert sérstaka grein fyrir því, hvaða áhrif hæð vaxta hefur á útreikninga sem þessa. Auk framangreindrar fjárhæðar krefst stefnandi miskabóta að fjárhæð kr. 100.000,00. Krafa stefnanda er byggð á því, að stefnandi John hafi verið starfsmaður stefnda á Guðnastöðum við landbúnaðarstörf, er umræddur atburður gerðist í ágúst 1978, en þá hafi John verið 13 ára gamall. Hafi honum verið falið að dæla mykju úr haughúsinu undir fjósinu í mykjudreifara, sem hann hafi svo átt að aka út á túnið og dreifa mykjunni. Sennilegasta skýringin á slysinu sé sú, að er haughúsið hafi verið að tæmast hafi farið að koma skrykkjótt upp úr því með mykjusniglinum. Muni John þá hafa ætlað að kíkja niður í haughúsið. Hafi ekki verið nema eðlilegt, að hann vildi fylgjast með, hvort nokkuð væri að. Muni John eða fatnaður hans þá hafa lent í ás frá aflúrtaki dráttarvélar þeirrar, sem knúði mykjusnigil- inn, en hluti þess hafi verið án hlífar. Hafi John við þetta orðið fyrir miklum meiðslum, sem valdið hafi honum varanlegri líkamlegri og andlegri örorku. Er því haldið fram, að verk þetta hafi John unnið tilsagnar- og eftirlits- laust. Brjóti það í bága við ákvæði 40. gr. reglugerðar nr. 105/1970 um vernd barna og ungmenna og ákvæði 41. gr. laga nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna. Slysið hafi ekki orðið við notkun ökutækis. Um starf þetta gildi því síðasta málsgrein reglugerðarákvæðisins, en samkvæmt því 1113 hafi verið óheimilt að fela John þetta verk. Hafi verið óheimilt að láta hann stjórna dráttarvélinni, sem knúði mykjusnigilinn. Sé ósannað, að stefndi hafi fullnægt þeirri ríku leiðbeiningarskyldu, sem á honum hafi hvílt gagnvart drengnum. Einnig hafi eftirlit með starfi Johns verið ófullnægj- andi, þar sem stefndi hafi sjálfur verið við mjaltir inni í fjósinu. Því er einnig haldið fram, að tækjabúnaður, sem notaður var, hafi verið hættulegur. Engin úttekt hafi farið fram á búnaði mykjusnigilsins af hálfu yfirvalda, sem eftirlit hafi með búnaði vinnuvéla. Ef ekki hafi verið hægt að koma við hlíf um ás þann, sem var óvarinn, hljóti stefndi að verða að bera áhættu, sem því var samfara, og bera hlutlæga ábyrgð á tjóni, sem af því hlaust. Er því haldið fram, að John hafi ekki á neinn hátt sýnt af sér óaðgæslu og verði honum ekki með neinum hætti gefin sök á slysinu. Sýknukrafa stefnda er byggð á því, að það hafi verið fullkomlega for- svaranlegt að láta John vinna við mykjusnigilinn og kastdreifarann. Hafi starfið sem slíkt ekki verið hættulegt. Hafi umbúnaður mykjusnigilsins verið þannig, að ekki hafi átt að stafa nein hætta af honum, ef rétt var að farið. Hlífar hafi verið á drifsköftum mykjusnigilsins og kastdreifarans, en ekki hafi verið unnt að koma fyrir hlíf utan um hjöruliðinn við mykju- snigilinn. Hafi öryggisbúnaður verið eins og unnt var að koma við og frá- gangur því allur verið í lagi. Verði ábyrgð því ekki felld á stefnda af því, að búnaður tækjanna hafi verið ófullnægjandi. Þá er því haldið fram, að ekki hafi verið óforsvaranlegt að láta nærri 14 ára gamlan ungling vinna við mykjusnigilinn með þeim búnaði, sem að framan er lýst. Hafi John verð alvanur sveitastörfum og sé alvanalegt til sveita að láta unglinga vinna við tæki, sem eru hættulegri en mykjusnigill- inn. Hafi John verið fullljósar þær hættur, sem eru samfara vinnu við snigilinn, enda hafi honum verið gerð grein fyrir þeim. Rangt sé, að stefn- andi hafi verið látinn vinna eftirlits- og tilsagnarlaust, því stefndi hafi fylgst með verkinu jafnframt mjöltunum og haft góða aðstöðu til þess að líta til með stefnanda út um fjósgluggann. Hafi stefnandi auðveldlega getað kallað til stefnda ef eitthvað fór úrskeiðis. Sennilegast sé, að stefnandi hafi af einhverjum óskýrðum orsökum farið að kíkja inn um opið á haughúsinu, sem snigillinn gekk niður um. Hafi hann þá fest við hjöruliðinn, sem hafi verið eini hluti drifbúnaðarins, þar sem ekki hafi verið hægt að koma við hlíf. Hafi stefnandi ekki átt neitt erindi að gatinu. Því sé alls ekki við stefnda að sakast, hvernig fór, heldur verði slysið eingöngu rakið til stór- kostlegs gáleysis stefnanda sjálfs eða um sé að ræða óhappatilvik. Til vara er sýknukrafa stefnda byggð á því, að stefnandi hafi þegar fengið tjón sitt bætt. Sök, sem stefndi kunni að bera á tjóni stefnanda, sé svo lítil, að stefnandi hljóti að bera sjálfur meginhlutann af tjóni sínu. Greiðsla 1114 Samvinnutrygginga g.t., sem hafi selt stefnda ábyrgðartryggingu og greitt stefnanda vátryggingarfjárhæðina, gkr. 3.000.000, að fullu hinn 10. janúar 1980, eigi því að nægja til að greiða bætur, sem stefndi kunni að eiga að greiða stefnanda. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að örorkumat, sem krafa stefnanda byggist á, sé ekki fullnægjandi, þar sem ekki sé reynt að gera grein fyrir greind stefnanda fyrir slysið. Þar sé einnig gert ráð fyrir því, að matið verði endurskoðað. Komi til þess, að dómurinn ákveði stefnanda bætur, er því haldið fram, að í útreikningi þeim sem krafa stefnanda er byggð á sé reiknað með lægri vaxtafæti en viðurkennt hafi verið af dómstólum. Í því tilviki verði einnig að miða við útreikning, sem gerður hafi verið í janúar 1980, þegar unnt hafi verið að gera tjónið upp. Af hálfu stefnda er miskabótakröfu stefnanda mótmælt sem allt of hárri. Álit dómsins. Aðiljar málsins hafa komið fyrir dóminn og gefið skýrslur. Þá hefur vitnið Sveinn Ísleifsson varðstjóri einnig komið fyrir dóminn. Ekki gat stefnandinn John borið um atvik að slysinu. Það er fram komið, að er Pétur Guðmundsson kom fóstursyni sínum til sumarstarfa á Guðnastöðum, hafi verið gert ráð fyrir því, að hann yrði m.a. látinn aka dráttarvél, eftir að honum hefði verið kennd meðferð hennar og hann rækilega áminntur um hættur við notkun slíkra véla. Er ekki annað fram komið en þessa hafi verið gætt, áður en John var falið að aka dráttarvél á bænum, og hafi hann sinnt því starfi svo og öðrum störfum, sem honum var falið að vinna, af samviskusemi. Skiptir ekki máli varðandi efni það, sem hér er til úrlausnar, þótt komið hafi fyrir, að Ragnar bóndi hafi talið sig hafa þurft að áminna John um að aka ekki of hratt á dráttarvélinni. Samkvæmt því, sem komið er fram í málinu, var umrætt verk, sem John vann við, er slysið varð, fólgið í því að gangsetja kyrrstæða dráttarvél, sem knúði mykjusnigilinn, er dældi mykjunni úr haughúsinu í mykjudreifarann, gangsetja dráttarvélina, sem dró mykjudreifarann, og færa hann til þannig, að hann hlæðist jafnt. Er dreifarinn var orðinn fullur, átti John að aka annarri dráttarvél með mykjudreifaranum aftan í og dreifa hlassinu á túnið. Kveðst Ragnar hafa verið búinn að sýna John hvernig hann átti að vinna verkið, og verið með honum fyrst í stað. Hafi John unnið við þetta daginn áður og verið búinn að fara rúmlega 10 ferðir. Hafi hann unnið við að fylla dreifarann í fyrsta skipti um morguninn, sem slysið varð. Dráttarvélin, sem knúði mykjudreifarann, mun hafa staðið svo til alveg upp við fjósið. Frá aflúrtaki hennar lá drifskaft að vinkildrifi (gírkassa) 1115 utan á mykjusniglinum. Var plasthlíf utan um drifskaftið, en það hefur ekki náð að hylja að fullu ásinn, sem gekk út úr vinkildrifinu við mykju- snigilinn, svo sem fram kemur Í skýrslu Sveins Ísleifssonar. Að sögn Ragnars bónda var smábil þarna óvarið. Ragnar bóndi var við mjaltir í fjósinu, en kveðst hafa litið út um glugg- ann til Johns öðru hverju. Haughúsið hafi verið farið að tæmast og hafi verið farið að koma skrykkjótt upp úr því með sniglinum. Ekki hafi þó þurft að færa snigilinn til, því mykjan hafi verið þunn og runnið að snigl- inum. Ragnar kveðst nú hafa heyrt á hljóðinu frá sniglinum, að hann hætti að dæla, en svo hafi hann farið að dæla á ný. Hann hafi þá litið út um gluggann á fjósinu og séð, að farið var að renna út úr mykjudreifaranum. Hann hafi þá farið út í skyndi og hafi John þá legið undir drifskaftinu og hafi höfuð hans verið fast við skaftið alveg við hjöruliðinn við vinkil- drifið. Hafi allur fatnaður á ofanverðum líkamanum flest upp, þannig að John hafi verið nakinn að ofan. Hafi fötin verið vafin um höfuðið og drif- skaftið. hann hafi reynt að losa John og hafi hann þurft að skera hann frá drifskaftinu. Hann hafi svo látið kalla til sjúkrabifreið og lögreglu. Hann hafi beitt blástursaðferð við John og eftir stutta stund hafi farið að koma hreyfing í hann og hann farið að anda, en hann hafi verið meðvit- undarlaus. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, þykir mega leggja til grund- vallar, að slysið hafi orðið með þeim hætti, að John hafi ætlað að kíkja inn um opið á haughúsinu til þess að athuga, hve mikið væri eftir. Hafi hann þá teygt sig yfir drifskaftið frá dráttarvélinni, þar sem það var tengt við ásinn í vinkildrifinu á mykjusniglinum. Hafi þá einhver hluti af fatnaði hans lent í bili því, sem var óvarið, og ásinn náð að grípa í hann, undið upp á hann og kastað John til. Hafi hann þá ekki haft nein tök á að stöðva vélina eða losa sig. Kaupfélag Rangæinga smíðar mykjusnigla, og er aflúrtak þeirra yfirleitt á endanum. Kveður Ragnar fyrirtækið hafa smíðað umræddan mykjusnigil fyrir sig sérstaklega þannig, að aflúrtakið væri á hlið snigilsins. Hafi hann sjálfur lagt til vinkildrif til þeirra nota. Er snigillinn sjálfur í lokuðu röri. Munu síðar hafa verið framleiddir fleiri mykjusniglar með sams konar vinkildrifi. Lög nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, sem Í gildi voru á þessum tíma, tóku ekki til almenns búrekstrar eins og hér var um að ræða. Störf þau, sem stefnandinn John átti að vinna á bænum, fólust m.a. í því að gangsetja dráttarvélar og aka þeim, ýmist lausum eða með tengi- búnaði eins og í þessu tilviki. Er ekki ástæða til að leggja annað til grund- vallar en að John hafi fengið fullnægjandi tilsögn um þetta og ábendingu 1116 og viðvörun um hættur, sem slíku starfi voru samfara. Hefur John skýrt frá því, að hann hafi fyrr um sumarið unnið með heyvinnutæki og tengt og aftengt þau dráttarvél. Það var ekki nauðsynlegt við starf það, sem John átti að inna af hendi, er slys þetta varð, að hann kíkti inn um opið á haughúsinu, svo sem ætla verður, að hann hafi gert. Það var heldur ekki þörf á því, að hann kæmi af öðrum ástæðum svo nærri gírkassanum, að hætta væri á, að fatnaður hans kæmist í snertingu við þann hluta ássins, sem var óvarinn. Er einnig á það að líta, að greiðfær leið var til að líta inn um opið á haughúsinu hinum megin við mykjusnigilinn, þar sem ekkert tæki var tengt við hann. Þykir starf þetta ekki falla undir ákvæði næstsíðustu málsgreinar 40. gr. reglugerðar nr. 105/1970 um vernd barna og ungmenna. Drifskaftið frá dráttarvélinni, sem knúði mykjusnigilinn, hefur verið um 150—170 cm langt. Bilið, sem var óvarið, hefur verið yfir hluta ássins úr gírkassanum við snigilinn og hefur vart getað verið meira en 5—7 cm. Hætta, sem þessu var samfara miðað við venjuleg vinnubrögð, var því hverfandi lítil. Miðað við önnur störf, sem John innti af hendi við stjórn dráttarvéla, er vart séð, að hætta við þetta verk hafi verið meiri. , Er ljóst, að stefndi Ragnar hefur reynt að búa tæki sín öryggisbúnaði, og notaði hann öryggishlífar utan um drifsköftin frá dráttarvélunum. Þykir slysið ekki verða rakið til vanbúnaðar tækja þeirra, sem stefnand- anum John var ætlað að vinna með, heldur til óhappatilviks eða gáleysis hans sjálfs. Samkvæmt þessu verður stefndi Ragnar sýknaður af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Eirik Eylands deildarstjóri og Ögmundur Einarsson forstöðumaður - kváðu upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ragnar Guðlaugsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Pétur Guðmundsson f.h. John Doak, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Guðmundar Jónssonar. Sökum þekkingarskorts, reynsluleysis og eðlislægrar forvitni eru athafnir barna og unglinga við störf oft aðrar en vænta má af eldra og reyndara starfsfólki. Því þarf meiri leiðbeiningar og ríkari verkstjórn gagnvart ung- 1117 mennum við störf en gagnvart fullorðnum. Má ætla, að hætta sú, sem lýst hefur verið, hafi dulist lítt reyndum unglingi eins og John var. Ég tel, að slysið verði að verulegu leyti rakið til þess óhappatilviks, að stefnandinn John hafi ætlað að kíkja inn um opið á haughúsinu, og hafi þá fatnaður hans komist í snertingu við þann hluta ássins frá girkassanum, sem var óvarinn. Ég tel, að stefndi Ragnar eigi að bera nokkra fébóta- ábyrgð gagnvart stefnandanum John vegna þess hættueiginleika mykju- snigilsins, sem áður er lýst, þótt hann hafi verið lítill og hafi ekki verið í beinum tengslum við verk það, sem John átti að inna af hendi. Tel ég að stefndi Ragnar eigi að bæta helming af tjóni stefnanda. Þegar gögn málsins eru virt, tel ég bætur, sem stefnda Ragnari beri að greiða stefnandanum John fyrir örorkutjón og miska, séu hæfilega ákveðn- ar kr. 100.000,00, er tekið hefur verið tillit til verðmætis greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins og frá Samvinnutryggingum g.t. svo og er tekið hefur verið tillit til hagræðis af eingreiðslu og þess, að bætur sem þessar eru undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Ég tel einnig, að greiða beri vexti af fjárhæðinni, eins og krafist er í stefnu, svo og málskostnað, sem ég tel hæfilegan kr. 20.000,00. Dómsorð mitt verður því svohljóðandi: Stefndi, Ragnar Guðlaugsson, greiði stefnanda, Pétri Guðmundssyni f.h. John Doak, kr. 100.000,00 með 19% ársvöxtum frá 9. ágúst 1978 til 1. júní 1979, með 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s.á., með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980 og með 35% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 20.000,00 í málskostnað. 1118 Mánudaginn 28. október 1985. Nr. 115/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Skúla Guðbirni Jóhannessyni (Arnmundur Backman hrl.) Áfengislög. Krafa um eignaupptöku. Ómerking. Ákæru vísað frá héraðsdómi. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Ríkissaksóknari hefur að ósk ákærða skotið málinu til Hæsta- réttar með stefnu 17. apríl 1985, og er málinu áfrýjað af hálfu ákæruvalds „til sakfellingar samkvæmt ákæru, upptöku varnings og málskostnaðargreiðslu. ““ Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Af ákæruvaldsins hálfu er þess krafist „að ákærði, sakfelldur samkvæmt ákæru, hlíti upptöku varnings og greiði sakarkostnað í héraði, svo og að ákærði verði dæmdur til að greiða allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin hæfileg saksóknarlaun í ríkissjóð.“ Ákærði krefst sýknu, en til vara, að aðeins verði gerð upptæk þau 3 glös af ávöxtum, sem hald var lagt á í verslun hans. Af afriti aðflutningsskýrslu, sem er hluti málskjala, sést að inn- flytjandi og eigandi vöru þeirrar, sem ákært er út af, var hlutafélag- ið Bláber í Reykjavík (nafnnúmer 1362-5018 og söluskattsnúmer R-6100). Engar kröfur eru gerðar á hendur hlutafélagi þessu í mál- inu. Á hendur ákærða, Skúla Guðbirni Jóhannssyni, eru ekki gerðar aðrar kröfur en að hann sæti upptöku þeirra verðmæta, sem í ákæru greinir og um greiðslu málskostnaðar. Í málinu er engin gögn um það, að eignarréttur að verðmætum þeim, sem upptöku er krafist á, sé breyttur, þannig að þau tilheyri nú ákærða. Verður hann því ekki í þessu máli dæmdur til þess að þola upptöku verðmætanna. Þar sem af málsgögnum verður ekki með vissu ráðið, hver eða 1119 hverjir eru eigendur verðmæta þeirra, sem upptöku er krafist á, fullnægir rannsókn málsins ekki skilyrðum til þess, að ákæra verði út gefin samkvæmt 115. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. Ber því ex officio að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa ákæru frá héraðsdómi. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma ríkissjóð til að greiða allan saksóknarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun í héraði, 6.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skip- aðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, 10.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er ákæru vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Arnar Höskuldssonar héraðsdómslögmanns, 6.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Arnmundar Backman hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi, flutti ákærði í nafni fyrir- tækisins Bláber h/f til landsins sex hundruð glös af ávöxtum Í vín- legi, sem í var vínandi 14—17% að rúmmáli. Í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglu 20. janúar 1984 sagði hann heildverslunina Bláber h/f vera í sinni eigu. Jafnframt kvaðst hann „hafa fengið vöruna afhenta sem innflytjandi hennar hingað til lands...“ Skýrslu þessa hefur hann staðfest fyrir dómi. Er því kröfunni um upptöku vörunnar réttilega beint að ákærða. Fallast ber á, að vínlögurinn teljist áfengi samkvæmt 2. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Var ákærða því ekki heimill innflutningur og sala vörunnar, sbr. 3. og 18. gr. sömu laga. Ber því samkvæmt a lið 34. gr. áfengislaga og 2. mgr. 8. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf nr. 63/1969 að gera upptæk í ríkissjóð þau 116 glös, er mál þetta snýst um. Með þessari athugasemd og 1120 vísun til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti ber að staðfesta hann. Dæma ber ákærða til að greiða allan kostnað af áfrýjun sakar- innar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Skúli Guðbjörn Jóhannesson, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, 8.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnmundar Backman hæstaréttarlögmanns, 8.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 21. mars 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 21. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 162/1985: Ákæruvaldið gegn Skúla Guðbirni Jóhannessyni, sem tekið var til dóms 13. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 6. júlí 1984, „fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur Skúla Guðbirni Jóhannessyni, heild- sala, Dvergabakka 30, Reykjavík, fæddum þar í borg 18. júlí 1950, til upptöku á 116 glösum af áfengi, sem hann flutti hingað til lands frá Ítalíu í nóvember 1983, en ákærði flutti þá inn í nafni fyrirtækis síns, Blábers h.f., alls sex hundruð 475 ml glös af áfengi (14—17% vínanda að rúmmáli), sem auk áfengisins innihéldu ýmsar tegundir ávaxta, og seldi ákærði sam- tals 422 glös, þar af samtals 300 glös til 5 verslana í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi fyrir samtals um, kr. 67.000 og um 122 glös í verslun sinni Baby Björn, Laugavegi 41, Reykjavík, á kr. 226—450 hvert glas. Telst innflutningur áfengisins og sala varða við 3. gr. og 18. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. 5. gr. laga nr. 52, 1978, og 1. mgr. 1. gr., sbr. 15. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf nr. 63, 1969. Þess er krafist, að ofangreind 116 glös af áfengi verði gerð upptæk sam- kvæmt a-lið 34. gr. áfengislaga og 8. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, en lagt var hald á 3 glös í versluninni Baby Björn og 113 eru geymd í Tollvörugeymslunni h.f. Þess er ennfremur krafist, að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls kostnaðar af máli þessu, en eftir atvikum er eigi gerð krafa um refsingu.“ 1121 Ákærði flutti inn til landsins í nóvember 1983 í nafni fyrirtækis síns, Blábers h.f., alls 600 glös, hvert um sig 475 ml; sem innihéldu áfengi og ýmsar tegundir af ávöxtum. Ákærði seldi í eigin verslun á annað hundrað glös og 300 glös í fimm verslanir hér í borg. Af bréfi ríkissaksóknara til dómsins sést, að hald hefur verið lagt á þau glös, sem óseld voru í þessum 5 verslunum, þegar lögreglan fór að hafa afskipti af máli þessu og lagði hald á vöruna (samtals 85 glös). Ekki hefur verið ákært út af þeim glösum, og kemur það greinilega fram í bréfi ríkissaksóknara. Innihald áfengisins (sic) var sent Rannsóknastofu í lyfjafræði, og reyndist það hafa: að geyma áfengi frá 14%0 upp í 17%. Í máli þessu er ákært út af 113 glösum, sem voru í Tollvörugeymslunni. h.f., og 3 glösum í verslun ákærða að Laugavegi 41. Af hálfu ákærða hefur verið krafist sýknu, en til vara, að einungis verði gerð upptæk hjá ákærða þau 3 glös, sem til staðar voru í verslun hans. Að mati dómsins fór innflutningur á framangreindri vöru í bága við fortakslaust ákvæði 3. gr. áfengislaga nr. 82, 1969. Ekki verður séð, að ákvæði laga um tollskrár nr. 120, 1976 hafi getað breytt þessu ákvæði áfengislaganna. Enda þótt varan hafi verið flutt inn í landið með leyfi tollyfirvalda, þá fellur hún undir a-lið 34. gr. áfengislaga og verður því gerð upptæk til ríkis- sjóðs. Samkvæmt þessu verður ákærði ennfremur dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Höskuldssonar hdl., kr. 6.000,00. Dómsorð: Ákærði, Skúli Guðbjörn Jóhannesson, skal hlíta upptöku á 116 glös- um af áfengi, sem flutt voru til landsins í nafni fyrirtækisins Blábers h.f. á árinu 1983. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Höskuldssonar hdl., kr. 6.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 71 1122 Mánudaginn 28. október 1985. Nr. 118/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigurði Markúsi Sigurðssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Hylming. Hegningarauki. Skaðabótakröfu vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur ómerkt og vísað frá héraðs- dómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Málinu var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 17. apríl 1985, en jafnframt krefst ákæruvald þess, að refsing ákærða verði þyngd. Meðákærða í héraði vildi una héraðsdómi, og var málinu ekki áfrýjað að því er hana varðar. Af ákæruvaldsins hálfu er þess krafist, að héraðsdómur verði staðfestur, þó þannig, að refsing ákærða verði þyngd, svo og að ákærði verði dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin hæfileg saksóknarlaun í ríkissjóð. Af ákærða hálfu er þess krafist aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara, að ákærði verði sýknaður af kröfum ákæru- valdsins og til þrautavara að hann hljóti vægustu refsingu, sem lög leyfa, og honum aðeins dæmdur hegningarauki. Fallast má á niðurstöðu héraðsdómara um, að gallar á lýsingu ætlaðra brota í ákæru eigi af ástæðum, sem í héraðsdómi eru greindar, ekki að valda frávísun ákærunnar frá héraðsdómi. Í héraðsdómi segir, að brot þau, sem fjallað er um í dóminum, séu framin áður 2n refsidómar yfir honum frá 6. september 1983 og 20. desember 1983 voru kveðnir upp. Þetta er ekki rétt að því er varðar dóminn frá 6. september 1983. Þá er dómurinn frá 20. desember kveðinn upp 20. desember 1984 en ekki 1983. Brot þau, sem dæmt er um í þessu máli, voru framin eftir 6. september 1983. Verður reglum 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 því ekki beitt í þessu máli að því er dóminn frá 6. september 1983 varðar. 1123 Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta sakarmat hans, heimfærslu til refslákvæða og ákvæði dómsins um greiðslu sakar- kostnaðar. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var sýknukrafa af bótakröfu þeirri í ákæru, sem dæmt var um í héraði, rökstudd með því, að tjónþoli hafi einungis gert bótakröfu á hendur útgefanda tékkanna tveggja, sem greitt var með í versluninni Ó. J. leður og rúskinn. Verður að fallast á það með ákærða, og ber því að ómerkja héraðs- dóm að þessu leyti og vísa þessari kröfu ákæruvalds frá héraðs- dómi. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti. Það athugast, að héraðsdómari hefði samkvæmt ákvæðum 145. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 átt að gefa meiri gaum að bótakröfum í málinu og leiðbeina um þær, þannig að ekki hefði þurft til þess að koma, að öllum bótakröfum að því er þennan ákærða varðar er vísað frá héraðsdómi. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Markús Sigurðsson, sæti fangelsi 3 mán- uði. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur að því er þennan ákærða varðar skal ómerkt, og er skaðabótakröfu þeirri, sem dæmt var um í héraði, vísað frá héraðsómi að því er ákærða, Sigurð Markús, varðar. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir. Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. 1124 Dómur sakadóms Reykjavíkur 26. mars 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 26. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 188-189/1985: Ákæru- valdið gegn M og Sigurði Markúsi Sigurðssyni, sem tekið var til dóms í dag. Mál þetta er höfðað með ákæru, dagsettri 7. febrúar 1985 gegn M og Sigurði Markúsi Sigurðssyni, nú refsifanga, Urðarstíg 7, Reykjavík, fæddum 22. júlí 1961 í Reykjavík, „fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningar- lögum: II. Ákærðu er báðum gefin að sök tékkasvik, ákærðu M fyrir að hafa, hinn 8. september 1983, gefið út í eigin nafni til handhafa eftirgreinda 22 tékka samtals að fjárhæð kr. 131.300 á tékkareikning sinn nr. 79294 við aðal- banka Samvinnubankans, en reikninginn stofnaði hún daginn áður að með- ákærða Sigurði Markúsi viðstöddum, og notað þá í viðskiptum án þess að næg innistæða væri fyrir hendi, ávallt að viðstöddum meðákærða Sig- urði Markúsi sem vissi að næg innistæða var ekki fyrir tékkunum á reikn- ingi hennar og naut andvirðisins ásamt henni. I) Tékki nr. 1794666, að fjárhæð kr. 16.500. Notaður til fatakaupa í versluninni Viktoríu í Reykjavík. 2) Tékki nr. 1794667, að fjárhæð kr. 2.000. Framseldur af FIBER h.f. 3) Tékkinr. 1794669, að fjárhæð kr. 2.800. Framseldur f.h. Nausts h.f. 4) Tékki nr. 1794668, að fjárhæð kr. 8.000. Seldur í versluninni Leður og rúskinn, Laugavegi 92, Reykjavík. 5) Tékki nr. 1794652, að fjárhæð kr. 5.000. Seldur í versluninni Leður og rúskinn. 6) Tékki nr. 1794662, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. 7) Tékki nr. 1794665, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. 8) Tékki nr. 1794657, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Útvegsbanka Ís- lands, Digranesvegi 5 í Kópavogi. 9) Tékki nr. 1794661, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Samvinnubankan- um í Bankastræti í Reykjavík. 10) Tékki nr. 1794653, að fjárhæð kr. 5.000. Seldur í Samvinnubankan- um við Suðurlandsbraut í Reykjavík. 11) Tékki nr. 1794670, að fjárhæð kr. 6.000. Dagsettur 9. september. 1125 Framseldur af Kristgeiri Hákonarsyni. 12) Tékki nr. 1794674, að fjárhæð kr. 5.000. Dagsettur 9. september. Framseldur af Halldóri Lárusi Péturssyni. Ákærða M notaði tékkann til greiðslu á skuld við ofangreindan Halldór Lárus. 13) Tékki nr. 1794656, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Sparisjóði Kópa- vogs. 14) Tékki nr. 1794658, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Sparisjóði Kópa- vogs. 15) Tékki nr. 1794671, að fjárhæð kr. 5.000. Framseldur af Sívari St. Sigurðssyni. Seldur í einni bensínstöð Olíufélagsins h.f. í Reykjavík. 16) Tékki nr. 1794663, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Iðnaðarbankanum í Hafnarfirði. 17) Tékki nr. 1794660, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Iðnaðarbankanum í Garðakaupstað. 18) Tékki nr. 1794654, að fjárhæð kr. 5.000. Seldur í útibúi Iðnaðar- bankans í Breiðholti í Reykjavík. 19) Tékki nr. 1794659, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Búnaðarbanka Ís- lands í Garðakaupstað. 20) Tékki nr. 1794672, að fjárhæð kr. 6.000. Framseldur af Sívari St. Sigurðssyni. 21) Tékkinr. 1794655, að fjárhæð kr. 5.000. Seldur í útibúi Útvegsbank- ans að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. 22) Tékki nr. 1794664, að fjárhæð kr. 6.000. Seldur í Útvegsbankanum í Hafnarfirði. Telst framangreint atferli ákærðu varða við 248. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940, en atferli ákærða Sigurðar Markúsar jafnframt til vara við 254. gr. sömu laga. Þá telst meðferð ákærðu Matthildar á tékka nr. 1794674 varða við 73. gr. tékkalaga nr. 94, 1933 sbr. lög nr. 35, 1977. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: II. Miðvikudaginn 7. september 1983 stofnaði ákærða M ávísanareikning nr. 79294 við Samvinnubanka Íslands. Með henni var bróðir hennar, H. Ákærða sótti ávísanaheftið daginn eftir og lagði þá kr. 6.000 inn á heftið. Peninga þessa fékk ákærða til baka, er hún seldi tékkana þrjá, sem greint er frá hér að framan. 1126 Sama dag útfyllti ákærða og notaði 22 tékka, samtals að fjárhæð kr. 131.300, úr tékkhefti þessu. Ritaði hún nafn sitt undir alla tékkana. Hún seldi 13 tékka ýmsum bönkum og sparisjóðum, tvo tékka afhenti hún Sívari Sturlu Sigurðssyni, annan sem greiðslu fyrir akstur (nr. 1794672), en hinn framseldi og seldi Sívar Sturla fyrir bensíni (nr. 1794671). Tékka nr. 1794674 notaði ákærða til greiðslu á skuld við Halldór Lárus Pétursson, sem framseldi tékkann og seldi í Samvinnubankanum við Suðurlandsbraut. Halldóri kvaðst ekki hafa verið kunnugt um (sic), að ekki væri til innistæða fyrir tékkanum. Hann er ekki ákærður í máli þessu. Ákærða hitti meðákærða Sigurð Markús að kvöldi þess dags, sem hún lagði inn beiðnina um ávísanaheftið. Daginn eftir ók Sívar Sturla, bróðir ákærða Sigurðar Markúsar, ákærðu á þá staði, sem hún seldi alla framan- greinda tékka. Var meðákærði farþegi í bifreiðinni. Sívar Sturla og ákærði Sigurður Markús biðu í bifreiðinni, á meðan ákærða seldi tékkana að undanskildum tékkunum í lið 4 og 5, en ákærða keypti fyrir þá leðurfatnað á ákærða í versluninni Leður og rúskinn, og fór meðákærði með henni inn Í verslunina. Ákærða M hefur borið, að hún hafi keypt farmiða til Kaupmannahafnar fyrir þau Sigurð Markús, er hún hafði selt tékka þá, sem hún fékk skipt í hinum ýmsu bönkum og sparisjóðum. Auk þess hafi hún keypt fyrir þau gjaldeyri. Hún hafi stofnað tékkareikninginn í þeim tilgangi að komast til Kaupmannahafnar og hafi meðákærða verið það ljóst. Meðákærði og Sívar Sturla hafi ekki vitað betur en allt væri í lagi með reikninginn, en með- ákærða hafi þó mátt vera ljóst, að hún ætti ekki svo mikið fé inni á reikn- ingnum. Meðákærði hafi einnig fengið hluta af þeim eiturlyfjum, sem hún keypti í Kaupmannahöfn, svo og af gjaldeyrinum, en hversu mikilli upp- hæð sá hluti nam, sem kom í hlut ákærða, vissi hún ekki. Ákærði Sigurður Markús kvaðst hafa hitt meðákærðu kvöldið áður en hún fékk tékkheftið. Þá hefði hún verið með talsverða peninga, sem hún ætlaði að nota til að stofna tékkareikning. Daginn eftir fóru þau í bæinn, og náði ákærða í heftið. Skammt frá bankanum hittu þau Sívar Sturlu, og varð það úr að hann tók að sér að aka þeim víðsvegar um borgina og nágrenni til að selja tékkana, og var farið í banka, sparisjóði og verslanir. Ákærði kvaðst hvorki hafa útfyllt né selt tékka þessa, en farið með með- ákærðu inn í eina verslun. Þar hafi verið keyptur leðurfatnaður, buxur og jakki, sem hann fékk, en skildi eftir í Kaupmannahöfn. Ákærði kvaðst hafa notið góðs af þeim peningum, sem fengust fyrir tékkana, m.a. hafi með- ákærða keypt fyrir sig farseðil og hann hafi fengið eitthvað af gjaldeyri, en þó ekki mikið. Við yfirheyrslu hjá RLR þann 3. október 1983 er haft eftir ákærða, að honum hafi verið það ljóst, að meðákærða hafi ekki átt fyrir þessum ávís- 1127 unum, sem hún gaf út, en taldi þetta vera í lagi, þar sem hún notaði sinn reikning og ekki var um fölsun að ræða. Að beiðni ríkissaksóknara var ákærði yfirheyrður á ný hjá RLR þann 17. júlí sl. Hann kvaðst ekki hafa vitað, hvernig M ætlaði að fjármagna ferð þá, sem hún bauð honum í til Kaupmannahafnar, hann hafi ekkert hugsað út í það. Daginn eftir að hún bauð honum í ferðina stofnaði hún reikninginn og hafi honum mátt vera ljóst, að hún ætti ekki mikið af peningum. Hann hafi hins vegar ekkert verið að hugsa út í þetta. Honum kvaðst hafa verið ljóst (sic), að ekki voru til peningar inni á hefti M fyrir öllu því, sem hún gaf út. Taldi hann þetta ekki vera sitt mál. Honum hafi aðeins verið boðið til Kaupmanna- hafnar og hann ekki neitað því. Þau meðákærða hafi orðið viðskila daginn eftir að þau komu til Kaupmannahafnar, og var hann þá aðeins með 50 krónur á sér. Taldi hann því, að hann hefði ekki fengið mikið af því fé, sem meðákærða fékk fyrir tékkana. Ákærði bar á sama veg fyrir dómi að öðru leyti en því, að hann sagði, að þá fyrst, er þau keyptu farseðlana til Kaupmannahafnar, hafi hann grunað, að meðákærða hafi ekki átt innistæðu fyrir öllum þeim tékkum, sem hún hafði þá verið búin að selja. Sívar Sturla hefur kannast við, að hann hafi ekið ákærðu M og Sigurði Markúsi umrætt sinn á þá staði, sem tékkarnir voru seldir. M hafi farið ein inn og selt tékkana. Hún hefði sýnt honum, að hún væri eigandi að tékkhefti, sem hún hefði lagt peninga inn á, og væri hún nú að taka þá út. Þótti honum undarlegt, hversu marga banka hún fór í. Því hefði hann losað sig við þau ákærðu. Hann kvaðst ekkert hafa fengið af þeim pening- um, sem M fékk, en hún hafi borgað honum fyrir aksturinn með einni þessara ávísana og hann hafi framselt einn tékka, sem ákærða gaf út og keypt var bensín fyrir á bifreiðina. Niðurstöður. Með játningu ákærðu M, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, er sannað, að hún hafi gefið út í eigin nafni alla þá 22 tékka, sem að framan greinir, enda þótt hún vissi, að ekki væri fyrir hendi innistæða fyrir þeim. Varðar þessi háttsemi hennar við 248. gr. alm. hegningarlaga að því undan- skildu, að meðferð hennar á tékka nr. 1794674, sem getið er í 12. lið þessa kafla ákæru, varðar við 73. gr. tékkalaga nr. 94/1933, sbr. 1. nr. 35/1977. Verjandi ákærða Sigurðar Markúsar hefur fyrir hans hönd aðallega kraf- ist frávísunar, en til vara, að ákærði verði sýknaður, og til þautavara, að honum verði dæmd vægasta refsing, sem lög leyfa. Kröfu sína um frávísun byggir verjandinn á því, að verknaðarlýsingin í II. kafla ákærunnar sé alröng að því er varðar þátt ákærða Sigurðar Markúsar í málinu, þar eð ákærði hafi ekki verið viðstaddur, þá er með- 1128 ákærða M stofnaði umræddan tékkareikning sinn, ákærði hafi heldur ekki verið viðstaddur, er meðákærða notaði tékkana, og har hafi ekki vitað, að næg innistæða var ekki fyrir hendi á reikningi hennar, svo sem rakið er í þessum kafla ákæru. Þrátt fyrir að sú fullyrðing í ofangreindri verknaðarlýsingu ákæru, að ákærði hafi verið viðstaddur, þegar meðákærða stofnaði margumræddan tékkareikning, eigi ekki við rök að styðjast og þar sé fullyrt, að ákærði hafi ávallt verið viðstaddur sölu tékkanna og vitað, að ekki hafi verið til fyrir þeim innistæða, þykja ekki efni til að taka frávísunarkröfu verjanda ákærða til greina, enda var þáttur ákærða í málinu, þá er ákæra var gefin út, ekki með öllu ljós. Þykir lýsing á broti ákærða, eins og á stóð, fullnægja kröfum 115. gr. 1. nr. 74/1974, sbr. 19. gr. 1. nr. 107/1976, enda ákæran reist á rannsóknum, sem fullnægðu skilyrðum laga til málshöfðunar. Ákærði Sigurður Markús fór með meðákærðu M inn í verslunina Ó.J. leður og:rúskinn, Laugavegi 92, R., þar sem ákærða seldi tvo tékka, sam- tals að fjárhæð kr. 13.000, og var mestmegnið af andvirði tékkanna varið þar til kaupa á leðurfatnaði á ákærða Sigurð Markús, en einnig keypti ákærða M þar leðurjakka á sig. Ákærða Sigurði Markúsi mátti vera það ljóst, eins og Í pottinn var búið, að ekki var fyrir hendi næg innistæða á tékkareikningi meðákærðu fyrir ofangreindum tékkum. Þykir þessi hátt- semi hans varða við 248. gr. alm. hegningarlaga. Ekki þykir hins vegar alveg nægilega í ljós leitt, að ákærði Sigurður Markús hafi vitað eða mátt vita, að ekki var fyrir hendi næg innistæða á ávísanareikningi meðákærðu M við notkun hennar á öðrum þeim tékk- um, sem hún seldi, enda þótt hann hefði mátt renna grun í það, þar sem ákærða fór á svo marga staði til að fá tékkunum skipt. Ákærði var ekki viðstaddur sölu þeirra tékka, þrátt fyrir að hann biði hennar í bifreiðinni, og óljóst er af gögnum málsins, hvort honum var þá kunnugt um, hversu mikla peninga ákærða fékk við sölu tékkanna. Hins vegar þykir í ljós leitt, ef litið er til framburðar ákærða, að honum hafi verið þetta ljóst, þá er þau ákærðu keyptu farmiðana til Kaupmannahafnar, en þá hafði ákærða selt alla tékkana. Ákærði naut góðs af þeim peningum, sem fengust fyrir tékka þá, sem meðákærða seldi, þótt ekki sé ljóst, hve mikið kom í hans hlut. Þykir hann með því hafa gerst sekur um brot gegn 254. gr. alm. hegn- ingarlaga. Viðurlög. Samkvæmt sakavottorði ákærða Sigurðar Markúsar hefur hann á árun- um 1976-1984 sætt eftirtöldum refsingum: Hann hefur tvívegis gengist undir dómsátt vegna ölvunar á almannafæri 1129 (árin 1976 og 1977) og einu sinni fyrir fíkniefnabrot. Þá var hann árið 1977 einnig uppvís að skjalafalsi og þjófnaði, en ákæru frestað skb. í 2 ár frá 7. janúar það ár. Frá árinu 1979 hefur hann 12 sinnum verið dæmdur, samtals í 41 mánuð og 15 daga, en þar af 3 mánuði skilorðsbundna, fyrir skjalafals, þjófnaði, nytjastuld, gripdeild og líkamsárás (217. gr.), nú síðast þann 20. desember sl. í 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Í tíu af framan- greindum dómum var ákærði sakfelldur fyrir þjófnað. Brot ákærða Sigurðar Markúsar, sem fjallað er um í dómi þessum, eru framin áður en refsidómar yfir honum frá 6. september 1983 og 20. des- ember 1983 (sic) voru upp kveðnir, en með þeim fyrra var ákærði dæmdur í:45 daga fangelsi fyrir þjófnað, en þeim síðara í 6 mánaða fangelsi fyrir sama brot. Þá gekkst ákærði ennfremur undir dómsátt þann 3. október 1983 með 3.500 kr. sekt vegna fíkniefnabrots, og eru brot ákærða nú því ennfremur hegningarauki við þá dómsátt. Ber því nú að ákveða ákærða hegningarauka skv. 78. gr. alm. hegningarlaga, sem þykir hæfilega ákveð- inn með hliðsjón af 72. gr. og 255. gr. alm. hegningarlaga 2 mánaða fang- elsi. Eftirgreindir aðiljar hafa lagt fram skaðabætur (sic) í málinu sem hér segir: Verslunin Strætið, Hafnarstræti, R., kr. 6.000. Fitjanesti, Njarðvík, kr. 1.500 ásamt áföllnum kostnaði og hæstu lög- leyfðu dráttarvöxtum frá 5. september 1983 til greiðsludags. Verslunin Georg, Austurstræti 8, R., kr. 1.000. Verslunin Ó.J., Laugavegi 92, R., kr. 12.000. Sparisjóður Hafnarfjarðar kr. 12.000 ásamt áföllnum kostnaði. Útvegsbanki Íslands kr. 6.000 ásamt 57 dráttarvöxtum á mánuði frá 12. september til væntanlegs greiðsludags og kr. 11.000 með 5%o dráttarvöxtum frá 8. september 1983 til 21. október s.ár, en með 4,75% dráttarvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., en með 4% dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og innheimtulaun skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ. Sparisjóður Kópavogs og nágrennis kr. 12.000 auk dráttarvaxta og lög- mannskostnaðar. Olíufélagið kr. 5.000 ásamt áföllnum vöxtum. Iðnaðarbanki Íslands h.f. kr. 17.000 ásamt dómvöxtum frá 8. september 1983 til greiðsludags. Búnaðarbanki Íslands kr. 12.000 ásamt dómvöxtum frá 9. september 1983 til greiðsludags. Ákærða M hefur samþykkt állar framkomnar skaðabótakröfur, en ákærði Sigurður Markús hefur mótmælt þeim. Þá þykir rétt þrátt fyrir neitun Sigurðar Markúsar að dæma hann ásamt meðákærðu M til að greiða in solidum ofangreinda skaðabótakröfu versl- 1130 unarinnar Ó.J. leður og rúskinn að fjárhæð kr. 12.000, enda hefur ekkert komið fram í málinu, sem gerir hana varhugaverða. Þar sem hagnaður ákærða af sölu annarra tékka er óljós, verður öðrum skaðabótakröfum á hendur honum vísað frá. Svo sem að framan er rakið, hefur ákærða M samþykkt allar framkomn- ar skaðabótakröfur, sem eru réttmætar, og ber að taka höfuðstól þeirra til greina og dæma ákærðu til að greiða hann ásamt vöxtum, sem hér segir: Fitjanesti ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá 5. sept- ember 1983 til greiðsludags. Versluninni Georg ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá sýningardegi tékkans 6. september 1983 til greiðsludags. Útvegsbanka Íslands samtals kr. 11.000 ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, af kr. 6.000 frá 12. september 1983 til greiðsludags og af kr. 5.000 frá 8. september 1983 til greiðsludags. Kröfu Útvegsbankans um skaðabætur vegna tékka nr. 1794664 að fjárhæð kr. 6.000 er vísað frá, enda liggur frammi í málinu afrit áskorunarstefnu varð- andi tékka þennan. Kröfu Útvegsbanka Íslands um innheimtulaun er vísað frá, þar sem krafan er höfð uppi í opinberu máli, sbr. 145. gr. |. nr. 74/ 1974. Sparisjóði Kópavogs ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá kröfugerðardegi, 23. september 1983 til greiðsludags. Kröfu Spari- sjóðs Kópavogs um lögmannskostnað er vísað frá, sbr. 145. gr. |. nr. 74/1974. Olíufélaginu ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá kröfugerðardegi 27. september 1983 til greiðsludags. Iðnaðarbanka Íslands ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá 8. sept. 1983 til greiðsludags. Búnaðarbanka Íslands ásamt dómvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá 9. september 1983 til greiðsludags. Kröfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar um áfallinn kostnað er vísað frá, enda er engin grein fyrir því gerð, hver kostnaðurinn er. Ákærði Sigurður Markús er dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl., kr. 8.000 í málsvarnarlaun, Annan sakarkostnað eru ákærðu dæmd til að greiða in solidum. Dómsorð: Ákærða M sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði Sigurður Markús Sigurðsson sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærðu M og Sigurður Markús greiði Versluninni Ó.J. leður og rúskinn, Laugavegi 92, Reykjavík, in solidum kr. 12.000. Ákærði Sigurður Markús greiði skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl., kr. 8.000 í málsvarnarlaun. Annan sakarkostnað greiði ákærðu in solidum. 1131 Þriðjudaginn 29. október 1985. Nr. 162/1983. Svava Jensen og Þórir Jensen (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Börge Petersen (Othar Örn Petersen hrl.) Skaðabótamál. Ábyrgð húseiganda. Orsakasamband. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skafta- son og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjendur hafa skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 1. september 1983. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þeir, að kröfur stefnda verði lækkaðar og málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi fór þess á leit við sýslumanninn í Árnessýslu, að dóm- kvaddir yrðu tveir menn til að meta tjón það, sem varð á sumar- bústað hans, og láta í ljós álit á því, hvort frágangur á sumarbústað áfrýjenda hefði að einhverju leyti verið ófullnægjandi og því beint eða óbeint orsök tjónsins. Aðiljar urðu síðar sammála um að þeir menn, sem dómkvaddir höfðu verið til að meta tjón sem orðið hafði í Árnessýslu af völdum óveðursins, framkvæmdu einnig mat samkvæmt beiðni stefnda. Liggur ekki ljóst fyrir að matsmönnunum, Ágústi Þorvaldssyni og Ástvaldi Leifi Eiríkssyni, hafi verið falið að láta í té rökstutt álit á orsökum tjónsins á sumarbústað stefnda. Matsmennirnir tóku það atriði ekki til úrlausnar í matsgerð sinni. Fyrir héraðsdómi kvaðst matsmaðurinn Ástvaldur Leifur Eiríks- son ekki geta fullyrt, að brak úr bústað áfrýjenda hefði fokið á bústað stefnda. Hann hefði ekki athugað sérstaklega, hvar dreifin lá frá húsunum, og gæti hann ekki borið, hvort brak úr húsi áfrýj- enda hefði verið inni í bústað stefnda. 1132 Er matsmaðurinn Ágúst Þorvaldsson kom fyrir héraðdóminn, kvað hann þá matsmennina hafa séð eitthvert brak í sumarbústað stefnda, sem talið hafi verið úr bústað áfrýjenda, en kvaðst ekki muna, hvort það hafi verið rannsakað sérstaklega. Hefðu þeir matsmennirnir litið svo á, að þeir ættu aðeins að meta tjón af völdum óveðursins, en ekki huga sérstaklega að orsökum. Hilmar Einarsson byggingafulltrúi kom einnig fyrir héraðsdóm- inn. Hann kvað greinilegt hafa verið, að brak hefði fokið af bústað áfrýjenda á sumarbústað stefnda, en hann hefði ekki getað séð af ummerkjum, hvort það gerðist áður en þakið á bústað stefnda gaf sig eða síðar. Gat hann ekki fullyrt að hann hefði séð brak úr bústað áfrýjenda í bústað stefnda. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, þykja ekki hafa verið færð nægileg rök fyrir því, að rekja megi tjónið á sumar- bústað stefnda til þess vanbúnaðar, sem kann að hafa verið á sumarbústað áfrýjenda. Ber því að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- endum 40.000,00 krónur í málskostnað, samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjendur, Svava Jensen og Þórir Jensen, skulu vera sýkn af kröfum stefnda, Börge Petersen, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjendum 40.000,00 krónur í málskostnað, samtals í héraði og fyrir Hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjönrssonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. Fallast verður á niðurstöðu héraðsdóms um, að brak úr sumar- bústað áfrýjenda hafi fokið á sumarbústað stefnda. Ekkert hefur komið fram fyrir Hæstarétti, sem hnekki niðurstöðu héraðsdóms, sem skipaður var byggingafróðum meðdómendum, um að þetta hafi 1133 verið orsök þess, að hliðin á sumarbústað stefnda rofnaði og þau spjöll urðu á bústaðnum, sem raun varð á. Sumarbústaður áfrýjenda var smíðaður árið 1980. Voru þá í gildi byggingarlög nr. 54/1978 og reglugerð nr. 292/1979, sbr. reglugerð nr. 298/1979, sem sett er samkvæmt heimild í 4. gr. þeirra laga, svo og íslenskur staðall um vindálag, sem skylt var að fylgja sam- kvæmt grein 1.7. í nefndri reglugerð. Hefur í engu verið hnekkt því áliti hinna byggingafróðu meðdómenda, að gögn málsins beri með sér, að þaksperrur á þeim hluta þaksins á sumarbústað áfrýj- enda, sem gaf sig, hafi verið festar við vegglægju og burðarsúlu með óhæfilegum hætti, og að til þess megi rekja það, að þakið stóðst ekki vindálagið. Verður að telja, að áfrýjendur beri fébóta- ábyrgð á því tjóni, sem samkvæmt framansögðu leiddi af því, að festingu sperranna var svo áfátt af hendi þeirra manna, sem að smíði sumarbústaðarins höfðu unnið á þeirra vegum. Þykir óskýr málatilbúnaður af hendi stefnda í héraðsdómsstefndu ekki skjóta loku fyrir, að málið verði dæmt á þessum grundvelli. Mótmæli gegn bótafjárhæð, sem héraðsdómur ákvað, hafa ekki verið nægilega rökstudd. Teljum við því, að staðfesta beri héraðs- dóminn, þó þannig, að vextir reiknist frá 2. september 1981. Þá teljum við, að dæma beri áfrýjendur til að greiða stefnda 40.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. júlí 1983. Mál þetta, sem var dómtekið 22. júní 1983, hefur Börge Petersen fulltrúi, Njálsgötu 4, Reykjavík, nnr. 1501-8062, höfðað á bæjarþingi 6. maí 1982 á hendur Þóri Jensen framkvæmdastjóra Ægissíðu 76, Reykjavík, nnr. 9642-0560, og Svövu Jensen, nnr. 8654-9433, Tómasarhaga 42, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta vegna tjóns á sumarbústað. Þann 16. og 17. febrúar 1981 gekk óveður yfir landið. Í veðrinu fuku þök af sumarbústöðum aðilja í landi Kárastaða í Þingvallasveit. Stefnandi varð bæði fyrir tjóni á bústaðnum og innanstokksmunum, sem í honum voru. Samkvæmt matsgerð, dags. 6. apríl 1981, nam tjón stefnda kr. 42.600,00, sem er stefnufjárhæð málsins, en auk þess krefst stefnandi 42% ársvaxta frá 6. apríl 1981 til 1. júní 1981 og 37% ársvaxta frá þeim degi til stefnubirtingardags, en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags, og máls- kostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að vegna algjörlega ófullnægjandi 1134 frágangs á þaki sumarbústaðar stefndu hafi það ekki getað staðið af sér þau veður, sem eðlilegt sé að gera kröfur til, að byggingar standist hér á landi. Því er haldið fram, að þakhorn yfir verönd hafi einungis verið neglt í stoð og vegglægju, en að engar festingar, svo sem girði, sinklar eða járn með boltum, hafi haldið þessu horni saman; vegna þessa vanbúnaðar hafi þakið fokið af og efni úr því fokið á sumarbústað stefnanda, þannig að framhlið bústaðarins hafi rofnað og þakið svipst af honum. Stefnandi byggir kröfur sínar á almennum reglum skaðabótaréttarins. Af stefndu hálfu er aðallega krafist sýknu og málskostnaðar að mati dómsins. Til vara er þess krafist, að stefnufjárhæðin verði lækkuð til mikilla muna og málskostnaður látinn falla niður. Af stefndu hálfu er því haldið fram, að ósannað sé, að brak af þaki sumarbústaðar stefndu hafi fokið á sumarbústað stefnanda, og að jafnvel þó að svo hafi verið, sé ósannað, að það hafi gerst fyrr en eftir að þakið hafði fokið af bústað stefnanda. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að engin almenn fyrirmæli feli í sér kröfur um, að þök á sumarbústöðum skuli fest, eins og ráð er fyrir gert í málsástæðum stefnanda. Stefndi Þórir kveðst hafa fengið bygg- ingameistara til að reisa bústaðinn fyrir sig og kveður hann hafa gert það með aðstoð fagmanna. Stefndu byggja á því, að frágangur á festingu þaks á bústað þeirra hafi verið fullnægjandi. Þá er því haldið fram af hálfu stefndu, að orsök þess, að þakið fauk af bústað þeirra, hafi verið veður- hamurinn, sem hafi verið svo mikill, að ekki hafi orðið undan tjóninu komist, hvort sem festing þaksins var fullnægjandi eða ekki. Til vara er fjárhæð bótakröfu mótmælt sem allt of hárri og mótmælt sönnunargildi matsgerðar, þar sem hún sé einungis órökstudd, lausleg áætlun. Kröfu um dráttarvexti fram að málshöfðun er mótmælt sem of hárri. Í málinu hafa komið fram eftirtalin sönnunargögn: Vottorð um veður á Þingvöllum og Írafossi, 16. og 17. febrúar 1981, mánaðaryfirlit Veður- stofunnar um tíðarfar í febrúar 1981, vottorð byggingafulltrúa Þingvalla- hrepps um orsakir tjónsins, matsgerð og utanréttarvottorð annars mats- mannsins, ljósmyndir, aðiljaskýrslur stefnanda og stefnda Þóris auk vættis fjögurra vitna og matsmannanna. Dómendur telja, að óyggjandi ályktun verði dregin um að brak úr bústað stefndu hafi fokið á bústað stefnanda í veðrinu og yfirgnæfandi líkur á, að það hafi leitt til þess, að hliðin á bústað stefnanda rofnaði með þeim afleiðingum, sem greinir í málinu. Byggingafulltrúi Þingvallahrepps samþykkti teikningar af bústað stefndu 30. október 1980. Byggingameistari sá, sem annaðist smíði bústaðar- ins fyrir hina stefndu, heldur því fram, að sperrur í þeim hluta þaksins, sem náði út fyrir húsgaflinn, hafi verið festar með girði. Eigi að síður þykir 1135 verða að leggja til grundvallar samkvæmt vætti byggingafulltrúans og annars vitnis svo og samkvæmt ljósmyndum, sem lagðar hafi verið fram í málinu, að festingu þaksperranna á þeim þakvæng, sem gaf sig, hafi verið mjög áfátt, þannig að hæfilegar festingar hafi skort. Hinir sérfróðu með- dómendur telja, að ætla verði, að ef þakið hefði verið vandlega fest, hefði mátt vænta þess, að það stæðist veðurofsann. Tenging þaksperranna við vegglægju og burðarsúlu á nefndum stað fullnægir ekki þeim kröfum, sem gera ber við frágang húsþaka, hvort sem um er að ræða íbúðarhús, sumar- bústaði eða önnur hús, og fer í bága við regluna, sem fram kemur í gr. 7.2.1., sbr. gr. 1.1.3. í byggingarsamþykkt fyrir skipulagsskylda staði utan Reykjavíkur, sbr. auglýsingu nr. 23/1967 og 131/1977, 1. gr., 4. gr., S. gr. og 37. gr. laga 54/1978, reglugerð 292/1979, gr. 1.3., gr. 1.7. og gr. 9.4.1., og Íslenskan staðal 12.3. Stefndu þykja sem eigendur og umráða- menn bústaðarins bera ábyrgð á þeim vanbúnaði skv. almennum reglum um ábyrgð á tjóni, sem leiðir af vanbúnaði fasteigna. Matsfjárhæðin þykir síst of há miðað við verðlag, eins og það var fyrst eftir óveðrið og þykir því bera að fallast á skaðabótakröfu stefnanda auk vaxta og málskostnaðar. Vextir ákveðast 35% ársvextir frá 6. apríl 1981 til 1. júní 1981, 34% ársvextir frá þeim degi til 6. maí 1982, 39% ársvextir frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvextir frá þeim degi til dóms- uppkvaðningardags, en síðan hæstu innlánsvextir eins, og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 25.000,00. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Ragnari Ingimarssyni prófessor og Magnúsi Guðjónssyni húsasmíðameistara. Dómsorð: Stefndu, Þórir Jensen og Svava Jensen, greiði stefnanda, Börge Petersen, kr. 42.600,00 með 35% ársvöxtum frá 6. apríl 1981 til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 6. maí 1982, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, með 47% ársvöxt- um frá þeim degi til 5. júlí 1983, en með hæstu innlánsvöxtum, eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 25.000,00 í málskostnað. 1136 Fimmtudaginn 31. október 1985. Nr. 216/1982. Eigendur Borga (Jóhann H. Nielsson hrl.) gegn eiganda Oddastaða og (Sigurður Ólason hrl.) eiganda Laxárdals (Gunnlaugur Claessen) Gagnaöflun. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson og Gaukur Jörundsson prófessor. Áður en dómur er lagður á mál þetta í Hæstarétti, þykir rétt samkvæmt heimild í 120. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973, og með sérstöku tilliti til 8. greinar landamerkjalaga nr. 41/1919 að veita aðiljum kost á að gefa skýrslur um eftirtalin atriði: 1. Hvort ágreiningur sé um landamerki milli Borga og Laxárdals og ef svo er, í hverju hann sé fólginn. Ef landamerkin eru ágrein- ingslaus, hver þau séu og þá sérstaklega hver séu landamerki frá því að Almannaborgargil sameinast Laxá allt þar til sameiginleg landamerki jarðanna þrýtur í suðri. 2. Hvort ágreiningur sé milli eigenda Laxárdals og Oddastaða um landamerki þeirra jarða og ef svo er, í hverju hann sé fólginn. Ef landamerki eru ágreiningslaus, tjái aðiljar sig sérstaklega um það, hvort þeim sé rétt lýst í landamerkjabréfi Oddastaða frá 2. ágúst 1889. Ályktarorð: Aðiljum veitist kostur á að afla framangreindra skýrslna. 1137 Föstudaginn Í. nóvember 1985. Nr. 184/1982. Sigurvin Snæbjörnsson (Gústaf Þór Tryggvason hdl.) gegn Magnúsi H. Valdimarssyni og gagnsök (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Vinnuslys. Skaðabótamál. Örorka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 21. september 1982, birtri |. nóvember 1982. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda, en til vara „er kröfufjárhæðinni mótmælt, svo og vöxtum og vaxtatíma““. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en aðaláfrýjanda var veitt gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðherra 3. febrúar 1983. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 18. nóvember 1982 samkvæmt heimild í 3. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða sér 334.300,00 krónur með 13% ársvöxtum frá 28. desember 1976 til 1. júní 1979, 22%, ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, 35%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember 1980, 46% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1981, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, 399 ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 39% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október 1983, 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 32%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1983, 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvöxtum frá þeim degi til 13. ágúst 1984, 24% ársvöxtum frá þeim degi til 20. s.m., 24,500 ársvöxtum frá þeim degi til 27. s.m., 25% ársvöxtum 2 1138 frá þeim degi til 18. september s.á., 25,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 11. október s.á., 2600 ársvöxtum frá þeim degi til 12. s.m., 2890 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 29% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21. s.m., 379 ársvöxtum frá þeim degi til 11. maí s.á., 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. júní s.á., 360 ársvöxtum frá þeim degi til uppkvaðningar dóms í máli þessu, en síðan með hæstu innláns- vöxtum (dómvöxtum) frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur gagnáfrýjandi lagt nýja áætlun Jóns E. Þorlákssonar tryggingafræðings, dags. 26. október 1984, um vinnu- tekjutap gagnáfrýjanda vegna örorku, tímabundinnar og varan- legrar. Er hún reist á sömu forsendum og fyrri áætlanir trygginga- fræðingsins að öðru leyti en því, að miðað er við dánarlíkur ís- lenskra karla á árunum 1976—1980, tekið tillit til breytinga á kaup- gjaldi, sem orðið hafa eftir að fyrri áætlanir voru gerðar, og hið áætlaða árlega tekjutap reiknað til höfuðstólsfjárhæðar á slysdegi eftir tvennum mismunandi forsendum um vexti. Er annars vegar reiknað með 13% ársvöxtum og vaxtavöxtum, en his vegar með einföldum sparisjóðsvöxtum milli slysdags og útreikningsdags, en 6% ársvöxtum og vaxtavöxtum að því er varðar áætlað tap eftir þann tíma. Reiknast honum höfuðstólsfjárhæðin nema 10.400,00 krónum vegna tímabundinnar örorku en 234.600,00 krónum vegna varanlegrar örorku, eða alls 245.000,00 krónum, ef fyrri aðferðin er notuð, en 10.400,00 krónum vegna tímabundinnar örorku og 311.900,00 krónum vegna varanlegarar örorku, eða alls 322.300,00 krónum, ef beitt er síðari aðferðinni. Í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti krafðist gagnáfrýjandi sömu fjárhæðar og fyrir héraðsdómi. Eru ekki skilyrði til að leyfa honum hækkun dómkrafna sinna frá þeirri kröfugerð, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1973. Fyrir Hæstarétti byggir gagnáfrýjandi ekki á því, að aðaláfrýj- andi hafi verið vinnuveitandi hans, er slysið bar að höndum og beri af þeirri ástæðu ábyrgð á tjóni hans. Þá er því ekki haldið fram, að múrbolti sá, sem notaður var til að festa verkpallsskóinn á vegg- inn, hafi dregist út úr veggnum, þegar flekamótið slóst í verkpall- 1139 inn, svo að hann féll. Aðaláfrýjandi andmælir því ekki, að gagn- áfrýjandi hafi hælbrotnað við fallið af verkpallinum. Aðaláfrýjandi var framkvæmdastjóri Sigurmóta h/f, og hann var byggingameistari við smíði fjölbýlishússins við Lyngmóa og hafði umsjón með framkvæmdum þar. Bar honum að sjá um, að ekki væri stofnað í hættu við framkvæmdirnar örvggi manna, sem við húsið unnu, eða annarra, sbr. auglýsingu nr. 23/1967, kafla 1.10.2., sbr. auglýsingu nr. 181/1973. Þar á meðal bar honum að líta eftir því, að búnaður, sem notaður var til að setja upp og festa verkpalla, væri í alla staði traustur. Var sérstök nauðsyn, að rík aðgát væri höfð í þeim efnum, vegna þess hve flekamótin voru þung, og því meiri hætta á ferðum en ella, ef eitthvað fór úrskeiðis við að koma þeim fyrir. Ekki er vissa fyrir því, hvað olli því, að verkpallsskórinn dróst fram af múrboltanum vegna höggsins af mótaflekanum. Geta þar hafa komið til mistök við festingu róarinnar á múrboltann, en einnig að skinnan undir rónni hafi rifnað og festiskórinn dregist út af múrboltanum yfir róna eða þá að gengjur á múrboltanum hafi gefið sig af þeirri ástæðu, sem nefnd er í héraðsdómi. Brýnt var fyrir aðaláfrýjanda að gæta þess, að notaður væri nægilega sver og traustur múrbolti og eigi siður að notuð væri skinna, sem væri örugglega nógu traust, úr því að róin á múrboltanum, sem var notaður, var ekki stærri en svo, að hún gat auðveldlega dregist í gegnum gatið á verkpallsskónum. Þessa verður aðaláfrýjandi ekki talinn hafa gætt. Engin rannsókn fór fram á vettvangi eftir slysið. Slík ath ef gerð hefði verið, kynni að hafa leitt í ljós orsök þess, að festingar héldu ekki. Verður aðaláfrýjandi, eins og hér stendur á, að bera halla af óvissu um orsök þess, að festing verkpallsskósins gaf sig. Ber samkvæmt framansögðu að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um skaðabótaábyrgð aðaláfrýjanda. Gögn um tekjur gagnáfrýjanda fyrir og eftir slysið liggja ekki fyrir í málinu. Í örorkumati Jónasar Hallgrímssonar læknis 26. september 1979, því sem frá er greint í héraðsdómi, kemur fram, að gagnáfrýjandi hafi áður verið metinn 50% öryrki vegna höfuð- áverka, sem hann hlaut í bílslysi árið 1963. Um það slys og afleið- ingar þess liggur þó ekki annað fyrir í málinu. Í héraðsdómi er rakin 1140 sjúkrasaga gagnáfrýjanda eftir því sem henni er lýst í örorkumatinu. Þegar þetta er virt og hliðsjón höfð af áætlun Jóns Erlings Þorláks- sonar um tekjutap gagnáfrýjanda, þykir mega taka til greina að fullu þá kröfu, sem gagnáfrýjandi gerði fyrir héraðsdómi, þar með talda vaxtakröfu hans, eins og hún var greind í héraðsdómsstefnu, með þeirri breytingu þó, sem leiðir af kröfugerð hans hér fyrir dómi varðandi tímabilið 1. desember 1979 til 1. júní 1980. Verður aðal- áfrýjandi því dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda 139.670,00 krónur að frádregnum 3.600,00 krónum (360.000 gkr.), eða alls 136.070,00 krónur ásamt vöxtum, svo sem greinir Í dómsorði. Hefur þá verið tekið tillit til launagreiðslna, sem áfrýjandi naut eftir slysið. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann 35.000,00 krónur. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns hans, 30.000,00 krónur. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Sigurvin Snæbjörnsson, greiði gagnáfrýj- anda, Magnúsi H. Valdimarssyni, 136.070,00 krónur með 13% ársvöxtum frá 28. desember 1976 til 1. júní 1979, með 2200 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 359 ársvöxtum frá þeim degi til 9. desember 1980, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og um gjaf- sóknarkostnað gagnáfrýjanda í héraði er staðfest. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 35.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hans, Gústafs Þórs Tryggvasonar héraðsdómslögmanns, 30.000,00 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 1141 Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 22. júní 1982. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 11. maí 1982, hefur Magnús Valdi- marsson, Garðaflöt 31, Garðakaupstað, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 1. desember 1980, á hendur Sigurvin Snæbjörnssyni byggingameist- ara, Laufvangi 6, Hafnarfirði, til heimtu kröfu að fjárhæð kr. 139.679,00 með 13% ársvöxtum frá 28.12. 1976 til 1.6. 1979, en með 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1.9. s.á., en með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1.12. sama ár, en með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1.6. 1980, en með 35% ársvöxtum til 9.12.1980, en með 46% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1981, en með 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, en með 39% ársvöxtum frá þeim degi til dómsuppsögudags, en hæstu dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, allt að frádregnum kr. 3.600,00. Málskostnaðar er krafist, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en hinn 30. desember 1980, veitti dóms- málaráðuneytið gjafsókn í máli þessu. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara er kröfufjárhæðinni mótmælt svo og vöxtum og vaxtatíma. Í báðum til- vikum krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu. II. Dómkrafa stefnanda, sem er fæddur 16. nóvember 1956, er vegna vinnu- slyss, er hann varð fyrir hinn 28. desember 1976, er hann vann við bygg- ingaframkvæmdir Sigurmóta h.f. við fjölbýlishús, er félagið var að reisa við Lyngmóa í Garðakaupstað. Búi Sigurmóta h.f. hefur verið skipt gjald- þrotaskiptum, og ekkert greiddist uppí kröfuna, en henni var lýst í búið. Sigurmót h.f. hafði engar þær tryggingr, er til greina kom, að bættu stefn- anda sem starfsmanni félagsins tjón hans að neinu leyti. Sigurvin Snæ- björnsson, en stefnandi hafði áður verið starfsmaður hans persónulega, hafði keypt kjarasamningsbundna slysatryggingu launþega hjá Almennum tryggingum h.f., og greiddi félagið hinn 7. febrúar 1980 stefnanda hámarks- fjárhæð samkvæmt tryggingarskilmálum gkr. 360.000 uppí tjón hans og gkr. 56.252 vegna örorkumats og gkr. 29.500 vegna sérfræðingsvottorðs, þótt stefnandi væri ekki launþegi Sigurvins Snæbjörnssonar, er slysið varð. TIl. Á þeim tíma, er slysið varð, var Sigurvin Snæbjörnsson stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Sigurmóta h.f. Hann var byggingameistari á um- ræddu verki. Hann hefur nánar lýst starfssviði sínu svo, að hann hafi séð um efnisaðdrætti og launagreiðslur. Á vinnustað hafi verið 3 verkstjórar, þeir Ríkharður Magnússon, múrarameistari á verkinu, og tveir trésmiðir 1142 með iðnréttindi, sem hafi stjórnað öllu, er laut að tréverki, Guðni Ingi- mundarson og Kristinn Garðarsson. Kristinn Garðarsson kvaðst hafa haft á hendi verkstjórn yfir stefnanda, er slysið varð. Þeir hafi reyndar verið tveir verkstjórarnir, hann og Guðni, en hann kvað stefnanda hafa verið hjá sér er slysið varð. Aðspurður kvað hann Sigurvin Snæbjörnsson hafa haft á hendi yfirverkstjórn, hann hafi alltaf komið á hverjum degi, tvisvar, þrisvar á dag, og haft yfirumsjón með verkinu. Vitnið Sigurður Kristinsson, sem ekki vann við umrætt verk, en var ritari í stjórn félagsins og fylgdist með starfsemi þess, kvaðst telja, að Sigurvin hafi verið yfirverkstjóri við umræddar framkvæmdir. Hann sagði: „Ég lít svo á að hann hafi verið það, hann er byggingameistari og var fram- kvæmdastjóri félagsins.“ Vitnið taldi starf framkvæmdastjóra, þegar svo stendur á sem hér, fremur útréttingar og yfirumsjón en beina verkstjórn á vinnustað. IV. Er slysið varð, var verið að stilla upp flekamótum til þess að steypa upp fyrstu hæð umrædds fjölbýlishúss, en búið var að steypa jarðhæðina, þ.e. kjallarann. Verið var að stilla upp ytri hlið, þ.e. utan á útvegg. Um var að ræða stálfleka um 4,5 m á lengd, 2,6 m á breidd og um tonn að þyngd. Notaður var krani til þess að hífa flekann á sinn stað. Þegar flekanum er stillt upp, er búið að slá frá því, sem þegar er búið að steypa, og því ekki um það að ræða á ytri hlið, að flekarnir geti hvílt á neðra móti og því síður á steyptum vegg. Undirstaðan undir flekana er því þannig fengin, að festir eru járnskór á vegginn með 2ja metra millibili, og þjóna þessir járnskór því hlutverki annars vegar að vera undirstaða fyrir flekann og hins vegar að vera festingar fyrir stillans eða vinnupall fyrir þann að standa á, sem tekur við flekunum, meðan þeir hanga í krananum, og stýrir þeim í réttar skorður og festir þá. Stefnandi vann að síðast greindu verki. Hann stóð á stillansinum og var að stilla fleka í réttar skorður. Er þungi flekans kom á stillansinn, létu festingar undan, og stillansinn féll niður. Fall stefn- anda var um 2 metrar. Hann hælbrotnaði. Áðurnefndur skór, sem mótin hvíla á og stillansinn er festur Í, var festur með múrbolta í vegginn. Það sem bilaði var að múrboiti lét sig. Undir rannsókn málsins var múrbolti numinn úr veggnum, og er óumdeilt, að hann er samskonar og sá, er hélt skónum, sem losnaði. Leggur múrboltans er 8 cm að lengd og 8 mm í þvermál. Haus múrboltans gengur inní holu, sem boruð er í vegginn. Næst hausnum og inní veggnum er á legg boltans plasthulsa, 3 cm að lengd og 12 mm eða % tomma í þvermál, sem þenst út og festir boltann, þegar hann er hertur. Fyrir framan hana er á legg 1143 boltans járnpípa 4 cm löng og jafn sver, þ.e. 12 cm eða /% tomma í þver- mál. Hún gengur út í gegnum gat á skónum, sem reyndist 17,5 mm í þver- mál. Óumdeilt er, að á boltanum var skinna 25,7 mm í þvermál, utanmál, og 2,1 mm að þykkt, gatið á henni 8,6 mm og ró að þvermáli 14,5 mm, utanmál. Hver skór var festur með einum slíkum múrbolta. Stefndi hefur upplýst, að múrboltar hafi aðeins verið notaðir, þegar slegið var upp fyrir fyrstu hæð, þ.e. í sökkulveggi. Þegar ofar kom, var gegnumboltað með 12 mm eða '% tommu teinum með 6 mm þykkri skinnu og ró með 21 mm þvermáli, þ.e. ró sem ekki gat dregist í gegnum gatið á skónum, jafnvel þótt engin skinna hefði verið. Umrædd mót eru af sænskri gerð. Festiskórnir eru þó íslensk hönnun, gerð af teiknistofu Hauks Haraldssonar, tæknifræðings á Akureyri, sem jafnframt mun hafa umboð fyrir þessi mót. Í kynningarbæklingi frá um- ræddum umboðsmanni, sem lagður hefur verið fram í málinu og dagsettur er í febrúar 1979, segir m.a.: „Við uppsteypu á útveggjum þegar komið er yfir eina hæð eru notuð knekti sem boltuð eru í gegnum vegg og notast fyrir vinnupalla og stífingar á mótum.'““ Því er ekki haldið fram, að stefndi hafi fengið slíkan kynningarbækling í hendur, þegar Sigurmót h.f. fengu umrædd mót eða ráðleggingar frá hinum íslensku aðiljum, sem hönnuðu og framleiddu skóna, þess efnis, að reglan væri sú að gegnumbolta. Mi Vitnið Daníel Sigurðsson, sem stjórnaði krananum, var spurður um, hvað hefði gerst, hvort múrboltar hefðu dregist út eða hvort þeir hefðu brotnað eða slitnað. Hann svaraði: „„Boltinn var ennþá kyrr í veggnum, það var skinnan sem var utan við boltann sem var heldur lítil og þoldi ekki álagið ... Róin var kyrr og líka skinnan, en hún flattist út undan gat- inu.“ Vitnið Kristinn Garðarsson, er var verkstjóri stefnanda, bar, að boltinn hefði verið eftir í veggnum, og sagði nánar aðspurður: „Ég man það nú ekki alveg glöggt, allavega var boltinn eftir, skinnan og róin var farin af.“ Stefndi Sigurvin kvaðst hafa athugað staðinn um viku eftir að slysið varð. Spurður um ummerki sagði hann: „Það voru engin verksummerki því múrboltarnir stóðu alltaf í, því við tókum það ekki útúr farinu heldur söguðum þá við vegginn og þeir stóðu í alveg eins og á öllum öðrum stöð- 6 um. Stefnandi Magnús lýsir atburðinum svo í skriflegri aðiljayfirlýsingu: „Ég var búinn að vera þar í tæpa 3 mánuði þegar ég slasaðist, þann dag sem slysið varð vorum við, ég og Guðmundur Guðmundsson, látnir í það að festa skóm fyrir stillansajárnin, þessu var fest með því að bora fyrir múr- boltum 4 tommu löngum. Ég boraði og tillti þessu en Guðmundur kom 1144 á eftir mér og herti rærnar. Síðan var hann kallaður í annað verk, síðan komu aðrir sem settu stillansajárn í skóna sem við höfðum fest og settu svo planka á stillansajárnin svo hægt yrði að ganga á þeim. Seinni partinn var byrjað að stilla upp mótunum og ég látin fara út á stillansann til að setja klossa undir mótin og kraninn lyfti mótinu á meðan aðeins frá, síðan skellti hann því harkalega niður aftur og í því brotnaði einn skór af veggn- um og stillansajárnið datt á undan mér niður ég kom standandi niður og datt síðan. Ég hélt að ég hefði bara snúið mig en þegar ég ætlaði að reyna að standa upp fékk ég þennan ofsa sting svo ég bað lærling sem Oddur heitir að keyra mig upp á slysavarðstofu en þar kom í ljós að ég hafði brotið hælinn mjög illa ... Eg hélt að þegar Guðmundur var tekinn úr verk- inu hefði hann gleymt að herða róna á þessum skó en eftir því sem Oddur segir hafði múrboltinn dregist út úr veggnum með þeim afleiðinum að allt hrundi.“ Kranastjórinn Daníel kannaðist ekki við að hafa skellt flekanum harka- lega niður. Ekki hafa nein vitni, er gætu borið um það atriði sem sjónar- vottar, komið fyrir dóminn. Slysið var ekki tilkynnt Öryggiseftirliti ríkisins. VI. Undir rekstri málsins sendi lögmaður stefnanda Vinnueftirliti ríkisins gögn máls þessa og óskaði svars við þessum spurningum: 1. Hvort slík mót, sem hér um ræðir, hafi verið skoðuð. 2. Hvort mót þau, sem notuð voru á byggingasvæði Sigurmóta h.f., hafi verið skoðuð. 3. Hvort umbúnaður og uppsetning stillansanna hafi verið forsvaranleg. Lögmaðurinn lagði síðan fram svar Vinnueftirlits ríkisins, dags. 27.11. 1981, svohljóðandi: „,„Þar sem nú eru liðin all mörg ár frá slysi því sem um ræðir er útilokað að rannsaka tildrög þess. Allmargar gerðir flekamóta eru í notkun, sérstök úttekt hefur ekki farið fram á þeim flekamótum sem Sigurmót notuðu við Lyngmóa 4—-6. Af lýsingum Brynjólfs Kjartanssonar hrl., sem fram kemur í bréfi hans dags. 18.11. 1981, til Vinnueftirlits ríkisins á festingum vinnupalls, og sé gengið út frá tveggja metra bili á festingum hefði 8 m/m múrbolti sem festing á svonefndum „,stillansaskó““ mjög ólíklega verið viður- kennd af Öryggiseftirliti ríkisins, nú Vinnueftirliti ríkisins.“ 1145 VII. Jónas Hallgrímsson læknir mat örorku stefnanda þannig: Frá slysdegi í níu Mánuði ....d......0.0000 000... 100% síðan í þrjá Mánuði ........000.0000.0 0000... 50% varanleg: Örofka agi sd 15% Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur hefur, síðast með útreikningi dags. 4.2. 1982, áætlað örorkutjón stefnanda, og reiknast honum höfuðstólsandvirði vinnutekjutaps stefnanda nema á slysdegi vegna tímabundinnar Örorku ........000.00.00e 0. ene ene enter 10.430,00 Vegna varanlegrar ÖrOrkti. misa sn sr —138.830,00 149.260,00 Stefnandi er fæddur 16. nóvember 1956 og var því 20 ára, er slysið varð. Í framangreindri áætlun er á 22. aldursári reiknað með S2ja vikna vinnu með 40 dagvinnustundum án orlofs og 467 '% eftirvinnustund (10 stundir á viku í 46 % vikur) með 8 'á orlofi á taxta Dagsbrúnar fyrir byggingar- vinnu, þ.e. 9 fl. A. Á 21. aldursári er miðað við 95% af framangreindum tekjum. Frá 26. aldursári er miðað við meðaltekjur kvæntra iðnaðarmanna árin 1975—1979 samkvæmt úrtakskönnun Þjóðhagsstofnunar, umreikn- aðar með tilliti til kaupbreytinga. Hækkun frá 22. til 26. aldursárs er skipt jafnt á árin þar á milli. Við útreikning höfuðstólsandvirðis eru notaðir 1390 ársvextir, dánarlíkur íslenskra karla samkvæmt reynslu áranna 1951—- 1960 og líkur fyrir missi starfsorku eftir sænskri reynslu. Ekki er tekið tillit til hugsanlegra launa í veikindaforföllum, bóta frá Tryggingastofnun ríkisins eða skatta. Krafa stefnanda sundurliðast þannig: Vegna tímabundinnar Örorku..........000000e0e sense 10.430,00 Vegna, varanlegrar ÖrFOrku steig 117.600,00 Miskabætur...........0.00.0.0.000 000. ð nenna 12.000,00 139.670,00 Í örorkumati læknisins Jónasar Hallgrímssonar kemur fram, að stefnandi hlaut hælbrot á vinstra fæti og var lagður inn á bæklunardeild Landspítal- ans. Tveim dögum eftir innlögn var gerð aðgerð og hælbrotið fest með skrúfu. Nokkru eftir aðgerð kom í ljós, að Ígerð var í sárinu, og tók nokk- urn tíma að uppræta hana. Eftir 16 daga, þ.e. hinn 14.1. 1977, var stefn- andi sendur heim af spítalanum, og var þá í gipsi upp að hné og áætlað, að hann þyrfti að vera í gipsi í 6 vikur. Hinn 23.3. kom í ljós að myndast 1146 hafði sár innanvert á hælnum, og drep var komið í húðina á þeim stað. Var flutt yfir það húð, sem tekin var frá hægri legg. Af þessu sökum lá stefnandi á Landspítalanum 1'/% mánuð, þ.e. til 7.5. 1977. Enn lá stefnandi á Landspítalanum frá 25.6. til 3.7. 1977, en þá hafði myndast bólga á yfirborði vinstri hælsins, sem skafin var burt. Loks lá stefnandi á Landakoti 18.7. til 4.8. 1978 vegna óþæginda, sem hann hafði í hælnum, og var ákveðið að losa hann við skrúfu þá, sem upprunalega festi brotið saman. Í niðurlagi örorkumatsins er ástandi stefnanda svo lýst: „Magnús kom til undirritaðs þ. 16.9. 1979. Hann segist fá þreytuverki við gang og langar stöður. Finnur hann fyrir þessu daglega við vinnu sína og verður haltur þegar líður á daginn. Þreytan og verkurinn kemur neðan í vinstri hæl og leggur upp eftir honum aftanverðum. Húðin á þessu svæði mun vera dofin. Magnús notar sérsmíðaða skó utan vinnu sinnar og líður miklu betur í þeim, en við vinnu sína segist hann þurfa að nota þægilegri skó. Hann segist oft þurfa að leggja sig eftir að hann kemur heim úr vinn- unni og líður verkurinn í hælnum þá frá að mestu á nálægt einni klukku- stund. Verkur sá, er hann hafði frá tauginni utanvert í fætinum, mun vera horfinn. ... Við skoðun sést svæði innan á vinstri hæl, sem er 3.5x5.5 cm í mesta þvm. Á því svæði er húðin mjög þunn og hörð og óslétt undir henni, en á jöðrunum er þykkt sigg. Þetta ör mun vera eftir húðflutninginn, sem varð að gera vegna dreps í húðinni. Vinstri fóturinn er þykkari en sá hægri á þann veg, að boginn neðan á ilinni er minni vinstra megin. Tær á vinstra fæti eru krepptar og er sigg dorsalt á 2. og 3. tá, sem mun vera eftir skó. Mælingar eru gerðar á gildleika kálfa og læris. 15 cm neðan við liðbil í hné er ummál vinstri kálfa 37 cm og hægri 39,5 cm eða rýrnun, sem svarar 2.5 cm á vinstri kálfa. Mæling á læri 15 cm ofan við liðbil hnés er 49 cm ummál vinstra megin og 48 cm ummál hægra megin. Þannig er lítilsháttar rýrnun á hægra læri miðað við það vinstra. Fjarlægð frá liðbili hnés innanfótar niður á neðri enda innri ökklahnútu er 39 cm á bæði hægra og vinstra ganglim, þannig að engin stytting hefur orðið við slysið. Við gang, en Magnús er látinn ganga berfættur, virðist hann vera lítið eitt haltur.“ Álit réttarins. Svo sem að framan er rakið, vann stefnandi Magnús sem verkamaður hjá Sigurmótum h.f., er slysið varð. Stefndi Sigurvin var framkvæmdastjóri Sigurmóta h.f. og hafði sem slíkur séð um kaup félagsins á umræddum mótum, þ.á m. umræddum stillansskóm. Stefndi Sigurvin var bygginga- meistari á umræddu húsi og var því skylt að hafa umsjón með framkvæmd- 1147 um, þ.á m. að sjá um, að ekki væri stofnað í hættu öryggi manna, er við húsið unnu. Stefndi Sigurvin var í raun yfirverkstjóri við umrætt verk og fylgdist náið með framkvæmd þess. Honum átti að vera og var kunnugt um, hverskonar festibúnaður var notaður á umrædda skó. Múrboltar hafa þann hættueiginleika umfram gegnumgangandi bolta, að hald þeirra í steypunni er takmarkað og jafnan áhætta, að þeir dragist út, einkum ef steypa er ekki fullhörðnuð eða gallar í henni. Gat fyrir festibolta á umræddum skó var 17,5 mm í þvermál. Róin á múrbolta þeim, sem notaður var, var aðeins 14,5 mm í þvermál. Átak frá veggnum reyndi því á skinnu þá, sem á boltanum var, og því fyrir hendi sú áhætta, að róin gæti dregist í gegn, ef skinnan léti undan. Sem áður greinir, var leggur múrbolta þess, er notaður var, 8 mm í þver- mál. Þótt járnpípa sú, er á leggnum var og náði útí gatið á skónum, bætti við styrkleika boltans að því er varðaði lóðrétt átak, þá var hún gagnslaus varðandi átak frá veggnum. Stillansbúnaðurinn var þess háttar, að ljóst var, að slíkt átak gæti komið á boltann, er hinir þungu flekar voru látnir síga í vírnum í sæti. Jafnframt mátti gera ráð fyrir, að sláttur gæti verið á þeim, einkum ef vindur var. Loks er að geta þess, að því mjórri sem bolti er því meiri hætta er á, að gengjur skemmist, þegar ró er hert, einkum ef ekki er tekið nægilegt tillit til mismunar á gildleika bolta við val á lykli til að herða með. Með vísan til famangreindra atriða verður að telja, að umræddum bún- aði, sem stefndi Sigurvin lét nota, hafi verið svo bersýnilega áfátt, að fella verði persónulega ábyrgð á stefnda Sigurvin á grundvelli culpareglunnar. Eftir atvikum og með tilliti til eingreiðslu og skattfrelsis þykir tjón stefn- anda vegna örorku hæfilega metið á kr. 90.000,00, en miskabætur á kr. 10.000,00. Uppí tjón sitt hefur stefnandi þegar fengið greiddar kr. 3.600,00. Tildæmdar verða því kr. 96.400,00 ásamt 13% ársvöxtum frá 28.12. 1976 til 1.6. 1979, en 2200 ársvöxtum frá þeim degi til 1.9. 1979, en 27% ársvöxt- um frá þeim degi til 1.12. 1979, en 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1.6. 1980, en með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1.6. 1981, en 34% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda Sigurvin ber að greiða kr. 17.646 í málskostnað, er renni í ríkissjóð. Gjafsóknarlaun, þ.á m. þóknun til skipaðs talsmanns stefnanda, Brynj- ólfs Kjartanssonar hrl., kr. 16.400, greiðist úr ríkissjóði. Már Pétursson héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms- manninum Sigurgeir Guðmundssyni skólastjóra. Dómsorð: Stefndi, Sigurvin Snæbjörnsson, greiði stefnanda, Magnúsi H. 1148 Valdimarssyni, kr. 96.400,00 ásamt 13% ársvöxtum frá 18.12. 1976 til 1.6. 1979, en 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1.9. 1979, en 2700 ársvöxtum frá þeim degi til 1.12. 1979, en 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1.6. 1980, en með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1.6. 1981, en 34% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði kr. 17.646,00 í málskostnað, er renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs talsmanns stefnanda, Brynjólfs Kjartanssonar hrl., kr. 16.400,00. Dómi þessum ber að fullnægja inna 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 1. nóvember 1985. Nr. 99/1984. Eiríkur Jónsson (Ingi Ingimundarson hrl.) gegn Sveini Skorra Höskuldssyni Ólafi Halldórssyni og Peter Hallberg (Jóhannes L.L. Helgason hrl.) Ærumeiðingar. Ómerking ummæla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. maí 1984. Hann krefst þess, að eftirgreind ummæli í álitsgerð stefndu um bók hans Rætur Íslandsklukkunnar verði dæmd dauð og ómerk: „Hér verður að telja að ritgerðarhöfundur standi tæplega full- heiðarlega að verki.“ og „Nokkuð svipað virðist upp á teningnum að því er varðar notkun ritgerðarhöfundar á seðlasafni Orðabókar 1149 Háskóla Íslands.“ Þá krefst hann, að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi lagði fram rit sitt Rætur Íslandsklukkunnar til doktors- prófs við Háskóla Íslands. Samkvæmt 59. gr. reglugerðar nr. 78/1979 var hlutverk stefndu að meta vísindagildi bókarinnar. Ummæli þau, sem átalin eru, fela í sér siðferðisdóm, sem er meið- andi fyrir áfrýjanda. Þau voru hvorki nauðsynleg til að fullnægja umsagnarskyldu stefndu né viðurkvæmileg í umsögn um ritið. Ber því að dæma þau ómerk samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu til að greiða áfrýj- anda in solidum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, 25.000,00 krónur. Dómsorð: Framangreind ummæli eru ómerk. Stefndu, Sveinn Skorri Höskuldsson, Ólafur Halldórsson og Peter Hallberg, greiði áfrýjanda, Eiríki Jónssyni, in solidum 25.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. apríl 1984. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 13. apríl sl., höfðaði Eiríkur Jónsson, nafnnr. 1870-2398, Hamrahlíð 11, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 29. okt., 31. okt. og 12. nóv. 1983, gegn þeim Sveini Skorra Höskuldssyni prófessor, nafnnr. 8746-8798, Grænuhlíð 14, Reykjavík, dr. Ólafi Halldórssyni, nafn- nr. 6761-1403, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, og prófessor dr. Peter Hallberg, til heimilis Gautaborg, Svíþjóð, sem hefur samþykkt að því er hann varðar, að mál þetta sé rekið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Dómkröfur stefnanda eru þær, að dæmd verði dauð og ómerk síðar greind ummmeæli í álitsgerð hinna stefndu, dags. í apríl 1983, um rit stefn- anda, Rætur Íslandsklukkunnar, sem kom út 1981. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum að mati dómsins. 1150 Ummælin, sem krafist er, að dæmd verði dauð og ómerk, eru á bls. 7 í ofannefndri álitsgerð, og eru þessi: „„Hér verður að telja að ritgerðarhöfundur standi tæplega full-heiðarlega að verki.“ Ennfremur ummælin á sömu blaðsíðu: „„Nokkuð svipað virðist uppi á teningnum að því er varðar notkun ritgerðarhöfundar á seðlasafni Orðabókar Háskóla Íslands.“ Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Leitað hefur verið um sáttir í máli þessu án árangurs. 1. Málavextir. Hinn 6. maí 1982 ritaði stefnandi forseta heimspekideildar Háskóla Íslands og lagði fram ritið Rætur Íslandsklukkunnar og óskaði að fá það metið til doktorsvarnar. Með bréfi, dags. 24. júní 1982, tilkynnti deildar- forseti stefnanda, að skipað hafi verið í dómnefnd til þess að meta ritgerð- ina. Voru það stefndu í máli þessu. Álitsgerð stefndu er dagsett í apríl 1983. Niðurstaða stefndu var sú, að ritið standist ekki þær kröfur, sem gera ber til doktorsritgerðar. Með bréfi, dags. 7. maí 1983, til forseta heimspekideildar Háskóla Ís- lands tilkynnti stefnandi, að í álitsgerðinni séu aðdróttanir og ærumeið- ingar. Þar eigi hlut að máli dr. Peter Hallberg, sem hafi þeirra hagsmuna að gæta að ætla megi, að hann sé vanhæfur til ákvörðunar í málinu. Stefn- andi krafðist þess, að ný óhlutdræg dómnefnd yrði skipuð þegar í stað. Með bréfi, dags. 24. maí 1983, tilkynnti deildarforseti heimspekideildar Háskóla Íslands stefnanda, að deildin hafnaði tilmælum hans um að skipa nýja dómnefnd og synjaði stefnanda um að ganga undir doktorspróf. Álitsgerð stefndu hefur verið lögð fram sem dskj. 3. Þetta er ritgerð upp á 24 blaðsíður og skiptist í sex kafla. II. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Stefnandi telur hin umstefndu ummæli ærumeiðandi aðdróttanir í sinn garð auk þess sem þau séu röng og tilhæfulaus með öllu. Teljist ummæli þessi varða við 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en samkvæmt 241. gr. sömu laga sé krafist ómerkingar á ummælunum. Stefnandi láti við það sitja að gera kröfu um ómerkingu ummæla, en hafi ekki áhuga á að sækjast eftir fjármunum stefndu með kröfum um miskabætur. Refsikröfur séu heldur ekki gerðar. Þar sem ummælin hafi ekki birst í opinberu blaði eða fjölmiðli geri stefnandi ekki kröfu um kostnað við birtingu dóms. 1151 Með ummælum sínum vegi stefndu að persónu stefnanda. Sé manni lýst svo, að hann sé ekki fullkomlega heiðarlegur, sé því þar með slegið föstu, að hann sé ómerkileg persóna, sem varhugavert sé að reiða sig á. Sýnist óþarft að fara um þetta mörgum orðum svo augljóst sem þetta sé. Ummæli stefndu varði við 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga. Hægt sé að tilgreina marga dóma, þar sem mun vægari ummæli en þessi hafi verið ómerkt í Hæstarétti. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnanda, að með hinum umstefndu ummælum hafi stefndu vegið að persónu stefnanda, enda verði ekki skilið á milli persónu stefnanda og verka hans. Ummælin séu röng og sett fram með ótilhlýðilegum hætti. Þau séu sérstaklega ótil- hlýðilega fram sett, þegar litið sé til menntunar og stöðu stefndu. IV. Málsástæður og rökstuðningur stefndu. Sýknukrafa stefndu er á því byggð, að ummæli þau, sem krafist er ó- merkingar á, séu efnislega rétt og ekki sett fram með ótilhlýðilegum hætti. Skilyrði ómerkingar séu því ekki fyrir hendi. Stefnandi hafi lagt fram rit sitt, Rætur Íslandsklukkunnar, með ósk um, að það yrði metið tækt til doktorsprófs. Stefndu hafi verið skipaðir í dóm- nefnd skv. 59. gr. reglugerðar nr. 78/1979 og hafi þeir skilað skriflegu og rökstuddu áliti svo sem þeim hafi verið skylt, dskj. 3. Þær aðfinnslur í dómnefndarálitinu, sem hér skipti máli, lúti að því, að stefnandi hafi ekki sem skyldi getið heimilda og fyrri rannsókna. Á bls. 6-7 í dskj. 3 sé það tíundað nákvæmlega, hvað dómnefndinni finnst að- finnsluvert og hvernig þetta hefði betur mátt fara. Hafi dómnefndin talið stefnanda ekki fullnægja þeim kröfum, sem gera verði til vísindarita og geri nákvæma grein fyrir þessari niðurstöðu. Ummæli þau, sem krafist er ómerkingar á, megi með engu móti slíta úr samhengi því, sem þau standi í við aðfinnslurnar í álitsgerðinni. Hverjum þeim, sem álitsgerðina lesi, hljóti að vera ljóst, að einkunn sú, sem fram kemur í ummælunum, sé bundin við þessi aðfinnsluatriði ein og hafi enga þýðingu fram yfir það né sé ætlað að hafa. Því sé ekki mótmælt af stefn- anda að staðreyndir séu að þessu leyti svo sem dómnefndin lýsi og ekki verði heimild hennar til að tjá sig um þetta efni dregin í efa. Um orðavalið er því haldið fram, að ef í dómnefndarálitinu hefði verið sagt, að vinnubrögð stefnanda hefðu ekki verið nægilega vönduð, en það telur nefndin þau ekki hafa verið, hefði það væntanlega líka orðið stefn- anda tilefni til málshöfðunar, svo sem hann virðist líta á þessi mál, því talað er um vandaða menn og óvandaða. Sé þá orðið vandséð, hvernig 1152 dómnefndin hefði getað komið réttmætum aðfinnslum sínum á framfæri og þó sloppið við málsókn. V. Álit dómarans. Við aðalflutning málsins komu fyrir dóm stefnandi málsins og stefndu Sveinn Skorri Höskuldsson og dr. Ólafur Halldórsson. Þeir staðfestu skrif- legar aðiljaskýrslur sínar, sem lagðar hafa verið fram. Ekki þykir ástæða til þess að rekja efni skýrslna þessara, þar sem þær eru að mestu leyti mál- flutningsatriði. ; Við niðurstöðu máls þessa ber að líta til þess, hvert var tilefni hinna um- stefndu ummæla, og svo þess, hvar og hvernig þau voru framsett. Með því að óska eftir því að fá ritið Rætur Íslandsklukkunnar metið til doktorsvarnar gekkst stefnandi undir það, að þriggja manna dómnefnd yrði skipuð til þess að meta vísindagildi ritsins, sbr. 59. gr. reglugerðar fyrir Háskóla Íslands nr. 78/1979. Þá er stefndu höfðu verið skipaðir í dóm- nefnd til þess að fjalla um rit stefnanda, bar þeim að skila skriflegu og rökstuddu áliti til heimspekideildar Háskóla Íslands skv. tilvitnaðri grein reglugerðar nr. 78/1979. Ummæli þau, sem stefnandi krefst að verði dæmd dauð og ómerk, eru í III. kafla álitsgerðar stefndu. Rétt þykir að rekja nokkuð það, sem fram kemur í álitsgerðinni, og þá sérstaklega það, sem á undan ummælunum fer, þannig að fram komi, í hvaða samhengi þau eru sett fram. Ill. kafli álitsgerðarinnar hefst svo: „Af því, sem rakið hefur verið, er ljóst að ritgerðarhöfundur leitar í rannsókn sinni svara við tveimur spurningum: I) Hvaða verk — einkum orðlistar, myndlistar og fræða — notfærði Halldór Laxness sér við samningu Íslandsklukkunnar? 2) Hvernig vann hann úr þeim efniviði sem þessi verk gáfu honum? Skal fyrst vikið að úrlausn ritgerðarhöfundar við fyrri spurningunni. Er skemmst af því að segja að rit Eiríks Jónssonar, Rætur Íslandsklukk- unnar, er geysimikið eljuverk. Hann hefur kannað tiltækar minnisbækur Halldórs Laxness, sem hann notaði við samningu sögunnar, og notfært sér þann fróðleik sem þar er að finna um efnisaðföng og heimildir. Einnig hefur hann að nokkru marki borið saman handrit mismunandi vinnustiga sögunnar þegar þau gátu varpað ljósi á notkun frumheimilda. Þá hefur hann með stuðningi af þess- um gögnum skáldsins og eigin getspeki og þekkingu á eldri heimildum leitað 1153 vítt og breitt í sagnfræðilegum verkum, skáldskap og myndlist og þannig dregið fram efni sem skáldið hefur hagnýtt við sköpun sögu sinnar. Hér er svo rækilega til verks gengið að unnt er, að því er þennan þátt ritgerðarinnar varðar, að taka undir orð ritgerðarhöfundar að „/.../ varla mun sú heildarmynd af vinnubrögðum skáldsins sem hér kemur fram breyt- ast þótt fleiri finnist.“ (13. bls.). Aðfinnsluefni við þennan þátt ritgerðinnar verða einkum af tvennum toga: Annars vegar það sem nefna mætti umgengni ritgerðarhöfundar við rit annarra manna um Íslandsklukkuna. Hins vegar einstakar vafasamar og lítt rökstuddar fullyrðingar og ágiskanir um „fyrirmyndir““ og notkun einstakra texta. Snúum að fyrra atriðinu. Í upphafi „„Formála““ víkur ritgerðarhöfundur að ritum Peter Hallbergs um verk Halldórs Laxness og sérstaklega að grein hans „Íslandsklukkan í smíðum““ sem birtist í Árbók Landsbókasafns Íslands. Rvk. 1957. Niðurstaða höfundar er að „,/.../föng skáldsins í söguna og úrvinnsla þeirra er það atriði í sköpun hennar sem lítið hefur verið kannað.““ (10. bls.). Hann leggur síðan nokkra áherslu á það að hann hafi ekki eins og Peter Hallberg staðið í persónulegu sambandi við skáldið: „Í rannsókn þeirri sem hér birtist er farin sú leið að nálgast Íslandsklukkuna frá annarri hlið, óháðri skáldinu.“ (10. bls.). Væntanlega merkja þessi orð það, að höfundurinn hafi ekki spurt Halldór Laxness sjálfan um hvaða heimildir hann hafi notað þegar hann samdi Íslandsklukkuna. Þetta minnir dálítið á þann leik að finna hlut, og sá sem faldi hlutinn má ekki segja neitt við þann sem leitar, nema „þú ert kaldur, þú ert heitur“, og ef hann segir meira er leikurinn ómark. Eiríkur hefur þó leitað fanga í minnisbókum skáldsins, sem vitanlega var sjálfsagt, en spurning hvort hann nálgast skáldverkið þá frá „hlið, óháðri skáldinu.“ Þá víkur hann að handritum skáldsins og minnisbókum og segir um hinar síðar nefndu: „„Tekið skal fram að sum atriði sem hér eru höfð eftir þessum vinnubókum las undirritaður fyrst í fyrrnefndri grein dr. Peter Hallbergs.“ (12. bls.): Frekari grein er síðan ekki gerð fyrir gildi þessarar ritgerðar Peter Hall- bergs fyrir rannsóknina. Á þremur stöðum alls í bók sinni vitnar Eiríkur Jónsson til þessarar rit- gerðar Peter Hallbergs máli sínu til styrktar: Á 30. bls. þar sem hann getur þess að Halldór Laxness hafi leitað fanga í myndlist; á 144. bls. þar sem hann skýrir orðalagið um „stór-knjasinn til Moscóvía““ og á 245. bls. um mál „,guðlastarans Halldórs Finnbogasonar.““ 73 1154 Aftur á móti vísar hann til Skaldens hus, Sth. 1956, í nokkrum neðan- málsgreinum þegar hann telur sig hafa komist að annarri niðurstöðu en Hallberg og er það einkum varðandi túlkun á einstökum persónum eða atvikum. Nú er þess að geta að í umræddri ritgerð (sem er 40 bls. að lengd) dró Peter Hallberg fram mikinn hlut mikilvægustu heimilda og „róta“ Íslands- klukkunnar. “ Síðan eru taldar ýmsar heimildar, sem tilgreindar eru í umræddri ritgerð Peter Hallbergs. Þar á eftir segir svo í álitsgerð stefndu: „Þegar bornar eru saman tilvitnanir Peter Hallbergs og Eiríks Jónssonar til heimilda Halldórs Laxness og tilsvarandi staða í Íslandsklukkunni kemur í ljós, að ekki eru færri en 29 slíkar samanburðartilvitnanir í riti Eiríks, sem Peter Hallberg hafði áður birt í ritgerð sinni. Í engu þessara dæma lætur Eiríkur Jónsson þess getið að Peter Hallberg hafði áður dregið notkun Halldórs Laxness á þessum heimildum fram í dagsljósið, heldur lítur svo út sem hann sjálfur sé að gera nýja uppgötvun. Hér verður að telja að ritgerðarhöfundur standi tæplega full-heiðarlega að verki. Annað tveggja gat hann gert fyllri grein fyrir ritgerð Peter Hallbergs og niðurstöðum hennar en hann gerir á 12. bls. í riti sínu og þá tekið skýrt fram að hann léti hjá líða að vísa til hennar í þau skipti sem niðurstöður þeirra féllu saman, ellegar að vísa til hennar neðanmáls hverju sinni (29 neðanmálsgreinar hefur verið lítill erfiðis- og kostnaðarauki) á svipaðan hátt og þar sem ritgerðarhöfundur setur sig upp á móti skilningi Peter Hallbergs. Nokkuð svipað virðist uppi á teningnum að því er varðar notkun riterðar- höfundar á seðlasafni Orðabókar Háskóla Íslands. Í skrá um heimildir telur hann „„Orðaskrá Orðabókar Háskóla Íslands““, (401. bls.) en aðeins á einum stað í ritgerð sinni vísar hann til þessarar heimildar, á 223. bls. þar sem hann fjallar um orðið „erkiprentari“ og kemur þá í ljós að ritgerðarhöfundur hefur verið fundvísari en starfslið Orðabókar og getur tilfært eldra dæmi. Með því að höfundur leggur nokkra áherslu á að elta uppi einstök orð og finna eldri notkun þeirra hefði það stundum getað gefið röksemdafærslu hans aukinn þunga að vísa oftar til Orðabókar Háskóla Íslands hvort heldur sem þar skorti dæmi eða varðveitt voru fleiri dæmi um eldri notkun.““ VI. og síðasti kafli álitsgerðar stefndu er svohljóðandi: „„Bók Eiríks Jónssonar, Rætur Íslandsklukkunnar, leggur fyrst og fremst fram gríðarmikla efnissöfnun sem unnin hefur verið af elju og vandvirkni. Um mestan hluta þeirra fyrirmynda og heimilda, er ritgerðarhöfundur 1155 dregur fram, gildir það að ótvíræð rök hníga að því að Halldór Laxness hafi notað þær við samningu skáldverks síns. Í þessum þætti verksins hættir ritgerðarhöfundi þó oft til að gera lítinn mun aðal- og aukaatriða og eltist því einatt við smámuni sem hann getur ekki stutt gildum rökum að telja beri til „róta“ Íslandsklukkunnar. Hins vegar skortir fræðilega úrvinnslu þessa mikla efnissafns og þar með er ósvarað annarri tveggja meginspurninga rannsóknarinnar (sic): Hvernig vann skáldið úr efniviði sínum? Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, verður niðurstaða þessarar álitsgerðar okkar sú að við teljum að enda þótt ritið Rætur Íslandsklukk- unnar eigi ugglaust eftir að koma bókmenntarannsóknum að gagni og margt í frágangi þess sé til fyrirmyndar, t.a.m. meðferð ívitnaðra texta og skrár, standist það ekki þær kröfur sem gera ber til doktorsritgerðar og því hljóti Heimspekideild Háskóla Íslands að hafna beiðni höfundar þess um að mega verja það til doktorsnafnbótar.““ Í álitsgerð sinni bar stefndu að fjalla um vinnubrögð stefnanda og gagn- rýna það, sem þeir töldu gefa tilefni til gagnrýni. Þá skoðun stefndu, að stefnandi hafi ekki sem skyldi getið þess, að Peter Hallberg hafði áður dregið fram í dagsljósið notkun Halldórs Laxness á tilgreindum heimildum, mátti orða með ýmsum hætti. En þegar það er virt, sem að framan hefur verið rakið, og hin umstefndu ummæli skoðuð í því samhengi, sem þau birtast í álitsgerðinni, verður ekki talið, að ummælin feli í sér ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda skv. 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, og svo þess, að í álitsgerð- inni færðu stefndu sín rök að þeirri skoðun sinni, sem fram kemur í hinum umstefndu ummælum, verður krafa um ómerkingu ummælanna ekki tekin til greina. Ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í máli þessu. Samkvæmt 177. gr. laga nr. 85/1936 ber að dæma stefnanda til þess að greiða stefndu málskostnað, sem ákveðst kr. 12.000,00. Dóminn kvað upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndu, Sveinn Skorri Höskuldsson, Ólafur Halldórsson og Peter Hallberg, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Eiríks Jónssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu kr. 12.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1156 Föstudaginn 1. nóvember 1985. Nr. 208/1983. Óli A. Bieltvedt jr. og Sigurjón Ragnarsson (Þórður S. Gunnarsson hrl.) gegn Jónasi A. Aðalsteinssyni hrl. f.h. Christiania Bank á. Kreditkasse (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.) Sjálfskuldarábyrgð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jonsson og Halldór Þorbjörns- son og Gaukur Jörundsson prófessor. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. nóvember 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 hinn 10. október 1983. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnda, en til vara verulegrar lækkunar á þeim. Þeir krefjast og málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstrétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Félagið Nesco-Norge A/S var stofnað í Ósló 6. október 1975. Var starfsemi þess innflutningur og sala hljómflutningstækja og skyldra tækja. Stofnendur voru Nesco International h/f hér í borg og áfrýj- endur, Óli Anton Bieltvedt jr. og Sigurjón Ragnarsson. Andresens Bank A/S í Ósló lánaði fyrirtækinu rekstrarfé og var viðskiptabanki þess. Gáfu áfrýjendur bankanum yfirlýsingu sína um sjálfskuldar- ábyrgð á skuldbindingum fyrirtækisins við bankann, svo sem rakið er í héraðsdómi. Á hluthafafundi í Nesco-Norge A/S 4. júní 1976 var nafni félagsins breytt í Internesco Norge A/S. Rekstur Inter- nesco Norge A/S gekk illa. Að beiðni fyrirsvarsmanna félagsins tók skiptarétturinn í Ósló bú þess til gjaldþrotaskipa með úrskurði 20. nóvember 1978. Samkvæmt skýrslu bústjórnarinnar var lýst kröfum í búið, samtals að fjárhæð 16.798.641,20 norskar krónur, þar af forgangskröfur 868.166,48 norskar krónur. 1157 Fram er komið, að Andresens Bank A/S og Christiania Bank ér Kreditkasse hafa verið sameinaðir. Er ágreiningslaust, að stefndi sé réttur aðili máls þessa. Fyrir Hæstarétti hafa áfrýjendur haft uppi þá málsés zðu, að ábyrgðaryfirlýsing þeirra hafi verið byggð á þeirri forsendu, að hún gæti ekki orðið víðtækari en norsk og íslensk gjaldeyrisyfirvöld veittu heimild til. Hafi ábyrgðarmönnum og ábyrgðarhafa verið þetta ljóst eða mátt vera þessi forsenda ljós. Leiði þessi málsástæða til sýknu eða verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnda. Máls- ástæða þessi var ekki höfð uppi í héraði. Áfrýjandi áskildi sér ekki í áfrýjunarstefnu að hafa uppi nýjar málsástæður fyrir Hæstarétti. Þegar af þessari ástæðu kemur málsástæða þessi ekki til álita. Staðfesta ber héraðsdóm um, að stefnda sé heimilt að krefja áfrýjendur um greiðslu skulda Internesco Norge A/S á grundvelli sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingarinnar frá 22. september 1976. Þá ber einnig að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um einstaka kröfu- liði, en málinu hefur ekki verið gagnáfrýjað. Fyrir Hæstarétti kom fram, að 5. janúar 1984 var af hálfu áfrýj- enda innt af hendi greiðsla að fjárhæð 60.000,00 norskar krónur upp í vaxtakröfur stefnda. Kemur sú fjárhæð til frádráttar vaxta- kröfum hans. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó þannig, að 60.000,00 norskar krónur komi til frádráttar vaxtakröfum stefnda, eins og að framan er lýst. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda 650.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að 60.000,00 norskar krónur komi til frádráttar vaxtakröfum stefnda, eins og að framan er lýst. Áfrýjendur, Óli A. Bieltvedt og Sigurjón Ragnarsson, greiði stefnda, Jónasi A. Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni f.h. Christiania Bank ér Kreditkasse, 650.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 1158 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. febrúar 1983. 1.0 Mál þetta, sem var dómtekið 31. janúar sl., hefur Jónas A. Aðalsteinsson hrl. f.h. Christiania Bank á Kreditkasse, Oslo, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri fyrir stefnda Sigurjóni 14.10. 1981, og með framlagningu stefnu á bæjarþingi 27. október 1981, þar sem þing var sótt af hálfu hinna stefndu og fyrirtaka málsins samþykkt. Stefndu eru Óli. A. Bieltvedt jr., Ásvallagötu 60, Reykjavík, og Sigurjón Ragnarsson, Blikanesi 13, Garða- bæ. Nafnnúmer aðilja hafa ekki verið upplýst. Mál þetta er höfðað á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar. Þann 22. september 1976 tókust stefndu á hendur sjálfskuldarábyrgð „for de forpliktelser med renter, provisjon og omkostninger som Inter- Nesco-Norge A/S, har eller mátte fá til ANDRESENS BANK A/S.. for alle nuværende og fremtidige forpliktelser overfor banken ...““ Þann 20. nóvember 1978 var Inter-Nesco-Norge A/S úrskurðað gjald- þrota samkvæmt gjaldþrotabeiðni, dags. 13. s.m. Þann 19. desember 1978 lýsti Andresens Bank A/S kröfum í búið, eins og hér segir: „„Konto nr. 8002.07.03842 pr. 20.11.'78 debetsaldo .. kr. 3.785.104.85 Gjeldsbrev nr. 029034-4 pr. 28.11.1778 ........0.... — 3.400.000.00 Gijeldsbrev nr. 58868-8 pr. 31.12.778 .....0.....0.. — 500.000.00 Kausjonsansvar pr. 21.11.7978 ........0.00000 000... — 18.000.00 Garanti nr. 20486, kr. 67.000.00 í favar A/S Inor hvorav várt ansvar ..........02200. 00 nn — 22.333.00 resten Norsk Kausjon a Ta 2 ag 0 kr. 7.725.437. 85“ Strax eftir gjaldþrotaúrskurðinn hófust umræður um greiðsluáætlun fyrir stefndu vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar, en bankinn hafði auk sjálf- skuldarábyrgðar stefndu margvíslegar ábyrgðir og tryggingar fyrir skuld hins gjaldþrota félags. Í septembermánuði 1980 virðist sem málsaðiljar hafi verið komnir að niðurstöðu, en einn af ábyrgðaraðiljunum, Forsikrings- aksjeselskapene Norvegia Pallas, tilkynnti þá með bréfi 18. september 1980, að félagið gæti ekki samþykkt þá breytingu á ábyrgðarsamningi, sem gert var ráð fyrir í samkomulagi aðiljanna. Þann 28. nóvember 1980 tilkynnti stefndi Óli Anton, f.h. „„Nesco IS“, að það besta, sem hann gæti boðið, væri að greiða „„Nkr. 8.900.00% (væntanlega ritvilla fyrir 8.900.000.00) vaxtalaust á 10 árum frá janúar 1982. Þann 21. apríl 1981 ritaði umboðs- maður stefnanda, sem tekið hafði við réttindum og skyldum Andresens Bank A/S, stefndu innheimtubréf, þar sem þeir eru krafðir greiðslu á Nkr. 10.341.476.82 auk vaxta og innheimtukostnaðar. Í framhaldi af því var síðan mál þetta höfðað. 1159 2.0 Dómkröfur stefnanda eru, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda NOK 8.547.237,99 auk 15% ársvaxta af NOK 7.725. 072,78 frá 10.2. 1981 til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð NOK 1.766.149,80 pr. 12.3. 1981, NOK 180.000,00 pr. 24.4. 1981, NOK 60.000,00 pr. 31.12. 1981 og NOK 60.000,00 pr. 1.12. 1982 auk máls- kostnaðar að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ og sundurliðast þannig: a) Skbr. (dskj. 41) NOK 500.000,00 Vextir frá 31.12.'78 til 10.2.81 Í 165.593,00 NOK 665.593,00 b) Skbr. (dskj. 40) NOK 3.400.000,00 Vextir frá 28.11.'78 til 10.2.81 ge 1.087.710,00 4.487.710,00 c) Konto 8002.07 03842 NOK 3.785.104,85 Provision “ 327.581,47 Vextir pr. 10.2.'81 és 1.035.519,57 5.148.205,89 d) Útlagður kostn. fs 39.967,93 Samtals NOK 10.341.476,82 = söluverð „lombardslagers“ NOK 961.816,69 * leiga es st 41.934,02 NOK 919.879,67 = inneign á reikn. 8002.09 64891 vextir pr. 10.2.81 a 874.356,16 “ 1.794.238,83 Mism. pr. 10.2.81 NOK 8.547.237,99 Höfuðstóll dómkröfu a) NOK 500.000,00 bb). “ 3.400.000,00 GE} 3.785.104,85 dy 39.967,93 Samtals NOK 1.725.072,78 Innborganir: Frá Landsb. Íslands 12.3.?81 NOK 1.766.149,80 Frá Norvegia Pallas 24.4.'81 Ss 180.000,00 < “ “ 31.12.81 SA 60.000,00 a eg 1.12.82 Ss 60.000,00 Samtals NOK 2.066.149,80 Af hálfu stefnanda eru kröfur á hendur stefndu alfarið byggðar á sjálf- 1160 skuldarábyrgð þeirra á skuldum Internesco Norge A/S við Andresens Bank A/S. Af stefnda hálfu er þess krafist aðallega, að stefndu verði sýknaðir af kröfum stefnanda, en til vara, að stefnukröfur verði lækkaðar mjög veru- lega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar, eigi lægri en samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Meginmálsástæða stefndu er endanlega sú, að sjálfskuldarábyrgð stefndu hafi fallið úr gildi með samkomulagi Andresens Bank A/S og stefndu í desember 1978 og janúar 1979. Upphaflega var því haldið fram til vara, að samkomulag hefði tekist á árinu 1980, sem fellt hefði niður ábyrgðaryfir- lýsinguna, en frá þeirri málsástæðu hefur verið horfið. Málsástæðum stefndu er að öðru leyti lýst í greinargerð. Því er haldið fram, að skuldir þær, sem stefndu eru taldir bera ábyrgð á, sé að rekja til stórfellds gáleysis af hálfu Andresens Bank A/S og að forsenda fyrir útgáfu ábyrgðaryfirlýs- ingarinnar hafi verið náið og persónulegt trúnaðarsamband og traust sem hafi stofnast milli eins af starfsmönnum bankans Jan Peter Collier, og stefndu. Stefnufjárhæðinni var mótmælt sem órökstuddri og ósannaðri og þess krafist, að stefnufjárhæðir yrðu lækkaðar vegna innborgana frá ábyrgðaraðiljum um Í til 1,5 milljónir auk vaxta, sem Andresens Bank A/S hafi gefið eftir gagnvart þrotabúi Internesco Norge A/S á árinu 1979. Kröfum um vexti að fjárhæð Nkr. 165.593,00 var sérstaklega mótmælt, þar sem þeir vextir væru greiddir og því haldið fram, að krafa að fjárhæð Nkr. 500.000,00 væri í skilum. Hinn 30. júní 1982 kom fram af hálfu stefndu, að því væri ekki mót- mælt, að skuld stefndu við stefnanda næmi kr. 5.630.000,00 sem skuldin hafi verið talin í samkomulagi aðiljanna í desember 1978, enda hafi ekki verið stofnað til skulda eftir það. Við munnlegan málflutning kom fram sú málsástæða af hálfu stefndu, að sjálfskuldarábyrgðin næði ekki til skuldabréfs, útgefins 22. september 1976, að fjárhæð kr. 3.400.000,00 (Nkr.), þar sem það bréf væri útgefið af Óla Anton Bieltvedt persónulega, en ekki Inter-Nesco-Norge A/S. Af hálfu stefnanda er þeirri málsástæðu stefndu vísað á bug, að sam- komulag hafi orðið með aðiljum, sem hafi fellt niður sjálfskuldarábyrgð. Hins vegar er því haldið fram, að stefndu hafi m.a. með undirritun skulda- bréfa um áramótin 1978 til 1979 viðurkennt skuld sína. 3.0 3.1. Þann 7. desember 1978 sendi Andresens Bank A/S stefnda Óla Antoni f.h. Nesco h.f. tilboð um greiðslusamning. Þar kemur fram, að bankinn áætlar, að skuld þrotabúsins verði NOK 5.630.000,00, eftir að 1161 bankinn hafi fengið fullnustu af tilteknum tryggingum, og að þessa fjárhæð hyggist bankinn fá greidda með sjálfskuldarábyrgð stefndu, Nesco h.f., Landsbanka Íslands, Norsk Kausjon Forsikringsaksjeselskap og Norvegia- Pallas A/S. Tekið er fram, að sjálfskuldarábyrgð Norsk Kausjon og Norvegia Pallas sé baktryggð hjá Almennum Tryggingum h.f. Tilboðið hljóðar um, að stefndu, Nesco h.f. og Nesco International h.f. gefi út þrjú skuldabréf til 10 ára, afborgunarlaus í 3 ár, með vöxtum. Skuldabréf að fjárhæð 1.330.000,00, og kr. 500.000,00 skyldi Norvegia Pallas Forsikrings- aksjeselskap ábyrgjast, og kr. 3.800.000,00 skyldu tryggðar með sjálf- skuldarábyrgð Norsk Kausjon Forsikringsaksjeselskap. Tekið er fram, að ef hin áætlaða fjárhæð, Nkr. 5.630.000,00, breytist til hækkunar eða lækkunar, muni fjárhæð síðastnefnda skuldabréfsins breytast samsvarandi. Bréfi þessu fylgdu þrjú skuldabréf til undirskriftar. Stefndu undirrituðu bæði bréfið til samþykkis við efni þess og skuldabréfin, eftir að gerðar höfðu verið breytingar á texta þeirra. Ennfremur voru skuldabréfin undir- rituð af hálfu Nesco International h.f. Breytingarnar, sem gerðar voru á texta bréfanna, lutu að því, að vextir skyldu greiðast árlega, en ekki hálfárs- lega. Stefndi Óli sendi síðan Andresens Bank A/S telexskeyti þann 12. desember 1978 varðandi þessa breytingu. Á skuldabréfsformunum voru ó- útfylltar eyður varðandi greiðslutíma vaxta og afborgana og vanskilavexti. Þann 22. desember 1978 sendi stefndi Óli Anton Andresens Bank A/S telex- skeyti, þar sem óskað er staðfestingar á, að fyrsta greiðsla vaxta skyldi vera 2. janúar 1980, fyrsta afborgun 2. janúar 1983 og síðasta afborgun 2.1. 1989. Ennfremur óskaði hann eftir, að vaxtafótur vanskilavaxta yrði ákveð- inn. Þann 29. desember 1978 ritaði stefndi Óli Anton bankanum síðan bréf, f.h. Nesco International h.f. og sendi með því skuldabréfin og bréfið frá 7. desember með undirritun skuldaranna. Í bréfinu er tekið fram, að greiðslutíma vaxta hafi verið breytt í samræmi við samkomulag og að eytt hafi verið öllum efa varðandi það hvenær afborganir skyldu hefjast. Þann 3. janúar 1979 ritaði bankinn „Nesco IS“ bréf, þar sem segir, að áður en gengið sé frá málinu, verði að ganga frá eftirfarandi atriðum: Lands- banki Íslands verði að veita sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldabréfaláni að fjárhæð 1.330.000,00, Almennar Tryggingar að veita 100% baktryggingu gagnvart Norsk Kausjon, Almennar Tryggingar h.f. að „avgi besittee- erklaering for deres depot overfor Norsk Kausjon““ og „„Norvegia-Pallas má samtykke i arrangementet.““ Þann 10. Janúar 1979 ritaði bankinn stefndu bréf þar sem segir: „„Uavhengig af de págáenda forhandlinger, tillater vi oss á gjare Dem oppmerksom pá Deres ansvar íht. selvskyldnerkausjon, dat. 22.9.76. Selvskyldnerkausjonen omfatter ethvert mellomværende og er for et ubegranset belgp.““ 1162 Af gögnum málsins verður ráðið, að um áramótin 1978 til 1979 hafi aðiljar verið orðnir sammála í öllum meginatriðum. Hins vegar var ekki gengið til fullnaðar frá öllum samningsatriðum, svo sem endanlegri fjárhæð skuldarinnar, og aldrei fékkst samþykki allra ábyrgðaraðiljanna. Sam- komulagið virðist aldrei hafa komið til framkvæmda. Þannig hafa stefndu aldrei greitt vexti í samræmi við tilboð sitt, enda hefur ekki verið gengið eftir því. Samningaviðræður héldu áfram, eftir að stefndu undirrituðu skuldabréfaformin, og fóru loks út um þúfur, eins og áður er rakið. Sam- kvæmt þessu þykir verða að fallast á það með stefnanda, að þeim sé nú heimilt að krefja stefndu á grundvelli hinnar upphaflegu sjálfskuldar- ábyrgðaryfirlýsingar. 3.2. Þótt stefndi Óli Anton hafi undirritað skuldabréf, dags. 20. febrúar 1978, Nkr. 3.400.000,00 án þess að vísa til umboðs, þykir ljóst, að fjárhæð sú, sem skuldabréfið greinir, hafi runnið til Inter-Nesco-Norge A/S og verið skuld þess. 3.3 Engin haldbær rök hafa komið fram fyrir þeim málsástæðum, að Andresens Bank A/S hafi valdið fjárþroti Inter-Nesco-Norge A/S með stór- felldu gáleysi eða að brostin forsenda sé fyrir samkomulagi aðiljanna vegna þess að það hafi verið byggt á persónulegu sambandi, vegna þess að Andresens Bank hafi gefið eftir skuld á hendur þrotabúinu eða vegna þess að aðiljaskipti hafi orðið að stefnukröfunni. 3.4. Á árinu 1976 tók A/S Faktoring í Ósló að sér að fjármagna sölu- starfsemi Inter-Nesco-Norge A/S í Noregi, og síðar á árinu fékk Andresens Bank A/S tryggingu í þáverandi og síðari inneign Inter-Nesco-Norge A/S hjá A/S Faktoring. Í nóvember 1977 fékk bankinn tryggingu í öllum hluta- bréfum í Inter-Nesco-Norge A/S og heimild til að neyta allra réttinda sam- kvæmt þeim, ef hlutafélagið vanefndi skyldur sínar gagnvart bankanum. Bankinn neytti þó ekki heimildir til að taka stjórn félagsins í sínar hendur, og stefndi Óli Anton virðist hafa haft framkvæmdastjórn þess með höndum til gjaldþrotsins. Skiptastjórarnir í þrotabúinu voru á þeirri skoðun, að hægt væri að rifta einhverjum af þeim greiðslum, sem gengið hefðu til bankans síðustu 3 mán- uðina fyrir gjaldþrotið. Bankinn leitaði eftir samningum um þetta efni. Af hálfu bankans var stefnda Óla Antoni gerð grein fyrir málinu í síma 7. júní 1979 og í framhaldi af því sendi Óli Anton f.h. „„Nesco IS“ telexskeyti næsta dag þar sem segir „,... we hereby authorize u/a-bank to handle n settle this question w our best interest in mind.“ Síðan var samið um, að bankinn fengi að halda þeim greiðslum, sem hann hafði fengið, áður en 1163 gjaldþrotameðferð hófst, en að búið fengi þær greiðslur, sem hefðu komið inn á reikning félagsins í bankanum eftir þann tíma. Af hálfu bankans er þessi samningur réttlættur með því, að ágreiningurinn, sem upp var kom- inn, hefði getað leitt til aukins tjóns fyrir bankann og þar með aukinnar ábyrgðar stefndu. Af hálfu stefnanda hefur verið upplýst, að búið hafi fengið NOK 95.000,00 frá A/S Faktoring auk NOK 15.000,00 af kröfum, sem það hafi fengið til innheimtu, og loks að útistandandi kröfur á reikningnum hafi verið að fjárhæð NOK 347.000,00. Bankinn telur þessar kröfur mjög vafa- samar og segir næstum alla fjárhæðina vera kröfur á Kvikk-keðjuna, sem sé gjaldþrota. Stefnandi kveðst ekki geta fallist á, að samningurinn við þrotabúið eigi að leiða til takmörkunar á ábyrgð stefndu, þar sem ekki megi líta á hann sem eftirgjöf af hálfu bankans, heldur sem ráðstöfun til að takmarka tjón. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður ekki annað séð en að bankinn hafi haft fullt umboð til að falla frá sérréttindum sínum varðandi kröfur á A/S Faktoring og að bankinn hafi ekki farið út fyrir heimild sína með þeim samningi, sem gerður var við þrotabúið. Verður því ekki fallist á þá málsástæðu stefndu, að lækka beri kröfur á hendur þeim vegna eftir- gjafarinnar. Við aðalmeðferð málsins hefur stefnandi lækkað kröfur sínar vegna greiðslna, sem honum hafa borist frá öðrum ábyrgðaraðiljum vegna sölu á veðsettum eignum og vegna innistæðu hins gjaldþrota félags hjá bank- anum. Í sóknarskjölum stefnanda er engin greinargerð um stafliðina c og d í stefnukröfum, og ekki er þar gerður frádráttur vegna sölu á lagervörum, sem bankinn átti veð í. Við þingfestingu málsins lagði stefnandi m.a. fram kröfubréf til stefnda Óla, dags. 16. júlí 1981, þar sem kröfuliðirnir eru sundurliðaðir. C-liður er sundurliðaður þar, eins og fram kemur Í sundur- liðun kröfugerðar hér að framan. Texti d-liðar er „útistandandi vegna ferðakostnaðar.“ Síðan eru talin nöfn 6 manna og fjárhæðir í norskum krónum við hvert nafn, sem samanlagt gera fjárhæð kröfuliðarins NOK 39.967,93. Þá var og lagt fram bréf frá lögmanni stefnanda í Ósló, Carl- Bernhard-Kjelstrup, þar sem fram kemur að „av sidesikkerhed er hittil inn- gaatt kr. 3.560.388.63. Kravets sammensetning, renteberegning m.v. kann om gnsket selvsagt dokumenteres nærmere.““ Þá var og lögð fram við þing- festingu yfirlýsing endurskoðanda bankans, dags. 29. september 1981, þar sem gerð er svohljóðandi grein fyrir kröfuliðum c og d: „Det bekreftes med dette at Christiania Bank og Kreditkasse's (tidligere Andresens Bank A/S) tilgodehavende hos Internesco Norge A/S, ná under konkurs, utgjgr: .......... 1164 c) Debetsaldo kassekreditt- konto nr. 8002.07.03842 pr. 20. nóvember 1978 NOK 3.785.104.86 Provisjon med 4% pr. kvartal í tiden 20.11.'78 —1.10.'80 og 3% pr. kvartal í tiden 1.10.80 —10.2.'81, tilsammen Fs 327.581.47 enter med 20,5% p.a. 1 tiden 20.11.778—10.9.780 og 11 '4% p.a. í tiden 10.9.780— 10.2.781 “ 1.035.520.22 NOK 5.148.206.54 d) Debetsaldi pá ansattes reisekonti, som forut- setningsvis skulle dekkes av selskapet, tilsammen NOK 39.067.9% Af hálfu hinna stefndu var upphaflega krafist frávísunar Vegna vanreif- unar og vottorði endurskoðandans mótmælt sem röngu. Segir í greinargerð- inni, að engin fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram fyrir tilvist eða fjár- hæð stefnukröfunnar og eins og málið liggi fyrir af hálfu stefnanda sé nán- ast útilokað fyrir stefnda að taka til efnisvarna í málinu. Hvergi er vikið sérstaklega að c og d liðum stefnukröfunnar í greinargerð stefndu, en stefnufjárhæðinni er mótmælt sem órökstuddri og ósannaðir og því haldið fram, að sönnunarbyrðin hvíli á stefnanda um fjárhæð dómkröfu. Stefndu hafa fallið frá frávísunarkröfu sinni, og í þinghaldi 27. maí 1982 var því lýst yfir af þeirra hálfu, að stafliðum a og b í stefnu væri ekki mótmælt tölulega, en haldið við öll mótmæli gegn c og d liðum. Af hálfu stefnanda var þá skorað á stefnda að leggja fram gögn eða upplýsa á annan hátt þá fjárhæð, sem hann teldi, að þessir liðir ættu að nema réttu lagi. Um- boðsmaður stefndu upplýsti þá, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefði honum ekki tekist að afla gagna um þessi atriði, þannig að hann gæti af þeirri ástæðu ekki orðið við áskorun stefnanda. Í þinghaldi 16. september 1982 mætti Laila Ingebriktsen, lögmaður frá Ósló, umboðsmaður bankans, og útskýrði m.a. kröfuliði d, eins og nánar verður rakið hér á eftir. Engar aðiljaskýrslur hafa komið fram af hálfu aðilja málsins, en stefndi Óli Anton var viðstaddur málflutning. Það var svo fyrst við munnlegan málflutning að fram kom frádráttarliðurinn, söluverð „„lIombardlagers““ að frádreginni leigu, NOK 41.934,02, og var leigufjárhæðinni þegar mótmælt af hálfu hinna stefndu. 1165 3.4.1. Í kröfulýsingu stefnanda frá 19. desember 1978 er lýst kröfu fyrir debetmismuni á reikningi nr. 8002.07.03842, pr. 20.11. 1978 NOK 3.785. 104,85. Kröfu samkvæmt d-lið stefnukrafna var ekki lýst. Þann 9. febrúar 1981 var skuldin á reikningi 8002-07-03842 vaxtafærð og flutt á sérstakan reikn- ing í lögfræðideild bankans. Stefnandi hefur lagt fram tilkynningu um þessa yfirfærslu, sem var send Nesco International h.f. og stefndu, en við munnlegan málflutning hefur yfirlýsingu þessari verið mótmælt sem ein- hliða órökstuddri yfirfærslutilkynningu. Því var haldið fram við málflutn- inginn, að fjárhæðin væri ósönnuð, og að sönnunarbyrðin hvíldi á stefn- anda, sem einn hefði fullnægjandi sönnunaraðstöðu. Þá er því haldið fram af hálfu hinna stefndu, að stefndi Óli hafi aldrei viðurkennt fjárhæðina. Í þessum kröfulið er um að ræða viðskiptareikning Inter-Nesco-Norge A/S hjá viðskiptabanka sínum, en bankinn hafði tekið að sér að fjármagna rekstur fyrirtækisins. Það er ljóst af þeim upplýsingum og gögnum, sem fyrir liggja í málinu um viðskipti aðiljanna og fjárþrot félagsins, að félagið hlýtur að hafa staðið í verulegri skuld við bankann við gjaldþrotið til við- bótar fjárhæðum skuldabréfa. Stefndu voru auk Nesco International h.f. einu hluthafarnir í hinu gjaldþrota félagi, og stefndi Óli Anton sá úm dag- legan rekstur þess fram til gjaldþrotsins. Stjórn hlutafélagsins, og einkum Óla Antoni, hlaut að vera kunnugt um fjárhæð reikningsins, þegar Andre- sens Bank A/S lýsti kröfum sínum í búið. Á sama tíma og lengi síðan var verið að semja um greiðslufyrirkomulag vegna ábyrgðar stefndu á skuldum félagsins, þar sem heildarfjárhæð skuldarinnar var áætluð verulega mikið hærri en nam fjárhæð skuldabréfanna. Í bréfi Andresens Bank A/S frá 7.12. 1978 er fjárhæð skuldarinnar að vísu aðeins áætluð Nkr. 5.630. 000,00, en meginskýringin á þeirri tiltölulega lágu fjárhæð virðist vera, að á þeim tíma gerðu aðiljar sér vonir um, að skuldin myndi lækka meira en raun varð á með fullnustu í tryggingarréttindum. Engin mótmæli eða athugasemdir virðast hafa komið fram gegn fjárhæðinni við skiptameðferð þrotabúsins, og stefndu virðast engum mótmælum hafa hreyft við fjárhæð reikningsins, þegar þeim var tilkynnt um yfirfærslu skuldarinnar til lög- fræðideildar Christiania Bank á. Kreditkasse. Í varnarskjölum stefndu koma ekki fram sérstök mótmæli gegn þessum kröfulið. Það verður að telja miður, að ekki skuli hafa verið gerð nákvæmari grein fyrir þessum kröfulið og hann skýrður betur af hálfu stefnanda, en hins vegar er á það að líta, að ætla verður, að stefndu séu og hafi verið í þeirri aðstöðu að geta gengið úr skugga um, hvort skuld Inter-Nesco-Norge A/S var ofreikn- uð á viðskiptareikningi fyrirtækisins í Andresens Bank. Frá þeirra hendi hafa þó engar rökstuddar athugasemdir eða gögn komið fram, sem fallin 1166 séu til að hnekkja vottorði endurskoðanda bankans. Samkvæmt þessu þykir bera að taka kröfu stefnanda í þessum kröfulið til greina. 3.4.2 Í þinghaldi 16. september 1982 kom fram af hálfu stefnanda, að starfsmenn Inter-Nesco-Norge hefðu fengið það verkefni að reyna að selja vörur fyrirtækisins fyrir gjaldþrotið, og ferðuðust þeir um Noreg í því skyni. Hver starfsmaður um sig hafði sérstakan ferðareikning í bankanum, og af þessum reikningi var ferðakostnaður starfsmannanna greiddur. Fjár- hæðir d-liðar stefnukröfunnar er niðurstaða reikningsins við upphaf gjald- þrotaskiptameðferðarinnar. Umboðsmaður stefndu kvaðst í þessu þing- haldi ekki að svo stöddu geta staðfest, að þeir, sem taldir eru í gögnum varðandi þennan kröfulið, hafi verið starfsmenn Inter-Nesco, en síðan hafa ekki komið fram mótmæli af hálfu hinna stefndu byggð á þessari máls- ástæðu. Í skýrslu skiptastjóranna, dags. 1. júní 1979, kemur fram, að stefndi Óli Anton hafi sjálfur tekið ákvörðun um ráðningu starfsfólks fyrir- tækisins. Lögð hafa verið fram afrit af bréfum til allra 6 starfsmannanna, þar sem tilkynnt er, að „„Internesco Norge A/S' moderfirma pá Island, ved herr Bieltvedt, har vedtatt á dekke ovennevnte debetsaldo.““ Í bréfi Christi- ania Bank é. Kreditkasse til Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., dags. 22. september 1982, segir svo um þetta efni: „„Avtalen om at firmaet skulle dekke dette, ble truffet mellom Bieltvedt og Collier, som tidligere var ansatt í banken og behandlet saken. Vi har ikke funnet noen skriftlig bekreftelse pá avtalen fra Internesco, men har snakket med Collier, som mente at det var innhentet slik bekreftelse. Den má da være í en av de mappene jeg etterlot pá Island, sá vi má be Dem se gjennom mappene etter en slik bekreftelse.““ Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að þar sem þessum kröfulið sé ekki mótmælt sérstaklega í greinargerð, hljóti hann að teljast viðurkenndur eins og aðrir liðir. Af hálfu hinna stefndu var því haldið fram við málflutn- inginn, að kröfu um ferðakostnað væri beint gegn röngum aðilja, orðið hafi skuldaraskipti að þessari kröfu, þar sem Nesco International h.f. hefði tekið að sér að greiða hana, en ábyrgð stefndu fallið niður þar af leiðandi. Þó að gögn málsins séu næsta ófullkomin um þennan kröfulið, þykir þeirri staðhæfingu stefnanda ekki hafa verið hnekkt, að bankinn hafi lagt í þann kostnað, sem hér um ræðir, í þágu Inter-Nesco-Norge A/S með fullri heimild og fyrir reikning fyrirtækisins. Stefndu hafa því orðið ábyrgir fyrir greiðslu kröfunnar sem sjálfskuldaábyrgðaraðiljar og þótt kröfunni hafi ekki verið lýst í þrotabúð, virðist ljóst, að hún sem almenn krafa hefði ekki orðið greidd úr búinu. Samþykki Nesco International h.f. á greiðslu kröfunnar þykir ekki hafa fellt niður ábyrgð stefndu, enda hefur Nesco 1167 International h.f. ekki greitt kröfuna. Samkvæmt þessu þykir verða að fallast á þennan kröfulið. 3.4.3 Samkvæmt skýrslu skiptastjóranna frá |. júní 1979 fékk Andre- sens Bank A/S lykilveð í aðalvörubirgðum Inter-Nesco-Norge A/S, sem geymdar voru að Hofsvegen 9 í Ósló. Af hálfu búsins var kannað, hvort veð þetta væri riftanlegt, en niðurstaðan var sú, að talið var, að svo væri ekki, þannig að búið gaf upp tilkall til þessara vara, þar sem ljóst var, að krafa bankans var miklu hærri en sem svaraði verði vörulagers. Í vaxta- útreikningi, sem gerður var af hálfu stefnanda 10. febrúar 1981, kemur fram, að innstæða á reikningi eftir sölu á lagernum hafi verið þann 6.4. 1979 NOK 778.920,39. Við þetta er bætt vöxtum, og verður innstæðan þá pr. 10.2. 1981 kr. 961.916,69. Í bréfi Lailu Ingebriktsen, dags. 21. janúar 1982, til Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. kemur fram, að bankinn hafi fengið með skuldajöfnuði og sölu á lagervörum, NOK 1.794.238,84, sem er sama tala og kemur fram í sundurliðun dómkröfu hér að framan. Er því ljóst, að þar er reiknað með leigu eða geymslukostnaði fyrir lagerinn. Þessi liður kemur einnig fram í bréfi hennar frá 22. september 1982, en þar segir, að lagerinn hafi verið seldur í febrúar-mars 1979. Við munnlegan flutning málsins var því alfarið mótmælt, að stefndu væru skuldfærðir fyrir leigu á lager, og því haldið fram, að krafan væri ósönnuð, og bent á, að engin gögn væru lögð fram fyrir þessum kröfum. Á það verður að fallast með stefndu, að mjög ófullkomin greinargerð hafi komið fram fyrir þessum kröfulið í málinu, en þó verður að telja ljóst og óumdeilanlegt, að lagerinn hafi verið í geymslu í leiguhúsnæði, þangað til honum var komið í verð, og þykir verða að leggja til grundvallar, að bankinn hafi orðið að greiða leiguna. Af stefndu hálfu hafa ekki komið fram nein rökstudd mótmæli byggð á því, að bankinn hafi enga leigu greitt eða að leigan sé of há, og þykir því verða að leggja til grundvallar, að þessi fjárhæð eigi að koma til lækkunar á liðnum söluverð „„lombardlagers““ sem kostnaðarliður. 4.0 Af hálfu stefndu hefur þess verið krafist til vara, að við ákvörðun dráttarvaxta verði tekið tillit til frádráttarliðanna miðað við þær dagsetn- ingar, þegar þessir liðir féllu til. Á þessa kröfu þykir bera að fallast, en að öðru leyti ber samkvæmt framansögðu að fallast á allar kröfur stefn- anda eins og hér segir: Stefndu ber að greiða stefnanda in solidum NOK 6.481.088,19 auk 159 ársvaxta af NOK 7.725.072,78 frá 10.2. 1981 til 12.3. 1981, af NOK 5.958.922,98 frá þeim degi til 24.4. 1981, af NOK 5.778.922,98 frá þeim degi til 31.12. 1981, af NOK 5.718.922,98 frá þeim degi til 1.12. 1982, en 1168 af NOK 5.658.922,98 frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 650.000,00. Sönnunargögn máls þessa eru eingöngu skjöl sem nærfellt öll eru á erlendum málum. Það, sem máli skiptir í skjölum þessum, er dómaranum auðskilið, og hefur því ekki verið lagt fyrir lögmennina að afla þýðinga á skjölunum, en þó hefur skortur þýðinga valdið nokkrum vandkvæðum við samningu dómsins. Dómsuppkvaðning hefur dregist nokkuð vegna óvenjumikilla embættis- anna dómarans. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Óli A. Bieltvedt jr. og Sigurjón Ragnarsson, greiði stefn- anda, Jónasi A. Aðalsteinssyni hrl. f.h. Christiania Bank £ Kredit- kasse, NOK 6.481.088,19 auk 15% ársvaxta af NOK 7.725.072,78 frá 10. febrúar 1981 til 12. mars 1981, af NOK 5.958.922,98 frá þeim degi til 24. apríl 1981, af NOK 5.778.922,98 frá þeim degi til 31. desember 1981, af NOK 5.718.922,98 frá þeim degi til 1. desember 1982, en af NOK 5.658.922,98 frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 650.000,00 í málskostnað. Þriðjudaginn $. nóvember 1985. Nr. 222/1985. Marina Chirazi gegn Örlygi Antonssyni Kærumál. Börn. Innsetningargerð. Verkun áfrýjunar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir, Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Sigurgeir Jónsson. Sóknaraðili kærði mál þetta til Hæstaréttar 11. f.m. með heimild í 3. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 7$/1973. Kæran barst Hæstarétti 14. f.m. 1169 Sóknaraðili krefst þess, að innsetning samkvæmt úrskurði fógeta- réttar Austur-Skaftafellssýslu, uppkveðnum 10. október 1985 í máli aðiljanna, verði framkvæmd nú þegar og varnaraðili dæmdur til að greiða málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Varnaraðili gerir þær dómkröfur, að innsetningargerð samkvæmt framangreindum úrskurði fógetaréttar Austur-Skaftafellssýslu nái ekki fram að ganga, þar sem honum hafi verið áfrýjað. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Málsatvik í dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 21. júní 1974 (Hrd XLV bls. 678), eru ekki sambærileg við málavexti í því máli, sem hér er til úrlausnar. Fyrrgreindur hæstaréttardómur verður því eigi fordæmi við úrlausn þessa máls. Með úrskurði fógetaréttar Austur-Skaftafellssýslu, uppkveðnum 10. október 1985, voru sóknaraðilja veitt umráð barnsins, Alexand- ers Chirazi Örlygssonar með innsetningargerð úr vörslum varnar- aðilja. Þykir því, eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til 3. mgr. 44. gr. laga nr. 19/1887 um aðför, rétt að taka til greina kröfu sóknaraðilja um, að innsetningargerðin verði framkvæmd nú þegar og koma þar með aftur á fyrri umráðum sóknaraðilja yfir bárninu, er varnaraðili rauf með flutningi þess frá Svíþjóð til Íslands í ágúst- mánuði 1985. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Framangreind innsetningargerð samkvæmt úrskurði fógeta- réttar Austur-Skaftafellssýslu, uppkveðnum 10. október 1985, í máli aðiljanna Marinu Chirazi og Örlygs Antonssonar, á að fara fram nú þegar. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. Sératkvæði “ Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Hinn kærði úrskurður sætir kæru samkvæmt 3. tl. 21. greinar laga nr. 7$/1973. 74 1170 Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði var kveðið á um það í úrskurði fógetaréttar Austur-Skaftafellssýslu 10. október 1985 að barnið Alexander Örlygsson Chirazi, sem fætt er 6. apríl 1982, skyldi fengið sóknaraðilja í hendur með beinni fógetagerð. Alex- ander sonur málsaðilja, en sóknaraðili hefur farið með forræði hans síðan hann og varnaraðili slitu samvistum í ársbyrjun 1984. Bjuggu aðiljar þá í Svíþjóð. Hinn 9. ágúst 1985 fékk varnaraðili Alexander í helgarheimsókn. Tók hann þá Alexander með sér til Íslands, en tilkynnti sóknaraðilja símleiðis 10. ágúst, hvernið komið var. Hefur Alexander dvalist hjá föðurnum síðan. Þegar að því kom, að innsetning átti fram að fara hinn 11. október sl. samkvæmt úrskurðum frá 10. s.m., krafðist varnaraðili þess, að gerðinni yrði frestað, þar sem hann hefði áfrýjað úrskurð- inum til Hæstaréttar. Lagði hann fram því til sönnunar áfrýjunar- stefnu, útgefna 11. október. Var þingfesting málsins í Hæstarétti samkvæmt stefnunni ákveðin 8. janúar 1986. Íslensk lög stemma eigi stigu við að leitað sé innsetningargerðar þegar sakarefni og málavöxtum er svo háttað sem í máli þessu greinir. Varhugavert getur verið að úrskurði fógeta, sem mælir fyrir um að barn verði afhent þeim er innsetningar beiðist, verði veitt fulln- usta, áður en dómur Hæstaréttar gengur, hafi úrskurðinum verið áfrýjað til Hæstaréttar. Kann slík fullnusta að raska högum barns- ins og vera í brýnni andstöðu við meginreglur barnalöggjafar og barnaverndarlaga. Ákvæði 44. greinar laga nr. 19/1887 binda ekki dómstóla um þetta efni. Þó verður að gera þá kröfu, að sá, sem vill fá innsetningargerð frestað af þeirri ástæðu, að úrskurðinum hafi verið áfrýjað, hafi haldið þeirri áfrýjun fram með hæfilegum hraða, en óþarfur dráttur á slíku máli er til þess fallinn að valda mikilli röskun á högum þeirra, sem hlut eiga að máli. Hagar svo til í máli því, sem hér er um fjallað. Samkvæmt áðurgreindri áfrýjunarstefnu er sóknaraðili búsettur á Vánortsgata 7 í Uppsölum, Svíþjóð, en með dvalarstað á Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18 í Reykjavík. Fram er komið í málinu, að sóknaraðili kom hingað til lands 16. september sl. og dvaldist hér til 12. október gagngert vegna deilunnar um Alexander. Jafnvel þótt ekki væri litið til dvalar sóknaraðilja hér, bar varnaraðilja í engu 1171 falli nauðsyn til að tiltaka lengri stefnufrest í áfrýjunarstefnu en einn mánuð. Hefði, eins og á stóð, auðveldlega mátt birta stefnuna, þannig að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti eigi síðar en á regluleg- um þingfestingardegi 2. desember 1985, sbr. 99. grein laga nr. 85/1936, sbr. 28. grein laga nr. 28/1981, og ennfremur 58. grein og 34. grein laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Þar sem hinn langi tími, sem ætlaður var til birtingar á áfrýjunarstefnunni, var óþarfur, eins og á stóð, og til þess fallinn að tefja að óþörfu að ráðið yrði til lykta ágreiningnum um það, hvort drengurinn Alex- ander skyldi fenginn sóknaraðilja í hendur, ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og synja kröfu varnaraðilja um frestun á fullnustu úrskurðarins frá 10. október 1985. Málskostnaður í héraði verður ekki dæmdur, og eftir atvikum er rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Samkvæmt þessu er ég samþykkur dómsorði meirihluta dóm- enda. Sératkvæði Björns Sveinbjörnssonar hæstaréttardómara. Ég tel, að staðfesta beri hinn kærða úrskurð með vísan til for- sendna hans og að kærumálskostnaður eigi að falla niður. Úrskurður fógetaréttar Austur-Skaftafellssýslu 11. október 1985. I. Með bréfi, dagsettu þann 20. september 1985, fór Guðmundur Pétursson hæstaréttarlögmaður þess á leit við sýslumann Austur-Skaftafellssýslu fyrir hönd Marinu Chirazi, Vánortsgatan 7, Uppsala, Svíþjóð, að barn hennar, Alexander Örlygsson Chirazi, fæddur 6. apríl 1982, yrði með beinni fógeta- gerð tekið úr umráðum föður þess, Örlygs Antonssonar, Hlíðartúni 15, Höfn í Hornafirði, og barnið afhent henni. Málefni þetta var fyrst tekið fyrir í fógetarétti Austur-Skaftafellssýslu þann 23. september 1985, og mótmælti gerðarþoli, fyrrnefndur Örlygur Antonsson, að gerðin næði fram að ganga. Var af þeim sökum rekið sér- stakt ágreiningsmál um það, hvort umbeðin gerð færi fram. Þann 10. október 1985 var kveðinn upp úrskurður í því máli, og eru úrskurðarorð hans svofelld: 1172 „„Umbeðin gerð nær fram að ganga. Varnaraðili, Örlygur Antonsson, greiði sóknaraðila, Marinu Chirazi, kr. 35.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að telja, að viðlagðri aðför að lögum.““ Viðstaddir uppkvaðningu þessa úrskurðar voru lögmenn beggja máls- aðiljanna. Kom þá fram krafa af hálfu gerðarbeiðandans um, að úrskurði þessum yrði fullnægt án tafar. Af hálfu gerðarþolans var því lýst yfir, að hann hefði í hyggju að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar, og að hann myndi krefjast þess, að framkvæmd gerðarinnar yrði frestað vegna mál- skots. Greindi fógeti þá frá þeirri ákvörðun sinni, að úrskurði þessum yrði framfylgt í dag, og beindi því til lögmanns gerðarþola, að hann legði fram áfrýjunarstefndu og bæri fram kröfur sínar af því tilefni fyrir tiltekinn tíma, er gerðinni yrði fram haldið. Var málefni þetta tekið fyrir í dag og þá lögð fram áfrýjunarstefna af hálfu gerðarþolans og þess krafist, að framkvæmd gerðarinnar yrði frestað, þar til genginn væri dómur Hæsta- réttar í málinu. Af hálfu gerðarbeiðanda var þess krafist, að gerðin færi þegar fram þrátt fyrir málskot úrskurðarins. Ágreiningsefni þetta var tekið til úrskurðar að framkomnum röksemdum aðiljanna fyrir kröfum sínum. Af hálfu beggja aðilja var þess krafist, að gagnaðiljanum yrði gert að greiða málskostnað vegna þessa ágreiningsefnis. Il. Gerðarbeiðandi rökstyður kröfu sína um, að fyrrgreindum úrskurði um framgang umbeðinnar innsetningargerðar verði þegar fullnægt, með vísan til fyrirmæla 3. mgr. 44. gr. laga nr. 19/1887, en þar segi, að áfrýjun úrskurðar um framgang gerðar fresti ekki framkvæmd hans. Er sérstaklega tekið fram af hálfu gerðarbeiðanda, að hann telji dóm Hæstaréttar, er birtur er í dómasafni 1974, blaðsíðu 678, ekki hafa fordæmisgildi í máli þessu, og vísar ennfremur til dóms í dómasafni 1972, blaðsíðu 1061, þessu til stuðnings. Gerðarbeiðandi hefur einnig vísað til þess, að gerðarþoli hafi gerst sekur um brot gegn 193. gr. laga nr. 19/1940 með því hátterni sínu, sem hafi orðið tilefni fyrir máli þessu. Telur gerðarbeiðandi, að allar tafir á framkvæmd innsetningargerðarinnar feli í sér stuðning við hina óheimilu sjálftöku gerðarþola á barni málsaðilja. Af hálfu gerðarþola eru þau rök færð fyrir kröfum um, að framkvæmd innsetningargerðar verði frestað, þar til dómur Hæstaréttar hefur gengið vegna áfrýjunar úrskurðar réttarins frá 10. október sl., að fullnusta úr- skurðarins geti reynst varhugaverð fyrir hagsmuni barns málsaðilja. Telur gerðarþoli, að slík röskun á högum þess feli í sér brýnt brot gegn lögum nr. 9/1981, og vísar í þeim efnum til 35. gr. þeirra. Af hálfu gerðarþola 1173 er talið, að ákvæði 3. mgr. 44. gr. laga nr. 19/1887 bindi ekki réttinn í þessu tilviki, og bendir á fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í dómasafni 1974, blaðsíðu 678, því til stuðnings. Af hálfu gerðarþola er mótmælt þeim stað- hæfingum gerðarbeiðanda, að hann hafi með hátterni sínu gerst brotlegur við ákvæði 193. gr. laga nr. 19/1940. III. Eins og áður er vikið að, er mælt svo fyrir í 3. mgr. 44. gr. laga nr. 19/1887, að áfrýjun úrskurðar fógeta um, að gerð nái fram að ganga, leiði ekki til frestunar framkvæmdar úrskurðarins. Það réttarfarsúrræði, að fógeti geti án undangengins dóms hins almenna dómstóls veitt gerðarbeið- anda umráð barns úr hendi þess, sem ekki hefur lögverndaðan rétt til um- ráðanna, hlýtur eðli máls samkvæmt að lúta sérreglum af tilliti til þess, að gæta verður að hagsmunum barnsins. Þessi sérstaða kemur og öðrum þræði fram í frávikum frá almennum reglum laga nr. 19/1887 um öflun gagna í málum sem þessum. Í þeim dómi Hæstaréttar, sem ágreiningsaðiljar hafa vísað til og kveðin var upp þann 21. júní 1974, segir meðal annars eftirfarandi: „Varhugavert er, að hinum áfrýjaða úrskurði fógeta, sem mælir fyrir um, að barnið. verði afhent gerðarbeiðanda með beinni fógetagerð, sé veitt fullnusta, áður en dómur Hæstaréttar hefur gengið, enda getur slík fullnusta raskað högum barnsins, og er hún í brýnni andstöðu við megin- reglur barnalöggjafar og barnaverndarlaga. Ákvæði 44. gr. laga nr. 19/1887 binda eigi dómstóla um þetta efni.“ Telja verður, að í hinum tilvitnuðu ummælum felist sú fordæmisregla, að áfrýjun úrskurðar fógeta um, að innsetning í umráð barns fari fram, leiði til þess, að fullnustu úrskurðarins verði að fresta. Verður ekki séð, að atvik þessa máls, sem að sönnu eru sérstæð, réttlæti, að vikið sé frá þessari dómskaparreglu, sem hefur að meginmarkmiði að vernda hagsmuni barnsins. Af framangreindum ástæðum verður fallist á þá kröfu gerðarþola, að framkvæmd úrskurðar réttarins, sem kveðinn var upp þann 10. þessa mán- aðar, verði frestað, þar til fyrir liggur dómur Hæstaréttar í málinu, enda verði því haldið til dóms þar fyrir rétti með eðlilegum hætti. Ekki þykja efni til að taka til greina kröfu gerðarþola um málskostnað vegna ágreiningsefnis. Með úrskurði, uppkveðnum 23. september 1985, vék sýslumaður Austur- Skaftafellssýslu sæti í máli þessu, og var Markús Sigurbjörnsson, borgar- fógeti í Reykjavík, skipaður til að fara með málið með bréfi dómsmála- ráðuneytisins, dagsettu þann 24. sama mánaðar. Hefur hann farið með málið síðan og kvað upp úrskurð þennan. 1174 Úrskurðarorð: Framkvæmd úrskurðar fógetaréttar Austur-Skaftafellssýslu, sem kveðinn var upp þann 10. október 1985 um að fram næði að ganga krafa Marinu Chirazi um að henni yrði veitt umráð barnsins Alex- anders Chirazi Örlygssonar með innsetningargerð, er frestað. Málskostnaður fellur niður. Þriðjudaginn $S. nóvember 1985. Nr. 123/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Guðmundi Elmari Vestmann Guðmundssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Bifreiðar. Manndráp af gáleysi. Brot gegn umferðarlögum. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Hinn áfrýjaða dóm hefur kveðið upp Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fulltrúi bæjarfógeta á Seyðisfirði. Máli þessu var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 3. maí 1985. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. ágúst sl. Samkvæmt uppdrætti, sem Helgi Sævar Helgason lögregluþjónn gerði af slysstað, voru um 40 metrar frá þeim stað, þar sem bifreiðin hafði farið út af veginum, þangað sem hún lá eftir slysið. Sam- kvæmt því og að öðru leyti með skírskotun til raka héraðsdóms þykir sannað, að ákærði hafi ekið bifreiðinni of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Varðar það við 1. og 2. mgr. og i lið 3. mgr. 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Þar sem mannsbani hlaust af ógætilegum akstri ákærða, hefur hann einnig unnið til 1175 refsingar skv. 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með því að hafa fleiri farþega í bifreiðinni en leyfilegt var hefur ákærði brotið gegn 2. mgr. 17. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. Refsing ákærða er með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningar- laga hæfilega ákveðin 40.000,00 króna sekt og vararefsing sektar 40 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um ökuleyfissviptingu með þeirri athugasemd, að ákærði var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða í 122 daga, síðan samkvæmt dómi frá 11. febrúar til 20. júlí 1983, eða 159 daga, og nú hefur hann verið sviptur ökuleyfinu síðan héraðsdómur var birtur honum 17. apríl sl., eða 202 daga. Hefur hann þannig þegar verið sviptur ökuleyfinu 483 daga. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Elmar Vestmann Guðmundsson, greiði 40.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 40 daga varðhald í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um Ökuleyfisviptingu er stafest, en ákærði hefur nú verið sviptur ökuleyfi í sambandi við mál þetta í alls 483 daga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæsta- réttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Ákærði ók um fjallveg í hálku með 6 farþega í bifreið, sem aðeins var skráð fyrir 4 farþega. Bifreiðin stöðvaðist þó ekki fyrr en í stór- 1176 grýtisurð um 40 metra frá þeim stað, þar sem hún fór út af veg- inum. Ég er samþykkur atkvæði meiri hluta dómenda um, að atferli ákærða varði við þau refsiákvæði, sem í dómsákvæði þeirra greinir, en tel refsingu hans hæfilega ákveðna með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga varðhald í 45 daga. Að öðru leyti er ég samþykkur dómi meiri hluta dómenda. Dómur sakadóms Seyðisfjarðar 17. júlí 1984. I. Mál þetta er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 4. janúar 1980, á hendur Guðmundi Elmari Vestmann Guðmundssyni sjómanni, Langatanga 2, Seyðisfirði, fæddum 9. mars 1960 á Seyðisfirði. Hinn 28. desember 1982 var kveðinn upp dómur í sakadómi Seyðis- fjarðar í máli þessu, en hann ómerktur með dómi Hæstaréttar 14. júní 1983. Samkvæmt ákæruskjali er ákærða gefið að sök að hafa „sunnudaginn 16. september 1979, ekið bifreiðinni S-1394 frá Egilsstöðum áleiðis til Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði með 6 farþega, þótt hún væri aðeins gerð til þess að flytja 4 farþega, og hafa, er hann ók eftir veginum skammt austan Heiðarvatns þar á heiðinni með allt að 60 kílómetra hraða, í hálku og Ísingu, eigi gætt nægilegrar varúðar við aksturinn með þeim afleiðing- um, að þegar ákærði ók í snjóskafl á veginum, missti hann stjórn á bifreið- inni, hún rann út af honum og valt, Örn Helgi Ingólfsson, farþegi, fæddur 6. október 1955, hlaut innvortis meiðsl í kviðarholi og brjóstholi og lést fljótlega á slysstað og Þorvaldur Waagfjörð, farþegi, fæddur 3. júní 1952 hlaut rifja- og mjaðmagrindarbrot, rifið hægra lunga og heilablæðingar og lést af þessum meiðslum á sjúkraskýlinu á Egilsstöðum um kl. 15:00 þennan dag. Telst atferli ákærða, eins og því er lýst hér að framan, varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 37. gr., 1., 2. ogi-lið 3. mgr. 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar öku- réttinda samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostn- aðar.““ 1. Málavextir eru þessir: Kl. 13:10 sunnudaginn 16. september 1979 var lögreglunni á Seyðisfirði tilkynnt, að mjög alvarlegt umferðarslys hefði orðið á veginum yfir Fjarð- 1177 arheiði. Fóru lögregluþjónarnir Helgi Sævar Helgason og Bjarni Magnús- son þegar á slysstaðinn, sem reyndist vera rétt austan við svokallaða Vatns- vík út úr Heiðarvatni. Þarna hafði bifreiðinni S-1394, sem er jeppi af gerðinni Chevrolet Blazer, árgerð 1976, verið ekið út af veginum, og hafði hún oltið eina eða fleiri veltur, áður en hún stöðvaðist. Tveir menn með miklum áverkum lágu skammt frá bifreiðinni, og úrskurðaði læknir, sem kom á staðinn rétt á eftir lögreglunni, að annar þeirra, Örn Helgi Ingólfs- son, f. 7.10.1955, til heimilis að Álftamýri 16, Reykjavík, væri látinn. Hinn maðurinn, sem var slasaður, Þorvaldur Waagfjörð, f. 3.6. 1952, Hafsteins- vegi 34, Vestmannaeyjum, var þegar fluttur á sjúkraskýlið á Egilsstöðum, en lést skömmu eftir að þangað kom. Báðir þessir menn reyndust hafa verið farþegar í bifreiðinni S-1394. Í ljós kom, að ökumaður bifreiðarinnar S-1394, þegar slysið varð, hafði verið ákærði í máli þessu. Farþegar höfðu verið alls sex, þ.e. þeir tveir, sem létust, faðir ákærða, Guðmundur Vestmann Ottósson, f. 6.10. 1935, Langatanga 2, Seyðisfirði, Bjarni Ólafsson, f. 9.1. 1935, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi, Hilmar Reynisson, f. 13.12. 1961, Suðurgötu 2, Seyðisfirði, og Sigurjón Þór Hafsteinsson, Í. 1.5. 1958, Túngötu 15, Seyðisfirði. Ekki munu aðrir af þeim, sem í bifreiðinni S-1394 voru en þeir sem létust, hafa slasast alvarlega. Ákærði fékk taugaáfall, fljótlega eftir að slysið. varð, og var hann fluttur í sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Lögreglan á Seyðisfirði yfirheyrði þrjá farþega í bifreiðinni S-1394, þá Sigurjón Hafsteinsson, Hilmi Reynisson og Bjarna Ólafsson, þegar á slys- daginn. Vitnið Sigurjón Hafsteinsson sjómaður skýrði svo frá, að hann hefði þá um morguninn komið með flugvél frá Reykjavík til Egilsstaða ásamt nokkrum skipsfélögum sínum af Gullveri NS-12. Sagði vitnið, að þegar lent hefði verið á Egilsstaðaflugvelli um kl. 12:15, hefði ákærði verið mættur þar til þess að sækja föður sinn, Guðmund Vestmann Ottósson, skipstjóra á Gullveri NS-12. Kvaðst vitnið hafa fengið far með ákærða, þar sem sem engin áætlunarferð hefði verið á Seyðisfjörð. Taldi vitnið, að slysið hefði orðið um kl. 13:00. Sagðist vitnið ekki hafa verið að horfa á veginn, en taldi, að bifreiðin hefði lent í snjóskafli og ákærði misst vald á henni við það. Aðspurt um hraða bifreiðarinnar þá áleit vitnið, að hann hefði verið ca. 50—60 km/klst. Vitnið Hilmir Reynisson sagðist hafa fengið far með ákærða frá Egils- staðaflugvelli til Seyðisfjarðar, vegna þess að engin áætlunarferð hefði verið þangað. Sagði vitnið, að slysið hefði orðið, þegar ekið hefði verið í ca. 20 mín. Kvaðst vitnið þá hafa verið að sofna og því ekki fylgst með akstrinum. Sagðist vitnið hafa rankað við sér, þegar bifreiðin fór að renna til. Hefði ákærði reynt að halda henni á veginum, en það ekki tekist, heldur 1178 hefði hún oltið út af veginum. Kvaðst vitnið næst hafa vitað af sér, þegar bifreiðin liggur á hliðinni. Vitnið sagði, að eftir að þeir félagar hefðu lyft bifreiðinni ofan af Þorvaldi Waagfjörð, hefði það hlaupið inn að sæluhúsi, sem sé í ca. 2 km fjarlægð frá slysstað, og hringt þaðan í símstöðina á Egilsstöðum eftir hjálp. Vitnið Bjarni Ólafsson sagði, að slysið hefði orðið eftir ca. 20 mín. akstur frá flugvellinum á Egilsstöðum. Sagði vitnið, að bifreiðin hefði lent í snjó- skafli og ákærði misst vald á henni við það. Þegar vitnið komst út úr bifreiðinni, sá það, að Þorvaldur Waagfjörð lá undir henni og Örn Helgi fyrir innan hana. Aðspurt um ökuhraða kvaðst vitnið halda, að hann hefði verið ca. 50—60 km/klst. Ákærði og faðir hans voru yfirheyrðir um málið hjá rannsóknardeild lögreglustjóraembættisins í Reykjavík 19. september 1979. Ákærði sagði, að um morguninn daginn, sem slysið varð, hefði hann ekið frá Seyðisfirði til Egilsstaða þeirra erinda að sækja föður sinn og fleiri menn, sem voru að koma með flugvél úr Reykjavík. Sagði hann, að efst á Fjarðarheiði hefði verið frost og snjófjúk, en ekki kvaðst hann hafa orðið var við hálku á veginu. Ákærði taldi, að hann hefði sennilega haldið aftur af stað frá flugvellinum um kl. 12:30 og hefði þá verið kominn skafrenn- ingur á heiðinni og nokkurt frost. Aðspurður um ökuhraða kvaðst ákærði halda, að hann hefði verið nálægt 60 km. á klst. Þá kveðst hann ekki hafa orðið var hálku, fyrr en hann hefði misst vald á bifreiðinni. Sagði ákærði, að bifreiðin hefði lent á svellbunka og snúist til að aftan, hann reynt að ná stjórn á henni, en það ekki tekist, heldur hefði hann misst bifreiðina út af veginum. Ákærði sagðist nú hafa rotast, en þegar hann hefði komist aftur til meðvitundar, sat hann við stýrið. Er hann komst út úr bifreiðinni, sem lá á vinstri hlið, sá hann, að einn farþeginn lá meðvitundarlaus hjá bifreiðinni og voru fætur hans undir henni. Sagði ákærði að tekist hefði að losa hann. Var hlúð að honum svo og öðrum farþega, sem ákærði vissi að lá einhvers staðar fyrir aftan bifreiðina. Skömmu eftir að slysið varð, kvaðst ákærði hafa fengið taugaáfall og muni lítið, hvað gerðist eftir það. Aðspurður um, hvort ákærði teldi, að bilun í bifreiðinni hefði valdið slys- inu, þá kvaðst hann telja, að svo væri ekki, heldur væri skýringin hálka á veginum og einnig gæti verið, að hvassviðrið hefði átt sinn þátt í því, að bifreiðin snerist. Vitnið Guðmundur Vestmann Ottósson skipstjóri kvaðst hafa setið í framsæti bifreiðarinnar S-1394. Kvaðst vitnið ekki hafa verið að fylgjast með hraðamæli bifreiðarinnar fyrir slysið, en áætlaði hraðann 40—60 km/klst. Sagðist vitnið hafa tekið eftir því, að nokkru áður en slysið varð, hefði ákærði dregið úr hraða frá því, sem verið hefði. Varðandi færð þá taldi vitnið, að því hefði virst mjög hált á blettum, en engin hálka þess 1179 á milli. Sagði vitnið, að slysið hefði orðið með þeim hætti, að það teldi, að bifreiðin hefði snúist ótrúlega snöggt að aftan og svo lent út af veginum, Kvaðst vitnið ekki vita, hve margar veltur bifreiðin hefði oltið, þar sem það hefði strax misst meðvitund. Ákærði kom fyrir dóm og staðfesti þar skýrslu þá, er hann gaf hjá lögreglu. Skýrði hann frá tildrögum slyssins á sama hátt og í lögregluskýrsl- unni. Aðspurður taldi ákærði, að bifreiðin hefði oltið tvo og hálfan hring, er hún fór út af veginum. Ákærði kvaðst ekki vita, á hve mikilli ferð bifreiðin hefði verið, þegar slysið varð, en taldi, að hann hefði verið u.þ.b. 30 km/klst. Ákærði tók fram, að hann myndi ekki eftir að hafa ekið í snjóskafl, þegar slysið varð. Vitnið Sigurjón Þór Hafsteinsson staðfesti skýrslu sína hjá lögreglu fyrir dómi. Skýrði vitnið þá svo frá, að sunnudaginn 16. september 1979 hefði það hitt fjóra skipsfélaga sína af Gullveri á Reykjavíkurflugvelli, þá Guðmund Vestmann Ottósson, Bjarna Ólafsson, Hilmi Reynisson og Örn Helga Ingólfsson. Tók vitnið fram, að Örn Helgi hefði verið nokkuð drukk- inn. Er þeir komu á Egilsstaðaflugvöll, kvaðst vitnið hafa hitt ákærða, sem vitnið hafði þekkt lengi, og ræddi við hann. Sagði vitnið, að ákærði hefði virst hress og vel haldinn. Vitnið fékk far með ákærða, og var bifreiðin þá orðin yfirfull af farþegum, svo vitnið varð að setjast á geymslukassa, sem er á milli stólanna frammi. Kvaðst vitnið hafa sest þar, án þess að mótbárur kæmu fram um það frá ákærða eða öðrum. Vitnið sagði, að einn maður til viðbótar hefði beðið um far, en honum verið neitað. Vitnið kvaðst hafa snúið baki í framrúðu bifreiðarinnar, og sátu þessir í aftur- sætinu séð frá vitninu: Þorvaldur Waagfjörð við gluggann vinstra megin, næstur honum Örn Helgi, þá Bjarni og Hilmir við gluggann hægra megin. Vitnið sagði, að er þeir hefðu verið komnir á háheiðina, hefði bifreiðin skyndilega byrjað að snúast. Kvaðst vitnið þá hafa litið á ákærða, sem var að hamast við að ná stjórn á bifreiðinni. Tókst það ekki, og sagðist vitnið muna skýrt eftir a.m.k. einni veltu, en rankaði svo við sér, er bifreiðin var stöðnuð. Kom nú í ljós, að bæði Þorvaldur og Örn Helgi voru mikið slasaðir og Þorvaldur fastur undir bifreiðinni, svo lyfta varð henni til þess að losa hann. Að sögn vitnisins missti ákærði alla stjórn á sér við að sjá þetta. Vitnið taldi, að ökuhraði bifreiðarinnar, þegar slysið varð, hefði ekki verið mikill, varla meiri en 50—60 km/klst. Tók vitni fram, að því hefði ekki þótt neitt athugavert við akstur ákærða. Vitnið Jón Karlsson, járniðnaðarmaður á Seyðisfirði, skýrði svo frá fyrir dómi, að hann hefði komið á slysstaðinn skömmu eftir að slysið varð. Að sögn vitnisins var þá búið að breiða yfir tvo menn þar á staðnum. Vitnið kvaðst hafa ekið þeim feðgum, ákærða og föður hans, á Seyðisfjörð, þar sem ákærði var búinn að fá taugaáfall. Vitnið sagðist aðspurt ekki hafa 1180 fundið áfengislykt af ákærða né nokkur merki þess, að hann væri undir áhrifum áfengis. Vitnið Bjarni Magnússon, lögregluþjónn á Seyðisfirði, skýrði svo frá fyrir dómi, að það hefði farið á slysstaðinn ásamt Helga Sævari Helgasyni lögregluþjóni. Að sögn vitnisins var aðkoman ömurleg, bifreiðin S-1394 á hliðinni utan vegar, og hjá henni lágu tveir menn stórslasaðir. Sagði vitnið, að læknir, sem komið hefði á staðinn rétt á eftir vitninu, hefði þegar úrskurðað Örn Helga látinn, en hins vegar hefði verið lífsmark með Þorvaldi, og var hann fluttur til Egilsstaða. Að sögn vitnisins fóru þeir Helgi Sævar með þá Hilmi Reynisson, Sigurjón Hafsteinsson og Bjarna Ólafsson á sjúkrahúsið á Egilsstöðum, þar sem þeir gengu undir læknis- skoðun, en að því búnu voru þeir yfirheyrðir. Að yfirheyrslunni lokinni hefðu vitnið og Helgi Sævar svo farið aftur upp á Fjarðarheiði til að gera vettvangsuppdrátt og taka ljósmyndir. Vitnið sagði aðspurt um veður á slysstað, að það hefði verið hraglandi og skafið lítillega, en úrkoma verið lítil. Einhver vindur hefði verið, en ekki kvaðst vitnið geta sagt til um hversu mikill. Vitnið sagði, að hálka hefði verið á veginum yfir Fjarðar- heiði, en vegkantar auðir. Lítill snjór hefði verið og alls ekki snjóskaflar. Aðspurt taldi vitnið, að bifreiðin S-1394 hefði fyrst endastungist út af veginum, en svo oltið a.m.k. eina veltu. Vitnið sagði, að einhver áfengislykt hefði verið í bifreiðinni S-1394 í greint sinn og hefðu trúlega einhverjir farþeganna verið undir áhrifum áfengis, en þó vildi vitnið alls ekki fullyrða neitt um það. Hins vegar taldi vitnið, að ákærði hefði ekki verið undir áhrifum áfengis. Vitnið sagði, að bifreiðaeftirlitsmaður hefði ekki skoðað bifreiðina S-1394 á slysstað. Vitnið Óskar Friðriksson, hafnarvörður á Seyðisfirði, skýrði svo frá fyrir dómi, að daginn sem slysið varð, hefði það verið að sækja dóttur sína á Egilsstaðaflugvöll. Er það hefði verið að aka frá flugstöðinni, hefði bifreið- inni S-1394 verið ekið fram úr bifreið vitnisins. Taldi vitnið, að bifreiðinni hefði verið ekið mjög greitt, og sagðist það ekki hafa orðið vart við hana fyrr en á slysstað. Kvaðst vitnið hafa ekið beinustu leið í átt til Seyðis- fjarðar og ekið frekar greitt upp á norðurbrún Fjarðarheiðar, en þá sagðist vitnið hafa orðið að draga úr hraða vegna hálkubletta, sem voru á veginum. Vitnið sagði, að þegar það hefði átt u.þ.b. 100—200 m ófarna að Vatns- víkinni, hefði það mætt Hilmi Reynissyni, sem hljóp eftir veginum. Nam vitnið staðar hjá Hilmi, og sagði hann þá, að slys hefði orðið og hann þyrfti að komast í síma. Sagðist vitnið þegar hafa snúið við og ekið Hilmi að sæluhúsi nokkuð norðar á heiðinni og Hilmir hringt þaðan eftir aðstoð. Að því búnu sagðist vitnið hafa ekið að slysstaðnum, sem var rétt austan við Vatnsvíkina. Að sögn vitnisins kom lögreglan á slysstaðinn rétt á eftir vitninu, og hélt það þá áfram. Vitnið taldi, að þegar það hefði mætt Hilmi 1181 Reynissyni, hefði það átt ca. 400 m ófarna að slysstaðnum. Vitnið sagði, að þegar það hefði verið að aka upp úr Vatnsvíkinni í greint sinn, hefði það veitt athygli förum eftir bifreið alveg á hægri brún vegarins og hefðu þau náð alveg upp á hæðarbrúnina fyrir austan Vatnsvíkina. Sagðist vitnið hafa tekið eftir þessu, vegna þess að á þessum stað hafði verið talsverð snjóföl, einkum á hægri vegarhelmingi miðað við akstursstefnu vitnisins. Kvaðst vitnið álíta, að hjólför þessi hefðu verið eftir bifreiðina S-1394. Vitnið Davíð Ómar Gunnarsson, lögregluþjónn á Seyðisfirði, staðfesti fyrir dómi uppdrátt vitnisins af vegarkafla meðfram Vatnsvíkinni á Fjarð- arheiði, þar sem greint umferðarslys átti sér stað. Sagðist vitnið hafa gert uppdráttinn einhvern tímann á tímabilinu frá því haustið 1982 til vors 1983. Hefði það farið á vettvang og stikað vegalengdirnar, sem færðar eru inn á uppdráttinn. Sagðist það hafa sett hjólförin á teikninguna eftir minni, en það hefði komið á slysstað 16.09. 1979, er það hefði verið á leið til Seyðisfjarðar um kvöldmatarleytið og þá séð bifreið ákærða utan vegar. Sagði vitnið, að bá hefði verið mjög mikil hálka á veginum, en minnist ekki, að snjór hefði verið nema þá Í vegköntum. Vitnið kvaðst ekki hafa verið lögregluþjónn á þessum tíma og ekki haft önnur afskipti af þessu máli en að útbúa greindan uppdrátt. Vitnið kvaðst ekki muna, hvort það gerði uppdráttinn í réttum hlutföllum né hver mælikvarðinn væri. Vitnið sagðist hafa orðið lögregluþjónn á Seyðisfirði í maí 1982 og gert einn vett- vangsuppdrátt á undan þessum. Vitnið sagði, að það, sem væri merkt E á uppdrættinum, væri ekki merkt blindhæð, en þar sem vegurinn austan hæðarinnar sjáist ekki, þegar ekið sé upp brekkuna, merkt D, fyrr en komið sé ofarlega í hana, hefði það notað hugtakið blindhæð. Hins vegar sé þetta í rauninni brekkubrún og vegurinn austan hennar nánast láréttur. Vitnið Helgi Sævar Helgason lögregluþjónn sagði fyrir dómi, að það hefði farið. á vettvang, þegar slysið varð, ásamt Bjarna Magnússyni lög- regluþjóni. Vitnið minnti, að bleytusnjór hefði verið niður í mitt fjall, en autt þar fyrir neðan. Taldi það, að u.þ.b. 5 em snjólag hefði verið á veginum og hálka. Þó hefðu víða verið snjóskaflar á veginum, og minnti vitnið, að skafl hefði verið á brekkubrún, þar sem ákærði ók skömmu áður en bifreiðin fór út af veginum. Minnti vitnið að hjólför eftir bifreið ákærða hefðu bent til þess, að hann hefði misst vald á henni ofarlega í brekkunni eða á brekkubrúninni, en þarna sé smábeygja á veginum. Þó tók vitnið fram, að það myndi þetta óljóst. Vitnið sagði, að bifreið ákærða hefði farið út:af veginum norðan við veginn og legið á hliðinni eða á þakinu. Vitnið ságði, að farið hefði verið með þá, sem voru í bifreið ákærða, að undan- skildum honum og föður hans í sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Þar hefðu verið teknar framburðarskýrslur af þremur farþegum. Vitnið sagði, að slysið hefði fengið mikið á ákærða og því ekki verið hægt að yfirheyra hann um 1182 slysið og hefðu hann og faðir hans farið til Reykjavíkur þá um kvöldið. Vitnið sagði, að á leiðinni trá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar hefðu þeir Bjarni rannsakað vettvang, tekið ljósmyndir og gert mælingu. Vitnið stað- festi frumskýrslu sína, vettvangsuppdrátt og framburðarskýrslu vitna. Sagðist það ekki hafa haft tiltæka ritvél, þegar það yfirheyrði vitnin í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, heldur skráð framburð þeirra í minnisbók og vélritað skýrslurnar eftir henni. Sigurjón Þór Hafsteinsson hefði staðfest skýrslu sína eftir að hún hefði verið vélrituð, en hin vitnin, Hilmir Reynis- son og Bjarni Ólafsson, farið til Reykjavíkur áður en tími vannst til að vélrita skýrslur þeirra. Vitnið sagði, að bifreið ákærða hefði verið á mjög grófmynstruðum nýjum jeppadekkjum, en þar sem um jeppadekk hefði verið að ræða, hefði vitnið talið, að þau féllu undir hugtakið sumarhjól- barðar. Vitnið tók fram, að eftir að það kom á slysstaðinn, hefði það talið orsök útafakstursins vera þá, að ákærði hefði misst vald á bifreiðinni á brekkubrúninni vegna snjódriftar, sem þar var. Sagði vitnið, að vegurinn hefði verið tvískiptur með akstursstefnumerkjum, en búið hefði verið að taka merki þessi niður fyrir september 1979. Vitnið Bjarni Ólafsson sjómaður hefur komið fyrir dóm og staðfesti þar skýrslu sína fyrir lögreglu að öðru leyti en því, að vitnið kveðst ekki hafa setið við gluggann vinstra meginn aftur í bifreiðinni, heldur vinstra meginn fyrir miðju. Vitnið sagðist ekki hafa verið undir áfengisáhrifum. Taldi það, að ákærði hefði verið vel á sig kominn og akstur hans eðlilegur miðað við aðstæður. Bifreiðin S-1394 var skoðuð af bifreiðaeftirlitsmanni 26. nóvember 1979, þar sem hún stóð í Reykjavík. Segir svo í skýrslu bifreiðaeftirlitsmannsins, Sigþórs R. Steingrímssonar: „Við skoðun kom í ljós að bifreiðin var óökuhæf (sic). Hemlar og önnur stjórntæki virtust eðlileg. Bifreiðin var búin grófmynstruðum hjólbörðum á öllum hjólum, nokkuð góðum.““ Í vottorði Veðurstofu Íslands varðandi veður á Seyðisfirði og Egilsstöð- um 16. september 1979 segir, að kl. 09:00 hafi verið norðanátt, 3 vindstig á Seyðisfirði, hálfskýjað, skyggni 10 km, hiti 4,09C. Kl. 15:00 hafi á sömu veðurathugunarstöð verið norðanátt, 4 vindstig, alskýjað, skyggni 2 km, hiti 5,0C. Á Egilsstöðum var kl. 12:00 norðvestanátt, 4 vindstig, mesta veðurhæð milli athugana 4 vindstig, skýjað, skyggni 55 km, hiti 4,9%C. KI. 15:00 var á sömu veðurathugunarstöð norðaustanátt, 4 vindstig, mesta veðurhæð milli athugana 4 vindstig, alskýjað, skyggni 30 km, hiti 3,89C. Lík hinna beggja látnu voru krufin, og hefur Bjarki Magnússon læknir gert skýrslur um krufningarnar. Í lok skýrslu hans um krufningu á líki Arnar Helga Ingólfssonar segir svo: „,„Niðurstaða: Við krufninguna fundust margháttaðir innri brjóst- og kviðarholsáverk- 1183 ar, sem valdið höfðu miklum blóðmissi inn í vinstra brjósthol og kviðarhol (sjá lýsingu að framan). Dánarorsök mannsins hefur verið lost vegna framangreindra áverka og blóðmissis. Maðurinn hefur verið mjög ölvaður er hann lést.“ Í niðurlagi skýrslu Bjarka um krufningu á líki Þorvaldar Waagfjörð segir svo: „„Niðurstaða: Við krufningu fundust margháttaðir áverkar (sjá lýsingu að framan), m.a. rifja- og mjaðmargrindarbrot, rifið hægra lunga er orsakað hafði pneumothorax hægra megin, blæðing undir heilahimnum og heilamar auk verulegra blæðinga inn í retroperitoneal vefi. Dánarorsök mannsins hefur verið pneumothorax og lost vegna framangreindra áverka samfara blóð- missi. “ Samkvæmt sakavottorði ákærða, dagsettu 18.10. 1983, hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1976 10/4 í Vestm.eyjum: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot gegn 21. gr. áfl. 1976 10/11 á Seyðisf: Sátt, 30.000 kr. sekt fyrir brot gegn 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. umfl. og Í. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur rétti til að öðlast Ökuleyfi í 1 ár frá 14-8-1976. 1977 19/8 á Seyðisf: Dómur: Sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. og 244. gr. sbr. 256. gr. hgl., 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr. og 1. mgr. og 2. mgr. 41. gr. umfl. og 21. gr. áfl. Ákvörðun um refsingu frestað skb. í 2 ár. 1979 5/2 í Reykjavík: Sátt, 18.000 kr. sekt fyrir brot á 2., sbr. $., sbr. 6. gr. 1. nr. 65,1974 og 2., sbr. 10. gr. rgj. nr. 390,1974, sbr. 71. gr. hgl. 1981 24/6 á Neskst.: Sátt, 200 kr. sekt f. brot g. 5. mgr. 45. gr. umfl. 1982 28/12 á Seyðisf.: Dómur: 20.000 kr. sekt f. brot g. 215. gr. hgl., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 37. gr., 1., 2. og í lið 3. mgr. 49. gr., sbr. 80. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi 2 ár að frádregnum 4 mán. frá 11/2'83. 1983 14/6 í Reykjavík: Dómur Hæstaréttar í ofangreindu máli frá 28.12.1982: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. II. Telja verður sannað, að orsök þess, að ákærði missti bifreiðina S-1394 út af veginum, hafi verið of hraður og ógætilegur akstur miðað við aðstæður. Samkvæmt gögnum málsins var hálka á veginum yfir Fjarðar- heiði, þegar slysið varð, töluverður vindur og einhver snjór, þar sem ákærði 1184 missti vald á bifreiðinni. Þá var ákærði að aka yfir hæðarbrún. Hefur ekkert komið fram um það, að óvænt bilun í bifreiðinni eða aðrar sambærilegar ástæður hafi valdið slysinu. Þá er upplýst, að ákærði ók með 6 farþega í bifreiðinni S-1394, þótt hún væri aðeins gerð til að flytja 4 farþega. Með þessu atferli sínu þykir ákærði hafa brotið gegn þeim refsiákvæð- um, er greinir Í ákæru. Með framangreindri háttsemi hefur ákærði unnið sér til refsingar sam- kvæmt 218. gr. almennra hegningarlaga og 80. gr. umferðarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 54/1976. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 32.000 kr. sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan 4 vikna frá birtingu dómsins, en ella sæti ákærði varðhaldi í 40 daga. Þá þykir ákærði með akstri sínum hafa unnið sér til þess að vera sviptur ökuréttindum, svo sem krafist er í ákæruskjali og samkvæmt lagaákvæði því, er þar greinir. Þykir hæfilegt að svipta ákærða ökuréttindum í 2 ár frá birtingu dómsins að telja að frádregnum 120 dögum, sem ákærði var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á árinu 1980, og 160 dögum, sem ákærði var sviptur ökuréttindum með dómi á árinu 1983. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, kr. 11.000,00. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Elmar Vestmann Guðmundsson, greiði 32.000 króna sekt til ríkissjóðs inna 4 vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella varðhaldi í 40 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum í 2 ár frá birtingu dómsins að telja, að frádregnum 120 dögum, sem ákærði hefur verið sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða, og 160 dögum, sem ákærði hefur verið sviptur ökuréttindum með dómi. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög- manns, kr. 11.000,00. 1185 Þriðjudaginn 5. nóvember 1985. Nr. 8/1985. Hrefna Jakobsdóttir (Ásmundur S. Jóhannsson hdl.) gegn innheimtumanni ríkissjóðs á Akureyri og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.) og gagnsök Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Hall- dór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Aðaláfrýjandi skaut héraðsdómi til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 18. janúar 1985. Með gagnáfrýjunarstefnu 11. mars 1985 gagnáfrýjuðu stefndu héraðsdómi og áfrýjuðu jafnframt úrskurði í sama máli frá 24. október 1984, þar sem frávísunarkröfu stefndu var synjað. Dómkröfur aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti eru svohljóðandi: „„Að aðalstefndu verði dæmdir til þess að þola ógildingu í lögtaksgerð fógetadóms Akureyrar dagsettri 25. apríl 1983, en í gerðinni er svo- felld bókun: „„Áminntur um sannsögli kveðst mætti ekki geta greitt ofangreind gjöld, en bendir á til lögtaks fasteignina Grænumýri 20, þinglýst eign gerðarþola. Fógeti lýsti því yfir, að hann gerði lögtak í framangreindri eign til tryggingar framangreindum gjöldum, auk dráttarvaxta alls kostnaðar áfallins og áfallandi, að geymdum betri rétti þriðja manns.“ Ennfremur er krafist málskostnaðar sam- kvæmt gjaldskrá LMFÍ í héraði og fyrir Hæstarétti að mati Hæstaréttar úr hendi aðalstefndu. Í gagnsök er þess krafist, að stað- fest verði í Hæstarétti niðurstaða héraðsdóms um að ekki beri að vísa máli þessu frá dómi.“ Gagnáfrýjendur krefjast þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og. þeim dæmdur málskostnaður úr hendi aðaláfrýjanda í héraði og fyrir 75 1186 Hæstarétti. Til þrautavara krefjast þeir að málskostnaður verði felldur niður. Aðaláfrýjandi reisir dómkröfur sína í héraði og fyrir Hæstarétti eingöngu á því, að eiginmanni hennar, Yngva R. Loftssyni, hafi verið óheimilt samkvæmt 20. gr. laga um réttindi og skyldur hjóna nr. 20/1923 að benda á húseignina nr. 20 við Grænumýri til lögtaks en húseign þessi sé hjúskapareign aðaláfrýjanda. Hinu umdeilda lögtaki frá 25. apríl 1983 hefur ekki verið áfrýjað samkvæmt 11. gr. lögtakslaga nr. 29/1885, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um Hæstarétt Ísiands nr. 75/1973. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu aðaláfrýjanda að málshöfðun væri eigi heldur byggð á heimild 12. gr. lögtakslaga nr. 29/1885 til þess að fá skorið úr um lögmæti gerðarinnar fyrir almennum dómstóli, enda hafi mál verið höfðað löngu eftir að málshöfðunar- frestur samkvæmt þessari lagagrein var liðinn. Auk takmarkaðrar heimildar fógeta sjálfs til þess að breyta fógetagerð eða fella niður samkvæmt ákvæðum lögtakslaga, verður lögtak ekki fellt niður nema af æðra dómi eftir áfrýjun fógeta- gerðarinnar eða í dómsmáli fyrir almennum dómstóli í héraði sam- kvæmt 12. gr. lögtakslaga. Þar sem þeirra úrræða hefur ekki verið neytt ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm ex officio og vísa málinu frá héraðsdómi. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til þess að greiða gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 35.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur og er málinu vísað frá héraðsdómi. Aðaláfrýjandi, Hrefna Jakobsdóttir, greiði gagnáfrýjendum, Elíasi 1. Elíassyni innheimtumanni ríkissjóðs á Akureyri, og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs 35.000,00 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 1187 Dómur bæjarþings Akureyrar 14. desember 1984. Mál þetta, sem dómtekið var 12. þ.m., hefur Hrefna Jakobsdóttir húsfrú nnr. 4339-1321, Grænumýri 20, Ak., höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 8. maí 1984, á hendur Elíasi Í. Elíassyni, innheimtumanni ríkis- sjóðs á Akureyri, Hrafnagilsstræti 36, Akureyri, og Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra, Stjórnarráði Íslands, Reykjavík, báðum f.h. Ríkissjóðs Íslands. Eru dómkröfur stefnanda þær, að stefndu verði dæmdir til þess að þola ógildingu á lögtaksgerð fógetadóms Akureyrar, dags. 25. apríl 1983, en í gerðinni sé svofelld bókun: „Áminntur um sannsögli kveðst mætti ekki geta greitt ofangreind gjöld, en bendir á til lögtaks fasteignina að Grænumýri 20, þinglýsta eign gerðarþola. Fógeti lýsti því yfir að hann gerði lögtak í framangreindri eign til tryggingar framangreindum gjöldum auk dráttar- vaxta og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi, að geymdum betra rétti þriðja manns.“ Ennfremur er krafist málskostnaðar samkv. framlögðum reikn- ingi. Stefndu Krefjast þess aðallega, að málinu verði vísað frá dómi og þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til vara krefjast stefndu sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar. Til þrautavara krefjast stefndu þess, að málskostnaður verði felldur niður. Málsatvik eru þau, að hinn 25. apríl 1983 gerði innheimtumaður ríkis- sjóðs á Akureyri lögtak hjá Hafnarbúðinni h.f., Akureyri til tryggingar söluskattsskuld fyrirtækisins að upphæð kr. 111.880,00 auk dráttarvaxta og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi. Fyrir gerðarþola mætti að tilhlutan fógeta Yngvi R. Loftsson, framkvæmdastjóri gerðarþola og eiginmaður stefnanda, sem samkvæmt endurriti úr fógetabók Akureyrar benti á fast- eignina Grænumýri 20, Akureyri, til lögtaks, og er við lögtaksgerðina bókað, að eignin sé þinglýst eign gerðarþola, en fram er komið, að eignin er þinglýst eign Yngva R. Loftssonar. Lýsti fógeti yfir lögtaki í eigninni. Var lögtakinu síðan þinglýst á eignina hinn 16. maí 1983. Stefnandi kveður umrædda fasteign vera sameiginlega hjúskapareign sína og eiginmanns hennar, Yngva R. Loftssonar. Hafi eignin verið notuð til sameiginlegs atvinnurekstrar þeirra hjóna, sem hafi verið útleiga á húsnæð- inu til þriðja aðilja. Hafi þau því haft atvinnu af að leigja húseignina út til ýmissa aðilja, m.a. Hafnarbúðarinnar h.f. og Jóhanns Ögmundssonar o.fl. Auk þess hafi þau búið í húsinu til ársins 1976 og búi þar nú frá 2. apríl sl. Byggir stefnandi kröfur sínar á því, að eiginmanni hennar, Yngva R. Loftsyni, hafi verið óheimilt að benda á eignina til lögtaks og stofna til aðfararveðs í henni, sbr. 20. gr. laga um réttindi og skyldur hjóna nr. 20 1188 frá 1923. Beri samkvæmt þeirri lagagrein að ógilda gjörðina þess vegna, en stefnandi hafi eigi fengið vitneskju um lögtakið fyrr en um mánaðamótin apríl/maí 1984. Hinn 22. október sl. fór fram munnlegur málflutningur hér fyrir dómi um frávísunarkröfu stefndu, og með úrskurði dómsins hinn 24. október sl. var þeirri kröfu synjað. Stefndu hafa nú við flutning málsins tekið upp frávísunarkröfu sína að nýju og krefjast endurskoðunar dómsins á fyrri niðurstöðu um þetta atriði. Rökstyðja stefndu frávísunarkröfu sína á sama hátt og áður. Halda stefndu því m.a. fram, að sé stefnanda heimilt að höfða mál þetta, geti það engan veginn staðist, að það nægi að stefna eingöngu einum aðilja lögtaksgerðar- innar, svo sem hér sé gert, til að þola ógildingu lögtaksgerðarinnar. Hafi stefnanda borið að stefna eiginmannni sínum Yngva R. Loftssyni og gerðarþola, Hafnarbúðinni h.f., auk stefndu, Leiði vanræksla á þessu til frávísunar málsins. Ekki verður séð, að kröfugerð í máli þessu tengist hags- munum eiginmanns stefnanda og Hafnarbúðarinnar h.f. á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið að stefna þeim, svo sem stefndu halda fram. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna áðurnefnds úrskurðar dómsins telur dómurinn ekki efni standa til breyttrar afstöðu til frávísunarkröfu stefndu, og ber að synja henni. Sýknukröfu sína byggja stefndu í fyrsta lagi á því, að málið sé of seint höfðað samkvæmt 20. gr. laga nr. 20, 1923. Er því mótmælt, að stefnanda hafi ekki verið kunnugt um lögtakið fyrr en um mánaðamótin apríl/maí 1984. Halda stefndu því fram, að stefnanda hafi hlotið að vera kunnugt um lögtakið í síðasta lagi hinn 28. júní 1983, er hún ritaði sem vottur á veðskuldabréf, sem eiginmaður hennar gaf út þann dag, þar sem í texta þess bréfs var umræddrar veðsetningar getið. Þá mótmæla stefndu þeirri staðhæfingu stefnanda, að húseignin Grænamýri 20 hafi verið nýtt til sam- eiginlegs atvinnureksturs þeirra hjóna. Húsnæðið hafi einungis verið leigt út á þeim tíma, sem lögtakið fór fram. Slík nýting teljist ekki atvinnu- rekstur í skilningi 20. gr. laga nr. 20, 1923. Séu skilyrði til ógildingar á gerðum eiginmannsins samkvæmt þeirri lagagrein því eigi fyrir hendi. Er sýknukrafa stefndu í öðru lagi á því reist. Þá er því haldið fram af stefndu, að eins árs hámarksmálshöfðunar- frestur frá þinglýsingu samkvæmt framangreindri lagagrein hafi verið lið- inn, er mál þetta var höfðað, en það hafi ekki verið höfðað fyrr en 24. maí sl. Fram er komið í málinu m.a. með eigin framburði stefnanda og eigin- manns hennar, að umrædd húseign var einungis nýtt af þeirra hálfu til út- leigu á þeim tíma, er lögtakið fór fram. Verður ekki á það fallist með stefn- anda, að slík nýting á húsnæðinu teljist atvinnurekstur í skilningi 20. gr. 1189 laga nr. 20, 1923. Verður þegar af þessum ástæðum að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum og með hliðsjón af málavöxtum öllum ber að dæma stefnanda til að greiða stefndu kr. 10.000,00 í málskostnað. Dómsorð: Stefndu, Elías I. Elíasson, innheimtumaður ríkissjóðs, og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, báðir f.h. Ríkissjóðs Íslands, eiga að vera sýknir af kröfum stefnanda, Hrefnu Jakobsdóttur, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu kr. 10.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 7. nóvember 1985. Nr. 45/1984. Guðjón Á. Halldórsson Guðmundur H. Halldórsson Margrét Pétursdóttir og Sigmar Guðmundsson og Sigþór J. Sigþórsson (Helgi V. Jónsson hrl.) gegn Tómasi Þorvaldssyni (Jónas Aðalsteinsson hrl.) Vegir. Umferðarréttur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjendur hafa, að fengnu áfrýjunarleyfi 8. febrúar 1984 sam- kvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973, skotið máli þessu til Hæsta- réttar með stefnu 29. febrúar 1984. Dómkröfur áfrýjenda eru þær, að viðurkenndur verði með dómi umferðarréttur þeirra um veg, sem liggur um svonefndan Selhól í 1190 landi jarðarinnar Norðurkots í Grímsneshreppi, Árnessýslu, og stefnda verði að viðlögðum 1.000,00 króna dagsektum gert að fjar- lægja girðingu og aðra vegartálma, er hann hefur sett til hindrunar umferð um veginn. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að niðurstöðu til og áfrýjendur dæmdir til að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Í samningum Ólafs Jóhannessonar um sölu á lóðum úr landi jarðarinnar Norðurkots í Grímsneshreppi til áfrýjenda er þess ekki getið sérstaklega, að þeir skuli eiga umferðarrétt um svonefndan Selhólsveg. Í kaupsamningi áfrýjandans Sigþórs J. Sigþórssonar og Hreins Sumarliðasonar segir svo um þetta efni: „Seljandi leggur til land undir veg að lóðum, en kaupendur greiða vegagerðarkostnað.““ Inn á uppdrátt, er fylgdi afsali til áfrýjandans Guðjóns Á. Hall- dórssonar frá 20. febrúar 1968, eru markaðar átta lóðir við Finn- heiðarveg og ennfremur Sogsvegur og af honum vegur um Selhól og tveir ónafngreindir vegarslóðar, er tengjast Finnheiðarvegi. Á uppdrætti þessum er ekkert tekið fram um umferðarrétt. Þegar þetta er haft í huga, verður ekki talið sannað, að áfrýj- endur hafi eignast slíkan rétt til umferðar um Selhólsveg, að stefnda, sem á landið, er vegurinn liggur um, hafi verið óheimilt að girða yfir veginn og hindra umferð áfrýjenda um hann, svo sem hann gerði, enda hafði áfrýjendum þá verið séð fyrir öðrum um- ferðarleiðum að lóðum sínum. Verða áfrýjendur að hlíta þessu, þar eð eigi verður talið, að það valdi þeim verulegum óþægindum að fara þær leiðir. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum áfrýjenda og dæma þá til að greiða honum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, er ákveðst samtals 35.000,00 krónur. Í greinargerð sinni í héraði krafðist stefndi þess aðallega, að mál- inu yrði vísað frá dómi, en til vara, að hann yrði sýknaður af kröf- um áfrýjenda í málinu. Bar þá héraðsdómara að láta fara fram munnlega sókn og vörn um frávísunarkröfuna eftir því sem boðið er í 1. mgr. 108. gr. laga nr. 85/1936. Þetta gerði hann ekki. Kemur þó ekki fram af því, sem skráð er í þingbók, að stefndi hafi síðar fallið frá frávísunarkröfunni. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti 1191 var því þó lýst yfir af hans hendi, að það hefði falist í kröfugerð hans við munnlegan flutning málsins í héraði, svo sem hún er skráð í þingbók, að hann félli þar með frá frávísunarkröfunni. Er efnis- dómur samkvæmt því lagður á málið í Hæstarétti, en finna verður að galla þessum á málsmeðferðinni. Dómsorð: Stefndi, Tómas Þorvaldsson, skal vera sýkn af kröfum áfrýj- enda, Guðjóns Á. Halldórssonar, Guðmundar H. Halldórs- sonar, Margrétar Pétursdóttur og Sigmars Guðmundssonar og Sigþórs J. Sigþórssonar. Áfrýjendur greiði stefnda málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 35.000,00 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Árnessýslu 25. júní 1983. Mál þetta, sem dómtekið var þ. 13. júní sl., er höfðað með stefnu, útgef- inni 17. október 1982. Stefnendur eru Guðjón Á. Halldórsson húsgagnasmiður, Höfðatúni 9, Reykjavík, nnr. 2915-5828, Guðmundur H. Halldórsson húsgagnabólstrari, Heiðargerði 33, Reykjavík, nnr. 3070-7397, Sigþór J. Sigþórsson kaup- maður, Fremristekk 5, Reykjavík, nnr. 8102-2623, Margrét Pétursdóttir húsfrú, Smyrlahrauni 43, Hafnarfirði, nnr. 6386-9899, og Sigmar Guð- mundsson frkv.stj., sama stað, nnr. 7$59-9473. Stefndi er Tómas Þorvaldsson forstjóri, Víkurbraut 30, Grindavík, nnr. 8907-0627. Sótt var þing af hálfu stefnda við þingfestingu málsins 27.10. 1982 og tekið til varna. Dómkröfur stefnenda eru þær, að viðurkenndur verði með dómi um- ferðarréttur stefnenda um veg, sem liggur um svonefndan Selhól í landi jarðarinnar Norðurkots í Grímsneshreppi, Árnessýslu, og stefnda verði að viðlögðum kr. 1.000,00 dagsektum gert að fjarlægja girðingu og aðra vega- tálma, er hann hefur sett til hindrunar umferð um veginn. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dómsins. Af hálfu stefnda voru þær kröfur gerðar í greinargerð, að málinu yrði vísað frá dómi og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda að skaðlausu skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, en yrði frávísunarkrafan 1192 ekki tekin til greina, krefst stefndi sýknu og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands úr hendi stefnenda. Við munnlegan flutning málsins var sú krafa gerð af hálfu stefnda, að hann yrði sýknaður af öllum kröfum stefnenda og honum tildæmdur málskostn- aður að skaðlausu úr hendi stefnenda. Með afsölum, dagsettum 27. sept. 1971 og 26. mars 1973, seldi Ólafur Jóhannesson, Grundarstíg 2, Reykjavík, stefnda spildu úr landi Norðurkots í Grímsneshreppi. Ólafur þessi er nú látinn. Í afsalinu frá 1971 á dómskj. nr. 5 til stefnda segir svo, er verið er að lýsa mörkum spildunnar ... og þaðan í norður 43,1 metra yfir núverandi veg sem verður lagður niður,....““ ennfremur segir að „ótakmarkaður umferðarréttur er um báða vegi sem liggja að og meðfram landinu og tekur kaupandi þátt í viðhaldi þeirra vega í hlutfalli við stærð lóða sem liggja að vegunum.““ Í afsali frá 1973 á dóm- skj. nr. 14 til stefnda segir svo: „„umsamið kaupverð er að fullu greitt en sú kvöð fylgir þessu afsali að malarnámi verði hætt í svonefndum Selhól og lofar Tómas að lagfæra og græða landið eftir föngum.“ Er stefndi keypti land sitt, lá vegur yfir það, sem stefnendur máls þessa notuðu til þess að komast að sumarbústöðum sínum, en þeir eru allir við svonefndan Finnheiðarveg. Frammi liggur yfirlýsing oddvita Grímsneshrepps um það, „að þegar Ólafur Jóhannesson hóf sölu sumarbústaðalanda úr Norðurkotslandi, norðan og austan Selhóls upp úr 1960, voru næstu vegir að þeim löndum, gamli Kóngsvegurinn, er lá þvert yfir landið og vegur að Selhól, sem notaður hefur verið allt frá árinu 1933 vegna efnistöku úr hólnum. Á þess- um tíma var gamli Kóngsvegurinn illfær, enda var honum ekki haldið við eftir að Sogsvegurinn var gerður. Vegna sölu sumarbústaðalandanna var gerður vegur í framhaldi vegarins að Selhól að löndunum, og var vegur þessi er tengist Sogsvegi eini akfæri vegurinn fyrir sumarbústaðaeigendur, þar til sumarbústaðaeigendur lagfærðu gamla Kóngsveginn nú fyrir fáum árum.““ Í afsölum til stefnenda segir ekkert um umferðarrétt að því undanskildu, að er Guðjón Á. Halldórsson keypti land sitt á árinu 1968, lét Ólafur Jóhannesson honum í té uppdrátt, sem lýsir vegi frá Sogsvegi um Selhól að spildu Guðjóns, og lét stefnandi Guðjón þinglýsa honum með afsali sínu. Skýrði hann svo frá í aðiljaskýrslu sinni fyrir dómi, að Ólafur heitinn hafi vísað sér á leið þessa að spildu þeirri, er hann hafði keypt, og bað þá stefnandi Guðjón Ólaf um að teikna þetta upp fyrir sig, sem Ólafur gerði. Þá kemur fram í kaupsamningi og afsali til stefnanda Sigþórs Sigþórs- sonar, dags. 26. júlí 1966, að „,...seljandi leggur til land undir vegi að lóðum en kaupendur greiði vegagerðarkostnað. ““ Í afsölum annarra stefn- 1193 enda málsins eru ekki að finna nein ákvæði, er lúta að umferðarrétti, en stefnandi Guðmundur H. Halldórsson eignaðist spildu sína með afsali, dags. 31. júlí 1973, Margrét Pétursdóttir, sem er eiginkona stefnanda Sigmars, eignaðist sína spildu með afsali, dags. 17. júlí 1975. Stefnendur Guðjón Halldórsson, Guðmundur H. Halldórsson, Sigþór J. Sigþórsson og Sigmar Guðmundsson komu fyrir dóm og gáfu aðiljaskýrslu. Í skýrslum sínum hér fyrir dómi lýstu þeir því, að fyrst eftir að þeir komu á lönd sín, hafi vegurinn um Selhól verið eina færa leiðin að Finnheiðar- vegi, en við þann veg eru bústaðirnir. Hinsvegar séu aðrar leiðir nú færar að spildunum um svonefnda Farbraut, sem liggur frá Sogsvegi til austurs að Kóngsvegi, sem síðan sé ekinn suður og beygt af honum til austurs inn á Finnheiðarveg. Þá sé fær leið af Biskupstungnabraut eftir svonefndum Kóngsvegi, sem liggur til norðurs, og hægt að beygja af honum inn á Finn- heiðarveg. Þá liggur svonefndur Miðheiðarvegur af Biskupstungnabraut til norð-vesturs, og tengist hann Kóngsvegi litlu sunnar en Finnheiðarvegur. Vegir þessir hafa verið lagfærðir nú hin síðari ár af Félagi sumarbústaða- eigenda, en fram kemur í málinu, að landið undir vegum þessum sé eign landeiganda utan það, að Farbraut mun að nokkru liggja yfir horn lóðar Jóns Guðmundssonar skv. dómsskjali nr. 8. Stefnandi Guðmundur H. Halldórsson kvaðst ekki hafa átt í erfiðleikum með að komast að bústað sínum eftir vegum þessum, þ.e. Farbraut og Kóngsvegi, eftir að þeir voru lagfærðir, en tekur þó fram, að hann verði að aka mjög hægt og varlega. Hann kvaðst ekki hafa haft veruleg óþægindi af lokuninni, en tók þó fram, að öllu örðugra sé að finna landið fyrir gesti heldur en áður var. Stefnanda Guðjóni Á. Halldórssyni fórust svo orð í þessu efni í aðilja- skýrslu sinni hér fyrir dómi: „Mætti kveður Kóngsveginn og Farbrautina hafa verið endurbætta hin síðari ár og hafi Félag sumarbústaðaeigenda gengist fyrir því, og sé nú þokkalega fært að sumarbústað mætta.““ Í aðilja- skýrslu stefnanda Sigmars Guðmundssonar segir, að óþægindi vegna lok- unar vegarins um Selhól, séu einkum þau, að gestir eigi erfiðara með að rata að bústað hans og ennfremur séu aðrir vegir illfærir vor og haust. Stefnanda Sigþór Sigþórssyni farast orð á svipaða lund í skýrslu sinni hér fyrir dómi. Á árunum 1980 og 1981 lokaði stefndi leiðinni um veginn um Selhól með hliði, sem alla jafna er læst, og á síðasta sumri var vegarstæðinu ýtt til og sáð í Selhólinn, og er nú hið gamla vegarstæði tekið að gróa nokkuð. Stefnendur halda því fram, að vegurinn um Selhól hafi ætíð verið notaður til umferðar að bústöðum þeirra og enda beinlínis tekið fram, að um hann lægi leiðin, sbr. það, sem getur í aðiljaskýrslu stefnanda Guðjóns Á. Halldórssonar. Viðhald vegarins hafi verið kostað af eigendum sumar- 1194 bústaða á svæðinu á hverjum tíma. Aldrei hafi komið til umræðu að leggja veg þennan niður og ekki sé heimilt að gera það án samþykkis rétthafa til vegarins. Hinsvegar var því lýst yfir af hálfu stefnenda, að þeir byggðu ekki kröfur sínar á reglum um hefð. Stefndi kveðst hafa keypt land sitt kvaðalaust af seljanda að öðru leyti en því, að hann hafi tekið að sér að rækta upp malarnámur þær sem vegur- inn lá um, þess sé sérstaklega getið í afsali til stefnda á dómskj. nr. 5, að vegurinn verði lagður niður og stefndi hafi gert það, er ljóst var að aðrar færar leiðir lágu að Finnheiðarveginum, og hafi því sá réttur stefn- enda að komast hindrunarlaust að spildum sínum því í engu verið skertur við það, að stefndi lokaði veginum um sitt land. Niðurstaða. Er stefndi keypti land sitt af Ólafi Jóhannessyni samkvæmt afsali, dag- settu 27. sept. 1971, var beinlínis tekið fram, að vegurinn um Selhól yrði lagður niður. Ennfremur benda ákvæði í afsali á dómskj. nr. 14 til þess, að það hafi verið ætlun landeiganda, að Selhóllinn yrði friðaður og græddur. Það verður því ekki talið, að stefndi hafi tekið á sig þá kvöð að þola umferð um veginn í gegnum land sitt, heldur virðist þvert á móti hafa verið ráðgert, að sú kvöð félli niður, þegar aðrar leiðir yrðu færar. Er stefnendur keyptu lönd sín, var ekki önnur leið fær að bústöðum þeirra en títtnefndur vegur um Selhól, og verður að telja, að það leiði af reglum nábýlisréttar, að stefnendum var heimil umferð um veginn, meðan aðrir vegir voru ekki færir, og að landeiganda hafi borið að sjá þeim fyrir vegi að löndum sínum. Hinsvegar leiða sömu reglur til þeirrar niðurstöðu, að stefnendur verði að hlíta því að fara aðrar leiðir að bústöðum sínum ef landeigandi ákveði, að svo skuli vera, og verður að telja, að í því tilviki, sem hér um ræðir, hafi landeiganda verið heimilt að leggja niður veginn, með því að þrjár aðrar leiðir eru alla jafna færar að löndum stefnenda, og þeir hafa ekki sýnt fram á, að kvöð um umferðarrétt þeirra verði ekki létt að landi stefnda. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnenda. Með hliðsjón af úrslitum málsins ber að dæma stefnendur til að greiða stefnda kr. 25.000,00 í málskostnað. Allan V. Magnússon, fulltrúi sýslumanns, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Tómas Þorvaldsson, skal sýkn af kröfum stefnenda, Guðjóns Á. Halldórssonar, Guðmundar Halldórssonar, Sigþórs Sig- þórssonar, Margrétar Pétursdóttur og Sigmars Guðmundssonar. Stefnendur greiði stefnda kr. 25.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1195 Fimmtudaginn 7. nóvember 1985. Nr. 128/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Svani Hvítaness Halldórssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn áfengislögum og umferðarlögum. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Máli þessu var áfrýjað með stefnu 17. apríl 1985 að ósk ákærða, en jafnframt er af ákæruvaldsins hálfu krafist þyngingar á refsingu ákærða. Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Um 1. lið ákæru. Ákærði vísaði löggæslumönnunum á brennivínsflöskuna Í hanskahólfi bifreiðar sinnar. Innsigli flöskunnar hafði þá verið rofið. Ákærði kvaðst hafa ætlað brennivínið til eigin nota með því að veita hestamönnum af því sunnudaginn S. desember 1982. Þegar þetta er virt og það ennfremur haft í huga, að ákvæði 4. mgr. 19. gr. áfengislaga nr. 82/ 1969 er undantekningarákvæði um sönnunarbyrði í refsimálum, sem skýra ber þröngt, þykir rétt að sýkna ákærða af þessum lið ákæru. Um Il. lið ákæru. Undir þessum ákærulið er ákærða m.a. gefið að sök að hafa eigi virt stöðvunarskyldu á gatnamótum Litluhlíðar og Reykjanes- brautar og heldur eigi á gatnamótum Reykjanesbrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Ákærði hefur staðfastlega neitað þessum sakargift- um. Að því er fyrrgreind gatnamótin varðar er eigi um það deilt, að stöðvunarskylda var við þau gagnvart umferð suður Reykjanes- braut. Vitnið Helgi Skúlason rannsóknarlögreglumaður, er veitti ákærða 1196 eftirför í bifreið umrætt sinn ásamt rannsóknarlögreglumanninum Hákoni Birgi Sigurjónssyni, hefur komið fyrir dóm og borið, að hann giski á án þess að þora að fullyrða það, að bifreið þeirra lög- reglumanna hafi verið í 200, 300 eða 400 metra fjarlægð á eftir bifreið ákærða í þetta sinn. Hákon Birgir Sigurjónsson giskar á, að fjarlægð þessi hafi verið 10-100 metrar. Með þetta í huga svo og það, hvernig aðstæðum er háttað á þessum stað, en náttmyrkur var á, þykir varhugavert að telja sannað, að ákærði hafi eigi virt stöðvunarskyldu við nefnd gatna- mót í umrætt sinn. Ber því að sýkna hann af þessum ákæruþætti. Að því er síðari gatnamótin varðar þá leikur vafi á um það, að stöðvunarskylda hafi verið í gildi gagnvart umferð af Reykjanes- braut inn á Kringlumýrarbraut á þessum tíma. Af hálfu ákæruvalds- ins hefur það eigi verið upplýst, samkvæmt hvaða stjórnvaldsboði slíkri stöðvunarskyldu hafi verið komið á. Ber því einnig að sýkna ákærða af þessum þætti ákæru. Hins vegar telst sannað með framburði rannsóknarlögreglumann- anna Hákonar Birgis Sigurjónssonar og Helga Skúlasonar svo og með framburði ákærða sjálfs, að hann hafi, svo sem í ákæru segir, bæði ekið yfir lögmæltum hámarkshraða í umrætt sinn svo og of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Telst ákærði með þessu hafa brotið gegn ákvæðum 1., 2., og 3. mgr. a, b og i 49. gr. og 1. mgr. 50. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 54/1976, sbr. lög nr. 16/1977 og samþykkt nr. 318/1977 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2/1930. Um III. lið ákæru. Samkvæmt þessum ákærulið er ákærða gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember 1983, um kl. 4, selt Jóni Atla Ólafssyni eina flösku af brennivíni fyrir 800,00 krónur í leigu- bifreiðinni Y 146 á leið frá Brautarholti 22 að gatnamótum Skip- holts og Nóatúns í Reykjavík. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta sakar- mat hans varðandi þennan lið ákæru. Telst brot ákærða varða við 18. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969. 1197 Staðfest er sú ákvörðun héraðsdóms, að skilorðsdómur, er upp var kveðinn yfir ákærða í Sakadómi Reykjavíkur 13. janúar 1984, skuli haldast. Refsing ákærða í þessu máli þykir hæfilega ákveðin 10.000,00 króna sekt í ríkissjóð. Komi 10 daga varðhald í stað sektar, ef hún er eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað á að vera óraskað. Í hinum áfrýjaða dómi segir m.a.: „„Ákærði hefur ítrekað gerst brotlegur við ákvæði 18. gr. áfengislaga ....““ Þessi ummæli héraðs- dómara eru ekki rétt. Ákærða var, með dómi Hæstaréttar, upp- kveðnum 27. apríl 1976, dæmd sektarrefsing fyrir brot gegn 18. gr. áfengislaga, er framið var 1. mars 1975. Samkvæmt 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 falla ítrekunaráhrif niður, ef liðin eru 5 ár frá þeim degi, er fullnaðardómur var upp kveðinn. Ákæruatvik samkvæmt þessum ákærulið (Il1.) gerðist 13. nóv- ember 1983. Lögreglurannsókn hófst sama dag. Ákærði var hins vegar eigi yfirheyrður af lögreglu fyrr en 14. júní 1984. Þennan drátt á rannsókn málsins ber að átelja. Dómsorð: Ákærði, Svanur Hvítaness Halldórsson, greiði 10.000,00 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald í 10 daga í stað sektar- innar, sé hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara. Ég er sammála atkvæði meiri hluta dómara Hæstaréttar í þessu máli um það, að sýkna beri ákærða af þeim hluta ákæru, sem fjallar um brot gegn 4. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, með þeirri röksemd, sem greinir í atkvæði meiri hluta dómara um gatnamót 1198 Reykjanesbrautar (Suðurhlíðar) og Kringlumýrarbrautar, en varð- andi gatnamót Litluhlíðar og Reykjanesbrautar (Skógarhlíðar) með þeirri röksemd, að miðað við það millibil milli bifreiðar ákærða og lögreglubifreiðarinnar, sem lagt er til grundvallar í atkvæði meiri hluta dómara, mundu hús byrgja útsýn frá lögreglubifreið að bifreið ákærða, er hún kæmi að gatnamótunum. Sannað er, m.a. með eigin játningu ákærða, að hann ók yfir lög- mæltum hámarkshraða á þeim götum, sem í ákæru greinir, er lög- reglumenn veittu honum eftirför. Fyrir lögreglu kveðst ákærði hafa ekið með um það bil 80 km hraða á klukkustund. Miðað við þær aðstæður, sem voru, er akstur þessi átti sér stað, þ.e. í þéttbýli „ í myrkri og er snjór var yfir og hálka, felst í akstursmáta ákærða alvarlegt brot á þeim ákvæðum 49. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sem í ákæru greinir, auk brota gegn öðrum ákvæðum varðandi aksturshraða, sem greinir í Il. kafla ákæru. Þá er ég sammála meiri hluta dómenda um það, að ekki sé tilefni til athugasemda í héraðsdómi vegna þess að ákærði hafi ítrekað gerst brotlegur við ákvæði 18. gr. áfengislaga. Þetta tel ég þó ekki breyta því, að ákærði, sem hefur atvinnu af því að aka leigubíl til mannflutninga og hafði að eigin sögn keypt áfengi það, sem í bifreið hans var, a.m.k. nær 2 sólarhringum áður en það fannst í bifreið hans, hafi ekki fært nægilega sterkar líkur að því, að áfengið hafi ekki verið ætlað til sölu. Í héraðsdóm vantar tilvísun til 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 5. gr. laga nr. $2/1978, svo og tilvitnun í 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga í sambandi við ákvörðun refsingar. Ég tel refsingu í héraðsdómi hæfilega, þó að ekki verði séð af dóminum, að héraðsdómari hafi haft hliðsjón af greindum hegningarlaga- ákvæðum við ákvörðun refsingar. Með þessum athugasemdum tel ég, að staðfesta eigi héraðsdóm með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Ég tel því, að dómsorð ætti að vera svohljóðandi: 1199 Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Svanur Hvítaness Halldórsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 5. mars 1985. Mál þetta, er dómtekið var 6. mars sl., er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru, dagsettri 16. ágúst 1984, „á hendur Svani Hvítaness Halldórs- syni, leigubifreiðarstjóra, Melaheiði 3, Kópavogi, fæddum 1. mars 1935 í Reykjavík, fyrir eftirgreind brot gegn áfengis- og umferðarlögum: I. Að hafa að morgni sunnudagsins $. desember 1982 um kl. 6 haft með- ferðis í leigubifreiðinni Y-146, sem ákærði ók frá Hreyfli í Reykjavík, eina flösku af brennivíni, sem telja verður að ákærði hafi ætlað til sölu, en lög- reglan veitti ákærða eftirför frá Stórholti í Reykjavík að heimili hans, þar sem áfengið fannst í hanskahólfi bifreiðarinnar. Telst þetta varða við 4. mgr. 19. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. 5. gr. laga nr. 52, 1978. Il. Að hafa í framangreint skipti, er lögreglan veitti ákærða eftirför um götur í Reykjavík og Kópavogi, en ekið var eftir Stórholti, Lönguhlíð, Litluhlíð, Reykjanesbraut, Kringlumýrarbraut, Digranesvegi, Gagnheiði og Melaheiði að heimili ákærða, ekið yfir lögmæltum hámarkshraða, eigi virt stöðvunarskyldu og ekið of hratt og ógætilega miðað við aðstæður, en skuggsýnt var og mikil hálka. Ákærði virti eigi stöðvunarskyldu á gatna- mótum Litluhlíðar og Reykjanesbrautar og á gatnamótum Reykjanes- brautar og Kringlumýrarbrautar, ók yfir lögmæltum hámarkshraða (50-60 km á klukkustund) á Reykjanesbraut, þar sem ákærði ók á allt að 95 km hraða á klukkustund og á Digranesvegi, þar sem ákærði ók á allt að 100 km hraða á klukkustund. Telst þetta varða við 4. mgr. 48. gr., 1., 2. og 3. mgr. a., b. og i. 49. gr. og 1. mgr. 50. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976, sbr. lög nr. 16, 1977, og samþykkt nr. 318, 1977 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 2, 1930. Aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember 1983 um kl. 4 selt Jóni Atla Ólafssyni eina flösku af brennivíni fyrir kr. 800,00 í framangreindri leigu- 1200 bifreið á leið frá Brautarholti 22 að gatnamótum Skipholts og Nóatúns í Reykjavík. Telst þetta varða við 18. gr., sbr. 33. gr., áfengislaga. IV. (sic). Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir. Samkvæmt lögregluskýrslum er upphaf máls þessa það, að aðfaranótt sunnudagsins 5. desember 1982 voru lögreglumennirnir Helgi Skúlason og Hákon Sigurjónsson við eftirlit með áfengislagabrotum leigubifreiðastjóra. Veittu þeir þá athygli tveimur bifreiðum kyrrstæðum, er stóðu gagnstætt hvor annarri á Stórholti skammt austan Skipholts og Einholts. Bifreiðarnar báru skráningarmerkin R-720 og Y-146, og báru lögreglumennirnir kennsl á ökumann síðarnefndu bifreiðarinnar, og var það ákærði í máli þessu. Lögreglumennirnir kváðust hafa séð hönd ákærða koma út um gluggann á bifreiðinni Y-146 og rétt yfir í bifreiðina R-720 hlut, er var að ytri lögun eins og áfengisflaska. Skömmu síðar var bifreiðinni ekið af stað og hófu lögreglumennirnir þá þegar eftirför á eftir Y-146, sem ekið var austur Stór- holt og sem leið lá um Lönguhlíð í suður, Litluhlíð að Eskitorgi upp á Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut, Digranesveg í austur, Gagnheiði í norður, Melaheiði í austur að heimili ákærða nr. 3 við Melaheiði. Lögreglumennirnir kváðust hafa ekið með jöfnu millibili eftir Y-146 frá Skipholti að Eskitorgi og á Litluhlíð frá Eskitorgi að Reykjanesvegi. Á gatnamótum Litluhlíðar og Reykjanesvegar er biðskyldumerki, og hafði ákærði ekki virt biðskylduna, heldur ekið rakleiðis inn á Reykjanesveg. Hafi ákærði aukið mjög ferð bifreiðar sinnar, þegar hér hafi verið komið sögu, þannig að á móts við Nesti hafi hraðamælir bifreiðar lögreglumanna, R-67374. sýnt 90-95 klst. (sic) en jafnt millibil hafi verið á milli Þifreið- anna. Bifreið ákærða hafi verið ekið viðstöðulaust inn á Kringlumýrarbraut og hafi ákærði eigi virt stöðvunarskyldumerki á gatnamótum Reykjanes- brautar og Kringlumýrarbrautar. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið upp á Kópavogsbrú að Digranesvegi á mikilli ferð og austur Digranesveg og hafi þá bilið heldur aukist á milli bifreiðanna. Á Digranesvegi hafi hraðamælir bifreiðar lögreglumanna sýnt 95-100 km/klst. Ekki hafi verið hægt á bif- reiðinni Y-146, en henni hafi verið ekið yfir upphækkun, sem er á Digranes- vegi og merkt er sérstaklega. Á Digranesvegi kváðust lögreglumennirnir hafa leitað aðstoðar lögreglunnar í Kópavogi. Lögreglumennirnir kváðust hafa stöðvað för ákærða, er hann gekk að útidyrum heimilisins síns að Melaheiði 3, Kópavogi. 1201 Aðspurður hafi ákærði viðurkennt að hafa áfengisflösku í hanskahólfi bifreiðarinnar. Hafi ákærði veitt lögreglumönnunum heimild til leitar í bifreiðinni Y-146, og fannst ein áfengisflaska, þriggja pela flaska af ís- lensku brennivíni, í hanskahólfi bifreiðarinnar. Vitnið Hákon Birgir Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður hefur fyrir dómi staðfest lýsingu af eftirför ákærða, eins og að ofan greinir. Vitnið kvað þá lögreglumennina hafa haft tal af ákærða, er hann stóð fyrir utan heimili sitt. Vitnið kvað ákærða í fyrstu ekki hafa viljað koma inn í bifreið lögreglumanna, og kvaðst vitnið þá hafa sagt ákærða, að hann yrði þá handtekinn vegna gruns um sölu á áfengi. Vitnið kvað ákærða hafa gefið þá skýringu á áfengisflösku þeirri, er fannst í hanskahólfi bifreiðar hans, að hann hafi keypt hana og ætlað til eigin nota. Þegar hér hafi verið komið í sögu, hafi lögreglan í Kópavogi verið komin á vettvang. Vitnið kvað lagt hefði verið hald á áfengisflöskuna. Var ákærði síðan færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Reykjavík. Vitnið Helgi Skúlason rannsóknarlögreglumaður hefur í öllum megin- atriðum skýrt frá á sama veg og hér að framan hefur verið rakið, en vitnið var ökumaður í eftirfðrinni heim til ákærða. Vitnið kvaðst hafa orðið vitni að því, þegar hlutur, sem sýndist álengdar geta verið áfengisflaska í brúnum bréfpoka, var handlangaður úr bifreið ákærða, Y-146, inn í aðra leigu- bifreið, er var samhliða, en snéri í gagnstæða átt í Stórholtinu. Um eftirför- ina kvaðst vitninu sér hafa virst (sic), að ákærði hafi orðið þeirra var augnabliki eftir að þeir lögreglumennirnir taka eftir bílunum tveim, og gaf þá ákærði „allt í botn og keyrði þessa leið eins og hann ætti lífið að leysa og nánast eins og druslan dró.““ Vitnið lýsti aðstæðum á þá leið, að sig minnti, að það hefði verið slæmt skyggni, hálkublettir á götum, klaka: bunkar „á inngötum,““ en ekki aðalgötum. Vitnið kvaðst ekki muna, hvort það hafi rignt eða snjóað. Vitnið kvaðst ekki muna, á hvaða hraða ákærði ók áleiðis heim til sín, en kvaðst muna, að það hafi verið yfir lösmæltum hámarkshraða. Um nánari lýsingu á ökuhraða Y-146 kvaðst vitnið vísa til lögregluskýrslu sinnar, er var rituð í beinu framhaldi af atburðunum. Vitnið minnti, að í umrætt sinn hafi þeir verið á óeinkennismerktri bifreið, tegund Mitsubishi Lancer frá Bílaleigu Akureyrar. Hafi bifreið þessi verið hraða- mæld af umferðadeild lögreglunnar í Reykjavík daginn eftir og hafi komið í ljós, að ökuhraði hennar hafi verið meiri en hraðamælir sýndi. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt, hvaða millibil hefði verið á milli bifreiðanna í eftir- förinni, taldi, að það gæti hafa verið frá 200-400 metrar, en kvaðst ekki geta fullyrt neitt um það. Vitnið skýrði frá því, að áfengisflaska sú, er fannst í hanskahólfi bifreiðar ákærða, hafi verið óátekin, en með rofið inn- sigli. Vitnið kvaðst ekki muna, hvaða skýringar ákærði hafi gefið á því að áfengisflaska hafi verið í bifreið hans. 76 1202 Vitnið var innt nánar fyrir dómi um upplýsingaskýrslu þá, er vitnið ritaði 3. desember 1982, dómskjal nr. 4, skjal nr. 2, bls. 1, en þar kemur fram, að lögreglumönnum, sem unnið hafa að eftirliti með leynivínsölu leigubíl- stjóra, hafi ítrekað borist upplýsingar frá ýmsum aðiljum, er ekki vilja láta nafns síns getið, að ákærði stundi leynivínsölu í mjög miklum mæli. Þá er því haldið fram, að ákærði sé mjög vel þekkt nafn meðal þeirra, sem leita eftir áfengi utan opnunartíma áfengisútsala ÁTVR. Vitnið kvaðst hafa yfirheyrt og kært fleiri tugi leigubílstjóra og hafi þeim og öðrum, er vitnið kvaðst hafa rætt við, hafa borið saman um það, að ákærði stundi leynivínsölu. Vitnið kvað engan, sem það hefði rætt við, hafa verið tilbúinn til þess að láta nafn síns getið. Ákærði hefur sjálfur skýrt svo frá fyrir dómi, að áfengisflösku þá sem fannst í hanskahólfi bifreiðar hans, hafi hann ætlað sér að veita hesta- mönnum næsta dag, en hann fari gjarnan Í reiðtúr á sunnudögum. Hafi hann ætlað sér að veita áfengi, ef hann fengi heimsókn í hesthúsið. Ákærði kvaðst ekki muna, hvenær hann hafi keypt umrædda flösku, en taldi, að það hefði verið föstudaginn 3. desember. Ákærði var fyrir dómi beðinn að skýra frá því, hvað hann hefði verið að gera aðfaranótt 5. desember 1982 í Stórholti. Ákærði skýrði frá því, að hann hefði komið þangað að beiðni Sighvats Péturssonar leigubílstjóra, en Sighvatur hefði verið með farþega, sem óskaði eftir að fara til Hveragerðis. Ákærði kvaðst ekki hafa haft áhuga á þessari ferð, en þá hafi Sighvatur rétt yfir í bíl sinn aksturs- nótu með nafni Hreiðars Sigurbjörnssonar leigubílstjóra og hafi spurt ákærða, hvort hann kannaðist við manninn, þar sem farþegi skuldaði manni þessum peninga. Eftir að hafa lesið á miðann kvaðst ákærði hafa rétt miðann aftur í bíl Sighvats. Ákærða var fyrir dómi bent á það, að misræmi væri milli framburðar hans og Sighvats Péturssonar, en í lögreglu- skýrslu, dagsettri 5. desember 1982, heldur Sighvatur því fram, að ekkert hafi farið á milli bílanna. Ákærði kvaðst halda fast við fyrri framburð sinn. Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi, að hann hefði umrædda nótt ekið í „léttara lagi.“ Með þeim orðum kvaðst ákærði eiga við ökuhraða, sem sé rétt fyrir ofan lögmæltan hámarkshraða. Ákærði kvað enga umferð hafa verið þessa nótt og skilyrði til þess að aka hratt. Ákærði kvaðst aka eftir aðstæðum, en ekki hraðamælinum. Ákærði mótmælti því, að hann hefði ekki virt stöðvunarskyldu. Hann kvað það vera ósjálfráð viðbrögð að stöðva við slík merki. Ákærði mótmælti því, að hann hafi verið á 100 km/klst. á Digranesveginum, sem hann taldi alveg útilokað vegna upp- hækkunarinnar. Ákærði taldi, að það hefði verið fyrst á Digranesveginum sem hann hefði veitt því athygli, að honum var veitt eftirför. Ákærði mótmælti fyrir dómi upplýsingaskýrslu vitnisins Helga Skúla- 1203 sonar rannsóknarlögreglumanns, dagsettri 3. desember 1982, á þeirri for- sendu, að upplýsingaaðiljar eru ónafngreindir. Sunnudaginn 13. nóvember 1983 voru lögreglumenn í lögreglunni í Reykjavík samkvæmt eigin skýrslu „staddir við Brautarholt 22, Reykjavík, gagngert til þess að fylgjast með, hvort ólögleg áfengissala færi fram við húsið.““ Vitnið Óskar Kristjánsson lögreglumaður, Lækjarási 14, skýrði frá því fyrir dómi, að hann hefði verið staddur þarna fyrir utan húsið ásamt Jóhannesi Viggóssyni lögreglumanni vegna þess orðróms, að leigubílstjórar og aðrir leynivínsalar færu oft í þetta hús með áfengi. Vitnið kvaðst hafa ekið upp að húsinu og hafi þá ungur ljóshærður maður komið út úr húsinu og gengið rakleiðis í átt að bifreið hans. Er hann nálgaðist hafi hann séð, að vitnið var ekki sá, er hann ætlaði sér að hitta, og hafi farið inn í húsið aftur. Vitnið kvaðst þá hafa fært sig til og lagt bílnum hinumegin götunnar gegnt útidyrunum, en Jóhannes hafi verið á öðrum bíl, er stóð vestan við innganginn á Brautarholti 22. Örskömmu síðar hafi leigubifreið, Y-146, ekið að húsinu og hafi sami maðurinn komið út úr húsinu og sest í framsæti leigubifreiðarinnar. Ákærði kvaðst hafa þekkt ökumann bifreiðarinnar og hafi það verið ákærði í máli þessu. Ákærði hafi að því búnu ekið af stað og hafi vitnið og Jóhannes veitt ákærða eftirför. Ákærði hafi ekið austur Brautarholt og beygt upp Skipholt og stöðvað við gatnamót Skipholts og Nóatúns. Þar hafi farþeginn farið út úr bifreiðinni. Ákærði hafi ekið mjög greitt af stað og farið vestur yfir Nótatúnið. Vitnið kvað þá lögreglumenn- ina hafa lagt áherslu á að ná farþeganum og hafi þeir því ekki veitt ákærða eftirför. Vitnið kvað farþegann hafa verið klæddan þunnum ljósbláum mittisjakka, er féll að líkamanum. Vitnið taldi sig geta fullyrt, að farþeginn hafi ekki getað verið með áfengisflösku innan klæða, er hann fór inn í bifreiðina, en það hafi verið augljóst, að hann hafði eitthvað slíkt innan klæða, er hann fór út úr bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa veitt farþeganum eftirför og stöðvað hann, er hann var kominn að húsinu Brautarholti 22. Farþeginn reyndist vera Jón Atli Ólafsson. Vitnið kvað Jón Atla lítið hafa viljað við þá ræða í fyrstu, en er þeir sýndu lögregluskírteini, þá viður- kenndi hann að hafa keypt áfengisflöskuna hjá ákærða rétt áður. Hafi hann keypt áfengið í samráði við félaga sinn, er biði inni, og gæti sá maður staðfest frásögn hans. Vitnið kvað Jón Atla hafa nafngreint ákærða og hafi sagt, að þeir hafi heyrt, að hann seldi áfengi. Vitnið kvað engar til- raunir hafa verið gerðar þá um nóttina til þess að hafa samband við ákærða. Vitnið kvað Jón Atla hafa farið með þeim á lögreglustöðina ásamt Örlygi Þórðarsyni og hafi þeir gefið skýrslu um atburðinn. Lagt hafi verið hald á áfengisflöskuna. Vitnið Jóhannes Viggósson lögreglumaður, Hamraborg 26, Kópavogi, 1204 hefur í öllum meginatriðum skýrt á sama veg og hér að framan er rakið, en hann starfaði með Óskari Kristjánssyni umrætt kvöld. Vitnið lagði áherslu á það, að þeir hefðu aldrei misst sjónar af Jóni Atla, frá því að hann kom út úr húsinu þar til þeir höfðu tal af honum. Vitnið taldi ólíklegt, að Jón Atli hafi getað verið með flösku innan klæða, er hann kom út úr húsinu, en hún hefði verið augljós, þegar hann kom hins vegar út úr leigu- bifreiðinni. Vitnið Jón Atli Ólafsson verkamaður, Holtsgötu 9, Sandgerði, kom fyrir dóm. Vitnið kvaðst ekki muna í smáatriðum atburði þessa. Það mundi ekki, hvort það hefði hringt eftir leigubifreið eða hvort kunningi sinn hefði gert það, en taldi líklegra, að kunninginn hefði hringt. Það mundi heldur ekki í fyrstu yfirheyrslum, hvaða leið leigubílstjórinn ók. Vitnið bar það fyrir dómi, að hann hefði farið í þennan leigubíl í þeim eina tilgangi að kaupa áfengi og það hafi hann gert. Vitnið kvaðst kannast við ákærða, en aldrei haft við hann viðskipti fyrr. Vitnið kvaðst hafa beðið ákærða að selja sér áfengisflösku, og hafi ákærði selt sér eina flösku af íslensku brennivíni. Vitnið kvaðst ekki muna, hvað það greiddi fyrir flöskuna. Í lögregluskýrslu, er vitnið gaf aðfaranótt 13. nóvember 1983, kvaðst vitnið hafa greitt 800 kr. fyrir flöskuna. Í nefndri lögregluskýrslu kemur fram, að ákærði hafi ekið frá Brautarholti upp í Skipholt og á horni Skipholts og Nóatúns hafi vitnið farið út úr bifreiðinni. Í síðari skýrslu fyrir dómi taldi vitnið, að þeir hefðu ekið upp Brautarholt og inn Skipholt og niður Skipholt. Ákærði hafi svo einhvers staðar snúið við og ekið upp Skipholt og hefði vitnið farið út úr bifreiðinni á mótum Skipholts og Nóa- túns. Vitnið neitaði því að hafa farið út úr bifreiðinni á þessari leið. Vitnið kvaðst hafa verið töluvert undir áhrifum áfengis. Vitnið Örlygur Þórðarson verkamaður, Keldulandi 15, Reykjavík, skýrði frá því fyrir dómi, að það hafi ásamt Jóni Atla Ólafssyni rætt um það fyrrgreint kvöld, hvort þeir ættu að kaupa áfengi á „svörtum markaði.“ Hafi Jón Atli lýst því yfir, að honum væri kunnugt um leigubílstjóra á Hreyfli, sem selji áfengi, og hafi honum jafnframt verið kunnugt um kall- númer hans. Hafi Jón Atli sagt sér númerið og hafi vitnið farið niður og hringt og beðið um þennan tiltekna bíl. Hafi síðan Jón Atli farið út. Það næsta, er gerðist, var, að lögreglumaður kom upp í herbergið til vitnisins og fór þess á leit við það að það fylgdi honum niður á lögreglustöð og gæfi skýrslu, og kvaðst vitnið hafa gert það. Vitnið kvaðst ekki vita, á hvaða verði Jón Atli hafi keypt áfengisflöskuna, en taldi það hafa verið milli 600-800 krónur. Vitnið kvaðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis, en Jón Atli hafi verið undir áhrifum. Vitnið Óskar Berg Sigurjónsson bílamálari, Grensásvegi 24, Reykjavík, gaf skýrslu fyrir dómi. Vitnið kvaðst á þessum tíma hafa starfað sem hús- 1205 vörður að Brautarholti 22. Vitnið kvaðst muna eftir Jóni Atla Ólafssyni og hann hafi þetta umrædda kvöld farið á brott í leigubifreið. Jón Atli hafi komið gangandi heim að húsinu skömmu síðar og hafi í sömu andrá ljósleit japönsk bifreið ekið að húsinu og menn stigið út úr bifreiðinni og haft tal af Jóni Atla. Hann hafi farið inn í bifreiðina og ekið á brott með þeim. Vitnið kvaðst ekki minnast þess, að lögreglumaður hafi komið inn í húsið og annar gestur farið í fylgd lögreglumannsins út úr húsinu. Vitnið taldi sig muna vel eftir þessari ljósleitu japönsku bifreið, vegna þess að það hefði veitt bifreiðinni eftirtekt fyrr um kvöldið. Bíllinn hefði staðið á horni Brautarholts og Nóatúns og hefði gjarnan fylgt bílum eftir, er fóru frá húsinu Brautarholti 22, en hann hefði ávallt verið kominn aftur að stuttri stund liðinni. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt, hvort bifreiðin hafi fylgt leigubifreiðinni eftir, þegar Jón Atli fór frá húsinu. Ákærði hefur sjálfur skýrt svo frá fyrir dómi, að hann kannist við Jón Atla Ólafsson, og kvaðst muna eftir því, er hann ók honum í umrætt sinn. Ákærði kvað Jón Atla hafa verið undir áhrifum áfengis og hafa viljað aka um bæinn. Ákærði Kvaðst ekki hafa viljað gera það á annatíma, þar sem dansleikjum væri rétt að ljúka. Hann hafi því ekið niður undir Meðalholt og stöðvað þar sem Pólarrafgeymar eru, þar hafi Jón Atli farið út úr bif- reiðinni smástund. Síðan hafi hann ekið upp Skipholt og stöðvað móts við Nóatún. Jón Atli hafi farið út úr bifreiðinni og haft á orði, að hann hlypi héðan. Ákærði neitaði því alfarið að hafa selt Jóni Atla Ólafssyni eina flösku af íslensku brennivíni. Ákærði taldi framburð vitnisins rangminni, en gat að öðru leyti ekki gefið neinar skýringar á því, hvaðan þessi flaska hafi komið. Ekki reyndist unnt með samprófun að samræma framburð vitna og ákærða. Ákærði er sakhæfur og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1951 18/1 í Reykjavík: Dómur: 20 daga varðhald, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir brot á 219. gr. hegningarlaga, bifreiðalögum, umferðar- lögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 1952 27/10 í Reykjavík: Sáit, 100 kr. sekt fyrir brot á 46. gr. lögreglu- samþykktar. 1953 3/2 í Reykjavík: Sátt, 60 kr. sekt fyrir brot á umferðar- og bifreiða- lögum. 1953 1/10 í Reykjavík: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 26. gr. bifreiðalaga. 1955 2/2 í Reykjavík: Sátt, 50 kr. sekt fyrir brot á 26. gr. bifreiðalaga, og 46. gr. lögreglusamþykktar. 1956 5/10 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 26., sbr. 38. gr. bifreiðalaga. 1206 1957 22/6 í Kópavogi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 26. og 27. gr. bifreiða- laga. 1957 23/8 í Kópavogi: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. bifreiðalaga. 1957 17/10 í Reykjavík: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 219. gr. hegningar- laga, og 27. gr. bifreiðalaga og 46. gr. lögreglusamþykktar. 1959 20/S í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt fyrir ökuhraða. 1960 23/11 í Reykjavík: Sátt, 250 kr. sekt fyrir umferðarslys. 1961 20/1 í Reykjavík: Sátt, 7.100 kr. sekt fyrir brot á 18. og 19. gr. áfengislaga. 1961 21/7 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1961 29/9 í Kópavogi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1962 22/6 í Kópavogi: Áminning fyrir brot á 3.mgr. 45. gr. umferðarlaga. 1962 1/10 í Kópavogi: Sátt, 500 kr. sekt fyrir of hraðan akstur. 1963 30/5 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir of hraðan akstur. 1963 4/10 í Reykjavík: Sátt, 500 kr. sekt fyrir tolllagabrot. 1963 „7/11 í Kópavogi: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 49. gr. umferðarlaga. 1966 7/6 í Kópavogi: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1966 29/9 í Kópavogi: Sátt, 200 kr. sekt fyrir brot á 49. og 50. gr. um- ferðarlaga. 1967 26/7 í Kópavogi: Sátt, 400 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umferðarlaga. 1967 31/8 í Kópavogi: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot á reglum um stöðumæla og 6. mgr. 48. gr. umferðarlaga. 1967 31/10 í Kópavogi: Dómur: Sýknaður af ákæru um meint brot á 26. gr., 1. mgr. 37. gr. og 4. mgr. 45. gr. umferðarlaga. 1969 5/5 í Kópavogi: Sátt, 100 kr. sekt fyrir brot á 1. mgr. 27. gr. umferð- arlaga. 1975 13/10 í Kópavogi: Dómur: 8.000 kr. sekt fyrir brot á 19. gr.,3. mgr., sbr. 2. mgr. 42. gr. áfl. 1976 27/4 í Kópavogi: Dómur Hæstaréttar: Hinn áfrýjaði dómur, dags. 13/10 1975, á að vera óraskaður að öðru leyti en því, að greiðslufrestur sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa að telja. Ólöglegur hagnaður, 1.830 kr., á að vera upptækur til ríkissjóðs. 1984 13/1 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur f. brot g. 155. gr. hgl. Ákvörðun um refsingu frestað skb. 2 ár. Af hálfu ákærða hefur verið lögð fram skrifleg vörn. Ákærði gerir þær dómkröfur að verða sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Jafnframt er krafist, að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun að mati dómsins. Varðandi lið Í í ákæru, dagsettri 16. ágúst 1984, er sök talin ósönnuð 1207 af hálfu ákærða. Ákærði heldur því fram að hann hafi ætlað flöskuna til eigin nota. Hann hafi keypt hana föstudeginum áður og gleymt í hanska- hólfi bifreiðarinnar. Það hafi verið ætlun ákærða að veita hestamönnum áfengi þessa tilteknu helgi. Þá er því haldið fram, að flaskan hafi verið átekin, þegar ákærði hafi framvísað henni til lögreglunnar. Sýknukrafan er ennfremur á þeim rökum reist, að ákvæði 4. mgr. 19. gr. áfengislaga nr. 82/1969 eigi ekki við, þar sem flaskan hafi fundist á heimili ákærða. Auk þess hafi eigi legið fyrir rökstuddur grunur skv. 3. mgr. 19. gr. áfengis- laga. Af hálfu ákærða er ákærulið II í ákæru mótmælt á þeirri forsendu, að verknaðarlýsing byggist eingöngu á framburði kærenda, en framburði þeirra er mótmælt sem vilhöllum og röngum. Kærendur hafi fyrirfram verið með mótaðar skoðanir á ákærða honum í óhag. Ennfremur er því haldið fram, að fjarlægðin hafi verið það mikil milli bifreiðanna, að úti- lokað hafi verið fyrir kærendur að sjá, hvort ákærði virti t.d. stöðvunar- skyldu t.d. á gatnamótum Litluhlíðar og Reykjanesbrautar. Ennfremur er á það bent af hálfu ákærða, að stöðvunarskylda hefur ekki ávallt verið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Kringlumýrarbrautar. Í dag er einungis biðskylda á þessum gatnamótum. Af hálfu ákæruvaldsins hafi ekki verið upplýst sérstaklega, hvaða regla gilti á þeim tíma, sem hér um ræðir, og beri því að sýkna ákærða af þessum þætti ákæruliðsins. Ákærði mótmælir alfarið að hafa selt Jóni Atla Ólafssyni flösku af brennivíni aðfaranótt 13. nóvember 1983. Því er haldið fram, að fram- burður kærenda sé léttvægur, m.a. af þeirri ástæðu, að kærendur hafi ekki hirt um að skýra frá því, að þeir hafi verið á tveimur bifreiðum, er þeir veittu ákærða eftirför í umrætt sinn. Ennfremur er á það bent, að ekki náðist samræmi í frásögn kærenda annars vegar og Jóns Atla Ólafssonar hins vegar um þá leið, er ákærði á að hafa ekið Jóni. Því er haldið fram, að kærendur hafi ekki veitt ákærða eftirför í umrætt sinn. Eftir standi því fullyrðing Jóns Atla gegn fullyrðingum ákærða um meinta áfengissölu. Niðurstaða. Aðfaranótt 5. desember 1982 voru rannsóknarlögreglumenn í eftirliti með ólöglegri áfengissölu. Veittu þeir athygli tveimur leigubifreiðum, er stóðu andspænis hvor annarri á Stórholti skammt austan Skipholts og Einholts. Báru rannsóknarlögreglumennirnir kennsl á bifreiðastjóra annarrar bifreið- arinnar, en hann er ákærði í máli þessu. Því er haldið fram, að ákærði hafi rétt hlut út um glugga vinstri framhurðar bifreiðar sinnar yfir í hina bifreiðina, sem að ytri lögun líktist áfengisflösku. Skömmu síðar óku bifreiðarnar af stað, og veittu rannsóknarlögreglumennirnir ákærða eftir- för en hann ók leigubifreiðinni Y-146 áleiðis heim til sín að Melaheiði 3, Kópa- 1208 vogi. Rannsóknarlögreglumennirnir stöðvuðu för ákærða, er:hann stóð við útidyr heimili síns. Ákærði viðurkenndi að hafa haft meðferðis eina flösku af áfengi í hanskahólfi bifreiðarinnar. Fyrir dómi minnti ákærða, að hann hefði keypt flöskuna föstudaginn 3. desember og það hafi verið ætlun sín að veita hestamönnum áfengi þennan sama dag, sunnudaginn 5. desember, en hann fari gjarnan í útreiðartúra um helgar. Þegar aðdragandi málsins er virtur og haft er í huga, að ákærði hefur ítrekað verið ákærður fyrir brot á 4. mgr. 19. gr. og 18. gr. áfengislaga og fundinn sekur að ólöglegri áfengissölu, sbr. Hrd. 1976: 379 og með tilliti til sakarlíkindareglu 4. mgr. 19. gr. áfengislaga, þykir ákærði ekki hafa fært nægilega sterkar líkur að því, að áfengið hafi ekki verið ætlað til sölu. Ákærði hefur því gerst sekur við 4. mgr. 19. gr. áfengislaga nr. 82, 1969. Rannsóknarlögreglumennirnir veittu ákærða eftirför umræddan morgun frá Stórholti að heimili hans, Melaheiði 3, Kópavogi. Ákærði hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa ekið „í léttara lagi“, en með þeim orðum eigi hann við yfir lögmæltum hámarkshraða. Ákærði mótmælti hins vegar að hafa ekið á þeim hraða sem hann er ákærður fyrir. Með hliðsjón af fram- burði kærenda og játningu ákærða verður ákærði talinn hafa brotið ákvæði 1., 2. og 3. mgr. a., b og i 49. gr. og 1. mgr. 50. gr. (sic), sbr. lög nr. 16, 1977 og samþykkt var (sic) 318, 1977 um breytingu á lögreglu- samþykkt fyrir Reykjavík nr. 2, 1930. Ekki er unnt að fallast á rök ákærða fyrir því, að verknaðarlýsing rann- sóknarlögreglumannanna verði ekki lögð til grundvallar við ákvörðun sektar. Þar sem svo er og þar sem telja verður samkvæmt frásögn þeirra, að þeir hafi haft möguleika á að fylgjast með því, hvort ákærði virti stöðv- unarskyldu á gatnamótum þeim, sem hér um ræðir, verður að telja, að ákærði hafi gerst brotlegur við ákvæði 4. mgr. umferðarlaga (sic) nr. 40, 1968 með því að stöðva ekki á gatnamótum Litluhlíðar og Reykjanes- brautar annars vegar og Reykjanesbrautar og Kringlumýrarbrautar hins vegar, enda var stöðvunarskylda á báðum þessum gatnamótum í desember 1982. Ákærði hefur mótmælt að hafa selt vitninu Jóni Atla Ólafssyni eina þriggja pela áfengisflösku af íslensku brennivíni aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember 1983. Þegar framburður vitna er virtur, en fyrir liggur, að Jón Atli kvaðst hafa keypt nefnda áfengisflösku af ákærða, vitnið Örlygur Þórðarson kvaðst hafa pantað leigubifreiðina nr. 146 á leigubifreiðastöð Hreyfils, vitnið Óskar Berg Sigurjónsson kvaðst hafa fylgst með Jóni Atla, er hann fór út í leigubifreið, og kvaðst ekki hafa séð, að Jón Atli hafi haft áfengisflösku, er hann gekk út í leigubifreiðina, og frásögn lögreglu- mannanna, þykir komin fram lögfull sönnun, að ákærði hafi selt Jóni Atla Ólafssyni fyrrgreinda áfengisflösku, enda þykir ósamræmi í frásögn lög- 1209 reglunnar annars vegar og ákærða hins vegar og ákærða annars vegar og Jóns Atla hins vegar um þá leið, er ákærði ók Jóni Atla frá Brautarholti 22 að gatnamótum Skipholts og Nóatúns, ekki leiða til sýknu ákærða á III. lið ákæru. Samkvæmt þessu hefur ákærði gerst sekur við 18. gr. áfeng- islaga nr. 82/1969. Ákærði hefur ítrekað gerst brotlegur við ákvæði 18. gr. áfengislaga, en af hálfu ákæruvaldsins hefur ekki verið gerð krafa til þess, að við ákvörðun refsingar verði beitt ákvæðum 42. gr. áfengislaga. Ákærði var með dómi sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 13. janúar 1984, sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í 2 ár. Rétt þykir að láta skilorðsdóminn haldast skv. heimild í 60. gr. almennra hegningarlaga, þar sem refsing vegna brota, sem ákærði er nú ákærður fyrir, varðar sektum. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með vísan til þeirra refsilaga- ákvæða, sem ákært er eftir, sekt Í ríkissjóð að fjárhæð kr. 15.000,00, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja. Af hálfu ákæruvaldsins hefur ekki verið gerð krafa til þess að gera upp- tækt til ríkissjóðs 1 flösku af brennivíni, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, samkvæmt c-lið 34. gr. áfengislaga nr. 82, 1969. Þá hefur af hálfu ákæruvaldsins ekki verið gerð krafa um upptöku ólög- mæts hagnaðar ákærða af sölu áfengisflösku þeirrar, er hann seldi og greinir í II. lið ákæru, skv. heimild í 3 tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19, 1940. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þ.m.t. máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 10.000,00. Við rannsókn máls þessa hefur komið í ljós, að lögreglumenn þeir, er veittu ákærða eftirför frá Stórholti í Reykjavík að Melaheiði 3, Kópavogi, óku þessa leið á ólöglegum hraða án þess að hagsmunir þeir, er í húfi voru, réttlættu slíkar aðgerðir. Ólöf Pétursdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Svanur Hvítaness Halldórsson, greiði sekt í ríkissjóð að fjárhæð kr. 15.000,00, og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Hilmars Ingimundarsonar hrl., kr. 10.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1210 Föstudaginn 8. nóvember 1985. Nr. 224/1983. Þorsteinn Jónsson (sjálfur) gegn gjaldheimtustjóra f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.) formanni framtalsnefndar Reykjavíkur f.h. nefndarinnar borgarstjóranum í Reykjavík f.h. borgarsjóðs Reykjavíkur og (Magnús Óskarsson hrl.) fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.) Skaðabótamál. Aðild. Bótaábyrgð á dómaraverkum. Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 8. desember 1983. Hann krefst þess, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða sér 30 milljónir króna með ársvöxtum sem hér segir: 1990 frá 1. október 1978 til 1. júní 1979, 22% frá þeim degi til 1. sept- ember s.á., 27% frá þeim degi til 1. desember s.á., 31% frá þeim degi til 1. júní 1980, 35% frá þeim degi til 1. júní 1981, en með 34% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags og með dóm- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast allir staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefj- ast þeir hver um sig málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Framtalsnefnd sú, er starfaði samkvæmt 37. gr. laga nr. 51/1964, var lögð niður er lög nr. 8/1972 tóku gildi. Hvorki hún né framtals- nefnd sú, sem upplýst er, að síðan hefur starfað til þess kjörin af 1211 borgarstjórn Reykjavíkur að fjalla um beiðnir gjaldenda um lækk- un útsvara samkvæmt heimild í 27 gr. laga nr. 73/1980, áður laga nr. 8/1972, er stjórnsýsluaðili, sem beint verður að sjálfstætt fé- bótakröfum vegna tjóns, er sækjandi máls telur sig hafa orðið fyrir vegna starfa nefndarinnar. Ber að hafa slíkar kröfur, ef einhverjar eru, uppi á hendur borgarsjóði. Verður því að Óómerkja hinn áfrýj- aða dóm að þessu leyti og vísa sjálfkrafa frá héraðsdómi kröfum áfrýjanda á hendur formanni framtalsnefndar Reykjavíkur f.h. nefndarinnar. Eins og málið liggur fyrir þykir þó mega líta svo á, að áfrýjandi byggi kröfur sínar á hendur borgarstjóranum í Reykja- vík f.h. borgarsjóðs á því, að framtalsnefnd hafi valdið honum tjóni, sem borgarsjóði beri að bæta. Áfrýjandi hefur látið að því liggja Í málsókn þessari, að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna dómaraverka skiptaráðanda í Reykja- vík, sem kvað 1. nóvember 1971 upp úrskurð um, að bú hans skyldi tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota. Úrlausn um bótaskyldu ríkissjóðs vegna dómaraverka hlýtur að byggjast á mati á þeim verk- um. Verður slík úrlausn ekki fengin með málsókn gegn ríkissjóði í héraði, sbr. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 85/1936. Ber því einnig að ómerkja hinn áfrýjaða dóm að þessu leyti og vísa málsókn áfrýj- anda á hendur ríkissjóði sjálfkrafa frá héraðsdómi að því leyti sem hún verður talin á þessum grundvelli reist. Fyrir Hæstarétti eins og í héraði snerist málflutningur áfrýjanda að miklu leyti um þá fullyrðingu hans, að áritun yfirborgarfógeta 26. júní 1972 á uppboðsbeiðni frá Gjaldheimtunni í Reykjavík væri fullnaðarkvittun. Áður en kvittunin var rituð, eða 2. maí 1972, var lagt inn í Iðnaðarbanka Íslands h.f. til innheimtu á vegum áfrýjanda 300.000,00 króna skuldabréf með fyrirmælum um, að greiðslur af því ættu að færast á reikning áfrýjanda hjá Gjaldheimtunni. Þegar þetta er virt, verður áfrýjandi ekki talinn hafa haft neina ástæðu til að líta svo á, að með áritun yfirborgarfógeta hefði hann fengið fulla og endanlega eftirgjöf á 300.000,00 krónum af því fé, sem Gjaldheimtan hafði talið hann skulda. Brast yfirborgarfógeta auk þess vald til að gefa áfrýjanda eftir uppboðskröfuna að þessu eða öðru leyti. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með tilvísun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann um önnur atriði en að ofan getur, 1212 þar á meðal um málskostnað, en dóminum hefur ekki verið gagn- áfrýjað. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Þykir hann hæfilega ákveðinn 40.000,00 krónur til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, 25.000,00 krónur til ríkis- sjóðs og jafnhá upphæð til borgarsjóðs Reykjavíkur. Ekki eru efni til að dæma áfrýjanda til að greiða málskostnað til framtalsnefndar Reykjavíkur. Í greinargerð áfrýjanda fyrir Hæstarétti hefur hann ósæmileg ummæli um nafngreinda héraðsdómara. Í munnlegum málflutningi sínum fyrir Hæstarétti veittist hann að þeim og lögmönnum stefndu með illyrðum. Ber að víta áfrýjanda harðlega fyrir þetta. Dómsorð: Kröfum áfrýjanda, Þorsteins Jónssonar, á stefnda formann framtalsnefndar Reykjavíkur f.h. nefndarinnar er vísað frá héraðsdómi. Kröfum áfrýjanda á stefnda fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er vísað frá héraðsdómi að því leyti sem þær eru byggðar á ábyrgð ríkissjóðs á dómaraverkum skiptaráðanda í Reykjavík. Að öðru leyti skal fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vera sýkn af kröfum áfrýjanda. Stefndu gjaldheimtustjóri f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og borgarstjórinn í Reykjavík f.h. borgarsjóðs skulu vera sýknir af kröfum áfrýjanda. Áfrýjandi greiði að viðlagðri aðför að lögum málskostnað fyrir Hæstarétti þannig: 40.000,00 krónur til stefnda Gjald- heimtunnar í Reykjavík, 25.000,00 til fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og 25.000,00 krónur til borgarstjórans í Reykjavík f.h. borgarsjóðs. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. október 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 29. september 1983, er höfðað fyir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 3. nóvember 1982, af Þorsteini Jóns- 1213 syni sjómanni, Hátúni 6, Reykjavík, nnr. 9746-6610, gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs Íslands, borgarstjóra f.h. borgarsjóðs Reykjavíkur, formanni framtalsnefndar Reykjavíkur vegna nefndarinnar og gjaldheimtustjóra v/Gjaldheimtunnar í Reykjavík til greiðslu in solidum á kr. 30.000.000,00 með 19%0 ársvöxtum frá 1. október 1978 til 1. júní 1979, með 22% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s.á., 31%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, en með 34% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags og með hæstu lögleyfðu dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar að mati dómsins. Stefndu hafa allir krafist sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur einnig til vara krafist þess, að stefnufjárhæðin verði lækkuð til mikilla muna og málskostnaður verði látinn falla niður. I. Málavextir og málsástæður stefnanda. Stefnandi hefur höfðað mál þetta til heimtu miskabóta, vaxta og máls- kostnaðar vegna meintrar sviptingar á persónu-, athafna- og atvinnufrelsi m.m. Stefnandi kveðst allt frá árinu 1964 hafa átt í harðvítugri baráttu við. skattayfirvöld, framtalsnefnd Reykjavíkur, skattstjórann í Reykjavík, ríkisskattstjóra og gjaldheimtustjórann í Reykjavík auk fleiri aðilja vegna rangra og tilefnislausra hækkana opinberra gjalda. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir sínar kveður hann leiðréttingar eða skýringar engar hafa fengist og hafi ólögmætar hækkanir opinberra gjalda á árinu 1967 til 1971 leitt til þess, að hann hafi ranglega verið úrskurðaður gjaldþrota hinn 1. nóvember 1971. Hafi gjaldþrotameðferðin í raun leitt til þess, að hann hafi verið sviptur aflahæfi sínu, athafna- og atvinnufrelsi, þar sem kippt hafi verið fótunum undan útgerðarstarfsemi hans, en hann hafi á þessum tíma rekið og gert út eigin bát. Jafnframt gjaldþrotameðferðinni á hendur sér hafi Gjaldheimtan krafist uppboðs á báti sínum, Báru RE 26, og allt þetta hafi leitt til þess, að hann hafi ekki fengið rekstrarlán til veiðarfærakaupa, er hann hafði sótt um til Landsbanka Íslands á árinu 1972, og af sömu ástæðu hafi hann enga fyrirgreiðslu fengið hjá öðrum lánastofnunum og alls staðar verið á svörtum lista yfir vanskilamenn. Krafa Gjaldheimtunnar í Reykjavík um gjaldþrotaskiptameðferð á búi stefnanda var afturkölluð 3. maí 1972, og telur stefnandi það hafa verið vísbendingu um það, að krafan hafi ranglega verið höfð uppi. Einnig hafi beiðni um uppboð. á báti hans, Bárunni RE 26, dags. 15. mars 1972, verið afturkölluð, og telur stefnandi sig þá hafa fengið fullnaðarkvittun fyrir skuld sinni við Gjaldheimtuna frá yfirborgarfógeta, dags. 26. júní 1972. Stefnandi telur, að þá hafi skaðinn 1214 verið skeður og grundvöllur fjárhagsafkomu hans hruninn, gjaldþrota- og uppboðsaðförin hefði þá þegar leitt til þess, að hann hafi orðið að selja bát sinn, sem hann hafi byggt lífsafkomu sína á. Stefnandi kveður, að þrátt fyrir fullnaðarkvittun um greiðslu opinberra gjalda frá árinu 1972 hafi af hálfu Gjaldheimtunnar í Reykjvík verið haldið áfram að krefjast greiðslu þessara sömu gjalda allt fram á árið 1982, en þá hafi Gjaldheimtan strikað yfir allar skuldir stefnanda, og telur stefnandi það hafa verið gert vegna málsóknar hans á hendur Gjaldheimtunni. Stefnandi telur sig þannig hafa þurft að þola síendurteknar kröfur um greiðslu skulda, sem hann hafi haft fullnaðarkvittun fyrir. II. Málavextir og málsástæður stefndu. Stefndu styðja sýknukröfu sína þeim rökum, að farið hafi verið með framtöl stefnanda skv. lögum og reglum og opinber gjöld hans hafi verið löglega ákvörðuð. Fyrirspurnarbréfum skattayfirvalda hafi stefnandi ýmist ekki svarað eða svarað á ófullnægjandi hátt og þar af leiðandi orðið að hlíta hækkunum og áætlunum eftir atvikum. Stefnandi hafi ekki neytt réttar síns til þess að kæra álagningu opinberra gjalda. Á grundvelli samn- ings um Gjaldheimtuna í Reykjavík, sem gerður sé með stoð í lögum nr. 68/1962 um heimild til sameiginlegrar innheimtu opinberra gjalda, sbr. reglugerð nr. 95/1962 um sama efni, hafi Gjaldheimtan í Reykjavík haft allar skyldur og allar heimildir, sem innheimtumönnum ríkissjóðs, sveita- sjóða og opinberra stofnana séu fengnar. Hafi stefndi Gjaldheimtan í samskiptum sínum við stefnanda aðeins gert það, sem henni var rétt og skylt skv. áðurgreindum lögum og reglum. Þann 19. nóvember 1970 hafi verið gert árangurslaust lögtak hjá stefnanda vegna opinberra gjalda, sem þá hafi numið að eftirstöðvum gkr. 106.097. Hafi stefnandi sjálfur verið mættur við gerðina og skýrt svo frá, að hann ætti engar eignir. Rökrétt framhald af árangurslausu lögtaki sé beiðni um gjaldþrotaskipti og hafi hún verið send skiptaráðanda með bréfi, dags. 24. ágúst 1971. Bú stefnanda hafi síðan verið tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota með úrskurði skiptaréttar 1. nóvember 1971. Ekki hafi þó komið til endanlegra skipta, því beiðnin hafi verið afturkölluð með bréfi, dags. 3. maí 1972, og málið fellt niður 8. maí 1972. Skýringin á þessari afturköllun sé annars vegar sú, að lagt hafi verð inn í Iðnaðarbanka Íslands hinn 2. maí 1972 til innheimtu veðskuldabréf að fjárhæð gkr. 300.000 og skyldi innheimt andvirði þess ganga til greiðslu skuldar stefnanda hjá Gjaldheimtunni, og hinsvegar sú, að stefnandi hafi á árinu 1971 eignast % hluta í vélbátnum Bárunni RE 26, og hafi verið bent á eign þessa til lögtaks 2. febrúar 1972 til tryggingar eftirstöðvum gjalda að fjárhæð gkr. 322.896. Beðið hafi verið um uppboð 1215 á grundvelli þessa lögtaks fyrir framangreindum höfuðstól, gkr. 322.896, ásamt dráttarvöxtum, gkr. 29.170, og kostnaði, gkr. 3.420, með bréfi til borgarfógetaembættisins, dags. 15. mars 1972. Eftir að síðargreint lögtak hafi verið gert og áður en um uppboð hafi verið beðið, hafi stefnandi án vitundar Gjaldheimtunnar selt uppboðsandlagið eða nánar tiltekið þann 24. febrúar 1972. Ekki hafi þessi ráðstöfun stefnanda verið kærð, svo sem heimilt var lögum samkvæmt, en látið við það sitja, að stefnandi greiddi í uppboðsrétti gkr. 60.345, og var málið þar með fellt niður. Þeirri full- yrðingu stefnanda, að við móttöku þessarar fjárhæðar hafi yfirborgarfógeti kvittað fyrir allar skuldir stefnanda við Gjaldheimtuna, er mótmælt. Telja stefndu, að yfirborgarfógeti hafi sumpart kvittað fyrir uppboðskostnaði, gkr. 4.859, en sú fjárhæð hafi verið innheimtuaðilja óviðkomandi, og í annan stað hafi verið kvittað fyrir gkr. 55.486, sem komið hafi í hlut Gjaldheimtunnar, en yfirborgarfógetinn orði kvittunina svo, að uppboðs- krafan lækki í gkr. 55.486. Telja stefndu, að þetta beri að skilja svo, að Gjaldheimtan samþykki að afturkalla uppboðskröfuna gegn greiðslu á þessari fjárhæð, en þá hafi staðið eftir af skuld þeirri, sem upphaflega hafi verið send til uppboðsréttarins, gkr. 300.000. Kvittun yfirborgarfógetans sé skráð 26. júní 1972 og á ljósriti af dagbók Gjaldheimtunnar frá 4. júlí 1972 komi fram, að framangreind fjárhæð hafi verið færð stefnanda til tekna þannig, að gkr. 3.420, hafi gengið til greiðslu kostnaðar, gkr. 29.170, til greiðslu dráttarvaxta og mismunurinn, gkr. 22.896, til greiðslu upp í höfuðstól, sem þá hafi lækkað í réttar gkr. 300.000. Hinn 2. maí 1972 hafi hins vegar Brandur Brynjólfsson lagt inn í Iðnaðarbanka Íslands til inn- heimtu handhafaskuldabréf, útgefið 24. febrúar 1972, að fjárhæð gkr. 300.000 og óskað þess, að greiðslur yrðu færðar á reikning stefnanda hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Telja stefndu, að sú beiðni hefði verið óþörf, ef stefnandi hefði verið. skuldlaus á þeim tíma. Hins vegar hafi engin greiðsla komið af þessu. bréfi inn á reikning stefnanda og innheimtuað- gerðum því verið fram haldið vegna þessarar skuldar sem og nýrra álagn- inga. Niðurstaða dómsins. Reifun máls þessa af hálfu stefnanda er ábótavant hvað varðar skýrleika í framsetningu gagna og reifun málsástæðna, en með tilliti til þess, að stefn- andi, sem er ólöglærður, rekur mál sitt sjálfur án aðstoðar lögmanns og þar sem allir aðiljar hafa lýst því yfir, að þeir óski þess, að efnisdómur megi ganga í málinu, þá þykir ekki rétt að vísa málinu frá dómi ex officio af þessari ástæðu. Stefnandi byggir málarekstur sinn á því, að hann hafi sætt röngum og tilefnislausum hækkunum opinberra gjalda á árinu 1967— 1971, sem síðar hafi orðið grundvöllur innheimtuaðgerða á hendur honum. Af gögnum 1216 málsins þykir hins vegar ljóst, að stefnandi hafi ekki á sínum tíma gætt þeirra formskilyrða, sem lög gera ráð fyrir, að gætt sé, ef menn óska endur- skoðunar skattayfirvalda á álögðum opinberum gjöldum, og þar eð ekki hefur annað komið fram en farið hafi verið eftir settum lögum og reglum við álagningu og breytingar á opinberum gjöldum stefnanda, þá verður þessi málsástæða ekki tekin til greina. Í öðru lagi byggir stefnandi kröfu sína á því, að hann hafi orðið að þola tilefnislausar innheimtuaðgerðir og hafi verið ranglega úrskurðaður gjald- þrota þann 1. nóvember 1971. Ljóst er af gögnum málsins, að gjaldþrota- úrskurður þessi var kveðinn upp á grundvelli lögtaks, er fram fór 19. nóvember 1970 að stefnanda viðstöddum og varð árangurslaust, þar eð stefnandi kvaðst þá engar eignir eiga. Við aðiljayfirheyrslu hélt stefnandi því fram, að hann hefði þá átt lausafé, m.a. verðmætt bókasafn, en þar sem fógetinn hefði talið þessar eignir einskis virði og ekki talið svara kostnaði að flytja á uppboðsstað, hefði hann lýst sig eignalausan. Einnig kom fram, að hann hefði á þeim tíma átt skip í smíðum, en hefði ekki bent á það, þar sem hann taldi sig ekki geta sýnt fram á það þá, að það væri sín eign. Kvaðst hann hafa fjármagnað smíðina með andvirði annars skips, er hann hefði selt. Samkvæmt endurriti Skiptaréttar Reykjavíkur mætti stefnandi sjálfyr í gjaldþrotaskiptaréttinum og hreyfði þar ekki andmælum gegn gjaldþrotaskiptabeiðninni. Ljóst er, að stefnandi átti þá vélbátinn Báru RE 26, og við aðiljayfirheyrslur heldur stefnandi því fram, að hann hafi skýrt frá því í gjaldþrotaskiptaréttinum 1. nóvember 1971, að hann ætti þennan bát. Þessi fullyrðing stefnanda stangast á við bókun skiptaréttar. Dómurinn álítur, að stefnandi verði sjálfur að bera halla af því, hafi hann gefið rangar upplýsingar fyrir fógetarétti, sem síðan leiddu til gjald- þrotaskiptaúrskurðar. Líta verður svo á, að stefnanda hafi verið gert ljóst, að árangurslaust lögtak gæti verið grundvöllur gjaldþrotaskiptameðferðar. Það, að stefnandi taldi sig ekkert skulda, gat eitt sér ekki komið í veg fyrir gjaldþrotaskiptameðferð á búi hans. Sú fullyrðing stefnanda, að hann hafi ekki fengið aðvaranir og tilkynningar um gjaldþrotaskiptameðferðina, stangast á við þá staðreynd að hann mætir fyrir skiptarétti. Stefnandi getur því ekki reist bótakröfu sína á þessari málsástæðu. Í þriðja lagi byggir stefnandi bótakröfu sína á því, að hann hafi fengið fullnaðarkvittun fyrir meintri skuld sinni við Gjaldheimtuna í Reykjavík í uppboðsrétti hjá yfirborgarfógeta í Reykjavík hinn 26. júní 1972, en þrátt fyrir það hafi innheimtuaðgerðum verið fram haldið. Uppboðsmál þetta var fellt niður þann 26. júní 1972. Greiddi stefnandi þá gkr. 55.486 vegna skuldar sinnar við Gjaldheimtuna í Reykjavík auk uppboðsréttarkostnaðar, gkr. 4.856, samtals gkr. 60.345. Heldur stefnandi 1217 því fram, að með þessari greiðslu hafi hann orðið skuldlaus við Gjaldheimt- una í Reykjavík. Hafi hann greitt þetta samkvæmt samkomulagi við yfir- borgarfógeta til þess að friða sjálfan sig og komast í sína vinnu, en full- yrðir, að hann hafi ekki skuldað Gjaldheimtunni neitt. Stefnandi hefur haldið því ítrekað fram, að með orðalagi kvittunar fyrir ofangreindri greiðslu í uppboðsrétti hafi hann skv. íslenskri málvenju fengið fullnaðar- kvittun fyrir skuld sinni hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Kvittunin hljóðar svo: „Krafan lækkuð í kr. 55.486,00 Uppboðsréttarkostn. — 4.859,00 kr. 60.345,00 greitt 26/6 1972 Friðjón Skarphéðinsson (sign) Borgarfógetaembættið í Reykjavík (stimpill).““ Friðjón Skarphéðinsson, fyrrverandi yfirborgarfógeti, hefur komið fyrir dóminn sem vitni að beiðni stefnanda. Kvaðst vitnið ekki muna sérstaklega eftir þessu máli, en kvað það hafa borið við, að Gjaldheimtan lækkaði uppboðskröfur, sem komnar voru til uppboðsréttarins. Hafi slíkt átt sér stað ýmist skriflega eða munnlega. Kvað vitnið uppboðsréttinum vera óviðkomandi, hvaða samningur eða greiðslur lægju að baki lækkunar uppboðskröfu. Uppboðskrafan væri sú krafa, sem höfð væri uppi í upp- boðsréttinum. Kvað hann ljóst, að uppboðshaldari hefði ekki heimild til að fella niður uppboðskröfuna án fyrirmæla uppboðsbeiðanda og án úrskurðar, enda fælist ekkert slíkt í áritun sinni á skjalið, heldur væri þar aðeins kvittað fyrir gkr. 60.345, sem greiddar voru. Alkunna er, að uppboðsréttarmálum er oft lokið með afturköllun beiðni um uppboð, án þess að hin eiginlega skuld sé að fullu upp gerð. Stefndi Gjaldheimtan í Reykjavík hefur gert þá grein fyrir afturköllun kröfunnar, að annars vegar hafi verið upplýst, að búið væri að selja uppboðsandlagið, v/b Báruna RE 26, og hins vegar hafi verið sett veðskuldabréf í innheimtu Iðnaðarbanka Íslands til tryggingar gkr. 300.000 af kröfunni, mismunur uppboðskröfunnar, gkr. 55.489, ásamt kostnaði hafi verið greiddur. Tilvist greinds veðskuldabréfs telst sönnuð með málskjölum og skýrslum aðilja. Að þessu athuguðu verður ekki fallist á það með stefnanda, að orðalag áritunar yfirborgarfógeta hinn 26. júní 1972 feli í sér fullnaðarkvittun fyrir upphaflegri uppboðskröfu, heldur aðeins kvittun fyrir gkr. 60.345. Eftir- farandi innheimtuaðgerðir Gjaldheimtunnar vegna eftirstöðva gkr. 300.000 auk kostnaðar á hendur stefnanda teljast því hafa verið réttmætar. Að öllu þessu athuguðu þykir ekki sannað, að stefnandi hafi sætt mis- munun eða ranglæti af hálfu yfirvalda, og brestur því forsendur til að taka til greina kröfu hans um miskabætur úr hendi stefndu skv. 264. gr. 71 1218 almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skulu stefndu vera sýknir af öllum kröfum stefnanda. Með tilliti til fjárhags stefnanda og annarra aðstæðna hans þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dóminn kvað upp Hjördís Hákonardóttir borgardómari. Uppsaga dómsins hefur dregist vegna veikinda dómarans. Dómsorð: Stefndu, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs Íslands, borgarstjóri f.h. borgarsjóðs Reykjavíkur, formaður framtalsnefndar Reykjavíkur f.h. nefndarinnar og gjaldheimtustjóri f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefnanda, Þorsteins Jónssonar. Málskostnaður fellur niður. Fimmtudaginn 14. nóvember 1985. Nr. 127/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Jóni Kristni Valdimarssyni (Stefán Pálsson hrl.) Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 246. gr. alm. hegningarlaga. Ákæra. Réttarfarsvítur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var af hálfu ákæruvalds skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 18. apríl 1985 til sakfellingar samkvæmt ákæru. Einnig er þess krafist að fébótakrafa Landsbanka Íslands verði tekin til úrlausnar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 9. ágúst sl. Svo sem í héraðsdómi greinir, var innstæða á ávísanareikningi ákærða færð af misgáningi 450.000 gkr. of há hinn 21. desember 1219 1979, og hagnýtti ákærði sér mistök þessi með því að ávísa á reikn- inginn umfram þá innstæðu, sem hann átti að réttu lagi. Eigi verður talið, að 246. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eigi við þetta atferli ákærða, en Í greininni er m.a. lögð refsing við því að slá eign sinni á muni, sem eru án aðgerða manns komnir í vörslur hans. Innstæða á bankareikningi er ekki brotaandlag samkvæmt grein þessari. Ef maður notar sér innstæðu, sem færð hefur verið á bankareikning hans af mistökum, kemur til greina að virða það sem fjársvik, þ.e. hagnýtingu á rangri hugmynd bankastarfsmanns um rétta innstæðu. Eigi kemur þó til greina að refsa ákærða samkvæmt 248. gr. hegningarlaga eins og ákæru er háttað, og að auki er þess að geta, að þegar að því kom, að ákærði tók að ávísa á reikning sinn umfram rétta innstæðu í febrúar 1980 virðist það hafa verið ljóst orðið í bankanum, að mistök höfðu orðið. Tékkar ákærða voru þó innleystir eigi að síður. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niður- stöðu til og dæma, að áfrýjunarkostnaður sakarinnar skuli greiddur úr ríkissjóði. Mál þetta, sem höfðað var með ákæru 15. júní 1983, var þingfest í héraði 7. nóvember s.á., en málsmeðferð lá síðan niðri, uns hún hófst að nýju 7. desember 1984. Hefur þessi mikli dráttur eigi verið réttlættur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Seltjarnarness 31. desember 1984. Árið 1984, mánudaginn 31. desember, er á dómþingi sakadóms Seltjarn- arness, sem háð er að Strandgötu 31, Hafnarfirði af Guðmundi L. Jóhann- essyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 1313/1983: Ákæruvaldið gegn Jóni Kristni Valdimarssyni. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er með ákæruskjali ríkissaksóknara, dags. 15. júní 1983, höfðað gegn Jóni Kristni Valdimarssyni vélstjóra, Unnarbraut 4 á Seltjarnarnesi, fyrir að hafa á árinu 1980 slegið eign sinni 1220 á 450.000 gamlar krónur, sem vegna mistaka Landsbanka Íslands höfðu verið greiddar inn á ávísanareikning ákærða nr. 26609 í Vegamótaútibúi bankans, hagnýtt sér peningana og neitað að endurgreiða féð til baka. Telst þetta varða við 246. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærður verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar. Ákærður er sakhæfur, fæddur 16. mars 1946 á Akureyri, og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: Ákærður hefur haldið uppi vörnum í málinu, og hefur verjandi hans, hrl. Stefán Pálsson, gert þær dómkröfur, að ákærður verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, bótakrafan verði einungis tekin til greina m/v hálfa dráttarvexti. Þá krefst verjandinn málsvarnarlauna. Samkvæmt framburði ákærða, vætti vitna, skýrslum lögreglu og öðrum rannsóknargögnum eru málavextir þessir: Þann 21. desember 1979 lagði ákærður inn í Langholtsútibúi Landsbanka Íslands í Reykjavík gkr. 50.000, sem færast áttu inn á ávísanareikning hans nr. 26609 við Vegamótaútibú Landsbankans. Sama dag var af hálfu Öryrkjabandalagsins, hússjóði, lagt inn í Langholtsútibúinu gkr. 500.000, sem útibústjórann minnti, að hafi átt að færast inn á hlaupareikning banda- lagsins nr. 2873 við aðalbanka Landsbankans. Við millifærslur milli útibú- ana annars vegar og Langholtsútibús og aðalbanka Landsbankans hins vegar urðu þau mistök, að færðar voru gkr. 500.000, inn á ávísanareikning ákærða við Vegamótaútibúið, en gkr. 50.000, inn á hlaupareikning Ör- yrkjabandalagsins, og fór þessi millifærsla fram sama dag, og voru þá inn á ávísanareikn. ákærða gkr. 568.640. Þessi mistök uppgötvuðust þó ekki fyrr en í janúarmánuði 1980, en þá voru ekki bakfærðar af reikningi ákærða gkr. 450.000, heldur var fyrst reynt að ná sambandi við ákærða til að tilkynna honum um mistökin og láta hann vita, að þetta yrði leiðrétt. Hins vegar hafði ekki náðst strax í ákærða og þegar að náðst hafi í hann, taldi útibústjóri Vegamótaútibúsins, að hann hafi verið búinn að ráðstafa eða ávísa út á innistæðu þá, sem myndast hafði á ávísanareikningi ákærða umfram raunverulegt innlegg hans. Útibústjórinn kvað hugsanlega hafa mátt bakfæra eða skekkjufæra ávísanareikning ákærða, þ.e. setja hann í neikvæða stöðu strax og mistökin uppgötvuðust, en það væri ekki venja bankans að fara þannig að, heldur væri kappkostað að ná fyrst sambandi við reikningshafa og framkvæma svo leiðréttinguna með samkomulagi við hann, svo að hann verði fyrir sem minnstum óþægindum. Þá kom og fram, að ákærður var búinn að vera í viðskiptum við útbúið í nokkur ár og því hafði verið stefnt að því að leysa þetta mál í rólegheitum. Ekki tókst þó 1221 að ná sambandi við ákærða fyrr en hann var skriflega boðaður til að mæta hjá útibústjóranum 12. nóv. 1980, en þar sem ákærður var vélstjóri á milli- landaskipum og kona hans vann úti, hafði verið vandkvæði á því að ná sambandi við eða koma skilaboðum til hans um komu hans. Á þessum fundi með útibústjóranum 12. nóvember var ákærðum greint frá mistökunum, og jafnframt var reynt að ná samkomulagi við hann um endurgreiðslu, og var honum í því sambandi boðin aðstoð af hálfu bankans í formi láns, og mun hann hafa átt þess kost að greiða skuldina á nokkrum mánuðum, og það án vaxtatöku fyrir tímabilið fram að 12. nóv., en hins vegar að greiða vexti af láninu. Ákærður hafði hins vegar ekki viljað fallast á að greiða vexti af láninu eða alla vega ekki þá vexti, sem krafist var, og einnig hafði ekki verið fyrir hendi sú trygging fyrir greiðslu þess, sem bankinn vildi fá. Lauk fundi þeirra án samkomulags. Samkvæmt framlögðu reikningsyfirliti yfir ávísanareikning ákærðs hefur innistæðan verið hærri en gkr. 450.000 allt til 8/2 1980, en þá eru teknar gkr. 420.000, standa þá eftir 366.836 allt til 19/2 1980, að teknar eru út gkr. 200.000, en innistæðan fer svo ekki upp fyrir gkr. 450.000 fyrr en 1. apríl 1980. Eftir 19.2 fer innistæðan minnkandi og allt niður í gkr. 10.053, 11. mars 1980, en hæst er innistæðan 19/6 1980 gkr. 1.993.965, en af og til er hún þar að auki yfir gkr. 450.000, og er það þá einkum í byrjun mánaðar, er laun ákærða höfðu verið lögð inn á reikninginn, þannig að allt til 5. maí 1981, er ákærður hættir í ávísanaviðskiptum við útibúið, var annað slagið næg innistæða, svo að bakfæra mátti gkr. 450.000, án þess að gera reikninginn neikvæðan. Ákærður kvaðst um það leyti sem mistökin voru gerð og þar á eftir hafa verið í siglingum og stundum verið allt að því 4 vikur í burtu og hann þá ekki fylgst nákvæmlega með stöðunni á ávísanareikningnum og ekki tekið eftir mistökunum nærri strax eftir að þau urðu. Ákærður var ekki viss um, hvenær honum urðu ljós mistök bankans, en við skýrslutöku hjá rann- sóknarlögreglu taldi hann það ekki hafa verið fyrr en starfsmenn bankans höfðu samband við hann, sennilega ekki fyrr en í mars, og spurður um það hér fyrir dómi, kvað hann það ekki hafa verið fyrr en um haustið. Honum var bent á, að 8. febrúar 1980 hafi hann tekið að ávísa út af reikningnum af þeirri innistæðu, sem myndast hefði við mistökin, og kvaðst hann þá ekki muna, hvort það hafi verið vegna þess, að honum hafi verið þá ljóst, að þessir peningar, gkr. 450.000, voru inni á reikningnum eða hvort það hafi verið vegna þess, að hann hafi verið að yfirdraga þá innistæðu, sem hann hafi talið, að ætti að vera inni á reikningnum. Hann kvaðst á þessum tíma hafa sent ávísun allstórrar upphæðar til Akureyrar og verið lengi að furða sig á því, að hún skyldi ekki vera leyst út. Ákærður kannaðist við að hafa hagnýtt sér með því að gefa út ávísanir á innistæð- 1222 una, sem myndast hafði fyrir mistök, gkr. 450.00 (sic) og hafi hann ætlað þá peninga, sem fyrir þær fengust, í eigin þágu. Hann kvaðst hafa viljað endurgreiða þessa peninga á nokkrum mánuðum, en hins vegar hafi ekki samist um vexti, en við rekstur málsins hér fyrir dómi hefur hann samþykkt að greiða gkr. 450.000 ásamt hálfum leyfilegum dráttarvöxtum frá 31/12 1979 til greiðsludags. Niðurstöður. Sannað er með framburði ákærðs og öðrum gögnum málsins, að ákærður ávísaði út af reikningi sínum á tímabilinu frá 8. febrúar 1980 þar til 11. mars 1980 gkr. 439.464 umfram raunverulega innistæðu eða að mestu þeirri innistæðu, sem myndast hafði á reikningnum fyrir mistök banka, en því, sem eftir var þá af hinni óraunverulegu innistæðu, ávísaði hann svo í lok árs 1981. Ekki þykir með vissu leitt í ljós af gögnum malsins, að ákærður hafi á tímabilinu frá 8/2 til 11/3 1980, er hann ávísaði á meginhluta hinnar óraunverulegu innistæðu, verið ljós mistökin, heldur verði jafnt af þeim ráðið, að hann hafi talið sig þá vera að yfiraraga reikn- inginn. Hinsvegar er ekkert komið fram um, að ákærður hafi átt von á öðru innleggi inn á reikninginn en mánaðarlaunum, sem um þetta leyti voru á bilinu frá gkr. 103.022 til 384.610, og honum því mátt vera ljóst, að inni- stæða skv. yfirliti eftir 21. des. 1980 var gkr. 450.000 of há fyrir mistök. Þá kemur til álita, hvort litið verði svo á, að þó að bókfærð hafi verið fyrir mistök of há upphæð sem innistæða á ávísanareikning ákærða, að hún verði við mistökin talin komin í vörslu ákærða, svo að jafna megi til vörslu þeirrar, sem greind er í 246. gr. almennra hegningarlaga. Þegar þetta er virt, verður að hafa í huga 4. gr. laga nr. 94, 1933, þar sem segir, að útgefandi tékka skuli hafa til umráða fé hjá greiðslubankanum, er honum sé heimilt samkvæmt samningi við greiðslubankann að ráðstafa með tékkum. Ljóst er, að reikningshafi ávísanareikninga hefur ekki til umráða með tékkaútgáfu annað fé en hann hefur eða fyrir tilstilli hans hefur verið lagt inn á ávísanareikninginn. Þó að mistök verði við færslur inn á reikninginn af hálfu starfsmanna banka, breytir það ekki réttarstöðu reikningahafa, þó að slík mistök geti valdið því, að vægar verði litið á misferli reikningshafa. Þannig eiga þau mistök, að færð er minni upphæð inn á ávísanarsikning en reikningshafi eða einhver fyrir hann lagði inn, ekki að valda því, ef hann ávísar á innlagða upphæð, að hann hljóti kæru fyrir tékkasvik eða tékka- misferli. Á sama hátt verður að líta svo á, að ef fyrir mistök hafi verið færð of há upphæð inn á ávísanareikning, þá heimili það reikningshafa ekki að ávísa á hærri upphæð en hann hefur lagt inn á reikninginn eða lögð hefur verið inn á hann fyrir hans tilstilli. Með útgáfu tékka hærri upp- 1223 hæðar en raunverulegrar innistæðu hefur því reikningshafi í þessu tilviki getað bakað sér refsiábyrgð fyrir tékkasvik eða tékkamisferli. Innistæðan, sem myndaðist á ávísanareikningi ákærða, var honum því ekki frjáls til ráðstöfunar, og honum bar að hlíta leiðréttingu á þessum mistökum hvenær sem var og gat ekki treyst á, að innistæða þessi væri fyrir hendi til að ávísa á. Ekki verður því talið, að við mistökin hafi ákærður fengið í vörslu sína eða það, sem jafngildi því, þá upphæð peninga, gkr. 450.000, sem ranglega var færð inn á ávísanareikning hans, og þykir því ekki grundvöllur til að beita 246. gr. um ráðstöfun hans á þessum peningum með tékkaútgáfu, og ber því að sýkna hann af sök um að hafa brotið þetta refslákvæði. Hins vegar má telja ljóst, að ákærður hefur með því að gefa út og nota í viðskipt- um í eigin þágu tékkaávísanir að upphæð gkr. 450.000 umfram raunveru- lega innistæðu gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga eða 73. gr. laga nr. 94, 1933, sbr. lög nr. 35, 1977, en ákærður hefur hvorki verið kærður né ákærður fyrir þennan verknað, enda ljóst af framburði útibús- stjóra Vegamótaútibús Landsbanka Íslands, að aldrei stóð til að leiðrétta ávísanareikning ákærða fyrirvaralaust og kæra hann svo fyrir tékkamis- ferli, heldur skyldi gefa honum kost á að endurgreiða upphæðina og. veita honum til þess lán, ef hann óskaði, og þykir því ekki efni til að færa verknað ákærða undir þessi refsiákvæði í máli þessu. Í máli þessu er gerð krafa um, að ákærður greiði Landsbanka Íslands nkr. 4.500,00 ásamt dráttarvöxtum frá 31/12 1979 til greiðsludags. Með vísun til 8. (sic) mgr. 146. gr. laga nr. 74, 1974 þykir ekki efni til að dæma um kröfu þessa í máli þessu. Dæma ber, að allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, hrl. Stefáns Pálssonar, sem ákveðast kr. 7.000,00, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærður, Jón Kristinn Valdimarsson, skal sýkn sakar í málinu. Allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun til skip- aðs verjanda ákærða, hrl. Stefáns Pálssonar, kr. 7.000,00, greiðist úr ríkissjóði. 1224 Fimmtudaginn 14. nóvember 1985. Nr. 181/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Eiríki Jóhannesi Björgúlfi Eiríkssyni (Gestur Jónsson hrl.) Bifreiðar. Of hraður akstur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var með stefnu 28. júní 1985 áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyng- ingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 1. nóvember sl. Málsatvik eru rakin í héraðsdómi og brot ákærða réttilega fært til lagaákvæða, þó svo, að við 1. mgr. 50. gr. laga nr. 40/1968 ber að vísa til laga nr. 16/1977, |. gr., og við 80. gr. sömu laga til laga nr. 54/1976, 1. gr. Ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó þannig, að greiðslufrestur sektar verður 4 vikur frá birtingu dóms þessa og vararefsing varðhald 3 daga. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er Óraskaður að öðru leyti en því, að vararefsing skal vera varðhald 3 daga, verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda sins, Gests Jónssonar hæstaréttar- lögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Akureyrar 19. apríl 1985. Mál þetta, sem dómtekið var fyrr í dag, hefur ríkissaksóknari höfðað með ákæru, dagsettri 12. desember 1984, „á hendur Eiríki Jóhannesi Björg- 1225 úlfi Eiríkssyni, skrifstofumanni, Þórunnarstræti 113, Akureyri, fæddum þar í bæ 27. ágúst 1924, fyrir að aka, miðvikudaginn 29. ágúst 1984, bif- reiðinni A-2979 með 78 kílómetra hraða eftir Hörgárbraut á Akureyri í suðaustur á vegarkafla skammt norðan Skúta í Glerárhverfi. Telst þetta varða við 1. mgr. 50. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði, dagsettu 27. nóvember 1984, hefur ákærði sætt eftirtöldum kærum og refsingum: 1984. 3/1 á Siglufirði: Sátt, 50 kr. sekt f. ölvun á almannafæri. Málavextir. Miðvikudaginn 29. ágúst 1984, um kl. 19:35, var lögreglan á Akureyri við hraðamælingar á lögreglubifreið. Á vegarkafla skammt norðan gang- brautarljósa við Skúta í Glerárhverfi mættu þeir bifreiðinni A-2979 þar sem henni var ekið suður Hörgárbraut. Bifreiði þessi var af gerðinni Volks- wagen og hvít að lit samkv. skýrslum lögreglunnar. Lögreglan stöðvaði bifreiðina síðan á Þórunnarstræti skammt sunnan Munkaþverárstrætis. Ökumaður var ákærði í máli þessu og eigandi ökutækisins. Samkvæmt skýrslu véfengdi ákærði ekki mælinguna það sinnið. Með bréfi lögreglustjórans á Akureyri, dagsettu 7. september 1984, var ákærða boðið að ljúka máli þessu með greiðslu sektar, kr. 1.200,00, til ríkissjóðs. Ákærði hafnaði sektarboði þessu. Föstudaginn 28. september 1984 mætti ákærði til frekari skýrslugjafar hjá lögreglunni á Akureyri. Hann kvaðst hafa verið á leið suðaustur Hörg- árbraut á þeim tíma sem greinir Í frumskýrslu lögreglunnar. Hann kvaðst hafa verið að koma langt að og verið á leið inn í bæinn. Hann kvað tvær bifreiðar hafa verið á undan sér. Bifreiðin næst á undan honum hafi verið rauð fólksbifreið, en bifreiðin þar á undan hvít sendiferðabifreið. Þá hafi ennfremur verið einhverjar bifreiðar á eftir honum. Ákærði kvaðst ekki hafa litið á hraðamæli bifreiðar sinnar, er hann kom inn að þeim mörkum sem hraðatakmarkanir hefjast, sem er norðaustan móta Hlíðarbrautar. Hann kvaðst því ekki geta sagt til um ökuhraðann. Þarna norðan um- ræddra marka hefðu fleiri bifreiðar verið Í röðinni, en þeim hefði verið beygt inn á Hlíðarbraut og eftir það hafi tvær fyrrgreindar bifreiðar verið á undan honum. Ákærði kvað sér ekki vera kunnugt um það nákvæmlega, hvar umferðarskilti það, sem takmarkar hámarkshraðann úr 70 km í 50 km miðað v/klst., væri staðsett. Hann kvaðst tvímælalaust hafa dregið úr hraða, er hann nálgaðist gatnamót Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar. Hann kvaðst samt ekki hafa litið á hraðamæli bifreiðarinnar. Ákærði kvaðst 1226 ævinlega hafa hagað akstri eftir aðstæðum og því muni hann hafa dregið enn úr hraða, er hann nálgaðist gangbrautarljósin, sem eru á hæðinni við Skúta. Hann kvaðst ekki geta tilgreint neinn ákveðinn hraða, en benti á, að hann hafi takmarkast af bifreiðunum, sem ekið var á undan. Ákærði kvaðst minnast þess að hafa mætt lögreglubifreið með rauð blikkandi ljós. Hann kvaðst ekki vilja gefa það upp, hvar hann hafi mætt lögreglubifreið- inni, fyrr en í sakadómi, eftir að lögreglumennirnir, er í hlut áttu, hefðu gefið sína skýrslu. Það væri höfuðatriði í málinu. Ákærði kvaðst hafa álit- ið, að lögreglubifreiðin væri á leið á slysstað, en ekki tekið þetta sem stöðvunarmerki til sín, enda hefði hann þá stöðvað strax. Ákærði kvaðst hafa orðið var við, að lögreglubifreiðin var á eftir honum, þegar henni var ekið meðfram bifreið hans á vinstri akrein á Þórunnarstræti, mitt á milli gatnamóta Þórunnarstrætis og Munnkaþverárstrætis annars vegar og Þór- unnarstrætis og Hamarsstígs hins vegar, eða örfáum metrum frá heimili ákærða. Hann kvað lögreglumann nr. 25 hafa gefið sér stöðvunarmerki með því að skrúfa niður rúðu á lögreglubifreiðinni og rétta út höndina. Hann hefði síðan beðið sig um að koma inn í lögreglubifreiðina og hafa meðferðis ökuskírteini og skoðunarvottorð. Ákærði kvað lögreglumennina þar hafa bent sér á, að hann hefði gerst brotlegur um of hraðan akstur, og bent sér á ratsjá lögreglubifreiðarinnar og hafi ákærði þar lesið töluna 78. Það hafi verið lögreglumaður nr. 6, sem hafi haft orð fyrir þeim. Ákærði kvað lögreglumanninn hafa spurt sig, hvort hann rengdi hraðamæl- inguna. Ákærði kvaðst hafa svarað: „Ég sé töluna á ratsjánni og ég ber ekki á móti að hún sé rétt.“ Ákærði kvaðst aðspurður telja ólíklegt, að hann hafi verið á tilgreindum hraða, eftir að hann kom inn fyrir hraða- takmörkin, þó svo að hann hafi ekki litið á hraðamælinn, enda sé hann búinn að eiga bifreiðina í 18 ár og þekki því vel til aksturs bifreiðarinnar og hvað megi bjóða henni. Hann kvaðst því ekki geta sagt, á hvaða hraða hann hafi ekið. Ákærði kvaðst endilega vilja taka það fram, að í skýrslu lögreglunnar sé talað um, að bifreið ákærða sé hvít, en ótvírætt sé, að bifreiðin sé grá. Ákærði kvaðst vilja fá skýringu á því, hvort lögreglumennirnir voru að mæla hraðann á einhverri hvítri bifreið í stað sinnar eða hvers vegna þessi ranga staðhæfing komi inn í skýrsluna. Mætti (sic) kvaðst telja þá skýringu hugsanlega, að mælingin hafi verið gerð í það mikilli fjarlægð, að lögreglu- mönnunum hafi sýnst grá bifreiðin vera hvít. Kvaðst hann því Meina, að hraðamælingin hafi verið tekin norðvestan gatnamóta Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar, ef þeir hefðu þá mælt hraða á bifreið sinni, en ekki einhverri hvítri bifreið, eins og segir í skýrslunni. Ákærði kvaðst vilja gera athuga- semdir við staðsetningu, sem getið er í lögregluskýrslunni, og áttavísanir, sem þar eru, en þær séu ónákvæmar að mati ákærða. Hann taldi Hörgár- 1227 braut liggja í norðvestur og suðaustur, en ekki norður og suður á umrædd- um kafla. Ákærði kvaðst vera undrandi á því, hvers vegna hann var ekki stöðvaður fyrr en raun bar vitni, þar sem u.þ.b. 3 km væru frá þeim stað, þar sem mælingin mun hafa farið fram að sögn lögreglumannanna og þar til hann var stöðvaður. Ákærði kvað þó skýringuna e.t.v. liggja í því, að umferð hafi verið svo mikil, að ekki hafi verið tækifæri til þess að stöðva sig fyrr. Ákærði kvaðst vilja fá þetta upplýst. Þá kvaðst hann vilja fá upp- lýst, hvar lögreglubifreiðin hafi verið staðsett, þegar hraðamælingin átti sér stað, og hversu langt hafi verið milli bifreiðanna þá. Ákærði kvaðst ekki myndu vilja gangast undir dómsátt í máli þessu á grundvelli skýrslu, sem hann teldi ónákvæma, tvíræða og beinlínis ranga að nokkru leyti. Ákærði kvað eiginkonu sína hafa verið farþega í bifreiðinni umrætt sinn. Kristinn Páll Einarsson lögregluflokksstjóri gaf frekari skýrslu í máli þessu hinn 12. október 1984 hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. Hann kvaðst hafa verið við hraðamælingar umræddan dag á lögreglubifreiðinni A-3536 ásamt Ormari Örlygssyni, lögregluþjóni nr. 25. Kristinn kvað það venju, er farið væri út til radarmælinga á umræddri bifreið, að prófa radar- inn. Það hafi þeir gert einnig í umrætt sinn og þá á þann hátt, sem mælt er fyrir um í leiðbeiningum, er fylgja ratsjánni. Samkv. bókun í svokallaðri radarbók hafi prófunin verið framkvæmd kl. 19:05 og hafi þá komið í ljós, að ratsjáin sýndi rétta svörun við prófunina, sem er fjórþætt, eins og hún hefur ávallt gert áður. Kristinn kvað það hafa verið um kl. 19:35, að þeir voru staddir á Hörgárbraut norðan handstýrðra gangbrautarljósa við Skúta í Glerárhverfi og ekið til norðurs. Nokkur umferð hafi verið til beggja átta, sem hann tilgreindi ekki nánar. Kom þá bifreiðin A-2979 inn á ratsjána, og mældist hraði hennar 78 km miðað v/ klst. Þá hafi verið tiltölulega stutt á milli umræddrar bifreiðar og lögreglubifreiðarinnar. Þeir lögreglumenn- irnir hafi ákveðið að stöðva akstur bifreiðarinnar og til þess hafi þeir beitt þeirri aðferð, sem algengust væri við kringumstæður sem þessar, þ.e. þeir hafi tendrað rauð aðvörunarljós, dregið verulega úr ökuhraða og sveigt að miðlínu akbrautarinnar. Ökumaður A-2979 hafi ekki virst verða var við þá og ekið hiklaust áfram að því er þeim virtist. Vegna þess að þeir höfðu ekið að miðlínu, reyndist þeim ekki unnt að snúa til gagnstæðrar áttar, nema fara fyrst að hægri brún götunnar til að nýta breidd hennar. Hafi þeir hleypt framhjá sér 2 eða 3 bifreiðum, sem komnar voru fast að lög- reglubifreiðinni aftanverðri, áður en þeir sneru til gagnstæðrar áttar. Kristin minnti, að 1 eða 2 bifreiðar hafi komið á móti og þeir beðið þess, að þær færu framhjá áður en þeir óku til baka. Hann man ekki frekar eftir þeim bifreiðum, en þær voru nokkuð á eftir A-2979. Lögreglumanninn minnti einnig, að einhverjar bifreiðar hefðu verið á undan A-2979, en þeim hefði verið ekið á eðlilegum umferðarhraða, þar sem þeir sáu ekki ástæðu 1228 til að hafa afskipti af þeim. Kristinn man ekki, hvers konar bifreiðar þetta voru. Þegar komið var aftur að umræddum gangbrautarljósum við Skúta, sáu þeir til ferða A-2979, þar sem hún var komin allnokkru sunnar, eða á milli Undirhlíðar og Höfðahlíðar. Að því að Kristín best minnti hafi þeir ekki haft uppi rauð ljós við eftirförina og því ekið á leyfilegum hraða því þarna er 50 km miðað v/klst eins og á þeim stað, sem mæling fór fram. Þeir hafi ekki talið þess þörf, þar sem þeir hafi séð til ferða bifreiðarinnar, nema stuttan spöl, þar sem hæð á Hörgárbraut skammt norðan Glerárbrúar bar á milli. Kristinn man ekki, hvort ökumaður A-2979 eða þeir á lögreglu- bifreiðinni þurftu að stöðva við umferðarljós á gatnamótum Hörgár- brautar, Tryggvabrautar og Glerárgötu, sem tekur við af Hörgárbraut. Hann mundi, að bifreiðinni var ekið áfram suður, þar til henni var beygt vestur Þórunnarstræti, og minntist hann þess, að þeir hafi stöðvað akstur hennar á þeirri götu skammt sunnan Munkaþverárstrætis. Þar hafi þeir haft tal af ökumanni, sem kom yfir í lögreglubifreiðina til þeirra. Kristinn man, að ökumaður kvaðst aðspurður ekki véfengja mælinguna og sagðist ekki hafa litið á hraðamæli bifreiðar sinnar. Lögreglumaðurinn gat þess, að mál þetta væri honum ekki sérlega minnisstætt, enda hefði hann átt hlut að tugum slíkra mál á árinu. Honum væri þó nokkuð minnisstæð viðbrögð ökumannsins, þegar þeir höfðu kynnt honum niðurstöður mælingarinnar. Hafi verið á honum að skilja, að lögreglan hefði ekki mikið að gera fyrst hún væri að eltast við smámuni sem þessa. Þá hefði hann einnig haft á orði, að okkur væri nær að fylgjast betur með gangbraut einni, sem hann man ekki lengur, hvar er, en þar væru bifreiðar iðulega til trafala fyrir gangandi vegfarendur. Einnig hafi verið á ökumanni að heyra, að hámarks- hraði á þjóðvegum utan kaupstaða væri 75 km miðað v/klst. Lögreglu- maðurinn tiltók, að ástæðan fyrir því, að þeir hefðu ekki stöðvað bifreiðina fyrr en raun bar vitni, væri fyrst og fremst sú, eins og áður var getið, að nokkurn tíma tók að snúa lögreglubifreiðinni og þar sem þeir höfðu alltaf sjónir á bifreið ákærða, þá hafi þeir ekki talið ástæðu til að leggja í hrað- akstur til þess að stöðva hana og þar með valda öðrum vegfarendum óþæg- indum og beinlínis hættu. Þá megi benda á, að engar bifreiðastöður væru leyfðar fyrr en komið væri upp í Þórunnarstræti. Kristinn kvað lit bifreiðarinnar e.t.v. vera gráan eða ljósgráan eða jafnvel antikhvítan og hafi það e.t.v. verið sá litur, sem hann hafði í huga, þegar hann ritaði skýrsluna. Það væri hins vegar að hans mati óvéfengjanleg stað- reynd, að það var margnefnd bifreið, sem mæld var á ratsjánni, þegar henni var ekið suður Hörgárbraut allnokkru sunnan þeirra marka, sem há- markshraðinn er færður úr 70 km miðað v/klst. í 50 km miðað v/klst. Lögreglumaðurinn ítrekaði, að tiltölulega stutt hafi verið á milli bifreið- anna, er mælingin var gerð, og því ekki hugsanlegt, að um einhverja aðra 1229 bifreið hafi verið að ræða. Auk þess ynni ratsjáin þannig, að þegar mældur væri hraði ökutækja á ferð, tæki hún að öllu jöfnu einungis það ökutæki, sem næst væri. Nánar tilgreint um mælingarstað kvað Kristinn lögreglubifreiðina hafa verið norðan við gangbrautarljósin við Skúta. Hafi það verið það kennileiti, sem næst var, er mælingin fór fram, annars hefði hann notast við annað kennileiti. Kristinn benti á, að í skýrsluform það, sem notað væri í þessu sambandi, gerði ráð fyrir (sic) að getið væri um vegarkafla og greinilega ekki ætlast til, að tilgreind væri nákvæm staðsetning, enda væri bifreiðin oft á ferð, er mæling færi fram, eins og í umrætt sinn. Kristinn treysti sér ekki til að giska á, hversu langt hafi verið milli bifreiðanna, er mæling fór fram, og ekki væri í ratsjánni útbúnaður til fjarlægðarmælingar. Krist- inn benti á, að sunnan umræddra gangbrautarljósa væri biðstöð strætis- vagna, og á móts við hana er algeng gönguleið barna og unglinga milli fjölbýlishúsanna í Skarðshlíð annars vegar og biðstöðvarinnar og gatnanna Þverholts og Langholts hins vegar. Þá halli Hörgárbraut allmikið til suðurs sunnan gangbrautarljósanna. Þegar mælingin hafi farið fram, hafi veður verið þurrt og bjart og umferð nokkur. Kristinn minntist þess, að þegar þeir hafi hætt radarmælingunum, hafi ratsjáin verið prófuð að nýju, eins og gert hafi verið ráð fyrir, og hafi þá ekkert komið í ljós, sem benti til annars en að hún væri í lagi. Lögreglumaðurinn Ormar Örlygsson gaf skýrslu hjá rannsóknarlögregl- unni á Akureyri hinn 14. október 1984. Hann kvaðst hafa verið við almennt eftirlit á lögreglubifreiðinni A-3536 ásamt Kristni Einarssyni lögregluflokks- stjóra, þegar umrædd hraðamæling átti sér stað. Hann staðfesti, að ratsjáin hafi verið prófuð, áður en þeir óku frá lögreglustöðinni. Þeir hafi síðan verið á leið norður Hörgárbraut og skammt norðan handstýrðra gang- brautarljósa á hæðinni við Skúta hafi þeir mætt bifreiðum á leið suður. Þeim hafi verið ekið á eðlilegum umferðarhraða og þeir ekki séð ástæðu til þess að hafa afskipti af þeim. Er þessar bifreiðar voru farnar hjá, hafi bifreiðin A-2979 komið inn á ratsjána og hún þá sýnt hraðann 78 km á klst. Þá var til þess að gera mjög skammt á milli bifreiðanna. Ormar man, að þeir kveiktu á rauðum aðvörunarljósum, og Kristinn, sem ók bifreiðinni, sveigði inn að miðlínu, eins og venja var við aðstæður sem þessar. Öku- maður sinnti ekki þessum stöðvunarmerkjum og hélt áfram sína leið. Þeir hafi því þurft að snúa við og veita bifreiðinni eftirför. Eitthvað hafi þeir tafist við það vegna umferðar, bæði aftan frá og framan frá. Ormar minnti, að 2 bifreiðar hafi verið á eftir A-2979 eða innan þess færis, sem þeir höfðu til að snúa við. Ormar minntist þess ekki, hvers konar bifreiðar þetta voru, en hann var þess viss, að einungis umrædd bifreið hafi komið til greina, þegar mælingin var gerð. Ormar minntist þess ekki, hvort þeir hafi haft 1230 rauðu aðvörunarljósin tendruð, fyrst er þeir hófu eftirförina, en hann minntist þess, að þeir höfðu slökkt á þeim einhvern tímann á leiðinni. Ormar kvað þá hafa misst sjónar á bifreiðinni, þegar henni var ekið niður hæðina sunnan við Skúta, en þegar þeir hafi komið fram á brúnina eftir að hafa snúið við, þá hafi þeir séð til ferða bifreiðarinnar aftur og hafi hún þá verið komin suður fyrir mót Undirhlíðar. Þar sem þeir hafi séð bifreiðina eftir þetta, hafi þeir ekki séð ástæðu til þess að stofna til hrað- aksturs til þess að stöðva hana og valda þar með, öðrum vegfarendum hættum og óþægindum. Bifreiðinni hafi síðan verið beygt vestur Þórunnar- strætið og þar skammt sunnan á mótum Munkaþverárstrætis hafi þeir náð bifreiðinni, og er þeir óku fram með henni, hafi hann skrúfað niður rúðu lögreglubifreiðarinnar og gefið ökumanni A-2979 merki um að stöðva með því að rétta út höndina. Ökumaðurinn hafi síðan komið inn í lögreglubif- reiðina samkvæmt beiðni hans. Hann kvað þá lögreglumennina hafa bent honum á, þ.e. ákærða, að þeir hefðu mælt hraða bifreiðar hans á fyrr- greindum stað og Í framhaldi gefið honum merki um að stöðva með því að kveikja á rauðum aðvörunarljósum. Hann kvaðst hafa tekið eftir því, en kvaðst ekki hafa áttað sig á því, að þessum merkjum væri beint til sín. Honum hafi verið sýnd talan 78 km á klst. sem þeir höfðu fest á ratsjánni, og kvaðst hann ekki rengja mælinguna og setti ekkert út á hana að öðru leyti en því, að honum fyndist þetta smásmugulegt að stöðva menn fyrir að aka á 78 km á klst., þar sem hámarkshraði væri 75 km miðað v/klst. Ormar kvað þá lögreglumennina hafa bent ákærða á, að hraði utan þétt- býlis væri 70 km miðað v/klst., en 50 km miðað v/klst. í þéttbýli og að hann hefði verið innan bæjarmarka. Ormar kvað radarinn hafa verið próf- aðan aftur, þegar þeir luku eftirlitsstörfum umræddan dag. Ormar kvað Kristin hafa gert skýrslu um mælinguna, þegar þeir komu inn á lögreglu- stöðina, og hafi hann síðan lesið skýrsluna yfir og talið hana rétta og stað- fest hana með undirritun sinni. Ormar minntist þess ekki nákvæmlega, hvaða litur hafi verið á bifreiðinni, en hann minnti þó, að hún hafi verið gömul og lakkið orðið matt og því hefði verið erfitt að tilgreina nákvæm- lega lit á henni. Að loknum framangreindum skýrslugerðum kom ákærði fyrir sakadóm Akureyrar hinn 12. nóvember sl. Hann kvaðst hafna dómsátt í málinu. Hann kvaðst ekki vita, hvort hann ók yfir löglegum hraðamörkum, hann taldi, að radarmæling bifreiðar sinnar hefði átt sér stað, er hann var utan hraðatakmarkananna, þannig að á þeim stað, sem hraði hans var mældur, hafi hámarkshraðinn verið 70 km miðað v/klst. Ákærði lýsti atvikum þannig, að hann hefði verið í röð bifreiða að koma á bifreið sinni inn í Akureyrarbæ úr Glæsibæjarhreppi um kl. 19:30 að kvöldi þann 29. ágúst 1984. Ákærði kvaðst ekki vita, hversu hratt hann ók, er hann ók suður 1231 Hörgárbraut við Skúta. Hann kvaðst hafa mætt lögreglubifreið hjá Sjónar- hóli, en það hús sé u.þ.b. 300 m vestan við Skúta. Ákærði veitti lögreglu- bifreiðinni ekki sérstaka athygli, en kvaðst síðan hafa verið stöðvaður af henni á Þórunnarstræti. Ákærði kom enn fyrir sakadóm Akureyrar föstudaginn 1. febrúar sl. þar sem honum var m.a. birt ákæruskjal, sem að framan greinir. Ákærði vísaði um framburð sinn til fyrri skýrslna í málinu. Þá kvaðst hann fara þess á leit, að í ljós yrði leitt, hvort unnt hefði verið að taka bifreið hans út sérstaklega með radarmælingum umrætt sinn. Þá óskaði hann eftir, að vegalengdin milli kennileita, sem nefndar væru í skýrslum, yrðu mældar. Að tilmælum ákærða og samkvæmt ákvörðun dómsins komu ákærði og lögreglumenn fyrir sakadóminn hinn 22. febrúar sl., og verður framburður þeirra rakinn hér á eftir. Ákærði staðfesti að eiga bifreiðina A-2979, sem væri af gerðinni Volks- wagen árgerð 1967 og hafi hann átt þessa bifreið undanfarandi 18 ár. Litur bifreiðarinnar væri grár, nánar tiltekið „fontangrár““ 595 L samkv. lita- staðli framleiðanda. Umræddan dag, 29. ágúst 1984, á þeim tíma, sem skýrslur geta um, kveðst ákærði hafa verið að koma að sunnan og hafi hann ekið á þeim hraða, sem honum er tamastur utan þéttbýlis, þ.e. 80 km miðað v/klst. Ákærði taldi, að hann hefði byrjað að hægja ferðina um leið og hann kom í brekkuna skammt frá umferðarmerkjum þeim, sem gefa til kynna, að hámarkshraði lækki niður í 50 km miðað v/klst. Ákærði taldi, að hann hefði þurft að hægja ferðina vegna bifreiða, sem á undan voru og beygðu til hægri inn á Hlíðarbraut í vestur. Eftir það kvað ákærði, að tæplega hafi verið meira en 40 metrar í næstu bifreið á undan og að hún hafi verið rauð að lit, en fremstur hafi verið ljósleitur sendiferðabíl. Ákærði kvaðst draga ályktun um fjarlægð af því, að vegarkafli sá, sem hraðamælingin fór fram á, hafi tæplega verið lengri en 300 m og því hefði vart verið pláss fyrir hinar tvær bifreiðarnar ef fyllsta öryggis skyldi gætt. Ákærði taldi sig hafa mætt lögreglubifreiðinni á móts við húsið Sjónarhól eða nánar tiltekið rétt suðvestan við umferðarmerki, sem gefur til kynna, að 300 m séu í næstu gangbraut. Ákærði kvaðst hafa séð rauð aðvörunarljós á lögreglubifreiðinni, en ekki talið, að þau ættu við sig. Ákærði taldi lögregluna hafa stöðvað ferð sína í Þórunnarstræti á stað sem sé u.þ.b. 1800 m frá Sjónarhóli. Ákærði lagði fram uppdrátt af Hörgárbraut frá stað, sem er á móts við Draupnisgötu í norður og að gatnamótum Hörgárbrautar og Höfðahlíðar í suður. Uppdrátturinn var áritaður af bæjarverkfræðingi. Samkvæmt ábendingu ákærða merkti dómari húsin Sjónarhól og Skúta. Ákærði benti síðan á þann stað, sem hann taldi sig hafa mætt lögreglubifreiðinni umrætt sinn, og var hann merktur með bókstafnum A. Ákærði mótmælti fullyrð- 1232 ingu, sem fram komi í skjalaskrá lögreglunnar á Akureyri, dskj. nr. 1 (nú dskj. nr. 16, innsk. dómara) um að þar tilgreint skjal nr. 14 sé löggilding fyrir ratsjá lögreglunnar til notkunar hérlendis. Um sé að ræða erlent skjal og því fái sú fullyrðing um, að tækið sé löggilt, ekki staðist. Ákærði óskaði að bæta við, að samkvæmt skýrslum lögreglunnar hafi verið a.m.k. 2 bifreiðar á eftir bifreið sinni. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa haft hugmynd um, hvort einhverjar bifreiðar væru fyrir aftan. Aðspurður kvaðst ákærði ekki vita, á hvaða hraða hann var, er hann mætti lögreglubifreiðinni, og að hann hafi ekki litið á hraðamæli bifreiðar sinnar, þar sem kona hans var með sem farþegi í umrætt sinn og væri henni illa við akstur í bifreiðaröð. Ákærði kvað sér hafa verið ljóst, að almennur umferðarhraði innan þéttbýlis, þ.m.t. á Akureyri, sé 50 km miðað v/klst og hafi verið á umræddum tíma og sú takmörkun hefjist við margumrætt umferðarmerki á Hörgárbraut. Vitnið Kristinn Páll Einarsson lögregluþjónn staðfesti fyrri skýrslur í málinu. Að beiðni dómara var þess óskað, að vitnið skýrði nánar frá full- yrðingum sínum, sem fram komu í áðurnefndri skýrslu, þ.e. orðrétt: „Það er hins vegar að mínu mati óvéfengjanleg staðreynd, að það var margnefnd bifreið, sem var mæld á ratsjánni er henni var ekið suður Hörgárbraut.““ Vitnið kvaðst byggja þessa fullyrðingu sína á því, að tiltölulega stutt bil hafi verið á milli bifreiðar ákærða og lögreglubifreiðarinnar. Vitnið treysti sér ekki til að leggja mat á það, hversu langt var í næstu bifreið á undan bifreið ákærða, að öðru leyti en því, að það hafi verið nægilegt til að full- víst væri, að mælingin hafi átt við bifreið ákærða. Vitnið kvaðst hafa séð númer bifreiðarinnar greinilega. Vitnið minntist þess ekki, að á undan bifreið ákærða hafi verið aðrar bifreiðar, sem líktust henni í útliti eða gerð. Vitnið treysti sér ekki til að fullyrða um, hvernig bifreiðar voru á undan bifreið ákærða eða hversu margar þær voru, ef einhverjar hafi verið. Hann minntist þess, að einhverjar bifreiðar hafi verið á eftir bifreið ákærða, því þeir hafi þurft að bíða til að geta snúið við. Vitnið treysti sér ekki til að staðsetja hraðamælinguna frekar en í frumskýrslu vitnisins gat og í fram- burðarskýrslu, enda væri þess ekki krafist í skýrsluformi því, sem ætlað væri til þessara nota. Vitnið kvaðst þess fullvisst, að ákærði hafi verið innan bæjarmarkanna, þegar mælingin fór fram. Vitnið treysti sér ekki til að tilgreina þann stað, sem bifreiðarnar mættust eftir mælinguna. Borinn var undir vitnið uppdráttur á dskj. nr. 20. Vitnið kvaðst sammála merk- ingum á þar tilgreindum húsum. Að beiðni dómara merkti vitnið þann vegarkafla, þar sem það taldi, að mælingin hefði átt sér stað, með bók- stafnum B að sunnanverðu, en bókstafnum C í akstursátt að norðanverðu. Vitnið staðfesti að hafa prófað ratsjána á venjulegan hátt, áður en byrjað var að nota hana umræddan dag, og vitnið tók fram, að ratsjáin væri 1233 prófuð oft á dag, þar sem lögreglumenn þyrftu stundum að sinna öðrum verkefnum, og væri þeim uppálagt að prófa hana í hvert sinn, áður en hún væri tekin í notkun, samkvæmt leiðbeiningum, sem gefnar hafa verið út á Íslensku af kennurum um meðferð tækja þessara, þeim Haraldi Sigurðssyni hjá Pósti og síma og Ásgeiri Halldórssyni, starfsmanni Land- helgisgæslunnar. Vitnið kvað það ekki vera mögulegt að mæla bil á milli bifreiða með tæki því, sem notað væri til hraðamælinga í lögreglubifreiðum á ferð. Tæki þetta væri byggt upp á annan hátt en þau, sem í daglegu tali eru kallaðar ratsjár, þ.e.a.s. myndrænn radar eins og notaður er í flug- vélum og skipum og notaður er til fjarlægðarákvarðana. Aðspurt kvað vitnið Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumann hafa kynnt sér efni andmæla ákærða, sem fram komu í skýrslu hans, áður eða um leið og vitnið gaf framburðarskýrslu sína. Vitnið Ormar Örlygsson lögreglumaður staðfesti fyrri skýrslur í málinu. Vitnið kvað sig minna, að einhverjar bifreiðar hafi verið á undan bifreið ákærða í umrætt sinn á Hörgárbrautinni, en vitnið minntist þess ekki, hversu margar þær voru eða hverrar gerðar. Vitnið minnntist þess ekki, hversu langt var í næstu bifreið á undan bifreið ákærða. Það kvaðst hafa vitað af bifreiðum á eftir bifreið ákærða en minntist þess ekki, hversu langt var í þær eða hverrar gerðar þær voru. Vitnið taldi aðspurt, að bilið milli lögreglubifreiðarinnar og bifreiðar ákærða hafi verið í styttra lagi, þegar mælingin fór fram miðað við það, sem almennt gerðist. Vitnið taldi þá lögregluþjóna ekki hafa verið í vafa umrætt sinn um að mælingin ætti við bifreið ákærða. Vitnið kvað, að þeir lögreglumennirnir hafi misst sjónar á bifreið ákærða augnablik, þegar hún fór yfir Skútahæð. Vitnið kvaðst hafa séð númer bifreiðarinnar og ekki hafi leikið vafi á því að mati vitnis- ins, að þessi sama bifreið hafi verið stöðvuð skömmu síðar. Borinn var undir vitnið uppdráttur á dskj. nr. 20. Að beiðni dómara merkti vitnið og afmarkaði þann kafla á Hörgárbraut, þar sem það taldi, að mælingin hafi farið fram. Var kaflinn merktur með bókstafnum D að sunnan en E að norðan. Vitnið kvaðst hafa verið búsett á Akureyri í allmörg ár og vera sæmilega kunnugt staðháttum og kannast við þau kennileiti, sem merkt væru á uppdrættinum. Vitnið treysti sér ekki til að merkja inn á uppdrátt- inn þann stað, sem lögreglubifreiðin og bifreið ákærða mættust. Vitnið kvað bifreiðar, sem á undan ákærða voru, hafa einnig verið mældar og hafi ekkert athugavert verið við aksturslag þeirra, ratsjáin hafi verið stans- laust í gangi. Vitnið taldi, að lögreglubifreiðinni hafi verið ekið á innan við 50 km miðað v/klst. Vitnið kvaðst hafa stjórnað ratsjánni á þann hátt einn að hafa ýtt á hnapp, sem læsti töluna sem bifreiðin mældist á. Vitnið minntist þess ekki, að Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður hafi lesið framburðarskýrslu ákærða, áður en vitnið gaf sjálft sína skýrslu. 78 1234 Vitnið minntist þess að hafa séð framburðarskýrslu ákærða, en minntist þess ekki, hvort það var fyrir eða eftir að vitnið gaf sína skýrslu. Ákærði kom aftur fyrir dóminn. Hann kvaðst krefjast frávísunar málsins frá dómi, þar sem Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður hafi tekið sér forræði á sakarefni og málsmeðferð við rannsókn málsins. Lögreglu- mennirnir hefðu greinilega með sér samantekin ráð við framburð sinn. Aðspurður kvaðst ákærði telja, að lögreglumenn þeir, sem hér kæmu við sögu, hafi gerst sekir um rangar sakargiftir. Í framhaldi af síðast greindum staðhæfingum ákærða var honum, skv. 3. mgr. 81. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála skipaður sér- stakur verjandi. Samkvæmt ákvörðun réttarins var Árni Pálsson hdl. skip- aður til þess starfa. Niðurstaða. Svo sem fram hefur komið við rekstur máls þessa og samkvæmt skriflegri vörn, krefst ákærði sýknu af kröfum ákæruvaldsins á þeim forsendum, sem raktar verða efnislega hér á eftir og sem afstaða verður tekin til af hálfu dómsins. Í fyrsta lagi telur ákærði, að ekki sé ljóst, hvar hraðamæling hafi átt sér stað, þ.e. hvort hún fór fram innan eða utan bæjarmarka Akureyrar, þar sem mismunandi reglur um hámarkshraða gildi. Þannig taldi ákærði sig vera utan bæjarmarkanna, þar sem hámarkshraði er 70 km miðað v/klst. Að mati dómsins þykir fullsannað skv. ábendingu ákærða sjálfs á uppdrætti, sem hann lagði fram í dóminum, að hann hafi verið staddur innan bæjarmarkanna. Þetta styðst og við samhljóða framburð lögreglu- manna þeirra, sem að mælingunni stóðu. Í öðru lagi telur ákærði að ekki liggi fyrir fullnægjandi upplýsingar um tæki það og aðferð, sem notuð var við hraðamælinguna. Af gögnum máls- ins sé ljóst, að fleiri bifreiðum hafi verið ekið um Hörgárbraut, bæði rétt á undan bifreið ákærða og rétt á eftir henni. Vegna skorts á upplýsingum um mælingaraðferð og tæki það, sem notað var, verði að telja ósannað, að hún hafi átt með fullri vissu við bifreið ákærða. Að mati dómsins hafa í máli þessu verið lögð fram fullnægjandi gögn um aðferð þá, sem notuð var við hraðamælinguna á bifreið ákærða umrætt sinn, svo sem úrdráttur úr radarbók og skírteini frá framleiðanda um prófun tækisins. Þá hafa lögreglumenn lýst hvoru tveggja og annar þeirra hefur lokið sérstöku námskeiði í meðferð viðkomandi tækis. Þá höfðu báðir hlotið verulega reynslu í meðferð þess samkvæmt því, sem fram hefur komið í framburðarskýrslum þeirra. Ennfremur er ljóst, að mæliaðferð þessi hefur verið lögð til grundvallar úrlausnar dómstóla hérlendis, og ekkert er fram komið um, að aðferð sú, sem notuð var umrætt sinn, hafi 1235 í einhverju verið frábrugðin þeirri sem notuð er alla jafna. Gegn samhljóða framburði lögreglumanna þeirra, sem að mælingunni stóðu, verður ekki á það fallist af hálfu dómsins, að önnur bifreið en ákærða hafi átt þar hlut að máli, enda kváðust lögreglumennirnir báðir hafa séð númer bifreið- arinnar, og skiptir þá litlu ónákvæmni í litavali lögreglumanns þess, sem frumskýrslu gerði í málinu. Ákærði hefur í þriðja lagi bent á, að lögreglumennirnir hafi misst sjónar á bifreið sinni, á meðan á eftirförinni stóð, og hún hafi því ekki verið órofin. Það og áðurnefnd ónákvæmni í litavali veiki mjög sannleiksgildi framburður þeirra um hvaða bifreið hafi verið mæld. Auk þess að vísa til þess, sem áður greinir um þýðingu litagreiningar á bifreið ákærða, þykir sú staðreynd ein sér, að lögreglumennirnir misstu sjónar á bifreið ákærða stutta stund, ekki geta leitt til sýknu hans að mati dómsins. Fram hefur komið, að einhverjar bifreiðar voru í nánd við bifreið ákærða, þegar mæling fór fram, en ekkert bendir hins vegar til þess gegn framburði lögreglumanna, að þeir hafi ekki stöðvað rétta bifreið í Þór- unnarstræti. Enda hefur ákærði staðfest að hafa verið á ferð um Hörgár- braut á þeim vegarkafla og tíma, sem um er getið í skýrslu lögreglu, og ennfremur að hafa mætt lögreglubifreiðinni, séð viðvörunarljós á henni þá um leið og síðar, er hún veitti honum eftirför. Samkvæmt öllu framansögðu þykir fullsannað, að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá, er honum er gefin að sök í ákæruskjali og sem þar þykir rétt heimfærð til refsilagaákvæða. Refsing ákærða þykir samkvæmt 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, hæfilega ákveðin kr. 3.000,00 í sekt til ríkissjóðs, og komi fjögurra daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skipaður verjandi ákærða, Árni Pálsson hdl., hefur ekki gert kröfu til málsvarnarlauna. Dóm þennan kvað upp Oddur Ólason, fulltrúi bæjarfógeta. Dómsorð: Ákærði, Eiríkur Jóhannes Björgúlfur Eiríksson, greiði kr. 3.000,00 í sekt til ríkissjóðs, og komi 4 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Ákærði greiði kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 1236 Föstudaginn 15. nóvember 1985. Nr. 231/1983. Jónas Gunnarsson Haraldur Guðmundsson Björn M.L. Kristjónsson og Kristján Guðmundsson (Skúli Pálsson hrl.) gegn Kristjáni Sigurði Bjarnasyni sín vegna og f.h. útgerðar m/b Ármanns SH 223 og gagnsök (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Björgunarlaun. Réttarfarsvítur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson og Guðmundur Skaftason og Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari. Aðaláfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 21. desember 1983, og gera þeir aðallega kröfu um sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda, en til vara, að þeim verði dæmd lægri fjárhæð en hann krefst. Þá krefjast aðaláfrýjendur málskostn- aðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 31. janúar 1984. Hann krefst þess aðallega, að aðaláfrýjendur verði in solidum dæmdir til greiðslu 181.250,00 króna auk 45% ársvaxta frá 15. nóvember 1982 til 19. janúar 1983, en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjenda, en staðfestingar á málskostnaðarákvæði héraðsdóms. Til vara krefst hann greiðslu á 90.000,00 krónum auk vaxta og málskostnaðar sem að ofan greinir. Til þrautavara krefst hann staðfestingar á héraðs- dómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fallast má á það með héraðsdómi, að m/b Ármann hafi átt þátt í björgun b/v Más, enda þótt sá þáttur hafi verið óverulegur, og að hlutur m/b Ármanns sé hæfilega metinn 5% af heildarbjörg- unarlaunum þeim, sem samið var um og málsaðiljar hafa báðir fall- ist á að miða við. Samkvæmt því og þar sem vaxtakröfu gagnáfrýj- 1237 anda hefur ekki verið mótmælt ber að staðfesta héraðsdóm, þó þannig, að krafan verður dæmd gagnáfrýjanda, Kristjáni Sigurði Bjarnasyni hans vegna og f.h. útgerðar m/b Ármanns SH 223, en í dómsorði héraðsdóms er ónákvæmni í tilgreiningu þessa máls- aðilja. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjendur til þess að greiða gagnáfrýjanda 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Það athugast, að héraðsdómara hefði verið rétt að kveðja til sér- fróða meðdómendur við sjópróf og við meðferð málsins. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Jónas Gunnarsson, Haraldur Guðmunds- son, Björn M.L. Kristjónsson og Kristján Guðmundsson, greiði in solidum gagnáfrýjanda, Kristjáni Sigurði Bjarnasyni hans vegna og fyrir hönd útgerðar m/b Ármanns SH 223, 36.250,00 krónur auk 45% ársvaxta frá 15. nóvember 1982 til 19. janúar 1983 og dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 10. nóvember 1983. Stefnandi málsins er Kristján Sigurður Bjarnason (5843-7131), Grundar- braut 22, Ólafsvík, persónulega og vegna útgerðar m/b Ármanns SH 223. Stefndu eru annarsvegar eigendur m/b Hrings SH 277, þeir Jónas Gunnarsson (5254-1557), Brautarholti 18, Haraldur Guðmundsson (2772- 6281) Grundarbraut 5, og dánarbú Guðmundar Jenssonar, Ólafsbraut 28, allir í Ólafsvík, og hinsvegar áhöfn sama skips hinn 10. ágúst 1982, þeir Jónas Gunnarsson, einn eigenda, sbr. hér að framan, Björn M.L. Kristjóns- son (1342-5205), Brautarholti 24 og Kristján Guðmundsson (5855-3638), Túnbrekku 9, allir í Ólafsvík. Málið er rekið og dæmt í aukadómþingi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu sem mál nr. 4/1983. 1238 Stefna í málinu er gefin út hinn 17. janúar 1983, birt og fallið frá stefnu- fresti hinn 19. janúar 1983 og málið þingfest hinn 26. janúar 1983. Málið var dómtekið að loknum munnlegum málflutningi hinn 4. nóvem- ber 1983. Dómurinn er kveðinn upp í sýsluskrifstofunni í Stykkishólmi fimmtu- daginn 10. nóvember 1983. Dómari er Jón S. Magnússon fulltrúi. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði in solidum dæmdir til þess að greiða stefnanda kr. 181.250 af umsömdum björgunarlaunum fyrir björgun b/v Más SH 127, þann 10. ágúst 1982 með 45% ársvöxtum frá 15. nóvember 1982 til stefnubirtingardags, en frá þeim degi með dómvöxt- um til greiðsludags, auk málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá lögmanna. Með bókun við munnlegan flutning málsins féll lögmaður stefnanda frá kröfum á hendur db. Guðmundar Jenssonar. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, og til vara, að þeir verði einungis dæmdir til þess að greiða stefnanda mun lægri fjárhæð en krafist er. Í báðum til- fellum er krafist málskostnaðar. Í stefnu er málsatvikum lýst þannig: „Mál þetta er risið vegna björgunar á m/s Mávi (sic) SH-127 þann 10. ágúst 1982. M/s Már, sem er skuttogari, strandaði þá undir Ólafsvíkurenni með fullfermi fiskjar. Gerðar voru ráð- stafanir til að bjarga skipinu, og voru kallaðir til m/b Hringur SH-277 og bátur stefnanda, m/b Ármann SH-223. Framkvæmdastjóri Útvers hf., sem er eigandi Más, óskaði eftir aðstoð stefnanda og fór með honum á strand- stað. Hlutverk stefnanda átti að vera að flytja tóg milli skipa, en hlutverk hans varð þó fyrst og fremst að flytja skilaboð milli Hrings og Más, en Hringur var talstöðvarlaus. Til þess að gera langt mál stutt, þá dró Hringur Má á flot, og er atburðinum skilmerkilega lýst í sjóprófum, sem lögð verða fram í máli þessu.“ Málsástæður stefnanda eru þær, að sér beri fjórðungshlutdeild í björg- unarlaunum vegna framlags hans við björgun m/s Más. Í fyrsta lagi hafi verið óskað aðstoðar hans af hálfu eiganda Más, í öðru lagi hafi hann að- stoðað við flutning taugar á milli skipa og í Þriðja lagi og aðallega hafi hann séð um allt talstöðvarsamband milli báta, sem hugsanlega hafi haft úrslitaáhrif á, hve giftusamlega björgunin tókst. Eigendur og áhöfn m/b Hrings sömdu við tryggingarfélag m/s Más, Tryggingamiðstöðina hf., um heildarbjörgunarlaun, samtals að fjárhæð kr. 725.000, og er samningur þessi lagður til grundvallar kröfugerð stefnanda. Stefnandi sættir sig við þann samning og gerir kröfu til hlutdeildar af þeim björgunarlaunum, sem þar var samið um. Stefnufjárhæð er miðuð við 25% af björgunarlaunun- um. Tryggingarfélagið hefur lýst því yfir, að það greiði ekki hærri trygg- 1239 ingarbætur vegna björgunarinnar þrátt fyrir kröfur stefnanda. Stefnandi tók ekki þátt í samningum um björgunarlaunin, en gerir samt ekki athuga- semdir við tölulega niðurstöðu samningsins um þau. Þessvegna varð það að samkomulagi milli aðilja, að málið yrði rekið á þeim grundvelli, að aðiljar létu á það reyna fyrir dómstólum, hvernig skipta beri björgunarlaun- unum innbyrðis og án þess að frekari kröfur yrðu gerðar á hendur trygg- ingarfélaginu. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi eigi á báti sínum veitt svo að björgun m/s Más SH 127, þegar m/b Hringur SH 277 bjargaði togaranum hinn 10. ágúst 1982 undir Ólafsvíkurenni, að réttlæti greiðslu björgunarlauna, og hafi einhver hjálp verið fram lögð, sé hún svo lítilvæg, að hún hafi engin úrslitaáhrif haft á björgunina, sem hefði tekist eigi að síður. Ljóst sé, að stefnandi bar enga enda á milli skipa og sú hjálp, sem hann kann að hafa veitt með talstöðvarsambandi, var nánst engin, enda var talstöðvarsamband milli björgunarskipsins og hins bjargaða, meðan þeir atburðir gerðust, sem björgunin byggðist á. Niðurstaða. Eins og fram kemur í gögnum málsins og áður er rakið, hefur verið samið um björgunarlaun fyrir aðstoð m/b Hrings við að ná m/s Mávi á flot. Stefnandi hefur lýst því yfir, að hann geri ekki tölulegar athugasemdir við upphæð björgunarlaunanna, en kröfur hans byggjast á því, að hann eigi rétt á hlutfallslegri fjárhæð umsaminna björgunarlauna fyrir þá aðstoð, sem hann veitti við björgun m/s Más, og gerir hann kröfu til '4 hluta um- saminna björgunarlauna fyrir atbeina sinn við björgun skipsins. Stefnandi var beðinn um að fara á strandstað á báti sínum, Ármanni, með framkvæmdastjóra Útvers hf., eiganda m/s Más, og til þess að koma taug á milli Más og Hrings. Þegar á strandstað var komið, var þegar komin taug á milli skipanna, og var þá beðið um aðstoð Ármanns við að koma á sambandi milli Más og Hrings um talstöð. Aðstoðin var fólgin í því, að flytja um talstöð og með köllum skilaboð milli skipanna um, að Már hefði samband við Hring á tiltekinni bylgju á stóru talstöðinni, þar sem litla tal- stöð Hrings var biluð. Eftir það komst talstöðvarsamband á milli Más og Hrings, og var síðan stöðugt talstöðvarsamband milli skipanna, uns björg- un lauk og Már var kominn í höfn í Ólafsvík. Ármann var áfram á strand- stað enn um sinn, reiðubúinn til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Ekki verður séð, að þáttur Ármanns í björguninni hafi verið það mikill, að björgun hefði ekki tekist án aðstoðar hans sem að framan er getið. Til- raun Ármanns til þess að koma taug um borð í Hring, eftir að hún slitnaði, mistókst. Hinsvegar lítur dómurinn svo á, að aðstoð Ármanns hafi auð- veldað björgun Más og flýtt fyrir henni. Með hliðsjón af því og tilliti til 1240 VIII. kafla siglingalaga nr. 66/1963 þykir aðstoð Ármanns hæfilega metin sem 5 hundraðshlutar af heildarstarfi við björgunina, og ber að greiða honum aðstoðina í því hlutfalli. Við þessa niðurstöðu er einnig höfð í huga stærð skipanna, þar sem m/s Már er 493 brúttórúmlestir, m/b Hringur 80 og Ármann 6. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefndu in solidum til þess að greiða stefnanda kr. 36.250, auk vaxta, eins og krafist er í stefnu, svo og málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 15.000. Dómsorð: Stefndu, Jónas Gunnarsson, Haraldur Guðmundsson, Björn M.L. Kristjónsson og Kristján Guðmundsson, greiði stefnanda, Kristjáni Sigurði Bjarnasyni, in solidum kr. 36.250 auk 45%0 ársvaxta frá 15. nóvember 1982 til stefnubirtingardags hinn 19. janúar 1983, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 15.000 í málskostn- að, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 15. nóvember 1985. Nr. 15/1984. Hópferðir s/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f (Haraldur Blöndal hrl.) gegn Ragnari Stefánssyni (Stefán Pálsson hrl.) Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson og Guðmundur Skaftason og Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari. Máli þessu skutu áfrýjendur til Hæstaréttar með stefnu 26. janúar 1984. Áfrýjendur krefjast aðallega þess, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi 1241 í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist, að áfrýjendur verði einungis dæmdir til að greiða hluta af hinni tildæmdu fjár- hæð, en málskostnaður falli niður í héraði. Krafist er málskostnaðar fyrir Hæstarétti í varakröfu. Af hálfu stefnda er þess krafist, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjendum gert að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Eins og í héraðsdómi greinir, átti ökumaður bifreiðarinnar Á 2004 sök á óhappinu. Rekstur hrossanna eftir veginum fór ekki í bága við ákvæði 64. gr. umferðarlaga nr. 40/ 1968. Hefur eigi verið sýnt fram á atvik, er leiði til lækkunar fébóta samkvæmt 3. mgr. 67. gr. sömu laga. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó svo, að dómvexti ber að greiða frá 16. júní 1983. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda 19.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að 420 ársvexti skal reikna frá 29. janúar 1983 til 16. júní sama ár, en dómvexti frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjendur, Hópferðir s/f og Sjóvátryggingarfélag Íslands h/f, greiði stefnda, Ragnari Stefánssyni 19.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 27. október 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 14. þ.m. að afloknum munnlegum mál- flutningi þann sama dag, hefur Benedikt Ólafsson hdl. Akureyri höfðað með stefnu, útgefinni á Akureyri 23. mars 1983, en birtri og þingfestri 16. júní 1983, f.h. Ragnars Stefánssonar, nnr. 1182-7666, Hrafnagilsstræti 29, Akureyri, á hendur Hópferðum s.f., nnr. 4295-0963, Lönguhlíð 8, Akur- eyri, og Sjóvátryggingarfélagi Íslands h.f. nnr. 8134-7344, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta in solidum að fjárhæð kr. 27.500,00 með hæstu dómvöxtum frá 29. janúar 1983 til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati réttarins, en þó eigi lægri en samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. 1242 Stefndu gera þær dómkröfur aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, en til vara, að stefndu verði einungis dæmdir til þess að greiða hluta hinnar umstefndu fjárhæðar, en málskostnaður falli niður. Málsatvik eru þau samkvæmt gögnum málsins, að laugardaginn 29. Janúar 1983, klukkan 20:07, var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um, að bifreiðinni A 2004, Mercedes Benz, sendiferðabifreið í eigu stefnda Hóp- ferða s.f. og ábyrgðartryggð hjá stefnda Sjóvátryggingarfélagi Íslands h.f., hefði verið ekið á hrossahóp á Eyjafjarðarbraut vestri neðan við Kristnes. Ökumaður bifreiðarinnar var Kristinn Kristinsson, Melasíðu 10F, Akureyri, fæddur 20. júní 1957, en tilkynnandi var Ómar Jakobsson, Litluhlíð 6F, Akureyri, og hafði hann símasamband frá bænum Laugabrekku í Hrafna- gilshreppi. Ómar tjáði lögreglu, að hann hafi verið á leið til Akureyrar með um 20 hross, þrír menn rekið hópinn með sér. Hafi hann og annar til farið á undan, tveir á eftir, og allir reiðmenn verið í endurskinsvestum. Ómar kvaðst hafa haft hópinn á veginum og verið talsvert á undan til að hægja á umferð á móti. Er hópurinn var við Kristnes, kom bifreið á móti og var með lágan ljósgeisla að sögn Ómars. Ómar kvaðst hafa veifað til bifreiðar- stjórans, en hann ekið áfram framhjá honum og inn í hrossahópinn. Þar hafi bifreiðin lent á tveimur hrossum, annað drepist strax en hitt slasast eitthvað, en ekki vitað hversu alvarlega. Lýsing lögreglu á búnaði bifreiðarinnar A 2004 var þannig, að hún hafi verið búin snjóhjólbörðum á öllum hjólum svo og haft keðjur á báðum afturhjólum. Hámarkshraði á akbraut var 70 km á kist., en uppgefinn öku- hraði ökumanns 50 km á klst. Á slysstað ríkti almennur umferðarréttur, myrkur var, lýsing slæm, skýjað, snjókoma, yfirborð vegar malborið, hálka á vegi og snjór. Mánudaginn 31. janúar kom á lögreglustöðina á Akureyri ökumaður bifreiðarinnar A 2004 og skýrði svo frá ferð sinni. Hann kvaðst hafa ekið suður Eyjafjarðarbraut og tekið eftir manni á hesti, rétt áður en hann kom að hópnum. Hann kvaðst hafa hægt ferð og sveigt út á kantinn til hægri, en þá var orðið það stutt í hrossahópinn, að óhapp varð ekki umflúið. Hafi hann séð undanreiðarmanninn veifa til sín og þess vegna farið að hægja ferð, hafi hann ekið með háum ljósgeisla og lækkað í þann mund er hann mætti manninum. Hann kvaðst vilja taka fram, að hann teldi undanreiðarmanninn ekki hafa verið nægilega langt á undan hópnum. Hafi mikil snjókoma verið og slæmt skyggni, er óhappið varð. Eigandi hestsins, er drapst í óhappinu, var stefnandi, Ragnar Stefánsson. Verður nú rakinn framburður vitna hér fyrir dómi um nánari atvik. Vitnið Magnús Hreinn Jóhannsson bifreiðarstjóri, Lönguhlíð 5, Akur- 1243 eyri, fæddur 28.10. 1944, skýrði svo frá, að fjórir rekstrarmenn hefðu rekið um 20 hross á leið til Akureyrar, en þeir hafi verið að koma úr hrossa- smölun úr Djúpadal í Saurbæjarhreppi og hafi tveir riðið fyrir rekstrinum og tveir á eftir og hafi hann verið annar þeirra, er á eftir fór, en hinn verið Sigurlaug Stefánsdóttir og hafi allir rekstrarmenn verið ífærðir endur- skinsvestum. Hafi þeir, sem undan riðu, verið stefnandi og Ómar Jakobs- son og hafi annar þeirra riðið þónokkuð á undan stóðinu, en hinn fast á undan hrossunum. Hríðarveður hafi verið og skyggni það lítið, að ekki hafi verið hægt að aka bifreið með háum ljósum, en færð góð og vegur því nær auður. Hafi hrossin verið í þyrpingu á veginum, þ.e.a.s. frekar dreifð. Hafi bifreiðinni A 2004 verið ekið viðstöðulaust, að því er virtist, inn í hrossahópinn, en henni verið ekið á lítilli ferð, ca 40 km hraða á klst. og bifreiðin lent á tveimur fremstu hrossunum og þá stöðvað. Hafi annað hrossið, er ekið var á, hafi hann sjálfur átt (sic) og hafi hann sett endurskinsborða á annan framfót þess í upphafi rekstrar, en merkið farið af, áður en óhappið varð, en engin önnur hross hafi verið auðkennd með endurskinsmerkjum. Bar vitnið, sem kvaðst vera reyndur hestamaður, að reksturinn hafi gengið eðlilega fyrir sig og hafi ökumaðurinn á bifreiðinni AC 2004 viðurkennt alla sök á óhappinu þarna á staðnum. Vitnið upplýsti að báðir hestarnir, er ekið var á, hafi þeir komið með héðan úr bænum (sic), en ekki verið smalað af dalnum, og upplýsti einnig, að hann hefði fengið greitt frá stefnda Sjóvátryggingarfélagi Íslands h.f. % hluta af um- sömdu matsverði hrossins, kr. 19.000,00, auk þess þá fjárhæð, sem skrokk- urinn lagði sig til innleggs í sláturhúsi og hafi það verið milli kr. 5-6.000,00. Hann kvaðst ekki hafa nennt að standa í þrasi lengur um bætur og því gengið að þessu, en telja hrossið óbætt að hluta. Vitnið Sigurður Ómar Jakobsson verkamaður, Seljahlíð 13H, Akureyri, fæddur 11.11. 1955 bar hér fyrir dómi, að hann hefði riðið á undan hópnum ca 30-40 metra. Hafi hann veifað bifreiðinni og verið viss um það, að ökumaðurinn hafi séð hann. Vitnið kveðst hafa verið komið upp á hæðina fyrir sunnan Laugabrekku, en reksturinn verið í slakkanum fyrir sunnan. Hafi hann snúið hestinum og hugsað sem svo, að ökumaðurinn slægi ekki einu sinni af. Hafi bifreiðinni verið ekið hægt og vikið fyrir honum, en sveigt aftur inn á veginn. Hafi bifreiðin stefnt á Ragnar, en hann vikið og hafi það engum togum skipt, bifreiðin hafi lent á tveimur hrossum. Hafi meiri hluti hrossanna verið á hægra kanti og nokkur inni á vegi eins og gengur, en þau hafi alls verið um 20. Hafi skyggni verið mjög lítið vegna snjókomu, en hann hafi aldrei riðið það langt á undan hópnum, að hann hafi ekki séð öftustu rekstrarmennina. Er óhappið varð hafi honum virst Ragnar hafa verið á móts við eða ca samhliða fremsta hesti. Kvaðst hann hafa séð framfyrir sig ca 100 metra. 1244 Stefnandi, Ragnar Stefánsson, starfsmaður Rafveitu Akureyrar, fæddur 01.05. 1923 skýrði frá atvikum hér fyrir dómi á sama hátt og fyrir lögreglu þann 23. febrúar 1983, en hann kvaðst hafa verið einn af fjórum, sem voru á ferð með hrossahóp úr Saurbæjarhreppi á leið til Akureyrar. Hafi hann verið á undan hópnum, sem var um 20 hross, ásamt Ómari Jakobssyni. Hafi þeir haft þann hátt á, að Ómar var alllangt á undan hópnum, en stefn- andi ca 6-10 metra framan við hrossahópinn, en Ómar síðan verið um 20 metra fyrir framan stefnanda. Tveir af rekstrarmönnum hafi svo verið á eftir hópnum og allir verið íklæddir orangelituðum glitvestum. Hafi hest- arnir verið reknir eftir hægri vegarbrún, og er bifreiðin kom á móti, þá hafi henni verið ekið með lægri ökuljósum, enda snjókoma það mikil, að hann taldi hæpið, að ökumaður hefði getað ekið með hærri ökuljós. Er bifreiðin kom á móts við stefnanda, þá hafi henni verið ekið fremur hægt, eða á ca 40 km hraða á klst. Hafi hann ekki átt von á öðru en að allt gengi með eðlilegum hætti, en þá hafi hann heyrt skell fyrir aftan sig. Er hann sneri við, hafi hann séð, að bifreiðin hafði lent á hrossahópnum með þeim afleiðingum, að einn hestur drapst og annar slasaðist. Hafi lögreglan verið kölluð á vettvang og athugað aðstæður, en vegna þess að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið tímabundinn, hafi verið tekið tillit til þess og hann farinn af vettvangi, er lögreglan kom, en lögreglan hafi kannað aðstæður á vettvangi. Er þetta gerðist, hafi verið mikil snjókoma. Hafi rekstrarmenn viðhaft alla þá varúð, sem hægt hafi verið í þessu tilfelli, hins vegar hafi aðstæður verið slæmar vegna snjókomu og hálku á veginum. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa orðið var við, að bifreiðin A 2004 hafi dregið úr ferð, áður en henni var ekið inn í hrossahópinn, en tók fram, að bifreiðin hafi verið á lítilli ferð og hafi hann ekki þurft að víkja undan henni. Stefn- andi upplýsti, að hrossið, sem hann missti, hafi verið grátt eða svo til hvítt, en aðeins dekkra á tagl og fax. Hann upplýsti, að hrossin hafi ekki verið sérstaklega merkt. Vitnið Kristinn Kristinsson hjólbarðaviðgerðarmaður, Melasíðu 10F, Akureyri, fæddur 20.06. 1957, ökumaður bifreiðarinnar A 2004, skýrði svo frá hér fyrir dómi, að hann hafi ekið bifreiðinni með háum ljósum, er hann mætti manni á hesti í endurskinsvesti og hafi hann þá lækkað ljósin og dregið úr ferð. Maðurinn hafi veifað sér og hann strax ályktað, að þar væri hrossarekstur á ferð, en það hafi engum togum skipt, að hann hafi verið kominn í hrossahópinn og ekið á tvö þeirra. Hann kvaðst hafa ekið á ca 50 km hraða á klst. er hann mætti fyrsta rekstrarmanninum og vikið til hægri og dregið úr hraða og verið því nær stöðvaður, er óhappið varð, en taldi, að óeðlilega stutt hafi verið á milli fremsta manns og stóðsins. Um nánari staðsetningu á slysstaðnum bar lýsingu hans saman við fram- burð vitnisins Sigurðar Ómars Jakobssonar. Vitnið sagði, að eins og staðið 1245 var að rekstrinum á þessum stað, hefði að sínu mati ekki verið komist hjá þessu slysi. Nánar um áreksturinn kvaðst hann fyrst hafa ekið framhjá tveimur hrossum og þá hafi hann klossbremsað og þá hafi bifreiðin runnið á fullbremsuðum hjólum ca eina bíllengd og verið við að stöðva er þrjú Hross lentu framan á bifreiðinni og hafi hann þá verið á hægri kanti vegar- ins og það utarlega, að fram- og afturhjól hafi verið við það að lenda út af veginum, en bifreiðin hafi verið á keðjum á afturhjólum. Hann kvað hrossin hafa verið dreifð um allan veg. Málsástæður stefnanda eru þær, að bifreiðarstjórinn A 2004 (sic) hafi valdið tjóninu með gálauslegum akstri, er hann ók bifreið sinni í snjókomu, hálku og slæmu skyggni á svo miklum hraða, að hann náði ekki að stöðva á þeirri vegalengd, frá því að hann varð undanreiðarmannsins var, til þess er hann ekur inn í hrossahópinn. Stefnandi og meðreiðarmenn hans hafi hins vegar viðhaft allar þær varúðarráðstafanir, sem hægt var að ætlast til af þeim. Lagarök um bótaábyrgð og aðild stefndu styður stefnandi með vísan í 49. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 og til 67. gr., sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga að því er varðar eiganda A 2004, en 74. gr., 2. mgr., og 70. gr., l., 2. og 3. mgr., sömu laga að því er varðar vátryggingarfélagið. Stefndu reisa sýknukröfu sína á 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, en með því að reka hross eftir fjölförnum þjóðvegi við slíkar kringumstæður sem hér að framan er lýst, hafi rekstrarforingjar sýnt af sér slíkt gáleysi, að rétt sé að fella niður bætur samkvæmt hinni hlutlægu bótareglu 1. megr., þá sé ennfremur rétt að benda á, að sá hestamanna, sem Kristinn sá, var í glitvesti, hins vegar hafi enginn hinna lausu hesta verið með glitmerkjum, hvorki í tagli né ennistoppi, en slík varúðarráðstöfun þykir sjálfsögð nú til dags. Ekkert komi fram í málinu um, að ökumaður A 2004 hafi ekið óvarlega. Hins vegar hafi rekstrarforingjar með því að reka hross í svo vondu veðri sem raun bar vitni og eftir fjölförnum þjóðvegi brotið gegn skýrum ákvæðum umferðarlaga, einkum. 37. gr. og 64. gr. Verði ekki fallist á sýknukröfu, er því haldið fram, að færa eigi bótafjárhæð niður sam- kvæmt 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga og láta stefnanda bera tjón sitt að meginhluta sjálfan. Í máli þessu er samkomulag með aðiljum um sjálfa stefnufjárhæðina, kr. 27.500,00, en lögmaður stefndu benti á í málflutningi, að krafa stefn- anda bæri eingöngu almenna sparisjóðsvexti fram að stefnubirtingardegi og síðan dómvexti frá þeim degi, sbr. lög nr. 56 frá 1979. Álit dómsins. Af framburðum vitna hér fyrir dómi verður að telja það sannað, að tveir rekstrarmenn hafi farið fyrir oftnefndum hrossahóp, er verið var að reka hann af afrétt til Akureyrar. Fyrri gæslumaðurinn, Sigurður Ómar Jakobs- son, virðist samkvæmt gögnum málsins hafa verið nokkurn spöl á undan 1246 hópnum og stefnandi rétt við hópinn. Allir rekstrarmenn voru í glitvestum. Vitnið Sigurður Ómar gaf ökumanni bifreiðarinnar A 2004 merki, er þeir mættust, og skildi ökumaðurinn merkjagjöfina svo, að hrossahópur væri framundan. Sannað er, að skyggni var lítið og vegur háll. Rekstrarmenn áttu ekki langa leið í áfangastað og eðlilegt, að þeir vildu hýsa hrossin hér í bænum. Ekki er hægt að meta þeim það til sakar, þó að þeir héldu áfram för í þessu veðri, en upplýst var, þó að ekki væri það bókað, að snjókoman hafi skollið á rekstrarmenn við Hrafnagil skammt fyrir sunnan árekstrar- staðinn (sic). Telja verður, að rekstrinum hafi fylgt nægilega margir gæslu- menn og hafi auðkenningu á þeim í engu verið áfátt, en hins vegar verður að telja, að viðbrögð ökumanns bifreiðarinnar A 2004 hafi ekki verið nægjanlega markviss, er hann mætti forustumanni þeirra rekstrarmann- anna, eins og aðstæðum var háttað. Honum hafi borið að aka hægt og sýna ýtrustu varkárni við þessar aðstæður og þykir með akstursmáta sínum hafa brotið gegn brýnum ákvæðum 1. mgr. 49. gr. og 3. mgr. stafl. b, e, f, í og m sömu greinar, og ber því með vísan til 1. mgr. 67. gr., sbr. 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 70. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 74. gr. sömu laga að leggja alla fébótaábyrgð á slysi þessu á stefndu. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefndu að greiða stefnanda kr. 27.500,00 með 42% ársvöxtum frá 29. janúar 1983 til 16. júní 1983, en með dómvöxtum frá þ.d. til greiðsludags og kr. 12.174,00 í málskostnað. Dóm þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Dómsorð: Stefndu, Hópferðir s.f. og Sjóvátryggingarfélag Íslands h.f., greiði in solidum stefnanda, Ragnari Stefánssyni, kr. 27.500,00 með 4290 ársvöxtum frá 29.01. 1983 til 01.06. s.á., en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 12.174,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. 1247 Föstudaginn 15. nóvember 1985. Nr. 226/1983.. Þóroddur Th. Sigurðsson Skúli Magnússon María EF. Frederiksen Björn Guðmundsson og Björn Th. Björnsson (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Brynjúlfi Thorvaldssyni (Tómas Gunnarsson hrl.) Fasteign. Sameign. Eignarréttur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjendur áfrýjuðu máli þessu með stefnu 12. desember 1983. Þeir krefjast þess, að dæmt verði, að kjallarinn undir húsinu nr. 24 við Karfavog í Reykjavík sé óskipt sameign þeirra og stefnda, þannig að hver þeirra eigi einn sjötta hluta kjallarans. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ekki verður talið, að neinir þeir gallar séu á aðild máls þessa af hálfu áfrýjenda, að varði frávísun málsins samkvæmt 46. gr. einka- málalaga nr. 85/1936, en af hálfu stefnda var því hreyft fyrir Hæstarétti, að svo kynni að vera. Ekki er ágreiningur um það milli málsaðilja, að kostnaður við gerð kjallara þess, sem um ræðir í máli þessu, hafi verið greiddur að jöfnu af áfrýjendum og stefnda þannig, að þeir hafi greitt einn sjötta hluta kostnaðar hver. Kjallarinn var viðbót við raðhús þeirra og ætlaður til nota fyrir sameiginlega kyndistöð fyrir raðhúsasam- stæðuna. Raðhúsin voru svo til jafnstór. Kyndistöðin var notuð, uns jarðhitaveita var tengd við kyndikerfið í kjallaranum 12. febrúar 1969, en síðan við hvert hús sérstaklega í október og 1248 desember 1972, eins og í héraðsdómi greinir. Bæði fyrir og eftir tengingu hitaveitunnar notuðu áfrýjendur kjallarann sem geymslu. Fasteignagjöld voru lögð á raðhúsin og kjallarann í einu lagi fyrstu árin, og greiddu málsaðiljar þau síðan að jöfnu, einn sjötta hluta hver. Á árinu 1972 eða 1973, að því er talið var við flutning málsins fyrir Hæstarétti, var farið að leggja fasteignagjöld sérstaklega á hvert raðhús fyrir sig, og var kjallarinn þá látinn fylgja húsinu, sem hann var undir. Er áfrýjendur komust að því, rituðu þeir í desember 1974 bréf, er fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar fékk til með- ferðar, og óskuðu eftir, að þeir yrðu látnir greiða sinn hluta fast- eignagjalda af kjallaranum. Reis ágreiningur út af þessu með áfrýj- endum og stefnda, svo sem rakið er í héraðsdómi. Eins og að framan greinir, greiddu málsaðiljar kostnað við gerð kjallarans að jöfnu, og verður að telja, að hann hafi í öndverðu verið óskipt sameign þeirra. Stefndi hefur ekki fært sönnur að því, að þessari sameign hafi verið slitið og hann átt að fá kjallarann í sinn hlut sem einkaeign sína og þar með stærra hús en aðrir, þegar dregið var um hvaða hús hver skyldi fá hinn 7. febrúar 1959. Yfir- lýsing sú, er málsaðiljar rituðu undir að því loknu, sannar ekki, að svo hafi verið, og þinglýsing þess skjals veitir stefnda ekki aukinn rétt gagnvart áfrýjendum fyrir traustfang. Ekki verður talið, að stefndi hafi unnið eignarhefð að kjallaranum eða áfrýjendur hafi fyrirgert sameignarrétti sínum að honum fyrir tómlæti, enda verður ekki annað séð en þeir hafi hafist handa um mótmæli gegn því, að stefndi greiddi einn fasteignagjöld af kjallaranum, þegar þeir urðu þess varir, að þau voru eingöngu lögð á hann. Samkvæmt því, sem nú er rakið, verður sú krafa áfrýjenda tekin til greina, að margnefndur kjallari verði talinn óskipt sameign máls- aðilja að jöfnu þannig, að þeir eigi óskipt einn sjötta hluta hans hver. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjend- um málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals 40.000,00 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er, að kjallarinn undir húsinu nr. 24 við Karfa- vog í Reykjavík er óskipt sameign áfrýjenda, Þórodds Th. 1249 Sigurðssonar, Skúla Magnússonar, Maríu E. Frederiksen, Björns Guðmundssonar og Björns Th. Björnssonar, og stefnda, Brynjúlfs Thorvaldssonar, þannig að hver þeirra á einn sjötta hluta kjallarans. Stefndi greiði áfrýjendum samtals 40.000,00 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er ósammála atkvæði meiri hlutans af ástæðum þeim er hér Sreinir: Áður en byggjendur drógu um húseignir sínar í raðhúsalengjunni nr. 14-24 við Karfavog hinn 9. febrúar 1959, voru mannvirki þessi, Þar á meðal hið umdeilda kjallararými, í óskiptri sameign þeirra allra. Við dráttinn féll húsið nr. 24 í hlut stefnda. Kjallararýmið var hluti af þeirri húseign, og verður því að telja, að stefndi hafi einnig orðið eigandi þess með þeirri kvöð, er á því hvíldi, úr því að eigi var berlega samið um, að rýmið skyldi vera áfram í sameign húsbyggjenda allra. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann Og dæma áfrýjendur til að greiða stefnda 50.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. september 1983. Mál þetta, sem tekið var til dóms 2. þ.m., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 23. mars 1983. Stefnendur málsins eru Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri, Karfa- vogi 14, Reykjavík, nnr. 9714-3501, Skúli Magnússon flugmaður, Karfa- Vogi 16, Reykjavík, nnr. 8178-8243, María E. Frederiksen húsmóðir, Karfa- vogi 18, Reykjavík, nnr. 6423-3696, Björn Guðmundsson flugstjóri, Karfa- vogi 20, Reykjavík, nnr. 1331-5051, og Björn Th. Björnsson rithöfundur, Karfavogi 22, Reykjavík, nnr. 1322-6377. Stefndi er Brynjúlfur Thorvaldsson flugstjóri, Miklubraut 11, Reykjavík, nnr. 1481-0927. Dómkröfur stefnenda eru þær, að dæmt verði, að kjallarinn undir húsinu að Karfavogi 24 í Reykjavík sé óskipt sameign stefnenda og stefnda, þannig 79 1250 að hver húseigenda eigi 1/6 hluta kjallarans. Ennfremur gera stefnendur kröfu til málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómarans. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda og að honum verði til- dæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda eftir mati dómarans. Sáttaumleitanir af hálfu dómarans hafa ekki borið árangur. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari dæmir mál þetta. I. Á árinu 1958 var úthlutað lóð við Karfavog til þess að reisa þar 6 raðhús sem skyldu bera númerin 14, 16, 18, 20, 22 og 24. Þeir, sem fengu lóð þessa, voru stefnendurnir, Þóroddur Th., Skúli, Björn, Björn Th., Gunnar Frederiksen, eiginmaður Maríu E. Frederiksen, og stefndi í máli þessu. Með bréfi, dags. 23. maí 1958, tilkynnti bæjarverkfræðingurinn jóðarskilmála. Var lóðinni úthlutað til þess að reisa á henni tvílyfta raðhúsasamstæðu, og skyldi lóðin vera ein og óskipt gagnvart opinberum aðiljum. Enginn kjallari skyldi vera undir húsunum. Leigusamningur um lóðina var undirrit- aður 30. desember 1958. Lóðarhafar fengu arkitektinn Sigvalda Thordarson til þess að teikna raðhúsin. Hinn 26. júní 1958 var teikning af raðhúsunum samþykkt í byggingarnefnd Reykjvíkur. Áður en teikningin var samþykkt, höfðu lóðarhafar hafist handa um gröft á lóðinni og undirbýning að bygg- ingu raðhúsanna. Hitaveita var ekki komin á þessum tíma í þennan bæjar- hluta, og urðu lóðarhafar ásáttir um að hafa sameiginlega kyndingu fyrir öll húsin. Fyrst var ætlunin að kyndklefi yrði í kjallara hússins nr. 14, en síðar þótti hagkvæmara að hafa hann undir húsi nr. 24, Á teikningu Sigvalda, sem samþykkt var 26. júní 1958, er kjallarinn í húsinu nr. 24 sýndur um það bil 32 m? að grunnfleti. Arkitektinn f.h. lóðarhafa ritaði byggingarnefndinni bréf, sem er dags. 22. júlí 1958, þar sem sótt var um „leyfi til að breyta og stækka ketilhús á lóðinni nr. 14-24 við Karfavog, skv. meðfylgjandi uppdráttum.“ Um þetta erindi gerði bæjarstjórnin 31. júlí 1958 samþykkt, en í samþykktinni segir m.a.: „Björn Th. Björnsson, Laugarásvegi 75, og fleiri, sækja um leyfi til þess að breyta og stækka kjallara hússins á lóðinni nr. 14-24 við Karfavog. ..... Sam þykkt.“ Á teikningunni, sem samþykkt var 31. júlí 1958, virðist kjallarinn vera um $7,4 m? að grunnfleti. Hæð frá gólfi kjallarans og upp að loftplötu er 2,01 m samkvæmt mælingu, sem gerð var við vettvangsgöngu. Á síðast- greindri teikningu sýnist grunnflötur kjallaratrappa vera 4,51 x 1,40, eða um 6,31 m?. Samkvæmt mælingu, sem gerð var við Vettvangssöngu reyndist grunnflötur kjallaratrappa hins vegar vera um 9,64 m? (5,74 y 1,40 2,00 x 0,80). Kjallaratröppurnar hafa ekki verið byggðar þar, sem á teikningu greinir. Vegna þessa og vegna þess, að þær hafa verið breikkaðar á kafla, eru þær nú allfyrirferðamiklar á lóðinni og svo nærri lóð nr. 26 við Karfa- 1251 vog, að til baga má telja. Tröppurnar eru djúpar og kann að stafa af þeim slysahætta, svo sem frá þeim er gengið. Á teikningunni eru sýndir þrír litlir gluggar á kjallararýminu, en kjallarinn hefur þó verið þannig byggður, að enginn gluggi er á honum. Lóðarhafar unnu sameiginlega að byggingu allra húsanna, og þann 9. febrúar 1959 komu þeir saman og undirrituðu samning. Þar segir m.a.: „„Undirritaðir eigendur fyrrnefndra húseigna skuldbindum okkur til þess að vinna sameiginlega að byggingu húsanna þar til öll húsin eru að allra áliti fokheld og öll jafnt á veg komin hvað bygginguna snertir. Öll aðkeypt vinna sem til þess þarf skal greiðast úr sameiginlegum sjóði eins og gert hefur verið fram að þessu. Ennfremur skuldbindum við okkur til þess að vinna, eða láta vinna, sam- eiginlega að eftirfarandi: 1. Miðstöðvalögn utan húss og innan. 2. Tröppur í kjallara og innrétting hans að svo miklu leyti, sem nauðsynlegt er vegna miðstöðvarinnar. 3. Uppfylling meðfram húsunum. 4. Innlögn á vatni, rafmagni og frágangur á skolpræsi. 5. Vatnsklæðning utan húss. B. Við undirritaðir skuldbindum okkur til þess að hefja ekki aðrar framkvæmdir við eigin hús, fyrr en þessum verkum er að fullu lokið. C. Selji einhver hús sitt, áður en framkvæmdum þessum er lokið, skal honum skylt að láta kaupanda verða fullgildan aðila að samningi þessum. ““ Sama dag undirrituðu lóðarhafarnir svofellda yfirlýsingu: „„Mánudagskvöldið 9. febrúar 1959 komu neðangreindir saman á heimili Brynjúlfs Thorvaldssonar, Suðurgötu 22, til þeirrar hátíðlegu athafnar að gerast húseigendur. Fór sú athöfn fram með leynilegum drætti, að undan- genginni samningsgerð, og féllu húseignir í hlut manna, sem nú segir: Björn Th. Björnsson, Karfavog 22, Björn Guðmundsson, Karfavog 20, Brynj- úlfur Thorvaldsson, Karfavog 24, Gunnar V. Frederiksen, Karfavog 18, Skúli Magnússon, Karfavog 16, Þóroddur Th. Sigurðsson, Karfavog 14. Til staðfestingar eru eiginhandar undirskriftir húseigenda ásamt tveim vitundarvottum.““ Yfirlýsing þessi var afhent til þinglýsingar 23. mars 1959. Óumdeilt er í málinu, að kjallarinn hafi verið reistur á kostnað allra aðilj- anna og að við reikningsuppgjör í febrúar 1967 hafi reikningar verið jafnaðir milli aðilja og byggingarkostnaður stefnda verið sá sami og annarra lóðarhafa. 1252 Þegar hitaveita var lögð í hverfið, var kynding í kyndiklefanum lögð niður og hluti af kynditækjum seldur. Frá Hitaveitu Reykjavíkur hafa komið eftirfarandi upplýsingar: „Karfavogur 14-24. Heita vatninu hleypt á öll húsin 12/2 1969. Sameiginleg kyndistöð (ketil- hús). 1/12/72 var húsið nr. 14 tengt við sér heimæð og aftengt frá ketilhúsi í nr. 24. 21/10/72 var húsið nr. 16 tengt við sér heimæð og aftengt. Sama er að segja um nr. 18 ér 20. 1/12/72 var húsið nr. 22 tengt við sér heimæð og aftengt. 4/12/72 var húsið nr. 24 tengt við sér heimæð og aftengt.““ Stefnendur telja, að kjallarinn sé í óskiptri sameign þeirra og stefnda þannig, að hver húseigandi eigi 1/6 hluta kjallarans. Á þetta hefur stefndi ekki viljað fallast, og telur hann, að hann sé einn eigandi kjallarans. Út af þessu hefur risið ágreiningur, m.a. vegna þess hvernig skrá ætti fasteign- ina Karfavog 24 hjá Fasteignamati ríkisins. Þeirri deilu lauk með úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar 4. júní 1982, en í úrskurðinum segir m.a.: „Tilefni máls þessa er ágreiningur, sem hefur risið milli eiganda hússins nr. 24 við Karfavog annars vegar og eigenda húsanna nr. 14, 16, 18, 20, og 22 tilheyrandi sömu húsaröð hins vegar um eignarrétt að kjallararými undir húsinu nr. 24. Kjallari er ekki undir hinum húsunum og var rými þetta í upphafi haft til afnota fyrir sameiginlega kyndingu umræddra húsa. Eigandi hússins nr. 24 telur að umræddur kjallari tilheyri sínu húsi óskorað, eftir að kvöð um afnot í þágu olíukyndingar var úr sögunni, eins og nánar er rökstutt í bréfi hans frá 27. janúar 1982. Gerir hann kröfu um að húseignin Karfavogur 24 verði skráð á sitt nafn eingöngu. Eigendur húsanna nr. 14, 16, 18, 20 og 22 telja hins vegar, að kjallari sá, sem hér um ræðir, sé óskipt sameign húseigenda í húsaröðinni. Húseig- endur hafi kostað gerð kjallarans sameiginlega og hann frá upphafi verið ætlaður til sameiginlegra nota. Það er ekki á valdi Yfirfasteignamatsnefndar að skera úr ofangreindri eignarþrætu. Við eigandaskráningu í fasteignamatsskrá ber að leggja til grundvallar þinglýstar eignarheimildar, eins og þær liggja fyrir á hverjum tíma. Brynjúlfur Thorvaldsson er samkvæmt framlögðu veðbókarvottorði eigandi fasteignarinnar nr. 24 við Karfavog og ber að leggja það til grund- vallar eigandaskráningu, uns bindandi niðurstaða liggur fyrir í framan- greindu þrætumáli. 1253 Úrskurðarorð: Brynjúlfur Thorvaldsson skal einn skráður eigandi fasteignarinnar nr. 24 við Karfavog í Reykjavík.“ Samkvæmt skrá Fasteignamats ríkisins, sem tók gildi |. desember 1982, er kjallarinn skráður eign stefnda. Þann 10. mars 1983 ritaði stefndi Fógetarétti Reykjavíkur kröfu um það, „að honum verði með beinni fógetagerð fengið umráð kjallara hússins Karfavogi 24, Reykjavík, og að bornir verði út úr kjallaranum munir, sem þar eru til geymslu og drasl.““ Var kröfunni beint að stefnendum máls þess, sem hér er um fjallað. Fógetamálið var sótt og varið fyrir fógetaréttinum, og borgarfógetinn Þorsteinn Thorarensen kvað upp úrskurð í málinu hinn 13. apríl 1983 með svofelldri niðurstöðu: „Gerð þessi fer fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður fellur niður.““ Þessum úrskurði hafa stefn- endur áfrýjað til Hæstaréttar. Í málinu liggur frammi yfirlýsing, dagsett 8. apríl 1969, svohljóðandi: „„Hér með lýsum við undirrituð hjón, Gunnar V. Frederiksen og María E. Frederiksen, til heimilis Karfavogi 18, yfir því að við slit á fjárfélagi okkar hinn 2. apríl 1969 féll fasteignin Karfavogur 18, Reykjavík, í hlut Maríu E. Frederiksen og óskast fasteignin því þinglesin á hennar nafn. Fast- eignamat eignarinnar er kr. 120.500,-““ Af hálfu stefnda hafa ekki verið höfð uppi andmæli gegn því, að María E. Frederiksen sé réttur sóknaraðili málsins. II. Stefnendur rökstyðja kröfur sínar í málinu með því fyrst og fremst, að hinn umdeildi kjallari hafi verið reistur fyrir sameiginlegan reikning allra húsbyggjenda að Karfavogi 14-24. Stærð kjallarans sýni, að hann hafi verið ætlaður til sameiginlegra nota. Notkun kjallarans frá öndverðu hafi verið í þágu allra húseigenda og sýni, að hann var eign þeirra allra. Til skamms tíma hafi stefndi verið sammála stefnendum um það, að kjallarinn væri sameign, og hafi hann meira að segja falast eftir kaupum á eignarhluta stefnenda í kjallaranum. Nú hafi hann hins vegar komist á aðra skoðun. Því er andmælt af hálfu stefnenda, að stefndi hafi öðlast eignarrétt á kjallaranum fyrir hefð, enda hafi stefnda verið ljóst og mátt vera ljóst, að kjallarinn hafi verið sameign allra eigenda í raðhúsalengjunni. Notkun stefnenda á kjallaranum fyrst með því að hafa þar kyndingu sameiginlega fyrir öll húsin og með því að geyma þar ýmis konar dót styðji þetta. Þá beri að hafa í huga, að í öndverðu hafi verið uppi ráðagerðir um að hafa þar sameiginlega frystigeymslu og gufubað. Ljóst sé, að stefndi geti ekki talist bona fide, þegar reglurnar um hefð séu virtar. Hafi stefndi því ekki unnið hefð þrátt fyrir þinglýsingu yfirlýsingarinnar frá 9. febrúar 1959. 1254 Af hálfu stefnenda er á það lögð áhersla, að yfirlýsing lóðarhafa frá 9. febrúar 1959 geti ekki skoðast sem afsal og ekki hafi verið dregið um ketil- húsið sérstaklega, enda hafi það átt að verða sameign lóðarhafanna allra. Stefnendur andmæla þeirri varnarástæðu stefnda, að kaupalögin eigi hér við, enda hafi engin sala átt sér stað. Þá er og á það lögð áhersla af hálfu stefnenda, að jarðskjálftar eða önnur náttúruöfl gætu leitt til þess, að hita- veita nýttist ekki í húsunum. Stefnendur kynnu þá að þurfa á kyndikief- anum að halda til þess að koma fyrir kyndistöð þar, ef í slíkar nauðir ræki. Þegar dregið var um húsin 9. febrúar 1959, þá hafi það lent á þeim, sem fékk Karfavog 24 í sinn hlut, að kyndiklefinn og skorsteinninn og annað það, sem því fylgdi, yrði kvöð á eigninni. Samkvæmt framansögðu beri að taka kröfur stefnenda til greina, en hafna málsástæðum og lagarökum stefnda. Il. Kröfur stefnda um sýknu á öllum kröfum stefnenda í málinu eru byggðar á því í fyrsta lagi, að glögglega hafi verið um það samið í upphafi, að stefndi skyldi eiga húsið Karfavog 24 einn, sbr. samninginn og yfirlýsinguna frá 9. febrúar 1959. Í öðru lagi er á það bent, að kjallarinn sé hluti af húsinu Karfavogur 24, sem ekki sé unnt að skilja frá því, en óhindraður aðgangur húseigenda og íbúa hússins að kjallaranum sé nauðsynlegur vegna viðgerða og viðhalds auk þess sem húsið hvíli á kjallaranum. Þessar þarfir vegna hússins samrýmist ekki óskilyrtum kröfum stefnenda um eignarrétt að kjallaranum. Í þriðja lagi beri að nefna: Þar sem kröfur stefnenda í málinu verði naumast skildar á annan hátt en þann, að mistök hafi átt sér stað við gerð og þinglýsingu á yfirlýsingunni frá 9. febrúar 1959, en í henni hefði átt að geta um meintan eignarrétt stefnenda yfir kjallaranum, þá séu kröfur í gagnstæða átt allt of seint fram komnar, sbr. grundvallar- reglur um viðskipti manna, sem fram komi í ákvæðum $2.-54. gr. laga um lausafjárkaup nr. 39/1922, sem eigi við í þessu tilviki. Í fjórða lagi er af hálfu stefnda bent á, að stefndi hafi yfir tuttugu ár verið þinglýstur eigandi hússins Karfavogs 24 og hafi hann því unnið hefð á ótakmörkuðum eignar- rétti að húsinu skv. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að í upphafi hafi húsunum verið skipt jafnt milli manna þannig, að hver byggjendanna hafi átt að fá eitt húsanna, en ekki hluta húss. Í þeirri góðu trú, að hann ætti einn húsið Karfavog 24 hafi stefndi hinn 23. mars 1959 þinglýst yfirlýsingunni frá 9. febrúar 1959 og hann hafi ætíð miðað við það síðan, að hann væri einn eigandi hússins. Athugasemdir við þinglýsinguna hafi ekki komið fram frá stefnendum fyrr en með bréfi og yfirlýsingu, dags. 24. ágúst 1982. Við upp- 1255 gjör vegna byggingakostnaðar, sem fyrir liggi í málinu frá 31. desember 1961 og febrúar 1967, hafi ekki komið fram nokkrar athugasemdir frá stefnendum við það, að stefndi ætti allt húsið Karfavogur 24. Stefndi mót- mæli því sem röngu, að hann hafi óskað eftir kaupum á kjallaranum. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda, að stefnendur hafi ekki frá upphafi sett fram formlegar óskir um sameiginleg not af kjallaranum. Einhverjir þeirra hafi þvert ofan í mótmæli stefnda farið í kjallarann og sett þar muni til geymslu og ekki sinnt fyrirmælum settum fram af eldvarnareftirlits- aðiljum fyrir tilhlutan stefnda. Þá hafi þrír stefnenda sent opinberu stjórn- valdi bréf varðandi húsið Karfavog 25 (sic) án vitundar stefnda. Stefndi hafi oftar en einu sinni reynt að hindra afnot af kjallaranum með því að læsa dyrunum, en það hafi ekki dugað, þar eð dyrabúnaður hafi verið sprengdur upp. Stefndi kveðst frá upphafi hafa greitt öll opinber gjöld af húsinu Karfavogi 24, séð um allt viðhald á húsinu og sé kjallarinn þar með talinn. Eftirtektarvert sé, að stefnendur geri í málinu engar kröfur til eignar- hlutdeildar í reykháfi hússins Karfavogs 24 og hafi aldrei gert. Vegna þess, sem fram komi í stefnu, að í upphafi hafi verið rætt um að nota kjallarann sem rými fyrir frystikistu (sic) eða gufubað, er því haldið fram af hálfu stefnda, að það hafi aðeins komið til lauslegs tals milli einhverra stefnenda og stefnda. Því hafi þó ekki verið fylgt eftir að nokkru leyti, enda sé loft- hæð og stærð kjallarans ekki að nokkru leyti við það miðuð og hafi ekki verið talið, að það kæmi til álita vegna reglna borgaryfirvalda. Af hálfu stefnda er á það lögð áhersla, að kjallarinn undir húsinu Karfa- vogi 24 hafi upphaflega verið settur undir húsið til þess að koma þar fyrir til bráðabirgða sameiginlegri kyndingu fyrir húsin öll, þar til húsin yrðu tengd hitaveitu. Stefndi heldur því fram, að það hafi ýmiss óþægindi haft í för með sér, að kjallarinn lenti í húsi hans. Hann getur þess m.a., að reykháfurinn hafi verið til baga, vegna þess að hann hafi verið staðsettur við geymslu, sem hafi átt að vera köld, en vegna hitans frá reykháfnum hafi ekki verið hægt að nýta þá geymslu sem slíka. Þá hafi kjallaratröppur verið byggðar mun stærri og fyrirferðarmeiri heldur en gert hafi verið ráð fyrir á teikningu. Í lóðinni sé stór olíutankur, sem grafinn hafi verið skammt frá kjallara- tröppunum. Þessi olíutankur sé nú sennilega ryðgaður og ónýtur og sé til leiðinda að hafa hann í lóðinni. Þá séu pípulagnir í kjallaranum til óþæg- inda. Einnig hefur stefnandi (sic) haldið því fram, að íbúar hússins hafi haft mikil óþægindi af reyk úr reykháfnum. Reykurinn hafi iðulega skollið niður á sólbaðsskýli, sem sé á bilskúrsþakinu, með þeim afleiðingum, að stundum hafi verið útilokað að stunda sólböð þarna af þessum ástæðum. 1256 IV. Aðiljar málsins hafa gefið skýrslur hér fyrir dómi svo og Gunnar Frederiksen. Stefnendur hafa ekki fært fram sannanir fyrir því, að um það hafi verið rætt, þegar samningur lóðarhafa og yfirlýsingin voru undirrituð 9. febrúar 1959, að kjallarinn í húsinu nr. 24 við Karfavog skyldi vera sameign allra lóðarhafanna. Stefnendur hafa heldur ekki sannað, að stefndi hafi viður- kennt, að kjallarinn væri sameign, eftir að yfirlýsingin var undirrituð. Einnig er ósannað, að stefndi hafi falast eftir kaupum á hugsanlegum eignarhluta stefnenda í kjallaranum. Í yfirlýsingunni frá 9. febrúar 1959 segir: „„og féllu húseignir í hlut manna, sem nú segir:“ Samkvæmt yfirlýs- ingunni féll húseignin Karfavogur 24 í hlut stefnda, enda gerir yfirlýsingin engan fyrirvara þar um. Eigi verður heldur talið, að samningurinn hafi að geyma ákvæði, sem standi í vegi fyrir þessum skilningi á yfirlýsingu lóðar- hafanna. Við bætist, að lóðarhöfum mátti vera ljóst, þegar þeir undirrituðu samninginn og drógu um húsin, að margs konar óhagræði yrði af því fyrir eiganda Karfavogs 24 að hafa kjallarann og kyndinguna í húsi sínu. Stefndi hafði haft þinglýsta eignarheimild fyrir húsinu nr. 24 við Karfavog í meir en 20 ár, áður en stefna var birt í máli þessu. Þegar þetta er allt virt, ber að taka sýknukröfu stefnda til greina, enda þykja not stefnenda á kjallaranum, eins og hér stendur á, ekki hafa verið með þeim hætti, að áhrif eigi að hafa á þessa niðurstöðu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Brynjúlfur Thorvaldsson, skal í máli þessu vera sýkn af kröfum stefnenda, Þórodds Th. Sigurðssonar, Skúla Magnússonar, Maríu E. Frederiksen, Björns Guðmundssonar og Björns Th. Björns- sonar. Málskostnaður fellur niður. 1257 Föstudaginn 15. nóvember 1985. Nr. 100/1983. Þóroddur Th. Sigurðsson Skúli Magnússon María E. Frederiksen Björn Guðmundsson og Björn Th. Björnsson (Benedikt Blöndal hrl.) gegn Brynjúlfi Thorvaldssyni (Tómas, Gunnarsson hrl.) Bein fógetagerð. Innsetningargerð. Útburðargerð. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjendur áfrýjuðu máli þessu með stefnu 5. maí 1983. Þeir krefjast þess, að synjað verði um framgang hinnar áfrýjuðu gerðar. Jafnframt krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hinnar áfrýjuðu gerðar og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Með bréfi til fógetaréttar Reykjavíkur 10. mars 1983 krafðist stefndi þess, að honum yrðu „„með beinni fógetagerð fengin umráð kjallara hússins Karfavogur 24, Reykjavík, og að bornir verði út úr kjallaranum munir, sem þar eru til geymslu og drasl.“ Í bréfinu sagði, að mögulegir eigendur eða umráðamenn muna og drasls í kjallaranum voru Þóroddur Th. Sigurðsson, Karfavogi 14, Skúli Magnússon, Karfavogi 16, María E. Frederiksen, Karfavogi 18, Björn Guðmundsson, Karfavogi, 20 og Björn Th. Björnsson, Karfavogi 22. Í greinargerð, er stefndi lagði fram í fógetamálinu, studdi hann beiðni sína þeim rökum, að hann væri einn þinglýstur eigandi hússins nr. 24 við Karfavog og hefði verið það frá upphafi. Engin skjalleg gögn lægju fyrir um rétt neinna annarra til kjallara hússins. Af hálfu áfrýjenda var þess krafist, að synjað yrði um framgang gerðarinnar. Þeir héldu því fram, að kjallarinn hefði verið reistur 1258 sameiginlega af áfrýjendum og stefnda til sameiginlegra afnota og væri sameign þeirra. Þeir hefðu höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn stefnda til viðurkenningar á eignarétti sínum og bæri að synja um framgang gerðarinnar, meðan úrslit þessa máls væru óráðin. Báðir aðiljar kröfðust málskostnaðar. Munnlegur málflutningur fór fram í málinu í fógetarétti Reykja- víkur 22. mars 1983, og 13. apríl s.á. var kveðinn upp í réttinum svohljóðandi úrskurður: „Gerð þessi fer fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður fellur niður.““ Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurðinn. Engar forsendur fylgdu honum, sbr. 2. mgr. 190. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 40. gr. laga nr. 28/1981. Eins og að framan segir, höfðuðu áfrýjendur mál gegn stefnda fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til viðurkenningar á eignarrétti sínum að kjallaranum. Dómur gekk í því máli á þann veg, að stefndi var sýknaður af kröfum áfrýjenda. Þeir áfrýjuðu málinu, og í dag var kveðinn upp í Hæstarétti dómur (mál nr. 226/1983), þar sem dæmt var, að kjallarinn væri óskipt sameign áfrýjenda og stefnda, þannig að þeir ættu einn sjötta hluta hans hver. Kröfur stefnda um framgang hinnar áfrýjuðu fógetagerðar voru á því byggðar, að hann væri einn eigandi margnefnds kjallara undir húsinu nr. 24 við Karfavog. Virðist fógeti hafa byggt úrskurð sinn á því, að svo væri. Með dómi Hæstaréttar, sem að framan er nefndur, er því grundvöllur fyrir framgangi gerðarinnar niður fallinn. Ber því að fella hana úr gildi. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Það athugast, að rétt hefði verið að greina sjálfstætt í ályktunar- orði hins forsendulausa úrskurðar fógeta, hver sú gerð var, sem fram átti að fara samkvæmt úrskurðinum. Dómsorð: Hin áfrýjaða fógetagerð er úr gildi felld. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 1259 Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Í gerðarbeiðni sinni, dags. 10. mars 1983, svo og í greinargerð fyrir fógetarétti 11. s.m. krafðist stefndi þess, að sér „verði með beinni fógetagerð fengin umráð kjallara hússins Karfavogur 24, Reykjavík og að bornir verði út úr kjallaranum munir, sem þar eru til geymslu og drasl.“ Stefndi hafði umráð kjallara hússins Karfavogur 24 ásamt áfrýj- endum máls þessa, áður en hann krafðist útburðar á munum þeirra. Var því ekki grundvöllur fyrir því, að fram færi sérstök innsetn- ingargerð í þeim tilgangi, að stefndi næði umráðum kjallarans, ef áfrýjendur voru sviptir umráðum sínum með útburði muna sinna með beinni fógetagerð. Fram er komið, að áfrýjendur féllust á það í þinghaldi á bæjar- þingi Reykjavíkur 2. september 1983 í dómsmáli, sem þeir höfðu höfðað gegn stefnda um eignarrétt að kjallaranum, áður en hinn áfrýjaði úrskurður var kveðinn upp, að fjarlægja muni sína úr kjallaranum. Er ágreiningslaust, að við það hafa áfrýjendur staðið. Stefndi reisti útburðarkröfu sína alfarið á því, að hann einn væri eigandi kjallarans. Úr ágreiningi um eignarrétt áfrýjenda að kjallar- anum hefur nú verið skorið til fullnaðar með dómi Hæstaréttar, sem upp var kveðinn í dag í hæstaréttarmálinu nr. 226/1983, en með þeim dómi var áfrýjendum dæmdur sameignarréttur með stefnda. Áfrýjendur hafa samkvæmt þessu ekki lengur réttarhags- muni af því, að hinn áfrýjaði úrskurður komi sérstaklega til endur- skoðunar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt þessu tel ég, að vísa beri máli þessu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Þar sem meiri hluti dómenda hefur komist að annarri niðurstöðu, mun ég samkvæmt 1. mgr. 53. greinar laga nr. 75/1973 greiða atkvæði um efni málsins. Fellst ég þá á niðurstöðu þeirra um, að hinn áfrýjaði úrskurður verði felldur úr gildi, og er enn fremur samþykkur málskostnaðarákvæði dómsatkvæðisins. 1260 Föstudaginn 15. nóvember 1985. Nr. 46/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Heimi Loga Gunnarssyni (Jón Halldórsson hrl.) Líkamsárás. Þjófnaður. Tilraun. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Ríkissaksóknari hefur hinn 7. febrúar 1985 áfrýjað til þyngingar héraðsdómi í málinu. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 10. október sl. Eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms hefur verið háð framhaldsrann- sókn fyrir sakadómi Kópavogs að tilhlutan ríkissaksóknara. Gáfu þá skýrslu lögreglumennirnir Þorvaldur Sigmarsson, Valdimar Jónsson og Ari Jóhannsson, er allir komu á vettvang að Álfhólsvegi 88, eftir að beiðni barst þaðan um lögregluaðstoð. Í vætti sínu minntist Þorvaldur Sigmarsson þess ekki, að hann hafi séð ummerki um átök í svefnherbergi eða annars staðar í íbúðinni á Álfhólsvegi 88. Þetta fer þó í bága við lögregluskýrslu, sem vitni þetta ritaði samdægurs, og annað, sem komið er fram í málinu. Enn fremur gáfu skýrslu fyrir sakadóminum rannsóknarlögreglu- mennirnir Eggert Bjarnason og Bjarni Jóhann Bogason, er unnu að frumrannsókn málsins, svo og hjónin Ólafur Bjarnason og Geirþrúður Kristín Kristjánsdóttir. Hafði enginn af fólki þessu komið fyrir sakadóm til skýrslugjafar, áður en hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp. Loks hafa við framhaldsrannsóknina borið vitni þeir Jón Hreinsson, Skálaheiði 5, og Hallgrímur Guðsteinsson, Álfhólsvegi 95 í Kópavogi. Hafði hinn fyrrnefndi verið á dansleik með ákærða aðfaranótt laugardagsins 21. ágúst, en að honum loknum komu þeir við heima hjá Hallgrími. Þaðan urðu ákærði og Jón samferða eftir nokkra viðdvöl, en skildu á horni Skálaheiðar og Álfhólsvegar. Bæði segja vitni þessi ákærða hafa verið undir áhrifum áfengis en þó ekki mikið drukkinn. 1261 Framhaldsrannsóknin styður það, að atvik hafi orðið með þeim hætti sem greint er í héraðsdómi. Verður að telja sannað með játn- ingu ákærða og gögnum þeim, sem í héraðsdómi eru greind, svo og því, sem fram er komið við framhaldsrannsóknina, að ákærði sé sannur að sök um þann verknað, sem hann er sakfelldur fyrir í héraðsdómi, og að verknaður hans sé þar heimfærður til réttra refslákvæða samkvæmt ákæru. Árás ákærða á Kristínu Samsonardóttur var svo harkaleg, að verulegur háski gat stafað af. Við ákvörðun refsingar ber þó að hafa í huga, að ákærði var tæpra 19 ára, er hann framdi brot sitt. Hann hefur ekki áður sætt refsingu fyrir brot á almennum hegningar- lögum. Hann gekkst greiðlega við broti sínu. Með vísan til þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi óskilorðs- bundið svo og 5 mánaða fangelsi skilorðsbundið, sbr. 57. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 9. gr. laga nr. 101/1976. Skal fullnustu á síðargreinda refsihlutanum frestað og sú refsing falla niður frá 3 árum frá uppsögu dóms þessa, ef almennt skilorð 57. greinar almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, verður haldið. Af hálfu Kristínar Samsonardóttur hefur fyrir Hæstarétti verið gefin sú skýring á fébótakröfu hennar fyrir vinnutap vegna heimilis- starfa, að þar sé miðað við, að hún hafi verið frá vinnu í einn mánuð vegna atlögu ákærða. Sé í kröfugerðinni tekið mið af föstum mánaðarlaunum matráðskvenna eftir 6 ára starf. Hafi þau á þessum tíma verið 9.857,00 krónur að meðtöldu orlofsfé. Er þess krafist fyrir Hæstarétti, að fébótakrafa sú, sem gerð var fyrir sakadóm- inum, verði tekin til greina að fullu. Ákærði hefur fyrir Hæstarétti krafist staðfestingar á fébóta- ákvæði héraðsdóms. Fyrir sakadómi samþykkti hann kröfu Kristínar Samsonardóttur, eftir að hann hafði ítrekað fengið frest til að tjá sig um kröfuna og leitað samkomulags um hana. Hann hefur fyrir Hæstarétti samþykkt vaxtaákvæði héraðsdóms, bæði um upphafstíma vaxta og vaxtahæð. Verður ákærði því dæmdur til að greiða Kristínu Samsonardóttur 31.543,00 krónur, með vöxtum svo sem héraðsdómur ákvað, svo og 3.500,00 krónur fyrir lögfræði- aðstoð samkvæmt samþykki sínu fyrir sakadómi. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og 1262 dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og laun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 12.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Heimir Logi Gunnarsson, sæti fangelsi 3 mánuði svo og 5 mánaða fangelsi, en fullnustu þeirrar refsingar skal frestað, og falli hún niður að liðnum 3 árum frá uppsögu dóms þessa, ef almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, verður haldið. Ákærði greiði Kristínu Samsonardóttur 35.543,00 krónur með vöxtum af 31.543,00 krónum samkvæmt vaxtaákvæði hins áfrýjaða dóms. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Halldórssonar hæsta- réttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 22. júní 1984. Mál þetta, sem dómtekið var 30. maí sl., er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru, dagsettri 16. janúar 1984, „á hendur Heimi Loga Gunnarssyni iðnverkamanni, Nýbýlavegi 104, Kópavogi, fæddum 13. september 1963 í Reykjavík fyrir tilraun til þjófnaðar og líkamsárás svo sem rakið er: Ákærða er gefið að sök að hafa um kl. 5 aðfaranótt 21. ágúst 1982 í þjófnaðarskyni brotist inn á jarðhæð að Álfhólsvegi 88 í Kópavogi, farið um íbúðina og inn í svefnherbergi, þar sem hann varð var við húsráðanda, Kristínu Agnesi Samsonardóttur, f. 12. febrúar 1933, sem lá í rúmi sínu en hafði vaknað við umgang ákærða, ráðist þegar að henni í rúminu og misþyrmt henni, m.a. slegið hana margsinnis í höfuðið m.a. með kerta- stjaka úr hvaltönn, barið höfði hennar við miðstöðvarofn og húsgögn, sveigt höfuð hennar fram og niður og haldið fyrir vit hennar svo að henni lá við köfnun. Ákærði lét af árásinni er hann heyrði aðra íbúa hússins reyna að komast inn í íbúðina til hjálpar Kristínu Agnesi og forðaði sér á brott. 1263 Afleiðingar árásarinnar urðu m.a. þær, að Kristín Agnes marðist á hægri augabrún, enni og hnakka, fékk glóðarauga hægra megin, marðist á neðra vinstra augnloki og hlaut þar tvo u.þ.b. 2 cm langa skurði sem sauma þurft saman. Ennfremur komu eymsli í hálsvöðva svo hún þurfti að nota háls- kraga til stuðnings. Telst þetta atferli ákærða varða við 244. gr., sbr. 20. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga um breytingu á þeim lögum nr. 20/1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og skaðabóta verði þeirra krafist.“ Málavextir. Samkvæmt lögregluskýrslum, framburði ákærða og vitna svo og öðrum gögnum málsins eru málavextir þeir, að kl. 4:57, laugardaginn 21. ágúst 1982 var lögreglan í Kópavogi kvödd að Álfhólsvegi 88. Er lögreglumenn komu á staðinn, hittu þeir fyrir íbúa á efri hæð hússins, hjónin Ólaf Bjarnason og Geirþrúði Kristjánsdóttur. Í anddyri í íbúð á neðri hæð lá Kristín Samsonardóttir, þar til heimilis, og var hún mjög blóðug í andliti. Hún upplýsti, að hún hafi orðið fyrir líkamsárás. Lögreglan fann ekki árásarmanninn þar en við skoðun á íbúðinni komi í ljós, að svaladyr voru opnar, og í svefnherbergi virtist augljóst, að þar höfðu átök farið fram. Í skýrslu Eggerts Bjarnasonar rannsóknarlögreglumanns er ummerkjum í íbúðinni nánar lýst svo: „Í svefnherbergi Kristínar virðist augljóst, að hörð átök hafa átt sér stað. Stóll hefur oltið á hliðina og rúm færst úr stað. Á gólfinu voru rúmföt og annar fatnaður og rúmfatnaður í rúminu í óreiðu. Á svefnherbergisgólfinu til hægri, þegar komið er inn um dyrnar, lá blóðugur kertastjaki úr hvalbeini, en hann mun hafa staðið á hillu í gang- inum. Gluggatjöld voru dregin fyrir, en virtust hafa aflagast. Á gangi rétt innan við aðaldyr hússins var blóð á gólfi og vegg. Einnig á karmi í dyrum er liggja úr ganginum inn í snyrtiherbergi. Annarsstaðar í íbúðinni virtust ekki vera ummerki um átök.“ Kristín var flutt á slysavarðstofuna, og skömmu síðar var Heimir Logi Gunnarsson, ákærði í máli þessu, handtekinn í Hlaðbrekku og færður til skýrslutöku vegna gruns um ofangreinda líkamsárás. Ákærði hefur sjálfur skýrt svo frá, að hann hafi verið staddur hjá kunningja sínum umrædda nótt, sem býr í húsi gegnt nr. 88 við Álfhólsveg. Þaðan fór hann kl. 4:30-5:00. Datt honum þá í hug að fara inn í eitthvert hús í því skyni að stela peningum. Honum var kunnugt um, að þar sem kunningi hans, Davíð Gíslason, bjó að Álfhólsvegi 88 væru ekki aðrir heima en móðir hans, Kristín, en þangað hafði hann oft komið. Hann fór að dyrunum á bakhlið hússins, sem snúa út í garðinn, og losaði stormjárn 1264 á opnanlegum glugga yfir dyrunum. Hann teygði sig inn um gluggann og opnaði dyrnar innan frá. Hann fór inn í stofuna og staldraði þar við. Þessu næst fór hann inn í svefnherbergi (hjónaherbergi) íbúðarinnar, en hann þekkti þarna alla herbergjaskipan. Taldi hann, að þar væri helst peninga að finna. Inni í svefnherberginu varð fyrir mætta köttur, og segist hann hafa beygt sig niður að kettinum og farið að strjúka honum. Þá tók hann allt í einu eftir því, að konan í rúmin, það er Kristín, var risin upp. Skipti það þá engum togum, að hann réðst á Kristínu, en gat ekki gert sér grein fyrir hvers vegna, því hún gaf í fyrstu ekki frá sér neitt hljóð. Urðu nú á milli þeirra nokkuð hörð átök, og valt Kristín við það út á gólf. Tók hún nú að æpa, og segist ákærði hafa reynt að þagga niður í henni með því að taka fyrir munn hennar. Næst hafi hann tekið eftir því, að dyrabjöll- unni var hringt, og hafi hann þá forðað sér út úr húsinu sömu leið og hann hafði komið og haldið af stað heim til sín. Þá var það sem lögreglan kom og handtók hann. Ákærði hefur ekki getað lýst aðförinni að Kristínu nákvæmlega, enda sagðist hann. hafa verið mikið drukkinn, þegar atburðir þessir gerðust. Hann hefur þó viðurkennt að hafa slegið höfði hennar við vegg eða slegið hana í höfuðið með kertastjaka. Hann mundi ekki, hvort þetta voru kröftug átök eða hve lengi þau stóðu, en eitthvað slóst Kristín við hann á móti. Hann hafði alls ekki ætlað sér það fyrirfram að beita konuna of- beldi, heldur hafi þetta verið viðbrögð hans, þegar hann varð þess var, að hún var vöknuð, en tilgangurinn með því að fara inn í íbúðina hafi verið sá að ná í peninga. Farið var með ákærða til blóðtöku kl. 6:00 umræddan morgun, og sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna mældist magn alkóhóls í blóði 1,15%,. Vitnið Kristín Samsonardóttir, Álfhólsvegi 88, Kópavogi hefur skýrt svo frá, að hún hafi vaknað umrædda nótt, risið upp Í rúminu, og sá hún þá pilt standa við fótagafl rúms hennar. Hún spurði, hvað gengi á, en pilturinn vatt sér þá upp í rúmið til hennar og réðst á hana. Hann sló hana í höfuðið, og voru það þung högg, enda fann hún mikið til. Hún reyndi að rífa í hárið á piltinum og veita honum mótspyrnu, en við það ultu þau bæði niður á gólf. Pilturinn sló höfði hennar utan í kommóðu og miðstöðvarofn og reyndi auk þess að sveigja höfuð hennar fram og niður. Hún greip í gluggatjöld og kallaði á hjálp, en þá tók pilturinn fyrir munn hennar. Hún var farin að sljóvgast, þegar þetta var, vegna barsmíðanna og lá við köfnun, þegar pilturinn tók fyrir munn hennar. Hún vissi ekki, hve lengi átökin stóðu yfir, en pilturinn sleppti henni, þegar hann heyrði dyrabjöllu hringt. Hún fór þá til dyra og opnaði, en hneig þar niður, vegna þess hve hún var orðin máttfarin eftir átökin. Vitnið hefur lýst áverkum á sama hátt og gert er í ákæru að öðru leyti 1265 en því, að hún hafi hlotið 2 skurði á hnakka og þurfti að sauma þá saman, en aðra skurði þurfti ekki að sauma saman. Þá tók vitnið það sérstaklega fram, að það hafi tekið sig langan tíma að jafna sig andlega eftir framan- greinda atburði. Því þyki óþægilegt að rifja upp atvikin, en fram að þessum tíma hefur vitnið haft andleg óþægindi vegna þessa, þótt vitninu hafi nú á þessu ári tekist nokkurn veginn að jafna sig eftir þetta. Lagt hefur verið fram læknisvottorð, dags. 11. maí 1983, undirritað af Hrafnkeli Óskarssyni lækni svohljóðandi: „„Þann 21.8. 1982, kl. 05:15, kemur hér í sjúkrabifreið kona .... Við komu segir hún að ráðist hafi verið á sig á heimili hennar af ókunnum árásarmanni. Kveðst hún hafa verið barin með hvaltönn. Við skoðun kemur í ljós, að hún er með all-mikið mar á hægri augabrúninni, einnig er mar á hnakka og er all-mikið og dúar undir við þrýsting, einnig er mar á neðra vinstra augnlokinu. Tveir skurðir ca 2 cm hvor á sama stað, augnhreyfingar eru eðlilegar og augu svara eðlilega ljósi, speglað er í augun og kemur ekkert sérstakt fram, ekkert sérstakt við skoðun á eyrum, tauga- viðbrögð fremur dauf, en jöfn beggja vegna, ekki merki um meiri háttar höfuðáverka. Er lögð inn á Gæsludeild til eftirlits vegna þessa höfuðáverka. Um kl. 7:00 kastar hún síðan upp og er óglatt en ógleðin líður fljótlega frá og hún sefur frá kl. 10:00 og fram yfir hádegið, þá er ógleðin horfin og hún lætur vel af sér, kvartar ekkert um höfuðverk, allan tímann eru augnviðbrögð eðlileg, blóðþrýstingur og púls jafn og eðlilegur og um kl. 19:00 er hún útskrifuð af Gæsludeildinni, líður þá sæmilega, engin ógleði, ekki höfuðeinkenni, en kvartar helst um örlítinn verk í hægri öxlinni, en ekkert ákveðið að finna þar við skoðun. Saumuð voru sár sem hún var með í andlitinu og henni stefnt hingað 31.08. í saumatöku. Kemur næst 23.08. og kvartar þá um að hún sé stíf og aum í hálsvöðvum og er staðfest með skoðun, sem leiðir ekkert annað nýtt í ljós, og hún fær hálskraga til stuðnings og ráðleggingar. Kemur 31.08. 1982 er enn með töluverðan höfuðverk, bæði í enninu hægra megin og aftur í hnakka. Kvartar einnig um þreytu og sljóleika. Hún kveðst hafa verið rúmliggjandi frá áverkanum og hefur fundið fyrir svima. Einnig segir hún að hún eigi erfitt með að einbeita sér og erfitt með að lesa. Við skoðun kemur eftirfarandi í ljós: Sár eru nú vel gróin, allar hreyfingar í hálsi eru mjög sárar og hún er enn með verulegt glóðarauga hægra megin. Engar sjóntruflanir eru til staðar og ekkert annað sérstakt finnst við skoðun. Saumar eru fjarlægðir og hún er enn dæmd óvinnufær og verður það væntanlega næstu vikur að mati aðstoðarlæknis. Kemur hér næst 14.09. 1982, er þá fremur með smávægileg einkenni frá hálsinum og kvartar um verki í öxlum og einhvern höfuðverk öðru hverju. Við skoðun kemur eftirfarandi í ljós: Er með kúlu hægra megin á enni sem er hörð, en ekkert annað sérstakt að finna við skoðun, 80 1266 er þá útskrifuð. Kemur 16.09. 1982, lætur þá almennt vel af sér, en kvartar þó um svefnleysi vegna ótta og fær vinnuveitandavottorð frá 21.8 til 16.9. 1982 og er útskrifuð og hefur ekki leitað til Slysadeildar aftur vegna þessa.““ Vitnið Geirþrúður Kristín Kristjánsdóttir, Álfhólsvegi 88, efri hæð, hefur skýrt svo frá, að hún hafi vaknað umrædda nótt við dynki og stunur. Eigin- maður hennar, Ólafur Bjarnason, vaknaði líka, og fóru þau niður stigann. Börðu þau að dyrum á neðri hæð, en enginn kom til dyra. Vitnið fór þá aftur upp og hringdi í símanúmer á neðri hæð, en þegar ekki var svarað, hljóp vitnið aftur niður og hringúi dyrabjöllu á neðri hæð. Þá opnaði Kristín dyrnar innan frá, en hneig niður um leið. Hún var þá mjög blóðug í andliti og gat stunið því upp, að á hana hefði verið ráðist. Þau hjónin kvöddu síðan til lögreglu. Vitnið Ólafur Bjarnason, s.st., hefur gefið skýrslu hjá lögreglu, og er framburður hans á sama veg og framburður eiginkonu hans Geirþrúðar og rakin hefur verið hér að framan. Af hálfu Kristínar Samsonardóttur hefur verið lögð fram bótakrafa, dags. 8. mars sl., og er hún þannig sundurliðuð: Vinnutap vegna heimilisstarfa í 1 m. kr. 10.000,00 Þjáninga- og miskabætur “ 20.000,00 sjúkrabíll Sr 193,00 reikningur frá Slysadeild ir 150,00 ferðir til og frá læknum í 1.200,00 lögfræðileg aðstoð Si 3.500,00 samtals kr. 35.043,00 auk hæstu leyfilegra vaxta frá 21.08. 1982 til greiðsludags. Að öðru leyti er bótakrafan rökstudd þannig, að bótakrefjandi finni enn til á hægri öxl eftir átökin við ákærða. Hún hafi þurft að fara fjórum sinnum á slysadeildina eftir atburðinn, og bar þá mest á höfuðverkjum og eymslum í hálsi. Tíu dögum eftir að hún hlaut áverkann hafi hún verið með glóðarauga hægra megin. Þegar hún kom 14. september 1982 til læknis, hafi hún verið með kúlu hægra megin á enni og einnig eymsli í hálsi. Ljóst væri, að mikil átök hafi átt sér stað á milli bótakrefjanda og ákærða, og er í því sambandi bent á skýrslu Eggerts N. Bjarnasonar rlm., dags. 21. ágúst 1982. Það fari því ekki milli mála, að mikið álag hefur verið á bótakrefjanda, meðan að á þessu stóð, enda ljóst, að um var að ræða baráttu upp á líf og dauða. Bótakrefjandi hafi lengi verið mjög spennt á taugum eftir þetta og vaknað upp af svefni og fundist, að verið væri 1267 að ráðast á sig. Hún segir, að þetta gerist að nokkru marki nú, þó þetta langur tími sé liðinn. Hún hafi verið frá vinnu í mánuð, en hún fékk greidd laun frá sínum vinnuveitanda á meðan, en hún gat á engan hátt sinnt sínum heimilis- störfum í heilan mánuð og að mjög takmörkuðu leyti í mánuð eftir það, þó hún hafi getað sinnt sínum störfum utan heimilis. Í heimili hjá henni eru eiginmaður hennar og tveir synir, Með vísan til þessa megi sjá að kröfur hennar eru síst of háar. Niðurstöður. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, játningu ákærða, fram- burðum vitna, áverkavottorði svo og öðrum gögnum málsins þykir sannað, að ákærði hefur gerst sekur um háttsemi þá, sem honum er að sök gefin í ákæruskjali og þykir þar að öllu leyti réttilega heimfærð til refsilaga- ákvæða. Ákærði er sakhæfur og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1981 21/9 í Kópavogi: Sátt, 3.000 kr. sekt f. brot g. 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. umfl. og Í. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 1 ár. 1982 30/4 í Kópavogi: Sátt, 7.000 kr, sekt f. brot g. 2. mgr., 4. mgr. 25. gr. umfl. og Í. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 1 ár frá 21.9. 1982. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin eftir þeim refsilagaákvæðum, sem ákært er eftir, svo og með vísan til málsatvika fangelsi í 7 mánuði. Með hliðsjón af því, hve ungur ákærði var, er hann framdi brotið og því, að hann hefur eigi, svo kunnugt sé, verið áður sekur fundinn um hegningar- lagabrot og hefur skýrt hreinskilnislega frá málsatvikum, þykir mega fresta fullnustu refsingar, og falli hún niður að liðnum 3 árum frá birtingu dóms- ins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, svo og sérstakt skilyrði 6. tl. sömu lagagreinar. Bótakrafa Kristínar Samsonardóttur þykir studd fullnægjandi gögnum og verður því tekin til greina að öðru leyti en því, að engin gögn hafa verið lögð fram, er sanni fjártjón vegna tapaðra heimilisstarfa. Þá þykir lagaskil- yrði bresta til að dæma bætur fyrir lög fræðilega aðstoð. Þykja bætur hæfi- lega ákveðnar í einu lagi fyrir fjártjón og miska kr. 20.000,00 auk vaxta, svo sem segir í dómsorði, og er þá m.a. tekið tillit til þess, með hvaða hætti ákærði réðst á bótakrefjanda, en ljóst er, að það hefur valdið henni miklum andlegum og líkamlegum þjáningum, bæði meðan á aðförinni stóð og jafnframt eftir á. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. 1268 Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir, fulltrúi bæjarfógeta í Kópavogi. Dómsorð: Ákærði, Heimir Logi Gunnarsson, sæti fangelsi Í 7 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar, og niður skal hún fálla að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilyrði 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. pr. laga nr. 22/1955, svo og skilyrði 6. tl. sömu lagagreinar. Ákærði greiði Kristínu Samsonardóttur kr. 20.000,00 með 34% árs- vöxtum frá 21. ágúst 1982 til 1. nóvember s.á., 427 ársvöxtum frá þeim degi til.21. september 1983, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 32%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., 21,370 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 1590 ársvöxtum frá þeim degi til 9. mars s.á., 1900 ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu dóms þessa og síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til $reiðsludags, eins og þeir verða á hverjum tíma. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 20. nóvember 1985. Nr. 107/1984. Svava Þórðardóttir (Jón Bjarnason hrl.) gegn Ólafi Baldurssyni (Othar Örn Petersen hrl.) Nauðungaruppboð. Gjaldfelling skuldabréfa. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 16. júní 1983. Á dómbþingi 8. maí 1984 var málið hafið með sam- komulagi aðilja. 1269 Áfrýjandi áfrýjaði málinu á ný með stefnu 29. maí 1984. Hann krefst þess, „„að dæmt verði, að fram skuli fara, á ábyrgð áfrýj- anda, opinbert uppboð á jörðinni Knarrarnesi 11, Vatnsleysustrand- arhreppi, Gullbringusýslu, til lúkningar veðskuldum, samkvæmt 4 veðskuldabréfum, dagsettum 16. október 1981, upphaflega að fjár- hæð kr. 163.000,00, nú að eftirstöðvum kr. 84.000,00 með 5% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af kr. 199.675,00 frá 15. desember 1982 til 20. janúar 1983 en af kr. 122.027,36 frá þeim degi til 20. október 1983, 4,75% frá þeim degi til 20. nóvember 1983, 4%0 frá þeim degi til 15. desember 1983 og sömu vöxtum af kr. 199.264,77 frá þeim degi til 20. sama mánaðar en 3,25% til 23. sama mánaðar og af kr. 133.401,92 frá þeim degi til 20. janúar 1984, 2,5% frá þeim degi til |. september 1984, 2,75% frá þeim degi til 15. desember 1984 en af kr. 173.822,70 frá þeim degi til 1. febrúar 1985, 3,75%0 frá þeim degi til 1. mars 1985, 4% frá þeim degi til 1. júní 1985, 3,5% frá þeim degi til 1. september 1985, en 3,75%0 frá þeim degi til greiðsludags, og innheimtulaunum að fjárhæð kr. 12.823,50 auk kostnaðar við uppboðið og máls- kostnaðar í héraði og hér fyrir dómi.“ Áfrýjandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hálfu stefnda er þess krafist, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til þess að greiða honum málskostn- að fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Af þeim kemur fram, að stefndi greiddi 23. desember 1983 inn á geymslureikning í Landsbanka Íslands afborganir af umræddum bréfum að fjáhæð. samtals 40.750,00 krónur, vexti á gjalddaga 15. desember 1983 samtals 24.450,00 og auk þess dráttarvexti samtals 662,85. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram, að áfrýjandi hefur fengið greitt það fé, sem lagt hafði verið á geymslureikninga 20. janúar og 23. desember 1983. Þá er og óumdeilt, að ekkert hefur verið greitt af afborgunum þeim og vöxtum, er féllu samkvæmt skuldabréfunum í gjalddaga 15. desember 1984. Ósannað er, að stefnda hafi borist tilkynning frá Landsbanka Íslands um, að veðskuldabréfin væru þar til innheimtu, og var honum rétt að bíða þess, að handhafi bréfanna segði til sín. Stefndi 1270 kannast við, að hann hafi 5. janúar 1983 fengið kröfubréf Jóns Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns, er 21 dagur var liðinn frá gjald- daga. Bar honum að greiða afborganir og vexti tafarlaust, er honum var kunnugt orðið um greiðslustað, en aftur á móti var krafa lög- mannsins um greiðslu á öllum höfuðstól skuldabréfanna og um dráttarvexti haldlaus á þessum tíma. Stefndi bauð ekki fram greiðslu á afborgunum né vöxtum, en 20. janúar lagði hann greiðslu inn á geymslureikning, eins og greinir í hinum áfrýjaða úrskurði. Á greiðslu afborgunar af 63.000,00 króna skuldabrétinu vantaði þó 2.500,00 krónur og á vexti af sama bréfi 1.808,30 krónur. Þá tilkynnti stefndi áfrýjanda ekki um geymslugreiðsluna fyrr en 28. janúar, er 44 dagar voru liðnir frá gjalddaga og 23 dagar frá því stefndi fékk kröfubréf Jóns Bjarnasonar. Er hér var komið, var því orðið um svo veruleg vanskil af hendi stefnda að ræða, að áfrýjandi mátti samkvæmt ákvæðum í veð- skuldabréfunum krefja hann um greiðslu á eftirstöðvum skuldanna. Ber þannig að fallast á, að umbeðið uppboð skuli fara fram. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram, að aðiljar deila um fjárhæð þeirrar kröfu sem áfrýjandi (uppboðsbeiðandi) eigi að fá af uppboðsandvirðinu, ef til kemur. Hefur stefndi sérstaklega mótmælt dráttarvaxtakröfu áfrýjanda. Eigi kemur til álita að leggja dóm á þessi ágreiningsefni í máli þessu, enda var málið eigi flutt um þau í héraði. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda samtals 25.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Umbeðið uppboð skal fara fram samkvæmt því sem að ofan greinir. Stefndi, Ólafur Baldursson, greiði áfrýjanda, Svövu Þórðar- dóttur, 25.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Áfrýjandi gjaldfelldi öll skuldabréfin með bréfinu frá 4. janúar 1983 og krafðist greiðslu á þeim samkvæmt því. Var stefnda því 1271 rétt að geymslugreiða afborganir og vexti, sem Í gjalddaga féllu 15. desember 1982. Töf, sem varð á að tilkynna áfrýjanda um geymslu- greiðsluna, verður ekki metin stefnda til greiðsludráttar, þó að hún hinsvegar kunni að vera bótaskyld, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 9/ 1978 um geymslufé. Ég tel, að staðfesta beri hinn áfrýjaða úrskurð með vísan til for- sendna hans og framangreindra athugasemda. Þá tel ég, að dæma beri áfrýjanda til að greiða stefnda málskostn- að fyrir Hæstarétti, 20.000,00 krónur. Úrskurður uppboðsréttar Gullbringusýslu 21. maí 1983. Gerðarbeiðandi, Svava Þórðardóttir, Hverfisgötu 34, Reykjavík, hefur gert þær réttarkröfur, að jörðin Knarrarnes II, Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu, verði seld á nauðungaruppboði til lúkningar skuld að fjár- hæð kr. 163.000,00 með 2090 ársvöxtum frá 1. nóvember 1981 til 15. desember 1982, en dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags, auk innheimtulauna, kostnaðar við uppboðið og málskostnaðar vegna þessa hluta málsins. Gerðarþoli, Ólafur Baldursson, Rjúpufelli 27, Reykjavík, hefur krafist synjunar á hinni umbeðnu uppboðsgerð og að gerðarbeiðandi verði úr- skurðaður til að greiða málskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi, er fram fór þann 2. maí sl. Þann 16. október 1981 gaf Ólafur Baldursson út 4 veðskuldabréf til handhafa, samtals að fjárhæð kr. 163.000,00, sem hann skuldbatt sig til að greiða með jöfnum árlegum afborgunum á næstu fjórum árum hinn 15. desember ár hvert, í fyrst sinn 15. desember 1982. Bréfin báru 20% ársvexti frá 1. nóvember 1981 að telja, og skyldu þeir greiðast eftir á í sömu gjalddögum og afborganirnar. Bréfin voru tryggð samhliða með 6. veðrétti og uppfærslurétti í jarðeigninni Knarrarnesi I, Vatnsleysustrandar- hreppi, næst á eftir ótilteknum verðtryggðum skuldum að fjárhæð kr. 210.000,00, sem á hverjum tíma mátti hvíla á undan. Veðskuldabréfin innihalda ákvæði þess efnis, að standi útgefandi ekki í skilum með greiðslu afborgana og vaxta, sé skuldin öll í gjalddaga fallin án fyrirvara. Þegar skuldin er gjaldfallin, geti veðhafi ávallt látið gera fjár- nám í hinni veðsettu eign samkvæmt 50. gr. laga nr. 14. desember (sic) 1885, án undangengins dóms eða sáttar eða selt hina veðsettu eign á opin- beru uppboði án dómsáttar eða aðfarar samkvæmt |. gr. laga nr. $7/1949. Bréf, merkt nr. 1, 3 og 4, eru undirrituð í viðurvist lögmanns, en bréf nr. 2 er óvottað. 1272 Bréfunum var þinglýst athugasemdalaust þann 9. desember 1981. Gerðarbeiðandi skýrir svo frá, að Landsbanka Íslands, aðalbanka, Reykjavík, hafi verið falið að innheimta afborgun þá og áfallna vexti, er til greiðslu áttu að koma 15. desember 1982. Skuldari hafi ekki sinnt greiðsluáskorun bankans og því hafi þau verið tekin úr vörslum bankans og gjaldfelld. Vegna þessa var útgefanda bréfanna, varnaraðilja máls þessa, send áskorun um greiðslu með bréfi, dags. 4. janúar 1983, þar sem honum var veittur frestur til 12. janúar 1983 á greiðslu allrar skuldarinnar ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Gerðarbeiðandi segir, að bréfi þessu hafi í engu verið sinnt og því hafi verið krafist nauðungaruppboðs á hinni veðsettu eign með bréfi, dags. þann 18. janúar 1983. Gerðarþoli hefur andmælt framgangi uppboðs þessa. Hann synjar með öllu fyrir það að hafa fengið tilkynningu Landsbanka Íslands um verustað bréfanna á gjalddaga þeirra. Jafnframt heldur uppboðsþoli því fram, að honum hafi fyrst verið kunnugt um verustað þeirra, er honum þann $. janúar 1983 barst ábyrgðar- og hraðbréf gerðarbeiðanda, dags. 4. janúar 1983. Umrædd veðskuldabréf séu handhafabréf og geymi engin ákvæði um greiðslustað. Almennar reglur um slík viðskiptabréf séu á þann veg, að greiðslustaður sé hjá greiðanda. Hann hafi því að ósekju mátt bíða þess, að handhafi segði til sín og hafa þá umsamdar afborganir og vexti til reiðu án verulegs dráttar. Á honum hafi ekki hvílt nein skylda til að deponera greiðslunni né gera sérstakar ráðstafanir til að hafa upp á handhafa bréf- anna. Greiðsluskylda gerðarþola hafi því ekki hafist fyrr en S. janúar 1983. Hann hafi þá án verulegs dráttar, eða þann 20. janúar 1983, deponerað greiðslum í Landsbanka Íslands og póstlagt deponeringarskjölin (dómskjöl nr. 12-15) til gerðarbeiðanda þann 28. janúar 1983. Hafi hann þannig sýnt bæði vilja og getu til að standa í skilum. Gjaldfelling veðskuldabréfanna sé því gersamlega ástæðulaus og geti engan veginn leitt til framgangs þess nauðungaruppboðs, sem krafist er. Þá bendir uppboðsþoli á 15. gr. laga nr. 29/1885, þar sem sett er það skilyrði til þess að fjárnám megi gera án dóms eða sáttar, að 15 dagar séu liðnir frá gjalddaga. Slík stefnumörkun styrki sterklega þá staðhæfingu, að uppboðið geti ekki náð fram að ganga í þessu tilfelli. Gerðarþoli telur ósannað, að hann hafi fengið vitneskju um verustað bréfanna fyrir 5. janúar 1983, og beri hann því enga ábyrgð á greiðsludrætti á afborgun og vöxtum frá 15. desember 1982 til 5. janúar 1983, Gerðarbeiðandi getur þess, að umrædd veðskuldabréf séu þannig til- komin, að gerðarþoli hafi keypt hina veðsettu eign af gerðarbeiðanda og séu bréfin hluti kaupverðs. Hafi hann komið bréfunum ásamt mörgum víxlum, sem einnig voru hluti af kaupverði eignarinnar, til innheimtu í 1273 Landsbanka Íslands. Hafi bankinn jafnan sent uppboðsþola bréflega til- kynningu í hvert sinn, er nálgaðist gjalddaga víxlanna, og sýni greiðslur uppboðsþola í bankanum, að þær tilkynningar hafi borist honum skilvís- lega. Starfsfólk bankans hafi tjáð gerðarbeiðanda, að gerðarþola hafi með sama hætti verið send tilkynning vegna gjalddaga veðskuldabréfanna. Gerðarþoli viðurkenni að hafa móttekið bréf gerðarbeiðanda þann $. janúar 1983, en þá hafi verið liðnar 3 vikur frá gjalddaga, og bar honum því þá þegar að inna af hendi afborganir og vexti. Þetta hafi hann ekki gert og látið dragast til 20. janúar sl. þá hafi hann loks deponerað greiðslu, þótt hann hafi vitað, hvar greiða ætti af bréfunum og skilyrði til deponer- ingar því ekki fyrir hendi, sbr. 1. gr. laga um geymsluté frá 22. apríl 1978. Tilkynning gerðarþola um deponeringu þessa hafi ekki borist fyrr en löngu síðar, eða 28. janúar sl., og hafi þá verið liðinn hálfur annar mánuður frá gjalddaga bréfanna. Gerðarbeiðandi segir, að vera megi, að gjaldfelling hefði ekki átt rétt á sér, ef gerðarþoli hefði strax hinn 5. janúar 1983 greitt afborganir og vexti. Ljóst sé þó, að hinn langi dráttur frá 5. til 28. janúar, er hann tilkynnti deponeringu, sé slík vanefnd, að réttlæti fullkomlega gjaldfellingu bréf- anna. Í þessu sambandi bendir uppboðsbeiðandi á 2. gr. laga um geymslufé, er fjallar um tilkynningarskyldu og viðurlög, ef útaf er brugðið. Gerðarbeiðandi telur, að hinar deponeruðu fjárhæðir séu of lágar og nái ekki því marki, er greiða skyldi hinn 20. janúar 1983, og hefur lagt fram útreikning á skuldum og greiðslum (sbr. fylgiskjal með réttarskjali nr. 9). Við munnlegan málflutning málsins bauð gerðarþoli fram þá fjárhæð, sem á vantar samkv. útreikningi gerðarbeiðanda á framangreindu fylgi- skjali. Veðskuldabréf þau, er gerðarþoli, Ólafur Baldursson, gaf út 16. október 1981, eru handhafabréf, og í bréfunum er ekki tekinn sérstaklega fram greiðslustaður afborgana og vaxta af þeim. Um slík veðbréf gildir sú regla, að greiðslustaður er hjá greiðanda bréfanna, ef handhafi þeirra segir ekki til sín á lögmætan hátt. Í máli þessu er því haldið fram af hálfu gerðarbeiðanda, að gerðarþoli hafi fengið tilkynningu um greiðslustað framangreindra veðskuldabréfa. Gerðarbeiðandi hefur lagt fram móttökukvittanir Landsbanka Íslands, veð- bréfadeild, vegna þriggja af framangreindum veðskuldabréfum. Rétturinn telur þrátt fyrir framangreindar móttökukvittanir, að gerðarbeiðandi hafi ekki fært sönnur á, að gerðarþola hafi verið tilkynnt um greiðslustað veð- bréfanna, þar sem í málinu hafa ekki verið lögð fram afrit slíkra tilkynn- 1274 inga eða ábyrgðarbréf. Líta verður því svo á, að það hafi ekki varðað gerðarþola vanskilavítum að leita ekki uppi handhafa framangreindra veð- bréfa. Upplýst er, að gerðarþoli fékk vitneskju um verustað framangreindra veðskuldabréfa 5. janúar sl. Þann 20. janúar deponeraði gerðarþoli kr. 78.647,64 í verðbréfadeild Landsbanka Íslands, sem nægja skyldi til greiðslu afborgana, vaxta og dráttarvaxta af framangreindum skuldabréf- um. Komið hefur í ljós við nánari útreikning, að einhverja fjárhæð skortir til þess, að um fullnaðargreiðslu á framangreindum afborgunum, vöxtum og dráttarvöxtum væri að ræða. Sá mismunur telst þó ekki það verulegur, að réttlæti eindögun allrar veðskuldarinnar auk þess sem gerðarþoli hefur boðið fram greiðslu á þeim mismun. Með tilliti til þess, sem hér á undan segir um deponeringu gerðarþola 15 dögum eftir að hann fékk vitneskju um handhöfn framangreindra veðskuldabréfa, þykir dráttur á deponeringu hans ekki það verulegur, að réttlæti eindögun allrar veðskuldarinnar. Ekki telst framangreind deponering haldin þeim göllum, er veiti heimild til ein- dögunar. Samkvæmt framanrituðu er því synjað um framgang hinnar umbeðnu uppboðsgerðar. Ber því að leggja málskostnað á gerðarbeiðanda, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 2.500,00. Jón Eysteinsson sýslumaður kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Umbeðið uppboð nær ekki fram að ganga. Gerðarbeiðandi, Svava Þórðardóttir, greiði gerðarþola, Ólafi Baldurssyni, kr. 2.500,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1275 Miðvikudaginn 20. nóvember 1985. Nr. 124/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Snorra Norðfjörð Haraldssyni (Kristinn Gunnarsson hrl.) Tolllagabrot. Hlutdeild. Eignarupptaka. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var með stefnu 10. maí 1985 áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða og að því er hann einan varðar, en meðákærðu í héraði óskuðu eigi áfrýjunar. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 9. ágúst sl. Ákærði tók að sér að beiðni meðákærða í héraði, A, að koma fyrir tækjum þeim, sem A hafði flutt um borð í skipið. A fór sjálfur eigi til Íslands með skipinu, og verður að líta svo á, að varan hafi verið í umsjá ákærða á leiðinni og að honum hafi borið skylda til að annast um, að hún yrði tollafgreidd með löglegum hætti. Með því að láta það undir höfuð leggjast þykir ákærði því hafa brotið gegn |. mgr. 60. gr. laga nr. 59/1969, sbr. 2. mgr. 62. gr. sömu laga, og ber samkvæmt 1. mgr. 61. gr. sömu laga að dæma honum refsingu, er þykir hæfilega ákveðin 15.000,00 króna sekt og vara- refsing sektar 15 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað að því er ákærða varðar. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostn- aðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Snorri Norðfjörð Haraldsson, greiði 15.000,00 króna sekt í ríkissjóð, og komi 15 daga varðhald í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest að því er ákærða varðar. 1276 Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Kristins Gunnarssonar hæstaréttar- lögmanns, 10.000,00 krónur. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Ákærði, sem var 1. stýrimaður á skipinu, hefur skýrt svo frá, að A, framkvæmdastjóri Ingimundar h/f, hafi komið með tækin um borð, daginn sem lagt var úr höfn í Vestnes, og sagt við sig: „Þú gengur frá þessu fyrir mig, og passar að þetta skemmist ekki““, eða eitthvað í þá áttina. Kveðst ákærði ekki hafa skilið þetta svo, að hann ætti að fela tækin, heldur einungis ganga tryggilega frá þeim, svo þau yrðu ekki fyrir hnjaski á leiðinni heim. Hann hafi ekki talið sig eiga að gera grein fyrir tækjunum við komu til Íslands og talið A sjálfan mundu gera það. Ákærði kveðst hafa komið tækjunum fyrir, þar sem hann taldi þau örugg. Hann kveður sér ekki hafa verið kunnugt um, að ætlunin væri að smygla tækjum þessum til Íslands, og ekkert hafi verið um það rætt. A skýrði tollgæslunni svo frá, að hann hafi ætlað að biðja ákærða að sjá um tollafgreiðslu tækjanna, en:hann hefði gleymt því. Ekki eru komin fram gögn um það, að ákærði hafi haft önnur afskipti af hljómflutningstækjunum en að setja þau á þá geymslu- staði, sem frá er sagt í héraðsdómi. Varhugavert þykir að staðhæfa, að hann hafi valið staðina í því skyni að leyna þeim fyrir tollgæslu- mönnum. Verður því ekki á það fallist, að ákærði hafi staðið að smygli með þessum athöfnum. Svo sem atvikum háttar í málinu, verður heldur ekki talið, að ákærði hafi unnið til refsingar vegna vanrækslu á starfsskyldum sínum. Honum verður ekki gefin sök á því, að hann hugði útgerðarmanninn mundu fara eftir réttum reglum um tollmeðferð innflutningsins. Af gögnum máls verður heldur ekki ráðið, að aðstæður bentu til annars. Vörurnar bar að setja á skrár samkvæmt 8. tl. 21. gr. laga nr. $9/1969 um tollheimtu og tolleftirlit. Samkvæmt framanrituðu tel ég, að sýkna beri ákærða af kröfum 1277 ákæruvalds í málinu og leggja sakarkostnað í héraði að því er ákærða varðar og áfrýjunarkostnað sakarinnar á ríkissjóð. Máls- varnarlaun verjanda ákærða tel ég hæfilega ákveðin í atkvæði meiri hluta dómara. Dómur sakadóms Reykjavíkur 22. nóvember 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 22. nóvember, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. $37-539/1984: Ákæruvaldið gegn A, Snorra Norðfjörð Haraldssyni og B, sem tekið var til:dóms 14. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 17. júlí 1984, „fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur A, Snorra Norðfjörð Haraldssyni, stýrimanni, Víkurbraut 3, Sandgerði, fæddum 9. mars 1945 á Akureyri, og B, fyrir að hafa sameiginlega staðið að smygli á tveimur hljómflutnings- tækjasamstæðum (2 stk Silver Hi Fi Sterio System SS 170 og 4 Saroy SR 3390 XS hátölurum) við komu b/v Helgu Il RE 373 til Reykjavíkur 10. október 1982 frá Noregi, en ákærði A annaðist kaup tækjanna þar og kom þeim um borð í skipið og ákærðu Snorri og B sáu um frágang þeirra og vörslu um borð í skipinu, þar sem tollverðir fundu tækin falin eftir komu skipsins til hafnar í umrætt sinn. Telst þetta varða við 60. gr., sbr. 61. og 71. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 59, 1969, sbr. 2. gr. laga nr. 71, 1976, sbr. nú 9. gr. laga nr. 46, 1984, sbr. reglugerð nr. 356, 1982, sbr. nú reglugerð nr. 313, 1983. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu sakar- kostnaðar og ákærði A til að sæta upptöku framangreindra hljómflutnings- tækja samkvæmt heimild í 1. mgr. 72. gr. laga um tollheimtu og tolleftir- lt.“ Málavextir. Samkvæmt skýrslu tollgæslunnar fundust 2 stk. Silver Hi Fi sterio system SS 170 og 4 stk. hátalarar Saroy SR 3390 XS um borð í v/b Helgu II á ytri höfninni í Reykjavík þann 10. október 1982, en báturinn kom þá frá Vestnes í Noregi. Varningur þessi var ekki á lista yfir farm skipsins og ekki gefinn upp við tollyfirvöld. Hann fannst í klefa ákærða B að hluta og í klefa ákærða A, sem var auður, enda kom sá ákærði ekki með skipinu. Hann reyndist síðan eigandi varningsins eða umráðamaður. Ákærði B hefur lýst því yfir bæði hjá RLR og fyrir dómi, að honum hafi verið allsendis ókunnugt um varning þennan, fyrr en komið var út á sjó, en þá fékk hann skýringu á tilvist hans hjá ákærða Snorra Norðfjörð 1278 Haraldssyni. Talið verður, að ákærða B hafi ekki borið skylda til að að- hafast neitt frekar, sem leitt hefði til þess, að varningurinn yrði gefinn upp við tollyfirvöld. Hann verður því sýknaður af ákærunni. Ákærði A er framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Ingimundar hf., sem á skipið og varninginn líka að sögn ákærða. Hann var því sá aðili, er fyrst og fremst bar skylda til að sjá um, að varan yrði gefin upp við tollyfirvöld. Að mati dómsins er því sök hans sönnuð, og varðar brotið við 1. mgr. 60. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 59, 1969, en varning- urinn fer fram úr því magni, sem heimilað er með reglugerð nr. 313, 1983, áður nr. 356, 1982. Ákærði Snorri Norðfjörð Haraldsson sá um að koma vörunni fyrir um borð í skipinu að beiðni ákærða A. Honum var kunnugt um, að eigandi tækjanna eða umráðamaður var ekki með skipinu. Honum bar því skylda til sem yfirmanni að sjá svo um, að tækin væru gefin upp við tollyfirvöld eða að gera öðrum kosti skipstjóra viðvart um þau. Þessi vanræksla hans varðar við 4. mgr. 60. gr. fyrrgreindra laga. Refsing ákærðu er með hliðsjón af 61. gr. sömu laga talin hæfileg hjá ákærða A sekt kr. 15.000,00 og hjá ákærða Snorra Norðfjörð Haraldssyni kr. 8.000,00. Verði sekt eigi greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingu, kemur varðhald í stað sektar, 15 dagar hjá ákærða A og 8 dagar hjá Snorra. Þá skulu upptæk vera til ríkissjóðs tvær hljómflutningssamstæður, þ.e. tvö hljómflutningstæki og fjórir hátalarar, en það er fyrrnefnd vara, sem hald var lagt á. Málflutningslaun Kristins Gunnarssonar hrl., skipaðs verjanda ákærðu B og Snorra Norðfjörð Haraldssonar, kr. 14.000,00, skulu að hálfu greidd úr ríkissjóði, en hinn helmingurinn greiði ákærði Snorri Norðfjörð Haraldsson einn. Annan sakarkostnað greiði ákærðu, A og Snorri Norð- fjörð Haraldsson óskipt. Dómsorð: Ákærði A greiði 15.000 króna sekt og ákærði Snorri Norðfjörð Haraldsson 8.000 króna sekt í ríkissjóð, og komi varðhald í stað sektar, verði sekt eigi greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingu, 15 dagar hjá ákærða A og 8 dagar hjá ákærða Snorra Norðfjörð. Ákærði B er sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Upptæk skulu vera til ríkissjóðs tvær hljómflutningssamstæður, þ.e. tvö hljómflutningstæki og fjórir hátalarar, sem hald var lagt á við rannsókn málsins. Málflutningslaun Kristins Gunnarssonar hrl., skipaðs verjanda ákærðu Snorra Norðfjörð Haraldssonar og B, kr. 14.000,00 skulu af hálfu greidd úr ríkissjóði, en hinn helminginn greiði ákærði Snorri 1279 Norðfjörð einn. Annan sakarkostnað greiði ákærðu A og Snorri Norðfjörð Haraldsson óskipt. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 20. nóvember 1985. Nr. 190/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Ómari Sveinssyni (Jón Hjaltason hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Sakhæfi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 31. júlí 1985 að ósk ákærða og af ákæruvaldsins hálfu til þyngingar, en frá þeirri kröfu hefur verið fallið við flutning málsins fyrir Hæsta- rétti. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 1. þ.m. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð endurrit af dómum sakadóms Vest- mannaeyja í málum ákæruvaldsins gegn ákærða, uppkveðnum 29. desember 1982 og 30. mars 1984. Af þeim kemur fram, að ákærði sætti geðrannsókn í sambandi við fyrra málið, og er í dómunum reifuð skýrsla Lárusar Helgasonar yfirlæknis um rannsóknina. Í skýrslunni kemur fram, að ákærði þjáist af skemmdum í miðtauga- kerfi, sem leitt hafa til truflunar á andlegu og líkamlegu heilsufari hans. Er hann álitinn á mörkum sakhæfis og ekki talið, að refsing muni bera árangur. Tekið er fram, að refsivist kynni að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ákærða. Í dómum þessum var dæmt, að ákærði væri sakhæfur, og við það er einnig miðað í hinum áfrýjaða dómi. Með því að vera ölvaður við akstur bifreiðar hefur ákærði, þegar litið er til alkóhóls. sem mældist í blóði hans, brotið gegn 2., sbr. 1280 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, og þar sem hann hafði verið sviptur rétti til ökuleyfis, hefur hann enn fremur brotið gegn 21. gr., sbr. 81. gr. umferðarlaga. Gögn þau, sem að ofan var lýst, þykja eigi gefa tilefni til þess að meta ákærða ósakhæfan, en við ákvörðun refsingar þykir þó eiga að líta til þeirra. Þykir, eins og hér stendur á, mega beita sektarrefsingu. Verður refsingin samkvæmt 80. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 54/1976 ákveðin 25.000,00 króna sekt og vararefsing sektar 25 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttar til að öðlast ökuleyfi og um sakarkostnað. Ákærði verður dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ómar Sveinsson, greiði 25.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 25 daga varðhald fyrir sektina, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfest eru ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttar ákærða til þess að öðlast ökuleyfi og um sakarkostnað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 4. júlí 1985. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 2. þ.m., er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæruskjali, dagsettu 30. maí sl., á hendur Ómari Sveinssyni sjómanni, Brimhólabraut 14, Vestmannaeyjum, fæddum 20. janúar 1959 í Vestmannaeyjum, „fyrir að aka, föstudaginn Í. mars 1985, undir áhrifum áfengis og sviptur rétti til ökuleyfis, bifreiðinni V-720 um götur Vestmanna- eyjakaupstaðar uns lögreglumenn stöðvuðu akstur hans á Vallargötu. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar réttar 1281 til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Ákærði er sakhæfur. Hann hefur sætt refsingum, sem hér segir: 1982 29/12 í Vestmannaeyjum: Dómur: Sýknaður af ákæru f. brot g. 1. mgr. 259. gr. hgl. og 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. 1984 30/3. í Vestmannaeyjum. Dómur: 24.000 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr. umfl. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi 3 ár frá 7/5 1984. Málavextir. Sunnudaginn 3. febrúar 1985, kl. 07:45, var einn lögreglumaður úr lög- regluliði Vestmannaeyja í eftirlitsferð um kaupstaðinn í lögreglubifreiðinni V-2000. Er hann ók suður Skólaveg, veitti hann athygli bifreiðinni V-720, þar sem henni var ekið ógætilega, að mati lögreglumannsins, vestur Hvítingaveg og yfir gatnamót Skólavegar og Brekastígs. Veitti hann bifreið- inni eftirför vestur Brekastíg og gaf ökumanni hennar, ákærða í máli þessu, merki um að stöðva bifreiðina. Stöðvaði ákærði bifreiðina, er hann hafði beygt Vallargötu til suðurs. Færði lögreglumaðurinn ákærða á lögreglustöð fyrir varðstjóra. Þar meðgekk ákærði að hafa verið að aka bifreið og að hafa fundið til áfengis- áhrifa við aksturinn. KI. 07:55 kom læknir á lögréglustöð og tók: blóðsýni úr ákærða, sem að svo búnu var frjáls ferða sinna. Bifreiðin V-720 var færð að lögreglustöð og kveikjuláslyklar hennar settir í vörslu varðstjóra. Í skýrslu varðstjóra er útliti og öðrum einkennum ákærða þannig lýst, að áfengisþefur af andardrætti hafi verið nokkur, andlit þrútið, fatnaður snyrtilegur, framkoma kæruleysisleg, augu dauf, jafnvægi óstöðugt, málfar þvöglulegt og framburður ruglingslegur. Í blóðsýni því, sem tekið var úr ákærða, reyndist magn alkóhóls í blóði 2.56%0. Við lögreglurannsókn málsins skýrði ákærði svo frá, að hann hefði verið í samkvæmi „vestur í blokkum““ aðfaranótt sunnudagsins 3. febrúar ásamt Guðmundi Tómassyni, Illugagötu 2, Vestmannaeyjum, og fleirum. Hefði Guðmundur lánað honum: bifreið sína, V-720, sem staðið hefði við umrætt fjölbýlishús, og hefði hann ekið bifreiðinni þaðan niður í bæ í tilteknum erindagjörðum. Er hann var á leiðinni til baka að áðurnefndu húsi, hefði lögreglan stöðvað akstur hans á Vallargötu á móts við húsið Skóga. sl 1282 Ákærði kvaðst hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Jafnframt kvaðst hann vera ökuréttindalaus. Vitnið Guðmundur Tómasson skýrði svo frá við lögreglurannsókn máls- ins, að það hefði farið „vestur í blokkir““ snemma nætur sunnudaginn 3. febrúar sl. í bifreið sinni og hefði ákærði verið með honum í för. Einhvern tíma síðla nætur hefði ákærði komið að máli við vitnið og sagt, að hann ætlaði að fara á bifreið þess í tilteknum erindagjörðum. Kvaðst vitnið hafa tekið þessu sem gríni hjá ákærða, þar sem því hefði verið kunnugt um, að ákærði hefði ekki ökuréttindi og því ekki sinnt þessu frekar. Vitnið kvaðst hafa skilið kveikjuláslykla bifreiðarinnar eftir á borði í íbúðinni og hefði ákærði tekið lyklana og farið í bifreiðinni, en nokkru síðar hefði hann komið aftur og sagt, að lögreglan hefði staðið hann að verki við akstur bifreiðarinnar. Vitnið sagði, að það hefði ekki lánað ákærða bifreiðina, en vel mætti vera, að ákærði hefði skilið vitnið svo, að hann mætti fara á bifreiðinni, þar sem vitnið hefði ekki sinnt því að svara ákærða, þegar hann sagðist fara á bifreiðinni. Þess vegna hefði vitnið ekki í hyggju að kæra ákærða vegna töku bifreiðarinnar. Ákærði kom fyrir dóm hinn 2. þ.m. og var þá birt ákæran. Hann kvaðst vilja leiðrétta dagsetningu brotsins í ákæruskjali. Það hefði átt sér stað sunnudagsmorguninn 3. febrúar 1985. Ákærði kvaðst ekki muna, hve löngu fyrir aksturinn hann hóf að neyta áfengis, en hann hefði m.a. verið við drykkjuna á veitingastaðnum Skans- inum og haldið henni áfram í íbúð í fjölbýlishúsi við Áshamar hér í bæ. Ekki kvaðst ákærði vita, hve mikils magns áfengis hann neytti né heldur hvaða áfengistegundir um var að ræða. Einhvern tíma um morguninn kvaðst ákærði hafa farið út úr áðurnefndu fjölbýlishúsi við Áshamar og sest undir stýri bifreiðarinnar V-720, sem stóð fyrir utan fjölbýlishúsið. Kvaðst hann hafa haft leyfi Guðmundar Tómas- sonar, eiganda bifreiðarinnar, fyrir afnotum af henni. Ákærði kvaðst síðan hafa ekið bifreiðinni, sviptur rétti til að öðlast öku- leyfi, um götur Vestmannaeyjakaupstaðar, uns lögreglumaður hafði af- skipti af akstri hans á Vallargötu. Kvaðst ákærði hafa fundið til áfengis- áhrifa við aksturinn, en ekki neytt áfengis við hann. Niðurstaða. Með afdráttarlausri játningu ákærða, niðurstöðu alkóhólrannsóknar og öðrum gögnum málsins telst sannað, að hann hafi gerst sekur um þá hátt- semi, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali og þar er heimfærð til réttra refsiákvæða. 1283 Í ákæruskjali er ákærði sagður hafa framið brotið hinn 1. mars 1985, en samkvæmt gögnum málsins er ljóst, að það var framið hinn 3. febrúar 1985. Eigi þykir þessi villa í ákæruskjali þó girða fyrir, að unnt sé að dæma ákærða áfall, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974. Eins og að framan er rakið, var ákærði með dómi sakadóms Vestmanna- eyja, uppkveðnum 30. mars 1984, sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í 3 ár frá 7. maí s.á. Ofannefndur dómur hefur ítrekunaráhrif á það brot ákærða, sem hér er til umfjöllunar, sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af framansögðu hæfilega ákveðin varðhald í 25 daga. Eins og krafist er í ákæruskjali og samkvæmt lagaákvæði því, er þar greinir, ber að svipta ákærða rétti til að öðlast ökuleyfi. Þar sem hér er um ítrekað brot að ræða ber að svipta ákærða þessum rétti ævilangt frá birtingu dómsins. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Júlíus B. Georgsson aðalfulltrúi kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Ómar Sveinsson, sæti varðhaldi í 25 daga. Ákærði er sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1284 Föstudaginn 22. nóvember 1985. Nr. 232/1983. - Guðmundur W. Stefánsson (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Jósep H. Þorgeirssyni (Árni Halldórsson hrl.) Fasteignakaup. Gallar. Skaðabætur. Kröfu um að gjaldfella eftir- stöðvar kaupverðs hafnað. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 21. desember 1983. Hann gerir þær dómkröfur aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnda. Til vara krefst hann þess að hann verði aðeins dæmdur til að greiða 11.006,35 krónur. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Stefndi keypti Fremri-Nýp árið 1963 og bjó þar uns hann seldi áfrýjanda jörðina. Samkvæmt jarðabótaskýrslum stækkaði hann tún jarðarinnar á búskaparárum sínum úr tæpum 9 ha í rúma 52 ha. Honum átti því að vera ljóst, að upplýsingar í kaupsamningi aðilja um stærð ræktaðs lands jarðarinnar voru ekki réttar. Verður að fallast á að áfrýjandi eigi rétt til skaðabóta vegna þess að svo miklu skeikaði um túnstærðina. Þykja bætur til áfrýjanda vegna þessa hæfilega ákveðnar 60.000,00 krónur. Ber í því sambandi að taka fram að ósannað er að áfrýjandi hafi orðið fyrir afurðatapi af framangreindri ástæðu. Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi var kaupverð jarðar- innar 725.000,00 krónur. Af þeirri fjárhæð greiddi áfrýjandi við undirskrift kaupsamnings, við afhendingu jarðarinnar Í. júní 1981 og á gjalddögunum 7. október 1981 og 7. janúar 1982 samtals 340.000,00 krónur. Áfrýjandi skyldi svo greiða 100.000,00 krónur 1285 20. apríl 1982 og einnig átti hann að taka að sér að greiða áhvílandi skuldir að fjárhæð 17.750,00 krónur. Eftirstöðvar kaupverðsins, 267.250,00 krónur, skyldi áfrýjandi greiða með jöfnum árlegum afborgunum á sex árum, 44.541,66 krónur á ári í fyrsta skipti 3. janúar 1983. Þá skyldi áfrýjandi greiða 20% ársvexti af þessum eftirstöðvum frá 20. apríl 1982 á sama tíma og afborganir. Áfrýjandi hefur innt af hendi með geymslugreiðslu 3. janúar 1984 afborgun að fjárhæð 44.541,66 krónur, sem þá féllu í gjalddaga, ásamt 20% ársvöxtum af 222.708,30 krónum. Einnig innti áfrýjandi af hendi með geymslugreiðslu 3. janúar 1985 afborgun að fjárhæð 44.541,66 krónur, sem þá féll í gjalddaga, ásamt 20% ársvöxtum af 178.166,64 krónum. Vegna skaðabótakröfu þeirrar sem áfrýjandi taldi sig eiga á stefnda innti hann hvorki af hendi greiðslu að fjár- hæð 100.000,00 krónur sem féll í gjalddaga 20. apríl 1982 né afborgun að fjárhæð 44.541,66 krónur sem féll í gjalddaga 3. janúar 1983. Þá kemur ekki fram að hann hafi greitt 20% ársvexti af 267.250,00 krónum frá 20. apríl 1982 til 3. janúar 1983. Ekki er í kaupsamningi kveðið á um að vanskil einnar greiðslu kaupverðsins valdi því að allar síðari greiðslur falli í gjalddaga. Eins og málsatvikum er háttað þykir greiðslusynjun áfrýjanda ekki veita stefnda heimild til að krefja áfrýjanda nú um greiðslu allra eftir- stöðva kaupverðsins. Samkvæmt þessu ber áfrýjanda að greiða stefnda mismun á skaðabótum þeim að fjárhæð 60.000,00 krónur sem ákveðnar hafa verið hér að framan og greiðslum þeim sem hann átti að inna af hendi 20. apríl 1982 og 3. janúar 1983 (100.000,00 44.541,66 - 60.000,00 krónur). Nemur sá mismunur 84.541,66 krónum. Áfrýj- anda ber að greiða vexti af þeirri fjárhæð eins og í dómsorði segir. Eins og kröfugerð stefnda er háttað verður ekki fjallað um skyldu áfrýjanda til að greiða stefnda 20% ársvexti af 267.250,00 krónum frá 20. apríl 1982 til 3. janúar 1983. Áfrýjandi greiði stefnda 45.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Guðmundur W. Stefánsson, greiði stefnda, Jósep H. Þorgeirssyni, 84.541,66 krónur með dómvöxtum af 1286 40.000,00 krónum frá 16. júní 1982 til 3. janúar 1983 og af 84.541,66 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda 45.000,00 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Norður-Múlasýslu 15. nóvember 1983. E Mál þetta var dómtekið 25. október 1983, að loknum munnlegum flutn- ingi þess, en málið var höfðað fyrir aukadómþingi Norður-Múlasýslu miðvikudaginn 16. júní 1982 með stefnu, birtri 8. júní 1982. Stefnandi krefst kr. 367.250,00 auk dómvaxta frá 16. júní 1982 til greiðsludags og málskostnaðar skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og honum verði tildæmdur máls- kostnaður úr hendi stefnanda skv. gjaldskrá LMFÍ. Sáttaumleitanir af hálfu dómsins hafa ekki borið árangur. Vegna samgönguerfiðleika og embættisanna var eigi unnt að kveða upp dóm fyrr. II. Málsatvik í máli þessu liggja nokkuð ljós fyrir. Samningsumræður um kaup á jörðinni Fremri-Nýpur í Vopnafirði stóðu yfir um nokkurn tíma, en þann 5. janúar 1981 var gerður bráðabirgðakaupsamningur milli aðilja máls þessa og með samþykki maka þeirra. Þar var samið um heildarverð, kr. 725.000,00, og var einnig samið um grófa greiðsluáætlun og jörðin seld ásamt húsum, 70 hektara ræktun og gögnum og gæðum jarðarinnar ásamt 250 fjár. Síðan er þetta samkomulag lagt til grundvallar kaupsamningi, dags. 28.3. 1981, sem Kristján Wíum, bróðir stefnda, aðstoðaði þá við að semja og sjá um frágang hans. Upplýst er í málinu, að stærð ræktaðs lands, 70 hektarar, er byggt á frásögn stefnanda, en ekki voru aðiljar ásáttir um þýð- ingu þessa ákvæðis í kaupsamningnum, sem nánar verður rakið síðar. Stefndi hafði samband við stefnanda, eftir að hann hafði sannprófað stærð hins ræktaða lands, en samkomulag tókst ekki. Þann S. apríl 1982 skrifar Jón Magnússon, lögmaður stefnda, bréf til stefnanda og krefst kr. 150.564,40 vegna vanefnda á kaupsamningnum, og þann 16. apríl s.á. svarar Árni Halldórsson, lögmaður stefnanda, og mótmælir sagnkröfum stefnda. Samkvæmt kaupsamningnum átti stefndi að greiða þann 20. apríl 1982 kr. 100.000,00 til stefnanda, en gerir ekki, og ekki heldur er greidd fyrsta 1287 afborgun af eftirstöðvum kaupverðs þann 3. jan. 1983, og að sögn stefnda er það gert vegna framkominnar gagnkröfu og í samráði við lögmann sinn. Verður nú nánar vísað til framburða aðilja og annarra um atburðarásina og sérstaklega rakið, sem á milli ber. Í framburði stefnanda, Jóseps H. Þorgeirssonar, fyrir rétti varðandi stærð ræktaðs lands segir hann orðrétt: „„Hann segir, að einhvernveginn hafi stærð á ræktuðu túni 70 hektarar orðið til í sínum kolli, en hann hafði ekki nákvæma mælingu á túninu,““ og síðar um sama atriði aðspurður: „„Hann telur sennilegt að stefndi hafi spurt sig um stærð ræktaðs lands og hann hafi þá nefnt þessa stærð.“ Stefnandi upplýsir enn fremur, að stærð túnsins að sínu mati hafi ekki skipt meginmáli, enda hefði hann ekki selt jörðina á lægra verði sem nánar er rakið í framburði hans, og vísast til þess. Hann segist hafa samþykkt, að Kristján Wíum, bróðir stefnda, gengi frá kaupsamningnum eftir ábendingu stefnda, enda sparaðist lögfræðikostnaður. Stefndi, Guðmundur W. Stefánsson, segir svo í framburði sínum um stærð hins ræktaða lands: „Hann segir að Jósep hafi fyrst talið ræktað land 75 hektara, en þegar gengið var eftir, þá taldi hann það í það minnsta 70 hektara“ og síðar í framburði stefnda: „Hann segist hafa fengið frá stefnanda hvaða magn af áburði þyrfti á túnið og hafi hann þá fljótlega séð, að ekki var um rétta stærð að ræða. Hann segir að stefnandi hafi upplýst um magn á hverja spildu og hafi það staðist og telur hann því, að stefnandi hafi átt að vita rétta túnstærð.“ Stefndi upplýsti, að hann hefði heldur ekki greitt fyrstu afborgun af eftirstöðvum kaupverðs þann 3. jan. 1983 vegna framkominnar gagnkröfu og Í samráði við lögmann sinn. Stefndi upplýsti, að hann hafi ekki þurft að kaupa hey til að framfleyta bústofni sínum. En hann hafi þurft að breyta búskaparplönum, þar sem ræktað land var ekki meira, og vísast til framburðar hans nánar um það efni. Stefndi segist ekki hafa kannað sjálfur um stærð ræktaðs lands, þar sem hann hafi ekki talið ástæðu að véfengja túnstærðina né haft aðstæður til þess. Stefndi segist ekki aðspurður hafa verðlagt jörðina, t.d. sérstaklega landaverð, húsverð, ræktun og hlunnindi. En hann hafi fylgt í kaupunum öðrum meginreglum, þ.e. verð og gæði jarðarinnar og greiðslugetu. Ljóst er af framburði stefnanda og stefnda, að hálfunnið flag var talið af báðum fyrir utan túnið og blandast ekki í deiluatriðin. Vitnið Stefanía Sigurjónsdóttir skýrir svo frá fyrir rétti, að Jósep hafi sagt stærðina 70 hektara eftir spurningu um það atriði frá stefnda og bróður hans Kristjáni, og áttu þessi orðaskipti sér stað við gerð kaupsamn- ings, en ekki man hún orðaskiptin, þegar bráðabirgðakaupsamningur var gerður. Af framburðum verður að telja upplýst, að stefnandi hafi gefið ranga stærð á ræktuðu landi, þ.e. 70 hektara, og það gert að hans mati, af því 1288 þessi stærð hafi skolast til í huganum, en stefndi telur, að hann hafi átt að vita betur og byggir það á áburðarkaupunum, sem þegar hefur verið rakið. Il. A. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að stefndi hafi greitt kr. 340.000,00 af kr. 725.000,00, sem var heildarandvirði jarðarinnar Fremri-Nýpur, Vopnafirði, en ekki staðið í skilum hinn 20. apríl kr. 100.000,00, og er því allt kaupverðið í gjalddaga fallið. Af hálfu stefnda var yfirtekin skuld kr. 17.500,00, og er því stefnufjárhæðin kr. 367.250,00. Þá hefur og komið í ljós þann 3. janúar 1983, að ekki var greidd fyrsta afborgun af eftir- stöðvum kaupverðs og hafi stefndi ekki deponerað þessum greiðslum, eins og venja er í slíkum viðskiptum, og er því ógreitt kaupverð í gjalddaga fallið. Hann mótmælir gagnkröfum stefnda, en bauð í upphafi til sátta kr. 20.000,00 sem hvorki var játað né hafnað, og því verið óhjákvæmilegt að . hefjast handa með málsóknina. Verði eigi fallist á að hafna gagnkröfum stefnda, þá krefst hann fullrar sanngirni á mati á ræktuðu landi, sem á vantar skv. kaupsamningi. Þá gerði lögmaður stefnanda við munnlegan flutning málsins grein fyrir verðgildi 250 fjár miðað við verðlag 1. sept. 1981. Að lokum var krafist ríflegs málskostnaðar með tilliti til verulegra útgjalda í máli þessu, svo sem flugfargjalda, dagpeninga, móta og annarra útgjalda. B. Stefndi reisir sýknukröfur sínar á því, að sér sé heimilt að skuldajafna gegn greiðslu, sem hann átti að greiða 20. apríl 1982, kr. 100.000,00 vegna þess galla, sem var á hinu selda, þ.e. að ræktað land var 17,02 hekturum minna en honum var selt skv. kaupsamningi. Við ákvörðun bóta vill hann miða við vottorð jarðræktarráðunauts svo og orðsendingu Vegagerðar ríkisins og síðan verði tekið tillit til afurðataps. Tjón sitt af þessum göllum telur hann nema hærri fjárhæð en þegar gjaldfallnar greiðslur skv. kaup- samningi. Hann mótmælir gjaldfellingu eftirstöðva kaupverðs, enda skorti til þess lagarök. Lögmaður stefnda taldi greiðslufall umbjóðanda síns ekki vera af vilja og getuleysi, heldur að. fjárhagstjónið hefði verið meira en næmi þegar gjaldföllnum greiðslum eftir kaupsamningi. Stefndi byggir gagnkröfur sínar með hliðsjón af 42. gr. laga um lausafjárkaup og taldi, að stefnandi hefði vitað betur um stærð hins ræktaða: lands eða hefði átt að vita það. Stefndi krefst þess, að gagnkröfur hans verði teknar til greina og beri því að sýkna hann af stefnukröfum og dæma honum ríflegan máls- kostnað úr hendi stefnanda. 1289 IV. Niðurstaða dómsins. Dómurinn telur, að stefnandi hafi ekki beitt svikum, þegar hann taldi stærð ræktaðs lands 70 hektara, en hann hafi ekki vitað betur, en telja verður það verulega vanrækslu hjá honum sem seljanda eða gáleysi um atburði, sem honum bar að vita við sölu jarðarinnar. En auðvelt var að afla þessara upplýsinga um túnstærðina, eins og framlögð skjöl og skýrslur sýna. Höfuðábyrgð ber seljandinn í slíkum viðskiptum, enda þótt að áliti dómsins þá hefði stefndi sem kaupandi einnig getað aflað þessara gagna. Telja verður, að stefndi hafi ekki getað séð við skoðun að vetrarlagi, að uppgefin stærð túns væri ábótavant, enda þótt hann hafi sýnt töluvert að- gæsluleysi að kanna ekki betur ástand hins selda við betri aðstæður. Ekki er fallist á þá kröfu stefnanda, að stefndi hafi glatað rétti sínum vegna tómlætis, né að útiloka beri rétt hans á endurgreiðslu, þar sem hann hefur undirritað kaupsamning, að hann sætti sig við ástand hins selda, sem hann hafi kynnt sér og tekið gilt í einu og öllu. Dómurinn telur, að miðað við allar aðstæður í máli þessu þá hefði stefnda átt að vera ljóst, að ekki væri um nákvæma tölu á ræktuðu landi að ræða í umræddum kaupsamningi, né er fallist á, að stærð þessi hafi verið forsenda þessara viðskipta, enda þótt hún gæti haft áhrif á endanlegt kaupverð. Upplýst er, að meiru munaði en stefnanda grunaði nokkurn tímann. Af hálfu stefnda hefur ekki verið lagt fram mat dómkvaddra matsmanna, sem nánar rökstyddu skaðabóta- kröfur hans, þrátt fyrir tilmæli dómara. Ekki hefur heldur stefnda tekist að sanna skaðabætur sínar undir rekstri málsins. Dómurinn er því sammála um þá niðurstöðu, að leggja beri til grund- vallar, að stefndi eigi rétt á afslætti á kaupverði, en ekki rétt á skaðabótum. Verður í þessu sambandi höfð hliðsjón af fasteignamati á jörðinni Fremra- Nýpi og þá skiptingu heildarmatsins, eins og þar liggur fyrir. Það er mat dómsins með tilliti til verðs búfjár í kaupverðinu, að telja verður hvern hektara lands hafa verið metinn við samningsgerðina kr. 3.000,00 á hektara. Óumdeilt er, að það vantaði 17,02 hektara upp á nefnda stærð í kaupsamningi. Afsláttur vegna framangreinds galla reiknast því kr. 51.060,00. Ljóst er, að stefndi greiddi ekki kr. 100.000,00 þann 20. apríl 1982 né fyrstu afborgun eftirstöðva kaupverðs þann 3. janúar 1983, og eru því allar eftirstöðvar kaupverðs í gjalddaga fallnar. Fallist er á vaxtakröfu stefnanda. Málskostnaður ákveðst kr. 56.018,00. Dóminn kváðu upp. Sigurður Helgason sýslumaður, Þórður Pálsson bóndi og Róbert Nikulásson byggingameistari. 1290 Dómsorð: Stefndi, Guðmundur W. Stefánsson, skal greiða stefnanda, Jósep H. Þorgeirssyni, kr. 316.190,00 auk dómvaxta af þeirri fjárhæð frá 16. júní 1982 til greiðsludags og kr. 56.018,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 25. nóvember 1985. Nr. 77/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Jóni Kristinssyni (Eiríkur Tómasson hrl.) Bifreiðar. Of hraður akstur. Sýknað af ákæru fyrir brot gegn stöðvunarskyldu. Réttarfarsannmarkar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með stefnu 7. febrúar 1985 og jafnframt af ákæruvaldsins hálfu til þyngingar, en frá þeirri kröfu hefur verið fallið við flutning málsins fyrir Hæstarétti. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. júlí 1985. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti gerði verjandi ákærða kröfu um, að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar og dómsálagningar. Fyrir kröfu þessari færði verjandinn eftirfarandi rök: „Í fyrsta lagi að rannsókn máls- ins í héraði hafi verið verulega áfátt. Í öðru lagi að málið hafi ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, en sá háttur að sami maður hafi afskipti af málinu sem lögreglustjóri (fulltrúi lögreglustjóra) og 1291 dómari (fulltrúi dómara) brjóti í bága við meginreglur 2. og 61. greinar stjórnarskrárinnar og 6. greinar Evrópuráðssamningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis.““ Samkvæmt íslenskri dómstólaskipun er dómsvald í héraði utan Reykjavíkur í höndum bæjarfógeta og sýslumanna, sem hafa jafnframt lögreglustjórn á hendi. Þykir héraðsdómur eigi verða ómerktur af þeim sökum, að fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri fór með mál þetta. Þá hefur heldur eigi verið sýnt fram á nein sérstök atriði, sem valdi vanhæfi bæjarfógetans né þessa fulltrúa hans. Rannsókn máls þessa fór fram fyrir dómi, svo sem heimilað er í 3. mgr. 73. gr. laga nr. 74/1974, sbr. 11. gr. laga nr. 107/1976. Við meðferð málsins eftir útgáfu ákæru kom einungis ákærði sjálfur fyrir dóm. Hann kvað vera mega að fyrra ákæruatriðið (of hraður akstur) væri rétt, en síðara atriðinu (broti á stöðvunar- skyldu) bar hann á móti. Hann mótmælti framburði lögregluþjón- anna og hélt því m.a. fram, að þeir hefðu verið að hafa afskipti af öðrum ökumanni, er ákærði ók inn á gatnamótin. Hefði dómara verið rétt, er svo var komið, að kveðja lögregluþjónana fyrir dóm sem vitni, kynna þeim mótbárur ákærða og kanna, hvort samræmi fengist með samprófun. Þetta gerði dómarinn ekki, heldur tók hann málið til dóms án frekari málsmeðferðar, eftir að ákærði hafði lýst yfir því, að hann óskaði ekki eftir verjanda. Ekki þykir eiga að ómerkja hinn áfrýjaða dóm af þessum sökum, en þær leiða hins vegar til þess, að ekki þykja fram komin gögn í málinu, er nægi til sakfellingar samkvæmt 2. ákærulið. Hins vegar þykir brot það, sem um ræðir í 1. ákærulið, sannað með framburði ákærða sjálfs og öðrum gögnum, og varðar það við 1. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 16/1977. Refsing ákærða er samkvæmt 80. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 54/1976 hæfilega ákveðin 1.500,00 króna sekt og vararefsing sektar 2 daga varðhald. Ákærði átti þess kost að gangast undir sektargreiðslu fyrir brot það, sem hann hefur játað að hafa framið og hann er sakfelldur fyrir í þessum dómi. Hann neitaði sáttarboðum. Er því ekki grund- völlur fyrir skiptingu sakarkostnaðar samkvæmt heimild í 2. mgr. 141. gr. laga nr. 74/1974, þó að ákærði sé nú sýknaður af hluta ákæruatriða. Ber því að staðfesta ákvæði héraðsdóms um greiðslu 1292 sakarkostnaðar og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Jón Kristinsson, greiði 1.500,00 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald í 2 daga fyrir sektina, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfest er ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Eiríks Tómassonar hæsta- réttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Akureyrar 27. desember 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 27. desember, er á dómþingi sakadóms Akur- eyrar, sem háð er í skrifstofu dómsins að Hafnarstræti 107 þar í bæ af Sigurði Jónssyni dómarafulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 1283 og 1360/1984: Ákæruvaldið gegn Jóni Kristinssyni. Mál þetta, sem dómtekið var þann 10. þ.m., er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dags. 23. nóvember 1984, „á hendur Jóni Kristinssyni, forstöðumanni, Byggðavegi 95, Akureyri, fæddum 2. júlí 1916 á Kambfelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, fyrir eftirgreind umferðarlagabrot á árinu 1984: 1) Fyrir að aka, miðvikudaginn 20. júní, bifreiðinni A-3088 suður Hörgárbraut á Akureyri með allt að 68 kílómetra hraða miðað við klukku- stund eftir vegarkafla frá Skútum að Veganesti, en þar er leyfður hámarks- hraði 50 kílómetrar miðað við klukkustund. 2) Fyrir að aka sömu bifreið, þriðjudaginn 26. júní, norður Byggðaveg á Akureyri og viðstöðulaust inn á Þingvallastræti til austurs og þar með án þess að virða stöðvunarskyldu sem er á Byggðavegi fyrir umferð um Þingvallastræti. Telst liður 1 varða við 3. mgr., stafliði a og j, 49. gr. og 1. mgr. 50. gr., en liður 2 við 4. mgr. 48. gr., allt sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976 og 16, 1977. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ 1293 Il Liður Í. Miðvikudaginn 20. júní 1984, kl. 15:25, mældu lögreglumenn, sem voru við radarmælingar við Hörgárbraut á Akureyri, hraða bifreiðarinnar A-3088, sem var rauð Subaru fólksbifreið. Hraði bifreiðarinnar mældist 68 km miðað við klst. en hraðamælingin var gerð með ratsjá nr. 3 á vegar- kafla frá Skútum að Veganesti, þar sem heimill ökuhraði er 50 km miðað við klst. Lögreglumennirnir stöðvuðu bifreiðina A-3088 og reyndist öku- maður hennar vera Jón Kristinsson ákærði í máli þessu. Hér fyrir dómi fimmtudaginn 30. ágúst 1984 kvaðst ákærði ekki mót- mæla þeim hraða, sem kom fram við radarmælinguna, en kvaðst vera á móti því, að mælt væri á þessum stað, sem sé neðan við bratta brekku. Vitnið Friðjón Árnason lögreglumaður, fæddur 22.09. 1956, kom hér fyrir dóm miðvikudaginn 12. september 1984. Vitnið kvaðst minnast þess að hafa verið við radarmælingar í júnímánuði síðastliðnum ásamt Birni Snorrasyni lögreglumanni á lögreglubifreiðinni A-3536. Er þeir voru við mælingar á Hörgárbraut við austurenda hússins Skarðshlíð 22-28 með lögreglubifreiðina kyrrstæða, veittu þeir athygli bifreið ákærða, þar sem hún kom yfir hæðina og á radarinn yfir löglegum hraða. Að sögn vitnisins var þannig staðið að mælingu, að lögreglubifreiðin var kyrrstæð vestan við Hörgárbraut, og sneri framendi hennar í norður. Radarnum var beint út um afturglugga lögreglubifreiðarinnar þannig, að hann mældi hraða þeirra bifreiða, sem komu úr norðri. Þegar búið var að festa hraðatölu ákærða í radarnum, kvaðst vitnið hafa farið út úr lögreglubifreiðinni í því skyni að stöðva akstur ákærða, en segir, að ákærði hafi ekki stöðvað, sennilega vegna þess að hann hafi ekki veitt vitninu athygli. Vitnið kvaðst nú hafa farið aftur inn í lögreglubifreiðina og þeir lögreglumennirnir hafi síðan ekið á eftir bifreið ákærða og stöðvað akstur hans með rauðum blikkljósum, er hann var kominn á Tryggvabraut. Vitnið sagði öruggt, að kærði hafi ekki rengt mælinguna, og sagði hann hafa viðurkennt að hafa ekið yfir löglegum hámarkshraða og sagst ekki standa á bremsunni, er hann væri að aka niður brekku. Vitnið sagði ratsjána hafa verið prófaða fyrir og eftir mælinguna. Vitnið Björn Snorrason lögreglumaður, f. 02.02. 1939, kom hér fyrir dóm föstudaginn 21. september 1984. Vitnið kvaðst hafa verið á lögreglu- bifreiðinni A-3536 norðan við Veganesti ásamt lögreglumanninum Friðjóni Axfjörð Árnasyni við radarmælingar síðastliðið sumar. Að sögn vitnisins var þannig staðið að mælingunni, að lögreglubifreiðinni var lagt vestan Hörgárbrautar og norðan Undirhlíðar, og sneri framendi hennar í suður, en mældur var hraði þeirra bifreiða, sem komu niður brekkuna að norðan og ratsjánni beint út um afturgluggann á lögreglubifreiðinni. Vitnið kvaðst 1294 minnast þess, er bifreið ákærða kom inn á ratsjána á of miklum hraða, en vitnið mundi ekki, hversu mikill hraði hans mældist. Þeir lögreglumenri- irnir stöðvuðu akstur ákærða á Tryggvabraut og höfðu tal af honum. Að sögn vitnisins viðurkenndi ákærði að hafa ekið of hratt, en vitnið kvaðst ekki muna, hvort hann viðurkenndi að hafa ekið á þeim hraða, sem ratsjáin sýndi, en vitnið man, að ákærði sagði þá ekki geta ætlast til þess, að hann stæði á bremsunni niður brekku. Ákærði kom aftur hér fyrir dóm þriðjudaginn 4. desember sl., og var honum þá birt ákæran. Ákærði sagði, að það gæti vel verið rétt, sem segði í lið 1 í ákærunni. Með eigin játningu ákærða, sem er Í samræmi við radarmælingu og framburð lögreglumannanna Björns Snorrasonar og Friðjóns Árnasonar, telst sannað, að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá, sem honum er gefin að sök í þessum ákærulið, og þykir háttsemi hans réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæruskjali. Liður 2. Þriðjudaginn 26. júní 1984, um kl. 16:40, voru lögreglumennirnir Gunnar Jóhannsson og Aðalsteinn Bernharðsson á eftirlitsferð. Veittu þeir þá athygli bifreiðinni A-3088, rauðri Subaru Station bifreið, er henni var ekið norður Byggðaveg inn á Þingvallastræti til austurs. Lögreglumennirnir töldu ákærða, sem var ökumaður bifreiðarinnar, ekki hafa virt stöðvunar- skyldu, sem er á Byggðavegi gagnvart umferð, sem fer um Þingvallastræti, og stöðvuðu þeir því akstur bifreiðarinnar og höfðu tal af ákærða. Hér fyrir dómi fimmtudaginn 30. ágúst 1984 sagði ákærði, að hann hafi örugglega sinnt stöðvunarskyldu. Hann kvaðst hafa stöðvað bifreið sína við stöðvunarlínuna, en kvaðst síðan hafa látið hana renna ca hálfa bíllengd áfram, til þess að hann sæi vestur götuna, en trjágróður byrgir þarna út- sýni. Ákærði kvaðst hafa mótmælt því strax, að hann hafi ekki sinnt stöðvunarskyldunni. Vitnið Gunnar Jóhannes Jóhannsson lögreglumaður, f. 07.11. 1957, kom hér fyrir dóm þriðjudaginn 4. september 1984. Vitnið kvaðst minnast þess, að það hafi verið í lok júnímánaðar 1984, að það var ásamt Aðalsteini Bernharðssyni lögreglumanni að fylgjast með því, hvort menn virtu stöðvunarskyldu á gatnamótum Byggðavegar og Þingvallastrætis. Að sögn vitnisins voru þeir lögreglumennirnir við austurbrún Þingvallastrætis er þeir sáu bifreið ákærða, rauðan Subaru, koma að gatnamótunum norður Byggðaveg úr suðri og aka hiklaust inn á Þingvallastrætið án þess að stöðva við stöðvunarskylduna, en engin umferð var þá austur Þingvallastrætið vestan Byggðavegar. Ákærði hægði ferðina, áður en hann kom að gatna- mótunum, en vitnið sagði það alveg öruggt, að bifreið hans hafi ekki numið 1295 staðar. Þeir lögreglumennirnir stöðvuðu akstur ákærða rétt austan Byggða- vegar, og var framburður hans þá á reiki að sögn vitnisins. Í fyrstunni sagði hann ákveðið, að hann hefði stöðvað við stöðvunarskylduna, en er gengið var á hann, sagðist hann hafa sett í annað gangstig og hægt ferðina. Vitnið Aðalsteinn Bernharðsson lögreglumaður, f. 06.02. 1954, kom hér fyrir dóm mánudaginn 29. október sl. Vitnið kvaðst minnast þess að hafa verið við gatnamót Byggðavegar og Þingvallastrætis ásamt lögreglumann- inum Gunnari Jóhannssyni, og voru þeir að fylgjast með því, hvort menn virtu stöðvunarskyldu, sem er á Byggðavegi gagnvart umferð um Þingvalla- stræti. Vitnið kvaðst minnast þess, er ákærði kom að gatnamótunum á bifreið sinni úr suðri og ók hiklaust og mjög ákveðið inn á gatnamótin og beygði Þingvallastræti til austurs. Vitnið mundi ekki, hvort ákærði hægði ferð bifreiðar sinnar, áður en hann kom að gatnamótunum, en sagði, að hann hefði ekki verið á mikilli ferð. Þeir lögreglumennirnir fylgdust með þessu af bifhjólum, sem stóðu á norðurhluta Þingvallastrætis austan Byggðavegar og höfðu góða yfirsýn yfir gatnamótin. Gunnar Jóhannsson stöðvaði akstur ákærða á Þingvallastræti skammt austan gatnamótanna. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við ákærða. Ákærði kom hér fyrir dóm vegna þessa máls þriðjudaginn 4. desember sl., og var honum þá birt ákæran. Ákærði sagði það ekki rétt, sem segir í lið 2 í ákærunni. Ákærði kvaðst hafa séð lögreglumennina ca 20-30 metrum austan við gatnamótin, og voru þeir að hafa afskipti af öðrum ökumanni. Annar lögreglumaðurinn sat inni í bifreið þess ökumanns, en hinn talaði við ákærða. Ákærði sagði ekki rétt, að lögreglumennirnir hafi verið á bifhjólum er þeir sáu akstur hans. Hann kvaðst engin bifhjól hafa séð og sagði, að lögreglumaðurinn, sem stöðvaði akstur hans, hafi komið frá bifreið, sem þeir voru að stöðva, áður en þeir stöðvuðu akstur ákærða. Ákærði sagði enga umferð hafa verið á Þingvallastræti, er hann fór inn á götuna, og sagði, að þess vegna hafi ekki verið ástæða til þess að stoppa lengi við gatnamótin. Þrátt fyrir neitun ákærða þykir sannað með framburði lögreglumann- anna Gunnars Jóhannesar Jóhannssonar og Aðalsteins Bernharðssonar, að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá, sem honum er gefin að sök í lið 2 í ákæru, og þykir háttsemi hans þar réttilega heimfærð til refslákvæða. Ill Ákærði er sakhæfur, fæddur 2. júlí 1916 í Eyjafjarðarsýslu, og hefur samkvæmt sakavottorði sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1961 30.05. á Akureyri: Sátt, 100 kr. sekt f. brot á umfi. og lögr. samþ. 1296 Með ofangreindri háttsemi hefur ákærði unnið sér til refsingar sam- kvæmt 80. gr. umferðarlaga, og þykir refsing hans hæfilega ákveðin 3.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald í 3 daga í stað sektar- innar, verði hún ekki goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms. Loks ber með vísan til 1. mgr. 141. gr. l. nr. 74, 1974 um meðferð opin- berra mála að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Jón Kristinsson, greiði 3.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 3 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 27. nóvember 1985. Nr. 201/1983. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna (Ólafur Gústafsson hdl.) gegn Rauða Krossi Íslands (Jón Gunnar Zoéga hdl.) Lífeyrissjóðir. Endurgreiðslukrafa. Stjórnarskrá. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 26. október 1983, að fengnu áfrýjunarleyfi 6. s.m. Dómkröfur hans eru, að stefndi greiði áfrýjanda 164.350,46 krónur með 43,5% ársvöxtum af 57.757,62 krónum frá 1. janúar 1980 til 14. nóvember s.á., en með dómvöxtum skv. 1. gr. laga nr. 56/1979 af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. júlí 1982, en af 164.350,46 krónum frá þeim degi 1297 til greiðsludags. Til vara er krafist annarrar og lægri fjárhæðar að mati réttarins með vöxtum eins og í aðalkröfu. Skýrði lögmaður áfrýjanda það svo í málflutningi, að varakrafan væri miðuð við verðbætur á lífeyrisgreiðslur til Margrétar Jóhannesdóttur, að fjár- hæð 43.477;75 krónur. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Þeir, sem réðu málefnum Rauða Krossins, þegar Margrét Jóhannesdóttir var í þjónustu félagsins, gátu ekki séð fyrir eða haft ástæðu til að búast við, að félagið þyrfti einhvern tíma síðar að greiða kostnað vegna uppbótar í lífeyri hennar af völdum verðlagsþróunar í landinu. Þvert á móti máttu þeir gera ráð fyrir, að greiðslum þeirra vegna starfa hjúkrunarfræðingsins væri lokið. Með þessari athugasemd ber að staðfesta héraðsdóm. Eftir þessum úrslitum ber áfrýjanda að greiða stefnda 30.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna, greiði stefnda, Rauða Krossi Íslands, 30.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðmundar Skaftasonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. Samkvæmt gögnum málsins greiddi stefndi iðgjöld til áfrýjanda vegna Margrétar Jóhannesdóttur frá 1. júlí 1944 til 31. desember 1946, frá 1. október 1948 til 31. desember 1950 og frá 1. janúar 1952 til 31. ágúst 1954. Verður að miða við það, að Margrét hafi á þessum tíma verið tekin í lífeyrissjóðinn samkvæmt heimild í niðurlagi 16. greinar laga nr. 103/1943, en stefndi var ekki heil- brigðisstofnun, sem viðurkennd var af heilbrigðisstjórninni. Af athugasemdum við 13. gr. laga nr. 16/1965, er fylgdu frumvarpinu þegar það var lagt fram á Alþingi, má ráða að ekki hafi þá: verið litið svo á, að 3. gr. laga nr. 111/1954 eða önnur ákvæði laga legðu 82 1298 á aðilja slíkan sem stefnda ábyrgð á lífeyrisgreiðslum til hjúkrunar- kvenna, sem hjá þeim höfðu starfað nema með þeim iðgjöldum, sem þeir höfðu greitt. Í stjórnarskrá nr. 33/1944 hafa ekki verið tekin ákvæði, sem almennt banni afturvirka lagasetningu, svo sem dæmi eru um í stjórnskipun annarra ríkja. Það er þó lögskýringarregla, að nýjum lögum verði ekki beitt afturvirkt þjóðfélagsþegnunum til óhagræðis, ef lögin mæla ekki fyrir um annað. Þegar virt er forsaga ákvæðisins í 21. gr. laga nr. 16/1965, þykir varhugavert að skýra það svo, að því hafi verið ætlað að leggja fjárhagsbyrðar á aðilja eins og stefnda, sem höfðu haft hjúkrunarkonur í sinni þjónustu löngu áður en lögin tóku gildi og tryggt höfðu þær hjá áfrýjanda samkvæmt áðurgreindri heimild í 16. gr. laga nr. 103/1943. Við erum samþykkir dómsatkvæði meirihluta dómenda um kröfur áfrýjanda vegna lífeyrisgreiðslna til Halldóru Þorláksdóttur, Sigríðar Bachmann, Ísafoldar Teitsdóttur og Ingeborgar Sveinsson og erum samkvæmt þessu samþykkir dómsorðinu. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. mars 1983. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 22. febrúar sl., hefur Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 14. nóvember 1980, á hendur Rauða Krossi Íslands, Reykja- vík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða honum kr. 165.367,58 með 43,5%0 ársvöxtum frá 1. janúar 1980 af kr. 58.774,74 til 14. nóvember s.á., en með dómvöxtum frá þeim degi til 1. júlí 1982, en af kr. 165.367,58 frá þeim degi til greiðsludags, og máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá LMFI. Af stefnda hálfu er krafist sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Sátt var reynd, en án árangurs. II. Atvik málsins kveður stefnandi vera þau, að skv. 21. gr. laga um Lífeyris- sjóð hjúkrunarkvenna nr. 16/1965 og 3. gr. laga nr. 111/1954 hafi eftirtöld- um sjóðfélögum í samræmi við framangreind lög verið greidd verðtrygging á lífeyri úr sjóðnum, en sjóðfélagarnir séu þessir og greiðslur vegna þeirra svohljóðandi: 1299 Halldóra Þorláksdóttir pr. 31.12. 1979 kr. 25.876,44 Ingeborg Sveinsson pr. 31.12. 1979 kr. 3.789,46 Ísafold Teitsdóttir pr. 31.12. 1979 kr. 23.473,30 Margrét Jóhannesdóttir pr. 31.12. 1979 kr. 43.528,35 Sigríður Bachmann pr. 31.12. 1979 kr. 68.700,03 Samtals kr. 165.367,58 Lífeyrissjóðurinn hafi greitt ofangreindum sjóðfélögum þessar verðbætur skv. framangreindum lögum og sjóðurinn reynt ítrekað að krefja vinnuveit- andann, Rauða Kross Íslands, um sinn hluta verðbótanna, en stefndi neiti að greiða skuldina og neyðist því stefnandi til að höfða mál þetta. Hér sé um að ræða hlut vinnuveitanda í verðtryggingu lífeyris til hjúkrun- arkvenna, sem að ofan greini. Allar þessar hjúkrunarkonur hafi verið starf- andi á vegum stefnanda við hjúkrunarstörf. Ákvæði laga, sem hér hafi verið vitnað í, kveði skýlaust á um greiðslu- skyldu vinnuveitanda. Fyrstu heimild um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna sé að finna í lögum nr. 103 frá 30. desember 1943. Í 13. gr. segi, að hjúkrunarkonur, sem gerist sjóðfélagar við gildistöku þessara laga, reiknist til starfstímans allur sá tími, er þær hafi unnið við hjúkrunarstörf, sem veiti aðgang að Líifeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Þeim er síðar komi, reiknist starfstíminn frá þeim tíma, er iðgjaldagreiðslur hefjist. Þó sé heimilt að kaupa þeim réttindi fyrir fyrri starfstíma gegn gjaldi, er sjóðstjórnin ákveði í samráði við tryggingafræð- ing. Ennfremur segi í 16. gr. sömu laga, að allar hjúkrunarkonur, sem vinni hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, bæjar- og sveitarfélaga eða annarra opin- berra stofnana eða við heilbrigðisstofnanir, sem séu viðurkenndar af heil- brigðisstjórninni, skuli vera skyldutryggðar í sjóði þessum. Af þessu megi ljóst vera, að allar starfandi hjúkrunarkonur í landinu, sem starfað höfðu fyrir gildistöku laganna hjá viðurkenndum stofnunum, hafi orðið sjóð- félagar við gildistöku laga nr. 103/1943. Þá hafi allar slíkar hjúkrunar- konur, sem hófu störf eftir gildistöku laganna, einnig orðið sjóðfélagar. Með gildistöku laga nr. 16/1965 hafi öll réttindi og skyldur verið stað- fest enn frekar, sbr. 21. gr. laganna, og séu þar skilyrðislaus lagafyrir- mæli um verðtryggingu lífeyrissjóðsréttinda. Ennfremur beri að vísa til 3. gr. laga nr. 111/1954, en hún sé svohljóð- andi: „Á lífeyri úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði barna- kennnara, Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna og Lífeyrissjóði ljósmæðra, skal auk 159 uppbóta þeirra er tíðkast hefur, greiða verðlagsuppbót eftir sömu 1300 reglum og greidd er á laun starfsmanna ríkisins, að svo miklu leyti, sem hún er ekki þegar innifalin í lífeyrinum. Hlutaðeigandi lífeyrissjóður annast útborgun uppbóta þessara gegn endurgreiðslu úr ríkissjóði og frá stofn- unum þeim, er lífeyrisþeginn tók laun sín hjá eða öfugt.“ Með stoð í framangreindum lagaákvæðum sé ljóst, að stefnda beri skil- yrðislaust að greiða stefnukröfurnar. Stefndi styður sýknukröfu sína eftirfarandi rökum: Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna hafi verið stofnaður með lögum nr. 103/1943, er öðluðust gildi 1. júlí 1944. Stofnfé sjóðsins hafi verið 50.000 kr. og átti skv. 11. gr. að leggjast fram úr ríkissjóði. Auk þess hafi ríkissjóður ábyrgst greiðslu lífeyris úr sjóðnum og hafi hann átt að greiðast með 1/12 árslífeyris fyrir- fram á hverjum mánuði, 17. gr. Hjúkrunarkonum, sem gerðust sjóðfélagar við gildistöku laganna, hafi átt, skv. 13. gr., að reiknast til sjóðtímans allur sá tími, er þær höfðu unnið við hjúkrunarstörf, sem aðgang veittu að sjóðnum. Í 16. gr. hafi verið svo ákveðið, að allar hjúkrunarkonur, sem unnu hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, bæjar- eða sveitarfélaga eða annarra opinberra stofnana eða við heilbrigðisstofnanir, sem væru viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni, skyldu vera skyldutryggðar í sjóðnum. Auk þess hafi verið heimilt að taka í sjóðinn aðrar hjúkrunarkonur, er störfuðu að hjúkrun, enda væru þær eigi ráðnar til skemmri tíma en eins árs eða með a.m.k. þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ekki liggi fyrir að nein þeirra hjúkrunarkvenna, sem um ræði í málinu, hafi gengið í lífeyrissjóðinn við stofnun hans né hverjar þeirra fullnægðu ákvæðum 16. gr. Hitt sé ljóst, að ríkissjóði einum hafi verið ætlað að standa undir halla af sjóðnum, sbr. 17. gr. Þessi lög hafi gilt til ársins 1955, er þeim hafi verið breytt með lögum nr. 34/1955. Áður hafði að vísu verið gerð breyting á 12. gr. með lögum nr. 18/1947. Lögin hafi síðan verið breytt og endurútgefin sem lög nr. 65/ 1955. Þau virðist síðan hafa gilt óbreytt, þar til lög nr. 16/1965 voru sett. Hér sé hins vegar ástæða til að geta laga nr. 111/1954 um greiðslu verð- lagsuppbótar á laun opinberra starfsmanna. Hluti 3. gr. þessara laga sé tekinn upp í greinargerð stefnanda og fjalli um verðlagsuppbætur á lífeyri úr nokkrum lífeyrissjóðum, þ.á m. Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Lífeyris- sjóður eigi að annast greiðslu uppbótar gegn endurgreiðslu úr ríkissjóði og frá stofnunum þeim, er lífeyrisþeginn tók laun sín hjá. Af fyrirsögn laganna sé ljóst, að þetta hafi aðeins tekið til þeirra hjúkrunarkvenna, er töldust opinberir starfsmenn, og hafi á sama hátt aðeins lagt skyldur á opinberar stofnanir auk ríkissjóðs. Ætla verði, að 3. gr. laga nr. 111/1954 hafi fallið úr gildi að því er Líf- eyrissjóð hjúkrunarkvenna varði með gildistöku laga nr. 16/1965, en þar segi í 21. gr., að hækkun á lífeyri vegna almennrar hækkunar á launum 1301 hjúkrunarkvenna skuli ríkissjóður og aðrir þeir aðiljar, sem tryggt hafi hjúkrunarkonur í sjóðnum, endurgreiða sjóðnum. Þarna sé í fyrsta sinn lögð almenn kvöð á þá, er iðgjöld greiði í sjóðinn. Ákvæði 16. gr. laga nr. 103/1943 um aðild að Lífeyrissjóði hjúkrunar- kvenna hafi verið tekið óbreytt upp í lögum nr. 16/1965 og orðið þar 17. gr. Við hana hafi svo verið aukið með lögum nr. 14/1969. 1. gr. laga nr. 63/1964 megi nefna hér til leiðbeiningar, en þar sé endur- greiðslukvöð lögð á ríkisstofnanir einar. Stefnandi virðist byggja kröfur sínar á afturvirkni laga nr. 111/1954 og 16/1965, án þess þó að það sé sérstaklega rökstutt. Þessu sé eindregið mót- mælt. Það sé grundvallarregla íslensks réttar, að lög séu ekki afturvirk. Um þetta séu að vísu ekki bein ákvæði í stjórnarskránni, og hafi því stundum risið álitamál í þessu efni, einkum varðandi skattamál, og undan- tekningar náð fram að ganga. Almenna reglan verði eftir sem áður sú, að íþyngjandi lög geti ekki verið afturvirk, ekki síst ef þau ná til svo fárra sem þessi og vísast brot gegn 67. gr. stjórnarskrárinnar. Af hálfu stefnda sé því haldið fram, að ekki sé unnt að krefja hann þátt- töku í greiðslu hækkunar á lífeyri, nema að því leyti sem svari til starfstíma hjá honum eftir gildistöku laga nr. 16/1965 eða til vara laga nr. 111/1954. Sé þannig brostinn grundvöllur fyrir kröfugerð stefnanda nema ef til vill að litlum hluta varðandi Ingeborg Sveinsson, en reyndar virðist hæpið, að sumarvinna hennar hafi veitt rétt til veru í lífeyrissjóðnum. Eins og áður segi, hafi fyrstu lögin um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna öðlast gildi 1. júlí 1944, er teljast verði stofndagur sjóðsins. Þá fyrst hafi verið byrjað að innheimta iðgjöld til sjóðsins og þá fyrst sé unnt að tala um, að einhverjir hafi tryggt hjúkrunarkonur í sjóðnum, sbr. orðalag 21. gr. laga nr. 16/1965. Þannig hafi hvorki Rauði Kross Íslands né deildir hans tryggt Halldóru Þorláksdóttur, Ísafold Teitsdóttur né Sigríði Bachmann í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Á stefnda geti Þannig ekki hvílt endurgreiðsluskylda til stefnanda vegna lífeyris til þessara hjúkrunarkvenna skv. 21. gr. laga nr. 16/1965. Lög nr. 111/1954 skipti í þessu sambandi litlu máli og varði aðeins lífeyri til Halldóru Þorláksdóttur að hluta. Samkvæmt dskj. nr. 4 virðist endurgreiðsluhlutfall alfarið byggt á starfs- tíma, án þess að tillit sé tekið til breytinga á launum eða breyttrar stöðu, en lífeyrir miðist við laun þeirrar stöðu, sem lífeyrisþegi gegndi síðast. Þessi aðferð sé auðvitað röng og leiði til þess, að uppbótar sé krafist á mun hærri launaflokk en iðgjald var greitt af. Þetta dskj. sé ófullnægjandi grundvöllur að kröfugerð stefnanda. Stefnandi hafi sýnt mikið tómlæti um kröfur sínar og ekki fylgt þeim eftir fyrr en nú, þó að þeim hafi frá öndverðu verið mótmælt og ekki sinnt. Hafi hann þannig gefið stefnda réttmæta ástæðu til að ætla, að þær yrðu 1302 felldar niður. Ætti hann því að hafa fyrirgert þeim. Auk þess séu kröfur stefnanda, sem eldri séu en fjögurra ára frá birtingardegi stefnu, fyrndar, sbr. 3. gr. laga nr. 14/1905. Vaxtakröfu stefnanda sé sérstaklega mótmælt, bæði um vaxtafót og upp- hafstíma. Vaxtakrafan sé á engan hátt rökstudd, en því sé mótmælt, að vextir verði reiknaðir nema frá birtingardegi stefnu og þá ekki hærri en almennir innlánsvextir. Kröfu um dómvexti sé andmælt. 111. Í máli þessu er deilt um greiðsluskyldu stefnda sem vinnuveitanda til að endurgreiða stefnanda verðbætur á lífeyri, sem hann hefur greitt eftirtöld- um lífeyrisþegum sjóðsins lögum samkvæmt: Halldóra Þorláksdóttir: Samkvæmt gögnum málsins starfaði hún hjá Rauða Kross deildinni á Akureyri frá miðju ári 1931 til 30. maí 1936. Hún var tryggð í lífeyrissjóðnum frá stofnun hans skv. lögum nr. 103/1943, sem tóku gildi 1. júlí 1944. Hún mun hafa fengið greiddan lífeyri úr sjóðnum frá árinu 1961. Ingeborg Sveinsson: Samkvæmt gögnum málsins starfaði hún við sumar- dvalarheimili Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins fyrir börn sumurin 1954, 1954, (sic) 1955 og 1956. Hún keypti sér réttindi í sjóðinn á árinu 1975, og mun hún hafa fengið greiddan lífeyri úr sjóðnum frá sama ári. Ísafold Teitsdóttir: Samkvæmt gögnum málsins starfaði hún hjá Akur- eyrardeild Rauða Krossins frá ársbyrjun 1938 til vors 1943. Hún var tryggð í lífeyrissjóðnum frá stofnun hans. Hún mun hafa fengið greiddan lífeyri úr sjóðnum frá árinu 1973. Margrét Jóhannesdóttir: Samkvæmt gögnum málsins starfaði hún hjá Rauða Krossi Íslands frá 1. september 1944 þar til sumarið 1954 að undan- skildu ársleyfi 1947-1948. Hún var tryggð í sjóðnum frá stofnun hans. Líf- eyri mun hún hafa fengið greiddan úr sjóðnum frá árinu 1970. Sigríður Bachmann: Samkvæmt gögnum málsins var hún hjúkrunarkona við Akureyrardeild Rauða Krossins við hjúkrun í heimahúsum og heilsu- vernd á árunum 1929-1931 og hjá Rauða Krossi Íslands 1931-1941. Hún var tryggð í sjóðnum frá stofnun hans. Lífeyri mun hún hafa fengið greiddan frá árinu 1968. Stefnandi byggir kröfu sína á ákvæði 21. gr. laga nr. 16/1965 um líreyris- sjóð hjúkrunarkvenna, en það er svohljóðandi: „Nú verður almenn hækkun á áður úrskurðuðum elli- og örorku- og makalífeyri vegna almennrar hækkunar á launum hjúkrunarkvenna sbr. 8., 9. og 10. gr. og endurgreiðir þá ríkissjóður og aðrir þeir aðilar, sem tryggt hafa hjúkrunar- konur í sjóðnum, honum þá hækkun, er þannig verður á lífeyrisgreiðsl- <“ um 1303 Ennfremur byggir stefnandi kröfu sína á sambærilegu ákvæði eldri laga, 3. gr. laga nr. 111/1954 um greiðslu verðlagsuppbótar á laun opinberra starfsmanna, en það er svohljóðandi: „Á lífeyri úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði barnakennara, Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna og Líf- eyrissjóði ljósmæðra skal, auk 15% uppbótar þeirrar, er tíðkast hefur, greiða verðlagsuppbót eftir sömu reglum og greidd er á laun starfsmanna ríkisins, að svo miklu leyti, sem hún er ekki þegar innifalin í lífeyrinum. Hlutaðeigandi lífeyrissjóður annast útborgun uppbóta þessara gegn endur- greiðslu úr ríkissjóði og frá stofnunum þeim, er lífeyrisþeginn tók laun sín hjá. Nú reynist ekki unnt að fá endurgreiðslu frá hlutaðeigandi stofnun og endurgreiðir ríkissjóður þá hlutaðeigandi lífeyrissjóði þann hluta, er stofnuninni bar að greiða.“ Þann 1. janúar 1964 tóku gildi lög nr. 29/1963 um lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins, og var þá jafnframt numin úr gildi 3. gr. laga nr. 111/1954 að því er varðar lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þetta ákvæði mun þó hafa haldið gildi sínu að öðru leyti, allt þar til lög nr. 16/1965 voru sett, en telja verður, að með 21. gr. þeirra laga hafi 3. gr. laga nr. 111/1954 verið numin úr gildi að því er varðaði lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, enda þótt þess sé ekki sérstaklega getið í lögunum. Eins og að ofan greinir, er 21. gr. laga nr. 16/1965 sambærileg við 3. gr. laga nr. 111/1954 að öðru leyti en því, að í stað þess að stofnanir þær, er lífeyrisþegi tók laun sín hjá, skuli endurgreiða sjóðnum verðbætur, skulu nú þeir aðiljar, er tryggt hafa hjúkrunarkonur í sjóðnum, endurgreiða verðbæturnar. Í greinargerð með lögunum segir svo um 21. greinina: „Þessi grein er 25. gr. laga nr. 29/1963 með nauðsynlegum orðalagsbreytingum.““ Þegar 25. gr. laga nr. 29/1963 er skoðuð og tildrög að setningu hennar, verður ekki af því ráðið, að löggjafinn hafi ætlað að halda merkingu greinarinnar, eins og hún var upphaflega, sem 3. gr. laga nr. 111/1954, og þykir því verða að túlka 21. gr. laga nr. 16/1965 eftir orðanna hljóðan, þannig að stofnanir þær, sem endurkrefja má um greiðslu verðbótanna, verði sjálfar að hafa tryggt við- komandi lífeyrisþega hjá sjóðnum. Það er upplýst í máli þessu, að Halldóra Þorláksdóttir, Ísafold Teits- dóttir og Sigríður Bachmann störfuðu allar hjá Rauða Krossinum fyrir stofnun sjóðsins skv. lögum nr. 103/1943, sem tóku gildi 1. júlí 1944. Enn- fremur er upplýst, að Ingeborg Sveinsson keypti sér réttindi að sjóðnum árið 1975. Rauði Krossinn hefur því ekki tryggt neina þessara kvenna, og á lífeyrissjóðurinn því skv. því, er að framan segir, enga kröfu á hendur stefnda um endurgreiðslu skv. lögum nr. 16/1965 vegna þeirra. Það er ennfremur upplýst, að Halldóra Þorláksdóttir er hin eina af fimm framangreindum hjúkrunarkonum, sem tók lífeyri úr sjóðnum að hluta, meðan 3. gr. laga nr. 111/1954 var enn í gildi varðandi lífeyrissjóð hjúkr- 1304 unarkvenna. Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram, að lögin taki ekki til hennar, þar sem þau taki einungis til opinberra starfsmanna. Þegar lög þessi voru sett, voru í gildi lög nr. 103/1943 um lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Samkvæmt 16. gr. þeirra laga voru skyldutryggðar í sjóðnum allar hjúkrunarkonur, sem unnu hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, bæjar- og sveitafélags eða annarra opinberra stofnana eða við heilbrigðis- stofnanir, sem viðurkenndar voru af heilbrigðisþjónustunni. Þá var heimilt að taka í sjóðinn aðrar hjúkrunarkonur, er störfuðu að hjúkrun, enda hafi þær ekki verið ráðnar til skemmri tíma en eins árs eða með a.m.k. þriggja mánaða uppsagnarfresti. Samkvæmt 17. gr. sömu laga ábyrgðist ríkissjóður greiðslu lífeyris úr sjóði þessum. Ákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar á lífeyri og um endurkröfurétt lífeyrissjóðs á hendur vinnuveitanda hefur verið lögbundið sem almennt lagaákvæði allt frá árinu 1951, er það var upptekið í lög nr 22/1950 um gengisskráningu, launabreytingar, stóreigna- skatt, framleiðslugjöld o.fl., með breytingarlögum nr. 105/1951. Með lög- unum nr. 111/1954 um greiðslu verðlagsuppbótar á laun opinberra starfs- manna var framangreint ákvæði laga nr. 22/1950, sbr. lög nr. 105/1951, fellt úr gildi, en ákvæðið efnislega tekið upp í 3. gr. laga nr. 111/1954, sem fyrr er rakið. Í greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 16/1965 segir m.a. svo um 13. gr.: „Í öðru lagi ber á það að líta, að margir aðrir aðilar en ríkissjóður tryggja hjúkrunarkonur og hjúkrunarmenn, er hjá þeim starfa, í sjóðnum, en hafa til þessa ekki borið ábyrgð á skuldbindingum hans, nema með iðgjaldagreiðslum sínum.“ Þegar þessi ummæli eru skoðuð og jafnframt höfð í huga tildrög þess, að ákvæði um endurkröfurétt á hendur stofnunum þeim, er lífeyrisþegi tók laun sín hjá, kom í lög sem almennt ákvæði, þykir sýnt, að ekki hafi verið tilgangur löggjafans að gera aðra aðilja ábyrga fyrir greiðslu verðbótanna en ríkissjóð eða opinberar stofnanir fyrr en með lögum nr. 16/1965. Það þykir því mega líta svo á, að 3. gr. laga nr. 111/1954 hafi einungis tekið til opinberra stofnana. Samkvæmt þessari niðurstöðu á lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna ekki endur- kröfurétt á hendur Rauða Krossi Íslands vegna Halldóru Þorláksdóttur skv. 3. gr. laga nr. 111/1954. Að því er varðar Margréti Jóhannesdóttur þá er upplýst, að hún var tryggð í lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna af Rauða Kross- inum, meðan hún starfaði þar, og fullnægir þannig skilyrðum 21. gr. laga nr. 16/1965. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að lagaákvæði þetta standist ekki, þar sem um sé að ræða ólögmæta afturvirkni laganna, sem brjóti í bága við grundvallarreglur íslensks réttar og sé vísast brot gegn 67. gr. stjórnarskrárinnar. Íslensk stjórnskipunarlög hafa ekki að geyma nein ákvæði, sem berum orðum banna afturvirkni laga. Einhver takmörk hljóta þó að vera fyrir afturvirkni íþyngjandi laga, sem dómstólar verða að skera úr um. Einkum 1305 hefur þess gætt á vettvangi skattalaga, að dómstólar hafa staðfest að þau hafi afturvirk áhrif, en telja verður að sérstaða skattalaga sé slík, að þær niðurstöður gefi ekki almennt fordæmi um afturverkun íþyngjandi laga. Framangreind 21. gr. laga nr. 16/1965 leggur greiðsluskyldu á fáa aðilja vegna starfa, sem unnin voru mörgum árum eða áratugum fyrir gildistöku laganna. Telja verður, að slík afturvirkni íþyngjandi laga brjóti svo í bága við óskráðar grundvallarreglur íslensks stjórnskipunarréttar, að framan- greint lagaákvæði fái ekki staðist að því leyti sem afturvirk áhrif þess varðar. Verður krafa stefnanda á hendur stefnda vegna Margrétar Jóhannesdóttur því ekki tekin til greina. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eins og mál þetta er vaxið, þykir rétt, að aðiljar beri hvor sinn kostnað af málinu. Sigríður Ólafsdóttir, settur. borgardómari kvað upp dóm þennan, en undirritaður dómari fékk málið til meðferðar 15. september sl. Dómsorð: Stefndi, Rauði Kross Íslands, skal vera sýkn af öllum kröfum stefn- anda, Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna, í máli þessu. Aðiljar beri hvor sinn kostnað af málinu. Fimmtudaginn 28. nóvember 1985. Nr. 148/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn Helga Helgasyni (Jón Hjaltason hrl.) Bifreiðar. Nytjastuldur. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. 1306 Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða með áfrýj- unarstefnu 31. maí 1985 og jafnframt af ákæruvaldsins hálfu til þyngingar. Dómkröfur ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti eru þær, að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um „sakfellingu í öllum fjórum ákæruliðum í báðum ákærum og á ákvæðum um greiðslu sakar- kostnaðar og greiðslu skaðabóta til séra Kjartans Arnar Sigur- björnssonar, þó þannig, að ákærði verði ekki sakfelldur samkvæmt fyrri ákæru (útgefinni 18. maí 1984) fyrir 1. mgr. 27. gr. umferðar- laga (broti ekki lýst í ákæru), en bæði refsing ákærða og ákvörðun um sviptingu réttar til að öðlast ökuleyfi verði þyngd.““ Þá er þess krafist, að ákærði verðir dæmdur til að greiða allan áfrýjunar- kostnað, þar með talin sakasóknarlaun til ríkissjóðs. Af hálfu verjanda er þess krafist, að hinn áfrýjaði dómur verði mildaður og verði frelsissvipting ákveðin, verði hún skilorðsbundin og málsvarnarlaun verði greidd af ríkissjóði. Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 22. ágúst 1985. Svo sem fram kemur í kröfugerð ákæruvalds fyrir Hæstarétti, er í ákæru frá 18. maí 1984 hvorki ákært fyrir brot gegn |. mgr. 21. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 né broti á því lagaboði lýst í ákæruskjali. Verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot gegn þessu lagaboði, svo sem gert var í héraðsdómi. Í ákæruskjali frá 4. september 1984 er ákærði m.a. ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga, en Í ákæruskjali er ekki lýsing á því, hvaða athafnir ákærða eigi að teljast brjóta gegn laga- boði þessu, né heldur verður það ráðið af lýsingu í 2. tölulið ákæru- skjalsins. Verður ákærði því sýknaður af þessu ákæruatriði. Að öðru leyti þykir mega fallast á sakarmat héraðsdóms og heimfærslu brota samkvæmt ákæruskjali frá 18. maí 1984 og 1. lið ákæru frá 4. september 1984, en heimfærsla brota samkvæmt 2. lið síðar- nefndrar ákæru, sem ekki er tilgreind í héraðsdómi, verður til 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/ 1956 og 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 81. gr., og 2. mgr. 41. gr., allt sbr. 80. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 54/ 1976. Svo sem að framan greinir, krefst ákæruvald staðfestingar á ákvæði héraðsdóms um skaðabætur. Af ákærða hálfu er krafist sýknu af 2. lið ákæru frá 4. september 1984 og þá jafnframt að 1307 bótakröfu vegna Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar verði vísað frá dómi, en bótaákvæði héraðsdóms er eigi mótmælt tölulega. Kemur því ekki til álita að taka bótaákvæði héraðsdóms til endurskoðunar. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann, þó þannig, að refsing ákærða verði fangelsi í 4 mánuði. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma ákærða til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 10.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó þannig, að ákærði, Helgi Helgason, sæti fangelsi í 4 mánuði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæsta- réttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 25. febrúar 1985. Mál þetta, sem tekið var til dóms hinn 22. þ.m., er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með tveimur ákæruskjölum, hinu fyrra dagsettu 18. maí 1984, en hinu síðara dagsetttu 4. september 1984, á hendur Helga Helgasyni sjó- manni, Birkihlíð 20, Vestmannaeyjum, fæddum 18. ágúst 1964 í Keflavík. Í fyrrgreinda ákæruskjalinu er opinbert mál höfðað á hendur ákærða „fyrir að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 11. mars 1984, tekið bifreiðir í heimildarleysi í Vestmannaeyjum og ekið þeim undir áhrifum áfengis svo sem rakið er: 1. Tekið bifreiðina V-1585 við Faxastíg 4 og ekið henni um götur í kaup- staðnum uns hann festi bifreiðina utan vegar skammt sunnan við Steins- staði. 2 Tekið bifeiðina V-782 í steypustöð Áshamars h.f. og ekið henni vítt og breitt um kaupstaðinn uns hann hætti akstri við fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar. 1308 Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956 og 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar öku- leyfis samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Í síðargreinda ákæruskjalinu er málið höfað gegn ákærða „fyrir eftir- greind brot gegn umferðarlögum og hegningarlögum. 1. Laugardaginn 6. ágúst 1983, ekið bifreiðinni R-39861 um götur Ísa- fjarðarkaupstaðar undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum uns akstrinum lauk við félagsheimilið í Hnífsdal þar sem lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 3. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976. 2. Aðfaranótt sunnudagsins 25. september 1983 tekið í heimildarleysi bif- reiðina V-1108 á bifreiðastæði við Akogeshúsið í Vestmannaeyjum og ekið henni, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum, á bifreiðina V-134, sem stóð þar á stæðinu kyrrstæð og mannlaus, og aka síðan af vettvangi, án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna árekstursins, um götur kaupstaðarins uns bifreiðin hafnaði utan vegar á Þrælaeiði. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sbr. lög nr. 20, 1956 og 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., Í. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr. og 2. mgr. ál. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar öku- leyfis eða réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir. I. Ákæra, dagsett 18. maí 1984. Sunnudaginn 11. mars 1984, kl. 10:35, barst lögreglunni í Vestmanna- eyjum tilkynning þess efnis, að bifreiðin V-1585 væri utan vegar skammt sunnan við Steinsstaði, mannlaus. Þrír lögreglumenn fóru á vettvang. Þar utan vegar var umrædd bifreið ólæst, kveikjuláslyklar hvergi sjáanlegir. Ökumaður var hvergi nærri. Haft var samband við umráðmann bifreiðarinnar, Agnar Helgason, Faxastíg 4, og hann inntur eftir ferðum hennar. Upplýsti hann, að bifreiðin hefði staðið ólæst við heimili hans. Kvað hann kveikjulásinn bilaðan, en hægt væri að gángsetja bifreiðina, t.d. með hníf eða skrúfjárni. Hann kvaðst ekki hafa ekið bifreiðinni og hefði hún því verið tekin í heimildarleysi. 1309 Lögreglumenn hófu þegar leit að hugsanlegum ökumanni og ræddu m.a. í því skyni við íbúa nálægra húsa, en án árangurs. Bifreiðin mun hafa reynst óskemmd, og eru engar bótakröfur hafðar uppi vegna töku hennar. Sama dag, kl. 13:05, hafði Magnús Magnússon starfsmaður Áshamars h.f. í Vestmannaeyjum, samband við lögregluna þar í kaupstaðnum. Skýrði hann frá því, að þá um nóttina hefði verið brotist inn í steypustöð fyrir- tækisins við Ofanleitisveg og bifreiðin V-782 tekin í heimildarleysi. Ólafur R. Sigurðsson varðstjóri fór á vettvang. Við athugun kom í ljós, að hurð á austurgafli hússins hafði verið brotin upp, og fundust verkfæri utanhúss. Við nánari athugun kom einnig í ljós, að brotist hafði verið inn í trésmíðaverkstæði Valgeirs Jónassonar, sem er skammt frá, og reyndust áðurnefnd verkfæri þaðan komin. Ennfremur kom í ljós, að þar höfðu horfið 2 pennar, ljósbláir að lit, einnig að blóð var innan við gluggarúðu þá, sem hafði verið brotin. Hafin var leit að bifreið þessari, og fannst hún mannlaus við fiskimjöls- verksmiðju Einars Sigurðssonar, en kveikjuláslyklar voru í kveikjulásnum. Vél bifreiðarinnar reyndist köld viðkomu. Bifreiðin var færð að lögreglu- stöð og skemmdir kannaðar. Reyndust þær vera sem hér segir: Hægri hliðarrúða brotin, hægri hlið rispuð og vinstri afturaurhlíf skemmd. Upplýst var, að kveikjuláslyklar höfðu verið í bifreiðinni og dyr ólæstar. Kl. 09:00 sama dag hafði verið óskað eftir lögreglu að húsinu nr. 6 við Hólagötu þar í kaupstaðnum vegna ölvaðs manns, sem ylli þar ónæði. Fóru tveir lögreglumenn á vettvang, og stóð umræddur maður, ákærði í máli þessu, við útidyrnar og sparkaði án afláts í hurðina. Höfðu lögreglumenn- irnir tal af honum, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá hann til að hætta að berja og sparka í hurðina hélt hann áfram uppteknum hætti. Hugðust lögreglumennirnir nú leiða ákærða brott. Snerist hann þá gegn þeim, og urðu þeir að færa hann í handjárn, en að svo búnu var hann færður á lögreglustöð og þar í fangageymslu. Í fötum ákærða fundust 2 pennar, bláir að lit, en á þeim voru blóðblettir svo og í fóðri í vasa þeim, sem pennarnir fundust. Einnig reyndist ákærði lítillega blóðugur á hendi. Kl. 11:00 kom læknir á lögreglustöð og tók blóðsýni úr ákærða. Í blóð- sýninu reyndist magn alkóhóls vera 1.65%0. Við lögreglurannsókn málsins skýrði ákærði svo. frá, að hann hefði byrjað að neyta áfengis um kl. 20:00, laugardagskvöldið 10. mars sl. í Dríf- anda við Bárustíg. Hefði hann setið þarna að drykkju fram undir miðnætti, en þá farið á dansleik á skemmtistaðnum Skansinum. Eftir að dansleik lauk þar, um kl. 02:30, kvaðst ákærði hafa farið aftur að Drífanda, en ekki fengið inngöngu. Honum hefði þó tekist að komast inn, en verið vísað út. 1310 Eftir það kvaðst ákærði hafa farið að Faxastíg 4, farið inn í bifreiðina V-1585, gangsett hana og ekið henni um götur kaupstaðarins og niður á Nausthamarsbryggju, þar sem hann hefði farið um borð í loðnuskipið Sigurð RE 4, ræst þar kunningja sinn, sem síðan hefði farið í land með honum og tekið við stjórn bifreiðarinnar og ekið ákærða að Hólagötu 6. Þaðan hefði hann ekið að húsinu Mandal við Strandveg, þar sem þeir hefðu farið inn og sest að drykkju. Kunningi ákærða hefði síðan farið um borð í skip sitt, en sjálfur kvaðst ákærði hafa farið skömmu síðar út í bifreiðina V-1585 og ekið henni suður á eyju, en er hann var kominn skammt suður fyrir Steinsstaði hefði hann ekið út af veginum, er hann var að snúa bifreið- inni við. Ákærði fór því næst upp að steypustöð Áshamars h.f. í Ofanleitislandi og braust þar inn, en áður hafði hann aflað sér verkfæra til innbrotsins með því að brjótast inn í trésmíðaverkstæði Valgeirs Jónassonar, sem er skammt frá húsi Áshamars h.f. Inni í steypustöðvarhúsinu stóð jeppa- bifreið af Volvogerð, sem ákærði fór inní og gangsetti, en kveikjuláslykill- inn hafði verið skilinn eftir í kveikjulásnum. Opnaði ákærði nú dyr á hús- inu og ók bifreiðinni út, en ók þá utan í dyrakarminn, sem vinstri hlið jeppans straukst utani. Ók ákærði nú suður á eyju, sneri þar við, en því næst beina leið niður í kaupstaðinn og lauk akstrinum sunnan við loðnu- þrær fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar, þar sem hann yfirgaf bif- reiðina. Fór ákærði því næst að Drífanda við Bárustíg, leitaði þar inn- göngu, en var meinuð hún. Þaðan fór hann að Hólagötu 6, þar sem lög- reglan handtók hann, svo sem fyrr segir. Ákærði kvaðst hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn, en ekki neytt áfengis eftir að akstri lauk. Ákærða var birt ákæran hinn 18. janúar sl. Hann kvað háttsemi sinni rétt lýst í ákæruskjali. Ákærði kvað það rétt vera, að hann hefði tekið bifreiðina V-1585 í heimildarleysi aðfaranótt sunnudagsins 11. mars 1984 við hús nr. 4 við Faxastíg í Vestmannaeyjum og ekið henni undir áfengisáhrifum, uns hann festi bifreiðina skammt sunnan við Steinsstaði. Kvaðst hann í greint sinn hafa verið sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi. Í framhaldi af akstri ofannefndar bifreiðar kvaðst ákærði hafa tekið í heimildarleysi bifreiðina V-782 í steypustöð Áshamars h.f. í Ofanleitislandi og ekið henni undir áhrifum áfengis víðsvegar um götur Vestmannaeyja- kaupstaðar, þar til hann hætti akstri við fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar. Vísaði ákærði til skýrslu sinnar hjá rannsóknarlögreglu um málavexti bæði varðandi 1. og 2. lið ákærunnar jafnframt því að staðfesta nafnritun sína undir hana. 1311 Með afdráttarlausri játningu ákærða og niðurstöðu alkóhólrannsóknar, sem studd er öðrum gögnum málsins, telst sannað, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali og þar er heimfærð til réttra refsilákvæða. Þess er þó að geta, að ákærði var á greindum tíma sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi skv. dómi, uppkveðnum 5. apríl 1983. Varðar því háttsemi hans einnig við 1. mgr. 27. gr. umferðar- laga. Il. Ákæra, dagsett 4. september 1984. 1. Laugardaginn 6. ágúst 1983, um kl. 07:30, barst lögreglunni á Ísafirði tilkynning um ógætilegan akstur brúnnar fólksbifreiðar með R-númeri. Kvaðst tilkynnandi hafa verið á gangi norður Skutulsfjarðarbraut á vinstri vegarbrún, er bifreið þessi hefði komið aftan að honum á miklum hraða. Yfirlögregluþjónn umdæmisins fór að svipast um eftir bifreið, sem gæti átt við þá lýsingu, sem tilkynnandi gaf. Eftir skamma leit fann hann bifreið, sem var kyrrstæð á planinu við félagsheimilið í Hnífsdal, og var ökumaður hennar, ákærði í máli þessu, undir stýri, en auk hans voru í bifreiðinni þrír farþegar. Óskaði lögregluþjóninn eftir, að ákærði kæmi með honum á lögreglustöðina, þar sem honum virtist útlit hans bera með sér, að ekki væri allt sem skyldi. Þegar farið var að ræða við ákærða á lögreglustöðinni, lagði áfengisþef frá vitum hans. Var ákærði þá inntur eftir áfengisneyslu, og svaraði hann því til, að hann hefði ekki neytt áfengis síðan um miðnætti og þá einungis tveggja glasa af brennivíni. Ákærði var hinn kurteisasti í framkomu og eigi hægt að greina sýnileg áfengisáhrif. Þegar ákærði var beðinn að framvísa ökuskírteini kvaðst hann vera búinn að glata því. Var þá haft símasamband við lögregluna í Vestmannaeyjum, og fékkst þá upp- lýst, að ákærði hafði verið sviptur ökuréttindum í 1 ár hinn 20. apríl 1983. Kl. 08:34 kom læknir á lögreglustöð og tók blóðsýni úr ákærða. Í skýrslu varðstjóra er útliti og öðrum einkennum ákærða þannig lýst, að áfengisþefur af andardrætti hafi verið nokkur, andlit eðlilegt, fatnaður velktur, framkoma kurteisleg, augu rauð og vot, jafnvægi stöðugt, málfar skýrt og framburður greinargóður. Í blóðsýni því, sem tekið var úr ákærða, reyndist alkóhólmagn í blóði 0,76%0. Ákærði kom fyrir sakadóm hinn 14. desember 1983. Skýrði hann þá svo frá, að hann hefði byrjað að neyta áfengis milli kl. 04 og 05 hinn 6. ágúst 1983. Kvaðst hann þá hafa verið í bifreiðinni R-39861 og ekið henni um götur Ísafjarðarkaupstaðar. Síðar um morguninn hefði hann farið í hús eitt í Hnífsdal, en því næst farið út í bifreiðina og haldið áfram akstri, uns akstri lauk við félagsheimilið í Hnífsdal. Kvaðst ákærði hafa lagt bif- 1312 reiðinni í bifreiðastæði félagsheimilisins og þar hefði lögreglan komið að honum. Ákærði kvaðst hafa drukkið 1-2 glös af brennivínsblöndu, en ekki fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Hann kvaðst hafa verið sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi. Að beiðni ríkissaksóknara voru lögreglumenn þeir, sem höfðu afskipti af ákærða greint sinn, yfirheyrðir nánar um ástand hans og útlit með hlið- sjón af sakargiftum. Tekið skal fram, að hér var um lögreglurannsókn að ræða. Vitnið Magnús Ólafs Hansson kvaðst muna mjög óljóst eftir þessu til- viki, enda hefði það lítil afskipti haft af málinu. Upphaf þessa máls hefði verið, að snemma um morguninn, en þá var vitnið á vakt, hefði maður komið á lögreglustöðina og kvartað undan akstri þessarar bifreiðar. Kvaðst vitnið sérstaklega muna eftir því, að maður sá, sem kom þarna og kvartaði, hefði verið mjög æstur og hann hefði greini- lega verið í geðshræringu. Vitnið kvaðst hvorki muna, hvaða lögreglumað- ur fór að leita að bifreið þessari né vita hvar hann hefði fundið hana, en taldi, að hann! hefði komið einn með ökumanninn á lögreglustöðina. Vitnið kvaðst hvorki muna, hvernig ástandi þessa ökumanns var háttað né heldur eftir framkomu hans á lögreglustöðinni. Vitnið Bragi Beinteinsson yfirlögregluþjónn skýrði svo frá, að tilkynning hefði komið frá lögreglustöðinni um ógætilegan akstur bifreiðar. Þegar það hefði haft upp á ákærða við félagsheimilið í Hnífsdal, hefði ekkert bent til þess, að um ölvun væri að ræða. Þess vegna hefði það látið ákærða aka frá félagsheimilinu að lögreglustöðinni. Það hefði ekki verið fyrr en vitnið var komið með ákærða inn á skrif- stofu sína og búið var að ræða við hann nokkra stund, sem það fann, að áfengisþef lagði frá vitum hans, og þá farið að spyrja hann, hvort hann hefði verið að neyta áfengis, og hefði ákærði þá skýrt frá því, að hann hefði drukkið tvö glös um miðnættið. Loks lét vitnið þess getið, að ekkert hefði verið í fari ákærða, sem bent hefði til þess, að hann hefði verið að neyta áfengis. Ákærða var birt ákæran hinn 18. janúar sl. Hann kvað það rétt vera, að laugardaginn 6. ágúst 1983 hefði hann ekið bifreið sinni, R-39861, um götur Ísafjarðarkaupstaðar undir áfengisáhrifum, þar til akstrinum lauk við félagsheimilið í Hnífsdal, en þar hefði lögreglumaður haft afskipti af honum. Hins vegar hefði hann ekki ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum, heldur sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi. Með afdráttarlausri játningu ákærða, niðurstöðu alkóhólrannsóknar og öðrum gögnum málsins telst sannað, að ákærði hafi gerst sekur um þá hátt- 1313 semi, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali og þar er heimfærð til réttra refsiákvæða. Ð; Sunnudaginn, 25. september 1983, kl. 02:30, kom Magnús Sveinsson, Fjólugötu 9, Vestmannaeyjum, á lögreglustöðina þar í kaupstaðnum þeirra erinda að tilkynna að ekið hefði verið á bifreið hans, V-134, þar sem hún stóð í bifreiðastæði sunnan við Akogeshúsið. Með Magnúsi komu á lög- reglustöðina nokkur ungmenni, þ.á m. Sigurður Friðrik Karlsson, Strembu- götu 25, Vestmannaeyjum, sem upplýsti, að bifreiðinni V-1108 hefði verið ekið á bifreiðina V-134, en henni síðan ekið brott. Fimm mínútum síðar kom Kjartan Örn Sigurbjörnsson, Hólagötu 42, Vestmannaeyjum, á lögreglustöðina og skýrði frá því, að bifreið hans, V-1108, hefði verið tekin í heimildarleysi, þar sem hún hefði staðið í bif- reiðastæði við Akogeshúsið. Hann kvaðst hafa skilið bifreiðina eftir ólæsta og með kveikjuláslykli í kveikjulás. Þrír lögreglumenn fóru að svipast um eftir bifreiðinni, og kl. 03:30 fannst hún á Þrælaeiði. Hafði henni verið ekið upp á steyptan skolprásarbrunn og sat þar á undirvagninum. Kveikjuláslykill var í kveikjulás og undir stýri sat maður, sem svaf ölvunarsvefni. Færðu lögreglumennirnir manninn, ákærða í máli þessu, undan stýri bifreiðarinnar yfir í lögreglubifreið og þaðan á lögreglustöð. Þar aðspurður kannaðist ákærði, sem var ofurölvi, ekki við að hafa verið að aka bifreiðinni V-1108. Kl. 04:05 kom læknir á lögreglustöð og tók blóðsýni úr ákærða, en að svo búnu var hann færður í fangageymslu lögreglunnar. Sjáanlegar skemmdir á bifreiðinni V-1108 voru: Hægri afturaurhlíf, afturhöggvari og pústgrein, allt dældað, steypufar á hlíf (pönnu) undir vél. Ennfremur benti eigandi bifreiðarinnar um morguninn á dæld á fram: höggvara, sem hann kannaðist ekki við. Sjáanlegar skemmdir á bifreiðinni V-134 voru: Vinstri afturaurhlíf og afturhöggvari, hvort tveggja dældað, og vinstra afturljósker brotið. Í skýrslu varðstjóra er útliti og öðrum einkennum ákærða þannig lýst, að áfengisþefur af andardrætti hafi verið sterkur, andlit þrútið, fatnaður velktur, hann hafi verið ósvífinn og kærulaus í framkomu, augu blóð- hlaupin, jafnvægi mjög óstöðugt, málfar þvöglulegt og stamandi og fram- burður ruglingslegur og samhengislaus. Í blóðsýni því, sem tekið var úr ákærða, reyndist magn alkóhóls í blóði 2,47%0. Við lögreglurannsókn málsins kvaðst ákærði muna það eitt um ferðir sínar, að hann hefði verið á dansleik í Samkomuhúsi Vestmannaeyja, en 83 1314 síðan myndi hann ekkert eftir sér, fyrr en hann var staddur við olíugeymana á Eiðinu og verið þar einn síns liðs í bifreið. Vitnið Deirdre Browne skýrði svo frá við lögreglurannsókn málsins, að það hefði farið á dansleik í Samkomuhúsi Vestmannaeyja laugardags- kvöldið 24. september 1983 ásamt ákærða og Brynju og Berglindi, systrum hans. Um kl. 02:30 hefðu þau ákærði, vitnið og Brynja farið út af dans- leiknum og gengið upp Kirkjuveg. Er þau voru komin að Stakagerðistúni handan gatnamóta Hilmisgötu, hefði ákærði lagst þar á túnið og sofnað ölvunarsvefni. Kvaðst vitnið þá hafa farið aftur á dansleikinn, en Brynja hefði aftur á móti farið heim til sín. Vitnið kvað ákærða hafa verið mjög ölvaðan og hefðu þær skilið hann eftir sofandi þarna á túninu. Vitnið kvaðst hafa farið út af dansleiknum laust fyrir kl. 03 og ekki hafa orðið vart við ákærða, eftir að það yfirgaf hann sofandi á túninu. Vitnið Sigurður Friðrik Karlsson skýrði svo frá við lögreglurannsókn málsins, að það hefði verið á gangi á Hilmisgötu ásamt unnustu sinni laust fyrir kl 02:30, umrædda nótt. Hefðu þau gengið austur götuna og ör- skömmu áður en þau komu að bifreiðastæðinu við Akogeshúsið, hefði það séð, hvar brúnni Daihatsubifreið var ekið aftur á bak frá Akogeshúsinu og hafnaði á Volvobifreið, sem stóð gegnt áðurnefndu húsi. Bifreiðinni hefði síðan verið ekið út af stæðinu og upp Kirkjuveg. Vitnið kvaðst ekki hafa getað greint, hver ók bifreiðinni, en séð að einungis einn maður var í henni. Fyrir dómi skýrði ákærði svo frá, að hann hefði byrjað að neyta áfengis milli ki. 20 og 21 hinn 24. september 1983 á heimili sínu. Kvaðst hann hafa drukkið brennivínsblöndu, en hve mikils magns hann neytti þá um kvöldið og nóttina, væri hann ekki viss, en giskaði á að það hefði verið ein flaska. Um kl. 23 kvaðst ákærði hafa farið á dansleik í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja og haldið þar áfram áfengisneyslu. Kvaðst hann hafa verið á dansleiknum, þar til skömmu áður en honum lauk, en þá hefði hann farið upp á Stakagerðistún ásamt Brynju systur sinni og Deirdre, unnustu sinni. Ákærði sagði, að þar hefði svifið mjög á hann og það næsta sem hann myndi væri, að hann hefði vaknað undir stýri bifreiðar á Eiðinu. Hefði hann sofnað fljótlega aftur og næst myndi hann eftir sér á lögreglustöðinni. Ákærði kvaðst hvorki geta játað því né neitað, að hafa ekið bifreiðinni V-1108 frá Akogeshúsinu við Hilmisgötu út á Eiði. Hins vegar hefði hann frétt það síðar að bifreið sú, sem hann var í á áðurnefndum stað, hefði einmitt verið ofannefnd bifreið. Vitnið Deirdre Browne skýrði svo frá fyrir dómi, að það hefði farið á dansleik í Samkomuhúsi Vestmannaeyja ásamt ákærða umrætt kvöld, um 1315 kl. 23:30, en áður hefði ákærði verið búinn að neyta áfengis á heimili þeirra að Hólagötu 27. Þá kvað vitnið ákærða einnig hafa neytt áfengis á dans- leiknum. Um kl. 02 kvaðst vitnið hafa yfirgefið dansleikinn ásamt ákærða og Brynju systur hans, en þá hefði hann vart getað staðið í fæturna sakir ölvunar. Hefðu þau þrjú gengið upp Kirkjuveg og upp á Stakagerðistún, þar sem ákærði hefði fljótlega lognast útaf og sofnað ölvunarsvefni. Vitnið kvaðst þá hafa farið á dansleikinn á ný og verið á honum þar til honum lauk, þ.e.a.s. í 15-20 mínútur. Brynja hefði hins vegar farið heim til sín. Að loknum dansleiknum kvaðst vitnið hafa farið heim til foreldra sinna að Hólagötu 6, en þó ekki gengið upp á Stakagerðistún til að aðgæta, hvort ákærði væri þar ennþá. Vitnið Brynja Helgadóttir skýrði svo frá fyrir dómi, að það hefði neytt áfengis með ákærða og unnustu hans umrætt kvöld, áður en þau fóru á dansleik í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Vitnið kvaðst muna, að þegar líða tók á dansleikinn, hefði ákærði verið orðinn verulega ölvaður. Hefðu þær Deirdre þá tekið þá ákvörðun að fara með ákærða út af dansleiknum og fara með hann heim. Taldi vitnið, að klukkan hefði verið u.þ.b. 01, þegar þau fóru út úr Samkomuhúsinu. Þær hefðu leitt ákærða á milli sín upp á Stakagerðistún nálægt gatnamótum Kirkjuvegar og Hilmisgötu, en þar sem hann hefði verið svo þungur, að þær réðu ekki við hann, hefðu þær látið hann leggjast fyrir á túninu skammt frá áðurnefndum gatnamótum. Þar hefði ákærði sofnað ölvunarsvefni. Þær hefðu reynt að vekja hann, en þegar það gekk ekki, hefðu þær yfirgefið hann. Kvaðst vitnið hafa gengið heim til sín, en Deirdre hefði gengið í áttina að Samkomuhúsi Vest- mannae€yja. Er ákærða var birt ákæran hinn 18. janúar sl., kvað hann í fyrstu hátt- semi sinni rétt lýst í ákæruskjali, en nánar aðspurður kvaðst hann sem fyrr hvorki geta játað því né neitað að hafa verið hér að verki og vísaði til fyrri skýrslna sinna við rannsókn málsins. Eins og rakið hefur verið hér að framan, liggur ekki fyrir afdráttarlaus játning af hálfu ákærða á þeirri háttsemi, sem ákærða er gefin að sök í þessum lið ákærunnar. Þá liggja heldur ekki fyrir vætti vitna um, hver hafi ekið bifreiðinni V-1108 greint sinn. Hið eina, sem ákærði hefur sagt um sakargiftir er, að hann geti hvorki játað því né neitað að hafa ekið bifreið- inni V-1108 aðfaranótt sunnudagsins 25. september 1983. Þegar gögn málsins eru virt í heild, þykir þó verða að telja nægilega sannað, að það hafi verið ákærði, sem ók bifreiðinni V-1108 í umrætt sinn. Erú í þessu sambandi einkum höfð í huga þau atriði, að ákærði var í námunda við Akogeshúsið, er hann sofnaði ölvunarsvefni, og ennfremur að er lögreglan fann bifreiðina á Þrælaeiði, var ákærði sofandi undir stýri 1316 hennar. Þá þykir sá framburður ákærða fyrir dómi við þingfestingu máls- ins, að háttsemi hans væri rétt lýst í ákæru, renna stoðum undir þessa niðurstöðu. Ákærði er sakhæfur. Hann hefur sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1980 í Vestm.eyjum: Uppvís að broti g. 244. gr. hgl. Ákæru frestað skb. 2 ár frá 14/2 1980. 1982 25/3 í Vestm. eyjum: Dómur: 6.900 kr. sekt fr. brot gegn 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr. og 1. mgr. 37. gr. umfl. Sakfelldur f. brot g. 1. mgr. 259. gr. hgl. Ákvörðun um refs- ingu frestað skb. í 2 ár. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í 1 ár frá 30/3 1982. 1983 5/4 í Vestm. eyjum: 8.500 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. og Í. mgr. 27. gr. umfl. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi 1 ár frá 20/4 1983. Við skoðun á ofannefndum dómum kemur í ljós, að brot þau, sem ákærði var þar sakfelldur fyrir, voru framin 4. október 1980 og 6. júní 1982, og var ákærði því innan 18 ára aldurs, er þau voru framin. Ljóst er því, að þau hafa ekki ítrekunaráhrif á brot þau, sem ákærði er hér sak- felldur fyrir. Á hitt er hinsvegar að líta, að með hinum Þremur nytjatöku- brotum, sem hér eru til umfjöllunar, rauf ákærði almennt skilorð 57. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955, sem um getur í dóminum, sem kveðinn var upp hinn 25. mars 1982. Verður ákærða því ákvörðuð refsing í einu lagi fyrir það brot og þau brot, sem hér eru til umfjöllunar, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 22/19585. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Eins og krafist er í ákæruskjali og samkvæmt lagaákvæðum þeim, er þar greinir, ber að svipta ákærða rétti til að öðlast ökuleyfi. Þykir svipt- ingartíminn hæfilega ákveðinn 2 ár frá birtingu dómsins. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, eigandi bifreiðarinnar V-1108, hefur lagt fram sundurliðaða bótakröfu á hendur ákærða. Ákærði hefur mótmælt bótakröfunni sem of hárri. Fjárhæð bótakröfunnar er kr. 22.435 auk vaxta, svo sem lög frekast leyfa (dómvaxta), frá 3. október 1984 til greiðsludags. Kröfunni þykir vera í hóf stillt, en hæsti liður hennar, þ.e. vinna, er áætlaður. Með hliðsjón af því þykir hæfilegt að dæma ákærða til að greiða tjónþola bætur að fjárhæð kr. 20.000 með 19% ársvöxtum frá 3. október 1984 til greiðsludags. 1317 Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Júlíus B. Georgsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Helgi Helgason, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði er sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í 2 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði Kjartani Erni Sigurbjörnssyni, kr. 20.000 í skaða- bætur með 19% ársvöxtum frá 3. október 1984 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 28. nóvember 1985. Nr. 257/1985. Eigandi Skálholts í Biskupstungnahreppi gegn eigendum Hamra í Grímsnesi Kærumál. Frávísun. Dómkvaðning matsmanna. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru, dags. 28. október 1985, sem barst Hæstarétti 21. nóvember 1985. Krefst hann þess „,„að úrskurði aukadómþingsins verði hrundið og framangreind dómkvaðning fari fram.“ Varnaraðili hefur hvorki sent Hæstarétti kröfur né greinargerð. Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 9. október 1985. Hvorki aðiljar né umboðsmenn þeirra voru viðstaddir uppsögu hans. Sam- kvæmt kærubréfi umboðsmanns sóknaraðilja voru málsúrslit úr- skurðarins kunngerð honum símleiðis 11. október 1985, og hann tjáði dómaranum þegar í stað, að hann kærði úrskurðinn til Hæsta- réttar. Endurrit úrskurðarins hafði eigi borist honum, er hann sendi 1318 kærubréfið, sem dagsett er 28. október 1985. Ekki kemur fram í gögnum málsins, hvenær kæran barst héraðsdómara. Umboðsmaður sóknaraðilja fékk samkvæmt framansögðu vitn- eskju um hinn kærða úrskurð 11. október 1985. Kærufrestur samkvæmt 22. gr. laga nr. 75/1973 var því liðinn, er umboðsmaður sóknaraðiljans sendi héraðsdómara kæru sína, en munnleg tilkynn- ing umboðsmannsins til héraðsdómara var ekki fullnægjandi, sbr. 22. og 23. gr. laga nr. 75/1973. Ber því að vísa máli þessu ex officio frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður aukadómþings Árnessýslu 9. október 1985. Með bréfi, dags. 22. júlí 1985, til sýslumannsins í Árnessýslu óskaði Haraldur Blöndal hrl. þess, að dómkvaddir yrðu matsmenn skv. 6. gr. vatnalaga nr. 15., 20. júní 1923 til að ákveða og setja merki milli landar- eigna Skálholts og Hamra, en Brúará skilur lönd þessi. Beiðni þessi var tekin fyrir í aukadómþinginu þ. 12. september sl., og sóttu þá þing matsbeiðandi, Haraldur Blöndal hrl. og Páll A. Pálsson hrl. f.h. eigenda jarðarinnar Hamra í Grímsnesi, og mótmælti hann því, að umbeðin dómkvaðning færi fram. Í landamerkjadómi Árnessýslu er rekið mál á milli eigenda jarðarinnar Hamra í Grímsnesi og eigenda jarðarinnar Skálholts í Biskupstungnahreppi um m.a. landamerki nefndra jarða. Matsbeiðandi, Haraldur Blöndal hrl., fer með landamerkjamálið f.h. eigenda Skálholts og kveður ástæðu matsbeiðni þessarar m.a. vera athuga- semd, er fram kom hjá einum dómara í Hæstarétti, er landamerkjamálið var flutt þar, en með dómi Hæstaréttar þ. 21.10. 1982 var raálinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Þá kveðst lögmaðurinn telja, að ákvæði 6. gr. vatnalaga beri að skilja svo, að rétt sé, að mat skv. þeirri grein liggi fyrir, áður en dómur gangi um mörk nefndra jarða. Af hálfu eigenda Hamra er því haldið fram, að þar sem urarætt landa- merkjamál sé rekið hér fyrir dómi, sé ekki hægt að fá dómkvadda mats- menn til að meta það, sem rétturinn er að fjalla um, sbr. reglur um |litis- pendes áhrif. Þá er bent á, að í nefndu máli liggi fyrir mat dómkvaddra manna á ósamörkum í Brúará og með því sé búið að leysa úr því, hvar mörkin séu milli jarðanna. Þá kveðst hann líta svo á, að ákvæði 6. gr. 1319 vatnalaga eigi ekki við, þegar deila um merki er komin fyrir dómstóla, sbr. 2. mgr. 6. gr. vatnalaga, þar sem gert er ráð fyrir, að matsgerð sé þinglýst, en það verði naumast gert nema enginn ágreiningur sé um mörkin. Svo sem að framan greinir, fer Haraldur Blöndal hrl. með landamerkja- mál Skálholts og Hamra f.h. eiganda Skálholts, en með afsali, dagsettu 21. júlí 1963, afhenti dóms- og kirkjumálaráðherra f.h. ríkissjóðs þjóð- kirkju Íslands jörðina Skálholt ásamt mannvirkjum og lausafé til eignar og umsjónar skv. heimild í lögum nr. 32/1936. Telja verður, að matsbeiðni sé sett fram f.h. eiganda Skálholts, enda þótt það komi ekki skýrlega fram í skriflegum gögnum málsins, en af munnlegum flutningi þ. 12. september sl. þykir ljóst að svo er, enda þótt það væri ekki bókað sérstaklega í þing- bók. 6. gr. vatnalaga hljóðar svo: „1. Rétt þykir að matsmenn ákveði og setji merki milli landareigna, að því leyti sem merki fara eftir ákvæðum 3.-5. gr. 2. Þinglýsa skal matsgerð samkvæmt |. lið og bóka í landamerkjabók sem aðrar landamerkjaheimildir.““ Eins og að framan greinir, er rekið fyrir landamerkjadómi mál um landa- merki jarðanna Skálholts og Hamra. Mál þetta hefur þegar dregist óhæfi- lega lengi og ekki enn komin fram skýr kröfugerð af hálfu varnaraðilja, eiganda Skálholts. Dómkvaðning matsmanna nú er til þess fallin að draga málið enn frekar á langinn, enda verður ekki litið svo á, að það sé skilyrði fyrir því, að dómur gangi um landamerkin, að mat skv. 6. gr. vatnalaga fari fram. Þegar auk þessa litið er til þess, að umrætt landamerkjamál hefur verið til meðferðar fyrir dómstólum frá 21. apríl 1976 og matsbeiðandi því haft ærinn tíma og tækifæri til þess að biðja um mat þetta, þykir gegn eindregnum mótmælum eigenda Hamra gegn dómkvaðningunni verða að synja um hana. Ekki hefur verið gerð krafa um málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan, en upp- saga hans hefur dregist vegna náms- og kynnisferða dómara til Skotlands 28. september til 8. október sl. Úrskurðarorð: Synjað er um dómkvaðningu matsmanna. 1320 Fimmtudaginn 28. nóvember 1985. Nr. 260/1985. Ákæruvaldið gegn Þuríði Sævarsdóttur Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 22. þ.m., sem barst Hæstarétti 25. þ.m., og krafist þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði stytt- ur. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar á úrskurðinum. Varnaraðili hefur verið ákærð fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn 211. gr. varðar 5 ára fangelsi hið minnsta. Samkvæmt því og að öðru leyti með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 22. nóvember 1985. Ár 1985, föstudaginn 22. nóvember, var úrskurður þessi kveðinn upp á dómþingi sakadóms, sem háð var að Borgartúni 7 í Reykjavík, af Ármanni Kristinssyni sakadómara. Með bréfi ríkissaksóknara, dagsettu 18. nóvember 1985, sem dómara máls þessa barst í hendur fyrr í dag, er þess krafist, að ákærðri Þuríði Izzat Sævarsdóttur, fæddri 20. september 1960, til heimilis að Hverfisgötu 86 hér í borg, „verði á grundvelli ákæru og með vísan til 4. og 6. tölul. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974, gert að sæta framlengingu gæsluvarðhalds meðan á dómsmeðferð málsins stendur og allt til dómsuppsögu, þó ekki með úrskurði nú lengur en til föstudagsins 31. janúar 1986, kl. 17.00, en ætla má að dómur í málinu hafi þá verið uppkveðinn.““ Með úrskurðum sakadóms, sem upp voru kveðnir hinn 4. október 1985 og hinn 6. nóvember 1985, var ákærðri gjört að sæta rannsókn á geðheil- 1321 brigði sinni og jafnframt úrskurðuð í gæsluvarðhald, þar til klukkan 17:00 í dag. Samkvæmt ákæru ríkissaksóknara, sem dagsett er hinn 18. nóvember 1985, og dómara máls þessa barst einnig í hendur fyrr í dag ásamt lögreglu- gögnum, er opinbert mál höfðað fyrir Sakadómi Reykjavíkur á hendur ákærðri, „fyrir tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás, með því að hafa, á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 4. október 1985, undir deil- um eða átökum er urðu á milli ákærðu og Sigurðar Stefáns Almarssonar, Karfavogi 33, Reykjavík, sem var gestkomandi hjá ákærðu, stungið Sigurð Stefán með hníf lífshættulega stungu undir vinstra rifjabarð, er gekk á ská upp Í lifur og orsakaði að inn í kviðarhol blæddi á skömmum tíma um 2 lítrum af blóði og blóðlifrum, sem fjarlægja þurfti með skurðaðgerð, er Sigurður Stefán gekkst undir árla sama morguns. Brot ákærðu telst aðallega varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en fil vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 20, 1981.“ Ákærð hefur hjá rannsóknarlögreglu og fyrir dómi borið, að til stimp- inga hafi komið milli hennar og Sigurðar Stefáns Almarssonar greint sinn. Hann hafi tekið hana kverkataki, og er hún hafi losnað með aðstoð ann- arra, hafi hún gripið hníf, sem hún beri ávallt á sér, og lagt til Sigurðar Stefáns. Sigurður Stefán hefur lítið tjáð sig um atvik málsins og ber við minnisleysi. Hann hlaut af þessu alvarlega áverka í kviðarholi og gekkst undir bráða skurðaðgerð. Ákærð hefur mótmælt kröfu ríkissaksóknara um framlengingu gæslu- varðhaldsins. Svo sem ákæru í máli þessu er háttað og að öðru leyti með vísan til atvika málsins, verður ákærðri samkvæmt 4. tl. 67. gr. laga nr. 74, 1974 gert að sæta gæsluvarðhaldi, þar til dómur í máli þessu verður kveðinn upp, en þó eigi lengur en til föstudagsins 31. janúar 1986, klukkan 17:00. Úrskurðarorð: Ákærð, Þuríður Izzat Svævarsdóttir, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp Í málinu, en þó eigi lengur en til föstudags- ins 31. janúar 1986, klukkan 17:00. 1322 Föstudaginn 29. nóvember 1985. Nr. 73/1984. Jón G. Stefánsson f.h. skilanefndar Vængja h/f (Guðjón Styrkársson hrl.) gegn Iscargo h/f (Guðmundur Markússon hrl.) Kaupleigusamningur. Greiðsla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Magnús Thorodd- sen og Gaukur Jörundsson prófessor. Áfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 18. apríl 1984. Hann krefst þess aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 458.771,00 krónur, til vara, að stefnda verði gert að greiða honum 297.651,00 krónur, og til þrautavara 264.350,00 krónur. Í öllum til- vikum krefst áfrýjandi vaxta af kröfufjárhæðum, 36% ársvaxta frá 1. febrúar 1980 til 1. maí 1982, en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og honum tildæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. Ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt kaupleigusamningi þeim, sem í málinu greinir, átti stefndi þess kost að kaupa á leigutímanum flugvélar þær, sem samn- ingurinn tók til. Var kaupverð ákveðið í bandarískum dollurum og átti að greiðast með því, að stefndi tæki að sér greiðslu skulda Vængja h/f, og var fjárhæð þeirra einnig tiltekin í bandaríkjadoll- urum. Auk þess var svo mælt fyrir, að % hlutar greidds leigugjalds kæmu ásamt nánar tilteknum vöxtum til frádráttar við kaupin. Ekki hefur verið sýnt fram á, að ofangreindur leigusamningur hafi aldrei komið til framkvæmda, heldur hafi kaup tekist um flug- vélarnar þegar hinn 30. ágúst 1979. Ber að leggja til grundvallar, að stefndi hari neytt kaupréttar síns á leigutímanum og að kaupin 1323 miðist við 30. nóvember 1979, er áfrýjandi afsalaði stefnda flugvél- unum. Skýra ber samning aðilja svo, að stefndi hafi átt að taka að sér greiðslu umsaminna skulda frá þeim degi og uppgjör að fara fram miðað við gengi bandaríkjadollars þann dag. Aðalkrafa og varakrafa áfrýjanda eru fyrst og fremst á því byggðar, að stefnda beri að greiða dráttarvexti af umsömdu kaup- verði frá 1. september 1979. Vaxtakrafa frá þeim tíma á samkvæmt framansögðu ekki undir neinum kringumstæðum við rök að styðj- ast að því er kaupleigusamninginn varðar, og krafa á þeim grund- velli verður heldur ekki höfð uppi, þar sem kaupverð átti samkvæmt báðum samningum aðilja að greiðast með því, að stefndi tæki að sér greiðslu skulda áfrýjanda. Verða þessar kröfur áfrýjanda því ekki teknar til greina. Þrautavarakrafa áfrýjanda er á því byggð, að kaupleigusamn- ingurinn hafi verið í gildi, uns kaup hafi tekist 30. nóvember 1979. Kröfu á þessum grundvelli var fyrst hreyft af hálfu áfrýjanda við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti. Eru því ekki efni til að sinna henni. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfum áfrýj- anda í máli þessu. Rétt er, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, Iscargo h/f, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Jóns G. Stefánssonar f.h. skilanefndar Vængja h/f, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. febrúar 1984. I. Mál þetta, sem dómtekið var 24. janúar sl., er höfðað af skilanefnd Vængja h.f. á hendur Íscargo h.f. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 425.212,83 með 36% ársvöxtum frá |. janúar 1980 til 1. maí 1982, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar skv. lág- marksgjaldskrá LMFÍ og aukatekjulögum auk annars kostnaðar. 1324 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati réttarins. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. II. Mál þetta var þingfest 6. maí 1982, og skilaði stefndi greinargerð þann 24. júní s.á. Málinu var síðan úthlutað Emil Ágústssyni borgardómara. Fór fram munnlegur málflutningur þann 21. janúar 1983. Emil Ágústsson lét af störfum vegna veikinda |. júlí s.á., og tók undirritaður dómari þá við málinu, en dómur hafði þá ekki verið kveðinn upp. Máli þessu var síðan frestað um nokkurn tíma vegna andláts Jóns E. Ragnarssonar hrl., sem fór upphaflega með málið f.h. stefnanda, þar til annar lögmaður hafði tekið við því. II. Stefnandi styður kröfur sínar þeim rökum, að þann 30. ágúst 1979 hafi stefnandi og stefndi gert með sér tvo samninga. Annars vegar kaupleigu- samning um 3 flugvélar TF-REG, TF-RED og TF-REJ, sem strax hafi orðið að kaupsamningi. Kaupverðið hafi verið $ 620.000,00 og meðfylgjandi varahlutir $ 8.200,00, samtals að höfuðstól á gengi 3. september 1979. Upp- gjörs- og afhendingardagur hafi verið miðaður við 1. desember 1979. Ekkert hafi verið greitt af skuld þessari fyrr en í desember 1979. Þá hafi verið gerður kaupsamningur um húseignir stefnanda á Reykja- víkurflugvelli, öll áhöld og aðstöðu. Kaupverðið hafi verið gkr. 20.000.000 og gjalddagi og afhending miðuð við 1. september 1979. Ekkert hafi heldur verið greitt af skuld þessari eða yfirtekið, fyrr en greiðslur hófust í gegnum Landsbanka Íslands 13. desember 1979. Þetta nemi samtals gkr. 252.752.300 og þá áfallnir vextir gkr. 45.360.000, þannig að skuld stefnda hafi verið þann 13. desember 1979 gkr. 298.112.300. Ágreiningslaust sé, að stefndu hafi greitt vegna viðskiptanna gkr. 248.115.702, sem er niðurstöðutala dskj. nr. 5 skv. sundurliðun merktri „táðstafað““, að frádregnum samtals gkr. 31.500.000 skv. 6. og 7. lið þessarar sundurliðunar. Þá hafi stefndi ennfremur greitt samtals gkr. 10.015.327, sem sundurliðast þannig: skv. dskj. nr. 26.............0000 00. gkr. 2.000.000 — — = 2 — 230.612 — — — 28... '— 1.112.328 — — — 40... — 3.308.300 — — — 40........0.00000 00 — „3.364.087 Samtals gkr. 10.015.327 1325 Um eftirstöðvar skuldarinnar sem nemi kr. 425.212,83, þegar vextir hafi verið niðurreiknaðir af innborgunum skv. dskj. 26, 27, 28, 44 og 46, hafi ekki verið vitað með vissu fyrr en með bréfi Landsbanka Íslands í mars 1982 ásamt fylgiskjali, þar sem m.a. komi fram, að í desemberlok 1979 hafi gkr. 31.500.000 verið varið til greiðslu skuldar stefnda sjálfs eða afhent stefnda, en jafnan hafi verið talið af stefnanda, að þetta fé hefði runnið til greiðslu skulda stefnanda, enda af erlendu láni, sem tekið hafi verið gagngert í því skyni að gera viðskipti aðiljanna upp. Málsástæður stefnanda eru þær, að um sé að ræða innheimtu á vanskila- skuldum, en stefndi hafi ekki gert neina grein fyrir skilum af sinni hálfu þrátt fyrir synjun á greiðslu. Umræddar greiðslur hafi farið fram. og átt að ljúka gegnum Landsbanka Íslands, sem hafi borið fyrir sig samþykkis- skort stefnda um það að gera grein fyrir stöðu þessa uppgjörsmáls og leynt stefnanda því, að stefndi hafi tekið verulegar fjárhæðir til eigin nota af erlendu láni, sem hafi átt að fara til greiðslu krafna á hendur stefnanda, og hafi stefndi á fölskum forsendum fengið afsöl hins selda í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því, að umræddur kaupleigusamningur hafi aldrei getað komið til framkvæmda, þar sem forsendur hafi brostið daginn eftir undirritun hans, eða þann 1. september 1979, þegar öll flugleyfi hafi verið tekin af stefnanda, Vængjum h.f. Þetta hafi vofað yfir og hafi stefnanda verið kunnugt um, að leyfin væru á „síðustu undanþágu““, en þessu hafi stefnandi leynt stefnda við samningsgerðina. Af kaupum flugvélanna hafi því ekki orðið, fyrr en afsöl fyrir þeim voru gefin út þann 30. nóvember 1979. Vaxtakröfu fyrir tímabilið 30. ágúst til 30. nóvember sé því alfarið mót- mælt. Við kaupin á flugvélunum þann 30. nóvember hafi verið lagt til grundvallar sama USD verð, eða $ 618.200,00, þótt annað og hærra gengi væri þá á dollara en þann 30. ágúst 1979. Til greiðslu kaupverðs flugvélanna og andvirðis húsanna hafi stefndi tekið erlent USD lán fyrir milligöngu Landsbanka Íslands, að fjárhæð $ 187.500,00, og skyldi það ganga sem greiðsla á framanrituðu. til stefnanda, en Landsbankinn hins vegar taka fjárhæðina til sín upp í ýmsar skuldir stefnanda við Landsbankann. Hafi orðið einhver vanhöld á því, sé stefnda það óviðkomandi, þar sem stefnandi hafi samþykkt þessa tilhögun. Ennfremur hafi stefndi tekið að sér að greiða aðrar skuldir stefnanda, svo sem skuld við flugmálastjórn o.fl. Þá hafi stefndi selt Arnarflugi h.f. flugvélina TF-REG nr. 243, gerð Twin Otter, og skyldi allt söluverð flug- vélarinnar, USD 430.000,00, greiðast Landsbanka Íslands vegna stefnanda og bankinn taka það sem greiðslu stefnda á kaupverði eignanna, sem getið "sé um á dskj. nr. 3. Arnarflug h.f. hafi samið við Landsbankann um 1326 greiðslukjörin, en andvirðið hafi bankinn ætlað að taka upp í skuldir stefn- anda við bankann. Hafi þetta allt verið gert með samkomulagi málsaðilja, Landsbankans og Arnarflugs h.f. Stefndi telji sig ekki skulda stefnanda neitt vegna viðskipta á dskj. nr. 3 og 4. IV. Samkvæmt málatilbúnaði í stefnu virðist stefnandi gera kröfu til dráttar- vaxta af kaupverði án tillits til þess, hvort stefnda var gert að greiða skuldareiganda, þ.e. Landsbanka Íslands, dráttarvexti. Samkvæmt kaupsamningum á dskj. nr. 3. og 4 tók stefndi að sér að greiða af skuldum stefnanda ákveðna fjárhæð, og verður að túlka samning- inn á þann veg, að stefndi bæri ábyrgð á vanskilum á þeim skuldbinding- um, sem hann yfirtók, gagnvart skuldareiganda. Hins vegar verður ekki fallist á það með stefnanda, að stefnda hafi jafnframt borið að greiða honum, þ.e. stefnanda, dráttarvexti af sömu fjárhæðum. Við munnlegan málflutning byggði stefnandi dráttarvaxtakröfu sína ennfremur á því, að í þeim fjárhæðum, sem stefndi greiddi vegna yfirtek- inna lána, væru innifaldir dráttarvextir vegna vanskila, sem stefndi bæri ábyrgð á, en sem væru látnir koma til frádráttar kaupverði. Stefnandi hefur ekki fært sönnur að þessari fullyrðingu, og var henni mótmælt af hálfu stefnda sem rangri og ósannaðri. Stefnandi hélt því fram, að stefndi bæri sönnunarbyrðina um þetta atriði, þar sem honum hefði borið að leggja fram greiðslukvittanir, sem gætu upplýst málið. Á það verður ekki fallist þegar af þeim sökum, að stefnandi hefur ekki þrátt fyrir áskoranir lagt fram sundurliðað yfirlit yfir þær skuldir, sem stefndi yfirtók samkvæmt samningunum, fjárhæðir þeirra, tegund og gjald- daga. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda nam kaupverð hins selda samtals kr. 2.521.523,00. Ágreiningslaust er, að stefndi hefur greitt vegna kaupanna samtals kr. 2.581,310,29. Samkvæmt framangreindu hefur stefndi greitt að fullu skuld sína við stefnanda miðað við kröfugerð hans, og ber því að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir úrslitum þessa máls ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 15.000,00. Sigríður Ólafsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt með- dómsmönnunum Garðari Valdimarssyni skattrannsóknarstjóra og Atla Haukssyni, löggiltum endurskoðanda. 1327 Dómsorð: Stefndi, Íscargo h.f., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, skilanefndar Vængja h.f., í máli þessu. Stefnandi, skilanefnd Vængja h.f., greiði stefnda, Íscargo h.f., kr. 15.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagrði aðför að lögum. Föstudaginn 29. nóvember 1985. Nr. 105/1984. lIscargo h/f (Þorsteinn Júlíusson hrl.) gegn skilanefnd Vængja h/f (Guðjón Styrkársson hrl.) Aðild. Kaupsamningur. Hlutabréf. Kvörtun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Magnús Thorodd- sen og Gaukur Jörundsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 28. maí 1984. Dómkröfur hans eru þær, að hann verði sýknaður og stefnda gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Fallast ber á þá úrlausn héraðsdómara, að Guðjón Styrkársson hafi haft umboð eigenda þeirra hlutabréfa, er mál þetta snýst um, til þess að framselja bréfin og ráðstafa kröfum þeirra vegna kaup- anna til Vængja h/f. Áfrýjandi verður því eigi sýknaður vegna aðildarskorts. Þá telst það sannað, að hluthafar og hlutafélagið hafi fallið frá forkaupsrétti sínum til bréfanna og enn fremur að áfrýj- anda hafi verið boðin afhending þeirra. 1328 Gegn andmælum af hálfu stefnda telst það ósannað, að áfrýjandi hafi í tæka tíð haft uppi kröfu um riftun á samningnum frá 28. ágúst 1979 um kaup á hlutabréfum í Vængjum h/f. Ekki er heldur í ljós leitt, að ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eigi hér við. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, þykir rétt að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Eftir þessum málalokum verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst 55.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Iscargo h/f, greiði stefnda, skilanefnd Vængja h/f, 55.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. mars 1983. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hafa Vængir h.f., Reykjavík, höfðað fyrir dóminum á bæjarþingi 26. mars 1981 á hendur Íscargo h.f., Reykja- vík, til greiðslu andvirðis hlutabréfa í Vængjum h.f. skv. kaupsamningi, dags. 28. ágúst 1979, og viðbótarsamkomulagi, dags. 30. ágúst 1979. 1.0 Í lok ágústmánaðar 1979 ráðstafaði stefnandi til stefnda þrem flugvélum sínum með kaupleigusamningi og öllum eignum sínum á Reykjavíkurflug- velli með kaupsamningi. Samhliða þessum samningum var gerður samn- ingur milli 8 hlutahafa í Vængjum h.f. og Iscargo h.f. um kaup hins síðar- nefnda á ríflegum meirihluta hlutafjár í félaginu, samtals að nafnverði 5.829.000 gkr. fyrir 27.000.000 gkr., er greiða skyldi í þrennu lagi fyrir 1. janúar 1980. Samkvæmt samningnum skuldbundu seljendur sig til þess að hafa gengið úr skugga um, hvort aðrir hluthafar í Vængjum h.f. vildu neyta forkaupsréttar síns, áður en fyrsta greiðsla færi fram, en við það tækifæri skyldu öll hlutabréfin afhent og framseld stefnda gegn tryggingu fyrir greiðslu eftirstöðva. Lögð hefur verið fram í málinu yfirlýsing stefnda, dags. 30. ágúst 1979, um að andvirði hlutabréfanna verði varið til greiðslu á viðskiptaskuld 1329 Ferðamiðstöðvarinnar h.f. við Vængi h.f. fyrir áramót 1979/1980. Stefndu hafa ekki greitt andvirði hlutabréfanna, og þeir hafa ekki fengið þau afhent. Þann 16. júlí 1980 tilkynnti lögmaður stefnanda stefnda, að hann hefði ásamt Jóni Gunnari Stefánssyni verið kosinn í skilanefnd til undirbúnings slita á félaginu þann 25. júní 1980. Þessu bréfi svaraði stefndi hinn 20. ágúst 1980 á þá leið að Iscargo h.f. hefði ekki keypt nein hlutabréf í Vængjum h.f. 2.0 Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 383.332,00 með dómvöxtum frá 1. apríl 1981 af kr. 270.000 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt lágmarksgjald- skrá Lögmannafélags Íslands og áukatekjulögum og útlagðan kostnað skv. reikningum. Sérstaklega krefst hann þess, að beitt verði ákvæðum 3. mgr. 177. gr., sbr. 182 gr. laga nr. 85/1936, hvernig sem málið fer. Af stefnda hálfu er aðallega krafist sýknu, en til vara sýknu að svo stöddu og til þrautavara, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda stefnufjárhæðina eða aðra lægri fjárhæð gegn afhendingu hlutabréfanna með áritun um höfnun forkaupsréttar. Loks er krafist málskostnaðar að mati dómsins, hvernig sem málið fer. Við upphaf málsins komu fram eftirtaldar málsástæður af hálfu stefnda: Að stefnandi sé ekki réttur aðili máls þessa, þar sem hann hafi ekki verið aðili að kaupsamningnum og ekki orðið aðili að honum síðar. Þá er því haldið fram, að öðrum hluthöfum hefði ekki verið boðinn forkaupsréttur og stefnda aldrei verið boðin afhending hlutabréfanna eða skorað á þá að taka við bréfunum gegn greiðslu kaupverðsins. Því er haldið fram, að það hafi verið ákvörðunarástæða og forsenda af hálfu stefnda, að hlutafélagið Vængir stæði fjárhagslega ekki verr en tölvuútskrift af bókhaldi félagsins, sem kaupendum var afhent við samningsgerð, sýndi. Því hefur hér verið „haldið fram, að gífurlegar aðrar og meiri skuldir hafi komið í ljós og að þar með hafi forsendur verið brostnar fyrir kaupunum. Staðhæft er, að framkvæmdastjóri stefnda hafi tilkynnt fyrirsvarsmanni eigenda hlutabréf- anna, að forsendur kaupanna væru brostnar. Varakrafan er studd þeim rökum, að stefnandi hafi ekki verið reiðubúinn til að afhenda hlutabréfin á gjalddaga. Í greinargerð stefnda er því hreyft, að stefnukröfur séu ekki dómtækar, vegna þess að krafist sé söluandvirðis hlutabréfa, án þess að gagngreiðsla sé boðin fram. Þá er kröfum stefnanda mótmælt sem allt of háum, enda geti stefnufjárhæð málsins ekki verið hærri en höfuðstóll skuldarinnar. Stefndi áskildi sér í greinargerð sinni allan rétt til að koma fram með fleiri málsástæður síðar. 84 1330 Af hálfu stefnanda hefur öllum kröfum og málsástæðum stefnda verið mótmælt. Í fyrsta þinghaldi eftir framlagningu greinargerðar stefnda var því lýst yfir af hálfu stefnanda, að hlutabréfin væru, hefðu verið og mundu verða tilbúin til afhendingar. 3.0 3.1 Af hálfu stefnanda hefur verið lagt fram svohljóðandi vottorð eigenda hlutabréfanna, dags. 25. janúar 1982: „Við undirrituð, sem með kaupsamningi, dags. 28. ágúst 1979, seldum Íscargo h.f. hlutabréf okkar í Vængjum h.f., veittum Guðjóni Styrkárssyni, hrl., fullt umboð til þess að selja bréfin, svo og framselja þau Iscargo h.f., einnig til þess að fram- selja Vængjum h.f. kröfur okkar samkvæmt samningnum.““ Vottorð þetta er undirritað f.h. tveggja hluthafa af Guðjóni Styrkárssyni skv. umboði. Báðir þessir hluthafar hafa komið fyrir dóminn og staðfest umboðið. Annar þessara manna, Friðjón Sæmundsson, hefur gefið tvö utanréttar- vottorð, sem lögð hafa verið fram í málinu, annað dags. 18.6. 1980, um að hann hafi engum heimilað sölu hlutabréfa sinn og hitt, ódagsett, um að Guðjón Styrkársson hafi haft rétt til að selja og framselja hlutabréf sín. Við yfirheyrslu fyrir dóminum kom fram, að þetta vitni hafði á sínum tíma viljað binda áritun framsals á hlutabréf sín skilyrði um greiðslu skuldar Ferðamiðstöðvarinnar h.f. til sín. Af hálfu stefnanda hefur verið lýst yfir, að félagið hafi haft leyfi viðkom- andi ráðuneytis til að eiga meira en 10% hlutafjár, sbr. 28. gr. laga nr. 71/1921 og nú 46. gr. laga nr. 32/1978. Að svo vöxnu máli þykir bera að hrinda þeirri málsástæðu stefnda, sem byggð er á umboðsskorti og aðildarskorti. 3.2 Stefnandi hefur lagt fram ljósrit af bréfi til hluthafa, þar sem for- kaupsréttur er boðinn fram með áritun hluthafans Jónasar Sigurðssonar um móttöku, svo og vottorð póstþjónustunnar um móttöku bréfa í ábyrgðarpósti 19. nóvember 1979 til hluthafa. Af hálfu stefnanda er stað- hæft, að bréf, samhljóða því bréfi, sem sent var Jónasi Sigurðssyni, hafi verið send öllum hluthöfum í ábyrgðarpósti, eins og greinir í vottorðinu. Að svo vöxnu máli þykir verða að leggja til grundvallar, að hluthöfum hafi verið boðinn forkaupsréttur með þessum hætti. Við munnlegan flutning málsins 7. desember 1982 kom fram sú máls- ástæða af hálfu stefnda, að stefnanda hefði ekki verið boðinn forkaups- réttur, sem honum hafi borið skv. samþykktum hlutafélagsins. Af hálfu stefnanda hefur verið lýst yfir, að félagið hafi fallið frá forkaupsrétti. Að svo vöxnu máli þykir bera að hrinda þeim málsástæðum stefnda, sem byggjast á því, að forkaupsréttur hafi ekki verið löglega boðinn. 1331 Samkvæmt gögnum málsins þykir bera að miða við, að efndir samnings- ins á umsömdum tíma hafi farist fyrir vegna viljaleysis stefnda, en ekki sökum þess, að stefnandi hafi verið ófær um að gera þær ráðstafanir, sem þurfti til efnda af hans hálfu. 3.3 Af hálfu stefnda er því ekki haldið fram, að gefnar hafi verið vísvit- andi rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækisins við samningsgerð. Af hálfu stefnanda er því andmælt, að það hafi á nokkurn hátt verið for- senda við kaup á hlutabréfum í félaginu, að skuldir félagsins væru ekki meiri en upplýsingar lágu fyrir um við samningsgerð. Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður, sem kom fram f.h. Vængja h.f. við samningsgerðina, hefur þó skýrt frá því, að talað hafi verið um, að skuldir mættu fara fram yfir þá fjárhæð, sem greind er á fyrirliggjandi skuldalista um 5.000.000 gkr. Hann hefur lýst því yfir fyrir dóminum, að hann sé reiðubúinn til að greiða persónulega þá fjárhæð, sem yrði umfram kröfu skv. uppruna- legum lista, ef félagið reyndist ekki eiga eignir til þess. Af hálfu stefnanda hefur við málflutning verið lögð áhersla á það, að samningarnir þrír hafi í reynd verið einn heildarsamingur um sölu Vængja h.f. til Iscargo h.f. fyrir ákveðið verð og að ekki geti verið um það að ræða að rifta einhliða einum þessara samninga. Auk þess er því haldið fram, að formleg riftun hafi aldrei átt sér stað. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að Kristinn Finnbogason, stjórnarformaður Iscargo h.f., hafi riftað samningnum munnlega. Um þetta atriði hafa ekki komið fram glöggar skýrslur, og þykir ekki fært að byggja dóm á því, að ekki hafi verið riftað eða of seint. Við samningagerðina lá frammi listi yfir skuldir Vængja h.f., samtals að fjárhæð 55.146.366 gkr. Auk þess lá fyrir yfirlit yfir skuldir félagsins við Landsbanka Íslands, en það hefur ekki verið lagt fram í málinu. Samkvæmt kaupsamningnum og kaupleigusamningnum var gert ráð fyrir, að Iscargo h.f. yfirtæki skuldina í Landsbankanum. Samkvæmt yfirliti yfir eignir og skuldir Vængja h.f., sem mun hafa verið samið í sambandi við skattframtal á árinu 1979, var skuldin við Landsbankann 205.266.000 gkr., og þessi fjárhæð er einnig talin á viðskiptareikningi Iscargo h.f. hjá Vængjum h.f. fyrir árið 1979, sem lagður hefur verið fram í málinu. Samkvæmt reikningsyfirliti stefnda voru skuldir í Landsbanka Íslands og veðskuldir á flugvélum 205-210.000.000 gkr. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að fjárhæð þessi hafi verið 205.266.000 gkr. 10.575.000 gkr., eða alls 217.266.000 gkr., allt veðskuldir. Stefndi telur sig hafa greitt Landsbankanum 248.115.702 gkr. auk ýmissa greiðslna, m.a. veðskuldir fasteigna 10.000.000 gkr. Af hálfu stefnanda er gerð sú athugasemd, að hluti greiðslunnar til Landsbankans séu dráttarvextir 4% á mánuði frá 1.9. til 31.12. 1979, samtals 40.480.000 gkr., en að greiðsla hafi ekki verið innt 1332 af hendi fyrr en í desember 1979 og janúar 1980. Varðandi 10.000.000 kr. greiðsluna hefur verið gerð svofelld athugasemd af hálfu stefnanda: „Ýmsar greiðslur, t.d. áhvílandi á húsum voru einnig í Landsbanka. Getur því verið um tvítalningu að ræða, en Iscargo hefur ekki lagt fram gögn um þessar greiðslur, ....““ Guðjón Styrkársson hefur gert þá grein fyrir þeim kr. 10.575.000, sem félagið skuldaði í Landsbankanum, að Árni Guðjónsson hrl., stjórnarfor- maður Íscargo, hafi verið með þessa skuld til innheimtu og fengið hana greidda í Landsbankanum; skuldin hafi verið með veði í eign Vængja h.f. en gleymst þegar Landbankinn gerði lista þann um skuldir félagsins í bankanum, sem hafður var til hliðsjónar við samningsgerð, eigi að síður hafi stefnda verið fullkunnugt um kröfuna og ráð verið gert fyrir því, að stefndi yfirtæki hana sem veðskuld. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að skuldir Vængja, sem taldar áttu að vera í yfirlitinu, sem lá frammi við samningsgerðina, hafi reynst skv. kröfulýsingum 64.756.292 gkr. Af hálfu stefnanda er í fyrsta lagi bent á það, að skuldaskráin, sem lá frammi, hafi borið yfirskriftina „Helstu viðskiptaskuldir pr. 30.08. “79““ og hafi verið listi um helstu lausaskuldir félagsins skv. bókhaldi þess og bestu vitund bókhaldarans og að kaupandi hafi haft fullan aðgang að bók- haldsgögnum félagsins svo og að skv. umtali við samningsgerðina hafi þessar skuldir mátt vera allt að 60.146.366 gkr. eða þar um bil. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að lýstar kröfur hafi numið 66.894.916 gkr., þar af 1.787.000 gkr. þóknun til lögmanns stefnanda, sem hafi orðið til eftir samningsgerð vegna vanefnda stefnda og eigi því að dragast frá. Þá telur hann kröfur um vexti og kostnað, sem fallið hafi á eftir samningsgerð, einnig eiga að dragast frá, a.m.k. að fjárhæð 2.000.000 gkr., enda stafi þær af vanefndum stefnanda (sic). Því er haldið fram, að við samningsgerð hafi engin ógreidd opinber gjöld verið gjaldfallin, hins vegar hafi verið lagt á fyrirtækið síðar eins og hér greinir: 26.11. 1979 viðbót það ár vegna rekstrar 1978 gkr. 5.854.200 30.8. 1980 álagning kr. 10.565.800 10.9. 1981 álagning — 16.086.200 14.4. 1982 lækkun — 20.150.000 a 6.502.100 26.9. 1981 álagning a 476.000 Alls gkr. 12.832.300 Um þessar álagningar hafi aðiljum ekki verið kunnugt þegar samið var, en hins vegar hafi öllum verið ljóst, að lögð yrðu á fyrirtækið opinber gjöld 1333 vegna rekstursins 1979; ættu þessi gjöld því í rauninni að dragast frá lýstum kröfum til að vera sambærileg við skuldalistann frá því í ágúst 1979. Þegar skuldalistinn hafi verið leiðréttur skv. þessum upplýsingum, verði lýstar kröfur 50.275.516 gkr., sem telja megi sambærilegar tölur við yfirlitið, sem lá frammi við samningsgerðina. Þá er bent á það af hálfu stefnanda, að hlutabréf í Ferðamiðstöðinni h.f., sem Vængir h.f. áttu, hafi verið talin að verðmæti við samningagerðina á nafnverði kr. 1.950.000, en verið seld á fimmföldu nafnverði á árinu 1982, þannig að hagur félagsins hafi reynst betri að þessu leyti um sem svaraði 7.750.000 gkr. Að endingu er bent á það af hálfu stefnanda, að jafnvel þótt öll opinber gjöld séu reiknuð með, verði niðurstöðutalan 5$5.357.916 gkr., þegar dregnir hafi verið frá kostn- aðarliðir, sem stafi af vanskilum stefnda, þ.e. þóknun til lögmanns og áfallnir vextir og kostnaður, alls 3.787.000 gkr., og tekið tillit til bættrar eignastöðu, sem svari hagnaði af sölu hlutabréfa, 7.750.000 gkr. Komið hefur fram, að Guðjón Styrkársson hefur greitt nokkuð af skuldum Vængja. Hann telur sig að vísu hafa leyst til sín þessar kröfur og eiga rétt til endurgreiðslu frá Vængjum h.f., en þó einungis að því marki, að stefndi þurfi ekki að sætta sig við, að skuldir félagsins reynist meiri en gert var ráð fyrir við samningsgerðina. Þá hefur komið fram, að félagið hefur greitt kröfu Póstgíróstofunnar, 536.070 gkr., með fé, sem fékkst fyrir andvirði hlutabréfa í Ferðamiðstöð- inni h.f. Stefnandi hefur bent á, að kröfur sjóða verkalýðshreyfingarinnar vegna starfsmanna Vængja h.f. séu áætlunartölur, sem sáralítil rök séu fyrir, og loks hefur komið fram af hálfu skilanefndarinnar, að hún telur vissar kröfur ekki eiga rétt á sér og hefur mótmælt þeim. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður að.telja, að stefnda hafi ekki tekist að sanna, að forsenda hans fyrir samningagerð varðandi skuldastöðu Vængja hafi reynst röng eða brostið, þannig að hann eigi að vera laus undan skuldbindingum sínum skv. samningnum. 3.4 Á dómþingi 1. júní 1982 var því lýst yfir af hálfu stefnda, að kaupum hefði verið rift vegna brostinna forsendna, sem fólgnar hefðu verið í verri fjárhagsstöðu fyrirtækisins, svo og vegna þess, að ekki hefði verið upplýst við samningsgerð af hálfu forsvarsmanna stefnanda, að öll flug- rekstrarleyfi stefnanda hefðu verið afturkölluð og væru á síðustu undan- þágu og útrunnin á sama tíma og kaupin fóru fram. Þessi málsástæða kom fram, þegar munnleg sönnunarfærsla og munnlegur málflutningur átti að fara fram, en málinu var frestað að kröfu stefnanda með úrskurði til 1. september 1982. Þegar aðalmeðferð málsins skyldi hefjast eftir frestinn þann 1. september, hugðist stefndi leggja fram 20 dómskjöl til stuðnings nefndri málsástæðu auk $ annarra skjala. Að kröfu stefnanda var kröfu stefnda um framlagningu skjalanna synjað með úrskurði dómsins, en 1334 málinu frestað um ótiltekinn tíma til aðalmeðferðar, eftir að úrskurðurinn hafði verið kærður til Hæstaréttar. Úrskurðurinn var felldur úr gildi með dómi Hæstaréttar 21. október 1982 og sóknaraðilja heimilað að leggja fram skjölin. Þau voru síðan lögð fram á dómþingi 18. nóvember 1982, en þá var ítrekuð sú afstaða af hálfu stefnanda, að hann teldi nefnda málsástæðu of seint fram komna. Samkvæmt auglýsingu samgönguráðuneytisins, dags. 15. janúar 1974 og birtri í B deild Stjórnartíðinda 28. febrúar 1974, var stefnanda veitt sérleyfi til áætlunarflugs og leyfi til reglubundins áætlunarflugs án einkaréttar á tilteknum flugleiðum frá 21. desember 1973 til 5. desember 1978 (Stjórnar- tíðindi, B deild 1974 nr. 17). Þann 30. desember 1977 var stefnanda veitt leyfi til flugreksturs til 31. desember 1978. Þann 4. janúar 1979 samþykkti flugráð að mæla með því, að leyfi Vængja h.f. til loftferðastarfsemi yrði aðeins veitt frá degi til dags til bráðabirgða, þangað til rekstri félagsins yrði komið í viðunandi horf að mati loftferðaeftirlitsins, og þann 10. apríl 1979 var samþykkt á fundi flugráðs, að það treysti sér ekki til að mæla með því, að Vængir héldu leyfi til loftferðastarfsemi eftir 1. september 1979. Þann 28. ágúst 1979 birtist frétt á forsíðu dagblaðsins Vísis með fyrir- sögninni „Flugfélagið Vængir hefur ekki haft flugrekstrarleyfi allt þetta ár.““ Í greininni kemur fram, að rekstur félagsins hefði verið undir eftirliti loftferðaeftirlitsins dag frá degi og að flugráð hefði samþykkt að mæla ekki með því, að félagið fengi leyfi eftir 1. september vegna skorts á viðhalds- aðstöðu og vegna þess, að varahlutalager væri ábótavant, auk þess sem enginn flugrekstrarstjóri væri hjá félaginu, sem uppfyllti settar kröfur. Haft var eftir flugmálastjóra, að hann gæti ekki sagt um, hvort flugráð mundi mæla með flugrekstrarleyfi eftir 1. september. Í greininni var haft eftir flug- rekstrarstjóra félagsins, að hann teldi, að félagið hefði öll tilskilin leyfi. Samkvæmt yfirlýsingum aðilja og framlögðum gögnum voru samningar þeirra gerðir 30. ágúst 1979. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að forráðamönnum og samninga- mönnum stefnda hafi verið fullkunnugt um, hvernig komið var með flug- rekstrarleyfi félagsins, og Guðjón Styrkársson kveðst hafa skýrt Kristni Finnbogasyni ýtarlega frá þessum málum um vorið 1979. Í dagblaðinu Vísi 31. ágúst 1979 var haft eftir Árna Guðjónssyni hrl., stjórnarformanni Iscargo h.f., að flugvélarnar, sem lscargo hefði tekið á kaupleigu frá Vængjum, yrðu áfram reknar undir nafni Vængja og að flogið yrði á flug- leiðum félagsins, forráðamenn lIscargo teldu, að þeir myndu reka fyrir- tækið með slíkum myndarbrag að leyfin yrðu í lagi. Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Íscargo, segir í aðiljaskýrslu sinni, að ekki hafi komið í ljós fyrr en nokkrum dögum eftir samningsgerðina, að áætlunarflugleyfi 1335 hefði verið tekið af Vængjum, en hann kannaðist við, að Íscargomönnum hefði verið kunnugt um, að viðgerðarþjónusta á flugvélum Vængja hefði ekki þótt næg og að flugmálastjórn hefði samþykkt, að Iscargo annaðist þá þjónustu. Kristinn sagðist ekki vilja ætla forráðamönnum Vængja það, að þeir hafi vitað, að félagið myndi ekki halda áfram rekstri: „Við vorum sjálfsagt báðir undir sama þaki með það, að við höfum ekki gert okkur neina grein fyrir því að þetta leyfi ...““ Lárus Gunnarsson flugvirki, stjórnarmaður í Íscargo segir, að sér hafi verið kunnugt um, að flug- rekstrarleyfin væru eitthvað ekki alveg á hreinu, en skilist, að það væri vegna þess, að vantaði forstöðumann fyrir viðhaldsdeild o.fl. Greinin í Vísi frá 28. ágúst 1979 var borin undir Árna Guðjónsson. Hann kvaðst annað hvort ekki hafa séð þetta blað eða tekið þetta sem hverja aðra æsifregn. Samkvæmt 4. mgr. 110. gr. laga nr. 85/1936, sbr. lög nr. 28/1981, skulu málsástæður jafnan koma fram jafn skjótt og tilefni verður til. Annars kostar má ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina, nema gagnaðili samþykki eða aðili virðist hafa þurft leiðbeiningar dómara, en ekki fengið þær. Eftir atvikum málsins virðist nefnd málsástæða hafa átt að koma fram í greinar- gerð stefnda skv. 106. gr. nefndra laga, sbr. 105. gr. Ekki þykir verða fallist á það með stefnda, að málsástæðu þessa megi lesa út úr þeim staðhæfing- um um málsatvik, sem fram koma í greinargerð hans. Telja verður, að ástæða þessi hafi verið allt of seint fram komin, eftir að öflun sýnilegra sönnunargagna hafði verið lýst lokið og munnleg sönnunarfærsla og mál- flutningur skyldu hefjast þann 1. júní 1982, en jafnvel þótt málsástæða þessi hefði komi fyrr fram, virðast upplýsingar þær, sem fram hafa komið í málinu, ekki benda til, að málsástæða þessi hefði getað breytt niðurstöðu dómsins. 4.0 Samkvæmt því, sem að framan hefur verið rakið, þykir bera að fella dóm í málinu á grundvelli meginmálsástæðu stefnanda, og verða kröfur hans teknar til greina, eins og hér segir: Stefndi greiði stefnanda kr. 270.000,00 með 3190 ársvöxtum frá Í. janúar 1980 til 1. júní 1980, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. apríl 1981, með 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvem- ber 1982, en með 47% ársvöxtum frá þeim degi til 22. mars 1983, en með hæstu innlánsvöxtum, eins og þeir verði ákveðnir á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 45.000,00. Allar greiðslur fari fram gegn afhendingu hinna seldu hlutabréfa með áritun hluthafa um framsal í réttri framsalsröð til stefnda. Hinir upphaflegu hluthafar og nafnverð hlutabréfanna eru sem hér segir: 1336 Guðjón Styrkársson, kr. 22.780,00 Ágústa Einarsdóttir, “14.000,00 Einar Guðjónsson, “CCC,1.000,00 Ferðamiðstöðin h.f., “9.,510,00 Friðjón Sæmundsson, “CC 2.000,00 Jón Einar Jakobsson, “E,3.000,00 Örn Erlendsson, “ C5.000,00 Gísli Maack, “CC1.000,00 Af hálfu stefnanda hafa komið fram andmæli gegn því, að félagið verði skyldað til að afla áritunar forkaupsréttarhafa á hlutabréfin, en stefnandi er reiðubúinn að gefa sérstaka yfirlýsingu um höfnun forkaupsréttar félags- ins. Ekki virðist vera að finna í hlutafélagalögum eða í almennum reglum um framsal viðskiptabréfa, sbr. 23. gr. laga nr. 32/1978, fyrirmæli, sem eigi að leiða til þess, að fallast verði á kröfu stefnanda um áritun á bréfin sjálf um höfnun forkaupsréttar, og verður þessum lið í þrautavarakröfu hans því hafnað. 5.0 Frá upphafi hefur það verið meginmálsástæða stefnanda (sic), að for- sendur væru brostnar, vegna þess að skuldir Vængja hefðu reynst meiri en gert var ráð fyrir við samningsgerð. Í greinargerð stefnda segir, að gífur- legar aðrar og meiri skuldir Vængja h.f. hafi brátt komið í ljós og leitt til þess, að framkvæmdastjóri stefnda hafi tilkynnt fyrirsvarsmanni eiganda hlutabréfanna, að forsendur kaupanna væru brostnar. Hins vegar var engin grein gerð fyrir því tölulega, á hverju þessi staðhæfing var byggð, fyrr en á dómþingi 1. september 1982, en eins og áður segir, hafði öflun skriflegra sönnunargagna verið lýst lokið og munnleg málsmeðferð verið ákveðin þann 1. júní 1982, en málinu frestað vegna forfalla Kristins Finnbogasonar til 1. september. Alls hefur verið þingað 15 sinnum í málinu. Í næsta þinghaldi, eftir að stefndi skilaði greinargerð, eða þann 22. júní 1981, var málinu frestað til gagnaöflunar og munnlegs flutnings um ótiltekinn tíma, og kom þá ekki annað fram af hálfu aðilja en að öflun skjala í málinu væri lokið, en síðan hafa verið lögð fram 50 skjöl. Dómarinn boðaði umboðsmenn aðilja á dómþing 25. nóvember 1981, en þá boðaði umboðsmaður stefnda fram- lagningu gagnstefnu, og var málinu þá frestað í því skyni til 3. desember 1981, en þá var málinu enn frestað í sama skyni til 11. janúar 1982. Á því dómþingi kom þó ekki annað fram af hálfu stefnda en viðbót við kröfu- gerð. Á dómbþingi 26. janúar 1982 voru lögð fram 9 skjöl af hálfu stefnanda. 1337 Lögmaður stefnanda tilkynnti þá, að hann hefði veikindaforföll fram. í miðjan mars s.á., og var málinu því frestað til 25. mars 1982. Þá var málinu frestað til aðalflutnings til 1. júní 1982 og miðað við, að öflun sýnilegra sönnunargagna væri lokið, en við upphaf þinghalds 1. júní 1982 voru enn lögð fram 6 skjöl af hálfu stefnanda og 1 skjal af hálfu stefnda. Málinu var síðan frestað, eins og að framan greinir, til:1. september 1982 til munn- legrar sönnunarfærslu og flutnings, en þá komu fram mótmæli gegn dskj. 20, 24, 25, 26 og 27 sem óstaðfestum af hálfu stefnda. Af hálfu stefnanda var þá lýst yfir, að hann teldi mótmælin of seint fram komin, og lögmaður stefnanda kvaðst ekki hafa boðað vitni til staðfestingar vegna skorts á mót- mælum. Í dómi Hæstaréttar 21. október 1982 segir svo orðrétt: „„Á það má fallast með varnarðailja, að sóknaraðili hafi verið úr hófi svifaseinn að afla og leggja fram skjöl þau, er kærumálið snýst um, sbr. vottorð samgönguráðu- neytisins. Verður að víta þennan drátt umboðsmannsins.““ Á dómþingi 18. nóvember 1982 voru lögð fram skjöl af hálfu stefnda skv. dómi Hæstaréttar. Umboðsmaður stefnda kvaðst þá reiðubúinn til að leggja fram endurrit úr fundargerðabók Vængja h.f., en umboðsmaður stefnanda mótmælti því, að lögð yrðu fram skjöl fram yfir það, sem heimilað væri í dómi Hæstaréttar. Að svo búnu var öflun sýnilegra sönnunargagna lýst lokið, en þegar munnleg sönnunarfærsla skyldi fara fram þann 6. desember 1982, voru enn lögð fram 4 skjöl af hálfu stefnanda og 2 skjöl af hálfu stefnda. Þessir hættir, sem nú hefur verið lýst á skjalaöflun aðilja, hafa mjög torveldað meðferð málsins. Telja verður það meginreglu réttarfars í einka- málum, að öll tiltæk skjöl, sem aðiljar hyggjast nota til sönnunar, séu lögð fram í upphafi máls, sbr. 105. og 106. gr. laga nr. 85/1936, sbr. nú lög nr. 28/1981, sbr. 1. og 3. mgr. 110. gr. sömu laga. Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. ber aðiljum að hafa lokið öflun sýnilegra sönnunargagna áður en munnleg sönnunarfærsla og munnlegur flutningur hefjast. Ekki verður séð annað en að aðiljum hefði verið fært að færa fram öll þau skjöl, sem lögð hafa verið fram í málinu, þegar í upphafi máls og að því leyti sem ekki hefur þegar verið tekin afstaða til þessa atriðis í dómi Hæstaréttar þykir bera að átelja málsmeðferð aðilja að því er varðar skjalaöflun í málinu skv. því, sem að framan er rakið. Þegar munnleg sönnunarfærsla fór fram þann 6. desember 1981, var lög- maður stefnanda áminntur fyrir að grípa stöðugt fram í yfirheyrslurnar, meðan lögmaður stefnda spurði vitnin. Tilefni athugasemda lögmanns stefnanda var, að lögmaðurinn taldi lögmann stefnda spyrja leiðandi og veiðandi spurninga. Nokkuð var um, að umboðsmenn beggja aðilja spyrðu leiðandi spurninga, en þó voru ekki þau brögð að þessu, að dómarinn teldi 1338 ástæðu til annars en að beina því til þeirra að spyrja beinna spurninga eftir- leiðis. Við munnlegan málflutning þann 7. desember 1982 viðhafði umboðs- maður stefnanda þessi orð um umboðsmann stefnda: „Þessi ómerkilegi lög- maður ...““ Umboðsmaður stefnda krafðist þess, að lögmaðurinn yrði víttur og dæmdur í réttarfarssekt fyrir ummælin. Umboðsmaður stefnanda baðst afsökunar og dró ummælin til baka. Í fyrri málflutningsræðu sinni bar umboðsmaður stefnda fram þá máls- ástæðu, að félagið hefði ekki fallið frá forkaupsrétti og hóf upplestur úr skjölum, sem ekki höfðu verið lögð fram, án heimildar dómarans. Ber að átelja þennan þátt í málflutningi umboðsmanns stefnda. Eftir að aðiljar höfðu lagt málið í dóm þann 7. desember 1982, var það dómtekið og dómsuppkvaðningu frestað um ótiltekinn tíma. Í ljós kom, að hljóðupptaka á skýrslum vitnanna Guðjóns Styrkárssonar, Jóns Einars Jakobssonar og Friðjóns Sæmundssonar hafði mistekist vegna bilunar í segulbandstæki, og eftir að leitað hafði verið árangurslaust sérfræði- aðstoðar við að nema skýrslurnar af segulbandinu með hljóðmögnun, var málið endurupptekið í dag skv. 120. gr. laga nr. 85/1936 og málið endur- flutt, eftir að Guðjón Styrkársson hafði borið vitni að nýju. Vitnið Jón Einar Jakobsson gat ekki mætt í þinghaldinu sökum forfalla, og ekki var talin ástæða til að kveðja Friðjón Sæmundsson fyrir dóm að nýju. Efni skýrslna tveggja síðarnefndu vitnanna kemur fram í dóminum að því leyti sem þörf er talin á að rekja vitnisburði þeirra. Við endurflutning málsins ítrekaði lögmaður stefnda þær kröfur, sem gerðar eru í greinargerð hans, og þær kröfur, sem fram komu í þinghaldi 11. janúar 1982. Aðspurður kvaðst hann ekki gera aðrar kröfur. Þykir bera að líta svo á, að hann hafi með því fallið frá kröfum um vítur og réttar- farssekt. Ekki þykja efni til að leggja þessi viðurlög á ex officio, en átelja ber umboðsmann stefnanda harðlega fyrir óþinglegt orðbragð í dóminum. Frestun á málsmeðferð frá 7. desember 1982 til 22. mars 1983 stafar af áðurnefndri bilun á tæki og af því að ekki var fært að finna tíma til endur- flutnings málsins fyrr vegna flutnings annarra mála, sem hafði verið ákveðinn. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Iscargo h.f., greiði stefnanda, skilanefnd Vængja h.f. f.h. hlutafélagsins, kr. 270.000,00 með 31% ársvöxtum frá 1. janúar 1980 til 1. júní s.á., með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. apríl 1981, með 42% ársvöxtum frá þeim degi til |. júní 1981, með 39% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, með 47% ársvöxtum frá 1339 þeim degi til 22. mars 1983, en með hæstu innlánsvöxtum, eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags, auk kr. 45.000,00 í málskostnað, gegn afhendingu hlutabréfa með árituðum framsölum, eins og nánar greinir í forsendum dómsins. Föstudaginn 29. nóvember 1985. Nr. 131/1984. Independent Factoring A/B (Guðjón Steingrímsson hrl.) gegn Útilífi há (Páll A. Pálsson hrl.) Kaup. Framsal kröfu til tryggingar. Greiðsla. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Magnús Thorodd- sen og Gaukur Jörundsson prófessor. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 13. júlí 1984. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 128.901,00 sænskar krónur með 24% ársvöxtum frá 30. nóvember 1982 til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Vörureikningur Scandinavian Fashion A/B til stefnda var sjö tölusettar blaðsíður. Samtala einstakra reikningsliða var aðeins færð sem lokafjárhæð í þar til gerðan reit neðarlega til hægri á síðustu blaðsíðu. Þar fyrir neðan var skráð í sérstakan reit þvert yfir reikningsblaðið áletrun sú, sem í héraðsdómi er greind, en þó þannig, að númer póstgíróreiknings og bankagíróreiknings áfrýj- anda voru skráð í sérstakan þar til gerða reiti í horninu allra neðst til hægri. Voru þeir reitir auðkenndir með sérstökum lit og á þá 1340 prentað með skýru letri orðin: POSTGIRO og BANKGIRO. Áletrunin um, að krafan samkvæmt vörureikningnum hefði verið framseld til áfrýjanda, var rituð á síðasta reikningsblaðið undir lokatölu reikningsfjárhæðarinnar, svo sem sagt var. Áletrunin var að vísu rituð með sama letri og annar vélritaður texti vörureiknings- ins. Eigi að síður var hún svo áberandi, að starfsmönnum stefnda, sem önnuðust greiðslu reikningsins, átti ekki að sjást yfir hana. Höfðu þeir eigi heldur ástæðu til að ætla, að hún stafaði frá öðrum en Scandinavian Fashion A/B, þótt hún væri ekki sérstaklega undir- rituð. Verður samkvæmt þessu að telja, að stefndi hafi ekki sýnt næga aðgæslu, er hann greiddi reikninginn til Scandinavian Fashion A/B í stað áfrýjanda eftir þeim fyrirmælum, sem í áletruninni fólust. Ber því að taka kröfu áfrýjanda til greina. Í málflutningi hafa aðiljar miðað við það, að um dáttarvexti af kröfu áfrýjanda eigi að fara eftir íslenskum réttarreglum. Hafa ekki komið fram í málinu upplýsingar um hæð dráttarvaxta í Svíþjóð. Fyrir Hæstarétt hafa hins vegar verið lagðar upplýsingar frá Seðla- banka Íslands um almenna sparisjóðsvexti þar í landi frá 1. nóv- ember 1982 að telja. Með hliðsjón af þeim upplýsingum og með vísan til 2., mgr. c liðar IV. kafla í auglýsingum Seðlabanka Íslands um vexti við innlánsstofnanir o.fl., sem út voru gefnar 29. október 1982, 16. september 1983, 17. nóvember 1983, 16. desember 1983, 21. janúar 1984, 9. maí 1984, 2. ágúst 1984, 20. desember 1984 og 3. maí 1985, verða vextir af dæmdri fjárhæð ákveðnir 14% ársvextir frá 30. nóvember 1982 til 21. janúar 1983, 13% ársvextir frá þeim degi til 8. apríl 1983, 12,5% ársvextir frá þeim degi til 1. janúar 1984, 13,5% ársvextir frá þeim degi til 29. júní 1984, 14,5% árs- vextir frá þeim degi til 1. ágúst 1985, en 15,5% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann samtals 140.000,00 krónur. Dómsorð: Stefndi, Útilíf h/f, greiði áfrýjanda, Independent Factoring A/B, 128.901,00 sænskar krónur með 14% ársvöxtum frá 30. október 1982, til 21. janúar 1983, 1300 ársvöxtum frá þeim 1341 degi til 8. apríl s.á., 12,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. jan- úar 1984, 13,5% ársvöxtum frá þeim degi til 29. júní s.á., 14,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. ágúst 1985 og 15,5% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og samtals 140.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum. ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er ósammála atkvæði meiri hluta dómara af ástæðum þeim, er hér greinir: Vörureikningur Scandinavian Fashion A/B til stefnda var sjö tölusettar blaðsíður. Áletrunin um, að krafan samkvæmt reikningn- um hefði verið framseld til áfrýjanda, var aðeins rituð á síðasta reikningsblaðið á ekki nægilega áberandi stað og með sama letri og annar vélritaður texti vörureikningsins. Þar við bætist að framsal þetta var óundirritað og hvað sem líður nauðsyn slíkrar undirritunar varðandi lögmæti framsalsins þá hefði hún að minnsta kosti verið til þess fallin að vekja athygli stefnda á framsalinu. Framsal á kröfum af þessu tagi verður að vera svo afgerandi og áberandi, að eigi sé hætta á, að það dyljist skuldara. Þetta framsal tel ég ekki fullnægja þeirri kröfu. Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, tel ég, að beri að staðfesta hann og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 120.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 17. apríl 1984. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 12. mars 1984, hefur Guðjón Stein- grímsson hrl., Hafnarfirði f.h. Independent Factoring A/B, Stokkhólmi, Svíþjóð, höfðað fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar hinn 13. desember 1983 gegn Útilífi h.f., 9032-7312, Álfheimum 74, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða sænskar kr. 128.901,00 með 24% ársvöxtum frá 30.11. 1982 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Krafist er dómvaxta af dæmdum málskostn- 1342 aði frá þeim degi til (sic) dómurinn verður afararhæfur og til greiðsludags. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati réttarins. II. Stefndi, Útilíf h/f, rekur heildsölu og smásöluverslun í Reykjavík og flytur inn og selur fatnað, sportvörur og fleira þess háttar. Stefnandi, Independent Factoring A/B, er fjármögnunarfyrirtæki í Stokkhólmi, sem veitir viðskiptamönnum sínum lán gegn veði í vörureikn- ingum. Það er efni máls þessa, að í febrúar 1982 pantaði stefndi Útilíf h/f til- teknar vörur hjá fyrirtækinu Scandinavian Fashion A/B í Stokkhólmi. Þetta voru vörur frá framleiðslufyrirtæki á Ítalíu, sem Scandinavian Fashion A/B hafði Norðurlandaumboð fyrir. Scandinavian Fashion A/B hafði með samningi, dagsettum 21.12. 1981, fyrirfram veðsett Independent Factoring A/B kröfur sínar á viðskiptamenn sína, þ.e. vörureikninga sína. Með vörureikningi, dagsettum 4. október 1982, sendi Scandinavian Fashion A/B stefnda Útilífi h/f fyrrihluta umræddrar vörupöntunar. Var reikningsfjárhæðin stefnufjárhæðin í máli þessu. Á reikninginn var skráð við hliðina á niðurstöðutölu hans: „Krafa okkar samkvæmt þessum vörureikningi hefur verið framseld Independent factoring ab, box 7463, 10392 Stockholm. Greiðsla skal því berast Independent factoring um neðanskráða bankagíró eða póstgíró: Póstgíró 4464627-1 Bankagíró 520-6271.““ Varan kom til Reykjavíkur hinn 20.10. 1982 og var flutt í skála viðkom- andi skipafélags. Stefndi leysti hana út hinn 13. desember 1982. Hafði hann þann hátt á, að hann sneri sér til Landsbanka Íslands, sótti um kaup á tékkaávísun til handa Scandinavian Fashion A/B í sænskum krónum fyrir reikningsfjárhæðinni. Gaf bankinn út ávísun í samræmi við beiðni stefnda, þ.e. á Scandinavian Fashion A/B, og stimplaði vörureikninginn með orðun- um „má afgreiða.“ Jafnframt stóð stefndi skil á tolli. Fékk hann síðan vöruna afhenta. Að fenginni ítrekun á kröfunni frá Independent Factoring A/B, sendi stefndi, Útilíf h/f, Scandinavian Fashion A/B svofellt bréf, hinn 15. júní 1983: „„Hér með fylgir bréf til okkar frá Independent Factoring, þar sem krafist er tvöfaldrar greiðslu á vörureikningi nr. 820156 ásamt vöxtum fyrir sama reikning. Þar eð við höfum þegar greitt yður þennan reikning milliliðalaust hinn 13. desember 82, (meðfylgjandi afrit), biðjum við yður að leysa þetta mál við þá.“ 1343 Ekki er fram komið, að á þessu stigi hafi stefndi komið neinum slíkum mótmælum á framfæri við stefnanda. Með bréfi, dagsettu 25. ágúst 1983, sendi stefnandi lögmanni sínum í máli þessu kröfuna til innheimtu. Í því bréfi kemur fram, að þá er stefn- anda kunnugt um hvers kyns var: „„Gáldenáren har felaktigt betalt faktura- beloppet til sáljföretaget, trots att factoringbolaget meddelat att fakturorna överlátits, vilket áven framgár av fakturan. Gáldenáren fár dárför tyvárr betala beloppet ánnu en gáng““, segir í bréfinu. Bú Scandinavian Fashion var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 22. septem- ber 1983. III. Af hálfu stefnanda er á það bent, að þegar stefndi greiddi, hafði hann í höndum yfirlýsingu seljanda vörunnar um, að krafan hefði verið framseld stefnanda og að það væri hinn nýi kröfuhafi, stefnandi, sem væri réttur viðtakandi greiðslu. Gagnvart stefnda hafi þessi yfirlýsing verið skýrt og ótvírætt kröfufram- sal. Gagnvart honum skipti það ekki máli, hvort heimild stefnanda að kröf- unni var í raun framsal til eignar eða veðsetningar og framsal pro forma, og vitnar stefnandi þar um einkum til danskra og sænskra dóma og fræði- rita, m.a. W.E. von Eyben: Panterettigheder, 6 udg. 1980, bls. 443 og áfram, og Henning Skovgaard. Ufr. 1980, B 319, og dóma þeirra, sem vísað er til í þessum ritum, en stefnandi telur reglur íslensks réttar um vörureikn- ingakröfur (factorfordringer) vera svipaðar þeim, sem gilda í Svíþjóð og Danmörku auk þess sem hann minnir á, að hér er um milliríkjaviðskipti að tefla. Þar sem ekki þurfi samþykki skuldarans til framsals á kröfuréttindum, og stefnda hafi verið tilkynnt um kröfuframsalið með algerlega fullnægj- andi og forsvaranlegum hætti, þá telur stefnandi sig eiga rétt á greiðslu hinnar umstefndu fjárhæðar úr hendi stefnda. Fráleitt sé fyrir stefnda að halda því fram, að hann hafi greitt í góðri trú, kröfuframsalið hafi verið skráð með sama letri og annar texti reikningsins við hliðina á niðurstöðu- tölu hans. Þá kröfu verði að gera til þeirra, er gera sér milliríkjaviðskipti að atvinnu, að þeir auk þess að þekkja helstu réttarreglur séu læsir á það tungumál, sem viðskiptin fara fram á, og sýni lágmarksaðgæslu, ekki síst þegar þeir hefja viðskipti við nýjan viðskiptaaðilja. IV. Sjónarmið stefnda kom glöggt fram í framlagðri aðiljayfirlýsingu fram- kvæmdastjóra félagsins, Bjarna Sveinbjarnarsonar: „Viðskipti okkar við Belfe (innskot: ítalska fyrirtækið, framleiðanda 1344 vörunnar), sem hófust 1980, hafa alltaf verið á þann veg, að við höfum fengið öll skjöl yfir viðkomandi vörusendingar send beint þ.e, vörureikn- ing, frumrit farmbréfs (original B/L) og Efta skjal. Það er síðan okkar að framvísa þessum reikningum á gjaldeyrisbanka og fá yfirfærslu, bréflega eða með ávísun, sem síðan er send beint á við- komandi fyrirtæki. Á þennan hátt fara mörg ef ekki flest okkar viðskipti við erlenda seljendur fram. Oft má sjá á þessum reikningum, ef grannt er skoðað, nöfn á bönkum eða bankareikningum viðkomandi fyrirtækja, en aldrei hefur verið ætlast til að við tækjum tillit til þess. Fyrstu tvö árin fengum við öll skjöl varðandi vörusendingar frá Belfe á Ítalíu send beint. Við sendum þeim greiðslu með ávísun eins og fyrr er getið. Á vörusýningu í febr. 1982 í Miinchen í Vestur-Þýzkalandi hittum við sölumann Belfe, sem jafnframt er umboðsmaður þeirra fyrir Norður- lönd. Hann segir okkur að framvegis verði vörurnar sendar frá Svíþjóð, frá nýju fyrirtæki Scandinavian Fashion sem verði umboðsaðili Belfe fyrir Norðurlönd og greiðsla eigi að ganga beint til þeirra í stað Belfe áður. Það stóð heima því þá um haustið fengum við alla reikninga og frumrit farmbréfs send beint frá Scandinavian Fashion og ekki orð um (sic) að greiðsla ætti að fara neitt annað en til þeirra. Þegar við svo sendum þessa reikninga í banka til greiðslu (sic), dettur engum í hug að greiðsla eigi að fara nokkuð annað en til Scandinavian Fashion, þó svo illskiljanleg klásúla neðst á aftasta reikningi gefi eitthvað annað til kynna, enda tókum við ekki eftir henni fyrr en fyrsta reiknings- yfirlit um áramót barst, þar sem reikningur þessi er talinn útistandandi. Þetta reikningsyfirlit var frá Independent Factoring. Við litum svo á að þar sem greiðslan var ekki innt af hendi fyrr en 13. desember væri hún ekki komin inn í tölvukerfið. Næsta greiðsla var svo innt af hendi 12. jan. 83 til Independent Fact. Síðan koma tvær ítrekanir til viðbótar, sem við endursendum með þeim ummælum að þetta væri greitt og greiðslan hefði verið send beint til Scandinavian Fashion og gáfum við upp áv. númer og greiðsludag...““ Það er meginmálsástæða stefnda, að tilkynning um framsal kröfunnar hafi verið svo með öllu ófullnægjandi, að hann hafi verið í góðri trú, þegar hann greiddi Scandinavian Fashion A/B vörurnar, því hafi hann leystst við að greiða þeim aðilja. Um þetta segir lögmaður stefnda svo í greinargerð: „Stefndi greiddi vöruna á réttum tíma, og réttum aðila, á þann hátt, sem um hafði verið samið. Þegar stefndi greiddi vörurnar var hann í góðri trú um að sá aðili, sem hann samdi við og var seljandi vörunnar, væri hinn eini og rétti viðtakandi greiðslunnar. 1345 Ekkert hafði verið tilkynnt af hálfu stefnanda þess efnis að hann hefði orðið eigandi kröfunnar fyrir framsal eða að hann hafi á nokkurn hátt fært sönnur á slíku framsali, enda voru vörureikningarnir allir frá Scandinavian Fashion á reikningseyðublöðunum með yfirskrift fyrirtækisins svo var einnig með. farmbréf. Ógreinileg athugasemd neðst á öftustu síðu vörureikninganna, getur á engan hátt talist nægjanleg tilkynning, og því alls ekki á áhættu stefnda, að hann veitti neðanmálssmáletursathugasemd þessari enga athygli, þegar hann lét bankastimpla vörureikningana til þess að unnt væri að senda selj- anda greiðslu sína. Samkvæmt kröfurétti er það skilyrði þess að framsalshafi kröfu, geti byggt rétt á framsali, að skuldaranum sé um framsalið kunnugt og að það hafi verið tilkynnt honum með tryggilegum hætti. Þetta vanrækti stefnandi með öllu og á því enga kröfu á hendur stefnda, sem mátti vera Í góðri trú um að hann væri að greiða réttum aðila, þegar hann innti greiðsluna af hendi 13. desember 1982.“ Til frekari stuðnings því, að tilkynning um kröfuframsalið hafi ekki verið nægilega glöggt og ekki í samræmi við góðar viðskiptavenjur, hefur stefn- andi bent á, að í lið 2 a í framlögðum samningi stefnanda og Scandinavian Fashion A/B er svo fyrir mælt, að texti framsalsins skuli prentaður á - framhlið viðkomandi vörureiknings. Vi Álit meirihluta dómenda: Í framlögðum samningi stefnanda við Scandinavian Fashion A/B um lán út á vörureikninga, grein 2-a í þeim hluta samningsins, sem nefndur er „almennir skilmálar“, segir m.a.: „Textinn skal prentaður á framhlið reikningsins eftir sérstökum fyrirmælum Faktorsins.““ Telja verður, að þetta ákvæði um, að kröfuframsal skyldi vera á áberandi stað á skjalinu, sé ekki að tilefnislausu, heldur sé þarna um lágmarkskröfu að ræða til skír- leika framsalstilkynningar og viðurkenningar stefnanda á því, að önnur og ógreinilegri tilkynnig sé ófullnægjandi eða geti verið það og auk þess ekki Í samræmi við góðar viðskiptavenjur. Þegar stefnandi veitti stefnda (sic) lán út á vörureikninginn, fékk hann í hendur afrit reikningsins og vissi því, að tilkynning til stefnda uppfyllti ekki umrædda samningsskilmála og var þannig úr garði gerð, að hún var til þess fallin að leynast fyrir viðtakanda reikningsins. Er þá einnig haft í huga, að ekki einasta var vörureikningurinn skráður á reikningsform Scandinavian Fashion A/B, heldur tilgreindi farmbréf og önnur viðskipta- skjöl þann aðilja einnig sem vöruseljanda. Þrátt fyrir þetta veitti stefnandi lán út á vöruna og gerði engar ráðstafanir 85 1346 til þess að bætt yrði út þessum mistökum vöruseljandans, t.d. þannig, að vöruseljandinn sendi áréttingu til stefnda um kröfuframsalið, eða stefnandi sendi sjálfur tilkynningu, þar sem hann skýrði frá kröfuframsalinu og vekti athygli á því. Stefnanda mátti þó ljóst vera, að sérstakrar aðgæslu væri þörf, þar sem hér var um að ræða viðskiptahætti, sem eru á þessu kaup- sýslusviði nýlegir og í þróun. Með þessu sýndi stefnandi, sem hefur yfir fagkunnáttu að ræða á umræddu viðskiptasviði, af sér grófa vanrækslu. Þegar alls þessa er gætt og þó einkum þess, hvernig kröfuframsalið var úr garði gert, þá er það niðurstaðan, að telja verður, að stefndi hafi greitt hinum upphaflega kröfuhafa í góðri trú og án þess að sýna af sér slíkt gáleysi, að hann teljist þar með ekki hafa leystst frá kröfunni. Leiðir það til sýknu í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dóm þennan kváðu upp Georg Tryggvason hdl. og Pétur Sigurðsson kaupmaður, sem báðir eru framkvæmdastjórar innflutningsfyrirtækja. Dómsorð: Stefndi, Útilíf h/f, er sýknaður af kröfum stefnanda, Independent Factoring A/B, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði dómsformannsins, Más Péturssonar héraðsdómara. I. Ég vísa til kafla I-IV. hér að framan, en tel þörf á að bæta við málavaxta- lýsingu og nýjum kafla svohljóðandi: Varðandi vaxtakröfu hefur lögmaður stefnanda á það bent, að í bréfi því frá 25.8. 1983, þar sem honum er falin innheimta kröfunnar, er farið framá 24% ársvexti, og á vörureikninginn frá Scandinavian Fashion A/B er skráð: „„Betalingsvillkor: 30 daga netto/10 dagar 20.““ Enga grein hefur stefnandi gert fyrir því, við hverskonar vexti vaxtakrafa hans er miðuð, né því, hvort og þá hvernig þeir vextir hafa breyst í Svíþjóð á þeim tíma, er vaxtakrafan tekur til. Stefndi hefur ekki mótmælt vaxtakröfu sérstaklega. Hvorki hefur stefndi haldið því fram, að vexti eigi að ákvarða með vísan til 2. mgr. c-liðs 2. tl. IV. kafla í auglýsingu Seðlabanka Íslands frá 1. nóvember 1982, 21. september 1983, 21. október 1983, 21. nóvember 1983, 21. desember 1983 og 21. janúar 1984, sem allar eru gefnar út samkvæmt heimild í 5. gr. 1. nr. 58/1980, sbr. 1. gr. laga nr. 71/1965, sbr. og 13. gr. laga nr. 10/1961, né heldur hefur stefndi upplýst eða skorað á stefnanda að upplýsa um með 1347 vottorði Seðlabanka Íslands, sbr. 1. mgr. tilvitnaðs c-liðs 2. tl. IV. kafla, um vaxtafót í Svíþjóð og breytingar á honum á því tímabili, er vaxtakrafan tekur til, t.d. um breytingar hinn 21. janúar 1983 og 8. apríl sama ár, en ef upplýst hefði verið um þær breytingar, kynni það einnig að hafa haft áhrif á túlkun á samningi um dráttarvexti, en ætla má, að stefnandi hafi í huga um vaxtakröfu sína umsamda dráttarvexti skv. |. tl. 1. mgr. HI. kafla áður tilvitnaðra auglýsinga Seðlabanka Íslands. II. Ég fellst ekki á hinar eiginlegu forsendur meirihluta dómsins í kafla V né dómsorð og tel, að álit réttarins og dómsorð eigi að vera svohljóðandi: Á vörureikning þann, sem stefndi fékk, var skráð framsal til stefnanda á kröfunni samkvæmt honum. Þetta framsal var skráð við hlið tilgreindrar heildarfjárhæðar reiknings í niðurlagi hans. Framsalið var skráð með sama letri og annar texti reikningsins. Það atvik, að umrædd framsalstilkynning skyldi fara framhjá starfsmönnum stefnda, hefur annað tveggja stafað af gáleysi þeirra eða þá því, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir lagalegri þýðingu kröfuframsals fyrir skuldara. Þótt umræddur vörureikningur og innflutningsskjöl tilgreindu Scandi- navian Fashion A/B sem seljanda vörunnar og væru að því leyti til þess fallin að villa um fyrir kaupandanum, stefnda, einkum þar sem ekki fylgdi á sjálfstæðu skjali tilkynning um kröfuframsalið, þá er á hitt að líta, að þarna var um að ræða fyrstu vörukaup stefnda frá Scandinavian Fashion A/B og því sérstök ástæða til aðgæslu um það, hverjir væru viðskiptahættir seljanda, t.d. hvort hann framseldi vörureikninga sína 3ja manni, sem ætti þá að taka við greiðslum. Stefndi hefur ekki borið þá málsástæðu fyrir sig, að stefnandi sé ekki réttur aðili kröfunnar, þ.e. veðhafi, en ekki eigandi, og eigi heldur borið fyrir sig að stefnandi kunni að hafa fengið greiðslu kröfunnar að hluta úr þrotabúi Scandinavian Fashion A/B, og þarf því ekki að fjalla um þau atriði. Vaxtakröfu er ekki mótmælt sérstaklega, og ber því að taka hana til greina. Málskostnaður stefnanda til handa telst hæfilega ákveðinn kr. 85.000,00. Dómsorð mitt verður því: Stefndi, Útilíf h/f, greiði stefnanda, Independent Factoring A/B, sænskar krónur 128.901,00 með 24% ársvöxtum frá 30.11. 1982 til greiðsludags og kr. 85.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1348 Föstudaginn 29. nóvember 1985. Nr. 216/1982. Ingibjörg Hafberg Jón L. Guðnason Barði Friðriksson Gunnlaug Hannesdóttir Jóhannes Leifsson Bjarni Gunnarsson Kristján Gunnarsson Salome Gunnarsdóttir Kristjana Gunnarsdóttir Haraldur Gunnarsson og dánarbú Steinþórs Sæmundssonar, eigendur Borga (Jóhann H. Níelsson hrl.) gegn Guðmundi Halldórssyni, eiganda Oddastaða (Sigurður Ólason hrl.), og Landbúnaðarráðherra f.h. jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins, eiganda Laxárdals (Gunnlaugur Claessen hrl.) Landamerkjamál. Aðild. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson og Gaukur Jörundsson prófessor. Áfrýjendur hafa áfrýjað máli þessu með stefnu 2. nóvember 1982. Þeir krefjast þess aðallega, að landamerki milli jarðanna Borga og Oddastaða verði ákveðin bein lína frá Strokki (A) að hæstu Svörtu- brún (B) og þaðan að mynni lækjar, þar sem hann fellur úr tjörn sunnan Stórhólmavatns (C) og þaðan að Stórhólmavatni við afrennslisós (D) ráði lækurinn. Til vara krefjast þeir, að merkin verði ákveðin bein lína frá punkti A um punkt B til D. Þá krefjast 1349 áfrýjendur málskostnaðar úr hendi stefnda Guðmundar Halldórs- sonar í héraði og fyrir Hæstarétti. Í áfrýjunarstefnu segir, að landbúnaðarráðherra f.h. jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins sé stefnt fyrir Hæstarétt til að halda uppi vörn og sæta dómi í málinu. Í kröfugerð áfrýjenda fyrir Hæstarétti segir hins vegar, að þessum stefnda sé stefnt til réttargæslu, en ekki hafðar uppi aðrar kröfur á hendur honum. Stefndi Guðmundur Halldórsson krefst staðfestingar hins áfrýj- aða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi landbúnaðarráðherra f.h. jarðadeildar landbúnaðarráðu- neytisins krefst sýknu af kröfum áfrýjenda og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Steinþór Sæmundsson lést, eftir að málinu var áfrýjað, og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins í hans stað. Meðal gagna málsins er uppdráttur, sem Skúli Jóhannsson verk- fræðingur hefur gert af umhverfi Stórhólmavatns. Eru markaðir á hann punktarnir A, B, C og D, sem sýna kröfulínur áfrýjenda, og punktarnir A, Al og Fi, sem sýna kröfulínu stefnda Guðmundar í héraði, en það er jafnframt dómlína héraðsdóms. Þar er einnig markaður punkturinn E á Hlíðarbungu, en stefndi Guðmundur telur merki milli Oddastaða og Laxárdals vera línu úr Fl í E. Uppdráttur þessi var gerður að tilhlutan áfrýjenda. Umboðsmaður áfrýjenda lýsti yfir því við flutning málsins fyrir Hæstarétti, að umboð Eiríks Gíslasonar og Kjartans Eggertssonar til að undirrita landamerkjabréf Oddastaða væri ekki vefengt. Með úrskurði Hæstaréttar 31. október sl. var málsaðiljum gefinn kostur á að afla skýrslna um eftirtalin atriði: 1. Hvort ágreiningur sé um landamerki milli Borga og Laxárdals og ef svo er, í hverju hann sé fólginn. Ef landamerkin eru ágrein- ingslaus, hver þau séu og þá sérstaklega hver séu landamerki frá því að Almannaborgargil sameinast Laxá allt þar til sameiginleg landamerki jarðanna þrýtur í suðri. 2. Hvort ágreiningur sé milli eigenda Laxárdals og Oddastaða um landamerki þeirra jarða og ef svo er, í hverju hann sé fólginn. Ef landamerki eru ágreiningslaus, tjái aðiljar sig sérstaklega um það, hvort þeim sé rétt lýst í landamerkjabréfi Oddastaða frá 2. ágúst 1889. 1350 Af hálfu áfrýjenda hefur verið lögð fyrir Hæstarétt ódagsett yfir- lýsing þar sem m.a. segir svo: „Svar okkar eigenda Borga leikur ekki á tveim tungum. Við teljum, að austurmörk jarðarinnar Borga ákveðist af Laxá frá ósi við sjó fram að Kífilæk, þaðan ráði Kífilækur til upptaka og þaðan bein lína til suðurs rétt austan Stórhólmavatns til þess, er vötn falla til suðurs. Þetta sögðu fyrri eigendur og seljendur okkur að væru hin réttu mörk og þessar kröfur höfum við ávallt gert og höldum fast við sem hinar réttu.““ Í bréfi landbúnaðarráðuneytisins 14. nóvember sl. segir svo: „„1) Sem svar við fyrri spurningunni sem fram kemur í úrskurði Hæstaréttar skal upplýst, að afstaða ráðuneytisins varðandi landa- merki Laxárdals og Borga er sú, að þau ráðist af Laxá frá ósi við sjó að þeim stað, er Almannaborgargil fellur í Laxá. Þaðan ráði Almannaborgargil til upptaka við norðurenda Stórhólmavatns. Vakin skal athygli á, að landbúnaðarráðherra gerðist ekki aðili að máli þessu fyrr en eftir mitt ár 1982. Stefnendur í héraði, eigendur Borga, höfðu þá þegar fallið frá öllum kröfum, sem voru andstæðar framangreindri afstöðu ráðuneytisins um landamerki jarðanna. Tilefni hefur því ekki gefist til umfjöllunar þessa þáttar 2) Samkvæmt landamerkjabréfi Oddastaða dags. 2. apríl 1889 eru landamerki Laxárdals og Oddastaða „yfir Hlíðarbungu eins og vötnum hallar og sjónhending í Almannaborgargil, þar sem það fellur úr Stórhólmavatni.““ Ekki hafa fundist gögn, sem geta gefið vísbendingu um önnur landamerki en þessi. Tekið skal fram, að ofangreind merki hafa ekki gefið tilefni til ágreinings milli eigenda jarðanna. Hins vegar getur verið áhorfsmál, hvernig hornpunktur- inn „„Almannaborgargil þar sem það fellur úr Stórhólmavatni““ verður staðsettur með ítrustu nákvæmni. Um það hafa aðilar ekki samið sérstaklega, sem þó sýnist ástæða til.““ Umboðsmaður stefnda Guðmundar telur í bréf, sínu „Kannski nægilegt að vitna í ráðuneytisbréfið 14. nóvember, en þar er báðum spurningunum svarað að verulegu leyti.“ Af þessum svörum verður ráðið, að ágreiningur er milli eigenda Borga og Laxárdals um merki þessara jarða. Þá er einnig ljóst, að 1351 hugmyndir eigenda Borga um þessi merki fá ekki samrýmst niður- stöðu héraðsdóms í þessu máli. Væri því réttast að dæma um merki Borga og Laxárdals í sama máli og dæmt er um ágreininginn við eiganda Oddastaða. Þó hafa áfrýjendur ekki gert kröfur, sem leitt gætu til slíks dóms, en engu að síður stefnt eiganda Laxárdals til að þola dóm í málinu. Þegar það er haft í huga, þykir mega leggja efnisdóm á málið. Með tilvísun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjendum gert að greiða stefnda eiganda Oddastaða 35.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti og eiganda Laxárdals sömu fjárhæð. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, eigendur Borga, greiði stefnda eiganda Odda- staða 35.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti og stefnda eiganda Laxárdals sömu fjárhæð einnig í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Björns Sveinbjörnssonar hæstaréttardómara. Eins og rakið er í atkvæði meiri hluta dómara, er ágreiningur með eigendum Borga og Laxárdals um merki milli jarðanna. Eigandi Laxárdals telur merkin vera um Almannaborgargil, og í hinum áfrýjaða dómi virðist við það miðað. Eigendur Borga telja hins vegar, að merkin séu miklu austar eða um Kífilæk og síðan frá upptökum hans bein lína til suðurs, austan Stórhólmavatns að vatnaskilum. Sú merkjalína er að vísu ónákvæm, en engu að síður er ljóst samkvæmt þessu og kröfum þeirra um merki Borga og Oddastaða, að þeir telja allt eða a.m.k. mest allt Stórhólmavatn í landi Borga. Eigandi Laxárdals er hins vegar sammála eiganda Oddastaða um, að merkin milli þeirra jarða séu eins og greinir í landamerkjabréfi fyrir Oddastaði. Af þessum ástæðum þykir sýnt, að ágreiningi um landamerki milli Borga og Oddastaða verður ekki ráðið til lykta til hlítar nema jafnframt sé skorið úr ágreiningi um það, hvort Almannaborgargil ráði merkjum milli Borga og Laxár- 1352 dals eða lína sú, sem eigendur Borga halda fram. Það hefur ekki verið gert í hinum áfrýjaða dómi. Tel ég þessar ástæður leiða til þess, að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Ég tel rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Þessi úrlausn hefur ekki hlotið samþykki meiri hluta dómara, og mun ég því greiða atkvæði um efni málsins, sbr. 1. mgr. 53. gr. laga nr. 75/1973. Með vísan til forsendna héraðsdóms er ég samþykkur atkvæði meiri hluta dómara að niðurstöðu til. Dómur aukadómþings Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 13. september 1982. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 7. september 1982, var þingfest í landamerkjadómi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 2. september 1980. Skv. 1. 28/1981 er málið fært úr landamerkjadómi í aukadóm. Sóknaraðiljar eru eigendur jarðarinnar Borga í Skógarstrandarhreppi þeir: Steinþór Sæmundsson, Álfhólsvegi 54, Kópavogi, Ingibjörg Hafberg, Starhólma 2, Kópavogi, Jón L. Guðnason, Grettisgötu S8A, Reykjavík, Barði Friðriksson, Uthlíð 12, Reykjavík, Gunnlaug Hannesdóttir, Lang- holtsvegi 92, Reykjavík, Jóhannes Leifsson, Ljárskógum 26, Reykjavík, Bjarni Gunnarsson, Vésturbergi 52, Reykjavík, Kristján Gunnarsson, Íra- bakka 22, Salome Gunnarsdóttir, Reynimel 74, Reykjavík, Kristjana Gunnarsdóttir, Brúarflöt 2, Garðabæ, Haraldur Gunnarsson, s.st. og Hafsteinn Gunnarsson, Digranesvegi 14, Kópavogi. Varnaraðili er Guðmundur Halldórsson, Syðri-Rauðamel í Kolbeins- staðahreppi, eigandi Oddastaða. Sóknaraðiljar hafa stefnt landbúnaðarráðherra f.h. jarðeignadeildar ríkisins sem eiganda jarðarinnar Laxárdals til að þola dóm í málinu í sam- ræmi við kröfur sínar. Endanlegar dómkröfur sóknaraðilja eru þessar: Aðallega, að landamerki á milli Borga að norðan og Oddastaða að sunnan verði ákveðin með beinni línu frá Strokk (A) að hæstu Svörtubrún B) og þaðan að mynni lækjar þar sem hann féll úr tjörn sunnan Stór- hólmavatns (C), og þaðan að Stórhólmavatni við afrennslisós (D) ráði lækurinn. Til vara, að bein lína sé dregin frá ÁA um punkt B til D. Sóknaraðiljar krefjast málskostnaðar úr hendi varnaraðilja.. Endanlegar kröfur varnaraðilja eru þessar: Að merki milli Borga og Oddastaða séu úr Strokk (A) um punkt A! á Svörtubrún og þaðan í upptök Alamannaborgargils F'. C ö I Borga: Aðalkrla er A-8-C-D Werakrafa er A-8-0 Oddaslaða. krakn a A-F-E land Oddastaða . Hæstaréitar #ð/10 1 gs á S | aga, % E FR Land Laxárdals Mafngftir Á upphætb eru sekur skv fyrirsögn Kk S ÁR lsonar , hrl SS Sk Hliðarbúnga Fn MR er ar 0 mj 9 — 500 /200 Melikraði Félag 1 1500 ónákvæmt) Hlut.at löndum Borga „Oalartaða ag larárdlafs a næklsnes - eg lngwadalssýs a. brjál! (982 Skil Ílummssm vek Léðunniur / Nr. „#0. lagt fram í aukadómi fellsnes- og Hnappadalssýslu # e s 1353 Varnaraðili krefst þess, að sóknaraðiljar verði dæmdir til að greiða sér málskostnað. Kröfulínur þessar hafa verið færðar inn á uppdrátt Skúla Jóhannssonar verkfræðings, dskj. nr. 40. Af hálfu /landbúnaðarráðherra vegna jarðaeignadeildar ríkisins sem eiganda Laxárdals eru gerðar þær dómkröfur aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum sóknaraðilja og verði sóknaraðiljar þá dæmdir til að greiða honum málskostnað. Til vara er þess krafist, að þar sem og ef merki Borga og Oddastaða verði dæmd þannig, að þau liggi í eða að vatni, þ.e. straumvatni eða stöðu- vatni, þá verði þau dæmd í samræmi við reglur Il. kafla vatnalaga nr. 15/ 1923, þar sem merkin liggja að landi Laxárdals. Krafa sóknaraðilja er byggð á því, að eftir því sem best sé vitað liggi mörk Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um vatnaskil á Rauðamelsheiði og því sunnan Stórhólmavatns. Hafi sóknaraðiljar alltaf litið svo á, að þeir ættu skýlausan rétt til veiði í Stórhólmavatni, og hafi þeir oft farið þangað til veiða. Landamerkjaskrá fyrir Borgir hafi ekki fundist. Hins vegar hafi komið fram landamerkjaskrá fyrir Oddastaði. Ekki verði þó á henni byggt, þar sem ósannað sé, að hún hafi verið undirrituð af hálfu Borga og Laxár- dals af þeim, sem til þess voru bærir. Samkvæmt réttri skýringu á efni þess landamerkjabréfs miðað við örnefni og staðhætti verði ekki um það deilt, að Borgir eigi land að Stórhólmavatni. Aðeins geti leikið vafi á því, hve stóran hluta af vatninu Borgir eigi. Einnig geti leikið vafi á því, milli hvaða jarða vatnið skiptist. Við úrlausn á þessu ágreiningsefni verði að fara eftir upplýsingum kunnugra manna, sem borið hafa vitni og gefið vottorð í málinu. Einnig sé fróðleik að finna um þetta efni í lýsingu þessa svæðis í Sýslu- og sóknarlýsingum, sem gefnar voru út af Hinu íslenska bók- menntafélagi, og öðrum ritum, þar sem fjallað er um byggðir, landslag og örnefni á þessu svæði. Í lýsingu Oddastaða sé þess ekki getið, að Stór- hólmavatn fylgi jörðinni. Sóknaraðiljar benda sérstaklega á það, að í landamerkjabréfum sé á há- lendinu þarna yfirleitt miðað við, hvernig vötnum hallar, og styðji það sjónarmið þeirra. Af hálfu sóknaraðilja er einnig bent á það, að á opinberum uppdráttum af landinu, allt frá því landmælingar hófust á þessum slóðum árið 1908, hafi sýslu- og hreppamörk verið sýnd sunnan Stórhólmavatns allt til ársins 1968. Á uppdrætti, sem gefinn hafi verið út af Landmælingum Íslands það ár, liggi sýslu- og hreppamörk nokkru norðar, þ.e. yfir þvert Stórhólma- vatn. Ekki hafi fengist fullnægjandi skýring á breytingu þessari. Því hljóti að verða byggt á sýslu- og hreppamörkum, eins og þau voru mörkuð á hinum eldri uppdráttum um sextíu ára skeið samkvæmt upplýsingum stað- 1354 kunnugra manna. Því er og haldið fram, að með sveitarstjórnarlögunum frá 10. nóvember 1905 hafi verið lögleidd sú hreppa- og sýsluskipun ásamt mörkum þessara umdæma, er talin var rétt við gildistöku laganna, hvort sem sú skipun hafi áður verið staðfærð með stjórnvaldsákvörðun eða laga- setningu. Einnig er því haldið fram, að samkvæmt rökum þeim og á grundvelli sönnunargagna, sem fram séu komin af hálfu sóknaraðilja í málinu, verði ekki hjá því komist að líta svo á, að ákvæði landamerkjabréfs þess, sem varnaraðili byggir á, séu að litlu hafandi við úrlausn þessa máls. Komi þar einnig til notkunarhefð eigenda Borga frá ómunatíð, á landi og vatni. Beri því að taka kröfu sóknaraðilja til greina. Krafa varnaraðilja er í fyrsta lagi byggð á efni landamerkjabréfs fyrir Oddastaði, sem undirritað er hinn 2. ágúst 1889 af réttum og löplanarm fyrirsvarsmönnum allra aðliggjandi jarða og innfært í landamerkjabók sýsl- unnar. Merkjapunktar þeir, sem þar koma fram og máli skipta, milli Borga og Oddastaða, Strokkur, Svartabrún og Almannaborgargil, séu þekktir og geti ekki verið ágreiningur um þá. Ekki hafi verið færð rök fyrir því, að breyting hafi orðið á merkjunum síðar. Landamerkjabréf séu grundvallar- heimildir í málum eins og þessu, séu þau skýr og tæmandi eins og hér sé. Því beri að leggja landamerkjabréf þetta til grundvallar við úrlausn máls þessa. Hafi ekki verið færðar sönnur að neinum atriðum, sem rýri gildi þess. Krafa varnaraðilja er í öðru lagi byggð á því, að í sýslu- og sóknarlýsing- um komi berlega fram, að Stórhólmavatn sé talið liggja sunnan hreppalínu. Þar komi einnig fram, að í sóknarlýsingu norðanfjalls fyrirfinnst ekkert stöðuvatn, sem nái Stórhólmavatni að stærð. Þá er krafa varnaraðilja byggð á því, að hann hafi leigt út veiði í Stór- hólmavatni, og sýni það, að hann hafi talið sig réttan eiganda vatnsins. Hafi hann einnig meinað sóknaraðiljum veiði í vatninu, en af því sé mál þetta risið. Meðal þeirra, sem leigðu vatnið af varnaraðilja, hafi verið menn, sem búið höfðu á Skógarströnd og því staðkunnugir þar, og styðji það sjónarmið varnaraðilja. Einnig er því haldið fram af hálfu varnaraðilja, að sá háttur hafi verið hafður á við fjallskil á Rauðamelsheiði, að frá hvorum hreppi um sig hafi verið smalað að hreppamörkum, Skógstrendingar að norðurósi Stórhólma- vatns, en Hnappdælir norður með vatninu báðum megin, enda hagi svo til á svæðinu, að smalanir séu ekki háðar neinum sérstökum landfræðileg- um hindrunum. Hljóti þetta fyrirkomulag að renna stoðum undir það, að báðir aðiljar hafi gengið út frá því, að mörkin væru við afrennsli Stór- hólmavatns til norðurs. Sóknaraðilinn Steinþór Sæmundsson kveður núverandi eigendur Borga 1355 hafa keypt jörðina árið 1962. Að sögn seljenda jarðarinnar, Hjálmtýs Péturssonar og Leopolds Jóhannssonar, og manna, sem búið höfðu á jörð- inni, hafi land jarðarinnar náð frá sjó við Hvammsfjörð til sýslumarka á Rauðamelsheiði. Eftir því, sem best sé vitað, liggi sýslumörkin milli Hnappadalssýslu og Snæfellsnessýslu um háeggjar og vatnaskil. Samkvæmt nákvæmustu uppdráttum Landmælinga Íslands liggi sýslumörkin sunnan Stórhólmavatns. Sé vafalaust, að Stórhólmavatn liggi norðan vatnaskila, því úr næstu vötnum fyrir sunnan renni lækur í Stórhólmavatn. Leiki því ekki vafi á því, að Stórhólmavatn liggi í landi Borga og Laxárdals. Í Stór- hólmavatni kveður Steinþór vera góða silungsveiði og hafi þeir sóknar- aðiljar ávallt litið svo á, að þeir ættu skýlausan veiðirétt í vatninu. Hafi þeir oft farið þangað til veiða. Þá hafi þeir einnig veiðirétt fyrir öllu landi Laxárdals samkvæmt samningi við jarðeignadeild ríkisins. Er þeir sóknar- aðiljar hafi frétt, að Guðmundur Halldórsson, varnaraðili máls þessa, hafði leigt Stórhólmavatn til silungsveiða, kveður Steinþór þá hafa mótmælt því og kært Guðmund fyrir það atferli. Varnaraðilinn Guðmundur Halldórsson, sem fæddur er á Oddastöðum árið 1905, kveðst hafa átt þar heima, þar til hann fluttist að Syðri-Rauða- mel árið 1934. Hann kveður Svörtubrún vera klettabelti norðanvert í Stór- hólmavatnshæðum, en þær séu vestan Stórhólmavatns. Kveður hann leitar- merki í haustsmölunum hafa verið frá Strokk um Svörtubrún og báðum megin Stórhólmavatns. Kveðst hann hafa smalað þarna í áratugi frá 16 ára aldri. Hafi hann þá oft orðið var við norðanmenn og hafi þeir komið að Svörtubrún, en ekki lengra. Guðmundur kveður eggjatöku hafa verið í hólmanum í Stórhólmavatni og hafi hún eingöngu verið nytjuð frá Odda- stöðum. Kveðst hann þá sjálfur hafa sundriðið út í hólmann, en síærstu menn hafi vaðið út í hann. Guðmundur kveðst telja hreppamörk Kolbeins- staðahrepps og Skógarstrandarhrepps vera á landamerkjum jarða á Rauða- melsheiði. Kveður hann landmælingamenn aldrei hafa leitað til sín um upp- lýsingar varðandi hreppamörk eða sýslumörk. Á árunum 1960-1970 kveðst Guðmundur hafa leigt mönnum, sem upprunnir eru á Skógarströnd, meðal annars frá Borgum og Laxárdal, veiði í Stórhólmavatni. Fyrir dóminn hafa komið auk framangreindra aðilja Guðmundur Jónsson, bóndi og oddviti, Emmubergi, og ábúandi Laxárdals, Skógar- strandarhreppi, Einar Jósefsson verkamaður, Suðurgötu 47, Keflavík, Olgeir Þorsteinsson bóndi, Hamraendum, Breiðavíkurhreppi, Haukur Sveinbjörnsson bóndi, Snorrastöðum, Kolbeinsstaðarheppi, Ragnar Halls- son bóndi, Hallkelsstaðahlíð, Kolbeinsstaðahreppi, Kjartan Halldórsson bóndi og hreppstjóri, Rauðkollstöðum, Eyjarhreppi. Hafa þeir lýst skoðunum sínum á landamerkjum Borga og Oddastaða, sýslumerkjum og hreppamerkjum og borið um fjallskil á þessu svæði. 1356 Lögð hafa verið fram af hálfu beggja aðilja vottorð frá nokkrum mönnum um sömu atriði. Niðurstaða. Mál þetta reis út af ágreiningi um landamerki milli jarðanna Borga í Skógarstrandarhreppi og Oddastaða í Kolbeinsstaðahreppi, þar sem lönd jarðanna liggja saman á Rauðamelsheiði. Að austan liggja lönd Borga að löndum jarðarinnar Laxárdals. Lönd Laxárdals og Oddastaða liggja einnig saman á Rauðamelsheiði. Undir rekstri málsins hefur komið fram, að ekki sé samræmi milli skoðana ábúanda Laxárdals og eiganda Oddastaða um landamerki þessara jarða. Undir rekstri málsins var lýst yfir af hálfu eiganda Laxárdals, að hann gerði ekki á þessu stigi málsins kröfu skv. 8. gr. laga nr. 41/1919, þar sem hann telji þörf frekari gagnaöflunar af sinni hálfu. Hafi eigandi Oddastaða fram að færa kröfur, sé eigandi Laxárdals reiðubúinn til viðræðna um Þær á grundvelli 8. gr. laganna. Séu þær þá utan dómsmáls þessa. Það er ágreiningslaust, að kröfur sóknaraðilja fara ekki í bága við viðhorf ábúanda og eiganda Laxárdals til landamerkja milli jarðanna. Þykir því mega reka mál þetta, án þess að fjallað verið um landamerki milli Laxárdals og Oddastaða. Ekki hefur komið fram landamerkjabréf fyrir jörðina Borgir. Hins vegar liggur fyrir endurrit úr landamerkjabók Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu fyrir jörðina Oddastaði, dags. 2. ágúst 1889. Það er undirritað með hand- salaðri nafnritun Kjartans Eggertssonar, sem sagður er ábúandi Oddastaða. Fyrir Laxárdal og Borgir er landamerkjabréfið undirritað af Eiríki Gísla- syni. Landamerkjabréfið er einnig undirritað af hálfu Ölviskross og Hall- kelsstaðahlíðar, sem liggja að Oddastöðum. Landamerkjabréf þetta er svohljóðandi: „LANDA MERKJASKRÁ fyrir þjóðeignina Oddastaði í Kolbeinsstaðahreppi. 1. Á milli Hraunholta og Oddastaða, er sjónhending úr Kalli og Kellingu, yfir Oddastaðavatn, vestan hallt við Miðmundavík í Grófar- mynnið og Hámúla-öxlina, og þaðan eins og vötnum hallar að Sauðastapa. 2. Á milli Hallkelsstaðahlíðar og Oddastaða, er sjónhending úr fyrr- nefndum Sauðastapa yfir Krakavatn í Háhlíðarbungu. ; 3. Á milli Laxárdals og Oddastaða, eru landamerkin yfir Hlíðarbungu eins og vötnum hallar, og sjónhending í Almannaborgargil, þar sem það fellur úr Stórhólmavatni. 4. Á milli Borga og Oddastaða, eru merki eptir hæstu Svörtubrún frá Stórhólmavatni, að kletti þeim er Strokkur er kallaður. 1357 s. Á milli Ölviskross og Oddastaða eru þessi landamerki, frá Strokk eptir því, sem vötnum hallar í Krossborgum fram á Selborg, þar til að lækur rennur Álptatjörn (sic) suður af brúninni; þaðan sjónhending í vörðu austast í Háuborg, þaðan í svokallaðan Landamerkjalæk, þar sem hann kemur saman úr 2 kvíslum, sem koma úr Arnarvatni og Leirtjörn. Svo ræður lækur þessi ofan á jafnsléttu og ofan á milli Krossholta og Stekkjar- holta; þá ræður sjónhending úr lækjarkróknum fyrir ofan holtin í vörðu á landamerkjastapa, sem er neðst fyrir sunnan Landamerkjahrygg. Þaðan sjónhending fyrir norðan hólmann í Oddastaðavatni, og í Kall og Kellingu, sem áður eru nefnd, og sem standa í hrauninu neðan Oddastaðavatnið.““ Af hálfu sóknaraðilja hefur gildi bréfs þessa verið mótmælt á þeim grundvelli, að Kjartan Eggertsson hafi ekki verið orðinn ábúandi Odda- staða, er landamerkjabréf þetta var gert og ekki sé komið fram, að Eiríkur hafi haft heimild til að árita bréfið af hálfu Borga og Laxárdals. Byggingabréf Kjartans er að vísu gefið út eftir að umrætt landamerkja- bréf hefur verið útbúið. Það er hins vegar alkunna, að í framkvæmd hefur það oft verið svo, að ábúandi hefur verið búinn að taka við jörðinni áður en formlegt byggingarbréf hefur verið gefið út. Er það ljóst, að þeir, sem árita umrætt landamerkjabréf með Kjartani Eggertssyni, hafa talið hann réttmætan ábúanda Oddastaða á þeim tíma. Eiríkur Gíslason varð sóknarprestur á Breiðabólstað árið 1884 og gegndi þar prestþjónustu til 1890. Ekki liggur annað fyrir í málinu en að jörðin Laxárdalur hafi á þeim tíma verið kirkjujörð, sem lá innan Breiðaból- staðarsóknar. Ósannað er í málinu, að Eiríkur hafi ekki haft heimild til þess að undirrita landamerkjabréfið sem umráðamaður Laxárdals þann tíma, sem hann hélt prestsembættið á Breiðabólstað. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður umrætt landamerkja- bréf fyrir Oddastaði lagt til grundvallar í málinu. Er í því efni einnig á það að líta, að sóknaraðiljar virðast einnig byggja á efni bréfsins, er þeir miða kröfulínu sína við punkt þann, sem þeir telja vera „hæstu Svörtu- brún““. Þykja rök, málsástæður og sönnunargögn, sem fram hafa komið af hálfu sóknaraðilja, ekki hnekkja gildi bréfsins. Verður það því lagt til grundvallar í málinu. Samkvæmt 4. lið landamerkjabréfsins eru merkin milli Oddastaða og Borga eftir „hæstu Svörtubrún frá Stórhólmavatni, að kletti þeim er Strokkur er kallaður“. Ekki segir, hvar lína liggur úr Stórhólmavatni. Merkjapunkturinn Strokkur er ágreiningslaus, og ágreiningslaust er, að á milli Strokks og Stórhólmavatns séu Stórhólmavatnshæðir og í þeim sé að finna örnefnið Svörtubrún eða Svörtubrúnir. Dómurinn hefur farið á vettvang og skoðað landið á þessu svæði. 1358 Ekki hefur ótvírætt verið leitt í ljós, hvar sá staður er eða það svæði á Stórhólmavatnshæðum, sem kallað er Svartabrún eða Svörtubrúnir. Er það álit dómsins, að helst komi til álita, að örnefni þetta geti átt við kletta- belti, eitt eða fleiri, á norðurhluta Stórhólmavarnshæða. Það er nokkuð augljóst, að „hæsta Svartabrún““ hefur verið staðsett eftir áliti kunnugra manna á þessu landssvæði. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, verða hin umdeildu landa- merki milli Borga og Oddastaða ákveðin bein lína úr Strokki, punktur A, í punkt A og þaðan bein lína í punkt F í upptökum Almannaborgargils. Eru landamerki þessi dregin á uppdrátt Skúla Jóhannssonar verkfræðings á dskj. nr. 40. Ósannað er, að sóknaraðiljar og fyrri eigendur Borga hafi haft nokkur umráð eða afnot landssvæðis þess milli merkjalínu þessarar og kröfulínu sóknaraðilja, sem styðji málsástæðu þeirra, sem byggð er á afnotahefð á því landi eða Stórhólmavatni. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðiljum gert að greiða varnaraðilja óskipt kr. 40.000,00 í málskostnað. Málskostnaður milli sóknaraðilja og landbúnaðarráðherra f.h. jarðeigna- deildar ríkisins verður ekki dæmdur. Dóminn kvað upp Jón S. Magnússon fulltrúi ásamt meðdómsmönnunum Guðmundi Jónssyni borgardómara og Erlendi Halldórssyni oddvita. Dómsorð: Landamerki milli jarðanna Borga í Skógarstrandarhreppi og Odda- staða Í Kolbeinsstaðahreppi skulu ráðast af beinni línu úr Strokki, punktur A, í punkt A og þaðan af beinni línu í punkt F í upptökum Almannaborgargils, svo sem línur þessar eru dregnar á uppdrættinum á dskj. nr. 40. Sóknaraðiljar, Steinþór Sæmundsson, Ingibjörg Hafberg, Jón L. Guðnason, Barði Friðriksson, Gunnlaug Hannesdóttir, Jóhannes Leifsson, Bjarni Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Salome Gunnars- dóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Haraldur Gunnarsson og Hafsteinn Gunnarsson, greiði varnaraðilja, Guðmundi Halldórssyni, einskipt kr. 40.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Málskostnaður milli sóknaraðilja og landbúnaðarráðherra f.h. jarð- eignadeildar ríkisins fellur niður. 1359 Mánudaginn 2. desember 1985. Nr. 186/1984. Pétur Einarsson gegn Júlíusi M. Magnús Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Er mál þetta var tekið fyrir í Hæstarétti í dag, var ekki sótt þing af hálfu aðaláfrýjanda. Féll gagnáfrýjandi þá frá gagnáfrýjun máls- ins og krafðist ómaksbóta úr hendi aðaláfrýjanda í aðalsök. Málsókn þessi fellur niður. Aðaláfrýjandi, Pétur Einarsson, greiði gagnáfrýjanda, Júlíusi M. Magnús, 7.500,00 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lög- um. Mánudaginn 2. desember 1985. Nr. 250/1985. Eyrargrill s/“f gegn Ásgeiri Thoroddsen og Sigríði Thorlacius Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Eyrargrill s/f, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 480,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 1360 Mánudaginn 2. desember 1985. Nr. 138/1984. Hraðfrystihús Keflavíkur h/f (Skarphéðinn Þórisson hrl.) gegn Gesti Gestssyni (Arnmundur Backman hrl.) Vinnusamningur. Kaupgjaldsmál. Sjómannalög. Sjóveðréttur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 26. Júlí 1984. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Samkvæmt Í. ml. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 67/1963, sbr. 1. gr. laga nr. 49/1980, og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann 16.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Hraðfrystihús Keflavíkur h/f, greiði stefnda, Gesti Gestssyni, 16.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Keflavíkur 25. maí 1984. Mál þetta, sem dómtekið var 10. maí sl., hefur Gestur Gestsson sjó- maður, nnr. 2604-5320, Nýlendu, Garði, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 30. janúar 1984, á hendur Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f, nnr. 4295-7402, við Vitastíg, Keflavík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 1361 8.250,63 með 45% ársvöxtum frá 1.6. 1983 til 21.9. 1983, en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21.10. 1983, en 34% ársvöxtum frá þeim degi til 21.11. 1983, en 30% ársvöxtum frá þeim degi til 21.12. 1983, en 23% ársvöxtum frá þeim degi til 21.1. 1984, en 17% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkv. gjaldskrá LMFÍ. Ennfremur gerir stefnandi kröfu um, að viðurkennt verði sjóveð fyrir öllum tildæmdum fjárhæðum í b.v. Aðalvík KE-95. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Þá gerir stefndi þá kröfu að málskóöstnaður verði felldur niður, tapi stefndi málinu. Stefnandi kveður málsatvik þau, að frá 16. febrúar 1983 hafi hann verið lögskráður skipverji á b.v. Aðalvík KE-95, sem er 451 smálesta skuttogari í eigu stefnda. Stefnandi kveðst hafa óskað eftir fríi, eftir að veiðiferð lyki þann 17.5. 1983, en samkv. kjarasamningum eigi hann rétt til að taka sér launalaust frí fjórðu hverja veiðiferð. Hann hafi fengið vilyrði fyrir því fríi. Fyrir lok síðustu veiðiferðar fyrir hið launalausa frí hafi hann veikst og verið veikur þann tíma, er veiðiferð sú stóð yfir, er hann ætlaði að taka fríið í. Krafa stefnanda er krafa um staðgengilslaun í veikindaforföllum, sem sundurliðast þannig: Hásetahlutur í umræddri veiðiferð .................. kr. 7.489,00 Orlof .10,19%%m a ia BR „= 761,63 Samtals kr. 8.250,63 Stefnandi byggir kröfu sína á 3. mgr. 18. gr. laga nr. 67/1963, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 49/1980 um breytingar á þeim lögum og eðlilegri lög- skýring á því lagaákvæði. Þá vísar stefnandi til 28. gr. kjarasamnings Sjó- mannasambands Íslands og Landsambands íslenskra útvegsmanna. Krafa um orlof er studd lögum nr. 87/1971 með síðari breytingum, sbr. |. nr. 90/1982, um hlutfall orlofs af launum, og einnig styðst krafan um orlof við 31. gr. í framangreindum kjarasamningi. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 177. gr. laga nr. 85/1936 sbr. 184. gr. sömu laga. Krafa um sjóveð styðst við 2. tl. 216. gr. 1. nr. 66/1963. Megin málsástæður stefnda eru þær, að þar sem stefnandi hafi beðið um frí í næstu veiðiferð, áður en hann veiktist, þá hafi hann ekki misst af neinum vinnutekjum og geti þar af leiðandi ekki átt kröfu á veikinda- kaupi. Stefnandi eigi ekki að hafa fjárhagslegan ábata af því að forfallast, þannig að hann fái greidd vinnulaun fyrir það tímabil, er hann hefði hvort eð er ekki unnið og þar af leiðandi ekki haft tekjur. Slíkt sé í andstöðu 86 1362 við þau grundvallarsjónarmið að menn eigi ekki að hagnast af veikindum sínum. Þá mótmælir stefndi því, að orðalag í greinargerð með lögum nr. 49/1980 feli í sér viðurkenningu á kröfu stefnanda, þar sem skýr ákvæði í lagatextanum vanti til þess að skylda útgerðarmann til að greiða sjómanni forfallakaup vegna frítúra. Hafi það verið ætlun löggjafans að gera óvinnu- færan sjómann betur settan en ef hann væri vinnufær, þá þyrfti skýr ákvæði um það í lögum. Aðilja- og vitnaskýrslur hafa ekki verið gefnar fyrir dóminum. Niðurstaða. Samkvæmt 24. gr. kjárasamnings milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands ísl. útvegsmanna frá 1983 skulu skipverjar á skuttogurum eiga rétt á fríi fjórðu hverja veiðiferð. Frí þau, sem sjómenn á skuttogurum taka sér, eru ólaunuð. Eigi verður séð af kjarasamningum né lögum, að sjómenn á þessum skipum geti átt vísan orlofs- eða frítíma á annan máta, svo sem tíðkast hjá landverkafólki. Í 28. gr. tilvitnaðs- kjarasamnings er vísað til sjómannalaga um réttindi og skyldur í slysa- og veikindatilvikum skipverja. Stefnandi byggir kröfugerð sína á 3. mgr. 18. gr. sjómannalaga nr. 67/ 1963 sbr. 1. nr. 49/1980, en þá var 18. greininni breytt og m.a. lögfest ákvæði um laun skipverja í launalausu fríi. Þar segir, að veikist eða slasist skipverji í launalausu fríi, taki hann laun frá þeim tíma, er hann skyldi hefja störf að nýju. Ekki verður talið, að ákvæði þetta skerði rétt þeirra skipverja, er slasast eða veikjast við vinnu sína, en áttu síðar að fara í launalaust frí enda er sú lögskýring sett fram í athugasemdum við lagafrumvarpið og í umræðum um það á Alþingi. Það er óumdeilt í máli þessu, að stefnandi veiktist við vinnu sína, áður en veiðiferð lauk þann 17.5. 1983. Stefnandi átti að fara í frí næstu veiðiferð á eftir, en var samkvæmt læknisvottorði óvinnufær þá veiðiferð alla. Dómurinn álítur, að vegna veikinda sinna hafi stefnandi ekki verið í launalausu fríi á umræddu tímabili og hafi því átt rétt á forfallalaunum. Ber því að taka stefnukröfu hans til greina, en ágreiningur er hvorki um tölulegan útreikning né vaxtakröfu. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem skv. málskostnaðarreikningi stefnanda nemur kr. 11.554.00, og þykir sú upphæð hæfileg. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hraðfrystihús Keflavíkur h/f, greiði stefnanda, Gesti Gests- 1363 syni, kr. 8.250,63 með 45% ársvöxtum frá 1.6. 1983 til 21.9. s.á., en með 3700 ársvöxtum frá þ.d. til 21.10. s.á., en með 34% ársvöxtum frá þ.d. til 21.11. s.á., en með 30% ársvöxtum frá þ.d. til 21.12. s.á., en með 23% ársvöxtum frá þ.d. til 21.1. 1984, en með 17% ársvöxtum frá þ.d. til greiðsludags, og kr. 11.554,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefnandi á sjóveðrétt í b.v. Aðalvík KE-95, til tryggingar til- dæmdum fjárhæðum. Mánudaginn 2. desember 1985. Nr. 125/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Kristjáni Rafni Guðmundssyni (Haraldur Blöndal hrl.) Brot í opinberu starfi. Áfengislög. Tolllög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Máli þessu var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með stefnu 5. febrúar 1985 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Svo sem greinir í héraðsdómi, hefur ákærði gerst sekur um það atferli, sem honum er gefið að sök. Ákærði rauf tollinnsigli með ólögmætum hætti, og varðar það við 65. gr. laga nr. 59/1969, er tæmir sök að þessu leyti, þannig að 1. mgr. 113. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 verður eigi beitt jafnframt. Með viðtöku sinni á áfenginu og flutningi þess í land hefur ákærði brotið gegn 1. mgr. 60. gr. sbr. 61. gr. tolllaga, 3. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82/ 1969 og 1. mgr. 1. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 63/1969. Hins vegar 1364 hefur 3. mgr. 4. gr. áfengislaga, sem vitnað er til í ákæru, verið felld úr gildi með 1. gr. laga nr. 7/1985. Ákærði framdi brot sín með misnotkun á stöðu sinni sem opinber starfsmaður, og ber því að meta refsingu með hliðsjón af 138. gr. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar sakarinnar, svo sem segir Í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Kristján Rafn Guðmundsson, greiði áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Haralds Blöndal hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Ísafjarðar 26. september 1984. Ár 1984, miðvikudaginn 26. september, er í sakadómi Ísafjarðar, sem haldinn er í dómsal bæjarfógetaembættisins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni setudómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Rafni Guðmundssyni. Mál þetta, sem þingfest var 7. mars sl. og dómtekið 5. þ.m., hefur ríkis- saksóknari höfðað með ákæru, dags. 1. febrúar sl., á hendur „Kristjáni Rafni Guðmundssyni fyrrverandi lögregluvarðstjóra, Kjarrholti 7, Ísafirði, fyrir hegningarlaga- og tolllagabrot og brot í opinberu starfi. Ákærða er gefið að sök að hafa, fimmtudaginn 1. september 1983, í starfi sem lögregluvarðstjóri en í frítíma utan vaktar, rofið tollinnsigli á innsiglisgeymslu um borð í flutningaskipinu Ísbergi, er skipið lá við bryggju á Ísafirði, og undan því innsigli, sem sett hafði verið upp af tolleftirlits- manni við tollafgreiðslu skipsins á Skagaströnd þann 28. ágúst, tekið, með leyfi skipstjóra, 2 flöskur af áfengi og 48 flöskur af áfengum bjór, sem ákærði síðan, í fylgd tveggja starfsfélaga, þeirra Einars Karls Kristjánsson- ar og Halldórs Jónssonar, lögreglumanna, sem einnig í frítíma sínum höfðu dvalið um borð í skipinu með ákærða, hafði á brott með sér úr skipinu heim til Einars Karls, þar sem þeir, ásamt fleirum, neyttu áfengisins. Í því skyni að leyna brotinu sótti ákærði á lögreglustöð innsiglisáhöld tollgæslu og innsiglaði geymsluherbergið að nýju með þeim tollvarningi er þá var þar eftir. Brot ákærða telst varða við 1. mgr. 113. gr. almennra hegningarlaga nr. 1365 19, 1940, og 60. gr., sbr. 61. gr. og Í. mgr. 65. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 59, 1969, 3. gr. og 3. mgr. 4. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, og 1. mgr. 1. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf nr. 63, 1969, sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Verjandi ákærða gerir þær kröfur, að hann verði einungis dæmdur fyrir brot á 60., sbr. 61. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit nr. 59/1969, 3. gr., sbr. 2. tl. 33. gr. áfengislaga nr. 83/1969 og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 63/1969. Verði honum aðeins gert að sæta lágmarksrefsingu með tilliti til 5. og 8. tl. 70. gr. alm. hgl. (lögjöfnun). Málavextir eru þeir, að í septemberbyrjun 1983 kom upp grunur um, að fimmtudaginn 1. sama mánaðar hefði verið rofið innsigli á hirslu um borð í m.s. Ísbergi og þaðan tekið út áfengi, en skipið lá þá við bryggju á Ísa- firði. Rannsókn málsins hófst þá þegar, og verður nú rakið það helsta úr henni og sem máli telst skipta. Í skýrslu rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði föstudaginn 2. september s.á. segir Jón Steinar Árnason, skipstjóri á nefndu skipi, að hann kannist við atvik þetta. Hann kveður umrædda hirslu hafa verið innsiglaða á Skagaströnd, en þangað hafi skipið komið frá Grimsby sunnudaginn næstan á undan. Þaðan hafi síðan verið siglt til Ísafjarðar með viðkomu á Hólmavík og þangað komið fimmtudaginn |. september um kl. 14:20. Um borð hafi komið nokkrir menn, eins og gengur, og hann boðið þeim upp á bjór í káetu sinni, en sjálfur hafi hann ekki verið þar nema af og til. Meðal þeirra, sem þarna komu, hafi verið tollvörður, sem Jón taldi, að væri einnig lögregluþjónn. Héti hann annaðhvort Kristján eða Kristjón. Þessi tollvörður hafi haldið frá borði, sótt tolláhöld og síðan farið í innsigl- aða hirslu á neðra gangi. Tók hann þaðan 2 kassa af bjór og 2 flöskur af áfengi. Tollvörðurinn hafi boðist til að gera þetta, er líða tók á daginn og farið var að ganga á bjórbirgðir skipstjórans, en sá síðarnefndi hafi síðan gefið varning þennan í samkvæmi, sem nokkrir lögreglumenn og þ.á m. tollvörð- urinn ætluðu að halda um kvöldið. Í framhaldi af skýrslugjöf þessari framkvæmdu lögreglumenn og toll- vörður talningu á tollvarningi Í innsigluðum hirslum skipsins, sem þá lá í Hafnarfjarðarhöfn. Voru tvær geymslur um borð innsiglaðar af yfirvöld- um. Önnur var skápur á gangi á þilfarshæð skipsins, en hin í káetu skip- stjórans. Er talningin var síðan borin saman við innsiglisskrá tollgæslunnar á Skagaströnd, kom í ljós, að tvær flöskur af sterku víni, 48 flöskur af bjór og 600 vindlinga vantaði. Við talninguna var innsigli á káetuskápnum 1366 með númeri tollgæslunnar á Skagaströnd, en ekkert númer var á innsigli hins skápsins. Ákærði hefur viðurkennt að hafa farið í innsiglaða hirslu á nefndu skipi og tekið þaðan tvo kassa af bjór og tvær flöskur af Smirnoff vodka. Í dómskýrslu 12. september 1983 segir ákærði, að hann hafi kynnst Jóni Steinari skipstjóra í starfi sínu sem tollvörður. Hann kveðst hafa farið um borð í skipið um kl. 15:00 fimmtudaginn |. september ásamt Einari Karli Kristjánssyni lögreglumanni. Dvöldu þeir þarna í um klukkustund og drakk ákærði þá eina til tvær dósir af bjór. Síðar um daginn hittu þeir Halldór Jónsson lögreglumann, og héldu þeir allir um borð í skipið og beint upp í káetu skipstjórans. Var hann þar fyrir og fleira fólk. Um kl. 19:00 sagðist ákærði hafa farið frá borði og upp á lögreglustöð og náð í tollvarðartösk- una. Hafi bjórinn verið svo til þrotinn og hann þá nefnt við skipstjórann, hvort ekki vantaði meira. Hafi orðið að samkomulagi með þeim, að ákærði ryfi innsigli á annarri hirslunni og tæki þaðan áðurgreindan varning. Er hann ætlaði að innsigla geymsluna aftur, uppgötvaði hann, að innsiglis- töngina vantaði í töskuna. Náði hann í hana upp á lögreglustöð, en hélt síðan aftur um borð og innsiglaði geymsluna. Varningurinn var síðan borinn út í bifreið Halldórs og honum ekið að heimili Einars Karls að Stór- holti 31. Var haldið samkvæmi þar um nóttina og þá m.a. neytt hluta varn- ingsins. Í því tóku þátt ákærði, nefndir Einar Karl og Halldór og fleiri. Ákærði kvað Braga Beinteinsson yfirlögregluþjón hafa komið í skip- stjórakáetuna og spurt um innsiglistöngina og tolltöskuna. Sagðist ákærði þá hafa gert sér grein fyrir, hvað klukkan sló, þar sem hann hafði áður séð til Hrafns Guðmundssonar lögreglumanns og tollvarðar á hafnarbakk- anum og vitað sem var, að hann hefði klagað sig fyrir Braga. Í yfirheyrslu þessari kom fram, að nefndur Hrafn var á vakt sem toll- vörður umræddan dag. Í réttarhaldi 11. sept. 1983 sagðist áðurnefndur Einar Karl Kristjánsson hafa neytt bjórs í skipstjórakáetunni. Hann kvaðst hafa séð ákærða, er hann kom með tolltöskuna og einnig þegar hann hélt út úr káetunni. Þegar ákærði og skipstjórinn komu til baka, hafi hann komist að því, hvert þeir höfðu farið og til hvers, þar sem ákærði hafði þá sagt honum, að innsiglis- töngin hefði ekki verið í töskunni. Í réttarhaldi 28. okt. sl. sagði Einar Karl ítrekað, að hann hefði ekki vitað til, að neitt ólöglegt hefði verið aðhafst, fyrr en þeir félagarnir voru komnir á heimili hans. Fyrrnefndur Halldór Jónsson kvaðst hafa hitt ákærða og Einar Karl nálægt kl. 17:00 umræddan dag. Hafi þeir nefnt, að þeir væru að fara um borð í m.s. Ísberg. Slóst hann í för með þeim, og héldu þeir upp í káetu skipstjórans. Þar þáðu þeir bjór að drekka. Um kl. 18:30 hafi ákærði 1367 beðið hann um að aka sér upp á lögreglustöð, en ekki minntist Halldór þess, hvort ákærði nefndi, hvaða erindi hann ætti þangað. Beið Halldór í bifreiðinni, meðan ákærði fór inn á stöðina. Hafi hann komið aftur að vörmu spori með tolltöskuna og þeir ekið síðan beina leið aftur niður í skip. Ekki hafi ákærði sagt honum, í hvaða tilgangi hann sótti töskuna, og ekki kvaðst Halldór hafa spurt hann að því. Hann kvaðst þó hafa vitað, að ákærði hefði haft í hyggju að rækja einhver tollstörf um borð. Eftir að komið var um borð aftur, fóru þeir upp í káetu skipstjórans og dvöldu þar til um kl. 19:45, að þeir héldu heim til Einars Karls. Halldór kvaðst hafa haldið alveg kyrru fyrir í káetunni þennan tíma, en ákærði hafi farið fram á gang, þegar Bragi Beinteinsson kom. Ekki þorði hann að segja til um, hvort ákærði hefði verið búinn að fara fram eitthvað áður, en bætti því síðan við, að verið gæti, að ákærði hefði komið nokkrum mínútum á eftir sér upp í káetuna. Hann mundi ekki, hvort þeir ákærði skiptust á orðum þarna í káetunni. Hann kvaðst ekki hafa vitað, hvaða erindi Bragi átti við ákærða, en ákærði hefði sagt honum, er hann kom inn í káðtuna aftur, að Bragi hefði komið til að sækja töskuna. Halldór kvað sér ekki hafa komið neitt í hug, hvaða tollstörf ákærði var að rækja um borð í skipinu, þegar hann (Halldór) bar áfengi inn á heimili Einars Karls úr eigin bifreið. Kvað hann það vanalegt, að tollverðir bæru áfengi og bjór í land úr skipum, og kvaðst hann fyrst hafa séð áfengið í bifreið sinni fyrir utan hús Einars Karls. Vitnið Óskar Sigurðsson lögreglumaður, f. 2.2. 1948, stýrði kvöldvakt- inni umræddan dag. Tók það við vaktinni kl. 19:00 af Hrafni Guðmunds- syni. Kvað það Hrafn hafa beðið sig um að láta hann vita, ef tolltaskan yrði tekin. Örstuttu eftir að Hrafn var farinn, hafi ákærði komið og sagt „mikið var“. Hann hafi síðan tekið tolltöskuna og farið. Vitnið kvaðst ekki hafa gert Hrafni viðvart um komu ákærða. Það kvaðst ekki hafa tekið eftir því, að ákærði kæmi aftur á lögreglustöðina þetta sama kvöld, en það gæti eins verið, án þess að það yrði þess vart. Vitnið kvað nefndan Hrafn hafa komið aftur um kl. 19:30 og hafi hann strax athugað, hvort tolltaskan væri á sínum stað. Síðan hafi hann spurt vitnið, hvort það vissi eitthvað um Braga Beinteinsson yfirlögregluþjón. Hefði það svarað því og hafi Hrafn síðan gengið út. Skömmu seinna hefði Bragi komið á stöðina og borið undir vitnið, hvað hann ætti að taka til bragðs, þar sem hann vissi, að ákærði hefði farið niður í m.s. Ísberg til að leysa undan innsigli. Vitnið Hrafn Guðmundsson lögreglumaður, f. 28.5.. 1946, sagðist hafa verið á vakt umræddan dag frá kl. 7:00. Ákærði hafi hins vegar farið af aukavakt um kl. 10:00. Hann hafi síðan verið að koma á lögreglustöðina af og til allan daginn, og fannst vitninu eins og hann sæti um að komast 1368 í skápinn, þar sem tolltaskan væri geymd, en án þess að það yrði þess vart. Kvaðst vitnið af fyrri reynslu hafa verið á varðbergi gagnvart þessu, af því að það hefði vitað, að þetta var ekki fyrsta höfn m.s. Ísbergs frá útlöndum. Vitnið lauk síðan vakt sinni en kom aftur á stöðina og uppgötvaði um kl. 19:30, að hvorki tolltaskan né innsiglistöngin voru á sínum stað. Vitnið sagði og, að eftir vaktarlok sín og þar til það kom aftur á stöðina hafi það ekið niður á höfn og séð ákærða á vappi í kringum títtnefnt skip, en síðan fara upp í bifreiðina Í-777 og aka í burtu. Það hafi skömmu síðar séð ákærða koma aftur að skipinu og fara um borð. Vitnið Bragi Beinteinsson yfirlögregluþjónn lýsti atvikum á þá leið, að eftir kl. 19:00 umræddan dag hafi Hrafn lögreglumaður komið til sín og sagt vitninu, að ákærði hefði farið á lögreglustöðina, tekið tolltöskuna og haldið niður í m.s. Ísberg. Var þetta eftir að Hrafn lauk vakt sinni kl. 19:00. Hafi strax hvarflað að vitninu, að eitthvað væri þarna öðruvísi en ætti að vera. Hafi m.s. Ísberg komið fyrr um daginn að bryggju og hafi á þeim tíma, sem liðinn var, ekki verið leitað eftir þjónustu tollvarðar. Vitnið kvaðst síðan strax hafa farið á lögreglustöðina og sannreynt, að taskan var þar ekki, og þá ákveðið að fara um borð í skipið til að kanna, hvað ákærði væri þar að gera. Hafi það hitt hann ásamt Halldóri og Einari Karli inni í káetu skipstjórans. Bað það ákærða að koma fram fyrir til viðræðna og innti hann eftir því, hvað um væri að vera. Hafi ákærði svarað því til, að þetta væri „bara fyllirí““. Vitnið kvaðst hafa veitt því athygli, að ákærði var með innsiglistöngina í vasanum, og spurt, hvað hann væri að gera með hana. Sagði ákærði, að töngin hefði ekki verið notuð neitt og afhenti vitninu hana. Það hefði síðan beðið ákærða að sýna sér þá staði, sem innsiglaðir væru, og hafi ákærði farið með því niður á neðri gang að innsiglaðri hirslu. Hafi hann sagt, að þarna ætti að vera innsigli nr. ól, en við athugun vitnisins kom í ljós, að það var ónúmerað. Spurði það ákærða, hvers vegna svo væri og hafi hann þá svarað því til, að hann vissi ekkert um það. Hafi hann aðspurður sagt, að einvörðungu bjór væri undir innsigli þessu. Vitnið kvað ákærða hafa sagt aðra hirslu inni í káetu skip- stjórans vera innsiglaða, en ekki kvaðst það hafa skoðað innsiglið að þessari hirslu, þar sem til þess hefði þurft að rýma káetuna, en vitnið var óeinkennisklætt. Með játningu ákærða er upplýst, að hann rauf tollinnsigli hirslu í m.s. Ísbergi 1. sept. 1983 og tók undan því 2 flöskur af vodka og 2 kassa (48 fl.) af bjór. Innsiglaði hann hirsluna á ný með innsiglisáhöldum tollgæsl- unnar á Ísafirði, sem hann hafði aðgang að, en varningurinn var síðar fluttur í húsið Stórholt 31, Ísafirði, og þar neytti ákærði áfengisins auk annarra. Er þessi hegðun ákærða að nokkru studd framburðum Einars Karls Kristjánssonar og Halldórs Jónssonar, þáverandi lögreglumanna, og 1369 Jóns Steinars Árnasonar skipstjóra á nefndu skipi, en framburðir þessara manna um atferli ákærða verða að teljast marktækir, þótt fallast megi á það með verjanda ákærða, að ótækt var að yfirheyra þá sem vitni eins og gert var í upphafi málsrannsóknarinnar. Ennfremur styður skýrsla lög- gæslumanna um talningu í umgetinni hirslu daginn eftir þessa játningu ákærða. Vætti annarra vitna mælir heldur ekki gegn henni. Af því, sem hér hefur verið rakið, er fullsannað, að ákærði hefur með framanlýstri háttsemi sinni brotið gegn lagaákvæðum þeim, er greinir í ákæru, og unnið til refsingar samkv. þeim. Ákærði hefur ekki sætt neinum þeim refsingum, sem hér skipta máli. Ákærði var lögregluvarðstjóri í lögregluliði Ísafjarðar, er framanskráðir atburðir urðu. Var honum vikið úr starfi um stundarsakir vegna þeirra hinn 21. okt. 1983 og síðan að fullu og öllu. Með hliðsjón af þessu og með tilvísun til 77. gr. alm. hgl. þykir refsing hans hæfilega ákveðin 2 mánaða varðhald. Ákærði skal greiða allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Ólafs Þórðarsonar hdl., kr. 6.000,00. Þess skal getið hér, að ríkissaksóknari samþykkti, að „hlutdeild““ títt- nefndra Halldórs og Einars Karls yrði lokið með áminningum á hendur þeim fyrir brot gegn 1. mgr. 60. gr., sbr. 61. gr. og 2. mgr. 62. gr. tollalaga, sbr. 138. gr. alm. hgl. Tóku þeir áminningunni 23. maí sl. Dómari máls þessa fékk það til meðferðar sem setudómari með bréfi dómsmálaráðuneytisins 17. febr. sl., en áður hafði hinn reglulegi dómari, Pétur Kr. Hafstein bæjarfógeti, vikið sæti með úrskurði. Dómsorð: Ákærði, Kristján Rafn Guðmundsson, sæti varðhaldi í tvo mánuði. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Ólafs Þórðarsonar hdl., kr. 6.000. 1370 Mánudaginn 2. desember 1985. Nr. 143/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Hallgrími Jóhannessyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Fjársvik. Brot gegn tékkalögum. Fyrning sakar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða með stefnu 21. janúar 1985 og þá jafnframt til þyngingar af hálfu ákæruvalds. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð kvittun, er sýnir, að ákærði greiddi 7. desember 1983 að fullu tvo víxla annan að fjárhæð 18.857,00 krónur, en hinn að fjárhæð 37.714,00 krónur ásamt vöxtum og kostnaði. Víxla þessa hafði ákærði fengið frá Elliða h/f og afhent Magnúsi Hreggviðssyni, svo sem lýst er í héraðsdómi. Það athugast, að í dóminum er fjárhæð hærri víxilsins á einum stað ranglega tilgreind 27.714,00 krónur. Þá hefur verið lagt fram nýtt sakavottorð ákærða, er sýnir, að auk þeirra refsinga, sem um er rætt í héraðsdómi, var hann 10. október 1983 dæmdur í 12.000,00 króna sekt fyrir umferðarlagabrot og sættist 14. febrúar 1984 á 12.000,00 króna sekt, einnig fyrir umferðarlagabrot. Tékki sá, er um ræðir í fyrri lið ákæru 14. mars 1984, er útgefinn 30. mars 1982. Eftir að mál hafði verið höfðað með ákæru 14. mars 1984, ákvað héraðsdómari fyrirtöku málsins 11. apríl s.á., og birti hann ákærða sjálfur 28. mars 1984 þá ákvörðun sína, en þá var 2 dögum miður en 2 ár frá útgáfudegi tékkans. Verður því að telja, að með þessari aðgerð héraðsdómarans hafi fyrningarfrestur rofnað, sbr. 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 6. gr. laga nr. 20/1981. Er sök því ófyrnd á útgáfu nefnds tékka. Ber því að refsa ákærða samkvæmt a lið 73. gr. laga nr. 94/1933, sbr. 1. gr. laga nr. 35/1977, fyrir notkun beggja tékkanna. Að öðru leyti ber að fallast á sakarmat héraðsdóms og færslu 1371 til refslákvæða. Refsingu ákærða ber að ákveða með hliðsjón af 71. og 78. gr. almennra hegningarlaga og 255. gr., sbr. 71. gr. sömu laga. Þykir refsilákvörðun héraðsdóms hæfileg. Af hálfu ákærða hefur þess verið krafist, að bótakrafa Útvegs- banka Íslands verði tekin til meðferðar. Er vaxtakröfunni mótmælt, en hins vegar eigi höfuðstól kröfunnar. Verður ákvæði héraðsdóms um bótakröfuna staðfest að öðru leyti en því, að vextir af henni verði sem í dómsorði greinir. Þá ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostn- aðar og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar sakarinnar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður að öðru leyti en því, að frá 20. desember 1983 greiði ákærði, Hallgrímur Jóhannesson, af skuld sinni við Útvegsbanka Íslands mánaðar- lega dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir hverju sinni af Seðlabanka Íslands, en þó aldrei hærri en 4% dráttarvexti á mánuði eða broti úr mánuði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Keflavíkur 11. september 1984. Ár 1984, þriðjudaginn 11. september, er í sakadómi Keflavíkur, sem haldinn er í skrifstefu dómsins, að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 1804/ 1982: Ákæruvaldið gegn Hallgrími Jóhannessyni. Mál þetta, sem dómtekið var 30. f.m., hefur ríkissaksóknari höfðað hér fyrir dóminum með tveimur ákærum dags. 24. maí 1983 og 14. mars sl., á hendur Hallgrími Jóhannessyni, Lyngholti 19, Keflavík, fæddum 22. júní 1948 á Ísafirði. Í fyrrnefndu ákærunni er ákærði sakaður um „fjársvik, með því að hafa, í júlímánuði 1982, blekkt forráðamenn fyrirtækisins Elliða h.f. í Þorláks- höfn til þess að samþykkja og afhenda sér víxil að fjárhæð kr. 63.956,00, pr. 16. september 1982, til greiðslu á tveimur víxlum, sem gjaldfallnir voru, 1372 auk vaxta, enda þótt ákærði hefði þá ráðstafað þessum víxlum og gæti eigi leyst þá til sín. Seldi ákærði víxilinn, sem greiddist eigi á gjalddaga og var gert fjárnám Í eignum fyrirtækisins, að undangengnum dómi um víxilkröfuna. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en til vara við 249. gr. sömu laga.“ Í síðarnefndu ákærunni er ákærða gefið að sök „að hafa, á árinu 1982, gefið út tvo innstæðulausa tékka á tékkareikninga ákærða og greitt með þeim víxilskuldir ákærða við Útvegsbanka Íslands, eins og nánar er lýst: Tékka nr. 443123, á reikning nr. 2968 í aðalbanka Verslunarbanka Íslands h.f., að fjárhæð kr. 69.556.- stílaðan á Útvegsbanka Íslands, útgef- inn 30. mars 1982 til aðalbankans. Tékka nr. 918460, á hlaupareikning nr. 872 í aðalbanka Iðnaðarbanka Íslands h.f., að fjárhæð kr. 48.000.- stílaðan á Útvegsbankann, útgefinn 23. ágúst 1982 til útibúsins, Álfheimum 74 í Reykjavík. Telst þetta varða við 73. gr. laga um tékka nr. 94, 1933, sbr. 1. gr. laga nr. 35, 1977 um viðauka við þau.“ Í báðum ákærunum er þess krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og í síðarnefndu ákærunni einnig til greiðslu skaðabóta. Ákæra, dags. 23. maí 1983. Með bréfi til rannsóknarlögreglu ríkisins, dags. 28. október 1982, kærir Skúli Pálsson hrl. f.h. Útgerðarfélags Elliða h.f., Þorlákshöfn, ákærða fyrir brot á XXVI. kafla almennra hegningarlaga. Segir í kærubréfinu, að vorið 1982 hafi ákærði komið til Þorlákshafnar og selt þar net. Fyrirsvars- menn nefnds félags hafi keypt nokkurt magn neta af honum og greitt fyrir með tveimur víxlum. Var annar að upphæð kr. 18.857,00 með gjalddaga 4. júní s.á. og hinn kr. 27.714,00 (sic) með gjalddaga 18. júní s.á. Ekki hafi kaupendurnir getað greitt víxlana á gjalddaga, og í samráði við ákærða varð úr, að þeir leystu til sín víxlana með nýjum víxli að fjárhæð kr. 63.956,00 með gjalddaga 16. september s.á. Í tölu þessari voru upphæðir nefndra víxla auk dráttarvaxta og forvaxta af nýja víxlinum. Í kærubréfinu segir síðan, að þegar ákærða var afhentur nýnefndur víxill, voru hinir sagðir vera í banka, en myndu sendir í pósti samdægurs. Hins vegar sé nú ljóst, að ákærði gat eigi afhent víxlana, þar sem þeir voru ekki lengur í hans eigu. Með bréfi lögmannsins fylgdi ljósrit bréfs Magnúsar Hreggviðssonar til hans, dags. 15. október s.á., þar sem hann segist hafa víxlana tvo undir höndum. 1373 Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, Lýsubergi 9, Þorlákshöfn, fyrirsvarsmaður nefnds félags, segir í vitnisburði sínum, að um miðja vetrarvertíðina 1982 hafi ákærði boðið sér þorskanet til kaups. Hafi orðið úr í byrjun apríl, að hann keypti 25 net af ákærða og greiddi fyrir þau með víxli að fjárhæð kr. 18.857,00 með gjalddaga 4. júní s.á. Líklega um hálfum mánuði síðar hafi hann keypt meira af netum af ákærða og greitt fyrir þau með víxli að fjárhæð kr. 37.714,00 með gjalddaga 18. júní s.á. Hann kveður ákærða hafa sagt, að gæti hann ekki greitt þessa víxla á gjalddaga, þá gætu þeir útbúið nýja víxla, sem greiða mætti á lengri tíma. Síðan segir Hafsteinn, að hann hafi verið staddur erlendis, þegar víxlarnir gjaldféllu. Hafði hann samband við eiginkonu sína og bað hana að hafa upp á ákærða til að ganga frá nýjum víxli. Gerði hún það og var víxillinn að fjárhæð kr. 63.956,00 með gjalddaga 16. september 1982. Var víxill þessi útbúinn 16. júlí s.á., en ekki hafði ákærði handbæra hina tvo víxlana, en sagðist koma þeim í póst strax næsta dag. Væru þeir í banka til innheimtu og yrði hann að nálgast þá. Ekki stóð ákærði við það, og upplýstist, að hann hafði látið Magnús Hreggviðsson fá þá í viðskiptum þeirra. Ákærði kveðst hafa sagt eiginkonu nefnds Hafsteins, að víxlarnir tveir væru hjá nefndum Magnúsi, er nýi víxillinn var útbúinn, og að hann ætti erfitt með að ná þeim til baka, nema gengið yrði frá nýjum víxli. Hafi hann sagt henni, að hann mundi koma víxlunum til hennar á næstu dögum, eftir viku til 10 daga. Í rannsóknarlögregluskýrslu 24. janúar 1983 segir ákærði, að hann geti ekki nú skilað víxlunum tveimur. Geti hann ekki leyst þá til sín eins og er, en nokkuð öruggt væri, að af því yrði fyrir næstu mánaðamót. Hann kvaðst ekki muna það upp á dag, hvenær hann afhenti Magnúsi títtnefnda tvo víxla, en það hafi annaðhvort verið síðari hluta aprílmánaðar eða fyrri- hluta maímánaðar. Hann kvað það ekki hafa staðið til af sinni hálfu að láta Magnús hafa nýja víxilinn, heldur Pétur nokkurn Einarsson upp í gamla skuld ákærða við hann, sem hann og gerði. Magnús Hreggviðsson hefur lýst því yfir, að hann hafi keypt umrædda víxla af ákærða líklega um mánaðamótin mars/apríl 1982. Pétur Einarsson kvað ákærða hafa afhent sér nýja víxilinn sem greiðslu upp í skuld og hafi hann síðan selt hann Útvegsbanka Íslands. Gögn málsins bera með sér, að aðför var gerð 22. mars 1983 í eignum Elliða h.f., Þorlákshöfn, vegna vanskila á víxlunum tveimur. Lýsti fógeti þá yfir fjárnámi í m.b. Guðfinnu Steinsdóttur ÁR 10, og mun mál þetta nú vera á uppboðsstigi. Þá er upplýst, að þetta á einnig við vegna vanskila á nýja víxlinum. Með framburði ákærða og öðru því, sem hér hefur verið rakið, telst full- sannað, að hann hefur með framanlýstu atferli sínu gerst sekur um fjársvik 1374 og þar með brotið gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir broti hans rétt lýst í ákærunni. Ákæra, dags. 14.mars 1984. Með bréfi Útvegsbanka Íslands, dags. 21. september 1982, til RLR er beðið um rannsókn á útgáfu ákærða á tveimur innistæðulausum tékkum. Var annar þeirra að fjárhæð kr. 48.000, útg. 23. ágúst s.á. á hlaupareikning nr. 872 við Iðnaðarbanka Íslands h.f. í Reykjavík. Tékkinn var stílaður á Útvegsbankann og seldur nefndan dag, en við framvísun kom í ljós, að ekki var fyrir hendi næg innistæða á reikningnum til greiðslu hans. Hinn tékkinn var útg. 30. mars 1982, að fjárhæð kr. 69.556, á reikning nr.'2968 við Verslunarbanka Íslands h.f., en stílaður á Útvegsbanka Íslands og seldur þar í aðalbankanum þann sama dag. Við framvísun hans í reikn- ingsbankanum reyndist innistæða ekki næg til greiðslu. Samkvæmt bréfinu voru kr. 28.450,60 á fyrrnefnda reikningnum og kr. 20.234,40 á þeim síðarnefnda, og var upphæðum þessum ráðstafað upp í umrædda tékka. Ákærði hefur fyrir lögreglu og dómi kannast við að hafa gefið út báða þessa tékka og hafi honum þá verið kunnugt um, að ekki var næg innistæða fyrir hendi. Kvað hann það hafa verið algengt á' þeim tíma, er hann gaf tékkana út, að hann hefði farið yfir á ávísanareikningum sínum í 2-3 daga, en það verið látið átölulaust af hálfu bankans. Ákærði kvaðst hafa notað tékka þessa til greiðslu víxla. Með viðurkenningu ákærða og öðru því, sem hér hefur verið rakið, er sannað, að hann hefur gerst sekur um þá háttsemi, er greinir í esne og varðar brot hans við 73. gr. laga nr. 94/1933 um tékka, sbr. 1. gr. laga nr. 35/1977. Útvegsbanki Íslands krefur ákærða um greiðslu eftirstöðva tékkanna, kr. 68.871,00 með 4% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 49.321,60 frá 30. mars 1982 til 23. ágúst s.á. og af kr. 68.871,00 frá þ.d. til greiðsludags og kr. 5.539,00 í innheimtulaun samkv. gjaldskrá LMFI. Ákærði hefur samþykkt kröfu þessa. Ákærði hefur samkvæmt sakavottorði sætt eftirtöldum kærum og refs- ingum. 1964 18/9 á Ísafirði: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga. 1965 8/5 á Ísafirði: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga, 217. gr. og 257. gr. hegningarlaga. 1966 13/6 í Reykjavík: Uppvís að brotum gegn 244. gr. hegningarlaga nr. 19, 1940. Ákærufrestun í 2 ár, frá d.d. Skal háður umsjón sérstaks eftirlitsmanns, tilnefnds af bæjarfógetanum á Ísafirði. 1375 1966 1/11 á Ísafirði: Sátt, 500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr., sbr. 44. gr. áfengislaga nr. 58/1954 og 1. gr., 3. gr., 7. gr. og 1. mgr. 81., sbr. 99. gr. lögreglusamþykktar Ísafjarðar nr. 12/1949. 1966 28/11 á Ísafirði: Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot á 21. gr., sbr. 44. gr. laga nr. 58/1954. 1966 1/12 á Ísafirði: Sátt 1.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr., sbr. 44. gr. áfengislaga og 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. hegningarlaga. 1968 2/10 í Keflavík: Dómur, fangelsi í 6 mánuði, skilorðsbundið í 3 ár, fyrir brot á 1. mgr. 155. gr. hegningarlaga. Greiði skaðabætur, samtals kr. 35.500,00. 1971 5/4 í Keflavík: Sátt, 5.000 kr. sekt fyrir brot á 248. gr., sbr. 1. mgr. 256. gr. hegningarlaga. Greiði skaðabætur kr. 3.506,00. 1971 2/9 í Keflavík: Dómur, varðhald í 20 daga fyrir brot á 2. mgr. og 3. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 80. gr. umferðarlaga og Í. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuréttindum í 14 mánuði frá 5. apríl 1971. 1971 25/9 í Keflavík: Dómur, fangelsi í 1 ár fyrir brot á Í. mgr. 155. gr., 248. gr. og 261. gr. hegningarlaga. (Dómur frá 2.10. 1968 dæmdur með). Greiði fébætur. 1973 2/7 í Keflavík: Dómur, 25 daga varðh. fyrir brot gegn 25. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi ævilangt frá 8.5. 1973. 1974 8/4 í Keflavík: Dómur, 18 mánaða fangelsi fyrir brot á 248. gr. og 261. gr. hegningarlaga. 1976 17/5 í Reykjavík: Veitt ökuleyfi á ný. 1977 2/5 í Keflavík: Dómur, 100.000 kr. sekt f. brot g. 248. gr. og að hluta við 261. gr. hgl. 1977 6/10 Reynslulausn í 3 ár á eftirstöðvum refsingar, 450 dögum. 1982 13/7 í Keflavík: Sátt, 3.500 kr. sekt f. brot g. 2., sbr. 3. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 50. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi 5 mán. frá 13.7. 1982. Dómsmeðferð þess hluta málsins, er lýtur að útgáfu ákærða á tveimur innistæðulausum tékkum, hófst 11. apríl 1984. Voru þá meira en tvö ár liðin frá útgáfu eldri tékkans og sök ákærða að þessu leyti fyrnd með tilvísun til 1. tl. 81. gr. alm. hgl., sbr. 80. gr. sömu laga og 1. mgr. 73. gr. tékkalaga. Að þessu virtu þykir refsing ákærða með tilliti til fyrri ferils hans og 77. gr. alm. hgl. hæfilega ákveðin 4 mánaða fangelsi. Ákærði greiði Útvegsbanka Íslands kr. 68.871 auk 4%0 dráttarvaxta af kr. 49.321,60 frá 30. mars 1982 til 23. ágúst s.á. og af kr. 68.871 frá þ.d. til greiðsludags. Krafa um innheimtulaun er hins vegar ekki tekin til greina. 1376 Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hjalta Steinþórssonar hdl., kr. 4.000. Dómsorð: Ákærði, Hallgrímur Jóhannesson, sæti fangelsi 4 mánuði. Ákærði greiði Útvegsbanka Íslands skaðabætur kr. 68.871,00 með 4% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 49.321,60 frá 30.3. 1982 til 23.8 s.á. og af kr. 68.871,00 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hjalta Steinþórssonar hdl., kr. 4.000. Fimmtudaginn 5. desember 1985. Nr. 177/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Pétri Þór Magnússyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Skjalafals. Skilorð. Sýknað af ákæru fyrir þjófnað. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörns- son og Magnús Thoroddsen. Héraðsdómi var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 28. júní 1985 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar, en frá þeirri kröfu hefur verið fallið við flutning málsins fyrir Hæstarétti. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 1. f.m. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, greiddi ákærði hinn 18. f.m. að fullu kröfur þær, sem dæmdar voru í héraðsdómi og enn fremur dráttarvexti af þeim. Eru kröfurnar eigi til meðferðar fyrir Hæstarétti. Það athugast, að héraðsdómari dæmdi bætur til Skuldaskila h/f, án þess að séð verði, að krafa hafi nokkurn tíma verið gerð. 1377 Ákærði hefur skýrt frá því, að hann hafi tekið í heimildarleysi tékkhefti á heimili Vals Hólms. Skýrsla hefur ekki verið tekin af Val. Ekkert liggur fyrir um verðmæti tékkaheftisins, og hefur ekki verið sýnt fram á, að það geti talist andlag þjófnaðar. Verður ákærði sýknaður af ákæru um brot gegn 244. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, en með því að nota í lögskiptum þrjá tékka með fölsuðum nafnritunum hefur hann brotið gegn 1. mgr. 155. gr. sömu laga. Refsing ákærða verður með hliðsjón af 77. gr. almennra hegn- ingarlaga, svo og því, að 12 ár eru liðin síðan hann sætti refsidómi, að hann skýrði ótilkvaddur frá brotum sínum og hefur bætt tjón af þeim, ákveðin fangelsi 60 daga, skilorðsbundið 2 ár. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Pétur Þór Magnússon, sæti 60 daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingar, og falli hún niður eftir 2 ár frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest, Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hæsta- réttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Hafnarfjarðar og Garðakaupstaðar 25. janúar 1985. Árið 1985, föstudaginn 25. janúar, er á dómþingi sakadóms Hafnar- fjarðar og Garðakaupstaðar, sem háð er að Strandgötu 31, Hafnarfirði, af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í saka- dómsmálinu nr. 12/1985: Ákæruvaldið gegn Pétri Þór Magnússyni. Mál þetta, sem dómtekið er í dag, er með ákæruskjali Ríkissaksóknara, dags. 30. nóvember 1984, höfðað gegn Pétri Þór Magnússyni, Einilundi 1, Garðakaupstað, fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19, 1940. 87 1378 1. Fyrir þjófnað með því að hafa, laugardaginn 10. desember 1983, er ákærði var staddur í íbúð að Lindargötu 63A, Reykjavík, stolið tékkhefti Vals Hólms, merktu Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. II. Fyrir skjalafals með því að hafa sama dag og þann næsta notað í við- skiptum í Reykjavík eftirgreinda þrjá falsaða tékka úr framangreindu tékk- hefti, sem ákærði ritaði til handhafa á reikning nr. 2218 og falsaði á nöfn útgefenda, valin af handahófi. 1) Nr. 2847076, kr. 300, dagsettur 9.12. 1983, nafn útgefanda Sigþór Pálsson, seldur í veitingahúsinu Zorba, Laugavegi 121. 2) Nr. 2847077, kr. 1.000, dagsettur 9.12. 1983, nafn útgefanda Sigþór Gunnarsson, seldur í veitingahúsinu Nausti, Vesturgötu. 3) Nr. 2847079, kr. 300, dagsettur 10.12. 1983, nafn útgefanda Sigþór Sigurðsson, notaður sem greiðsla fyrir leiguakstur til Bjarna Vigfússonar. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærður verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar. Ákærður er sakhæfur, fæddur 22. mars 1957 á Akureyri, og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir. 1972 í Reykjavík: Uppvís að broti á 244. gr. hegningarl. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 4/12 '72. 1973 19/10 í Reykjavík: Dómur: 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 3 ár, fyrir brot á 244. gr. hegningarl. 1973 31/10 í Reykjavík: Uppvís að brotum á 244. gr. hegningarl. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 31.10. 1973. 1979 2/3 í Hafnarfirði: Sátt, 22.000 kr. sekt fyrir brot á 50. gr. umfi. Málavextir. Laugardaginn 10. desember 1983 hafði ákærður farið á hádegisbarinn á Óðali og hitt þar Val Hólm, Lindargötu 63 A, Reykjavík, og tvær stúlkur, sem hann þekkti lítillega. Síðdegis þennan dag höfðu þau svo farið saman heim til Vals og haldið þar áfram drykkju. En seinna þennan dag hafði hann farið úr íbúð Vals, og var hann þá drukkinn. Á gólfi inni í íbúðinni hafði hann séð ávísanahefti við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, sem Valur átti. Ákærður tók hefti þetta og hafði með sér út. Eftir þetta var 1379 hann að þvælast um borgina og kvaðst þá hafa gefið út og falsað 4 eða 5 ávísanir, sem hann notaði til áfengiskaupa og fleira. Á sunnudaginn kvaðst hann svo hafa brennt ávísanaheftinu, og voru þá eftir í því um 20 eyðublöð. Samkvæmt upplýsingum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hafði Valur Hólm tilkynnt 12. des. 1983, að hann hefði glatað ávísanahefti við Sparisjóðinn með eyðublöðum nr. 2847076-2847100 og eftir það hefðu borist inn til Sparisjóðsins 6 ávísanir úr heftinu, sem verið hefðu falsaðar. Til rannsóknarlögreglu ríkisins hefur verið kært vegna fölsunar 3ja af þessum ávísunum, og eru það þær ávísanir, sem lýst er í 1-3 tl. II. kafla ákæru. Ávísanir eru allar stílaðar til handhafa á reikning nr. 2218. Ákærður hefur viðurkennt að hafa gefið út þessar þrjár tékkávísanir í nafni þargreindra útgefanda og að hafa valið þau nöfn af handahófi. Hann hafi notað tékkávísanir í viðskiptum eins og þar er greint. Ákærður er sannaður að því að hafa tekið greint tékkhefti í því skyni að hagnýta sér það og hefur með því gerst sekur um brot á 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en við 1. mgr. 155. gr. sömu laga með fölsun þeirra þriggja tékkávísana, sem að framan er lýst. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 57. gr. a og 77. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 101, 1976, hæfilega ákveðin þannig, að hann sæti varðhaldi í 40 daga og ennfremur sæti hann fangelsi í 2 mánuði, en eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu þeirrar refsingar, og niður skal hún falla að liðnum 3 árum, haldi ákærður almennt skilorð samkv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1955. Eftirtaldir aðiljar hafa gert kröfur um bætur vegna ávísanafals ákærða: 1. Veitingahúsið Zorba, Laugavegi 121, Reykjavík kr. 300,00 2. Skuldaskil h/f, Borgartúni 33, Reykjavík kr. 1.000,00 3. Bjarni Vigfússon, Sólheimum 47, Reykjavík. kr. 300,00 Ákærður hefur samþykkt kröfur þessar, og þykir mega taka þær til greina. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærður, Pétur Þór Magnússon, sæti varðhaldi í 40 daga. Ákærður sæti og fangelsi í 2 mánuði, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar, og niður skal hún falla að liðnum 3 árum, haldi hann almennt skilorð samkv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1955. Ákærður greiði veitingahúsinu Zorba, Laugavegi 121, Reykjavík kr. 1380 300,00, Skuldaskilum h/f, Borgartúni 33, Reykjavík kr. 1.000,00 og Bjarna Vigfússyni, Sólheimum 47, Reykjavík kr. 300,00. Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn $S. desember 1985. Nr. 177/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Ólafi Valtý Haukssyni og Þórarni Jóni Magnússyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 16. gr. áfengislaga. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut héraðsdómi til Hæstaréttar til sakfellingar samkvæmt ákæru með áfrýjunarstefnu 7. febrúar 1985. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. júlí sl. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu hinna ákærðu af kröfum ákæruvaldsins. Ákveða ber, að sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um sýknu ákærðu, Ólafs Valtýs Haukssonar og Þórarins Jóns Magnússonar, á að vera óraskað. Sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs 1381 verjanda ákærðu, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttar- lögmanns, samtals 22.000,00 krónur. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara. Málavöxtum er rétt lýst í hinum áfrýjaða dómi. Bann við áfengisauglýsingum var lögleitt með áfengislögum nr. 64/1928 15. gr., sbr. síðan áfengislög nr. 64/1930, 15. gr., lög nr. 33/1935, 13. gr., lög nr. 58/1954, 16. gr., og núgildandi áfengislög nr. 82/1969, 16. gr. Þegar ákvæði þetta var fyrst lögleitt á árinu 1928, var innflutningur áfengis til almennra nota bannaður. Undan- þága var þó frá því banni um nokkur suðræn vín samkvæmt lögum nr. 3/1923. Auglýsingabannið þótti nauðsynlegt, eftir að slakað hafði verið á algjöru innflutnings- og sölubanni, og var til þess sett, að landsmenn yrðu ekki hvattir til neyslu áfengra drykkja. Ljóst má telja, að tilgangur ákvæðisins var sá að reyna að sporna við því, að landslýðurinn væri beinlínis hvattur til þess að neyta vöru, sem álitin var heilsuspillandi, svo sem síðar var einnig gert varðandi tóbak, sbr. lög nr. 59/1971, lög nr. 27/1977 og lög nr. 74/1984, þó að innflutningur, sala og neysla þessara vara væri leyfð. Sé þessi tilgangur ákvæðisins virtur, virðist einu gilda, hver auglýsir áfengi, hvort það er innflytjandi eða seljandi eða aðili, sem hefur af því engan hagnað að auka sölu á áfengi. Enn fremur virðist einu gilda að virtum þessum tilgangi lagaákvæðisins, hver sé merking orðsins auglýsing í viðskiptalífinu, svo og það hvort greiðsla er tekin fyrir þá hvatningu, sem slíkri tilkynningu er ætlað að flytja neytendum. Með hliðsjón af þessum skilningi er það tekið fram í 16. gr. reglu- gerðar nr. 335/1983, að með auglýsingu sé átt við hvers kyns til- kynningu eða birtingu til almennings og hverja þá aðferð aðra, sem felur í sér hvatningu til kaupa eða neyslu áfengis. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, og með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms um gildi ákvæða 4. mgr. 16. gr. áfengislaga með tilliti til ákvæða 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 þykir bera að taka til greina kröfur ákæruvalds í málinu um, að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru. Þykir refsing þeirra hvors um sig hæfilega ákveðin 10.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, en til vara komi S daga varðhald. 1382 Eftir þessum málalokum ber að dæma ákærðu til þess in soldium að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu í héraði og fyrir Hæstarétti, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlög- manns, samtals 22.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 18. janúar 1985. Ár 1985, föstudaginn 18. janúar, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Ágústi Jónssyni aðalfulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 22-23/1985: Ákæruvaldið gegn Ólafi Valtý Haukssyni og Þórarni Jóni Magnússyni, sem tekið var til dóms 11. janúar sl. Mál þetta höfðaði ríkissaksóknari með ákæruskjali, dagsettu 23. júlí sl., gegn ákærðu, Ólafi Valtý Haukssyni ritstjóra, Engihjalla 19, Kópavogi, fæddum 4. maí 1953 í Reykjavík, og Þórarni Jóni Magnússyni, fyrrverandi ritstjóra, Miðvangi 108, Hafnarfirði, fæddum 3. janúar 1952 í Hafnarfirði, „fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum samkvæmt 4. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 335, 1983, með því að hafa sem ritstjórar og ábyrgðarmenn tímaritsins „Samúel“ birt á 5. blaðsíðu í 79. hefti tímaritsins, sem út kom í Reykjavík í janúar 1984, mynd af áfengisflösku og rammagrein með yfirskriftinni „Myer's rjóma- romm, hreinasta sælgæti““, sem telja verður í heild sinni áfengisauglýsingu í skilningi 16. gr. fyrrgreindrar reglugerðar nr. 355, 1983 (sic). Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar samkvæmt 1. mgr. 33. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. lög nr. 52, 1978, sbr. V. kafla laga nr. 57, 1956 um prentrétt, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru sem hér segir samkvæmt framburði ákærðu og öðrum gögnum málsins: Í 79. hefti tímaritsins Samúel, 1. tbl. 15. árgangs, sem út kom í Reykjavík í janúar 1984, er grein á bls. 5 með fyrirsögninni „MYERS“S RJÓMA- ROMM“ og undirfyrirsögninni „„Hreinasta sælgæti.“ Greinin er svohljóð- andi: „MYERS“S ORIGINAL RUM CREAM er skemmtileg nýjung í drykkjarvali Áfengisverslunarinnar. Myer's (frb. mæers) rjómarommið, eins og kalla mætti drykkinn á íslensku, er eiginlega tilbúinn kokkteil, frekar en líkjör, samanstendur einvörðungu af rommi og rjóma, en útkoman hreinasta sælgæti (sem er ef til vill um leið það hættulegasta við drykkinn, eins og Samúel komast að raun um þegar hann fékk sér eina flösku á dögunum; hún kláraðist á augabragði). Er rjómarommið ekki ósvipað á bragðið og drykkirnir „White Russian“ og „„Alexander““, sem 1383 margir kannast við, og það er ekki ólíklegt að hinir fjölmörgu sem kaupa alltaf Bailey's rjómaviskí í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það hefur ekki fengist í Ríkinu, muni fagna þessum valkosti. Þó að Myer's rjómaromm sé oftast drukkið eins og það kemur beint úr flöskunni, „„stofuheitt““ eða með ísmolum, þá má blanda það við ýmsa aðra drykki með góðri útkomu, t.a.m. vodka (og er þá nánast eins og „Hvítur Rússi““), sódavatn er ágætt að nota sem bland ef mönnum finnst það of sterkt eitt og sér, og síðast en ekki síst er rjómarommið ákaflega gott út í kaffi: Samúel hefur líka heyrt að það henti vel í bakstur, t.d. í krem, og frómas.““ Við hlið greinarinnar er litmynd, um 8,5 X 12 cm stór, af flösku undan umræddri áfengistegund, og hvort tveggja er innan fíngerðs ramma, sem tekur yfir nær helming blaðsíðunnar. Útgefandi tímaritsins Samúel er Sam-útgáfan, en ritstjórar og ábyrgða- menn Í janúar 1984 voru ákærðu í máli þessu, en ákærði Þórarinn Jón hefur nú látið af því starfi. Ákærðu voru yfirheyrðir hjá lögreglu 24. maí sl. og fyrir dómi við meðferð málsins. Ákærði Ólafur Valtýr kvað mat og drykk vera á meðal þess efnis, sem fjallað er reglulega um í tímaritinu, og nefndi sérstaklega kokteila og nýja drykki, sem fást í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Hann hafi komist að því, að áfengisverslunin hafði Myers's rjómaromm á boð- stólum og keypt sér flösku af því og séð ástæðu til að skrifa grein um hana í tímaritið. Hann hafi einnig fengið ljósmyndara, sem vinnur fyrir tímaritið, til þess að taka myndina. Ákærði kvað þetta algjörlega hafa verið hans hugmynd og hafi umboðsmaður áfengistegundarinnar engan þátt átt í þessu, og kvaðst ákærði raunar ekki vita hver hann er. Enginn hafi vakið athygli hans á þessum drykk né greitt á nokkurn hátt fyrir birtingu greinar- innar. Tilganginn með birtingunni kvað ákærði hafa verið þann að þjóna lesendum tímaritsins, upplýsa þá um nýjungar á markaðnum og að stuðla að betri „„vínmenningu““, en hann taldi öll skrif um áfengi og annað, sem við kemur neyslu áfengra drykkja, stuðla að bættri vínmenningu í landinu. Hann kvaðst sem endranær hafa haft 72. gr. stjórnarskrárinnar að leiðar- ljósi, þegar hann skrifaði greinina, en ekki leitt hugann að ákvæði áfengis- laga um bann við áfengisauglýsingum, enda sé hér ekki um auglýsingu að ræða, heldur ritstjórnarefni. Þá kvaðst hann og telja, að bann áfengislaga við áfengisauglýsingum stangist á við 72. gr. stjórnarskrárinnar og að lögum sé misbeitt, þegar þeim er beitt gegn greinarskrifum eins og þeim, sem mál þetta varðar. Hann kvaðst ekki hafa borið greinina undir með- ákærða, áður en hún var birt. Ákærði Þórarinn Jón kvað störf sín hjá Samútgáfunni hafa verið fólgin í öðru en útgáfu og ritstjórn tímaritsins Samúel. Kvað hann meðákærða 1384 hafa átt hugmyndina að greininni og ritað hana eftir að hata keypt sér flösku af þessari áfengistegund. Hann kvaðst ekki hafa séð greinina, áður en hún var birt, en vitað, að meðákærði var að vinna að þessu efni. Hafi honum verið ljóst, að um var að ræða efni af sama toga og áður hafði verið fjallað um í Samúel, og ekki hafi hvarflað að honum, að umfjöllun um þetta áfengi með þeim hætti, sem tíðkast hafði, gæti stangast á við bann við áfengisauglýsingum. Hann kvað tilganginn með birtingu greinar- innar hafa verið þann, að kynna nýja neysluvöru á sama hátt og fjallað hafði verið um aðrar nýjungar á markaðnum, þ.á m. áfengi, í Samúel og öðrum íslenskum blöðum. Kvað hann lengi hafa tíðkast að kynna rauðvín í öðrum tímaritum og dagblöðum og um auglýsingu sé alls ekki að ræða, heldur ritstjórnarefni. Magnús Jónasson framkvæmdastjóri, Nesvegi 82, Reykjavík, hefur borið, að fyrirtækið Karl K. Karlsson ér co sé umboðsaðili fyrir umrædda áfengistegund, en það hafi engan þátt átt í birtingu myndar eða greinar um hana í tímaritinu Samúel. Er sá framburður í fullu samræmi við fram- burð beggja ákærðu. Af hálfu ákærðu hefur verið lagt fram í málinu bréf Sambands íslenskra auglýsingastofa, þar sem m.a. er svohljóðandi almenn skilgreining á hug- takinu auglýsingar: „„Auglýsingar eru hvers konar boðmiðlun, sem aðstand- andi boðanna kemur á framfæri í fjölmiðlum gegn greiðslu. Aðstandandi boðanna þ.e.a.s. auglýsandinn, kaupir auglýsingapláss í dálkasentimetrum, mínútum eða öðrum viðurkenndum sölueiningum viðkomandi fjölmiðils.““ Þá var af hálfu ákærðu lagt fram ritið „Vín skal til vinar drekka““, út- gefið í Reykjavík 1972, úrklippur úr dagblaðinu DV á árinu 1984, þar sem vikið er að vínlistum nokkurra veitingahúsa og einnig fjallað um vínupp- skeru 1983, og loks úrklippur úr tímaritinu Vikan frá 1979, 10 greinar í greinaflokki um. létt vín. Niðurstöður. Ákærðu krefjast þess, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum ákæru- valdsins í máli þessu. Er krafa þeirra einkum byggð á því, að greinin, sem ákært er út af, sé ekki auglýsing í merkingu 4. mgr. 16. gr. áfengislaga, sem beri að skýra þröngt. Í 72. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að láta í ljós hugsanir sínar á prenti og um bann við ritskoðun og öðrum tálmunum fyrir prentfrelsi. 72. gr. hefur verið skilin svo, að óheimilt sé að beita ritskoðun eða að hindra á annan hátt fyrirfram, að menn birti hugsanir sínar á prenti. Jafnframt er kveðið á um, að menn verði að ábyrgjast fyrir dómi þær hugsanir sínar, sem þeir láta út á prenti, og er því ekki átt við tálmanir hverrar tegundar sem er. Er því talið heimilt innan þröngra takmarka að 1385 banna með almennum lögum að birta tiltekið efni á prenti. Verður 4. mgr. 16. gr. áfengislaga um bann við auglýsingu áfengis því ekki talin stangast á við prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Bann við áfengisauglýsingum var fyrst lögfest með 15. gr. áfengislaga nr. 64, 1928. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga sagði m.a. svo um 15. gr.: „Það þykir óviðeigandi, að áfengisauglýsingar birtist í landi, sem telst bannland, þótt utanaðkomandi ástæður hafi knúið það til að slaka á banninu gegn yfirlýstum vilja þings og þjóðar.“ Í 16. gr. reglugerðar nr. 335, 1983 um sölu og veitingar áfengis, sem sett er samkvæmt heimild í áfengislögum nr. 82, 1969, segir m.a., að með auglýsingu sé átt við hvers kyns tilkynningu eða birtingu til almennings og hverja þá aðferð aðra, sem felur í sér hvatningu til kaupa eða neyslu áfengis. Fallast verður á það sjónarmið ákærðu, að hugtakið „áfengisaug- lýsingar“ í 4. mgr. 16. gr. áfengislaga verði að skýra þröngt, enda setur það ákvæði prentfrelsinu nokkrar skorður. Samkvæmt því fær hin rúma skýring hugtaksins „auglýsing“ í 16. gr. reglugerðarinnar ekki stoð í áfengislögum. Í texta þeim, sem ákært er út af, lýsir höfundurinn viðhorfum sínum til umrædds áfengis og greinir frá, hvernig neyta má þess á mismunandi hátt. Hann leggur áherslu á það, sem hann telur vera kosti þessa áfengis, en hvetur lesendur ekki beinlínis til þess að kaupa það eða neyta þess. Mynd fylgir þessum texta, eins og nær öllum greinum í 79. hefti tímaritsins. Það er álit dómsins, með hliðsjón af örri þróun fjölmiðlunar á undan- förnum árum og breyttum viðhorfum til áfengismála frá því, sem var 1928, að ekki verði öll umfjöllun um áfengi á prenti talin vera áfengisauglýsing í merkingu 4. mgr. 16. gr. áfengislaga. Þykir verða að líta til þess, af hvaða hvötum slík umfjöllun er birt á prenti og hvort sá, sem á beinna hagsmuna að gæta, hafi stuðlað að henni. Ekki þykir á hinn bóginn afgerandi, hvort greitt er fyrir birtingu á slíku efni eða ekki. Samkvæmt framburði beggja ákærðu ritaði ákærði Ólafur Valtýr um- ræddan texta og lét birta hann í tímaritinu ásamt myndinni að eigin frum- kvæði. Ekkert hefur komið fram í málinu, sem gefur ástæðu til að ætla, að. umboðsaðili þessarar áfengistegundar eða Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins né aðrir hafi á nokkurn hátt hlutast til um, að ákærði Ólafur Valtýr birti textann eða myndina. Verður því að leggja til grundvallar þann framburð ákærðu, að þessi umfjöllun um Myers's Original Rum Cream hafi verið birt í tímaritinu Samúel eingöngu að frumkvæði ritstjórnar þess lesendum til fróðleiks. Verður samkvæmt því að telja, að texti sá og ljós- mynd, sem ákært er út af, sé ekki auglýsing í þeim skilningi, sem leggja verður í ákvæði 4. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82, 1969. Verða ákærðu því báðir sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu og sakar- 1386 kostnaður lagður á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda beggja ákærðu, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin 6.000 krónur. Dómsorð: Ákærðu, Ólafur Valtýr Hauksson og Þórarinn Jón Magnússon, skulu vera sýknir af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu beggja, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., 6.000 krónur. Fimmtudaginn $. desember 1985. Nr. 261/1985. Hörður Ólafsson gegn lögreglustjóranum í Reykjavík Kærumál. Innsetningargerð. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Sóknaraðili skaut hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 11. f.m., að því er ætla verður í því skyni, að krafa hans um innsetningu verði tekin til greina, en frá honum hefur engin greinargerð borist. Varnaraðili hefur heldur eigi lagt fram greinar- gerð í málinu. Hinn 11. f.m. var tekið fyrir í fógetarétti Reykjavíkur innsetn- ingarbeiðni sóknaraðilja, er hann hafði sent borgarfógeta í sím- skeyti, er hljóðar svo: „Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn heldur fyrir mér að ólögum haglabyssu sem ég á. Ég krefst þess að hún verði tekin úr hans vörslum og mér fengin umráð hennar. Þess er vænst að innsetningargerð þessi geti farið fram næstkomandi mánu- dag, sími minn er 15627. Hörður Ólafsson hrl. Njálsgötu 87.““ Fógetarétturinn kvað á um það með hinum kærða úrskurði, að gerðin skyldi ekki fara fram. 1387 Úrskurðir fógetaréttar um það, hvort fógetagerð skuli fara fram eða ekki sæta ekki kæru til Hæstaréttar, sbr. a lið 3. tl. 21. gr. laga um Hæstarétt Íslands nr. 75/1973. Ber því að vísa máli þessu ex officio frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 11. nóvember 1985. Fram er komið að gerðarbeiðandi, Hörður Ólafsson hrl., Njálsgötu 87, hefur hinn 15. október 1979 fengið útgefið lögregluleyfi fyrir skotvopni, Simson tvíhleyptri haglabyssu, 12. ga., nr. 210784, smíðaðri í Suhl. Þar eð fógetaréttinum hefur borist ljósrit af leyfisspjaldi þessu, þar sem segir, að lagt hafi verið hald á skotvopn þetta, þykir ekki fært að sinna innsetningarbeiðni þessari. Því úrskurðast: Innsetningarbeiðni þessari verður ekki sinnt. Fimmtudaginn $. desember 1985. Nr. 262/1985. Björn Baldursson og Rut Skúladóttir gegn borgarstjóranum í Reykjavík vegna byggingarnefndar Reykjavíkur Kærumál. Lögbann. Frávísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Sóknaraðiljar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 19. 1388 f.m., er barst Hæstarétti 28. f.m. Gera þeir þær kröfur, að Hæsti- réttur leggi fyrir fógeta að lýsa yfir lögbanni í samræmi við lög- bannsbeiðni gerðarbeiðanda, sem dagsett er 28. október 1985, gegn þeirri tryggingu, er fógeti metur gilda. Sóknaraðiljar fara þess á leit í ofangreindri beiðni, „„að lagt verði lögbann við niðurrifi girðingar við Vesturgötu 33 A, að lagt verði lögbann við gildistöku dagsektaákvörðunar bygg- inganefndar Reykjavíkur sem síðast var frestað með yfirlýsingu Björns Friðfinnssonar, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýslu- deildar Reykjavíkurborgar, í fógetarétti Reykjavíkur, til |. nóv- ember 1985, þar til úr því verður skorið með dómi, hvort eigendum Vesturgötu 33 A er heimilt vegna brunamálareglugerðar að klæða hús sitt með timbri og hafa girðingu í stíl sbr. teikningu með erindi til bygginganefndar 28. nóvember 1983.“ Beiðni þessari hafnaði fógetaréttur Reykjavíkur með hinum kærða úrskurði 5. nóvember sl. Úrskurðurinn, sem er án forsendna skv. 2. og 3. mgr. 190. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 40. gr. laga nr. 28/1981, hljóðar svo: „„Umbeðið lögbann verður eigi lagt á. Málskostnaður fellur niður.“ Úrskurðir fógetaréttar um það, hvort fógetagerð skuli fram fara eða ekki, sæta ekki kæru til Hæstaréttar, sbr. a lið 3. tl. 21. gr. laga um Hæstarétt Íslands nr. 75/1973. Ber því ex officio að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 1389 Föstudaginn 6. desember 1985. Nr. 38/1984. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. bæjarsjóðs (Gísli Baldur Garðarsson hdl.) gegn iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Jón Ingólfsson hdl.) Stjórnsýsla. Samningur. Framleiðslugjald af áli. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 22. febrúar 1984. Dómkröfur hans eru þær, að stefndu verði dæmdir til að greiða honum 509.725,00 krónur auk 4% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 1. október 1982 til 1. nóvember s.á. og 5%0 dráttarvaxta á mánuði frá þeim degi til 20. október 1983, 4,75% dráttarvaxta frá 21. október 1983 til 20. nóvember s.á., 4% dráttarvaxta frá 21. nóvember 1983 til 20. desember s.á., 3,25%0 dráttarvaxta frá 21. desember 1983 til 20. janúar 1984, 2,5% dráttarvaxta frá 21. janúar 1984 til 31. ágúst s.á., 2,75%0 dráttar- vaxta frá 1. september 1984 til 31. janúár 1985, 3,75%0 dráttarvaxta frá 1. febrúar 1985, til 28. febrúar s.á., 400 dráttarvaxta frá 1. mars 1985 til31. maí s.á., 3,5%0 dráttarvaxta frá 1. júní 1985 til 31. ágúst s.á. og 3,75% dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 1. september 1985 til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara, að málskostnaðar fyrir Hæstarétti verði látinn falla niður. Svo sem segir í hinum áfrýjaða dómi, hafði komið upp ágrein- ingur milli aðilja um þátttöku áfrýjanda í greiðslu kostnaðar af eftirliti með skilum ÍSAL á framleiðslugjaldi, áður en fram fóru samningaviðræður forráðamanna Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins á 1390 árinu 1976 vegna samnings ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminum Ltd. 10. desember 1975. Áfrýjandi lét kröfur vegna þess ágreinings niður falla og gerði ekki í samningaviðræðum þessum, svo sannað sé, neinar skýrar kröfur um, að eftirleiðis yrði hann undanþeginn þátttöku í kostnaði af umræddu eftirliti. Þegar þetta er virt, þykir ekki eiga að skýra bréf iðnaðarráðuneytisins 10. maí 1976 um, að ráðuneytið muni beita sér fyrir því, að hluti af framleiðslugjaldinu yrði greiddur til áfrýjanda eftir því sem í bréfinu segir, þannig að í því felist fyrirheit um, að áfrýjandi þyrfti ekki að sæta að sínum hluta skerðingu á gjaldinu, sem leiddi af kostnaði við nauðsynlegt eftirlit með reikningsskilum ÍSAL. Frumvarp til laga þess efnis, sem í bréfinu fólst, var að vísu samið, en var aldrei lagt fram á Alþingi. Óbirtar reglur til bráðabirgða, sem fjármálaráðherra undirritaði 10. júní 1976 og voru samhljóða bréfinu frá 10. maí, geta hér engu máli skipt. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Björns Sveinbjörnssonar og Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Með bréfi iðnaðarráðuneytisins 10. maí 1976 til áfrýjanda, sem rakið er í heild í hinum áfrýjaða dómi, er þess getið, hvernig ráðu- neytið sé reiðubúið til að ráðstafa á tvennan hátt hluta af fram- leiðslugjaldinu til Hafnarfjarðar. Í báðum tilvikum segir, að tiltek- inn hluti af „árlegri heildarfjárhæð gjaldsins““ skuli renna til Hafnarfjarðar. Með samþykki bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 11. maí 1976 komst á bindandi samningur á sviði einkamálaréttar milli áfrýjanda og stefnda um það, að hluti framleiðslugjaldsins skyldi renna til áfrýjanda í samræmi við þau fyrirheit, er stefndi gaf í bréfi sínu 10. maí 1976. Í bréfinu er þess hvergi getið, að áfrýjandi eigi að bera hluta af kostnaði vegna athugunar á starfsemi álversins. Um þetta var heldur ekki rætt í þeim samningaviðræðum, er áttu sér stað milli áfrýjanda 1391 og stefnda, áður en nefnt bréf var ritað. Er þó upplýst, að ágrein- ingur hafði komið upp milli stefnda og áfrýjanda árið 1974 vegna frádráttar af þessu tagi varðandi framleiðslu álversins árið 1973. Þegar þetta er haft í huga, þykir verða að túlka orðalagið „af árlegri heildarfjárhæð gjaldsins““ þannig, að áfrýjandi eigi rétt á að fá sinn hluta af framleiðslugjaldinu greiddan án þeirrar skerðingar, er stefndi hefur látið hann sæta. Samkvæmt þessu teljum við, að dæma eigi stefnda til að greiða áfrýjanda hina umstefndu fjárhæð auk vaxta, sem séu jafnháir hæstu innlánsvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá stefnu- birtingardegi 14. janúar 1983 til greiðsludags svo og 160.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. desember 1983. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Einar Ingi Halldórsson bæjar- stjóri höfðað f.h. bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á hendur Hjörleifi Guttorms- syni iðnaðarráðherra og Ragnari Arnalds fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs á bæjarþingi 20. janúar 1983 til greiðslu kr. 509.725,00 auk 4% dráttar- vaxta fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá 1. október 1982 til 1. nóvem- ber s.á., en 590 dráttarvaxta fyrir hvern vanskilamánuð frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Núverandi iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, og núverandi fjár- málaráðherra, Albert Guðmundsson, hafa tekið við fyrirsvari stefndu, sem krefjast aðallega sýknu og málskostnaðar að mati dómsins, en til vara, að stefnukröfur verði lækkaðar og að málskostnaður verði felldur niður. Þann 10. maí 1976 ritaði iðnaðarráðuneytið stefnanda svohljóðandi bréf: „„Í framhaldi af viðræðum iðnaðarráðaherra og annarra fulltrúa ríkis- stjórnarinnar við fyrirsvarsmenn Hafnarfjarðarkaupstaðar um ráðstöfun tekna af framleiðslugjaldi álbræðslunnar við Straumsvík vill ráðuneytið hér með staðfesta að það er tilbúið áð beita sér fyrir eftirfarandi ráðstöfun gjaldsins að því er Hafnarfjörð snertir: 1. Af árlegri heildarfjárhæð gjaldsins rennur jafnvirði 240.000 banda- ríkjadollara til Hafnarfjarðarkaupstaðar, án tillits til skiptingar gjaldsins að öðru leyti. Upphæð þessi skal hækka í jafnvirði 250.000 bandaríkjadoll- ara á ári frá og með afhendingardegi rafmagns til þriðju stækkunar bræðsl- unnar, ef til hennar kemur, samkvæmt aðalsamningnum. 1392 2. Til Hafnarfjarðarkaupstaðar renna jafnframt 18% af árlegri heildar- fjárhæð gjaldsins. 3. Upphæð þá, er renna skal til Hafnarfjarðarkaupstaðar samkvæmt lið 1, má endurskoða með hliðsjón af þróun fasteignaskatta á tveggja ára fresti, í fyrsta skipti 1. janúar 1979, með samningum milli ríkisstjórnarinnar og Hafnarfjarðarkaupstaðar, og getur hvor aðili um sig óskað endurskoð- unarinnar. Ákvæði 3. liðar um endurskoðun eru fyrirhuguð vegna þess, að hin til- tekna fjárhæð samkv. 1. lið hefur verið ákveðin með hliðsjón af fasteigna- sköttum. Er endurskoðunarákvæðinu ætlað að gera kleift að halda eðlilegri samsvörun milli þeirra skatta og fjárhæðarinnar eftir því sem atvik liggi til á hverjum tíma. Ofangreindum reglum er ætlað að gilda um framleiðslugjald, er fellur til af starfsemi álbræðslunnar eftir 1. október 1975. Um gjald af starfsem- inni til þess tíma fari eftir reglum 3. töluliðs 28. gr. laga nr. 93/1971, en ákvæði hans falli úr gildi með hinum nýju lögum.“ Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 11. maí 1976 var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Með því að Iðnaðarráðuneytið hefur heitið að beita sér fyrir því við Alþingi að tekjur Hafnarfjarðarbæjar af Álbræðslunni í Straumsvík verði á þann hátt sem greinir í bréfi ráðuneytisins, dags. 10. þ.m., til bæjarstjór- ans í Hafnarfirði heimilar bæjarstjórn bæjarstjóra að undirrita annan við- auka við hafnar- og lóðasamning milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenska Ál- félagsins h.f., í trausti þess að samkomulag það, sem fram kemur í nefndu bréfi verði lögfest þegar á yfirstandandi löggjafarþingi.“ Þessi ályktun var tilkynnt iðnaðarráðuneytinu með bréfi 12. maí 1976. Ekki hefur orðið af lögfestingu samkomulags á grundvelli greindra bréfa- skipta, en greiðslur hafa verið inntar af hendi samkvæmt efni þess. Þann 5. nóvember 1982 ritaði fjármálaráðuneytið stefnanda bréf þess efnis, að við skiptingu álgjalds ársins 1981 hefði verið tekið tillit til kostn- aðar við athugun á starfsemi álversins, þannig að kostnaðurinn hefði verið dreginn frá gjaldinu, áður en því var skipt milli rétthafa. Við skil á fram- leiðslugjaldi fyrir mánuðina ágúst og september 1982 voru dregnar frá hlut Hafnarfjarðarbæjar kr. 595.261,00. Hinn 11. nóvember 1982 gerði bæjar- ráð Hafnarfjarðar ályktun um mótmæli við þessari skerðingu sem broti á samkomulagi aðilja, og með bréfi, dags. 12. nóvember 1982, krafði stefn- andi fjármálaráðuneytið greiðslu kr. 595.261,00. Þann 16. nóvember s.á. voru mótmæli við nefndri skerðingu samþykkt á fundi bæjarstjórnar. 1393 Samkvæmt yfirliti ríkisbókhaldsins, dags. 25. nóvember 1982, er hluti bæjarsjóðs vegna kostnaðar við eftirlit með starfsemi álversins á árinu 1981 lækkaður í kr. 509.725,00, sem er stefnukrafan í málinu. Meginmálsástæða stefnanda er sú, að skerðing ríkissjóðs á hlutdeild Hafnarfjarðar sé brot á samkomulagi frá 10. maí 1976, sem gilt hafi í lög- skiptum aðilja frá 1. október 1975. Auk þess er því haldið fram, að krafa ríkisins um frádrátt á kostnaði vegna skattaeftirlits fari algjörlega í bága við þá grundvallarreglu, að ríkið greiði allan kostnað við skattaeftirlit og skattaframkvæmd í landinu. Við munnlegan málflutning var því auk þess haldið fram til stuðnings málsástæðum stefnanda að í 30. gr. aðalsamnings- ins milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse, sem veitt var lagagildi með lögum 76/1966, sé beinlínis lögfest, hvernig framleiðslugjaldið sé samsett, þannig að það eigi að koma að hluta til í stað beinna skatta til „kaupstaðarins“, sem í samningnum merkir Hafnarfjárðarkaupstaður skv. 1. gr. hans (1.01,d). Þá er því haldið fram, að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi fengið sinn hlut óskertan frá 1975 í samræmi við samkomulagið að frátöldum þeim afbrigðum, sem um er deilt í málinu. Meginmálsástæða stefndu er Sú, að enginn samningur liggi fyrir milli aðilja um það, hvern hlut Hafnarfjarðarbær skuli fá af álgjaldinu, bréf iðnaðarráðuneytisins frá 10. maí 1976 feli ekki í sér samningsskuldbindingu af neinu tagi, einungis fyrirheit um, að ráðuneytið muni beita sér fyrir lög- gjöf. Staðhæft er af hálfu stefndu, að Hafnarfjarðarbær hafi í raun verið látinn njóta hlutdeildar í álgjaldinu í samræmi við bréf iðnaðarráðuneytis- ins, þrátt fyrir að engin samningsskylda bindi ríkið til greiðslu þessara fjár- muna, og að Hafnarfjarðarbær geti í raun enga kröfu gert um hlutdeild í þessu fé, heimild til greiðslna úr ríkissjóði hafi helgast af fjárlögum og lögum um samþykkt ríkisreiknings fyrir eitt ár í senn og verið veitt eftir á með þeim hætti. Þá er því haldið fram, að í hartnær áratug hafi fram- kvæmdin verið sú, að kostnaður vegna skattaeftirlits hafi verið dreginn frá álgjaldinu, áður en það hafi komið til skipta milli þeirra þriggja aðilja, sem gjaldsins eigi að njóta. Því er haldið fram, að ekkert komi fram í bréfi iðnaðarráðuneytisins sem breytt geti þessari niðurstöðu. Stefndu telja það á misskilningi byggt, að með orðalagi bréfsins hafi verið ætlunin að breyta í nokkru frá framkvæmd varðandi það, að kostnaður kæmi til frádráttar álgjaldi, áður en það kæmi til skipta. Til viðbótar þessum rökum er því haldið fram af hálfu hinna stefndu, að um sé að ræða eðlilega og sann- gjarna reglu, skattaeftirlit með álverinu í Straumsvík hafi verulega og raunhæfa þýðingu, en Hafnarfjarðarbær njóti afraksturs af þessu eftirliti á sama hátt og aðrir, þ.e. byggðasjóður og iðnlánasjóður, sem fái hluta af gjaldinu. Af hálfu stefnanda er á það bent, að þegar bréf ráðuneytisins var ritað, 88 1394 hafi enn verið í gildi ákvæði 28. gr. laga nr. 93/1971 um hlutdeild Hafnar- fjarðarkaupstaðar í álgjaldi og að engan veginn hafi verið gert ráð fyrir, að réttur kaupstaðarins til hlutdeildar í álgjaldinu skyldi falla niður með niðurfellingu þeirra laga, þótt ekki væru tekin upp ný efnisákvæði í lög 63/1976 og heildarlög 97/1976 um Framkvæmdastofnun, sem tóku við af lögum 93/1971 um sama efni. Því er haldið fram, að Alþingi hafi 7 til 8 sinnum staðfest efnisatriði samkomulagsins með fjárlögum og staðfest- ingu á ríkisreikningum. Auk skriflegra sönnunargagna hafa komið fyrir dóminn aðiljaskýrslur og vitnisburðir eftirtalinna manna: Vætti Garðars Ingvarssonar og Hjartar Torfasonar, sem voru meðal fulltrúa ríkisins í viðræðunefnd við fulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar um hlut Hafnarfjarðar í framleiðslugjaldinu, aðiljaskýrsla Einars Inga Halldórssonar bæjarstjóra og vætti Guðbjörns Ólafssonar bæjarritara, Kristins Ó. Guðmundssonar, fyrrverandi bæjar- stjóra, og Matthíasar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra. Af þessum gögnum og öðrum kemur fram, að á árinu 1976 fóru fram samningaviðræður milli fulltrúa ríkisins og Hafnarfjarðarkaupstaðar um hlut Hafnarfjarðarkaup- staðar í framleiðslugjaldinu sem leiddu til samkomulags þess efnis, sem fram kemur í bréfi ráðuneytisins frá 10. maí 1976. Samið var frumvarp sama efnis, lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar 13. maí 1975 og samþykkt þar. Ekki varð þó af því, að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi, en þann 10. júní 1976 gaf fjármálaráðherra út reglur til bráðabirgða um ráðstöfun tekna af framleiðslugjaldi álbræðslu í Straumsvík, sem fólu í sér efnisatriði samkomulagsins og frumvarpsins. Í bréfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, dags. 28. október 1974, segir, að komið hafi í ljós, að frá framleiðslugjaldi hafi verið dregið vegna endur- skoðunar á bókhaldi Ísals samkvæmt ósk fjármálaráðuneytisins. Er því mótmælt í bréfinu, að Hafnarfjarðarbæ beri á nokkurn hátt að standa undir kostnaði af slíkri endurskoðun, og þess krafist, að vangreiddur hluti Hafnarfjarðarbæjar af framleiðslugjaldi á áli fyrir útflutning í september 1974, kr. 344.237,00, verði greiddur bæjarsjóði þegar í stað. Í svarbréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 20. nóvember 1974, segir, að ráðuneytið geti ekki fallist á kröfuna og telji eðlilegt, að kostnaður þessi sé borinn af þeim aðiljum, sem njóti tekna af framleiðslugjaldi af útfluttu áli, enda sé ljóst, að tilgangur endurskoðunar á bókhaldi Ísals sé sá að gæta hagsmuna þessara aðilja. Fram hefur komið í málinu, að ekkert var um það atriði rætt í samningaviðræðunum, hvort Hafnarfjarðarbær ætti að sæta frá- drætti af hluta sínum í framleiðslugjaldi vegna kostnaðar, og virðast samn- ingamenn hvors aðilja hafa haft sinn skilning á túlkun samningsins að þessu leyti, og kröfugerð af hálfu Hafnarfjarðarkaupstaðar út af frádrættinum frá árinu 1974 féll niður. Hjörtur Torfason sagðist telja, að með orðunum 1395 „„heildarfjárhæð gjaldsins““ hafi einungis verið átt við skattinn almennt sem tekjuandlag til skiptingar á milli aðilja og með þessu hafi verið ætlunin að vísa til þess, að miða ætti uppgjörið milli aðiljanna við skattinn, eins og hann legði sig eftir árið, orðin „árleg heildarfjárhæð““ í 2. tl. hafi verið notuð til að undirstrika, að miða ætti við heildarfjárhæð án frádráttar á þeim 240.000 eða 250.000 bandaríkjadölum sem átti að greiða samkvæmt 1. lið. Matthías Á. Mathiesen, sem var fjármálaráðherra á þeim tíma, er hér um ræðir, segir, að það hafi verið skilningur manna frá upphafi, að um leið og almenn gjöld til Hafnarfjarðarkaupstaðar væru felld niður, þá rynni viss hluti af álgjaldinu óskertu til Hafnarfjarðarkaupstaðar. Hann segir sér sýnast, að ákvæði bráðabirgðareglugerðarinnar, sem hann undir- ritaði sjálfur, staðfesti, að hlut kaupstaðarins hafi ekki verið ætlað að fara neitt annað en til Hafnarfjarðarkaupstaðar og vera honum til ráðstöfunar. Samkvæmt vottorði ríkisbókhaldsins dags. 30. mars 1983 hefur kostnaður, sem ríkissjóður hefur orðið að leggja út vegna tekjuöflunar, áður en heildarfjárhæð álgjalds hvers árs hefur verið skipt milli rétthafa, verið sem hér greinir á árunum 1975-1982: Samkvæmt vottorði ríkisbókhaldsins dags. 30. mars 1983 hefur kostnaður, sem ríkissjóður hefur orðið að leggja út vegna tekjuöflunar, áður en heildarfjárhæð álgjalds hvers árs hefur verið skipt milli rétthafa, verið sem hér greinir á árunum 197S-1982: Árið 1975 gkr. 3.798.370 < 1976 “ CC 1.117.437 “ 1980 “e 12.480.000 “1981 nýkr. 2.831.803 “1982 nýkr. 4.297.920 Frádráttarliðurinn á árinu 1980, gkr. 12.480.000, var vegna greiðslna til Landgræðslusjóðs fyrir vatnstöku ÍSALS í nokkur ár. Frádrátturinn á árunum 1975, 1976, 1981 og 1982 var vegna endurskoðunar. Hann skiptist sem hér greinir Í nýjum krónum talið: 1975 1976 1981 1982 1. Aðkeypt sérfræðiþjónusta, innlend og erlend, þar með frá Coopers á Lybrand 31.178 11.174 2.505.202 3.524.785 2. Ferða- og dvalarkostnaður 806 — 97.646 161.037 3. Funda- og risnukostnaður — — 39.951 87.444 4. Annar kostnaður — — 189.004 524.654 Samtals nýkr. 37.984 11.174 2.831.803 4.297.920 1396 Eins og áður hefur komið fram, var einnig um að ræða frádrátt á árinu 1974, og skv. upplýsingum umboðsmanns stefndu mun frádráttur hafa átt sér stað á árinu 1973, en ekki áður. Af stefnda hálfu hefur komið fram, að upplýsingar af hálfu stefndu um frádrátt hafi jafnan verið af skornum skammti, þannig að það hafi verið vandkvæðum bundið fyrir bæjaryfirvöld að gera sér grein fyrir, hvort frá- drætti var beitt eða ekki. Stefnandi heldur því fram, að engar upplýsingar hafi komið fram um frádrátt fyrr en á árinu 1974 og að þá hafi honum þegar í stað verið mótmælt, en mótmælin verið látin falla niður vegna þeirra hagsbóta, sem þeir samningar færðu kaupstaðnum, sem gerðir voru í tilefni af stækkun álversins. Við munnlegan málflutning var lögð áhersla á það af hálfu stefndu, að framleiðslugjaldið samkvæmt hinum lögfestu samningum við Alusuisse sé ríkissjóðstekjur. Þá var sú skoðun ítrekuð af hálfu ríkisvaldsins, að enginn bindandi samningur hefði verið gerður milli aðiljanna, heldur einungis veitt fyrirheit um, að iðnaðarráðuneytið beitti sér fyrir löggjöf í samræmi við niðurstöður viðræðna aðiljanna. Á það er bent, að bráðabirgðareglugerðin hafi ekki verið birt og einungis ætluð til að þjóna sem „innanhússgagn““ í Stjórnarráðinu, lagaheimilda hafi síðan verið aflað eftir á, árlega. Byggt er á skýringum Hjartar Torfasonar um skilning á ákvæðum samkomulags- ins. Þann 6. júní 1966 tóku gildi lög nr. 60/1966 um Atvinnujöfnunarsjóð. Í 3. gr. þeirra laga segir, að meðal tekna sjóðsins séu skattgjald álbræðslu við Straumsvík að frádregnum 25% skattgjaldsins, er renna á 9 fyrstu árin til Hafnarfjarðarkaupstaðar og 4,1%, er rennur til Iðnlánasjóðs. „„Að 9 árum liðnum skal hlutdeild Hafnarfjarðarkaupstaðar af skattgreiðslunni lækka í 2070, en hlutur Atvinnujöfnunarsjóðs aukast að sama skapi.“ Með gildistöku laga 76/1966 þann 16. júní 1966 tóku gildi ákvæði samnings milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse um álbræðslu í Straumsvík. Í inngangi samningsins segir, að Hafnarfjarðarkaupstaður sé reiðubúinn að byggja hafnarmannvirki við Straumsvík og hafi lögformlega samþykkt í rafmagns- samningi og hafnar- og lóðarsamningi að efna og takast á hendur þær skuldbindingar, sem lagðar eru á hann með tilteknum ákvæðum aðalsamn- ingsins. Í 25. gr. aðalsamningsins (25.01) segir, að með þeim undantekning- um, er greinir í 31. gr., og í stað allra skatta nú eða síðar, venjulegra eða sérstakra, sem greiða beri skilyrðislaust eða í sérstökum tilgangi samkvæmt íslenskum lögum, skuli leggja á Ísal, þ.e. Íslenska Álfélagið h.f., og því vera skylt að greiða, eitt framleiðslugjald, er lagt sé á og greitt af hverri smálest áls, sem afskipað sé frá bræðslunni eða sem teljist umframbirgðir, eins og ráðgert sé í 28. gr. Í 30. gr. (30,06) eru taldir þeir skattar „sem nú eru álagðir samkvæmt íslenzkum lögum““ og sem hafa verið teknir inn 1397 í framleiðslugjaldið. Meðal þeirra eru talin tekjuútsvar, eignaútsvar, fast- eignaskattur og aðstöðugjald. Eftir að samningurinn var gerður og stað- festur, hafa orðið breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga. Lög 69/1966 voru felld úr gildi með lögum 93/1971 um Framkvæmdastofnun ríkisins. Í 28. gr. þeirra laga segir, að tekjur Byggðasjóðs séu m.a. skattgjald af álbræðslu í Straumsvík að frádregnum 25% skattgjaldsins er renna eigi til Hafnarfjarðarkaupstaðar, og 4,1%, er rennur til Iðnlánasjóðs. „Frá og með októbermánuði 1978 lækkar hlutdeild Hafnarfjarðarkaupstaðar í 20%, en hlutur Byggðasjóðs eykst að sama skapi.“ Þann 11. júní 1976, þ.e. daginn eftir að reglur til bráðabirgða um ráðstöfun tekna af fram- leiðslugjaldi álbræðslu í Straumsvík voru undirritaðar, tóku gildi lög 63/ 1976 um breyting á lögum nr. 93/1971 um Framkvæmdastofnun ríkisins. Lög þessi fólu m.a. í sér breytingu á 28. gr. laganna, þannig að í stað ákvæðis þess, sem áður var rakið, segir nú, að meðal tekna Byggðasjóðs sé framlag úr ríkissjóði, þannig að árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins verði eigi lægra en sem svarar 2% af útgjöldum fjárlaga. Ákvæðin um hlutdeild Hafnarfjarðarkaupstaðar eru þannig felld niður. Samtímis þessu tóku gildi lög 42/1976 um annan viðauka við aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. Með þessum samningi var gerð nokkur breyting á 25. gr. aðalsamningsins um framleiðslugjald og á fleiri greinum samnings- ins um þetta gjald, þ.á m. 29. gr., þar sém rætt er um útreikning fram- leiðslugjalds og um framleiðslugjaldsskýrslu Ísals, sem skal háð eðlilegum aðgerðum til samprófunar og eftirlits. Þá segir, að ríkisstjórnin hafi rétt til að skipa á sinn kostnað alþjóðafyrirtæki óháðra löggiltra endurskoðenda til að yfirfara og samprófa reikninga Ísals. Á árinu 1981 virðist hafa hafist umfangsmikil endurskoðun skv. þessu ákvæði og mun hafa orðið af henni mikill kostnaður, sem dreginn hefur verið frá framleiðslugjaldinu, áður en það hefur komið til skipta milli aðilja. Þegar litið er til þess, að þegar sammingaviðræður aðiljanna fóru fram á árinu 1976, hafði komið upp ágreiningur um sams konar frádrátt vegna kostnaðar og nú er deilt um, að deilur þessar féllu niður, án þess að stefn- andi kæmi fram kröfu sinni um endurgreiðslu og að ekkert virðist hafa verið um þetta rætt í samningaviðræðunum, og einkum þegar litið er til þess, sem fram hefur komið til skýringar á orðalagi samkomulagsins, þykir verða að telja, að stefnandi geti ekki byggt kröfur sínar í þessu máli á því, að svo hafi verið um samið milli aðilja, að stefnandi ætti að fá sinn hluta af framleiðslugjaldinu, þannig að enginn kostnaður kæmi þar til frádráttar. Af þeim lagaákvæðum, sem rakin hafa verið, þykir engin óyggjandi ályktun verða dregin um, að stefnandi eigi að vera undanþeginn þátttöku í kostnaði þessum. Löggjöfin um álverksmiðjuna í Straumsvík er frávik frá almennum reglum laga um atvinnurekstarréttindi útlendinga hér á landi, 1398 sbr. einkum 3. og 4. gr. laga nr. 79/1971, nú lög nr. 42/1978. Fyrirtæki þetta er svo stórt og hafði slíka sérstöðu í íslensku atvinnulífi, að hæpið verður að telja, að draga megi víðtækar ályktanir um rétt Hafnarfjarðar- kaupstaðar af ákvæðum laga um tekjustofnun sveitarfélaga og almennum ákvæðum laga um skattaeftirlit að því er varðar rétt sveitarfélagsins til gjalda vegna starfsemi álversins í umdæmi kaupstaðarins. Samkvæmt hinni sérstöku löggjöf um álverið, er skattaeftirlit í höndum ríkisstjórnarinnar, en af því verður ekki dregin sú ályktun, að ríkissjóður eigi að bera óbættan allan kostnað af eftirliti með því, að rétt skil séu gerð á framleiðslugjaldinu. Eftir öllum atvikum þykir eðlilegt og réttmætt, að sá kostnaður, sem hér um ræðir, sé dreginn frá framleiðslugjaldinu, eins og gert hefur verið áður en það kemur til skipta milli rétthafa. Samkvæmt þessu þykir bera að fallast á sýknukröfu stefndu í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, bæjarstjórans í Hafnarfirði f.h. bæjarsjóðs, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 9. desember 1985. Nr. 117/1983. Dánarbú Lárusar Fjeldsted (Haraldur Blöndal hrl.) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.) Lögtaksgerð úr gildi felld. Skattar. Dómkröfur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. 1399 Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 13. júní 1983. Hann krefst þess aðallega, að lögtak verði ekki látið ná fram að ganga fyrir hærri fjárhæð en 52.276,00 krónum án vaxta, en til vara, að lögtak nái einungis til 67.814,00 króna án vaxta. Hann krefst einnig málskostnaðar í fógetarétti og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur að því er varðar málskostnað, en til vara, að hann verði staðfestur. Í báðum tilvikum krefst hún málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Aðalkrafa stefndu er byggð á því, að lögtakskrafan sé að fullu greidd, þar sem greiðslur, er bárust frá áfrýjanda eftir uppkvaðn- ingu hins áfrýjaða úrskurðar, hafi verið látnir ganga til greiðslu á henni. Vegna kröfugerðar stefndu fyrir Hæstarétti og þar sem rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður í héraði falli niður, ber að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Magnúsar Thoroddsen og Magnúsar Þ. Torfasonar. Málflutning og kröfugerð áfrýjanda verður að skilja svo, að hann viðurkenni að skulda stefnda dráttarvexti af opinberum gjöldum álögðum 1981 og 1982. Mótmæli hann ekki, að lögtak geti náð fram að gagna fyrir þeim fjárhæðum, sem hann tiltekur í kröfugerð sinni. Er í aðalkröfu miðað við, að stefndi megi aðeins reikna sér dráttar- vexti frá 10. degi næsta mánaðar eftir gjalddaga hverrar greiðslu, sem í gjalddaga fellur, en í varakröfu, að rétt sé sú aðferð stefnda að reikna dráttarvextina frá gjalddaga. Aðalkrafa stefnda gengur skemmra en varakrafa hans. Aðal- krafan er miðuð við, að stefnda hafi verið heimilt að láta greiðslur frá Lárusi Fjeldsted ganga upp í elstu skuldir hans, hvað sem leið 1400 fyrirmælum Lárusar um annað. Varakrafan virðist hins vegar á því reist, að verði talið, að stefnda hafi borið að virða fyrirmæli, er Lárus Fjeldsted gaf, þegar hann innti af hendi greiðslur inn á gíró- reikning stefnda um, að þær skyldu ganga upp í gjöld ársins 1983, séu enn ógreiddar skuldir þær, sem lögtaks er krafist fyrir í þessu máli. Reikningsfærsla stefnda leiddi til þess, að hann beiddist lögtaks hjá Lárusi Fjeldsted 24. maí 1984 fyrir gjöldum álögðum 1983, að fjárhæð 77.170,00 krónur, auk 1.784,00 króna í dráttarvexti, eða alls fyrir 78.954,00 krónum, og alls kostnaðar og áfallinna og áfall- andi dráttarvaxta. Gerði fógeti hinn 20. júní 1984 lögtak í bifreiðum R 393, af gerðinni Plymouth Volare Prem, árgerð 1977, og R 59365, af gerðinni Chrysler 160, árgerð 1972, fyrir framangreindum kröf- um. Því lögtaki áfrýjaði Lárus til Hæstaréttar til niðurfellingar með stefnu 27. júlí 1984. Er það hæstaréttamál nr. 139/1984. Eru kröfur stefnda í því máli þær, að sú lögtaksgerð verði staðfest. Svo sem fyrr segir, viðurkennir áfrýjandi skuld við stefnda, sem hinn áfrýjaði úrskurður tekur til, en þó lægri en þá, sem áfrýjandi krafðist lögtaks fyrir og fógeti heimilaði lögtak fyrir með úrskurði sínum. Af því, sem fram er komið í málinu um aðferð stefnda við færslu á innborgunum Lárusar Fjeldsted inn á gjaldareikning sinn, svo og af lögtaksbeiðni stefnda 24. maí 1984 og enn fremur af kröfugerð hans í hæstaréttarmálinu nr. 139/1984 er helst að ætla, að stefndi telji gjaldskuldir áfrýjanda ásamt dráttarvöxtum hafa einungis numið 78.954,00 krónum, er lögtaksbeiðnin í því máli var rituð. Þar sem það felst í kröfugerð áfrýjanda sjálfs, að hann krefst þess, að hin áfrýjaða lögtaksgerð verði staðfest fyrir þeirri fjárhæð, sem hann viðurkennir að skulda stefnda, og þar sem aðferð sú, sem hann beitir við útreikning á upphafstíma dráttarvaxta í aðalkröfu sinni, hefur ekki stoð í 112. grein laga nr. 75/1981 eða 43. grein laga nr. 73/1980, sbr. 3. grein laga nr. 95/1982, ber að taka vara- kröfu hans til greina. Þykir kröfugerð stefnda ekki standa því í vegi, eins og hér stendur sérstaklega á. Samkvæmt framansögðu teljum við, að staðfesta beri hið áfrýj- aða lögtak fyrir 67.814,00 krónum og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda samtals 25.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1401 Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 20. maí 1983. Lögtaksmál þetta var tekið til úrskurðar 10. þ.m. Gerðarbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík, en gerðarþoli Lárus Fjeldsted, Laufásvegi 35, Reykjavík, nafnnr. 6012-8006. Páll Þorsteinsson borgarfógeti kvað upp úrskurðinn. Endanlegar kröfur gerðarbeiðanda, eins og þær komu fram í greinargerð og málflutningi hans, eru, að lögtak verði heimilað hjá gerðarþola til trygg- ingar eftirstöðvum opinberra gjalda hans sem nemi eftirstöðvum með dráttarvöxtum pr. 10/2'83 kr. 153.800, skv. gjaldareikningi auk þess nái lögtakið til áfallandi dráttarvaxta og málskostnaðar að mati fógeta. Kröfur gerðarþola eru, að lögtak verði eigi látið ná fram að ganga fyrir hærri fjárhæð en kr. 52.276, sem séu ógreiddir vextir, er gerðarþoli viður- kenni að skulda gerðarbeiðanda vegna álagningar opinberra gjalda 1981 og 1982. Til vara krefst gerðarþoli, að lögtakið nái ekki fram að ganga fyrir hærri fjárhæð en kr. 67.814 og séu þá vextir reiknaðir miðað við gjalddaga, eins og gerðarbeiðandi haldi fram, að réttir séu. Gerðarþoli krefst og máls- kostnaðar að mati fógeta. Gerðarbeiðandi fór þess á leit við fógeta þann 14. október 1982, að hann gerði lögtak hjá gerðarþola til tryggingar eftirstöðvum opinberra gjalda hans, sem þá voru skv. rskj. nr. 1 kr. 650.538 með dráttarvöxtum, en almennur lögtaksúrskurður hafði verið kveðinn upp 16. ágúst 1982 og birtur á tilskilinn hátt. Þann 24. febrúar sl. var mætt af hálfu gerðarþola hjá fógeta og mótmælt lögtaki til tryggingar hærri upphæð en kr. 46.202, en þá upphæð taldi gerðarþoli ógreidda dráttarvexti til gerðarbeiðanda. Þann 8. mars sl. mættu umboðsmenn aðilja hjá fógeta, og gerðarbeiðandi lagði fram greinargerð sína ásamt skjölum. Þann 29. mars sl. var enn þingað í málinu, og í þinghaldi 4. þ.m. töldu aðiljar gagnaöflun lokið. Málið var síðan flutt 9. þ.m. Samkvæmt þeim gögnum, sem liggja fyrir í þessu máli, má rekja að- draganda þess aftur til ársins 1979, en gerðarþoli komst í vanskil með opin- ber gjöld þessa árs. Hann fékk síðan lækkun álagningar, en sætti sig ekki við útreikninga Gjaldheimtunnar í Reykjavík á dráttarvöxtum, sem þessu var samfara, og taldi þá til muna of háa. Af þessari ástæðu kveðst gerðar- þoli hafa óskað þess, að greiðslum sínum yrði síðan varið upp í síðari álögð opinber gjöld sín, en ekki dráttarvextina, sem reiknaðir voru vegna van- skilagjalda ársins 1979, en þá ætlaði hann ekki að greiða, fyrr en hann fengi viðunandi skýringu á þeim að sínu mati. Síðan þessi ágreiningur kom upp, hefur gerðarþoli ekki viðurkennt, að skuldastaða sín hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík væri eins og hún hefur verið birt honum með árlegum gjaldheimtuseðlum og í innheimtuaðgerðum. Á árinu 1980 mótmælti gerðarþoli lögtakskröfu gerðarbeiðanda, sem 1402 byggð var á skuldastöðu hans, eins og gerðarbeiðandi hélt fram, að hún væri. Þann 12. okt. 1981 kvað fógeti upp úrskurð. Úrskurðurinn fjallaði einungis um málskostnað, þar sem gerðarbeiðandi hafði dregið lögtaks- kröfu sína til baka á grundvelli þess, að samkvæmt gjaldareikningi væri engin skuld lengur hjá gerðarþola vegna eftirstöðva ársins 1980, sem gerðarbeiðnin var út af. Eftir gögnum málsins virðist gerðarbeiðandi hafa varið greiðslum frá gerðarþola til að greiða skuldir hans skv. gjaldheimtu- reikningi nokkurn veginn í aldursröð þrátt fyrir óskir gerðarþola um aðra skipan á því og að skuld hans frá 1979 væri haldið aðgreindri. Í því máli, sem nú er rekið hér fyrir réttinum, hefur gerðarbeiðandi lagt fram tölvuútskriftir af gjaldareikningi gerðarþola hjá sér, eins og hann hefur verið færður hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Gerðarþoli hefur að sínu leyti lagt fram útreikninga á skuldastöðu sinni, eins og hann telur, að hún ætti að vera, hvað varðar lögtakskröfu gerðar- beiðanda, þ.e. ef gerðarbeiðandi hefði látið færa greiðslur hans eins og hann óskaði með áritun á gíróseðlum. Gerðarþoli telur, að hann skuldi ekkert nema dráttarvexti frá árunum 1981 og 1982, hins vegar skuldi hann einnig dráttarvexti vegna álagningar 1979, sem alls ekki sé heimilt að draga inn í þessa lögtakskröfu. Gerðarþoli telur, að á sig hafi fallið mun hærri dráttarvextir vegna þess, hvernig greiðslur hans voru færðar en hefðu þær verið færðar á þann hátt er hann óskaði. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, og eftir gögnum málsins, þá snýst ágreiningur aðilja í fyrsta lagi um, hvort gerðarbeiðanda hafi verið heimilt að ráðstafa greiðslum gerðarþola á vangoldnum opinberum gjöldum hans eftir sínu kerfi án tillits til fyrirmæla gerðarþola á gíróseðlum um, hvernig greiðslum skyldi varið, eða hvort gerðarbeiðanda bar að hlíta þeim fyrirmælum. Í öðru lagi er deilt um réttarlega stöðu tölvuútskrifta og bók- halds gerðarbeiðanda og hvort hann hafi fullnægt formkröfum réttarfarsins um skýra kröfugerð í því sambandi. Í þriðja lagi er deilt um, frá hvaða tíma dráttarvextir skuli reiknaðir, sbr. kröfu og varakröfu gerðarþola. Á hinn bóginn er réttmæti álagðra skatta á gerðarþola og að greiðslur hans hafi verið færðar á gjaldareikning hans á réttum tíma ekki dregið í efa. Gerðarþoli telur, að það sé viðurkennd regla í kröfurétti, að þeim, er skuld á að gjalda, beri réttur til að ákveða það, hverri af fleiri Ógreiddum skuldum hann fullnægir með ákveðinni greiðslu. Gerðarbeiðandi telur hins vegar, að þessi kröfuréttarregla, sem gerðarþoli vísi til, sé ekki án undan- tekninga og hún eigi alls ekki við um opinbera skattinnheimtu. Hann bendir t.d. á, að síðan Gjaldheimtan í Reykjavík var stofnuð með lögum nr. 68/ 1962, hafi löggjafinn skotið loku fyrir, að skattborgarar í Reykjavík gætu valið á milli að greiða til ríkis eða borgar. Hann telur, að raunar taki ákvæði XIII. kafla laga nr. 75/1981 og innheimtureglur laga nr. 73/1980 1403 af öll tvímæli um það, í hvaða röð greiðslur skattgreiðanda skuli færðar hjá innheimtuaðilja og bendir sérstaklega á ákvæði 110. gr. laga nr. 75/ 1981, sem hann segir óframkvæmanleg, ef skattgreiðandi gæti valið á milli að greiða áætlaða fyrirframgreiðslu greiðsluársins á undan eftirstöðvum fyrra árs. Gerðarbeiðandi telur, að þó sé í tilvikum, eins og þegar deilt er um ákveðna álagningu eða þegar skattgreiðandi vill fá að greiða ákveðna skuld til að koma í veg fyrir nauðungarsölu á eignum sínum, þá sé heimilt að víkja frá þeirri forgangsröð, sem fjármálaráðuneytið hafi sett innheimtu- aðiljum um, hvernig greiðslum skuli varið. Gerðarbeiðandi dregur í efa, að á gerðarþola hafi fallið hærri dráttar- vextir vegna þess, að greiðslur hans voru færðar á venjulegan hátt, en ekki eins og hann óskaði. Á hinn bóginn telur gerðarbeiðandi, að ef útreikningar gerðarþola standist að þessu leyti, þá sé fjarri öllu lagi að heiðra slíkt mis- rétti, sem þá væri á komið milli þeirra, sem taka laun hjá sjálfum sér, og gætu þá með greiðslum gegnum gíró stýrt færslum hjá gerðarbeiðanda, eins og þeim væri hagfelldust vaxtalega, og hinna sem þiggja laun hjá öðrum og geta engu um ráðið varðandi þessar færslur. Fógeti fellst á það með gerðarbeiðanda, að gerðarþoli hafi ekki, eins og á stóð, átt rétt á að greiðslur hans til gerðarbeiðanda væru færðar eins og hann óskaði með áritun á gíróseðla. Og þar sem ekki er véfengt, að greiðslurnar voru færðar eins og almennt gerðist hjá gerðarbeiðanda á þeim tíma, sem hér um ræðir, verður ekki af þessum sökum synjað um lögtak. Gerðarbeiðandi heldur því fram að rskj. nr. 15-16, sem eru tölvuútskriftir af gjaldareikningi gerðarþola hjá gerðarbeiðanda, séu opinber skjöl í skiln- ingi 158. gr. laga nr. 85/1936. Gerðarþoli mótmælir þessum skilningi gerðarbeiðanda og telur þvert á móti, að upplýsinga- og sönnunargildi þessara „tölvuútskrifta sé harla takmarkað. Gerðarþoli telur, að texti og útfærsla tölvuútskriftanna sé ruglingslegur og ámælisvert, að dráttarvextir séu reiknaðir, án þess að þess sé getið, af hvaða höfuðstól þeir séu reiknaðir hverju sinni. Gerðarbeiðandi heldur því fram, að form reikningsfærslna sinna sé viðurkennt af stjórnvöldum, eins og sjá megi m.a. á því, að það hafi verið tekið upp af innheimtuaðiljum í nágrannalöndunum og á Akureyri og það standi til, að þetta form á reikningsfærslum verði alls staðar í landinu tekið upp hjá opinberri innheimtu. Gerðarbeiðandi kveðst ekki vilja leggja reikn- ingsfærslur sínar á gjaldareikningi gerðarþola öðru vísi fyrir réttinn eða gerðarþola, þar sem þetta sé hið almenna form á gjaldareikningum gjald- enda hjá innheimtuaðiljum hins opinbera. Gerðarbeiðandi segir, að hins vegar hafi aldrei staðið á sér að gefa skýringar á hverri einstakri færslu á gjaldareikningum sínum, ef eftir því var leitað, en hann hafni því alfarið að setja reikningana upp á annan hátt eða láta handfæra þá upp á gamlan 1404 móð, þó að gjaldandi krefðist þess, því ef látið væri undan slíkum kröfum, væri ekki séð fyrir endann á því, í hvílíku umfangi þær yrðu og hvað langt þær gengju, ef til vill allt að því að handfæra hvern reikning án nokkurs stuðnings reikningsvéla. Fógeti telur, að ekki sé rétt að blanda saman formkröfum réttarfarsins og reikningshaldi opinberrar innheimtu, eins og gert hefur verið í þessu máli. Hann telur, að fógetarétturinn eigi ekki að segja fyrir um hvernig bókhald gerðarbeiðanda eigi að vera, heldur aðeins hvort lögtak eigi að fara fram eða ekki á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir liggja. Hann telur, að rskj. nr. 15-16 séu ekki opinber skjöl í skilningi 158. gr. laga nr. 85/ 1936, en eigi að síður beri að telja þau með réttu innihaldi samkvæmt efni sínu, uns því sé hnekkt. Það hefur gerðarþola ekki tekist að mati fógetans. Fógeti telur, að vegna þeirrar venju og starfsreglu að taka reikninga gerðarbeiðanda með ástimplaðri lögtaksbeiðni til greina sem formlega rétta lögtaksbeiðni, þá verði nú ekki vikið frá því, þrátt fyrir mótmæli gerðar- þola, enda telur hann, að gerðarþoli verði ekki fyrir réttarspjöllum af þeirri ástæðu. Samkvæmt 112. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 110. gr. sömu laga ber að reikna dráttarvexti frá gjalddaga, en ekki frá tíunda degi næsta mánaðar á eftir gjalddaga, eins og gerðarþoli telur, sbr. aðalkröfu hans. Fógeti fellst þannig á kröfur gerðarbeiðanda um lögtak á ábyrgð gerðar- beiðanda og eftir atvikum þyki honum rétt að leggja málskostnað á gerðar- þola. Telst hæfilegur málskostnaður vera kr. 8.000. Því úrskurðast: Lögtak fer fram á ábyrgð gerðarbeiðanda hjá Lárusi Fjeldsted, Laufásvegi 35, Reykjavík, nafnnr. 6012-8006, til tryggingar vangoldn- um eftirstöðvum opinberra gjalda hans að upphæð með dráttarvöxtum per. 10.2. 1983 kr. 153.800 samkvæmt gjaldareikningi auk áfallandi dráttarvaxta til greiðsludags. Gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda kr. 8.000 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1405 Mánudaginn 9. desember 1985. Nr. 139/1984. Dánarbú Lárusar Fjeldsted (Haraldur Blöndal hrl.) gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl.) Lögtaksgerð úr gildi felld. Skattar. Dómur Hæstaréttar, Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 27. júlí 1984. Hann krefst þess aðallega, að hið áfrýjaða lögtak verði úr gildi fellt og stefnda verði dæmd til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að lögtak verði einungis gert fyrir 16.864,00 krónum. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða lögtaks til tryggingar 18.957,00 krónum. Hún krefst einnig málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Lárus Fjeldsted andaðist 9. mars 1985. Hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins. Samkvæmt gögnum máls þessa og því, sem fram kom við flutning málsins fyrir Hæstarétti, eru málavextir þeir, að stefnda, Gjald- heimtan í Reykjakvík, fór þess á leit við fógetarétt Reykjavíkur 14. október 1982, að lögtak yrði látið fram fara hjá áfrýjanda Lárusi Fjeldsted til tryggingar eftirstöðvum opinberra gjalda hans að fjár- hæð 650.538,00 krónum. Lárus mótmælti framgangi lögtaksins, og var rekið um það sérstakt mál fyrir fógetaréttinum. Endanlegar kröfur Gjaldheimtunnar við munnlegan flutning málsins 10. maí 1983 voru þær, að lögtak yrði látið fram fara fyrir eftirstöðvum opinberra gjalda Lárusar, sem væru að meðtöldum áföllnum drátt- arvöxtum miðað við 10. febrúar 1983 153.800,00 krónur. Úrskurður var kveðinn upp í málinu 20. maí 1983 á þá leið, að lögtak skyldi fara fram á ábyrgð Gjaldheimtunnar fyrir framangreindri upphæð auk áfallandi dráttarvaxta til greiðsludags og málskostnaðar. Lárus 1406 vildi ekki una þessum málalokum og áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Dómur gekk í málinu þar í dag, og var hinn áfrýjaði úrskurður úr gildi felldur, þar sem fram kom, að Gjaldheimtan taldi öll hin umdeildu gjöld greidd og gerði ekki kröfu til, að úrskurð- urinn yrði staðfestur nema um málskostnað. Lárus greiddi Gjaldheimtunni 226.221,00 krónu með gíróseðli 21. janúar 1983 og tók fram, að sú greiðsla væri lokagreiðsla álagningar 1982. Hann greiddi einnig sama dag með gíróseðli 27.461,00 krónu og tók fram, að þar væri um að ræða lokagreiðslu álagningar samkvæmt skattbreytingaseðli 30. nóvember 1981. Taldi hann sig með þessu hafa gert fullnaðarskil til Gjaldheimtunnar, þó þannig, að enn væri ágreiningur um útreikning dráttarvaxta, frá fyrri árum. Lárusi hafi verið gert að greiða alls 233.000,00 krónur fyrirfram upp í gjöld ársins 1983 samkvæmt gjaldheimtuseðli í janúar 1983, og skyldi hann greiða þá upphæð með fimm mánaðarlegum greiðsl- um, 46.600,00 krónum í hvert sinn frá febrúar til júní það ár. Lárus greiddi fyrstu fjórar greiðslurnar, alls 186.400,00 krónur, með gíró- seðlum 9. mars, 8. apríl, 9. maí og 9. júní og tók fram á þrem þeirra, að um væri að ræða fyrirframgreiðslur upp í gjöld hans 1983. Áður en hann innti fimmtu greiðsluna af hendi, var álagningu 1983 lokið, og námu álögð gjöld hans það ár alls 86.598,00 krónum. Taldi Lárus sig því vera búinn að greiða gjöldin fyrir 1983 að fullu og meira en það. Með skattbreytingaseðli 1. febrúar 1984 voru álögð gjöld Lárusar 1983 hækkuð um 5.791,00 krónu. Því er ómótmælt af hálfu Gjaldheimtunnar, að Lárus hafi áskilið, að þrjár af framangreindum greiðslum, alls 139.800,00 krónur, skyldu ganga til greiðslu á gjöldum hans álögðum 1983. Hins vegar ráðstafaði hún greiðslum þessum til lúkningar eldri skuldum hans, sem lögtaks hafði verið krafist fyrir, eins og áður segir, og taldi þetta heimilt samkvæmt þeim starfsreglum, sem um hana giltu samkvæmt lögum nr. 68/1962 um heimild til sameiginlegrar inn- heimtu opinberra gjalda og reglugerð nr. 95/1962 um sama efni. Enn fremur var af hennar hálfu einkum vitnað til XIII. kafla laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt og innheimtureglna laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Taldi Gjaldheimtan, að Lárus skuldaði enn 78.954,00 krónur hinn 24. maí 1984 og fékk gert lögtak hjá honum 20. júní það ár fyrir þeirri upphæð. Er það 1407 lögtak það, sem mál þetta snýst um. Á lögtaksbeiðni þeirri, sem var grundvöllur lögtaks þessa og dagsett er 24. maí, eru gjöld þau, sem gerðarþoli er talinn skulda, sundurliðuð þannig, að eftirstöðvar álagninar 1983 eru taldar 77.170,00 krónur og dráttarvextir 1.784,00 krónur. Er því ljóst, að lögtakið var eingöngu gert fyrir eftirstöðv- um gjalda Lárusar 1983, sem hann hafði skýrlega tekið fram, að hann væri að greiða með áðurnefndum gíróseðlum. Eins og áður greinir, áfrýjaði gerðarþoli úrskurði fógetaréttar um, að lögtak skyldi fara fram fyrir eftirstöðvum gjalda hans, eins og Gjaldheimtan taldi þær vera 10. febrúar 1983. Þarna var um afmarkað sakarefni að ræða. Verður að telja, að Gjaldheimtan hafi ekki haft rétt til þess, eins og hér stóð sérstaklega á, að láta greiðslur, sem Lárus hafði ætlað til greiðslu á gjöldum ársins 1983, renna til greiðslu á hinni umdeildu skuld, áður en máli því, sem rekið var út af henni fyrir fógetaréttinum, væri ráðið til lykta fyrir Hæstarétti, og svipta hann þannig rétti til að fá endanlega skorið úr ágreiningnum í því máli. Samkvæmt því, sem nú er rakið, ber að fella hina áfrýjuðu lög- taksgerð úr gildi. Eftir þessum úrslitum ber stefndu að greiða áfrýjanda 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hin áfrýjaða lögtaksgerð er úr gildi felld. Stefnda, Gjaldheimtan í Reykjavík, greiði áfrýjanda, dánar- búi Lárusar Fjeldsted, 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 20. júní 1984. Ár 1984, miðvikudaginn 20.6., kl. 10:45, var fógetaréttur Reykjavíkur settur að Laufásvegi 35 og haldinn af fulltrúa borgarfógeta Þorvaldi Ragnarssyni með undirrituðum votti. Fyrir var tekið: Beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík um að gera lögtak hjá Lárusi Fjeldsted fyrir opinberum gjöldum skv. gjaldheimtuseðli nr. 6012-8006 með áföllnum dráttarvöxtum þ. 24.5. 1984, kr. 1.784,00, samtals kr. 78.954,00 auk áfallandi dráttarvaxta, kostnaðar við gerð þessa og eftir- farandi uppboð ef til kemur. 1408 Fógeti lagði fram lögtaksbeiðni sem rskj. nr. 1 og nr. 2 bifreiðaskrá shlj.: Nr. 1-2 Fylgir með í ljósriti. | Almennur lögtaksúrskurður hefur verið kveðinn upp í dagblöðum á til- skilinn hátt. Gerðarþoli er ekki mættur í réttinum og enginn hans vegna þrátt fyrir lögmætar tilraunir fógeta til þess að fá einhvern til að taka málstað hans. Var þá skrifað upp: Skv. ábendingu gerðarbeiðanda skv. tölvuútskrift, sem lögð var fram sem rskj. nr. 2, bifr. R-393, teg. Plymouth Volare, Prem árg. '77, og R-59365, teg. Chrisler 160 árg. '72. Fallið var frá virðingu. Samkvæmt ofanskráðu er lögtak gert í ofangreindri eign gerðarþola til tryggingar gjaldskuldinni auk dráttarvaxta og alls kostnaðar, áfallins og áfallandi, og geymdum betra rétti þriðja manns. Fleira ekki tekið fyrir. Geðarþola verður tilkynnt um lögtakið. 1409 Mánudaginn 9. desember 1985. Nr. 234/1985. Lárus Haukur Jónsson gegn Gísla Árnasyni og Sigrúnu Margréti Ragnarsdóttur og gagnsök og Lárus Haukur Jónsson gegn Landsbanka Íslands Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins Búnaðarbanka Íslands Iðnaðarbanka Íslands h/f Alþýðubankanum h/f Útvegsbanka Íslands Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis Samvinnubanka Íslands h/f og P. Samúelssyni á. Co. h/f Frestur. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þetta úrskurða hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi áfrýjaði máli þessu með stefnu 1. nóvember 1985 til þingfestingar 2. desember 1985. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu málinu með stefnu 14. nóvember 1985 einnig til þingfestingar 2. desember sem hæstaréttarmáli nr. 246/1985. Er aðalsök hafði verið þingfest áðurgreindan dag beiddist aðal- áfrýjandi frests í málinu til 3. febrúar 1986, „,til gagnaöflunar, ágripsgerðar og greinargerðar“, en hann lagði hvorki fram dóms- gerðir né afhenti ágrip þeirra eða greinargerð í þinghaldi þessu. Stefndu Gísli Árnason og Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, sem gagnáfrýjað höfðu málinu svo sem sagt var, mótmæltu að lengri frestur yrði veittur en til janúarmánaðar n.k. Lögðu þau fram af sinni hendi dómsgerðir og afhentu ágrip þeirra og greinargerð til Hæstaréttar. Undir kröfu þeirra um að frestur yrði aðeins veittur til janúarmánaðar var tekið af hendi stefnda P. Samúelssonar á Co. h/f og annarra stefndu, er dómþing létu sækja. 89 1410 Er gagnsökin var þingfest síðar í sama þinghaldi var hún sam- einuð aðalsök sem hæstaréttarmál nr. 234/1985. Beiddust gagn- áfrýjendur þess sem fyrr, að málinu yrði einungis frestað til janúar- mánaðar, en aðaláfrýjandi óskaði eftir fresti til febrúarmánaðar svo sem hann hafði gert um aðalsök. Þar sem dómsgerðir og ágrip þeirra hafa þegar verði lögð fyrir Hæstarétt er eigi þörf á að veita aðaláfrýjendum svo langan frest sem 41. grein laga nr. 73/1975 tiltekur, enda er hans eigi beiðst. Umboðsmaður aðaláfrýjanda hefur tilkynnt Hæstarétti væntanlegar fjarvistir sínar erlendis dagana 14. desember 1985 til 15. janúar 1986. Samkvæmt því og þar sem að sýnt er, að mál þetta getur ekki orðið flutt í Hæstarétti í janúar, verður hinn umbeðni frestur veittur til febrúarmánaðar næstkomandi samkvæmt beiðni aðal- áfrýjanda. Kröfu aðaláfrýjanda um málskostnað vegna úrskurðar þessa verður ekki sinnt. Ályktarorð: Máli þessu er frestað til febrúarmánaðar næstkomandi. Þriðjudaginn 10. desember 1985. Nr. 168/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Ragnari Erni Eiríkssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Brot gegn 110. gr. alm. hegningarlaga. Þjófnaður. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar að því er þennan ákærða 1411 varðar og að kröfu hans með stefnu 6. júní 1985 og þá jafnframt til þyngingar af hálfu ákæruvalds. Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 11. október 1985. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt þar á meðal yfir- lýsing dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um afplánun þeirra refs- inga sem ákærða var veitt reynslulausn af hinn 29. janúar 1983, samtals 135 daga. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að því er ákærða Ragnar Örn Eiríksson varðar. Þess hefur verið gætt, að með 9. gr. laga nr. 42/1985 hefur ákvæði í 110. gr. almennra hegningarlaga um lágmark refsingar verið fellt úr gildi. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Hinn 21. maí 1985 setti héraðsdómarinn í máli þessu, Karl F. Jóhannsson fulltrúi, sakadóm Árnessýslu í skrifstofu verjanda ákærða, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, að Ránar- götu 13 í Reykjavík til þess eins að birta dóminn fyrir verjandanum. Þessi háttur á dómsbirtingu var bæði óþarfur og óviðeigandi. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að því er ákærða Ragnar Örn Eiríksson varðar. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Ákæruliður II. Ekki eru gögn um það í málinu, að ákærði og meðákærði í héraði, H, hafi mánudaginn 16. janúar 1984 afráðið í félagi að strjúka saman, áður en þeir fóru út úr fangelsisbyggingunni, enda gátu þeir naumast fyrirfram vitað, að þeir kæmust fram hjá varð- manni án þess að taka svonefnd „útivistarspjöld““. Ákærði hefur 1412 neitað skýrslum H um orðaskipti þeirra á fangelsislóðinni, sem greind eru í héraðsdómi. Þegar af þeirri ástæðu teljast þau vera ósönnuð, eins og á stendur. Frekari rök eru ekki leidd að því, að þeir hafi sammælst um að hjálpast að að strjúka. Ber því að sýkna ákærða af þessum lið ákærunnar. Ákæruliður III. Staðfesta ber sakarmat héraðsdómara og færslu til 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til framanritaðs og með hliðsjón af 255. gr. sbr. 71. og 72. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 3 mánuði. Ég er samþykkur atkvæði meiri hluta dómara um greiðslu áfrýj- unarkostnaðar málsins. Dómur sakadóms Árnessýslu 8. febrúar 1985. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 23. janúar sl., er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, dags. 12. apríl sl., á hendur H og Ragnari Erni Eiríkssyni, fæddum 9. maí 1960 í Reykjavík, refsiföngum á Vinnuhælinu á Litla-Hrauni. II. Á hendur ákærðu báðum fyrir að hafa mánudaginn 16. janúar 1984, er ákærðu voru í refsivist á Vinnuhælinu á Litla- Hrauni, afráðið í félagi að strjúka saman af vinnuhælinu og síðan strokið af hælinu samdægurs og farið til Reykjavíkur. Ákærði H kom sjálfviljugur í vinnuhælið síðdegis næsta dag, en ákærði Ragnar Örn var handtekinn í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagsins 18. sama mánaðar. Telst þetta atferli ákærðu varða við 110. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. III. Á hendur ákærða Ragnari Erni fyrir að hafa, aðfaranótt miðviku- dagsins 7. desember 1983, í félagi við E brotist inn í „„ Videospóluna““, Holtsgötu Í í Reykjavík, og stolið myndbandstæki. Telst þetta athæfi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, ákærði H til þess að þola upptöku 123,5 gr. af kannabisefnum og reykjarpípu samkvæmt 1413 5. og 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni og ákærðu báðir til þess að greiða allan kostnað af sökinni. Málavextir. Il. Mánudaginn 16. jan. 1984, um kl. 23:10, fengu fangaverðir á Litla- Hrauni vitneskju um, að ákærði H hefði strokið frá Litla-Hrauni og væri staddur í Reykjavík. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að auk ákærða H vantaði refsifangann Ragnar Eiríksson, ákærða í máli þessu. Ákærði H gaf sig fram á Litla-Hraun um kl. 14:00 hinn 18. jan. 1984. Ákærði Ragnar var handtekinn af lögreglu miðvikudaginn 18. janúar að Ystafelli 30 í Reykjavík. Voru ákærðu skv. ákvörðun fangelsisstjóra Litla- Hrauns gert að sæta einangrun Í mánuð. Með bréfi dómsmálaráðuneytis, dags. 18. jan. 1984, fór ráðuneytið þess á leit við sýslumann Árnessýslu, að mál þetta yrði rannsakað með tilliti til þess, hvort um refsivert athæfi væri að ræða. Í framhaldi af því fór fram lögreglurannsókn. Í yfirheyrslu 19. jan. 1984 kvaðst ákærði H mánudaginn 16. janúar 1984 hafa verið í skóla vinnuhælisins til kl. rúmlega 14:30. Eftir þann tíma var hann á rölti um húsið og hitti þá meðákærða Ragnar Örn á göngum vinnu- hælisins. Hafi þeir farið inn á herbergi ákærða H og drukkið þar te. Þegar komið var að útivistartíma kl. 15:15, kvaðst ákærði H hafa stungið upp á því, að þeir færu út í lyftingasal, og samþykkti ákærði Ragnar það. Hafi hann síðan farið fram hjá verðinum án þess að taka merki, sem fangar eiga að taka, þegar þeir fara út úr sjálfu fangahúsinu. Væru fangaverðir vanir að rétta föngum merki þessi, þegar fangar færu út, en svo hafði ekki verið gert. Að sögn ákærða H, kom ákærði Ragnar Örn rétt á eftir honum, en ákærði H kvaðst hafa verið kominn út, þegar Ragnar fór fram hjá verð- inum. Kvaðst ákærði H hafa farið beint í æfingasalinn og hafi meðákærði Ragnar komið strax á eftir honum inn í salinn. Hafi nokkrir menn verið í æfingasalnum, en enginn fangavörður. Dvaldi hann nokkra stund í æfingasalhum, en þegar hann fór þaðan, kvaðst hann hafa ákveðið að strjúka af hælinu, þar eð hann hefði vitað það, að ekki yrði tekið eftir, að hann vantaði, fyrr en á „innilokunartíma““ fanga kl. 23:40, þar sem framangreint „„merki““ var uppi og benti til þess, að hann væri inni í fanga- húsinu. Kvaðst ákærði H hafa þurft að leysa persónuleg og viðkvæm mál í Reykjavík, sem hann gat ekki skrifað um og póstsent eða talað um í síma, þar sem sími væri hleraður og bréf lesin á vinnuhælinu. Ákærði H kvaðst hafa farið úr æfingasalnum út á lóð hælisins og falið 1414 sig í hellustæðum þar fram til kl. 18:00, er hann sá Ragnar Örn vera að klifra yfir girðingu, sem er umhverfis vinnuhælið, og hlaupa áleiðis upp á veg. Hafi hann þá hlaupið úr felum sínum og á eftir Ragnari og náð honum við afleggjarann að Stokkseyri. Hafi þeir Ragnar síðan hlaupið upp mýrina áleiðis að Selfossi og komu að Selfossi um kl. 20:30. Gengu þeir yfir Ölfursárbrú og fengu far með bifreið skammt vestan brúarinnar til Hveragerðis. Þaðan hafi þeir fengið far með áætlunarbifreið til Reykja- víkur, þar sem þeir gistu um nóttina hjá vinkonu Ragnars. Um miðjan næsta dag skildu leiðir þeirra uppi í Breiðholti. Í yfirheyrslu þessari var ákærði sérstaklega spurður um það, hvort samantekin ráð hefðu verið hjá þeim Ragnari að taka ekki merkin í þeim tilgagni að strjúka, en hann svaraði þeirri spurningu afdráttarlaust neitandi. Föstudaginn 20. janúar 1984 var ákærði Ragnar yfirheyrður. Umræddan dag 16. jan. 1984 kvaðst hann hafa verið við vinnu eins og venjulega frá kl. 09:00 fram undir kl. 15:00. Eftir vinnu hafi hann farið inn í herbergi sitt og fengið sér kaffi. Þegar hann var við kaffidrykkju sína, hefði ákærði H komið í dyragættina, en þeir hefðu talað um það áður að æfa lyftingar út í æfingasalnum. Kvaðst ákærði Ragnar hafa haft takmarkaðan áhuga á því. Hafi ákærði H ekki komið inn í herbergið, heldur rétt staldrað við í dyragættinni, meðan ákærði Ragnar fór í jakka, en síðan farið með H. Hafi þeir farið nánast saman út úr húsinu, H þó ívið á undan, fram hjá verðinum, án þess að taka útivistarmerki. Kveður ákærði Ragnar þá hafa farið beint út í æfingasalinn. Æfðu þeir þarna í stutta stund, en fljótlega kvaðst ákærði Ragnar hafa farið að hugsa út í það, að þar sem útivistar- merki hans væri uppi og hans yrði ekki saknað fyrst um sinn, væri þetta kjörið tækifæri til að strjúka. Hafi hann því farið út í steypuskálann, þar sem holsteinar eru steyptir, og falið sig þar fram í myrkur. Þegar honum fannst hæfilega dimmt orðið, hafi hann farið yfir girðinguna og haldið áleiðis á Selfoss. Er út á veg var komið, kveður ákærði Ragnar meðákærða H hafa komið hlaupandi á eftir. Hafi honum brugðið í fyrstu, en svo bent H á, að ekki væri gott, að þeir væru saman, ef þeir yrðu teknir, og væri betra, að þeir færu ekki saman. H hafi ekki viljað fara og sagt, að þeir skyldu halda áfram. Hefði orðið úr, að þeir gengu upp mýrina að Selfossi og vestan við Ölfusá fengu þeir bílfar til Hveragerðis og þaðan síðan til Reykjavíkur með áætlunarbifreið. Varðandi ferðir þeirra í Reykjavík skýrði ákærði Ragnar frá á sama veg og ákærði H hér að framan. Ákærði H var að nýju yfirheyrður framangreindan dag 20. jan. Að- spurður, hvort þeir Ragnar hefðu verið lengi inni í herbergi Ragnars, áður en þeir fóru, kvað H þá hafa verið í herberginu 15-20 mínútur og drukkið sinn bollann hvor af tei. Ástæðu stroksins kvað hann þá, sem að framan getur. Sunnudaginn 15. 1415 jan. 1984 kvaðst hann engar heimsóknir hafa fengið og hafi hann séð, að hann yrði að grípa til einhverra ráða til að koma málum sínum í kring, en ætlaði að bíða til næsta mánudags. Tækifærið hafi þó komið mánudag- inn 16. janúar og hafi hann notfært sér það. Þriðjudaginn 24. jan. 1984 var ákærði H enn yfirheyrður, og breytti hann þá framburði sínum. Kvaðst hann sunnudaginn 15. jan. hafa komið inn í herbergi Ragnars Arnar Eiríkssonar. Hafi borist í tal milli þeirra ákærðu að strjúka úr fangelsinu. Í yfirheyrslu þessari skýrði ákærði H frá því, að þeir Ragnar hefðu yfirgefið æfingasalinn svo til samtímis í þeim tilgangi að strjúka. Hafi þeir farið meðfram vinnuskálunum, austur fyrir enda þeirra og til baka fyrir norðan skálana og inn í holsteinasteypuna. Hafi ákærði Ragnar verið á undan, en ákærði H kvaðst hafa fylgt honum fast á eftir. Að sögn ákærða H, földu þeir sig í norðausturhorni steypuskálans til kl. 18:00, þar til dimmt var orðið, að þeir hafi farið út og hlaupið beint af augum út á veg áleiðis til Selfoss. Sérstaklega aðspurður, hvað gerðist, þegar þeir fóru fram hjá verðinum, kvað ákærði H vörðinn hafa eitthvað verið að bogra inni í búri, sem hann er í, og hafi hann farið fram hjá búrinu án þess að gera vart við sig. Kvaðst hann hafa litið við og séð Ragnar Örn vera að læsa herbergi sínu, en síðan komið á eftir honum. Eftir að út var komið, hafi Ragnar sagt við hann: „„Tókstu nokkurt merki?“ „Nei“ hafi þá ákærði H sagt. „„Fínt““ hafi þá Ragnar sagt. Í yfirheyrslu þessari lýsti ákærði klæðaburði sínum í umrætt sinn. Hafi hann verið berfættur í Kínaskóm, stuttum nærbuxum, ermalausum bol, gallabuxum, gallavexti og leðurjakka. Hafi hann verið vettlingalaus, húfu- laus og án trefils. Miðvikudaginn 25. janúar 1984, var ákærði enn á ný yfirheyrður. Var þá eftirfarandi haft eftir honum: „Aðspurður um aðdraganda stroksins segir hann, að sannleikurinn í málinu sé sá, að þeir Ragnar Örn hafi setið uppi á herbergi sínu á efri hæð fangelsisins, en það sé nr. 13, og hafi þeir setið þar inni að spjalli í 15-20 mínútur. Þeir hafi fengið sér tebolla. Aðspurður segir mætti, að hann muni ekki um hvað þeir voru að tala, en heldur þó helst, að hann hafi verið að tala um það við Ragnar að hætta að vera í uppreisnarhug, en það var Ragnar einmitt og hafði t.d. ekki borðað. Mætti segist hafa verið að telja Ragnar á að hætta að vera í uppreisnarhug, en mætti segist ekki minnast þess, að þeir hafi minnst á strok þá. Mætti segir, að þeir hafi að endingu ákveðið að fara út í æfingasalinn. Hafi Ragnar þá farið á undan út úr herberginu og niður í sitt herbergi til að ná í jakkann sinn. Þegar mætti fór svo niður, sá mætti inn eftir ganginum og sá þá að Ragnar var í herbergisdyrum sínum, en herbergi hans 1416 er rétt innan við búr varðmannsins. Mætti segist svo hafa farið fram hjá verðinum, sem virtist vera upptekinn við eitthvað og því segist mætti í hugsunarleysi hafa farið út, án þess að taka merki. Mætti telur líklegt, að Ragnar hafi séð frá herbergisdyrum sínum, að mætti tók ekki merki. Á leiðinni eftir lóðinni náði Ragnar mætta. Fór þeim þá eftirfarandi á milli: Ragnar: „„Fékkstu nokkurt merki?“ Mætti: „Nei.“ Ragnar: „Það var gott. Nú verður okkar ekki saknað fyrr en klukkuna vantar tuttugu mínútur í tólf og við fáum aldrei betra tækifæri til að strjúka.““ Inni í æfingasalnum fóru mætti og Ragnar að bollaleggja nánar um strokið og kom saman um að fela sig einhversstaðar. Ekki komu þeir sér saman um, hvar felustaðurinn ætti að vera. Þegar þeir yfirgáfu æfingasalinn í þeim tilgangi að fela sig einhvers- staðar, segist mætti hafa fyrst reynt að fara inn á trésmíðaverkstæðið, en það var læst. Hljóp þá Ragnar austur fyrir skálana og norður fyrir og mætti á eftir honum og fóru þeir svo inn um dyrnar á holsteinasteypunni. Þar földu þeir sig fram í myrkur og síðan segir mætti um ferðina frá Litla- Hrauni til Reykjavíkur og dvölina í Reykjavík í strokinu og hafi hún verið í aðaldráttum, eins og hann hafi sagt frá í fyrri skýrslu.“ Aðspurður, hvort þeir Ragnar hefðu rætt um að strjúka, áður en til framkvæmda kom, kvað ákærði svo hafa verið, en þeir hafi ekki ákveðið hvernig og hvenær. Ákærði H kvað meðákærða Ragnar hafa sagt sér 30. des. 1983, að hann væri ákveðinn í að strjúka af vinnuhælinu. Var ætlunin, að einhver vinur Ragnars átti að koma á bílaleigubifreið að Litla-Hrauni og ætlaði Ragnar að „„hoppa““ upp í bílinn og fara með honum til Reykja- víkur. Hefði bíllinn komið á umsömdum tíma, en þennan umrædda dag hefðu verkstjórar ákveðið, að ekki yrði unnið þennan tiltekna dag og hefði Ragnar ekki komist út úr vinnuhælinu. Þriðjudaginn 31. jan. 1984 var ákærði Ragnar yfirheyrður og kvaðst engu við fyrri skýrslu hafa að bæta. Sama dag voru ákærðu samprófaðir, og lýsti ákærði H málsatvikum á sama veg og í skýrslu hinn 24. jan. 1984. Kvað ákærði Ragnar skýrslu H ranga hvað sig varði og hafi hann engu við skýrslu sína um strokið að bæta. Hér fyrir dómi hinn 29. okt. sl. kvað ákærði H ákærulið II ekki réttan. Þeir Ragnar hefðu ekki afráðið í félagi að strjúka saman frá Litla-Hrauni. Skýrsla, sem ákærði gaf hinn 25. jan. 1984 í Síðumúlafangelsinu, væri ekki rétt. Hafi hann gefið hana eingöngu í þeim tilgangi að sleppa úr Síðumúla- fangelsi. Kvaðst hann hafa hitt Ragnar af tilviljun á sömu stundu og hann var sjálfur að strjúka í burtu. Kvað ákærði þá hafa farið saman út í leik- fimisal um kl. 14:00 í umrætt sinn. Um kl. 15:00 hafi hann farið út úr 1417 leikfimisalnum og að hellustæðunum, þar sem hann kvaðst hafa beðið til kl. 18:00, er hann fór yfir girðinguna. Ákærði H kvaðst ekki vita, hvenær Ragnar fór út úr leikfimisalnum eða hvort hann fór þaðan. Í réttarhaldi þessu lýsti ákærði H málavöxtum nánar, og var framburður hans efnislega samhljóða skýrslu, dags. 19. jan. 1984. Í ofangreindu réttarhaldi var ákærða H bent á framburð hans á Litla- Hrauni 31. jan. 1984 og samprófanir sama dag, þar sem hann endurtók fyrri játningu. Kvaðst ákærði H hafa orðið hræddur um, að endurtæki hann ekki fyrri játningar, yrði hann aftur settur í einangrun. Var ákærða H bent á, að milli kl. 15:00-18:00 hafi skv. framlögðu vott- orði Veðurstofu Íslands verið 8-9 stiga frost, og í framhaldi af því var ákærði spurður, hvort hann hafi verið úti allan þann tíma og þá með tilliti til klæðnaðar ákærða á umræddum tíma. Hélt ákærði H fast við það. Ennfremur var ákærði frekar yfirheyrður, og hélt hann fast við það, að þeir ákærðu hefðu ekki sammælst um að strjúka. Við meðferð þessa máls hér fyrir dómi hefur ákærði Ragnar ítrekað fyrri framburði sína um strok þeirra ákærðu. Tekin var lögregluskýrsla af vitninu Þ, refsifanga á Litla-Hrauni, hinn 25. jan. 1984. Að sögn vitnisins fór ákærði H fljótlega að bollaleggja við vitnið um flótta, eftir að H kom á vinnuhælið, en vitnið kvað ákærða H vera fyrr- verandi mág sinn. Hafi vitnið talið ákærða H af því að strjúka eftir því sem hann gat og raunar aldrei búist við, að H stryki í burtu. Framangreint vitni kvaðst hafa verið í æfingasalnum mánudaginn 16. janúar 1984, þegar ákærðu komu þangað. Hafi þeir verið að stinga saman nefjum um strok, en vitnið kvaðst ekki hafa skipt sér af þeim. Þó sagðist vitnið hafa heyrt þá tala um, að strokið myndi ekki uppgötvast strax. Kvað vitnið ákærðu hafa verið enn í salnum, þegar það fór þaðan. Skýrslu þessa staðfesti vitnið, með nafnritun sinni. Ofangreint vitni var yfirheyrt hér fyrir dómi hinn 29. okt. sl. Kvaðst það ekki nú muna, hvort ákærðu H og Ragnar hafi verið að „stinga saman nefjum um strok““ eða rætt um að strjúka. Kvaðst það vilja draga framburð sinn til baka varðandi strok ákærðu. Skýrsla þessi var borin undir vitnið og endurtók vitnið, að það myndi ekki, um hvað ákærðu ræddu. Vitnið Sigurður Ingimundarson, f. 4.12. 1948, fangavörður, sem var í „búrinu“ frá kl. 15:00-15:20 í umrætt sinn, kvaðst í lögregluyfirheyrslu 23. jan. 1984 ekki hafa orðið vart við, að ákærðu færu fram hjá sér í umrætt sinn. Hljóti þeir að hafa laumast fram hjá sér, án þess að það 1418 hafi vitað af því. Kvaðst það minnast þess, að eitt sinn, er það var að afhenda fanga útivistarspjald, þá hafi það séð fanga laumast úr dyrunum, sem voru ólæstar, en aðeins séð á bak hans.og ekki þekkt hann. Kvaðst vitnið hafa hringt strax niður í varðstofu og látið varðstjóra vita af þessu. Aðspurt hér fyrir dómi kvað vitnið, að sá, sem laumaðist út um dyrnar, hafi komið úr kjallaranum. Kveðst það ekki vita til þess, að neinn hafi smogið fram hjá búrinu, sem vitnið var í. Hafi það eingöngu séð einn mann hverfa út um dyrnar, og það minnist þess ekki að hafa séð annan mann í sömu mund fara út. Vitnið Eiríkur Guðmundsson, f. 21.6. 1928, skýrði frá því lögregluyfir- heyrslu (sic) 23. jan. 1984, að það hafi verið við vinnu í vinnuskálanum, en þar er ofangreindur æfingasalur opinn frá tæplega 15:20 til kl. 17:00. Hafi það fylgst með föngum, sem nýttu útivistartíma sinn, en jafnframt sinnti það símamönnum, sem voru að vinna í skálanum um þetta leyti, og hafi það kannski ekki fylgst með föngum eins vel og ella. Aðspurt kvaðst vitnið muna, að ákærði H kom í útivistartíma inn í skál- ann og farið inn í æfingasalinn og verið eitthvað við æfingar, en vitnið kvaðst ekki sérstaklega hafa tekið eftir Ragnari Erni, en það sé ekki að marka, þar eð vitnið var öðrum þræði að sinna símamönnunum. Aðspurt um steypuskálann kvað vitnið hann alltaf vera opinn og geti hver sem er farið þar inn. Dyrnar að steypuskálanum kvað vitnið ekki sjást frá varðstofu fangelsisins. Í steypuskálanum kvað vitnið vera hvíldar- herbergi með sætum og þar inni væri hiti. Vitnið hefur staðfest ofangreinda skýrslu hér fyrir dómi. Tekin var skýrsla af Þóri Hafdal Ágústssyni fangaverði hjá lögreglu 23. jan. 1984. Kvaðst hann hafa verið við gæslu í vinnuskálanum umræddan dag, en farið í kaffi kl. 14:55 og komið aftur kl. 15:20. Hafi sitt fyrsta verk verið að líta inn í æfingasalinn og hafi þar enginn verið og hann því læst æfingasalnum. Ill. Aðfaranótt miðvikudagsins 7. des. 1983 var brotist inn í húsnæði „, Video-spólunnar““, Holtsgötu 1, Reykjavík, og þaðan stolið myndbands- tæki af tegundinni Sony SLLS, árg. 1981. Við rannsókn RLR á vettvangi fundust fingraför ákærða Ragnars, sem leiddi síðan til handtöku hans. Við frekari rannsókn málsins hjá RLR játuðu ákærðu Ragnar, G og E að hafa farið að ofangreindum stað í bifreið, sem G þessi ók, en síðan brutust ákærði og E inn í húsnæði „ Video-spólunnar““ og stálu þar mynd- 1419 bandstæki því, sem getur hér um að ofan, á meðan G beið fyrir utan Í bifreiðinni. Tæki þetta seldu þeir síðan fyrir kr. 5.000 auk spíra. Ákærði hefur við meðferð þessa máls hér fyrir dómi játað ofangreinda háttsemi. Niðurstöður. Ákæruliður H. Ljóst þykir af gögnum málsins, m.a. með hliðsjón af framburðum ákærðu, að fundum þeirra bar saman í herbergi annars þeirra mánudaginn 16. jan. 1984, um kl. 15:00. Þaðan fóru þeir samtímis út úr sjálfu fangelsis- húsinu fram hjá fangaverði án þess að taka „„útivistarspjöld““ hjá honum en ákærðu var vel kunnugt um, hvaða tilgangi spjöld þessi þjónuðu. Þaðan fóru þeir út í svonefndan æfingasal, þar sem þeir voru skamma stund, er þeir fóru í felur innan fangelsissvæðisins, þar sem ætlun þeirra var að strjúka úr fangelsinu, þegar tækifæri gæfist. Um kl. 18:00 fóru þeir úr fylgsnum sínum og lögðu af stað til Reykjavíkur, og urðu þeir samferða þangað. Ákærði Ragnar hefur staðfastlega neitað, að þeir hafi sammælst um strokið. Hafi hann ekki vitað um ákærða H, fyrr en hann kom á eftir honum, þegar út fyrir fangelsissvæðið var komið. Bar ákærði Ragnar, að hann hefði verið einn síns liðs í steypuskálanum, frá því hann kom úr æfingasalnum, þar til hann lagði á flótta. Ákærði H játaði hins vegar Í lögregluyfirheyrslu ítrekað, m.a. við sam- prófun og nokkuð ítarlega, að þeir ákærðu hefðu sammælst um strokið og falið sig í ofangreindum steypuskála, áður en.þeir lögðu á flótta. Hér fyrir dómi hinn 29. okt. sl. dró ákærði H, svo sem að framan getur, framburði sína til baka og staðhæfði, að hann hefði játað á sig sakargiftir til að losna úr einangrun. Með hliðsjón af ofangreindum og afdráttarlausum játningum ákærða H svo og öðrum gögnum máls þessa verður eigi séð, að haldbær rök séu fyrir afturköllun hans á játningu. Telja verður og ósennilegt, að hann hafi dvalist utanhúss í umrætt sinn 2-3 klukkustundir í miklu frosti á nánast inni- klæðum. Að öllu ofansögðu athuguðu og að öðru leyti með hliðsjón af gögnum máls þessa, þ.á m. skýrslu Þ, dags. 25. janúar 1984, þykir hér mega telja nægilega sannað, að ákærðu hafi sammælst um að hjálpast að að strjúka frá Litla-Hrauni, svo sem greint er í ákæru og þar er réttilega heimfært til refslákvæða nánar, 110 gr. alm. hgl. 1420 Ákæruliður III. Með játningu ákærða Ragnars, sem er í samræmi við gögn máls þessa, þykir sannað, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákærulið IIl og þar er réttilega heimfærð til refslákvæða. Ákærði Ragnar er sakhæfur. Hann hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1977 í Reykjav.: Uppvís að broti gegn 244. gr. hgl. Ákæru frestað skb. í 2 ár frá 21/3 1977. 1977 22/5 í Reykjavík: Sátt, 2.000 kr. sekt f. brot gegn 21. gr. áfl. 1977 1/6 í Reykjavík: Dómur: 4 mán. fangelsi, skb. í 2 ár, f. br. g. 244. gr. hgl. 1978 29/4 í Reykjavík: Sátt, 3.000 kr. sekt f. brot g. 21. gr. áfl. 1978 9/8 í Reykjavík: Dómur: 6 mán. fangelsi, skb. í 2 ár, f. brot á 244. og 259. gr. hgl. og 27. gr. umfl. og 24. gr. áfl. Sviptur heimild til ökuleyfis í 1 ár frá birtingu (6/9 1978). 1978 7/11 í Reykjavík: Dómur: 6 mán. fangelsi fyrir br. á 244. og 259. gr. hgl., 25., 26. og 37. gr. umfi. og 24. gr. áfl. Sviptur öku- leyfi í 2 ár frá birtingu. 1979 25/1 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur f. brot á 244. gr. hgl. Ekki gjörð sérstök refsing. 1979 22/5 í Reykjavík: Dómur: 30 daga fangelsi (hegn. auki), f. brot á 1. mgr. 259. gr. hgl. og 1. mgr. 27. gr. umfl. 1979 10/7 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 244. gr. sbr. 20. gr. og 244. gr. hgl. Ekki gerð sérstök refsing. 1979 14/5 í Reykjavík: Dómur: 4 mán. fangelsi fyrir brot á 244. gr., 259. gr. hgl., 25. og 27. gr. umfl. og 24. gr. áfl. 1979 19/10 í Reykjavík: Dómur: 300.000 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umfi. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi 19/10 1979. 1980 12/5 í Reykjavík: Dómur: 30 daga fangelsi f. brot g. 259. gr. hgl., 25., 27. og 37. gr. umfl. og 24. gr. áfl. 1980 29/10 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur f. brot á 244. gr. hgl. Ekki gerð refsing. 1981 19/5 í Reykjavík: Dómur Hæstaréttar varðandi dóma frá 14/5 1979 og 22/5 1979: Ákærði sæti 7 mán. fangelsi. 1982 19/10 í Reykjavík: Dómur: 30 daga fangelsi, hegn. auki, f. brot g. 244. gr. hgl. 1982 20/12 í Reykjavík: Dómur: Sakfelldur f. brot g. 1. mgr. 259. gr. hgl. og Í. mgr. 27. gr. umfl. Ekki gerð refsing. 1421 1983 29/1 í Reykjavík: Reynslulausn í 2 ár á eftirstöðvum refsingar 135 dögum. 1983 5/4 í Reykjavík: Veitt ökuleyfi á ný. 1983 27/6 í Reykjavík: Dómur: 12.000 kr. sekt f. brot g. 25. og 27. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt frá 27.06. 1983. Refsing ákærða Ragnars verður tiltekin með hliðsjón af 71., 72., 77. og 255. gr. alm. hgl. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Ákærðu ber að greiða allan kostnað sakarinnar in solidum, þ.á m. laun skipaðs verjanda, Hilmars Ingimundarsonar hrl., kr. 25.000,00. Þá ber að dæma ákærða H til að þola upptöku 123,5 gr af kannabis- efnum og reykjarpípu skv. 5. og 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974, svo sem krafist er í ákæru. Eigi skiptir hér máli við úrlausn ákæruliðs Il, þótt ákærðu hafi sætt einangrun skv. 53. gr. regl. nr. 150, 1968, sbr. 46. gr. og 47. gr. alm. hegningarlaga nr. 19, 1940. Karl F. Jóhannsson, fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu, kvað upp dóm þennan. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna umfangs málsins svo og anna dómara við önnur störf. Dómsorð: Ákærði H sæti fangelsi í 7 mánuði. Gæsluvarðhald ákærða frá 26. jan.-5. febr. 1982 og 21. des.-30. des. 1983, komi ofangreindri refsivist til frádráttar. Ákærði Ragnar Örn Eiríksson, f. 9. maí 1960, sæti fangelsi í 8 mánuði. Upptæk til eyðingar skulu 123,5 gr af kannabisefnum og reykjar- pípa. Ákærðu skulu greiða allan kostnað sakarinnar in solidum, þ.á m. laun skipaðs verjanda þeirra, Hilmars Ingimundarsonar hrl., kr. 25.000. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1422 Þriðjudaginn 10. desember 1985. Nr. 264/1985. Ákæruvaldið gegn Ólafi Kalmanni Hafsteinssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. þ.m. að því er ætla verður í því skyni, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur eða að gæsluvarðhaldstíminn verði styttur. Kæran barst Hæstarétti 4. þ.m. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hin kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 2. desember 1985. Ár 1985, mánudaginn 2. desember, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Hirti O. Aðalsteinssyni aðalfulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. RLR hefur gert þá kröfu, að Ólafi Kalmanni Hafsteinssyni, Vallargötu 11, Höfnum, fæddum 27. október 1952, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna síendurtekinna þjófnaðarbrota hans. Kærði hefur mótmælt kröfu RLR. Kærði hefur við yfirheyrslur hjá RLR og nú fyrir dómi viðurkennt eftir- talin hegningarlagabrot: Þjófnað á veski úr íbúð þann 7.10. 1985, innbrot í geymslu þann 27.10 1985, þjófnað á útvarpi úr íbúð þann 22.11. 1985, þjófnað á veski og skjalafals þann 24.11. 1985 og þjófnað á veski ur íbúð sl. laugardag. Samkvæmt sakavottorði kærða er hann margdæmdur fyrir hegningar- lagabrot, og samkvæmt upplýsingum kærða var áfrýjað til Hæstaréttar dómi, uppkveðnum í Reykjavík þann 12. júlí sl. 1423 Lögð hafa verið fram ljósrit 5 ákæra, sem til meðferðar eru hjá sakadómi Gullbringusýslu á hendur kærða fyrir hegningarlagabrot og fleira. Kærði hefur ekki kannast við að hafa fengið boðun vegna mála þessara, en RLR hefur fengið þær upplýsingar, að dæmt hafi verið Í einu málinu. Kærði hefur fyrir dómi lýst því yfir, að hann hafi að mestu leyti dvalið í fangageymslu lögreglunnar frá því að hann losnaði úr fangelsi þann 1S. ágúst sl. og enga atvinnu stundað á þessum tíma. Þar sem ljóst er, að kærði hefur ekki fastan samastað og hann hafi ekki löglega ofan af fyrir sér og augljóst, að veruleg hætta er á því, að hann haldi áfram brotum, haldi hann óskertu frelsi, þykir með hliðsjón af framansögðu og með vísan til 3. og 5. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 rétt að taka kröfu RLR til greina, og skal kærði sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 29. janúar 1986, kl. 17:00. Gæsluvarðhaldið fer eigi í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar. Úrskurðarorð: Kærði, Ólafur Kalmann Hafsteinsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 29. janúar 1986, kl. 17:00. Miðvikudaginn 11. desember 1985. Nr. 167/1984. Geir Sigurðsson (Hjörtur Torfason hrl.) gegn Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Lögtak. Lögtaksúrskurður og lögtaksgerð úr gildi felld. Dómarar. Lögsaga. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. 1424 Ólafur Sigurgeirsson, aðalfulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð og framkvæmt lögtaksgerð- ina samkvæmt honum. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 20. sept- ember 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 11. grein- ar laga nr. 29/1885 og 16. grein laga nr. 75/1973 hinn 24. ágúst 1984. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður og hin áfrýjaða lögtaksgerð verði ómerkt. Til vara krefst hann, að úrskurð- inum verði hrundið og synjað um framkvæmd hins umbeðna lög- taks og lögtaksgerðin felld úr gildi. Til þrautavara krefst hann, að lögtaksgerðin verði felld úr gildi. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og lögtaks- gerðar. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Hinn 18. janúar 1982 beiddist stefndi þess, að yfirborgarfógetinn í Reykjavík léti gera lögtak hjá áfrýjanda. Var hann í beiðninni sagður eiga heima á Vatnsendabletti 131 í Reykjavík. Lögtaks var beiðst til tryggingar greiðslu vangoldinna iðgjalda vegna áfrýjanda til stefnda á tímabilinu 1. júlí 1980 til 31. desember 1981. Sagði í beiðninni, að krafist væri lögtaks fyrir 5.301,60 krónum auk van- skilavaxta, innheimtukostnaðar og annars kostnaðar, sem af gerð- inni leiddi. Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók lögtaksbeiðn- ina fyrir í fógetaréttinum 22. mars 1982. Af hálfu áfrýjanda var því mótmælt, að hið umbeðna lögtak næði fram að ganga, og fékk umboðsmaður hans frest til 30. mars til að rökstyðja mótmæli sín. Lagði hann þá fram í fógetaréttinum greinargerð af sinni hendi, þar sem hann færði þau rök að mótmælum sínum, að lög nr. 55/1980, sem iðgjaldakrafa stefnda var byggð á, væru ekki gild réttarheimild, þar sem þau brytu gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, einkum 67. grein og 69. grein. En jafnvel þótt lögin væru talin stjórnskipulega gild, veittu þau efni sínu samkvæmt stefnda ekki heimild til að krefjast iðgjalda af áfrýjanda sem sjóðsfélaga, síst af öllu með lög- taksaðgerð. Fluttu aðiljar síðan mál sitt munnlega fyrir fógeta- réttinum 6. apríl 1982. Var ágreiningurinn að því búnu tekinn til úrskurðar. 1425 Eftir þetta gerðist ekkert í málinu, uns það var tekið fyrir að nýju í fógetaréttinum 1. mars 1984. Er þá skráð í fógetabók, að Jón G. Zoðga héraðsdómslögmaður sé mættur fyrir gerðarbeiðanda og leggi hann fram úrskurð fjármálaráðuneytisins. Fyrir gerðarþola sé mættur Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður, er leggi fram bréf til fjármálaráðuneytisins. Segir síðan í bókuninni: ;,Málið var tekið til úrskurðar 6. apríl 1982, en eftir það kom í ljós, að fá þurfti stjórnvaldsúrskurð um tiltekin ágreiningsatriði. Var því með samkomulagi við umboðsmenn aðila frestað úrskurði. Úrskurðurinn er nú kominn og liggur hann frammi sem réttarskjal nr. Í. Umboðsmenn aðila lýsa nú gagnaöflun lokið og leggja málið í úrskurð. Málið er tekið til úrskurðar.“ Um hinn tilvitnaða úrskurð, sem dags. er 22. júlí 1983, er þess að geta, að hans var eigi beiðst sérstaklega vegna lögtakskröfunnar á hendur áfrýjanda. Er beiðnin um úrskurð fjármálaráðuneytisins rituð af stefnda 30. júní 1981 og er hún svohljóðandi: „Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra þarf að fá úrskurð ráðuneyt- isins-um eftirtalin atriði: 1. Hvort leigu- eða sendibifreiðastjórum sé ekki skylt að vera í Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra, eða hvort þeim er heimilt að greiða til Biðreiknings lífeyrisréttinda. Hér er sérlega beðið um úrskurð um þá menn, sem þegar eru farnir að greiða þangað. 2. Hvort þeim atvinnurekendum, sem hafa bifreiðastjóra á laun- um við leigu- eða sendibifreiðaakstur, sé ekki skylt að greiða lífeyrissjóðsiðgjöld vegna þeirra manna til Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra. 3. Ef menn stunda annað starf samhliða leigu- eða sendibifreiða- akstri og greiða í annan lífeyrissjóð vegna þess starfs, hvort þeim beri að greiða einnig til Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra, jafnvel þótt þeir greiði af fullum daglaunum í aðra sjóði.“ Sama dag og lögtaksbeiðni stefnda var tekin til úrskurðar að nýju kvað fógetafulltrúinn upp hinn áfrýjaða úrskurð að aðiljum fjar- stöddum. Var úrskurður hans án forsendna. Hafði þess ekki verið krafist sérstaklega af aðiljum, að forsendur yrðu látnar fylgja ályk- tarorði. Er úrskurðurinn svohljóðandi: 90 1426 „„Umbeðið lögtak skal ná fram að ganga á ábyrgð gerðarbeið- anda. Málskostnaður fellur niður.“ Hinn 7. mars 1984 framkvæmdi fógeti síðan hið áfrýjaða lögtak samkvæmt greindum úrskurði sínum. Ómerkingarkröfu sína reisir áfrýjandi á því, að fógeta hafi borið að láta forsendur fylgja ályktarorði sínu. Munnlegur málflutningur hafi farið fram um lögtaksbeiðnina og hafi fógeta mátt vera ljóst, að a.m.k. áfrýjandi hafi miðað málflutning sinn við, að úrskurður um framgang gerðarinnar yrði með forsendum. Beri eigi að skýra 3. mgr. 190. greinar laga nr. 85/1936, sbr. 40. grein laga nr. 28/ 1981, á þann veg, að forsendum skuli eða megi jafnan sleppa í úrskurði, ef þeirra er ekki krafist í bókuðum orðum af hálfu aðilja. Í öðru lagi hafi fógeti eigi aðeins látið undan falla að láta forsendur fylgja ályktarorðinu, heldur verði ekki af úrskurði hans séð, um hvað lögtaksbeiðnin fjalli og fyrir hverju lögtak sé heimilað. Þessi atriði hafi fógeta verið skylt að greina Í úrskurði sínum, annaðhvort í ályktarorðinu eða í aðfararorðum nema hvorttveggja væri. Loks hafi fógeti sá, er úrskurð kvað upp, ekki átt lögsögu yfir áfrýjanda. Sé heimili hans Vatnsendablettur 131 ekki í Reykjavík, heldur í Kópavogi. Þá hafi umboðsmanni áfrýjanda ekki verið tilkynnt sér- staklega, hvenær lögtakið ætti fram að fara. Aðrar kröfur sínar styður áfrýjandi í meginatriðum sömu rökum og hann færði fram í fógetaréttinum. Stefndi mótmælir því, að hinn áfrýjaði úrskurður eða lögtaksgerð séu haldin nokkrum þeim annmörkum að formi eða efni, sem leiða eigi til þess, að fella beri þær ákvarðanir úr gildi. Upplýst hefur verið í málinu fyrir Hæstarétti, að heimili áfrýj- anda, Vatnsendablettur 131, er í Kópavogi, en eigi í Reykjavík. Brast fulltrúa yfirborgarfógetans í Reykjavík því vald til að taka lögtaksbeiðnina fyrir og kveða upp hinn áfrýjaða úrskurð svo og til að gera lögtak í bifreið áfrýjanda á heimili hans, svo sem hann gerði, sbr. 2. gr. laga um aðför nr. 19/1887, sbr. 1. mgr. 7. greinar laga nr. 29/1885. Ber þegar af þeirri ástæðu að fella úr gildi hinn áfrýjaða úrskurð og hina áfrýjuðu lögtaksgerð. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda 1427 20.000,00 krónur í málskostnað, samtals í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður og lögtaksgerð eru úr gildi felld. Stefndi, Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra, greiði áfrýjanda, Geir Sigurðssyni, samtalst 20.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjavíkur 7. mars 1984. Ár 1984, miðvikudaginn 7. mars, er fógetaréttur Reykjavíkur settur að Vatnsendabletti 131 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgarfógeta Ólafi Sigurgeirssyni með undirrituðum vottum. Fyrir er tekið: Málið D-37/1984: Lífeyrissjóður leigubílstjóra gegn Geir Sigurðssyni. Skjöl málsins liggja frammi svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jón Gunnar Zoéga hdl. og krefst lögtaks fyrir kr. 5.301,60 með vanskilavöxtum til greiðsludags, kr. 700,00 fyrir gerðarbeiðni, auk kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér og er ekki viðstaddur en fyrir hann mætir að tilhlutan fógeta Jón Guðjónsson. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætts gerir fógeti lögtak í eign gerðarþola bifreiðinni Y-1695, sem er Peugeot 1982. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrir þýðingu gerðarinnar og brýnir fyrir mætta að skýra gerðar- þola frá gerðinni. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðihni lokið. 1428 Miðvikudaginn 11. desember 1985. Nr. 169/1984. Guðmundur Jóhannsson (Hjörtur Torfason hrl.) gegn Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Lögtak. Lögtaksúrskurður og lögtaksgerð úr gildi felld. Fyrning lögtaksréttar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Ólafur Sigurgeirsson, aðalfulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð og framkvæmt lögtaksgerð- ina samkvæmt honum. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 20. september 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 11. greinar laga nr. 29/1885 og 16. grein laga nr. 75/1973 hinn 24. ágúst 1984. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður og hin áfrýjaða lögtaksgerð verði ómerkt. Til vara krefst hann, að úrskurð- inum verði hrundið og synjað um framkvæmd hins umbeðna lög- taks og lögtaksgerðin felld úr gildi. Til þrautavara krefst hann, að lögtaksgerðin verði felld úr gildi. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og lögtaks- gerðar. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hefur verði lagt vottorð frá Manntalsskrifstofu Reykjavíkur um, að áfrýjandi hafi verið skráður með lögheimili að Torfufelli 25 frá 3. nóvember 1972 til 20. september 1982. Hinn 18. janúar 1982 beiddist stefndi þess, að yfirborgarfógetinn í Reykjavík léti gera lögtak hjá áfrýjanda. Lögtaks var beiðst til tryggingar greiðslu vangoldinna iðgjalda vegna áfrýjanda til stefnda á tímabilinu 1. júlí 1980 til 31. desember 1981. Sagði í beiðninni, að krafist væri lögtaks fyrir 5.301,60 krónum auk vanskilavaxta, 1429 innheimtukostnaðar og annars kostnaðar, sem af gerðinni leiddi. Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók lögtaksbeiðn- ina fyrir í fógetaréttinum 22. mars 1982. Af hálfu áfrýjanda var því mótmælt, að hið umbeðna lögtak næði fram að ganga, og fékk umboðsmaður hans frest til 30. mars til að rökstyðja mótmæli sín. Lagði hann þá fram í fógetaréttinum greinargerð af sinni hendi, þar sem hann færði þau rök að mótmælum sínum, að lög nr. $5/1980, sem iðgjaldakrafa stefnda var byggð á, væru ekki gild réttarheimild, þar sem þau brytu gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, einkum 67. grein og 69. grein. En jafnvel þótt lögin væru talin stjórnskipulega gild, veittu þau efni sínu samkvæmt stefnda ekki heimild til að krefjast iðgjalda af áfrýjanda sem sjóðsfélaga, síst af öllu með lög- taksaðgerð. Hinn 6. apríl 1982 lögðu aðilja fram nokkur gögn. Var ágreiningurinn að því búnu tekinn til úrskurðar. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu, uns það var tékið fyrir að nýju í fógetaréttinum 1. mars 1984. Er þá skráð í fógetabók, að Jón G. Zoöga héraðsdómslögmaður sé mættur fyrir gerðarbeiðanda og leggi hann fram úrskurð fjármálaráðuneytisins. Fyrir gerðarþola sé mættur Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður, er leggi fram bréf til fjármálaráðuneytisins. Segir síðan í bókuninni: „Málið var tekið til úrskurðar 29. mars 1982 (sic!), en eftir það kom í ljós, að fá þurfti stjórnvaldsúrskurð um tiltekin ágreinings- atriði. Var því með samkomulagi við umboðsmenn aðila frestað úrskurði. Úrskurðurinn er nú kominn og liggur hann frammi sem réttarskjal nr. 10. Umboðsmenn aðila lýsa nú gagnaöflun lokið og leggja málið í úrskurð. Málið er tekið til úrskurðar.“ Um hinn tilvitnaða úrskurð, sem dags. er 22. júlí 1983, er þess að geta, að hans var eigi beiðst sérstaklega vegna lögtakskröfunnar á hendur áfrýjanda. Er beiðnin um úrskurð fjármálaráðuneytisins rituð af stefnda 30. júní 1981 og er hún svohljóðandi: „Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra þarf að fá úrskurð ráðuneyt- isins um eftirtalin atriði: 1. Hvort leigu- eða sendibifreiðastjórum sé ekki skylt að vera í Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra, eða hvort þeim er heimilt að greiða til Biðreiknings lífeyrisréttinda. Hér er sérlega beðið um 1430 úrskurð um þá menn, sem þegar eru farnir að greiða þangað. 2. Hvort þeim atvinnurekendum, sem hafa bifreiðastjóra á laun- um við leigu- eða sendibifreiðaakstur, sé ekki skylt að greiða lífeyrissjóðsiðgjöld vegna þeirra manna til Lífeyrissjóðs leigu- bifreiðastjóra. 3. Ef menn stunda annað starf samhliða leigu- eða sendibifreiða- akstri og greiða í annan lífeyrissjóð vegna þess starfs, hvort þeim beri að greiða einnig til Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra, jafnvel þótt þeir greiði af fullum daglaunum í aðra sjóði.“ Sama dag og lögtaksbeiðni stefnda var tekin til úrskurðar að nýju kvað fógetafulltrúinn upp hinn áfrýjaða úrskurð að aðiljum fjar- stöddum. Var úrskurður hans án forsendna. Hafði þess ekki verið krafist sérstaklega af aðiljum, að forsendur yrðu látnar fylgja ályktarorði. Er úrskurðurinn svohljóðandi: „,Umbeðið lögtak skal ná fram að ganga á ábyrgð gerðarbeið- anda. Málskostnaður fellur niður.“ Hinn 7. mars 1984 framkvæmdi fógeti síðan hið áfrýjaða lögtak samkvæmt greindum úrskurði sínum. Ómerkingarkröfu sína reisir áfrýjandi á því, að fógeta hafi borið að láta forsendur fylgja ályktarorði sínu. Málflutningur hafi farið fram um lögtaksbeiðnina og hafi fógeta mátt vera ljóst, að a.m.k. áfrýjandi hafi miðað málflutning sinn við, að úrskurður um fram- gang gerðarinnar yrði með forsendum. Beri eigi að skýra 3. mgr. 190. grein laga nr. 85/1936, sbr. 40. grein laga nr. 28/1981, á þann veg, að forsendum skuli eða megi jafnan sleppa Í úrskurði, ef þeirra er ekki krafist bókuðum orðum af hálfu aðilja. Í öðru lagi hafi fógeta verið skylt að greina í úrskurði sínum, annaðhvort í ályktar- orðinu, heldur verði ekki af úrskurði hans séð, um hvað lögtaks- beiðnin fjalli og fyrir hverju lögtak sé heimilað. Þessi atriði hafi fógeta verið skylt að greina í úrskurði sínum, annaðhvort í ályktar- orðinu eða í aðfararorðum nema hvorttveggja væri. Þá hafi áfrýj- andi ekki lengur átt heimili að Torfufelli 25, er hin áfrýjaða lögtaks- gerð fór fram. Loks hafi umboðsmanni áfrýjanda ekki verið til- kynnt sérstakalega, hvenær lögtakið ætti fram að fara. Aðrar kröfur sínar styður áfrýjandi í meginatriðum sömu rökum og hann færði fram í fógetaréttinum. 1431 Stefndi mótmælir því, að hinn áfrýjaði úrskurður eða lögtaksgerð séu haldin nokkrum þeim annmörkum að formi eða efni, sem leiða eigi til þess, að fella beri þær ákvarðanir fógeta úr gildi. Lögtaksbeiðni stefnda var að vísu tekin fyrir, áður en liðinn var 2 ára frestur sá, sem settur er Í 2. grein laga nr. 29/1885, sbr. 1. grein laga nr. 83/1947. Ekkert var þó gert til að halda lögtakinu áfram frá 6. apríl 1982 til 1. mars 1984. Þykir lögtakinu því ekki hafa verið haldið áfram með hæfilegum hraða og lögtaksréttur sá, er stefndi kynni að hafa átt, hafa af þeirri ástæðu verið fyrndur, er lögtaksgerðin fór fram 7. mars 1984. Þá er það og annmarki á hinum áfrýjaða úrskurði, að hann ber eigi með sér, fyrir hvaða kröfu lögtak átti að framkvæma. Ber samkvæmt þessu að fella úr gildi hinn áfrýjaða úrskurð og hina áfrýjuðu lögtaksgerð. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda 20.000,00 krónur í málskostnað, samtals Í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður og lögtaksgerð eru úr gildi felld. Stefndi, Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra, greiði áfrýjanda, Guðmundi Jóhannssyni, samtals 20.000,00 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjvíkur 7. mars 1984. Ár 1984, miðvikudaginn 7. mars, er fógetaréttur Reykjavíkur settur að Torfufelli 25 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgarfógeta Ólafi Sigurgeirs- syni með undirrituðum vottum. Fyrir er tekið: Málið D-39/1982: Lífeyrissjóður leigubílstjóra gegn Guðmundi Jóhannssyni. Skjöl málsins liggja frammi svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jón Gunnar Zoéga hdl. og krefst lögtaks fyrir kr. 5.301,60 með vanskilavöxtum til greiðsludags, kr. 700,00 fyrir gerðarbeiðni, auk kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér og er ekki viðstaddur en fyrir hann mætir að tilhlutan 1432 fógeta Jón Guðjónsson. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætts gerir fógeti lögtak í eign gerðarþola bifreiðinni R-8859, sem er Nissan Laurel 1983. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrir þýðingu gerðarinnar og brýnir fyrir mætta að skýra gerðar- þola frá gerðinni. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Miðvikudaginn 11. desember 1985. Nr. 172/1984. Hreiðar L. Jónsson (Hjörtur Torfason hrl.) gegn Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Lögtak. Lögtaksúrskurður og lögtaksgerð úr gildi felld. Fyrning lögtaksréttar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Ólafur Sigurgeirsson, aðalfulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð og framkvæmt lögtaksgerð- ina samkvæmt honum. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 20. september 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 11. greinar laga nr. 29/1885 og 16. grein laga nr. 75/1973 hinn 24. ágúst 1984. Krefst hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði úrskurður og hin áfrýjaða lögtaksgerð verði ómerkt. Til vara krefst hann, að úrskurð- inum verði hrundið og synjað um framkvæmd hins umbeðna lög- taks og lögtaksgerðin felld úr gildi. Til þrautavara krefst hann, að 1433 lögtaksgerðin verði felld úr gildi. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og lögtaks- gerðar. Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Hinn 18: janúar 1982 beiddist stefndi þess, að yfirborgarfógetinn í Reykjavík léti gera lögtak hjá áfrýjanda. Lögtaks var beiðst til tryggingar greiðslu vangoldinna iðgjalda vegna áfrýjanda til stefnda á tímabilinu 1: júlí 1980 til 31. desember 1981. Sagði í beiðninni, að krafist væri lögtaks fyrir 5.301,60 krónum auk vanskilavaxta, innheimtukostnaðar og annars kostnaðar, sem af gerðinni leiddi. Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi yfirborgarfógeta, tók lögtaksbeiðn- ina fyrir í fógetaréttinum 22. mars 1982. Af hálfu áfrýjanda var því mótmælt, að hið umbeðna lögtak næði fram að ganga, og fékk umboðsmaður hans frest til 30. mars til að rökstyðja mótmæli sín. Lagði hann þá fram í fógetaréttinum greinargerð af sinni hendi, þar sem hann færði þau rök að mótmælum sínum, að lög nr. 55/1980, sem iðgjaldakrafa stefnda var byggð á, væru ekki gild réttarheimild, þar sem þau brytu gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, einkum 67. grein og 69. grein. En jafnvel þótt lögin væru talin stjórnskipulega gild, veittu þau efni sínu samkvæmt stefnda ekki heimild til að krefjast iðgjalda af áfrýjanda sem sjóðsfélaga, síst af öllu með lög- taksgerð. Hinn 6. apríl 1982 lögðu aðiljar fram nokkur gögn. Var ágreiningurinn að því búnu tekinn til úrskurðar. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu, uns það var tekið fyrir að nýju í fógetaréttinum 1. mars 1984. Er þá skráð í fógetabók, að Jón G. Zoöga héraðsdómslögmaður sé mættur fyrir gerðarbeiðanda og leggi hann fram úrskurð fjármálaráðuneytisins. Fyrir gerðarþola sé mættur Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður, er leggi fram bréf til fjármálaráðuneytisins. Segir síðan í bókuninni: „„Málið var tekið til úrskurðar 29. mars 1982 (sic!), en eftir það kom í ljós, að fá þurfti stjórnvaldsúrskurð um tiltekin ágreinings- atriði. Var því með samkomulagi við umboðsmenn aðila frestað úrskurði. Úrskurðurinn er nú kominn og liggur hann frammi sem réttarskjal nr. 10. Umboðsmenn aðila lýsa nú gagnaðflun lokið og leggja málið í úrskurð. 1434 Málið er tekið til úrskurðar.““ Um hinn tilvitnaða úrskurð, sem dags. er 22. júlí 1983, er þess að geta, að hans var eigi beiðst sérstaklega vegna lögtakskröfunnar á hendur áfrýjanda. Er beiðnin um úrskurð fjármálaráðuneytisins rituð af stefnda 30. júní 1981, og er hún svohljóðandi: „Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra þarf að fá úrskurð ráðuneyt- isins um eftirtalin atriði: 1. Hvort leigu- eða sendibifreiðastjórum sé ekki skylt að vera í Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra, eða hvort þeim er heimilt að greiða til Biðreiknings lífeyrisréttinda. Hér er sérlega beðið um úrskurð um þá menn, sem þegar eru farnir að greiða þangað. 2. Hvort þeim atvinnurekendum, sem hafa bifreiðastjóra á laun- um við leigu- eða sendibifreiðaakstur, sé ekki skylt að greiða lífeyrissjóðsiðgjöld vegna þeirra manna til Lífeyrissjóðs leigu- bifreiðastjóra. 3. Ef menn stunda annað starf samhliða leigu- eða sendibifreiða- akstri og greiða í annan lífeyrissjóð vegna þess starfs, hvort þeim beri að greiða einnig til Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra, jafnvel þótt þeir greiði af fullum daglaunum í aðra sjóði.“ Sama dag og lögtaksbeiðni stefnda var tekin til úrskurðar að nýju kvað fógetafulltrúinn upp hinn áfrýjaða úrskurð að aðiljum fjar- stöddum. Var úrskurður hans án forsendna. Hafði þess ekki verið krafist sérstaklega af aðiljum, að forsendur yrðu látnar fylgja ályktarorði. Er úrskurðurinn svohljóðandi: „,Umbeðið lögtak fer fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Málskostnaður fellur niður.“ Hinn 7. mars 1984 framkvæmdi fógeti síðan hið áfrýjaða lögtak samkvæmt greindum úrskurði sínum. Ómerkingarkröfu sína reisir áfrýjandi á því, að fógeta hafi borið að láta forsendur fylgja ályktarorði sínu. Málflutningur hafi farið fram um lögtaksbeiðnina og hafi fógeta mátt vera ljóst, að a.m.k. áfrýjandi hafi miðað málflutning sinn við, að úrskurður um fram- gang gerðarinnar yrði með forsendum. Beri eigi að skýra 3. mgr. 190. greinar laga nr. 85/1936, sbr. 40. grein laga nr. 28/1981, á þann veg, að forsendum skuli eða megi jafnan sleppa í úrskurði, ef þeirra er ekki krafist í bókuðum orðum af hálfu aðilja. Í öðru lagi hafi fógeti eigi aðeins látið undan falla að láta forsendur fylgja 1435 ályktarorðinu, heldur verði ekki af úrskurði hans séð, um hvað lögtaksbeiðnin fjalli og fyrir hverju lögtak sé heimilað. Þessi atriði hafi fógeta verið skylt að greina í úrskurði sínum annaðhvort í ályktarorðinu eða Í aðfararorðum nema hvorttveggja væri. Þá hafi umboðsmanni áfrýjanda ekki verið tilkynnt sérstakalega, hvenær lögtakið ætti fram að fara. Aðrar kröfur sínar styður áfrýjandi í meginatriðum sömu rökum og hann færði fram í fógetaréttinum. Stefndi mótmælir því, að hinn áfrýjaði úrskurður eða lögtaksgerð séu haldin nokkrum þeim annmörkum að formi eða efni, sem leiða eigi til þess, að fella beri þær ákvarðanir fógeta úr gildi. Lögtaksbeiðni stefnda var að vísu tekin fyrir, áður en liðinn var 2 ára frestur sá, sem settur er Í 2. grein laga nr. 29/1885, sbr. 1. grein laga nr. 83/1947. Ekkert var þó gert til að halda lögtakinu áfram frá 6. apríl 1982 til 1. mars 1984. Þykir lögtakinu því ekki hafa verið haldið áfram með hæfilegum hraða og lögtaksréttur sá, er stefndi kynni að hafa átt, hafa af þeirri ástæðu verið fyrndur, er lögtaksgerðin fór fram 7. mars 1984. Þá er það og annmarki á hinum áfrýjaða úrskurði, að hann ber eigi með sér, fyrir hvaða kröfu lögtak átti að framkvæma. Ber samkvæmt þessu að fella úr gildi hinn áfrýjaða úrskurð og hina áfrýjuðu lögtaksgerð. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjanda 20.000,00 krónur í málskostnað, samtals í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður og lögtaksgerð eru úr gildi felld. Stefndi, Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra, greiði áfrýjanda, Hreiðari L. Jónssyni, samtals 20.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Lögtaksgerð fógetaréttar Reykjvíkur 7. mars 1984. Ár 1984, miðvikudaginn 7. mars, er fógetaréttur Reykjavíkur settur að Grettisgötu 71 og haldinn þar af fulltrúa yfirborgarfógeta Ólafi Sigurgeirs- syni með undirrituðum vottum. Fyrir er tekið: Málið D-42/1982: Lífeyrissjóður leigubílstjóra gegn Hreiðari L. Jónssyni. 1436 Skjöl málsins liggja frammi svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Jón Gunnar Zoéga hdl. og krefst lögtaks fyrir kr. 5.301,60 með vanskilavöxtum til greiðsludags, kr. 700,00 fyrir gerðarbeiðni, auk kostnaðar við gerðina og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli býr hér og er ekki viðstaddur en fyrir hann mætir að tilhlutan fógeta Jón Guðjónsson. Áminntur um sannsögli kveðst hann ekki geta greitt. Samkv. kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta gerir fógeti lögtak í eign gerðarþola bifreiðinni R-7686, sem er Datsun 1980. Fallið var frá virðingu. Fógeti skýrir þýðingu gerðarinnar og brýnir fyrir mætta að skýra gerðar- þola frá gerðinni. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Föstudaginn 13. desember 1985. Nr. 265/1985. Ákæruvaldið gegn Ólafi Donald Helgasyni Kærumál. Vitnaskylda. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Hinn áfrýjaða úrskurð kvað upp Guðjón St. Marteinsson, fulltrúi við sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. Við birtingu hins kærða úrskurðar fyrir verjanda varnaraðilja hinn 5. þ.m. kvaðst hann kæra úrskurðinn til Hæstaréttar „,og gera sömu kröfur og bókaðar voru í þinghaldi 29. nóvember sl.““ Samkvæmt því verður að telja, að dómkröfur varnaraðilja í kæru- málinu séu þær, að Ellert Vigfússon verði skyldaður til þess að bera vitni um það, hver maður sá er, sem gaf honum upplýsingar og um ræðir í úrskurðinum. 1437 Kæran barst Hæstarétti 5. þ.m. Af hálfu ákæruvalds hefur ekki borist greinargerð. Vitninu Ellert Vigfússyni var kynnt kæran í þinghaldi í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum 5. þ.m. Er þetta bókað eftir vitninu: „Mætti vísar í ástæður fyrir synjun sinni er bókaðar voru í þing- haldi 29. nóvember sl.““ Ágreiningsefni í máli þessu hefur réttilega verið tekið sérstaklega til úrskurðar samkvæmt 103. og 124. gr. laga nr. 74/1974. Kæra úrskurðarins er heimil samkvæmt 6. tölulið 172. gr. sömu laga. Af skýrslu vitnisins Ellerts Vigfússonar má ráða, að upplýsingar þær, sem hann fékk hjá hinum ónafngreinda manni, hafi hann fengið gegn fyrirheiti um að skýra ekki frá nafni hans. Þykir vitnið eigi verða skyldað til þess að rjúfa þann trúnað, en héraðsdómari metur hins vegar, hvort upplýsingarnar geti talist sönnunargögn gegn ákærða við úrlausn málsins. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 2. desember 1985. Málavextir: Hinn 8. maí sl. var þingfest hér fyrir dómi sakadómsmál nr. 314-319/ 1985. Munnlegur málflutningur fór fram 21. okt. sl., og var málið tekið til dómsálagningar sama dag. Málið var síðan tekið upp og ný skjöl lögð fram 5. nóvember sl. Var þar um að ræða skjöl, er vegna mistaka hafði láðst að leggja fram fyrr. Dómari ákvað í framhaldi af þinghaldinu 5. nóvember sl. og framlagningu skjala þá að yfirheyra tvö vitni, og átti síðan að gefa sækjanda og verjendum kost að flytja viðbótarsókn og viðbótarvarnir, sbr. 136. gr. laga nr. 74, 1974. Framangreind vitni voru yfirheyrð fyrir dómi föstudaginn 29. nóvember sl. Annað vitnanna, Ellert Vigfússon rannsóknaárlögreglumaður, staðfesti skýrslu sína, sem þingmerkt hefur verið sem dómskjal nr. 25 í máli þessu. Á nefndu: dómskjali greinir vitnið frá upplýsingaaðilja, er hafði veitt lög- reglu upplýsingar varðandi meint fíkniefnamisferli Ólafs Donalds Helga- sonar, sem er einn ákærðra í sakadómsmáli nr. 314-319/1985. Vitnið ber fyrir dómi að hafa ásamt nafngreindum lögreglumönnum fylgst með heimili 1438 Ólafs Donalds og haft hann grunaðan um dreifingu fíkniefna, svo sem fram" kemur á dómskjali nr. 24. Vitnið kvað nefndan upplýsingaaðilja hafa að undirlagi og undir stöðugu eftirliti lögreglu verið sendan á heimili Ólafs Donalds til að kanna undirtektir Ólafs varðandi útvegun fíkniefna og þá hvaða tegund efnis Ólafur hefði undir höndum. Vitnið kvað margnefndan upplýsingaaðilja hafa haldið á heimili Ólafs Donalds og þar hafi nefndur upplýsingaaðili tekið við sýnishorni þess efnis, er ákærði Ólafur Donald hafði undir höndum, og afhenti síðan lögreglu efnið skömmu síðar. Ellert Vigfússon rannsóknarlögréglumaður kvaðst ekki gefa upp, hvert nafn margnefnds upplýsingaáðilja væri. Þá vár bókað eftir vitninu: „„Ástæðuna kveður vitnið vera þá, að reynslan hafi sýnt að slíkir menn eigi á hættu hefndaraðgerðir og því telur vitnið öryggis upplýsingaaðilans vegna ekki rétt að greina frá nafni aðilans.“ Dómari kvað upp (sic), sbr. 4. mgr. 134. gr. laga nr. 74, 1974, að dómari teldi vitninu ekki skylt að svara þeim spurningum, hver upplýsingaaðilinn á dómskjali nr. 25 væri, á annan hátt en vitnið hefði þegar gert með þar tilgreindum ástæðum. Verjandi ákærða Ólafs Donalds Helgasonar gerði þá kröfu, að „vitninu verði gert skylt að svara þeirri spurningu hver upplýsingaaðilinn er, er fram kemur á dómskjali nr. 25, svo unnt sé að sanna sannleiksgildi skýrslunnar með tilliti til 35. gr. laga nr. 74, 1974, þar sem ljóst má vera, að aflað hafi verið sönnunargagna með ólögmætum hætti á hendur ákærða Ólafs Donalds Helgasonar (sic) sem síðar var grundvöllur að húsleitarúrskurði.“ Dómari tók þá málið til úrskurðar, sbr. 124. gr. laga nr. 74, 1974. Niðurstöður. - Í úrskurði þessum verður á engan hátt tekin afstaða til fullyrðingar verjandans um meintar ólögmætar rannsóknaraðferðir, svo sem fram kemur í kröfugerð verjandans. Í úrskurði þessum verður einungis tekin afstaða til þess, hvort vitninu Ellert Vigfússyni rannsóknarlögreglumanni verði gert skylt að svara spurningunni, hver sé hinn ónafngreindi upp- lýsingaaðili á dómskjali nr. 25. Dóminum er ljós hin víðtæka vitnaskylda manna samkvæmt lögum nr. 74, 1974. Ekki verður séð, að positívu lagaákvæði sé til að dreifa, er bein- línis leysi rannsóknarlögreglumanninn Ellert Vigfússon undan vitnaskyldu að því leyti er hér er sérstaklega til úrlausnar, sbr. þó tilgang 2. mgr. 93. gr. laga nr. 74, 1974, sbr. Hrd 1960, bls. 390. Verjandi ákærða Ólafs Donalds tekur fram í sinni kröfugerð, að nauð- synlegt sé að fá nafngreindan margnefndan upplýsingaaðilja á dómskjali nr. 25, til að unnt sé að sanna sannleiksgildi skýrslunnar á dómskjali nr. 25. Dómari hefur frjálst mat um sönnunargildi vitnisburðar, sbr. 110. gr. oml. en rétt er þó að taka fram, að átvik þáu, sem áttu sér stað við húsleit 1439 hjá ákærða Ólafi, og síðari framburður ákærða Ólafs sjálfs eru til þess fallin að styrkja sannleiksgildi nefndrar skýrslu, þar sem ákærði Ólafur viðurkenndi dreifingu fíkniefna á þeim tíma, er um ræðir í skýrslunni, og við nefnda húsleit fundust hjá ákærða Ólafi fíkniefni (amfetamín). Nauðsynlegt þykir og þjóðfélagslegir hagsmunir í húfi, að borgarar geti veitt lögreglu upplýsingar og eins og hér stendur á aðstoð við rannsókn og uppljóstran alvarlegra brotamála án þess að eiga á hættu að baka sjálfum sér óþægindi vegna þessa, og þykir því eðli máls samkvæmt hér um að ræða efni, er leynt á að fara. Úrskurður þessi er kveðinn upp á grundvelli 124. gr. laga nr. 74, 1974. Skv. nefndri lagagrein er verjanda heimilt að bera undir dómara hvert það atriði, er hann telur varða því, að ekki verði réttilega lagður dómur á mál að efni til, eins og þá stendur á. Dómarinn álítur, að engu máli skipti varðandi efnislega niðurstöðu í sakadómsmáli nr. 314-319/1985, hvort Ellert Vigfússon svari spurningu verjanda ákærða Ólafs Donalds um hver upplýsingaaðilinn er, er getið er í dómskjali nr. 25. Spurning verjandans er því að mati dómsins sýnilega þýðingarlaus, sbr. Í. mgr. 102. gr. laga nr. 74, 1974. Samkvæmt öllu ofanrituðu er hafnað kröfu verjanda ákærða Olafs Donalds Helgasonar um, að vitninu Ellert Vigfússyni rannsóknarlögreglu- manni verði gert skylt að svara þeirri spurningu, hver upplýsingaaðilinn er, er getið er um á dómskjali nr. 25. Úrskurðaroörð: Vitninu Ellert Vigfússyni er ekki skylt að svara spurningu um, hver sé upplýsingaaðilinn á dómskjali nr. 285. 1440 Mánudaginn 16. desember 1985. Nr. 141/1984. Gísli Jónsson (sjálfur) gegn Rafveitu Hafnarfjarðar (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.) Lögtak. Réttarheimildir. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 31. júlí 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi 12. s.m. samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 29/1885 og 16. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og synjað um framgang lög- taksins. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Um Rafveitu Hafnarfjarðar er í gildi reglugerð nr. 177/1939, sem breytt var með reglugerð nr. 268/1969. Telja verður, að heimilt hafi verið að afmarka í gjaldskrá stefndu, hvaða raforkunotkun teldist raforka til húshitunar. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann um annað en máls- kostnað. Eftir atvikum verður málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti látinn falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er staðfestur um annað en máls- kostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 1441 Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Samkvæmt 23. gr. orkulaga nr. 58, 29. apríl 1967 er héraðs- rafmagnsveitu, sem hlotið hefur einkarétt skv. 18. gr. laganna, skylt að selja raforku öllum, sem þess óska, innan takmarka orkuveitu- svæðis hennar með þeim skilyrðum, sem nánar eru ákveðin í lögun- um og í reglugerðum, sem settar verði samkvæmt þeim. Í 24. gr.“ sömu laga segir, að setja skuli reglugerð um slíkar rafmagnsveitur, er stjórn veitunnar semji og ráðherra staðfesti. Í reglugerðir þessar „skal“ m.a. setja ákvæði um ... „skilmála fyrir raforkusölunni.““ Í 8. gr., 1. mgr., reglugerðar fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 177, 16. september 1939, segir: „„Rafveita Hafnarfjarðar selur raf- orku til almenningsþarfa á orkuveitusvæði sínu, alls staðar þar sem taugakerfi hennar nær til, með þeim skilmálum, sem ákveðnir eru í reglugerð þessari og gjaldskrá rafveitunnar á hverjum tíma.““ Í héraðsdómi er því lýst, hvernig áfrýjandi hitar upp hús sitt. Hluti af því hitunarkerfi er hitablásari, sem knúinn er með raforku. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að þessi raforkunotkun áfrýj- anda sé ekki húshitun. Byggir stefndi það á skilgreiningu, sem sett var í gjaldskrá fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 788, 22. desember 1981 og birt var 29. janúar 1982. Skilgreining þessi er í 1. kafla, lið D, staflið g) undir yfirskriftinni: „Skilyrði fyrir raforkusölu til hitunar eru:““ Í staflið g) segir m.a., að undir lið D í gjaldskránni falli ekki . „varmadælur eða tæki til varmaflutnings í loftræstikerfum eða lofthitakerfum.““ Með þessu er verið að setja skilyrði fyrir raforku- sölunni í gjaldskrá. Samkvæmt 23. gr. orkulaganna verður slíkum skilyrðum ekki skipað með gjaldskrá, heldur reglugerð. Skilyrði þessi hafa því ekki lagastoð, og ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um framgang lögtaksins. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda málskostnað bæði í héraði.og fyrir Hæstarétti, er þykir hæfilega ákveðinn 10.000,00 krónur, en áfrýjandi flutti mál sitt sjálfur. Úrskurður fógetaréttar Hafnarfjarðar S. apríl 1984. Ár 1984, fimmtudaginn $. apríl, er af Valgarði Sigurðssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður í lögtaksmálinu Rafveita Hafnarfjarðar gegn Gísla 91 1442 Jónssyni. Málið var þingfest í fógetarétti Hafnarfjarðar 21. desember 1983 og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 15. mars 1984. Með lögtaksbeiðni, dags. 26. maí 1983 og birtri 21. júní 1983, krafðist Rafveita Hafnarfjarðar þess, að fram færi lögtak hjá Gísla Jónssyni, Brekkuhvammi 4, Hafnarfirði, nnr. 2677-6082, til tryggingar gjaldskulda hans, samtals að fjárhæð kr. 1.782,60, auk ársvaxta 37% af kr. 607,10 frá 21.10. 1982 til 1.11. 1982, 45% af kr. 607,10 frá 1.11. 1982 til 29.12. 1982, 45% af kr. 1.054,30 frá 29.12. 1982 til 24.02. 1983, 45% af kr. 1.412,20 frá 24.02. 1983 til 2.05. 1983 og 45% af kr. 1.782,60 frá 2.05. 1983 til greiðsludags. Við munnlegan flutning málsins breytti hann vaxta- kröfu sinni á þann veg, að ársvextir reiknist 3600 af kr. 1.782,60 frá 21.10. 1983 til 21.11. 1983, 3200 ársvextir af sömu fjárhæð frá 21.11. 1983 til 21.12. 1983, 2590 ársvextir frá 21.12. 1983 til 21.01. 1984 og 21% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Þá er í beiðni krafist innheimtukostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ., kr. 921,20, en við munnlegan flutning krafðist gerðarbeiðandi málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Gerðarþoli tók til varna og krafðist þess, að synjað yrði framkominni beiðni um lögtök og sér tildæmd málsvarnarlaun að mati dómsins sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Gerðarþoli flutti mál sitt sjálfur og gætti dómari leiðbeiningarskyldu gagnvart honum. Leitað var sátta, en án árangurs. Málavextir eru þeir, að gerðarþoli kynti hús sitt að Brekkuhvammi 4 í Hafnarfirði upphaflega með rafmagni. Búnaðurinn var þannig, að vatn á þar til gerðum tanki var hitað með rafmagni að nóttu til. Heita vatnið var látið hita upp loft með varmaskipti og loftinu síðan blásið inn í herbergi hússins með blásara um hitastokka. Rafmagnið var keypt skv. húshitunar- taxta, svokölluðum næturhitunartaxta. Blásari lofthitunarkerfisins var á sama taxta og rafmagnshitunartækið í hitatankinum, en án rofs að degi til. Þann 6. apríl 1977 var hitaveita bæjarins tengd við hitakerfi í stað nætur- hitunar. Eftir sem áður notaði gerðarþoli blásarakerfi hússins. Raforku- notkun hitakerfisins var þá einungis bundin blásaramótornum, sem var án rofs. Með bréfi, dags. 12.09. 1979, var gerðarþola sagt upp raforkusölu skv. næturhitunartaxta frá og með 20.10. 1979. Gerðarþoli sótti með bréfi, dags. 20.09. 1979, um að fá keypta raforku skv. órofnum hitataxta, en var synjað með bréfi, dags. 27.11. 1979. Gerðarþoli tilkynnti þá einhliða með bréfi, dags. 3.03. 1980, að hann hefði ákveðið að kaupa raforku á blásaramótor sinn skv. órofnum hitataxta, merktum D 1 í gjaldskrá Raf- veitunnar. Viðskipti gerðarþola og gerðarbeiðanda vegna kaupa gerðarþola á raforku á hitablásara sinn hafa síðan verið með þeim hætti, að Rafveita Hafnarfjarðar hefur krafið gerðarþola um notkun rafmagns skv. heimilis- 1443 taxta, en gerðarþoli umreiknað reikningana skv. hitataxta og greitt í sam- ræmi við það. Málsástæður gerðarbeiðanda eru þær, að gerðarþoli hafi synjað um greiðslu á hluta af þeim reikningum, sem honum hafi verið sendir vegna raforkukaupa. Gerðarþola hafi jafnan verið gert að greiða fyrir sína raf- orkunotkun samkvæmt heimilistaxta í I. kafla B-lið gjaldskrár rafveitunn- ar, en hann hafi talið sig eiga rétt til að kaupa raforkuna á nokkru lægri gjaldskrártaxta merktum D 1, sem sé órofinn hitunartaxti, og því um- reiknað reikningana og greitt samkvæmt þeim taxta. Lögtakskrafan sé mismunur á þessari innborgun gerðarþola og útsendum reikningum rafveit- unnar og nái yfir eins árs tímabil frá mars 1982 til og með mars 1983, sbr. rskj. nr. 3-16. Máli sínu til stuðnings vísar gerðarbeiðandi til gjaldskrár Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 125 frá 28. febrúar 1983, sbr. áðurgildandi gjaldskrár nr. 739, 30. nóvember 1982, og nr. 788, 22. desember 1981, sem séu efnis- lega samhljóða núgildandi gjaldskrá og nái yfir kröfutímabilið, en þar segi í staflið g í 1. kafla D um skilyrði fyrir raforkusölu til hitunar, „að raforkan sé notuð til hitunar með þar til gerðum tækjum, sem breyta henni í hita- orku.““ Í 2. mgr. stafliðar h séu talin upp þau tæki sem ekki falla undir lið D í gjaldskránni, og þar séu m.a. nefndar varmadælur eða tæki til varmaflutnings í loftræstikerfum eða lofthitakerfum. Þau falla undir gjald- skrárlið B, C eða E, eftir því sem við á. Kveður gerðarbeiðandi synjun á óskum gerðarþola um að kaupa raforku á hitablásara sinn samkvæmt hitunartaxta á því byggða, að blásarinn flytji húshitunarloftið um loft- hitunarrásir í húsi hans, en framleiði ekki hitaorkuna. Tækið umbreyti ekki raforku í hitaorku, heldur þjóni sem flutningatæki. Samkvæmt þessu sé ljóst, að tæki þetta falli undir skilgreininguna tæki til varmaflutnings í loft- ræsti- eða lofthitakerfum og fullnægi því ekki skilyrðum fyrir raforkusölu til hitunar, sbr. staflið g í gjaldskrá rafveitunnar. Um lagarök fyrir kröfu sinni skírskotar gerðarbeiðandi til 76. gr. orku- laga nr. 58, 1967, til reglugerðar fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 268 frá 1969 og lögtakslaga frá 1885, 1. gr., 3. tölulið. Varðandi gjaldskyldu gerðarþola skírskotar hann til gjaldskrár Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 788 frá 22. desember 1981. Málsástæður gerðarþola eru aðallega tvær, að Rafveita Hafnarfjarðar hafi ekki lagalegan rétt til þess að neita sér um raforku samkvæmt hitataxta á hitablásara sinn og jafnframt, að engin nauðsyn hafi knúið hana til þess. Þar af leiði, að skuld hans við rafveituna sé engin og kröfunni um lögtak verði því að hafna. Fallist dómurinn hins vegar ekki á rök hans fyrir því, að ekki sé um skuld að ræða, telur gerðarþoli, að gerðarbeiðninni beri að synja, þar sem lögtaksréttur sé ekki fyrir hendi. 1444 Málsástæður sínar rökstyður gerðarþoli með þeim hætti, að samkvæmt 25. gr. orkulaga nr. 58, 29. apríl 1967 skuli gjald fyrir raforku frá héraðs- rafmagnsveitu ákveða í gjaldskrá, sem stjórn veitunnar semur og ráðherra staðfestir, en skilyrði og skilmála fyrir raforkusölu skuli setja í reglugerð rafveitunnar, sbr. 23. og 24. gr. orkulaga. Ákvæði 8. gr., 1. mgr., reglu- gerðar fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 268, 27. október 1969 um, að raf- veitan selji raforku á veitusvæði sínu með þeim skilmálum, sem ákveðnir séu í þeirri reglugerð og gjaldskrá rafveitunnar, sé að hluta til í ósamræmi við 24. gr. orkulaga, þ.e.a.s. að skilmála skuli setja í gjaldskrá. Skilgreining rafveitunnar á því, hvað teljast skuli húshitun í gjaldskránni, geti því ekki stuðst við þessa grein. Skilgreining sé skilmáli fyrir raforkusölu, sem skv. 24. gr. orkulaga skuli setja í reglugerð, en ekki í gjaldskrá. Þá telur hann, að með skilgreiningu sinni á húshitun sé Rafveita Hafnar- fjarðar að ákveða gildissvið reglugerðar nr. 316, 8. september 1978 um sölu- skatt og laga um verðjöfnunargjald nr. 83, 17. september 1974. Raforka „til húshitunar““ sé undanþegin verðjöfnunargjaldi, sbr. 7. gr. laganna og „rafmagn til hitunar húsa og laugarvatns““ sé undanþegið söluskatti, sbr. 2. gr., lið B, í reglugerðinni um söluskatt. Slíkt sé ekki í verkahring ein- stakra rafveitna og allra síst með ákvæði í gjaldskrá. Með því ákvæði í g í D lið I. kafla gjaldskrár Rafveitu Hafnarfjarðar að það sé skilyrði fyrir raforkusölu samkvæmt hitunartaxta, að raforkan sé notuð til hitunar með þar til gerðum tækjum, sem breyta henni í hitaorku, sé bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að þrengja bæði ákvæði reglugerðar um söluskatt, sem hærra sett stjórnvald hafi sett, og ákvæði laga um verðjöfnunargjald, sem ágreinings- laust séu rétthærri en staðfestar gjaldskrár. Stafliður g hafi því ekki laga- stoð. Þá getur gerðarþoli þess, að samkvæmt úrskurðum fjármálaráðu- neytisins og iðnaðarráðuneytisins, sbr. rskj. nr. 21, skuli ekki greiða sölu- skatt af rafmagni til rekstrar varmadælna, sem einungis séu nýttar til hús- hitunar, né heldur verðjöfnunargjald. Telur gerðarþoli þessa úrskurði hnekkja skilgreiningu þeirri á húshitun, sem Rafveita Hafnarfjarðar byggir kröfu sína á. Efnislegur rökstuðningur gerðarþola fyrir kröfu sinni er, að engin efnis- leg né nauðsyn hafi knúið rafveituna til að synja honum um að kaupa raf- magn á hitablásara sinn samkvæmt húshitunartaxta. Sérstakir taxtar raf- veitna fyrir húshitun lægri en t.d. heimilistaxti byggist á því, að húshitun hafi hlutfallslega háan nýtingartíma og hærri en heimilisnotkun, þ.e. hlut- fallslega jafnt álag, sem sé rafveitunni hagstætt. Raforkunotkun blásara- mótors, sem gangi stöðugt allt árið, hafi enn hærri nýtingartíma en upp- hitun vatns eða lofts til húshitunar, sem sé meira árstímabundin notkun, og geti því m.a. út frá því sjónarmiði mjög vel fallið undir húshitunartaxta eða jafnvel enn lægri taxta. Tilraun Rafveitu Hafnarfjarðar til þess að 1445 knýja raforkunotkun hans vegna hitablásarans inn á heimilistaxta sé m.a. fólgin í óeðlilegri hækkun á fastagjaldi og með því að hækka hitunartaxta miklu meira en heimilistaxta. Nauðsynlegt sé að líta á það, hvort slíkar aðgerðir, sem ljóst sé, að gerðar voru vegna eins notanda, hafi verið nauð- synlegar og hvort álagning Rafveitu Hafnarfjarðar á sölu samkvæmt taxta D 1, órofin hitun, hafi verið óeðlilega lág. Segir hann Rafveitu Hafnar- fjarðar hafa á sama tíma og hún hafi synjað sér um raforku á hitablásara sinn samkvæmt hitataxta selt á hitataxta raforku á blásaramótor, þ.e. loft- hitablásara, þar sem loftið sé hitað með rafhitaldi. Það sé þar með ljóst, að notendum sé mismunað. Þessum fullyrðingum var mótmælt af hálfu gerðarbeiðanda, sem lagði fram yfirlit yfir 13 notendur blásarahreyfla, sem greiða fyrir raforkunotkun til þeirra samkvæmt öðrum og hærri töxtum en hitunartaxta. Í niðurlagi greinargerðar sinnar færir gerðarþoli fram þá málsástæðu, að fallist dómurinn ekki á rök hans fyrir því, að ekki sé um skuld að ræða, krefst hann þess, að gerðarbeiðninni verði synjað á grundvelli 17. gr. reglu- gerðar fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 268/1969, 5. málsgrein. Rafveitan hafi aldrei gert tilraun til að fá meinta skuld greidda með lokun og hafi því ekki lögtaksheimild, þar sem skilyrði fyrir lögtaki er, að skuldin fáist ekki greidd þrátt fyrir lokun. Af hálfu gerðarþola var mótmælt málskostnaðarkröfu gerðarbeiðanda við munnlegan flutning málsins, sem of seint fram kominni og beri að miða málskostnað hans við þá krónutölu, sem fram komi í beiðni og greinargerð. Af hálfu gerðarbeiðanda var ítrekuð krafa um málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og jafnframt mótmælt málskostnaðarkröfu gerðarþola að miða hana við gjaldskrá LMFÍ. Gerðarþoli ítrekaði málskostnaðarkröfu sína samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og að tekið verði tillit til þess, að tæknilegrar sérþekkingar væri þörf við rekstur þessa máls, en gerðarþoli er prófessor í rafmagnsverkfræði og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna. Álit réttarins. Það er meginatriði þessa máls hvort gjaldskrá Rafveitu Hafnarfjarðar sé gild réttarheimild að því er varðar skilmála fyrir raforkusölu. Í 24. gr. orkulaga segir: „„Skilmála fyrir raforkusölu skal setja í reglugerð.“ Í 8. gr., 1. mgr.,'reglugerðar fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 268, 27. október 1969 segir: „„Rafveita Hafnarfjarðar selur raforku til almennings- þarfa á orkuveitusvæði sínu, alls staðar þar sem taugarkerfi hennar nær til, með þeim skilmálum, sem ákveðnir eru í reglugerð þessari og gjaldskrá rafveitunnar á hverjum tíma.“ Með þessum ákvæði lætur framkvæmdar- valdshafi lægra settu stjórnvaldi, í þessu tilviki bæjarstjórn Hafnarfjarðar, það eftir að semja skilmálana fyrir raforkusölunni til birtingar í gjaldskrá 1446 rafmagnsveitunnar, sem hann síðan staðfestir og birt er í B-deild Stjórnar- tíðinda á sama hátt og reglugerðin. Gjaldskráin er þannig hliðsett stjórn- valdsregla reglugerðinni og því gild réttarheimild og sett á grundvelli hennar, og það fæst ekki séð, að viðkomandi stjórnvald hafi hér farið út fyrir lagaheimild sína með þessari skipan mála, svo að ógildi varði. Varðandi þá málsástæðu gerðarþola, að með skilgreiningu sinni á hús- hitun í gjaldskrá sé Rafveita Hafnarfjarðar að ákveða og þrengja gildissvið reglugerðar um söluskatt og laga um verðjöfnunargjald, þá hefur ekkert það verið leitt í ljós í máli þessu, að um óeðlilega ákvörðun sé að ræða miðað við reglugerð um söluskatt og lög um verðjöfnunargjald. Fjármála- ráðherra skipar söluskattsmálum, og hvað þetta atriði varðar er ákvæði í 2. gr., 13. lið, reglugerðar nr. 316, 8. september 1978 þess efnis, að raf- magn til hitunar húsa og laugarvatns sé undanþegið söluskatti. Skilgreining á því, hvað sé húshitun og hverjir séu skilmálar fyrir raforkusölu til hús- hitunar er síðan af eðlilegum ástæðum eftirlátin stjórnvaldi, sem ;. eð þau mál fara. Svo er einnig með verðjöfnunargjald. Varðandi úrskurði fjármálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins, sem getið er á rskj. nr. 21, sem er bréf iðnaðarráðuneytisins til Hitaveitu Akur- eyrar, dags. 22. nóvember 1983, að ekki skuli greiða söluskatt af rafmagni til rekstrar varmadælna, sem einungis séu nýttar til húshitunar, né heldur verðjöfnunargjald, þá varða þeir skilgreiningu gildissviðs reglugerðar um söluskatt og laga um verðjöfnunargjald en breytir á engan hátt skilgrein- ingu og skilmálum á gjaldskrá Rafveitu Hafnarfjarðar varðandi húshitun og skipan raforkunotkunar í gjaldflokka. Fullyrðing gerðarþola, að Rafveita Hafnarfjarðar hafi með valdníðslu skipað raforkunotkun hans á hitablásara sinn í annan og hærri taxta en hún hafi heimild til og án nauðsynjar, er ósönnuð. Stjórnir viðkomandi rafveitna meta fjárþörf veitunnar og setja skilmála fyrir raforkusölunni, sem síðan liggur í ákvörðunarvaldi ráðherra að meta og synja eða sam- þykkja og breyta eftir atvikum. Það er mat réttarins, svo sem áður er fram komið, að gjaldskrá Rafveitu Hafnarfjarðar sé fullgild réttarheimild og ráðherra heimilt með reglugerð að ákveða, að skilmála skuli setja í gjald- skrá, sem raunar telst eðlileg ráðstöfun, þar sem ákvæði þess efnis í reglu- gerð yrði mjög rúmt og mundi því valda örðugleikum og réttaróöryggi í framkvæmd við skýringu og fyllingu varðandi einstaka gjaldskrárliði. Samkvæmt 2. mgr. staflið g í D-lið 1. kafla gjaldskrár Rafveitu Hafnar- fjarðar nr. 788, 22. desember 1981, sbr. 2. mgr., staflið h í D-lið |. kafla núgildandi gjaldskrár, fellur varmadæla eða tæki til varmaflutnings í loft- ræstikerfum eða lofthitakerfum ekki undir lið D í gjaldskránni um hitun. Varmadælu eða hitablásara gerðarþola er ætlað það hlutverk að flytja varmaorku, sem fengin er með heitu vatni frá hitaveitu, um loftrásir út 1447 í herbergi húss hans. Blásarinn er því fyrst og fremst orkuflutningstæki og fellur því beint að nefndu ákvæði gjaldskrárinnar. Það breytir engu hér um, hvort raforkan, sem hann notar, breytist í hitaorku eða ekki að hluta eða öllu. Það sama má segja, eftir því sem fram er komið í málinu, um alla raforku til almennra heimilisnota, að hún nýtist sem næst % hlutum sem varmaorka til jafnaðar. Ekki er fallist á þá lögskýringu gerðarþola, að ákvæði 5. mgr. 17. gr. reglugerðar nr. 268, 1969 fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar girði fyrir lögtaks- rétt gerðarbeiðanda, þar sem innheimta gjaldskulda hans hafi aldrei verið reynd með lokun. Í 76. gr. orkulaga nr. 58, 1967 segir: „Öll gjöld sam- kvæmt lögum þessum eða reglugerðum og gjaldskrám, sem settar verða samkvæmt þeim, má taka lögtaki á kostnað gjaldanda og stöðva afhend- ingu rafmagns og hitaorku, ef ekki er staðið í skilum á greiðslu fyrir þau á settum gjalddaga.“ Ákvæði 17. gr. reglugerðarinnar er heimildarákvæði, sem ber að skýra á grundvelli nefnds lagaákvæðis og þrengir á engan hátt lögtaksheimildina. Hér er því nánast um verklagsreglu að ræða, sem varðar innheimtuaðferðir án þess að binda hendur rafveitunnar um beinar lögtaks- aðgerðir. Gerðarþoli hefur mótmælt málskostnaðarkröfu gerðarbeiðanda sem of seint fram kominni við munnlegan flutnings málsins og halda beri sig við málskostnaðarkröfu hans í beiðni og greinargerð. Þar sem gerðarbeiðandi setti ekki fram málskostnaðarkröfu í greinargerð, þ.e. þegar fyrir lá, að málið gengi til munnlegs flutnings, sbr. 223. gr. 1. 85, 1936, ber, með vísan til 88. gr., 70. gr. og 4. tl. 110. gr. sömu laga að fallast á þessa kröfu gerðarþola. Að öllu framansögðu og þar sem engir þeir ágallar eru á málatilbúnaði gerðarbeiðanda, að frávísun varði, þá þykir mega fallast á kröfu gerðar- beiðanda um lögtak fyrir umkrafinni skuld, sem ekki hefur verið mótmælt tölulega, með þeim vöxtum, er að framan getur, að öðru leyti en því, að ársvextir reiknast 39% af lögtaksfjárhæðinni frá 21.09. 1983 til 21.10. 1983 og 1990 frá 21.01. 1984 til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 951,20. Ályktarorð: Umbeðin lögtaksgerð skal ná fram að ganga og með þeim ársvöxtum af lögtaksfjárhæð, sem í beiðni getur, að öðru leyti en því, að vextir reiknast 3990 frá 21.09. 1983 til 21.10. 1983 og 19% frá 21.01. 1984 til greiðsludags. Gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda málskostnað, kr. 951,20, að við- lagðri aðför að lögum. 1448 Mánudaginn 16. desember 1985. Nr. 195/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Guðmundi Þóri Halldórssyni (Arnmundur Backman hrl.) Skilasvik. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Máli þessu var með áfrýjunarstefndu 14. ágúst sl. skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 1. nóvember sl. Þegar lögtak var gert hinn 29. september 1982 hafði gerðarþoli, Langholtsvegur 17 s/f, þegar selt og afhent eignarhlut sinn í húsinu Langholtsvegi 17 að undanskildum 24,34% af húseigninni allri. Var hér um að ræða þrjá kaupsamninga, gerða 23. febrúar, 18. júní og 24. júní 1982. Hafði kaupandi samkvæmt fyrsta kaupsamningn- um þinglýst kaupsamningnum 25. febrúar. Lögtak var gert í eignar- hluta gerðarþola í Langholtsvegi 17, án þess tilgreint sé nánar, hve mikill hluti húseignarinnar eignarhlutinn sé. Hann var samkvæmt því, sem áður segir, 24,34% allrar húseignarinnar. Verður að líta svo á, að lögtakið hafi einungis tekið til þess hluta, og verður því ekki talið, að með afsölum þeim, sem félagið gaf út 15. desember 1982 og 15. janúar 1983, hafi ákærði gerst brotlegur við 2. tl. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar seldi félagið 17. febrúar 1983 þann hluta húseignarinnar, sem það átti eftir. Ritaði ákærði undir kaupsamninginn ásamt sameiganda sínum án þess að láta lögtaksins getið, og hafði hann þó verið viðstaddur lög- taksgerðina og bent á eignarhlutann til lögtaks. Sala þessi fór því í bág við rétt Gjaldheimtunnar samkvæmt lögtakinu, og varðar hún ákærða sakfellingu samvkæmt 2. tl. 250. gr. hegningarlaga. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. 1449 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Guðmundur Þórir Halldórsson, greiði áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 14.000,00 krónur, „og málsvarnarlaun verjanda síns, Arnmundar Backman hæstaréttarlögmanns, 14.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 25. janúar 1985. Ár 1985, föstudaginn 25. janúar, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni A. Ólafssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 32-33/1985: Ákæruvaldið gegn K og Guðmundi Þóri Halldórssyni, sem tekið var til dóms 17. f.m. Málið var höfðað með ákæru, dagsettri 20. desember 1983, „á hendur K og Guðmundi Þóri Halldórssyni prentara, Brekkugötu 24, Hafnarfirði, fæddum 3. ágúst 1944 í Reykjavík, fyrir skilasvik samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 250 gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með því að hafa með afsölum, dagsettum 15. desember 1982 og 15. janúar 1983, og kaupsamningi, dag- settum 17. febrúar 1983, selt eignarhluta sinn í fasteigninni Langholtsvegi 17, Reykjavík, sem lögtak hafði verið gert í eftir beiðni Gjaldheimtunnar í Reykjavík og að ábendingu ákærða Guðmundar Þóris og með vitund ákærða K, þann 29. september 1982, án þess að gera þá upp samtímis lög- takskröfuna kr. 33.443,-. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu. alls sakarkostnaðar.““ Með bréfi frá 22. september 1983 óskaði Gjaldheimtan í Reykjavík eftir því við rannsóknarlögreglu ríkisins, að fram færi opinber rannsókn á ætluðu undanskoti eigna sameignarfélagsins Langholtsvegar 17 s/f. Fram- kvæmdastjóri. félagsins, ákærði Guðmundur Þórir, hefði hinn 29. sept- ember 1982 bent við lögtaksgerð á eign félagsins Langholtsveg 17 til trygg- ingar opinberum gjöldum félagsins árið 1982. Eignin hefði síðan verið seld, án þess að lögtakskrafan hefði verið greidd. Í bréfi frá Gjaldheimtunni til rannsóknarlögreglunnar frá 21. október 1983 segir að skuldir þær, sem urðu tilefni kærunnar, hafi „nú“ verið greiddar. Við lögreglurannsókn málsins hinn 10. október 1983 skýrði kærði K svo frá, að ákærðu hefðu á árinu 1979 stofnað framangreint sameignarfélag í þeim tilgangi að kaupa fasteign og reka hana. Sama ár hefðu þeir keypt % fasteignina Langholtsveg 17. Eignarhlutinn hefði verið í útleigu um tíma, 1450 en verið seldur í fernu lagi á tímabilinu frá janúar 1982 til janúar 1983. Í þeim mánuði hefði félaginu verið slitið. Meðákærði hefði alveg séð um fjárreiður félagsins og hefði ákærði síðast séð efnahags- og rekstrarreikning félagsins fyrir árið 1982. Ekki mundi ákærði, hverjar skuldirnar voru í árslok 1982, þó hefði verið um fasteignaveðskuldir að ræða, sem hefðu að mestu verið í skilum og að auki „einhver lausaskuld““ við Gjaldheimt- una. Ákærði bar, að honum hefði ekki verið tilkynnt um lögtaksgerðina frá 29. september 1982 „sérstaklega““, en hann hefði vitað um greiðsluerfið- leika félagsins og skuldir við Gjaldheimtuna. Tekjur félagsins hefðu verið litlar og opinber gjöld há. Ákærða hefði eigi verið ljóst, að óheimilt væri að selja eignarhlutann í fasteigninni, hann hefði talið, að eingöngu væru fasteignaveðskuldir á eigninni, sem væru samkomulagsatriði á milli kaup- anda og seljanda. Ákærði teldi öruggt, að fyrir hefði legið veðbókarvottorð við söluna og hann myndi ekki eftir, að lögtaksins væri þar getið. Eftir birtingu ákæru málsins í dóminum bar ákærði K, að sér hefði verið ókunnugt um lögtakið, sem gert var hinn 29. september 1982, er þeir samn- ingar voru gerðir um eignina Langholtsveg 17, sem getið er um Í ákæru. Ákærði kvaðst draga í efa, að allra lagaskilyrða hafi verið gætt við fógeta- gerðina, þar sem hún væri aðeins staðfest af einum votti, og hann liti svo á, að þinglýsa hefði átt lögtakinu tafarlaust. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni 12. október 1983 bar ákærði Guðmundur Þórir, að sameignarfélag ákærðu hefði hinn 15. janúar 1980, fengið afsal frá Erlingi J. Sigurðssyni, Langholtsvegi 36, fyrir 52,74% eignarinnar Langholtsvegar 17. Hinn 23. febrúar 1982 hefði Þórður Rafn Stefánsson keypt hluta af eign félagsins og fengið afsal 15. desember 1982. Hjörtur Erlendsson hefði hinn 24. júní 1982 keypt annan hluta af félaginu og Ragnar Stefánsson fengið afsal fyrir honum hinn 15. desember 1982. Frans Curtis hefði keypt þriðja hlutann 18. júní 1982 og fengið afsal fyrir honum 15. janúar 1983. Loks hefði Einar Guðmundsson og Sigvaldi Guðmundsson keypt fjórða hlutann 17. febrúar 1983, en afsal hefði ekki verið gefið út. Lagði ákærði áherslu á, að við sölurnar hefði legið fyrir veðbókarvottorð og þar hefði lögtakið ekki verið tilgreint. Ákærði kannaðist við undirritun sína á framlögðu endurriti af lögtaks- gerðinni, en kvaðst vilja benda á, að til 13. febrúar 1983 hefði félagið átt 24,34% allrar húseignarinnar Langholtsvegar 17. Þann dag hefði verið gerður kaupsamningur um eignarhlutann. Samkvæmt samningnum ættu greiðslur að dreifast allt árið 1983 eða til 28. desember 1983. Afsal hefði eigi verið gefið út. Kaupanda væri kunn krafa Gjaldheimtunnar í eignina. Ákærði hefði eigi gert sér grein fyrir við söluna, að hún væri óheimil vegna lögtaksins, sem hann hefði verið búinn að gleyma. 1451 Hinn 27. október 1983 kom ákærði Guðmundur Þórir á ný til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Þá kvaðst ákærði ekki muna, hvort hann hefði sagt meðákærða frá lögtakinu hinn 29. september 1982. Hann hefði sjálfur gleymt því fljótt og ekki munað eftir því við söluna á eignarhlutanum. Í dóminum vísaði ákærði til skýrslna sinna við rannsóknina og sagði jafn- framt, að greiðslurnar, sem dreifast áttu til ársloka 1983, hefðu ekki verið fulluppgerðar fyrr en í júlí sl. Þá vildi ákærði benda á, að áður en eignin var seld í fernu lagi, hafi hvílt á henni sameiginlegar veðskuldir, eldri en lögtakið, sem varð að greiða upp fyrir umsaminn tíma í samræmi við kaup- samningana, þar sem veðhafinn vildi ekki skipta veðskuldinni á hina fjóra nýju eignarhluta. Þá vildi ákærði taka fram, að Þórunni Hafstein, þá- verandi fulltrúa hjá Gjaldheimtunni, hefði verið kunnugt um, að til stæði að selja síðasta hluta eignarinnar til að gera upp opinberu gjöldin og hún hefði ekki hreyft andmælum. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa leitað fyrirfram eftir samþykki Gjaldheimtunnar til útgáfu á þeim afsölum og kaupsamningi, sem greind eru í ákæru. Ákærða minnti, að hann hefði ekki verið búinn að fá til persónulegrar ráðstöfunar neitt af söluandvirði síðasta söluhluta eignarinnar, er kæra var lögð fram, og reyndar hefði söluandvirði eignarinnar alltaf gengið til greiðslu á skuldum. Þeir samningar, sem greindir eru bæði í ákæru og framburði ákærða Guðmundar Þóris, gátu haft í för með sér réttarspjöll eða fjártjón fyrir lögtakshafann, Gjaldheimtuna í Reykjavík, og hlaut það að vera ljóst. Ekki verður það talið afsökunarástæða, þó ákærði Guðmundur Þórir hafi gleymt lögtakinu. Allir framangreindir fjórir samningar voru til þess fallnir vegna traustfangsreglna að hafa í för með sér réttarspjöll eða fjártjón. Ekki leysir það undan sök, þótt lögtakinu hafi eigi verið þinglýst, enda ekki lög- skylt. Þinglýsingarreglum er ætlað að vernda grandalausan þriðja mann, og þinglýsing er ekki nauðsynleg gagnvart þeim, sem vita betur. Að auki sýnist réttarvernd 2. tl. 1. mgr. 250. gr. hegningarlaga vera þarflítil, ef þinglýsa þarf þargreindum réttindum. Dómurinn telur því, að ákærði Guðmundur Þórir hafi brotið gegn greininni, en þar sem ósannað er, að meðákærði K hafi vitað um lögtakið, ber að sýkna hann, sbr. 108. gr. laga nr. 74, 1974. Ákærði Guðmundur Þórir hefur sætt refsingum, sem hér greinir: 1964 17/2 Reykjavík: Dómur: 10 daga varðhald, sviptur ökuleyfi í 1 ár fyrir brot á áfengislögum og umferðarlögum. 1965 3/6 Reykjavík: Dómur: 60 daga varðhald fyrir brot á áfengislögum og umferðarlögum og 17. gr. laga nr. 21, 1957. Sviptur öku- leyfi ævilangt frá 2/9 1965. 1967 17/1 Reykjavík: Dómur: Varðhald í 30 daga fyrir brot á 27. gr. umferðarlaga. 1452 1968 20/9 Reykjavík: Veitt ökuleyfi á ný. 1980 28/8 Kópavogi: Sátt, 20.000 kr. sekt fyrir brot gegn 27. og 38. gr. umferðarlaga. Þegar öll atvik eru virt, ákærði hefur ekki fyrr hlotið refsidóm fyrir hegningarlagabrot, og hann hefur bætt tjónið af brotinu, þykir unnt að ákveða að fresta skuli ákvörðun refsingar hans og að hún falli niður að liðnum tveim árum, haldi hann almennt skilorð $7. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Guðmundur Þórir greiði annan helming sakarkostnaðarins og ríkissjóður hinn helminginn, m.a. málsvarnarlaun Arnar Höskuldssonar héraðsdómslögmanns að fjárhæð 8.000 krónur fyrir hvorn ákærðu um sig, samtals 16.000 krónur. Dómsorð: Ákærði K skal vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Ákvörðun um refsingu ákærða Guðmundar Þóris Halldórssonar skal fresta, og fellur refslákvörðun niður eftir 2 ár, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Ákærði Guðmundur Þórir greiði helming sakarkostnaðarins og ríkissjóður helming, m.a. málsvarnarlaun Arnar Höskuldssonar hér- aðsdómslögmanns að fjárhæð 8.000 krónur fyrir hvorn ákærðu um sig, samtals 16.000 krónur. Mánudaginn 16. desember 1985. Nr. 134/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Agli Hinrikssyni Hansen (Hilmar Ingimundarson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. 1453 Máli þessu var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með stefnu 17. apríl 1985 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Ríkissaksóknari ritaði yfirlækni geðdeildar Landspítalans bréf 21. október 1985 og óskaði eftir, að sér yrðu látnar í té eftirfarandi upplýsingar: „„1. Upplýsingar um dvöl Egils Hinrikssonar Hansen í geðdeild Landspítalans seinni hluta marsmánaðar 1984. 2. Upplýsingar um lyfjameðferð hans á meðan hann dvaldi þar. 3. Upplýsingar um hvaða lyf hann fékk til notkunar, er hann fór þaðan af deildinni, tegund lyfja og magn til neyslu dag hvern, svo og 4. Upplýsingar um það hvort mismunandi heiti er á lyfjum þeim, er hann fékk samkvæmt framansögðu, og ef svo er, hver þau heiti eru.““ Ákærði hafði samþykkt, að upplýsingar þessar yrðu veittar. Í svari Jóhannesar Bergsveinssonar, yfirlæknis geðdeildarinnar, segir svo: „„Fyrirspurnin er í fjórum tölusettum liðum. Eftirfarandi skal tekið fram sem svar við Í. lið fyrirspurnarinnar: Egill Hinriksson Hansen var ekki innlagður á sjúkrahúsið til meðferðar á því tímabili, sem um ræðir, heldur kom hann daglega í heimsóknir á göngudeild áfengissjúklinga (deild 32 E) vegna meðferðar og til eftirlits. Þar fékk hann þá um leið þau lyf með sér heim, er hann átti að taka næsta sólarhringinn á eftir ásamt fyrirmælum um inntöku þeirra. Eftirfarandi skal tekið fram sem svar við 2. tölulið fyrirspurnar- innar: Hinn 9. mars 1984 var Egill H. Hansen settur í meðferð með eftir- töldum lyfjum: Tabl. Concordin (protryptylium klórið) á 10 mg x< 1 (að morgni). Caps. Nobrium (medazepamum) á 5. mg x 4 á dag. Tabl. Librium (chlordiazepoxidum) á 25 mg, 2 töflur (50 mg) fyrir svefn. Tabl. Surmontil (trimipraminum maleat) á 25 mg, 2 töflur (50 mg) fyrir svefn. 1454 Hann var síðan áfram í meðferð með þessum sömu lyfjum í óbreyttum skömmtum til 2. apríl 1984. Lyfin voru skömmtuð honum til eins sólarhrings í einu og fékk hann með sér, í merktum plastpokum, þann hluta sólarhringsskammtsins er hann ekki tók á staðnum. Hvað 3. og 4. töluliði fyrirspurnarinnar áhrærir þá vísast fyrst til þess er þegar hefur verið greint frá undir 2. lið. Þar má bæta því við, að samkvæmt samheitarskrá í Sérlyfjaskrá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins fyrir árið 1984, getur chlordiaxepoxid- um, eitt sér, verið í töfluformi hér á landi ýmist undir heitunum Librium eða Klórdiazepoxið. Hin lyfin þrú eru eingöngu skráð undir þeim sérheitum, sem notuð voru hér að framan, en efna- fræðileg heiti þeirra eru höfð með innan sviga.“ Hinn 18. október 1985 ritaði ríkissaksóknari dr. Þorkeli Jóhannessyni, forstöðumanni Rannsóknastofu í lyfjafræði, bréf og beiddist eftirfarandi upplýsinga: „1. Hvað merkir „,ng/ml““ í matsgerð nr. $53? 2. Er ósamræmi milli matsgerðar nr. 553 og umsagnar dags. 15. september 1983? Ef svo er, verði gerð grein fyrir því““. Í svari dr. Þorkels Jóhannessonar 23. október 1985 segir svo: „1. „ng/ml““ merkir nanógrömm í millilítra. Eitt nanógramm er einn billjónasti (109 úr grammi. Eitt þúsund nanó- grömm er sama og eitt míkrógramm (míkróg) eða einn milljónasti (10) úr grammi. 0,5 míkróg/ml er því sama og 500 ng/ml. 2. Fullt samræmi er milli matsgerðar nr. 553, sem dagsett er 10.5. 1984, og umsagnar Rannsóknastofu í lyfjafræði, sem dagsett er 15.9. 1985 (sic).““ Þá hefur verið lögð fyrir Hæstarétt umsögn Magnúsar Jóhanns- sonar dósents, deildarstjóra lyfjarannsóknadeildar Rannsóknastofu í lyfjafræði, en hann sendi lögreglustjóranum í Reykjavík 15. sept- ember 1983 og samin var í tilefni annars máls en hér er til umfjöll- unar. Í umsögn þessari segir m.a. svo: „„1. Einstaklingar, sem hafa í blóði 0,5 míkróg/ml eða þar yfir af díazepami, nordíazepami eða nítrazepami, eða af þessum efnum samanlögðum, verða að teljast ófærir að stjórna vélknúnu ökutæki. Þetta álit byggist á athugunum sem gerðar hafa verið á undan- 1455 förnum árum. Má þar m.a. nefna athugun, sem gerð var á vegum Rannsóknastofu í lyfjafræði á 10 heilbrigðum og úthvíldum ein- staklingum á besta aldri (mælinganiðurstöður þessarar rannsóknar birtust í ársskýrslu Rannsóknastofunnar 1979). 2. Ef samanlagt magn fyrr nefndra lyfja í blóði er um það bil 0,3 míkróg/ml, má ætla að um venjulega og ráðlagða notkun þess- ara lyfja hafi verið að ræða. Almennt er talið að eftir töku lækn- ingalegra skammta sé venjulegt magn lyfjanna í blóði á bilinu 0,3 til 0,6 míkróg/ml. Um hæfni manna með um 0,3 míkróg/ml af þessum lyfjum í blóði til að stjórna vélknúnu ökutæki er erfitt að fullyrða vegna skorts á óyggjandi upplýsingum þar um.“ Við munnlegan flutning máls þessa fyrir Hæstarétti dró skipaður verjandi ákærða það í efa, að matsgerð Þorkels Jóhannessonar, sem rakin er í héraðsdómi og einkennd er nr. 553, ætti við rannsókn á blóðsýni því, er tekið var úr ákærða. Blóðsýni var tekið úr ákærða 22. mars 1984, merkt 171 og sent Rannsóknastofu í lyfjafræði með bréfi 26. s.m. eftir því sem fram kemur af málsgögnum. Í mats- gerðinni segir, að bréf lögreglustjórans í Reykjavík sé dagsett 26. mars 1984, og á henni kemur fram númerið 171. Enn fremur er vitnað í afrit af beiðninni, er fylgi. Verður því talið sannað, að matsgerðin eigi við rannsókn á blóðsýni því, sem tekið var úr ákærða. Í áðurgreindu svari Jóhannesar Bergsveinssonar yfirlæknis til ríkissaksóknara kemur fram, að ákærði var „í meðferð““ með nánar tilteknum lyfjum á þeim tíma sem hann var handtekinn. Í bréfi Þorkels Jóhannessonar til ríkissaksóknara, sem áður greinir, segir, að skammstöfunin ng/ml merki nanógrömm í millilítra og að 0,5 míkróg/ml séu sama og 500 ng/ml. Samkvæmt áðurgreindri mats- gerð nr. 553 var í blóði ákærða 0,680 míkróg/ml af nordiazepami auk 0,075 míkróg/ml af diazepami, 0.044 míkróg/ml af trími- pramíni og 0,086 míkróg/ml af umbrotsefni þess, desmetyltrími- pramíni. Í niðurlagi matsgerðarinnar segir, að samanlagt kynnu lyf þessi að hafa gert hlutaðeigandi ófæran um að stjórna vélknúnu ökutæki. Í umsögn Magnúsar Jóhannssonar, sem áður getur, segir, að einstaklingar, sem hafa í blóði 0,S míkróg/ml eða þar yfir af díazepami, nordíazepami eða af nítrazepami eða af þessum efnum 1456 samanlögðum, verði að teljast ófærir til að stjórna vélknúnu öku- tæki. Samkvæmt því, sem nú er rakið, og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber áfrýjanda til að greiða áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 12.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Egill Hinriksson Hansen, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. apríl 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 3. apríl, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Helga I. Jónssyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 192/1985: Ákæruvaldið gegn Agli Hinrikssyni Hansen, sem tekið var til dóms 15. mars sl. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 10. ágúst sl., á hendur ákærða, „Agli Hinrikssyni Hansen, bifreiðaviðgerðamanni, Ásvallagötu 29, Reykjavík, fæddum 1. nóvember 1929 í Hafnarfirði, fyrir að aka, fimmtudaginn 22. mars 1984, undir áhrifum lyfjanna Díazepam og Trímípramín, sem bæði eru deyfandi lyf, bifreiðinni R-44832 frá Höfða- túni 2, Reykjavík, upp á Ártúnshöfða og aftur að Höfðatúni 2. Telst þetta varða við 2. mgr. 24. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: Samkvæmt skýrslu Sigurðar Sigurðssonar, lögreglumanns í Reykjavík, dagsettri 22. mars 1984, veitti hann ákærða athygli þann dag kl. 15:13, þar sem hann ók bifreiðinni R-44832 af Rauðarárstíg hér í borg inn á Skúla- götu. Samkvæmt skýrslunni var yfirbragð og útlit ákærða allt mjög deyfð- 1457 arlegt og bar merki um einhvers konar annarleg áhrif. Var bifreiðinni veitt eftirför austur Skúlagötu og síðan norður Höfðatún að húsi nr. 2, þar sem ákærði stöðvaði bifreiðina. Átti ákærði erfitt með mál, er lögreglumað- urinn fór að ræða við hann og var framburður hans allur þvoglulegur vegna máttleysis í munni og tungu. Ákærði var með í fórum sínum 2 töflur af librium, 25 mg, 2 töflur af surmontil, 25 mg, og 1 hylki af nobrium, 5 mg. Voru lyf þessi í plastpoka frá geðdeild Landspítala Íslands, en ákærði kvaðst vera á lyfjakúr frá geðdeildinni og sækja þangað lyf daglega. Kvaðst hann hafa tekið inn tvö hylki af nobrium um daginn, annað um morguninn, en hitt um kl. 14:00. Ákærði kvað, að ofangreint lyfjamagn væri sólar- hringsskammtur fyrir sig, og kvaðst hann hafa tekið inn lyfin í um viku. Ákærða var sama dag tekið blóð- og þvagsýni til ákvörðunar á lyfja- magni í blóði. Í matsgerð Þorkels Jóhannessonar f.h. Rannsóknastofu í lyfjafræði, dags. 10. maí 1984, segir m.a. svo: „„Klórdíazepoxíð var ekki í blóðinu. Í blóðinu var díazepam 75 ng/ml og nordíazepam 680 ng/ml. Í blóðinu var trímípramín 44 ng/ml og umbrotsefni þess, desmetýltrímí- pramín 86 ng/ml. Nordíasepam gæti hafa verið umbrotsefni díazepams. Hvort sem væri, var magn þess svo mikið í blóðinu, að það kynni að hafa valdið hlutaðeigandi verulegri slævingu. Trímípramín er geðdeyfðarlyf, er jafnframt veldur verulegri slævingu. Magn þess í blóðinu og umbrotsefni þess svarar til töku lítilla lækningarlegra skammta. Samanlagt kynnu þessi lyf þannig að hafa gert hlutaðeigandi ófæran um að stjórna vélknúnu ökutæki.“ Ákærði var yfirheyrður af Arnari Jenssyni, varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, hinn 22. mars 1984. Í skýrslunni kvaðst ákærði ekki hafa neytt áfengis, en hins vegar lyfja og finna lítillega til áhrifa þeirra. Ákærði kvaðst hafa sofið um 7 klukkustundir nóttina fyrir aksturinn. Í skýrslu varðstjór- ans um útlit og önnur einkenni ákærða umrætt sinn segir, að áfengisþefur af andardrætti ákærða hafi enginn verið, andlitið hafi verið eðlilegt, en ákærði hafi verið syfjaður, augu verið dauf, rauð og blóðhlaupin, málfar þvoglulegt og stamandi og framburður ruglingslegur. Þessa skýrslu hefur varðstjórinn staðfest fyrir dómi. Ákærði var yfirheyrður hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík þann 7. júní 1984. Ákærði kvaðst ekki hafa sofið nokkra sólarhringa fyrir greindan akstur. Kvaðst hann hafa verið slæmur á taugum vegna mikils álags á vinnustað og væri það orsökin fyrir svefnleysinu. Kvaðst ákærði hafa fengið fjórar svefntöflur hjá lækni á áfengisdeild Landspítalans hinn 20. mars þar á undan. Ákærði kvað, að þarna hafi verið um að ræða tvær tegundir lyfja, sem ákærði kvaðst ekki vita, hvað hétu. Kvaðst hann síðan hafa fengið annan skammt af lyfjum þessum dagana 21. og 22. mars 1984. Ákærði kvaðst hafa tekið inn eitt hylki af öðru lyfjanna að morgni 22. 92 1458 mars 1984. Kvaðst hann ekki hafa fundið til áhrifa lyfja, er hann ók bifreið sinni umrætt sinn. Ákærði kvaðst hafa ekið bifreiðinni frá Höfðatúni 2 hér í borg upp í Vöku við Ártúnshöfða og þaðan eftir Miklubraut að húsi við Flókagötu ásamt kunningja sínum, sem kallaður sé „Steini“. Þar kvaðst ákærði hafa náð í varahluti í bifreið, sem ákærði kvaðst hafa verið með í viðgerð fyrir nefndan kunningja sinn. Frá Flókagötu kvaðst ákærði svo hafa ekið bifreið sinni sem leið liggur eftir Flókagötu, Snorrabraut, Skúlatorgi, Skúlagötu og síðan að Höfðatúni 2. Ákærði kvaðst hafa tekið inn svefntöflu kvöldið fyrir aksturinn og hafi hann nánast rotast af töku þeirra og sofið um 5 klukkustundir um nóttina, en ákærði kvaðst hafa verið svefnlaus þar á undan í um hálfan mánuð. Ákærði kom fyrir dóm 16. nóvember sl. Ákærði kvaðst ekki hafa fundið til áhrifa lyfja við umræddan akstur, en hins vegar hafi hann lítið sem ekkert sofið sl. 10 sólarhringa fyrir aksturinn. Verður nú gerð grein fyrir framburði þeirra vitna, sem yfirheyrð hafa verið vegna máls þessa. Sigurður Friðrik Sigurðsson lögreglumaður var yfirheyrður hjá lögreglu 22. júní 1984 og kom fyrir dóm 28. nóvember sl. Vitnið kvaðst hafa veitt ákærða athygli, þar sem hann ók bifreiðinni R-44832 af Rauðarárstíg austur Skúlagötu. Virtist vitninu ákærði vera í „vægast sagt annarlegu ástandi““ og einnig mjög sljór. Vitnið kvað, að bifreið ákærða hafi verið veitt eftirför austur Skúlagötu og norður Höfðatún. Við Borgartún tók ákærði U-beyju og ók síðan suður Höfðatún inn á húsagötu og inn í sundið við Höfðatún 2, þar sem hann lagði bifreiðinni bak við hús. Vitnið gekk að ákærða, þar sem hann steig út úr bifreiðinni og ræddi við hann. Hélt vitnið í fyrstu, að ákærði væri dauðadrukkinn, vegna þess hve þvoglu- mæltur hann var, en enginn áfengisþefur var af ákærða. Vitninu virtist ákærði ekki mjög óstöðugur í gangi, en svifaseinn. Hafi hann verið allur mjög slapplegur, drafað og verið þvoglumæltur og ekki haft vald á tungu sinni. Hafi það verið mat sitt, að ákærði hafi alls ekki verið hæfur til að stýra ökutæki, og hafi hann þess vegna verið færður fyrir varðstjóra. Vitnið kvaðst ekki hafa séð neitt athugavert við aksturslag ákærða umrætt sinn. Hans Markús Hafsteinsson lögreglumaður var yfirheyrður af lögreglu 11. júní 1984 og kom fyrir dóm 20. desembr sl. Vitnið kvaðst hafa veitt ákærða eftirför greint sinn, vegna þess hve vitninu fannst ákærði sljólegur við stýri bifreiðar sinnar, og fannst vitninu ástæða til að athuga ástand hans. Vitnið kvað, að ákærði hafi komið því þannig fyrir sjónir, að því virtist hann vera sljór, málfar hans þvoglulegt og munnur hans virtist þurr, þar sem hann hafi oft reynt að væta munninn með tungunni. Vitnið kvað það hafa verið samdóma álit lögreglumannanna, að ákærði hafi ekki verið hæfur til aksturs og hafi hann því verið færður fyrir varðstjóra. 1459 Arnar Jensson lögregluvarðstjóri var yfirheyrður hjá lögreglu 25. júní 1984 og kom fyrir dóminn 20. desember sl. Vitnið kvað, að ákærði hafi komið því þannig fyrir sjónir, að hann hafi verið sljór, syfjaður og kæru- laus. Virtist vitninu hann bera merki þess að hafa neytt róandi lyfja. Vitnið kvað það hafa verið eindregið álit sitt, að ákærði hafi verið óhæfur til að aka bifreið í því ástandi, sem hann var umrætt sinn. Þorsteinn Kristjánsson verkamaður, Flókagötu 39 hér í borg, var yfir- heyrður fyrir dómi hinn 15. mars sl. Kvað vitnið, að ákærði hafi ekið frá verkstæði vitnisins að Höfðatúni 2 hér í borg og upp í Vöku að Ártúns- höfða og þaðan aftur að verkstæði vitnisins. Minntist vitnið ekki annars en ákærði hafi komið sér „ósköp venjulega fyrir sjónir““ og kvaðst ekkert hafa séð athugavert við akstur hans. Niðurstöður. Með framburði vitnanna Sigurðar Friðriks Sigurðssonar, Hans Markúsar Hafsteinssonar og Arnars Jenssonar og með stoð í framangreindri matsgerð Þorkels Jóhannessonar f.h. Rannsóknastofu í lyfjafræði svo og framburði ákærða sjálfs verður að telja sannað, að ákærði hafi umrætt sinn verið haldinn slíkri þreytu eða sljóleika vegna svefnleysis og lyfjaneyslu, að hann hafi eigi verið fær um að stjórna ökutæki á tryggilegan hátt. Hefur ákærði með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 24. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann dæmdur í 10 daga varðhald hinn 14. desember 1965 fyrir brot gegn 25. og 26. gr. umferðarlaga og 45. gr. áfengislaga og sviptur ökuréttindum eitt ár frá dómsuppsögu. Þá sættist ákærði hinn 30. júní 1978 á greiðslu 80.000 króna sektar og að vera sviptur ökuleyfi 12 mánuði frá 28. mars 1978 fyrir brot gegn 25. gr. umferðarlag- anna. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. umferðarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 54, 1976. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 8.000 króna sekt, sem gjaldist til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dóms þessa, en afplánist ella með 8 daga varðhaldi. Þá þykir rétt að taka til greina kröfur ákæruvaldsins um að svipta ákærða ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaganna. Þykir hæfilegt að svipta ákærða ökuleyfi 6 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Sam- kvæmt 178. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála, sbr. 5. mgr. 81. gr. umferðarlaga, frestar áfrýjun ekki verkun dómsins að þessu leyti. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar sam- kvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 10.000 krónur. 1460 Dómsorð: Ákærði, Egill Hinriksson Hansen, greiði 8.000 króna sekt til ríkis- sjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, en sæti ella varðhaldi 8 daga. Ákærði er sviptur ökuleyfi 6 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Áfrýjun frestar ekki áhrifum þessa dómsákvæðis. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., krónur 10.000. Þriðjudaginn 17. desember 1985. Nr. 20/1984. Elva Björg Georgsdóttir og Sigurþóra Stefánsdóttir (Jón G. Briem hdl.) gegn Tómasi Marteinssyni (Arnmundur Backman hrl.) Myndbönd. Ómerking. Máli vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Áfrýjendur, sem skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1984, gera þær dómkröfur aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnda, en til vara, að kröfur hans verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og áfrýjendur dæmdir til að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Upplýst er, að verulegur hluti af þeim 240 myndbandaspólum, er stefndi seldi áfrýjendum með kaupsamningi 1. apríl 1982, hafi verið eftirtökur, en ekki frumgerðir. Samkvæmt 1. gr. 2. mgr. höfundalaga nr. 73/1972 njóta kvikmyndir verndar að höfundarétti, 1461 og samkvæmt 3. gr. sömu laga hefur höfundur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og birta það. Stefndi hefur ekki sannað, að hann hafi haft heimild frá eigendum höfundaréttar að frumgerðum kvikmyndanna til að ráðstafa myndbandaspólunum með þeim hætti og í því skyni er hann gerði. Að svo vöxnu máli ber að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa máli þessu frá héraðsdómi ex officio. Rétt er, eins og hér stendur á, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er Óómerktur, og er málinu vísað frá héraðsdómi ex officio. Hvor aðili skal bera sinn kostnað af málinu. Dómur bæjarþings Keflavíkur 16. nóvember 1983. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 10.11. sl. að loknum munnlegum málflutningi, var þingfest þann 27.4. 1983. Stefnandi er Tómas Marteinsson, nnr. 8898-5362, Hátúni 35, Keflavík. Stefndu eru Sigurþóra Stefánsdóttir, nnr. 8086-7808 „ Drangavöllum 8, Keflavík, og Elva Björk Georgsdóttir, nnr. 1916-9871, Hjallavegi 1, Njarð- vík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði gert að greiða in solidum skaðabætur að fjárhæð kr. 229.394,00 með 42% ársvöxtum frá 21.3. 1983 til greiðsludags gegn afhendingu 240 myndbandaspólna samkvæmt 7. tl. kaupsamnings, dags. 1.4. 1982. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikn- ingi. Af hálfu stefndu er krafist sýknu af stefnukröfum, en til vara, að þær verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt framlögðum reikningi. Sáttaumleitanir dómara hafa ekki borið árangur. Málsástæður og lagarök. Þann 1.4. 1982 undirrituðu aðiljar máls þessa kaupsamning um kaup stefndu á myndbandaleigunni „Video-King,““ sem var í eign stefnanda. Samkvæmt kaupsamningi seldi stefnandi allar myndbandaspólur firmans, hvort sem þær voru í húsnæði fyrirtækisins Hafnargötu 31, Keflavík, í út- leigu eða láni, samtals um 1.050 spólur. Í 7. lið samningsins er gert sérstakt 1462 samkomulag um 240 myndbandaspólur, sem voru á þessum tíma í vörslum Þórodds Stefánssonar í Reykjavík. Í þessari grein segir m.a.: „seljandi lofar að gera allt sem unnt er til að afhenda spólur þessar og skal það gert í síðasta lagi 31. desember 1982. Til tryggingar því afhendir seljandi víxil fyrir andvirði þeirra kr. 127.200,-. Víxillinn verður samþykktur af seljanda og útgefinn af Marteini Jónssyni. Hann verði með gjalddaga 1. janúar 1983. Kaupendum er heimilt að krefjast greiðslu á víxlinum ef spólurnar verði ekki afhentar fyrir umsaminn tíma.“ Stefnandi gaf síðan út umsaminn víxil, og nam víxilfjárhæðin kr. 157.728,00, þ.e. kr. 127.000,00, auk kr. 30.528,00 (sic), sem voru vextir samkvæmt 8. gr. kaupsamningsins. Í stefnu segir svo um framvindu máls þessa: Í lok nóvember 1982 fékk stefnandi myndbandaspólurnar í hendur og kom þeim boðum til stefndu, að spólurnar væru komnar. Kom Óskar Þórmundsson, eiginmaður stefndu Elvu Bjarkar Georgsdóttur, og skoðaði spólurnar, kvaðst hafa gleymt víxlinum, en viðurkenndi myndbandaspól- urnar sem þær réttu. Kvaðst hann ætla að koma síðan með víxilinn og sækja spólurnar. Er Óskar kom aftur um miðjan desember, neitar hann afhendingu á víxlinum og kveður Jón G. Briem hdl., eiginmann meðstefndu Sigurþóru Stefánsdóttur, vilja fá lista yfir spólurnar. Kveðst stefnandi hafa gert það og látið Óskar vita og Óskar ætlað að koma og ganga frá þessu. Víxilinn hafi hins vegar verið framseldur og stefnandi krafinn um greiðslu hans. Greiddi stefnandi innheimtumanni víxilisins kr. 229.374,00 þann 21. mars 1983 með peningum og víxlum, þar sem gert hafi verið fjárnám fyrir víxilfjárhæðinni ásamt kostnaði. Stefnandi gerir kröfu um skaðabætur, þ.e. að stefndu greiði honum það tjón, sem hann hafi orðið fyrir með því að verða fyrir viðtökudrætti af hálfu kaupenda, er þeir hafi neitað að taka við 240 myndbandaspólum, en innheimt í stað þess tryggingarvíxil. Nemur tjón hans samtals kr. 229.374,00, sem er stefnufjárhæð máls þessa. Byggir stefnandi kröfur sínar um viðtökudrátt á 28. gr., sbr. 21. og 33. gr. laga nr. 39/1922 og 30. gr., sbr. 24. gr. sömu laga um bætur. Þá bendir stefnandi jafnframt á 9. og 14. gr. laga nr. 39/1922 um almennar meginreglur um skaðabætur og kaup. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að stefnandi hafi haft samband við Óskar Þórmundsson, þáverandi framkvæmdastjóra Video King s.f., snemma Í desember 1982, hafi stefnandi tjáð Óskari, að ekki yrði hægt að skila umræddum 240 myndbandaspólum, en boðist til þess að afhenda aðrar spólur í staðinn, en því hafi verið hafnað. Hafði Óskari verið sýndar fjölmargar spólur, þ.á m. margar sem voru merktar „,Myndbandaleigunni 44“. Óskar hafi farið fram á að útbúinn yrði listi yfir þær 240 spólur, er hafi verið hluti kaupsamningsins, og hann staðfestur af Þóroddi Stefáns- syni. Engin slík staðfesting hafi borist. Þann 11. febrúar hafi verið gefin 1463 út stefna fyrir tryggingarvíxlinum, enda hafi þá engin þeirra 240 spólna, er um getur, verið afhent. Stefndu byggja mál sitt á því, að um afhend- ingardrátt hafi verið að ræða hjá stefnanda og því samkvæmt beinu ákvæði í kaupsamningi aðilja heimilt að krefjast greiðslu á umræddum víxli þann 1. janúar 1983. Lagarök fyrir sýknukröfu séu því í raun 7. gr. samningsins, en jafnframt megi benda á Í. gr. laga nr. 32/1922 (sic) um lausafjárkaup, er til athugunar komi um þau atriði, er ekki hafi verið samið berum orðum um annað. Í greinargerð gera stefndu þá varakröfu, að stefnufjárhæðin lækki, þar sem að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni á kr. 40.000,00 þar sem að mismunur kröfunnar hafi verið greiddur í víxlum. Samkvæmt dómskjali nr. 12 greiddi stefnandi víxla þessa á fyrirfram ákveðnum gjalddögum, og er því ekki mótmælt af hálfu stefndu. Við munnlegan málflutning benti lögmaður stefndu á, að kröfur stefnanda væru ekki í samræmi við þær lagagreinar, er hann byggir málatilbúnað sinn á. Álit dómsins. Samkvæmt kaupsamningi milli aðilja frá 1.4. 1982 skyldi seljandi afhenda stefndu fyrir árslok 1982 240 myndbandaspólur, er þá voru í vörsl- um þriðja manns, Þórodds Stefánssonar. Myndbönd þessi voru hluti myndasafns fyrirtækis stefnanda, er stefndu keyptu með kaupsamningi þessum. Stefndu skoðuðu ekki umrædd myndbönd né byggðu kaupin á upplýsingum um ákveðið myndefni á böndunum. Það hefur verið upplýst hér fyrir réttinum, að umrædd myndbönd þessi hafi öll verið eftirtökur (kóperingar). Það telst sannað, að stefnandi bauð Óskari Þórmundssyni, framkvæmda- stjóra myndbandaleigu stefndu, fyrir árslok 1982 myndbandaspólur, sem hann fullyrðir, að hafi verið þau 240 myndbönd, er hann átti að afhenda samkvæmt kaupsamningi. Þá krafði hann Óskar Þórmundsson um trygg- ingarvíxil þann, er stefnandi hafði samþykkt vegna kaupanna. Vitnið Þór- oddur Stefánsson hefur hér fyrir dómi staðfest efni lista á dómskjali nr. 9, þar sem fram kemur, að umrædd myndbönd hafi verið þau, er hann hafði frá fyrirtæki stefnanda. Óskar Þórmundsson kom á skrifstofu stefn- anda til að líta á myndböndin. Ekki gerði hann athugasemd um afhend- ingarstað. Hins vegar neitaði hann móttöku á böndunum við lauslega athugun að eigin sögn, þar sem hann taldi sig sjá nokkur myndbönd, er merkt væru annarri myndbandaleigu eða „Video 44“. Vitnið Björgvin Arnar Björgvinsson, sem skoðaði myndböndin á þessum tíma, hefur full- yrt, að þarna hafi verið „upp til hópa þau myndbönd er stefnandi hafði verslað með.“ Hins vegar geti það verið rétt, að inn á milli hafi þar verið nokkur bönd merkt „Video 44“. Vitnum ber saman um, að þessar spólur frá Video 44 hafi verið frumeintök og dýrari en myndbönd stefnanda. Því 1464 hefur ekki verið mótmælt, að tala myndbandanna, er stefnandi bauð fram," hafi verið rétt, eða 240 myndbönd. Þykir mega leiða að því líkur með tilliti til framburðar vitna, að meðal þeirra myndbanda, er stefnandi átti að afhenda stefndu, hafi verið nokkur merkt umræddri videoleigu, þ.e. Video 44. Það er hins vegar álit dómsins, að stefndu hafi ekki tekist að sanna, að þessi greiðsla stefnanda hafi verið haldin þeim göllum, að heimilt hafi verið að hafna henni í heild sinni. Er þá á því byggt, að hér hafi verið um aðgreinanlega söluhluti að ræða og úrræði kaupalaga því átt við um þau myndbandanna, er stefnandi taldi ekki fullnægja samningsskyldunni. Stefndu var því óheimilt að hafna mót- töku á myndböndunum og krefja í stað þess stefndanda um greiðslu víxils, er hann hafði samþykkt til tryggingar efndum á samningnum. Samkvæmt málsskjölum hefur stefnandi greitt víxilinn að fullu ásamt vöxtum og kostnaði þeim, er af innheimtu hans leiddi, samtals. kr. 229.374,00, sem er stefnufjárhæðin. Ber stefndu að endurgreiða stefnanda þá fjárhæð ásamt 42% ársvöxtum frá 23.1. 1983 til 21.9. 1983, en þá með 35% ársvöxtum til 21.10. s.á., en þá með 32% ársvöxtum til greiðsludags gegn afhendingu á umræddum 240 myndböndum. Þá ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst hæfilegur kr. 30.000,00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Sigurþóra Stefánsdóttir og Elva Björg Georgsdóttir, greiði in solidum kr. 229.374,00 ásamt 42% ársvöxtum frá 21.3.:1983 til 21.9. s.á., en þá með 35% ársvöxtum til 21.10. s.á., en þá með 32% ársvöxtum til greiðsludags gegn afhendingu á 240 myndbandaspólum. Stefndu greiði stefnanda kr. 30.000,00 í málskostnað. Stefndu greiði fjárhæðir þessar innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 1465 Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 238/1985. -Gjaldheimtan í Reykjavík gegn Þrígripi h/f Kærumál. Nauðasamningar. Skiptalög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Sóknaraðili kærði úrskurð skiptaréttar Reykjavíkur frá 24. október 1985 með kæru 30. sama mánaðar, sem móttekin var af Hæstarétti 5. nóvember 1985. Kæruheimild er í 2. tölulið 1. mgr. 21. gr. laga um Hæstarétt Íslands nr. 75/1973. Dómkröfur sóknaraðilja fyrir Hæstarétti eru þær, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og lagt verði fyrir skiptaráðanda að synja um staðfestingu á nauðasamningi varnaraðilja, nema lýst krafa á hendur honum verði áður greidd eða full trygging sett fyrir henni. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi varnaraðilja. Dómkröfur varnaraðilja fyrir Hæstarétti eru þær, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og honum tildæmdur kærumálskostn- aður úr hendi sóknaraðilja. Með niðurfellingu forgangsréttar skattakrafna og annarra opin- berra gjalda með lögum nr. 32/1974 eru þær kröfur settar á bekk með almennum kröfum. Skilja verður ákvæði 2. mgr. 27. gr. laga um nauðasamninga nr. 19/1924, sbr. 2. tölulið 12. gr. sömu laga með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 32/1974 um röðun krafna samkvæmt skiptalögum þannig, að eigi þurfi að gæta þessa ákvæðis gagnvart sóknaraðilja, sem nú nýtur ekki þess réttar, sem lagaákvæðinu er ætlað að vernda. Verður krafa sóknaraðilja því ekki tekin til greina. Ber því með þessari athugasemd að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Eftir atvikum og með hliðsjón af ákvæðum 178. gr. laga nr. 85/ 1936 um meðferð einkamála í héraði þykir rétt, að kærumálskostn- aður falli niður. 1466 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 24. október 1985. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi þann 17. október 1985. Sóknaraðili málsins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Tryggvagötu 28, Reykja- vík, krefst þess, að synjað verði staðfestingar á nauðasamningi varnar- aðilja, nema lýst krafa sóknaraðilja á hendur honum að fjárhæð kr. 1.538.591,00 verði áður greidd að fullu eða sett full trygging fyrir henni. Sóknaraðili krefst einnig málskostnaðar að mati réttarins úr hendi varnar- aðilja. Varnaraðili, Þrígrip h.f., nafnnúmer 9842-6981, Skúlatúni 6, Reykjavík, krefst þess að kröfum sóknaraðilja verði hafnaði og að staðfestur verði nauðasamningur hans við lánardrottna sína, sem samþykktur var þann 19. september 1985. Varnaraðili krefst málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja að mati réttarins. Il. Aðdragandi að máli þessu er sá, að skiptaráðandanum í Reykjavík barst þann 2. júlí 1985 beiðni frá varnaraðilja þessa máls um að leitað yrði nauðasamninga fyrir hann án undangenginnar gjaldþrotameðferðar að hætti Ill. kafla laga nr. 19/1924, en varnaraðili hafði frá 31. janúar til 30. júní 1985 haft heimild til greiðslustöðvunar. Með nauðasamningabeiðni varnaraðilja var lagt fram frumvarp til nauðasamnings, en í því bauð varnaraðili greiðslu á 21 hundraðshluta af uppreiknaðri fjárhæð samnings- krafna miðað við 1. júlí 1985. Samkvæmt frumvarpi þessu býðst varnar- aðili til að inna af hendi greiðslu þessa hundraðshluta að einum mánuði liðnum frá staðfestingu nauðasamninga. Býður hann ekki fram tryggingu fyrir greiðslu að öðru leyti en því, að samningsmönnum stendur til boða sjálfskuldarábyrgð tveggja nafngreindra manna samkvæmt nánara samkomulagi við þá um greiðsluskilmála. Með úrskurði, uppkveðnum $5. júlí 1985, var beiðni varnaraðilja um til- raun til nauðasamninga tekin til greina, og var samdægurs útgefin innköll- un til lánardrottna hans, sem birtist þriðja sinni í Lögbirtingablaði 24. júlí 1985. Að hætti 4. mgr. 37. gr. laga nr. 19/1924 tilkynnti skiptaráðandi ennfremur þekktum lánardrottnum félagsins bréflega um samningatil- raunir. Í kjölfar þess bárust skiptaráðanda alls 48 kröfur á hendur varnar- 1467 aðilja, sem að meðtöldum áföllnum vöxtum og kostnaði til upphafsdags samningatilrauna voru samtals að fjárhæð kr. 12.828.497,90. Í skrá, sem skiptaráðandi gerði um kröfur þessar samkvæmt 39. gr. nefndra laga, voru 37 þessara krafna taldar atkvæðiskröfur um nauðasamninga, og var fjár- hæð þeirra alls kr. 11.369.871,40. Var krafa sóknaraðilja þessa máls á hendur varnaraðilja að fjárhæð kr. 1.538.591,00. talin meðal atkvæðis- krafna. Fundir voru haldnir með lánardrottnum varnaraðilja til umfjöllunar um frumvarp hans til nauðasamninga 5. og 19. september 1985. Athugasemdir komu ekki fram á fundum þessum við ákvörðun skiptaráðanda um það, hverjar kröfur teldust atkvæðiskröfur við nauðasamninga, að öðru leyti en því, að sóknaraðili þessa máls lýsti því viðhorfi sínu bréflega fyrir umrædda fundi, að hann teldi sig ekki mundu vera bundinn af nauðasamningi varnar- aðilja, ef hann næðist, og liti hann því svo á, að hann færi ekki með atkvæðiskröfu. Sjónarmið þessi voru ítrekuð af hálfu sóknaraðilja á um- ræddum fundum. Atkvæðagreiðsla um frumvarp varnaraðilja til nauða- samninga fór fram á fundum þessum, og urðu lyktir hennar þær, að með- mæltir voru 28 atkvæðismenn, eða 7$5,68 hundraðshlutar þeirra, en atkvæðismenn þessir fóru samanlagt með 81,06 hundraðshluta atkvæðis- krafna eftir fjárhæðum þeirra talið. Sóknaraðili þessa máls greiddi ekki atkvæði um frumvarpið, en í hlutfallstölum þessum var krafa hans með- talin í heildaratkvæðamagni. Með þessum málalokum atkvæðagreiðslu taldist fram komið samþykki nægilegs fjölda lánardrottna fyrir nauðasamn- ingi varnaraðilja samkvæmt 2. tl. 15. gr. laga nr. 19/1924. Á fyrrnefndum fundi þann 19. september 1985 kom fram sú krafa sókn- araðilja þessa máls, að nauðasamingur varnaraðilja yrði ekki staðfestur, nema fyrrgreind krafa hans yrði áður að fullu greidd eða sett full trygging fyrir henni. Þessari kröfu mótmælti varnaraðili, og var því ákveðinn rekstur þessa máls til úrlausnar um ágreiningsefnið, og var það þingfest þann 3. október 1985. TIl. Sóknaraðili styður kröfur sínar í máli þessu við lögjöfnun, sem hann telur heimilt að beita frá þeim fyrirmælum 2. mgr. 27. gr. laga nr. 19/1924, sem eru svohljóðandi: „Áður en bú er afhent skuldunaut skal þess gætt, að allir skuldheimtu- menn, sem nauðasamningur tekur ekki til, hafi fengið sitt eða fulla trygg- ingu, nema þeir samþykki framsal búsins með öðrum kostum.““ Af hálfu sóknaraðilja er því haldið fram, að þótt ákvæði þetta sé að finna í II. kafla laga nr. 19/1924, sem fjallar um nauðasamninga í sam- bandi við gjaldþrotameðferð á búi skuldara, megi beita því með lögjöfnun 1468 um nauðasamninga, sem gerðir eru án undangenginnar gjaldþrotameð- ferðar, enda allvíða í III. kafla laganna vísað til reglna II. kafla þeirra bæði um efnis- og formsatriði og almennt lítill munur milli reglna þessara tveggja kafla laganna. Telur sóknaraðili þau rök einnig mæla með beitingu um- ræddrar reglu með lögjöfnun, að tilgangur hennar eigi jafnt við, hvort sem nauðasamninga er leitað við gjaldþrotaskipti eða utan þeirra, en hann sé að fyrirbyggja að forgangskröfuhafar, sem eru óbundnir af nauðasamningi samkvæmt 2. tl. 12. gr. laganna, geti spillt fyrir samningsgerð með því að hagnýta sér heimild 4. mgr. 35. gr. laganna til að leita fullnustu krafna sinna án tillits til yfirstandi tilrauna til nauðasamninga. Sóknaraðili telur sér heimilt að hafa uppi kröfu á framangreindum grundvelli, með því að hann sé óbundinn af nauðasamningi, sem kynni að takast. Vísar sóknaraðili í þessu sambandi til þess, að samkvæmt 2. tl. 12. gr. laga nr. 19/1924 eru forgangskröfuhafar samkvæmt 82. og 83. gr. skiptalaga ekki bundnir af nauðasamningi. Er lög þessi hafi verið sett, hafi skattar og önnur opinber gjöld notið forgagnsréttar við búskipti samkvæmt áðurnefndum ákvæðum skiptalaga, en með lögum nr. 32/1974 hafi sú breyting verið gerð, að forgangsréttur þessara krafna hafi verið afnuminn. Telur sóknaraðili, að ekki megi draga þá ályktun, að með þessari breytingu einni sér hafi innheimtumenn opinberrra gjalda öðlast atkvæði um nauða- samninga og rétt til afskipta af gerð þeirra. Hefði ætlan löggjafans verið sú, hefðu frekari lagabreytingar orðið að koma til en gerðar voru með lög- um nr. 32/1974. Sóknaraðili bendir á, að lög nr. 19/1924 miðist við, að nauðasamningar taki til krafna einkaréttarlegs eðlis, svo sem sjáist til dæmis af fyrirmælum 15. gr. þeirra, sem í hvívetna tali um „samnings- kröfur““. Skattakröfur telur sóknaraðili hins vegar annars eðlis, þar sem þær verði til fyrir ákvörðun stjórnvalda á grundvelli laga, sem heyra til opinbers réttar. Slíkar kröfur verði ekki felldar niður eða þeim breytt nema fyrir tilverknað hinna sömu stjórnvalda og til þeirra hafi stofnað. Forsvars- menn slíkra krafna geti ekki með neinu móti samið um tiltekinn afslátt af þeim eftir geðþótta, og telur sóknaraðili enn fjær lagi að viðurkenna, að tiltekinn hópur samingskröfuhafa geti ákveðið með handauppréttingu, að meiri eða minni hluti skattaskuldar tiltekins gjaldanda skuli falla niður. Af hálfu varnaraðilja er því haldið fram, að regla 2. mgr. 27. gr. laga nr. 19/1924 eigi aðeins við, þegar leitað er nauðasamninga í sambandi við gjaldþrotameðferð á búi skuldara, enda sé hún eðlileg undir þeim kringum- stæðum. Varnaraðili telur hins vegar, að eðlisrök skorti til, að lögjöfnun verði beitt, svo sem sóknaraðili heldur fram, enda sé sá, sem leitar nauða- samninga án gjaldþrotameðferðar, ekki sviptur búsforræði, meðan á samningatilraunum stendur. Þá vísar varnaraðili til þess, að í III. kafla laganna sé hvergi vísað til umrædds ákvæðis, en slíkt sé gert í þeim kafla, 1469 þar sem ákvæði II. kafla þeirra eiga að gilda á því sviði. Telur varnaraðili, að talning hinna ýmsu ákvæða II. kaflans, sem gilda eiga við nauðasamn- ingatilraunir samkvæmt Il. kaflanum, gefi til kynna, að álykta verði, að lögjöfnun verði ekki beitt, þar sem lögin sjálf taka ekki afstöðu til gildis einstakra ákvæða hins fyrri kafla við nauðasamninga án gjaldþrotameð- ferðar. Þá heldur varnaraðili því í annan stað fram, að skiptaráðandi hafi þegar úrskurðað, að kröfu sóknaraðilja skuli telja atkvæðiskröfu um nauðasamn- inginn, og sé sóknaraðili því við þá afstöðu bundinn og geti ekki nú borið fram kröfur, sem byggist á hinu gagnstæða. Varnaraðili hefur vísað til þess, að í upphafsákvæðum laga nr. 19/1924 sé skilgreind merking hugtakanna samningsmenn og samningskröfur. Í greinargerð með frumvarpi, er varð að lögum þessum, komi fram um 12. gr. laganna, að gengið sé út frá því, að sá, sem ekki þurfi að hlíta skerðingu á kröfu sinni, eigi ekki að eiga atkvæði um nauðasamning. Í ákvæði þessu sé tiltekið, að þeir, sem njóti forgangsréttar fyrir kröfum sínum við bú- skipti, falli utan atkvæðisréttar af þessum sökum. Með lögum nr. 32/1974 hafi hins vegar verið tekin sú pólitíska ákvörðun að nema brott forgangsrétt fyrir skattakröfum. Hvort sem deila megi um réttmæti þessarar breytingar, hafi hún haft í för með sér, að nauðasamningur taki til skattakrafna jafnt sem annarra almennra krafna við búskipti. Bendir varnaraðili sérstaklega á til samanburðar, hver réttarstaða sóknaraðilja væri, ef ágreiningur sem þessi kæmi upp við nauðasamingatilraun í sambandi við gjaldþrotameðferð á búi skuldara. Telur hann engan vafa leika á því, að þar teldist sóknaraðili almennur kröfuhafi og yrði hann við nauðasamning bundinn. Þá hefur varnaraðili haldið þeirri skoðun sinni fram, að skiptaréttur geti ekki átt lögsögu við úrlausn þess, hvort sóknaraðili verði bundinn af nauða- samingi, heldur verði að fá úr því álitaefni leyst fyrir öðrum dómstólum að staðfestum nauðasamningi. IV. Ágreiningsefni þessa máls varðar, hvort fyrir hendi séu atvik, sem girt geta fyrir, að nauðasamningur varnaraðilja verði staðfestur. Ágreiningur sem þessi lýtur lögsögu skiptaréttar samkvæmt fyrirmælum 18. gr. laga nr. 19/1924. Þykir það ekki breyta valdsviði réttarins til að leysa úr þessu álita- efni, þótt kröfur málsaðilja byggist öðrum þræði á málsástæðum, sem varða, hvort sóknaraðili verði bundinn við nauðasamning, sem kann að takast milli varnaraðilja og lánardrottna hans. Eins og áður er greint, hefur varnaraðili borið fram þau rök gegn kröfum sóknaraðilja, að skiptaráðandi hafi þegar úrskurðað, að telja eigi kröfu sóknaraðilja til atkvæðiskrafna um frumvarp varnaraðilja til nauðasamn- 1470 inga. Þótt þess sé ekki berum orðum getið, þykir verða að líta svo á, að varnaraðili vísi hér til þess, að skiptaráðandi hefur talið atkvæði fylgja um- ræddri kröfu í skrá þeirri um kröfur, sem gerð var vegna þessa málefnis samkvæmt 39. gr. laga nr. 19/1924. Um þessa málsástæðu ber að líta til þess, að sóknaraðili hefur andmælt þessari tilgreiningu kröfu sinnar í um- ræddri skrá. Frumvarp varnaraðilja til nauðasamnings hlaut á þeim fundum, sem áður er getið, tilskilið fylgi til samþykkis án tillits til þess, hvort krafa sóknaraðilja á hendur honum teljist til atkvæðiskrafna eða ekki. Úrskurður hefur ekki verið kveðinn upp eða bindandi ákvörðun tekin um það, hvort krafa sóknaraðilja sé í nefndri-skrá réttilega talin til atkvæðiskrafna, enda ljóst af fyrirmælum 13. gr. laga nr. 19/1924, að slík afstaða verði aðeins tekin til kröfu við nauðasamningatilraunir, ef samþykki frumvarps eða synjun sé undir því komin, hvort tiltekinni kröfu fylgi atkvæði um það og eftir atvikum hvert vægi þess sé. Þykir af þessum sökum ekki liggja fyrir nein sú afstaða til málsástæðna sóknaraðilja í máli þessu, sem girt gæti fyrir, að fjallað verði um þær. Ákvæði 2. mgr. 27. gr. laga nr. 19/1924, sem sóknaraðili styður kröfur sínar í máli þessu við, mælir fyrir um tiltekna heimild þeim til handa, sem óbundinn er af nauðasamningi, til að girða fyrir, að nauðasamningur verði staðfestur, nema áður sé virtur réttur hans til greiðslu. Sóknaraðili hefur haldið því fram, að honum beri heimild til slíkrar kröfugerðar, með því að hann sé forgangskröfuhafi gagnvart varnaraðilja í þeim skilningi, sem ákvæði 2. tl. 12. gr. laganna byggja á. Í síðastnefndu ákvæði er svo fyrir mælt, að þeir, sem eigi forgangskröfur við búskipti samkvæmt 82. og 83. gr. laga nr. 3/1878, eigi ekki atkvæði um nauðasamninga. Ekki er í ákvæði þessu nánar skilgreint, hvað átt sé við með forgangskröfu. Samkvæmt almennum lögskýringarviðhorfum þykir verða að skýra fyrirmæli þessi á þann veg, að þau miði þær ákvarðanir laga nr. 3/1878, sem hverju sinni gilda um það, hverjir teljist til forgangskröfuhafa. Kröfur sóknaraðilja á hendur varnaraðilja uppfylla ekki skilyrði gildandi laga til að teljast for- gangskröfur. Samkvæmt því verður að telja, að sóknaraðilja bresti aðild tilað hafa uppi kröfur í skjóli lagaheimildar, sem einungis er veitt forgangs- kröfuhöfum, og ber því þegar af þeirri ástæðu að hafna kröfum hans í máli þessu. Þótt nú hafi verið hafnað kröfum sóknaraðilja í máli þessu, hefur ekki enn verið leitt í ljós, hvort önnur atvik en sóknaraðili heldur fram geti staðið í vegi þess, að nauðasamningur varnaraðilja verði staðfestur. Verður af þeim sökum ekki kveðið á um staðfestingu hans í máli þessu, eins og varnaraðili hefur krafist. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Markús Sigurbjörnsson borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. 1471 Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðilja í máli þessu er hafnað. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 272/1985. Ákæruvaldið gegn Einari Steinssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 12. þ.m., er barst Hæstarétti næsta dag. Hann krefst þess, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds hefur ekki borist greinargerð. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð skýrsla, sem tekin var af varnar- aðilja 11. desember hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, en héraðs- dómari hafði eigi haft í höndum, er hann kvað upp úrskurð sinn. Kemur þar fram, að varnaraðili kannast við, að hann hafi falsað nöfn bankastarfsmanna á úttektarseðla þá, sem getið er í úrskurð- inum, enn fremur að hafa notað í viðskiptum tékka, sem hann hafi ritað á eyðublöð úr tveimur tékkheftum, er hann hafi tekið að ófrjálsu og undirritað tékkana fölsuðum nöfnum. Telur varnaraðili, að hér sé alls um 5 tékka að ræða. Ákærði hefur ekki breytt fyrri framburði um ferðatékka þá sem fundust í skjalatösku hans. Eftir sem áður þykir nauðsyn bera til að komið sé í veg fyrir, að varnaraðili geti spillt sönnunargögnum, og ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. 1472 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara. Skýrsla sú, sem tekin var af varnaraðilja og getið er um í atkvæði meiri hluta dómenda, var tekin fyrir hádegi hinn 11. desember 1985. Skýrsla þessi var tekin hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, sem gert hafði kröfuna um gæsluvarðhald varnaraðilja. Í yfirheyrslu þessari játaði varnaraðili á sig þau atriði, sem óupplýst voru, er gæsluvarð- halds var krafist, nema að hafa stolið eða dregið sér 5 ferðatékka, samtals að fjárhæð 500 bandaríkjadollara. Auk þess viðurkenndi hann í yfirheyrslu þessari að hafa tekið 2 tékkahefti að ófrjálsu og notkun eyðublaða úr þeim. Þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, hefði varnaraðili því játað á sig þær sakir, sem hann var borinn, aðrar en töku ferðatékkanna, sem hann kvaðst hafa fundið á götu. Auk þess hafði hann, eins og að framan greinir, játað sakir, sem ekki höfðu verið á hann bornar. Eigi verður séð, að varnaraðili geti haft aðstöðu til þess að spilla sönnunargögnum varðandi þessi atriði, en þau gögn, sem hugsanlega yrðu fundin um ferðatékkana, önnur en framburður varnaraðilja sjálfs, virðast hljóta að vera innan bankans, sem talinn er hafa átt tékkana. Verður úrskurður um gæsluvarðhald varnaraðilja því ekki reistur á ákvæðum 1. töluliðar 67. gr. laga um meðferð opinberra mála eftir lok rannsóknar þeirrar, sem fór fram hjá rannsóknarlögreglu ríkisins að morgni 11. þ.m., en niðurstöðu hennar hefði átt að til- kynna sakadómara um tafarlaust. Samkvæmt framangreindu ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Málskostnaður verður ekki dæmdur á þessu stigi málsins. Úrskurður sakadóms Hafnarfjarðar 11. desember 1985. Árið 1985, miðvikudaginn 11. desember, er á dómþingi sakadóms Hafnarfjarðar, sem háð er að Strandgötu 31, Hafnarfirði, af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur (sic) þessi. Rannsóknarlögregla ríkisins krafðist þess hér fyrir dómi í gær, að Einar Steinsson viðskiptafræðinemi, Birkihvammi 1, Hafnarfirði, fæddur 11.2. 1473 1961, nnr. 1833-8998, verði úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 20. des. nk. kl. 17:00. Hann er grunaður um þjófnað, skjala- fals og fjársvik. Krafan er byggð á því, að ákærður hafi ýmist neitað sakar- giftum eða hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar í sambandi við ætluð brot, þó að gögn málsins bendi til sektar hans um þessi brot, en málið sé á algjöru frumstigi rannsóknar og með vísan til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 beri brýna nauðsyn til, að kærður sæti gæsluvarðhaldi, meðan rann- sókn sé áfram haldið. Atvik máls þessa eru þau, að þann 4. desember síðastl. lagði kærði kr. 3.000,00 inn á sparisjóðsbók sína nr. 26002 við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Er innleggið var fært inn í bókina, urðu þau mistök hjá starfstúlku Spari- sjóðsins, að eftir að hafa fært inn kr. 3.000,00 í innlagningardálkinn, bók- færði hún sem innistæðu í bókinni kr. 178.298,24 í stað 20. 298,24, þar eð kr. 17.298,24 höfðu verið fyrir í bókinni. Mistökin komu í ljós strax næsta dag, 5. des., og kom fram hjá starfsfólki Sparisjóðsins, að haft hafi verið sambandi við kærða þennan dag og mistökin verið skýrð fyrir honum. Hann hafi þann dag komið í útibú Sparisjóðsins í norðurbæ og ætlað að taka þar út kr. 100.000,00. Úttektin hefði verið stöðvuð og honum tjáð raunveruleg innistæða í bókinni, en þá ekki viljað láta leiðrétta bókina þar, heldur sagst ætla að fara í aðalsparisjóðinn. Þangað hefði hann komið sama dag og þá enn verið skýrt fyrir honum, hver raunveruleg innistæða bókarinnar væri, en er starfsfólkið í Sparisjóðnum hefði viljað leiðrétta bókina, bar hann því við, að hann hefði ekki bókina meðferðis. Daginn eftir, 6. des., tók ákærði út úr bókinni í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis kr. 104.000,00 og tókst það, þar eð á úttektarseðlinum, merktum Landsþjónusta Sparisjóða, hafði komið fram, að haft hafði verið sambandi við reikningssparisjóðinn og tilgreint á hann nafn þess, sem upplýsingar átti að hafa veitt í reikningssparisjóði, Jóhanna og annað nafn, sem leitaði upplýsinganna. Starfsmenn Sparisjóðsins kannast ekki við þessar ritanir á úttektarseðlinum, en þær eru auk bankanr. og Hafnarfjarðar um reiknings- sparisjóð ritaðar á hann með svörtu bleki, en seðillinn að öðru leyti ritaður með bláu bleki. Kærður er grunaður um að hafa sjálfur ritað þetta á út- tektarseðilinn til að auðvelda sér úttektina. Þann 9. des. sl. kom hann svo aftur í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og reyndi að taka út úr bókinni kr. 75.000,00 og framvísaði þá úttektarseðli með þessari upph. og nafni kærða, heimili og bókarnúmeri kærða með bláu letri, en nær sömu nafnrit- anir og á fyrri úttektarseðli með svörtu letri. Kærður var stöðvaður í þessari úttekt og rannsóknarlögreglumenn kallaðir á staðinn, þar sem grunur lék á, að það, sem fært hafði verið með svörtu bleki á seðilinn, væri falsað af kærða. Hann var þá tekinn og færður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins. Við athugun á sparisjóðsbók kærða nr. 26002 kom í ljós, 93 1474 að innleggið 4. des. sl., sem átti að vera kr. 3.000,00 hafði greinilega verið breytt með. ritvél og penna í kr. 161.000,-. Kærður hefur viðurkennt að hafa tekið kr. 104.000,00 og ætlað að taka kr. 75.000,00 út úr bókinni, en kannaðist ekki við að hafa ritað á úttektar- seðlana það, sem ritað var með svörtu letri, og neitaði í fyrstu að hafa breytt sparisjóðsbókinni, þ.e. að breyta skráðri innlögn úr kr. 3.000,00 í kr. 161.000,00, en viðurkenndi það svo við skýrslutöku hér fyrir dómi. Hann hefur viðurkennt, að skráð innistæða á bókinni hafi verið of há miðað við það, sem hann vissi um, að hafði verið lagt inn á hana, en borið því við, að hann hafi skýrt það þannig, að námslán, sem hann átti í vændum, hafi verið fært inn á hana, þó að fram hafi komið hjá honum, að hann eigi ekki von á, að það komi til útgreiðslu fyrr en eftir áramót og að hann hafi gengið frá slíkri lántöku með því að skrifa undir skulda- bréf. Vegna meintra brota kærða var með hans samþykki gerð húsleit á heimili hans. Þar sem fannst skjalataska, og voru í henni m.a. 5 óútfylltir ferða- tékkar á American Express Company, hver að upphæð $100, og óútfyllt ávísanaeyðublað á Iðnaðarbanka Íslands, aðalbanka, nr. 179.2575. Við rannsókn kom í ljós, að erlendu ferðatékkarnir voru í eigu Iðnaðarbanka Íslands, aðalbanka, og áttu að vera þar í rammgerðri geymslu. Framan- greind tékkaeyðublöð höfðu horfið úr hefti Helgu Haraldsdóttur, gjaldkera bankans. Ákærður (sic) var síðastl. sumar starfmaður bankans og er grunaður um að hafa tekið ferðatékkana og tékkaeyðublöðin þar ófrjálsri hendi. Kærður hefur ekki getað gefið næga skýringu á því, hvernig hann er kominn að tékkaeyðublöðunum, en hefur haldið því fram, að í sumar sem leið, líklega í júlí, hafi hann fundið þá á Laufásvegi skammt frá bið- stöð Hafnarfjarðarstrætisvagna í Lækjargötu í Reykjavík. Þau gögn, sem fyrir liggja í málinu og rakið var úr hér að framan, benda mjög til þess, að kærður hafi framið þá verknaði, sem hann er sakaður um. Hann hefur að vísu játað að hafa falsað sparisjóðsbókina sína, en neitanir hans eða skýringar, sem hann gefur í sambandi við önnur meint brot sín, eru engan veginn sennilegar eða sannfærandi, og hann ekki getað stutt þær öðrum gögnum. Einkum verður að líta til þess, að kærður var í aðstöðu til að taka áðurnefnda ferðatékka og tékkaeyðublöð úr Iðnaðar- bankanum og harla ólíklegt, að óútfylltir ferðatékkar hafi borist úr geymsl- um og glatast á götu úti, slíkt var fremur hugsanlegt við ferðatékka, sem höfðu verið seldir einhverjum viðskiptavini bankans og þá borið nafnritun hans. Mál þetta er á frumstigi rannsóknar, og er á það fallist, að rann- sóknarnauðsynjar séu til þess, að kærður verði í gæsluvarðhaldi, meðan rannsókn er haldið áfram, og komið verði þannig í veg fyrir að sakargögn spillist. Með vísun til |. tl. 67. gr. laga nr. 74, 1974 ber því að úrskurða 1475 kærða til að sæta gæsluvarðhaldi í máli þessu. Tíminn til 20. des. nk., kl. 17:00, þykir ekki óeðlilega langur miðað við hvernig málið er vaxið, og ber honum að hlíta gæsluvarðhaldsvist allt að þeim tíma. Meint brot kærða geta varðað fangelsisrefsingu og ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar eigi gæsluvarðhaldi þessu til fyrirstöðu. Ályktarorð: Kærði, Einar Steinsson, Birkihvammi 1, Hafnarfirði, f. 11.2. 1961 sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. des. 1985, kl. 17:00. Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 176/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn Hafsteini Viðari Ásgeirssyni (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Fiskveiðibrot. Lögvilla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason. Biörn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Hinum áfrýjaða dómi var skotið til Hæstaréttar að Ósk ákærða 28. júní 1985, en af hálfu ákæruvalds er málinu einnig áfrýjað til þvngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. september 1985. Héraðsdómari hefur dæmt þetta mál ásamt tveimur samdómend- um samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. greinar laga nr. 74/1974. Ekki er skráð í sakadómsbók, að þeir hafi unnið heit samkvæmt 1. mer. 12. greinar nefndra laga svo sem gera átti. Héraðsdómurinn verður þó ekki ómerktur af þeirri ástæðu. Eftir uppsögu héraðdóms hefur Guðjón Ármann Evjólfsson. skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík markað á sjóuppdrátt 1476 staðarákvarðanir varðskipsmanna samkvæmt ratsjármælingum þeirra við hlið v/b Guðfinnu Steinsdóttur Ár 10, kl. 1040 og kl. 1116. Í greinargerð skólastjórans, dags. 9. desember 1985, segir svo: „Staðir þessir eru merktir í kortið 9 1040 og Q 1116, en kortið er merkt með einkennisstöfum bátsins ÁR 10, einnig er bannsvæði, suður- og norðurmörk þess, svo og útsetningarpunktur minn merktur í kortið. Niðurstöður þessara athugana eru: Kl. 1040 - staður Ár 10 64? 00' 7 N.brd. og 22? 55' 9 V.lgd. KI. 1116 - “ 647 007 8 N.brd. og 229 597 2 V.lgd. KI. 1040 er m/b GUÐFINNA STEINSDÓTTIR ÁR 10 því 2,5 sjómílur innan við suðurmörk bannsvæðisins. KI. 1116 er m/b GUÐFINNA STEINSDÓTTIR ÁR 10 2,5 sjó- mílur innan við suðurmörk bannsvæðisins. Toghraði bátsins á þessum tíma er um 2,4 sml./klst. Eins og fram kemur á fylgiskjali nr. 2 og ennfremur með tilliti til þess, að ákærði. skipstjórinn á GUÐFINNU STEINSDÓTTUR, gerði engar athuga- semdir við staðarákvarðanir v/s Týs, sbr. bls. 9 í dómsgögnum., (el ég staðsetningar varðskipsins við hlið GUÐFINNU STEINS- DÓTTUR ÁR 10, innan bannsvæðisins kl. 1040 og kl. 11I6 h. 9. apríl 1985 óvggjandi réttar.“ Fylgiskjal 2, sem til er vísað í álitsgerðinni, er sameiginlegar athugasemdir skólastjórans varðandi staðarákvarðanir v/s Týs sið hlið v/b Guðfinnu Steinsdóttur og fjögurra annarra togskipa, sem voru að veiðum á sama tíma á sama svæði. Er ekki ástæða til að rekja efni þess, en niðurstaðan staðfestir mælingar varðskipsmanna og að togskipin hafi öll verið á svæði, þar sem togveiðar voru bannaðar. Samkvæmt mælingum skipstjórnarmanna á v/b Tý, framan- greindri álitsgerð Guðjóns Ármanns Evjólfssonar og játningu ákærða telst sannað, að hann hafi verið að botnvörpuveiðum Ár degis 9. apríl 1985 á svæði, þar sem allar togveiðar voru bannaðar frá og með nefndum degi til og með 15. maí 1985. Hefur ákærði með þessu brotið gegn þeim lagaákvæðum, sem í ákæruskjali greinir, þó að því athuguðu, að í dóminum hefur misritast. að í ákæru sé vísað til laga nr. 44/1938 í stað laga nr. 44/1948. 1477 Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 12. desember 1985, jafngilda 100 gullkrónur 2.068,20 seðlakrónum. Samkvæmt skipaskrá er v/b Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10, 25,95 metrar á lengd og 127 rúmlestir brúttó. Brot ákærða er fært til réttra refslákvæða í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði 3. greinar reglugerðar nr. 129/1985 bannaði fortakslaust togveiðar frá og með 9. apríl 1985 á svæði því, þar sem ákærði var að veiðum. Hvorki reglugerðarákvæðið sjálft né fréttatilkynn- ing sjávarútvegsráðuneytisins, svo sem hún birtist í fjölmiðlum eftir því sem upplýst er í málinu, veitti ákærða ástæðu til að ætla, að bannið tæki gildi á öðrum tíma en við upphaf þess dags. Eru ekki skilyrði til að beita 3. tl. 74. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940. við ákvörðun refsingar hans. Verður refsingin ákveðin 100.000,00 króna sekt, er renni í Landhelgissjóð Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektar verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Guðfinnu Steinsdóttur ÁR 10, svo og ákvæði dómsins um sakarkostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, greiði 100.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 2 mánuði í stað sektar, verði hún ekki goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Guðfinnu Steinsdóttur ÁR 10, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 15.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Þórissonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. 1478 Dómur sakadóms Árnessýslu 11. apríl 1985. I. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, dags. 11. apríl sl., á hendur Hafsteini Viðari Ásgeirssyni, Lýsu- bergi 9, Þorlákshöfn, fæddum 19. apríl 1949 á Stokkseyri, fyrir fiskveiði- brot með því að hafa árdegis þriðjudaginn 9. apríl 1985 sem skipstjóri á togskipinu GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10, skráningarnúmer 1510, sem er 127 brúttórúmlestir og 25,95 lengdarmetrar, verið á botnvörpuveið- um á skipinu undan Stafnesi, á svæði innan fiskveiðilandhelginnar, þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl 1985 til og með 15. maí 1985. Brot ákærða telst varða við 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 81, 1976, sbr. 3. gr. reglugerðar um bann við veiðum í mars og apríl og um sérstök línu- og netasvæði út af Suðvesturlandi og Faxaflóa nr. 129, 20. mars 1985, sbr. 1. gr. reglugerðar um fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 299, 1975, sbr. lög nr. 44, 1938 (sic) og lög um breytingu á þeim lögum nr. 45, 1974. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt 1. tölulið 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. nefndra laga nr. 81, 1976, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 17. gr. sömu laga upptöku á veiðarfærum skips- ins, þar með töldum öllum dragstrengjum, svo og öllum afla innanborðs og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 11. Skv. skýrslu Helga Hallvarðssonar, skipherra á varðskipinu Tý, kom varðskipið, er það var á eftirlitsferð úti af Sandgerði, að m.b. GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10, þar sem skipið togaði með skutvörpu í sjó á svæði, sem bannað er fyrir togveiðar. Kl. 10:40 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins m.b. GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10: Stafnes r/v 116? fj. 5.5 sjóml., dýpi 84 m, sem gefur stað bátsins um 2.2 sjóml. inni á lokaða svæðinu. Kl. 11:16 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið ÁR 10: Stafnes r/v 111? fj. 6.5 sjóml., sem er um 2.2 sjóml. inni á lokaða svæð- inu. Haft var samband við skipverja á ÁR 10 kl. 11:10 og þeim sagt að hífa inn vörpuna og sagt að halda til hafnar. Veður á þessum tíma: S-4, sjór-3, loft skýjað. Ofangreindar mælingar gerði skipherra, yfirstýrimaður og 2. stýrimaður með ratsjá skipsins. 1479 Hafa skipherra og 2. stýrimaður komið fyrir dóm og staðfest verk sín. Ofangreindan dag, 9. apríl, kl. 18:00, kom GUÐFINNA STEINS- DÓTTIR ÁR 10, til Þorlákshafnar, þar sem skipið var kyrrsett. Á þessum tíma mældi varðskipið Týr fjögur önnur togskip á ólöglegum veiðum, og voru þau færð til hafnar. Samkvæmt reglugerð nr. 129, 1985 frá 20. mars sl., sem birtist í Stjórnar- tíðindum 26. mars sl., eru allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu bannað- ar á svæði því, sem hér um ræðir, frá 9. apríl 1985. Ákærði kom fyrir dóm í dag vegna þessa máls og viðurkenndi að hafa verið á togveiðum á bannsvæði, sem hér um ræðir og hafi hann verið á veiðum í u.þ.b. sólarhring, áður en þeir voru stöðvaðir af landhelgisgæslu. Ákærði kveðst á hinn bóginn hafa staðið í þeirri trú, að ofangreint bann tæki ekki gildi fyrr en á hádegi 9. apríl sl. Hafi hann skilið fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins, sem birtist í fjölmiðlum, í þá veru. Ennfremur hafi hann fengið þær upplýsingar hjá öðrum, sem voru að veiða á ofan- greindu bannsvæði, einkum „heimamönnum“, að bann tæki gildi á hádegi 9. apríl. Ekki hafi hvarflað að sér né öðrum skipverjum, sem þarna voru að veiða, að þeim væri það óheimilt. Ill. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við gögn þessa máls, þykir sannað, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsilákvæða. Af hálfu verjanda hefur því verið haldið fram, að færa eigi hér refsingu niður úr lágmarki með hliðsjón af 3. tl. 74. gr. alm. hgl. nr. 19, 1940 vegna afsakanlegs misskilnings ákærða á ofangreindri reglugerð. Bann það, sem hér um ræðir, var löglega birt í Stjórnartíðindum hinn 27. mars sl. Gera verður þær kröfur til aðilja, sem ofangreindar reglur snerta, að þeir kynni sér þær sérstaklega á réttum vettvangi. Kemur því 3. tl. 74. gr. laga nr. 74, 1974 (sic) hér ekki til álita. Ákærði er sakhæfur. Hann hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1966 15/9 í Árness. Sátt, 300 kr. sekt fyrir brot gegn áfl. 1970 17/7 í Árness. Dómur: 10 daga varðhald fyrir brot á 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarl. og |. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuréttindum í 14 mán. frá 8. júní 1969. 1977 9/6 í Árness. Sátt, 100.000 kr. sekt f. brot gegn 1. gr. reglug. nr. 17, 1976, sbr. 3. og 6. gr. reglug. nr. 299, 1975 og lög nr. 44, 1948. 1981 29/5 í Árness. Sátt, 2.500 kr. sekt f. brot g. 2., sbr. 4. mgr. 25. 1480 gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 12 mán. frá 29.5. 1981. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin sekt kr. 80.000 til Landhelgis- sjóðs Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í sektar stað, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms. Þá skulu veiðarfæri m.b. GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10, þar með taldir dragstrengir, gerð upptæk skv. 17. gr. laga nr. 81, 1976 til Land- helgissjóðs Íslands. Ennfremur skal afli innanborðs í m.b. GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10, gerður upptækur til Landhelgissjóðs Íslands skv. sömu lagagrein. ' Ákærði skal með vísan til 141. gr. laga nr. 74, 1974, greiða allan kostnað sakarinnar, þ.á m. laun til skipaðs verjanda, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 7.500. Dóm þennan kvað upp Karl F. Jóhannsson, fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu, ásamt meðdómendum þeim Bjarna Þórarinssyni skipstjóra og Guðmundi Eggertssyni skipstjóra. Dómsorð: Ákærði, Hafsteinn Viðar Ásgeirsosn, f. 19. apríl 1949, greiði kr. 80.000 í sekt, er renni í Landhelgissjóð. Verði sekt þessi eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms, skal ákærði sæta varðhaldi í 2 mánuði. Þá skulu veiðarfæri í m.b. GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10, gerð upptæk, þar með taldir dragstrengir. Ennfremur skal allur afli innanborðs í m.b. GUÐFINNU STEINSDÓTTUR ÁR 10, gerður upp- tækur. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar þ.á m. laun til skipaðs verjanda hans, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 7.500. 1481 Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 188/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jónasi Ragnari Franzsyni (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Fiskveiðibrot. Lögvilla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jonsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Hinum áfrýjaða dómi var skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða 28. júní 1985, en af hálfu ákæruvalds er málinu einnig áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 15. október 1985. Héraðsdómari hefur dæmt þetta mál ásamt tveimur samdóm- endum samkvæmt heimild í 4. mgr. $. greinar laga nr. 74/1974. Ekki er skráð í sakadómsbók, að þeir hafi unnið heit samkvæmt 1. mgr. 12. greinar nefndra laga, svo sem gera átti. Héraðsdómurinn verður þó ekki ómerktur af þeirri ástæðu. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, markað á sjóuppdrátt staðarákvarðanir varðskipsmanna samkvæmt ratsjármælingum þeirra við hlið v/b Geirs goða GK 220, kl. 1017 og kl. 1126. Í greinargerð skólastjórans, dags. 9. desember 1985, segir svo: „Staðir þessir eru merktir í sjókortið Q 1017 og Q 1126, en kortið er merkt einkennisstöfum GEIRS GOÐA GK 220, einnig er bann- svæði, suður- og norðurmörk þess, svo og útsetningarpunktur minn merktur í kortið. Niðurstöður þessara athugana eru: Ki. 1017 - Staður bátsins 64902'0 N.brd. og 22955?8 V.lgd. Kl. 1126 - “ “ 6395974 N.brd. og 22955'S V.lgd. Kl. 1017 er GEIR GOÐI GK 220 því 3,7 sjómílur innan við suðurmörk bannsvæðisins. Kl. 1126 er GEIR GOÐI GK 220 1,1 sml. innan við suðurmörk bannsvæðis. 1482 Toghraði á þessum tíma er um 2,2 sml./klst. Eins og fram kemur á fylgiskjali nr. 2 og ennfremur með tilliti til þess, að ákærði, skipstjórinn á GEIRI GOÐA, segir staðar- ákvarðanir varðskipsins réttar og gerir engar athugasemdir við þær, tel ég staðsetningar varðskipsins við hlið GEIRS GOÐA innan bannsvæðisins kl. 1017 og 1126 h. 9. apríl 1985 óyggjandi réttar.“ Fylgiskjal 2, sem til er vísað í álitsgerðinni, er sameiginlegar athugasemdir skólastjórans varðandi staðarákvarðanir v/s Týs við hlið v/b Geirs goða og fjögurra annarra togskipa, sem voru að veiðum á sama tíma á sama svæði. Er ekki ástæða til að rekja efni þess, en niðurstaðan staðfestir mælingar varðskipsmanna og að tog- skipin hafi öll verið á svæði, þar sem togveiðar voru bannaðar. Samkvæmt mælingum skipstjórnarmanna á v/s Tý, framan- greindri álitsgerð Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar og játningu ákærða telst sannað, að hann hafi verið að botnvörpuveiðum ár- degis 9. apríl 1985 á svæði, þar sem allar togveiðar voru bannaðar frá og með nefndum degi til og með 15. maí 1985. Hefur ákærði með þessu brotið gegn þeim lagaákvæðum, sem í ákæruskjali greinir. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 12. desember 1985, jafngilda 100 gullkrónur 2.068,20 seðlakrónum. Samkvæmt skipaskrá er v/b Geir goði GK 220, 31,84 metrar á lengd og 160 rúmlestir brúttó. Brot ákærða er fært til réttra refsiákvæða í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði 3. greinar reglugerðar nr. 129/1985 bannaði fortakslaust togveiðar frá og með 9. apríl 1985 á svæði því, þar sem ákærði var að veiðum. Hvorki reglugerðarákvæðið sjálft né fréttatilkynn- ing sjávarútvegsráðuneytisins, svo sem hún birtist í fjölmiðlum eftir því sem upplýst er í málinu, veitti ákærða ástæðu til að ætla, að bannið tæki gildi á öðrum tíma en við upphaf þess dags. Eru ekki skilyrði til að beita 3. tl. 74. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar hans. Verður refsingin ákveðin 130.000,00 króna sekt, er renni í Landhelgissjóð Íslands, og komi 75 daga varðhald í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra „v/b Geirs goða GK 220, svo og ákvæði dómsins um sakarkostnað. 1483 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Jónas Ragnar Franzson, greiði 130.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 75 daga í stað sektar, verði hún ekki goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Geirs goða GK 220, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 15.000,00 krónur og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Þórissonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Keflavíkur 11. apríl 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 11. apríl, er í sakadómi Keflavíkur, sem haldinn er í dómsalnum, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni full- trúa: og meðdómsmönnunum Jóhanni Péturssyni hafnsögumanni og Ragnari Björnssyni, fyrrv. skipstjóra, kveðinn upp dómur í sakadómsmál- inu: Ákæruvaldið gegn Jónasi Ragnari Franzsyni. Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið í gærdag, hefur ríkissaksóknari höfðað með ákæru, dags. sama dag, á hendur „Jónasi Ragnari Franssyni, Heiðarbraut 1, Keflavík, fæddum 17. október 1936 á Dalvík, fyrir fisk- veiðibrot, með því að hafa, árdegis þriðjudaginn 9. apríl 1985, sem skip- stjóri á togskipinu Geir Goða GK 220, skipaskrárnúmer 0242, sem er 160 brúttórúmlestir og 31.84 lengdarmetrar, verið á botnvörpuveiðum á skipinu undan Stafnesi, á svæði innan fiskveiðilandhelginnar þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl 1985 til og með 15. maí 1985. Brot ákærða telst varða við 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiði- landhelgi Íslands nr. 81, 1976, sbr. 3. gr. reglugerðar um bann við veiðum í mars og apríl og um sérstök línu- og netasvæði út af Suðvesturlandi og Faxaflóa nr. 129, 20. mars 1985, sbr. 1. gr. reglugerðar um fiskveiðiland- 1484 helgi Íslands nr. 299, 1975, sbr. lög nr. 44, 1948, og lög um breyting á þeim lögum nr. 45, 1974. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt 1. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. nefndra laga nr. 81, 1976, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 17. gr. sömu laga upptöku á veiðarfærum skips- ins þar með töldum öllum dragstrengjum, svo og öllum afla innanborðs, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þeir samkv. skýrslu Helga Hallvarðssonar, skipherra á varðskipinu Tý, að 9. þ.m. stóð varðskipið m.b. Geir Goða GK 220, að ólöglegum togveiðum inni á svæði norðan við línu, sem er lokað fyrir tog- veiðum og að sunnanverðu afmarkast af línu dreginni réttvísandi 270? frá Stafnesvita. Nánari atvik voru sem hér segir: „Þriðjudaginn 9. apríl 1985 er varðskipið var á eftirlitsferð úti af Sandgerði, var um kl. 1015 komið að m/b GEIR GOÐA GK 220 sem var að veiðum með skutvörpu í sjó. Kl. 1017 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins: Stafnes r/v 127? fj. 5.8 sml., dýpi 79 m., sem gefur stað bátsins um 3.4 sml. inni á lokaða svæðinu. Vegna athugana á fleiri bátum á svæðinu var ekki haft samband við bátinn fyrr en kl. 1110 og honum sagt að hífa inn vörpuna, þar sem hann væri að ólöglegum veiðum, og sagt að halda til hafnar þar sem lögð yrði fram kæra á hendur honum. KI. 1126 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins, sem þá var að hífa inn pokann: Stafnes r/v 102? fj. 4.6 sml., sem gefur stað bátsins um 0.9 sml. inni á lokaða svæðinu. Mælingar voru gerðar af skipherra, yfirstýrimanni og 2. stýrim. á SPERRY RATSJA MK-16 3 cm, sem er tengd Sperry gýrðáttavita. Lausi fjarlægðarhringurinn var borinn saman við föstu fjarl.-hringina og reyndist réttur og miðunarlína borin saman við gýróáttavita og reyndist rétt. Veður: S-4. Sjór: 3. Loft: Skýjað. Meðfylgjandi er úrklippa úr sjókorti nr. 31, þar sem staðir varðskipsins og m/b GEIRS GOÐA GK 220 eru markaðir.“ Helgi Hallvarðsson skipherra hefur staðfest skýrslu sína fyrir dómi. Hann kvað varðskipið hafa komið á svæði það, þar sem umræddur bátur var að toga, skömmu áður en hann hafði afskipti af honum. Sagði skip- herrann þá varðskipsmenn hafa verið að fylgjast með, að netabátar, er voru á leið út, hæfu ekki veiðar of snemma, þ.e. fyrir kl. 12:00. Hafi hann í fyrstu talið togbátana á svæðinu vera netabáta, þar sem þeir voru kyrr- stæðir skv. tölvumælingu. Hann kvað varðskipið hafa verið dýpra á svæð- inu um nóttina, eða í 11-12 sjómílna fjarlægð frá bátunum, en lagt af stað til þeirra kl. 8:00, skömmu áður en hann kom upp á stjórnpall. 1485 Halldór Gunnlaugsson, II. stýrimaður á varðskipinu, staðfesti, að rétt væri farið með í einu og öllu í kæru skipherrans. Ákærði sagði staðarákvörðun varðskipsmannanna rétta og kannaðist við að hafa verið á togveiðum á umræddu svæði á nefndum tíma. Hafi hann talið, að áðurnefnd lokun tæki ekki gildi fyrr en kl. 12 á hádegi nefndan dag, en ekki miðnætti næsta á undan. Hafi hann skilið svo auglýsingu sjávarútvegsráðuneytisins í Morgunblaðinu 27.3. sl., að togveiðar mættu standa á til kl. 12 á hádegi, því þá mættu netaveiðar hefjast. Hafi þetta verið þannig áður. Þess skal getið hér, að nefnd auglýsing virðist í raun vera fréttatilkynn- ing. Ákærði sagði, að aðfaranótt 9. apríl hefði 9 togbátar verið að veiðum á svæðinu og hafi varðskipið komið á svæðið kl. nákvæmlega 02:00. Var það þarna fram til morguns, en þá hóf það að hafa afskipti af bátunum. Kvað ákærði nærveru varðskipsins um nóttina hafa styrkt framangreindan skilning hans. Með framburði ákærða sjálfs og vætti vitna svo og öðrum gögnum máls- ins er sannað, að ákærði hefur gerst sekur um fiskveiðibrot það, sem lýst er í ákæru og þar er fært til réttra lagaákvæða. Samkv. skipaskrá er m.b. Geir Goði GK 220 160 brúttórúmlestir og 31,84 metrar á lengd. Gullgildi íslenskrar krónu er nú þannig, að 100 gullkrónur jafngilda 1.840,96 krónum. Verjandi ákærða krefst þess aðallega, að refsing hans verði felld niður, til vara, að framkvæmd refsingar hans verði frestað skilorðsbundið í lág- markstíma og til þrautavara, að dæmd verði lágmarksrefsing. Hafi hér alls ekki verið um ásetningsbrot að ræða, heldur hafi það orðið af afsakan- legum misskilningi ákærða. Ákærði hefur samkv. sakavottorði ekki sætt neinum þeim refsingum, sem hér kunna að skipta máli. Refsing ákærða samkv. framangreindum refsiákvæðum þykir hæfilega ákveðin 80.000,00 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá dóms- birtingunni. Samkv. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976 er upptækur til Landhelgissjóðs Íslands allur afli m.b. Geirs Goða GK 220, í framannefndri veiðiferð svo og veiðarfæri hans. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 2.500,00. 1486 Dómsorð: Ákærði, Jónas Ragnar Franzson, greiði sekt kr. 80.000,00 í Land- helgissjóð Íslands, og komi 2ja mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Upptæk eru til Landhelgissjóðs Íslands öll veiðafæri m.b. Geirs Goða GK 220, og allur afli veiðiferðar bátsins, er lauk 9. apríl 1985. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 2.500,00. Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 189/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Benóný Guðjónssyni (Eiríkur Tómasson hrl.) Fiskveiðibrot. Lögvilla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Hinum áfrýjaða dómi var skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða 28. júní 1985, en af hálfu ákæruvalds er málinu einnig áfrýjað til þvngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 15. október 1985. Héraðsdómari hefur dæmt þetta mál ásamt tveimur samdóm- endum samkvæmt heimild í 4. mgr. $. greinar laga nr. 74/1974. Ekki er skráð í sakadómsbók, að þeir hafi unnið heit samkvæmt 1. mgr. 12. greinar nefndra laga, svo sem gera átti. Héraðsdómurinn verður þó ekki ómerktur af þeirri ástæðu. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík markað á sjóuppdrátt staðarákvarðanir varðskipsmanna samkvæmt ratsjár- og lóranmæl- ingum þeirra við hlið v/b Jóns Gunnlaugs, GK 444, kl. 1020. Í 1487 greinargerð skólastjórans, dags 9. desember 1985, segir svo: „Staðir þessir eru merktir í sjókortið Q 1020 og 9 LORAN, Niðurstöður þessara athugana eru: Kl. 1020 — Staður GK 444 64901'8 N.brd. og 22954'9 V.lgd. með miðun og fjarlægð frá Stafnesi. Með lóranathugun er staður 64?01'86 N.brd. og 22?54'61 V.lgd. og er í r.v. 62? fjarl. 0,1'sml. frá stað v/s með miðun og fjarlægð. Staðfestir lóranathugun því staðarákvörðun með miðun og fjarlægð til Stafness og útsetningar- punkt sbr. fylgiskjal 2. Kl. 1020 er m/b JÓN GUNNLAUGS GK 444 því 3,5 sjómílur innan við suðurmörk bannsvæðisins. Með tilliti til lóranstaðsetningar, sem er alveg óháð staðsetningu varðskipsins með miðun og fjarlægð frá Stafnesi, svo og með tilliti til þess, að ákærði, skipstjóri á JÓNI GUNNLAUGS, viðurkennir að hafa verið á veiðum innan svæðisins, fel ég staðsetningar varð- skipsins við hlið JÓNS GUNNLAUGS innan bannsvæðisins kl. 1020 hinn 9. apríl 1985 óyggjandi og réttar.“ Fylgiskjal 2, sem til er vísað í álitsgerðinni, er sameiginlegar athugasemdir skólastjórans varðandi staðarákvarðanir v/s Týs við hlið v/b Jóns Gunnlaugs GK 444, og fjögurra annarra togskipa, sem voru að veiðum á sama tíma á sama svæði. Er ekki ástæða til að rekja efni þess, en niðurstaðan staðfestir mælingar varðskips- manna og að togskipin hafi öll verið á svæði, þar sem togveiðar voru bannaðar. Samkvæmt mælingum skipstjórnarmanna á v/s Tý, framan- greindri álitsgerð Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar og játningu ákærða telst sannað, að hann hafi verið að botnvörpuveiðum ár- degis 9. apríl 1985 á svæði, þar sem allar togveiðar voru bannaðar frá og með nefndum degi til og með 15. maí 1985. Hefur ákærði með þessu brotið gegn þeim lagaákvæðum, sem í ákæruskjali greinir. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 12. desember 1985, jafngilda 100 gullkrónur 2.068,20 seðlakrónum. Samkvæmt skipaskrá er v/b Jón Gunnlaugs GK 444, 27,86 metrar að lengd og 105 rúmlestir brúttó. Brot ákærða er fært til réttra refsiákvæða í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði 3. greinar reglugerðar nr. 129/1985 bannaði fortakslaust 1488 togveiðar frá og með 9. apríl 1985 á svæði því, þar sem ákærði var að veiðum. Hvorki reglugerðarákvæðið sjálft né fréttatilkynn- ing sjávarútvegsráðuneytisins, svo sem hún birtist í fjölmiðlum eftir því sem upplýst er í málinu, veitti ákærða ástæðu til að ætla, að bannið tæki gildi á öðrum tíma en við upphaf þess dags. Eru ekki skilyrði til að beita 3. tl. 74. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar hans. Verður refsingin ákveðin 130.000,00 króna sekt, er renni í Landhelgissjóð Íslands, og komi 75 daga varðhald í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Jóns Gunnlaugs GK 444, svo og ákvæði dómsins um sakar- kostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Benóný Guðjónsson, greiði 130.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 75 daga í stað sektar, verði hún ekki goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Jóns Gunnlaugs GK 444, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera Órðskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 15.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Eiríks Tómassonar hæsta- réttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Gullbringusýslu 11. apríl 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 11. apríl, er í sakadómi Gullbringusýslu, sem haldinn er í dómsalnum, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni fulltrúa og meðdómsmönnunum Jóhanni Péturssyni hafn- sögumanni og Ragnari Björnssyni, fyrrv. skipstjóra, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Benóný Guðjónssyni. 1489 Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið í dag, er höfðað hér fyrir dómi með ákæru ríkissaksóknara, dags. sama dag, á hendur „Benóný Guðjóns- syni, Holtsgötu 43, Sandgerði, fæddum 3. maí 1957 í Keflavík, fyrir fisk- veiðibrot, með því að hafa árdegis þriðjudaginn 9. apríl 1985, sem skipstjóri á togskipinu Jóni Gunnlaugs GK 444, skipaskrárnúmer 1204, sem er 105 brúttórúmlestir og 27,86 lengdarmetrar, verið á botnvörpuveiðum á skipinu undan Stafnesi, á svæði innan fiskveiðilandhelginnar þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl til og með 15. maí 1985. Brot ákærða telst varða við 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 81, 1976, sbr. 3. gr. reglugerðar um bann við veiðum í mars og apríl og um sérstök línu- og netasvæði út af Suðvesturlandi og Faxaflóa nr. 129, 20. mars 1985, sbr. 1. gr. reglugerðar um fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 299, 1975, sbr. lög nr. 44, 1948, og lög um breyting á þeim lögum nr. 45, 1974. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refs- ingar samkvæmt 1. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. nefndra laga nr. 81, 1976, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 17. gr. sömu laga upptöku á veiðarfærum skipsins þar með töldum öllum dragstrengjum, svo og öllum afla innanborðs, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þeir samkv. skýrslu Helga Hallvarðssonar, skipherra á varðskipinu TÝ, að 9. þ.m. stóð varðskipið m.b. Jón Gunnlaugs GK 444, að Ólöglegum togveiðum inni á svæði norðan við línu, sem er lokað tog- veiðum og að sunnanverðu afmarkast af línu dreginni réttvísandi 270? frá Stafnesvita. Nánari atvik voru sem hér segir: „Þriðjudaginn 9. apríl 1985, er varðskipið var í eftirlitsferð úti af Sandgerði, var um kl. 1020 komið að m/b JÓNI GUNNLAUGS GK 444, sem togaði með skutvörpu í sjó. Kl. 1020 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins. Stafnes r/v 128? fj. S.4 sml. Loran: 64901'86 N. 22954'61 V. dýpi 75 m sem gefur stað bátsins um 3.2 sml. inni á lokaða svæðinu. Vegna athugana á fleiri bátum á svæðinu var ekki haft samband við bátinn fyrr en kl. 1110, og honum þá sagt að hífa inn vörpuna, þar sem hann væri að ólöglegum veiðum og sagt að halda til hafnar þar sem lögð yrði fram kæra á hendur honum. Mælingarnar voru gerðar af skipherra og yfirstýrimanni á SPERRY MK-16 3 cm. Ratsjá, sem er tengd Sperry gyróáttavita. Lausi fjarl.hring- urinn var borinn saman við föstu fjarl.hringina og reyndist réttur, miðunar- lína var borin saman við gyróáttavita og reyndist rétt. Veður: S-4. Sjór: 3. Loft: Skýjað. Meðfylgjandi er úrklippa úr sjókorti nr. 31, þar sem staðir varðskipsins og M/B JÓNS GUNNLAUGS GK-444 eru markaðir.“ Helgi Hallvarðsson skipherra hefur staðfest skýrslu sína fyrir dómi. 94 1490 Hann kvað varðskipið hafa komið á svæði það, þar sem umræddur bátur var að toga, skömmu áður en hann hafði afskipti af honum. Sagði skip- herrann þá varðskipsmenn hafa verið að fylgjast með, að netabátar, er voru á leið út, hæfu ekki veiðar of snemma, þ.e. fyrir kl. 12:00. Hafi hann í fyrstu talið togbátana á svæðinu vera netabáta, þar sem þeir voru kyrr- stæðir skv. tölvumælingu. Hann kvað varðskipið hafa verið dýpra á svæð- inu um nóttina, eða í 11-12 sjómílna fjarlægð frá bátunum, en lagt af stað til þeirra kl. 8:00, skömmu áður en hann kom upp á stjórnpall. Halldór Gunnlaugsson, 11. stýrimaður á varðskipinu, staðfesti, að rétt væri farið með í einu og öllu í kæru skipherrans. Ákærði kannaðist við að hafa verið á umræddu svæði á nefndum tíma. Hafi hann talið sig vera þarna í fullum rétti, þar sem hann hafi skilið frétt Morgunblaðsins 17. mars sl. þannig, að togbátar mættu vera á veiðum til hádegis. Hafi slík regla gilt í fyrra. Ákærði kvað varðskipið hafa verið á svæðinu um kl. 2 um nóttina og þá látið reka og komið síðan aftur um kl. 9 um morguninn. Með framburði ákærða sjálfs og vætti vitna svo og öðrum gögnum máls- ins er sannað, að ákærði hefur gerst sekur um fiskveiðibrot það, sem lýst er í ákæru og þar er fært til réttra lagaákvæða. Skv. skipaskrá er m.b. Jón Gunnlaugs GK 444, 105 brúttórúmlestir og 21,86 metrar á lengd. Gullgildi íslenskrar krónu er nú þannig, að 100 gullkrónur jafngilda 1.840,96 krónum. Verjandi ákærða krefst þess aðallega, að refsing hans verði felld niður, til vara, að framkvæmd refsingar hans verði frestað skilorðsbundið í lág- markstíma, og til þrautavara, að dæmd verði lágmarksrefsing. Hafi hér alls ekki verið um ásetningarbrot að ræða, heldur hafi það orðið af afsak- anlegum misskilningi ákærða. Ákærði hlaut samkv. sakavottorði 48 þús. kr. sekt fyrir brot g. 12. sbr. 18. gr. laga nr. 81/1976 og reglugerð um möskvastærðir með dómsátt 9.3. 1984. Öðrum refsingum, sem hér kunna að skipta máli, hefur hann ekki sætt. Refsing ákærða samkv. framangreindum refsiákvæðum og með vísan til fyrra fiskveiðibrots hans þykir hæfilega ákveðin 100.000,00 kr. sekt í Land- helgissjóð Íslands, og komi 75 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingunni. Samkv. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976 er upptækur til Landhelgissjóðs Íslands allur afli m.b. Jóns Gunnlaugs GK 444, í framannefndri veiðiferð svo og veiðarfæri hans. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 2.500,00. 1491 Dómsorð: Ákærði Benóný Guðjónsson greiði sekt kr. 100.000,00 í Landhelgis- sjóð Íslands, og komi varðhald í 75 daga til afplánunar sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Öll veiðarfæri m.b. Jóns Gunnlaugs GK 444, skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs Íslands svo og allur afli veiðiferðar bátsins er lauk 9. apríl 1985. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 2.500,00. Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 209/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Hrólfi Ólafssyni (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Fiskveiðibrot. Lögvilla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jonsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Hinum áfrýjaða dómi var skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða 3. maí 1985, en af hálfu ákæruvalds er málinu einnig áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 24. október 1985. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, markað á sjóuppdrátt staðarákvarðanir varðskipsmanna samkvæmt ratsjármælingum þeirra við hlið v/b Hauks Böðvarssonar ÍS 847, kl. 1040. Í greinar- gerð skólastjórans, dags. 9. desember 1985, segir svo: „Einnig hefi ég sett út lóranathugun varðskipsins, sem var gerð samtímis og athugun með miðun og fjarlægð til Stafness kl. 1040 1492 og falla þær athuganir nær saman og eru merktar Lóran og 1040 í sjókortið. Kortið er merkt einkennisstöfum HAUKS BÖÐVARS- SONAR ÍS 847, en einnig er bannsvæði, suður- og norðurmörk þess, og útsetningarpunktur minn merktur í sjókortið. Niðurstaða þessar athugana og útsetninga er: Kl. 1040 - Staður ÍS 847 64* 0077 N.brd. og 22? 55?8 V.lgd. Kl. 1040 er m/b HAUKUR BÖÐVARSSON ÍS 847 2,4 sjómílur innan við suðurmörk bannsvæðisins. Eins og fram kemur á fylgiskjali nr. 2 og ennfremur með tilliti til þess, að ákærði, skipstjórinn á ÍS 847, gerði engar athugasemdir við skýrslu skipherrans, staðarákvarðanir og útsetningar í framlagt sjókort nr. 31, tel ég staðsetningar varðskipsins við hlið v/b HAUKS BÖÐVARSSONAR ÍS 847, innan bannsvæðisins kl. 1040 h. 9. apríl 1985 óyggjandi réttar.“ Fylgiskjal 2, sem til er vísað Í álitsgerðinni, er sameiginlegar athugasemdir varðandi staðarákvarðanir v/s Týs við hlið v/b Hauks Böðvarssonar og fjögurra annarra togskipa, sem voru að veiðum á sama tíma á sama svæði. Er ekki ástæða til að rekja efni þess, en niðurstaðan staðfestir mælingar varðskipsmanna og að togskipin hafi öll verið á svæði, þar sem togveiðar voru bannaðar. Hinn 21. október 1985 var háð framhaldsrannsókn í sakadómi Reykjavíkur varðandi verðmæti afla og veiðarfæra m/b Hauks Böðvarssonar ÍS 847. Samkvæmt mælingum skipstjórnarmanna á v/s Tý, framan- greindri álitsgerð Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar og játningu ákærða telst sannað, að hann hafi verið að botnvörpuveiðum ár- degis 9. apríl 1985 á svæði, þar sem allar togveiðar voru bannaðar frá og með nefndum degi til og með 15. maí 1985. Hefur ákærði með þessu brotið gegn þeim lagaákvæðum, sem í ákæruskjali greinir. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 12. desember 1985, jafngilda 100 gullkrónur 2.068,20 seðlakrónum. Samkvæmt alþjóða-mælibréfi er v/b Haukur Böðvarsson ÍS 847 19,84 metrar á lengd og 57,42 rúmlestir brúttó. Brot ákærða er fært til réttra refsiákvæði í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði 3. greinar reglugerðar nr. 129/1985 bannaði fortakslaust 1493 togveiðar frá og með 9. apríl 1985 á svæði því, þar sem ákærði var að veiðum. Hvorki reglugerðarákvæðið sjálft né fréttatilkynn- ing sjávarútvegsráðuneytisins, svo sem hún birtist í fjölmiðlum eftir því sem upplýst er í málinu, veitti ákærða ástæðu til að ætla, að bannið tæki gildi á öðrum tíma en við upphaf þess dags. Eru ekki skilyrði til að beita 3. tl. 74. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar hans. Verður refsingin ákveðin 100.000,00 króna sekt, er renni í Landhelgissjóð Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Hauks Böðvarssonar ÍS 847, svo og ákvæði dómsins um sakar- kostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Hrólfur Ólafsson, greiði 100.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 2 mánuði í stað sektar, verði hún ekki goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Hauks Böðvarssonar ÍS 847, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 15.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Þórissonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11. apríl 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 11. apríl, er á dómbþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni A. Ólafssyni sakadómara sem dómsfor- manni og meðdómsmönnunum Karli Magnússyni og Sigurði Þórarinssyni 1494 skipstjórum, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 205/1985: Ákæru- valdið gegn Hrólfi Ólafssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið var höfðað með ákæru, dagsettri í gær „á hendur Hrólfi Ólafs- syni, skipstjóra, Stórholti 7, Ísafirði, fæddum þar í bæ 23. apríl 1954, fyrir fiskveiðibrot, með því að hafa árdegis þriðjudaginn 9. apríl 1985, sem skip- stjóri á togskipinu Hauki Böðvarssyni ÍS 847 skipaskrárnúmer 1686, sem er 57,42 brúttórúmlestir og 19,84 lengdarmetrar, verið á botnvörpuveiðum á skipinu undan Stafnesi, á svæði innan fiskveiðilandhelginnar þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl 1985 til og með 15. maí 1985. Brot ákærða telst varða við 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 81, 1976, sbr. 3. gr. reglugerðar um bann við veiðum í mars og apríl og um sérstök línu- og netasvæði út af Suðurvesturlandi og Faxaflóa nr. 129, 20. mars 1985, sbr. 1. gr. reglugerðar um fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 299, 1975, sbr. lög nr. 44, 1948, og lög um breyting á þeim lögum nr. 45, 1974. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt 1. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. nefndra laga nr. 81, 1976, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 17. gr. sömu laga upptöku á veiðarfærum skips- ins þar með töldum öllum dragstrengjum, svo og öllum afla innanborðs, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.'“ Síðastliðinn þriðjudag var varðskipið Týr á eftirlitsferð vestur af Stafnesi og kom þá að m.b. Hauki Böðvarssyni ÍS 847, þar sem hann „var að ólög- legum togveiðum inn á svæði, norðan við línu, sem er lokað fyrir tog- veiðum og að sunnanverðu afmarkast af línu sem dregin er r/v 2709 frá Stafnesvita.““ Ákærði var skipstjóri á bátnum og Helgi Hallvarðsson skip- herra varðskipsins. Í skýrslu skipherrans segir, að nánari atvik hafi verið þessi: „Þriðjudaginn 9. apríl 1985 er varðskipið var á eftirlitsferð úti af Sand- gerði, var um kl. 1040 komið að M/B HAUKI BÖÐVARSSYNI ÍS 847 sem togaði með skutvörpu Í sjó. Kl. 1040 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins: Stafnes r/v 116? fj. 5.2 sml. dýpi 84 m, Loran 64?00'78 N. 22955'89 V., sem gefur stað bátsins um 2.2 sml. inni á lokaða svæðinu. Kl. 1110, var bátnum sagt að hífa inn vörpuna þar sem hann væri að ólöglegum veiðum og sagt að halda til hafnar þar sem lögð yrði fram kæra á hendur honum. Mælingarnar voru gerðar af skipherra og yfirstýrimanni á SPERRY MK:16 3 cm ratsjá, sem er tengd Sperry-gyroáttavita. Lausi fjarlægðar- hringurinn var borinn saman við föstu fjarl.- hringina og reyndist réttur, miðunarlína var borin saman við gyroáttavita og reyndist rétt. 1495 Veður: S-4. Sjór 3. Loft skýjað.““ Vitnið Helgi Hallvarðsson skipherra, til heimilis Lyngheiði 16, Kópavogi, fæddur 12. júní 1931 í Reykjavík, mætti við yfirheyrslu hjá rannsóknar- lögreglu ríkisins samdægurs kl. 17:10. Vitnið lagði þá fram skýrslu sína, úrklippu úr sjókorti nr. 31 og ljósrit af fréttatilkynningu sjávarútvegsráðu- neytisins, dagsetta 20. f.m., ásamt korti af bannsvæðum. Á sjókortið vöru markaðir staðir varðskipsins og bátsins. Vitnið upplýsti, að Halldór Gunnlaugsson, 2. stýrimaður varðskipsins, hefði sett staðina í kortið, en vitnið og yfirstýrimaðurinn, Ólafur Valur Sigurðsson, hefðu gengið úr skugga um, að það væri rétt gert. Kl. 18:33 gaf skipherrann frekari skýrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins að gefnu tilefni vegna framburðar ákærða, sbr. síðar. Þá bar vitnið, að það hefði verið um eða skömmu eftir kl. 09:00 um morguninn, að varð- skipið hefði komið á svæðið. Varðskipsmenn hefðu þá strax veitt athygli 3 bátum á friðaða svæðinu. Tölvubúnaður varðskipsins sýndi, að bátarnir voru allir kyrrstæðir. M/b Haukur Böðvarsson hefði ekki verið einn af þessum bátum. Um sinn var öðrum bátum ekki veitt nein sérstök athygli. Einn bátanna hefði verið Sigurjón GK. Er vitnið veitti því athygli, að hann var byrjaður að toga, hefði vitnið sent tvo stýrimenn um borð ásamt tveim hásetum. Vitnið hefði hins vegar beint athygli sinni að hinum bátunum tveim og gert viðeigandi mælingar á þeim, þar sem þeir voru einnig á tog- veiðum. Varðskipið hefði á þessum tíma verið á hinu friðaða svæði. „Nánast um leið, eða skömmu eftir að við á Tý fórum að snúast í þessum tveim bátum, sem voru Geir Goði og Jón Gunnlaugsson““, sagði einn stýri- manna skipherrans: „Það eru tveir bátar að koma togandi til okkar.““ Reyndust þetta vera Haukur Böðvarsson og Guðfinna Steinsdóttir. Vitnið sagði að lokum, að þetta hefði verið ein af ástæðum þess, að báti ákærða „var ekki sinnt“ fyrr en raun varð á. Skipherrann, Helgi Hallvarðsson, kom fyrir dóm í dag og vann eið að framburði sínum. Í dóminum var vitninu kynnt frumskýrsla þess ásamt sjó- korti svo og tvær framburðarskýrslur hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. Vitnið staðfesti frumskýrsluna svo og að staður báts ákærða væri færður inn á sjókortið í samræmi við skráðar mælingar á skýrslunni. Vitnið bar, að Halldór Gunnlaugsson, 2. stýrimaður, hefði sett út í kortið, en vitnið hefði gengið úr skugga um, að það var rétt gert. Ákærða hefði verið sagt að fara tilhafnar, og var honum gefið sjálfdæmi um, hvar hann tæki land. Vitnið áréttaði, að varðskipið hefði komið á umrætt svæði um kl. 09:00 um morguninn. Um nóttina hefði varðskipið verið norðar og utar. Vitnið Halldór Gunnlaugsson, 2. stýrimaður, til heimilis Álfaskeiði 88, Hafnarfirði, fæddur 15. mars 1944 í Reykjavík, kom fyrir dóm í dag. Vitnið kvaðst ekki hafa átt beinan þátt í að staðsetja skip ákærða. Skip- 1496 herrann og yfirstýrimaðurinn hefðu gert það, en vitnið síðan fært staðinn inn á framlagt sjókort undir umsjón skipherrans. Vitnið staðfesti, að það hefði verið gert í samræmi við skráðar mælingar í skýrslu skipherrans. Vitnið hefði verið á vakt frá því kl. 04:00 aðfaranótt 9. þ.m. og fram til kl. 08:00 um morguninn. Varðskipið hefði þá verið syðst og vestarlega á svæðinu. Var látið reka alla vaktina. Þá hefðu verið a.m.k. 12 skip á milli varðskipsins og lands og ein þrjú utar eða dýpra. Fjarlægðin til skipanna hefði verið það mikil, að þau sáust tæpast í ratsjá. Ákærði kom til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins kl. 17:30 9. þ.m. Ákærði gerði þá enga athugasemd við kærugögn Landhelgisgæsl- unnar. Ákærði kvað skýrslu skipherrans vera rétta, bæði staðarákvörðun og önnur atriði, hann hefði verið á veiðum á hinu friðaða svæði. Ákærði kvaðst hafa komið á veiðisvæðið sl. laugardagsmorgun. Þá voru þar fyrir allmörg togskip. Ákærði hefði heyrt á tali skipstjórnarmanna, sem þarna voru, að friðun á svæðinu gengi ekki í gildi fyrr en kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl. Ákærði hefði því verið í góðri trú við togveiðarnar um morguninn, þegar hann sá varðskipið koma á svæðið. Ákærði hefði fyrst við yfirheyrsluna séð fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins. Ákærði kvaðst hafa látið „trollið fara“ kl. 07:00 um morguninn og hefði togað með 3 til 3/% mílna ferð í SA, „þá verið um 6 sjómílur undan landi og togað í SA og suður. Hann hafi dregið 11 sjómílur í Eldey, en þá snúið við norður um.““ Um kl. 09:00 um morguninn hefði hann veitt varðskipinu athygli. Þá hefði hann verið utan friðaða svæðisins, en skömmu seinna snúið Í átt að varðskipinu, sem var inni á friðaða svæðinu. Síðan segir í framburðinum: „Þannig hafi þeir varðskipsmenn nánast beðið þess að hann færi inn á „svæðið““ en það fyndist honum ekki rétt vinnubrögð, heldur hefði verið réttara hjá varðskipsmönnum að aðvara hann um að hann væri á leið inn á friðað svæði, þar sem hann hafi ekki vitað betur, svo sem áður er fram komið, en þetta „svæði““ væri opið togveiðum til hádegis í dag. Þá segist mætti vilja taka fram, að í gærdag hafi hann spurt stýrimanninn á Jóni Gunnlaugssyni, sem þarna var á togveiðum hvort ekki væri öruggt að svæðið væri opið til hádegis í dag og hafi hann jánkað því.““ Ákærði kom fyrir dóm í dag. Ákærði viðurkenndi, að hann hefði verið á veiðum á þeim stað og á þeim tíma, sem greinir í skýrslu vitnisins Helga Hallvarðssonar. Ákærði hefði verið í góðri trú, þar sem hann hefði talið, að veiðibannið á svæðinu hæfist ekki fyrr en kl. 12:00 á hádegi þann 9. þ.m. Veiðiferðin hefði hafist kl. 19:00 sl. fimmtudag frá Reykjavík. Fyrst hefði verið haldið út fyrir Jökul og síðan út fyrir Stafnes. Þar hefði verið kastað fyrst kl. 09:00 á laugardagsmorgun. Ákærði hefði haldið sig á þessum fiskislóðum, þar til varðskip kom að honum. Ákærði hefði verið í 2. togi eftir miðnættið hinn 8. þ.m., er hann var tekinn. Ákærði kvað 1497 sína góðu trú hafa stafað af því, að hann hefði ekki fiskað út af Stafnesinu fyrr og hann hefði spurt skipstjórnarmenn á nærstöddum skipum, hvort svæðið væri opið. Þeir hefðu fullvissað sig um, að svo væri. Jafnframt hefðu þeir lesið upp úr Morgunblaðinu þessu til áréttingar. Með framburðum vitnanna Helga Hallvarðssonar og Halldórs Gunnlaugssonar og játningu ákærða, er sannað, að ákærði var að botn- vörpuveiðum, er varðskipið Týr kom að m.b. Hauki Böðvarssyni að morgni hins 9. þ.m. á svæði, þar sem allar veiðar með botnvörpu og flot- vörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl til og með 15. maí 1985 samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 129/1985, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 26. mars 1985. Ákærði hefur borið fyrir sig, að honum hafi verið ókunnugt um, að bannið gekk í gildi strax eftir miðnættið hinn 8. apríl sl. Hann hafi talið það ganga í gildi á hádegi hinn 9. s.m. Hafi sú trú hans byggst á almennum skilningi skipstjórnarmanna á svæðinu. Verjandi ákærða hefur haldið því fram, að sú trú hafi byggst annars vegar á frétt í Morgunblaðinu hinn 27. f.m. og hins vegar á ákvæðum í 1. gr. reglugerðar nr. 155/1984 um bann við veiðum í þorskfisknet um páska 1984 og 3. gr. reglugerðar nr. 173/1984 um sérstök línu- og netasvæði út af Suðvesturlandi og Faxaflóa. Samkvæmt þessum reglugerðarákvæðum hafi togveiðibann hafist kl. 12:00 á hádegi og þorsknetaveiðar leyfðar samtímis. Almenn skoðun hefði verið sú, að eins væri nú. Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 129/1985, 2. gr., hefði átt að opna svæðið fyrir netaveiði kl. 12:00 umræddan dag. Á sl. ári hefði þetta fallið saman, að togveiðar hefðu verið bannaðar, um leið og neta- veiðar voru heimilaðar. Menn hafi talið þetta vera eins nú. Dómurinn telur, að sjávarútvegsráðuneytið sé óbundið af reglugerðum fyrra árs um veiðibönn, jafnvel þótt þau beri upp á sömu almanaksdaga eða stórhátíðir, og að skipstjórnarmenn geti ekki gefið sér, að sami háttur verði á frá ári til árs. Þeim beri að kynna sér til hlítar öll ákvæði um veiði- heimildir og veiðibönn og geti vegna almennra varnaðaráhrifa ekki borið fyrir sig lögvillu í þeim efnum með vísan til 3. tl. 74. gr. laga nr. 19/1940. Verður ákærði því ekki sýknaður af þeim sökum. Frétt um tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins í dagblaði breytir engu hér um. (Að auki les dómurinn ekki annað úr fréttinni en reglugerðinni). Brot ákærða varðar við 2. mgr. 2. gr., sbr. 7. gr. laga um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands nr. 81/1976 og 3. gr. reglugerðar nr. 129/1985, sbr. ennfremur 1. gr. reglugerðar um fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 299/1975, sbr. lög nr. 44/1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sbr. lög nr. 45/1974. Samkvæmt vottorði frá sakaskrá ríkisins, dagsettu 10. þ.m., hefur ákærði hinn 16. febrúar 1977 undirgengist að greiða sekt að fjárhæð 4.500 1498 krónur í sakadómi Ísafjarðar fyrir brot á 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um frekari refsingar er ekki að ræða. Ákærði hefur með hátterni sínu unnið til refsingar samkvæmt 1. tölulið 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. laga nr. 81/1976, þar sem togskipið Haukur Böðvarsson er 19,84 lengdarmetrar og 57,42 brúttórúmlestir, samkvæmt gögnum málsins. Í vottorði Seðlabanka Íslands, dagsettu í dag, segir, að samkvæmt gull- gildi íslenskrar krónu 10. apríl 1985 jafngilda 100 gullkrónur 1.843,49 kr. Refsing ákærða ákveðst 185.000 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, sem greiðist innan 4 vikna, ella sæti ákærði varðhaldi í 3 mánuði. Einnig skulu öll veiðarfæri í togskipinu Hauki Böðvarssyni ÍS 847, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs vera upptæk til Land- helgissjóðs, samkvæmt 3. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976. Loks ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostnaðinn, m.a. máls- varnarlaun skipaðs verjanda, Jónasar Haraldssonar hdl., að fjárhæð 6.000 krónur. Það athugist, að samkvæmt gögnum málsins, er bárust með ákæru, var búið að ráðstafa afla togskipsins til útflutnings þá þegar, án þess að séð verði, að aflinn hafi verið vigtaður af löggiltum vigtarmönnum. Dómsorð: Ákærði, Hrólfur Ólafsson, greiði kr. 185.000 í sekt til Landhelgis- sjóðs Íslands innan 4 vikna frá birtingu dómsins, ella sæti hann varð- haldi í 3 mánuði. Öll veiðarfæri togskipsins Hauks Böðvarssonar ÍS 847, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs skulu vera upptæk til Landhelgissjóðs. Ákærði greiði sakarkostnaðinn, m.a. málsvarnarlaun skipaðs verj- anda, Jónasar Haraldssonar hdl., að fjárhæð 6.000 krónur. 1499 Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 210/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jóni Eðvaldssyni (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Fiskveiðibrot. Lögvilla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Hinum áfrýjaða dómi var skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða 28. júní 1985, en af hálfu ákæruvalds er málinu einnig áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 15. október 1988. Héraðsdómari hefur dæmt þetta mál ásamt tveimur samdómend- um samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. greinar laga nr. 74/1974. Ekki er skráð í sakadómsbók, að þeir hafi unnið heit samkvæmt 1. mgr. 12. greinar nefndra laga, svo sem gera átti. Héraðsdómurinn verður þó ekki ómerktur af þeirri ástæðu. Eftir uppsögu héraðsdóms hefur Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, markað á sjóuppdrátt staðarákvarðanir varðskipsmanna samkvæmt ratsjármælingum þeirra við hlið v/b Sigurjóns GK 49, kl. 0933 og kl. 0941. Í greinargerð skólastjórans, dags. 9. desember 1985, segir svo: „Staðir þessir eru merktir í kortið 9 0933 og #.0941, en sjókortið er merkt einkennisstöfum bátsins GK 49, einnig er bannsvæði, suður- og norðurmörk þess, svo og útsetningarpunktur minn merktur í kortið. Niðurstöður þessara athugana eru: Kl. 0933 - Staður GK 49 639596 N.brd. og 22957'5 V.lgd. Kl. 0941 - “ S 6395976 N.brd. og 22958?2 V.lgd. Kl. 0933 er m/b SIGURJÓN GK 49 því 1,3 sjómílur innan við suðurmörk bannsvæðisins. Kl. 0941 er m/b SIGURJÓN GK 49 1,3 sjómílur innan við 1500 suðurmörk bannsvæðisins. Toghraði bátsins á þessum tíma er um 2,4 sml./klst. Eins og fram kemur í fylgiskjali nr. 2 og með tilliti til þess, að ákærði, skipstjórinn á m/b SIGURJÓNI, segir að staðarákvörðun varðskipsins sé örugglega rétt, tel ég staðsetningar varðskipsins við hlið m/b SIGURJÓNS innan bannsvæðisins kl. 0933 og kl. 0941 hinn 9. apríl 1985 óyggjandi réttar.“ Fylgiskjal 2, sem til er vísað í álitsgerðinni, er sameiginlegar athugasemdir skólastjórans varðandi staðarákvarðanir v/s Týs við hlið v/b Sigurjóns og fjögurra annarra togskipa, sem voru að veiðum á sama tíma á sama svæði. Er ekki ástæða til að rekja efni þess, en niðurstaðan staðfestir mælingar varðskipsmanna og að tog- skipin hafi öll verið á svæði, þar sem togveiðar voru bannaðar. Samkvæmt mælingum skipstjórnarmanna á v/s Tý, framan- greindri álitsgerð Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar og játningu ákærða telst sannað, að hann hafi verið að botnvörpuveiðum árdegis 9. apríl 1985 á svæði, þar sem allar togveiðar voru bannaðar frá og með nefndum degi til og með 15. maí 1985. Hefur ákærði með þessu brotið gegn þeim lagaákvæðum, sem í ákæruskjali greinir. Samkvæmt vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 12. desember 1985, jafngilda 100 gullkrónur 2.068,20 seðlakrónum. Samkvæmt skipaskrá er v/b Sigurjón GK 49, 25,3 metrar á lengd og 75 rúm- lestir brúttó. Brot ákærða er fært til réttra refsiákvæða í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði 3. greinar reglugerðar nr. 129/1985 bannaði fortakslaust togveiðar frá og með 9. apríl 1985 á svæði því, þar sem ákærði var að veiðum. Hvorki reglugerðarákvæðið sjálft né fréttatilkynn- ing sjávarútvegsráðuneytisins, svo sem hún birtist í fjölmiðlum eftir því sem upplýst er í málinu, veitti ákærða ástæðu til að ætla, að bannið tæki gildi á öðrum tíma en við upphaf þess dags. Eru ekki skilyrði til að beita 3. tl. 74. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar hans. Verður refsingin ákveðin 100.000,00 króna sekt, er renni í Landhelgissjóð Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra 1501 v/b Sigurjóns GK 49, svo og ákvæði dómsins um sakarkostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Jón Eðvaldsson, greiði 100.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 2 mánuði í stað sektar, verði hún ekki goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku afla og veiðarfæra v/b Sigurjóns GK 49, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 15.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Þórissonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Gullbringusýslu 11. apríl 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 11. apríl, er í sakadómi Gullbringusýslu, sem haldinn er í dómsalnum, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni fulltrúa og meðdómsmönnunum Jóhanni Péturssyni hafn- sögumanni og Ragnari Björnssyni, fyrrv. skipstjóra, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Jóni Eðvaldssyni. Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið í gærdag, er höfðað hér fyrir dómi með ákæru ríkissaksóknara, dags. sama dag, á hendur „Jóni Eðvaldssyni, Suðurgötu 28, Sandgerði, fæddum 20. janúar 1933 í Króks- seli, Austur-Húnavatnssýslu, fyrir fiskveiðibrot, með því að hafa, árdegis þriðjudaginn 9. apríl 1985, sem skipstjóri á togskipinu Sigurjóni GK 49, skipaskrárnúmer 0963, sem er 75 brúttórúmlestir og 25,30 lengdarmetrar, verið á botnvörpuveiðum á skipinu undan Stafnesi, á svæði innan fiskveiði- landhelginnar þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl 1985 til og með 15. maí 1985. Brot ákærða telst varða við 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 81, 1976, sbr. 3. gr. reglugerðar um bann við veiðum í mars og apríl og um sérstök línu- og netasvæði út af Suðvesturlandi og 1502 Faxaflóa nr. 129, 20. mars 1985, sbr. 1. gr. reglugerðar um fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 299, 1975, sbr. lög nr. 44, 1948, og lög um breyting á þeim lögum nr. 45, 1974. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, samkvæmt 1. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. nefndra laga nr. 81, 1976, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 17. gr. sömu laga upptöku á veiðarfærum skips- ins þar með töldum öllum dragstrengjum, svo og öllum afla innanborðs, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.'“ Málavextir eru þeir samkv. skýrslu Helga Hallvarðssonar skipherra á varðskipinu Tý, að 9. þ.m. stóð varðskipið m.b. Sigurjón GK 49, að ólög- legum togveiðum inni á svæði norðan við línu, sem er lokað fyrir togveið- um og að sunnanverðu afmarkast af línu dreginni réttvísandi 270? frá Staf- nesvita. Nánari atvik voru sem hér segir: „Þriðjudaginn 9. apríl 1985, er varðskipið var á eftirlitsferð út af Sandgerði var um kl. 0930 komið að M/B SIGURJÓNI GK 49, sem togaði með skutvörpu í sjó. Kl. 0933 var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins: Stafnes r/v 102? fj. 5.5 sml. dýpi 96 m, sem gefur stað bátsins um 1.1 sml. inni á lokaða svæðinu. Kl. 0934 var kallað á bátinn og honum sagt að hífa inn vörpuna. KI. 0941, var gerð eftirfarandi staðarákvörðun við hlið bátsins um leið og toghlerar hans komu upp: Stafnes r/v 1019 fj. 5.8 sml., dýpi 94 m., sem gefur stað bátsins um 1,0 sml. inni á lokaða svæðinu. Kl. 0955, fór 2. og 3. stýrim. yfir í bátinn til möskvamælinga og búnaðarskoðunar og reyndist það vera í lagi. Varðskipið þurfti að hafa afskipti af fleiri bátum á þessu svæði, var það því ekki fyrr en kl. 1110 sem GK 49 var skipað að halda til hafnar þar sem kæra yrði lögð fram á hendur honum fyrir ólöglegar veiðar. Mælingar voru gerðar af skipherra og yfirstýrimanni á SPERRY RAT- SJÁ MK-16, 3 cm sem er tengd Sperry-gyroáttavita. Lausi fjarlægðarhringurinn var borinn saman við þá föstu og reyndist réttur og miðunarlínan saman við gyrókompasinn og reyndist rétt. Veður: Sunnan-4. Sjór 3. Loft skýjað. Meðfylgjandi er úrklippa úr sjókorti nr. 31 þar sem staðir varðskipsins og SIGURJÓNS GK 49 eru markaðir.“ Helgi Hallvarðsson skipherra hefur staðfest skýrslu sína fyrir dómi. Hann kvað varðskipið hafa komið á svæði það, þar sem umræddur bátur var að toga, skömmu áður en hann hafði afskipti af honum. Sagði skip- herrann þá varðskipsmenn hafa verið að fylgjast með, að netabátar, er voru á leið út, hæfu ekki veiðar of snemma, þ.e. fyrir kl. 12:00. Hafi hann í fyrstu talið togbátana á svæðinu vera netabáta, þar sem þeir voru kyrr- stæðir skv. tölvumælingu. Hann kvað várðskipið hafa verið dýpra á svæð- 1503 inu um nóttina, eða í 11-12 sjómílna fjarlægð frá bátunum, en lagt af stað til þeirra kl. 8:00, skömmu áður en hann kom upp á stjórnpall. Halldór Gunnlaugsson, II. stýrimaður á varðskipinu, staðfesti, að rétt væri farið með í einu og öllu í kæru skipherrans. Ákærði kvað staðarákvörðun varðskipsmanna örugglega vera rétta og kannaðist við að hafa verið á togveiðum á umræddu svæði. Kvaðst hann ekki hafa vitað betur en að togbátar mættu vera á þessu svæði til kl. 12 á hádegi umræddan dag eða þar til netabátar máttu leggja á svæðinu. Hafi hann skilið svo fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins, þar sem sagt var, að umrætt svæði væri lokað netabátum frá kl. 12:00 á hádegi 9. apríl 1985, að togbátar mættu vera þarna að veiðum fram að þeim tíma. Ákærði sagði, að aðfaranótt 9. apríl hefðu 9 togbátar verið að veiðum á svæðinu og hafi varðskipið komið á svæðið milli kl. 02:00 og 03:00. Var það þarna fram til morguns, en þá hóf það að taka staðarákvarðanir. Kvaðst ákærði hafa verið viss um, að hann væri ekki að brjóta neitt af sér, þar sem varðskipsmenn gerðu engar athugasemdir við veru bátanna þarna um nóttina. Með framburði ákærða sjálfs og vætti vitna svo og öðrum gögnum máls- ins er sannað, að ákærði hefur gerst sekur um fiskveiðibrot það, sem lýst er í ákæru og þar er fært til réttra lagaákvæða. Samkv. skipaskrá er m.b. Sigurjón GK 49, 75 brúttórúmlestir og 25,3 metrar á lengd. Gullgildi íslenskrar krónu er nú þannig, að 100 gullkrónur jafngilda 1.840,96 krónum. Verjandi ákærða krefst þess aðallega, að refsing hans verði felld niður, til vara, að framkvæmd refsingar hans verði frestað skilorðsbundið í lág- márkstíma, og til þrautavara, að dæmd verði lágmarksrefsing. Hafi hér alls ekki verið um ásetningsbrot að ræða, heldur hafi það orðið af afsakan- legum misskilningi ákærða. Ákærði hefur samkv. sakavottorði ekki sætt refsingum, svo kunnugt sé. Refsing ákærða samkv. framangreindum refsiákvæðum þykir hæfilega ákveðin 80.000,00 kr. sekt í Landhelgissjóð Íslands, og komi 2 mánaða varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá dóms- birtingunni. Samkv. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976 er upptækur til Landhelgissjóðs Íslands allur afli m.b. Sigurjóns GK 49, í framannefndri veiðiferð svo og veiðarfæri hans. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 2.500,00. 1504 Dómsorð: Ákærði, Jón Eðvaldsson, greiði sekt kr. 80.000,00 í Landhelgissjóð Íslands, og komi varðhald í tvo mánuði til afplánunar sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Upptæk eru til Landhelgissjóðs Íslands öll veiðarfæri m.b. Sigurjóns GK 49, og allur afli veiðiferðar bátsins, er lauk 9. apríl 1985. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Haraldssonar hdl., kr. 2.500,00. Miðvikudaginn 18. desember 1985. Nr. 149/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Haraldi Benediktssyni (Jón Hjaltason hrl.) Fiskveiðibrot. Lögvilla. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Máli þessu var með stefnu 31. maí 1985 áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyng- ingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. september 1988. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, þar á meðal álitsgerð Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, skólastjóra Stýrimanna- skólans í Reykjavík, dags. 4. desember 1985, ásamt sjókorti, þar sem skólastjórinn hefur markað staðarákvarðanir áhafnar gæslu- flugvélar Landhelgisgæslunnar TF Sýn yfir skuttogaranum Klakki VE 103, hinn 22. apríl 1985. Í álitsgerð skólastjórans segir m.a. svo: „„Staði gæsluflugvélarinnar yfir togaranum hefi ég merkt 1, 11 og Ill og voru þeir settir út skv. lórantölum gæsluflugvélar og einnig 1505 eftir breidd og lengd staðanna, sem leiðangursstjóri gaf í skýrslu sinni. Auk þess voru staðirnir reiknaðir út með prógrammaðri tölvu af gerðinni Commodor 720 hjá Sjómælingum Íslands. Niðurstöður þessara athugana voru: Staður yfir b/v KLAKKI VE 103. I Kl. 0620-Togarinn er 1,3 sjómílur innan við mörk bannsvæðis. 11 KI. 0625- 16 “ Et ee < ec Ill Kl. 0634- eg A cd et vé Bi Staður Il er í réttvísandi 45? - fjarl. 0,3 sjómílur frá stað Í og togstefnan er nærri hornrétt á mörk bannsvæðis með stefnu inn á svæðið. Toghraði skipsins milli 1 og Il reynist vera 6 sml/klst., en á milli Il og III er toghraði 3,5 sml/klst. Með samanburði á lóranstað flugvélar og annars vegar Geirfugla- skersvita, en hins vegar Stórhöfðavita er leiðrétting á lóranhnitum um það bil = 1,0 til = 1,7 á Z-hnitum, en um það bil = 0,3 til = 1 á Y-hnitum. Við leiðréttingu á lórantölum með þessum skekkj- um er togarinn ennþá lengra til norðausturs og innan bannsvæðis- ins. Lóranlínur fyrir Y-hnit, sem leiðangursstjóri notaði við stað- setningar, hafa einnig verið dregnar í sjókortið merktar Y47060 og Y47070. Þar sést greinilega að skurðhorn milli staðarlína (lóranlína Z og Y), sem flugvélin notaði, er lítið eða aðeins 26,5*. Þrátt fyrir þennan litla skurð staðarlína má telja staði flug vélar- innar óyggjandi rétta. Þessu til staðfestingar er eftirfarandi: 1. Bein stefnulína er á milli 1, Il og Ill. 2. Toghraði togarans er mjög eðlilegur. 3. Vitnisburður skipstjórans á b/v Klakki, sem hafði ekkert við staðarákvarðanir leiðangursstjóra flugvélarinnar að athuga 95 1506 og viðurkenndi að hafa verið á togveiðum á þeim stöðum og tíma er greindi í skýrslu leiðangursstjóra. Æskilegra er þó vegna hugsanlegra skekkjuvalda á staðarlínu að taka ávallt staðarákvarðanir með línum, sem skerast eins nálægt réttu horni (909) og mögulegt er en það var með lóranlínum W og X, sem skerast undir nær réttu horni.““ Fyrir Hæstarétt hefur og verið lagt fram vottorð Seðlabanka Íslands, dags. 6. desember 1985. Segir þar: „Samkvæmt gullgildi í dag jafngilda 100 gullkrónur 2.058.00 krónur - tvöþúsund og fimmtíu og áttakrónur 00/100.“ Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms svo og álits- gerðar Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar skólastjóra ber að staðfesta sakarmat héraðsdóms og heimfærslu til refslákvæða. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 330.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 5 mánuði í stað sektar, verði hún eigi goldin innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra skuttogarans Klakks VE 103, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 20.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 20.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Haraldur Benediktsson, greiði 330.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 5 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi goldin innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra skut- togarans Klakks VE 103, þar með taldir dragstrengir, svo og ákvæði um greiðslu sakarkostnaðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 20.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Hjaltasonar hæsta- réttarlögmanns, 20.000,00 krónur. 1507 Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er sammála atkvæði meiri hlutans að öðru leyti en því, að ég tel refsingu ákærða hæfilega ákveðna 300.000,00 króna sekt til Landhelgissjóðs Íslands, og komi 4 mánaða varðhald í stað sektar, sé hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 24. apríl 1985. k Dómkröfur. Mál þetta, sem tekið var til dóms Í gær að afloknum munnlegum mál- flutningi, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákæru, dags. 22. apríl sl., á hendur Haraldi Benediktsyni, Höfðavegi 29, Vestmannaeyjum, fæddum 31. október 1944 í Reykjavík, fyrir fiskveiðibrot með því að hafa árla morguns mánudaginn 22. apríl 1985 sem skipstjóri á skuttogaranum Klakki VE 103, skipaskrárnúmer 1472, sem er 488 brúttórúmlestir og $1,83 lengdarmetrar, verið á botnvörpuveiðum á skipinu á Selvogsbanka, á svæði innan fiskveiðilandhelginnar, þár sem allar veiðar með botnvörpu eru bannaðar á tímabilinu frá og með 9. apríl 1985 til og með 15. maí 1985. Brot ákærða telst varða við 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 81, 1976, sbr. 4. gr. reglugerðar um bann við veiðum í mars og apríl og um sérstök línu- og netasvæði út af suðvesturlandi og Faxaflóa nr. 129, 20. mars 1985, sbr. 1. gr. reglugerðar um fiskveiðiland- helgi Íslands nr. 299, 1975, sbr. lög nr. 44, 1948 og lög um breytingar á þeim lögum nr. 45, 1974. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt 2. tölulið 1. mgr., sbr. 2. mgr. 17. gr., sbr. 21. gr. nefndra laga nr. 81, 1976, til að sæta samkvæmt 3. mgr. 17. gr. sömu laga upptöku á veiðarfærum skips- ins, þar með töldum öllum dragstrengjum svo og öllum afla innanborðs, og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skipaður verjandi ákærða, Jón Hjaltason hrl., gerir þær dómkröfur, að ákærði verði algjörlega sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu, en til vara, að refsing verði látin falla niður. Í báðum tilvikum verði hæfileg málsvarnarlaun hans greidd úr ríkissjóði. 1. Málavextir. Upphaf þessa máls má rekja til kæru frá Landhelgisgæslu Íslands, er barst bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum 22. apríl sl., svohljóðandi: „„Landhelgisgæsluvélin T.F. Sýn stóð b.v. Klakk VE-103 að meintum ólög- 1508 legum togveiðum klukkan 6.22 í morgun á Selvogsbanka svonefndri Tá, en togveiðar eru óheimilar á þessu svæði sem er línu- og netasvæði. Hér með kærir Landhelgisgæslan skipstjórann á VE-103 Harald Benediktsson, Höfðavegi 29, Vestmannaeyjum, fæddur 31.10. 1944, fyrir meintar ólög- legar togveiðar. Skipið mun koma til Vestmannaeyja um klukkan 14.00 í dag og er þess óskað að þér herra bæjarfógeti gerið nauðsynlegar ráðstafan- ir við að taka á móti skipinu. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar munu koma til Vestmannaeyja um klukkan 14.00 og leggja þá fram skýrslur og sjókort. Fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður““ Í skýrslu flugdeildar Landhelgisgæslunnar segir ennfremur: „Hinn 22. apríl 1985, stóð gæsluflugvélin TF-Sýn skuttogarann Klakk VE-103 að meintum ólöglegum togveiðum á Tánni SV- úr Selvogsbanka. Nánari atvik voru sem hér segir: Mánudaginn 22. apríl, var TF-Sýn á eftirlitsflugi yfir Selvogsbanka. Kl. 0622, var gerð eftirfarandi staðarákvörðun yfir b/v Klakki VE-103, þar sem skipið togaði með NA-læga stefndu (flugstefna m/v 2409), 63913'26 N 22904'41 V. (7970 Y47064,43 Z64081,44). Gefur þetta stað togarans 1,3 sml. inn á línu og netasvæði sem lokað er fyrir togveiðum frá 9. apríl til 15. maí 1985, samkvæmt reglugerð dag- settri 20. mars 1985. Kl. 0625, var eftirfarandi staðarákvörðun gerð yfir VE-103, sem hafði NA-læga stefnu (flugstefna m/v 1509): 63913753 N 22903'81 V, (7970 Y47065,14 Z64081,24). Gefur þetta stað togarans 1,6 sml. inn á línu og netasvæðinu. Kl. 0634 var eftirfarandi staðarákvörðun gerð yfir VE-103, sem enn hafði NA-læga togstefnu, 63913'95 N 22903'26 V (7970 Y47065,87 Z64080,35). Gefur þetta stað togarans 2,1 sml. inn á línu og netasvæðinu. Áður en haft var samband við V-103, var ákveðið að sannprófa Loran- tækin yfir ljósvitunum á Geirfuglaskeri og Stórhöfða. KI. 0650 var eftirfarandi Loran staðarákvörðun gerð yfir vitanum á Geir- fuglaskeri, (flugstefna á Stórhöfða): 63*18'73 N 20930?05 V (7970 Y47445, 73 Z64196,12). Vitinn á Geirfuglaskeri samkvæmt Sjómannaalmanaki 63*1970 N 2092979 V. KI. 0654 var eftirfarandi loran-staðarákvörðun gerð yfir Stórhöfðavita: (NA-læg flugstefna) 63923"70 N 20917'48 V (7970 Y47479,67 Z64185,27). Stórhöfðaviti samkvæmt Sjómannaalmanaki 63924'N 20?17'3 V. Eftir loran-athugunina yfir Stórhöfða var aftur haldið að Klakk VE-103. KI. 0714 var eftirfarandi staðarákvörðun gerð yfir VE-103, sem þá hafði 1509 SSV-læga togstefnu: 63912'16 N 22004'58 V (7970 Y47070,98 Z64087,80), sem gefur stað togarans 0,4 sml. inná svæðinu. Um kl. 0720 var haft samband við Klakk VE-103 á rás 73 VHF og honum tilkynnt að hann hafi verið staðsettur inn á svæði þar sem togveiðar væru bannaðar (talað við stýrimann togarans). Var þessu svarað af stýrimanni togarans, að gerðar hafi verið breytingar á svæðinu og gæti áhöfn flugvélarinnar fengið upplýsingar um það með því að hafa samband við Sjávarútvegsráðuneytið. Þessum upplýsingum var komið til Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem svaraði að Landhelgisgæslunni hafi ekki verið tilkynnt um neinar breytingar á netasvæði á Tánni. Að þessum upplýsingum fengnum og samkvæmt fyrirmælum frá Stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar, var togaranum sagt að halda til heimahafnar, þar sem mál hans yrði rannsakað. Þetta móttók skipstjóri togarans, en svaraði að hann teldi sig hafa heimild til að vera á togveiðum á því svæði sem flugvélin mældi togarann, og kvaðst ætla að fá úr því skorið hjá Sjávarútvegsráðuneytinu. Staðarákvarðanir voru gerðar með ONI-7000 lóran tækjum annarsvegar af stýrimanni og loftskeytamanni, og hinsvegar af flugmönnum undir umsjá leiðangursstjóra. Veður: hægviðri, skýjað, lítilsháttar súld á Tánni, en bjart við Vest- mannaeyjar. Flughæð TF-Sýn við mælingar 300 fet.“ Ákærði kom tvívegis fyrir dóminn til skýrslutöku. Þá hefur leiðangurs- stjóri og siglingafræðingur í umræddu eftirlitsflugi staðfest framangreinda skýrslu og framlögð gögn Landhelgisgæslunnar í málinu. Loks komu hinir dómkvöddu matsmenn fyrir réttinn til að staðfesta matsgerð sína. Helstu atriði framburða verða nú rakin: Leiðangursstjórinn, Kristján Þorbergur Jónsson stýrimaður, staðfesti skýrslu sína og kvað hana gerða eftir bestu vitund. Hann sagði, að fjórar staðarákvarðanir hefðu verið gerðar yfir togaranum, eins og fram kæmi í skýrslunni. Vitnið Birgir Þór Jónsson siglingafræðingur hefði síðan sett út stað skipsins inn á sjókortið nr. 31, Dyrhólaey-Snæfellsnes, en vitnið kvaðst síðan hafa yfirfarið það og staðreynt, að staðir skipsins við hverja mælingu væru rétt markaðir inn a sjókortið. Það sagði, að er flogið hefði verið yfir skipið, hefðu veiðarfæri verið í sjó og skipið verið á togveiðum. Enginn fiskur hefði verið á dekki og engir skipverjar þar við störf. Það kvaðst í fyrstu ekki hafa vitað, hvað stýrimaður togarans hafi átt við, er hann sagði, að breytingar hefðu verið gerðar á svæðinu, þar sem engar slíkar breytingar hefðu verið tilkynntar áhöfn gæsluflugvélarinnar. Stýri- maður togarans hafi þá spurt, hvort vitnið vissi ekki, að búið væri að opna 1510 flipa á svæðinu, sem að næði upp eftir „,Tánni“ og í norð-vesturhorn á „„Frímerkinu““. Það kvaðst nú hafa sagt umræddum stýrimanni, að það myndi láta athuga þetta hjá stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands og í fram- haldi af því hafi það svar borist frá stjórnstöðinni, að þetta væri ekki rétt, engar breytingar hefðu verið gerðar, svo þeim væri kunnugt um og í fram- haldi af því hafi komið fyrirmæli frá stjórnstöðinni að vísa bæri togaranum til hafnar eins og það hefði greint frá í skýrslu sinni. Vitnið kvaðst nú hafa gefið skipstjóranum á b.v Klakki fyrirmæli um að halda til hafnar. Skip- stjórinn á b.v. Klakki hafi þá sagt vitninu að umræddur flipi afmarkaðist af 63, 10 N og 229, 10 V og línan næði þaðan upp eftir „„Tánni““ og í hornið á „Frímerkinu““. Vitnið Birgir Þór Jónsson siglingafræðingur staðfesti, að það hefði markað út staði skipsins inn á sjókortið, en síðan hefði það verið yfirfarið af leiðangursstjóranum ásamt vitninu. Það kvaðst ekkert hafa að athuga við skýrslu leiðangursstjórans um málið og kvaðst telja hana rétta. Er ákærði Haraldur Benediktsson kom fyrir dóminn, kvaðst hann mót- mæla því að hafa verið á ólöglegum veiðum í umrætt sinn, og kvaðst líta svo á, að hann hafi verið í fullum rétti við veiðarnar. Ákærði sagði, að hann teldi, að breytingar hefðu verið gerðar á svæðinu. Máli sínu til stuðn- ings lagði ákærði fram í réttinum úrklippu úr Morgunblaðinu og yfirlýs- ingu, sem ákærði sagði Sverri Gunnlaugsson, skipstjóra á b.v. Bergey VE 544, hafa gefið. Þar kæmi fram, að umræddur skipstjóri hefði þann 2. mars sl. haft samband við sjávarútvegsráðuneytið og fengið þar samband við mann að nafni Stefán, sem tjáð hefði honum að „„Haganum“ yrði lokað 9. apríl 1985 með þeirri breytingu að suð-austurhorn hólfsins, sem áður hefði verið tilgreint á 63*10',0 norðlægrar breiddar og 22?00'0 vest- lægrar lengdar, færi í 63*10'0 og 22*1070 og þaðan upp í mörkin á land- helgislínunni og friðaða hólfinu að vestan. Á ákærða var að skilja, að eftir þessu hefðu togaraskipstjórar farið, þegar hólfinu hafi verið lokað, enda hafi þá skip verið á veiðum við suðurlínu hólfsins, en virt þá línu, sem hafi myndast eftir þessum punktum, enda hafi skipstjórar almennt fagnað því, að fá þetta svæði opnað. Ákærði skýrði mál sitt frekar með því að afmarka á sjókorti það svæði, sem hann taldi, að hefði þannig opnast. Fyrir munnlegan málflutning gerði ákærði ennfrekar grein fyrir máli sínu að þessu leyti með því að leggja fram ljósrit úr sjókorti. Virtist ákærði líta svo á, að línu- og netabátar hefðu við framangreinda breytingu fengið ákveðið svæði á svonefndum „Tómasarhaga““ og auðkennt var á ljósriti úr framangreindu sjókorti með rauðbleikum lit, dskj. VII, og með grænum lit það svæði, er ákærði taldi, að opnast hefði fyrir togskipum. Ákærði kvaðst ekkert hafa við staðarákvarðanir leiðangursstjórans að athuga og viðurkenndi að hafa verið á togveiðum á þeim stöðum og tíma, 1511 er greindi í skýrslu hans. Hann kvað það hins vegar vera venjubundna reglu hjá togaraskipstjórum, þegar tilkynnt væri um breytingar, að hafa samband við sjávarútvegsráðuneytið og fá staðfestingu hjá því. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa sjálfur haft samband við ráðuneytið í þessu sambandi, enda hafi hann vitað um það samtal, sem fram hafi farið milli Sverris Gunnlaugssonar og starfsmanns í sjávarútvegsráðuneytinu. Ákærði kvaðst vita, að svona breytingar birtust í Stjórnartíðindum, hins vegar ítrekaði hann, að hann teldi það vera jafngilt Stjórnartíðindum þær upplýsingar, sem kæmu frá sjávarútvegsráðuneytinu og það væri sá aðili, sem haft væri samband við. Er gæsluflugvélin hafði afskipti af þeim, kvað ákærði þá hafa verið að enda við ferð, sem skv. dskj. VI, 5 hófst 13. apríl sl. Yfirlýsing sú, sem ákærði vitnaði til í framburði sínum, dskj. , er svo- hljóðandi: „Um borð í Bergey, þann 22.04. 1985. Þann 02.03. '85 síðastliðinn hafði undirritaður samband við Sjávar- útvegsráðuneytið út af lokun svokallaðs Tómasarhaga, fékk ég samband við Stefán, fékk ekki föðurnafn. Tjáði hann mér að haganum yrði lokað 09.05. 785 með þeirri breytingu að SA-endi hólfsins, sem var 63910?00 - 22200'00 færi í 63*10'00 - 22*10'00 og þaðan upp í mörkin á landhelgislín- unni og friðaða hólfsins að vestan. Fyrir hönd Sverris Gunnlaugssonar Vigfús Guðlaugsson.““ Frétt sú, sem birtist í Morgunblaðinu, dskj. 4 er ákærði vísar ennfremur til í framburði sínum, er svohljóðandi: „„Sjávarútvegsráðuneytið: Reglugerð um stöðvun veiða. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um stöðvun veiða smá- báta, bann við þorsknetaveiðum um páska og um sérstaka línu- og neta- veiði. „Samkvæmt reglugerðinni eru allar veiðar báta minni en 10 brl. aðrar en grásleppuveiðar bannaðar frá og með 27. mars til klukkan 12:00 á hádegi 9. apríl næstkomandi. Þá eru allar þorsknetaveiðar bannaðar frá klukkan 22:00 2. apríl til kl. 12:00 á hádegi 9. apríl. Einnig eru togveiðar bannaðar frá og með sama degi til og með 1S. maí á eftirgreindum svæðum: A. Norðan línu sem dregin er réttvísandi 270 frá Stafnesvita í punkt 6395873 N, 23240'5 V og þaðan í eftirgreinda punkta: 1512 þa 64904'9 N 2394570 64704'9 N 23942'0 64920'70 N 23942'0 og þaðan í 90? réttvísandi. Lo it B. Á svæði sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: 1. 63910'70 N 2291070 V 2. 63253N 22700'70 V 3. 63397 N 2300370 Vé Vitnið Vigfús Guðlaugsson, stýrimaður á b.v. Klakki VE 103, sagði að þegar leiðangursstjórinn í umræddu gæsluflugi, vitnið Kristján Jónsson, hafi talað við sig, þá hafi hann bent vitninu á, að skipið væri á ólöglegum togveiðum tvær mílur innan við friðaða svæðið á „,„Tómasarhaga““, og það hafi svarað, að þetta tiltekna svæði væri opið skv. tilkynningu, sem hefði birst í Morgunblaðinu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Kvaðst vitnið hafa beðið leiðangursstjórann að hafa samband við stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar og athuga, hvort að þetta tiltekna svæði væri ekki opið. Leiðangurs- stjórinn hafi síðan aftur haft samband við skipið, og þá kvaðst vitnið hafa ræst skipstjórann, ákærða Harald Benediktsson. Í framhaldi af því hafi leiðangursstjórinn og ákærði átt samtal sín á milli. Vitnið sagði, að ákærði hefði gefið fyrirmæli að veiða á umræddum stöðum, og staðfesti, að b.v. Klakkur VE 103, hefði verið á veiðum á þeim stöðum, er gæslumenn tilgreindu í sinni skýrslu. Vitnið upplýsti, hvernig yfirlýsingin, dskj. 5, hefði komist í þess hendur þannig, að skipverjar á b.v. Bergey VE 144, hafi hent út poka og þeir á b.v. Klakki síðan fiskað pokann upp, sem hafi haft að geyma umrædda yfirlýsingu. Þar sem yfirlýs- ingin hafi verið óundirrituð, kvaðst vitnið að beiðni ákærða hafa ritað undir yfirlýsinguna f.h. Sverris, enda kvaðst vitnið hafa vitað, að yfirlýsing- in hafi komið frá Sverri, skipstjóra á b.v. Bergey, og hann óskað eftir því, að ritað yrði undir yfirlýsinguna fyrir sína hönd. 1. Sjónarmið verjanda við munnlegan málflutning. Verjandi ákærða studdi dómkröfur sinar þeim rökum, að það hafi verið algjör óvitund skipstjórans (ákærða), að hann hafi verið að brjóta af sér með því að vera með skip sitt á veiðum á hinum tiltekna stað. Um enga sök sé að ræða hjá ákærða. Hann sé algjörlega í góðri trú, enda hafi hann verið sannfærður um, að hann væri ekki að brjóta lög. Ákærði hafi byggt á frétt eða tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu, er birst hafi í Morgun- 1513 blaðinu 27. mars 1985 á bls. 43 í því tiltekna blaði og þar hafi hún fengið að standa fram á þennan dag athugasemdalaust frá því sama ráðuneyti og ennfremur hafi ákærði byggt á ummælum þeim, sem starfsmaður í sjávar- útvegsráðuneytinu viðhafði við skipstjórann á b.v. Bergey VE 544, um heimild til veiða á hinu tiltekna svæði og voru Í samræmi við Morgunblaðs- tilkynninguna. IV. Niðurstaða Samkvæmt framansögðu er ljóst, að ákærði viðurkennir að hafa verið með skip sitt á botnvörpuveiðum á þeim stað og tíma, er í ákæru greinir. Hann hefur ennfremur ekkert að athuga við skýrslu leiðangursstjóra gæslu- flugvélarinnar TF-Sýn, vitnisins Kristjáns Þ. Jónssonar. Hann telur enn- fremur, að allar staðarákvarðanir, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar gerði yfir togaranum, séu réttar, og telur, að staður skipsins sé skv. þeim staðar- ákvörðunum rétt færður inn á sjókort af áhöfn gæsluflugvélarinnar. Ákærði hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir, að hann telji sig hafa verið á löglegum veiðum í umrætt sinn. Það er álit dómsins, að hvorki hafi umsögn skipstjórans á b.v. Bergey VE 544, né frétt sú, sem birtist í 72. tbl. 72. árg. Morgunblaðsins, er út kom 27. mars sl., gefið ákærða tilefni til að ætla, að hann mætti stunda botnvörpuveiðar á skipi sínu á hinu tilgreinda svæði, en hvorttveggja var í ósamræmi við þá reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins nr. 129 frá 20. mars 1985, er birtist í B-12 deild Stjórnartíðinda, er út kom 26. mars 1985 og bannaði botnvörpuveiðar á því sama svæði á tímabilinu frá 9. apríl 1985 til og með 15. maí 1985. Hér verður á það að líta, að ákærða var kunnugt um, að svæði þetta hafði ekki verið opið fyrir botnvörpuveiðum undan- gengin ár á því tímabili, sem hér um ræðir. Ennfremur vissi ákærði, að allar breytingar á fiskveiðiheimildum birtast í Stjórnartíðindum, þar á meðal bann við veiðum á tilteknum svæðum. Það var því forkastanleg óvarkárni af ákærða miðað við þá hagsmuni, sem í húfi voru, að byggja á óljósum yfirlýsingum annarra skipstjórnarmanna í þessu sambandi, enda hafði ákærði full tök á því að kynna sér sjálfstætt, hvað rétt var í þessu sambandi. Samkvæmt þessu verður eigi talið, að refsilækkunarsjónarmið, 3. tl. 74. gr. laga nr. 19/1940 eigi hér við, enda var hér ekki um að ræða afsakanlega vanþekkingu ákærða eða aðra lögvillu (error juris) í skilningi nefnds laga- ákvæðis. Með því að reglugerð nr. 129/1985 hafði verið birt almenningi með lög- formlegum hætti í B-12 deild þeirra Stjórnartíðinda, sem út kom 26. mars 1514 1985, verður henni beitt í máli þessu, sbr. 2. .og 7. gr. laga 64/1943. Huglægum refsiskilyrðum telst fúllnægt í máli þessu, enda hlaut ákærða að vera ljóst, í samræmi við. ofanritað, hverjar afleiðingar það hefði í för með sér, ef hann hæfi botnvörpuveiðar á hinu lokaða svæði. Í samræmi við það, sem hér að framan greinir, þykir nægilega sannað, að ákærði hafi árla morguns mánudaginn 22. apríl 1985 sem skipstjóri á skuttogaranum Klakki VE 103, sem ber skipaskrárnúmerið 1472 og er 488 brúttórúmlestir og 51,83 lengdarmetrar, verið á ólöglegum botnvörpuveið- um á skipinu á Selvogsbanka á bannsvæði, eins og nánar greinir í ákæru- skjali ríkissaksóknara, en þar er hegðun ákærða nákvæmlega rétt lýst og hún færð til: réttra lagaákvæða. Í vottorði Seðlabanka Íslands, dags. 22. apríl sl., segir svo: „Samkvæmt gullgildi íslenskrar krónu 22. apríl. 1985, jafngilda 100 gullkrónur 1.868,53 krónum, átjánhundruðsextíuogátta 53/100.“ Ákærði, Haraldur Benediktsson er sakhæfur.. Hann er fæddur 31. október 1944 í Reykjavík og hefur skv. vottorði frá sakaskrá ríkisins ekki sætt refsingu. Samkvæmt refsiákvæðum þeim, er í ákæruskjali greinir, og með hliðsjón af stærð skuttogarans Klakks VE 103, og þegar atvik málsins í heild sinni eru virt, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sekt kr. 280.000,00 til Landhelgissjóðs Íslands, og komi varðhald í 9 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Afli og veiðarfæri b.v. Klakks VE 103, voru metin til peningaverðs af dómkvöddum matsmönnum, þeim Hallgrími Júlíussyni netagerðarmeistara og Sigurði Gunnarssyni skipstjóra, og staðfestu þeir mat sitt hér fyrir dóm- inum og komust að svofelldri niðurstöðu í mati sínu: Veiðarfæri kí, 879.010,00 Afli Si 1.757.109,00 Afli og veiðarfæri samtals kr. 2.636.119,00 Eins og krafist er í ákæruskjali, ber með vísan til 3. mgr. 17. gr. laga nr. 81/1976 að gera allan framangreindan afla og veiðarfæri, þar með talda dragstrengi, upptæk til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað máls þessa, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda, Jóns Hjaltasonar hrl., kr. 15.000. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari (dómsformaður) kvað upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Einari Guðmundssyni skipstjóra og Friðriki Ásmundssyni, skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. 1515 Dómsorð: Ákærði, Haraldur Benediktsson, greiði kr. 280.000,00 í sekt til Landhelgissjóðs Íslands innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella varðhaldi í 9 mánuði. Öll veiðarfæri b.v. Klakks VE 103, þar með taldir dragstrengir, svo og allur afli innanborðs skulu vera upptæk gerð til Landhelgissjóðs Íslands. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Jóns Hjaltasonar hrl., kr. 15.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, að viðlagðri aðför að lögum. 1516 Fimmtudaginn 19. desember 1985. Nr. 60/1984. Hjördís Jónsdóttir Inga Jónsdóttir og Ásgeir Björgvinsson (Sigurður Helgi Guðjónsson hdl.) gegn Tryggva Stefánssyni og (Björgvin Þorsteinsson hdl.) Ragnari Halldóri Hall, skiptaráðanda í Reykjavík, f.h. þrotabús Vals Magnússonar og Tryggvi Stefánsson gegn Hjördísi Jónsdóttur Ingu Jónsdóttur Ásgeiri Björgvinssyni og Ragnari Halldóri Hall, skiptaráðanda í Reykjavík, f.h. þrotabús Vals Magnússonar. Gjaldþrotaskipti. Fasteignakaup. Riftun. Dómstólar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu $. apríl 1984, en með dómi Hæstaréttar 21. febrúar 1984 hafði kæru þeirra á hinum áfrýjaða skiptaréttarúrskurði verið vísað frá dómi. Aðaláfrýjendur krefjast þess, að viðurkennd verði heimild þeirra til að rifta kaupsamningi, sem gerður var 16. mars 1982 við Val Magnússon um fasteigina nr. 32 við Miðbraut á Seltjarnarnesi og að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 26. sept- ember 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi 30. ágúst s.á. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjenda óskipt í héraði og fyrir Hæstarétti. 1517 Af hálfu Ragnars Halldórs Hall skiptaráðanda f.h. þrotabús Vals Magnússonar var ekki sótt þing og kröfur ekki gerðar. Fyrir Hæstarétti byggja aðaláfrýjendur ekki á því, að kaupsamn- ingur þeirra við Val Magnússon hafi verið ógildur vegna svika. Í Um réttarfarsatriði er þessa að geta: Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða úrskurði, sendi lögmaður aðaláfrýjenda endanlegar kröfur þeirra í þrotabú Vals Magnússonar Í bréfi til skiptaráðanda 25. júní 1983. Krafist var riftunar á kaupsamningi um Miðbraut 32, sem gerður var 16. mars 1982, en samning þennan gerðu aðaláfrýjendur og þrotamaður. Jafnframt er lýst fjárkröfum og kröfum um skulda- jöfnuð, og eru þær ekki fullkomlega skýrar, en þó bersýnilega miðaðar við það, að riftunarkrafan verði tekin til greina. Eftir að skiptaráðandi hafði 22. ágúst samið kröfuskrá og lýst afstöðu til krafna, þar á meðal að hafna bæri kröfunni um riftun, ítrekaði lögmaður aðaláfrýjenda riftunarkröfuna. Var ákveðið á skiptafundi 12. september, að um hana yrði tekið sérstakt skiptaréttarmál. Í greinargerð, sem fram var lögð af hálfu aðaláfrýjenda í því máli, var gerð krafa um riftun og skuldajöfnuð, sem varðar uppgjör við riftun, en ekki fjárkröfur að öðru leyti. Greinargerð kom fram frá Björgvini Þorsteinssyni hdl., sem dagsett er 3. október 1983. Kveðst hann þar flytja málið fyrir þrotabúið og krefjast þess, að „hafnað verði kröfum sóknaraðila og þeim gert að greiða varnaraðila ... málskostnað ....““ Á dómþingi skiptaréttar 7. desember var bókað, að tekið væri fyrir málið Hjördís Jónsdóttir o.fl. gegn þrotabúi Vals Magnús- sonar, svo sem verið hafði þrisvar áður. Á þinginu var síðan bókað m.a.: „„Skiptaráðandi vekur athygli lögmannanna á breyttu heiti málsins nú, þegar greinargerð er fram komin af hálfu stefnda Tryggva Stefánssonar og tekur fram í því sambandi, að málið sé ekki flutt varnarmegin af hálfu þrotabúsins sjálfs.“ Málið var munnlega flutt 16. desember 1983 og þá og síðan nefnt málið Hjördís Jónsdóttir o.fl. gegn Tryggva Stefánssyni. Lögmaður aðal- áfrýjenda (sóknaraðila í skiptarétti) ítrekaði dómkröfur þær, sem fram komu í greinargerð. Hið sama gerði lögmaður gagnáfrýjanda, (varnaraðila í skiptarétti), sem var hinn sami og ritað hafði greinar- 1518 gerðina frá 3. október. Í hinum áfrýjaða úrskurði var tekin afstaða til riftunarkröfunnar, og segir í úrskurðarorði: „Afstaða skipta- ráðanda til krafna sóknaraðilja í þrotabú Vals Magnússonar, eins og hún er tilgreind á skrá yfir lýstar kröfur í búið, skal óbreytt standa.““ Aðaláfrýjendur hafa krafist viðurkenningar á riftun kaupsamn- ings síns við þrotamann. Telja verður skiptarétt bæran til að kveða upp úrskurð um þessa kröfu, sem aðaláfrýjendur hafa réttarhags- muni af að fá úrskurð um. Mátti leita úrskurðar um hana sér í lagi í skiptarétti án tillits til lýstra krafna áfrýjenda að öðru leyti. Í þinghaldi 7. desember lýsti skiptaráðandi breyttu heiti málsins, eins og áður segir, en fyrir Hæstarétt var skiptaráðanda f.h. þrota- búsins stefnt auk gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi hafði andmælt kröfu aðaláfrýjenda um riftun, og var honum heimilt að taka til varna fyrir skiptarétti. Yfirlýsing skiptaráðanda 7. desember um vörn af hálfu búsins var honum heimil, en yfirlýsing hans um þetta atriði og um heiti málsins fékk ekki breytt því, að úrskurður í mál- inu bindur búið. Úrskurðarorð hins áfrýjaða úrskurðar er ekki svo skýrt sem skyldi, þar sem það má skilja svo, að skiptaráðandi hafi ekki aðeins tekið afstöðu til riftunarkröfunnar heldur og fjárkrafna, sem áfrýj- endur höfðu lýst í búið. Sem fyrr segir, var efnt til skiptaréttarmáls- ins um riftunarkröfuna eina, eins og heimilt var, og verður að skilja hinn áfrýjaða úrskurð svo, að með honum sé staðfest afstaða sú til þessarar kröfu, sem skiptaráðandi hafði lýst 22. ágúst, þ.e. að henni bæri að hafna, en ekki sé tekin afstaða til annarra krafna, sem aðaláfrýjendur lýstu í búið. Að þessu athuguðu þykir eiga að leggja dóm á kröfur aðilja. II. Aðaláfrýjendur seldu Val Magnússyni fasteignina Miðbraut 32 16. mars 1982. Átti Valur að greiða samtals 550.000,00 krónur með 5 greiðslum, hinni síðustu 1. mars 1983. Þá átti hann að gefa út skuldabréf fyrir afgangi kaupverðsins, 450.000,00 krónum. Þegar bú Vals var tekið til gjaldþrotaskipta $. apríl 1983, hafði hann aðeins greitt 100.000,00 krónur af. kaupverðinu og ekki gefið skuldabréfið út. Hins vegar höfðu aðaláfrýjendur veitt honum 1519 veðleyfi, og með þeirri heimild hafði Valur veðsett eignina til trygg- ingar 100.000,00 króna skuld. Umráð eignarinnar hafði hann fengið í apríl 1982. Samskiptum aðaláfrýjenda og Vals er lýst í hinum áfrýjaða úrskurði. Eins og aðaláfrýjendur leggja málið fyrir Hæsta- rétt, þarf ekki að taka afstöðu til þess, hvort yfirlýsingar þeirra á þessum tíma og allt til þess, að gjaldþrotaúrskurður var kveðinn upp 5. apríl 1983, geti leitt til þess, að kröfu aðaláfrýjenda beri að taka til greina. Þarf aðeins að taka afstöðu til þess, hvort aðal- áfrýjendur hafi með löglegum hætti rift samningi sínum við Val Magnússon með kröfulýsingu sinni þar að lútandi 25. júní 1983. Af hálfu áðaláfrýjenda var kröfum í þrotabúið lýst í tveimur bréf- um. Í hinu síðara, sem barst skiptaráðanda fyrir lok kröfulýsingar- frests og dagsett er 25. júní 1983, segir m.a., að krafist sé riftunar frá og með skiptafundi 28. júní. Eins og ráða má af því,. sem fyrr er sagt, voru vanefndir Vals Magnússonar verulegar, þegar aðaláfrýjendur lýstu kröfum sínum. Miðbraut 32 var þá enn eign þeirra eftir veðmálabókum, og þau höfðu ekki gefið út afsal fyrir henni. Af þeim sökum stóð það ekki riftun í vegi, að Valur hafði fengið eignina í sínar vörslur, að hann hafði gert við þriðja mann, þ.e. gagnáfrýjanda máls þessa, samning um sölu hennar og að aðaláfrýjendum var um þá sölu kunnugt. Er ekkert fram komið í málinu, sem sýni, að aðaláfrýjendur hafi lýst því yfir, að þeir féllu frá riftunarheimild. Athafnir þeirra eða athafnaleysi fram til upphafs gjaldþrotsins leiða ekki heldur til þess, að þeim hafi þá verið óheimilt. að nota þennan rétt. Gjaldþrotið sjálft útilokar ekki heldur riftun, sbr. 45. gr., 2. mgr., gjaldþrota- laga nr. 6/1978. Loks stendur það eftir íslenskum rétti því ekki heldur í vegi, að riftun sé heimiluð af dómstólum, þótt rétt kunni að vera hjá gagnáfrýjanda, að aðaláfrýjendur hafi til þessa gert ófullnægjandi boð um skil af sinni hálfu. Samkvæmt framansögðu ber að taka kröfu aðaláfrýjenda til greina. Ágreiningur sá, sem hér er skorið úr, var til meðferðar í skipta- rétti í máli, sem tekið var til úrskurðar sem mál aðaláfrýjenda gegn gagnáfrýjanda. Verður hann dæmdur til að greiða aðaláfrýjendum málskostnað fyrir báðum dómum, og þykir hann vera hæfilega ákveðinn 35.000,00 krónur samtals. 1520 Dómsorð: Viðurkennt er, að aðaláfrýjendum, Hjördísi Jónsdóttur, Ingu Jónsdóttur og Ásgeiri Björgvinssyni, hafi 28. Júní 1983 verið heimilt að rifta kaupsamningi við Val Magnússon um Miðbraut 32 á Seltjarnarnesi, sem gerður var 16. mars 1982. Gagnáfrýjandi, Tryggvi Stefánsson, greiði aðaláfrýjendum 35.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjörnssonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. 1. Svo sem greint er í hinum áfrýjaða úrskurði, var bú Vals Magnús- sonar tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði skiptaráðanda í Reykjavík 5. apríl 1983 að kröfu Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttar- lögmanns vegna aðaláfrýjenda máls þessa. Krafan um gjaldþrota- skipti var studd við árangurslausa kyrrsetningargerð, sem aðaláfrýj- endur höfðu látið gera hjá Val hinn 24. febrúar til tryggingar kröfu sinni á hann að fjárhæð 350.000,00 krónur. Var þar um að ræða greiðslur, sem þá voru í vanskilum af söluverði Miðbrautar 32 og fallið höfðu í gjalddaga 1. júlí og 1. október 1982 og 1. janúar 1983, en alls átti Valur ógoldnar 900.000,00 krónur af kaupverði sam- kvæmt kaupsamningi. Hinn 20. júní 1983 barst skiptaráðanda bréf frá sama hæstaréttar- lögmanni, dags. 15. júní, þar sem hann lýsti til bráðabirgða 500.000,00 króna skaðabótakröfu aðaláfrýjenda í þrotabúið vegna vanefnda Vals á framangreindum kaupsamningi. Var í bréfinu jafnframt tekið fram, að ekki væri um annað að gera en rifta kaup- samningnum vegna vanefnda Vals. Þetta viðhorf aðaláfrýjenda var síðan áréttað í bréfi 25. s.m. undirrituðu af Tryggva Agnarssyni lög- fræðingi vegna nefnds hæstaréttarlögmanns. Var í því bréfi krafist, að viðurkenndur yrði réttur aðaláfrýjenda til að rifta kaupsamn- ingnum um Miðbraut 32, að þær 100.000,00 krónur, sem aðaláfrýj- endur höfðu fengið greiddar af kaupverði eignarinnar, yrðu látnar 1521 fallast í faðma við kröfu, sem þeir töldu sig eiga á Val, vegna þess að þeir höfðu veitt honum leyfi til að veðsetja húseignina fyrir sömu fjárhæð, og loks að viðurkenndar yrðu í búinu skaðabótakröfur aðaláfrýjenda á hendur Val vegna kaupsamningsins, samtals að fjárhæð 144.750,00 krónur. Eftir sundurliðun bótakrafnanna í bréf- inu virðist heildarfjárhæðin þó hafa átt að vera 145.002,00 krónur. Var bótakrafan nánar skýrð og sundurliðuð sem 1) áætlað hæfilegt endurgjald ásamt vöxtum fyrir afnot Vals af húsinu, meðan hann hafði haft umráð þess, 2) greidd sölulaun vegna sölunnar og 3) lög- fræðikostnaður. Var krafan þannig byggð á því, að kaupsamningn- um væri rift af hendi áfrýjanda. Auk þessa ritaði Tryggvi Agnarsson hinn 27. júní neðanmáls á bráðabirgðakröfulýsinguna frá 15. júní svofellda athugasemd: „Verði krafa um riftun skv. bréfi mínu dags. 25. júní, ekki sam- þykkt, þá telst ofangreind fjárkrafa varakrafa umbjóðenda minna.““ Með bréfi 15. júní 1983 (ekki 1982, eins og misritast hefur í hinum áfrýjaða úrskurði) greindi Björgvin Þorsteinsson héraðsdómslög- maður skiptaráðanda frá því, að Tryggvi Stefánsson, gagnáfrýjandi máls þessa, hefði gert makaskiptasamning um Miðbraut 32 og íbúð að Furugrund 70 í Kópavogi við Val Magnússon 6. apríl 1982. Hefði hann fengið umráð Miðbrautar 32, en ekki afsal fyrir henni. Vildi hann helst, að makaskiptasamningurinn yrði efndur samkvæmt efni sínu, en ef til þess kæmi, að þrotabúið gæti ekki efnt samninginn, mundi hann sjálfur rifta honum. Með. þeim fyrirvara væri lýst í þrotabúið kröfu gagnáfrýjanda að fjárhæð 300.000,00 krónur að viðbættum vöxtum, 132.000,00 krónum, eða alls 432.000,00. krón- ur. Meðferð þrotabús Vals Magnússonar var ekki falin sérstökum skiptastjóra samkvæmt 89. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978, og ekki var ráðinn sérstakur bústjóri til bráðabirgða samkvæmt 86. gr. laganna, heldur fór skiptaráðandi að öllu leyti með búskiptin sjálf- ur. Ritaði hann lögfræðiskrifstofu Tryggva Agnarssonar bréf hinn 22. ágúst 1983, þar sem sagði svo: „„Skiptaráðandi hefur tekið þá afstöðu að hafna beri kröfu yðar um riftun kaupsamnings þess, sem um getur í þessari kröfu yðar og varðar fasteignina nr. 32 við Miðbraut á Seltjarnarnesi. Hins 96 1522 vegar er varakrafa yðar samþykkt sem almenn krafa að fjárhæð kr. 850.000,00, en kröfu um vexti og innheimtukostnað hafnað að svo stöddu vegna vanreifunar. Komi ekki fram andmæli gegn framangreindri afstöðu skiptaráð- anda í síðasta lagi á ofangreindum skiptafundi, megið þér búast við að hún standi sem endanleg úrlausn um þetta efni. Tekur undirrit- aður fram í því sambandi, að verði þessi niðurstaða endanleg, verður af hálfu búsins litið svo á að búið eigi rétt á að fá útgefið af umbjóðendum yðar afsal fyrir fasteign þeirri, sem hér um ræðir, án þess að þeir fái neinar greiðslur fyrr en við úthlutun úr búinu.“ Bréfi þessu svaraði Lúvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður með bréfi 25. s.m. Segir þar m.a. svo: „„1. Umbjóðendur mínir halda fast við fyrri kröfu að kaup- samningi um Miðbraut 32, Seltjarnarnesi verði rift. 2. Ef kröfu um riftun er hafnað, ber þrotabúi Vals Magnús- sonar að greiða andvirði eignarinnar samkvæmt kaupsamningi og fá í staðinn afsal. Þessi leið er líklega óhagstæðari búinu heldur en riftun, þar sem fasteignir hafa lækkað verulega í verði undan- farið, þar sem þær hafa ekki fylgt verðbólgu. 3. Þeirri hugmynd er mótmælt að taka fasteignina Miðbraut 32 af þinglýstum eigendum og afhenda hana búinu „án þess að þeir fái neinar greiðslur fyrr en við úthlutun úr búinu““ eins og segir í bréfi yðar. Fyrir slíkri afhendingu er ekki lagaheimild. 6. Það er ósk umbjóðenda minna, að skiptaréttur afgreiði sem fyrst kröfu þeirra um riftun á kaupsamningi vegna Miðbrautar 32 eins sjálfsögð og hún er að þeirra mati. Dráttur veldur þeim ein- ungis tjóni.““ Á skiptafundi 1. september 1983 kunngerði skiptaráðandi afstöðu sína til lýstra krafna, sbr. 108. gr. gjaldþrotalaga, þar á meðal krafna aðaláfrýjenda og gagnáfrýjanda. Er skráð svo á kröfuskrá um kröfu aðaláfrýjenda: „Riftunarkrafan ekki tekin til greina. Varakrafan samþykkt sem almenn krafa að fjárhæð kr. 850.000,00 en kröfu um vexti og inn- heimtukostnað hafnað að svo stöddu vegna vanreifunar.““ Afstaða skiptaráðanda til lýstrar kröfu gagnáfrýjanda er hins vegar eftirfarandi skráð í skiptabók. „,Fallist er á aðalkröfuna að 1523 svo stöddu, þannig að viðurkenndur verði réttur kröfuhafans til að fá útgefið afsal fyrir Miðbraut 32, Seltj., enda gefi hann þá út afsal fyrir íbúð að Furugrund 70, Kóp., og gefi út og greiði af skuldabréfi í samræmi við makaskiptasamninginn. Þessi afstaða er háð því, að afstöðu skiptaráðanda til riftunarkröfu nr. 1 hér að ofan (þ.e. kröfu sóknaraðilja) verði ekki hrundið með úrskurði eða dómi. — Ekki eru efni til að taka afstöðu til varakröfu að svo komnu.“ Áðurgreindar kröfulýsingar aðaláfrýjenda og sérstaklega yfirlýs- ing Tryggva Agnarssonar á bréfið frá 15. júní voru að vísu ekki skilmerkilegar. Það var þó með ólíkindum, að aðaláfrýjendur ætl- uðust til þess, ef riftunarkröfunni yrði hafnað, að þrotabúið gæti haldið eigninni gegn því að greiða af 900.000,00 króna ógoldnu kaupverði einungis sem almenna kröfu þær 350.000,00 krónur, sem kyrrsetning hafði verið reynd fyrir og ekki hafði verið lýst sérstak- lega í búið, svo og“ ósundurliðaða og órökstudda skaðabótakröfu að fjárhæð 500.000,00 krónur samkvæmt kröfulýsingu, sem ein- ungis hafði verið til bráðabirgða og hafði þegar hinn 25. júní verið lækkuð í 144.750,00 krónur. Var gagnstætt þessu eðlilegast að líta svo á, þegar öll atvik voru virt, að lýst skaðabótakrafa næmi þessari fjárhæð og væri hún við það miðuð, að kaupin um Miðbraut 32 gengju til baka, jafnvel þótt áritun: Tryggva Agnarssonar á bréfið 25. júní hafi verið til þess fallin að valda misskilningi. II. Er Valur Magnússon varð gjaldþrota, hafði hann ekki fengið afsal fyrir Miðbraut 32 frá aðaláfrýjendum, en selt gagnáfrýjanda Tryggva eignina með makaskiptasamningi 6. apríl 1982 og hann aftur selt hana á leigu þriðja manni í skjóli þess samnings. Ef þrota- búið hugðist vísa á bug riftun aðaláfrýjenda og draga eignina undir skiptin sem rétthafi samkvæmt kaupsamningi þrotamanns 16. mars 1982, var rétt, að það höfðaði mál fyrir almennum dómstóli á hendur áfrýjendum til úrlausnar um skyldu aðaláfrýjenda til að láta í té afsal fyrir húseigninni að fullnægðum þeim skilyrðum, sem það kunni að telja sér skylt að hlíta til að fá það afsal. Var þess þá kostur fyrir gangáfrýjanda að gerast meðalgönguaðili í því dóms- máli og krefjast viðurkenningar á rétti sínum, ef hann á annað borð taldi sig vegna lögskipta sinna við Val og aðgerða aðaláfrýjenda 1524 hafa öðlast eignarrétt að húsinu, sem í senn skyti loku fyrir riftunar- rétt þeirra vegna vanefnda Vals og stæði því í vegi, að húseignin yrði dregin undir gjaldþrotameðferðina. Í bréfi sínu til skiptaráðanda mótmælti Lúðvík Gizurarson hæsta- réttarlögmaður vegna aðaláfrýjenda afstöðu skiptaráðanda til lýstra krafna þeirra, eins og hún kom fram í kröfuskrá skiptaráðanda, svo sem áður er sagt. Jafnframt krafðist hæstaréttarlögmaðurinn þess, að skiptarétturinn afgreiddi sem fyrst kröfu aðaláfrýjenda um riftun kaupsamningsins um Miðbraut 32. Samþykktu aðaláfrýj- endur með þessu fyrir sitt leyti, að skiptaréttur tæki til úrlausnar ágreining um riftunarrétt þeirra gagnvart þrotabúinu, sbr. 112. gr. gjaldþrotalaga, en sá riftunarréttur var grundvöllur skaðabótakröfu aðaláfrýjenda, þeirrar er þeir lýstu í búið. Kom hið sama enn skýrar fram á skiptafundi í þrotabúinu 12. september 1983, er hæstaréttar- lögmaðurinn ítrekaði mótmæli sín gegn afstöðu skiptaráðanda til riftunarkröfunnar og krafðist þess, að hún yrði tekin til greina með úrskurði. Var þá skráð í skiptabók, að um þennan ágreining yrði „tekið sérstakt skiptaréttarmál sem þingfest verður mánudaginn 19. september 1983 kl. 10.00.““ Verður að skilja þetta svo, að þar hafi verið átt við mál, þar sem þrotabúið væri málsaðili. Hinn 19. september kom fram í skiptarétti greinargerð af hálfu aðaláfrýjenda, og hinn 26. s.m. lýsti Björgvin Þorsteinsson héraðs- dómslögmaður yfir því í skiptaréttinum, að gagnáfrýjandi tæki til andmæla gegn kröfum aðaláfrýjenda í málinu. Lagði hann fram greinargerð sína í málinu 3. október 1983. Segir þar, að málið sé flutt fyrir hönd þrotabús Vals Magnússonar og þær kröfur gerðar, að kröfum aðaláfrýjenda verði hafnað. Er málið var næst tekið fyrir í skiptaréttinum 7. desember 1983 er m.a. skráð eftirfarandi í skiptabók: „„Skiptaráðandi vekur athygli lögmanna á breyttu heiti málsins nú þegar greinargerð er fram komin af hálfu Tryggva Stefánssonar og tekur fram í því sambandi að málið sé ekki flutt af hálfu þrota- búsins sjálfs.““ Ill. Í ályktarorði hins áfrýjaða úrskurðar er ekki sjálfstætt greint, hverjar þær kröfur sóknaraðilja eru, sem ráðið er til lykta með úrskurðinum eða á hvern veg það er gert. Segir aðeins í ályktarorð- 1525 inu, að óbreytt skuli standa afstaða skiptaráðanda til krafna aðal- áfrýjenda í þrotabú Vals Magnússonar eins og hún sé tilgreind í skrá yfir lýstar kröfur í búið. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða úrskurði og áður var sagt, var sú afstaða skiptaráðanda þessi: „„Riftunarkrafan ekki tekin til greina. Varakrafan samþykkt sem almenn krafa að fjárhæð kr. 850.000,00 en kröfu um vexti og inn- heimtukostnað hafnað að svo stöddu vegna vanreifunar.““ Vegna tilvísunar ályktarorðanna til fyrri afstöðu skiptaráðanda liggur beint við að skilja úrskurðinn svo, að vísað sé á bug riftun aðaláfrýjenda á kaupsamningi þeirra við þrotamann. Renni þá hin selda eign til þrotabúsins, sem þó gangi ekki inn í kaupsamninginn, heldur eigi að greiða sem almennar kröfur 350.000,00 krónur af hinu ógoldna kaupverði og kröfu um skaðabætur að fjárhæð 500.000,00 krónur, sem lýst var til bráðabirgða 15. júní 1983 á grundvelli riftunar kaupsamningsins, en lækkuð hafði verið í 144.750,00 krónur í kröfulýsingarbréfinu 25. s.m. Þessi skilningur á úrskurðinum stangast þó á við það, sem segir í forsendum hans um, að riftunarkröfu aðaláfrýjenda sé hafnað, en að öðru leyti verði ekki frekar fjallað í úrskurðinum um kröfur þeirra á hendur búinu. Aðaláfrýjendur hafa lagt málið þannig fyrir Hæstarétt, að þeir krefjast þeirrar breytingar á hinum áfrýjaða úrskurði, að viður- kennd verði heimild þeirra til að rifta kaupsamningi sínum um Miðbraut 32, auk þess sem þeir krefjast breytingar á málskostnaðar- ákvæði úrskurðarins. Gagnáfrýjandi hefur hins vegar áfrýjað úrskurðinum til staðfestingar að öðru leyti en því, að breytt verði málskostnaðarákvæði hans. Vegna þess hve óljóst það er, um hvað skiptaráðandi hefur úrskurðað með hinum kærða úrskurði, svo sem sagt var, teljum við, að ekki verði hjá því komist að Ómerkja úrskurðinn og vísa málinu til skiptaréttarins til nýrrar meðferðar og uppsögu úrskurðar að nýju. Þar sem sú niðurstaða hefur ekki hlotið samþykki meiri hluta dómenda, munum við samkvæmt ákvæðum $3. greinar laga nr. 15/1973 greiða atkvæði um efni málsins. Mikill misbrestur varð af hendi Vals Magnússonar á efndum kaupsamnings hans við aðaláfrýjendur. Aðaláfrýjendur létu honum 1526 eigi í té afsal fyrir Miðbraut 32, og ekki er nægilega sannað, að þeir hafi á annan hátt í orði eða verki firrt sig rétti til að rifta samn- ingi sínum við hann vegna vanefnda hans. Athugast í því sambandi, að afstaða þrotabús hans varð ekki skilin öðruvísi en svo, að það væri ekki reiðubúið til að taka við réttindum og skyldum Vals samkvæmt kaupsamningunum, sbr. 1. mgr. 43. gr. og 45. gr. laga nr. 6/1978. Samkvæmt framansögðu erum við samþykkir dómsorði meiri hluta dómenda að öðru leyti en því að við teljum rétt, að máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 12. janúar 1984. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi hinn 16. desember 1983. Það var síðan endurupptekið fyrr í dág og tekið til úrskurðar að nýju. Tildrög málsins eru þau, að með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur, upp- kveðnum 5. apríl 1983, var bú Vals Magnússonar, nafnnr. 9155-0784, tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns f.h. Hjördísar Jónsdóttur, nafnnr. 4497-8236, Vallarbraut 14, Seltjarnar- nesi, Ingu Jónsdóttur, nafnnr. 4538-5612, Miklubraut 84, Reykjavík, og Ásgeirs Björgvinssonar, nafnnr. 0660-4420, Suðurhólum 18, Reykjavík, en þau eru sóknaraðiljar máls þessa. Höfðu þau beiðst gjaldþrotaskiptanna á grundvelli árangurslausrar kyrrsetningar, sem fram hafði farið hjá Vali Magnússyni og nánar verður lýst í kafla 11 hér á eftir. Innköllun til skuld- heimtumanna búsins birtist fyrra sinni í Lögbirtingablaði, sem út kom 27. apríl 1983. Fyrir lok kröfulýsingarfrests bárust skiptaráðanda tvö bréf frá lögmanni sóknaraðilja, þar sem kröfum sóknaraðilja í búið er lýst. Í hinu fyrra, sem skiptaráðanda barst 20. júní 1983, segir m.a.: „... Hjördís Jónsdóttir o.fl. ... lýsa hér með kröfu að fjárhæð kr. 500.000,00 í gjaldþrotabú Vals Magnússonar, auk vaxta og innheimtulauna. Krafa þessi er bótakrafa vegna kaupsamnings um húseignina Miðbraut 32, Seltjarnarnesi, sem Hjördís o.fl. seldi Val Magnússyni, en hann hefur vanefnt þann kaupsamning að svo til öllu leyti. Er því ekkert annað að gera en rifta honum. Þetta er kröfulýsing til bráðabirgða. Frekari greinar- gerð send síðar ...““ Með bréfi undirrituðu af Tryggva Agnarssyni lögfr. f.h. Lúðvíks Gizur- arsonar hrl., dagsettu 25. júní 1983, eru f.h. sóknaraðilja settar fram kröfur í búið sem hér segir: „,... Að viðurkennd verði heimild umbjóðenda minna til riftunar á kaup- 1527 samningi dags. 16. mars 1982, milli þeirra og Vals Magnússonar um ein- býlishúsið að Miðbraut 32, Seltjarnarnesi frá og með skiptafundi í búi Vals Magnússonar 28. júní 1983. Þá krefjast umbjóðendur mínir og þess að fjár- greiðslur og aðrar skuldbindingar, sem fram hafa farið og til orðið vegna þessara kaupa, verði látnar mætast eins og kostur er, og að kröfur þær sem umfram það kunna að vera verði viðurkenndar. Um eftirfarandi greiðslur er að ræða: 1. Valur Magnússon greiddi greiðslu þá er greiðast átti við undirritun kaupsamningsins hinn 5. apríl 1982, kr. 100.000,-. 2. Valur Magnússon fékk veðleyfi hjá seljendum í hinni seldu eign, vegna kaupanna, allt að kr. 100.000,-. Hann nýtti sér þetta 23. mars 1982. 3. Frá og með 15. apríl 1983 (sic) hefur Valur Magnússon eða aðiljar á hans vegum, haft á höndum vörslur hússins og haft af því not. Húsaleiga að meðaltali á mánuði frá 15. apríl 1982 og til skiptafundar 28. júní 1983 getur tæplega farið niður fyrir k. 7 „000,-. Húsaleiga nemur því kr. 101.500,- og vextir kr. 3.502,- eða samtals kr. 105.002,-. 4. Greidd sölulaun vegna kaupanna kr. 20.000,-. 5. Lögfræðikostnaður kr. 20.000,-. Ef hægt er að miða við það, að greiðslur samkvæmt liðum 1. og 2. gangi upp hvor á móti annarri, þá samþykkja umbjóðendur mínir það, ef fallist er á að þeir eigi kröfur á hendur þrotabúinu samkvæmt hinum liðunum, samtals að fjárhæð kr. 144.750,-. Jafnframt því sem þessi kröfulýsing var afhent skiptaráðanda hinn 27. júní 1983, ritaði lögmaður sóknaraðilja svofellda viðbót við fyrri kröfulýs- ingu neðanmáls á kröfubréfið sem reifað var hér á undan: „Verði krafa um riftun, skv. bréfi mínu dags. 25. júní, ekki samþykkt, þá telst ofangreind fjárkrafa varakrafa umbjóðenda minna..““ Með bréfi, dagsettu 15. júní 1982 (sic), sem skiptaráðanda barst hinn 16. þessa mánaðar, lýsti Björgvin Þorsteinsson héraðsdómslögmaður f.h. Tryggva Stefánssonar, nafnnr. 8953-5913, Furulundi 2 A, Akureyri, en hann er varnaraðili máls þessa, kröfum í búið. Er þess þar getið m.a., að með makaskiptasamningi, dagsettum 6. apríl 1982, hafi Tryggvi Stefánsson keypt húseignina að Miðbraut 32 á Seltjarnarnesi af Vali Magnússyni og hafi íbúð, sem Tryggvi átti að Furugrund 70 í Kópavogi, gengið til greiðslu á hluta kaupverðsins. Í niðurlagi þessa bréfs segir m.a.: „,... Tryggvi Stefánsson hefur verið í afar erfiðri stöðu fram til þessa. Gagnvart honum hefur Valur Magnússon ekki vanefnt makaskiptasamning- inn á annan hátt en þann að afsal var eigi gefið út þann 1. október 1982 eins og gera skyldi samkvæmt samningi þeirra heldur skyldi það bíða vors- ins er Valur hefði fengið afsal. Umbj. minn hefur nú öll umráð íbúðarinnar 1528 að Miðbraut 32. Hann átti þann 15. apríl 1983 að greiða af veðskuldabréfi því er gefa átti út fyrir eftirstöðvum kaupverðsins, kr. 110.782,35. Greiðslu þessari hefur verið haldið eftir af hálfu Tryggva þar sem í ljós kom að afsal yrði eigi gefið út. Þar sem enn hefur eigi verið farið fram á riftun kaupsamningsins um Miðbraut 32 af þeim er seldu Val Magnússyni eignina er staða Tryggva óljós. Hann vildi helst að makaskiptasamningurinn yrði efndur samkvæmt efni sínu. Ef hins vegar að rift yrði samningnum við Val Magnússon þá vill umbj. minn tryggja rétt sinn varðandi riftun makaskiptasamningsins og lýsa kröfu sinni í þrotabú Vals vegna þeirra greiðslna sem Tryggvi hefur innt af hendi. Því lýsi ég því hér með yfir fyrir hönd Tryggva Stefánssonar að komi til þess að þrotabú Vals Magnússonar geti eigi efnt áðurgreindan samning þá muni honum rift af hálfu Tryggva. Óska ég þess hér með að afstaða verði tekin til þessa svo fljótt sem verða má á skiptafundi. Með þessum fyrirvara lýsi ég hér með kröfu Tryggva í þrotabúið og er hún svo- hljóðandi: Höfuðstóll Kr. 300.000,00 Vextir frá gjalddaga til úrskurðardags ss 132.000,00 Kr. 432.000,00 Þá er krafist vaxta frá úrskurðardegi til greiðsludags svo og innheimtu- kostnaðar samkvæmt lágmarksgjaldskrá LMFÍ af áðurgreindri fjár- hæð ....“ Skiptaráðandi hefur sjálfur farið með skipti á þrotabúi Vals Magnússon- ar. Í samræmi við fyrirmæli 108. gr. gjaldþrotalaga nr. 6, 1978 var skrá yfir lýstar kröfur í búið tekin til umfjöllunar á skiptafundi í búinu hinn 1. september 1983. Í skrá þessari er kunngerð eftirfarandi afstaða til þeirra krafna, er sóknaraðiljar höfðu lýst í búið: „„Riftunarkrafan ekki tekin til greina. Varakrafan samþykkt sem almenn krafa að fjárhæð samtals kr. 850.000,00, en kröfu um vexti og innheimtu- kostnað hafnað að svo stöddu vegna vanreifunar.““ Lögmanni sóknaraðilja hafði verið kunngert um þessa afstöðu með ábyrgðarbréfi, dagsettu 22. ágúst 1983. Er tekið fram í þessu bréfi, að verði þessi niðurstaða endanleg, verði af hálfu búsins litið svo á, að búið eigi rétt á að fá útgefið afsal fyrir fasteigninni Miðbraut 32, Seltjarnarnesi, án þess að sóknaraðiljar fái neinar greiðslur fyrr en við úthlutun úr búinu. Í kröfuskránni er afstaða skiptaráðanda til kröfugerðar Tryggva Stefáns- sonar á hendur búinu tilgreind þannig: „„Fallist er á aðalkröfuna að svo stöddu, þannig að viðurkenndur verði réttur kröfuhafans til að fá útgefið afsal fyrir Miðbraut 32, Seltj., enda 1529 gefi hann þá út afsal fyrir íbúð að Furugrund 70, Kóp., og gefi út og greiði af skuldabréfi í samræmi við makaskiptasamninginn. Þessi afstaða er háð því, að afstöðu skiptaráðanda til riftunarkröfu nr. Í hér að ofan (þ.e. kröfu sóknaraðilja) verði ekki hrundið með úrskurði eða dómi. — Ekki eru efni til að taka afstöðu til varakröfu að svo komnu.“ Kjartan Reynir Ólafsson hæstaréttarlögmaður ritaði skiptaráðanda bréf, dagsett 24. júní 1983, og er meginmál þess svohljóðandi: „Fyrir hönd GUÐLAUGAR ÞORBERGSDÓTTUR, nnr. 2975-9545, vil ég tilkynna yður, að frú Guðlaug keypti eignarhluta Vals Magnússonar, nnr. 915S-0784, í fasteigninni nr. 70 við Furugrund í Kópavogi, sem er 4ra herbergja íbúð merkt A, á 4. hæð hússins, ásamt öllu því sem eignarhlutan- um bar, en eignarhlutinn telst vera 4,62% fasteignarinnar állrar, samkvæmt kaupsamningi dags. 30. apríl 1982. Kaupverð eignarhlutans var kr. 900.000,- — níu hundruð þúsund 00/100 sem skyldi greiðast sbr. meðfylgjandi ljósrit kaupsamnings. Nefndan eignarhluta seldi umbj. m. síðan frú Ástu Einarsdóttur, nnr. 7160-3312, fyrir kr. 1.100.000,- sem skyldi greiðast sbr. meðfylgjandi ljósrit kaupsamnings dags. 9. júlí 1982. Umbj. m. átti að fá afsal frá Vali Magnússyni hinn 1S. apríl sl., en er séð varð að nefndur Valur gæti ekki staðið við samningsskyldu sína, þar sem hann hafði ekki fengið afsal fyrir nefndum eignarhluta, þá voru greiðslur stöðvaðar til Vals, þ.e. greiðsla pr. 15. mars 1983 og 15. apríl 1983, hvor að fjárhæð kr. 50.000,- svo og útgáfa veðskuldabréfs, en umbj. m. er reiðubúinn hvenær sem er að ljúka efndum nefnds kaupsamnings frá 30. apríl 1982 gegn afhendingu á afsali fyrir eignarhlutanum. Vanefndir Vals Magnússonar hafa valdið umbj. m. og fleirum miklum óþægindum og ótta, svo ekki sé meira sagt, og hefur frú Ásta Einarsdóttir stöðvað greiðslur til umbj. míns af framangreindum ástæðum, en bæði umbj. m. og frú Ásta hafa að fullu staðið við samningsgjörðir sínar eftir því sem tilefni hefur verið til og þó heldur betur. Allri hugsanlegri riftun samninga er mótmælt af framangreindum ástæðum. Að öðru leyti vísa ég til bréfs hdl. Björgvins Þorsteinssonar sem dagsett er 15. júní sl. og sent hefur verið hinum virðulega skiptarétti. Ef hins vegar að rift yrði samningum þannig að þrotabú Vals Magnús- sonar geti ekki efnt áðurgreindan samning, þá leyfi ég mér hérmeð, f.h. umbj. m., Guðlaugar Þorbergsdóttur, að lýsa kröfu í þrotabúið, sem sundurliðast þannig: Höfuðstóll Kr. 592.000,00 Vextir frá gjalddögum til 15.7. 1983 291.411,00 Kr. 883.411,00 1530 auk áfallandi vaxta til greiðsludags og innheimtukostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Í kröfuskránni er afstaða skiptaráðanda til kröfugerðar Guðlaugar Þorbergsdóttur tilgreind þannig: 3. Fallist er á aðalkröfuna að svo stöddu, þannig að viðurkenndur verði réttur kröfuhafans til að fá útgefið afsal gegn því að eftirstöðvar kaupverðs verði greiddar. Þessi afstaða er háð því að afstöðu skiptaráðanda til rift- unarkrafna nr. 1 og 2 hér að framan verði ekki hrundið með úrskurði eða dómi. — Ekki eru efni til að taka afstöðu til vara-kröfu að svo komnu. Á skiptafundinum 1. september 1983 mættu meðal annarra Lúðvík Gizurarson hrl. f.h. sóknaraðilja, Björgvin Þorsteinsson hdl. f.h. varnar- aðilja og Ólafur Þorgrímsson hrl. fyrir Kjartan Reyni Ólafsson hrl. f.h. Guðlaugar Þorbergsdóttur. Á fundinum var m.a. lagt fram bréf sóknaraðilja dags. 25. ágúst 1983 til skiptaráðanda. Meginmál þess er svohljóðandi: „Sem svar við bréfi yðar, dags. 22. ágúst 1983, skal þetta tekið fram: I. Umbjóðendur mínir halda fast við fyrri kröfu, að kaupsamningi um Miðbraut 32, Seltjarnarnesi verði rift. 2. Ef kröfu um riftun er hafnað, ber þrotabúi Vals Magnússonar að greiða andvirði eignarinnar samkv. kaupsamningi og fá í staðinn afsal. Þessi leið er líklega óhagstæðari búinu heldur en riftun, þar sem fasteignir hafa lækkað verulega í verði undanfarið, þar sem þær hafa ekki fylgt verð- bólgu. 3. Þeirri hugmynd er mótmælt að taka fasteignina Miðbraut 12 (sic) af þinglýstum eigendum og afhenda hana búinu „án þess að þeir fái neinar greiðslur fyrr en við úthlutun úr búinu““, eins og segir í bréfi yðar. Fyrir slíkri afhendingu er ekki lagaheimild. 4. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur rannsakað viðskipti Vals Magnús- sonar. Í rannsókninni kemur fram, að seljendur Miðbrautar 32 höfðu ekki nein afskipti af því eða komu nálægt þegar Valur Magnússon endurseldi eignina Tryggva Stefánssyni lækni. Til viðbótar því sem kemur fram í rannsókninni má bæta því við, að Tryggvi Stefánsson var varaður við munnlega og með símskeyti, þegar Valur Magnússon stóð ekki í skilum. Tryggvi Stefánsson kaus að halda viðskiptum við Val Magnússon áfram, þrátt fyrir aðvörun og þá enn frekar á eigin ábyrgð en ella. 5. Á árinu 1982 fóru seljendur að Miðbraut 32 að renna Í grun að allt væri ekki með felldu með Val Magnússon. Fyrir þeirra hönd sneri Lúvík Gizurarson hrl. sér þá til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Sama svarið fékkst alltaf. Málið er í athugun í heild og ýmsar kærur liggja fyrir á Val Magnús- 1531 son. Þegar of langt var orðið að bíða, sneru þinglýstir eigendur Miðbrautar sér til skiptaréttar og fengu Val Magnússon úrskurðaðan gjaldþrota. Þess vegna er málið fyrir skiptarétti í dag. Svo var litið á, með réttu eða röngu, af þinglýstum eigendum Miðbrautar 32, að þessi leið væri fljótvirkari og eðlilegri heldur en að hefja riftunarmál fyrir bæjarþingi, sem væri þar fyrir ár og dag: Alla vega hefur komið í ljós við rannsóknina og meðferð skiptaréttar, að Valur Magnússon var líklega búinn að vera gjaldþrota lengi en hélt sér gangandi með keðju fjár- svika. Það er því skoðun umbjóðenda minna, að þeir hafi valið rétta leið og gert gagn með því að eiga hlut að því að stöðva Val Magnússon og alla vega flýtt því. 6. Það er ósk umbjóðenda minna, að skiptaréttur afgreiði sem fyrst kröfu þeirra um riftun á kaupsamningi vegna Miðbrautar 32, eins sjálfsögð og hún er að þeirra mati. Dráttur veldur þeim einungis tjóni. Ennfremur mótmæla þeir kröftuglega allri ábyrgð á keðjusvikum Vals Magnússonar. Á þeim hafa umbjóðendur mínir enga ábyrgð tekið, ekki komið þár nærri og vita raunar lítið sem ekkert um þau, eins og rannsókn RLR sýnir bezt.““ Á skiptafundinum áréttaði umboðsmaður sóknaraðilja þessi andmæli gegn afstöðu skiptaráðanda til krafna umbjóðenda hans. Var síðan boðað til nýs skiptafundar, sem haldinn var 12. september 1983 til að fjalla um fram komin andmæli gegn afstöðu skiptaráðanda til lýstra krafna. Þar lýsti lögmaður sóknaraðilja yfir því, að hann héldi fast við andmæli sín gegn afstöðu skiptaráðanda til krafna umbjóðenda hans, og krafðist þess, að þær yrðu teknar til greina með úrskurði. Var þá ákveðið, að um þennan ágreining skyldi rekið sérstakt skiptaréttarmál, og er það hér til úrlausnar. Við þingfestingu málsins mætti Björgvin Þorsteinsson hdl. f.h. varnaraðilja og lýsti yfir því, að hann andmælti kröfum sóknaraðilja í málinu og óskaði eftir að gerast málsaðili varnarmegin. Í greinargerð lögmanns sóknaraðilja á dskj. nr. 1 í máli þessu er kröfum þeirra lýst svo, að þess sé krafist, að ,„,... með úrskurði verði hrundið þeirri afstöðu skiptaráðanda að hafna beri kröfu umbjóðenda minna um riftun kaupsamnings um fasteignina Miðbraut 32 á Seltjarnarnesi sbr. bréf (dóm- skjal nr. 8) skiptaráðanda til Tryggva Agnarssonar, lögfræðings, dags. 22. ágúst 1983 og í stað þess verði með úrskurðinum fallist á ógildingu og/eða riftun umrædds kaupsamnings f.h. þrotabúsins gegn því að greiðsla pr. 16. marz 1982 kr. 100.000,00 greidd við undirritun kaupsamningsins komi til frádráttar endanlegri kröfu umbjóðenda minna í búið.“ Við munnlegan málflutning gerði lögmaðurinn ennfremur þá kröfu, að sóknaraðiljum verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðilja. 1532 Af hálfu varnaraðilja eru þær kröfur gerðar, að kröfum sóknaraðilja verði hafnað og þeim gert að greiða varnaraðilja in solidum málskostnað að mati réttarins. Jafnframt andmælir varnaraðili málskostnaðarkröfu sóknaraðilja sem of seint framkominni. Aðrir kröfuhafar í þrotabúi Vals Magnússonar hafa ekki gerst aðiljar að máli þessu, en Ólafur Þorgrímsson hrl. hefur þó tvívegis mætt við fyrir- tökur málsins f.h. Guðlaugar Þorbergsdóttur og óskað bókað, að hann taki undir kröfur varnaraðilja í málinu. 1. Að tilhlutan skiptaráðanda fór fram víðtæk rannsókn hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins á fasteignaviðskiptum Vals Magnússonar, og tók sú rann- sókn m.a. til þeirra viðskipta, sem mál þetta varðar. Verður nú gerð grein fyrir þeim atriðum úr þessari rannsókn og öðrum gögnum málsins, sem máli þykja skipta við úrlausn þess. Valur Magnússon átti hlut að rekstri fasteignasölu í Reykjavík. Hann festi kaup á fimm íbúðum í Reykjavík og nágrenni á árinu 1982 og seldi þær jafnan mjög skömmu eftir að hafa fengið umráð þeirra. Fyrsta íbúðin í þessari keðju var raunar einbýlishús að Miðbraut 32 á Seltjarnarnesi. Hús þetta keypti Valur af Jóhannesi Björgvinssyni, Ásgeiri Björgvinssyni og Hjördísi Jónsdóttur með kaupsamningi, dagsettum 16. mars 1982. Jóhann- es Björgvinsson lést 19. júlí 1982, og hinn 27. sama mánaðar fékk ekkja hans, Inga Jónsdóttir, Miklubraut 84, Reykjavík, leyfi til setu í óskiptu búi, útgefið hjá skiptaráðandanum í Reykjavík, og er hún því einn sóknar- aðilja í málinu. Samkvæmt kaupsamningnum skyldi Valur Magnússon greiða kaupverð eignarinnar sem hér greinir: Við undirskrift kaupsamningsins kr. 100.000,00 Hinn 1. júlí 1982 ið 100.000,00 Hinn |. október 1982 ft 150.000,00 Hinn 1. janúar 1983 SR 100.000,00 Hinn 1. mars 1983 A 100.000,00 Með verðtryggðu veðskuldabréfi “ 450.000,00 Kr. 1.000.000,00 Um veðskuldabréfið segir í samningnum, að það skuli greiðast með jöfnum árlegum afborgunum á sex næstu árum. Nánara ákvæði um skulda- bréfið er svohljóðandi: 1533 „Skuldabréf kr. 450.000,00 verður verðtryggt bæði með lánskjaravísitölu og hæstu vöxtum (í dag 2,5%) frá afhendingardegi (7/4 1982). Veðréttur er 3. veðréttur á eftir kr. 200.000,00 á 1. og 2. veðrétti.““ Ekkert ákvæði er um það í samningnum, hvenær gjalddagar bréfsins skuli vera. Greiðsluna við undirritun samningsins innti Valur Magnússon af hendi með tékka og lét þess um leið getið við þann aðilja, sem við henni tók samkvæmt umboði frá sóknaraðiljum, að ekki væri að svo stöddu næg innistæða fyrir honum. Tékka þennan fengu sóknaraðiljar síðan greiddan hinn 5. apríl 1983 (sic), en áður hafði umræddum tékkareikningi verið lokað. Valur var ekki sjálfur útgefandi þessa tékka. Sóknaraðiljar virðast hafa tekið við þessari greiðslu án sérstaks fyrirvara. Sama dag og kaupsamningurinn var undirritaður fékk Valur Magnússon leyfi seljenda til að setja umrædda fasteign að veði til tryggingar láni, er hann hugðist taka, að fjárhæð kr. 100.000,00. Með skuldabréfi, dagsettu 23. mars 1983 (sic), sem afhent var til þinglýsingar í skrifstofu bæjarfóget- ans Í Seltjarnarneskaupstað samdægurs, nýtti Valur þessa heimild. Hljóðar veðskuldabréf það, sem hér var þinglýst, upp á kr. 100.000,00 og ber „hæstu lögleyfða““ vexti, og ber að greiða það með jöfnum árlegum afborg- unum á næstu þremur árum frá útgáfudegi. Skuldabréf þetta var aldrei selt og mun nú vera í vörslum lögmanns varnaraðilja. Veðskuld sú, sem hér um ræðir, er eina veðskuldin, sem nú hvílir á umræddri fasteign, en hún var seld Vali Magnússyni veðbandalaus. Valur fékk umráð fasteignarinnar fáum dögum eftir gerð kaupsamnings- ins og hófst þegar handa um að selja hana aftur. Hinn 6. apríl 1982 gerði Valur makaskiptasamning við Tryggva Stefáns- son, sem er varnaraðili máls þessa. Með samningi þessum selur Valur Tryggva fasteignina Miðbraut 32 fyrir kr. 1.300.000,00 og skyldi Tryggvi greiða kaupverðið þannig: Við undirskrift samningsins kr. 100.000,00 Hinn 19. apríl 1982 100.000,00 Hinn |. okt.—1. nóv. 1982 “ 100.000,00 Með því að afhenda Vali íbúð Tryggva í húseigninni nr. 70 við Furugrund í Kópavogi, sem metin er á kr. 900. 000,00, en að frádregnum áhvílandi veðskuldum, sem Valur yfirtekur, kr. 146.183,00 S 753.817,00 Tryggvi gefi út veðskuldabréf, tryggt 1534 með veðrétti í Miðbraut 32, sem beri 200 ársvexti „frá afhendingardegi““ og greiðist með jöfnum afborgunum á næstu 4 árum << 246.183,00 —————.. 28.183,UU Kr. 1.300.000,00 Í samningi þessum er og svofellt ákvæði: „„Afhendingartími beggja eigna er 15. apríl 1982 eða fyrr. Þangað til greiðir hvor aðila um sig skatta og skyldur og hirðir arð af sinni eign. Afsal fyrir báðum eignum |. okt. 1982.““ Hinn 11. maí 1982 gaf umboðsmaður þeirra aðilja, er seldu Vali Magnús- syni Miðbraut 32, út svohljóðandi yfirlýsingu: „Vísað er til kaupsamnings um Miðbraut 32, Seltjarnarnesi, í hendur Vals Magnússonar, nnr. 9195-0784. Fyrir hönd þinglesinna eigenda skv. umboði lýsi ég hér með yfir, að veðskuldabréf þau fyrir eftirstöðvum kaupverðs samtals að fjárhæð kr. 450.000,00 mega vera tryggð með öðru veði en Miðbraut 32, svo fremi sem hið nýja veð verði viðunandi og eigi síðra en Miðbraut 32 að mínu mati.“ Varnaraðili fékk umráð fasteignarinnar úr höndum Vals Magnússonar fáeinum dögum eftir gerð samnings þeirra og fékk Vali um leið umráð íbúð- arinnar að Furugrund 70. Varnaraðili greiddi Vali á réttum tíma þær greiðslur, sem honum bar að greiða samkvæmt kaupsamningnum á árinu 1982. Hinn 1. júlí 1982 átti Valur að greiða samkvæmt kaupsamningi við sóknaraðilja kr. 100.000,00. Sú greiðsla barst ekki, og kveðast sóknar- aðiljar hafa sent Vali, varnaraðilja og fasteignasölu þeirri, er haft hafði milligöngu um gerð makaskiptasamnings Vals og varnaraðilja, svohljóð- andi símskeyti hinn 9. júlí 1983 (sic): „„Kaupsamningi við Val Magnússon um Miðbraut 32 Seltjarnarnesi, er rift vegna greiðsludráttar. Fyrir hönd eigenda, Njáll Ingjaldsson.““ Með bréfi, dagsettu 10. ágúst 1982, fór Lúðvík Gizurarson hrl. þess á leit f.h. sóknaraðilja við bæjarfógetann á Seltjarnarnesi, að þáverandi íbúar að Miðbraut 32 á Seltjarnarnesi yrðu bornir út úr húsinu. Þeir, sem útburð- arbeiðnin beindist að, bjuggu í húsnæðinu samkvæmt leigusamningi við 1535 Tryggva Stefánsson. Hinn 11. ágúst 1982 sendi Kristján Stefánsson héraðs- dómslögmaður svohljóðandi símskeyti til Njáls Ingjaldssonar, Vallarbraut 14, Seltjarnarnesi, sem samkvæmt umboði hafði annast gerð samningsins við Val Magnússon af hálfu seljenda: „„Áréttum framboðna greiðslu vegna kaupa Miðbrautar 32 fjárhæð auk vaxta í vörslu undirritaðs. Fyrir hönd Vals Magnússonar Kristján Stefánsson hdl.““ Njáll Ingjaldsson skrifaði Kristjáni Stefánssyni hdl. bréf, dags. 12. ágúst 1982, þar sem móttaka símskeytisins er staðfest og jafnframt tekið fram, að bréfritari hafi tilkynnt Vali Magnússyni, að hann (þ.e. Njáll) hafi rift kaupsamningi þeirra. Í bréfinu er því mótmælt, að símskeytið sé ítrekun á áður fram boðinni greiðslu. Hafi Valur lýst því yfir hinn 9. ágúst, að hann hafi ekki tök á að greiða hina umsömdu greiðslu. Síðan segir í bréfi þessu orðrétt: „Þó að ég myndi nú samþykkja að falla frá riftun kaupsamningsins, höfum við, ég og umbjóðendur mínir, ekki allra minnstu ástæðu til að ætla að staðið yrði við önnur atriði samningsins og hefir sár reynsla okkar af viðskiptum við Val Magnússon verið slík, að því fyrr sem við losnum úr klóm hans, því fyrr má ætla að fjárhagslegu tjóni, óvissu og margháttuðum óþægindum, sem orsakast hafa af svikum hans og ósannindum, linni. Munu ófáir aðrir eiga um sárt að binda, áður en lýkur, vegna „umsvifa““ hans á fjármálasviðinu. Ótrúlegt er að nokkur, sem kynnir sér málavöxtu, lái okkur að við munum halda fast við þá beiðni okkar að húseignin Miðbraut 32, verði rýmd og fyrrgreindum kaupsamningi rift. Áskiljum við okkur allan rétt til kröfu bóta vegna þess fjárhagslega tjóns, sem við höfum orðið fyrir.“ Framangreind beiðni um útburð var tekin fyrir í fógetarétti Seltjarnarness hinn 13. ágúst 1982. Voru þar mættir af hálfu sóknaraðilja Njáll Ingjalds- son og Lúðvík Gizurarson hrl. Gerðarþoli í útburðarmálinu var og mættur og með honum Kristján Stefánsson hdl. Lýsti Kristján Stefánsson hdl. yfir því, að hann væri og mættur til að gæta hagsmuna Vals Magnússonar. Ítrekaði hann boð um greiðslu skv. 2. lið kaupsamnings sóknaraðilja og Vals og framvísaði sparisjóðsbók við Landsbanka Íslands, aðalbanka, en inn á þessa bók, sem skráð var í bankanum á nöfn sóknaraðilja, höfðu verið lagðar kr. 100.000,00. Óskaði lögmaðurinn eftir, að bókuð yrðu í 1536 fógetaréttinum „mótmæli Vals Magnússonar gegn því, að kaupunum hafi verið rift eða að þeim verði rift““, eins og segir í endurriti úr fógetabók Seltjarnarness. Er og bókað eftir lögmanninum, að um vanefnd sé að ræða af hálfu gerðarbeiðenda í formi viðtökudráttar. Að svo komnu máli vildu sóknaraðiljar ekki veita umræddri sparisjóðs- bók viðtöku, en kröfðust. útburðar á leigutakanum. Í skýrslu, sem Njáll Ingjaldsson gaf fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins, er um þetta haft eftir honum orðrétt: „„Útburður fékkst ekki þar sem Kristján Stefánsson hdl. lögmaður Vals, framvísaði í þinghaldinu bankabók með innistæðu kr. 100.000,00. Inni- stæðan í bankabókinni var á nafni seljenda Miðbrautarinnar. Að svo stöddu þá vildi ég ekki taka við þessu sem greiðslu þar sem ég taldi mig vera með því að skemma fyrir mér Í sambandi við útburðarmálið.““ Hinn 8. september 1982 var í fógetarétti Seltjarnarness kveðinn upp úrskurður í umræddu útburðarmáli. Var kröfu um útburð synjað og gerðarbeiðendum gert að greiða gerðarþola in solidum kr. 3.000,00 í máls- kostnað. Í forsendum úrskurðar þessa segir m.a.: „„Gerðarbeiðendur í máli þessu eru þinglýstir eigendur húseignarinnar Miðbraut 32 á Seltjarnarnesi og geta þeir gert kröfu um að fá umráð eignar sinnar. Gerðarþoli er leigutaki að húseigninni og byggir rétt sinn á leigu- samningi við Tryggva Stefánsson. Geta þeir ekki öðlast frekari rétt en heimildarmaður þeirra að eigninni, Valur Magnússon, hefur. Kemur því til athugunar, hvort nefndur Valur hafi vanefnt kaupsamning á réttarskjali nr. 2 í þeim mæli, að gerðarbeiðendum sé rétt að fá umráð eignarinnar. Greiðsla samkvæmt 1. tölulið kaupsamningsins fékkst greidd 2. apríl síðast liðinn. Boðin hefur verið fram greiðsla samkvæmt 2. tölulið kaupsamn- ingsins og við þingfestingu málsins var sýnd sparisjóðsbók nr. 160693 við Landsbanka Íslands, aðalbanka, með innistæðu kr. 100.000,-. Verður ekki talið, að gerðarbeiðendur hafi sýnt fram á þær vanefndir á kaupsamningn- um, er rennt gætu stoðum undir kröfu þeirra um útburð. Verður krafa þeirra því ekki tekin til greina.““ Úrskurði þessum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Eftir að niðurstaðan í útburðarmálinu lá fyrir og fram til 24. febrúar 1983 virðast sóknaraðiljar ekki hafa gert reka að því að knýja fram riftun kaupanna, en þann dag sendir lögmaður þeirra svohljóðandi símskeyti til Kristjáns Stefánssonar hdl.: 1537 „„Fer fram á afhendingu til mín á bankabók eign seljanda Miðbrautar 32 með innistæðu kr. 100.000,-.““ Í skýrslu, sem lögmaðurinn gaf hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins er haft eftir honum, að símskeyti þetta hafi hann sent sem umboðsmaður seljenda Miðbrautar 32, en þau hafi talið þessa bók vera sína eign og hafi hann sent skeytið til að fá bókina til varðveislu. Sama dag var tekin fyrir í fógetarétti Reykjavíkur beiðni sóknaraðilja um, að löghald yrði gert hjá Vali Magnússyni fyrir kr. 350.000,00 auk vaxta. Gerðarþoli var mættur í réttinum og kvaðst ekki geta vísað á eignir til löghalds. Varð gerðin því árangurslaus. Sama dag krafðist lögmaður sóknaraðilja þess við skiptaráðandann í Reykjavík, að bú Vals Magnússonar yrði tekið til gjaldþrotaskipta á grund- velli hinnar árangurslausu kyrrsetningar, og var sú krafa tekin til greina með úrskurði, sem upp var kveðinn 5. apríl 1983 eins og áður greinir. Þegar bú Vals Magnússonar var tekið til gjaldþrotaskipta, hafði varnar- aðili, Tryggvi Stefánsson, greitt Vali samkvæmt makaskiptasamningi þeirra í peningum kr. 300.000,00 og látið Val fá umráð íbúðar sinnar að Furu- grund 70 í Kópavogi. Við uppsögu gjaldþrotaúrskurðarins hafði Guðlaug Þorbergsdóttir greitt Vali Magnússyni kr. 590.000,00 upp í kaupverð íbúðarinnar að Furugrund 70 í Kópavogi samkvæmt áðurgreindum kaupsamningi þeirra, en hún hafði haldið eftir greiðslu, er hún skyldi inna af hendi hinn 15. mars 1983, kr. 50.000,00. Í kröfulýsingu Guðlaugar Þorbergsdóttur í þrotabúið, dagsettri 24. júní 1983, kemur fram, að Guðlaug seldi íbúðina að Furugrund 70 með kaup- samningi, dagsettum 9. júlí 1982, fyrir kr. 1.100.000,00, en frekari gögn liggja ekki fyrir um þau kaup. Samkvæmt gögnum málsins, hafa sóknaraðiljar ekki gefið Vali Magnús- syni út afsal fyrir fasteigninni Miðbraut 32, Seltjarnarnesi, og ekki hafði Valur heldur fengið útgefið afsal fyrir íbúðinni að Furugrund 70, er bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Upplýst er, að margnefnd sparisjóðsbók var eigi afhent sóknaraðiljum eða lögmanni þeirra, þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir henni, svo sem að framan var greint. Kristján Stefánsson hdl. afhenti Vali bókina, og er kvittun fyrir henni dagsett 1. apríl 1983. Hinn 28. sama mánaðar tók Valur Magnússon út alla innistæðuna ásamt tilföllnum vöxtum, og var bókin þá eyðilögð. Innistæðan nam þá samtals kr. 128.910,29, og notaði Valur það fé í eigin þarfir, og er m.a. upplýst, að af þessu fé greiddi hann lögmannin- um kr. 30.000,00 í lögmannsþóknun. 97 1538 III. Kröfur sóknaraðilja eru á því reistar, að Valur Magnússon hafi beitt þau svikum við „að ná fram““ kaupsamningnum og vísa í því sambandi til 30. gr. laga nr. 7, 1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Enn- fremur telja sóknaraðiljar, að hinar augljósu stórfelldu og vítaverðu van- efndir Vals Magnússonar á kaupsamningi þeirra leiði til sömu niðurstöðu, og vísa sóknaraðiljar, til 21. gr. laga nr. 39, 1922 (sic) í því sambandi. Í greinargerð sóknaraðilja, er kröfum þeirra lýst sem hér segir: „50. þrotamaður Valur Magnússon beitti margvíslegum svikum og blekk- ingum til að koma kaupsamningnum á ... Samningalög gera ráð fyrir víðtækri heimild til ógildingar samninga, ef þeim er komið á með svikum eða blekkingum. Virðast öll skilyrði vera fyrir hendi í þessu máli til að ógilda kaupsamninginn um Miðbraut 32 dags. 16. marz 1982. Vísa umbjóðendur mínir í heild til dómskjals nr. 2, skýrslu RLR. Er nauðsynlegt að lesa alla þá bók til að átta sig á endalausum svikum þrotamanns. Valur Magnússon greiddi fyrst kr. 100.000,- með innistæðulausum tékka, blekkti síðan út veðleyfi kr. 100.000,- og veðsetti eignina fyrir þeirri fjár- hæð. Ávísunin kr. 100.000,- var gerð góð seinna, en meira greiddi Valur Magnússon ekki. Samkvæmt bls. 1 í skýrslu RLR dómskjal nr. 2 náði Valur Magnússon kr. 890.000,- samtals út með endursölu eignarinnar. Það verður því að álykta, að Valur Magnússon hafi aldrei ætlað að efna kaupsamning- inn við umbjóðendur mína, heldur einungis nota hann til að svíkja út fé. Slíkan svikasamning ber að ógilda. Þessu til viðbótar styðja umbjóðendur mínir riftun á endalausum vanskilum og er það vara krafa.““ Því er og haldið fram af hálfu sóknaraðilja, að þeir hafi haft samband við varnaraðilja og gert honum grein fyrir því, hvernig málin stóðu milli þeirra og Vals í júlí 1982, en varnaraðili hafi á eigin áhættu kosið að efna samning sinn og Vals Magnússonar. Kveðast sóknaraðiljar hafa sent varnaraðilja símskeyti í þessu sambandi í júlí 1982 og hafi varnaraðili í skýrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins kannast við að hafa fengið það skeyti. Sóknaraðiljar halda því fram, að löghaldið, sem fram fór hjá Vali Magnússyni hinn 24. febrúar 1983, hafi farið fram til þess „,að upplýsa greiðslustöðu Vals Magnússonar og leggja með því frekari grundvöll að ógildingu kaupsamningsins um Miðbraut 32. Með þessu voru auðvitað einnig sönnuð fjársvik Vals Magnússonar““ segir í greinargerð sóknaraðilja. Þá segir ennfremur í greinargerð sóknaraðilja: „...Þegar umbjóðendur mínir höfðu í höndum árangurslaust löghald 24/2 1983, óskuðu þeir strax eftir því með beiðni dags. sama dag, að bú Vals Magnússonar yrði tekið til gjaldþrotaskipta... Umbjóðendur mínir höfðu reynt með ýmsum hætti 1539 að losna úr „„klóm““ Vals Magnússonar... Nú virtist sjá fyrir endann á því. Með gjaldþrotaúrskurðinum eins og hann bar að, hlaut RLR að taka öll fasteignaviðskipti Vals Magnússonar og upplýsa þau með rannsókn. Svik og prettir Vals Magnússonar hlutu því að upplýsast og hægt yrði að ógilda kaupsamninginn um Miðbraut 32 þannig. Með gjaldþrotaúrskurðinum fer málið fyrir skiptarétt og allar fjárkröfur fá þar sömu meðferð. Einn getur ekki skotið sér fram fyrir annan. Skaða- bótakrafa umbjóðenda minna vegna viðskipta við Val Magnússon mundi því hljóta eðlilega og rétta meðferð. Með gjaldþrotaúrskurðinum missti þrotamaður, Valur Magnússon, forræði á búi sínu. Það hafði komið fram áður, t.d. í útburðarmálinu í ágúst-september 1982, að Kristján Stefánsson hdl. gekk mjög langt í því að halda viðskiptum Vals Magnússonar áfram gangandi. Með gjaldþrotaúrskurðinum hefur Kristján Stefánsson hdl. ekki lengur með mál Vals Magnússonar að gera heldur skiptaréttur. Umbjóð- endur mínir eru ekki í minnsta vafa um það, að hlutlaus dómari samþykkir ógildingu kaupsamningsins um Miðbraut 32, Seltjarnarnesi og er sú krafa byggð á skýrslu RLR og öllum svikum og blekkingum Vals Magnússonar frá upphafi. Það var talið eðlilegra og fljótvirkara að sækja þá ógildingu í hendur skiptaréttar heldur en að fara aðrar og seinfarnari leiðir á þeim tíma. Svik Vals Magnússonar þurfti að upplýsa og sanna til að ógilda samn- inginn um Miðbraut 32 og svona var það gert...““ Varnaraðili heldur því fram, að sóknaraðiljar geti eigi rift kaupsamningi sínum við Val Magnússon, „þar sem þeir hafi dregið það úr hófi fram að tilkynna slíkt þeim, sem hagsmuna höfðu að gæta og sóknaraðiljum var kunnugt um, sbr. 32. gr. laga nr. 39/ 1922“, eins og segir í greinargerð hans á dskj. 13. Ennfremur er á því byggt af varnaraðilja, að „riftunartil- kynning““ frá því ágúst 1982 sé marklaus vegna þess, að „þá var lítill hluti kaupverðs í vanskilum, greiðsla var boðin fram og útburði hafnað““. Enn- fremur telur varnaraðili, að hafna beri kröfum sóknaraðilja, þar sem sóknaraðiljar hafi fallið frá því að miða riftun við vanefndir, sem orðnar voru í ágúst 1982, heldur krafist þess, að riftun skyldi miðast við skiptafund 28. júní 1983, en á þeim tíma höfðu þeir enga greiðslu fengið frá Vali Magnússyni í eitt ár. Loks er á því byggt af hálfu varnaraðilja, að umboðs- maður sóknaraðilja hafi samþykkt án nokkurs fyrirvara, að Valur seldi Tryggva Stefánssyni íbúðina og geti sóknaraðiljar eftir að hafa gefið slíka yfirlýsingu ekki riftað samningi sínum og Vals vegna vanskila viðsemjenda síns samkvæmt þeim samningi. Af hálfu varnaraðilja er því haldið fram, að allt frá því sóknaraðiljar sömdu við Val Magnússon hafi þeir látið viðgangast, að hann væri í van- skilum. Þeir hafi þegar í stað hinn 16. mars 1982 getað riftað samningnum. Það hafi þeir ekki gert, heldur tekið frekar við innistæðulausum tékka úr 1540 hendi Vals með vitneskju um, að innistæða var ekki fyrir tékkanum. Eftir að bankabókin var boðin fram í fógetarétti Seltjarnarness sem lýst var hér að framan, hafi ekkert verið gert af hálfu sóknaraðilja, fyrr en þeir kröfðu um efndir samningsins með löghaldsgerð þann 24. febrúar 1983. Hafi sóknaraðiljum þó verið fullljóst, að Valur var búinn að selja Miðbraut 32 og síðan Furugrund 70 og að fjölda einstaklinga var hætt við fjártjóni vegna viðskipta við hann um þessar eignir. Vegna þessarar vitundar sóknar- aðilja eða umboðsmanna þeirra hafi sóknaraðiljum borið án nokkurs dráttar að gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til að koma í veg fyrir fjártjón þessara aðilja og hefðu því átt, ef þeir vildu rifta samningnum, að fylgja sínu máli eftir, er þeir fengu bankabókina eigi í hendur í ágúst 1982. Varnaraðili mótmælir því, að samningur sóknaraðilja og Vals Magnús- sonar sé ógildur vegna svika. Sóknaraðiljar hafi á engan hátt sýnt fram á, að þeir hafi verið beittir svikum við gerð samningsins og einnig komi það fram í framburði Vals Magnússonar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, að hann hafi ætíð ætlað að efna sína samninga. Varnaraðili bendir á það í greinargerð sinni, að það sé ekki fyrr en „í þriðju og síðustu kröfulýsingu sóknaraðilja““ sem þessari málsástæðu sé hreyft. Af hálfu varnaraðilja er því haldið fram, að vegna tómlætis sóknaraðilja hafi þeir boðið heim hættu á mun meira fjártjóni fyrir aðra aðilja og þar sem sóknaraðiljar höfðu vitenskju um það, hverjir þeir aðiljar voru, hafi þeim borið að gera það, sem þeir gátu, til að koma í veg fyrir slíkt. Vegna þessa tómlætis beri sóknaraðiljum að bera þetta tjón heldur en þeim aðilj- um, sem urðu að byggja sín úrræði á viðbrögðum sóknaraðilja. Þá heldur varnaraðili því fram, að með löghaldsgerð, sem byggð hafi verið á efndum kaupsamningsins, hafi sóknaraðiljar verið að krefjast efnda, en ekki riftunar kaupsamningsins, eins og sóknaraðiljar vilji nú halda fram. Segir um þetta atriði í greinargerð varnaraðilja: „„Ef hann (þ.e. lögmaður sóknaraðilja) hefði verið að leggja grunn að riftun samningsins með löghaldsgerðinni hefði verið fróðlegt að fylgjast með framvindu stað- festingarmáls í framhaldi löghaldsgerðar sem árangur hefði borið.“ IV. Ljóst er af lýsingu málavaxta í kafla Il hér að framan, að kröfur varnar- aðilja og kröfur Guðlaugar Þorbergsdóttur í þrotabú Vals Magnússonar eru þannig, að hagsmunum þessara kröfuhafa lýstur saman við hagsmuni sóknaraðilja máls þessa. Var lögmanni Guðlaugar Þorbergsdóttur gerð bréflega grein fyrir þessu, en hún hefur þó ekki gerst beinn aðili að máli þessu. Þegar bú Vals Magnússonar var tekið til gjaldþrotaskipta, voru allar greiðslur samkvæmt kaupsamningi hans við sóknaraðilja fallnar í gjaldaga, 1541 en hann hafði aðeins greitt hina fyrstu þeirra, þ.e þá er féll í gjalddaga við undirskrift kaupsamningsins. Einnig hafði verið boðin fram greiðsla á kr. 100.000,00, sem fallið höfðu í gjalddaga 1. júlí 1982, með sparisjóðs- bók, sem sýnd var í fógetarétti Seltjarnarness 13. ágúst 1983, svo sem lýst var hér að framan, en sóknaraðiljar vildu þá ekki veita henni viðtöku. Riftunarkrafa sóknaraðilja er m.a. á því reist, að Valur hafi beitt þá svikum við kaupin. Hann hafi frá upphafi aldrei ætlað sér að greiða hið umsamda kaupverð fyrir fasteignina Miðbraut 32, Seltjarnarnesi, og sýni það best sú rannsókn, sem Rannsóknarlögregla ríkisins hafi framkvæmt. Upplýst er, að innistæða var ekki til fyrir þeirri ávísun, er Valur notaði til að greiða útborgunina við samningsgerð. Þetta var umboðsmanni sókn- araðilja gert ljóst þá þegar, en hann tók fyrirvaralaust við greiðslunni hinn 5. apríl 1982. Verður að telja, að með fyrirvaralausri viðtöku þeirrar greiðslu hafi hann samþykkt þann drátt, er varð á því, að sú greiðsla bærist. Ákvæði 30. gr. laga nr. 7, 1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem fjallar um svik, leiðir því aðeins til ógildingar samnings, að ógildingarástæðan hafi verið til staðar, er samningurinn var gerður og að sá aðili, sem svikunum var beittur, hafi ekki, eftir að honum urðu svikin ljós, með athöfn eða athafnaleysi lýst sig sáttan við umrædda ráðstöfun. Ósannað.er, að þegar við samningsgerðina hafi verið fyrir hendi önnur þau atvik en sú staðreynd, að ekki var innistæða til fyrir tékkanum, að leitt hefðu getað til ógildingar kaupsamningsins. Verður riftunarkrafa sóknar- aðilja því ekki tekin til greina á þeim grundvelli. Kemur þá til skoðunar, hvort sóknaraðiljar geti riftað kaupunum vegna vanefnda Vals á kaupsamningnum. Um skilyrði riftunar vegna vanefnda Vals á kaupsamningnum nýtur ekki settra lagareglna, en það er meginregla íslensks réttar í lausafjárkaupum, að sé söluhlutur kominn í vörslur þrota- manns fyrir það tímamark, að bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta, verður kaupunum ekki riftað, sbr. 39.—41. gr. laga nr. 39, 1922. Eftir það tíma- mark á kröfuhafinn fjárkröfu á hendur búinu, en ekki kröfu til að fá hið selda afhent sér að nýju. Í kaupsamningi sóknaraðilja og Vals er m.a. svohljóðandi ákvæði: „Afsal skal gefið út 1-3-83 næstkomandi, er kaupandi hefur fullnægt skuldbindingum sínu skv. framanskráðu. ““ Skýra verður þetta ákvæði þannig, að seljandi sé því aðeins skyldugur að gefa kaupanda út afsal fyrir umræddri eign, að kaupandi hafi greitt allt kaupverðið. Þótt kaupandi hafi fengið umráð yfir fasteign samkvæmt samningi aðiljanna, hafði seljandi ekki látið af hendi hluta eignaráða yfir eigninni, þ.e. hina formlegu eignarheimild. Rétturinn telur augljóst, að vanefndir Vals Magnússonar hafi verið orðnar verulegar, er bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Kemur þá til 1542 athugunar, hvort sóknaraðiljar hafi með aðgerðum sínum og/eða aðgerðar- leysi fyrirgert rétti sínum til að krefjast riftunar samningsins. Sóknaraðiljum mátti vera það ljóst hinn 13. ágúst 1982, að af hálfu Vals Magnússonar var hugmyndum. þeirra um riftun kaupsamnings þeirra ein- dregið mótmælt, enda var því lýst yfir í þinghaldi í fógetarétti Seltjarnar- ness af lögmanni Vals þann dag. Þeir neituðu þó að taka við framboðinni greiðslu af lögmanninum, ekki vegna þess að þeir teldu hana ekki full- nægjandi, heldur vegna þess að þeir töldu, að það mundi leiða til þess, að synjað yrði um útburð á íbúum að Miðbraut 32. Eftir að úrskurður um útburðarkröfuna gekk, höfðust sóknaraðiljar ekki að fyrr en hinn 24. febrúar 1983 og hófu þá innheimtuaðgerðir. Gerðu þeir þá kröfu til lög- manns Vals, að hann afhenti þeim umrædda bankabók, og kröfðust kyrr- setningar á eignum Vals Magnússonar til tryggingar kr. 350.000,00 auk vaxta og skirskotuðu til krafna, sem sóknaraðiljar ættu samkvæmt kaup- samningnum við Val. Þar sem kyrrsetningin varð árangurslaus, kröfðust sóknaraðiljar gjaldþrotameðferðar á búi Vals Magnússonar. Úrskurður þar að lútandi gekk 5. apríl 1983. Það er ekki fyrr en á síðasta degi kröfulýs- ingarfrests í þrotabúið sem skiptaráðanda berst krafa sóknaraðilja um að umræddum kaupum verði riftað, en áður hafði lögmaður þeirra lýst bóta- kröfu að fjárhæð kr. 500.000,00 fyrir þeirra hönd með bréfi, dagsettu 20. júní 1983. Allar aðgerðir sóknaraðilja frá því riftunarkröfum þeirra var mótmælt af hálfu Vals Magnússonar í ágústmánuði 1982 fram til þess, að riftunar- kröfu þeirra var lýst í þrotabúið, hafa miðast að því, að samningur þeirra og Vals verði efndur samkvæmt efni sínu. Allan þennan tíma hefur þeim og verið það ljóst, að Valur Magnússon hafði mjög skömmu eftir að kaup- samningur hans og sóknaraðilja var gerður selt fasteignina aftur. Var þar af leiðandi enn brýnna en ella að gera án ástæðulauss dráttar reka að því að knýja fram riftun kaupanna, ef sóknaraðiljar vildu rifta þeim gegn vilja Vals. Telja verður, að með því að krefjast kyrrsetningar í eignum Vals Magnús- sonar hafi sóknaraðiljar verið að leggja grundvöll að málssókn og síðar fjárnámi í kyrrsettum eignum til að knýja fram efndir á umræddum samn- ingi eftir efni hans. Slík kröfugerð er augljóslega ekki í samræmi við kröfur um riftun. Ef sóknaraðiljar vildu knýja fram riftun kaupanna, er greiðslu- staða Vals Magnússonar var upplýst orðin í lok kyrrsetningargerðarinnar, lá beint við að höfða mál fyrir almennum dómstóli í því skyni. Sóknar- aðiljar kusu hins vegar þá leið að krefjast fullnustu í fjárkröfu sinni á hendur Vali með sameiginlegri fullnustugerð lánardrottna, þ.e gjaldþrota- meðferð á búi skuldarans. Sóknaraðiljar hafa ekki neytt heimildar í 2. mgr. 43. gjaldþrotalaga og 1543 skorað á búið að efna skyldur Vals samkvæmt margnefndum kaupsamn- ingi, og ekki hefur komið til þess, að búið lýsti yfir því sérstaklega, að það tæki við réttindum og skyldum þrotamanns samkvæmt 1. mgr. 43. gr. þeirra laga. Samkvæmt framansögðu þykir verða að fallast á það með varnaraðilja, að sóknaraðiljar hafi með aðgerðum sínum fyrirgert rétti til að rifta kaup- samningnum við Val Magnússon, og verður því að hafna riftunarkröfu þeirra í máli þessu. Eins og kröfugerð sóknaraðilja í máli þessu er úr garði gerð, verður ekki frekar en að framan er greint fjallað um kröfur þeirra á hendur búinu. Er niðurstaða málsins því sú, að afstaða skiptaráðanda til krafna sóknar- aðilja í þrotabú Vals Magnússonar, eins og hún er tilgreind í kröfuskrá, skal standa óbreytt. Eftir atvikum þykir mega ákveða, að málskostnaður í máli þessu skuli falla niður. Það er aðfinnsluvert, að greinargerð sóknaraðilja á dskj. nr. 1 er nánast samfelldur skriflegur málflutningur. Ragnar Halldór Hall borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Afstaða skiptaráðanda til krafna sóknaraðilja í þrotabú Vals Magnússonar, eins og hún er tilgreind á skrá yfir lýstar kröfur í búið, skal óbreytt standa. Málskostnaður fellur niður. 1544 Mánudaginn 23. desember 1985. Nr. 81/1983. Framleiðsluráð landbúnaðarins og (Jón Þorsteinsson hrl.) landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Árni Kolbeinsson hdl.) gegn Árna Möller og gagnsök (Gísli Baldur Garðarsson hdl.) Stjórnarskrá. Skattur. Framsal skattlagningarvalds. Kjarnfóðurgjald. Endurgreiðsla. Vextir. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi framleiðsluráð landbúnaðarins skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. april 1983. Hann gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda, er verði dæmdur til að greiða sér málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Aðaláfrýjendur landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. maí 1983. Dómkröfur þeirra eru þessar. Aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum gagnáfrýjanda og þeim dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrsta varakrafa, að þeim verði einungis gert að greiða 11.250,34 krónur. Önnur varakrafa, að þeim verði einungis gert að greiða 27.639,90 krónur. Þriðja varakrafa, að þeim verði einungis gert að greiða 38.890,24 krónur. Varðandi allar varakröfurnar er gerð sú krafa, að hafnað sé þeirri aðferð gagnáfrýjanda að bæta vöxtum við höfuðstól um hver ára- mót fram að þingfestingu málsins í héraði. Þá er varðandi allar 1545 varakröfurnar gerð sú krafa, að málskostnaður verði látinn niður falla bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi, Árni Möller, hefur, að fengnu áfrýjunarleyfi, 3. júní 1983, skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 20. júní 1983. Dómkröfur hans eru aðallega þær, að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða gagnáfrýjanda in solidum 49,596,15 krónur og 12.668,46 krónur í vexti til 14. janúar 1982 og dómvexti af 61.519,62 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Fyrsta varakrafa er, að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða gagnáfrýjanda 27.639,90 krónur og 10.650,55 krónur í vexti til 14. janúar 1982 auk dómvaxta af 37.826,04 krónum frá 14. janúar 1982 til greiðsludags. Önnur varakrafa er, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þrautavarakrafa er, að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða gagnáfrýjanda in solidum 11.250,34 krónur og 1.738,84 krónur í vexti til 14. janúar 1982 auk dómvaxta af 12.837,64 krónum frá 14. janúar 1982 til greiðsludags. Í vaxtakröfu gagnáfrýjanda hér að framan felst krafa um. greiðslu vaxtavaxta, þ.e. að áfallnir vextir verði lagðir við höfuðstól á 12 mánaða fresti miðað við áramót og reiknist vextir af þannig hækkandi höfuðstól. Loks er gerð sú krafa, að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða gagnáfrýjanda in solidum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Í máli þessu er deilt um lögmæti álagningar innflutningsgjalds af erlendu kjarnfóðri, er gagnáfrýjanda hefur verið gert að greiða frá júlí 1980 til ársloka 1981. Í málinu krefst gagnáfrýjandi endurgreiðslu gjaldsins. Verða aðaláfrýjendur því ekki sýknaðir á grundvelli þeirrar málsástæðu, að gagnáfrýjandi hafi ekki beðið tjón. Ekki verður heldur talið, að sú málsástæða sé á rökum reist, að gagnáfrýjandi sé ekki að lögum réttur málsaðili eða að hann hafi fyrirgert rétti vegna tómlætis. II. Í 40. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33 frá 17. júní 1546 1944 segir m.a.: „„Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.““ Samkvæmt 2. gr. bráðabirgðalaga nr. 63, 23. júní 1980 um breyt- ingu á lögum nr. 15/1979 um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., er heimilt að endurgreiða framleiðend- um kjarnfóðurgjald það, er mál þetta snýst um „að hluta eftir reglum, sem framleiðsluráð ákveður.“ Kjarnfóðurgjald þetta verður að teljast skattur í skilningi 40. gr. stjórnarskrárinnar. Með því að ákveða skattlagningarprósentuna svo háa sem raun er á, allt að 200% af innkaupsverði vörunnar, en heimila jafnframt endurgreiðslu gjaldsins að hluta „eftir reglum sem framleiðsluráð ákveður““ var skattlagningarvaldið í reynd hjá framleiðsluráði. Slíkt framsal skattlagningarvalds Alþingis til óæðra stjórnvalds, sem þar að auki er skipað með þeim hætti, sem lýst er í héraðsdómi, brýtur í bága við 40. gr. stjórnarskrárinnar. Álagning kjarnfóðurgjalds samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 63, 23. júní 1980 var því eigi gjörð skv. gildri skattlagningarheimild, og sama máli gegnir um auglýsingu nr. 280 24. júní 1980 svo og reglugerðir nr. 311 24. júní 1980 og nr. 457 29. ágúst 1980, sem byggðu á bráðabirgðalögunum. Fær það ekki breytt þessari niður- stöðu, að í 5. mgr. 2. gr. rgl. nr. 311/1980 segir, að leita skyldi ráðherrastaðfestingar á reglum framleiðsluráðs um endurgreiðslu, þegar af þeirri ástæðu að þetta ákvæði skorti lagastoð. Með 1. gr. laga nr. 45 29. maí 1981 um breytingu á lögum nr. 15/1979 um breytingu á lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðar- vörum o.fl. var landbúnaðarráðherra falið að ákveða endurgreiðslu kjarnfóðurgjaldsins „að fengnum tillögum framleiðsluráðs. Skyldi gjaldheimtu þessari sem og öðrum tímabundnum ráðstöf- unum, er mælt var fyrir um í téðri lagagrein, skipað með reglugerð „að fengnum tillögum Framleiðsluráðs og fulltrúafundar Stétta- sambands bænda.“ Landbúnaðarráðherra gaf út reglugerð um gjald af innfluttu kjarnfóðri 30. september 1981. Birtist hún í B deild Stjórnartíðinda 2. október s.á., nr. 491/1981. Það hefur lengi tíðkast í íslenskri löggjöf, að ríkisstjórn eða ráð- herra væri veitt heimild til þess að ákveða, hvort innheimta skuli 1547 tiltekna skatta. Verður að telja, að nú sé svo komið, að þessi langa og athugasemdalausa venja löggjafans hafi helgað slíka skattheimtu innan vissra marka. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telst kjarnfóðurgjald það, sem gagnáfrýjanda hefur verið gert að greiða eftir 2. október 1981, réttilega á lagt. Ber að dæma aðaláfrýjendur in solidum til að endurgreiða gagnáfrýjanda það kjarnfóðurgjald, er honum var gert að greiða á tímabilinu júlí 1980 til 2. október 1981. Samkvæmt kröfugerð gagnáfrýjanda nemur sú fjárhæð, sem ekki hefur sætt tölulegum andmælum, samtals 38.890,24 krónum. Fyrir Hæstarétti var því mótmælt, að vextir verði dæmdir fyrr en frá upphafi málsóknar gagnáfrýjanda. Ekki kemur fram, að gagnáfrýjandi hafi ótvírætt krafist endur- greiðslu ofgreidds kjarnfóðurgjalds fyrr en með héraðsdómsstefnu. Verða aðaláfrýjendur því dæmdir til að greiða hæstu innlánsvexti af framangreindri fjárhæð frá 14. janúar 1982 til greiðsludags, svo sem í dómsorði segir. Eftir þessum úrslitum verður aðaláfrýjendum gert að greiða gagn- áfrýjanda in solidum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 60.000,00 krónur. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Framleiðsluráð landbúnaðarins, landbún- aðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, greiði in solidum gagnáfrýjanda, Árna Möller, 38.890,24 krónur með 39% ársvöxtum frá 14. janúar 1982 til 1. nóvember s.á., 47% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 39% ársvöxt- um frá þeim degi til 21. október s.á., 3690 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., 2570 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 199 ársvöxtum frá þeim degi til 13. ágúst s.á., 25,4 árs- vöxtum frá þeim degi til 20. nóvember s.á., 26,2%0 ársvöxtum frá þeim degi til21. janúar 1985, með 36% ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu dóms þessa og með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 1548 Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda in solidum 60.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Magnúsar Thoroddsen, Sigurgeirs Jónssonar og Þórs Vilhjálmssonar. Við erum sammála atkvæði Guðmundar Jónssonar hæstaréttar- dómara, sem verður dómur í máli þessu, um annað en útreikning vaxta frá 14. janúar 1982. Teljum við, að aðaláfrýjendum beri að greiða dómvexti af 38.890,24 krónum til greiðsludags þannig, að áfallnir vextir verði lagðir við höfuðstól um hver áramót og reiknist vextir af þannig hækkandi höfuðstól. Verður að telja, að í kröfu um dómvexti samkvæmt lögum nr. 56/1979 felist krafa um vaxta- vexti, ella yrðu þeir ekki „„jafnháir hæstu innlánsvöxtum við inn- lánsstofnanir eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjár- magns,““ eins og fyrir er mælt í 1. gr. nefndra laga. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjörnssonar Halldórs Þorbjörnssonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. I. Eins og í héraðsdómi greinir, var ákveðið í 1. grein laga nr. 15/1979 um breyting á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðar- vörum o.fl., að Framleiðsluráði landbúnaðarins væri að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra heimilaðar tilteknar tímabundnar ráðstafanir, ef búvöruframleiðsla yrði meiri en þörf væri fyrir á innlendum markaði og ekki fengjust erlendir markaðir sem viðunandi teldust fyrir það, sem umfram væri. Ráðstafanir þessar voru samkvæmt a lið greinarinnar, að ákveðið yrði mismunandi verð á búvöru til framleiðenda, að niðurgreiðslur á búvöruverði til framleiðenda færu stiglækkandi, eftir að náð væri ákveðnu framleiðslumarki, og 1549 að innheimt yrði sérstakt framleiðslugjald til verðjöfnunar. Sam- kvæmt b lið var heimilað, að lagt yrði sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður og mætti það nema allt að 100% af innkaupsverði vörunnar. Þó skyldu framleiðendur á lögbýlum og aðrir, sem hefðu meiri hluta tekna sinna af búvöruframleiðslu, fá tiltekið magn kjarnfóðurs án þess að greiða gjaldið. Átti það að fara eftir fram- töldum bústofni og afurðum eftir nánari ákvæðum í reglugerð. Samkvæmt c lið greinarinnar vár Framleiðsluráði landbúnaðarins falin gæsla þess fjár, sem kynni að innheimtast eftir framangreind- um heimildum. Með reglugerð nr. 348 22. ágúst 1979 voru settar nánari reglur um framkvæmd laganna, þar á meðal um heimild til innheimtu kjarnfóðurgjaldsins, sbr. 3.-6. gr. reglugerðarinnar. Til þess kom þó ekki, að notuð væri heimild sú, sem veitt var til álagningar kjarn- fóðurgjaldsins í umræddum b lið 1. greinar laga þessara og 3. grein reglugerðarinnar, heldur var ákvæði laganna um gjaldtökuna breytt með bráðabirgðalögum nr. 63 23. júní 1980. Var ákveðið í 2. grein laga þessara, að gjaldið mætti vera allt að 200% af innkaupsverði vörunnar. Jafnframt var þar felldur niður réttur framleiðenda eftir hinum eldri lögum til að fá tiltekið magn af kjarnfóðri án þess að greiða gjaldið, en þess í stað heimilað að endurgreiða framleið- endum gjaldið „að hluta eftir reglum sem framleiðsluráð ákveður.““ Skyldi þá m.a. heimilt að ákveða mismunandi endurgreiðslu eftir innlögðum afurðum, eftir bústærð, eftir landshlutum og eftir bú- greinum í einstökum landshlutum. Ekki var með bráðabirgðalögunum haggað við því ákvæði. 1. greinar laga nr. 15/1979, að samþykki landbúnaðarráherra þyrfti til heimtu gjalds þessa. Gaf hann út í beinu framhaldi af lagasetn- ingunni reglugerð nr. 311 24. júní 1980 um breytingu á reglugerð nr. 348/1979. Var með Í. gr. og 2. gr. reglugerðarinnar breytt ákvæðum 3. gr. og 4. gr. reglugerðar nr. 348/1979 til samræmis við ákvæði bráðabirgðalaganna. Einnig var kveðið svo á um í 1. og 2. mgr. 1. greinar, að. gjaldtökuheimildin skyldi notuð að fullu og gjaldið innheimt við tollafgreiðslu sem 200% álag á innkaups- verð. Einnig var ítrekað ákvæði laganna um, að heimilt væri að endurgreiða gjaldið að hluta eftir reglum, sem framleiðsluráð setti. Sagði:í 5. mgr. 2. gr., að framleiðsluráð skyldi leita staðfestingar 1550 landbúnaðarráðherra á ákvörðunum þessum. Þá var og í 3. gr. reglugerðarinnar kveðið svo á, að landbúnaðarráðuneytið skæri úr, ef ágreiningur yrði um gjaldskyldu og framkvæmd reglugerðar- innar. Sama dag og reglugerðin var sett var birt auglýsing nr. 280/ 1980 um innheimtu margnefnds gjalds með 200% álagi á innkaups- verð. Með reglugerð nr. 457 29. ágúst 1980 var reglugerðinni nr. 348/1979, sbr. reglugerð nr. 311/1980, breytt nokkuð, en óbreytt héldust þó þau ákvæði hennar, sem að framan eru reifuð. Er bráðabirgðalögin nr. 63/1980 hlutu staðfestingu Alþingis og lög nr. 45 29. maí 1981 leystu þau af hólmi, var ákvæði þeirra um gjaldhæð kjarnfóðurgjaldsins breytt í það horf, að gjaldið skyldi annaðhvort vera tiltekin fjárhæð á hverja þyngdareiningu kjarn- fóðurs eða tiltekið hlutfall af tollverði þess, þó aldrei meira en 200% af tollverði innflutts kjarnfóðurs, sbr. b lið 1. greinar síðar- greindu laganna. Með 1. grein reglugerðar nr. 491 30. september 1981 var ákveðið, að gjaldið skyldi vera 33,33% af innkaupsverði hinnar gjaldskyldu vöru. Il. Hámark kjarnfóðurgjalds þess, sem um er fjallað í málinu, hefur frá öndverðu verið tiltekið í lögum, en stjórnvöldum falið að ákveða það nánar innan marka, sem lögin setja. Var það gert með reglu- gerðum nr. 311/1980, nr. 457/1980 og nr. 491/1981 staðfestum af landbúnaðarráðherra, eins og áður segir. Þess eru ýmis dæmi, að löggjafinn hafi þrátt fyrir ákvæði 40. greinar stjórnarskrárinnar falið framkvæmdarvaldshöfum að ákveða fjárhæð lögmælts gjalds eða skatts innan marka, sem lögin sjálf setja. Með hliðsjón af þessari lagasetningarvenju verður 40. grein stjórnarskrárinnar ekki skýrð svo, að hún girði með öllu fyrir þessa lagasetningaraðferð. Það er að vísu oftast svo í tilvikum slíkum sem að framan greinir, að ráðherra sem æðsta stjórnsýsluaðilja á hlutaðeigandi stjórnsýslu- sviði er falin af löggjafanum nánari ákvörðun gjalds eða skatts innan marka laganna. Þetta er þó ekki undantekningalaust. Nægir í því sambandi að vísa til þeirra heimilda, sem sveitarstjórnir lengi höfðu til að leggja á útsvör eftir efnum og ástæðum. En hvað sem því líður var því ekki svo farið hér, heldur var gjald það, sem málið 1551 snýst um, frá öndverðu ákveðið í reglugerðum staðfestum af land- búnaðarráherra, svo sem sagt var. Svo sem málið er lagt fyrir Hæstarétt, er sérstakt athugunarefni, hvort það hafi leitt af ákvæðum 2. greinar laga nr. 63/1980, en síðar b lið 1. greinar laga nr. 45/1981, að vegna þeirrar endur- greiðslu, sem þar var heimiluð, hafi ákvörðun um fjárhæð kjarn- fóðurgjaldsins í raun rétti verið falin Framleiðsluráði landbúnaðar- ins, en ekki landbúnaðarráðherra, og valdi það ólögmæti gjaldtök- unnar. Hér er þó á það að líta, að ekki verður talið, að útilokað sé að öðrum stjórnvaldshöfum en ráðherra sé falin nánari ákvörðun lögmælts gjalds eða skatts. Má vísa til þess, sem áður var sagt um útsvör. Þá er það og, að gjald það, sem hér um ræðir, er a.m.k. ekki dæmigerður skattur, heldur lögheimilað úrræði ásamt öðrum fleiri í framleiðslustjórnun af hálfu ríkisins í því skyni að hafa hemil á framleiðslu landbúnaðarafurða og sporna við offramleiðslu þeirra. Sú framleiðslustjórnun var einmitt falin framleiðsluráði undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra samkvæmt þeim lögum, sem áður hafa verið greind. Heimild sú, sem þessum aðiljum var veitt til að setja reglur um endurgreiðslu gjaldsins, studdist við þau efnis- rök, að samkvæmt tilgangi sínum þurfti gjaldtakan að vera skilvirkt úrræði, en þó ekki úr hófi fram, en búast mátti við, að gjaldið, svo sem það var ákveðið í reglugerð, kynni að reynast hærra en þörf krefði til að lögin næðu markmiði sínu, einkum ef aðstæður breyttust. Þykir gjaldið, þegar allt þetta er virt, ekki verða metið ólögmætt af þeirri ástæðu sem hér er um fjallað. Því hefur enn verið haldið fram, að bráðabirgðalög nr. 63/1980 fái ekki staðist gagnvart stjórnarskrá, vegna þess að brýna nauðsyn hafi ekki borið til útgáfu þeirra og skilyrðum 28. greinar hafi því ekki verið fullnægt. Löggjafinn hefur sjálfur metið það svo, að brýna nauðsyn hafi borið til útgáfu laganna. Hefur því mati ekki verið hnekkt. Verður gjaldtakan ekki metin ólögmæt af þessari ástæðu. Samkvæmt þessu teljum við, að sýkna beri aðaláfrýjendur af kröfum gagnáfrýjanda í málinu, en rétt sé, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. 1552 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. febrúar 1983. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 21. október sl., endurupptekið, flutt og dómtekið 20. janúar sl., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu, birtri 12. og 13. janúar 1982, af Árna Möller bónda, nnr. 0529-2654, Þórustöðum, Ölfushreppi, Árnessýslu, gegn Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, nnr. 2367-6400, Hagatorgi 1, Reykjavík, land- búnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs Reykjavík, Fóðurblöndunni h.f., nnr. 2367-1689, Grandavegi 42, einnig í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þessar: Aðallega, að stefndu verði gert að greiða stefnanda in solidum kr. 49.595,15 auk kr. 12.668,46 í vexti til 14. janúar 1982 og dómvaxta af kr. 61.520,62 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara, að stefndu verði gert að greiða stefnanda in solidum kr. 25.729,80 auk kr. 9.907,02 í vexti til 14. janúar 1982 og dómvaxta af kr. 32.379,78 frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara, að stefndu verði gert að greiða stefnanda in solidum kr. 13.160,44 auk kr. 2.117,37 í vexti til 14. janúar 1982 og dómvaxta af kr. 15.095,02 frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum samkvæmt gjaldskrá LMFI. Stefndi Framleiðsluráð landbúnaðarins krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Stefndu landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra krefjast algerrar sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati réttar- ins. Til vara krefjast þeir þess, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður falli þá niður. Stefndi Fóðurblandan h.f. krefst sýknu og málskostnaðar. Sáttaumleitanir báru ekki árangur. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að hinn 23. júní 1980 hafi verið sett bráðabirgðalög, nr. 63/1980, um breytingu á lögum nr. 15/1979 um breyt- ingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskrán- ingu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. Með bráðabirgðalögum þessum hafi verið m.a. gerð sú breyting á fyrstu málsgrein b) liðar 1. gr. laga nr. 15/1979, að heimilað var, að sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður mætti vera allt að 200% á innkaupsverð vörunnar. Jafnframt hafi verið heimilað að endurgreiða framleiðendum gjaldið að hluta eftir reglum, sem stefndi Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvæði. Þar væri heimilt m.a. að ákveða mismunandi endurgreiðslu eftir innlögðum afurðum eftir bústærð, eftir landshlutum og eftir búgreinum í einstökum landshlutum. Forsaga þessara heimildarákvæða hafi verið, að með lögunum nr. 1553 15/1979 hafi verið m.a. gerð sú breyting á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins; verðskráningu o.fl., að sett hafi verið ákvæði þess efnis, að yrði búvöruframleiðsla meiri en þörf væri fyrir á innlendum markaði og ekki fengjust erlendis markaðir, sem viðunandi teldust fyrir það, sem umfram væri að mati framleiðsluráðs og landbún- aðarráðuneytis, væri framleiðsluráði, að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra heimilað að gera tímabundnar ráðstafanir, svo sem að leggja sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður, allt að 100% á innkaupsverð vörunnar. Tekið hafi verið fram, að ákvarðanir, sem varði gjaldtöku af kjarnfóðri, skuli teknar af fulltrúa- fundi Stéttarsambands bænda og verða háðar samþykki landbúnaðarráð- herra. Einnig að gæsla og ráðstöfun þess fjár, sem innheimtast kynni samkvæmt heimildum þessum, skuli vera í höndum Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Ekki hafi komið til álagningar þessa sérstaka gjalds eftir lögunum frá - 1979, en eftir hækkunina í 200% með bráðbirgðalögunum 23. júní 1980 hafi stefndi Framleiðsluráð landbúnaðarins ákveðið hinn 1. júlí 1980 að innheimta gjaldið. Reglugerð hafi verið gefin út af landbúnaðarráðherra hinn 24. júní 1980, þar sem nánari reglur um innheimtu þessa 200% gjalds hafi verið settar svo og heimildir til að endurgreiða framleiðendum gjaldið eftir nánari reglum. Samþykkt stefnda framleiðsluráðs hinn 1. júlí 1980 hafi verið á þá leið, að á tímabilinu frá 24. júní til 30. september 1980 fengju framleiðendur eggja, fuglakjöts og svínakjöts afgreitt kjarnfóður til þessarar framleiðslu með 50% álagi á cif verð. Ákveðið hafi verið og, að magn afgreidds fóðurs til hvers framleiðanda svaraði til 25% af því fóðri, sem hann hafi keypt til þessara nota á öllu fyrra ári, 1979. Í framhaldi af samþykkt þessari hafi framkvæmdareglur verið settar til bráðabirgða um skyldu aðilja til að senda stefnda framleiðsluráði fullnægjandi gögn um kjarnfóðurkaup til alifugla- og svínaræktar á því ári. Framleiðsluráðið gæfi síðan út kort til hvers fram- leiðanda stimplað og undirritað, með heimiluðu úttektarmagni fram til 30. september 1980. Hinn 1. ágúst 1980 hafi stefndi framleiðsluráð síðan samþykkt breytingu á þá leið, að gjaldið á alifugla og svínafóður var lækkað í 40%0 frá og með 5. ágúst, og þannig hafi það haldist til 1. október 1980. Frá 1. október 1980 hafi síðan verið innheimt 33.339%0 gjald á fóður til allra búgreina. Bráðabirgðalögin hafi verið lögð fyrir Alþingi og afgreidd sem lög nr. 45/1981 hinn 29. maí, en með þeirri breytingu, að landbúnaðarráðherra í stað framleiðsluráðs áður var veitt heimild til tímabundinna ráðstafana vegna offramleiðslu búvara að fengnum tillögum framleiðsluráðs og full- trúafundar Stéttarsambands bænda, og skyldu þær ráðstafanir gerðar með 98 1554 reglugerð. Breyting var einnig gerð á b) lið 1. greinar laga nr. 15/1979 og nú ákveðið, að gjaldið mætti annaðhvort vera tiltekin fjárhæð á hverja þyngdareiningu kjarnfóðurs eða tiltekið hlutfall af tollverði kjarnfóðursins, en þó aldrei meira en sem svari 200% af tollverði innflutts kjarnfóðurs. Með þessum nýju lögum hafi landbúnaðarráðherra verið heimilað, að fengnum tillögum framleiðsluráðs, að endurgreiða kjarnfóðurgjaldið að hluta eða öllu leyti eða fella það niður til bænda, m.a. á mismunandi hátt eftir svæðum vegna harðæris, uppskerubrests eða til að auka framleiðslu búvöru, sem skortur sé á, að fengnum tillögum framleiðsluráðs, landbún- aðarráðherra gefið út reglugerð hinn 30. september 1981, nr. 491, og hafi þar verið ákveðið 33,33% gjald af innkaupsverði kjarnfóðurs og sé það enn. Kjarnfóðurgjald þetta hafi verið innheimt hjá stefnanda þrátt fyrir mótmæli hans og sé það innifalið í kaupverði kjarnfóðurs, er hann hafi keypt hjá stefnda Fóðurblöndunni h.f., sem hafi að vísu gefið honum 4% afslátt á því. Mótmæli stefnanda hafi byggst á því, að gjaldtakan standist ekki samkvæmt lögum. Aðalkrafan sé á því byggð, að álagning gjaldsins hafi verið ólögmæt, þar sem hún sé byggð á ákvörðun stefnda framleiðslu- ráðs og landbúnaðarráðherra, en slíkt framsal Alþingis á skatti samrýmist ekki 2. gr., 40. gr., 77. gr., sbr. 42. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Aðalkrafan sé miðuð við endurgreiðslu á öllu gjaldinu, sem stefnandi hafi greitt frá því gjaldtakan hófst til 31. desember 1981, samtals kr. 49.596,15. Varakrafan sé á því byggð, að álagning skattsins hafi verið ólögmæt, þar til lögin nr. 45 frá 29. maí 1981 hafi komið til framkvæmda, og sé því miðuð við endurgreiðslu á greiddu gjaldi frá júlí 1980 til 29. maí 1981, samtals kr. 25.729,80. Þrautavarakrafan sé á því byggð, að reglugerð skv. lögum nr. 45/1981 hafi skort þar til 30. september 1981, og verði því álagning skattsins frá 1. júní 1981 til 30. september að teljast ólögmæt. Hún sé því miðuð við endurgreiðslu á greiddu gjaldi frá gildistöku laganna hinn 29. maí 1981 til setningar reglugerðarinnar hinn 30. september s.á., samtals kr. 13.160,44. Stefnandi bendir á, að hið umrædda gjald sé skattur, en „skattur“ sé hvers konar gjöld, sem ekki komi bein endurgjöld fyrir til gjaldenda. Engan skatt megi leggja á né breyta né af taka nema með lögum skv. 40. gr. stjórn- arskrárinnar. Skv. 2. gr. sömu laga fari Alþingi og forseti Íslands saman með valdið til þess að setja lög. Þess vegna geti ekki aðrir aðiljar hér á landi en Alþingi og forseti Íslands sameiginlega lagt slík gjöld eða skatta á menn, svo að löglegt sé. Málefnum þeim, sem stjórnarskráin sjálf felur löggjafanum, verði því aðeins skipað með lögum og jafnframt sé löggjaf- anum óheimilt að framselja öðrum valdhöfum ákvörðunarvald um þau efni. Þetta sé meginregla íslensks réttar, sem fram komi í ritum fræðimanna 1555 um þessi efni. Viðurkennt sé, að löggjafinn geti framselt framkvæmda- valdi vald til þess að setja almenn fyrirmæli, og sé það alltítt. En slíkt framsal sé takmarkað og aðal takmörkin séu einmitt þau, að þegar stjórnar- skráin sjálf bjóði, að eitthvað skuli gert með lögum, eins og álagning skatta, sé almennt óheimilt að fela framkvæmdavaldshöfum ákvörðun um þau efni. Hingað til hafi tíðkast að fela framkvæmdavaldi, þ.e. ríkisstjórn, ákvörðunarvald um það, hvort ákveðnir skattar, sem heimilaðir væru í lögum, væru innheimtir eða ekki. Í máli þessu sé ekki um slíkt að ræða, heldur hafi stefnda framleiðsluráði verið falið vald til þess að leggja skatt- inn á, ekki aðeins að innheimta hann. Slíkt framsal á skattákvörðun sam- rýmist ekki stjórnarskrá Íslands. Varakrafan í málinu sé á því byggð, að verði ekki fallist á, að um óheimilt framsal löggjafans á skattákvörðun hafi verið að ræða í heild, hafi álagningin alla vega verið ólögmæt, þar til lögin nr. 45/1981 komu til framkvæmda. Sett hafi verið bráðabirgðalög um álagninguna hinn 23. júní 1980, af forseta Íslands og landbúnaðarráðherra, án þess að skilyrðum 28. gr. væri fullnægt. Auk þess að ríða í bága við fyrrgreind ákvæði stjórnarskrárinnar hafi bráðabirgðalögin ekki verið nauðsynleg, þar sem þegar hafi veirð fyrir hendi lög, sem gert hafi ráð fyrir gjaldtöku þeirri, sem framkvæmd hafi verið skv. bráðabirgðalögunum. Auk þessa bendir stefnandi á það, að ekki hafi verið fyrir hendi skilyrði laganna til gjaldtöku af svínabúi hans, þar sem ekki hafi verið offramleiðsla á svínakjöti. Stefndi Framleiðsluráð landbúnaðarins styður sýknukröfu sína þeim rökum, að kjarnfóðurgjaldið, sem um sé deilt í máli þessu, hafi verið lagt á að réttum lögum. Með fyrstu stjórnarskrá 1874 og æ síðan hafi Alþingi verið veitt fullkomin fjárforráð og geti ráðstafað þeim. Síðan hafi verið órofin tilhneiging til að fela stjórnvöldum að innheimta skatta og ákveða hæð þeirra og það hafi ávallt verið gert með lögum. Dæmin séu mörg og til sé langur listi yfir slík lög. Tilgangur ákvæðis 40. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið að útiloka, að fjárlög væru notuð til skattaálagningar, og almennt álit fræðimanna hafi verið, að löggjafinn ákveði það sjálfur, hvort hann framselji stjórnvaldi skattaákvarðanir bæði innheimtu og ákvörðun á hæð þeirra. Miklu skipti, hverskonar skattlagningu sé um að ræða, og hér sé gjald, sem ekki hafi verið álagt til þess að auka tekjur ríkissjóðs, heldur til þess að draga úr framleiðslu í landbúnaði, eingöngu lagt á landbúnaðinn og notast eingöngu í hans þágu til verðjöfnunar og millifærslna í því skyni að efla landbúnaðinn í heild og firra hann vandræðum. Þetta sé skýrt tekið fram í 1. gr. laga nr. 15/1979 og bráðabirgðalögin 23. júní 1980 hafi breytt tveimur málsgreinum þeirra laga. Forsenda bráðabirgðalaganna komi skýrt fram í upphafsorðum þeirra, að vegna niðurgreiðslna erlendis á fóður- vörum og þess ástands, sem við sé að fást í framleiðslu og markaðsmálum 1556 landbúnaðarins, þ.e. offramleiðslu og söluerfiðleika, beri brýna nauðsyn til þess að breyta fyrri lögum. Offramleiðsla hafi verið á mjólkurafurðum á þessum tíma og hana hafi orðið að minnka og það sé gert með því að gera bændum erfitt að nota kjarnfóður vegna kostnaðarins. Búvörufram- leiðslan í landinu sé ein heild og ekki skipti máli, þótt ekki hafi verið of- framleiðsla á svínakjöti á þessum tíma, heldur hafi þurft að deila byrðunum á bændur almennt með einhverjum ráðum. Stefndu landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra styðja sýknukröfu sína einnig þeim rökum, að lagasetningin, sem hin umdeilda skattheimta byggist á, sé lögmæt í hvívetna, og að sjónarmið stefnanda um ólögmætt valdframsal Alþingis á skattákvörðun fái ekki staðist. Það sé almenn skoðun fræðimanna, að löggjafinn hafi vissa heimild til að framselja skatt- lagningarvald til stjórnvalda og sé þá litið til þess um, hverskonar skattlagn- ingu sé að ræða. Þarna hafi komið til viðbrögð við aðgerðum erlendra aðilja, gífurlegar niðurgreiðslur landa Efnahagsbandalags Evrópu á kjarn- fóðri, sem leitt hafi til vandræða hér. Áhersla sé lögð á þessar forsendur. Í reynd sé það svo, að í mjög mörgum skattalögum hafi stjórnvöldum verið falið ákvörðunarvald um það að meira eða minna leyti, hvort og eða að hvaða marki skattlagningarheimild í lögum skuli nýtt, t.d. í lögum nr. 19/1975, nr. 8/1976, nr. 4/1960, nr. 79/1974,.0.fl. o.fl. Þarna séu dæmi um mun víðtækara valdframsal Alþingis til skattálagningar en um sé að ræða í lögum þeim, sem mál þetta fjalli um. Ljóst sé því, að löggjafinn hafi í langan tíma talið stjórnarskrárákvæði veita mun meira svigrúm að þessu leyti en stefnandi máls þessa virðist gera. Ekki sé fallist á með stefnanda, að setning bráðabirgðalaganna hafi verið ólögmæt, vegna þess að ekki hafi borið brýna nauðsyn til hennar. Gjald- tökuheimildin hafi ekki nema að hluta til falist í áðurgildandi lögum og í annan stað sé á það bent, að löggjafinn eigi hér sem endranær fullnaðar- ákvörðun um það, hvort brýna nauðsyn beri til útgáfu bráðabirgðalaga eða ekki. Auk þessa sé á það bent, að stefnandi hafi ekki lagt fram neinar upplýs- ingar um, hvaða tjón hann hafi hlotið af skattlagningunni. Hafi stefnandi ekkert tjón beðið í raun, sé að sjálfsögðu ekki unnt að taka kröfur hans til greina. Hér komi einnig til tómlæti stefnanda, sem hafi firrt hann hugsanlegum rétti, enda hafi hann ekki beint kröfu sinni til dómstóla fyrr en rúmlega einu og hálfu ári eftir að gjaldið var lagt á. Ábendingar stefn- anda um reglugerðir standist ekki. Kjarnfóðurgjaldið hafi alltaf verið lagt á með reglugerðum, allt frá gildistöku laganna nr. 63/1980, og hafi skattur- inn aldrei verið álagður með öðrum hætti en með reglugerð. Stefndi Fóðurblandan h.f. styður sýknukröfu sína þeim rökum, að hann sé ekki aðili að þessu máli. Hvorki réttarvenja né annað standi til þess, 1557 að hann beri ábyrgð á endurgreiðslu gjalds þess, sem mál þetta snúist um. Hann sé einn þeirrra aðilja, sem skylt sé að lögum að innheimta án sér- stakrar greiðslu gjald þetta, og eini atbeini hans sé að innheimta gjaldið hjá kaupendum viðkomandi vöru og skila því til þess aðilja, sem við því eigi að taka að lögum. Þessa innheimtustarfsemi láti hann í té án sérstakrar greiðslu. Hann beri hvorki ábyrgð á gjaldtökunni né hugsanlegri endur- greiðslu fjárins, eftir að hann hefur skilað því til meðstefnda framleiðslu- ráðs. Því sé ekki haldið fram í málinu, að hann hafi ekki skilað umræddu fé óskertu og á réttum tíma, og verði hann því ekki krafinn um endur- greiðsluna, jafnvel þótt fallist yrði á réttmæti kröfu stefnanda í málinu gagnvart meðstefndu. Dómur sá, sem stefnandi byggi á aðild stefnda Fóður- blöndunnar h.f. í málinu, dómur Hæstaréttar 18. október 1973 í máli nr. 111/173 (sic), hafi fjallað um söluskatt og það sé ekki sambærilegt við þetta gjald og innheimtu þess. Niðurstaða. Sú meginregla í íslenskum stjórnskipunarrétti, að málefnum þeim, sem stjórnarskráin sjálf felur löggjafanum, verði aðeins skipað með lögum og löggjafanum sé óheimilt að framselja framkvæmdavaldshafa ákvörðunar- vald um þau efni. Þrátt fyrir ákvæði 40. gr. stjórnarskrárinnar hefur það komið fyrir, að ríkisstjórninni væri í lögum falið ákvörðunarvald um það, hvort hún innheimti tiltekna skatta eða ekki, enda hafi skattarnir þá verið heimilaðir í lögum. Ljóst er, að slíkt framsal löggjafans á ákvörðunarvaldi, sem stjórnarskráin einskorðar við hann, verður að vera háð ströngum takmörkunum. Stjórnarskrá landsins felur sérstökum aðiljum, handhöfum löggjafar- valdsins, Alþingi og forseta Íslands, vald til að leggja á skatta, breyta þeim eða taka af og ekki öðrum aðiljum. Stefndu Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra benda á, að í mörgum skattalögum hafi stjórnvöldum verið falið ákvörðunarvald um að meira eða minna leyti, hvort og eða að hvaða marki skattlagningarheimild í lögum skuli nýtt. Í dæmum þeim, sem nefnd hafa verið, hafa ríkisstjórnum eða ráðherrum verið falið ákvörðunarvald. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, var Framleiðsluráði landbúnaðarins falið ákvörðunarvald um skattlagn- ingu, þar tillög nr. 45, 29. maí 1981 tóku gildi. Framleiðsluráð landbúnað- arins skipa ellefu menn, sjö kosnir af Stéttarsambandi bænda á fulltrúa- fundi þess og fjórir skipaðir af stjórn Stéttarsambandsins samkvæmt til- nefningu eftirgreindra aðila, einn frá hverjum: Þeirri deild Sambands Íslenskra Samvinnufélaga, er fer með sölu landbúnaðarafurða, Mjólkur- samsölunni í Reykjavík, Sláturfélagi Suðurlands og mjólkurbúum utan mjólkursölusvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, allir til tveggja ára í 1558 senn. Framleiðsluráð kýs sér formann til sama tíma. Kostnaður við starf- semi framleiðsluráðs er borinn af framleiðendum þeirrar landbúnaðarvöru, sem Framleiðsluráðið hefur eftirlit með og fjallar um samkvæmt lögunum um framleiðsluráð, nú lög nr. 95, 11. desember 1981. Þótt Framleiðsluráði landbúnaðarins sé falið nokkurt stjórnvald í lögun- um, er skipun þess þannig, að það telst ekki bera ábyrgð, sem sambærileg er við handhafa frakvæmdavalds að stjórnskipunarlögum. Þegar litið er til þess, að undantekningar þær frá meginreglunni um, að skattar skuli álagðir af löggjafanum, hafa hingað til lotið að handhöfum framkvæmdavalds með ráðherraábyrgð skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar, sem bera stjórnmálalega ábyrgð og eru háðir eftirliti og reikningsskilum gagnvart Alþingi, verður að telja, að svo mikill munur sé á slíku framsali skattlagningarvalds og því, sem mál þetta fjallar um, að of langt hafi hér verið gengið. Því ber að fallast á með stefnanda, að framangreind bráða- birgðalög hafi falið í sér óheimilt framsal löggjafans á ákvörðun skatta og ráðstöfun þeirra og gjaldtaka stefndu hafi því verið óheimil. Með lögum nr. 45, 29. maí 1981 var landbúnaðarráðherra í stað framleiðsluráðs áður veitt gjaldtökuheimildin, sem einnig var breytt að nokkru. Þar með verður að telja, að lagfærðir hafi verið þeir annmarkar, sem hér teljast hafa verið á fyrrgreindu fyrirkomulagi. Þegar virtur er tilgangur kjarnfóðurgjaldsins og hlutverk þess í þeirri við- leitni að draga úr vandamálum í landbúnaðarframleiðslu, og þegar litið er til þess, að hér er um tímabundnar ráðstafanir að ræða, verður að telja, að með lögunum nr. 45/1981 hafi löggjafinn framselt ráðherra skatta- ákvörðunarvald sem heimilt sé og að eftir það hafi löglega verið að gjald- tökunni staðið. Aðalkrafa stefnanda verður því ekki tekin til greina. Vara- krafa stefnanda er um endurgreiðslu gjaldsins til gildistöku laga nr. 45/1981, 29. maí. Ber að taka hana til greina, enda hefur hún ekki sætt tölulegum andmælum. Verður ekki fallist á með stefndu framleiðsluráði, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, að stefnandi hafi þurft að sýna fram á tjón af völdum gjaldtökunnar. Um tómlæti stefnanda er ekki að ræða. Upplýst er í málinu, að stefndi Fóðurblandan h.f. hafi innheimt umrætt gjald og skilað því til stefnda Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem annast gæslu þess í sérstökum sjóði. Þess vegna verður að fallast á með stefnda Fóðurblöndunni h.f., að hann beri ekki ábyrgð á endurgreiðslu gjalds þessa, og sýkna hann vegna aðildarskorts, en rétt er, að málskostnaður falli niður að því er hann varðar. Stefndi framleiðsluráð verður því dæmdur ásamt stefndu landbúnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til að greiða stefnanda in solidum kr. 25.729,80 auk kr. 9.907,02 í vexti til 14. janúar 1982, eins og 1559 krafist er, en með dómvöxtum af kr. 25.729,00 frá þeim degi til greiðslu- dags, og málskostnað, sem ákveðst kr. 12.000,00. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóminn. Uppsaga hefur dregist nokkuð vegna sérstaks umfangs málsins. Dómsorð: Stefndi Fóðurblandan h.f. skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Árna Möller, í máli þessu, en málskostnaður þeirra í milli fellur niður. Stefndu Framleiðsluráð landbúnaðarins, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs greiði in solidum stefnanda, Árna Möller, kr. 25.729,80 auk kr. 9.907,02 í vexti til 14. janúar 1982, með 39% ársvöxtum af kr. 25.729,80 frá 14. janúar 1982 til 1. nóvember s.á., 47% ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu dóms þessa, en síðan með hæstu innlánsvöxtum, eins og þeir verða á hverjum tíma, til greiðsludags, og kr. 12.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum.